Brauðmolaslóð fyrir stærri skjái
- Ráðuneyti
- Forsætisráðuneytið
- Dómsmálaráðuneytið
- Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
- Heilbrigðisráðuneytið
- Innviðaráðuneytið
- Matvælaráðuneytið
- Menningar- og viðskiptaráðuneytið
- Mennta- og barnamálaráðuneytið
- Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiskrifstofur
- Samstarfsráðherra Norðurlanda
- Starfsfólk
- Stofnanir
- Nefndir
- Símanúmer og staðsetning ráðuneyta
- Umbra
- Nefndir
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Valdsvið nefndarinnar nær til allrar stjórnsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjórnsýslustigi ákvörðun er tekin. Aðili þarf því ekki að tæma aðrar kæruleiðir innan stjórnsýslunnar áður en til hennar er leitað. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir og verður ekki skotið annað innan stjórnsýslunnar. Þeir hafa því jafnframt fordæmisgildi fyrir önnur stjórnvöld og stuðla þannig að auknu samræmi í framkvæmd upplýsingalaganna.
Sjá nánar um kæruheimild og verklagsreglur nefndarinnar.
Skipan úrskurðarnefndar
Samkvæmt 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skipar forsætisráðherra þrjá menn í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara. Tveir nefndarmenn og varamenn þeirra skulu uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Skal annar þeirra vera formaður nefndarinnar en hinn varaformaður. Nefndarmenn mega ekki vera fastráðnir starfsmenn í Stjórnarráði Íslands. Sjá skipan úrskurðarnefndar.
Nefndin er sjálfstæð í störfum sínum og óháð öðrum stjórnvöldum. Nefndin nýtur þó ritara og skrifstofuþjónustu úr forsætisráðuneytinu og má beina kærum til nefndarinnar á netfangið [email protected]. Einnig er unnt að senda kæru til nefndarinnar með því að fylla út rafrænt eyðublað á vef Stjórnarráðsins, mínar síður (sjá leiðbeiningar um notkun á mínum síðum).
Ritari nefndarinnar er Egill Pétursson.
Hér fyrir neðan eru allir úrskurðir nefndarinnar. Á annarri síðu er hægt að nota fullkomnari leit sem tekur t.d. tillit til beygingar orða og þar er einnig hægt að leita innan ákveðins árs.
Númer | Summary | Content |
---|---|---|
1238/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Óskað var eftir aðgangi að verkferlum, skrá yfir send og móttekin erindi slökkviliðs Borgarbyggðar á ákveðnu tímabili og fyrri samskiptum kæranda við slökkviliðið. Afstaða slökkviliðs Borgarbyggðar var að kæranda hefði þegar verið afhent öll gögn sem varðaði málið. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að hluti af beiðni kæranda hefði ekki verið afgreidd í samræmi við ákvæði upplýsingalaga og vísaði honum til Borgarbyggðar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, en staðfesti afgreiðslu Borgarbyggðar að öðru leyti. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1238/2024 í máli ÚNU 24100016.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 27. október 2024, kærði Ikan ehf. afgreiðslu slökkviliðs Borgarbyggðar á beiðni félagsins um gögn. Með erindi til slökkviliðs Borgarbyggðar, dags. 15. september 2024, lagði kærandi fram svohljóðandi beiðni:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>[Ó]ska ég […] eftir því að slökkviliðsstjórinn afhendi þegar, afrit af verkferli Borgarbyggðar varðandi „aðgang hlutaaðila í húsin úti í Brákarey“ […]<br /> <br /> Eins er farið fram á að slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð afhendi;</p> <ol> <li>Verkferil slökkviliðsstjórans í Borgarbyggð varðandi rof innsigla.</li> <li>Verkferil lögreglu, þegar slökkviliðsstjóri ákveður að rjúfa innsigli.</li> </ol> <p> <br /> […]<br /> <br /> Óskað er eftir að slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð sendi Ikan ehf. afrit af skrá yfir send og móttekin erindi embættisins, frá 1. febrúar 2021 til 15. september 2024. […]</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Þá var í erindinu óskað upplýsinga um hvers vegna slökkviliðsstjóri hefði þurft að samþykkja verkferil Borgarbyggðar um aðgang að umræddu húsnæði. Loks óskaði kærandi upplýsinga um á hvaða lagaheimild heimild slökkviliðsstjórans til að ákveða að innsigla húsnæði og rjúfa innsigli byggðist.<br /> <br /> Í svari slökkviliðs Borgarbyggðar, dags. 25. september 2024, kom fram að fyrirkomulag um aðgengi að húsum í Brákarey í eigu Borgarbyggðar væri á vegum sveitarfélagsins. Verkfyrirkomulag um aðgengi að húsinu hefði verið borið undir slökkviliðsstjóra á sínum tíma og hann beðinn um að gefa álit sitt á því. Kæranda væri bent á að hafa samband við eiganda hússins um frekari spurningar sem vörðuðu aðgengismál.<br /> <br /> Óskaði lögregla eftir því við slökkviliðsstjóra að hann kæmi að veitingu heimildar um rof á innsigli væri það gert. Slökkviliðsstjóri færi yfir hvert mál fyrir sig og heimilaði eða hafnaði beiðni fyrir sitt leyti. Um verkferla lögreglu um rof á innsigli væri lögreglunnar að svara.<br /> <br /> Spurningum og alhæfingum um ábyrgð, lög og reglugerðir hefði verið svarað í fyrri samskiptum slökkviliðsstjóra við kæranda, og því væri ekki talin þörf á að svara því aftur.<br /> <br /> Kærandi hefði fengið afrit af öllum gögnum um málið í Brákarey sem við kæmi slökkviliðinu í Borgarbyggð, utan samskipta við lögfræðing Fornbílafjelags Borgarfjarðar, sem væru meðfylgjandi erindi slökkviliðsstjóra.<br /> <br /> Kærandi brást við erindi slökkviliðs Borgarbyggðar 8. október 2024. Í svarinu var beiðni kæranda ítrekuð auk þess sem kærandi óskaði eftir afriti af öllum þeim svörum sem slökkviliðsstjóri vísaði til í erindi sínu að hefðu verið send kæranda. Í svari slökkviliðs Borgarbyggðar, dags. 25. október 2024, kom fram að búið væri að svara beiðnum kæranda á fullnægjandi hátt sem og að afhenda kæranda öll viðeigandi gögn.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt slökkviliði Borgarbyggðar með erindi, dags. 4. nóvember 2024, og færi veitt á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að slökkvilið Borgarbyggðar afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar. Slökkviliðinu var samkvæmt beiðni þar um veittur viðbótarfrestur til að bregðast við kærunni til 28. nóvember 2024.<br /> <br /> Umsögn frá slökkviliði Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni 27. nóvember 2024. Í umsögninni kemur fram að kærandi hafi þegar fengið afhent öll gögn sem varða mál slökkviliðsins vegna lokunar og stöðvunar starfsemi í húsunum að Brákarbraut 25 og 27. Þá hafi öllum erindum kæranda verið svarað frá árinu 2021. Varðandi beiðni um aðgang að verkferli slökkviliðsstjóra vísist til laga um brunavarnir, nr. 75/2000, og reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit, nr. 723/2017. Engar eiginlegar verklagsreglur sé að finna hjá Borgarbyggð heldur hafi verið munnlegt verklag á milli Borgarbyggðar og slökkviliðs um að starfsmaður Borgarbyggðar myndi fá allar beiðnir þegar kæmi að því að hleypa leigjendum inn í því skyni að forða þaðan munum. Mat slökkviliðsstjóra væri að kæranda hefði ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Engar dagbókarfærslur væru til um málið.<br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með erindi, dags. 3. desember 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 12. desember 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir aðgangi að verkferlum, skrá yfir send og móttekin erindi slökkviliðs Borgarbyggðar á ákveðnu tímabili og fyrri samskiptum kæranda við slökkviliðið. Afstaða slökkviliðs Borgarbyggðar er að kæranda hafi þegar verið afhent öll gögn sem varði mál slökkviliðsins um lokun og stöðvun starfsemi að Brákarbraut 25 og 27 í Borgarbyggð.<br /> <br /> Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Rétturinn nær til allra gagna sem mál varða og dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Þegar stjórnvaldi eða öðrum aðila samkvæmt I. kafla upplýsingalaga berst beiðni um aðgang að gögnum, sem undirorpin eru upplýsingarétti samkvæmt lögunum, á stjórnvaldið eða aðilinn á grundvelli beiðninnar að afmarka hana við gögn í sínum vörslum og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að hverju gagni á grundvelli ákvæða laganna. Ef takmarkanir samkvæmt lögunum eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Um ósk kæranda um aðgang að verkferli Borgarbyggðar um aðgang hlutaaðila í húsin úti í Brákarey kveður slökkvilið Borgarbyggðar að um sé að ræða munnlegt verklag á milli Borgarbyggðar og slökkviliðs. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í þessa fullyrðingu að ekki liggi fyrir eiginlegt gagn hjá slökkviliðinu um umræddan verkferil. Nefndin hefur ekki forsendur til að draga þá fullyrðingu í efa. Með vísan til þess að kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar er samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga bundin við synjun beiðni um aðgang að gögnum og synjun beiðni um afhendingu gagna á því formi sem óskað er, liggur ekki fyrir ákvörðun sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar. Verður ákvörðun Borgarbyggðar að þessu leyti staðfest.<br /> <br /> Kærandi óskaði einnig eftir verkferli slökkviliðsstjóra um rof innsigla og verkferli lögreglu þegar slökkviliðsstjóri ákveður að rjúfa innsigli. Um fyrri verkferilinn vísaði slökkvilið Borgarbyggðar til laga um brunavarnir og reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit. Slökkviliðið benti kæranda á að hafa samband við lögregluna varðandi síðari verkferilinn. Af svörum slökkviliðsins er óljóst hvort framangreindir verkferlar liggi fyrir hjá slökkviliðinu. Úrskurðarnefndin telur því rétt að þessum þætti beiðni kæranda verði vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá slökkviliði Borgarbyggðar, þar sem athugað verði hvort verkferlarnir liggi fyrir hjá slökkviliðinu og ef svo er, hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim. Nefndin tekur fram að slökkviliðinu var ekki rétt að beina kæranda til lögreglunnar varðandi beiðni um þann verkferil, heldur bar slökkviliðinu að kanna hvort sá verkferill lægi fyrir hjá slökkviliðinu. Upplýsingalög innihalda ekki kröfu um að beina skuli gagnabeiðni að aðila sem hafi búið til gögn eða hafi að öðru leyti forræði á þeim, heldur er í 2. málsl. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga mælt fyrir um að beina skuli gagnabeiðni til þess aðila sem hefur gögn í vörslu sinni.<br /> <br /> Varðandi beiðni kæranda um aðgang að skrá yfir send og móttekin erindi slökkviliðs Borgarbyggðar frá 1. febrúar 2021 til 15. september 2024 tekur úrskurðarnefndin fram að réttur til aðgangs að dagbókarfærslum og lista yfir málsgögn er samkvæmt 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga bundinn við tiltekin mál. Beiðni kæranda er ekki afmörkuð við tiltekið eða tiltekin mál heldur virðist þvert á móti vera um lista yfir erindi í öllum málum slökkviliðsins á framangreindu tímabili. Verður afgreiðsla Borgarbyggðar að þessu leyti staðfest.<br /> <br /> Í erindi kæranda til slökkviliðs Borgarbyggðar 8. október 2024 tilgreinir hann að þar „sem slökkviliðsstjóri segir, að búið sé að svara öllu, ósk[i] Ikan ehf hér með eftir afriti af öllum þeim svörum sem slökkviliðsstjórinn vitnar til að búið sé að svara.“ Í þessu felst meðal annars að hann óskar aðgangs að svörum slökkviliðsins við fyrirspurnum hans um hvers vegna slökkviliðsstjóri hefði þurft að samþykkja verkferil Borgarbyggðar um aðgang að húsunum í Brákarey og á hvaða lagaheimild heimild slökkviliðsstjórans til að ákveða að innsigla húsnæði og rjúfa innsigli byggðist. Slökkvilið Borgarbyggðar telur að þessu hafi verið svarað og óþarfi sé að svara því aftur. Úrskurðarnefndin telur óljóst hvort hjá slökkviliðinu liggi fyrir afrit af svörum slökkviliðsins við framangreindum fyrirspurnum. Því er rétt að vísa þessum þætti beiðni kæranda aftur til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Borgarbyggð þar sem kannað verði hvort framangreind gögn liggi fyrir og ef svo er hvort ekki sé rétt að afhenda þau kæranda. Úrskurðarnefndin tekur fram að upplýsingalög girða ekki fyrir að óskað sé aftur aðgangs að gögnum sem beiðanda hafa áður verið afhent, enda geta verið ýmsar réttmætar ástæður fyrir því að það sé gert.<br /> <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Beiðnum kæranda, Ikan ehf., frá 15. september og 8. október 2024 um aðgang að eftirfarandi gögnum er vísað til Borgarbyggðar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">verkferli slökkviliðsstjórans í Borgarbyggð varðandi rof innsigla,</li> <li style="text-align: justify;">verkferli lögreglu þegar slökkviliðsstjóri ákveður að rjúfa innsigli, og</li> <li style="text-align: justify;">svörum slökkviliðs Borgarbyggðar við fyrirspurnum kæranda um hvers vegna slökkviliðsstjóri hefði þurft að samþykkja verkferil Borgarbyggðar um aðgang að húsnæði í Brákarey og um það á hvaða lagaheimild heimild slökkviliðsstjórans til að ákveða að innsigla húsnæði og rjúfa innsigli byggðist.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Að öðru leyti er afgreiðsla Borgarbyggðar, dags. 25. október 2024, á beiðni kæranda, Ikan ehf., staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1237/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum sem Icelandic Water Holdings hf. hefðu látið menningar- og viðskiptaráðuneyti í té vegna skoðunar ráðuneytisins á viðskiptum með hlutafé félagsins á grundvelli laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Ákvörðun ráðuneytisins að hafna beiðni kæranda var á því byggð að gögnin vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem í hlut ættu, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem deilt var um aðgang að og taldi að afhending þeirra til kæranda væri ekki til þess fallin að valda lögaðilunum tjóni. Var ráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1237/2024 í máli ÚNU 24080017.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 23. ágúst 2024, kærði […], fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, ákvörðun menningar- og viðskiptaráðuneytis, dags. 20. ágúst 2024, að synja beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi sendi ráðuneytinu fyrirspurn 22. júlí 2024 um hvort ráðherra hefði fengið svör við spurningum sínum um félagið Icelandic Water Holdings hf. um hverjir hefðu staðið að baki kaupum á meirihluta hlutafjár í félaginu í september 2023. Í framhaldi af fyrirspurninni óskaði kærandi með erindi, dags. 26. júlí 2024, eftir lista yfir þau sem færu með eignarhald í Icelandic Water Holdings og hlut hvers um sig, auk upplýsinga um frá hvaða landi hver hluthafi væri.<br /> <br /> Ráðuneytið brást við beiðni kæranda 20. ágúst 2024. Í svari ráðuneytisins var bent á að Icelandic Water Holdings hefði þegar verið í meirihlutaeigu erlendra aðila áður en umrædd viðskipti með hlutabréf þess hefðu átt sér stað í september 2023. Í þeim viðskiptum hefði eignarhaldsfélagið Iceland Star Property Ltd. (skráð í Liechtenstein) eignast meirihluta í Icelandic Water Holdings með kaupum á nýju hlutafé. Félagið BlackRock Special Situations DAC (skráð á Írlandi) hefði á sama tíma komið með nýtt hlutafé inn í félagið.<br /> <br /> Í svari ráðuneytisins kom enn fremur fram að afstöðu Icelandic Water Holdings til afhendingar gagna, sem látin hefðu verið ráðuneytinu í té við skoðun á framangreindum viðskiptum, hefði verið aflað. Icelandic Water Holdings teldi að önnur gögn en bréf frá félaginu til ráðuneytisins frá 18. september 2023 væru undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, því þau vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins. Var beiðni kæranda synjað að þessu leyti.<br /> <br /> Í erindi Icelandic Water Holdings til ráðuneytisins, dags. 18. september 2023, er vísað til þess að Iceland Star Property Ltd. sé félag skráð í Liechtenstein í eigu fjárfestingarsjóðsins Project Spring LLP, sem sé í dreifðu eignarhaldi þar sem enginn einn aðili eigi meira en 20% hlut. […], sænskur ríkisborgari, sem jafnframt sé stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, teljist raunverulegur eigandi félagsins samkvæmt lögum um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærandi hafi fengið gögn afhent en þurfi frekari upplýsingar. Kærandi vilji geta greint frá því hverjir séu raunverulegir eigendur að Icelandic Water Holdings og að hann telji að þau gögn sem ráðuneytið hafi takmarkað aðgang að gefi betri mynd af því.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt menningar- og viðskiptaráðuneyti með erindi, dags. 26. ágúst 2024, og ráðuneytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að ráðuneytið afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 10. september 2024. Í umsögn ráðuneytisins er rakið að viðskipti með bréf í Icelandic Water Holdings hf. hafi sætt skoðun á grundvelli laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991, til að kanna hvort ástæða væri til inngrips á grundvelli 12. gr. laganna, en ákvæðið varðar þau tilvik þegar fjárfesting telst ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Að lokinni upplýsingaöflun hafi ráðuneytið ekki talið ástæðu til að grípa inn í viðskiptin á grundvelli laganna.<br /> <br /> Ráðuneytið hafi í ljósi undanfarandi samskipta við Ríkisútvarpið og fréttaflutnings þess af framangreindum viðskiptum metið upplýsingabeiðni kæranda þannig að óskað væri aðgangs að öllum gögnum sem ráðuneytið aflaði frá Icelandic Water Holdings um þá aðila sem eignuðust meirihluta hlutafjár í félaginu í viðskiptum þeim sem kunngjörð voru 6. september 2023. Ráðuneytið hafi afhent kæranda þau gögn sem bárust 18. september 2023, þar sem fram komu upplýsingar um fjárfestingarfélög með staðfestu í Liechtenstein og á Írlandi, sem eignuðust tæplega 77% hlutafjár í viðskiptunum.<br /> <br /> Við mat á hvort afhenda skyldi viðbótarupplýsingar sem bárust frá Icelandic Water Holdings 30. október 2023 hafi félagið látið ráðuneytinu í té þá afstöðu að hafna skyldi beiðninni, því upplýsingar um eignarhald félagsins og hverjir hefðu fjárfest í því vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrir þá tilteknu eigendur og félagið sjálft. Með veitingu upplýsinganna væri gengið nærri fjárhags- og viðskiptahagsmunum allra eigenda og þeir í einhverjum tilvikum sviptir þeirri bankaleynd sem þeim væri tryggð samkvæmt trúnaðar- og þagnarskyldu fjármálafyrirtækja. Ráðuneytinu hefðu verið veittar upplýsingar sem í einhverjum tilvikum væru undirorpnar almennum reglum um bankaleynd og sem trúnaðar- og þagnarskylda fjármálafyrirtækja tæki til. Birting þeirra kynni að valda töluverðu tjóni og vera þungbær haghöfum félagsins.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að ekki sé um að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna eða samning lögaðila við opinberan aðila, heldur upplýsingar um eignarhald félags með staðfestu innan Evrópska efnahagssvæðisins, sem fjárfest hafi í íslensku fyrirtæki. Þá falli upplýsingarnar utan þess sem skylt sé að birta samkvæmt þeim reglum sem löggjafinn hefur sett um birtingu upplýsinga um eignarhald á fyrirtækjum, sbr. meðal annars lög um skráningu raunverulegra eigenda, þó svo að ákvæði þeirra laga gefi ekki tilefni til slíkrar gagnályktunar að birting upplýsinga umfram það sé á grundvelli laganna einna óheimil. Ráðuneytið telji sig ekki hafa forsendur til að rengja mat fyrirtækisins sem hlut á að máli á því hvort birting gagnanna kynni að valda félaginu tjóni. Þar sem jafnframt sé ekki skylt að birta umræddar upplýsingar samkvæmt sérstökum reglum um birtingu sambærilegra upplýsinga telji ráðuneytið að skilyrði 9. gr. upplýsingalaga kunni að teljast uppfyllt. Ráðuneytið telji jafnframt að hagsmunir Icelandic Water Holdings af að upplýsingarnar fari leynt geti gengið framar þeim almennu hagsmunum sem meginreglunni um upplýsingarétt almennings sé ætlað að vernda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 11. september 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem Icelandic Water Holdings hf. létu menningar- og viðskiptaráðuneyti í té vegna skoðunar ráðuneytisins á viðskiptum með hlutafé félagsins á grundvelli laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Um rétt kæranda fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Ráðuneytið hafnaði beiðni kæranda með vísan til 9. gr. laganna, þar sem upplýsingar í gögnunum vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Icelandic Water Holdings hf. Í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar er að auki vísað til þess að hluti upplýsinganna sé háður bankaleynd.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefndinni þau gögn sem það afmarkaði beiðni kæranda við og telur að óheimilt sé að veita aðgang að. Um er að ræða:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Erindi frá Icelandic Water Holdings hf. til ráðuneytisins, dags. 15. ágúst 2024, þar sem lýst er afstöðu félagsins til beiðni kæranda, dags. 26. júlí 2024, um aðgang að lista yfir eigendur félagsins og hlut hvers um sig auk upplýsinga um frá hvaða landi hver hluthafi sé.</li> <li style="text-align: justify;">Yfirlit, ódagsett, yfir eigendur Icelandic Water Holdings hf., eiganda félagsins Iceland Star Property Ltd. og eigendur félagsins Project Spring LP.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í erindi Icelandic Water Holdings hf. til ráðuneytisins, dags. 15. ágúst 2024, er að mestu leyti að finna röksemdir félagsins fyrir því hvers vegna ekki ætti að veita kæranda aðgang að lista yfir eigendur félagsins og hlut hvers um sig auk upplýsinga um frá hvaða landi hver hluthafi er. Erindið inniheldur að hluta til sömu röksemdir og færðar eru fram í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar. Að mati nefndarinnar eiga takmörkunarákvæði upplýsingalaga ekki við um neinar þær upplýsingar sem fram koma í erindinu. Telur úrskurðarnefndin því rétt að kæranda verði veittur aðgangur að erindinu.<br /> <br /> Yfirlitið, sem ráðuneytið hefur hafnað að afhenda kæranda, er ódagsett en Icelandic Water Holdings hf. afhenti ráðuneytinu það 30. október 2023. Úrskurðarnefndin gengur út frá því að yfirlitið endurspegli upplýsingar um eignarhald viðkomandi félaga þann dag og eftirfarandi umfjöllun tekur mið af því. Yfirlitið hefur að geyma myndræna framsetningu á eignarhaldi Icelandic Water Holdings hf., Iceland Star Property Ltd. og Project Spring LP. Eigendur félaganna eru allir lögaðilar og í yfirlitinu er að finna upplýsingar um rekstrarform þeirra, skráningarnúmer og heimilisfesti. Þá er að finna upplýsingar um eignarhlutfall Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DAC í Icelandic Water Holdings hf., sem og upplýsingar um hvaða hlutverki hver eigandi Project Spring LP hefur að gegna gagnvart félaginu, þ.e. hvort um sé að ræða fjárfesti eða stjórnanda. Loks eru upplýsingar um nafn raunverulegs eiganda Icelandic Water Holdings hf., sbr. lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019, þjóðerni hans og vegabréfsnúmer.<br /> <br /> Nokkur hluti framangreindra upplýsinga er þegar aðgengilegur opinberlega og standa því engar forsendur til að þeim upplýsingum sé haldið leyndum. Má þar nefna upplýsingar um Icelandic Water Holdings hf., svo sem kennitala, heimilisfesti og hver sé stjórnarformaður félagsins. Þá liggur fyrir að Iceland Star Property Ltd. hefur heimilisfesti í Liechtenstein, á meirihluta hlutafjár í Icelandic Water Holdings hf. og ásamt BlackRock Special Situations DAC, sem hefur heimilisfesti á Írlandi, fer Iceland Star Property Ltd. samanlagt með tæplega 77% hlut í félaginu. Þá liggur fyrir að eigandi Iceland Star Property Ltd. er fjárfestingarsjóðurinn Project Spring LP, og að raunverulegur eigandi Icelandic Water Holdings hf. telst vera […], sænskur ríkisborgari.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Þær upplýsingar í yfirlitinu sem eftir standa og eru ekki opinberlega aðgengilegar eru:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Upplýsingar um vegabréfsnúmer […].</li> <li style="text-align: justify;">Eftirfarandi upplýsingar um þá sem fara með eignarhald í Project Spring LP: <ol> <li>Rekstrarform.</li> <li>Skráningarnúmer.</li> <li>Heimilisfesti.</li> <li>Hlutverk gagnvart félaginu.</li> </ol> </li> <li style="text-align: justify;">Upplýsingar um skráningarnúmer og heimilisfesti Project Spring LP.</li> <li style="text-align: justify;">Upplýsingar um nákvæmt eignarhlutfall Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DAC, hvors um sig.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Ráðuneytið kveður í umsögn sinni til úrskurðarnefndarinnar að veiting framangreindra upplýsinga myndi í einhverjum tilvikum svipta þá eigendur sem um ræðir bankaleynd. Ekki er nánar tilgreint í umsögninni hvaða upplýsingar kunni að vera háðar bankaleynd og þá hvernig. Engu að síður telur úrskurðarnefndin rétt að víkja að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, þar sem kveðið er á um þagnarskyldu með svohljóðandi hætti:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.<br /> <br /> Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Þær upplýsingar sem deilt er um aðgang að í málinu voru lagðar fram af Icelandic Water Holdings hf. í tengslum við athugun ráðuneytis samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991, til að meta hvort ástæða væri til að grípa inn í umrædd viðskipti á grundvelli 12. gr. laganna. Jafnvel þótt lögaðilar þeir sem upplýsingarnar varða væru viðskiptamenn fjármálafyrirtækis sem heyrir undir gildissvið laga um fjármálafyrirtæki, og upplýsingarnar teldust varða viðskiptamálefni þeirra, þá hefur hvorki ráðuneytið né Icelandic Water Holdings hf. fært fram nein gögn eða upplýsingar sem benda til þess að aðilar samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki hafi fengið vitneskju um þær við framkvæmd starfa síns. Telur úrskurðarnefndin því að ekki hafi verið sýnt fram á að umræddar upplýsingar séu undirorpnar bankaleynd sem standi í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að upplýsingunum.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>4.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið studdi ákvörðun sína að öðru leyti við að upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuna viðkomandi lögaðila, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Ráðuneytið tiltók ekki að upplýsingar um vegabréfsnúmer […] skyldu fara leynt. Úrskurðarnefndin telur með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og athugasemda við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, að þær upplýsingar varði einkamálefni hans sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Verður ákvörðun ráðuneytisins staðfest að því leyti.<br /> <br /> Samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að óheimilt sé að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Miklu skipti að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þurfi almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar geri samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað sé opinberum hagsmunum, geti þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Við beitingu ákvæðisins er gert ráð fyrir að metið sé í hverju tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær upplýsingar á yfirliti því sem deilt er um aðgang að og ekki eru opinberlega aðgengilegar. Svo sem að framan greinir er um að ræða upplýsingar um eigendur fjárfestingarsjóðsins Project Spring LP, sem allir eru lögaðilar, nánar tiltekið um rekstrarform þeirra, skráningarnúmer, heimilisfesti og hlutverk gagnvart Project Spring LP. Þá eru upplýsingar um skráningarnúmer og heimilisfesti Project Spring LP. Loks eru upplýsingar um nákvæm eignarhlutföll Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DCA í Icelandic Water Holdings hf. Það er mat nefndarinnar að þessar upplýsingar geti varðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem um ræðir og að hagsmunirnir séu virkir, þar sem ekki liggur annað fyrir en að upplýsingar um eignarhaldið séu óbreyttar frá október 2023.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að ráðuneytið hafi ekki sýnt fram á að upplýsingar um nákvæmt eignarhald Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DAC í Icelandic Water Holdings hf. teljist varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þessara lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Í því sambandi athugast að nú þegar liggur fyrir að Iceland Star Property Ltd. á meirihluta hlutafjár í Icelandic Water Holdings hf. og með BlackRock Special Situations DAC á félagið 77% hlutafjárins. Þá leggja lög um ársreikninga, nr. 3/2006, þá skyldu á ársreikningaskrá samkvæmt 4. mgr. 109. gr. laganna að birta opinberlega ársreikning félaga á borð við Icelandic Water Holdings hf., sem skal innihalda skýrslu stjórnar þar sem tilgreindir eru tíu stærstu hluthafar félags eða allir ef hluthafar eru færri en tíu, ásamt upplýsingum um hundraðshluta hlutafjáreignar þeirra í lok árs. Þó að ársreikningur félagsins fyrir árið 2023 sé ekki aðgengilegur á vef ársreikningaskrár sem stendur, liggur fyrir að gert er ráð fyrir að upplýsingar af þessu tagi séu opinberar. Úrskurðarnefndin telur því að upplýsingar um nákvæma hlutafjáreign Iceland Star Property Ltd. og BlackRock Special Situations DAC í Icelandic Water Holdings hf. eigi ekki að fara leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að því er varðar upplýsingar um fjárfestingarsjóðinn Project Spring LP og eigendur hans telur nefndin að fyrst og fremst sé um að ræða almennar upplýsingar um formlega skráningu félaganna og hvernig þau eru skipulögð. Þó að félögin kunni að hafa einhverja almenna viðskiptalega hagsmuni af því að halda því leyndu hvernig þau kjósa að haga og útfæra sínar fjárfestingar hefur ráðuneytið hvorki sýnt fram á hvernig afhending umræddra upplýsinga kynni að valda þessum félögum tjóni né að öðru leyti sýnt fram á að upplýsingarnar varði svo mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félaganna að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt.<br /> <br /> Eignarhald á Icelandic Water Holdings hf. sætti skoðun ráðuneytisins á grundvelli laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991. Tilgangur skoðunarinnar var að meta hvort umrædd fjárfesting gæti ógnað öryggi landsins eða gengið gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði. Úrskurðarnefndin telur að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér þær upplýsingar sem lágu til grundvallar niðurstöðu ráðuneytisins að ekki væri ástæða til að grípa inn í viðskiptin. Þá telur nefndin að mikilvægir almannahagsmunir standi til þess að gagnsæi ríki um erlenda fjárfestingu í íslensku atvinnulífi almennt. Þótt upplýsingarnar varði ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna eða varði samningagerð við hið opinbera eru þannig aðrir almannahagsmunir sem standa til þess að umræddar upplýsingar skuli ekki fara leynt. Röksemd ráðuneytisins í þá veru að umræddar upplýsingar séu ítarlegri en þær sem skylt sé að birta samkvæmt lögum breyta ekki þessari niðurstöðu og leiða ekki til þess í þessu máli að frekari takmarkanir eigi við um aðgang að gögnunum en leiða beinlínis af ákvæðum upplýsingalaga. Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að hvorki 9. gr. upplýsingalaga né önnur ákvæði laga standi í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að umræddum upplýsingum og verður ráðuneytinu því gert að veita aðgang að þeim líkt og greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Menningar- og viðskiptaráðuneyti skal veita kæranda, […], aðgang að erindi Icelandic Water Holdings hf. til ráðuneytisins, dags. 15. ágúst 2024, og ódagsettu yfirliti sem félagið lét ráðuneytinu í té 30. október 2023 og sýnir hvernig eignarhaldi á félaginu er háttað. Ráðuneytinu er þó skylt að afmá vegabréfsnúmer […] sem fram kemur í yfirlitinu.<br /> <br /> </p> <p style="text-align: justify;"> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1236/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að upplýsingum í vörslu Skattsins um hlutafjáreign allra hluthafa sem fram kæmu í fylgiskjölum með ársreikningum tiltekinna fyrirtækja fyrir árið 2021. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að fylgiskjölin teldust ekki á meðal þeirra sem bæri að birta opinberlega samkvæmt 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006. Þá taldi nefndin að upplýsingar sem afmáðar hefðu verið úr fylgiskjölunum féllu undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Var ákvörðun Skattsins því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1236/2024 í máli ÚNU 24050021.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Þann 15. maí 2024 kærði […], fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 29. apríl 2024, að synja honum um að fá afhentar tilteknar upplýsingar úr ársreikningum hlutafélaganna HS Orka hf., Icelandair Group hf. og Samherji hf. vegna ársins 2021. Nánar tiltekið fól hin kærða ákvörðun í sér að kæranda voru afhentir ársreikningar félaganna þriggja ásamt gögnum sem fylgdu ársreikningunum en upplýsingar um hlutafjáreign, utan 10 stærstu hluthafanna, höfðu verið afmáðar.<br /> <br /> Umrædda beiðni lagði kærandi upphaflega fram með tölvupósti þann 14. september 2022. Beiðnin var sem fyrr segir afgreidd af hálfu ríkisskattstjóra þann 29. apríl 2024.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál upplýsti ríkisskattstjóra um framangreinda kæru þann 16. maí 2024, og óskaði þess að henni yrði veitt umsögn um kæruefnið og afhent gögn málsins. Umsögn ásamt gögnum málsins bárust nefndinni þann 28. maí sama ár.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra segir m.a. svo:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Samkvæmt athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga þá þarf afhending upplýsinga um fjárhagsmálefni einstaklinga að byggjast á lagaheimild. Eftir því sem birting eða afhending nær til fleiri einstaklinga og eftir því sem hún helgast síður af sérstökum aðstæðum eða hagsmunum verði að gera ríkar kröfur til lagagrundvallarins. Þess skal getið að í lögum um ársreikninga, nr. 3/200[6], hvílir ekki afdráttarlaus skylda á ríkisskattstjóra til að birta eða afhenda umbeðin gögn, að því marki sem þau varða hlutafjárupplýsingar einstaklinga.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Ríkisskattstjóri vísaði í umsögn sinni einnig til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1160/2023 frá 16. nóvember 2023, en í þeim hafi úrskurðarnefndin staðfest fyrri niðurstöður sínar um að upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða, nánar tiltekið um hlutafjáreign tiltekinna einstaklinga og eftir atvikum lögaðila í tilteknum félögum, féllu undir undantekningarreglu 9. gr. upplýsingalaga. Ríkisskattstjóri vísar til þess að hann telji að þessi niðurstaða eigi við um meðferð og afgreiðslu á máli kæranda þótt lagagrundvöllur í henni hafi verið annar.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með erindi nefndarinnar til hans, dags. 28. maí 2024. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um aðgang að upplýsingum um hlutafjáreign allra hluthafa sem fram koma í fylgiskjölum með ársreikningum fyrirtækjanna HS Orku hf., Icelandair Group hf. og Samherja hf. fyrir árið 2021 og afhent voru til ársreikningaskrár á grundvelli laga um ársreikninga, nr. 3/2006.<br /> Synjun ríkisskattstjóra er byggð á því að um sé að ræða upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni sem leynt eigi að fara samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og séu þar með undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. sömu laga.<br /> <br /> Þar sem lög um ársreikninga, nr. 3/2006, mæla fyrir um að tiltekin gögn sem skilað er til ársreikningaskrár skuli birt á opinberu vefsvæði, sbr. 4. mgr. 109. gr. laganna, verður hér fyrst tekin afstaða til þess hvort umbeðnar upplýsingar falli undir slíka birtingu. Sú umfjöllun er nauðsynlegur hluti af úrlausn þess álitamáls hvort kærandi eigi rétt til hinna umbeðnu upplýsinga, á grundvelli upplýsingalaga, enda verður almennt ekki á því byggt að tilteknar upplýsingar séu viðkvæmar og skuli fara leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga ef þær eru þegar aðgengilegar almenningi á öðrum lagagrundvelli.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006, ber félögum sem falla undir 1. gr. laganna að senda ársreikningaskrá ársreikning sinn innan tiltekinna tímamarka. Er óumdeilt að þessi skylda átti við þau þrjú félög sem kærandi hefur óskað aðgangs að upplýsingum um.<br /> <br /> Í 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga er tilgreint, eins og fyrr er komið fram, að ársreikningaskrá skuli birta gögn sem „skilaskyld eru samkvæmt þessari grein á opinberu vefsvæði.“ Þessi birtingarskylda tekur samkvæmt orðanna hljóðan aðeins til þeirra gagna sem eru skilaskyld á grundvelli 109. gr. sjálfrar.<br /> <br /> Lög um ársreikninga, nr. 144/1994, voru endurútgefin sem lög nr. 3/2006 um ársreikninga og tóku gildi í þeirri mynd þann 26. janúar 2006. Í 3. mgr. 65. gr. þeirra kom eftirfarandi fram varðandi skýrslu stjórnar með ársreikningi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í hlutafélögum og einkahlutafélögum skal upplýsa um fjölda hluthafa í upphafi og lok reikningsárs. Þá skal upplýst um hundraðshluta hlutafjár þeirra hluthafa sem eiga a.m.k. 10% hlutafjár félagsins í lok ársins. Ef atkvæðagildi hluta er mismunandi miðað við fjárhæð þeirra skal gerð grein fyrir atkvæðahlutdeild þeirra hluthafa sem ráða yfir a.m.k. 10% allra atkvæða í félaginu.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Með 6. gr. laga nr. 14/2013, um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, var tilvitnaðri 3. mgr. 65. gr. breytt. Var þá m.a. bætt við þeirri reglu að í hlutafélögum og einkahlutafélögum þar sem hluthafar væru fleiri en tíu skyldi, til viðbótar við upplýsingar um stærstu hluthafa, jafnframt fylgja með skýrslu stjórnar skrá yfir alla hluthafa í stafrófsröð ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers þeirra.<br /> <br /> Breyting var næst gerð á 3. mgr. 65. gr. um ársreikninga með 38. gr. laga nr. 73/2016. Í stað orðalags um að skrá yfir hlutahafa skyldi „fylgja með skýrslu stjórnar“ var nú kveðið á um að slík skrá skyldi „fylgja með skilum á ársreikningi“. Frekari breytingar hafa ekki verið gerðar á tilvitnuðu ákvæði, sem hljóðar nú svo í heild:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í hlutafélögum og einkahlutafélögum skal upplýsa um fjölda hluthafa í upphafi og lok reikningsárs. Þá skal upplýsa um að lágmarki tíu stærstu hluthafa eða alla ef hluthafar eru færri en tíu, og hundraðshluta hlutafjár hvers þeirra í lok ársins. Við útreikning þennan telst samstæða einn aðili. Ef atkvæðahlutdeild er mismunandi miðað við fjárhæð hluta skal að lágmarki gerð grein fyrir atkvæðahlutdeild þeirra tíu hluthafa sem fara með stærstu atkvæðahlutdeild í félaginu í lok ársins. Hafi orðið breytingar á atkvæðahlutdeild á reikningsárinu skal þeirra getið sérstaklega. Þá skal fylgja með skilum á ársreikningi skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa í stafrófsröð ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers þeirra og hundraðshluta hlutafjár í árslok. Ársreikningaskrá skal gera félögum kleift, við rafræn skil á ársreikningum, að nota áður innsendar upplýsingar til ríkisskattstjóra um hluthafa í félaginu til að útbúa þann lista.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Af tilvitnuðu lagaákvæði leiðir að skilum á ársreikningi skal fylgja sérstök skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa í viðkomandi félagi ásamt upplýsingum um hlutafjáreign og hlutafjárhlutfall hvers þeirra. Af orðalagi ákvæðins og lögskýringargögnum sem því tengjast virðist jafnframt mega draga þá ályktun að þessi skrá eigi að fylgja „skilum á ársreikningi“ þegar hann er afhentur til ársreikningaskrár. Sú ályktun verður hins vegar ekki dregin af orðalagi laga um ársreikninga, hvorki þeim skilgreiningum sem fram koma í 2. og 3. gr. laganna né orðalagi 65. gr. í heild, að sá heildarlisti yfir hluthafa sem á að fylgja ársreikningi skv. 3. mgr. 65. gr. sé beinn hluti ársreikningsins sjálfs.<br /> <br /> Þegar nánar er litið til orðalags 109. gr. laga um ársreikninga kemur skýrlega fram að sú lagaregla kveður á um skyldu til að skila ársreikningum til ársreikningaskrár. Ákvæði 4. mgr. 109. gr. laganna mælir síðan einvörðungu fyrir um opinbera birtingu gagna sem skilaskyld eru á grundvelli 109. gr. sjálfrar. Samkvæmt framangreindu leiðir skyldan til að skila skrá yfir hluthafa af 3. mgr. 65. gr. laga um ársreikninga en ekki af 109. gr. þeirra laga. Umræddar skrár, sem teljast fylgigögn með ársreikningi en ekki hluti ársreiknings, falla því ekki undir þau gögn sem ber að birta opinberlega á grundvelli 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga.<br /> <br /> Á þeim grundvelli verður ekki gerð athugasemd við þá afmörkun ríkisskattstjóra að við úrlausn fyrirliggjandi máls hafi embættinu verið rétt að líta til þess hvort þær upplýsingar sem fram komi í skránum teljist til upplýsinga um einka- eða fjárhagsmálefni sem sanngjarnt sé að leynt fari á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsinglaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Fyrir liggur að ríkisskattstjóri varð við beiðni kæranda um aðgang að gögnum, að því undanskildu að hann afmáði úr þeim gögnum sem hann afhenti upplýsingar um hlutafjáreign og hundraðshluta hlutafjár einstakra hluthafa í félögunum þremur. Þessar upplýsingar um 10 stærstu hluthafa hvers félags voru þó ekki afmáðar.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur túlkað 9. gr. upplýsingalaga svo að það taki til upplýsinga í vörslum stjórnvalda um fjárhagsleg lögskipti eða viðskipti einstaklinga við aðra einkaaðila og stjórnvöldum geti þar með verið óheimilt að veita aðgang að þeim á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Vísast hér m.a. til úrskurðar nefndarinnar nr. 1160/2023, sbr. einnig þá úrskurðarframkvæmd sem þar er vísað til. Úrskurðarnefndin hefur einnig túlkað 9. gr. upplýsingalaga svo að ákvæðið taki til upplýsinga um almenna hlutafjáreign, a.m.k. þar sem um er að ræða upplýsingar um sundurgreinda hlutafjáreign einkaaðila í tilteknum einkaréttarlegum félögum, enda liggi ekki fyrir önnur lagasjónarmið sem eigi að leiða til þess að upplýsingarnar skuli afhenda. Hvað varðar upplýsingar um almenna hlutafjáreign einstaklinga í tilteknum félögum hefur nefndin í þessu sambandi vísað til þess að slíkar upplýsingar njóti réttarverndar einkalífs samkvæmt 71. gr. stjórnarskrár og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, og til hliðsjónar niðurstöðu Evrópudómstólsins frá 22. nóvember 2022, í sameiginlegri niðurstöðu í málum WM og Sovim SA gegn Luxembourg Business Registers (C-37/20 og C-601/20), sbr. jafnframt úrskurð nefndarinnar nr. 1160/2023.<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ekki ráðið að þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að séu aðgengilegar almenningi með sambærilegum hætti á öðrum vettvangi. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þær upplýsingar sem ríkisskattstjóri afmáði úr þeim gögnum sem kæranda voru afhent og telur, með vísan til framangreindra sjónarmiða, að staðfesta beri hina kærðu ákvörðun. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin vekur athygli ríkisskattstjóra á að samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Ríkisskattstjóri hefur ekki fært fram rök fyrir því hvers vegna það tók rúmlega eitt ár og sjö mánuði að afgreiða gagnabeiðni kæranda. Afgreiðslutími í málinu telst því ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 29. apríl 2024, í tilefni af beiðni […], dags. 14. september 2022, um synjun á afhendingu tiltekinna upplýsinga um hlutafélögin HS Orku hf., Icelandair Group hf. og Samherja hf.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1235/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að tölvupóstum í vörslu Reykjavíkurborgar varðandi orlofsgreiðslur til fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkurborgar. Ákvörðun sveitarfélagsins byggðist á því að gögnin teldust vera vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og taldi að þau væru undirbúningsgögn sem rituð hefðu verið af starfsmönnum sveitarfélagsins til eigin nota, og hefðu ekki verið afhent öðrum. Þá taldi nefndin að ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, ætti ekki við um innihald gagnanna. Var ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1235/2024 í máli ÚNU 24080021.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 23. ágúst 2024, kærði […], fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja beiðni um aðgang að nánar tilgreindum gögnum um orlofsgreiðslur til fyrrum borgarstjóra. Beiðnin var lögð fram 16. ágúst 2024 og henni synjað 23. ágúst 2024 með vísan til 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og þeim rökum að gögnin teldust vinnugögn í skilningi greinarinnar og því heimilt að synja um aðgang samkvæmt 5. tölul. 2. mgr. 6. gr. sömu laga.<br /> <br /> Þann 16. ágúst 2024 óskaði kærandi eftir öllum gögnum og samskiptum í tengslum við launauppgjör og orlofsgreiðslur til fyrrum borgarstjóra. Með svari þann 23. ágúst 2024 var kæranda veittur aðgangur að tveimur þeirra gagna sem óskað var eftir, en synjað um aðgang að fimm öðrum gögnum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða í skilningi upplýsingalaga. Einnig er í svarinu farið yfir undantekningar á því að vinnugögn séu undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, sem borgin telur ekki eiga við, sem og 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang, sem borgin telur ekki heldur eiga við um umþrætt gögn. <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 23. ágúst, og henni gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að Reykjavíkurborg afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar. Erindið var síðar ítrekað, þann 10. september 2024 þar sem engin svör höfðu borist. Í svari Reykjavíkurborgar þann 11. september 2024 var upplýst um að vegna yfirsjónar innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar hefði kæran ekki borist embætti borgarlögmanns fyrr en þann dag en það væri embættið sem myndi svara erindinu. Var af þeim sökum óskað framlengingar á svarfresti til 18. september 2024. Varð úrskurðarnefndin við þeirri ósk.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni 18. september 2024. Umsögninni fylgdu þau gögn sem kæran varðar. Í umsögninni kemur fram að Reykjavíkurborg leggist gegn því að gögnin séu afhent. Reykjavíkurborg byggir afstöðu sína á 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og þeim rökum að gögnin teljist vinnugögn í skilningi greinarinnar og að engin undantekninga 3. mgr. sömu greinar eigi við um þau. Því sé borginni heimilt að synja um aðgang skv. 5. tölul. 2. mgr. 6. gr. sömu laga.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með erindi, dags. 4. október 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um aðgang að tölvupóstum sem varða orlofsgreiðslur til fyrrum borgarstjóra Reykjavíkurborgar.<br /> <br /> Reykjavíkurborg afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem sveitarfélagið taldi falla undir beiðni kæranda. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Fskj. 1. Tölvuskeyti deildarstjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til launaskrifstofu miðlægrar stjórnsýslu, dags. 24. nóvember 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Fskj. 2. Tölvuskeyti launaskrifstofu miðlægrar stjórnsýslu til deildarstjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 28. nóvember 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Fskj. 3. Tölvupóstsamskipti sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs og vinnslustjórnar launaskrifstofu, dags. 31. janúar 2024.</li> <li style="text-align: justify;">Fskj. 4. Tölvupóstsamskipti sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs og vinnslustjórnar launaskrifstofu, dags. 31. janúar 2024.</li> <li style="text-align: justify;">Fskj. 5. Tölvupóstsamskipti sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs og skrifstofustjóra skrifstofu kjaramála, dags. 16., 19., 20. og 23. febrúar 2024.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Um aðgang kæranda að gögnum í máli þessu fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, en í 1. mgr. segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber að túlka það þröngt. Í 1. mgr. 8. gr. laganna er að finna þau skilyrði sem gagn þarf að uppfylla til að teljast vinnugagn:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Vinnugögn teljast þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar skv. I. kafla hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Nú eru gögn afhent öðrum og teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Um skilyrðin er fjallað í athugasemdum við 8. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Þá getur verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. […]<br /> <br /> Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. […]</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið efni framangreindra gagna. Nefndin fellst á að þau hafi öll verið unnin í þeim tilgangi að undirbúa það mál sem lyktaði með greiðslum Reykjavíkurborgar 1. mars og 1. apríl 2024, vegna ótekins orlofs fráfarandi borgarstjóra. Verður því að leggja til grundvallar að umrædd gögn hafi verið rituð eða útbúin við undirbúning ákvörðunar í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá verður einnig ráðið af efni gagnanna að þau hafi verið unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins til eigin afnota þess. Þá verður ekki séð að þau hafi verið afhent öðrum.<br /> <br /> Enda þótt fallist sé á með Reykjavíkurborg að skjölin uppfylli efnisleg skilyrði þess að teljast vinnugögn þarf að kanna hvort önnur rök standi til að veita almennan aðgang að þeim. Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum að veita aðgang að vinnugögnum í vissum tilvikum. Þar segir orðrétt:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef:<br /> </p> <ol> <li>þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,</li> <li>þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,</li> <li>þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,</li> <li>þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.</li> </ol> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram“ í skilningi 3. tölul. 3. mgr. ákvæðisins sé einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum sé ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki reglunni séu einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.<br /> <br /> Um fimm skjöl er að ræða, sem Reykjavíkurborg hefur synjað að veita aðgang að. Segir í umsögn Reykjavíkurborgar að borgin telji að engin undantekninga 3. mgr. 8. gr. eigi við um nokkurt þeirra. Sem fyrr segir hefur nefndin yfirfarið efni gagnanna. Í þeim er eingöngu að finna samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar, ekki endanlegar ákvarðanir og ekki upplýsingar um málsatvik. Í hluta gagnanna er vísað til ráðningarbréfs borgarstjóra en í gögnunum er ekki að finna nýjar upplýsingar til viðbótar við það. Verður ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja kæranda um aðgang að gögnunum því staðfest.<br /> <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 23. ágúst 2024, um að synja kæranda, […], um aðgang að fimm tilgreindum gögnum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1234/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að dómsátt í vörslu Isavia ohf. um viðurkenningu á greiðslu skuldar. Ákvörðun Isavia að synja beiðninni byggðist á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og að félaginu væri óheimilt að veita aðgang að gagninu því það varðaði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess lögaðila sem í hlut ætti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gagnið og taldi að vandséð væri hvernig afhending þess til kæranda kynni að valda lögaðilanum tjóni. Var því lagt fyrir Isavia að veita kæranda aðgang að dómsáttinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1234/2024 í máli ÚNU 24060006.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 11. júní 2024, kærði Ferðaskrifstofa Icelandia ehf., þá undir heitinu Ferðaskrifstofa Kynnisferða ehf., ákvörðun Isavia ohf. að synja beiðni um aðgang að dómsátt milli Isavia og Hópbíla ehf.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé hópbifreiðafyrirtæki sem bjóði áætlunarferðir milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Á grundvelli úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1078/2022 hafi kærandi fengið afhenta reikninga sem Isavia hafi gert Hópbílum vegna notkunar á tilteknum stæðum við flugstöðina. Þeir reikningar hafi sýnt að Hópbílar hafi greitt töluvert minna fyrir notkun á stæðunum en kveðið hafði verið á um í skilmálum sem átt hafi að gilda um þessa notkun. Kæranda hafi verið hafnað um sambærilegan afslátt af aðstöðugjöldum. Þess í stað hafi Isavia valið að krefja Hópbíla um mismun á greiddum gjöldum og lágmarksþóknun samkvæmt nefndum skilmálum og í framhaldi af því hafi Isavia og Hópbílar gert dómsátt.<br /> <br /> Í ljósi þessa hafi kærandi átt fund með forsvarsmönnum Isavia í október 2022 og óskað eftir afslætti af aðstöðugjöldum með hliðsjón af þeirri fjárhæð sem Hópbílar hefðu vangreitt Isavia. Isavia hafi ekki orðið við þeirri ósk en hafi síðar afhent kæranda reikning Isavia til Hópbíla, dags. 21. nóvember 2022, þar sem Hópbílar væri krafið um mismun greiddra aðstöðugjalda og lágmarksþóknunar í skilmálum útboðsins fyrir tímabilið mars 2018 til febrúar 2019. Á öðrum fundi kæranda með forsvarsmönnum Isavia, dags. 14. febrúar 2024, hafi Isavia upplýst kæranda um að gerð hafi verið dómsátt við Hópbíla.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að dómsátt Isavia og Hópbíla var lögð fram 8. mars 2024 og henni synjað 13. maí 2024. Í ákvörðun Isavia er tilgreint að unnt sé að staðfesta að gerð hafi verið réttarsátt milli félaganna en hún feli ekki í sér niðurfellingu kröfu Isavia á hendur Hópbílum. Beiðni kæranda hafi verið borin undir Hópbíla, sem telji að Isavia sé óheimilt að afhenda dómsáttina því hún varði mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Sáttin sé merkt sem trúnaðarmál og innihaldi upplýsingar sem eru nýjar og varði viðskiptasamband sem enn sé í fullu gildi. Verði hún afhent muni það valda Hópbílum tjóni. Að teknu tilliti til afstöðu félagsins og í ljósi efnis sáttarinnar að öðru leyti sé það afstaða Isavia að óheimilt sé að afhenda kæranda afrit af dómsáttinni, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Isavia ohf. með erindi, dags. 13. júní 2024, og félaginu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að Isavia afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni 28. júní 2024. Umsögninni fylgdu þau gögn sem kæran varðar. Í umsögninni eru færð rök fyrir því að þeir fjárhags- og viðskiptahagsmunir Hópbíla sem gögnin varða séu virkir þar sem efni dómsáttarinnar varði uppgjör á kröfum vegna samnings milli Isavia og Hópbíla sem sé í gildi fram til febrúar 2025. Þá telji Hópbílar að upplýsingar í sáttinni geti skipt máli í ákvarðanatöku um daglegan rekstur og viðskipti. Isavia telji mikilvægt að gefa afstöðu Hópbíla mikið vægi við mat á því hvort upplýsingarnar séu mikilvægar í samkeppnisrekstri félagsins enda sé ekkert sem bendi til þess að mat félagsins sé rangt.<br /> <br /> Þá bendir Isavia á að nákvæmar upplýsingar um uppgjör og greiðslufyrirkomulag skulda fyrirtækja séu ekki upplýsingar sem almennt séu aðgengilegar. Eigi það jafnt við um skuldir fyrirtækja við einkaaðila og opinbera aðila.<br /> <br /> Isavia vísar til þess að í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi nefndin talið nauðsynlegt að vega hagsmuni lögaðila af því að halda upplýsingum sem hann varðar leyndum á móti hagsmunum almennings af að upplýsingar séu birtar. Isavia telji vandséð að slík túlkun fái stoð í skýrum texta bannákvæðis 9. gr. upplýsingalaga sem sé án undanþágu séu hagsmunir taldir virkir og mikilvægir. Engu að síður telji Isavia rétt að nefna að komið hafi verið til móts við hagsmuni kæranda af að fá dómsáttina afhenta með afhendingu reikninga, samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1078/2022, afhendingu reiknings Isavia til Hópbíla, dags. 21. nóvember 2022, og staðfestingu til kæranda þess efnis að í dómsáttinni felist ekki niðurfelling á skuld Hópbíla við Isavia. Loks sé rétt að nefna að í dómsáttinni er tiltekið að hún sé trúnaðarmál.<br /> <br /> Umsögn Isavia var kynnt kæranda með erindi, dags. 28. júní 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi taldi ekki þörf á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna umsagnarinnar.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að dómsátt milli Isavia ohf. og Hópbíla hf. Nánar tiltekið er um að ræða réttarsátt í héraðsdómsmálinu nr. E-1209/2023, dags. 8. maí 2023. Í sáttinni kemur fram að Hópbílar hf. viðurkenni að skulda Isavia ohf. tiltekna fjárhæð „sem leiðir af lágmarksgreiðslu rekstrarárið 1. mars 2018 til 28. febrúar 2019 samkvæmt rekstrarsamningi aðila…“<br /> <br /> Um aðgang kæranda að þessu gagni fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, en í 1. mgr. segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Í 2. málsl. 9. gr. kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka þröngt.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir meðal annars:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í athugasemdunum segir jafnframt um 2. málsl. greinarinnar:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir tengjast ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Isavia er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem annast rekstur og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Hluti af starfsemi félagsins er rekstur bílastæðaþjónustu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hópferðabílar sem stunda áætlunarakstur milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins aka frá nærstæðum, sem eru fyrir utan flugstöðina, og fjarstæðum, sem eru 200 til 300 metra frá flugstöðinni. Kærandi og Hópbílar hf. voru hlutskörpust í útboði sem Isavia stóð fyrir árið 2017, þar sem þeim tveimur var veitt aðstaða fyrir áætlunarakstur til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, bæði við flugstöðina á nærstæðum og innan hennar í formi aðstöðu til farmiðasölu. Félögin tvö greiða Isavia þóknun sem nemur tilteknu hlutfalli af andvirði seldra miða.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir efni þeirrar dómsáttar sem nefnd er að framan. Í úrskurði nefndarinnar nr. 1078/2022 frá 1. júní 2022 taldi nefndin að Isavia ohf. bæri, á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, að afhenda reikninga vegna aðgangs að framangreindri aðstöðu fyrir áætlunarakstur. Verður af gögnum málsins sem hér er til úrlausnar, þ.m.t. skýringum Isavia ohf., ekki annað ráðið en að í dómsáttinni felist niðurstaða aðila um greiðslur sem komi til viðbótar við greiðslur samkvæmt reikningum sem fjallað var um í úrskurði nr. 1078/2022 fyrir sömu aðstöðu. Í dómsáttinni er í engu vikið að fjárhagslegri stöðu Hópbíla, þar á meðal hvorki að lánum, lánasamningum, eignum eða rekstri þess félags. Í þessu ljósi er vandséð að hvaða leyti afhending upplýsinganna kynni að valda Hópbílum tjóni. Þar sem dómsáttin geymir efnislega ekki aðrar upplýsingar en samkomulag aðila um greiðslu tiltekinnar fjárhæðar sem Hópbílar muni standa Isavia skil á verður heldur ekki séð hvernig afhending gagnsins gæti skaðað hagsmuni Isavia sjálfs eða aðra opinbera hagsmuni í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Undir meðferð málsins hefur Isavia vísað til þess að í dómsáttinni komi fram að hún sé trúnaðarmál. Úrskurðarnefndin tekur af því tilefni fram að stjórnvald getur ekki heitið þeim trúnaði sem veitir því upplýsingar og takmarkað með því aðgang almennings að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í víðtækari mæli en leiðir af 6.–10. gr. upplýsingalaga. Kærandi hefur óskað aðgangs að gagninu sem fyrir liggur hjá Isavia en það félag fellur undir gildissvið upplýsingalaga samkvæmt 2. gr. laganna. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að gagninu eftir þeim lögum eins og að framan greinir. Fyrir úrlausn á kröfu kæranda, á grundvelli upplýsingalaga, er því þýðingarlaust að í gagninu sem deilt er um sé tekið fram að það sé trúnaðarmál.<br /> <br /> Verður Isavia því gert að afhenda kæranda þau gögn sem honum var synjað um aðgang að.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Isavia ohf. er skylt að veita Ferðaskrifstofu Icelandia ehf. aðgang að dómsátt Isavia ohf. við Hópbíla hf., dags. 8. maí 2023.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1233/2024. Úrskurður frá 19. desember 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu Sjúkratrygginga Íslands sem vörðuðu útboð stofnunarinnar á liðskiptaaðgerðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum færi ýmist samkvæmt 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin fór yfir þau gögn sem aðgangur hafði verið takmarkaður að og lagði fyrir Sjúkratryggingar Íslands að veita kæranda aðgang að tilteknum gögnum, en staðfesti synjanir stofnunarinnar að öðru leyti. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1233/2024 í máli ÚNU 23060019.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 26. júní 2023, kærði […] lögmaður, f.h. Klíníkurinnar Ármúla ehf., synjun Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir einnig Sjúkratryggingar) á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með auglýsingu 17. febrúar 2023 óskuðu Sjúkratryggingar eftir tilboðum vegna útboðs á liðskiptaaðgerðum á mjöðmum og hnjám og kom fram í auglýsingunni að stofnunin áætlaði að heildarfjöldi aðgerða gæti numið allt að 700 aðgerðum á árinu 2023. Sjúkratryggingar birtu einnig drög að samningi vegna þjónustunnar með auglýsingunni.<br /> <br /> Sjúkratryggingar birtu opinberlega tilkynningu um opnun tilboða 6. mars 2023 en samkvæmt tilkynningunni bárust tilboð frá fjórum félögum, þar á meðal kæranda. Þá kom fram í tilkynningunni hvert væri framboðið verð allra félaganna annars vegar vegna liðskiptaaðgerðar á mjöðm og hins vegar vegna liðarskiptaaðgerðar á hné auk upplýsinga um fjárhæð kostnaðaráætlunar Sjúkratrygginga. Af gögnum málsins verður ráðið að Sjúkratryggingar hafi tilkynnt bjóðendum um ákvörðun um val tilboða 9. mars 2023. Sjúkratryggingar birtu einnig opinberlega tilkynningu um val tilboða 15. mars 2023 og kom þar fram að tilboðum Cosan slf. (hér eftir einnig Cosan) og kæranda hefði verið tekið og upplýst um fjölda aðgerða sem félögunum var falið að annast. Samningar milli Sjúkratrygginga og umræddra félaga voru báðir undirritaðir 30. mars 2023.<br /> <br /> Með erindi 19. apríl 2023 til Sjúkratrygginga krafðist kærandi afhendingar á (1) tilboðum annarra bjóðenda í útboðinu ásamt öllum fylgigögnum, (2) öllum samningum Sjúkratrygginga við Cosan í kjölfar útboðsins, (3) öllum samskiptum Sjúkratrygginga við bjóðendur vegna útboðsins frá birtingu fyrrgreindrar auglýsingar fram til undirritunar samninga, (4) öllum fundargerðum Sjúkratrygginga vegna útboðsins og (5) einkunnagjöf tilboða og rökstuðningi fyrir vali tilboða. Studdi kærandi rétt sinn til aðgangs að umræddum gögnum aðallega við 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Sjúkratryggingar óskuðu eftir afstöðu Cosan til beiðni kæranda en félagið lagðist gegn afhendingu gagna sem vörðuðu félagið með tölvupósti til Sjúkratrygginga 27. maí 2023. Í tölvupóstinum var rakið að umbeðnar upplýsingar væru viðkvæmar upplýsingar sem vörðuðu fjárhags- og viðskiptahagsmuni Cosan og að hafna skyldi beiðninni í ljósi yfirvofandi útboðs Sjúkratrygginga á liðskiptaaðgerðum á árinu 2024.<br /> <br /> Að fenginni afstöðu Cosan svöruðu Sjúkratryggingar beiðni kæranda 12. júní 2023. Í svarinu var rakið hvaða gögn stofnunin teldi falla undir beiðni kæranda og honum veittur aðgangur að nokkrum gögnum, nánar tiltekið fylgiskjölum 5-12 með tilboði Cosan, samningi Sjúkratrygginga við Cosan og tilteknum tölvupóstssamskiptum þó með þeim hætti að strikað hafði verið yfir tilteknar upplýsingar í síðarnefndu skjölunum. Þá tóku Sjúkratryggingar fram að tiltekið skjal í tilboðsgögnum Cosan væri ekki í vörslum stofnunarinnar, að engar fundargerðir hefðu verið ritaðar og að ekki hefði verið þörf á að útbúa sérstakt tilboðsblað við mat tilboða. Að öðru leyti synjuðu Sjúkratryggingar beiðni kæranda.<br /> <br /> Með tölvupósti 14. júní 2023 óskaði lögmaður kæranda eftir upplýsingum um hvort Sjúkratryggingar hefðu leitað eftir afstöðu annarra bjóðenda til beiðni kæranda. Með svari sama dag tóku Sjúkratryggingar fram að ekki hefði verið leitað eftir afstöðu annarra bjóðenda af nánar tilteknum ástæðum. Ef sá hluti upplýsingarbeiðni sem varðaði gögn og upplýsingar frá öðrum bjóðendum yrði ítrekaður með ítarlegri rökstuðningi myndi stofnunin væntanlega leita afstöðu þeirra og taka afstöðu gagnvart slíkum kröfum strax í kjölfarið.<br /> <br /> Með öðrum tölvupósti 14. júní 2023 til Sjúkratrygginga óskaði kærandi eftir afriti af tilteknum tölvupóstum milli stofnunarinnar og Cosan auk fylgigagna þeirra. Þá tiltók kærandi að gögnin vörðuðu fjárhagslegt hæfi Cosan og féllu þar af leiðandi undir gagnabeiðni hans. Sjúkratryggingar svöruðu tölvupóstinum samdægurs, afhentu kæranda umbeðna tölvupósta en synjuðu um aðgang að gögnum um fjárhagslegt hæfi Cosan. <br /> <br /> Í kæru rekur kærandi og rökstyður að um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum fari eftir 14. gr. upplýsingalaga og þar undir falli meðal annars tilboðsgögn annarra bjóðenda en Cosan, tölvupóstssamskipti og fleira. Kærandi bendir á að vafi leiki á því hvort tilboð Cosan hafi í reynd verið samanburðarhæft við tilboð hans að teknu tilliti til þess hvað hafi verið innifalið í tilboðunum tveimur. Telja verði að Cosan hafi verið gefinn verulegur afsláttur af hæfis-, gæða- og öryggiskröfum og að um ólögmæta sérmeðferð hafi verið að ræða. Jafnframt leiki vafi á því hvort Cosan hafi verið hæfur bjóðandi að lögum.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að tilboðsblaði Cosan bendir kærandi á að gagnaréttur í kjölfar útboðs taki til tilboðs annarra bjóðenda, þ.m.t. einingaverða, vegna þeirra ríku hagsmuna sem lúta að gagnsæi um ráðstöfun opinberra hagsmuna, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 584/2015 og 570/2015. Ekki sé hægt að ganga úr skugga um lögmæti vals tilboða án verðsamanburðar og sérstaklega ekki þegar verð hafi jafnmikið vægi og í umræddu útboði. Þá hafi sjónarmið um áform Cosan varðandi þátttöku í frekari útboðum ekkert vægi enda sé óvíst hvort að annað útboð fari fram og hvort að félagið muni taka þátt í slíku útboði. Aldrei sé hægt að afhenda gögn til bjóðenda í kjölfar útboðs verði fallist á röksemdir af þessu tagi.<br /> <br /> Í samhengi við skjöl um gæði þjónustu, öryggi, meðhöndlun fylgikvilla og klínískt gæðaskor tekur kærandi fram að gerð hafi verið fortakslaus krafa í útboðsskilmálum um framvísun greinargerðar um gæði þjónustu, meðhöndlun fylgikvilla aðgerða, faglega þekkingu starfsmanna og fleira. Án þessara gagna sé ekki hægt að meta hvort val tilboða hafi verið málefnalegt en auk þess sé um að ræða upplýsingar um hvernig öryggi sjúklinga og gæði þjónustu, sem sé niðurgreidd með almannafé á grundvelli opinbers útboðs, sé tryggt. Full ástæða sé til gagnrýninnar skoðunar á því hvort að þessi skilyrði útboðsins hafi verið uppfyllt, sérstaklega í ljósi þess að mismunandi gæðakröfur hafi verið gerðar til Cosan en kæranda í endanlegum samningum.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar eigi kærandi rétt til aðgangs að samningi Cosan við þriðja aðila um sjúkraþjálfun. Ekki sé hægt að fá heildarmynd af tilboði Cosan og samningum í kjölfar útboðsins án þessa skjals. Þá geti kærandi ekki borið saman tilboð án þess að fá upplýsingar um alla þá þjónustu sem hafi verið innifalin. Cosan geti ekki skotið sér undan upplýsingaskyldu með því að útvista þjónustu til þriðja aðila en slík upplýsingaskylda sé meginreglan í kjölfar útboðs þó samið sé að hluta um að þriðji aðili veiti þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 862/2020, 891/2020, 908/2020 og 1074/2022.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að ferilskrá bæklunarlækna hafi Sjúkratryggingar synjað afhendingu skjalanna með vísan til þess að um sé að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi 9. gr. persónuverndarlaga nr. 90/2018, sbr. einnig 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ferilskrárnar hafi grundvallarþýðingu við mat á hæfi Cosan, öryggi sjúklinga og gæði þjónustu og hafi verið gerð sérstök skilyrði í útboðinu varðandi reynslu lækna. Draga verði í efa að umbeðnar ferilskrár innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi 3. tl. 1. mgr. 3. gr. persónuverndarlaga enda hafi þær samkvæmt skilmálum útboðsins átt að innihalda upplýsingar um reynslu og árangur af aðgerðum. Ef viðkvæmar persónuupplýsingar komi fram í ferilskránum sé eðlilegt að afmá þær sérstaklega en afhenda að öðru leyti ferilskrárnar til sönnunar á reynslu læknanna og árangri.<br /> <br /> Hvað varðar þær upplýsingar sem hafi verið strikað yfir í samningi Sjúkratrygginga við Cosan og fylgiskjali 2 með þeim samningi bendir kærandi á að umræddar yfirstrikanir geri kærandi ókleift að leggja mat á hvort að samningurinn við Cosan hafi samrýmst tilboði félagsins, útboðsskilmálum og jafnræðissjónarmiðum. Þá hafi fylgiskjal 2, sem lýsi meðferðarferli Cosan, grundvallarþýðingu fyrir samanburð tilboða. Jafnframt verði hvorki synjað um aðgang að þeim upplýsingum sem strikað hafi verið yfir í tölvupóstssamskiptum Sjúkratrygginga við Cosan né gögnum sem lúta að fjárhagslegu hæfi félagsins en síðarnefndu gögnin séu grundvallargögn við mat á hæfi Cosan samkvæmt lögum.<br /> <br /> Að endingu hafi Sjúkratryggingar synjað kæranda um afhendingu tilboðsgagna annarra bjóðenda með vísan til þess að gagnabeiðni kæranda hafi ekki verið rökstudd nægjanlega með tilliti til 14. gr. upplýsingalaga. Þessu sé mótmælt enda hafi í beiðninni verið óskað eftir tilboðsgögnum annarra bjóðenda og vísað því til stuðnings til fjöldamargra úrskurða nefndarinnar. Sambærileg rök standi til þess að afhenda fylgigögn annarra bjóðenda og tilboð Cosan.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Sjúkratryggingum með erindi, dags. 26. júní 2023, og stofnunni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Sjúkratryggingar létu úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga barst úrskurðarnefndinni 10. ágúst 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem stofnunin taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Sjúkratrygginga kemur fram að stofnunin telji óumdeilt að 14. gr. upplýsingalaga eigi við um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Við meðferð á beiðni kæranda hafi stofnunin á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga framkvæmt atviksbundið mat á hvort afhenda ætti einstök gögn eða afmá ætti upplýsingar í einstökum skjölum. Matið hafi tekið mið af hagsmunum kæranda og þess sem upplýsingar vörðuðu hverju sinni. Þá hafi stofnunin einnig litið til úrskurðarframkvæmdar úrskurðarnefndar um upplýsingamál og ákvæðis 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup.<br /> <br /> Í samhengi við hagsmunamat 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er rakið í umsögninni að af svörum frá Cosan hafi mátt draga þá ályktun að opinberun á fjárhags- og viðskiptaupplýsingum félagsins kynni að skaða möguleika þess til þátttöku í frekari útboðum. Hafi þannig mátt ætla að miðlun upplýsinganna til kæranda kynni að hafa áhrif á möguleika Cosan til tekjumyndunar í framtíðinni. Þá verði einnig til þess að líta að Cosan hafi beinlínis vísað til þess að kærandi sé samkeppnisaðili félagsins og geti undirbúningur á frekari þátttöku í útboðum og öflun tilboða falið í sér áætlanagerð um hvernig sé best að tryggja samkeppnishæfni félagsins gagnvart öðrum bjóðendum. Hafi stofnunin metið hagsmuni Cosan af eigin möguleikum til tekjumyndunar þyngra en hagsmuni kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Þá hafi möguleikinn á tjóni vegna afhendingar upplýsinga verið skýr að mati stofnunarinnar.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem komi fram í tilboðsblaði Cosan innihaldi fjárhæð tilboða, sem félagið bæði tilgreini sem trúnaðarmál í tilboðinu sjálfu og óski eftir trúnaði um í svari sínu til stofnunarinnar. Við mat á því hvort eðli upplýsinganna sé slíkt að þær falli undir ákvæði 3. mgr. 14. gr. verði að líta til þess að um sé að ræða fjárhags- og viðskiptaupplýsingar Cosan. Til hliðsjónar megi einnig líta til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 sem kveði á um að kaupanda sé óheimilt að láta af hendi viðkvæmar upplýsingar sem fyrirtæki hafi lagt fram sem trúnaðarupplýsinga, ekki síst þar sem lagaákvæðið sjálft vísi til einingaverða og fjárhagsmálefna sem viðkvæmra trúnaðarupplýsinga.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að skjölum um gæði þjónustu, öryggi, meðhöndlun fylgikvilla og klínískt gæðaskor teljist umrædd gögn til atvinnu-, framleiðslu og viðskiptaleyndarmála eða viðkvæmra upplýsinga um rekstrar- eða samkeppnisstöðu eða aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni Cosan. Óumdeilt sé að Cosan sé í samkeppnisrekstri við kæranda og hafi fyrirtækið lýst því yfir að það hafi til undirbúnings frekari þátttöku í útboðum eða tilboðsgerð. Þó ekki sé hægt að verðleggja með nákvæmum hætti það mögulega tjón sem yrði af afhendingu umræddra gagna megi ætla að afhending gagnanna geti verið líkleg til að skaða fjárhagslega hagsmuni Cosan til skemmri eða lengri tíma.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að ferilskrám bæklunarskurðlækna sé um að ræða persónuupplýsingar starfsmanna Cosan sem falli undir 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þar að auki þurfi skilyrði persónuverndarlaga nr. 90/2018 um vinnslu persónuupplýsinga að vera uppfyllt til að heimilt sé að framsenda slík gögn, nánar tiltekið 9. gr. um heimildir til vinnslu persónuupplýsinga, en stofnunin fái ekki séð að skilyrði þeirrar greinar séu uppfyllt.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar nái upplýsingaréttur kæranda ekki til samninga sem Cosan hafi gert við þriðja aðila enda sé um að ræða grandlausan þriðja aðila sem ekki sé í beinu samningssambandi við Sjúkratryggingar. Enginn þeirra úrskurða sem kærandi vísi til fjalli um tilvik þar sem úrskurðarnefndin hafi skyldað stjórnvald til að afhenda samning milli tveggja annarra aðila sem stjórnvaldið á sjálft ekki aðild að. Í samhengi við að tilteknar upplýsingar hafi verið afmáðar úr afhentum samningi milli Cosan og Sjúkratrygginga og fyrirliggjandi tölvupóstssamskiptum sé á það bent að einu upplýsingarnar sem hafi verið afmáðar hafi varðað beina einkahagsmuni Cosan.<br /> <br /> Hvað varði tilboð annarra bjóðenda þá hafi upplýsingar um fjárhæðir tilboða verið senda bjóðendum 6. mars 2023 og upplýsingar um gerða samninga verið birtar á vef stofnunarinnar 30. sama mánaðar. Frekari upplýsingar, til dæmis um einingaverð eða fylgiskjöl tilboða, teljist til fjárhags- eða viðskiptahagsmuna þeirra félaga og fái stofnunin ekki séð að hún hafi heimild til að afhenda skjölin á grundvelli upplýsingalaga. Þá varði fyrirliggjandi samskiptin við aðra bjóðendur en Cosan aðeins fyrirspurnir um framkvæmd útboðsins og beiðni um upplýsingar. Í ljósi 9. gr. upplýsingalaga og úrskurðar nefndarinnar í máli nr. 656/2016 telji stofnunin rétt og sanngjarnt að þessi samskipti fari leynt.<br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga var kynnt kæranda með tölvupósti 10. ágúst 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði 18. sama mánaðar.<br /> <br /> Í athugasemdum sínum leggur kærandi meðal annars áherslu á að eðlilegt sé og sanngjarnt að honum verði afhent tilboðseyðublað Cosan óyfirstrikað. Nauðsynlegt sé að upplýsa um hver hafi verið álagsprósenta félagsins vegna endurtekinna aðgerða og nauðsynlegt að kærandi geti staðreynt að upplýsingar um fjölda aðgerða og verð á aðgerð á tilboðseyðublaðinu samrýmist upplýsingum í tilkynningu Sjúkratrygginga um úrslit útboðsins. Þá snúi allar röksemdir Sjúkratrygginga fyrir því að gæta skuli trúnaðar almenns eðlis, að óvissum framtíðaratburðum og því að halda verði trúnaði um upplýsingar sem að stærstu leyti séu þegar opinberar. Auk þess vegi hagsmunir kæranda að aðgangi að þessu og öðrum gögnum þyngra en ætlaðir trúnaðarhagsmunir Cosan.<br /> <br /> Jafnframt mótmæli kærandi afstöðu Sjúkratrygginga um að ekki skuli afhenda samning Cosan við sjúkraþjálfunarstofu af þeirri ástæðu einni að hann sé milli einkaaðila. Þar sem samningurinn varði þátttöku annars aðila í útboði sem kærandi hafi tekið þátt í verði að líta svo á að hann falli undir upplýsingarrétt kæranda samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Þá sé alþekkt í framkvæmdar úrskurðarnefndarinnar að óskað sé eftir afhendingu gagna frá hinu opinbera vegna viðskipta þess við einkaaðila þó einkaaðilarnir sjálfir hafi ekki tekið þátt í útboðum, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1117/2022 og 884/2020.<br /> <br /> Við meðferð málsins óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu Stoðkerfa ehf. og Ledplastikcentrum til beiðni kæranda. Með erindi 29. maí 2024 til nefndarinnar kom fram að Stoðkerfi ehf. gerðu ekki athugasemdir við að kæranda yrði afhent afrit af tilboði og tilboðsgögnum þess en legðist gegn því að kæranda yrði afhent afrit af tölvupóstssamskiptum félagsins við Sjúkratryggingar á tímabilinu frá 6. til 14. mars 2023. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi í kjölfarið annað erindi til Stoðkerfa ehf. og afhenti félaginu þau tölvupóstssamskipti sem Sjúkratryggingar höfðu lagt fram við meðferð málsins hjá nefndinni og sem vörðuðu félagið. Með tölvupósti 19. júní 2024 til nefndarinnar komu Stoðkerfi ehf. á framfæri þeirri afstöðu sinni að ekki væru gerðar athugasemdir við að kæranda yrðu afhent fyrirliggjandi tölvupóstssamskipti. Ekki bárust svör frá Ledplastikcentrum við erindum nefndarinnar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1. Afmörkun kæruefnis</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að gögnum í vörslum Sjúkratrygginga, nánar tiltekið gögnum sem varða útboð stofnunarinnar á liðskiptaaðgerðum sem var auglýst 17. febrúar 2023. Í kjölfar útboðsins gerðu Sjúkratryggingar samninga við Cosan og kæranda en með samningunum var félögunum falið að annast liðskiptaskiptaaðgerðir upp að nánar tilgreindu hámarki.<br /> <br /> Sjúkratryggingar hafa afhent kæranda hluta þeirra gagna sem falla undir upplýsingabeiðni hans. Þá hafa Stoðkerfi ehf. samþykkt að kæranda verði veittur aðgangur að þeim gögnum sem liggja fyrir í málinu og sem varða félagið. Verður kæranda því veittur aðgangur að þeim gögnum sem varða Stoðkerfi ehf. í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Sjúkratryggingar hafa afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem stofnunin telur að falli undir kæru málsins en kæranda hefur ýmist verið synjað um aðgang að gögnunum í heild eða að hluta. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Tilboð Cosan, ódagsett.</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjöl 1–4 og 12–15 með tilboði Cosan.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstar 9., 13. og 15. mars 2023 frá Cosan til Sjúkratrygginga.</li> <li style="text-align: justify;">Ársreikningur Cosan fyrir árið 2021.</li> <li style="text-align: justify;">Yfirlýsing löggilts endurskoðanda Cosan um fjárhagslegt hæfi, dags. 8. mars 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Samningur milli Sjúkratrygginga og Cosan, dags. 30. mars 2023, og fylgiskjal II með þeim samningi.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstur 6. mars 2023 frá Ledplastikcentrum til Sjúkratrygginga og svar stofnunarinnar sama dag.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstur 8. mars 2023 frá Sjúkratryggingum til Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Tilboðsblað Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Greinargerð með tilboði Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjöl 1–5 með tilboði Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Samanburður á tilboðum.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2. Hvort aðgangur kæranda að gögnunum verði takmarkaður</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.1. Almennt um aðgang kæranda að fyrirliggjandi gögnum</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til stuðnings beiðni hans um aðgang að umbeðnum gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðilum sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.<br /> <br /> Í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa þátttakendur í útboðum og verðkönnunum verið taldir eiga sérstaka hagsmuni af aðgangi að tilboðum annarra tilboðsgjafa enda hafi þeir ríka hagsmuni af því að geta gengið úr skugga um hvort rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 852/2019 og 907/2020. Hið sama hefur verið talið eiga við um önnur gögn sem tengjast slíkum innkaupaferlum og sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekin bjóðanda, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1083/2022. Um rétt þátttakenda í útboðum til aðgangs að slíkum gögnum fer því almennt eftir 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Öðru máli gegnir hins vegar um þau gögn sem til verða eftir að val á tilteknum bjóðanda (samningsaðila) hefur farið fram. Þótt sá sem tekið hefur þátt í útboði eða sambærilegu innkaupaferli af hálfu hins opinbera kunni að hafa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að upplýsingum sem til verða eftir að tilboði hefur verið tekið verður orðalagið „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga ekki skýrt svo rúmt að það taki með sama hætti til slíkra upplýsinga og þeirra sem til urðu á meðan val bjóðanda eða viðsemjanda fór fram. Þar af leiðandi fer, að öðru jöfnu, um rétt bjóðanda til aðgangs að slíkum gögnum eftir ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. II. kafla laganna.<br /> <br /> Kærandi var á meðal tilboðsgjafa í útboðinu en af gögnum málsins verður ráðið að Sjúkratryggingar hafi tilkynnt um ákvörðun um val tilboða í útboðinu 9. mars 2023. Eftir að tilkynnt var um ákvörðunina áttu Cosan og Sjúkratryggingar í tölvupóstssamskiptum og skrifuðu í kjölfarið undir samning en á meðal samningsgagna var fylgiskjal II, sbr. gögn sem eru tiltekin undir liðum 10 og 13 í kafla 1 hér að framan. Önnur gögn sem deilt er um aðgang að í málinu urðu til áður en Sjúkratryggingar tilkynntu um framangreinda ákvörðun og tengjast þau öll innkaupaferlinu. Að þessu og öðru framangreindu gættu verður lagt til grundvallar að um rétt kæranda til aðgangs að umræddum tölvupóstssamskiptum og samningi og fylgiskjali hans fari eftir 5. gr. upplýsingalaga. Um rétt kæranda til aðgangs að öðrum gögnum fari eftir 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Synjun Sjúkratrygginga byggir á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en að mati nefndarinnar verða sjónarmið stofnunarinnar varðandi rétt kæranda til aðgangs að fyrrgreindum tölvupóstssamskiptum og samningi og fylgiskjali hans að skoðast í ljósi 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þá liggur fyrir í málinu að Cosan leggst gegn því að kæranda verði afhent gögn sem varða félagið, sbr. tölvupóst félagsins til Sjúkratrygginga 27. maí 2023.<br /> <br /> Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Þá kemur fram í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tiltekið atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir í athugasemdunum:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd við það miðað að almennt eigi þátttakendur í útboðum rétt til aðgangs að útboðsgögnum. Hefur nefndin, eins og fyrr segir, lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd útboðanna. Þá verði fyrirtæki og aðrir lögaðilar að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og sæta því að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera.<br /> <br /> Sé litið til 9. gr. upplýsingalaga er samkvæmt greininni óheimilt að veita aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem eðlilegt og sanngjarnt er að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Við beitingu ákvæðisins gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. <br /> <br /> Líkt og er rakið í athugasemdum við 9. gr. upplýsingalaga skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar geri samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Samkvæmt 5. mgr. 14. gr. upplýsingalaga gilda ákvæði 5. gr. laganna, eftir því sem við, um aðgang aðila að gögnum. Í athugasemdum við 5. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. beri að leitast við að veita aðgang að þeim hluta skjals sem inniheldur upplýsingar sem takmarkanir samkvæmt 14. gr. taka ekki til. Í þeim efnum beri að beita sambærilegum viðmiðum og komi fram í 3. mgr. 5. gr. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. hefur úrskurðarnefndin margsinnis kveðið á um að stjórnvöld eða aðrir aðilar sem falla undir ákvæði upplýsingalaga skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir þá að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Verður nú leyst úr hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum, í heild eða að hluta, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2. Tilboðsgögn Cosan</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Á meðal fyrirliggjandi gagna eru tilboð og tilboðsgögn Cosan í útboðinu en félagið lagði fram gögnin með þremur tölvupóstum til Sjúkratrygginga 6. mars 2023, […]. Stofnunin samþykkti að veita kæranda aðgang að hluta tilboðsgagnanna með bréfi 12. júní 2023, nánar tiltekið fylgiskjölum 5 til 11 með tilboðinu, en að öðru leyti var kæranda synjað um aðgang að þessum gögnum. <br /> <br /> Í umsögn Sjúkratrygginga Íslands er fullyrt að stofnunin hafi ekki í vörslum sínum fylgiskjal 14 með tilboði kæranda […]. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér tilboðsgögn Cosan en þar á meðal er fylgiskjal 14. Skjalið virðist á hinn bóginn einungis vera hlekkur inn á heimasíðu (www.skde.no) en upp kemur villumelding þegar vefslóðin sem skjalið hefur að geyma er slegin inn. Að þessu gættu hefur úrskurðarnefndin ekki forsendu til að draga í efa framangreinda fullyrðingu Sjúkratrygginga og verður ákvörðun stofnunarinnar því staðfest hvað varðar umrætt skjal.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.1. Tilboð og tilboðsblað Cosan</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Á meðal gagna sem Cosan lagði fram í útboðinu var tilboð félagsins og tilboðsblað þess, […].<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædd gögn. Á tilboðsblaði Cosan er að finna upplýsingar um tilboðsfjárhæð félagsins í annars vegar liðskiptaaðgerðir á mjöðm og hins vegar liðskiptaaðgerð á hné ásamt upplýsingum um fjölda aðgerða. Þá er á tilboðsblaðinu einnig að finna upplýsingar um hvaða álag félagið bauð í tilviki enduraðgerða. Sömu upplýsingar koma að meginstefnu til fram í tilboði félagsins en þar koma auk þess fram upplýsingar um hvaða gögn væru því meðfylgjandi.<br /> <br /> Fyrir liggur að Sjúkratryggingar hafa þegar birt opinberlega upplýsingar um hvaða verð Cosan bauð í fyrrnefndar liðskiptaaðgerðir auk upplýsinga um fjölda aðgerða. Þá hefur stofnunin upplýst kæranda um hvaða fylgigögn voru meðfylgjandi tilboði Cosan í útboðinu að undanskildum upplýsingum um hver væri viðsemjandi Cosan í samstarfssamningi um sjúkraþjálfun. Réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum verður því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hvað varðar aðgang að öðrum upplýsingum í umræddum gögnum er þess að gæta að eina valforsenda útboðsins var verð tilboða og hefur kærandi töluverða hagsmuni af því að geta sannreynt að rétt hafi verið staðið að vali á tilboði Cosan.<br /> <br /> Með vísan til umfjöllunar í kafla 2.2.5 hér á eftir þykja hagsmunir Cosan, um að ekki verði veittur aðgangur að upplýsingum um hver sé viðsemjandi félagsins vegna samstarfssamnings um sjúkraþjálfun, vega þyngra en réttur kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum. Að öðru leyti verður ekki fallist á að Sjúkratryggingum hafi verið rétt að synja um aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig þau almennu sjónarmið um beitingu 3. málsl. greinarinnar sem eru rakin í kafla 2.1 hér að framan. Verður kæranda því veittur aðgangur að gögnunum í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.2. Ferilskrár bæklunarskurðlækna</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í útboðsskilmálum var mælt fyrir um að bjóðandi skyldi leggja fram greinargerð sem hefði meðal annars að geyma lista yfir lækna sem myndu framkvæma liðskiptaaðgerðir og upplýsingar um reynslu læknanna af slíkum aðgerðum á síðastliðnum tveimur árum ásamt árangri. Í samræmi við skilmálana lagði Cosan fram ferilskrár fjögurra nafngreindra bæklunarskurðlækna auk skýrslu um vinnu eins þeirra (e. activity report), sbr. skjöl sem eru tilgreind undir lið 3 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Af gefnu tilefni þykir úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að benda á að samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga, nr. 90/2018, takmarka lögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér fyrrnefnd gögn en í þeim koma fram ýmsar upplýsingar um viðkomandi bæklunarskurðlækna, […].<br /> <br /> Í fyrri úrskurðum nefndarinnar hefur verið lagt til grundvallar að það ráðist af atvikum máls hvort símanúmer eða netföng einstaklinga teljist til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en eins og er nánar rakið í kafla 2.1 hér að framan er 3. mgr. 14. gr. að meginstefnu til ætlað að vernda sömu einkahagsmuni og 9. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði nefndarinnar í máli nr. 1096/2022 var þannig lagt til grundvallar að ef upplýsingar um símanúmer og netföng hefðu verið birtar með lögmætum hætti yrðu þær upplýsingar almennt ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Hið sama ætti ef umrædd netföng og símanúmer væru tengd störfum viðkomandi einstaklinga hjá stjórnvöldum eða öðrum opinberum aðilum. Öðru máli gegndi ef um væri að ræða einkanetföng og einkasímanúmer einstaklinga sem hvergi hefðu verið birt með lögmætum hætti.<br /> <br /> Í tölvupóstssamskiptum milli Sjúkratrygginga og Cosan sem hafa verið afhent kæranda koma fram upplýsingar um það sem virðist vera einkanetföng tveggja af bæklunarskurðlæknum Cosan, sbr. meðal annars tölvupóstur Cosan til Sjúkratrygginga frá 27. maí 2023, og verður réttur kæranda til aðgangs að þessum netföngum í ferilskránum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti telur úrskurðarnefndin að hagsmunir umræddra einstaklinga af því að ekki sé heimilaður aðgangur að upplýsingum um einkasímanúmer og einkanetföng vegi þyngra en réttur kæranda til aðgangs að þeim, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti. Að öðru leyti telur nefndin vandséð að einkahagsmunum þeirra sem gögnin varða sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að öðrum upplýsingum í umræddum gögnum og verður réttur kæranda til aðgangs að þeim því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður kæranda veittur aðgangur að umræddum gögnum þó með þeim hætti að strikað skal yfir upplýsingar um einkanetföng og einkasímanúmer, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.3. Skjöl um gæði þjónustu og meðhöndlun fylgikvilla aðgerða</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í útboðsskilmálum var tiltekið að bjóðendur skyldu leggja fram greinargerð með upplýsingum um gæði þjónustunnar, nánar tiltekið hvernig bjóðandi hygðist uppfylla gæði og öryggi í þjónustunni, hvernig fylgst yrði með gæðum með almennum og sértækum gæðavísum ásamt skráningu. Þá átti greinargerðin að geyma lýsingu á því hvernig yrði brugðist við hugsanlegum fylgikvillum aðgerðar. Cosan lagði fram upplýsingar um þessi atriði með tilboði sínu, sbr. gögn sem eru tilgreind undir liðum 4 og 5 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér framangreind gögn. Í gögnunum er að finna upplýsingar um verklag og innra skipulag Cosan í tengslum við framkvæmd liðskiptaaðgerða auk upplýsinga um hvernig félagið hugðist bregða við hugsanlegum fylgikvillum eftir aðgerðir. Þessar upplýsingar varða lýsingu á sérhæfðum starfsaðferðum sem geta að mati úrskurðarnefndarinnar talist til virkra viðskiptahagsmuna félagsins. Að virtu efni gagnanna er það mat nefndarinnar að aðgangur kæranda að gögnunum kunni að valda Cosan tjóni. Er það mat nefndarinnar að hagsmunir Cosan af því að ekki sé heimilaður aðgangur að þessum gögnum vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að þeim. Verður því fallist á að Sjúkratryggingum hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að umræddum gögnum samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og ákvörðun stofnunarinnar staðfest að þessu leyti.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.4. Klínískt gæðaskor og dagbók gerviliðasjúklinga Handlæknastöðvarinnar</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Á meðal tilboðsgagna Cosan var klínískt gæðaskor og dagbók gerviliðasjúklinga, […]. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þessi gögn. Í skjalinu sem varða klínískt gæðaskor er að finna svokallað „Harris hip score“ sem er matsblað þar sem hreyfigeta einstaklings er metin til stiga af lækni eða sjúkraþjálfara út frá nokkrum þáttum. Þá er í skjalinu einnig að finna matsblöð og spurningarlista sem sjúklingum virðist ætlað að fylla út. Í dagbók gerviliðasjúklinga er að finna upplýsingar um hvað sjúklingur þurfi að hafa í huga á aðgerðardegi og eftir aðgerð og útskrift og ber skjalið með sér að það sé afhent sjúklingum fyrir aðgerðir.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru þær upplýsingar sem koma fram í umræddum skjölum fyrst og fremst almenns eðlis auk þess sem sumar upplýsingarnar myndu almennt teljast til opinberra upplýsinga. Í þessu samhengi má nefna að fyrrnefnt „Harris hip score“ er aðgengilegt á veraldarvefnum í mjög sambærileg mynd og það sem birtist í framangreindu skjali. Að þessu gættu og að virtu efni gagnanna að öðru leyti er vandséð að hagsmunum Cosan yrði hætta búin þótt kæranda yrði veittur aðgangur að gögnunum. Verður réttur kæranda til aðgangs að umræddum gögnum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.2.5. Samningur við þriðja aðila um sjúkraþjálfun</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Á meðal tilboðsgagna Cosan var fyrrgreindur samstarfssamningur félagsins við tiltekna sjúkraþjálfunarstofu, sbr. skjal sem er tilgreint undir lið 9 í kafla 1 hér að framan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni samningsins. Í samningnum er mælt fyrir um tiltekna þjónustu sem umrædd sjúkraþjálfunarstofa skuldbatt sig til þess að veita sjúklingum Cosan fyrir og eftir aðgerðir á vegum félagsins.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál lýtur umræddur samningur að því hvernig Cosan hugðist útfæra þjónustu sína á grundvelli samstarfs við þriðja aðila. Þá verður ekki ráðið að gert hafi verið að skilyrði samkvæmt útboðsskilmálum að bjóðendur hefðu í gildi samstarfssamning við þriðja aðila um sjúkraþjálfun. Í þessu samhengi skal á það bent að við meðferð útboðsins barst Sjúkratryggingum fyrirspurn nr. 6 þar sem sérstaklega var spurt um af hverju slíkt skilyrði væri ekki gert í útboðinu.<br /> <br /> Að framangreindu gættu og að virtu efni samningsins er það mat nefndarinnar að hagsmunir Cosan af því að ekki sé heimilaður aðgangur að skjalinu vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að því. Er í því sambandi m.a. litið til þess að um er að ræða samning milli Cosan og þriðja aðila, sem ekki var skilyrtur þáttur í tilboði og samningi Cosan og Sjúkratrygginga. Verður því fallist á að Sjúkratryggingum hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að skjalinu samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og ákvörðun stofnunarinnar staðfest að þessu leyti.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.3. Tölvupóstssamskipti, ársreikningur og yfirlýsing</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Að framangreindu frágengnu þarf að leysa úr því hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tilteknum tölvupóstssamskiptum milli Cosan og Sjúkratrygginga, ársreikningi Cosan og yfirlýsingu löggilts endurskoðanda félagsins, sbr. gögn sem eru tilgreind í liðum 10-12 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Sjúkratryggingar afhentu kæranda hluta fyrrgreindra tölvupóstssamskipta með bréfi 12. júní 2023 þó með þeim hætti að strikað hafði verið yfir tilteknar upplýsingar í tölvupóstum 9., 13. og 15. mars 2023 frá fulltrúa Cosan til Sjúkratrygginga. Með bréfi 14. júní 2023 afhentu Sjúkratryggingar kæranda tvo aðra tölvupósta frá fulltrúa Cosan til Sjúkratrygginga sem báðir voru sendir 9. mars 2023 en synjuðu að afhenda fylgigögnin með þessum póstum. Fylgigögnin voru annars vegar ársreikningur Cosan fyrir árið 2021 og hins vegar yfirlýsing frá löggiltum endurskoðanda félagsins. Umrædd gögn voru send í kjölfar beiðni Sjúkratrygginga til Cosan þar sem óskað var eftir gögnum frá félaginu til að sýna fram á fjárhagslegt hæfi þess væri tryggt.<br /> <br /> Svo sem fyrr segir fer um aðgang kæranda að þeim upplýsingum sem var strikað yfir í fyrrgreindum tölvupóstum eftir 5. gr. upplýsingalaga og þarf að meta hvort að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir afhendingu þessara upplýsinga. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þær upplýsingar sem strikað var yfir í tölvupóstunum og er að mati nefndarinnar ekkert sem þar kemur fram þess eðlis að telja verði að hagsmunum Cosan sé hætta búin þótt kæranda og almenningi verði veittur aðgangur að upplýsingunum. Verður því að telja að réttur til aðgangs að þeim upplýsingum sem strikað hefur verið yfir í tölvupóstunum verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þá hefur úrskurðarnefndin einnig kynnt sér yfirlýsingu löggilts endurskoðanda Cosan og ársreikning félagsins fyrir reikningsárið 2021.<br /> <br /> Í yfirlýsingu löggilts endurskoðanda, dags. 8. mars 2023, […]. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekkert í þessari yfirlýsingu þess eðlis að það varði mikilvæga viðskiptahagsmuni félagsins með þeim hætti að það skuli af þeim sökum fara leynt gagnvart kæranda, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í ársreikningi félagins fyrir árið 2021 koma fram upplýsingar […]. Ekki verður séð að ársreikningnum hafi verið skilað til ársreikningaskrár en ekki falla öll samlagsfélög undir gildissvið laga um ársreikninga, nr. 3/2006, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna. Með hliðsjón af þeim viðskiptaupplýsingum sem fram koma í ársreikningnum sem ekki verður séð að hafi komið fram annars staðar og tengjast aðeins með óbeinum hætti vali Sjúkratrygginga á viðsemjanda í umræddu tilboði telur úrskurðarnefndin rétt að leggja til grundvallar að rétt hafi verið, á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsinglaga með vísan til viðskiptahagsmuna Cosan, að hafna því að veita aðgang að þessu gagni.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.4. Samningur Sjúkratrygginga og Cosan og fylgiskjal II með þeim samningi</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Sjúkratryggingar gerðu samning við Cosan á grundvelli tilboðs félagsins en meðfylgjandi samningnum voru tvö fylgiskjöl. Með svari sínu til kæranda 12. júní 2023 afhentu Sjúkratryggingar honum samninginn þó með þeim hætti að strikað hafði verið yfir tilteknar upplýsingar í 8. gr. samningsins auk allra upplýsinga sem komu fram í fylgiskjali II með samningnum, sbr. skjal sem er tilgreint undir lið 13 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Svo sem fyrr greinir fer um rétt kæranda til aðgangs að samningnum og umræddu fylgiskjali eftir 5. gr. upplýsingalaga og þarf að meta hvort að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir afhendingu þeirra upplýsinga sem hefur verið strikað yfir í 8. gr. samningsins og fylgiskjalinu. <br /> <br /> Í umræddri 8. gr. samningsins koma fram upplýsingar sem eiga það sammerkt að varða framboðið verð Cosan fyrir þjónustuna, þar með talið upplýsingar um hvað er innifalið í aðgerð og hvað er undanskilið í gjaldskrá. Þá er í greininni að finna gjaldskrá samningsins þar sem fram koma upplýsingar um verð fyrir hverja aðgerð og enduraðgerð auk upplýsinga um verð fyrir innritunarviðtal vegna aðgerða. Í fylgiskjal II með samningnum koma fram tilteknar upplýsingar um hvernig ferli aðgerða er háttað hjá Cosan bæði fyrir og eftir aðgerð.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að benda á að hluti þess texta sem hefur verið afmáður úr 8. gr. samningsins er sá sami og kemur fram í þeim samningsdrögum sem Sjúkratryggingar birtu opinberlega við auglýsingu útboðsins. Á þetta við um þann hluta greinarinnar sem tiltekur hvað er innifalið í aðgerð, hvað er undanskilið í gjaldskrá og að umsamdar aðgerðir komi fram í gjaldskrá greinarinnar. Réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum verður því ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar þau einingarverð sem eru tilgreind í 8. gr. samningsins telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar nái til svo mikilvægra virkra fjárhags- og viðskiptahagsmuna að aðgangi að þeim upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Í því sambandi lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að kaupum hins opinbera á þjónustu og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Þá er þess einnig að gæta að Sjúkratryggingar hafa birt opinberlega upplýsingar um framboðið verð Cosan vegna annars vegar liðskiptaaðgerðar á mjöðm og hins vegar liðskiptaaðgerðar á hné. Jafnframt leggur nefndin til grundvallar í máli þessu að kærandi eigi rétt til aðgangs að upplýsingum um þá álagsprósentu sem Cosan bauð í tilviki enduraðgerða, sbr. umfjöllun í kafla 2.2.1 hér að framan, en af henni verður ráðið hvert hafi verið framboðið verð félagsins í tilviki enduraðgerða.<br /> <br /> Að framangreindu gættu og þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Cosan hefur af að synjað sé um aðgang að upplýsingunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki talið að synjað verði um aðgang að umræddum upplýsingum á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar aðgang að þeim upplýsingum sem koma fram í fylgiskjali II með fyrrnefndum samningi er það mat nefndarinnar að þær séu fyrst og fremst almenns eðlis. Að þessu gættu og að virtu eðli upplýsinganna að öðru leyti verður ekki séð að hagsmunum Cosan sé hætta búin þótt kæranda og almenningi verði veittur aðgangur að þeim. Verður því að telja að réttur til aðgangs að þeim upplýsingum sem koma fram í umræddu fylgiskjali verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.5. Tölvupóstar frá fulltrúa Ledplastikcentrum og tilboðsgögn félagsins</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Að framangreindu frágengnu þarf að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tölvupóstssamskiptum milli Ledplastikcentrum og Sjúkratrygginga og tilboðsgögnum félagsins, sbr. gögn sem eru tilgreind í liðum 14-22 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið sendu Sjúkratryggingar tölvupóst til lögmanns kæranda 14. júní 2023 þar sem meðal annars kom fram, í samhengi við beiðni kæranda um aðgang að tilboðsgögnum annarra bjóðenda en Cosan, að stofnunin myndi væntanlega leita eftir afstöðu annarra bjóðenda bærist henni ítrekun á þeim hluta beiðninnar og nánari rökstuðningur. Af hálfu nefndarinnar þykir rétt að benda á að í beiðni kæranda kom fram að óskað væri eftir aðgangi að tilboðsgögnum annarra bjóðenda og var beiðnin í samræmi við 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá er ekki gert ráð fyrir því í upplýsingalögum að sá sem fari fram á aðgang að gögnum þurfi að rökstyðja þá beiðni sérstaklega.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér fyrrgreind tölvupóstssamskipti. Að mati nefndarinnar er ekkert sem kemur fram í umræddum samskiptum þess eðlis að telja verði hættu á því að hagsmunir Ledplastikcentrum skaðist ef kæranda verði veittur aðgangur að gögnunum. Verður réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum samskiptum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar aðgang kæranda að tilboðsgögnum Ledplastikcentrum er þess að gæta að félagið hefur ekki látið í ljós andstöðu sína við að kæranda verði veittur aðgangur að gögnum þess. Þá er í umsögn Sjúkratrygginga aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að gögnin skuli undanþeginn upplýsingarétti kæranda. Á hinn bóginn er þess einnig að gæta að Sjúkratryggingar mátu tilboð Ledplastikcentrum ógilt og komst því ekki á samningur milli stofnunarinnar og félagsins í kjölfar hins kærða útboðs. Þá verður ekki séð að tilboðsgögnin séu til þess fallin að varpa nánari ljósi á hvernig staðið var að framkvæmd útboðsins. Í ljósi þessa verður að telja að kærandi hafi takmarkaða hagsmuni af aðgangi að tilboðsgögnum Ledplastikcentrum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædd tilboðsgögn. Í tilboðsblaði félagsins er, líkt og í tilviki Cosan, að finna upplýsingar um tilboðsfjárhæð félagsins í annars vegar liðskiptaaðgerð á mjöðm og hins vegar liðskiptaaðgerð á hné ásamt upplýsingum um fjölda aðgerða. Jafnframt er þar að finna almennar upplýsingar um félagið og bæklunarskurðlækna þess. Loks kemur þar fram upplýsingar um verð Ledplastikcentrum í tilviki enduraðgerða og að félagið myndi meðhöndla tiltekna fylgikvilla án endurgjalds. <br /> <br /> Sjúkratryggingar hafa, eins og fyrr segir, birt opinberlega upplýsingar um tilboðsverð Ledplastikcentrum. Þá er að mati nefndarinnar vandséð að hagsmunum félagsins sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að almennum upplýsingum um félagið og starfsmenn þess auk upplýsinga um fjölda aðgerða. Verður réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti verður að telja að hagsmunir Ledplastikcentrum, um að ekki verði veittur aðgangur að öðrum upplýsingum í tilboðsblaðinu, vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar var greinargerð um Ledplastikcentrum á meðal fylgigagna tilboðs þess. Í greinargerðinni er meðal annars að finna almenna umfjöllun um bæklunarskurðlækna félagsins, reynslu þeirra og fyrri störf. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að telja að hvorki hagsmunum Ledplastikcentrum né viðkomandi lækna sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að þessum upplýsingum, sbr. einnig umfjöllun í kafla 2.2.2 hér að framan. Verður réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan er í umræddri greinargerð og öðrum tilboðsgögnum að finna ýmsar upplýsingar um innri starfsemi og innra skipulag Ledplastikcentrum, tækjabúnað og aðstöðu félagsins, teikningar af húsnæði félagsins og fleira. Að virtu efni þessara gagna og í ljósi þess að kærandi hefur takmarkaða hagsmuni af aðgangi að þeim verður leggja til grundvallar að hagsmunir Ledplastikcentrum af því að ekki sé heimilaður aðgangur að þessum gögnum vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Samkvæmt framagreindu verður kæranda veittur aðgangur að tilteknum upplýsingum í tilboðsblaði og greinargerð Ledplastikcentrum, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði, en að öðru leyti er ákvörðun Sjúkratryggingar staðfest hvað varðar synjun um aðgang að þessum gögnum.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.6. Skjal með samanburði tilboða</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Að endingu þarf að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að skjali sem hefur að geyma samanburð Sjúkratrygginga á tilboðum, […]. Rétt þykir að geta þess að hvorki er fjallað um skjalið í svari Sjúkratrygginga við gagnabeiðni kæranda né í umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndarinnar. Eins og atvikum er hér háttað verður þó að telja að úrskurðarnefndin hafi nægjanlegar forsendur til að leysa úr um rétt kæranda til aðgangs að skjalinu enda koma þar að mestu leyti fram sömu upplýsingar og Sjúkratryggingar hafa þegar synjað kæranda um aðgang að. <br /> <br /> Í skjalinu, sem er í excel-formi, er að finna upplýsingar um tilboðsfjárhæðir allra bjóðenda, fjölda aðgerða og álag vegna endurtekinna aðgerða. Þá koma fram í skjalinu upplýsingar um svigrúm Sjúkratrygginga til enduraðgerða og upplýsingar um kostnaðaráætlun stofnunarinnar.<br /> <br /> Svo sem fyrr segir hafa Sjúkratryggingar birt opinberlega upplýsingar um tilboðsfjárhæðir bjóðenda og kostnaðaráætlun stofnunarinnar og verður aðgangur kæranda að þeim upplýsingum ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá hefur Stoðkerfi ehf. samþykkt að veita kæranda aðgang að gögnum sem hafa að geyma sömu upplýsingar og koma fram í skjalinu og sem varða félagið. Jafnframt verður réttur kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum sem koma fram í skjalinu varðandi tilboð Cosan ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. umfjöllun í kafla 2.2.1 hér að framan. Á hinn bóginn og með vísan til umfjöllunar í kafla 2.5 hér að framan verður að telja að hagsmunir Ledplastikcentrum, að því að ekki verði veittur aðgangur að upplýsingum um álag félagsins og kostnað við enduraðgerðir, vegi þyngra en hagsmunir kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingarréttar eiga við um skjalið verður kæranda veittur aðgangur að skjalinu með þeim hætti að strikað skal yfir tilteknar upplýsingar í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.7. Ákvæði 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt öllu framangreindu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga ekki í vegi fyrir afhendingu hluta þeirra gagna og upplýsinga sem Sjúkratryggingar synjuðu kæranda um aðgang að. <br /> <br /> Að því er varðar vísun Sjúkratrygginga til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 telur úrskurðarnefndin að atriði sem þar eru talin upp kunni að vera samþýðanleg upplýsingum sem óheimilt sé að afhenda á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur nefndin að umrædd gögn heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert sé fram komið í málinu sem sé til þess fallið að skaða hagsmuni hlutaðeigandi aðila ef aðgangur er veittur að þeim, svo vitnað sé til orðalags umrædds ákvæðis, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1202/2024.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Sjúkratryggingum Íslands er skylt að veita kæranda, Klíníkinni Ármúla ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">Tilboði Cosan slf., […].</li> <li style="text-align: justify;">Tilboðsblaði Cosan slf., dags. 5. mars 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjali 2.a með tilboði Cosan slf., […].</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjali 2.c með tilboði Cosan slf.: Ferilskrá […].</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjali 12 með tilboði Cosan slf.: Klínískt gæðaskor</li> <li style="text-align: justify;">Fylgiskjali 13 með tilboði Cosan slf.: Dagbók gerviliðasjúklinga Handlæknastöðvarinnar.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti 9. mars 2023 frá Cosan slf. til Sjúkratrygginga Íslands, tölvupósti 13. mars 2023 frá Cosan slf. til Sjúkratrygginga Íslands, sendur klukkan 9:55, og tölvupósti 15. mars 2023 frá Cosan slf. til Sjúkratrygginga Íslands.</li> <li style="text-align: justify;">Yfirlýsingu löggilts endurskoðanda Cosan slf. um fjárhagslegt hæfi, dags. 8. mars 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Samningi milli Sjúkratrygginga Íslands og Cosan slf., dags. 30. mars 2023, og fylgiskjali II með þeim samningi.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti 6. mars 2023 frá Ledplastikcentrum til Sjúkratrygginga Íslands og svarpósti stofnunarinnar sama dag.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti 8. mars 2023 frá Sjúkratryggingum Íslands til Ledplastikcentrum.</li> <li style="text-align: justify;">Tilboðsblaði Ledplastikcentrum […].</li> <li style="text-align: justify;">Greinargerð með tilboði Ledplastikcentrum […]</li> <li style="text-align: justify;">Tilboði og tilboðsgögnum Stoðkerfa ehf. […].</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti frá Sjúkratryggingum Íslands 6. mars 2023 til Stoðkerfis ehf. og tölvupósti frá Stoðkerfi ehf. 8. sama mánaðar til Sjúkratrygginga Íslands.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupósti frá Stoðkerfi ehf. til Sjúkratrygginga Íslands 6. mars 2023, tölvupósti frá Sjúkratryggingum Íslands til Stoðkerfi ehf. 9. mars 2023, tölvupósti frá Stoðkerfi ehf. til Sjúkratrygginga Íslands 13. mars 2023 og tölvupósti frá Sjúkratryggingum Íslands til Stoðkerfi ehf. 14. mars 2023.</li> <li style="text-align: justify;">Skjali auðkennt með rafræna skráarheitinu „Samanburður tilboða liðskiptaaðgerðir“ […].</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> Þá er Sjúkratryggingum Íslands skylt að veita kæranda aðgang að fylgiskjali 2.a með tilboði Cosan slf., ferilskrá […], fylgiskjali 2.b, ferilskrá […], og fylgiskjali 2.d, ferilskrá […] þó þannig að strikað skal yfir upplýsingar um einkanetföng og -símanúmer sem nefnd eru í gögnunum, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan eru ákvarðanir Sjúkratrygginga Íslands, dags. 12. og 14. júní 2023, staðfestar.</p> <p style="text-align: justify;"> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1232/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Deilt var um afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni um gögn sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun dómsmálaráðherra að fresta framkvæmd brottflutnings. Kærandi taldi að ráðuneytinu hefði verið rétt að afmarka beiðnina við gagn sem varð til eftir að ákvörðunin var tekin. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki ástæðu til að gera athugasemd við hvernig ráðuneytið hefði afmarkað beiðnina. Þá taldi nefndin ljóst að afgreiðsla ráðuneytisins hefði ekki falið í sér synjun beiðni kæranda. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1232/2024 í máli ÚNU 24100018.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 29. október 2024, kærði […], fréttamaður á Ríkisútvarpinu, ófullnægjandi afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni hans um gögn. Með erindi, dags. 24. september 2024, lagði kærandi fram eftirfarandi beiðni:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Fréttastofa óskar eftir að fá afhent öll gögn; samskipti, álitsgerðir og minnisblöð, sem lágu til grundvallar þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að fresta brottvísun […] fyrr í þessum mánuði.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Kæranda barst svar frá ráðuneytinu 8. október 2024. Í svarinu kom fram að ekki lægju fyrir álitsgerðir eða minnisblöð í málinu. Meðfylgjandi svarinu væru hins vegar skráð samskipti milli dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra, sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun um að fresta framkvæmd brottflutnings 16. september 2024.<br /> <br /> Með erindi til ráðuneytisins, dags. 18. október 2024, vísaði kærandi til þess að í Heimildinni, sem kom út þann sama dag, væri fjallað um tölvupóst sem ríkislögreglustjóri hefði sent 16. september 2024. Sá tölvupóstur hefði ekki verið á meðal þeirra gagna sem kæranda voru afhent 8. október 2024. Kærandi óskaði eftir skýringum á því sem og aðgangi að tölvupóstinum. Svari ráðuneytisins, dags. 18. október 2024, fylgdi afrit af tölvupóstinum. Í svarinu kom fram að tölvupósturinn hefði ekki legið fyrir við ákvörðun um að fresta framkvæmd brottflutningsins. Þar sem í beiðni kæranda hefði verið óskað eftir gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðuninni hefði ráðuneytið ekki afmarkað beiðni kæranda við tölvupóstinn, þar sem hann hafði ekki verið sendur þegar ákvörðunin var tekin.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kveður kærandi að ráðuneytið hafi mátt vita hvaða gögnum óskað væri eftir og að beiðni kæranda hafi verið túlkuð þröngt og að með afgreiðslu sinni hafi ráðuneytið ekki sinnt þeirri leiðbeiningarskyldu sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þá telur kærandi að uppi sé álitamál um hvort ekki megi fella tölvupóst ríkislögreglustjóra undir fyrirspurn kæranda frá 24. september 2024 þar sem í honum séu upplýsingar um aðdraganda þess að brottflutningi var frestað, m.a. um símtöl þingmanns og ráðherra sem ekki höfðu áður komið fram.<br /> <br /> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 4. nóvember 2024, og ráðuneytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 15. nóvember 2024. Umsögnin var kynnt kæranda með erindi, dags. 18. nóvember 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi brást við erindinu samdægurs og kvaðst ekki hafa frekari athugasemdir.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni kæranda um gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun dómsmálaráðherra að fresta framkvæmd brottflutnings […] og fjölskyldu hans.<br /> <br /> Ágreiningur í málinu lýtur að því hvort ráðuneytinu hefði verið rétt að afmarka beiðni kæranda um gögn sem urðu til eftir að ákvörðun um frestunina hafði verið tekin. Úrskurðarnefndin telur að beiðni kæranda hafi verið skýr og að ráðuneytinu hafi verið rétt að ætla að óskað væri eftir gögnum sem fyrir lágu hjá ráðuneytinu þegar ákvörðun um brottvísun var tekin. Því er ekki ástæða til að gera athugasemd við þá afmörkun gagna sem ráðuneytið lagði til grundvallar í málinu.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum og synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Úrskurðarnefndin telur ljóst að afgreiðsla dómsmálaráðuneytis á beiðni kæranda hafi ekki falið í sér synjun beiðninnar. Þannig liggur ekki fyrir ákvörðun sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt framangreindu lagaákvæði. Verður kæru í málinu því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæru […], dags. 29. október 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1231/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Deilt var um afgreiðslu ríkissaksóknara á beiðni um tölfræðiupplýsingar um kærur til lögreglu. Ríkissaksóknari hafnaði beiðninni og kvað að hjá embættinu lægi ekki fyrir gagn eða gögn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir og að embættinu væri ekki skylt að útbúa slíkt gagn á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa að slíkt gagn eða gögn lægju ekki fyrir. Þá taldi nefndin að embættinu væri óskylt að útbúa slíkt gagn. Var ákvörðun ríkissaksóknara því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1231/2024 í máli ÚNU 24100007.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 8. október 2024, kærði […] synjun ríkissaksóknara á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í erindi sínu til ríkissaksóknara, dags. 22. júlí 2024, vísaði kærandi til þess að samkvæmt tölfræði á vef lögreglunnar hefðu árlega að meðaltali borist 175 kærur vegna nauðgunar árin 2011 til 2021. Frá lögreglunni hefði kærandi fengið þær upplýsingar að um 100 þeirra hefðu verið sendar ríkissaksóknara til ákvörðunar um ákæru. Kærandi óskaði eftir svörum við því hve margar kærur hefðu leitt til málshöfðunar, hve margar hefðu leitt til dómsuppkvaðningar, hve margar hefðu leitt til jákvæðrar niðurstöðu fyrir viðkomandi kæranda og hvort merki sæjust um breytingar allra síðustu ár.<br /> <br /> Ríkissaksóknari svaraði erindi kæranda 5. september 2024. Í svarinu kom fram að þar sem það væri mjög mikil vinna að taka saman þær upplýsingar sem kærandi hefði óskað eftir væri ekki hægt að svara fyrirspurn hans.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kom fram að kærandi ætlaði að nota þær upplýsingar sem hann óskaði eftir í grein eða umfjöllun um þær. Upplýsingarnar ættu erindi við alla landsmenn sem og starfsmenn ríkissaksóknara. Þar sem dómsmál næðu oft yfir einhver ár áður en þeim lyki endanlega væri best að fá yfirlit yfir allmörg ár til þess að fá góða heildarmynd af málefninu.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt ríkissaksóknara með erindi, dags. 14. október 2024, og embættinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að ríkissaksóknari afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn ríkissaksóknara barst úrskurðarnefndinni 8. nóvember 2024. Í umsögninni kom fram að hjá ríkissaksóknara lægju ekki fyrir gagn eða gögn þar sem teknar væru saman upplýsingar um hve margar kærur í nauðgunarmálum, þ.e. vegna brota gegn ákvæðum 194. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, á árunum 2011–2021, hefðu leitt til útgáfu ákæru eða um hverjar dómsniðurstöður hefðu verið í þeim málum þar sem ákæra var gefin út.<br /> <br /> Ríkissaksóknari hefði aðgang að málaskrárkerfi lögreglu og ákæruvalds og gæti tekið saman umbeðnar upplýsingar með skoðun á upplýsingum og gögnum sem vistuð væru í því kerfi. Þær upplýsingar væri hins vegar ekki hægt að kalla fram í kerfinu með einfaldri leit heldur krefðist það yfirferðar og vinnslu á gögnum í kerfinu, þar á meðal uppflettinga og greininga á skjölum þeirra mála sem beiðni kæranda lyti að, sem skiptu tugum hvert ár.<br /> <br /> Ríkissaksóknari liti svo á að upplýsingar og gögn vistuð í málaskrárkerfinu vegna rannsókna á brotum gegn 194. gr. almennra hegningarlaga vörðuðu rannsókn sakamáls eða saksókn í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ákvæði upplýsingalaga ættu því ekki við um slíkar upplýsingar og gögn. Samandregið teldi ríkissaksóknari hvorki að fyrir væri að fara rétti kæranda til afhendingar á umbeðnum upplýsingum né að embættinu skyldi gert að útbúa gagn með þeim.<br /> <br /> Umsögn ríkissaksóknara var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. nóvember 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar beiðni kæranda til ríkissaksóknara um tölfræðiupplýsingar um kærur til lögreglu. Ríkissaksóknari kveður að hjá embættinu liggi ekki fyrir gagn eða gögn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir og að embættinu sé ekki skylt að útbúa slíkt gagn.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er mælt fyrir um að upplýsingaréttur almennings nái til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna þar sem mælt er fyrir um að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Í athugasemdum við 5. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að skilyrði þess að gagn sé undirorpið upplýsingarétti sé að það liggi fyrir hjá þeim sem fær beiðni um aðgang til afgreiðslu. Þá segir enn fremur að réttur til aðgangs að gögnum nái þannig aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu ríkissaksóknara að gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir liggi ekki fyrir í vörslu embættisins. Þá telur nefndin að með hliðsjón af kæru til úrskurðarnefndarinnar, þar sem kærandi kvaðst vilja fá afhent yfirlit til að fá heildarmynd af málefninu, hafi beiðni kæranda til ríkissaksóknara ekki falið í sér ósk um aðgang að gögnum sem innihalda umbeðnar upplýsingar til að hann gæti sjálfur tekið saman svör við spurningum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara er ekki hægt að kalla fram svör við spurningum kæranda með einföldum aðgerðum í málaskrárkerfi lögreglu og ákæruvalds, heldur þyrfti að fara ítarlega yfir og greina fjölda mála yfir mörg ár. Að framangreindu virtu og með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefndin að ríkissaksóknara sé ekki skylt að verða við beiðni kæranda.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðið gagn eða gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá ríkissaksóknara í skilningi upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Því liggur ekki fyrir synjun beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og verður því staðfest hin kærða ákvörðun ríkissaksóknara.<br /> <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun ríkissaksóknara, dags. 5. september 2024, að synja beiðni […], er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1230/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Óskað var upplýsinga frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um hvers vegna tiltekið afsal væri skráð sem eignayfirlýsing í þinglýsingarhluta fasteignaskrár á fasteign hans. Úrskurðarnefndin fór yfir gögn málsins og taldi að samskipti kæranda við sýslumannsembættið væru hluti af máli sem varðaði þinglýsingu. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, giltu lögin ekki um þinglýsingu. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1230/2024 í máli ÚNU 24080011.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 7. ágúst 2024, kærði […] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál töf sem orðið hefði á afgreiðslu erindis hans til Sýslumannsins á Vestfjörðum. Kærandi beindi erindi til embættisins 4. ágúst 2022 og ítrekaði það 21. júní árið eftir. Erindið hljóðaði svo:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Ég óska eftir að fá skriflega og ítarlega útskýringu á því hvers vegna afsali (sic.) frá 1920 […] er skráð sem eignayfirlýsing í þinglýsingarhluta fasteignaskrár á fasteign mína […]. Til hverra er þessi yfirlýsing o.s.frv. skv. lögum nr. 39/1978 og reglugerð 405/2008.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í kæru er rakið að í lok júlí 2022 hafi rúmlega 100 ára gömlu afriti úr afsals- og veðmálabók Sýslumannsins á Ísafirði verið þinglýst á fasteign kæranda sem eignarheimild manns sem þá hafi verið látinn í hartnær 70 ár. Kærandi hefði frétt af þessari ákvörðun embættisins fyrir tilviljun og í kjölfarið óskað upplýsinga um hana. Kærandi hefði enn ekki fengið fullnægjandi svör við erindi sínu frá 4. ágúst 2022.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Sýslumanninum á Vestfjörðum með erindi, dags. 13. ágúst 2024. Í erindi úrskurðarnefndarinnar var skorað á embættið að afgreiða erindi kæranda, en ellegar afhenda nefndinni þau gögn sem kæran lýtur að ásamt umsögn embættisins um málið.<br /> <br /> Viðbrögð Sýslumannsins á Vestfjörðum bárust úrskurðarnefndinni 22. ágúst 2024. Í erindi embættisins kemur fram að kærandi hafi átt í töluverðum samskiptum við embættið. Vilji kæranda standi til að það skjal sem óskað er upplýsinga um í málinu verði afmáð úr þinglýsingabók. Á tveimur fundum kæranda með embættinu hafi þeirri spurningu sem birtist í tölvupósti kæranda 4. ágúst 2022 verið svarað.<br /> <br /> Erindi Sýslumannsins á Vestfjörðum til úrskurðarnefndarinnar fylgdu ýmis gögn. Meðal þeirra eru í fyrsta lagi erindi embættisins til kæranda, dags. 29. júlí 2022, þar sem kröfu um afmáningu skjals úr þinglýsingabók er hafnað. Í öðru lagi eru samskipti frá lokum desember 2023 varðandi fyrirspurn kæranda frá 4. ágúst 2022, þar sem kæranda er bent á að embættið geti ekki úrskurðað um eignarhald á fasteignum og að hann geti höfðað eignardómsmál til að fá skorið úr því. Í þriðja lagi eru samskipti kæranda við embættið frá maí 2024, þar sem óskað er eftir upplýsingum úr dagbók þinglýsinga. Í fjórða lagi er beiðni kæranda um nýja ákvörðun embættisins um kröfu kæranda um afmáningu skjals úr þinglýsingabók.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í málinu hefur kærandi óskað eftir upplýsingum frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um hvers vegna tiltekið afsal sé skráð sem eignayfirlýsing í þinglýsingarhluta fasteignaskrár á fasteign hans. Af hálfu sýslumannsembættisins hefur komið fram að vilji kæranda standi til að afsalið verði afmáð úr þinglýsingabók. Þau gögn sem liggja fyrir í málinu benda ekki til annars en að sú staðhæfing sé rétt.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, gilda lögin ekki um þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann, nauðungarsölu, greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti, né heldur um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að ákvæðið vísi til þeirra starfa sýslumanna og sérstakra sýslunarmanna, þar á meðal skiptastjóra, sem töldust til dómstarfa fram til 1. júlí 1992. Í réttarfarslöggjöfinni sé ráð fyrir því gert að ágreiningsefni um þessi málefni verði borin beint undir dómstóla og sé því eðlilegt að umrædd störf falli utan við gildissvið laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir gögn málsins og er það mat nefndarinnar að samskipti kæranda við sýslumannsembættið séu hluti af máli sem varðar þinglýsingu. Með vísan til þess hvernig gildissvið upplýsingalaga er afmarkað samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin því að rétt sé að vísa kæru í máli þessu frá nefndinni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæru […], dags. 7. ágúst 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1229/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í vörslu forsætisráðuneytis um ráðgjöf um túlkun siðareglna eða samþykki vegna aukastarfa ráðherra. Ákvörðun ráðuneytisins að hafna beiðni kæranda var byggð á því að samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, næði réttur almennings ekki til aðgangs að slíkum gögnum. Úrskurðarnefndin fór yfir gögnin og taldi að þau féllu undir framangreint ákvæði upplýsingalaga. Var ákvörðun forsætisráðuneytis því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1229/2024 í máli ÚNU 23100020.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 16. október 2023 lagði […] fréttamaður þrjár fyrirspurnir frá fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir forsætisráðuneyti. Þær voru svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <ol> <li>Hversu oft hafa ráðherrar leitað til forsætisráðherra frá árinu 2018 til að fá ráðgjöf um túlkun siðareglna eða samþykki vegna aukastarfa ráðherra? Ef einhver skipti, er óskað eftir að fá þær beiðnir afhentar og niðurstöðu ráðuneytisins.</li> <li>Hver var kostnaður við blaðamannafund leiðtoga ríkisstjórnarinnar á laugardag, sundurliðaður.</li> <li>Kom forsætisráðuneytið að kostnaði að ferð þingflokka ríkisstjórnarinnar til Þingvalla á föstudag? Ef já, hver var sá kostnaður, sundurliðaður?</li> </ol> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Svar ráðuneytisins barst kæranda 26. október sama ár. Í svari við spurningu nr. 1. segir að á tímabilinu hafi verið leitað sjö sinnum til forsætisráðuneytisins af hálfu ráðherra, eða fyrir þeirra hönd, um ráðgjöf á túlkun siðareglna ráðherra. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga taki upplýsingaréttur almennings ekki til gagna sem hafi að geyma ráðgjöf forsætisráðuneytisins eða annars bærs aðila til stjórnvalda eða starfsmanna þeirra um túlkun siðareglna. Því sé ekki hægt að afhenda gögn tengd þessari ráðgjöf. Þá hafi á tímabilinu hafi borist ein umsókn um aukastarf ráðherra. Um sé að ræða beiðni þáverandi forsætisráðherra vegna samnings um útgáfu skáldsögu. Undanþága fyrir það aukastarf hafi verið veitt 12. ágúst 2022 og séu upplýsingar um það birtar á vef Stjórnarráðsins. Í svari við spurningu nr. 2 segir að bókfærður kostnaður forsætisráðuneytisins vegna blaðamannafundarins sé 84.000 kr. sem skiptist í kostnað við ljósmyndara (65.000 kr.) og blómaskreytingar (19.000 kr.). Og í svari við spurningu 3 segir að forsætisráðuneytið hafi greitt fyrir hádegisverð þingmanna stjórnmálaflokkanna á Þingvöllum, kr. 128.340.<br /> <br /> […] kærði afgreiðslu ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál degi síðar, eða 27. október 2023.<br /> <br /> Í tilefni af kærunni beindi úrskurðarnefnd um upplýsingamál erindi til forsætisráðuneytis 31. október 2023 og veitti ráðuneytinu færi á að skila nefndinni umsögn um kæruna. Þá var með sama erindi óskað eftir að nefndinni yrðu afhent afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Svar forsætisráðuneytisins barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál 14. nóvember 2023. Í umsögn ráðuneytisins kemur fram að það líti svo á að af þremur fyrirspurnum kæranda hafi tveimur þeirra (spurningum nr. 2 og 3) verið svarað að fullu, og því verði í umsögninni aðeins fjallað um afgreiðslu ráðuneytisins á fyrstu spurningu kæranda (spurningu nr. 1). Afgreiðslu sína á þeim þætti málsins skýrir ráðuneytið síðan með eftirfarandi hætti:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Það ákvæði sem synjun ráðuneytisins um aðgang að gögnum um ráðgjöf um siðareglur byggir á kom inn í upplýsingalög með lögum nr. 72/2019 um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012, með síðari breytingum. […] Í vinnu við gerð frumvarpsins var m.a. horft til tilmæla sem sett voru fram í úttektarskýrslu GRECO, samtaka ríka Evrópuráðsins gegn spillingu, á vörnum gegn spillingu á Íslandi og tók til æðstu handhafa framkvæmdarvalds frá mars 2018. Þar kemur fram það mat að mikilvægt sé fyrir æðstu handhafa framkvæmdarvalds að hafa aðgang að ráðgjöf í trúnaði þegar kemur að túlkun siðareglna. […] Það sjónarmið sem liggur að baki ákvæði um að trúnaður skuli ríkja um ráðgjöf í tengslum við siðareglur ráðherra er að hætta er á því að æðstu handhafar framkvæmdarvalds leiti ekki ráðgjafar ef þeir vita að upplýsingarnar gætu orði opinberar. […] Er áréttuð sú afstaða forsætisráðuneytisins að umbeðin gögn séu undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Hinn 19. nóvember 2023 gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda kost á að tjá sig um umsögn forsætisráðuneytis í málinu. Svör bárust ekki frá kæranda.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Eins og fyrr segir lýtur kæra málsins, dags. 27. október 2023, að afgreiðslu forsætisráðuneytis, dags. 26. sama mánaðar, á erindi sem kærandi hafði beint til ráðuneytisins og fól í sér ósk um svör við tilteknum fyrirspurnum annars vegar og ósk um afhendingu gagna hins vegar.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera beiðni um synjun um aðgang að gögnum á grundvelli laganna undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Það leiðir af afgreiðslu forsætisráðuneytisins, dags. 26. október 2023, að ráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að beiðnum ráðherra til forsætisráðherra frá árinu 2018 um ráðgjöf um túlkun siðareglna og um aðgang að niðurstöðum forsætisráðuneytisins vegna þeirra. Að öðru leyti svaraði ráðuneytið fyrirspurnum kæranda í málinu. Í málinu kemur því einvörðungu til úrskurðar hvort kærandi eigi samkvæmt upplýsingalögum rétt á að fá afhentar beiðnir ráðherra um ráðgjöf um túlkun siðareglna og niðurstöður ráðuneytisins vegna þeirra beiðna frá tímabilinu 2018 til 16. október 2023, en þá lagði kærandi beiðni sína fram.<br /> <br /> Forsætisráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sjö mála sem falla undir það tímabil sem beiðni kæranda um gögn lýtur að og falla efnislega undir beiðni hans. Gögn málanna fela annars vegar í sér fyrirspurnir til forsætisráðuneytisins um túlkun siðareglna fyrir ráðherra sem settar hafa verið á grundvelli 2. mgr. 24. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, og ráðgjöf forsætisráðuneytisins af því tilefni hins vegar. Öll gögn þeirra mála sem um ræðir og falla undir kæruefni málsins varða þannig könnun á stöðu ráðherra gagnvart siðareglum sem um þá gilda og ráðgjöf forsætisráðuneytisins af því tilefni.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga tekur „upplýsingaréttur almennings ekki til gagna sem hafa að geyma upplýsingar um ráðgjöf forsætisráðuneytisins eða annars bærs aðila til stjórnvalda eða starfsmanna þeirra um túlkun siðareglna.“<br /> <br /> Tilvitnuð regla var lögfest með gildistöku laga nr. 72/2019, um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012, nánar tiltekið með 5. gr. breytingalaganna. Í skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að lögum nr. 72/2019 kemur m.a. fram að með því sé lagt til að „búið verði þannig um hnútana að æðstu handhafar ríkisvalds geti leitað ráðlegginga um túlkun á siðareglum í trúnaði“. Í skýringunum við 5. gr. frumvarpsins er jafnframt tekið fram að horft hafi verið til þess að „líkur standa til að ráðherrar og aðrir æðstu stjórnendur í stjórnsýslunni kunni að veigra sér við því að leita sér ráðgjafar um siðferðileg málefni ef til þess getur komið að upplýsingar um það birtist almenningi. Því [sé] lagt til að við 1. mgr. 7. gr. laganna bætist nýr málsliður um að upplýsingaréttur almennings taki ekki til gagna sem hafa að geyma upplýsingar um ráðgjöf forsætisráðuneytisins eða annars bærs aðila til stjórnvalda eða starfsmanna þeirra um túlkun siðareglna.“<br /> <br /> Í tilvitnuðu ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga felst samkvæmt framangreindu að gögn sem geyma upplýsingar um ráðgjöf forsætisráðuneytisins um túlkun siðareglna til þeirra sem starfa í stjórnsýslunni falla utan við upplýsingarétt almennings. Með hliðsjón af markmiðum ákvæðisins verður orðalag þess ekki túlkað svo þröngt að undir undantekninguna falli einvörðungu gögn sem geyma beina ráðgjöf forsætisráðuneytisins heldur verður einnig að fella undir undantekninguna gögn þar sem ósk um ráðgjöfina kemur fram.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt orðalagi sínu er undanþágan í 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þannig fram sett að ekki þarf að framkvæma mat um mikilvægi þeirra upplýsinga sem fram koma í þeirri ráðgjöf sem um ræðir hverju sinni. Stjórnvöld geta hins vegar, sé það ekki óheimilt vegna annarra lagareglna, svo sem um þagnarskyldu, valið að afhenda gögn sem geyma upplýsingar af þessu tagi umfram skyldu, sbr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í skýringum forsætisráðuneytisins í málinu hefur komið fram að það leggi áherslu á að fylgja reglu 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga í málinu, og afhenda ekki umbeðin gögn, þar sem um sé að ræða ráðgjöf um siðareglur sem beint er að æðstu handhöfum framkvæmdarvalds.<br /> <br /> Í áður tilvitnuðum skýringum við 5. gr. laga nr. 72/2019, en með því lagaákvæði var umræddur 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga lögfestur eins og fyrr greinir, er tekið fram að „takmörkunina [beri] að skýra þröngt eins og aðrar takmarkanir á upplýsingarétti almennings“ og jafnframt að „[því] yrði henni ekki beitt í tilvikum þar sem ráðgjöf varðar minni háttar álitamál um túlkun siðareglna eða þegar verulegir almannahagsmunir [krefjist] þess að almenningur geti kynnt sér upplýsingar um ráðgjöf. [Þurfi] því hverju sinni að fara fram mat á því hvort ástæða sé til að beita undanþágu 5. gr. frumvarpsins, m.a. með hliðsjón af reglu 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang.“<br /> <br /> Í þessum skýringum virðist ráðgert að stjórnvöld framkvæmi mat um það hvers eðlis ráðgjöf þeirra um siðareglur er, í þeim tilvikum sem óskað sé aðgangs að slíkum gögnum, m.a. með hliðsjón af reglu 11. gr. upplýsingalaga. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að upplýsingalögin sjálf gera, samkvæmt orðalagi sínu, ekki ráð fyrir neinu öðru mati stjórnvalda um afhendingu gagna sem falla undir 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaganna heldur en leiðir af 11. gr. upplýsingalaganna. Sem fyrr segir hefur forsætisráðuneytið tekið þá afstöðu að umbeðin gögn skuli ekki birt á grundvelli heimildar í því lagaákvæði.<br /> <br /> Með hliðsjón af öllu framangreindu verður synjun forsætisráðuneytisins á að afhenda kæranda gögn sjö mála um ráðgjöf ráðuneytisins vegna siðareglna ráðherra frá tímabilinu 2018 til 16. október 2023 staðfest.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun forsætisráðuneytis, dags. 26. október 2023, um að synja beiðni kæranda, […], dags. 16. október 2023, um afhendingu á gögnum um ráðgjöf vegna siðareglna ráðherra, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1228/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Óskað var aðgangs að gögnum um mál sem formaður tiltekins ráðs í sveitarfélagi hefði tekið að sér að kanna. Formaðurinn kvaðst aðeins hafa undir höndum gögn sem kærendur hefðu sent honum og samskipti við kærendur. Úrskurðarnefndin taldi að beiðni kærenda hefði verið afmörkuð og þröngt og að þar með hefði ekki verið tekin afstaða til aðgangs að mögulegum öðrum fyrirliggjandi gögnum sem heyrðu undir beiðnina. Var beiðni kærenda því vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1228/2024 í máli ÚNU 23080018.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 22. ágúst 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá […]. Samkvæmt kærunni beindu […] gagnabeiðni til formanns […]ráðs […] 13. júlí 2023. Beiðni þeirra væri enn ósvarað.<br /> <br /> Beiðni kærenda til formanns ráðsins var svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Við óskum eftir öllum gögnum sem þú hefur verið með aðgang að um þau mál sem við leituðum til þín með sem formanns […]ráðs.<br /> <br /> […]</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt […] með erindi, dags. 4. október 2023. Umsögn […]skrifstofu […] barst úrskurðarnefndinni 3. nóvember 2023. Í umsögninni kemur fram að formaður […]ráðs hafi ekki undir höndum önnur gögn sem heyra undir beiðnina en þau sem kærendur sendu honum og fylgdu með kærunni til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Þá kemur fram að formaður ráðsins hafi vísað kærendum til formanns […]ráðs, sem m.a. hafi eftirlitshlutverk vegna starfsemi skrifstofu […]sviðs. Jafnframt hafi formaðurinn bent kærendum á að málið væri utan verksviðs […]ráðs. Þá hafi á fundi […]ráðs 26. janúar 2023 farið fram kynning […]sviðs á verkferlum […]. Í þeirri kynningu hafi ekki verið fjallað um einstök mál.<br /> <br /> Umsögn […] var kynnt kærendum með erindi, dags. 6. nóvember 2023, og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 11. desember 2023, kemur fram að formaður […]ráðs hafi tjáð kærendum að bæði hann og formaður […]ráðs hafi gengið á eftir upplýsingum frá […] og spurst fyrir um framgang og rannsókn þess máls sem kærendur hefðu vakið athygli þeirra á. Formaður […]ráðs hafi hins vegar tjáð kærendum að hann hefði ekki sent neinar fyrirspurnir vegna málsins. Kærendur telji ljóst að allar munnlegar fyrirspurnir eða upplýsingar sem hann fær með öðrum hætti eigi að skrá samkvæmt upplýsinga- og stjórnsýslulögum.<br /> <br /> […]<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kærendur beindu erindi sínu um aðgang að gögnum sérstaklega til formanns […]ráðs. Af því tilefni ber að taka fram að einstakar fastanefndir sveitarfélaga, eins og […]ráð […] telst vera, eru hluti viðkomandi sveitarfélags en ekki sérstök stjórnvöld, enda fer stjórnsýsla sveitarfélaga að jafnaði fram á einu stjórnsýslustigi samkvæmt 1. mgr. 8. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Einstakir fulltrúar í slíkum nefndum, hvort sem þeir eru formenn nefndanna eða ekki, eru með sama hætti hluti viðkomandi nefndar en fara ekki með sjálfstæðar heimildir til að afgreiða mál, þ.m.t. ekki með sjálfstæða heimild til að afgreiða mál á grundvelli upplýsingalaga. Hið kærða stjórnvald í málinu, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er […].<br /> <br /> Af beiðni kærenda um gögn til formanns […]ráðs […] og kæru þeirra til úrskurðarnefndarinnar leiðir að kærendur hafa afmarkað beiðni sína við aðgang að gögnum sem formaður umrædds ráðs hefur haft aðgang að […]. Í þessari afmörkun felst að undir beiðni kærenda falla annars vegar möguleg gögn sem tengjast erindi þeirra til formanns ráðsins og hann hefur sent, aflað eða fengið afhent innan […] í tengslum við mál kærenda beint og hins vegar sem hann hefur fengið afhent sem fulltrúi í […]ráði í tengslum við erindi kærenda til hans eða vegna vinnu sem fram hefur farið við þá verkferla sem kærendur vísa til. Í hinu síðastgreinda felst að undir beiðnina geta meðal annars fallið gögn sem lögð hafa verið fyrir […]ráð og nefndarmenn, þar á meðal formaður ráðsins, hafa haft aðgang að.<br /> <br /> Í upphaflegu erindi kærenda til formanns […]ráðs 31. október 2022 kom fram að kærendur teldu mikilvægt að ráðið kæmi að gerð nýrra verkferla sem […]svið ynni að. Í umsögn […]skrifstofu til úrskurðarnefndarinnar kom fram að á fundi […]ráðs 26. janúar 2023 hefði farið fram almenn kynning á verkferlum […]. Þá kemur fram í fundargerð ráðsins af fundi 9. febrúar 2023 á vef […] að verkferlarnir hafi verið til umræðu.<br /> <br /> Af umsögn […]skrifstofu til úrskurðarnefndarinnar verður ráðið að beiðni kærenda hafi aðeins verið afmörkuð við gögn sem formaður […]ráðs hefði undir höndum. Hins vegar er ljóst samkvæmt framangreindu að beiðni kærenda var víðtækari en svo þar sem hún náði einnig til gagna sem formaðurinn hefði haft aðgang að vegna þeirra mála sem kærendur leituðu til hans með, þ.m.t. um vinnu við verkferla, og lægju e.t.v. fyrir annars staðar hjá […] en beinlínis í vörslu formannsins. Úrskurðarnefndin telur því að afgreiðslu […] hafi verið ábótavant að þessu leyti þar sem beiðnin hafi verið afmörkuð of þröngt og þar með hafi ekki verið tekin afstaða til réttar kærenda til aðgangs að mögulegum öðrum fyrirliggjandi gögnum sem heyrðu undir beiðnina, svo sem gögnum sem lögð voru fyrir fundi […]ráðs þegar verkferlar […] voru til umfjöllunar. Þykir því rétt að vísa beiðni kærenda aftur til […] til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, þar sem afmörkun beiðni kærenda taki mið af framangreindum sjónarmiðum og lagt verði mat á rétt kærenda til aðgangs að viðkomandi gögnum frá tímabilinu 31. október 2022, þegar kærendur höfðu fyrst samband við formann […]ráðs, til 13. júlí 2023 þegar gagnabeiðni þeirra var lögð fram, á grundvelli upplýsingalaga.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Beiðni kærenda, […], dags. 13. júlí 2023, er vísað til […] til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1227/2024. Úrskurður frá 3. desember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í vörslu Landspítala um uppflettingar í sjúkraskrá. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að synjun um aðgang að tilteknu excel-skjali hefði ekki átt að byggjast á því að um væri að ræða upplýsingar úr sjúkraskrám sjúklinga við spítalann eða að um væri að ræða upplýsingar um málefni sjúklinga sem lytu þagnarskyldu vegna hagsmuna þeirra. Var því beiðni kæranda vísað til Landspítala til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Beiðni um aðgang að bréfi til Persónuverndar var að auki vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Ákvörðun um að synja beiðni um aðgang að bréfi til embættis landlæknis var hins vegar staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. desember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1227/2024 í máli ÚNU 23110012.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með kæru 16. nóvember 2023 kærði […] ákvarðanir Landspítala um synjun um afhendingu gagna.<br /> <br /> Með bréfi 19. apríl 2023 til Landspítalans rakti kærandi meðal annars að […]læknar á vegum […], sem einnig störfuðu á spítalanum, virtust hafa nýtt sér aðgang að sjúkraskrám spítalans til að fletta upp sjúklingum […]. Læknarnir hefðu svo sent smáskilaboð (SMS) til sjúklinganna, sem þeir væru ekki í meðferðarsambandi við og í nafni Landspítalans, til að beina þeim í viðskipti við sjálfa sig í þeim tilgangi að hafa af því fjárhagslegan ávinning.<br /> <br /> Í bréfinu setti kærandi fram tilteknar spurningar, meðal annars um hversu mörg skilaboð hefðu verið send út í nafni Landspítalans til sjúklinga […] þar sem þeim hefði verið vísað á […]. Jafnframt í hve mörgum tilfellum sameiginlegir starfsmenn spítalans og […] hefðu skoðað sjúkraskrár sjúklinga sem þeir væru ekki í meðferðarsambandi við í þeim tilgangi að senda þeim skilaboð. Þá óskaði kærandi eftir afhendingu log-skrár úr Heilsuveru eða öðrum haldbærum gögnum varðandi þetta atriði.<br /> <br /> Landspítalinn svaraði bréfi kæranda 3. maí 2023 og tók meðal annars fram að spítalinn myndi taka ábendingar kæranda til frekari skoðunar í gegnum eftirlitsnefnd spítalans um rafræna sjúkraskrá og bregðast við með viðeigandi hætti kæmi í ljós að uppflettingar starfsmanna hefðu ekki samræmst lögum eða gildandi verklagsreglum.<br /> <br /> Með tölvupósti 17. október 2023 til Landspítalans óskaði kærandi eftir efnislegum svörum við fyrrgreindum spurningum og bárust svör frá Landspítalanum með bréfi 25. sama mánaðar. Í svörum Landspítala kom meðal annars fram að málinu hefði umsvifalaust verið vísað til eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá. Jafnframt að engin smáskilaboð af því tagi sem erindi kæranda lyti að hefðu verið send út í nafni Landspítalans en ábendingu, um að skilaboðakerfi Heilsugáttar spítalans hefði verið notað í þeim tilgangi, hefði umsvifalaust verið komið í viðeigandi rannsóknarfarveg hjá spítalanum. Í niðurlagi svarsins kom fram að Landspítalinn teldi sér hvorki heimilt að veita nánari upplýsingar um ætluð brot starfsmanna spítalans né að afhenda umbeðnar log-skrár eða önnur umbeðin gögn enda innihéldu gögnin persónugreinanlegar upplýsingar sjúklinga spítalans.<br /> <br /> Með tölvupósti 6. nóvember 2023 til Landspítalans óskaði kærandi eftir eintökum af öllum smáskilaboðum sem hefðu verið send úr skilaboðakerfi spítalans án persónuupplýsinga. Landspítalinn hafnaði beiðninni með tölvupósti 13. sama mánaðar með vísan til fyrra svars spítalans.<br /> <br /> […]<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Landspítalanum með erindi 19. nóvember 2023 og var spítalanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Landspítalinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Umsögn Landspítalans barst úrskurðarnefndinni 6. desember 2023. Henni fylgdi eitt skjal sem spítalinn taldi að kæran lyti að, en þar var nánar tiltekið um að ræða excel skjal með samanteknum upplýsingum […].<br /> <br /> Í umsögninni kemur fram að upplýsingamiðlun um málefni sjúklinga til þriðja aðila sé óheimil nema á grundvelli samþykkis sjúklinga eða lagaheimildar. Sé það í samræmi við þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna sem kveðið sé á um í lögum um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 og lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009. Umbeðin gögn tilheyri sjúkraskrám og innihaldi persónugreinanlegar upplýsingar um sjúklinga spítalans. Slíkar upplýsingar falli ekki undir upplýsingalög og sé því rétt að nefndin vísi kærunni frá, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 1131/2023. Jafnframt sé áréttað að til þess að unnt sé að afhenda afrit af öllum smáskilaboðum, sem send hafi verið á tilteknu tímabili, þurfi að afmá allar persónugreinanlegar upplýsingar sem þar komi fram og myndi það fela í sér vinnu við að útbúa nýtt skjal í skilningi upplýsingalaga en í 1. mgr. 5. gr. laganna komi fram að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn til að veita aðgang að.<br /> <br /> Umsögn Landspítalans var kynnt kæranda 7. desember 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði 20. sama mánaðar. Í athugasemdum kæranda var sjónarmiðum Landspítalans mótmælt og þess einnig óskað að úrskurðarnefndin beindi fyrirspurn til Landspítalans um hvort til staðar væru önnur gögn um uppflettingar hjá spítalanum og hver væri afstaða hans til afhendingar slíkra gagna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti athugasemdir kæranda fyrir Landspítalanum með tölvupósti 3. janúar 2024 og fór þess á leit að spítalinn tæki afstöðu til athugasemdanna og sérstaklega þess hluta þeirra sem varðaði önnur gögn sem kynnu að liggja fyrir hjá spítalanum og heyrðu undir beiðni kæranda. Landspítalinn kom á framfæri frekari athugasemdum 9. sama mánaðar og kom þar meðal annars fram að engin önnur gögn væru til staðar en þau sem Landspítalinn hefði afhent úrskurðarnefndinni með umsögn sinni.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í tölvupósti kæranda til úrskurðarnefndarinnar 11. janúar 2024 tók hann fram að samkvæmt upplýsingum frá Persónuvernd hefðu umbeðnar upplýsingar, um fjölda uppflettinga í sjúkraskrá og smáskilaboða, komið fram í bréfi 2. september 2023 frá Landspítalanum til Persónuverndar. Óskaði kærandi eftir aðgangi að bréfinu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi samdægurs fyrirspurn til Landspítalans og óskaði eftir upplýsingum um hvort umrætt gagn lægi fyrir hjá spítalanum og hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að afhenda kæranda gagnið. Landspítalinn svaraði fyrirspurninni 17. janúar 2024. Í svarinu kom meðal annars fram að Landspítalinn teldi ekkert því til fyrirstöðu að veita aðgang að svari spítalans til Persónuverndar. Á hinn bóginn teldi spítalinn rétt að takmarka aðgang að hluta gagnsins á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem um væri að ræða upplýsingar sem lytu að agamálum innan spítalans og málefnum starfsmanna.<br /> <br /> Landspítalinn afhenti kæranda fyrrgreint bréf og fylgiskjöl þess með tölvupósti 19. janúar 2024 þó með þeim hætti að tilteknar upplýsingar höfðu þar verið afmáðar. Tveimur dögum síðar sendi kærandi tölvupóst til úrskurðarnefndarinnar og krafðist þess að trúnaði yrði aflétt af umræddu gagni enda hefðu allar upplýsingar sem gætu haft þýðingu fyrir hann verið afmáðar. Þá kom fram í tölvupóstinum að kærandi teldi að umbeðnar upplýsingar kæmu fram í áliti eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá sem nefndin hefði skilað til Landspítalans.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti 11. janúar 2024 til úrskurðarnefndar um upplýsingamál tók kærandi fram að Landspítalinn hefði að öllum líkindum einnig sent bréf til embætti landlæknis þar sem umkrafðar upplýsingar kæmu fram. Með tölvupósti 17. sama mánaðar óskaði úrskurðarnefndin eftir að Landspítalinn tæki afstöðu til þessa atriðis sem og spítalinn gerði með tölvupósti 9. febrúar 2024.<br /> <br /> Í tölvupóstinum hafnaði Landspítalinn beiðni um afhendingu gagna sem spítalinn hefði sent til embættis landlæknis og rakti að gögnin hefðu verið afhent á grundvelli lögbundins eftirlitshlutverks embættisins, sbr. 1. mgr. 7. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Gögnin teldust vinnugögn í skilningi upplýsingalaga og hefðu verið afhent á grundvelli lagaskyldu samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 41/2007. Einnig tók Landspítalinn fram að umrædd gögn vörðuðu málefni starfsmanna Landspítalans sem almenningur hefði ekki rétt til aðgangs að samkvæmt 1. málsl. 1 mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Með tölvupósti 15. febrúar 2024 afhenti Landspítalinn úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023.<br /> <br /> Framangreind afstaða Landspítala var kynnt kæranda með tölvupósti 12. febrúar 2024 og honum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum sem og hann gerði 20. sama mánaðar. Í athugasemdum kæranda kom fram að bréfið gæti ekki fallið undir 7. gr. upplýsingalaga enda varðaði það ekki starfssamband Landspítalans og læknanna heldur stjórnsýslumál embættis landlæknis. Af sömu ástæðum gæti bréfið ekki fallið undir 8. gr. upplýsingalaga enda væri það hvorki ætlað til eigin nota Landspítalans né til undirbúnings eigin ákvörðunar hans. Þá hefði bréfið ekki verið útbúið vegna annarra lykta máls í skilningi 8. gr. og jafnframt verið afhent embætti landlæknis sem þriðja aðila.<br /> <br /> Með erindi 28. febrúar 2024 til Landspítala óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvaða gögn hefðu verið afhent embætti landlæknis. Þá óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvort að tiltekið skjal, þ.e. álitsgerð eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá, væri til og ef svo væri óskaði nefndin eftir afriti af skjalinu. Landspítalinn svaraði erindinu 11. mars 2024 og tók fram að eina skjalið sem hefði verið afhent embætti landlæknis hefði verið niðurstaða eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá. Þá tók Landspítalinn fram að niðurstaðan hefði alfarið snúið að starfsmannamáli þar sem nefndin sinnti innri endurskoðun fyrir spítalann í samræmi við 1. mgr. 22. gr. laga nr. 55/2009. Loks áréttaði Landspítalinn afstöðu sína um að bréfið félli undir 7. og 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin kynnti kæranda svar Landspítalans og kom kærandi á framfæri athugasemdum með tölvupósti 12. mars 2024. Í athugasemdum kæranda var rakið og rökstutt að álitsgerð eftirlitsnefndarinnar gæti hvorki fallið undir 7. né 8. gr. upplýsingalaga. Í samhengi við 7. gr. tiltók kærandi meðal annars að eftirlitsnefndin kæmi ekki sjálf að áminningu eða uppsögn starfsmanns. Þá mætti ráða af umsögn Landspítalans að álitsgerðin hefði verið nýtt í öðrum tilgangi en bara til að ráða úr málefnum tengdum vinnuréttasambandi starfsmanns og Landspítala. Jafnframt hefði kærandi engan áhuga á upplýsingum um vinnuréttarsamband Landspítalans og starfsmanns og það mætti því afmá slíkar upplýsingar úr bréfinu, svo lengi sem umkrafðar upplýsingar kæmu þar fram. Að því gefnu að fallist væri á að skjalið varðaði starfsmannamál Landspítalans krefðist kærandi þess til vara að álitsgerðin yrði einungis afhent að því leyti sem hún varpaði ljósi á umfang brota málsins, þ.e. fjölda skoðana á sjúkraskrám utan meðferðarferðarsambands og fjölda smáskilaboða úr skilaboðakerfi Landspítala á því tímabili sem tilgreint væri í kröfugerð en afmáð yrði út öll umfjöllun um starfsmannamál úr bréfinu.<br /> <br /> Með erindi 21. október 2024 til Landspítalans óskaði úrskurðarnefndin eftir afriti af erindisbréfi eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá sem og hugsanlegum öðrum gögnum sem kynnu að varpa nánara ljósi á störf nefndarinnar. Landspítalinn svaraði erindinu 1. nóvember 2024 og afhenti nefndinni meðal annars afrit af erindisbréfi nefndarinnar og verklagsreglum hennar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að gögnum um uppflettingar tiltekinna starfsmanna Landspítalans í sjúkraskrám sjúklinga og smáskilaboðum sem send voru til sjúklinga í kjölfar umræddra uppflettinga.<br /> <br /> Rannsókn málsins og samskipti úrskurðarnefndarinnar við Landspítalann hafa leitt í ljós að þrjú tilgreind gögn spítalans falla undir beiðni kæranda, sem honum hefur verið hafnað um aðgang að í heild eða að hluta. Í fyrsta lagi excel skjal með upplýsingum […]. Skjalið er ódagsett en var afhent úrskurðarnefndinni um leið og hún fékk í hendur upphaflega umsögn spítalans í kærumáli þessu þann 6. desember 2023. Í öðru lagi bréf Landspítalans til Persónuverndar, dags. 2. september 2023 vegna ábendinga um ætlaðan óheimilan aðgang að sjúkraskrám. Afrit bréfsins fylgdi tölvupósti Landspítalans til úrskurðarnefndarinnar þann 17. janúar 2024. Fyrir liggur að kæranda hefur verið synjað um hluta af þessu skjali. Í þriðja lagi bréf Landspítala til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023, um meintar óheimilar uppflettingar í sjúkraskrá. Nánar tiltekið er það bréf sent embætti landlæknis af formanni eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá, fyrir hönd nefndarinnar, en um er að ræða nefnd sem starfar innan Landspítala. Afrit af þessu bréfi fylgdi tölvupósti Landspítala til úrskurðarnefndarinnar þann 15. febrúar 2024. Öll umrædd gögn hafa að geyma upplýsingar sem falla undir beiðni kæranda. Af þeim má ráða að þau hafi verið orðin til áður en kærandi lagði fram beiðnir um aðgang að gögnum hjá Landspítala 17. október og 6. nóvember 2023.<br /> <br /> Að þessu og öðru framangreindu gættu lýtur ágreiningur málsins að því hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að (1) excel skjali sem Landspítalinn afhenti nefndinni með umsögn sinni 6. desember 2023, (2) bréfi sem Landspítali sendi Persónuvernd, dags. 2. september 2023, án yfirstrikana og (3) bréfi sem Landspítali sendi embætti landlæknis, dags. 31. ágúst 2023.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kærandi reisir rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en þar segir að sé þess óskað sé skylt að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.<br /> <br /> […] Þá hafa gögnin hvorki að geyma upplýsingar um kæranda sjálfan í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga né verður af öðrum ástæðum talið að þær varði beina og fyrirliggjandi lögvarða hagsmuni hans með þeim hætti að þær verði felldar undir það lagaákvæði. Af því leiðir að hér verður lagt til grundvallar að aðeins komi til álita hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum með þeim upplýsingum sem hann hefur óskað aðgangs að á grundvelli 5. gr. laganna, sem kveður á um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Fyrst verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að því skjali sem Landspítalinn afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál með umsögn sinni, 6. desember 2023. Umrætt skjal, sem er á excel-formi, er þrískipt (skjalið skiptist í þrjá svonefnda flipa). […]<br /> <br /> Í umsögn Landspítalans kemur fram að upplýsingar sem skjalið hefur að geyma tilheyri sjúkraskrám og innihaldi persónugreinanlegar upplýsingar um sjúklinga spítalans. Að mati Landspítalans falli slíkar upplýsingar úr sjúkraskrá ekki undir upplýsingalög og telji spítalinn því rétt að vísa kærunni frá.<br /> <br /> Af þessu tilefni skal tekið fram að lög nr. 55/2009 um sjúkraskrár ber almennt að skoða sem sérlög gagnvart almennari ákvæðum upplýsingalaga að því leyti sem þar eru lögfest ákvæði um rétt tiltekinna aðila til aðgangs að sjúkraskrám. Á hinn bóginn verður almennt að leggja til grundvallar að um rétt annarra aðgangs að upplýsingum úr sjúkraskrá fari samkvæmt almennum ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 og laga um opinber skjalasöfn, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 960/2020. Í samræmi við þetta verður að leggja til grundvallar að kæru málsins, hvað varðar aðgang að umræddu skjali, sé réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og þarf í þeim efnum ekki að taka afstöðu til þess hvort umbeðnar upplýsingar teljist til sjúkraskrárupplýsinga í skilningi 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 55/2009.<br /> <br /> Synjun Landspítalans á að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum hefur spítalinn ekki aðeins byggt á því að um sé að ræða aðgang að sjúkraskrá sem ekki heyri undir úrskurðarnefndina, heldur einnig á því að um sé að ræða „persónugreinanlegar upplýsingar sjúklinga spítalans“, sbr. svör spítalans við erindi kæranda dags. 25. október 2023, og að þær falli undir ákvæði laga um þagnarskyldu, sbr. umsögn spítalans til úrskurðarnefndarinnar í málinu dags. 6. desember 2023.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að í öðrum og þriðja flipa skjalsins („samantekt í pivot“ og „Export Worksheet“) eru tilgreind nöfn og kennitölur sjúklinga […] Upplýsingar í þessum tveimur flipum eru að umtalsverðu leyti upplýsingar sem almennt teljast háðar takmörkun 9. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt 1. málsl. ákvæðisins er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Undir slíkar upplýsingar falla m.a. upplýsingar um heilsuhagi einstaklinga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 1131/2023. Aðrar upplýsingar í excel skjalinu tengjast hins vegar ekki einstökum sjúklingum. […] Af því leiðir að synjun um aðgang að umræddu excel skjali varð hvorki með réttu byggð á því að um væri að ræða upplýsingar úr sjúkraskrám sjúklinga við spítalann sem falli undir lög nr. 55/2009 né því einvörðungu að um væri að ræða upplýsingar um málefni sjúklinga sem lúti þagnarskyldu vegna hagsmuna þeirra. Landspítalinn hefur samt sem áður einvörðungu byggt synjun sína um aðgang að umræddu skjali á slíkum röksemdum. Verður samkvæmt því að telja að synjun Landspítalans á aðgangi að excel skjalinu hafi ekki verið reist á réttum lagagrundvelli.<br /> <br /> Á grundvelli upplýsingalaga bar Landspítalanum að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að umbeðnu skjali með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Í þessu samhengi þykir rétt að benda á að ekki verður fallist á með Landspítalanum að lokamálsliður 1. mgr. 5. gr. standi því í vegi að spítalinn afmái persónuupplýsingar í skjalinu enda segir í ákvæðinu að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkara mæli en leiðir af 3. mgr. ákvæðisins. Ákvæði 1. mgr. 5. gr. hefur þannig ekki áhrif á skyldu aðila sem fellur undir upplýsingalög til að veita aðgang að hluta gagns samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins, svo sem með því að strika yfir þær upplýsingar í gagni sem falla undir takmörkunarákvæði 6.-10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að meginmarkmiðið með kæruheimild til nefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða sé það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu telur nefndin rétt að fella úr gildi synjun Landspítalans um aðgang að umræddu excel skjali og leggja fyrir spítalann að taka beiðnir kæranda um aðgang að því til nýrrar meðferðar, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>4.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kemur næst til skoðunar hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að bréfi Landspítalans til Persónuverndar 2. september 2023. Svo sem fyrr greinir afhenti Landspítalinn kæranda bréfið með yfirstrikunum.<br /> <br /> Synjun Landspítalans á aðgangi að hinum yfirstrikuðu upplýsingum byggist á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga en þar segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Landspítalinn hefur nánar tiltekið byggt á því að umrædd gögn geymi upplýsingar sem lúti að eða tengist agamálum innan spítalans, sem ætla verður að tengist þeim tilteknu starfsmönnum sem fjallað er um í gögnunum.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti […] er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að gögn í málum sem varða beitingu stjórnsýsluviðurlaga að starfsmannarétti, svo sem ákvörðun um áminningu, varði starfssambandið að öðru leyti í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 1175/2024. Rétt þykir að nefna að hlutaðeigandi starfsmenn teljast ekki til æðstu stjórnenda og kemur 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga því ekki til skoðunar í málinu.<br /> <br /> Bréf Landspítala til Persónuverndar, dags. 2. september 2023, er ritað af hálfu Landspítalans vegna athugunar Persónuverndar á notkun upplýsinga úr sjúkraskrá á Landspítala. Um athugun Persónuverndar fer eftir lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. einnig 4. mgr. 22. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrá. Bréf Landspítalans til Persónuverndar er þar með ritað vegna máls sem er til meðferðar hjá Persónuvernd að lögum en ekki sem þáttur í meðferð tiltekins máls sem lýtur að stöðu starfsmanns hjá spítalanum eða tengist starfssambandi spítalans og starfsmannsins. Af þeirri ástæðu verður ekki talið að umrætt bréf sé gagn í tilteknu máli sem varðar starfssamband spítalans og tiltekins eða tiltekinna starfsmanna, í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsinglaga þótt í því komi að hluta fram upplýsingar sem mögulega séu eða hafi einnig verið til skoðunar í slíku máli eða komi úr gögnum slíks máls.<br /> <br /> Af þessu leiðir að synjun um aðgang að þeim upplýsingum sem strikað var yfir í bréfi Landspítala til Persónuverndar varð ekki með réttu byggð á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Synjun spítalans á að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum var því ekki reist á réttum lagagrundvelli. Telur úrskurðarnefndin með vísan til þessa rétt að fella úr gildi synjun Landspítalans um aðgang að þeim upplýsingum og leggja fyrir spítalann að taka beiðnir kæranda um aðgang að þeim til nýrrar meðferðar þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>5.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Að lokum þarf í úrskurði þessum að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að bréfi Landspítalans til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023, en sem fyrr greinir stafaði umrætt bréf frá nefnd innan spítalans um eftirlit með rafrænni sjúkraskrá.<br /> <br /> Synjun Landspítalans á að veita kæranda aðgang að þessu gagni byggðist á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga líkt og við á um gagnið sem fjallað var um næst að framan. Nánar tiltekið hefur Landspítalinn vísað til þess að bréfið geymi upplýsingar sem lúti að eða tengist agamálum innan spítalans.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár skulu ábyrgðar- og umsjónaraðilar sjúkraskráa hafa virkt eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt. Í reglugerð 505/2015 segir einnig að af hálfu umsjónaraðila sjúkraskráa skuli hafa reglubundið eftirlit með því að aðgangur að sjúkraskrá sé lögum samkvæmt og þá skuli settar verklagsreglur í því skyni sem að lágmarki uppfylli fyrirmæli landlæknis um öryggi og gæði sjúkraskráa.<br /> <br /> Við meðferð þessa máls afhenti Landspítalinn úrskurðarnefndinni afrit af erindisbréfi og verklagsreglum eftirlitsnefndar spítalans um rafræna sjúkraskrá. Í erindisbréfi nefndarinnar kemur meðal annars fram að hún sé skipuð af framkvæmdastjóra lækninga og starfi í umboði hans. Landspítali sé ábyrgðar- og umsjónaraðili þess sjúkraskrárkerfis sem starfsmenn stofnunarinnar færi sjúkraskrárupplýsingar og beri að hafa virkt eftirlit með því að ákvæðum sjúkraskrárlaga sé framfylgt, sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 55/2009. Framkvæmdastjóri lækninga feli nefndinni að rannsaka mál og komast í niðurstöðu í þeim. Telji nefndin að starfsmaður hafi gerst brotlegur gegn ákvæðum sjúkraskrárlaga skuli hún vísa málinu til framkvæmdastjóra lækninga til endanlegrar ákvörðunar sem þá tryggir málsmeðferð í samræmi við ákvæði laga nr. 55/2009, stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og starfsreglur nefndarinnar. Í verklagsreglum eftirlitsnefndarinnar er meðal annars mælt fyrir um málsmeðferð komist nefndin að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn ákvæðum sjúkraskrárlaga og framkvæmdastjóri lækninga staðfestir þá niðurstöðu. Í þeim tilvikum ber starfsmanni nefndarinnar meðal annars að senda erindi, þar sem tilkynnt er um niðurstöðu, til embættis landlæknis auk forstöðumanns framkvæmdastjóra og næsta yfirmanns starfsmanns til stjórnsýslulegrar úrvinnslu þar sem um alvarlegt brot gegn trúnaðarskyldu geti verið að ræða sem geti orðið tilefni til áminningar.<br /> <br /> Af framangreindu verður ráðið að eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá sé hluti af fyrirkomulagi sem Landspítalinn hefur komið á fót til að tryggja virkt eftirlit í tengslum við aðgengi starfsmanna að sjúkraskrám. Þá verður jafnframt ráðið að rannsókn og niðurstaða eftirlitsnefndarinnar geti verið undanfari þess að starfsmaður sé áminntur eftir fyrirmælum 21. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.<br /> <br /> Það bréf sem hér um ræðir, dags. 31. ágúst 2023, um meintar óheimilar uppflettingar í sjúkraskrár, sem var sent embætti landlæknis af formanni eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá, […]. Til þess er hins vegar einnig að líta að efni bréfsins ber með sér að framkvæmdastjóri lækninga við Landspítalann hafði líka vísað málinu til rannsóknar og efnislegrar meðferðar hjá nefndinni. Skýringar Landspítala til úrskurðarnefndarinnar undir meðferð þessa máls ber síðan að skilja þannig að umrætt bréf, 31. ágúst 2023, hafi bæði falið í sér þær niðurstöður sem eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá við Landspítalann hafi látið stjórnendum við þá stofnun í té, […], og svör spítalans til landlæknis vegna athugunar hans. Þetta fær út af fyrir sig ágætlega samræmst því erindisbréfi og verklagsreglum Landspítalans sem vísað var til hér að ofan.<br /> <br /> Í umræddu bréfi er m.a. að finna almennar upplýsingar um hlutverk og verklag nefndarinnar auk þess sem þar er gerð ítarleg grein fyrir forsögu málsins og rannsókn, málsmeðferð og niðurstöðu nefndarinnar […]. Loks er í niðurlagi bréfsins að finna samandregin svör við tilteknum spurningum frá embætti landlæknis. Þótt bréfið sé sent Landlækni samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin einnig að nægjanlega sé leitt í ljós að bréfið telst einnig tilgreindur hluti máls sem varðar rannsókn Landspítalans sjálfs á ætluðum brotum […]. Að þessu og öðru framangreindu gættu verður að leggja til grundvallar að um sé að ræða gagn í máli sem varða starfssamband umræddra starfsmanna við Landspítalann að öðru leyti í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Verður því að staðfest ákvörðun Landspítalans hvað varðar synjun á aðgangi kæranda að umræddu bréfi eftirlitsnefndarinnar til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að benda á að með framangreindu er ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að þeim upplýsingum sem fram koma í því skjali sem Landspítalinn afhenti úrskurðarnefndinni með umsögn sinni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvarðanir Landspítalans, dags. 25. október 2023 og 13. nóvember 2023, um að synja beiðnum kæranda, […], um aðgang að gögnum eru felldar úr gildi og lagt fyrir spítalann að taka beiðnirnar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, að því undanskildu að staðfest er ákvörðun Landspítalans að synja kæranda um aðgang að bréfi eftirlitsnefndar um rafræna sjúkraskrá til embættis landlæknis, dags. 31. ágúst 2023.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1226/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að samkomulagi Íslandsbanka hf. við Seðlabanka Íslands um að ljúka máli með sátt vegna brota Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum, án yfirstrikana. Seðlabankinn taldi m.a. að þær upplýsingar sem strikað hefði verið yfir væru undirorpnar þagnarskyldu á grundvelli laga um Seðlabanka Íslands og laga um fjármálafyrirtæki. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun Seðlabankans með þeirri breytingu að ekki skyldi strika yfir ákveðnar upplýsingar sem væru opinberlega aðgengilegar. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1226/2024 í máli ÚNU 23070005.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 7. júlí 2023, kærði […] ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja honum um aðgang að samkomulagi Íslandsbanka hf. við Seðlabankann um að ljúka máli með sátt vegna brota Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum, án yfirstrikana.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir samkomulaginu 30. júní 2023. Með erindi Seðlabankans, dags. 7. júlí 2023, var beiðni kæranda hafnað. Að mati Seðlabankans væru þær upplýsingar sem strikað var yfir háðar þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, því þær vörðuðu viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila, tengdra aðila eða annarra. Þá væru upplýsingarnar einnig háðar þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, því þær vörðuðu viðskipta- og fjárhagsmálefni viðskiptamanna Íslandsbanka. Loks var vísað til þess að óheimilt væri að afhenda upplýsingarnar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ritar kærandi að þær upplýsingar sem strikað hafi verið yfir í sáttinni séu sama eðlis og upplýsingar um kaupendur á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fjármála- og efnahagsráðherra ákvað að birta í apríl 2022. Þá hafi Íslandsbanki gengist við því að stjórnendur og starfsmenn í bankanum hafi brotið lög í söluferlinu á hlutum ríkisins í bankanum í mars 2022. Ríkir hagsmunir standi til þess að almenningur fái allar upplýsingar um þetta mál.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 10. júlí 2023, og bankanum gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að Seðlabankinn afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn Seðlabankans barst úrskurðarnefndinni 21. júlí 2023. Umsögninni fylgdu þau gögn sem kæran varðar. Í umsögninni kemur fram að þær upplýsingar sem strikað hafi verið yfir í sáttinni séu upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, og málefni bankans sem falli undir 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Þá sé óhugsandi að líta öðruvísi svo á en að upplýsingarnar varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila eða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá varði upplýsingarnar einnig viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna Íslandsbanka í skilningi 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Að mati Seðlabankans breytir það engu um birtingu samkomulags Seðlabankans og Íslandsbanka að upplýsingar um kaupendur á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið birtar í apríl 2022. Þá séu þær upplýsingar, sem strikað hafi verið yfir, nákvæmari varðandi útboðið og bæði annars eðlis og efnis. Að auki geti það, að Íslandsbanki hafi gengist við því að lög hafi verið brotin, ekki vikið til hliðar skýrum ákvæðum um þagnarskyldu.<br /> <br /> Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með erindi, dags. 21. júlí 2023, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> <br /> Með erindi, dags. 11. september 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum frá Seðlabanka Íslands um heimfærslu yfirstrikaðra upplýsinga í samkomulaginu til þagnarskylduákvæða laga um Seðlabanka Íslands og laga um fjármálafyrirtæki. Þá óskaði nefndin eftir svari við því hvort bankinn liti svo á að þótt nöfn og heiti þeirra einstaklinga og lögaðila, sem yfirstrikaðar upplýsingar varða, kæmu ekki fram í samkomulaginu væri engu að síður unnt að bera kennsl á þá.<br /> <br /> Svar Seðlabankans barst nefndinni 26. september 2024. Í því kemur fram að það sé mat bankans að upplýsingar, þar sem fjallað er sérstaklega um starfsmenn Íslandsbanka, viðskipti þeirra, störf eða hagi að öðru leyti, sem og málefni annarra einstaklinga sem að útboðinu komu, séu undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands þar sem þær varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans, og viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra. Þá séu þær upplýsingar sem úrskurðarnefndin tiltók í erindi sínu í heild sinni undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, sbr. 2. mgr. greinarinnar, óháð því hvort þær falli einnig undir þagnarskylduákvæði laga um Seðlabanka Íslands. Loks sé það mat bankans að unnt sé að bera kennsl á þá einstaklinga og lögaðila, sem upplýsingarnar sem strikaðar voru út fjalla um, þótt nöfn og heiti þeirra komi ekki fram í samkomulaginu.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að samkomulagi fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka hf. um að ljúka með sátt máli um meint lögbrot Íslandsbanka í tengslum við söluferli á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í þeirri útgáfu samkomulagsins sem birt var á vef Seðlabanka Íslands 26. júní 2023 var strikað yfir upplýsingar sem Seðlabankinn telur að séu háðar þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands og lögum um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði þar sem upplýsingar þær, sem þagnarskyldan tekur til, eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga hefur verið á því byggt að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að ákvæðið feli í sér sérstaka þagnarskyldu um upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, sem gangi framar rétti til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. til dæmis úrskurði nr. 966/2021, 1042/2021 og 1187/2024. Þá hefur verið lagt til grundvallar í dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 329/2014 og 263/2015 að efnislega sambærilegt ákvæði í 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hafi innihaldið sérstaka þagnarskyldu.<br /> <br /> Í 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.<br /> <br /> Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Úrskurðarnefndin hefur lagt til grundvallar að 1. mgr. ákvæðisins hafi að geyma sérstaka þagnarskyldu um upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækja, sem gangi framar rétti til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. til dæmis úrskurð nr. 1180/2024. Svo sem fram kemur í 2. mgr. ákvæðisins fylgir þagnarskyldan upplýsingunum til þess sem veitir þeim viðtöku.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær upplýsingar sem Seðlabankinn strikaði yfir í samkomulaginu.<br /> <br /> Það er mat nefndarinnar að upplýsingar sem bankinn hefur strikað yfir á blaðsíðum 10, 12, 15 og 17 séu upplýsingar um viðskipti og rekstur Íslandsbanka, sem eftirlitsskylds aðila Seðlabankans, í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands þar sem þær varða annars vegar skoðun Íslandsbanka á heimild bankans til að taka á sig uppgjörsáhættu í útboðinu og hins vegar það hvort Íslandsbanki hafi framkvæmt greiningu á hagsmunaárekstrum fyrir útboðið. Þar sem þessar upplýsingar teljast háðar sérstakri þagnarskyldu, sem gengur framar ákvæðum upplýsingalaga, verður ákvörðun Seðlabankans að synja beiðni um aðgang að framangreindum upplýsingum staðfest.<br /> <br /> Það er einnig mat nefndarinnar að upplýsingar sem bankinn hefur strikað yfir á blaðsíðu 20, um aðila sem flokkaður var sem fagfjárfestir þegar útboðið hófst, á blaðsíðum 21 og 28, um fjárhæð tilboðs frá starfsmanni Íslandsbanka, á blaðsíðu 22, um einkahlutafélag sem gerði tilboð í útboðinu, og upplýsingar á blaðsíðum 52–71, um viðskiptavini sem Íslandsbanki flokkaði sem fagfjárfesta án þess að þeir uppfylltu skilyrði laga þess efnis að mati Seðlabankans, varða viðskiptamálefni viðskiptamanna Íslandsbanka í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Þar sem þessar upplýsingar teljast háðar sérstakri þagnarskyldu, sem gengur framar ákvæðum upplýsingalaga, verður ákvörðun Seðlabankans að synja beiðni um aðgang að framangreindum upplýsingum staðfest. Þótt ekki komi fram nöfn eða heiti þeirra viðskiptamanna sem fjallað er um telur úrskurðarnefndin að ef upplýsingar þær sem Seðlabankinn yfirstrikaði verði veittar sé ekki hægt að skjóta loku fyrir að unnt verði að bera kennsl á þá viðskiptamenn sem um ræðir, með þeim afleiðingum að brotið væri gegn þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Upplýsingar sem bankinn hefur strikað yfir á blaðsíðum 21 og 26–28, um ákvæði í reglum Íslandsbanka um ráðstafanir vegna hagsmunaárekstra varðandi hámarksfjárhæð viðskipta starfsmanna bankans í einstökum viðskiptum innan viðskiptadags geta að mati úrskurðarnefndarinnar ekki talist þagnarskyldar með vísan til þess að reglurnar þar sem upplýsingarnar er að finna eru opinberlega aðgengilegar á vef Íslandsbanka. Verður Seðlabankanum því gert að veita kæranda aðgang að framangreindum upplýsingum.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ljóst að þær upplýsingar sem strikað var yfir í samkomulagi því sem deilt er um aðgang að í málinu, að undanskildum framangreindum upplýsingum sem birtar hafa verið opinberlega, eru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt lögum, sem gengur framar upplýsingarétti samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Þagnarskyldan er fortakslaus og þótt hagsmunir almennings kunni að standa til þess að fá aðgang að upplýsingunum getur það ekki haft áhrif á framangreinda niðurstöðu. Með vísan til þessa telur úrskurðarnefndin ekki þörf á að taka afstöðu til frekari röksemda kæranda í málinu.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Seðlabankinn skal veita kæranda aðgang að samkomulagi Íslandsbanka hf. við Seðlabankann um að ljúka máli með sátt, dags. 9. júní 2023, í þeirri mynd sem birt var opinberlega á vef bankans 26. júní 2023, með þeirri breytingu að ekki skulu afmáðar upplýsingar um fjárhæð í:<br /> </p> <ol> <li style="text-align: justify;">línum nr. 11 og 23 á bls. 21,</li> <li style="text-align: justify;">næstneðstu línu á bls. 26,</li> <li style="text-align: justify;">efstu línu á bls. 27, og</li> <li style="text-align: justify;">línu nr. 9 á bls. 28.</li> </ol> <p style="text-align: justify;"> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1225/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst kæra vegna ófullnægjandi afgreiðslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á erindi kæranda. Úrskurðarnefndin taldi mega ráða af samskiptum kæranda við stofnunina að ekki væri óskað aðgangs að gögnum í skilningi upplýsingalaga heldur skýringum um þýðingu og túlkun á færslum í log-skrá í þinglýsingarkerfi fasteignaskrár. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1225/2024 í máli ÚNU 24080012.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 8. ágúst 2024, kærði […] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ófullnægjandi afgreiðslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á erindi hans. Kærandi átti dagana 3.–5. júlí 2024 í samskiptum við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um færsluskrá, eða log-skrá, fyrir tiltekið skjal sem þinglýst væri á eign kæranda. Kærandi vildi aðstoð við túlkun skrárinnar, einkum til að átta sig á hvaða notendur hefðu átt við skjalið og hvaða aðgerð hefði verið framkvæmd í hvert sinn. Stofnunin veitti honum ákveðin svör en benti kæranda á að Sýslumaðurinn […] ætti að kunna betri skil á upplýsingunum, enda væri það embættisins að svara fyrir það sem lyti að þinglýsingum þó svo að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annaðist rekstur þinglýsingakerfisins fyrir sýslumenn.<br /> <br /> Kærandi hafði aftur samband við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 22. júlí 2024 og beindi eftirfarandi fyrirspurn til stofnunarinnar:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Þar sem það hefur ekki enn komið fram hvað var nákvæmlega verið að framkvæma þarna þá beini ég eftirfarandi spurningum til HMS sem umsjónaraðila/ábyrgðaraðila fyrir Fasteignaskránni:<br /> </p> <ol> <li>Er þessi færsla þinglýsing, en það kemur ekki fram, hvorki status=þ, kronur=?</li> <li>Hvaða málsaðilar eru viðkomandi þessari færslu?</li> <li>Er þetta fært inn sem eignarheimild og þá sem hvaða skjaltegund?</li> <li>Var ekki bara verið að skrá skjalið á þetta landnúmer?</li> <li>Er HMS það ljóst að hægt er að skrá inn í þinglýsingarhluta Fasteignaskrár […] marklausu skjali án aðkomu þinglýsingarstjóra ef sá gállinn er á þeim aðila sem hefur til þess heimild þ.e. að skrá inn í kerfið?</li> </ol> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svaraði erindi kæranda 8. ágúst 2024. Í svarinu kom fram að þegar lægi fyrir útskýring á log-skránni. Kæranda var bent á að hafa samband við sýslumann varðandi þær spurningar sem hann beindi til stofnunarinnar, þar sem hann ætti að svara fyrir allt sem varðaði þinglýsingar.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er því lýst að kærandi hafi óskað eftir skýringum á umræddri log-skrá en hvorki Sýslumaðurinn […] né Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti fullnægjandi svör. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafi yfirumsjón með fasteignaskrá og beri ábyrgð á kerfinu lögum samkvæmt.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun með erindi, dags. 13. ágúst 2024, og stofnuninni gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að stofnunin afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar barst úrskurðarnefndinni 26. ágúst 2024. Í henni kemur fram að fasteignaskrá hafi að geyma upplýsingar um þinglýst réttindi, svo sem um eigendur, veðbönd og kvaðir. Sýslumannsembætti skrái og þinglýsi skjölum rafrænt í þinglýsingarhluta fasteignaskrár. Kærandi og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafi verið í samskiptum um skeið í tengslum við ósk kæranda um að misræmi í skráningu á eignarhaldi jarðar kæranda yrði eytt. Í því sambandi hafi kærandi vísað til þess að í þinglýsingarhluta fasteignaskrár hafi afsali […] verið breytt í eignaryfirlýsingu. Stofnunin teldi ekki mögulegt að eyða misræminu þar sem sýslumaður teldi að skjöl vantaði sem staðfestu fullt eignarhald kæranda. Í framhaldinu hafi kæranda verið afhent log-skrá skjalsins og stofnunin útskýrt fyrir kæranda einstök efnisatriði skrárinnar eins nákvæmlega og kostur var. Að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hafi kærandi ekki beðið um gögn í skilningi upplýsingalaga og því sé rétt að vísa kærunni frá.<br /> <br /> Umsögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar var kynnt kæranda með erindi, dags. 30. ágúst 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taka þau til starfsemi stjórnvalda. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er stjórnvald, sbr. 1. gr. laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, nr. 137/2019, og fellur þar með undir gildissvið laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um þinglýsingu. Undir þá afmörkun falla mál sem varða ákvörðun um þinglýsingu og ágreining um þinglýsingar og farið er með af hálfu þinglýsingastjóra á grundvelli þinglýsingalaga, nr. 39/1978, með síðari breytingum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer ekki með meðferð slíkra mála og þótt stofnunin hafi ríku hlutverki að gegna um rekstur á fasteignaskrá fer hún ekki með ákvörðunarvald um þinglýsingar heldur þinglýsingastjóri, sbr. til hliðsjónar 1. mgr. ákvæðis nr. I til bráðabirgða við lög nr. 39/1978. Samkvæmt þessu á undantekningarregla 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, hvað varðar þinglýsingar, almennt ekki við þegar óskað er aðgangs að gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem varða rekstur fasteignaskrár.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings á grundvelli upplýsingalaga tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum skal hann athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir samskipti kæranda við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og önnur gögn málsins. Af þeim verður ráðið að kærandi óski ekki eftir aðgangi að gögnum í skilningi upplýsingalaga, heldur skýringum frá stofnuninni um þýðingu og túlkun á færslum í log-skrá tiltekins skjals í þinglýsingarkerfi fasteignaskrár. Með vísan til framangreinds verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæru […], dags. 8. ágúst 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1224/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að upplýsingum frá Skattinum um hvort tiltekið félag hefði staðið skil á greiðslu gjalda á grundvelli laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Ákvörðun Skattsins að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum byggðist á því að þær væru undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt lögum um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að 20. gr. laganna teldist vera sérstakt þagnarskylduákvæði og að upplýsingarnar sem óskað væri eftir féllu undir ákvæðið. Var ákvörðun Skattsins því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1224/2024 í máli ÚNU 24020023.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 27. febrúar 2024, framsendi fjármála- og efnahagsráðuneyti kæru […] lögmanns, f.h. Endurvinnslunnar hf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 15. nóvember 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum frá Skattinum um hvort Vök Waters ehf. hefði greitt þær skýrslur sem félagið sendi inn árið 2023 en ljóst þykir að kærandi var þar að vísa til skilagjaldsskýrslna samkvæmt lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989. Skatturinn og kærandi áttu í nokkrum samskiptum sama dag þar sem kærandi tiltók meðal annars að einu upplýsingarnar sem hann óskaði eftir væri hvort greiðslur hefðu borist.<br /> <br /> Með tölvupósti til kæranda, dags. 21. nóvember 2023, upplýsti starfsmaður Skattsins að hann væri bundinn þagnarskyldu samkvæmt 20. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019. Með tölvupósti til Skattsins, dags. 23. sama mánaðar, tiltók kærandi að hann ætti rétt á að fá afhent afrit af skilagjaldsskýrslum samkvæmt reglugerð um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota drykkjavöruumbúðir, nr. 750/2017. Kærandi hefði því rétt samkvæmt lögum til að fá upplýsingar um fjárhæð skilagjalds og umsýsluþóknunar sundurliðaðar eftir gjaldanda. Á sama grunni og eðli málsins samkvæmt ætti kærandi einnig rétt til aðgangs að upplýsingum um hvort gjöldin hefðu verið greidd. Vísaði kærandi einnig til þess að um rétt hans til aðgangs að upplýsingum færi eftir stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og að ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 ætti ekki við í málinu.<br /> <br /> Skatturinn synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 20. desember 2023. Í bréfinu var því hafnað að kærandi teldist aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga og tekið fram að um rétt hans til aðgangs að upplýsingunum færi eftir upplýsingalögum, nr. 140/2012. Þá kom meðal annars fram í bréfinu að skylda til að afhenda kæranda skilagjaldsskýrslur hvíldi á framleiðendum en ekki Skattinum. Loks hafnaði Skatturinn því að veita kæranda aðrar umbeðnar upplýsingar með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar féllu undir 20. gr. laga nr. 150/2019 sem væri sérstök þagnarskylduregla sem gengi framar ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 16. febrúar 2024, kærði kærandi ákvörðun Skattsins til fjármála- og efnahagsráðuneytis á grundvelli 26. gr. stjórnsýslulaga og með vísan til þess að í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál, einkum úrskurði nr. 983/2021, hefði nefndin lagt til grundvallar að hún hefði ekki lögsögu í málum sem vörðuðu upplýsingar sem heyrðu undir þagnarskylduákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019. Í kæru var þess krafist að ákvörðun Skattsins yrði felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar. Þá kom fram að ef Skatturinn hefði lagt skilagjald á Vök Waters ehf. eða samið um greiðslur skilagjaldsins við félagið væri þess krafist að kærandi fengi afrit af álagningunni eða samkomulaginu ásamt upplýsingum um greiðslur og/eða vanskil félagsins. <br /> <br /> Í kæru málsins rekur kærandi fyrirmæli laga nr. 52/1989 og reglugerðar nr. 750/2017, þar með talið hvert sé hlutverk kæranda samkvæmt lögunum og hvernig staðið sé að álagningu og innheimtu skilagjalda og umsýsluþóknunar. Hlutverk innheimtumanns ríkissjóðs sé samkvæmt lögum nr. 150/2019 að innheimta skilagjald af skilagjaldsskyldum aðilum og ráðstafa því til kæranda jafnskjótt og við verður komið, sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 750/2017.<br /> <br /> Kærandi vísar til þess að honum sé nauðsynlegt starfsemi sinnar vegna að fá umbeðnar upplýsingar. Starfsemi kæranda byggi á lögum og hann hafi lögbundnar skyldur og megi því að einhverju leyti jafna starfsemi hans til opinbers aðila. Forsenda þess að rekstur kæranda standi undir sér og að hann geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum sé að skilagjöld séu innheimt og þeim ráðstafað til kæranda enda sé greiðsluskylda kæranda til almennings samkvæmt 3. gr. laga nr. 52/1989 óháð því hvort skilagjald hafi verið innheimt af viðkomandi umbúðum. Af þessu leiði að sú staða geti hæglega komið upp að kærandi greiði út hærri fjárhæðir til almennings en innheimtar séu af gjaldskyldum aðilum. Sú staða sé óásættanleg og geti haft bein áhrif á og aukið áhættu í rekstri kæranda. Þá beri kæranda sem hlutafélagi að tryggja að bókhald og ársreikningur félagsins sé í samræmi við lög.<br /> <br /> Nauðsynlegt sé fyrir kæranda að vita hvort að áætlað hafi verið fyrir vanskilum, hvort að aðili hafi greitt eða hvenær megi búast við því að greiðslur berist. Án þessara upplýsinga sé tekjustreymi kæranda rangt bókað og endurgreiðsla skilagjalda ekki í samræmi við tekjustreymi. Kærandi geti því ekki brugðist rétt við þeim aðstæðum sem skapast vegna vanskila og þurfi þess vegna að fá upplýsingar um hvað sé áætlað, hvort það sé greitt og hvenær tekjur muni koma sé samkomulag fyrir hendi um greiðslur. Sú staða sé hugsanleg, með hækkandi skilahlutfalli, að rekstur kæranda verði neikvæður ef útgreiðslur og skuldbindingar vegna óinnleystra umbúða verði hærri en tekjur hans. Kæranda sé því nauðsynlegt að fá áætlanir á gjaldskylda aðila og upplýsingar um vanskil þeirra til þess að fá rétta stöðu og yfirsýn yfir stöðu félagsins. Þá séu upplýsingarnar jafnframt nauðsynlegar til að stjórn og stjórnendur félagsins geti sinnt lögbundnum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Kærandi byggir á að þagnarskylduákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 eigi ekki við í málinu. Ákvæðið sé bundið þeim fyrirvara að það eigi aðeins við um upplýsingar sem eigi að fara leynt. Umbeðnar upplýsingar eigi ekki að fara leynt enda sé með þessu orðalagi vísað til verndarhagsmuna þagnarskylduákvæðisins. Umræddir verndarhagsmunir eigi ekki við um upplýsingagjöf gagnvart kæranda.<br /> <br /> Þagnarskylduákvæði séu sett til þess að upplýsingar komist ekki til vitundar óviðkomandi eða utanaðkomandi en í ákvörðun Skattsins sé þessum sjónarmiðum enginn gaumur gefinn. Með því að Skatturinn veiti kæranda umbeðnar upplýsingar sé ekki verið að veita „óviðkomandi“ eða „almenningi“ upplýsingar um skuldastöðu gjaldenda heldur verið að veita kæranda nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti sinnt sínum lögbundnu hlutverkum. Þá sé ekki um að ræða upplýsingar sem varði einstaklinga, sem sé tryggð ríkari vernd að lögum, heldur upplýsingar um lögaðila.<br /> <br /> Í umfjöllun um þagnarskyldu um fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja sé skilyrði að þessir hagsmunir séu mikilvægir svo þeir falli undir verndarhagsmuni þagnarskylduákvæða, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að breytingarlögum nr. 71/2019 við stjórnsýslulög. Jafnframt sé Skatturinn innheimtumaður skilagjalds og umsýsluþóknunar en kærandi fái gjaldið að fullu til sín og sjái um umsýslu skilagjaldsins samkvæmt 2. gr. laga nr. 52/1989 en stofnuninni beri að skila gjaldinu til kæranda jafnskjótt og það sé innheimt. Hér sé því um að ræða fyrirkomulag þar sem innheimtumaður ríkissjóðs hafi ákveðin verkefni sem snúi fyrst og fremst að innheimtu en kærandi hafi lögbundin hlutverk þegar komi að útgreiðslu. Saman myndi þetta fyrirkomulag heildstætt kerfi þar sem aðilar þurfi eðli málsins samkvæmt að hafa yfirsýn yfir hlutverk sín og verkefni hins og þurfi að miðla upplýsingum sín á milli svo kerfið virki sem ein heild.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar beri við túlkun 20. gr. laga nr. 150/2019 að beita samræmisskýringu við X. kafla stjórnsýslulaga og hafa þau sjónarmið sem ítarlega séu rakin í kaflanum og lögskýringargögnum til hliðsjónar. Slík skýring leiði til þess að fullljóst sé að umræddar upplýsingar séu ekki háðar þagnarskyldu.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 28. febrúar 2024, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri skilaði umsögn í málinu 14. mars 2024 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem hann taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra er rakið að sérstakar þagnarskyldureglur takmarki upplýsingarétt samkvæmt upplýsingalögum, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ríkisskattstjóri sé einn af innheimtumönnum ríkissjóðs samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019 en um innheimtumenn ríkissjóðs gildi sérstök þagnarskylduregla í 20. gr. laganna. Þær upplýsingar sem kærandi óski aðgangs að hafi að geyma upplýsingar um mögulega skuldastöðu þriðja aðila í tilteknum gjaldflokki, hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart þeim aðila og um árangur þeirra aðgerða. Þessar upplýsingar falli undir þagnarskylduákvæðið og varði efnahag gjaldanda og tekjur hans. Þar sem lög um innheimtu opinberra skatta og gjalda gilda um innheimtu skilagjalds gildi ótvíræð þagnarskylda um umræddar upplýsingar. Upplýsingalög heimili þar af leiðandi ekki afhendingu umbeðinna upplýsinga. Enn fremur sé um virka fjárhagslega hagsmuni fyrirtækis að ræða sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, sbr. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, enda sé um svo viðkvæmar upplýsingar að ræða samkvæmt almennum sjónarmiðum að þær eigi ekki erindi við almenning.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með tölvupósti 15. mars 2024 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með athugasemdum 16. apríl sama ár.<br /> <br /> Í athugasemdum sínum krafðist kærandi þess að úrskurðarnefndin tæki málið þegar fyrir og kæmist að niðurstöðu um hvort málinu væri réttilega beint til úrskurðarnefndarinnar eða hvort endursenda ætti kæruna til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þá krafðist kærandi þess að málið fengið flýtimeðferð hjá nefndinni kæmist hún að þeirri niðurstöðu að málið ætti undir hana.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda áréttar hann að ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 feli ekki í sér sérstakt þagnarskylduákvæði með tilliti til umbeðinna upplýsinga. Tilvísun lagaákvæðisins til upplýsinga um tekjur og efnahag gjaldenda sé eini liður ákvæðisins sem geti talist fela í sér sérstaka þagnarskyldu en kærandi sé ekki að óska eftir slíkum upplýsingum. Þannig sé kærandi hvorki að óska eftir upplýsingum um tekjur né efnahag Vök Waters ehf. heldur aðeins upplýsingum um vanskil á gjöldum sem mynda tekjur í rekstri kæranda og upplýsingar um samkomulag um uppgjör. Verndarhagsmunir ákvæðisins eigi ekki við um upplýsingagjöf gagnvart kæranda um vanskil á gjöldum sem mynda tekjur kæranda.<br /> <br /> Við úrlausn málsins beri að líta til atvika þess, orðalags 20. gr. laga nr. 150/2019, tilgangs ákvæðisins og ekki síður þeirra hagsmuna sem ákvæðinu sé ætlað að vernda. Megineinkenni sérstakra þagnarskyldureglna sé að þær hafa verið lögfestar í þeim tilgangi að tryggja trúnað um nánar tilgreindar upplýsingar. Það hvort lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldu gagnvart upplýsingalögum velti því á túlkun ákvæðisins með hliðsjón af orðalagi þess og tilgangi. Slíkt mat sé atviksbundið og því ekki loku fyrir það skotið að upplýsingar sem almennt séu undirorpnar þagnarskyldu gagnvart almenningi séu það ekki gagnvart öðrum aðilum eins og kæranda sem hafi lögbundnar skyldur varðandi ráðstöfun skilagjalds til almennings hér á landi.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra sé í engu vikið að sjónarmiðum kæranda og lögbundnum hlutverkum hans um rekstur skilakerfis drykkjarvöruumbúða hér á landi. Atvik máls þessa hljóti að teljast nokkuð sérstök í ljósi lagaskyldu kæranda varðandi starfrækslu skilakerfis einnota umbúða sem og skýrra lagafyrirmæla um að greiða skuli innheimt skilagjöld jafnskjótt og við verður komið til kæranda. Atvik málsins beri því að meta heildstætt með hliðsjón af tilgangi þagnarskylduákvæða og atvikum öllum. Ef lagareglur um trúnað séu matskenndar falli það í hlut stjórnvalda að afmarka upplýsingarétt og/eða þagnarskyldu í einstökum tilvikum með hliðsjón af þeim. Slíkt mat sé háð endurskoðun æðra setts stjórnvalds eða eftir atvikum úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem beri að taka sjónarmið kæranda til efnislegrar umfjöllunar og meta málið heildstætt.<br /> <br /> Kærandi vísar jafnframt til 14. gr. upplýsingalaga og tiltekur að umbeðnar upplýsingar varði hann með beinum hætti enda snúi þær að tekjum hans og hafi hann því brýna og verulega hagsmuni af því að fá aðgang að umbeðnum upplýsingum. Loks bendir kærandi á að sérstök þagnarskylda takmarki ekki rétt aðila til aðgangs að gögnum um hann sjálfan samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um það hvort félagið Vök Waters ehf. hafi staðið skil á greiðslu gjalda á grundvelli laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989.<br /> <br /> Með vísan til hlutverks kæranda samkvæmt lögum nr. 52/1989, en hann fer með útgreiðslu skilagjalds á grunni laganna, þótt innheimta gjaldanna sé ekki á hans hendi, kann að hafa þýðingu fyrir skipulag á rekstri hans hvort og þá hvaða fjármuni hann muni fá á hverjum tíma til umsýslu á grundvelli laganna. Þegar litið er til þess að lög nr. 52/1989 gera þó ekki á neinn hátt ráð fyrir að kærandi eigi sjálfur aðild að málum sem varða álagningu gjalda á einstaka gjaldskylda aðila þá verður ekki talið að þær upplýsingar sem hann hefur óskað aðgangs að verði taldar liggja fyrir í gögnum stjórnsýslumáls, sbr. 1. og 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sem hann á aðild að. Um mögulegan rétt kæranda til aðgangs að gögnum fer því ekki eftir þeim lögum. Kæru málsins er því réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Með vísan til sömu röksemda, um stöðu kæranda á grunni laga nr. 52/1989, verður ekki talið að þær upplýsingar sem hann hefur beðið um séu um hann sjálfan í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eða að þær varði sérstaka lögvarða hagsmuni hans með þeim hætti að þær verði felldar undir það lagaákvæði. Af því leiðir að hér verður lagt til grundvallar að aðeins komi til álita hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum með þeim upplýsingum sem hann hefur óskað aðgangs að á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, sem kveður á um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að liðnum þeim 30 daga fresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sama hvort miðað er við þann dag sem kæran barst fjármála- og efnahagsráðuneytinu eða þann dag sem ráðuneytið framsendi kæruna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Samkvæmt 1. og 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 4. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, skal vísa frá kæru ef hún berst að liðnum kærufresti nema afsakanlegt verði talið að kæra hafi ekki borist fyrr eða veigarmiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar.<br /> <br /> Í ákvörðun sinni leiðbeindi Skatturinn kæranda um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en ekki um kærufrest, líkt og mælt er fyrir um að skuli veita í 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Þá er ljóst að kærandi beindi kærunni til fjármála- og efnahagsráðuneytisins á þeim grundvelli að um rétt hans til aðgangs að umbeðnum upplýsingum færi eftir ákvæðum stjórnsýslulaga en samkvæmt þeim lögum skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá því að tilkynnt var um stjórnvaldsákvörðun nema lög mæli á annan veg, sbr. 1. mgr. 27. gr. laganna. Í ljósi þessara atvika verður að telja afsakanlegt að kæran hafi ekki borist innan kærufrests og verður kærunni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum að kærufrestur 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga hafi verið liðinn.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Synjun Skattsins á ósk kæranda um upplýsingar um það hvort tiltekið fyrirtæki hafi staðið hinu opinbera skil á greiðslu gjalda á grundvelli laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989, byggist á því að þær séu undirorpnar sérstakri þagnarskyldu sem mælt er fyrir um í 20. gr. laga nr. 150/2019. Tilvitnað þagnarskylduákvæði er svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Á innheimtumanni ríkissjóðs hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Innheimtumanni er óheimilt, að viðlagðri ábyrgð skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af störfum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Við framkvæmd upplýsingalaga hefur hins vegar ítrekað verið byggt á því, á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, að hafi þagnarskylduákvæði í öðrum lögum að geyma nánari sérgreiningu þeirra upplýsinga sem halda beri trúnað um en leiði af ákvæðum upplýsingalaga þá teljist slíkt ákvæði fela í sér svonefnda sérstaka þagnarskyldureglu og víki sú þagnarskylda ekki fyrir upplýsingalögum heldur gangi hún þeim framar, sbr. jafnframt dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur slegið því föstu að 20. gr. laga nr. 150/2019 teljist vera sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðar þær upplýsingar sem innheimtumenn ríkissjóðs hafa undir höndum um tekjur og efnahag gjaldenda, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 983/2021.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019 er innheimtumanni ríkissjóðs falið að annast innheimtu skatta og gjalda hver í sínu umdæmi. Með sköttum og gjöldum er átt við hvers konar skatta og gjöld sem lögð eru á lögum samkvæmt en skilagjald og umsýsluþóknun eru lögð á samkvæmt lögum nr. 52/1989 og er um skatta að ræða, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 432/2021. Þá kemur fram í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019 að innheimtumenn ríkissjóðs séu ríkisskattstjóri í umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu en sýslumenn í öðrum umdæmum. Svo sem fyrr segir fer ríkisskattstjóri með yfirstjórn Skattsins en stofnuninni er falið að annast þau verkefni sem ríkisskattstjóra er falið að sinna lögum samkvæmt, sbr. 2. mgr. 85. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur með vísan til framangreinds að upplýsingar um stöðu gjaldenda vegna innheimtu skilagjalds og umsýsluþóknunar sem innheimtumanni ríkissjóðs er falið að innheimta á grundvelli laga nr. 150/2019 séu upplýsingar um tekjur og efnahag gjaldenda í skilningi 20. gr. laganna. Sama myndi almennt eiga við um gögn sem tengjast slíkri innheimtu.<br /> <br /> Samkvæmt öllu framangreindu verður að leggja til grundvallar að upplýsingarnar sem kærandi hefur óskað eftir varði tekjur og efnahag gjaldenda í skilningi hinna sérstöku þagnarskyldureglu í 20. gr. laga nr. 150/2019. Taka má fram að þessi sérstaka þagnarskylda gengur framar reglum um upplýsingarétt eftir II. og III. kafla upplýsingalaga, sbr. fyrrnefnda dóma Hæstaréttar. Verður ákvörðun Skattsins því staðfest.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Skattsins, dags. 20. desember 2023, um að synja Endurvinnslunni hf. um aðgang að upplýsingum, er staðfest. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1223/2024. Úrskurður frá 25. nóvember 2024 | Vestmannaeyjabær óskaði eftir öllum upplýsingum í vörslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun ráðuneytisins að staðfesta hækkun á gjaldi fyrir heitt vatn í Vestmannaeyjum. Sundurliðaðar fjárhagsupplýsingar um afkomu hitaveitustarfsemi HS Veitna í Vestmannaeyjum voru ekki afhentar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að upplýsingalög tækju samkvæmt orðalagi sínu og markmiðum ekki til þeirrar aðstöðu þegar stjórnvöld óskuðu eftir upplýsingum hjá öðrum stjórnvöldum. Var kæru Vestmannaeyjabæjar því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1223/2024 í máli ÚNU 24100013.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 22. október 2024, kærði Vestmannaeyjabær ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis að synja beiðni sveitarfélagsins um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til ráðuneytisins, dags. 25. mars 2024, var komið á framfæri bókun af fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, þar sem meðal annars var lagt til að óskað yrði eftir öllum þeim upplýsingum sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun ráðuneytisins að staðfesta hækkun HS Veitna á gjaldi fyrir heitt vatn í Vestmannaeyjum síðastliðna mánuði. Þar sem ekki var brugðist við erindinu var það ítrekað 3. og 12. apríl 2024. Hinn 16. apríl 2024 var kæranda tjáð að erindið væri í vinnslu, og 21. maí 2024 var erindið afgreitt og kæranda afhent tvö bréf frá HS Veitum vegna málsins. Sundurliðaðar fjárhagsupplýsingar um afkomu hitaveitustarfsemi HS Veitna í Vestmannaeyjum voru ekki afhentar.<br /> <br /> Kærandi fór með erindi, dags. 6. júní 2024, fram á að fjárhagsupplýsingarnar yrðu afhentar. Erindið var ítrekað 30. ágúst og 7. október 2024. Með erindi, dags. 10. október 2024, var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að upplýsingarnar væru vinnugögn sem aðeins hefðu verið afhent ráðuneytinu á grundvelli eftirlitsskyldu þess með HS Veitum, auk þess sem óheimilt væri að afhenda upplýsingarnar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Kæranda var leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt Vestmannaeyjabæjar til aðgangs að gögnum í vörslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Ráðuneytið synjaði beiðni sveitarfélagsins á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og leiðbeindi sveitarfélaginu um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Skylda til afhendingar gagna á grundvelli upplýsingalaga hvílir að þessu leyti á stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, og eftir atvikum öðrum aðilum sem felldir hafa verið undir gildissvið þeirra samkvæmt 2. og 3. gr. laganna. Upplýsingalög taka hins vegar, samkvæmt orðalagi sínu og markmiðum, ekki til þeirrar aðstöðu þegar stjórnvöld óska eftir upplýsingum hjá öðrum stjórnvöldum, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 473/2013 frá 31. janúar 2013.<br /> <br /> Af þessu leiðir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið telst í því máli sem hér er til umfjöllunar ekki hafa tekið ákvörðun um synjun um aðgangi að gögnum sem Vestmannaeyjabær gat sem stjórnvald kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli upplýsingalaga. Verður kæru Vestmannaeyjabæjar því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæru Vestmannaeyjabæjar, dags. 22. október 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1222/2024. Úrskurður frá 30. október 2024 | Óskað var aðgangs að niðurstöðum PISA-könnunarinnar sem gerð hefði verið árið 2022, sundurliðuðum eftir skólum og fögum sem prófað hefði verið í. Mennta- og barnamálaráðuneyti svaraði því til að ekki væru gefnar út niðurstöður fyrir einstaka skóla. Ráðuneytið byggi ekki yfir gögnum sem sýndu niðurstöður um frammistöðu í PISA-könnuninni fyrir einstaka íslenska skóla. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa. Með vísan til þess að ekki lægi fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, var ákvörðun ráðuneytisins staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. október 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1222/2024 í máli ÚNU 24080008.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 19. júlí 2024, kærði […] mbl.is, f.h. […], blaðamanns, ákvörðun mennta- og barnamálaráðuneytis að synja beiðni um aðgang að gögnum um niðurstöður PISA-könnunarinnar sem gerð var 2022.<br /> <br /> Með erindi, dags. 9. júlí 2024, óskaði blaðamaður Morgunblaðsins og mbl.is eftir aðgangi að niðurstöðum PISA-könnunarinnar sem gerð var 2022. Óskað var eftir því að niðurstöður væru sundurgreindar eftir skólum og fögum sem prófað var í, þ.e. lesskilningi, stærðfræði, náttúruvísindum og skapandi hugsun. Í svari ráðuneytisins, dags. 11. júlí 2024, var vísað til þess að allar niðurstöður PISA væru aðgengilegar á nánar tilgreindum vef Stjórnarráðsins. Á síðunni væri skýrsla um helstu niðurstöður, sem sundurliðaðar væru eftir fögum, þ.e. lesskilningi, stærðfræðilæsi og læsi á náttúruvísindi. Niðurstöður skapandi hugsunar yrðu vonandi gerðar opinberar síðar á árinu. Ekki væru gefnar út niðurstöður fyrir einstaka skóla þar sem prófið væri í eðli sínu hannað fyrir mjög stórt úrtak og niðurstöður því ekki mjög marktækar þegar horft væri á einstaka skóla.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt mennta- og barnamálaráðuneyti með erindi, dags. 23. júlí 2024, og ráðuneytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Þá var þess óskað að ráðuneytið afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem kæran varðar.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 7. ágúst 2024. Í umsögninni kemur fram að niðurstöðugögn úr PISA-könnuninni árið 2022 séu opin og öllum aðgengileg á vef OECD. Sá gagnagrunnur sem þar er aðgengilegur innihaldi niðurstöður, þar á meðal fyrir Ísland, sem séu hinar eiginlegu niðurstöður könnunarinnar. Í gagnagrunninum séu engar upplýsingar sem auðkenni íslenska skóla. Í samræmi við þetta búi ráðuneytið ekki yfir gögnum sem sýna niðurstöður um frammistöðu í PISA fyrir einstaka íslenska skóla. Gögnin séu því ekki fyrirliggjandi í skilningi 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 9. ágúst 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 23. ágúst 2024. Í athugasemdunum er m.a. vísað til þess að úrskurðarnefndin hafi árið 2014 lagt fyrir Reykjavíkurborg að birta opinberlega PISA-einkunnir frá árinu 2012, sundurliðaðar eftir skólum.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar beiðni um aðgang að niðurstöðum PISA-könnunarinnar sem gerð var 2022, sundurliðuðum eftir skólum og fögum. Mennta- og barnamálaráðuneyti hefur vísað á nánar tilgreindan vef Stjórnarráðsins, þar sem finna megi skýrslu um niðurstöður könnunarinnar, sundurliðaðar eftir fögum. Ekki liggi fyrir gögn í ráðuneytinu sem hafi að geyma frekari sundurliðun niðurstaðnanna.<br /> <br /> Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 20. gr. sömu laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Mennta- og barnamálaráðuneyti kveður þau gögn sem óskað er eftir, þ.e. niðurstöður PISA-könnunarinnar sundurliðaðar eftir skólum og fögum, ekki liggja fyrir í ráðuneytinu. Í máli sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. A-539/2014, sem kærandi vísar til, var staðan önnur því hjá Reykjavíkurborg lágu fyrir gögn sem innihéldu sundurliðun niðurstaðna PISA-könnunarinnar frá árinu 2012 eftir grunnskólum sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu mennta- og barnamálaráðuneytis að þau gögn sem óskað er eftir í máli þessu liggi ekki fyrir hjá ráðuneytinu sjálfu. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun mennta- og barnamálaráðuneytis, dags. 11. júlí 2024, í tilefni af beiðni […], blaðamanns, dags. 9. júlí 2024, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1221/2024. Úrskurður frá 30. október 2024 | Óskað var aðgangs að gögnum um mál sem formaður tiltekins ráðs í sveitarfélagi hefði tekið að sér að kanna. Formaðurinn kvaðst aðeins hafa undir höndum gögn sem kærendur hefðu sent honum og samskipti við kærendur. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga í efa að ekki lægju fyrir frekari gögn en að framan greinir. Þar sem ekki lægi fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, var hin kærða afgreiðsla staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. október 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1221/2024 í máli ÚNU 23100011.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. október 2023, kærðu […] ákvörðun […] að synja þeim um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til formanns […]ráðs […], dags. 6. júlí 2023, óskuðu kærendur eftir aðgangi að öllum gögnum um þau mál sem formaðurinn hefði tekið að sér […] og snertu […]. Þar sem beiðni kærenda var ekki svarað vísuðu kærendur málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál 22. ágúst 2023. Í kjölfar áskorunar frá nefndinni var beiðnin afgreidd. Í svari formanns […]ráðs, dags. 17. október 2023, kom fram að hann hefði einungis undir höndum gögn sem kærendur hefðu sent honum og samskipti hans við kærendur. Ef þess væri óskað að fá þau samskipti framsend gætu kærendur sent formanninum tölvupóst þar um.<br /> <br /> Í svari kærenda til formanns […]ráðs, dags. 17. október 2023, sem úrskurðarnefndin fékk afrit af, er rakið að í kjölfar þess að kærendur hafi leitað til formannsins […] hafi hann tekið að sér að skoða mál kærenda og ætlað að spyrjast fyrir um málið […]. Kærendur telja að ekki sé unnt að kynna sér mál án þess að til verði gögn, og sé það gert munnlega sé ljóst að skrá skuli það niður.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt […] með erindum úrskurðarnefndarinnar, dags. 19. og 23. október 2023. Þar var […] veittur frestur til að skila umsögn um kæruna og koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.. Þá var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu afhent þau gögn sem kæran laut að..<br /> <br /> Umsögn […] barst úrskurðarnefndinni 2. nóvember 2023. Í umsögninni kemur fram að formaður […]ráðs hafi brugðist við erindum kærenda […] með því að spyrjast munnlega fyrir um málið og án þess að afla skriflegra upplýsinga […]. Formaðurinn hafi fengið þær upplýsingar að málið væri í farvegi og von væri á svörum til kærenda […]. Í […] hafi formaðurinn boðið kærendum að hitta sig til að fara yfir málið, en kærendur hafi ekki þegið það boð. Með vísan til framangreinds liggi aðeins fyrir gögn frá kærendum sjálfum auk samskipta formannsins við kærendur, sem kærendur geti fengið aðgang að. Að mati […] hafi kærendum því ekki verið synjað um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Umsögn […] var kynnt kærendum með erindi, dags. 6. nóvember 2023, og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kærenda, dags. 11. desember 2023, kemur fram að þeir telji aðfinnsluvert að ekkert hafi verið skráð um munnlegar fyrirspurnir formanns […]ráðs. Þá hafi kærendur hug á að fá samskipti við þá sjálfa afhent.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Af upphaflegu erindi kærenda til formanns […]ráðs […] um aðgang að gögnum, þann 6. júlí 2023, og svo kæru þeirra til úrskurðarnefndarinnar, leiðir að kærendur hafa afmarkað beiðni sína við aðgang að gögnum í vörslu formanns ráðsins sem varða mál sem kærendur beindu til formannsins […].<br /> <br /> Þar sem kærendur beindu erindi sínu um aðgang að gögnum sérstaklega til formanns […]ráðs skal tekið fram að einstakar fastanefndir sveitarfélaga, eins og […]ráð […] telst vera, eru hluti viðkomandi sveitarfélags en ekki sérstök stjórnvöld, enda fer stjórnsýsla sveitarfélaga að jafnaði fram á einu stjórnsýslustigi samkvæmt 1. mgr. 8. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Einstakir fulltrúar í slíkum nefndum, hvort sem þeir eru formenn nefndanna eða ekki, eru með sama hætti hluti viðkomandi nefndar en fara ekki með sjálfstæðar heimildir til að afgreiða mál, þ.m.t. ekki með sjálfstæða heimild til að afgreiða mál á grundvelli upplýsingalaga. Hið kærða stjórnvald í málinu, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er […].<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun og umsögn […] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að fyrir liggi gögn sem stafa frá kærendum sjálfum auk samskipta formannsins við kærendur. Annarra upplýsinga um mál kærenda hafi formaðurinn aflað munnlega.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Réttur til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um mann sjálfan samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nær sömuleiðis til fyrirliggjandi gagna. Í athugasemdum við 5. gr. í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012, er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, auk synjunar beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Samkvæmt […] liggja ekki fyrir frekari gögn í vörslu formanns […]ráðs sem heyra undir beiðni kærenda en þau sem stafa frá kærendum sjálfum auk samskipta formannsins við kærendur. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Samkvæmt því liggur ekki fyrir synjun […] á aðgangi að gögnum.<br /> <br /> Þá telur úrskurðarnefndin að hin kærða ákvörðun hafi ekki falið í sér synjun á beiðni um aðgang að gögnum sem stafa frá kærendum sjálfum og samskiptum þeirra við formann […]ráðs, enda verður ráðið af ákvörðuninni að kærendur geti fengið þau gögn afhent hafi þeir hug á því.<br /> <br /> Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að í máli þessu hafi kærendum ekki verið synjað um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest ákvörðun […] frá 17. október 2023.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun […], dags. 17. október 2023, í tilefni af beiðni kærenda, dags. 6. júlí 2023, um aðgang að gögnum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1220/2024. Úrskurður frá 25. október 2024 | Isavia innanlandsflugvellir ehf. gerði kröfu um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál frestaði réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. 1219/2024 frá 10. október 2024, þar sem hagsmunir Colas Ísland ehf. og Isavia yrðu skertir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og óbætanlegum hætti yrði aðgangur veittur í samræmi við úrskurðarorð. Úrskurðarnefndin taldi sérstakar ástæður standa til þess að veita Isavia kost á að bera úrskurðinn undir dómstóla, m.a. með hliðsjón af því að ekki yrði séð að dómstólar hefðu tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og leyst hefði verið úr með úrskurði nefndarinnar varðandi afhendingu á einingarverðum samninga einkaaðila við opinberan aðila í þeim tilvikum þegar heildarfjárhæðir lægju fyrir. Var því fallist á kröfu Isavia að hluta til. | <p style="text-align: justify;">Hinn 25. október 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1220/2024 í máli ÚNU 24100011.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Krafa og málsatvik</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 17. október 2024 krafðist Isavia innanlandsflugvellir ehf. (hér eftir einnig Isavia) þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál frestaði réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. 1219/2024 í máli ÚNU 23090019, sem kveðinn var upp 10. október 2024, meðan málið væri til meðferðar hjá dómstólum með vísan til 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Til stuðnings kröfu sinni vísar Isavia til þess að hagsmunir Colas Ísland ehf. (hér eftir einnig Colas) og Isavia yrðu skertir með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og óbætanlegum hætti verði aðgangur veittur í samræmi við úrskurðarorð. Krafa um frestun sé aðallega rökstudd með tilliti til sérstakra ástæðna er varði afhendingu á gögnum samkvæmt 2., 3. og 5. tölulið 1. mgr. úrskurðarorðs en að öðru leyti sé vísað til þeirra sjónarmiða sem Colas og Isavia hafi komið á framfæri við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni. Eins og ítarlega hafi verið rakið við rekstur málsins hafi Colas mjög ríka hagsmuni af því að einingarverðum sé haldið leyndum og þá sérstaklega frá samkeppnisaðila. Um sé að ræða nýlegar og nákvæmar verðupplýsingar og augljóst að afhending þeirra til samkeppnisaðila muni veikja samkeppnisstöðu Colas við þátttöku í opinberum innkaupaferlum. Þetta samrýmist einnig niðurstöðu nefndarinnar um upphaflega tilboðsskrá sem nefndin taldi varða virka mikilvæga hagsmuni Colas. Almenningur hafi þannig greiðan aðgang að upplýsingum um þá afurð sem keypt hafi verið og endurgjald fyrir kaupin. Hagsmunir almennings af nákvæmum upplýsingum um einingarverð séu afar takmarkaðir og vandséð að sérstakir hagsmunir kæranda, sem ekki eigi að taka tillit til, séu aðrir en að öðlast ósanngjarnt samkeppnisforskot við þátttöku í síðari innkaupaferlum.<br /> <br /> Auk framangreinds sé túlkun nefndarinnar á 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, ekki í samræmi við athugasemdir í greinargerð með frumvarpi til laganna enda hafi löggjafinn þar sérstaklega tiltekið að eðli einingarverða sé slíkt að birting þeirra eftir opinbert innkaupaferli sé til þess fallin að raska samkeppni og skaða viðskiptahagsmuni bjóðanda. Þannig sé kaupanda þegar af þeirri ástæðu óheimilt að afhenda slíkar upplýsingar, þó að ákvæðið hafi að öðru leyti ekki áhrif á skyldu til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 4. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup. Sömu sjónarmið eigi einnig við um 42. gr. veitureglugerðarinnar, nr. 340/2017. Sjónarmið um að trúnaður skuli ríkja um boðin einingarverð hafi ítrekað verið staðfest í ákvörðunum kærunefndar útboðsmála, sbr. ákvarðanir nefndarinnar í málum nr. 32/2019, 8/2021, 12/2023 og 47/2023. Ekki geti staðist að upplýsingaréttur almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga veiti ríkari upplýsingarétt en ákvæði 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Þótt innkaupin sem hér um ræði falli utan gildissviðs laga um opinber innkaup og reglugerðar nr. 340/2017 sé einsýnt að sömu sjónarmið eigi við um boðin einingarverð enda sé eðli upplýsinganna hið sama. Nefndinni hafi því borið að taka tillit til þessarar meginreglu útboðsréttar um trúnað við bjóðendur, við mat á því hvort upplýsingar um einingarverð falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þess verulega munar sem til staðar sé í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál annars vegar og ákvörðunum kærunefndar útboðsmála hins vegar, sé sérstaklega mikilvægt að réttaráhrifum úrskurðarins sé frestað þar til niðurstaða dómstóla liggur fyrir.<br /> <br /> Í samhengi við aðgang að kostnaðaráætlunum Isavia telur félagið að túlkun nefndarinnar um að einkahagsmunir Isavia njóti ekki verndar 9. gr. upplýsingalaga standist ekki skoðun. Í fyrri úrskurðum nefndarinnar hafi ítrekað verið lagt til grundvallar að einungis 4. tölul. 10. gr. laganna verndi viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra lögaðila sem séu í opinberri eigu. Ekki sé sérstaklega rökstutt í þessum úrskurðum hver sé ástæða þess að almennara ákvæði 9. gr. laganna gildi ekki einnig þar sem 4. tölul. 10. gr. sleppir. Orðalag 9. gr. sé skýrt og afdráttarlaust. Verndarandlag ákvæðisins nái til gagna sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila. Isavia sé einkahlutafélag í atvinnurekstri og þar með fyrirtæki. Félagið sé hvorki stjórnvald né ríkisstofnun heldur félag með sjálfstæðan fjárhag sem rekið sé á grundvelli þjónustusamnings við ríkið. Félagið sé einnig lögaðili í samræmi við almenna notkun hugtaksins í íslenskum rétti sem og notkun hugtaksins í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Hugtakið einkaaðili sé einnig notað í upplýsingalögum, sbr. 3. gr. laganna, þar sem sérstaklega sé tekið fram að einkaaðilar geti verið í opinberri eigu. Erfitt sé að álykta annað en að slíkir einkaaðilar geti notið einkahagsmuna í samræmi við fyrirsögn 9. gr. upplýsingalaga. Túlkun úrskurðarnefndarinnar víki svo langt frá því sem leiði af almennri textaskýringu á ákvæðinu, með íþyngjandi hætti fyrir þá aðila sem ákvæðinu sé ætlað að vernda, að nauðsynlegt sé að dómstólar taki afstöðu til lögskýringarinnar áður en gögnin séu afhent. Þá telji Isavia að upplýsingarnar njóti verndar 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og bendir meðal annars á að kostnaðaráætlanirnar varði með óbeinum hætti fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinberar.<br /> <br /> Loks vísar Isavia til þess að nauðsynlegt sé að fá túlkun dómstóla á inntaki 9. gr. og 10. gr. upplýsingalaga með tilliti til þeirra aðstæðna sem séu fyrir hendi í málinu. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til þess hvort opinbert fyrirtæki njóti verndar 9. gr. upplýsingalaga eða hvernig túlka skuli 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga í tengslum við nákvæmar kostnaðaráætlanir opinberra kaupenda. Umfjöllun dómstóla um málsmeðferð og hagsmunamat í tengslum við 9. gr. upplýsingalaga hvað varði fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðja aðila sé einnig mjög takmörkuð. Þessi skortur á dómaframkvæmd sé sérstök ástæða sem nefndinni beri að taka tillit til við ákvörðun um frestun réttaráhrifa.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti 17. október 2024 var Colas og kæranda í máli ÚNU 23090019, þ.e. Malbikstöðinni ehf., gefinn kostur að á tjá sig um kröfuna og bárust athugasemdir frá báðum aðilum 22. október 2024.<br /> <br /> Kærandi mótmælir kröfu Isavia og telur að henni beri að hafna. Lögð sé áhersla á að Isavia sé í eigu opinbers hlutafélags sem sé í 100% eigu íslenska ríkisins. Á opinberum fyrirtækjum hvíli skylda að tryggja að fjármunir ríkisins séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt og að aðgerðir þeirra séu ekki samkeppnishamlandi. Sjónarmiðum Isavia um að afhending á viðkomandi upplýsingum muni raska virkum fjárhags- og viðskiptahagsmunum Colas sé hafnað sem tilhæfulausum og ósönnuðum. Colas sé í verulega sterkri markaðsráðandi stöðu á mörkuðum tengdum framleiðslu og sölu á malbiki og hafi alfarið séð um alla malbikunarþjónustu á öllum flugvallarsvæðum landsins í fjöldamörg ár. Hafi þetta leitt til algjörrar einokunar fyrirtækisins á slíkum verkframkvæmdum sem séu bæði umfangsmiklar og mjög arðbærar. Isavia þurfi einfaldlega að gera sér grein fyrir því að almenningur hafi verulega ríka hagsmuni af því að fá upplýsingar um hvernig félagið ráðstafar opinberu fé í framkvæmdum á sínum vegum.<br /> <br /> Í athugasemdum Colas er rakið að félagið taki undir kröfu og sjónarmið Isavia. Hvað varði einstök atriði og þær sérstöku ástæður sem geti átt við í málinu í skilningi 24. gr. upplýsingalaga telji Colas að eðli málsins og þýðing sé með þeim hætti að undirliggjandi séu verulegir hagsmunir fyrir félögin og því mikilvægt að úrskurðarnefndin gefi Isavia tækifæri til að færa fram frekari sönnur á þau atriði sem séu undir í málinu fyrir dómi áður en aðgangur sé veittur. Þá liggur ekki fyrir dómaframkvæmd hvað varði helstu álitaefni þessa máls, sbr. einkum 9. og 10. gr. upplýsingalaga, eins og Isavia nefni kröfu sinni til stuðnings.<br /> <br /> Í samhengi við aðgang að upphaflegri tilboðsskrá félagsins og tölvupóstssamskiptum, sem kæranda hafi verið veittur með úrskurði nefndarinnar, bendir Colas meðal annars á að óháð því hvort heimilt sé að beita því hagsmunamati sem úrskurðarnefndin byggi á, og Isavia gerir athugasemd við, telji Colas að það skorti á að heildstætt og efnislegt mat hafi farið fram á hagsmunum félagsins og rökstuðningur varpi ekki ljósi á það mat sem nefndinni hafi borið að framkvæma. Í úrskurðinum, og aðferðafræði nefndarinnar, skorti á að gerður sé greinarmunur á almennum upplýsingum sem varða ráðstöfun opinbers fjár, sem almenningur eigi ríkan rétt til að fá aðgang að, og viðbótarupplýsingum sem önnur sjónarmið eigi við um og þurfi að meta sérstaklega. Það eitt að upplýsingar varði kaup hins opinbera geti ekki leitt sjálfkrafa til þess að hagsmunir almennings af því að fá slíkar upplýsingar vegi þyngra en hagsmunir félagsins, eins og ráða megi af rökstuðningi nefndarinnar.<br /> <br /> Colas hafi mjög ríka hagsmuni af því að einingaverðum sé haldið leyndum. Um sé að ræða nýlegar og nákvæmar verðupplýsingar. Þá hafi ekki verið tekið tillit til hvernig tölvupóstssamskiptin sem um ræði varpi ljósi á tiltekin mun á millisamtölum og heildarverði á milli upphaflegs og uppfærðs tilboðs. Því sé um að ræða virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem varði framtíðarhagsmuni félagsins og geti skaðað hagsmuni þess verði þær afhentar. Slíkar upplýsingar veiti innsýn í rekstur og stefnu félagsins og geta skapað samkeppnisaðila forskot á markaði. Samkeppnisaðilar geti þannig óhindrað nýtt sér slíkar upplýsingar í samkeppni við félagið til framtíðar. Ljóst er að aðgangur að slíkum upplýsingum sé einkum til þess fallinn að samkeppnisaðilar geti nýtt sér þær í síðari innkaupaferlum frekar en að tryggja almenningi hagsmuni um gagnsæi við ráðstöfun opinbers fjár. Af því leiðir jafnframt að slíkar upplýsingar séu líklegar til að skaða hagsmuni félagsins og valda því tjóni verði þær afhentar.<br /> <br /> Hvað varðar aðgang að öðrum gögnum sé mikilvægt að látið verði reyna á ágreiningsatriði varðandi þau gögn fyrir dómstólum enda geti nefndin ekki útilokað að Isavia geti með frekari sönnunarfærslu fyrir dómi sýnt fram á hagsmuni félaganna af því að halda slíkum upplýsingum leyndum. Í því sambandi vísar Colas sérstaklega til upplýsinga sem úrskurðarnefndin telji að veita eigi aðgang að í samantektarskjali félagsins og nefnir dæmi úr úrskurðinum því til stuðnings. Umfjöllun nefndarinnar um þessi atriði eigi það sameiginlegt að ekkert mat hafi farið fram á hagsmunum félagsins andspænis almannahagsmunum og enginn rökstuðningur fyrir utan almenn sjónarmið. Ef úrskurðarnefndin ætli að vega saman slíka andstæða hagsmuni þá sé mikilvægt að rökstuðningur nefndarinnar endurspegli hvaða þýðingu slíkar upplýsingar hafi í reynd í atvinnurekstri, hvernig þær upplýsingar verði til og séu notaðar við uppbyggingu í rekstri og hvaða afleiðingar það geti haft að veita aðgang að þeim á samkeppnismarkaði.<br /> <br /> Colas bendir á að upplýsingarnar byggi á áratuga reynslu og þekkingu sem byggist upp við rannsóknir og þróun sem og reynslu með tilheyrandi kostnaði. Þetta séu upplýsingar sem samkeppnisaðilar geti nýtt sér verði veittur aðgangur að þeim þótt almenningur kunni að líta svo á að þetta séu almennar upplýsingar. Samkeppnisaðilar geti því nýtt sér slíkar upplýsingar og innleitt með tilheyrandi röskun á samkeppni.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar kröfu Isavia um frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1219/2024 í máli ÚNU 23090019, sem kveðinn var upp 10. október 2024, á meðan mál um gildi úrskurðarins verði borið undir dómstóla.<br /> <br /> Í 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er kveðið á um heimild úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að ákveða að fresta réttaráhrifum úrskurðar að kröfu stjórnvalds eða annars aðila sem nefndin hefur lagt fyrir að veita aðgang að gögnum telji nefndin sérstaka ástæðu til. Krafa þess efnis skal berast úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa Isavia barst innan þessa tímafrests.<br /> <br /> Í athugasemdum við 24. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að líta beri á ákvæðið sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á. Í fræðiskrifum um efnið kemur fram að til að komast að niðurstöðu um hvort réttlætanlegt sé að fresta réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar verði ávallt að leggja heildstætt mat á þau andstæðu sjónarmið sem vegast á í hverju máli. Við matið beri að líta til réttmætra hagsmuna allra aðila málsins. Þá beri að líta til þess hversu langt er um liðið frá því að hin kærða ákvörðun var tilkynnt aðilum. Loks beri að líta til þess hversu líklegt sé að ákvörðuninni verði breytt.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar að með heimildarákvæðinu séu fyrst og fremst höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 812/2019 og þeirra úrskurða sem þar er vísað til. Jafnframt geta haft þýðingu önnur sjónarmið á borð við það hvort nefndin hafi byggt niðurstöðu sína á atriðum sem eru háð vafa, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 577/2015. Nefndin telur rétt að árétta að ákvörðun um nýtingu heimildar til þess að fresta réttaráhrifum ræðst fyrst og síðast af mati á því máli sem um ræðir hverju sinni.<br /> <br /> Verður nú leyst úr því hvort fresta eigi réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar í heild eða að hluta með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum.<br /> </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í úrskurði nefndarinnar nr. 1219/2024 var Isavia gert skylt að afhenda kæranda tiltekin gögn sem vörðuðu Colas. Nánar tiltekið var þar um að ræða skjal auðkennt […], tilboðsskrá Colas, dags. 2. maí 2023, tölvupóstssamskipti milli Colas og Isavia á tímabilinu frá 25. apríl 2023 til 14. júní sama ár, og verkáætlun Colas. Þá var Isavia einnig gert skylt að afhenda kæranda samantektarskjal Colas, þó með þeim hætti að strikað skyldi yfir ýmsar upplýsingar í skjalinu. Þá var Isavia með úrskurðinum gert að afhenda gögn sem stöfuðu frá félaginu sjálfu, nánar tiltekið tvær kostnaðaráætlanir Isavia auk tiltekins hluta af minnispunktum starfsmanns félagsins.<br /> <br /> Líkt og rakið er í úrskurði nefndarinnar nr. 1219/2024 hefur kærandi að hluta til fengið aðgang að fyrrgreindri tilboðsskrá og tölvupóstssamskiptum. Isavia afhenti kæranda tilboðsskrána í kjölfar beiðni hans en þar höfðu allar upplýsingar verið afmáðar að undanskildum upplýsingum um heildarfjárhæð tilboðsins. Í afhentu skjali hafði þannig verið strikað yfir einingarverð vegna tiltekinna verkþátta auk upplýsinga um heildarfjárhæð einstakra verkþátta og verkhluta. Þá afhenti Isavia einnig kæranda fyrrgreind tölvupóstssamskipti en þar höfðu tilteknar upplýsingar verið afmáðar sem allar áttu það sammerkt að innihalda upplýsingar um verð Colas.<br /> <br /> Í úrskurði nefndarinnar reyndi meðal annars á hvort að þær upplýsingar sem höfðu verið afmáðar úr umræddum gögnum væru undanþegnar upplýsingarrétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Ekki verður séð að dómstólar hafi tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og leyst var úr í úrskurði nefndarinnar, þ.e. um afhendingu á einingarverðum tiltekinna samninga sem einkaaðilar hafa gert við opinberan aðila sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga í þeim tilvikum þegar heildarfjárhæðir samkvæmt samningi liggja þegar fyrir og hafa verið afhentar. Úrskurðarnefndin tekur fram að þegar slíkar aðstæður eru fyrir hendi reynir bæði almennt á það hvernig hagsmunamat og nánari lagatúlkun samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga skuli fara fram og svo atviksbundið mat á virkum viðskiptahagsmunum viðkomandi einkaaðila hverju sinni. <br /> <br /> Að framangreindu gættu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vafi um túlkun 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga við þessar aðstæður og hagsmunir Colas af því að ekki verði veittur aðgangur að gögnunum í andstöðu við ákvæðið eins og það kann síðar að vera skýrt af dómstólum leiði til þess að sérstakar ástæður standi til þess að veita Isavia kost á að bera úrskurð nefndarinnar nr. 1219/2024 að þessu leyti undir dómstóla áður en úrskurðurinn verður fullnustaður. Telur nefndin því rétt að fresta réttaráhrifum úrskurðarins að þessu leyti í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Hvað varðar samantektarskjal Colas var í úrskurði nefndarinnar lagt til grundvallar að Isavia væri óheimilt að afhenda tilteknar upplýsingar í skjalinu samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Skjalið er umfangsmikið og er það nokkuð sérstaks eðlis enda koma þar fram ýmsar upplýsingar sem varða mismunandi þætti í starfsemi Colas. Þótt nefndin hafi í úrskurði sínum mælt fyrir um að strikað skyldi yfir fjölmörg atriði í skjalinu þykir ekki hægt að útiloka að fullu að leitt verði í ljós undir rekstri dómsmáls að þar séu enn upplýsingar er kunni að njóta verndar 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Telur nefndin því rétt eins og hér hagar til að gefa Isavia möguleika á sönnunarfærslu af því tagi og fellst á að réttaráhrifum úrskurðarins verði einnig frestað að þessu leyti í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar var Isavia einnig gert skylt að afhenda kæranda skjal auðkennt […] með vísan til þess að Colas hefði samþykkt að kæranda yrði afhent skjalið. Þá taldi nefndin að 2. máls. 9. gr. upplýsingalaga stæði ekki í vegi fyrir afhendingu verkáætlunar Colas til kæranda og var meðal annars rakið í úrskurðinum að vandséð væri að hagsmunum Colas yrði hætta búin þótt kæranda og almenningi yrði veittur aðgangur að skjalinu. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur ekkert fram komið er breytir því sem kemur fram í úrskurði nefndarinnar varðandi afhendingu þessara gagna. Verður því að hafna kröfu Isavia um að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað hvað þau varðar.<br /> <br /> Að framangreindu frágengnu þarf að taka til skoðunar hvort efni séu til að fresta réttaráhrifum úrskurðarins hvað varðar skyldu Isavia til að afhenda kæranda tvær kostnaðaráætlanir félagsins og hluta af minnispunktum starfsmanns þess. Í úrskurði í máli nr. 1219/2024 tók nefndin umrædd gögn til sjálfstæðrar skoðunar með tilliti til þess hvort veita bæri aðgang að þeim samkvæmt upplýsingalögum. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að 9. gr. upplýsingalaga stæði ekki í vegi fyrir afhendingu umræddra kostnaðaráætlana til kæranda enda teldust hagsmunir Isavia ekki til þeirra einkahagsmuna sem ákvæðinu væri ætlað að vernda auk þess sem 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga stæðu ekki í vegi fyrir afhendingu gagnanna. Hvað varðar aðgang að hluta af minnispunktum starfsmanns Isavia féllst úrskurðarnefndin á sjónarmið Isavia um að skjalið teldist vera vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga en lagði til grundvallar að Isavia skyldi afhenda kæranda tiltekinn hluta skjalsins með vísan til 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekkert nýtt hafa komið fram er sýni að fyrir hendi séu lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðarins hvað varðar skyldu Isavia til að afhenda kæranda kostnaðaráætlanir félagsins og hluta af minnispunktum starfsmanns þess. Verður kröfu Isavia því hafnað að þessu leyti.<br /> </p> <h1 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p style="text-align: justify;">Fallist er að hluta á kröfu Isavia innanlandsflugvalla ehf. um að fresta réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1219/2024 í máli ÚNU 23090019 enda verði málið borið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu þessa úrskurðar með ósk um að það hljóti flýtimeðferð. Frestun réttaráhrifa samkvæmt þessu tekur einvörðungu til eftirfarandi hluta úrskurðar nr. 1219/2024:<br /> <br /> Frestað skal réttaráhrifum 2. og 3. tölul. 1. mgr. úrskurðarorðsins, þ.e. um afhendingu á tilboðsskrá Colas Ísland ehf., dags. 2. maí 2023, sbr. skjal auðkennt með rafræna skráarheitinu […] og afhendingu á tölvupóstssamskiptum milli Colas Ísland ehf. og Isavia innanlandsflugvalla ehf. á tímabilinu frá 25. apríl 2023 til 14. júní sama ár.<br /> <br /> Frestað skal réttaráhrifum 3. mgr. úrskurðarorðsins, þ.e. um afhendingu á samantektarskjali Colas Ísland ehf., auðkennt af Isavia innanlandsflugvöllum ehf. sem […].<br /> <br /> Að öðru leyti er kröfu Isavia innanlandsflugvalla ehf., dags. 17. október 2024, hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1219/2024. Úrskurður frá 10. október 2024 | Deilt var um rétt til aðgangs að gögnum í tengslum við verðfyrirspurn Isavia þar sem leitað var tilboða í malbikun á Akureyrarflugvelli og samningsgerð við félagið Colas Ísland ehf. Ákvörðun Isavia að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnunum var að meginstefnu byggð á því að óheimilt væri að afhenda gögnin því þau vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Colas Ísland. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og lagði fyrir Isavia að afhenda kæranda hluta þeirra, en að öðru leyti voru ákvarðanir félagsins staðfestar. | <p><span style="font-size: 13px;">Hinn 10. október 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1219/2024 í máli ÚNU 23090019.</span></p> <p> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 29. september 2023, kærði […] lögmaður, f.h. Malbikstöðvarinnar ehf., synjun Isavia innanlandsflugvalla ehf. (hér eftir einnig Isavia) á beiðni félagsins um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi 28. júní 2023 til Isavia óskaði kærandi eftir svörum við tilteknum spurningum, sem allar vörðuðu framkvæmdir við malbikun á nýju flughlaði á Akureyrarflugvelli. Kærandi beindi öðru erindi til Isavia 18. ágúst 2023 og óskaði eftir öllum gögnum í tengslum við útboð á verkinu og/eða innkaupum vegna yfirstandandi framkvæmda. Þá óskaði kærandi eftir upplýsingum um áætlaðan heildarkostnað vegna framkvæmdanna við malbikun og hvaða aðili sæi um þær.<br /> <br /> Isavia svaraði erindum kæranda með bréfi 4. september 2023. Þar kom meðal annars fram að verðmæti verksins hefði verið undir viðmiðunarfjárhæðum reglugerðar nr. 340/2017, um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu, og innkaupin framkvæmd með lokaðri verðfyrirspurn. Eitt tilboð hefði borist frá Colas Ísland ehf. (hér eftir Colas) en Isavia hefði metið tilboðið ógilt og hafnað því. Í framhaldinu hefði Isavia boðað Colas á samningafund og í kjölfar þess fundar hefði verið gerður verksamningur við félagið.<br /> <br /> Með framangreindu bréfi afhenti Isavia kæranda tiltekin gögn sem félagið taldi falla undir beiðni hans, nánar tiltekið verðfyrirspurnina og fylgigögn hennar, fyrirspurnir sem höfðu borist við meðferð innkaupanna og svör Isavia, samskipti í gegnum útboðsvef, undirritaðan verksamning og útgefna verktryggingu. Jafnframt afhenti Isavia kæranda afrit af kostnaðaráætlunum verksins þó með þeim hætti að tilteknar upplýsingar höfðu verið afmáðar. Þá synjaði Isavia kæranda um aðgang að minnispunktum starfsmanns félagsins, sem ritaðir höfðu verið í tengslum við samningafund milli Isavia og Colas, með vísan til 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, en upplýsti að á fundinum hefði ábyrgðarkrafa verið lækkuð frá skilmálum verðfyrirspurnarinnar niður í 2 ár og samningsfjárhæð lækkuð til samræmis. Loks tiltók Isavia að unnið væri að yfirferð gagna sem stöfuðu frá eða vörðuðu viðskiptalega hagsmuni Colas og að beðið væri eftir afstöðu félagsins til afhendingar gagnanna.<br /> <br /> Að fenginni afstöðu Colas sendi Isavia annað bréf til kæranda 20. september 2023. Með bréfinu fylgdu tilboðsblöð og tilboðsskrár Colas, þrjár ferilskrár starfsmanna félagsins og tölvupóstssamskipti en tilteknar upplýsingar höfðu verið afmáðar úr hluta gagnanna. Isavia hafnaði að öðru leyti beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem stöfuðu frá eða vörðuðu viðskiptalega hagsmuni Colas. Í bréfinu sagði að synjun Isavia væri reist á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru er byggt á því og rökstutt að skilyrði 6., 8. og 9. gr. upplýsingalaga séu ekki uppfyllt í málinu. Kærandi krefst þess að synjun Isavia verði felld úr gildi.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 2. október 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Isavia léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni 23. október 2023 og meðfylgjandi voru þau gögn sem félagið taldi að kæran lyti að. Þá afhenti Isavia nefndinni einnig afrit af athugasemdum Colas vegna málsins ásamt fylgigögnum.<br /> <br /> Í umsögn Isavia kemur fram að félagið telji sér óskylt að afhenda nákvæmar kostnaðaráætlanir fyrir framkvæmdir sínar, enda varði þær mikilvæga fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins og ríkisins, sbr. 9. gr. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Opinber fyrirtæki hafi verulega hagsmuni af því að tryggja samkeppni við framkvæmd opinberra innkaupa óháð fyrirkomulagi innkaupanna. Leynd yfir áætluðum einingaverðum kaupanda sé mikilvægur hluti af því að tryggja slíka samkeppni, meðal annars með því að takmarka þá áhættu að bjóðendur hagi tilboðum sínum alfarið í takt við kostnaðaráætlanir kaupanda og auki líkur á að bjóðendur bjóði sem samkeppnishæfust verð.<br /> <br /> Með því að stuðla að virkri samkeppni geti opinberir kaupendur nýtt takmarkaða fjármuni á sem hagkvæmastan hátt. Hagkvæmni að þessu leyti geti haft veruleg efnahagsleg áhrif fyrir fyrirtækið og þar af leiðand ríkið. Einkahagsmunir Isavia og opinberir hagsmunir ríkisins fari að þessu leyti saman. Þessa hagsmuni þurfi að vega og meta á móti hagsmunum almennings eða eftir atvikum einstakra fyrirtækja af því að fá aðgang að upplýsingunum.<br /> <br /> Lögmætir hagsmunir kæranda nái ekki til nákvæmrar áætlunar Isavia á einingarverðum. Hagsmunir kæranda af slíkri afhendingu upplýsinga snúi aðallega að því að bæta samkeppnisstöðu kæranda á kostnað annarra bjóðenda, eða að öðrum kosti knýja Isavia til að birta áætlanir sínar opinberlega með neikvæðum áhrifum á hagkvæmni innkaupa. Mikilvægt sé að opinberir kaupendur hafi svigrúm til að gera fjárhagslegar áætlanir fyrir tilteknar verkframkvæmdir, án þess að áætlunin hafi óæskileg áhrif á tilboð í verkin. Hagsmunir Isavia af því að leynd sé haldið yfir áætluðum einingarverðum sé því mun ríkari en hagsmunir kæranda og almennings af því að þau séu birt.<br /> <br /> Í umsögn Isavia er einnig rakið að félagið telji sér óheimilt að afhenda kæranda upplýsingar úr tilboði Colas sem varði mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, enda liggi ekki fyrir samþykki Colas fyrir afhendingu upplýsinganna, sbr. 2. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Vísað er til meginreglna um mat á trúnaðarupplýsingum og trúnaðarskyldu opinberra kaupenda samkvæmt 42. gr. reglugerðar 340/2017 og 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup. Þrátt fyrir að umrædd framkvæmd heyri ekki undir gildissvið þeirra telur félagið það hafa áhrif að í ákvæðunum sé sérstaklega tiltekið að kaupanda sé óheimilt að afhenda upplýsingar sem fyrirtæki hafi lagt fram sem trúnaðarupplýsingar.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um aðgang að tilteknum upplýsingum í tilboðsskrám Colas sé ljóst að upplýsingar um einingarverð og samtölur fyrir tiltekna verkhluta varði mikilvæga virka fjárhagslega hagsmuni Colas. Um sé að ræða mjög nýlegar verðupplýsingar úr opinberri samkeppni og sé afhending þeirra til þess fallin að veikja verulega samkeppnisstöðu fyrirtækisins við þátttöku í opinberum innkaupaferlum. Þá megi horfa til 42. gr. reglugerðar nr. 340/2017 og 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 sem mæli sérstaklega fyrir um að kaupanda sé óheimilt að láta af hendi upplýsingar um einingarverð.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar byggir Isavia á að tilteknar upplýsingar í tölvupóstssamskiptum milli Isavia og Colas falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Allar upplýsingar sem hafi verið afmáðar eigi það sammerkt að vera annaðhvort samtölur tiltekinna verkhluta eða gera aðilum kleift að reikna út slíkar samtölur, sem varði viðskiptalega hagmuni Colas en gefi einnig sterkar vísbendingar um einingarverð.<br /> <br /> Hvað varðar synjun um afhendingu á minnispunktum starfsmanns vísar Isavia til þess að um vinnugagn sé að ræða sem sé undanþegið upplýsingarétti almennings með vísan til 6. og 8. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða ófullgert vinnugagn á vinnslustigi sem ritað hafi verið af starfsmanni Isavia og ekki verið afhent öðrum. Engar af undantekningum 3. mgr. 8. gr. eigi við um skjalið.<br /> <br /> Hvað varðar synjun á aðgangi að tilteknum upplýsingum í ferilskrá eins starfsmanns Colas vísar Isavia til þess að upplýsingarnar falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Hinar yfirstrikuðu upplýsingar séu ítarlegar lýsingar á verkaðferðum Colas auk vandamála sem félagið hafi greint og leyst við framkvæmd tveggja verkefna, annars vegar malbikun á Reykjavíkurflugvelli 2021–2022 og hins vegar malbikun á Egilsstaðaflugvelli sumarið 2021. Þrátt fyrir að lýsingar á aðferðafræðinni séu að vissu leyti almenns eðlis, hafi Isavia engar forsendur til að draga í efa afstöðu Colas um að opinberun upplýsinganna myndi skaða hagsmuni félagsins.<br /> <br /> Hvað varðar synjun á afhendingu annarra tilboðsgagna Colas er rakið í umsögn Isavia að Colas hafi verulega hagsmuni af því að samkeppnisaðili fyrirtækisins geti ekki hagnýtt sér gögn um aðferðafræði, ferla, áætlanir og fleiri upplýsingar um starfsemi Colas. Þá sé vandséð að kærandi hafi lögmæta hagsmuni af afhendingu gagnanna, hvorki sérstaka né almenna. Kærandi hafi ekki verið þátttakandi í innkaupaferlinu og að sú verðfyrirspurn sem gögnin tengjast hafi ekki verið grundvöllur endanlegs samnings við Colas. Isavia telur því að hagsmunir Colas af því að trúnaðar sé gætt um gögnin séu mun ríkari en hagsmunir kæranda af afhendingu þeirra og að synja skuli um aðgang að gögnunum samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Loks telji Isavia að það sé félaginu nær ómögulegt að veita aðgang að afmörkuðum hlutum umræddra gagna, í samræmi við 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, enda varði gögnin nákvæmar upplýsingar um rekstur þriðja aðila.<br /> <br /> Í athugasemdum Colas vegna málsins er samþykkt að tiltekið skjal, sem félagið lagði fram með tilboði sínu, verði afhent kæranda þó með þeim hætti að ákveðnar upplýsingar í skjalinu verði afmáðar. Colas tekur fram að þau gögn og upplýsingar sem synjað hafi verið um afhendingu á varði mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins sem undanþegin séu upplýsingarétti á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdunum er fjallað um hvert og eitt skjal sem varða félagið og rökstutt hvaða ástæður liggja að baki því að skjalið skuli undanþegið upplýsingarétti kæranda. Kemur meðal annars fram að í gögnunum sé að finna atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál sem byggi á margra mánaða og í einhverjum tilvikum margra ára vinnu og fjármagni sem kærandi geti nýtt sér óhindrað, fengi hann upplýsingarnar afhentar. Slík afhending muni raska rekstrar- og samkeppnisstöðu Colas og leggi félagið áherslu á að kærandi sé einn helsti samkeppnisaðili þess. Þá er í athugasemdunum lögð áhersla á að 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 og 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 standi í vegi fyrir að afhenda megi gögnin til kæranda.<br /> <br /> Umsögn Isavia var kynnt kæranda með tölvupósti 15. desember 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði 7. nóvember sama ár. Í athugasemdum kæranda er meðal annars rakið að fyrir liggi að í stað þess að halda opinbert útboð um verkið eða veita fyrirtækjum jöfn tækifæri til að bjóða í það hafi Isavia framkvæmt lokaða verðfyrirspurn og Colas hafi verið eini íslenski aðilinn sem hafi verið boðið að taka þátt í því.<br /> <br /> Hagsmunir Colas af leynd yfir umbeðnum upplýsingum eigi ekki að vega þyngra en þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felist í því að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar. Leynd yfir upplýsingunum stuðli að því að samkeppnistakmörkunum sé viðhaldið. Fyrir liggi að Colas hafi alfarið séð um alla malbikunarþjónustu á öllum flugvallarsvæðum landsins í fjöldamörg ár. Hafi þessi staðreynd leitt til algjörrar einokunar fyrirtækisins á slíkum verkframkvæmdum, sem séu bæði umfangsmiklar og mjög arðbærar. Þar sem aldrei hafi komið til þess að Isavia hafi boðið út viðkomandi þjónustu eða veitt kæranda eða öðrum malbikunarfyrirtækjum en Colas möguleika á því að koma að slíkum verkum, og ekki sé fyrirséð að svo verði gert í framtíðinni, verði ekki séð að afhending á gögnunum feli í sér samkeppnisröskun. Almenningur, þar á meðal kærandi, hafi verulega ríka hagsmuni af því að fá upplýsingar um hvernig Isavia ráðstafi opinberu fé í framkvæmdum sem þessum.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1. Afmörkun kæruefnis</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í tengslum við verðfyrirspurn Isavia, nr. V23016, en með henni leitaði félagið eftir tilboðum í malbikun á Akureyrarflugvelli frá tilteknum aðilum, þar með talið Colas. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var tilboð Colas metið ógilt en í kjölfarið fóru fram viðræður milli Colas og Isavia sem lyktaði með undirritun verksamnings, dags. 14. júní 2023. Framkvæmdir munu hafa hafist 19. júní 2023 og þeim lokið 7. september sama ár.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera með vissum undantekningum. Isavia innanlandsflugvellir ehf. falla undir ákvæðið enda er félagið alfarið í eigu Isavia ohf., sem er í eigu íslenska ríkisins.<br /> <br /> Isavia hefur afhent kæranda hluta þeirra gagna sem falla undir upplýsingabeiðni hans og hefur Colas samþykkt að kæranda verði afhent skjal auðkennt „Akureyrarflugvöllur – Organization Chart“. Verður kæranda því veittur aðgangur að skjalinu.<br /> <br /> Isavia afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem félagið taldi falla undir kæru málsins en kæranda hefur ýmist verið synjað um aðgang að gögnunum í heild eða að hluta. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Tölvupóstssamskipti milli Colas og Isavia á tímabilinu frá 25. apríl 2023 til 14. júní sama ár.</li> <li>Tilboðsskrár Colas, dags. 12. apríl 2023 og 2. maí sama ár.</li> <li>Samantektarskjal Colas: <ul> <li>Skipurit og lykilstarfsmenn.</li> <li>Ferli og aðferðir.</li> <li>Ferli og aðferðir.</li> <li>Ferli og aðferðir.</li> <li>Malbik, efni og hönnun.</li> <li>Malbik efni og hönnun.</li> <li>Aðfangakeðja og framleiðsla.</li> <li>Viðhald og ábyrgð.</li> <li>Viðhald og ábyrgð.</li> </ul> </li> <li>Gögn úr gæðahandbók Colas.</li> <li>Gæðaeftirlitsáætlun Colas.</li> <li>Færuplan – flughlað Akureyri.</li> <li>Ferilskrá starfsmanns Colas.</li> <li>Verkáætlun Colas.</li> <li>Kostnaðaráætlanir Isavia frá júlí 2022 og apríl 2023.</li> <li>Minnispunktar starfsmanns Isavia, dags. 29. ágúst 2023.</li> </ol> <p> <br /> Við mat á rétti kæranda til aðgangs að framangreindum gögnum er þess að gæta að í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa þátttakendur í útboðum og verðkönnunum verið taldir eiga sérstaka hagsmuni af aðgangi að tilboðum annarra tilboðsgjafa enda hafi þeir ríka hagsmuni af því að geta gengið úr skugga um hvort rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 852/2019 og 907/2020.<br /> <br /> Í því máli sem hér um ræðir liggur fyrir að kærandi var ekki á meðal þátttakenda í verðfyrirspurninni. Um rétt kæranda til aðgangs að tilboðsgögnum Colas sem og öðrum gögnum fer því eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> </p> <h2><strong>2. Hvort aðgangur kæranda að gögnunum verði takmarkaður</strong></h2> <h3><strong>2.1. Almennt um aðgang kæranda að gögnum sem varða Colas</strong></h3> <p>Fyrst verður leyst úr hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem varða Colas, sbr. gögn sem eru tilgreind undir liðum 1–8 í kafla 1 hér að framan. Líkt og er nánar rakið hér að neðan hefur kæranda ýmist verið synjað um aðgang að gögnunum í heild eða að hluta.<br /> <br /> Synjun Isavia hvað varðar þessi gögn byggist á 2. máls. 9. gr. upplýsingalaga og leggst Colas gegn afhendingu meirihluta gagnanna á grundvelli sama lagaákvæðis. Samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Líkt og er rakið í fyrrgreindum athugasemdum skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. m.a. úrskurði nefndarinnar nr. 1162/2023 og 1202/2024. Þá er rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur jafnframt lagt til grundvallar að sjónarmið um hagsmuni almennings eigi við með áþekkum hætti þegar fyrirtæki óskar eftir aðgangi að einingarverðum tilboða vegna tilboðsumleitana sem það hefur ekki tekið þátt í, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 688/2017. Þá hefur nefndin lagt til grundvallar að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberir aðilar standa að verðkönnunum, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 852/2019.<br /> <br /> Af 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir síðan að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefndin margsinnis kveðið á um að stjórnvöld eða aðrir aðilar sem falla undir ákvæði upplýsingalaga skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir þá að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Verður nú leyst úr hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem varða Colas með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum.<br /> </p> <h3><strong>2.1.1. Tölvupóstssamskipti og tilboðsskrár Colas</strong></h3> <p>Fyrst verður leyst úr hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tilboðsskrám Colas og tölvupóstssamskiptum milli félagsins og Isavia, sbr. gögn sem eru tilgreind undir liðum 1 og 2 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Í kjölfar beiðni kæranda afhenti Isavia honum tilboðsblöð og tilboðsskrár Colas. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er um að ræða tvö tilboð, annars vegar tilboð sem Colas lagði fram við meðferð verðfyrirspurnarinnar, dags. 12. apríl 2023, og hins vegar endurskoðað tilboð sem félagið mun hafa lagt fram í kjölfar viðræðna við Isavia, dags. 2. maí 2023. Í skjölunum sem Isavia afhenti kæranda voru allar upplýsingar sem komu fram á umræddum tilboðsblöðum og tilboðsskrám afmáðar að undanskildum upplýsingum um heildarfjárhæð tilboðanna. Í afhentum skjölum var þannig strikað yfir upplýsingar um einingarverð Colas vegna tiltekinna verkþátta auk upplýsinga um heildarfjárhæðir einstakra verkþátta og verkhluta. Auk þessa afhenti Isavia kæranda tölvupóstssamskipti milli félagsins og Colas, sem fram fóru tímabilinu 25. apríl 2023 til 14. júní 2023, en þar höfðu tilteknar upplýsingar verið afmáðar sem allar áttu það sammerkt að innihalda upplýsingar um verð Colas.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið mat Isavia ógilt það tilboð sem Colas lagði fram við meðferð verðfyrirspurnarinnar og komst því ekki á samningur milli félaganna á grundvelli tilboðsins. Þær verðupplýsingar sem voru afmáðar í skjalinu sem var afhent kæranda hafa því ekki að geyma upplýsingar sem geta varpað ljósi á ráðstöfun opinbers fjár. Að þessu gættu og að teknu tilliti til efnis skjalsins er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir Colas af því að upplýsingarnar fari leynt vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér þær. Samkvæmt þessu og að teknu tilliti til þeirra almennu sjónarmiða um beitingu 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga sem rakin eru í kafla 2.1 hér að framan verður fallist á að Isavia hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum og verður ákvörðun Isavia staðfest hvað varðar synjun á aðgangi kæranda að umræddum upplýsingum.<br /> <br /> Sömu sjónarmið eiga ekki við um tilboðið sem Colas lagði fram í kjölfar viðræðna við Isavia en fyrir liggur að samningur komst á milli félaganna á grundvelli þess tilboðs. Upplýsingarnar sem hafa verið afmáðar úr því tilboði lúta þannig með beinum hætti að kaupum hins opinbera á verki og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Hið sama á við um upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr fyrrgreindum tölvupóstssamskiptum varðandi tilboðsfjárhæð fyrir framkvæmd verksins og fjárhæð tiltekins liðar í tilboðinu. Þá þykir mega ráða af tölvupóstssamskiptunum að starfsmaður Isavia hafi fært inn ranga samningsfjárhæð í drög að verksamningi milli Isavia og Colas en strikað var yfir þá fjárhæð í skjalinu sem var afhent kæranda. <br /> <br /> Eftir yfirferð á umræddum gögnum, sem eru frá fyrri hluta árs 2023, telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar í þeim nái til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að aðgangi að umbeðnum upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Colas hefur af því að synjað sé um aðgang að upplýsingunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki fallist á að Isavia hafi verið rétt að synja um aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. þau almennu sjónarmið um beitingu 2. málsl. greinarinnar sem rakin eru í kafla 2.1 að framan.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2. Samantektarskjal Colas</strong></h3> <h3><strong>2.1.2.1. Almennt</strong></h3> <p>Í grein 3.10 í skilmálum verðfyrirspurnarinnar kom fram að val tilboða myndi ráðast af gæðum tilboða (40%) og verði (60%). Í viðauka H, sem var á meðal þeirra gagna sem fylgdu verðfyrirspurn Isavia og sem félagið afhenti kæranda, kom fram nánari lýsing á þeim forsendum sem voru lagðar til grundvallar við mat á gæðum tilboðs. Í viðaukanum var fjallað um níu atriði sem yrðu metin til stiga og var þátttakendum ætlað að leggja fram nánari upplýsingar um hvert og eitt atriði.<br /> <br /> Í samræmi við fyrirmæli viðaukans lagði Colas fram skjal með tilboði sínu sem hafði að geyma upplýsingar um þau atriði sem yrðu metin til stiga samkvæmt fyrrgreindum viðauka, sbr. skjalið sem er tilgreint undir lið 4 í kafla 1 hér að framan. Skjalið, sem ber heitið „Answers to all Quality Requirements in appendix H“, telur 21 blaðsíðu og skiptist í níu kafla en kaflaskiptingin tekur mið af uppsetningu viðaukans.<br /> <br /> Í svarbréfi sínu til kæranda, dags. 20. september 2023, synjaði Isavia honum um aðgang að skjalinu. Eins og áður hefur verið rakið samþykkti Colas við meðferð þessa máls að afhenda mætti kæranda kafla 1–7 í skjalinu þó þannig að tilteknar upplýsingar yrðu afmáðar úr köflunum með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Af þessu tilefni afhenti Colas nefndinni afrit af skjalinu þar sem félagið hafði strikað yfir þær upplýsingar sem það taldi falla undir umrætt ákvæði. Í ljósi samþykkis Colas verður einungis leyst úr því hvort synja skuli kæranda um aðgang að þeim upplýsingum sem félagið telur að falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.2. Kaflar 1 og 2</strong></h3> <p>Í fyrsta lagi eru afmáðar tilteknar upplýsingar úr 1. kafla sem ber yfirskriftina „Skipurit og lykilstarfsmenn“. Nánar tiltekið eru afmáðar upplýsingar um (1) starfsreynslu og nöfn þrettán lykilstarfsmanna Colas, (2) upplýsingar um afkasta- og geymslugetu malbikunarstöðvar félagsins á Akureyri og (3) tilteknar upplýsingar um tækið „Moventor Skiddometer BV11“. Þá eru afmáðar tilteknar upplýsingar úr 2. kafla, sem ber yfirskriftina „Ferli og aðferðir“, sem varða öryggismenningu Colas og hvernig öryggismálum er hagað áður en verk hefst og á meðan verki stendur.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að telja að þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr 1. kafla séu fremur almenns eðlis auk þess sem ýmsar af upplýsingunum myndu almennt teljast til opinberra upplýsinga. Í þessu samhengi skal á það bent að upplýsingar um afkastagetu malbikunarstöðvar Colas á Akureyri eru þegar aðgengilegar á vefsíðu félagsins. Þá hefur kæranda þegar verið veittur aðgangur að ferilskrám þriggja starfsmanna Colas sem hafa að geyma ítarlegri upplýsingar um verk- og starfsreynslu þessara starfsmanna en koma fram í 1. kafla skjalsins. Jafnframt virðast upplýsingar sem eru afmáðar um tækið „Moventor Skiddometer BV11“ einungis vera upplýsingar um íslenskt heiti á tegund þess tækis. Loks verður að telja að þær upplýsingar sem koma fram í 2. kafla séu fyrst og fremst almennar lýsingar á hvernig Colas hagar öryggismálum sínum auk almennra upplýsinga um hvernig félagið hugðist haga öryggismálum við framkvæmd verksins.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu og að virtu eðli upplýsinganna að öðru leyti verður ekki séð að hagsmunum Colas sé hætta búin þótt kæranda og almenningi verði veittur aðgangur að þeim. Að þessu gættu og að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða sem eru rakin í kafla 2.1 hér að framan verður að telja að réttur til aðgangs að upplýsingunum verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.3. Kaflar 3 og 4</strong></h3> <p>Í öðru lagi eru tilteknar upplýsingar afmáðar úr 3. og 4 kafla sem bera báðir yfirskriftina „Ferli og aðferðir“. Í 3. kafla hafa verið afmáðar upplýsingar er varða (1) afkasta- og geymslugetu malbikunarstöðvar félagsins á Akureyri auk upplýsinga um tiltekinn búnað stöðvarinnar, (2) hvernig félagið hugðist standa að flutningi malbiks við framkvæmd verksins, (3) umfjöllun um hönnunarblöndu félagsins, (4) prófanir malbiksblöndu á rannsóknarstofu og (5) hvernig félagið hugðist standa að útlögn malbiks við framkvæmd verksins. Í 4. kafla hafa verið afmáðar upplýsingar sem hafa að geyma lýsingar á tilteknum verkferlum Colas.<br /> <br /> Með vísan til umfjöllunar í kafla 2.1.2.2 hér að framan verður ekki fallist á að aðgangur kæranda að upplýsingum í 3. kafla um afkasta- og geymslugetu malbikunarstöðvar Colas á Akureyri verði takmarkaður á grundvelli 2. máls. 9. gr. upplýsingalaga. Þá verður að telja að upplýsingar í 3. kafla um hvernig félagið hugðist standa að flutningi malbiks við framkvæmd verksins og upplýsingar í 4. kafla með lýsingum á tilteknum verkferlum félagsins séu fyrst og fremst almenns eðlis. Samkvæmt þessu og að virtu eðli upplýsinganna að öðru leyti verður ekki séð að hagsmunum Colas sé hætta búin þótt kæranda og almenningi verði veittur aðgangur að þeim. Að þessu gættu og að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða sem eru rakin í kafla 2.1 hér að framan verður að telja að réttur til aðgangs að upplýsingunum verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan verður að telja að þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr 3. kafla feli í sér lýsingar á sértækum tæknilegum útfærslum og verklagi sem Colas hugðist beita við framkvæmd verksins. Samkvæmt þessu og að virtu eðli upplýsinganna að öðru leyti telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að aðgangur kæranda og almennings að þessum upplýsingum kunni að geta valdið félaginu tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum upplýsingum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að tilteknar upplýsingar verði afmáðar úr þessum kafla með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingamála, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.4. Kaflar 5 og 6</strong></h3> <p>Í þriðja lagi eru afmáðar tilteknar upplýsingar úr 5. og 6. kafla sem bera báðir yfirskriftina „Malbik, efni og hönnun“. Nánar tiltekið eru afmáðar upplýsingar í 5. kafla sem varða (1) hráefni malbiksins sem Colas hugðist nota til verksins, (2) upplýsingar um hönnun þess, (3) aðgerðir sem félagið hugðist viðhafa til að tryggja samræmi við framleiðslu og til að bregðast við atriðum tengdum veðri. Í 6. kafla eru afmáðar upplýsingar um verklag í tengslum við sannprófun hönnunarblöndu auk upplýsinga um hvernig brugðist yrði við kæmu upp frávik frá hönnunarblöndu og kröfum verkkaupa.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að réttur kæranda til aðgangs að upplýsingum um heiti 2. tölul. 5. kafla verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti telur úrskurðarnefndin að þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr köflum 5 og 6 varði virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Colas sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Í þessu samhengi er þess að gæta að í 5. og 6. kafla koma fram ítarlegar lýsingar á þeim hráefnum sem félagið hugðist nota í mismunandi tegundir malbiks, nákvæmar upplýsingar um hönnun þess og lýsingar á sértækum tæknilegum útfærslu og verklagi Colas við malbikunarframkvæmdir. Verður að telja að aðgangur kæranda og almennings að upplýsingunum sé til þess fallinn að valda félaginu tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum upplýsingum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að tilteknar upplýsingar verði afmáðar úr þessum kafla með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.5. Kafli 7</strong></h3> <p>Í fjórða lagi eru afmáðar tilteknar upplýsingar úr kafla 7 sem ber yfirskriftina „Aðfangakeðja og framleiðsla“. Nánar tiltekið eru afmáðar upplýsingar um aðfangakeðju þeirra steinefna sem Colas hugðist útvega vegna verksins og nánar fjallað um eðli þeirra efna, hvaða birgjar myndu útvega þau auk upplýsinga um framleiðslu-, prófana- og skoðanaferli félagsins.<br /> <br /> Í þeim hluta kaflans sem lýtur að framleiðsluferli eru afmáðar tilteknar upplýsingar er varða fyrrgreinda malbikunarstöð félagsins, þar á meðal um hvaða stöð sé að ræða, um eignarhald, staðsetningu og framleiðslu- og geymslugetu stöðvarinnar, að stöðin sé með starfsleyfi og að hún uppfylli tiltekna kröfu. Með vísan til umfjöllunar í kafla 2.1.2.2 verður ekki fallist á að takmarka eigi aðgang kæranda að upplýsingum um framleiðslu- og geymslugetu stöðvarinnar. Þá liggja opinberlega fyrir upplýsingar um eignarhald stöðvarinnar, staðsetningu hennar, að hún sé með starfsleyfi og að hún uppfylli tiltekna kröfu. Verður réttur kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum því ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 3. tölul. 7. kafla, sem ber yfirskriftina „Prófanir og skoðanir“, eru afmáðar upplýsingar um tiltekið kerfi sem Colas notast til að fylgjast með framleiðslunni, upplýsingar um vottun malbiksins og vottunaraðila. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að upplýsingar um þessi atriði eru þegar aðgengilegar á vefsíðu félagsins og verður réttur kæranda til aðgangs að þeim því ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þá hefur Colas fallist á að veita kæranda upplýsingar um gerð þess viðloðunarefnis sem félagið hugðist nota í framkvæmdinni og verður því ekki fallist á að upplýsingar um gerð efnisins, sem hafa verið afmáðar úr 7. kafla, verði undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Loks verður ekki fallist á að almennar upplýsingar um tiltekinn verkferil í niðurlagi kaflans verði undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli umrædds lagaákvæðis.<br /> <br /> Að öðru leyti telur úrskurðarnefndin að þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr kaflanum varði virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Colas sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Í þessu samhengi er þess að gæta í kaflanum koma fram ítarlegar lýsingar á hvernig Colas hugðist útvega þau steinefni sem félagið ráðgerði að nýta til verksins auk upplýsinga um eðli efnanna og birgja félagsins. Þá koma fram í kaflanum ítarlegar upplýsingar um tæknilega eiginleika þeirrar malbikunarstöðvar sem Colas hugðist nýta til verksins og ítarlegar lýsingar á prófunum og skoðunum félagsins. Verður að telja að aðgangur kæranda og almennings að þessum upplýsingum sé til þess fallinn að valda félaginu tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum upplýsingum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að tilteknar upplýsingar verði afmáðar úr þessum kafla með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingamála, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.1.2.6. Kaflar 8 og 9</strong></h3> <p>Í fimmta lagi byggir Isavia á að synja skuli kæranda um aðgang að þeim upplýsingum sem koma fram í köflum 8 og 9 í heild sinni og leggst Colas jafnframt gegn afhendingu þessara upplýsinga. Í umræddum köflum, sem báðir bera yfirskriftina „Viðhald og ábyrgð“, er að finna greiningu Colas á lágmarkslíftíma malbiks félagsins, helstu aðgerðum og viðhaldi á ábyrgðartíma verksins auk sundurliðaðra upplýsinga um kostnaðinn við ábyrgð á líftíma verksins.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að telja að þessir kaflar varði í heild sinni virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Colas sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Hvað varðar upplýsingar um kostnaðinn við ábyrgð á líftíma verksins lítur nefndin til þess að skjalið hefur að geyma upplýsingar um einingarverð og heildarkostnað vegna tiltekinna aðgerða sem búið er að uppreikna miðað við tíu ára ábyrgðartíma. Ætla má að samkeppnisaðilar sem hefðu upplýsingarnar undir höndum fengju mikilvæga innsýn í hvernig Colas verðmetur kostnað við ábyrgðir og ættu auðveldara með að keppa við fyrirtækið á samkeppnismarkaði. Þá ber einnig til þess að líta að ekki komst á samningur um þá tíu ára ábyrgð sem kostnaðargreiningin tók til.<br /> <br /> Að framangreindu gættu telur úrskurðarnefndin að aðgangur kæranda og almennings að umræddum upplýsingum sé til þess fallinn að valda Colas tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að upplýsingum í köflum 8 og 9 í skjalinu, að hagsmunir Colas vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að Isavia hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. nánar það sem greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.1.3. Gögn úr gæðahandbók, gæðaeftirlitsáætlun og færuplan</strong></h3> <p>Að framangreindu frágengnu þarf að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum úr gæðahandbók Colas, gæðaeftirlitsáætlun félagsins og svokölluðu færuplani, sbr. gögn sem eru tilgreind í liðum 4–6 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Gögnin úr gæðahandbók Colas eru ýmsir verkferlar félagsins sem eru settir upp sem flæðirit. Af efni verkferlanna verður ráðið að þeir hafi að geyma upplýsingar um hvernig Colas hagar innra skipulagi sínu í tengslum við malbikunarframkvæmdir. Gæðaeftirlitsáætlun Colas telur sjö blaðsíður og er þar að finna upplýsingar um eftirlit með ýmsum þáttum í tengslum við malbikunarframkvæmdir, svo sem um eftirlitsaðferð, tíðni, ábyrgð og fleira. Þá er í skjalinu einnig að finna upplýsingar um framleiðslu, hráefni og prófanir.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar áttu bjóðendur, samkvæmt fyrrgreindum viðauka H, að leggja fram ítarlegar upplýsingar um færuplan (e. the asphalting process) og aðferð við útlagningu malbiks. Á meðal tilboðsgagna Colas var umbeðið færuplan sem sýnir hvernig félagið ætlaði að haga útlagningu malbiks við framkvæmd verksins.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni framangreindra gagna og telur nefndin að gögnin eigi það sammerkt að varða innra skipulag Colas og sértækar tæknilegar lausnir félagsins. Að virtu efni gagnanna er það mat nefndarinnar að aðgangur kæranda og almennings að gögnunum sé til þess fallinn að valda félaginu tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum gögnum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að Isavia hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að þessum gögnum samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og ákvörðun Isavia staðfest hvað varðar synjun á aðgangi kæranda að umræddum gögnum.<br /> </p> <h3><strong>2.1.4. Ferilskrá starfsmanns og verkáætlun</strong></h3> <p>Á meðal tilboðsgagna Colas voru ferilskrár þriggja starfsmanna félagsins. Isavia afhenti kæranda ferilskrárnar með þeim hætti að tilteknar upplýsingar höfðu verið afmáðar úr ferilskrá eins starfsmannsins, sbr. skjal sem er tilgreint undir lið 7 í kafla 1 hér að framan. Þá var kæranda synjað um aðgang að verkáætlun Colas vegna verksins, sbr. skjal sem er tilgreint undir lið 8 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þær upplýsingar sem hafa verið afmáðar úr umræddri ferilskrá. Þar koma fram ítarlegar og sértækar lýsingar á verklagi Colas við framkvæmd malbiksyfirlagna á Reykjavíkurflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Jafnframt koma fram í skjalinu upplýsingar um hvernig félagið brást við og leysti úr tilteknum vandamálum sem komu upp við framkvæmdirnar. Að virtu efni þessara upplýsinga er það mat nefndarinnar að aðgangur kæranda og almennings að gögnunum kunni að valda Colas tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessum upplýsingum, að hagsmunir félagsins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Verður því fallist á að Isavia hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og ákvörðun Isavia staðfest hvað varðar synjun á aðgangi kæranda að umræddum upplýsingum.<br /> <br /> Framlögð verkáætlun hefur að geyma upplýsingar um áætlaða tímalengd tiltekinna verkþátta auk upplýsinga um áætlaðan heildarverktíma verksins. Að mati nefndarinnar er vandséð að hagsmunum Colas yrði hætta búin þótt kæranda og almenningi yrði veittur aðgangur að verkáætlun félagsins. Að þessu gættu og að öðru leyti með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem eru rakin í kafla 2.1 hér að framan verður að telja að réttur til aðgangs að verkáætluninni verði ekki takmarkaður á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h3><strong>2.1.5. Ákvæði 17. gr. laga nr. 120/2016 og 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005</strong></h3> <p>Samkvæmt öllu framangreindu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga standi ekki í vegi fyrir afhendingu þeirra gagna sem eru tilgreind í liðum 1–2 og 7–8 í kafla 1 hér að framan. Þá telur úrskurðarnefndin að ákvæðið standi að sama skapi ekki í vegi fyrir afhendingu hluta þeirra upplýsinga sem koma fram í því skjali sem er tilgreint undir lið 3 í sama kafla.<br /> <br /> Að því er varðar vísun Colas og Isavia til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. einnig 42. reglugerðar nr. 340/2017, telur úrskurðarnefndin að atriði sem þar eru talin upp kunni að vera samþýðanleg upplýsingum sem óheimilt sé að afhenda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur nefndin að framangreind gögn og upplýsingar heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert sé fram komið í málinu sem sé til þess fallið að skaða hagsmuni Colas ef aðgangur er veittur að þeim, svo vitnað sé til orðalags umræddra ákvæða, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1202/2024.<br /> <br /> Loks nefnir Colas að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að réttur til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, líkt og Isavia gerir óumdeilanlega, verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. upplýsingalaga, eða ef sérstök þagnarskylduákvæði í öðrum lögum girða fyrir að heimilt sé að afhenda gögnin, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ljóst er að hið síðara á ekki við í máli þessu; 10. gr. samkeppnislaga, er lýtur að banni við ólögmætu samráði, telst ekki vera sérstakt þagnarskylduákvæði, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1078/2022.<br /> <br /> Á hinn bóginn kunna sjónarmið um beitingu 10. gr. samkeppnislaga að hafa þýðingu við mat á því hvort gögn skuli undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga enda leggur hin síðarnefnda grein bann við afhendingu upplýsinga um viðskiptahagsmuni lögaðila á borð við viðkvæmar upplýsingar um samkeppnisstöðu hans. Úrskurðarnefndin hefur í þessu máli litið til þess við mat sitt hvort birting gagnanna kynni að raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem gögnin varða, eða raska eðlilegri samkeppni að öðru leyti. Telur nefndin að birting gagnanna sé ekki til þess fallin að raska samkeppnishagsmunum verði kæranda heimilaður aðgangur að þeim.<br /> <br /> Að framangreindu gættu og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við í málinu verður kæranda veittur aðgangur að tilteknum gögnum og upplýsingum sem varða Colas í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.2. Kostnaðaráætlanir Isavia frá júlí 2022 og apríl 2023</strong></h3> <p>Í kjölfar beiðni kæranda afhenti Isavia honum tvær kostnaðaráætlanir vegna framkvæmdarinnar en af heitum skjalanna verður ráðið að þær hafi verið gerðar annars vegar í júlí 2022 og hins vegar í apríl 2023. Í afhentum gögnum var strikað yfir einingarverð einstakra verkþátta og samtölur þeirra. Isavia byggir synjun sína á afhendingu þessara upplýsinga á 9. gr. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Svo sem fyrr segir er samkvæmt síðari málslið 9. gr. upplýsingalaga óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Af fyrrgreindum kostnaðaráætlunum verður ekki annað ráðið en að þær feli í sér eigin greiningu Isavia á áætluðum kostnaði við framkvæmd verksins. Að þessu gættu stendur 9. gr. upplýsingalaga ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna til kæranda enda teljast hagsmunir Isavia ekki til þeirra einkahagsmuna sem ákvæðinu er ætlað að vernda, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar í málum nr. 875/2020 og 1157/2023.<br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins.<br /> <br /> Í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi um 3. tölul. ákvæðisins:<br /> </p> <blockquote> <p>Undir þessa undanþágu falla upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Þetta eru þó ekki hvaða upplýsingar sem er heldur einvörðungu þær sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. Þá er að sjálfsögðu til viðbótar hið almenna skilyrði að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur sé takmarkaður.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að telja að upplýsingar um einingarverð og samtölur þeirra í kostnaðaráætlunum Isavia teljist ekki til upplýsinga um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins í skilningi 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og verður réttur kæranda til aðgangs að upplýsingum því ekki takmarkaður á grundvelli ákvæðisins.<br /> <br /> Á hinn bóginn er þess að gæta að Isavia leggur áherslu á það í umsögn sinni að leynd yfir þeim upplýsingum sem koma fram í kostnaðaráætlunum sé mikilvægur liður í að tryggja samkeppni og tryggja opinberum kaupendum sem hagstæðast verð. Þrátt fyrir að umræddar röksemdir Isavia séu settar fram til stuðnings því að gögnin skuli undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 10. gr. verða þær að mati nefndarinnar að skoðast í ljósi 5. tölu. 10. gr. laganna enda hefur ákvæðinu verið beitt til að vernda hagsmuni sambærilega þeim sem Isavia tiltekur í umsögn sinni, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 993/2021 og 1047/2021.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 5. tölul. 10. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófunum er að fullu lokið. Fyrir liggur í málinu að umræddar kostnaðaráætlanir varða verkframkvæmd sem var lokið í september 2023. Þegar af þessum ástæðum verður að leggja til grundvallar að 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga geti ekki staðið í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna til kæranda.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við um framangreindar kostnaðaráætlanir er Isavia skylt að veita kæranda aðgang að þeim án takmarkana í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>2.3. Minnispunktar starfsmanns Isavia</strong></h3> <p>Isavia synjaði beiðni kæranda um afhendingu minnispunkta starfsmanns félagsins á þeim grundvelli að um vinnugagn væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia munu minnispunktarnir hafa verið ritaðir í tengslum við fund Isavia og Colas sem fram fór 2. maí 2023.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geta vinnugögn verið undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.<br /> <br /> Isavia afhenti úrskurðarnefndinni afrit af umbeðnu skjali. Af skjalinu verður ráðið að um sé að ræða ófullgerð drög að fundargerð og ber skjalið með sér að stafa frá Isavia. Þá ber skjalið með sér að hafa verið nýtt til undirbúnings við gerð endanlegs samnings við Colas. Þrátt fyrir að efni skjalsins beri með sér að staðið hafi til að afhenda það fundarmönnum í kjölfar fundarins er rakið í umsögn Isavia að skjalið hafi ekki verið afhent öðrum. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þá fullyrðingu félagsins. Að þessu og öðru framangreindu gættu er að mati nefndarinnar um að ræða vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Enda þótt fallist sé á með Isavia að skjalið uppfylli efnisleg skilyrði þess að teljast vinnugagn þarf að kanna hvort önnur rök standi til að veita almennan aðgang að skjalinu. Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum að veita aðgang að vinnugögnum í vissum tilvikum. Þar segir orðrétt:<br /> </p> <blockquote> <p>Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef:<br /> </p> <ol> <li>þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,</li> <li>þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,</li> <li>þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,</li> <li>þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.</li> </ol> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér skjalið og hefur það ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls, upplýsingar sem skylt er að skrá samkvæmt 1. mgr. 27. gr. eða lýsingu á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Að þessu gættu kemur eingöngu til álita hvort skjalið hafi að geyma upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að með orðalaginu „upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram“ í skilningi 3. tölul. 3. mgr. ákvæðisins sé einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum sé ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki reglunni séu einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.<br /> <br /> Í grein 1.1 í skilmálum verðfyrirspurnarinnar kom fram að líftími verksins skyldi vera að lágmarki 10 ár og að ábyrgðartími skyldi vera 80% af líftímanum, sbr. einnig 12. gr. viðauka A sem hafði að geyma form að verksamningi. Þá kom fram í grein 1.1 að þátttakandi skyldi leggja fram 15% verktryggingu sem skyldi gilda út ábyrgðartímann, sbr. einnig 13. gr. fyrrgreinds viðauka. Af gögnum málsins verður ráðið að ábyrgðartíma verksins hafi verið breytt frá því sem kom fram í fyrrgreindum skilmálum en í 12. gr. verksamningsins milli Isavia og Colas kom fram að ábyrgðartími þess skyldi vera að lágmarki 24 mánuðir. Þá verður jafnframt ráðið að í endanlegum samningi hafi tilhögun verktryggingar verið breytt frá því sem kom fram í umræddum skilmálum, sbr. 13. gr. verksamningsins.<br /> <br /> Fyrrgreindir minnispunktar varpa ljósi á umræður sem fóru fram á fundi Isavia og Colas þar sem rætt var um að breyta ábyrgðartíma verksins. Þá verður einnig ráðið af minnispunktunum hver hafði frumkvæðið að breytingunni. Að mati nefndarinnar verður að telja að þessi breyting kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun Isavia um að ganga til samninga við Colas.<br /> <br /> Isavia upplýsti kæranda, með bréfi 4. september 2023, að á fyrrgreindum fundi hefði verið samið um að ábyrgðarkrafa yrði lækkuð niður í tvö ár og að samningsfjárhæð yrði lækkuð því til samræmis en þetta má einnig ráða af öðrum gögnum sem Isavia afhenti kæranda. Að þessu virtu verður að telja að sá hluti minnispunktana sem varðar umrædd atriði hafi ekki að geyma upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram í skilningi 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Á hinn bóginn verður ekki séð að önnur gögn málsins, þar með talið þau sem Isavia afhenti kæranda, hafi að geyma upplýsingar um hver hafði frumkvæðið að þessari breytingu og var ekki upplýst um þetta atriði í fyrrgreindu bréfi Isavia til kæranda.<br /> <br /> Að framangreindu gættu og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingarréttar eiga við lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að kærandi eigi rétt á aðgangi að þeim hluta minnispunktana sem hefur að geyma upplýsingar um hver hafði frumkvæðið að fyrrgreindri breytingu á ábyrgðartíma verksins, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga,. Verður Isavia því gert að veita kæranda aðgang að þessum hluta skjalsins í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði en að öðru leyti er synjun Isavia staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Isavia innanlandsflugvöllum ehf. er skylt að veita kæranda, Malbikstöðinni ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum sem varða verðfyrirspurn og samningsgerð um malbikun á nýju flughlaði á Akureyrarflugvelli:<br /> </p> <ol> <li>Skjali auðkennt „Akureyrarflugvöllur – Organization Chart“.</li> <li>Tilboðsskrá Colas Ísland ehf, dags. 2. maí 2023, sbr. skjal auðkennt með rafræna skráarheitinu „Bill of Quantity – Colas 12.04.2023 endurskoðað 02.05.2023“.</li> <li>Tölvupóstssamskiptum milli Colas Ísland ehf. og Isavia innanlandsflugvalla ehf. á tímabilinu frá 25. apríl 2023 til 14. júní sama ár.</li> <li>Verkáætlun Colas Ísland ehf.</li> <li>Kostnaðaráætlunum Isavia innanlandsflugvalla ehf. frá júlí 2022 og apríl 2023.</li> </ol> <p> <br /> Isavia innanlandsflugvöllum ehf. er jafnframt skylt að veita kæranda aðgang að texta á milli orðanna „ÁÞR leggur til“ og „frábrugðið verðfyrirspurnargögnum“ í minnispunktum starfsmanns Isavia innanlandsflugvalla ehf., dags. 29. ágúst 2023.<br /> <br /> Isavia innanlandsflugvöllum ehf. er loks skylt að veita kæranda aðgang að samantektarskjali Colas Ísland ehf., auðkennt af Isavia innanlandsflugvöllum ehf. sem „Answers to all Quality Requirements in appendix H“, þó þannig að ekki skal veita kæranda aðgang að blaðsíðum 14 og 19–21 í skjalinu. Þá skal jafnframt strikað yfir upplýsingar úr skjalinu á svofelldan hátt:<br /> </p> <ol> <li>Á bls. 8 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „t.d. verkstæði.“ og „Öll aðstaða“.</li> <li>Texta milli orðanna „samkvæmt meðfylgjandi gæðaeftirlitsáætlun.“ og „Niðurstöður malbikssýna“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 9 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „meðfylgjandi færuplani.“ og „Malbiksmatari af“.</li> <li>Texta milli orðanna „verður notaður“ og „Malbikunarvélin sem“</li> <li>Texta milli orðanna „Vögele 1900-3“ og „Hæðarmælingar verða“.</li> <li>Texta milli orðanna „til verkkaupa.“ og „Gæðaeftirlit verður“</li> <li>Texta milli orðanna „er í gangi“ og „Eftir útlögn“.</li> <li>Texta eftir orðunum „þykkt malbiks og þjöppun“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 12 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta undir fyrirsögnunum „Steinefni í slitlagsmalbik – AC 16“, „Steinefni í burðarlagsmalbik – BRL 16“ og „Bindiefni:“.</li> <li>Texta undir fyrirsögninni „Viðloðunarefni“ að undanskildu orðinu „EvoTherm WM-30“.</li> <li>Texta undir fyrirsögninni „2. Malbik – hönnun“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 13 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta sem koma fram undir fyrirsögninni „2. Malbik – hönnun“.</li> <li>Texta milli orðanna „sinna framleiðslu.“ og „Strangt eftirlit“.</li> <li>Texta milli orðanna „með framleiðslunni,“ og „Gæðaeftirlit við útlögn“.</li> <li>Texta á eftir orðunum „í reikninginn.“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 15 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „samþykktri malbiksblöndu.“ og „Tekin verða“.</li> <li>Texta milli orðanna „í útboðslýsingu“ og „Frágengið malbik“.</li> <li>Texta milli orðanna „þarf út.“ og „Niðurstöður prufuútlagnar“.</li> <li>Texta milli orðanna „fulltrúa verkkaupa.“ og „2. Frávik frá hönnunarblöndu“</li> <li>Texta á eftir orðunum „það uppgötvast.“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 16 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „útvega steinefni“ og „stungubik af gerðinni“.</li> <li>Texta milli orðanna „Steinefni í neðri malbikslög.“ og „Steinefni í slitlag.“.</li> <li>Texta milli orðanna „Steinefni í slitlag.“ og „Stungubik pen 160/220.“.</li> <li>Texta á eftir orðunum „Stungubik pen 160/220.“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 17 í skjalinu skal strikað yfir: <ul> <li>Texta milli orðanna „gerðinni Evotherm“ og „7,2 Framleiðsluferli“.</li> <li>Texta milli orðanna „fyrir heitt malbik.“ og „Stöðin er“.</li> <li>Texta milli orðanna „frá Umhverfisstofnun“ og „7.3 Prófanir og skoðanir“.</li> <li>Texta á eftir orðunum „verða lögð fram.“.</li> </ul> </li> <li>Á bls. 18 í skjalinu skal strikað yfir texta fram að orðunum „Ferli til“.</li> </ol> <p> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan eru ákvarðanir Isavia innlandsflugvalla ehf., dags. 4. og 20. september 2023, staðfestar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1218/2024. Úrskurður frá 25. september 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að PDF-skjölum í vörslum Garðabæjar sem innihéldu yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðun Garðabæjar að synja beiðni kæranda var byggð á því að PDF-skjölin væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sem heimilt væri að takmarka aðgang að. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin uppfylltu ekki skilyrði upplýsingalaga að teljast vinnugögn. Beiðni kæranda var vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 25. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1218/2024 í máli ÚNU 24070005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 12. júlí 2024, kærði […] ákvörðun Garðabæjar að synja honum um aðgang að fimm PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Í ákvörðun Garðabæjar segir að PDF-skjölin hafi verið útbúin vegna kröfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli ÚNU 22070009 um afhendingu afrita af þeim gögnum sem kæra í því máli laut að. Skjölin uppfylli skilyrði þess að teljast vinnugögn, sem heimilt sé að synja um aðgang að á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 7. ágúst 2024, og sveitarfélaginu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um hana.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar barst úrskurðarnefndinni 21. ágúst 2024. Í umsögninni er vísað til þess að til að hlíta kröfu úrskurðarnefndarinnar í máli ÚNU 22070009 um afhendingu afrita af þeim gögnum sem kæra í því máli laut að hafi val staðið á milli þess að sýna nefndinni tölvuskjá með uppflettingu í málaskrá Garðabæjar, eða að taka skjáskot af því sem birtist á skjánum og færa yfir á PDF-form. Að öðru leyti er vísað til þess rökstuðnings sem fram kom í hinni kærðu ákvörðun. Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með erindi, dags. 23. ágúst 2024, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 26. ágúst 2024.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að fimm PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðun sveitarfélagsins er byggð á því að skjölin teljist vinnugögn samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga.<br /> <br /> Eins og lýst er í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1199/2024 nær réttur almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012 til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tiltekins máls og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Hið sama á við um aðgang að gögnum sem innihalda upplýsingar um mann sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Réttur til aðgangs að gögnum nær almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá þeim aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga. Undantekning frá þeirri reglu er hins vegar sá réttur sem almenningi er fenginn í 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. mgr. 14. gr. laganna, til aðgangs að lista yfir málsgögn. <br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna. Í 1. mgr. 8. gr. laganna er að finna þau skilyrði sem gagn þarf að uppfylla til að teljast vinnugagn:<br /> </p> <blockquote> <p>Vinnugögn teljast þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar skv. I. kafla hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Nú eru gögn afhent öðrum og teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.</p> </blockquote> <p> <br /> Um skilyrðin er fjallað í athugasemdum við 8. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Þá getur verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. […]<br /> <br /> Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. […]</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að með hliðsjón af tilvitnuðum athugasemdum við 8. gr. geti þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu, þó svo að þau hafi verið útbúin af starfsmönnum Garðabæjar, ekki talist vera gögn til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá leiðir af þeirri reglu sem fram kemur í 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum að lista yfir málsgögn í skilningi þess ákvæðis verður ekki hafnað með vísan til þess að um sé að ræða gögn sem rituð eru af stjórnvaldi til eigin nota við undirbúning ákvörðunar í skilningi 6. og 8. gr. sömu laga. <br /> <br /> Að framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndarinnar að þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga til að teljast vinnugögn og að ákvörðun Garðabæjar hafi því ekki byggst á réttum lagagrundvelli. Þar sem lagagrundvöllur hinnar kærðu afgreiðslu er ófullnægjandi telur nefndin nauðsynlegt að vísa beiðni kæranda til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og leggja fyrir sveitarfélagið að afgreiða beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin ítrekar að ljóst má telja að kærandi eigi rétt til aðgangs að þó nokkrum hluta þeirra upplýsinga sem finna má í gögnunum, þar sem þær meðal annars stafa frá honum sjálfum eða varða hann sérstaklega umfram aðra.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að þeim gögnum sem óskað var eftir í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. 11. gr. laganna. Var ákvörðun Garðabæjar að þessu leyti ekki í samræmi við 2. mgr. sömu greinar.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni kæranda, […], dags. 31. október 2023, um aðgang að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans er vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1217/2024. Úrskurður frá 25. september 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra og útgerðarstjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs var á því byggð að gögnin vörðuðu málefni starfsmanna félagsins og væru því undanþegin aðgangi samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi að ráðningarsamningar væru gögn í málum sem vörðuðu ráðningu einstakra starfsmanna í starf og því væri almennt heimilt að takmarka aðgang að slíkum samningum á grundvelli upplýsingalaga. Nefndin taldi hins vegar með vísan til þess að framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs teldist til æðstu stjórnenda félagsins að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör hans sem fram kæmu í ráðningarsamningnum. Að öðru leyti var ákvörðun félagsins staðfest. | <p>Hinn 25. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1217/2024 í máli ÚNU 24040002.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 22. apríl 2024, kærði […] ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. að synja beiðni um aðgang að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra félagsins og útgerðarstjóra þess. Beiðnin var lögð fram 4. mars 2024 og henni synjað 16. apríl sama ár, með þeim rökum að gögnin féllu undir 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og félaginu væri heimilt að takmarka aðgang kæranda að þeim. Í kæru er rakið að um sé að ræða tvo æðstu embættismenn félags sem sé alfarið í eigu Vestmannaeyjabæjar. Til samanburðar gefi sveitarfélagið upp laun og samninga sinna æðstu manna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi með erindi, dags. 24. apríl 2024, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 6. maí 2024. Þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu bárust nefndinni 15. maí 2024. Í umsögninni kemur fram að úrskurðarnefndin hafi í eldri málum staðfest ákvarðanir félagsins að synja beiðnum um aðgang að ráðningarsamningum starfsmanna þess.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs var kynnt kæranda með erindi, dags. 13. maí 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust 23. maí 2024. Í þeim tiltekur kærandi að það eigi að vera hindrunarlaust að fá upplýsingar um laun æðstu stjórnenda félagsins.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningum framkvæmdastjóra og útgerðarstjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Ákvörðun félagsins er byggð á því að gögnin falli undir 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og verði ekki afhent. Ákvæðið hljóðar svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með gögnum í málum sem varða starfssambandið sé átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna, t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að gögn í málum einstakra starfsmanna sem varða ráðningu þeirra í starf teljist einnig varða starfssambandið í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Ráðningarsamningur viðkomandi starfsmanns er gagn í slíku máli og verður því að telja að aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga sé almennt heimilt að takmarka aðgang að slíkum samningi.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Samkvæmt 2. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga ber lögaðila sem fellur undir gildissvið laganna að veita almenningi upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda og menntun þeirra. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur fellur undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þá hefur úrskurðarnefndin áður komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjóri félagsins teljist til æðstu stjórnenda þess, sbr. úrskurð nr. 860/2019. Samkvæmt því er ljóst að almenningur á rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör framkvæmdastjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs.<br /> <br /> Við mat á því hvort útgerðarstjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs teljist til æðstu stjórnenda félagsins er til þess að líta að hvorki er í upplýsingalögum, nr. 140/2012, né lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, fjallað um það hverjir teljist til æðstu stjórnenda lögaðila sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Með hliðsjón af orðalagi ákvæða upplýsingalaga og sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum um 7. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, verður að mati úrskurðarnefndarinnar að leggja til grundvallar að með orðasambandinu „æðstu stjórnendur“ sé almennt átt við þá einstaklinga sem eru í fyrirsvari fyrir einstakar ríkisstofnanir og sveitarfélög, með þeirri undantekningu að skrifstofustjórar í Stjórnarráðinu og æðstu stjórnendur sveitarfélaga falli einnig undir ákvæðið.<br /> <br /> Við túlkun orðasambandsins „æðstu stjórnendur“ að þessu leyti verður enn fremur að hafa í huga þá almennu og skýru stefnumörkun sem byggt var á við setningu upplýsingalaga, nr. 140/2012, um að réttur almennings til aðgangs að gögnum næði ekki til gagna sem tengdust málefnum starfsmanna, sbr. 4. tölul. 6. gr. og 7. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin leggur til grundvallar að í tilviki opinberra hlutafélaga falli forstjórar og eftir atvikum framkvæmdastjórar undir orðasambandið „æðstu stjórnendur“ í skilningi upplýsingalaga, sbr. IX. kafla laga um hlutafélög. Í því sambandi kann þá einnig að vera rétt að horfa til þess hvernig stjórnskipulagi viðkomandi lögaðila er háttað.<br /> <br /> Á grundvelli 79. gr. a laga um hlutafélög hefur Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sett sér starfskjarastefnu, sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins 27. maí 2020 og birt er á vef félagsins. Í 2. gr. stefnunnar er fjallað um starfskjör stjórnarmanna og nefndarmanna, og í 3. gr. stefnunnar er fjallað um starfskjör framkvæmdastjóra. Þá er í 4. gr. tilgreint að gera skuli skriflega og ótímabundna ráðningarsamninga við „aðra æðstu stjórnendur“ félagsins. Samkvæmt 5. gr. stefnunnar skal útbúa skýrslu um framkvæmd gildandi starfskjarastefnu fyrir liðið fjárhagsár. Í henni skal koma fram yfirlit yfir allar greiðslur launa og hvers kyns hlunnindi til stjórnarmanna, nefndarmanna og „æðstu stjórnenda“ félagsins.<br /> <br /> Í skýrslu félagsins um framkvæmd starfskjarastefnu fyrir árið 2023 eru tilgreind starfskjör stjórnar félagsins og framkvæmdastjóra þess. Í skýringum frá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hefur komið fram að ekki hafi verið skilgreint hverjir, ef einhverjir, teljist til „annarra æðstu stjórnenda“ í skilningi 4. gr. starfskjarastefnu félagsins. Í ljósi þessa, sem og þeirra atriða sem rakin eru hér að framan, metur úrskurðarnefndin það svo að útgerðarstjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs teljist ekki til æðstu stjórnenda félagsins með þeim hætti að félaginu sé skylt að veita aðgang að launakjörum hans samkvæmt 2. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem kæran lýtur að og telur að Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hafi verið heimilt að hafna beiðni kæranda um aðgang að þeim ráðningarsamningum sem óskað var eftir. Í 7.–9. gr. ráðningarsamnings framkvæmdastjóra Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs, sem gerður var í desember 2020, eru hins vegar ákvæði um laun, önnur kjör og fríðindi. Með vísan til þess að framkvæmdastjórinn telst til æðstu stjórnenda félagsins verður að telja að kærandi eigi rétt til aðgangs að þessum upplýsingum. Þótt úrskurðarnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga sé almennt heimilt að takmarka aðgang að ráðningarsamningum þarf að horfa til þess að ef ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Verður því að ætla að ef ráðningarsamningur inniheldur þær upplýsingar sem getið er um í 2. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé lögaðila skylt að afhenda þann hluta ráðningarsamningsins sem hefur að geyma upplýsingarnar. Því telur úrskurðarnefndin að Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi sé skylt að afhenda kæranda þann hluta ráðningarsamningsins sem hefur að geyma upplýsingar um launakjör framkvæmdastjóra félagsins. Að öðru leyti verður ákvörðun félagsins að hafna beiðni kæranda staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. skal veita kæranda, […], aðgang að upplýsingum um launakjör framkvæmdastjóra félagsins sem finna má í 7.–9. gr. ráðningarsamnings hans, dags. 18. desember 2020. Að öðru leyti er ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 16. apríl 2024, staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1216/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál var vísað frá nefndinni, þar sem upplýsingalög gilda ekki um gögn í vörslu dómstóla um meðferð einstakra dómsmála. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1216/2024 í máli ÚNU 24060010.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 18. júní 2024, kærði […] ákvörðun Héraðsdóms Suðurlands að synja honum um aðgang að gögnum úr einkamáli sem varða opið sjópróf sem haldið var í dóminum vegna tjóns sem varð á lögnum milli lands og Vestmannaeyja í nóvember 2023. Erindinu fylgdi úrskurður frá dóminum, þar sem beiðni hans um aðgang að gögnunum var synjað.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í 2. málsl. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin gildi ekki um gögn í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók. Í máli þessu liggur fyrir að kærandi óskaði aðgangs að gögnum um meðferð einstaks dómsmáls í skilningi framangreinds ákvæðis. Því er ljóst að ákvæði upplýsingalaga gilda ekki um gögnin og verður kæru í máli þessu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru […], dags. 18. júní 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1215/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku máls sem lauk með úrskurði nr. 1201/2024, með vísan til þess að úrskurðurinn væri haldinn verulegum annmarka. Nefndin taldi að skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, fyrir endurupptöku væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurði nefndarinnar væri haldinn annmarka sem leitt gæti til endurupptöku á ólögfestum grundvelli. Beiðni um endurupptöku var því hafnað. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1215/2024 í máli ÚNU 24060009.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h1> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneyti 19. júní 2024. Með erindinu var framsend beiðni […], blaðamanns hjá Eyjunni, dags. sama dag, um endurupptöku máls ÚNU 23050004 sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024. Í beiðninni kemur fram að beiðandi telji úrskurðinn haldinn verulegum annmarka sem felist í því að í úrskurðinum hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvort fjármála- og efnahagsráðuneyti hafi á sínum tíma, þegar greinargerð setts ríkisendurskoðanda var enn óbirt, verið heimilt að synja honum um aðgang að skjalinu. Aðeins sé í úrskurðinum vísað til þess að þar sem skjalið sé nú orðið opinbert skuli ráðuneytið afhenda það.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024, var það niðurstaða nefndarinnar að meðal annars sökum þess að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefði verið birt á vef Alþingis væru þeir hagsmunir sem áður kynnu að hafa staðið afhendingu greinargerðarinnar í vegi niður fallnir og að fjármála- og efnahagsráðuneyti væri skylt að afhenda hana kæranda.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga er mælt fyrir um endurupptöku stjórnsýslumáls:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> <p> <br /> Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt, og verður málið því ekki endurupptekið á þeim grundvelli. Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir kemur það að mati nefndarinnar til álita ef rökstuddar vísbendingar eru um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Í þeim tilvikum þegar aðstæður breytast frá því lægra sett stjórnvald tekur hina kærðu ákvörðun og þar til úrskurðað er í málinu á æðra stjórnsýslustigi er almenna reglan sú að hið æðra setta stjórnvald á að miða við þau atvik sem liggja fyrir þegar úrskurður er kveðinn upp, en ekki þegar hin kærða ákvörðun var tekin. Úrskurður úrskurðarnefndarinnar í því máli sem óskað er að verði endurupptekið tók mið af þessari almennu reglu.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 23050004 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 19. júní 2024, um endurupptöku máls ÚNU 23050004 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1201/2024, frá 13. júní 2024, er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1214/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku sem litið var svo á að lyti að tveimur málum sem lauk með úrskurðum árin 2020 og 2022. Nefndin taldi að skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, fyrir endurupptöku væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurðum nefndarinnar væru verulegir annmarkar að lögum. Beiðni um endurupptöku var því hafnað. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1214/2024 í máli ÚNU 24060008.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 9. júní 2024, óskaði […] eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1195/2024, frá 5. júní 2024. Í úrskurðinum var það niðurstaða nefndarinnar að hafna endurupptöku tveggja mála sem lyktaði með úrskurðum nr. 910/2020 og 1108/2022.<br /> <br /> Í erindi beiðanda er vísað til þess að í því skyni að gæta jafnræðis hafi úrskurðarnefndinni verið rétt að taka framangreind tvö mál upp, vegna þess að með úrskurði nr. 1164/2023 hafi nefndin gert stjórnvaldi að afhenda gögn af svipuðum meiði og nefndin taldi með úrskurðum í málum beiðanda að hann ætti ekki rétt á að fá afhent.<br /> <br /> Beiðandi vísar til þess að þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, standi ekki sjálfstætt eitt og sér, heldur sé það útfært eftir ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. […]<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu hefur verið óskað eftir endurupptöku máls sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1195/2024, frá 5. júní 2024. Að virtu erindi beiðanda og þeim röksemdum sem í því eru færðar fram lítur nefndin svo á að í reynd sé að nýju óskað endurupptöku þeirra tveggja mála sem lauk með úrskurðum nr. 910/2020 og 1108/2022, og tekur eftirfarandi niðurstaða mið af því.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga er mælt fyrir um endurupptöku stjórnsýslumáls:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> <p> <br /> Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.</p> </blockquote> <p> <br /> Með 1. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga er vísað til upplýsinga um málsatvik sem til staðar voru þegar ákvörðun var tekin en stjórnvaldið hafði ekki undir höndum, eða stjórnvaldið hafði beinlínis rangar upplýsingar undir höndum, ef til vill án þess að gera sér grein fyrir því. Upplýsingar um að úrskurðarnefndin hafi, eftir að úrskurðir í málum kæranda voru kveðnir upp, afgreitt mál sem beiðandi telur sambærilegt sínum með öðrum hætti en mál beiðanda, falla ekki undir ákvæðið. Atvik máls hafa ekki breyst og reynir því ekki á hvort skilyrði 2. tölul. 1. mgr. 24. gr. laganna séu uppfyllt í málum kæranda. Samkvæmt framangreindu eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir kemur það að mati nefndarinnar til álita ef rökstuddar vísbendingar eru um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Svo sem beiðandi bendir á eru starfsmenn Vinnueftirlitsins bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980. Hins vegar er í 2. málsl. sama ákvæðis aukið við inntak þagnarskyldunnar og tilgreint að hún nái til allra upplýsinga sem varða umkvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafns þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og er það sá málsliður sem litið hefur verið á að innihaldi sérstaka þagnarskyldu sem gangi framar ákvæðum upplýsingalaga. Í úrskurði þeim sem beiðandi vísar í til rökstuðnings beiðni sinni reynir á aðrar lagareglur um trúnað upplýsinga en gerði í kærumáli hans.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 9. júní 2024, um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022, er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1213/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Vestmannaferjan Herjólfur ohf. synjaði beiðni um aðgang að rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024, með vísan til þess að áætlunin væri vinnugagn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að gagnið uppfyllti skilyrði þess að teljast vinnugagn. Þá væri í áætluninni ekki að finna neinar þær upplýsingar sem tilgreindar væru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Með vísan til þess var ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs staðfest. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1213/2024 í máli ÚNU 24020010.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 13. febrúar 2024, kærði Oddur Júlíusson synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir einnig Herjólfur) á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 20. desember 2023, óskaði kærandi eftir aðgangi að rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024. Herjólfur synjaði beiðninni með bréfi 27. janúar 2024 og vísaði til þess að um vinnugagn væri að ræða sem væri undanþegið upplýsingarétti.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Herjólfi þann 20. mars 2024 og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 27. mars 2024. Í umsögninni er rakið að rekstraráætlun félagsins sé vinnugagn sem sé undanþegið upplýsingarétti samkvæmt 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Um sé að ræða excel-skjal þar sem finna megi áætlun félagsins um tekjur og útgjöld á tilteknu tímabili. Rekstraráætlunin sé lifandi skjal sem sé kallað fram fyrir stjórnarfundi í þeim tilgangi að vinna út frá því ákvarðanir sem tengjast rekstrinum. Gögnin séu frá félaginu sjálfu og séu ekki afhent út fyrir það. <br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. maí 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði 8. sama mánaðar. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um synjun Herjólfs á beiðni kæranda um aðgang að rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2024 en beiðni kæranda var synjað á þeim grundvelli að um vinnugagn væri að ræða.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að benda á að drög að rekstraráætlun Herjólfs fyrir árið 2024 voru lögð fyrir og samþykkt á fundi stjórnar félagsins 12. desember 2023. Kærandi sendi fyrrgreinda beiðni til Herjólfs 20. sama mánaðar. Af gögnum málsins verður ráðið að Herjólfur hafi ekki afmarkað beiðni kæranda við framangreind drög heldur þá rekstraráætlun sem er unnið með í daglegum rekstri félagsins. Í ljósi beiðni kæranda er ekki tilefni til að gera athugasemdir við þá afmörkun. Að þessu gættu verður ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að því skjali sem var lagt fyrir og samþykkt á fyrrgreindum fundi Herjólfs 12. desember 2023.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geta vinnugögn verið undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.<br /> <br /> Herjólfur afhenti úrskurðarnefndinni skjáskot af excel-skjali sem hefur að geyma rekstraráætlun félagsins. Skjalið ber með sér að stafa frá félaginu sjálfu og kemur þar fram sundurliðað yfirlit yfir áætlaðar tekjur og útgjöld félagsins vegna rekstur þess á árinu 2024. Í umsögn Herjólfs er rakið að skjalið hafi ekki verið afhent öðrum og það sé nýtt til undirbúnings við töku ákvarðana sem tengjast rekstri þess. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar félagsins. <br /> <br /> Að framangreindu gættu er að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál um vinnugagn að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Þá koma ekki fram í skjalinu endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, upplýsingar sem er skylt að skrá eða annað slíkt, sbr. 3. mgr. 8. gr. Verður því að telja að Herjólfi sé heimilt að undanþiggja skjalið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. Verður synjun Herjólfs því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 27. janúar 2024, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1212/2024. Úrskurður frá 9. september 2024 | Utanríkisráðuneyti synjaði beiðni um aðgang að samskiptum í tengslum við þá ákvörðun ráðherra að senda farþegaflugvél til Ísrael til að ferja heim Íslendinga sem þar væru strandaglópar. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á því að hluti gagnanna varðaði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, auk þess sem annar hluti þeirra hefði að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi úr gildi þann hluta ákvörðunarinnar sem var byggður á 1. málsl. 9. gr. laganna og lagði fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu að því leyti. Hins vegar féllst nefndin á að ef þau gögn sem synjað var um aðgang að með vísan til 2. tölul. 10. gr. laganna yrðu afhent kynni það að hafa skaðleg áhrif á tengsl Íslands við þau ríki sem samskiptin vörðuðu og raska mikilvægum almannahagsmunum. Var sá hluti ákvörðunar ráðuneytisins því staðfestur. | <p>Hinn 9. september 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1212/2024 í máli ÚNU 23110004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 2. nóvember 2023, kærði […], fréttamaður á Ríkisútvarpinu, synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Hinn 8. október 2023 birtist tilkynning á vef Stjórnarráðs Íslands með yfirskriftina „Íslendingar í Ísrael verða sóttir“. Þar komu fram upplýsingar um að utanríkisráðherra hefði ákveðið að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til Ísraels. Henni væri ætlað að ferja heim um 120 Íslendinga sem þar væru strandaglópar vegna ófriðarástandsins í landinu sem hefði sett allar samgöngur úr skorðum. Ísland hygðist bjóða Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum laus sæti í vélinni sem ekki nýttust fyrir íslenska ríkisborgara. Degi síðar birtist önnur tilkynning á sama vef þar sem meðal annars kom fram að Íslendingarnir kæmu heim frá Jórdaníu í stað Ísraels. Með tölvupósti til utanríkisráðuneytis, dags. 16. október 2023, óskaði kærandi eftir að fá afhent öll samskipti í tengslum við framangreinda ákvörðun utanríkisráðherra auk upplýsinga um allan kostnað.<br /> <br /> Utanríkisráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi 2. nóvember 2023 en með því fylgdu skjöl, nr. 1 til 35, sem ráðuneytið taldi sér heimilt að afhenda kæranda. Í bréfinu var rakið að upplýsingar hefðu verið afmáðar úr skjölum nr. 20 og 32 með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, annars vegar vegabréfanúmer starfsmanna utanríkisráðuneytisins og hins vegar upplýsingar um fjárhæðir í samningi utanríkisráðuneytisins við Icelandair. Þá kom fram að ráðuneytið teldi sér ekki unnt að afhenda frekari samskipti með vísan til 9. gr. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með tölvupósti 8. nóvember 2023 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum frá kæranda hvort að kæra hans varðaði öll þau gögn eða upplýsingar sem utanríkisráðuneytið hefði synjað um aðgang að. Samkvæmt svari kæranda, sem barst nefndinni degi síðar, var ekki gerður ágreiningur um þann hluta ákvörðunar utanríkisráðuneytisins sem laut að því að afmá fyrrgreindar upplýsingar úr skjölum nr. 20 og 32.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu 10. nóvember 2023 og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Loks var óskað eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið hefði aflað afstöðu einstakra farþega og þeirra ríkja sem borgarþjónusta þess hefði verið í samskiptum við til afhendingar umbeðinna gagna.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 1. desember 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem ráðuneytið taldi að kæran lyti að, nr. 36 til 167.<br /> <br /> Í umsögninni er rakið að skjöl nr. 36–103 hafi að geyma ýmis tölvupóstssamskipti og viðhengi við samskiptin sem varði borgaraþjónustumál. Borgaraþjónusta sé einn mikilvægasti þáttur í starfsemi utanríkisþjónustunnar, það sé að veita íslenskum ríkisborgurum vernd og aðstoð á erlendri grundu, sbr. ákvæði laga um utanríkisþjónustu Íslands, nr. 39/1971. Að mati utanríkisráðuneytisins sé óheimilt að veita almenningi aðgang að upplýsingum um einstaka borgaraþjónustumál þar sem bæði sanngjarnt og eðlilegt sé að slíkar upplýsingar fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Mikilvægt sé að almenningur geti treyst því að samskipti og upplýsingar um einstaka borgaraþjónustumál verði ekki gerð opinber. Að öðrum kosti kynnu íslenskir ríkisborgarar að veigra sér við að hafa samband við borgaraþjónustuna þegar neyð steðji að erlendis. Um sé að ræða gríðarlega vandmeðfarinn málaflokk og í mörgum tilvikum sé um að ræða samskipti við íslenska ríkisborgara í viðkvæmu ástandi. Upplýsingar um slík samskipti eigi ekki erindi við almenning eða fjölmiðla.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga feli í sér heimild til að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari með því að sá samþykki sem í hlut eigi. Á það sé bent að árlega leiti hundruð einstaklinga til borgaraþjónustu ráðuneytisins og raunar varði það mál sem hér sé til umfjöllun eitt og sér hundruði einstaklinga. Í borgaraþjónustumálum sé unnið eftir þeirri vinnureglu að ráðuneytið tjái sig ekki um einstök mál og veiti eðli málsins samkvæmt ekki aðgang að upplýsingum um þau mál. Að leita eftir samþykki allra þeirra sem upplýsingarnar varði sé ógerningur.<br /> <br /> Utanríkisráðuneytið styður synjun sína um aðgang að skjölum nr. 104–167 við 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í skjölunum sé að finna samskipti starfsmanna borgaraþjónustunnar við borgaraþjónustur erlendra ríkja í tengslum við ákvörðun um að bjóða ríkisborgurum nokkurra vinaþjóða laus sæti í vélinni sem ekki hafi nýst fyrir íslenska ríkisborgara. Almannahagsmunir krefjist þess að utanríkisþjónustan geti átt frjálsleg og greið samskipti við utanríkisþjónustur vinaþjóða vegna einstakra mála. Frjálsleg og greið samskipti við aðrar utanríkisþjónustur séu einkar mikilvæg fyrir íslensku utanríkisþjónustuna, til dæmis vegna þess að Norðurlöndin hafa gert með sér samkomulag um gagnkvæma aðstoð til ríkisborgara þeirra í borgaraþjónustumálum. Á grundvelli samkomulagsins geti íslenskir ríkisborgara leitað aðstoðar norrænna sendi- og ræðisskrifstofa á stöðum þar sem Ísland hafi hvorki sendiskrifstofu né ræðismann. Með þessu leitist utanríkisráðuneytið við að tryggja íslenskum ríkisborgurum aðgang að nauðsynlegri aðstoð bjáti eitthvað á og aðstoðar sé þörf. Um sé að ræða mikilvægt úrræði fyrir íslenska ríkisborgara í vanda, sér í lagi í ljósi þess hve lítil utanríkisþjónusta Íslands sé og viðvera í mörgum ríkjum heimsins takmörkuð.<br /> <br /> Afhending upplýsinga um samskipti af framangreindum toga geti haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki og möguleika utanríkisþjónustunnar til að leita liðsinnis borgaraþjónustu vinaríkja. Afhending samskipta um borgaraþjónustumál muni hamla því að utanríkisþjónustan geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu samkvæmt 3. mgr. 1. gr. laga um utanríkisþjónustu Íslands. Þar að auki innihaldi umrædd gögn að jafnaði viðkvæmar upplýsingar um einstaka ríkisborgara viðkomandi ríkis sem að mati ráðuneytisins sé óheimilt að afhenda samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Erlend ríki og ríkisborgarar viðkomandi ríkja verði að geta treyst því að íslensk stjórnvöld geri slík samskipti eða upplýsingar um þeirra einkamál ekki opinber.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytisins var kynnt kæranda með tölvupósti 15. desember 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <br /> Með fyrirspurn 4. júlí 2024 til utanríkisráðuneytisins óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum á efni skjals nr. 104. Utanríkisráðuneytið svaraði erindinu samdægurs og útskýrði meðal annars að skjalið hefði að geyma samskipti á milli borgaraþjónustunnar og ræðismanns Íslands í Ísrael.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum utanríkisráðuneytisins. Eins og áður hefur verið rakið afhenti utanríkisráðuneytið kæranda gögn nr. 1–35 í kjölfar beiðni hans en þar höfðu tilteknar upplýsingar verið afmáðar úr tveimur skjölum. Samkvæmt upplýsingum frá kæranda er þessi þáttur ákvörðunar utanríkisráðuneytisins ekki hluti af kæruefni málsins og kemur því ekki til skoðunar í úrskurði þessum.<br /> <br /> Þau gögn sem utanríkisráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að, nr. 36–167, eiga það sammerkt að tengjast ákvörðun utanríkisráðherra Íslands að senda farþegaflugvél á vegum íslenska ríkisins til að sækja íslenska ríkisborgara og aðra erlenda farþega sem var boðið far með vélinni. Umræddir einstaklingar voru upphaflegir staddir í Ísrael en síðar fluttir til Jórdaníu og sóttir þangað.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Þá er til þess að líta að kærandi er fréttamaður en úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að fjölmiðlar geti haft tilgreinda hagsmuni af aðgangi að gögnum vegna almenns hlutverks þeirra, sbr. t.d. úrskurð nr. 1202/2024.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í umsögn utanríkisráðuneytisins er synjun á afhendingu gagna nr. 104–167 reist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Þar að auki byggir utanríkisráðuneytið á að gögnin innihaldi viðkvæmar upplýsingar um einstaka ríkisborgara tiltekinna ríkja sem óheimilt væri að afhenda samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. laganna.<br /> <br /> Þá segir að ákvæðið eigi við um pólitísk, viðskiptaleg eða annars konar samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki. Þeir hagsmunir sem ákvæðið eigi að vernda séu m.a. góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki. Beiðni um aðgang að slíkum samskiptum verði ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þeim sökum. Í ljósi þess að oft sé um veigamikla hagsmuni að ræða sé ljóst að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu.<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur við mat á því hvort heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga verið litið til þess hvort upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 898/2020, 1037/2021, 1048/2021 og 1124/2023. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins er fjallað um þá almannahagsmuni sem ráðuneytið telur liggja að baki því að synja um aðgang að umbeðnum gögnum. Er þar meðal annars rakið að afhending upplýsinga af þeim toga sem umbeðin gögn hafa að geyma geti haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki og möguleika utanríkisþjónustunnar til að leita liðsinnis borgaraþjónustu vinaríkja.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir fyrirliggjandi gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu inniheldur skjal nr. 104, sem er skjáskot af textaskilaboðum, samskipti á milli borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis og kjörræðismanns Íslands í Ísrael. Samkvæmt þessu verður að telja að umrædd samskipti feli ekki í sér samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður réttur kæranda til aðgangs að skjalinu því ekki takmarkaður á grundvelli ákvæðisins en tekið verður til skoðunar hvort að 1. málsl. 9. gr. standi í vegi fyrir afhendingu skjalsins í lið 3 hér á eftir.<br /> <br /> Að öðru leyti en greinir hér að framan innihalda gögnin samskipti starfsmanna utanríkisráðuneytisins við fulltrúa ýmissa erlendra ríkja. Samskiptin lúta í öllum meginatriðum að skipulagningu þess að sækja ríkisborgara þessara ríkja og flytja þá heim með fyrrgreindri farþegaflugvél. Þá koma fram ýmsar upplýsingar um þessa erlendu ríkisborgara í gögnunum, svo sem nöfn, kennitölur, símanúmer, vegabréfanúmer og fleira.<br /> <br /> Að virtu efni gagnanna fellst úrskurðarnefndin á það mat ráðuneytisins að ef gögnin yrðu afhent kynni það að hafa skaðleg áhrif á tengsl Íslands við umrædd ríki og þannig raska mikilvægum almannahagsmunum sem 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er ætlað að vernda. Þá telur nefndin að ráðuneytið hafi framkvæmt það hagsmunamat sem áskilið er að fari fram samkvæmt 10. gr. með hliðsjón af innihaldi gagnanna. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í athugasemdum við 2. tölul. 10. gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úrskurðarnefndin að ráðuneytinu sé heimilt að takmarka aðgang kæranda að gögnunum. Með hliðsjón af eðli gagnanna telur úrskurðarnefndin enn fremur að ekki komi til álita að leggja fyrir ráðuneytið að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að þessu og öðru framangreindu gættu verður ákvörðun ráðuneytisins staðfest hvað varðar gögn nr. 105 til 167.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að gögnum nr. 36 til 104. Utanríkisráðuneytið telur sér óheimilt að afhenda umrædd gögn með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Að því er varðar takmörkun á aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> </p> <blockquote> <p>Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort gögn innihaldi upplýsingar sem varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Þá er aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skylt samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laganna að veita aðgang að þeim hluta umbeðinna gagna sem ekki eru háðir takmörkunum samkvæmt 6.–10. gr. laganna. Skyldan nær þannig bæði til þess að meta rétt kæranda til aðgangs að hluta og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Í rökstuðningi utanríkisráðuneytisins er aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að umbeðin gögn skuli undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Er þannig ekki gerður greinarmunur á eðli einstakra upplýsinga þannig úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé kleift að leggja mat á hvort aðgangur að einstökum upplýsingum sé til þess fallin að raska þeim einkahagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda. Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að utanríkisráðuneytið hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna þannig að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingunum í gögnunum sem ekki varða einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í þessu samhengi skal á það bent að skjöl nr. 36–38, 41–42 og 44 virðast að hluta til innihalda sömu samskipti og kæranda var veittur aðgangur að með afhendingu skjala nr. 12–17, 26 og 30–31.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að meginmarkmiðið með kæruheimild til nefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Þrátt fyrir að fyrir liggi efnisleg afstaða utanríkisráðuneytisins til afhendingar fyrirliggjandi gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð ráðuneytisins hafi ekki verið fullnægjandi hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að gögnum nr. 36–104. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir þannig á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, og hefur nefndin takmarkaðar forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvaða upplýsingar í gögnunum kunna að varða einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 1. máls. 9. gr. upplýsingalaga og þá hvort að unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna eftir 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun að hluta til úr gildi og leggja fyrir utanríkisráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar hvað varðar umrædd gögn, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 2. nóvember 2023, er felld úr gildi hvað varðar synjun á aðgangi að gögnum nr. 36 til 104 og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda, […], til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Að öðru leyti er ákvörðunin staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1211/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skattskrám ársins 2022 vegna tekna á árinu 2021, sem gerðar væru á grundvelli 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Skatturinn kvað ekki heimilt að afhenda gögnin með vísan til þess að upplýsingar í þeim væru háðar þagnarskyldu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti að 117. gr. laga um tekjuskatt væri sérstakt þagnarskylduákvæði sem gengi almennt framar rétti til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum. Ákvæðið væri grundvallarregla á sviði skattaréttar um trúnað um tekjur og efnahag skattaðila, og umbeðnar upplýsingar féllu undir ákvæðið. Ákvæði 2. mgr. 98. gr. laganna væri undantekningarregla gagnvart þagnarskyldunni í 117. gr. laganna og fæli ekki í sér ríkari fyrirmæli um afhendingu skattskráa en berum orðum fælist í ákvæðinu. Með vísan til þessa auk fleiri sjónarmiða var ákvörðun Skattsins staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1211/2024 í máli ÚNU 23060015.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 12. maí 2023 fór […], fréttamaður á Ríkisútvarpinu, þess á leit við Skattinn að fá afhentar skrár yfir álagða skatta á tekjur einstaklinga og lögaðila árið 2022 vegna tekna ársins 2021. Til stuðnings beiðni sinni vísaði hann til þess að samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, væri heimilt að birta upplýsingar úr skattskrám opinberlega. Þá kom fram í beiðninni að ekki stæði til að birta skrárnar í heild sinni eða selja þær til hagnýtingar, heldur að birta upp úr þeim afmarkaðar upplýsingar í fréttum, fréttaskýringum og tengdu efni með almannahagsmuni að leiðarljósi. Þann 26. maí 2023 hafnaði Skatturinn beiðninni og byggði þá ákvörðun á þagnarskyldu, sbr. 117. gr. og 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Hinn 23. júní 2023 kærði […] framangreinda synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með bréfi, dags. samdægurs, upplýsti úrskurðarnefndin Skattinn um kæruna og gaf stofnuninni frest til 10. júlí 2023 til að skila umsögn um kærumálið og láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í svörum til úrskurðarnefndarinnar hefur Skatturinn áfram byggt á því að umbeðnar upplýsingar falli undir sérstaka þagnarskyldu, sbr. 117. gr. laga um tekjuskatt, og að afrit skattskránna verði af þeirri ástæðu ekki afhent kæranda.<br /> <br /> Í svari Skattsins til úrskurðarnefndarinnar 27. júní 2023 óskaði stofnunin þess, með vísan til þess hve umbeðnar skrár væru umfangsmiklar, að hún þyrfti aðeins að afhenda nefndinni til rannsóknar fyrstu blaðsíður umbeðinna skráa, í stað þess að afhenda þær í heild sinni. Því svari fylgdi afrit af upphafsblaðsíðum umbeðinna skráa. Hinn 10. nóvember 2023 benti úrskurðarnefndin Skattinum á að nefndinni hefðu aðeins verið afhentar nokkrar blaðsíður þeirra skattskráa sem kærumálið lyti að. Óskaði nefndin þess að fá skrárnar afhentar í heild sinni. Svar barst 15. nóvember 2023. Þar kemur fram að skráin sé afar umfangsmikil, um 4.000 blaðsíður í heild sinni, og því sé þess óskað að Skatturinn fái að útvega stærra úrtak af skattskránni til afhendingar svo hægt sé að upplýsa málið. Í svari til Skattsins, dags. 29. nóvember 2023, féllst úrskurðarnefndin á að nefndinni yrði afhent stærra úrtak af skattskrá einstaklinga og lögaðila, og jafnframt að nefndin yrði upplýst um það hvort umbeðin gögn í heild sinni, og kæra málsins lýtur að, væru „að öllu leyti sama eðlis og þau gögn sem nefndinni eru afhent í dæmaskyni“. Hinn 1. desember 2023 barst úrskurðarnefndinni nýtt úrtak úr hinum umbeðnu skattskrám. Nánar tiltekið afhenti Skatturinn úrskurðarnefndinni 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá einstaklinga fyrir árið 2022 og 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá lögaðila fyrir sama ár. Í meðfylgjandi bréfi sagði jafnframt: „Skatturinn staðfestir að umrædd gögn séu sama eðlis og skattskráin í heild sinni.“<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um aðgang að skattskrám ársins 2022 vegna tekna á árinu 2021. Nánar tiltekið er hér um að ræða skrár sem gerðar eru á grundvelli 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, en það ákvæði hljóðar svo með síðari breytingum:<br /> </p> <blockquote> <p>Þegar lokið er álagningu skatta og kærumeðferð, sbr. 99. gr., skal ríkisskattstjóri semja og leggja fram skattskrá fyrir hvert sveitarfélag en í henni skal tilgreina álagðan tekjuskatt hvers gjaldanda og aðra skatta eftir ákvörðun ríkisskattstjóra. Skattskrá skal liggja frammi til sýnis í tvær vikur á hentugum stað. Ríkisskattstjóri auglýsir í tæka tíð hvar skattskrá liggur frammi. Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.</p> </blockquote> <p> <br /> Af þeim gögnum og skýringum sem ríkisstofnunin Skatturinn, sem lýtur yfirstjórn ríkisskattstjóra, hefur látið úrskurðarnefndinni í té í máli þessu verður séð að heildarskattskrá árið 2022 geymir yfirlit yfir einstaklinga og lögaðila vegna álagningar skatta, sundurgreint eftir sveitarfélögum. Skattskrá yfir einstaklinga skiptist í sjö dálka og eru eftirfarandi upplýsingar um hvern gjaldanda fyrir sig: (1) Nafn gjaldanda, (2) fæðingardagur, (3) tekjuskattur, (4) útsvar, (5) fjármagnsskattur, (6) fjársýsluskattur og (7) tryggingagjald. Skattskrá yfir lögaðila skiptist í 10 dálka og eru eftirfarandi upplýsingar um hvern gjaldanda fyrir sig: (1) Heiti gjaldanda, (2) kennitala, (3) tekjuskattur, (4) endurgreiðsla vegna þróunarkostnaðar, (5) útvarpsgjald, (6) tryggingagjald, (7) jöfnunargjald alþjónustu, (8) sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, (9) fjársýsluskattur og (10) sérstakur fjársýsluskattur.<br /> <br /> Hér að framan kom fram að Skatturinn afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki afrit þeirra skattskráa í heild sem kæran lýtur að, heldur fékk nefndin afhentar 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá einstaklinga árið 2022 og 10 blaðsíður af handahófi úr skattskrá lögaðila árið 2022. Nefndin hefur yfirfarið þessi gögn. Skatturinn hefur í skýringum sínum fullyrt að þessi sýnishorn sýni að fullu hvaða upplýsingar komi fram í skránum í heild. Niðurstaða nefndarinnar er að þau varpi að fullu ljósi á það hvernig skattskrárnar eru úr garði gerðar og hvaða upplýsingar koma fram í þeim. Til rannsóknar þess kærumáls sem hér er til meðferðar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og til að kveða upp úrskurð í málinu, er því ekki þörf á því fyrir nefndina að fá frekari aðgang að skránum.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Við framkvæmd upplýsingalaga hefur hins vegar ítrekað verið byggt á því, á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, að hafi þagnarskylduákvæði í öðrum lögum að geyma nánari sérgreiningu þeirra upplýsinga sem halda beri trúnað um en leiði af ákvæðum upplýsingalaga þá teljist slíkt ákvæði fela í sér svonefnda sérstaka þagnarskyldureglu og víki sú þagnarskylda ekki fyrir upplýsingalögum heldur gangi hún þeim framar, sbr. jafnframt dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015.<br /> <br /> Til rökstuðnings fyrir synjun í málinu hefur Skatturinn bent á að það sé grunnregla samkvæmt 117. gr. laga um tekjuskatt að á skattyfirvöldum hvíli þagnarskylda um tekjur og efnahag skattaðila. Þá hefur í skýringum Skattsins til úrskurðarnefndarinnar verið vísað til þess að í ákvæðinu felist sérstök þagnarskylduregla, og að hún eigi við um þær skattskrár sem kærandi hefur óskað aðgangs að.<br /> <br /> Af þessu leiðir að til úrlausnar málsins þarf að taka afstöðu til þess hvort 117. gr. laga um tekjuskatt sé sértakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga og hvort skrárnar sem óskað er aðgangs að falli undir lagaákvæðið.<br /> <br /> Ákvæðið í 117. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, með síðari breytingum, er svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.<br /> <br /> Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu skattyfirvöld gefa Hagstofu Íslands skýrslur, í því formi er Hagstofa Íslands ákveður, um framtaldar tekjur og eignir, álagða skatta og önnur atriði er varða skýrslugerð hennar. Þá er skattyfirvöldum heimilt að veita gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Íslands upplýsingar er nauðsynlegar eru til eftirlits með gjaldeyrismálum, enda standi ákvæði milliríkjasamninga ekki í vegi fyrir því.</p> </blockquote> <p> <br /> Ákvæðinu í 1. mgr. 117. gr. var breytt með 5. gr. laga nr. 71/2019, um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, með síðari breytingum. Í athugasemdum við greinina með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 71/2019 segir m.a. svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Ákvæði 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, 19. gr. laga um yfirskattanefnd, nr. 30/1992, 117. gr. tekjuskattslaga, nr. 90/2003, og 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, hafa að geyma sérstakar þagnarskyldureglur um viðskipti eða hagi einstakra manna og fyrirtækja í vörslum skatt- og tollyfirvalda. Framkvæmd þessara laga hvílir á því að enginn vafi ríki um að upplýsingar sem stjórnvöld afla í krafti afar ríkrar upplýsingaskyldu máls- og skattaðila um tekjur og efnahag þeirra séu ekki aðgengilegar almenningi. Því er lagt til að ákvæðin haldist óbreytt að því frátöldu að við bætist almenn tilvísun til X. kafla stjórnsýslulaga um almenna þagnarskyldu þeirra sem annast framkvæmd laganna.</p> </blockquote> <p> <br /> Samkvæmt orðalagi 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt felst í ákvæðinu þagnarskylda sem hvílir m.a. á starfsmönnum Skattsins og ríkisskattstjóra og er sérgreind með þeim hætti að hún tekur til upplýsinga um „tekjur og efnahag skattaðila.“ Reglan telst að því leyti vera sérstök þagnarskylduregla, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 561/2014.<br /> <br /> Skattskrárnar sem beðið hefur verið um geyma upplýsingar um skatta sem einstaklingar og lögaðilar hafa greitt á árinu 2021. Þær upplýsingar varpa ljósi á tekjur skattaðila á því skattári og geta því fallið, efni sínu samkvæmt, undir þá sérstöku þagnarskyldu sem hvílir á Skattinum og ríkisskattstjóra og kveðið er á um í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, enda leiði ekki önnur sérákvæði laga til annarrar niðurstöðu.<br /> <br /> Sú aðstaða er uppi varðandi skattskrár að um birtingu þeirra er sérstaklega fjallað í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt en ákvæðið er tekið upp orðrétt hér að framan. Til viðbótar við framangreint ákvæði 117. gr. reynir því í máli þessu einnig á túlkun 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt skal skattskrá liggja frammi til sýnis í tvær vikur á tilteknum stað samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra. Í lokamálslið ákvæðisins segir að heimil sé opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta sem fram komi í skattskrám, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta. Þetta ákvæði felur að minnsta kosti að nokkru leyti í sér undantekningu frá sérstakri þagnarskyldu skattyfirvalda um tekjur og efnahag skattaðila samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Það álitamál leiðir af þessari undantekningu hversu víð hún er og að hversu miklu leyti hún víki þagnarskyldu 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt til hliðar. Það er með öðrum orðum álitamál hvort 2. mgr. 98. gr. laganna eigi aðeins við um þá meðferð skattskráa sem þar er beinlínis tilgreind og að öðru leyti taki hin sérgreinda þagnarskylda 1. mgr. 117. gr. laganna við, eða hvort hún leiði til þess að þagnarskyldan samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laganna taki einfaldlega ekki til skattskráa eftir að þær hafa legið frammi eða upplýsingar úr þeim birtar á grunni 2. mgr. 98. gr. laganna.<br /> <br /> Við túlkun 1. mgr. 117. gr. og 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt verður að mati úrskurðarnefndarinnar að horfa til þess að litið hefur verið á ákvæðið í 1. mgr. 117. gr. laganna sem grundvallarreglu á sviði skattaréttar um trúnað sem hvíli á skattyfirvöldum um tekjur og efnahag skattaðila, bæði einstaklinga og lögaðila. Vísast hér m.a. til fyrrgreindra athugasemda með frumvarpi sem varð að lögum nr. 71/2019 og færðu 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 í núverandi horf. Slíkur skilningur á reglunni fær einnig samrýmst þeirri almennu þagnarskyldu sem hvílir á starfsmönnum hins opinbera, sbr. 8. og 9. tölul. 42. gr. stjórnsýslulaga, lögfestum takmörkunum á upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og, hvað varðar einkahagsmuni einstaklinga, 71. gr. stjórnarskrárinnar sem mælir fyrir um friðhelgi einkalífs. Hvað varðar hagsmuni einstaklinga sérstaklega í þessu sambandi má einnig til hliðsjónar, þótt þar reyni á aðgang að öðrum tegundum skráa og upplýsinga en hér eru til úrlausnar, vísa til forsendna úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nefndarinnar nr. 1160/2023 frá 16. nóvember 2023.<br /> <br /> Hér verður einnig að horfa til þess að þrátt fyrir að ákvæðið í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt eigi sér allnokkra forsögu í íslenskum rétti, sbr. t.d. 35. gr. laga nr. 74/1921 og lög nr. 7/1984, en það var með lögfestingu síðarnefndu laganna sem ákvæði um heimild til að birta opinberlega upplýsingar úr skattskrám kom í lög, þá telst það ákvæði í þessu ljósi vera undantekningarregla gagnvart þagnarskyldunni sem lögfest er í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt. Ákvæðið í 2. mgr. 98. gr. laganna verður í því ljósi ekki túlkað rúmt gagnvart ákvæði 1. mgr. 117. gr. sömu laga.<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að þótt skattskrá skuli lögð fram til sýnis í tvær vikur á tilteknum stað eftir ákvörðun ríkisskattstjóra samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt felast ekki í því ríkari fyrirmæli um beina afhendingu á skattskrám en berum orðum felst í ákvæðinu.<br /> <br /> Hvað varðar niðurlagið í 2. mgr. 98. gr. laganna, þar sem segir að heimil sé „opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfa þeirra upplýsinga í heild eða að hluta“, þá er til þess að líta að 2. mgr. 98. gr. laganna lýtur að skyldum ríkisskattstjóra í tengslum við skattskrár. Af ákvæðinu verður ráðið að það er embætti ríkisskattstjóra sem fer með heimild til að birta opinberlega og gefa út skattskrár, í heild eða að hluta, eða eftir atvikum aðili sem hann veitir umboð til slíkrar birtingar og útgáfu. Í ákvæðinu felst ekki skylda skattyfirvalda til að afhenda skattskrár ákveðinna tekjuára í heild sinni, enda getur slík afhending, birting eða útgáfa sem henni tengist kallað á sérstaka skoðun og skilyrði þannig að hún standist lög að öðru leyti, svo sem á grundvelli laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, eða á grundvelli laga um endurnot opinberra upplýsinga, nr. 45/2018. Með vísan til samspils 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt og 2. mgr. 98. gr. sömu laga telst heimildin í niðurlagi síðarnefnda ákvæðisins ekki fela annað í sér en fram kemur í ákvæðinu sjálfu, og jafnframt að þar sé um að ræða heimild sem sé á forræði ríkisskattstjóra. Hún víkur ekki til hliðar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laganna nema þá mögulega um þær upplýsingar sem þegar hafa verið birtar opinberlega með vísan til heimildanna í 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt. Eins og atvikum þessa máls er háttað þá á það ekki við um þær skattskrár sem um hefur verið beðið í þessu máli.<br /> <br /> Eins og leiðir af ákvörðun Skattsins í máli kæranda, dags. 26. maí 2023, þá var því hafnað af hálfu skattyfirvalda að afhending til hans á umbeðnum gögnum yrði byggð á niðurlagsákvæði 2. mgr. 98. gr. laga um tekjuskatt. Þar sem þetta ákvæði felur í sér heimild skattyfirvalda, en ekki skyldu til afhendingar, verður ekki af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál gerð athugasemd við að kæranda hafi verið synjað um afhendingu skattskráa vegna tekjuársins 2021.<br /> <br /> Með vísan til 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt falla umbeðnar upplýsingar undir sérstaka þagnarskyldu þar sem um er að ræða skrár sem geyma upplýsingar um tekjur og efnahag skattaðila í skilningi lagaákvæðisins. Samkvæmt framangreindu verður ákvörðun Skattsins í máli þessu staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun Skattsins, dags. 26. maí 2023, að synja kæranda, […], um aðgang að skattskrám yfir álagða skatta og tekjur einstaklinga og lögaðila á árinu 2022 vegna tekna ársins 2021.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1210/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að myndskeiði í vörslum Fiskistofu sem sýndi brottkast á fiski. Ákvörðun Fiskistofu að synja beiðninni byggðist að hluta til á því að afhending myndskeiðsins væri óheimil vegna hagsmuna útgerða og skipverja, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Nefndin taldi að þótt andlit skipverja hefðu í flestum tilvikum verið gerð ógreinileg teldust þeir engu að síður vera persónugreinanlegir í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá taldi nefndin að það að Fiskistofa hefði ekki á þeim tíma haft lagaheimild til þess að gera þær upptökur af skipverjum sem finna mætti í myndskeiðinu hefði áhrif á mat samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá teldust upplýsingar um það hvort einstaklingur væri grunaður um refsiverðan verknað eða önnur lögbrot almennt vera upplýsingar um einkamálefni viðkomandi sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Með vísan til þessa auk fleiri sjónarmiða taldi úrskurðarnefndin að óheimilt væri að afhenda það myndskeið sem um var deilt í málinu, og staðfesti ákvörðun Fiskistofu. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1210/2024 í máli ÚNU 22110007.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 8. nóvember 2022, kærði […], fréttamaður hjá Fréttastofu Stöðvar 2, ákvörðun Fiskistofu að synja kæranda um aðgang að upptökum úr dróna af brottkasti á fiski.<br /> <br /> Upphaflega fór kærandi þess á leit við Fiskistofu, með erindi dags. 26. ágúst 2021, að fá aðgang að upptökum þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski. Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með erindi, dags. 12. október 2021. Ákvörðunin var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 20. desember 2021, en nefndin vísaði málinu frá með úrskurði nr. 1094/2022 frá 5. október 2022 þar sem kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, var liðinn. Með erindi til Fiskistofu, dags. 24. október 2022, óskaði kærandi á ný eftir gögnunum. Nánar tiltekið var óskað eftir upptökum þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski síðustu tvö ár eða síðan stofnunin hefði byrjað að nota dróna markvisst við veiðieftirlit. Tiltekið mál væri ekki endilega útgangspunktur beiðninnar heldur upptökur dróna þar sem brottkast kæmi í ljós við eftirlitið. Þá var óskað upplýsinga um hvenær eftirlitið hefði átt sér stað og hvers konar fiskiskip hefði verið um að ræða, þ.e. bátar eða togarar. Kærandi tók fram að ef ekki væri unnt að veita aðgang að upplýsingum vegna persónuverndar óskaði kærandi eftir gögnunum þannig að persónugreinanlegar upplýsingar væru afmáðar.<br /> <br /> Fiskistofa svaraði erindi kæranda hinn 25. október 2022. Í svari stofnunarinnar kom fram að Fiskistofa lyti svo á að ný beiðni kæranda lyti að sömu gögnum og óskað hafði verið eftir í ágúst 2021 og kæranda hafði verið synjað um aðgang að 12. október 2021. Afstaða stofnunarinnar væri óbreytt um að óheimilt væri að afhenda myndskeið sem félli undir beiðni kæranda.<br /> <br /> Báðar ákvarðanir Fiskistofu fjalla um beiðni kæranda um aðgang að upptökum þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski. Í hinni síðari frá 25. október 2022 er vísað til hinnar fyrri frá 12. október 2021 þar sem kemur fram að stofnunin hafi afmarkað beiðni kæranda við samsett myndskeið, 5 mínútur og 42 sekúndur að lengd, sem sýni fimm skip að veiðum. Nafn skipanna, umdæmisstafir og skipaskrárnúmer hafi verið gerð ógreinanleg. Í öllum tilvikum sjáist skipverjar um borð og hafi andlit þeirra í flestum tilvikum verið gerð ógreinanleg. Útgerðir skipanna séu allar lögaðilar. Myndskeiðið sýni brottkast á fiski sem talist geti brot gegn 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996, og varðað sviptingu veiðileyfis, sektum eða fangelsi, hvort sem brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Fiskistofa geti ekki útilokað að hægt sé að greina hvaða skip séu í myndskeiðinu og þar með hvaða skipverjar eigi í hlut, þrátt fyrir að andlit skipverja hafi í flestum tilvikum verið gerð ógreinileg og einnig tiltekin einkenni skipanna.<br /> <br /> Í tilvitnaðri ákvörðun Fiskistofu, 12. október 2021, kemur einnig fram að Fiskistofa óskaði eftir afstöðu þeirra útgerða sem koma fyrir í myndskeiðinu. Þeir sem brugðust við erindi Fiskistofu leggist allir gegn afhendingu þess, m.a. með vísan til friðhelgi einkalífs og persónuverndar skipverja.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Fiskistofu með erindi, dags. 8. nóvember 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Fiskistofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Svar Fiskistofu barst úrskurðarnefndinni samdægurs. Þar kemur fram að stofnunin vísi til umsagnar til nefndarinnar, dags. 4. janúar 2022, sem aflað var við meðferð fyrra kærumálsins. Þá sé vísað til rökstuðnings sem fram komi í ákvörðun stofnunarinnar frá því í október 2021 og nánari skýringa sem aflað hafi verið frá Fiskistofu í fyrra máli. Stofnunin telji ekki þörf á að koma á framfæri frekari umsögn eða rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu, dags. 4. janúar 2022, er vísað til þeirra sjónarmiða sem fram komu í ákvörðun Fiskistofu um synjun frá því í október 2021. Þá vísar Fiskistofa til athugasemda í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 57/1996 og skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2019, <em>Eftirlit Fiskistofu</em>, því til stuðnings að ætla megi að ríkir almannahagsmunir standi til þess að gagnsæi ríki um fiskiauðlindina. Komi til þess að Fiskistofa beiti stjórnsýsluviðurlögum vegna brota á ákvæðum laga nr. 57/1996 sé stofnuninni til að mynda skylt að birta opinberlega upplýsingar um sviptingu veiðiheimilda vegna brota á ákvæðum laganna, sbr. 21. gr. laganna. Við slíka birtingu skuli tilgreina heiti skips, skipaskrárnúmer, útgerð skips, tilefni sviptingar og til hvaða tímabils svipting nái.<br /> <br /> Hins vegar sé það mat Fiskistofu að í þessu máli vegi hagsmunir útgerða og skipverja af því að myndskeiðið fari leynt þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að því, með vísan til sjónarmiða í ákvörðun Fiskistofu um að synja kæranda um aðgang. Ekki liggi fyrir samþykki fyrir afhendingu gagnsins. Við mat á hagsmunum útgerða og skipverja af því að myndskeiðið fari leynt hafi Fiskistofa litið til þess að upplýsinganna hafi verið aflað í tengslum við opinbert eftirlit sem hlutaðeigandi útgerðir sæta. Þá telur Fiskistofa ekki unnt að veita aðgang að myndskeiðinu að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingar sem óheimilt sé að afhenda séu svo víða í gagninu.<br /> <br /> Umsögn Fiskistofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Í þeim eru fyrri kröfur ítrekaðar.<br /> <br /> Við meðferð fyrra kærumálsins óskaði úrskurðarnefndin hinn 4. mars 2022 eftir frekari skýringum frá Fiskistofu um atriði í tengslum við lög nr. 57/1996, þ.m.t. um framkvæmd eftirlits Fiskistofu og viðurlög við brotum gegn ákvæðum laganna.<br /> <br /> Fiskistofa lét nefndinni í té frekari skýringar hinn 18. mars 2022. Þar kom fram að stjórnsýsluviðurlög sem Fiskistofa gæti beitt á grundvelli laganna væru áminning og svipting veiði- eða vigtunarleyfis. Stofnunin hefði ekki heimild til þess að beita stjórnvaldssektum. Í 2. mgr. 2. gr. laganna væri kveðið á um að skylt sé að hirða og landa öllum afla sem kemur í veiðarfæri fiskiskipa. Brot gegn ákvæðinu varðaði sektum hvort sem það væri framið af ásetningi eða gáleysi, sbr. 1. mgr. 23. gr. laganna. Ef um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot væri að ræða skyldu þau að auki varða fangelsi allt að sex árum.<br /> <br /> Þannig væri ljóst að þau brot sem um ræddi í málinu gætu varðað sektum eða fangelsi, og væri þá farið með slík mál að hætti sakamála. Málsmeðferð Fiskistofu á stjórnsýslustigi væri óháð mögulegri málsmeðferð lögreglu eða ákæruvalds í sama máli. Skilyrði rannsóknar lögreglu eða ákæruvalds væri ekki að kæra hefði borist frá Fiskistofu, heldur gæti mál verið kært til lögreglunnar án aðkomu stofnunarinnar. Til að mynda væri algengt að Landhelgisgæslan kærði mál, en jafnframt væri ekkert því til fyrirstöðu að almenningur kærði meint brot gegn lögum nr. 57/1996 til lögreglu.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin óskaði á nýjan leik eftir frekari skýringum frá Fiskistofu með erindi, dags. 17. nóvember 2022, meðal annars um afmörkun stofnunarinnar á gagnabeiðni kæranda og tilurð myndskeiðsins sem beiðnin var afmörkuð við. Í svari Fiskistofu, dags. 24. nóvember 2022, er rakið að kærandi hafi upphaflega óskað eftir myndum sem drónar hefðu tekið í tengslum við brottkastsmál. Fiskistofa hafi í kjölfarið boðið kæranda að afmarka beiðnina nánar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, þar sem stofnunin hefði undir höndum drónaupptökur af fjölmörgum skipum. Eins og upphafleg beiðni hefði verið orðuð teldi Fiskistofa rétt að afmarka beiðnina við gagn þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski í nokkrum tilvikum; tiltekið mál væri ekki útgangspunktur beiðninnar heldur upptökur dróna í eftirliti Fiskistofu. Stofnunin hafi beðið kæranda að staðfesta þann skilning, sem kærandi gerði í kjölfarið.<br /> <br /> Beiðni kæranda sem hafi borist í kjölfar frávísunarúrskurðar úrskurðarnefndarinnar hafi verið túlkuð þannig af Fiskistofu að um sömu beiðni væri að ræða, í ljósi fyrri samskipta við kæranda. Ástæða þess að beiðnin hafi verið afmörkuð með þessum hætti hafi verið sú að samkvæmt beiðninni hafi tiltekið mál ekki verið útgangspunktur beiðninnar heldur upptökur dróna þar sem brottkast kæmi í ljós við eftirlit Fiskistofu. Stofnunin búi ekki yfir öðru sambærilegu gagni sem sýni brottkast nokkurra skipa á fiski í tengslum við eftirlit Fiskistofu með drónum þar sem nöfn skipa, umdæmisstafir og skipaskrárnúmer hafi verið gerð ógreinileg, sem og andlit skipverja.<br /> <br /> Um tilurð myndskeiðsins kemur fram að það hafi verið unnið upp úr upptökum, sem liggi fyrir hjá Fiskistofu óklipptar, sem gerðar hafi verið við eftirlit með hverju og einu skipi. Myndskeiðið hafi verið útbúið vegna kynningar Fiskistofu fyrir matvælaráðherra í júní 2021 á þeirri nýjung að notast við dróna í eftirliti með fiskveiðum. Myndskeiðið hafi verið sýnt ráðherra á fundi, og hafi tiltekin atriði verið gerð ógreinileg áður en það var sýnt.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að myndskeiði Fiskistofu sem sýnir brottkast á fiski. Fiskistofa afgreiddi beiðni kæranda með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sem mælir fyrir um rétt almennings til aðgangs að gögnum, en byggði synjun sína á 9. gr. laganna.<br /> <br /> Tilvitnað ákvæði 9. gr. upplýsinglaga er svohljóðandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. laganna með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að ákvæðið sé nokkurs konar vísiregla. Við mat á því hvort rétt sé að undanþiggja upplýsingar aðgangi almennings á grundvelli ákvæðisins verði að taka mið af því hvort þær séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Hafa megi í huga lagaákvæði sem sett hafi verið í því augnamiði að standa vörð um einkamálefni einstaklinga, svo sem ákvæði laga um persónuvernd um viðkvæmar persónuupplýsingar, en engum vafa sé undirorpið að allar upplýsingar af því tagi séu undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, þar á meðal upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Um 2. málsl. ákvæðisins segir í athugasemdunum að óheimilt sé að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Miklu skipti að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.<br /> <br /> Ákvörðun Fiskistofu er að hluta byggð á að afhending gagnsins sé óheimil samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga með vísan til hagsmuna þeirra útgerða sem gera út skipin sem koma fyrir í myndskeiðinu, sem allar séu lögaðilar. Með öðrum orðum, að myndskeiðið innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þessara útgerða sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Ákvörðun Fiskistofu er einnig byggð á því að afhending gagnsins sé óheimil samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga með vísan til hagsmuna þeirra skipverja sem koma fyrir í myndskeiðinu. Með öðrum orðum, að myndskeiðið innihaldi upplýsingar sem varði einkamálefni skipverjanna sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt í skilningi lagaákvæðisins.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér myndskeiðið sem deilt er um aðgang að. Í því má sjá skipverja á fimm skipum varpa afla fyrir borð, en sú háttsemi getur talist vera brot gegn 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996. Fyrir liggur að eitt af skipunum í myndskeiðinu var tímabundið svipt veiðileyfi, en málum gagnvart hinum fjórum lauk með því að útgerðum skipanna var sent svonefnt leiðbeiningabréf. Í samræmi við 21. gr. laga nr. 57/1996 var ákvörðun um sviptingu veiðileyfis birt opinberlega.<br /> <br /> Í myndskeiðinu sem um ræðir og Fiskistofa hefur synjað kæranda um aðgang að hafa verið gerðar ógreinilegar tilteknar upplýsingar, þ.e. heiti viðkomandi skipa og í nær öllum tilvikum jafnframt andlit þeirra skipverja sem sjást á myndskeiðinu. Úrskurðarnefndin telur óhjákvæmilegt annað en að fallast á mat Fiskistofu um að þrátt fyrir að þessar upplýsingar hafi verið gerðar ógreinilegar þá muni vera hægt að bera kennsl á viðkomandi skip út frá öðrum þáttum, svo sem stærð þeirra, búnaði á þeim, lit og lögun. Þrátt fyrir að heiti skipanna hafi verið afmáð sé þannig án vafa hægt að tengja upplýsingarnar í myndskeiðinu við viðkomandi útgerð. Úrskurðarnefndin telur jafnframt að þótt andlit þeirra skipverja sem eru á skipunum hafi verið gerð ógreinileg í flestum tilvikum, en þeir sjást almennt greinilega að öðru leyti í myndskeiðinu, þá séu engu að síður yfirgnæfandi líkur á að hægt sé að tengja upplýsingarnar við tilgreinda einstaklinga með hliðsjón af því á hvaða skipum þeir eru. Upplýsingarnar í myndskeiðinu teljast þannig persónugreinanlegar með óbeinum hætti. Er því jafnframt óhjákvæmilegt annað en að fallast á það með Fiskistofu að á grundvelli upplýsinga í myndskeiðinu sé hægt að bera kennsl á þá skipverja sem um ræðir.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Af hálfu kæranda hefur verið á það bent að hægt sé að fela honum að gæta þess að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr myndskeiðinu áður en að hann birti efni úr því opinberlega. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að hvorki Fiskistofu né úrskurðarnefndinni er heimilt þegar gögn eru afhent almenningi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga að framselja slíkt hlutverk til fjölmiðils eða annarra einkaaðila.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Myndskeiðið sem um ræðir er samsett úr upptökum sem til urðu vegna eftirlits Fiskistofu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar og annarra laga sem um stofnunina gilda. Upptökurnar voru gerðar fyrir júní 2021, en þá var umrætt myndskeið útbúið í þeim tilgangi að sýna það ráðherra eins og fram kemur í svörum Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar 24. nóvember 2022.<br /> <br /> Eftir að þessar upptökur voru gerðar voru sett á Alþingi lög nr. 85/2022, um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (eftirlit Fiskistofu o.fl.). Lögin tóku gildi 14. júlí 2022, en með 8. gr. laganna var þremur nýjum málsgreinum bætt við 2. gr. laga um Fiskistofu, nr. 36/1992. Þær málsgreinar, sem nú koma fram í 2., 3. og 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu, hljóða svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftirlitsmönnum Fiskistofu er heimilt að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Fiskistofu er heimilt að vinna upplýsingar sem þannig er aflað í eftirlitstilgangi eða til söfnunar, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála í samræmi við hlutverk stofnunarinnar. Skal gæta þess að einungis sé rafræn vöktun á þeim stöðum sem nauðsynlegt er talið vegna almannahagsmuna og til þess að eftirlitsmenn Fiskistofu geti uppfyllt eftirlitsskyldu sína. Fiskistofa skal tilkynna með opinberum hætti um fyrirhugað eftirlit með fjarstýrðum loftförum.<br /> <br /> Persónuupplýsingum sem safnast við rafræna vöktun skal eytt þegar ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær en í síðasta lagi þegar heimild til að beita viðurlögum við háttsemi fellur niður. Verði eftirlitsmenn Fiskistofu áskynja um ætlað brot gegn lögum á sviði fiskveiðistjórnar í upplýsingum sem verða til við rafræna vöktun er stofnuninni heimilt að varðveita upplýsingarnar þar til máli telst lokið. Hafi máli lokið með beitingu stjórnsýsluviðurlaga telst því lokið þegar frestur til að höfða dómsmál er runninn út eða endanlegur dómur hefur fallið um það.<br /> <br /> Fiskistofu er ekki heimilt að láta í té upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun nema til lögreglu vegna rannsóknar á ætluðu broti.</p> </blockquote> <p> <br /> Í samhengi við tilvitnaða lagabreytingu má benda á að 28. mars 2023 kvað Persónuvernd upp úrskurð í máli nr. 2021030579, þar sem fjallað var um drónaeftirlit af hálfu Fiskistofu. Í þeim úrskurði var komist að þeirri niðurstöðu að Fiskistofa hefði, áður en framanrakin lagabreyting var gerð, ekki haft fullnægjandi heimild í lögum til þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fólst í því að taka myndbönd af tilteknum einstaklingi með dróna þar sem hann var við veiðar á skipi sínu. Í úrskurði stofnunarinnar er sérstaklega vísað til þess að eftirlit með leynd með þeim hætti sem um var að ræða hafi ekki verið heimilt samkvæmt lögum þegar eftirlitið var framkvæmt.<br /> <br /> Lagareglum um heimildir Fiskistofu að þessu leyti var breytt með tilgreindum lögum nr. 85/2022, eins og að framan greinir. Atvikin sem fjallað er um í úrskurði Persónuverndar urðu fyrir þá lagabreytingu. Upptökurnar sem eru í myndskeiðinu sem deilt er um aðgang að í því máli sem hér er til úrlausnar voru einnig gerðar fyrir þessar lagabreytingar og voru lagaheimildir Fiskistofu við gerð þeirra því þær sömu og lágu til grundvallar í tilvitnuðum úrskurði Persónuverndar.<br /> </p> <h2><strong>5.</strong></h2> <p>Eins og að framan greinir er ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. október 2022, í tilefni af beiðni kæranda um aðgang að gögnum, byggð á 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. að óheimilt sé að afhenda myndskeiðið vegna hagsmuna útgerða þeirra skipa sem birtast í myndskeiðinu annars vegar og vegna hagsmuna skipverja á skipunum hins vegar.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að við úrlausn málsins þurfi jafnframt að líta til þess að samkvæmt 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu eins og því lagaákvæði var breytt með 8. gr. laga nr. 85/2022, og rakið er hér að framan var mælt fyrir um að Fiskistofu sé „ekki heimilt að láta í té upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun nema til lögreglu vegna rannsóknar á ætluðu broti.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Við framkvæmd upplýsingalaga hefur hins vegar verið byggt á því, á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaganna, að hafi þagnarskylduákvæði í öðrum lögum að greina nánari sérgreiningu þeirra upplýsinga sem halda beri trúnað um en leiði af ákvæðum upplýsingalaga þá teljist slíkt ákvæði fela í sér svonefnda sérstaka þagnarskyldureglu og víki sú þagnarskylda ekki fyrir upplýsingalögum heldur gangi hún þeim framar, sbr. dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015.<br /> <br /> Af þessu leiðir að áður en vikið er að því hvort aðgangur að umbeðnu gagni verði takmarkaður á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þarf að taka afstöðu til þess hvort 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu sé almennt eða sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga, og hvort myndskeiðið sem um er deilt í málinu falli undir lagaákvæðið.<br /> <br /> Í 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu er tilgreint að Fiskistofu sé ekki heimilt að láta í té upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun nema til lögreglu vegna rannsóknar á ætluðu broti. Skilja verður samhengi og tilurð málsgreinarinnar með þeim hætti að vísað sé til upplýsinga sem til verða við vöktun og eftirlit sem framkvæmt er með þeim aðferðum sem getið er í 2 mgr. sama lagaákvæðis. Af því leiðir að upplýsingarnar sem ákvæðið vísar til séu sérgreindar en ekki tilgreindar með almennum hætti. Ákvæði 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu telst því sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Við afmörkun á því hvort það tilgreinda myndskeið sem kærandi hefur óskað aðgangs að falli undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði þarf að leysa úr því annars vegar hvort um sé að ræða upplýsingar sem til urðu við rafræna vöktun Fiskistofu í skilningi lagaákvæðisins og hins vegar hvort það hafi þýðingu að upptökurnar urðu til áður en lagaákvæðið var sett.<br /> <br /> Hvað síðarnefnda atriðið varðar bendir úrskurðarnefndin á að lög nr. 85/2022, um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar, tóku gildi 14. júlí 2022. Við 8. gr. þeirra laga, en með henni var hin umrædda þagnarskylduregla lögfest, er ekki tengd nein lagaskilaregla sem mælir fyrir um að undir þagnarskylduna falli aðeins upplýsingar sem til urðu eftir gildistöku hennar. Undir þagnarskylduna falla því upplýsingar „sem til verða við rafræna vöktun“ af hálfu Fiskistofu óháð því hvenær þær upplýsingar urðu til hjá stofnuninni.<br /> <br /> Fyrrnefnda atriðið, þ.e. um það hvort upplýsingar hafi orðið til við „rafræna vöktun“ verður ekki afmarkað jafn skýrlega á grundvelli texta laga um Fiskistofu. Í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 85/2022 er jöfnum höndum notað orðalagið „rafrænt eftirlit“ og „rafræn vöktun“, án þess að ljóst sé hvort gert hafi verið ráð fyrir merkingarmun á þessum orðasamböndum. Sama á við um nefndarálit sem til urðu við meðferð frumvarpsins á Alþingi.<br /> <br /> Til samanburðar skal bent á að í 14. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, er orðasambandið rafræn vöktun sérstaklega afmarkað þannig að það taki til vöktunar sem er viðvarandi eða endurtekin. Í úrskurði Persónuverndar 28. mars 2023, sem áður er vitnað til, var í því ljósi til að mynda ekki talið að sú framkvæmd Fiskistofu að taka myndband af aðila þess máls með dróna teldist rafræn vöktun í skilningi laga um persónuvernd, þótt stofnunin hefði gert athugasemdir við eftirlitið af öðrum ástæðum. Af þessu verður dregin sú ályktun að eftirlit sem Fiskistofa framkvæmir með fjarstýrðum loftförum (drónum) sem búin eru myndavélum til upptöku feli ekki nauðsynlega í sér rafræna vöktun í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.<br /> <br /> Samanburður við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga leysir ekki úr því hvort leggja beri sömu merkingu í orðasambandið „rafræn vöktun“ í þagnarskylduákvæði 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu, sbr. breytingalög nr. 85/2022, og leiðir af 14. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, eða hvort gert hafi verið ráð fyrir því að undir þagnarskylduna skyldu falla upplýsingar sem til yrðu til við eftirlit og vöktun með rafrænum myndavélabúnaði hvort sem um væri að ræða viðvarandi eða endurtekna vöktun eða ekki. Hvorki samræmisskýring við önnur ákvæði laga um Fiskistofu né sjónarmið sem leidd verða af öðrum lögskýringargögnum leysa úr því.<br /> <br /> Þar sem vafi er um afmörkun á því hvort einstakar upptökur sem Fiskistofa hefur aflað sér með drónum falli undir rafræna vöktun í skilningi hinnar sérstöku þagnarskyldu í 4. mgr. 2. gr. laga um Fiskistofu ber í ljósi meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum að leysa úr fyrirliggjandi kærumáli á grundvelli upplýsingalaga, líkt og Fiskistofa gerði í hinni kærðu ákvörðun, enda verða lagafyrirmæli um sérstaka þagnarskyldu ekki túlkuð rúmt gagnvart almennum ákvæðum upplýsinglaganna.<br /> </p> <h2><strong>6.</strong></h2> <p>Með hliðsjón af öllu framangreindu þarf næst að taka afstöðu til þess hvort þær upplýsingar sem fram koma í myndskeiðinu sem um er deilt í máli þessu séu viðkvæmar í þeim skilningi að óheimilt sé að veita almennan aðgang að þeim í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Við mat á einkahagsmunum þeirra lögaðila sem um ræðir, þ.e. útgerða viðkomandi skipa, leiðir af orðalagi 9. gr. upplýsingalaga að líta ber til þess hvort umbeðnar upplýsingar teljist varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Nánara mat um þetta er atviksbundið gagnvart þeim lögaðilum sem í hlut eiga hverju sinni. Af orðalagi lagaákvæðisins leiðir að ekki er nægjanlegt að upplýsingarnar teljist varða virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni heldur þarf að liggja fyrir að sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingar um þá hagsmuni fari leynt með tilliti til heildaratvika máls og annarra hagsmuna sem málefnalegt telst að líta til við beitingu upplýsingalaganna.<br /> <br /> Meginregla upplýsingalaga er sú, sbr. 5. gr. laganna, að stjórnvöldum er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með tilteknum takmörkunum, sbr. 6.–10. gr. sömu laga. Takmarkanir á þessum rétti verða almennt túlkaðar þröngt. Þá búa tiltekin meginmarkmið að baki upplýsingalögum, sbr. 1. gr. laganna, en þeim er ætlað að stuðla að gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna í þeim tilgangi að styrkja m.a. möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, aðhald að opinberum aðilum, möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni og traust á stjórnsýslunni. Þessi markmið mæla almennt með því að upplýsingar um starfsemi hins opinbera séu aðgengilegar almenningi á grundvelli upplýsingalaga, þar á meðal upplýsingar sem til verða við eftirlit stjórnvalda með mikilvægum atvinnuvegum og eftirlit og stýringu á umgengni og nýtingu mikilvægra auðlinda. Til að hægt sé að afhenda gögn með slíkum upplýsingum þurfa einkaaðilar eftir atvikum að sæta því að upplýsingar um hagsmuni þeirra séu gerðar opinberar að einhverju marki jafnvel þótt það valdi þeim óhagræði. Þá verður í sumum tilvikum að byggja á því, m.a. með tilliti til markmiða upplýsingalaga, að gögn með upplýsingum um háttsemi og hagsmuni einkaaðila sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum verði gerð aðgengileg almenningi á grundvelli upplýsingalaga jafnvel þótt viðkomandi upplýsingar varpi ekki sérstaklega ljósi á tilteknar ákvarðanir stjórnvalda eða annarra opinberra aðila, svo sem ef upplýsingarnar tengjast meðferð og ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál kynnu upplýsingar þær, sem fram koma í myndskeiðinu sem kærandi hefur óskað eftir, að valda útgerðum þeirra skipa sem í hlut eiga óhagræði ef þær yrðu gerðar aðgengilegar almenningi á grundvelli upplýsingalaga, af þeirri ástæðu að þar sjást skipverjar kasta afla fyrir borð. Ekki verður útilokað að það óhagræði hefði áhrif á fjárhagslega eða viðskiptalega hagsmuni, jafnvel þótt nokkuð sé um liðið frá því að upptökur í myndskeiðinu voru gerðar. Á hinn bóginn er jafnframt um að ræða upplýsingar um nýtingu þessara aðila á mikilvægri auðlind, sem til urðu í tengslum við eftirlit sem Fiskistofu var falið með lögum. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að aðgangi að umbeðnu gagni verði hafnað á grundvelli hagsmuna útgerða þeirra skipa sem fram koma í myndbandinu. Ekki verður í þessu ljósi séð, hvað útgerðirnar snertir, að gagnið geymi upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt með tilliti til fjárhags- eða viðskiptahagsmuna þeirra.<br /> <br /> Við mat á einkahagsmunum þeirra einstaklinga sem um ræðir, þ.e. skipverjanna á skipunum í myndbrotinu, leiðir af orðalagi 9. gr. upplýsingalaga að líta ber til þess hvort umbeðið gagn geymi upplýsingar um „einka- eða fjárhagsmálefni“ þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.<br /> <br /> Af orðalagi lagaákvæðisins leiðir að almennt er ekki nægjanlegt til að ákvæðið eigi við að upplýsingar sem um ræðir varði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga heldur þarf einnig að liggja fyrir að upplýsingarnar séu viðkvæmar með þeim hætti að það teljist sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt. Líkt og við á um lögaðila, sbr. umfjöllun hér að framan, reynir í þessu sambandi á mat og vægi mismunandi hagsmuna. Hvað einstaklinga varðar verður þó sérstaklega að líta til þess, umfram það sem á við um lögaðila, að einstaklingar njóta verndar friðhelgi einkalífs og fjölskyldu, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá gilda jafnframt sérstakar lagareglur um vernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga en hún er lögfest hér á landi með 2. gr. tilvitnaðra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og birt sem fylgiskjal með þeim lögum. Þrátt fyrir að lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 5. gr. fyrrnefndu laganna, þá hafa sjónarmið um persónuvernd engu að síður þýðingu við það hagsmunamat sem fram þarf að fara við beitingu 9. gr. upplýsingalaga eins og fyrr greinir. Þessi sjónarmið leiða iðulega til þess að það er háð umtalsvert ríkari takmörkunum hvaða upplýsingar um einstaklinga verða afhentar á grundvelli upplýsingalaga heldur en verða afhentar um lögaðila.<br /> <br /> Líkt og fram er komið má í myndskeiðinu, sem Fiskistofa synjaði kæranda um aðgang að, sjá skipverja á fimm skipum varpa afla fyrir borð. Vegna þessarar háttsemi voru mál sem varða skipin og útgerðir þeirra tekin til frekari meðferðar af hálfu Fiskistofu á grundvelli laga um umgengni um nytjastofna sjávar. Meðferð þeirra mála, sem laut að rannsókn á lögbrotum, varðar háttsemi þessara skipverja með beinum hætti. Eins og fyrr segir er það jafnframt afstaða úrskurðarnefndarinnar að á grundvelli upplýsinga í myndskeiðinu megi persónugreina skipverjana.<br /> <br /> Með tilteknum lagafyrirmælum, sbr. ekki síst 21. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar en einnig 9. gr. laga um Fiskistofu, hefur verið tekin sú afstaða að Fiskistofa skuli birta opinberlega upplýsingar um sviptingu veiðiheimilda vegna einstakra skipa. Sú lagaskylda er í samræmi við þau almennu sjónarmið sem vikið var að hér að framan, og almennt verður litið til við beitingu 9. gr. upplýsingalaga, að upplýsingar um starfsemi hins opinbera séu aðgengilegar almenningi á grundvelli upplýsingalaga, þar á meðal upplýsingar sem til verða við eftirlit stjórnvalda með mikilvægum atvinnuvegum og eftirlit og stýringu á umgengni og nýtingu mikilvægra auðlinda. Af lagaskyldunni í 21. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar einni og sér leiðir hins vegar ekki að allir einstaklingar sem falla undir eftirlit Fiskistofu þurfi að sæta því að upplýsingar sem varða þá persónulega og til verða í því eftirliti verði gerðar opinberar, enda sé þess ekki þörf til að fullnægja lagaskyldu 21. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar eða öðrum sambærilegum lagaskyldum eða heimildum stofnunarinnar til birtingar upplýsinga. Um afhendingu upplýsinga af þeim toga fer því eftir almennum sjónarmiðum um beitingu 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Við mat á hagsmunum þeirra skipverja sem fram koma í umbeðnu myndskeiði telur úrskurðarnefndin rétt að líta til áður tilvitnaðrar niðurstöðu Persónuverndar í úrskurði stofnunarinnar, dags. 28. mars 2023, í máli nr. 2021030579, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Fiskistofa hefði ekki haft fullnægjandi heimild í lögum til þeirrar vinnslu persónuupplýsinga sem fólst í drónaeftirliti stofnunarinnar með skipum þar sem hægt var að persónugreina skipverja. Í úrskurði stofnunarinnar er sérstaklega vísað til þess að eftirlit með leynd með þeim hætti sem um var að ræða í málinu hefði ekki verið heimilt samkvæmt lögum þegar eftirlitið var framkvæmt. Lagareglum um heimildir Fiskistofu til þess að nota fjarstýrð loftför með myndavélum við eftirlit sitt var breytt með lögum nr. 85/2022, eins og áður er rakið. Atvik tilvitnaðs úrskurðar Persónuverndar urðu fyrir þá lagabreytingu. Upptökurnar sem eru í myndskeiðinu sem deilt er um aðgang að í því máli sem hér er til úrlausnar voru einnig gerðar fyrir þessar lagabreytingar og voru lagaheimildir Fiskistofu við gerð þeirra því þær sömu og lágu til grundvallar í tilvitnuðum úrskurði Persónuverndar. Verður af þessu ráðið að Fiskistofa hafi ekki haft heimildir í lögum til að gera þær upptökur af skipverjum sem er að finna í myndskeiðinu og kærandi krefst aðgangs að. Þessi aðstaða hefur að mati úrskurðarnefndarinnar áhrif á það heildarmat sem leggja ber til grundvallar um það hvort sanngjarnt sé, í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, að upplýsingar um skipverjana sem fram koma í myndskeiðinu verði afhentar eða ekki.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur jafnframt rétt að benda á að upplýsingar um það hvort einstaklingur hafi verið grunaður um refsiverðan verknað eða önnur lögbrot, að rannsókn máls hafi beinst að honum af því tilefni eða að hann hafi af hálfu stjórnvalda verið tengdur slíku máli, verða almennt taldar þess eðlis að þær geti varða einkalíf hans og teljist viðkvæmar í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar sem fram koma í umræddu myndskeiði eru af þessum toga hvað varðar skipverjana sem fram koma í myndskeiðinu. Ekki verður séð að birting upplýsinga um þá hafi sérstaka þýðingu um tiltekin lögbundin réttindi eða lagalega stöðu þeirra eða annarra, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 704/2017.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar sem fram koma í myndskeiðinu teljist upplýsingar sem varði einkamálefni þeirra skipverja sem þar koma fyrir sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>7.</strong></h2> <p>Að fenginni þeirri niðurstöðu að hagsmunir skipverjanna sem koma fyrir í myndskeiðinu standi afhendingu myndskeiðsins í vegi, þarf að taka afstöðu til þess hvort mögulegt sé að veita aðgang að myndskeiðinu að hluta.<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að ef ákvæði 6.–10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir það myndskeið sem deilt er um aðgang að og telur að upplýsingar sem varða einkamálefni viðkomandi skipverja sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt komi svo víða fyrir í myndskeiðinu að ekki sé unnt að leggja fyrir Fiskistofu að veita aðgang að hluta gagnsins. Þá kemur að mati úrskurðarnefndarinnar ekki heldur til álita að leggja fyrir Fiskistofu að afmá frekari upplýsingar úr myndskeiðinu en þegar hefur verið gert, þar sem stofnuninni er óskylt að gera það samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Fiskistofu, dags. 25. október 2022, að synja […] um aðgang samsettu myndskeiði með upptökum úr drónum vegna eftirlits stofnunarinnar með brottkasti sem sýnir fimm skip að veiðum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1209/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kæranda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Ákvörðun ríkislögmanns var staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1209/2024 í máli ÚNU 24020019.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst erindi frá […] 20. febrúar 2024. Í erindinu kveður kærandi að ríkislögmaður hafi ekki orðið við beiðni um aðgang að umsögnum Landspítala, dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis sem ríkislögmaður aflaði við meðferð bótakröfu kæranda.<br /> <br /> Þann 7. desember 2022 sendi kærandi þessa máls erindi til ríkislögmanns þar sem lögð var fram krafa um viðurkenningu á bótaskyldu vegna tilgreindra atvika. Ríkislögmaður aflaði af því tilefni umsagna frá dómsmálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og Landspítala. Ríkislögmaður hafnaði í kjölfarið viðurkenningu á bótaskyldu með bréfi til kæranda dags. 11. desember 2023. Með erindi til ríkislögmanns, dags. 18. desember 2023, óskaði kærandi eftir rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun að hafna kröfu kæranda um bætur. Þá óskaði kærandi eftir aðgangi að framangreindum umsögnum. Í kjölfar samskipta ríkislögmanns og kæranda í desember 2023, janúar og febrúar 2024, áréttaði ríkislögmaður fyrri afstöðu til kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu með bréfi þann 14. febrúar 2024. Í því bréfi var ekki tekin afstaða til beiðni kæranda um aðgang að gögnunum.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni með erindi, dags. 1. mars 2024. Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 6. mars 2024. Samhliða umsögninni sendi ríkislögmaður kæranda ákvörðun, dags. sama dag, um að hafna gagnabeiðni hans. Þá fylgdi umsögninni afrit af: 1) umsögn dómsmálaráðuneytis, dags. 1. mars 2023, 2) tölvupósti milli Landspítala og ríkislögmanns, dags. 17. apríl 2023, 3) umsögn Landspítala, dags. 24. apríl 2023, 4) tölvupóstum milli heilbrigðisráðuneytis og ríkislögmanns, dags. 1. og 2. nóvember 2023, og 5) umsögn heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. desember 2023.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns er rakið að kærandi hafi sent embættinu erindi um viðurkenningu á bótaskyldu vegna ólögmætra frelsissviptinga. Ríkislögmaður hafi aflað umsagna Landspítala, dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis vegna erindisins og átt í tölvupóstssamskiptum við Landspítala og heilbrigðisráðuneyti. Afstaða stjórnvalda hafi verið að skilyrði bótaskyldu væru ekki fyrir hendi. Í ákvörðun um að hafna beiðni kæranda um aðgang að framangreindum gögnum er vísað til þess að þau séu undanþegin upplýsingarétti, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 2. mgr. 14. gr. sömu laga. Þá sé ekki talið tilefni til að veita ríkari aðgang að gögnunum en skylt er, sbr. 2. mgr. 11. gr. sömu laga.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. mars 2024, og afstöðu kæranda óskað til þess hvort hann vildi að málinu yrði haldið áfram í ljósi þess að gagnabeiðni hans hefði nú verið afgreidd. Kærandi brást við erindi úrskurðarnefndarinnar 18. mars og 9. apríl 2024. Af erindunum taldi nefndin ráðið að hann vildi að málinu yrði haldið áfram. Kærandi upplýsti nefndina 20. mars 2024 um að Landspítali hefði afhent kæranda umsögn sína í málinu. Eftir stæði því að skera úr um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum dóms- og heilbrigðisráðuneyta.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum sem ríkislögmaður aflaði frá nánar tilgreindum stjórnvöldum vegna erindis kæranda til ríkislögmanns þar sem krafist var viðurkenningar á bótaskyldu.<br /> <br /> Kærandi hefur upplýst úrskurðarnefndina um að hann hafi fengið umsögn Landspítala afhenta. Eftir stendur að skera úr um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum dómsmálaráðuneytis, dags. 1. mars 2023, og heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. desember 2023. Vegna síðargreindu umsagnarinnar liggja einnig fyrir þrír tölvupóstar, nánar tiltekið einn tölvupóstur frá starfsmanni heilbrigðisráðuneytisins til ríkislögmanns dags. 1. nóvember 2023 og tveir tölvupóstar með svörum ríkislögmanns, dags. 1. og 2. nóvember 2023, þar sem fjallað er efnislega um kröfu kæranda um viðurkenningu bótaskyldu. Þar sem gögnin urðu til í tilefni af bótakröfu kæranda telur úrskurðarnefndin að þessi gögn falli undir kæruefni málsins og að um rétt kæranda til aðgangs að þeim fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem varðar aðgang að upplýsingum um aðila sjálfan. Með ákvörðun ríkislögmanns 6. mars 2024 var því hafnað að afhenda kæranda þessi gögn, bæði umsagnirnar og nefnda tölvupósta.<br /> <br /> Í umsögn dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns kemur fram að umsögninni fylgi gögn sem fyrir liggi í ráðuneytinu. Þessi gögn voru ekki á meðal þeirra sem ríkislögmaður afgreiddi með ákvörðun sinni til kæranda, dags. 6. mars 2024, og koma því ekki til umfjöllunar í þessum úrskurði. Vilji kærandi láta reyna á rétt sinn til aðgangs að þeim gögnum skal erindi um það beint til ríkislögmanns eða ráðuneytisins.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Ákvörðun ríkislögmanns byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. laganna eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. gr. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer ríkislögmaður með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytisins fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annaðhvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> <br /> Ríkislögmaður aflaði þeirra umsagna sem deilt er um aðgang að í málinu í tilefni af erindi kæranda til embættisins, dags. 7. desember 2022. Áðurnefndir tölvupóstar sem bárust milli ríkislögmanns og heilbrigðisráðuneytisins 1. og 2. nóvember 2023 urðu einnig til í tilefni af sama erindi kæranda. Með erindinu fór kærandi meðal annars fram á viðurkenningu á bótaskyldu vegna ólögmætra frelsissviptinga. Yfirskrift I. kafla erindisins er „krafa um viðurkenningu á bótaskyldu ríkisins gegn aðvörun um málshöfðun“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram afstaða dómsmálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis til krafna og röksemda kæranda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærandi hafi eða muni höfða dómsmál telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir og tölvupóstsamskipti hafi lotið að könnun á réttarstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að ríkislögmanni hafi verið heimilt að hafna beiðni kæranda um framangreindar umsagnir á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun ríkislögmanns því staðfest, eins og greinir í úrskurðarorði. Sama á við um tölvupósta sem sendir voru milli ríkislögmanns og heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. og 2. nóvember 2023.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun ríkislögmanns, dags. 6. mars 2024, að synja […] um aðgang að umsögn dómsmálaráðuneytis, dags. 1. mars 2023, umsögn heilbrigðisráðuneytis, dags. 1. desember 2023, og tölvupóstssamskiptum frá 1. og 2. nóvember 2023 milli ríkislögmanns og heilbrigðisráðuneytis vegna umsagnar ráðuneytisins.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1208/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Fiskistofu. Ákvörðun Fiskistofu að synja beiðni kæranda var byggð á 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, með vísan til þess að meðferð beiðninnar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Fiskistofa hefði með fullnægjandi hætti sýnt fram á að skilyrði þess að ákvæðinu yrði beitt væru uppfyllt í málinu. Var ákvörðun Fiskistofu því staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1208/2024 í máli ÚNU 23090017.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 29. september 2023, kærði […] synjun Fiskistofu á beiðni félagsins um aðgang að gögnum. Greinargerð með kæru ásamt fylgiskjölum barst úrskurðarnefndinni 2. október 2023.<br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að með bréfi 12. júní 2023 tilkynnti Fiskistofa kæranda að stofnunin hefði til meðferðar ætluð brot skipstjóra nánar tiltekins fiskiskips gegn reglugerð um skráningu og skil aflaupplýsinga, nr. 298/2020. Með erindi til Fiskistofu 24. sama mánaðar óskaði kærandi meðal annars eftir aðgangi að gögnum allra samskonar mála frá upphafi strandveiða árið 2008, nánar tiltekið þeirra mála sem vörðuðu möguleg og/eða ætluð brot skipstjóra fiskiskipa gegn sams konar ákvæðum og kæmu fram í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr. og/eða 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. reglugerðar um skráningu og skil aflaupplýsinga, nr. 298/2020. Í þessu samhengi óskaði kærandi sérstaklega eftir gögnum í málum þar sem Fiskistofa hefði ákveðið, að lokinni yfirferð gagna, að hefja ekki málarekstur gegn skipstjóra.<br /> <br /> Með tölvupósti til kæranda, dags. 6. júlí 2023, óskaði Fiskistofa eftir því að kærandi afmarkaði beiðni sína frekar til þess að flýta afgreiðslu hennar. Fiskistofa ítrekaði beiðnina með tölvupóstum 25. og 28. júlí 2023 og vakti athygli á að ef ekki yrði fallist á að afmarka beiðni gæti það leitt til þess að henni yrði hafnað á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Með bréfi, dags. 29. ágúst 2023, synjaði Fiskistofa beiðni kæranda með vísan til umrædds ákvæðis.<br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að umbeðin gögn geti varpað ljósi á hvort stjórnsýslumál, þar sem Fiskistofa kanni mögulega beitingu refsi- og/eða stjórnsýsluviðurlaga gegn kæranda vegna ætlaðra brota gegn reglugerð nr. 298/2020, feli í sér frávik frá venjubundinni framkvæmd stofnunarinnar í sambærilegum málum. Vakin sé athygli á því að Fiskistofa hafi ekki vísað frá beiðni kæranda á grundvelli 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga heldur afgreitt hana efnislega og synjað með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Skilyrði ákvæðisins séu ekki uppfyllt enda bendi ekkert til þess að Fiskistofa hafi framkvæmt raunverulegt mat á fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni kæranda lúti að og hið sama gildi um mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðnina. Liggi því ekkert fyrir um hvort vinnsla á beiðni kæranda muni leiða til umtalsverðar skerðingar á möguleikum Fiskistofu til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Þá hafi Fiskistofa ekki leiðbeint kæranda um hvernig hann skyldi afmarka beiðni sína svo unnt væri að afgreiða hana og þar með vanrækt leiðbeiningarskyldu sína gagnvart kæranda, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Fiskistofu með erindi, dags. 4. október 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Fiskistofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu, dags. 27. október 2023, kemur meðal annars fram að stofnunin hafi óskað þess að kærandi myndi afmarka beiðni sína nánar til þess að flýta afgreiðslu beiðninnar þar sem hún hafi verið of víðtæk, enda taki hún til allra mála sem hafi varðað tiltekin ákvæði eða sambærileg fyrri ákvæði á 15 ára tímabili án nokkurrar takmörkunar. Sjónarmiðum kæranda um að stofnunin hafi ekki gætt að leiðbeiningarskyldu sinni sé hafnað.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu er rakið að farið hafi fram skoðun á þeim málum sem hafi fallið undir beiðni kæranda. Notast hafi verið við tiltekinn málalykil í málakerfi stofnunarinnar og við þá leit hafi komið upp 1.300 mál frá árinu 2018. Í ljósi umfangs beiðninnar hafi ekki verið gerð sérstök leit í eldra málakerfi en kæranda bent á að leita til Þjóðskjalasafns Íslands vegna gagna eldri en frá árinu 2018.<br /> <br /> Til að varpa betra ljósi á umfang þeirra gagna sem beiðni kæranda lúti að hafi Fiskistofa tekið saman lista yfir mál frá árunum 2019–2023. Skoðunin hafi leitt í ljós að á tímabilinu hafi verið 475 mál sem falli undir beiðni kæranda en í hverju máli sé að jafnaði að finna andmælabréf, ákvörðun eða leiðbeiningarbréf, skýrslu veiðieftirlitsmanns og skjáskot af vanskilum útgerða. Ógerlegt sé að verða við beiðni kæranda með hliðsjón af fjölda mála, þrátt fyrir að hún yrði afmörkuð við fimm ára tímabil í stað 15 ára. Fyrirsjáanlegt sé miðað við magn gagna, að vinnsla muni taka mikinn tíma enda geti gögnin numið þúsundum, auk þess sem leggja þurfi mat á hvert og eitt skjal með tilliti til einkahagsmuna og persónuverndar. Í ljósi umfangs beiðninnar hafi skilyrði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga verið uppfyllt og því skuli staðfesta ákvörðun stofnunarinnar.<br /> <br /> Umsögn Fiskistofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. október 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með frekari athugasemdum 3. desember 2023.<br /> <br /> Kærumálið var tekið fyrir á fundi úrskurðarnefndarinnar 13. júní 2024. Afgreiðslu málsins var frestað í þeim tilgangi að afla nánari skýringa hjá Fiskistofu á umfangi þeirra mála sem féllu undir beiðni kæranda. Í samskiptum úrskurðarnefndarinnar og Fiskistofu var fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar nánar afmörkuð við handahófskennt úrtak mála úr lista þeirra 475 mála frá árunum 2019 til 2023 sem féllu undir beiðni kæranda. Til viðbótar við upplýsingar sem fram komu í nefndum samskiptum fékk úrskurðarnefndin með tölvupósti 24. júní 2024 afhentar frá Fiskistofu tilteknar upplýsingar um umfang þeirra mála sem afmörkunin náði til.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Fiskistofu en stofnunin synjaði beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í ákvæðinu kemur fram að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það geti aðeins átt við í ítrustu undantekningartilvikum. Beiting heimildarinnar krefjist þess að umfang upplýsingabeiðni sé slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur lagt á það áherslu í úrskurðarframkvæmd sinni að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt. Rökstuðningur þess sem kæra beinist að þarf bæði að innihalda mat á umfangi beiðninnar og rök fyrir því hvernig afgreiðsla beiðninnar sé til þess fallin að leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum aðilans til að sinna öðrum hlutverkum sínum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1138/2023, nr. 1127/2023 og 1142/2023.<br /> <br /> Við mat á umfangi beiðni hefur það grundvallarþýðingu að fyrir liggi fullnægjandi upplýsingar annars vegar um fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni lýtur að og hins vegar um þá vinnu sem afgreiðsla beiðninnar krefst með hliðsjón af eðli eða efnisinnihaldi málanna eða gagnanna. Þá skiptir miklu að lagt sé mat á þann heildartíma sem vænta má að það taki að afgreiða beiðnina. Þeir þættir afgreiðslunnar sem telja má að tilheyri því mati eru m.a. afmörkun beiðni við mál eða gögn í vörslum viðkomandi aðila, skoðun á þeim málum eða gögnum sem afmörkunin skilar með hliðsjón af því bæði hvort þau falli í reynd undir beiðni og hvort takmörkunarákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga eigi við, og útstrikun upplýsinga úr þeim gögnum sem til greina kemur að afhenda, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Fiskistofa afhenti úrskurðarnefndinni með umsögn sinni lista yfir öll mál á árunum 2019–2023 sem stofnunin taldi falla undir beiðni kæranda en um er að ræða 475 mál. Í umsögninni kemur fram að í hverju máli sé að jafnaði að finna andmælabréf, ákvörðun eða leiðbeiningar, skýrslu veiðieftirlitsmanns og skjáskot af vanskilum útgerða. Fyrirsjáanlegt sé miðað við magn gagna að vinnsla muni taka mikinn tíma enda geti gögnin numið þúsundum og þá þurfi einnig að leggja mat á hvert og eitt gagn með tilliti til einkahagsmuna og persónuverndar. Þá er rakið í umsögninni að vegna umfangs beiðni kæranda hafi ekki verið gerð leit í eldra málakerfi stofnunarinnar og kæranda bent á að hann gæti leitað til Þjóðskjalasafns Íslands vegna gagna eldri en frá árinu 2018.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu liggur ekki fyrir endanleg afmörkun á fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni kæranda kann að lúta að enda liggur fyrir að athugun Fiskistofu beindist fyrst og fremst að gögnum í vörslum stofnunarinnar frá árunum 2019–2023. Þrátt fyrir að rannsókn stofnunarinnar og skýringar hennar taki þannig fyrst og fremst aðeins til fimm af þeim 15 árum sem gagnabeiðnin tekur til telst stofnunin engu að síður hafa sýnt fram á að á þessum fimm árum liggja fyrir að minnsta kosti 475 mál sem falla undir gagnabeiðni kæranda. Hvert þessara mála inniheldur að jafnaði allnokkuð magn af skjölum, þar á meðal brotaskýrslu, vigtarnótur, gögn úr afladagbókum, andmælabréf aðila máls og ákvörðun viðkomandi máls eða leiðbeiningabréf hafi verið um það að ræða, en sumum þeirra mála sem falla undir beiðni kæranda hefur verið lokið með slíku bréfi. Þá liggja í allnokkrum hluta málanna fyrir frekari gögn, svo sem um rannsókn atvika, gögn um lögskráningar og samskipti við önnur stjórnvöld.<br /> <br /> Fiskistofa hefur bent á að leggja þurfi mat á hvert og eitt skjal í þeim málum sem um ræðir með tilliti til einkahagsmuna og persónuverndar, en í því felst m.a. að leggja þarf mat á hvort gögnin innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar um þá einstaklinga sem í hluta eiga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsinglaga. Fyrirsjáanlegt sé miðað við magn gagna, að vinnslan muni taka mikinn tíma.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar að Fiskistofa hafi með fullnægjandi hætti sýnt fram á að þau skjöl sem falla undir gagnabeiðni kæranda séu mjög mikil að umfangi. Það er jafnframt mat nefndarinnar að Fiskistofa hafi með fullnægjandi hætti sýnt fram á að þessi gögn þurfi að yfirfara með tilliti til einkahagsmuna þeirra einstaklinga sem í hlut eiga. Þá telur nefndin, þrátt fyrir að Fiskistofa hafi ekki lagt með beinum hætti mat á umfang þeirrar vinnu sem úrvinnsla beiðninnar myndi taka, að hér hafi stofnunin sýnt með nægjanlega skýrum hætti fram á að meðferð og afgreiðsla beiðninnar myndi taka svo mikinn tíma eða krefjast svo mikillar vinnu að af þeim sökum sé ekki fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds verður ákvörðun Fiskistofu staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Fiskistofu, dags. 29. ágúst 2023, að synja kæranda, […], um aðgang að gögnum er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1207/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kærenda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kærenda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Hins vegar voru kærendur taldir eiga rétt til aðgangs að fylgigögnum sem fylgdu einni umsögninni. Að öðru leyti var ákvörðun ríkislögmanns staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1207/2024 í máli ÚNU 23060022.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 28. júní 2023, kærði […] lögmaður, f.h. […], synjun embættis ríkislögmanns, dags. 1. júní 2023, á beiðni um gögn.<br /> <br /> Lögmaður kærenda sendi bréf til ríkislögmanns 22. febrúar 2023 og hafði þar uppi kröfu um skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Í bréfinu var gerð nánari grein fyrir kröfunni en grundvöllur hennar var í meginatriðum að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði staðið ranglega að úthlutun söluverðs í kjölfar nauðungarsölu á fasteign kærenda. Í niðurlagi bréfsins kom fram að kærendur áskildu sér meðal annars allan rétt til að fylgja málinu eftir með málshöfðun yrði bótaskyldu hafnað.<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ráðið að ríkislögmaður hafi óskað eftir umsögnum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneyti um kröfur kærenda. Umsögn barst frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 27. mars 2023 og frá dómsmálaráðuneyti 31. sama mánaðar. Ríkislögmaður svaraði í kjölfarið kærendum 19. maí 2023 þar sem kröfum þeirra var hafnað.<br /> <br /> Með tölvupósti 26. maí 2023 fór lögmaður kærenda fram á að fá afrit af framangreindum umsögnum. Ríkislögmaður synjaði beiðninni með tölvupósti 1. júní sama ár með vísan til þess að umsagnirnar væru undanþegnar upplýsingarrétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá tiltók ríkislögmaður að ekki væri tilefni til að veita ríkari aðgang að gögnunum en skylt væri samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og veitti leiðbeiningar um kæruheimild.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru er á því byggt að ákvörðun ríkislögmanns sé ólögmæt og að umsagnirnar séu ekki undanþegnar upplýsingarrétti. Kærendur byggi kröfu sína um aðgang að umsögnunum meðal annars á 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Fyrir liggi að ríkislögmaður hafi aflað umsagna sem lúti að málefnum kærenda. Efni umsagnanna varði mikilsverða, beina, sérstaka og lögvarða hagsmuni kærenda og því brýnt að þau fái aðgang að þeim. Þá verði ekki séð að takmarkanir samkvæmt 17. gr. stjórnsýslulaga eigi við þar sem umbeðin gögn varði einungis mál kærenda og málsmeðferð hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu við úthlutun á söluverði fasteignar þeirra í kjölfar nauðungarsölu.<br /> <br /> Ríkislögmaður hafi aflað umsagnanna í tilefni af erindi kærenda til ríkislögmanns þar sem óskað hafi verið eftir afstöðu til skaðabótaskyldu ríkisins. Ekki sé um að ræða dómsmál líkt og sé áskilið í 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og eigi ákvæðið því ekki við auk þess sem önnur skilyrði ákvæðisins séu ekki uppfyllt.<br /> <br /> Kærendur benda á að ríkislögmaður hafi ekki talið tilefni til að veita aukinn aðgang að umbeðnum gögnum eftir 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að gögnunum varði einkahagsmuni kærenda og þagnarskylda eða önnur lagaákvæði standi því ekki í vegi að þau eigi rétt á umræddum gögnum. Þá verði ekki séð að ríkislögmaður hafi rökstutt ákvörðun sína um að hafna aðgangi á grundvelli 2. mgr. 11. gr. líkt og sé skylt samkvæmt frumvarpi til upplýsingalaga. Loks falli gögnin ekki undir þær takmarkanir sem komi fram í 6. og 10. gr. upplýsingalaga og geti því 2. mgr. 14. gr. ekki staðið í vegi fyrir afhendingu gagnanna til kærenda.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni 28. júní 2023 og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að ríkislögmaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 5. júlí 2023 og meðfylgjandi henni voru gögnin sem embættið taldi að kæran lyti að. Í umsögninni kemur fram að umbeðnar umsagnir hafi verið ritaðar gagngert í tengslum við úrlausn um bótakröfu kærenda og birtist þar afstaða viðkomandi stjórnvalda til kröfunnar. Enda þótt ríkislögmaður teljist sérfróður aðili í skilningi upplýsingalaga sé skýrt í úrskurðarframkvæmd að ekki skipti máli hvort ríkislögmaður hafi átt frumkvæði að bréfaskiptunum eða þau stjórnvöld sem í hlut eigi. Þá hafi ekki verið gerð sú krafa að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að mál hafi verið höfðað. Undanþágunni verði á hinn bóginn eingöngu beitt þegar gögn verði til eða sé aflað í tengslum við réttarágreining líkt og í því tilviki sem hér sé til skoðunar. Sé það því afstaða ríkislögmanns að embættinu sé óheimilt að veita aðgang að umsögnunum.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kærendum 5. júlí 2023 en með tölvupósti 10. sama mánaðar upplýsti lögmaður kærenda að ekki yrðu lagðar fram frekari athugasemdir í málinu.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins og sjónarmiðum kærenda við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um ákvörðun embættis ríkislögmanns að synja kærendum um aðgang að umsögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneyti. Samkvæmt gögnum málsins var umsagnanna aflað að beiðni ríkislögmanns og í tilefni af bréfi lögmanns kærenda sem barst embættinu 22. febrúar 2023.<br /> <br /> Ríkislögmaður afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af framangreindum umsögnum en meðfylgjandi umsögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu voru sjö fylgiskjöl. Verður því tekin afstaða til þess í úrskurðinum hvort að kærendur eigi rétt til aðgangs að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li>Umsögn dómsmálaráðuneytisins, dags. 31. mars 2023.</li> <li>Umsögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 27. mars 2023, ásamt eftirfarandi fylgiskjölum: <ul> <li>Mótmæli kærenda við frumvarp að úthlutunargerð, dags. 4. janúar 2018, ásamt fylgiskjölum.</li> <li>Athugasemdir Arion banka hf. vegna mótmæla kærenda við frumvarp að úthlutunargerð, dags. 8. febrúar 2018, ásamt fylgiskjölum.</li> <li>Mótmæli kærenda við athugasemdir Arion banka hf., dags. 9. febrúar 2018.</li> <li>Upplýsingar um útgreiðslu söluverðs, stimplað um greiðslu 12. desember 2018.</li> <li>Dómur Hæstaréttar Íslands 12. desember 2017 í máli nr. 707/2017.</li> <li>Úrskurður Landsréttar 3. október 2018 í máli nr. 505/2018.</li> <li>Ákvörðun Hæstaréttar Íslands 13. nóvember 2018 í máli nr. 2018-200.</li> </ul> </li> </ol> <p> <br /> Framangreind fylgiskjöl með umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varða öll nauðungarsölu á fasteign kærenda sem fram fór hjá embættinu og var tilefni þeirrar bótakröfu sem kærendur settu fram á hendur íslenska ríkinu með fyrrgreindu bréfi til ríkislögmanns 22. febrúar 2023. Gögn undir liðum 1–4 bera með sér að hafa verið á meðal málsgagna við meðferð málsins fyrir Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en gögnin, að undanskildu skjali undir lið 4, virðast einnig hafa verið á meðal fylgigagna með bréfi lögmanns kærenda til ríkislögmanns. Þá hafa gögn undir liðum 5–7 að geyma úrlausnir dómstóla í tveimur dómsmálum sem kærendur voru aðilar að og sem bæði vörðuðu umrædda nauðungarsölu. Loks er í framangreindum umsögnum að finna afstöðu dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til krafna og röksemda kærenda.<br /> <br /> Í framangreindum gögnum er að finna upplýsingar um kærendur sjálfa, ýmsar upplýsingar um fasteign sem var í þeirra eigu og upplýsingar sem stafa beinlínis frá þeim. Telur nefndin að um aðgang kærenda að þessum upplýsingum fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um aðgang að upplýsingum um aðila sjálfan.<br /> <br /> Tekið skal fram að þrátt fyrir að hluti framangreindra gagna beri með sér, eins og fyrr segir, að hafa verið hluti af málsgögnum við meðferð nauðungarsölumálsins hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu verður ekki talið að 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, sem tiltekur að lögin gildi ekki um nauðungarsölu o.fl., geti staðið í vegi fyrir afhendingu þessara gagna frá ríkislögmanni til kærenda. Þá skal einnig tekið fram, með vísan til fyrri úrskurðarframkvæmdar úrskurðarnefndar um upplýsingamál um aðgang að gögnum í vörslum ríkislögmanns, og þar sem hér reynir á aðgang að gögnum sem varða viðbrögð stjórnvalda við einkaréttarlegri kröfu um skaðabætur úr hendi ríkisins, verður leyst úr rétti kærenda til aðgangs að umbeðnum gögnum hjá ríkislögmanni eftir ákvæðum upplýsingalaga en ekki á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Synjun ríkislögmanns byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> <br /> Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytis fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annað hvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Eins og áður hefur verið rakið aflaði ríkislögmaður umsagna frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneyti í tilefni þess að embættinu barst bréf frá lögmanni kærenda 22. febrúar 2023. Með bréfinu fóru kærendur meðal annars fram á að íslenska ríkið greiddi þeim skaðabætur og var þess getið í bréfinu að kærendur áskildu sér allan rétt til að fylgja málinu eftir með málshöfðun yrði bótaskyldu hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram, eins og fyrr segir, afstaða dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til krafna og röksemda kærenda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærendur hafi eða muni höfða dómsmál á hendur viðkomandi stjórnvöldum telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir hafi lotið að könnun á réttarstöðu þeirra vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að umbeðnar umsagnir falli undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður synjun ríkislögmanns á afhendingu þessara gagna því staðfest.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að taka afstöðu til þess hvort kærendur eigi rétt til aðgangs að þeim fylgigögnum sem voru meðfylgjandi umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns.<br /> <br /> Í fyrsta lagi er um að ræða gögn sem bera með sér, eins og fyrr segir, að hafa verið á meðal málsgagna í nauðungarsölumálinu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Svo sem fyrr segir virðast þessi gögn, að undanskildu skjali sem hefur að geyma upplýsingar um útgreiðslu söluverðs, hafa verið meðfylgjandi bréfi kærenda til ríkislögmanns frá 22. febrúar 2023.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ákvæði upplýsingalaga, nr. 140/2012, bæði þau ákvæði sem varða upplýsingarétt almennings, sbr. 5. gr. laganna, og rétt aðila til aðgangs að upplýsingum sem varða hann sjálfan, sbr. 14. gr. laganna, byggjast á því að hægt sé að óska aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá stjórnvöldum með þeim takmörkunum sem af lögum leiða. Í því efni skiptir almennt ekki máli hvort umbeðin gögn hafa í upphafi borist stjórnvöldum frá þeim sem óskar aðgangs að þeim, enda getur það verið þáttur í upplýsingarétti að fá staðreynt hvaða gögn liggja fyrir hjá stjórnvöldum.<br /> <br /> Framangreindu til viðbótar hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirfarið efni þessara gagna. Efni þeirra getur ekki talist geyma neinar upplýsingar sem setja má í tengsl við réttarágreining né heldur kemur neitt fram í þeim sem telst til afnota í dómsmáli eða til afnota við athugun á því hvort dómsmál skuli höfðað. Að þessu og öðru framangreindu gættu og með vísan til sjónarmiða sem rakin eru í kafla 2 hér að framan, þá teljast þessi gögn ekki falla undir undanþágu frá upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í öðru lagi voru meðfylgjandi umsögninni dómsúrlausnir Hæstaréttar Íslands og Landsréttar í málum sem kærendur voru aðilar að. Fyrir liggur að umræddar dómsúrlausnir eru þegar aðgengilegar almenningi á vefsíðum Landsréttar og Hæstaréttar Íslands, í sömu mynd og þær birtast í fyrirliggjandi gögnum. Verður aðgangur kærenda að gögnunum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi telur úrskurðarnefndin rétt að benda á að í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt fyrir ríkislögmann að afhenda kærendum þau fylgigögn sem voru meðfylgjandi umsögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ríkislögmanni ber að afhenda kærendum, […], þau fylgigögn sem voru meðfylgjandi umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 27. mars 2023. Ákvörðun ríkislögmanns í máli kærenda, dags. 1. júní 2023, er staðfest að öðru leyti.<br /> <br /> </p> <p > Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1206/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum nánar tilgreindra stjórnvalda sem ríkislögmaður hafði aflað í tilefni af bótakröfu kæranda sem beint var að embættinu. Ákvörðun ríkislögmanns að synja beiðninni byggðist á því að gögnin væru bréfaskipti við sérfróðan aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar á réttarstöðu eða vegna dómsmáls féllu undir framangreinda undanþágu í upplýsingalögum. Ákvörðun ríkislögmanns var staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1206/2024 í máli ÚNU 23060013.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 19. júní 2023, kærði […] lögmaður, f.h. […], synjun embættis ríkislögmanns, dags. 1. júní 2023, á beiðni um gögn.<br /> <br /> Lögmaður kæranda sendi bréf til ríkislögmanns 1. desember 2022 og hafði þar uppi kröfu fyrir hönd kæranda um miskabætur að tiltekinni fjárhæð auk vaxta og lögmannskostnaðar. Í bréfinu var forsaga málsins rakin en í meginatriðum var málsatvikum lýst með þeim hætti að tveir lögreglumenn hefðu komið heim til kæranda 8. desember 2021 og óskað eftir upplýsingum um hvers vegna kærandi og heimilisfólk hans hefði ekki farið í skimun vegna Covid-19 við landamæri Íslands við komu þeirra til landsins kvöldið áður. Að fengnum upplýsingum um að heimilisfólkið hefði farið í skimun og greinst neikvætt hefðu lögreglumennirnir tiltekið að þeir ætluðu að staðreyna þessar upplýsingar sjálfir með skoðun í gagnagrunni sem þeir hefðu aðgang að en þar gætu þeir einnig fengið upplýsingar um bólusetningarstöðu hlutaðeigandi.<br /> <br /> Í bréfinu var meðal annars lýst þeirri afstöðu kæranda að sennilegt væri að embætti landlæknis hefði með saknæmum og ólögmætum hætti miðlað eða á annan hátt veitt lögreglu aðgang að viðkvæmum sjúkraskráupplýsingum um kæranda í smitsjúkdómaskrá eða öðrum sjúkraskrám. Jafnframt að kærandi teldi að með þessu framferði hefði embætti landlæknis eða annars sóttvarnalæknir í umboði þess brotið gegn b-lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, nr. 50/1993. Í niðurlagi bréfsins áskildi kærandi sér meðal annars rétt til að leita til dómstóla yrði ekki orðið við kröfum hans.<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ráðið að ríkislögmaður hafi óskað eftir umsögnum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heilbrigðisráðuneyti, landlækni og dómsmálaráðuneyti vegna bótakröfu kæranda. Umsagnir bárust frá embætti landlæknis 10. janúar 2023, sem sóttvarnalæknir undirritaði, frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með bréfi 31. sama mánaðar, frá heilbrigðisráðuneyti 13. mars 2023 og frá dómsmálaráðuneyti 23. maí 2023. Ríkislögmaður svaraði í kjölfarið kæranda 30. maí 2023 þar sem bótakröfu hans var hafnað. Með tölvupósti sama dag til ríkislögmanns fór lögmaður kæranda fram á að fá afhentar framangreindar umsagnir og ítrekaði þá beiðni degi síðar.<br /> <br /> Ríkislögmaður svaraði beiðni kæranda 1. júní 2023 og synjaði honum um aðgang að umsögnunum með vísan til þess að þær væru undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá tiltók ríkislögmaður að ekki væri tilefni til að veita ríkari aðgang að gögnunum en skylt væri samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og veitti kæranda leiðbeiningar um kæruheimild. Samdægurs óskaði lögmaður kæranda eftir staðfestum afritum af undirritun tveggja tilgreindra lögreglumanna undir trúnaðaryfirlýsingu. Jafnframt að upplýst yrði hvenær kæranda hefði verið flett upp í smitsjúkdómaskrá. Ríkislögmaður framsendi síðastgreindu beiðnina til landlæknis sem veitti kæranda upplýsingar um uppflettingu í smitsjúkdómaskrá 6. júní 2023.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji að undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í málinu. Málið sé óvenjulegt, varði mikilsverða einkahagsmuni kæranda um friðhelgi einkalífs en snúi einnig að mikilvægri stjórnskipulegri afmörkun þess hvar draga beri mörk einkalífs og opinbers valds. Handhafar opinbers valds hafi ekki farið að reglum um meðferð heilsufarsupplýsinga kæranda og í því ljósi beri að túlka allan vafa um undanþáguheimildir honum í vil. Að öðrum kosti væri úrskurðarnefnd um upplýsingamál að leggja blessun sína yfir athafnir stjórnvalda eins og þær opinberist í gögnum málsins. Hér gildi því ákvæði 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang að gögnum, enda standi engar aðrar lagareglur því í vegi, og séu brýnir almannahagsmunir bundnir við að vinnubrögð sóttvarnalæknis og lögreglu verði dregin fram í dagsljósið en ekki hulin myrkri í skjóli undanþáguákvæða upplýsingalaga. Þá varði málið kæranda sjálfan og því eigi ekki við ákvæði laga um þagnarskyldu eða persónuvernd.<br /> <br /> Í kæru er ítarlega gerð grein fyrir ákvæðum sóttvarnalaga, nr. 19/1997, og þá einkum ákvæðum laganna sem lúta að smitsjúkdómaskrá og trúnaðar- og þagnarskyldu varðandi upplýsingar í þeirri skrá og öðrum sjúkraskrám. Rakið er að staðreyndir í máli kæranda bendi til að trúnaðar hafi ekki verið gætt af hálfu yfirvalda og viðkvæmum heilsufarsupplýsingum hafi verið miðlað frjálslega og utan marka laga enda heimili ákvæði sóttvarnalaga ekki eftirlitslausa miðlun upplýsinga um bólusetningarstöðu en slík miðlun virðist hafa átt sér stað í máli kæranda.<br /> <br /> Í kæru kemur einnig fram að kærandi hafi augljósa lagalega hagsmuni af því að fá staðfest hverjir hafi haft aðgang að gagnagrunni með upplýsingum um hann. Gögn málsins beri vott um að lögregla hafi með framgöngu sinni farið út fyrir leyfileg valdmörk, stundað persónunjósnir og gerst sek um mismunun sem ekki hafi verið réttlætt, hvorki lagalega né málefnalega, enda ósannað að réttlætanlegt hafi verið að skipta borgurum landsins í tvo misréttháa hópa eftir bólusetningarstöðu. Til þess að unnt sé að verja réttarstöðu kæranda gagnvart ofurefli ríkisvalds sé nauðsynlegt að kærandi fái afhentar allar þær umsagnir sem ríkislögmaður hafi aflað í aðdraganda ákvörðunar embættisins 30. maí 2023.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni 22. júní 2023 og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ríkislögmaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 5. júlí 2023. Í umsögninni kemur fram að synjun embættisins sé reist á 3. tölul. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Umbeðnar umsagnir hafi verið ritaðar gagngert í tengslum við úrlausn um bótakröfu kæranda og birtist þar afstaða viðkomandi stjórnvalda til kröfunnar. Enda þótt ríkislögmaður teljist sérfróður aðili í skilningi upplýsingalaga sé skýrt í úrskurðarframkvæmd að ekki skipti máli hvort ríkislögmaður hafi átt frumkvæði að bréfaskiptunum eða þau stjórnvöld sem í hlut eigi. Þá hafi ekki verið gerð sú krafa að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að mál hafi verið höfðað. Undanþágunni verði á hinn bóginn eingöngu beitt þegar gögn verði til eða sé aflað í tengslum við réttarágreining líkt og í því tilviki sem hér sé til skoðunar. Sé það því afstaða ríkislögmanns að embættinu sé óheimilt að veita aðgang að umsögnunum.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda 5. júlí 2023 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með tölvupósti 20. sama mánaðar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins og sjónarmiðum kæranda við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í málinu er deilt um ákvörðun embættis ríkislögmanns að synja kæranda um aðgang að umsögnum heilbrigðisráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, landlæknis og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt gögnum málsins var umsagnanna aflað að beiðni ríkislögmanns og í tilefni af bréfi lögmanns kæranda sem barst embættinu 1. desember 2022.<br /> <br /> Synjun ríkislögmanns byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. laganna eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. laganna með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> <br /> Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytis fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annaðhvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> <br /> Ríkislögmaður aflaði þeirra fjögurra umsagna sem um ræðir í tilefni þess að embættinu barst bréf frá lögmanni kæranda 1. desember 2022. Með bréfinu fór kærandi meðal annars fram á að honum yrðu greiddar miskabætur að tiltekinni fjárhæð og var þess getið í bréfinu að kærandi áskildi sér rétt til að leita til dómstóla yrði ekki orðið við kröfum hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram afstaða hlutaðeigandi stjórnvalda til krafna og röksemda kæranda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærandi hafi eða muni höfða dómsmál á hendur hlutaðeigandi stjórnvöldum telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir hafi lotið að könnun á réttarstöðu þeirra vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að umbeðin gögn falli undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður synjun ríkislögmanns á afhendingu gagnanna því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun embættis ríkislögmanns, dags. 1. júní 2023, að synja kæranda, […], um aðgang að gögnum.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1205/2024. Úrskurður frá 25. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs meðal annars að gögnum um bótakröfu og bótagreiðslu sveitarfélags til einstaklings. Ákvörðun sveitarfélagsins að synja beiðninni byggðist fyrst og fremst á því að óheimilt væri að afhenda gögnin því þau vörðuðu einkamálefni einstaklingsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og taldi þau hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklingsins sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Var ákvörðun sveitarfélagsins því staðfest. | <p>Hinn 25. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1205/2024 í máli ÚNU 22100005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 6. október 2022, kærði […] lögmaður, f.h. […], ákvörðun […] að synja kæranda um aðgang að gögnum um bótakröfu […] og bótagreiðslu sveitarfélagsins til […], og upplýsingum um eineltiskvörtun.<br /> <br /> Kærandi lagði fram beiðni um aðgang að gögnum 3. ágúst 2022. Eftir að hafa að ósk […] afmarkað beiðnina nánar hljóðaði hún á um eftirfarandi gögn og upplýsingar:<br /> </p> <ol> <li>Bótakrafa […], samskipti aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulag […] og […] vegna málsins, og öll önnur gögn sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins.</li> <li>Hver niðurstaða […] hafi verið vegna eineltiskvörtunarinnar og hvenær rannsókn á málinu hafi lokið. Þá var óskað aðgangs að öllum gögnum sem vörðuðu lokaafgreiðslu […] á málinu.</li> </ol> <p> <br /> Með ákvörðun […], dags. 9. september 2022, var kæranda synjað um aðgang að gögnum sem féllu undir fyrri lið beiðninnar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Sveitarfélagið varð að hluta við beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt síðari liðnum, en synjaði kæranda um aðgang að öðru leyti með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> […]<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru kemur fram að […] og […] hafi mátt vera ljóst að samkomulag um greiðslu bóta úr sveitarsjóði sveitarfélagsins væru upplýsingar sem vörðuðu almenning, enda um ráðstöfun almannafjár að ræða. Ríkir hagsmunir standi til þess að upplýst sé um samkomulagið, sbr. markmiðsákvæði upplýsingalaga í 1. gr. þeirra um að tryggja gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna. […]<br /> <br /> Kærandi telur að upplýsingar í þeim gögnum sem synjað hefur verið um aðgang að séu ekki þess efnis að þær varði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. […]<br /> <br /> Varðandi síðari lið gagnabeiðninnar telur kærandi að út frá skýringum […] megi draga þá ályktun að kæranda hafi verið synjað um aðgang að mörg hundruð blaðsíðum af gögnum. Kærandi krefjist þess að gögnin verði afhent sér í heild.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt […] með erindi, dags. 7. október 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn […] barst úrskurðarnefndinni 20. október 2022. Í henni kemur fram að í þeim gögnum sem heyri undir fyrri lið gagnabeiðni kæranda séu upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklings sem teljist auk þess viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum. Þá sé að auki að miklu leyti um vinnugögn að ræða í skilningi upplýsingalaga. Umsögninni fylgdu þau gögn sem […] telur að kæran lúti að.<br /> <br /> Umsögn […] var kynnt kæranda með erindi, dags. 20. október 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 1. nóvember 2022, kemur fram að […] hafi enn ekki skýrt út hvaða gögn samkvæmt síðari lið gagnabeiðninnar hafi ekki verið afhent og hvernig takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga eigi við um þau. Varðandi fyrri lið beiðninnar sé hún sett fram með þeim hætti að gögn sem undir liðinn heyra geti ekki talist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 18. október 2023, sendi kærandi úrskurðarnefndinni úrskurð innviðaráðuneytis sem kveðinn var upp tveimur dögum áður í kærumáli um aðgang að sömu gögnum og til meðferðar eru í þessu máli. Niðurstaða ráðuneytisins um fyrri lið gagnabeiðninnar var sú að ákvörðun […] lyti ekki eftirliti ráðuneytisins með stjórnsýslu sveitarfélaga, sbr. 109. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, heldur væri um að ræða starfsmannamál sveitarfélagsins. Þeim þætti kærunnar var því vísað frá.<br /> <br /> Varðandi síðari lið gagnabeiðninnar var það niðurstaða ráðuneytisins að þegar erindi […], dags. 16. desember 2020, barst […] hefði hafist stjórnsýslumál sem lokið hefði með erindi sveitarfélagsins til kæranda, dags. 28. janúar 2022. Kærandi hefði átt aðild að því stjórnsýslumáli og því færi um rétt til aðgangs að gögnum málsins samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga. Þar sem […] hefði ekki afgreitt þann hluta beiðninnar með fullnægjandi hætti var ákvörðun sveitarfélagsins felld úr gildi að því leyti.<br /> <br /> Með erindi, dags. 17. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu þess einstaklings sem gögnin varða til afhendingar þeirra gagna sem deilt er um aðgang að. Með erindi, dags. 27. nóvember 2023, var lagst gegn afhendingunni.<br /> <br /> Með erindi til kæranda, dags. 27. maí 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum á afmörkun fyrri liðar gagnabeiðni hans. Í svari kæranda, dags. 30. maí 2024, […].<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu er deilt um ákvörðun […] að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða bótagreiðslu til […] og afgreiðslu sveitarfélagsins á eineltiskvörtun […].<br /> <br /> Eftir að kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði kærandi sömu ákvörðun […] til innviðaráðuneytis. Í úrskurði ráðuneytisins var niðurstaðan sú að gögn sem heyrðu undir síðari lið gagnabeiðni kæranda og vörðuðu afgreiðslu […] á eineltiskvörtun […] tilheyrðu stjórnsýslumáli sem hófst með erindi hennar 16. desember 2020 og lauk þegar kæranda var tilkynnt um lok málsins 28. janúar 2022. Kærandi hefði átt aðild að málinu og því byggðist réttur hans til aðgangs að gögnum þess á 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Það liggur því fyrir að skorið hefur verið úr um að réttur kæranda til aðgangs að gögnum samkvæmt síðari lið gagnabeiðni byggist ekki á ákvæðum upplýsingalaga heldur stjórnsýslulaga. Sá réttur sem stjórnsýslulög veita aðila máls til aðgangs að gögnum er ríkari en réttur samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Þá liggur fyrir að innviðaráðuneyti er að lögum hið rétta stjórnvald til að skera úr um ágreining sem lýtur að aðgangi kæranda að gögnum málsins, sbr. 1. mgr. 111. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, um heimild aðila máls til að kæra til ráðuneytisins ákvarðanir um rétt eða skyldu manna sem lúta eftirliti þess samkvæmt 109. gr. laganna. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Verður þeim hluta kærunnar sem lýtur að síðari lið gagnabeiðni kæranda því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Fyrri liður gagnabeiðni kæranda hljóðaði á um aðgang að bótakröfu […], samskiptum aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulagi […] og […], og öllum öðrum gögnum sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins.<br /> <br /> […] afhenti úrskurðarnefndinni 844 blaðsíður af gögnum sem sveitarfélagið telur að heyri undir þennan lið gagnabeiðninnar. Eftir að hafa grisjað gögnin þannig að hvert gagn komi aðeins einu sinni fyrir standa eftir 340 blaðsíður. Sá hluti gagnanna, sem varðar bótakröfu […], samskipti aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulag […] og […] og önnur gögn sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins, er 124 blaðsíður. Eftirfarandi umfjöllun miðar að því að fjalla um rétt kæranda til aðgangs að þeim gögnum.<br /> <br /> […]<br /> <br /> Meðal framangreindra gagna eru hvorki gögn sem eru um kæranda, né er í gögnunum að finna upplýsingar sem telja má að varði kæranda sérstaklega umfram aðra með þeim hætti að upplýsingaréttur hans fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Áréttað skal að þessi niðurstaða á við um þau gögn sem nefndin hefur afmarkað umfjöllun sína við, sbr. framangreint. Það er mat nefndarinnar að ekki verði séð að hagsmunir kæranda af að fá aðgang að gögnunum séu að einhverju leyti ríkari eða annars eðlis en hagsmunir almennings af að fá aðgang að þeim. Fer því um upplýsingarétt kæranda samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem fjallar um rétt almennings til aðgangs að gögnum, með þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Ákvörðun […] að synja kæranda um aðgang að framangreindum gögnum er fyrst og fremst byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. sem fylgdu frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki sjálfgefið að bótakrafa einstaklings sem beint er að stjórnvaldi og önnur gögn sem til verða við úrvinnslu þess máls sem kann að hefjast í kjölfarið séu gögn um einkamálefni viðkomandi einstaklings. Þegar krafa varðar bætur fyrir ætlað einelti má þó almennt ætla að gögn málsins varði einkamálefni þess sem leggur fram kröfuna. Slíkar upplýsingar kunna jafnframt að teljast viðkvæmar fyrir þann einstakling sem í hlut á.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir framangreind gögn með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur hafið yfir vafa að þau hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni […] sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt þar sem þær séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eiga ekki erindi við almenning. Á það að mati nefndarinnar við um gögnin í heild, þ.e. bótakröfuna sem og gögn sem urðu til í tengslum við meðferð og úrvinnslu kröfunnar. Við mat á því hvort engu að síður væri hægt að veita aðgang að hluta gagnanna telur nefndin það ekki vera mögulegt þar sem til þess er að líta, sem áður segir, að málið í heild sinni er viðkvæmt og afhending upplýsinga sem einar og sér myndu ekki endilega teljast viðkvæmar gæti með óbeinum hætti varpað ljósi á aðrar upplýsingar í málinu sem teljast viðkvæmar og til þess fallnar að skaða einkahagsmuni viðkomandi einstaklings ef þær væru á vitorði almennings.<br /> <br /> Kærandi telur að almenningur hafi hagsmuni af því að fá aðgang að gögnunum þar sem í málinu hafi opinberum fjármunum verið ráðstafað til að greiða […] bætur. Líkt og áður hefur komið fram eru mál sem varða kröfur um bætur fyrir ætlað einelti almennt viðkvæm. Þá er vandséð að almenningur hafi almennt ríka hagsmuni af að fá aðgang að gögnum slíkra mála. Nefndin tekur fram að almennt er litið svo á að upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna eigi erindi við almenning í því skyni að styrkja aðhald að opinberum aðilum, sbr. til dæmis 1. gr. upplýsingalaga. Hins vegar ræður það sjónarmið ekki fortakslaust úrslitum um hvort aðgangur að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna verði veittur, heldur þarf að meta það heildstætt með hliðsjón af málsatvikum, m.a. gagnvart þeim einkahagsmunum sem um er að ræða hverju sinni. Með vísan til þess hve hagsmunir almennings af að fá aðgang að gögnum þessa máls eru að mati nefndarinnar takmarkaðir getur nefndin ekki fallist á að framangreint sjónarmið breyti þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að veita aðgang að þeim gögnum sem um er deilt í málinu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að tjáning einstaklings á opinberum vettvangi um einkamálefni sín geti leitt til þess að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga hafi meira svigrúm til að afhenda gögn sem innihalda upplýsingar um þau einkamálefni sem þannig hafa þegar verið gerð opinber. Nefndin telur hins vegar í þessu máli að það að […] hafi tjáð sig á opinberum vettvangi […] eigi ekki að leiða til þess að réttur til aðgangs að umbeðnum gögnum sé ríkari en ella væri. […] Slík opinber tjáning felur ekki í sér samþykki […] fyrir afhendingu gagnanna og veitir sveitarfélaginu sömuleiðis ekki heimild til að afhenda þau.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu varði einkamálefni […] sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Verður ákvörðun […] því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun […], dags. 9. september 2022, að synja […] um aðgang að bótakröfu […], samskiptum aðila frá þeim tíma vegna málsins, samkomulagi […] og […] vegna málsins, og öllum öðrum gögnum sem snerta samskipti […] og […] vegna bótauppgjörsins.<br /> <br /> Kæru […], dags. 6. október 2022, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1204/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum um hvort Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. hefði gefið út mörg leyfi til undirmanna á Herjólfi til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf. Herjólfur synjaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru veittar upplýsingar um starfssamband félagsins við starfsfólk þess. Í skýringum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Úrskurðarnefndin taldi samkvæmt þessu að ekki lægi fyrir ákvörðun sem kæranleg væri til nefndarinnar og staðfesti því ákvörðun Herjólfs. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1204/2024 í máli ÚNU 23120012.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 13. desember 2023, kærði […] synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir einnig Herjólfur) á beiðni hans um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 28. september 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort Herjólfur hefði gefið út mörg skrifleg leyfi til undirmanna á Herjólfi til að stunda önnur launuð eða ólaunuð störf. Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 30. október 2023, kærði kærandi tafir á afgreiðslu Herjólfs á beiðni hans. Herjólfur synjaði beiðninni með bréfi 5. desember 2023.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að í kjarasamningi undirmanna á Herjólfi sé kveðið á um að þeir þurfi skriflegt leyfi til að stunda aðra launaða vinnu á meðan ráðningu stendur. Kærandi kveðst með beiðni sinni hafa leitast eftir því að fá uppgefna tölu um hversu margir undirmenn hafi fengið slík leyfi en ekki óskað eftir nöfnum þeirra. Kærandi tekur fram að ef það megi finna persónugreinanlegar upplýsingar í uppgefinni heildartölu megi afmá þær.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 3. janúar 2024, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 15. janúar 2024. Í umsögninni er rakið að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Í 7. gr. laganna komi fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna, sem starfi hjá aðilum sem upplýsingalög taki til, nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað tekið afstöðu með því að upplýsingar um starfssamband aðila eigi ekki erindi við almenning og því hafi Herjólfur ítrekað hafnað öllum fyrirspurnum um starfssamband sitt við starfsfólk. Þá rekur Herjólfur, í tilefni af beiðni nefndarinnar um afrit af þeim gögnum sem kæran lúti að, að gögnin liggi ekki fyrir hjá félaginu, þ.e. þau hafi ekki verið tekin saman.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvort félagið hafi gefið út mörg skrifleg leyfi til starfsmanna þess til að stunda aðra launaða eða ólaunaða vinnu á meðan ráðningu þeirra hafi staðið. Herjólfur segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum um 5. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Eins og atvikum þessa máls er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að samanteknar upplýsingar um fyrrgreindar leyfisveitingar séu ekki fyrirliggjandi, þar á meðal að ekki liggi fyrir í gögnum félagsins samanteknar upplýsingar um heildartölu þeirra starfsmanna þess sem fengið hafa leyfi til þess að stunda aðra launaða eða ólaunaða vinnu á meðan á ráðningu þeirra hafi staðið.<br /> <br /> Nefndin bendir á að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem hægt væri að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum þá kann aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að vera rétt að afhenda gögn þannig að beiðandi geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1124/2023. Í því kærumáli sem hér er til úrlausnar hefur kærandi á hinn bóginn afmarkað beiðni sína með þeim hætti að aðeins sé leitast eftir að fá uppgefna tölu um hversu margir starfsmenn hafi fengið umrædd leyfi. Eins og áður hefur verið rakið hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að ekki liggi fyrir gögn með samanteknar upplýsingar um slíkar leyfisveitingar.<br /> <br /> Að þessu og öðru framangreindu gættu liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Herjólfs því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 5. desember 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1203/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum um heildartölu úr bókhaldi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um sálfræðikostnað sem félagið hefði greitt árið 2023. Herjólfur synjaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru veittar upplýsingar um starfssamband félagsins við starfsfólk þess. Í skýringum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að ekki lægi fyrir gagn með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Úrskurðarnefndin taldi samkvæmt þessu að ekki lægi fyrir ákvörðun sem kæranleg væri til nefndarinnar og staðfesti því ákvörðun Herjólfs. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1203/2024 í máli ÚNU 23120005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 1. desember 2023, kærði […] ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir einnig Herjólfur) að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 2. október 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvað Herjólfur hefði greitt í sálfræðikostnað vegna þjónustu við starfsmenn félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 3. nóvember 2023, kærði kærandi tafir á afgreiðslu Herjólfs á beiðni sinni. Herjólfur synjaði beiðninni með bréfi 9. nóvember 2023.<br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að óskað sé eftir ópersónulegri og órekjanlegri heildartölu úr bókhaldi Herjólfs um sálfræðikostnað félagsins á árinu 2023 vegna starfsmanna þess.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 14. desember 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni 22. desember 2023. Í umsögninni er rakið að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Í 7. gr. laganna komi fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna, sem starfi hjá aðilum sem upplýsingalög taki til, nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað tekið afstöðu með því að upplýsingar um starfssamband aðila eigi ekki erindi við almenning og því hafi Herjólfur ítrekað hafnað öllum fyrirspurnum um starfssamband sitt við starfsfólk. Þá rekur Herjólfur, í tilefni af beiðni úrskurðarnefndar um upplýsingamál um afrit af þeim gögnum sem kæran lúti að, að gagn með umbeðnum upplýsingum liggi ekki fyrir hjá félaginu.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði 12. sama mánaðar. Í athugasemdum sínum áréttar kærandi að hann sé ekki að óska eftir persónulegum upplýsingum um einstaka starfsmenn heldur upplýsingum um heildarkostnaðartölu úr bókhaldi félagsins.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hver hafi verið kostnaður félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Herjólfur segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga. Í kæru til nefndarinnar tiltók kærandi að hann krefðist upplýsinga um kostnað Herjólfs vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á árinu 2023 en í beiðni hans var hins vegar aðeins miðað við fyrstu níu mánuði ársins. Úrskurður þessi varðar aðeins þá beiðni sem kærandi setti fram við Herjólf og tekin var afstaða til í hinni kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum um 5. gr. með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Eins og atvikum þessa máls er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að ekki liggi fyrir samanteknar upplýsingar um hver hafi verið kostnaður félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.<br /> <br /> Nefndin bendir á að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem hægt væri að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum þá kann aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að vera rétt að afhenda gögn þannig að beiðandi geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1124/2023.<br /> <br /> Í því kærumáli sem hér er til úrlausnar hefur kærandi á hinn bóginn afmarkað beiðni sína með þeim hætti að óskað sé eftir einni ópersónulegri og órekjanlegri heildartölu úr bókhaldi Herjólfs og áréttaði kærandi í athugasemdum sínum 12. janúar 2024 að ekki væri óskað eftir persónulegum upplýsingum um einstaka starfsmenn heldur upplýsingum um heildarkostnaðartölu úr bókhaldi Herjólfs. Eins og áður hefur verið rakið hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að ekki liggi fyrir samanteknar upplýsingar um kostnað félagsins vegna sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn þess á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.<br /> <br /> Að þessu og öðru framangreindu gættu liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Herjólfs því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs, dags. 9. nóvember 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1202/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum varðandi innkaup ríkislögreglustjóra á skotvopnum, skotfærum og öðrum vörum í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fór á Íslandi í maí 2023. Ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum var byggð á 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 2. málsl. 9. gr. sömu laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði fyrir ríkislögreglustjóra að taka að nýju til meðferðar og afgreiðslu þann hluta beiðninnar sem laut að upplýsingum um skotvopn og skotfæri. Þá taldi nefndin að kærandi ætti rétt til aðgangs að sölureikningum varðandi kaup á fatnaði, hjálmum og fylgibúnaði. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1202/2024 í máli ÚNU 23060009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, 15. júní 2023, kærði […], fréttastjóri hjá Morgunblaðinu, synjun embættis ríkislögreglustjóra, dags. sama dag, á beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Hinn 2. júní 2023 birtist fréttartilkynning á heimasíðu lögreglunnar með yfirskriftina „Búnaður lögreglu á leiðtogafundi“. Þar komu fram upplýsingar um búnað sem ríkislögreglustjóri hafði keypt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér á landi í maí 2023. Í tilkynningunni var meðal annars rakið að keypt hefðu verið skotvopn og skotfæri frá tilgreindum söluaðilum vegna fundarins fyrir um 185 millj. kr. og þar hefði helst verið um að ræða Glock G-17 9x19GEN5 9 mm skammbyssur og hálfsjálfvirkar 9 mm MP5A5 og MP5KSF einskotsbyssur. Í tilkynningunni var jafnframt rakið að keyptir hefðu verið hjálmar og jakkaföt fyrir nánar tilgreindar fjárhæðir og að tvær aðrar tegundir vopna hefðu verið keyptar til að styrkja sérsveit ríkislögreglustjóra.<br /> <br /> Í erindi sínu til ríkislögreglustjóra, dags. 6. júní 2023, vísaði kærandi meðal annars til fyrrgreindrar tilkynningar og óskaði eftir svörum við nánar tilgreindum spurningum. Ríkislögreglustjóri svaraði erindinu 15. sama mánaðar og veitti kæranda tilteknar upplýsingar um innkaupin. Ríkislögreglustjóri synjaði á hinn bóginn um aðgang að upplýsingum að öðru leyti með vísan til 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, og 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru er meðal annars rakið að röksemdir ríkislögreglustjóra fyrir synjun á aðgangi að upplýsingunum standist ekki skoðun. Varnarbúnaður lögreglu hafi oft verið umræðuefni fjölmiðla og hafi Ríkiskaup til að mynda nýverið veitt upplýsingar um fyrirhuguð kaup á tilteknum fjölda rafbyssa. Kærandi krefst þess að ríkislögreglustjóri svari eftirfarandi spurningum í tengslum við innkaup embættisins vegna fyrrnefnds leiðtogafundar:<br /> </p> <ol> <li>Hvað voru keyptir margir hjálmar?</li> <li>Hvað voru keypt mörg jakkaföt?</li> <li>Hvað voru keyptar margar skammbyssur?</li> <li>Hvað voru keyptar margar MP5-byssur?</li> <li>Hversu mikið magn skotfæra var keypt?</li> <li>Hvaða tvær aðrar tegundir vopna voru keyptar fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra?</li> </ol> <p> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 16. júní 2023, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni 27. júní 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem embættið taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra er rakið að embættið hafi synjað beiðni kæranda, hvað varðar upplýsingar um skotvopn og skotfæri, með vísan til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Nákvæmar upplýsingar um búnað lögreglu, svo sem um fjölda skotvopna eftir t.d. hlaupvídd, falli að mati embættisins undir upplýsingar sem geti haft neikvæð áhrif á öryggi ríkisins verði þær afhentar almenningi. Umræddar upplýsingar geti verið til þess fallnar að gagnast þeim sem hafi í hyggju árásir eða tilræði sem veikt geti verulega öryggi ríkisins, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-151/2002. Í úrskurðinum hafi nefndin fallist á þau rök að það geti stofnað öryggi ríkisins í hættu ef meðal annars upplýsingar um vopnaburð og önnur valdbeitingartæki séu á allra vitorði.<br /> <br /> Færa megi rök fyrir því að þau sjónarmið sem fram komi í umræddum úrskurði eigi enn frekar við í dag með vísan til verulegra breyttra forsendna hvað varðar þjóðaröryggi. Liggi þannig fyrir að hryðjuverkaógn hafi aukist um alla Evrópu, líkt og fram komi í hættumatsskýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Þá hafi hernaðarógn og spenna ekki verið meiri í Evrópu frá árum seinni heimsstyrjaldar.<br /> <br /> Ríkislögreglustjóri hafi ekki áður birt upplýsingar um varnarbúnað, líkt og kærandi byggi á. Einu upplýsingar um fjölda og gerð vopna lögreglunnar á Íslandi hafi verið birtar af hálfu annarra stjórnvalda og án aðkomu eða samþykkis ríkislögreglustjóra.<br /> <br /> Hvað varðar upplýsingar um jakkaföt og hjálma vísar ríkislögreglustjóri til þess að embættinu sé óheimilt að afhenda upplýsingar um hversu mörg eintök hafi verið keypt af vörunum þar sem slíkar upplýsingar muni eðli málsins samkvæmt gefa upp einingarverð seljanda en slíkar upplýsingar séu bundnar trúnaði samkvæmt 17. gr. laga um opinber innkaup. Embættinu sé jafnframt óheimilt að veita aðgang að upplýsingunum samkvæmt fyrirmælum 9. gr. upplýsingalaga þar sem seljandi hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir að einingarverðin yrðu gefin upp.<br /> <br /> Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. júní 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann gerði með frekari athugasemdum 17. júlí 2023.<br /> <br /> Kærandi tekur meðal annars fram að það sé rangt að ríkislögreglustjóri hafi ekki áður veitt nákvæmar upplýsingar um varnarbúnað lögreglu opinberlega, þ.m.t. upplýsingar um fjölda og gerð skotvopna. Þessu til stuðnings vísar kærandi til nokkurra dæma þar sem upplýsingar um vopn, öryggis- og hlífðarbúnað lögreglu hafi verið birtar opinberlega, m.a. af hálfu ríkislögreglustjóra. Ekki skipti máli hvort upplýsingar um vopnabúnað lögreglu hafi verið veittar án aðkomu eða samþykkis ríkislögreglustjóra heldur skipti meginmáli að upplýsingarnar hafi verið veittar af hálfu stjórnvalda enda ríkislögreglustjóri sem og önnur stjórnvöld bundin á sama hátt af ákvæðum upplýsingalaga. Hvað varðar fyrsta og annan lið í beiðni sinni telur kærandi enn fremur að hagsmunir almennings um rétt til að fá upplýsingar um opinber innkaup vegi þyngra en ætlað trúnaðarsamband milli kaupanda og seljanda.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum er varða innkaup ríkislögreglustjóra á skotvopnum, skotfærum og öðrum vörum í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fór hér á landi í maí 2023.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi krefjist þess að fá svör við nánar tilgreindum spurningum sem hann beindi til ríkislögreglustjóra 6. júní 2023 en embættið neitaði að svara. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af því leiðir að úrskurðarvald nefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar um beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Það fellur því utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að krefja stjórnvöld um efnisleg svör við spurningum.<br /> <br /> Fyrir liggur að ríkislögreglustjóri tók ekki saman þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir en hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem hafa að geyma umbeðnar upplýsingar. Mun nefndin því taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þessum gögnum en um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Heckler & Koch GmbH., dags. 15. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Capsicum A/S, dags. 20. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Veiðihúsinu Sakka ehf., dags. 29. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 12. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 31. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 5. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 26. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 15. júní 2023.</li> </ol> <p> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að framangreindum gögnum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Þá er til þess að líta að kærandi er fréttarstjóri fjölmiðils en úrskurðarnefnd um upplýsingarmál hefur lagt til grundvallar að fjölmiðlar geti haft tilgreinda hagsmuni af aðgangi að gögnum vegna almenns hlutverks þeirra, sbr. úrskurði nr. 1138/2023 og 1157/2023.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Synjun ríkislögreglustjóra er, hvað varðar þá sölureikninga sem eru tilgreindir í töluliðum 1–5 í kafla 1 að framan, byggð á 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Umrædd gögn eiga það sammerkt að geyma upplýsingar um innkaup ríkislögreglustjóra á skotvopnum, fylgibúnaði þeirra og skotfærum.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu.<br /> <br /> Þá segir í athugasemdunum um 1. tölul. 10. gr.:<br /> </p> <blockquote> <p>Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. […]<br /> <br /> Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt. […]</p> </blockquote> <p> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra er meðal annars rakið að nákvæmar upplýsingar um búnað lögreglu, svo sem um fjölda skotvopna til dæmis eftir hlaupvídd, falli að mati embættisins undir upplýsingar sem gætu haft neikvæð áhrif á öryggi ríkisins. Geti umræddar upplýsingar verið til þess fallnar að gagnast þeim aðilum sem hafi í hyggju árásir eða tilræði sem veikt geti verulega öryggis ríkisins og birting þeirra geti haft mjög afdrifaríkar afleiðingar. Þá kemur fram í umsögninni að hryðjuverkaógn hafi aukist um alla Evrópu eins og megi ráða af nánar tiltekinni skýrslu ríkislögreglustjóra og að hernaðarógn og spenna hafi ekki verið meiri í Evrópu frá árum seinni heimsstyrjaldar.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið birtist tilkynning á heimasíðu lögreglunnar 2. júní 2023 þar sem meðal annars kom fram að innkaup ríkislögreglustjóra hefðu einkum varðað kaup á Glock-skammbyssum og tveimur nánar tilteknum gerðum af hálfsjálfvirkum einskotsbyssum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þá sölureikninga sem ríkislögreglustjóri telur að falli undir 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í þeim er meðal annars að finna upplýsingar um framangreind skotvopn, þar með talið um gerð og fjölda þeirra, gerð og magn skotfæra og tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa. Þá koma fram upplýsingar um gerð og fjölda tveggja skotvopna sem voru keypt fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra auk upplýsinga um skotfæri og fylgibúnað sem var keyptur með þeim vopnum.<br /> <br /> Að virtum þeim upplýsingum sem koma fram í umræddum sölureikningum telur úrskurðarnefndin að fallast verði á með ríkislögreglustjóra að gögnin hafi að geyma upplýsingar sem geta varðað öryggi ríkisins. Að mati nefndarinnar verður þannig að telja að upplýsingar um fjölda skotvopna og skotfæra, sundurliðað eftir gerðum vopnanna, sem og upplýsingar um tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa kunni að nýtast þeim sem hafa í hyggju að fremja árásir eða tilræði og að opinberun þessara upplýsinga myndi því raska almannahagsmunum.<br /> <br /> Athugasemdir kæranda um fyrri birtingu á upplýsingum um varnarbúnað lögreglu hrófla ekki við framangreindu mati ríkislögreglustjóra nú. Þótt birting upplýsinga að eigin frumkvæði stjórnvalda geti eftir atvikum haft áhrif við mat á því hvort veita skuli aðgang að sambærilegum upplýsingum eftir ákvæðum upplýsingalaga leiðir það ekki til þess að stjórnvöldum sé skylt að veita slíkan aðgang eftir ákvæðum laganna. Þá er ljóst að mat á því hvaða upplýsingar geta verið til þess fallnar að raska öryggi ríkisins getur verið breytilegt eftir aðstæðum hverju sinni.<br /> <br /> Á hinn bóginn telur nefndin að 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga taki ekki til allra þeirra upplýsinga sem koma fram í umræddum sölureikningum. Gögnin hafa þannig að geyma ýmsar aðrar upplýsingar sem telja verður vandséð að varði öryggishagsmuni ríkisins, svo sem almennar upplýsingar um greiðslufresti, dagsetningar, sendingarstað varanna, heimilisföng og fleira þess háttar. Þá koma fram í gögnunum upplýsingar um heildarfjárhæð hvers reiknings ásamt upplýsingum um einingaverð og heildarfjárhæðir vegna kaupa á einstökum vörum auk annarra upplýsingar sem þegar hafa verið gerðar opinberar, svo sem um söluaðila varanna og gerð þriggja skotvopna.<br /> <br /> Nefndin gerir þó þann fyrirvara að ríkislögreglustjóra kunni að vera heimilt að synja um aðgang að einstökum upplýsingum í framangreindu samhengi ef unnt væri að ráða af þeim aðrar upplýsingar um atriði sem varða öryggi ríkisins, svo sem um fjölda skotvopna og skotfæra. <br /> <br /> Eins og fyrr segir koma einnig fram upplýsingar í reikningunum um þær tvær tegundir skotvopna sem keyptar voru fyrir sérsveit ríkislögreglustjóra en þessar upplýsingar eru á meðal þeirra sem kærandi óskaði sérstaklega eftir með beiðni sinni til embættisins. Þá koma einnig fram upplýsingar um hvaða skotfæri og fylgibúnaður var keyptur með umræddum skotvopnum. Hvorki í ákvörðun né umsögn ríkislögreglustjóra er rökstutt hvernig opinberun upplýsinga um gerð, skotfæri eða fylgibúnað þessara skotvopna kynni að raska öryggishagsmunum íslenska ríkisins eða hvernig skotvopnin skera sig frá þeim sem ríkislögreglustjóra taldi sér unnt að veita upplýsingar um með opinberum hætti.<br /> <br /> Auk framangreinds er í rökstuðningi ríkislögreglustjóra aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að umræddir sölureikningar skulu undanþegnir upplýsingarrétti almennings á grundvelli 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Er þannig ekki gerður greinarmunur á eðli einstakra upplýsinga þannig að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé kleift að leggja mat á hvort aðgangur að einstökum upplýsingum í gögnunum sé til þess fallin að raska öryggishagsmunum ríkisins, umfram það sem varðar upplýsingar um fjölda skotvopna, skotfæra og tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa.<br /> <br /> Í þessu samhengi tekur nefndin fram að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skylt að veita aðgang að þeim hluta umbeðinna gagna sem ekki eru háðir takmörkunum samkvæmt 6.–10. gr. laganna. Skyldan nær þannig bæði til þess að meta rétt kæranda til aðgangs að hluta og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að ríkislögreglustjóri hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna þannig að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingum í gögnunum sem ekki eru til þess fallnar að raska öryggi ríkisins. Þá verður ekki séð að ríkislögreglustjóri hafi tekið afstöðu til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnunum í ríkara mæli en skylt er samkvæmt lögunum en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er skylt að gera það þegar synjun er byggð á 10. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að meginmarkmiðið með kæruheimild til nefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Þrátt fyrir að fyrir liggi efnisleg afstaða ríkislögreglustjóra til afhendingar fyrirliggjandi gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð embættisins hafi ekki verið fullnægjandi hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að umræddum sölureikningum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir þannig á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, og hefur nefndin takmarkaðar forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvort að unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna eftir 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun að hluta til úr gildi og leggja fyrir ríkislögreglustjóra að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar hvað varðar umrædda sölureikninga, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að sölureikningum frá Northwear ehf. og TST Protection Ltd., sbr. töluliði 6–10 í kafla 1 hér að framan. Ríkislögreglustjóri telur sér meðal annars óheimilt að afhenda umrædd gögn með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra leggjast fyrirtækin gegn afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Í athugasemdunum segir svo:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Líkt og er rakið í fyrrgreindum athugasemdum skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 1162/2023. Þá er rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem ríkislögreglustjóri telur að falli undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða þrjá sölureikninga frá fyrirtækinu Northwear ehf. er varða kaup á fatnaði, þ.m.t. jakkafötum, og tvo sölureikninga frá fyrirtækinu TST Protection Ltd. er varða kaup á hjálmum og fylgibúnaði þeirra.<br /> <br /> Eftir yfirferð á umræddum sölureikningum telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar í þeim nái til svo mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að aðgangi að umbeðnum upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Í því sambandi lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að kaupum hins opinbera á vörum og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Northwear ehf. og TST Protection Ltd. hafa af því að synjað sé um aðgang að gögnunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki talið að synjað verði um aðgang að sölureikningunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að því er varðar vísun ríkislögreglustjóra til 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, telur úrskurðarnefndin að atriði sem þar eru talin upp kunni að vera samþýðanleg upplýsingum sem óheimilt sé að afhenda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur nefndin að sölureikningar Northwear ehf. og TST Protection Ltd. heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert sé fram komið í málinu sem sé til þess fallið að skaða hagsmuni þeirra fyrirtækja sem upplýsingarnar varða ef aðgangur er veittur að þeim, svo vitnað sé til orðalags 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds og þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingarréttar eiga við um framangreinda sölureikninga er ríkislögreglustjóra skylt að veita kæranda aðgang að þeim í samræmi við það sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun ríkislögreglustjóra, dags. 15. júní 2023, um synjun á beiðni kæranda, […], um aðgang að eftirtöldum sölureikningnum er felld úr gildi og lagt fyrir ríkislögreglustjóra að taka beiðnina til nýrrar meðferðar og afgreiðslu:<br /> </p> <ol> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Sako Ltd., dags. 1. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Heckler & Koch GmbH., dags. 15. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Capsicum A/S, dags. 20. mars 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Veiðihúsinu Sakka ehf., dags. 29. mars 2023.</li> </ol> <p> <br /> Ríkislögreglustjóra er skylt að veita kæranda aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 12. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá TST Protection Ltd., dags. 31. janúar 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 5. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 26. maí 2023.</li> <li>Sölureikningur frá Northwear ehf., dags. 15. júní 2023.</li> </ol> <p> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1201/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Fjármála- og efnahagsráðuneyti synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að greinargerðin væri undirorpin þagnarskyldu og að án samþykkis Ríkisendurskoðunar væri ráðuneytinu óheimilt að afhenda hana kæranda. Eftir að kæra í málinu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál var greinargerðin birt af hálfu forsætisnefndar á vef Alþingis. Með vísan til þess taldi úrskurðarnefndin að þeir hagsmunir sem áður kynnu að hafa staðið afhendingu greinargerðarinnar í vegi væru niður fallnir og að ráðuneytinu bæri að afhenda hana kæranda. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1201/2024 í máli ÚNU 23050004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 11. maí 2023, kærði […], blaðamaður hjá Eyjunni, synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni hans um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir gagninu 5. maí 2023. Í svari ráðuneytisins, dags. 9. maí sama ár, var rakið að settur ríkisendurskoðandi hefði skilað vinnu sinni til Ríkisendurskoðunar í lok maí 2018. Vinnuskjalið sýndi stöðu verkefnisins á þeim tíma og Ríkisendurskoðun hefði í kjölfarið lagt lokahönd á verkefnið, sbr. skýrslu sem skilað var til Alþingis og birt 2020. Með því að veita aðgang að vinnuskjalinu teldi Ríkisendurskoðun að sett væri varasamt fordæmi sem kynni að vega að sjálfstæði embættisins því skjalið hefði að geyma upplýsingar sem settar væru fram án þess að gætt væri að málsmeðferðarreglum laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Þá væri í 3. mgr. 15. gr. laganna að finna ákvæði um sérstaka þagnarskyldu. Að mati ráðuneytisins leiddi það til þess að það væri ekki á valdi ráðuneytisins að veita aðgang að vinnuskjalinu og var beiðninni hafnað.<br /> <br /> Kærandi telur að túlkun ráðuneytisins á 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 standist ekki og að birting gagna sé ekki fortakslaust óheimil samkvæmt ákvæðinu. Sigurður Þórðarson telji að greinargerð hans sé ekki vinnuskjal heldur fullgild greinargerð frá ríkisendurskoðanda. Greinargerðin hafi verið send Alþingi, fjármálaráðherra, stjórn Lindarhvols, Seðlabankanum og umboðsmanni Alþingis í júlí 2018.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með erindi, dags. 15. maí 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni 31. maí 2023. Í henni er fjallað um ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 og tekið fram að ráðuneytinu sé að jafnaði ekki heimilt að veita aukinn aðgang að upplýsingum sem falla undir ákvæðið, enda ráði ráðuneytið ekki sjálft þeim hagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 31. maí 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 5. júní 2023. Með erindi úrskurðarnefndarinnar til ráðuneytisins, dags. 3. október 2023, var vísað til þess að 15. september 2023 hefði birst á vef Alþingis tilkynning frá forsætisnefnd þingsins þess efnis að máli sem laut að beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerðinni væri lokið af hálfu nefndarinnar. Tilkynningunni hefði fylgt hlekkur á greinargerðina sem deilt er um aðgang að í málinu. Óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvort afstaða ráðuneytisins, að óheimilt væri að afhenda greinargerðina, væri óbreytt.<br /> <br /> Svar ráðuneytisins barst 4. október 2023. Í svarinu er vísað til þess að í tilkynningu forsætisnefndar á vef Alþingis hafi komið fram að ástæða þess að málinu lauk hjá nefndinni væri sú að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hefði þegar verið birt opinberlega. Af því verði hins vegar ekki ráðið að Ríkisendurskoðun hafi samþykkt að greinargerðin yrði birt. Þar sem ráðuneytið telji sér óheimilt að veita aðgang að skjalinu án samþykkis Ríkisendurskoðunar sé ekki augljóst að birting forsætisnefndar á skjalinu hafi áhrif á hvort skjalið teljist undirorpið sérstakri þagnarskyldu. Sömuleiðis sé ekki hægt að slá því föstu að vegna birtingar skjalsins hafi niðurstaða um kæruefnið enga þýðingu.<br /> <br /> Með erindi til Ríkisendurskoðunar, dags. 13. febrúar 2024, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um það hvort samþykkis stofnunarinnar hefði verið aflað fyrir birtingu greinargerðarinnar á vef Alþingis eða hvort stofnuninni hefði að öðru leyti verið gert viðvart um að birtingin stæði til. Þá var óskað eftir afstöðu stofnunarinnar til þess hvort stofnunin liti svo á að greinargerðin skyldi í ljósi birtingarinnar falla undir upplýsingarétt almennings. Í svari Ríkisendurskoðunar, dags. 19. febrúar 2024, kom fram að samþykkis stofnunarinnar hefði ekki verið aflað en að stofnuninni hefði með skömmum fyrirvara verið gert viðvart um að birtingin stæði til. Með birtingunni væri augljóslega ekki tekið tillit til þeirrar afstöðu Ríkisendurskoðunar að fara bæri með greinargerðina sem vinnuskjal, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Sú afstaða stofnunarinnar væri óbreytt. Óháð samþykki stofnunarinnar hefði almenningur nú óheftan aðgang að greinargerðinni.<br /> <br /> Með erindi til forsætisnefndar Alþingis, dags. 25. mars 2024, óskaði úrskurðarnefndin upplýsinga um hvort það að greinargerðin hefði þegar verið birt opinberlega hefði ráðið því að nefndin birti greinargerðina á vef Alþingis. Þá var óskað upplýsinga um hvort nefndin hefði, þrátt fyrir að greinargerðin hefði þegar verið birt opinberlega, lagt mat á það hvort aðgangur að greinargerðinni gæti engu að síður sætt takmörkunum á grundvelli laga. Svar forsætisnefndar barst 18. apríl 2024. Í svarinu kom fram að um ákvörðun forsætisnefndar væri vísað til tilkynningar nefndarinnar frá 15. september 2023 á vef Alþingis. Ekki stæðu skilyrði til að verða við erindi nefndarinnar að öðru leyti.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar rétt til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf., sem hinn setti ríkisendurskoðandi afhenti Alþingi með bréfi, dags. 27. júlí 2018.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneyti telur að greinargerðin sé undirorpin þagnarskyldu samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga og að án samþykkis Ríkisendurskoðunar sé óheimilt að afhenda hana.<br /> <br /> Samkvæmt 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, eru drög að skýrslum, greinargerðum og öðrum gögnum sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi, sem send hafa verið aðilum til kynningar eða umsagnar, undanþegin aðgangi almennings. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skorið úr um rétt til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í fimm málum. Í þeim var lagt til grundvallar að framangreint ákvæði hefði að geyma sérstaka þagnarskyldu sem gengi framar rétti til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. gagnályktun frá ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. þeirra laga. Taldi úrskurðarnefndin að greinargerðin teldist vera drög í skilningi 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 og að réttur til aðgangs að henni yrði því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Eftir að kæra í því máli sem hér er til úrlausnar barst úrskurðarnefndinni birti forsætisnefnd Alþingis tilkynningu á vef þingsins um niðurfellingu mála um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. Í tilkynningunni, dags. 15. september 2023, kemur fram að forsætisnefnd hafi haft til umfjöllunar beiðni fjölmiðlamanna um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda frá júlí 2018 um Lindarhvol ehf. Í ljósi þess að greinargerðin hafi þegar verið birt opinberlega séu brostin skilyrði til þess að forsætisnefnd hafi málið til frekari umfjöllunar. Málinu sé því lokið af hálfu nefndarinnar.<br /> <br /> Tilkynningunni á vef Alþingis fylgdi jafnframt afrit af greinargerðinni, þ.e. greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.<br /> <br /> Samkvæmt 43. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. breytingu sem á henni var gerð með stjórnarskipunarlögum árið 1995, skal endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess eftir nánari fyrirmælum í lögum. Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga kýs Alþingi ríkisendurskoðanda sem hefur það hlutverk, sbr. 3. gr. laganna, að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja á þann hátt sem í lögunum greinir. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í störfum sínum, sbr. 1. gr. laganna.<br /> <br /> Með lögum nr. 24/2016, um breytingu á þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, var ráðherra heimilað að setja á fót einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs sem skyldi annast umsýslu tilgreindra eigna, fullnustu þeirra og sölu (stöðugleikaeignir svonefndar). Gera skyldi samning milli félagsins og ráðherra um verkefni þess og starfshætti og var Ríkisendurskoðun falið að hafa eftirlit með þeim samningi. Á þessum grundvelli hefur ríkisendurskoðandi unnið tilteknar skýrslur um Lindarhvol ehf. og framkvæmd umrædds samnings um umsýslu, fullnustu og sölu á stöðugleikaeignum, þar á meðal umrædda greinargerð setts ríkisendurskoðanda.<br /> <br /> Almennt er ráð fyrir því gert að þær skýrslur sem ríkisendurskoðandi vinnur skuli sendar Alþingi, sbr. 16. gr. laga nr. 46/2016. Svo var einnig gert í þessu tilviki, sem fyrr segir. Alþingi heyrir ekki undir eftirlit framkvæmdarvaldsins, eðli máls samkvæmt, og þar með ekki undir úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. einnig lokamálslið 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, eins og því ákvæði var breytt með lögum nr. 72/2019. Þar sem forsætisnefnd Alþingis hefur birt hina umbeðnu greinargerð opinberlega verður ekki séð að lengur séu fyrir hendi mögulegir almanna- eða einkahagsmunir sem réttlæti að aðgangur að greinargerðinni sé takmarkaður af hálfu stjórnvalda, hvorki á grundvelli laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga né upplýsingalaga. Greinargerðin er aðgengileg öllum almenningi á vef Alþingis með lítilli fyrirhöfn. Þá fluttu helstu fjölmiðlar, þar á meðal kærandi, fréttir af birtingunni í september 2023 og vísuðu á vef Alþingis þar sem nálgast mætti greinargerðina.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að þeir hagsmunir sem áður kunna að hafa staðið afhendingu greinargerðarinnar í vegi séu niður fallnir og að um aðgang kæranda að greinargerðinni fari samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Að mati nefndarinnar eiga ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga ekki við um greinargerðina. Því er ráðuneytinu skylt að veita kæranda aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneyti er skylt að veita […], blaðamanni hjá Eyjunni, aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1200/2024. Úrskurður frá 13. júní 2024 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögnum sem ríkislögmaður aflaði í tilefni af erindi til embættisins þar sem krafist var viðurkenningar á bótaskyldu. Ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að gögnin teldust bréfaskipti við sérfróða aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að umbeðnar umsagnir lytu að könnun á réttarstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda vegna nærliggjandi möguleika á málshöfðun og að ríkislögmanni hefði þannig verið heimilt að takmarka aðgang kæranda að þeim. Ákvörðun ríkislögmanns var því staðfest. | <p>Hinn 13. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1200/2024 í máli ÚNU 23010004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 11. janúar 2023, kærði […] synjun embættis ríkislögmanns á beiðni um gögn.<br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að 31. október 2022 sendi kærandi bréf til ríkislögmanns og krafðist viðurkenningar á bótaskyldu vegna miska sem hann og dóttir hans hefðu orðið fyrir vegna meðferðar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á kröfu hans um umgengni við dóttur sína samkvæmt samkomulagi. Ríkislögmaður sendi bréf til dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 8. nóvember 2022. Í bréfunum gerði ríkislögmaður grein fyrir framkominni kröfu kæranda og óskaði eftir umsögnum viðkomandi stjórnvalda um kröfuna og málatilbúnað kæranda og að aflað yrði þeirra gagna sem kynnu að varða málið og ekki fylgdu bréfi kæranda. Umsagnir bárust frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 2. desember 2022 og dómsmálaráðuneyti 13. sama mánaðar. Ríkislögmaður svaraði í kjölfarið kæranda með bréfi 21. desember 2022 þar sem kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu var hafnað.<br /> <br /> Með tveimur tölvupóstum 27. desember 2022 til ríkislögmanns krafðist kærandi „gagna vegna umrædds máls“ og „umsagna DMR og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ með vísan til 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ríkislögmaður svaraði beiðni kæranda 5. janúar 2023 og synjaði honum um aðgang að umsögnunum tveimur með vísan til þess að réttur til aðgangs að gögnum tæki ekki til „bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað“, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna. Hvað varðaði beiðni kæranda að öðru leyti tók ríkislögmaður fram að þau gögn sem lægju fyrir væru gögn úr tilteknu stjórnsýslumáli sem leitt hefði verið til lykta með úrskurði dómsmálaráðuneytisins 8. desember 2022. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga væri „mælt fyrir um að þegar farið er fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun“ skyldi beina beiðni um aðgang að gögnum til þess sem tekið hefur eða muni taka ákvörðun í málinu. Í samræmi við þetta og 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, yrði beiðni kæranda um aðgang að gögnum, að þessu leyti, framsend dómsmálaráðuneytinu til afgreiðslu.<br /> <br /> Í framhaldinu af þessari synjun vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem fyrr greinir. Í kæru málsins kemur m.a. fram sú afstaða kæranda að undantekningin um bréfaskipti við sérfróða aðila samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eigi ekki við þar sem sérfróðir aðilar hafi ekki fjallað efnislega um málið. Brýnir almannahagsmunir með tilliti til upplýsingaréttar almennings og trausts á stjórnsýslunni varði þetta mál, annars vegar hvort sérfróðir aðilar hafi yfirleitt fjallað um málið og hins vegar sé með öllu óljóst hvað ríkislögmaður eigi við með réttarágreiningi og sé það ekki rökstutt í svari embættisins. Loks krefst kærandi lista frá ríkislögmanni yfir gögn málsins, með málsnúmerum og heitum gagna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögmanni þann 12. janúar 2023 og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ríkislögmaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns barst úrskurðarnefndinni 23. janúar 2023. Í umsögninni kemur fram að embættið telji að beiðni kæranda hafi verið afgreidd lögum samkvæmt. Í samhengi við afgreiðslu á beiðni kæranda um aðgang að umsögnum hafi þó láðst að greina frá afstöðu ríkislögmanns til aukins aðgangs samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og leiðbeina honum um rétt til kæru samkvæmt 20. gr. sömu laga, sbr. 19. gr. laganna, og verði framvegis gætt að því.<br /> <br /> Í því skyni að bæta úr framangreindu er þess getið í umsögninni að það sé afstaða embættisins að ekki sé ástæða til að neyta heimildar 11. gr. upplýsingalaga til að veita aðgang að þeim gögnum sem falli undir ákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Loks er til þess vísað að í kærunni sé krafist gagnalista frá ríkislögmanni. Þótt þessi beiðni hafi ekki áður borist embættinu og því ekki hlotið afgreiðslu þess sé vakin athygli á að fyrirliggjandi gögn í málinu séu eftirtalin:<br /> </p> <ol> <li>Erindi kæranda til ríkislögmanns 31. október 2022 og 23 fylgiskjöl sem talin eru upp í niðurlagi erindisins.</li> <li>Umsagnarbeiðnir embættis ríkislögmanns 8. nóvember 2022 til ráðuneytis og sýslumanns.</li> <li>Tölvupóstsamskipti vegna frestbeiðna ráðuneytis og sýslumanns</li> <li>Umsögn sýslumanns til embættis ríkislögmanns 2. desember 2022</li> <li>Úrskurður sýslumanns 11. maí 2022</li> <li>Umsögn ráðuneytisins til embættis ríkislögmanns 13. desember 2022</li> <li>Úrskurður ráðuneytisins 8. desember 2022</li> <li>Bréf embættis ríkislögmanns til kæranda 21. desember 2022</li> <li>Tölvubréf 21. desember 2022 til 5. janúar 2023.</li> </ol> <p> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. janúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með tölvupósti 24. sama mánaðar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess og sjónarmiðum kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í málinu hefur kærandi krafist aðgangs að gögnum máls hjá ríkislögmanni sem varðar afgreiðslu og meðferð ríkislögmanns á kröfu kæranda sjálfs um viðurkenningu bótaskyldu.<br /> <br /> Gögn þess máls sem beiðni kæranda lýtur að eru í fyrsta lagi krafa kæranda um viðurkenningu bótaskyldu, dags. 31. október 2022, og 23 fylgigögn með kröfunni. Kærandi hefur þegar aðgang að þessum gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ákvæði upplýsingalaga, nr. 140/2012, bæði þau ákvæði sem varða upplýsingarétt almennings, sbr. 5. gr. laganna, og rétt aðila til aðgangs að upplýsingum sem varða hann sjálfan, sbr. 14. gr. laganna, byggjast á því að hægt sé að óska aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá stjórnvöldum með þeim takmörkunum sem leiða af lögum. Í því efni skiptir almennt ekki máli hvort umbeðin gögn hafa í upphafi borist stjórnvöldum frá þeim sem óskar aðgangs að þeim, enda getur það verið þáttur í upplýsingarétti að fá staðreynt hvaða gögn liggja fyrir hjá stjórnvöldum.<br /> <br /> Þegar litið er til beiðni kæranda um aðgang að gögnum og þegar kæra málsins til úrskurðarnefndarinnar er virt heildstætt verður kæruefni málsins þó afmarkað þannig að í því felist ekki krafa um afhendingu þessara tilteknu gagna frá ríkislögmanni. Fellur því álitaefni um rétt kæranda til aðgangs að þeim utan við viðfangsefni þessa úrskurðar.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Fyrirliggjandi gögn eru í öðru lagi tvö bréf ríkislögmanns til dómsmálaráðuneytis annars vegar og til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hins vegar, bæði dags. 8. nóvember 2022, þar sem óskað er umsagna þessara stjórnvalda um bótakröfu kæranda, og svör stjórnvalda við þeim erindum, þ.e. umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 2. desember 2022, og umsögn dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns, dags. 13. desember 2022. Þessi fjögur gögn hefur kærandi ekki fengið afhent.<br /> <br /> Synjun ríkislögmanns hvað þessi gögn varðar byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum samkvæmt 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. gr. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 870/2020.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.<br /> <br /> Samkvæmt 1. og 2. mgr. 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Samkvæmt leiðbeiningum forsætisráðuneytisins fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019, um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, kemur fram að allar bótakröfur sem beinast að ríkinu fari annaðhvort beint til ríkislögmanns eða til viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar sem framsendi kröfu til hans, sjá kafla 3.2 í leiðbeiningunum. Í sama kafla kemur fram að ríkislögmaður fái fram afstöðu hlutaðeigandi ráðuneytis eða stofnunar áður en hann ákveður að fallast á bótakröfu, eða annars konar kröfu, eða hafna henni í heild eða hluta nema framkvæmd sé skýr og ótvíræð.<br /> <br /> Ríkislögmaður er samkvæmt framansögðu sérfróður aðili sem fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði og sér um sókn eða vörn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 828/2019, 870/2020, 882/2020, 901/2020 og 958/2020.<br /> <br /> Ríkislögmaður aflaði þeirra tveggja umsagna sem um ræðir í tilefni þess að embættinu barst bréf frá kæranda 31. október 2022. Með bréfinu fór kærandi meðal annars fram á að viðurkenndur yrði réttur hans til miskabóta og var þess getið í bréfinu að mál yrði höfðað fyrir dómstólum ef ekki yrði tekin afstaða til kröfunnar innan tiltekins frests. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna umsagna en þar kemur fram afstaða dómsmálaráðuneytis og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til krafna og röksemda kæranda. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir í málinu hvort kærandi hafi eða muni höfða dómsmál telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umbeðnar umsagnir hafi lotið að könnun á réttarstöðu hlutaðeigandi stjórnvalda vegna nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að framangreind gögn falli undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður synjun ríkislögmanns á afhendingu þessara gagna því staðfest, eins og greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Í þriðja lagi eru fyrirliggjandi í málinu tölvupóstssamskipti milli ríkislögmanns og Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna umsagnarbeiðni ríkislögmanns. Um er að ræða tölvupóst frá starfsmanni sýslumannsins 29. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir fresti til 2. desember til að skila umbeðinni umsögn og tölvupóst starfsmanns ríkislögmanns sama dag þar sem á það er fallist. Þessi gögn hefur kærandi ekki fengið afhent.<br /> <br /> Þá eru í fjórða lagi fyrirliggjandi í málinu tölvupóstssamskipti milli ríkislögmanns og dómsmálaráðuneytis vegna umsagnarbeiðni ríkislögmanns. Um er að ræða tölvupóst frá starfsmanni dómsmálaráðuneytis 29. nóvember 2022 þar sem óskað er eftir fresti til að skila umbeðinni umsögn til 13. desember, tölvupóst starfsmanns ríkislögmanns sama dag þar sem á það er fallist og enn tölvupóst frá starfsmanni dómsmálaráðuneytis 30. nóvember 2022 þar sem staðfest er að umsögn verði send í síðast lagi 13. desember. Þessi gögn hefur kærandi ekki fengið afhent.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið efni þessara tölvupóstssamskipta. Efni þeirra getur ekki talist geyma neinar upplýsingar sem setja má í tengsl við réttarágreining né heldur kemur neitt í þeim fram sem telst til afnota í dómsmáli eða til afnota við athugun á því hvort dómsmál skuli höfðað. Í því ljósi, og með vísan til sjónarmiða sem rakin eru undir lið 2 hér að framan, teljast þessi gögn ekki falla undir undanþágu frá upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þau falla heldur ekki undir aðrar undanþágur upplýsingaréttar sem ríkislögmaður hefur vísað til í málinu. Verður því lagt fyrir ríkislögmann að afhenda kæranda þessi gögn.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Meðal gagna málsins eru í fimmta lagi fylgigögn sem bárust ríkislögmanni með áðurnefndum umsögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneytis. Með umsögn sýslumannsins, dags. 2. desember 2022, fylgdi afrit af úrskurði sýslumannsins í máli kæranda frá 11. maí 2022. Með umsögn dómsmálaráðuneytis fylgdu afrit af umræddri umsögn sýslumannsins 2. desember 2022 og jafnframt afrit af úrskurði dómsmálaráðuneytis í máli kæranda, dags. 8. desember 2022.<br /> <br /> Hér að framan hefur þegar verið tekin afstaða um rétt kæranda til aðgangs að umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 2. desember 2022. Telst kærandi ekki eiga rétt á aðgangi að henni, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í afgreiðslu sinni á beiðni kæranda um aðgang að gögnum vísaði ríkislögmaður til þess með almennum hætti að önnur gögn en þær umsagnir sem honum höfðu borist frá dómsmálaráðuneyti og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í málinu teldust gögn úr stjórnsýslumáli sem verið hefði til meðferðar í dómsmálaráðuneyti, og hefði beiðni kæranda að því leyti verið framsend til þess ráðuneytis, sbr. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin skilur afstöðu ríkislögmanns svo að þessi afgreiðsla taki til hinna tveggja tilgreindu úrskurða sem voru fylgigögn umsagnanna frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og dómsmálaráðuneyti hins vegar.<br /> <br /> Í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga kemur fram að þegar farið sé fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun skuli beiðni beint til þess sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skuli beiðni beint til þess aðila sem hafi gögnin í vörslu sinni.<br /> <br /> Hin tilvitnuðu fylgigögn eru annars vegar úrskurður Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11. maí 2022, í stjórnsýslumáli sem kærandi var aðili að og hins vegar úrskurður dómsmálaráðuneytis í tilefni af sama máli, dags. 8. desember 2022. Í því ljósi verður úrskurðarnefndin að fallast á að þessi gögn tilheyra stjórnsýslumáli sem rekið var í dómsmálaráðuneyti og það ráðuneyti tók stjórnvaldsákvörðun í. Beiðni kæranda að þessu leyti féll ekki undir upplýsingalög og var réttilega framsend dómsmálaráðuneyti til afgreiðslu. Verður afgreiðsla ríkislögmanns á beiðni kæranda að þessu leyti staðfest.<br /> </p> <h2><strong>5.</strong></h2> <p>Í sjötta lagi bárust úrskurðarnefndinni frá ríkislögmanni afrit af tölvupóstssamskiptum embættisins við kæranda frá 27. desember 2022 til 5. janúar 2023. Þessir tölvupóstar varða allir samskipti ríkislögmanns og kæranda vegna kröfu þess síðarnefnda um aðgang að gögnum. Þessi gögn geyma annars vegar beiðni kæranda um þann aðgang sem deilt er um í þessu máli, sbr. tölvupóst hans til ríkislögmanns 27. desember og hins vegar upplýsingar um afgreiðslu ríkislögmanns á gagnabeiðninni. Þessir tölvupóstar urðu með öðrum orðum til í tengslum við framlagningu þeirrar gagnabeiðni sem hér er til afgreiðslu annars vegar og eftir að hún var lögð fram hins vegar.<br /> <br /> Þessi gögn voru ekki fyrirliggjandi hjá ríkislögmanni þegar kærandi lagði þar fram beiðni sína um aðgang að gögnum sem tengdust afgreiðslu á kröfu hans um viðurkenningu bótaskyldu. Bendir úrskurðarnefndin af því tilefni á að réttur samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, sem kærandi byggir rétt sinn á, tryggir rétt til aðgangs að þeim gögnum sem eru fyrirliggjandi þegar beiðni um aðgang að gögnum er lögð fram. Umræddir tölvupóstar falla því eðli málsins samkvæmt ekki undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum, dags. 27. desember 2022, og teljast því ekki heldur til þeirra gagna sem kæra málsins lýtur að.<br /> </p> <h2><strong>6.</strong></h2> <p>Í kæru málsins var þess að lokum krafist að ríkislögmaður legði fram lista yfir gögn málsins, með málsnúmerum og heitum gagna. Í umsögn ríkislögmanns, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti fyrir kæranda, er að finna lista yfir öll gögn sem eru skráð undir tiltekið málsnúmer í málaskrá ríkislögmanns. Gögnin eru jafnframt listuð upp í þessum úrskurði. Hins vegar kom þessi krafa ekki fram fyrr en í kæru málsins, og liggur því ekki fyrir formleg synjun á þessari beiðni sem nefndinni er fært að taka afstöðu til í úrskurði, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa frá þeim þætti í kærunni sem lýtur að afhendingu umrædds lista.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kærandi, […], á ekki rétt á aðgangi að bréfum ríkislögmanns til dómsmálaráðuneytis annars vegar og til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hins vegar, dags. 8. nóvember 2022, þar sem óskað er umsagna þessara stjórnvalda um bótakröfu kæranda. Kærandi á hvorki rétt á aðgangi að umsögn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu til ríkislögmanns, dags. 2. desember 2022, né umsögn dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns, dags. 13. desember 2022.<br /> <br /> Staðfest er ákvörðun ríkislögmanns að framsenda til dómsmálaráðuneytis beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11. maí 2022, og dómsmálaráðuneytis, dags. 8. desember 2022.<br /> <br /> Ríkislögmanni ber að afhenda kæranda, […], tölvupóst frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 29. nóvember 2022, og tölvupóst með svari ríkislögmanns við honum sama dag. Ríkislögmanni ber einnig að afhenda tölvupóst frá dómsmálaráðuneyti til ríkislögmanns 29. nóvember 2022, tölvupóst með svari ríkislögmanns sama dag og tölvupóst með svari dómsmálaráðuneytis til ríkislögmanns 30. nóvember 2022.<br /> <br /> Kæru málsins er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1199/2024. Úrskurður frá 7. júní 2024 | Kæranda var synjað um aðgang að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá Garðabæjar yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans. Ákvörðunin var byggð á því að skjölin uppfylltu ekki skilyrði þess að teljast gögn í skilningi upplýsingalaga, auk þess sem þau vörðuðu ekki tiltekið mál. Úrskurðarnefndin taldi að með því að færa skjáskot úr málaskrá sinni yfir á PDF-form hefði sveitarfélagið búið til gögn í skilningi upplýsingalaga, sem teldust fyrirliggjandi. Þá næði upplýsingaréttur einnig til tiltekinna fyrirliggjandi gagna þótt þau væru ekki hluti af ákveðnu máli. Nefndin taldi þannig að sveitarfélagið hefði ekki afgreitt beiðni kæranda á réttum lagagrundvelli og vísaði beiðninni til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 7. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1199/2024 í máli ÚNU 23110016.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 22. nóvember 2023, kærði […] ákvörðun Garðabæjar að synja honum um aðgang að fimm PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir gögnunum 31. október 2023. Í svari Garðabæjar, dags. 8. nóvember 2023, kom fram að gögnin væru skjáskot úr málaskrá Garðabæjar sem færð hefðu verið á PDF-form svo hægt væri að afhenda þau úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, við meðferð máls sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1150/2023. Í þeim úrskurði nefndarinnar kæmi fram að réttur til aðgangs að gögnum næði almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem liggja fyrir hjá stjórnvöldum. Að mati Garðabæjar uppfylltu umbeðin gögn ekki skilgreiningu upplýsingalaga á hugtakinu gagn, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna, og vörðuðu auk þess ekki tiltekið mál, sbr. 1. mgr. 15. gr. laganna. Beiðni kæranda var því hafnað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að samkvæmt upplýsingalögum geti upplýsingaréttur náð til gagna án tengsla við tiltekið mál. Skilyrðið sé aðeins að viðkomandi takist að tilgreina gagnið með nægilega skýrum hætti og að undanþáguákvæði laganna eigi ekki við. Þau gögn sem kærandi hafi óskað eftir teljist að hans mati vera fyrirliggjandi í skilningi laganna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 27. nóvember 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar barst úrskurðarnefndinni 8. desember 2023. Í henni kemur fram að fallist úrskurðarnefndin á að kærandi eigi rétt til aðgangs að skjáskotunum sé kæranda veittur aðgangur „bakdyramegin“ að gagnagrunni Garðabæjar, sem fái ekki staðist samkvæmt úrskurði nefndarinnar nr. 1150/2023 þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum. Þá hafi Garðabær nokkrum sinnum afhent kæranda yfirlit og lista yfir málsgögn úr málaskrá bæjarins og verði því ekki annað séð en að skylda samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga hafi verið uppfyllt.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. desember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 18. desember 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar rétt kæranda til aðgangs að PDF-skjölum sem innihalda yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins yfir mál og gögn sem varða kæranda og dóttur hans.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, nær réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tiltekins máls og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Hið sama á við um aðgang að gögnum sem innihalda upplýsingar um mann sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Réttur til aðgangs að gögnum nær almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá þeim aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga. Undantekning frá þeirri reglu er sá réttur sem almenningi er fenginn í 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. mgr. 14. gr. laganna, til aðgangs að lista yfir málsgögn. Sá sem óskar aðgangs að lista yfir málsgögn þarf þó að geta tilgreint með nægjanlega skýrum hætti hvaða mál það eru sem hann vill kynna sér svo hægt sé að afmarka beiðni hans án verulegrar fyrirhafnar, sbr. 1. mgr. 15. gr. laganna. Samkvæmt þessu er ljóst að það að veita aðgang að lista yfir málsgögn í formi skjáskots úr málaskrá felur ekki í sér að með því sé veittur aðgangur að gagnagrunni eða skrá umfram þann rétt sem til staðar er á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Fyrir liggur í máli þessu að þau PDF-skjöl sem kærandi hefur óskað aðgangs að voru búin til af Garðabæ í tengslum við meðferð máls ÚNU 22070009 hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1150/2023. Það er mat nefndarinnar að með því að Garðabær hafi fært skjáskot úr málaskrá sinni yfir á fimm PDF-skjöl hafi sveitarfélagið búið til gögn í skilningi upplýsingalaga, sem teljast fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Þá er það jafnframt mat nefndarinnar að með beiðni sinni um PDF-skjölin hafi kærandi tilgreint með nægjanlega skýrum hætti hvaða gögn hann óskaði eftir að fá afhent. Ekki liggur fyrir í gögnum málsins hvort PDF-skjölin séu hluti af tilteknu máli í málaskrá Garðabæjar, en úrskurðarnefndin telur það gilda einu þar sem réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær einnig til tiltekinna fyrirliggjandi gagna þótt þau hafi ekki verið færð undir ákveðið mál hjá þeim aðila sem gagnabeiðni er beint til.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að PDF-skjölunum hafi ekki byggst á réttum lagagrundvelli. Nefndin telur að rétt afgreiðsla hefði verið að yfirfara skjölin efnislega með hliðsjón af takmörkunarákvæðum upplýsingalaga, sbr. 6.–10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2.–3. mgr. 14. gr. sömu laga, og taka að því búnu ákvörðun um afhendingu skjalanna til kæranda að hluta eða í heild. Er það mat nefndarinnar að rétt sé að vísa beiðni kæranda til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og leggja fyrir sveitarfélagið að afgreiða beiðni kæranda á þeim grundvelli. Úrskurðarnefndin telur ljóst að kærandi eigi rétt til aðgangs að þó nokkrum hluta þeirra upplýsinga sem finna má í gögnunum, þar sem þær meðal annars stafa frá honum sjálfum eða varða hann sérstaklega umfram aðra.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 31. október 2023, er vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1198/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir gögnum hjá Útlendingastofnun um möguleg tengsl þeirra sem kæmu til Íslands á grundvelli fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin og gögnum sem sýndu að þeir sem kæmu til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylltu skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Stofnunin hafnaði beiðninni með vísan til þess að ekki væru afhent gögn úr einstökum málum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að stofnunin hefði ekki afgreitt beiðni kæranda í samræmi við upplýsingalög og vísaði beiðninni til Útlendingastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1198/2024 í máli ÚNU 24050009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 2. maí 2024, kærði […] ákvörðun Útlendingastofnunar að synja honum um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði 19. apríl 2024 eftir aðgangi að:<br /> </p> <ol> <li>Öllum gögnum sem sýna hugsanleg tengsl þeirra, sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar, við Hamas-samtökin.</li> <li>Öllum gögnum sem sýna að lagt hafi verið mat á að þeir sem koma til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið.</li> </ol> <p> <br /> Útlendingastofnun svaraði kæranda 30. apríl 2024. Í svarinu var umfjöllun um reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og skilyrði þess að dvalarleyfi væri veitt. Þá kom fram að ekki væru veittar upplýsingar um einstök mál eða gögn afhent vegna þeirra.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Útlendingastofnun með erindi, dags. 13. maí 2024, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Meðfylgjandi erindi Útlendingastofnunar, dags. 28. maí 2024, var umsögn stofnunarinnar um kæru málsins. Í svörum Útlendingastofnunar kemur fram að gögn sem kæran lúti að verði ekki afhent þar sem umfang beiðni kæranda sé óljóst, þ.e. ekki liggi fyrir til hvaða tímabils beiðnin nái, auk þess sem sendingin verði líklega umfangsmikil. Í umsögn stofnunarinnar kemur fram að ekki séu veittar upplýsingar um einstök mál, þar sem í gögnum þeirra séu persónuupplýsingar um hvern og einn einstakling, bæði almennar og viðkvæmar. Ekki sé unnt að kalla fram upplýsingarnar í formi ópersónugreinanlegrar tölfræði. Því þurfi að fara í gegnum hvert mál, taka út þær upplýsingar sem óskað er eftir og útbúa ný skjöl til að afhenda þær.<br /> <br /> Umsögn Útlendingastofnunar var kynnt kæranda með erindi, dags. 28. maí 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Í þeim kemur fram að kærandi telji fjarri lagi að fjöldi þeirra einstaklinga sem gagnabeiðni hans kunni að ná til sé svo mikill að það kosti mikla vinnu að gera umsóknir þeirra ópersónugreinanlegar, hvað þá að útbúa þurfi ný skjöl.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslum Útlendingastofnunar. Stofnunin varð ekki við beiðninni en telur þó að hún hafi verið afgreidd með fullnægjandi hætti þar sem kæranda hafi verið veitt efnisleg svör við þeim atriðum sem gagnabeiðni hans náði til.<br /> <br /> Upplýsingaréttur kæranda byggist á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Útlendingastofnun heyrir undir gildissvið laganna samkvæmt 1. mgr. 2. gr. þeirra.<br /> <br /> Þegar aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga berst beiðni um gögn skal hann athuga hvort í vörslum hans liggi fyrir gögn sem heyra undir beiðnina. Ef talið er ómögulegt að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál á samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að leiðbeina beiðanda og gefa honum færi á að afmarka beiðnina með skýrari hætti. Þegar aðila hefur tekist að afmarka beiðnina við gögn í sínum vörslum skal hann að því búnu leggja mat á það hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að þeim með hliðsjón af takmörkunarákvæðum í 6. til 10. gr. upplýsingalaga. Eigi takmarkanir aðeins við um hluta gagns skal aðilinn veita beiðanda aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afgreiðsla Útlendingastofnunar á beiðni kæranda hafi ekki uppfyllt framangreindar kröfur sem leiða má af upplýsingalögum. Af gögnum málsins verður ekki séð að Útlendingastofnun hafi gert tilraun til að afmarka beiðni kæranda við tiltekin gögn eða mál í vörslum stofnunarinnar. Teldist beiðni kæranda vera of óljós var stofnuninni rétt að setja sig í samband við kæranda til að átta sig betur á umfangi beiðninnar.<br /> <br /> Þá tekur úrskurðarnefndin fram að um þagnarskyldu starfsmanna Útlendingastofnunar fer samkvæmt ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, en þau ákvæði takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þá er í lögum ekki að finna ákvæði sem heimila Útlendingastofnun að takmarka aðgang að gögnum mála stofnunarinnar í heild sinni, heldur þarf að meta það hverju sinni hvort þau gögn sem óskað er eftir séu háð aðgangstakmörkunum í heild eða að hluta samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Loks skal tekið fram að þótt Útlendingastofnun sé ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga að útbúa ný skjöl til afhendingar, líkt og fram kemur í umsögn stofnunarinnar, gera upplýsingalög ráð fyrir því sem fyrr segir að ef takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál óhjákvæmilegt að vísa beiðni kæranda til Útlendingastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […], dags. 19. apríl 2024, er vísað til Útlendingastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1197/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Kærður var óhóflegur dráttur á afgreiðslu beiðni kæranda til Umhverfisstofnunar. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1197/2024 í máli ÚNU 24050005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 3. maí 2024, kærði […] óhóflegan drátt á afgreiðslu beiðni sinnar til Umhverfisstofnunar. Í erindi til stofnunarinnar sem fylgdi kærunni og er dagsett 3. apríl 2024 óskar kærandi skilgreiningar annars vegar á orðanotkuninni endurvinnsla og önnur endurvinnsla og hins vegar á förgun og urðun.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Umhverfisstofnunar. Eins og efni þess ber með sér þá felst ekki í því beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur fyrirspurn um skilgreiningar á nánar tilgreindum hugtökum. Af þeim sökum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru […], dags. 3. maí 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1196/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi kæranda, þar sem fleiri en 30 virkir dagar væru liðnir frá því erindið var sent. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1196/2024 í máli ÚNU 24050001.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Þann 26. apríl 2024 sendi félagið Vinnuverndarnámskeið ehf. erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem farið var fram á aðstoð nefndarinnar við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi félagsins. Liðnir væru fleiri en 30 virkir dagar frá því erindið var sent.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi félagsins Vinnuverndarnámskeið ehf. fyrir sem stjórnsýslukæru.<br /> <br /> Samkvæmt erindi kæranda til úrskurðarnefndarinnar eru atvik málsins þau að 14. mars 2024 sendi hann Vinnueftirlitinu fyrirspurn. Í fyrirspurninni kemur fram að kærandi hafi áður fengið afhenta tvo gátlista fyrir skoðun lyftara frá stofnuninni. Væri annar þessara gátlista dagsettur 16.06.2020 en merktur eldra efni. Hinn væri dagsettur 29.10.2010. Óskaði hann þess að fá að vita hvorn þessara lista stofnunin væri nú með í notkun. Þá spurði kærandi hvort sú áhersla stofnunarinnar á að svara öllum erindum innan viku hefði breyst frá því sem áður var. Kæra málsins lýtur að því að Vinnueftirlitið hafi ekki svarað þessu erindi kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Vinnueftirlitsins og telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga. Af þeim sökum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 26. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1195/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst beiðni um endurupptöku tveggja mála sem lokið hafði með úrskurðum árin 2020 og 2022 og vörðuðu ákvarðanir Vinnueftirlitsins að synja beiðnum kæranda um upplýsingar um hvort borist hefði kvörtun um einelti af hálfu hans. Beiðandi kvað að hagsmunir hans af að fá þessar upplýsingar vægju þyngra en mögulegir hagsmunir annarra af því að upplýsingarnar færu leynt. Úrskurðarnefndin hafnaði beiðni um endurupptöku þar sem skilyrði samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, væru ekki uppfyllt og að ekki væru annmarkar á úrskurðum nefndarinnar sem gætu leitt til endurupptöku á ólögfestum grundvelli. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1195/2024 í máli ÚNU 24040012.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 16. apríl 2024, óskaði […] eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju tvö mál sem lauk með úrskurðum nefndarinnar nr. 910/2020 og 1108/2022. Í þeim hefði nefndin komist að því að beiðandi ætti ekki rétt til aðgangs að upplýsingum hjá Vinnueftirlitinu um hvort stofnuninni hefði borist kvörtun um einelti af hálfu hans. Í erindi beiðanda vísar hann til úrskurðar nefndarinnar nr. 1164/2023 þar sem manni hafi verið veittur aðgangur að gögnum um símtal við lögreglu sem leiddi til afskipta lögreglunnar af honum. Beiðandi telji sambærileg sjónarmið og réðu úrslitum um aðgang kæranda að gögnunum í því máli eiga við í sínum málum. Því fari hann fram á að framangreind mál verði tekin upp að nýju hjá nefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í málum úrskurðarnefndar um upplýsingamál ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022, var niðurstaðan að kærandi ætti ekki rétt til aðgangs að upplýsingum hjá Vinnueftirlitinu um hvort borist hefði kvörtun um einelti af hálfu hans. Lagt var til grundvallar að 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, væri sérstakt þagnarskylduákvæði sem gengi framar upplýsingarétti samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í úrskurði nr. 910/2020 leysti úrskurðarnefndin að vísu úr málinu á grundvelli upplýsingalaga, þar sem sérstaka þagnarskylduákvæðið hafði fyrir mistök verið fellt brott úr lögum nr. 46/1980 þegar hin kærða ákvörðun var tekin. Hins vegar var horft til þess við hagsmunamat á grundvelli upplýsingalaga að þeir sem kynnu að hafa kvartað til Vinnueftirlitsins áður en þagnarskylduákvæðið var fellt brott hefðu mátt hafa réttmætar væntingar til þess að hin sérstaka þagnarskylda gilti um erindi þeirra.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga er mælt fyrir um endurupptöku stjórnsýslumáls:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> <p>Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málum beiðanda sem breytt geta niðurstöðum nefndarinnar. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málanna samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir kemur það að mati nefndarinnar til álita ef rökstuddar vísbendingar eru um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Í úrskurði nr. 1164/2023 sem beiðandi nefnir til stuðnings beiðni um endurupptöku var lagt mat á rétt kæranda til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga og hagsmunir kæranda af að fá aðgang að upplýsingum um einkamálefni annarra vegnir og metnir andspænis hagsmunum þeirra sem upplýsingarnar vörðuðu af að þeim yrði haldið leyndum. Í málum beiðanda var það hin sérstaka þagnarskylda í lögum nr. 46/1980 sem girti fyrir aðgang að umbeðnum upplýsingum og lagasjónarmið sem tengdust beitingu hennar gagnvart upplýsingarétti á grundvelli upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni […] um endurupptöku mála ÚNU 20010009 og ÚNU 22030008 sem lauk með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020, frá 11. júní 2020, og 1108/2022, frá 16. nóvember 2022, er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1194/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá dómsmálaráðuneyti við erindi kæranda. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1194/2024 í máli ÚNU 24040011.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Þann 15. apríl 2024 sendi […] erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem hann óskaði aðstoðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá dómsmálaráðuneytinu við erindi sem hann hafði sent 19. október 2023 og ítrekað tvisvar sinnum.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi […] fyrir sem stjórnsýslukæru.<br /> <br /> Atvik málsins eru þau að í maí 2022 benti kærandi ráðuneytinu á að á fjölskyldusviði hjá sýslumanni, þar sem sáttameðferðum væri sinnt, ynnu starfsmenn sem jafnframt sinntu slíkri þjónustu í einkafyrirtækjum í eigin eigu samhliða starfi hjá sýslumanni. Ráðuneytið svaraði kæranda í desember 2022 og kvaðst mundu taka erindið til skoðunar á grundvelli yfirstjórnar- og eftirlitsheimilda. Kærandi sendi þá nýtt erindi til dómsmálaráðuneytisins, dags. 19. október 2023, þar sem hann upplýsti ráðuneytið um að í september 2021 hefði Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu verið send kvörtun vegna sjálfstæðs atvinnureksturs sáttamanna sem einnig væru launþegar hjá sýslumanni. Kærandi spurði hvort það þætti eðlilegt í ráðuneytinu að sýslumaður upplýsti ráðuneytið ekki um kvörtunina. Þá spurði kærandi hvort ráðuneytið hefði, eftir að það tjáði kæranda í desember 2022 að málið yrði tekið til nánari skoðunar, verið upplýst um kvörtunina. Erindið frá 19. október ítrekaði kærandi 13. og 22. nóvember 2023.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Kæra í máli þessu lýtur að því að dómsmálaráðuneyti hafi ekki svarað erindi kæranda frá 19. október 2023, sem varðar kvörtun til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 2021 vegna sjálfstæðs atvinnureksturs starfsmanna sem sinna sáttameðferð hjá stofnuninni.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til dómsmálaráðuneytis og telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur beiðni um viðbrögð ráðuneytisins við erindi kæranda sem varðar tiltekna kvörtun til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Kærunni verður því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru […], dags. 15. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1193/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi kæranda, þar sem fleiri en 30 virkir dagar væru liðnir frá því erindið var sent. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1193/2024 í máli ÚNU 24040010.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Þann 8. apríl 2024 sendi félagið Vinnuverndarnámskeið ehf. erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem farið var fram á aðstoð nefndarinnar við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi félagsins. Liðnir væru fleiri en 30 virkir dagar frá því erindið var sent.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi félagsins Vinnuverndarnámskeið ehf. fyrir sem stjórnsýslukæru. <br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að með erindi kæranda til Vinnueftirlitsins, dags. 21. febrúar 2024, vakti hann athygli á því að það væri misræmi í því hvernig forvarnir væru skilgreindar af Vinnueftirlitinu, annars vegar í kennsluefni á námskeiðinu „Nám til viðurkenningar í vinnuvernd“ og hins vegar í bæklingi Vinnueftirlitsins frá 2018. Þá sýndist kæranda að skilgreiningarnar tvær útilokuðu hvor aðra. Loks óskaði kærandi upplýsinga um það hvaða eldri bæklingar Vinnueftirlitsins væru þess eðlis að hafa þyrfti á fyrirvara um útgáfuár við lestur þeirra.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Vinnueftirlitsins. Eins og efni þess ber með sér þá felst ekki í því beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga heldur ábending og fyrirspurn um kennsluefni og bæklinga frá stofnuninni. Af þeim sökum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 8. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1192/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Óskað var eftir aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi kæranda, þar sem fleiri en 30 virkir dagar væru liðnir frá því erindið var sent. Úrskurðarnefndin rakti að það væri ekki hlutverk nefndarinnar að skera úr um rétt til að fá svar við erindi sem bæri ekki með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum. Talið var að erindi kæranda væri ekki gagnabeiðni og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1192/2024 í máli ÚNU 24040007.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Þann 10. apríl 2024 sendi félagið Vinnuverndarnámskeið ehf. erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem farið var fram á aðstoð nefndarinnar við að fá svar frá Vinnueftirlitinu við erindi félagsins. Liðnir væru fleiri en 30 virkir dagar frá því erindið var sent.<br /> <br /> Með hliðsjón af 17. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga ber úrskurðarnefndinni að taka erindi félagsins Vinnuverndarnámskeið ehf. fyrir sem stjórnsýslukæru.<br /> <br /> Aðdragandi málsins er sá að með erindi kæranda til Vinnueftirlitsins, dags. 26. febrúar 2024, lýsti félagið áhuga á að kaupa vinnuvélaherma Vinnueftirlitsins. Þá spurði kærandi hvort hermarnir hefðu verið mikið notaðir undanfarið. Kæran var kynnt Vinnueftirlitinu með erindi, dags. 11. apríl 2024. Umsögn stofnunarinnar barst úrskurðarnefndinni 18. apríl 2024. Í henni kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að erindi kæranda rúmist ekki innan gildissviðs upplýsingalaga, þar sem ekki sé óskað aðgangs að fyrirliggjandi gögnum heldur eftir afstöðu stofnunarinnar til nánar tilgreindra atriða. Umsögn Vinnueftirlitsins var kynnt kæranda með erindi, dags. 24. apríl 2024. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið laganna tekur á móti erindi sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara erindum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum erindum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um rétt beiðanda til að fá svar við slíku erindi, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, sbr. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, eða ágreining um það hvort erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga, enda byggja framangreindar kæruheimildir á því að beðið hafi verið um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir erindi kæranda til Vinnueftirlitsins og telur erindið ekki bera með sér að vera beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, heldur beiðni um viðbrögð stofnunarinnar við ósk kæranda um að kaupa vinnuvélaherma Vinnueftirlitsins. Kærunni verður því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 10. apríl 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1191/2024. Úrskurður frá 5. júní 2024 | Kærð var ófullnægjandi afgreiðsla Reykjanesbæjar á beiðni um aðgang að gögnum varðandi tiltekna lóð í Keflavík og byggingar sem byggðar höfðu verið á lóðinni. Reykjanesbær kvað að öll gögn sem lægju fyrir hjá sveitarfélaginu og heyrt gætu undir gagnabeiðnina hefðu verið afhent kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Voru þannig ekki fyrir hendi þær aðstæður sem kæruheimildir samkvæmt upplýsingalögum ná til, og var ákvörðun Reykjanesbæjar því staðfest. | <p>Hinn 5. júní 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1191/2024 í máli ÚNU 24010016.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 16. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá […] lögmanni, f.h. Hólmbergsbrautar 17a, húsfélags. Með erindi, dags. 8. nóvember 2023, var óskað eftir öllum teikningum af tveimur byggingum sem byggðar höfðu verið á lóðinni Selvík 3 í Keflavík. Þá var óskað eftir öllum úttektarskýrslum og öðrum gögnum sem vörðuðu lóðina og byggingarnar. Loks var óskað upplýsinga um hverjir hefðu verið skráðir byggingarstjórar vegna framkvæmda við byggingarnar. Í erindinu var vísað til þess að lóðinni Selvík 3 hafi verið skipt upp í tvær lóðir 2022, annars vegar í Selvík 3 og hins vegar Hólmbergsbraut 17.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að Reykjanesbær hafi 20. nóvember 2023 afhent gögn sem vörðuðu framkvæmdir á framangreindum lóðum frá 2017–2018 en sú afhending sé ófullnægjandi þar sem kærandi hafi meðal annars óskað eftir gögnum um tvö mannvirki sem voru byggð á lóðinni 2007–2008.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Reykjanesbæ með erindi, dags. 19. janúar 2024. Í umsögn Reykjanesbæjar um kæruna, dags. 5. febrúar 2024, kom fram að með afhendingunni 20. nóvember 2023 hefðu kæranda verið afhent öll gögn sem sveitarfélagið teldi að heyrðu undir beiðnina. Engin gögn væri að finna sem kærandi hefði ekki fengið afhent.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin bar erindi Reykjanesbæjar undir kæranda með erindi, dags. 5. febrúar 2024, og gaf honum kost á að koma á framfæri athugasemdum um erindið. Í erindi kæranda, dags. 12. febrúar 2024, kemur fram að það geti ekki staðist að öll gögn hafi verið afhent. Grunnur að byggingu á lóðinni hafi verið byggður milli 2008 og 2010. Þá hafi lokaúttekt verið framkvæmd 1. nóvember 2010 og undirrituð af byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar. Það fái ekki staðist að heilt mannvirki hafi risið og hlotið lokaúttekt af hálfu sveitarfélagsins án þess að til séu gögn um það.<br /> <br /> Með erindi, dags. 23. febrúar 2024, gaf úrskurðarnefndin Reykjanesbæ kost á að bregðast við athugasemdum kæranda. Í svari Reykjanesbæjar, dags. 6. mars 2024, eru sjónarmið sveitarfélagsins ítrekuð um að öll gögn sem heyri undir beiðni kæranda hafi verið afhent og að engum gögnum hafi verið haldið eftir.<br /> <br /> Í nánari skýringum sveitarfélagsins sem bárust 17. apríl 2024 kom fram að kærandi hefði í þrígang óskað eftir gögnum um málið. Sveitarfélagið hefði í öll skiptin afhent honum þau gögn sem til væru í skjalakerfi Reykjanesbæjar.<br /> <br /> Í erindi úrskurðarnefndarinnar til Reykjanesbæjar 17. maí 2024 benti nefndin á að athugasemdum kæranda til nefndarinnar kæmi fram að kærandi teldi sig aðeins hafa fengið afhent gögn frá sveitarfélaginu vegna framkvæmda frá 2017 og 2018. Hins vegar væri í þeim gögnum sem sveitarfélagið hefði afhent úrskurðarnefndinni að finna töluvert af eldri gögnum. Í skýringum sveitarfélagsins sem bárust nefndinni 17. maí 2024 fylgdi skjáskot úr skjalakerfinu sem sýndi þau gögn sem afhent hefðu verið, ásamt því að sveitarfélagið fullyrti að gögnin sem nefndinni hefðu borist frá sveitarfélaginu hefðu öll þegar verið afhent kæranda. Úrskurðarnefndinni barst staðfesting frá kæranda 5. júní 2024 þess efnis að honum hefðu verið afhent öll þau gögn sem sveitarfélagið afhenti nefndinni við meðferð málsins.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar afhendingu gagna um lóðina Selvík 3 í Keflavík og byggingar sem byggðar voru á lóðinni. Kærandi telur að Reykjanesbær hafi ekki afhent öll þau gögn sem liggja fyrir hjá sveitarfélaginu og heyra undir beiðni hans.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, nær réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Reykjanesbær fullyrðir að öll gögn sem liggja fyrir hjá sveitarfélaginu og heyra undir beiðni kæranda hafi verið afhent og að engum gögnum hafi verið haldið eftir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu sveitarfélagsins.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að valdsvið úrskurðarnefndarinnar er afmarkað við það annars vegar að skera úr um ágreining þegar synjað er beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum eða beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna, og hins vegar að skera úr um rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum þegar beiðni um aðgang hefur ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar, sbr. 3. mgr. 17. gr. laganna. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi eru ekki fyrir hendi þær aðstæður sem framangreindar kæruheimildir ná til. Verður því að staðfesta ákvörðun Reykjanesbæjar, dags. 20. nóvember 2023.<br /> <br /> Að lokum skal tekið fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna, sbr. 27. gr. upplýsingalaga. Vísast í þessu sambandi einkum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Reykjanesbæjar, dags. 20. nóvember 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1190/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Kæranda var synjað um aðgang að upplýsingum um hvaða fyrirtæki hefðu fengið endurgreiddan rannsóknar- og þróunarkostnað samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og upphæð til hvers fyrirtækis. Skatturinn vísaði einkum til þess að upplýsingarnar væru undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt lögum um tekjuskatt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir væru undirorpnar þagnarskyldu og að í settum réttarreglum væri ekki að finna frávik frá þagnarskyldunni sem heimilaði að upplýsingarnar væru afhentar, þótt ákveðið hefði verið að afmarkaðar upplýsingar um stuðning á grundvelli laga nr. 152/2009 skyldu birtar opinberlega. Var ákvörðun Skattsins því staðfest. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1190/2024 í máli ÚNU 23010009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 16. janúar 2023, kærði A, aðstoðarfréttastjóri hjá mbl.is, synjun Skattsins á beiðni hans um gögn.<br /> <br /> Með erindi til Skattsins, dags. 23. nóvember 2022, óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hvaða fyrirtæki hefðu fengið endurgreiddan rannsóknar- og þróunarkostnað samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 152/2009, og hver væri upphæð til hvers fyrirtækis. Kærandi bað um að upplýsingarnar yrðu sundurliðaðar eftir árum frá árinu 2010.<br /> <br /> Í svari Skattsins, dags. 14. desember 2022, kvaðst stofnunin ekki hafa heimild til að birta upplýsingar um stuðning við einstök fyrirtæki umfram það sem þegar væri birt á vef Skattsins og í miðlægri vefgátt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Árið 2020 hefði fjármála- og efnahagsráðuneyti sent Morgunblaðinu skjal sem náði yfir tímabilið 2010 til 2019, þar sem fram kom fjöldi fyrirtækja miðað við ákveðið fjárhæðabil. Meðfylgjandi svari Skattsins nú væri skjal þar sem fram kæmu sömu upplýsingar og þá, að viðbættum árunum 2020 og 2021.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að Skatturinn birti þær upplýsingar sem óskað sé eftir, en aðeins um staka styrki umfram 500 þús. evrur á ári. Stofnuninni sé það skylt samkvæmt reglugerð um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, nr. 758/2011. Kærandi telji hins vegar að það komi ekki í veg fyrir að Skattinum sé óheimilt að veita upplýsingar um styrki undir 500 þús. evrum.<br /> <br /> Endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar hafi aukist til muna frá árinu 2010. Skilgreining á því hvað geti flokkast sem rannsóknar- og þróunarkostnaður sé að hluta til byggð á huglægu mati. Kærandi hafi fengið óstaðfestar ábendingar um að fyrirtæki hafi nýtt sér þetta úrræði til að draga úr kostnaði við almennan rekstur og hafi þannig náð samkeppnisforskoti á aðra sem hafi talið að slíkur kostnaður flokkaðist ekki sem rannsóknar- og þróunarkostnaður. Ábendingarnar virðist ríma við það sem fram kemur í umsögn Skattsins við frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 152/2009 (þingskjal 910 í 544. máli á 151. löggjafarþingi 2020–2021) um að flókið geti verið að skilja á milli venjubundins rekstrarkostnaðar og kostnaðar vegna nýsköpunarverkefna, og að brögð hafi verið að því að við skattskil væri m.a. almennur rekstrarkostnaður færður undir kostnað vegna staðfestra nýsköpunarverkefna.<br /> <br /> Kærandi telur að upplýsingar um fyrirtæki sem fái styrk undir 500 þús. evrum á ári eigi erindi við almenning og bendir til samanburðar á að birtar séu upplýsingar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, stuðning við fyrirtæki í kórónuveirufaraldrinum, rekstrarstuðning við fjölmiðla og skattgreiðslur einstaklinga á ákveðnum tíma ársins.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 18. janúar 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Skattsins barst úrskurðarnefndinni hinn 1. febrúar 2023. Í henni kemur fram að í 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, sé þagnarskylduákvæði sem nái til upplýsinga um tekjur og efnahag skattaðila. Frá þagnarskyldunni sé vikið í 98. gr. sömu laga, þar sem segir að ríkisskattstjóri skuli leggja fram álagningarskrá yfir álagða skatta og gjöld skattaðila, og leggja fram skattskrá að kæruafgreiðslu lokinni. Skrárnar skuli lagðar fram til sýnis fyrir almenning annars vegar í 15 daga og hins vegar í tvær vikur. Í álagningar- og skattskrám lögaðila á hverjum tíma séu upplýsingar um endurgreiðslu vegna þróunarkostnaðar. Ríkisskattstjóra sé hvorki skylt að veita aðgang að framangreindum upplýsingum utan þeirra tímamarka sem séu lögboðin, né sé skattaðilum gert að sæta birtingu upplýsinganna utan framlagningardaga.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. reglugerðar nr. 758/2011 feli í sér að þrátt fyrir þagnarskylduákvæði 117. gr. laga um tekjuskatt sé fyrirtækjum sem notið hafa styrks í formi skattfrádráttar sem nemur að minnsta kosti 500 þús. evrum skylt að þola birtingu styrkfjárhæðar, en öðrum ekki. Tekið sé fram að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi á öðru formi en að framan greinir.<br /> <br /> Umsögn Skattsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. febrúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 10. febrúar sama ár. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar ákvörðun Skattsins að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi fengið endurgreiddan rannsóknar- og þróunarkostnað samkvæmt lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og upphæð til hvers fyrirtækis. Skatturinn vísar einkum til þess að upplýsingarnar séu undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt lögum um tekjuskatt, en kveður einnig að ekki liggi fyrir gagn sem innihaldi upplýsingarnar sem óskað er eftir, heldur sé þær að finna í álagningar- og skattskrám lögaðila á hverjum tíma.<br /> <br /> Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að liðnum þeim 30 daga fresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hins vegar var kæranda hvorki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar né kærufrest í hinni kærðu ákvörðun. Verður kærunni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum að kærufresturinn sé liðinn.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga hefur verið á því byggt að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið hafi að geyma sérstaka þagnarskyldu, sbr. úrskurði nr. 984/2021 og 935/2020, og gangi af þeirri ástæðu almennt framar rétti til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Nefndin telur að þagnarskyldan sé sérgreind þannig að hún taki til upplýsinga „um tekjur og efnahag skattaðila.“ Réttaráhrif þessa eru þau að ef óskað er eftir upplýsingum sem varða tekjur og efnahag skattaðila hjá þeim sem tilgreindir eru í 117. gr. laga nr. 90/2003 má synja beiðninni án þess að mat fari fram um það hvort hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum vegi þyngra en hagsmunir af því að þær fari leynt. <br /> <br /> Frá ákvæði 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 eru mikilvæg frávik, sbr. ekki síst 98. gr. laga nr. 90/2003, þar sem segir að álagningarskrá og skattskrá þar sem fram kemur álagður tekjuskattur, bæði einstaklinga og lögaðila, skuli lagðar fram og hafðar aðgengilegar með tilteknum og afmörkuðum hætti eftir því sem greinir í lagaákvæðinu.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem kæra máls þessa lýtur að varða framkvæmd laga nr. 152/2009. Samkvæmt þeim lögum getur fyrirtæki árlega í skattframtali gert grein fyrir tilgreindum kostnaði sem tengist rannsóknar- og þróunarverkefnum sem áður hafa verið staðfest af Rannís. Ef skilyrði eru fyrir hendi, og einnig innan tiltekinna viðmiða, getur kostnaður við þessi verkefni leitt til sérstaks frádráttar frá álögðum tekjuskatti fyrirtækisins, sbr. 10. gr. laganna. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur eða sé lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps kann frádrátturinn jafnframt að verða greiddur út, sbr. 11. gr. sömu laga.<br /> <br /> Álagning skatta, þ.m.t. um frádrátt frá tekjuskatti samkvæmt þessum lagaákvæðum, er á hendi ríkisskattstjóra. Upplýsingar um þá frádrætti frá tekjuskatti og um mögulega útgreiðslu sem ákveðnir eru á grundvelli laga nr. 152/2009 teljast því upplýsingar um „tekjur og efnahag skattaðila“ sem falla undir 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003. Um þær gildir því sérstök þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu, enda geri aðrar réttarreglur ekki undantekningu þar á að einhverju leyti.<br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, skal meginmál EES-samningsins, auk tilgreindra gerða, hafa lagagildi hér á landi. Þáttur í meginmáli samningsins eru reglur hans um takmörk og skilyrði ríkisaðstoðar, sbr. 2. kafla samningsins. Í 63. gr., sem tilheyrir 2. kafla samningsins, er sérstaklega vísað til XV. viðauka samningsins þar sem fram koma sérstök ákvæði um ríkisaðstoð. Með ákvörðun nr. 152/2014, 27. júní 2014 um breytingu á umræddum XV. viðauka, felldi sameiginlega EES-nefndin inn í EES-samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 651/2014 frá 17. júní 2014 um ríkisaðstoð. Af 9. gr. þeirrar reglugerðar leiðir að aðildarríki skal tryggja að upplýsingar sem fram koma í III. viðauka með reglugerðinni skulu birtar „um hverja úthlutun stakrar aðstoðar sem fer yfir 500 000 evrur.“<br /> <br /> Ákvæði laga nr. 152/2009 kveða samkvæmt efni sínu á um tiltekið form ríkisaðstoðar við nýsköpunarfyrirtæki í skilningi tilvitnaðra reglna um ríkisaðstoð. Á þeim grundvelli hefur ráðherra ákveðið með 9. gr. reglugerðar nr. 758/2011, eins og henni var breytt með 8. gr. reglugerðar nr. 833/2016, að eftirfarandi upplýsingar um aðstoð á grundvelli laga nr. 152/2009 skuli birtar opinberlega: <br /> </p> <blockquote> <p>Ríkisskattstjóri skal birta á vefsvæði sínu upplýsingar um nýsköpunarfyrirtæki sem hlotið hefur staðfestingu á verkefni sínu af hálfu Rannís samkvæmt lögum nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, og skattfrádrátt nýsköpunarfyrirtækis ef fjárhæð skattfrádráttarins er yfir 60.000.000 kr. á ári. Upplýsingarnar skulu vera í samræmi við III. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 651/2014, um almenna hópundanþágu. Ríkisskattstjóri skal birta upplýsingarnar innan sex mánaða frá þeim degi þegar álagning opinberra gjalda er ákvörðuð og skulu upplýsingarnar vera tiltækar í a.m.k. 10 ár frá sama degi.</p> </blockquote> <p> <br /> Með tilvitnaðri reglugerð nr. 758/2011, sem sett er á grundvelli 16. gr. laga nr. 152/2009, hefur samkvæmt þessu verið ákveðið að afmarkaðar upplýsingar um stuðning á grundvelli laga nr. 152/2009 skuli birtar opinberlega. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á vefsvæði Skattsins. Þá eru upplýsingar um endurgreiðslu vegna þróunarkostnaðar í skilningi laga nr. 152/2009 birtar í álagningar- og skattskrám á grundvelli 98. gr. laga nr. 90/2003, þann tíma sem þær skrár liggja frammi. Að öðru leyti er ekki í settum réttarreglum kveðið á um frávik frá þeirri þagnarskyldu sem leiðir af fyrirmælum 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 vegna þeirra upplýsinga sem kæra málsins lýtur að. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Skattsins í máli þessu.<br /> <br /> Vakin er athygli á því að í hinni kærðu ákvörðun var ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga, líkt og skylt er að gera þegar beiðni um aðgang að gögnum er synjað, sbr. 1. mgr. 19. gr. laganna. Var ákvörðun Skattsins að þessu leyti ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun Skattsins, dags. 14. desember 2022, að synja A um aðgang að upplýsingum um endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1189/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Óskað var eftir gögnum hjá Félagsbústöðum hf. sem innihéldu upplýsingar um kvartanir og athugasemdir sem borist hafa félaginu vegna tiltekinnar íbúðar í eigu þess. Beiðninni var hafnað því gögnin innihéldu upplýsingar um einkamálefni leigjenda félagsins, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að með hliðsjón af efni gagnanna væri erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga frá þeim upplýsingum sem veita mætti aðgang að. Var ákvörðun Félagsbústaða staðfest. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1189/2024 í máli ÚNU 23010003.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 9. janúar 2023, kærði A synjun Félagsbústaða hf. á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 3. janúar 2023, óskaði kærandi eftir því að fá allar upplýsingar um kvartanir og athugasemdir sem borist hefðu Félagsbústöðum vegna tiltekinnar íbúðar með vísan til II. kafla upplýsingalaga, nr. 140/2012. Starfsmaður Félagsbústaða svaraði kæranda 9. sama mánaðar og tók fram að félaginu væri óheimilt að afhenda gögn er vörðuðu einkahagsmuni leigjenda félagsins með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru er rakið að beiðni kæranda sé til komin vegna ágreinings milli hans sem kaupanda nánar tilgreindrar íbúðar og seljanda hennar. Ágreiningurinn lúti að mögulegum leyndum galla sem rekja megi til nágranna kæranda en hann leigi íbúð af Félagsbústöðum. Kærandi hafi vitneskju um að kvartanir hafi ítrekað borist Félagsbústöðum vegna umrædds íbúa. Þar sem kærandi beri sönnunarbyrði fyrir því að seljandi hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína við sölu íbúðarinnar séu kvartanir til Félagsbústaða lykilatriði varðandi það hvort ónæði hafi verið verulegt eða óverulegt á þeim tíma sem seljandi fór með eignarhald íbúðarinnar.<br /> <br /> Í kæru er þess jafnframt óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál meti hagsmuni kæranda, sem séu miklir og fjárhagslegir, á móti hagsmunum leigjandans. Í þessu samhengi mætti til dæmis afmá allt í gögnunum sem snerti einkahagi viðkomandi en afhenda gögnin að öðru leyti þannig að þau hafi gildi fyrir kæranda.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Félagsbústöðum með erindi, dags. 9. janúar 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Félagsbústaða barst úrskurðarnefndinni 23. janúar 2023 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem félagið taldi að kæran lyti að. Í umsögninni er lögð áhersla á að leigjendur hjá félaginu séu þeir sem hafi fengið úthlutað félagslegu leiguhúsnæði vegna félagslegrar stöðu sinnar. Félagsbústaðir hf. hafi verið stofnað um húsnæði og þjónustu sem sveitarfélögum sé skylt að veita, sbr. XII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, 4. tölul. 13. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, og 9. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, sbr. og reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk, nr. 370/2016.<br /> <br /> Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sé starfsmönnum Félagsbústaða hf. skylt að varðveita málsgögn er varði persónulega hagi einstaklinga með tryggilegum hætti þannig að óviðkomandi fái þar ekki aðgang. Þá sé starfsmönnum sem kynnst hafa einkamálum skjólstæðinga í starfi sínu óheimilt að ræða þau mál við óviðkomandi aðila nema að fengnu samþykki skjólstæðings eða forráðamanna hans, sbr. 60. gr. laganna. Ákvæðið feli þannig í sér sérstaka þagnarskyldu sem ástæða hafi þótt til að setja á vettvangi félagsþjónustu til að leggja áherslu á mikilvægi hennar, eins og fram komi í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum nr. 40/1991. Þegar af þessum ástæðum sé Félagsbústöðum óheimilt að veita aðgang að umbeðnum gögnum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 562/2016 og 1108/2022. Þá sé áréttað að þeir sem kunni að senda erindi inn til félagsins geri það í trausti þess að um þær upplýsingar gildi trúnaður og mikilvægt sé að slíkum trúnaði sé haldið.<br /> <br /> Umsögn Félagsbústaða var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. janúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <br /> Undir meðferð málsins afhentu Félagsbústaðir úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem félagið taldi falla undir beiðni kæranda. Er þar einkum um að ræða samskipti á milli nafngreinds einstaklings og Félagsbústaða en stór hluti þeirra varðar að hluta til umkvartanir einstaklingsins vegna háttsemi nágranna hans, leigutaka íbúðar í eigu Félagsbústaða í því húsi sem kærandi máls þessa keypti íbúð í. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu þess nafngreinda einstaklings sem um ræðir, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindi, dags. 9. janúar 2024. Í svari sem barst nefndinni 16. sama mánaðar lagðist einstaklingurinn gegn afhendingu gagnanna en tiltók að ef hægt væri að koma til móts við óskir kæranda á einhvern máta, án þess að persónuleg orð eða persónuupplýsingar fylgdu, væri hann tilbúinn að endurskoða afstöðu sína.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Félagsbústaða hf. sem innihaldi upplýsingar um kvartanir og athugasemdir sem borist hafa félaginu vegna tiltekinnar íbúðar í eigu þess.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% eða meira í eigu hins opinbera með vissum undantekningum. Félagsbústaðir hf. falla undir ákvæðið þar sem félagið er alfarið í eigu Reykjavíkurborgar.<br /> <br /> Félagsbústaðir afhentu úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn sem félagið taldi falla undir beiðni kæranda. Er þar einkum um að ræða samskipti á milli nafngreinds einstaklings og Félagsbústaða en stór hluti þeirra varðar að hluta til umkvartanir einstaklingsins vegna háttsemi nágranna hans, leigutaka íbúðar í eigu Félagsbústaða í því húsi sem kærandi máls þessa keypti íbúð í. Af þessum samskiptum verður ráðið að þau varði atvik á tímabilinu frá apríl 2020 til desember 2021. Þá er í framlögðum gögnum einnig að finna tvær nafnlausar tilkynningar sem sendar voru í apríl 2013 og nóvember 2022, auk tveggja atvikaskýrslna sem voru ritaðar af starfsmönnum Félagsbústaða.<br /> <br /> Loks afhentu Félagsbústaðir nefndinni upplýsingar sem stafa frá kæranda sjálfum, þ.e. tölvupóst hans til félagsins frá 29. desember 2022 og beiðni hans um aðgang að gögnum frá 3. janúar 2023. Eins og kæruefnið horfir við úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður ekki talið að kærandi óski eftir aðgangi að þessum gögnum auk þess sem ljóst er að hann hefur þessar upplýsingar þegar undir höndum.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í umsögn Félagsbústaða hf. er rakið að umbeðin gögn séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 60. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, og félaginu sé því óheimilt að afhenda kæranda gögnin.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Sérstök þagnarskylduákvæði teljast hins vegar þau ákvæði þar sem upplýsingarnar sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 60. gr. laga nr. 40/1991 segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Fulltrúar í félagsmálanefndum og starfsmenn skulu varðveita málsgögn, er varða persónulega hagi einstaklinga, með tryggilegum hætti þannig að óviðkomandi fái þar ekki aðgang. Hafi þeir kynnst einkamálum skjólstæðinga í starfi er þeim óheimilt að ræða þau mál við óviðkomandi aðila nema að fengnu samþykki skjólstæðings eða forráðamanna hans.</p> </blockquote> <p> <br /> Ákvæðið er samkvæmt orðalagi sínu bundið við fulltrúa og starfsmenn félagsmálanefnda.<br /> <br /> Félagsbústaðir hf. er hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem starfar á grunni 38. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998. Samkvæmt 3. gr. samþykkta Félagsbústaða hf., sem voru samþykktar 28. maí 2020, er tilgangur félagsins meðal annars að eiga og hafa umsjón með félagslegu leiguhúsnæði til lengri tíma. Þótt Félagsbústöðum hafi verið falið að annast útleigu félagslegra leiguíbúða og þar með rækja hluta af þeim verkefnum sem annars myndu hvíla á herðum sveitarfélagsins samkvæmt ákvæðum laga nr. 40/1991 er ekki unnt að líta svo á að starfsmenn félagsins teljist fulltrúar í félagsmálanefnd eða starfsmenn slíkrar nefndar í skilningi 60. gr. laganna þannig að sú þagnarskylda sem þar er mælt fyrir um taki beint til starfa þeirra á vegum félagsins. Um starfsemi félagsins geta hins vegar gilt aðrar þagnarskyldureglur, sbr. 101. og 57. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þau lagaákvæði falla í flokk almennra ákvæða laga um þagnarskyldu í skilningi 4. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umbeðin gögn hafa, eins og fyrr segir, að geyma tilkynningar og umkvartanir sem bárust Félagsbústöðum hf. vegna íbúðar í eigu félagsins og sem beint var til félagsins vegna stöðu þess sem eiganda og leigusala hennar. Að þessu og öðru framangreindu gættu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki sé unnt að heimfæra þessar upplýsingar undir þagnarskylduákvæði 60. gr. laga nr. 40/1991 sem tekur, eins og fyrr segir, samkvæmt orðalagi sínu aðeins til fulltrúa í félagsmálanefndum og starfsmanna þeirra. Þegar af þessari ástæðu verður að telja að umrætt ákvæði takmarki ekki rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Þá verður ekki ráðið að önnur sérstök þagnarskylduákvæði standi í vegi fyrir afhendingu umbeðinna gagna og er ekki á því byggt af hálfu Félagsbústaða.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Kærandi byggir rétt sinn til aðgangs að umbeðnum gögnum á II. kafla upplýsingalaga. Í 1. mgr. 5. gr. kemur fram að þeim sem falla undir lögin sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Synjun Félagsbústaða byggir á að umbeðin gögn innihaldi upplýsingar um einkamálefni einstaklinga samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þar kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Að því er varðar takmörkun á aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> </p> <blockquote> <p>Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.</p> </blockquote> <p> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld eða aðrir aðilar sem falla undir ákvæði upplýsingalaga skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir þá að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í gögnunum koma fram ýmsar upplýsingar um leigutaka íbúðar Félagsbústaða hf. og jafnframt nokkuð ítarlegar upplýsingar um persónulega hagi þess einstaklings sem átti í mestum samskiptum við félagið vegna leigutakans. Í gögnunum koma m.a. fram persónulegar upplýsingar um fjölskyldur og heilsufar þeirra einstaklinga sem um ræðir. Úrskurðarnefndin telur engum vafa undirorpið að gögnin lúti að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir og að um sé að ræða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Fyrir liggur í málinu að sá einstaklingur sem átti í hvað mestum samskiptum við Félagsbústaði hf. leggst gegn afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Það álitaefni sem liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðar því hvort Félagsbústöðum hf. sé skylt að afhenda kæranda að hluta þau gögn sem beiðni hans lýtur að á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, með því að fjarlægja áður upplýsingar sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þegar litið er til efnis umbeðinna gagna verður ekki um villst, sem fyrr segir, að þessi gögn innihalda að meginstefnu upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þessa efnis gagnanna telur nefndin ljóst að það sé verulegum erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem falla undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga frá þeim upplýsingum sem veita má aðgang að með tiltölulega einföldum hætti. Þá telur nefndin að ekki séu forsendur til að beita ákvæði 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á þann veg að persónuauðkenni einstaklinga verði afmáð og gögnin afhent að öðru leyti. Hefur nefndin þá í huga að upplýsingarnar sem fram koma í gögnunum og eftir atvikum annars staðar geta gert mögulegt að tengja gögnin við tiltekna einstaklinga.<br /> <br /> Sökum eðlis þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum er því ekki tilefni til að leggja fyrir Félagsbústaði hf. að veita aðgang að hluta þeirra. Að þessu og öðru framangreindu gættu er synjun Félagsbústaða hf. á beiðni kæranda staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Félagsbústaða hf., dags. 9. janúar 2023, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1188/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Kæranda var synjað um aðgang að gögnum í vörslum Faxaflóahafna sf. sem vörðuðu lóðirnar Klettagarða 7 og 9, með vísan til þess að þau væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og innihéldu upplýsingar um einkamálefni annarra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á rökstuðning Faxaflóahafna og lagði fyrir félagið að afhenda kæranda þau gögn sem kæran laut að. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1188/2024 í máli ÚNU 22120008.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. desember 2022, kærði A hrl., f.h. Sindraports hf., synjun Faxaflóahafna sf. á beiðni um gögn.<br /> <br /> Hafnarstjórn Faxaflóahafna sf. kom saman á fundi 11. nóvember 2022. Á fundinum var meðal annars rætt um stöðu lóðanna Klettagarða 7 og 9 og kom fram í 8. lið fundargerðar fundarins að nafngreindur lögmaður hefði kynnt minnisblað þessu tengt. Á fundinum samþykkti stjórnin tillögu um að leigutaka að lóðinni Klettagörðum 9 yrði tilkynnt að lóðarleigusamningur um lóðina yrði ekki framlengdur eftir að hann rynni út í árslok 2023 og að afnotum hans af lóðinni lyki við sama tímamark. Jafnframt að úthlutun lóðarinnar að Klettagörðum 7 yrði afturkölluð miðað við að afnotum lóðarhafa lyki í árslok 2023 gegn endurgreiðslu lóðagjalds til samræmis við almenna úthlutunarskilmála Faxaflóahafna sf. Þá var hafnarstjóra meðal annars falið að tilkynna lóðarhafa um framangreindar ákvarðanir.<br /> <br /> Með tölvupósti 22. nóvember 2022 tilkynnti hafnarstjóri fyrirsvarsmanni kæranda um framangreinda samþykkt hafnarstjórnar. Með tölvupósti sama dag óskaði fyrirsvarsmaðurinn eftir að fá yfirlit yfir þau gögn sem hefðu legið fyrir stjórnarfundinum við töku ákvarðana og að gögnin yrðu send honum. Hafnarstjóri svaraði fyrirsvarsmanni kæranda með tölvupósti 30. nóvember 2022 og rakti þar meðal annars að tilgreindar bókanir stjórnarfunda um Klettagarða 9 væri að finna á heimasíðu Faxaflóahafna sf. Að baki þeim bókunum væru vinnugögn sem hefðu verið útbúin hjá félaginu og yrðu þau ekki látin kæranda í té. Að auki hefði lögmaður félagsins mætt á fundi stjórnar og meðal annars látið uppi álit sitt á kröfu kæranda um áframhaldandi leiguafnot. Þá rakti hafnarstjórinn hvaða ástæður lægju að baki ákvörðunum Faxaflóahafna sf. varðandi lóðirnar og vísaði þar meðal annars til tiltekinnar skýrslu Samkeppniseftirlitsins og hvar mætti nálgast hana.<br /> <br /> Með tölvupósti 1. desember 2022 til hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. óskaði lögmaður kæranda eftir að fá öll gögn sem Faxaflóahafnir sf. hefði undir höndum og sem hefðu verið grundvöllur ákvörðunar sem var tekin á fyrrgreindum fundi félagsins, nánar tiltekið minnisblað lögmanns Faxaflóahafna sf., öll samskipti félagsins við lögmanninn, hvort sem þau væru í bréfaformi eða í tölvupósti, og önnur gögn sem Faxaflóahafnir sf. hefðu undir höndum og vörðuðu málið. Þá kom fram að krafan væri sett fram með vísan til 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Lögmaður Faxaflóahafna sf. svaraði póstinum 7. desember 2022 og tók fram að hann myndi leggja mat á fyrirliggjandi gögn og beiðni kæranda og vera í sambandi.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Í kæru kemur fram að kærandi sé rétthafi lóðanna Klettagarða 7 og 9 en Faxaflóahafnir sf. sé eigandi þeirra. Faxaflóahafnir sf. sé stjórnvald sem beri að fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga. Í 13. gr. hafnarreglugerðar fyrir Faxaflóahafnir sf., nr. 798/2009, segi að notendum hafna Faxaflóahafna sf. sé heimilt að skjóta ákvörðunum hafnarstjórnar samkvæmt reglugerðinni, öðrum en gjaldskrárákvörðunum, til Siglingarstofnunar Íslands (nú Samgöngustofu) en ákvörðunum þess stjórnvalds megi skjóta til samgönguráðherra (nú innviðaráðherra). Um málsmeðferð fari samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Forsvarsmenn kæranda hafi ákveðið að kæra samþykkt Faxaflóahafna sf. til Samgöngustofu og sé því nauðsynlegt að hafa öll gögn undir höndum sem hafi legið fyrir á fundi hafnarstjórnarinnar 11. nóvember 2022.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að gögnunum hafi verið sett fram með vísan til 14. gr. upplýsingalaga en þar sé kveðið á um að skylt sé, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Faxaflóahafnir sf. hafi synjað beiðni kæranda með tölvupósti 30. nóvember 2022 og í síðari viðbrögðum felist ekkert annað en endurtekin synjun.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Faxaflóahöfnum sf. með erindi, dags. 14. desember 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Faxaflóahafna sf. barst úrskurðarnefndinni hinn 29. desember 2022 og meðfylgjandi henni voru gögnin sem félagið taldi að kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. er rakið að lögmaður kæranda hafi sent formlegt erindi til félagsins 1. desember 2022 sem lögmaður Faxaflóahafna sf. hafi svarað 7. sama mánaðar. Frá því að erindið hafi borist og þar til kæra hafi verið lögð fram hafi aðeins liðið 13 dagar en í 17. gr. upplýsingalaga sé mælt fyrir um að heimilt sé að vísa máli til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar. Horfa verði til þess að með svari Faxaflóahafna sf. 7. desember 2022 hafi sérstaklega verið tekið fram að lagt yrði mat á gögnin og beiðni um aðgang að þeim og mátti ljóst vera að ekki hafði verið tekin endanleg afstaða til erindisins. Samskipti fyrirsvarsmanns kæranda og Faxaflóahafna sf. geti ekki verið ráðandi hvað tímafresti varði þegar horft sé til síðari samskipta. Þá hafi í erindi lögmanns kæranda 1. desember 2022 ekki verið vísað til áður framsettrar beiðni fyrirsvarsmanns kæranda og hafi beiðnin verið víðtækari en framsett ósk fyrirsvarsmannsins. Því verði að leggja til grundvallar að kærandi hafi ekki haft heimild til þess að kæra ætlaða synjun á að láta í té umbeðin gögn á þeim tíma sem það hafi verið gert. Frávísun kærunnar án kröfu hljóti því að koma til mats hjá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. er því mótmælt að félagið sé stjórnvald sem beri að fara eftir stjórnsýslulögum. Rekstur Faxaflóahafna sf. falli undir 3. tölul. 8. gr. hafnalaga nr. 61/2003 en þar komi fram að hafnir sem reknar séu samkvæmt töluliðnum teljist ekki til opinbers rekstrar. Félagið teljist því ekki vera stjórnvald og ákvarðanir þess því ekki stjórnvaldsákvarðanir. Viðkomandi fagráðuneyti hafi til að mynda lagt þennan skilning til grundvallar við afgreiðslu erinda sem snerti Faxaflóahafnir sf.<br /> <br /> Á fundi 11. nóvember 2022 hafi verið vísað til ákveðinna gagna eða þau lögð fram, nánar tiltekið hafi verið um að ræða ódagsett minnisblað hafnastjóra um Klettagarða 7 og 9 en með því hafi fylgt eldra minnisblað sama aðila frá 24. maí 2022, bókanir stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 11. desember 2016, 20. janúar 2017 og 24. maí 2022 er lutu að Klettagörðum 7 og 9 og ákveðinnar skýrslu Samkeppniseftirlitsins en hluti skýrslunnar hafi verið kynntur og skoðaður rafrænt á fundinum. Bókanir stjórnarfunda um lóðirnar og skýrsla Samkeppniseftirlitsins séu aðgengileg kæranda á heimasíðum Faxaflóahafna sf. og Samkeppniseftirlitsins, líkt og kærandi hafi verið upplýstur um.<br /> <br /> Bókun í fundargerð fundarins 11. nóvember 2022, um að nafngreindur lögmaður hafi kynnt minnisblað um stöðu lóðanna Klettagarða 7 og 9, sé ekki rétt. Umrætt minnisblað hafi verið unnið af hafnarstjóra og kynnt af honum á fundinum. Tilgreindur lögmaður hafi á hinn bóginn tjáð sig um innihald þess og látið í ljós álit á lögfræðilegum álitaefnum sem tengdust innihaldinu. Möguleg ástæða fyrir hinni röngu bókun sé að sami lögmaður hafi unnið og kynnt minnisblað sem hafi verið til umfjöllunar undir öðrum fundarlið.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. er rakið að heimilt hafi verið að synja um afhendingu minnisblaðanna þar sem um vinnugögn sé að ræða sem séu undanþegin upplýsingaskyldu samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 6. og 8. gr. laganna. Minnisblöðin hafi verið unnin af starfsmanni Faxaflóahafna sf. og þau hafi hvorki verið látin öðrum í té né hafi aðrir starfsmenn félagsins komið að gerð þeirra. Þá sé í minnisblöðunum ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls heldur hafi þau verið útbúin til eigin nota við undirbúning ákvörðunar. Loks hafi minnisblöðin ekki varðað stjórnsýsluákvörðun eða meðferð stjórnvalds í skilningi stjórnsýslu- eða upplýsingalaga heldur lúti þau að einkaréttarlegum samningi milli aðila. Með hliðsjón af starfsemi Faxaflóahafna sf., lagalegri stöðu þess og 1. gr. upplýsingalaga, eigi þrengjandi skýring á 8. gr. upplýsingalaga ekki við.<br /> <br /> Hvað varðar kröfu kæranda um að fá afhent öll samskipti Faxaflóahafna sf. og lögmanns félagsins sé á það bent að fyrir liggi tölvupóstssamskipti frá október 2021 sem varði meðal annars kæranda og lóðina Klettagarða 9. Faxaflóahöfnum sf. hafi ekki gefist tóm til að taka afstöðu til þessarar kröfu kæranda áður en málið hafi verið kært og hafi umrædd samskipt ekki verið hluti af beiðni fyrirsvarsmanns kæranda. Verði fyrirliggjandi kæra tekin til efnismeðferðar „fallist kærði hins vegar á að nefndin taki afstöðu til þess hvort kærða beri að láta tölvupóstana í té, í heild sinni eða með útstrikun að hluta.“ Er síðan í umsögninni rakið að kærði fari fram á að allur texti sem falli undir tilgreinda tvo töluliði í tölvupósti lögmanns til Faxaflóahafna sf. og samsvarandi spurningar í tölvupósti hafnarstjóra Faxaflóahafa sf. verði yfirstrikaðar eða afmáðar komi til þess að það þurfi að afhenda þessi gögn. Í umsögninni er tekið fram að efnisumfjöllun undir viðkomandi liðum lúti ekki að kæranda né tengist hagsmunum hans í tengslum við þá ákvörðun sem um sé deilt milli aðila. Þá lúti umfjöllun undir tilgreindum lið að mögulegum viðskiptalegum ákvörðunum Faxaflóahafna sf. í framtíðinni og sé mikilvægt að allir mögulegir viðskiptavinir félagsins sitji við sama borð hvað varði upplýsingar um tímasetningar og nálgun félagsins varðandi þau atriði sem þar séu nefnd. Loks lúti umfjöllun í tilgreindum lið að mögulegum hagsmunum þriðja aðila.<br /> <br /> Umsögn Faxaflóahafna sf. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði með athugasemdum 3. janúar 2023.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda er nánar rökstutt að Faxaflóahafnir sf. séu stjórnvald sem falli undir gildissvið stjórnsýslu- og upplýsingalaga, meðal annars með vísan til fyrirmæla reglugerðar nr. 789/2009 og dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 550/2006, og að kærandi eigi ótvíræðan rétt á aðgangi að gögnunum. Þá hafnar kærandi sjónarmiðum Faxaflóahafna sf. um að fullnægjandi kæruheimild hafi ekki verið til staðar og bendir á að Faxaflóahafnir sf. hafi sniðgengið fyrirmæli 17. gr. upplýsingalaga við afgreiðslu beiðni hans.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál beindi erindi til Faxaflóahafna sf. með tölvupósti 1. mars 2024 og óskaði meðal annars eftir upplýsingum um hvort framangreind minnisblöð hefðu verið afhent lögmanni Faxaflóahafna sf. eða öðrum sambærilegum sérfræðingi sem ekki væri starfsmaður félagsins. Faxaflóahafnir sf. svöruðu erindinu 4. sama mánaðar og upplýstu að lögmaður félagsins hefði fengið upplýsingar um innihald minnisblaðanna og síðar fengið afhent afrit af þeim. Enginn annar utanaðkomandi hefði fengið upplýsingar um innihald minnisblaðanna eða afrit af þeim.<br /> <br /> Í svarinu kom jafnframt fram að Faxaflóahafnir sf. væru lítið félag og ekki væri starfandi lögfræðingur hjá því. Félagið nýtti í stað þess krafta lögmanns í tengslum við afgreiðslu mála þar sem lögfræðilegt mat væri nauðsynlegt eða til bóta og það væri bagalegt að mati Faxaflóahafna sf. ef þessi staðreynd og túlkun upplýsingalaga hvað þetta varðaði mismunaði aðilum sem falli undir upplýsingalögin eftir umfangi starfsmannahalds þeirra. Umrædd minnisblöð og samskipti við lögmann lytu að samningssambandi á sviði einkaréttar sem viðbúið væri að réttarágreiningur yrði um, sem hafi síðar raungerst. Ósk Faxaflóahafna sf. væri að undantekning frá upplýsingaskyldu yrði ekki túlkuð með þrengsta móti, hvort sem horft væri til 3. eða 5. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Faxaflóahafna sf. er varða lóðirnar Klettagarða 7 og 9. Eins og áður hefur verið rakið samþykkti stjórn Faxaflóahafna sf. á fundi sínum 11. nóvember 2022 að afturkalla úthlutun lóðarinnar Klettagarða 7 til kæranda og framlengja ekki lóðarleigusamning við hann vegna lóðarinnar að Klettagörðum 9.<br /> <br /> Faxaflóahafnir sf. afhentu úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem félagið taldi falla undir kæru málsins. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Minnisblað um Klettagarða 7 og 9 og tillaga, ódagsett.</li> <li>Minnisblað um Klettagarða 9, ódagsett.</li> <li>Tölvupóstur starfsmanns Faxaflóahafna sf. til lögmanns félagsins, dags. 28. október 2021, og svarpóstur lögmannsins, dags. 4. nóvember sama ár.</li> </ol> <p> <br /> Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum sf. var minnisblað um Klettagarða 7 og 9 lagt fram á fyrrgreindum fundi 11. nóvember 2022. Meðfylgjandi skjalinu var eldra minnisblað um Klettagarða 9 sem mun hafa verið kynnt á fyrri fundi hafnarstjórnar. <br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allra starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera með vissum undantekningum. Faxaflóahafnir sf. falla undir ákvæðið enda er félagið alfarið í eigu tiltekinna sveitarfélaga, sbr. 2. gr. hafnarreglugerðar fyrir Faxaflóahafnir nr. 798/2009 og grein 2.1 í sameignarfélagssamningi fyrir félagið, dags. 4. janúar 2023.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Stjórnsýslulög gilda þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra laga. Kærandi byggir á að Faxaflóahafnir sf. sé stjórnvald og að ákvarðanir félagsins í tengslum við lóðirnar Klettagarða 7 og 9 séu stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en þessum sjónarmiðum er hafnað í umsögn Faxaflóahafna sf.<br /> <br /> Faxaflóahöfnum sf. var komið á fót samkvæmt heimild í 3. tölul. 1. mgr. 8. gr. hafnalaga nr. 61/2003. Þar kemur fram að höfn megi reka sem hlutafélag, hvort sem það er í eigu opinberra aðila eða ekki, einkahlutafélag, sameignarfélag eða sem einkaaðila í sjálfstæðum rekstri. Þá segir í ákvæðinu að hafnir sem eru reknar samkvæmt töluliðnum teljist ekki til opinbers rekstrar. Að gættum þessum fyrirmælum verður að telja að Faxaflóahafnir sf., sem er einkaréttarlegur lögaðili, teljist ekki vera stjórnvald í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Að þessu gættu verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum eftir ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn Faxaflóahafna sf. kemur fram að þar sem ekki hafi legið fyrir endanleg afstaða til beiðni kæranda þegar kæra barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ætti að koma til skoðunar að vísa málinu frá nefndinni.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er meðal annars heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Eins og áður hefur verið rakið synjaði hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. beiðni fyrirsvarsmanns kæranda um aðgang að tilteknum gögnum með tölvupósti 30. nóvember 2022. Kæranda var heimilt að bera þá synjun undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir fyrrgreindri 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og geta síðari samskipti lögmanns kæranda og lögmanns Faxaflóahafna sf. engu breytt varðandi þennan rétt kæranda, enda leiddu þau ekki til afhendingu gagnanna. Að því marki sem kæra lýtur að aðgangi að fleiri gögnum en voru tiltekin í beiðni fyrirsvarsmanns kæranda er þess að gæta að í umsögn Faxaflóahafna sf. er sett fram og rökstudd sú afstaða félagsins að synja skuli um aðgang að öllum gögnum sem kæra málsins varðar. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin ekki efni til að vísa málinu frá.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum um upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðin gögn. Þar er fjallað um lóðirnar Klettagarða 7 og 9, sem kærandi fór með réttindi yfir, og er hann þar sérstaklega nafngreindur. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>4.</strong></h2> <p>Faxaflóahafnir sf. styðja synjun á beiðni kæranda um aðgang að þeim minnisblöðum sem eru tilgreind í töluliðum 1 og 2 í kafla 1 hér að framan við að þau teljist vera vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga. Réttur aðila til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkast af umræddum ákvæðum, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geta vinnugögn verið undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.<br /> </p> <h2><strong>5.</strong></h2> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur, sem fyrr segir, kynnt sér umbeðin minnisblöð. Í minnisblaði um Klettagarða 9, sem ber með sér að hafa verið unnið af hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. og útbúið fyrir stjórnarfund 24. maí 2022, er meðal annars fjallað um stöðu lóðarinnar og vegnir saman nokkrir möguleikar um hvernig skuli haga málefnum lóðarinnar til framtíðar litið. Minnisblað um Klettagarða 7 og 9, sem var tekið til umræðu á fundi hafnastjórnar Faxaflóahafna sf. 11. nóvember 2022 og ber einnig með sér að hafa verið unnið af hafnarstjóra félagsins, lýtur aðallega að síðarnefndu lóðinni og þá helst varðandi ákveðnar aðgerðir sem ráðast þurfi í við endanleg skil lóðarinnar. Þá er einnig stuttlega fjallað um stöðu lóðarinnar Klettagörðum 7.<br /> <br /> Að virtu efni framangreindra gagna þykir mega ráða að þau hafi verið unnin í þeim tilgangi að undirbúa það mál sem lyktaði með fyrrgreindum ákvörðunum hafnastjórnar Faxaflóahafna sf. 11. nóvember 2022. Verður því að leggja til grundvallar að umrædd gögn hafi verið rituð eða útbúin við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Eins og ráða má af fyrrgreindum athugasemdum um 8. gr. upplýsingalaga missir gagn stöðu sína sem vinnugagn ef það er afhent einkaaðila með einhverjum hætti. Af þessu leiðir að gögn sem aðili sem fellur undir upplýsingalög afhendir utanaðkomandi sérfræðingi verða ekki undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn nema þau undanþáguákvæði sem tiltekin eru í niðurlagi 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 8. gr. eigi við um afhendingu gagnsins.<br /> <br /> Eins og áður hefur verið rakið beindi nefndin erindi til Faxaflóahafna sf. og óskaði meðal annars eftir upplýsingum um hvort framangreind minnisblöð hefðu verið afhent lögmanni félagsins. Í svari Faxaflóahafna sf. kom fram að lögmaður félagsins hefði fengið upplýsingar um innihald viðkomandi minnisblaða og síðar fengið afhent afrit af þeim. Liggur þannig fyrir í málinu að minnisblöðin hafa verið afhent öðrum í skilningi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og geta sjónarmið Faxaflóahafna sf., um þörf félagsins á að leita til utanaðkomandi sérfræðings í ljósi starfsmannahalds þess, ekki haft áhrif í þessu samhengi. Vísast nánar um þetta til ríkrar úrskurðarframkvæmdar nefndarinnar. Þá liggur fyrir að fyrrgreind undanþáguákvæði eiga ekki við um afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Þegar af framangreindum ástæðum verður ekki fallist á að minnisblöðin séu vinnugögn og stendur 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. laganna, því ekki í vegi að kæranda verði afhent gögnin.<br /> <br /> Loks kom fram í fyrrgreindu svari Faxaflóahafna sf. að umrædd minnisblöð, sem og samskipti félagsins við lögmann þess, lytu að samningssambandi á sviði einkaréttar sem viðbúið væri að ágreiningur yrði um, sem síðar hafi raungerst. Vísaði félagið meðal annars til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga í þessu samhengi.<br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Réttur aðila til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkast af umræddu ákvæði, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Við mat á því hvort bréfaskipti við sérfróða aðila falli í reynd undir undanþágureglu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga hefur úrskurðarnefndin í framkvæmd ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falli einnig bréfaskipti sem til komi vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1141/2023. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar nærliggjandi er að ágreiningur fari í slíkan farveg.<br /> <br /> Minnisblað um Klettagarða 7 og 9 inniheldur ekki upplýsingar um samskipti við sérfróða aðila sem til urðu í tilefni af fyrirliggjandi eða nærlægri málshöfðun eða öðrum réttarágreiningi með þeim afleiðingum að til álita komi að undanþiggja minnisblaðið upplýsingarétti kæranda eftir 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. tölul. 6. gr. laganna. Í minnisblaði um Klettagarða 9 er vitnað til og rakið meginefni tölvupósts lögmanns Faxaflóahafna sf. til félagsins frá 4. nóvember 2021. Í minnisblaðinu er í samandregnu máli lýst afstöðu lögmannsins til framhaldsleigu lóðarinnar og heimilda Faxaflóahafna sf. til endurúthlutunar hennar. Að gættu efni minnisblaðsins og að teknu tilliti til framangreindra sjónarmiða um skýringu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er það mat nefndarinnar að minnisblaðið hafi ekki að geyma upplýsingar sem felldar verði undir undanþáguheimild ákvæðisins og verður réttur kæranda til aðgangs að minnisblaðinu því ekki takmarkaður á grundvelli 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Að þessu og öðru framangreindu gættu, og þar sem ekki verður séð að önnur ákvæði upplýsingalaga girði fyrir að kærandi fái aðgang að minnisblöðunum, er Faxaflóahöfnum sf. skylt að veita honum aðgang að gögnunum.<br /> </p> <h2><strong>6.</strong></h2> <p>Að framangreindu frágengnu stendur eftir að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tölvupóstssamskiptum starfsmanns Faxaflóahafna sf. við lögmann félagsins, sbr. gagn sem er tilgreint í tölulið 3 í kafla 1 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðin samskipti en þau lúta að stöðu lóðarinnar Klettagarða 9. Í tölvupósti starfsmanns Faxaflóahafna sf. er fjallað almennt um stöðu lóðarinnar og þremur spurningum beint til lögmannsins sem hann svarar síðan í framhaldinu.<br /> <br /> Áður hefur verið lagt til grundvallar að um aðgang kæranda í málinu fari eftir 14. gr. upplýsingalaga og fer um takmarkanir á þeim rétti eftir 2. og 3. mgr. ákvæðisins. Í umsögn Faxaflóahafna sf. er því borið við að strika skuli yfir töluliði 2 og 3 í svarpósti lögmannsins og samsvarandi spurningar í tölvupósti starfsmannsins. Þá er í umsögninni meðal annars rakið að umfjöllun undir 2. tölulið lúti að mögulegum viðskiptalegum ákvörðunum félagsins í framtíðinni og að mikilvægt sé að allir mögulegir viðskiptavinir Faxaflóahafna sf. sitji við sama borð hvað varði upplýsingar um tímasetningar og nálgun félagsins varðandi þau atriði sem þarna séu til umfjöllunar. Þá kemur fram að umfjöllun í 3. tölulið lúti að mögulegum hagsmunum þriðja aðila.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er til þess að líta að spurning starfsmanns Faxaflóahafna sf., sem lögmaður félagsins svaraði undir tölulið 2 í svarpósti sínum, laut að því hvernig standa ætti að hugsanlegri úthlutun lóðarinnar Klettagarða 9. Í svari lögmannsins var fjallað almennt um þau lagalegu sjónarmið sem gilda um úthlutun lóða og hvernig Faxaflóahafnir sf. hafa talið sér heimilt að úthluta lóðum á fyrri stigum. Þá var stuttlega vikið að möguleikum varðandi hugsanleg skilyrði sem setja mætti við úthlutun lóðarinnar. Að þessu gættu og að virtu efni þessara upplýsinga að öðru leyti er það mat nefndarinnar að þær verði ekki á grundvelli framangreindra sjónarmiða Faxaflóahafna sf. felldar undir þær takmarkanir sem eiga við um rétt kæranda að aðgangi að skjalinu, sbr. 2. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar sjónarmið Faxaflóahafna sf. um mögulega hagsmuni þriðja aðila þá segir í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, endi vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tiltekið atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir í athugasemdunum.<br /> </p> <blockquote> <p>Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.</p> </blockquote> <p> <br /> Að mati nefndarinnar er ekkert sem kemur fram í umbeðnum tölvupóstssamskiptum þess eðlis að telja verði hættu á því að einkahagsmunir skaðist ef kæranda yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Verður réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum samskiptum því ekki takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Loks hafa Faxaflóahafnir sf. vísað til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga í samhengi við aðgang kæranda að umbeðnum samskiptum, nánar tiltekið að aðgangi að þeim verði hafnað með vísan til þess að um sé að ræða bréfaskipti „við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað“. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að samskiptin hafa, eins og fyrr segir, að geyma spurningar og svör varðandi heimildir Faxaflóahafna sf. til endurúthlutunar Klettagarða 9. Þá svarar lögmaður félagsins spurningu Faxaflóahafna sf. um hugsanlega framhaldsleigu lóðarinnar. Að virtu efni samskiptanna og að gættum fyrrgreindum sjónarmiðum um skýringu 3. tölul. 6. gr. upplýsinga telur nefndin að 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. tölul. 6. gr., standi því ekki í vegi að kæranda verði afhent gögnin. Að öllu framangreindu gættu og að virtu efni samskiptanna að öðru leyti er það mat nefndarinnar að Faxaflóahöfnum sf. sé skylt að veita kæranda aðgang að þeim í heild sinni.<br /> <br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Faxaflóahöfnum sf. er skylt að veita kæranda, Sindraporti hf., aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> </p> <ol> <li>Minnisblaði um Klettagarða 7 og 9 og tillögu, ódagsett.</li> <li>Minnisblaði um Klettagarða 9, ódagsett.</li> <li>Tölvupósti starfsmanns Faxaflóahafna sf. til lögmanns félagsins, dags. 28. október 2021, og svarpósti lögmannsins, dags. 4. nóvember sama ár.</li> </ol> <p> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1187/2024. Úrskurður frá 16. maí 2024 | Óskað var eftir gögnum og lista yfir málsgögn vegna máls hjá Seðlabanka Íslands sem varðaði miðlun Arion banka hf. á bankaupplýsingum kæranda til óviðkomandi aðila. Seðlabanki Íslands taldi gögnin vera undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að kærandi ætti rétt til aðgangs að hluta þeirra upplýsinga sem væri að finna í gögnunum, meðal annars vegna þess að upplýsingarnar væri að finna í gagnsæistilkynningu vegna málsins sem birt var á vef Seðlabanka Íslands. Var því lagt fyrir Seðlabanka Íslands að afhenda þær upplýsingar. Úrskurðarnefndin féllst á að aðrar upplýsingar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu. Þá var beiðnum kæranda að hluta til vísað til bankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Að öðru leyti voru ákvarðanir bankans staðfestar. | <p>Hinn 16. maí 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1187/2024 í máli ÚNU 22090004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 3. september 2022, kærði A, f.h. B, synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um gögn og lista yfir málsgögn vegna máls sem varðar miðlun Arion banka hf. á bankaupplýsingum kæranda til óviðkomandi aðila.<br /> <br /> Í kæru er rakið að hinn 8. desember 2021 hafi Arion banki miðlað til lögmanns barnsmóður kæranda umfangsmiklum upplýsingum um heildarstöðu skulda og eigna kæranda hjá bankanum, kreditkortaupplýsingum og yfirliti yfir hreyfingar á bankareikningi kæranda þrjá mánuði aftur í tímann. Lögmaður barnsmóðurinnar hafi miðlað upplýsingunum til sýslumanns og byggt hafi verið á þeim þegar sýslumaður kyrrsetti fjármuni kæranda. Þá hafi lögmaðurinn lagt þær fram fyrir dómi við fyrirtöku á kröfu barnsmóðurinnar um opinber skipti.<br /> <br /> Þegar kærandi hafi orðið þess áskynja að lögmaðurinn hefði undir höndum bankaupplýsingar hans hafi hann leitað til Seðlabanka Íslands hinn 7. janúar 2022 um rannsókn á framferði Arion banka í málinu. Með erindi, dags. 3. mars 2022, óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum þess máls hjá Seðlabankanum á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Hinn 1. júlí 2022 gerðu Seðlabankinn og Arion banki samkomulag um sátt í nefndu máli þar sem Arion banki viðurkenndi að miðlun upplýsinganna hefði falið í sér brot gegn ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Í gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans, kom fram að brot Arion banka hefðu verið umfangsmikil og alvarleg, og að sekt bankans skyldi nema 5,5 millj. kr.<br /> <br /> Kærandi fór á ný fram á aðgang að gögnum málsins hjá Seðlabankanum hinn 14. júlí 2022. Beiðni kæranda var hafnað með ákvörðun Seðlabankans þann 5. ágúst 2022.<br /> <br /> Í nefndri ákvörðun Seðlabankans var rökstutt hvers vegna kærandi teldist ekki aðili þess stjórnsýslumáls sem lyktað hefði með sátt Seðlabankans við Arion banka hinn 1. júlí 2022, og gæti þar af leiðandi ekki byggt rétt til aðgangs að gögnum á ákvæðum stjórnsýslulaga að mati Seðlabankans. Að því er varðaði gagnabeiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga væri til þess að líta, að mati Seðlabankans, að niðurstaða í málinu hefði verið birt opinberlega í samræmi við 9. gr. a laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. Aðrar upplýsingar og gögn sem óskað væri eftir vörðuðu viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og atriði sem leynt skyldu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sbr. og 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál og Hæstiréttur hefðu komist að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 fæli í sér sérstaka þagnarskyldu sem gengi framar rétti samkvæmt upplýsingalögum. Seðlabankinn lýsti jafnframt þeirri afstöðu að gögn sem kærandi sjálfur afhenti bankanum samhliða kvörtun um miðlun bankaupplýsinga til óviðkomandi aðila féllu undir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en að þau gögn hefði kærandi þegar undir höndum. Önnur gögn málsins féllu ekki undir þá grein.<br /> <br /> Í framhaldi af erindi Seðlabankans óskaði kærandi hinn 14. ágúst 2022 eftir lista yfir gögn málsins. Í svari bankans, dags. 22. ágúst 2022, kom fram að slíkur listi væri háður þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Þá veittu upplýsingalög engan sjálfstæðan rétt til aðgangs að lista yfir gögn í málum þar sem synjað væri um aðgang að upplýsingum. Beiðninni væri því hafnað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji sig hafa orðið fyrir miska og tjóni vegna miðlunar Arion banka á bankaupplýsingum sínum. Bankinn hafi ekki reynt að biðja kæranda afsökunar, gera sátt við hann eða greiða honum bætur. Kærandi hafi hagsmuni af því að fá gögn málsins afhent frá Seðlabankanum, ekki aðeins þar sem þau varði brot gegn kæranda heldur einnig því að þau hafi þýðingu til að honum sé unnt að taka ákvörðun um málshöfðun gegn Arion banka. Þá undirbúi kærandi einnig kæru til Persónuverndar.<br /> <br /> Kærandi hafnar því að sérstakt þagnarskylduákvæði í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eigi að standa í vegi fyrir aðgangi hans að gögnunum. Gögnin fjalli um miðlun sem varði ekki hagi annarra viðskiptamanna Arion banka en kæranda sjálfs. Þá varði miðlunin ekki rekstur eða viðskipti Arion banka, eða önnur atriði sem Seðlabankinn skuli láta fara leynt. Gögnin varði beinlínis meðferð á persónuupplýsingum hans. Þagnarskyldan nái ekki heldur til lista yfir gögn málsins. Loks gagnrýnir kærandi að Seðlabankinn hafi ekki aflað afstöðu Arion banka til þess hvort gögnin skyldu afhent, í heild eða að hluta.<br /> <br /> Kærandi gagnrýnir að Seðlabankinn telji það vera nægilegt að kæranda sé unnt að nálgast gagnsæistilkynningu á vef bankans um sátt við Arion banka. Stjórnvöld eigi ekki að geta vikið sér undan upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum með því að birta fréttir eða tilkynningar á heimasíðu. Markmið gagnsæistilkynninga sé að styrkja aðhald með starfsháttum fjármálafyrirtækja, ekki að girða fyrir réttindi borgara til að njóta aðilastöðu að máli eða upplýsingaréttar samkvæmt upplýsingalögum. Gagnsæistilkynningar lúti ekki að verndarhagsmunum einstaklinga sem verði fyrir brotum eftirlitsskyldra aðila. Þá séu upplýsingar í tilkynningunni af skornum skammti; til að mynda komi fram að miðlun Arion banka hafi átt sér stað fyrir mistök. Vísbendingar séu hins vegar uppi um að upplýsingunum hafi verið miðlað af lögfræðideild bankans, sem geti skipt máli varðandi mat á saknæmi í hugsanlegu máli gegn bankanum.<br /> <br /> Rétt sé að benda á að kvartandi til stjórnvalds á ætluðum brotum lögaðila eða einstaklings geti haft stöðu aðila máls í skilningi stjórnsýslulaga, sbr. dóm Hæstaréttar frá 19. júní 2003 í máli nr. 83/2003. Það sé vandséð að Seðlabankinn geti hafnað kæranda um stöðu aðila máls.<br /> <br /> Þá gagnrýnir kærandi þá afstöðu Seðlabankans að önnur gögn en þau sem hafi fylgt kvörtun kæranda til bankans teljist ekki varða kæranda með þeim hætti að um aðgang hans fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum um aðila sjálfan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi byggt á því að ákvæðið verði ekki túlkað svo þröngt að gögn þurfi beinlínis að fjalla um viðkomandi aðila heldur geti það átt við um gögn ef aðili hefur sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 5. september 2022, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Seðlabankinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Frestur var veittur til 19. september en var að ósk Seðlabankans framlengdur til 29. september 2022.<br /> <br /> Umsögn Seðlabankans barst úrskurðarnefndinni hinn 29. september 2022. Umsögninni fylgdi afrit af umbeðnum gögnum í málinu, að undanskildum lista yfir málsgögn. Í umsögninni kemur fram að sátt Seðlabankans við Arion banka hafi verið birt á vef Seðlabankans hinn 22. júlí 2022. Hún hafi verið birt nánast í heild sinni, en þó þannig að stöðluð umfjöllun um samþykkt samkomulags um sátt og afleiðingar þess að aðili fari ekki eftir henni hafi venju samkvæmt verið afmáð.<br /> <br /> Í umsögninni kemur fram að upplýsingar þær sem kærandi hafi óskað eftir séu þess eðlis að þær varði hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og málefni bankans sjálfs. Þær séu háðar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sem einnig sé sérstakt þagnarskylduákvæði.<br /> <br /> Komist úrskurðarnefndin að því að þær upplýsingar sem Seðlabankinn hefur synjað kæranda um aðgang að falli ekki undir framangreind þagnarskylduákvæði, byggir bankinn á því að gögnin varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Arion banka sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að því er varði önnur gögn en þau sem kærandi afhenti Seðlabankanum samhliða kvörtun til bankans í janúar 2022 innihaldi þau eingöngu umfjöllun um brot Arion banka gegn 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Hvergi sé vikið að málefnum kæranda, samskiptum hans við þriðja aðila eða lögmann hennar, eða aðstæður kæranda að öðru leyti. Þannig gildi 14. gr. upplýsingalaga ekki um aðgang hans að þeim gögnum.<br /> <br /> Seðlabankinn telur að hvorki málshöfðun fyrir héraðsdómi né tilkynning til Persónuverndar sé háð því að kærandi hafi umbeðin gögn undir höndum. Þannig geti aðili að dómsmáli eftir atvikum lagt fram kröfu um framlagningu tiltekinna gagna samkvæmt X. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Þá hafi Arion banki viðurkennt í sátt sinni við Seðlabankann að í miðlun upplýsinganna hafi falist öryggisbrestur við meðferð persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Þá séu hvers kyns samskipti kæranda við barnsmóður sína og lögmann hennar óviðkomandi málsmeðferð Seðlabankans í umræddu stjórnsýslumáli gagnvart Arion banka.<br /> <br /> Loks telur Seðlabankinn að listi yfir gögn málsins séu upplýsingar sem háðar séu sérstakri þagnarskyldu líkt og eigi við um gögn málsins. Réttur kæranda til aðgangs að lista yfir gögn málsins byggist á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Ekki sé deilt um það í kærumálinu fyrir úrskurðarnefndinni að listi yfir gögn málsins geti eftir atvikum talist til fyrirliggjandi gagna í skilningi upplýsingalaga. Hins vegar sé það svo að hið sérstaka þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Umsögn Seðlabankans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 25. október 2022, er sú afstaða Seðlabankans gagnrýnd að tilgangur þagnarskylduákvæðis laga um Seðlabanka Íslands sé að standa vörð um hagsmuni viðskiptamanna bankans, hér Arion banka. Þetta mál varði ekki slíka hagsmuni heldur hagsmuni kæranda.<br /> <br /> Þá gagnrýnir kærandi í fyrsta lagi að í umsögn Seðlabankans sé synjun rökstudd með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, því ekki hafi verið vísað til ákvæðisins í hinni kærðu ákvörðun frá 5. ágúst 2022. Þá sé í öðru lagi ljóst að bankinn hafi ekki metið hvert og eitt gagn sem deilt er um aðgang að með hliðsjón af framangreindu ákvæði upplýsingalaga. Í þriðja lagi sé vandséð hvernig birting upplýsinganna gæti valdið Arion banka tjóni, en slíkt sé skilyrði fyrir því að beiting 9. gr. upplýsingalaga komi til álita. Í fjórða lagi hafi Seðlabankinn ekki aflað afstöðu Arion banka til afhendingar gagnanna. Í fimmta lagi sé hvergi rökstutt hvernig ákvæði 9. gr. geti átt við um lista yfir gögn málsins.<br /> <br /> Varðandi tilvísun Seðlabankans til X. kafla laga um meðferð einkamála, þá víki þau ákvæði ekki til hliðar upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum eða geri hagsmuni kæranda af aðgangi að umræddum gögnum minni en ella. Þá sé umfjöllun Seðlabankans um kvörtun til Persónuverndar haldlaus. Í fyrsta lagi sé Seðlabankinn ekki valdbær til að ákvarða um brot gegn persónuverndarlögum. Í öðru lagi geti kvörtun til Persónuverndar varðað aðra en aðeins Arion banka, t.d. þann sem tók við upplýsingunum og miðlaði þeim áfram þrátt fyrir að vera bundinn þagnarskyldu samkvæmt 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Með erindi, dags. 31. október 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Seðlabankinn afhenti nefndinni lista yfir gögn málsins, sem kæranda hafði verið synjað um aðgang að. Í svari Seðlabankans, dags. 14. nóvember 2023, kom fram að enginn eiginlegur listi yfir gögn málsins væri til að því er varðaði samkomulag bankans og Arion banka um að ljúka málinu með sátt. Á hinn bóginn væri haldið utan um gögn í skjalakerfi bankans, sem nýttist jafnt við skjalavistun og málaskráningu. Seðlabankinn teldi að í afhendingu umbeðinna gagna til nefndarinnar væri fólgið visst yfirlit, þótt ekki væri um eiginlegan lista að ræða. Hinn 5. desember 2023 barst nefndinni skjáskot af málinu úr skjala- og málaskrárkerfi bankans.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1. Aðild kæranda að stjórnsýslumálinu</strong></h2> <p>Mál þetta varðar ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að gögnum í máli sem Seðlabankinn tók upp gagnvart Arion banka hf. þar sem síðarnefndi bankinn miðlaði bankaupplýsingum um kæranda. Það stjórnsýslumál sem fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf samkvæmt þessu gagnvart Arion banka laut að réttarstöðu Arion banka en ekki að kæranda sjálfum í þeim skilningi að hann hefði verið aðili stjórnsýslumálsins. Um rétt hans til aðgangs að gögnum málsins fer því ekki eftir fyrirmælum 15. gr. stjórnsýslulaga, heldur verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>2. Lagaákvæði um þagnarskyldu</strong></h2> <p>Ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum er byggð á því að þau innihaldi upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og atriði sem leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sbr. 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998. Í umsögn til nefndarinnar er enn fremur byggt á því að gögnin varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans og málefni bankans sjálfs með vísan til sama ákvæðis.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga hefur verið á því byggt að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi kemur fram að þeir sem annist framkvæmd laganna séu bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. Í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið feli í sér sérstaka þagnarskyldu, sbr. t.d. úrskurði nr. 954/2020, 966/2021 og 1042/2021, og gangi af þeirri ástæðu almennt framar rétti til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Þá hefur verið lagt til grundvallar í dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 329/2014 og 263/2015 að efnislega sambærilegt ákvæði í 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldu.<br /> <br /> Varði upplýsingar þau atriði sem sérstaklega eru tilgreind í lagaákvæðinu falla þær samkvæmt framangreindu almennt utan réttar til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Aðgangur að gagni verður hins vegar ekki takmarkaður í heild sinni með vísan til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, nema ljóst sé að gagnið innihaldi einungis upplýsingar sem falla undir ákvæðið.<br /> </p> <h2><strong>3. Afmörkun kæruefnis</strong></h2> <p>Seðlabanki Íslands hefur afhent úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem bankinn telur að heyri undir beiðni kæranda. Hluti gagnanna eru skjöl sem stafa frá kæranda eða umboðsmönnum hans, og hann hefur því þegar undir höndum. Nánar tiltekið eru það eftirfarandi gögn:<br /> </p> <ol> <li>Kvörtun lögmanns kæranda fyrir hans hönd til bankans, dags. 7. janúar 2022, auk fylgiskjala.</li> <li>Tölvupóstur frá lögmanni kæranda til bankans, dags. 25. febrúar 2022, sem kærandi og umboðsmaður hans fengu afrit af.</li> <li>Erindi frá umboðsmanni kæranda fyrir hans hönd til bankans, dags. 26. júlí 2022.</li> </ol> <p> <br /> Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í kæru til nefndarinnar að kæruefnið varði ekki framangreind gögn, heldur önnur gögn málsins. Er því aðeins tekin afstaða til þess í úrskurðinum hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að öðrum gögnum sem Seðlabankinn afmarkaði beiðni kæranda við, sem eru:<br /> </p> <ol> <li>Erindi Seðlabankans til Arion banka, dags. 16. mars 2022.</li> <li>Tölvupóstur frá Arion banka til Seðlabankans, dags. 29. mars 2022, ásamt meðfylgjandi erindi frá Arion banka, dags. sama dag.</li> <li>Tölvupóstur frá Seðlabankanum til Arion banka, dags. 22. júní 2022, ásamt meðfylgjandi erindi frá Seðlabankanum, dags. 21. júní 2022, og drögum að sátt.</li> <li>Þráður af tölvupóstum milli Seðlabankans og Arion banka, dags. 28. júní til 1. júlí 2022.</li> <li>Undirritað samkomulag um að ljúka máli Arion banka og Seðlabankans með sátt, dags. 1. júlí 2022.</li> </ol> <p> </p> <h2><strong>4. Hvort aðgangur kæranda að gögnunum verði takmarkaður</strong></h2> <h3><strong>4.1. Erindi Seðlabankans til Arion banka, dags. 16. mars 2022</strong></h3> <p>Í erindi Seðlabankans, dags. 16. mars 2022, er Arion banka tilkynnt að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi til skoðunar hvort Arion banki hafi brotið gegn þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> Í fyrsta lagi eru í erindinu bæði upplýsingar um kæranda sjálfan og upplýsingar sem stafa beinlínis frá honum. Upplýsingarnar verða hvorki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskylduákvæði annarra laga. Telur nefndin að um aðgang kæranda að þessum upplýsingum fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um aðgang að upplýsingum um aðila sjálfan. Úrskurðarnefndin telur að hvorki 2. né 3. mgr. ákvæðisins standi í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Í öðru lagi eru í erindinu upplýsingar sem finna má í svonefndri gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans, þ.m.t. almenn lýsing á málsmeðferð Seðlabankans í málum sem lýkur með sátt, sem byggist að miklu leyti á lögum og reglum sem gilda um þá tegund mála. Að því leyti sem upplýsingarnar kynnu að falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 telur nefndin að með hinni opinberu birtingu upplýsinganna, eins og hér háttar til, eigi þagnarskyldan ekki lengur við um þær. Um aðgang að þeim fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Þá hafi upplýsingar, sem kynnu að hafa varðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Arion banka, verið gerðar opinberar með lögmætum hætti sem leiðir til þess að 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, stendur ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna.<br /> <br /> Í þriðja lagi eru í erindinu upplýsingar um málsnúmer, nöfn starfsmanna Seðlabankans og vinnunetfang, sem nefndin telur að verði ekki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eða þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Takmörkunarákvæði upplýsingalaga standa ekki heldur í vegi fyrir aðgangi kæranda að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Samkvæmt þessu á kærandi rétt á aðgangi að erindi Seðlabankans til Arion banka, dags. 16. mars 2022, um meint brot þess síðarnefnda á þagnarskyldu, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>4.2. Tölvupóstur frá Arion banka til Seðlabankans, dags. 29. mars 2022, ásamt erindi frá Arion banka, dags. sama dag</strong></h3> <p>Í tölvupósti Arion banka, dags. 29. mars 2022, og erindi dags. sama dag, frá Arion banka til Seðlabankans sem fylgdi tölvupóstinum óskar bankinn eftir því við Seðlabankann að ljúka málinu með sátt.<br /> <br /> Í erindinu koma fram tilteknar upplýsingar sem úrskurðarnefndin telur að séu undirorpnar sérstakri þagnarskyldu þar sem þær varða viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Um er að ræða einn málslið í erindinu, nánar tiltekið málsliðinn á eftir þeim málslið sem endar á orðunum „eins og lýst var í erindi“. Verður ákvörðun Seðlabankans staðfest að þessu leyti.<br /> <br /> Í tölvupóstinum og umræddu erindi má finna nöfn tveggja starfsmanna Arion banka. Þá er netfang annars þeirra, beinan vinnusíma og farsímanúmer einnig að finna í tölvupóstinum. Upplýsingarnar verða að mati úrskurðarnefndarinnar hvorki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur að takmörkunarákvæði upplýsingalaga girði ekki fyrir aðgang að þessum upplýsingum. Varðandi farsímanúmerið lítur nefndin til þess að það er aðgengilegt á vefsvæðinu Já.is, en þar eru aðeins birtar upplýsingar þeirra sem óskað hafa eftir og samþykkt að vera skráðir í símaskrá. Skal Seðlabankinn því veita kæranda aðgang að upplýsingunum.<br /> <br /> Aðrar upplýsingar sem fram koma í þeim tveimur gögnum sem hér er lýst koma einnig fram í gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans. Upplýsingarnar verða hvorki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Takmörkunarákvæði upplýsingalaga eiga ekki við um upplýsingarnar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er Seðlabankanum skylt að veita kæranda aðgang að meginmáli bæði tölvupóstsins og erindisins, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3><strong>4.3. Tölvupóstur frá Seðlabankanum til Arion banka, dags. 22. júní 2022, ásamt erindi frá Seðlabankanum, dags. 21. júní 2022, og drögum að sátt</strong></h3> <p>Í tölvupósti Seðlabankans til Arion banka, dags. 22. júní 2022, kemur aðeins fram að meðfylgjandi tölvupóstinum séu bréf Seðlabankans og drög að sátt. Þessar upplýsingar verða ekki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eða þagnarskylduákvæði annarra laga. Um aðgang að þeim fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur að takmörkunarákvæði upplýsingalaga girði ekki fyrir aðgang að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Í erindi Seðlabankans, dags. 21. júní 2022, sem fylgdi tölvupóstinum, eru nánast einungis upplýsingar sem finna má í gagnsæistilkynningu Seðlabankans, dags. 22. júlí 2022, sem birt var opinberlega á vef bankans, þ.m.t. almenn lýsing á málsmeðferð Seðlabankans í málum sem lýkur með sátt, sem byggist að miklu leyti á lögum og reglum sem gilda um þá tegund mála. Úrskurðarnefndin telur að hvorki þagnarskylduákvæði laga né takmörkunarákvæði upplýsingalaga standi í vegi fyrir aðgangi kæranda að erindinu og að hann eigi rétt til aðgangs að því á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þau drög að sátt sem einnig fylgdu tölvupóstinum teljast hins vegar í heild sinni varða málefni Seðlabankans í skilningi hinna sérstöku þagnarskyldureglu í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Verður synjun bankans staðfest að því leyti.<br /> </p> <h3><strong>4.4. Þráður af tölvupóstum milli Seðlabankans og Arion banka, dags. 28. júní til 1. júlí 2022</strong></h3> <p>Þráður af tölvupóstum milli Seðlabankans og Arion banka 28. júní til 1. júlí 2022, hefst á tölvupósti frá Arion banka 28. júní 2022 klukkan 14:36. Honum er svarað með tölvupósti Seðlabankans 30. júní klukkan 16:38.<br /> <br /> Í þessum tveimur tölvupóstum skiptast Arion banki og Seðlabankinn á sjónarmiðum og upplýsingum vegna þeirrar sáttar sem unnið var að vegna brota Arion banka á þagnarskyldu. Þessir tveir tölvupóstar innihalda í heild sinni upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila annars vegar og málefni Seðlabankans hins vegar sem falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Verður synjun Seðlabankans á afhendingu þeirra því staðfest.<br /> <br /> Næst í þræðinum er tölvupóstur Arion banka til Seðlabankans 1. júlí 2022 klukkan 08:26, tölvupóstur með svari Seðlabankans sama dag klukkan 09.00 og loks tölvupóstur frá Arion banka sama dag klukkan 11:00.<br /> <br /> Í tölvupóstunum tveimur frá Arion banka kemur efnislega aðeins fram að bankinn hafi undirritað sátt gagnvart Seðlabankanum, auk upplýsinga um netföng starfsmanna, dagsetningar og aðrar sambærilegar upplýsingar. Nefndin telur að takmörkunarákvæði upplýsingalaga nái ekki til nafna og netfanga þeirra starfsmanna Arion banka sem þar eru tilgreindir. Hið sama á við um málsnúmer í málaskrá Seðlabankans og nafn málsaðila, sem er lögaðili. Aðgangi að þessum upplýsingum verður hvorki hafnað með vísan til þagnarskyldu né samkvæmt upplýsingalögum. Kærandi á því rétt á aðgangi að þessum tveimur tölvupóstum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Tölvupósturinn með svari Seðlabankans merktur klukkan 09.00 geymir á hinn bóginn upplýsingar um undirbúning sáttarinnar sem unnið var að og teljast falla undir þagnarskylduna í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Verður synjun Seðlabankans á afhendingu hans því staðfest.<br /> </p> <h3><strong>4.5. Undirritað samkomulag um að ljúka máli Arion banka og Seðlabankans með sátt, dags. 1. júlí 2022</strong></h3> <p>Hinn 1. júlí 2022 gerðu Seðlabankinn og Arion banki samkomulag um sátt þar sem Arion banki viðurkenndi brot gegn ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Seðlabankinn hefur, eins og fram er komið, synjað kæranda í þessu máli um aðgang að sáttinni.<br /> <br /> Þann 22. júlí 2022 birti Seðlabankinn á vef bankans svonefnda gagnsæistilkynningu um sáttina. Tilkynningin þann 22. júlí og sáttin frá 1. júlí 2022 geyma sömu upplýsingar, að undanskildum V. kafla samkomulagsins. Í þeim kafla er vísað til ákvæða laga um fjármálafyrirtæki og reglna nr. 326/2019. Úrskurðarnefndin telur að þessar upplýsingar séu hvorki undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 né þagnarskyldu samkvæmt öðrum lögum. Um rétt til aðgangs að þeim fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Takmörkunarákvæði upplýsingalaga standa ekki í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að upplýsingunum og er Seðlabankanum því skylt að afhenda þær kæranda.<br /> </p> <h2><strong>5. Listi yfir gögn málsins</strong></h2> <p>Í hinni kærðu ákvörðun Seðlabankans að synja kæranda um aðgang að lista yfir gögn málsins kemur fram að listinn sé háður þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.<br /> <br /> Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum til lista yfir málsgögn. Aðgangi að slíkum lista, eða að afmörkuðum upplýsingum á slíkum lista, verður því samkvæmt lögum ekki hafnað nema gildar takmarkanir á upplýsingarétti eigi við um þær. Sú aðgreining sem Seðlabankinn leggur til grundvallar í skýringum til nefndarinnar að skjáskot úr skjalavistunarkerfi bankans geti ekki talist listi yfir gögn málsins í skilningi 5. gr. upplýsingalaga er ekki í samræmi við lög. Ef á listanum koma fram upplýsingar sem leynt eiga að fara er bankanum fært að afmá þær áður en aðgangur er veittur.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ljóst að Seðlabankinn hefur ekki afgreitt beiðni kæranda um lista yfir gögn málsins á réttum lagagrundvelli. Af þeim sökum verður að vísa þeirri beiðni kæranda aftur til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> </p> <h2><strong>6. Gögn sem Seðlabankinn hefur ekki tekið afstöðu til</strong></h2> <p>Í skýringum Seðlabankans til úrskurðarnefndarinnar sem fylgdu skjáskoti af málinu úr skjala- og málaskrárkerfi bankans hinn 5. desember 2023 kom fram að það væri afstaða bankans að erindi frá Arion banka til Seðlabankans, dags. 12. júlí 2022, væri ekki hluti af hinu eiginlega stjórnsýslumáli þar sem gagnið hefði orðið til eftir að samkomulag um sátt var undirritað hinn 1. júlí 2022. Því hafi það ekki verið afhent úrskurðarnefndinni. Á skjáskotinu má einnig sjá gögn sem ekki voru afhent úrskurðarnefndinni og samanstanda af drögum að sáttinni og samskiptum innan Seðlabanka Íslands.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að erindi Arion banka til Seðlabankans frá 12. júlí 2022 teljist ótvírætt vera hluti af málinu þótt það hafi orðið til eftir að ákvörðun í málinu lá fyrir, enda verður ekki annað séð en að það hafi efnisleg tengsl við stjórnsýslumálið, sbr. til hliðsjónar álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 6121/2010. Þá var gagnið orðið til hjá Seðlabankanum áður en kærandi lagði fram beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Hið sama á við um drög að sáttinni og samskipti innan Seðlabankans, sem án efa teljast hluti af málinu. Í ljósi þess að úrskurðarnefndinni voru ekki afhent þessi gögn við meðferð málsins og með hliðsjón af skýringum bankans að öðru leyti verður að draga þá ályktun að bankinn hafi ekki tekið efnislega afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þessum gögnum í ákvörðun bankans frá 5. ágúst 2022. Verður því að vísa beiðni kæranda að þessu leyti til Seðlabankans að nýju til meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Seðlabanka Íslands er skylt að veita kæranda, A f.h. B, aðgang að eftirtöldum gögnum sem varða mál Seðlabankans vegna meints brots Arion banka hf. á þagnarskyldu:<br /> </p> <ol> <li>Erindi Seðlabanka Íslands til Arion banka hf., dags. 16. mars 2022.</li> <li>Tölvupósti Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 29. mars 2022, kl. 15.48.</li> <li>Erindi Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 29. mars 2022, að undanskilinni setningu sem hefst í línu nr. 7 í meginmáli erindisins, […].</li> <li>Tölvupósti Seðlabanka Íslands til Arion banka hf., dags. 22. júní 2022, kl. 17.08.</li> <li>Erindi Seðlabanka Íslands til Arion banka hf., dags. 21. júní 2022.</li> <li>Tölvupósti Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 1. júlí 2022, kl. 08.26.</li> <li>Tölvupósti Arion banka hf. til Seðlabanka Íslands, dags. 1. júlí 2022, kl. 11.00.</li> <li>Samkomulagi um að ljúka máli með sátt, dags. 1. júlí 2022, í heild sinni.</li> </ol> <p> <br /> Beiðni kæranda til Seðlabanka Íslands, dags. 14. júlí 2022, er vísað til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu að því er varðar erindi frá Arion banka hf. til Seðlabankans, dags. 12. júlí 2022, og gögn í möppunum „Drög að sátt“ og „Samskipti innan Seðlabanka“, sem sjá má á skjáskoti úr skjala- og málaskrárkerfi bankans, sem afhent var úrskurðarnefnd um upplýsingamál hinn 5. desember 2023.<br /> <br /> Beiðni kæranda til Seðlabanka Íslands, dags. 14. ágúst 2022, um lista yfir gögn málsins er vísað til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Að öðru leyti eru ákvarðanir Seðlabanka Íslands, dags. 5. og 22. ágúst 2022, staðfestar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1186/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar um hve stórt hlutfall íbúa með lögheimili í Vestmannaeyjabæ væri á vinnumarkaði. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að erindi kæranda fyndist ekki í skjalakerfi sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin taldi af þeim sökum að ekki gæti verið um drátt á afgreiðslu beiðninnar að ræða, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1186/2024 í máli ÚNU 24020004.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 7. febrúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A. Í kærunni, dags. 5. febrúar 2024, kemur fram að Vestmannaeyjabær hafi ekki svarað erindi hans. Umrætt erindi til Vestmannaeyjabæjar frá kæranda er dagsett 3. janúar 2024, en með því óskaði kærandi upplýsinga um það hve stórt hlutfall íbúa með lögheimili í Vestmannaeyjabæ væri á vinnumarkaði. Vestmannaeyjabæ var kynnt kæran með erindi, dags. 20. mars 2024, og upplýsinga óskað um það hvort erindinu hefði verið svarað. Úrskurðarnefndinni barst svar daginn eftir þar sem fram kom að erindi kæranda fyndist ekki í skjalakerfi bæjarins.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá leiðir af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að til nefndarinnar má einnig kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðni um upplýsingar samkvæmt upplýsingalögum. Af kæru er ljóst að kærandi telur að Vestmannaeyjabær hafi dregið óhæfilega að afgreiða beiðni hans um það hve stórt hlutfall íbúa með lögheimili í Vestmannaeyjum sé á vinnumarkaði. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur komið fram að beiðnin finnist ekki í skjalakerfi bæjarins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Af því leiðir að ekki getur verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða í skilningi 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 5. febrúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1185/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Óskað var eftir lögregluskýrslum vegna tjóns á vatnsleiðslu. Lögreglan í Vestmannaeyjum synjaði beiðninni með vísan til þess að gögnin vörðuðu rannsókn sakamáls og féllu utan gildissviðs upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að lögregluskýrslur vegna málsins teldust varða rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og vísaði kærunni frá nefndinni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1185/2024 í máli ÚNU 24010019.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 18. janúar 2024, kærði A synjun Lögreglunnar á Vestmannaeyjum (hér eftir einnig Lögreglan) á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 4. janúar 2024 eftir aðgangi að lögregluskýrslum vegna tjóns á vatnsleiðslu fyrr um veturinn. Í svari Lögreglunnar, dags. 9. janúar 2024, kom fram að gögnin yrðu ekki afhent því þau vörðuðu rannsókn sakamáls og féllu þannig utan gildissviðs upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Í kæru til nefndarinnar kemur fram að í málinu hafi orðið milljarða króna tjón og að samfélagslegir hagsmunir standi til þess að gögnin verði afhent.<br /> <br /> Kæran var kynnt Lögreglunni í Vestmannaeyjum með erindi, dags. 29. janúar 2024, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Lögreglunnar barst úrskurðarnefndinni hinn 13. febrúar 2024. Í henni kemur fram að Lögreglan hafi nú til rannsóknar mál sem varðar tjón á vatnsleiðslu til Vestmannaeyja, og umbeðin gögn séu hluti af því máli. Umsögninni fylgdi nokkurt magn gagna sem að mati Lögreglunnar sýndu glögglega að málið væri til rannsóknar.<br /> <br /> Umsögn Lögreglunnar í Vestmannaeyjum var kynnt kæranda með erindi, dags. 22. febrúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust 7. mars 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að lögregluskýrslum á þeim grundvelli að þær varði rannsókn sakamáls og falli þannig utan gildissviðs upplýsingalaga. Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er mælt fyrir um að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilgreint að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.<br /> <br /> Lögreglan í Vestmannaeyjum kveður umbeðin gögn í málinu tilheyra sakamáli sem nú sé til rannsóknar. Málið varðar skemmdir sem urðu á neysluvatnslögn þegar togveiðiskip missti niður akkeri sem festist í vatnslögninni. Úrskurðarnefndin telur að lögregluskýrslur vegna málsins teljist varða rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 18. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <p > Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1184/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Óskað var upplýsinga hjá Hagstofu Íslands um töflu um fjölda foreldra sem andast. Kærandi taldi svör stofnunarinnar ófullnægjandi. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kom í ljós að engin gögn lægju fyrir hjá stofnuninni sem heyrðu undir beiðni kæranda. Þar sem ekki lá fyrir kæranleg ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar var ákvörðun Hagstofu Íslands staðfest. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1184/2024 í máli ÚNU 23120003.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 30. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A vegna afgreiðslu Hagstofu Íslands (hér eftir einnig Hagstofan) á beiðni hans um upplýsingar.<br /> <br /> Með erindi, dags. 10. október 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hvers vegna taflan „Fjöldi foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsök samtala áranna 2009–2020“ á vef stofnunarinnar hefði ekki verið uppfærð síðan árið 2021. Í svari Hagstofunnar, dags. 11. október 2023, kom fram að vonandi næðist að uppfæra töfluna fyrir árslok. Kærandi ítrekaði fyrirspurn sína sama dag. Í svari Hagstofunnar, dags. 18. október 2023, kom fram að taflan yrði uppfærð á fimm ára fresti til að koma í veg fyrir rekjanleika í niðurstöðum, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007.<br /> <br /> Kærandi brást við erindinu samdægurs og óskaði svara við eftirfarandi atriðum:<br /> </p> <ol> <li>Hvenær ákvörðun hefði verið tekin um að uppfæra töfluna á fimm ára fresti frekar en árlega.</li> <li>Hvert hefði verið tilefni þess að ákvörðunin var tekin.</li> <li>Á hvaða vettvangi innan stofnunarinnar ákvörðunin hefði verið tekin.</li> <li>Hvort einhver ytri aðili hefði komið að ákvörðunartökunni.</li> </ol> <p> <br /> Í svari Hagstofunnar, dags. 20. október 2023, kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin fyrr á árinu af þeirri ástæðu sem tilgreind væri í svari Hagstofunnar frá 18. október. Í öðru svari Hagstofunnar, dags. 21. nóvember 2023, kom fram að almennt væri svar við því af hverju eitthvað hefði ekki gerst hjá stofnuninni það að önnur verkefni hefðu haft forgang eða gagnalindir hefðu ekki gefið tilefni til uppfærslu. Umrædd tafla yrði sjálfsagt uppfærð, líkt og aðrar töflur sem til stæði að uppfæra, þegar tækifæri gæfist. Kærandi ítrekaði í framhaldinu erindi sitt. Í svari Hagstofunnar, dags. 30. nóvember 2023, kom fram að ekki væri hægt að svara fyrirspurn kæranda með meiri nákvæmni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að taflan sé ein af mjög fáum opinberum heimildum sem sýni afleiðingar þeirrar félagslegu aðskilnaðarstefnu sem kvenréttindakonur hjá hinu opinbera standi fyrir gegn B-foreldrum og B-fjölskyldum. Spurningum kæranda í erindi hans frá 18. október 2023 væri enn ósvarað og væri því óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hlutaðist til um að þeim yrði svarað.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Hagstofu Íslands með erindi, dags. 6. desember 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í svari Hagstofunnar, dags. 7. desember 2023, var móttaka erindis úrskurðarnefndarinnar staðfest. Þar kom fram að stofnunin héldi úti 2.600 töflum á íslensku og öðru eins á ensku. Oft gerðu lög kröfu um að tilteknar upplýsingar væru uppfærðar og hefðu slík verkefni forgang í starfsemi stofnunarinnar. Umrædd tafla væri ekki birt á grundvelli lagaskyldu. Ekki yrði séð að verið væri að biðja Hagstofuna um gögn heldur upplýsingar um hvernig stofnunin tæki ákvarðanir í rekstri sínum. Það væru því engin gögn til að afhenda úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni bárust nánari skýringar frá Hagstofunni hinn 22. desember 2023. Kom þar fram að umrædd tafla hefði ekki verið uppfærð síðan árið 2021 vegna forgangsröðunar verkefna. Ekki væri haldin skrá utan um það hvaða töflur væru uppfærðar hvenær, nema um evrópska tölfræði eða annað sem væri lögbundið. Það gæti liðið mislangur tími þar til hægt væri að uppfæra töflu, bæði vegna gagna og mönnunar verkefna. Þessi tafla væri uppfærð ef tækifæri gæfist. Samkeyra þyrfti nokkrar gagnalindir, sem gerði verkið snúnara því þá þyrftu allar gagnalindirnar að vera uppfærðar áður en vinna gæti hafist.<br /> <br /> Um tilefni þess að ákveðið hefði verið að uppfæra töfluna á fimm ára fresti frekar en árlega kom fram að það væri einnig vegna forgangsröðunar í framleiðslu og að lögbundin verkefni hefðu forgang. Ekkert væri skráð um þessa ákvörðun hjá Hagstofunni en líklega hefði það verið á vettvangi millistjórnunar þar sem forgangsröðun verkefna færi að miklu leyti fram þar. Um væri að ræða rekstrarákvörðun líkt og þúsundir annarra slíkra ákvarðana sem þyrfti að taka svo að forgangsverkefni næðu fram að ganga. Varðandi mögulega aðkomu ytri aðila að ákvörðuninni væri svarið við því að sjálfsögðu neikvætt.<br /> <br /> Skýringar Hagstofu Íslands voru kynntar kæranda með erindi, dags. 3. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar fyrirspurn kæranda til Hagstofu Íslands í tengslum við töflu um fjölda foreldra sem andast, sem birt er á vef stofnunarinnar. Kærandi telur að fyrirspurninni sé ósvarað. Hagstofan telur að fyrirspurninni hafi verið svarað eins nákvæmlega og mögulegt er. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri svo á að með erindi Hagstofunnar, dags. 30. nóvember 2023, þar sem fram kom að ekki væri hægt að svara kæranda með meiri nákvæmni, hafi stofnunin vísað beiðni kæranda frá í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þegar aðila sem heyrir undir gildissvið laganna berst erindi, sem ber með sér að vera beiðni um aðgang að gögnum, á hann að athuga hvort fyrir liggi annaðhvort þau gögn sem beinlínis er óskað eftir eða gögn sem innihalda þær upplýsingar sem tilgreindar eru í beiðninni, og taka ákvörðun um hvort aðgangur að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga verði veittur.<br /> <br /> Af lögunum verður ekki leidd sambærileg skylda til að svara fyrirspurnum sem bera ekki með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Ekki er útilokað að skylt kunni að vera að bregðast við slíkum fyrirspurnum, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um ágreining vegna slíkra fyrirspurna, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir samskipti kæranda og Hagstofunnar vegna málsins. Það er mat nefndarinnar að með erindum Hagstofunnar, dags. 18. og 20. október 2023, þar sem fram kom að fyrr á árinu 2023 hefði verið ákveðið að umrædd tafla yrði uppfærð á fimm ára fresti frekar en árlega til að hindra rekjanleika í niðurstöðum, hafi kærandi mátt ætla að til væru gögn hjá stofnuninni um þá ákvörðun. Af þeim sökum verður að líta svo á að fyrirspurn kæranda til Hagstofunnar í fjórum liðum, dags. 18. október 2023, hafi verið beiðni um gögn í skilningi upplýsingalaga, og að stofnuninni hafi borið að taka hana til efnislegrar meðferðar.<br /> <br /> Á hinn bóginn hefur komið í ljós við meðferð málsins að stofnunin kveður engin gögn liggja fyrir sem heyra undir beiðni kæranda. Nefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu stofnunarinnar. Verður því að leggja til grundvallar að gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni í skilningi upplýsingalaga. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Hagstofu Íslands því staðfest.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ákvörðun Hagstofu Íslands, dags. 30. nóvember 2023, er staðfest.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1183/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Ríkislögreglustjóri synjaði beiðni kæranda um aðgang að hljóðupptöku af símtali milli einstaklings og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Synjunin byggðist á því að upptakan innihéldi upplýsingar sem vörðuðu einkamálefni annarra og að hagsmunir þeirra af því að upptakan færi leynt vægju þyngra en hagsmunir kæranda af að fá aðgang að henni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að hagsmunir kæranda af að fá aðgang að upptökunni væru ríkir og féllst á að kærandi ætti rétt til aðgangs að hljóðupptökunni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1183/2024 í máli ÚNU 24010013.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 31. janúar 2024, kærði A ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja beiðni hans um aðgang að hljóðupptöku af símtali milli B og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra […]. Í kæru er rakið að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi með úrskurði nr. 1164/2023 gert ríkislögreglustjóra skylt að veita kæranda aðgang að afriti af símtalinu. Ríkislögreglustjóri hafi hins vegar aðeins afhent kæranda endurrit af símtalinu og vilji ekki afhenda hljóðupptökuna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 5. febrúar 2024, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni 7. mars 2024. Umsögninni fylgdi erindi ríkislögreglustjóra til kæranda, dags. 27. febrúar 2024, þar sem beiðni hans var synjað með formlegum hætti.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra kemur fram að í kjölfar uppkvaðningar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1164/2023 hafi verið ákveðið að afhenda kæranda aðeins endurrit af símtalinu en synja kæranda um aðgang að hljóðupptöku á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, með vísan til þess að upptakan innihaldi upplýsingar sem varði einkamálefni annarra og að hagsmunir þeirra af því að upptakan fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda af að fá aðgang að henni. Þá samþykki B ekki að upptakan verði afhent.<br /> <br /> Þá segir í umsögninni að afhending hljóðupptökunnar fæli í sér miðlun persónugreinanlegra upplýsinga, sem falli undir gildissvið laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og teljist til vinnslu persónuupplýsinga í skilningi laganna. Endurriti símtalsins hafi verið miðlað og ekki verði séð að kærandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá hljóðupptökuna afhenta, meðal annars þar sem engar upplýsingar úr símtalinu hafi verið undanskildar í því endurriti sem afhent var kæranda.<br /> <br /> Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með erindi, dags. 12. mars 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 15. mars 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> Við afgreiðslu málsins vék nefndarmaðurinn Hafsteinn Þór Hauksson af fundi með vísan til 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að hljóðupptöku af símtali milli B og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra 21. júlí 2022. Ríkislögreglustjóri ákvað í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1164/2023 að afhenda kæranda endurrit af símtalinu en hafna afhendingu hljóðupptökunnar.<br /> <br /> Í framangreindum úrskurði lagði nefndin til grundvallar að í lögum væri ekki mælt fyrir um að trúnaður skyldi ríkja um samskipti tilkynnanda og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Þá var það mat nefndarinnar að um rétt kæranda til aðgangs að símtalinu færi samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um aðgang að gögnum sem geyma upplýsingar um aðila sjálfan, þar sem tilefni símtalsins var að óska aðstoðar lögreglu vegna kæranda. Nefndin telur þessi sjónarmið eiga við um aðgang kæranda að hljóðupptöku af símtalinu og að leysa skuli úr rétti hans til aðgangs að upptökunni samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, með þeim takmörkunum sem greinir í 3. mgr. sömu greinar. Tekið skal fram að samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, takmarka lögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum. Ákvæði þeirra laga geta því ekki ein og sér komið í veg fyrir aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þá hljóðupptöku sem deilt er um rétt til aðgangs að í málinu, og fellst á að hún hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Á hinn bóginn verður að telja að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að hljóðupptökunni séu ríkir, enda hefur nefndin í fyrri úrskurði kveðið á um að kærandi eigi rétt á afriti upptökunnar.<br /> <br /> Nefndin fellst ekki á að það að kærandi hafi undir höndum endurrit af símtalinu leiði til þess að hann hafi ekki lögmæta hagsmuni af því að fá aðgang að hljóðupptökunni. Hljóðupptaka af símtali inniheldur ekki aðeins upplýsingar um hvað er sagt heldur fangar líka blæbrigði og andrúmsloft sem erfitt eða útilokað er að koma til skila í endurriti. Slíkt getur gert kæranda kleift að bæði skilja atburðarásina til hlítar og staðreyna að viðbrögð lögreglu í málinu hafi verið eðlileg. Hér ber einnig að horfa til þess að í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga kemur orðrétt fram að eftir því sem við verður komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Þegar gögn eru eingöngu varðveitt á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír.“ Umbeðið gagn er fyrirliggjandi í formi hljóðupptöku.<br /> <br /> Að framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að hljóðupptöku af símtalinu vegi þyngra en hagsmunir annarra af því að upptakan fari leynt. Verður því fallist á að kærandi eigi rétt til aðgangs að hljóðupptöku af símtalinu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Ríkislögreglustjóri skal afhenda A hljóðupptöku af símtali milli B og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra […]. <br /> <br /> </p> <p> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1182/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Kærandi óskaði eftir gögnum um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við tannréttingar hans. Sjúkratryggingar Íslands fullyrtu að öll gögn málsins hjá stofnuninni hefðu verið afhent kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um aðgang að gögnum í máli um ákvörðun um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar færi samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Kærunni var því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1182/2024 í máli ÚNU 23100014.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 31. júlí 2023, kærði A málsmeðferð Sjúkratrygginga Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 28. apríl 2022, tilkynntu Sjúkratryggingar Íslands kæranda að gildistími á samþykki stofnunarinnar á umsókn hans um þátttöku í kostnaði við tannréttingar væri framlengdur til 1. september sama ár en samþykkið myndi falla niður að þeim tíma liðnum.<br /> <br /> Stofnunin rökstuddi nánar ákvörðun sína með bréfi, dags. 30. júní 2022, en þar kom meðal annars fram að samkvæmt 14. gr. reglugerðar nr. 451/2013 tæki greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands aðeins til kostnaðar við nauðsynlegar tannréttingar. Sérstök fagnefnd hefði metið að nauðsynlegum tannréttingum kæranda væri lokið.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 31. ágúst 2022, vísuðu Sjúkratryggingar Íslands frá umsókn kæranda um áframhaldandi greiðsluþátttöku með vísan til fyrrgreindra bréfa frá 28. apríl og 30. júní 2022. Fyrir liggur í málinu að kærandi kærði synjun Sjúkratrygginga Íslands um áframhaldandi greiðsluþátttöku til úrskurðarnefndar velferðarmála sem úrskurðaði í málinu hinn 22. febrúar 2023.<br /> <br /> Með erindi til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 4. október 2022, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem lágu að baki framangreindum bréfum stofnunarinnar. Þá óskaði kærandi sérstaklega eftir öllum ákvörðunum, umsögnum, niðurstöðum og öðrum gögnum er studdu við mat fyrrnefndrar fagnefndar auk svara um á hvaða forsendum matið hefði byggt. Með kæru, dags. 12. júlí 2023, kærði kærandi afgreiðslutafir Sjúkratrygginga Íslands á framangreindri beiðni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tilkynnti Sjúkratryggingum Íslands um kæruna hinn 14. júlí 2023. Stofnunin tilkynnti nefndinni 20. sama mánaðar að umbeðin gögn hefðu verið birt í réttindagátt kæranda á vefsíðunni sjukra.is og að honum hefði verið tilkynnt um það. Samdægurs hafði nefndin samband við kæranda og tilkynnti honum að á grundvelli upplýsinga frá Sjúkratryggingum Íslands myndi nefndin fella málið niður á næsta fundi nefndarinnar sem var og gert hinn 26. júlí 2023.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 31. júlí 2023, til Sjúkratrygginga Íslands og með afriti á úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti kærandi að gögnin sem stofnunin hefði afhent væru ekki þau sem óskað hefði verið eftir. Í kjölfarið áttu sér stað nokkur samskipti milli kæranda og Sjúkratrygginga Íslands sem úrskurðarnefndin fékk afrit af í tölvupósti auk þess sem kærandi sendi athugasemdir til nefndarinnar hinn 1. september 2023. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tilkynnti kæranda hinn 23. október 2023 að litið væri á erindi hans frá 31. júlí 2023 sem nýja kæru til nefndarinnar.<br /> <br /> Kærandi byggir kæru sína á því að hann hafi ekki fengið gögn afhent sem tengjast grundvelli og forsendum að baki ákvörðunum í máli hans. Þá hafi kæranda ekki fengið afhentar umsagnir eða gögn um niðurstöðu hinnar sérstöku fagnefndar, sem vísað var til í rökstuðningi Sjúkratrygginga Íslands frá 30. júní 2022.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Sjúkratryggingum Íslands með erindi, dags. 23. október 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Sjúkratryggingar Íslands léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga Íslands barst úrskurðarnefndinni 6. nóvember 2023. Í umsögninni kom fram að þau gögn sem kæranda voru afhent 20. júlí 2023 væru öll gögn málsins hjá stofnuninni. <br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem hann og gerði með athugasemdum 19. sama mánaðar. <br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á beiðni kæranda um afhendingu allra gagna er varða ákvarðanir stofnunarinnar um greiðsluþátttöku í kostnaði vegna tannréttinga kæranda á grundvelli IV. kafla reglugerðar, nr. 451/2013, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar. Umræddur kafli fjallar um aukna þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma.<br /> <br /> Ákvörðun um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við tannlækningar og tannréttingar er ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um þátttöku í tannlæknakostnaði kæranda og svo ákvörðun stofnunarinnar um að hætta þeirri þátttöku eru því ákvarðanir sem falla undir gildissvið stjórnsýslulaga. Kærandi telst aðili að stjórnsýslumáli sem þessar ákvarðanir eru hluti af. Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Þau gögn sem kærandi hefur óskað aðgangs að tengjast ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta þátttöku í tannlæknakostnaði hans. Umbeðin gögn eru því hluti af stjórnsýslumáli sem kærandi er aðili að. Um rétt hans til aðgangs að þeim fer þar með eftir ákvæðum stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda þau lög ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga og af því leiðir að kæruefni máls þessa fellur utan gildissviðs upplýsingalaga og ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar. Kærumálinu er því hér með vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Tekið skal fram að samkvæmt 2. mgr. 19. gr. stjórnsýslulaga verður synjun eða takmörkun á aðgangi aðila stjórnsýslumáls að gögnum kærð til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til. Eins og tilgreint er í lýsingu á málsatvikum að framan var ákvörðun málsins kæranleg til úrskurðarnefndar velferðarmála. Synjun Sjúkratrygginga Íslands um aðgang kæranda að gögnum málsins verður því borin undir sama stjórnvald.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 31. júlí 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p > <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1181/2024. Úrskurður frá 30. apríl 2024 | Óskað var eftir gögnum um yfirtöku Orku náttúrunnar á rekstri hleðslustöðva hjá Vestmannaeyjabæ. Sveitarfélagið kvaðst ekki hafa heimild til að afhenda gögnin því Orka náttúrunnar legðist gegn afhendingu þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók til skoðunar hvort 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um takmarkanir á upplýsingarétti vegna samkeppnishagsmuna aðila í opinberri eigu stæði í vegi fyrir afhendingu gagnanna. Niðurstaða nefndarinnar var að svo væri ekki. Lagt var fyrir Vestmannaeyjabæ að afhenda kæranda gögnin. | <p>Hinn 30. apríl 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1181/2024 í máli ÚNU 23100005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 9. október 2023, kærði A lögmaður, f.h. Ísorku ehf., synjun Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að samningi sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar ohf. vegna reksturs og þjónustu við hleðslustöðvar og aðgang að samskiptum sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar í tengslum við verkefnið.<br /> <br /> Með erindi, dags. 11. september 2023, óskaði kærandi eftir upplýsingum um yfirtöku Orku náttúrunnar á rekstri hleðslustöðva og afriti af samningi sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar um reksturinn. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 12. september 2023, kom fram að það sem kærandi vísaði til í beiðni væri tilraunastarfsemi sem Orka náttúrunnar hefði átt frumkvæðið að og falist hefði í að Orka náttúrunnar setti upp nýja hleðslustöð og hraðhleðslustöð. Kærandi óskaði ítarlegri upplýsinga um verkefnið sama dag. Sveitarfélagið svaraði daginn eftir og kvað tilraunastarfið aðallega felast í því að Orka náttúrunnar kæmi sínum búnaði fyrir og sæi um rekstur hans.<br /> <br /> Með erindi, dags. 13. september 2023, óskaði kærandi meðal annars eftir afriti af samskiptum sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar vegna verkefnisins og samningi um verkefnið. Í svari Vestmannaeyjabæjar til kæranda, dags. 26. september 2023, kom fram að ákvörðun sveitarfélagsins að leyfa tilraunaverkefni Orku náttúrunnar teldist vera stjórnvaldsákvörðun. Því bæri að fara eftir stjórnsýslulögum við málsmeðferðina en ekki upplýsingalögum. Afstaða sveitarfélagsins var áréttuð við kæranda hinn 5. október 2023.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kæran snúi að samningi Vestmannaeyjabæjar við Orku náttúrunnar vegna reksturs og þjónustu við hleðslustöðvar og samskiptum sveitarfélagsins við félagið vegna verkefnisins. Kærandi og Orka náttúrunnar séu í beinni samkeppni um uppsetningu og rekstur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Vestmannaeyjabær og Orka náttúrunnar séu opinberir aðilar og samningur þeirra um rekstur á hleðslustöðvum varði ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með erindi, dags. 16. október 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjabæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 6. nóvember 2023. Í umsögninni er rakið að Orka náttúrunnar hafi óskað eftir því við Vestmannaeyjabæ að farið yrði í tilraunaverkefni, þar sem félagið kæmi fyrir hleðslustöðvum og sæi um rekstur þeirra. Sveitarfélagið leggist ekki gegn því að þau fyrirliggjandi gögn sem sveitarfélagið telur að heyri undir beiðni kæranda verði afhent, en þar sem Orka náttúrunnar leggist gegn afhendingunni telji sveitarfélagið sér óheimilt að afhenda þau. Umsögninni fylgdu tvö fylgiskjöl. Fyrra fylgiskjalið eru þau gögn sem sveitarfélagið telur að kæran lúti að. Þau samanstanda af tölvupóstssamskiptum milli sveitarfélagsins og Orku náttúrunnar um uppsetningu hleðslustöðvanna. Vestmannaeyjabær kveður ekki frekari skrifleg samskipti liggja fyrir. Þá liggi ekki fyrir samningur milli sveitarfélagsins og Orku náttúrunnar, hvorki endanlegur samningur né drög að slíkum samningi. Síðara fylgiskjalið inniheldur samskipti Vestmannaeyjabæjar og Orku náttúrunnar sem áttu sér stað eftir að kæra í máli þessu barst úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 10. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu Orku náttúrunnar til afhendingar þeirra gagna sem sveitarfélagið afmarkaði beiðni kæranda við. Í svari Orku náttúrunnar, dags. 6. desember 2023, er lagst gegn því að gögnin verði afhent kæranda. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða rekstur og þjónustu Orku náttúrunnar við hleðslustöðvar í Vestmannaeyjabæ. Sveitarfélagið vísar til þess að ekki liggi fyrir samningur við Orku náttúrunnar um verkefnið. Önnur gögn sem heyri undir beiðni kæranda sé sveitarfélaginu óheimilt að afhenda með vísan til hagsmuna Orku náttúrunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu Vestmannaeyjabæjar að ekki liggi fyrir eiginlegur samningur um verkefnið. Verður ákvörðun sveitarfélagsins að því leyti staðfest, þar sem ekki telst um að ræða synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að öðrum gögnum sem sveitarfélagið Vestmanneyjabær hefur afmarkað beiðni kæranda við fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í svari Vestmanneyjabæjar til kæranda, dags. 26. september 2023, vísaði sveitarfélagið til þess að ósk kæranda lyti að gögnum úr stjórnsýslumáli og því bæri að fara að ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, við málsmeðferðina en ekki ákvæðum upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tekur af þessu tilefni fram að í máli þessu gerist þess ekki þörf að nefndin leysi úr því hvort Vestmanneyjabær hafi tekið ákvörðun um rétt eða skyldu Orku náttúrunnar í skilningi stjórnsýslulaga og hvort gögn málsins tengist slíkri ákvörðun, enda myndi kærandi ekki teljast aðili að þeirri ákvörðun eða því máli sem hún tengdist. Um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum fer því, hvað sem öðru líður, eftir ákvæðum upplýsingalaga en ekki stjórnsýslulaga. Kæru málsins er því réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Gögnin sem um ræðir samanstanda af tölvupóstssamskiptum milli Vestmannaeyjabæjar og Orku náttúrunnar frá tímabilinu júní til júlí 2023. Úrskurðarnefndinni voru einnig afhent samskipti milli sömu aðila sem til urðu eftir að kæra í máli þessu barst nefndinni. Er í úrskurðinum ekki tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Í ákvörðun Vestmannaeyjabæjar og umsögn til úrskurðarnefndarinnar er ekki vísað til þess hvaða takmörkunarákvæði í upplýsingalögum geti átt við um gögnin, heldur látið við sitja að vísa til þess að kærandi og Orka náttúrunnar séu samkeppnisaðilar.<br /> <br /> Orka náttúrunnar ohf. er opinbert hlutafélag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur – Eigna ohf., sem alfarið er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt 1. gr. laga um Orkuveitu Reykjavíkur, nr. 136/2013, er fyrirtækið í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Þar sem Orka náttúrunnar er samkvæmt þessu í óbeinni en þó fullri eigu sveitarfélaga kemur ekki til álita hvort samkeppnislegir hagsmunir fyrirtækisins njóti verndar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sem einkahagmunir. Þessi í stað kemur til skoðunar ákvæði 4. tölul. 10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti vegna samkeppnishagsmuna aðila í opinberri eigu, þ.e. hvort Vestmannaeyjabæ hafi verið heimilt að takmarka aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli slíkra hagsmuna Orku náttúrunnar.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Ákvæðið verndar viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra fyrirtækja sem eru í opinberri eigu. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum kemur síðan fram að meginsjónarmiðið að baki ákvæðinu sé að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr, og að ákvæðið sé einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila.<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að unnt sé að byggja takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi að minnsta kosti þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi skal sú afstaða hafa verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir samskipti Vestmannaeyjabæjar og Orku náttúrunnar um rekstur og þjónustu við hleðslustöðvar í sveitarfélaginu. Hvorki Vestmannaeyjabær né Orka náttúrunnar hafa rökstutt sérstaklega hvernig þær upplýsingar sem þar koma fram geti orðið Orku náttúrunnar skaðlegar, verði þær gerðar opinberar. Með hliðsjón af inntaki samskiptanna verður ekki talið að samkeppnishagsmunir fyrirtækisins af því að halda upplýsingunum leyndum séu svo ríkir, í skilningi 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, að þeir réttlæti undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda og annarra aðila sem bundnir eru af ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá er til þess að líta að ekki verður annað séð en að umbeðin gögn lúti að samskiptum Vestmannaeyjabæjar við Orku náttúrunnar um að síðarnefnda fyrirtækið taki að sér rekstur tiltekinna hraðhleðslustöðva fyrir bifreiðar í bæjarfélaginu. Almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig sveitarfélagið stendur að slíkum ákvörðunum og að um stjórnsýslu sveitarfélagsins að þessu leyti ríki gagnsæi. Þá þurfa lögaðilar sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hverju sinni að vera búnir undir það að upplýsingar um þeirra starfsemi verði gerðar opinberar, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim einhverju óhagræði.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga standi ekki í vegi fyrir því að kærandi fái afhent þau gögn sem sveitarfélagið hefur afmarkað beiðni hans við. Þá telur nefndin að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um gögnin. Verður því lagt fyrir Vestmannaeyjabæ að veita kæranda aðgang afriti af samskiptunum.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Vestmannaeyjabæ er skylt að afhenda A lögmanni, f.h. Ísorku ehf., tölvupóstssamskipti sveitarfélagsins við Orku náttúrunnar ohf. í tengslum við rekstur og þjónustu við hleðslustöðvar í sveitarfélaginu, dags. 28. júní til 6. júlí 2023. Ákvörðun Vestmannaeyjabæjar, dags. 5. október 2023, er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> </p> <p> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1180/2024. Úrskurður frá 21. mars 2024 | Óskað var eftir reikningum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir fjármála- og efnahagsráðuneyti, án þess að upplýsingar um lýsingu á vinnu félagsins væru afmáðar. Ráðuneytið synjaði beiðninni með vísan til þess að upplýsingarnar vörðuðu efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins og ættu að fara leynt. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að takmarka mætti upplýsingarétt kæranda á þeim grundvelli. Þá taldi nefndin að aðrar takmarkanir ættu að langstærstum hluta ekki við um upplýsingarnar. Ráðuneytinu var því gert að afhenda reikningana. | <p>Hinn 21. mars 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1180/2024 í máli ÚNU 23030008.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 14. mars 2023, kærði A, f.h. Frigus II ehf., synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni um gögn. Kærandi óskaði hinn 15. febrúar 2023 eftir aðgangi að öllum reikningum vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið, sem kæranda hefðu verið afhentir með útstrikunum, án þess að nokkrar upplýsingar í þeim væru afmáðar. Ráðuneytið hafnaði beiðninni hinn 21. febrúar sama ár með vísan til þess að lýsing á vinnu Íslaga sem kæmi fram í reikningunum væru upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, sbr. 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru er gerð krafa um að ráðuneytinu verði gert skylt að afhenda alla reikninga vegna vinnu Íslaga fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til loka janúar 2023. Í kærunni er tilgreint að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu varði reikningarnir annars vegar vinnu fyrirtækisins vegna kaupa ríkissjóðs á öllu hlutafé fyrirtækisins Auðkennis ehf. og hins vegar lögfræðiráðgjöf vegna stöðugleikaeigna o.fl. Þóknanir úr ríkissjóði til Íslaga undanfarin ár hafi numið gríðarlegum fjárhæðum, sem ekki sjái enn fyrir endann á. Þá hafi vinna fyrirtækisins fyrir ráðuneytið verið án útboðs. Hagsmunir almennings að fá aðgang að upplýsingum um hvað sé verið að greiða fyrir séu augljósir.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með erindi, dags. 14. mars 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 28. mars 2023. Í henni kemur fram að reikningar Íslaga til ráðuneytisins séu 33 talsins. Upplýsingar í þeim sem synjað hafi verið um aðgang að varði virka viðskipta- og fjárhagslega hagsmuni einstaklinga og lögaðila, sem og mikilvæga hagsmuni ríkisins sem tengist úrvinnslu stöðugleikaeigna. Stöðugleikaeignir voru mótteknar af Seðlabanka Íslands fyrir hönd ríkissjóðs og upplýsingar um umsýslu þeirra falli því að mati ráðuneytisins undir þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. þeirrar greinar.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 29. mars 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 17. apríl 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Mál þetta varðar ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis frá 21. febrúar 2023 að synja kæranda um aðgang að 33 reikningum vegna vinnu fyrirtækisins Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til janúarloka 2023. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í umsögn til úrskurðarnefndarinnar er einnig vísað til 9. gr. sömu laga og 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.<br /> <br /> Í 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að undir ákvæðið falli upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Það séu þó aðeins upplýsingar sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins á borð við fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þá reikninga sem kæranda var synjað um aðgang að. Í þeim er vinnu Íslaga lýst með mjög almennum hætti. Að því leyti sem ákveðin verkefni eru tilgreind í lýsingunni eru það að langstærstum hluta upplýsingar sem teljast ekki vera viðkvæmar samkvæmt almennum sjónarmiðum eða eru opinberlega aðgengilegar. Ráðuneytið hefur að engu leyti rökstutt með hvaða hætti afhending upplýsinganna gæti verið til þess fallin að skaða fjárhag eða efnahag ríkisins. Þótt upplýsingarnar varði fjár- og efnahagsmál ríkisins telur úrskurðarnefndin vandséð að afhending þeirra myndi raska þeim hagsmunum sem ákvæði 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er ætlað að standa vörð um. Að mati nefndarinnar stendur ákvæðið ekki í vegi fyrir afhendingu upplýsinganna.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Ráðuneytið vísar til þess í umsögn til nefndarinnar að í reikningunum séu upplýsingar sem varði fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá falli upplýsingar um umsýslu stöðugleikaeigna undir þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 58. gr. laga nr. 161/2002 kemur eftirfarandi fram:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.<br /> <br /> Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</p> </blockquote> <p> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að 1. mgr. ákvæðisins hafi að geyma sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækja. Svo sem fram kemur í 2. mgr. ákvæðisins fylgir þagnarskyldan upplýsingunum til þess sem veitir þeim viðtöku. Seðlabanki Íslands tók við stöðugleikaeignum fyrir hönd ríkissjóðs frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja í kjölfar setningar laga um stöðugleikaskatt, nr. 60/2015, og breytinga á ákvæði til bráðabirgða III í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001. Lindarhvoll ehf. annaðist umsýslu stöðugleikaeigna að mestu leyti.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þá reikninga sem deilt er um aðgang að. Það er mat nefndarinnar að upplýsingar í þeim um stöðugleikaeignir sem kunna að varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 séu ekki undirorpnar þagnarskyldu þar sem þær eru opinberlega aðgengilegar.<br /> <br /> Í þremur reikningum er að finna upplýsingar um útburðarmál sem varða tiltekna fasteignsem var hluti af stöðugleikaframlagi slitabús fjármálafyrirtækis. Úrskurðarnefndin telur að þær upplýsingar varði viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanns fjármálafyrirtækis í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Þá virðast upplýsingarnar ekki vera aðgengilegar opinberlega. Er ráðuneytinu því óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingunum. Með vísan til þessa ber ráðuneytinu að yfirstrika eftirfarandi upplýsingar í reikningum með númerin 0001172, 0001173 og 0001222, og afhenda þá kæranda svo breytta:<br /> </p> <ol> <li>Á reikningi 0001172, dags. 10.02.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001173, dags. 08.03.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001222, dags. 01.05.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Obsverver“ í skjalinu.</li> </ol> <p> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki að öðru leyti að finna upplýsingar í reikningunum sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í reikningunum er að finna upplýsingar um lögaðila, sem að mati nefndarinnar teljast ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 2. málsl. 9. gr. laganna, þar sem þær eru ýmist opinberlega aðgengilegar og/eða eru ekki til þess fallnar að valda lögaðilunum tjóni. Kemur því hvorki 9. gr. upplýsingalaga né önnur takmörkunarákvæði laganna í veg fyrir afhendingu reikninganna.</p> <p> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneyti er skylt að afhenda A, f.h. Frigus II ehf., alla reikninga vegna vinnu Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið á tímabilinu 1. janúar 2018 til janúarloka 2023, þó þannig að yfirstrikaðar séu upplýsingar um heimilisfang á þremur reikninganna á svofelldan hátt:<br /> </p> <ol> <li>Á reikningi 0001172, dags. 10.02.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001173, dags. 08.03.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Observer“ í skjalinu.</li> <li>Á reikningi 0001222, dags. 01.05.2019, skal yfirstrika heiti fasteignar sem fram kemur á milli orðanna „útburðarmál“ og „Obsverver“ í skjalinu.</li> </ol> <p> <br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1179/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Farið var fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023, þar sem ekki hefðu enn borist gögn frá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Úrskurðarnefndin taldi að skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga væru ekki uppfyllt. Þá væru ekki vísbendingar um að á úrskurði nefndarinnar væru verulegir annmarkar að lögum sem leitt gætu til endurupptöku málsins á ólögfestum grundvelli. Var beiðninni því hafnað. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1179/2024 í máli ÚNU 24010007.<br /> </p> <h1><strong>Beiðni um endurupptöku og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 5. janúar 2024, fór A, f.h. B, fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál ÚNU 23110005, sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023 frá 8. desember 2023. Í beiðninni kemur fram að ekki hafi enn borist nein gögn frá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli ÚNU 23110005, sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1165/2023 frá 8. desember 2023, laut efni kærunnar að því að B hefðu ekki verið afhent öll gögn máls hennar hjá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Í skýringum barnaverndarþjónustunnar til úrskurðarnefndarinnar kom fram að unnið væri að því að taka saman gögnin fyrir B í samræmi við verklagsreglur um afhendingu gagna um persónuupplýsingar samstarfssveitarfélaga í barnavernd Mið-Norðurlands. Í samræmi við þær skýringar taldi úrskurðarnefndin að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að synja B um aðgang að gögnum sem kæranleg væri til nefndarinnar. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin leiðbeindi B um það að þótt ekki væri tekin afstaða til þess í úrskurðinum væri það svo að ef kæra hennar lyti að gögnum í stjórnsýslumáli sem hún ætti aðild að giltu upplýsingalögin ekki um aðgang að gögnunum samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Jafnframt tiltók nefndin að um rétt aðila að barnaverndarmálum til aðgangs að gögnum slíks máls væri fjallað í 45. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Samkvæmt 6. gr. þeirra laga væri heimilt að skjóta úrskurðum og öðrum stjórnvaldsákvörðunum barnaverndarþjónustu, þ.m.t. um aðgang að gögnum, til úrskurðarnefndar velferðarmála eftir því sem nánar væri kveðið á um í lögunum. Slík sérákvæði um kærurétt gengju framar hinni almennu kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, er að finna ákvæði um endurupptöku stjórnsýslumáls. Þar kemur í 1. mgr. fram eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.</li> </ol> </blockquote> <p> <br /> Af beiðni um endurupptöku verður ekki ráðið hvaða atriði skuli leiða til þess að málið sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023 skuli tekið upp að nýju. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málinu sem breytt geta niðurstöðu nefndarinnar. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur að slíkar vísbendingar séu ekki til staðar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 23110005 sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1165/2023 frá 8. desember 2023.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ítrekar þær leiðbeiningar sem fram komu í fyrri úrskurði nefndarinnar um kæruleiðir í barnaverndarmálum. Í ljósi rökstuðnings kæranda fyrir beiðni sinni um endurupptöku telur nefndin jafnframt tilefni til þess að benda á að í 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 kemur fram að dragist afgreiðsla máls óhæfilega er heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til. Sé ákvörðun í máli þannig kæranleg til úrskurðarnefndar velferðarmála, verður dráttur á svörum í málinu jafnframt kærður þangað.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni A, f.h. B, um endurupptöku máls ÚNU 23110005 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1165/2023, er hafnað.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1177/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um skýrslu Minjastofnunar Íslands og drög að kostnaðarmati. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að erindi kæranda hefði ekki borist sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin taldi af þeim sökum að ekki gæti verið um drátt á afgreiðslu beiðninnar að ræða, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1177/2024 í máli ÚNU 24010002.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 22. desember 2023, kærði A tafir á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um gögn. Með kærunni fylgdi handritað afrit af bréfi kæranda til bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar, dags. 6. nóvember 2023, þar sem hann óskar eftir skýrslu Minjastofnunar Íslands varðandi kröfur um mótvægisaðgerðir sem metnar eru út frá niðurstöðum fornleifarannsóknar í Miðgerði auk draga að kostnaðarmati. Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með erindi, dags. 17. janúar 2024, og upplýsinga óskað um það hvort beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 24. janúar 2024, kom fram að beiðni kæranda fyndist ekki og að því yrði að ætla að beiðnin hefði ekki borist sveitarfélaginu.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefndina. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá er heimilt að vísa máli til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ef beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar samkvæmt 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Af kæru er ljóst að kærandi telur að Vestmannaeyjabær hafi dregið óhæfilega að afgreiða beiðni hans um skýrslu Minjastofnunar o.fl. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur hins vegar komið fram að beiðnin finnist ekki í vörslum sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Af því leiðir að ekki getur verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða, þar sem sveitarfélagið hefur ekki móttekið beiðni kæranda og þannig ekki haft tækifæri til afgreiða hana, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 22. desember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1176/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar um íbúafjölda. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að erindi kæranda hefði ekki borist sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin taldi af þeim sökum að ekki gæti verið um drátt á afgreiðslu beiðninnar að ræða, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1176/2024 í máli ÚNU 23120009.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 6. desember 2023, kærði A tafir á afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um upplýsingar. Með kærunni fylgdi handritað afrit af bréfi kæranda til bæjarráðs Vestmannaeyja, dags. 6. nóvember 2023, þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um það hve margir hefðu búið í Vestmannaeyjum hinn 5. nóvember 2022 og hve margir byggju þar hinn 5. nóvember 2023. Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með erindi, dags. 17. janúar 2024, og upplýsinga óskað um það hvort beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 24. janúar 2024, kom fram að beiðni kæranda fyndist ekki og að því yrði að ætla að beiðnin hefði ekki borist sveitarfélaginu.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, er heimilt að bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefndina. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá leiðir af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að til nefndarinnar má einnig kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðni um upplýsingar samkvæmt upplýsingalögum. Af kæru er ljóst að kærandi telur að Vestmannaeyjabær hafi dregið óhæfilega að afgreiða beiðni hans um íbúafjölda í Vestmannaeyjum. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur hins vegar komið fram að beiðnin finnist ekki í vörslum sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa. Af því leiðir að ekki getur verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða í skilningi 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 6. desember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1175/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Óskað var eftir upplýsingum hjá Reykjavíkurborg um það hvort skólastjóri tiltekins skóla hefði sætt viðurlögum vegna atviks sem varðaði son kæranda. Reykjavíkurborg hafnaði beiðninni með vísan til þess að upplýsingarnar vörðuðu starfsmannamál sem réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum næði ekki til. Úrskurðarnefndin taldi að gögn í málum um beitingu stjórnsýsluviðurlaga á borð við áminningu teldust varða starfssamband viðkomandi starfsmanns að öðru leyti í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ákvörðun Reykjavíkurborgar var því staðfest. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1175/2024 í máli ÚNU 23110017.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 22. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A vegna synjunar Reykjavíkurborgar á beiðni um upplýsingar um hvort skólastjóri […]skóla hefði sætt viðurlögum.<br /> <br /> Með erindi til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. maí 2023, lýsti kærandi því að nokkrum mánuðum fyrr hefði hann farið ásamt syni sínum á fund skólastjóra […]skóla til að ræða vanlíðan sonarins í skólanum. Til að ná athygli sonar kæranda hefði skólastjórinn ítrekað tekið um höku hans og sagt honum að horfa í augun á sér. Óskaði kærandi eftir því við skóla- og frístundasvið að atvikið yrði rannsakað af óvilhöllum aðila sem skæri jafnframt úr um hvort skoða bæri atferli skólastjórans sem ofbeldi.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds erindis óskaði kærandi hinn 14. september 2023 eftir upplýsingum um hvort skólastjórinn hefði sætt viðurlögum í kjölfar erindis kæranda. Með svari Reykjavíkurborgar, dags. 22. september 2023, var beiðni kæranda hafnað með vísan til 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 29. nóvember 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi Reykjavíkurborgar, dags. 22. desember 2023, var upplýst að erindi úrskurðarnefndarinnar hefði misfarist þar sem það hefði ekki verið áframsent á viðeigandi aðila frá almennu netfangi Reykjavíkurborgar. Nefndin samþykkti beiðni um viðbótarfrest til að skila umsögn um kæruna til 17. janúar 2024.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 17. janúar 2024. Í henni kemur fram að Reykjavíkurborg túlki beiðni kæranda á þann veg að óskað sé upplýsinga um hvort skólastjórinn hafi sætt viðurlögum í starfi. Mat sveitarfélagsins sé að beiðni kæranda hafi verið afgreidd í samræmi við upplýsingalög.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með erindi, dags. 19. janúar 2024, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 2. febrúar 2024. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að liðnum þeim 30 daga fresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hins vegar var kæranda hvorki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar né kærufrest í hinni kærðu ákvörðun. Verður kærunni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum að kærufresturinn sé liðinn.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum sem hann hefur óskað eftir fer samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, með þeim takmörkunum sem mælt er fyrir um í 6.–10. gr. laganna. Sú takmörkun sem kemur til skoðunar í málinu birtist í 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. laganna, þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir:<br /> </p> <blockquote> <p>Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti […] er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</p> </blockquote> <p> <br /> Í beiðni til Reykjavíkurborgar og kæru til úrskurðarnefndarinnar tiltekur kærandi að hann vilji vita hvort skólastjóri […]skóla hafi sætt viðurlögum í kjölfar erindis kæranda til Reykjavíkurborgar, dags. 3. maí 2023. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í kæruefnið að ekki sé átt við refsiábyrgð vegna brots í opinberu starfi, sbr. t.d. ákvæði XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, heldur stjórnsýsluviðurlög að starfsmannarétti, svo sem ákvörðun um áminningu. Úrskurðarnefndin telur að gögn í málum um beitingu slíkra viðurlaga teljist varða starfssamband viðkomandi starfsmanns að öðru leyti í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og að upplýsingaréttur almennings nái af þeim sökum ekki til þeirra gagna. Verður ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest.<br /> <br /> Í 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem æðstu stjórnendur hafa sætt, þar á meðal vegna áminninga og brottvísana, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði nr. 749/2018 að skólastjóri grunnskóla á vegum Reykjavíkurborgar teldist ekki til æðstu stjórnenda í skilningi ákvæðisins. Með vísan til þess er óþarft að taka afstöðu til þess hvort Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem skólastjóri […]skóla kynni að hafa sætt síðastliðin fjögur ár frá þeim degi sem beiðni kæranda var lögð fram.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 4. tölul. 6. gr. laganna, sbr. 7. gr. sömu laga, sbr. jafnframt 2. mgr. 11. og 1. mgr. 19. gr. sömu laga. Þá var í ákvörðuninni ekki heldur að finna leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál samkvæmt 20. gr. laganna, sbr. 1. mgr. 19. gr. sömu laga. Var ákvörðun Reykjavíkurborgar að þessu leyti ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 22. september 2023, að synja A um upplýsingar um það hvort skólastjóri […]skóla hafi sætt viðurlögum.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1178/2024. Úrskurður frá 29. febrúar 2024 | Kærð var töf á afgreiðslu dómsmálaráðuneytis á beiðni um upplýsingar varðandi verktakavinnu á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2023 og beiðni um úrskurð um nánar tilgreind atriði. Af hálfu ráðuneytisins kom fram að erindi kæranda hefði verið svarað daginn eftir að kæra í málinu barst úrskurðarnefndinni. Að mati nefndarinnar laut erindi kæranda til ráðuneytisins ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum þess. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 29. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1178/2024 í máli ÚNU 24010006.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 11. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A. Í kærunni er rakið að vegna þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum árið 2023 hafi íþróttafélagið ÍBV auglýst eftir verktökum til vinnu á þjóðhátíðinni. Að henni lokinni hafi kærandi óskað eftir upplýsingum hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum hversu margar skráningar hefðu borist vegna verktakavinnunnar. Erindi hans hafi verið áframsent til ÍBV. Í framhaldi af því hafi kærandi sent dómsmálaráðuneyti erindi og spurt hvort þetta væru eðlileg vinnubrögð og hvort ÍBV væri fjárgæslumaður hins opinbera sem sæi um að innheimta opinber gjöld. Ráðuneytið hafi ekki svarað erindi hans.<br /> <br /> Kæru fylgdi ekki afrit af erindi til dómsmálaráðuneytis og fór úrskurðarnefndin því þess á leit við kæranda að hann léti það nefndinni í té. Kærandi brást ekki við þeirri beiðni kæranda. Úrskurðarnefndin kynnti þá kæruna fyrir ráðuneytinu, dags. 29. janúar 2024. Í erindi nefndarinnar var óskað eftir upplýsingum um hvort erindið hefði borist ráðuneytinu og ef svo væri, hvort það hefði verið afgreitt.<br /> <br /> Svar ráðuneytisins barst nefndinni hinn 13. febrúar 2024. Svarinu fylgdu afrit af erindum kæranda til ráðuneytisins vegna málsins, dags. 25. október og 5. desember 2023. Í fyrra erindi kæranda spyr hann ráðuneytið hvort það sé hlutverk ÍBV að skrá verktakafyrirtæki og jafnvel innheimta opinber gjöld af vinnu þeirra. Í síðara erindi kæranda óskar hann eftir úrskurði ráðuneytisins um það hvort ÍBV sé gæsluaðili fjár ríkisins í Vestmannaeyjum, innheimti gjöld og borgi reikninga. Þá óskar hann úrskurðar um hvort framganga Sýslumannsins í Vestmannaeyjum sé boðleg. Í svari ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar kom fram að erindum kæranda hefði verið svarað hinn 12. janúar 2024, þ.e. daginn eftir að kæra í máli þessu barst nefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að erindi kæranda til dómsmálaráðuneytis lúti ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum ráðuneytisins, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin að ekki sé unnt að líta svo á að beiðni kæranda varði gögn í skilningi 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Því verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 11. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1171/2024. Úrskurður frá 21. febrúar 2024 | Óskað var eftir gögnum um rafræna hillumiða o.fl. hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Beiðninni var hafnað með vísan til þess að afhending gagnanna myndi skaða samkeppnishagsmuni ÁTVR og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Origo hf. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin vörðuðu ráðstöfun opinberra fjármuna og að hagsmunir almennings af að fá aðgang að þeim vægju þyngra en hagsmunir Origo af því að þau færu leynt. Þá taldi nefndin að þó svo að fallist yrði á að ÁTVR ætti í samkeppni vörðuðu gögnin ekki svo verulega samkeppnishagsmuni ÁTVR að réttlætanlegt þætti að þeir gengju framar upplýsingarétti almennings. Úrskurðarnefndin lagði því fyrir ÁTVR að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <p>Hinn 21. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1171/2024 í máli ÚNU 22090005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 5. september 2022, kærðu Samtök verslunar og þjónustu synjun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (hér eftir einnig ÁTVR) á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Kærandi sendi erindi, dags. 2. ágúst 2022, til ÁTVR og rakti þar að tilkynning hefði birst á vef Origo hf. hinn 26. júlí sama ár þar sem fluttar hefðu verið fréttir af innleiðingu ÁTVR á SES Imagotag rafrænum hillumiðum í 16 stærstu verslanir stofnunarinnar ásamt handtölvulausn. Óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum ÁTVR um innkaup á umræddum hillumiðum ásamt handtölvulausn og öðrum vörum eða lausnum sem þeim tengdust með vísan til II. kafla upplýsingalaga, nr. 140/2012. ÁTVR synjaði beiðninni 5. september 2022 með vísan til 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt ÁTVR með erindi, dags. 5. september 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn ÁTVR, dags. 19. september 2022, kemur fram að stofnunin telji sér hafa verið heimilt að hafna afhendingu umbeðinna gagna á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga vegna samkeppnishagsmuna ÁTVR sjálfs. ÁTVR vísar einnig til þess að þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir að fá aðgang að innihaldi mikilvægar upplýsingar um virka viðskiptahagsmuni Origo og tengist starfsemi tveggja aðila sem báðir starfa á samkeppnismarkaði. Sé stofnuninni því óheimilt að veita aðgang að gögnum með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Það sé mat ÁTVR að hagsmunir Origo af því að samkeppnisstaða þeirra njóti sanngjarnar verndar vegi þyngra en hagsmunir kæranda og almennings af því að fá aðgang að gögnunum. Sér í lagi í ljósi þess að þau gögn sem um ræðir séu aðeins rúmlega ársgömul og myndi afhending þeirra þar af leiðandi hafa áhrif á núverandi rekstur fyrirtækisins. Enn fremur megi leiða töluverðar líkur að því að afhending upplýsinganna geti haft verðmyndandi áhrif á samkeppnisaðila Origo. Í þeim samningi sem hér sé til skoðunar sé einnig kveðið á um trúnaðarskyldu milli samningsaðila um öll verð og upplýsingar sem þar komi fram.<br /> <br /> Umsögn ÁTVR var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði með athugasemdum 27. sama mánaðar.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu Origo hf. til afhendingar samningsins, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindi, dags. 2. febrúar 2023. Í svari sem barst nefndinni fyrir hönd fyrirtækisins, dags. 9. febrúar 2023, er lagst gegn afhendingu samningsins. Í svari Origo hf. er meðal annars rakið að félagið telji einsýnt að skilyrði 9. gr. upplýsingalaga séu uppfyllt í máli þessu og þar af leiðandi skuli hafna aðgangi kæranda að samningnum. Samningur Origo hf. og ÁTVR varði rafræna hillumiða sem notaðir séu til að verðmerkja og veita nánari upplýsingar um tilteknar vörur í verslunum. Fáir aðilar bjóði upp á sömu lausn hér á landi og sé félagið Edico ehf. langstærsti aðilinn á markaðnum. Origo hf. sé að stíga sín fyrstu skref á umræddum markaði og enn sem komið er með mjög takmarkaða markaðshlutdeild. Verði samningurinn afhentur muni þriðji aðili fá allar viðeigandi verðupplýsingar og upplýsingar um það hvernig Origo hf. bjóði viðskiptavinum sínum verð í mismunandi þætti þjónustunnar. Með slíkar upplýsingar í höndunum sé auðvelt fyrir samkeppnisaðila Origo hf. að undirbjóða félagið. Afhending á samningnum myndi því án efa skaða hagsmuni félagsins þar sem vitneskja þriðju aðila, þ.m.t. samkeppnisaðila, um verðupplýsingar og upplýsingar um samsetningu þjónustunnar myndi hafa neikvæð áhrif á stöðu félagsins og vera til þess fallið að valda því tjóni.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við meðferð þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi milli ÁTVR og Origo hf., dags. 14. apríl 2021.<br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að samningnum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.<br /> <br /> Aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga getur ekki samið við aðila um að trúnaður ríki um það sem þeirra fer á milli, nema upplýsingarnar falli óvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 1099/2022. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt í samningi ÁTVR og Origo hf. komi fram að fara skuli með öll verð og upplýsingar sem trúnaðarmál.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Synjun ÁTVR er meðal annars byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, vegna hagsmuna Origo hf. en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Fyrir liggur að Origo hf. leggst gegn afhendingu samningsins, sbr. bréf félagsins frá 9. febrúar 2023.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> </p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> </p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Líkt og er rakið í fyrrgreindum athugasemdum skiptir almennt verulegu máli við mat á hagsmunum almennings hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar.<br /> <br /> Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 1162/2023. Þá er rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þann samning sem ÁTVR afhenti nefndinni en hann telur níu blaðsíður, ber yfirskriftina „Tilboð og samningur um pilot verkefni“ og er dagsettur 14. apríl 2021. Samningurinn geymir upplýsingar um endurgjald ÁTVR fyrir vörur og þjónustu úr hendi Origo.<br /> <br /> Eftir yfirferð á fyrirliggjandi samningi, sem var gerður árið 2021, telur úrskurðarnefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar í samningnum nái til svo mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að aðgangi að umbeðnum upplýsingum verði synjað á þeim grundvelli. Í því sambandi lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að kaupum hins opinbera á vörum og þjónustu og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir sem Origo hf. hefur af því að synjað sé um aðgang að samningi félagsins við ÁTVR annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna hins vegar verður ekki talið að synjað verði um aðgang að samningnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h2><strong>3.</strong></h2> <p>Synjun ÁTVR er einnig byggð á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi skal sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar nr. 1063/2022 og 1162/2023.<br /> <br /> ÁTVR hefur, eins og fyrr segir, vísað til þess að stofnunin eigi í samkeppni við aðila sem hafi leyfi til að selja áfengi á framleiðslustað og netverslanir en hefur að öðru leyti ekki rökstutt hvers vegna takmarka skuli aðgang kæranda að samningnum við Origo hf. á grundvelli samkeppnishagsmuna stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin tekur fram að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í 10. gr. upplýsingalaga nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. ÁTVR hefur ekki leitt líkur að því að tjón hljótist af verði kæranda veittur aðgangur að umbeðnum samningi. Þá telur úrskurðarnefndin enn fremur vandséð hvernig afhending samningsins til kæranda sé til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á samkeppnislega hagsmuni ÁTVR.<br /> <br /> Þótt fallist yrði á að ÁTVR eigi í samkeppni í skilningi 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hvorki samningurinn sjálfur né einstök ákvæði hans varði svo verulega samkeppnishagsmuni ÁTVR að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Er það því afstaða nefndarinnar að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði fyrir því að synja um afhendingu samningsins með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við um samninginn er ÁTVR skylt að veita kæranda aðgang að honum.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er skylt að veita Samtökum verslunar og þjónustu aðgang að samningi stofnunarinnar við Origo hf., dags. 14. apríl 2021.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1174/2024. Úrskurður frá 21. febrúar 2024 | Kærandi taldi umboðsmann barna ekki hafa svarað erindum sínum efnislega með málefnalegum rökum og gerði þar að auki athugasemd við að erindunum væri svarað nafnlaust. Úrskurðarnefndin taldi að fyrirspurnir kæranda til umboðsmanns barna teldust ekki varða fyrirliggjandi gögn í vörslum stofnunarinnar. Því hefði ekki verið tekin ákvörðun í málinu sem væri kæranleg til úrskurðarnefndarinnar og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 21. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1174/2024 í máli ÚNU 24010015.<br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Hinn 16. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A vegna afgreiðslu umboðsmanns barna á beiðni hans um upplýsingar. Kærandi sendi umboðsmanni barna erindi hinn 21. nóvember 2023. Í erindinu tók kærandi dæmi af foreldrum, sem færu sameiginlega með forsjá barns, sem fjárfestu í hlutabréfum fyrir hönd barnsins. Árlega fengi barnið arðgreiðslu vegna hlutabréfaeignarinnar. Óskað var álits embættisins á því fyrirkomulagi að ofgreiddur fjármagnstekjuskattur af arðinum væri endurgreiddur inn á bankareikning foreldris en ekki barnsins sjálfs.<br /> <br /> Í öðru erindi, dags. 24. nóvember 2023, óskaði kærandi álits embættisins á þeim aðstæðum að foreldri, sem fengi endurgreiðslu inn á sinn bankareikning, vildi ekki láta fjármunina barninu í té. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir áliti embættisins á því hvort hitt foreldri barnsins þyrfti að kæra foreldrið til lögreglu fyrir fjárdrátt, og hvort umboðsmaður barna teldi að ráðast þyrfti í lagabreytingar vegna þessa.<br /> <br /> Umboðsmaður barna svaraði kæranda hinn 23. nóvember og 11. desember 2023. Í fyrra svarinu kom fram að það foreldri sem tæki við endurgreiðslu frá Skattinum bæri ábyrgð á því að gera ráðstafanir til að halda fjármunum barnsins aðgreindum frá eigin fjármunum. Í síðara svarinu kom fram að almennt væri þetta fyrirkomulag ekki brot gegn réttindum barnsins og að foreldrar sem færu sameiginlega með forsjá barns skyldu reyna til þrautar að ná sátt um þetta mál með hagsmuni barnsins að leiðarljósi.<br /> <br /> Kærandi sendi embættinu tvö erindi hinn 19. desember 2023. Í fyrra erindinu voru ítrekaðar beiðnir um álit á því hvort kæra þyrfti foreldrið til lögreglu, og hvort embættið teldi þörf á lagabreytingum. Í síðara erindinu fann kærandi að því að umboðsmaður barna svaraði erindum hans nafnlaust. Óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvenær og af hvaða tilefni tekin hefði verið ákvörðun um það fyrirkomulag. Umboðsmaður barna svaraði erindunum daginn eftir og kvaðst ekki geta ráðlagt kæranda um kæru til lögreglu. Þá var þakkað fyrir að athygli embættisins væri vakin á málinu og að tekið yrði til skoðunar hvort embættið myndi setja fram ábendingu eða tillögu um úrbætur. Erindum sem beint væri til embættisins gegnum almennt netfang þess væri svarað úr því sama netfangi þar sem nafn starfsmanns kæmi ekki fram.<br /> <br /> Samkvæmt kæru til nefndarinnar vill kærandi vita hvaða starfsmaður umboðsmanns barna svaraði erindum hans. Þá óskar hann eftir því að erindunum verði svarað efnislega með málefnalegum rökum.<br /> <br /> Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki þörf á að veita umboðsmanni barna frest til að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu áður en því yrði ráðið til lykta, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar fyrirspurnir kæranda til umboðsmanns barna þar sem óskað er álits embættisins á tilteknum atriðum. Þá vill kærandi vita hvaða starfsmaður embættisins svaraði erindum hans.<br /> <br /> Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.<br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að fyrirspurnir kæranda í þeirri mynd sem þær voru settar fram teljist hvorki beiðnir um aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál né tilteknum fyrirliggjandi gögnum í vörslum umboðsmanns barna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því lítur nefndin svo á að í málinu hafi ekki verið tekin ákvörðun sem kæranleg sé til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, enda nær kæruheimild samkvæmt ákvæðinu aðeins til þess þegar synjað er beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Kærunni verður því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 16. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1172/2024. Úrskurður frá 21. febrúar 2024 | Óskað var eftir lagalegri greiningu á málum fyrir alþjóðadómstólum sem varða átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, sem rædd hefði verið á fundi ríkisstjórnarinnar. Utanríkisráðuneyti hafnaði beiðninni því minnisblöð til ríkisstjórnar væru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum. Minnisblaðið hefði verið tekið saman fyrir fund ríkisstjórnarinnar. Úrskurðarnefndin taldi efni skjalsins styðja þá skýringu og var ákvörðun ráðuneytisins staðfest. | <p>Hinn 21. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1172/2024 í máli ÚNU 24010017.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 18. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A, fréttamanni hjá Ríkisútvarpinu, vegna synjunar utanríkisráðuneytis á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði hinn 18. janúar 2024 eftir aðgangi að lagalegri greiningu á málum fyrir alþjóðadómstólum sem varða átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, sem rædd var á fundi ríkisstjórnar Íslands fyrr þann dag. Kærandi óskaði einnig upplýsinga um hver hefði unnið álitið fyrir ráðuneytið.<br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 18. janúar 2024, kom fram að umrædd greining kæmi fram í minnisblaði til ríkisstjórnar, sem var lagt fram af utanríkisráðherra. Minnisblöð til ríkisstjórnar væru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Beiðninni var því hafnað. Kærandi brást við ákvörðun ráðuneytisins sama dag og tók fram að ekki væri óskað eftir minnisblaðinu heldur sjálfu skjalinu sem innihéldi greininguna. Enn fremur væri óskað upplýsinga um hver hefði unnið greininguna fyrir ráðuneytið og hvort hún hefði verið send á önnur ráðuneyti. Ráðuneytið svaraði kæranda síðar sama dag og kvað greininguna ekki vera sjálfstætt gagn heldur væri hún hluti af minnisblaðinu til ríkisstjórnar. Greiningin hefði verið unnin af ráðuneytinu sjálfu og ekki send til annarra ráðuneyta.<br /> <br /> Kæran var kynnt utanríkisráðuneyti með erindi, dags. 19. janúar 2024, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytis barst úrskurðarnefndinni hinn 24. janúar 2024. Umsögnin var kynnt kæranda sama dag og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að minnisblaði utanríkisráðherra til ríkisstjórnar Íslands sem inniheldur lagalega greiningu á málum fyrir alþjóðadómstólum sem varða átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Um rétt kæranda til aðgangs að gagninu fer samkvæmt upplýsingarétti almennings sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Aðgangur samkvæmt ákvæðinu lýtur takmörkunum sem meðal annars er kveðið á um í 1. tölul. 6. gr. laganna, en utanríkisráðuneyti synjaði beiðni kæranda á þeim grundvelli. Samkvæmt ákvæðinu tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga segir að undanþágan gildi um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri, hvort heldur sem það sé á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Í skýringum ráðuneytisins kemur fram að hið umbeðna gagn hafi verið tekið saman fyrir slíkan fund. Efni skjalsins styður þær skýringar ráðuneytisins. Með vísan til þessa verður staðfest ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að minnisblaðinu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Staðfest er ákvörðun utanríkisráðuneytis, dags. 18. janúar 2024, að synja A, fréttamanni hjá Ríkisútvarpinu, um aðgang að minnisblaði utanríkisráðherra sem var á dagskrá fundar ríkisstjórnar Íslands hinn 18. janúar 2024.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1173/2024. Úrskurður frá 21. febrúar 2024 | Óskað var eftir athugun dómsmálaráðuneytis á því hvers vegna þinglýstur lóðarleigusamningur fyndist ekki hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum. Í kæru kom fram að erindinu hefði ekki verið svarað. Ráðuneytið kvað erindi kæranda ekki hafa borist. Úrskurðarnefndin taldi í samræmi við það að ekki væri hægt að líta svo á að dráttur hefði orðið á afgreiðslu erindis hans, og var kærunni vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 21. febrúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1173/2024 í máli ÚNU 24010023.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Hinn 24. janúar 2024 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A. Í kærunni, dags. 21. janúar sama ár, er því lýst að kærandi hafi beðið Sýslumanninn í Vestmannaeyjum um aðgang að nánar tilgreindum þinglýstum lóðarleigusamningi. Embættið hafi kveðið að samningurinn lægi ekki fyrir en bent kæranda á að beina erindi sínu til landeiganda, sem væri Vestmannaeyjabær. Af þessu tilefni hafi kærandi sett sig í samband við dómsmálaráðuneyti og beðið um athugun á því hvers vegna þinglýsingar finnist ekki hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum og hvort það væru eðlileg vinnubrögð að beina skyldi beiðni um þinglýst gögn til Vestmannaeyjabæjar. Ráðuneytið hefði hins vegar ekki svarað erindi kæranda.<br /> <br /> Kæru fylgdi ekki afrit af erindi til dómsmálaráðuneytis og fór úrskurðarnefndin því þess á leit við kæranda að hann léti það nefndinni í té. Kærandi brást ekki við þeirri beiðni kæranda. Úrskurðarnefndin kynnti þá kæruna fyrir ráðuneytinu, dags. 29. janúar 2024. Í erindi nefndarinnar var óskað eftir upplýsingum um hvort erindið hefði borist ráðuneytinu og ef svo er, hvort það hefði verið afgreitt.<br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 12. febrúar 2024, kom fram að erindi þess efnis sem kærandi tilgreindi væri ekki að finna í málaskrá ráðuneytisins og virtist því sem það hefði ekki borist ráðuneytinu. Ráðuneytið hefði gert kæranda viðvart um þetta.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, leiðir að heimilt er að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðni samkvæmt upplýsingalögum. Þá er samkvæmt 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, heimilt að vísa máli til úrskurðarnefndarinnar ef beiðni um aðgang að gögnum hefur ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar. Af kæru er ljóst að kærandi telur óhæfilegan drátt hafa orðið á afgreiðslu erindis síns til dómsmálaráðuneytis. Ráðuneytið vísar til þess að erindið finnist ekki í málaskrá þess og að það virðist ekki hafa borist ráðuneytinu. Ráðuneytið hefur gert kæranda viðvart um þetta. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa.<br /> <br /> Í gögnum málsins liggur ekki fyrir hvenær erindi kæranda á að hafa verið sent ráðuneytinu, þannig að óljóst er hvort kæruheimild til nefndarinnar byggist á 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga eða 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Þar sem byggja verður á því að erindi kæranda hafi ekki borist ráðuneytinu er ekki hægt að líta svo á að óhæfilegur dráttur hafi orðið á afgreiðslu á erindis hans. Samkvæmt framangreindu verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 21. janúar 2024, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1169/2024. Úrskurður frá 18. janúar 2024 | Óskað var eftir gögnum Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf. í vörslum F fasteignafélags ehf. Beiðninni var hafnað með vísan til þess að félögin tvö hefðu verið undanþegin gildissviði upplýsingalaga meðan þau voru starfandi. Þá væri F fasteignafélag í slitameðferð og félli ekki undir gildissvið upplýsingalaga meðan á því stæði. Úrskurðarnefndin taldi að það að F fasteignafélag væri í slitameðferð þýddi ekki að félagið væri þar með undanþegið gildissviði laganna. Þá teldust gögn Eignasafns Seðlabanka Íslands og Hildu í vörslum F fasteignafélags vera undirorpin upplýsingarétti á grundvelli laganna. Beiðni kæranda var því vísað aftur til F fasteignafélags og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 18. janúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1169/2024 í máli ÚNU 23090011.<br /> <br /> </p> <h1><strong>Kæra og málsatvik</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 30. ágúst 2023, kærði A synjun F fasteignafélags ehf. á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru er forsaga málsins rakin. Kærandi bað Seðlabanka Íslands upphaflega um aðgang að gögnum sem tengjast félögunum Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. (hér eftir einnig ESÍ) og Hildu ehf. Félögin voru stofnuð utan um kröfur, veð og fullnustueignir sem komust í hendur Seðlabankans eftir fall viðskiptabankanna. Bankinn synjaði beiðnum kæranda um aðgang að gögnunum. Sú ákvörðun byggðist á því að það væri ekki Seðlabankans að taka afstöðu til gagnabeiðna sem vörðuðu félögin, því rekstur þeirra hefði verið aðskilinn rekstri Seðlabankans. Kærandi bar ákvörðunina undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði nr. 1079/2022 að bankinn skyldi taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Kærandi kveður að gögnum ESÍ og Hildu hafi ekki verið skilað til Þjóðskjalasafns Íslands, þótt slitum félaganna sé lokið. Eftirgrennslan Þjóðskjalasafns hafi leitt í ljós að gögn félaganna væru varðveitt hjá skilanefnd F fasteignafélags, en félagið sé dótturfélag Seðlabankans. Kærandi sendi því beiðni til skilanefndarinnar, dags. 3. apríl 2023, og óskaði eftir:<br /> </p> <ol> <li>Öllum gögnum Eignasafns Seðlabanka Íslands og Hildu sem væru í vörslum skilanefndarinnar.</li> <li>Málalykli/málalyklum til glöggvunar á því hvaða skjöl kynnu að gagnast kæranda. Ef málalykill/málalyklar væru ekki fyrir hendi væri óskað eftir afriti af skjalaskrá félaganna.</li> <li>Öllum gögnum sem vörðuðu fyrirtækið Ukrapteka Ltd., dótturfélög þess og félög sem tekið hefðu við eignum og réttindum og skyldum, og þar með tekið við gögnum sem þeim tengdust.</li> </ol> <p> <br /> Skilanefnd F fasteignafélags svaraði kæranda hinn 21. ágúst 2023. Þar kom fram að F fasteignafélag væri í slitameðferð samkvæmt ákvæðum laga um einkahlutafélög. Eignasafn Seðlabanka Íslands og Hildu hefðu ekki fallið undir gildissvið upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Þegar af þeirri ástæðu væri beiðni kæranda hafnað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að úrskurðarnefndin hafi þegar tekið efnislega afstöðu til upplýsingaskyldu Seðlabanka Íslands með tilliti til ESÍ og Hildu, sbr. úrskurð nr. 1079/2022. F fasteignafélag sé dótturfélag Seðlabankans þar til slitum ljúki.<br /> </p> <h1><strong>Málsmeðferð</strong></h1> <p>Kæran var kynnt F fasteignafélagi ehf. með erindi, dags. 29. september 2023, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn skilanefndar F fasteignafélags barst úrskurðarnefndinni hinn 25. október 2023. Í umsögninni er rakið að árið 2019 hafi verið samþykkt að einkahlutafélaginu F fasteignafélagi yrði slitið á grundvelli 85. gr. laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994. Löggilding skilanefndar var staðfest af fyrirtækjaskrá í lok ágúst 2019 og skilanefndin hafi þá tekið við réttindum og skyldum félagsins. Skilanefndin birti auglýsingu um félagsslitin ásamt áskorun lánardrottna um að þeir lýstu kröfum sínum á hendur félaginu til skilanefndar. Réttaráhrif slíkrar innköllunar séu hin sömu og við gjaldþrotaskipti á búi einkahlutafélags, sbr. 87. gr. laga nr. 138/1994. Verkefni skilanefndar og meðferð félagsslitanna séu lögákveðin og nefndarmenn ábyrgist einn fyrir alla og allir fyrir einn hluthöfum og lánardrottnum félagsins allt tjón sem þeir kunni að baka þeim með störfum sínum af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Skilanefnd sé að jafnaði hvorki háð hluthafafundi né öðrum við framkvæmd starfa sinna. Með vísan til þess að F fasteignafélagi hafi verið skipuð skilanefnd og sé í slitameðferð á grundvelli ákvæða laga nr. 138/1994 verði að mati skilanefndar, með hliðsjón af lögbundinni meðferð slita félagsins og lögákveðnu verkefni nefndarinnar, ekki séð að skilanefnd félagsins, á meðan á slitameðferð standi, falli undir gildissvið upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögninni er rakið að starfsemi ESÍ og Hildu hafi alfarið verið einkaréttarlegs eðlis þrátt fyrir að vera í eigu ríkisins í gegnum Seðlabanka Íslands eða dótturfélög bankans. Félögunum hafi á grundvelli 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, verið veitt undanþága frá gildissviði laganna í nóvember árið 2015. Það sé skýrt, eðli máls samkvæmt, að undanþágan hafi náð til allra gagna sem urðu til á starfstíma félaganna þar til félögunum var slitið árið 2019, en þá hafi undanþágan fallið brott. Beiðni kæranda snúi að gögnum sem hafi orðið til á starfstíma félaganna, meðan þau voru undanþegin gildissviði laganna. Undanþágan eigi við um sjálf gögnin án tillits til þess hvar gögnin sé nú að finna, svo fremi sem gögnin hafi orðið til meðan undanþágan var í gildi. Önnur túlkun á ákvæði 3. mgr. 2. gr. myndi leiða til þess að um leið og gögn sem undanþegin væru gildissviði upplýsingalaga væru afhent öðrum myndu þau missa stöðu sína sem skjöl sem undanþegin væru upplýsingalögum. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins. Því séu þau gögn sem óskað hafi verið eftir undanþegin gildissviði upplýsingalaga. Loks kemur fram að skilanefnd F fasteignafélags hafi ekki kannað hvort í vörslum hennar væru gögn sem heyrt gætu undir beiðni kæranda, eða tekið afstöðu til þess hvort hann eigi rétt til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Umsögn skilanefndar F fasteignafélags var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. október 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 10. nóvember 2023.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni bárust viðbótarskýringar frá skilanefnd F fasteignafélags hinn 8. janúar 2024. Þar er útskýrt að áður en ESÍ og Hilda voru afskráð hafi allar eignir, verkefni og önnur réttindi og nánar tilgreindar skyldur félaganna verið framseldar til F fasteignafélags, sem hafi tekið yfir þau verkefni sem ekki var lokið á þeim tíma. Af þeirri ástæðu hafi gögnum félaganna ekki verið skilað til Þjóðskjalasafns Íslands. Að lokinni slitameðferð og afskráningu F fasteignafélags muni skilanefndin afhenda Þjóðskjalasafni þau gögn sem eru í vörslum félagsins. Slitameðferð félagsins muni ljúka innan tíðar.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <h2><strong>1.</strong></h2> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem tengjast félögunum Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf. Skilanefnd F fasteignafélags ehf. hafnaði beiðni kæranda með vísan til þess að félögin hefðu verið undanþegin gildissviði upplýsingalaga. Í umsögn til úrskurðarnefndarinnar er enn fremur vísað til þess að skilanefndin falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga meðan á slitameðferð félagsins stendur.<br /> <br /> Líkt og komið hefur fram er F fasteignafélag ehf. í slitameðferð á grundvelli laga um einkahlutafélög, nr. 138/1994. Slitin fara fram með einkaskiptum og í samræmi við ákvæði XIII. kafla laganna um félagsslit hefur verið kosin skilanefnd, sem annast skiptin. Hlutverk skilanefndar er fyrst og fremst að koma eignum í verð, greiða skuldir félags og skipta afgangi á milli hluthafa. Þegar hlutafélagaskrá hefur löggilt skilanefnd tekur hún við réttindum og skyldum félagsstjórnar og framkvæmdastjóra, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 86. gr. laga nr. 138/1994. Skilanefnd er ekki sjálfstæður lögaðili heldur eining sem kemur fram fyrir hönd félagsins meðan nefndin er að störfum. Af því leiðir að óhjákvæmilegt er að líta svo á að beiðni um aðgang að gögnum sem beint er að skilanefnd félags sé í reynd beint að félaginu sjálfu, enda hefur skilanefndin aðgang að gögnum í vörslum félagsins og er bær til þess að taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, gilda lögin um alla starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Lögin gilda ekki um starfsemi lögaðila sem ráðherra hefur ákveðið samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laganna að skuli ekki falla undir gildissvið laganna. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna eru m.a. gjaldþrotaskipti og skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti undanskilin gildissviði laganna.<br /> <br /> Skipti í F fasteignafélagi eru ekki gjaldþrotaskipti þótt tiltekin ákvæði laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., eigi að hluta við í störfum skilanefndar, sbr. t.d. 4. mgr. 87. gr. og 4. mgr. 88. gr. laga nr. 138/1994. Þá fara skipti í félaginu ekki fram með opinberum skiptum, en þeim er stýrt af skiptastjóra í samræmi við ákvæði laga nr. 20/1991, um skipti á dánarbúum o.fl. F fasteignafélag ehf. er 100% í eigu Seðlabanka Íslands. Ráðherra hefur ekki ákveðið að félagið skuli vera undanþegið gildissviði upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að F fasteignafélag heyri undir gildissvið upplýsingalaga samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og það að félaginu hafi verið skipuð skilanefnd og sé í slitameðferð á grundvelli ákvæða laga nr. 138/1994 breyti ekki þeirri niðurstöðu.<br /> </p> <h2><strong>2.</strong></h2> <p>Skilanefnd F fasteignafélags styður ákvörðun sína við að beiðni kæranda nái til gagna ESÍ og Hildu sem hafi orðið til meðan félögin voru undanþegin gildissviði upplýsingalaga samkvæmt ákvörðun ráðherra, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Undanþágan nái til sjálfra gagnanna óháð því hvar þau séu geymd.<br /> <br /> Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga getur ráðherra ákveðið að lögaðili samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna sem er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði skuli ekki falla undir gildissvið upplýsingalaga. Í samræmi við skýrt orðalag ákvæðisins hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að þeirri niðurstöðu í úrskurðum nr. 771/2018 og 808/2019 að það sé lögaðilinn sjálfur sem undanþeginn sé gildissviði upplýsingalaga, ekki einstök gögn í hans vörslum. Þannig sé ekkert sem komi í veg fyrir að óskað sé eftir aðgangi að sömu gögnum hjá öðrum aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga. Þeim aðila sé þá skylt að taka beiðnina til efnislegrar meðferðar í samræmi við ákvæði upplýsingalaga, eftir atvikum með hliðsjón af takmörkunarákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingaréttur almennings nær samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Í samræmi við athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er ljóst að skilgreining á því hvað teljist fyrirliggjandi gagn hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga er víðtæk og að almennt þarf mikið til að koma svo gögn teljist ekki varða starfsemi stjórnvalds eða lögaðila, sbr. 1. og 2. mgr. 2. gr. laganna.<br /> <br /> Í upplýsingalögum er ekki gert ráð fyrir því að beina þurfi beiðni um gögn að þeim aðila sem hefur ritað eða útbúið viðkomandi gagn. Þvert á móti er gert ráð fyrir því samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laganna að beiðni skuli beint til þess aðila sem hefur viðkomandi gögn í vörslum sínum, nema um sé að ræða gögn í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Í framhaldi af því tekur svo við hefðbundin málsmeðferð þess sem hefur beiðni til afgreiðslu á grundvelli IV. kafla upplýsingalaga, þ.e. að afmarka beiðni við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. og 16. gr., og taka rökstudda ákvörðun um rétt beiðanda til aðgangs að gögnunum, sbr. 19. gr. upplýsingalaga og 10. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins hafa allar eignir, verkefni, réttindi og nánar tilgreindar skyldur ESÍ og Hildu verið framseldar til F fasteignafélags. Úrskurðarnefndin telur að þau gögn ESÍ og Hildu sem kunni að vera í vörslum F fasteignafélags teljist vera fyrirliggjandi gögn félagsins í skilningi upplýsingalaga, og að félaginu hafi borið að taka beiðni kæranda til efnislegrar meðferðar samkvæmt ákvæðum laganna. Það hefur ekki verið gert og er því óhjákvæmilegt að vísa beiðni kæranda til F fasteignafélags til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Beiðni A, dags. 3. apríl 2023, er vísað til F fasteignafélags ehf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1170/2024. Úrskurður frá 18. janúar 2024 | Óskað var eftir kæru Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til lögreglu í máli Vy-Þrifa ehf. Beiðninni var hafnað því kæran væri hluti af rannsókn sakamáls og þar með undanþegin gildissviði upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að eftirlitið hefði ekki það hlutverk með höndum að rannsaka mál til að komast að raun um hvort refsiverð háttsemi hefði verið viðhöfð. Þá væri ljóst að gagnið hefði orðið til eftir að eftirlitið ákvað að vísa málinu til lögreglu. Því yrði réttur til aðgangs að gagninu ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga og var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 18. janúar 2024 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1170/2024 í máli ÚNU 23110005.<br /> </p> <h1><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h1> <p>Með erindi, dags. 20. nóvember 2023, kærði A synjun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á beiðni hans um aðgang að kæru eftirlitsins til lögreglu í máli Vy-Þrifa ehf. Kærandi óskaði hinn 17. nóvember 2023 eftir aðgangi að kærunni. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur synjaði honum um aðgang að kærunni hinn 20. nóvember sama ár, þar sem hún væri undanþegin gildissviði upplýsingalaga á þeim grundvelli að hún væri hluti af rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í kæru til úrskurðarnefndarinnar byggir kærandi á því að ákvæðið eigi ekki við í málinu.<br /> <br /> Kæran var kynnt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur með erindi, dags. 23. nóvember 2023, og eftirlitinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ásamt umbeðnu gagni bárust úrskurðarnefndinni hinn 1. desember 2023. Í henni kemur fram að leitað hafi verið ráðgjafar ráðgjafa um upplýsingarétt almennings um það hvaða gögn málsins bæri að afhenda. Ráðgjafinn hafi tjáð eftirlitinu að úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál væri misvísandi um túlkun á inntaki 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga en að hafa mætti hliðsjón af 6. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sem mælti fyrir um sambærilega takmörkun á upplýsingarétti aðila að stjórnsýslumáli. Umboðsmaður Alþingis hafi meðal annars túlkað ákvæðið á þann veg að frá þeim tíma sem eftirlitsstjórnvald, sem að lögum hefði ekki það verkefni með höndum að rannsaka hvort framin hefði verið refsiverð háttsemi, hæfi athugun á málefnum eftirlitsskylds aðila og þar til það tæki ákvörðun um að rétt væri að vísa máli til lögreglu, gæti málið ekki fallið undir takmörkunarákvæðið, sbr. álit umboðsmanns í máli nr. 3309/2001.<br /> <br /> Í samræmi við framangreint hafi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að veittur skyldi aðgangur að þeim hluta gagna málsins sem hafi orðið til fram að þeim tíma sem tekin var ákvörðun um að vísa málinu til lögreglu. Heilbrigðiseftirlitið telji að kæran sé gagn sem hafi orðið til eftir að tekin var ákvörðun um að vísa málinu til lögreglu, og að hún sé þannig undanskilin gildissviði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. desember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi brást við erindi nefndarinnar samdægurs og kvaðst ítreka fyrri kröfu um aðgang að kærunni. Hinn 14. desember 2023 bárust nefndinni frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur afrit af eftirlitsskýrslum í málinu auk bréflegra samskipta milli eftirlitsins og Vy-Þrifa.<br /> </p> <h1><strong>Niðurstaða</strong></h1> <p>Mál þetta varðar ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að synja beiðni kæranda um aðgang að kæru eftirlitsins til lögreglu í máli Vy-Þrifa ehf. Fyrir liggur að eftirlitið taldi fyrirtækið hafa brotið fjölmörg ákvæði laga um matvæli, nr. 93/1995, og reglugerða sem settar hafa verið með stoð í þeim. Um væri að ræða alvarleg brot sem gætu hafa ógnað öryggi neytenda og valdið þeim heilsutjóni ef matvælin hefðu ratað til neytenda með beinum eða óbeinum hætti. Ákvað eftirlitið með vísan til 4. mgr. 31. gr. laga nr. 93/1995 að kæra meint brot Vy-Þrifa á matvælalögum til lögreglu.<br /> <br /> Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfar í umboði heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar og sér m.a. um að framfylgja lögum um matvæli og sinnir samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna opinberu eftirliti undir yfirstjórn Matvælastofnunar með framleiðslu og dreifingu matvæla. Heilbrigðisnefnd hefur heimildir til að beita þvingunarúrræðum samkvæmt 30. gr. til 30. gr. c laganna, og skal við meðferð slíkra mála fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga og öðrum reglum stjórnsýsluréttar, sbr. 30. gr. d laganna. Í 1. mgr. 31. gr. laganna kemur fram að brot gegn ákvæðum laganna og stjórnvaldsreglum settum samkvæmt þeim varði sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum. Í 4. mgr. sömu greinar segir að mál út af brotum samkvæmt greininni skuli sæta meðferð samkvæmt lögum um meðferð sakamála.<br /> <br /> Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að synja kæranda um aðgang að kæru til lögreglu er byggð á 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem mælt er fyrir um að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilgreint að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála. Þær reglur sem mæla fyrir um aðgang að rannsóknargögnum sakamáls tryggja almenningi ekki rétt til aðgangs að gögnunum. Þar sem 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga þrengir gildissvið laganna og rétt almennings til aðgangs að gögnum mála sem þar er mælt fyrir um verður að leggja til grundvallar að ákvæðið skuli túlkað þröngri lögskýringu. Þannig teljist það að meginstefnu aðeins til rannsóknar sakamáls þegar mál er rannsakað með það að markmiði að komast að raun um hvort refsiverð háttsemi hafi verið viðhöfð og skapa viðhlítandi grundvöll undir ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út. Ljóst er samkvæmt ákvæðum laga um matvæli að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki það hlutverk með höndum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að sú kæra sem óskað hefur verið aðgangs að í málinu beri ekki annað með sér en að hafa orðið til eftir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákvað að vísa málinu til lögreglu. Því verður að líta svo á að aðgangur að kærunni verði ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, og synjun um aðgang að henni þannig ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> </p> <h1><strong>Úrskurðarorð</strong></h1> <p>Kæru A, dags. 20. nóvember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1168/2023. Úrskurður frá 20. desember 2023 | Kærendur óskuðu svara hjá matvælaráðuneyti um það til hvaða ákvæða í lögum um stjórn fiskveiða og lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands reglugerð nr. 477/2011, um bann við notkun haukalóða við lúðuveiðar, sækti lagastoð sína. Ráðuneytið staðhæfði að ekki lægju fyrir nein gögn sem svöruðu spurningu kærenda. Þeim hefði hins vegar verið leiðbeint um það til hvaða ákvæða væri eðlilegt að líta til við mat á lagastoð reglugerðarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi samkvæmt þessu að kærendum hefði ekki verið synjað um aðgang að gögnum, og var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 20. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1168/2023 í máli ÚNU 23110009.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Hinn 8. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá Valþóri ehf. og Skúmi útgerð ehf. vegna afgreiðslu matvælaráðuneytis á beiðni um gögn.</p> <p>Í kæru er rakið að árið 2011 hafi verið sett reglugerð um bann við notkun haukalóða við lúðuveiðar, nr. 477/2011. Í 5. gr. hennar hafi komið fram að reglugerðin væri sett samkvæmt ákvæðum laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, og laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997. Kærendur hafi frá árinu 2008 og þar til reglugerðin var sett gert út báta sem voru á lúðuveiðum með haukalóð. Setning reglugerðarinnar hafi haft veruleg áhrif á rekstur þeirra.</p> <p>Kærendur hefðu átt í samskiptum við matvælaráðuneytið í þeirri viðleitni að fá svör við þeirri spurningu til hvaða lagagreina í framangreindum lögum reglugerð nr. 477/2011 sækti lagastoð sína, þar sem í reglugerðinni væri aðeins vísað til laganna með almennum hætti. Sendu kærendur ráðuneytinu fyrirspurn þess efnis hinn 5. apríl 2023. Þeirri fyrirspurn var svarað hinn 2. maí sama ár. Frekari samskipti áttu sér stað í kjölfarið og sendi ráðuneytið kærendum annað erindi hinn 22. júní 2023. Vísaði ráðuneytið þar til ákvæða í lögum nr. 116/2006 og 79/1997 sem horfa mætti til við mat á því hvert reglugerðin sækti lagastoð sína, nánar tiltekið til 8. gr. laga nr. 116/2006 og 1. mgr. 9. gr. og 14. gr. laga nr. 79/1997.</p> <p>Í framhaldi af því áttu sér stað frekari samskipti milli kærenda og ráðuneytisins auk þess sem aðilar funduðu um málið. Daginn eftir fund aðila hinn 27. september 2023 sendi ráðuneytið kærendum tölvupóst þar sem fram kom að ráðuneytið gæti ekki gefið upplýsingar um það nú til hvaða ákvæða hefði verið horft þegar reglugerðin var sett árið 2011, sem haft gæti sama gildi og ef reglugerðin hefði vísað til tiltekinna ákvæða. Það hefði tíðkast á þeim tíma að vísa til laga í heild varðandi lagastoð reglugerða.</p> <p>Frekari samskipti áttu sér stað í kjölfarið og hinn 31. október 2023 óskuðu kærendur enn á ný eftir svörum við spurningu sinni. Ráðuneytið svaraði erindinu samdægurs og vísaði til fyrri svara.</p> <p>Kæran var kynnt matvælaráðuneyti með erindi, dags. 18. nóvember 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 27. nóvember 2023. Í henni kemur fram að það sé mat ráðuneytisins að málið snúist ekki um aðgang að upplýsingum, enda hafi ráðuneytið ekki ákveðið að halda neinum upplýsingum frá kærendum. Kærendur vilji að ráðuneytið búi til nýjar upplýsingar um það hvaða lagagreinar séu lagastoð fyrir reglugerð nr. 477/2011. Ráðuneytið hafi leiðbeint kærendum um það hvaða ákvæði hafi verið til staðar í lögum nr. 116/2006 og 79/1997 sem eðlilegt væri að vísa til sem lagastoðar. Þá hefði ráðuneytið upplýst að það gæti ekki gefið skriflega staðfestingu á því sem hefði sama gildi og ef vísað hefði verið til greinanna í reglugerðinni sjálfri. Ráðuneytið hafi ekki ákveðið að synja kærendum um aðgang að gögnum í málinu, enda séu ekki til staðar nein gögn sem synjað hafi verið um afhendingu á.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kærendum með bréfi, dags. 29. nóvember 2023, og þeim veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 4. desember 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Mál þetta lýtur að viðleitni kærenda til að fá svör við þeirri spurningu til hvaða lagagreina í lögum um stjórn fiskveiða og lögum um fiskveiðar í landhelgi Íslands reglugerð nr. 477/2011 sæki lagastoð sína, þar sem í reglugerðinni sé aðeins vísað til laganna með almennum hætti.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af því leiðir að úrskurðarvald nefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi.</p> <p>Matvælaráðuneyti hefur staðhæft að í ráðuneytinu liggi ekki fyrir nein gögn sem svari spurningu kærenda. Ráðuneytið hafi hins vegar leitast við að leiðbeina kærendum um það til hvaða ákvæða eðlilegt megi teljast að líta til við mat á lagastoð reglugerðarinnar, þótt ekki sé hægt að slá því föstu með endanlegum hætti að það séu þau ákvæði sem horft hafi verið til þegar reglugerðin var sett. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur samkvæmt þessu að kærendum hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Þar af leiðandi hefur í málinu ekki verið tekin ákvörðun sem er kæranleg til nefndarinnar samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga. Telji kærendur að reglugerð nr. 477/2011 skorti lagastoð geta þeir að öðrum skilyrðum uppfylltum leitað til umboðsmanns Alþingis eða dómstóla. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru Valþórs ehf. og Skúms útgerðar ehf., dags. 8. nóvember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1167/2023. Úrskurður frá 20. desember 2023 | Óskað var eftir upplýsingum hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti um þann arf sem hefði tæmst til ríkissjóðs á grundvelli 55. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, undanfarin fimm ár. Ráðuneytið kvað upplýsingarnar ekki liggja fyrir í ráðuneytinu og því væri ekki hægt að verða við beiðni kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest. | <p>Hinn 20. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1167/2023 í máli ÚNU 23110002.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Hinn 1. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A, blaðamanni hjá DV, vegna afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni um gögn.</p> <p>Kærandi óskaði með erindi, dags. 27. september 2023, eftir upplýsingum um þann arf sem hefði tæmst til ríkissjóðs á grundvelli 55. gr. erfðalaga, nr. 8/1962, undanfarin fimm ár. Þá var jafnframt óskað eftir sundurliðun sem sýndi hversu marga arfleifendur um ræddi, hversu miklar innistæður á bankareikningum eða beina peninga væri um að ræða, hversu margar fasteignir eða eignarhluta í fasteignum og annars konar verðmæti sem við gæti átt, svo sem listmuni, innbú, hlutabréf, ökutæki og svo framvegis. Þá óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvernig færi með erfðafjárskatt í slíkum tilvikum.</p> <p>Erindi kæranda var ítrekað nokkrum sinnum. Hinn 27. október 2023 barst kæranda svar frá ráðuneytinu þar sem fram kom að málið hefði verið kannað. Ekki væri haldið utan um umbeðnar upplýsingar kerfisbundið með þeirri sundurliðun sem óskað væri eftir. Því væru ekki tiltæk gögn til þess að svara fyrirspurninni.</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar tiltekur kærandi að til vara sé farið fram á upplýsingar um fjölda arfleifenda á tilgreindu tímabili ásamt heildarfjárhæðum sem runnu í ríkissjóð og eftir atvikum upplýsingar um verðmæti sem ekki hafi verið komið í verð. Til þrautavara sé óskað eftir upplýsingum sem varði fjármuni sem renni í ríkissjóð á grundvelli 55. gr. erfðalaga, t.d. um verkferla við viðtöku slíks erfðafjár, um verðmatsferlið eða annað sem varpað geti ljósi á afdrif fjórðu erfðarinnar.</p> <p>Kærandi telur að ráðuneytið, sem fari með yfirstjórn opinberra fjár- og efnahagsmála, hafi upplýsingar um tekjur og eignir hins opinbera, sem og um uppruna þeirra. Því liggi í hlutarins eðli að beiðni kæranda hefði verið hægt að svara, að minnsta kosti að hluta til. Þá sé minnt á leiðbeiningarskyldu stjórnvalda sem og ákvæði 15. gr. upplýsingalaga um að stjórnvald skuli gefa beiðanda færi á að afmarka beiðni sína nánar áður en henni er vísað frá. Kærandi vísar til úrskurðarframkvæmdar úrskurðarnefndarinnar þess efnis að gögn geti talist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga þótt það þurfi að afmarka þau eða taka saman, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 1073/2022 og 918/2020, þar sem nefndin hafi rakið að upplýsingar sem vistaðar væru í gagnagrunnum gætu talist fyrirliggjandi ef unnt væri að kalla þær fram með einföldum hætti.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með erindi, dags. 8. nóvember 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Þá tiltók nefndin að æskilegt væri að í umsögninni væri því svarað hvort í ráðuneytinu lægju fyrir upplýsingar eða gögn um eigur sem runnið hafa í ríkissjóð á grundvelli 55. gr. erfðalaga síðastliðin fimm ár frá 27. september 2023, þótt ekki væri haldið utan um þau með kerfisbundnum hætti. Væru upplýsingarnar til óskaði nefndin eftir svörum við eftirfarandi atriðum:</p> <ol> <li>Með hvaða hætti þau væru vistuð í ráðuneytinu, þ.e. hvort þær væri að finna í málaskrá eða öðru kerfi eða gagnagrunni á vegum ráðuneytisins.</li> <li>Hvort þau væru sundurliðuð með þeim hætti sem fram kæmi í beiðni kæranda frá 27. september 2023.</li> <li>Hversu mikla vinnu það myndi útheimta að taka upplýsingarnar eða gögnin saman í samræmi við beiðni kæranda frá 27. september 2023. Æskilegt væri að ráðuneytið lýsti því með eins ítarlegum hætti og unnt væri, svo sem með lýsingu á fjölda aðgerða til að taka þau saman og hve langan tíma það tæki.</li> </ol> <p>Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis barst úrskurðarnefndinni sama dag. Þar kom fram að þessar upplýsingar lægju ekki fyrir í ráðuneytinu og því væri ekki hægt að verða við fyrirspurninni. Nefndin sendi ráðuneytinu annað bréf hinn 10. nóvember 2023 og óskaði upplýsinga um hvort ráðuneytið hygðist skila frekari umsögn til nefndarinnar en fram hefði komið í svari ráðuneytisins frá 8. nóvember 2023. Í svari ráðuneytisins, dags. 17. nóvember 2023, kom fram að ítrekað væri að þessar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu.</p> <p>Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir upplýsingum í tengslum við 55. gr. erfðalaga, en í ákvæðinu kemur fram að eigi maður engan erfingja renni eigur hans í ríkissjóð. Þá hefur kærandi óskað eftir tiltekinni sundurliðun upplýsinga, svo sem um heildarverðmæti, fjölda arfleifenda og sundurliðun verðmæta eftir tegund þeirra.</p> <p>Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál, og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 20. gr. sömu laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun beiðni um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.</p> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneyti kveður þær upplýsingar sem óskað er eftir ekki liggja fyrir í ráðuneytinu. Úrskurðarnefndin fór þess sérstaklega á leit við ráðuneytið að það veitti henni upplýsingar um það hvort upplýsingar um einhver þau atriði sem kærandi tiltók í beiðni sinni lægju fyrir hjá ráðuneytinu, til að gera nefndinni kleift að leggja mat á það hvort ráðuneytinu kynni að vera skylt að taka upplýsingarnar saman. Svör ráðuneytisins við þessu voru afdráttarlaus um það að þær upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi. Nefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis því staðfest.</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar fer kærandi fram á upplýsingar umfram það sem fram kom í upphaflegri beiðni til ráðuneytisins, sbr. vara- og þrautavarakröfur. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að úrskurðurinn varðar aðeins þá beiðni sem kærandi setti fram við ráðuneytið og tekin var afstaða til í hinni kærðu ákvörðun.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 27. október 2023, er staðfest.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1166/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023 | Óskað var eftir svari Vinnueftirlitsins við því hvort tiltekinn skíðahjálmur væri viðurkenndur við löndun á sama hátt og byggingarvinnuhjálmur. Stofnunin svaraði ekki kæranda og var málinu því vísað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vinnueftirlitið taldi að beiðni kæranda rúmaðist ekki innan gildissviðs upplýsingalaga þar sem ekki væri óskað aðgangs að fyrirliggjandi gögnum heldur eftir afstöðu stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin féllst á það að beiðnin lyti ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stofnunarinnar. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 8. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1166/2023 í máli ÚNU 23110008.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Hinn 7. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá Vinnuverndarnámskeiðum ehf. þar sem Vinnueftirlitið hefði ekki afgreitt beiðni kæranda um gögn innan 30 virkra daga, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í erindi kæranda til Vinnueftirlitsins, dags. 26. september 2023, var vísað til þess að á námskeiði um áhættumat hefði komið fram af hálfu eins fyrirtækis sem starfaði á sviði löndunar að skíðahjálmar væru betri en klassíski byggingarvinnuhjálmurinn. Óskaði kærandi eftir svari Vinnueftirlitsins við því hvort eftirlitið viðurkenndi hjálminn Gecko MK11 Open Face á sama hátt og byggingarvinnuhjálminn þegar kæmi að löndun.</p> <p>Kæran var kynnt Vinnueftirlitinu með erindi, dags. 10. nóvember 2023 og stofnuninni gefinn kostur á að bregðast við henni. Jafnframt var þess óskað að Vinnueftirlitið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins barst úrskurðarnefndinni hinn 22. nóvember 2023. Í henni kemur fram að það sé mat Vinnueftirlitsins að beiðni kæranda rúmist ekki innan gildissviðs upplýsingalaga þar sem ekki sé óskað aðgangs að fyrirliggjandi gögnum heldur eftir afstöðu Vinnueftirlitsins til nánar tilgreindra þátta.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. nóvember 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 24. nóvember 2023, furðar hann sig á því að stofnunin kjósi að svara erindi sínu ekki efnislega. Kærandi haldi úti öryggisnámskeiðum fyrir nokkur af stærstu útgerðarfélögum landsins og þau hafi óskað eftir afstöðu Vinnueftirlitsins til þess hvers konar hjálma megi nota við löndun. Vinnueftirlitið eigi að svara málefnalega spurningum um öryggismál sem brenni á fyrirtækjum landsins.</p> <p>Með erindi, dags. 30. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir staðfestingu Vinnueftirlitsins á því að ekki lægju fyrir hjá stofnuninni gögn sem innihéldu upplýsingar um það hvort stofnunin viðurkenndi hjálminn Gecko MK11 Open Face á sama hátt og byggingarvinnuhjálminn þegar kæmi að löndun. Í svari Vinnueftirlitsins, dags. 4. desember 2023, kom fram að gögn sem innihéldu þær upplýsingar fyndust ekki í málaskrá stofnunarinnar.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í umsögn Vinnueftirlitsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur stofnunin vísað til þess að beiðni kæranda beinist ekki að fyrirliggjandi gögnum heldur sé óskað eftir afstöðu Vinnueftirlitsins til nánar tilgreindra þátta.</p> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.</p> <p>Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefndin getur fallist á þá skýringu Vinnueftirlitsins að beiðni kæranda lúti ekki að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stofnunarinnar, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur sé óskað eftir upplýsingum um það hvort stofnunin viðurkenni tiltekinn hjálm sem vísað var til í erindi kæranda til notkunar við löndun. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin að ekki sé unnt að líta svo á að beiðni kæranda varði gögn í skilningi 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Því verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru Vinnuverndarnámskeiða ehf., dags. 7. nóvember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1165/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023 | Kærandi gerði kröfu um að fá afhent gögn máls hjá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Í svari barnaverndarþjónustunnar kom fram að beiðnin væri afgreidd samkvæmt tilteknum verklagsreglum. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál upplýsti barnaverndarþjónustan að unnið væri að því að taka gögnin saman fyrir kæranda. Nefndin taldi því að kæranda hefði ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 8. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1165/2023 í máli ÚNU 23110005.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Hinn 2. nóvember 2023 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A lögfræðingi, f.h. B, í tilefni af því að barnaverndarþjónusta Mið-Norðurlands afhenti kæranda ekki gögn.</p> <p>Með erindi, dags. 25. október 2023, var f.h. kæranda óskað eftir öllum gögnum máls hennar hjá barnaverndarþjónustunni. Erindið var ítrekað tveimur dögum síðar. Í svari barnaverndarþjónustunnar, dags. 27. október 2023, kom fram að beiðnin væri afgreidd samkvæmt verklagsreglum samstarfssveitarfélaga í barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands, um afhendingu gagna um persónuupplýsingar. Erindi kæranda var ítrekað hinn 30. október 2023 með vísan til 45. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002. Þar kom fram að ef gögnin yrðu ekki afhent í síðasta lagi daginn eftir yrði málinu vísað til úrskurðarnefndar velferðarmála. Þá var óskað afhendingar á samningi um umgengni sem kæranda hefði verið sagt að gerður hefði verið við hana.</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er þess krafist með vísan til 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, að kæranda verði afhent þau gögn sem óskað var eftir. Kærandi sé aðili að málinu og eigi ótvíræðan rétt á að fá afhent öll þau gögn sem varða mál hennar, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <p>Kæran var kynnt barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands með erindi, dags. 10. nóvember 2023, og barnaverndarþjónustunni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að barnaverndarþjónustan léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands barst úrskurðarnefndinni hinn 24. nóvember 2023. Þar kemur fram að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Unnið sé nú að því að taka saman gögnin, í samræmi við verklagsreglur um afhendingu gagna um persónuupplýsingar samstarfssveitarfélaga í barnavernd Mið-Norðurlands, til að tryggja örugga úrvinnslu persónuupplýsinga.</p> <p>Óþarft er að rekja nánar það sem fram kemur í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af því leiðir að úrskurðarvald nefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi.</p> <p>Barnaverndarþjónusta Mið-Norðurlands hefur staðhæft að beiðni kæranda hafi ekki verið synjað og að unnið sé að því að taka saman gögnin. Úrskurðarnefndin telur í samræmi við það að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Þar af leiðandi hefur í málinu ekki verið tekin ákvörðun sem er kæranleg til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga. Verður því þegar af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Í fyrirliggjandi kæru kemur fram að kærandi sé aðili að því máli/málum sem hún hafi óskað aðgangs að hjá barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands og eigi ótvíræðan rétt á að fá afhent öll þau gögn sem varða mál hennar, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort kæran lúti að gögnum í stjórnsýslumáli sem kærandi hafi aðild að, en bendir af þessu tilefni á að samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um að synja aðila máls um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þá bendir nefndin einnig á að um rétt aðila að barnaverndarmálum til aðgangs að gögnum slíks máls er fjallað í 45. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, líkt og kærandi hefur sjálfur bent á í samskiptum við barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands. Samkvæmt 6. gr. þeirra laga er heimilt er að skjóta úrskurðum og öðrum stjórnvaldsákvörðunum barnaverndarþjónustu, þ.m.t. um aðgang að gögnum, til úrskurðarnefndar velferðarmála eftir því sem nánar er kveðið á um í lögunum. Slík sérákvæði um kærurétt ganga framar hinni almennu kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A f.h. B, dags. 2. nóvember 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1164/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að símtali við fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, þar sem óskað hafði verið eftir aðstoð lögreglu vegna kæranda, sem væri mættur í jarðarför óvelkominn. Ríkislögreglustjóri taldi að réttur kæranda byggðist á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en að 3. mgr. sömu greinar kæmi í veg fyrir að honum yrði veittur aðgangur að símtalinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að kærandi hefði hagsmuni af því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til. Féllst nefndin því á rétt kæranda til aðgangs að símtalinu. | <p>Hinn 8. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1164/2023 í máli ÚNU 22110005.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 7. nóvember 2022, kærði A synjun embættis ríkislögreglustjóra á beiðni um gögn.</p> <p>Með símtali til Neyðarlínunnar hinn […] klukkan 16:36 var óskað eftir aðstoð lögreglu og mun fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hafa tekið við símtalinu stuttu seinna. Í svonefndri dagbók lengri frá lögreglustjóranum á […] vegna málsins er skráð að klukkan 16:40 umræddan dag hafi verið óskað eftir aðstoð vegna kæranda sem hafi verið mættur óvelkominn í jarðarför. Af dagbókinni verður ráðið að lögreglumenn hafi rætt við kæranda og aðra hlutaðeigandi aðila og úr hafi orðið að kærandi hafi ekki verið viðstaddur athöfnina sem um ræddi.</p> <p>Með tölvupósti til lögreglustjórans á […], dags. 21. júlí 2022, óskaði kærandi eftir afriti af samtali tilkynnanda við lögregluna og skýrslu lögreglumannanna sem hefðu komið á vettvang. Starfsmaður lögreglunnar svaraði póstinum 27. júlí sama ár og tók fram að ekki hefði verið gerð eiginleg skýrsla heldur einungis stutt bókun um verkefnið. Væru upptökur af samtölum til staðar væru þær ekki afhentar málsaðilum. Hinn 16. ágúst 2022 afhenti lögreglustjórinn kæranda útprentun af dagbókarfærslum lögreglu í málinu þar sem felldar höfðu verið á brott persónugreinanlegar upplýsingar um aðra einstaklinga en hann sjálfan. Beiðni um afhendingu samtals tilkynnanda við lögreglu var framsend ríkislögreglustjóra.</p> <p>Með tölvupósti til ríkislögreglustjóra, dags. 26. ágúst 2022, óskaði kærandi eftir að fá nákvæmt afrit eða upptöku af beiðni þess aðila sem óskað hefði eftir íhlutun lögreglunnar á […] gagnvart honum. Kærandi ítrekaði beiðni sína þó nokkrum sinnum en var loks synjað um aðgang að tilkynningunni hinn 3. nóvember 2022. Í svarinu kom fram að aflað hefði verið afstöðu tilkynnanda og að hann legðist gegn afhendingu gagnanna.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji mikilvægt að hann fái afrit af símtalinu, annars vegar þar sem hann telji sig eiga skilyrðislausan rétt á því, enda hafi afskipti lögreglu falið í sér inngrip í líf hans með afgerandi hætti, og hins vegar til að leggja mat á það hvers vegna lögreglan hafi orðið við erindi tilkynnanda og komið nánast eins og skot eftir að innhringing hafi átt sér stað til að koma í veg fyrir þátttöku kæranda í athöfninni. Fyrir liggi hver sé tilkynnandi og því sé ekki um að ræða að koma þurfi í vegi fyrir að það upplýsist.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 7. nóvember 2022, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að embætti ríkislögreglustjóra léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni hinn 15. nóvember 2022 og meðfylgjandi henni voru þau gögn sem embættið taldi að kæran lyti að.</p> <p>Í umsögn ríkislögreglustjóra kemur fram að gagnabeiðni kæranda lúti að því að fá afhent afrit, hljóðrit og endurrit, símtals tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri telji að um beiðni kæranda fari samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum, enda upplýsingar í tilkynningu sem varði hann sérstaklega. Á hinn bóginn standi einkahagsmunir tilkynnanda í vegi fyrir afhendingu gagnanna, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en þeir séu mun ríkari en hagsmunir kæranda. Afstaða ríkislögreglustjóra sé sú að hagsmunir tilkynnanda og hinnar látnu vegi þyngra en þeir hagsmunir sem kærandi hafi af því að hlusta á og fá afrit af símtalinu.</p> <p>Umsögn embættis ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 22. nóvember sama ár. </p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að hljóðriti og endurriti símtals tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Af gögnum málsins verður ráðið að tilkynnandi hafi hringt í neyðarnúmerið 112 þann […] klukkan 16:36 og að fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hafi tekið við símtalinu stuttu seinna. Með símtalinu óskaði tilkynnandi eftir aðstoð lögreglu í tengslum kveðjuathöfn móður sinnar. Lögreglan mætti á vettvang og í kjölfar samskipta við hlutaðeigandi aðila varð úr að kærandi var ekki viðstaddur kveðjuathöfnina. Í samræmi við málatilbúnað kæranda beinist úrskurður þessi að símtali því sem fór á milli tilkynnanda og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra.</p> <p>Ríkislögreglustjóri byggði afgreiðslu málsins á 14. gr. upplýsingalaga. Þar sem símtalið sem óskað er afrits af fór á milli tilkynnanda og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, sem tók við símtalinu af vaktstöð samræmdrar neyðarsvörunar, eiga lög nr. 40/2008, um samræmda neyðarsvörun, og reglugerð nr. 570/1996, um framkvæmd samræmdrar neyðarsvörunar, ekki við um þau samskipti sem óskað er aðgangs að í málinu. Þá er hvorki í lögreglulögum, nr. 90/1996, né reglugerð um fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, nr. 335/2005, sem sett er með stoð í lögunum, að finna ákvæði um að trúnaður skuli ríkja um efni samskipta tilkynnanda við fjarskiptamiðstöðina. Þá liggur fyrir að engir eftirmálar urðu af aðgerðum lögreglunnar og varða gögnin því ekki rannsókn sakamáls eða saksókn samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Að þessu og öðru framangreindu gættu fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum eftir ákvæðum upplýsingalaga.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér bæði endurrit og hljóðrit símtals tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Að mati nefndarinnar er ljóst að símtalið varðar kæranda sjálfan enda er tilefni símtalsins að óska aðstoðar lögreglu vegna hans og er kærandi þar sérstaklega nafngreindur. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Ríkislögreglustjóri styður synjun á beiðni kæranda um aðgang að gögnunum við 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Hefur ríkislögreglustjóri vísað til þess að símtölin hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni tilkynnanda og hinnar látnu sem vegi þyngra en hagsmunir kæranda.</p> <p>Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir í athugasemdunum.</p> <blockquote> <p>Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.</p> </blockquote> <p>Fyrir liggur að ríkislögreglustjóri leitaði eftir afstöðu tilkynnanda sem lagðist gegn því að umbeðin gögn yrðu afhent kæranda en líkt og kemur fram í fyrrgreindum athugasemdum er þetta þó ekki ein og sér nægjanleg ástæða til að synja kæranda um aðgang að gögnunum. Aðgangur kæranda að símtalinu verður því aðeins takmarkaður ef einkahagsmunir annarra, af því að efni símtalsins fari leynt, vega þyngra en hagsmunir hans af því að geta kynnt sér efni þess.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni símtals tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Að mati nefndarinnar má fallast á með ríkislögreglustjóra að símtalið hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi ber þess að geta að sú vernd sem einstaklingar njóta til friðhelgi einkalífs nær einnig til þeirra sem látnir eru, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 648/2016, 703/2017 og 1071/2022. Á móti framangreindu er til þess að líta að símtalið tengist vilja kæranda til þátttöku í kveðjuathöfn vegna einstaklings sem hann tengdist fjölskylduböndum annars vegar og hins vegar að símtalið varð kveikjan að því að lögreglan hafði afskipti af kæranda. Telja verður að kærandi hafi hagsmuni af því að fá heildstæða mynd af tildrögum og ástæðum þess að lögreglan var kölluð til. Loks liggur fyrir að kærandi hefur frá upphafi vitað hver tilkynnandi var. Að framangreindu gættu og með hliðsjón af efni símtalsins er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir kæranda að aðgangi að símtali tilkynnanda til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra vegi þyngra en þeir andstæðu einkahagsmunir sem eru undir í málinu. Verður því fallist á rétt kæranda til aðgangs að endurriti af umbeðnu símtali.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Embætti ríkislögreglustjóra er skylt að veita kæranda, A, aðgang að afriti símtals til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra sem kæranda varðar og fram fór […].</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1163/2023. Úrskurður frá 8. desember 2023 | Kærandi óskaði eftir gögnum sem kynnt hefðu verið á fundi sveitarstjórnar sveitarfélags. Sveitarfélagið kvað gögnin aðeins hafa verið kynnt á fundinum en ekki afhent sveitarfélaginu. Þau teldust því ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að sem sveitarstjórnarfulltrúi hefði kærandi rýmri rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 28. gr. sveitarstjórnarlaga en samkvæmt upplýsingalögum. Ákvörðun sveitarfélagsins yrði þannig ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p>Hinn 8. desember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1163/2023 í máli ÚNU 22110003.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 4. nóvember 2022, kærði A synjun […]bæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum. Með erindi, dags. 18. október 2022, óskaði kærandi eftir gögnum sem kynnt voru á fundi hjá […]bæ hinn 6. október sama ár. Efni fundarins var bygging […]mannvirkis […] og fundinn sátu oddvitar meirihluta bæjarstjórnar, bæjarstjóri, byggingar- og mannvirkjafulltrúi, verkfræðingur […] og arkitekt […].</p> <p>Bæjarstjóri […]bæjar svaraði erindinu samdægurs og afhenti kæranda fundargerð af fundinum. Sú fundargerð var lögð fram á fundi bæjarráðs hinn 20. október 2022. Í umræðum á fundinum óskaði kærandi að nýju eftir þeim gögnum sem kynnt hefðu verið. Hinn 27. október 2022 óskaði kærandi enn eftir sömu gögnum en fékk það svar frá bæjarstjóra […]bæjar samdægurs að engin frekari gögn lægju fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sama dag óskaði kærandi eftir gögnunum frá […]. Í svari […], dags. sama dag, kom fram að öll dreifing gagna væri á ábyrgð bæjarstjóra. Svarinu fylgdu engin gögn.</p> <p>Á fundi bæjarráðs, dags. 3. nóvember 2022, lagði kærandi fram fyrirspurn og óskaði enn eftir gögnum sem kynnt hefðu verið á fundinum hinn 6. október sama ár. Fulltrúar meirihluta bæjarráðs lögðu þá fram bókun þess efnis að tillögur hefðu verið kynntar á fundinum en engin gögn lögð fram.</p> <p>Kærandi telur að sem bæjarfulltrúi í bæjarstjórn […]bæjar eigi hann rétt til aðgangs að þessum gögnum með vísan til samþykkta um stjórn bæjarins auk sveitarstjórnarlaga.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt […]bæ með erindi, dags. 7. nóvember 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn […]bæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 21. nóvember 2022. Í umsögninni kemur fram að á fundinum hinn 6. október 2022 hafi aðeins verið gerð grein fyrir þeim gögnum sem tilgreind væru í fundargerðinni en gögnin ekki afhent sveitarfélaginu þar sem þau væru enn í vinnslu hjá […]. Til stæði að […]bær fengi gögnin afhent þegar þau væru tilbúin. Gögnin teljist því ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá leiki vafi á því hvort úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi úrskurðarvald varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til aðgangs að gögnum samkvæmt sveitarstjórnarlögum, þar sem innviðaráðuneytinu sé ætlað að skera úr um rétt eða skyldu þeirra sem lúta eftirliti þess samkvæmt lögunum.</p> <p>Umsögn […]bæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki. Óþarft er að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins, sbr. 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem kynnt voru á fundi hjá […]bæ hinn 6. október 2022 í tilefni af byggingu […]mannvirkis. […]bær kveður gögnin ekki hafa legið fyrir þegar kærandi óskaði eftir þeim, þar sem þau hefðu aðeins verið kynnt á fundinum en ekki afhent sveitarfélaginu. Kærandi telur að gögnin hljóti að hafa legið fyrir og vísar til þess að sem sveitarstjórnarfulltrúi hjá […]bæ eigi hann rétt til aðgangs að gögnum hjá sveitarfélaginu samkvæmt samþykktum um stjórn […]bæjar og sveitarstjórnarlögum.</p> <p>Í 28. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, er mælt fyrir um rétt til aðgangs að gögnum og þagnarskyldu:</p> <blockquote> <p>Vegna starfa sinna í sveitarstjórn á sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn.<br /> Sveitarstjórnarmaður skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur.<br /> Sveitarstjórn skal í samþykkt um stjórn sveitarfélags mæla nánar fyrir um rétt sveitarstjórnarmanna til að fá afhent afrit gagna sem falla undir 1. mgr. og um fyrirkomulag og framkvæmd aðgangs að skrifstofu og stofnunum sveitarfélags skv. 2. mgr.<br /> Sveitarstjórnarmenn skulu gæta trúnaðar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga.</p> </blockquote> <p>[…]bær hefur útfært rétt sveitarstjórnarmanna til aðgangs að gögnum í 20. gr. samþykktar um stjórn sveitarfélagsins. Er þar meðal annars í 2. mgr. kveðið á um málsmeðferð þegar beiðni er lögð fram og í 3. mgr. segir að séu gögn undanþegin upplýsingarétti almennings sé óheimilt að taka af þeim afrit og fara með þau af skrifstofu, sbr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga, nema að höfðu samráði við bæjarstjóra eða viðkomandi yfirmann.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 109. gr. sveitarstjórnarlaga hefur ráðherra eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum samkvæmt lögunum og öðrum löglegum fyrirmælum. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laganna er aðila máls heimilt að kæra til ráðuneytisins ákvarðanir um rétt eða skyldu manna sem lúta eftirliti þess samkvæmt 109. gr. laganna.</p> <p>Kærandi er sveitarstjórnarfulltrúi í sveitarstjórn […]bæjar. Ákvæði 28. gr. sveitarstjórnarlaga veita honum rýmri rétt en hann hefur samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga til aðgangs að gögnum og upplýsingum sem fyrir liggja í stjórnsýslu […]bæjar og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að ákvæðið beri að skoða í þessu samhengi sem sérákvæði gagnvart almennum ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Af því leiðir að ákvörðun […]bæjar gagnvart kæranda verður ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur til þess ráðherra sem fer með málefni sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 111. gr. laganna. Verður því að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 4. nóvember 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Trausti Fannar Valsson, formaður<br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1162/2023. Úrskurður frá 16. nóvember 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hefði gert um rekstur á happdrættisvélum. Synjun Happdrættis Háskóla Íslands var byggð á 2. málsl. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi að samningarnir teldust ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðsemjenda Happdrættis Háskóla Íslands og að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga stæði aðgangi kæranda þannig ekki í vegi. Þá taldi nefndin að jafnvel þótt gögnin vörðuðu að einhverju leyti samkeppnisrekstur Happdrættis Háskóla Íslands fælu þau ekki í sér upplýsingar sem væru til þess fallnar að valda Happdrætti Háskóla Íslands tjóni ef veittur yrði aðgangur að þeim. Var Happdrætti Háskóla Íslands því gert skylt að afhenda kæranda samningana. | <p>Hinn 16. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1162/2023 í máli ÚNU 23020004.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 7. febrúar 2023, kærði A lögmaður, f.h. Catalina ehf., afgreiðslu Happdrættis Háskóla Íslands á beiðni um aðgang að gögnum, með vísan til 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Kærandi óskaði hinn 27. febrúar og 29. september 2020 eftir upplýsingum frá Happdrætti Háskóla Íslands um þær forsendur sem bjuggu að baki ákvörðunum varðandi þóknunarhlutfall í þjónustusamningum happdrættisins við rekstraraðila um rekstur Gullnámuhappdrættisvéla á veitingastöðum og hverju það sætti að þóknunarhlutfallið væri ekki það sama gagnvart öllum rekstraraðilum sem sömdu við Happdrætti Háskóla Íslands um rekstur slíkra véla.</p> <p>Með bréfum, dags. 26. mars og 29. september 2020, veitti Happdrætti Háskóla Íslands kæranda upplýsingar um helstu samningsmarkmið þess og sjónarmið um þóknunarhlutföll við gerð samninga við rekstraraðila um rekstur happdrættisvéla en taldi sig ekki geta orðið frekar við beiðnum kæranda með vísan til þess að þær sneru að öðru leyti að mikilvægum virkum fjárhags- og viðskiptahagsmunum annarra rekstraraðila.</p> <p>Með erindi til Happdrættis Háskóla Íslands, dags. 19. desember 2022, óskaði kærandi eftir upplýsingum um eftirtalin atriði:</p> <ol> <li>Afrit af skilmálum Happdrættis Háskóla Íslands um hvar happdrættisvélum verður komið fyrir.</li> <li>Afrit af skilmálum Happdrættis Háskóla Íslands um þóknanir rekstraraðila.</li> <li>Afrit af öllum samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hefur gert um rekstur á happdrættisvélum.</li> </ol> <p>Tekið var fram í beiðninni að kærandi gerði ekki athugasemdir við það að strikað yrði yfir nöfn rekstraraðila með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem erindinu hafði ekki verið svarað vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 7. febrúar 2023.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Happdrætti Háskóla Íslands með erindi, dags. 8. febrúar 2023, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p>Með erindi til kæranda, dags. 16. febrúar 2023, synjaði Happdrætti Háskóla Íslands beiðni hans og var erindið jafnframt gert að umsögn til úrskurðarnefndarinnar. Í umsögn Happdrættis Háskóla Íslands er m.a. tekið fram hvað varði fyrstu tvo liðina í beiðni kæranda að happdrættið hafi hvorki samið skilmála um hvar happdrættisvélum sé komið fyrir né skilmála um þóknanir rekstraraðila og geti því ekki orðið við beiðni um afrit af slíkum skilmálum. Þriðja lið beiðninnar svarar Happdrætti Háskóla Íslands á þá leið að fyrirliggjandi samningar hafi verið gerðir við samkeppnisaðila kæranda, þeir séu einkaréttarlegs eðlis og efni þeirra ekki opinbert. Þá lúti beiðni kæranda að mikilvægum virkum fjárhags- og viðskiptahagsmunum annarra rekstraraðila, einkum þeim viðskiptakjörum sem Happdrættis Háskóla Íslands hafi tryggt sér í samningum við þessa seljendur. Afhending Happdrættis Háskóla Íslands á slíkum rekstrarsamningum sé skýrt brot á skyldum þess gagnvart þessum rekstraraðilum og myndi engu breyta þótt strikað yrði yfir heiti rekstraraðila í þeim samningum. Þá fæli slík afhending í sér að kæranda yrðu afhentar viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni aðila sem standi í beinni samkeppni við hann og komi afhendingin einnig niður á hagsmunum Happdrættis Háskóla Íslands af að tryggja einkaréttarlega hagsmuni sína til hagstæðra viðskiptakjara í frjálsum samningum við slíka aðila.</p> <p>Jafnframt sé Happdrætti Háskóla Íslands í beinni samkeppni við annan kaupanda sambærilegrar rekstrarþjónustu, Íslandsspil sf., sem reki áþekkar vélar. Sem kaupandi þjónustunnar standi Happdrætti Háskóla Íslands því með viðskiptum sínum við seljendur rekstrarþjónustu í beinni samkeppni við annan kaupanda slíkrar þjónustu. Happdrætti Háskóla Íslands sé því einnig heimilt á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að takmarka aðgengi almennings að umræddum gögnum. Þessu til stuðnings er í umsögninni vísað til athugasemda með ákvæðinu í greinargerð með frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p>Með erindi til kæranda, dags. 20. febrúar 2023, rakti úrskurðarnefndin að ekki væri ástæða fyrir nefndina að aðhafast frekar í málinu í ljósi þess að kæran hefði lotið að töfum á afgreiðslu og að beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Gaf úrskurðarnefndin kæranda þó kost á að koma á framfæri frekari athugasemdum stæði vilji hans til þess að málið yrði tekið til úrskurðar sem og hann gerði með athugasemdum 15. mars 2023.</p> <p>Í athugasemdum kæranda er rökstuðningi Happdrættis Háskóla Íslands mótmælt. Kærandi tekur fram að aðalatriðið sé að hann fái aðgang að öllum samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hafi gert um rekstur happdrættisvéla en markmiðið sé að sjá hvort jafnræðis hafi verið gætt í samningunum. Aðilar sem séu með happdrættisvélar frá Happdrætti Háskóla Íslands fái greidda þóknun fyrir að reka vélarnar og þóknunin sé tiltekið prósentuhlutfall af brúttóveltu. Happdrætti Háskóla Íslands sé skylt að gæta jafnræðis og rekstraraðilar eigi því að fá sömu þóknun. Umbeðin gögn séu nauðsynleg svo unnt sé að leggja mat á hvort kæranda hafi verið mismunað og hversu mikil mismununin sé þá. Kærandi telji sig eiga skýran rétt til þess að fá aðgang að umræddum gögnum enda falli Happdrætti Háskóla Íslands undir upplýsingalög, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1043/2021.</p> <p>Athugasemdir kæranda voru kynntar Happdrætti Háskóla Íslands með bréfi, dags. 21. mars 2023. Viðbótarathugasemdir Happdrættis Háskóla Íslands bárust úrskurðarnefndinni hinn 3. apríl 2023. Í athugasemdunum bendir Happdrætti Háskóla Íslands meðal annars á að ef kærandi fái afrit af samningum við samkeppnisaðila sína þá fái hann augljóslega upplýsingar um öll þau viðskiptalegu atriði sem gildi í samningssambandi þessara rekstraraðila við Happdrætti Háskóla Íslands. Viðskiptakjör og önnur umsamin ákvæði í samningunum séu óumdeilanlega upplýsingar sem snúi beinlínis að samkeppni þessara aðila á þeim markaði sem þeir starfi á. Því myndi afhending allra þessara samninga hafa mjög mikil áhrif á samkeppni og væri kærandi með því settur í óeðlilega sterka samningsstöðu.</p> <p>Hvað varðar 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga bendir Happdrætti Háskóla Íslands meðal annars á að lykilatriði við mat á því hvort almannahagsmunir séu fyrir hendi sé hvort samkeppni hins opinbera aðila sé á markaði við einkaaðila sem ekki séu skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Óumdeilanlegt sé að Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil sf. eigi í samkeppni á samkeppnismarkaði. Svo bein sé þessi samkeppni að í sumum tilvikum hýsi rekstraraðila bæði vélar frá Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspilum sf. Þá sé Íslandsspil sf. ekki skyldugt til að gefa upplýsingar um stöðu sína, svo sem að veita aðgang að samningum sínum við rekstraraðila félagsins. Hér sé því um að ræða þá aðstöðu sem 4. tölul. 10. gr. laganna sé sérstaklega ætlað að taka til en skylda til að opinbera efni rekstrarsamninga Happdrættis Háskóla Íslands myndi skaða samkeppnisstöðu þess gagnvart Íslandsspilum sf. og þar með raska þeim almannahagsmunum sem felist í því að opinber aðili fái að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum.</p> <p>Viðbótarathugasemdir Happdrættis Háskóla Íslands voru kynntar kæranda með bréfi, dags. 11. apríl 2023, og bárust lokaathugasemdir kæranda nefndinni 21. sama mánaðar.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu hlutaðeigandi fyrirtækja til afhendingar fyrirliggjandi samninga, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindum 31. ágúst 2023. Svör bárust frá tveimur fyrirtækjum 8. og 27. september 2023, annað fyrirtækið lagðist gegn afhendingu samnings þess við Happdrætti Háskóla Íslands en hitt benti á að allur veitingarrekstur fyrirtækisins, þ.m.t. samningar við Happdrætti Háskóla Íslands, hefði verið seldur á árinu 2018. Ekki bárust önnur skrifleg viðbrögð við erindum úrskurðarnefndarinnar.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um rekstur happdrættisvéla Happdrættis Háskóla Íslands. Nánar tiltekið laut beiðni kæranda að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li>Afriti af skilmálum Happdrættis Háskóla Íslands um hvar happdrættisvélum verður komið fyrir.</li> <li>Afriti af skilmálum Happdrættis Háskóla Íslands um þóknanir rekstraraðila.</li> <li>Afriti af öllum samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hefur gert um rekstur á happdrættisvélum.</li> </ol> <p>Upplýsingalög, nr. 140/2012, taka samkvæmt 2. gr. til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera með nánar tilgreindum takmörkunum. Um Happdrætti Háskóla Íslands gilda samnefnd lög nr. 13/1973 og reglugerð nr. 500/2020. Í 1. gr. reglugerðarinnar segir að Happdrætti Háskóla Íslands sé sjálfstæð stofnun í eigu Háskóla Íslands, sem er opinber stofnun samkvæmt lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008. Samkvæmt þessu verður að líta svo á að starfsemi Happdrættis Háskóla Íslands falli undir gildissvið upplýsingalaga.<br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Í umsögn Happdrættis Háskóla Íslands er vísað til þess að hvorki séu til skilmálar um hvar happdrættisvélum verður komið fyrir né um þóknanir rekstraraðila. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til þess að rengja þessar upplýsingar. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Í samræmi við framangreint eru ekki lagaskilyrði fyrir því að fjalla um rétt kæranda til aðgangs að þeim gögnum sem eru tilgreind í liðum 1 og 2 hér að framan. Verður því að vísa kærunni frá að því marki sem hún lýtur að aðgangi að þessum gögnum.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Eftir stendur þriðji liður kærunnar en þar óskar kærandi eftir afriti af öllum samningum sem Happdrætti Háskóla Íslands hefur gert um rekstur á happdrættisvélum. Um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.</p> <p>Eins og kæruefnið horfir við úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður ekki talið að kærandi óski eftir aðgangi að upplýsingum um nöfn viðsemjenda Happdrættis Háskóla Íslands. Tekur nefndin því í úrskurðinum ekki afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum eða öðrum atriðum í samningunum sem gætu gefið til kynna hver viðsemjandinn er.</p> <p>Synjun Happdrættis Háskóla Íslands er meðal annars byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær sé rétt að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p>Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:</p> <blockquote> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p>Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.</p> <p>Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár.</p> <p>Happdrætti Háskóla Íslands hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál samningana sem beiðni kæranda lýtur að. Um er að ræða 22 samninga sem eiga það sammerkt að varða rekstur á happdrættisvélum undir nöfnunum Gullnáman og/eða Gullregn. Á meðal samninganna eru tveir samningar sem Happdrætti Háskóla Íslands hefur gert við sama einkaaðila og samningur við kæranda, sem hann hefur þegar undir höndum. Elsti samningurinn er dagsettur 29. nóvember 1996 og sá yngsti 2. september 2020.</p> <p>Í öllum samningunum er að finna upplýsingar um þóknanir rekstraraðila fyrir það að hýsa og sjá um happdrættisvélar Happdrættis Háskóla Íslands en þessar greiðslur eru í sumum samningum nefndar umboðslaun. Ákvæði samninganna um þóknanir eiga það öll sameiginlegt að ekki er kveðið á um sérstaka upphæð heldur er stuðst við viðmið, það er ákveðið prósentuhlutfall sem er í langflestum tilvikum reiknað af brúttóveltu happdrættisvélanna sem rekstraraðilinn hýsir og hefur umsjón með. Önnur ákvæði samninganna eru að mestu leyti almenns eðlis en í samningunum er meðal annars mælt fyrir um skyldur rekstraraðila í tengslum við rekstur happdrættisvélanna, skiptingu einstakra kostnaðarliða á milli samningsaðila, hvernig skuli standa að greiðslu vinninga og tæmingu happdrættisvélanna o.fl.</p> <p>Fyrir liggur að upplýsingar um greiðslur samkvæmt samningum eru upplýsingar um fjárhagsmálefni samningsaðila. Í því felst þó ekki að sjálfkrafa sé rétt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að halda skuli upplýsingunum leyndum. Til þess er að líta að upplýsingar um greiðslur vegna kaupa opinbers aðila á þjónustu varða með beinum hætti ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Það er mat nefndarinnar, eftir yfirferð á fyrirliggjandi samningum, að samningarnir teljist ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi einkaaðila og að 9. gr. upplýsingalaga standi þannig ekki í vegi að upplýsingarnar verði afhentar kæranda. Er í því samhengi vandséð að mati nefndarinnar að hvaða leyti afhending samninganna kynni að valda einkaaðilunum tjóni. Þá hefur hvorki Happdrætti Háskóla Íslands né sá eini einkaaðili sem svaraði bréfi nefndarinnar lýst með hvaða hætti afhending samninganna muni skaða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni. Í þessu sambandi verður að benda á að almenn skírskotun til þess að í samningunum sé að finna viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni getur ein og sér ekki réttlætt að vikið sé frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga á grundvelli undantekningarreglu 9. gr. laganna.</p> <p>Úrskurðarnefndinni þykir rétt að benda á að vissulega má við því búast að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti að einhverju leyti haft áhrif samkeppnisstöðu þeirra og kunni jafnvel að raska samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríki eða sveitarfélaga. Það sjónarmið verður þó, eins og fyrr segir, að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld eða lögaðila er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða í senn að vera búin undir að mæta samkeppni frá öðrum sem og að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga, meðal annars í því skyni að stuðla að gagnsæi í stjórnsýslunni og veita stjórnvöldum aðhald.</p> <p>Í ljósi alls framangreinds telur úrskurðarnefndin að Happdrætti Háskóla Íslands hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að umræddum samningum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Happdrætti Háskóla Íslands hefur einnig byggt synjun á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ákvörðunin er rökstudd með þeim hætti að upplýsingarnar gætu skaðað samkeppnisstöðu þess gagnvart Íslandsspilum sf. og þar með raskað þeim almannahagsmunum sem felast í því að opinber aðili fái að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum.</p> <p>Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum ef mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.</p> </blockquote> <p>Þá segir enn fremur í athugasemdunum:</p> <blockquote> <p>Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.</p> </blockquote> <p>Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 823/2019, 813/2019, 764/2018 og 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-379/2011, A-378/2011 og A-344/2010 sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.</p> <p>Happdrætti Háskóla Íslands byggir synjun sína á því að um sé að ræða samkeppnisrekstur og vísar því til stuðnings í álit samkeppnisráðs dags. 9. maí 2000. Kærandi hefur byggt á því að samkvæmt lögum um Happdrætti Háskóla Íslands sé rekstur happdrættisvélanna háður einkaleyfi og eðlisólíkur rekstri söfnunarkassa Íslandsspila sf. með þeim afleiðingum að engin eða mjög takmörkuð samkeppni sé milli Happdrættis Háskóla Íslands og Íslandsspila sf.</p> <p>Samkvæmt 1. gr. laga nr. 13/1973 er ráðherra heimilt að veita Háskóla Íslands leyfi til rekstrar happdrættis með skilyrðum sem þar er nánar greint frá. Í 2. mgr. 1. gr. sömu laga kemur fram að ráðherra sé enn fremur heimilt að veita Háskóla Íslands leyfi til rekstrar skyndihappdrættis með peningavinningum, svo og peningahappdrættis sem ekki yrði rekið sem flokkahappdrætti. Í 3. mgr. 1. gr. kemur svo fram að ráðherra geti heimilað að við starfsemi samkvæmt 1. og 2. mgr. séu notaðar sérstakar happdrættisvélar þannig að þátttaka, ákvörðun um vinning og greiðsla á honum fari fram vélrænt og samstundis og enn fremur að slíkar happdrættisvélar séu samtengdar, einstakar vélar og á milli sölustaða. Þá segir að ráðherra setji með reglugerð nánari ákvæði um staðsetningu, auðkenningu, fjölda og tegundir happdrættisvéla, eftirlit með þeim o.fl.</p> <p>Á grundvelli 3. mgr. 1. gr. hefur dómsmálaráðherra sett reglugerð nr. 455/1993, um pappírslaust peningahappdrætti Háskóla Íslands. Í 1. og 2. gr. reglugerðarinnar, sbr. 1. gr. breytingarreglugerðar nr. 529/2001, er kveðið á um að Happdrætti Háskóla Íslands reki sérstakt peningahappdrætti undir heitunum Gullnáman og Gullregn og að rekstur happdrættisins skuli byggður á notkun sjálfvirkra happdrættisvéla. Eins og áður hefur verið rakið lúta fyrirliggjandi samningar að rekstri þessara happdrættisvéla.</p> <p>Samkvæmt 2. gr. laga nr. 13/1973 er bannað, á meðan Happdrætti Háskóla Íslands starfar, að setja á stofn nokkurt annað peningahappdrætti hér á landi, svo og að versla með eða hafa á boðstólum miða erlendra happdrætta, auglýsa þá í innlendum blöðum eða hvetja menn til að kaupa þá. Þó getur ráðherra samkvæmt ákvæðinu veitt undanþágu að því er kemur til happdrættis, sem stofnað er til í góðgerðarskyni einungis, og þó með skýrum takmörkum, t.d. fyrir eitt sveitarfélag, og aldrei nema um ákveðinn tíma, lengst eitt ár.</p> <p>Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 73/1994, um söfnunarkassa, kemur fram að ráðherra sé heimilt að veita Íslenskum söfnunarkössum (ÍSK), félagi í eigu Rauða kross Íslands, Landsbjargar, Samtaka áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann og Slysavarnarfélags Íslands, leyfi til að starfrækja söfnunarkassa með peningavinningum. Í 1. mgr. 2. gr. laganna segir meðal annars að með söfnunarkössum í skilningi laganna sé átt við handvirka og/eða vélræna söfnunarkassa sem ekki séu samtengdir og í séu settir peningaframlög er jafnframt veiti þeim sem þau leggja fram möguleika á peningavinningi, allt að ákveðinni fjárhæð. Í 4. gr. laganna kemur fram að ráðherra setji í reglugerð, að fengnum tillögum stjórnar Íslenskra söfnunarkassa, nánari ákvæði um staðsetningu, auðkenningu, fjölda og tegundir söfnunarkassa o.fl. Þessi reglugerð hefur verið sett og er hún nr. 320/2008, um söfnunarkassa, en þar kemur meðal annars fram að félaginu Íslenskum söfnunarkössum sé heimilt að reka starfsemi sína undir heitinu Íslandsspil. Þá kemur fram í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar að söfnunarkassi Íslandsspila skuli vera sjálfstæð eining, hvorki sambyggð við aðrar spilavélar né samtengd öðrum spilavélum, og megi ekki mynda sameiginlegan vinningspott með öðrum vélum eða spilakerfum.</p> <p>Í 7. gr. reglugerðarinnar er auk þess mælt fyrir um hámarksfjárhæðir vinninga í söfnunarkössum Íslandsspila sf. sem geti að hámarki verið 300.000 krónur á vínveitingastöðum og spilasölum en 20.000 krónur á öðrum stöðum þar sem heimilt er að reka söfnunarkassanna. Ekki verður séð að vinningsfjárhæðir í happdrættisvélum Happdrættis Háskóla Íslands séu undirorpnar sambærilegum reglum um hámarksfjárhæðir vinninga en á heimasíðu Happdrættis Háskóla Íslands kemur fram að hámarksvinningur í þeim happdrættisvélum sem eru reknar undir nafninu Gullnáman geti orðið 17 milljónir króna.</p> <p>Í áliti samkeppnisráðs frá 9. maí 2000 var meðal annars lagt til grundvallar að Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil sf. störfuðu bæði á happdrættismarkaðnum. Þá verður ráðið af framangreindum ákvæðum laga nr. 13/1973 og 73/1994 og reglugerðum settum samkvæmt þeim lögum að bæði Happdrættis Háskóla Íslands og Íslandsspilum sf. sé heimilt að reka rafræna spilakassa sem greiða út peningavinninga þó ólíkar reglur gildi um fjárhæðir þeirra vinninga. Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ástæðu til að draga í efa staðhæfingar Happdrætti Háskóla Íslands að á stöðum sumra rekstraraðila sé bæði að finna söfnunarkassa Íslandsspila sf. og happdrættisvélar Happdrættis Háskóla Íslands.</p> <p>Að virtum framangreindum atriðum þykir mega leggja til grundvallar að samkeppni sé á milli Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands þótt ekki verði fullyrt með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum hversu virk sú samkeppni sé. Þarf því að taka til skoðunar hvort samkeppnishagsmunir Happdrættis Háskóla Íslands séu svo verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi rétti almennings til aðgangs að upplýsingum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur, svo sem fyrr segir, yfirfarið þá samninga sem Happdrætti Háskóla Íslands afhenti nefndinni en þar er meðal annars að finna upplýsingar um þóknanir rekstraraðila fyrir að sjá um og hýsa happdrættisvélarnar. Eins og lagaumgjörð Happdrættis Háskóla Íslands er háttað og með hliðsjón af því sem að framan er rakið er það mat úrskurðarnefndarinnar að jafnvel þótt umbeðin gögn varði að einhverju leyti samkeppnisrekstur Happdrættis Háskóla Íslands þá feli þau ekki í sér upplýsingar sem eru til þess fallnar að valda Happdrætti Háskóla Íslands tjóni verði almenningi veittur aðgang að þeim.</p> <p>Í því sambandi verður að leggja áherslu á að hvorki samningarnir sjálfir né einstök ákvæði þeirra varða svo verulega samkeppnishagsmuni að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Er þá litið til þess að Happdrætti Háskóla Íslands hefur ekki lýst því fyrir nefndinni hvaða áhrif birting þessara upplýsinga kunni að hafa á samkeppnishagsmuni þess. Telur nefndin því ekki að samkeppnishagsmunir Happdrættis Háskóla Íslands séu svo verulegir að þeir standi framar rétti almennings til aðgangs að samningunum. Þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við um framangreinda samninga er Happdrætti Háskóla Íslands því skylt að veita kæranda aðgang að öllum samningunum sem stofnunin hefur afhent nefndinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Happdrætti Háskóla Íslands ber að veita kæranda, Catalina ehf., aðgang að eftirtöldum samningum:</p> <ol> <li>Samningur við A ehf., ódags.</li> <li>Samningur við B ehf., dags. 4. apríl 2017.</li> <li>Samningur við C ehf., dags. 15. júní 2019.</li> <li>Samningur við D ehf., dags. 1. apríl 2010.</li> <li>Samningur við E ehf., dags. 1. október 2019.</li> <li>Samningur við F ehf., dags. 4. maí 2009.</li> <li>Samningur við G ehf., dags. 13. júní 2018.</li> <li>Samningur við H ehf., dags. 28. ágúst 2014.</li> <li>Samningur við I ehf., ódags.</li> <li>Samningur við J ehf., dags. 21. júní 2019.</li> <li>Samningur við K ehf., dags. 1. apríl 2011.</li> <li>Samningur við L ehf., dags. 30. desember 2022.</li> <li>Samningur við M ehf., dags. 20. mars 2006.</li> <li>Samningur við N ehf., dags. 1. september 2019.</li> <li>Samningur við O ehf., dags. 16. júní 2017.</li> <li>Samningur við P hf., dags. 29. nóvember 1996 og 13. júlí 2006.</li> <li>Samningur við R ehf., dags. 20. apríl 2015.</li> <li>Samningur við S ehf., dags. 2. september 2020.</li> <li>Samningur við T ehf., dags. 4. maí 2018.</li> <li>Samningur við U ehf., dags. 30. ágúst 2019.</li> </ol> <p>Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1161/2023. Úrskurður frá 16. nóvember 2023 | Málið varðaði beiðni til ríkislögreglustjóra um gögn sem vörðuðu brottvísun umbjóðanda beiðandans. Ríkislögreglustjóri taldi umboð beiðanda ekki vera gilt og leit því svo á að réttur hans færi samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Úrskurðarnefndin taldi að það umboð sem lægi fyrir í málinu skyldi teljast gilt og að ríkislögreglustjóra hefði borið að afgreiða beiðni beiðanda líkt og hún hefði komið frá umbjóðanda hans. Á hinn bóginn væri til þess að líta að ákvörðun um brottvísun teldist ákvörðun um rétt eða skyldu, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga giltu lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál | <p>Hinn 16. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1161/2023 í máli ÚNU 22100019.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 19. október 2022, kærði A, f.h. B, afgreiðslu ríkislögreglustjóra á beiðni um gögn á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í erindi til ríkislögreglustjóra, dags. 5. september 2022, óskaði A eftir þeim gögnum stoðdeildar um brottvísun B sem orðið hefðu til frá því A hefðu síðast verið afhent gögn úr málinu í febrúar 2021. Erindi A fylgdi afrit af umboði B til hans. Erindið var ítrekað 14. og 26. september.</p> <p>Í erindi ríkislögreglustjóra, dags. 30. september 2022, var óskað eftir endurnýjuðu umboði frá B í ljósi þess að það umboð sem lægi fyrir væri dagsett hinn 16. september 2020. Með erindi, dags. 3. október 2022, hafnaði A því að leggja fram nýtt umboð því hann teldi að ríkislögreglustjóra skorti heimild til að krefjast nýs umboðs. Ítrekaði A beiðni sína frá 5. september. Í svari ríkislögreglustjóra, dags. 5. október 2022, kom fram að núverandi umboð væri ekki vefengt. Í ljósi þess að umboðið væri ótímasett væri vonandi unnt að verða við því að framvísa endurnýjuðu umboði. Þá var A spurður hvort eitthvað stæði því í vegi að endurnýjað umboð yrði veitt. Í svari A, dags. sama dag, kom fram að hann skildi ekki hvers vegna beiðni hans væri ekki afgreidd í ljósi þess að ríkislögreglustjóri vefengdi ekki umboðið. A ítrekaði erindi sitt frá 5. september að nýju hinn 11. október.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 21. október 2022. Var ríkislögreglustjóra veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna ef ætlunin væri að synja beiðninni. Jafnframt var þess óskað að ríkislögreglustjóri léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn ríkislögreglustjóra barst úrskurðarnefndinni hinn 1. nóvember 2022. Í henni kemur fram að A hafi verið upplýstur um það hinn 19. október 2022 að ástæða þess að ríkislögreglustjóri óskaði eftir endurnýjuðu umboði í málinu væri sú að B væri skráður horfinn og aðstæður hefðu þannig breyst frá því að fyrri beiðni A, sem afgreidd var í febrúar 2021, var lögð fram. Af þeim sökum væri það afstaða ríkislögreglustjóra að um rétt A til aðgangs að gögnum í málinu færi samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, um upplýsingarétt almennings, en ekki 14. gr. laganna um rétt til aðgangs að gögnum um aðila sjálfan.</p> <p>Ríkislögreglustjóri teldi að 9. gr. upplýsingalaga ætti við um þau gögn sem óskað væri eftir, þar sem gögnin innihéldu í heild sinni upplýsingar sem vörðuðu einkamálefni B sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Viðkomandi einstaklingur hefði sótt um alþjóðlega vernd og gögnin vörðuðu málsmeðferð hans fyrir stjórnvöldum.</p> <p>Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt A með bréfi, dags. 3. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum hans, dags. 23. nóvember 2022, kemur fram að hann telji kröfu um endurnýjað umboð vera ómálefnalega og að hún sé sett fram af annarlegum hvötum ríkislögreglustjóra, sem leiði til þess að B njóti ekki jafnræðis á við aðra borgara. Afstaða ríkislögreglustjóra hafi komið B verulega á óvart því hann kannist ekki við að vera á nokkurn hátt horfinn.</p> <p>Með erindi, dags. 1. nóvember 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hvort B væri enn skráður horfinn og hvort ríkislögreglustjóri hefði einhverja leið til að hafa samband við hann. Í svari ríkislögreglustjóra, dags. sama dag, kom fram að hinn 21. september 2023 hefði skráningu á þann veg að B væri horfinn verið breytt og upplýsingum um dvalarstað hans bætt við. Þá lægi fyrir símanúmer til að hafa samband við hann, sem skráð hefði verið 17. október 2023. Ríkislögreglustjóri hefði því ekki haft leið til að hafa samband við hann fyrr en þá.</p> <p>A var gefinn kostur á að bregðast við skýringum ríkislögreglustjóra. Athugasemdir hans bárust hinn 6. nóvember 2023. Þar kemur fram að Útlendingastofnun hafi haft upplýsingar um símanúmer B 9. september 2020. Útlendingastofnun sé það stjórnvald sem beint hafi máli B til ríkislögreglustjóra. Því hefði átt að liggja beinast við að afla upplýsinga frá þeirri stofnun, teldi ríkislögreglustjóri að B væri horfinn. Athugasemdum A fylgdi afrit af dagbókarfærslum Útlendingastofnunar um B, til staðfestingar á því að stofnunin hefði haft upplýsingar um símanúmer hans.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Mál þetta varðar beiðni A til ríkislögreglustjóra um gögn sem varða brottvísun umbjóðanda hans, B. Ríkislögreglustjóri telur að umboð A sé ekki gilt og hefur í því sambandi vísað til þess að þegar beiðni A hafi verið lögð fram hafi B verið skráður horfinn. Því telji ríkislögreglustjóri að réttur A til aðgangs að umbeðnum gögnum skuli byggjast á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Í samskiptum borgara við stjórnvöld eru almennt ekki gerðar sérstakar formkröfur til skriflegra umboða til að þau teljist vera gild. Almennt má þó ætla að þau skuli að minnsta kosti innihalda nafn umbjóðanda og lýsingu á umfangi umboðsins. Leiki vafi á um gildi umboðs eða umfang þess ætti stjórnvald sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga og beiðni er beint til að hafa samband við umbjóðandann til að ganga úr skugga um það, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Á það einkum við þegar þau gögn sem óskað er eftir kunna að varða gögn um einka- eða fjárhagsmálefni umbjóðandans sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Umboðið sem fyrir liggur í málinu er dagsett hinn 16. september 2020. Umboðið er undirritað af B og vottað af tveimur vitundarvottum. Þar kemur fram að B veiti A fullt og ótakmarkað umboð til að afla allra gagna um sig sem hann eigi rétt á frá íslenskum stjórnvöldum, þ.m.t. frá lögreglu. Þá nái umboðið til þess að leggja fram kvartanir, kærur og/eða endurupptökubeiðnir til stjórnvalda vegna mála B.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að umboðið sé skýrt og lýsi umfangi þess með fullnægjandi hætti. Þá nái umboðið til þess að óska eftir þeim gögnum sem deilt er um aðgang að í þessu máli. Ekkert liggur fyrir í málinu um að umboðið hafi verið afturkallað, lýst ógilt, takmarkað með einhverjum hætti frá því sem fram kemur í texta þess, eða fellt niður af einhverjum öðrum ástæðum. Úrskurðarnefndin telur ekki að það eigi að hafa áhrif á gildi umboðsins hvort B hafi verið skráður horfinn þegar beiðni í þessu máli var lögð fram. Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að það umboð sem liggur fyrir í málinu skuli teljast gilt og að afgreiða hafi átt beiðni A líkt og hún hefði borist frá B sjálfum.</p> <p>Þau gögn sem óskað hefur verið aðgangs að í málinu varða ákvörðun um að brottvísa B. Slík ákvörðun er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Gögn í slíku máli teljast vera gögn stjórnsýslumáls. Um aðgang aðila máls að gögnum þess fer samkvæmt ákvæðum 15.–17. gr. stjórnsýslulaga. Réttur samkvæmt þeim ákvæðum er ríkari en sá réttur sem veittur er samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Þá nær úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki til þess að úrskurða um rétt til aðgangs að gögnum í stjórnsýslumáli, sbr. 20. gr. upplýsingalaga, sbr. og 3. mgr. 17. gr. laganna. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að vísa máli þessu frá úrskurðarnefndinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, f.h. B, dags. 19. október 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1160/2023. Úrskurður frá 16. nóvember 2023 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók að nýju upp mál nefndarinnar sem lyktaði með úrskurðum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021. Í málunum komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að afhenda upplýsingar um hlutafjáreign úr gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda, sbr. lög nr. 82/2019. Kærandi í framangreindum þremur málum vísaði til þess að upplýsingar um hlutafjáreign fólks væru ekki viðkvæmar og að hann teldi túlkun nefndarinnar á 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, vera ranga. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að í nóvember 2022 hefði Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849, með síðari breytingum, sem veitti almenningi aðgang að ákveðnum upplýsingum um raunverulega eigendur, fæli í sér brot á þeim grundvallarréttindum sem tryggð væru í 7. og 8. gr. sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi. Ákvæði réttindaskrárinnar ættu sér nokkra hliðstæðu í 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Við mat á því hvaða upplýsingar yrðu felldar undir 9. gr. upplýsingalaga teldi úrskurðarnefndin að hafa þyrfti hliðsjón af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, en við túlkun dómstólsins á 8. gr. sáttmálans væri nú höfð hliðsjón af fyrrnefndum dómi Evrópudómstólsins. Ganga yrði út frá því við túlkun 9. gr. upplýsingalaga að löggjafinn hafi ekki ætlað að ganga í berhögg við alþjóðlegar skuldbindingar á sviði mannréttinda. Með hliðsjón til þessa taldi nefndin ekki forsendur til annars en að staðfesta þær efnislegu niðurstöður sem komist var að í úrskurðum nefndarinnar nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021. | <p>Hinn 16. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1160/2023 í máli ÚNU 22100006.</p> <h2><strong>Málsatvik</strong></h2> <p>Á fundi úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 5. október 2022 ákvað nefndin að taka upp að nýju mál sem lauk með úrskurðum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021. Í málunum komst nefndin m.a. að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri ekki heimilt að afhenda upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða úr gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda, sbr. lög um skráningu raunverulegra eigenda, nr. 82/2019. </p> <p>Í máli sem lauk með úrskurði nr. 935/2020 var deilt um rétt kæranda, sem er fjölmiðill, til aðgangs að öllum gögnum í vörslum fyrirtækjaskrár sem tengjast skráningu á raunverulegu eignarhaldi tiltekinna fyrirtækja, frá upphafi slíkrar skráningar. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti með vísan til laga um skráningu raunverulega eigenda, eða þagnarskylduákvæðis í lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003. Var því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Niðurstaða nefndarinnar var sú að ríkisskattstjóra var gert skylt að veita kæranda, Ríkisútvarpinu ohf., aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald félaganna 365 hf., Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga en með vísan til á 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna, skyldi þó afmá upplýsingar um upphæðir á hlutafjármiðum. Nánar tiltekið var það afstaða úrskurðarnefndarinnar að í þeim fælust upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu.</p> <p>Á sama grundvelli komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að bréfi A lögmanns til B lögmanns, dags. 17. apríl 2014. Þá taldi úrskurðarnefndin óheimilt, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, að veita kæranda aðgang að upplýsingum um vegabréfsnúmer sem fram kæmi í tilkynningu um raunverulega eigendur félagsins PCC BakkiSilicon hf., dags. 3. mars 2020, og afriti af vegabréfi sem fylgdi sömu tilkynningu, en þær upplýsingar vörðuðu einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í máli sem lauk með úrskurði nr. 1009/2021 var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem afmáðar voru úr gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félagsins Langisjór ehf. Nánar tiltekið var um að ræða nafnverð hlutafjár á hlutafjármiðum og númer vegabréfa sem fram koma á vottorði úr fyrirtækjaskrá Möltu. Synjun ríkisskattstjóra var reist á því að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamál í máli nr. 935/2020 væri embættinu skylt að afmá upplýsingar um fjárhæðir sem fram koma á hlutafjármiðum einstaklinga sem og númer vegabréfa. Með vísan til úrskurðar nr. 935/2020 staðfesti nefndin niðurstöðu ríkisskattstjóra. Þá vísaði nefndin öðrum þætti kærunnar frá með vísan til þess að ekki hafi legið fyrir synjun um beiðni gagnanna. Jafnframt vísaði nefndin frá þeim þætti kærunnar er sneri að upplýsingum í tengslum við gjaldþrot annars félaganna þar sem upplýsingarnar féllu undir sérstakt þagnarskylduákvæði laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019. Loks taldi úrskurðarnefndin ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir ríkisskattstjóra að afhenda umbeðin gögn á rafrænu formi.</p> <p>Í máli sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1020/2021 var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa sem afmáðar voru úr gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félaganna Samherja ehf., Samherja Holding ehf. og K&B ehf. Synjun ríkisskattstjóra var reist á því að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamál í máli nr. 935/2020 væri embættinu skylt að afmá upplýsingar um fjárhæðir sem fram koma á hlutafjármiðum einstaklinga, þar á meðal um nafnverð hlutafjárins. Nefndin taldi ljóst að upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu einstaklinga sem afmáðar voru úr þeim upplýsingum, sem kærandi fékk afhentar, væru hluti af þeim fjárhæðum sem fram koma á hlutafjármiðum. Með hliðsjón af framangreindu taldi úrskurðarnefndin ótvírætt að um væri að ræða upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. m.a. framangreindan úrskurð úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 935/2020. Með hliðsjón af framangreindu staðfesti nefndin ákvörðun ríkisskattstjóra að þessu leyti.</p> <p>Þá taldi úrskurðarnefndin að ríkisskattstjóra væri skylt að verða við beiðni um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga og lagði fyrir embættið að afhenda umbeðin gögn á rafrænu formi. Þá felldi nefndin ákvörðun ríkisskattstjóra um að strika yfir upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu lögaðila úr gildi og vísaði til nýrrar meðferðar.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Sú ákvörðun nefndarinnar að taka upp að nýju málin sem lauk með úrskurðum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021 var með bréfum, dags. 6. október 2022, kynnt Skattinum og A. Skattinum og A var veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna málsins til 20. október 2022. Þá óskaði nefndin jafnframt eftir því að Skatturinn léti nefndinni í té eftirfarandi gögn, þar sem ekki væri séð að þau lægju fyrir í framangreindum málum:</p> <ol> <li>Þau gögn sem Skatturinn afhenti A í kjölfar úrskurðar nefndarinnar nr. 935/2020, þ.e. með þeim útstrikunum sem tilgreindar voru í úrskurðarorðinu.</li> <li>Gögn félagsins K&B ehf., sem skilað var til Skattsins vegna skráningar raunverulegra eigenda, án útstrikana. </li> </ol> <p>Í umsögn Skattsins, dags. 27. október 2022, kemur fram að í málum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021 hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu að Skattinum væri óheimilt að veita nánar tilteknar upplýsingar úr gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda, sbr. lög nr. 82/2019. Skatturinn vísar til þess að samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga skuli veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, svo og tilteknum fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í lögunum sjálfum. Á meðal þeirra takmarkana sé bann 9. gr. laganna við að almenningi sé veittur aðgangur að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi.</p> <p>Þá áréttar Skatturinn að samkvæmt athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga þá þurfi afhending upplýsinga um fjárhagsmálefni einstaklinga að byggjast á lagaheimild. Eftir því sem birting eða afhending nær til fleiri einstaklinga og eftir því sem hún helgast síður af sérstökum aðstæðum eða hagsmunum verði að gera ríkar kröfur til lagagrundvallarins. Skatturinn vísar til þess að á meðan ekki hvíli afdráttarlaus skylda á Skattinum að birta gögn samkvæmt lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, verði að telja óvarlegt að skylda Skattinn til að afhenda umbeðin gögn. Samhliða umsögn voru nefndinni afhent umbeðin gögn.</p> <p>Í umsögn A, dags. 28. október 2022, kemur fram að með úrskurði nr. 935/2020 hafi í meginatriðum verið staðfestur réttur fjölmiðla og almennings til að rýna stjórnsýslu í kringum skráningu raunverulegra eigenda fyrirtækja. Meginniðurstaða úrskurðarnefndarinnar hafi verið mikilvæg og góð, því hún hafi tryggt aukið gagnsæi um eignarhald íslenskra fyrirtækja og möguleika almennings til að fylgja því eftir að upplýsingagjöf um eignarhaldið sé reist á traustum gögnum og réttri skráningu. Þau frumgögn sem úrskurðurinn tryggir aðgang að séu þó oft á tíðum gagnslítil þegar búið sé að afmá úr þeim upplýsingar um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa. Án þeirra upplýsinga sé einfaldlega ekki hægt að staðfesta að skráning raunverulegra eigenda sé í samræmi við innsend gögn.</p> <p>Þá kemur fram að yfirlýst markmið laga um skráningu raunverulegra eigenda sé að tryggja að ávallt séu til staðar réttar og áreiðanlegar upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja, svo að unnt sé að greina og koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Því sé ljóst að miklir almannahagsmunir séu fyrir því að fullt gagnsæi ríki um bæði raunverulegt eignarhald skráningarskyldra aðila samkvæmt lögunum og um alla stjórnsýslu sem tengist skráningunni og eftirliti með henni.</p> <p>Jafnframt kemur fram í umsögninni að hagsmunir almennings af því að fá nákvæmar upplýsingar um hlutafjáreign raunverulegra eigenda, og geta þannig meðal annars kynnt sér hvernig fyrirtækjaskrá rækir lögbundið hlutverk sitt, hljóti að teljast miklir og vega mun þyngra en hagsmunir hluthafa fyrirtækjanna af því að halda upplýsingunum leyndum, enda hafi sjónarmið um gagnsæi í viðskiptum verið talin vega það þungt að upplýsingar um hlutafjáreign eigi að vera aðgengilegar í opinberum gögnum.</p> <p>A vísar til þess að þegar ársreikningalögum var breytt með lögum nr. 14/2013, og ákvæði um að birta skuli upplýsingar um hlutafjáreign allra hluthafa bætt inn í lögin, kom til að mynda fram í máli framsögumanns meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, þegar hann gerði grein fyrir breytingartillögu nefndarinnar þessa efnis, að þetta væri gert „til að stuðla að auknu gagnsæi.“ Því væri ljóst að löggjafinn liti alls ekki á upplýsingar um hlutafjáreign einstaklings í tilteknu félagi sem viðkvæmar upplýsingar. Þvert á móti hafi verið talið nauðsynlegt að þessar upplýsingar væru opinberar til að gagnsæi gæti ríkt um eignarhald íslenskra fyrirtækja.</p> <p>Vísar A til þess að það geti ekki talist sanngjarnt og eðlilegt, í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, að upplýsingar um upphæðir á umræddum hlutafjármiðum fari leynt. Hvað þá að samkvæmt almennum sjónarmiðum séu upplýsingarnar „svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna,“ og vísar hann þar til athugasemda við frumvarpið sem varð að gildandi upplýsingalögum. Upplýsingarnar veiti ekki slíka innsýn í fjárhagsmálefni viðkomandi einstaklinga að birting þeirra gangi gegn friðhelgi einkalífs þeirra eða valdi þeim tjóni.</p> <p>A telur rétt að geta þess að sums staðar í þeim gögnum sem hér er fjallað um séu upplýsingar um fjárhæðir arðgreiðslna. Hann telur þær upplýsingar geti ekki heldur fallið undir 9. gr. upplýsingalaga, enda ætti hver sem er með einföldum hætti að geta reiknað hversu mikinn arð tiltekinn hluthafi fékk greiddan á árinu út frá upplýsingum í ársreikningum. Í ársreikningi sjáist hversu mikinn arð félagið greiddi hluthöfum það árið. Með því að skoða hlutafjáreign tiltekins hluthafa ætti því með einföldum hlutfallsreikningi að fást sú fjárhæð sem hluthafinn fékk greidda í arð á árinu.</p> <p>Þá vísar hann til þess að hagsmunir almennings af gagnsæi um stjórnsýslu fyrirtækjaskrár séu þeim mun ríkari þar sem Ísland hafi sætt alþjóðlegum þrýstingi fyrir lélegar varnir gegn peningaþvætti. Árið 2019 gerði alþjóðlegur framkvæmdahópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (FATF) alvarlegar athugasemdir við innleiðingu tilmæla hópsins á Íslandi og setti Ísland tímabundið á lista yfir ríki sem teljast hafa ófullnægjandi varnir.</p> <p>A vísar til þess að fjallað er um aðkomu almennings og fjölmiðla að því að upplýsa um ólögmæta viðskiptahætti í inngangskafla tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/843 frá 30. maí 2018, um breytingu á tilskipun (ESB) 2015/849 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka og um breytingu á tilskipunum 2009/138/EB og 2013/36/ESB. Þar segi:</p> <blockquote> <p>Aðgangur almennings að upplýsingum um raunverulegt eignarhald gerir hinu borgaralega samfélagi kleift að grannskoða upplýsingarnar betur, þ.m.t. fréttamiðlum eða borgaralegum samtökum, og stuðlar að viðhaldi trausts á heilindum í viðskiptum og á fjármálakerfinu. Þetta getur verið framlag í baráttunni gegn misnotkun á fyrirtækjum og öðrum lögaðilum og lagalegu fyrirkomulagi til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka, bæði með því að hjálpa til við rannsóknir og vegna orðsporsáhrifa, að því gefnu að hver sá sem á í viðskiptum viti deili á raunverulegum eigendum. Einnig auðveldar þetta fjármálastofnunum sem og yfirvöldum tímanlegt og skilvirkt aðgengi að upplýsingum, þ.m.t. yfirvöldum í þriðju löndum sem taka þátt í baráttunni gegn slíkum brotum. Aðgengið að slíkum upplýsingum mun einnig hjálpa til við rannsóknir á peningaþvætti, tengdum frumbrotum og fjármögnun hryðjuverka.</p> </blockquote> <p>Þá vísar A til þess að til að skráning raunverulegra eigenda nýtist sem skyldi verði almenningur að geta treyst því að skráningin sé rétt og að góðir stjórnsýsluhættir séu viðhafðir við skráninguna og við eftirlit með henni. Þess vegna sé mikilvægt að gagnsæi ríki um stjórnsýsluna og að tryggt sé að fjölmiðlar og almenningur geti rýnt hana. Í því sambandi vísar hann til þess að yfirlýst markmið upplýsingalaga sé að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, m.a. í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings með opinberum aðilum. Til að þetta sé hægt sé lykilatriði að upplýsingar um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa séu aðgengilegar, enda hefur hlutafjáreign hvers einstaklings áhrif á hvort viðkomandi telst vera raunverulegur eigandi, sbr. skilgreiningu á raunverulegum eiganda í 13. tölul. 3. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.</p> <p>A vísar til þess að það sé sérstaklega mikilvægt að fjölmiðlar geti rýnt hagsmunatengsl þeirra sem fara með opinbert vald. Meðal þátttakenda í viðskiptalífinu geti verið háttsettir embættismenn, dómarar, þingmenn og sveitarstjórnarmenn, sem og makar þeirra, foreldrar, börn og aðrir ættingjar. Aðgengi að upplýsingum um hlutafjáreign einstaklinga auðveldi fjölmiðlum einnig að upplýsa um tilvist, eðli og umfang slíkra hagsmunatengsla. Tengsla sem geti skipt almenning verulegu máli.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ákvað að endurupptaka mál sem lokið var með úrskurðum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021, í þeim tilgangi að kanna hvort úrskurðirnir væru haldnir efnisannmörkum og hvort fram hefðu komið gögn eða upplýsingar sem gætu haft áhrif á niðurstöður úrskurðanna. Við endurupptökuna er höfð hliðsjón af 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, auk ólögfestra réttarreglna stjórnsýsluréttar um endurupptöku og horft til þess að ákvörðun um að endurupptaka málin er ívilnandi fyrir kæranda. </p> <p>Í málunum þremur komst nefndin m.a. að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri ekki heimilt að afhenda upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða úr gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda, sbr. lög nr. 82/2019. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að um væri að ræða upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Endurupptaka málanna þriggja lýtur að þessum þætti málanna en ekki öðrum atriðum sem nefndin tók einnig afstöðu til í úrskurðum sínum. Nefndin þarf því við endurupptöku að leggja mat á það hvort að þær upplýsingar sem um ræðir hafi ranglega verið felldar undir undanþáguheimild 9. gr. upplýsingalaga. </p> <p>Nefndin telur ekki forsendur til að rekja í löngu máli kæru, málsatvik, málsmeðferð og niðurstöður málanna þriggja umfram það sem fram kemur í málsatvikakafla hér að framan en vísar almennt til þeirra. Nefndin fjallar þó um tiltekin atriði hér að aftan til viðbótar við það sem fram kemur í úrskurðum.</p> <p>Nefndin hefur yfirfarið þau gögn sem hún óskaði eftir frá Skattinum þ.e. annars vegar þau gögn sem Skatturinn afhenti A í kjölfar úrskurðar nefndarinnar nr. 935/2020, þ.e. með þeim útstrikunum sem tilgreindar voru í úrskurðarorðinu og hins vegar þau gögn félagsins K&B ehf. sem skilað var til Skattsins vegna skráningar raunverulegra eigenda, án útstrikana. Nefndin fær ekki betur séð en að gagnabeiðnir hafi verið afgreiddar í samræmi við niðurstöður úrskurðanna.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>A hefur vísað til þess að upplýsingar um hlutafjáreign fólks teljist ekki viðkvæmar. Um þetta vitni skýr vilji löggjafans sem hafi á síðustu árum markað þá stefnu að sem mest gagnsæi eigi að vera um eignarhald í íslensku viðskiptalífi. A vísar til þess að upplýsingarnar sem hann hafi óskaði eftir séu líka aðgengilegar almenningi í öðrum opinberum gögnum. Hann telur niðurstöður nefndarinnar í málunum byggðar á rangri túlkun á 9. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna.</p> <p>Úrskurðarnefndin tekur fram að í málunum var leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga og féllst nefndin ekki á það að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti með vísan til laga um skráningu raunverulega eigenda, nr. 82/2019, eða þagnarskylduákvæðis laga um tekjuskatt, nr. 90/2003.</p> <p>Í niðurstöðukafla í máli úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 935/2020 er fjallað með ítarlegum hætti um ákvæði laga nr. 82/2019 auk þess sem þar er umfjöllun um ákvæði tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og henni var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843. Fram kemur í úrskurðinum:</p> <blockquote> <p>Samkvæmt 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda skulu tilteknar upplýsingar vera aðgengilegar í skrá um raunverulega eigendur. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki tækt að gagnálykta frá ákvæðinu svo að óheimilt sé að veita almenningi aðrar upplýsingar en þar eru upp taldar. Er það í samræmi við þann skilning sem leggja má í ákvæði 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB), eins og því var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 en þar segir að almenningur skuli „að minnsta kosti“ hafa aðgang að þeim upplýsingum sem þar eru upp taldar. Jafnframt verður að hafa í huga að í 15. lið aðfararorða tilskipunarinnar er með beinum hætti gert ráð fyrir því að aðildarríkin geti leyft meiri aðgang en þann sem er veittur samkvæmt tilskipuninni.</p> <p>Að auki verður að orða undanþágur frá upplýsingarétti með skýrum hætti en í lögum nr. 82/2019 kemur hvergi fram að sérstök þagnarskylda skuli ríkja um aðrar upplýsingar sem þar eru nefndar. Þar af leiðandi er ekki hægt að líta svo á að með ákvæði 4. mgr. 7. gr. sé kveðið á um að óheimilt sé að veita aðgang að öðrum upplýsingum um raunverulega eigendur en þeim sem gera skal aðgengilegar í skrá. Verður því synjun ríkisskattstjóra ekki byggð á ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda.</p> </blockquote> <p>Í ljósi framangreinds, og þess að þau gögn og þær upplýsingar sem um ræddi yrðu ekki felldar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, var leyst úr rétti kæranda um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Í því sambandi horfði nefndin til reglu 1. mgr. 5. gr. um að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum og ákvæðis 9. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Áréttaði nefndin að ákvæðið fæli í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og bæri því að túlka það þröngri lögskýringu.</p> <p>Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram:</p> <blockquote> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn, sem ríkisskattstjóri afhenti nefndinni í trúnaði. Hvað varðar gögn um raunverulega eigendur félaganna 365 hf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. verður til þess að líta að umræddir lögaðilar teljast til fjölmiðlaveitu í skilningi 15. tölul. 2. gr. laga nr. 38/2011, um fjölmiðla, samkvæmt e-lið 21. gr. sömu laga skal birta upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlaveitu á heimasíðu fjölmiðlanefndar. Var ákvæði þetta sett til þess að tryggja gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum.</p> <p>Gengið er út frá því í lögum nr. 38/2011 að almenningur hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingar um raunverulega eigendur fjölmiðlafyrirtækja. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem um ræðir í þessu máli veiti ekki slíka innsýn inn í fjárhagsmálefni viðkomandi eigenda að birting þeirra gangi gegn friðhelgi einkalífs þeirra eða valdi tjóni. Er við það mat óhjákvæmilegt að horfa til þess að ákvæði laga nr. 38/2011 gera ráð fyrir að upplýst sé um eignarhald á fjölmiðlaveitu óháð því hversu stór eða lítill eignarhlutur viðkomandi einstaklings eða lögaðila er. Þar af leiðandi er ekki heimilt að undanþiggja upplýsingar um eignarhald félaganna upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þetta á þó ekki við upphæð hlutafjármiða sem afhentir voru fyrirtækjaskrá en úrskurðarnefndin telur þær upplýsingar falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Verður því ríkisskattstjóra gert að afmá þær upplýsingar, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að auki telur nefndin rétt að undanþiggja bréf A lögmanns til B lögmanns, dags. 17. apríl 2014 á sama grundvelli.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur einnig yfirfarið gögn um raunverulega eigendur félaganna ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. Að mati nefndarinnar geta þær upplýsingar um eignarhald félaga sem fyrir liggja í málinu ekki talist til viðkvæmra upplýsinga um einkahagi einstaklinga né mikilvæga virka viðskipta- eða fjárhagshagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar ber ríkisskattstjóra að afmá upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Þá telur úrskurðarnefndin óheimilt, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, að veita kæranda aðgang að upplýsingum um vegabréfsnúmer sem fram kemur í tilkynningu um raunverulega eigendur félagsins PCC BakkiSilicon hf., dags. 3. mars 2020, og afriti af vegabréfi sem fylgdi sömu tilkynningu, en þær upplýsingar varða einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.</p> </blockquote> <p>Í úrskurðum í málum nr. 1009/2021 og 1020/2021 koma í öllum atriðum sem hér skipta máli fram sambærilegar forsendur.</p> <p>Af gögnum málsins verður ekki ráðið að upplýsingar um upphæðir hlutarfjármiða séu aðgengilegar almenningi með sambærilegum hætti á öðrum vettvangi.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Nefndin telur rétt að árétta að lög um skráningu raunverulegra eigenda fela í sér innleiðingu á ákvæðum 30. og 31. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/849 frá 20. maí 2015 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverkastarfsemi, um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012, og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/60/EB og tilskipun ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar 2006/70/EB. Þá fela lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, í sér innleiðingu á sömu tilskipun.</p> <p>Í tengslum við lög um skráningu raunverulegra eigenda telur nefndin rétt að taka fram að Evrópudómstólinn komst að því hinn 22. nóvember 2022, með sameiginlegri niðurstöðu í málum WM og Sovim SA gegn Luxembourg Business Registers (C-37/20 og C-601/20), að 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849, með síðari breytingum, fæli í sér brot á þeim grundvallarréttindum sem tryggð væru í 7. og 8. gr. sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi (réttindaskráin). Ákvæði 7. gr. réttindaskrárinnar felur í sér reglur um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og ákvæði 8. gr. inniheldur reglur um vernd persónuupplýsinga. Á grundvelli tilskipunarinnar var aðildarríkjunum gert skylt að innleiða landslöggjöf þar sem þess væri krafist að aðilar, sem falla undir gildissviðið, geymdu upplýsingar um raunverulegan eiganda eða raunverulega eigendur og kæmu á fót miðlægri skrá þar sem þessar upplýsingar væru aðgengilegar öllum sem hefðu lögmæta hagsmuni af því að fá vitneskju um upplýsingarnar.</p> <p>Með tilskipun 2018/843 var tilskipun 2015/849 breytt þannig að reglur um aðgang voru útvíkkaðar sem gerði öllum almenningi kleift að nálgast upplýsingarnar. Dómstóllinn taldi að aðgangur að framangreindum upplýsingum fæli í sér alvarlegt inngrip í grundvallarréttindi til friðhelgi einkalífs og verndar persónuupplýsinga. Með því að heimila almenningi aðgang að skrám af þessu tagi væri brotið gegn 7. og 8. gr. réttindaskrárinnar. Í dómsorði kemur fram að ákvæði tilskipunarinnar sem skyldar aðildarríki til þess að gera upplýsingar um raunverulega eigendur aðgengilegar almenningi í öllum tilvikum sé ógilt.</p> <h3><strong>4.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefndin hefur, við endurupptöku málanna, tekið til sérstakrar skoðunar hvort fyrri úrskurðir hafi ranglega fellt upplýsingar undir undanþáguákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Þar er um að ræða upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða, þ.e. um hlutafjáreign tiltekinna einstaklinga og eftir atvikum lögaðila í tilteknum félögum. Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga hefur verið túlkað svo að það taki til upplýsinga í vörslum stjórnvalda um fjárhagsleg lögskipti eða viðskipti einstaklinga við aðra einkaaðila og stjórnvöldum sé þar með óheimilt að veita aðgang að þeim á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Sem dæmi um þessa túlkun má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar í A-94/2000 (upplýsingar um netaveiði einstaklinga í Hvítá/Ölfusá), A-45/2002 (upplýsingar um ráðstöfun greiðslumarks eftir sölu á ríkisjörð), A-222/2005 (upplýsingar um aðilaskipti að greiðslumarki milli einstakra lögbýla) og A-222/2005 (upplýsingar um hverjir hafa staðið að viðskiptum um aflamark í þorski).</p> <p>Hvað varðar þær upplýsingar sem hér um ræðir má hafa hliðsjón af umfjöllun Evrópudómstólsins í því máli sem áður var nefnt. Þar fjallaði dómstóllinn um opinbera skrá um raunverulega eigendur þar sem fram komu að lágmarki nafn, fæðingarár og -mánuður, búseturíki, ríkisfang og eðli og umfang eignarhluta raunverulegs eiganda. Í dómi Evrópudómstólsins segir að upplýsingarnar séu þess eðlis að unnt sé að kortleggja verðmæti eigna og eðli fjárfestinga tiltekins einstaklings (mgr. 41 í dóminum). Þá bendir dómstóllinn á að slíkar upplýsingar kunni að vera notaðar af ýmsum aðilum án tengsla við hinn eiginlega tilgang reglnanna sem dómurinn fjallaði um, sem var að sporna við peningaþvætti og hryðjuverkum (mgr. 42). Taldi dómstóllinn að birting upplýsinganna fæli í sér alvarlegt inngrip í þau réttindi sem mælt er fyrir um í 7. og 8. gr. réttindaskrár ESB (mgr. 44). Í kjölfarið fjallar dómstóllinn um hvort inngripið teljist réttlætanlegt með vísan til meðalhófsreglu og annarra viðeigandi skilyrða sem leidd verða af ákvæðum réttindaskrárinnar. Niðurstaða þess mats er að svo hafi ekki verið og réttindin hafi því verið brotin.</p> <p>Dómstóllinn telur að upplýsingar um eignarhlut einstaklinga í tilteknum félögum falli undir vernd einkalífs og persónuupplýsinga. Bendir dómstóllinn, samkvæmt framangreindu, á að slíkar upplýsingar eru það viðkvæmar að birting þeirra til almennings telst ekki aðeins inngrip í umrædd réttindi heldur alvarlegt inngrip. Þessi umfjöllun dómstólsins er almenns eðlis í þeim skilningi að dómstóllinn leggur mat á eðli upplýsinganna sem slíkra og notkunarmöguleika þeirra.</p> <p>Dómar Evrópudómstólsins hafa ekki réttaráhrif að íslenskum rétti. Þau ákvæði réttindaskrárinnar sem dómstóllinn beitir í framangreindu máli eiga sér nokkra hliðstæðu í 71. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þegar þagnarskylduákvæði eins og 9. gr. upplýsingalaga um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga eru skýrð verður að hafa í huga að markmið ákvæðanna er að tryggja einn af þeim þáttum sem felst í einkalífsvernd 71. gr. stjórnarskrárinnar að því leyti sem heimilt er að setja tjáningarfrelsi skorður samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar.</p> <p>Við túlkun á inntaki 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár er höfð hliðsjón af 8. gr. mannréttindasáttamála Evrópu og dómaframkvæmd mannréttindadómstóls Evrópu hvað ákvæðið varðar. Mannréttindadómstólinn hefur í dómum sínum haft hliðsjón af ákvæðum réttindaskrárinnar að því marki sem ákvæði þar eru samrýmanleg ákvæðum mannréttindasáttmálans. Dómur Evrópudómstólsins í málum WM og Sovim SA gegn Luxembourg Business Registers þar sem dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849, með síðari breytingum, fæli í sér brot á þeim grundvallar réttindum sem tryggð eru í 7. og 8. gr. sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi kynni því að hafa áhrif, a.m.k. með óbeinum hætti, á túlkun réttindaákvæða þeirra sem nefnd hafa verið. Ljóst er að í dómframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið höfð hliðsjón af fyrrnefndum dómi Evrópudómstólsins við túlkun 8. gr. mannréttindasáttmálans, sbr. dóm yfirdeildar dómstólsins í máli nr. 36345/16, L.B. gegn Ungverjalandi (53. mgr.).</p> <p>Við túlkun sína á ákvæði 9. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefndin rétt að taka mið af framangreindri dómaframkvæmd um túlkun 8. gr. mannréttindasáttmálans. Lítur nefndin þá meðal annars til þess að ákvæði 8. gr. mannréttindasáttmálans fela í sér alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins um lágmarksvernd mannréttinda. Þar sem ekki er að finna í gildandi lögum bein ákvæði um birtingu þeirra upplýsinga sem beiðnir kæranda lúta að verður að ganga út frá því við túlkun 9. gr. að löggjafinn hafi ekki ætlað að ganga í berhögg við alþjóðlegar skuldbindingar á sviði mannréttinda. Við túlkun 9. gr. er jafnframt rétt að benda á að mat Evrópudómstólsins á eðli upplýsinga um hlutafjáreign, og vísað er til í dómi yfirdeildar mannréttindadómstólsins, er í samræmi við túlkun úrskurðarnefndarinnar í hinum þremur enduruppteknu úrskurðum, þótt lagagrundvöllurinn sé annar. Það er að segja, upplýsingarnar varða fjárhagsleg einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til framangreinds og þess sem fram kemur í úrskurðum nefndarinnar í málum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021 telur nefndin ekki forsendur til að endurskoða það sem fram kemur í úrskurðarorðum framangreindra úrskurða heldur staðfestir þær efnislegu niðurstöður að viðbættum þeim rökstuðningi sem fram kemur í niðurstöðum þessa úrskurðar.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Úrskurðir úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. 935/2020, 1009/2021 og 1020/2021 eru staðfestir.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1159/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023 | Deilt var um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að upplýsingum um tollskrárnúmer farms og eðli farmsins um borð í tilteknu flugi flugfélagsins Ukraine Air Alliance, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í lok júlí 2023. Synjun Skattsins byggðist á því að upplýsingarnar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu, sbr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og því væri Skattinum óheimilt að afhenda kæranda gögn sem innihaldi upplýsingarnar. Úrskurðarnefndin rakti að nefndin hefði slegið því föstu að ákvæðið væri sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðaði upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Nefndin taldi að þau gögn sem óskað væri aðgangs að innihéldu slíkar upplýsingar. Því var ákvörðun Skattsins staðfest. | <p>Hinn 8. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1157/2023 í máli ÚNU 23080012.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. ágúst 2023, kærði A, rannsóknarblaðamaður hjá Radio Free Europe/Radio Liberty í Serbíu, synjun Skattsins á beiðni hans um gögn.</p> <p>Í erindi kæranda, dags. 2. ágúst 2023, var rakið að hinn 27. júlí 2023 hefði flugvél á vegum flugfélagsins Ukraine Air Alliance, flug UKL5005, lent á Keflavíkurflugvelli. Vélin hefði lagt af stað frá Kisínev í Moldóvu og haft viðkomu í Belgrad í Serbíu. Kærandi óskaði eftir upplýsingum um tollskrárnúmer þess farms sem hefði verið fluttur með fluginu, auk ítarlegra upplýsinga um eðli farmsins.</p> <p>Skatturinn svaraði erindi kæranda samdægurs og synjaði honum um aðgang að upplýsingunum með vísan til þagnarskylduákvæðis 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005. Upplýsingar þær sem óskað væri eftir féllu undir ákvæðið og því væri óheimilt að veita honum aðgang að þeim. Kæranda var leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p>Í kæru kemur fram að þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir varði almannahagsmuni, ekki aðeins fyrir serbneska borgara heldur líka fyrir borgara í Evrópusambandinu í heild.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 23. ágúst 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Skattsins og umbeðin gögn bárust úrskurðarnefndinni hinn 6. september 2023. Í umsögninni kemur fram að beiðni kæranda lúti að tollflokkun og nákvæmum upplýsingum um eðli farms flugvélarinnar. Slíkar upplýsingar skuli að mati Skattsins fara leynt með vísan til þagnarskylduákvæðis 188. gr. tollalaga. Upplýsingar um hvort og þá hvaða vörur flutningsaðilar flytji til landsins séu augljóslega upplýsingar sem gefi innsýn í viðskipti fyrirtækja. Þá geti afhending slíkra upplýsinga auk þess gefið vísbendingar um ákveðna innflytjendur.</p> <p>Umsögn Skattsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. september 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki. Úrskurðarnefndin óskaði með erindi, dags. 26. október 2023, eftir nánari skýringum frá Skattinum um þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu. Skýringar Skattsins bárust nefndinni daginn eftir. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að upplýsingum um tollskrárnúmer farms og eðli farmsins um borð í flugi UKL5005 flugfélagsins Ukraine Air Alliance, sem lenti á Keflavíkurflugvelli í lok júlí 2023. Réttur kæranda er byggður á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Synjun Skattsins byggist á því að upplýsingarnar séu undirorpnar sérstakri þagnarskyldu sem mælt er fyrir um í 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og því sé Skattinum óheimilt að afhenda kæranda gögn sem innihaldi upplýsingarnar. Þau gögn eru nánar tiltekið:</p> <ol> <li>Tölvupóstur frá APA ehf. (Airport Associates) til Skattsins um komu vélar Ukraine Air Alliance, flugs UKL5005, til landsins.</li> <li>Komutilkynning flugs UKL5005.</li> </ol> <p>Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Hið sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.</p> <p>Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingarnar sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p>Í 1. mgr. 188. gr. tollalaga kemur fram að starfsmenn tollyfirvalda séu bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga. Þagnarskyldan taki til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt sé að leynt fari og upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi tollalögum kemur fram að vegna eðlis starfa starfsmanna tollyfirvalda þyki rétt að hafa sérstakt ákvæði í tollalögum um þagnarskyldu, umfram þá almennu þagnarskyldu sem finna megi í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þagnarskyldan nái m.a. til upplýsinga um hvers konar viðskiptamálefni einstaklinga og fyrirtækja, þ.m.t. hvers kyns vitneskju sem ráða megi beint eða óbeint af samritum af sölu- og vörureikningum eða af öðrum skjölum sem látin eru tollstjóra í té.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur slegið því föstu í úrskurðarframkvæmd sinni að 1. mgr. 188. gr. tollalaga teljist vera sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Í ljósi orðalags ákvæðisins og athugasemda við ákvæðið verður að líta svo á að undir ákvæðið falli hvers kyns upplýsingar tollyfirvalda um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Ef upplýsingar falla þannig á annað borð undir ákvæðið leiðir það til takmörkunar á aðgangi að þeim án þess að lagt sé mat á hagsmuni viðkomandi manna eða fyrirtækja af því að viðkomandi upplýsingum um viðskipti þeirra sé haldið leyndum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir gögnin sem innihalda þær upplýsingar sem Skatturinn synjaði kæranda um aðgang að. Nefndin telur ljóst að upplýsingarnar varði viðskipti einstakra manna og fyrirtækja sem falla undir þagnarskylduákvæði 188. gr. tollalaga. Ekki er unnt að lýsa eðli eða inntaki gagnanna án þess að með því skapist hætta á að veittar séu upplýsingar sem nefndin telur að séu háðar sérstakri þagnarskyldu. Verður ákvörðun Skattsins samkvæmt framangreindu staðfest.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Skattsins, dags. 2. ágúst 2023, að synja A um aðgang að upplýsingum um flug UKL5005 flugfélagsins Ukraine Air Alliance, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1158/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023 | Kærðar voru til úrskurðarnefndarinnar tafir á afgreiðslu landlæknis á beiðni um gögn, en beiðninni hafði verið vísað til embættisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu með úrskurði nefndarinnar nr. 1088/2022. Beiðnin hljóðaði á um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19-sjúkdómsins, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Landlæknir tók fram að ekki stæði til að synja beiðni kæranda heldur væri beðið eftir samþykki fyrir því að fá að samkeyra heilbrigðisskrár embættisins til að unnt væri að afgreiða beiðnina. Þar sem ekki lægi fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p>Hinn 8. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1158/2023 í máli ÚNU 23060006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. júní 2023, kærði A synjun embættis landlæknis á beiðni um gögn. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1088/2022 frá 12. júlí 2022 felldi nefndin úr gildi ákvörðun embættis landlæknis, dags. 9. desember 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum og lagði fyrir embættið að taka beiðni hans til nýrrar og lögmætrar meðferðar.</p> <p>Upphafleg beiðni kæranda til embættis landlæknis, dags 2. desember 2021, hljóðaði á um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19-sjúkdómsins, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndin taldi að embættið hefði ekki leiðbeint kæranda nægilega í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og að beiðnin hefði þannig ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um.</p> <p>Í framhaldi af úrskurði nefndarinnar sendi kærandi embættinu erindi, dags. 22. ágúst 2022, og ítrekaði að beiðnin yrði tekin til nýrrar og lögmætrar meðferðar enda væru sex vikur liðnar síðan úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi ákvörðun embættisins úr gildi. Með svari embættisins, dags. 1. september 2022, var kærandi upplýstur um að beiðnin væri enn í vinnslu og óskað frekari útskýringa frá kæranda varðandi liði 5 til 6 í beiðninni. Beiðnin væri afar yfirgripsmikil: sum gögn væru til hjá embættinu en önnur væru hjá öðrum aðilum sem embættið þyrfti að afla til að taka saman í svar við fyrirspurninni. Kærandi ítrekaði erindið á ný, dags. 27. september 2022, 13. október 2022, 4. og 29. nóvember 2022 og var á því tímabili upplýstur um að málið væri í vinnslu.</p> <p>Í svari embættisins, dags. 6. desember 2022, kom fram að fyrirspurn kæranda hefði verið tekin til meðferðar hjá embættinu og fékk kærandi afhentan hluta af gögnunum. Ljóst væri að mörgum atriðum í fyrirspurninni yrði ekki svarað nema með leyfisskyldri samkeyrslu gagnagrunna sem hafi að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá kynni Lyfjastofnun að hafa undir höndum gögn varðandi aukaverkanir í tengslum við COVID-19-sjúkdóminn og inflúensu og því gæti verið skynsamlegt að leita þangað. Kærandi ítrekaði erindið á ný, dags. 15. desember 2022 og 17. maí 2023, og skoraði á embættið að svara fyrirspurn sinni að fullu í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1088/2022. Með svari, dags. 17. maí 2023, kvaðst embættið hafa svarað fyrirspurninni eftir bestu getu og samkvæmt þeim reglum sem giltu um afgreiðslu fyrirspurna.</p> <p>Kærandi taldi rétt í framhaldinu að kæra embætti landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins en ráðuneytið vísaði kærunni frá, með úrskurði nr. 009/2023 frá 19. apríl 2023, á grundvelli þess að vísa bæri málinu aftur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem um væri að ræða nýja málsmeðferð í máli sem tekið var fyrir hjá nefndinni í úrskurði nr. 1088/2022.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi krefjist þess að embætti landlæknis afhendi honum öll gögn sem óskað var eftir í fyrirspurninni frá 2. desember 2021 í samræmi við fyrirliggjandi úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1088/2022. Úrskurðurinn væri afdráttarlaus og kærandi líti svo á að embættinu sé skylt að afhenda honum öll umbeðin gögn. Embættið hafi með einbeittum ásetningi reynt að tefja málið og einungis veitt kæranda veigaminnstu gögnin og mjög takmarkaðar upplýsingar sem nýttust kæranda ekki neitt.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt embætti landlæknis með erindi, dags. 15. júní 2023, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að embættið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn landlæknis, dags. 7. júlí 2023, kemur fram að umrædd kæra tengist fyrri úrlausn nefndarinnar þar sem lagt var fyrir embættið að afhenda kæranda umbeðin gögn. Í kjölfar þess úrskurðar hafi embættið afhent þau gögn sem því var mögulegt að afhenda. Embættið telji rétt að taka fram að upplýsingabeiðni kæranda sé mjög umfangsmikil og embættið búi ekki yfir verulegum hluta þeirra upplýsinga sem kærandi óski eftir. Þá gæti embættið heldur ekki útvegað upplýsingarnar. </p> <p>Í tengslum við fyrri úrskurð hafi embættið greint frá því að embættinu væri ómögulegt að útbúa og afhenda upplýsingar sem óskað væri eftir þar sem slíkt krefðist umfangsmikillar samkeyrslu á heilbrigðisskrám sem innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar.</p> <p>Til að bregðast við kæru á meðferð upplýsingabeiðni kæranda hyggist embættið því kanna hjá Persónuvernd hvort viðkomandi samkeyrsla sé embættinu heimil á grundvelli fyrirmæla sem stofnunin hefur gefið embættinu en að öðrum kosti sækja um leyfi til samkeyrslu. Ljóst sé að sú vinna muni taka nokkurn tíma, vegna sumarleyfa starfsmanna beggja stofnanna en embættið muni beita sér fyrir því að málið vinnist svo hratt sem mögulegt er. Ekki verði ljóst nákvæmlega hvað af þeim upplýsingum sem kærandi óski eftir verði hægt að afhenda honum fyrr en að loknum samkeyrslum, velti það á því hvaða upplýsingar séu tiltækar í heilbrigðisskrám embættisins og gæðum skráninga sem þar sé að finna. Embættið muni hins vegar vinna eins ítarlega svör við beiðni kæranda og mögulegt er.</p> <p>Umsögn embættis landlæknis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. júlí 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <p>Með erindi til embættis landlæknis, dags. 4. október 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um það hvort búið væri að afgreiða beiðni kæranda. Ef ekki óskaði nefndin upplýsinga um hvort embættið væri búið að kanna hvort framangreind samkeyrsla væri því heimil, líkt og fram hefði komið í umsögn embættisins frá því í júlí. Svar barst hinn 12. október 2023. Þar kemur fram að á dögunum hafi embættið fengið heimild frá persónuverndarfulltrúa embættisins til að hefja samkeyrslur, á grundvelli upplýsinga sem borist hefðu frá Persónuvernd. Beiðni kæranda væri umfangsmikil og nýtt fyrirkomulag við samkeyrslu kallaði á að vandað yrði til verka svo gagnasafnið yrði ópersónugreinanlegt. Vonir stæðu til að sérfræðingar embættisins gætu hafist handa við samkeyrslur í næstu viku.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um spítalainnlagnir og fjölda legudaga vegna inflúensu, COVID-19-sjúkdómsins og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili en beiðnin var nánar tilgreind í sex liðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð nr. 1088/2022 hinn 12. júlí 2022. Það var niðurstaða nefndarinnar að embætti landlæknis hefði ekki leiðbeint kæranda nægilega í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá ítrekaði úrskurðarnefndin að þótt umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi í heild sinni eða sundurliðaðar með þeim hætti sem beiðnin gerði ráð fyrir væri ekki unnt að synja beiðninni í heild sinni á þeim grunni.</p> <p>Embætti landlæknis tók beiðni kæranda til meðferðar og afhenti kæranda þau gögn sem embættið taldi mögulegt að afhenda en tók fram að mörgum atriðum í beiðninni yrði ekki svarað nema með leyfisskyldri samkeyrslu gagnagrunna sem hefðu að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar. Málinu var því vísað til úrskurðarnefndarinnar á ný.</p> <p>Embætti landlæknis hefur upplýst við meðferð málsins að það hafi fengið heimild frá persónuverndarfulltrúa embættisins til að hefja samkeyrslur og að það verði gert í því skyni að afgreiða beiðni kæranda. Nefndin telur því ljóst að embættið hafi því upplýsingabeiðni kæranda enn til meðferðar. Í ljósi þess liggur ekki fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að henni beri að vísa kæru kæranda frá nefndinni að svo stöddu. Nefndin áréttar að kærandi getur leitað til nefndarinnar að nýju ef dráttur verður á afgreiðslu málsins hjá embætti landlæknis eða verði beiðninni synjað.</p> <p>Nefndin áréttar að í 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga segir að tekin skuli ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að umfang gagnabeiðni kæranda skýri að hluta þann mikla drátt sem orðið hefur á afgreiðslu á beiðni kæranda. Nefndin beinir því til embættis landlæknis að gæta að reglum um málshraða, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 14. júní 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1157/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023 | Deilt var um rétt til aðgangs að tillögum að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2023–2033 sem voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í nóvember 2022. Af hálfu Ísafjarðarbæjar var aðallega vísað til þess að gögnin teldust til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga og því væri heimilt að undanþiggja þau upplýsingarétti almennings. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin uppfylltu skilyrði þess að teljast vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, en að hluti þeirra innihéldi upplýsingar um atvik máls sem ekki væri að finna annars staðar, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Sveitarfélagið vísaði til þess að upplýsingarnar skyldu vera undanþegnar aðgangi kæranda samkvæmt bæði 9. gr. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi sveitarfélagið ekki hafa rökstutt þá afstöðu með fullnægjandi hætti og vísaði þeim hluta kæruefnisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Ísafjarðarbæ, en staðfesti að öðru leyti ákvörðun sveitarfélagsins. | <p>Hinn 8. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1159/2023 í máli ÚNU 22120001.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Með erindi, dags. 30. nóvember 2022, kærði A synjun Ísafjarðarbæjar á beiðni um gögn.</p> <p>Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 3. nóvember 2022 lagði bæjarstjóri fram tillögu að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Í 3. lið fundargerð fundarins kemur fram að bæjarstjóri hafi borið upp sex breytingartillögur við framlögð drög að fjárhagsáætlun sem voru samþykktar einróma. Þá samþykkti bæjarstjórn einnig einróma tillögu um að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu. Samkvæmt 4. lið fundargerðarinnar lagði bæjarstjóri einnig fram framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2023–2033 til samþykktar í bæjarstjórn. Forseti bæjarstjórnar bar upp breytingartillögu um að vísa áætlunin til seinni umræðu í bæjarstjórn og var sú tillaga samþykkt einróma. Þau skjöl sem voru birt undir framangreindum fundarliðum á vefsíðu sveitarfélagsins voru umræddar breytingartillögur bæjarstjórar og tillögur um að leggja áætlanirnar fyrir bæjarstjórn.</p> <p>Sama dag og fundurinn fór fram óskaði kærandi eftir afriti af framangreindum áætlunum, afriti af gjaldskrám sem voru samþykktar á fundinum og upplýsingum um ákvörðun útsvars og fasteignagjalda. Ísafjarðarbær svaraði tölvupóstinum degi síðar og tók fram að fjárhags- og framkvæmdaáætlanir yrðu ekki gerðar opinberar fyrr en eftir síðari umræðu í bæjarstjórn. Þá tók sveitarfélagið fram að umbeðnar gjaldskrár hefðu verið birtar á vef bæjarins og leiðbeindi kæranda um hvar mætti nálgast þær. Loks veitti sveitarfélagið upplýsingar um hvert væri álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu.</p> <p>Með tölvupósti 6. nóvember 2022 tók kærandi fram að hann liti á svörin varðandi fjárhags- og framkvæmdaáætlanir sem synjun og óskaði eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Ísafjarðarbær svaraði 7. sama mánaðar og tók fram að um væri að ræða vinnugögn sem væru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 8. gr. upplýsingalaga. Samdægurs og í framhaldi af beiðni kæranda um nánari útskýringar útskýrði Ísafjarðarbær að um væri að ræða vinnugögn sem væru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 5. tölul. 6. gr., 1. mgr. 8. gr. og 1. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, enda hefði endanleg ákvörðun um afgreiðslu fjárhagsáætlunar ekki verið tekin. Þá átti kærandi í frekari samskiptum við Ísafjarðarbæ dagana 10. og 11. nóvember 2022.</p> <p>Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 1. desember 2022 lagði bæjarstjóri fram, til síðari umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2023 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024–2026, sbr. lið 2 í fundargerð. Tillagan var samþykkt með 7 atkvæðum gegn 2. Fundargerð fundarins var birt á vef sveitarfélagsins og á meðal birtra fylgiskjala var fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023–2026 (rekstrar- og efnahagsreikningur), greinargerð með fjárhagsáætlun 2023 og framkvæmdaáætlun 2023–2033.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í kæru kemur fram að kærð sé synjun á aðgengi að tillögum að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir 2023 og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023–2033 og farið sé fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál mæli fyrir um afhendingu umbeðinna gagna með skírskotun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Kærandi bendir á að samkvæmt 15. og 16. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skuli fundir sveitarstjórnar vera opnir og þá skuli auglýsa og kunngera íbúum sveitarfélagsins. Tillögur að fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar hafi verið lagðar fram á opnum fundi bæjarstjórnar og sé upptaka af fundinum aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Í sveitarstjórnarlögum sé sérstaklega kveðið á um að það skuli vera tvær umræður í sveitarstjórn um þessar áætlanir sem undirstriki mikilvægi þeirra fyrir almenningi. Þá sé um að ræða formlegar tillögur sem lagðar séu fram í bæjarstjórn til umræðu og afgreiðslu á opnum fundi.</p> <p>Opinber umræða um tillögurnar verði verulega torveld þegar ekki sé upplýst hverjar tillögurnar séu. Um sé að ræða tillögur um hvernig tekjur og útgjöld skiptast milli einstakra liða og feli synjun Ísafjarðarbæjar í sér að hvorki sé vitað hvaða breytingar séu lagðar til í rekstri né hvaða framkvæmdir lagt sé til að ráðast í. Þessi leynd sé í algerri andstöðu við tilgang ákvæða um opna bæjarstjórnarfundi sem sé að veita almenningi aðgang að mikilvægum upplýsingum meðan mál séu til meðferðar.</p> <p>Svör Ísafjarðarbæjar um að tillögurnar séu vinnugögn samkvæmt 8. gr. upplýsingalaga og því undanþegin upplýsingarétti breyti því ekki að um sé að ræða tillögur til umræðu og afgreiðslu á opnum fundi sem bæjarstjórn greiði að lokum atkvæði um. Telji bæjarstjórn að tillögurnar eigi ekki að vera opinberar geti hún ákveðið að ræða þær fyrir luktum dyrum samkvæmt 16. gr. sveitarstjórnarlaga og 12. gr. bæjarmálasamþykktar fyrir Ísafjarðabæ. Í rökstuðningi Ísafjarðarbæjar fyrir synjunin sé ekki vísað til eðlis málanna en hvorki sé um viðkvæm einkamál að ræða né viðskiptahagsmuni sveitarfélagsins. Verði því ekki séð að leyndin sem hvíli yfir þessum tveimur áætlunum sæki sér stoð í 12. gr. bæjarmálasamþykktarinnar.</p> <p>Kærandi telji algerlega óásættanlegt að bæjarstjóri geti lokað fyrir aðgang almennings og fjölmiðla og kæft opinbera umræðu um mikilvægustu tillögur sveitarstjórnar á hverju ári með því að skilgreina tillögurnar sem vinnugögn. Á það sé bent að bæði Reykjavíkurborg og Akureyrabær, svo nefnd séu tvö sveitarfélög, hafi birt umræddar áætlanir þegar við fyrri umræðu og geti hver sem er opnað þær og kynnt sér innihald þeirra.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Ísafjarðarbæjar með erindi, dags. 1. desember 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Ísafjarðarbær léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Ísafjarðarbæjar barst úrskurðarnefndinni 14. desember 2022 og meðfylgjandi henni voru gögnin sem Ísafjarðarbær taldi að kæran lyti að. </p> <p>Í umsögn Ísafjarðarbæjar er rakið að á fundi bæjarstjórnar 3. nóvember 2022 hafi drög að fjárhagsáætlun ársins 2023 verið lögð fram til fyrri umræðu (mál nr. 2022050009) auk draga að framkvæmdaáætlun 2023–2033 (mál nr. 2022050016). Framlagðar tillögur varðandi fyrrnefnda málið hafi annars vegar verið tillaga forseta bæjarstjórnar um að vísa fjárhagsáætlun 2023 til síðari umræðu og hins vegar tillaga bæjarstjóra í sex liðum þar sem um hafi verið að ræða veigameiri tillögur til grundvallarbreytinga á stefnumótun fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins árið 2023. Tillaga forseta bæjarstjórnar varðandi síðarnefnda málið hafi verið að vísa framkvæmdaáætluninni til síðari umræðu.</p> <p>Gögn sem hafi varðað eiginlegar tillögur til bæjarstjórnar hafi verið birt með fundargerð en aðgangi að öðrum skjölum hafi verið hafnað.</p> <p>Í umsögn Ísafjarðarbæjar er rakið að eftirfarandi skjöl verði að teljast vinnugögn í skilningi 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna, svo og gögn sem falli undir 5. tl. 10. gr. laganna sem fjalli um takmarkanir vegna almannahagsmuna: „sundurl_rekst_málafl. AÐALSJÓÐUR – áætlun 2023–2026 fyrri umræða.pdf“, „Fjárhagsáætlun 2023–2026 Fyrri umræða DRÖG_v2.pdf“, „sundurliðun á deildir 29.10.22“ og „Greinargerð 2023“.</p> <p>Um sé að ræða vinnugögn, það er drög að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár, og undirbúningsgögn í formi beiðna og tillagna frá sviðsstjórum, deildarstjórum og forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins um fjárheimildir ársins 2023. Fjárhæðir innan málaflokka og deilda séu ekki fullunnar og vitað sé fyrir framlagningu þeirra á fundi bæjarstjórnar að þær muni taka miklum breytingum, fjárhæðir stemmi ekki, texti í greinargerð sé gulaður og óyfirlesinn, ósamþykktur, óuppfærður og ófullunninn. Um sé að ræða gögn, tillögur og beiðnir til undirbúnings ákvörðunar og lykta máls sem varði fjárheimildir sveitarfélagsins á næstkomandi bókhaldsári.</p> <p>Umrædd gögn hafi verið unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins, fjármálastjóra, sviðsstjórum og forstöðumönnum, hver fyrir sitt starfssvið og sína deild. Þetta séu stefnumótandi tillögur og áætlanir um fjárheimildir næsta árs. Þá sé fyrirséð við framlagningu gagnanna við fyrri umræðu í bæjarstjórn að þau muni taka breytingum og hafi tekið breytingum við framlagningu. Fundur bæjarstjórnar hafi verið boðaður 29. október 2022 og gögnin send út þann dag. Þegar fundur bæjarstjórnar hafi verið haldinn 3. nóvember 2022 hafi gögnin þá þegar tekið miklum breytingum enda sé um stórt verkefni sveitarfélags að ræða sem breytist á degi hverjum á tímabilinu september til nóvember ár hvert.</p> <p>Ekki verði séð að 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiði til þess að afhenda beri þessi vinnugögn enda ekki um endanlega ákvörðun að ræða varðandi afgreiðslu máls. Umrædd gögn hafi verið lögð fram til hliðsjónar við fyrri umræðu bæjarstjórnar en lokaumræða hafi farið fram 1. desember 2022 með lokagögnum, fjárheimildum sveitarfélagsins, sem ekki verði breytt nema með gerð viðauka samkvæmt 63. gr. sveitarstjórnarlaga. Ekki verði séð að aðrir töluliðir 3. mgr. 8. gr. geri það að verkum að sveitarfélaginu beri skylda til að afhenda vinnugögnin.</p> <p>Ísafjarðarbær vísar einnig til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 902/2020 en þar hafi úrskurðarnefnd staðfest synjun Herjólfs ohf. um beiðni um að aðgang að átta mánaða uppgjöri félagsins á þeim grundvelli að um vinnugögn hafi verið að ræða. Þau sjónarmið sem hafi verið rakin í úrskurðinum eigi við í þessu máli. Umrædd gögn séu vinnugögn stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar, hrá gögn sem fyrirséð hafi verið að myndu taka breytingum og grunngögn til stefnumótandi áætlunar næsta fjárhagsárs. Þá hafi gögnin verið unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins og ekki afhent öðrum.</p> <p>Ísafjarðarbær telji jafnframt að umrædd undirbúningsgögn verði að fara leynt með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga enda yrðu fyrirhugaðar ráðstafanir þýðingarlausar og myndu ekki skila tilætluðum árangri yrðu þær á almannavitorði. Þessu til stuðnings er í umsögninni vísað til athugasemda með ákvæðinu í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingarlögum nr. 140/2012 og úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-134/2001. Í umsögninni gerir Ísafjarðarbær ítarlega grein fyrir efni úrskurðarins en þar staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um synjun á beiðni kæranda um aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík á meðan frumvarp til fjárlaga var til meðferðar á Alþingi. Þá rekur Ísafjarðarbær einnig fyrirmæli 2. og 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og tekur fram að nákvæmlega sömu sjónarmið eigi við um fjárlagagerð annars vegar og fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaga hins vegar. Í stað stofnana og fyrirtækja séu það deildarstjórar, sviðsstjórar og forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins sem skili tillögum til bæjarstjóra. Tillögur einstakra stofnana og fyrirtækja ríkisins kunni að geyma fyrirætlanir og ráðagerðir um þau atriði sem skuli koma fram í frumvarpi til fjárlaga eða tillögu að fjárhagsáætlun. Almenn vitneskja um slíkar ráðstafanir, áður en tekin hefur verið afstaða til þeirra af hálfu fjármálaráðherra/ríkisstjórnar eða bæjarstjórnar í þessu tilviki, geti augljóslega leitt til þess að þær næðu ekki tilætluðum árangri.</p> <p>Sömu sjónarmið eigi við varðandi gögn í máli nr. 2022050016, sem varði framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2023–2033, það er að gögnin falli undir undanþáguákvæði 8. gr. og 5. tl. 10. gr. laganna. Umrædd gögn heiti „Minnisblað framkvæmdaáætlun með fjárhagsáætlun 2.11.22“ og „Framkvæmdaáætlun 2023–2033 Heild.“ Gögnin séu yfirstrikuð gul, einstakar framkvæmdir ekki verðlagðar með nægilega góðum hætti auk þess sem um sé að ræða nokkurs konar „óskalistaskjal“ allrar stjórnsýslunnar og allra fastanefnda, án tillits til forgangsröðunar og hvað sé fjárhagslega mögulegt fyrir sveitarfélagið. Þar að auki verði að taka tillit til þess að í umræddu skjali komi fram verðáætlun einstakra framkvæmda hjá sveitarfélaginu. Verði skjölin birt opinberlega sé búið að fyrirgera fjárhagslegum réttindum sveitarfélagsins og hagsmunir þess að engu orðnir til að fara í verðfyrirspurn/útboð vegna einstakra verka, þar sem í umræddu gögnum komi fram áætlun sveitarfélagsins um verð og fjármögnunarnauðsyn einstakra verkefna. Verði gögnin birt muni sveitarfélagið fyrirgera stöðu sinni til að semja um og reyna að ná fram sem lægstu verði í einstakar verkframkvæmdir við framkvæmdaaðila, verktaka og önnur iðnaðarfyrirtæki og birgja. Myndi birting þessara gagna þar af leiðandi brjóta gegn 9. gr. upplýsingalaga um takmarkanir vegna einkahagsmuna, um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og lögaðila.</p> <p>Ísafjarðarbær bendir á að öll ofangreind gögn, uppfærð og rétt, hafi verið birt með fundargerð bæjarstjórnar á 503. fundi þann 1. desember 2022 þar sem fjárhagsáætlun 2023–2026 hafi verið samþykkt, auk framkvæmdaáætlunar 2023–2033. Umrædd gögn hafi verið lokaútgáfa þeirra fjárheimilda sem bæjarstjórn samþykki til reksturs sveitarfélagsins. Auk þessa hafi verið birt skjal með fundargerð bæjarstjórnar vegna framkvæmdaáætlunar 2023–2033, þar sem búið hafi verið að „hópa saman“ framkvæmdir eftir yfirheiti þeirra (tegund framkvæmda) og þannig búið að koma í veg fyrir að áætlað verð einstakra verkþátta/framkvæmd sé gert aðgengilegt birgjum, framkvæmdaaðilum og viðsemjendum sveitarfélagsins. Með þeim hætti uppfylli sveitarfélagið upplýsingaskyldu sína gagnvart íbúum og öðrum áhugasömum aðilum um fjármál sveitarfélagsins án þess að fyrirgera hagsmunum sínum.</p> <p>Samandregið telji Ísafjarðarbær að umrædd gögn sem hafi verið lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn teljist sem vinnugögn stjórnsýslu sveitarfélagsins til bæjarfulltrúa til áframhaldandi vinnu og breytinga við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2023, auk gagna sem leynt verði að fara vegna einka- og almannahagsmuna. Hið sama eigi við um framkvæmdáætlun, þar sem umrædd áætlun hafi tekið miklum breytingum eftir forgangsröðun bæjarfulltrúa og því sem talið var framkvæmanlegt hjá sveitarfélaginu, með tilliti til fjárhags og framboðs af verktökum.</p> <p>Rök kæranda um að gögnin séu nauðsynleg til lýðræðislegra samskipta geti ekki átt við enda séu umrædd gögn tillögur, drög, óstaðfestar fjárhæðir og ófullunnar afstemmingar í bókhaldi. Opinber umræða um ófullunnin gögn yrði því alltaf skökk, ómarkviss og full af rangfærslum. Sömu sjónarmið eigi við um greinargerð fjárhagsáætlunar. Hluti hennar sé „gulaður“ þar sem einstakir starfsmenn hafi ekki lesið yfir eða uppfært kafla sem snúi að þeirra sviði/málaflokki frá fyrra ári. Gögnin gefi því rangar og misvísandi upplýsingar til utanaðkomandi aðila, sem veiti engan stuðning til lýðræðislegra samskipta, og fyrirséð að þau myndu taka breytingum í meðförum bæjarstjórnar.</p> <p>Það að fundir bæjarstjórnar séu opnir og málið rætt fyrir opnum dyrum en ekki sem trúnaðarmál komi ekki í veg fyrir að gögn einstakra mála séu ekki til opinberrar birtingar. Hluti gagna vegna fyrrgreindra mála hafi verið birtur en umræður í heild sinni um þann farveg sem fjárhagsáætlun í heild sinni muni taka, það er stóra myndin, sé opin öllum sem á vilji hlýða. Umræður um einstakar fjárhæðir niður á bókhaldslykla og deildir, þegar gögnin séu á því formi sem fyrir liggi, sé engum til hagsbóta og verði að fara leynt.</p> <p>Að lokum verði að telja að ekki séu lengur lögvarðir hagsmunir til birtingar gagnanna þar sem umrædd gögn séu úrelt og hafi verið birt eftir uppfærslu þeirra frá þeim fyrstu drögum sem hafi legið fyrir fundi bæjarstjórnar þann 3. nóvember 2022. Lokagögn, fullunnin, afstemmd og réttmæt hafi verið birt með fundargerð bæjarstjórnar 1. desember 2022 og megi finna þessi gögn á vefsíðu sveitarfélagsins. Að þessu og öðru framangreindu gættu geri Ísafjarðarbær því kröfu um að málinu verði vísað frá nefndinni en til vara að synjun sveitarfélagsins á aðgangi að drögum að fjárhagsáætlun og framkvæmdaáætlun verði staðfest.</p> <p>Umsögn Ísafjarðarbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum sem og hann gerði með athugasemdum 30. sama mánaðar.</p> <p>Kærandi gerir athugasemdir við að tillögur bæjarstjóra að fjárhags- og framkvæmdaáætlun séu kallaðar drög. Um sé að ræða formlegar og fullbúnar tillögur sem hafi verið lagðar fyrir bæjarstjórn líkt og fundargerð bæjarins beri með sér. Þá blandi Ísafjarðarbær saman undirbúningsgögnum embættismanna og tillögum bæjarstjóra til bæjarstjórnar. Synjunin nái til framlagðra tillagna bæjarstjóra og farið sé fram á að þær verði birtar. Hafi bæjarstjóri tekið að einhverju leyti vinnugögn embættismanna og lagt þær fram þá séu gögnin orðnar tillögur bæjarstjóra og því ekki lengur vinnugögn. Þá séu það einkennileg rök að framlagðar tillögur verði að fara leynt þar sem þær yrðu þýðingarlausar ef þær væru á almannavitorði. Kærandi spyrji sig hvernig það megi vera að opinberun þess hvaða framkvæmdir sveitarfélagið hyggist ráðast í á næstu árum leiði til þess að þær verði þýðingarlausar og hvernig þetta megi vera með hliðsjón af birtingu annarra sveitarfélaga á sínum áætlunum.</p> <p>Synjun á erindi kæranda leiði af sér að enginn viti hverjar hafi verið tillögur bæjarstjóra í þessum tveimur mikilvægu málum. Ekki sé heldur vitað hvaða breytingar hafi verið gerðar á framlagðri tillögu, hverjir lögðu til breytingarnar eða hvernig þeim reiddi af. Aðeins liggi fyrir upplýsingar um sex tillögur bæjarstjóra en ekkert sé vitað um afgreiðslu þeirra. Af fundargerð virðist mega ráða að framlagðar tillögur hafa tekið ýmsum breytingum sem ekki sé gerð grein fyrir og hafi áætlanirnar tvær verið bornar upp í einu lagi og afgreiddar í einni atkvæðagreiðslu en því sé ósvarað hver hafi breytt framlögðum áætlunum fyrir þessa einu atkvæðagreiðslu og hvenær, hvernig og hvers vegna það hafi verið gert.</p> <p>Hafa verði í huga að tilgangur þess að bæjarstjórnarfundir séu haldnir í heyranda hljóði og almenningur hafi aðgang að tillögum sem séu lagðar fyrir bæjarstjórnar og þar ræddar og afgreiddar, sé til þess að almenningur viti og geti eftir atvikum haft áhrif á framvindu mála. Kærandi vari sérstaklega við sjónarmiðum Ísafjarðarbæjar um að skilgreina eigi tillögurnar sem undirbúningsgögn. Þá sé það varasamasta sem komi fram í bréfi Ísafjarðarbæjar sú röksemd sveitarfélagsins að gögnin verði að fara leynt með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Ísafjarðarbæjar, það er tillögum að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2023–2033 sem voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar 3. nóvember 2022. </p> <p>Ísafjarðarbær afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem sveitarfélagið taldi falla undir beiðni kæranda. Um er að ræða eftirfarandi gögn:</p> <ol> <li>Sundurl_rekst_málafl. AÐALSJÓÐUR – áætlun 2023–2026 fyrri umræða.pdf.</li> <li>Sundurliðun á deildir 29.10.22.</li> <li>Fjárhagsáætlun 2023–2026 Fyrri umræða DRÖG_v2.pdf.</li> <li>Greinargerð 2023.</li> <li>Minnisblað framkvæmdaáætlun með fjárhagsáætlun 2.11.22</li> <li>Framkvæmdaáætlun 2023–2033 Heild.</li> </ol> <p>Eins og áður hefur verið rakið var tillaga að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 ásamt þriggja ára áætlun fyrir 2024–2026 samþykkt á fundi bæjarstjórnar 1. desember 2022, sbr. lið 2 í fundargerð. Fundargerð fundarins var birt á vef sveitarfélagsins og á meðal fylgiskjala með umræddum fundarlið voru fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023–2026 - rekstrar- og efnahagsreikningur, greinargerð með fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 og framkvæmdaáætlun 2023–2033. Þá er skjal sem ber heitið „Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023. Fjárhagsyfirlit sundurliðað“ aðgengilegt á vef sveitarfélagsins.</p> <p>Í umsögn Ísafjarðarbæjar er þess krafist að málinu verði vísað frá með vísan til þess ekki séu lengur lögvarðir hagsmunir til birtingu gagnanna þar sem gögnin séu úrelt og lokagögn hafi verið birt með framangreindri fundargerð bæjarstjórnar 1. desember 2022.</p> <p>Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þessi skylda er ekki bundin því skilyrði að sá sem óskar eftir aðgangi að gögnum hafi lögvarða hagsmuni af afhendingu þeirra. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir enn fremur að hugsanleg skylda til að veita almenningi aðgang að ófullunnum gögnum líður ekki undir lok þótt endanleg útgáfa slíkra gagna sé afhent eða gerð aðgengileg almenningi.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér og borið saman annars vegar þau gögn sem Ísafjarðarbær hefur lagt fram í málinu og hins vegar þau gögn sem eru aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Þótt gögnin séu að stórum hluta sama efnis er ljóst að ekkert þeirra gagna sem Ísafjarðarbær hefur lagt fram í málinu er aðgengilegt almenningi í óbreyttri mynd á vef sveitarfélagsins. Þá er fyrrnefnt minnisblað, sbr. töluliður 5 hér að framan, ekki að finna á vef sveitarfélagsins.</p> <p>Samkvæmt framansögðu telur úrskurðarnefndin engin efni til að vísa málinu frá.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Að framangreindu frágengnu er af hálfu Ísafjarðarbæjar aðallega vísað til þess að öll umbeðin gögn teljist til vinnugagna í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og því sé heimilt að undanþiggja þau upplýsingarétti almennings eftir 5. tölul. 6. gr. laganna.</p> <p>Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8 gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.</p> <p>Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Í 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er fjallað um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Í 1. mgr. ákvæðisins segir meðal annars að sveitarstjórn skuli á hverju ári afgreiða fjárhagsáætlun fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir. Saman myndi þessar áætlanir fjögurra ára áætlun fyrir sveitarfélagið sem feli í sér heildaráætlun fyrir fjármál þess á tímabilinu, bæði A- og B-hluta samkvæmt 60. gr. laganna. Fjárhagsáætlun næsta árs skuli fela í sér bindandi ákvörðun um allar fjárhagslegar ráðstafanir sveitarfélagsins á því ári sem hún taki til, sbr. nánari fyrirmæli í 63. gr. Í 2. mgr. 62. gr. kemur meðal annars fram að fjárhagsáætlanir skuli gefa glögga mynd af rekstri sveitarfélagsins, efnahag og breytingum á handbæru fé. Einnig skuli þar koma fram greinargott yfirlit um tekjuöflun, ráðstöfun fjármuna og fjárheimildir sveitarfélagsins.</p> <p>Samkvæmt 3. mgr. 62. gr. leggur byggðarráð eða framkvæmdarstjóri, eftir því sem kveðið er á um í samþykkt um stjórn sveitarfélags, fram tillögu um fjárhagsáætlun samkvæmt 1. mgr. sama ákvæðis fyrir sveitarstjórn eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Sveitarstjórn skuli fjalla um þær á tveimur fundum sem fram skuli fara með minnst tveggja vikna millibili, sbr. einnig 2. mgr. 18. gr. laganna, og að lokinni umræðu skuli afgreiða þær, en ekki síðar en 15. desember. Þá kemur fram í 4. mgr. 62. gr. að tillögum samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins skuli fylgja upplýsingar um þær forsendur sem byggt sé á. Tillögunum skuli fylgja lýsing helstu framkvæmda og skuldbindinga sem gert sé ráð fyrir. Í athugasemdum með 62. gr. í frumvarpi því sem varð að sveitarstjórnarlögum er rakið að í 4. mgr. ákvæðisins komi fram ákveðin krafa um forsendur sem skuli fylgja tillögum að fjárhagsáætlunum en ekki sé gerð krafa um að þessi fylgigögn tillögu verði afgreidd sem hluti af fjárhagsáætlunum sjálfum.</p> <p>Í 1. mgr. 75. gr. sveitarstjórnarlaga er mælt fyrir um að ráðherra skuli, að fengnum tillögum reikningsskila- og upplýsinganefndar, setja reglugerð meðal annars um vinnslu, meðferð, form og efni fjárhagsáætlana, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Ráðherra hefur sett reglugerð í samræmi við framangreind fyrirmæli, sbr. reglugerð nr. 1212/2015, um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikning sveitarfélaga. Í 3. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar kemur fram að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga skuli vera í samræmi við form ársreiknings samkvæmt fylgiskjali II við reglugerðina. Sundurliða skuli helstu framkvæmdir og skuldbindingar sem gert sé ráð fyrir á tímabilinu. Þá kemur fram í 5. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar að samhliða gerð fjárhagsáætlunar til fjögurra ára skuli sveitarfélög sundurliða áætlaðan rekstur sinn að lágmarki í samræmi við fylgiskjal II – E (rekstraryfirlit málaflokka) og vegna fjárhagsáætlunar næsta árs í samræmi við fylgiskjal II – F (sundurliðað rekstraryfirlit málaflokka). Loks er í fylgiskjali II við reglugerð nr. 1212/2015 nánar mælt fyrir um form fjárhagsáætlana sveitarfélaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem Ísafjarðarbær hefur lagt fram í málinu. Fyrsta skjalið ber heitið „Sundurl_rekst_málafl. AÐALSJÓÐUR – áætlun 2023–2026 fyrri umræða pdf.“ en þar er að finna sundurliðað rekstraryfirlit málaflokka fyrir árið 2023 og virðist skjalið hafa verið unnið samkvæmt fyrirmynd fyrrnefnds fylgiskjals II-F með reglugerð nr. 1212/2015. Annað og þriðja skjalið bera heitin „Fjárhagsáætlun 2023–2026 Fyrri umræða DRÖG_v2.pdf.“ og „Greinargerð 2023“. Skjölin eru drög að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 og greinargerð með þeirri áætlun. Fjórða skjalið ber heitið „Sundurliðun á deildir 29.10.22“ og er þar að finna sundurliðað fjárhagsyfirlit á deildir fyrir árið 2023 ásamt sömu upplýsingum úr samþykktri áætlun 2022 og ársreikningum 2019–2021 og er yfirskrift skjalsins „Fjárhagsáætlun, sundurliðunarbók“. Endanleg útgáfa af fyrstu þremur skjölunum hér að framan voru á meðal þeirra gagna sem voru birt með fundargerð bæjarstjórnarfundar Ísafjarðarbæjar 1. desember 2022. Síðastnefnda skjalið var ekki á meðal þeirra gagna sem voru birt með fundargerðinni en endanleg útgáfa þess var birt á vef sveitarfélagsins undir heitinu „Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023. Fjárhagsyfirlit sundurliðað“. </p> <p>Fimmta skjalið, sem ber heitið „Minnisblað framkvæmdaáætlun með fjárhagsáætlun 2.11.22“, er minnisblað, dagsett 2. nóvember 2022, sem unnið var af sviðsstjóra stjórnsýslu- og framkvæmdasviðs og fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar og stílað á bæjarstjórn. Er þar rakið að í lokadrögum að framkvæmdaáætlun sé gert ráð fyrir fjárfestingum að nánar tilgreindum fjárhæðum og að uppfærð drög hafi verið unnin af bæjarfulltrúum, bæjarstjóra, sviðsstjórum og fjármálastjóra á vinnufundi 1. nóvember 2022. Þá er í minnisblaðinu að finna lista yfir verkefni, aðgreint eftir A- og B-hluta, ásamt áætluðum fjárhæðum vegna hvers verkefnis.<br /> Í sjötta skjalinu, sem ber heitið „Framkvæmdaáætlun 2023–2033. Heild.“, er meðal annars að finna yfirlit yfir tillögur að verkefnum á tímabilinu 2023–2033 ásamt stuttri lýsingu á hverju verkefni. Þá koma fram upplýsingar á hvaða árum verkefnin eru fyrirhuguð og áætluðum kostnaði, endurgreiðslu og fjárfestingu vegna hvers verkefnis. Framkvæmdaáætlunin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 1. desember 2022 og hún birt með fundargerð fundarins í nokkuð breyttri mynd. Þá var einnig gerð grein fyrir hluta áætlunarinnar í greinargerð með fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 í kaflanum „Fjárfestingar 2023–2027“. Að mati nefndarinnar virðist mega miða við að framkvæmdaáætlunin hafi verið útbúin til að fullnægja þeirri skyldu sem um er mælt í 4. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga og 3. mgr. 17. gr. reglugerðar nr. 1212/2015, það er að tillögum að fjárhagsáætlunum skuli fylgja lýsing helstu framkvæmda sem gert sé ráð fyrir.<br /> Að virtu efni framangreindra gagna og með hliðsjón af fyrrgreindum laga- og reglugerðarfyrirmælum þykir mega ráða að öll gögnin hafi verið unnin í þeim tilgangi að undirbúa það mál sem lyktaði með ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 1. desember 2022 um að samþykkja tillögu að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2023 auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2024–2026. Verður því að leggja til grundvallar að umrædd gögn hafi verið rituð eða útbúin við undirbúning ákvörðunar í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá er ekki ástæða til að vefengja upplýsingar Ísafjarðarbæjar um að gögnin hafi verið unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins til eigin afnota þess og þau ekki afhent öðrum.<br /> Að mati nefndarinnar hefur ekki áhrif í framangreindu samhengi þótt gögnin hafi verið afhent kjörnum fulltrúum bæjarstjórnar enda felur slíkt ekki í sér afhendingu til annarra í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá verður ekki ráðið að gögnin hafi verið afhent eða með öðrum hætti gerð aðgengileg þeim sem sóttu fundinn og verður hvorki ráðið af ákvæðum sveitarstjórnarlaga né samþykkt Ísafjarðarbæjar nr. 525/2021, um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar með áorðnum breytingum, að gögn sem eru lögð fram á opnum fundi bæjarstjórnar skuli afhent fundargestum eða gerð aðgengileg almenningi með öðrum hætti. Að þessu og öðru framangreindu virtu verður að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að leggja til grundvallar að umbeðin gögn teljist til vinnugagna í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <h3><strong>4.</strong></h3> <p>Enda þótt fallist sé á með Ísafjarðarbæ að skjölin uppfylli efnisleg skilyrði þess að teljast vinnugögn þarf að kanna hvort önnur rök standi til að veita almennan aðgang að þeim. Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum að veita aðgang að vinnugögnum í vissum tilvikum. Þar segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef:</p> <ol> <li>þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,</li> <li>þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,</li> <li>þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,</li> <li>þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.</li> </ol> </blockquote> <p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að með orðalaginu „upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram“ í skilningi 3. tölul. 3. mgr. ákvæðisins sé einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum sé ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki reglunni séu einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem eru tilgreind í töluliðum 1–4 í kafla 1 hér að framan og verður ekki séð að í þeim komi fram upplýsingar sem falli undir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Verður því fallist á að þessi gögn séu vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga sem Ísafjarðarbæ var heimilt að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. Er ákvörðun Ísafjarðarbæjar því staðfest hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að þessum gögnum.</p> <p>Í minnisblaði með framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar og framkvæmdaáætluninni, sbr. gögn sem eru tilgreind í töluliðum 5–6 í kafla 1 hér að framan, koma á hinn bóginn fram upplýsingar sem er ekki að finna í öðrum fyrirliggjandi gögnum.</p> <p>Í framkvæmdaáætluninni er fjallað um rúmlega hundrað tillögur að verkefnum á tímabilinu 2023–2033. Skiptist skjalið, sem er á excel-formi, meðal annars í dálkana „Verkefni“, þar sem meðal annars kemur fram hvaða málaflokki verkefni tilheyrir, „Tillaga frá“, þar sem er tiltekið hvaða stjórnsýslueining sveitarfélagsins kom með tillögu að verkefninu og „Verkþættir“, þar sem finna má stutta lýsingu á hverju verkefni. Þá er í skjalinu að finna dálkana „Áætlaður kostnaður“, „Endurgreiðslur“ og „Fjárfesting“ vegna hvers árs á tímabilinu 2023–2033 en þar er fjallað um áætlaðan kostnað og hugsanlegar endurgreiðslu vegna hvers verkefnis og er mismunur þessara fjárhæða notaður til að finna út fjárhæð fjárfestingar. Heildarfjárhæð fjárfestinga vegna hvers verkefnis er síðan að finna í dálkinum „AW“. Þá er í skjalinu að finna upplýsinga um á hvaða ári eða árum lagt sé til að ráðast í verkefnin og hvernig fjárhæðir skiptast milli ára í þeim tilvikum þar sem ráðgert er að verkefni muni taka fleiri en eitt ár. Loks koma í skjalinu fram samanlagðar heildarfjárhæðir allra verkefnanna, aðgreint eftir A- og B-hluta.</p> <p>Í minnisblaðinu er fjallað um þau verkefni sem eru áformuð árinu 2023. Kemur þar í flestum tilvikum fram sama lýsing á þessum verkefnum og er að finna í áætluninni. Þá er í minnisblaðinu að finna upplýsingar um fjárhæð hvers verkefnis, í langflestum tilvikum að teknu tilliti til hugsanlegra endurgreiðslna, sbr. dálkurinn „Fjárfesting“ hér að framan. Fjárhæðir eru í öllum tilvikum nema einu þær sömu og koma fram í framkvæmdaáætluninni. Svo sem fyrr segir hefur framangreint minnisblað ekki verið gert aðgengilegt almenningi.</p> <p>Í þeirri framkvæmdaáætlun sem var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 1. desember 2022 hafa fjárhæðir framkvæmda innan einstakra málaflokka verið lagðar saman og birtar upplýsingar um heildarfjárhæðir innan hvers málaflokks á árunum 2023–2033. Nánari upplýsingar að þessu leyti koma fram í greinargerð fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2023 en þar er að finna, ásamt þeim upplýsingum sem koma fram í framkvæmdaáætluninni, upplýsingar um áætlaðan kostnað og endurgreiðslur vegna hvers málaflokks á árinu 2023. Með hliðsjón af þessum gögnum virðast aðeins hafa átt sér stað breytingar á heildarfjárhæðum tveggja málaflokka, í báðum tilvikum vegna ársins 2023, frá þeirri framkvæmdaáætlun sem var lögð fram á fundi bæjarstjórnar 3. nóvember 2022.</p> <p>Auk framangreinds er að finna frekari upplýsingar um einstök verk í fyrirliggjandi gögnum. Í greinargerð með fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar er þannig að finna lýsingar á verkefnum á árinu 2023 sem falla undir málaflokkinn „Hafnarsjóður“ í umbeðnum gögnum án þess þó að tilteknar fjárhæðir séu tilgreindar, sbr. kaflinn „Framkvæmdir við hafnir Ísafjarðarbæjar“. Þá kemur fram í kaflanum „Vatnsveita“ að á árinu 2023 sé ætlunin að endurnýja vatnslögn frá brúarstæði í Staðardal upp í vatnslindir í Sunddal og tiltekið hver sé áætlaður kostnaður við endurnýjun lagnarinnar. Loks er tiltekið í bókun bæjarfulltrúa Í-lista vegna fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2023, sem var á meðal birtra fylgigagna með fundargerð bæjarstjórnar 1. desember 2022, að samkvæmt framkvæmdaáætlun sé ráðgert að setja nánar tilgreinda fjárhæð í nýtt gervigras á aðalvöllinn á Torfnesi og annað árið 2024.</p> <p>Gögn málsins og málatilbúnaður Ísafjarðarbæjar bera með sér að ákvörðun bæjarstjórnar hafi lotið að samþykkt þeirra verkefna sem standa að baki þeim málaflokkum sem koma fram í birtri framkvæmdaáætlun 2023–2033 og að hluta til í greinargerð með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Þá liggur fyrir að í umbeðnum gögnum er að finna upplýsingar um hvaða tilteknu verkefni er fyrirhugað að ráðast í af hálfu Ísafjarðarbæjar á árunum 2023–2033 ásamt áætluðum kostnaði þeirra. Verður því að telja að þær upplýsingar sem birtast í umbeðnum gögnum séu ómissandi til skýringar á þeim forsendum sem lágu að baki framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023–2033 og þeim hluta fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins sem laut að fyrirhuguðum verkefnum á tímabilinu 2023–2027.</p> <p>Enda þótt tilteknar upplýsingar í umbeðnum gögnum sé að finna í öðrum skjölum telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að langstærsta hluta upplýsinganna sé ekki að finna annars staðar og í öllu falli ekki með þeim samantekna hætti sem á við um umbeðin gögn. Að þessu og öðru framangreindu gættu lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að kærandi eigi rétt á aðgangi að framkvæmdaáætluninni og minnisblaðinu á grundvelli 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsinga nema aðrar takmarkanir á upplýsingarétti almennings eigi við.</p> <h3><strong>5.</strong></h3> <p>Samkvæmt framangreindu kemur til skoðunar hvort önnur ákvæði upplýsingalaga standi í vegi fyrir afhendingu minnisblaðsins og framkvæmdaáætlunarinnar en Ísafjarðarbær vísar einnig til 9. gr. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga til stuðnings ákvörðun sinni um að synja beiðni kæranda.</p> <p>Samkvæmt síðari málslið 9. gr. upplýsinga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál innihalda umbeðin gögn engar upplýsingar sem verða felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Þá skal á það bent að hagsmunir Ísafjarðarbæjar, stofnana sveitarfélagsins og fyrirtækja þess teljast ekki til þeirra einkahagsmuna sem ákvæðinu er ætlað að vernda, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 875/2020.</p> <p>Samkvæmt 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Skal veita aðgang að slíkum gögnum, eigi ekki aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum við, jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna.</p> <p>Í athugasemdum með 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem séu tilgreindir í ákvæðinu. Þá segir í athugasemdunum eftirfarandi um 5. tölul. 10. gr. laganna:</p> <blockquote> <p> Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.</p> </blockquote> <p>Þá segir einnig í athugasemdunum að ákvæðið geri ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis.</p> <p>Við mat á því hvort minnisblaðið og framkvæmdaáætlunin skuli undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er til þess að líta að ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu. Þá lýsa umbeðin gögn fyrirhuguðum verkefnum sem krefjast ráðstöfunar umtalsverðs opinbers fjármagns. Jafnframt telur úrskurðarnefndin að líta verði til þeirra markmiða að styrkja aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. gr. tölul. 1. gr. laganna. Í þessu máli liggur fyrir að kærandi er ritstjóri fjölmiðils og hefur nefndin lagt til grundvallar að fjölmiðlar hafi að jafnaði sérstaka hagsmuni af aðgangi að gögnum, sbr. úrskurði nr. 1127/2023 og 1138/2023.</p> <h3><strong>6.</strong></h3> <p>Í samhengi við 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er í umsögn Ísafjarðarbæjar vísað til þess að atvik þessa máls séu að öllu leyti sambærileg þeim sem fjallað var um í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-134/2001. Þar staðfesti nefndin ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík á meðan frumvarp til fjárlaga var til meðferðar á Alþingi með vísan til efnislega samhljóða ákvæðis eldri upplýsingalaga, sbr. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996. Eftir það ætti aðgangur að slíkum gögnum alla jafna að vera heimill og vísaði nefndin í því samhengi til úrskurðar síns í máli nr. A-130/2001.</p> <p>Eins og áður hefur verið rakið samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæja framkvæmdaáætlun fyrir árin 2023–2033 og fjárhagsáætlanir fyrir árin 2023–2026 á fundi sínum 1. desember 2022. Verður þegar af þessum ástæðum ekki fallist á með Ísafjarðarbæ að atvik þessa máls séu sambærileg þeim sem fjallað var um í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-134/2001, sbr. einnig 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í umsögn Ísafjarðarbæjar er einnig rakið að opinber birting minnisblaðsins og framkvæmdaáætlunarinnar myndi hafa í för með sér að sveitarfélagið myndi fyrirgera stöðu sinni til að semja um og reyna að ná fram sem lægstu verði í einstakar verkframkvæmdir við framkvæmdaaðila, verktaka og önnur iðnaðarfyrirtæki og birgja enda komi þar fram verðáætlun einstakra framkvæmda hjá sveitarfélaginu. Umræddar röksemdir Ísafjarðarbæjar eru settar fram til stuðnings því að gögnin skuli undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga en að mati nefndarinnar verða þær að skoðast í ljósi 5. tölul. 10. gr. laganna enda hefur ákvæðinu verið beitt til að vernda hagsmuni sambærilega þeim sem Ísafjarðarbær tiltekur í umsögn sinni.</p> <p>Við mat á því hvort heimilt sé að undanþiggja gögnin á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er að mati nefndarinnar hægt að hafa hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem hafa verið lögð til grundvallar varðandi rétt almennings til aðgangs að kostnaðaráætlunum opinberra aðila áður en framkvæmdir eru boðnar út. Í úrskurði nefndarinnar í máli nr. 993/2021 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefði verið heimilt að synja beiðni um aðgang að kostnaðaráætlunum varðandi framkvæmdakostnað verkefna við gerð nýs Landspítala, sem ekki höfðu enn verið boðin út, á grundvelli 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá var í úrskurði nr. 1047/2021 lagt til grundvallar að Reykjavíkurborg hefði verið heimilt að afmá upplýsingar um kostnaðaráætlanir vegna verkefna sem til stóð að bjóða út í samræmi við lög um opinber innkaup með vísan til 5. tölul. 10. gr. laganna. Í báðum úrskurðum var rakið að slíkar upplýsingar gætu haft verðmyndandi áhrif yrðu þær gerðar opinberar.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál má leggja til grundvallar að upplýsingar um áætlaðan kostnað tiltekinna verkefna, sem sveitarfélag tekur saman í tengslum við gerð fjárhagsáætlana, geti haft verðmyndandi áhrif yrðu þær gerðar opinberar. Á hinn bóginn verða upplýsingarnar þá að vera þess eðlis að væntanlegir viðsemjendur geti dregið af þeim ályktanir um áætlaðan kostnað sveitarfélags með sambærilegum hætti og á við þegar opinber aðili hefur tekið saman kostnaðaráætlun eða upplýsingar um heildarkostnað vegna tiltekins verkefnis sem til stendur að leita tilboða í.</p> <p>Að mati nefndarinnar eru einu upplýsingar, sem koma fram í umbeðnum gögnum og sem kunna að falla undir 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þær sem koma fram í dálkunum „Áætlaður kostnaður“ og „Fjárfestingar“ í framkvæmdaáætlun 2023–2033 auk samantektar á heildarfjárhæðum áætlaðra fjárfestinga vegna tiltekinna verkefna, sbr. dálkinn „AW“. Á hið sama við varðandi þær upplýsingar í fyrirliggjandi minnisblaði sem varða áætlaðar fjárhæðir einstakra verkefna. Verður að mati nefndarinnar þannig ekki séð hvernig upplýsingar um hvaða málaflokkum einstök verkefni tilheyra, frá hverjum tillögur stöfuðu, almennar lýsingar á verkefnum, áætlaðar endurgreiðslur og annað þess háttar geti haft í för með sér verðmyndandi áhrif og þannig leitt til þess að verkefnin yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri yrðu upplýsingarnar á almannavitorði í skilningi 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Nefndin gerir þó þann fyrirvara að Ísafjarðarbæ kunni að vera heimilt að synja um aðgang að einstökum upplýsingum í framangreindu samhengi yrði opinberun þeirra þess valdandi að unnt væri að ráða upplýsingar um áætlaðan kostnað einstakra verkefna eða fjárfestingar þeirra af framkvæmdaáætluninni eða öðrum birtum gögnum.</p> <p>Að mati nefndarinnar er lýsing fyrirhugaðra verkefna í mörgum tilvikum svo almenn að leggja má til grundvallar að opinberun upplýsinga um fjárhæðir þessara verkefna muni ekki hafa í för með sér verðmyndandi áhrif. Á þetta að lágmarki við um verkefni sem eru tilgreind í töluliðum 143, 170, 180, 184, 194, 197, 225, 226, 237, 253 í framkvæmdaáætluninni og samsvarandi verkefni í minnisblaðinu. Þá er í tölulið 155 að finna upplýsingar um áætlaðan kostnað vegna gatnagerða- og leyfisgjalda og verður ekki séð hvernig slíkar upplýsingar geta haft verðmyndandi áhrif.</p> <p>Að framangreindu slepptu hefur úrskurðarnefndin takmarkaðar forsendur til að leggja mat á hvort opinberun upplýsinga um fjárhæðir fyrirhugaðra verkefna kunni að hafa í för með sér verðmyndandi áhrif. Í þessu samhengi skal á það bent að af lýsingu margra verkefna má ráða að þau samanstandi af fleiri en einum meginþætti án þess að fyrir liggi hvernig fjárhæðir skiptist á milli þeirra þátta. Í dæmaskyni má nefna að í umbeðnum gögnum er gerð grein fyrir verkefni sem lýtur að gatnagerð og tvær götur tilgreindar í því samhengi, sbr. tölulið 175 í framkvæmdaáætluninni og samsvarandi verkefni í minnisblaðinu. Að mati nefndarinnar verður að telja vandséð að upplýsingar geti haft verðmyndandi áhrif í þessum tilvikum nema til stæði að leita eftir tilboðum í verkefnið í einu lagi.</p> <p>Í enn öðrum tilvikum er aðeins að finna almenna lýsingu á tilteknu verkefni án nánari útskýringar á hvaða þættir standa því að baki. Í dæmaskyni má nefna fyrirhugað verkefni sem lýtur að nýju gervigrasi á aðalvöll, sbr. tölulið 135 og samsvarandi verkefni í fyrirliggjandi minnisblaði. Það verkefni kann að samanstanda af þáttum sem verða boðnir út í sitthvoru lagi, svo sem því verki að fjarlægja eldra gervigras, kaupum á nýju gervigrasi og lagningu þess og hugsanlegum innri kostnaði sveitarfélagsins. Í tilvikum sem þessum er að mati nefndarinnar ekki unnt að leggja til grundvallar að opinberun upplýsinga um heildarfjárhæðir verkefna muni hafa í för með sér verðmyndandi áhrif enda gætu hugsanlegir þátttakendur í útboði fyrir verk um að fjarlægja eldra gervigras, sem dæmi, aðeins dregið mjög takmarkaðar ályktanir af upplýsingum um heildarfjárhæð verkefnisins.</p> <p>Loks skal á það bent að í framkvæmdaáætluninni er fjallað um fyrirhuguð verkefni allt til ársins 2033. Að mati nefndarinnar er ljóst að áætlaður kostnaður vegna einstakra verkefna getur breyst á milli ára, meðal annars vegna verðlagsþróunar, og er að mati nefndarinnar vandséð að hugsanlegir viðsemjendur sveitarfélagsins vegna verkefna sem eru áformuð eftir fáein ár muni geta byggt á áætlunum sem voru samþykktar í lok árs 2022. Á þetta sérstaklega við ef í áætlunum hefur ekki verið tekið tillit til hugsanlegra verðlagshækkana eða annarra atriða sem kynnu að hafa áhrif á áætlaðan kostnað til framtíðar litið. </p> <h3><strong>7.</strong></h3> <p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p>Þrátt fyrir að fyrir liggi efnisleg afstaða Ísafjarðarbæjar til afhendingar umbeðinna gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð bæjarins hafi ekki verið fullnægjandi hvað varðar synjun á beiðni kæranda um aðgang að framkvæmdaáætluninni og minnisblaðinu. Liggur þannig fyrir að ákvörðun Ísafjarðarbæjar um að synja beiðni kæranda var einungis byggð á því að um vinnugögn væri að ræða. Þá er í umsögn Ísafjarðarbæjar aðeins með almennum hætti fjallað um ástæður þess að gögnin skuli undanþegin vegna hugsanlegra verðmyndandi áhrifa og þá í samhengi við 9. gr. upplýsingalaga. Loks liggja í málinu fyrir takmarkaðar upplýsinga um þau verkefni sem er fjallað um í umbeðnum gögnum umfram þær almennu lýsingar sem þar koma fram. Eins og greinir hér að framan hefur nefndin því takmarkaðar forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvort að upplýsingar um áætlaðan kostnað og fjárfestingar vegna einstakra verkefna geti haft í för með sér verðmyndandi áhrif og þannig fallið undir undantekningarreglu 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun að hluta til úr gildi og leggja fyrir Ísafjarðarbæ að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða um túlkun 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vekur athygli kæranda og Ísafjarðarbæjar á því að samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 5. tölul. 10. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið. Sé búið að afla tilboða í tiltekin verkefni eða þegar búið að ganga frá samningum vegna þeirra er Ísafjarðarbæ ekki fært að takmarka aðgang að upplýsingum um áætlaða fjárhæð eða fjárfestingar þessara verkefna með vísan til umrædds töluliðar.</p> <p>Loks skal á það bent að í ákvörðun Ísafjarðarbæjar var ekki tekin afstaða til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnum í ríkara mæli en skylt er samkvæmt lögunum en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er skylt að gera það þegar synjun er byggð á 5. tölul. 6. gr. Þá var rökstuðningur fyrir ákvörðuninni ekki veittur fyrr en kærandi leitaði eftir því og var honum ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingalaga. Var ákvörðunin að þessu leyti ekki í samræmi við 19. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin beinir því til Ísafjarðarbæjar að gæta framvegis að þessum atriðum.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Ísafjarðarbæjar, dags. 4. nóvember 2022, um synjun á beiðni A um aðgang að skjölunum „Framkvæmdaáætlun 2023–2033. Heild“ og „Minnisblað framkvæmdaáætlun með fjárhagsáætlun 2.11.22“ er felld úr gildi og lagt fyrir Ísafjarðarbæ að taka beiðnina til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Ákvörðun Ísafjarðarbæjar er staðfest að öðru leyti.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1156/2023. Úrskurður frá 8. nóvember 2023 | Sýn hf. óskaði eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1086/2022. Í úrskurðinum var lagt til grundvallar að gögn úr botnrannsókn sem Farice ehf. hefði annast við strendur Íslands árið 2021 teldust ekki vera fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði. Úrskurðarnefndin lagði þann skilning í endurupptökubeiðni að beiðandi teldi að nefndin hefði ekki átt að leggja til grundvallar að gögn úr botnrannsókn við strendur Íslands teldust ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði, þar sem nánast öruggt mætti telja að rannsóknin hefði verið greidd úr ríkissjóði en ekki af Farice. Nefndin taldi að úrskurður nefndarinnar hefði ekki byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða að niðurstöður hans hafi byggst á atvikum sem breyst hafi verulega frá því að hann var kveðinn upp. Þá taldi nefndin röksemdir kæranda ekki leiða í ljós vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. Beiðni um endurupptöku var því hafnað. | <p>Hinn 8. nóvember 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1156/2023 í máli ÚNU 22080006.</p> <h2><strong>Beiðni um endurupptöku</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 5. ágúst 2022, fór A lögmaður, f.h. Sýnar hf., fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál ÚNU 21100005, sem lauk með úrskurði nefndarinnar nr. 1086/2022 frá 12. júlí 2022.</p> <p>Í beiðninni kemur fram að úrskurðurinn hafi byggst á ófullnægjandi, ef ekki beinlínis röngum, upplýsingum um málsatvik sem hafi leitt til rangrar niðurstöðu að mati beiðanda. Beiðandi rifjar upp að með erindi til fjarskiptasjóðs í byrjun september 2021 hafi hann óskað eftir öllum upplýsingum og gögnum sem tengdust botnrannsóknum Farice ehf. vegna lagningar nýs sæstrengs milli Íslands og Írlands. Hafi beiðandi lagt sérstaka áherslu á að fá aðgang að gögnum um rannsóknir Farice í íslenskri lögsögu, en samkvæmt heimildum beiðanda hafi rannsóknin m.a. náð yfir stórt svæði við suður- og suðvesturströnd Íslands. Tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að velja nákvæma leið sæstrengsins.</p> <p>Á meðan mál ÚNU 21100005 hafi verið til meðferðar hjá nefndinni hafi Farice tekið ákvörðun um nákvæma leið sæstrengsins og hafið lagningu hans í lok maí 2022. Ekki verði séð af úrskurði úrskurðarnefndarinnar að henni hafi verið kunnugt um þetta. Beiðandi telji að það sjónarmið sem úrskurðurinn byggi á um að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði öryggi ríkisins og mikilvægir almannahagsmunir standi til þess að þau fari leynt, geti aðeins átt við um lítinn hluta rannsóknargagnanna, þ.e. þann hluta þeirra sem inniheldur upplýsingar um sjávarbotninn á því svæði þar sem sæstrengurinn liggur. Rannsóknargögn um svæðið að öðru leyti hafi enga þýðingu fyrir rekstraröryggi strengsins. Þá valdi aðgangur að þeim engri hættu á skemmdarverkum þannig að slíkt geti réttlætt leynd yfir gögnunum, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Beiðandi gagnrýnir það að hafa ekki fengið aðgang að umsögnum sem úrskurðarnefndin hafi aflað í júní 2022, þar á meðal skýringum Alþjóðlegrar nefndar um vernd sæstrengja (ICPC), nánari upplýsingum frá fjarskiptasjóði og Farice, og verið gefinn kostur á að tjá sig um þau gögn.</p> <p>Beiðandi vísar til sjónarmiðs Farice í úrskurði nefndarinnar þess efnis að þar sem kostnaður við botnrannsókn hafi farið fram úr kostnaðaráætlun, sem fram kom í viðauka með þjónustusamningi fjarskiptasjóðs og Farice frá því í desember 2018, hafi rannsókn fyrirtækisins við strendur Íslands farið fram án styrkveitingar fjarskiptasjóðs. Af þeim sökum séu gögn þeirrar rannsóknar eign Farice en ekki fjarskiptasjóðs. Beiðandi kveður að þetta sjónarmið hafi ekki komið fram í ákvörðun fjarskiptasjóðs að synja honum um aðgang að gögnunum í október 2021. Þá virðist sjónarmiðið fyrst hafa komið fram í samskiptum við úrskurðarnefndina í júní 2022. Nefndin virðist hafa lagt það til grundvallar í úrskurði sínum, þrátt fyrir að staðhæfingunni hafi ekki fylgt upplýsingar um hver hafi staðið straum af kostnaði við rannsóknina við Íslandsstrendur sumarið 2021. Beiðandi telji nær öruggt að rannsóknin í heild sinni, þar á meðal við strendur Íslands, hafi verið greidd úr ríkissjóði. Staðhæfingar um annað séu fyrirsláttur, sem settar séu fram til að torvelda aðgang að upplýsingum.</p> <p>Í beiðninni kemur fram að beiðandi telji sig hafa beint upphaflegri beiðni til Farice að auki, þótt henni hafi verið beint til fjarskiptasjóðs. Beiðandi hafi frá upphafi lagt áherslu á að fá aðgang að botnrannsóknargögnum, hvort sem þau væru í vörslum fjarskiptasjóðs eða Farice. Hann eigi ekki að bera hallann af því að hafa ekki beint beiðni sinni til Farice, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þá hafi Farice tekið fullan þátt í meðferð þessa máls, bæði hjá fjarskiptasjóði og úrskurðarnefndinni.</p> <p>Ef fyrirætlanir beiðanda um lagningu sæstrengs gangi eftir muni strengurinn ekki liggja um það svæði sem botnrannsókn í írskri lögsögu laut að. Af þeim sökum falli beiðandi frá kröfu þess efnis að fá aðgang að þeim gögnum. Þá sé ekki farið fram á aðgang að þeim gögnum botnrannsóknarinnar við Íslandsstrendur þar sem sæstrengur Farice liggi.</p> <p>Í ljósi þess að mikill hluti þeirra gagna sem Farice aflaði við botnrannsókn við strendur Íslands sumarið 2021 innihaldi ekki upplýsingar sem varði öryggi ríkisins, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, óski beiðandi eftir því að ef málið verði tekið upp að nýju leggi úrskurðarnefndin mat á það hvort hann kunni að eiga rétt til aðgangs að þeim gögnum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Kemur það til í ljósi þess að bæði EFTA-dómstóllinn og Eftirlitsstofnun EFTA líti svo á að til staðar sé markaður fyrir alþjóðlegar gagnatengingar milli Íslands og umheimsins, þar sem Farice hafi yfirburðastöðu, en að á þeim markaði sé Sýn hf. að minnsta kosti mögulegur samkeppnisaðili (e. potential competitor).</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. ágúst 2022, gaf úrskurðarnefndin fjarskiptasjóði kost á að bregðast við beiðninni um endurupptöku. Var frestur til þess veittur til 24. ágúst 2022. Fjarskiptasjóður brást við erindinu daginn eftir. Í erindinu kom fram að þau gögn sem beiðnin lyti að væru ekki í eigu sjóðsins heldur Farice. Það væri óeðlilegt og ósanngjarnt að fjarskiptasjóður svaraði fyrir hönd Farice þegar kæmi að þessum gögnum, gerði afstöðu félagsins að sinni eða ritskoðaði afstöðu félagsins gagnvart úrskurðarnefndinni. Úrskurðarnefndin féllst á beiðni sjóðsins um viðbótarfrest til 31. ágúst 2022.</p> <p>Úrskurðarnefndinni bárust viðbrögð frá fjarskiptasjóði hinn 31. ágúst 2022. Viðbrögðunum fylgdu einnig athugasemdir frá Farice, sem sjóðurinn aflaði í tilefni af beiðninni um endurupptöku. Í erindi fjarskiptasjóðs kemur fram að sjóðurinn hafi alltaf talið ljóst að gagnabeiðni beiðanda beindist að gögnum á vegum og í eigu sjóðsins. Ekkert við meðferð málsins hafi gefið til kynna að sjóðurinn hefði yfir að ráða öðrum gögnum en þeim sem styrkur úr sjóðnum tók til.</p> <p>Í erindinu kemur fram að fjarskiptasjóður hafi ekki sérstaka hagsmuni af því að afhenda ekki gögn úr umræddri botnrannsókn. Fyrir hafi legið allan tímann að fjarskiptasjóður ætti aðeins upphaflegu botnrannsóknina við Írlandsstrendur. Eignarhald á þeim gögnum hafi komið til áður en ljóst var hvort sæstrengurinn yrði yfir höfuð lagður og með hvaða hætti. Styrkur sjóðsins til að gera botnrannsókn við Írlandsstrendur hafi í fyrsta lagi verið veittur til að ganga úr skugga um hvort það væri hægt að leggja strenginn til þess landtökustaðar sem hafi orðið fyrir valinu. Í öðru lagi hafi þurft niðurstöðu rannsóknarinnar til að undirbyggja kostnaðaráætlun til grundvallar ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um fjármögnun, smíði og lagningu á nýjum sæstreng á þeirri leið sem varð fyrir valinu. Samningur um styrk til Farice vegna botnrannsóknar við Írland hafi legið fyrir áður en ríkisstjórnin hafði tekið skuldbindandi ákvörðun í þeim efnum.</p> <p>Í athugasemdum Farice, dags. 31. ágúst 2022, kemur fram að þar sem fjarskiptasjóður sé einungis rétthafi að þeim botnrannsóknargögnum sem varði könnun við Írlandsstrendur sé sjóðurinn ekki bær til að taka ákvörðun um afhendingu gagna sem séu í eigu Farice og varði botnrannsóknir við Ísland. Þannig geti gagnabeiðni til fjarskiptasjóðs aðeins lotið að þeim gögnum sem varði botnrannsókn við Írlandsstrendur. Þau rannsóknargögn varði ekki önnur svæði en þau sem strengurinn liggur á. Ástæða þess sé sú að botnrannsóknarvinnan fer fram á vegum þriðja aðila sem skilar nákvæmri skýrslu um það svæði þar sem endanleg leið strengsins liggur. Sjóðurinn fari því ekki með eignarhald á botnrannsóknargögnum um önnur svæði en þau sem strengurinn liggur á.</p> <p>Farice vísar til þess að í umsögn sinni til fjarskiptasjóðs frá 21. september 2021 komi fram að þær botnrannsóknir sem félagið vann fyrir sjóðinn byggist á samningi aðilanna frá árinu 2019 og séu eign sjóðsins. Á grundvelli þess samnings hafi Farice gert könnun á hafsbotni frá ströndum Írlands að mörkum efnahagslögsögunnar þar sem hún skarast við efnahagslögsögu Bretlands.</p> <p>Beiðandi hafi raunar sent erindi til Farice hinn 17. desember 2021 þar sem óskað hafi verið eftir afstöðu félagsins til þess hvort það teldi sig eiganda afurða rannsóknarinnar eða hvort afurðin væri eign fjarskiptasjóðs. Teldi félagið sig eiganda gagnanna væri óskað eftir aðgangi að þeim.</p> <p>Í svari Farice frá 25. janúar 2022 hafi komið fram að afurðir botnrannsókna í írskri efnahagslögsögu væru eign fjarskiptasjóðs en afurðir rannsókna við Ísland eign Farice. Beiðni um aðgang að gögnunum hafi verið hafnað með vísan til 9. og 10. gr. upplýsingalaga, og beiðanda leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Það sé því rangt að beiðandi hafi fyrst haft vitneskju um eignarhald gagnanna í júní 2022 heldur hafi hann verið upplýstur um það í janúar sama ár. Tilvísun beiðanda til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga varðandi skyldu stjórnvalds til að framsenda erindi sem ekki snertir starfssvið þess á réttan stað, hafi ekki þýðingu í málinu nú þar sem fyrir liggi að hann hafi óskað eftir gögnunum hjá Farice líka.</p> <p>Erindi fjarskiptasjóðs og Farice voru kynnt beiðanda með erindi, dags. 5. september 2022, og honum veittur kostur á að bregðast við þeim. Viðbrögð beiðanda bárust nefndinni hinn 19. september 2022. Í erindinu kemur fram að beiðandi telji nú ágreiningslaust að Farice búi yfir ítarlegum gögnum um rannsóknir á hafsbotni við Íslandsstrendur, auk rannsókna á lendingarstöðum við Reykjanes, m.a. í Mölvík, Hraunsvík, Selvík og Þorlákshöfn.</p> <p>Fullyrðingar fjarskiptasjóðs um að aðeins hluti botnrannsóknargagnanna sé í eigu sjóðsins telur beiðandi vera ótrúverðugar. Í samningi sjóðsins og Farice frá því í desember 2018 komi fram að félaginu sé falið að annast opinbera þjónustu fyrir hönd sjóðsins. Í 12. gr. samningsins sé tekið fram að verkefnið nái til leiðarinnar milli Íslands og Írlands. Hvergi sé þess getið í samningnum að aðeins helmingur leiðarinnar skuli rannsakaður. Það sé ekki í samræmi við ummæli fjarskiptasjóðs um að verkefnið væri unnið í þágu markmiða fjarskiptaáætlunar stjórnvalda um að fjölga fjarskiptatengingum Íslands við umheiminn. Gögn sem lágu til grundvallar samningnum styðja heldur ekki fullyrðingar sjóðsins um að allan tímann hafi legið fyrir að fjarskiptasjóður ætti aðeins botnrannsóknina við Írlandsstrendur.</p> <p>Beiðandi telur að aldrei hafi annað staðið til en að botnrannsókn yrði gerð í þágu fjarskiptasjóðs og næði til alls verkefnisins, ekki aðeins rannsókna í írskri efnahagslögsögu. Í samskiptum beiðanda við fjarskiptasjóð í febrúar 2019 hafi komið fram af hálfu sjóðsins að afurð botnrannsóknarinnar yrði eign fjarskiptasjóðs en ekki Farice.</p> <p>Það sé rétt sem komi fram í erindi Farice í máli þessu að beiðanda hafi verið kunnugt um það í janúar 2022 að Farice teldi sig eiganda botnrannsóknargagna við Íslandsstrendur. Hins vegar hafi beiðandi litið á það sem órökstudda staðhæfingu sem erfitt væri að taka trúanlega. Beiðandi telur að sú breytta afstaða fjarskiptasjóðs um eignarhald á gögnunum eigi rætur að rekja til ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands að fela Farice að annast lagningu og rekstur nýs sæstrengs frá 11. september 2020.</p> <p>Í fylgiskjali með þjónustusamningi fjarskiptasjóðs og Farice frá því í desember 2018 komi fram að áætlaður heildarkostnaður vegna botnrannsóknanna sé 1,9 millj. evrur. Sá skilningur fái stuðning í ársreikningi Farice fyrir árið 2021. Þar segir að tekjur félagsins af þjónustusamningnum hafi numið um 1,6 millj. evrum á árinu 2020 og rúmlega 220 þús. evrum á árinu 2021, samtals rúmlega 1,8 millj. evrum. Í reikningnum segi að heildarkostnaður við rannsóknina hafi verið 1,9 millj. evrur, og að hún hafi hafist árið 2019 og lokið árið 2021. Kostnaðurinn hafi verið bókfærður sem „rannsóknar- og þróunarkostnaður“ í rekstrarreikningi. Hafi kostnaður við botnrannsóknir farið fram úr áætlunum, líkt og Farice hefur haldið fram, verði því a.m.k. ekki fundin stoð í ársreikningi félagsins. Þá verði ekki ráðið að úrskurðarnefndin hafi haft undir höndum gögn sem styðji að kostnaður við rannsóknina hafi farið fram úr áætlunum. Að öllu framangreindu virtu sé ljóst að Farice sé ekki eigandi botnrannsóknargagna við Íslandsstrendur.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli ÚNU 21100005, sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1086/2022 frá 12. júlí 2022, var deilt um rétt til aðgangs að gögnum úr botnrannsókn sem fjarskiptasjóður gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands. Í úrskurði nefndarinnar var lagt til grundvallar að gögn úr botnrannsókn sem Farice hefði annast við strendur Íslands árið 2021 teldust ekki vera fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Nefndin staðfesti þá ákvörðun fjarskiptasjóðs að synja kæranda um aðgang að gögnum úr botnrannsókn við strendur Írlands, með vísan til þess að þau innihéldu upplýsingar sem vörðuðu öryggi ríkisins og mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að aðgangur að þeim væri takmarkaður, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 24. gr. stjórnsýslulaga er að finna ákvæði um endurupptöku stjórnsýslumáls. Þar kemur í 1. mgr. fram eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p> <ol> <li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</li> <li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin. </li> </ol> </blockquote> <p>Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í beiðni um endurupptöku að beiðandi telji að úrskurðurinn hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, því að meðan málið hafi verið til meðferðar hjá nefndinni hafi nákvæm leið fjarskiptasæstrengsins verið ákveðin og þar af leiðandi innihaldi aðeins sá hluti botnrannsóknargagnanna þar sem strengurinn liggur upplýsingar sem varði öryggi ríkisins, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en ekki gögnin í heild sinni líkt og lagt hafi verið til grundvallar í úrskurði nefndarinnar. Þá kemur fram í beiðninni að beiðandi falli frá kröfu um að fá aðgang að botnrannsóknargögnum úr írskri lögsögu, sem og þeim gögnum úr íslenskri lögsögu sem varða svæðið þar sem fjarskiptasæstrengurinn var lagður.</p> <p>Líkt og fram hefur komið var það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í úrskurði nr. 1086/2022 að gögn úr botnrannsókn við strendur Íslands teldust ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði. Þannig var aðeins tekin efnisleg afstaða til réttar til aðgangs að gögnum úr botnrannsókn í írskri efnahagslögsögu, sem nú liggur fyrir að beiðandi krefst ekki lengur aðgangs að.</p> <p>Af endurupptökubeiðni verður einnig ráðið að beiðandi telji að nefndin hafi ekki átt að leggja til grundvallar að gögn úr botnrannsókn við strendur Íslands teldust ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði, þar sem nánast öruggt megi telja að rannsóknin hafi verið greidd úr ríkissjóði en ekki af Farice. Sú staðhæfing að gögnin lægju ekki fyrir hjá sjóðnum hafi fyrst komið fram í samskiptum við nefndina í júní 2022 og henni hafi ekki fylgt upplýsingar um hver fjármagnaði rannsóknina. Þá telji beiðandi sig hafa beint upphaflegri gagnabeiðni til Farice líka, þótt henni hafi formlega aðeins verið beint til fjarskiptasjóðs, og að hann eigi ekki að bera hallann af því að fjarskiptasjóður hafi ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <p>Í hinni kærðu ákvörðun fjarskiptasjóðs í máli ÚNU 21100005, dags. 6. október 2021, kom ekki fram hvaða botnrannsóknargögn lægju fyrir hjá sjóðnum. Í umsögn fjarskiptasjóðs til úrskurðarnefndarinnar, dags. 16. desember 2021, kom hins vegar fram að málið varðaði gögn úr botnrannsókn við Írland og að þau væru í vörslum Farice. Það voru þau gögn sem afhent voru úrskurðarnefndinni samhliða umsögn sjóðsins. Þá kom fram í afstöðu Farice, dags. 21. september 2021, sem fjarskiptasjóður aflaði og kæranda var afhent í lok maí 2022, að gögnin vörðuðu botnrannsóknir við strendur Írlands og að kannað hefði verið 75 kílómetra svæði frá Galway og út fyrir Araneyjar. Í júní 2022 kom svo fram í samskiptum nefndarinnar við fjarskiptasjóð að botnrannsókn við strendur Íslands hefði verið gerð án aðkomu sjóðsins. Af þeim sökum væru þau gögn ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði. Að svo búnu taldi úrskurðarnefndin nægar forsendur fyrir því að slá föstu í úrskurði nefndarinnar nr. 1086/2022 að gögnin væru ekki fyrirliggjandi hjá fjarskiptasjóði.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt 5. og 14. gr. upplýsingalaga nær til gagna sem liggja fyrir hjá þeim aðila sem beiðni er beint að. Það að tiltekinn aðili kunni að hafa búið til gagn eða fjármagnað gerð þess gerir ekki eitt og sér að verkum að það teljist vera fyrirliggjandi hjá honum, heldur skiptir máli hvort aðilinn hafi gagnið í vörslum sínum. Þegar sá sem kæra beinist að fullyrðir að þau gögn sem óskað hefur verið eftir séu ekki í vörslum sínum hefur úrskurðarnefndin almennt ekki forsendur til að draga slíka fullyrðingu í efa. Úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er, sbr. 20. gr. upplýsingalaga. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar geta þau ekki talist fyrirliggjandi í þessum skilningi og ber að staðfesta ákvörðun þess aðila sem kæra beinist gegn að því marki sem hún lýtur að slíkum gögnum. Þá heyrir það ekki undir nefndina að hafa eftirlit með því hvernig varðveislu gagna er háttað hjá þeim aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekkert fram komið um að úrskurður nefndarinnar nr. 1086/2022 hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða að niðurstöður hans hafi byggst á atvikum sem breyst hafi verulega frá því að hann var kveðinn upp. Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefndinni eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til framangreinds er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar nr. 1086/2022 frá 12. júlí 2022.</p> <p>Líkt og kom fram í úrskurðinum er Farice ehf. alfarið í eigu íslenska ríkisins og fellur því undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Beiðanda er fært að óska að nýju eftir gögnum um botnrannsóknir á vegum félagsins við strendur Íslands. Verði honum synjað um aðgang að þeim gögnum er honum fært að bera þá ákvörðun undir úrskurðarnefndina, sbr. 20. gr. upplýsingalaga, sem sker úr um rétt hans til aðgangs að þeim.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A lögmanns, f.h. Sýnar hf., um endurupptöku máls ÚNU 21100005 sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1086/2022 frá 12. júlí 2022, er hafnað.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1155/2023. Úrskurður frá 20. október 2023 | Kærandi óskaði eftir að fá afhent gögn frá Reykjavíkurborg sem vörpuðu ljósi á það fyrirkomulag sem væri viðhaft hjá borginni varðandi ráðstöfun fræsisvarfs. Reykjavíkurborg afhenti kæranda nokkurt magn af gögnum sem vörðuðu fræsun malbiksslitlaga. Af hálfu Reykjavíkurborgar var fullyrt að engin frekari gögn lægju fyrir sem fallið gætu undir beiðni kæranda. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og var ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest. | <p>Hinn 20. október 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1155/2023 í máli ÚNU 23080006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 10. ágúst 2023, kærði A lögmaður, f.h. Colas Ísland ehf., afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni um gögn. Málsatvik eru þau að Colas Ísland varð hlutskarpast í útboði Reykjavíkurborgar um fræsun á yfirborði malbikaðra gatna í Reykjavík vegna endurnýjunar malbiksslitlaga. Félagið gekk í kjölfarið til samninga við borgina um verkið.</p> <p>Á verkfundi með Reykjavíkurborg og eftirlitsaðila nokkru síðar kom fram að ráðstafa ætti hluta af fræsisvarfi til aðila sem sinna malbikun gatna (yfirlagna) hjá borginni. Colas Ísland ehf. mótmælti því fyrirkomulagi og benti á að það væri ekki í samræmi við það sem fram kæmi í útboðsgögnum um ráðstöfun fræsisvarfs.</p> <p>Kærandi telur að framangreind ráðstöfun sé til þess fallin að hafa áhrif á félagið; þannig sé mál með vexti að Colas Ísland ehf. hafi tekið þátt í tveimur öðrum útboðum um malbiksyfirlagnir hjá Reykjavíkurborg. Í báðum útboðum hafi félagið átt næstlægsta tilboðið. Í gögnum þeirra útboða hafi ekki verið tilgreint að Reykjavíkurborg notaði fræsisvarf úr fræsiverkefnum borgarinnar í malbiksverkefni á hennar vegum. Félagið hafi ástæðu til að ætla að aðrir bjóðendur í þeim útboðum hafi vitað af þessu fyrirkomulagi og þar með getað boðið lægra verð, vitandi að hluti þess hráefnis sem þyrfti í verkið fengist frá Reykjavíkurborg.</p> <p>Af þessu tilefni óskaði kærandi hinn 30. maí 2023 eftir aðgangi að upplýsingum og gögnum hjá Reykjavíkurborg í þremur töluliðum í tengslum við málið. Þar á meðal var eftirfarandi fyrirspurn:</p> <blockquote> <p>Hvenær var það fyrirkomulag innleitt við vegagerð á vegum verkkaupa, Reykjavíkurborgar, að veita þeim verktökum sem sjá um malbikun (yfirlagningu) jafngildi þess fræsisvarfs sem þeir nýta af malbikskurli í nýtt malbik við yfirlagnir hjá borginni? Var slíkt fyrirkomulag viðhaft og þá að hvaða magni á árunum 2020–2022?</p> </blockquote> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 16. júní 2023, kom fram um þennan lið erindisins að ekki væri um að ræða beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum heldur spurningu sem ekki yrði krafist svara við á grundvelli upplýsingalaga. Mögulega mætti afmarka beiðnina betur þannig að tilgreint væri hvaða gögnum væri leitað eftir, lægju þau fyrir. Sjálfsagt væri að aðstoða kæranda við slíka afmörkun. Svarinu fylgdi nokkuð magn gagna um fræsun malbiksslitlaga í Reykjavík fyrir árin 2020 til 2022, þar á meðal lokaskýrslur eftirlits, verkfundargerðir og lokaúttektargerðir.</p> <p>Í svari kæranda, dags. 28. júní 2023, kom fram að það ættu að vera til gögn í tengslum við framangreinda fyrirspurn um fyrirkomulag Reykjavíkurborgar um ráðstöfun fræsisvarfs. Væri beiðnin því ítrekuð. Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 6. júlí 2023, kom fram að gögn um það sem óskað væri eftir í þriðja lið væru ekki til. Í svari kæranda, dags. 12. júlí 2023, kemur fram að ólíklegt sé að fyrirkomulag Reykjavíkurborgar um ráðstöfun fræsisvarfs hafi komist á munnlega án þess að slíkt væri rætt á fundum og skrásett. Væri beiðnin því ítrekuð. Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 18. júlí 2023, kom aftur fram að gögnin væru ekki til.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 10. ágúst 2023, og borginni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 24. ágúst 2023. Í umsögninni kemur fram að ekkert fyrirkomulag eða vinnureglur séu til um fyrirkomulag Reykjavíkurborgar um ráðstöfun fræsisvarfs sem kæran lýtur að. Gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki til.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. ágúst 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. september 2023, er dregið í efa að ekki séu til gögn sem heyri undir beiðni kæranda. Reykjavíkurborg hafi í kærumáli kæranda hjá kærunefnd útboðsmála tekið fram í athugasemdum til nefndarinnar að með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum hefði borgin lagt upp með í auknum mæli að endurnýta fræsisvarf í malbikunarframkvæmdum. Ummælin beri með sér að einhvers konar vinnureglur eða fyrirkomulag hljóti að vera til.</p> <p>Með erindi, dags. 3. október 2023, veitti úrskurðarnefndin Reykjavíkurborg færi á að bregðast við umsögn kæranda. Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 4. október 2023, kom fram að kærandi og borgin hefðu átt í samskiptum í septembermánuði vegna kærumála hjá kærunefnd útboðsmála og úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í þeim samskiptum hefði kærandi fallist á þær röksemdir Reykjavíkurborgar að engin gögn væru til um fyrirkomulag um ráðstöfun fræsisvarfs.</p> <p>Þar hefði einnig komið fram af hálfu Reykjavíkurborgar að í útboðum vegna fræsinga og malbiksyfirlagna hefði alltaf verið unnið eftir þeim skilningi að borgin hefði rétt til að nýta það fræs sem til félli. Svo virtist sem notkun fræss og eftirspurn eftir því hefði nýlega aukist. Hjá borginni væri nú til skoðunar hvort tilefni væri til að skerpa á útboðsskilmálum enn frekar varðandi áskilnað borgarinnar gagnvart eignar- og ráðstöfunarheimildum yfir fræsisvarfi. Með því væri ekki ætlunin að víkja frá gildandi framkvæmd heldur árétta þann skilning sem borgin legði þegar til grundvallar og unnið væri eftir.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.</p> <p>Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur afhent kæranda nokkurt magn af gögnum sem varða fræsun malbiksslitlaga í Reykjavík fyrir árin 2020 til 2022. Hins vegar er fullyrt af hálfu borgarinnar að engin gögn liggi fyrir sem heyri undir gagnabeiðni kæranda, svo sem vinnureglur eða önnur gögn sem útskýri fyrirkomulag borgarinnar varðandi ráðstöfun fræsisvarfs. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar.</p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar loks að það kemur í hlut annarra aðila en nefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna, sbr. 27. gr. upplýsingalaga. Vísast í þessu sambandi einkum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 18. júlí 2023, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1154/2023. Úrskurður frá 20. október 2023 | Deilt var um synjun Tækniskólans á beiðni kæranda um aðgang að skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar um athugun á fylgni skólans við lög og reglugerðir. Úrskurðarnefndin rakti að gildissvið upplýsingalaga næði til einkaaðila, meðal annars þegar þeim væri falið að sinna þjónustu sem kveðið væri á um í lögum að stjórnvald skyldi sinna. Tækniskólinn væri að öllu leyti í eigu einkaaðila. Að mati nefndarinnar gætu starfsmannamál skólans hins vegar ekki talist vera hluti af þeirri opinberu þjónustu sem skólanum væri falið að veita samkvæmt lögum um framhaldsskóla. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p>Hinn 20. október 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1154/2023 í máli ÚNU 23070015.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 25. júlí 2023, kærði A synjun Tækniskólans á beiðni hans um gögn. Samkvæmt kæru rekur kærandi upphaf málsins til þess að kennari við Tækniskólann hafi unnið verkefni í meistaranámi í kynjafræði við Háskóla Íslands, þar sem fram kæmi að innan […] Tækniskólans væri karlremba og eitruð karlmennska ríkjandi. Kærandi […] hafi fengið þær skýringar frá höfundi verkefnisins að staðhæfingin væri raunar ekki byggð á rannsóknum eða gögnum.</p> <p>Í framhaldi af þessu telur kærandi að borið hafi á breyttu viðhorfi í sinn garð sem kennara. Þá hafi hann verið kallaður á fund með stjórnendum þó nokkrum sinnum þar sem hann hafi verið upplýstur um kvartanir frá nemendum vegna framkomu kæranda. Kærandi hafi hins vegar ekki fengið neinar haldbærar sannanir fyrir því að fótur væri fyrir þessum kvörtunum. Kærandi hafi verið ósáttur við viðbrögð skólastjórnenda, sem hann teldi ekki í samræmi við stefnur, markmið og gildi skólans. Því hafi hann óskað eftir að gerð yrði fagleg og hlutlaus rannsókn á fylgni skólans við lög og reglugerðir um vinnuvernd og nánar tilgreindar stefnur Tækniskólans. Í framhaldi af þeirri ósk hafi kærandi verið sendur í leyfi meðan málið væri til rannsóknar.</p> <p>Sálfræði- og ráðgjafastofunni Lífi og sál hafi verið falið að gera rannsóknina. Hinn 22. júní 2023 hafi stjórnarformaður Tækniskólans tjáð kæranda að niðurstöður rannsóknarinnar lægju fyrir og að óskað væri eftir fundi með kæranda til að fara yfir þær. Daginn eftir hafi kærandi óskað eftir að fá skýrslu Lífs og sálar afhenta. Sú ósk hafi verið ítrekuð hinn 7. júlí 2023. Hinn 13. júlí 2023 hafi kærandi fengið þá skýringu að Tækniskólinn teldi sér óheimilt að afhenda skýrsluna í heild. Kærandi hafi fengið hluta hennar afhentan hinn 17. júlí 2023, þar sem upplýsingar um aðra en kæranda væru afmáðar.</p> <p>Í kæru kemur fram að leitað sé liðsinnis úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að meta hvaða gagna kærandi geti krafist að fá í hendur á þessu stigi málsins. Hann telji rétt að krefjast skýrslu Lífs og sálar án útstrikana, auk fleiri gagna.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Tækniskólanum með erindi, dags. 27. júlí 2023, og skólanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Tækniskólinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Tækniskólans og gögnin sem kæran lýtur að bárust úrskurðarnefndinni hinn 11. ágúst 2023. Í umsögninni eru gerðar athugasemdir við tiltekin atriði í lýsingu kæranda á málavöxtum. Þá er rakið að í skýrslu Lífs og sálar hafi niðurstaðan verið sú að stofan teldi hvorki að stjórnendur Tækniskólans hefðu lagt kæranda í einelti né vanrækt að sinna sínum skyldum varðandi sálfélagslega áhættuþætti á vinnustaðnum varðandi kæranda.</p> <p>Tækniskólinn telur í umsögninni að vísa beri kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, þar sem kæruefnið falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Því til stuðnings er vísað til þess að Tækniskólinn sé einkaaðili og falli aðeins undir gildissvið laganna að svo miklu leyti sem gögn sem óskað er eftir hafi orðið til vegna framkvæmdar á opinberum verkefnum, eða tengist þeim með beinum hætti, sbr. 3. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Umsögn Tækniskólans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. ágúst 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 30. ágúst 2023. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar í heild sinni. Skýrslan ber heitið „Skýrsla vegna beiðni um athugun á fylgni við lög og reglugerðir“. Í skýrslunni er rakið að Tækniskólanum hafi borist kvörtun frá kæranda, sem telji að stjórnendur auk stjórnarformanns skólans hafi brugðist skyldum sínum varðandi sálfélagslegt öryggi kæranda á vinnustað auk þess sem framkoma tiltekinna aðila gagnvart honum gæti flokkast sem einelti.</p> <p>Í kæru er listi yfir gögn sem kærandi telji rétt að krefja Tækniskólann um afhendingu á. Samkvæmt skilningi nefndarinnar á gögnum málsins lýtur hin kærða ákvörðun aðeins að skýrslu Lífs og sálar. Af þeim sökum er í úrskurði þessum aðeins tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að því gagni. Það fellur ekki innan verksviðs úrskurðarnefndarinnar að veita ráðgjöf eða aðstoð við undirbúning upplýsingabeiðni til aðila sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga. Vísast í því sambandi til ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, sem starfar á grundvelli 13. gr. a upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Samkvæmt 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Samkvæmt 3. gr. laganna taka þau einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.</p> <p>Tækniskólinn er einkahlutafélag sem er að öllu leyti í eigu einkaaðila, þ.e. Samtaka iðnaðarins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík og Samorku, samtaka raforku-, hita- og vatnsveita. Skólinn starfar á grundvelli þjónustusamnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið (nú mennta- og barnamálaráðuneytið) um kennslu á framhaldsskólastigi. Hann er að mestu leyti rekinn fyrir opinbert fé og lög um framhaldsskóla, nr. 92/2008, gilda um starfsemi hans. Gögn í vörslum Tækniskólans sem lúta að því þjónustuhlutverki sem skólinn sinnir á grundvelli þeirra laga kunna því eftir atvikum að falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 3. gr. laganna.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta starfsmannamál Tækniskólans hins vegar ekki talist vera hluti af þeirri opinberu þjónustu sem skólanum er falið að veita samkvæmt lögum nr. 92/2008 og eru starfsmenn hans ekki opinberir starfsmenn, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Við túlkun 3. gr. upplýsingalaga verður að hafa í huga að ákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að tryggja samræmi og jafnræði borgaranna þegar kemur að framkvæmd opinberrar þjónustu. Í ákvæðinu felst þannig að stjórnvöld geta ekki fært verkefni sem þeim eru falin með lögum og ella hefðu fallið undir upplýsingalög undan gildissviði laganna með því að semja við einkaaðila um rækslu þeirra.</p> <p>Að mati nefndarinnar eiga framangreind sjónarmið ekki við um þau gögn sem deilt er um aðgang að í þessu máli. Verður þá að líta til þess að gögnin eru til komin vegna kvörtunar kæranda, sem var starfsmaður skólans, yfir háttsemi stjórnenda Tækniskólans og varða því ekki framkvæmd opinberrar þjónustu gagnvart borgurunum. Með vísan til framangreinds fellur efni kæru í þessu máli utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 25. júlí 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1153/2023. Úrskurður frá 20. október 2023 | Deilt var um synjun Akraneskaupstaðar á beiðni kæranda um aðgang að skipulagslýsingum sem lagðar höfðu verið fram á fundi skipulags- og umhverfisnefndar sveitarfélagsins. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni voru kæranda afhend gögnin. Þar sem ljóst var að ekki lægi lengur fyrir ákvörðun að synja kæranda um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p>Hinn 20. október 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1153/2023 í máli ÚNU 23060001.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 1. júní 2023, kærði A synjun Akraneskaupstaðar á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 17. maí 2023 eftir aðgangi að skipulagslýsingum sem lagðar hefðu verið fram á fundi skipulags- og umhverfisnefndar tveimur dögum áður, annars vegar varðandi breytingar á aðalskipulagi Akraness (Jaðarsbakkar) og hins vegar breytingar á deiliskipulagi (Jaðarsbakkar). Erindið var ítrekað í tvígang.</p> <p>Svar Akraneskaupstaðar barst hinn 31. maí 2023. Þar kom fram að litið væri svo á að málið væri enn í vinnslu hjá bæjaryfirvöldum. Því væri erindi kæranda synjað.</p> <p>Kæran var kynnt Akraneskaupstað með erindi, dags. 2. júní 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Akraneskaupstaður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í erindi Akraneskaupstaðar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 20. júní 2023, var upplýst um að skipulagslýsingin hefði verið afgreidd af bæjarstjórn á fundi hennar hinn 13. júní 2023 og gagnið birt sem fylgiskjal með fundargerðinni. Sama dag hefði kærandi verið upplýstur um þetta og honum beint á vefslóð á síðu Akraneskaupstaðar þar sem gagnið væri að finna.</p> <p>Með erindi, dags. 22. júní 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu kæranda til þess hvort málinu skyldi haldið áfram hjá nefndinni eða hvort kærandi teldi afhendingu Akraneskaupstaðar vera fullnægjandi þannig að fella mætti niður málið. Kærandi brást við erindinu samdægurs og kvaðst vilja að nefndin skæri úr um það hvort Akraneskaupstað hefði borið að afhenda sér umbeðin gögn þegar hann bað fyrst um þau, því kærandi hefði enga tryggingu fyrir því að þau gögn sem honum hefðu verið afhent 13. júní 2023 væru þau sömu og hann óskaði eftir í upphafi.</p> <p>Úrskurðarnefndin gaf Akraneskaupstað kost á að koma á framfæri umsögn um kæruna í ljósi afstöðu kæranda hinn 22. júní 2023. Umsögn sveitarfélagsins auk afrits af umbeðnum gögnum í málinu bárust nefndinni hinn 27. júní 2023. Í umsögninni er gerð krafa um frávísun málsins þar sem kærandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af kærunni í ljósi þess að umbeðin gögn hafi verið afhent. Þá sé gagnið sem birt var í kjölfar fundar bæjarstjórnar hinn 13. júní 2023 alveg sama gagn og afgreitt var frá skipulags- og umhverfisnefnd hinn 15. maí 2023. Það sjáist glögglega séu eiginleikar skjalsins, sem birt var 13. júní, skoðaðir en þar komi fram að skjalið hafi verið búið til 8. maí 2023 og því síðast breytt 11. maí sama ár.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um synjun Akraneskaupstaðar á beiðni kæranda um aðgang að skipulagslýsingum sem lagðar voru fram á fundi skipulags- og umhverfisnefndar um miðjan maímánuð. Synjunin var ekki studd með vísan til ákvæða upplýsingalaga en í umsögn sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar kom fram að litið hefði verið svo á að gögnin teldust vinnugögn. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni var kæranda veittur aðgangur að hinum umbeðnu gögnum með því að vísa honum á vefslóð á síðu Akraneskaupstaðar.</p> <p>Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Í þessu máli háttar svo til að kærandi hefur nú fengið aðgang að þeim gögnum sem honum hafði áður verið synjað um aðgang að. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa að um sé að ræða sömu gögn og lágu fyrir hjá sveitarfélaginu þegar beiðni kæranda barst. Þá gerir nefndin heldur ekki athugasemd við að sveitarfélagið hafi vísað kæranda á vefslóð þar sem gögnin væri að finna í stað þess að afhenda honum afrit af þeim, enda er gert ráð fyrir því í upplýsingalögum að slík afhending teljist fullnægjandi, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Að öllu framangreindu virtu er ljóst að ekki liggur lengur fyrir ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að gögnum og verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 1. júní 2023, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1152/2023. Úrskurður frá 20. október 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem Tryggingastofnun afhendir félags- og vinnumarkaðsráðuneyti vegna eftirlits með framkvæmd fjárlaga. Synjun ráðuneytisins var á því byggð að gögnin væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sem aðeins hefðu verið afhent ráðuneytinu sem eftirlitsaðila og misstu þannig ekki stöðu sína sem vinnugögn þótt þau hefðu verið afhent út fyrir Tryggingastofnun. Úrskurðarnefndin taldi hluta gagnanna ekki uppfylla það skilyrði upplýsingalaga að hafa verið útbúin af Tryggingastofnun til eigin nota. Þau gögn sem eftir stæðu uppfylltu skilyrði þess að teljast vinnugögn og að þau misstu ekki stöðu sína sem slík þótt þau hefðu verið afhent ráðuneytinu, þar sem Tryggingastofnun væri skylt að lögum að afhenda þau. Beiðni kæranda var vísað til félags- og vinnumarkaðsráðuneytis til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 20. október 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1152/2023 í máli ÚNU 22070010.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 12. júlí 2022, kærði A, f.h. Foreldrajafnréttis, synjun félags- og vinnumarkaðsráðuneytis á beiðni hans um gögn. Kærandi átti í samskiptum við ráðuneytið í maí og júní 2022 í tengslum við beiðni um upplýsingar sem vörðuðu upphæðir fjárveitinga til almannatrygginga, sundurliðaðar eftir bótaflokkum og fjölda rétthafa.</p> <p>Í erindi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. maí 2022, kom fram að ráðuneytið fylgdist með fjárhagshreyfingum bótaliða og fengi sendar mánaðarskýrslur frá Tryggingastofnun um fjölda og þróun. Þá sendi Tryggingastofnun ráðuneytinu uppgjör fyrir bótaliði a.m.k. annan hvern mánuð og léti ráðuneytið vita ef stofnunin yrði vör við einhver frávik. Loks sendi Tryggingastofnun ráðuneytinu ítarlegra uppgjör eftir hvern ársfjórðung með uppfærðri afkomuspá ársins. Ef einhverjar vangaveltur kæmu upp væri Tryggingastofnun beðin um frekari tölfræði og útreikninga. Auk framangreinds fengi ráðuneytið ítarlegri tölfræði árlega.</p> <p>Kærandi óskaði hinn 31. maí 2022 eftir að fá afhent nýlegt eintak af hverri tegund af skýrslu sem vísað væri til í erindi ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins sama dag kom fram að ekki væri unnt að afhenda vinnugögn. Í erindi ráðuneytisins, dags. 10. júní 2022, kom fram að það hefði verið rangt að vísa til þessara gagna sem skýrslna, heldur væri um að ræða ítarleg excel-skjöl og töflur á ýmsu formi sem Tryggingastofnun afhenti ráðuneytinu vegna eftirlits með framkvæmd fjárlaga samkvæmt 27. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, eða 9. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, til að undirbyggja ákvarðanir ráðuneytisins. Gögnin væru undanþegin aðgangi með vísan til 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Hinn 16. júní 2022 óskaði kærandi eftir því að fá afhenta 1) eina mánaðarskýrslu frá árinu 2021, 2) eina ársfjórðungslega skýrslu frá árinu 2021, og 3) þá skýrslu sem teldist vera uppgjörs- eða lokaskýrsla ársins 2021. Með erindi ráðuneytisins, dags. 27. júní 2022, var fyrri afstaða ráðuneytisins frá 10. júní ítrekuð.</p> <p>Í kæru kemur fram að tilefni beiðninnar til ráðuneytisins hafi verið að kanna hvort og þá hvernig gætt væri að því að fjárveiting til almannatrygginga færi saman við raunverulegan fjölda og réttindi rétthafa. Kærandi gerir athugasemd við að ráðuneyti sem hafi tilteknar fjárveitingar á sínu forræði geti valið að fela þá ábyrgð undirstofnun sinni og skilgreint sjálft sig sem eftirlitsaðila. Kærandi mótmælir túlkun ráðuneytisins á 8. gr. upplýsingalaga, þar sem ákvæðið heimili aðeins takmörkun aðgangs að vinnugögnum í þeim tilvikum þegar gögn eru „einvörðungu“ afhent eftirlitsaðila á grundvelli eftirlitsskyldu, sbr. orðalag ákvæðisins. Hér sé ekki um slíkt að ræða heldur byggist afhendingin jafnframt á samstarfi ráðuneytisins við Tryggingastofnun, stefnumótun og sameiginlegri stjórnun málaflokksins.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt félags- og vinnumarkaðsráðuneyti með erindi, dags. 13. júlí 2022, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 31. ágúst 2022. Í umsögninni kemur fram að þær „skýrslur“ sem kærandi hafi óskað eftir séu ekki til. Kæranda hafi verið beint á vefsíðu Tryggingastofnunar þar sem finna megi ítarlegar samandregnar upplýsingar um rekstur, fjöldatölur og þróun bótaflokka. Þau excel-skjöl og töflur sem vísað sé til í erindi ráðuneytisins til kæranda frá 10. júní 2022 séu afhentar ráðuneytinu reglulega á grundvelli eftirlitsskyldu ráðuneytisins með Tryggingastofnun á grundvelli 3. mgr. 27. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, og séu af þeim sökum vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <p>Með erindi, dags. 8. mars 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari skýringum um þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu. Nánar tiltekið hvort gögnin væru útbúin af Tryggingastofnun til að nota í eigin þágu, sem svo eru send ráðuneytinu ef óskað er eftir þeim, eða hvort gögnin væru einungis búin til í því skyni að upplýsa ráðuneytið um stöðu mála, samkvæmt beiðni ráðuneytisins þar um.</p> <p>Svör félags- og vinnumarkaðsráðuneytis bárust hinn 14. mars 2023. Í svarinu kemur fram að ráðuneytið fái gögn afhent frá Tryggingastofnun til að sinna eftirliti með framkvæmd fjárlaga á grundvelli laga um opinber fjármál. Gögnin sem um ræði í máli þessu séu þrenns konar:</p> <ol> <li>Upplýsingar um rekstrarstöðu fjárlagaliða í umsjá stofnunarinnar. Ráðuneytið óski ársfjórðungslega eftir upplýsingum frá Tryggingastofnun um rekstrarstöðu fjárlagaliða í umsjá stofnunarinnar og skýringum á frávikum ef einhver eru vegna framkvæmdar fjárlaga og gerð ársfjórðungsskýrslu sem send er fjármála- og efnahagsráðuneyti. Yfirleitt berist upplýsingarnar í excel-skjali með lista yfir viðkomandi fjárlagaviðföng.</li> <li>Fjárhagsyfirlit úr greiðslukerfi Tryggingastofnunar sem sýni útgjöld samanborið við rekstraráætlun á rekstrarviðföngum stofnunarinnar. Yfirlitið útbúi Tryggingastofnun í eigin þágu til að fylgjast með þróun greiðslna, en ráðuneytið fái það til skoðunar á grundvelli eftirlitsskyldu ráðuneytisins.</li> <li>Mánaðarlegt úttak úr gagnagrunni Tryggingastofnunar, í excel-formi, með upplýsingum um örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega þannig að unnt sé að fylgjast með þróun og nýgengi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega á hverju tímabili og breytingum frá mánuði til mánaðar. Skjalið sé ætlað starfsmönnum stofnunarinnar og tengiliðum þess hjá ráðuneytinu með þekkingu á efninu. Upp úr skjalinu séu unnar töflur og myndir um þróun, til notkunar í ráðuneytinu.</li> </ol> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir aðgangi að tilteknum skýrslum Tryggingastofnunar til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Ráðuneytið kveður þær skýrslur sem kærandi hefur óskað eftir ekki vera til, en vísar á hinn bóginn til þess að Tryggingastofnun afhendi ráðuneytinu ítarleg excel-skjöl og töflur á ýmsu formi vegna eftirlits með framkvæmd fjárlaga. Þau gögn séu vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og verði því ekki afhent kæranda.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa að þær skýrslur sem kærandi hefur óskað eftir liggi ekki fyrir hjá ráðuneytinu. Hins vegar telur nefndin mega ráða af samskiptum kæranda við ráðuneytið sem liggja fyrir í gögnum málsins að efni kærunnar lúti í reynd að þeim excel-skjölum sem berast á milli Tryggingastofnunar og ráðuneytisins, þótt í kærunni sé vísað til skýrslna í því samhengi. Miðast niðurstaða úrskurðarnefndarinnar því við að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim gögnum.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Til stuðnings synjun á beiðni kæranda hefur ráðuneytið vísað til þess að þau gögn sem óskað er eftir séu vinnugögn. Þau hafi aðeins verið afhent ráðuneytinu sem eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, og missi því ekki stöðu sína sem vinnugögn af þeirri ástæðu. Um lagaskylduna vísar ráðuneytið til 3. mgr. 27. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015.</p> <p>Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. laganna en samkvæmt ákvæðinu eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. […] Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. […]</p> </blockquote> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt skýringum frá ráðuneytinu eru tvær af þremur tegundum þeirra gagna sem um er deilt í málinu búin til af Tryggingastofnun, ýmist fyrir ráðuneytið einungis eða fyrir starfsmenn stofnunarinnar og tengiliði í ráðuneytinu. Annars vegar er um að ræða upplýsingar um rekstrarstöðu fjárlagaliða í umsjá Tryggingastofnunar, sem stofnunin afhendir samkvæmt beiðni ráðuneytisins, og hins vegar mánaðarlegt úttak úr gagnagrunni stofnunarinnar með upplýsingum um örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, sem ætlað er starfsmönnum Tryggingastofnunar og tengiliðum þess hjá ráðuneytinu. Þessi gögn uppfylla ekki það skilyrði 8. gr. upplýsingalaga að hafa verið rituð eða útbúin af stjórnvaldi til eigin nota þar sem þau eru öðrum þræði búin til fyrir ráðuneytið. Þau geta því ekki talist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga.</p> <p>Fyrir liggur því að ráðuneytið gat ekki byggt synjun sína á því að þessi gögn teldust vinnugögn. Hins vegar liggur ekki fyrir að ráðuneytið hafi að öðru leyti lagt mat á efni gagnanna með tilliti til þess hvort önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi við um þau. Úrskurðarnefndinni er því ekki fært að taka nýja ákvörðun í málinu heldur skal beiðni kæranda að þessu leyti vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti kveður að fjárhagsyfirlit úr greiðslukerfi Tryggingastofnunar sem sýni útgjöld samanborið við rekstraráætlun á rekstrarviðföngum stofnunarinnar sé útbúið af stofnuninni í eigin þágu, en að ráðuneytið fái yfirlitið til skoðunar á grundvelli eftirlitsskyldu ráðuneytisins. Því til stuðnings vísar ráðuneytið til 3. mgr. 27. gr. laga nr. 123/2015, um opinber fjármál.</p> <p>Í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga kemur fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að ýmsir eftirlitsaðilar hafi að lögum heimildir til að krefja stjórnvöld um afhendingu gagna í málum, þar á meðal um afrit af vinnugögnum. Reynt geti á beinar lagaskyldur stjórnvalda til að afhenda gögn, svo sem til Ríkisendurskoðunar, umboðsmanns Alþingis eða annarra stjórnvalda en ráðherra.</p> <p>Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins, hver á sínu sviði, og bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum, sbr. 1. mgr. 11. gr., 1. mgr. 13. gr. og 14. gr. stjórnarskrárinnar. Þar sem ráðherra er æðsti handhafi framkvæmdarvalds er stjórnarframkvæmd á hans málefnasviði jafnframt undir yfirstjórn hans, séu ekki á því gerðar undantekningar með lögum. Félags- og vinnumarkaðsráðherra fer með yfirstjórn Tryggingastofnunar, sbr. 8. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007. Í IV. kafla laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, er með almennum hætti mælt fyrir um inntak stjórnunar- og eftirlitsheimilda ráðherra gagnvart stjórnvöldum sem hafa á höndum framkvæmd stjórnarmálefna sem undir hann heyra.</p> <p>Það felur það m.a. í sér að hann getur gefið stofnuninni almenn og sérstök fyrirmæli um starfrækslu á verkefnum þess, fjárreiður og meðferð eigna, enda mæli lög eða eðli máls því ekki í mót, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 115/2011. Þá skal ráðherra hafa eftirlit með starfrækslu, fjárreiðum og eignum á vegum stjórnvalda sem heyra undir almennar stjórnunarheimildir hans, sbr. 1. mgr. 13. gr. sömu laga. Loks getur ráðherra krafið stjórnvald sem heyrir undir yfirstjórn hans um hverjar þær upplýsingar og skýringar sem honum er þörf á til að sinna yfirstjórnarhlutverki sínu, sbr. 1. mgr. 14. gr. sömu laga.</p> <p>Í IV. kafla laga um opinber fjármál er fjallað um framkvæmd fjárlaga. Í athugasemdum við kaflann í frumvarpinu sem varð að lögunum kemur fram að í honum séu ákvæði sem ætlað sé að stuðla að virkara eftirliti með stjórn og ráðstöfun opinbers fjár og leiða til aukins aga við framkvæmd fjárlaga með því að ábyrgð og skyldur á framkvæmd fjárlaga séu skýrðar. Í 3. mgr. 27. gr. laganna segir að hver ráðherra beri ábyrgð á og hafi virkt eftirlit með framkvæmd fjárlaga á sínu málefnasviði, og að hver ráðherra beri ábyrgð á að ráðstöfun fjárheimilda sé innan þess ramma sem Alþingi ákveður.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir fjárhagsyfirlit úr greiðslukerfi Tryggingastofnunar, sem sýnir útgjöld samanborið við rekstraráætlun á rekstrarviðföngum stofnunarinnar, sem afhent var nefndinni. Nefndin telur að gagnið uppfylli skilyrði þess að teljast vinnugagn í skilningi upplýsingalaga. Þá er ljóst að gagnið var afhent félags- og vinnumarkaðsráðuneyti til að ráðuneytið gæti sinnt eftirliti með framkvæmd fjárlaga á sínu málefnasviði, sbr. 3. mgr. 27. gr. laga um opinber fjármál, sbr. og 1. mgr. 13. gr. laga um Stjórnarráð Íslands. Úrskurðarnefndin telur í samræmi við framangreinda umfjöllun að ráðuneytið teljist eftirlitsaðili í skilningi ákvæðis 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, og að Tryggingastofnun hafi verið skylt að lögum að afhenda ráðuneytinu þau gögn sem um ræðir, sbr. 1. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands. Samkvæmt þessu telur nefndin að gagnið hafi ekki misst stöðu sína sem vinnugagn með afhendingu þess til ráðuneytisins.</p> <p>Á hinn bóginn er ljóst að ráðuneytið tók ekki afstöðu til þess í ákvörðun sinni hvort gagnið innihéldi einhverjar þær upplýsingar sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að geti leitt til þess að afhenda þurfi gagn þrátt fyrir að það teljist vinnugagn í skilningi laganna. Verður beiðni kæranda því vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu og lagt fyrir ráðuneytið að leggja mat á hvort 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi við um gagnið.</p> <p>Úrskurðarnefndin vekur athygli á því að í ákvörðun ráðuneytisins var ekki tekin afstaða til þess hvort veita ætti ríkari aðgang að umbeðnum gögnum en skylt er, en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er það skylt þegar ákvörðun byggist á 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna. Þá var kæranda ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál svo sem skylt er að gera samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A, dags. 16. júní 2022, er vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1151/2023. Úrskurður frá 31. ágúst 2023 | Kæranda, sem er fréttamaður, var synjað um aðgang að stefnu og greinargerð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í nánar tilgreindu dómsmáli. Ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands byggðist á því að um viðkvæm gögn væri að ræða sem vörðuðu einstaklinga, auk þess sem gögnin væru liður í dómsmáli. Úrskurðarnefndin taldi engum vafa undirorpið að gögnin lytu að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá væri það verulegum erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem féllu undir undantekningarákvæði laganna frá þeim upplýsingum sem veita mætti aðgang að. Var ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. ágúst 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1151/2023 í máli ÚNU 23050006.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 16. maí 2023, kærði A, fréttamaður Ríkisútvarpsins, synjun Sinfóníuhljómsveitar Íslands á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 15. maí 2023, óskaði kærandi eftir að fá afhenta stefnu og greinargerð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í dómsmáli nr. E-5897/2022, með vísan til 3. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt lögum nr. 36/1982 væri Sinfóníuhljómsveitin sjálfstæð stofnun sem heyri undir menningar- og viðskiptaráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Ríkisútvarpsins væri umrætt réttarhald opið. Með svari, dags. 16. maí 2023, var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að um væru að ræða gögn í dómsmáli sem undanþegin væru upplýsingarétti, sbr. m.a. 3. og 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 7. og 9. gr. laganna.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Sinfóníuhljómsveit Íslands með erindi, dags. 17. maí 2023, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Sinfóníuhljómsveitar Íslands, dags. 25. maí 2023, er vísað til þess að um viðkvæm gögn sé að ræða sem varði einstaklinga og séu liður í dómsmáli. Þau falli þannig utan upplýsingaréttar samkvæmt upplýsingalögum, nánar tiltekið 3. og 4. tölul. 1. mgr. 6. gr., sbr. einnig 7. og 9. gr., svo og 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna enda mæli hagsmunir einstaklinga og Sinfóníuhljómsveitarinnar eindregið gegn afhendingu.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Sinfóníuhljómsveitar Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. maí 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að stefnu og greinargerð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tilteknu dómsmáli. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. desember 2022. Ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands um að synja beiðni kæranda byggir m.a. á því að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga. Í 9. gr. laganna er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.-10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir stjórnvöld að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Úrskurðarnefndin telur engum vafa undirorpið að gögnin lúti að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir og að um sé að ræða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Sinfóníuhljómsveit Íslands væri því, án samþykkis þessara sömu einstaklinga, óheimilt að afhenda gögnin um þá án þess að fella úr þeim atriði er varða einkamálefni þau sem lýst er að framan.</p> <p style="text-align: justify;">Það álitaefni sem liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðar því það hvort Sinfóníuhljómsveit Íslands sé skylt að afhenda kæranda að hluta þau gögn sem beiðni hans lýtur að á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsinga, með því að fjarlægja áður upplýsingar sem falla undir 6.-10. gr. upplýsingalaga. Þegar litið er til efnis þeirrar stefnu og greinargerðar sem kæra þessa máls beinist að verður ekki um villst að þessi gögn innihalda að meginstefnu upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þessa efnis gagnanna telur nefndin ljóst að það sé verulegum erfiðleikum bundið að skilja þær upplýsingar sem falla undir undantekningar frá þeim upplýsingum sem veita má aðgang að með tiltölulega einföldum hætti. Þá telur nefndin að ekki séu forsendur til að beita ákvæði 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á þann veg að persónuauðkenni einstaklinga verði afmáð og gögnin afhent að öðru leyti. Hefur nefndin þá í huga að upplýsingar sem fram koma í gögnunum og eftir atvikum annars staðar geta gert mögulegt að tengja gögnin við tiltekna einstaklinga.</p> <p style="text-align: justify;">Sökum eðlis þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum er því ekki tilefni til að leggja fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands að veita aðgang að hluta þeirra, þ.e. með því að afmá upplýsingar um persónuleg auðkenni úr umræddum gögnum. Með vísan til framangreinds er synjun Sinfóníuhljómsveitar Íslands á beiðni kæranda því staðfest.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands, dags. 16. maí 2023, um að synja kæranda um aðgang að stefnu og greinargerð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í dómsmáli nr. E-5897/2022 er staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1150/2023. Úrskurður frá 31. ágúst 2023 | Kærandi bað sveitarfélagið Garðabæ um yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins sem tengdist eldri gagnabeiðnum hans og upplýsingar um það hvaða gögn voru afhent í hvert skipti. Afstaða sveitarfélagsins var sú að kærandi hefði þegar fengið slíkt yfirlit afhent, þótt afhendingin hefði ekki verið í formi skjáskota úr málaskrá sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin taldi að kærandi hefði ekki afmarkað beiðni sína við tilgreind mál eða tilgreind gögn, og þannig ekki uppfyllt skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um tilgreiningu gagna. Var ákvörðun Garðabæjar því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. ágúst 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1150/2023 í máli ÚNU 22070009.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 12. júlí 2022, kærði A synjun sveitarfélagsins Garðabæjar á beiðni hans um yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins. Af gögnum málsins má ráða að kærandi óskaði upphaflega eftir því með tölvupósti, dags. 2. maí 2022, að Garðabær sendi honum „yfirlit úr málaskrá bæjarfélagsins sem tengdust gagnabeiðni [hans] hingað til, ásamt upplýsingum yfir öll gögn sem afhent voru hverju sinni, þ.e.a.s. lista af öllum skjölum sem afhent voru fyrir hverja gagnabeiðni fyrir sig“.</p> <p style="text-align: justify;">Garðabær svaraði beiðninni 4. maí 2022 þar sem bent var á að í bréfi Garðabæjar til kæranda, dags. 10. maí 2021, væri að finna yfirlit yfir gagnabeiðnir og afhendingu gagna. Með tölvupósti, dags. 5. maí 2022, afmarkaði kærandi beiðni sína á þann veg að hann óskaði eftir upplýsingum um „hvaða skjöl voru afhent hverju sinni, ásamt því að fá einnig yfirlit og hvaða skjöl voru afhent hverju sinni eftir 10. maí 2021“.</p> <p style="text-align: justify;">Garðabær svaraði beiðninni með tölvupósti 14. júní 2022 og er þar vísað til bréfs, dags. 14. júní 2022, þar sem kæranda voru afhent yfirlit um beiðnir um aðgang að gögnum og afhendingu þeirra úr kerfum Garðabæjar í 55 aðgreindum málum. Jafnframt var í bréfinu að finna yfirlit yfir gögn í 16 aðgreindum málum sem kæranda hefðu þegar verið afhent.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi sendi í kjölfarið tölvupóst til Garðabæjar, dags. 16. júní 2022, og óskaði eftir því að Garðabær „sendi honum skjáskot úr málaskrá bæjarfélagsins yfir öll skjöl í málaskrá er tengdust [honum] og fjölskyldu hans.“ Af efni tölvupóstsins verður ráðið að kærandi óski eftir umræddu gagni til þess að kanna hvaða gögn hann hefur áður fengið afhent og þá þannig að hann fái einnig upplýsingar um hvaða gögn sveitarfélagið hefur ekki afhent honum.</p> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 7. júlí 2022, synjaði sveitarfélagið beiðni kæranda um aðgang að slíku yfirliti (einnig tilgreint sem skjáskot) úr málaskrá sveitarfélagsins þar sem um væri að ræða beiðni um aðgang að skjalasafni og ekki væri því um að ræða aðgang að fyrirliggjandi gagni í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Í kærunni kemur fram að gagnabeiðnin lúti að yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins sem tengist eldri gagnabeiðnum kæranda ásamt upplýsingum yfir öll gögn sem afhent voru hverju sinni, þ.e. lista af skjölum sem afhent voru fyrir hverja gagnabeiðni fyrir sig. Í kærunni kemur fram að kærandi telji sveitarfélagið hvorki hafa yfirsýn yfir hvaða gögn hafi verið afhent honum, né hvaða gögn það hafi synjað kæranda um aðgang að. Kærandi vísar til þess að sveitarfélaginu beri því að afhenda öll gögn, sem tengjast honum og fjölskyldu hans, líkt og um væri að ræða nýja gagnabeiðni. </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt sveitarfélaginu Garðabæ með erindi, dags. 25. ágúst 2022, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í kjölfarið hafði lögfræðingur sveitarfélagsins samband símleiðis við starfsmann nefndarinnar og lýsti því viðhorfi að málið væri sama efnis og eldri mál sem nefndin hefði fjallað um.</p> <p style="text-align: justify;">Af þessu tilefni ritaði nefndin sveitarfélaginu bréf, dags. 4. október 2022, þar sem fyrra erindi nefndarinnar var ítrekað. Í bréfinu kom fram að í eldri málum fyrir nefndinni, málunum ÚNU 22050019 og ÚNU 22060021, hefði nefndin haft til meðferðar kærur vegna tafa á afgreiðslu sveitarfélagsins en þau mál hefðu bæði verið felld niður hjá nefndinni eftir að sveitarfélagið afgreiddi málin efnislega. Þau vörðuðu því ekki synjun um afhendingu gagna eins og það mál sem hér væri til umfjöllunar og hefði úrskurðarnefnd um upplýsingamál því ekki fjallað efnislega um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Þá var í bréfinu vísað til þess að ljóst væri að beiðni kæranda heyrði undir gildissvið upplýsingalaga og var í því sambandi vísað til úrskurðar nefndarinnar í máli nr. 1075/2022 frá 31. mars 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 25. nóvember 2022, kemur fram að upplýsingabeiðnir kæranda lúti að máli dóttur hans sem var nemandi í Garðaskóla. Hún útskrifaðist úr skólanum vorið 2021 og því hafi engin gögn er varða hennar mál orðið til í málaskrá sveitarfélagsins eftir þann tíma. Ekki verði annað séð en að kærandi sé í fyrrnefndum eldri málunum og þessu að kæra til nefndarinnar að hann hafi ekki fengið yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins ásamt upplýsingum yfir öll gögn sem hafi verið afhent hverju sinni, þ.e. fyrir hverja eldri gagnabeiðni fyrir sig. Fram kemur að kærandi hafi með bréfi, dags, 14. júní 2022, fengið afhent ítarlegt yfirlit yfir gagnabeiðnir sínar hjá sveitarfélaginu ásamt lista yfir gögn sem afhent voru hverju sinni. Ekki fáist séð að kröfugerð kæranda og rökstuðningur snúist um synjun á afhendingu eða aðgangi að skjáskotum úr málaskrá.</p> <p style="text-align: justify;">Með umsögn sveitarfélagsins var nefndinni afhent yfirlit úr málaskrá yfir mál og gögn sem innihalda og varða kæranda og dóttur hans. Um var að ræða fimm yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins sem skönnuð höfðu verið yfir á pdf-skjöl.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn sveitarfélagsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda og eiginkonu hans, dags. 30. nóvember 2022, er ítrekað það sem fram kom í kæru um skort á yfirsýn sveitarfélagsins. Vegna þessa hafi verið óskað eftir yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins yfir öll skjöl sem tengist kæranda og fjölskyldu hans. Þar sem sveitarfélagið hafi ekki náð að sýna fram á að það hafi yfirsýn yfir gagnaafhendingar þá telji þau að næsta skref sé að sveitarfélagið afhendi öll gögn líkt og um væri að ræða nýja gagnabeiðni. </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu sveitarfélagsins Garðabæjar á beiðni kæranda um yfirlit úr málaskrá sveitarfélagsins. Kærandi hefur lýst beiðni sinni þannig að honum sé nauðsyn á að fá slíkt yfirlit til að geta áttað sig á hvaða gögn sveitarfélagið hafi afhent honum og hvaða gögnum honum hafi verið synjað um aðgang að. Af samskiptum kæranda og sveitarfélagsins verður ráðið, sbr. tölvupóst hans, dags. 5. maí 2022, að beiðnin hafi tekið til þess að hann fengi yfirlit um hvaða skjöl honum voru afhent hverju sinni, ásamt því að fá einnig yfirlit og hvaða skjöl voru afhent hverju sinni eftir 10. maí 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að skylt er að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Þá er ljóst að skylt er, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan og gildir ákvæði 5. gr. laganna eftir því sem við á í þeim tilvikum, sbr. 1. mgr. og 5. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að skilgreining á hugtakinu gagn í skilningi 14. gr. lýtur sömu reglum og fram koma í 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum til allra gagna sem mál varða. Rétturinn nær einnig til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Þannig er stjórnvöldum skylt að afhenda yfirlit yfir gögn í málaskrá sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, enda getur það gagnast þeim sem hyggst óska eftir gögnum við afmörkun á beiðni sinni, sbr. einnig 3. mgr. 15. gr. laganna en með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkara mæli en leiðir af ákvæði 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess.</p> <p style="text-align: justify;">Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni. Í því sambandi verður að hafa í huga að þrátt fyrir þær breytingar sem voru gerðar á kröfum til tilgreiningar með setningu laganna, miðast reglur laganna um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum almennt áfram við það að sá réttur taki til gagna í tilteknum málum, sem eru eða hafa verið til meðferðar hjá stjórnvöldum. Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur þannig almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum. Birtist sú afmörkun meðal annars í kröfu 1. mgr. 15. gr. laganna um tilgreiningu gagna.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hefur fengið afhent ýmis gögn frá sveitarfélaginu en óskar eftir yfirlitum úr málaskrá til þess að kanna hvaða gögn hann hefur fengið afhent, sem tengjast honum og fjölskyldu hans, og þá einnig hvaða gögn sveitarfélagið hefur ekki afhent honum. Í gögnum málsins kemur fram, m.a. í þeim yfirlitum úr málaskrám sem kæranda hafa þegar verið afhent, að þau mál sem hafa verið til meðferðar hjá sveitarfélaginu og kærandi hefur átt aðild að skipti tugum.</p> <p style="text-align: justify;">Ekki verður hins vegar séð af samskiptum kæranda við sveitarfélagið að hann hafi afmarkað beiðni sína við tilgreind mál eða tilgreind gögn heldur lýtur hún efnislega að því að hann fái afhent heildaryfirlit yfir öll gögn í þeim málum sem hann hefur átt aðild að. Verður því ekki annað ráðið en að beiðni hans lúti þar með að því að hann fái aðgang að fjölda ótilgreindra gagna úr málaskrá sveitarfélagsins með það fyrir augum að staðreyna hvaða gögn sveitarfélagið hafi afhent honum hingað til. Í ljósi þess sem að framan er rakið er það niðurstaða nefndarinnar að beiðni kæranda til Garðabæjar hafi ekki uppfyllt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna. Verður synjun sveitarfélagsins frá 7. júlí 2022 því staðfest.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun sveitarfélagsins Garðabæjar, dags. 7. júlí 2022, er staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1149/2023. Úrskurður frá 31. ágúst 2023 | Matvælastofnun synjaði kæranda um aðgang að gögnum sem lægju til grundvallar birtingu á tölfræði um afföll eldisfiska í sjókvíum í mælaborði fiskeldis á vef stofnunarinnar. Ákvörðunin byggðist aðallega á því að gögnin teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, því þau tilheyrðu gagnagrunni stofnunarinnar. Í skýringum Matvælastofnunar kom fram að hægt væri að draga út úr gagnagrunninum allar upplýsingar, þ.m.t. þær sem synjað var um, og flytja yfir í excel-skjal án mikillar fyrirhafnar. Úrskurðarnefndin taldi í ljósi þeirra skýringa og með hliðsjón af ákvæði 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, að gögnin teldust í reynd vera fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Var því ákvörðun Matvælastofnunar felld úr gildi og beiðni kæranda vísað til stofunarinnar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. ágúst 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1149/2023 í máli ÚNU 22050012.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. maí 2022, kærði A, f.h. Íslenska náttúruverndarsjóðsins (e. Icelandic Wildlife Fund), synjun Matvælastofnunar á beiðni um aðgang að gögnum sem lægju til grundvallar birtingu á tölfræði um afföll eldisfiska í sjókvíum í svonefndu mælaborði fiskeldis á vef stofnunarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi beindi fyrirspurn til Matvælastofnunar hinn 7. apríl 2022 um þá aðferðafræði sem stofnunin notaði við framsetningu á upplýsingum um afföll fiska í sjókvíaeldi í mælaborðinu. Þá óskaði kærandi eftir aðgangi að „hrágögnum“ að baki mælaborðinu, þar sem tölurnar sem birtar væru þar virtust ekki ganga upp innbyrðis. Erindið var ítrekað daginn eftir og tekið fram að afhenda mætti gögnin á excel-formi eða sem Power BI-skjöl. Í hrágögnunum væri ýmislegt annað sem kærandi hefði hug á að skoða. Kærandi væri meðvitaður um að beintenging við gagnagrunna Matvælastofnunar væri ekki í boði.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Matvælastofnunar, dags. 13. apríl 2022, kom fram að þau gögn sem kærandi óskaði eftir væru í gagnagrunni á vegum stofnunarinnar og væru því ekki fyrirliggjandi á formi sem hægt væri að afhenda nema að undangenginni vinnslu þeirra. Stofnunin vísaði til 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þess efnis að ekki væri skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn samkvæmt lögunum.</p> <p style="text-align: justify;">Í framhaldi af svari Matvælastofnunar áttu kærandi og stofnunin í nokkrum samskiptum, þar sem kæranda þótti svör stofnunarinnar um aðferðafræði að baki útreikningum á afföllum fiska í sjókvíaeldi vera ófullnægjandi. Með tölvupósti, dags. 11. maí 2022, spurði kærandi hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að veita skoðunaraðgang að grunngögnunum sem fyrirtækin skiluðu Matvælastofnun. Kærandi legði þann skilning í reglugerð um fiskeldi að þau gögn ættu að vera opinber. Svar við beiðninni barst hinn 16. maí sama ár, þar sem vísað var til fyrri synjunar frá 13. apríl.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur ótvírætt að þau gögn sem honum hefur verið synjað um aðgang að teljist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Einu gildi hvort gögnin séu geymd rafrænt í gagnagrunni hjá stjórnvaldi. Öll gagnaafhending kalli á tiltekna vinnslu, hvort sem hún feli í sér samantekt gagna sem falla undir beiðni, ljósritun, útstrikun upplýsinga sem heimilt eða skylt sé að takmarka aðgang að o.s.frv. Það geti ekki staðið afhendingu gagna í vegi að keyra þurfi skipun í gagnagrunni til að taka út ákveðnar upplýsingar.</p> <p style="text-align: justify;">Þá telur kærandi mikilvægt að horfa til þess að gögnin varði umhverfið og geti falið í sér mikilvægar vísbendingar um ástand þess og/eða áhrif mengandi atvinnustarfsemi á umhverfið.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Matvælastofnun með erindi, dags. 17. maí 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Matvælastofnun léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar barst úrskurðarnefndinni hinn 31. maí 2022. Í umsögninni er fjallað um tilurð mælaborðs fiskeldis á vef stofnunarinnar. Árið 2020 hafi ráðherra falið Matvælastofnun að setja mælaborðið á fót og byggja þannig upp alhliða upplýsingaveitu um fiskeldi á Íslandi. Þetta hafi verið í samræmi við stefnumörkun sem hafi orðið í tengslum við lög nr. 101/2019, sem breyttu lögum um fiskeldi, nr. 71/2008.</p> <p style="text-align: justify;">Meginþorri fiskeldisfyrirtækja noti forritið Fishtalk frá fyrirtækinu AKVA Group. Til einföldunar og til að auka áreiðanleika gagna hafi Matvælastofnun og AKVA Group skrifað vefþjónustu sem færi stofnuninni upplýsingar mánaðarlega úr kerfum fiskeldisfyrirtækja stafrænt. Tvö minni fiskeldisfyrirtæki skili gögnum á excel-formi sem þurfi að færa inn í gagnagrunn af starfsmanni Matvælastofnunar. Gögnin séu vistuð í gagnagrunni stofnunarinnar, sem þurfi svo að sækja í grunninn til að birta í mælaborði fiskeldis á vef hennar.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 56. gr. reglugerðar um fiskeldi, nr. 540/2020, skuli Matvælastofnun birta opinberlega samantekt upplýsinga úr framleiðsluskýrslum rekstrarleyfishafa ekki síðar en 20 dögum eftir að upplýsingar berist frá rekstrarleyfishöfum. Sú samantekt sem vísað sé til í ákvæðinu raungerist sem birting upplýsinga í mælaborði fiskeldis á vef stofnunarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni vísar Matvælastofnun til þess að gögnin sem kærandi óski eftir varði ekki tiltekið mál sem sé eða hafi verið til meðferðar hjá stofnuninni. Upplýsingalög taki því ekki til gagnanna. Allir sem stundi fiskeldi á Íslandi, hvort sem er í sjókvíum eða á landi, veiti upplýsingar sem birtist svo í mælaborði fiskeldis. Þær upplýsingar sem gefnar séu upp um afföll í fiskeldi séu því ekki aðeins afföll í sjókvíaeldi heldur öllu fiskeldi.</p> <p style="text-align: justify;">Þá ítrekar Matvælastofnun að gögnin séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Það sé rétt að hægt sé að sækja upplýsingar úr gagnagrunninum. Hins vegar sé um að ræða heildarsafn upplýsinga. Sé ætlunin að draga úr safninu tilteknar upplýsingar sé um að ræða vinnslu gagna og þar af leiðandi nýtt skjal, sem ekki hafi áður verið í fórum stofnunarinnar, og varði heldur ekki tiltekið mál.</p> <p style="text-align: justify;">Þegar framangreindu sleppi telur Matvælastofnun einnig að hluti upplýsinganna varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fiskeldisfyrirtækjanna í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Gildi það annars vegar um upplýsingar um lífmassa hverrar fiskeldisstöðvar fyrir sig, og hins vegar upplýsingar um afföll mæld í fjölda fiska. Upplýsingar um lífmassa hverrar fiskeldisstöðvar séu birtar í mælaborðinu með þriggja mánaða seinkun, því framleiðsluverðmæti hverrar einstakrar einingar sé verðmætasti hluti hennar hverju sinni. Stór hluti þess lífmassa eldisfisks sem sé í framleiðslu sé í eigu lögaðila sem séu skráðir á almennan hlutabréfamarkað.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingar um afföll í fjölda fiska hafi að mati Matvælastofnunar ekkert upplýsingagildi, einar og sér. Afföll á tilteknu ferli eldisfisks geti verið mikil, talin í fjölda fiska, en hlutfallslega lítil í lífmassa. Þá sé eðli hvers búskapar fyrir sig að honum fylgi afföll, sem geti eftir atvikum verið eðlileg þótt fjöldi affallinna dýra sé mikill. Því birti Matvælastofnun þessar upplýsingar sem meðaltal affalla hvers eldissvæðis fyrir sig.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. júní 2022, minnir kærandi á að réttur samkvæmt upplýsingalögum taki ekki aðeins til gagna sem varði tiltekið mál heldur einnig til tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Þá telur kærandi að gögnin teljist fyrirliggjandi, enda séu þau vistuð í gagnagrunni sem Matvælastofnun hafi forræði á. Loks telur kærandi að fullyrðing stofnunarinnar um að hluti upplýsinganna varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fiskeldisfyrirtækja sé ekki nægilega vel rökstudd og að hagsmunamat það sem krafist er af 9. gr. upplýsingalaga hafi ekki farið fram af hálfu stofnunarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 4. janúar 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum Matvælastofnunar á ákveðnum atriðum í tengslum við gagnagrunn stofnunarinnar. Í fyrsta lagi var óskað eftir því að stofnunin lýsti því hvernig vefþjónusta Matvælastofnunar og AKVA Group auk gagnagrunns stofnunarinnar liti út og hvernig ferlið gengi fyrir sig, þar á meðal hvernig upplýsingar væru sóttar úr gagnagrunninum.</p> <p style="text-align: justify;">Svar Matvælastofnunar barst hinn 11. janúar 2023. Þar segir að AKVA Group bjóði upp á bókhaldskerfi fyrir fyrirtæki í fiskeldi sem nefnist Fishtalk. Í Fishtalk sé haldið utan um ýmsar upplýsingar um eldisfisk í sjókvíum, sem notendur skrái sjálfir. AKVA Group og Matvælastofnun hafi unnið saman að hönnun og þróun skilagátar fyrir eldisfyrirtækin til að gera þeim kleift að senda mánaðarlega framleiðslutölur, þ.e. skýrslur, beint úr Fishtalk. Þannig hafi AKVA Group útbúið viðbót við Fishtalk fyrir notendur sína og Matvælastofnun þróað vefþjónustu (e. web API) sem taki við gögnunum. Þegar notandi sendir framleiðslutölur úr Fishtalk gegnum vefþjónustu stofnunarinnar vistist upplýsingarnar beint í PostgreSQL-gagnagrunn stofnunarinnar, án þess að upplýsingunum sé breytt með neinum hætti.</p> <p style="text-align: justify;">Með hugbúnaðinum Power BI, sem mælaborð fiskeldis byggist á, sé síðan hægt að kalla fram upplýsingarnar úr gagnagrunni Matvælastofnunar með gagnvirkum og lifandi hætti. Þannig megi setja inn ólíkar forsendur, svo sem um afföll, fóðrun, förgun, slátrun, mismunandi eldissvæði og framleiðendur. Power BI sækir svo í gagnagrunninn viðkomandi gögn og birtir. Allar upplýsingar sem hægt sé að nálgast í mælaborði fiskeldis séu fengnar með þessum hætti.</p> <p style="text-align: justify;">Í öðru lagi óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Matvælastofnun legði mat á það hversu mikla vinnu það myndi útheimta að draga út úr gagnagrunninum þær upplýsingar sem kærandi hefði óskað eftir, þ.e. gögn sem vörðuðu afföll eldisfiska í sjókvíum.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari stofnunarinnar kom fram að hægt væri að draga út úr heildarsafni upplýsinga í PostgreSQL-gagnagrunni stofnunarinnar upplýsingar sem fiskeldisfyrirtæki hefðu sent Matvælastofnun úr Fishtalk, þ.m.t. upplýsingar um afföll eldisfiska í sjókvíum. Notast væri við hugbúnaðinn Power BI til að draga þær upplýsingar fram. Notandi þyrfti að gefa ákveðnar forsendur til að afmarka upplýsingarnar.</p> <p style="text-align: justify;">Einfaldasta leiðin til að draga upplýsingar út úr gagnagrunninum væri að taka allar upplýsingar úr grunninum og flytja þær yfir í excel-skjal. Hugbúnaðurinn Power BI byði upp á að flytja gögn úr grunninum (e. export data), sem útheimti litla vinnu og tæki óverulegan tíma. Úr excel-skjalinu væri svo hægt að vinna upplýsingar um afföll eldisfiska í sjókvíum. Ef draga ætti fram upplýsingar og sundurliða flokka upplýsinga, svo sem varðandi afföll, einstök fyrirtæki, eldistegundir eða tímabil, þá jykist vinnan og tíminn sem það tæki í beinu hlutfalli við þann fjölda forsendna sem notaðar væru til að draga fram upplýsingar úr gagnagrunninum með Power BI.</p> <p style="text-align: justify;">Svar Matvælastofnunar var kynnt kæranda með erindi hinn 13. janúar 2023. Kærandi gerði ekki efnislegar athugasemdir við svarið. Með erindi, dags. 3. apríl 2023, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari skýringum á þeirri vinnu sem það myndi útheimta að kalla fram gögn með þeim upplýsingum sem kærandi hefði óskað eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Svar Matvælastofnunar barst hinn 13. apríl 2023. Þar kom fram að það væri töluverð vinna að útbúa excel-skjal með einungis upplýsingum úr gagnagrunni stofnunarinnar um afföll eldisfiska í sjókvíum, með samanteknum upplýsingum allra rekstrarleyfishafa fyrir öll eldissvæði. Ef sundurliða ætti afföll jykist vinna og tími sem það tæki í beinu hlutfalli við fjölda forsendna sem notaðar eru. Einföldustu vinnslurnar miðað við þær forsendur að kærandi vildi upplýsingar um afföll um öll fyrirtæki, eldistegundir, tímabil, kvíar og eldissvæði væri að haka við í hverri vinnslu: 1) fyrirtæki, 2) árin 2020–2022 saman, 3) eldissvæði, 4) einstaka kví á svæðinu, 5) a) afföll (prósent), b) afföll (fjöldi fiska), c) afföll (lífmassi) og d) afföll (meðalþyngd), og 6) eldistegund (þar sem það á við).</p> <p style="text-align: justify;">Þar sem stofnunin teldi að þær upplýsingar sem fram koma í innsendum gögnum frá rekstrarleyfishöfum, m.a. um afföll, gætu varðað virka fjárhagslega hagsmuni fyrirtækjanna væri þriggja mánaða seinkun á birtingu þeirra á mælaborði stofnunarinnar. Af þeim sökum þyrfti að bæta við keyrslum fyrir árið 2023 og í stað þess að velja ár yrði að velja þá mánuði þar sem sjónarmið um virka fjárhagslega hagsmuni ættu ekki við. Þannig þyrfti í þeim vinnslum að haka við: 1) fyrirtæki, 2) árið 2023 og viðkomandi mánuði, 3) eldissvæði, 4) einstaka kví á svæðinu, 5) a) afföll (prósent), b) afföll (fjöldi fiska), c) afföll (lífmassi) og d) afföll (meðalþyngd), og 6) eldistegund (þar sem það á við).</p> <p style="text-align: justify;">Fjöldi vinnsla samkvæmt framangreindu væri 790 vinnslur, sem hver um sig tæki þrjár til fimm mínútur.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin óskaði einnig eftir skýringum Matvælastofnunar á því hve mikla vinnu það útheimti að afmá þær upplýsingar úr excel-skjali með öllum upplýsingum gagnagrunnsins, sem stofnunin vísaði til í svari sínu frá 11. janúar 2023 að hægt væri að búa til án mikillar fyrirhafnar, sem stofnunin teldi að varðaði mikilvæga virka fjárhagslega hagsmuni viðkomandi lögaðila. Í svari Matvælastofnunar kom fram að taka þyrfti afstöðu til þess hvaða dálkar og línur vörðuðu virka fjárhagslega hagsmuni rekstrarleyfishafa og fjarlægja slíka dálka og línur. Slíkt tæki eðli málsins samkvæmt óverulegan tíma og flækjustigið væri lágt. Vert væri þó að geta þess að með því að afhenda þau gögn sem eru í excel-skjalinu væri verið að veita aðgengi að „hjarðbók“ rekstrarleyfishafa í fiskeldi. Þetta væru gögn sem rekstrarleyfishöfum bæri að afhenda Matvælastofnun og veittu innsýn inn í rekstur þeirra niður á einstök eldissvæði og einstakar kvíar innan þeirra.</p> <p style="text-align: justify;">Svör Matvælastofnunar voru kynnt kæranda með erindi, dags. 20. apríl 2023, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum vegna þeirra. Þær bárust hinn 3. maí 2023.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir aðgangi að gögnum sem liggja til grundvallar birtingu á tölfræði um afföll eldisfiska í sjókvíum í mælaborði fiskeldis á vef Matvælastofnunar. Um rétt kæranda fer samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi verður einnig að horfa sérstaklega til ákvæða VII. kafla upplýsingalaga er fjallar um aðgang að upplýsingum um umhverfismál.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingar um umhverfismál eru skilgreindar í 29. gr. laganna. Kemur þar fram að með upplýsingum um umhverfismál sé átt við hvers kyns upplýsingar í rituðu, sjónrænu, heyranlegu, rafrænu eða einhverju efnislegu formi um „ástand afmarkaðra þátta umhverfisins, svo sem andrúmslofts og lofthjúps, vatns, jarðvegs, lands, landslags og náttúruminja, þ.m.t. votlendis og strand- og hafsvæða, líffræðilegrar fjölbreytni og þátta hennar, þ.m.t. erfðabreyttra lífvera, og samspil milli þessara þátta“, sbr. 1. tölul. 29. gr. Samkvæmt 2. tölul. 29. gr. nær hugtakið „upplýsingar um umhverfismál“ einnig til þátta á borð við „efni, orku, hávaða, geislun eða úrgang, þ.m.t. geislavirkan úrgang og losun hvers kyns efna og þátta út í umhverfið sem hafa áhrif á eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti í umhverfinu sem um getur í 1. tölul.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að gögnin sem beiðni kæranda í þessu máli lýtur að hafi að geyma upplýsingar um umhverfismál í skilningi 29. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn kærunnar verður því að líta til ákvæða VII. kafla upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Við túlkun ákvæða VII. kafla upplýsingalaga verður að hafa í huga að ákvæði VII. kafla eru sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/4/EB frá 28. janúar 2003 um almennan aðgang að upplýsingum um umhverfismál og niðurfellingu á tilskipun ráðsins 90/313/EBE. Tilskipun 2003/4/EB var tekin inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 123/2003 frá 26. september 2003, um breytingu á XX. viðauka (umhverfismál) við EES-samninginn. Er það í samræmi við ákvæði 3. gr. laga nr. 2/1993, um Evrópska efnhagssvæðið, þar sem kveðið er á um að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja.</p> <p style="text-align: justify;">Í fyrsta lið aðfararorða tilskipunar 2003/4/EB kemur fram að víðtækari, almennur aðgangur að upplýsingum um umhverfismál og miðlun þeirra stuðli að sterkari vitund um málefni á umhverfissviði, frjálsum skoðanaskiptum og aukinni þátttöku almennings þegar kemur að töku ákvarðana í umhverfismálum og stuðli e.t.v. líka að bættu umhverfi. Enn fremur segir í níunda lið sömu aðfararorða að einnig sé nauðsynlegt að opinber yfirvöld gangist fyrir því að upplýsingar um umhverfismál verði aðgengilegar almenningi og þeim verði miðlað sem víðast, einkum með því að nýta upplýsinga- og samskiptatækni.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt fjórtánda lið aðfararorðanna skulu opinber yfirvöld gera upplýsingar um umhverfismál aðgengilegar á því formi eða með því sniði sem umsækjandi fer fram á nema þær liggi þegar fyrir á öðru formi eða með öðru sniði eða eðlilegt teljist að hafa þær aðgengilegar á öðru formi eða með öðru sniði. Auk þess er gerð sú krafa að opinber yfirvöld kosti kapps um að varðveita upplýsingar um umhverfismál, sem þau hafa yfir að ráða eða geymdar eru fyrir þeirra hönd, á formi eða með því sniði sem auðvelt er að fjölfalda og þannig að nálgast megi upplýsingarnar á rafrænan hátt.</p> <p style="text-align: justify;">Loks segir í sextánda lið aðfararorðanna að rétturinn til upplýsinga merki að almenna reglan skuli vera sú að birta eigi upplýsingar og að opinberum yfirvöldum skuli eingöngu vera heimilt að synja beiðni um upplýsingar um umhverfismál í sértækum og skilmerkilega skilgreindum tilvikum. Ástæður synjunar skulu túlkaðar þröngt og vega skuli og meta þá hagsmuni almennings sem felist í birtingu upplýsinganna á móti þeim hagsmunum sem þjónað sé með synjuninni. Einnig skuli ástæðurnar fyrir synjuninni lagðar fyrir umsækjandann innan þeirra tímamarka sem mælt er fyrir um í tilskipuninni.</p> <p style="text-align: justify;">Í samræmi við framangreind markmið segir í 4. gr. tilskipunarinnar, sem fjallar um aðgang að upplýsingum um umhverfismál samkvæmt beiðni, að opinber yfirvöld skuli „kosta kapps að varðveita upplýsingar um umhverfismál, sem þau hafa yfir að ráða eða geymd eru fyrir þeirra hönd, á formi eða með því sniði sem auðvelt er að fjölfalda og nálgast með tölvufjarskiptum eða á annan rafrænan hátt.“</p> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Matvælastofnunar að synja beiðni kæranda byggist á því að gögnin séu ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, því þau tilheyri gagnagrunni stofnunarinnar og séu ekki á formi sem hægt sé að afhenda nema að undangenginni vinnslu þeirra. Í umsögn til úrskurðarnefndarinnar kemur auk þess fram að þar sem gögnin sem óskað sé eftir varði ekki tiltekið mál sem sé eða hafi verið til meðferðar hjá Matvælastofnun nái upplýsingalög ekki til gagnanna. Þá telur Matvælastofnun að hluti þeirra upplýsinga sem óskað sé eftir varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni ákveðinna fiskeldisfyrirtækja, sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Matvælastofnun telur að þar sem gögnin sem óskað er eftir varði ekki tiltekið mál sem sé eða hafi verið til meðferðar hjá Matvælastofnun nái upplýsingalög ekki til gagnanna. Í 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, kom fram að sá sem færi fram á aðgang að gögnum skyldi tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði að kynna sér. Þá gæti hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið vörðuðu.</p> <p style="text-align: justify;">Við setningu gildandi upplýsingalaga, nr. 140/2012, var dregið umtalsvert úr kröfum til tilgreiningar í því skyni að auka upplýsingarétt almennings. Nú þarf ekki að tilgreina tiltekið mál heldur er mælt fyrir um það í 15. gr. upplýsingalaga að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Með öðrum orðum eru kröfur til tilgreiningar á máli eða gögnum efnislegar frekar en formlegar. Sömu niðurstöðu má leiða af orðalagi 5. gr. upplýsingalaga þar sem mælt er fyrir um að réttur almennings taki ekki aðeins til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál heldur einnig til aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskar í málinu eftir aðgangi að gögnum sem liggja til grundvallar birtingu á tölfræði um afföll eldisfiska í sjókvíum í mælaborði fiskeldis á vef Matvælastofnunar. Úrskurðarnefndin telur að kærandi hafi tilgreint þau gögn sem hann óskar eftir með nægjanlega skýrum hætti, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, svo Matvælastofnun geti verið unnt að afmarka beiðni hans við tiltekin fyrirliggjandi gögn í vörslum stofnunarinnar.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Matvælastofnun heldur því fram að þau gögn sem kærandi óskar eftir teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Með því að draga út úr gagnagrunninum þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir sé stofnunin að búa til nýtt gagn sem ekki hafi áður verið í fórum stofnunarinnar. Það sé Matvælastofnun óskylt að gera samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, nr. 140/2012, nær til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Samkvæmt 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. sömu greinar, en í því ákvæði er mælt fyrir um að ef takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur samkvæmt upplýsingalögum nær ekki svo langt að veita aðgang að gagnagrunnum, sem slíkum, hvort sem er til að skoða gögn sem þar eru vistuð eða til að fá afhent afrit af viðkomandi gagnagrunni í heild sinni, t.d. á excel-formi. Leiðir það af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að rétturinn nái til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls og tiltekinna fyrirliggjandi gagna. Þá segir í 1. mgr. 15. gr. laganna að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál.</p> <p style="text-align: justify;"> Þegar tekin er afstaða til þess hvort þau gögn sem kærandi óskaði eftir með erindum sínum 17. maí 2022, um afföll eldisfiska í sjókvíum í svonefndu mælaborði fiskeldis á vef stofnunarinnar, séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga verður að líta til þeirra reglna sem gilda um öflun upplýsinga af því tagi sem beiðni kæranda fjallar um. Um eftirlit með fiskeldisstöðum og skýrslugjöf til Matvælastofnunar er fjallað í 14. gr. laga nr. 71/2008, um fiskeldi, en þar segir í 1. mgr. 14. gr. að stofnunin skuli hafa eftirlit með fiskeldisstöðvum í samræmi við fyrirmæli laganna. Eftirlitið skuli ná til rekstrar- og fiskeldisþátta í starfsemi stöðvanna og þess að skilyrði í rekstrarleyfi séu haldin. Eftirlit með heilbrigði og velferð fiska og heilnæmi eldisafurða skuli einnig framkvæmt af Matvælastofnun í samræmi við lög þar að lútandi.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. mgr. 14. gr. segir síðan að til að Matvælastofnun geti framkvæmt eftirlit samkvæmt 1. mgr. 14. gr. skuli rekstrarleyfishafi mánaðarlega gefa Matvælastofnun skýrslu um starfsemi sína. Þar skuli m.a. koma fram upplýsingar um framleiðslumagn stöðvar af slátruðum fiski, eldisrými, fóðurnotkun, birgðir af fiski mældar í lífmassa, uppruna fisks, sjúkdóma, sníkjudýr og önnur óhöpp í rekstri, svo og önnur þau atriði sem stofnuninni eru nauðsynleg til virks eftirlits samkvæmt lögum þessum. Þá skuli færð dagbók um starfsemina í fiskeldisstöðvum samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 14. gr. er Matvælastofnun heimilt að kalla eftir frekari gögnum þegar tilefni er til og framkvæma upplýsingaöflun með rafrænum hætti og skylda rekstrarleyfishafa til að skrá upplýsingarnar í gagnagrunn sem stofnunin leggur til.</p> <p style="text-align: justify;">Um framkvæmd eftirlits Matvælastofnunar og upplýsingagjöf rekstrarleyfishafa fiskeldis er síðan fjallað í X. kafla reglugerðar nr. 540/2020, um fiskeldi, sem sett er á grundvelli laga nr. 71/2008, með síðari breytingum, sbr. 3. mgr. 14. gr., en þar er ráðherra veitt sérstök heimild til þess að mæla nánar fyrir um eftirlitshluverk Matvælastofnunar í reglugerð. Þannig er í 55. reglugerðarinnar kveðið á um skýrsluskil rekstrarleyfishafa en samkvæmt 3. mgr. 55. gr. skal rekstrarleyfishafi senda Matvælastofnun skýrslur samkvæmt II. viðauka fyrir 15. hvers mánaðar.</p> <p style="text-align: justify;">Meðal þeirra upplýsinga sem rekstrarleyfishafa ber að standa Matvælastofnun skil á fyrir 15. hvers mánaðar á grundvelli fyrrnefnds II. viðauka er svo nefnd „Framleiðsluskýrsla fyrir sjókvíaeldi“. Er þar sérstaklega tilgreint að í skýrslunni sem rekstrarleyfishafa ber mánaðarlega að skila um starfsemi sína skuli m.a. koma fram upplýsingar um „birgðir tilgreindar fyrir hverja kví; tegund, fjöldi fiska, meðalþyngd fiska og lífmassi. Einnig heildarfjöldi, meðalþyngd og lífmassi fyrir hvert eldissvæði“. Þá segir þar jafnframt að í sömu skýrslu skuli koma fram upplýsingar um „Afföll tilgreind fyrir hverja kví: fjöldi fiska, þyngd og hlutfall (%)“.</p> <p style="text-align: justify;">Matvælastofnun hefur gefið þær skýringar í málinu að fyrirtæki í fiskeldi sendi stofnuninni mánaðarlega framleiðslutölur beint úr bókhaldskerfinu Fishtalk gegnum skilagátt sem AKVA Group og stofnunin hönnuðu og þróuðu í sameiningu. Upplýsingar frá fyrirtækjunum vistist beint í gagnagrunn stofnunarinnar gegnum Fishtalk, að undanskildum tveimur fyrirtækjum sem skili skýrslum á excel-formi, sem Matvælastofnun þurfi að færa handvirkt inn í gagnagrunninn.</p> <p style="text-align: justify;">Stofnunin kveður að hægt sé án mikillar fyrirhafnar að draga allar upplýsingar úr gagnagrunninum og flytja þær yfir í excel-skjal. Þá tæki það óverulegan tíma með lágu flækjustigi að afmá upplýsingar sem stofnunin telur að varði mikilvæga virka fjárhagslega hagsmuni viðkomandi lögaðila. Hins vegar sé töluverð vinna að búa til excel-skjal með einungis þeim upplýsingum úr gagnagrunni stofnunarinnar sem kærandi hefur óskað eftir, þ.e. um afföll eldisfiska í sjókvíum, með samanteknum upplýsingum allra rekstrarleyfishafa fyrir öll eldissvæði. Hefur stofnunin áætlað að slík vinna myndi útheimta tímafjölda sem samsvarar um 5–8,3 vinnudögum.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir í athugasemdunum:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórnvaldið geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað ráðið af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum með tilkomu 15. gr. gildandi laga hafi m.a. verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hafi sér stað hjá aðilum sem falla undir gildissvið laganna og lýsir sér í því að gögn eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Telur úrskurðarnefndin mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu ekki takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn teljist fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þegar tekin er afstaða til þess hvort þau gögn sem kærandi óskaði eftir um „afföll eldisfiska í sjókvíum“ með erindi sínu til Matvælastofnunar 17. maí 2022 séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga er þó ekki unnt að horfa fram hjá því að ráðherra hefur með ákvæðum reglugerðar nr. 540/2020 mælt sérstaklega fyrir um að rekstrarleyfishafar skuli veita stofnunni mánaðarlegar upplýsingar um slík afföll tilgreind fyrir hverja kví: fjöldi fiska, þyngd og hlutfall (%).</p> <p style="text-align: justify;">Í ljósi þessarar sértæku skyldu rekstrarleyfishafa til að skila sundugreindum upplýsingum til Matvælastofnunar um afföll með þessum hætti verður að ganga út frá því að upplýsingar þar um teljist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, nema fyrir liggi að rekstarleyfishafi hafi ekki sinnt þessari skyldu. Af gögnum málsins verður ekkert ráðið um að rekstrarleyfishafar hafi ekki skilað þeim gögnum til Matvælastofnunar sem beiðni kæranda lýtur að. Í því sambandi verður að hafa í huga að með ákvæðum 4. gr. tilskipunar nr. 2004/3/EB er lögð sú skylda á opinber yfirvöld að „kosta kapps að varðveita upplýsingar um umhverfismál, sem þau hafa yfir að ráða eða geymd eru fyrir þeirra hönd, á formi eða með því sniði sem auðvelt er að fjölfalda og nálgast með tölvufjarskiptum eða á annan rafrænan hátt.“</p> <p style="text-align: justify;">Í þessu sambandi verður einnig að horfa til þess að í skýringum Matvælastofnunar til úrskurðarnefndarinnar hefur komið fram að hægt sé án mikillar fyrirhafnar að draga allar upplýsingar úr gagnagrunninum og flytja þær yfir í excel-skjal. Þá taki það óverulegan tíma með lágu flækjustigi að afmá upplýsingar sem stofnunin telur að varði mikilvæga virka fjárhagslega hagsmuni viðkomandi lögaðila. Með vísan til þeirra ákvæða laga og stjórnvaldsfyrirmæla sem gilda um skil á upplýsingum um afföll eldisfiska í sjókvíum og þeirra sjónarmiða sem leidd verða af tilskipun 2003/4/EB, sbr. 3. gr. laga nr. 2/1993, telur úrskurðarnefnd að kæranda verði að réttu lagi ekki synjað um aðgang á þeim forsendum að meiri vinna sé að búa til excel-skjal með einungis þeim upplýsingum úr gagnagrunni stofnunarinnar sem hann hefur óskað eftir, þ.e. um afföll eldisfiska í sjókvíum, með samanteknum upplýsingum allra rekstrarleyfishafa fyrir öll eldissvæði, heldur en að veita honum aðgang að meiri gögnum, sem innihalda jafnframt þær upplýsingar sem hann óskaði eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þess sem að framan er rakið verður að telja að Matvælastofnun hafi að réttu lagi ekki getað synjað beiðni kæranda á þeim forsendum að gögnin sem hún laut að hafi ekki verið fyrirliggjandi, eins og stofnunin gerði í bréfi sínu 13. apríl 2022. Stofunin hefur því ekki tekið afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim skjölum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. upplýsingalaga, líkt og stofnuninni er skylt að gera samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Verður því að vísa beiðni kæranda að þessu leyti til Matvælastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Matvælastofnunar, dags. 16. maí 2022, er felld úr gildi. Beiðni A, f.h. Íslenska náttúruverndarsjóðsins (e. Icelandic Wildlife Fund), dags. 11. maí 2022, er vísað til Matvælastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1148/2023. Úrskurður frá 26. júlí 2023 | A kærði synjun barnaverndarþjónustu Garðabæjar á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum máls í barnaverndarmáli dóttur sinnar. Úrskurðarnefndin taldi að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum gilti ákvæði 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og yrði því ágreiningur um aðgang að þeim borinn undir úrskurðarnefnd velferðarmála, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002. Var málinu því vísað frá. | <br /> Hinn 26. júlí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1148/2023 í máli ÚNU 23060007.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. júní 2023, kærði A synjun barnaverndarþjónustu Garðabæjar á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 15. maí 2023, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum máls í barnaverndarmáli dóttur sinnar. Með bréfi barnaverndarþjónustu Garðabæjar, dags. 5. júní 2023, voru kæranda afhent tiltekin gögn en tekið fram að hugsanlega vantaði einn dagál um fund með skóla sem yrði sendur kæranda síðar. Í svari kæranda samdægurs kom fram að hann teldi fleiri gögn vanta og óskaði vinsamlegast eftir því að sér yrðu send öll gögn, ekki bara handvalin. Með bréfi barnaverndarþjónustu Garðabæjar, dags. 28. júní 2023, voru kæranda afhent gögn til viðbótar en synjað um nánar tilgreind gögn með vísan til 8. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji að barnaverndarþjónustan hafi kosið að senda honum aðeins hluta af gögnum. Kærandi hafi rökstuddan grun um að barnavernd Garðabæjar hafi brotið gróflega á rétti sínum og almennum mannréttindum sem forsjáraðila barns. Með kærunni fylgdi yfirlit yfir gögn sem kærandi fékk afhent þann 5. júní 2023. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt barnaverndarþjónustu Garðabæjar með erindi, dags. 15. júní 2023, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn barnaverndarþjónustu Garðabæjar, dags. 28. júní 2023, er vísað til þess að hinn 5. júní 2023 hafi kæranda verið afhent gögn úr barnaverndarmálinu en hann látinn vita að ekki væru öll gögn komin í málið og að honum yrðu send viðbótargögn síðar. Hinn 28. júní 2023 hafi kæranda síðan verði afhent öll gögn sem væri að finna í barnaverndarmáli dóttur kæranda, að undanskildum nánar tilgreindum gögnum með vísan til 8. og 9. gr. upplýsingalaga. Ýmist sé þar um að ræða vinnugögn eða gögn sem barnaverndarþjónusta Garðabæjar telur rétt að leynt skuli fara vegna einkahagsmuna annarra. Upplýsingar sem komi fram í þeim gögnum varði ekki barnið heldur persónulega hagi vistunaraðila. Þess megi geta að stúlkan sé vistuð utan heimilis með samþykki sínu og móður, sbr. 4. mgr. 25. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í málinu hafi ekki þurft að beita íþyngjandi úrræðum á grundvelli barnaverndarlaga. <br /> <br /> Umsögn barnaverndarþjónustu Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. júní 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 7. júlí 2023, mótmælir kærandi því að barnaverndarþjónusta Garðabæjar haldi frá honum upplýsingum um málið. Við blasi að vinnubrögð barnaverndar séu ekki í samræmi við lög. Kærandi telji að á sér hafi ítrekað verið brotið og telji fullvíst að barnavernd hafi brotið gegn stjórnsýslu-, barnaverndar- og persónuverndarlögum og brotið gegn andmælarétti kæranda. Það sé því nauðsynlegt að kærandi fái öll gögn sem málið varði þar sem forsjárlaus manneskja hafi misnotað stjórnvald gegn forsjáraðila með skipulögðum hætti og barnavernd sýni samstarfsvilja með því að afhenda öll gögn sem kærandi telji að haldið sé frá sér til þess að verja starfshætti barnaverndar í málinu. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu barnaverndarþjónustu Garðabæjar á beiðni kæranda um öll gögn varðandi barnaverndarmál dóttur kæranda hjá sveitarfélaginu. Samkvæmt skýringum Garðabæjar voru öll málsgögn afhent kæranda þann 5. og 28. júní 2023, að undanskildum tölvupóstsamskiptum milli félags¬ráðgjafa og rannsóknarlögreglumanns, dags. 22.-23. nóvember 2022, 28. nóvember og 7. desember 2022, tölvupósti til rannsóknarlögreglumanns, dags. 3. nóvember 2022, tveimur yfirlýsingum um afhendingu gagna í þágu rannsóknar lögreglu, dags. 26. október og 23. nóvember 2022 og óútfylltum drögum að meðferðaráætlun dags. 9. mars 2023, með vísan til 8. gr. upplýsingalaga. Þá voru einnig undanskildir tölvupóstar milli félagsráðgjafa og móður barnsins, dags. 25.-26. október 2022 og 25. nóvember 2022, auk dagála vegna símtala 25. október til 22. nóvember 2022, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Synjun barnaverndarþjónustu Garðabæjar á beiðni kæranda að því er varðar framangreind gögn byggðist á því að ýmist væri um að ræða vinnugögn eða gögn sem barnaverndarþjónusta Garðabæjar teldi rétt að leynt skyldu fara vegna einkahagsmuna annarra. Þær upplýsingar sem fram komi í þeim gögnum varði ekki barnið heldur persónulega hagi vistunaraðila. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Fjallað er sérstaklega um upplýsingarétt og aðgang málsaðila að gögnum barnaverndarmáls í 45. gr. barnaverndarlaga. Í 1. mgr. ákvæðisins segir að barnaverndarþjónusta skuli með nægilegum fyrirvara láta aðilum máls í té öll gögn sem málið varða og koma til álita við úrlausn þess, enda tryggi þeir trúnað. Í 2. mgr. segir að barnaverndarþjónusta geti með rökstuddum úrskurði takmarkað aðgang aðila að tilteknum gögnum ef hún telur að það geti skaðað hagsmuni barns og samband þess við foreldra eða aðra. Þjónustan geti einnig úrskurðað að aðilar og lögmenn þeirra geti kynnt sér skjöl og önnur gögn án þess að þau eða ljósrit af þeim séu afhent.<br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum sem kæra hans lýtur að gildi ákvæði 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Samkvæmt 6. gr. barnaverndarlaga er heimilt er að skjóta úrskurðum og öðrum stjórnvaldsákvörðunum barnaverndarþjónustu til úrskurðarnefndar velferðarmála eftir því sem nánar er kveðið á um í lögunum. <br /> <br /> Með vísan til þess að kveðið er sérstaklega á um rétt aðila barnaverndarmáls til aðgangs að gögnum í 45. gr. barnaverndarlaga og mælt er fyrir um sérstaka kæruleið til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna úrskurða barnaverndarþjónustu um slíkan rétt telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að ekki sé rétt að nefndin fjalli efnislega um beiðni kæranda heldur beini hann kæru sinni til úrskurðarnefndar velferðarmála. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að svo stöddu.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A vegna synjunar Garðabæjar á beiðni um aðgang að gögnum sem varða mál kæranda og dóttur hans, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
1147/2023. Úrskurður frá 26. júlí 2023 | Kærð var synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni A, fréttamanns, um aðgang að minnisblaði ráðherra sem lagt var fyrir á ríkisstjórnarfundi, um sjónarmið Almannavarna um samgöngumál á Austfjörðum. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að minnisblaðið til ríkisstjórnar Íslands hefði verið lagt fyrir ráðherrafund og því undanþegin upplýsingarétti almennings með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Synjun ráðuneytisins á afhendingu minnisblaðisins var því staðfest. | <br /> Hinn 26. júlí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1147/2023 í máli ÚNU 23050011.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 30. maí 2023, kærði A, ritstjóri Austurfréttar, synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 23 maí 2023, óskaði kærandi eftir afriti af minnisblaði um jarðgöng á Austfjörðum sem vísað væri til í frétt Morgunblaðsins hinn sama dag. Dómsmálaráðuneyti synjaði beiðni kæranda með tölvupósti samdægurs, með vísan til þess að samkvæmt 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 væru minnisblöð sem útbúin eru fyrir ríkisstjórnarfundi undanþegin upplýsingarétti. Þegar stjórnvöld synji beiðni um aðgang samkvæmt þeirri grein bæri ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en aðgangur yrði ekki veittur í þessu tilfelli.<br /> <br /> Með erindi, dags. 25. maí 2023, óskaði kærandi eftir rökstuðningi á synjun á umræddu minnisblaði. Það byggði meðal annars á skilningi kæranda á að þegar minnisblað færi frá einu stjórnvaldi, í þessu tilfelli Almannavörum, til annars, dómsmálaráðuneytisins, þá yrði það opinbert. Annar kostur væri að afhenda minnisblaðið þegar afmáðar hefðu verið einstakar upplýsingar sem varði persónur, fjármuni á samkeppnisgrundvelli eða beinlínis þjóðaröryggi. Í svari ráðuneytisins samdægurs, var áréttað að umrætt minnisblað teldist til gagna sem tekin væru saman fyrir fund ríkisstjórnar og væru því undanþegin upplýsingarétti, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Hvað varðaði vinnugögn samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sem færu frá einu stjórnvaldi til annars, hætti þau að njóta verndar sem vinnugögn en skilgreining á vinnugagni byggðist á 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga og næði því ekki til minnisblaðs fyrir ríkisstjórn, sbr. 1. tölul. 6. gr. laganna. Að mati ráðuneytisins væri ekki hægt að beita undanþáguákvæði 1. mgr. 8. gr. um vinnugögn þegar umrætt gagn væri minnisblað fyrir ríkisstjórn sem er sérstaklega talið upp í 1. tölul. 6. gr. í hliðstæðri upptalningu við vinnugögn í skilgreiningu 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fari fram á það við úrskurðarnefnd um upplýsingamál að nefndin leggi mat á það hvort minnisblaðið falli undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Kærandi hafi í samskiptum við ráðuneytið vísað til þess að hann teldi að um væri að ræða álit Almannavarna um samgöngumál á Austurlandi fyrir dómsmálaráðuneytið. <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneytinu með erindi, dags. 31. maí 2023, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 8. júní 2023, er vísað til þess að synjunin sé byggð á ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en þau gögn sem þar er lýst séu undanþegin upplýsingarétti almennings. Um sé að ræða minnisblað sem útbúið var sérstaklega fyrir ríkisstjórnarfund. Ekki sé skylt að taka afstöðu til aukins aðgangs að gagninu á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, en það hafi engu að síður verið gert í synjun ráðuneytisins, dags. 23. maí 2023.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. júní 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að minnisblaði dómsmálaráðherra sem lagt var fyrir á ríkisstjórnarfundi hinn 19. maí 2023, um sjónarmið Almannavarna um samgöngumál á Austfjörðum. Ráðuneytið synjaði beiðninni með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkistjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir:<br /> <br /> Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.<br /> <br /> Framangreint minnisblað til ríkisstjórnar Íslands ber það skýrlega með sér að hafa verið lagt fyrir ráðherrafund. Samkvæmt skýru orðalagi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er dómsmálaráðuneytinu því heimilt að synja kæranda um aðgang að gagninu óháð efni þess en það er mat ráðuneytisins að ekki sé ástæða til að veita kæranda aðgang að umbeðnu gagni í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, dags. 23. maí 2023, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að minnisblaði til ríkisstjórnar, dags. 19. maí 2023, um sjónarmið Almannavarna um samgöngumál á Austfjörðum. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir |
1146/2023. Úrskurður frá 26. júlí 2023 | Deilt var um rétt kærenda til aðgangs að gögnum í vörslum Samgöngustofu sem vörðuðu ábendingar og athuganir stofnunarinnar á tilteknum flugmanni og félagi hans. Synjun Samgöngustofu byggðist á því gögnin væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012, og girti fyrir aðgang kærenda að gögnunum samkvæmt upplýsingalögum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki unnt að líta á ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 sem sérstakt þagnarskylduákvæði gagnvart þeim upplýsingum sem beiðni kærenda í málinu beindist að, heldur færi úrlausn þess eftir ákvæðum upplýsingalaga. Af þeim sökum var það niðurstaða nefndarinnar að Samgöngustofa hefði ekki leyst úr beiði kærenda á réttum lagagrundvelli. Var beiðni kærenda því vísað til Samgöngustofu til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | Hinn 26. júlí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1146/2023 í máli ÚNU 22110025.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 30. nóvember 2022, kærði B lögmaður, f.h. C og D, synjun Samgöngustofu á beiðni um gögn. Hinn 4. mars 2022 var fyrir hönd kærenda óskað eftir upplýsingum og gögnum frá Samgöngustofu vegna flugslyss á Þingvallavatni sem varð í febrúar það ár, en sonur kærenda lést í slysinu. Nánar tiltekið var óskað eftir:</p> <p>1. Upplýsingum um skráningu flugvélarinnar TF-ABB og virk réttindi flugmannsins, E, og félags hans, X ehf., einkum með hliðsjón af leyfum/skráningum sem skylt væri að leita til Samgöngustofu með vegna farþegaflugs gegn greiðslu.<br /> 2. Öllum gögnum mála sem vörðuðu E eða X og tekin hefðu verið til skoðunar af Samgöngustofu og eftir atvikum vísað til lögreglu. Meðal þeirra mála sem óskað væri gagna úr væri mál vegna gruns um að X og E hefðu staðið að flugferðum utan þess ramma sem heimilt væri samkvæmt fyrirliggjandi leyfum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 21. mars 2022, svaraði Samgöngustofa erindi kærenda og veitti upplýsingar samkvæmt 1. lið beiðninnar. Fram kom að flugvélin TF-ABB væri skráð í loftfaraskrá og að fyrir lægju skrásetningarvottorð, lofthæfivottorð og lofthæfistaðfestingarvottorð vegna hennar. Þá væri félagið X skráður eigandi vélarinnar. Félagið hefði ekki flugrekstrarleyfi eða flugrekandaskírteini sem útgefin væru af Samgöngustofu og því sætti það ekki eftirliti stofnunarinnar sem handhafi slíkra leyfa. E hefði haft gild réttindi til að stýra vélinni; hann hefði verið með gilt atvinnuflugmannsskírteini, einshreyfilsáritun og flugkennararéttindi.</p> <p>Samgöngustofa synjaði um aðgang að gögnum samkvæmt 2. lið beiðninnar með vísan til 2. mgr. 8. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði í úrskurði nr. 737/2018 komist að niðurstöðu um að teldist sérstakt þagnarskylduákvæði. Þau gögn sem beiðnin lyti að væru til komin vegna eftirlits Samgöngustofu og teldust því trúnaðarmál samkvæmt ákvæðinu. Beiðninni væri því hafnað að þessu leyti.</p> <p>Fyrir hönd kærenda var að nýju óskað eftir gögnum hjá Samgöngustofu með erindi, dags. 18. október 2022. Í erindinu var vísað til þess að í febrúar 2022 hefði verið greint frá því í fjölmiðlum að stofnuninni hefði borist ábending um að E og X stunduðu atvinnuflug með farþega án tilskilinna leyfa. Samgöngustofa hefði meðal annars óskað eftir aðstoð lögreglu við rannsókn málsins. Lögreglan hefði svo hætt rannsókn málsins og embætti ríkissaksóknara staðfest þá niðurstöðu í október 2021. Skýringar Samgöngustofu til fjölmiðla í framhaldinu mætti skilja á þann veg að þrátt fyrir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins hefði málinu verið haldið áfram af hálfu Samgöngustofu.<br /> <br /> Með vísan til þess væri óskað eftir upplýsingum um framangreint og gögnum sem vörðuðu ábendingar og athuganir Samgöngustofu á flugmanninum og félaginu. Hefði stofnunin gögn lögreglu undir höndum væri jafnframt óskað eftir þeim. Þá væri óskað svara við eftirfarandi spurningum:<br /> <br /> 1. Hvaðan Samgöngustofu hefði borist ábending um flugrekstur án tilskilinna leyfa.<br /> 2. Hvaða málsnúmer málið hefði hlotið hjá lögreglu.<br /> 3. Hvort Samgöngustofa hefði beitt flugmanninn eða félagið stjórnsýsluviðurlögum vegna brota gegn lögum og reglum sem giltu um flugrekstur. Ef svo væri, þá væri óskað eftir öllum ákvörðunum Samgöngustofu þar að lútandi.<br /> <br /> Samgöngustofa svaraði erindinu hinn 1. nóvember 2022. Kom þar fram að stofnunin viðhefði almennt eftirlit með loftförum þótt þau væru ekki notuð í atvinnurekstri. Hefðbundnu eftirliti með umræddu loftfari hefði verið haldið áfram hjá stofnuninni eftir að lögregla hefði hætt rannsókn málsins. Að því er varðaði beiðni um gögn sem fram kæmi í erindinu var vísað til fyrra erindis Samgöngustofu frá 21. mars 2022 og hins sérstaka þagnarskylduákvæðis í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012. Stofnuninni væri ekki heimilt að afhenda gögn sem tengdust eftirliti stofnunarinnar með flugmanni/eiganda vélarinnar eða sem tengdust málum vegna eftirlits með ástandi vélarinnar sjálfrar. Þá væri áréttað að félagið X sætti ekki eftirliti af hálfu Samgöngustofu. E hefði ekki verið beittur stjórnsýsluviðurlögum og ábendingar um flugrekstur án leyfa hefðu m.a. borist nafnlaust.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærendur telji að ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 eigi ekki við um öll gögn sem verði til við eftirlit Samgöngustofu. Nærtækt sé að túlka ákvæðið á þann veg að þagnarskyldan nái fyrst og fremst til upplýsinga sem séu viðskiptalegs eðlis. Þær upplýsingar sem óskað sé eftir í þessu máli varði ekki rekstur og viðskipti viðkomandi aðila. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 737/2018 hafi gögnin sem deilt var um í málinu innihaldið ýmsar upplýsingar um rekstur og viðskipti viðkomandi flugrekanda. Óumdeilt sé að E hafi ekki verið með flugrekstrarleyfi og því geti umbeðnar upplýsingar ekki varðað flugrekstur hans. Þá telji kærendur að upplýsingarnar eigi erindi við almenning því þær geti varðað flug- og almannaöryggi.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Samgöngustofu með erindi, dags. 30. nóvember 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Samgöngustofu barst úrskurðarnefndinni hinn 14. desember 2022. Í umsögninni eru sjónarmið úr ákvörðun stofnunarinnar ítrekuð. Höfnun á beiðni um afhendingu gagna sem stofnunin hefði í vörslum sínum og væru til komin í tengslum við eftirlit stofnunarinnar hafi verið byggð á því að stofnuninni væri ekki heimilt að afhenda þau samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012. Eftirlit í flugstarfsemi byggðist á trúnaði milli starfsleyfishafa og eftirlitsstjórnvalda, sem væri m.a. einn grundvöllur þess að mikilvægar upplýsingar varðandi flugöryggismál skiluðu sér til stjórnvaldsins. Tekið var fram að rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Suðurlandi hefðu fengið aðgang að öllum gögnum sem tengdust loftfarinu TF-ABB og eiganda þess og tengdust eftirliti stofnunarinnar í málinu.<br /> <br /> Umsögn Samgöngustofu var kynnt kærendum með bréfi, dags. 14. desember 2022, og þeim veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kærenda bárust ekki. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kærenda til aðgangs að gögnum í vörslum Samgöngustofu sem varða ábendingar og athuganir stofnunarinnar á tilteknum flugmanni og félagi hans. Nánar tiltekið lýtur ágreiningurinn að synjun Samgöngustofu frá 1. nóvember 2022 á beiðni kærenda, frá 18. október 2022, um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Synjun Samgöngustofu byggist á því að gögnin séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem mælt sé fyrir um í 2. mgr. 8. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, og girði fyrir aðgang kærenda að gögnunum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Almenn ákvæði um þagnarskyldu eru þau sem geyma vísireglu og enga tilgreiningu á þeim upplýsingum sem þagnarskyldan tekur til. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.<br /> <h3>2.</h3> Í 8. gr. laga nr. 119/2012 er fjallað um verkefni Samgöngustofu tengd loftferðum. Í 2. mgr. ákvæðisins segir að með gögn og aðrar upplýsingar, sem stofnunin aflar við eftirlit með flugstarfsemi eða af öðrum ástæðum, skuli fara sem trúnaðarmál. Hið sama gildi um gögn sem rekstrarleyfishafar afhenda stofnuninni og varða rekstrarleyfi þeirra. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 119/2012 kemur fram að ákvæðið sæki uppruna sinn í 2. mgr. 7. gr. laga um Flugmálastjórn Íslands, nr. 100/2006.<br /> <br /> Lög nr. 100/2006 um Flugmálastjórn Íslands voru felld brott með lögum nr. 119/2012. Í 7. gr. fyrrnefndu laganna var mælt fyrir um þagnarskyldu starfsmanna Flugmálastjórnar. Í 1. mgr. kom fram að starfsmenn mættu ekki, að viðlagðri ábyrgð, skýra óviðkomandi frá því sem þeir kæmust að í starfi sínu og leynt ætti að fara, þar á meðal um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hefðu eftirlit með. Í 2. mgr. sagði að með gögn og aðrar upplýsingar, sem Flugmálastjórn aflaði við eftirlit eða af öðrum ástæðum, skyldi fara sem trúnaðarmál. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 100/2006 kom fram að ákvæðið væri til viðbótar við almennt þagnarskylduákvæði 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-293/2009 lagði nefndin til grundvallar að 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006 teldist vera þagnarskylduákvæði sérstaks eðlis að því er varðaði upplýsingar um rekstur eða viðskipti þeirra aðila sem Flugmálastjórn hefði eftirlit með. Hvað varðaði 2. mgr. ákvæðisins yrði að telja að það fæli í sér það almenna lýsingu á skyldum starfsmanna Flugmálastjórnar til að gæta trúnaðar og að það fæli ekki í sér ríkari þagnarskyldu en þegar myndi leiða af almennri þagnarskyldureglu í 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Með öðrum orðum, að 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006 teldist sérstakt þagnarskylduákvæði en 2. mgr. sama ákvæðis teldist almennt þagnarskylduákvæði. Nefndin komst að sömu niðurstöðu um 1. mgr. ákvæðisins í úrskurði nr. A-502/2013.<br /> <h3>3.</h3> Í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 var áður að finna ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Samgöngustofu þess efnis að þeim væri óheimilt að skýra m.a. frá upplýsingum um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hefðu eftirlit með. Ákvæðið var, að breyttu breytanda, samhljóða fyrrgreindu ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006, enda var með frumvarpinu lögð til sameining nokkurra stofnana, þar á meðal Flugmálastjórnar, í eina stjórnsýslustofnun. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sló því föstu í tveimur úrskurðum, nr. 626/2016 og 737/2018, að ákvæði 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 væri sérstakt ákvæði um þagnarskyldu að því er varðaði upplýsingar um rekstur eða viðskipti eftirlitsskyldra aðila. Í hinum síðarnefnda úrskurði tók nefndin til viðbótar fram að ákvæði 2. mgr. 8. gr. sömu laga væri einnig sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðaði gögn sem Samgöngustofa aflar við eftirlit með flugstarfsemi.<br /> <br /> Með 65. tölul. 5. gr. laga nr. 71/2019, um breytingu á stjórnsýslulögum nr. 37/1993, var ákvæði 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 breytt með þeim hætti að ákvæðið hefur ekki lengur að geyma sérgreind fyrirmæli um að starfsmönnum Samgöngustofu sé óheimilt að skýra „m.a. frá upplýsingum um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hefðu eftirlit með“. Þess í stað er nú kveðið á um það í 1. mgr. 19. gr. að á starfsmönnum Samgöngustofu hvíli þagnarskylda samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Samkvæmt almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 71/2019 var það eitt af meginmarkmiðum laganna að gera þagnarskyldureglur skýrari, einfaldari og samræmdari. Um ástæður þeirrar breytingar sem gerð var á þagnarskyldu starfsmanna Samgöngustofu sagði síðan í athugasemdum frumvarpsins við ákvæði það sem nú er að finna í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 að eðlilegt þætti að Samgöngustofa legði mat á það hverju sinni á grundvelli upplýsingalaga hvort hagsmunir almennings af aðgangi að slíkum upplýsingum vægju þyngra en hagsmunir viðkomandi fyrirtækis eða lögaðila af því að þær færu leynt í stað þess að unnt væri að synja beiðni fortakslaust um hvers konar upplýsingar um rekstur eða viðskipti eftirlitsskyldra aðila. Um síðastnefnda atriði var í frumvarpinu vísað sérstaklega til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 737/2018.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst að við túlkun 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 og þegar tekin er afstaða til þess hvort ákvæðið hafi að geyma sérstaka þagnarskyldureglu sem gangi framar ákvæðum upplýsingalaga sé ekki unnt að horfa fram hjá ofangreindum breytingum á 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012. Að mati nefndarinnar verður við afmörkun á þeirri þagnarskyldu sem lýst er í 2. mgr. 8. gr. síðastefndu laganna að gæta samræmis við þá þagnarskyldu sem birtist í 1. mgr. 19. gr. sömu laga og lýst er í 42. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Af þeirri samræmistúlkun leiðir að ekki er unnt að líta á ákvæði 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 sem sérstakt þagnarskylduákvæði gagnvart þeim upplýsingum sem beiðni kæranda í þessu máli beinist að. <br /> Í þessu sambandi verður að horfa til þess að í 2. mgr. 8. gr. eru ekki tilgreindar hvers konar upplýsingar þagnarskyldan taki til, umfram það að vísað er til gagna og upplýsinga sem Samgöngustofa aflar við ,,eftirlit með flugstarfsemi eða af öðrum ástæðum“. Jafnframt verður að hafa í huga að orðalag ákvæðisins og athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 119/2012 hníga ekki í þá átt að löggjafinn hafi með setningu ákvæðisins haft hug á að ganga lengra í að takmarka aðgang að upplýsingum en gert er t.d. með hinni almennu þagnarskyldu opinberra starfsmanna í 18. gr. laga nr. 70/1996. <br /> <br /> Síðast en ekki síst þá er beinlínis tekið fram í athugasemdum við ákvæðið sem varð að 65. tölul. 5. gr. laga nr. 71/2019 í frumvarpi til laganna að eðlilegt sé að Samgöngustofa meti beiðnir um upplýsingar um rekstur eða viðskipti eftirlitsskyldra aðila á grundvelli ákvæða upplýsingalaga. <br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið og eins og atvikum málsins er háttað lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að úrlausn þess hvort veita eigi kærendum aðgang að þeim gögnum sem kæran lýtur að, sem varða ábendingar og athuganir stofnunarinnar á tilteknum flugmanni og félagi hans, fari eftir ákvæðum upplýsingalaga. Af þeim sökum er það niðurstaða nefndarinnar að Samgöngustofa hafi ekki leyst úr beiðni kærenda á réttum lagagrundvelli. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Samgöngustofu að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Er því lagt fyrir Samgöngustofu að taka málið fyrir á grundvelli upplýsingalaga. Í því sambandi þarf stofnunin að taka afstöðu til þess hvort leyst verði úr beiðninni á grundvelli 5. gr. eða 14. gr. upplýsingalaga, sjá meðal annars til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar frá 1. mars 2022 í máli nr. 1071/2022.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Beiðni kærenda um aðgang að gögnum hjá Samgöngustofu, dags. 18. október 2022, er vísað til Samgöngustofu til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir |
1145/2023. Úrskurður frá 5. júní 2023 | Kærð var synjun Biskupsstofu á beiðni kæranda um aðgang að tiltalsbréfi biskups Íslands. Synjun Biskupsstofu var á því byggð að starfsemi þjóðkirkjunnar félli ekki lengur undir gildissvið upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin rakti þær breytingar sem gerðar hefðu verið á lögum um þjóðkirkjuna og komst að þeirri niðurstöðu að þjóðkirkjan teldist ekki til stjórnvalda í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Var það því niðurstaða nefndarinnar að synjun Biskupsstofu félli ekki undir gildissvið upplýsingalaga og kærunni vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. júní 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1145/2023 í máli ÚNU 22050024.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 30. maí 2022, kærði A, fréttamaður hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, synjun Biskupsstofu á beiðni um gögn. Kærandi óskaði hinn 27. maí 2022 eftir afriti af tiltalsbréfi biskups Íslands til sr. B, dags. 25. maí 2022. Í svari Biskupsstofu, dags. 28. maí 2022, kom fram að það væri mat Biskupsstofu að upplýsingalög ættu ekki lengur við um þjóðkirkjuna. Jafnvel þótt svo væri myndi Biskupsstofu ekki vera skylt að afhenda skjalið því það varðaði starfsmannamál. Beiðni kæranda var því synjað.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að kærandi fallist ekki á að um sé að ræða ósk um upplýsingar um einkahagi einstaklinga. Um sé að ræða mál sem gæti orðið fordæmisgefandi þar sem tiltal biskups snúi að tjáningu opinbers starfsmanns í gegnum eigin aðgang á samfélagsmiðli.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Biskupsstofu með erindi, dags. 30. maí 2022, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Biskupsstofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Að beiðni Biskupsstofu var frestur til að gefa umsögn framlengdur.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Biskupsstofu barst úrskurðarnefndinni hinn 22. júní 2022. Þau gögn sem kæran lýtur að bárust nefndinni hinn 21. febrúar 2023. Í umsögn Biskupsstofu kemur fram að atvik málsins séu þau að biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hafi veitt sr. B, presti í [C-prestakalli], tiltal á grundvelli tilsjónar-hlutverks biskups. Biskupsstofa geri kröfu um að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem starfsemi þjóðkirkjunnar falli ekki lengur undir gildissvið upplýsingalaga. Með gerð viðbótarsamnings ríkis og kirkju árið 2019, setningu laga nr. 153/2019 og laga nr. 95/2020 svo og með setningu nýrra laga um þjóðkirkjuna, nr. 77/2021, telji biskup ljóst að þjónusta þjóðkirkjunnar sé ekki opinber starfsemi. Starfsfólk þjóðkirkjunnar teljist ekki lengur opinberir starfsmenn og starfsemin heyri ekki lengur undir gildissvið stjórnsýslulaga.</p> <p style="text-align: justify;">Með gerð viðbótarsamnings ríkis og kirkju, dags. 6. september 2019, hafi verið stefnt að auknu sjálf-stæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Í 7. gr. samningsins segi:</p> <p style="text-align: justify; margin-left: 40px;">Að fengnu samþykki ríkisstjórnar Íslands og kirkjuþings á samningi þessum, skal dómsmála-ráðherra leggja fram frumvarp til laga á Alþingi, er feli í sér breytingu á V. kafla laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, á 22. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og á lögum nr. 1/1997, um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, til samræmis við samning þennan, til að tryggja að efnisatriði hans öðlist lagagildi. Jafnframt feli frumvarpið í sér tillögu um að ákvæði laga um laun sóknarpresta nr. 46/1907 og lög nr. 36/1931 um embættis-kostnað sóknapresta og aukaverk þeirra falli úr gildi ásamt lögum um Kristnisjóð nr. 35/1970 og II. kafla laga um sóknargjöld nr. 91/1987.</p> <p style="text-align: justify;">Í samræmi við efni framangreinds samnings hafi dómsmálaráðherra lagt fram frumvarp til laga sem falið hafi í sér breytingu á V. kafla laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, á 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, og á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997. Lög nr. 153/2019 hafi öðlast gildi 1. janúar 2020. Með lögunum hafi verið felld brott ákvæði úr lögum nr. 78/1997 sem fjölluðu um stöðu starfsfólks sem opinberir starfsmenn eða embættismenn. Í greinargerð með frumvarpinu segir að samkvæmt samningnum skuli kirkjan meðal annars annast launagreiðslur til alls starfsfólks síns frá 1. janúar 2020 í stað þess að starfsmenn þjóðkirkjunnar þiggi laun úr ríkissjóði. Þetta leiði til þess að biskup Íslands, vígslubiskupar, prestar og prófastar þjóðkirkjunnar og starfsmenn Biskupsstofu muni ekki lengur teljast til embættismanna eða starfsmanna ríkisins heldur verði þeir starfsmenn þjóðkirkjunnar.</p> <p style="text-align: justify;">Lög nr. 95/2020, um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, og fleiri lögum og um brottfall laga um kirkjumálasjóð (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar), hafi verið samþykkt á Alþingi 2020 með breytingartillögu meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar sem fól í sér brottfall ákvæðis 4. mgr. 26. gr. laga 78/1997 sem kvað á um að um málsmeðferð í kirkjuráði, svo og meðal annarra kirkjulegra stjórnvalda, skyldi fylgt ákvæðum stjórnsýslulaga, eftir því sem við gæti átt.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum nefndarinnar með breytingartillögunni sé áréttað að markmið viðbótarsamningsins sé að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum. Hvorki prestar né starfsfólk Biskupsstofu séu starfsmenn ríkisins og Ríkisendurskoðun endurskoði ekki lengur fjármál Biskupsstofu og bókhald og launaumsýsla þjóðkirkjunnar hafi verið færð úr kerfum Fjársýslu ríkisins. Það samrýmist því ekki markmiðum viðbótarsamningsins að málsmeðferð á kirkjulegum vettvangi lúti reglum stjórnsýslulaga.</p> <p style="text-align: justify;">Fyrir setningu gildandi þjóðkirkjulaga, nr. 77/2021, hafi Alþingi samþykkt framangreind lög nr. 153/2019 og lög nr. 95/2020. Lög þessi hafi falið í sér breytingar á þágildandi þjóðkirkjulögum, nr. 78/1997, til samræmis við viðbótarsamning ríkis og kirkju. Í viljayfirlýsingu sem fylgdi samningnum hafi einnig komið fram að fulltrúar þjóðkirkjunnar og ríkisins myndu vinna saman að yfirferð yfir gildandi lög er varða þjóðkirkjuna með það að markmiði að einfalda regluverkið. Við þá vinnu yrði m.a. byggt á þeim tillögum sem þjóðkirkjan hafi þegar fjallað um og sent ríkinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í greinargerð með frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga komi m.a. fram að með frumvarpinu sé stefnt að því að einfalda regluverk þjóðkirkjunnar og auka mjög sjálfstæði hennar með því að fela kirkjuþingi ákvörðunarvald í mun meira mæli með setningu starfsreglna um helstu málefni hennar. Enn fremur segir í greinargerðinni að nú sé fram haldið sömu þróun og hrundið hafi verið af stað við gildistöku gildandi laga árið 1997. Gengið sé út frá þeirri stöðu sem þjóðkirkjunni hafi þá verið veitt sem sjálfstæðu trúfélagi í stað þess að líta á hana sem opinbera stofnun eins og talið var eðlilegt að gera fyrir þann tíma. Í þeim anda sé lagt til í frumvarpinu að kirkjuþing setji starfsreglur um ýmis ákvæði sem nú sé kveðið á um í lögum nr. 78/1997.</p> <p style="text-align: justify;">Þá segi í greinargerðinni að með þeim breytingum sem urðu á lögum nr. 78/1997, sbr. 19. gr. laga nr. 153/2019, hafi þeir, sem undir ákvæði laganna féllu, hætt að vera opinberir starfsmenn en orðið þess í stað starfsfólk þjóðkirkjunnar. Vegna þeirra breytinga verði ákvæði um réttindi og skyldur starfsfólks þjóðkirkjunnar tekin inn í nýja kjarasamninga um laun og önnur starfskjör þess.</p> <p style="text-align: justify;">Þessu til viðbótar bendi Biskupsstofa á að umboðsmaður Alþingis hafi talið í áliti sínu í máli 10990/2021, þar sem fjallað var um ákvörðun biskups Íslands, að það leiddi af breytingum þeim sem urðu á lögum nr. 78/1997 samkvæmt lögum nr. 153/2019, sem tóku gildi 2020, að ákvarðanir biskups um ráðningar á árinu 2020 heyrðu ekki undir starfssvið umboðsmanns.</p> <p style="text-align: justify;">Að þessu virtu telji Biskupsstofa að gildandi þjóðkirkjulög, nr. 77/2021, feli ekki í sér að þjóðkirkjunni sé fengið opinbert vald. Starfsemi þjóðkirkjunnar svo og ákvarðanir biskups falli því ekki lengur undir gildissvið upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ljóst sé að starfsmenn þjóðkirkjunnar fari ekki með opinbert vald og séu því ekki handhafar framkvæmdavalds eins og talið var í tíð eldri laga og fram hefur komið í úrskurði úrskurðarnefndar. Þjóðkirkjan sé ekki í opinberri eigu, henni sé ekki falið með lögum að taka stjórnvaldsákvarðanir og þjónusta hennar sem trúfélag geti ekki talist opinbert hlutverk stjórnvalds. Þá teljist starfsmenn þjóðkirkjunnar, þ.m.t. biskupar og prestar, ekki opinberir starfsmenn eins og fram hefur komið.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þessa líti Biskupsstofa svo á ekki sé skylt að afhenda umrætt tiltalsbréf. Verði ekki fallist á framangreinda frávísunarkröfu Biskupsstofu sé gerð krafa um að kærunni verði vísað frá á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 7. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Biskupsstofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tiltalsbréfi biskups Íslands til sr. B, dags. 25. maí 2022. Biskupsstofa byggir á því að starfsemi þjóðkirkjunnar falli ekki lengur undir gildissvið upplýsinga-laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. og 3. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um þá aðila sem felldir verða undir upplýsingalög. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna taka þau til allrar starfsemi stjórnvalda. Þá taka þau til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þá taka lögin einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvalds-ákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við ákvæði 2. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins sé lagt til að þeirri meginstefnu verði haldið um afmörkun á gildis-sviði upplýsingalaga að þau taki til allrar starfsemi opinberra stjórnvalda, hvort sem er stjórnvalda ríkisins eða sveitarfélaganna. Það leiði af orðalagi ákvæðisins að það sem ræður því hvort tiltekinn aðili fellur undir ákvæðið sé formleg staða hans í stjórnkerfinu. Undir ákvæðið falli þannig einvörðungu þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljast til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, var kveðið á um að íslenska þjóðkirkjan væri sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni og samkvæmt 1. mgr. 2. gr. sömu laga naut hún sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. Í 4. gr. laganna var kveðið á um að dómsmálaráðuneytið hefði með höndum tengsl við þjóðkirkjuna af hálfu ríkisvaldsins að því er varðaði fjárlagagerð. Ráðuneytið hefði jafnframt yfirumsjón með því að ríkisvaldið veitti þjóðkirkjunni þann stuðning sem því bæri að veita henni lögum samkvæmt og hefði umsjón með því að hún og stofnanir hennar færu að lögum.</p> <p style="text-align: justify;">Lögum nr. 78/1997 var síðan breytt með samþykkt laga nr. 153/2019, um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (viðbótarsamningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar). Tilefni þess frumvarps er varð að lögum nr. 153/2019 var viðbótarsamningur 6. september 2019 milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um endurskoðun á samkomulagi milli sömu aðila um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 (kirkjujarðasamkomulagið) og samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað Biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá 4. september 1997.</p> <p style="text-align: justify;">Í undirbúningsgögnum vegna setningar laga nr. 153/2019 er rakið að kirkjan skyldi m.a. annast launagreiðslur til alls starfsfólks síns frá 1. janúar 2020 samkvæmt fyrrgreindum viðbótarsamningi í stað þess að biskup Íslands, vígslubiskupar, 138 starfandi prestar og prófastar þjóðkirkjunnar og 18 starfsmenn Biskupsstofu þægju laun úr ríkissjóði. Um það segir að þetta leiddi til þess að þessir starfsmenn þjóðkirkjunnar myndu ekki lengur teljast til embættismanna eða starfsmanna ríkisins heldur yrðu þeir starfsmenn þjóðkirkjunnar. Þá segir að yrði frumvarpið að lögum yrði kirkjuþingi falið að skilgreina réttarstöðu starfsfólks kirkjunnar og setja gjaldskrá fyrir þjónustu hennar, eins og viðbótarsamningurinn gerði ráð fyrir. Í athugasemdum við frumvarpið kemur enn fremur fram að því væri ætlað að færa ábyrgð og stjórn starfsmannamála til kirkjunnar, sbr. þskj. 625 – 449. mál, 150. löggjafarþingi 2019-2020, bls. 4 og 6.</p> <p style="text-align: justify;">Til hliðsjónar má einnig líta til þess að í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 77/2021, um þjóðkirkjuna, sem gildi tóku 1. júlí 2021, segir að með þeim breytingum sem hafi orðið á lögum nr. 78/1997 með lögum nr. 153/2019 hafi þeir sem undir lögin féllu hætt að vera opinberir starfsmenn en þess í stað orðið starfsfólk þjóðkirkjunnar. Þar segir einnig að með frumvarpinu sé fram haldið sömu þróun og hafi verið hrundið af stað við gildistöku laga nr. 78/1997. Gengið sé út frá þeirri stöðu sem þjóðkirkjunni hafi þá verið veitt sem sjálfstæðu trúfélagi í stað þess að líta á hana sem opinbera stofnun eins og talið hafi verið eðlilegt að gera fyrir þann tíma, sbr. þskj. 966 – 587. mál, 151. löggjafarþingi 2020-2021, bls. 5-6. Í þessu sambandi athugast þó að starfsfólk kirkjunnar sem skipað var í embætti í skilningi laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, við gildistöku 2. mgr. 19. gr. laga nr. 153/2019, heldur þeim réttindum og skyldum sem af skipuninni leiðir út skipunartíma sinn, sbr. ákvæði til bráðabirgða við umrædd lög nr. 77/2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í ljósi þess sem að framan er rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að þjóðkirkjan teljist ekki til stjórnvalda í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í ljósi þess að B var upphaflega skipaður sóknaprestur í [C-kirkju] frá 15. september 2016, verður enn fremur að telja ljóst að hann hafi ekki notið réttinda sem embættismaður á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins og ákvæðum laga nr. 70/1996 eftir að skipunartími hans rann út 15. september 2021, sbr. 1. mgr. 23. gr. sömu laga. Ákvæði 3. gr. upplýsingalaga á því ekki við um atvik málsins. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða nefndarinnar að synjun Biskupsstofu falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Er kæru þessari því vísað frá nefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 30. maí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1144/2023. Úrskurður frá 22. maí 2023 | Kærð var afgreiðsla Háskólans á Bifröst á beiðni kæranda um aðgang að verkefni sem unnið hefði verið við skólann. Fyrir lá að kærandi hefði skjalið þegar undir höndum, að undanskilinni forsíðu þess þar sem fram komu upplýsingar um það hverjir hefðu unnið verkefnið. Synjunin var á því byggð að skilyrði til vinnslu samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga væru ekki uppfyllt og af þeim sökum mætti háskólinn ekki afhenda gagnið. Úrskurðarnefndin taldi að meðferð háskólans á máli kæranda hefði ekki samræmst ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir Háskólann á Bifröst að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 22. maí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1144/2023 í máli ÚNU 22050026.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 31. maí 2022, kærði A tafir á afgreiðslu Háskólans á Bifröst á beiðni hans um aðgang að verkefni sem unnið hefði verið við skólann. Í fundargerð framkvæmdastjórnar samtakanna SÁÁ frá 17. mars 2022, undir liðnum „Önnur mál“, kæmi fram að formaður hvetti stjórnarmenn til að lesa nýtt meistaraverkefni nemenda við háskólann sem bæri heitið „Mat á vanda SÁÁ“. Verkefnið hefði verið unnið í námskeiðinu „Samskipti og miðlun leiðtoga 2022“.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hefði fengið verkefnið sent frá einum stjórnarmanna SÁÁ. Í formála þess kæmi fram að framkvæmdastjórn samtakanna hefði leitað til þeirra nemenda sem unnu verkefnið og beðið um hjálp til að taka á þeim stóru áskorunum sem samtökin stæðu frammi fyrir. Búið hefði verið að afmá forsíðu verkefnisins og hugsanlega fleiri efnisþætti skjalsins. Í verkefninu væri að mati kæranda að finna mikla meingjörð gagnvart honum […].</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði því eftir því við Háskólann á Bifröst með erindi, dags. 25. apríl 2022, að fá skýringar á tilurð verkefnisins og nöfnum höfunda og ábyrgðarfólks sem hefðu verið fjarlægð úr því skjali sem væri í dreifingu. Ljóst væri að skjalið hefði verið sent á stóran hóp fólks, m.a. þingmenn, fólk í opinberri stjórnsýslu, fjölmiðlafólk og lögreglu. Verkefnið væri meingjörð gagnvart kæranda og hann velti því upp hvort verkefnið samræmdist siðareglum skólans auk akademískri hugsun og vinnubrögðum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Háskólanum á Bifröst með erindi, dags. 1. júní 2022, og skorað á háskólann að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda. Svar háskólans barst samdægurs. Í því kemur fram að ekki sé um meistaranámsritgerð að ræða heldur kúrsaritgerð. Verkefnið væri lokaverkefni í einum áfanga sem byggist á fræðilegri greiningu á ferlum og notkun aðferðafræði. Verkefnið hafi verið hið síðasta af þremur í áfanganum og fjallaði um hvernig upplýsingamiðlun leiðtoga færi fram og hvort leiðtoginn miðlaði í samræmi við stefnu, framtíðarsýn og gildi viðkomandi skipulagsheildar.</p> <p style="text-align: justify;">Í verkefninu mættu nemendur m.a. gefa sér forsendur sem vörðuðu málefni sem væri til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda snerist verkefnið um aðferðafræði en ekki staðreyndir. Það væri gert svo nemendur fengju raunhæf viðfangsefni sem ættu sér samsvörun í daglegri umræðu. Einkunn fyrir verkefnið ylti á því hvernig það væri leyst aðferðafræðilega. Við matið væri ekki litið sérstaklega til staðhæfinga nema í tengslum við notkun á aðferðafræði. Þá væru staðhæfingar á ábyrgð nemendanna.</p> <p style="text-align: justify;">Væri verkefninu dreift á öðrum forsendum en þeim upprunalegu væri það ef til vill gert í tilgangi sem samræmdist vilja nemendanna sem unnu verkefnið. Háskólinn hefði ekki komið að miðlun verkefnisins að neinu leyti.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi brást við ákvörðun háskólans hinn 2. júní 2022 og kom fram í viðbrögðum kæranda að hann sætti sig ekki við ákvörðunina. Úrskurðarnefndin kynnti þá afstöðu fyrir háskólanum með erindi, dags. 8. júní 2022, og gaf háskólanum færi á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að háskólinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Háskólans á Bifröst barst úrskurðarnefndinni hinn 13. júlí 2022. Þau gögn sem kæran lýtur að bárust nefndinni hinn 26. október 2022. Í umsögn háskólans kemur fram að í lögum um háskóla, nr. 63/2006, sé að finna ákvæði um upplýsingaskyldu háskóla. Í 2. mgr. 12. gr. laganna sé talað um að háskóli skuli birta upplýsingar um innra gæðastarf innan skólans. Í 24. gr. sé tekið fram að birta skuli upplýsingar um einingabær námskeið og prófgráður sem skólinn veitir. Í 1. mgr. 25. gr. sé tekið fram að háskóla beri að varðveita upplýsingar um námsferil þeirra sem stunda eða hafa stundað nám. Þeim beri einnig að láta í té þær upplýsingar og gögn sem séu nauðsynleg vegna opinberrar tölfræðivinnu og hagskýrslugerðar. Þá beri háskólum að láta í té öll þau gögn sem ráðuneyti þarfnist vegna eftirlits með starfsemi og fjármálum skólans.</p> <p style="text-align: justify;">Þá beri að mati háskólans að hafa í huga lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Í lögunum komi fram að miðlun persónuupplýsinga sé háð mjög ströngum skilyrðum. Ekki sé að sjá að þau skilyrði séu uppfyllt í þessu máli. Það að nemandi hafi skrifað um tiltekinn aðila í verkefni sem sé ekki einu sinni lokaverkefni hafi ekki það vægi að það réttlæti að afnema nafnleynd nemandans.</p> <p style="text-align: justify;">Af framangreindu megi ljóst vera að Háskólinn á Bifröst hafi enga heimild til að veita upplýsingar um einstök verkefni sem nemandi skólans kunni að hafa unnið í námi við háskólann, ekki frekar en að háskólanum sé óheimilt að gefa utanaðkomandi aðilum upp upplýsingar um nemandann sjálfan, svo sem einkunnir og verkefnaskil nemandans, nema með leyfi viðkomandi nemenda.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Háskólans á Bifröst var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. september 2022, kemur fram að í umsögn háskólans sé mótsögn því þar komi fram að verkefnið sé ekki lokaverkefni, þvert á það sem fram kom í ákvörðun háskólans frá 1. júní 2022. Að mati kæranda sé ljóst að höfundar verkefnisins hafi sent SÁÁ verkefnið til hagnýtingar og opinberrar birtingar. Með þeirri sendingu hljóti réttur kæranda að standa til þess að fá verkefnið afhent í heild sinni, með nöfnum höfunda og leiðbeinanda.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin óskaði eftir afstöðu þeirra nemenda sem unnu verkefnið til afhendingar verkefnisins í heild sinni hinn 28. mars 2023. Þá var einnig óskað eftir afstöðu þess kennara sem tilgreindur væri á forsíðu verkefnisins. Sameiginlegt svar þriggja af þeim fjórum nemendum sem unnu verkefnið barst nefndinni hinn 5. apríl 2023. Svar kennarans barst hinn 11. apríl 2023. Í báðum erindum er lagst gegn afhendingu verkefnisins til kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skjali í vörslum Háskólans á Bifröst. Skjalið er námsverkefni sem unnið var af hópi nemenda á námskeiði í skólanum. Fyrir liggur að kærandi hefur skjalið þegar undir höndum, að undanskilinni forsíðu þess þar sem fram koma upplýsingar um það hverjir hafi unnið verkefnið. Synjun háskólans er ekki rökstudd með vísan til ákvæða upplýsingalaga, heldur er vísað til þess að skilyrði til vinnslu samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga séu ekki uppfyllt og af þeim sökum megi háskólinn ekki afhenda gagnið.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Samkvæmt 3. gr. laganna taka þau einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.</p> <p style="text-align: justify;">Háskólinn á Bifröst er sjálfseignarstofnun sem er komið á fót með skipulagsskrá og starfar samkvæmt lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, nr. 33/1999. Þá starfar skólinn samkvæmt lögum um háskóla, nr. 63/2006, með viðurkenningu frá ráðherra samkvæmt II. kafla laganna. Samkvæmt 5. mgr. 3. gr. skipulagsskrár háskólans eru ráðstöfunartekjur háskólans tekjur af skólagjöldum og námskeiðahaldi, framlög frá opinberum aðilum, hugsanlegur arður af stofnfé, vaxtatekjur, og annað fé sem Háskólanum á Bifröst kann að áskotnast. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. skrárinnar skal stjórn háskólans skipuð fimm einstaklingum sem tilnefndir eru af Borgarbyggð, Háskólaráði Háskólans á Bifröst, Hollvinasamtökum Bifrastar, Sambandi íslenskra samvinnufélaga svf., og Samtökum atvinnulífsins.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndarinnar verður ekki séð að Háskólinn á Bifröst falli undir hugtakið stjórnvald í skilningi 2. gr. upplýsingalaga. Hins vegar er ljóst að háskólinn starfar samkvæmt lögum um háskóla og fær frá ríkinu fjárframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs, samkvæmt þjónustusamningi á grundvelli 21. gr. laga nr. 63/2006. Sá hluti af starfsemi skólans sem hann sinnir á grundvelli laga um háskóla fellur því undir gildissvið upplýsingalaga á grundvelli 3. gr. laganna. Úrskurðarnefndin telur að það skjal sem óskað er eftir í málinu tengist þjónustuhlutverki Háskólans á Bifröst með þeim hætti að réttur til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga nái til þess. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að því á grundvelli ákvæða upplýsingalaga, með þeim takmörkunum sem leiða af lögunum.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga skal ákvörðun um að synja skriflegri beiðni um aðgang að gögnum, í heild eða hluta, tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega. Í ákvörðun skal koma fram afstaða stjórnvalds til aukins aðgangs, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, og leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá segir í 3. mgr. 19. gr. að um málsmeðferð fari að öðru leyti eftir stjórnsýslulögum.</p> <p style="text-align: justify;">Af framangreindum ákvæðum leiðir að þeim sem heyra undir gildissvið upplýsinglaga og hafa til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p style="text-align: justify;">Synjun Háskólans á Bifröst á beiðni kæranda byggist á því að skilyrði til vinnslu samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga séu ekki uppfyllt og af þeim sökum megi háskólinn ekki afhenda gagnið. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018 er sérstaklega tekið fram að þau takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Ákvörðun háskólans um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum getur því ekki átt stoð í ákvæðum laganna, enda þótt þau geti komið til skoðunar við túlkun ákvæða upplýsingalaga. Þetta gildir, þótt ekki hafi verið vísað til ákvæða upplýsingalaga til stuðnings beiðni kæranda, enda er það hlutverk stjórnvalda að afgreiða beiðnir um aðgang að gögnum í vörslum sínum á réttum lagagrundvelli.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin tekur fram að í lögum um háskóla er ekki að finna ákvæði sem takmarka rétt til aðgangs að prófúrlausnum eða lokaverkefnum og kynnu að teljast þagnarskylduákvæði sérstaks eðlis, en slík ákvæði geta samkvæmt gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gengið framar ákvæðum laganna. Þá kemur fram í siðareglum Háskólans á Bifröst í kafla þeirra sem ber heitið Rannsakendur og rannsóknir að kennarar, rannsakendur og eftir atvikum nemendur birti niðurstöður sínar á opinberum vettvangi. Loks hefur háskólinn sett sér stefnu um opinn aðgang að fræðaefni.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist málsmeðferð Háskólans á Bifröst við töku hinnar kærðu ákvörðunar ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Háskólann á Bifröst að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar, þar sem lagt verði mat á beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga með hliðsjón af takmörkunarákvæðum laganna sem finna má í 6.–10. gr. laganna og þeim sjónarmiðum nefndarinnar sem birtast í úrskurði þessum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A, dags. 25. apríl 2022, er vísað til Háskólans á Bifröst til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir </p> |
1143/2023. Úrskurður frá 22. maí 2023 | Kærð var afgreiðsla Norðurmiðstöðvar á beiðni um gögn. Í kjölfar uppkvaðningar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1071/2022 voru kæranda afhent gögn en hann felldi sig ekki við efni gagnanna. Úrskurðarnefndin taldi að í málinu hefði kæranda ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Var kærunni því vísað frá nefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 22. maí 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1143/2023 í máli ÚNU 22100014.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 30. september 2022, kærði A afgreiðslu Norðurmiðstöðvar (áður Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis) á beiðni hans um gögn. Í kæru kemur fram að úrskurðarnefnd um upplýsinga-mál hafi kveðið upp úrskurð kæranda í hag á sínum tíma, varðandi rétt hans til aðgangs að gögnum um sambýliskonu sína, sem er látin.</p> <p style="text-align: justify;">Í kjölfar uppkvaðningar úrskurðarins hafi kæranda verið afhent gögn í samræmi við úrskurðarorð. Gögnin hafi hins vegar ekki innihaldið þær upplýsingar sem kærandi hafi óskað eftir, heldur aðeins rugl og útúrsnúninga. Því hafi kærandi að nýju leitað til Norðurmiðstöðvar og óskað eftir nöfnum þeirra aðila sem báru ábyrgð á því að sambýliskona hans hefði verið tekin nauðug frá kæranda, og hvaða heimild þeir aðilar hefðu haft til þess óhæfuverks.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði samband við Norðurmiðstöð með erindi, dags. 7. nóvember 2022, og óskaði eftir nánari skýringum varðandi efni kærunnar og samskipti kæranda við miðstöðina. Svar Norðurmiðstöðvar barst hinn 9. nóvember 2022. Svarinu fylgdu tíu skjöl sem innihéldu samskipti miðstöðvarinnar við kæranda. Í svarinu kemur fram að í kjölfar þess að úrskurðarnefndin kvað upp úrskurð nr. 1071/2022, þess efnis að kæranda skyldu afhent tiltekin gögn frá miðstöðinni, hefði kærandi sett sig í samband hinn 17. mars 2022, og fengið gögnin afhent daginn eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 25. mars 2022 hafi kærandi endursent gögnin ásamt þremur ódagsettum bréfum til miðstöðvar-innar. Þar sem ekki væri að öllu leyti ljóst hvað kærandi færi fram á eða hverju hann teldi ósvarað af hálfu Norðurmiðstöðvar var ákveðið af hálfu miðstöðvarinnar að hafa samband við kæranda símleiðis. Félagsráðgjafi á vegum Reykjavíkurborgar hefði átt símtal við kæranda hinn 26. apríl 2022. Að símtalinu loknu teldi félagsráðgjafinn að málinu væri lokið af hálfu borgarinnar, varðandi þann þátt sem sneri að Reykjavíkurborg. Norðurmiðstöð fengi ekki séð að beðið hefði verið um nein ný gögn í vörslum miðstöðvarinnar frá því úrskurður nefndarinnar nr. 1071/2022 var kveðinn upp.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;"> Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. 1071/2022. Beiðni kæranda í því máli var beint til Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis og var um upplýsingar um sambýliskonu hans, m.a. um það hverjir bæru ábyrgð á því að sambýliskona kæranda var tekin nauðug frá honum. Synjun miðstöðvarinnar byggðist á því að gögnin vörðuðu einkamálefni sambýliskonunnar, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, auk þess sem hluti gagnanna teldist vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga. Í umsögn miðstöðvarinnar í því máli var auk þess vísað til þess varðandi vitjanir frá heimahjúkrun að slíkar upplýsingar væru skráðar í sjúkraskrár hlutaðeigandi í Sögukerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem miðstöðin hefði ekki aðgang að.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að kæranda skyldu afhent öll þau gögn sem miðstöðin hefði afmarkað beiðni hans við og synjað honum um aðgang að. Kæranda voru í framhaldinu afhent gögnin, en hann fellir sig ekki við efni gagnanna og vill ekki una því að gögnin innihaldi ekki upplýsingar um það hverjir báru ábyrgð á því að sambýliskona hans var tekin frá honum og hvaða heimild þeir höfðu til þess.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af því leiðir að úrskurðarvald nefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi.</p> <p style="text-align: justify;">Norðurmiðstöð hefur staðhæft að kærandi hafi ekki beðið um nein ný gögn hjá miðstöðinni frá því úrskurður nefndarinnar nr. 1071/2022 var kveðinn upp. Því til stuðnings hefur miðstöðin afhent nefndinni fyrirliggjandi samskipti við kæranda frá uppkvaðningu hans. Úrskurðarnefndin telur í samræmi við það að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Þar af leiðandi hefur í málinu ekki verið tekin ákvörðun sem er kæranleg til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;"> Kæru A, dags. 30. september 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1142/2023. Úrskurður frá 28. apríl 2023 | Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að ákvörðunum nefndar um eftirlit með lögreglu á tilteknu tímabili. Synjunin byggði á því að afgreiðsla beiðninnar tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda ekki geta talist svo umfangsmikla að hún teldist til þeirra undantekningartilvika sem fallið geti undir 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Ákvörðunin var því felld úr gildi og lagt fyrir nefnd um eftirlit með lögreglu að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;"> Hinn 28. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1142/2023 í máli ÚNU 23030004.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 13. mars 2023, kærði A fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun nefndar um eftirlit með lögreglu (hér eftir einnig NEL) á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 1. mars 2023, óskaði kærandi eftir að fá afhenta alla úrskurði sem nefnd um eftirlit með lögreglu hefði kveðið upp frá árinu 2022 og það sem af væri af árinu 2023. Umrædd beiðni væri rökstudd með vísan til niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1070/2022.<br /> <br /> Í svari NEL, dags. 13. mars 2023, kom fram að til að unnt væri að afhenda þær 75 ákvarðanir nefndarinnar sem óskað væri eftir þyrfti að yfirfara þær í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1070/2022. Hjá nefndinni starfi einn starfsmaður í fullu starfi en nefndarmenn sinni nefndarstarfi sem aukastarfi. Væri því fyrirséð að afgreiðsla á beiðninni yrði umfangsmikil og tafsöm í framkvæmd. Það væri því mat nefndarinnar að ekki væri fært að verða við henni og beiðninni synjað með vísan til 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé ósáttur með svar NEL og telji að nefndinni hefði verið í lófa lagið að birta jafnóðum þá úrskurði sem hún hefur kveðið upp.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt NEL með erindi, dags. 13. mars 2023, og nefndinni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að NEL léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn NEL, dags. 4. apríl 2023, er í fyrstu fjallað um nefndina með almennum hætti. Hún starfi á grundvelli VII. kafla lögreglulaga, nr. 90/1996, og verkefni hennar séu m.a. að taka við kvörtunum vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu sem fer með lögregluvald. Undir það falli kvartanir vegna háttsemi eða starfsaðferða sem ekki verða taldar refsiverðar en gætu m.a. leitt til þess að lögreglumaður yrði áminntur í starfi eða æskilegar breytingar gerðar á starfsháttum og verklagi. Þá sé nefnd um eftirlit með lögreglu bundin þagnarskyldu um þær upplýsingar og gögn sem henni berast, sbr. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga. <br /> <br /> Því hafi nefndin ekki afhent ákvarðanir sínar öðrum en aðilum máls og viðkomandi embætti. Það sé mat nefndarinnar að það sé nánast ómögulegt að gera ákvarðanir þannig úr garði að ekki sé hægt að rekja þær til þeirra aðila sem hlut eiga að máli, hvort sem það er kvartandi eða þeir lögreglumenn sem eiga í hlut. Þá sé algengt að máli sé ekki lokið hjá nefndinni með ákvörðun nefndarinnar, því nefndinni ber samkvæmt lögum að fylgja eftir ákvörðunum til að tryggja að viðkomandi embætti komist að efnislegri niðurstöðu í viðkomandi máli. <br /> <br /> Til að unnt sé að afhenda þær ákvarðanir nefndarinnar sem óskað sé eftir þurfi að yfirfara þær í samræmi við upplýsingalög og persónuverndarsjónarmið. Sem stendur starfi einn starfsmaður hjá nefndinni í fullu starfi en nefndarmenn sinni nefndarstarfi sem aukastarfi. Sé því fyrirséð að afgreiðsla á beiðninni yrði umfangsmikil og tafsöm í framkvæmd. Það sé því mat nefndarinnar að ekki sé fært að verða við henni að svo stöddu með vísan til 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Nefndin bendi hins vegar á að fyrir Alþingi liggi lagafrumvarp um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996, sbr. þskj. 677 í 535. máli á 153. löggjafarþingi. Verði frumvarpið óbreytt að lögum muni nefndin verða efld til muna en samkvæmt frumvarpinu sé gert ráð fyrir að formaður nefndarinnar verði starfandi formaður og við bætist auka starfsmaður. <br /> <br /> Þá telur nefndin að einnig beri að líta til þeirra sjónarmiða sem fram komi í greinargerð með 9. gr. upplýsingalaga, sem kveður á um takmarkanir á upplýsingarétti almennings m.a. vegna einkahagsmuna einstaklinga og felur í sér heimild til að undanþiggja tiltekin gögn upplýsingarétti ef í þeim er að finna upplýsingar sem eru þess eðlis að rétt þykir að þær fari leynt. Ljóst sé að í umbeðnum gögnum sé að finna upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem kann að vera sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Einnig séu þar upplýsingar sem kunni að falla undir skilgreiningu á viðkvæmum persónuupplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd. <br /> <br /> Að síðustu bendir NEL á að í ákvörðununum komi fram trúnaðarupplýsingar um lögreglumál sem nefndin er bundin þagnarskyldu um, sbr. 6. mgr. 35. gr. a laga nr. 90/1996. Með vísan til framangreinds árétti nefndin fyrri ákvörðun sína um synjun beiðni um afhendingu á ákvörðunum nefndarinnar. <br /> <br /> Umsögn NEL var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. apríl 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ákvörðunum nefndar um eftirlit með lögreglu á tímabilinu 1. janúar 2022 til 1. mars 2023. Beiðni kæranda var synjað með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga segir að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur skýrt fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Þá segir að til þess að skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt þurfi umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum að vera slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt á það áherslu að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 663/2016 og 551/2014. Í síðara málinu var ekki fallist á að stjórnvaldi væri heimilt að beita ákvæðinu en rökstuðningur stjórnvaldsins laut að því að leit í málaskrárkerfi stofnunar hefði skilað 1.800 niðurstöðum. Í úrskurði nefndarinnar nr. 745/2018 var fallist á að beita heimildinni varðandi aðgang að öllum úrskurðum í umgengnismálum í vörslum dómsmálaráðuneytisins. Í niðurstöðu nefndarinnar segir meðal annars að áætlaður heildarblaðsíðufjöldi úrskurðanna væri á annað þúsund. Með vísan til eðlis málaflokksins féllst nefndin á að vinnan við að afmá viðkvæmar upplýsingar úr úrskurðunum væri slík að dómsmálaráðuneytinu væri heimilt að beita undanþáguákvæðinu.<br /> <br /> Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum við ákvæði 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum verður að leggja til grundvallar að ákvæðinu verði einungis beitt þegar sýnt þykir að vinnsla beiðni um upplýsingar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> NEL hefur haldið því fram að afgreiðsla á beiðninni yrði umfangsmikil og tafsöm í framkvæmd þar sem yfirfara þurfi þær 75 ákvarðanir nefndarinnar í samræmi við upplýsingalög og persónuverndarsjónarmið auk þess sem einn starfsmaður starfi hjá nefndinni í fullu starfi. Þá sé það mat NEL að nánast ómögulegt sé að gera ákvarðanirnar þannig úr garði að ekki sé hægt að rekja þær til þeirra aðila sem hlut eiga að máli. Að öðru leyti en að framan greinir er ekki gerð nánari grein fyrir þeirri vinnu sem NEL sér fram á að beiðni kæranda komi til með að útheimta. Þá er ekki rökstutt með hvaða hætti afgreiðsla beiðninnar komi til með að valda umtalsverðri skerðingu á starfsemi nefndarinnar. Loks fær nefndin ekki séð af þeim gögnum sem henni hafa verið afhent að ekki sé hægt að afmá upplýsingar úr þeim sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur fengið afhentar ákvarðanir NEL á tímabilinu 1. janúar 2022 til 1. mars. 2023 en um er að ræða 75 ákvarðanir sem telja samtals um 230 síður. Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að beiðni kæranda geti ekki talist svo umfangsmikil að hún teljist til þeirra undantekningartilvika sem fallið geti undir 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Beiðni kæranda er því vísað til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu hjá nefnd um eftirlit með lögreglu.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé fallist á að heimilt sé að synja beiðni kæranda á þessum grundvelli kann umfang beiðninnar þó að verða til þess að vinnsla hennar taki nokkurn tíma umfram þá sjö daga sem almennt er miðað við, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Mikilvægt er hins vegar að kærandi sé upplýstur um gang mála og honum greint frá ástæðum þess ef verulegar tafir verða á afgreiðslu beiðninnar.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu um að synja beiðni A, um aðgang að ákvörðunum nefndarinnar á tímabilinu 1. janúar 2022 til 1. mars 2023, er felld úr gildi og lagt fyrir nefndina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1141/2023. Úrskurður frá 28. apríl 2023 | Kærð var synjun sveitarfélagsins Múlaþings á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að tveimur greinargerðum lögmanns. Synjun Múlaþings var byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að sveitarfélaginu hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Var sveitarfélaginu því gert að afhenda kæranda aðgang að greinargerðunum. | <p style="text-align: justify;"> Hinn 28. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1141/2023 í máli ÚNU 22110015.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 17. nóvember 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun sveitarfélagsins Múlaþings á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 16. nóvember 2022, óskaði kærandi eftir gögnum sem lögð höfðu verið fram á fundi stjórnar Ríkarðshúss hinn 26. október 2022, svo sem fram kæmi í fundargerð á vefsíðu sveitarfélagsins. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir greinargerð um stöðu Ríkarðshús frá 31. mars 2022 og greinargerð lögmanns frá 15. október 2022. <br /> <br /> Með svari Múlaþings, dags. 17. nóvember 2022, var beiðni kæranda synjað. Eftir skoðun á gögnunum væri það mat sveitarfélagsins að undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ætti við en umræddum gögnum hefði verið aflað til þess að skýra réttarstöðu Ríkarðshúss. </p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Múlaþingi með erindi, dags. 17. nóvember 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Múlaþings, dags. 5. desember 2022, kemur fram að umræddar greinargerðir hafi verið skrifaðar af lögmanni hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur og hafi verið aflað til þess að meta réttarstöðu Ríkarðshúss vegna afturköllunar gjafaloforðs B. Nauðsynlegt hafi þótt að afla lögfræðiálits vegna þessa gernings B til að vita hvaða valkostir væru í stöðunni til að meta réttarstöðu Ríkarðshúss m.a. vegna mögulegs réttarágreinings og þegar, og ef til dómsmáls kæmi. Í þessu samhengi vísi sveitarfélagið m.a. til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 1087/2022, þar sem í niðurstöðu komi fram að undir undanþáguna falli einnig bréfaskipti sem til komi vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. <br /> <br /> Synjun sveitarfélagsins sé byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem fram komi að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfskrifta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Því til stuðnings vísi sveitarfélagið m.a. til úrskurða úrskurðarnefndarinnar og álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 3643/2002. Í svari sveitarfélagsins til kæranda hafi láðst að taka afstöðu til þess hvort ástæða væri til að veita aukinn aðgang að umræddum gögnum á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Sveitarfélagið telji ekki ástæðu til að veita aukinn aðgang og byggir á þeim sjónarmiðum sem undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga byggi á. Einnig þyki sveitarfélaginu málið vera viðkvæmt fyrir þá sem það varðar, þar á meðal loforðsgjafa, og því sé ekki ástæða til þess að veita aðgang að umræddum gögnum.</p> <p style="text-align: justify;"> Umsögn Múlaþings var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að tveimur greinar-gerðum um stöðu Ríkarðshúss á Djúpavogi, dags. 31. mars 2022 og 15. október 2022, sem ritaðar voru af lögmanni fyrir tilstilli sveitarfélagsins Múlaþings vegna afturköllunar gjafaloforðs til safnsins. Synjun sveitarfélagsins er byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem var að upplýsingalögum, nr. 140/2012 kemur fram eftirfarandi:<br /> <br /> Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.<br /> <br /> Ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 72/2019 og gildissvið þess útvíkkað svo það tæki auk dómsmála til annars réttarágreinings. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að fyrrnefndum breytingarlögum segir um þetta:<br /> <br /> Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberar aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> Opinberir aðilar hafa augljósa hagsmuni af því að geta átt samskipti við sérfræðinga, t.d. lögmenn, í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að upplýsingum um þau. Þó ber að árétta að undanþáguna bæri að skýra þröngri lögskýringu með hliðsjón af meginreglu um upplýsingarétt almennings eins og aðrar undanþágur og takmörkunarheimildir upplýsingalaga. Henni yrði þannig aðeins beitt um upplýsingar um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila eða til greina kemur að vísa til slíkrar meðferðar. Með hliðsjón af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga verður líka að gera þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upplýsingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræðir. <br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu ákvæðis sem er sambærilegt að þessu leyti í stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg. <br /> <br /> Sem fyrr segir byggir synjun Múlaþings, á afhendingu tveggja greinargerða varðandi stöðu Ríkarðshúss í tengslum við afturköllun gjafaloforðs, á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Til þess að undanþáguheimildin geti átt við þarf í fyrsta lagi að vera fullnægt skilyrði ákvæðisins að um sé að ræða bréfaskipti við sérfróðan aðila og í öðru lagi þurfa bréfaskipti að vera í tengslum við réttarágreining, til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið greinargerðir um stöðu Ríkarðshúss frá 31. mars 2022 og 15. október 2022. Í greinargerðunum er farið yfir stofnskrá safnsins og að stjórn Ríkarðshúss taki afstöðu til þess hvaða þýðingu afturköllun gjafaloforðs hafi í ljósi þess að ákvörðunin sé í andstöðu við stofnskrána og þær forsendur sem lágu þar að baki. Ekki liggja fyrir nein áform um höfðun dómsmáls eða kröfur um það. Þá liggur fyrir í fundargerð stjórnar Ríkarðshúss, dags. 26. október 2022, að niðurstaða meirihluta stjórnar hafi verið að gera ekki athugasemdir við afturköllunina. Af efni greinargerðanna verður ekki ráðið að þær hafi að geyma mat á því hvort höfða skuli dómsmál vegna afturköllunar gjafaloforðsins heldur er um að ræða álitsgerð lögmanns þar sem settar eru fram tillögur til aðgerða og samantekt á upplýsingum um málið. Í ljósi þess að túlka ber undantekningarákvæði upplýsingalaga þröngt er því ekki fallist á að heimilt hafi verið að undanþiggja greinargerðirnar aðgangi með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þar sem aðrar undanþágur frá upplýsingarétti almennings standa afhendingu gagnsins ekki í vegi er sveitarfélaginu skylt að veita kæranda aðgang að greinargerðunum.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun Múlaþings, dags. 17. nóvember 2022, er felld úr gildi. Múlaþing er skylt að veita A aðgang að greinargerðum, dags. 31. mars 2022 og 15. október 2022, um stöðu Ríkarðshúss.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1140/2023. Úrskurður frá 28. apríl 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að frásögnum starfsmanna grunnskóla sem sendar voru stéttarfélögum starfsmannanna og vörðuðu m.a. samskipti þeirra við kæranda. Synjun Garðabæjar var byggð á því að gögnin innihéldu samskipti starfsmanna sveitarfélagsins við stéttarfélög sín og varði því einkamálefni þeirra samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Leyst var úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Var það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir starfsmannanna af því að ekki væri heimilaður aðgangur að skjalinu vægju þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að því, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Var synjun Garðabæjar því staðfest. | <p style="text-align: justify;"> Hinn 28. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1140/2023 í máli ÚNU 22050005.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 8. maí 2022, kærði A synjun Garðabæjar á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 10. apríl 2022 eftir gögnum hjá sveitarfélaginu sem lytu að samskiptum B og C við Kennarasamband Íslands og Skólastjórafélag Íslands í tengslum við kæranda og dóttur hans. Garðabær hafnaði beiðninni hinn 2. maí 2022 með þeim rökum að réttur kæranda næði ekki til upplýsinga sem vörðuðu stéttarfélög starfsmanna sveitarfélagsins eða mögulegra samskipta við þau félög, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. og 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.<br /> <br /> Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 17. maí 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Garðabær léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Garðabær sendi nefndinni skýringar vegna kærunnar hinn 31. maí 2022 og umsögn vegna hennar hinn 22. júní sama ár.<br /> <br /> Í erindi Garðabæjar frá 31. maí kemur fram að vegna líðanar og aðstæðna starfsmanna hjá Garðaskóla hafi þáverandi skólastjóri skólans leitað til Skólastjórafélags Íslands (SÍ) og Félags grunnskólakennara (FG), sem séu aðildarfélög innan Kennarasambands Íslands (KÍ), um leiðbeiningar vegna máls kæranda. Þáverandi skólastjóri, deildarstjóri sérkennslu/námsráðgjafi og umsjónarkennari dóttur kæranda hafi átt fund með formönnum SÍ og FG í mars 2020. Fyrir fundinn hafi formönnunum verið sendar frásagnir þessara þriggja starfsmanna af samskiptum við kæranda og konu hans, og af upplifun og líðan viðkomandi. Nöfn kæranda, konu hans og dóttur kæmu ekki fram í frásögninni.<br /> <br /> Garðabær kveður að stéttarfélög beri almennt þagnarskyldu um það mál sem félagsmenn þeirra leiti til félaganna með auk þess sem upplýsingar um aðild að stéttarfélagi teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga, sbr. 3. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2018. Sveitarfélagið telur sér óheimilt að afhenda gögnin með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 22. júní 2022, er gerð krafa um að málinu verði vísað frá. Í febrúar 2021 hafi kærandi beint kæru til úrskurðarnefndarinnar sem lyti að því að Garðabær hefði ekki afhent sér sömu samskipti og deilt er um í þessu máli. Úrskurðarnefndin hafi með úrskurði nr. 1067/2022 vísað málinu frá í byrjun mars 2022, á þeim grundvelli að ekki lægi fyrir í málinu að kæranda hefði verið synjað um aðgang að gögnunum. Í apríl 2021 hafi kærandi hins vegar kært til úrskurðarnefndarinnar tafir Garðabæjar á afgreiðslu beiðni sinnar um þessi sömu gögn. Í kjölfar þess að Garðabær afgreiddi þá beiðni í maí 2021, með því að synja henni á sama grundvelli og gert væri í þessu máli, hefði úrskurðarnefndin fellt málið niður. Garðabær gerir þá kröfu að mál úrskurðarnefndarinnar sem lykt-aði með úrskurði nr. 1067/2022 verði endurupptekið og því vísað frá á þeim grundvelli að kærandi hafi ekki kært synjun Garðabæjar frá því í maí 2021 til úrskurðarnefndarinnar innan þess kærufrests sem mælt sé fyrir um í upplýsingalögum.<br /> <br /> Til stuðnings synjun á beiðni kæranda vísar Garðabær til þeirra hlutverka stéttarfélaga að sinna hagsmunagæslu í tengslum við réttindi og skyldur félagsmanna sinna og fara með kjaramál og fagleg málefni félagsmanna. Kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um samskipti kennara og fyrrverandi skólastjóra Garðaskóla við stéttarfélög sín. Frásagnir þeirra um erfiðar aðstæður og vanlíðan þessara starfsmanna falli tvímælalaust undir 9. gr. upplýsingalaga. Félagsmenn verði að geta leitað til stéttarfélags síns með viðkvæmar upplýsingar vegna erfiðra aðstæðna í starfi án þess að eiga á hættu að slíkar upplýsingar verði bornar á torg. Frásagnirnar séu beiðni um aðstoð stéttarfélaganna. Í þeim komi fram viðkvæmar persónulegar upplýsingar um vanlíðan þeirra bæði í starfi og einkalífi vegna erfiðra samskipta.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. mars 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 9. mars 2023, kveður hann starfsmenn Garðabæjar hafa í málinu ítrekað gerst brotlegir við lög, þar á meðal persónuverndarlög. Kærandi telji mikilvægt að fá þau gögn sem um er deilt afhent og að fyrir liggi að Garðabær hafi afhent gögnin öðrum, þ.m.t. fyrrverandi forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, Menntamálastofnun og utanaðkomandi ráðgjafa.<br /> <br /> Með erindi, dags. 14. apríl 2023, gaf úrskurðarnefndin þeim einstaklingum sem gögnin varða kost á að koma á framfæri afstöðu sinni til afhendingar gagnanna til kæranda. Svör bárust hinn 20. og 21. apríl 2023. Í þeim er lagst gegn því að gögnin verði afhent. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að frásögnum þriggja starfsmanna Garðaskóla sem sendar voru formönnum Skólastjórafélags Íslands og Félags grunnskólakennara, sem eru aðildarfélög innan Kennarasambands Íslands, og varða m.a. samskipti þeirra við kæranda.<br /> <br /> Garðabær telur að kærunni skuli vísað frá þar sem kærandi hafi áður óskað eftir sömu gögnum hjá sveitarfélaginu og verið synjað um aðgang að þeim, síðast með erindi hinn 10. maí 2021. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að upplýsingalög innihalda ekki takmörk á því hversu oft beiðandi megi óska eftir sömu gögnum hjá aðila sem heyrir undir gildissvið laganna. Sé beiðanda synjað um aðgang að gögnum og beiðandi nýtir ekki kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál innan þess kærufrests sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum er honum fært að óska eftir sömu gögnum að nýju. Það hefur kærandi í þessu máli gert og borið synjun Garðabæjar frá 2. maí 2022 undir úrskurðarnefndina innan kærufrests. Nefndin telur því ekki ástæðu til að vísa kærunni frá. Í tilefni af kröfu Garðabæjar um endurupptöku fyrra máls tekur úrskurðarnefndin jafnframt fram að sveitarfélagið er það stjórnvald sem tók stjórnvaldsákvörðun á lægra stjórnsýslustigi en ekki aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af þeim sökum getur sveitarfélagið ekki gert kröfu um endurupptöku fyrra máls. Með vísan til framangreinds kemur úrskurður nefndarinnar nr. 1067/2022 ekki til frekari umfjöllunar.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Synjun Garðabæjar er á því byggð að umbeðin gögn innihaldi samskipti starfsmanna sveitarfélagsins við stéttarfélög sín og varði því einkamálefni þeirra samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Upplýsingar um aðild að stéttarfélagi og samskipti við slík félög teljist viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt a-lið 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.<br /> <br /> Fyrir liggur að þau gögn sem deilt er um aðgang að innihalda frásögn þriggja starfsmanna Garðaskóla af samskiptum við kæranda og eiginkonu hans. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan.<br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. <br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir að kjarni ákvæðisins felist í því að vega og meta andstæða hagsmuni annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 1. tölul. 9. gr. upplýsingalaga segir:<br /> <br /> Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. […] Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. […] <br /> <br /> Í lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kemur fram í a-lið 3. tölul. 3. gr. laganna að upplýsingar um aðild að stéttarfélagi teljist viðkvæmar persónuupplýsingar. Fyrirmynd ákvæðisins er 1. mgr. 8. gr. tilskipunar 95/46/EB, en það ákvæði á rætur að rekja til lagahefða ýmissa aðildarríkja Evrópusambandsins, einkum ríkja þar sem stéttarfélög eiga í harðri samkeppni og tengjast beint starfi stjórnmálaflokka og einstaklingum hefur af þeim sökum verið mismunað á grundvelli þess hvaða stéttarfélagi þeir tilheyra.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að gögn sem innihalda samskipti einstaklings við stéttarfélag sitt geti í heild sinni talist varða einkamálefni hans með þeim hætti að óheimilt sé að veita aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Á það einkum við ef ekki er hægt að veita aðgang að gögnunum að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna, án þess að með því séu veittar upplýsingar um það hvaða stéttarfélagi viðkomandi einstaklingur tilheyrir. Í þessu máli hefur Garðabær hins vegar upplýst um það hvaða stéttarfélög fengu send þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu. Getur því það að upplýsingar um aðild að stéttarfélagi teljist viðkvæmar persónuupplýsingar ekki, eitt og sér, staðið í vegi fyrir því að kærandi fái aðgang að gögnunum. Þarf því að leggja mat á það hvort gögnin innihaldi upplýsingar sem samkvæmt almennum viðmiðum teljast svo viðkvæmar að hagsmunir viðkomandi einstaklings af því að þær fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. og 9. gr. sömu laga.<br /> <br /> Kennarasamband Íslands, Skólastjórafélag Íslands og Félag grunnskólakennara eru stéttarfélög sem starfa m.a. á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938. Síðarnefndu tvö félögin eru aðildarfélög innan Kennarasambands Íslands. Stéttarfélög eru frjáls félagasamtök launþega sem rekin eru á einkaréttarlegum grundvelli og gegna því hlutverki að vinna sameiginlega að hagsmunamálum félagsmanna sinna. Í 2. gr. laga Kennarasambands Íslands kemur fram að hlutverk félagsins sé m.a. að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna. Þá leggur félagið samkvæmt umfjöllun á vefsíðu þess áherslu á að stuðla að bættu vinnuumhverfi félagsmanna og efla öryggi í starfi og aðstoðar í því skyni félagsmenn við úrlausn vandamála sem tengjast vinnuumhverfinu. Nefnd um vinnuumhverfismál er starfandi á vegum félagsins og er mælt fyrir um hana í 32. gr. laga Kennarasambands Íslands. Hlutverk hennar er m.a. að skipuleggja ráðgjöf, fræðslu og upplýsingagjöf til félagsmanna um vinnuumhverfismál, sálfélagslega álagsþætti í vinnuumhverfinu og samskipti á vinnustað.<br /> <br /> Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ekki að finna ákvæði um þagnarskyldu sérstaks eðlis, sem geti átt við um þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu og gengið framar ákvæðum upplýsingalaga, sbr. gagnályktun frá ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Hins vegar má almennt ætla að þeir sem leiti til stéttarfélags síns um ráðgjöf og leiðbeiningar geri það í trausti þess að um samskiptin ríki trúnaður og að gögn sem lúti að þeim verði ekki afhent öðrum. Á það ekki síst við í þessu máli, þar sem Kennarasamband Íslands leggur samkvæmt framangreindu áherslu á að aðstoða félagsmenn við að greiða úr vandamálum sem tengjast vinnuumhverfi. Samskipti í tengslum við slíka aðstoð geta af augljósum ástæðum verið þess eðlis að ástæða sé til að fara gætilega með gögn sem verða til vegna þeirra.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu. Um er að ræða tíu blaðsíðna trúnaðarmerkt skjal sem ber heitið „Samantekt vegna samskipta starfsmanna Garðaskóla við foreldra barns í skólanum ágúst 2019 – mars 2020“. Nefndin hefur leitað afstöðu þeirra þriggja starfsmanna til afhendingar skjalsins til kæranda. Þótt ekki hafi það úrslitaáhrif á mat á því hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að skjalinu er ljóst að allir þrír starfsmennirnir leggjast gegn afhendingunni.<br /> <br /> Í skjalinu koma fram lýsingar starfsmannanna á persónulegri upplifun þeirra úr starfi sínu sem verða að teljast viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni starfsmannanna eða eftir atvikum upplýsingar um málefni starfsmanna sem eru undanþegin upplýsingarétti kæranda, sbr. 1. tölul. 2. gr. 14. gr. upplýsingalaga. Eins og atvikum málsins er háttað er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir starfsmannanna af því að ekki sé heimilaður aðgangur að skjalinu vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að því, sbr. ákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá kemur aðgangur að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, ekki til álita þar sem umræddar lýsingar starfsmanna koma svo víða fram og eru svo samofnar öðru efni skjalsins að ekki verður með góðu móti skilið þar á milli. Verður því ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að skjalinu staðfest.<br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Staðfest er ákvörðun sveitarfélagsins Garðabæjar, dags. 2. maí 2022, að synja A um aðgang að gögnum sem varða samskipti starfsmanna Garðaskóla við stéttarfélög.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> |
1139/2023. Úrskurður frá 28. apríl 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að samningum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um veitingu lögfræðiþjónustu á sex ára tímabili. Synjunin var aðallega byggð á því að umbeðin gögn teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að þau tölvupóstssamskipti sem um var deilt vera tiltekin fyrirliggjandi gögn, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, óháð þeirri fyrirhöfn, vinnu og kostnaði sem af kynni að hljótast við að afmarka þau og taka saman. Þá taldi úrskurðarnefndin heilsugæsluna ekki hafa rökstutt nægilega að undantekningarregla 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga ætti við i málinu. Að mati úrskurðarnefndarinnar hafði beiðnin ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Ákvörðunin var því felld úr gildi og lagt fyrir heilsugæsluna að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;"> Hinn 28. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1139/2023 í máli ÚNU 22050003.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 2. maí 2022, kærði A afgreiðslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á beiðni um gögn, með vísan til 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1064/2022 hafði nefndin vísað beiðni kæranda frá því í maí 2021 aftur til heilsugæslunnar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> Beiðnin hljóðaði á um aðgang að öllum samningum heilsugæslunnar við ADVEL lögmenn, ARTA lögmenn og alla aðra lögmenn, lögmanns- eða lögfræðistofur um lögfræðiþjónustu í víðri merkingu, persónuverndarþjónustu, þjónustu persónuverndarfulltrúa og sambærilega þjónustu árin 2015–2021. Úrskurðarnefndin taldi að heilsugæslan hefði afmarkað beiðni kæranda með of þröngum hætti og að beiðnin hefði þannig ekki fengið þá efnislegu meðferð hjá heilsugæslunni sem nefndinni væri fært að endurskoða.<br /> <br /> Í framhaldi af úrskurði nefndarinnar sendi kærandi heilsugæslunni erindi, dags. 25. febrúar 2022, og óskaði eftir að beiðni hans yrði tekin til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Erindið var ítrekað níu sinnum. Hinn 8. mars 2022 tjáði heilsugæslan kæranda að beiðnin yrði afgreidd í síðasta lagi 31. mars sama ár. Hinn 8. apríl sama ár var kæranda tjáð að beiðnin yrði í síðasta lagi afgreidd 30. apríl sama ár.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með erindi, dags. 2. maí 2022, og heilsugæslunni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að heilsugæslan léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn heilsugæslunnar barst úrskurðarnefndinni hinn 19. maí 2022. Í henni kemur fram að í kjölfar móttöku úrskurðar nr. 1064/2022 hafi verið lagt upp með að finna alla þá tölvupósta sem hefðu farið á milli annars vegar þeirra starfsmanna heilsugæslunnar sem hefðu átt í samskiptum við lögmenn á tímabilinu 2015–2021 og hins vegar þeirra sex lögmanna sem þjónustað hefðu heilsugæsluna á tímabilinu. Þeir sem hefðu átt í mestum samskiptum við lögmenn ynnu á aðalskrifstofu heilsugæslunnar en þó væri ekki útilokað að aðrir starfsmenn hefðu líka átt í slíkum samskiptum. Þá lægi fyrir að hluti starfsmannanna væri hættur störfum. Að því búnu yrði leitað í þeim tölvupóstum sem fyndust eftir því hvort þeir innihéldu beiðni um að veita ráðgjöf eða þjónustu og staðfestingu lögmanns.<br /> <br /> Á þessum tímapunkti hafi heilsugæslan talið að hægt yrði að afmarka tölvupóstana með miðlægum hætti í tölvupóstkerfinu. Hins vegar hafi komið í ljós að miðlæg afmörkun yrði ekki möguleg heldur þyrfti hver og einn starfsmaður að fara í gegnum pósthólfið sitt til að finna samskipti við lögmenn í samræmi við beiðnina. Þá yllu tæknilegir örðugleikar því að aðgangur að tölvupósthólfi starfsmanna sem hefðu lokið störfum væri ekki fyrir hendi nema með utanaðkomandi aðkeyptri sérfræðiaðstoð.<br /> <br /> Hluti starfsmanna á aðalskrifstofu heilsugæslunnar hefði nú afmarkað alla þá tölvupósta sem gengið hefðu á milli þeirra og lögmanna á tímabilinu. Aðrir starfsmenn aðalskrifstofu og aðrir stjórnendur hjá heilsugæslunni hefðu ekki enn framkvæmt þessa vinnu. Fjöldi þeirra tölvupósta sem þegar væri búið að afmarka næmi 3.222 tölvupóstum. Á aðalskrifstofunni kynni fjöldi tölvupósta til viðbótar að nema 500–1.500. Þá sé ljóst að erfitt sé að leggja mat á hverjir þessara tölvupósta innihaldi samskipti sem leggja megi að jöfnu við samning; fjölbreytilegt orðalag sé notað auk þess sem samskipti starfsmanns og lögmanns í kjölfar munnlegra samskipta tilgreini ekki beiðni um verk eða samþykkt lögmanns heldur lúti aðeins að upplýsingum tengdu viðkomandi máli, sem falli þannig utan beiðni kæranda.<br /> <br /> Heilsugæslan telur að kærunni skuli vísað frá þar sem tölvupóstar starfsmanna til lögmanna sem innihaldi beiðni um þjónustu/ráðgjöf og staðfestingar lögmanna á að þjónusta/ráðgjöf verði veitt geti ekki talist vera fyrirliggjandi gögn í skilningi upplýsingalaga. Í því samhengi er vísað til 15. gr. upplýsingalaga og þeirra krafna til tilgreiningar á gögnum eða efni máls sem þar komi fram. Úrskurðarnefndin hafi slegið því föstu, t.d. í úrskurðum nr. 1073/2022 (Hlutabótaleið) og nr. 918/2020 (Ljósmæður á vakt) að ákvæði 15. gr. hafi ekki aðeins þýðingu við afmörkun á gagnabeiðni heldur einnig þegar afstaða sé tekin til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga eða ekki. Heilsugæslan telji að gögn séu ekki fyrirliggjandi ef það útheimti verulega fyrirhöfn, vinnu starfsmanna og kostnað stjórnvalds að afmarka beiðni við gögn, þó svo að beiðandi hafi afmarkað beiðnina með nægilega skýrum hætti samkvæmt 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þrátt fyrir þessa ályktun telji heilsugæslan engu að síður að stjórnvöld eigi ekki að geta takmarkað upplýsingarétt með því að hafna gagnabeiðnum á þeim grundvelli að afhending sé of viðurhlutamikil vegna þess að stjórnvöld hafi vanrækt skráningarskyldu sína á grundvelli laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. Málið horfi hins vegar öðruvísi við þegar óskað er eftir gögnum sem stjórnvöldum er ekki skylt að skrá í málaskrá sem málsgögn á grundvelli laga um opinber skjalasöfn. <br /> <br /> Ljóst sé af 2. mgr. 23. gr. laga um opinber skjalasöfn að skylda stofnunar til að skrá mál og gögn þeirra mála afmarkist við þau mál sem komi til meðferðar og afgreiðslu hjá stofnuninni, og gögn þeirra mála. Skráningarskyldan afmarkist því við mál sem lúti að hlutverki stofnunar sem stjórnvaldi og af efnislegri starfsemi stofnunar sem í þessu tilviki sé heilbrigðisstofnun. Af framangreindu leiðir að heilsugæslunni beri ekki skylda til að skrásetja innkaup á lögfræðiþjónustu sem mál í málaskrá stofnunar eða gögn tengd slíkum innkaupum. Þá hafi 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga jafnframt enga þýðingu í tengslum við innkaup á þjónustu lögfræðinga og lögmanna.<br /> <br /> Þá verði að mati heilsugæslunnar að líta til þess að tölvupóstarnir sem beiðni kæranda lýtur að tilgreini efnislega afar takmarkaðan hluta þess samnings sem þannig kemst á. Almennt sé aðeins um að ræða að óskað sé skoðunar á tilteknu máli og í kjölfarið staðfesti lögmaður að málið verði skoðað. Póstarnir innihaldi ekki upplýsingar um inntak þess samnings sem þannig kemst á. Heilsugæslan veltir því upp hvort ekki þurfi að gera ákveðnar lágmarkskröfur um efnislegt innihald gagns svo að það geti talist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Verði kæru ekki vísað frá nefndinni á framangreindum grundvelli sé það mat heilsugæslunnar að henni sé heimilt að hafna beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, þar sem afgreiðsla hennar muni taka mikinn tíma og útheimta mikla vinnu. Nú þegar hafi verið lögð mikil vinna í afgreiðslu beiðninnar. Áætlun vinnustundafjölda sem eftir er sé háð vandkvæðum þar sem heildarfjöldi tölvupósta sé ókunnur, efnisleg afmörkun pósta sem beiðnin lýtur að sé erfið, og líklegt sé að mikill hluti efnisins teljist undanskilinn aðgangi almennings samkvæmt 6.–10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn heilsugæslunnar fylgdu ekki þeir tölvupóstar sem stofnunin kvaðst í umsögninni þegar hafa afmarkað beiðni kæranda við. Hins vegar var nefndinni boðið að koma á starfsstöð heilsugæslunnar til að fara yfir tölvupóstana.<br /> <br /> Umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 20. júní 2022, ítrekar kærandi að starfsmenn ARTA lögmanna uppfylli ekki skilyrði um sérstakt hæfi, sbr. II. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Lögmenn stofunnar hafi sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta, þar sem þeir séu samningsaðili heilsugæslunnar og þannig andlag gagnabeiðni kæranda að hluta. Stofan hafi því stöðu aðila máls. Kærandi vísar til 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga. Þeir samningar sem óskað hefur verið aðgangs að varði þjónustu sem líklega hefði með réttu átt að bjóða út eða leita verðtilboða hjá öðrum aðilum, en það hafi ekki verið gert. Hagsmunir ARTA lögmanna af því að samningarnir verði ekki opinberaðir séu verulegir.<br /> <br /> Kærandi telur að ekki eigi að vísa málinu frá. Gagnabeiðni kæranda sé skýr og það fyrirkomulag milli heilsugæslunnar og ADVEL og ARTA lögmanna að notast við munnlega samninga og tölvupóstssamskipti eigi ekki að leiða til skerðingar á upplýsingarétti almennings. Afmörkun beiðninnar við gögn í vörslum heilsugæslunnar sé ekki veruleg og hún sé eðlislík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjist almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu gagnabeiðna. Þá varði gögnin ráðstöfun hins opinbera á almannafé og því sé réttlætanlegt að leggja meiri skyldur á heilsugæsluna að afmarka beiðni kæranda við þau gögn sem óskað hafi verið eftir.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því sjónarmiði heilsugæslunnar að skerða megi rétt til upplýsinga um ráðstöfun opinberra fjármuna á þeim grundvelli að samningar sem gerðir séu við einkaaðila séu svo rýrir að þeir skýri ekki þá þjónustu sem óskað er eftir eða hvaða endurgjald beri að greiða fyrir þjónustuna. Yrði slík túlkun lögð til grundvallar gætu stjórnvöld komið sér undan upplýsingaskyldu með því að gera innihaldsrýra samninga.<br /> <br /> Loks telur kærandi að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga eigi ekki við. Heilsugæslan tiltaki í umsögn sinni að aðeins sex lögmenn hafi þjónustað heilsugæsluna á þessu sex ára tímabili. Því ætti ekki að vera erfitt að afmarka beiðnina við samskipti við þessa lögmenn. Sú vinna sem heilsugæslan hafi þegar innt af hendi við afgreiðslu beiðni kæranda nái ekki því umfangi að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. geti átt við. Stofnunin sé stór og því ólíklegt að afgreiðsla beiðninnar leiði til skerðingar á möguleikum hennar til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um veitingu lögfræðiþjónustu á sex ára tímabili. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð nr. 1064/2022 hinn 24. febrúar 2022. Þar var niðurstaða nefndarinnar sú að heilsugæslan hefði afmarkað upphaflega beiðni kæranda með of þröngum hætti. Af gögnum málsins mætti ætla að fyrir lægju tölvupóstssamskipti á milli heilsugæslunnar og lögmannsstofa sem teldust vera samningar um veitingu lögfræðiþjónustu, þótt ekki væri um formlega og undirritaða samninga að ræða. Var beiðni kæranda því vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Stofnunin afgreiddi ekki beiðni kæranda og hefur málinu því verið vísað til úrskurðarnefndarinnar að nýju.<br /> <br /> Aðgangur kæranda að gögnunum byggist á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Synjun heilsugæslunnar er á því byggð að þau gögn sem beiðni kæranda lýtur að geti ekki talist fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Fallist nefndin ekki á það telji heilsugæslan að synja verði afgreiðslu beiðninnar þar sem hún krefjist svo mikillar vinnu og tíma að ekki sé unnt að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. sömu laga.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Kærandi hefur í máli þessu, líkt og í máli því sem lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 1064/2022, gert athugasemd við að ARTA lögmenn komi fram fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins gagnvart úrskurðarnefndinni, þar sem starfsmenn lögmannsstofunnar uppfylli ekki skilyrði stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi vegna tengsla við umbeðin gögn í málinu. <br /> <br /> Stjórnsýslulög gilda þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ákvæði laganna um sérstakt hæfi gilda auk þess um gerð samninga einkaréttar eðlis, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Vanhæfisástæður þær sem fjallað er um í 3. gr. laganna koma til skoðunar við athugun á því hvort starfsmaður eða nefndarmaður stjórnvalds eða stjórnsýslunefndar sé vanhæfur til meðferðar máls sem til greina kemur að ljúka með stjórnvaldsákvörðun. <br /> <br /> Kærandi á einn aðild að máli hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Sá sem kæra beinist að telst ekki eiga aðild að málinu, þótt honum sé gefinn kostur á að tjá sig um kæruna. Hið sama á við þriðja aðila sem gögn kunna að varða. Ákvæði II. kafla stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi taka í málinu til starfsmanna og nefndarmanna úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Ákvæði kaflans eiga hvorki við um starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu né starfsmenn ARTA lögmanna, enda er þeim í málinu ekki falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða gera samninga einkaréttar eðlis. Því telur úrskurðarnefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi falið ARTA lögmönnum að koma fram fyrir hönd stofnunarinnar við meðferð málsins hjá nefndinni.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins telur að vísa skuli kærunni frá því gögnin sem kæran lúti að teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Því til stuðnings vísar stofnunin til 1. mgr. 15. gr. laganna um skýrleikakröfur sem gerðar eru til gagnabeiðni. Heilsugæslan telur ákvæðið hafa þýðingu þegar tekin sé afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, sbr. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1073/2022 og nr. 918/2020. Þannig teljist gögn ekki fyrirliggjandi ef það útheimti verulega fyrirhöfn, vinnu og kostnað að afmarka þau, þótt beiðni teljist nægilega skýrt afmörkuð samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Hið sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er „fyrirliggjandi gagn“ útskýrt þannig að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma, hjá þeim sem fær beiðni til afgreiðslu. Þá er tekið fram að það leiði af þeirri útvíkkun á rétti samkvæmt 5. gr. sem felist í aðgangi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum án tengsla við tiltekið mál að almenningur geti átt rétt á aðgangi að slíkum gögnum jafnvel þótt þau hafi ekki verið felld undir tiltekið mál í málaskrá stjórnvalds. Þó megi almennt ætla að gögn þurfi að tengjast starfsemi þess aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga svo að upplýsingaréttur nái til þeirra. <br /> <br /> Í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga er fjallað um þær skýrleikakröfur sem gerðar eru til gagnabeiðni. Nánar tiltekið skal tilgreina gögn eða efni málsins sem gögnin tilheyra með nægilega skýrum hætti svo unnt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Það hvort kröfum samkvæmt ákvæðinu sé fullnægt er háð heildstæðu mati og fer m.a. eftir orðalagi gagnabeiðninnar og skipulagi skjalakerfa hjá þeim aðila sem beiðni er beint að. Ekki er hægt að vísa frá beiðni samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga með vísan til þess að kröfur samkvæmt 1. mgr. sömu greinar séu ekki uppfylltar af því miðlæg afmörkun beiðni sé ekki möguleg, svo sem í gegnum málaskrá, einkum ef aðili sem beiðni er beint að er meðvitaður um gögn í vörslum sínum sem ekki hafa verið skráð.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að gagnabeiðni kæranda sé skýr og uppfylli þær kröfur sem leiða má af 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Raunar er ekki deilt um það í málinu heldur telur heilsugæslan að túlkun úrskurðarnefndarinnar á 1. mgr. 15. gr. leiði til þess að þau gögn sem kærandi hafi óskað eftir teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Í úrskurðum nr. 1073/2022 og nr. 918/2020 var uppi sú staða að óskað hafði verið eftir upplýsingum sem lágu fyrir í gagnagrunnum viðkomandi aðila og höfðu ekki verið teknar saman eða þær verið formgerðar. Úrskurðarnefndin rakti að ákvæði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga hefði að mati nefndarinnar einum þræði verið ætlað að koma í veg fyrir að möguleikar til aðgangs að upplýsingum skertust með aukinni notkun gagnagrunna og umsýslukerfa. Því teldust upplýsingar sem þar væru vistaðar til fyrirliggjandi gagna ef unnt væri að kalla þær fram með einföldum hætti. Úrskurðarnefndin telur að ekki sé uppi sambærileg staða í þessu máli, enda er ekki hægt að líta á þau tölvupóstssamskipti sem deilt er um aðgang að í málinu sem upplýsingar sem liggja fyrir í gagnagrunni sem ekki hafa verið teknar saman eða þær verið formgerðar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin að þau tölvupóstssamskipti sem deilt er um aðgang að í málinu séu tiltekin fyrirliggjandi gögn, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, óháð þeirri fyrirhöfn, vinnu og kostnaði sem af kann að hljótast við að afmarka þau og taka saman. Þá er ljóst, sbr. til hliðsjónar athugasemdir við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum, að réttur almennings til aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum gildir fullum fetum óháð því hvort gögnin hafi verið skráð á kerfisbundinn hátt hjá viðkomandi aðila í samræmi við lög og reglur þar um, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 773/2019. Framangreind niðurstaða hefur þó ekki þá þýðingu að lagðar séu takmarkalausar skyldur á aðila sem beiðni er beint að til að afgreiða beiðnina, enda er í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga mælt fyrir um heimild til að hafna afgreiðslu beiðni vegna umfangs hennar, sbr. umfjöllun í kafla 4. <br /> <br /> Heilsugæslan veltir því upp hvort gagn sem inniheldur aðeins beiðni um lögfræðiþjónustu eða staðfestingu á að þjónusta hafi verið veitt, án frekari efnislegrar tilgreiningar á þeim samningi sem þannig kemst á, geti talist vera fyrirliggjandi gagn í skilningi upplýsingalaga. Upplýsingalög innihalda ekki kröfur um lágmarksinnihald gagns til að það teljist fyrirliggjandi í skilningi laganna. Talið er nægilegt að gagn sé í vörslum viðkomandi aðila og að almennt megi ætla að gagnið tengist starfsemi aðilans, til að það teljist fyrirliggjandi gagn sem upplýsingaréttur almennings nái til. Úrskurðarnefndin fellst því ekki á það sjónarmið heilsugæslunnar að þau gögn sem deilt er um aðgang að í málinu þurfi að innihalda efnislega tilgreiningu á þeim samningi sem kemst á hverju sinni til að þau teljist fyrirliggjandi.</p> <h3 style="text-align: justify;">4.</h3> <p style="text-align: justify;"> Heilsugæslan kveður umfang beiðni kæranda vera slíkt að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga eigi við og að afgreiðslu hennar skuli hafnað af þeim sökum. Í ákvæðinu kemur fram að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að það geti aðeins átt við í ítrustu undantekningartilvikum. Beiting heimildarinnar krefjist þess að umfang upplýsingabeiðni sé slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur lagt á það áherslu í úrskurðarframkvæmd sinni að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt. Rökstuðningur þess sem kæra beinist að þarf bæði að innihalda mat á umfangi beiðninnar og rök fyrir því hvernig afgreiðsla beiðninnar sé til þess fallin að leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum aðilans til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> Við mat á umfangi beiðni hefur það grundvallarþýðingu að fyrir liggi fullnægjandi upplýsingar annars vegar um fjölda þeirra mála eða gagna sem beiðni lýtur að og hins vegar um þá vinnu sem afgreiðsla beiðninnar krefst með hliðsjón af eðli eða efnisinnihaldi málanna eða gagnanna. Þá skiptir miklu að lagt sé mat á þann heildartíma sem vænta má að það taki að afgreiða beiðnina. Þeir þættir afgreiðslunnar sem telja má að tilheyri því mati eru m.a. afmörkun beiðni við mál eða gögn í vörslum viðkomandi aðila, skoðun á þeim málum eða gögnum sem afmörkunin skilar með hliðsjón af því bæði hvort þau falli í reynd undir beiðni og hvort takmörkunarákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga eigi við, og útstrikun upplýsinga úr þeim gögnum sem til greina kemur að afhenda, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Heilsugæslan telur réttlætanlegt að hafna afgreiðslu beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. meðal annars með vísan til þess að óskylt sé að skrá þau gögn sem óskað hefur verið eftir á grundvelli 2. mgr. 23. gr. laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. Úrskurðarnefndin hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að þau tölvupóstssamskipti sem óskað er eftir séu tiltekin fyrirliggjandi gögn samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá er ljóst að réttur almennings til aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum gildir fullum fetum óháð því hvort gögnin hafi verið skráð á kerfisbundinn hátt hjá viðkomandi aðila í samræmi við lög og reglur þar um. <br /> <br /> Hins vegar getur það haft þýðingu fyrir beitingu ákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga hvort afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn hefur uppfyllt með fullnægjandi hætti þær skyldur um skjalavörslu sem mælt er fyrir um í lögunum þannig að málsgögn séu aðgengileg. Úrskurðarnefndin telur það ekki samræmast markmiðum upplýsingalaga að láta þann sem fer fram á upplýsingar og setur beiðni sína fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga bera hallann af því ef slíkri skráningu er ábótavant, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 1025/2021. Því verður að líta fram hjá þeim tíma sem það tekur að taka saman gögn, sem eru óskráð en ættu að hafa verið skráð samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn og reglum settum samkvæmt þeim, við mat á heildartíma við afgreiðslu beiðni. Hins vegar fellur það almennt utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort aðilar sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti. Kemur það í hlut annarra aðila og vísast í því sambandi einkum til Þjóðskjalasafns Íslands, umboðsmanns Alþingis og dómstóla.<br /> <br /> Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kemur fram að búið sé að afmarka 3.222 tölvupósta sem geti fallið undir beiðni kæranda. Fjöldi þeirra tölvupósta sem eftir eigi að afmarka nemi um 500–1500. Þá þurfi að yfirfara tölvupóstana handvirkt sem afmörkunin skilar til að meta hvort þeir innihaldi samskipti sem líta megi svo á að teljist til samninga, og í framhaldinu meta það í hvaða mæli ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Meðferð beiðninnar hingað til hafi útheimt fjögurra daga vinnu eins starfsmanns upplýsingatæknideildar, auk tíma og vinnuframlags þeirra starfsmanna sem til þessa hafi afmarkað tölvupósta í eigin tölvupósthólfum.<br /> <br /> Að öðru leyti er ekki gerð nánari grein fyrir þeirri vinnu sem stofnunin sér fram á að beiðni kæranda sem hér er til umfjöllunar komi til með að útheimta. Þá er í engu rökstutt með hvaða hætti afgreiðsla beiðninnar komi til með að valda umtalsverðri skerðingu á starfsemi heilsugæslunnar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst á að það kunni að útheimta þó nokkra vinnu af hálfu heilsugæslunnar að ljúka vinnu við að afmarka fyrirliggjandi tölvupósta í vörslum stofnunarinnar, leggja mat á það hvaða póstar falli í reynd undir beiðnina og hvort til greina komi að afhenda þá kæranda. Nefndin telur hins vegar að þótt ekki sé unnt að útiloka að hafna megi afgreiðslu beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga kunni önnur sjónarmið að mæla gegn slíkri niðurstöðu, t.d. ef gögnin sem um er deilt varða ráðstöfun opinberra fjármuna að töluverðu umfangi. Hefur almenningur almennt ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér slík gögn. Þá liggur fyrir að stofnunin hefur nú þegar afmarkað beiðni kæranda við um tvo þriðju hluta þeirra tölvupósta sem áætlað er að heyri undir beiðnina. Nefndin telur að afmörkun beiðni við þá tölvupósta sem eftir standa eigi ekki að vera mjög viðurhlutamikil í ljósi þess að aðeins sex lögmenn virðast hafa þjónustað stofnunina á því tímabili sem um er deilt.<br /> <br /> Allt að einu er ljóst að heilsugæslan hefur ekki rökstutt nægilega vel að umfang vinnu við afgreiðslu beiðninnar sé slíkt að ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga eigi við. Þannig þarf heilsugæslan að leggja mat á þann heildartíma sem afgreiðsla beiðninnar krefðist og rökstyðja hvernig afgreiðslan myndi leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stofnunarinnar til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Úrskurðarnefndin ítrekar að ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. verður aðeins beitt í ítrustu undantekningartilvikum og almennt þarf mikið til að koma svo nefndin fallist á beitingu þess.</p> <h3 style="text-align: justify;">5.</h3> <p style="text-align: justify;"> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afgreiðsla Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á beiðni kæranda hafi ekki samrýmst ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt framangreindu er það mat nefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Sú málsmeðferð feli í sér að heilsugæslan leggi að nýju mat á beiðni kæranda með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fjallað er um í úrskurði þessum, ljúki eftir atvikum vinnu við að afmarka beiðnina við tölvupóstssamskipti í vörslum stofnunarinnar, og taki svo að því loknu afstöðu til þess hvort heilsugæslan telji enn að hafna þurfi afgreiðslu beiðni kæranda samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Beiðni A, dags. 25. febrúar 2022, er vísað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1138/2023. Úrskurður frá 5. apríl 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum úr viðtölum sem tengiliður vistheimila hefði aflað í starfi sínu fyrir dómsmálaráðuneytið. Ráðuneytið synjaði fyrirspurnum kæranda með vísan til þess að ráðuneytinu væri ófært að svara þeim án þess að veittar væru upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari og falli undir 9. gr. upplýsingalaga, en veitti þó upplýsingar um fjórðu spurningu kæranda að því er varðaði vistheimilið Breiðavík. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að hægt væri að útloka fyrir fram að lögmætt væri að afhenda einhver þeirra gagna, eða hluta þeirra, sem innihéldu þær upplýsingar sem falla kynnu undir beiðni kæranda. Af þeim sökum væri ráðuneytinu nauðsynlegt að skoða gögnin í heild sinni með hliðsjón af öllum fjórum töluliðum beiðni kæranda áður en efnisleg ákvörðun væri tekin í málinu. Var beiðni kæranda því vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. apríl 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1138/2023 í máli ÚNU 22090003.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 31. ágúst 2022, kærði A synjun dómsmálaráðuneytis á beiðni hans um gögn. Með erindi, dags. 29. júní 2022, óskaði kærandi eftir gögnum sem B, tengiliður vistheimila, hefði aflað í starfi sínu. Kærandi ynni að rannsókn og umfjöllun um C, sem var kennari við Laugarnesskóla í Reykjavík á árum áður. Í viðtali við B í mars 2014 hefði hún greint frá því að fleiri en tíu fyrrverandi nemendur í skólanum, sem jafnframt hefðu verið vistaðir á vistheimilum ríkisins, hefðu lýst því að C hefði brotið á þeim.<br /> <br /> Kærandi óskaði af þessu tilefni eftir upplýsingum um hvaða ár C hefði brotið á þessum nemendum, hvar hann hefði framið brotin og hvað hann hefði gert þeim. Þá óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort í gögnunum væri sagt frá því að C hefði átt þátt í að senda drengi á vistheimilið Breiðavík. Í bók […], kæmi fram að C hefði ítrekað hótað nemendum vist á Breiðavík. Kærandi hefði náð sambandi við tvo menn sem hefðu lent í kynferðisbrotum C. Þeir tengdust ekki Breiðavík á nokkurn hátt. Kærandi óttaðist að þeir væru mun fleiri.<br /> <br /> Með svari ráðuneytisins, dags. 14. júlí 2022, var kæranda gefinn kostur á að afmarka beiðni sína nánar með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Kærandi brást við erindinu daginn eftir. Í erindi hans kom fram að hann óskaði upplýsinga úr viðtölum sem tengiliður vistheimila hefði aflað í starfi sínu fyrir ráðuneytið. Kærandi væri ekki að óska eftir persónuupplýsingum um aðra en C. Þá óskaði hann ekki eftir sjálfum gögnunum, heldur aðeins upplýsingum úr þeim. Ætla mætti að kynferðisbrot C hefðu staðið yfir á árabilinu 1943–1976. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir upplýsingum um:<br /> <br /> 1. Hversu margir viðmælenda tengiliðs vistheimila hefðu sagt að C hefði brotið kynferðislega á þeim í Laugarnesskóla í Reykjavík.<br /> 2. Hvenær brotin hefðu átt sér stað. <br /> 3. Hvers eðlis þau hefðu verið og hve lengi brotin hefðu staðið yfir.<br /> 4. Hvort fram kæmi í viðtölunum að C hefði átt þátt í því að viðkomandi hefði verið sendur á vistheimili.<br /> <br /> Ráðuneytið svaraði beiðni kæranda hinn 26. ágúst 2022. Í svarinu kom fram að ráðuneytið teldi kæranda hafa afmarkað beiðni sína með fullnægjandi hætti. Í málaskrá ráðuneytisins væru 1.200 mál sem heyrðu undir beiðnina. Þar sem gögnin væru ekki á véllæsilegu formi hefði þurft að yfirfara öll gögnin handvirkt. Að lokinni yfirferð á gögnunum væri það mat ráðuneytisins að því væri ekki heimilt að svara spurningum 1–3 án þess að með því væru veittar upplýsingar sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar teldi ráðuneytið sér heimilt að svara fjórðu spurningunni, en umbeðnar upplýsingar kæmu ekki fram í gögnum um vistheimilið Breiðavík.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að svar ráðuneytisins við fjórðu spurningu kæranda stangist á við frásögn eins viðmælanda kæranda, sem hafi haldið því fram að C hafi átt þátt í því að bekkjarfélagi hans var sendur á Breiðavík um miðjan sjöunda áratuginn.<br /> <br /> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 5. september 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 29. september 2022. Í umsögninni var vísað til ákvörðunar ráðuneytisins að synja beiðni kæranda um forsendur ákvörðunarinnar. Þá kom fram að ástæða þess að ráðuneytið hefði afmarkað fjórðu spurningu kæranda við vistheimilið Breiðavík væri sú að af erindi kæranda, dags. 29. júní 2022, hefði mátt ráða að spurningin vísaði til þess heimilis.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 2. og 4. október 2022.<br /> <br /> Formaður úrskurðarnefndarinnar, auk ritara nefndarinnar, funduðu með fulltrúa dómsmálaráðuneytis hinn 2. mars 2023 í húsakynnum ráðuneytisins. Á fundinum voru sjónarmið ráðuneytisins rædd auk þess sem skoðuð voru þau gögn sem tengiliður vistheimila hafði aflað í sínum störfum. Af hálfu ráðuneytisins kom fram að við afgreiðslu beiðni kæranda hefðu gögn sem vörðuðu vistheimilið Breiðavík verið yfirfarin í því skyni að kanna hvort þau innihéldu þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir. Þá hefðu gögn varðandi önnur vistheimili verið lauslega yfirfarin.<br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um það hve margir viðmælenda tengiliðs vistheimila hafi sagt að C hefði brotið kynferðislega á þeim í Laugarnesskóla í Reykjavík, hvenær brotin hafi átt sér stað, hvers eðlis þau hafi verið og hve lengi þau hafi staðið yfir. Í beiðni kæranda var jafnframt óskað upplýsinga um hvort fram kæmi í viðtölunum að C hefði átt þátt í því að viðkomandi hefði verið sendur á vistheimili. Kærandi kveðst ekki óska eftir sjálfum gögnunum heldur aðeins upplýsingum úr þeim. Dómsmálaráðuneyti synjaði þessum fyrirspurnum kæranda með vísan til þess að ráðuneytinu væri ófært að svara þeim án þess að veittar væru upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari og falli undir 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ráðuneytið veitti þó upplýsingar varðandi fjórðu spurningu kæranda að því er varðaði vistheimilið Breiðavík.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upp-lýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim aðilum sem falla undir upplýsingalög er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið lagt til grundvallar að kærða sé óskylt að verða við beiðni þegar hún krefst þess að keyrðar séu saman upplýsingar úr fleiri en einni skrá til að afgreiða beiðni, upplýsingar séu teknar saman handvirkt úr fleiri en einu gagni til að útbúa nýtt gagn, eða að útbúa þurfi greiningu eða ráðast í útreikninga til að afgreiða beiðni, sbr. til hliðsjónar úrskurði nr. 1051/2021, 957/2020 og 944/2020.<br /> <br /> Ljóst er að þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir liggja ekki fyrir í samanteknu formi. Því telur nefndin með hliðsjón af framangreindu að ráðuneytinu sé óskylt samkvæmt upplýsingalögum að taka upplýsingarnar saman úr þeim gögnum sem kunna að innihalda þær. Málinu lýkur hins vegar ekki þá og þegar hjá úrskurðarnefndinni heldur hefur nefndin þegar svo stendur á tekið afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim gögnum sem þó liggja fyrir í vörslum kærða og hafa að geyma þær upplýsingar sem deilt er um aðgang að hverju sinni. <br /> <br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"> 2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í ákvörðun ráðuneytisins að synja beiðni kæranda, dags. 23. ágúst 2022, var spurningu hans um það hvort fram kæmi í gögnum tengiliðs vistheimila að C hefði haft aðkomu að því að einstaklingar voru sendir á vistheimili svarað á þann veg að í gögnum um vistheimilið Breiðavík fyndust ekki upplýsingar þess efnis. Í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar kom fram að spurningin hefði verið afmörkuð við Breiðavík þar sem af erindi kæranda frá 29. júní 2022 hefði mátt ráða að beiðnin lyti að því vistheimili. <br /> <br /> Ráðuneytið taldi sér hins vegar ekki fært að svara því hvort gögn, sem innihéldu upplýsingar um meint kynferðisbrot C, væru yfir höfuð til þar sem slík staðfesting kynni að valda því að veittar yrðu upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga. Við málsmeðferð úrskurðarnefndarinnar var upplýst af hálfu ráðuneytisins að gögn sem vörðuðu vistheimilið Breiðavík hefðu verið yfirfarin í því skyni að kanna hvort þau innihéldu þessar upplýsingar, en gögn annarra vistheimila aðeins lauslega yfirfarin.<br /> <br /> Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga afgreiðir beiðni um aðgang að gögnum skiptir máli að honum sé ljóst hvaða gögnum beiðandi óskar eftir. Við það mat þarf að hafa hliðsjón af orðalagi gagnabeiðninnar sem og öðrum atriðum, t.d. samskiptum við beiðanda í aðdraganda beiðninnar sem geti varpað ljósi á inntak hennar. Ef sá sem beiðninni er beint til er í vafa um hvernig beri að túlka beiðnina getur verið tilefni til að hefja samtal við beiðandann í því skyni að eyða vafanum, sbr. til hliðsjónar 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Á það sérstaklega við ef sá sem beiðni er beint að hallast að því að beiðnin skuli túlkuð með þrengjandi hætti. Sé ekki haft samráð við beiðanda er mikilvægt að því sé, eins og kostur er, nákvæmlega lýst í ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar hvernig hún var afmörkuð.<br /> <br /> Í samskiptum kæranda við ráðuneytið í júní 2022 lýsti hann því að hann ynni að gerð heimildarþátta um C og meint brot hans á nemendum í Laugarnesskóla um árabil. Í erindi hans, dags. 29. júní 2022, setti kærandi fram gagnabeiðni sem ráðuneytið bauð honum svo í framhaldinu að afmarka nánar með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Það gerði kærandi með erindi til ráðuneytisins, dags. 15. júlí 2022. Þar kom fram að kærandi bæði um aðgang að upplýsingum úr því máli sem innihéldi viðtöl B, tengiliðs vistheimila, sem hún hefði aflað fyrir ráðuneytið í starfi sínu. <br /> <br /> Þótt í erindi kæranda frá því í lok júní 2022 hafi vistheimilið Breiðavík verið nefnt sérstaklega er ljóst að í erindi kæranda frá 15. júlí 2022 er það ekki gert heldur vísað til vistheimila almennt. Þá er ljóst að rannsókn kæranda snýr ekki að starfsemi vistheimila heldur meintum brotum C gegn nemendum í Laugarnesskóla í Reykjavík. Könnun vistheimilanefndar náði til níu heimila, stofnana og sérskóla, að vistheimilinu Breiðavík meðtöldu. Þrátt fyrir að gefið sé til kynna í gögnum málsins að ráðuneytið hafi yfirfarið gögn tengiliðs vistheimila varðandi öll vistheimilin í tilefni af beiðni kæranda telur úrskurðarnefndin, í ljósi þess sem fram hefur komið um að gögn annarra vistheimila en Breiðavíkur hafi aðeins verið yfirfarin lauslega, að fyrir hendi sé raunverulegur vafi um að yfirferð ráðuneytisins á gögnunum, í því skyni að meta hvort í þeim megi finna þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir, hafi verið fullnægjandi að þessu leyti.<br /> <br /> </p> <h3 style="text-align: justify;"> 3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir meðal annars:<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörð-un tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. <br /> <br /> Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar […] um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. […]<br /> <br /> Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.<br /> <br /> Af ákvörðun dómsmálaráðuneytisins verður ekki annað ráðið en að afgreiðsla þess hafi byggst á því að upplýsingar um hvort nafngreindur einstaklingur hafi verið sakaður um refsiverða háttsemi falli undir 9. gr. upplýsingalaga og því komi ekki til greina að afhenda almenningi slíkar upplýsingar. Má jafnframt ráða að þessi afstaða ráðuneytisins hafi valdið því að ráðuneytið taldi ekki nauðsynlegt að skoða hin umfangsmiklu gögn gaumgæfilega í tilefni af beiðni kæranda.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur hins vegar ekki fullvíst að allar þær upplýsingar sem kunna að varða C og heyra undir beiðni kæranda hljóti að falla undir 9. gr. upplýsingalaga, án þess að lagt sé mat á þau gögn sem fyrir liggja. Horfir nefndin í því sambandi í fyrsta lagi til þess að tilteknar upplýsingar liggja nú þegar fyrir opinberlega um þær ásakanir sem bornar voru á hann, sbr. upplýsingar sem B, tengiliður vistheimila samkvæmt lögum nr. 47/2010, veitti fjölmiðlum árið 2014. Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganna var það meðal annars hlutverk tengiliðarins að koma „með virkum hætti á framfæri upplýsingum til þeirra sem kynnu að eiga bótarétt samkvæmt lögunum“. Ekki verður séð að ráðuneytið hafi tekið afstöðu til þess við meðferð málsins hvort tengiliðurinn hafi birt upplýsingarnar með lögmætum hætti á grundvelli fyrrgreinds ákvæðis, en slík birting kann að hafa áhrif á hvort upplýsingar falli undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 704/2017.<br /> <br /> Þá horfir nefndin hér einnig til þess að kærandi óskar ekki eftir upplýsingum úr gögnum frá opinberum aðilum, þ.e. refsivörslukerfinu, um grun um refsiverða háttsemi, heldur frá einstaklingum sem greindu tengilið vistheimila frá lífsreynslu sinni í tengslum við veru sína á opinberum vistheimilum. Nefndin lítur jafnframt til þess að kærandi hefur óskað eftir gögnum í tengslum við umfjöllun sína um mikilvægt samfélagslegt málefni, sem lýtur meðal annars að því hvernig stjórnvöld brugðust við frásögnum um meint ofbeldi, en slík umfjöllun nýtur verndar ákvæðis 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur lagagildi í íslenskum rétti, sbr. lög nr. 62/1994. Við mat á því hvort hagsmunir af vernd einkamálefna samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga geti orðið þessum rétti yfirsterkari þannig að óheimilt sé að veita aðgang, án þess að tekin sé afstaða til upplýsinga í hverju og einu skjali, er ekki unnt að horfa fram hjá að langt er um liðið frá því að þeir atburðir sem um ræðir áttu sér stað auk þess sem C lést fyrir rúmum 40 árum. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur loks að líta verði til þeirra markmiða upplýsingalaga að styrkja aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. tölul. 1. gr. laganna. Í þessu máli liggur fyrir að kærandi er fjölmiðlamaður. Nefndin hefur lagt til grundvallar, sbr. úrskurð nr. 1127/2023, að fjölmiðlar hafi að jafnaði sérstaka hagsmuni af aðgangi að gögnum. Því þurfi að gæta sérstakrar varfærni ef sá sem beiðni er beint að telur að hafna skuli afgreiðslu beiðninnar með vísan til þess að meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá þurfa stjórnvöld almennt að bera hallann af því ef skráningu málsgagna er ábótavant þannig að þau séu ekki jafn aðgengileg og annars væri, sbr. lög um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014, og reglur sem settar eru á grundvelli þeirra.<br /> <br /> Í ljósi alls framangreinds fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að hægt sé að útiloka fyrir fram að lögmætt væri að afhenda einhver þeirra gagna, eða hluta þeirra, sem innihalda þær upplýsingar sem falla kynnu undir beiðni kæranda. Af þeim sökum sé dómsmálaráðuneytinu nauðsynlegt að skoða gögnin í heild sinni með hliðsjón af öllum fjórum töluliðum beiðni kæranda, dags. 15. júlí 2022, áður en efnisleg ákvörðun er tekin í málinu. Í ljósi allra aðstæðna leggur úrskurðarnefndin áherslu á að meðferð beiðninnar verði hraðað eins og kostur er.<br /> <br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A, dags. 15. júlí 2022, er vísað til dómsmálaráðuneytis til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> |
1137/2023. Úrskurður frá 29. mars 2023 | Kærð var afgreiðsla sveinsprófsnefndar í rafiðngreinum og Rafmenntar—fræðsluseturs rafiðnaðarins á beiðni um aðgang að gögnum sem sveinsprófsnefnd notaði til að meta færni kæranda og gefa honum einkunn á sveinsprófi. Þar sem ákvörðun um einkunnagjöf til lokaprófs væri ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og kærandi væri aðili að því stjórnsýslumáli, væri ljóst að upplýsingalög giltu ekki um gögn málsins. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 29. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1137/2023 í máli ÚNU 22080001.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 2. ágúst 2022, kærði A afgreiðslu sveinsprófsnefndar í rafiðngreinum (hér eftir einnig sveinsprófsnefnd) og Rafmenntar—fræðsluseturs rafiðnaðarins (hér eftir einnig Rafmennt) á beiðni hans um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Á prófsýningu hjá Rafmennt hinn 1. júlí 2022 fór kærandi fram á að fá afhent afrit af sveinsprófum sínum í rafvirkjun ásamt skjölum sem sveinsprófsnefnd hefði notað til að meta færni hans og gefa honum einkunn, þ.m.t. Excel-skjölum með einkunnarreikniformúlum. Nefndin synjaði kæranda munnlega um afhendingu gagnanna á prófsýningunni. Með tölvupósti daginn eftir ítrekaði kærandi gagnabeiðni sína skriflega og óskaði til viðbótar eftir afriti af einkunnaplaggi sveinsprófs síns. Því erindi hefði enn ekki verið svarað.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru segir að til viðbótar við þau gögn sem tilgreind voru í beiðninni hinn 2. júlí 2022 vilji kærandi að kveðið verði upp úr um rétt hans og annarra próftaka til aðgangs að afriti safna réttra svara í þeim prófum sem hann þreytti, og að kveðið verði upp úr um hvort próftakar í framtíðinni hjá sveinsprófsnefnd eigi rétt til aðgangs að þeim svarabanka sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að próftakar ættu rétt á með úrskurði nr. A-392/2011.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt sveinsprófsnefnd og Rafmennt með erindi, dags. 5. ágúst 2022, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn sveinsprófsnefndar og Rafmenntar barst úrskurðarnefndinni 23. september 2022. Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 4. október 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni voru kæranda, í samræmi við beiðni hans, afhent afrit af eigin sveinsprófum og einkunnaplagg sveinsprófs hans.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru í máli þessu er beint að sveinsprófsnefnd í rafiðngreinum og Rafmennt—fræðslusetri rafiðnaðarins. Samkvæmt 4. mgr. 30. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, lýkur námi í löggiltum iðngreinum með sveinsprófi. Sveinsprófsnefnd í rafiðngreinum—sterkstraumi er skipuð af ráðherra á grundvelli laganna og reglugerðar um sveinspróf, nr. 698/2009. Samkvæmt 5. gr. reglugerðarinnar er það hlutverk sveinsprófsnefnda að sjá um framkvæmd sveinsprófa og mat á úrlausnum. Nánar er mælt fyrir um hlutverk sveinsprófsnefnda í 7. gr. sömu reglugerðar. Sveinspróf skiptast í tiltekna prófþætti og einkunn í sveinsprófi byggist á reiknuðu meðaltali prófþáttanna, sbr. 14. gr. sömu reglugerðar. Ráðherra er heimilt samkvæmt 19. gr. sömu reglugerðar að semja við umsýsluaðila um að annast framkvæmd sveinsprófanna. Rafmennt er slíkur umsýsluaðili að því er varðar rafiðngreinar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hefur óskað aðgangs að gögnum sem sveinsprófsnefnd notaði til að meta færni hans og gefa honum einkunn á sveinsprófi. Ljóst er að ákvörðun um einkunnagjöf, a.m.k. þegar um er að ræða einkunnir sem reiknast til lokaprófs, er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. til hliðsjónar álit umboðsmanns Alþingis í málum nr. 1852/1996 og 5649/2009. Er kærandi aðili að því stjórnsýslumáli sem varðar ákvörðun sveinsprófsnefndar um einkunn hans á sveinsprófi.<br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur að þau gögn sem deilt er um í máli þessu séu hluti af stjórnsýslumáli kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kom fram að kærandi óskaði einnig aðgangs að afriti safna réttra svara í þeim prófum sem hann þreytti, og að kveðið yrði upp úr um hvort próftakar í framtíðinni hjá sveinsprófsnefnd ættu rétt til aðgangs að þeim svarabanka sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að próftakar ættu rétt á með úrskurði nr. A-392/2011. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefndin fram að úrskurðarvald hennar er takmarkað við synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Nefndin getur því ekki úrskurðað um hugsanlegar gagnabeiðnir próftaka í framtíðinni. Enn fremur bera gögn málsins ekki með sér að kærandi hafi óskað eftir aðgangi að þessum gögnum hjá sveinsprófsnefnd. Þá telur nefndin að safn réttra svara í þeim prófum sem kærandi hefur þegar þreytt séu einnig hluti af stjórnsýslumáli kæranda. Af þeim sökum verður að vísa þessum hluta kærunnar einnig frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 2. ágúst 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1136/2023. Úrskurður frá 29. mars 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu Bankasýslu ríkisins sem innihéldu lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní 2021 fyrir hærri upphæð en 1.001.088 kr. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin hefðu að geyma upplýsingar sem undirorpnar væru sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 151/2002, og því næði upplýsingaréttur kæranda ekki til gagnanna. | <p style="text-align: justify;">Hinn 29. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1136/2023 í máli ÚNU 22050025.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 31. maí 2022, kærði A afgreiðslu Bankasýslu ríkisins á beiðni um aðgang að gögnum, með vísan til 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Kærandi óskaði hinn 11. apríl 2022 eftir lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní 2021 fyrir hærri upphæð en 1.001.088 kr., þ.e. fjárfestar aðrir en þeir u.þ.b. 24 þúsund hluthafar sem keyptu bréf sem almennir fjárfestar. Óskað væri eftir því að fá nöfn einstaklinga og félaga ásamt upphæð sem keypt var fyrir, og einnig gengi kaupanna ef það var annað en það gengi sem almenningur keypti hlutabréf á. Í ljósi birtingar kaupendalista vegna sölu ríkisins á 22,5% hlut í sama banka í mars 2022, yrði að telja að undantekning frá bankaleynd hafi verið viðurkennd og rétt að afhenda kaupendalista til þeirra sem þess óska eða að þessi listi yrði gerður opinber. Kærandi ítrekaði erindið með tölvupósti, dags. 13. apríl og 18. maí 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Bankasýslu ríkisins með erindi, dags. 1. júní 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Bankasýsla ríkisins léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Bankasýslu ríkisins, dags. 16. júní 2022, kemur fram að þær upplýsingar sem kærandi óski eftir séu fyrirliggjandi hjá Bankasýslunni, en stofnunin hafi tekið við þeim frá Íslandsbanka í tengslum við hlutafjárútboð í bankanum í júní 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Það sé niðurstaða Bankasýslunnar að stofnuninni sé óheimilt að veita aðgang að þeim upplýsingum sem kærandi óski eftir, enda sé um að ræða upplýsingar frá Íslandsbanka sem á hvíli þagnarskylda samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Sú þagnarskylda fylgi upplýsingunum yfir til viðtakenda þeirra, en Bankasýsla ríkisins hafi ekki unnið úr upplýsingunum með nokkrum hætti, þannig að úr verði ný skjöl eða gögn þar sem upplýsingar frá Íslandsbanka er að finna.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Bankasýslu ríkisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. júní 2022, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 20. júní 2022, kemur fram að upplýsingar sem kærandi hafi óskað eftir að fá afhentar eða óskað eftir að verði birtar opinberlega, séu upplýsingar um viðskipti milli ríkissjóðs og íslenskra fagfjárfesta og erlendra aðila. Ekki hafi verið óskað eftir upplýsingum um kaupendalista almennings.</p> <p style="text-align: justify;">Í júní 2021 hafi 35% hlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka verið boðinn til sölu í útboði sem fram fór í tveimur hlutum, annars vegar til íslenskra fagfjárfesta og almennings og hins vegar í útboði til erlendra aðila. Í mars 2022 hafi 22,5% hlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka síðar einnig verið boðinn til sölu í útboði. Ráðherra hafi birt yfirlit yfir kaupendur í því útboði. Hins vegar hafi ekki verið birt samsvarandi upplýsingar um kaupendur aðra en almenning, þ.e. íslenska fagfjárfesta og erlenda aðila, sem keyptu í frumútboðinu í júní 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi tekur fram að ekkert gagnsæi hafi verið í útboðinu í júní 2021 en um sé að ræða ríkiseignina Íslandsbanka. Ekki sé hægt að rökstyðja að upplýsingar úr fyrra útboði falli undir bankaleynd frekar en sambærilegar upplýsingar um kaupendur í seinna útboðinu, með hliðsjón af mikilvægi þess að gagnsæi ríki um ráðstöfun opinberra hagsmuna, sbr. 3. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, nr. 155/2012, þar sem m.a. segi að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni.</p> <p style="text-align: justify;">Hér þurfi að fara fram hagsmunamat á því hvort vegi þyngra í málum er varða sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, bankaleynd eða gagnsæi, en slíkt hagsmunamat sé ekki að finna í umsögn Bankasýslunnar. Það hafi verið niðurstaða ráðherra að viðskipti á milli ríkissjóðs og fjárfesta falli ekki undir bankaleynd með hliðsjón af mikilvægi þess að gagnsæi ríkti um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Það leiði af eðli þessa máls að matið sé að öllu sambærilegt í fyrra útboðinu í júní 2021. Ákvörðun ráðherra um birtingu upplýsinga úr seinna útboðinu sé fordæmisgefandi varðandi upplýsingabeiðni kæranda. Því beri Bankasýslu ríkisins að veita kæranda umbeðnar upplýsingar tafarlaust, þar sem þær falli ekki undir bankaleynd. Þá megi leiða líkum að því að það sé vilji löggjafans að upplýsingar um kaupendur í fyrra útboði verði birtar, í ljósi yfirlýsingar formanna stjórnarflokkanna um að traust og gagnsæi verði að ríkja um sölu á eignum ríkisins.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu Bankasýslu ríkisins sem innihalda lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní 2021 fyrir hærri upphæð en 1.001.088 kr., þ.e. lista yfir fjárfesta aðra en þá u.þ.b. 24 þúsund hluthafa sem keyptu bréf sem almennir fjárfestar. Sú afstaða Bankasýslu ríkisins að kærandi eigi ekki rétt til aðgangs að gögnunum er byggð á því að umbeðnar upplýsingar séu undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær falli undir sérstaka þagnarskyldu 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingarlaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Í almennum athugasemdum frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, er þetta ákvæði skýrt á þann veg að þegar um sé að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fari það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga. Af þeim sökum verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga, sjá hér til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 1130/2023 og 1085/2022.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, er að finna þagnarskylduákvæði sem lúta að bankaleynd og hljóða svo:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> <p>Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Í 60. gr. sömu laga kemur fram að heimilt sé að miðla til utanaðkomandi aðila þeim upplýsingum um viðskiptamenn sem um getur í 58. gr. að fengnu skriflegu samþykki þess er í hlut á. Í samþykki skuli koma fram til hvaða upplýsinga það tekur, til hvaða aðila sé heimilt að miðla upplýsingum á grundvelli þess og í hvaða tilgangi upplýsingunum sé miðlað.</p> <p style="text-align: justify;">Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefur verið lagt til grundvallar að 58. gr. laga nr. 161/2002 sé sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi upplýsingalaga sem gangi framar ákvæðum II. og III. kafla laganna um rétt til upplýsinga, sjá hér til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og frá 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur einnig gengið út frá því í sinni framkvæmd að umrætt ákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki teljist vera sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðar upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 682/2017, 769/2018 og 966/2021. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins er skýrt að trúnaðarskyldan fylgir upplýsingunum og er því ljóst að Bankasýsla ríkisins er bundin sérstakri þagnarskyldu um upplýsingar sem stofnunin hefur veitt viðtöku frá Íslandsbanka, svo fremi sem þær upplýsingar falli undir þagnarskylduákvæðið. Geri upplýsingarnar það ekki fer um rétt til aðgangs að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, þ.m.t. takmörkunarákvæðum þeirra sem fram koma í 6. til 10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem afhent voru nefndinni samhliða umsögn Bankasýslu ríkisins. Nefndin telur hafið yfir allan vafa að gögnin hafi að geyma upplýsingar um viðskiptamálefni viðskiptamanna Íslandsbanka og eftir atvikum viðskiptamanna annarra umsjónaraðila og söluráðgjafa í útboðinu, sem séu undirorpnar hinni sérstöku þagnarskyldu í 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Ákvæðið gerir ekki greinarmun á því um hvers konar fjárfesti sé að ræða heldur nær það til upplýsinga um viðskiptamálefni allra viðskiptamanna viðkomandi fjármálafyrirtækis.</p> <p style="text-align: justify;">Í tilefni af röksemdum kæranda er lúta að því að umbeðin gögn eigi erindi við almenning tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki gerir ekki ráð fyrir að slíkt mat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum sem falla að öðru leyti undir ákvæðið. Nægilegt er að upplýsingar varði viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis til að upplýsingaréttur verði takmarkaður á grundvelli ákvæðanna umfram fyrirmæli upplýsingalaga, sjá t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 904/2020 og 966/2021. Þá geta almennar markmiðsyfirlýsingar um gagnsæi við meðferð og sölu ríkiseigna á borð við það sem finna má í 3. gr. laga nr. 155/2012 ekki haft áhrif á þessa niðurstöðu, enda er beinlínis óheimilt að miðla til utanaðkomandi aðila upplýsingum sem falla undir hina sérstöku þagnarskyldu í 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nema sá samþykki sem í hlut á, sbr. 60. gr. sömu laga, sjá hér til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 10. desember 2009 í máli nr. 357/2009. Þau sjónarmið sem rakin eru í athugasemdum við 3. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 155/2012 gefa ekki tilefni til annarrar ályktunar. Loks telur úrskurðarnefndin að Bankasýsla ríkisins sé ekki bundin af ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra um að birta lista yfir kaupendur í öðru útboði á hlutum í Íslandsbanka.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu er óhjákvæmilegt að líta svo á að réttur kæranda til upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum nái ekki til fyrirliggjandi gagna hjá Bankasýslu ríkisins sem innihalda lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní árið 2021 fyrir hærri upphæð en 1.001.088 kr.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">A á ekki rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá Bankasýslu ríkisins sem innihalda lista yfir kaupendur sem keyptu hlutabréf í Íslandsbanka hf. í júní árið 2021 fyrir hærri upphæð en 1.001.088 kr.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1135/2023. Úrskurður frá 8. mars 2023 | Endurvinnslan hf. synjaði kæranda um aðgang að upplýsingum um það hve mörgum plastflöskum, áldósum, stáldósum og glerflöskum framleiðendur og innflytjendur hefðu greitt af árin 2019–2021, og hve mörgum þessara íláta hefði verið skilað inn til Endurvinnslunnar á sama tímabili. Synjunin var á því byggð að það kynni að varða við samkeppnislög að veita upplýsingarnar þar sem um sé að ræða markaðsupplýsingar. Úrskurðarnefndin taldi að meðferð Endurvinnslunnar á máli kæranda hefði ekki samræmst ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Auk þess verður ekki séð að Endurvinnslan hafi fjallað um málið á réttum lagagrundvelli. Var beiðni kæranda því vísað til Endurvinnslunnar að nýju til meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 8. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1135/2023 í máli ÚNU 22110016.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 19. nóvember 2022, kærði A, blaðamaður hjá Stundinni (nú Heimildin), synjun Endurvinnslunnar hf. á beiðni hans um gögn.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði hinn 7. nóvember 2022 eftir sundurliðuðum og nákvæmum tölum um það hve mörgum plastflöskum, áldósum, stáldósum og glerflöskum framleiðendur og innflytjendur hefðu greitt af árin 2019–2021, og hve mörgum þessara íláta hefði verið skilað inn til Endurvinnslunnar á sama tímabili. Með svari Endurvinnslunnar, dags. 15. nóvember sama ár, voru kæranda sendar heildartölur í þúsundum króna. Ekki væri búið að ákveða hversu ítarlega sundurliðun á upplýsingum fyrirtækið myndi ráðast í. Þá væri sundurliðun eftir tegundum íláta ekki gefin upp til eigenda fyrirtækisins, en meðal þeirra væru stærstu framleiðendurnir.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Endurvinnslunni með erindi, dags. 22. nóvember 2022, og fyrirtækinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Endurvinnslan léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Endurvinnslunnar barst úrskurðarnefndinni hinn 12. desember 2022. Í henni kemur fram að upplýsingar á borð við þær sem kærandi hafi óskað eftir séu almennt ekki birtar. Endurvinnslunni sé gert að endurvinna og koma í ferli þeim drykkjarumbúðum sem greidd sé af skila- og umsýsluþóknun. Tilgangur félagsins samkvæmt lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989, sé að skapa skilyrði til hringrásarmyndunar með skilvirkri auðlindanýtingu. Til að meta hvort umbúðir sem berist Endurvinnslunni séu í skilakerfinu komist fyrirtækið yfir markaðsupplýsingar sem margir framleiðendur og innflytjendur gætu nýtt sér í markaðslegu tilliti til að bæta samkeppnisstöðu sína.</p> <p style="text-align: justify;">Þar sem í stjórn fyrirtækisins sitji fulltrúar tveggja stærstu framleiðendanna hafi verið lögð áhersla á að engar upplýsingar um markaðinn séu birtar á stjórnarfundum, þar sem þessir fulltrúar gætu þá fengið upplýsingar um markaðinn sem aðrir hefðu ekki. Sé það áréttað í starfsreglum stjórnarinnar að óheimilt sé að leggja fram upplýsingar sem talist geti markaðsupplýsingar, svo að fyrirtækið og eigendur þess þurfi ekki að sitja undir ásökunum um markaðsmisnotkun.</p> <p style="text-align: justify;">Endurvinnslan veltir því upp í umsögn sinni hvenær upplýsingar sem óskað sé eftir hjá fyrirtækinu séu orðnar upplýsingar sem varði við samkeppnislög. Það sé mat fyrirtækisins að fyrirspurnir á borð við hve mikið sé selt af vatni og í hvers konar umbúðum, og hve mikið seljist af tveggja lítra flöskum, séu ekki upplýsingar sem snúi að söfnun og endurvinnslu drykkjarumbúða.</p> <p style="text-align: justify;">Ef úrskurðarnefndin ætli að krefja Endurvinnsluna um að birta allt sem óskað sé eftir og þannig hverfa frá reglu fyrirtækisins um meðalhóf og framfylgni við samkeppnislöggjöf, þá óski fyrirtækið eftir því að nefndin gefi út leiðbeinandi reglur um það hvenær upplýsingar snúi ekki lengur að gögnum um söfnun og endurvinnslu umbúða heldur séu orðnar upplýsingar um samkeppnismarkaðinn.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndinni bárust viðbótarskýringar frá Endurvinnslunni hinn 30. desember 2022. Þeim fylgdu þær upplýsingar sem deilt er um aðgang að í málinu. Í skýringunum kemur fram að ýmsar upplýsingar sem fyrirtækið búi yfir séu afar viðkvæmar og geti hjálpað fyrirtækjum í samkeppni. Megi þar nefna fjölda seldra eininga á ákveðnum markaðssvæðum, fjölda eininga af ákveðnum tegundum og ákveðinni umbúðagerð o.fl. Þannig búi fyrirtækið t.d. yfir upplýsingum um hve mikið hafi selst af vatni á Akureyri, í hvaða umbúðum og hver þróun sölunnar hafi verið síðastliðin þrjú ár. Sá sem fengi þær upplýsingar gæti ákveðið hvort hann hefði hug á að hefja sölu á því svæði.</p> <p style="text-align: justify;">Endurvinnslan sé stofnuð með lögum til að safna og endurvinna drykkjarumbúðir. Réttur til aðgangs nái til upplýsinga um það hlutverk fyrirtækisins, ekki til viðkvæmra upplýsinga sem snúi að markaðsráðandi atriðum. Þegar óskað sé upplýsinga úr rekstri Endurvinnslunnar sé reynt að takmarka upplýsingagjöf við þær upplýsingar sem snúi að tilgangi fyrirtækisins. Þegar fyrirspurnir snúi að markaðsmálum líkt og í þessu máli, þ.e. upplýsingum um markaðshlutdeild hverrar efnistegundar, þróun síðustu ára og hvaða tegund seljist best, þá sé staðan önnur. Fyrirtækið spyrji sig hvar mörk slíkrar upplýsingagjafar skuli liggja og hvaða almannahagsmunir búi að baki slíkum fyrirspurnum.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Endurvinnslunnar og viðbótarskýringar voru kynntar kæranda með erindum, dags. 20. desember 2022 og 14. febrúar 2023, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Endurvinnslan hf. er hlutafélag sem er að hluta í eigu hins opinbera en að öðru leyti í eigu einkaaðila. Félagið telst hvorki stjórnvald, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, né lögaðili í meirihlutaeigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Kemur þá til skoðunar hvort Endurvinnslan teljist til einkaaðila sem falið er opinbert verkefni, en slíkir aðilar geta fallið undir gildissvið upplýsingalaga á grundvelli 3. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Endurvinnslunni hf. var komið á fót á grundvelli laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989, og er falið tiltekið hlutverk sem nánar er fjallað um í lögunum. Í 1. mgr. 2. gr. kemur fram að ráðherra skuli beita sér fyrir stofnun hlutafélags sem taki að sér umsýslu skilagjalds samkvæmt lögunum svo og söfnun og endurvinnslu einnota umbúða er falla undir lögin. Til samvinnu um stofnun og starfsemi hlutafélagsins skuli ráðherra heimilt að kveðja til aðila sem áhuga hafa á málinu. Heimilt sé að semja við félagið um að það fái umsýsluþóknun skilagjaldsins til að standa undir rekstri sínum og auk þess skilagjald af þeim umbúðum sem eigi er skilað. Ríkissjóði sé heimilt að eiga aðild að félaginu og leggja fram allt að 12 millj. kr. Þá segir í 2. mgr. 2. gr. að félagið skuli hafa einkarétt til framangreindrar starfsemi hér á landi. Með hliðsjón af því að hlutverk félagsins er algjörlega lögbundið auk þess sem það fer með einkarétt á starfseminni verður að telja að það falli undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 3. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 3. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðinu taki aðeins til gagna sem fyrir liggja hjá einkaaðilum og til verða vegna framkvæmdar á opinberum verkefnum (stjórnvaldsákvarðanir eða framkvæmd opinberrar þjónustu) eða tengjast þeim með beinum hætti.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi í máli þessu hefur óskað eftir upplýsingum um það hve mörgum plastflöskum, áldósum, stáldósum og glerflöskum framleiðendur og innflytjendur hefðu greitt af árin 2019–2021, og hve mörgum þessara íláta hafi verið skilað inn til Endurvinnslunnar á sama tímabili. Þegar litið er til ákvæða laga nr. 52/1989 verðar að leggja til grundvallar að þessar upplýsingar komist í vörslur Endurvinnslunnar vegna þess að félagið sinnir opinberum verkefnum í skilningi 3. gr. upplýsingalaga. Gögnin sem kærandi hefur óskað eftir í málinu falla því undir gildissvið upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Endurvinnslan hf. heyri undir gildissvið upplýsingalaga og að beiðni kæranda lúti að gögnum sem liggja fyrir hjá félaginu og tengjast framkvæmd félagsins á þeim verkefnum sem því eru falin með lögum nr. 52/1989. Þegar aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga fær til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber honum að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til þess hver sé réttur beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna sem eru tæmandi talin í 6.–10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p style="text-align: justify;">Í rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni um að synja beiðni kæranda hefur Endurvinnslan gefið til kynna að það kunni að varða við samkeppnislög að veita upplýsingarnar þar sem um sé að ræða markaðsupplýsingar sem margir framleiðendur og innflytjendur gætu nýtt sér í markaðslegu tilliti til að bæta samkeppnisstöðu sína. Ætla má að Endurvinnslan vísi þar til ákvæða laganna um bann við samkeppnishömlum, þar á meðal um ólögmætt samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu, sbr. 10. og 11. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin telur að Endurvinnslan hafi ekki rökstutt hvernig ákvæði samkeppnislaga geti takmarkað þann rétt sem almenningi er fenginn með ákvæðum upplýsingalaga. Þá fær nefndin ekki séð að samkeppnislög innihaldi sérstök þagnarskylduákvæði þess efnis að tilteknar upplýsingar skuli fara leynt. Á hinn bóginn telur úrskurðarnefndin að ákvæði samkeppnislaga geti komið til skoðunar við túlkun ákvæða upplýsingalaga, sbr. til að mynda úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1078/2022. Þetta gildir, þótt ekki hafi verið vísað til ákvæða upplýsingalaga til stuðnings synjun á beiðni kæranda, enda er það hlutverk þeirra sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga að afgreiða beiðnir um aðgang að gögnum í vörslum sínum á réttum lagagrundvelli.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist meðferð Endurvinnslunnar á máli kæranda ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Auk þess verður ekki séð að Endurvinnslan hafi fjallað um málið á réttum lagagrundvelli. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Endurvinnsluna að taka málið til nýrrar meðferðar, sem felur m.a. í sér að afmarka beiðni kæranda við gögn hjá félaginu sem liggja fyrir og heyra undir beiðni kæranda, og taka afstöðu til þess með hliðsjón af 6.–10. gr. upplýsingalaga hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum, í heild eða að hluta.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Endurvinnslunnar hf., dags. 15. nóvember 2022, að synja beiðni A um aðgang að gögnum er felld úr gildi. Endurvinnslan skal taka beiðnina að nýju til meðferðar og afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1134/2023. Úrskurður frá 8. mars 2023 | Kærð var synjun Innheimtustofnunar sveitarfélaga á beiðni um aðgang að tilteknum samningum sem gerðir hefðu verið milli stofnunarinnar og Creditinfo Lánstrausts frá árinu 2003. Í skýringum stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að samningar með því efni sem kærandi óskaði eftir lægju ekki fyrir hjá stofnuninni. Þar sem ekki teldist um synjun að ræða í skilningi 20. gr. upplýsingalaga var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 8. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1134/2023 í máli ÚNU 22070020.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 19. júlí 2022, kærði A synjun Innheimtustofnunar sveitarfélaga á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 22. júní 2022 eftir aðgangi að öllum samningum sem gerðir hefðu verið milli Innheimtustofnunar sveitarfélaga og Creditinfo Lánstrausts frá árinu 2003. Í svari Innheimtustofnunar sveitarfélaga, dags. 28. júní 2022, kom fram að Creditinfo hefði lagst gegn því að umræddar upplýsingar yrðu veittar og í ljósi þess væri beiðninni hafnað.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram til stuðnings gagnabeiðni kæranda að um sé að ræða tvær gerðir samninga: annars vegar um framkvæmd nokkurra úrtaksrannsókna sem Innheimtustofnun sveitarfélaga hafi látið Creditinfo gera fyrir sig, og hins vegar þjónustusamninga um gagnasendingar frá Innheimtustofnun sveitarfélaga til Creditinfo vegna vanskila meðlagsgreiðenda í framfærsluvanda. Tilefni beiðninnar sé það að kærandi hafi gögn undir höndum sem bendi til þess að stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi gert breytingar á skýrslum frá Creditinfo áður en stofnuninni var gert að afhenda gögn í kjölfar gagnabeiðni. Þá hafi kærandi undir höndum gögn sem gefi til kynna að stjórnendur stofnunarinnar hafi fært hluta lögboðinnar starfsemi hennar inn í eitt eða fleiri rekstrarfélög fyrir árið 2015.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Innheimtustofnun sveitarfélaga með erindi, dags. 3. ágúst 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Innheimtustofnunar sveitarfélaga barst úrskurðarnefndinni hinn 12. ágúst 2022. Í henni kemur fram að einu samningarnir sem séu og hafi verið í gildi milli stofnunarinnar og Creditinfo séu almennur samningur um skráningu og innsendingu á VOG o.fl., þjónustusamningur um innheimtukerfi Creditinfo, samningur um upplýsingamiðlun í greiðslumatskerfi Creditinfo og tveir samningar um kennitöluaðgang að ökutækjaskrá og eignaleit. Enginn þessara samninga taki á þeim málefnum sem kærandi fjalli um í kærunni. Þar af leiðandi liggi ekki fyrir hjá stofnuninni gögn sem heyri undir beiðni kæranda. Umsögn stofnunarinnar fylgdi afrit af framangreindum samningum.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Innheimtustofnunar sveitarfélaga var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. september 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í beiðni kæranda til Innheimtustofnunar sveitarfélaga var óskað eftir öllum samningum sem gerðir hefðu verið milli stofnunarinnar og Creditinfo frá árinu 2003. Í kæru til úrskurðarnefndarinnar var hins vegar tiltekið að óskað væri aðgangs að samningum um framkvæmd nokkurra úrtaksrannsókna og þjónustusamningum um gagnasendingar frá Innheimtustofnun sveitarfélaga til Creditinfo vegna vanskila meðlagsgreiðenda í framfærsluvanda. Í samræmi við þessa afmörkun kæranda miðast umfjöllun nefndarinnar við hvort endurskoða beri ákvörðun Innheimtustofnunar um að afhenda ekki þá samninga.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Innheimtustofnunar er vísað til þess að hjá stofnuninni liggi ekki fyrir samningar með því efni sem tilgreint er í kærunni. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þá samninga sem stofnunin afhenti nefndinni. Telur nefndin ljóst að umræddir samningar séu ekki þess efnis sem kærandi hefur lagt til grundvallar í kæru sinni. Þá hefur nefndin ekki forsendur til þess að draga í efa þær skýringar stofnunarinnar að ekki liggi fyrir aðrir samningar hjá stofnuninni með því efni sem kærandi hefur tilgreint.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um hvort rétt hafi verið að synja beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum eða, eftir atvikum, beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Ljóst er að umbeðin gögn eru ekki fyrirliggjandi hjá Innheimtustofnun. Stofnuninni hefði því verið rétt að vísa beiðni kæranda frá. Í samræmi við framangreint eru því ekki lagaskilyrði fyrir því að fjalla efnislega um erindi kæranda til nefndarinnar og er því vísað frá nefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A á afgreiðslu Innheimtustofnunar sveitarfélaga, dags. 28. júní 2022, á beiðni hans um aðgang að samningum um framkvæmd nokkurra úrtaksrannsókna sem Innheimtustofnun hafi látið Creditinfo gera fyrir sig, og þjónustusamningum um gagnasendingar frá Innheimtustofnun til Creditinfo vegna vanskila meðlagsgreiðenda í framfærsluvanda er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1133/2023. Úrskurður frá 8. mars 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum bankaráðs Seðlabanka Íslands á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Seðlabanka Íslands að fundargerðirnar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Þá hafði nefndin ekki forsendur til þess að kveða á um skyldu bankans til að veita kæranda aðgang að hluta þeirra. Var ákvörðun bankans því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 8. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1133/2023 í máli ÚNU 22070017.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 19. júlí 2022, kærði A, blaðamaður Vísis, synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 11. júlí 2022, óskaði kærandi eftir að fá afhent afrit af fundargerðum bankaráðs Seðlabanka Íslands frá 1. janúar 2022 til 11. júlí 2022. Með svari Seðlabankans, dags. 15. júlí 2022, var kæranda synjað um aðgang að fundargerðunum með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar væru þess eðlis að þær vörðuðu hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og eftir atvikum málefni bankans sjálfs en slíkar upplýsingar væru undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að kærandi telji að í fundargerðum bankaráðs Seðlabanka Íslands megi hugsanlega finna atriði, svo sem stjórnunarhætti hjá einu valdamesta stjórnvaldi landsins, sem eigi brýnt erindi við almenning. Ekki sé farið fram á að fundargerðirnar verði birtar í heild sinni ef í þeim megi finna viðkvæmar upplýsingar um fólk eða fyrirtæki. Ef slíkar upplýsingar sé að finna í fundargerðunum geti Seðlabankinn gert það sama og önnur ríkisfyrirtæki hafi gert, þ.e. að afhenda afrit af fundargerðum stjórnar þar sem viðkvæmar upplýsingar hafa verið afmáðar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 21. júlí 2022, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Seðlabankinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Seðlabanka Íslands barst úrskurðarnefndinni hinn 9. ágúst, þar sem vísað er til þess að í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 felist sérstakt þagnarskylduákvæði en ekki almennt og að það gangi framar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Þá telji bankinn ljóst að umbeðnar upplýsingar séu upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og málefni bankans sjálfs og falli því samkvæmt orðanna hljóðan undir þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni er vísað til þess að samkvæmt orðalagi í kæru telji kærandi að í umbeðnum gögnum megi hugsanlega finna atriði, svo sem um stjórnarhætti hjá einu valdamesta stjórnvaldi landsins, sem eigi brýnt erindi við almenning. Gögnin sem um ræði séu trúnaðargögn þar sem fjallað sé bæði um málefni viðskiptamanna og eftirlitsskyldra aðila, sem og bankans sjálfs, og sem undirorpin séu þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, líkt og fram hafi komið. Þá sé það svo að röksemdir og sjónarmið um almannahagsmuni geti ekki talist til efnisraka fyrir aðgangi að umbeðnum upplýsingum, en meintir almannahagsmunir geti ekki vikið til hliðar skýrum lagaákvæðum um þagnarskyldu.</p> <p style="text-align: justify;">Þar sem mat Seðlabanka Íslands sé á þá leið að umbeðin gögn séu undirorpin þagnarskyldu sé bankanum beinlínis skylt að synja kæranda, og öðrum, um aðgang að þeim. Þá megi geta þess að bankaráð Seðlabanka Íslands, sem kosið er af Alþingi, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 92/2019, hafi almennt aðeins eftirlit með því að bankinn starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda, þó þannig að eftirlitið taki ekki til málsmeðferðar eða ákvarðana í einstökum málum samkvæmt 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna. Almenn yfirstjórn Seðlabankans sé að öðru leyti í höndum seðlabankastjóra og svo þriggja nefnda bankans. Loks ítrekar Seðlabanki Íslands að hafna beri kröfu kæranda um að honum verði veittur aðgangur að umbeðnum upplýsingum. Þær varði hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og málefni bankans sjálfs en slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu nema úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Hvorugt eigi við í fyrirliggjandi máli. </p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Seðlabankans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. ágúst 2022, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum bankaráðs Seðlabanka Íslands á tímabilinu 1. janúar 2022 til 11. júlí 2022. Ákvörðun Seðlabanka Íslands um synjun á beiðni kæranda byggðist á því að umbeðin gögn væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 er að finna eftirfarandi ákvæði:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið innihaldi sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, sbr. t.d. úrskurði nr. 954/2020, 966/2021, 1042/2021 og 1129/2023. Þá hefur verið lagt til grundvallar í dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 329/2014 og 263/2015 að efnislega sambærilegt ákvæði í 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldu.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til alls sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þá hefur úrskurðarnefndin miðað við að ekki verði sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Slíkt verði að meta í hverju tilviki fyrir sig en nái þagnarskyldan ekki til ákveðinna tilvika verði að gæta að því hvort undantekningar frá upplýsingarétti eigi við sbr. 6.-10. gr. laganna. Að því er varðar orðalag ákvæðisins um „málefni bankans sjálfs“ hefur úrskurðarnefndin miðað við að það verði ekki túlkað svo rúmt að þar falli undir hvers kyns upplýsingar um það lagaumhverfi eða reglur sem Seðlabanki Íslands starfi eftir. Undir orðalagið kunni að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem af tilliti til hagsmuna bankans sjálfs megi telja eðlilegt að leynt fari. Vísast um þetta einkum til úrskurðar nefndarinnar nr. A-406/2013 og 558/2014.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur farið yfir gögnin en um er að ræða átta fundargerðir bankaráðs Seðlabanka Íslands á tímabilinu 1. janúar 2022 til 11. júlí 2022. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál lætur nærri að fundargerðirnar í heild sinni séu háðar þeirri sérstöku þagnarskyldu sem 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 kveður á um, enda hafa þær að geyma umfangsmiklar upplýsingar um fjárhagsleg málefni bankans, fjárhagslegar ráðstafanir Seðlabankans, beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans og undirbúning þeirra og margvíslegar aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari með hliðsjón af hagsmunum Seðlabankans sjálfs.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þess hversu víða í gögnunum þær upplýsingar koma fram sem undanþegnar eru upplýsingarétti hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendu til þess að kveða á um skyldu Seðlabanka Íslands til þess að veita kæranda aðgang að hluta þeirra. Eins og atvikum í þessu máli er háttað verður því ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 15. júlí 2022, að synja A um aðgang að fundargerðum bankans á tímabilinu 1. janúar til 11. júlí 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1132/2023. Úrskurður frá 8. mars 2023 | Kærð var synjun Lindarhvols ehf. á beiðni kæranda um aðgang að minnisblöðum frá lögmannsstofu til forsætisnefndar Alþingis ásamt álitsgerð. Synjunin byggði á því að gagnanna hefði verið aflað í tengslum við réttarágreining sem þá hefði verið til meðferðar hjá forsætisnefnd Alþingis, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að Lindarhvoli hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli, þar sem ekki væri um að ræða atvik sem leggja mætti að jöfnu við málshöfðun til dómstóla eða sjálfstæðrar kærunefndar í skilningi ákvæðisins. Var félaginu því gert að veita kæranda aðgang að minnisblöðunum tveimur ásamt álitsgerð. | <p style="text-align: justify;">Hinn 8. mars 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1132/2023 í máli ÚNU 22060020.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 21. júní 2022, kærði A, f.h. Frigus II ehf., synjun Lindarhvols ehf. á beiðni um gögn.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði hinn 6. maí 2022 eftir öllum samskiptum Lindarhvols og/eða fjármála- og efnahagsráðuneytisins við skrifstofu Alþingis, forseta Alþingis, forsætisnefnd Alþingis og Ríkisendurskoðun á árinu 2022 sem vörðuðu greinargerð fyrrum setts ríkisendurskoðanda um málefni Lindarhvols. Hinn 30. maí 2022 afhenti Lindarhvoll kæranda tölvupóst frá félaginu til forseta Alþingis, dags. 20. apríl 2022, og bréf frá félaginu til forsætisnefndar Alþingis, dags. 13. apríl 2022. Samskiptin varða aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda og í þeim leggst Lindarhvoll gegn því að forsætisnefnd verði við beiðni Viðskiptablaðsins um afhendingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi brást við afhendingu Lindarhvols, þann 1. júní 2022, og óskaði eftir erindi forsætisnefndar Alþingis, dags. 5. apríl 2022, sem vísað var til í hinum afhentu gögnum, enda félli það undir upphaflega beiðni kæranda. Kærandi óskaði jafnframt eftir minnisblöðum MAGNA Lögmanna í tengslum við málið, dags. 16. apríl 2021 og 31. ágúst 2021, sem sömuleiðis var vísað til í hinum afhentu gögnum. Þá var óskað eftir afritum af öllum samskiptum Lindarhvols og/eða fjármála- og efnahagsráðuneytis við skrifstofu Alþingis, forseta Alþingis, Alþingi, forsætisnefnd Alþingis og Ríkisendurskoðun frá árinu 2021 vegna greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um málefni Lindarhvols.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Lindarhvols, dags. 14. júní 2022, kemur í fyrsta lagi fram að láðst hafi að senda kæranda bréf forsætisnefndar Alþingis til Lindarhvols frá 5. apríl 2022, beðist var velvirðingar á því og það afhent. Í öðru lagi hafi verið afhent samskipti Lindarhvols við Alþingi frá árinu 2021, að fylgiskjölum undanskildum en afhendingu vinnuskjals þáverandi setts ríkisendurskoðanda var hafnað. Í þriðja lagi sé um að ræða minnisblað [sic] sem unnið hafi verið fyrir forsætisnefnd í tengslum við ágreining um afhendingu vinnuskjals Ríkisendurskoðunar. Lindarhvoll segir um að ræða skjal sem aflað hafi verið gagngert í tengslum við réttarágreining sem hafi verið til meðferðar hjá forsætisnefnd Alþingis og falli því undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ekki sé forsvaranlegt að beita heimildum 11. gr. laganna vegna minnisblaðsins og því sé synjað um aðgang að því.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að minnisblöð lögmannsins hafi verið send frá Alþingi til Lindarhvols með erindi, dags. 5. apríl 2022. Þá sé kæranda kunnugt um að þriðja álitsgerðin hafi verið rituð um sama efni en í fundargerð 994. fundar forsætisnefndar Alþingis frá 16. og 17. ágúst 2021 sé vísað til minnisblaðs sama lögmanns, dags. 29. júní 2021. Kærandi telur sig eiga skýran og ótvíræðan rétt til aðgangs að minnisblöðunum.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur umbeðin gögn ekki heyra undir undanþágu 3. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Hann kveður að umbeðinna gagna hafi verið aflað vegna beiðni blaðamanns um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Eftir því sem kærandi komist næst fjalli þær ekki um hugsanleg málaferli eða kærumál, eða greiningu á því hvort höfða eigi mál eða fara með málið í annars konar réttarágreining. Hér sé einfaldlega um að ræða lögfræðilega greiningu á því hvort afhenda eigi gagn til blaðamanns. Um sé að ræða hefðbundna málsmeðferð hjá hinu opinbera í samskiptum við blaðamann. Að lokum vekur kærandi athygli á því að um sé að ræða álitsgerðir sem sendar hafi verið þriðja aðila, m.a. Lindarhvoli, og því ekki um að ræða álitsgerðir sem nota hafi átt við mat á málshöfðun eða annars konar kærumeðferð enda ljóst að Lindarhvoll yrði ekki aðili að slíku máli.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Lindarhvoli með erindi, dags. 23. júní 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Lindarhvoll léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Lindarhvols barst úrskurðarnefndinni hinn 8. júlí 2022, ásamt minnisblaði lögmanns hjá MAGNA Lögmönnum, dags. 16. apríl 2021 og álitsgerð sem minnisblaðinu fylgir, auk minnisblaðs sama lögmanns, dags. 31. ágúst 2021. Lindarhvoll kvað engin frekari minnisblöð hafa borist, hvorki félaginu sjálfu né fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þannig sé þriðja minnisblaðið sem kærandi vísar til í kæru ekki fyrirliggjandi.</p> <p style="text-align: justify;">Lindarhvoll vísar í 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining séu undanþegin upplýsingarétti laganna. Þá komi fram í athugasemdum við 4. gr. frumvarps sem varð að breytingum á upplýsingalögum árið 2019 að undanþágunni verði beitt „um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila“. Líkt og fram komi í hinni kærðu ákvörðun sé um að ræða minnisblöð sem unnin hafi verið fyrir forsætisnefnd Alþingis í tengslum við ágreining um afhendingu vinnuskjals sem Alþingi hafði undir höndum. Minnisblaðanna hafi verið aflað gagngert í tengslum við réttarágreining sem var til meðferðar hjá forsætisnefnd Alþingis. Lindarhvoll vísar auk þess í 2. mgr. 5. gr. reglna um aðgang að gögnum um stjórnsýslu Alþingis þar sem kemur fram að forsætisnefnd Alþingis skeri úr um ágreining um aðgang að gögnum um stjórnsýslu Alþingis.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Lindarhvols var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. júlí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum sínum, dags. 18. júlí 2022, áréttar kærandi rökstuðning sem fram kemur í kæru. Kærandi mótmælir því að umbeðin álitsgerð verði felld undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og bendir á að í athugasemdum við 4. gr. í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 72/2019 verði undanþáguákvæðinu aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur rangt að umrædd gögn hafi orðið til í tengslum við réttarágreining í skilningi ákvæðisins. Með 4. gr. laga nr. 72/2019 hafi gildissvið 3. tölul. 6. gr. verið útvíkkað þannig að það næði einnig gagna sem aflað væri í tengslum við „réttarágreining“ en áður hafi undanþáguákvæðið aðeins náð til samskipta sem aflað hafi verið í tengslum við dómsmál og höfðun þess. Í skýringum við ákvæðið komi fram að réttarágreiningur hins opinbera væri oft útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum. Því væri rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar gætu átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fengi aðgang að þeim. Kærandi segir að við túlkun undanþáguákvæðis 3. tölul. 6. gr. verði að líta til athugasemda við 6. gr. í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fjallað er um tilgang og markmið undanþáguákvæðisins. Þar komi skýrt fram að markmið undanþáguákvæðisins sé að tryggja jafnræði opinberra aðila í dómsmáli eða í tengslum við réttarágreining sem leystur er með öðrum hætti, til að mynda fyrir sjálfstæðum kærunefndum.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt athugasemdum kæranda liggur fyrir að forsætisnefnd Alþingis aflaði umbeðinnar álitsgerðar lögmannsstofunnar í tengslum við meðferð máls fyrir nefndinni sem laut að því hvort veita ætti aðgang að gagni í vörslum Alþingis. Þar af leiðandi sé um að ræða gagn sem aflað var sem þáttar af rannsókn forsætisnefndar við meðferð þess máls. Það sé því ljóst að álitsgerðarinnar hafi hvorki verið aflað í tengslum við hugsanlegt dómsmál kæranda og Alþingis né í tengslum við málskot kæranda vegna afgreiðslu forsætisnefndar. Í þessu máli séu þeir hagsmunir, að tryggja jafnræði opinberra aðila í tengslum við réttarágreining, ekki fyrir hendi. Ekki sé hægt að túlka 3. tölul. 6. gr. svo víðtækt að ákvæðið taki til álitsgerða sem opinber aðili, í þessu tilfelli forsætisnefnd Alþingis, afli í tengslum við meðferð máls sem varðar rétt til aðgangs að gögnum enda færi slík túlkun gegn markmiði undanþáguákvæðisins eins og því er lýst í greinargerð með lögum nr. 140/2012. Þá sé um að ræða undanþáguákvæði frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem túlka beri þröngri lögskýringu. Kærandi segir að ákveðins misskilnings virðist gæta í málinu, ef horft sé til fundargerða forsætisnefndar Alþingis komi skýrt fram að þessara minnisblaða sé aflað gagngert til ráðgjafar en ekki vegna ágreinings um afhendingu. Það komi skýrt fram í fundargerð 979. fundar forsætisnefndar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi undirstrikar að ekki sé hægt að undanskilja gögn upplýsingarétti á grundvelli ákvæðisins nema umrædd gögn fjalli beinlínis um hvort höfða eigi mál eða undirbúning kærumeðferðar, gögnin geti ekki verið liður í málsmeðferð almennt eins og um sé að ræða í þessu tilviki. Kærandi telur vísun Lindarhvols í 2. mgr. 5. gr. reglna um aðgang að gögnum um stjórnsýslu Alþingis enga þýðingu hafa í þessu samhengi. Ekki sé ágreiningur um hvaða aðili það er sem skeri úr um aðgang að gögnum. Það sem skipti höfuðmáli í þessu samhengi sé að umrædd álitsgerð hafi verið hluti af málsmeðferð, en innihaldi ekki greiningu á því hvort höfða eigi mál eða hvort fara eigi með mál í annars konar kærumeðferð.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tveimur minnisblöðum frá MAGNA Lögmönnum ehf. til forsætisnefndar Alþingis, dags. 16. apríl og 31. ágúst 2021, en fyrra minnisblaðinu fylgir 37 blaðsíðna álitsgerð dagsett sama dag. Í kæru segir að til sé þriðja minnisblað frá sömu stofu sem dagsett sé 29. júní 2021. Lindarhvoll segir í umsögn sinni um kæruna að slíkt minnisblað sé hvorki fyrirliggjandi hjá félaginu né fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Lindarhvols og verður frávísun Lindarhvols á þeim hluta beiðninnar því staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Lindarhvoll ehf. fellur undir gildissvið upplýsingalaga á grundvelli 2. mgr. 2. gr. laganna, og nýtur ekki undanþágu frá gildissviði þeirra, sbr. 3. mgr. sömu greinar.</p> <p style="text-align: justify;">Synjun Lindarhvols að því er varðar minnisblöðin tvö byggir á því að þeirra hafi verið aflað í tengslum við réttarágreining sem hafi þá verið til meðferðar hjá forsætisnefnd Alþingis, nánar tiltekið ágreinings um það hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, frá júlí 2018 sem nefndin hafði til umfjöllunar. Með bréfum forseta Alþingis til Lindarhvols, dags. 28. apríl og 4. júní 2021, var Lindarhvoll upplýstur um að forsætisnefnd hefði borist beiðni um afhendingu greinargerðarinnar og að nefndin hygðist afhenda hana. Áður en til þess kæmi skoraði nefndin hins vegar á Lindarhvol, með vísan til 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, að lýsa afstöðu sinni til afhendingarinnar, enda fjallaði hún um málefni félagsins. Lindarhvoll lagðist gegn því, í bréfum til forsætisnefndar, dags. 22. júní og 11. maí 2021, að greinargerðin yrði afhent. Með erindi, dags. 5. apríl 2022, var Lindarhvoli tilkynnt að forsætisnefnd hygðist afhenda blaðamanninum greinargerðina þann 25. apríl 2022 kl. 12:00 og að nefndin hefði við mat sitt á því hvort greinargerðin geymdi upplýsingar sem kæmu í veg fyrir afhendingu hennar notið aðstoðar frá MAGNA Lögmönnum. Þá fékk Lindarhvoll afrit af minnisblaði lögmannsins, dags. 31. ágúst 2021.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 72/2019 og gildissvið þess útvíkkað svo það tæki auk dómsmála til annars réttarágreinings. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að fyrrnefndum breytingarlögum segir um þetta:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Þá segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Opinberir aðilar hafa augljósa hagsmuni af því að geta átt samskipti við sérfræðinga, t.d. lögmenn, í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að upplýsingum um þau. Þó ber að árétta að undanþáguna bæri að skýra þröngri lögskýringu með hliðsjón af meginreglu um upplýsingarétt almennings eins og aðrar undanþágur og takmörkunarheimildir upplýsingalaga. Henni yrði þannig aðeins beitt um upplýsingar um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila eða til greina kemur að vísa til slíkrar meðferðar. Með hliðsjón af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga verður líka að gera þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upplýsingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræðir.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. Hins vegar taka ákvæði V.–VII. kafla upplýsingalaga ekki til Alþingis eða stofnana þess. Þannig verður synjun Alþingis á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum ekki borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 20. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 9. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, ber forseti Alþingis ábyrgð á rekstri þingsins og hefur æðsta vald í stjórnsýslu þess. Í 2. mgr. 93. gr. laganna segir eftirfarandi um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í reglum sem forsætisnefnd setur og birta skal í B-deild Stjórnartíðinda skal kveðið nánar á um aðgang að upplýsingum um stjórnsýslu Alþingis og um afmörkun hennar gagnvart þeirri starfsemi sem annars fer fram af hálfu Alþingis sem samkomu þjóðkjörinna fulltrúa. Í reglum forsætisnefndar skal jafnframt kveðið á um móttöku og meðferð beiðna um upplýsingar. Má í slíkum reglum ákveða að beiðnum um upplýsingar skuli beint til skrifstofu Alþingis og að synjun um aðgang að gögnum verði skotið til forsætisnefndar eða þriggja manna nefndar utanþingsmanna sem forsætisnefnd skipar.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Forsætisnefnd hefur sett reglur um aðgang að gögnum um stjórnsýslu Alþingis, nr. 90/2020. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. reglnanna skal beiðnum um upplýsingar beint til skrifstofu Alþingis en „synjun um aðgang að gögnum má bera undir forsætisnefnd.“ Ekki er nánar fjallað um málsmeðferð nefndarinnar í reglunum.</p> <p style="text-align: justify;">Með lögum nr. 72/2019 var gildissvið 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga útvíkkað til þess að ná ekki einungis til dómsmála heldur einnig réttarágreinings sem útkljáður er fyrir lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðilum. Af lögskýringargögnum er hins vegar skýrt að ætlunin var ekki sú að ákvæðið næði utan um álitsgerðir eða minnisblöð sem eru hluti af almennri málsmeðferð stjórnvalda, þó að vissulega geti komið upp ágreiningsefni af ýmsu tagi í málsmeðferð stjórnvalda almennt. Nefndin áréttar að ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngri lögskýringu og hafa hliðsjón af markmiði undantekningarinnar sem er að tryggja jafnræði á milli aðila máls, komi til dómsmáls eða málsmeðferðar fyrir lögbundnum úrskurðaraðila. Til þess að beita megi undanþágunni þurfa aðstæður því að vera þannig að afhending gagnanna myndi raska jafnræði á milli hins opinbera aðila og gagnaðila þess eða að hið opinbera stæði höllum fæti í sínum málarekstri væri því gert að afhenda upplýsingarnar (sjá til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 317/2009 og 700/2017).</p> <p style="text-align: justify;">Forsætisnefnd Alþingis óskaði eftir áliti lögmanns og studdist við ráðgjöf hans í sinni ákvarðanatöku við afgreiðslu máls. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni minnisblaðanna tveggja ásamt álitsgerðinni sem fylgdi fyrra minnisblaðinu. Í fyrsta hluta fyrra minnisblaðsins, þar sem fjallað er um tilefni og afmörkun þess, kemur fram að lögmanninum hafi verið falið að „veita forsætisnefnd ráðgjöf í tengslum við meðferð og úrlausn kæru Viðskiptablaðsins til nefndarinnar.“ Minnisblaðið var því ritað í kjölfar þess að blaðamaðurinn bar synjun skrifstofu Alþingis um aðgang að greinargerð ríkisendurskoðanda undir forsætisnefnd Alþingis. Í minnisblaðinu er farið yfir atvik málsins og allar helstu réttarreglur og sjónarmið sem við eiga þegar lagt er mat á það hvort Alþingi sé skylt að veita aðgang að greinargerðinni.</p> <p style="text-align: justify;">Þó að sannarlega hafi verið uppi ágreiningur um afgreiðslu upplýsingabeiðninnar og blaðamaðurinn sem óskað hafði eftir greinargerðinni hafi vísað málinu til forsætisnefndar, í kjölfar synjunar skrifstofu Alþingis, er að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki um að ræða atvik sem leggja má til jafns við málshöfðun til dómstóla eða málskot til sjálfstæðrar kærunefndar í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Forsætisnefnd Alþingis er ekki sjálfstæður úrskurðaraðili, enda fjallar hún um hvort Alþingi eigi sjálft að verða við beiðni um aðgang að á grundvelli upplýsingalaga. Nefndin bendir jafnframt á að Lindarhvoll var ekki aðili að þeim ágreiningi sem var á milli blaðamannsins og forsætisnefndar, heldur fékk félagið afrit af skýrslunni, til upplýsingar, sem þriðji aðili.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu verða minnisblöðin ekki felld undir undanþágu 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og verður ákvörðun Lindarhvols því felld úr gildi og félaginu gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að minnisblöðum frá MAGNA Lögmönnum ehf. til forsætisnefndar Alþingis, dags. 16. apríl og 31. ágúst 2021, ásamt álitsgerð þeirri sem fylgdi fyrra minnisblaðinu. Staðfest er frávísun Lindarhvols á beiðni um minnisblað, dags. 29. júní 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1131/2023. Úrskurður frá 20. febrúar 2023 | Kærð var afgreiðsla Landspítala á beiðni um aðgang að upplýsingum um sambýliskonu kæranda. Úrskurðarnefndin taldi umbeðnar upplýsingar vera sjúkraskrárupplýsingar í skilningi laga um sjúkraskrár, nr. 55/2009. Þá hafði nefndin ekki forsendur til annars en að leggja til grundvallar að upplýsingarnar væru aðeins vistaðar í sjúkraskrá konunnar. Ákvörðun að synja um aðgang að slíkum upplýsingum væri ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem lög um sjúkraskrár mæltu fyrir um sérstaka kæruleið í slíkum málum og teldust þannig sérlög gagnvart upplýsingalögum. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 20. febrúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1131/2023 í máli ÚNU 22070012.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 8. júní 2022, kærði A afgreiðslu Landspítala á beiðni hans um upplýsingar. Kærandi óskaði hinn 17. maí 2022 eftir upplýsingum um það hvaða aðilar hefðu óskað eftir að Landspítali hefði afskipti af málum sambýliskonu kæranda og hvaða heimildir þeir aðilar hefðu haft til að svipta hana frelsi sínu, sem hefði á endanum kostað hana lífið.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Landspítala, dags. 25. maí 2022, var vísað til þess að kærandi hefði í tvígang fyrr á árinu sent spítalanum erindi um sama efni. Þau erindi hefðu verið tekin fyrir hjá nefnd um aðgang að sjúkraskrárupplýsingum. Í framhaldinu hefði erindum kæranda verið svarað, síðast hinn 29. apríl 2022 þar sem beiðni kæranda var hafnað. Af hálfu spítalans væri engu að bæta við það sem þar kæmi fram.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 7. júlí 2022, kvaðst kærandi hafa móttekið bréf frá Landspítala þar sem beiðni kæranda um upplýsingar úr sjúkraskrá sambýliskonu kæranda væri alfarið hafnað. Kærandi hefði í framhaldinu vísað málinu til landlæknis, sem hefði tekið það til meðferðar á grundvelli 15. gr. a laga um sjúkraskrár, nr. 55/2009, og staðfest niðurstöðu nefndar um aðgang að sjúkraskrárupplýsingum hinn 23. júní 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. nóvember 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir afriti af þeim gögnum sem innihéldu þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir. Þá var Landspítala gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn í málinu eftir því sem spítalinn teldi tilefni til, áður en málið yrði leitt til lykta. Gögnin bárust nefndinni hinn 21. desember 2022. Þau gögn sem afhent voru nefndinni samanstanda af uppflettilista í sjúkraskrá sambýliskonu kæranda, sem inniheldur nöfn þeirra sem komu að ákvörðunum sem vörðuðu meðferð konunnar. Þá staðfesti Landspítali að gögn þau sem innihéldu upplýsingarnar sem kærandi hefði óskað eftir væru einungis vistaðar í sjúkraskrá sambýliskonu kæranda og ekki annars staðar hjá spítalanum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að kæranda hefur verið synjað um aðgang að upplýsingum um sambýliskonu hans sem Landspítali telur vera sjúkraskrárupplýsingar í skilningi laga um sjúkraskrár, nr. 55/2009. Erindi hans hafa verið tekin til umfjöllunar af hálfu nefndar um aðgang að sjúkraskrárupplýsingum auk þess sem landlæknir hefur endurskoðað ákvörðun nefndarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í 4. tölul. 3. gr. laga um sjúkraskrár er hugtakið sjúkraskrárupplýsingar skilgreint sem lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgenmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upplýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans hjá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar. Í 5. tölul. ákvæðisins er hugtakið sjúkraskrá skilgreint sem safn sjúkraskrárupplýsinga.</p> <p style="text-align: justify;">Um aðgang að sjúkraskrárupplýsingum er fjallað í IV. kafla laga um sjúkraskrár, sbr. til hliðsjónar 4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem segir að um aðgang sjúklings að sjúkraskrá fari eftir ákvæðum laga um sjúkraskrár. Í 12. gr. laga um sjúkraskrár birtist sú meginregla að aðgangur að sjúkraskrám sé óheimill nema til hans standi lagaheimild samkvæmt ákvæðum laganna eða öðrum lögum. Í 14. gr. sömu laga er fjallað um aðgang sjúklings að eigin sjúkraskrá.</p> <p style="text-align: justify;">Í 15. gr. laga um sjúkraskrár kemur fram að mæli ríkar ástæður með því sé umsjónaraðila sjúkraskrár heimilt að veita nánum aðstandanda látins einstaklings, svo sem maka, foreldri eða afkomanda, aðgang að sjúkraskrá hins látna og láta í té afrit hennar ef þess er óskað. Ef slíkri beiðni er synjað er heimilt að bera ákvörðunina undir embætti landlæknis í samræmi við ákvæði 15. gr. a laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala eru þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir sjúkraskrárupplýsingar sem einungis eru geymdar í sjúkraskrá sambýliskonu hans. Þá er það einnig mat úrskurðarnefndarinnar, út frá þeim gögnum sem spítalinn afhenti nefndinni, að upplýsingarnar séu sjúkraskrárupplýsingar, sbr. einnig þær rúmu skilgreiningar sem lagðar eru til grundvallar á sjúkraskrá og sjúkraskrárupplýsingum í lögum um sjúkraskrár. Nefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Landspítala að upplýsingarnar séu ekki geymdar annars staðar hjá spítalanum en í sjúkraskrá sambýliskonu kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Það er enn fremur mat úrskurðarnefndarinnar að lög um sjúkraskrár beri að skoða í þessu samhengi sem sérlög gagnvart almennum ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Af því leiðir að ákvörðun Landspítala um að synja um aðgang að upplýsingum sem felldar verða undir sjúkraskrárupplýsingar og eru geymdar í sjúkraskrá er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem lög um sjúkraskrár mæla fyrir um sérstaka kæruleið í þessum tilvikum, sbr. 15. gr. a laganna. Verður því ekki hjá því komist að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 8. júní 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1130/2023. Úrskurður frá 20. febrúar 2023 | Kærð var afgreiðsla Skattsins á beiðni um aðgang að tilteknum bindandi álitum tollyfirvalda um tollflokkun. Skatturinn afgreiddi beiðni kæranda við meðferð málsins hjá nefndinni og afhenti hluta umbeðinna gagna, þar sem afmáðar höfðu verið upplýsingar með vísan til 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að ákvæðið teldist sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðaði upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Var það mat úrskurðarnefndarinnar að þær upplýsingar sem höfðu verið afmáðar teldust í heild sinni falla undir ákvæðið og því næði upplýsingaréttur kæranda ekki til þeirra. | <p style="text-align: justify;">Hinn 20. febrúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1130/2023 í máli ÚNU 22040006.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 11. apríl 2022, kærði A lögmaður, f.h. Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, afgreiðslu Skattsins á beiðni hans um gögn, með vísan til 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði hinn 10. febrúar 2022 eftir aðgangi að tilteknum bindandi álitum tollyfirvalda um tollflokkun. Beiðnin var afmörkuð frekar hinn 23. febrúar sama ár, þegar kærandi óskaði eftir aðgangi að 114 bindandi álitum um tollflokkun vöru í landbúnaðarköflum tollskrár, sem gefin hefðu verið út á síðastliðnum þremur árum.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að það veki furðu að bindandi álit um tollflokkun séu ekki birt. Slík birting myndi gera fyrirtækjum og einstaklingum kleift að kynna sér tollframkvæmd og haga innflutningi sínum í samræmi við tollalög.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 13. apríl 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Skattsins barst úrskurðarnefndinni hinn 25. apríl 2022. Í henni kom fram að tollyfirvöld féllust á að veita kæranda aðgang að hinum bindandi álitum að hluta. Eftirfarandi upplýsingar hefðu verið afmáðar úr hverju áliti:</p> <ul> <li style="text-align: justify;">Reitur 1: Umsækjandi (fullt nafn og heimilisfang).</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 2: Umboðsmaður eða fulltrúi (fullt nafn og heimilisfang).</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 3: Sendingarnúmer.</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 6: Viðskiptalegt auðkenni og viðbótarupplýsingar, að því marki sem Skatturinn teldi upplýsingarnar viðkvæmar.</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 7: Fylgigögn, að því marki sem Skatturinn teldi upplýsingar í þeim viðkvæmar.</li> <li style="text-align: justify;">Reitur 10: Dagsetning og undirskrift umsækjanda.</li> </ul> <p style="text-align: justify;">Til stuðnings framangreindum takmörkunum var vísað til þagnarskylduákvæðis í 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, auk 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þær upplýsingar sem hefðu verið fjarlægðar væru viðkvæmar að mati tollyfirvalda og vörðuðu mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra aðila sem væru til umfjöllunar.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Skattsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 26. apríl 2022. Í erindi úrskurðarnefndarinnar var óskað afstöðu kæranda til þess hvort hann teldi afhendingu hinna bindandi álita með framangreindum takmörkunum vera fullnægjandi eða hvort hann vildi að málinu yrði haldið áfram hjá nefndinni. Svar kæranda barst hinn 10. maí 2022. Þar kom fram að afhendingin væri ófullnægjandi. Kærandi teldi að ekki væri rétt að takmarka aðgang að öllum þeim upplýsingum sem afmáðar hefðu verið. Þá gerði kærandi athugasemd við að honum hefðu ekki verið afhent fylgigögn hinna bindandi álita sem vísað væri til í umsögn Skattsins.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur upplýsingar um hver hafi óskað eftir bindandi áliti tollyfirvalda hverju sinni geti ekki fallið undir þagnarskylduákvæði tollalaga, því þær teljist ekki upplýsingar um viðskipti fyrirtækja. Þá séu álitin allt frá tveggja til fjögurra ára gömul, og viðskiptahagsmunir því tæplega til staðar lengur. Auk þess hafi ekki verið óskað eftir afstöðu þeirra aðila sem upplýsingarnar varða til afhendingarinnar. Loks bendir kærandi á að engin sérstök leynd eigi að ríkja yfir því hvaða aðilar flytji inn hvaða vörur. Að því er varðar fylgigögn geti upplýsingar um innihald einstakra landbúnaðarvara hvorki fallið undir þagnarskylduákvæði tollalaga né 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin gaf Skattinum kost á að bregðast við athugasemdum kæranda með erindi, dags. 10. maí 2022. Viðbrögð Skattsins bárust nefndinni hinn 20. maí sama ár. Þar er áréttað að bindandi álit um tollflokkun séu aðeins bindandi gagnvart umsækjanda og tollyfirvöldum, ekki gagnvart þriðju aðilum. Algengt sé að óska eftir bindandi áliti þegar aðili hyggst flytja til landsins nýja vöru til að eyða óvissu um fjárhæð aðflutningsgjalda. Óheftur aðgangur að álitunum, þ.m.t. nöfnum umsækjenda, geti veitt óeðlilega innsýn inn í viðskiptafyrirætlanir þessara aðila.</p> <p style="text-align: justify;">Nafn umsækjanda sé ekki nauðsynlegt til að átta sig á efni og niðurstöðu bindandi álits. Nöfn séu ekki birt t.d. í úrskurðum tollyfirvalda eða yfirskattanefndar. Þá birti Evrópusambandið aðeins bindandi álit sem hafi verið hreinsuð af trúnaðarupplýsingum. Loks sé algengt að fylgigögn innihaldi upplýsingar um innihald, framleiðsluaðferðir og tækniskjöl sem ekki séu opinber gögn. Aðgangur að þeim gæfi óeðlilega innsýn inn í framleiðsluferil vöru og kynni að vera til þess fallið að valda viðkomandi framleiðendum tjóni. Í fylgigögnum og reit 6 sé einnig algengt að finna upplýsingar um verð og viðskiptakjör sem bjóðast umsækjanda. Það séu án efa viðkvæmar upplýsingar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæra í máli þessu barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, vegna tafa á afgreiðslu beiðni kæranda. Skatturinn afgreiddi beiðni kæranda við meðferð málsins og afhenti hluta umbeðinna gagna. Synjun Skattsins á þeim upplýsingum sem afmáðar voru úr bindandi álitum um tollflokkun byggist að meginstefnu á þagnarskylduákvæði í 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Athugun nefndarinnar beinist fyrsta kastið að því hvort ákvæði 188. gr. tollalaga sé þess eðlis að það geti girt fyrir aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og ef svo er, hvort þær upplýsingar sem afmáðar voru úr hinum bindandi álitum falli réttilega undir ákvæðið.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 188. gr. tollalaga kemur fram að starfsmenn tollyfirvalda séu bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga. Þagnarskyldan taki til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt sé að leynt fari og upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi tollalögum kemur fram að vegna eðlis starfa starfsmanna tollyfirvalda þyki rétt að hafa sérstakt ákvæði í tollalögum um þagnarskyldu, umfram þá almennu þagnarskyldu sem finna megi í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þagnarskyldan nái m.a. til upplýsinga um hvers konar viðskiptamálefni einstaklinga og fyrirtækja, þ.m.t. hvers kyns vitneskju sem ráða megi beint eða óbeint af samritum af sölu- og vörureikningum eða af öðrum skjölum sem látin eru tollstjóra í té.</p> <p style="text-align: justify;">Ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna tollyfirvalda voru fyrst leidd í lög með 25. gr. laga um tollskrá o.fl., nr. 62/1939. Ákvæðinu svipaði til gildandi ákvæðis að því leyti að mælt var fyrir um þagnarskyldu um „verslunarhagi“ einstakra manna og fyrirtækja. Í áliti milliþinganefndar í skatta- og tollamálum, sem myndaði frumvarp það sem varð að lögunum, kom fram um ákvæðið að þagnarskyldan næði til samrita af sölu- og vörureikningum auk upplýsinga sem tollyfirvöld öfluðu úr bókhaldi innflytjenda. Þá þyrftu tollyfirvöld að gæta þess að samritin yrðu ekki látin liggja á glámbekk, þar sem óviðkomandi gætu komist í þau.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur slegið því föstu í úrskurðarframkvæmd sinni að 1. mgr. 188. gr. tollalaga teljist vera sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Í ljósi orðalags ákvæðisins og athugasemda við ákvæðið, fyrr og síðar, verður að líta svo á að undir ákvæðið falli hvers kyns upplýsingar tollyfirvalda um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Ef upplýsingar falla þannig á annað borð undir ákvæðið leiðir það til takmörkunar á aðgangi að þeim án þess að lagt sé mat á hagsmuni viðkomandi manna eða fyrirtækja af því að viðkomandi upplýsingum um viðskipti þeirra sé haldið leyndum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær upplýsingar sem Skatturinn afmáði úr þeim bindandi álitum um tollflokkun sem afhent voru kæranda. Nánar tiltekið eru það upplýsingar um auðkenni umsækjanda, sendingarnúmer, viðskiptalegt auðkenni og viðbótarupplýsingar, auk fylgigagna. Það er mat úrskurðarnefndarinnar með hliðsjón af því hvernig ákvæði 188. gr. tollalaga verði túlkað að þær upplýsingar sem voru afmáðar teljist í heild sinni varða viðskipti þeirra manna og fyrirtækja sem óskuðu eftir bindandi áliti um tollflokkun vöru og falli þannig undir þagnarskylduákvæðið. Á það einnig við um upplýsingar um nöfn/heiti umsækjenda, enda myndi afhending þeirra leiða til þess að veittar væru upplýsingar um viðskipti umsækjendanna, sem falla undir ákvæði 188. gr. tollalaga. Því telur úrskurðarnefndin að upplýsingaréttur kæranda nái ekki til þeirra upplýsinga sem Skatturinn hefur afmáð úr þeim bindandi álitum sem kærandi óskaði aðgangs að.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði eiga ekki rétt til aðgangs að frekari upplýsingum úr þeim bindandi álitum um tollflokkun, sem óskað var eftir hinn 23. febrúar 2022, en Skatturinn hefur með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 25. apríl 2022, fallist á að samtökunum skuli veittur aðgangur að.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1129/2023. Úrskurður frá 20. febrúar 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um annars vegar aðila sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og hins vegar upplýsingum um stöðugleikasamninga. Synjun Seðlabankans var byggð á því að upplýsingarnar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Úrskurðarnefndin staðfesti synjunina og tók fram að valdheimildir nefndarinnar næðu ekki til þess að leggja mat á það hvort og þá hvernig Seðlabankinn nýti þá heimild sem bankanum er veitt í 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 til að birta upplýsingar opinberlega sem undirorpnar eru þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. sama ákvæðis. | <p style="text-align: justify;">Hinn 20. febrúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1129/2023 í máli ÚNU 22060006.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 7. júní 2022, kærði A, ritstjóri Heimildarinnar (þá Kjarnans), ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um fjárfestingarleið Seðlabankans og um afrit af stöðugleikasamningum sem gerðir voru árið 2015.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru er rakið að í apríl 2022 hafi fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að birta lista yfir kaupendur á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka hf. Ráðuneyti hans hafi metið það svo að upplýsingar um viðskipti á milli ríkissjóðs og fjárfesta féllu ekki undir bankaleynd og með hliðsjón af mikilvægi þess að gagnsæi ríkti um ráðstöfun opinberra hagsmuna hefði ráðherra ákveðið að birta listann. Í framhaldi af því hafi kærandi reynt að nálgast upplýsingar um hina svokölluðu stöðugleikasamninga annars vegar og fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands hins vegar, því rök ráðherra fyrir birtingu lista yfir kaupendur í Íslandsbanka ættu líka við um þau gögn.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hafi leitað til forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis og óskað þess að þau nálguðust umbeðnar upplýsingar hjá Seðlabanka Íslands og legðu svo sjálfstætt mat á erindi þeirra við almenning. Forsætisráðuneytið hafi framsent erindið til Seðlabankans og sagt að það væri bankans að leggja mat á það hvort hagsmunir almennings af birtingu upplýsinganna vegi þyngra en þeir hagsmunir sem mæla með leynd, sbr. 6. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, þar sem fram kæmi að þrátt fyrir þagnarskyldu í 1. mgr. sömu greinar væri Seðlabankanum heimilt að birta upplýsingar opinberlega, enda vægju hagsmunir almennings af birtingunni þyngra en hagsmunir sem mæltu með leynd. Í framhaldi af því hafi kærandi farið fram á að Seðlabankinn afhenti umrædd gögn að undangengnu því mati sem mælt væri fyrir um í 6. mgr. 41. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Með svari, dags. 24. maí 2022, hafi Seðlabankinn synjað um aðgang að stöðugleikasamningunum með vísan til þess að gögnin væru undirorpin þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig úrskurð nefndarinnar nr. 904/2020. Þá var kæranda synjað um aðgang að upplýsingum um þátttakendur í fjárfestingarleið Seðlabankans á árunum 2012–2015 með vísan til þess að gögnin væru undirorpin þagnarskyldu samkvæmt sama ákvæði, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 774/2019. Hvað varðaði hagsmunamat samkvæmt 6. mgr. 41. gr. laganna væri það að segja að eftir skoðun á umbeðnum gögnum væri það mat Seðlabankans að þau væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Að mati bankans væri nægjanlegt að upplýsingar féllu undir 1. mgr. til að upplýsingaréttur almennings yrði takmarkaður á grundvelli ákvæðisins.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að samkvæmt rökstuðningi Seðlabanka Íslands virðist bankinn telja að ákvæði 6. mgr. 41. gr. laganna sé marklaust, þ.e. að ef umbeðnar upplýsingar falli að þagnarskylduákvæði 1. mgr. sömu greinar, þá geti 6. mgr. aldrei komið til skoðunar og hafi þar af leiðandi ekkert gildi. Því væri nauðsynlegt að kalla eftir skýrum svörum frá bankanum hvort þetta væri réttur skilningur á svari hans; að lögmenn bankans telji að ef upplýsingabeiðni falli að 1. mgr. 41. gr. þá sé það nóg til að hagsmunir almennings af opinberun umbeðinna gagna séu ekki taldir nægjanlegir, og leyndarhagsmunir viðskiptamanna séu ríkari en þeir. Í kæru kemur fram að Seðlabankinn svari fyrirspurn kæranda einungis á forsendum 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, en ekki á grundvelli 6. mgr. sömu greinar. Bankinn hafi auk þess neitað að framkvæma greiningu á þeim hagsmunum sem vegist á í hverju tilviki fyrir sig líkt og lögskýringargögn segi til um að bankinn eigi að gera. Því sé kæranda enginn annar kostur mögulegur en að kæra ákvörðun Seðlabanka Íslands og óska þess að nefndin láti bankann fara að lögum og afhenda umbeðin gögn.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 8. júní 2022, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Seðlabankinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Seðlabankans barst úrskurðarnefndinni hinn 15. júlí 2022, þar sem fram kemur að með upplýsingabeiðni, dags. 5. maí 2022, hafi kærandi óskað eftir aðgangi að stöðugleikasamningunum sem gerðir voru við slitabú föllnu bankanna. Úrskurðarnefndin hafi áður tekið afstöðu til hluta umbeðinna gagna og staðfest að þau séu undirorpin þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 904/2020. Hinn 17. maí 2022 hafi kærandi óskað eftir upplýsingum um nöfn þeirra sem fengu að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabankans frá febrúar 2012 til febrúar 2015. Raunar hafi kærandi áður óskað eftir þessum sömu upplýsingum með þremur upplýsingabeiðnum. Í kjölfar fyrstu beiðni kæranda hafi Seðlabankinn veitt almennar upplýsingar um fjölda tilboða og þátttakenda, heildarfjárhæðir og uppskiptingu innlendra og erlendra þátttakenda en beiðnum kæranda var að öðru leyti synjað með vísan til þagnarskyldu á grundvelli þágildandi 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001. Síðastnefnda upplýsingabeiðnin hafi ratað til nefndarinnar sem staðfesti ákvörðun Seðlabankans með úrskurði nr. 774/2019 frá 31. janúar 2019. Í fyrirliggjandi máli sé því enn á ný deilt um aðgang kæranda að þessum sömu gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni er vísað til þess að í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 felist sérstakt þagnarskylduákvæði en ekki almennt og að það gangi framar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Þá sé ljóst að umbeðnar upplýsingar séu upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og málefni bankans sjálfs og falli því samkvæmt orðanna hljóðan undir þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 70/2021, séu þeir sem annist framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum nr. 92/2019. Úrskurðarnefndin hafi áður byggt á því að ákvæði í eldri lögum um gjaldeyrismál hafi falið í sér reglu um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 645/2016, og því ljóst að í 1. mgr. 23. gr. laga nr. 70/2021 felist sérstakt þagnarskylduákvæði sem gangi framar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, með sama hætti og 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Nefndin hafi áður haft til meðferðar mál þar sem deilt er um sömu gögn og nú er deilt um. Niðurstöður málanna séu skýrar, þ.e. umbeðin gögn séu undirorpin þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig 1. mgr. 23. gr. laga nr. 70/2021. Sömu forsendur og röksemdir liggi að baki synjun Seðlabankans í þetta skiptið enda umbeðin gögn og aðstæður þær sömu.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varði röksemdir kæranda fyrir því að bankinn skuli beita 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 komi í fyrsta lagi skýrt fram í athugasemdum með ákvæðinu í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 92/2019 að um heimild sé að ræða fyrir Seðlabankann en ekki skyldu. Í öðru lagi segi þar að fyrir birtingu skuli liggja fyrir greining á þeim hagsmunum sem vegist á í hverju tilviki. Í þriðja lagi komi fram að birting upplýsinga geti átt sér stað að frumkvæði bankans, t.d. í tengslum við fréttir, skýrslur eða annað efni sem bankinn gefi út. Í þessi felist það að í undantekningartilvikum geti Seðlabankinn á grundvelli 6. mgr. 41. gr. að eigin frumkvæði tekið ákvörðun um að birta upplýsingar, sem ella væru undirorpnar þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. sama ákvæðis, á vef eða í ritum og skýrslum bankans, en þó að því skilyrði uppfylltu að hann hafi framkvæmt greiningu á þeim hagsmunum sem vegast á. Í þessu sambandi vísist til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 1042/2021, þar sem tekið hafi verið fram að samkvæmt 3. og 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 sé bankanum veitt heimild að lögum til birtingar upplýsinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum, þrátt fyrir þagnarskyldu 1. mgr. ákvæðisins, að eigin frumkvæði en ekki sé um að ræða skyldu til slíkrar birtingar.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af öllu framangreindu sé það mat Seðlabankans að sú túlkun sem kærandi hafi lagt áherslu á sé ekki í samræmi við ákvæðið sem um ræði. Hvergi sé lögð sú skylda á Seðlabankann að framkvæma sérstakt hagsmunamat í hvert einasta skipti sem upplýsingabeiðni berst bankanum. Þegar upplýsingabeiðnir berist bankanum séu umbeðin gögn skoðuð með tilliti til bæði eðlis þeirra og efnis, séu þau yfir höfuð til staðar í bankanum. Í slíkri greiningu felist eðli máls samkvæmt mat á annars vegar hagsmunum almennings af því að fá að kynna sér umbeðin gögn og hins vegar hagsmunir viðskiptamanna bankans, eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða bankans sjálfs að þau fari leynt.</p> <p style="text-align: justify;">Seðlabankinn áréttar að nægjanlegt er að umbeðnar upplýsingar falli að þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, þ.e. að þær varði hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og önnur atriði sem leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, til að upplýsingaréttur almennings verði takmarkaður á grundvelli ákvæðisins. Hefur nefndin m.a. staðfest nákvæmlega þetta í áðurnefndum úrskurði sínum nr. 904/2020. Sú greining á hagsmunum sem kærandi hafi ítrekað kallað eftir hafi þannig sannarlega verið framkvæmd af Seðlabankanum, en þá með vísan til 1. mgr. 41. gr. Það sem meira er, þá hafi nefndin fjallað um þetta hagsmunamat og kveðið upp áðurnefnda úrskurði nr. 774/2019 og 904/2020 þar sem skilningur og afstaða bankans er staðfest. </p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. júlí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 17. júlí 2022, kemur fram um 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 að það að orðalag laga sé á þann hátt að talað sé um heimild veiti stofnun ekki geðþóttavald til að hafna lögmætri birtingu gagna einfaldlega vegna þess að hann langi ekki til þess að veita heimild og finnist hann ekki bera skylda til. Í öðru lagi segi Seðlabankinn að hvergi sé lögð sú skylda á bankann að framkvæma sérstakt hagsmunamat í hvert skipti sem upplýsingabeiðni berist bankanum. Þetta sé í fullkominni andstöðu við athugasemdir sem fylgdu með frumvarpinu sem varð að lögum nr. 92/2019 og sé einhliða túlkun Seðlabanka Íslands á ákvæði laganna. Í þriðja lagi segi Seðlabankinn að birting upplýsinga geti átt sér stað að frumkvæði bankans í undantekningartilvikum á grundvelli 6. mgr. 41. gr., sem ella væru undirorpnar þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins, en þó að því skilyrði uppfylltu að bankinn hafi framkvæmt greiningu á þeim hagsmunum sem vegast á. Þessi röksemdafærsla og lagatúlkun sé makalaus og í engu samræmi við það frumvarp sem varð að lögum nr. 92/2019, athugasemdir með frumvarpinu né skilning þess ráðuneytis sem lagði fram frumvarpið. Seðlabankinn virðist telja að 6. mgr. 41. gr. laganna feli einungis í sé einhvers konar einhliða heimild fyrir hann að nota gögn að eigin frumkvæði, velji hann það, í eigin útgáfu, en annars ekki. Það megi þó bara gera ef bankinn hafi nennt að vega hagsmuni sem gætu verið að vegast á, sem hann telur sig þó ekki þurfa að vega frekar en hann vill.</p> <p style="text-align: justify;">Ekki sé annað að skilja á umsögn Seðlabanka Íslands en að hann ætli að láta sem umrætt ákvæði hafi aldrei verið bætt við lög um starfsemi hans, heldur að nálgast skyldur sínar um upplýsingagjöf einvörðungu út frá 1. mgr. 41. gr. laganna. Seðlabankinn telji sig geta einhliða ákveðið að ný málsgrein, sem bætt var við lögin, hafi ekkert eiginlegt gildi. Kærandi mótmæli þessu harðlega, enda sé fullkomlega ólýðræðislegt að stofnun taki sér slíkt lagatúlkunarvald, sem sé að öllu leyti í andstöðu við vilja þess ráðherra sem lagði lagabreytinguna til og þá túlkun sem sett er fram í lögskýringargögnum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um annars vegar aðila sem nýttu sér svonefnda fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og hins vegar upplýsingum um svokallaða stöðugleikasamninga. Ákvörðun Seðlabanka Íslands um synjun á beiðni kæranda byggðist á því að umbeðnar upplýsingar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019, sbr. einnig 1. mgr. 23. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 70/2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Andspænis slíkum ákvæðum eru sérstök þagnarskylduákvæði, þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Með gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það fer eftir efni og orðalagi viðkomandi ákvæðis hvernig það verður skýrt og samræmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. athugasemdir í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 er að finna eftirfarandi ákvæði:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni lagt til grundvallar að ákvæðið innihaldi sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, sbr. t.d. úrskurði nr. 954/2020, 966/2021 og 1042/2021. Þá hefur verið lagt til grundvallar í dómum Hæstaréttar Íslands í málum nr. 329/2014 og 263/2015 að efnislega sambærilegt ákvæði í 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldu.</p> <p style="text-align: justify;">Líkt og fram hefur komið hefur úrskurðarnefndin lagt mat á stærstan hluta þeirra gagna sem um er deilt í þessu máli í úrskurðum nefndarinnar nr. 774/2019 og 904/2020. Í úrskurði nr. 774/2019 var lagt til grundvallar að upplýsingar um þá sem nýttu sér hina svonefndu fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Úrskurðarnefndin telur ótvírætt að þær upplýsingar séu jafnframt undirorpnar hinni sérstöku þagnarskyldu sem felst í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Í úrskurði nr. 904/2020 lagði nefndin til grundvallar að samningur Seðlabanka Íslands við Glitni hf. og GLB Holding ehf. frá því í desember 2015 væri undirorpinn sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Deilt er um aðgang að þeim samningi í þessu máli en einnig tveimur samningum til viðbótar, þ.e. annars vegar samningi Kaupþings ehf. við Seðlabankann og hins vegar LBI hf. við bankann, í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir og afhendingu stöðugleikaframlags. Í samræmi við þá niðurstöðu í úrskurði nr. 904/2020 um að Glitnir og GLB Holding teldust vera viðskiptamenn Seðlabankans í þeim viðskiptum sem þar voru til umfjöllunar telur nefndin óhjákvæmilega að líta verði svo á að LBI og Kaupþing teljist með sama hætti vera viðskiptamenn Seðlabankans í þeim viðskiptum sem samningar í máli þessu varða. Þannig er ljóst að öll þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir í máli þessu eru undirorpin hinni sérstöku þagnarskyldu í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Að fenginni þeirri niðurstöðu að þau gögn sem kæranda hefur verið synjað um aðgang að séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu er ljóst að ákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 gengur framar ákvæðum upplýsingalaga og fer mat á rétti kæranda til aðgangs að gögnunum því ekki fram á grundvelli hinna síðarnefndu laga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál ákvarðanir um synjun sem teknar eru á grundvelli upplýsingalaga. Ljóst er í þessu máli að ákvörðun byggist ekki á ákvæðum upplýsingalaga heldur hinu sérstaka þagnarskylduákvæði í lögum um Seðlabanka Íslands. Af þeim sökum ná valdheimildir nefndarinnar ekki til þess að leggja mat á það hvort og þá hvernig Seðlabankinn nýtir þá heimild sem bankanum er veitt í 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 til að birta upplýsingar opinberlega sem undirorpnar eru þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. sama ákvæðis. Mat á því kemur eftir atvikum í hlut annarra aðila, þar á meðal dómstóla og umboðsmanns Alþingis. Að framangreindu virtu er úrskurðarnefndinni ekki annað fært en að staðfesta hina kærðu ákvörðun Seðlabanka Íslands.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 24. maí 2022, að synja A um aðgang að stöðugleikasamningum og upplýsingum um fjárfestingarleið bankans.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1128/2023. Úrskurður frá 27. febrúar 2023 | Landsnet hf. synjaði kæranda um aðgang að gögnum sem innihéldu staðsetningar loftlínumastra fyrirtækisins á miðhálendi Íslands. Synjunin var á því byggð að gögnin teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna, auk þess sem upplýsingarnar vörðuðu öryggi ríkisins, sbr. 1. tölul. 10. gr. sömu laga. Úrskurðarnefndin taldi að sá hluti þeirrar skrár sem afhent var nefndinni sem innihéldi staðsetningar loftlínumastra á öllu landinu teldist tiltekið fyrirliggjandi gagn í skilningi upplýsingalaga. Hins vegar væri Landsneti óskylt á grundvelli laganna að útbúa gagn sem innihéldi staðsetningar loftlínumastra aðeins á miðhálendi Íslands, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 27. febrúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1128/2023 í máli ÚNU 22010002.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 3. janúar 2022, kærði A lögmaður, f.h. Wildland Research Institute við Háskólann í Leeds í Bretlandi, ákvörðun Landsnets hf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum með staðsetningu loftlínumastra Landsnets á miðhálendi Íslands.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að kærandi hafi í júlí 2021 óskað eftir aðgangi að gögnum með legu loftlína og um tengivirki vegna kortlagningar óbyggðra víðerna á miðhálendi Íslands. Landsnet hafi afhent hluta umbeðinna gagna á tímabilinu júlí til desember 2021, þ.e. gögn um legu loftlínanna og um tengivirkin. Í lok nóvember hafi kærandi óskað eftir viðbótargögnum um loftlínur og staðsetningu loftlínumastra innan svæðisins, helst þannig að hæð þeirra kæmi fram.</p> <p style="text-align: justify;">Landsnet sendi kæranda tiltekin gögn og tiltók að hæðarupplýsingar lægju ekki fyrir. Með tölvupósti, dags. 3. desember 2021, hafi Landsnet tilkynnt kæranda að eftir samráð við almannavarnir og ríkislögreglustjóra hefði verið ákveðið að verða ekki við beiðni um aðgang að gögnum þar sem fram kæmu upplýsingar um staðsetningu loftlínumastra, því óheimilt væri að veita nákvæmar upplýsingar um grunninnviði, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Landsneti hf. með erindi, dags. 3. janúar 2022, og Landsneti veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Umsögn Landsnets barst úrskurðarnefndinni með erindi, dags. 25. janúar 2022. Í umsögninni segir m.a. að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Landsnet haldi utan um staðsetningu allra mannvirkja félagsins í einni heildarskrá á CAD-formi í ISN93-hnitakerfi. Í skránni sé sýnd staðsetning lína og mastra ásamt staðsetningu tengivirkja í plani (x,y), en engar hæðarupplýsingar sé að finna í skránni. Upplýsingar varðandi þær línur sem kærandi óski eftir séu í skránni ásamt upplýsingum um öll önnur flutningsmannvirki Landsnets. Til að verða við beiðninni þurfi að vinna umbeðnar upplýsingar upp úr heildarskránni.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Landsnets var kynnt kæranda með erindi, dags. 25. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Með erindi, dags. 18. október 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum hjá Landsneti á því hvaða vinnu það myndi útheimta af hálfu fyrirtækisins að kalla fram þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir úr þeirri heildarskrá sem inniheldur öll mannvirki Landsnets á landinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Landsnets, dags. 26. október 2022, kom fram að til að finna staðsetningu mastra innan ákveðins svæðis þyrfti að keyra saman svæðið sem um ræðir og heildarskrá landupplýsinga um raforkukerfið. Þá yrði til skrá með hnitum í plani (x og y). Ef tilgreina ætti nafn eða númer masturs þyrfti að færa þær upplýsingar frá kóðunarlistum. Við þetta yrðu hins vegar ekki til upplýsingar um hæðarlegu mastra.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum kæranda við umsögn Landsnets, dags. 16. nóvember 2022, gerir kærandi athugasemd við þá afstöðu Landsnets að gögnin séu ekki fyrirliggjandi. Hefði því verið haldið fram í öndverðu hefði kærandi einfaldlega óskað eftir staðsetningargögnum fyrir landið allt. Kærandi eigi auðvelt með að vinna úr gögnunum sjálfur, enda sé forstjóri rannsóknarstofnunarinnar landfræðingur með yfirburðaþekkingu á úrvinnslu landupplýsingagagna. Fallist nefndin á að gögnin séu ekki fyrirliggjandi blasi við að kærandi muni þegar í stað óska eftir gögnum um staðsetningu mastra fyrir landið allt.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum með upplýsingum um staðsetningu loftlínumastra á miðhálendi Íslands. Í ákvörðun Landsnets hf. að synja beiðni kæranda er ekki vísað til grundvallar synjunarinnar, en í umsögn fyrirtækisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að gögnin séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga auk þess sem umbeðnar upplýsingar varði öryggi ríkisins og falli því undir undanþáguheimild 1. tölul. 10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna.</p> <p style="text-align: justify;">Landsnet var stofnað á grundvelli laga nr. 75/2004 til að annast raforkuflutning og kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum III. kafla raforkulaga, nr. 65/2003. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að ganga út frá því að með lögunum séu Landsneti falin stjórnsýsluverkefni sem snúa að flutningskerfi raforku og félagið sé því stjórnvald í lagalegum skilningi hvað þau verkefni varðar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 15. janúar 2015 í máli nr. 854/2014 og úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 743/2018. Verður því lagt til grundvallar að Landsnet heyri undir gildissvið upplýsingalaga samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Landsnets kemur fram að fyrirtækið haldi utan um staðsetningu allra mannvirkja félagsins í einni skrá á CAD-formi í ISN93-hnitakerfi, þ.m.t. staðsetningar loftlínumastra. Til þess að verða við beiðninni þurfi fyrirtækið því að vinna umbeðnar upplýsingar úr heildarskránni enda séu þær ekki tiltækar á öðru formi. Í viðbótarskýringum til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að til að finna staðsetningu mastra innan ákveðins svæðis þyrfti að keyra saman svæðið sem um ræðir og heildarskrá landupplýsinga um raforkukerfið. Þá yrði til skrá með hnitum í plani (x og y). Ef tilgreina ætti nafn eða númer masturs þyrfti að færa þær upplýsingar frá kóðunarlistum. Við þetta yrðu hins vegar ekki til upplýsingar um hæðarlegu mastra.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nær til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Ekki hefur verið talið að réttur samkvæmt upplýsingalögum nái til aðgangs að gagnagrunnum eða skrám. Á hinn bóginn er ljóst að upplýsingarétturinn nær til efnis sem vistað er í slíkum gagnagrunnum eða skrám, enda uppfylli efnið skilyrði þess að teljast fyrirliggjandi gagn. Í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að hugtakið gagn sé tæknilega hlutlaust og geti tekið breytingum í samræmi við tækniþróun. Vafalaust verði þannig að telja að efni sem geymt sé á ýmsu tölvutæku formi teljist til gagna í skilningi laganna, a.m.k. að því leyti sem það komi í stað annarra hefðbundinna málsgagna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur farið yfir skrána sem Landsnet afhenti nefndinni og inniheldur staðsetningar allra mannvirkja fyrirtækisins. Nefndin telur að skráin teljist vera gagnagrunnur eða skrá, sbr. framangreinda umfjöllun. Skráin er þannig úr garði gerð að mannvirki Landsnets eru flokkuð eftir því um hvers konar mannvirki er að ræða. Hver tegund mannvirkja, svo sem háspennulínur, tengivirki eða möstur, myndar þekju (e. layer) sem hægt er að kalla fram og einangra frá öðrum þekjum í skránni með tilteknum skipunum og eftir atvikum vinna með nánar. Úrskurðarnefndin hefur staðreynt með notkun forritsins AutoCAD að það krefjist aðeins örfárra skipana að kalla hverja þekju fram og einangra hana.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til þess að hugtakið gagn sé tæknilega hlutlaust og að til að teljast gagn þurfi það að geta komið í stað annarra hefðbundinna málsgagna, telur úrskurðarnefndin að sú þekja sem inniheldur staðsetningar loftlínumastra Landsnets á landinu öllu sé eitt tiltekið fyrirliggjandi gagn í skilningi upplýsingalaga og að Landsneti sé kleift að kalla það fram með tiltölulega einföldum hætti, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Landsnet hefur vísað til þess að gögnin sem kærandi hefur óskað eftir um staðsetningu loftlínumastra fyrirtækisins á miðhálendi Íslands teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Vísar Landsnet til þess að í því skyni að afmarka staðsetningar loftlínumastra innan ákveðins svæðis, hér miðhálendis Íslands, þurfi að keyra saman upplýsingar úr framangreindri heildarskrá yfir mannvirki fyrirtækisins saman við aðrar upplýsingar sem ekki er að finna í skránni.</p> <p style="text-align: justify;">Þeim aðilum sem falla undir upplýsingalög er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið lagt til grundvallar að kærða sé óskylt að verða við beiðni þegar hún krefst þess að keyrðar séu saman upplýsingar úr fleiri en einni skrá til að afgreiða beiðni, upplýsingar séu teknar saman handvirkt úr fleiri en einu gagni til að útbúa nýtt gagn, eða að útbúa þurfi greiningu eða ráðast í útreikninga til að afgreiða beiðni, sbr. til hliðsjónar úrskurði nr. 1051/2021, 957/2020 og 944/2020.</p> <p style="text-align: justify;">Af skýringum Landsnets er ljóst að gagnið sem kærandi hefur óskað eftir og inniheldur upplýsingar um hvar loftlínumöstur eru staðsett innan miðhálendis Íslands, liggur ekki fyrir hjá fyrirtækinu heldur þarf að útbúa það sérstaklega svo unnt sé að afgreiða gagnabeiðni kæranda. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að Landsneti sé óskylt að útbúa gagnið, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en að Landsneti sé þó heimilt að gera það, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því. Verður því að leggja til grundvallar að það gagn sem kærandi hefur óskað eftir teljist ekki vera fyrirliggjandi hjá Landsneti í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þannig er óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Að fenginni þeirri niðurstöðu að upplýsingar um staðsetningar loftlínumastra Landsnets á landinu öllu teljist vera tiltekið fyrirliggjandi gagn í skilningi upplýsingalaga er ljóst að kæranda er unnt að óska eftir því gagni hjá Landsneti á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, með þeim takmörkunum sem fram koma í 6.–10. gr. sömu laga. Verði þeirri beiðni synjað getur kærandi vísað afgreiðslunni til úrskurðarnefndarinnar á nýjan leik. Með vísan til þess að Landsnet hf. teljist vera stjórnvald er ljóst að kærandi getur óskað aðgangs að framangreindum gögnum á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga, en ákvæðið veitir stjórnvaldi heimild til að veita aðgang að gögnum sem undanþegin eru upplýsingarétti samkvæmt II. og III. kafla laganna að nánari skilyrðum uppfylltum. Ákvörðun á grundvelli ákvæðisins sætir hins vegar ekki endurskoðun úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 2. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A lögmanns, f.h. Wildland Research Institute við Háskólann í Leeds í Bretlandi, dags. 3. janúar 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Elín Ósk Helgadóttir<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1127/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023 | Blaðamaður kærði synjun Barna- og fjölskyldustofu á beiðni hans um gögn sex meðferðarheimila. Synjunin byggði á því að afgreiðsla beiðninnar tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda þyrfti að yfirfara gögnin og afmá viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að í ljósi umfangs beiðninnar og viðkvæms eðlis gagnanna ætti undantekning 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga við í málinu og staðfesti ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1127/2023 í máli ÚNU 22040002.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 5. apríl 2022, kærði A, blaðamaður hjá Heimildinni (þá Stundinni), ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu, dags. 29. mars sama ár, að synja honum um aðgang að gögnum um meðferðarheimili. Kærandi óskaði hinn 28. október 2021 eftir aðgangi að öllum gögnum um heimilin:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Árbót í Aðaldal, á árabilinu 1995 til 2010,</li> <li style="text-align: justify;">Berg í Aðaldal, á árabilinu 1999 til 2008,</li> <li style="text-align: justify;">Torfastaði í Biskupstungum, á árabilinu 1995 til 2004,</li> <li style="text-align: justify;">Skjöldólfsstaði á Jökuldal, á árabilinu 2000 til 2002,</li> <li style="text-align: justify;">Hvítárbakka í Borgarfirði, á árabilinu 1998 til 2008,</li> <li style="text-align: justify;">Háholt í Skagafirði, frá árinu 1999 til 28. október 2021,</li> <li style="text-align: justify;">Geldingalæk á Rangárvöllum, á árabilinu 1995 til 2008.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Kærandi tók fram í erindinu að hann áttaði sig á því að beiðnin væri umfangsmikil og því væri það honum að meinalausu þótt gögnunum yrði ekki skilað öllum á sama tíma, heldur eftir því sem fram yndi að finna þau til. Óskað var eftir að gögn um Geldingalæk yrðu afhent fyrst.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi ræddi símleiðis við starfsmann Barna- og fjölskyldustofu (Barnaverndarstofa fram til 1. janúar 2022, hér eftir Barna- og fjölskyldustofa) hinn 12. nóvember 2021 um úrvinnslu beiðni kæranda og afhendingu gagna. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni kom fram í samtalinu að beiðnin væri umfangsmikil og að hún yrði bútuð niður eftir meðferðarheimilum. Stofnunin myndi búa til lista yfir heimilin og öll mál sem heyrðu undir hvert þeirra. Kærandi gæti þá út frá listanum tilgreint þau mál sem hann óskaði sérstaklega eftir. Mál einstakra barna yrðu þó undanskilin. Stofnunin kveður kæranda hafa verið sáttan við nálgunina sem lögð hafi verið til.</p> <p style="text-align: justify;">Barna- og fjölskyldustofa sendi kæranda tölvupóst hinn 16. nóvember 2021 til að staðfesta efni símtalsins. Fram kom að vinnsla beiðninnar væri hafin og að fyrst yrði tekinn saman listi yfir mál sem heyrðu undir Geldingalæk.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 25. nóvember sama ár bárust kæranda lista yfir öll meðferðarheimilin og mál sem heyrðu undir hvert þeirra. Í bréfi sem fylgdi listunum var farið fram á að kærandi afmarkaði beiðni sína og tilgreindi þau mál sem hann óskaði eftir aðgangi að og í því sambandi vísað til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Nánari afmörkun væri til þess fallin að flýta fyrir afgreiðslu beiðninnar og að koma í veg fyrir að stofnunin aflaði og tæki afstöðu til gagna sem kærandi vildi ekki fá. Þegar kærandi hefði afmarkað beiðni sína við þau mál sem hann óskaði aðgangs að myndi stofnunin hefjast handa við að finna gögn þeirra mála og upplýsa kæranda um hvenær ákvörðunar væri að vænta.</p> <p style="text-align: justify;">Daginn eftir svaraði kærandi bréfi Barna- og fjölskyldustofu og kvaðst vilja fá gögn allra þeirra mála sem heyrðu undir Geldingalæk, bæði málanna sem fram kæmu á listanum sem kæranda var afhentur sem og annarra hugsanlegra mála sem heyrðu undir meðferðarheimilið en væru ekki á listanum. Í framhaldinu myndi kærandi svo senda aðrar beiðnir sem vörðuðu gögn annarra meðferðarheimila.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt upplýsingum frá Barna- og fjölskyldustofu var haft samband við kæranda símleiðis hinn 30. nóvember 2022 til að ganga úr skugga um að hann óskaði eftir að fá öll gögn varðandi þau mál sem listuð voru upp nema þau sem vörðuðu mál einstakra barna. Stofnunin kveður kæranda hafa staðfest það.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 13. desember 2021 var kærandi upplýstur um að fleiri gögn um Geldingalæk hefðu fundist í skjalasafni stofnunarinnar en finna mátti á listanum sem kæranda var afhentur, og því myndi afgreiðsla beiðninnar tefjast. Hinn 22. desember 2021 var kærandi svo upplýstur um að gögn um Geldingalæk yrðu ekki afhent fyrr en á nýju ári. Vegna umfangs beiðni kæranda hafi verið samið við aukastarfsmann til að yfirfara gögnin. Þar sem málaflokkurinn væri viðkvæmur yfirfæru tveir starfsmenn gögnin með hliðsjón af því að afmá persónugreinanlegar upplýsingar. Yfirferð yfir gögn Geldingalæks væri hálfnuð.</p> <p style="text-align: justify;">Kæranda voru afhent gögn vegna Geldingalæks hinn 9. febrúar 2022. Hinn 15. mars sama ár var kærandi upplýstur um að í ljósi reynslunnar af því að hafa afhent gögn vegna Geldingalæks og þeirrar yfirsýnar sem Barna- og fjölskyldustofa hefði nú yfir umfang gagna um hin sex meðferðarheimilin hefði verið ákveðið að synja kæranda um aðgang að því sem eftir stæði af gögnunum. Verkefnið væri of tímafrekt og héldi starfsfólki frá skyldubundnum verkefnum sínum yfir lengri tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi mótmælti ákvörðuninni með tölvupósti tveimur dögum síðar. Þar sem kæranda hefðu þegar verið afhent gögn um tvö meðferðarheimili, þ.e. Geldingalæk og Varpholt/Laugaland, væri með þessari afgreiðslu brotið gegn jafnræðisreglu auk upplýsinga- og stjórnsýslulögum. Þá benti kærandi á mikilvægi málsins fyrir lýðræðislega umræðu og aðhald fjölmiðla með opinberum aðilum. Kærandi ítrekaði því beiðni sína um að fá umrædd gögn afhent.</p> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti, dags. 21. mars 2022, kom fram að stofnunin teldi ekki annað fært en að synja beiðninni vegna umfangs hennar. Markmið synjunarinnar væri ekki að standa í vegi fyrir umfjöllun fjölmiðla um þessi mikilvægu mál; því hafi beiðnin verið tekin til meðferðar áður en í ljós kom hve umfangsmikil hún væri.</p> <p style="text-align: justify;">Beiðni kæranda um gögn annarra meðferðarheimila en Geldingalæks var synjað formlega með erindi, dags. 29. mars 2022. Ákvörðunin var studd við 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísað til þess að nú þegar hefðu farið 22 dagar í að yfirfara gögnin um Geldingalæk. Áætlað væri að þau gögn sem eftir stæðu teldu um 7.000 blaðsíður og að það tæki starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu um sex vikur til viðbótar að yfirfara gögnin.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að honum hafi verið synjað um afhendingu á gögnum sem hann hafi ekki enn fengið tækifæri til að tilgreina. Hann mótmælir lýsingu á innihaldi símtals við Barna- og fjölskyldustofu hinn 30. nóvember 2021, um að hann hafi staðfest að hann vildi fá afhent öll gögn þeirra meðferðarheimila sem eftir stæðu. Hið rétta sé að kærandi hafi sagst mundu að öllu jöfnu biðja um töluverðan hluta þeirra gagna sem lytu að heimilunum, en ekki fullyrt um að hann hygðist fara fram á að fá þau öll afhent. Kærandi hafi tiltekið að hann myndi senda frekari beiðnir síðar. Því til stuðnings nefnir kærandi tölvupóst sinn til stofnunarinnar frá 26. nóvember 2021, í kjölfar þess að hann óskaði eftir gögnum um Geldingalæk, þar sem hann hafi sagst mundu í framhaldi af þeirri beiðni senda aðrar beiðnir sem varði gögn annarra meðferðarheimila.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi kveðst hafa ákveðið að bíða með frekari afmörkun beiðni sinnar þar til Barna- og fjölskyldustofa hefði afhent gögn um Geldingalæk. Þegar þau hafi loks borist hinn 9. febrúar 2022 hafi ýmislegt orðið þess valdandi að kærandi óskaði ekki þá þegar eftir frekari gögnum um hin heimilin. Ljóst sé að stofnunin hafi synjað kæranda um aðgang að gögnum án þess að vita hvaða gögnum yrði óskað eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi fær ekki séð að synjun stofunnar standist jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. 1. mgr. 11. gr. laganna, í ljósi þess að þegar hafi hluti þeirra verið afhentur. Kæranda hafi fengið afhent þau gögn sem snúa að meðferðarheimilinu Geldingalæk og áður fengið afhent viðlíka gögn er snúa að starfsemi meðferðarheimilisins Laugalands, áður Varpholts. Í því tilviki var um að ræða gögn er heimilið snertu á tíu ára tímabili, árin 1997–2007, þó ekki öll. Því liggi fyrir fordæmi um afhendingu viðlíka gagna sem Barna- og fjölskyldustofa hefur nú neitað að afhenda.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati kæranda hafi stofan brotið bæði gegn upplýsinga- og stjórnsýslulögum með því að neita að afhenda gögn sem kærandi hafi ekki enn tilgreint nákvæmlega hver eru og með því brotið jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, ásamt því að neita að afhenda gögn er augljóslega gætu skipt verulegu máli í þjóðfélagsumræðu, fyrir fólk sem vistað var nauðugt viljugt á umræddum heimilum og heft þannig aðhaldshlutverk fjölmiðla gagnvart hinu opinbera. Kærandi fari því fram á að Barna- og fjölskyldustofa verði gerð afturreka með ákvörðun sína og stofunni verði gert að veita kæranda tækifæri á að afmarka upplýsingabeiðni sína.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Barna- og fjölskyldustofu með erindi, dags. 6. apríl 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Að beiðni Barna- og fjölskyldustofu var viðbótarfrestur veittur til 29. apríl sama ár til að skila umsögn.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Barna- og fjölskyldustofu, dags. 27. apríl 2022, er fjallað um grundvöll synjunar Barna- og fjölskyldustofu á beiðni kæranda og málavöxtum lýst. Þar segir að við afgreiðslu beiðna um upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga sé lögð áhersla á það sjónarmið að virða skuli rétt þeirra einstaklinga sem um er fjallað til einkalífs, og eigi það jafnt við um börn og fjölskyldur þeirra sem og aðra þá einstaklinga sem komi að slíkum málum. Í því sambandi sé vísað til þeirrar skyldu sem hvílir á starfsfólki barnaverndaryfirvalda að gæta fyllsta trúnaðar um hagi barna, foreldra og annarra sem þeir hafa afskipti af, sbr. 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, en líta beri til slíkra trúnaðar- og þagnarskylduákvæða við skýringu ákvæða upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 766/2018 frá 7. desember 2018 þar sem kveðið hafi verið á um að litið skuli til þagnarskylduákvæðis laga um sjúkratryggingar við skýringu ákvæða upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að með tilliti til eðlis starfsemi meðferðarheimilanna, og þess málaflokks sem beiðnin lúti að, sé ljóst að stór hluti gagnanna sem stafi frá framangreindum heimilum innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra einstaklinga sem í hlut eiga sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Það séu upplýsingar um einkamálefni fyrrum skjólstæðinga meðferðarheimilanna, rekstraraðila, sem og annarra aðila, svo sem starfsmanna og fjölskyldumeðlima barnanna. Til þess að unnt væri að verða við beiðninni væri ljóst að yfirfara þyrfti öll gögnin gaumgæfilega og fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar og upplýsingar um einkamálefni. Í því sambandi væri ekki nægjanlegt að fjarlægja aðeins þær upplýsingar sem með beinum hætti gæfu til kynna um hvaða einstakling væri um að ræða, heldur einnig aðrar þær upplýsingar sem í samhengi við önnur atriði, til að mynda í opinberri umfjöllun, hefðu sömu áhrif og sviptu aðila þeirri friðhelgi sem lög gera ráð fyrir, sbr. umfjöllun úrskurðarnefndarinnar í úrskurði nr. 745/2018.</p> <p style="text-align: justify;">Telur Barna- og fjölskyldustofa að í þessu samhengi þurfi jafnframt að hafa 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga til hliðsjónar þar sem ljóst sé að umrædd gögn lúti að fyrrum skjólstæðingum meðferðarheimilanna, rekstraraðilum, sem og öðrum aðilum sem með einum eða öðrum hætti hafi haft aðkomu að heimilunum, svo sem starfsmönnum og fjölskyldumeðlimum barnanna. Færi stofan þá leið að óska álits allra þessara aðila yrði það því afar umfangsmikið verk. Því megi bæta við að gagnabeiðnin lúti að gögnum sem hafi verið búin til fyrir allnokkrum árum þegar skráningu var ekki háttað á sama veg og nú í dag, sem geri yfirferðina flóknari. Nú í dag sé skráningu háttað þannig að gætt sé að því að blanda ekki saman upplýsingum um einkahagsmuni inn í almennar upplýsingar um starfsemi meðferðarheimilanna, svo sem ársskýrslur, heimsóknarskýrslur og samskipti milli aðila sem lúti að starfsemi heimilanna almennt.</p> <p style="text-align: justify;">Við ákvörðunartöku vegna afhendingar gagna varðandi þau meðferðarheimili sem út af standi hafi stofan einkum til hliðsjónar úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 745/2018 og 907/2020 þar sem synjun um aðgang að gögnum á grundvelli 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga hafi verið staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Fyrir liggi að Barna- og fjölskyldustofa hafi nú þegar afhent gögn vegna Geldingalækjar og hafi stofan því góða yfirsýn yfir það hversu umfangsmikil aðgangsbeiðni af þessu tagi sé. Barna- og fjölskyldustofa tekur fram að í upphafi hafi verið tekin ákvörðun um að hefja vinnu við afhendingu gagnanna er lúti að meðferðarheimilunum þar sem fjölmiðlar hafi það hlutverk að veita stjórnvöldum aðhald, auk þess sem stofan líti svo á að mikilvægt sé að þessi málaflokkur fái umfjöllun í fjölmiðlum. Þá telji stofan jafnframt að almenningur hafi hagsmuni af því að nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fer fram líkt og rakið sé í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 30. apríl 2020 í máli nr. 897/2020. Hafi því verið hafist handa við að taka saman gögn og tekin ákvörðun um að afhenda gögn vegna Geldingalækjar, en að sama skapi hafi þá orðið ljóst hversu umfangsmikið verkið væri.</p> <p style="text-align: justify;">Við afhendingu gagna er lúta að Geldingalæk hafi komið í ljós að gögnin töldu um það bil 750 blaðsíður, þar sem fjallað sé um einkamálefni víðsvegar í gögnunum. Afgreiðslufulltrúi áætli að viðkomandi hafi ráðstafað um það bil fimm dögum í að taka saman, prenta út og ljósrita gögn vegna Geldingalækjar. Þá hafi verið ráðinn verktaki til þess að fara yfir gögnin og meta þau út frá sjónarmiðum upplýsingalaga um afhendingu gagna, þ.m.t. að gefa sitt álit á því hvaða persónuupplýsingar skyldi afmá. Sá verktaki hafi skilað tímaskýrslu vegna verkefnisins sem hljóðaði upp á 71 klukkustund eða um það bil níu daga. Þá hafi lögfræðingar stofunnar fundað með verktakanum og yfirfarið gögnin áður en tekin var endanleg ákvörðun um hvaða gögn skyldi annars vegar afhenda og hins vegar synja um afhendingu. Áætla lögfræðingar stofunnar að þeir hafi eytt samtals um það bil átta dögum í yfirferðina.</p> <p style="text-align: justify;">Af öllu framangreindu virtu megi áætla að alls hafi verið um 22 dagar í það að fara yfir gögnin eða rúmlega fjórar vinnuvikur. Afgreiðslufulltrúi hafi nú prentað út gögn vegna þriggja meðferðarheimila af þeim sex sem eftir standi. Telji gögnin um 3.500 síður. Megi því áætla að heildarfjöldi blaðsíðna vegna heimilanna sex sé um 7.000 að lágmarki, en listar sem teknir hafa verið til vegna gagnabeiðninnar bendi til að þau gögn sem eigi eftir að taka saman vegna þriggja meðferðarheimilanna séu þó nokkuð umfangmeiri en vegna þeirra heimila sem þegar hafa verið tekin saman og afhent úrskurðarnefndinni.</p> <p style="text-align: justify;">Barna- og fjölskyldustofa tekur fram að tekið hafi verið af skarið um ýmis álitaefni sem varði afhendingu gagna þegar gögnin varðandi Geldingalæk voru afhent, sem myndi nýtast við yfirferð gagnanna vegna hinna meðferðarheimilanna. Því megi ætla að það færi hlutfallslega minni tími í yfirferðina hvað varði þau meðferðarheimili sem út af standa. En í ljósi þess að hér sé um að ræða umtalsvert fleiri blaðsíður en lúta að Geldingalæk megi engu að síður áætla að yfirferðin taki þó nokkuð lengri tíma en nú. Í ljósi þess að stofan vinni með viðkvæman málaflokk sé verklag stofunnar varðandi afhendingu gagna með þeim hætti að tveir lögfræðingar yfirfari gögn áður en þau eru afhent til þess að koma í veg fyrir mistök. Telur Barna- og fjölskyldustofa því að áætla megi að það tæki starfsmenn stofunnar samtals um sex vikur að yfirfara gögnin með hliðsjón af afmáningu viðkvæmra persónuupplýsinga, að meðtalinni umsýslu, svo sem útprentun og ljósritun gagnanna.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati stofunnar sé því ljóst að umfang gagnanna og vinna vegna yfirferðar þeirra séu umtalsverð en ljóst sé að eðli gagnanna og sá málaflokkur sem þau tilheyra sé af þeim meiði að mikið af upplýsingum sem fram koma í gögnunum teljast til einkahagsmuna. Telur stofan því að vinna við að afgreiða þennan hluta beiðninnar feli í sér svo umtalsverðar skerðingar á möguleikum stofunnar til að sinna öðrum hlutverkum sínum að heimilt sé að beita undanþáguheimild 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Var það því niðurstaða stofunnar að beiðni um afhendingu gagna vegna meðferðarheimilanna Árbót í Aðaldal, Bergs í Aðaldal, Torfastaða í Biskupstungum, Skjöldólfsstaða á Jökuldal, Hvítárbakka í Borgarfirði og Háholts í Skagafirði var synjað. </p> <p style="text-align: justify;">Þá hafnar stofnunin þeirri málsástæðu kæranda að honum hafi ekki verið veittur kostur á að afmarka beiðni sína frekar. Í fyrsta lagi hafi kærandi í símtali við starfsmann Barna- og fjölskyldustofu sagst vilja fá öll gögn varðandi hin sex meðferðarheimilin, að undanskildum málum einstakra barna. Í öðru lagi hafi stofnunin tilkynnt kæranda í tvígang með tölvupóstum, dags. 15. og 21. mars 2022, að ekki væri annað hægt en að synja beiðninni vegna umfangs hennar. Í svari kæranda hinn 17. mars sama ár hafi hann þó ekki gert neina tilraun til að afmarka beiðni sína nánar, heldur ítrekað beiðni um að fá gögnin afhent. Barna- og fjölskyldustofa telji því að stofnunin hafi uppfyllt skyldur sínar samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga með því að veita kæranda leiðbeiningar og gefa honum kost á að afmarka beiðni sína nánar.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Barna- og fjölskyldustofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. apríl 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 29. apríl sama ár, eru fyrri málsástæður ítrekaðar. Þá telur kærandi að ekki sé hægt að líta svo á að með tölvupóstum stofnunarinnar til kæranda, dags. 15. og 21. mars 2022, hafi stofnunin gefið kæranda tækifæri til að afmarka beiðni sína nánar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er kærð sú afgreiðsla Barna- og fjölskyldustofu að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sex meðferðarheimila með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Fyrir liggur að kæranda voru afhent gögn eins meðferðarheimilis, Geldingalæks. Kærandi mótmælir því ekki að beiðni hans hafi verið umfangsmikil en telur hins vegar að Barna- og fjölskyldustofa hafi ekki gefið honum færi á að afmarka beiðni sína um gögn hinna sex meðferðarheimilanna áður en henni var synjað. Barna- og fjölskyldustofa telur að beiðni kæranda hafi verið nægilega afmörkuð til að stofnuninni væri unnt að synja henni og telur jafnframt að stofnunin hafi uppfyllt leiðbeiningarskyldu sína gagnvart kæranda.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í 15. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um afmörkun á beiðni um aðgang að upplýsingum. Í 1. mgr. kemur fram að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í 3. mgr. segir að beiðni megi vísa frá ef ekki sé talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess kemur beri að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Eftir atvikum beri að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum. Í 1. tölul. 4. mgr. kemur loks fram að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt gögnum málsins hljóðaði upphafleg beiðni kæranda á þann veg að óskað væri eftir öllum þeim gögnum sem Barna- og fjölskyldustofa kynni að búa yfir vegna sjö meðferðarheimila. Kærandi og kærði sammæltust um það í símtali hinn 12. nóvember 2021 að mál einstakra barna yrðu undanskilin beiðninni. Þegar kæranda voru afhentir listar yfir mál hvers meðferðarheimilis hinn 25. nóvember sama ár tók stofnunin fram að þetta væri gert til að koma í veg fyrir of víðtæka afmörkun beiðninnar og til að flýta fyrir afgreiðslu hennar. Í svari kæranda daginn eftir bað hann um gögn heimilisins Geldingalæks og tók fram að hann myndi senda beiðnir um gögn annarra heimila síðar. Í andmælum kæranda við synjun stofnunarinnar á beiðni um gögn hinna heimilanna ítrekaði kæranda svo kröfu sína um að fá umrædd gögn afhent.</p> <p style="text-align: justify;">Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Barna- og fjölskyldustofu hafi mátt vera það ljóst þegar í upphafi að beiðnin væri slík að umfangi að til greina kæmi að hafna henni á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Stofnuninni hefði því verið rétt, a.m.k. þegar kæranda voru afhentir listar yfir mál hvers meðferðarheimilis, að upplýsa kæranda um að ef hann afmarkaði ekki beiðni sína í því skyni að minnka umfang hennar kynni henni að verða hafnað. Þá telur úrskurðarnefndin að erindi Barna- og fjölskyldustofu til kæranda frá 15. og 21. mars 2022, þar sem fram kom að stofnunin teldi sér ekki annað fært en að hafna beiðninni, hafi ekki falið í sér fullnægjandi leiðbeiningar til kæranda um að afmarka beiðnina nánar.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin telur hins vegar, að virtum gögnum málsins í heild sinni, að Barna- og fjölskyldustofu hafi verið rétt að líta svo á að beiðni kæranda lyti að öllum gögnum meðferðarheimilanna sjö að undanskildum málum einstakra barna, og að stofnunin hafi haft fullnægjandi forsendur til að synja beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur að þessi niðurstaða eigi við óháð símtali sem kærandi átti við stofnunina hinn 30. nóvember 2021, en sökum þess að kæranda og kærða ber ekki saman um hvert efnisinnihald símtalsins hafi verið er ekki unnt að leggja það til grundvallar sem raunsanna lýsingu á málsatvikum.</p> <p style="text-align: justify;">Upphafleg beiðni kæranda og eftirfarandi afmörkun hennar, um að mál einstakra barna yrðu undanskilin, uppfylla að mati úrskurðarnefndarinnar þær skýrleikakröfur sem leiða má af 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að gerðar séu til beiðna um upplýsingar. Fullyrðing kæranda frá 26. nóvember 2021 um að hann myndi senda beiðnir um gögn annarra meðferðarheimila síðar breyta ekki þessari niðurstöðu, andspænis skýru orðalagi í upphaflegri gagnabeiðni hans, enda ítrekaði kærandi í andmælum sínum hinn 17. mars 2022 að hann gerði kröfu um að fá þau gögn afhent sem Barna- og fjölskyldustofa hygðist synja honum um aðgang að.</p> <p style="text-align: justify;">Í ljósi framangreinds telur úrskurðarnefndin að Barna- og fjölskyldustofu hafi verið rétt að líta svo á að beiðni kæranda lyti að öllum gögnum þeirra meðferðarheimila sem hann tilgreindi í beiðni sinni, að undanskildum málum einstakra barna. Kemur þá næst til skoðunar hvort Barna- og fjölskyldustofu hafi verið heimilt að hafna þeirri beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. kemur fram að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpinu sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ítrustu undantekningartilvikum, þ.e. þegar umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum sé slíkur að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.</p> <p style="text-align: justify;">Í ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu að synja beiðni kæranda og í umsögn stofnunarinnar til nefndarinnar hefur verið lagt mat á þá vinnu og þann tíma sem afgreiðsla beiðni kæranda gerði kröfu um. Stofnunin telur stóran hluta gagnanna innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar um þá einstaklinga sem í hlut eiga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Til að verða við beiðninni þyrfti að óska afstöðu fjölmargra einstaklinga til afhendingar gagnanna, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, og afmá upplýsingar sem gerðu einstaklingana persónugreinanlega lægi samþykki þeirra til afhendingar ekki fyrir.</p> <p style="text-align: justify;">Barna- og fjölskyldustofa áætlar að hafa varið um 22 dögum í afgreiðslu beiðni kæranda um gögn meðferðarheimilisins Geldingalækjar. Þá hafa gögn þriggja meðferðarheimila til viðbótar verið prentuð út, en þau nema 3.500 blaðsíðum. Stofnunin áætlar að heildarfjöldi þeirra gagna sem eftir standa af beiðni kæranda nemi að minnsta kosti 7.000 blaðsíðum, og að afgreiðslan myndi taka um sex vikur til viðbótar við þá 22 daga sem þegar hafi verið varið í beiðni kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur fengið afhent gögn meðferðarheimilanna Árbótar í Aðaldal, Bergs í Aðaldal og Skjöldólfsstaða á Jökuldal. Það er mat nefndarinnar að gögnin innihaldi að stórum hluta upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá telur nefndin að mat Barna- og fjölskyldustofu á þeirri vinnu sem afgreiðsla beiðni kæranda myndi útheimta til viðbótar við þá vinnu sem þegar hafi verið unnin vera raunhæft og nægjanlega vel rökstutt. Úrskurðarnefndin telur því að Barna- og fjölskyldustofu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og verður ákvörðun stofnunarinnar staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Tekið skal fram að nefndin hefur með þessari niðurstöðu ekki tekið afstöðu til þess hvort Barna- og fjölskyldustofu kunni eftir atvikum að vera skylt að afhenda hluta þeirra gagna sem um ræðir, ef kærandi kýs að afmarka beiðni sína við færri gögn og þá þannig að ekki reyni á þau sérstöku sjónarmið sem 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga byggir á. Úrskurðarnefndin áréttar að við meðferð gagnabeiðna þurfa aðilar sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga að hafa í huga þau markmið upplýsingalaga að styrkja aðhald fjölmiðla að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. tölul. 1. gr. laganna. Af þeim sökum verður að leggja til grundvallar að fjölmiðlar hafi að jafnaði sérstakra hagsmuna að gæta af aðgangi að gögnum, sem gerir að verkum að frekari varfærni þarf að gæta við beitingu hins sérstaka undanþáguákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu, dags. 29. mars 2022, að synja A um aðgang að gögnum meðferðarheimila.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1126/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023 | Kærð var ákvörðun ríkislögreglustjóra um að synja kæranda um aðgang að gögnum. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál lést kærandi. Nefndin taldi að réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum teldist varða persónubundin réttindi hans með þeim hætti að dánarbú hans eða erfingjar gætu ekki átt lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins á sama grundvelli og kærandi. Af þeim sökum var óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1126/2023 í máli ÚNU 22070024.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 28. júlí 2022, kærði A lögmaður, f.h. B, synjun ríkislögreglustjóra[…] á beiðni um aðgang að gögnum […].</p> <p style="text-align: justify;">[…]</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt ríkislögreglustjóra með erindi, dags. 3. ágúst 2022, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ríkislögreglustjóri léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ríkislögreglustjóra ásamt gögnunum bárust úrskurðarnefndinni hinn 26. ágúst 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. ágúst 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 9. september 2022. Hinn […] lést kærandi. Úrskurðarnefndinni barst erindi frá lögmanni kæranda hinn 24. nóvember 2022 með ósk um að málið yrði tekið til úrskurðar á þeirri forsendu að erfingjar kæranda hefðu nú tekið við aðildinni. Erindinu fylgdi umboð frá erfingjum kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Mál þetta varðar ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja kæranda um aðgang að gögnum[…]. Fyrir liggur hins vegar að kærandi lést meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Sá er talinn eiga aðild að stjórnsýslumáli sem á beinna, verulegra, sérstakra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn máls. Ef aðili kærumáls deyr við meðferð málsins er ekki lengur um lögvarða hagsmuni hans að ræða af efnislegri úrlausn málsins. Við þær aðstæður kann dánarbú kæranda að taka við aðildinni. Það á hins vegar ekki við í þeim tilvikum þegar mál snýst um persónubundin réttindi sem erfast ekki.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin telur að réttur kæranda til aðgangs að þeim gögnum sem deilt er um í máli þessu teljist varða persónubundin réttindi hans með þeim hætti að dánarbú hans eða erfingjar geti ekki átt lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins á sama grundvelli og kærandi. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Nefndin vekur athygli á því að dánarbúi eða erfingjum kæranda er unnt að óska eftir gögnunum við ríkislögreglustjóra og eftir atvikum kæra synjun um aðgang að þeim til úrskurðarnefndarinnar innan þess kærufrests sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A lögmanns, f.h. B, dags. 28. júlí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1125/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023 | Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að niðurstöðu úttektar mannauðsráðgjafa. Synjun félagsins var byggð á því að um vinnugagn væri að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna, auk þess sem umbeðin gögn vörðuðu málefni starfsmanna, sem undanþegin væru upplýsingarétti almennings á grundvelli 7. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi úttektina ekki uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn, þar sem hún var unnin af utanaðkomandi fyrirtæki. Þá taldi nefndin að takmörkunarákvæði 7. gr. upplýsingalaga gæti ekki átt við um skjalið í heild. Var ákvörðunin því felld úr gildi og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1125/2023 í máli ÚNU 22060016.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 10. júní 2022, kærði A synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni hans um aðgang að gögnum. Hinn 24. apríl 2022 óskaði kærandi eftir niðurstöðu úttektar mannauðsstjóra hjá SAGA Competence á menningu á vinnustaðnum. Í svari félagsins, dags. 28. maí 2022, kom fram að niðurstöður úttektar mannauðsstjóra væru vinnuskjal og því yrðu gögnin ekki afhent með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna. Einnig væri um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, en allar upplýsingar um starfsfólk væru meðhöndlaðar og varðveittar í samræmi við ákvæði laga og reglna á sviði persónuverndar. Beiðni hans væri því hafnað.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 15. júní 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni hinn 30. júní 2022. Í umsögninni kemur fram að beiðni kæranda hafi verið hafnað fyrst og fremst vegna þess að skjalið hafi að geyma mjög viðkvæmar persónuupplýsingar sem almenningur eigi ekki rétt á, þ.e. upplýsingar um starfssambandið sjálft. Upplýsingar sem þar komi fram séu t.d. nöfn starfsfólks, umræður um kjaramál, framgang og líðan í starfi og almennt um starfssambandið. Einnig sé um að ræða vinnuskjal sem aðeins sé ætlað framkvæmdastjóra og stjórn, enda skjalið útbúið til eigin nota við undirbúning ákvarðana og hafi ekki og verði ekki afhent út fyrir félagið. Þá innihaldi skjalið engar upplýsingar um endanlegar afgreiðslur mála.</p> <p style="text-align: justify;">Í byrjun febrúar 2022, að beiðni framkvæmdastjóra Herjólfs, hafi mannauðsráðgjafi hitt allt fastráðið starfsfólk félagsins í starfsmannaviðtölum. Markmiðið hafi verið að greina áskoranir og tækifæri í starfsumhverfinu, kanna líðan starfsfólks og ánægju með stjórnun, starf og samskipti. Hún hafi skilað af sér helstu niðurstöðum starfsmannasamtalanna við starfsfólk félagsins til framkvæmdastjóra ásamt tillögum að lausnum. Í niðurstöðunum sé að finna beinar tilvitnanir í orð starfsfólks ásamt því að starfsfólk sé þar nafngreint. Fenginn hafi verið utanaðkomandi sérfræðingur til verksins þar sem slík þekking fyrirfinnist ekki innan félagsins.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni er vísað til þess að Herjólfur sé opinbert hlutafélag og samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga sé meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að niðurstöðu úttektar mannauðsráðgjafa frá því í mars 2022 sem ber heitið „Greining á starfsumhverfi og vinnustaðarmenningu á Herjólfi“. Synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. byggir á því að um vinnugagn sé að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna, auk þess sem umbeðin gögn varði málefni starfsmanna, sem undanþegin séu upplýsingarétti almennings á grundvelli 7. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga segir að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar samkvæmt 2. og 3. gr. hafi ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Jafnframt segir að hafi gögn verið afhent öðrum teljist þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum segir:</p> <p style="text-align: justify;">Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að verða fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. […] Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins.</p> <p style="text-align: justify;">Sú úttekt sem mál þetta varðar uppfyllir ekki það skilyrði að hafa verið rituð eða útbúin af starfsmönnum Herjólfs sjálfs og verður, þegar af þeirri ástæðu, ekki á það fallist að líta megi á hana sem vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Ákvæðið er útfært nánar í 7. gr. laganna. Þar segir í 1. mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem birtist í 1. mgr. 5. gr. laganna og ber að skýra það þröngri lögskýringu. </p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar úttektar sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Í henni er fjallað um greiningu á starfsumhverfi og vinnustaðarmenningu á Herjólfi og settar fram helstu niðurstöður og tillögur að lausnum. Markmið úttektarinnar var að greina áskoranir og tækifæri í starfsumhverfinu, kanna líðan starfsfólks og ánægju með stjórnun, starf og samskipti.</p> <p style="text-align: justify;">Herjólfur hefur borið fyrir sig að úttektin teljist í heild sinni til upplýsinga um málefni starfsmanna í skilningi 4. tölul. 1. mgr. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Í rökstuðningi félagsins er hins vegar ekki gerð nægjanlega grein fyrir því hvernig þessi takmörkun getur átt við um skjalið. Í þessu samhengi er áréttað að um er að ræða undantekningu frá meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings sem skýra beri þröngri lögskýringu.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er tekið fram að til mála sem varði starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., teljist t.d. mál þar sem starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum. Samkvæmt þessu má álykta að almenn málefni starfsmanna falli utan starfssambandsins, svo sem athuganir á starfsskilyrðum stofnunar og skýrslur um árangur eða stefnumótun.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að það kann að vera að unnt sé að fella einhverjar þær upplýsingar sem fram koma í skjalinu undir takmörkunarákvæði 7. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur hins vegar að ákvæðið geti ekki átt við um skjalið í heild. Í því sambandi skal nefnt að úrskurðarnefndin hefur farið yfir skjalið og telur hluta af því vera þess efnis að til greina komi að veita kæranda aðgang. Þá kunna tilteknar upplýsingar í úttektinni að vera þess efnis að þær falli undir einkamálefni þeirra sem í hlut eiga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Herjólf ohf. að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Í slíkri meðferð felst þá að fara verður yfir úttektina með hliðsjón af því hvaða upplýsingar skuli undanþegnar aðgangi kæranda, sbr. 6.–10. gr. upplýsingalaga, og eftir atvikum veita kæranda aðgang að öðrum hlutum úttektarinnar, sbr. 3. mgr. 5. gr. þar sem fram kemur að ef takmarkanir eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 28. maí 2022, um að synja A um aðgang umbeðnum gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1124/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að tölfræðiupplýsingum hjá utanríkisráðuneyti í tengslum við breytingar á reglugerð um vegabréf. Þar sem fyrir lá að þær upplýsingar sem óskað var eftir höfðu ekki verið teknar saman tók úrskurðarnefndin afstöðu til þeirra fyrirliggjandi gagna sem hefðu að geyma umbeðnar upplýsingar. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að gögnin féllu undir ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og staðfesti synjun utanríkisráðuneytisins. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1124/2023 í máli ÚNU 22060012.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 9. júní 2022, kærði A, blaðamaður hjá mbl.is, synjun utanríkisráðuneytis á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 12. maí 2022, óskaði B, blaðamaður hjá mbl.is og Morgunblaðinu, eftir upplýsingum í tengslum við 16. gr. a og 16. gr. b reglugerðar um íslensk vegabréf, nr. 560/2009, og hvort greinarnar hefðu verið notaðar til útgáfu vegabréfa á síðustu tveimur vikum. Nánar tiltekið var óskað eftir eftirfarandi upplýsingum:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Hvort utanríkisráðherra hefði á tímabilinu óskað eftir því að Útlendingastofnun gæfi út vegabréf til útlendings vegna sérstakra ástæðna þótt viðkomandi uppfyllti ekki kröfu um að vera löglega búsettur á Íslandi, sbr. 16. gr. a reglugerðarinnar. <ul> <li>Ef svo væri, í hve mörg skipti á síðastliðnum tveimur vikum, hvers vegna þau hafi verið gefin út og hversu lengi þau hafi verið látin gilda.</li> </ul> </li> <li style="text-align: justify;">Hvort utanríkisráðherra hefði á síðastliðnum tveimur vikum falið sendiskrifstofu eða kjörræðismanni að gefa út neyðarvegabréf til útlendings vegna sérstakra ástæðna, sbr. 16. gr. b reglugerðarinnar. <ul> <li>Ef svo væri, hve mörg slík vegabréf hafi verið gefin út á tímabilinu, hver gildistími þeirra væri og ástæður þess að þau hafi verið gefin út.</li> </ul> </li> <li style="text-align: justify;">Hvort það væri rétt skilið að með útgáfu vegabréfa á grundvelli ákvæða reglugerðarinnar væri einstaklingum ekki veittur ríkisborgararéttur heldur aðeins íslenskt vegabréf.</li> <li style="text-align: justify;">Hversu oft ákvæðin hefðu verið notuð síðan þau tóku gildi, og hve langur gildistími vegabréfanna hefði verið að meðaltali.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt gögnum málsins áframsendi B beiðnina til ráðuneytisins til kæranda í máli þessu samdægurs. Kærandi ítrekaði erindi B til ráðuneytisins sama dag og óskaði eftir að erindið yrði kannað fyrir kvöldið. Með erindi til kæranda og B, dags. 20. maí 2022, svaraði ráðuneytið og taldi sér ekki fært að svara fyrirspurninni með vísan til 9. og 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og synjaði beiðninni að hluta. Hvað varðaði þriðja lið fyrirspurnarinnar þá væri það rétt skilið að útgáfa vegabréfs á grundvelli 16. gr. reglugerðarinnar fæli ekki í sér veitingu ríkisborgararéttar.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að hinn 23. apríl 2022 hafi kærandi óskað eftir nánari rökstuðningi frá ráðuneytinu og ítrekað svo beiðnina með símtali. Hinn 9. júní 2022 hafi umbeðinn rökstuðningur ekki enn borist og því óski kærandi eftir að fá úr málinu skorið á vettvangi úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með erindi, dags. 12. júní 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 4. júlí 2022. Í tölvupósti með umsögninni kom fram að upplýsingar þær sem kæran lyti að hefðu ekki verið teknar saman; þar af leiðandi væru engin gögn til sem lytu beinlínis að kærunni heldur einungis einstök mál sem vörðuðu útgáfu vegabréfa ef sérstakar ástæður væru fyrir hendi.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að ráðuneytið hafi svarað erindi kæranda hinn 20. maí 2022 og ekki séð sér fært að verða við beiðninni með vísan til 9. og 10. gr. upplýsingalaga og var beiðninni synjað. Einum lið beiðninnar hafi þó verið svarað á þá leið að útgáfa vegabréfa á grundvelli reglugerðarbreytingarinnar um íslensk vegabréf feli ekki í sér veitingu ríkisborgararéttar. Jafnframt hafi kæranda verið bent á rétt til eftirfarandi rökstuðnings og leiðbeint með kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar. Beiðni um nánari rökstuðning hafi borist ráðuneytinu 23. maí 2022 þar sem óskað var eftir nánari útlistun á því hvernig 9. og 10. gr. upplýsingalaga ætti við um hvern lið beiðninnar. Ráðuneytið hafi ekki náð að senda kæranda umbeðinn rökstuðning áður en kæran barst úrskurðarnefndinni og því líti ráðuneytið svo á að umsögnin feli jafnframt í sér rökstuðning til kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að í lok apríl 2022 hafi í samráði milli dómsmála- og utanríkisráðuneytis, verið gerðar tvær breytingar á gildandi reglugerð um vegabréf nr. 560/2009. Önnur breytingin, 16. gr. a, feli í sér að utanríkisráðherra geti óskað eftir því að Útlendingastofnun gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Hin breytingin, 16. gr. b, feli í sér að utanríkisráðherra sé heimilt að fela sendiskrifstofum Íslands og kjörræðismönnum að gefa út neyðarvegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi og að fengnu samþykki Útlendingastofnunar. Með sérstökum aðstæðum, í skilningi þessara reglugerðarákvæða, séu einkum höfð í huga mannréttinda- og mannúðarsjónarmið. Var það sameiginleg niðurstaða ráðuneytanna að þörf væri á slíku reglugerðarákvæði og hún sett á grundvelli heimilda 11. gr. vegabréfalaga, nr. 136/1998, og 3. mgr. 46. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016.</p> <p style="text-align: justify;">Afhending umbeðinna upplýsinga, þótt einar og sér lúti þær að tölfræði, gæti sökum umfangs þeirra, tímasetningar og samhengis leitt til óheppilegra getgátna á opinberum vettvangi um útgáfu vegabréfa til útlendinga af sérstökum ástæðum, meðal annars sökum þess að stríð geisar nú í Austur-Evrópu. Ráðuneytið telji hér bæði sanngjarnt og eðlilegt að upplýsingar um útgáfu íslenskra vegabréfa til útlendinga af sérstökum ástæðum fari leynt enda byggist grundvöllur vegabréfanna á mannréttinda- og mannúðarsjónarmiðum. Þá sé ekki hægt að útiloka að opinber getgátnaumfjöllun á grundvelli slíkra tölfræðiupplýsinga gæti valdið tjóni á almannahagsmunum þeim sem eru verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga. Þá telji ráðuneytið að með birtingu umbeðinna gagna sé nú höggvið of nærri einkalífsvernd þeirra einstaklinga sem í hlut eiga.</p> <p style="text-align: justify;">Beri hér að hafa í huga að umræddir einstaklingar kunni að vera í afar viðkvæmri stöðu gagnvart stjórnvöldum í heimalandi sínu, jafnvel þannig að lífi þeirra og heilsu sé ógnað. Íslenskum stjórnvöldum sé því ekki stætt á öðru en að gæta sérstaklega að ríkum hagsmunum einstaklinga í slíkri stöðu og gefa ekki tilefni til opinberrar umfjöllunar sem leitt geti til vitneskju stjórnvalda í heimalandi þeirra í gegnum íslenska fjölmiðla, um dvöl eða búsetu þeirra á Íslandi. Megi hér til fyllingar einkalífsverndarreglu 9. gr. upplýsingalaga vísa til þeirra hættusjónarmiða sem liggi að baki verndarreglum um dulið lögheimili, sbr. ákvæði 7. gr. laga nr. 80/2018 og 12. gr. reglugerðar um lögheimili og aðsetur, nr. 1277/2018.</p> <p style="text-align: justify;">Inn í síðastgreinda sjónarmiðið, varðandi vernd gagnvart heimalandi útlendings sem fær útgefið íslenskt vegabréf vegna sérstakra ástæðna, fléttist hagsmunir sem séu verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 1., 2. og 3. tölul. ákvæðisins. Þar sé heimilað að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir eða efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Telur ráðuneytið að hætta sé á því að opinber umfjöllun, á grundvelli þeirra upplýsinga sem synjað var um, myndi vekja athygli erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum. Ekki sé hægt að útiloka neikvæð viðbrögð viðkomandi erlendra stjórnvalda, á alþjóðavettvangi, gagnvart íslenskum hagsmunum sem falli undir framangreinda töluliði 10. gr. upplýsingalaga, ef þau frétti af vegabréfaútgáfu til ríkisborgara sem ef til vill hafa flúið landið vegna ógnar sem þau hafa orðið fyrir.</p> <p style="text-align: justify;">Afhending upplýsinganna sem um ræði gæti þannig haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki sem myndi stofna hagsmunum íslenska ríkisins í hættu. Þá sé ekki hægt að útiloka að umfjöllun um útgáfu íslenskra vegabréfa af sérstökum ástæðum geti haft neikvæð áhrif á tiltrú og trúverðugleika íslenskra vegabréfa. Það sé því mat ráðuneytisins að brýnir almannahagsmunir krefjist þess að upplýsingar um útgáfu vegabréfa á grundvelli 16. gr. a og b í reglugerð nr. 560/2009 verði undanskildar upplýsingarétti almennings.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af því hve stuttan tíma framangreindar reglugerðarbreytingar hafi verið í gildi, telur ráðuneytið útilokað að veita aðgang að upplýsingum um beitingu heimildarinnar án þess að eiga á hættu, samhengisins vegna, að veita í raun um leið almenningi aðgang að upplýsingum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Við túlkun ákvæðisins verði enn fremur að horfa til ákvæðis 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fjallað er um þagnarskyldu stjórnvalda. Þar segir að heimilt sé að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. júlí 2022, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. </p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál og utanríkisráðuneyti áttu fund hinn 17. janúar 2023 í tilefni af erindi nefndarinnar til ráðuneytisins, dags. 11. janúar sama ár, þar sem óskað var eftir viðbótarskýringum um tiltekin atriði í tilefni af umsögn ráðuneytisins til nefndarinnar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um útgáfu vegabréfa á grundvelli ákvæða sem bætt var við reglugerð um íslensk vegabréf, nr. 560/2009, vorið 2022. Utanríkisráðuneyti vísar til þess að upplýsingarnar hafi ekki verið teknar saman og liggi því ekki fyrir í skilningi upplýsingalaga. Þá sé ljóst að upplýsingarnar varði einkahagsmuni þeirra sem hafi fengið útgefið vegabréf á grundvelli heimildarinnar, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sem og mikilvæga almannahagsmuni, sem hætta er á að verði raskað ef upplýsingarnar komist á vitorð almennings.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, nr. 140/2012, nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið hefur vísað til þess að upplýsingar þær sem óskað er eftir hafi ekki verið teknar saman og liggi því ekki fyrir. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa. Þá telur nefndin að ráðuneytinu sé óskylt samkvæmt upplýsingalögum að taka upplýsingarnar saman fyrir kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Hins vegar er það svo að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum svo hann geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 884/2020, 919/2020 og 972/2021. Í þessu máli var það ekki gert, enda er það afstaða ráðuneytisins að takmörkunarákvæði 9. og 10. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar að umbeðnar upplýsingar teljist ekki fyrirliggjandi mun nefndin taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim fyrirliggjandi gögnum, sem hafa að geyma þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Til stuðnings synjun á beiðni kæranda hefur ráðuneytið vísað til þess að einstaklingar sem hafi fengið útgefið vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingarinnar kunni að vera í viðkvæmri stöðu gagnvart stjórnvöldum í heimalandi sínu. Við það fléttist mikilvægir almannahagsmunir sem séu verndarandlag 1.–3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin tekur fyrst til skoðunar 2. tölul. ákvæðisins, en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Þá segir að ákvæðið eigi við um pólitísk, viðskiptaleg eða annars konar samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki. Þeir hagsmunir sem ákvæðið eigi að vernda séu m.a. góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki. Beiðni um aðgang að slíkum samskiptum verði ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þeim sökum. Í ljósi þess að oft sé um veigamikla hagsmuni að ræða sé ljóst að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur við mat á því hvort kærða hafi verið heimilt að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga verið litið til þess hvort upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið vísar til þess í umsögn til úrskurðarnefndarinnar að ef upplýsingarnar kæmust á vitorð erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum, gæti það haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki, sem myndi raska þeim almannahagsmunum sem eru verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga. Þá gæti afhending upplýsinganna einnig haft áhrif á tiltrú og trúverðugleika íslenskra vegabréfa. Loks kom ráðuneytið á framfæri viðbótarskýringum á fundi með úrskurðarnefndinni til fyllingar framangreindum sjónarmiðum.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem innihalda þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Nefndin telur ótvírætt að gögnin falli undir ákvæði 2. tölul. 10. gr. laganna. Þá telur nefndin að ráðuneytið hafi framkvæmt það hagsmunamat sem áskilið er að fari fram samkvæmt 10. gr. með hliðsjón af innihaldi gagnanna. Úrskurðarnefndin fellst á það mat ráðuneytisins að ef gögnin yrðu afhent kynni það að leiða til þess að traust erlendra stjórnvalda á íslenskum stjórnvöldum glataðist og þannig raska mikilvægum almannahagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í athugasemdum við 2. tölul. 10. gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úrskurðarnefndin að ráðuneytinu sé heimilt að takmarka aðgang að gögnunum. Verður ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af eðli gagnanna telur úrskurðarnefndin að ekki komi til álita að leggja fyrir ráðuneytið að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin vekur athygli ráðuneytisins á því að í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til aukins aðgangs, en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er skylt að gera það þegar synjun er byggð á 10. gr. laganna.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun utanríkisráðuneytis, dags. 20. maí 2022, að synja A, blaðamanni hjá mbl.is, um aðgang að upplýsingum um útgáfu vegabréfa.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1123/2023. Úrskurður frá 30. janúar 2023 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að tölfræðiupplýsingum hjá utanríkisráðuneyti í tengslum við breytingar á reglugerð um vegabréf. Þar sem fyrir lá að þær upplýsingar sem óskað var eftir höfðu ekki verið teknar saman tók úrskurðarnefndin afstöðu til þeirra fyrirliggjandi gagna sem hefðu að geyma umbeðnar upplýsingar. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að gögnin féllu undir ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og staðfesti synjun utanríkisráðuneytisins. | <p style="text-align: justify;">Hinn 30. janúar 2023 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1123/2023 í máli ÚNU 22050014.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 23. maí 2022, kærði A, ritstjóri Heimildarinnar (þá Kjarnans), þá ákvörðun utanríkisráðuneytis að synja beiðni hans um upplýsingar um hversu mörg vegabréf hafi verið gefin út á grunni reglugerðarbreytingar um íslensk vegabréf sem tók gildi í lok apríl 2022 og hvenær þau vegabréf voru gefin út.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. maí 2022, synjaði utanríkisráðuneytið beiðni kæranda á þeim grundvelli að ráðuneytið teldi sér ekki fært að svara fyrirspurninni með vísan til 9. og 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að fyrirspurn kæranda sé almenn og í henni sé ekki farið fram á upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni nokkurs einstaklings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Spurt hafi verið um tölfræði og tímasetningar. Fjarstæðukennt sé að halda því fram að hægt sé að synja fyrirspurninni á grundvelli 9. gr. laganna. Þá hafi kærandi ekki óskað eftir neinum þeim upplýsingum sem í 10. gr. upplýsingalaga getur, heldur um fjölda útgefinna vegabréfa og hvenær þau voru veitt. Enn fjarstæðukenndara sé að halda því fram að fyrirspurnin stangist á við 10. gr. laganna. Miðað við svör og viðmót ráðuneytisins telji kærandi ljóst að ráðuneytið ætli sér að drepa málinu á dreif og vonast til þess að úrvinnsla úrskurðarnefndarinnar taki það langan tíma að áhugi á málinu sem fréttaefni verði búinn að dvína þegar niðurstaða hennar liggi loks fyrir.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt utanríkisráðuneyti með erindi, dags. 25. maí 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 10. júní 2022. Í tölvupósti með umsögninni kom fram að upplýsingar þær sem kæran lyti að hefðu ekki verið teknar saman; þar af leiðandi væru engin gögn til sem lytu beinlínis að kærunni heldur einungis einstök mál sem vörðuðu útgáfu vegabréfa ef sérstakar ástæður væru fyrir hendi.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að í lok apríl hafi í samráði milli dómsmála- og utanríkisráðuneytis, verið gerðar tvær breytingar á gildandi reglugerð um vegabréf, nr. 560/2009. Önnur breytingin, 16. gr. a, feli í sér að utanríkisráðherra geti óskað eftir því að Útlendingastofnun gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Hin breytingin, 16. gr. b, feli í sér að utanríkisráðherra sé heimilt að fela sendiskrifstofum Íslands og kjörræðismönnum að gefa út neyðarvegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi og að fengnu samþykki Útlendingastofnunar. Með sérstökum aðstæðum, í skilningi þessara reglugerðarákvæða, séu einkum höfð í huga mannréttinda- og mannúðarsjónarmið. Var það sameiginleg niðurstaða ráðuneytanna að þörf væri á slíku reglugerðarákvæði og hún sett á grundvelli heimilda 11. gr. vegabréfalaga, nr. 136/1998 og 3. mgr. 46. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016.</p> <p style="text-align: justify;">Afhending umbeðinna upplýsinga, þótt einar og sér lúti þær að tölfræði, gæti sökum umfangs þeirra, tímasetningar og samhengis leitt til óheppilegra getgátna á opinberum vettvangi um útgáfu vegabréfa til útlendinga af sérstökum ástæðum, meðal annars sökum þess að stríð geisar nú í Austur-Evrópu. Ráðuneytið telji hér bæði sanngjarnt og eðlilegt að upplýsingar um útgáfu íslenskra vegabréf til útlendinga af sérstökum ástæðum fari leynt enda byggist grundvöllur vegabréfanna á mannréttinda- og mannúðarsjónarmiðum. Þá sé ekki hægt að útiloka að opinber getgátnaumfjöllun á grundvelli slíkra tölfræðiupplýsinga gæti valdið tjóni á almannahagsmunum þeim sem eru verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga. Þá telji ráðuneytið að með birtingu umbeðinna gagna sé nú höggvið of nærri einkalífsvernd þeirra einstaklinga sem í hlut eiga.</p> <p style="text-align: justify;">Beri hér að hafa í huga að umræddir einstaklingar kunni að vera í afar viðkvæmri stöðu gagnvart stjórnvöldum í heimalandi sínu, jafnvel þannig að lífi þeirra og heilsu sé ógnað. Íslenskum stjórnvöldum sé því ekki stætt á öðru en að gæta sérstaklega að ríkum hagsmunum einstaklinga í slíkri stöðu og gefa ekki tilefni til opinberrar umfjöllunar sem leitt geti til vitneskju stjórnvalda í heimalandi þeirra í gegnum íslenska fjölmiðla, um dvöl eða búsetu þeirra á Íslandi. Megi hér til fyllingar einkalífsverndarreglu 9. gr. upplýsingalaga vísa til þeirra hættusjónarmiða sem liggi að baki verndarreglum um dulið lögheimili, sbr. ákvæði 7. gr. laga nr. 80/2018 og 12. gr. reglugerðar um lögheimili og aðsetur, nr. 1277/2018.</p> <p style="text-align: justify;">Inn í síðastgreinda sjónarmiðið, varðandi vernd gagnvart heimalandi útlendings sem fær útgefið íslenskt vegabréf vegna sérstakra ástæðna, fléttist hagsmunir sem séu verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 1., 2. og 3. tölul. ákvæðisins. Þar sé heimilað að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir eða efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Telur ráðuneytið að hætta sé á því að opinber umfjöllun, á grundvelli þeirra upplýsinga sem synjað var um, myndi vekja athygli erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum. Ekki sé hægt að útiloka neikvæð viðbrögð viðkomandi erlendra stjórnvalda, á alþjóðavettvangi, gagnvart íslenskum hagsmunum sem falli undir framangreinda töluliði 10. gr. upplýsingalaga, ef þau frétti af vegabréfaútgáfu til ríkisborgara sem ef til vill hafa flúið landið vegna ógnar sem þau hafa orðið fyrir.</p> <p style="text-align: justify;">Afhending upplýsinganna sem um ræði gæti þannig haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki sem myndi stofna hagsmunum íslenska ríkisins í hættu. Þá sé ekki hægt að útiloka að umfjöllun um útgáfu íslenskra vegabréfa af sérstökum ástæðum geti haft neikvæð áhrif á tiltrú og trúverðugleika íslenskra vegabréfa. Það sé því mat ráðuneytisins að brýnir almannahagsmunir krefjist þess að upplýsingar um útgáfu vegabréfa á grundvelli 16. gr. a og b í reglugerð nr. 560/2009 verði undanskildar upplýsingarétti almennings.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af því hve stuttan tíma framangreindar reglugerðarbreytingar hafi verið í gildi, telur ráðuneytið útilokað að veita aðgang að upplýsingum um beitingu heimildarinnar án þess að eiga á hættu, samhengisins vegna, að veita í raun um leið almenningi aðgang að upplýsingum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Við túlkun ákvæðisins verði enn fremur að horfa til ákvæðis 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fjallað er um þagnarskyldu stjórnvalda. Þar segir að heimilt sé að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 12. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 23. júní 2022, segir að það geti ekki talist fullgild rök að vísa til ímyndaðra „óheppilegra getgátna“ sem forsendu fyrir því að synja fjölmiðli í lýðræðisríki aðgengi að tölfræði um úthlutun vegabréfa. Ráðuneytið hafi ekkert fyrir sér í því hvernig farið verði með umræddar upplýsingar og hver umræða um þær geti verið. Í gildi séu lög um fjölmiðla, nr. 38/2011, og fjallar 26. gr. þeirra um lýðræðislegar grunnreglur. Sömu lög skylda fjölmiðla til að setja sér ritstjórnarstefnu sem birt sé á vef Fjölmiðlanefndar. Ávirðingar, sem byggi ekki á neinum lagalegum grunni, um að fjölmiðlar geti unnið þannig úr tölfræðilegu efni að það leiði til „óheppilegra getgátna“ séu ekki rökstuddar með neinum hætti í umsögn ráðuneytisins. Slík vinnubrögð gangi auk þess gegn ákvæðum laga um fjölmiðla. Um sé að ræða fyrirslátt og huglæga forsendu sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti ekki með nokkru vitrænu móti tekið gilda. Auk þess megi færa sterk rök fyrir því að synjun á afhendingu upplýsinga um þessi mál leiði frekar til „óheppilegra getgátna“ en það að afhenda ábyrgum fjölmiðlum upplýsingar um hvernig stjórnvald nýti heimild sína til útgáfu vegabréfa, og þeir fái fyrir vikið betri upplýsingagrunn til að byggja umfjöllun sína á. Því sé innra ósamræmi í þessari röksemdarfærslu ráðuneytisins.</p> <p style="text-align: justify;">Hlutverk fjölmiðla í lýðræðisríki sé meðal annars það að veita stjórnvöldum aðhald. Hér sé um að ræða reglugerðarsetningu sem feli í sér stórfellda breytingu á framkvæmd útgáfu vegabréfa, sem færi einum ráðherra nánast geðþóttavald við úthlutun þeirra. Ríkir hagsmunir séu fyrir því að fjölmiðlar og almenningur séu upplýstir um framkvæmdina enda hafi stjórnvöld ekki gefið neitt út um hvernig þessari fordæmalausu heimild sé beitt. Það sé fjarstæðukenndur fyrirsláttur og útúrsnúningur að mikilvægum almannahagsmunum sé fórnað og geti haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki, ef önnur lönd frétti af því hvernig heimildinni beitt líkt og ráðuneytið haldi fram. Ef úthlutun vegabréfa á grundvelli nýsettrar reglugerðar ógni öryggi ríkisins eða samskiptum þess við önnur ríki þá sé það úthlutunin sjálf sem ógni því öryggi og samskiptum við önnur ríki, ekki möguleg umfjöllun fjölmiðla um hana. Ef fallist yrði á þá röksemdafærslu ráðuneytisins að möguleg neikvæð umfjöllun geti skapast, fái fjölmiðlar upplýsingar um það hvernig ráðherra beitir valdi sínu, myndu fjölmiðlar sennilega aldrei fá neinar slíkar upplýsingar framar.</p> <p style="text-align: justify;">Sú forsenda, að ráðuneytið telji að með birtingu umbeðinna gagna sé höggvið of nærri einkalífsvernd þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, eigi ekki við hvað varði gagnabeiðni kæranda. Óskað hafi verið eftir ópersónugreinanlegum upplýsingum. Ekki sé beðið um aðgengi að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga né um lögheimili nokkurs. Loks telur kærandi mikilvægt að úrskurðarnefndin meti málið heildstætt. Hér sé ráðuneyti að fá nær algjört vald til að úthluta íslenskum vegabréfum með reglugerðarsetningu. Engin umræða um þessa stefnubreytingu við úthlutun vegabréfa hafi farið fram á Alþingi og ekki verði séð á fundargerðum ríkisstjórnar að hún hafi verið til umræðu þar. Almenningur hafi engar upplýsingar um hvers vegna það þótti nauðsynlegt að setja reglugerðina. Allt um ákvörðun um setningu umræddrar reglugerðar bendi til þess að hún hafi verið tekin bak við luktar dyr og enga skýringar hafi verið gefnar á nauðsyn hennar. Hér reyni á aðhaldshlutverk fjölmiðla við að krefjast svara. Brýn nauðsyn sé fyrir því að ráðuneytið upplýsi almenning eins mikið og kostur er um beitingu heimildarinnar til að úthluta vegabréfum á grundvelli reglugerðarinnar. Birting á tölfræði um fjölda úthlutaðra vegabréfa sé lágmarkskrafa.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál og utanríkisráðuneyti áttu fund hinn 17. janúar 2023 í tilefni af erindi nefndarinnar til ráðuneytisins, dags. 11. janúar sama ár, þar sem óskað var eftir viðbótarskýringum um tiltekin atriði í tilefni af umsögn ráðuneytisins til nefndarinnar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um það hversu mörg vegabréf hafi verið gefin út á grundvelli breytingar á reglugerð um vegabréf og hvenær útgáfan hafi átt sér stað. Utanríkisráðuneyti vísar til þess að upplýsingarnar hafi ekki verið teknar saman og liggi því ekki fyrir í skilningi upplýsingalaga. Þá sé ljóst að upplýsingarnar varði einkahagsmuni þeirra sem hafi fengið útgefið vegabréf á grundvelli heimildarinnar, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, sem og mikilvæga almannahagsmuni, sem hætta er á að verði raskað ef upplýsingarnar komist á vitorð almennings.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, nr. 140/2012, nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið hefur vísað til þess að upplýsingar þær sem óskað er eftir hafi ekki verið teknar saman og liggi því ekki fyrir. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa. Þá telur nefndin að ráðuneytinu sé óskylt samkvæmt upplýsingalögum að taka upplýsingarnar saman fyrir kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Hins vegar er það svo að þegar beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum svo hann geti eftir atvikum tekið upplýsingarnar saman sjálfur, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 884/2020, 919/2020 og 972/2021. Í þessu máli var það ekki gert, enda er það afstaða ráðuneytisins að takmörkunarákvæði 9. og 10. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar að umbeðnar tölfræðiupplýsingar liggi ekki fyrir mun nefndin taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim fyrirliggjandi gögnum, sem hafa að geyma þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Til stuðnings synjun á beiðni kæranda hefur ráðuneytið vísað til þess að einstaklingar sem hafi fengið útgefið vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingarinnar kunni að vera í viðkvæmri stöðu gagnvart stjórnvöldum í heimalandi sínu. Við það fléttist mikilvægir almannahagsmunir sem séu verndarandlag 1.–3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin tekur fyrst til skoðunar 2. tölul. ákvæðisins, en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Þá segir að ákvæðið eigi við um pólitísk, viðskiptaleg eða annars konar samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki. Þeir hagsmunir sem ákvæðið eigi að vernda séu m.a. góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki. Beiðni um aðgang að slíkum samskiptum verði ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þeim sökum. Í ljósi þess að oft sé um veigamikla hagsmuni að ræða sé ljóst að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur við mat á því hvort kærða hafi verið heimilt að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga verið litið til þess hvort upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið vísar til þess í umsögn til úrskurðarnefndarinnar að ef upplýsingarnar kæmust á vitorð erlendra stjórnvalda, sér í lagi stjórnvalda í heimalandi þess erlenda einstaklings sem fær útgefið íslenskt vegabréf af sérstökum ástæðum, gæti það haft skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki, sem myndi raska þeim almannahagsmunum sem eru verndarandlag 10. gr. upplýsingalaga. Þá gæti afhending upplýsinganna einnig haft áhrif á tiltrú og trúverðugleika íslenskra vegabréfa. Loks kom ráðuneytið á framfæri viðbótarskýringum á fundi með úrskurðarnefndinni til fyllingar framangreindum sjónarmiðum.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem innihalda þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Nefndin telur ótvírætt að gögnin falli undir ákvæði 2. tölul. 10. gr. laganna. Þá telur nefndin að ráðuneytið hafi framkvæmt það hagsmunamat sem áskilið er að fari fram samkvæmt 10. gr. með hliðsjón af innihaldi gagnanna. Úrskurðarnefndin fellst á það mat ráðuneytisins að ef gögnin yrðu afhent kynni það að leiða til þess að traust erlendra stjórnvalda á íslenskum stjórnvöldum glataðist og þannig raska mikilvægum almannahagsmunum sem ákvæðinu er ætlað að vernda. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í athugasemdum við 2. tölul. 10. gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úrskurðarnefndin að ráðuneytinu sé heimilt að takmarka aðgang að gögnunum. Verður ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af eðli gagnanna telur úrskurðarnefndin að ekki komi til álita að leggja fyrir ráðuneytið að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin vekur athygli ráðuneytisins á því að í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til aukins aðgangs, en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er skylt að gera það þegar synjun er byggð á 10. gr. laganna.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun utanríkisráðuneytis, dags. 20. maí 2022, að synja A um aðgang að upplýsingum um útgáfu vegabréfa.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1122/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Kærð var synjun Orkuveitu Reykjavíkur á beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um stöðu forstjóra félagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga næði réttur almennings almennt ekki til gagna í málum sem vörðuðu umsóknir um starf hjá þeim aðilum sem heyrðu undir upplýsingalög. Undantekningar frá þessari reglu væru hins vegar að finna vegna umsókna um opinbera starfsmenn en þá væri skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknar frestur væri liðinn. Úrskurðarnefndin taldi hugtakið opinbera starfsmenn aðeins taka til starfsmanna stjórnvalda. Því gæti ákvæði 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga ekki átt við um starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem félagið væri ekki stjórnvald heldur lögaðili í meirihlutaeigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Var það því niðurstaða nefndarinnar að félaginu hefði verið heimilt að synja beiðni kæranda um nöfn umsækjenda. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1122/2022 í máli ÚNU 22110024.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 29. nóvember 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að synja honum um aðgang að upplýsingum um umsækjendur um stöðu forstjóra félagsins. Kærandi óskaði eftir upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf forstjórans og fjölda umsókna með erindi, dags. 29. nóvember 2022. Sama dag barst svar frá Orkuveitu Reykjavíkur þess efnis að upplýsingar um nöfn umsækjenda yrðu ekki birtar. Fjöldi umsókna yrði gefinn upp þegar nýr forstjóri yrði kynntur til leiks.</p> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur var byggð á 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en ákvæði 2. mgr. þeirrar greinar um að skylt væri að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn, ætti ekki við um Orkuveitu Reykjavíkur heldur aðeins um opinbera starfsmenn.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Orkuveitu Reykjavíkur með erindi, dags. 30. nóvember 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Orkuveita Reykjavíkur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Orkuveitu Reykjavíkur barst úrskurðarnefndinni hinn 8. desember 2022. Í umsögninni kemur fram að skyldan til að birta upplýsingar um umsækjendur taki til stjórnvalda þar sem opinberir starfsmenn starfa. Við mat á því hvort störf falli þar undir sé horft til laga um opinbera starfsmenn, sbr. lög nr. 70/1996. Orkuveita Reykjavíkur sé sameignarfyrirtæki sem starfi á grundvelli laga nr. 136/2013. Þótt félagið fari með margvísleg og fjölbreytt verkefni teljist það ekki stjórnvald og sé skyldan til að birta eða veita upplýsingar um umsækjendur um störf hjá félaginu því ekki til staðar samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um þá ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um stöðu forstjóra félagsins. </p> <p style="text-align: justify;">Orkuveita Reykjavíkur fellur undir gildissvið upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Ljóst er að ákvæði upplýsingalaga gilda því almennt um starfsemi félagsins nema sérákvæði annarra laga kveði á um annað. Um rétt kæranda til aðgangs til upplýsinganna fer því almennt eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Takmörkunin er útfærð nánar í 7. gr. þar sem fram kemur í 1. mgr. að rétturinn til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið er sérregla um aðgang almennings að upplýsingum sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings.</p> <p style="text-align: justify;">Við setningu upplýsingalaga, nr. 140/2012, voru hins vegar samhliða settar undantekningar frá þessari sérreglu um málefni starfsmanna í 1. mgr. 7. gr. sem fram koma í 2.–4. mgr. 7. gr. Þannig er í 2. mgr. kveðið á um að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögunum eigi ekki við sé, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., skylt að veita upplýsingar um tiltekin atriði sem varða opinbera starfsmenn. Þær upplýsingar eru síðan taldar upp í fimm tölusettum liðum en meðal þeirra eru nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 7. gr.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að þegar litið er til almennra athugasemda sem og athugasemda að baki ákvæði 2. mgr. 7. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, þá taki hugtakið <em>opinberir starfsmenn</em> samkvæmt lögunum einungis til starfsmanna stjórnvalda. Telur nefndin einsýnt að félag í meirihlutaeigu hins opinbera eins og Orkuveita Reykjavíkur geti ekki talist til stjórnvalds í þeim skilningi sem byggt er á í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þess í stað verður að leggja til grundvallar að Orkuveita Reykjavíkur sé einkaréttarlegur lögaðili í skilningi 2. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt því tekur sérregla 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. ekki til upplýsinga um málefni starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur. Af því leiðir að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um hverjir hafa sótt um stöðu forstjóra félagsins getur ekki byggst á ákvæði 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er hins vegar að finna sérreglu um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmann lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. en sem fyrr segir heyrir Orkuveita Reykjavíkur undir síðastnefnda ákvæðið. Í 4. mgr. 7. gr. segir að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um er að ræða opinbera starfsmenn hjá stjórnvöldum eða starfsmenn lögaðila. Þar sem ekki er kveðið sérstaklega á um það í lögunum að skylt sé að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjanda þegar sótt er um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, eftir að umsóknarfrestur er liðinn, öfugt við það sem gildir um umsækjendur um störf hjá stjórnvöldum, verður að líta svo á að slík skylda sé ekki til staðar í tilviki Orkuveitu Reykjavíkur.</p> <p style="text-align: justify;">Með vísan til framangreinds á kærandi ekki rétt til upplýsinga um nöfn umsækjanda um starf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 1. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Því var félaginu heimilt að synja beiðni kæranda um nöfn umsækjanda um stöðu forstjóra hjá félaginu og verður hin kærða ákvörðun staðfest.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 29. nóvember 2022, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um umsækjendur um stöðu forstjóra félagsins.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1121/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Kærð var afgreiðsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á beiðni kæranda um áætlun fyrirtækisins Terra um hreinsun á úrgangi. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands kvað gögnin ekki fyrirliggjandi en vísaði kæranda á vefsíðu sína þar sem upplýsingar um málið væru aðgengilegar. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að áætlunin lægi ekki fyrir hjá eftirlitinu. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1121/2022 í máli ÚNU 22110021.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 24. nóvember 2022, kærði A, fréttamaður hjá Stundinni, afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði með erindi, dags. 30. október 2022, eftir áætlun fyrirtækisins Terra um hreinsun á svæði við Spóastaði. Vegna tafa á afgreiðslu beiðninnar vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Heilbrigðiseftirlit Suðurlands afgreiddi beiðni kæranda með erindi, dags. 9. nóvember 2022. Kom þar fram að áætlun frá Terra lægi ekki fyrir hjá heilbrigðiseftirlitinu að öðru leyti en því sem fram hefði komið í tölvupósti til kæranda hinn 17. október 2022. Í þeim tölvupóstssamskiptum hafði kærandi spurt um það hvort Terra myndi þurfa að flytja allan úrganginn á sinn kostnað eða væri nóg fyrir fyrirtækið að hreinsa úrganginn. Svar heilbrigðiseftirlitsins var á þá leið að allur óhæfur úrgangur yrði fjarlægður, en leitast yrði við að skilja mold og annan jarðveg eftir. Terra bæri allan kostnað af aðgerðum.</p> <p style="text-align: justify;">Í kjölfar afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands var málið fellt niður hjá úrskurðarnefndinni. Kærandi vísaði málinu að nýju til úrskurðarnefndarinnar hinn 24. nóvember 2022, og vísaði til þess að hann teldi að heilbrigðiseftirlitið hefði áætlun Terra undir höndum. Því til stuðnings vísaði kærandi til tölvupósts sem heilbrigðiseftirlitið sendi til fulltrúa sveitarfélagsins Bláskógabyggðar í lok september 2022. Í þeim pósti hefði komið fram að ákveðið hefði verið að Terra tæki saman áætlun um hreinsun á svæðinu, þar sem m.a. skyldi koma fram áætlað umfang verkefnisins, hvert áformað væri að flytja úrganginn og áætluð verklok.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands með erindi, dags. 25. nóvember 2022, og heilbrigðiseftirlitinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að heilbrigðiseftirlitið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands barst úrskurðarnefndinni hinn 28. nóvember 2022. Í henni kemur fram að áætlunin hafi legið fyrir 11. nóvember 2022. Heilbrigðiseftirlitið hafi ekki í vörslum sínum sérstakt skjal með áætlun frá Terra, heldur birtist áætlunin í starfsleyfisskilyrðum vegna landmótunar á Spóastöðum, sem kynnt hefðu verið á vefsíðu heilbrigðiseftirlitsins hinn 11. nóvember 2022. Í skilyrðunum kæmi m.a. fram eftirfarandi:</p> <p style="text-align: justify;">Markmið starfseminnar er að hreinsa svæðið af óæskilegu efni sem hefur safnast upp [svo sem af] plasti sem að mestu eru plastpottar úr garðyrkju. Áætlað heildarmagn sem um ræðir og verður tekið til hreinsunar af svæðinu er um 100 tonn, þar af [nemur plast u.þ.b.] 10%. Verktaki notar búnað til að flokka þann úrgang frá og verður hann fluttur í Álfsnes til urðunar. Að því loknu[…] verði gengið frá svæðinu þannig að það sé tilbúið til ræktunar og falli að umhverfinu.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. nóvember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kærandi í máli þessu telur að hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands liggi fyrir áætlun Terra um hreinsun á svæði við Spóastaði. Heilbrigðiseftirlitið vísar til þess að slík áætlun liggi ekki fyrir að öðru leyti en sem kemur fram í starfsleyfisskilyrðum vegna landmótunar á Spóastöðum sem kynnt voru á vef heilbrigðiseftirlitsins í nóvember 2022.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.–10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þá staðhæfingu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að áætlun Terra liggi ekki fyrir. Þá hefur heilbrigðiseftirlitið jafnframt vísað kæranda á vefsíðu sína þar sem upplýsingar um málið eru aðgengilegar, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Er því óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 24. nóvember 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1120/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Í málinu gerði kærandi athugasemdir við að tiltekin símtöl sem hann hefði óskað aðgangs að hjá Kópavogsbæ væru ekki til í formi upptöku. Þá var deilt um synjun Kópavogsbæjar á beiðni hans um lista yfir símtöl milli tiltekins einstaklings og skipulagsdeildar bæjarins. Loks laut kæran að aðfinnslum kæranda við skjölun og vistun gagna hjá bænum. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu að þau símtöl sem kærandi óskaði aðgangs að hefðu ekki verið hljóðrituð. Þá taldi úrskurðarnefndin að Kópavogsbæ væri óskylt að búa til lista yfir símtöl við skipulagsdeild bæjarins, með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Loks kæmi það í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinntu skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1120/2022 í máli ÚNU 22110020.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 23. nóvember 2022, kærði A afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni hans um gögn. Fram kemur í kærunni að kærandi hafi unnið að því að fá samþykkta breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við fasteign sína. Hinn 19. ágúst 2022 óskaði kærandi eftir aðgangi m.a. að eftirfarandi gögnum vegna málsins:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Upptökum af öllum símtölum kæranda við starfsmenn skipulagsdeildar Kópavogsbæjar frá 21. október 2021 til 19. ágúst 2022.</li> <li style="text-align: justify;">Upptökum af símtölum B, fyrrverandi bæjarfulltrúa í Kópavogi, við skipulagsdeild frá 20. apríl til 19. ágúst 2022.</li> <li style="text-align: justify;">Lista yfir fundi og símtöl, fundargerðum og minnispunktum vegna samskipta B við skipulagsdeild frá 20. apríl til 19. ágúst 2022.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Í svari Kópavogsbæjar, dags. 1. september 2022, kom fram að símtöl væru að jafnaði ekki hljóðrituð nema hjá velferðarsviði bæjarins að hluta til. Þá héldu starfsmenn almennt ekki yfirlit yfir símtöl. Starfsmaður skipulagsdeildar kvæðist hafa átt símtöl við B og tölvupóstssamskipti en enginn fundur hefði átt sér stað. Kærandi svaraði erindinu samdægurs og ítrekaði beiðni um lista yfir símtöl B til skipulagsdeildar vegna máls kæranda, tímasetningu og -lengd auk viðmælanda.</p> <p style="text-align: justify;">Í erindi Kópavogsbæjar til kæranda, dags. 21. september 2022, kom fram að samkvæmt upplýsingum frá upplýsingatæknideild bæjarins væri nú búið að kalla fram hrágögn úr símtalalista hjá bænum, en það þurfi að forrita til að geta lesið eitthvað út úr upplýsingunum, þar sem um sé að ræða endalausa textastrengi úr símkerfinu.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 28. október 2022 var kærandi upplýstur um það að ekki væri hægt að verða við beiðni kæranda um yfirlit yfir símtöl nema með nokkrum tilkostnaði. Upplýsingaskylda stjórnvalda næði til fyrirliggjandi gagna. Yfirlit um símtöl frá ákveðnu símanúmeri til starfsmanna skipulagsdeildar lægi ekki fyrir nema í formi sem ekki væri læsilegt nema leitað væri til forritara.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að fullyrðing Kópavogsbæjar um að símtöl séu ekki hljóðrituð skjóti skökku við þar sem bæjarstjóri hafi lagt til við kæranda að samskipti færu fram í gegnum tölvupóst eða hljóðrituð símtöl. Þá sé kærandi ósammála Kópavogsbæ að beiðni hans um lista yfir símtöl feli í sér að búa þurfi til ný gögn, þar sem aðeins sé óskað eftir gögnum sem séu þegar til. Loks bendir kærandi úrskurðarnefndinni á að skjölun og vistun gagna hjá bænum sé ábótavant.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Kópavogsbæ með erindi, dags. 24. nóvember 2022, og bænum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Kópavogsbær léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Kópavogsbæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 8. desember 2022. Í henni kemur fram að símtöl starfsmanna umhverfissviðs séu ekki hljóðrituð. Þá hafi verið látið kanna hvort hægt væri að nálgast yfirlit yfir símtöl til og frá símanúmerum starfsmanna. Svo hafi ekki reynst vera og því hafi ekki verið annað hægt en að synja beiðni kæranda. Þá telur Kópavogsbær að eftirlit með skráningu og vistun gagna heyri ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Kópavogsbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. desember 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi brást við erindinu sama dag og kvaðst ekki hafa frekari athugasemdir.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu gerir kærandi athugasemdir við að símtöl þau sem hann hefur óskað aðgangs að séu ekki til í formi upptöku. Þá er deilt um synjun Kópavogsbæjar á beiðni hans um lista yfir símtöl milli tiltekins einstaklings og skipulagsdeildar bæjarins. Loks lýtur kæran að aðfinnslum kæranda við skjölun og vistun gagna hjá bænum.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.–10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Kópavogsbær hefur fullyrt að símtöl starfsmanna umhverfissviðs séu ekki hljóðrituð og því séu ekki til upptökur af símtölunum sem unnt sé að afhenda. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þá staðhæfingu Kópavogsbæjar. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna og ber að vísa slíkri kæru frá úrskurðarnefndinni.</p> <p style="text-align: justify;">Varðandi beiðni kæranda um lista yfir símtöl milli tiltekins einstaklings og skipulagsdeildar bæjarins hefur komið fram af hálfu Kópavogsbæjar að til að unnt sé að afhenda slíkan lista á því formi sem kærandi hefur óskað eftir þurfi að leggjast í vinnu til viðbótar við þá sem þegar hafi verið unnin, eftir atvikum með aðkomu forritara með tilheyrandi kostnaði. Ljóst er samkvæmt þessu að sá listi sem óskað hefur verið eftir er ekki fyrirliggjandi heldur þarf að búa hann sérstaklega til svo hægt sé að verða við beiðni kæranda. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að vinnan sem það útheimtir sé að umfangi verulega umfram þá aðgerð að veita kæranda aðgang að fyrirliggjandi gögnum í skilningi upplýsingalaga og að Kópavogsbæ sé ekki skylt samkvæmt upplýsingalögum að búa listann til. Úrskurðarnefndin tekur þó fram að sveitarfélaginu er heimilt að gera það, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd.</p> <p style="text-align: justify;">Í tilefni af athugasemdum kæranda við að skráningu Kópavogsbæjar á gögnum hafi verið ábótavant bendir úrskurðarnefndin á að samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Vísast í þessu sambandi einkum ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu er óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 23. nóvember 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1119/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um starfsmannaveltu hjá félaginu. Félagið kvað slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær væru undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að upplýsingar um starfsmannaveltu hjá félaginu væru ekki fyrirliggjandi. Þá væri Herjólfi ekki skylt að taka saman þau gögn þar sem umbeðnar upplýsingar væri að finna, þar sem ljóst þætti að slík gögn heyrðu undir takmörkunarákvæði 7. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1119/2022 í máli ÚNU 22070004.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 6. júlí 2022, kærði A synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðnum hans um upplýsingar um starfsmannaveltu hjá félaginu, dags. 7. mars og 7. júní 2022. Í svari félagsins, dags. 23. apríl 2022, kom fram að allar upplýsingar um starfsfólk væru meðhöndlaðar og varðveittar í samræmi við ákvæði laga og reglna á sviði persónuverndar. Beiðni hans væri því hafnað.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að starfsmannavelta hjá félaginu hafi verið mikil og hröð. Slík velta sé dýr fjárhagslega. Að vera sífellt að þjálfa upp fólk hljóti að varða öryggi farþega, farms og áhafnar. Kærandi óski ekki eftir nöfnum eða kennitölum heldur aðeins fjölda þeirra sem koma og fara.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 15. ágúst 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Herjólfur léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Herjólfs barst úrskurðarnefndinni hinn 24. ágúst 2022. Í umsögninni kemur fram að gögn sem kæran lýtur að liggi ekki fyrir hjá félaginu, þ.e. þau hafi ekki verið tekin saman. Þá er vísað til þess að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem upplýsingalög taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Herjólfur hafni öllum beiðnum um upplýsingar sem varði starfssamband félagsins við starfsmenn.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. ágúst 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 7. september 2022, kemur fram að kærandi hafi aðeins óskað eftir upplýsingum um hraða starfsmannaveltu hjá félaginu. Það ætti ekki að vera leyndarmál hvaða starfsmenn hætti, m.a. með hliðsjón af því að nöfn starfsmanna hverju sinni séu opinberar upplýsingar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá félaginu. Herjólfur segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi, auk þess sem þær séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1095/2022, 1090/2022 og 919/2020.</p> <p style="text-align: justify;">Líkt og fram kemur í umsögn Herjólfs tók félagið einnig afstöðu til þess hvort kærandi kynni að eiga rétt til aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna og var niðurstaðan sú að slíkar upplýsingar myndu teljast undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og atvikum máls þessa er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Herjólfs að samanteknar upplýsingar um starfsmannaveltu hjá félaginu séu ekki fyrirliggjandi. Þá er Herjólfi ekki skylt að taka upplýsingarnar saman að beiðni kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Hvað varðar gögn sem unnt væri að vinna umbeðnar upplýsingar upp úr, tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar fjallað um upplýsingar um málefni starfsmanna. Samkvæmt ákvæðinu er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta fallið þar undir gögn sem varða ráðningu einstakra starfsmanna og um starfslok þeirra. Því er fallist á það með Herjólfi að félaginu sé ekki unnt að veita kæranda aðgang að gögnum sem varpað geta ljósi á þær upplýsingar sem hann óskar eftir.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 6. júlí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1118/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að skjali með úrbótaáætlun vegna ýmissa þátta í rekstri Herjólfs. Synjun félagsins var byggð á því að um vinnugögn væri að ræða sem heimilt væri að undanþiggja aðgangi kæranda með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og taldi að félaginu hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að skjalinu. Var ákvörðun félagsins því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1118/2022 í máli ÚNU 22060023.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. júní 2022, kærði A synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni hans um aðgang að gögnum. Hinn 25. apríl 2022 óskaði kærandi eftir tímasettri áætlun til úrbóta á athugasemdum vegna öryggismála um borð í Herjólfi. Í svari félagsins, dags. 28. maí 2022, kom fram að tímasett áætlun til úrbóta væri vinnuskjal og því yrðu gögnin ekki afhent með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru segir að krafa kæranda sé sú að Herjólfur verði úrskurðaður til að afhenda umbeðin gögn. Við eftirlitsskoðun á skipinu hafi komið fram alvarlegar athugasemdir. Í skipi sem flytji tugþúsundir farþega hljóti að skipta máli hvort öryggisatriði séu í lagi. Orðhengilsháttur um vinnuskjal hljóti að vera léttvægur fundinn þar hjá, því sé þessi kæra fram sett.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Herjólfi með erindi, dags. 14. júlí 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Herjólfs, dags. 25. júlí 2022, segir að í svari félagsins til kæranda hafi komið fram að áætlunin væri vinnuskjal og aðeins notað sem slíkt. Gögnin sem um ræði sé excel-skjal, svokallaður verkefnalisti. Skjalið sé yfirlit yfir ýmis verkefni sem snúi að ýmsum þáttum í rekstri skipsins og útlisti hvaða verkefnum þurfi að sinna, hver ætli að gera það og hvenær því eigi að ljúka. Sambærileg yfirlit séu þekkt á ýmsum formum í rekstri skipsins og tilgangurinn að vinna út frá þeim við ákvarðanir sem tengist rekstrinum. Gögnin séu frá félaginu sjálfu og ekki afhent út fyrir félagið. Gögnin séu því ekkert annað en vinnuskjal. Þessu til rökstuðnings bendir Herjólfur á 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga. </p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skjali með úrbótaáætlun um ýmsa þætti í rekstri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs en beiðni kæranda var synjað á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. </p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umbeðin gögn en um er að ræða verkefnalista og áætlun yfir úrbætur og ástand skipsins Herjólfs, aðgerðir til úrbóta, úrvinnsluaðila og áætlaðar lokadagsetningar úrbóta ásamt áætlun um uppsetningu og innleiðingu viðhaldskerfis og greiningar á verkefnum. Þá bera gögnin með sér að stafa frá félaginu sjálfu og hafa ekki verið afhent út fyrir félagið.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt skýringum Herjólfs er skjalið nýtt til undirbúnings við ákvarðanir sem tengjast rekstri skipsins og hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar félagsins. Í gögnunum koma ekki fram endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, upplýsingar sem skylt er að skrá eða annað slíkt, sbr. 3. mgr. 8. gr. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því um vinnugögn að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna og verður synjun Herjólfs ohf. staðfest.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 28. maí 2022, um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjali með úrbótaáætlun um ýmsa þætti í rekstri skipsins er staðfest.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1117/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum vegna ráðgjafarvinnu lögmannstofu fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið á tilteknu tímabili. Kæranda höfðu verið afhentir reikningar þar sem afmáðar voru að hluta til m.a. upplýsingar um einingarverð og magn með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki nægilega í ljós leitt að umræddar upplýsingar næðu til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að þær væru sérstaklega til þess fallnar að valda lögmannsstofunni tjóni yrðu þær gerðar opinberar. Þá taldi nefndin að viðskiptahagsmunir lögmannsstofunnar vægju ekki eins þungt og hagsmunir almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Var því lagt fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda þá reikninga sem afhentir voru án þess að afmáðar væru upplýsingar um tímagjald og -fjölda og upplýsingar um hvenær vinna lögmannsstofunnar var innt af hendi. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1117/2022 í máli ÚNU 22060001.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 1. júní 2022, kærði A, f.h. Frigus II ehf., synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Með erindi, dags. 30. mars 2022, óskaði kærandi eftir afriti af reikningum, þar á meðal sundurliðuðum tímaskýrslum, vegna ráðgjafarvinnu lögmannsstofunnar Íslaga ehf. fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið á tímabilinu september til desember 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Ráðuneytið svaraði erindi kæranda hinn 22. apríl 2022 og tók fram að reikningarnir væru aðgengilegir almenningi á vefsíðunni opnirreikningar.is. Jafnframt fylgdu svarbréfi ráðuneytisins afrit af umræddum reikningum, að undanskildum upplýsingum sem ráðuneytið hafði afmáð með vísan til 9. gr. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í svari ráðuneytisins er tekið fram að reikningarnir vörðuðu annars vegar lögfræðiráðgjöf Íslaga vegna kaupa ríkissjóðs á öllu hlutafé fyrirtækisins Auðkennis ehf. og hins vegar lögfræðiráðgjöf vegna stöðugleikaeigna o.fl.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi brást við svari ráðuneytisins samdægurs og kvað ráðuneytið enn eiga eftir að veita upplýsingar um tímagjald og tímafjölda lögfræðiráðgjafar Íslaga og hvenær vinnan hefði verið innt af hendi. Með erindi, dags. 6. maí 2022, hafnaði ráðuneytið að veita kæranda upplýsingar um tímagjald og tímafjölda lögfræðiráðgjafar Íslaga á þeim grundvelli að þær vörðuðu virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá kom fram að reikningarnir vörðuðu tímabilið maí til október 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru segir að í málinu þurfi að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim hagsmunum almennings að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Eðlilegt sé að þeir lögaðilar sem geri samninga við opinbera aðila geri sér grein fyrir hinum síðarnefndu hagsmunum almennings og að upplýsingar um samningsatriði kunni að vera gerðar opinberar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi tekur fram að Íslög hafi unnið gríðarlega mikið fyrir hið opinbera undanfarin ár og þóknanir ráðuneytisins til stofunnar nemi rúmlega 200 millj. kr. frá árinu 2016. Þá hafi öll vinna Íslaga ehf. fyrir ráðuneytið verið án útboðs. Í ljósi gríðarlegs umfangs á vinnu Íslaga og fjárhæðar ráðgjafaþóknunar ráðuneytisins fyrir hana hafi almenningur augljósa hagsmuni af því að fá upplýsingar um fyrir hvað hafi verið greitt, þ.e. einingarverð og fjölda eininga. Án slíkra upplýsinga geti almenningur ekki gert sér grein fyrir því hvernig opinberu fé sé ráðstafað.</p> <p style="text-align: justify;">Þá er í kæru áréttað markmið upplýsingalaga um að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna m.a. með því að tryggja aðgang almennings að upplýsingum. Almenna reglan sé sú að stjórnvöldum sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum nema til staðar séu réttlætanleg sjónarmið, sem jafnframt séu studd með lögum, til að undanskilja upplýsingar úr gögnum. Í þessu tilviki séu engin slík sjónarmið til staðar og fyrri úrskurðir úrskurðarnefndar um upplýsingamál styðji það fullum fetum.</p> <p style="text-align: justify;">Að lokum fer kærandi fram á að ráðuneytinu verði gert skylt að afhenda upplýsingar um tímagjald, upplýsingar um tímafjölda og upplýsingar um hvenær vinna Íslaga hafi verið innt af hendi.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með erindi, dags. 1. júní 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 16. júní 2022. Samhliða afhenti ráðuneytið úrskurðarnefndinni umbeðin gögn í trúnaði. Í umsögninni segir að í máli þessu takist á tvö sjónarmið. Annars vegar hafi almenningur hagsmuni af því að geta kynnt sér ráðstöfun fjármuna af hálfu hins opinbera. Á þessum grundvelli hafi ráðuneytið látið kæranda í té allar þær upplýsingar um greiðslur til Íslaga sem það taldi heimilt samkvæmt upplýsingalögum að veita. Hins vegar geti einkaaðilar haft hagsmuni af því að ekki sé upplýst opinberlega með nákvæmum hætti um verðlagningu þeirra á þjónustu í þágu opinbers aðila. Ítarlegar upplýsingar um einingarverð geti eftir atvikum haft áhrif á samningsstöðu viðkomandi fyrirtækis, bæði gagnvart öðrum viðskiptavinum og framtíðar viðsemjendum. Svo hátti til í þessu máli að þær viðbótarupplýsingar, sem kæranda hafi verið synjað um, séu til þess fallnar að valda fyrirtækinu slíku tjóni ef aðgangur verði veittur að þeim.</p> <p style="text-align: justify;">Þá kemur fram að við mat á framangreindum hagsmunum hafi ráðuneytið horft til þess að þegar hefðu verið veittar upplýsingar um heildarkostnað vegna viðskipta ráðuneytisins og Lindarhvols við Íslög og að grunnupplýsingar um reikningana, m.a. fjölda og tímabil, væru aðgengilegar á vefsíðunni opnirreikningar.is. Jafnframt hafi ráðuneytið horft til þess að um væri að ræða tiltölulega nýlegar upplýsingar. Að öllu þessu virtu telji ráðuneytið að viðskiptahagsmunir fyrirtækisins vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að nálgast þær upplýsingar sem eftir standi, þ.e. um nákvæmt einingarverð og tímafjölda. Kærandi hafi þegar verið upplýstur um að reikningarnir varði tímabilið maí til október 2021. Þá séu tímaskýrslur ekki fyrirliggjandi.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 16. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 21. júní 2022, segir að ljóst sé, líkt og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi margsinnis kveðið á um, að lögaðilar sem geri samninga við hið opinbera þurfi að gera sér grein fyrir því að upplýsingar um þau viðskipti kunni að vera gerð opinber. Þá séu þær fjárhæðir sem lögmannsstofan hafi móttekið svo umfangsmiklar að þær fari langt yfir þau viðmið sem notast sé við við opinber útboð. Í ljósi umfangsins sé augljóst að almenningur hafi mikla og ríka hagsmuni af því að fá upplýsingar um fyrir hvað hafi verið greitt, þar á meðal einingarverð og vinnutímabil. Án þess að fá upplýsingar um einingarverð, fjölda eininga og hvenær vinnan hafi verið innt af hendi sé ógjörningur að átta sig á því með hvaða hætti sé verið að nýta almannafé í greiðslu til utanaðkomandi ráðgjafa.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 28. september 2022, vakti kærandi athygli úrskurðarnefndarinnar á því að félagið Lindarhvoll ehf. hefði árið 2019 afhent kæranda verksamning milli félagsins og Íslaga þar sem tímagjald stofunnar og afsláttur kæmi fram. Í ljósi þessa væri óskiljanlegt hvernig hægt væri að færa rök fyrir því í þessu máli að sömu upplýsingum skyldi haldið leyndum.</p> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 15. nóvember 2022, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu lögmannsstofunnar Íslaga ehf. til afhendingar gagna er beiðni kæranda lýtur að. Lögmannsstofan svaraði hinn 30. nóvember 2022. Í svarinu er lagst gegn því að gögnin verði afhent kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum vegna ráðgjafarvinnu lögmannsstofunnar Íslaga ehf. fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið á tímabilinu september til desember 2021. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins er byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda honum tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.</p> <p style="text-align: justify;">Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þá reikninga sem innihalda upplýsingarnar sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Reikningarnir eru báðir gefnir út í lok nóvember 2021 og varða samkvæmt gögnum málsins vinnu lögmannsstofunnar á tímabilinu maí til október 2021. Í reikningunum sem afhentir voru kæranda voru afmáðar að hluta til upplýsingar um lýsingu á verkinu. Þá voru afmáðar upplýsingar um einingarverð og magn, sem og upplýsingar um afslátt á einingarverð.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað umrædd gögn með tilliti til þess að vega saman hagsmuni viðkomandi félags af því að leynd sé haldið um þessi gögn annars vegar og svo þá almannahagsmuni að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi hins vegar. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í þessum tilvikum takast á hagsmunir viðkomandi fyrirtækja af því að halda upplýsingum um viðskipti sín leyndum, þar með talið fyrir samkeppnisaðilum, og svo hagsmunir almennings af því að fá að vita hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað. Með hliðsjón af tilgangi upplýsingalaga og meginreglu 5. gr. um upplýsingarétt almennings er tilhneigingin fremur sú að veita beri aðgang að upplýsingunum í slíkum tilvikum, þrátt fyrir hagsmuni hins einkaréttarlega fyrirtækis sem samkvæmt upplýsingalögunum, verða að vera mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir. </p> <p style="text-align: justify;">Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti að einhverju leyti skaðað samkeppnisstöðu þeirra og kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríki eða sveitarfélög. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða hverju sinni að vera undir það búnir að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga. </p> <p style="text-align: justify;">Í umræddum reikningum koma fram upplýsingar sem hugsanlega geta varðað einhverja viðskiptahagsmuni þess félags sem hlut á að máli. Í þeim er m.a. að finna upplýsingar um einingarverð og magn, sem og upplýsingar um afslátt á einingarverð.</p> <p style="text-align: justify;">Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið nægilega í ljós leitt að umræddar upplýsingar nái til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að þær séu sérstaklega til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni verði þær gerðar opinberar, þótt eitthvert óhagræði kunni að geta fylgt því að kærandi fái aðgang að þeim. Þá ítrekar nefndin að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Það er því niðurstaða nefndarinnar að þegar vegnir eru saman þeir hagsmunir sem Íslög ehf. hafa af því að synjað sé um aðgang að upplýsingunum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna hins vegar standi lagarök ekki til þess að heimilt sé að synja um aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þau sjónarmið sem rakin eru í erindi Íslaga ehf., dags. 30. nóvember 2022, breyta ekki þessari afstöðu nefndarinnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í tilefni af því sem fram kemur í umsögn ráðuneytisins að þegar hafi verið veittar upplýsingar um heildarkostnað vegna viðskipta við Íslög ehf. og grunnupplýsingar um reikningana séu aðgengilegar opinberlega tekur úrskurðarnefndin fram að það samrýmist ekki ákvæðum upplýsingalaga að takmarka aðgang að gögnum á þeim grundvelli að nægilega miklar upplýsingar hafi þegar verið veittar til að uppfylla upplýsingaskyldu á grundvelli laganna. Meginregla laganna er fortakslaus um að almenningur eigi rétt á öllum fyrirliggjandi gögnum hjá þeim sem heyra undir gildissvið laganna, nema takmarkanir samkvæmt 6.–10. gr. eigi við um gögnin, og að ef takmarkanir eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu verður því að fella úr gildi ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis og leggja fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Fjármála- og efnahagsráðuneyti er skylt að afhenda A, f.h. Frigus II ehf., þá reikninga sem […] voru afhentir hinn 22. apríl 2022, án þess að afmáðar séu upplýsingar um tímagjald og -fjölda (einingarverð og magn) og upplýsingar um hvenær vinna Íslaga ehf. samkvæmt reikningunum var innt af hendi.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1116/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Kærð var synjun Lyfjastofnunar á beiðni um aðgang að samantekt um aukaverkanir vegna Covid-19-bóluefna sem innihéldi sundurliðun á því hvaða skammtur bóluefnis hefði valdið aukaverkun. Ákvörðun Lyfjastofnunar byggðist á því að slík samantekt væri ekki fyrirliggjandi og að stofnuninni væri óskylt að búa hana til, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Var það mat úrskurðarnefndarinnar að slík samantekt teldist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem ekki væri hægt að kalla upplýsingar þar að lútandi fram með tiltölulega einföldum hætti úr gagnagrunni stofnunarinnar. Var kærunni því vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1116/2022 í máli ÚNU 22030004.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 9. mars 2022, kærði A synjun Lyfjastofnunar, dags. 15. febrúar 2022, á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um sundurliðun fjölda tilkynninga vegna aukaverkana af bólusetningum gegn Covid-19 eftir því hvort um væri að ræða fyrstu, aðra eða þriðju sprautu.</p> <p style="text-align: justify;">Í upphaflegri beiðni kæranda til Lyfjastofnunar vakti hann athygli á því að í samantekt stofnunarinnar á aukaverkunum Covid-19-bóluefna, sem reglulega væri birt á vef Lyfjastofnunar, væri ekki greint á milli þess hvort um væri að ræða fyrstu, aðra eða þriðju sprautu. Því óskaði kærandi eftir uppfærðri samantekt þar sem þessi sundurgreining kæmi fram. Lyfjastofnun svaraði kæranda hinn 9. febrúar 2022. Þar kom fram að sem stæði birti stofnunin vikulega frétt um sundurliðun á tilkynningum vegna gruns um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Þau gögn sem kærandi óskaði eftir væru ekki fyrirliggjandi og útheimtu vinnu starfsfólks.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi svaraði erindinu daginn eftir. Þar fór hann fram á að erindi sínu yrði svarað á grundvelli upplýsingalaga og ítrekaði beiðni sína um uppfærða samantekt Lyfjastofnunar á aukaverkunum Covid-19-bóluefna þar sem búið væri að bæta við þeirri sundurgreiningu hvort um væri að ræða fyrstu, aðra eða þriðju sprautu.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 15. febrúar 2022 barst kæranda svar frá Lyfjastofnun. Þar kom fram að samantekt á upplýsingum um sundurliðun aukaverkana eftir skammti bóluefnis væri ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Upplýsingar um aukaverkanir eftir því hvort um væri að ræða fyrstu, aðra eða þriðju sprautu væru skráðar í gagnagrunn hjá stofnuninni en ekki væri hægt að kalla fram heildstæða sundurliðun um aukaverkanir eftir því um hvaða skammt bóluefnis ræddi, að svo stöddu. Stofnuninni væri ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiddi af 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 3. málsl. 1. mgr. sömu greinar.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi svaraði erindinu samdægurs og vísaði til þess að 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga ætti ekki við um beiðni kæranda. Lyfjastofnun hefði viðurkennt að viðkomandi gögn væru til og fyrirliggjandi og ættu að vera auðfáanleg með einföldum gagnagrunnsskipunum. Í svari Lyfjastofnunar, dags. 16. febrúar 2022, kom fram að þau gögn sem kærandi óskaði eftir væri ekki hægt að sækja í gagnagrunn Lyfjastofnunar að svo stöddu. Þegar beiðni kæranda hefði komið fram hefði strax verið kannað hvort unnt væri að kalla eftir upplýsingunum en í ljós hafi komið að ekki væri unnt að verða við þeirri beiðni.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að túlkun Lyfjastofnunar á 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga sé í takt við aðrar tilraunir ríkisstofnana til að komast hjá því að afhenda upplýsingar með þeim útúrsnúningi að það eitt að sækja fyrirliggjandi gögn í gagnagrunn feli í sér að búa til ný gögn og/eða ný skjöl.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Lyfjastofnun með erindi, dags. 9. mars 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Lyfjastofnun léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Lyfjastofnunar barst úrskurðarnefndinni hinn 25. mars 2022. Í henni kemur fram að beiðni kæranda taki ekki til tiltekins gagns heldur til safns af upplýsingum úr gagnagrunni. Þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir séu ekki fyrirliggjandi hjá Lyfjastofnun.</p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun starfræki lyfjagátarkerfi og haldi úti skrá yfir aukaverkanir sem tilkynntar séu til stofnunarinnar, sbr. 61. gr. lyfjalaga, nr. 100/2020. Stofnuninni berist aukaverkanatilkynningar meðal annars í gegnum vef stofnunarinnar þar sem einstaklingar, aðstandendur eða heilbrigðisstarfsfólk fylli út upplýsingar um þann sem grunur leikur á um að hafi fengið aukaverkun í kjölfar lyfjanotkunar eða bólusetningar. Aukaverkanatilkynningarnar séu síðan færðar inn í gagnagrunn þar sem sérfræðingar Lyfjastofnunar leggi mat á tilkynningarnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum hafi verið óskað eftir gögnum um aukaverkanir sundurliðað eftir skammti bóluefnis. Skráning Lyfjastofnunar á þessum upplýsingum, þ.e. aukaverkun með hliðsjón af skammti bóluefnis, gefi ekki rétta mynd. Það grundvallist m.a. á því að breyting hafi orðið á skilgreiningum skammta í desember 2021 sem leiddi til þess að örvunarskammtur í gagnagrunni Lyfjastofnunar geti bæði átt við annan skammt bóluefnis og þann þriðja. Skilgreiningin á skömmtum bóluefnis hafi verið önnur í upphafi faraldurs en hún er í dag og skráning Lyfjastofnunar hafi tekið mið af því. Skráning á aukaverkanatilkynningum hafi því tekið breytingum hvað þetta varðar en í ljósi þess að rúmlega 6.100 aukaverkanatilkynningar hafi borist vegna Covid-19-bóluefna hafi sérfræðingar Lyfjastofnunar ekki getað hafið þá vinnu að leiðrétta þessa skráningu afturvirkt.</p> <p style="text-align: justify;">Það sé einnig mismunandi þegar aukaverkanatilkynning berist hvar upplýsingar um skammt bóluefnis séu skráðar. Nú sé reitur á tilkynningareyðublaði þar sem einstaklingar séu beðnir um að fylla út skammt bóluefnis en sá reitur hafi ekki verið til staðar þegar fyrstu tilkynningarnar bárust. Þannig þyrfti einnig að fletta upp einstaka tilkynningum til þess að komast að því um hvaða skammt bóluefnis væri að ræða. Það sé því ekki hægt að kalla eftir samantekt á þessum upplýsingum úr gagnagrunninum. Nú séu upplýsingar um skammt bóluefnis færðar inn í réttan reit tilkynningarinnar en vinnan við að breyta þessu afturvirkt sé ekki hafin. </p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun muni leiðrétta skráningu á skömmtum bóluefnis í þeim aukaverkanatilkynningum sem hafi borist og uppfæra skráninguna með þeim hætti að unnt sé að kalla eftir samantekt á aukaverkanatilkynningum eftir því um hvaða skammt bóluefnis ræði. Sú vinna sé ekki hafin og grundvallist það á því að enn sé mikið álag á sérfræðingum Lyfjastofnunar við móttöku aukaverkanatilkynninga en fyrirséð er að vinna við að leiðrétta þessar upplýsingar í gagnagrunnum muni fara fram yfir nokkurra vikna tímabil.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af framangreindu hafni Lyfjastofnun beiðninni á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Þær upplýsingar sem óskað er eftir í gagnabeiðni kæranda sé ekki unnt að skilgreina sem fyrirliggjandi gögn.</p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun vísi einnig til ákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að ef meðferð beiðni tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu megi hafna beiðni. Þau gögn sem óskað er eftir séu ekki fyrir hendi á tiltæku formi án frekari úrvinnslu en þær upplýsingar sem óskað er eftir sé aðgangur að safni upplýsinga úr gagnagrunni. Útbúa þyrfti sérstaklega gögn með umbeðnum upplýsingum.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Lyfjastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. mars 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. apríl 2022, kemur fram að hann telji ljóst að umbeðin gögn liggi fyrir þótt hluti þeirra sé ónákvæmur. Því sé rangt að halda því fram að gögnin liggi ekki fyrir eða að nákvæmari skráning þeirra og uppfærsla sé forsenda þess að þau verði skilgreind sem fyrirliggjandi og jafnframt hæpið að þessi uppfærsla jafngildi því að búa til ný gögn. Það sé því í raun ekkert því til fyrirstöðu að afhenda gögnin í núverandi mynd þar sem fram komi heildarfjöldi aukaverkana af fyrstu sprautu og heildarfjöldi aukaverkana af annarri og þriðju sprautu samanlagt, fram að þeim tíma þar sem sundurgreining hafi farið rétt fram.</p> <p style="text-align: justify;">Varðandi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þá viðurkenni Lyfjastofnun greinilega að umbeðin gögn séu í raun fyrirliggjandi, en að þau séu ónákvæm að hluta. Það standi þó að mati kæranda ekki í vegi fyrir því að það sé hægt að afhenda þau. Varðandi 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga sé hún í algjörri mótsögn við það fyrirheit Lyfjastofnunar að einmitt framkvæma þessa vinnu síðar með því að fara yfir viðkomandi gögn og uppfæra þau. Augljóslega eigi tilvísað lagaákvæði einungis við í þeim tilfellum þar sem viðkomandi vinna þyki ekki réttlætanleg vegna þess að hún sé of mikil eða of tímafrek, og verði þar af leiðandi ekki framkvæmd. En þar sem þessi vinna muni fara fram, þá verði augljóslega hægt að afhenda kæranda umbeðin gögn þegar þeirri vinnu ljúki.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindum, dags. 19. og 21. október 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum frá Lyfjastofnun m.a. um það hvort sú vinna Lyfjastofnunar væri hafin sem vísað væri til í umsögn við að leiðrétta skráningu á skömmtum bóluefnis í aukaverkanatilkynningum sem hefðu borist og uppfæra skráninguna með þeim hætti að hægt væri að kalla eftir samantekt á tilkynningum eftir því um hvaða skammt bóluefnis væri að ræða. Þá var óskað eftir nánari skýringum á eyðublaði fyrir tilkynningu um aukaverkun og þeim gagnagrunni sem tilkynningar væru vistaðar í.</p> <p style="text-align: justify;">Svar Lyfjastofnunar barst hinn 3. nóvember 2022. Þar kemur fram að aukaverkanatilkynningar berist Lyfjastofnun yfirleitt í gegnum vefeyðublað stofnunarinnar og skráist sjálfkrafa í gagnagrunn hennar þegar þær berast. Reitur á vefeyðublaðinu þar sem hægt sé að tilgreina skammt bóluefnis í tengslum við aukaverkun vegna Covid-19-bóluefnis hafi ekki verið til staðar frá upphafi bólusetninga. Misjafnt sé hvort slíkar upplýsingar komi fram í tilkynningunum, jafnvel eftir að reiturinn hafi komið til sögunnar. Ef þær komi fram geti þær verið á ólíkum stöðum á eyðublaðinu, t.d. undir lýsingu á aukaverkun. Ekki sé hægt að leita í gagnagrunni stofnunarinnar eftir upplýsingum sem komi fram í þeirri lýsingu.</p> <p style="text-align: justify;">Þá geti upplýsingar í reit um skammt bóluefnis í tengslum við aukaverkun vegna Covid-19-bóluefnis verið misvísandi, þar sem hver tilkynning geti innihaldið upplýsingar um fleiri en einn skammt bóluefnis (t.d. fyrsta skammt og örvunarskammt), og jafnvel fleiri en eina tegund bóluefnis (t.d. Comirnaty frá Pfizer og Spikevax frá Moderna). Lyfjastofnun geti dregið gögnin saman eftir Covid-19-bóluefni og tilkynntum skammti í þar til gerðum reit í gagnagrunninum. Upplýsingarnar gefi hins vegar ekki rétta mynd af aukaverkanatilkynningum fyrir hvern skammt og hverja tegund bóluefnis þar sem ítarlegri upplýsingar geti legið að baki hverri tilkynningu, sbr. framangreint. Gagnagrunnurinn styðji ekki við að draga fram slíkar upplýsingar. Þá sé ljóst að hluti tilkynninganna innihaldi ekki þennan reit.</p> <p style="text-align: justify;">Ef ráðast ætti í þá vinnu að útbúa samantektina þyrfti Lyfjastofnun að fara handvirkt í gegnum rúmlega sex þúsund tilkynningar til að tryggja að réttar upplýsingar liggi fyrir í þessum reit, sbr. breytingar á skömmtum sem hafa orðið í gegnum heimsfaraldurinn. Þannig geti örvunarskammtur flokkast sem þriðji skammtur fyrir ákveðin bóluefni en annar skammtur fyrir önnur. Ekki sé hægt að leysa úr þessu nema að fara handvirkt í gegnum allar tilkynningar, vegna takmarkana á gagnagrunni stofnunarinnar. Að lokum þyrfti að yfirfara allar tilkynningar til að tryggja að persónugreinanlegar upplýsingar lægju ekki fyrir í gögnunum.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðar leiðréttingu á gagnagrunni hafi Lyfjastofnun ekki komist í það verkefni nema að hluta. Ítrekað sé að í einni tilkynningu um aukaverkun geti verið upplýsingar um aukaverkun eftir fleiri en einn skammt og jafnvel eftir fleiri en eitt bóluefni. Þær upplýsingar sé ekki hægt að draga fram þótt reiturinn á eyðublaðinu yrði uppfærður. Flækjustig tilkynninganna gerir að verkum að þessi reitur bæti í raun engum upplýsingum við fyrir tilkynningarnar. Komið hafi í ljós við vinnuna að það að leiðrétta og uppfæra gögnin bæti engu við gæði tilkynninganna og gefi ekki rétta mynd þar sem tilkynning vegna annarrar eða þriðju sprautu geti einnig innihaldið einkenni vegna fyrstu eða annarrar sprautu og/eða annars bóluefnis.</p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun tekur einnig fram að ekki sé hægt að draga saman úr gagnagrunni stofnunarinnar upplýsingar um hvaða einkenni séu tilkynnt, þar sem gagnagrunnurinn sé ekki MedDRA-kóðaður. Þannig væri ekki hægt að veita upplýsingar um tilkynntar aukaverkanir eftir Covid-19-bóluefni, skammti bóluefnis og tilkynntum einkennum, þótt farið yrði handvirkt yfir tilkynningarnar.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Kærandi í máli þessu hefur óskað eftir samantekt hjá Lyfjastofnun um aukaverkanir vegna Covid-19-bóluefna, sem innihaldi sundurliðun á því hvaða skammtur bóluefnis (fyrsti, annar eða þriðji) hafi valdið aukaverkun. Ákvörðun Lyfjastofnunar byggir á því að slík samantekt sé ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og að henni sé óskylt að búa hana til, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá vísar Lyfjastofnun í umsögn til úrskurðarnefndarinnar einnig til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna, um að hafna megi beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki telst af þeim sökum fært að verða við henni.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpinu sem varð að gildandi upplýsingalögum er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur því ekki úrskurðað um rétt til aðgangs að gögnum sem eiga eftir að verða til þegar beiðni er sett fram eða gögnum eins og þau koma til með að líta út eftir þann tímapunkt, sjá til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 788/2019. Eins og mál þetta liggur fyrir úrskurðarnefndinni verður að líta svo á að úrlausnarefnið sé hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að samantekt um aukaverkanir vegna Covid-19-bóluefna, í því formi sem hún var á þegar beiðnin barst Lyfjastofnun.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í XIV. kafla lyfjalaga, nr. 100/2020, er fjallað um lyfjagát Lyfjastofnunar. Samkvæmt 61. gr. laganna skal Lyfjastofnun starfrækja lyfjagátarkerfi til að hafa eftirlit með öryggi lyfja og skal stofnunin halda skrá yfir aukaverkanir sem tilkynntar eru til hennar. Ákvæði kaflans fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/84/ESB frá 15. desember 2010 um breytingu, að því er varðar lyfjagát, á tilskipun 2001/83/EB um Bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum. Í 17. lið aðfararorða tilskipunarinnar kemur fram að tilgangur lyfjagátarkerfis sé að safna upplýsingum sem komi að gagni við eftirlit með lyfjum, þ.m.t. upplýsingum um aukaverkanir, sem grunur er um og sem vart verður í kjölfar þess að lyf er notað. Þá segir í 2. mgr. 101. gr. tilskipunarinnar að aðildarríki skuli nota lyfjagátarkerfið til að meta allar upplýsingar með vísindalegum aðferðum, skoða möguleika á að lágmarka og fyrirbyggja áhættu og grípa til stjórnsýsluaðgerða, að því er varðar markaðsleyfið, ef nauðsyn krefur. Loks segir í c- og d-liðum 1. mgr. 102. gr. tilskipunarinnar að aðildarríkin skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að afla nákvæmra og sannprófanlegra gagna fyrir vísindalegt mat á tilkynningum um aukaverkanir sem grunur er um, og sjá til þess að almenningi séu tímanlega veittar mikilvægar upplýsingar um áhyggjuefni, sem hafa komið í ljós við lyfjagát og tengjast notkun tiltekins lyfs, með því að birta upplýsingarnar á vefgátinni og með öðrum aðferðum við að gera upplýsingar aðgengilegar almenningi, eftir því sem nauðsyn krefur.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt meginreglu um rétt til aðgangs að gögnum í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Hið sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr., en þar er kveðið á um skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.–10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Lyfjastofnun hefur gefið þær skýringar í málinu að það sé misjafnt hvort tilkynning um aukaverkun innihaldi upplýsingar um hvaða skammtur bóluefnis hefur valdið aukaverkun. Innihaldi slík tilkynning upplýsingarnar sé misjafnt hvar í tilkynningunni þær sé að finna. Þannig geti þær komið fram í reit á eyðublaðinu um lýsingu á aukaverkun, en ekki sé hægt að leita í gagnagrunni Lyfjastofnunar eftir texta í þeim reit, sem og í reit sem finna megi í hluta tilkynninganna þar sem tilgreint er hvaða skammtur bóluefnis hafi valdið aukaverkun. Sá reitur geti þó verið því marki brenndur að innihalda upplýsingar um fleiri en einn skammt (t.d. fyrsta skammt og örvunarskammt) og jafnvel fleira en eitt bóluefni (t.d. Comirnaty frá Pfizer og Spikevax frá Moderna). Gagnagrunnurinn styðji í þeim tilvikum ekki við að draga þær upplýsingar út úr honum. Þannig er ljóst að til að unnt væri að búa til þá samantekt sem kærandi óskar eftir þyrfti að yfirfara þær rúmlega sex þúsund tilkynningar sem borist hafa Lyfjastofnun handvirkt til að tryggja að þær upplýsingar sem þar koma fram skiluðu sér með fullnægjandi hætti í samantektinni.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir í athugasemdunum:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórnvaldið geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað ráðið af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum með tilkomu 15. gr. gildandi laga hafi m.a. verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hafi sér stað hjá aðilum sem falla undir gildissvið laganna og lýsir sér í því að gögn eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Telur úrskurðarnefndin mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu ekki takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn teljist fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar þeirra aðila sem heyra undir gildissvið laganna um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki. Í ljósi þeirra viðmiða sem leidd verða af 15. gr. upplýsingalaga verður hins vegar að túlka skýringar Lyfjastofnunar um að samantekt um aukaverkanir vegna Covid-19-bóluefna sem innihaldi sundurliðun á því hvaða skammtur bóluefnis (fyrsti, annar eða þriðji) hafi valdið aukaverkun teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á þann veg að ekki sé hægt að kalla upplýsingar þar að lútandi fram með tiltölulega einföldum hætti úr gagnagrunni stofnunarinnar. Þessar upplýsingar séu því ekki aðgengilegar Lyfjastofnun sjálfri án verulegrar fyrirhafnar.</p> <p style="text-align: justify;">Þá kemur að mati úrskurðarnefndarinnar ekki til álita að leggja fyrir Lyfjastofnun að taka saman ónákvæmar upplýsingar og afhenda kæranda. Telur nefndin það ekki samræmast ákvæðum tilskipunar 2010/84/ESB, þar sem lögð er sérstök áhersla á nauðsyn þess að upplýsingar í lyfjagátarkerfi séu metnar með vísindalegum aðferðum og að þær séu nákvæmar og sannprófanlegar, í því skyni að tryggja heilbrigði sjúklinga og lýðheilsu. Í ljósi alls framangreinds verður að líta svo á að gögnin teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Af því leiðir að ekki er þörf á því að fjalla um hvort Lyfjastofnun hafi mátt hafna beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin tekur fram að það fellur utan við valdsvið nefndarinnar að hafa eftirlit með eða leggja fyrir aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að upplýsingar sem skráðar eru í gagnagrunna eða umsýslukerfi hans séu aðgengilegar með tiltölulega einföldum hætti. Þá tekur nefndin fram að Lyfjastofnun er heimilt að afgreiða gagnabeiðni kæranda með því að búa til þá samantekt sem kærandi hefur óskað eftir, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Þar sem gögn með umbeðnum upplýsingum eru ekki fyrirliggjandi er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 9. mars 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1115/2022. Úrskurður frá 19. desember 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Háskóla Íslands sem vörðuðu hann sjálfan. Ákvörðun háskólans byggðist á því að þau gögn sem aðgangur kæranda skyldi takmarkaður að teldust vera vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga. Úrskurðarnefndin taldi að stærstur hluti gagnanna tilheyrði stjórnsýslumáli kæranda, en fyrir lá að honum hafði verið sagt upp störfum hjá háskólanum. Sá hluti kærunnar heyrði ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 4. gr. laganna. Nefndin féllst á að þau gögn sem eftir stæðu uppfylltu skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn og að háskólanum hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim. Var ákvörðun Háskóla Íslands því staðfest en kærunni að öðru leyti vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 19. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1115/2022 í máli ÚNU 22040007.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 12. apríl 2022, kærði A afgreiðslu Háskóla Íslands á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði 4. og 5. mars 2022 eftir öllum gögnum sem vörðuðu hann sjálfan, þ.m.t. samskiptum háskólans við þriðju aðila […] síðastliðna mánuði vegna beiðna um upplýsingar […], og upplýsingum um þá aðila sem háskólinn hefði afhent trúnaðarupplýsingar um kæranda án samþykkis.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Háskóla Íslands, dags. 11. mars 2022, kom fram að engin samskipti við þriðju aðila […] lægju fyrir hjá háskólanum. Háskólinn hefði ekki óskað eftir neinum upplýsingum um kæranda frá þriðju aðilum og engum trúnaðarupplýsingum hefði verið miðlað. Svo sem kæranda væri ljóst hefði honum verið sagt upp störfum á reynslutíma […]. Slík ákvörðun væri ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Um aðgang að gögnum í slíkum málum færi samkvæmt 15. gr. þeirra laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í tengslum við starf kæranda […] lægju vitanlega fyrir gögn hjá háskólanum vegna hennar, en það væru gögn sem kærandi ætti þegar að hafa undir höndum, svo sem starfsumsókn, ráðningarsamningur og uppsagnarbréf. Var kæranda leiðbeint um að ef hann óskaði eftir þeim gögnum væri sjálfsagt að taka þá beiðni til afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi ítrekaði beiðnir sínar frá 4. og 5. mars með erindi til háskólans, dags. 10. apríl 2022. Erindinu var svarað 12. apríl og vísað til framangreinds svars frá 11. mars 2022. Í kæru kemur fram að kæranda hafi ekki verið afhent nein gögn á grundvelli upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Háskóla Íslands með erindi, dags. 13. apríl 2022, og háskólanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að háskólinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin átti í tölvupóstssamskiptum við Háskóla Íslands dagana 2. til 13. maí 2022. Kom þar fram af hálfu háskólans að misskilningur hefði orðið við afgreiðslu beiðni kæranda því ekki hefði verið ljóst að kærandi óskaði í reynd eftir öllum gögnum um sig í vörslum háskólans, sbr. beiðni hans frá 4. mars. Unnið væri að því að taka þau gögn saman og afhenda kæranda. Hinn 13. maí 2022 bárust úrskurðarnefndinni þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Háskóla Íslands barst svo úrskurðarnefndinni hinn 31. maí 2022. Í henni kemur fram að kærandi hafi verið ráðinn í starf […] en sagt upp störfum […] á reynslutíma ráðningarsamningsins. Í tengslum við starfslokin hafi átt sér stað ýmis samskipti milli kæranda og stjórnenda hjá Háskóla Íslands því það hafi þurft að ganga frá lausum endum.</p> <p style="text-align: justify;">Eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi kynnt kæruna fyrir Háskóla Íslands hafi verið farið yfir öll gögn í vörslum háskólans sem gætu tengst málefnum kæranda og hann hefði ekki þegar aðgang að sjálfur. Voru kæranda í framhaldinu afhent gögn tengd trúnaðarlæknaþjónustu Auðnast, samskipti kæranda við aðila innan háskólans og gögn frá launadeildinni sem tengdust kæranda. Önnur gögn væru vinnugögn og yrðu ekki afhent kæranda með vísan til 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Háskóla Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, sem bárust sama dag, kemur fram að kærandi hafi upplýsingar um að háskólinn hafi sett sig í samband við þriðju aðila og látið þeim í té trúnaðarupplýsingar um kæranda. Kærandi hafi undir höndum skriflegar yfirlýsingar frá þeim sem haft hafi verið samband við, en engu að síður sé háskólinn ekki tilbúinn að afhenda kæranda upplýsingar þar um.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. nóvember 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um það hvort Háskóli Íslands hefði tekið afstöðu til þess hvaða gögn sem afhent voru úrskurðarnefndinni hann teldi að tilheyrðu stjórnsýslumáli kæranda sem til umfjöllunar væri. Í svari háskólans, dags. 28. nóvember 2022, kom fram að litið væri svo á að öll þau gögn sem afhent voru úrskurðarnefndinni teldust hluti af stjórnsýslumálinu.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Háskóla Íslands sem varða hann sjálfan. Ákvörðun háskólans byggist á því að þau gögn sem aðgangur kæranda er takmarkaður að teljist vera vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að ef þess er óskað sé skylt að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Sá réttur takmarkast meðal annars af 2. mgr. sömu greinar, þar sem segir að ákvæðið gildi ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. laganna. Meðal gagna sem þar er tilgreint að heimilt sé að takmarka aðgang að eru vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Stjórnsýslulög, nr. 37/1993, gilda þegar teknar eru ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra laga. Um rétt til aðgangs að gögnum í slíkum málum fer samkvæmt ákvæðum 15.–19. gr. stjórnsýslulaga, en í 1. mgr. 15. gr. kemur fram að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Meðal gagna sem réttur aðila máls til aðgangs að tekur ekki til eru vinnuskjöl, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 16. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Af framangreindu er ljóst að aðgangur að gögnum um aðila sjálfan getur byggst hvort sem er á upplýsingalögum eða stjórnsýslulögum. Það hvor lögin eigi við ræðst af því hvort gögnin tilheyri stjórnsýslumáli þar sem tekin er ákvörðun um rétt eða skyldu. Fyrir liggur að kæranda var sagt upp störfum […]. Ákvörðun um að segja upp starfsmanni telst vera ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Um aðgang að gögnum í slíku máli fer því eftir ákvæðum þeirra laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Háskóla Íslands er vísað til 8. gr. upplýsingalaga til stuðnings ákvörðun háskólans að synja kæranda um aðgang að gögnum, en í skýringum til nefndarinnar kemur fram að háskólinn líti svo á að gögnin tilheyri stjórnsýslumáli kæranda. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem afhent voru nefndinni og kæranda hefur verið synjað um aðgang að. Um er að ræða mestmegnis tölvupóstssamskipti en einnig nokkrar fundargerðir […]. Nefndin telur að stærstur hluti gagnanna beri ekki annað með sér en að tilheyra því stjórnsýslumáli sem lauk með uppsögn kæranda. Verður því aðgangur að þeim gögnum ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, heldur stjórnsýslulaga. Það á hins vegar ekki við um öll gögnin og telur úrskurðarnefndin að hluti þeirra tilheyri ekki stjórnsýslumáli kæranda. Því liggur fyrir nefndinni að taka afstöðu til þess hvort Háskóla Íslands sé heimilt að takmarka aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Líkt og að framan greinir takmarkast réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga meðal annars af 2. mgr. sömu greinar, þar sem segir að ákvæðið gildi ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. laganna. Meðal gagna sem þar er tilgreint að heimilt sé að takmarka aðgang að eru vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt, og því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem nefndin telur að tilheyri ekki stjórnsýslumáli kæranda. Um er að ræða samskipti starfsmanna Háskóla Íslands sem innihalda vangaveltur og mótun afstöðu þeirra til ákveðinna mála, þar á meðal samskipti um […] hvernig fara beri með höfundarétt gagna sem urðu til í starfi kæranda hjá Háskóla Íslands. Gögnin bera ekki annað með sér en að stafa einungis frá starfsmönnunum sjálfum og að hafa ekki verið afhent öðrum. Telur úrskurðarnefndin því að Háskóla Íslands hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum, sbr. nánar í úrskurðarorði. Verður ákvörðun Háskóla Íslands þar að lútandi því staðfest. Rétt er að taka fram að nefndin lítur svo á að kærandi hafi þegar fengið aðgang að gögnum sem lögfræðingi BHM voru afhent, enda gætti hann hagsmuna kæranda í málinu gagnvart Háskóla Íslands.</p> <p style="text-align: justify;">Meðal gagna sem einnig voru afhent nefndinni voru tölvupóstar sem urðu til eftir að kæran barst til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin tekur ekki afstöðu til þessara gagna. Þá eru nokkrir tölvupóstar sem varða afgreiðslu á beiðni kæranda um aðgang að gögnum hjá Háskóla Íslands. Ákvörðun um afgreiðslu slíkrar beiðni er ákvörðun um rétt eða skyldu samkvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga og því sjálfstætt stjórnsýslumál sem kærandi á aðild að. Um aðgang kæranda að gögnum sem lúta sérstaklega að því hvernig beiðni hans samkvæmt upplýsingalögum var afgreidd fer því, rétt eins og varðandi stjórnsýslumálið um uppsögn kæranda, samkvæmt 15.–19. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p style="text-align: justify;">Vegna þeirrar fullyrðingar kæranda að Háskóli Íslands hafi átt í samskiptum við þriðju aðila […] og afhent þeim trúnaðarupplýsingar, hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu háskólans að ekki liggi fyrir gögn þar um, að svo miklu leyti sem aðgangur að slíkum gögnum kynni að fara samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Að öllu framangreindu virtu er óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun Háskóla Íslands, dags. 4. mars 2022, að synja A um aðgang að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstssamskiptum milli […].</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstssamskiptum milli […].</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstssamskiptum milli […].</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstssamskiptum milli […].</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 12. apríl 2022, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson, varaformaður<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1114/2022. Úrskurður frá 5. desember 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um greiðslur sem Isavia hefur fengið vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tilteknu tímabili. Synjun Isavia byggðist annars vegar á því að hluti gagnanna heyrði ekki undir gildissvið upplýsingalaga samkvæmt 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga og hins vegar að meðferð beiðninnar um þau gögn sem eftir stæðu útheimti svo mikinn tíma og vinnu að ekki sé fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að yfirferð á reikningum gæti tekið svo langan tíma að undantekningarákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. ætti við. Ákvörðun Isavia var því felld úr gildi og lagt fyrir félagið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu en kærunni var að öðru leyti vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1114/2022 í máli ÚNU 22100015.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 13. október 2022, kærði A lögmaður, f.h. Drífu ehf., synjun Isavia ohf. á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti, dags. 25. ágúst 2021, sendi kærandi beiðni um afrit af öllum greiðslum sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði ehf., eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi, vegna sérleyfa (leigugreiðslna) um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá og með árinu 2010 til 25. ágúst 2021. Óskað var eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. hvert ár fyrir sig. Þar sem aðilinn hefði rekið tvær verslanir í flugstöðinni síðustu ár var óskað eftir því að fram kæmi hvað greitt hefði verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig.</p> <p style="text-align: justify;">Isavia svaraði erindi kæranda með tölvupósti, dags. 1. september 2021, þar sem beiðni kæranda var hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, auk þess sem upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. laganna. Ákvörðun félagsins var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með erindi, dags. 13. september 2021. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1090/2022 var lagt fyrir Isavia að taka beiðni kæranda, dags. 25. ágúst 2021, til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Í kjölfar úrskurðarins ítrekaði kærandi kröfu sína gagnvart Isavia ohf. Með tölvupósti, dags. 27. september 2022, óskaði Isavia eftir því við kæranda að tilgreint yrði með nákvæmari hætti hvaða fyrirliggjandi gögnum væri óskað eftir og að beiðnin yrði afmörkuð við skemmra tímabil. Með svari, dags. 28. september 2022, var upplýst af hálfu lögmanns kæranda að ekki væri talið tilefni til að tilgreina með nákvæmari hætti hvaða fyrirliggjandi gögnum væri óskað eftir. Beiðnin væri skýr og vandséð hvernig ætti að tilgreina umbeðin gögn með nákvæmari hætti, en á það bent að við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði komið fram af hálfu kæranda að afhending reikninga sem heyrðu undir beiðnina gætu verið fullnægjandi. Þá væri ekki heldur tilefni til að afmarka tímabilið nánar.</p> <p style="text-align: justify;">Með tölvupósti, dags. 30. september 2022, synjaði Isavia beiðni um afhendingu reikninga á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 með vísan til 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga. Þá synjaði Isavia jafnframt beiðni um afhendingu reikninga á tímabilinu 1. janúar 2013 til 4. ágúst 2021 með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Félagið hefði metið umfang umbeðinna gagna en um væri að ræða rúmlega 500 aðgreinda reikninga og að mati Isavia væri um slíkt magn skjala að ræða, að meðferð beiðninnar tæki of mikinn tíma og krefðist of mikillar vinnu til að unnt væri að verða við henni. </p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að kærandi telji að ákvörðun Isavia um að synja um aðgang að umræddum gögnum sé röng og ekki í samræmi við lög. Telur kærandi að Isavia hafi verið óheimilt að synja kæranda um afhendingu gagnanna. Þá bendir kærandi jafnframt á að ekki verði séð að Isavia hafi brugðist með fullnægjandi hætti við fyrirmælum úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 1090/2022, enda virðist t.d. ekkert mat hafa farið fram á þeim ólíku hagsmunum sem vega þurfi og meta við beitingu á undantekningarákvæðum upplýsingalaga. Þá virðist í engu hafa verið litið til réttar kæranda til aðgangs að hluta, líkt og úrskurðarnefndin hafi sérstaklega tekið fram í úrskurði sínum. Að mati kæranda sé ljóst að beiðni kæranda sé skýr og afmörkuð, beiðnin varði aðgang að fyrirliggjandi gögnum og varði tiltekin gögn og tiltekið mál, sbr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi hafnar því að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga geti átt við og telur ljóst að fyrirliggjandi tilvik geti ekki talist til ýtrustu tilvika líkt og fram kemur í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum. Þá sé umfang beiðninnar hvergi nærri slíkt að vinna Isavia við að taka gögnin saman myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Telur kærandi ljóst að ekkert raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni hafi farið fram, en ljóst sé af úrskurðarframkvæmd að ekki sé unnt að synja beiðni á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. á þeirri almennu forsendu að það sé vandkvæðum bundið að finna gögnin til og vísa til tiltekins fjölda reikninga með almennum hætti, líkt og Isavia hafi gert.</p> <p style="text-align: justify;">Þá mótmælir kærandi þeim röksemdum Isavia að yfirferð gagnanna á grundvelli 2. málsl. 9. gr. laganna sé mjög tímafrek. Isavia hafi ekki rökstutt með neinum hætti að hvaða leyti afhending gagnanna myndi leiða til tjóns þeirra þriðju aðila sem gögnin varða. Þá bendir kærandi á að hagsmunirnir þurfi auk þess að vera virkir, sbr. 9. gr., en samkvæmt athugasemdum við 7. gr. breytingarlaga nr. 72/2019 eru hagsmunir til dæmis ekki virkir þegar fyrirtæki er gjaldþrota. Kærandi telji því ljóst að Miðnesheiði ehf. hafi ekki virka hagsmuni enda hafi félaginu verið slitið 2. október 2019 og geti Isavia því með engu móti synjað um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli að félagið hafi virka hagsmuni, auk þess sem umbeðnar upplýsingar séu allt að níu ára gamlar eða eldri. Séu því engir hagsmunir af leynd gagnanna lengur, hafi einhvern tíma yfir höfuð verið hagsmunir af leynd. Í þessu sambandi áréttar kærandi að í úrskurði nefndarinnar hafi verið sérstaklega á það bent að hluti þeirra gagna sem óskað var eftir, væri kominn til ára sinna og þegar af þeim sökum væri engan veginn sjálfgefið að gögnin teldust undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Veki því ákveðna furðu að svo virðist sem Isavia hafi í engu litið til þessa við mat sitt.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að lokum nauðsynlegt að leggja áherslu á að umbeðnar upplýsingar varði ráðstöfun takmarkaðra, opinberra gæða. Með útboði á árinu 2014 hafi Isavia, sem er í 100% eigu ríkisins, boðið út sérleyfi fyrir rekstur í húsnæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem einnig er alfarið í eigu íslenska ríkisins.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Isavia ohf. með erindi, dags. 13. október 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran laut að.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Isavia, dags. 28. október 2022, kemur fram að ákvörðun félagsins um að synja kæranda um reikninga á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 byggist á því að samkvæmt 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga gildi ákvæði laganna eingöngu um þau gögn og upplýsingar í vörslu lögaðila sem urðu til eftir gildistökulaganna þann 1. janúar 2013. Þar sem félagið hafi ekki fallið undir gildissvið laganna þegar reikningar á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 urðu til, sé ljóst að félaginu hafi ekki verið skylt að afhenda umrædda reikninga. Þessi afstaða félagsins hafi áður verið staðfest af úrskurðarnefnd um upplýsingamál í máli nr. 844/2019, þar sem fallist hafi verið á að gögn með upplýsingum um þá ákvörðun að hefja gjaldtöku við bílastæði hafi orðið til fyrir gildistöku upplýsingalaga og synjun staðfest, sbr. 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi bendi Isavia á að hvorki sérleyfisútboð samkvæmt reglugerð nr. 950/2017 um sérleyfissamninga um verk eða þjónustu yfir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins, né leiga á verslunarrými fyrir gildistöku reglugerðarinnar, séu stjórnvaldsákvarðanir.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni segir að Isavia hafi beðið kæranda um að afmarka beiðni sína nánar og takmarka hana við skemmra tímabil í samræmi við 15. gr. upplýsingalaga, þar sem upphafleg gagnabeiðni væri umfangsmikil og sneri að gögnum um greiðslur yfir ellefu ára tímabil. Í svari kæranda hafi komið fram að kærandi teldi ekki ástæðu til að takmarka beiðni sína við skemmra tímabil en tekið fram að afhending reikninga sem heyri undir beiðnina án sundurliðunar greiðslna gæti verið fullnægjandi. Isavia hafi því tekið beiðnina til meðferðar á þeim grundvelli og kannað hvaða gögn falli undir beiðni kæranda. Um sé að ræða 526 reikninga sem dagsettir eru á tímabilinu 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021. Í ljósi umfangsins hafi einungis nokkrir reikningar verið kannaðir en í flestum tilvikum sé um að ræða reikninga sem séu ein blaðsíða að lengd. Megi því ætla að um sé að ræða rétt rúmlega 526 blaðsíður af gögnum. Í ljósi framangreinds umfangs hafi Isavia hafnað beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá séu gögnin sem um ræði vistuð í tveimur aðskildum bókhaldskerfum; gögn frá ársbyrjun 2017 séu vistuð í núverandi bókhaldskerfi en gögn fyrir þann tíma vistuð í eldra og óaðgengilegra bókhaldskerfi sem takmarkaður fjöldi starfsmanna hafi aðgang að. Félagið hafi gróflega áætlað að um 1–2 mínútur taki að sækja hvern reikning úr kerfinu og vista á skipulegan hátt sem PDF-skjöl. Vegi þar þyngra sá þann tíma sem taki að sækja gögn úr hinu eldra og óaðgengilegra kerfi.</p> <p style="text-align: justify;">Til viðbótar við þann tíma sem taki að sækja reikningana, hafi Isavia tekið mið af ummælum nefndarinnar í máli nr. 907/2020, um skyldu félagsins til að leggja mat á hvort upplýsingarnar í hverju og einu gagni séu þess eðlis að birting þeirra valdi þeim tjóni sem upplýsingarnar varði. Upplýsingar um greiðslur snúi flestar að veltutengdum leigufjárhæðum, markaðsgjaldi og föstum leigugreiðslum. Upplýsingarnar varði viðskiptalega hagsmuni þeirra félaga sem reikningana greiða og geti varpað ljósi á boðna veltuprósentu sem jafnað verði til einingarverðs. Vísar Isavia til þess að á félaginu hvíli skylda til að virða trúnað við fyrirtæki, meðal annars um boðin einingarverð, sbr. 30. gr. sérleyfisreglugerðarinnar. Með vísan til þessarar trúnaðarskyldu og fyrri tilmæla nefndarinnar, hafi félagið talið að ef afhenda ætti reikningana væri óhjákvæmilegt að kanna efni hvers og eins reiknings og meta hvort heimilt sé að afhenda þá með tilliti til framangreindra hagsmuna. Telur félagið að áætla megi að um tveir til þrír vinnudagar sérfræðings í bókhaldsdeild félagsins færu í að safna saman reikningunum og þá megi gera ráð fyrir nokkurra klukkustunda vinnu lögfræðings félagsins að yfirfara reikningana. Að mati félagsins sé um að ræða of mikla vinnu til að hægt sé að verða við beiðninni.</p> <p style="text-align: justify;">Loks telji félagið óhjákvæmilegt að líta til þess að beiðni kæranda sé ekki sett fram í tómarúmi heldur sem hluti af fleiri upplýsingabeiðnum. Vísar Isavia til þess að þegar beiðni sé hafnað á grundvelli 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga sé heimilt að líta bæði til umfangs stakrar beiðni sem og fjölda þeirra frá einum og sama aðilanum. Isavia hafi borist á skömmum tíma árið 2021 fjórar aðgreindar beiðnir frá kæranda. Um sé að ræða beiðni frá 4. ágúst 2021 sem var til umfjöllunar í úrskurði 1083/2022, hina kærðu beiðni frá 25. ágúst 2021 sem einnig var til umfjöllunar í úrskurði nr. 1090/2022, beiðni frá 26. september 2021 þar sem engin gögn voru fyrirliggjandi til að afhenda og beiðni frá 7. október 2021 þar sem afhentir voru yfirstrikaðir samningar. Félagið telji að umfang framangreindra beiðna á skömmu tímabili styðji enn fremur við heimild félagsins til að hafna afhendingu á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Því telji Isavia að félaginu hafi verið heimilt að hafna afhendingu reikninga á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 á þeim grundvelli að gögnin hafi orðið til áður en félagið féll undir gildissvið upplýsingalaga. Þá telur félagið að því hafi verið heimilt að hafna afhendingu reikninga á tímabilinu 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021, þar sem umfang reikninganna og vinna við afhendingu þeirra sé of mikil til að hægt sé að verða við beiðninni.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Isavia fylgdi hluti þeirra gagna sem kæranda var synjað um aðgang að. Sökum þeirrar afstöðu Isavia að umfang reikninganna og vinna við afhendingu þeirra sé of mikil til að hægt sé að verða við beiðninni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, voru úrskurðarnefndinni í dæmaskyni afhentir tólf reikningar af tímabilinu sem lýsandi dæmi um innihald reikninganna.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. október 2022, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 3. nóvember 2022, kemur fram að í umsögn Isavia sé fullyrt að um sé að ræða 526 reikninga sem dagsettir séu á tímabilinu 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021, sem í flestum tilvikum séu ein blaðsíða að lengd. Að mati kæranda fáist þetta ekki staðist. Umrætt tímabil spanni 104 mánuði og ef lagt sé til grundvallar að reikningarnir séu 526 talsins, líkt og Isavia haldi fram, hafi verið gefnir út um 5 reikningar á mánuði allt þetta tímabil vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í flugstöðinni. Jafnvel þótt lagt sé til grundvallar að um tvær verslanir sé að ræða, og þótt greint væri á milli útivistarfatnaðar og minjagripa í báðum verslunum, þá sé um gífurlegan fjölda reikninga að ræða. Kærandi telji ljóst að sá fjöldi reikninga sem Isavia beri fyrir sig sé óútskýrður og gangi ekki upp. Ekki sé því unnt að fallast á með Isavia að umfang umbeðinna gagna réttlæti höfnun hennar. Þá réttlæti hvorki umfang gagnanna né tíminn, sem fullyrt sé að tæki að safna þeim, að undantekningarreglu 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga verði beitt. Í því sambandi bendir kærandi á að 526 til 1052 mínútur, ef gert sé ráð fyrir því að tímaáætlun Isavia eigi við rök að styðjast, geti ekki talist of mikill tími í skilningi undantekningarreglu 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Þá telur kærandi raunar ljóst að hér hljóti að vera um ofmat að ræða og undrast verulega þann mikla tíma sem kærandi geri ráð fyrir í verkið. Hefðbundin bókhaldskerfi bjóði upp á að reikningar séu kallaðir fram eftir t.d. kennitölum eða viðskiptamönnum. Að mati kæranda sé ótrúverðugt að sækja þurfi hvern og einn reikning og vista á skipulegan hátt sem pdf skjöl líkt og Isavia haldi fram. Sú áætlun Isavia um að tveir til þrír vinnudagar sérfræðings í bókhaldsdeild færu í að safna saman reikningum, auk nokkurra klukkustunda vinnu lögfræðings við að yfirfara reikningana, sé því að mati kæranda augljóslega ofmetin. Efni reikninganna sé væntanlega hið sama og því augljóslega ekki nauðsynlegt að framkvæma lögfræðilegt mat á hverjum einasta reikningi. Kærandi tekur fram að ekki sé unnt að láta kæranda, sem óski upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga, bera halla af því ef Isavia búi ekki við hefðbundið bókhaldskerfi þar sem unnt er að kalla fram gögn með skipulegum og skjótum hætti.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010 fram til 25. ágúst 2021. Isavia synjaði beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá 1. janúar 2010 til 31. desember 2012 á þeim grundvelli að gögnin heyrðu ekki undir gildissvið upplýsingalaga með vísan til 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga. Beiðni um þau gögn sem eftir standa, þ.e. frá 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021, var synjað á þeim grundvelli að meðferð upplýsingabeiðninnar tæki of langan tíma og krefðist of mikillar vinnu til að unnt yrði að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga gilda ákvæði laganna aðeins um þau gögn og upplýsingar í vörslu lögaðila skv. 2. mgr. 2. gr. og 3. gr. sem urðu til eftir gildistöku laganna. Það eigi þó ekki við þegar viðkomandi hefur verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur fram að tilgangur ákvæðisins sé að gefa þessum aðilum færi á að laga vinnulag að kröfum upplýsingalaga. Undantekning sé þó gerð varðandi gögn sem fyrir liggja hjá slíkum lögaðilum og til hafa orðið í tengslum við meðferð þeirra á valdi til töku stjórnvaldsákvarðana, enda hafi þau gögn fallið undir gildissvið upplýsingalaga frá upphafi. Úrskurðarnefndin telur að þau gögn sem deilt er um í málinu hafi ekki orðið til í tengslum við meðferð Isavia á valdi til töku stjórnvaldsákvarðana. Verður því að vísa kæru frá úrskurðarnefndinni hvað varðar þann hluta gagnabeiðninnar sem snýr að gögnum sem urðu til fyrir 1. janúar 2013.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Synjun Isavia styðst að öðru leyti við það að meðferð upplýsingabeiðninnar tæki of langan tíma og krefðist of mikillar vinnu til að unnt yrði að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þeirri ákvörðun til stuðnings vísar félagið til þess að undir beiðni kæranda falli 526 reikningar sem hver og einn sé um ein blaðsíða. Þeir séu vistaðir í tveimur aðskildum bókhaldskerfum. Um eina til tvær mínútur taki að sækja og vista hvern reikning. Samtals taki það tvo til þrjá daga fyrir sérfræðing í bókhaldsdeildinni að safna saman reikningunum og nokkurra klukkustunda vinnu lögfræðings við að fara yfir þá, með hliðsjón af takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Isavia áætlaði að vinna við það tæki um tvo til þrjá daga að safna saman reikningunum, auk nokkurra klukkustunda vinnu lögfræðings félagsins við að yfirfara reikningana.<br /> <br /> Í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga segir að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum kemur skýrt fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Þá segir að til þess að skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt þurfi umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum að vera slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt á það áherslu að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 663/2016 og 551/2014. Í síðara málinu var ekki fallist á að stjórnvaldi væri heimilt að beita ákvæðinu en rökstuðningur stjórnvaldsins laut að því að leit í málaskrárkerfi stofnunar hefði skilað 1.800 niðurstöðum. Í úrskurði nefndarinnar nr. 745/2018 var fallist á að beita heimildinni varðandi aðgang að öllum úrskurðum í umgengnismálum í vörslum dómsmálaráðuneytisins. Í niðurstöðu nefndarinnar segir meðal annars að áætlaður heildarblaðsíðufjöldi úrskurðanna væri á annað þúsund. Með vísan til eðlis málaflokksins féllst nefndin á að vinnan við að afmá viðkvæmar upplýsingar úr úrskurðunum væri slík að dómsmálaráðuneytinu væri heimilt að beita undanþáguákvæðinu.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum við ákvæði 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum verður að leggja til grundvallar að ákvæðinu verði einungis beitt þegar sýnt þykir að vinnsla beiðni um upplýsingar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.</p> <p style="text-align: justify;">Að öðru leyti en að framan greinir er ekki gerð nánari grein fyrir þeirri vinnu sem Isavia sér fram á að beiðni kæranda, sem úrskurðarnefndin telur að sé skýrlega afmörkuð og uppfylli að öllu leyti þær kröfur sem fram koma í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, komi til með að útheimta. Þá er ekki rökstutt með hvaða hætti afgreiðsla beiðninnar komi til með að valda umtalsverðri skerðingu á starfsemi þess. Virðist afstaða Isavia að hluta til mótast af því að gögnin séu vistuð í tveimur bókhaldskerfum, þar á meðal í eldra kerfi sem sé óaðgengilegra en hið nýja og aðgengilegt færri starfsmönnum. Úrskurðarnefndin tekur af því tilefni fram að þrátt fyrir að það falli utan valdsviðs nefndarinnar að fjalla um hvernig aðilar sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga haga skráningu og vistun gagna í umsýslukerfi sín þá samrýmist það ekki markmiðum upplýsingalaga að láta þann er fer fram á upplýsingar og setur beiðni sína fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga bera hallann af því ef slíkri skráningu eða vistun er ábótavant.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðar vísanir Isavia til takmörkunarákvæðis 9. gr. upplýsingalaga ítrekar nefndin sjónarmið úr úrskurði sínum nr. 1090/2022 um að hluti þeirra gagna sem óskað er eftir er kominn til ára sinna og þegar af þeim sökum er engan veginn sjálfgefið að gögnin teljist undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, enda þurfa hagsmunir þeir sem vísað er til í ákvæðinu að vera virkir, sjá til að mynda dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 og úrskurði nefndarinnar nr. 1083/2022, 1063/2022 og 1043/2021. Í ljósi þess að fyrir liggur að félaginu Miðnesheiði ehf. var slitið 2. október 2019 telur úrskurðarnefndin enn fremur vandséð hvernig afhending upplýsinga um félagið geti skaðað hagsmuni þess sem lögaðila.</p> <p style="text-align: justify;">Að öllu framangreindu virtu getur nefndin ekki fallist á að yfirferð á reikningum á tímabilinu 1. janúar 2013 til 25. ágúst 2021 taki svo mikinn tíma að undantekningarákvæðið eigi við. Þá telur úrskurðarnefndin að þær fjórar gagnabeiðnir frá kæranda sem Isavia bárust á síðari hluta ársins 2021 veiti félaginu eins og hér á stendur ekki meira svigrúm til að hafna beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Beiðni kæranda er því vísað til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu hjá Isavia.</p> <p style="text-align: justify;">Í ljósi þeirra tafa sem orðið hafa á afgreiðslu Isavia leggur úrskurðarnefndin áherslu á mikilvægi þess að málið hljóti skjóta afgreiðslu.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A lögmanns, f.h. Drífu ehf., dags. 28. september 2022, er vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu að því leyti sem hún tekur til gagna sem urðu til í starfsemi félagsins frá og með 1. janúar 2013. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1113/2022. Úrskurður frá 5. desember 2022 | Kærð var afgreiðsla Ísafjarðarbæjar á beiðni kæranda í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1077/2022, þar sem beiðninni hafði verið vísað aftur til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Samkvæmt Ísafjarðarbæ lágu þau gögn sem kærandi óskaði eftir ekki fyrir hjá sveitarfélaginu. Þar sem ekki teldist um synjun að ræða í skilningi 20. gr. upplýsingalaga var kærunni vísað frá nefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1113/2022 í máli ÚNU 22090025.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 28. september 2022, kærði A, f.h. Miðvíkur ehf., afgreiðslu Ísafjarðarbæjar á beiðni kæranda í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1077/2022 frá 1. júní 2022, þar sem beiðninni hafði verið vísað aftur til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Í kærunni eru gerðar athugasemdir við þrjú atriði í afgreiðslu Ísafjarðarbæjar. Í fyrsta lagi er fundið að því að engin gögn hafi fundist um fund eigendahóps Sjávarhússins á Látrum með bæjarstjóra í apríl 2015. Óskað sé eftir því að Ísafjarðarbær setji sig í samband við þáverandi bæjarstjóra og óski eftir skriflegu svari frá honum hvað varði efnistök, vilyrði og annað sem komið hafi fram á fundinum. Einnig sé óskað eftir því hverjir hafi sótt fundinn.</p> <p style="text-align: justify;">Önnur athugasemd lýtur að því sem þáverandi byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar á að hafa sagt við B árið 2002 eða 2003 um að ekki þyrfti byggingarleyfi fyrir fimm fermetra smáhýsi fyrir fjórhjól. Ekki séu til skrifleg samskipti um þetta og í svari Ísafjarðarbæjar hafi komið fram að ekki þættu forsendur til að bera þetta sérstaklega undir fyrrverandi byggingarfulltrúa. Kærandi óski eftir því að Ísafjarðarbær afli formlegra upplýsinga og svari skriflega hver samskipti byggingarfulltrúans við B voru í raun og veru og hvort B fari rétt með.</p> <p style="text-align: justify;">Í þriðja lagi er gerð athugasemd við að ekki hafi verið afhent samþykki meðeigenda sumarhúss C fyrir því að byggður yrði beitningaskúr við sumarhúsið.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Ísafjarðarbæ með erindi, dags. 30. september 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Ísafjarðarbær léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Ísafjarðarbæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 14. október 2022. Í umsögninni kemur fram um fyrstu athugasemd kæranda að ekki hafi fundist gögn um fund eigendahóps Sjávarhússins á Látrum með bæjarstjóra árið 2015. Engin skylda hvíli á bænum að hlutast til um að leita eftir skriflegu svari frá fyrrverandi bæjarstjóra um málið. Hið sama eigi við um aðra athugasemd kæranda. Varðandi þriðju athugasemdina hafi það verið mistök að bréfið hafi ekki skilað sér til kæranda. Honum hafi nú verið afhent bréfið.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Ísafjarðarbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. október 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 31. október 2022, eru fyrri kröfur ítrekaðar. Þá er óskað eftir afhendingu gagna sem vísað er til í fylgiskjölum sem fylgdu umsögn Ísafjarðarbæjar til úrskurðarnefndarinnar. Með erindi, dags. 23. nóvember 2022, afhenti Ísafjarðarbær kæranda þau gögn. Í einu þeirra skjala sem afhent voru kæranda þann dag var vísað til „meðfylgjandi ljósrits“, án þess að ljósritið væri afhent. Óskaði kærandi eftir afhendingu þess með erindi til bæjarins sama dag. Í svari Ísafjarðarbæjar, dags. 28. nóvember 2022, kom fram að umrætt ljósrit fyndist ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kærandi gerir í máli þessu athugasemdir við hvernig Ísafjarðarbær hafi staðið að afgreiðslu beiðni hans um gögn, sem úrskurðarnefndin vísaði til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu með úrskurði nr. 1077/2022. Við meðferð þessa máls afhenti Ísafjarðarbær kæranda eitt bréf sem kæran laut að og hafði fyrir mistök ekki borist kæranda. Þá voru kæranda við meðferð málsins afhent gögn sem vísað var til í fylgiskjölum með umsögn til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin fékk afrit af þeim gögnum. Loks kom fram að ljósrit sem vísað væri til í einu skjalinu fyndist ekki. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga það í efa og verður þeim hluta kærunnar því vísað frá. Það sem eftir stendur í kærunni lýtur í meginatriðum að því að Ísafjarðarbær eigi að afla tiltekinna gagna um atriði sem kærandi nefnir í kærunni.</p> <p style="text-align: justify;">Af 1. mgr. 5. gr. upplýsinglaga, nr. 140/2012, leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.-10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns. Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt Ísafjarðarbæ liggja þau gögn sem kærandi óskar eftir ekki fyrir hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga það í efa. Þá er ljóst að sveitarfélaginu ber ekki skylda á grundvelli upplýsingalaga til að afla gagna um það sem fram kemur í kærunni, og úrskurðarnefndin hefur heldur ekki valdheimildir til að leggja fyrir sveitarfélagið að afla þeirra.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, f.h. Miðvíkur ehf., er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1112/2022. Úrskurður frá 5. desember 2022 | Deilt var um afgreiðslu sveitarfélags á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem vörðuðu málefni og starfslok kæranda hjá sveitarfélaginu. Sveitarfélagið taldi að öll umbeðin gögn hefðu verið afhent kæranda, að undanskildum tilteknum tölvupóstssamskiptum sem væru undanþegin afhendingarskyldu samkvæmt 3. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst hvorki á að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum með vísan til 3. tölul. 6. gr. laganna, né að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga ættu við um gögnin. Var sveitarfélaginu því gert að veita kæranda aðgang að samskiptum við almannatengil og lögmann, en kærunni var að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1112/2022 í máli ÚNU 22050013.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. maí 2022, kærði A synjun sveitarfélagsins […] á beiðni um aðgang að gögnum sem tengjast starfslokum kæranda hjá sveitarfélaginu.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 5. nóvember 2021, óskaði kærandi eftir gögnum frá sveitarfélaginu sem varða kæranda sjálfan […]. Kærandi tók fram að beiðnin næði til ályktana, trúnaðarmálabóka, minnisblaða og annarra skriflegra upplýsinga, hvort sem þær stöfuðu frá bæjarstjórn, bæjarráði eða skrifstofu sveitarfélagsins. Kærandi sagði kröfuna m.a. byggja á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <p style="text-align: justify;">Með svarbréfi sveitarfélagsins, dags. 10. nóvember 2021, var kæranda tjáð að sveitarfélagið gæti ekki orðið við beiðninni. Vísað var í erindi persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins, þar sem fjallað var um rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, stjórnsýslulögum og upplýsingalögum. Sveitarfélagið tók fram að engin stjórnvaldsákvörðun hefði verið tekin af hálfu sveitarfélagsins […]. Sveitarfélagið sagðist staðfesta að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu og af þeim sökum væri ekki unnt að verða við beiðni kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 12. apríl 2022 óskaði kærandi aftur eftir gögnum frá sveitarfélaginu, með sérstakri vísun í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Kærandi sagði að það yrði að teljast misskilningur af hálfu sveitarfélagsins að ekki væru nein fyrirliggjandi gögn um kæranda hjá sveitarfélaginu, þar sem kærandi hefði verið […] starfsmaður sveitarfélagsins […].</p> <p style="text-align: justify;">[…]</p> <p style="text-align: justify;">Þá óskaði kærandi eftir gögnum sem vísað var til […], sem kærandi segir bera það augljóslega með sér að teknar hafi verið ákvarðanir sem lögum samkvæmt beri að skrásetja og því sé ljóst að gögn séu fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu um málið. Kærandi vísar til skyldu sveitarfélagsins um skráningu upplýsinga um málsatvik og meðferð mála, sbr. 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga, og til ákvæða sveitarstjórnarlaga, sbr. auglýsingu ráðherra um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna. Kærandi hafnar því að engin gögn séu fyrirliggjandi og krefst þess að fá öll gögn afhent, sérstaklega er óskað eftir öllum gögnum sem varða stjórnsýsluúttekt, sem gerð var fyrir sveitarfélagið […], þar á meðal fundargerðum frá fundum bæjarstjórnar og frá fundum kæranda með bæjarstjóra og eitt sinn með bæjarstjóra og fjármálastjóra þar sem kærandi óskaði sérstaklega eftir áheyrn og svörum vegna umræddrar stjórnsýsluúttektar. Þá bendir kærandi á leiðbeiningarskyldu stjórnsýslulaga og segir að persónuverndarfulltrúa hefði mátt vera ljóst að kæranda hafi verið heimilt að fá gögn sem vörðuðu [kæranda sjálfan] á grundvelli upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu sé einnig farið fram á það að fá afhent samskipti sveitarfélagsins við persónuverndarfulltrúann, sem varða kæranda, að öllu leyti en ekki að hluta til líkt og áður.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari sveitarfélagsins, dags. 4. maí 2022, segir að gögn er varði kæranda sem sveitarfélagið varðveiti tengist ráðningu [kæranda], svo sem starfslýsing, ráðningarsamningur, starfsvottorð, námsgögn og einnig önnur gögn sem tengist starfslokum. Einnig sé um að ræða tölvupóstsamskipti á milli fjármálastjóra, […] og kæranda. Umrædd gögn ættu að vera í varðveislu kæranda nú þegar. Umfjöllun bæjarráðs er varði ráðningu og starfslok megi finna í tilteknum fundargerðum bæjarráðs og bæjarstjórnar. Þá afhenti sveitarfélagið kæranda framangreinda stjórnsýsluúttekt og einnig númer fundargerða þar sem úttektin fékk umfjöllun. Önnur gögn sem óskað hafi verið eftir í tengslum við úttektina varði samtöl milli starfsmanna sem eigi í miklu samstarfi og ræði sín á milli ýmis mál er varði starfsemina. Slík samtöl hafi verið tekin nokkrum sinnum, bæði milli bæjarstjóra og kæranda og einnig milli fleiri aðila. Um óformleg samtöl hafi verið að ræða sem hafi ekki verið skrásett með neinum hætti, því sé ekki um að ræða gögn til afhendingar.</p> <p style="text-align: justify;">Varðandi ósk kæranda um afrit af samskiptum við lögfræðing og persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins segir sveitarfélagið slík gögn vera undanþegin upplýsingalögum samkvæmt 6. gr. upplýsingalaga og verði þau því ekki afhent. Að lokum segir, varðandi samskipti staðgengils bæjarstjóra við bæjarráð og bæjarstjórn, að málið hafi ekki verið tekið fyrir á formlegum fundum bæjarráðs eða bæjarstjórnar og sé því ekki skrásett í málakerfi eða á sameiginlegu svæði sveitarfélagsins og því séu engin gögn til afhendingar.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru kemur fram að […], líkt og rakið sé í annarri beiðninni sé augljóst að ákvarðanir hafi verið teknar innan stjórnsýslunnar og rök sveitarfélagsins um að engin gögn séu fyrir hendi séu að mati kæranda rökleysa og vísar kærandi sérstaklega í skráningarskyldu sveitarfélaga, sbr. 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. […]</p> <p style="text-align: justify;">[…]</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt sveitarfélaginu […] með erindi, dags. 23. maí 2022, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn sveitarfélagsins barst úrskurðarnefndinni hinn 3. júní 2022. Auk þess afhenti sveitarfélagið úrskurðarnefndinni í trúnaði gögn sem kæranda hafði verið synjað um aðgang að. Í umsögninni segir að ekki hafi verið um að ræða synjun um afhendingu gagna nema hvað varði gögn sem undanþegin séu upplýsingaskyldu samkvæmt upplýsingalögum. Kærandi hafi fengið öll gögn og upplýsingar sem varði [kæranda sjálfan] og liggi fyrir hjá sveitarfélaginu að undanskildum samskiptum við sérfræðinga.</p> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélagið kveður að ekki hafi verið stofnað stjórnsýslumál […] og því hafi engin stjórnvaldsákvörðun verið tekin af hálfu sveitarfélagsins. […]</p> <p style="text-align: justify;">[…]</p> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélagið telur að kæranda hafi verið afhent öll þau gögn er falli undir beiðni [kæranda] og fyrirliggjandi séu hjá sveitarfélaginu að undanskildum gögnum sem séu undanþegin afhendingarskyldu samkvæmt 3. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þar sé um að ræða tölvupóstsamskipti við lögmann, persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins og sérfræðing í almannatengslum. […] Þrátt fyrir að ekki hafi komið til þess að sveitarfélagið eða kærandi hafi þurft að leita atbeina dómstóla vegna ágreinings þeirra á milli sé það lagt til grundvallar af hálfu sveitarfélagsins að sú ráðgjöf sem fengin var hjá bæði persónuverndarfulltrúa og lögmanni sé trúnaðarmál vegna réttarstöðu sveitarfélagsins sem standi nægilega í tengslum við möguleika á höfðun slíks máls auk þess sem samskiptin tengist málefnum annarra starfsmanna að hluta, […].</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn sveitafélagsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. júní 2022, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum um það sem þar kom fram. Engar frekari athugasemdir bárust úrskurðarnefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um afgreiðslu sveitarfélagsins […] á beiðni um aðgang að gögnum sem varða kæranda, sem starfaði hjá sveitarfélaginu, […]. Sveitarfélagið heldur því fram að öll umbeðin gögn hafi verið afhent kæranda fyrir utan tölvupóstssamskipti við lögmann, persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins og sérfræðing í almannatengslum sem séu undanþegin afhendingarskyldu samkvæmt 3. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Réttur kæranda til aðgangs að gögnum byggir á 14. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um skyldu til þess að veita aðila aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sé þess óskað, ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 2. mgr. 14. gr. kemur þó fram að ákvæði 1. mgr. gildi ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. laganna. Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. nær rétturinn til aðgangs að upplýsingum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað og samkvæmt 4. tölul. 6. gr. eru gögn sem tengjast málefnum starfsmanna undanþegin, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 72/2019 og gildissvið þess útvíkkað svo það tæki auk dómsmála til annars réttarágreinings. Í almennum hluta greinargerðar í frumvarpi því sem varð að breytingalögunum segir eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Þá segir eftirfarandi um ákvæðið:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Opinberir aðilar hafa augljósa hagsmuni af því að geta átt samskipti við sérfræðinga, t.d. lögmenn, í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að upplýsingum um þau. Þó ber að árétta að undanþáguna bæri að skýra þröngri lögskýringu með hliðsjón af meginreglu um upplýsingarétt almennings eins og aðrar undanþágur og takmörkunarheimildir upplýsingalaga. Henni yrði þannig aðeins beitt um upplýsingar um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila eða til greina kemur að vísa til slíkrar meðferðar. Með hliðsjón af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga verður líka að gera þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upplýsingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræðir.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Orðalag ákvæðisins og athugasemdir í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum og athugasemdum í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.</p> <p style="text-align: justify;">Sem fyrr segir byggir synjun sveitarfélagsins að hluta á því að samskipti þess við lögmann, persónuverndarfulltrúa og sérfræðing í almannatengslum sem varða málefni kæranda séu undanþegin upplýsingarétti vegna réttarstöðu sveitarfélagsins sem hafi staðið nægilega í tengslum við möguleika á höfðun slíks máls, enda þótt ekki hafi komið til dómsmáls.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögn málsins en um er að ræða:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Samskipti við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins í tengslum við afgreiðslu gagnabeiðni.</li> <li style="text-align: justify;">Samskipti við almannatengil […].</li> <li style="text-align: justify;">Samskipti við lögmann […].</li> <li style="text-align: justify;">Nokkrar útgáfur af drögum […].</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Samskipti við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins áttu sér stað í kjölfar beiðni um aðgang að gögnum sem barst frá lögmanni kæranda hinn 5. nóvember 2021. Um er að ræða tölvupóstssamskipti þar sem fjármálastjóri og persónuverndarfulltrúi ræða afgreiðslu beiðninnar. Skilja verður beiðnina á þann veg að hún varði aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga, en ákvörðun um afgreiðslu slíkrar beiðni er ákvörðun um rétt eða skyldu samkvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga og því sjálfstætt stjórnsýslumál sem kærandi á aðild að. Um aðgang kæranda að gögnum sem lúta sérstaklega að því hvernig beiðni hans samkvæmt upplýsingalögum var afgreidd fer því samkvæmt 15.–19. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 3. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum en af þeim sökum verður að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefndinni.</p> <p style="text-align: justify;">Varðandi samskipti sveitarfélagsins við almannatengil og lögmann, […] verður ekki séð að samskiptin séu þess eðlis að þau falli undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. […] Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögnin og fær ekki séð að þau feli að neinu leyti í sér sérfræðilega álitsgerð um réttarstöðu sveitarfélagsins vegna réttarágreinings eða dómsmáls sem hafi verið höfðað. Þá verður ekki talið að um sé að ræða könnun á réttarstöðu sveitarfélagsins við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað.</p> <p style="text-align: justify;">Með hliðsjón af þessu og efni gagnanna fær úrskurðarnefndin heldur ekki séð að það myndi raska jafnræði aðila í mögulegu ágreiningsmáli að þessar upplýsingar yrðu afhentar kæranda. Þá hefur sveitarfélagið ekki skýrt nánar með hvaða hætti það kunni að valda sveitarfélaginu réttarspjöllum verði gögnin afhent kæranda.</p> <p style="text-align: justify;">Nefndin áréttar að ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngri lögskýringu. Í því ljósi og þar sem nefndin fær samkvæmt framansögðu ekki séð að afhending gagnanna muni leiða til skerðingar á réttarstöðu sveitarfélagsins fellst nefndin ekki á að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að framangreindum gögnum með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélagið vísar einnig til þess að umbeðin gögn tengist málefnum starfsmanna, […] en í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Ákvæðið er útfært nánar í 7. gr. laganna. Þar segir í 1. mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem birtist í 1. mgr. 5. gr. laganna og ber að skýra það þröngri lögskýringu.</p> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélagið útskýrir ekki sérstaklega hvernig gögnin varða málefni umrædds starfsmanns en niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er sú að ekkert sem fram kemur í gögnunum geti talist varða málefni umrædds starfsmanns í skilningi 7. gr. upplýsingalaga. Hins vegar er töluvert fjallað um málefni kæranda sjálfs. Þá telur úrskurðarnefndin að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um gögnin. Sveitarfélaginu er því skylt að afhenda kæranda umbeðin gögn.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélagið kveður engin önnur samskipti í tengslum við mál kæranda hafa verið skráð og því sé ekki unnt að veita kæranda aðgang að þeim. Kærandi telur það rökleysu og vísar í skyldu sveitarfélagsins samkvæmt 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar sveitarfélagsins að önnur samskipti hafi ekki verið skráð.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Nefndin áréttar að samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna. Það fellur utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar og kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Vísast í þessu sambandi einkum til ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis. Verður því að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélaginu […] er skylt að veita kæranda, A, aðgang að samskiptum sveitarfélagsins við almannatengil og lögmann […]. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1111/2022. Úrskurður frá 5. desember 2022 | Kærð var synjun heilbrigðisráðuneytis á beiðni um aðgang að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. Synjun ráðuneytisins byggðist aðallega á því að mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að aðgangur kæranda yrði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst á það með ráðuneytinu að umbeðin gögn hefðu að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir stæðu til að færu leynt. Að fenginni þeirri niðurstöðu var að mati nefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga væru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs. Var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. desember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1111/2022 í máli ÚNU 22040015.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 29. apríl 2022, kærði A synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi til heilbrigðisráðuneytisins, dags. 15. mars 2022, óskaði kærandi eftir afriti af öllum samningum og viðbótarsamningum Íslands við bóluefnaframleiðendur; Pfizer, Moderna, Astra-Zeneca, J6J, CureVac og Sanofi, á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá óskaði kærandi jafnframt eftir öllum gögnum sem Lyfjastofnun Íslands notaði þegar ákveðið var að veita bóluefnunum markaðsleyfi á Íslandi.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari ráðuneytisins, dags. 17. mars 2022, kom fram að ráðuneytið hefði undirritað átta samninga sem gerðir væru á grundvelli samninga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við Svíþjóð og viðkomandi lyfjaframleiðanda um afhendingu bóluefnis, ábyrgð o.fl. og svo hins vegar samninga við Svíþjóð um greiðslur vegna kaupa á bóluefni. Þeir samningar sem um ræddi féllu undir takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, þar sem þeir innihéldu upplýsingar um mikilvæga og virka fjárhagslega- og viðskiptahagsmuni samningsaðila ráðuneytisins. Fyrir hefði legið sú viljaafstaða lyfjaframleiðenda að efni samninganna færu leynt. Þá féllu samningarnir undir takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna, en meðal markmiða ákvæðisins væri að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum íslenskra stjórnvalda við erlend ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Íslandi er aðili að svo sem EES.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt þeim upplýsingum sem ráðuneytið hefði aflað hefðu hvorki aðildarríki ESB né Noregur afhent sambærilega samninga sem ríkin hefðu gert við lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni. Það væri mat ráðuneytisins að það gæti spillt samskiptum við lyfjaframleiðendur og aðra viðsemjendur íslenska ríkisins, ef aðgangur yrði veittur að umbeðnum samningum, einkum þar sem afhending á bóluefnum hefði ekki farið fram. Slíkt gæti haft verulega neikvæð áhrif á þá almannahagsmuni sem fælust í því að fá bóluefni við COVID-19 til Íslands sem fyrst og fyrir sem flesta. Með vísan til framangreinds væri beiðni um aðgang að framangreindum samningnum synjað með vísan til 9. gr. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Hvað varðaði beiðni um gögn sem Lyfjastofnun notaði þegar ákveðið var að veita bóluefnunum markaðsleyfi á Íslandi teldi ráðuneytið rétt að Lyfjastofnun svaraði þeirri beiðni.</p> <p style="text-align: justify;">Með kæru fylgdi afrit af samskiptum kæranda við heilbrigðisráðuneytið en kærandi ítrekaði beiðni sína um afhendingu samninganna, dags. 17., 18. og 31. mars 2022, ásamt fyrirspurnum til ráðuneytisins. Með svari, dags. 13. apríl 2022, ítrekaði ráðuneytið fyrra svar og synjaði aðgangi að samningunum með vísan til 9. gr. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt heilbrigðisráðuneytinu með erindi, dags. 2. maí 2022, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn heilbrigðisráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 20. maí 2022. Þar kemur fram að ráðuneytið hafi undirritað fjölda samninga á grundvelli samninga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Við gerð umsagnar ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem send var með bréfi dags. 28. júní 2021, hafði ráðuneytið gert samninga um kaup á bóluefnum frá AstraZeneca, Pfizer BioNTech PA, Janssen Pharmacautica NV, Moderna Switzerland GmbH og CureVac AG. Frá því að bréfið var sent til nefndarinnar hafi bæst við samningar um kaup á bóluefnum frá Novavax, Valneva og Sanofi, auk þess sem viðbótarsamningar hafi verið gerðir m.a. um Moderna. Eru þá ótaldir samningar um breyttar dagsetningar á afhendingu bóluefna. Ákveðið hafi verið að gera samninga við marga mögulega framleiðendur til að hámarka möguleika á því að koma bóluefni á markað sem fyrst. Í öllum samningum ESB sé gert ráð fyrir því að EFTA-ríkin geti fengið hlutdeild af umsömdum bóluefnaskömmtum gegn því að axla ábyrgð samkvæmt samningi. Þátttökuríki Evrópusambandsins og EFTA-ríkin séu því jafnsett um öll atriði samninganna, þ.m.t. ákvæði um trúnaðar- og þagnarskyldu gagnvart lyfjaframleiðendum.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1037/2021 frá 27. ágúst 2021 þar sem nefndin tók til úrlausnar kæru á ákvörðun ráðuneytisins um að synja um aðgang að sömu samningum. Þar hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu að líta bæri á samningana sem samskipti við önnur ríki í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og mat nefndarinnar að einsýnt væri að birting þeirra í heild eða hluta af hálfu íslenskra stjórnvalda væri til þess fallin að skerða það trúnaðartraust sem ríki milli samningsaðilanna. Nefndin hafi jafnframt litið til þess að íslenska ríkinu myndi líklega reynast nauðsynlegt að festa kaup á fleiri bóluefnaskömmtum gegn COVID-19 og gæti afhending samninganna leitt til þess að samningsaðilar bæru fyrir sig vanefndir á samningnum og að afhending bóluefna á grundvelli þeirra raskaðist, auk þess sem samningsstaða íslenska ríkisins vegna kaupa á bóluefnum gæti breyst til hins verra vegna áherslu samningsaðila á trúnað. Með vísan til framangreinds, og þess sem nánar greinir í úrskurði nefndarinnar, leit nefndin svo á að ákvörðun ráðuneytisins um að synja um afhendingu á samningunum fengi stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021 frá 29. nóvember 2021 hafi verið staðfest synjun embættis landlæknis á aðgangi að samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni gegn COVID-19, á sama grundvelli og í úrskurði nr. 1037/2021.</p> <p style="text-align: justify;">Ljóst sé að COVID-19 faraldurinn hafi verið í rénun undanfarið og engar opinberar sóttvarnaráðstafanir í gildi frá því í febrúar á þessu ári. Þeir samningar sem kærandi óski eftir aðgangi að séu hins vegar enn í gildi og þar með sú trúnaðarskylda sem hvíli á íslenska ríkinu á grundvelli þeirra. Þá sé ekki útséð hvenær bólusetningum gegn COVID-19 muni ljúka, en sóttvarnarlæknir hafi t.a.m. lagt til að 80 ára og eldri verði veittur fjórði skammtur af bóluefni gegn COVID-19. Eigi jafnframt eftir að rannsaka og komast að niðurstöðu um þörf annarra aldurshópa á frekari bólusetningu gegn sjúkdómnum. Bendir ráðuneytið einnig á að ný afbrigði af kórónuveirunni séu sífellt að myndast sem gætu leitt til frekari bólusetninga gegn veirunni. Liggi þannig ekki ljóst fyrir hvenær kaupum á bóluefnum lýkur, en lengsti núgildandi samningurinn geri ráð fyrir afhendingu á bóluefnum frá Pfizer fram í júní á næsta ári.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt framangreindu verði ekki talið að þeir hagsmunir, sem ráðuneytið hafi áður byggt á til stuðnings synjun á aðgangi að samningunum og nefndin féllst á í fyrrgreindum úrskurði, séu fyrir borð bornir og að kærandi hafi rétt á aðgangi að samningunum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Það sé mat ráðuneytisins að yrði kæranda veittur aðgangur að þeim samningum sem hann óski eftir myndi það skerða alvarlega það trúnaðartraust sem ríki milli aðila samninganna um kaup á bóluefnum. Birting samninganna myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér og stefna frekari kaupum á bóluefnum á grundvelli þeirra í verulega hættu.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 21. maí 2022, segir að upprunalega svar ráðuneytisins hafi verið að ekki væri búið að afhenda bóluefnin og þess vegna væri stórhættulegt að birta samningana, þrátt fyrir að búið hafi verið að afhenda bóluefnin. Þá sé ekkert sem bendi til þess að bóluefnin hafi gert gagn gegn þeim afbrigðum sem nú þegar hafi komið fram og því ekki líklegt að þau efni sem búið sé að semja um virki gegn nýjum afbrigðum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. Um er að ræða eftirfarandi samninga:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og AstraZeneca AB um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og CureVac AG um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins, Pfizer Inc. og BioNTech Manufacturing GmbH um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Janssen Pharmaceutica NV um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Moderna Switzerland GmbH um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Endursölusamningur íslenska ríkisins og sænska ríkisins vegna bóluefna frá Moderna Switzerland GmbH.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins, Novavax Inc. og Novavax CZ um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins, Sanofi Pasteur S.A. og Glaxosmithkline Biologicals S.A. um úthlutun á bóluefnum.</li> <li style="text-align: justify;">Endursölusamningur íslenska ríkisins og sænska ríkisins vegna bóluefna frá Sanofi Pasteur S.A. og Glaxosmithkline Biologicals S.A.</li> <li style="text-align: justify;">Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Valneva Austria GmbH um kaup á bóluefni.</li> <li style="text-align: justify;">Endursölusamningur íslenska ríkisins og sænska ríkisins vegna bóluefna frá Valneva Austria GmbH.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um synjun beiðni kæranda byggist aðallega á því að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur kæranda verði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p> Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> Auk þess segir orðrétt:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p> Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;"> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p style="text-align: justify;">Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1037/2021 frá 27. ágúst 2021 var fjallað um rétt til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum í vörslum heilbrigðisráðuneytisins, sem og í úrskurði nr. 1048/2021 frá 29. nóvember 2021 þar sem fjallað var um rétt til aðgangs að samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna í vörslum embættis landlæknis. Samningarnir sem kærandi krefst aðgangs að voru á meðal umbeðinna gagna í málunum. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að líta beri á samningana sem samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Enn fremur taldi úrskurðarnefndin einsýnt að birting samninganna í heild eða að hluta væri til þess fallin að skerða það trúnaðartraust sem ríkir á milli samningsaðilanna, þ.e. íslenska ríkisins, sænska ríkisins, sem kemur fram fyrir hönd Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi, og lyfjaframleiðendanna. Afhending samninganna gæti leitt til þess að afhending bóluefna raskaðist og að samningsstaða ríkisins vegna frekari kaupa á bóluefnum breyttist til hins verra.</p> <p style="text-align: justify;">Til viðbótar þeim hafi nú bæst við samningar vegna kaupa á bóluefnum frá Novavax Inc. og Novavax CZ, Valneva Austria GmbH og Sanofi Pasteur S.A. og Glaxosmithkline Biologicals, auk viðbótarsamninga vegna kaupa á bóluefnum frá Moderna.</p> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hafa ekki komið fram röksemdir sem breyta þessu mati úrskurðarnefndarinnar. Verður því að líta svo á að hin kærða ákvörðun fái stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem umbeðnir samningar hafa að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir standa til að fari leynt. Það fær ekki breytt þessari niðurstöðu að almenningur eigi almennt ríkan rétt á að kynna sér samninga hins opinbera við einkaaðila sem fela í sér ráðstöfun opinbers fjármagns. Verður í því sambandi að leggja áherslu á að birting samninganna án samþykkis samningsaðila og staðfesting íslenskra stjórnvalda á efni hans getur haft í för með sér sömu afleiðingar og áður er lýst, þ.e. að samningsaðilar íslenska ríkisins neyti vanefndaúrræða gagnvart ríkinu með hugsanlegri röskun á afhendingu bóluefna sem og skerðingu á samningsstöðu íslenska ríkisins við frekari kaup á bóluefnum.</p> <p style="text-align: justify;">Að fenginni þessari niðurstöðu er að mati úrskurðarnefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga eru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs að samningunum.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins, dags. 13. apríl 2022, um synjun beiðni kæranda um aðgang að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1110/2022. Úrskurður frá 16. nóvember 2022 | Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um gögn í tengslum við umsókn um byggingarleyfi vegna óleyfisframkvæmda. Reykjavíkurborg kvað engin gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda vera fyrirliggjandi. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar og hefði að auki ekki valdheimildir til að ganga úr skugga um hvort gögnin væru til, þrátt fyrir að kærandi teldi slíkt vera hafið yfir vafa. Að mati nefndarinnar var þannig ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og kærunni því vísað frá. | <p>Hinn 16. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1110/2022 í máli ÚNU 22100011.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 11. október 2022, kærði A afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni hans um gögn. Með erindi til byggingarfulltrúans í Reykjavík, dags. 1. september 2022, óskaði kærandi eftir fyrirliggjandi gögnum sem byggingarfulltrúi hafi litið til þegar sú ákvörðun var tekin að leggja það til við umsækjendur um byggingarleyfi að þeir breyttu framlagðri umsókn sinni um byggingarleyfi að […] vegna óleyfisframkvæmda. Í kjölfarið hafi umsóknin verið samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa í mars 2022.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 19. september 2022, kom fram að slík gögn væru ekki til, enda væri það orðum aukið að umsækjendum hefði verið gert að breyta umsókn sinni. Afgreiðslu umsóknarinnar hafi verið frestað á fundi byggingarfulltrúa í byrjun febrúar með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa frá því nokkrum dögum áður. Í kjölfarið hafi umsækjendur tekið ákvörðun um að breyta umsókn sinni. Ekki væri óalgengt að umsóknir tækju breytingum meðan þær væru í vinnslu hjá byggingarfulltrúa. Svarinu fylgdu allar afgreiðslur vegna málsins auk umsagnar skipulagsfulltrúa.</p> <p>Í kæru kemur fram að kæranda þyki ótrúverðugt að ekki liggi fyrir samskipti umsækjenda við fulltrúa Reykjavíkurborgar í tengslum við breytingu á umsókninni, sem fólst í því að áður gerðri óleyfisframkvæmd var breytt í byggingaráform, sbr. 11. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 12. október 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 28. október 2022. Í umsögninni eru ítrekuð þau atriði sem fram komu í ákvörðun Reykjavíkurborgar frá 19. september 2022. Umbeðin gögn séu ekki til og liggi ekki fyrir hjá borginni. Af þeim sökum sé heldur ekki unnt að afhenda úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. október 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 3. nóvember 2022, segir kærandi að í umsögninni sé því ósvarað hvernig borgaryfirvöld geti samþykkt breytingu á byggingarleyfisumsókn án samskipta við umsækjanda. Í fundargerðum byggingarfulltrúa séu margar beiðnir um breytingar á framlögðum byggingarleyfisumsóknum og afstaða fundarins til viðkomandi breytingar. Í þessu máli sé hins vegar ekki slíka breytingu að finna í fundargerðum byggingarfulltrúa.</p> <p>Kærandi telur það hafið yfir vafa að hjá Reykjavíkurborg liggi fyrir breyting umsækjenda á byggingarleyfisumsókn ásamt beiðni umsækjenda um samþykkt borgaryfirvalda á byggingaráformum, auk skriflegs samþykkis borgaryfirvalda á breyttri byggingarleyfisumsókn umsækjenda og samþykkt byggingaráforma.</p> <p>Úrskurðarnefndin gaf Reykjavíkurborg kost á að koma á framfæri viðbótarskýringum í tilefni af athugasemdum kæranda með erindi, dags. 12. nóvember 2022. Í skýringum Reykjavíkurborgar, dags. 14. nóvember 2022, kemur fram að bókanir, sem kærandi vísar til að sé jafnan að finna í fundargerðum, komi fram þegar verið sé að sækja um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi. Þarna sé ekki um að ræða breytingar á umsókn áður en hún sé samþykkt, líkt og fjallað er um í þessu máli.</p> <p>Í umsögn skipulagsfulltrúa frá því í janúar 2022 hafi komið fram að ekki væri heimilt að vera með bílastæði á lóð. Í samræmi við umsögnina hafi umsækjandi gert breytingar á fyrirliggjandi byggingarleyfisumsókn og fallið frá þeim hluta umsóknarinnar sem snúi að bílastæðinu. Engin gögn séu til um samskipti umsækjanda við borgaryfirvöld vegna þessara breytinga.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Kærandi í máli þessu telur það vafa undirorpið að ekki liggi fyrir hjá Reykjavíkurborg samskipti fulltrúa borgarinnar við umsækjanda um byggingarleyfi vegna breytingar á umsókn hans, sem fólust í að áður gerðri óleyfisframkvæmd var breytt í byggingaráform. Reykjavíkurborg heldur því fram að breytingin hafi verið gerð einhliða af hálfu umsækjandans og því liggi ekki fyrir nein samskipti sem lúti að henni.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að gildandi upplýsingalögum er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málslið 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.–10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur fullyrt að engin gögn sem heyri undir gagnabeiðni kæranda séu fyrirliggjandi. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar og hefur að auki ekki valdheimildir til að ganga úr skugga um hvort gögnin séu til, þrátt fyrir að kærandi telji slíkt vera hafið yfir vafa.</p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar loks að það kemur í hlut annarra aðila en nefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna, sbr. 27. gr. upplýsingalaga. Vísast í þessu sambandi einkum ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 11. október 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1109/2022. Úrskurður frá 16. nóvember 2022 | Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um gögn um tilurð götumerkinga í Bankastræti. Kæran barst rúmlega 14 mánuðum eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá. | <p>Hinn 16. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1109/2022 í máli ÚNU 22060025.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 30. júní 2022, kærði A afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni hans um gögn. Í byrjun árs 2021 lagði kærandi bíl sínum í Bankastræti og fékk sekt fyrir stöðvunarbrot, þar sem hann teldist hafa lagt bílnum í göngugötu. Kærandi mótmælti þessu við borgina og kvað merkingar þess efnis hafa verið ófullnægjandi. Tveimur vikum síðar höfðu svo verið sett upp skilti í Bankastræti þess efnis að þar væri bannað að leggja. Einhverju síðar voru svo allar merkingar fjarlægðar.</p> <p>Í tilefni af þessu sendi kærandi gagnabeiðni til Reykjavíkurborgar, dags. 1. mars 2021, og óskaði eftir gögnum sem lytu að uppsetningu merkinga í Bankastræti, þ.m.t. hvaða tilmæli starfsmenn hefðu fengið og frá hverjum varðandi uppsetningu merkinganna sem gæfu til kynna að hluti Bankastrætis væri göngugata, svo og tilmæli um breytingu merkinga. Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 24. mars 2021, kom fram að ekki væru til gögn hjá borginni sem heyrðu undir beiðni kæranda.</p> <p>Daginn eftir að kæra barst úrskurðarnefndinni fékk kærandi svar við annarri gagnabeiðni frá Reykjavíkurborg. Í þeim gögnum er vísað til annarra gagna í vörslum Reykjavíkurborgar sem kærandi telur að réttilega hafi átt að vera afhent honum í tilefni af beiðni hans hinn 1. mars 2021. Það sé því ekki rétt sem fram komi í svari Reykjavíkurborgar frá 24. mars 2021 að ekki væru til gögn sem heyrðu undir beiðni kæranda.</p> <p>Með hliðsjón af gögnum málsins taldi úrskurðarnefndin ekki þörf á að kynna kæruna fyrir Reykjavíkurborg og óska eftir umsögn. Þá er óþarft að rekja það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir gögnum um tilurð götumerkinga í Bankastræti. Í svari Reykjavíkurborgar frá því í mars 2021 kemur fram að engin gögn séu til sem heyri undir beiðni kæranda en í öðru svari frá því í byrjun júlí er gefið til kynna að raunar séu til gögn sem hafi átt að falla undir fyrri beiðnir kæranda.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, skal mál samkvæmt 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Reykjavíkurborg synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 24. mars 2021, en kæra barst úrskurðarnefndinni hinn 30. júní 2022. Hún barst því rúmlega 14 mánuðum eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Reykjavíkurborgar var kæranda leiðbeint um kæruheimild til nefndarinnar, en ekki um kærufrest.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Þá segir í 2. mgr. sömu greinar að kæru skuli þó ekki sinnt ef meira en ár er liðið frá því að ákvörðun var kynnt aðila. Í ljósi þessa er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni. Nefndin vekur athygli kæranda á því að honum er fært að óska að nýju eftir þeim gögnum hjá Reykjavíkurborg sem hann telur að hefði réttilega átt að afhenda honum í kjölfar gagnabeiðni hans frá því í byrjun mars 2021. Fari það svo að beiðni kæranda verði synjað getur kærandi vísað málinu til úrskurðarnefndarinnar innan þess kærufrests sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 30. júní 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1108/2022. Úrskurður frá 16. nóvember 2022 | Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hvort kvartað hefði verið til Vinnueftirlitsins vegna eineltis af hálfu kæranda sem og vinnugögnum í vörslum stofnunarinnar. Það var mat úrskurðarnefndarinnar að 2. til 4. málsliður 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 fæli í sér sérstaka þagnarskyldureglu um upplýsingar sem vörðuðu umkvartanir til Vinnueftirlitsins. Þannig væri ljóst að upplýsingar um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar vegna eineltis á vinnustað, sem og gögn stofnunarinnar sem fjalla kynnu um slíka umkvörtun, féllu undir þagnarskylduákvæðið. Taldi úrskurðarnefndin því að Vinnueftirlitinu væri óheimilt að veita kæranda slíkar upplýsingar og staðfesti ákvörðun stofnunarinnar að þessu leyti en kærunni var að öðru leyti vísað frá. | <p>Hinn 16. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1108/2022 í máli ÚNU 22030008.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 12. mars 2022, kærði A tafir á afgreiðslu Vinnueftirlitsins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði hinn 6. janúar 2022 eftir afriti af öllum þeim gögnum sem kynnu að finnast í skjalasafni Vinnueftirlitsins og vörðuðu kæranda. Með því væri átt við hvers kyns gögn þar sem nafn, kennitala og/eða fyrrum starfsheiti kæranda kæmi fyrir. Óskað var eftir að persónugreinanlegar upplýsingar um aðra en kæranda sjálfan yrðu máðar út. Kæran var sett fram á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Kæran var kynnt Vinnueftirlitinu með erindi, dags. 18. mars 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Vinnueftirlitið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins barst úrskurðarnefndinni hinn 30. mars 2022. Í henni kom fram að ekki hefði náðst að afgreiða erindið enn sem komið væri vegna mikilla anna hjá stofnuninni og veikinda hjá starfsfólki. Í umsögninni var svo rakið að í nóvember 2020 hefði kærandi óskað eftir upplýsingum um hvort kæra hefði borist Vinnueftirlitinu þess efnis að hann hefði lagt starfsmann […] í einelti […]. Vinnueftirlitið hefði synjað kæranda um aðgang að ætluðum gögnum með vísan til 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Ákvörðunin hefði verið staðfest með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 910/2020.</p> <p>Í umsögninni kom enn fremur fram að Vinnueftirlitið starfaði samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, og væri samkvæmt þeim falið eftirlit sem nánar væri lýst í 82. og 83. gr. laganna. Þá væri stofnuninni heimilt að taka við ábendingum um vanbúnað á vinnustað frá starfsmönnum eða öðrum þeim sem yrðu hans áskynja. Í 2. mgr. 83. gr. laganna væri þagnarskylduákvæði þess efnis að starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins væru bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða umkvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og að gögn sem hefðu að geyma slíkar upplýsingar væru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum</p> <p>Mikilvægt væri að starfsfólk á innlendum vinnumarkaði gæti leitað til stofnunarinnar um ætlaðan vanbúnað á vinnustað þeirra án þess að eiga á hættu að Vinnueftirlitinu yrði gert skylt að upplýsa atvinnurekanda eða aðra um að kvartað hefði verið til stofnunarinnar eða hver hefði kvartað. Það væri jafnframt mat Vinnueftirlitsins að slíkar upplýsingar væri óheimilt að afhenda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. eftir atvikum 3. mgr. 14. gr. laganna.</p> <p>Vinnueftirlitið afgreiddi loks beiðni kæranda með erindi, dags. 26. apríl 2022. Erindinu fylgdu gögn úr skjalasafni stofnunarinnar sem vörðuðu kæranda sjálfan. Ekki var hins vegar veittur aðgangur að upplýsingum um hvort kvartað hefði verið til Vinnueftirlitsins vegna kæranda eða vinnugögnum.</p> <p>Umsögn Vinnueftirlitsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 17. maí 2022, er gerð athugasemd við það hve langan tíma það hafi tekið stofnunina að afgreiða gagnabeiðnina. Þá virðist sem Vinnueftirlitið hafi handvalið þau gögn sem kæranda hafi verið afhent. Stofnunin hafi tekið fram í svari til kæranda að hvorki væri veittur aðgangur að upplýsingum um umkvartanir til stofnunarinnar né vinnugögn.</p> <p>Kærandi telur að það mál sem hann óskar upplýsinga um, þ.e. hvort Vinnueftirlitinu hafi borist kvörtun vegna meints eineltis af sinni hálfu, teljist ekki vera ábending um vanbúnað á vinnustað. Undir slíkt falli einhverjar þær aðstæður á vinnustað sem þyki óviðeigandi og varði alla starfsmenn vinnustaðarins. Kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna meints eineltis yfirmanns gagnvart tilteknum starfsmanni uppfylli ekki þau skilyrði.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu fari kærandi fram á það við úrskurðarnefndina að hún geri Vinnueftirlitinu, með sérstökum úrskurði, skylt að afhenda kæranda öll þau gögn sem varði hann, þar sem fram komi nafn, kennitala og/eða fyrrum starfsheiti kæranda og sé að finna í vörslum stofnunarinnar.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu hefur Vinnueftirlitið afhent kæranda þau gögn í vörslum stofnunarinnar sem varða hann sjálfan, að undanskildum upplýsingum um hvort kvartað hafi verið til Vinnueftirlitsins vegna eineltis af hálfu kæranda sem og vinnugögnum. Ákvörðun stofnunarinnar er byggð á því að 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, sé sérstakt þagnarskylduákvæði sem girði fyrir rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. og 9. gr. sömu laga. Þá byggist synjun um aðgang að vinnugögnum á 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna, sbr. og 8. gr. laganna.</p> <p>Kæran í málinu er byggð á 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar sé beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurði um rétt hans til aðgangs. Hins vegar liggur fyrir að undir meðferð málsins afgreiddi Vinnueftirlitið beiðni kæranda, með því að synja henni að hluta til. Eftirfarandi umfjöllun miðar því að endurskoðun þeirrar ákvörðunar Vinnueftirlitsins.</p> <p>Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p>Í 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða umkvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi. Gögn sem hafa að geyma slíkar upplýsingar eru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum.</p> </blockquote> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela 2. til 4. málsliður ákvæðisins í sér sérstaka þagnarskyldureglu um upplýsingar sem varða umkvartanir til Vinnueftirlitsins. Enn fremur segir í ákvæðinu að slík gögn séu undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum.</p> <p>Sérstakt þagnarskylduákvæði varð hluti af lögum nr. 46/1980 með breytingalögum nr. 75/2018 og hljóðaði þá svo:</p> <blockquote> <p>Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allt er varðar umkvörtun til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og helst þagnarskylda þeirra hvað þetta varðar eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.</p> </blockquote> <p>Með breytingalögum nr. 71/2019 var ákvæðið fellt brott og í stað þess kveðið á um að starfsmenn Vinnueftirlitsins væru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Með lögum um vernd uppljóstrara, nr. 40/2020, var ákvæðið fært í núverandi mynd. Ákvæðið er að mestu leyti eins og það var í breytingalögum nr. 75/2018, að því undanskildu að það inniheldur nú vísun til X. kafla stjórnsýslulaga auk þess sem kveðið er á um að gögn sem innihaldi upplýsingar um umkvartanir til stofnunarinnar séu undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 40/2020 kemur fram að sérstöku þagnarskylduákvæði hafi verið bætt við lögin með lögum nr. 75/2018 en vegna mistaka við setningu laga nr. 71/2019 hafi það verið fellt brott. Með viðbótinni séu mistökin lagfærð og mælt fyrir um skýra þagnarskyldu sem komi í veg fyrir að almenningur geti fengið aðgang að viðkvæmum upplýsingum um þá sem kvartað hafa til Vinnueftirlitsins.</p> <p>Í athugasemdum við þagnarskylduákvæðið í frumvarpi því sem varð að breytingalögum nr. 75/2018 er beinlínis tekið fram að umkvörtun til Vinnueftirlitsins geti snúið að sálfélagslegum þáttum, svo sem einelti eða kynferðislegri áreitni á vinnustað. Þannig er ljóst að upplýsingar um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar vegna eineltis á vinnustað, sem og gögn stofnunarinnar sem fjalla kunna um slíka umkvörtun, falla undir þagnarskylduákvæðið. Telur úrskurðarnefndin því að Vinnueftirlitinu sé óheimilt að veita kæranda slíkar upplýsingar. Gildir í því samhengi einu hvort nafn kæranda, kennitala hans og/eða fyrrum starfsheiti komi fyrir í upplýsingunum, enda gildir þagnarskyldan um ,,allar upplýsingar er varða umkvartanir til stofnunarinnar“. Verður ákvörðun stofnunarinnar því staðfest að þessu leyti.</p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 910/2020 var það einnig niðurstaða nefndarinnar að Vinnueftirlitinu væri óheimilt að veita kæranda framangreindar upplýsingar. Sú niðurstaða byggðist hins vegar á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem sérstaka þagnarskylduákvæðið í lögum nr. 46/1980 hafði fyrir mistök verið fellt úr gildi þegar beiðni kæranda í því máli barst stofnuninni, sbr. framangreint. Gildandi þagnarskylduákvæði hafði tekið gildi þegar beiðni í þessu máli barst Vinnueftirlitinu.</p> <p>Að því er varðar gögn sem urðu til hjá Vinnueftirlitinu í tilefni af upplýsingabeiðni kæranda eru það gögn í stjórnsýslumáli hans sem falla því undir gildissvið stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. 15.–19. gr. laganna, og heyra því ekki undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 4. gr. þeirra laga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Vinnueftirlitsins, dags. 26. apríl 2022, að synja A um aðgang að upplýsingum um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar vegna eineltis af hans hálfu, er staðfest. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1107/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022 | Kærð var synjun dómsmálaráðuneytis á beiðni um aðgang að minnispunktum ráðuneytisins af fundi fulltrúa ráðuneytisins með namibískri sendinefnd. Synjunin byggðist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að og taldi að ráðuneytinu hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum. Var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest. | <p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1107/2022 í máli ÚNU 22080008.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 8. ágúst 2022, kærði A, fréttamaður hjá Mannlífi, synjun dómsmálaráðuneytis á beiðni hans um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði hinn 27. júlí 2022 eftir aðgangi að minnisblöðum frá fundi aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og saksóknara Namibíu sem haldinn var í ráðuneytinu. Þá óskaði kærandi einnig eftir svörum við eftirfarandi spurningum:</p> <ol> <li>Hver var tilgangur fundarins?</li> <li>Bar mál gegn Samherja á góma á fundinum?</li> <li>Hverjir voru nákvæmlega viðstaddir fundinn?</li> <li>Hvernig stóð á að fundurinn var haldinn? Hver bað um fundinn?</li> <li>Hversu lengi stóð hann yfir?</li> </ol> <p>Ráðuneytið svaraði kæranda hinn 8. ágúst 2022. Þar kom fram að ráðuneytinu hefði borist ósk í gegnum forsætisráðuneyti með litlum fyrirvara, frá embættismönnum frá Namibíu, um að hitta dómsmálaráðherra. Ráðherra hefði ekki verið viðlátinn þennan dag og því hafi tveir skrifstofustjórar í ráðuneytinu, staðgengill skrifstofustjóra og aðstoðarmaður ráðherra mætt á fundinn, sem hafi staðið yfir í rúma klukkustund. Kæranda var í erindinu synjað um aðgang að upplýsingum um innihald fundarins og minnisblöðum af honum með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem inniheldur heimild til að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir.</p> <p>Kærandi telur að mikilvægir almannahagsmunir standi ekki til þess að upplýsingarnar fari leynt. Samkvæmt namibískum fjölmiðlum hafi fundurinn snúið að Samherjamálinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 9. ágúst 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn dómsmálaráðuneytis barst úrskurðarnefndinni hinn 19. ágúst 2022. Í henni kemur fram að ráðuneytið hafi haft samráð við utanríkisráðuneyti vegna málsins og aflað upplýsinga um hvernig almennt sé háttað upplýsingagjöf um fundi með sendimönnum erlendra ríkja. Utanríkisráðuneyti leggist gegn því að upplýst sé um efni slíkra funda. Gögnin sem um ræði í þessu máli varði samskipti stjórnvalda við erlent ríki og umfjöllunarefnið sé í eðli sínu viðkvæmt, ekki síst út frá sjónarhóli hins erlenda stjórnvalds. Geti erlendir sendimenn ekki treyst því að trúnaður um samskiptin sé undantekningalaust virtur, stefni það nauðsynlegu trúnaðartrausti í hættu. Þar með geti stjórnvöld ekki átt í árangursríkum samskiptum við erlend ríki til að sinna lögmæltum hlutverkum sínum í þágu íslenska ríkisins, með þeim afleiðingum að brýnir almannahagsmunir séu fyrir borð bornir.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. ágúst 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í málinu hefur kæranda verið synjað um aðgang að minnispunktum dómsmálaráðuneytis af fundi fulltrúa ráðuneytisins með namibískri sendinefnd. Synjunin byggist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Í 2. málsl. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. Þá segir jafnframt eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.</p> <p>Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> </blockquote> <p>Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. </p> <p>Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Nefndin fellst á það með dómsmálaráðuneyti að umfjöllunarefnið sé viðkvæmt. Þá telur nefndin ljóst að þeir erlendu sendimenn sem tjáðu sig á fundinum hafi gert það í trausti þess að um væri að ræða samtal sem trúnaðar yrði gætt um. Verður að telja að ef aðgangur yrði veittur að gögnunum væri það til þess fallið að skerða gagnkvæmt traust í samskiptum Íslands og Namibíu. Úrskurðarnefndin telur því að dómsmálaráðuneyti hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum, og verður ákvörðun ráðuneytisins því staðfest.</p> <p>Í ákvörðun dómsmálaráðuneytis kom hvorki fram afstaða ráðuneytisins til aukins aðgangs samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga né var kæranda leiðbeint um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál samkvæmt 20. gr. laganna. Var ákvörðun ráðuneytisins að þessu leyti ekki í samræmi við kröfur sem gerðar eru til slíkrar ákvörðunar samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun dómsmálaráðuneytis, dags. 8. ágúst 2022, að synja A um aðgang að gögnum, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1106/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022 | Barna- og fjölskyldustofa synjaði kæranda um aðgang að bréfi frá fjölskyldu- og félagsþjónustu með beiðni um lögreglurannsókn og bréfi frá lögreglustjóra sem vörðuðu kæranda. Úrskurðarnefndin taldi gögnin ótvírætt tilheyra rannsókn sakamáls og yrði aðgangur að þeim því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni. | <p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1106/2022 í máli ÚNU 22060014.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 13. júní 2022, kærði A synjun Barna- og fjölskyldustofu á beiðni hans um gögn. Kærandi óskaði hinn 4. maí 2022 eftir öllum gögnum sem við kæmu máli hans. Barna- og fjölskyldustofa svaraði kæranda hinn 10. júní 2022. Svarinu fylgdu þau gögn sem hefðu fundist í skjalasafni stofnunarinnar og vörðuðu kæranda, m.a. gögn tengd Barnahúsi.</p> <p>Kæranda var synjað um tiltekin gögn, þ.e. ódagsett bréf frá fjölskyldu- og félagsþjónustu […] með beiðni um lögreglurannsókn, og bréf frá lögreglustjóranum á […] frá því í […]. Synjunin byggðist á þeim grundvelli að þau tengdust sakamáli sem hefði verið í ferli hjá lögreglunni, en samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, giltu lögin ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Kæranda var bent á að leita til lögreglunnar varðandi aðgang að þeim. Þá var kæranda leiðbeint um að frekari gögn sem vörðuðu máls hans kynnu að vera til hjá viðkomandi barnaverndarnefnd og honum bent á að leita þangað.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi krefjist þess að fá öll gögn sem við komi sínu máli frá barnaverndarnefnd, ekki aðeins Barnahúsi.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Barna- og fjölskyldustofu með erindi, dags. 15. júní 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Barna- og fjölskyldustofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Barna- og fjölskyldustofu barst úrskurðarnefndinni hinn 30. júní 2022. Í henni kemur fram að stofnunin telji sig ekki hafa heimild til að afhenda þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að með vísan til 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem þau tilheyrðu rannsókn sakamáls. Styddist það jafnframt við leiðbeiningar sem stofnunin hefði fengið frá ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, sbr. 13. gr. a upplýsingalaga.</p> <p>Umsögn Barna- og fjölskyldustofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. júní 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ódagsettu bréfi frá fjölskyldu- og félagsþjónustu […] með beiðni um lögreglurannsókn, og bréfi frá lögreglustjóranum á […] frá því í […]. Synjun Barna- og fjölskyldustofu byggist á 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í nefndaráliti allsherjarnefndar um frumvarp það sem varð að upplýsingalögum, nr. 50/1996, kemur fram að talið hafi verið eðlilegra að lög um meðferð opinberra mála hefðu að geyma sérreglur í þessu sambandi. Þá segir í frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012, að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að og telur ótvírætt að þau tilheyri rannsókn sakamáls. Er því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, enda falla þau gögn sem um er deilt ekki undir gildissvið laganna. Úrskurðarnefndin bendir kæranda á, svo sem fram kemur í ákvörðun Barna- og fjölskyldustofu til kæranda, að honum er fært að leita til viðeigandi barnaverndarnefndar varðandi aðgang að hugsanlegum frekari gögnum um sig. Þá er og unnt að beina beiðni um aðgang að gögnum sakamála sem er lokið til lögreglustjóra í því umdæmi þar sem rannsóknargögn eru geymd eða héraðssaksóknara, sbr. 4. gr. fyrirmæla ríkissaksóknara nr. 9/2017.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 13. júní 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1105/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017 í heild sinni. Innviðaráðuneytið afhenti stærstan hluta skýrslunnar á grundvelli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, en afmáði aðra hluta með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða samkvæmt 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi skýrsluna ekki uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn, þar sem hún var afhent Samgöngustofu. Þá taldi nefndin ekki að önnur undanþáguákvæði upplýsingalaga ættu við. Var innviðaráðuneytinu því gert að afhenda skýrsluna án útstrikana. | <p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1105/2022 í máli ÚNU 22050006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. maí 2022, kærði A ákvörðun innviðaráðuneytis um að synja honum um aðgang að áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017 í heild sinni.</p> <p>Með erindi til innviðaráðuneytis, dags. 19. apríl 2022, óskaði kærandi eftir skýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu sem skilað hefði verið til samgönguráðuneytisins árið 2018. Kærandi óskaði eftir eintaki þar sem engar upplýsingar hefðu verið felldar brott. Jafnframt óskaði kærandi eftir minnisblaði sem Samgöngustofa hefði sent ráðuneytinu í tilefni skýrslunnar, auk lista yfir öll gögn sem tengdust samskiptum stofnunarinnar við ráðuneytið í tilefni skýrslunnar, þar á meðal tölvupósta.</p> <p>Í svari ráðuneytisins, dags. 6. maí 2022, kom fram að umræddur starfshópur hefði ekki lokið störfum heldur hefði áfangaskýrslu aðeins verið skilað. Áfangaskýrsla starfshóps fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra væri vinnugagn starfshópsins með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og því ekki skylt að veita aðgang að skýrslunni. Þrátt fyrir að um vinnugagn starfshópsins væri að ræða þætti rétt að veita aukinn aðgang að stærstum hluta skýrslunnar á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Ráðuneytið afhenti kæranda áfangaskýrsluna með útstrikunum ásamt minnisblaði Samgöngustofu vegna áfangaskýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 26. apríl 2018.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi mótmæli þeim rökum ráðuneytisins að áfangaskýrslan geti fallið undir vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Kærandi bendir á að gögn sem annars teldust vinnugögn teljist það ekki lengur hafi þau verið afhent öðrum, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Fallist sé á að umræddur starfshópur falli undir 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. laganna. Hins vegar sé ljóst að áfangaskýrsla starfshópsins hafi verið send til annars aðila en skipaði starfshópinn, þ.e. Samgöngustofu, og hafi enginn starfsmaður Samgöngustofu átt sæti í starfshópnum. Kærandi telji ljóst að Samgöngustofa hafi fengið áfangaskýrsluna senda úr ráðuneytinu þar sem stofnunin útbjó og sendi ráðuneytinu minnisblað um efni skýrslunnar. Því sé ekki um að ræða gagn sem falli undir undantekningarákvæði 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. laganna. Meginregla 1. mgr. 8. gr. sé sú að gögn sem send eru milli stjórnvalda teljist ekki lengur vinnugögn. Kærandi telji því að ráðuneytinu sé skylt að veita fullan aðgang að skýrslunni.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt innviðaráðuneyti með erindi, dags. 9. maí 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afrit af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins, dags. 8. júlí 2022, kemur fram að áfangaskýrsla starfshóps fyrrverandi ráðherra sé vinnugagn starfshópsins með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og því telji ráðuneytið ekki skylt að veita aðgang að henni. Umrætt skjal hafi verið unnið af starfshópnum sem settur var á fót á grundvelli ákvörðunar fyrrum ráðherra og var hlutverk hans fastmótað í skipunarbréfi, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá sé ekki um það að ræða að ákvæði 1.–4. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna eigi við um skjalið eða innihald þess. Skjalið hafi ekki að geyma endanlega ákvörðun máls, það innihaldi ekki upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá vegna töku stjórnvaldsákvörðunar. Þá séu ekki í skjalinu upplýsingar um atvik tiltekins máls sem ekki koma annars staðar fram enda ekki um að ræða mál í þeim skilningi og þá sé ekki í skjalinu lýst vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á sviðinu. Þá hafi skjalið ekki verið afhent þriðja aðila.</p> <p>Þrátt fyrir að um vinnugagn starfshópsins sé að ræða hafi þótti rétt að veita aukinn aðgang að stærstum hluta skýrslunnar enda heimili lögin að veita slíkan aðgang þó það sé ekki skylt, enda standi ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd því ekki í vegi, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Ráðuneytið tekur fram að um hafi verið að ræða skjal sem ætlað hafi verið til notkunar og frekari úrvinnslu í ráðuneytinu. Fyrirhugað hafi verð að starfshópurinn skilaði endanlegri skýrslu í janúar síðastliðnum en í kjölfar kosninga og skipunar nýrrar ríkisstjórnar hafi ekki orðið af því. Skjalið hafi að geyma umfjöllun um störf og starfshætti Samgöngustofu sem nýtast muni við áframhaldandi vinnu við að bæta stjórnsýslu á málefnasviði ráðuneytisins. Sú vinna hafi þegar farið af stað. Jafnframt sé rétt að hafa í huga að þeir aðilar sem fjallað sé um í skýrslunni, hafi ekki fengið tækifæri til að andmæla því sem þar komi fram enda um áfangaskýrslu að ræða sem ætluð hafi verið til frekari úrvinnslu. Hafi þannig tilteknir hlutar skýrslunnar verið afmáðir með vísan til þess að skýrslan sé vinnuskjal, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, þó stærstur hluti hennar hafi verið afhentur á grundvelli heimildar um aukinn aðgang. Hafi því aðgangi að tilteknum hlutum skýrslunnar verið synjað en stærstur hluti hennar afhentur.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. júlí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í svari kæranda, dags. 8. júlí 2022, kom fram að ekki væru gerðar frekari athugasemdir.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017. Innviðaráðuneyti afhenti kæranda stærstan hluta skýrslunnar á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um aukinn aðgang, en afmáði aðra hluta með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga. Þá var kæranda afhent í heild sinni minnisblað Samgöngustofu til ráðuneytisins með viðbrögðum við skýrslu starfshópsins.</p> <p>Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Séu gögn afhent öðrum teljist þau ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Í 8. gr. er gert ráð fyrir að gögn geti í ákveðnum tilvikum áfram talist vinnugögn þótt þau séu afhent öðrum:</p> <ol> <li>Ef gögn eru einungis afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, sbr. 2. málsl. 1. mgr.</li> <li>Ef gögn berast milli aðila samkvæmt I. kafla laganna þegar einn sinnir ritarastörfum eða sambærilegum störfum fyrir annan, sbr. 1. tölul. 2. mgr.</li> <li>Ef gögn berast milli annars vegar nefnda eða starfshópa sem aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki, og hins vegar aðila samkvæmt I. kafla laganna, þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti.</li> </ol> <p>Starfshópurinn sem um ræðir var settur á fót með ákvörðun þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í mars 2017. Starfshópnum var ætlað að vinna greiningu á verkefnum Samgöngustofu en í hann voru skipaðir þrír lögmenn. Með starfshópnum starfaði aðstoðarmaður ráðherra auk lögfræðings í ráðuneytinu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu var ekki leitað eftir samstarfi við stofnunina um nánari skilgreiningu á verkefninu eða óskað eftir tilnefningu um þátttakanda í starfshópnum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir áfangaskýrslu starfshópsins með hliðsjón af minnisblaði sem Samgöngustofa sendi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti með viðbrögðum við skýrslunni í lok apríl 2018. Af minnisblaðinu er ljóst að Samgöngustofa fékk skýrsluna afhenta í heild sinni. Í minnisblaðinu eru gerðar athugasemdir við starfsaðferðir starfshópsins og athugasemdum hópsins svarað eftir föngum. Úrskurðarnefndin telur að skýrslan uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn, þar sem hún var afhent Samgöngustofu. Ljóst er að starfsmaður Samgöngustofu átti ekki sæti í starfshópnum, sbr. 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Telur úrskurðarnefndin því að synjun ráðuneytisins um aðgang að skýrslunni geti ekki byggst á því að hún sé vinnugagn.</p> <p>Þá telur úrskurðarnefndin að önnur takmörkunarákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um þær upplýsingar sem afmáðar voru úr skýrslunni. Í því samhengi má nefna að þó nokkur hluti þeirra upplýsinga sem afmáður var er að finna í minnisblaði Samgöngustofu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, sem kærandi hefur þegar fengið afhent frá ráðuneytinu. Verður innviðaráðuneyti því gert að afhenda kæranda áfangaskýrslu starfshópsins í heild sinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Innviðaráðuneyti er skylt að afhenda kæranda, A, áfangaskýrslu starfshóps um starfsemi og starfshætti Samgöngustofu frá október 2017, án útstrikana.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1104/2022. Úrskurður frá 2. nóvember 2022 | Deilt var um rétt kæranda, fréttamanns, til aðgangs að gögnum í tengslum við fyrirætlanir um toll- og landamæraskoðun á vegum bandarískra stjórnvalda á Keflavíkurflugvelli. Synjun Isavia ohf. byggðist m.a. á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að og taldi að Isavia hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum. Var synjun félagsins því staðfest. | <p>Hinn 2. nóvember 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1104/2022 í máli ÚNU 22030005.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. mars 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, ákvörðun Isavia ohf. að synja honum um aðgang að gögnum í tengslum við toll- og landamæraskoðun á vegum bandarískra stjórnvalda á Keflavíkurflugvelli.</p> <p>Með erindi, dags. 12. janúar 2022, óskaði kærandi eftir upplýsingum um stöðu fyrirætlana sem ræddar hefðu verið fyrir nokkrum árum um toll- og landamæraeftirlit í Keflavík á vegum bandarískra stjórnvalda, <em>U.S. Customs and Border Protection (CBP) Preclearance</em>, sem gæti hraðað og einfaldað úrvinnslu farþega þegar komið væri til Bandaríkjanna.</p> <p>Í svari Isavia til kæranda, dags. 21. janúar 2022, kom fram að þessi möguleiki hefði verið skoðaður en að kröfur, fyrirkomulag og ávinningur af Preclearance gæti ekki stutt við tengistöðina og vöxt hennar. Verkefnið væri því í bið því kostnaðurinn væri hamlandi og það drægi úr skilvirkni tengistöðvarinnar. Kærandi svaraði Isavia samdægurs með frekari spurningum um verkefnið og hvers vegna það hefði ekki gengið eftir.</p> <p>Hinn 7. febrúar 2022 óskaði kærandi svo eftir öllum gögnum sem tengdust skoðun á Preclearance, þ.m.t. gögnum sem vörpuðu ljósi á tilkomu málsins, framvindu þess og þá niðurstöðu að ráðast ekki í að koma slíku fyrirkomulagi á fót. Auk gagna sem stöfuðu frá Isavia var óskað eftir gögnum sem stöfuðu frá eða hefði verið beint til þriðja aðila.</p> <p>Í erindi Isavia, dags. 17. febrúar 2022, kom fram að um tíu skjöl hefðu fundist sem ætla mætti að féllu undir beiðni kæranda. Voru kæranda afhentar tvær fundargerðir stjórnar Isavia, frá því í október 2017 og 2018, auk erindis Isavia til innanríkisráðuneytis frá því í desember 2016 um stöðu mála vegna Preclearance-verkefnisins. Önnur gögn sem féllu undir beiðnina yrðu ekki afhent ýmist með vísan til 2. tölul. 10. gr. eða 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Krafa kæranda um rökstuðning fyrir því af hverju aukinn aðgangur yrði ekki veittur, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, ætti aðeins við um stjórnvöld og því ætti hún ekki við í málinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 15. mars 2022, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Isavia léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni 30. mars 2022. Í henni kemur fram að kæranda hafi verið synjað um aðgang að níu skjölum:</p> <ol> <li>Ákvörðun byggð á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga: <ol> <li>Erindi Isavia til U.S. Customs and Border Protection: Preclearance Process – Initial Submission, dags. 29. júlí 2016.</li> <li>Department of Homeland Security – Non-Disclosure Agreement, dags. 1. ágúst 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 29. júlí til 6. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 7. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 7. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 9. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 9. september 2016.</li> </ol> </li> <li>Ákvörðun byggð á 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga: <ol> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 8. september 2016.</li> <li>Tölvupóstssamskipti, dags. 12. september 2016.</li> </ol> </li> </ol> <p>Í umsögninni kom fram að samningurinn og samskiptin væru talin viðkvæm og snertu framkvæmd sem hefði gefið tilefni til að Bandaríkin hefðu óskað eftir að gerður yrði trúnaðarsamningur um þau, enda vörðuðu þau landamæraafgreiðslu og eftirlit. Isavia legði áherslu á mikilvægi þess að sá trúnaður yrði virtur þannig að það að opinbera gögnin hefði ekki neikvæð áhrif á að samningur næðist síðar um forskráningu þótt ekki hefði orðið af henni enn.</p> <p>Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. mars 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Varðandi röksemd Isavia að hluti gagnanna falli undir 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 898/2020, þar sem nefndin tók fram að ekki væri unnt að hafna aðgangi að gögnum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. án þess að atviksbundið mat á gögnunum færi fram.</p> <p>Úrskurðarnefndin óskaði hinn 6. október 2022 eftir frekari rökstuðningi frá Isavia fyrir því að hvaða leyti mikilvægir almannahagsmunir stæðu til þess að gögnin skyldu fara leynt, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, og hvernig afhending gagnanna til kæranda gæti verið til þess fallin að skaða samskipti við Bandaríkin og þannig raska almannahagsmunum. Þá óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Isavia hlutaðist til um að afla afstöðu bandarískra stjórnvalda til afhendingarinnar.</p> <p>Í svari Isavia, dags. 20. október 2022, kemur fram að samskipti um forafgreiðsluna varði m.a. framkvæmd landamæraeftirlits og flugverndar. Upplýsingar um það séu viðkvæmar í eðli sínu og ofuráhersla sé lögð á leynd upplýsinga, sér í lagi um málefni flugverndar. Starfsmenn Isavia sem tengist málinu, sem og aðrir sem hafi komið að málinu af hálfu flugrekenda og stofnana ríkisins, hafi farið í gegnum bakgrunnsskoðun eða fengið sérstaka öryggisvottun sem heimili þeim aðkomu að málinu. Að veita aðgang að gögnum sem tengist þessum málaflokkum gæti haft áhrif á möguleika þeirra sem málið varðar til alþjóðasamstarfs.</p> <p>Í svarinu kemur enn fremur fram að ef erlend ríki geti ekki treyst því að trúnaður í milliríkjasamskiptum sé undantekningalaust virtur geti traust tapast. Þar með gæti utanríkisþjónustan, vegna milligöngu fyrir félagið, ekki átt árangursrík samskipti og sinnt lögmæltu hagsmunagæsluhlutverki sínu í þágu íslenska ríkisins. Loks er ítrekað að ekki hafi enn komist á samkomulag um forafgreiðslu við bandarísk stjórnvöld. Málið gæti því verið tekið upp aftur og því sé mikilvægt að virða trúnað til að koma í veg fyrir að samtalið stöðvist. Isavia meti það svo að afhending upplýsinganna myndi skaða samskiptin og þar af leiðandi raska almannahagsmunum.</p> <p>Að því er varði beiðni úrskurðarnefndarinnar um að afla afstöðu bandarískra stjórnvalda til afhendingar gagnanna sé ekki heimild í upplýsingalögum til að óska afstöðu þriðja aðila þegar synjun byggist á 2. tölul. 10. gr. laganna. Slík öflun afstöðu eigi aðeins við þegar upplýsingar kunni að varða einkahagsmuni, sbr. 2. mgr. 17. gr. sömu laga.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum frá haustinu 2016 sem varða könnun á möguleika á því að komið yrði á fót bandarískri toll- og vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli, til að einfalda úrvinnslu farþega á leið til Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt á vef Isavia hinn 4. nóvember 2016 tilkynntu bandarísk stjórnvöld að Keflavíkurflugvöllur væri á lista yfir flugvelli þar sem mögulegt væri að taka upp slíka starfsemi.</p> <p>Bandaríska toll- og landamæraverndin (e. U.S. Customs and Border Protection, CBP), sem er stofnun innan heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna (e. Department of Homeland Security), heldur úti áætlun um forafgreiðslu (e. Preclearance program) sem felst í að hafa starfsmenn CBP á völdum flugvöllum utan Bandaríkjanna í því skyni að vinna úr og yfirfara farþega sem ferðast til Bandaríkjanna, í stað þess að það sé gert við komu til Bandaríkjanna.</p> <p>Ákvörðun Isavia byggist ýmist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eða 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna. Í 2. málsl. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í 10. gr. Þá segir jafnframt eftirfarandi:</p> <p>Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.</p> <p>Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</p> <p>Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Þá er enn fremur rétt að hafa í huga þau sjónarmið sem vitnað er til í athugasemdum við ákvæðið um að gæta beri varfærni við skýringu á ákvæðinu í ljósi þess hversu oft væri um veigamikla hagsmuni að ræða. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 1048/2021, 1037/2021 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögn sem kæranda var synjað um aðgang að á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Um er að ræða í fyrsta lagi erindi Isavia til CBP, dags. 29. júlí 2016, varðandi möguleika á forafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Í öðru lagi er staðlaður samningur um þagnarskyldu (e. Non-Disclosure Agreement) á vegum heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna, útfylltur og undirritaður af þáverandi forstjóra Isavia hinn 1. ágúst 2016. Í þriðja lagi eru samskipti Isavia við fulltrúa á vegum CBP frá lokum júlí 2016 og fram í september sama ár, í tengslum við heimsókn til Íslands. Í fjórða lagi eru samskipti við íslensk stjórnvöld vegna málsins.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að verði gögnin afhent kæranda kunni að skapast hætta á því að traust bandarískra stjórnvalda á íslenskum stjórnvöldum og Isavia glatist. Í því samhengi hefur það talsverða þýðingu að mati nefndarinnar að þótt nokkuð sé um liðið frá því gögnin urðu til og að verkefnið sé í biðstöðu, þá sé viðræðum um málið ekki lokið og þær kunni að verða teknar upp að nýju. Önnur sjónarmið kynnu eftir atvikum að koma til skoðunar ef ljóst væri að viðræðum væri lokið. Með hliðsjón af framangreindu auk þess sem segir í athugasemdum við 2. tölul. 10. gr. um að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu, telur úrskurðarnefndin að Isavia hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum.</p> <p>Að því er varðar þau gögn sem Isavia synjaði kæranda um aðgang að á grundvelli þess að um vinnugögn væri að ræða innihalda þau að hluta til sambærilegar eða sömu upplýsingar og fram koma í þeim gögnum sem synjað var um aðgang að á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Af þeim sökum er óþarft að taka afstöðu til þess hvort gögnin uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn. Með vísan til framangreindrar niðurstöðu um þau gögn sem undirorpin eru 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er því staðfest ákvörðun Isavia um þessi gögn að auki.</p> <p>Í tilefni af athugasemd Isavia um að upplýsingalög heimili ekki að leitað sé afstöðu þriðja aðila þegar synjun byggist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga bendir úrskurðarnefndin á að nauðsynlegt kann að vera að afla upplýsinga frá erlendum stjórnvöldum eða öðrum aðilum til að unnt sé að leggja á það mat hvort þeir hagsmunir sem ákvæðinu er ætlað að vernda séu til staðar. Slík upplýsingaöflun er því liður í því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem taka ákvarðanir á grundvelli upplýsingalaga uppfylli rannsóknarskyldu sína samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 4. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, og þarfnast ekki sérstakrar lagaheimildar umfram þau ákvæði. Þrátt fyrir að Isavia hafi ekki aflað umræddra upplýsinga telur úrskurðarnefndin að eins og mál þetta er vaxið og með hliðsjón af því trúnaðarsamkomulagi sem liggur fyrir í málinu hafi það ekki áhrif á niðurstöðu nefndarinnar þótt afstöðu bandarískra stjórnvalda til afhendingar gagnanna hafi ekki verið aflað.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Isavia ohf., dags. 17. febrúar 2022, að synja A um aðgang að gögnum í tengslum við fyrirætlanir um toll- og landamæraskoðun á vegum bandarískra stjórnvalda á Keflavíkurflugvelli, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1102/2022. Úrskurður frá 19. október 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, frá þeim fundum þar sem rætt hafi verið um fyrirkomulag við seinna útboð á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka. Ákvörðun forsætisráðuneytis að synja beiðni kæranda studdist við 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum eða gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Úrskurðarnefndin féllst á að gögnin teldust til minnisgreina af ráðherrafundum í skilningi ákvæðisins og staðfesti ákvörðun ráðuneytisins. | <p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1102/2022 í máli ÚNU 22040011.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 22. apríl 2022, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun forsætisráðuneytis á beiðni hennar um aðgang að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál.</p> <p>Með erindi, dags. 11. apríl 2022, óskaði kærandi eftir aðgangi að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál frá þeim fundum þar sem rætt hefði verið um fyrirkomulag við seinna útboð á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka. Forsætisráðuneyti synjaði beiðni kæranda með tölvupósti samdægurs, með vísan til þess að fundargerðir og aðrar minnisgreinar á ráðherrafundum væru undanþegnar upplýsingarétti skv. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Ráðuneytið upplýsti hins vegar um að rætt hefði verið um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka á fjórum fundum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, dags. 27. janúar 2021, 4. maí 2021, 4. febrúar 2022 og 1. apríl 2022, ásamt því að veita tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt forsætisráðuneytinu með erindi, dags. 22. apríl 2022, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins, dags. 6. maí 2022, kemur fram að ráðuneytið hafi synjað kæranda um aðgang að fundargerðunum með vísan til þess að þær væru undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þrátt fyrir framangreint og að stjórnvöld séu ekki skyldug til að taka afstöðu til aukins aðgangs þegar um slík gögn er að ræða, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, hafi ráðuneytið ákveðið að veita kæranda tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum á grundvelli 1. mgr. 11. gr. þar sem fram kemur að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkara mæli en skylt sé enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi.</p> <p>Kveðið sé á um skipan ráðherranefndar um efnahagsmál í 4. mgr. 9. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011 og samkvæmt ákvæðinu eigi forsætisráðherra og sá ráðherra sem fer með málefni hagstjórnar og fjármálastöðugleika fast sæti í nefndinni. Auk þeirra á menningar- og viðskiptaráðherra sæti í nefndinni samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar þar um 7. desember 2021. Þá sé kveðið á um það í 3. mgr. 10. gr. laganna að forsætisráðherra setji reglur um störf ráðherranefnda í samráði við ríkisstjórn. Í 3. mgr. 3. gr. núgildandi reglna nr. 166/2013 sé kveðið á um trúnaðar- og þagnarskyldu ráðherra og annarra sem sitja ráðherranefndarfundi um öll gögn nefndanna nema viðkomandi nefnd samþykki að aflétta trúnaði eða að lög kveði á um annað. Tilgangur ráðherranefnda sé að skapa vettvang fyrir ráðherra sem beri ábyrgð á skyldum málefnum til að samhæfa stefnu sína og aðgerðir í tilteknum málum eða málaflokki. Nefndirnar séu mikilvægur vettvangur til þess að undirbúa mál fyrir umfjöllun í ríkisstjórn. Með fyrirkomulaginu sé tryggt að mál hljóti nauðsynlega þverfaglega umfjöllun á undirbúningsstigi og stuðlað að markvissari umræðum í ríkisstjórn um einstaka mál.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins segir að tilgangur ákvæðisins sé fyrst og fremst að varðveita möguleika þeirra stjórnvalda sem þar eru nefnd til pólitískrar stefnumótunar og samráðs en vísað er til athugasemda við ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Undanþágan gildi um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi ráðherra, fundargerðir og minnisgreinar af ráðherrafundum þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur á formlegum ríkisstjórnarfundi eða öðrum ráðherrafundum, þ.m.t. við óformlegar aðstæður. Hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfest að ákvæðið taki til gagna ráðherranefnda með sama hætti og ríkisstjórnar, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 811/2019 frá 3. júlí 2019 og nr. 564/2014 frá 17. desember 2014. Ákvæðið sé samhljóða 1. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og eigi sömu sjónarmið við um skýringu þess ákvæðis en í athugasemdum við ákvæði 1. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga komi m.a. fram að talið hafi verið rétt að vernda starfsemi þessara stjórnvalda sem fara með æðstu stjórn ríkisins og að þau taki sjálf ákvarðanir um birtingu gagna sem til umfjöllunar eru á fundum þeirra. Því sé áréttuð sú afstaða ráðuneytisins að umbeðin gögn séu undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. maí 2022, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins, frá þeim fundum þar sem rætt hafi verið um fyrirkomulag við seinna útboð á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka. Ákvörðun forsætisráðuneytis að synja beiðni kæranda styðst við 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum eða gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Segja má að tilgangur þessarar reglu sé fyrst og fremst sá að varðveita möguleika þeirra stjórnvalda sem þarna eru nefnd til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs. Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.</p> </blockquote> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Þótt ekki sé berum orðum tiltekið í 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að fundargerðir ráðherrafunda séu undanþegnar upplýsingarétti almennings telur nefndin að það verði að líta svo á að slík gögn teljist til minnisgreina af slíkum fundum í skilningi ákvæðisins. Kemur þar og til að tilgangur undanþágureglunnar í 1. tölul. 6. gr. er að varðveita möguleika til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs, en svo sem fram kemur í umsögn forsætisráðuneytis er tilgangur ráðherranefnda beinlínis að undirbúa mál fyrir umfjöllun í ríkisstjórn og gera þeim ráðherrum sem eiga sæti í nefndinni kleift að samhæfa stefnu sína og aðgerðir í tilteknum málum eða málaflokki til að stuðla að markvissari umræðum í ríkisstjórn. Hins vegar er heimilt að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, og hefur kæranda með hliðsjón af því verið veittar tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að forsætisráðuneyti hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Staðfest er ákvörðun forsætisráðuneytisins, dags. 11. apríl 2022, að synja beiðni A um aðgang að fundargerðum ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1100/2022. Úrskurður frá 19. október 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um starfsheiti, föst launakjör og fastar greiðslur til starfsmanna Landspítala sem eru félagsmenn Eflingar stéttarfélags. Synjun Landspítala var á því byggð að stéttarfélagsaðild geti ekki talist lögmæt afmörkun fyrirspurnar um störf og launakjör starfsmanna, enda teldist stéttarfélagsaðild til viðkvæmra persónuupplýsinga. Úrskurðarnefndin rakti að upplýsingar um stéttarfélagsaðild teldust vera upplýsingar sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Þótt gögnin innihéldu ekki nöfn starfsmanna taldi nefndin að kæranda yrði engu að síður fært að persónugreina starfsmennina með notkun viðbótarupplýsinga, og þannig öðlast upplýsingar um stéttarfélagsaðild þeirra. Var ákvörðun Landspítala því staðfest. | <p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1100/2022 í máli ÚNU 22020003.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 9. febrúar 2022, kærði A lögmaður, f.h. Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, synjun Landspítala á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p>Með erindi, dags. 24. nóvember 2021, óskaði kærandi eftir upplýsingum frá Landspítala á grundvelli 1. mgr. 5. gr., sbr. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í erindinu kom fram að félagsmenn stéttarfélagsins væru starfsmenn hjá Landspítala og greidd væru félagsgjöld til stéttarfélagsins í hverjum mánuði. Félagsgjöldin reiknist út frá launum viðkomandi félagsmanns og væri félagið því með upplýsingar um heildarlaun og félagsaðild viðkomandi starfsmanna. Stéttarfélagið væri hins vegar ekki með upplýsingar um starfsheiti starfsmanna eða samsetningu fastra og reglulegra launa, hvorki hjá starfsmönnum sem tilheyri Sameyki né öðrum stéttarfélögum. Kærandi óskaði því eftir upplýsingum um starfsheiti og samsetningu fastra og reglulegra launa allra starfsmanna sem tilheyra annars vegar Sameyki og hins vegar stéttarfélaginu Eflingu, nánar tiltekið:</p> <p>Föst launakjör allra þeirra starfsmanna sem starfa hjá Landspítalanum, sundurgreind í:</p> <ol> <li>Nafn</li> <li>Starfsheiti</li> <li>Greiddan grunnlaunaflokk</li> <li>Greitt launaþrep</li> <li>Fasta yfirvinnutíma</li> <li>Önnur laun</li> <li>Önnur föst hlunnindi eða föst laun hverju nafni sem þau nefnast</li> <li>Heildarupphæð mánaðarlauna</li> <li>Starfshlutfall</li> <li>Starfsaldur hjá stofnuninni</li> </ol> <p>Í svari Landspítalans, dags. 1. desember 2021, kom fram að Landspítali féllist á að afhenda kæranda eftirfarandi upplýsingar um þá starfsmenn sem fengu greidd laun hjá Landspítala hinn 1. desember samkvæmt kjarasamningi Sameykis:</p> <ol> <li>Nafn</li> <li>Starfsheiti</li> <li>Vinnustaður (svið/deild)</li> <li>Starfshlutfall í dagvinnu</li> <li>Greidd föst mánaðarlaun</li> <li>Aðrar fastar greiðslur – samtala (t.d. önnur laun og föst yfirvinna)</li> <li>Samtals greidd föst mánaðarlaun og aðrar fastar greiðslur</li> </ol> <p>Jafnframt kom fram að Landspítali hafnaði ósk kæranda um frekari og ítarlegri upplýsingar þar sem stofnuninni væri einungis heimilt að veita þær upplýsingar sem getið er um í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Stéttarfélagsaðild teldist til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Því væri Landspítala óheimilt að svara fyrirspurn um starfsmenn í Eflingu þar sem fyrirspurnin væri afmörkuð við hóp starfsfólks sem ætti það eitt sameiginlegt að eiga aðild að tilteknu stéttarfélagi.</p> <p>Með erindi til Landspítala, dags. 7. desember 2021, áréttaði kærandi beiðni sína og vísaði þar um til 2.–4. málsl. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í svari, dags. 9. desember 2021, vísaði spítalinn til fyrri rökstuðnings fyrir höfnun sinni í bréfi til kæranda, dags. 1. desember 2021, um að upplýsingar um stéttarfélagsaðild teldust til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. 3. gr. laga nr. 90/2018. Þegar spurt væri um nöfn, starfssvið og launakjör starfsmanna sem ættu það eitt sameiginlegt að tilheyra tilteknu stéttarfélagi væri ljóst að efnislegt svar fæli í sér veitingu viðkvæmra persónuupplýsinga sem spítalinn teldi sér óheimilt að láta af hendi í því formi sem óskað væri.</p> <p>Með tölvupósti til Landspítala, dags. 12. janúar 2022, tók kærandi fram að ekki væri um það deilt að upplýsingar um stéttarfélagsaðild væru viðkvæmar persónuupplýsingar. Landspítali gæti hins vegar orðið við þessum upplýsingum án þess að greina frá nafni starfsmanns og væru upplýsingarnar þá ekki persónugreinanlegar. Markmið beiðninnar væri einkum að fá upplýsingar um laun félagsmanna en upplýsingar um stéttarfélagsaðild einstakra starfsmanna skiptu ekki máli.</p> <p>Í svari Landspítala, dags. 19. janúar 2022, sagði að samkvæmt þeirri breytingu sem fælist í tölvupósti kæranda frá 12. janúar 2022 væri fallið frá ósk um nöfn starfsmanna með vísan til persónuverndarsjónarmiða, en eftir sem áður væri afmörkun upplýsingabeiðninnar byggð á stéttarfélagsaðild. Með vísan til áður fram komins rökstuðnings væri beiðninni hafnað, enda yrði ekki séð að þannig breytt beiðni um upplýsingar um laun starfsmanna í tilteknu stéttarfélagi yrði byggð á tilvitnaðri 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji sig eiga rétt á upplýsingum um starfsheiti, laun og föst launakjör starfsmanna spítalans samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þar sem spítalinn hafi ekki orðið við beiðni kæranda þrátt fyrir ítrekaðar óskir sé kærandi knúinn til að kæra afgreiðsluna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kærandi krefjist þess að synjun Landspítalans um gagnaafhendingu verði hrundið og að umræddar upplýsingar verði veittar kæranda með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 560/2014.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Landspítala með erindi, dags. 9. febrúar 2022, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Jafnframt var þess óskað að spítalinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn Landspítala, dags. 14. febrúar 2022, segir að spítalinn hafi látið kæranda í té þann hluta umbeðinna upplýsinga sem spítalinn taldi sér heimilt á grundvelli 1. mgr. 5. gr., sbr. 1. og 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Spítalinn hafi sent kæranda skjal með upplýsingum um félagsmenn Sameykis sem fengu greidd laun hjá Landspítala hinn 1. desember 2021 samkvæmt kjarasamningi Sameykis, þ.e. nafn, starfsheiti, vinnustaður (svið/deild), starfshlutfall í dagvinnu, greidd föst mánaðarlaun, aðrar fastar greiðslu – samtala (t.d. önnur laun og föst yfirvinna) og samtals greidd föst mánaðarlaun og aðrar fastar greiðslur.</p> <p>Landspítali hafi hins vegar hafnað ósk kæranda um frekari og ítarlegri upplýsingar um laun þar sem stofnuninni væri aðeins heimilt að veita þær upplýsingar sem getið er um í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Einnig hafi Landspítali hafnað ósk kæranda um sambærilegar upplýsingar um starfsmenn Eflingar. Rök spítalans séu þau að stéttarfélagsaðild teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. a-lið 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Fyrirspurn kæranda hafi aðeins verið afmörkuð á grundvelli stéttarfélagsaðildar og því ljóst að í jákvæðu svari fælust upplýsingar um stéttarfélagsaðild allra viðkomandi starfsmanna.</p> <p>Ástæða þess að spítalinn hafi talið að sömu sjónarmið ættu ekki við um veitingu upplýsinga um starfsmenn í Sameyki væri að félagið hefði í sínum fórum upplýsingar um félagsmenn sína og vinnustaði þeirra eins og fram hefði komið í skýringum félagsins í bréfi til spítalans, dags. 24. nóvember 2021. Kærandi ítrekaði ósk sína með tölvupósti, dags. 12. janúar 2022, um laun starfsmanna spítalans í Eflingu en féll frá ósk um nöfn starfsmanna. Spítalinn hafi hafnað ósk þessari með tölvupósti, dags. 19. janúar 2022. Rök spítalans hafi verið þau að afmörkun upplýsingabeiðninnar væri eftir sem áður byggð á stéttarfélagsaðild.</p> <p>Með vísan til framanritaðs telji Landspítali að stéttarfélagsaðild geti ekki talist lögmæt afmörkun í fyrirspurn um störf og launakjör starfsmanna.</p> <p>Umsögn Landspítalans var kynnt kæranda hinn 14. febrúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um starfsheiti, föst launakjör og fastar greiðslur til starfsmanna Landspítala sem eru félagsmenn Eflingar stéttarfélags. Réttur kæranda byggist á meginreglu 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um upplýsingarétt almennings. Synjun Landspítala er á því byggð að stéttarfélagsaðild geti ekki talist lögmæt afmörkun fyrirspurnar um störf og launakjör starfsmanna, sbr. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, enda teljist stéttarfélagsaðild til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. a-lið 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Ákvörðun Landspítala var ekki rökstudd með vísan til ákvæða upplýsingalaga, en í 9. gr. þeirra kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að erfitt sé að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi sé rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga séu þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Hins vegar sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Svo sem fram kemur í skýringum Landspítala teljast upplýsingar um stéttarfélagsaðild til viðkvæmra persónuupplýsinga. Raunar hefur kærandi fallist á að slíkar upplýsingar teljist viðkvæmar persónuupplýsingar, en telur að Landspítala sé unnt að verða við beiðni hans um starfsheiti og föst launakjör starfsmanna Landspítala sem tilheyra Eflingu stéttarfélagi án þess að gefa upp nöfn viðkomandi starfsmanna, en þá séu gögnin ekki persónugreinanleg.</p> <p>Um þetta tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að undir 9. gr. falla ekki einungis upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, heldur einnig upplýsingar sem varpað geta ljósi á eða staðfest slíkar upplýsingar. Þannig kunna upplýsingar, sem að öllu jöfnu er ekki hægt að rekja til nafngreindra einstaklinga, að falla undir ákvæðið ef um er að ræða upplýsingar sem hægt væri með fyrirhafnarlitlum hætti að rekja til nafngreindra einstaklinga, eftir atvikum út frá viðbótarupplýsingum sem almennt væru aðgengilegar.</p> <p>Við túlkun ákvæðisins verður enn fremur að horfa til ákvæðis 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, þar sem fjallað er um þagnarskyldu stjórnvalda. Þar segir að heimilt sé að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða. Samkvæmt því er ljóst að stéttarfélagsaðild getur talist lögmæt afmörkun í fyrirspurn um störf og launakjör starfsmanna að því tilskildu að ekki sé unnt að bera kennsl á einstaklinga út frá upplýsingunum.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Kærandi, sem er stéttarfélag, hefur fengið afhentar frá Landspítala upplýsingar um eigin félagsmenn sem samanstanda af nöfnum starfsmanna, starfsheiti, vinnustað (sviði/deild), starfshlutfalli í dagvinnu, greiddum föstum mánaðarlaunum, öðrum föstum greiðslum (samtölu), og samtals greiddum föstum mánaðarlaunum og öðrum föstum greiðslum. Kærandi óskar eftir sambærilegum upplýsingum, að nöfnum starfsmanna undanskildum, um starfsmenn Landspítala sem tilheyra Eflingu stéttarfélagi.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga tekur upplýsingaréttur almennings ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. 7. gr. er að finna undantekningar frá þessari reglu. Þar segir að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögunum eigi ekki við, sé þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skylt að veita upplýsingar um nöfn opinberra starfsmanna og starfssvið, föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda, og launakjör æðstu stjórnenda.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram með föstum launakjörum sé m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunni að liggja fyrir um föst laun starfsmanns. Rétturinn til aðgangs nái þannig til gagna sem geymi upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Óheimilt sé að veita upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns, nema viðkomandi teljist til æðstu stjórnenda.</p> <h3><strong>4.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæran lýtur að, þ.e. upplýsingar um starfsfólk Landspítala sem tilheyrir Eflingu stéttarfélagi. Gögnin innihalda ekki nöfn starfsfólksins en innihalda upplýsingar um starfsheiti, svið, skipulagseiningu, starfshlutfall, greidd föst mánaðarlaun fyrir annars vegar fullt starf og hins vegar miðað við starfshlutfall, fasta yfirvinnu miðað við starfshlutfall, önnur laun og heildarlaun miðað við starfshlutfall.</p> <p>Telja verður að ef veittur yrði aðgangur að skjalinu myndu þær upplýsingar sem þar koma fram, einar og sér, ekki nægja til að bera kennsl á viðkomandi starfsfólk með beinum hætti. Á hinn bóginn er til þess að líta að kærandi hefur þegar undir höndum upplýsingar um eigin félagsmenn auk þess sem honum er fært að óska eftir upplýsingum hjá Landspítala um nöfn starfsmanna, starfssvið, föst launakjör og heildarlaun æðstu stjórnenda, sbr. 2.–4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, án þess að óska eftir upplýsingum um stéttarfélagsaðild þeirra.</p> <p>Með hliðsjón af því hvernig það skjal sem deilt er um í málinu er sett fram og hve margar breytur þar koma fram um hvern og einn starfsmann telur úrskurðarnefndin að ef kæranda yrði afhent skjalið til viðbótar við þær upplýsingar sem hann hefur nú þegar undir höndum auk þeirra sem hann á rétt til samkvæmt upplýsingalögum, væri honum fært að persónugreina það starfsfólk sem kemur fyrir í skjalinu með beinum eða óbeinum hætti, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. til hliðsjónar 26. lið formála reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, þar sem fram kemur að persónuupplýsingar sem hafi verið færðar undir gerviauðkenni, sem kann að vera hægt að rekja til einstaklings með notkun viðbótarupplýsinga, skuli teljast upplýsingar um persónugreinanlegan einstakling.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að yrði Landspítala gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum kynni jafnframt að vera miðlað upplýsingum um stéttarfélagsaðild, sem varða einkahagsmuni viðkomandi starfsfólks í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Því er ekki hægt að leggja til grundvallar að unnt sé að veita aðgang að upplýsingum um þetta atriði án þess að þar með sé veittur aðgangur að gögnum um einkamálefni sömu einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Telur úrskurðarnefndin því að Landspítala sé óheimilt að afhenda gögnin og verður því að staðfesta ákvörðun spítalans um að synja kæranda um aðgang að þeim.</p> <p>Þá telur úrskurðarnefndin að ekki sé unnt að veita aðgang að gögnunum að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem gögnin innihalda einungis upplýsingar um starfsfólk Landspítala sem tilheyrir Eflingu stéttarfélagi.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ákvörðun Landspítala, dags. 19. janúar 2022, að synja Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu um aðgang að upplýsingum um starfsheiti, föst launakjör og fastar greiðslur til starfsfólks Landspítala sem er félagsmenn í Eflingu stéttarfélagi, er staðfest.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1103/2022. Úrskurður frá 19. október 2022 | Í málinu var kærð töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 4. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kæmi fram að ákvarðanir ríkisendurskoðanda um aðgang að gögnum sættu ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Af framangreindu leiddi að töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum yrði ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Varð því að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1103/2022 í máli ÚNU 22090023.</p> <h2><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 26. september 2022, kærði A töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að upplýsingum um kostnað einstakra þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum vegna kosninga síðastliðið vor. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í málinu er kærð töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 4. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kemur fram að ákvarðanir ríkisendurskoðanda um aðgang að gögnum sæti ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Af framangreindu leiðir að töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum verður ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Verður því að vísa kærunni frá.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 26. september 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1101/2022. Úrskurður frá 19. október 2022 | Landspítali synjaði kæranda um aðgang að rótargreiningu sem spítalinn lét framkvæma vegna fráfalls eiginmanns kæranda, á þeim grundvelli að um vinnugagn væri að ræða. Úrskurðarnefndin rakti skilyrði upplýsingalaga fyrir því að gagn gæti talist vinnugagn og féllst á að skilyrðin væru uppfyllt. Á hinn bóginn taldi nefndin að rótargreiningin kynni að innihalda upplýsingar um atvik máls auk þess sem þar væri lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Nefndin taldi sig hins vegar ekki hafa forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvaða upplýsingar í skjalinu skyldu afhentar kæranda. Var hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Landspítala að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1101/2022 í máli ÚNU 22030006.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. mars 2022, kærði A þá ákvörðun Landspítala að synja beiðni um aðgang að rótargreiningu sem spítalinn lét framkvæma vegna andláts eiginmanns kæranda sem lést í kjölfar legu á Landspítala […].</p> <p>Með erindi til Landspítalans, dags. 1. mars 2022, óskaði kærandi eftir aðgangi að rótargreiningu sem spítalinn lét framkvæma vegna fráfalls eiginmanns kæranda. Í beiðninni er tekið fram að þau gögn sem kærandi hafi þegar fengið afhent frá spítalanum árið 2018 varði einungis hluta rótargreiningarinnar, nánar tiltekið um tillögur til úrbóta. Þar af leiðandi telji kærandi sig ekki hafa fengið rótargreininguna afhenta í heild sinni.</p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. mars 2022, synjaði spítalinn beiðni kæranda um afhendingu rótargreiningarinnar. Í svari spítalans er tekið fram að sú regla hafi myndast hjá spítalanum að afhenda eingöngu niðurstöður rótargreininga en ekki vinnugögn um þær. Þá segir að vinnugögn séu ekki afhendingarskyld, sbr. 5. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Þar sem rótargreiningarskjalið sé vinnugagn samkvæmt 8. gr. upplýsinglaga verði aðrir hlutar en niðurstöðukafli rótargreiningarinnar ekki afhentir kæranda. Hið sama eigi við um landlækni, sem fái afhentar niðurstöður rótargreininga og tillögur til úrbóta í krafti eftirlitshlutverks landlæknis með Landspítala, en ekki vinnugögn rótargreiningar.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi upphaflega óskað eftir aðgangi að rótargreiningunni með erindi, dags. 2. febrúar 2015. Landspítalinn hafi þá synjað beiðni kæranda með erindi dags. 16. mars 2015. Í þeirri synjun spítalans kemur fram að rótargreiningar flokkist sem vinnugögn og séu því undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 6. og 8. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að um rétt kæranda til upplýsinga fari líkt og um upplýsingarétt almennings. Þar sem í rótargreiningum komi fram viðkvæmar upplýsingar um heilsuhagi einstaklinga sem geti verið persónugreinanlegar, þrátt fyrir að nafns eða kennitölu sé ekki getið, beri að hafna aðgangi að upplýsingum á þeim grundvelli einnig.</p> <p>Í kæru er einnig tekið fram að kærandi hafi fengið aðgang að sjúkragögnum eiginmanns síns í árslok 2012. Í kjölfarið hafi kærandi ákveðið að kæra andlát eiginmanns síns til lögreglu og embættis landlæknis. Við meðferð málsins hjá lögreglu hafi skurðlæknir sem bar ábyrgð á meðferð eiginmanns kæranda komið til skýrslutöku og haft þar frammi staðhæfingar sem kærandi telur misvísandi. Í kæru segir að kærandi vilji fá aðgang að rótargreiningunni til að sannreyna staðhæfingar skurðlæknisins en einnig vegna mögulegra annarra misvísandi upplýsinga sem gætu leynst í rótargreiningunni.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Landspítala með erindi, dags. 15. mars 2022, og spítalanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að spítalinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi, dags. 1. apríl 2022, ítrekaði úrskurðarnefndin beiðni sína við Landspítala.</p> <p>Umsögn Landspítalans barst úrskurðarnefndinni hinn 19. apríl 2022. Þar er tekið fram að gagnabeiðni kæranda lúti að gögnum sem spítalinn útbúi sem undirbúningsgögn um hvernig haga beri verkferlum og verklagi á spítalanum. Gögnin séu eingöngu ætluð til eigin nota og teljist til vinnugagna sem réttur almennings um afhendingu gagna taki ekki til. Þau séu því undanþegin upplýsingarétti, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 1. mgr. 8. gr. sömu laga. Þá er einnig fjallað um öryggismenningu og tekið fram að spítalinn leggi áherslu á að efla hana í starfsemi sinni til að bæta gæði og öryggi þeirrar þjónustu sem veitt er. Í því samhengi er bent á að rótargreiningar séu eitt öflugasta verkfærið til að stuðla að góðri öryggismenningu. Þær feli í sér markvissa og kerfisbundna rannsókn sem hafi það að markmiði að greina undirliggjandi ástæður atvika svo unnt sé að gera úrbætur í starfseminni. Að lokum er í umsögn spítalans vakin athygli á mögulegu fordæmisgildi málsins og tekið fram að ef spítalanum verði gert að afhenda þau gögn sem beiðni kæranda lýtur að, muni stoðum vera kippt undan vinnslu rótargreininga innan heilbrigðisstofnana hér á landi. Það sé síst til þess fallið að bæta gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu. </p> <p>Umsögn Landspítalans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. apríl 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. apríl 2022, er tveimur spurningum varpað fram, annars vegar hvort Landspítali geti einhliða ákveðið að rótargreiningar á óvæntum andlátum séu vinnugögn og hins vegar hvort úrskurðanefndin sé sammála skilgreiningu Landspítala um að rótargreiningar séu vinnugögn.</p> <p>Í athugasemdum kæranda kemur einnig fram að spítalinn hafi aldrei upplýst kæranda um dánarmein eiginmanns kæranda. Að mati kæranda hafi bæði læknar og hjúkrunarlið spítalans vanrækt eiginmann kæranda kerfisbundið og brugðist honum í störfum sínum. Þá segir að kærandi hafi þegar fengið í hendur öll sjúkragögn eiginmannsins og því ætti innihald umbeðinna gagna ekki að koma á óvart lengur. Þar að auki ætli kærandi sér ekki að nota rótargreininguna eða upplýsingar sem fram komi í henni fyrir dómi, enda hafi kærandi þegar haft betur gegn íslenska ríkinu fyrir Hæstarétti í skaðabótamáli árið 2018.</p> <p>Í athugasemdum kæranda er einnig bent á að embætti landlæknis veiti aðstandendum aðilastöðu í málum er varða rannsókn embættisins á óvæntum andlátum. Kærandi sjái ekkert í málflutningi Landspítala sem útskýri nauðsyn fyrir þeirri leynd er ríki yfir rótargreiningunni. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að rótargreiningu sem Landspítalinn lét framkvæma vegna fráfalls eiginmanns kæranda sem lést í kjölfar legu á Landspítala […]. Ákvörðun sjúkrahússins er byggð á því að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, og af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti. Samkvæmt umsögn Landspítalans í málinu byggist afgreiðsla spítalans á því að um rétt kæranda fari samkvæmt meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Af skýringum kæranda í málinu má ætla að hann telji að um rétt sinn til aðgangs skuli fara samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um rétt aðila til aðgangs að upplýsingum um hann sjálfan.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra.</p> <p>Þrátt fyrir að rótargreiningin hafi fyrst og fremst haft það að markmiði að draga almennan lærdóm af því sem úrskeiðis fór verður að mati úrskurðarnefndarinnar ekki fram hjá því litið að rótargreiningin snýr að óvæntu andláti eiginmanns kæranda sem lést í kjölfar legu hans á Landspítala í október 2011. Telur úrskurðanefndin því að kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að rótargreiningunni eftir ákvæðum III. kafla laganna.</p> <p>Í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að meginregla 1. mgr. sömu greinar um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan taki ekki til gagna sem talin eru í 6. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að reikna megi með því að tiltölulega sjaldgæft sé að hagsmunir hins opinbera af leynd rekist á við hagsmuni einstaklings eða lögaðila af því að fá vitneskju um upplýsingar er varða hann sjálfan. Á þetta geti engu að síður reynt í einstaka tilviki og sé þá talið rétt að undanþágur í 6. gr. upplýsingalaga gildi fullum fetum gagnvart upplýsingarétti aðila.</p> <p>Í 5. tölul. 6. gr. kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Einnig er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að af orðalagi 1. mgr. leiði að til að skjal teljist vinnugagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Séu gögn afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér skjal með rótargreiningunni. Af gögnum málsins er ljóst að tilgangur þess að ráðist var í umrædda rótargreiningu hafi verið að greina umrætt atvik og draga af því lærdóm, bæta verkferla og þar með koma í veg fyrir að sambærilegt atvik ætti sér stað aftur. Þrátt fyrir að efni skjalsins hafi að geyma lýsingu á atvikum máls er ljóst að sú lýsing er gerð í tengslum við vangaveltur og tillögur að hugsanlegum viðbrögðum og lausnum í því skyni að bæta almennt verkferla á sjúkrahúsinu. Úrskurðarnefndin telur að gagnið uppfylli skilyrði þess að teljast vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna.</p> <p>Hins vegar leiðir af ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að vinnugögn beri að afhenda m.a. ef þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram eða ef þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Ekki er hægt að skjóta loku fyrir að í skjalinu komi fram upplýsingar um atvik máls sem ekki hafi birst annars staðar. Þá er á nokkrum stöðum í skjalinu að finna upplýsingar um verklag á spítalanum í tengslum við ýmsa þætti. Ljóst er að kærandi getur haft hagsmuni af því að fá aðgang að skjalinu til að staðreyna meint misræmi í gögnum málsins um hvernig heilbrigðisþjónustu við eiginmann kæranda hafi verið háttað á Landspítala. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur hins vegar ekki forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvaða upplýsingar í skjalinu skuli afhentar kæranda. Verður því ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Landspítala að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða um eðli vinnugagna og þeirra undantekninga sem fram koma í 3. mgr. 8. gr. um þær takmarkanir sem eru á afhendingu þeirra.</p> <p>Í ákvörðun Landspítala var ekki tekin afstaða til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Þá var kæranda ekki heldur leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Var ákvörðunin að þessu leyti ekki í samræmi við 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin beinir því til Landspítala að gæta framvegis að þessu atriði.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vekur athygli kæranda og Landspítala á því að samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 5. tölul. 6. gr. tekur til þegar átta ár eru liðin frá því að gögn urðu til, svo fremi sem aðrar takmarkanir samkvæmt upplýsingalögum eigi ekki við. Frá því tímamarki er Landspítala því ekki fært að takmarka aðgang að rótargreiningunni á grundvelli þess að um vinnugögn sé að ræða í skilningi upplýsingalaga.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A, dags. 1. mars 2022, er vísað til Landspítala til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1099/2022. Úrskurður frá 19. október 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að samningi milli dótturfélags Ríkisútvarpsins og Storytel um heimild til að dreifa hljóðbókum Ríkisútvarpsins á streymisveitu Storytel. Synjun Ríkisútvarpsins byggðist á því að samningurinn varðaði mikilvæga viðskiptahagsmuni Storytel auk þess sem almannahagsmunir krefðust þess að hann færi leynt þar sem Ríkisútvarpið væri að þessu leyti í samkeppni við aðra. Úrskurðarnefndin taldi að um rétt kæranda færi samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, sem varðar upplýsingar um aðila sjálfan. Þá taldi nefndin að viðskiptahagsmunir Storytel og samkeppnislegir hagsmunir Ríkisútvarpsins vægju ekki eins þungt og hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að samningnum. Var því lagt fyrir Ríkisútvarpið að afhenda kæranda samninginn. | <p>Hinn 19. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1099/2022 í máli ÚNU 21120010.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 17. desember 2021, kærði A lögmaður, f.h. B, afgreiðslu Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni um tvo samninga í tengslum við móður kæranda, C. Byggist kæran á 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Lögmaður kæranda sendi gagnabeiðni til Ríkisútvarpsins hinn 20. maí 2021. Í erindinu kom fram að kærandi væri rétthafi höfundarréttar að verkum C. Hinn 19. mars 2021 hefði kærandi gert samning við fyrirtækið Storytel um dreifingu á hljóðritun Ríkisútvarpsins á verkinu […], í flutningi höfundar, í gegnum áskriftarstreymisveitu Storytel. Samkvæmt upplýsingum í samningnum hafi verkið verið hljóðritað á sínum tíma og gefið út af Ríkisútvarpinu sem hljóðbók (e. audiobook), og gert aðgengilegt almenningi samkvæmt samkomulagi milli Ríkisútvarpsins og höfundar.</p> <p>Í samningi kæranda og Storytel er vísað til samnings sem fyrirtækið hafi gert við Ríkisútvarpið um heimild til að dreifa hljóðbókum Ríkisútvarpsins á streymisveitu Storytel. Framangreint samkomulag milli Ríkisútvarpsins og C veiti stofnuninni hins vegar ekki heimild til að dreifa hljóðritun á […] út fyrir stofnunina. Þar af leiðandi sé þörf á að Storytel afli heimildar frá rétthafa verksins til að streyma því á streymisveitu sinni, til viðbótar við samkomulag fyrirtækisins við Ríkisútvarpið. Það sé tilefni samningsgerðar kæranda og Storytel.</p> <p>Í erindi lögmanns kæranda til Ríkisútvarpsins frá 20. maí 2021 kom fram að misskilnings gætti í samningi kæranda við Storytel; Ríkisútvarpið hefði aldrei öðlast rétt yfir verkum C sem heimilaði stofnuninni að dreifa þeim á streymisveitum. Þá hefði stofnunin ekki gefið verkið út sem hljóðbók, líkt og tilgreint væri í samningnum. Ríkisútvarpið hefði aðeins tekið upp lestur höfundar á verkinu og hafði samningsbundna heimild til þess eins að útvarpa þeim lestri í línulegri dagskrá á tiltekinn hátt.</p> <p>Þóknunarákvæði í samningi kæranda og Storytel vekti sérstaka athygli, en þar kæmi fram að kærandi fengi greidda þóknun sem næmi […]% af heildarþóknun Ríkisútvarpsins frá Storytel, samkvæmt samningi þeirra á milli, og Ríkisútvarpið […]% þóknunarinnar. Ríkisútvarpið fengi sem sagt […]% þóknunarinnar fyrir það eitt að afhenda Storytel upptöku verksins, sem væri með ólíkindum í ljósi þess að Ríkisútvarpið hefði aldrei átt neinn rétt til verksins í áskriftarstreymi.</p> <p>Ríkisútvarpið ætti tiltekinn rétt til hljóðritunarinnar, en sá réttur væri takmarkaður við samkomulag stofnunarinnar við C, og ætti ekkert skylt við tekjur sem yrðu til af verkinu í gegnum áskriftarstreymi. Ríkisútvarpið væri ekki útgefandi verksins og hefði aldrei verið. Í samræmi við framangreint óskaði kærandi eftir annars vegar samningi Ríkisútvarpsins og Storytel, og hins vegar samkomulagi milli Ríkisútvarpsins og C.</p> <p>Beiðni kæranda var ítrekuð í lok ágúst 2021 og hinn 6. október 2021 barst svar frá Ríkisútvarpinu. Í svarinu kom fram að málið væri byggt á misskilningi; Ríkisútvarpið hefði ekki veitt Storytel rétt til nýtingar á verkum C, heldur væri slíkt háð sérstökum samningi milli rétthafa og Storytel. Vísað var í því sambandi til ákvæðis úr samningi Ríkisútvarpsins og Storytel, þar sem fram kæmi að Storytel bæri ábyrgð á því að afla leyfis höfundar áður en verki væri dreift gegnum streymisveitu fyrirtækisins.</p> <p>Lögmaður kæranda svaraði erindinu samdægurs og beindi þeirri spurningu til Ríkisútvarpsins hvort það væri þá rangt að stofnunin fengi […]% af rétthafagreiðslum vegna verksins. Í svari Ríkisútvarpsins var því svarað til að samningur stofnunarinnar og Storytel væri í reynd afsprengi samninga sem Storytel kynni að gera við rétthafa. Skýrt væri kveðið á um það í samningi Ríkisútvarpsins og Storytel að hinn síðarnefndi aðili þyrfti að semja við höfund/rétthafa um rétt til áskriftarstreymis. Hið sama ætti við um greiðslur fyrir upplestur. Greiðslur Storytel til Ríkisútvarpsins tækju einungis til umræddrar hljóðupptöku og umsýslu sem henni tengdist, enda væri um að ræða hljóðupptöku sem framleidd hefði verið og unnin af Ríkisútvarpinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Ríkisútvarpinu með erindi, dags. 20. desember 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Ríkisútvarpið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Ríkisútvarpsins barst úrskurðarnefndinni hinn 7. janúar 2022. Í henni kemur fram að samkomulag milli Ríkisútvarpsins og C hafi, þrátt fyrir víðtæka leit, hvorki fundist í skjalasafni stofnunarinnar né á Þjóðskjalasafni Íslands. Af þeim sökum sé ekki unnt að verða við beiðni kæranda um aðgang að samkomulaginu.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að Ríkisútvarpið hafi gert samning við Storytel sem veiti fyrirtækinu rétt til dreifingar á efni á streymisveitu Storytel, m.a. hljóðupptökum, sem Ríkisútvarpið hafi framleitt að því gættu að leyfi annarra rétthafa liggi fyrir, en um slíkt fari þá samkvæmt samningi viðkomandi rétthafa og Storytel.</p> <p>Eftir atvikum megi, að mati Ríkisútvarpsins, fallast á að kærandi geti byggt rétt til aðgangs að samningnum á 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hins vegar telji stofnunin að bæði 2. og 3. mgr. sömu greinar standi beiðni kæranda í vegi. Samningurinn kunni augljóslega að varða einka-, fjárhags- og viðskiptamálefni Storytel, þar á meðal samningsforsendur og kjör, á þeim mörkuðum sem Storytel starfi á, og um leið rekstrar- og samkeppnisstöðu fyrirtækisins, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Til þess sé einnig að líta að ekki sé verið að ráðstafa opinberum hagsmunum með beinum hætti, svo sem með ráðstöfun á almannafé, sem kynni að gefa ríkari ástæðu en ella til þess að efni samningsins yrði gert opinbert.</p> <p>Ríkisútvarpið vísar einnig til 2. mgr. 14. gr., sbr. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, til stuðnings þeirri afstöðu að takmarka skuli aðgang kæranda að samningnum. Í 4. tölul. 10. gr. komi fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum ef mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti fyrirtækja eða stofnana í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau séu í samkeppni við aðra. Samningur Ríkisútvarpsins og Storytel lúti að hljóðupptökum og efni sem framleitt sé og unnið af Ríkisútvarpinu, sem stofnunin veiti svo Storytel rétt til dreifingar á, að fullnægðu samþykki rétthafa, gegn tiltekinni greiðslu. Starfsemi streymisveitna á borð við Storytel sé vaxandi markaður, þar á meðal fyrir fjölmiðla sem semji við slíkar veitur. Samningurinn varði í eðli sínu starfsemi af einkaréttarlegum toga á samkeppnismarkaði, sem standi aðgangi í vegi.</p> <p>Umsögn Ríkisútvarpsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í svari kæranda, dags. 20. janúar 2022, kom fram að ekki væru gerðar frekari athugasemdir.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði afstöðu Storytel Iceland ehf. til afhendingar samningsins, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, með erindi, dags. 25. maí 2022. Í svari sem barst nefndinni fyrir hönd fyrirtækisins, dags. 7. júlí 2022, er lagst gegn afhendingu samningsins.</p> <p>Í erindinu er vísað til athugasemda við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, varðandi það að undir greinina falli upplýsingar um viðskiptaleyndarmál. Hugtakið viðskiptaleyndarmál sé skilgreint í 4. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um viðskiptaleyndarmál, nr. 131/2020. Undir hugtakið hafi í framkvæmd verið felldar upplýsingar um verð. Í samningi Ríkisútvarpsins og Storytel sé ítarlega kveðið á um það verð sem fyrirtækinu beri að greiða fyrir þann rétt sem félaginu sé veittur með dreifingarsamningnum, sem og það greiðslufyrirkomulag sem gildi milli aðila. Þá sé að auki vikið ítarlega að öðrum viðskiptaskilmálum sem eigi við um réttarsamband aðilanna.</p> <p>Umræddar upplýsingar séu þess eðlis að þær geti haft áhrif á samkeppnisstöðu Storytel verði þær gerðar opinberar enda yrði þá samkeppnisaðilum gert kleift að nýta sér upplýsingarnar með tilheyrandi tjóni fyrir Storytel. Atriði samningsins uppfylli að öllu leyti þær kröfur sem lög um viðskiptaleyndarmál geri til þess að upplýsingar og gögn teljist til viðskiptaleyndarmála. Upplýsingarnar séu ekki almennt þekktar, þær hafi viðskiptalegt gildi auk þess sem gerðar hafi verið eðlilegar ráðstafanir til að halda þeim leyndum, en skýrlega sé tekið fram í samningnum að efni hans sé trúnaðarmál.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að dreifingarsamningi milli RÚV Sölu ehf., sem er dótturfélag Ríkisútvarpsins ohf., og Storytel Iceland ehf. Kærandi óskaði einnig eftir aðgangi að samningi sem Ríkisútvarpið gerði við móður kæranda, en í umsögn Ríkisútvarpsins kemur fram að sá samningur hafi ekki fundist hjá stofnuninni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þá fullyrðingu í efa og verður þeim hluta kærunnar því vísað frá nefndinni.</p> <p>Kærandi telur að um rétt sinn til aðgangs að samningi RÚV Sölu og Storytel skuli fara samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum.</p> <p>Í samningi sem kærandi hefur gert við Storytel um dreifingu á verkinu […] kemur fram að fyrirtækið hafi gert samning við Ríkisútvarpið um dreifingu á hljóðbókum í eigu stofnunarinnar, en að þörf sé á að gera leyfissamning við höfund eða rétthafa höfundarréttar áður en af dreifingu verksins geti orðið. Í samningi kæranda við Storytel er á nokkrum stöðum vísað til samnings Ríkisútvarpsins og Storytel varðandi nánari útfærslu á réttindum kæranda. Til að mynda kemur fram í þeim kafla samnings kæranda sem ber heitið „Veiting réttinda“ (e. Grant of Rights) að um þann rétt sem kærandi veiti Storytel til að dreifa verkinu á efnisveitu fyrirtækisins sé nánar fjallað í samningi Ríkisútvarpsins og Storytel. Þá kemur fram síðar í samningnum að kærandi fái tiltekið hlutfall af þeirri heildarþóknun sem Ríkisútvarpið eigi rétt til samkvæmt samningi stofnunarinnar við Storytel.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu telur úrskurðarnefndin ljóst að samningur Ríkisútvarpsins og Storytel innihaldi upplýsingar sem varði kæranda sérstaklega og verulega umfram aðra í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að samningnum eftir ákvæðum III. kafla laganna, en sá réttur er ríkari en upplýsingaréttur almennings samkvæmt II. kafla sömu laga.</p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar að aðgangur aðila að gögnum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga er annars eðlis en aðgangur almennings á grundvelli 5. gr. sömu laga. Niðurstaða um að aðgangur að gögnum sé heimill aðila á grundvelli 14. gr. felur ekki í sér að almenningur hafi sama aðgang, enda byggist 14. gr. á því að viðkomandi aðili hafi hagsmuni af afhendingu gagnanna sem almenningur hefur ekki. Opinber birting upplýsinganna sem aðili hefur aflað á grundvelli 14. gr. kann eftir atvikum að brjóta gegn réttindum annarra, en til þess tekur úrskurðarnefndin ekki afstöðu í þessu máli.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Kemur þá næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda til aðgangs að samningnum. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að kjarni þessa ákvæðis felist í því að vega og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu þeir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.</p> <p>Ríkisútvarpið byggir synjun sína m.a. á vísun til þeirra hagsmuna sem verndaðir eru samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt þeirri grein er óheimilt að veita aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Við beitingu ákvæðisins gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.</p> <p>Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.</p> <p>Í umsögn Ríkisútvarpsins er vísað til þess að samningurinn við Storytel innihaldi upplýsingar um samningsforsendur og -kjör á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfi á og að afhending geti skaðað rekstrar- og samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Í afstöðubréfi Storytel til úrskurðarnefndarinnar er vísað til þess að upplýsingar um verð séu viðskiptaupplýsingar sem teljist til viðskiptaleyndarmála. Í samningnum séu ítarlegar upplýsingar um það verð sem Storytel beri að greiða fyrir þann rétt sem félaginu er veittur með dreifingarsamningnum og gildandi greiðslufyrirkomulag milli aðila. Þá sé að auki vikið ítarlega að öðrum viðskiptaskilmálum Storytel sem eiga um réttarsamband Ríkisútvarpsins og Storytel. Auk þess sé skýrlega tekið fram í samningnum að efni hans sé trúnaðarmál.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir samning Storytel Iceland ehf. við RÚV Sölu ehf. ásamt viðaukum (e. schedules) sem eru samningnum til fyllingar. Með samningnum er Storytel veittur réttur m.a. til að dreifa þeim rafbókum og hljóðskrám Ríkisútvarpsins sem stofnunin býður fram á samningstímanum. Samningurinn er í gildi og endurnýjast sjálfkrafa við lok samningstíma nema að nánari skilyrðum uppfylltum. Í viðauka 1 eru almennir skilmálar sem eiga við um samninginn, í viðauka 2 eru skilmálar sem varða útreikning á hlutfalli þóknunar og greiðslufyrirkomulag, í viðauka 3 eru upplýsingar um afhendingu verka og í viðauka 4 er listi yfir verk sem samningurinn tekur til.</p> <p>Almennt má búast við því að vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti haft neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu þeirra. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings eða aðila sjálfs. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar sem gera samninga við aðila sem falla undir ákvæði upplýsingalaga verða hverju sinni að vera undir það búin að látið verði reyna á rétt til aðgangs að upplýsingum um samningsgerðina, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim einhverju óhagræði. Hefur það margsinnis verið staðfest í úrskurðarframkvæmd nefndarinnar.</p> <p>Í samningi RÚV Sölu og Storytel koma fram upplýsingar sem geta varðað viðskiptahagsmuni Storytel. Í þeim er m.a. að finna upplýsingar um skiptingu tekna milli samningsaðila og greiðslufyrirkomulag. Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að umræddar upplýsingar nái til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að þær séu sérstaklega til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni verði þær afhentar kæranda. Kærandi hefur að mati nefndarinnar hagsmuni af því að geta kynnt sér það sem fram kemur í samningnum til að gæta sinna hagsmuna gagnvart Ríkisútvarpinu og eftir atvikum Storytel. Fyrir liggur að kærandi er rétthafi höfundarréttar að verkum móður sinnar og telur að Ríkisútvarpinu hafi ekki verið heimilt að ráðstafa verkum hennar með þeim hætti sem gert hefur verið.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að Storytel kaus sjálft að vísa til samnings síns við RÚV Sölu í samningi sínum við kæranda. Þá lítur nefndin sérstaklega til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra hagsmuna. RÚV Sala er dótturfélag Ríkisútvarpsins, sem hefur þann tilgang samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, að styðja við starfsemi móðurfélagsins m.a. með því að taka saman, gefa út og dreifa hvers konar áður framleiddu efni í eigu Ríkisútvarpsins, og að selja birtingarrétt að efni Ríkisútvarpsins og að framleiða og selja vörur sem tengjast framleiðslu Ríkisútvarpsins á efni sem fellur undir 3. gr. laganna. Er sá tilgangur staðfestur í 2. gr. samþykkta fyrir RÚV Sölu. Með samningnum er verið að ráðstafa efni í eigu Ríkisútvarpsins, sem með vísan til þess að stofnunin er í opinberri eigu, telst óhjákvæmilega fela í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna.</p> <p>Að því er varðar tilvísun Storytel til trúnaðar samningsaðila um efni samningsins tekur úrskurðarnefndin fram að af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga getur ekki samið við aðila um að trúnaður ríki um það sem þeirra fer á milli, nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt í samningi Storytel og Ríkisútvarpsins komi fram að hann skuli vera trúnaðarmál.</p> <p>Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefndin að ákvörðun Ríkisútvarpsins að synja kæranda um aðgang að samningnum verði ekki byggð á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Ákvörðun Ríkisútvarpsins að synja beiðni kæranda styðst einnig við 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 14. gr. laganna, en í ákvæðinu kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur talið að til að heimilt sé að synja um aðgang á grundvelli ákvæðisins þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti til aðgangs að umræddum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p>Ríkisútvarpið hefur vísað til þess að starfsemi streymisveitna á borð við Storytel sé vaxandi markaður þar á meðal fyrir fjölmiðla sem semja við streymisveitur. Stofnunin hefur að öðru leyti ekki rökstutt hvers vegna takmarka skuli aðgang að samningi við Storytel á grundvelli samkeppnishagsmuna Ríkisútvarpsins. Úrskurðarnefndin tekur fram að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. Ríkisútvarpið hefur ekki leitt líkur að því að tjón hljótist af verði kæranda veittur aðgangur að umbeðnum gögnum. Þá telur úrskurðarnefndin enn fremur vandséð hvernig afhending samningsins til kæranda sé til þess fallin að hafa skaðleg áhrif á samkeppnislega hagsmuni Ríkisútvarpsins á þeim markaði sem um ræðir.</p> <p>Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Ríkisútvarpinu hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að samningi RÚV Sölu og Storytel. Verður því lagt fyrir Ríkisútvarpið að veita kæranda aðgang að samningnum í heild sinni.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Ríkisútvarpinu ohf. er skylt að veita A lögmanni, f.h. B, aðgang að samningi Storytel Iceland ehf. og RÚV Sölu ehf. Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1098/2022. Úrskurður frá 5. október 2022 | Kærðar voru tafir Tryggingastofnunar á beiðni kæranda um upplýsingar. Af hálfu Tryggingastofnunar kom fram að erindi kæranda hefði ekki borist stofnuninni og hefði því litið á erindi úrskurðarnefndarinnar sem framsendingu á erindi kæranda sem stofnunin svaraði í kjölfarið. Var því ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg væri til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og kærunni vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1098/2022 í máli ÚNU 22050023.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 25. maí 2022, kærði A tafir á afgreiðslu Tryggingastofnunar á beiðni hans um upplýsingar, dags. 22. apríl sama ár, um það hversu mikið peningaflæði væri á milli Tryggingastofnunar og Innheimtustofnunar sveitarfélaga.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Tryggingastofnun með erindi, dags. 12. júní 2022, og skýringa óskað. Í svari Tryggingastofnunar, dags. 22. júní, kom fram að ekki yrði séð að stofnuninni hefði borist erindi kæranda. Tryggingastofnun liti á erindi úrskurðarnefndarinnar frá 12. júní sem framsendingu á erindi kæranda. Stofnunin svaraði erindi kæranda daginn eftir, þar sem óskað var eftir því að kærandi afmarkaði beiðni sína nánar í samræmi við 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi úrskurðarnefndar, dags. 1. júlí 2022, var kæranda gefið færi á að tjá sig um svar Tryggingastofnunar. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja í málinu barst Tryggingastofnun ekki erindi kæranda frá 22. apríl 2022. Stofnunin leit hins vegar á erindi úrskurðarnefndarinnar frá 12. júní 2022 sem framsendingu erindis kæranda og svaraði erindinu hinn 23. júní sama ár.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að beiðni um gögn hefur ekki borist kærða er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 25. maí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1097/2022. Úrskurður frá 5. október 2022 | Kærð var afgreiðsla Borgarbyggðar á beiðni kæranda um afrit úr dagbók eða málaskrá slökkviliðsins á tilteknu tímabili. Af hálfu sveitarfélagsins kom fram að ekki væri til nein skrá yfir inn- og útsend erindi hjá slökkviliðinu og að engin gögn um það mál sem kærandi vísaði til lægju fyrir hjá slökkviliðinu. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga þær staðhæfingar Borgarbyggðar í efa. Að mati nefndarinnar var þannig ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og kærunni því vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1097/2022 í máli ÚNU 22050002.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 1. maí 2022, kærði A, f.h. Ikan ehf., afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni hans um gögn. Með erindi kæranda til slökkviliðsstjórans í Borgarbyggð, dags. 14. mars 2022, óskaði hann eftir afriti af dagbók/málaskrá slökkviliðsins frá 15. nóvember 2020 til 14. mars 2022. Í erindinu kom nánar tiltekið fram að óskað væri eftir skrá yfir öll innsend erindi til slökkviliðsins í Borgarbyggð og skrá yfir útsend erindi slökkviliðsstjóra og eldvarnafulltrúa á tímabilinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í erindinu óskaði kærandi líka eftir afriti af öllum bréfum frá slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð til sveitarfélagsins og embættismanna þess frá 1. maí 2021 til 15. mars 2022 og afriti allra bréfa frá embættismönnum Borgarbyggðar til slökkviliðsstjóra í tengslum við ákvörðun um að loka og innsigla húsnæði kæranda að Brákarbraut. Þá væri óskað eftir tölvupóstum og fundargerðum vegna sama máls auk samskipta slökkviliðsstjóra við Mannvirkjastofnun.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Borgarbyggðar til kæranda, dags. 20. apríl 2022, kom fram um fyrri kröfuna að engin slík skrá væri til hjá slökkviliðinu. Til stæði að taka upp tölvukerfi hjá slökkviliðinu til að slíka skrá mætti halda en það hefði ekki enn verið gert. Til viðbótar bætti Borgarbyggð við að beiðni kæranda væri ekki nægjanlega vel afmörkuð, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p style="text-align: justify;">Um síðari kröfu kæranda væri það að segja að á því tímabili sem kærandi tilgreindi hefði slökkviliðið ekki átt í neinum bréfaskiptum við nokkurn aðila vegna lokana mannvirkja við Brákarbraut, að undanskilinni umsögn um kæru Ikan til félagsmálaráðuneytis, en afrit þeirrar umsagnar hefði verið afhent Ikan. Slökkviliðið hefði á umræddu tímabili ekki sent bréf eða móttekið bréf frá sveitarfélaginu eða embættismönnum þess vegna málsins á umræddu tímabili. Hið sama ætti við um samskipti slökkviliðs við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Borgarbyggð með erindi, dags. 2. maí 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Borgarbyggð léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni hinn 17. maí 2022. Í henni kemur fram í upphafi að um sé að ræða 20. bréf kæranda til sveitarfélagsins vegna máls sem varðar lokun og innsiglun mannvirkja við Brákarbraut í Borgarnesi vegna ófullnægjandi brunavarna að mati eldvarnafulltrúa slökkviliðs sveitarfélagsins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Öllum bréfum vegna málsins hingað til hafi verið svarað efnislega og þau gögn afhent sem sveitarfélagið hafi yfir að ráða vegna málsins.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögninni kemur fram að slökkvilið Borgarbyggðar hafi aldrei haft til umráða tölvukerfi þar sem haldin sé eiginleg málaskrá, þar sem uppsetning slíks kerfis hafi ekki verið talin svara kostnaði. Stefnt sé að því að fjárfesta í uppfærðu tölvukerfi fyrir slökkviliðið. Þá kemur fram að engin gögn séu til hjá slökkviliðinu um mannvirkin við Brákarbraut 25–27 á því tímabili sem krafa kæranda nái til. Þannig komi afhending gagna sem kæran lýtur að til úrskurðarnefndarinnar ekki til greina.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Borgarbyggðar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. maí 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu liggur fyrir sú afstaða Borgarbyggðar að ekki geti orðið af afhendingu gagna til kæranda þar sem annars vegar sé ekki til nein skrá yfir inn- og útsend erindi hjá slökkviliðinu og hins vegar liggi ekki fyrir hjá slökkviliðinu gögn um það mál sem kærandi vísar til á því tímabili sem hann hefur óskað eftir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þessar staðhæfingar Borgarbyggðar í efa.</p> <p style="text-align: justify;">Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, f.h. Ikan ehf., er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1096/2022. Úrskurður frá 5. október 2022 | Reykjavíkurborg afhenti kæranda gögn um samskipti Reykjavíkurborgar við lóðarhafa á Einimel í tengslum við deiliskipulagstillögu en afmáð öll nöfn einstaklinga og eftir atvikum netföng þeirra og símanúmer úr gögnunum. Að því er varðaði útstrikanir á nöfnum starfsmanna Reykjavíkurborgar féllst úrskurðarnefndin ekki á að slíkar upplýsingar teldust til einkamálefna einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðunin því felld úr gildi og Reykjavíkurborg gert að afhenda kæranda gögnin án útstrikana á nöfnum einstaklinga en skylt að strika yfir upplýsingar um einkanetföng og -símanúmer, enda lægi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1096/2022 í máli ÚNU 22030009.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. mars 2022, kærði A, fréttamaður hjá Fréttablaðinu, synjun Reykjavíkurborgar á beiðni um gögn. Kærandi óskaði eftir afriti af lögfræðiáliti sem Reykjavíkurborg hefði vísast látið gera vegna deiliskipulagstillögu sem fæli í sér að lóðarmörk við Einimel 18–26 væru færð út sem næmi rúmum þremur metrum og lóð Vesturbæjarlaugar minnkaði sem því næmi.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 9. mars 2022, kom fram að ekki hefði verið gert sérstakt lögfræðiálit en lögfræðingar hjá borginni hefðu átt í samskiptum við lóðarhafa til að leysa ágreining sem uppi var. Reykjavíkurborg afhenti kæranda afrit af þeim samskiptum hinn 14. mars 2022. Vegna persónuverndarréttar þeirra sem kæmu fyrir í gögnunum væri strikað yfir nöfn þeirra. Kærandi óskaði eftir nánari rökstuðningi fyrir þeirri afstöðu Reykjavíkurborgar.</p> <p style="text-align: justify;">Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 15. mars 2022, kom fram að ef það væri engin málefnaleg ástæða til að birta nöfn einstaklinga, símanúmer og netföng, þá væri það ekki gert. Slíkt væri í samræmi við persónuverndarlög. Um væri að ræða hefðbundna afgreiðslu þegar gögn væru afhent í samræmi við upplýsinga- og stjórnsýslulög. Grunnregla persónuverndarlaga væri að afhenda ekki eða miðla meira af persónuupplýsingum en nauðsynlegt væri.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 18. mars 2022, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 4. apríl 2022. Þar kemur fram að öll gögn málsins hafi verið afhent kæranda að frumkvæði Reykjavíkurborgar. Gögnin hafi hins vegar verið yfirfarin með tilliti til persónuverndarsjónarmiða og persónugreinanlegar upplýsingar afmáðar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Meðal afmáðra upplýsinga hafi verið nöfn fyrr- og núverandi lóðarhafa auk nafna fyrr- og núverandi starfsmanna Reykjavíkurborgar. Gætt hafi verið að því að afmá ekki svo mikið af upplýsingum að upplýsingagildi gagnanna glataðist.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingalög kveði á um að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Með gagnályktun frá 1. mgr. 11. gr. laganna verði að gera ráð fyrir því að miðlun persónuupplýsinga geti varðað einkahagsmuni og því verði slík miðlun að vera í samræmi við persónuverndarlög.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt persónuverndarlögum verði öll vinnsla persónuupplýsinga að byggja á skýrri heimild laganna, sbr. 9. gr. þeirra, og vera í samræmi við meginreglur þeirra. Reykjavíkurborg telji umrædda vinnslu, þ.e. afhendingu þeirra gagna sem hér um ræðir og innihalda persónuupplýsingar, heimila þar sem hún sé nauðsynleg til að fullnægja lagaskyldu sem hvíli á borginni, sbr. upplýsingalög og 3. tölul. 9. gr. persónuverndarlaga. Ein af þeim meginreglum persónuverndarlaga sem fylgja þurfi sé að þær persónuupplýsingar sem miðlað er séu „nægilegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar“, sbr. 8. gr. persónuverndarlaga. Með þetta að leiðarljósi hafi verið strikað yfir hluta persónuupplýsinga í umræddum gögnum þar sem það var mat borgarinnar að miðlun þeirra væri ekki nauðsynleg til þess að varpa ljósi á efni og aðstæður þess stjórnsýslumáls sem gögnin tilheyra. Miðlun þessara upplýsinga, þ.e. að strika ekki yfir þær, hefði verið umfram það sem nauðsynlegt væri og þar með falið í sér brot á persónuverndarlögum.</p> <p style="text-align: justify;">Fram komi í 2. mgr. 5. gr. persónuverndarlaga að lögin takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Það þýði hins vegar ekki að upplýsingabeiðni á grundvelli upplýsingalaga sé með öllu undanskilin ákvæðum persónuverndarlaga. Slíkur skilningur myndi ýta undir að hægt væri að fara framhjá ákvæðum persónuverndarlaga með því að óska aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga sem óheimilt væri að miðla á grundvelli persónuverndarlaga. Þessi skilningur eigi sér einnig stoð í 11. gr. upplýsingalaga. Reykjavíkurborg sé bundin af öllum lögum og afgreiði upplýsingabeiðnir á grundvelli upplýsingalaga alltaf með tilliti til þess að ekki sé verið að miðla persónuupplýsingum umfram það sem nauðsynlegt, sanngjarnt og málefnalegt þykir, sbr. ákvæði persónuverndarlaga.</p> <p style="text-align: justify;">Reykjavíkurborg telji engin málefnaleg rök hafa komið fram um að þær upplýsingar sem afhentar hafi verið hafi ekki verið nægjanlegar til þess að glöggva sig á málinu. Ekki hafa verið færð rök fyrir þörf á því að miðla nöfnum fyrr- og núverandi lóðarhafa í þessu tilfelli. Af þeim sökum telji borgin að miðlun nafna til fjölmiðla sé hvorki nauðsynleg né viðeigandi í þessu máli.</p> <p style="text-align: justify;">Áþekkar málsástæður eigi við um ákvörðun Reykjavíkurbogar að hylja nöfn starfsmanna í afhentum gögnum. Tekin hafi verið ákvörðun um að hylja undirritanir einstakra starfsmanna en þó þannig að yfirstikunin hefði ekki áhrif á að ljóst væri hver bæri ábyrgð á útsendum bréfum. Bréf frá borginni séu undirrituð af nafngreindum starfsmönnum fyrir hönd tiltekinnar skrifstofu, sviðs eða embættis innan borgarinnar. Hver skrifstofa, svið eða embætti svari því fyrir það sem þar kann að koma fram. Það sé því ekki nauðsynleg forsenda þess að átta sig á því hvernig mál liggur að nafn viðkomandi starfsmanns sé birt.</p> <p style="text-align: justify;">Það sé ekki að ástæðulausu að talið hafi verið eðlilegt að stíga varlega til jarðar í þessu máli. Heit umræða hafi farið fram um málið á netmiðlum. Í ljósi þess að nokkur aukning hafi orðið á því að opinberir starfsmenn séu í fjölmiðlum nafngreindir og bendlaðir á neikvæðan hátt við einstök mál telji borgin mikilvægt að gætt sé að persónuvernd starfsmanna og persónuupplýsingum þeirra ekki miðlað nema skýrt sé að það samræmist persónuverndarlögum.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. apríl 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Kærandi hefur í málinu fengið afhent samskipti Reykjavíkurborgar við lóðarhafa á Einimel í tengslum við deiliskipulagstillögu sem fól í sér að lóðarmörk við Einimel 18–26 væru færð út sem næmi rúmum þremur metrum og lóð Vesturbæjarlaugar minnkaði sem því næmi. Í gögnunum hefur verið strikað yfir nöfn og eftir atvikum netföng og símanúmer allra einstaklinga sem koma fyrir í gögnunum. Afgreiðsla Reykjavíkurborgar byggir á því að sé upplýsingunum miðlað sé það brot á persónuverndarlögum, þar sem miðlunin sé umfram það sem nauðsynlegt geti talist til þess að varpa ljósi á efni og aðstæður málsins sem gögnin tilheyra.</p> <p style="text-align: justify;">Meginreglu um upplýsingarétt almennings er í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem segir að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Réttur almennings til aðgangs að gögnum er því lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli undanþáguákvæða upplýsingalaga, sem ber að skýra þröngri lögskýringu í ljósi meginreglunnar.</p> <p style="text-align: justify;">Í 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, kemur fram að lögin takmarki ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 90/2018 kemur eftirfarandi fram:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Af þessu ákvæði […] leiðir að því er ekki ætlað að takmarka rétt einstaklinga til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, enda eru réttindi einstaklinga til aðgangs að persónuupplýsingum hjá stjórnvöldum almennt meiri. Þá verður einnig að líta svo á að reglur upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslu stjórnvalda feli almennt í sér næga heimild til vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga skv. 9. og 11. gr. frumvarpsins.</p> <p>Í [reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga] er gert ráð fyrir því að í landslögum sé kveðið á um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum í vörslu stjórnvalda. Yfirskrift 86. gr. reglugerðarinnar er vinnsla og aðgangur almennings að opinberum skjölum. Samkvæmt ákvæðinu er opinberu stjórnvaldi, opinberri stofnun eða einkaaðila heimilt að afhenda persónuupplýsingar úr opinberum skjölum, sem þau hafa í sinni vörslu vegna framkvæmdar verkefnis í þágu almannahagsmuna, í samræmi við lög aðildarríkis sem stjórnvaldið heyrir undir, til þess að samræma aðgang almennings að opinberum skjölum og réttinn til verndar persónuupplýsinga samkvæmt reglugerðinni.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Af 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018 verður ályktað að reglur upplýsingalaga um aðgang að upplýsingum teljist vera sérreglur sem gangi framar ákvæðum laga nr. 90/2018. Í þessu felst að falli beiðni um aðgang að gögnum undir ákvæði upplýsingalaga, þá takmarka ákvæði persónuverndarlaga ekki upplýsingaréttinn. Ákvæði upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum hafa enn fremur að geyma sjálfstæðar heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga til að fullnægja þeirri lagaskyldu sem hvílir á stjórnvöldum og við beitingu þess opinbera valds sem stjórnvöld fara með við slíkar aðstæður. Upplýsingalögin falla þar með undir heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem mælt er fyrir um í 3. og 5. tölul. 9. gr. laga nr. 90/2018, sem og 6. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna, auk samsvarandi ákvæða persónuverndarreglugerðar Evrópuþingsins og -ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 sem vísað er til í 2. gr. laganna (sjá hér til hliðsjónar álit umboðsmanns Alþingis frá 2. júlí 2021 í máli nr. 10652/2020.</p> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að beiðni kæranda heyrir undir ákvæði upplýsingalaga og um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer samkvæmt meginreglu 5. gr. laganna. Í ljósi framangreindrar umfjöllunar um tengsl upplýsingalaga og laga nr. 90/2018 er ljóst að takmarkanir á upplýsingarétti kæranda verða einungis byggðar á ákvæðum upplýsingalaga, nánar tiltekið 6.–10. gr. laganna, enda er ekki fyrir að fara öðrum reglum sem takmarka þennan rétt.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Þá segir um 1. málsl. 9. gr. að erfitt sé að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi sé rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Til að mynda sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. Þar megi t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.</p> <p style="text-align: justify;">Þau gögn sem kæranda voru afhent varða samskipti Reykjavíkurborgar við lóðarhafa á Einimel í tengslum við deiliskipulagstillögu sem fól í sér að lóðarmörk við Einimel 18–26 væru færð út sem næmi rúmum þremur metrum og lóð Vesturbæjarlaugar minnkaði sem því næmi. Reykjavíkurborg hefur afmáð úr þeim gögnum sem kæranda voru afhent öll nöfn einstaklinga og eftir atvikum netföng þeirra og símanúmer.</p> <p style="text-align: justify;">Að því leyti sem Reykjavíkurborg hefur strikað út einstaklinga sem starfa hjá Reykjavíkurborg þá getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að slíkar upplýsingar geti talist til einkamálefna sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi verður að hafa í huga að það hefur grundvallarþýðingu út frá réttaröryggissjónarmiðum að upplýst sé um nöfn einstaklinga sem koma að meðferð mála í stjórnsýslunni hvort sem þeir eru kjörnir fulltrúar eða starfsmenn stjórnvalds. Að öðrum kosti er hvorki almenningi né fjölmiðlum mögulegt ganga úr skugga um að viðkomandi einstaklingar hefðu verið bærir til að taka slíka ákvörðun eða hvort aðstæður væru með þeim hætti að að tilefni hafi verið til að efast um hæfi sömu einstaklinga til að koma að málinu.</p> <p style="text-align: justify;">Upplýsingar af þessum toga gegna einnig afar mikilvægu hlutverki til að fjölmiðlar og almenningur geti sinnt aðhaldshlutverki sínu gagnvart opinberum aðilum, sbr. 3. tölul. 1. gr. upplýsingalaga. Sama máli gegnir um upplýsingar um nöfn lóðarhafa og einstaklinga sem koma fyrir í gögnum málsins. Aðgengi að sömu upplýsingum stuðlar enn fremur almennt að því að auka traust almennings á stjórnsýslunni, gagnstætt því sem væri ef leynd ríkti um nöfn þeirra einstaklinga sem eiga hlut að máli. Að því er snertir tilvísun Reykjavíkurborgar til þess að „opinberir starfsmenn séu í fjölmiðlum nafngreindir og bendlaðir á neikvæðan hátt við einstök mál“ þá getur það ekki orðið til þess að rétt sé að fella upplýsingar um nöfn þeirra undir 9. gr. upplýsingalaga enda er gagnrýnin umfjöllun fjölmiðla um störf stjórnvalda, þar á meðal um einstaka starfsmenn, þáttur í störfum þeirra í lýðræðislegu þjóðfélagi.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðar upplýsingar um símanúmer eða netföng einstaklinga sem fram koma í gögnum málsins þá ræðst það hins vegar af atvikum máls hverju sinni hvort slíkar upplýsingar falli undir ákvæði 9. gr. upplýsinga. Ef upplýsingar um símanúmer og netföng hafa verið birtar með lögmætum hætti verða þær upplýsingar almennt ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar gildir hið sama ef umrædd netföng og símanúmer eru tengd störfum viðkomandi einstaklinga hjá stjórnvöldum eða öðrum opinberum aðilum. Öðru máli gegnir ef um er að ræða einkanetföng og einkasímanúmer einstaklinga sem hvergi hafa verið birt með ofangreindum hætti, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. 704/2017. Telur úrskurðarnefndin eins og hér stendur á rétt að strika yfir upplýsingar í gögnum málsins um einkanetföng og -símanúmer sem nefnd eru í gögnunum, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 14. mars 2022, er felld úr gildi. Reykjavíkurborg er skylt að afhenda A afrit af þeim gögnum sem henni voru afhent 14. mars 2022, án útstrikana á nöfnum þeirra einstaklinga sem fram koma í gögnum málsins. Reykjavíkurborg er þó skylt að strika yfir upplýsingar um einkanetföng og -símanúmer sem nefnd eru í gögnunum, enda liggi ekki fyrir að þær hafi verið birtar með lögmætum hætti.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1095/2022. Úrskurður frá 5. október 2022 | Deilt var um afgreiðslu Matvælastofnunar á beiðni kæranda um upplýsingar. Matvælastofnun vísaði frá erindi kæranda þar sem það lyti ekki að afhendingu gagna og uppfyllti þar af leiðandi ekki skilyrði upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hluta beiðninnar ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði fyrir Matvælastofnun að taka málið til nýrrar meðferðar. Að öðru leyti var kærunni vísað frá þar sem beiðni kæranda lyti ekki að afhendingu gagna. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1095/2022 í máli ÚNU 22010006.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 15. janúar 2022, kærði A afgreiðslu Matvælastofnunar á beiðni hans um upplýsingar. Kærandi óskaði hinn 30. desember 2021 eftir svörum við eftirfarandi spurningum:</p> <ol> <li style="text-align: justify;">Hve margir hafi verið settir í rúningsbann á vegum Matvælastofnunar.</li> <li style="text-align: justify;">Hve margir hafi verið settir í bann við kaup á kálfum á vegum Matvælastofnunar.</li> <li style="text-align: justify;">Hvert sé hlutverk og ábyrgð forstjóra Matvælastofnunar.</li> <li style="text-align: justify;">Hvaða reglur gildi um flutning á sláturgripum.</li> <li style="text-align: justify;">Hvaða reglur gildi um starfsmenn Matvælastofnunar að því er varðar meinta heimild þeirra til að reka gripi inn og fara inn í útihús án leyfis bónda, og gera skýrslu.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort starfsmönnum Matvælastofnunar sé ekki skylt að segja sannleikann, og hver viðurlög séu ef þeir gera það ekki.</li> <li style="text-align: justify;">Hverjir svari andmælum.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort héraðsdýralæknir ráði öllu á sínu svæði og ef ekki, hverjir þá.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort eðlilegt sé að tiltaka í skýrslu að ákveðin atriði hafi verið skoðuð, sem í reynd hafi ekki verið skoðuð, og hvort ekki skuli taka myndir af því sem hafi verið lagfært.</li> <li style="text-align: justify;">Hversu oft sé farið til sumra búfjáreigenda.</li> <li style="text-align: justify;">Hvar það komi fram í lögum að landeigandi skuli hirða hræ eftir aðra.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort menn á vegum Matvælastofnunar geti skotið dýr án leyfis landeiganda á jörð hans.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort sauðfjárbændur þurfi að hafa tvöfalt rými, þ.e. hvort gera þurfi til að mynda ráð fyrir plássi fyrir 200 kindur ef bóndi er með 100 kindur á fóðrun.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort þeir sem séu með hross þurfi ekki að hafa skjól, eða hvort það sé nóg að hafa hól.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort það sé í lagi að setja á markað gripi sem sýktir eru af campylobacter jejuni.</li> <li style="text-align: justify;">Hvort það sé ekki bannað að hafa aðeins stálmottur í fjárhúsum og ef svo er, af hverju það sé enn.</li> </ol> <p style="text-align: justify;">Í svari Matvælastofnunar til kæranda, dags. 11. janúar 2022, kom fram að fyrirspurnir kæranda uppfylltu ekki skilyrði upplýsingalaga, enda lyti erindið ekki að afhendingu gagna. Af þeim sökum skyldi kæranda gefinn kostur á að afmarka erindi sitt nánar og tiltaka hvaða gagna væri óskað aðgangs að. Yrði það ekki gert myndi stofnunin ekki taka erindið til afgreiðslu.</p> <p style="text-align: justify;">Hinn 18. janúar 2022 framsendi kærandi þær spurningar sem hann hafði borið upp við stofnunina hinn 30. desember til forstjóra Matvælastofnunar. Kæranda var svarað daginn eftir. Kom þar fram að allar spurningar kæranda væru á borðum þeirra sérfræðinga sem hefðu með málaflokkinn að gera, sem myndu svara honum eins og mögulegt væri. Einhver þeirra atriða sem kærandi spyrði um mætti lesa um á vefsíðu Matvælastofnunar, svo sem um skoðunaratriði við eftirlit.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Matvælastofnun með erindi, dags. 17. janúar 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Matvælastofnun léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar barst úrskurðarnefndinni hinn 2. febrúar 2022. Í umsögninni kemur fram að heiti upplýsingalaga sé óheppilegt og geti valdið misskilningi, því lögin fjalli ekkert um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum frá stjórnvöldum. Eðlilegra væri að lögin hétu lög um rétt almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum, sem væri afmarkaðra hugtak og gæfi betur til kynna um hvað málið snerist.</p> <p style="text-align: justify;">Að því er varðaði töluliði 1 og 2 í fyrirspurn kæranda væri engin samantekt eða skjal til hjá Matvælastofnun um það hve margir hefðu verið settir í rúningsbann eða bann við kaup á kálfum. Stofnuninni væri ekki skylt að búa til ný skjöl, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Um hlutverk og ábyrgð forstjóra Matvælastofnunar, sbr. tölulið 3, gæti kærandi lesið í lögum um Matvælastofnun, nr. 30/2018, en ekki kallað eftir lögunum á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Um töluliði 4 og 5 í fyrirspurn kæranda væri það að segja að um starfsemi kæranda giltu lög um matvæli, nr. 93/1995, og lög um dýravelferð, nr. 55/2013, auk fjölda reglugerða. Kæranda bæri að kynna sér þá löggjöf sem gilti um reksturinn. Matvælastofnun bæri vitanlega ákveðna leiðbeiningarskyldu í þessum efnum, en ekki væri þó hægt að svara þessum spurningum kæranda með því að veita honum aðgang að gögnum hjá stofnuninni. Því hafi beiðni kæranda verið synjað. Um þá töluliði sem eftir stæðu í fyrirspurn kæranda var vísað til þess að um væri að ræða spurningar sem hvorki beindust að fyrirliggjandi gögnum sem vörðuðu tiltekið mál hjá Matvælastofnun né tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Því væri stofnuninni óskylt að svara umræddum spurningum á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Matvælastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. febrúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3 style="text-align: justify;"><strong>1.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu Matvælastofnunar á erindi kæranda, sem samanstendur af fyrirspurnum m.a. um rúningsbann, bann við kaup á kálfum og framkvæmd eftirlits hjá Matvælastofnun. Stofnunin vísaði frá erindi kæranda þar sem það lyti ekki að afhendingu gagna og uppfyllti þar af leiðandi ekki skilyrði upplýsingalaga. Í umsögn Matvælastofnunar er ýmist vísað til þess að stofnuninni sé óskylt að búa til ný gögn sem svari fyrirspurnum kæranda, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, eða að fyrirspurnir hans beinist ekki að fyrirliggjandi gögnum tiltekins máls eða tilteknum fyrirliggjandi gögnum hjá stofnuninni.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>2.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Um beiðni kæranda um upplýsingar um hve margir hafi verið settir í rúningsbann og bann við kaup á kálfum á vegum Matvælastofnunar, sbr. töluliði 1 og 2 í beiðni, hefur stofnunin gefið þær skýringar í umsögn til úrskurðarnefndarinnar að hvorki sé til samantekt né skjal um þetta efni sem hægt sé að veita aðgang að. Úrskurðarnefndin tekur af þessu tilefni fram að þegar svo háttar til að beiðni um aðgang að upplýsingum og gögnum nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og 7. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Þegar umbeðnar upplýsingar er að finna í mörgum fyrirliggjandi gögnum ber eftir atvikum að afhenda aðila lista yfir mál og/eða málsgögn sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint þau mál eða þau málsgögn sem hann óskar eftir aðgangi að, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Í málinu liggur fyrir að þessum hluta beiðni kæranda var vísað frá þrátt fyrir að gögn málsins gefi til kynna að Matvælastofnun haldi utan um framangreindar upplýsingar, þótt þær liggi ekki fyrir í samanteknu formi. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt því að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun, hvað varðar tölulið 1 og 2 í beiðni, er að þessu leyti þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Matvælastofnun að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar sem felur m.a. í sér að afmarka beiðni kæranda við gögn hjá stofnuninni sem liggja fyrir og heyra undir beiðni kæranda, og taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum, í heild eða að hluta.</p> <h3 style="text-align: justify;"><strong>3.</strong></h3> <p style="text-align: justify;">Í ákvörðun Matvælastofnunar og umsögn til úrskurðarnefndarinnar hefur stofnunin vísað til þess að beiðni kæranda beinist að öðru leyti ekki að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál hjá stofnuninni né tilteknum fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir, sbr. 15. gr. laganna, og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta.</p> <p style="text-align: justify;">Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda aðila sem heyra undir gildissvið laganna til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum þeirra. Ekki er útilokað að þeim aðilum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og óskráða leiðbeiningarreglu þess efnis að stjórnvöldum sé skylt að veita þeim sem til þeirra leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfssvið þeirra. Hins vegar er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin fellst á þær skýringar Matvælastofnunar að beiðni kæranda, samkvæmt töluliðum 3 til og með 16, beinist ekki að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál hjá stofnuninni né tilteknum fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur því að stofnuninni hafi verið heimilt að vísa beiðni kæranda frá að þessu leyti, enda verður ekki séð að fyrirspurnir kæranda, a.m.k. í þeirri mynd sem þær voru settar fram, lúti að afhendingu gagna í vörslum Matvælastofnunar. Þá er ljóst að stofnunin veitti kæranda leiðbeiningar og gaf honum færi á að afmarka beiðni sína nánar, svo sem skylt er samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefndin að ekki sé unnt að líta svo á að kæranda hafi verið synjað um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga. Því er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að öðru leyti en greinir í kafla 2 að framan.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A, dags. 30. desember 2021, er vísað til Matvælastofnunar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hvað varðar töluliði 1 og 2 í beiðni. Kæru A er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1094/2022. Úrskurður frá 5. október 2022 | Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni kæranda um aðgang að upptökum úr dróna sem sýndu brottkast á fiski. Kæran barst rúmum mánuði eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá. | <p style="text-align: justify;">Hinn 5. október 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1094/2022 í máli ÚNU 21120011.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. desember 2021, kærði A, fréttamaður hjá Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, ákvörðun Fiskistofu að synja kæranda um aðgang að upptökum úr dróna af brottkasti á fiski.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi óskaði með erindi, dags. 26. ágúst 2021, eftir upptöku þar sem drónar Fiskistofu hefðu náð myndefni sem sýndi brottkast á fiski í nokkrum tilvikum. Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með erindi, dags. 12. október 2021.</p> <p style="text-align: justify;">Í ákvörðun Fiskistofu kemur fram að stofnunin hafi afmarkað beiðni kæranda við samsett myndskeið, 5 mínútur og 42 sekúndur að lengd, sem sýni fimm skip að veiðum. Nafn skipanna, umdæmisstafir og skipaskrárnúmer hafi verið gerð ógreinanleg. Í öllum tilvikum sjáist skipverjar um borð og hafi andlit þeirra í flestum tilvikum verið gerð ógreinanleg. Útgerðaraðilar skipanna séu allir lögaðilar. Myndskeiðið sýni brottkast á fiski sem talist geti brot gegn 2. mgr. 2. gr. laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996, og varðað sviptingu veiðileyfis, sektum eða fangelsi, hvort sem brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Fiskistofa geti ekki útilokað að hægt sé að greina hvaða skip séu í myndskeiðinu og þar með hvaða skipverjar eigi í hlut, þrátt fyrir að andlit skipverja hafi í flestum tilvikum verið gerð ógreinileg og einnig tiltekin einkenni skipanna.</p> <p style="text-align: justify;">Myndskeið sem tekin séu upp við eftirlit Fiskistofu hafi þann tilgang að tryggja réttaröryggi við töku stjórnvaldsákvarðana um beitingu viðurlaga. Söfnun og varðveisla myndskeiða um brottkast geti talist til vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Vinnsla Fiskistofu á slíkum upplýsingum, m.a. um refsiverða háttsemi, falli undir lögbundið eftirlitshlutverk stofnunarinnar, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 90/2018.</p> <p style="text-align: justify;">Fiskistofa hafi óskað eftir afstöðu þeirra útgerðaraðila sem kæmu fyrir í myndskeiðinu. Þeir leggist allir gegn afhendingu þess, m.a. með vísan til friðhelgi einkalífs og persónuverndar skipverja. Þeir halda því fram að viðkomandi skip, útgerð og þar með skipverjar geti verið auðkenndir á grundvelli breytna sem samanlagðar gefi til kynna hvaða einstaklingar eigi í hlut. Stærð, lögun og litir skips séu til að mynda þættir sem geri skip auðkennanleg. Þá sýni myndskeiðið brottkast á fiski sem varðað getur viðurlögum.</p> <p style="text-align: justify;">Við mat á hagsmunum þeirra aðila sem upplýsingarnar varða verði að líta til þess að myndskeiðanna hafi verið aflað í tengslum við opinbert eftirlit sem hlutaðeigandi útgerðaraðilar sæta. Myndskeiðin sýni brottkast á fiski sem kunni að fela í sér refsiverða háttsemi. Hagsmunir útgerðaraðila og skipverja af leynd vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að gagnið verði afhent. Því sé Fiskistofu óheimilt að afhenda myndskeiðið með vísan til 9. gr. upplýsingalaga hvað varði hlutaðeigandi útgerðaraðila en með vísan til 9. gr. upplýsingalaga auk 12. gr. laga nr. 90/2018 hvað varði skipverjana.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Fiskistofu með erindi, dags. 20. desember 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Fiskistofa léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn Fiskistofu barst úrskurðarnefndinni hinn 4. janúar 2022. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál samkvæmt 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 12. október 2021, en kæra barst úrskurðarnefndinni hinn 20. desember sama ár. Hún barst því um 40 dögum eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Fiskistofu til kæranda var honum leiðbeint bæði um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og rakið er hér að framan tók úrskurðarnefnd um upplýsingalög mál þetta til efnislegrar meðferðar og óskaði m.a. umsagnar Fiskistofu. Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, skal hins vegar vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefndin skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður því ekki talið afsakanlegt að kæra hafi ekki borist fyrr. Úrskurðarnefndinni er því ekki annað fært en að vísa máli þessu frá. Nefndin áréttar þó að kæranda er heimilt að leggja fram nýja beiðni til Fiskistofu. Ákveði kærandi að gera það leggur úrskurðarnefnd um upplýsingamál áherslu á að Fiskistofa afgreiði málið án tafar. Fari svo að beiðni kæranda verði synjað á nýjan leik og kærð til úrskurðarnefndarinnar mun afgreiðsla málsins fá flýtimeðferð hjá nefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;"><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 20. desember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1093/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022 | Kærð var töf á afgreiðslu skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um framkvæmda- og rekstrarkostnað Landeyjahafnar. Úrskurðarnefndin rakti að skv. 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sættu ákvarðanir Alþingis ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því væri óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni. Úrskurðarnefndin vakti athygli kæranda á því að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar væri aðgengileg í heild sinni á vef Ríkisendurskoðunar. | <p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1093/2022 í máli ÚNU 22070015.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. júlí 2022, kærði A til úrskurðarnefndar um upplýsingamál töf á afgreiðslu skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um framkvæmda- og rekstrarkostnað Landeyjahafnar, sem kynnt var á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi hinn 13. júní 2022.</p> <p>Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að kynna kæruna skrifstofu Alþingis og veita kost á að koma á framfæri umsögn um kæruna, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að undir ákvæðið falli einungis þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljist til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins. Með lögum nr. 72/2019 um breytingu á upplýsingalögum var bætt við ákvæði í 4. mgr. 2. gr. laganna, þar sem segir eftirfarandi:</p> <p>Lög þessi taka til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. [...] Ákvæði V.–VII. kafla taka ekki til Alþingis eða stofnana þess.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 72/2019 kemur fram að tilgangur ákvæðisins hafi verið að víkka út upplýsingarétt almennings yfir þá starfsemi handhafa löggjafarvalds sem ætti hvað mest skylt við stjórnsýslu, til að mynda ráðstöfun fjárveitinga, innkaup og önnur fjármál, starfsmannahald, símenntun og þjónustu, upplýsinga- og tæknimál og önnur atriði sem falla undir hugtakið rekstur í víðum skilningi. Hins vegar væri gert ráð fyrir að Alþingi sjálft myndi með reglum sem forsætisnefnd setti á grundvelli laga um þingsköp Alþingis skilgreina hvaða gögn vörðuðu stjórnsýslu Alþingis og hvaða gögn vörðuðu starfsemi Alþingis sem fulltrúasamkomu. Reglur forsætisnefndar eru aðgengilegar á vef Alþingis.</p> <p>Í framangreindri 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga kemur fram í niðurlagi að ákvæði V.–VII. kafla laganna taki ekki til Alþingis eða stofnana þess. Ákvæði um úrskurðarnefnd um upplýsingamál, þar á meðal um kæruheimild til nefndarinnar, er að finna í V. kafla laganna. Það er því ljóst að ákvarðanir Alþingis sæta ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því er óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni. Úrskurðarnefndin vekur þó athygli kæranda á því að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sem kærandi hefur óskað eftir er aðgengileg í heild sinni á vef Ríkisendurskoðunar.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 14. júlí 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1092/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022 | Kærandi felldi sig ekki við það hvernig Garðabær hefði staðið að afhendingu gagna um sig, konu sína og dóttur þeirra. Af því tilefni beindi kærandi spurningum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál m.a. um það hvort um refsivert athæfi sé að ræða þegar aðili sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga ýmist afhendir gögn sem eru efnislega röng eða upplýsir ekki beiðanda um það að tiltekin gögn sem liggja fyrir séu ekki afhent, og hver séu viðurlög við slíku. Úrskurðarnefndin taldi að í málinu hefði kæranda ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Kæran sneri að atriðum sem féllu utan valdsviðs nefndarinnar og var henni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1092/2022 í máli ÚNU 21120007.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 14. desember 2021, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um gögn. Með erindi til Garðabæjar, dags. 15. október 2021, óskaði kærandi eftir öllum gögnum fyrir alla skólagöngu dóttur kæranda í Garðaskóla frá tilteknum þroskaþjálfa sem vörðuðu kæranda, konu kæranda og dóttur þeirra. Sveitarfélagið afgreiddi beiðni kæranda hinn 28. október 2021 og afhenti honum umbeðin gögn.</p> <p>Með erindi til Garðabæjar, dags. sama dag, óskaði kærandi eftir upplýsingum í fjórum liðum:</p> <ol> <li>Dagsetningum funda sem dóttir kæranda átti með þroskaþjálfanum veturinn 2019.</li> <li>Staðfestingu sveitarfélagsins á því að ekki lægju fyrir skriflegar upplýsingar af þeim fundum.</li> <li>Upplýsingum um hvenær tiltekið skjal um dóttur kæranda hefði verið búið til (skjalið væri ekki dagsett).</li> <li>Ástæðu þess að skjal, dags. 31. október 2019, stofnað af B, deildarstjóra í Garðaskóla, hafi ekki verið afhent kæranda og ástæðu þess að ekki hafi verið minnst á skjalið í erindi sveitarfélagsins til kæranda frá því í apríl 2021. <ul> <li>Erindi sveitarfélagsins var svar til kæranda í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 992/2021, þar sem beiðni um tiltekin gögn í tengslum við deildarstjórann hafði verið vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</li> </ul> </li> </ol> <p>Kæranda var svarað hinn 5. nóvember 2021. Þar kom fram að dóttir kæranda hefði ekki átt eiginlega fundi með þroskaþjálfanum heldur hefði verið um að ræða kennslustundir í félagsfærni. Ekki væru ritaðar fundargerðir úr slíkum kennslustundum (2. töluliður). Kæranda voru afhentar dagsetningar félagsfærnitímanna (1. töluliður) og dagsetning skjals um dóttur kæranda (3. töluliður). Að því er varðaði 4. tölulið hafði sveitarfélagið ekki litið svo á að umrætt skjal væri hluti af þeirri beiðni sem úrskurðarnefndin hefði heimvísað og því hefði það ekki verið afhent.</p> <p>Kærandi svaraði erindi Garðabæjar tveimur dögum síðar. Þar kom fram að sveitarfélagið hefði sent kæranda dagsetningar funda (1. töluliður) þar sem dóttir kæranda hefði ekki verið í skólanum. Því væri óskað eftir raunverulegum dagsetningum þar sem þessir fundir hefðu átt sér stað. Varðandi 2. tölulið bað kærandi um staðfestingu sveitarfélagsins á því að öll gögn í tengslum við þroskaþjálfann hefðu verið afhent. Loks bætti kærandi við í tengslum við 4. tölulið að hann teldi það lögbrot ef sveitarfélagið héldi ítrekað eftir gögnum og léti ekki uppi ástæður þess þegar gögn væru ekki afhent.</p> <p>Garðabær svaraði kæranda hinn 19. nóvember 2021. Kom þar fram að um mistök væri að ræða, hefðu dagsetningar verið skráðar þar sem dóttir kæranda var ekki í skólanum. Þá kæmi fram í gögnum sem kærandi hefði fengið afhent að þroskaþjálfinn hefði átt samtöl við dóttur kæranda í tvígang og að ekki væri til skráning um dagsetningar annarra samtala, að undanskildum félagsfærnitímunum.</p> <p>Í kæru beinir kærandi þeirri spurningu til nefndarinnar, í tilefni af því að Garðabær hafi sent sér dagsetningar félagsfærnitíma sem dóttir kæranda á að hafa sótt þrátt fyrir að hún hafi ekki verið í skólanum þann dag, hvort ekki sé um refsivert athæfi að ræða þegar röng gögn séu send og hver séu viðurlög við slíku. Viðvíkjandi fullyrðingu sveitarfélagsins að ekki liggi fyrir frekari gögn frá þroskaþjálfa en þau sem honum hefðu þegar verið afhent, beinir kærandi spurningu til nefndarinnar hvernig það megi vera að nefndin sannreyni ekki svör bæjarfélagsins, til að mynda með vettvangsrannsókn líkt og tíðkast hjá Persónuvernd. Dóttir kæranda hafi sagt kæranda að þroskaþjálfi hefði skráð niður athugasemdir í tímunum. Loks spyr kærandi nefndina hver séu viðurlög við því að Garðabær ákveði að afhenda ekki upplýsingar eða upplýsa kæranda ekki um að tiltekin gögn séu ekki afhent. Kærandi telur að sveitarfélagið taki úrskurðum nefndarinnar ekki alvarlega og kallar eftir því að nefndi fylgi úrskurðum sínum eftir eða beiti Garðabæ viðurlögum.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 15. desember 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Garðabæjar barst úrskurðarnefndinni hinn 3. janúar 2022. Í umsögninni eru ítrekuð þau sjónarmið sem fram koma í svörum sveitarfélagsins til kæranda. Þá er rakið að Garðaskóli notist við skólaskráningarkerfið Innu. Allir kennarar hafi aðgang að kerfinu og sé skylt að setja þar inn ýmsar upplýsingar. Nemendur og foreldrar hafi síðan aðgang að þessum upplýsingum. Kerfið sé notað til að halda utan um upplýsingar sem varða nám og ástundun nemandans á meðan hann stundar nám í skólanum og tryggja örugg samskipti milli skóla og heimilis. Í dagsins önn tíðkist ekki að rita niður og skrá í kerfi hver einustu samskipti milli nemenda og kennara, eða tímasetningu þeirra.</p> <p>Að því er varði skjal frá 31. október 2019 sem stafi frá B, deildarstjóra í Garðaskóla, þá liggi fyrir skýringar á því hvers vegna skjalið hafi ekki verið afhent í apríl 2021. Að því sögðu sé ekki loku fyrir það skotið að kærandi hafi fengið skjalið afhent frá Garðabæ á sínum tíma, en í fyrstu afgreiðslum gagnabeiðna kæranda hafi ekki verið haldið utan um lista yfir afhent gögn. Varðandi ásakanir um að sveitarfélaginu hafi ekki tekist að sanna að gögn séu til eða afhent er vísað til umsagnar í máli ÚNU 21070008, sem lyktaði með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1057/2022 hinn 3. febrúar 2022. Umsögninni fylgdu þau gögn sem kærandi fékk afhent hinn 28. október 2021. Ekki væri um frekari gögn að ræða í málinu.</p> <p>Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust daginn eftir. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í máli þessu liggur fyrir að kærandi fellir sig ekki við það hvernig Garðabær hefur staðið að afhendingu gagna um sig, konu sína og dóttur þeirra. Af því tilefni beinir kærandi spurningum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem lúta í megindráttum að því að svara því hvort um refsivert athæfi sé að ræða þegar aðili sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga ýmist afhendir gögn sem eru efnislega röng eða upplýsir ekki beiðanda um það að tiltekin gögn sem liggja fyrir séu ekki afhent, og hver séu viðurlög við slíku. Þá óskar kærandi eftir því að úrskurðarnefndin fari í vettvangsrannsókn til að sannreyna svör Garðabæjar til kæranda og að nefndin fylgi úrskurðum sínum eftir gagnvart sveitarfélaginu eða beiti það viðurlögum, þar sem kæranda þyki ljóst að Garðabær taki úrskurðum nefndarinnar ekki alvarlega og fari ekki eftir niðurstöðum hennar.</p> <p>Fram hefur komið í skýringum Garðabæjar til kæranda og nefndarinnar, að því er varðar meintar rangar dagsetningar félagsfærnitíma, að hafi verið merkt við mætingu hjá dóttur kæranda en hún ekki verið viðstödd, sé um mistök að ræða. Þá hefur komið fram að ekki liggi fyrir frekari gögn frá þroskaþjálfa en þau sem kæranda hafa verið afhent, þrátt fyrir fullyrðingar dóttur kæranda að frekari gögn kunni að vera til. Loks hefur sveitarfélagið útskýrt að ástæða þess að bréf B, deildarstjóra í Garðaskóla, hafi ekki verið afhent sé sú að ekki hafi verið litið svo á að gagnið væri hluti af upphaflegri beiðni kæranda og það því ekki verið afhent.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki ástæðu til að gera athugasemdir eða draga í efa þær skýringar sem sveitarfélagið hefur fært fram í málinu. Þá hefur nefndin ekki orðið þess áskynja að Garðabær fari ekki að niðurstöðum nefndarinnar í úrskurðum sem beinast að sveitarfélaginu. Vakin er athygli á því að valdheimildir úrskurðarnefndarinnar eins og þær eru afmarkaðar í upplýsingalögum eru takmarkaðar. Úrskurðarnefndin hefur ekki heimild til að beita aðila sem heyrir undir upplýsingalög viðurlögum. Hins vegar eru úrskurðir nefndarinnar aðfararhæfir, sbr. 3. mgr. 23. gr. upplýsingalaga, nema réttaráhrifum hafi verið frestað. Það þýðir að það kemur í hlut aðila sjálfs, ekki úrskurðarnefndarinnar, að framfylgja þeim rétti sem eftir atvikum er kveðið á um í úrskurðarorði.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Í máli þessu liggur fyrir að kæranda hefur ekki verið synjað um aðgang að gögnum. Það er ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort gögn sem afhent eru séu efnislega rétt eða með hvaða hætti aðilar sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga skrá upplýsingar um meðferð mála hjá sér. Það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvernig stjórnvöld sinna skyldum sínum að þessu leyti, einkum æðri stjórnvalda og umboðsmanns Alþingis. Kæra þessi snýr að atriðum sem falla utan valdsviðs nefndarinnar og verður henni vísað frá.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Kæru A, dags. 14. desember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1091/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022 | Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið synjaði kærendum um aðgang að greinargerð fyrrverandi félagsmanna samtakanna Hugarafls um starfs- og stjórnunarhætti samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Synjunin byggðist á því að hagsmunir þeirra sem hefðu tjáð sig í greinargerðinni vægju þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að henni, þar sem í greinargerðinni kæmu fram upplýsingar um einkamálefni þeirra sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt. Úrskurðarnefndin taldi að um rétt kærenda til aðgangs færi skv. 14. gr. upplýsingalaga. Taldi nefndin að kærendur hefðu hagsmuni af því að fá aðgang að greinargerðinni m.a. þar sem hún hefði orðið tilefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um samtökin. Var því lagt fyrir ráðuneytið að veita kærendum aðgang að greinargerðinni að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr., en því gert skylt að afmá tilteknar upplýsingar um einkamálefni þeirra sem rituðu greinargerðina. | <p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1091/2022 í máli ÚNU 21110014.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 26. nóvember 2021, kærði A lögmaður, f.h. Hugarafls—Notendastýrðrar starfsendurhæfingar (hér eftir Hugarafl) og B, þá ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins (þá félagsmálaráðuneytisins) að synja beiðni kærenda um aðgang að afriti af greinargerð, dags. 6. júlí 2021, sem afhent var ráðuneytinu og inniheldur frásagnir fyrrverandi félagsmanna Hugarafls vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns þeirra gagnvart félagsmönnum.</p> <p>Í kæru er útskýrt að Hugarafl séu félagasamtök fólks sem hafi upplifað persónulega krísu og vinni að bata sínum. Samtökin telji 270 félagsmenn og hafi vaxið mjög síðustu ár. Hinn 20. september 2021 hafi í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á Stöð 2 verið fjallað um „eitraða framkomu“ stjórnenda samtakanna. Jafnframt hafi verið birt frétt á vefmiðlinum Vísi um sama efni. Í umfjölluninni hafi verið vísað til greinargerðar sem send hafi verið félagsmálaráðuneytinu. Innihald greinargerðarinnar sé mikill og ljótur persónulegur rógburður um stjórnendur samtakanna.</p> <p>Með bréfi til ráðuneytisins, dags. 6. október 2021, óskaði Hugarafl eftir að fá afhent afrit af umræddri greinargerð ásamt öllum þeim gögnum sem henni tengdust. Ráðuneytið svaraði bréfinu með tölvupósti, dags. 29. október 2021, þar sem beiðninni var synjað með vísan til einkahagsmuna, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Lögmaður kærenda sendi ítrekaða beiðni um aðgang að gögnunum til ráðuneytisins hinn 29. október 2021. Þar kom fram að umbjóðendur hans í málinu væru ekki aðeins samtökin Hugarafl heldur einnig B, einn stofnenda samtakanna. Áréttað var að beiðnin byggði annars vegar á 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og hins vegar á 2. mgr. 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, að því er varðaði rétt B til aðgangs.</p> <p>Til stuðnings beiðninni var vísað til þess að starfsemi Hugarafls væri þess eðlis að tekið væri á móti og unnið með viðkvæmar persónuupplýsingar um félagsmenn samtakanna, svo sem heilsufarsupplýsingar og aðrar viðkvæmar upplýsingar um áföll, afbrot, neyslu og hvaðeina sem félagsmenn lenda í og upplifa. Kærendur byggju nú þegar yfir miklu magni af viðkvæmum persónuupplýsingum um þá fyrrverandi félagsmenn sem að erindinu stóðu og óskað væri aðgangs að. Hagsmunir þeirra aðila af því að þær upplýsingar færu leynt væru því hverfandi þar sem allar líkur væru á því að um væri að ræða upplýsingar sem nú þegar væru til staðar hjá kærendum. Eftir stæði að kærendur hefðu ríka hagsmuni af að fá upplýsingar um þær aðfinnslur og athugasemdir sem gerðar hefðu verið í þeirra garð við stjórnvöld.</p> <p>Af hálfu ráðuneytisins var beiðninni synjað með tölvubréfi hinn 2. nóvember 2021. Þar var tekið fram að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar í ráðuneytinu þar sem umrædd greinargerð væri á meðal gagna málsins, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þar af leiðandi væri ekki unnt að veita aðgang að gögnunum á grundvelli þeirra laga. Þá væri ekki unnt að veita kæranda B aðgang að greinargerðinni á grundvelli laga nr. 90/2018 þar sem ráðuneytið liti svo á að hagsmunir þeirra einstaklinga sem rituðu greinargerðina vægju þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá greinargerðina eða hluta hennar afhenta. Var vísað til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga því til stuðnings.</p> <p>Hinn 16. nóvember 2021 sendi lögmaður kærenda bréf til félagsmálaráðuneytisins og óskaði eftir því að ráðuneytið endurskoðaði ákvörðun sína. Í bréfinu var m.a. vísað til þess að ef ákvæði 6.–10. gr. upplýsingalaga ættu aðeins við um gagn að hluta til ætti að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Beiðninni var hafnað með bréfi, dags. 25. nóvember 2021. Í bréfinu kom fram að þótt hluti umbeðinna gagna hefði verið birtur í fjölmiðlum í tengslum við viðtal við fyrrum félagsmann Hugarafls fæli sú birting ekki í sér samþykki allra þeirra sem í hlut eiga. Hagsmunir þeirra af því að umbeðin gögn fari leynt vægju að mati ráðuneytisins þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að gögnunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá væri ekki unnt að veita aðgang að hluta, þar sem takmörkunarákvæði upplýsingalaga ættu við um gögnin í heild. Loks var áréttað að ekkert stjórnsýslumál væri til meðferðar í ráðuneytinu sem kærendur ættu aðild að og umrædd gögn væru hluti af.</p> <p>Í kæru er byggt á því að um rétt til aðgangs að greinargerðunum skuli fara skv. 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga og 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018. Að mati kæranda sé óljóst hvort stjórnsýslumál sé til meðferðar hjá félagsmálaráðuneytinu.</p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 29. nóvember 2021, var kæran kynnt félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og ráðuneytinu veittur frestur til 13. desember til þess að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni hinn 16. desember 2021. Þar er tekið fram að beiðnum kærenda um aðgang að gögnum hafi annars vegar verið synjað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga þar sem það var mat ráðuneytisins að eðlilegt og sanngjarnt væri að umræddar upplýsingar færu leynt enda væru þær, að mati ráðuneytisins, svo viðkvæmar að þær ættu ekkert erindi við allan þorra manna. Þá hafi beiðnum kærenda um aðgang að gögnum hins vegar verið synjað með vísan til 14. gr. upplýsingalaga. Að mati ráðuneytisins vegi hagsmunir þeirra einstaklinga sem rituðu umrædda greinargerð þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að umræddum upplýsingum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá segir að litið hafi verið til þess að um væri að ræða fyrrum félagsmenn samtakanna en ekki núverandi félagsmenn. Jafnframt hafi verið litið til efnis greinargerðarinnar sem væri persónulegs eðlis og fæli í sér lýsingar fyrrnefndra einstaklinga og persónulegar upplifanir af tilteknum aðstæðum. Í því sambandi hafi ráðuneytið lagt áherslu á þann aðstöðumun sem væri annars vegar á milli einstaklinganna sem rituðu greinargerðina, sem væru fyrrum félagsmenn Hugarafls, og hins vegar B, sem væri í ráðandi stöðu í samtökunum. Auk þess er tekið fram að ráðuneytið telji það vera til þess fallið að valda umræddum einstaklingum skaða ef upplýsingar úr greinargerðinni verða á almannavitorði, einkum upplýsingar um heilsuhagi.</p> <p>Ráðuneytið hafi leitað afstöðu þeirra sem rituðu greinargerðina til þess hvort þeir teldu að gögnin skyldu fara leynt. Var sérstaklega óskað eftir afstöðu þeirra, að lokinni yfirferð ráðuneytisins á greinargerðinni þar sem afmáð voru nöfn og viðkvæmar upplýsingar, hvort til greina kæmi að veita aðgang að gögnunum að hluta. Hafi viðkomandi einstaklingar lagst gegn afhendingu gagnanna. Því væri ljóst að ekki lægi fyrir samþykki þeirra fyrir afhendingunni.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins er enn fremur fjallað um farveg málsins innan ráðuneytisins. Þar segir að við mat á hagsmunum kærenda að aðgangi að umræddum gögnum hafi verið litið til þess að á svipuðum tíma hafi ráðuneytinu borist fleiri ábendingar, bæði jákvæðar og neikvæðar, sem vörðuðu starfsemi Hugarafls. Þá hafi forsvarsmenn Hugarafls átt í samskiptum við ráðuneytið og farið m.a. fram á að gerð yrði óháð úttekt á starfsemi samtakanna. Þá segir að ráðuneytið hafi ákveðið hinn 8. desember 2021 að óska eftir því við Vinnumálastofnun að gerð yrði óháð úttekt á starfsemi samtakanna. Um væri að ræða úttekt sem framkvæmd væri af Vinnumálastofnun með sjálfstæðum hætti en þau gögn sem höfðu borist ráðuneytinu um starfsemi Hugarafls, þ.m.t. umrædd greinagerð, hefðu ekki verið afhent Vinnumálastofnun. Í ljósi þess farvegs sem málið væri í yrði ekki litið svo á að hagsmunir félagasamtakanna Hugarafls af því að kynna sér efni greinargerðarinnar vægju þyngra en hagsmunir fyrrum félagsmanna samtakanna.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins fylgdi samantekt fyrrverandi félagsmanna Hugarafls. Samantektin var afhent úrskurðarnefndinni bæði í heild sinni, þ.e. án útstrikana, og með útstrikunum á nöfnum og viðkvæmum upplýsingum að mati ráðuneytisins.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með tölvupósti, dags. 16. desember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kærenda, dags. 4. janúar 2022, kemur fram að kærendur vilji fá að kynna sér umrædda greinargerð í heild eða eftir atvikum að hluta til að átta sig á því hvað fyrrum félagsmenn Hugarafls séu raunverulega að gagnrýna. Kærendur gera jafnframt athugasemdir við það mat ráðuneytisins að upplýsingarnar sem um ræðir séu það viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Telja kærendur að mat ráðuneytisins gangi ekki upp þar sem m.a. hafi verið birtir hlutar greinargerðarinnar í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun á Stöð 2 og Vísi.</p> <p>Þá telja kærendur 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í tilviki kærenda og benda á að um sé að ræða undantekningu á meginreglu sem túlka beri þröngt. Tekið er fram að greinargerðin og umfjöllun í kringum hana hafi valdið kærendum miklum skaða. Auk þess hafi umfjöllunin skaðað starfsemi Hugarafls og núverandi félagsmenn Hugarafls. Kærendur segjast ekki sammála því mati ráðuneytisins á beiðni kærenda um afhendingu á gögnunum að hagsmunir fyrrum félagsmanna Hugarafls vegi þyngra en hagsmunir kærenda.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <h3><strong>1.</strong></h3> <p>Mál þetta varðar synjun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins á beiðni kærenda um aðgang að greinargerð, dags. 6. júlí 2021, sem sex fyrrverandi félagsmenn Hugarafls rituðu vegna <a name="_Hlk114650943">starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum</a>. Kærendur telja að um rétt til aðgangs að greinargerðinni fari bæði samkvæmt 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga og 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.</p> <p>Í 15.–19. gr. stjórnsýslulaga er að finna ákvæði um rétt aðila máls til aðgangs að skjölum og öðrum gögnum sem mál varða. Réttur á grundvelli þessara ákvæða er ríkari en réttur samkvæmt upplýsingalögum, en grundvallast á því að til meðferðar sé stjórnsýslumál hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi sem til greina kemur að ljúka með stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Svo sem fram hefur komið í skýringum ráðuneytisins til kærenda er bréf, dags. 6. júlí 2021, með samantekt frásagna sex fyrrverandi félagsmanna Hugarafls, ekki gagn í slíku máli hjá ráðuneytinu. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til draga það í efa og verður réttur kærenda til aðgangs því ekki byggður á ákvæðum stjórnsýslulaga. Þá fer um rétt B að greinargerðinni samkvæmt upplýsingalögum en ekki 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018. Í því sambandi verður að horfa til þess að ákvæði 2. mgr. 17. gr. laga nr. 90/2018 tekur einungis til réttar einstaklings til að óska eftir persónupplýsingum um sig sjálfan. Þar sem beiðnin er samkvæmt efni sínu ekki takmörkuð við upplýsingar um B sjálfan heldur tekur einnig til upplýsinga um aðra, gilda ákvæði upplýsingalaga um úrlausn hans.</p> <p>Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að réttur kærenda til aðgangs að umbeðnum gögnum í málinu fari samkvæmt upplýsingalögum og ágreiningurinn heyri undir nefndina.</p> <h3><strong>2.</strong></h3> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.</p> <p>Greinargerðin fjallar um starfs- og stjórnunarhætti Hugarafls og framkomu, þar á meðal B, gagnvart félagsmönnum. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að skjalið geymi upplýsingar um kærendur í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt þeirra til aðgangs að skjalinu eftir ákvæðum III. kafla laganna. Kemur þá næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda að greinargerðinni.</p> <p>Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum segir að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í framhaldi af því segir í athugasemdunum að aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin sé hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila verði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.</p> <h3><strong>3.</strong></h3> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar greinargerðar sem kærendur hafa óskað aðgangs að. Greinargerðin er 17 blaðsíður að lengd og geymir frásagnir sex fyrrverandi félagsmanna Hugarafls í tengslum við starfsemi og stjórnunarhætti innan samtakanna. Í inngangi greinargerðarinnar kemur fram að tilgangur hennar sé að vekja athygli á ógnarstjórnun, einelti og eitraðrar framkomu innan veggja samtakanna, einkum og sér í lagi af hálfu formanns gagnvart félagsmönnum.</p> <p>Frásagnir félagsmannanna eiga það sammerkt að fjalla um starfsemi Hugarafls og upplifanir félagsmanna af starfseminni og framkomu stjórnenda samtakanna í sinn garð og annarra. Ljóst er að stjórnvöld hafa styrkt starfsemi samtakanna með fjárframlögum og þar á meðal hafa samtökin gert samninga bæði við Vinnumálastofnun og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, annars vegar um starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga með geðraskanir og hins vegar um opið úrræði Hugarafls. Fyrir liggur að greinargerðin varð tilefni neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar um samtökin og hugsanlega til þess fallið að hafa áhrif á viðhorf þeirra sem kunna að nýta þjónustu samtakanna í framtíðinni.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að kærendur hafi ríka hagsmuni af því að fá aðgang að þeim upplýsingum í greinargerðinni sem varða samtökin sem slík og upplifanir félagsmanna af samtökunum og tilgreindu forsvarsfólki þeirra, og að hagsmunir kærenda vegi þyngra að því leyti en hagsmunir þeirra sem rituðu frásagnirnar. Þá telur úrskurðarnefndin það hafa þýðingu að þeir fyrrverandi félagsmenn sem tjáðu sig í greinargerðinni hafi gert það að eigin frumkvæði og að þeir hafi ekki getað treyst því að greinargerðin færi að öllu leyti leynt gagnvart Hugarafli.</p> <p>Í greinargerðinni má þó jafnframt finna upplýsingar sem varða persónuleg mál viðkomandi félagsmanna sem teljast einkamálefni viðkomandi einstaklinga í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en þar á meðal eru upplýsingar um fjölskyldu- og heilsuhagi. Telja verður einsýnt að hagsmunir kæranda af því að af því að fá aðgang að upplýsingum um slík persónuleg málefni hinna fyrrverandi félagsmanna, geti ekki vegið þyngra en hagsmunir þeirra af því að slíkar upplýsingar fari leynt.</p> <p>Að því er varðar þá röksemd að það skapi kærendum á einhvern hátt meiri rétt til aðgangs að upplýsingum í greinargerðinni að kærendur búi nú þegar yfir miklu magni persónuupplýsinga um félagsmenn sína, þar á meðal þá sem rituðu greinargerðina, telur úrskurðarnefndin að slík rök hafi ekki þýðingu í málinu. Það kemur skýrt fram í 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna, að það sé beinlínis óheimilt að veita aðgang að upplýsingum sem falla undir ákvæðin og teljast varða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að fari leynt, nema sá samþykki sem í hlut á. Ljóst er að slíkt samþykki liggur ekki fyrir í málinu. Sömu rök eiga við um áhrif þess að hlutar greinargerðarinnar hafi birst í umfjöllun um Hugarafl í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á Stöð 2; úrskurðarnefndin telur slíka birtingu ekki vera ígildi þess að upplýsingarnar hafi verið gerðar opinberar með þeim hætti sem kynni að rýmka svigrúm til að afhenda upplýsingar þrátt fyrir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Enn fremur felur slík birting ekki í sér að þeir sem rituðu greinargerðina hafi með því samþykkt að upplýsingarnar yrðu afhentar.</p> <p>Úrskurðarnefndin minnir ráðuneytið á að þótt sá sem upplýsingar varðar leggist gegn afhendingu þeirra er það sjálfstætt mat opinbers aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að leggja mat á það hvort skilyrði séu til þess að undanþiggja upplýsingar aðgangi á grundvelli 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr. laganna. Tilgangur þess að óska eftir afstöðu þess sem upplýsingar varða er að upplýsa málið með fullnægjandi hætti en einnig að gera aðilanum viðvart um að óskað hafi verið eftir upplýsingunum. Slík álitsumleitun getur einnig leitt til þess að sá sem upplýsingar varða samþykki að þær verði gerðar opinberar.</p> <p>Samkvæmt framangreindu er ákvörðun félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins að synja kærendum um aðgang að greinargerðinni felld úr gildi og ber ráðuneytinu að veita kærendum aðgang að henni, með þeim útstrikunum sem nánar greinir í úrskurðarorði.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu er skylt að veita A lögmanni, f.h. Hugarafls—Notendastýrðrar starfsendurhæfingar og B, aðgang að greinargerð, dags. 6. júlí 2021, vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Þó er ráðuneytinu skylt að afmá eftirfarandi upplýsingar:</p> <ol> <li>Fyrstu tvær línurnar í greinargerð C á bls. 1, fram að setningu sem hefst á orðunum […].</li> <li>Línur 14–17 í greinargerð C á bls. 1, frá orðinu […].</li> <li>Línur 5–7 á bls. 2, frá orðunum […].</li> <li>Línur 18–20 á bls. 2, frá orðinu […].</li> <li>Línur 22–35 á bls. 2, frá orðinu […].</li> <li>Línur 38–40 á bls. 2, frá orðinu […].</li> <li>Nafn einstaklings sem hefst í orði 6 í neðstu línu á bls. 2.</li> <li>Nafn einstaklings í fyrstu línu á bls. 3.</li> <li>Línur 24–27 í greinargerð D á bls. 3, fram að setningu sem hefst í línu 27 á orðunum […].</li> <li>Línur 7–8 á bls. 5, frá orðinu […].</li> <li>Línur 4–5 í greinargerð E á bls. 6, frá orðinu […].</li> <li>Lína 3 á bls. 7, frá orðinu […].</li> <li>Línur 8–9 á bls. 7, frá orðinu […].</li> <li>Línur 15–17 á bls. 7.</li> <li>Nafn einstaklings í línu 21 á bls. 7.</li> <li>Fyrstu fimm línurnar í greinargerð F á bls. 8, frá orðinu […].</li> <li>Lína 12 í greinargerð F á bls. 8, frá orðinu […].</li> <li>Línur 20–27 í greinargerð F á bls. 8, frá orðunum […].</li> <li>Línur 21–25 á bls. 9, frá orðunum […].</li> <li>Neðstu línuna á bls. 9, frá orðinu […].</li> <li>Línur 40–42 á bls. 10, frá orðunum […].</li> <li>Fyrstu tvær línurnar í greinargerð G á bls. 11, fram að setningu sem hefst á orðunum […].</li> <li>Línur 4–7 í greinargerð G á bls. 11, frá orðunum […].</li> <li>Línur 17–24 í greinargerð G á bls. 11, frá orðunum […].</li> <li>Línur 28–33 í greinargerð G á bls. 11, frá orðunum […].</li> <li>Setningu sem hefst í línu 8 á bls. 12, á eftir orðunum […].</li> <li>Fyrstu ellefu línurnar í greinargerð H á bls. 13.</li> <li>Línur 12–16 í greinargerð H á bls. 13, frá orðinu […].</li> <li>Línur 18–32 í greinargerð H á bls. 13, frá orðinu […].</li> <li>Nafn einstaklings í næstneðstu línu á bls. 13.</li> <li>Fyrstu 25 línurnar á bls. 14.</li> <li>Línur 9–13 á bls. 15, frá orðunum […].</li> <li>Eftirstöðvar bls. 15, frá orðunum […].</li> <li>Fyrstu sex línurnar á bls. 16, til og með orðinu […].</li> <li>Línur 10–14 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Lína 19 á bls. 16, frá orðinu […].</li> <li>Línur 20–21 á bls. 16, frá orðinu […].</li> <li>Línur 29–31 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Línur 32–33 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Línur 40–42 á bls. 16, frá orðunum […].</li> <li>Nafn einstaklings sem nefndur er þrívegis í línum 40, 42 og 43 á bls. 16.</li> <li>Línur 5–9 á bls. 17, frá orðunum […].</li> <li>Línur 22–23 á bls. 17, frá orðunum […].</li> <li>Línur 25–27 á bls. 17, frá orðinu […].</li> </ol> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1090/2022. Úrskurður frá 29. ágúst 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um greiðslur sem Isavia hefur fengið vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tilteknu tímabili. Synjun Isavia byggðist á 9. gr. þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þriðju aðila. Þá hélt Isavia fram að gögnin lægju ekki fyrir í skilningi upplýsingalaga heldur væru þau á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hefðu ekki verið tekin saman. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það og taldi málsmeðferð Isavia ekki hafa verið fullnægjandi. Var beiðni kæranda því vísað til Isavia til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p>Hinn 29. ágúst 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1090/2022 í máli ÚNU 21090007.</p> <h2><strong>Kæra og málsatvik</strong></h2> <p>Með erindi, dags. 13. september 2021, kærði A lögmaður, f.h. Drífu ehf., synjun Isavia ohf. um aðgang að gögnum úr ferli til þess að afla tilboða í rekstur verslana með tollfrjálsar vörur á flugvallarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Leyst var úr hluta kæruefnisins með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1083/2022, sem kveðinn var upp hinn 21. júní 2022.</p> <p>Sá hluti kæruefnisins sem eftir stendur varðar beiðni kæranda, dags. 25. ágúst 2021, um aðgang að gögnum sem vörðuðu allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði ehf., eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi, vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (einnig kallaðar „leigugreiðslur“ fyrir verslunarrými) frá og með árinu 2010 til þess dags. Óskað var eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. greiðslur fyrir hvert ár fyrir sig. Þá var óskað eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir verslunum; þar sem sami aðili hefði rekið tvær verslanir í flugstöðinni síðustu ár var óskað eftir því að fram kæmi hvað greitt hefði verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig. Tekið var fram að beiðnin tengdist fyrri beiðni sama aðila frá 4. ágúst 2021 og varðaði greiðslur sem greiddar höfðu verið á grundvelli þeirra samninga sem beðið var um í þeirri beiðni. </p> <p>Isavia hafnaði aðgangi að gögnunum með tölvupósti, dags. 1. september 2021, með vísan til þess að félagið teldi umbeðnar upplýsingar innihalda mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem félaginu væri ekki skylt að geyma bókhaldsgögn í svo langan tíma, en umbeðið greiðslutímabil spannaði hátt í ellefu ár. Þá hefðu nefndir þriðju aðilar lagst gegn því að upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra yrðu afhentar samkeppnisaðila. </p> <h2><strong>Málsmeðferð</strong></h2> <p>Í umsögn Isavia, dags. 28. september 2021, byggir félagið á því að í umbeðnum gögnum sé að finna mikilvægar og viðkvæmar upplýsingar um rekstur og kostnað þriðja aðila enda séu leigugreiðslur þær sem beiðnin nær til veltutengdar og lesa megi úr hverjum reikningi hlutfall af mánaðarlegri veltu aðila. Um sé að ræða virka viðskiptahagsmuni aðila enda reikningar sem gefnir eru út á grundvelli gildandi samningssambands Isavia og umræddra aðila. </p> <p>Þá sé um að ræða afar umfangsmikla beiðni sem nái allt að tólf ár aftur í tímann en Isavia beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn í svo langan tíma. Upplýsingar um umbeðnar greiðslur séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, heldur að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Ekki sé því um að ræða fyrirliggjandi gögn sem hægt væri að afhenda án fyrirhafnar en upplýsingalögin leggi ekki þá kvöð á stjórnvöld eða opinbera aðila sem undir lögin falla að búa til eða taka saman ný gögn eða yfirlit, heldur nái aðeins til gagna sem eru til og liggja fyrir á þeim tímapunkti sem beiðni um aðgang er sett fram. </p> <p>Loks vísar Isavia til þess að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni.</p> <p>Umsögn Isavia fylgdu þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Sökum þeirrar afstöðu Isavia að upplýsingar um greiðslur til Isavia teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins, var úrskurðarnefndinni í dæmaskyni aðeins afhentur einn reikningur gefinn út á Miðnesheiði ehf. frá því í mars 2019.</p> <p>Í athugasemdum kæranda við umsögn Isavia, dags. 20. október 2021, kemur fram að ljóst sé að um sé að ræða beiðni um aðgang að upplýsingum um leigugreiðslur sem óheimilt sé að takmarka aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir að réttur yrði reistur á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 709/2017, enda sé um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í umsögninni vísi Isavia til þess að upplýsingarnar séu umfangsmiklar og ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda sé þær að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Kærandi mótmælir þessu sjónarmiði og telur að gögnin séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda óumdeilt að gögnin séu til hjá Isavia og hafi legið fyrir þegar beiðnin var sett fram. Gögnin varði öll sama mál og ættu að vera vistuð á sama stað, undir sama bókhaldslykli eða þess háttar. </p> <p>Kærandi telur það ekki samrýmast 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að stjórnvald geti vísað til þess að gögn hafi ekki verið tekin saman ef þau eru engu að síður öll á sama stað. Í slíkri beiðni felist ekki krafa um að stjórnvaldið útbúi eða taki saman ný gögn eða yfirlit. Að taka saman gögn í skilningi laganna vísi til annars konar samantektar en að prenta út alla reikninga sem tengjast tilteknum viðskiptamanni og/eða samningi. Allir reikningar vegna tiltekins samnings teljist gögn í tilteknu máli. Verði hér meðal annars að túlka ákvæðið í samræmi við tilgang laganna og efni upplýsinganna, en þær sýni fram á ráðstöfun opinberra hagsmuna. </p> <p>Þá vísi Isavia til þess að umbeðin gögn nái tólf ár aftur í tímann og félaginu beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn svo lengi. Samkvæmt 19. og 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994, beri bókhaldsskyldum aðilum að varðveita gögn á tryggan og öruggan hátt í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Kærandi fer ennþá fram á að Isavia veiti aðgang að umbeðnum upplýsingum sem raktar eru í kröfulið þrjú, að minnsta kosti þeim sem liggi fyrir á grundvelli lagaskyldu. Hafi Isavia geymt upplýsingar um umbeðnar greiðslur umfram þann tíma sem áskilinn er í lögum beri félaginu að veita kæranda aðgang að þeim. Séu gögnin fyrirliggjandi þá nægir það eitt og skiptir þá engu þótt ekki hafi verið skylt að geyma gögnin svo lengi. </p> <p>Kærandi hafnar því að veiting aðgangs að umbeðnum upplýsingum gæti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti raskað samkeppni. Þá telur kærandi að trúnaðarskylda skv. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, sbr. 42. gr. reglugerðar nr. 340/2017, standi ekki í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum, enda segi beinlínis í athugasemdum um 17. gr. í frumvarpi til laga um opinber innkaup að ákvæðið hafi ekki áhrif á skyldu aðila til að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í því felist m.a. að kaupanda beri að upplýsa um heildartilboðsfjárhæð og samningsfjárhæð vegna innkaupa. Þá segir að allar takmarkanir á almennum upplýsingarétti beri að túlka þröngt enda mikilvægt að gagnsæis sé gætt í opinberum innkaupum.</p> <h2><strong>Niðurstaða</strong></h2> <p>Í málinu hefur kærandi óskað eftir gögnum um allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010 fram til 25. ágúst 2021. Óskað var eftir sundurliðun greiðslna eftir árum og eftir verslunum.</p> <p>Isavia synjaði beiðninni með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þriðju aðila, sem auk þess legðust gegn því að upplýsingar um hagsmuni þeirra yrðu afhentar samkeppnisaðila. Í umsögn Isavia til úrskurðarnefndarinnar var því bætt við að leigugreiðslur væru veltutengdar og lesa mætti úr hverjum reikningi hlutfall af mánaðarlegri veltu aðila. Í umsögninni er því borið við að upplýsingarnar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem þær séu á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Þá sé félaginu ekki skylt að halda til haga upplýsingum sem nái allt að tólf ár aftur í tímann.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæðis 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Þegar svo háttar til að beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 884/2020, 919/2020 og 972/2021.</p> <p>Í þessu máli óskaði kærandi eftir gögnum um greiðslur vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á ákveðnu tímabili. Kærandi óskaði eftir sundurliðun greiðslna eftir árum og verslunum. Af athugasemdum kæranda við umsögn Isavia að dæma virðist sem kærandi geri ekki endilega kröfu um að félagið vinni upplýsingar um sundurliðun greiðslna upp úr fyrirliggjandi gögnum heldur kunni afhending reikninga sem heyra undir beiðni hans að vera fullnægjandi.</p> <p>Í skýringum Isavia í málinu hefur komið fram að umbeðin gögn að þessu leyti séu raunar til hjá félaginu, en séu á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið tekin saman. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að ekki verði séð að vinna við samantekt gagna sem heyra undir beiðni kæranda sé frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjast almennt af aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga þegar þeim berast beiðnir um gögn. Ekki er hægt að líta svo á að aðili sé með samantekt fyrirliggjandi gagna að þessu leyti að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þannig getur nefndin ekki fallist á að umbeðin gögn teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, sbr. einnig úrskurð nefndarinnar nr. 857/2019 í máli sem beindist að Isavia þar sem leyst var úr sambærilegu álitaefni.</p> <p>Að því leyti sem beiðni kæranda lýtur að því að greiðslur séu sundurliðaðar eftir árum og verslunum tekur úrskurðarnefndin þó fram að Isavia er óskylt að útbúa slíka sundurliðun að svo miklu leyti sem hana er ekki þegar að finna í sjálfum gögnunum; félaginu er það hins vegar heimilt, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur það sjónarmið Isavia að félaginu sé ekki skylt að geyma bókhaldsgögn í þann tíma sem beiðni kæranda nær yfir ekki hafa þýðingu í málinu, enda nær réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum til þeirra gagna sem liggja fyrir þegar beiðni er lögð fram, og verður rétturinn ekki takmarkaður nema á grundvelli þeirra laga eða sérstakra ákvæða um þagnarskyldu.</p> <p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p>Þrátt fyrir að fyrir liggi að einhverju leyti efnisleg afstaða Isavia til afhendingar umbeðinna gagna er það mat úrskurðarnefndarinnar að málsmeðferð Isavia hafi ekki verið fullnægjandi að þessu leyti, með vísan til þeirrar afstöðu félagsins að umbeðin gögn í málinu teljist ekki fyrirliggjandi þrátt fyrir að þau séu það í reynd. Verður því ekki hjá því komist að fella ákvörðunina úr gildi og leggja fyrir Isavia að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar sem felst í að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna að svo miklu leyti sem það hefur ekki þegar verið gert. Í þessu sambandi bendir úrskurðarnefndin á að hluti þeirra gagna sem óskað er eftir er kominn til ára sinna og þegar af þeim sökum er engan veginn sjálfgefið að gögnin teljist undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sjá til að mynda dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 og úrskurði nefndarinnar nr. 1083/2022, 1063/2022 og 1043/2021.</p> <p>Í ljósi þeirra tafa sem orðið hafa á málinu leggur úrskurðarnefndin áherslu á að Isavia bregðist við án tafar og afgreiði upplýsingabeiðnina í samræmi við framangreind sjónarmið.</p> <h2><strong>Úrskurðarorð</strong></h2> <p>Beiðni A lögmanns, f.h. Drífu ehf., dags. 25. ágúst 2021, er vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1089/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að minnisblöðum sem tekin voru saman og rituð af hálfu Sjúkratrygginga Íslands og send heilbrigðisráðuneytinu í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður ríkisins við einkareknar heilsugæslustöðvar. Ákvörðun SÍ um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum byggist á 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 3. tölul. sömu greinar laganna. Af hálfu SÍ er vísað til þess að umrædd gögn snerti framkvæmd þjónustusamnings SÍ við kæranda og aðrar einkareknar heilsugæslustöðvar og verði nýtt í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður þessara aðila. Verulegir hagsmunir séu í húfi fyrir ríkið þar sem samningarnir séu fjármagnaðir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Opinberun slíkra skjala geti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi vandséð hvernig afhending gagnanna gæti haft þau áhrif sem 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga áskilur. Þá taldi nefndin ekki unnt að fallast á það með Sjúkratryggingum Íslands að aðgangur kæranda að umræddum minnisblöðum yrði takmarkaður í heild eða að hluta með vísan til 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Var Sjúkratryggingum Íslands því gert að afhenda kæranda gögnin. | <p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1089/2022 í máli ÚNU 22010003.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 3. janúar 2022, kærði A hrl., f.h. Heilsugæslunnar Höfða ehf., ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir einnig SÍ) um að synja beiðni kæranda um aðgang að tveimur minnisblöðum sem vörðuðu framkvæmd samninga SÍ við einkareknar heilsugæslustöðvar.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi og SÍ hafi gert með sér samning á árinu 2016 um rekstur kæranda á heilsugæslu í Reykjavík. Kærandi sendi SÍ erindi hinn 14. apríl 2021 þar sem óskað var eftir fundi með starfsfólki stofnunarinnar til þess að ræða nánar tilgreind atriði í tengslum við þjónustusamning við kæranda og efndir hans auk annarra atriða. Erindið var ítrekað 28. apríl og 17. maí 2021. Stofnunin hafi ekki orðið við beiðni kæranda um fund en með erindi stofnunarinnar hinn 19. maí 2021 hafi hins vegar verið upplýst að stofnunin hafi haldið fund með heilbrigðisráðuneytinu þar sem farið hefði verið yfir minnisblað SÍ sem byggði á upplýsingum m.a. frá kæranda auk þess sem stofnunin hefði tekið saman viðbótarupplýsingar sem sendar hefðu verið ráðuneytinu. Í kjölfarið óskaði kærandi eftir aðgangi að umræddu minnisblaði auk þeirra viðbótarupplýsinga sem tilgreindar voru í erindi stofnunarinnar. Með ákvörðun SÍ, dags. 6. desember 2021, var beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum hafnað með vísan til 5. og 3. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Kærandi reisir rétt sinn til aðgangs að þessum gögnum á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Leggur kærandi áherslu á að meginregla laganna sé skýr um að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum auk þess sem umbeðin gögn varði brýna hagsmuni kæranda.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt SÍ með erindi úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. janúar 2022, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að SÍ létu úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn SÍ, dags. 21. janúar 2022, kemur fram að málið varði tvö minnisblöð, dags. 13. apríl og 7. júní 2021, sem stofnunin hafi sent heilbrigðisráðuneytinu og varði framkvæmd samninga SÍ við einkareknar heilsugæslustöðvar. Í umsögninni kemur fram að minnisblöðin snerti framkvæmd núgildandi samnings og verði nýtt í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður SÍ við kæranda og aðra einkaaðila sem veiti sömu þjónustu. Í ljósi þess telji stofnunin sér ekki stætt á að afhenda umrædd minnisblöð í heild eða hluta. Verulegir hagsmunir séu í húfi fyrir ríkið þar sem samningarnir séu fjármagnaðir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Opinberun slíkra skjala geti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum en samningar renni út í lok febrúar 2022. SÍ geri samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu í umboði heilbrigðisráðherra og samkvæmt stefnumörkun hans á hverjum tíma. Slíkt kalli á náið samstarf þessara aðila. Í umsögninni segir enn fremur að það sé mat stofnunarinnar að hagsmunir ríkisins af að opinbera ekki umræddar upplýsingar áður en samningum verði náð séu ríkari en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim upplýsingum.</p> <p>Umsögn SÍ var kynnt kæranda hinn 26. janúar 2022 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 9. febrúar sama ár, eru áréttaðar þær kröfur og þau sjónarmið sem fram komu í kæru um rétt kæranda til aðgangs að gögnum. Leggur kærandi áherslu á að fram hafi komið í samskiptum kæranda og SÍ að umbeðin minnisblöð hafi verið rituð í tilefni af fyrirspurn kæranda til stofnunarinnar og send heilbrigðisráðuneytinu til upplýsingar. Megi ætla að í minnisblöðunum felist svör við fyrirspurnum kæranda en stofnunin hafi ekki enn svarað fyrirspurn kæranda.</p> <p>Í athugasemdum kæranda segir enn fremur að SÍ beri að lögum að tryggja einkaaðilum og opinberum aðilum sömu samkeppnisstöðu og að jafnræðis sé gætt í samningum við þá aðila. Því sé rangt og órökstutt að ekki megi upplýsa um efni minnisblaðanna vegna ætlaðra hagsmuna íslenska ríkisins í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður við kæranda og aðra einkaaðila, sem sömu þjónustu veiti. Þvert á móti sé brýnt að leynd ríki ekki um efni samninga íslenska ríkisins við einstaka einkaaðila enda skuli samningar sem þeir vera gegnsæir og öllum ljósir.</p> <p>Kærandi mótmælir því að 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga geti verið grundvöllur synjunar á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. Telur hann minnisblöðin ekki varða mikilvæga efnahagslega hagsmuni íslenska ríkisins í skilningi 3. tölul. 10. gr. laganna. Þá telur kærandi túlkun SÍ á 5. tölul. 10. gr. laganna vera ranga enda verði ekki annað ráðið af umsögn SÍ en að stofnunin telji ákvæðið fela í sér að aðilar sem falla undir gildissvið laganna hafi frjálst mat um það hvort rétt sé að veita aðgang að gögnum. Yrði sú túlkun lögð til grundvallar væri í öllum tilvikum heimilt að neita afhendingu gagna með vísan til ætlaðra og ríkari hagsmuna ríkisins.</p> <p>Með erindi til SÍ, dags. 8. júní 2022, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort þeim ráðstöfunum sem synjun stofnunarinnar réttlættist af væri lokið. Ef þeim væri ekki lokið var óskað eftir upplýsingum um stöðu málsins. Í svari stofnunarinnar, dags. 14. júní s.á., var upplýst að aðilar hefðu komist að samkomulagi um að framlengja samninginn sem var í gildi til 31. júlí 2022. Þar sem samningaviðræður aðila myndu samkvæmt því halda áfram teldi stofnunin þau sjónarmið sem lögð hefðu verið til grundvallar synjun umbeðinna gagna enn eiga við.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tveimur minnisblöðum, dags. 13. apríl og 7. júní 2021, sem tekin voru saman og rituð af hálfu SÍ og send heilbrigðisráðuneytinu í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður ríkisins við einkareknar heilsugæslustöðvar.</p> <p>Réttur kæranda til aðgangs að minnisblöðunum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er aðilum sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.</p> <p>Ákvörðun SÍ um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum byggist á 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 3. tölul. sömu greinar laganna. Af hálfu SÍ er vísað til þess að umrædd gögn snerti framkvæmd þjónustusamnings SÍ við kæranda og aðrar einkareknar heilsugæslustöðvar og verði nýtt í tengslum við fyrirhugaðar samningaviðræður þessara aðila. Verulegir hagsmunir séu í húfi fyrir ríkið þar sem samningarnir séu fjármagnaðir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Opinberun slíkra skjala geti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum.</p> <h3>2.</h3> <p>Í 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, væru þau á almannavitorði.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæði 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að heimild 10. gr. til að takmarka aðgang almennings og fjölmiðla að gögnum sé bundin því skilyrði að gögnin sjálf hafi að geyma upplýsingar um þá hagsmuni sem njóta eigi verndar. Ef í gögnunum sé jafnframt að finna upplýsingar sem ekki snerti þessa hagsmuni sé stjórnvaldi almennt skylt að veita aðgang að þeim hluta þeirra, sbr. 7. gr.</p> <p>Um orðasambandið „fyrirhugaðar ráðstafanir“ í 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga segir eftirfarandi í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögunum:</p> <blockquote> <p>Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.</p> </blockquote> <p> Þá segir enn fremur:</p> <blockquote> <p>Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 5. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við, sbr. 12. gr. frumvarpsins. Með vísun til annarra takmarkana samkvæmt lögunum er vísað til þess að þau kunni að innihalda upplýsingar um einkamálefni manna eða önnur atriði sem leynt eiga að fara af öðrum ástæðum en 10. gr. frumvarpsins tekur til.</p> </blockquote> <p>Umrædd takmörkun er undantekning frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra þröngt. Með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ er vísað til þess að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingunum myndi skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðunum. Þá skal á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga veita aðgang að þeim gögnum sem 5. tölul. 10. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Annars vegar er um að ræða minnisblað vegna einkarekinna heilsugæslustöðva, dags. 13. apríl 2021, og hins vegar minnisblað, dags., 7. júní, sem ber yfirskriftina „Nokkrir viðbótarpunktar í framhaldi af fundi með HRN 12. maí 2021“. Í minnisblaðinu frá 13. apríl 2021 eru raktar ýmsar athugasemdir sem settar hafa verið fram af hálfu forsvarsmanna einkarekinna heilsugæslustöðva án þess að tilgreint sé frá hvaða stöðvum einstakar athugasemdir stafa. Tilgangur minnisblaðsins virðist vera að upplýsa heilbrigðisráðuneytið um framkomnar athugasemdir og óska eftir fundi með ráðuneytinu um þær. Við athugasemdirnar eru ritaðar frekari skýringar og viðbrögð SÍ til ráðuneytisins. Síðara minnisblaðið frá 7. júní sama ár er tekið saman í kjölfar fundar SÍ og ráðuneytisins þar sem efni fyrra minnisblaðsins var rætt. Eru þar rakin frekari sjónarmið SÍ til málsins.</p> <p>Sem fyrr segir kemur fram í umsögn SÍ að opinberun umbeðinna gagna „gæti haft áhrif á samningastöðu ríkisins í fyrirhuguðum samningaviðræðum“ við kæranda og aðrar einkareknar heilsugæslustöðvar. Hvorki í ákvörðun sinni til kæranda né í umsögn stofnunarinnar í tilefni af kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að finna frekari rökstuðning eða skýringar á því hvernig afhending og birting viðkomandi gagna gæti orðið þess valdandi að þær ráðstafanir sem fjallað er um í gögnunum yrðu þýðingarlausar eða skiluðu ekki tilætluðum árangri. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið gögnin og telur vandséð hvernig afhending gagnanna gæti haft þau áhrif sem 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga áskilur. Verður ekki séð að sú ráðstöfun, þ.e. þær samningaviðræður sem eru grundvöllur synjunar stofnunarinnar, verði þýðingarlaus eða skili ekki tilætluðum árangri. Af þeirri ástæðu svo og með vísa til meginmarkmiðs upplýsingalaganna um að tryggja gegnsæi í stjórnsýslunni og við meðferð opinberra hagsmuna verður ekki á það fallist að heimilt hafi verið að takmarka rétt kæranda til aðgangs, sem hann nýtur samkvæmt meginreglu 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings, á grundvelli 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>3.</h3> <p>Synjun SÍ er einnig byggð á því að ekki sé unnt að veita kæranda aðgang að umbeðnum minnisblöðum með vísan til 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í greininni kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Þá segir að undir undanþágu 3. tölul. falli upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Þetta séu þó ekki hvaða upplýsingar sem er heldur einvörðungu þær sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins.</p> <p>Eins og fram kemur í athugasemdunum verða aðeins upplýsingar sem varða mikilvæga hagsmuni ríkisins eins og t.d. fjármálastöðugleika felldar undir ákvæðið og gerð er krafa um að birting upplýsinganna gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. SÍ hafa ekki rökstutt hvernig afhending og birting þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum kynnu að skaða fjárhag eða efnahag ríkisins. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið gögnin með hliðsjón af þessu og að mati hennar er vandséð að þær upplýsingar sem fram koma í umbeðnum gögnum séu þess eðlis að skilyrði 3. tölul. 1. mgr. 10. gr. laganna séu uppfyllt.</p> <p>Í því ljósi og með vísan til þess að um er að ræða undanþágureglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. um upplýsingarétt almennings sem beri að túlka þröngri lögskýringu, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki unnt að fallast á það með Sjúkratryggingum Íslands að aðgangur kæranda að umræddum minnisblöðum verði takmarkaður í heild eða að hluta með vísan til 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi eigi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga rétt á hinum umbeðnu minnisblöðum, dags. 13. apríl og 7. júní 2021. Þegar af þeirri ástæðu er ekki nauðsynlegt að taka afstöðu til þess hvort kærandi geti einnig byggt slíkan rétt á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt aðila.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Sjúkratryggingum Íslands er skylt að veita Heilsugæslunni Höfða ehf. aðgang að minnisblöðum, dags. 13. apríl og 7. júní 2021.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1088/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022 | Deilt var um afgreiðslu landlæknis á beiðni kæranda um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Ákvörðunin var reist á því að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og jafnframt að meðferð beiðninnar útheimti svo mikinn tíma og vinnu að ekki sé fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál báru gögn málsins það ekki með sér að kæranda hefði verið leiðbeint og honum veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 7. gr. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar hafði beiðnin ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Ákvörðun landlæknis var því felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar og lögmætrar meðferðar. | <p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1088/2022 í máli ÚNU 22010001.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 3. janúar 2022, kærði A ákvörðun embættis landlæknis um að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum.</p> <p>Með erindi til embættis landlæknis, dags. 2. desember 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum um spítalainnlagnir og fjölda legudaga vegna inflúensu, COVID-19 og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili. Beiðnin var nánar tilgreind í sex liðum og vörðuðu upplýsingar um:</p> <ol> <li>Spítalainnlagnir vegna COVID-19 frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2019-2020, tímaskipt eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> <li>Spítalainnlagnir vegna inflúensu síðustu fimm ár, frá 1. janúar 2017, tímaskipt eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> <li>Spítalainnlagnir þar sem tilkynnt var um aukaverkun í kjölfar COVID-19 bólusetningar hjá viðkomandi frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2020-2021, tímaskiptum eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legdögum.</li> <li>Spítalainnlagnir vegna aukaverkana af bólusetningum annarra en COVID-19 bólusetningum síðustu fimm ár, frá 1. janúar 2017, tímaskipt eftir mánuðum og eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> <li>Uppsafnaður heildarfjöldi innlagna og legudaga vegna COVID-19 frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2019-2020, þ.m.t. heildarfjöldi innlagna þar sem sjúklingar voru lagðir á gjörgæslu og/eða tengdir við öndunarvél.</li> <li>Uppsafnaður heildarfjöldi tilfella þar sem tilkynnt var um aukaverkun í kjölfar COVID-19 bólusetningar hjá viðkomandi frá upphafi, þ.e. frá áramótum 2020-2021, eftir annars vegar innlögnum og hins vegar legudögum.</li> </ol> <p>Í öllum tilvikum var óskað eftir upplýsingum sundurliðuðum út frá bólusetningum, þ.m.t. út frá lengd frá bólusetningu, svo og eftir því hvort viðkomandi hefðu afþakkað bólusetningu samkvæmt læknisráði eða ekki. Í liðum 5 og 6 var auk þess óskað eftir framangreindri sundurliðun að viðbættri sundurliðun eftir því hvort um væri að ræða undirliggjandi veikindi eða ekki og eftir fjölda sprauta bólusettra (ein, tvær eða þrjár sprautur). Loks var í liðum 3 og 6 jafnframt óskað sundurliðunar eftir því hvort innlagðir hefðu verið greindir með sjúkdóminn eða með jákvæða niðurstöðu á PCR prófi.</p> <p>Kærandi tók fram í beiðni sinni að hann felldi sig við að fá upplýsingarnar afhentar í áföngum enda væri beiðnin umfangsmikil.</p> <p>Í ákvörðun embættis landlæknis sem var send með tölvubréfi hinn 9. desember 2021 kom fram að beiðni kæranda væri synjað með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem ekki væri skylt að útbúa ný gögn til að verða við upplýsingabeiðni. Þá var einnig vísað til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um að heimilt væri að hafna beiðni þar sem meðferð hennar tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri fært að verða við henni. Væri embætti landlæknis og sóttvarnalæknis ómögulegt að útbúa öll þau gögn sem óskað væri eftir þar sem upplýsingar sem nauðsynlegt væri að vinna væru ekki í fórum embættisins. Loks kom fram í ákvörðun embættisins að ljóst væri af umfanginu að til þess að vinna hluta þeirra upplýsinga sem óskað væri eftir þyrfti að samkeyra heilbrigðisskrár sem landlæknir héldi samkvæmt 8. gr. laga um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, og til þess að framkvæma slíka samkeyrslu þyrfti sérstaklega að óska eftir leyfi Persónuverndar samkvæmt reglum Persónuverndar nr. 811/2019, um leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. Yrði því að telja að við þær aðstæður, að forsenda þess að afhenda upplýsingar væri svo umfangsmikil samkeyrsla persónugreinanlegra gagna sem raun væri, styrkti enn fremur þá afstöðu embættisins að ekki væri hægt að verða við beininni vegna umfangs hennar.</p> <p>Í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar tekur kærandi fram að hann telji embætti landlæknis hafa mistúlkað ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga enda bjóði sú túlkun upp á að hafna beri hvers kyns samantekt upplýsinga. Kærandi mótmælir því að 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga geti átt við um beiðni sína enda sé ákvörðun embættisins þar um ekki rökstudd.</p> <p>Kærandi hafnar því að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. geti átt við enda komi fram í 3. mgr. sama ákvæðis að áður en beiðni verði vísað frá beri að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Kæranda hafi hvorki verið leiðbeint né veitt færi á að afmarka beiðni sína frekar. Embættið hafi auk þess ekki greint kæranda frá því hvaða gögn væru til og hver ekki heldur einungis vísað almennt til þess að ekki væri unnt að útbúa öll umbeðin gögn þar sem þau væru ekki öll í fórum embættisins.</p> <p>Í kæru eru dregnar í efa skýringar embættisins á umfangi fyrirhafnar á samkeyrslu upplýsinga svo og að leyfi Persónuverndar þurfi að koma til. Í lögum um landlækni og lýðheilsu komi fram að upplýsingar í skrám landlæknis skuli vera ópersónugreinanlegar og að persónuauðkenni skuli vera dulkóðuð.</p> <p>Þá er vakin athygli á því að í 7. og 8. gr. laga um landlækni og lýðheilsu hafi landlæknir það hlutverk að tryggja gæði og eftirlit heilbrigðisþjónustunnar, m.a. með viðeigandi skráningum upplýsinga til árangursmælinga. Mikilvægt sé að allar íþyngjandi sóttvarnaaðgerðir sem feli m.a. í sér frelsissviptingu og aðrar langvarandi takmarkanir og lokanir séu vel rökstuddar og byggi á traustum og vísindalegum rökum og gögnum sem eigi að vera aðgengileg eða auðsótt af almenningi. Telur kærandi það vera ámælisvert að embættið reyni að komast hjá því að afhenda slík gögn og enn alvarlegra ef heilbrigðisyfirvöld virðist ekki styðjast við gögn sem þegar ættu að liggja fyrir.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt embætti landlæknis með erindi, dags. 3. janúar 2022, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að embættið léti úrskurðarnefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi landlæknis, dags. 18. janúar 2022, var óskað eftir frekari fresti til þess að skila umsögn um kæruna vegna mikilla anna hjá embættinu og var umbeðinn frestur veittur til 26. janúar s.á. Var kærandi upplýstur um það með erindi sama dag.</p> <p>Umsögn landlæknis barst úrskurðarnefndinni með erindi, dags. 26. janúar 2022. Í umsögninni er áréttuð afstaða embættisins um að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og athugasemdum kæranda um að embættið hafi rangtúlkað umrædda málsgrein hafnað. Þá sé ljóst að um tímafreka vinnslu upplýsinga væri að ræða, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Vinna við að útbúa þau gögn sem mögulega væri hægt að útbúa krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri réttlætanlegt að leggja í hana auk þess sem sú vinna myndi bitna á annarri vinnu sem lægi á herðum embættisins í miðjum heimsfaraldri.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að umbeðnar upplýsingar, að því marki sem þær séu í vörslum embættisins, byggi á gögnum í heilbrigðisskrám sem haldnar séu samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga um landlækni og lýðheilsu. Gögnin séu persónugreinanleg þó persónuauðkenni skuli dulkóðuð samkvæmt 3. mgr. sömu greinar. Því falli allar samkeyrslur gagna undir leyfisskyldu vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt reglum Persónuverndar nr. 811/2019.</p> <p>Embætti landlæknis ítrekar í umsögn sinni að ómögulegt sé að útbúa megnið af þeim tölfræðiyfirlitum sem um ræðir þar sem upplýsingar í fórum embættisins nái ekki til allra umbeðinna breyta. Þannig geti embættið t.d. ekki samkeyrt gögn um innlagnir og fjölda legudaga vegna COVID-19 við bólusetningarstöðu. Nærtækara væri að óska eftir slíkum upplýsingum frá Landspítala sem hafi auk þess birt á heimasíðu sinni umfangsmiklar upplýsingar um innlagnir vegna COVID-19, m.a. eftir atvikum um bólusetningarstöðu innlagðra.</p> <p>Beðist er velvirðingar á því að kæranda hafi ekki verið bent á þær upplýsingar sem eru fyrirliggjandi og hafa verið birtar opinberlega. Kemur fram að ýmsar tölulegar upplýsingar um COVID-19 sjúkdóminn, þ.m.t. um innlagnir og bólusetningar, séu aðgengilegar á vefsvæðinu covid.is. Þá séu ýmsar tölulegar upplýsingar um inflúensu að finna á vefsvæðinu landlaeknir.is.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að upplýsingar um innlagnir og annað tengt mögulegum aukaverkunum af bólusetningum séu ekki aðgengilegar embætti landlæknis. Tilkynningar um aukaverkanir berist Lyfjastofnun og ekki séu kóðar í sjúkraskrám eða gagnagrunnum embættisins sem hægt sé að samkeyra til að útbúa þau gögn sem óskað hafi verið eftir.</p> <p>Loks kemur fram í umsögn embættisins að ákvarðanir um sóttvarnaráðstafanir séu byggðar á öllum fyrirliggjandi gögnum og í samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Þannig byggi tillögur m.a. á gögnum erlendis frá og frá Landspítala sem hafi rekið göngudeild sem beri ábyrgð á umönnun þeirra sem greinist með COVID-19 á Íslandi. Því séu allar ákvarðanir byggðar á bestu fyrirliggjandi upplýsingum, m.a. um virkni bóluefna, fjölda innlagna og reynslu annarra þjóða af aðgerðum. Þá sé byggt á þróun faraldursins bæði hérlendis og erlendis og spám um mögulega framvindu. Ekki vaki fyrir embættinu að hindra aðgang að upplýsingum heldur sé um að ræða upplýsingar sem ekki sé á færi embættisins að afhenda í því formi sem óskað hafi verið eftir.</p> <p>Umsögn embættis landlæknis var send kæranda til kynningar, dags. 27. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með tölvubréfi hinn 11. febrúar 2022. Kærandi hafnar skýringum landlæknis á því að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi á því formi sem óskað hafi verið eftir. Bendir hann á að ekki sé hægt að synja beiðni um upplýsingar á tilteknu formi án þess að leiðbeina viðkomandi eða leggja til afgreiðslu á öðru formi. Ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort unnt hefði verið að afhenda hluta umbeðinna gagna heldur beiðni kæranda hafnað í heild sinni án frekari skýringa. Þá gerir kærandi athugasemdir við skýringar embættis landlæknis um að vinnsla beiðninnar sé of tímafrek. Eingöngu sé ætlast til að ákvæðinu sé beitt í undantekningartilvikum og þurfi þá að réttlæta beitingu þess með skýrum rökstuðningi og mati á umfangi þeirrar vinnu sem fara þurfi fram en það hafi ekki verið gert.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í málinu er deilt um afgreiðslu embættis landlæknis á beiðni kæranda um aðgang að nánar tilgreindum og sundurliðuðum upplýsingum um spítalainnlagnir og legudaga vegna COVID-19, inflúensu og aukaverkana bólusetninga á tilteknu tímabili.</p> <p>Réttur kæranda til aðgangs að gögnum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er aðilum sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.</p> <p>Ákvörðun landlæknis er reist á því að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og jafnframt að meðferð beiðninnar útheimti svo mikinn tíma og vinnu að ekki sé fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Þá er ákvörðunin reist á því til viðbótar að til þess að vinna hluta umbeðinna upplýsinga þurfi að samkeyra heilbrigðisskrár embættisins en til þess þurfi leyfi Persónuverndar samkvæmt reglum Persónuverndar nr. 811/2019, um leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. </p> <h3>2.</h3> <p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.</p> <p>Úrskurðarnefndin tekur aftur á móti fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum ber þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.</p> <p>Þegar svo háttar til að beiðni um aðgang að upplýsingum og gögnum nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og 7. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Þegar umbeðnar upplýsingar er að finna í mörgum fyrirliggjandi gögnum ber eftir atvikum að afhenda aðila lista yfir mál og/eða málsgögn sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint þau mál eða þau málsgögn sem hann óskar eftir aðgangi að, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 15. gr.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 531/2014, 636/2016, 809/2019 og 1073/2022.</p> <p>Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings. Um það segir í frumvarpinu:</p> <blockquote> <p>Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld, eða aðra sem beiðni um gögn beinist að, að finna þau gögn eða það mál sem efnislega fellur undir beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar, fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að, […]. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því er áfram gerð sú krafa að beiðni sé að lágmarki þannig fram sett að stjórnvaldi sé fært á þeim grundvelli að finna tiltekin mál eða málsgögn sem hægt er að afmarka upplýsingaréttinn við, með tiltölulega einföldum hætti. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún því að vera fram sett með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið þau mál sem lúta að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</p> </blockquote> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað séð af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum, með tilkomu 15. gr. núgildandi laga, hafi meðal annars verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hefur sér stað hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem gildisvið laganna nær til og lýsir sér í því að gögn í stjórnsýslunni eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Úrskurðarnefndin telur mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.</p> <p>Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar stjórnvalda um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki.</p> <h3>3.</h3> <p>Af svörum embættis landlæknis verður ekki annað ráðið en að a.m.k. hluti umbeðinna upplýsinga liggi fyrir í kerfum og skrám embættisins. Það kemur raunar fram berum orðum í umsögn landlæknis til nefndarinnar. Þá verður ekki annað ráðið en að unnt sé að kalla upplýsingarnar fram með tiltölulega einföldum hætti og ekki verður séð að vinna við samantekt gagnanna sé frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjast almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu beiðna um upplýsingar. Í ljósi þessa getur úrskurðarnefndin ekki fallist á það að umbeðnar upplýsingar séu í heild sinni ekki fyrirliggjandi.</p> <p>Í svörum embættisins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að upplýsingarnar séu ekki tiltækar á því formi sem óskað var eftir eða flokkaðar með þeim hætti sem kærandi bað um. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ákvörðun embættis landlæknis um rétt til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga er ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Um meðferð embættisins á slíkri beiðni gilda því auk upplýsingalaga, ákvæði stjórnsýslulaga, þ.m.t. leiðbeiningarskylda, rannsóknarregla og meðalhófsregla, sbr. 7., 10. og 12. gr. þeirra. Þessar reglur eru áréttaðar og endurspeglast í ákvæðum upplýsingalaganna. Þannig kemur fram í 3. mgr. 5. gr. þeirra að ef takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laganna ber að leiðbeina málsaðila og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar ef annars er ekki talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka beiðni til tiltekin gögn eða tiltekið mál. Ber þá að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum.</p> <p>Samkvæmt því sem áður er rakið svo og tilvitnaðra athugasemda úr frumvarpi því er varð að upplýsingalögum hér að framan er ljóst að það hvernig beiðni um aðgang að gögnum er fram sett getur eitt og sér ekki ráðið úrslitum um niðurstöðu máls. Málsmeðferðarreglur upplýsingalaga og stjórnsýslulaga taka enda mið af því að málsaðili sem óskar aðgangs að gögnum á grundvelli laganna veit almennt ekki hvort og þá hvaða upplýsingar eru fyrirliggjandi hjá þeim aðila sem beiðnin beinist að eða í hvaða formi þær eru geymdar þegar beiðni er sett fram. Það kemur því í hlut þess aðila, sem beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga beinist að, að leggja mat á hana með hliðsjón af þeim gögnum sem eru fyrirliggjandi og eftir atvikum leiðbeina málsaðila um það hvaða gögn kunni að falla undir beiðnina, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Gögn málsins bera það ekki með sér að kæranda hafi verið leiðbeint og honum veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar, eftir atvikum á grundvelli lista yfir þau mál eða gögn sem ætla má að beiðni hans geti beinst að, sbr. 3. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 7. gr. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin ítrekar að þótt umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í heild sinni eða sundurliðaðar með þeim hætti sem beiðnin gerir ráð fyrir er ekki unnt að synja beiðninni í heild sinni á þeim grunni.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur beiðnin ekki hlotið þá málsmeðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Í ljósi þess að ekki verður séð að málsaðila hafi verið nægilega leiðbeint í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga kemur tilvísun embættis landlæknis til ákvæða 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. ekki til álita. Af þessu tilefni bendir úrskurðarnefndin á að nefndin hefur lagt á það áherslu að fram fari raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og að gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum. nr. 1025/2021, 663/2016 og 551/2014. Loks fær úrskurðarnefndin ekki séð að ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eða reglur settar á grundvelli þeirra geti sjálfstætt staðið því í vegi að embætti landlæknis taki til þess afstöðu með rökstuddri ákvörðun, eftir atvikum að undangengnum leiðbeiningum til kæranda, hvort mögulegt sé að afmarka beiðnina við tiltekin mál eða gögn sem eru fyrirliggjandi hjá embættinu og þá hvort veittur skuli aðgangur að þeim og í hvaða mæli. Samkvæmt öllu framangreindu verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun embættis landlæknis úr gildi og vísa málinu aftur til embættisins til nýrrar og lögmætrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun embættis landlæknis, dags. 9. desember 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum er felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar og lögmætrar meðferðar.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1087/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu eftirlitsmanns með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Synjun Borgarbyggðar var byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk ekki séð að hið umbeðna gagn fæli í sér sérfræðilega álitsgerð um réttarstöðu sveitarfélagsins vegna réttarágreinings eða dómsmáls sem hafi verið höfðað. Þá yrði ekki talið að um væri að ræða könnun á réttarstöðu sveitarfélagsins við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað eða vegna krafna sem hafi verið hafðar uppi við sveitarfélagið af öðrum. Var Borgarbyggð því gert að afhenda kæranda gagnið. | <p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1087/2022 í máli ÚNU 21120003.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 8. desember 2021, kærði A synjun Borgarbyggðar, dags. 1. desember sama ár, á beiðni hans um aðgang að skýrslu eftirlitsmanns með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Synjun Borgarbyggðar var á því byggð að skýrslan væri undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem segir að bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu undanþegin upplýsingarétti.</p> <p>Í kæru kemur fram að framkvæmdir við grunnskólann í Borgarnesi hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun og að almenningur eigi rétt á að fá að vita um hvað málið snýst.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Borgarbyggð með erindi, dags. 8. desember 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Borgarbyggð léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni hinn 20. desember 2021. Í henni kemur fram að skýrslunnar hafi verið aflað til undirbúnings réttarágreiningi/dómsmáli vegna hönnunargalla á byggingu grunnskólans í Borgarnesi. Var þess óskað af hálfu sveitarfélagsins að eftirlitsmaður með framkvæmdinni tæki saman skýrslu vegna hönnunarmistaka á verktíma, sem nýtt yrði við gerð kröfubréfs gagnvart þeim sem gerðu mistökin. Borgarbyggð telji að því sé heimilt að hafna aðgangi að skýrslunni því að öðrum kosti gæti það leitt til réttarspjalla gagnvart sveitarfélaginu ef gagnaðili þess fengi aðgang að skýrslunni á þessu stigi málsins. Í umsögn Borgarbyggðar er bent á að gildissvið 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sé víðtækara en að einungis komi til greina að takmarka rétt til aðgangs að upplýsingum um dómsmál, heldur komi annar réttarágreiningur einnig til greina.</p> <p>Umsögn Borgarbyggðar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. desember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust daginn eftir. Í þeim er lögð áhersla á það hve langt fram úr kostnaðaráætlun verkið hafi farið og að bæjarbúar Borgarbyggðar eigi rétt til aðgangs að skýrslunni þar sem framkvæmdir við grunnskólann feli í sér ráðstöfun á opinberu fé.</p> <p>Úrskurðarnefndin aflaði viðbótarskýringa frá Borgarbyggð með erindi, dags. 13. mars 2022. Var m.a. óskað eftir upplýsingum um stöðu málsins og hvort fyrir lægi í hvers konar farveg málið yrði lagt gagnvart þeim sem að sögn sveitarfélagsins gerðu umrædd mistök. Í svari Borgarbyggðar, dags. 4. apríl 2022, kom fram að senn yrði sent kröfubréf til hönnuða vegna þessa réttarágreinings.</p> <p>Með erindi til Borgarbyggðar, dags. 8. júní 2022, aflaði úrskurðarnefndin frekari viðbótarskýringa frá sveitarfélaginu. Í fyrirspurninni var í fyrsta lagi óskað eftir upplýsingum um aðkomu og hlutverk eftirlitsmanns sveitarfélagsins með framkvæmdinni, hvort viðkomandi hefði verið eftirlitsmaður með framkvæmdinni frá því þær hófust svo og hvort fyrir lægi samningur eða annað samkomulag um það. Í öðru lagi var spurt hvort fyrir lægju gögn sem vörðuðu beiðni sveitarfélagsins um ritun minnisblaðs eftirlitsmannsins, svo sem samningur um það sérstaklega eða önnur samskipti er gætu varpað ljósi á hlutverk eftirlitsmannsins að þessu leyti. Ef svo væri, var óskað eftir afriti af þeim gögnum. Í þriðja lagi var óskað eftir útskýringum á því að hvaða leyti umbeðið minnisblað innihéldi annars vegar sérfræðiráðgjöf til sveitarfélagsins og hins vegar umfjöllun um atvik málsins. Í svari Borgarbyggðar, dags. 5. júlí 2022, kom fram að viðkomandi hefði verið eftirlitsmaður framkvæmdarinnar og fylgdi svarinu afriti af samningi sveitarfélagsins við hann. Beiðni um ritun minnisblaðsins hefði verið lögð fram á fundi í maí 2021 þar sem óskað hefði verið eftir því að eftirlitsmaðurinn skilaði skýrslu til þess að undirbúa kröfugerð/viðræður við verktakann. Þá kom fram í svari Borgarbyggðar að sveitarfélagið teldi ekki mögulegt að greina nákvæmlega á milli þess hvað væri sérfræðiráðgjöf og hvað umfjöllun atvik máls í umbeðnu minnisblaði enda fléttuðust saman lýsing málsatvika og sérfræðileg ráðgjöf um málið í því.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu eftirlitsmanns með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Synjun Borgarbyggðar er byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram eftirfarandi:</p> <blockquote> <p>Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p>Ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 72/2019 og gildissvið þess útvíkkað svo það tæki auk dómsmála til annars réttarágreinings. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að fyrrnefndum breytingarlögum segir um þetta:</p> <blockquote> <p>Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> </blockquote> <p>Þá segir:</p> <blockquote> <p>Opinberir aðilar hafa augljósa hagsmuni af því að geta átt samskipti við sérfræðinga, t.d. lögmenn, í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að upplýsingum um þau. Þó ber að árétta að undanþáguna bæri að skýra þröngri lögskýringu með hliðsjón af meginreglu um upplýsingarétt almennings eins og aðrar undanþágur og takmörkunarheimildir upplýsingalaga. Henni yrði þannig aðeins beitt um upplýsingar um samskipti sem verða gagngert til í tengslum við réttarágreining sem er til meðferðar hjá lög- eða samningsbundnum úrskurðaraðila eða til greina kemur að vísa til slíkrar meðferðar. Með hliðsjón af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga verður líka að gera þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upplýsingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræðir.</p> </blockquote> <p>Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvald ekki á kröfuna.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Þá tekur undanþágan samkvæmt framansögðu einnig til réttarágreinings sem lagður er í annan farveg, t.d. fyrir sjálfstæðri úrskurðarnefnd, eða þegar til greina kemur að leggja ágreining í slíkan farveg.</p> <p>Sem fyrr segir byggir synjun Borgarbyggðar á afhendingu minnisblaðs varðandi útboðsgögn og verkteikningar vegna framkvæmda við grunnskóla í Borgarnesi á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Til þess að undanþáguheimildin geti átt við þarf í fyrsta lagi að vera fullnægt skilyrði ákvæðisins að um sé að ræða bréfaskipti við sérfróða aðila og í öðru lagi þurfa þau bréfaskipti að vera í tengslum við réttarágreining, til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.</p> <p>Ekki er deilt um það í málinu að framkvæmd sú sem minnisblaðið fjallar um kann að leiða til dómsmáls eða annars réttarágreinings. Hins vegar kemur til skoðunar hvort umbeðið minnisblað fullnægi því skilyrði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að vera „bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við“ þann ágreining. Hvorki af texta ákvæðisins í upplýsingalögum né lögskýringargögnum að baki þeim er að finna lýsingu á því hvað felst í „bréfaskiptum við sérfróða aðila“. Í áður tilvitnuðum athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 72/2019 eru þó tekin dæmi um samskipti við lögmenn í þessum efnum. Samkvæmt þessu er ekki hægt að útiloka að aðrir sérfræðingar en lögmenn geti fallið undir gildissvið 3. tölul. 6. gr. laganna.</p> <p>Við mat á því hvort bréfaskipti við sérfróða aðila falli í reynd undir undanþágureglu 3. tölul. 6. gr. hefur úrskurðarnefndin í framkvæmd m.a. litið til þess hvort gögn geymi mat á því hvort höfða skuli dómsmál vegna réttarágreinings eða greiningu á slíkum ágreiningi. Þá hefur verið litið til þess hvort um sé að ræða könnun á réttarstöðu aðila vegna nærliggjandi möguleika á málshöfðun.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögn málsins. Um er að ræða skýrslu á sex blaðsíðum frá verkfræðistofunni Víðsjá, unna af eftirlitsmanni með framkvæmdum við grunnskólann í Borgarnesi vegna vandamála sem komu upp á verktíma vegna hönnunar verksins. Í skýrslunni er framvinda verksins rakin og tilgreind ýmis atriði sem út af brugðu að mati eftirlitsmannsins. Einkum er um að ræða lýsingu á atvikum og samskiptum verkkaupa og verktaka.</p> <p>Úrskurðarnefndin fær ekki séð að hið umbeðna gagn feli í sér sérfræðilega álitsgerð um réttarstöðu sveitarfélagsins vegna réttarágreinings eða dómsmáls sem hafi verið höfðað. Þá verður ekki talið að um sé að ræða könnun á réttarstöðu sveitarfélagsins við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað eða vegna krafna sem hafi verið hafðar uppi við sveitarfélagið af öðrum. Með hliðsjón af þessu og efni hins umbeðna gagns fær úrskurðarnefndin heldur ekki séð að það myndi raska jafnræði aðila í mögulegu ágreiningsmáli að þessar upplýsingar yrðu gerðar opinberar á þessu stigi. Nefndin bendir jafnframt á að samkvæmt bókun á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar hinn 18. nóvember 2021 þar sem skýrslan var til umfjöllunar var sveitarstjóra falið að kynna hana þeim er komu að hönnun mannvirkisins. Nefndin fær þannig ekki annað séð en að gagnið hafi nú þegar verið afhent aðila utan sveitarfélagsins sem jafnframt kann að eiga andstæðra hagsmuna að gæta í mögulegu ágreiningsmáli. Þá hefur Borgarbyggð ekki skýrt nánar með hvaða hætti það kunni að valda sveitarfélaginu réttarspjöllum verði gagnið gert opinbert á þessu stigi.</p> <p>Nefndin áréttar að ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngri lögskýringu. Í því ljósi og þar sem nefndin fær samkvæmt framansögð ekki séð að afhending umbeðinnar skýrslu muni leiða til skerðingar á réttarstöðu sveitarfélagsins fellst nefndin ekki á að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að umbeðnu minnisblað, dags. 15. ágúst 2021, með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Borgarbyggðar, dags. 1. desember 2021, er felld úr gildi. Borgarbyggð er skylt að veita A aðgang að minnisblaði, dags. 15. ágúst 2021, vegna framkvæmda við grunnskólann í Borgarnesi.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1086/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022 | Fjarskiptasjóður synjaði Sýn hf. um aðgang að gögnum úr botnrannsókn, sem sjóðurinn gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands. Synjun fjarskiptasjóðs var byggð á 9. gr. og 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með fjarskiptasjóði að mikilvægir öryggishagsmunir íslenska ríkisins gætu staðið til þess að leynd ríkti um gögnin, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af því að ákvæðið þyrfti að skýra tiltölulega rúmt taldi nefndin að fjarskiptasjóði hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnum úr botnrannsókn sem gerð var í efnahagslögsögu Írlands árið 2020. | <p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1086/2022 í máli ÚNU 21100005.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 15. október 2021, kærði A lögmaður, f.h. Sýnar hf., ákvörðun fjarskiptasjóðs að synja félaginu um aðgang að gögnum botnrannsóknar sem fjarskiptasjóður gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands.</p> <p>Í kæru kemur fram að hinn 12. apríl 2012 hafi fjarskiptasjóður, f.h. íslenska ríkisins, gert þjónustusamning við Farice um þjónustu í almannaþágu um að tryggja fjarskiptasamband Íslands við umheiminn. Með uppfærslu samningsins í desember 2018 hafi Farice verið falinn undirbúningur og framkvæmd botnrannsóknar fyrir nýjan fjarskiptasæstreng milli Íslands og Evrópu (Írlands). Áætlaður kostnaður við rannsóknina væri 1,9 milljónir evra. Lagning nýs sæstrengs væri í samræmi við stefnu stjórnvalda um að þrír virkir sæstrengir skyldu tengja landið við Evrópu frá mismunandi landtökustöðum, en þeir væru einungis tveir í dag.</p> <p>Í kæru er því lýst að Sýn hafi um langt skeið sýnt lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Evrópu mikinn áhuga og átt í talsverðum samskiptum við íslensk stjórnvöld um undirbúning lagningar sæstrengs. Það hafi því komið Sýn á óvart þegar fregnir bárust af samningi um botnrannsóknir milli fjarskiptasjóðs og Farice. Hafi því verið lýst í bréfi til stjórnar fjarskiptasjóðs, dags. 16. janúar 2019. Í bréfinu komi fram það sjónarmið Sýnar að um gróflega mismunun sé að ræða gagnvart samkeppnisaðilum á markaði, að hafa ekki haft samband við Sýn um tilboð í gerð botnrannsóknarinnar. Ljóst sé að Farice fái með þessu forskot umfram aðra á markaðnum.</p> <p>Í svari stjórnar sjóðsins við bréfinu, dags. 8. febrúar 2019, sé hins vegar skýrt tekið fram að botnrannsóknin sé sérstakt afmarkað verkefni sem verði gert upp sérstaklega gagnvart Farice. Svo segi orðrétt: „Afurð rannsóknarinnar verður eign fjarskiptasjóðs en ekki Farice. Mikilvægt er að blanda ekki saman afmörkuðum hagsmunum tengdum botnrannsókninni og öðrum viðskiptahagsmunum félagsins. […] Þá skal áréttað að afurð botnrannsóknar þeirrar sem nú er hafin, verður eign fjarskiptasjóðs.“ Samkvæmt upplýsingum frá Farice hafi botnrannsóknum fyrir lagningu á nýjum fjarskiptasæstreng lokið hinn 21. ágúst 2021.</p> <p>Með erindi til fjarskiptasjóðs, dags. 2. september 2021, hafi kærandi óskað eftir öllum gögnum sem tengdust botnrannsóknunum. Með svari fjarskiptasjóðs, dags. 6. október 2021, hafi beiðninni verið hafnað. Í svarinu hafi komið fram að Farice hefði verið gefinn kostur á að tjá sig um beiðnina á grundvelli 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Ákveðið hafi verið á stjórnarfundi að verða ekki við beiðninni, hvorki í heild né að hluta, og væri beiðninni hafnað með vísan til 9. gr. og 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ekki þætti ástæða til að veita aukinn aðgang, sbr. 11. gr. sömu laga, enda væri það mat sjóðsins að gögnin gætu ekki nýst utanaðkomandi og gætu beinlínis raskað framkvæmd verkefnisins meðan það væri á undirbúningsstigi.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt fjarskiptasjóði með erindi, dags. 18. október 2021, og sjóðnum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að fjarskiptasjóður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn fjarskiptasjóðs barst úrskurðarnefndinni hinn 16. desember 2021. Í henni er í upphafi fjallað um tilurð botnrannsóknar Farice, sem styrkt hafi verið af fjarskiptasjóði. Rannsóknin hafi verið gerð í tilefni af mögulegri lagningu nýs sæstrengs, en lagning nýs sæstrengs er ein af megináherslum fjarskiptaáætlunar, sbr. þingsályktun nr. 32/149 um stefnu í fjarskiptum fyrir árin 2019-2033. Lagning sæstrengs sé flókið verkefni af stærðargráðu sem erfitt sé að bera saman við lagningu annarra fjarskiptavirkja. Margir samverkandi þættir þurfi að ganga upp og framkvæmast í réttri röð svo að lagning sæstrengs gangi upp. Botnrannsóknin hafi verið ein af lykilforsendum þess að mögulegt hafi verið að skipuleggja verkefnið, afla tilskilinna fjölmargra leyfa, velja leið strengsins og jafnframt meta heildarkostnað verkefnisins. Rannsóknin var gerð af Farice og niðurstöður hennar varðveittar hjá félaginu.</p> <p>Í umsögninni kemur fram að leitað hafi verið eftir afstöðu Farice til afhendingar gagnanna. Í afstöðu Farice, dags. 21. september 2021, er því lýst að félagið hafi gert könnun á hafsbotni frá ströndum Írlands að mörkum efnahagslögsögunnar þar sem hún skarast við efnahagslögsögu Bretlands. Að mati félagsins innihaldi gögnin upplýsingar um viðskiptahagsmuni Farice og viðskiptamanna Farice sem sanngjarnt og eðlilegt sé að fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá sé það mat Farice að takmarka skuli aðgang að gögnunum þar sem þau hafi að geyma upplýsingar sem almannahagsmunir krefjast að haldið skuli leyndum, enda líti Farice svo á að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði öryggi innviða í eigu íslenska ríkisins og efnahagslega mikilvæga hagsmuni þess sem geti skaðast ef gögnin verða gerð opinber, sbr. 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>IRIS-verkefnið sé að sögn Farice í miðju leyfisveitingarferli á Írlandi þar sem skipulögðu ferli sé fylgt varðandi upplýsingagjöf um verkefnið og hvernig gögn séu lögð fram til kynningar. Birting gagna er varði botnrannsóknina innan landhelgi Írlands utan leyfisferlisins geti haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir það ferli. Tafir í leyfisveitingarferli myndu að öllum líkindum leiða til talsverðs fjárhagstjóns fyrir Farice, þar sem félagið hafi gert samninga við aðila vegna lagningar sæstrengsins og gengist undir skuldbindingar um að halda tiltekna tímaramma í þeim efnum. Að mati Farice séu gögnin því sérstaklega viðkvæm á þessum tímapunkti.</p> <p>Markmiðið með lagningu nýs sæstrengs sé að auka fjarskiptaöryggi til og frá Íslandi. Þá hafi íslenska ríkið skilgreint sæstrengi sem mikilvæga innviði. Mikilvægi öryggis sæstrengja sé óumdeilt. Alvarleg öryggisatvik er varða sæstrengi gætu þannig haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir íslenska ríkið, fyrirtæki og almenning í landinu.</p> <p>Gögn sem varði botnrannsóknir við strendur Írlands vegna lagningar nýs sæstrengs hafi að geyma ítarlegar og nákvæmar upplýsingar um öryggi strengsins og geti varpað ljósi á veikleika hans, ef einhverjir eru. Þau gögn sem beiðnin lúti að varði m.a. nákvæmar upplýsingar um staðsetningu strengsins. Á svæðinu sé strengurinn plægður og í raun grafinn niður í sjávarbotninn niður að 1500 metra dýpi. Þannig innihaldi gögnin m.a. upplýsingar um hvar hægt sé að plægja strenginn niður og hvar ekki, staðsetningu grjóts og/eða klappa, dýpislínur, staðsetningu aðskotahluta og nákvæmar upplýsingar um sjávarbotninn á leið strengsins. Þá séu einnig upplýsingar um skörun við aðra sæstrengi á hafsbotninum.</p> <p>Farice telji afar varhugavert frá öryggissjónarmiði að upplýsingar sem geti varpað ljósi á veikleika í plægingu og staðsetningu strengsins verði gerðar opinberar. Með því að veita aðgang að rannsóknargögnum vegna strengsins yrðu opinberaðar upplýsingar um allar þær staðsetningar sem metnar hafi verið áhættusamar eða geti gert strenginn viðkvæman með einhverjum hætti.</p> <p>Loks bendir Farice á að nákvæm rannsóknargögn botnrannsókna um fjarskiptasæstrengi séu aldrei birt opinberlega vegna öryggissjónarmiða. Einnig þurfi að hafa í huga hagsmuni sem tengist sérstaklega íslenska ríkinu og að átt sé við strenginn og hættu á skemmdarverkum eða hryðjuverkum.</p> <p>Að mati Farice hafi félagið, viðsemjendur þess og hið opinbera ríkari hagsmuni af því að gögnunum verði haldið leyndum, en hagsmunir beiðanda af því að fá gögnin afhent, þar sem gögnin komi ekki til með að nýtast beiðanda að ráði.</p> <p>Fjarskiptasjóður telur í umsögn sinni að um sérstaklega viðkvæm gögn sé að ræða, sem varpi ljósi á helstu veikleika fyrirhugaðs sæstrengs og framkvæmdin sé nú á viðkvæmu stigi. Jafnframt sé sérstaklega fjallað um öryggi sæstrengja í skýrslu þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum frá 26. febrúar 2021, en í skýrslunni segi m.a. að ógerlegt sé að verja sæstrengina fyrir náttúruhamförum eða skemmdarverkum af ásetningi og að útilokað sé að vakta og tryggja heildaröryggi strengjanna.</p> <p>Fjarskiptasjóður telur að eftir að strengurinn er lagður sé eðlilegt að almennar upplýsingar um legu sæstrengja séu birtar, sérstaklega gagnvart sjófarendum sem sigla yfir svæði þar sem sæstrengir liggja. Aftur á móti teljist nákvæmar upplýsingar um legu sæstrengja á sjávarbotni, sérstaka áhættuþætti og þess háttar eftir sem áður sérstaklega viðkvæmar og beri að tryggja að þær séu ekki aðgengilegar óviðkomandi. Nýr strengur sé þjóðaröryggismál og mikilvægt að tryggja framgang verkefnis um lagningu nýs sæstrengs, sem og öryggi fyrirhugaðs sæstrengs.</p> <p>Umsögn fjarskiptasjóðs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. desember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 6. janúar 2022, er gagnrýnt að beiðni Sýnar sé þrengd við aðgang að „botnrannsóknargögnum við Írland“. Rannsóknin hafi einnig átt að fara fram innan íslenskrar lögsögu, sbr. þjónustusamning fjarskiptasjóðs við Farice, enda sé það nauðsynleg forsenda lagningar sæstrengsins.</p> <p>Kærandi telur að vísun fjarskiptasjóðs til skýrslu þjóðaröryggisráðs um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum styðji ekki við að synjað sé um aðgang að gögnunum á grundvelli 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í skýrslunni komi ekki fram að sérstök ógn við þjóðaröryggi sé fólgin í upplýsingum um lagningu eða staðsetningu sæstrengja, heldur aðeins að ógnin felist í rofi á sambandi við umheiminn ef slíkir strengir bili eða skaðist.</p> <p>Þá vísar kærandi til fjarskiptalaga, þar sem m.a. komi fram að þar sem fjarskiptastrengir liggi í sjó skuli sjófarendur sýna aðgæslu og gæta varúðar, og að skip skuli bera til sýnis alþjóðamerki eða önnur merki sem gefi til kynna að unnið sé við lagningu eða viðgerð strengs þegar svo ber undir, svo aðrir sjófarendur geti sýnt aðgæslu. Loks nefnir kærandi að lagning sæstrengja sé háð samþykki Umhverfisstofnunar, sbr. lög nr. 151/2004, og að yfirgripsmiklar upplýsingar séu veittar í tengslum við leyfisumsókn, m.a. í kynningarskyni. Þá sé við lagningu fjarskiptasæstrengja haft samráð við fjölda hagsmunaaðila, ekki síst á vettvangi sjávarútvegs m.a. um legu strengjanna.</p> <p>Kærandi hafnar því að umbeðin gögn varði efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, sbr. 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Lagning, eignarhald og rekstur fjarskiptasæstrengja sé ekki verkefni sem er falið ríkinu að lögum. Efnahagslegir hagsmunir samfélagsins séu fólgnir í órofnu fjarskiptasambandi Íslands við umheiminn. Markmið fjarskiptalaga sé að tryggja hagkvæm og örugg fjarskipti hér á landi og efla virka samkeppni á fjarskiptamarkaði. Í fjarskiptaáætlun sem sett sé á grundvelli laganna segi að lögð skuli áhersla á víðtækt samstarf markaðarins, neytenda, opinberra stofnana og ráðuneyta, að styrkja samkeppni á fjarskiptamarkaði og auka samkeppnishæfni Íslands, og að tryggja öryggi almennra fjarskiptaneta innan lands og tengingar Íslands við umheiminn.</p> <p>Miðlun upplýsinga og gagna um botnrannsóknina til Sýnar sé því í samræmi við alla markmiðssetningu löggjafans á sviði fjarskipta. Með því að greiða fyrir lagningu Sýnar á fjarskiptasæstreng hljóti efnahagslega mikilvægir hagsmunir ríkisins að vera betur tryggðir en ella væri.</p> <p>Kærandi mótmælir því að 9. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Verkefni sem fjarskiptasjóður fjármagni séu kostuð af almannafé og geti því aldrei talist varða einkahagsmuni Farice. Þá hafi komið fram af hálfu sjóðsins að afurð botnrannsóknarinnar yrði eign fjarskiptasjóðs, ekki Farice. Ummæli Farice að fyrirtækið gæti orðið fyrir fjártjóni ef gögn yrðu birt utan leyfisveitingarferlis sem fyrirtækið stæði í standist ekki, þar sem gögn er varða botnrannsóknir á Írlandi séu birtar á vef írskra stjórnvalda. Loks sé Farice að öllu leyti í eigu ríkisins og vandséð hvaða einkahagsmuni slíkt fyrirtæki hafi.</p> <p>Með erindum, dags. 3. júní 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og Landhelgisgæslu Íslands í tengslum við lögbundið hlutverk þessara stofnana við samþykki fyrir lagningu og legu sæstrengja auk eftirlits með fiskiskipum og öðrum sjófarendum í nágrenni við fjarskiptasæstrengi. Svör bárust 10. og 13. júní 2022. Þá óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá Alþjóðlegri nefnd um vernd sæstrengja (e. International Cable Protection Committee, ICPC) m.a. um það hvort upplýsingar úr botnrannsóknum, þ.m.t. um nákvæma leið sæstrengja, væru að jafnaði gerðar opinberar. Í svari nefndarinnar, dags. 14. júní 2022, kom fram að svo væri ekki. Hins vegar væri gagnlegt að vissar upplýsingar um staðsetningu strengjanna væru opinberar, svo sem hnitasetning fyrir fiskiskip, enda væri ein algengasta orsök skemmda á sæstrengjum af þeirra völdum.</p> <p>Úrskurðarnefndin óskaði eftir nánari upplýsingum með erindum til fjarskiptasjóðs og Farice, dags. 3. júní 2022. Meðal þess sem óskað var eftir voru upplýsingar um það hvers vegna botnrannsóknin hefði aðeins verið afmörkuð við strendur Írlands að mörkum efnahagslögsögunnar þar sem hún skarast við efnahagslögsögu Bretlands. Í svari Farice kom fram að framlag fjarskiptasjóðs til rannsóknarinnar hefði numið 1,9 milljónum evra. Ljóst hefði orðið í framhaldinu að kostnaður við botnrannsóknir á allri leiðinni yrði mun hærri en sem næmi framlagi fjarskiptasjóðs. Því var ákveðið að forgangsraða könnunarvinnunni með þeim hætti að byrjað yrði við strendur Írlands. Þá lá fyrir að leyfisveitingarferlið þar í landi tæki allt að 14 mánuði og því nauðsynlegt að ljúka könnuninni við Írland haustið 2020 ef leggja ætti sæstrenginn sumarið 2022. Ósamandregin gögn úr botnrannsókninni hefðu ekki verið meðal þeirra gagna sem lögð voru fram í leyfisveitingarferlinu.</p> <p>Varðandi leyfisveitingarferli á Íslandi tæki það styttri tíma en á Írlandi og því hefði verið talið nægilegt að rannsaka sjávarbotninn hér við land sumarið fyrir lagningu sæstrengsins. Það hafi verið gert sumarið 2021. Sú rannsókn hefði hins vegar alfarið farið fram á vegum Farice án styrkveitingar fjarskiptasjóðs. Því væru gögn þeirrar rannsóknar hvorki eign sjóðsins né fyrirliggjandi hjá honum.</p> <p>Þá kom fram í erindi Farice að mikilvægt væri að gera greinarmun á botnrannsóknum annars vegar og leiðarvali sæstrengsins hins vegar. Hluti af niðurstöðum botnrannsókna væru upplýsingar um endanlega leið strengsins í sjó. Leiðin væri að jafnaði birt opinberlega og skráð í sjókort til að koma í veg fyrir að strengir yrðu slitnir í ógáti. Hins vegar væri það aðeins hnitsetning strengjanna, en ekki upplýsingar sem vörpuðu ljósi á sjávarbotninn á hverjum stað fyrir sig sem gætu varpað ljósi á hugsanlega veikleika strengsins.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að gögnum botnrannsóknar sem fjarskiptasjóður gerði samkomulag um að Farice ehf. annaðist í tengslum við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands. Synjun fjarskiptasjóðs er byggð á 9. gr. og 1. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Fram hefur komið í skýringum fjarskiptasjóðs og Farice að rannsókn á sjávarbotni í tilefni af lagningu sæstrengs milli Íslands og Írlands hafi verið tvískipt: annars vegar í efnahagslögsögu Írlands árið 2020 og hins vegar við Ísland árið eftir. Síðari rannsóknin hafi verið gerð án aðkomu fjarskiptasjóðs. Í samræmi við það liggja aðeins fyrir hjá fjarskiptasjóði botnrannsóknargögn úr rannsókninni árið 2020. Úrskurðarnefndin bendir kæranda á að Farice heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, og getur kærandi beint gagnabeiðni til félagsins um botnrannsóknargögn frá sumrinu 2021.</p> <p>Farice á og rekur tvo fjarskiptasæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Kærandi hefur sýnt því áhuga að leggja slíkan sæstreng til viðbótar þeim sem fyrir eru. Þótt það virðist óumdeilt í málinu er rétt að taka fram að þrátt fyrir áhuga kæranda og samskipti við stjórnvöld í tengslum við lagningu sæstrengs byggist réttur hans til gagna botnrannsóknarinnar á 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, en ekki á 14. gr. laganna um rétt til aðgangs að gögnum sem varða aðila sjálfan.</p> <p>Eitt af einkennum þeirrar reglu sem felst í 5. gr. upplýsingalaga er að allir njóta réttar til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðinu og skiptir ekki máli í því sambandi hvort sá sem upplýsinga óskar er íslenskur ríkisborgari eða heimilisfastur hér á landi. Ekki skiptir heldur máli hvort um einstakling eða lögaðila er að ræða, eða hvaða starfi sá gegnir sem upplýsinga óskar. Sá sem byggir rétt á ákvæðinu þarf ekki að sýna fram á hagsmuni af því að fá eða nota umbeðnar upplýsingar, eða að tiltaka ástæður fyrir beiðni sinni. Að því leyti er reglan ólík flestum öðrum reglum um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum. Í samræmi við framangreint er gert ráð fyrir því að ef aðgangur að gögnum er heimill skv. 5. gr. megi viðkomandi hagnýta sér upplýsingarnar á hvern þann hátt sem hann kýs, þ.m.t með því að birta þær opinberlega, að virtum almennum reglum.</p> <p>Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Í 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, sbr. 1. tölul. ákvæðisins.</p> <p>Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu.</p> <p>Þá segir um 1. tölul. ákvæðisins:</p> <blockquote> <p>Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir.</p> </blockquote> <p>Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt.</p> <p>Í málinu hefur verið lögð áhersla á að afhending gagnanna geti verið til þess fallin að hafa áhrif á rekstraröryggi sæstrengsins því þau innihaldi upplýsingar um gæði sjávarbotnsins á hverjum stað. Upplýsingarnar séu notaðar til að leggja mat á hvort og þá hve djúpt sé hægt að plægja strenginn niður á hverjum stað í því skyni að vernda hann; þær geti hins vegar að sama skapi varpað ljósi á þá staði þar sem strengurinn sé viðkvæmur fyrir, til að mynda á stöðum þar sem ekki er unnt að plægja strenginn niður í sjávarbotninn og strengurinn þannig ekki eins vel varinn. Slíkt geti ógnað öryggi íslenska ríkisins m.a. með tilliti til þess að skemmdarverk séu unnin á sæstrengnum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með fjarskiptasjóði með vísan til framangreinds að mikilvægir öryggishagsmunir íslenska ríkisins geti staðið til þess að leynd ríki um framangreind gögn. Er það einnig í samræmi við þær upplýsingar sem úrskurðarnefndin aflaði hjá Alþjóðlegri nefnd um vernd sæstrengja um að yfirleitt séu ekki veittar upplýsingar um nákvæma leið sæstrengja. Með hliðsjón af því að 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi að skýra tiltölulega rúmt og að réttur kæranda til aðgangs að gögnunum byggi á 5. gr. laganna telur nefndin að fjarskiptasjóði hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnum úr botnrannsókn sem gerð var í efnahagslögsögu Írlands árið 2020.</p> <p>Að fenginni þessari niðurstöðu er ekki þörf á að taka afstöðu til þess hvort 9. gr. eða 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir því að kæranda séu afhent umbeðin gögn.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun fjarskiptasjóðs, dags. 6. október 2021, að synja Sýn hf. um aðgang að gögnum úr botnrannsókn, er staðfest.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1085/2022. Úrskurður frá 12. júlí 2022 | Skatturinn synjaði kæranda um aðgang að gögnum vegna fundar Skattsins (þá Tollstjóra) með innflytjendum og tollmiðlurum í tengslum við áreiðanleikakannanir Skattsins til að kanna gæði gagna í innflutningi. Synjunin var byggð á þagnarskylduákvæði 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 9. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fól 188. gr. tollalaga í sér sérstaka þagnarskyldureglu að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Taldi nefndin að gögnin féllu undir þagnarskylduákvæði tollalaga. Ákvörðun Skattsins var því staðfest. | <p>Hinn 12. júlí 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1085/2022 í máli ÚNU 21090013.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 26. september 2021, kærði A lögmaður, f.h. Samtaka afurðarstöðva í mjólkuriðnaði (hér eftir einnig SAM), synjun Skattsins á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p>Með erindi til Skattsins, dags. 15. mars 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum vegna fundar Skattsins með innflytjendum og tollmiðlurum í tengslum við áreiðanleikakannanir Skattsins til að kanna gæði gagna í innflutningi. Hinn 23. mars 2021 var gagnabeiðni kæranda svarað og veittur aðgangur að glærukynningu Skattsins, „Mæling áreiðanleika tollskýrslna“, dags. 4.–5. febrúar 2020, sem notuð var á fundum innflytjenda og tollmiðlara hjá Skattinum. Fundirnir voru tíu samtals og fóru fram á tímabilinu 4.–17. febrúar 2020. Fram kom að glærukynningin hafi verið notuð á öllum fundum til að afmarka umræðuefni fundarins. Sérstök glæra um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar vegna hvers og eins fyrirtækis var ekki afhent þar sem embættið hefði ekki heimild til að dreifa slíkum upplýsingum, með vísan til þagnarskylduákvæðis 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005.</p> <p>Kærandi vildi ekki sætta sig við að sú glæra væri undanskilin aðgangi og ítrekaði upplýsingabeiðni sína með tölvupósti, dags. 23. apríl 2021, 6. maí og 16. júní 2021. Gagnabeiðni kæranda var svarað hinn 13. júlí 2021 og var kæranda afhent skýrslan „Mæling á villutíðni í tollskýrslum“ frá desember 2017. Í niðurstöðuköflum skýrslunnar höfðu tilteknar upplýsingar og nöfn tollmiðlara verið tekin út. Var jafnframt tekið fram í svari Skattsins að á fundi með tollmiðlurum hefðu tollmiðlarar eingöngu fengið upplýsingar um eigin árangur en ekki upplýsingar um frammistöðu annarra.</p> <p>Með erindi, dags. 19. júlí 2021, óskaði kærandi eftir nánari upplýsingum um hvers vegna tilteknar upplýsingar hefðu verið afmáðar. Þar sem gagnabeiðninni er laut að glærukynningunni hafði ekki verið svarað vísaði kærandi þeim hluta málsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Málið var fellt niður hjá nefndinni í kjölfar þess að Skatturinn svaraði erindi kæranda hinn 27. ágúst 2021.</p> <p>Í svari Skattsins, dags. 27. ágúst 2021, var gagnabeiðni kæranda hafnað. Þar kom fram að tollyfirvöld telji að líta beri á 1. mgr. 188. gr. tollalaga sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstaklinga og fyrirtækja og hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum sölu og vörureikninga. Þær upplýsingar sem um ræði séu að mati tollyfirvalda viðkvæmar og varði mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem um er fjallað, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Jafnframt komi þar fram viðkvæmar upplýsingar um villutíðni sem einar og sér, án frekari upplýsinga, t.d. um alvarleika villna, geti gefið ranga mynd af frammistöðu viðkomandi aðila.</p> <p>Gögn þessi hafi verið tekin saman í þeim tilgangi að bæta áreiðanleika upplýsinga við tollskýrslugerð í samræmi við langtímamarkmið tollyfirvalda að minnka villutíðni. Tilgangur áreiðanleikakönnunarinnar hafi ekki verið að klekkja á fyrirtækjum eða færa vopn í hendur samkeppnisaðila þeirra. Það sé mat tollyfirvalda að birting umdeildra upplýsinga geti mögulega skaðað samstarf tollyfirvalda við tollmiðlara og þannig hægt á þeirri vinnu að minnka villutíðni og bæta áreiðanleika í tollskýrslugerð. Hver tollmiðlari hafi aðeins fengið aðgang að upplýsingum varðandi sinn eigin árangur; ekki hafi verið veittar upplýsingar um frammistöðu annarra. Að mati tollyfirvalda sé það óeðlilegt að réttur kæranda til aðgangs að upplýsingum gangi lengra en réttur annarra tollmiðlara. Það sé enn fremur mat tollyfirvalda að óeðlilegt sé að veita upplýsingar sem varði viðskipti og villutíðni einstakra fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Ekkert sé því til fyrirstöðu að veita almennar upplýsingar um niðurstöður tollyfirvalda hvað varðar villutíðni í tollskýrslum, enda hafi það nú þegar verið gert, en óeðlilegt sé að veita upplýsingar varðandi viðskipti og árangur einstakra fyrirtækja sem skaðað geti stöðu þeirra á markaði.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 13. júlí 2021, hafi tollyfirvöld veitt kæranda aðgang að skjalinu „Mæling á villutíðni í tollskýrslum“ þar sem er að finna aðferðafræði og niðurstöður mælinga. Á blaðsíðu tíu í skjalinu sé að finna upplýsingar um hlutfall skýrslna gert af tollmiðlara með villu. Nöfn tollmiðlara hafi verið afmáð í því eintaki sem kærandi fékk afhent en eftir standi að hægt sé að nálgast ýmsar upplýsingar um verkefnið, t.d. hlutfall villutíðni og fjölda skýrslna sem lenti í úrtaki. Verði kæranda afhentar upplýsingar af glærum sem notaðar voru á fundum með tollmiðlurum, geti félagið borið saman upplýsingar á glærum og blaðsíðu tíu í skýrslu og m.a. reiknað út markaðshlutdeild tollmiðlara. Umræddar upplýsingar geti þar af leiðandi haft verulega rekstrarlega- og samkeppnislega þýðingu fyrir tollmiðlara.</p> <p>Að mati tollyfirvalda hafi verið gengið eins langt og heimilt sé í að uppfylla upplýsingaskyldu í máli þessu. Kærandi hafi nú þegar undir höndum allar upplýsingar um þá tölfræði sem farið var yfir með tollmiðlurum í tengslum við mælingar á villutíðni, þó án þess að hægt sé að tengja árangur og umfang viðskipta við einstök fyrirtæki. Slíkar upplýsingar varði mikilvæga viðskiptalega hagsmuni umræddra fyrirtækja að mati tollyfirvalda og sé beiðni um aðgengi að þeim því hafnað.</p> <p>Í kæru, dags. 26. september 2021, kemur fram að kærandi geti ekki fallist á röksemdir Skattsins og telji að félagið eigi rétt á aðgangi að umræddum gögnum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Kærandi telur afstöðu Skattsins, um að takmarka aðgang að hluta gagnanna, ekki eiga sér fullnægjandi stoð í lögum og byggja á rangri lagatúlkun. Að mati kæranda hvíli afdráttarlaus skylda skv. 5. gr. upplýsingalaga að veita aðgang að upplýsingunum, en um sé að ræða upplýsingar sem teknar voru saman fyrir alllöngu, og sýndu að tilteknir aðilar hafi ekki lagt fram tollskýrslur líkt og tollalög áskilja. Hvað varði skilning embættisins á öðrum ákvæðum en ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki hjá því komist að hafna þeim skilningi alfarið.</p> <p>Að mati kæranda standist það ekki nánari skoðun að halda því fram að þær niðurstöður sem fram komi í skýrslunni varði rekstrar- eða samkeppnisstöðu umræddra fyrirtækja, heldur snúist niðurstöðurnar einungis um hvort aðflutningsskýrslur hafi verið fylltar út í samræmi við tollalög. Með vísan til þessa beri almennt að hafna forsendum og niðurstöðu ákvörðunar skattsins um að synja um aðgang að glæru nr. 11 í glærukynningu og þeim hluta villutíðniskýrslu Skattsins sem hefur verið svertur og gerður óaðgengilegur.</p> <p>Kærandi telur ljóst að þær upplýsingar sem kunni að vera á glæru nr. 11, þ.e. upplýsingar um villutíðni, séu ekki þess eðlis að rétt sé að takmarka aðgang almennings að þeim, hvort sem er með vísan til 9. gr. upplýsingalaga eða fyrrgreindra ákvæða um þagnarskyldu. Þá verði ekki fallist á röksemdir Skattsins um að rétt sé að takmarka aðgang að upplýsingunum á grundvelli viðskiptahagsmuna fyrirtækjanna. Ljóst sé að fundur skattsins með tollmiðlurum varðandi könnun Skattsins á því hvort tollmiðlarar væru að flokka innfluttar vörur með réttum hætti, efni kynningarinnar og svar Skattsins bendi til þess að áreiðanleika tollskýrslna hafi verið ábótavant.</p> <p>Í málinu hafi grundvallarþýðingu að beiðni kæranda lúti ekki að einstökum viðskiptum umræddra aðila. Ekki sé óskað eftir afritum af reikningum, upplýsingum um magn innfluttra vara eða öðrum upplýsingum sem varða einstök viðskipti. Einungis sé óskað eftir upplýsingum um tölfræðivinnu Skattsins og hvaða aðilar hafi ekki fyllt út aðflutningsskýrslur í samræmi við tollalög. Almennt verði að telja að til staðar séu miklir samfélagslegir hagsmunir fyrir því að aðgangur sé veittur að gögnum er varða tolleftirlit og tollframkvæmd. Miklu skipti að tollskýrslur séu réttar og röng upplýsingagjöf við tollflokkun hafi mikinn þjóðfélagslegan kostnað í för með sér. Þannig sé um að ræða mikilvægar upplýsingar sem varði hagsmuni almennings, og sé raunar ekki útilokað að rétt sé að veita aukinn aðgang að þeim, sbr. 11. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Að mati kæranda sé ekki um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einstakra félaga að ræða og það sé að mati kæranda ekki rétt að leynt verði farið með upplýsingarnar. Slík takmörkun verði heldur ekki réttlætt í von um að vernda samstarf tollmiðlara og tollyfirvalda, en kærandi telur ljóst að engin lagastoð sé fyrir takmörkun á upplýsingarétti almennings á þessum grundvelli.</p> <p>Þessu til viðbótar mótmælir kærandi því sérstaklega að ákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga eða ákvæði X. kafla stjórnsýslulaga eigi við um gagnabeiðnina. Hvað varði ákvæði tollalaga um vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum telur kærandi ljóst að ákvæðið taki til upplýsinga um einstök viðskipti en ekki upplýsinga um tölfræði um útfyllingu tollskýrslna. Upplýsingar um að félag tollflokki með röngum hætti geti vart talist til viðskiptahagsmuna í þessum skilningi. Í öllu falli geti vart talist eðlilegt að slíkum upplýsingum sé haldið frá almenningi til þess að vernda „viðskiptahagsmuni“ fyrirtækis. Hvað varðar ákvæði 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga vísar kærandi til fyrri röksemda er lúta að 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá telur kærandi að viðskiptahagsmunir séu tæpast virkir, enda sé liðinn langur tími frá glærukynningunni og telja verði að hlutaðeigandi tollmiðlarar hafi haft fullt færi á að bæta úr tollflokkun sinni í kjölfar fundarins með Skattinum. Skiptir máli í því sambandi að á fundinum boðaði Skatturinn aðgerðir til að auka áreiðanleika tollskýrslna og var gert ráð fyrir umræðum milli Skattsins og tollmiðlara þar að lútandi.</p> <p>Kærandi vísar til fullyrðinga Skattsins um að tilgangur með fundi með tollmiðlurum hafi ekki verið að „klekkja á fyrirtækjum eða færa vopn í hendur samkeppnisaðila þeirra“. Að mati kæranda hafi sjónarmið af þessu tagi enga þýðingu og áréttar að gagnabeiðni félagsins sé á grundvelli upplýsingaréttar almennings. Félagið hafi ekki verið á fundunum og telji sig ekki vera samkeppnisaðila þeirra sem þangað voru boðaðir. Í því sambandi komi þessar röksemdir Skattsins spánskt fyrir sjónir og gefi til kynna að synjun gagnabeiðninnar byggist á fleiri sjónarmiðum en ákvæðum upplýsingalaga. Auk þessa sé því mótmælt að aðgangur að gögnum færi „vopnin í hendur samkeppnisaðila“ tollmiðlara. SAM séu samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði og vilji með beiðni um aðgang að gögnum einungis kanna hvort rétt sé staðið að tolleftirliti og tollaframkvæmd. Umrædd villutíðniskýrsla varði það hvort aðflutningsskýrslur séu rétt útfylltar almennt en ekki hvort að aðflutningsskýrslur tiltekinna vara, svo sem mjólkurvara, séu rétt útfylltar. Að mati kæranda hafi þau sjónarmið sem reifuð eru af hálfu Skattsins enga þýðingu og verður þeim ekki fundin stoð í ákvæðum upplýsingalaga eða í greinargerð með þeim lögum.</p> <p>Þá sé því jafnframt mótmælt að sú staðreynd, að hver tollmiðlari hafi einungis fengið aðgang að upplýsingum um sinn eigin árangur, geri það að verkum að óeðlilegt sé að veita kæranda aðgang að upplýsingunum sem um ræðir, eða að veiting slíkra upplýsinga hafi í för með sér að upplýsingaréttur kæranda gangi lengra en réttur annarra tollmiðlara. Að mati kæranda sé engin stoð fyrir þessari afstöðu enda byggi félagið upplýsingarétt sinn á ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sem gilda jafnt um alla, eðli málsins samkvæmt. Raunar sé ekki heldur útilokað að aðrir tollmiðlarar eigi sama upplýsingarétt á grundvelli laganna.</p> <p>Af röksemdum Skattsins megi ráða að tollyfirvöld virðist líta svo á að SAM sé samkeppnisaðili umræddra tollmiðlara, eða að félagið óski eftir gögnum sem einhvers konar aðili máls. Í því ljósi árétti kærandi að um sé að ræða gagnabeiðni á grundvelli upplýsingaréttar almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga. Ljóst megi vera að samkeppni hafi þar enga þýðingu enda varði málið ekki virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni, heldur það hvort aðflutningsskýrslur séu rétt útfylltar þegar þær eru lagðar fram hjá tollyfirvöldum.</p> <p>Kærandi telur sig jafnframt eiga rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem hafa verið afmáðar úr villutíðniskýrslunni sem félagið fékk afhenta frá Skattinum 13. júlí 2021. Byggir kærandi á sömu röksemdum og þegar hafi komið fram. Því sé jafnframt mótmælt að umræddar upplýsingar teljist til virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna tollmiðlaranna, eða að upplýsingarnar geti haft verulega rekstrarlega- og samkeppnislega þýðingu fyrir tollmiðlara, enda séu upplýsingarnar frá árinu 2017. Hafi nokkrir slíkir hagsmunir verið fyrir hendi, þá séu þeir liðnir undir lok.</p> <p>Kæran var kynnt Skattinum með erindi, dags. 27. september 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Skatturinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með erindi, dags. 11. október 2021, afhenti Skatturinn úrskurðarnefndinni umbeðin gögn en vísaði að öðru leyti til fyrra bréfs tollyfirvalda, dags. 27. ágúst 2021, þar sem beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum var hafnað. Þá áréttaði Skatturinn að rökstuðningur í því bréfi ætti jafnt við um faldar upplýsingar í glærukynningum sem og í skýrslunni „Mælingar á villutíðni í tollskýrslum.“</p> <p>Með bréfi, dags. 12. október 2021, var kærandi upplýstur um svar embættisins og boðið að koma á framfæri frekari athugasemdum. Kærandi óskaði ekki eftir því að skila inn frekari athugasemdum í ljósi þess að Skatturinn skilaði ekki sérstakri umsögn.</p> <p>Með bréfum, dags. 8. júní 2022, var óskað eftir afstöðu þeirra fyrirtækja sem umbeðnar upplýsingar í málinu varða til afhendingar upplýsinganna. Sama dag sendi nefndin erindi til Skattsins með ósk um nánari upplýsingar. Svör bárust frá tveimur fyrirtækjum. Í báðum tilvikum var lagst gegn afhendingu gagnanna. Svar barst frá Skattinum hinn 16. júní 2022. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að annars vegar tilteknum hluta glærukynningarinnar „Mæling áreiðanleika tollskýrslna“ af fundi Skattsins með forsvarsmönnum tollmiðlara 4.–5. febrúar 2020 og hins vegar upplýsingum úr skýrslu Skattsins (þá Tollstjóra) frá í desember 2017 sem ber heitið „Mæling á villutíðni í tollskýrslum“. Skatturinn telur að gögnin séu háð sérstakri þagnarskyldu skv. 1. mgr. 188. gr. tollalaga nr. 88/2005, sbr. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, en einnig að gögnin séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p>Í 1. mgr. 188. gr. tollalaga segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>Starfsmenn tollyfirvalda eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig tekur þagnarskylda til upplýsinga er varða starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum tollyfirvalda eða eðli máls.</p> </blockquote> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál felur ákvæðið í sér sérstaka þagnarskyldureglu að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig gildi sérstök þagnarskylda um upplýsingar sem varði starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn. Hefur þetta verið staðfest í eldri úrskurðum úrskurðarnefndarinnar, m.a. nr. 922/2020, 623/2016 og 617/2016.</p> <p>Þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að og afhent hafa verið úrskurðarnefndinni eru eftirfarandi:</p> <ol> <li>Upplýsingar úr skýrslunni „Mælingar á villutíðni í tollskýrslum“, sem unnin var af Skattinum (þá Tollstjóra) árið 2017. <ul> <li>Listi yfir 17 tollmiðlara í töflu á bls. 10 hefur verið afmáður. Taflan inniheldur upplýsingar um villutíðni tollmiðlara, þ.e. hve hátt hlutfall tollskýrslna hvers miðlara inniheldur villu. Kærandi hefur undir höndum hinar tölulegu upplýsingar í töflunni en ekki listann yfir miðlarana.</li> <li>Athugasemdir um nánar tiltekna tollmiðlara á bls. 5 og 9 hafa verið afmáðar.</li> </ul> </li> <li>Glæra nr. 11 í glærukynningunni „Mæling áreiðanleika tollskýrslna“ sem notast var við á fundum með níu nánar tilgreindum leyfishöfum tollmiðlunar, sbr. 48. gr. tollalaga, dagana 4. og 5. febrúar 2020, var afmáð. <ul> <li>Á glærunni er að finna niðurstöðu áreiðanleikagreiningar Skattsins á villutíðni tollskýrslna sem berast frá viðkomandi tollmiðlara. Glæran sýnir einungis niðurstöðu Skattsins um þann miðlara sem var á fundinum, ekki niðurstöður um aðra tollmiðlara.</li> <li>Upplýsingarnar eru hinar sömu og koma fram samandregnar í töflu á bls. 10 í skýrslunni frá 2017.</li> </ul> </li> </ol> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið framangreind gögn með hliðsjón af því hvort unnt sé að fella þær upplýsingar sem þar koma fram undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga. Það er mat nefndarinnar að upplýsingarnar varði vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir en slíkar upplýsingar falla undir fyrrnefnt ákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga. Því er óhjákvæmilegt að staðfesta synjun Skattsins í málinu.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Skattsins, dags. 27. ágúst 2021, að synja A lögmanni, f.h. Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, um aðgang að gögnum er staðfest.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1084/2022. Úrskurður frá 21. júní 2022 | Kærðar voru tafir á afgreiðslu beiðna kæranda um viðbrögð Garðabæjar við nánar tilgreindum úrskurðum Persónuverndar og spurningum sem kærandi beindi til sveitarfélagsins í tengslum við þá. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að af upplýsingalögum yrði ekki leidd skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda, með vísan til þess hvernig hlutverk nefndarinnar væri afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga. Var því kærunum vísað frá úrskurðarnefndinni. | <p>Hinn 21. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1084/2022 í máli ÚNU 22040009 og 22040014.</p> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindum, dags. 16. apríl og 27. apríl 2022, kærði A töf Garðabæjar á afgreiðslu erinda sinna til sveitarfélagsins.</p> <p>Með erindi til bæjarstjóra Garðabæjar, dags. 23. mars 2022, óskaði kærandi eftir:</p> <ol> <li>Viðbrögðum bæjarstjóra við úrskurðum Persónuverndar í tveimur málum. <ul> <li>Kærandi hafði kvartað til stofnunarinnar vegna háttsemi Garðabæjar og Garðaskóla. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að háttsemin hefði ekki verið í samræmi við persónuverndarlöggjöf.</li> </ul> </li> <li>Upplýsingum um hvað sveitarfélagið hefði gert til að koma í veg fyrir að slíkt gerðist í framtíðinni.</li> <li>Upplýsingum um áhrif ítrekaðra lögbrota starfsmanna sem B, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, væri ábyrgur fyrir á það svið sem B bæri ábyrgð á, ásamt upplýsingum um hvaða áhrif lögbrotin hefðu haft á störf og starfsframa B.</li> <li>Afriti af afsökunarbeiðnum sem Garðabær teldi sig hafa sent kæranda; kærandi kannaðist ekki við að hafa tekið á móti slíkum afsökunarbeiðnum.</li> </ol> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 20. apríl 2022.</p> <p>Hinn 20. apríl 2022 sendi kærandi erindi til Garðabæjar í tilefni af því að þriðji úrskurður Persónuverndar lægi nú fyrir, þar sem niðurstaðan væri sú að vinnsla ráðgjafarfyrirtækis, sem hefði verið Garðaskóla til aðstoðar í máli dóttur kæranda, hefði ekki verið í samræmi við persónuverndarlöggjöf. Var óskað eftir viðbrögðum bæjarstjóra Garðabæjar ásamt upplýsingum um sömu atriði og fram koma í töluliðum 2 og 3 að framan.</p> <p>Þá óskaði kærandi í erindinu eftir upplýsingum um:</p> <ol> <li>Hvaða áhrif úrskurðurinn kæmi til með að hafa á samvinnu Garðabæjar við ráðgjafarfyrirtækið í framtíðinni.</li> <li>Hvernig það samræmdist stefnu Garðabæjar að bæjarstjóri teldi starfsmenn sem brytu lög hafa unnið að málinu af fagmennsku, kostgæfni og heilindum.</li> <li>Hvaða áhrif það hefði þegar markmiði Garðabæjar um persónuvernd væri ekki fylgt eftir.</li> </ol> <p>Þar sem erindinu hefði ekki verið svarað vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 27. apríl.</p> <p>Í erindi Garðabæjar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 29. apríl 2022, kom fram að engin gögn lægju fyrir hjá sveitarfélaginu sem svöruðu beiðni kæranda í 3. tölulið fyrri beiðni hans. Að því er varðaði afsökunarbeiðnir, sbr. 4. tölulið sömu beiðni, hefði kærandi fengið þær munnlega. Að öðru leyti vörðuðu spurningar kæranda í erindum hans ekki aðgang að gögnum heldur væru krafa um viðbrögð eða afstöðu bæjarstjóra til tiltekinna atriða. Síðara erindi kæranda var svarað hinn 2. maí 2022.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir viðbrögðum Garðabæjar við nánar tilgreindum úrskurðum Persónuverndar og beint spurningum til sveitarfélagsins í tengslum við þá.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera „synjun beiðni um aðgang að gögnum“ samkvæmt upplýsingalögum undir nefndina sem úrskurðar um ágreininginn. Þá er kveðið á um það í ákvæðinu að hið sama gildi um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Úrskurðarnefndin hefur í störfum sínum lagt til grundvallar að skýra verði kæruheimild 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og þá einkum hugtakið „synjun“ sem þar kemur fram, í samræmi við önnur ákvæði laganna sem fjalla um viðbrögð stjórnvalda við beiðnum um upplýsingar.</p> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. gr. laganna, berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem geyma umbeðnar upplýsingar.</p> <p>Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda. Þrátt fyrir að ekki sé útilokað að stjórnvöldum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir nein gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir þá er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í skýringum Garðabæjar hefur komið fram að varðandi tölulið 3 í fyrirspurn kæranda frá 23. mars, sem ítrekuð var 20. apríl, liggi ekki fyrir nein gögn í vörslum sveitarfélagsins. Að því er varði beiðni kæranda um aðgang að afsökunarbeiðnum frá sveitarfélaginu hafi þær verið bornar fram munnlega. Að öðru leyti hefur Garðabær staðfest að ekki liggi fyrir nein gögn í vörslum sveitarfélagsins sem varði fyrirspurnir kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga framangreindar staðhæfingar sveitarfélagsins í efa.</p> <p>Samkvæmt framangreindri umfjöllun um 20. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. gr. sömu laga, er ekki unnt að líta svo á að kæranda hafi verið synjað um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga. Því er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kærum A, dags. 16. apríl og 27. apríl 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1083/2022. Úrskurður frá 21. júní 2022 | Isavia ohf. synjaði kæranda um aðgang að viðskiptaáætlun og tilboðsblaði tiltekins félags vegna samkeppni Isavia frá 2014 sem bar heitið „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“. Kærandi var meðal þeirra sem tók þátt í samkeppninni. Synjunin byggðist aðallega á 9. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þess félags sem upplýsingarnar vörðuðu, auk þess sem þær hefðu verið veittar í trúnaði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi upplýsingarnar ekki varða hagsmuni félagsins með þeim hætti að til greina kæmi að synja um aðgang að þeim. Þá áréttaði nefndin að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga gæti ekki heitið þeim trúnaði sem veitti honum upplýsingar og takmarkað með því aðgang almennings að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í víðtækari mæli en leiðir af 6.–10. gr. upplýsingalaga. Var Isavia því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <p>Hinn 21. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1083/2022 í máli ÚNU 21090007.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 13. september 2021, kærði A lögmaður, f.h. Drífu ehf., synjun Isavia ohf. um aðgang að gögnum um útboð á aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.</p> <p>Forsaga málsins er rakin í kæru. Isavia hélt árið 2014 ferli (ýmist nefnt útboð, forval eða samkeppni) til þess að afla tilboða í rekstur verslana með tollfrjálsrar vörur á flugvallarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Með ferlinu bauð Isavia út leigu (eða greiðslu fyrir sérleyfi) á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði flugstöðvarinnar. Kærandi tók þátt og átti hæsta tilboðið í rekstur verslunar með útivistarfatnað og minjagripi, en var hafnað. Isavia tók þess í stað tilboði Miðnesheiðar ehf.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 4. ágúst 2021, óskaði kærandi eftir ljósritum af gögnum er vörðuðu alla þá samninga, m.a. viðauka og/eða breytingar á samningum, sem Isavia hefur gert um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá og með árinu 2014 til þess dags. Meðal annars var óskað eftir samningum sem gerðir höfðu verið við félögin Miðnesheiði ehf., Sjóklæðagerðina hf. og Rammagerðina ehf., þar sem gagnaðili Isavia hefur tekið breytingum síðan upphaflegur samningur var gerður í kjölfar útboðsins. Þá var einnig óskað eftir tilboði Miðnesheiðar ehf. í útboðsferli Isavia, „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“, sem hófst árið 2014, ásamt öllum fylgigögnum með tilboðinu.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 11. ágúst 2021, upplýsti Isavia kæranda um að félagið hefði óskað eftir afstöðu þeirra aðila til beiðninnar sem umræddar upplýsingar vörðuðu. Hinn 13. ágúst 2021 sendi Isavia umbeðin gögn með tölvupósti. Í samræmi við athugasemdir Sjóklæðagerðarinnar hf. og Rammagerðarinnar ehf. hefði Isavia ákveðið á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að fjarlægja viðskiptaáætlun úr þeim gögnum sem veittur væri aðgangur að, sem og persónugreinanlegar upplýsingar starfsmanna umræddra aðila.</p> <p>Meðal þess sem ekki var afhent var tilboðsblað Miðnesheiðar ehf. og kærandi ítrekaði ósk sína um aðgang að því. Viku síðar, 20. ágúst 2021, sendi Isavia umbeðið skjal en strikað hafði verið yfir upplýsingar sem þar komu fram með vísan til þess að ákvörðunin byggði á afstöðu eiganda upplýsinganna, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 20. ágúst 2021, var óskað eftir því við Isavia að félagið endurskoðaði ákvörðun sína um synjun um aðgang að upplýsingunum, m.a. með hliðsjón af aldri upplýsinganna, að upplýsingarnar kæmu óbeint fram í samningunum sem þegar höfðu verið afhentir og að félagið Miðnesheiði ehf. væri ekki lengur til og hefði því ekki hagsmuna að gæta. Isavia var auk þess bent á úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 579/2015 í máli vegna kæru Kaffitárs. Í því máli hefði úrskurðarnefndin leyst úr mjög sambærilegu álitaefni. Engu að síður staðfesti Isavia synjun sína um aðgang kæranda með tölvupósti, dags. 27. ágúst 2021. Rökstuðningur félagsins var svohljóðandi:</p> <blockquote> <p>Í ákvörðun Isavia ohf. um yfirstrikanir í umbeðnum og afhentum gögnum felst það mat félagsins að yfirstrikaðar og fjarlægðar upplýsingar hafi að geyma mikilvæga og virka hagsmuni þriðja aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá voru umræddar upplýsingar lagðar fram af þriðja aðila sem trúnaðarupplýsingar en til slíkra upplýsinga teljast m.a. upplýsingar um rekstur, einingaverð, fjárhagsmálefni og viðskipti.</p> <p>Isavia ohf. óskaði eftir afstöðu umræddra þriðju aðila til afhendingar upplýsinganna sem lögðust báðir gegn því að upplýsingar yrðu afhentar þar sem um væri að ræða, að þeirra mati, fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem ekki skyldu afhentir samkeppnisaðila.</p> <p>Isavia lagði mat hagsmunaaðilanna m.a. til grundvallar sjálfstæðri ákvörðun félagins um að yfirstrika og fjarlægja ákveðnar upplýsingar í umbeðnum gögnum áður en þau voru afhent.</p> </blockquote> <p>Með tölvupósti, dags. 25. ágúst 2021, sendi kærandi aðra beiðni til Isavia um aðgang að gögnum úr ferlinu frá árinu 2014. Nánar tiltekið var óskað eftir ljósritum af gögnum sem vörðuðu allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði ehf., eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi, vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (einnig kallaðar „leigugreiðslur“ fyrir verslunarrými) frá og með árinu 2010 til þess dags. Óskað var eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. greiðslur fyrir hvert ár fyrir sig. Þá var óskað eftir því að greiðslur yrðu sundurliðaðar eftir verslunum; þar sem sami aðili hefði rekið tvær verslanir í flugstöðinni síðustu ár var óskað eftir því að fram kæmi hvað greitt hefði verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig. Tekið var fram að beiðnin tengdist fyrri beiðni sama aðila frá 4. ágúst 2021 og varðaði greiðslur sem greiddar höfðu verið á grundvelli þeirra samninga sem beðið var um í þeirri beiðni.</p> <p>Isavia hafnaði aðgangi að gögnunum með tölvupósti, dags. 1. september 2021, með vísan til þess að félagið teldi umbeðnar upplýsingar innihalda mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem félaginu væri ekki skylt að geyma bókhaldsgögn í svo langan tíma, en umbeðið greiðslutímabil spannaði hátt í ellefu ár. Þá hefðu nefndir þriðju aðilar lagst gegn því að upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra yrðu afhentir samkeppnisaðila.</p> <p>Í kæru krefst kærandi aðgangs að eftirfarandi upplýsingum og gögnum um ferli Isavia ohf. sem hófst árið 2014 og nefndist „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“:</p> <ol> <li>Viðskiptaáætlun sem var hluti af fjárhagslegu tilboði Miðnesheiðar ehf., án útstrikana.</li> <li>Tilboðsblaði Miðnesheiðar ehf., án útstrikana.</li> <li>Öllum greiðslum sem Isavia ohf. hefur fengið frá Miðnesheiði ehf. (eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi) vegna sérleyfa (leigugreiðslna) um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá og með árinu 2010 til 25. ágúst 2021. Óskað er eftir því að greiðslur séu sundurliðaðar eftir árum, þ.e. greiðslur fyrir hvert ár fyrir sig. Þá er óskað eftir því að greiðslur séu sundurliðaðar eftir verslunum; þar sem sami aðili hefur rekið tvær verslanir í flugstöðinni síðustu ár er óskað eftir því að fram komi hvað greitt hafi verið fyrir leyfi til að reka hvora verslun fyrir sig.</li> </ol> <p>Kærandi vísar til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðnings beiðnum um aðgang að gögnum í útboðsferli Isavia ohf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi 14. gr. þegar hann fari fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þar á meðal gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Að öðru leyti, þ.e. eftir það tímamark, fari um upplýsingarétt bjóðanda samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014 og 570/2015. Úrskurðarnefndin hafi þegar tekið afstöðu til þessara álitaefna vegna innkaupaferlisins sem um ræðir. Nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að þátttakandi í umræddu forvali (útboði) njóti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 579/2015.</p> <p>Kærandi telur ljóst að hagsmunir umræddra þriðju aðila vegi ekki þyngra en hagsmunir kæranda að fá aðgang að gögnunum, en samkvæmt undanþáguákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Að því er varðar umfjöllun og sjónarmið um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni annarra þátttakenda í útboðinu hafi úrskurðarnefndin þegar leyst úr því álitaefni í máli nr. 579/2015 í máli Kaffitárs. Úrskurðurinn fjalli þar um sama útboðsferli og því eigi algerlega sömu sjónarmið við og í því máli. Af rökstuðningi úrskurðarnefndarinnar í fyrrnefndum úrskurði sé ljóst að Isavia ohf. hafi verið óheimilt að undanskilja upplýsingar í tilboðsblaði Miðnesheiðar ehf. með þeim hætti sem gert var í skjalinu sem Isavia sendi hinn 20. ágúst 2021. Auk þess séu upplýsingarnar orðnar enn eldri nú og félaginu Miðnesheiði ehf. hafi verið slitið árið 2019 og því ljóst að hagsmunir félagsins séu einfaldlega ekki til staðar. Þá hafi Isavia ekki rökstutt að hvaða leyti afhending gagnanna myndi leiða til tjóns fyrir þriðju aðila sem gögnin varða. Auk þess séu hagsmunirnir ekki virkir, sbr. orðalag 9. gr. upplýsingalaga, þar sem Miðnesheiði ehf. hafi verið slitið í október árið 2019.</p> <p>Kærandi hafnar því sjónarmiði Isavia til stuðnings synjun að umbeðnar upplýsingar hafi verið lagðar fram af þriðja aðila sem trúnaðarupplýsingar. Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum sé lögbundinn og hann verði ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. laganna.</p> <p>Að lokum leggur kærandi ríka áherslu á að umbeðnar upplýsingar varði ráðstöfun takmarkaðra, opinberra gæða. Með útboðinu hafi Isavia, sem er í 100% eigu ríkisins, boðið út leigu á (sérleyfi fyrir) rekstri í húsnæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Slík aðstaða sé gríðarlega verðmæt. Kærandi hafi verið meðal þeirra sem gerði tilboð en tilboði Miðnesheiðar ehf. var tekið í stað kæranda. Umbeðnar upplýsingar séu forsenda þess að kæranda sé gert fært að átta sig á því hvernig staðið var að mati tilboða í útboðinu og þar með fullvissað sig um að jafnræði allra þátttakenda hafi verið virt. Líkt og Isavia hafi bent á sé verslunar- og veitingarými í flugstöðinni meðal eftirsóttustu gæða á Íslandi og Isavia úthlutar þessum gæðum fyrir hönd íslenska ríkisins.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 14. september 2021, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að félagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni hinn 28. september 2021. Í henni kemur fram að ákvörðun félagsins að synja kæranda að hluta til um aðgang að gögnum byggist á því mati félagsins að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðja aðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Isavia hafi leitað eftir afstöðu umræddra þriðju aðila, Sjóklæðagerðarinnar ehf. og Rammagerðarinnar ehf. (áður Miðnesheiði ehf.) til afhendingar upplýsinganna, sem hafi lagst gegn því með afgerandi hætti að umræddar upplýsingar yrðu afhentar kæranda enda um að ræða, að þeirra mati, fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem ekki skyldu afhentir samkeppnisaðila. Hafi Isavia lagt mat þeirra sem hagsmunaaðila m.a. til grundvallar sjálfstæðri ákvörðun félagsins að synja um afhendingu eða yfirstrika og fjarlægja ákveðnar upplýsingar úr umbeðnum gögnum áður en þau voru afhent kæranda.</p> <p>Nánar tiltekið byggir Isavia ákvörðun sína um að yfirstrika og fjarlægja hluta upplýsinga úr gögnum sem afhent voru kæranda, sbr. kröfuliði 1 og 2 í kæru, á því að umræddar upplýsingar hafi m.a. að geyma viðskiptaáætlanir og viðkvæmar upplýsingar um tekjur og ýmsa kostnaðarliði vegna fyrirhugaðs rekstrar verslunar í flugstöðinni. Hafi slíkar áætlanir áður að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál talist viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu og verið undanskildar upplýsingarétti samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar nr. 709/2017.</p> <p>Þá hafi umræddar upplýsingar verið veittar Isavia sem trúnaðarupplýsingar í tengslum við útboð sem Isavia efndi til árið 2014 á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði flugstöðvarinnar í Keflavík. Með vísan til þess og til skýringar á því hvað geti talist trúnaðarupplýsingar telur Isavia að líta skuli til löggjafar um opinber innkaup en viðskiptasamband Isavia við umrædda hagsmunaaðila og eigendur upplýsinganna sem um ræðir, Sjóklæðagerðina ehf. og Rammagerðina ehf. (áður Miðnesheiði ehf.) byggi á því útboði. Í 42. gr. reglugerðar um innkaup aðila er annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu nr. 340/2017 (veitureglugerð), sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, sé beinlíns kveðið á um að kaupanda, í þessu tilviki Isavia, sé óheimilt að láta af hendi viðkvæmar upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Þar komi einnig fram að til viðkvæmra upplýsinga, sem fara skuli með sem trúnaðarupplýsingar, geti talist upplýsingar um rekstur, sértækar tæknilausnir, einingarverð, fjárhagsmálefni og viðskipti og aðrar þær upplýsingar sem skaðað geta hagsmuni fyrirtækisins ef aðgangur er veittur að þeim. Ákvæðið hafi komið fyrst inn í löggjöf um opinber innkaup með lögum nr. 120/2016.</p> <p>Hvað varðar synjun Isavia á aðgangi að gögnum, sbr. kröfulið 3 í kæru, þá byggir félagið á því að í umbeðnum gögnum sé að finna mikilvægar og viðkvæmar upplýsingar um rekstur og kostnað þriðja aðila enda séu leigugreiðslur þær sem beiðnin nær til veltutengdar og lesa megi úr hverjum reikningi hlutfall af mánaðarlegri veltu aðila. Um sé að ræða virka viðskiptahagsmuni aðila enda reikningar sem gefnir eru út á grundvelli gildandi samningssambands Isavia og umræddra aðila.</p> <p>Þá sé um að ræða afar umfangsmikla beiðni sem nái allt að tólf ár aftur í tímann en Isavia beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn í svo langan tíma. Upplýsingar um umbeðnar greiðslur séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, heldur að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Ekki sé því um að ræða fyrirliggjandi gögn sem hægt væri að afhenda án fyrirhafnar en upplýsingalögin leggi ekki þá kvöð á stjórnvöld eða opinbera aðila sem undir lögin falla að búa til eða taka saman ný gögn eða yfirlit, heldur nái aðeins til gagna sem eru til og liggja fyrir á þeim tímapunkti sem beiðni um aðgang er sett fram.</p> <p>Loks vísar Isavia til þess að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni.</p> <p>Umsögn Isavia fylgdu þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Sökum þeirrar afstöðu Isavia að upplýsingar um greiðslur til Isavia teldust ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins, var úrskurðarnefndinni í dæmaskyni aðeins afhentur einn reikningur gefinn út á Miðnesheiði ehf. frá því í mars 2019.</p> <p>Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 20. október 2021, er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 579/2015, þar sem niðurstaða nefndarinnar hafi verið sú að kærandi í málinu ætti rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem fram komu í fjárhagslegum hluta tillögu annarra þátttakenda í þeim flokki samkeppninnar sem kærandi tók þátt í, þar á meðal upplýsingum um rekstraráætlanir þátttakenda til framtíðar og tilboð þeirra um leigugreiðslur til Isavia. Hafi nefndin byggt á því að kærandi hefði ríka hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingunum sem vörðuðu á verulegan hátt ráðstöfun opinberra gæða sem hann sjálfur sóttist eftir. Þær fjárhagslegu upplýsingar sem varði þetta mál séu af sama toga og í framangreindu máli. Úrskurður nr. 709/2017 hafi ekki þýðingu fyrir þetta mál þar sem kærandi í því máli hafi byggt rétt til aðgangs á 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, en ekki 14. gr. um upplýsingarétt aðila sjálfs.</p> <p>Kærandi minnir á að upplýsingarnar séu sjö ára gamlar. Þá sé Miðnesheiði ehf. ekki lengur til og hafi því ekki lengur hagsmuni af leynd. Gögnin, og þar með hagsmunirnir tengist tilboði Miðnesheiðar ehf. í útboðsferli. Þeir hagsmunir framseljist ekki til annarra félaga.</p> <p>Að því er varði þriðju og síðustu kröfuna sé ljóst að um sé að ræða beiðni um aðgang að upplýsingum um leigugreiðslur sem óheimilt sé að takmarka aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir að réttur yrði reistur á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 709/2017, enda sé um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í umsögninni vísi Isavia til þess að upplýsingarnar séu umfangsmiklar og ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda sé þær að finna á mismunandi stöðum í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknar saman. Kærandi mótmælir þessu sjónarmiði og telur að gögnin séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr., enda óumdeilt að gögnin séu til hjá Isavia og hafi legið fyrir þegar beiðnin var sett fram. Gögnin varði öll sama mál og ættu að vera vistuð á sama stað, undir sama bókhaldslykli eða þess háttar.</p> <p>Kærandi telur það ekki samrýmast 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að stjórnvald geti vísað til þess að gögn hafi ekki verið tekin saman ef þau eru engu að síður öll á sama stað. Í slíkri beiðni felist ekki krafa um að stjórnvaldið útbúi eða taki saman ný gögn eða yfirlit. Að taka saman gögn í skilningi laganna vísi til annars konar samantektar en að prenta út alla reikninga sem tengjast tilteknum viðskiptamanni og/eða samningi. Allir reikningar vegna tiltekins samnings teljist gögn í tilteknu máli. Verði hér meðal annars að túlka ákvæðið í samræmi við tilgang laganna og efni upplýsinganna, en þær sýni fram á ráðstöfun opinberra hagsmuna.</p> <p>Þá vísi Isavia til þess að umbeðin gögn nái tólf ár aftur í tímann og félaginu beri ekki skylda til að geyma bókhaldsgögn svo lengi. Samkvæmt 19. og 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994, beri bókhaldsskyldum aðilum að varðveita gögn á tryggan og öruggan hátt í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Kærandi fer ennþá fram á að Isavia veiti aðgang að umbeðnum upplýsingum sem raktar eru í kröfulið þrjú, að minnsta kosti þeim sem liggi fyrir á grundvelli lagaskyldu. Hafi Isavia geymt upplýsingar um umbeðnar greiðslur umfram þann tíma sem áskilinn er í lögum beri félaginu að veita kæranda aðgang að þeim. Séu gögnin fyrirliggjandi þá nægi það eitt og skipti þá engu þótt ekki hafi verið skylt að geyma gögnin svo lengi.</p> <p>Kærandi hafnar því að veiting aðgangs að umbeðnum upplýsingum gæti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti raskað samkeppni. Þá telur kærandi að trúnaðarskylda samkvæmt 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, sbr. 42. gr. reglugerðar nr. 340/2017, standi ekki í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum, enda segi beinlínis í athugasemdum um 17. gr. í frumvarpi til laga um opinber innkaup að ákvæðið hafi ekki áhrif á skyldu aðila til að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í því felist m.a. að kaupanda beri að upplýsa um heildartilboðsfjárhæð og samningsfjárhæð vegna innkaupa. Þá segir að allar takmarkanir á almennum upplýsingarétti beri að túlka þröngt enda mikilvægt að gagnsæis sé gætt í opinberum innkaupum.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Kærandi krefst í málinu í fyrsta lagi aðgangs að gögnum í tengslum við samkeppni sem Isavia ohf. efndi til árið 2014 til þess að bjóða út leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Óumdeilt er að kærandi hafi verið meðal þeirra sem skilaði inn tillögu um rekstur verslunar með útivistarfatnað og minjagripi og að Isavia hafi gengið til samninga við Miðnesheiði ehf. um reksturinn. Þau gögn sem kærandi óskaði eftir með tölvupósti, dags. 4. ágúst 2021, en var synjað um aðgang að eru viðskiptaáætlun sem var hluti af fjárhagslegu tilboði Miðnesheiðar í samkeppninni, auk tilboðsblaðs sama félags.</p> <p>Í öðru lagi óskaði kærandi eftir gögnum með tölvupósti, dags. 25. ágúst 2021, um allar greiðslur sem Isavia hefur fengið frá Miðnesheiði eða félögum sem tóku við réttindum og skyldum af því félagi vegna sérleyfa um verslun með útivistarfatnað og minjagripi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar frá árinu 2010 fram til 25. ágúst 2021. Óskað var eftir sundurliðun greiðslna eftir árum og eftir verslunum.</p> <p>Í úrskurði þessum verður aðeins tekin afstaða til fyrrnefndu gagnabeiðninnar og mun úrskurðarnefndin fjalla um síðari beiðnina í sérstökum úrskurði.</p> <p>Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til stuðnings beiðni hans um aðgang að gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þar á meðal gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Eftir það tímamark fari um upplýsingarétt bjóðanda samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkeppni sú sem mál þetta tekur til var ekki hefðbundið útboð, enda leitaði Isavia ekki skriflegra tilboða í verk, vöru eða þjónustu sem fyrirtækið ætlaði sér að kaupa heldur kom það sjálft fram sem leigusali verslunarrýmis. Engu að síður leiða sömu rök til þess að kærandi, sem þátttakandi í umræddri samkeppni, njóti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum eins og þátttakendur í hefðbundnum útboðum. Óumdeilt er að framangreind gögn voru útbúin áður en gerðir voru leigusamningar við tiltekin fyrirtæki á grundvelli samkeppninnar. Í ljósi þessa verður réttur kæranda til aðgangs að gögnunum reistur á 14. gr. upplýsingalaga, en sá réttur er rýmri en samkvæmt 5. gr. sömu laga.</p> <h3>2.</h3> <p>Synjun Isavia á beiðni kæranda um aðgang að viðskiptaáætlun og tilboðsblaði Miðnesheiðar var byggð á 9. gr. upplýsingalaga, en þar að auki voru persónugreinanlegar upplýsingar starfsmanna afmáðar. Af hálfu Isavia kom fram að upplýsingar sem ekki væru afhentar vörðuðu mikilvæga og virka hagsmuni þriðju aðila, auk þess sem þær hefðu verið veittar í trúnaði. Að auki hefðu þeir aðilar lagst gegn afhendingu upplýsinganna. Í samræmi við framangreinda niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fari samkvæmt 14. gr. telur nefndin að synjun Isavia hafi átt að byggjast á 3. mgr. 14. gr. í stað 9. gr. laganna.</p> <p>Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að kjarni þessa ákvæðis felist í því að vega og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.</p> <p>Sé litið til 9. gr. upplýsingalaga er samkvæmt greininni óheimilt að veita aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Við beitingu ákvæðisins gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.</p> <p>Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.</p> <p>Isavia leitaði afstöðu Sjóklæðagerðarinnar hf. og Rammagerðarinnar ehf. til afhendingar gagnanna. Miðnesheiði ehf. var slitið árið 2019 og tók Rammagerðin þá við öllum rekstri, eignum, skuldum, réttindum og skyldum Miðnesheiðar frá þeim tíma. Rammagerðin er í eigu félagsins Gerði ehf. (áður Rammagerðin Holding ehf.), en það félag var stofnað árið 2016 út úr Sjóklæðagerðinni hf., sem fram að því var móðurfélag Miðnesheiðar og Rammagerðarinnar. Sjóklæðagerðin og Rammagerðin leggjast líkt og að framan greinir gegn afhendingu gagnanna.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn og upplýsingar sem kæranda var synjað um aðgang að. Viðskiptaáætlun Miðnesheiðar er sex blaðsíðna skjal. Í henni er að finna viðskiptaupplýsingar fyrir árin 2011–2013, þ.m.t. tekjur og rekstrarkostnað, af rekstri tveggja verslana félagsins í flugstöðinni. Þá er að finna sambærilega áætlun fyrir árið 2014 sem og rekstraráætlun fyrir verslun félagsins í norðurbyggingu flugstöðvarinnar fyrir árin 2015–2018. Upplýsingar á tilboðsblaði Miðnesheiðar sem voru afmáðar eru persónuupplýsingar tengiliðs félagsins, auk tiltekinna fjárhagsupplýsinga.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að framangreindar upplýsingar varði ekki mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Miðnesheiðar með þeim hætti að til greina komi að fella þau undir 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. sömu laga. Hvorki Isavia né þau félög sem aflað var afstöðu frá hafa rökstutt hvernig afhending upplýsinganna kynni að valda þeim tjóni sem upplýsingarnar varða, hversu mikið það kynni að verða og hversu líklegt það sé að tjón hlytist af. Við þetta mat hefur það einnig þýðingu að upplýsingarnar eru nokkurra ára gamlar og því vandséð hvernig þær kunna að varða virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Rammagerðarinnar, sem samkvæmt framangreindu tók við réttindum og skyldum Miðnesheiðar við slit hins síðarnefnda félags. Vísar nefndin í þessu sambandi til dóms Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 og þeirra sjónarmiða sem þar er lýst um aldur upplýsinga í tengslum við mat á því hvort upplýsingar falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Verður að telja að kærandi hafi ríka hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingunum sem varða ráðstöfun opinberra gæða sem hann sjálfur sóttist eftir. Vega þeir hagsmunir að mati úrskurðarnefndarinnar þyngra en hagsmunir þeirra sem upplýsingarnar varða af því að þeim verði haldið leyndum.</p> <p>Úrskurðarnefndin minnir í þessu samhengi á að þótt sá sem upplýsingar varðar leggist gegn afhendingu þeirra er það sjálfstætt mat opinbers aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að leggja mat á það hvort skilyrði séu til þess að undanþiggja upplýsingar aðgangi á grundvelli 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr. laganna. Tilgangur þess að óska eftir afstöðu þess sem upplýsingar varða er að upplýsa málið með fullnægjandi hætti en einnig að gera aðilanum viðvart um að óskað hafi verið eftir upplýsingunum. Slík álitsumleitun getur einnig leitt til þess að sá sem upplýsingar varða samþykki að þær verði gerðar opinberar.</p> <p>Isavia afmáði nafn og netfang tengiliðar Miðnesheiðar við Isavia, bæði úr viðskiptaáætlun og af tilboðsblaði. Af því tilefni vill úrskurðarnefndin árétta að samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, takmarka lögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum. Af ákvæðinu verður dregin sú ályktun að reglur upplýsingalaga um aðgang að upplýsingum teljist vera sérreglur sem gangi framar ákvæðum laga nr. 90/2018. Í þessu felst að falli beiðni um aðgang að gögnum undir ákvæði upplýsingalaga, þá takmarka ákvæði persónuverndarlaga ekki upplýsingaréttinn, heldur verða takmarkanir aðeins byggðar á ákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum sérstökum ákvæðum um þagnarskyldu. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt þessu að Isavia hafi ekki verið heimilt að afmá framangreindar upplýsingar um tengilið Miðnesheiðar, þar sem hvorki upplýsingar um nafn né netfang viðkomandi tengiliðs verða réttilega heimfærðar undir takmörkunarákvæði upplýsingalaga í því samhengi sem þær birtast í umbeðnum gögnum.</p> <p>Af hálfu Isavia hefur verið vísað til þess að framangreindar upplýsingar hafi verið gefnar í trúnaði. Úrskurðarnefndin minnir á að aðili sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga getur ekki heitið þeim trúnaði sem veitir því upplýsingar og takmarkað með því aðgang almennings að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í víðtækari mæli en leiðir af 6.–10. gr. upplýsingalaga. Trúnaði verður ekki heitið þegar gögnum er veitt viðtaka nema ótvírætt sé að upplýsingarnar, sem þau hafa að geyma, falli undir eitthvert af undanþáguákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga eða sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu.</p> <p>Isavia vísar í þessu samhengi til 42. gr. reglugerðar nr. 340/2017, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, varðandi skilgreiningu á því hvaða upplýsingar kunni að teljast trúnaðarupplýsingar.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að atriði sem talin eru upp í lögunum og reglugerðinni kunni að falla undir upplýsingar sem óheimilt er að afhenda á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. sömu laga. Hins vegar telur nefndin að þær upplýsingar sem kæranda hefur verið synjað um í máli þessu heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að það sé ekki til þess fallið að skaða hagsmuni þeirra fyrirtækja sem upplýsingarnar varða ef aðgangur er veittur að þeim. Þá verður ekki hjá því komist að benda á að lög nr. 120/2016 tóku gildi 29. október 2016 en af 2. mgr. 123. gr. laganna leiðir að þau gilda einungis um opinber innkaup sem áttu sér stað eftir gildistöku laganna.</p> <p>Isavia nefnir að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að réttur til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, líkt og Isavia gerir óumdeilanlega, verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. upplýsingalaga, eða ef sérstök þagnarskylduákvæði í öðrum lögum girða fyrir að heimilt sé að afhenda gögnin, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ljóst er að hið síðara á ekki við í máli þessu; 10. gr. samkeppnislaga, er lýtur að banni við ólögmætu samráði, telst ekki vera sérstakt þagnarskylduákvæði.</p> <p>Á hinn bóginn kann að vera gagnlegt að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga við mat á því hvort gögn skuli undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. sömu laga, enda leggur hin síðarnefnda grein bann við afhendingu upplýsinga um viðskiptahagsmuni lögaðila á borð við viðkvæmar upplýsingar um samkeppnisstöðu hans. Úrskurðarnefndin hefur í þessu máli litið til þess við mat sitt hvort birting gagnanna kynni að raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem gögnin varða, eða raskað eðlilegri samkeppni að öðru leyti. Telur nefndin að birting gagnanna sé ekki til þess fallin að raska samkeppnishagsmunum verði kæranda heimilaður aðgangur að þeim.</p> <p>Loks er óhjákvæmilegt að líta til þess að Isavia er opinbert hlutafélag. Sú samkeppni sem Isavia efndi til árið 2014 fól í sér ráðstöfun takmarkaðra gæða í eigu hins opinbera, og því mikilvægt að um ferlið ríki gagnsæi. Þá þurfa lögaðilar sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hverju sinni að vera búnir undir það að upplýsingar um þeirra starfsemi verði gerðar opinberar, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim einhverju óhagræði. Hefur það margsinnis verið staðfest í úrskurðarframkvæmd nefndarinnar.</p> <p>Í ljósi alls framangreinds telur úrskurðarnefndin að Isavia hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að viðskiptaáætlun og tilboðsblaði Miðnesheiðar. Verður Isavia því gert að afhenda kæranda þau gögn.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Isavia ohf. er skylt að afhenda A lögmanni, f.h. Drífu ehf., viðskiptaáætlun sem var hluti af fjárhagslegu tilboði Miðnesheiðar ehf. og tilboðsblað Miðnesheiðar ehf. vegna samkeppni Isavia frá 2014 sem bar heitið „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1082/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá Orkustofnun, en fyrir lá að hann var meðal umsækjenda um starf hjá stofnuninni. Þar sem ráðning í opinbert starf væri ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, var óhjákvæmilegt með vísan til 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1082/2022 í máli ÚNU 22040010.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. apríl 2022, kærði A afgreiðslu Orkustofnunar á beiðni hans um upplýsingar og rökstuðning fyrir því að hafa ekki verið boðaður í viðtal, en kærandi var meðal umsækjenda um starf sviðsstjóra hjá Orkustofnun.<br /> <br /> Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að kynna kæruna Orkustofnun og veita stofnuninni kost á að koma á framfæri umsögn um kæruna, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá er óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Fyrir liggur að kærandi var meðal umsækjenda um starf hjá Orkustofnun. Ráðning í opinbert starf er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, sbr. athugasemdir við greinina í frumvarpi því sem varð að lögunum. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls um ráðninguna í skilningi stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 20. apríl 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br class="t-last-br" /> </p> |
1081/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022 | Kæranda var synjað um aðgang að tveimur tölvupóstum frá framkvæmdastjóra sænska fyrirtækisins Swerec til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs á þeim grundvelli að þeir innihéldu upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni tiltekinna þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs og fyrirtækisins Swerec og innihéldu persónulegar hugleiðingar framkvæmdastjóra Swerec, sem hefðu verið settar fram undir því fororði að efni hans kæmi einungis fyrir augu framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs. Úrskurðarnefndin taldi að hvorugur pósturinn félli undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og lagði fyrir Úrvinnslusjóð að veita kæranda aðgang að þeim. | <p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1081/2022 í máli ÚNU 22010007.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 17. janúar 2022, kærði A, fréttamaður hjá Stundinni, synjun Úrvinnslusjóðs, dags. 23. desember 2021, á beiðni kæranda um aðgang að tveimur tölvupóstum frá framkvæmdastjóra sænska fyrirtækisins Swerec.<br /> <br /> Í synjun Úrvinnslusjóðs kom fram að framkvæmdastjóra Swerec hefði verið gefinn kostur á að tjá sig um beiðni kæranda á grundvelli 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Hann legðist gegn afhendingunni. Annar pósturinn, dags. 30. júní 2020, innihéldi upplýsingar um viðskiptahagsmuni Swerec. Hinn pósturinn, dags. 28. október sama ár, innihéldi persónulegar hugleiðingar framkvæmdastjórans, sem hefði óskað eftir því í öndverðu að kæmust ekki á vitorð annarra en framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Úrvinnslusjóði með erindi, dags. 17. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Úrvinnslusjóður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögnin barst úrskurðarnefndinni hinn 31. janúar 2022. Í umsögninni kemur fram að það séu ekki hagsmunir Úrvinnslusjóðs sem liggi til grundvallar synjun á beiðni kæranda, heldur sé með henni leitast við að sýna sendanda póstanna eðlilega tillitssemi. Framkvæmdastjóri Swerec hafi lagst gegn því að þeir yrðu afhentir. Eldri pósturinn innihaldi að mati framkvæmdastjórans upplýsingar af fjárhagslegum toga sem hann vilji ekki að verði gerðar opinberar. Upplýsingarnar varði viðskipti milli þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs og Swerec, sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Hinn pósturinn innihaldi persónulegar hugleiðingar framkvæmdastjórans sem óskað hafi verið eftir að fari leynt.<br /> <br /> Umsögn Úrvinnslusjóðs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 15. febrúar. Í athugasemdunum kemur fram að kærandi telji 9. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í málinu heldur skuli horft til VII. kafla upplýsingalaga um aðgang að upplýsingum um umhverfismál og sér í lagi 31. gr. laganna, þar sem fram kemur að þrátt fyrir ákvæði 6.–10. gr. og sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu eigi almenningur rétt á því að fá aðgang að upplýsingum um mengandi losun út í umhverfið. Það eigi við í þessu tilfelli þar sem gífurlegt magn af íslensku plasti, sem Swerec var treyst fyrir og sagðist hafa endurunnið, endaði í vöruhúsi í Svíþjóð. Almenningur eigi því rétt á því að vita hver vitneskja Úrvinnslusjóðs og Swerec var á þessum tíma þar sem almannafé var notað til að greiða fyrir endurvinnslu á plastinu. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu hefur kæranda verið synjað um aðgang að tveimur tölvupóstum frá framkvæmdastjóra sænska fyrirtækisins Swerec til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs. Synjun um aðgang að fyrri póstinum, dags. 30. júní 2020, er á því byggð að hann innihaldi upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni tiltekinna þjónustuaðila Úrvinnslusjóðs og fyrirtækisins Swerec. <br /> <br /> Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í VII. kafla upplýsingalaga er fjallað um aðgang að upplýsingum um umhverfismál. Upplýsingar um umhverfismál eru skilgreindar í 29. gr. laganna. Þá er kveðið á um það í 30. gr. að um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál fari samkvæmt ákvæðum II.–V. kafla. Það er því ljóst að ef upplýsingar varða umhverfismál fer um aðgang að þeim skv. 5. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem fram koma í 6.–10. gr. sömu laga. <br /> <br /> Í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur eftirfarandi fram:</p> <blockquote>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</blockquote> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingum af vef Úrvinnslusjóðs gerir sjóðurinn samninga við þjónustuaðila um úrvinnslu úrgangs. Þjónustuaðili semur við söfnunar- og móttökustöðvar, sér um flutning úrgangs frá þeim, flokkar, (for)vinnur og ráðstafar síðan unnum úrgangi á viðurkenndan hátt í viðurkennda farvegi. Ráðstöfunaraðili tekur svo við úrgangi til endanlegrar ráðstöfunar. Swerec er viðurkenndur ráðstöfunaraðili samkvæmt Úrvinnslusjóði. Sjóðurinn á ekki í samningssambandi við ráðstöfunaraðila, heldur semja þjónustuaðilar við ráðstöfunaraðila um ráðstöfun úrgangs. Úrvinnslusjóður greiðir svo þjónustuaðila bæði endurgjald og svonefnt flutningsjöfnunargjald fyrir það magn úrgangs sem sent er til ráðstöfunaraðila, þegar staðfesting frá ráðstöfunaraðilanum liggur fyrir.<br /> <br /> Tölvupóstur framkvæmdastjóra Swerec til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, dags. 30. júní 2020, inniheldur upplýsingar um magn plasts sem þjónustuaðilar á Íslandi sendu til Swerec á tímabilinu 1. janúar 2017 til 30. júní 2020. Upplýsingarnar eru sundurliðaðar eftir árum. Í þeim kemur fram hvað tilgreindir lögaðilar sendu mörg tonn af plasti til Swerec ár hvert. Fyrir liggur að þessir lögaðilar hafa gert samning við Úrvinnslusjóð um úrvinnslu úrgangs.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar um fjölda tonna sem þjónustuaðilar hafa sent Swerec til ráðstöfunar teljist upplýsingar um umhverfismál, sbr. 3. tölul. 29. gr. upplýsingalaga, og varði þannig ráðstafanir í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga á sviði umhverfismála sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti sem um getur í 1. og 2. tölul. sömu greinar. Úrskurðarnefndin telur að upplýsingarnar varði ekki mikilvæga virka fjárhags- eða samkeppnishagsmuni viðkomandi lögaðila þannig að óheimilt sé að veita aðgang að þeim upplýsingum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Nefndin fær ekki séð að ef upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar ylli það tjóni fyrir viðkomandi lögaðila. Málefnið varðar augljóslega hagsmuni almennings og við það bætist að gögnin varða ráðstöfun opinberra fjármuna sem almenningur hefur ríka hagsmuni af að kynna sér, enda greiðir Úrvinnslusjóður viðkomandi lögaðilum fyrir þann úrgang sem sendur er til ráðstöfunaraðila. Verður Úrvinnslusjóði því gert að veita kæranda aðgang að tölvupóstinum ásamt viðhengi.<br /> <h3>2.</h3> Synjun Úrvinnslusjóðs um aðgang að síðari tölvupóstinum, dags. 28. október 2020, byggist á því að hann innihaldi persónulegar hugleiðingar framkvæmdastjóra Swerec, sem hafi verið settar fram undir því fororði að efni hans kæmi einungis fyrir augu framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs. Í póstinum er fréttaumfjöllun Stundarinnar um málefni fyrirtækisins, sem rituð er af kæranda, gerð að umtalsefni. Telur úrskurðarnefndin af þeirri ástæðu að um rétt kæranda til aðgangs að tölvupóstinum og viðhengi fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, um rétt til aðgangs að upplýsingum um aðila sjálfan. Sá réttur er ríkari en sá sem leiðir af 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að stjórnvald getur ekki heitið þeim trúnaði sem veitir því upplýsingar og takmarkað með því aðgang almennings að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í víðtækari mæli en leiðir af 6.–10. gr. upplýsingalaga. Trúnaði verður ekki heitið þegar gögnum er veitt viðtaka nema ótvírætt sé að upplýsingarnar, sem þau hafa að geyma, falli undir eitthvert af undanþáguákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga eða sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu. Þá geta aðilar ekki áskilið að með þau gögn er þeir afhenda stjórnvöldum skuli farið sem trúnaðarmál og þau undanþegin aðgangi almennings, nema að sömu skilyrðum fullnægðum. Úrskurðarnefndin telur það því þýðingarlaust í málinu að framkvæmdastjóri Swerec hafi óskað eftir því að tölvupóstur hans til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs skyldi vera trúnaðarmál.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér tölvupóstinn. Í honum gerir framkvæmdastjóri Swerec að umtalsefni fréttaumfjöllun Stundarinnar frá því í október 2020 um málefni Úrvinnslusjóðs og Swerec og gagnrýnir fullyrðingar sem þar komu fram ásamt því að leggja fram leiðréttingar. Það er mat nefndarinnar að pósturinn innihaldi að hluta upplýsingar um umhverfismál í skilningi 1. og 2. tölul. 29. gr. upplýsingalaga, þar sem framkvæmdastjóri Swerec fjallar m.a. um aðferðir fyrirtækisins við að endurvinna plast, eldsvoða sem varð í Jurmala í Lettlandi árið 2017 auk geymslu á plasti í smábænum Påryd í Svíþjóð.<br /> <br /> Nefndin hefur yfirfarið póstinn með hliðsjón af því hvort í honum sé að finna upplýsingar sem kunni að falla undir takmörkunarákvæði upplýsingalaga, svo sem 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr. laganna, að því er varðar einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Það er mat nefndarinnar að svo sé ekki og verður Úrvinnslusjóði því gert að afhenda kæranda þennan tölvupóst ásamt viðhengi.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Úrvinnslusjóði er skylt að veita A aðgang að tveimur tölvupóstum framkvæmdastjóra Swerec til framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, dags. 30. júní 2020 og 28. október 2020, ásamt viðhengjum.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir |
1080/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022 | Í málinu lá fyrir að Sveitarfélagið Ölfus hafði afgreitt þær gagnabeiðnir sem kærandi beindi að sveitarfélaginu og lágu til grundvallar kærum hans til úrskurðarnefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum til úrskurðarnefndarinnar lágu ekki fyrir frekari gögn hjá sveitarfélaginu sem það teldi að féllu undir beiðnir kæranda. Þar sem ekki teldist um synjun að ræða í skilningi 20. gr. upplýsingalaga var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1080/2022 í málum ÚNU 21120004 og 22020004.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 8. desember 2021, kærði A afgreiðslutöf Sveitarfélagsins Ölfuss á tveimur beiðnum hans, dags. 1. nóvember sama ár, um öll gögn sem vörðuðu námu Íþróttafélags Reykjavíkur annars vegar í Hamragili og hins vegar í Sleggjubeinsdal. Voru beiðnirnar byggðar á 14. gr. upplýsingalaga, þar sem kærandi er stjórnarmaður í íþróttafélaginu.<br /> <br /> Kæran var kynnt sveitarfélaginu með erindi, dags. 9. desember 2021. Í erindi úrskurðarnefndarinnar var því beint til sveitarfélagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar eins fljótt og verða mætti og ekki síðar en 23. desember sama ár. Erindið var ítrekað 5. janúar 2022 og óskað eftir upplýsingum um það hvort beiðnir kæranda hefðu nú verið afgreiddar. Í svari sveitarfélagsins, dags. 10. janúar 2022, kom fram að búið væri að afgreiða stóran hluta þeirra. Úrskurðarnefndin hafði af því tilefni samband við kæranda og óskaði eftir upplýsingum um það hvort kærandi teldi afhendingu sveitarfélagsins fullnægjandi. Í svari kæranda, dags. 19. janúar 2022, kom fram að svör sveitarfélagsins væru alls ekki í lagi að hans mati.<br /> <br /> Hinn 9. febrúar 2022 barst úrskurðarnefndinni önnur kæra frá kæranda vegna afgreiðslutafar sveitarfélagsins á beiðni kæranda, dags. 9. nóvember 2021, um öll gögn sem vörðuðu Kolviðarhól, lóðir 2 og 8, sem væri í landi Íþróttafélags Reykjavíkur í Hamragili. Kæran var kynnt sveitarfélaginu með erindi, dags. 11. febrúar 2022, og því beint til sveitarfélagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar eins fljótt og verða mætti og ekki síðar en 18. febrúar sama ár.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni barst afrit af samskiptum kæranda við sveitarfélagið hinn 25. febrúar 2022. Fulltrúi sveitarfélagsins óskaði þar eftir upplýsingum um hvaða gögn kæranda fyndist hann vanta. Í svari kæranda kom fram að kærandi teldi að þau gögn sem sveitarfélagið hefði afhent væru alls ekki fullnægjandi og svöruðu ekki beiðnum hans. Þá var það gagnrýnt að sveitarfélagið hefði beint kæranda til Héraðsskjalasafns Árnesinga varðandi aðgang að tilteknum gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin átti í samskiptum við fulltrúa sveitarfélagsins hinn 7. apríl 2022. Kom þá fram að sveitarfélagið hefði afhent kæranda öll þau gögn sem fyrir lægju og heyrðu undir gagnabeiðnir hans. Hluti gagnanna væri hins vegar farinn yfir á héraðsskjalasafn og af þeim sökum ekki unnt að afhenda þau kæranda. Honum hefði hins vegar verið leiðbeint um að leita þangað. Hinn 26. apríl 2022 bárust úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem kæranda höfðu verið afhent, auk afrits af samskiptum við kæranda þar að lútandi. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin gaf kæranda kost á því að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi skýringa sveitarfélagsins hinn 26. apríl 2022. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu liggur fyrir að Sveitarfélagið Ölfus hefur afgreitt þær gagnabeiðnir sem kærandi beindi að sveitarfélaginu og lágu til grundvallar kærum hans til úrskurðarnefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum til úrskurðarnefndarinnar liggja ekki fyrir frekari gögn hjá sveitarfélaginu sem það telur að falli undir beiðnir kæranda. Kærandi telur hins vegar að hvorki hafi verið afhent gögn sem falli undir beiðnir sínar né svör sem talist geti fullnægjandi. Þá er gagnrýnt að ekki hafi borist gögn frá Ölfusi heldur kæranda leiðbeint um að leita til héraðsskjalasafns varðandi aðgang að tilteknum gögnum.<br /> <br /> Héraðsskjalasafn Árnesinga starfar á grundvelli laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. Umdæmi safnsins er Árnessýsla og þar á meðal Sveitarfélagið Ölfus. Sveitarfélagið er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögunum, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 14. gr. þeirra. Fyrir liggur að hluti af þeim gögnum sem sveitarfélagið leit svo á að heyrði undir gagnabeiðnir kæranda hefur verið afhentur héraðsskjalasafninu í samræmi við skyldur sveitarfélagsins. Í 3. mgr. 16. gr. upplýsingalaga kemur fram að þegar gögn sem upplýsingalög taka til hafa verið afhent opinberu skjalasafni sé hlutaðeigandi safn bært til að taka ákvörðun um aðgang að þeim og hvort veitt skuli ljósrit eða afrit af þeim á grundvelli upplýsingalaga eða laga nr. 77/2014 eftir aldri gagna. Með vísan til þess telur úrskurðarnefndin að það sé ekki hlutverk sveitarfélagsins að hlutast til um að kæranda verði afhent gögn sem það hefur afhent héraðsskjalasafni á grundvelli laga. Þá liggur fyrir að kæranda var leiðbeint um þetta auk þess sem fulltrúi sveitarfélagsins hafði samband við héraðsskjalavörð í því skyni að aðstoða kæranda við að afmarka beiðnir sínar.<br /> <br /> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að stjórnvald hefur afhent kæranda þau gögn sem hann óskar eftir telst ekki vera um að ræða synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. <br /> <br /> Að því er varðar fullyrðingar kæranda að hvorki hafi verið afhent gögn sem falli undir beiðnir hans né svör sem talist geti fullnægjandi er rétt að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti, þar á meðal hvort efni gagna kunni að einhverju leyti að vera rangt eða hvort gögn séu ekki fyrirliggjandi vegna þess að þau hafa ekki verið skráð í málaskrá stjórnvalds. Vísast í þessu sambandi einkum til æðri stjórnvalda, þ.e. í þessu tilfelli innviðaráðuneytisins, Þjóðskjalasafns Íslands, umboðsmanns Alþingis og dómstóla.<br /> <br /> Í 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga segir að við meðferð mála þar sem taka eigi ákvörðun um rétt eða skyldu manna beri stjórnvöldum að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og séu ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Sveitarfélagsins Ölfuss að kæranda hafi verið veittur aðgangur að öllum gögnum sem varða þau mál sem hann tilgreindi í beiðni sinni. Þegar svo háttar hins vegar til að umbeðin gögn eða upplýsingar eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds að ræða í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Ekki verður annað ráðið af gögnum málsins en að Sveitarfélagið Ölfus hafi þegar veitt kæranda aðgang að þeim gögnum sem það telur að falli undir beiðnina og séu fyrirliggjandi í vörslum sveitarfélagsins. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kærum A, dags. 8. desember 2021 og 9. febrúar 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1079/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022 | Seðlabanki Íslands synjaði kæranda um aðgang að tilteknum gögnum um Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf. Ákvörðun bankans var byggð á því að það væri ekki bankans að svara beiðnum um upplýsingar og gögn um starfsemi Eignasafns Seðlabanka Íslands og Hildu, því félögin hefðu verið aðskilin frá Seðlabanka Íslands. Úrskurðarnefndin taldi að það hefði ekki þýðingu í málinu þar sem beiðnum kæranda hefði sannarlega verið beint að Seðlabankanum, sem hefði borið að taka beiðnir hans til efnislegrar meðferðar á grundvelli IV. kafla upplýsingalaga, nr. 140/2012. Var beiðnum kæranda því vísað til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1079/2022 í máli ÚNU 21090016.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 29. september 2021, kærði A synjun Seðlabanka Íslands á beiðnum hans, dags. 2. júní og 28. júlí sama ár, um aðgang að gögnum í tengslum við félögin Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. og Hildu ehf.<br /> <br /> Með erindi kæranda, dags. 2. júní 2021, var óskað eftir upplýsingum um allan lögfræðikostnað og kostnað við aðra sérfræðiráðgjöf sem veitt hefði verið Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. (hér eftir einnig ESÍ) frá árinu 2012 fram til þess tíma er félaginu var skipuð slitastjórn. Þá óskaði kærandi eftir sömu upplýsingum um Hildu ehf. og önnur dótturfélög ESÍ.<br /> <br /> Í svari Seðlabanka Íslands, dags. 15. júlí 2021, kom fram að ESÍ hefði verið stofnað sem sjálfstæður lögaðili í árslok 2009. Félaginu hefði ekki verið falið að taka stjórnvaldsákvarðanir eða sinna þjónustu sem teldist vera liður í opinberu hlutverki stjórnvalds, sbr. 3. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, heldur hefði starfsemi þess verið einkaréttarlegs eðlis. Vegna sérstæðs hlutverks ESÍ hefðu því félagi og Hildu ehf. verið veittar undanþágur frá gildissviði upplýsingalaga með ákvörðun forsætisráðherra nr. 1107/2015 frá 27. nóvember 2015, sem gilt hefði þar til félögin voru afskráð árið 2019. Í október 2017 hefði verið samþykkt að slíta ESÍ og í framhaldinu hafi félaginu verið skipuð skilanefnd. Félaginu hefði svo verið slitið í lok febrúar 2019 og það afskráð 13. mars sama ár. Hið sama ætti við um Hildu, sem sett hefði verið í slitameðferð í maí 2017 og afskráð árið 2019. Með vísan til framangreinds svaraði Seðlabankinn ekki beiðnum um upplýsingar eða gögn vegna starfsemi ESÍ.<br /> <br /> Kærandi brást við erindi Seðlabankans hinn 28. júlí 2021. Í erindi kæranda kom fram að kærandi hefði við rannsóknir sínar komist að því að meðal félaga sem tengdust ESÍ og Hildu ehf. væru félögin Ukrapteka Limited og Torpedo Leisure Limited á Englandi. Félögunum hafi verið slitið þar í landi þar sem þau hefðu ekki skilað ársreikningum. Eftir slit félaganna væru eignir í þeirra eigu komnar í beina eigu Seðlabanka Íslands. Kærandi hefði heimildir fyrir því að umtalsverðar eignir hefðu verið í þessum félögum í Úkraínu, og óskaði eftir öllum fyrirliggjandi gögnum um þær eignir.<br /> <br /> Í svari Seðlabankans, dags. 7. september 2021, voru fyrri svör bankans ítrekuð. Hvað varðaði framangreind félög á Englandi kæmi fram í bresku fyrirtækjaskránni að Ukrapteka Limited hefði verið slitið af yfirvöldum þar í landi hinn 23. júlí 2019, og Torpedo Leisure Limited hinn 23. mars 2021. Með vísan til þess, og þeirrar afstöðu Seðlabankans að svara ekki beiðnum um upplýsingar eða gögn vegna starfsemi ESÍ, væru ekki forsendur fyrir því að Seðlabankinn svaraði beiðni kæranda að öðru leyti.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærandi telji fullvíst að gögnin sem óskað er eftir í málinu séu í vörslum Seðlabanka Íslands eða lögmanns bankans, eftir að félögunum var slitið. </p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 30. september 2021, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Seðlabankinn léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Seðlabankans barst úrskurðarnefndinni hinn 4. nóvember 2021. Í umsögninni er fjallað enn frekar um tilurð ESÍ; í kjölfar bankahrunsins árið 2008 hafi Seðlabanki Íslands orðið stór kröfuhafi gagnvart innlendum fjármálafyrirtækjum vegna krafna sem tryggðar voru með veðum af ýmsum toga. Verkefni bankans í tengslum við það urðu mjög umfangsmikil og var því ákveðið að stofna sérstakt eignarhaldsfélag, ESÍ, utan um kröfur, veð og fullnustueignir Seðlabankans. Áréttað er að ESÍ og Hilda ehf. hafi, sem félög að fullu í eigu Seðlabankans, fallið undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, en verið veitt undanþága frá gildissviði laganna á grundvelli 3. mgr. 2. gr. þeirra.<br /> <br /> Þá tekur Seðlabankinn fram að í skilningi upplýsingalaga hafi ESÍ og Hilda ehf. verið aðskilin frá Seðlabankanum; þau hafi verið undanþegin gildissviði laganna, þau hafi hagað skráningu mála og upplýsinga um málsatvik með sjálfstæðum hætti og algjörlega aðgreint frá málaskrá bankans. Áður en félögunum var slitið hafi það ekki verið Seðlabanka Íslands að svara gagnabeiðnum sem beint hafi verið til ESÍ og Hildu ehf. Þótt þeim hafi nú verið slitið og félögin afskráð færi það skylduna til að svara gagnabeiðnum um félögin ekki yfir til Seðlabankans.<br /> <br /> Loks kemur fram að gagnabeiðnir kæranda hafi ekki verið teknar fyrir efnislega, þ.e. kannað hvort Seðlabankinn hafi gögn undir höndum sem falli að beiðnunum og í framhaldinu hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.<br /> <br /> Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. nóvember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. nóvember sama ár, er fjallað nánar um Ukrapteka Limited og Torpedo Leisure Limited. Starfsemi félaganna hafi verið falin í að halda utan um tilteknar eignir í Úkraínu. Seðlabanki Íslands hafi orðið einn hluthafa í félögunum löngu eftir hrun íslensku viðskiptabankanna og virðist að því búnu hafa fjárfest fyrir háar fjárhæðir í þeim.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin óskaði eftir nánari skýringum frá Seðlabankanum með erindi, dags. 8. febrúar 2022. Var m.a. óskað eftir því hver hefðu orðið afdrif gagna ESÍ, Hildu ehf. og annars dótturfélags, SPB ehf., eftir að þau voru afskráð. Auk þess var óskað upplýsinga um aðkomu Seðlabankans eða ESÍ að eignarhaldi á félögunum Ukrapteka Limited og Torpedo Leisure Limited. Í svari Seðlabanka Íslands, dags. 18. febrúar 2022, kom fram að tilgangur ESÍ hefði verið að gera upp kröfur og aðrar fullnustueignir í kjölfar bankahrunsins. Meðal þessara eigna hefðu verið félögin Ukrapteka og Torpedo Leisure. Samkvæmt upplýsingum úr bresku fyrirtækjaskránni hefði umræddum félögum verið slitið annars vegar í júlí 2019 og hins vegar í mars 2021.<br /> <br /> Við slit og afskráningu ESÍ, og félaga í eigu ESÍ, hefði Seðlabankinn ekki fengið afhent gögn félaganna. Þá hefði Seðlabankinn ekki vitneskju um stöðu einstakra afskráðra félaga eða hvort skiptastjórar eða skilanefndir hefðu afhent Þjóðskjalasafni viðeigandi skjöl í samræmi við lög um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin óskaði eftir upplýsingum um það hjá Þjóðskjalasafni Íslands með erindi, dags. 4. apríl 2022, hvort ESÍ, Hilda ehf. og SPB ehf. hefðu afhent skjalasafninu gögn sín í samræmi við lög nr. 77/2014. Þjóðskjalasafnið staðfesti með pósti, dags. 8. apríl sama ár, að engar gögn hefðu borist frá þessum lögaðilum.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að gögnum byggist á því að það sé ekki bankans að svara beiðnum um upplýsingar og gögn um starfsemi Eignasafns Seðlabanka Íslands og Hildu ehf., því félögin hafi verið aðskilin frá Seðlabanka Íslands. Hvað varðar gögn um tvö félög á Englandi vísar Seðlabankinn til þess að þau hafi verið afskráð og þeirrar afstöðu bankans að svara ekki gagnabeiðnum vegna starfsemi ESÍ.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að réttur almennings á grundvelli ákvæðisins taki jafnt til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál og fyrirliggjandi gagna án tengsla við tiltekið mál. Skilyrði sé að viðkomandi takist að tilgreina gagnið nægilega skýrlega og að undaþáguákvæði laganna eigi ekki við. Þá er það og skilyrði að gögnin tengist starfsemi aðila, annaðhvort stjórnvalds eða lögaðila, sbr. 1.–2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sem fellur undir gildissvið laganna. Réttur til aðgangs að gögnum nær til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru þá. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ljóst að skilgreining á því hvað teljist „fyrirliggjandi gagn“ hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga er nokkuð víðtæk. Í upplýsingalögum er ekki gert ráð fyrir því að beina þurfi beiðni um gögn að þeim aðila sem hefur ritað eða útbúið viðkomandi gagn. Þvert á móti er gert ráð fyrir því skv. 1. mgr. 16. gr. laganna að beiðni skuli beint til þess aðila sem hefur viðkomandi gögn í vörslum sínum, nema um sé að ræða gögn í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Í framhaldi af því tekur svo við hefðbundin málsmeðferð þess sem hefur beiðni til afgreiðslu á grundvelli IV. kafla upplýsingalaga, þ.e. að afmarka beiðni við gögn í vörslum sínum, sbr. 15.–16. gr., og taka rökstudda ákvörðun um rétt beiðanda til aðgangs að gögnunum, sbr. 19. gr. upplýsingalaga og 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Afstaða Seðlabankans í málinu byggist á því að bankinn beri ekki ábyrgð á því að svara fyrir gagnabeiðnir sem lúti að Eignasafni Seðlabanka Íslands, Hildu ehf. og SPB ehf., þar sem þau hafi verið sjálfstæðir lögaðilar. Því til stuðnings er m.a. nefnt að ESÍ og Hildu ehf. hafi verið veitt undanþága frá gildissviði upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna, og að félögin hafi ekki notað málaskrá bankans.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar, í ljósi framangreindrar umfjöllunar, að það gildi einu þótt ESÍ, Hilda ehf. og SPB ehf. hafi verið sjálfstæðir lögaðilar, starfsemi þeirra aðskilin starfsemi Seðlabankans, og ESÍ og Hilda ehf. undanþegin gildissviði upplýsingalaga um nokkurra ára skeið. Eftir stendur að beiðnum kæranda var sannarlega beint að Seðlabankanum, þó svo að þær varði upplýsingar um dótturfélög bankans. Seðlabankinn heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laganna. Komið hefur fram af hálfu Seðlabankans að gögn dótturfélaga hans hafi ekki verið afhent bankanum þegar þeim var slitið og þau afskráð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu bankans í efa. Engu að síður telur úrskurðarnefndin að bankanum hafi ekki verið heimilt að synja beiðnum kæranda á þeim grundvelli sem gert var, heldur hafi honum borið að taka beiðnir kæranda til efnislegrar meðferðar á grundvelli IV. kafla upplýsingalaga.<br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og fram hefur komið er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afgreiðsla Seðlabanka Íslands á beiðni kæranda hafi ekki samrýmst ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Þá hefur og komið fram í skýringum bankans að gagnabeiðnir kæranda hafi ekki verið teknar fyrir efnislega af hálfu bankans, þ.e. kannað hvort bankinn hafi gögn undir höndum sem falli að beiðnum kæranda og í framhaldinu hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.<br /> <br /> Beiðni kæranda hefur samkvæmt framangreindu ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Seðlabanka Íslands að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar sem felur m.a. í sér að afmarka beiðni kæranda við gögn hjá bankanum sem liggja fyrir og heyra undir beiðni kæranda, og taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum, í heild eða að hluta.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Beiðnum A, dags. 2. júní 2021 og 28. júlí 2021, er vísað til Seðlabanka Íslands til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir<br class="t-last-br" /> </p> |
1078/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022 | Kæranda var synjað um aðgang að gögnum sem sýndu fram á hvað tvö hópbílafyrirtæki greiddu til Isavia ohf. í gjöld vegna afnota af svonefndum nær- og fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Synjun Isavia studdist fyrst og fremst við 9. gr. upplýsingalaga, þar sem upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem upplýsingarnar vörðuðu. Úrskurðarnefndin taldi að Isavia hefði ekki fært fullnægjandi rök fyrir því hvernig afhending gagnanna kynni að vera til þess fallin að valda fyrirtækjunum tjóni. Var félaginu því gert að afhenda kæranda gögnin. | <p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1078/2022 í máli ÚNU 21080017.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 26. ágúst 2021, kærði A lögmaður, f.h. Hópbifreiða Kynnisferða ehf., synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Hinn 9. júlí 2021 óskaði kærandi eftir aðgangi að eftirfarandi gögnum:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Gögn og skjöl sem sýna fram á hvað Allrahanda GL ehf. og Hópbílar hf. greiddu til Isavia ohf. í gjöld vegna afnota af svonefndum nær- og fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu 1. mars 2019 til 30. desember 2020, t.d. reikninga, greiðslukvittanir, bankayfirlit eða innheimtubréf.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Í svari Isavia, dags. 29. júlí 2021, kom fram að þar sem beiðni kæranda beindist að hagsmunum þriðja aðila hefði verið óskað eftir afstöðu þeirra til afhendingar gagnanna. Báðir aðilar hefðu lagst gegn afhendingu þar sem gögnin innihéldu upplýsingar um viðskiptahagsmuni þeirra. Því væri beiðninni hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í svari kæranda við synjun Isavia, dags. 4. ágúst 2021, gerði hann athugasemd við að Isavia hefði ekki framkvæmt sjálfstætt mat á því hvort afhenda bæri gögnin eða hvers vegna 9. gr. upplýsingalaga girti fyrir aðgang. Óheimilt væri að byggja synjunina einungis á afstöðu ætlaðra hagsmunaaðila. Vísaði kærandi jafnframt til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 857/2019, þar sem Isavia hefði verið gert að afhenda fyllilega sambærileg gögn og í máli þessu.<br /> <br /> Isavia brást við erindi kæranda hinn 6. ágúst 2021. Kom þar fram að það væri afstaða Isavia að gögnin hefðu að geyma upplýsingar sem vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni samkeppnisaðila á markaði fyrir hópbílaakstur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og markaði fyrir farþegaflutninga milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins, sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga. Gögnin veittu upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu þeirra aðila sem þar væru til umfjöllunar, sem samkeppnisaðilar hefðu að jafnaði ekki undir höndum í samkeppni og sem gætu skipt máli í ákvarðanatöku um daglegan rekstur og viðskipti.<br /> <br /> Isavia mótmælti því að um sambærilega beiðni væri að ræða og í úrskurði nr. 857/2019. Þau fyrirtæki sem upplýsingarnar vörðuðu í því máli hefðu ekki sett sig upp á móti því að upplýsingarnar yrðu veittar. Þá skipti það máli að mati Isavia að í því máli hefði blaðamaður óskað eftir upplýsingum en ekki samkeppnisaðili. <br /> <br /> Loks bar Isavia því einnig við að félagið gæti orðið brotlegt við 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, með því að afhenda umbeðin gögn. Í beiðninni fælist víðtæk krafa um afhendingu gagna og upplýsinga sem verða til í rekstri samkeppnisaðila sem starfa á sama markaði. Yrði fallist á beiðnina fengi kærandi upplýsingar um rekstrarkostnað og gjöld samkeppnisaðila sem hann hefði við eðlilegar aðstæður á markaði ekki aðgang að. Þá benti Isavia á að Samkeppniseftirlitið hefði talið að vísbendingar gætu verið um að móttaka eða miðlun sambærilegra gagna gætu falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga eða að háttsemin gæti a.m.k. raskað samkeppni.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er forsaga málsins rakin. Isavia sé opinbert hlutafélag sem er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Félagið reki bæði Keflavíkurflugvöll sem og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ótvírætt sé að Isavia sé í einokunarstöðu í rekstri flugvalla sem þjóna millilandaflugi á Íslandi. Isavia hafi af þeirri ástæðu yfir að ráða ómissandi aðstöðu í formi bílastæða, sölubása og annars konar innviða sem nauðsynlegir eru fyrir þjónustu hópferðafyrirtækja sem keppa á markaði fyrir farþegaflutninga milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins.<br /> <br /> Kærandi sé hópferðafyrirtæki sem rekur meðal annars Flugrútuna (Flybus), sem býður áætlunarferðir milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Kærandi hafi um nokkurt skeið deilt við Isavia um fyrirkomulag gjaldtöku fyrir hópferðabíla við flugstöðina. Ágreiningurinn snúist í stuttu máli um það hvort Isavia hafi mismunað rekstraraðilum hópbifreiða sem starfrækja farþegaflutninga á milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Hin ætlaða mismunun snúist meðal annars um fyrirkomulag gjaldtöku Isavia á bifreiðastæðum fyrir hópferðabíla við flugstöðina. Kærandi telji sig hafa vísbendingar um að þau fyrirtæki sem upplýsingabeiðnin varðar hafi fyrir tilstuðlan Isavia ekki greitt gjöld að fullu fyrir notkun umræddra stæða.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar segir að það sé mat kæranda að þær upplýsingar sem óskað er eftir varði ekki svo mikilvæga og virka hagsmuni þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga að það réttlæti frávik frá meginreglu um upplýsingarétt almennings. Umbeðin gögn varði gjaldtöku á bílastæðum fyrirtækis sem sé að fullu í eigu íslenska ríkisins og þar að auki í einokunarstöðu. Hvorki verði séð að upplýsingar um slíka gjaldtöku geti talist varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni né heldur að þær veiti upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu umræddra fyrirtækja.<br /> <br /> Almenningur hafi hagsmuni af því að starfsemi Isavia hafi hagkvæmni að leiðarljósi. Ef í ljós komi að einkaaðilar sem eiga í viðskiptum við Isavia hafi notið sérkjara sem voru ekki í boði fyrir aðra, svo sem kæranda, megi ætla að þar fari óvönduð meðhöndlun á almannafé sem jafnvel kunni að stangast á við lög.<br /> <br /> Einnig telur kærandi að líta verði til þess að krafa hans lúti að fortíðarupplýsingum, þ.e. upplýsingum vegna tímabils sem er liðið, og í öllu falli ljóst að ekki sé um virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni að ræða, eins og áskilið er í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því að úrskurður nr. 857/2019 sé frábrugðinn þessu máli. Í því máli hafi fyrirtækin sem upplýsingarnar vörðuðu lagt það í hendur úrskurðarnefndarinnar að leggja mat á hvort þær væru undirorpnar 9. gr. upplýsingalaga. Þá skipti það ekki máli að blaðamaður hafi óskað eftir gögnunum í því máli, þar sem beiðni kæranda í þessu máli sé líkt og í eldra málinu byggð á 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru er athygli vakin á því að ýmsar viðskiptaupplýsingar um hópferðafyrirtæki sem aka til og frá Keflavíkurflugvelli séu þegar opinberar, t.d. upplýsingar um fjölda farþega í hópferðabílum eftir mánuðum árið 2016, upplýsingar um hvað Hópbílar sem og kærandi buðu í útboði um aðstöðu hópferðabifreiða á Keflavíkurflugvelli í maí 2017, og gjaldskrá Isavia á svonefndum fjarstæðum.<br /> <br /> Þá hafnar kærandi því að 10. gr. samkeppnislaga eða 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eigi að koma í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnunum. Ljóst sé að rekstur Isavia á þeim bílastæðum sem um ræðir sé ekki samkeppnisrekstur, þó svo að samkeppni ríki um akstur farþega á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Þvert á móti lúti reksturinn einokunarstöðu Isavia. Hvað varði upplýsingar um lögaðila sem eigi í viðskiptum við opinbera aðila í slíkri einokunarstöðu verði þeir að þola að tilteknar fjárhagsupplýsingar sem varpa ljósi á viðskipti þeirra við hið opinbera verði gerðar opinberar. Að framangreindu virtu sé Isavia ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar aðgangi á grundvelli samkeppnissjónarmiða.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Isavia með erindi, dags. 26. ágúst 2021, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að Isavia léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Isavia barst úrskurðarnefndinni hinn 9. september 2021. Í umsögninni kemur fram að það sé ígrundað mat félagsins að gögnin innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni samkeppnisaðila á markaði fyrir hópbílaakstur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á markaði fyrir farþegaflutninga milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins sem falli undir undanþáguákvæði upplýsingalaga.<br /> <br /> Gögnin veiti mikilvægar upplýsingar um rekstrar- og kostnaðarforsendur þeirra aðila sem upplýsingarnar varða, geti veitt upplýsingar um einingaverð og skipti miklu máli fyrir samkeppnisstöðu þessara aðila. Um sé að ræða upplýsingar sem samkeppnisaðilar hafi að jafnaði ekki undir höndum í samkeppni og geti skipt verulegu máli í ákvarðanatöku um daglegan rekstur og viðskipti. Þá hafi bæði félögin sem upplýsingarnar varða lagst gegn því að kæranda verði veittur aðgangur að gögnunum. Fái kærandi aðgang að umræddum upplýsingum sé einsýnt að tjón hljótist af enda sé kærandi í þeirri stöðu að nýta sér umræddar upplýsingar í samkeppni á þeim markaði sem umrædd félög starfa. Máli sínu til stuðnings vísar Isavia til úrskurðar úrskurðarnefndar upplýsingamála nr. 920/2020 þar sem uppi voru svipaðar aðstæður og hér um ræðir. <br /> <br /> Þá er vísað til þess að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni. Við mat á því hvort um mikilvægar og viðkvæmar upplýsingar sé að ræða hafi Samkeppniseftirlitið litið til þess hvort upplýsingarnar séu til þess fallnar að draga úr óvissu á markaðnum. Minni óvissa dragi úr sjálfstæði keppinauta í ákvarðanatöku og hamli samkeppni sem Isavia telur að afhending umræddra gagna geti orðið til. Til nánari skýringar á því hvað geti talist viðkvæmar upplýsingar telji Isavia rétt að líta til löggjafar um opinber innkaup en viðskiptasamband Isavia við aðila málsins byggir á útboði um aðstöðu hópferðabifreiða á Keflavíkurflugvelli sem fram fór árið 2017. Í 42. gr. reglugerðar um innkaup aðila er annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu, nr. 340/2017, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, komi fram að til viðkvæmra upplýsinga, sem fara skuli með sem trúnaðarupplýsingar, geti talist upplýsingar um rekstur, sértækar tæknilausnir, einingarverð, fjárhagsmálefni og viðskipti og aðrar þær upplýsingar sem skaðað geta hagsmuni fyrirtækisins ef aðgangur er veittur að þeim.<br /> <br /> Isavia mótmælir því að ekki geti verið um að ræða virka hagsmuni þar sem beiðni kæranda lýtur að upplýsingum vegna tímabils sem er þegar liðið. Um sé að ræða upplýsingar er varða fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila og byggi á virku viðskiptasambandi þeirra við Isavia enda sé sú gjaldtaka sem óskað er upplýsinga um og reikningar henni tengdir gefnir út á grundvelli gildandi samningssambands aðila. <br /> <br /> Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 23. september sama ár, kemur fram að 6.–10. gr. upplýsingalaga beri að skýra þröngt og að Isavia hafi ekki fært sannfærandi rök fyrir því að upplýsingunum skuli haldið leyndum á grundvelli þeirra ákvæða. Þá verði að horfa til þeirrar staðreyndar að umbeðnar upplýsingar séu til þess fallnar að varpa ljósi á ráðstöfun opinberra fjármuna og takmarkaðra gæða hjá fyrirtæki sem er í einokunarstöðu. Til hliðsjónar bendir kærandi á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað staðfest að rétturinn til upplýsinga um ráðstöfun opinberra hagsmuna sé ríkari en hagsmunir fyrirtækja af því að upplýsingunum sé haldið leyndum. Kærandi telur að úrskurður nr. 920/2020 styðji ekki við ákvörðun Isavia í þessu máli, heldur þvert á móti að Isavia skuli afhenda gögnin.<br /> <br /> Kærandi hafnar því sem fram kemur í umsögn Isavia um að afhending upplýsinganna geti falið í sér brot gegn 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða raskað samkeppni. Kærandi leggur áherslu á að 10. gr. samkeppnislaga takmarki ekki rétt almennings til upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 857/2019. Kærandi hafnar því jafnframt að umbeðnar upplýsingar geti talist viðkvæmar út frá sjónarmiðum um samkeppni. Í því sambandi ítrekar kærandi að gögnin varði fortíðarupplýsingar en ekki framtíðaráætlanir auk þess sem mun ítarlegri upplýsingar um rekstur fyrirtækjanna liggi nú þegar fyrir.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd óskaði eftir því með erindi til Isavia, dags. 4. apríl 2022, að nefndinni yrðu afhent þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Þau bárust hinn 9. maí 2022. Isavia staðfesti með erindi til nefndarinnar, dags. 16. maí sama ár, að eftirfarandi reikningar til Hópbíla og Allrahanda GL hefðu ekki verið gefnir út og lægju því ekki fyrir í bókhalds- og skjalakerfum félagsins:<br /> <br /> 1. Reikningar til Hópbíla hf. fyrir:<br /> <br /> • Fasta húsaleigu og aðstöðugjald fyrir þrjú nærstæði fyrir mars–desember 2020.<br /> • Fjarstæði fyrir apríl–júní og september–desember 2020.<br /> • Veltutengda húsaleigu og aðstöðugjald fyrir apríl–desember 2020.<br /> <br /> 2. Reikningar til Allrahanda GL ehf. fyrir: <br /> <br /> • Fjarstæði fyrir apríl–júní og september–desember 2020.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæranda hefur í máli þessu verið synjað um aðgang að gögnum sem sýna fram á hvað tvö hópbílafyrirtæki greiddu til Isavia ohf. í gjöld vegna afnota af svonefndum nær- og fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu 1. mars 2019 til 30. desember 2020. Synjun Isavia styðst fyrst og fremst við 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Um aðgang kæranda að gögnum í máli þessu fer skv. 5. gr. upplýsingalaga, en í 1. mgr. segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í 2. málsl. 9. gr. kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings skv. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir meðal annars:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Í athugasemdunum segir jafnframt um 2. málsl. greinarinnar:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir tengjast ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Isavia er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem annast rekstur og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Hluti af starfsemi félagsins er rekstur bílastæðaþjónustu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hópferðabílar sem stunda áætlunarakstur milli flugstöðvarinnar og höfuðborgarsvæðisins aka frá nærstæðum, sem eru fyrir utan flugstöðina, og fjarstæðum, sem eru 200 til 300 metra frá flugstöðinni. Kærandi og Hópbílar hf. voru hlutskörpust í útboði sem Isavia stóð fyrir árið 2017, þar sem þeim tveimur var veitt aðstaða fyrir áætlunarakstur til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, bæði við flugstöðina á nærstæðum og innan hennar í formi aðstöðu til farmiðasölu. Félögin tvö greiða Isavia þóknun sem nemur tilteknu hlutfalli af andvirði seldra miða. Fyrir notkun á fjarstæðum greiða hópbílafyrirtæki gjald samkvæmt gjaldskrá. Gildandi gjaldskrá er frá 1. nóvember 2018 og er aðgengileg á vef Isavia. Bæði Hópbílar hf. og Allrahanda GL ehf. aka frá fjarstæðum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem Isavia afhenti nefndinni og kæranda var synjað um aðgang að. Gögnin samanstanda af reikningum sem Isavia gaf út annars vegar til Hópbíla hf. og hins vegar til Allrahanda GL ehf. á tímabilinu 1. mars 2019 til 31. desember 2020, fyrir notkun á nær- og fjarstæðum. Svo sem nánar greinir í umfjöllun um málsmeðferð að framan voru ekki gefnir út reikningar til félaganna tveggja á nánar tilgreindu tímabili árið 2020.<br /> <br /> Það er mat nefndarinnar, með vísan til framangreinds, að gögnin teljist ekki varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem fyrir koma í gögnunum og að 9. gr. upplýsingalaga standi því þannig ekki í vegi að upplýsingarnar verði afhentar kæranda. Það er vandséð að mati nefndarinnar að hvaða leyti afhending upplýsinganna kynni að valda þeim lögaðilum sem koma fyrir í gögnunum tjóni. Þá hefur Isavia ekki rökstutt það með fullnægjandi hætti að afhendingin ylli tjóni og þá hve mikið það gæti orðið. Í því sambandi verður að telja að almenn tilvísun til þess að upplýsingarnar varði samkeppnisrekstur og að afhending þeirra geti valdið tjóni felli ekki í sér nægilegan rökstuðning að þessu leyti. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur jafnframt fram að þótt sá sem upplýsingar varðar leggist gegn afhendingu þeirra er það sjálfstætt mat opinbers aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga að leggja mat á það hvort skilyrði séu til þess að undanþiggja upplýsingar aðgangi á grundvelli 9. gr. laganna. Tilgangur þess að óska eftir afstöðu þess sem upplýsingar varða er að upplýsa málið með fullnægjandi hætti en einnig að gera aðilanum viðvart um að óskað hafi verið eftir upplýsingunum. Slík álitsumleitun getur einnig leitt til þess að sá sem upplýsingar varða samþykki að þær verði gerðar opinberar.<br /> <br /> Þá er til þess að líta, svo sem kærandi hefur bent á, að ýmsar upplýsingar í tengslum við þau gögn sem óskað hefur verið eftir eru þegar aðgengilegar opinberlega, svo sem upplýsingar um miðaverð viðkomandi hópbílafyrirtækja, ársreikningar þeirra, hve hátt hlutfall af andvirði seldra miða Hópbílar hf. greiðir til Isavia fyrir nærstæði, gildandi gjaldskrá fyrir fjarstæði, sem og nýlegar upplýsingar um markaðshlutdeild viðkomandi aðila á markaði fyrir áætlunarferðir á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Þá varða upplýsingarnar jafnframt tímabil sem er liðið, þótt vissulega byggist greiðslur að hluta til á gildandi samningssambandi milli Isavia og umræddra aðila.<br /> <br /> Loks er óhjákvæmilegt að líta til þess að Isavia er opinbert hlutafélag. Rekstur bílastæðaþjónustu við Keflavíkurflugvöll og Flugstöð Leifs Eiríkssonar felur í sér ráðstöfun takmarkaðra gæða í eigu hins opinbera, a.m.k. að því er varðar þau nærstæði sem standa fyrir utan flugstöðina. Almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig staðið er að slíkri starfsemi og að um hana ríki gagnsæi. Þá þurfa lögaðilar sem eiga í viðskiptum við hið opinbera hverju sinni að vera búnir undir það að upplýsingar um þeirra starfsemi verði gerðar opinberar, innan þeirra marka sem upplýsingalög setja, þótt það kunni að valda þeim einhverju óhagræði. Hefur það margsinnis verið staðfest í úrskurðarframkvæmd nefndarinnar.<br /> <br /> Isavia nefnir að Samkeppniseftirlitið hafi talið að móttaka eða miðlun sambærilegra upplýsinga geti falið í sér brot á 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, eða að slíkt geti hið minnsta raskað samkeppni. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að réttur til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá aðila sem heyrir undir gildissvið upplýsingalaga, líkt og Isavia gerir óumdeilanlega, verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. upplýsingalaga, eða ef sérstök þagnarskylduákvæði í öðrum lögum girða fyrir að heimilt sé að afhenda gögnin, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ljóst er að hið síðara á ekki við í máli þessu; 10. gr. samkeppnislaga, er lýtur að banni við ólögmætu samráði, telst ekki vera sérstakt þagnarskylduákvæði. <br /> <br /> Á hinn bóginn kann að vera gagnlegt að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga við mat á því hvort gögn skuli undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, enda leggur hin síðarnefnda grein bann við afhendingu upplýsinga um viðskiptahagsmuni lögaðila á borð við viðkvæmar upplýsingar um samkeppnisstöðu hans. Úrskurðarnefndin hefur í þessu máli litið til þess við mat sitt hvort birting gagnanna kynni að raska samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem gögnin varða, eða raskað eðlilegri samkeppni að öðru leyti. Telur nefndin að birting gagnanna sé ekki til þess fallin að raska samkeppnishagsmunum verði kæranda heimilaður aðgangur að þeim.<br /> <br /> Að því er varðar vísun Isavia til 42. gr. reglugerðar um innkaup aðila er annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu, nr. 340/2017, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup, nr. 120/2016, telur úrskurðarnefndin að atriði sem þar eru talin upp kunni að vera samþýðanleg upplýsingum sem óheimilt sé að afhenda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur nefndin að þær upplýsingar sem kæranda hefur verið synjað um í máli þessu heyri ekki þar undir, enda er það niðurstaða nefndarinnar að ekkert sé fram komið í málinu sem sé til þess fallið að skaða hagsmuni þeirra fyrirtækja sem upplýsingarnar varða ef aðgangur er veittur að þeim, svo vitnað sé til orðalags 42. gr. framangreindrar reglugerðar.<br /> <br /> Í ljósi alls framangreinds telur úrskurðarnefndin að Isavia hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum í málinu á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þá standa önnur ákvæði laga því ekki í vegi að kæranda verði afhent gögnin. Verður Isavia því gert að afhenda kæranda þau gögn sem honum var synjað um aðgang að. </p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun Isavia ohf., dags. 29. júlí 2021, er felld úr gildi. Isavia er skylt að veita A lögmanni, f.h. Hópbifreiða Kynnisferða ehf., aðgang að gögnum sem sýna hvað Allrahanda GL ehf. og Hópbílar hf. greiddu í gjöld vegna afnota af nær- og fjarstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu 1. mars 2019 til 31. desember 2020.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1077/2022. Úrskurður frá 1. júní 2022 | Kærandi óskaði eftir tilteknum gögnum við Ísafjarðarbæ. Ísafjarðarbær taldi beiðnina vera svo til samhljóða beiðni sem kærandi hefði áður sent bænum, sem hefði verið svarað með fullnægjandi hætti. Úrskurðarnefndin taldi að beiðni kæranda væri a.m.k. að hluta til beiðni um gögn sem ekki hafði verið óskað eftir áður. Ekki lá fyrir að Ísafjarðarbær hefði afgreitt beiðnina með fullnægjandi hætti, svo sem með því að afmarka beiðnina við fyrirliggjandi gögn í vörslum sveitarfélagsins og meta rétt kæranda til aðgangs að þeim með hliðsjón af takmörkunarákvæðum laganna og hvort veita skuli aðgang að gögnum að hluta til. Var því ekki hjá því komist að vísa beiðni kæranda til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 1. júní 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1077/2022 í máli ÚNU 21080008. </p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 16. ágúst 2021, kærði A, f.h. Miðvíkur ehf., ófullnægjandi afgreiðslu Ísafjarðarbæjar á beiðni hans um gögn. Kærandi er eigandi hluta jarðarinnar Látra í Aðalvík, sem telst hluti af friðlandi á Hornströndum. Nokkur hús eru á svæðinu, þar á meðal nokkur smáhýsi í fjörukambinum. Kærandi óskaði hinn 22. febrúar 2019 eftir tilteknum gögnum í tengslum við svæðið. Erindi kæranda fylgdu átta viðaukar. Ísafjarðarbær svaraði því erindi hinn 28. maí 2019 og afhenti kæranda samhliða því tiltekin gögn.<br /> <br /> Hinn 23. júní 2019 óskaði kærandi að nýju eftir gögnum í tengslum við svæðið. Erindið var að hluta til samhljóða erindi kæranda frá 22. febrúar sama ár en jafnframt var í erindinu óskað eftir gögnum sem ekki hafði verið óskað eftir áður. Farið var fram á að eftirfarandi gögn yrðu afhent:<br /> <br /> 1. Smáhýsi B.<br /> <br /> a. Leyfi Umhverfisstofnunar til B frá árinu 2002 til að reisa smáhýsið, auk gagna sem leyfinu tengjast á borð við umsagnir Umhverfisstofnunar, Hornstrandanefndar o.fl.<br /> b. Hvort það hafi fengist staðfest að C, fyrrverandi byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hafi tjáð B að ekki þyrfti byggingarleyfi fyrir smáhýsi á Látrum.<br /> c. Öll önnur gögn varðandi smáhýsi B en þau sem tilgreind voru í viðauka nr. 5 með erindi kæranda til Ísafjarðarbæjar frá 22. febrúar 2019.<br /> <br /> 2. Smáhýsi D.<br /> <br /> a. Öll gögn varðandi smáhýsi D sem hann reisti við Nessjó, að sögn kæranda í leyfisleysi, árið 2014. Bygging smáhýsisins hafi verið tilkynnt til lögreglunnar á Ísafirði árið 2014 og til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.<br /> <br /> 3. Smáhýsi (beitningaskúr) E.<br /> <br /> a. Umsókn E, dags. 26. júlí 2006, um að byggja geymsluhús við sumarhús sitt, ásamt teikningum.<br /> b. Umsögn Umhverfisstofnunar sem tekin hafi verið fyrir á fundi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar hinn 27. september 2006.<br /> c. Bréf Ísafjarðarbæjar til E, dags. 16. október 2006.<br /> d. Samþykki meðeigenda sumarhússins, dags. 30. október 2006.<br /> e. Samþykki Ísafjarðarbæjar fyrir framkvæmdinni (líklega frá janúar 2007).<br /> f. Önnur gögn sem varða málið.<br /> <br /> 4. Smáhýsi F.<br /> <br /> a. Gögn sem hafi orðið til frá því bréf var sent til F hinn 24. júní 2014 um að hann skyldi annaðhvort fjarlægja smáhýsi, sem hann reisti árið 2012, eða afla heimildar frá landeigendum fyrir skúrnum innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins.<br /> <br /> 5. Gögn sem vísað er til í bréfi Umhverfisstofnunar frá 13. júní 2007 um ósk G um að fá að byggja skýli á Látrum í Aðalvík.<br /> <br /> a. Teikningar af fyrirhuguðu skýli.<br /> b. Staðfesting frá félaginu Nesið á Látrum í Aðalvík, þar sem veitt er leyfi fyrir skýlinu á lóð 27 samkvæmt uppdrætti H.<br /> c. Umsögn Hornstrandanefndar um erindið.<br /> d. Leyfi allra landeigenda, svo sem óskað er eftir í umsögn Umhverfisstofnunar.<br /> e. Leyfi eða umsögn Fornleifaverndar ríkisins, svo sem óskað er eftir í umsögn Umhverfisstofnunar.<br /> <br /> 6. Gögn í tengslum við fund skipulags- og mannvirkjanefndar hinn 24. september 2014.<br /> <br /> a. Minnisblað frá bæjarlögmanni Ísafjarðarbæjar, sem skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir á fundinum, vegna erindis kæranda, dags. 26. ágúst sama ár, þar sem þess var farið á leit að Ísafjarðarbær léti fjarlægja tiltekið hús á Látrum.<br /> b. Allar aðrar upplýsingar sem komið hefðu fram frá bæjarlögmanni vegna málsins.<br /> c. Umsögn Umhverfisstofnunar um erindi kæranda.<br /> d. Allar aðrar upplýsingar sem komið hefðu fram frá Umhverfisstofnun vegna málsins.<br /> <br /> 7. Gögn um fund eigendahóps Sjávarhússins á Látrum með bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, sem fram fór í apríl 2015.<br /> <br /> 8. Hvers vegna tölvupóstur frá I til J hafi fylgt svari frá Ísafjarðarbæ til kæranda hinn 28. maí 2019.<br /> <br /> Kærandi ítrekaði erindi sitt hinn 9. júlí 2019. Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar, dags. 14. ágúst 2019, var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindi kæranda. Með erindi, dags. 4. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir stöðu málsins. Var honum tjáð samdægurs að svar við fyrirspurninni myndi berast fljótlega. Í lok maí 2020 barst kæranda svo erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa sem varðaði aðra fyrirspurn kæranda sem er ekki hluti af þessu máli. Frá því þá kveðst kærandi ekki hafa heyrt frá Ísafjarðarbæ.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Ísafjarðarbæ með erindi, dags. 24. ágúst 2021, og því beint til sveitarfélagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið, og ekki síðar en 7. september 2021. Úrskurðarnefndin ítrekaði erindi sitt tvívegis, dags. 14. september og 27. september 2021. <br /> <br /> Úrskurðarnefndinni barst svar frá sveitarfélaginu, dags. 29. september 2021, þess efnis að kæranda hefðu verið afhent öll þau gögn sem hann ætti rétt á. Hinn 6. október sama ár barst nefndinni annað erindi Ísafjarðarbæjar með afriti af gögnum sem kæranda hefðu verið afhent. Þau gögn tilheyrðu hins vegar annarri gagnabeiðni kæranda, sem ekki er til umfjöllunar í þessu máli. Í erindi Ísafjarðarbæjar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. desember 2021, kom fram að gagnabeiðni kæranda væri í öllum meginatriðum endurtekning á beiðni hans frá því í febrúar 2019, sem hefði verið svarað í maí sama ár. Það væri því ekki svo að kæranda hefðu ekki borist nein svör við gagnabeiðnum sínum.<br /> <br /> Ísafjarðarbær setti sig í samband við kæranda með erindi, dags. 5. janúar 2022. Kom þar fram að málið byggðist á misskilningi; með bréfi kæranda hinn 22. febrúar 2019 hefði verið óskað eftir fjöldamörgum gögnum. Því bréfi hafi verið svarað hinn 28. maí 2019 og svarinu fylgt þau gögn sem óskað hafði verið eftir og rétt þótti að afhenda. Í beiðni kæranda, dags. 23. júní 2019, hafi í meginatriðum verið óskað eftir sömu gögnum og með erindinu í febrúar sama ár. Af hálfu Ísafjarðarbæjar væri því litið svo á að svarið frá 28. maí 2019 væri einnig svar við beiðni kæranda frá 23. júní sama ár.<br /> <br /> Kærandi gerði athugasemdir við erindi Ísafjarðarbæjar með erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 10. janúar 2022. Kom þar fram að í erindi kæranda frá 23. júní 2019 væri að hluta til óskað eftir gögnum sem ekki hefði verið óskað eftir í erindinu frá því í febrúar sama ár. Þannig hefði erindi sveitarfélagsins frá því í maí 2019 ekki verið svar við þeim hluta beiðninnar.<br /> <br /> Með erindum, dags. 11. og 12. maí 2022, var þess farið á leit við kæranda og Ísafjarðarbæ að úrskurðarnefndinni yrðu afhent þau gögn sem fylgdu svari sveitarfélagsins til kæranda hinn 28. maí 2019. Gögnin bárust frá kæranda hinn 13. maí 2022 og frá Ísafjarðarbæ hinn 17. maí sama ár.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að kærandi óskaði eftir tilteknum gögnum varðandi Látra í Aðalvík hjá Ísafjarðarbæ hinn 22. febrúar 2019. Í svarbréfi Ísafjarðarbæjar, dags. 28. maí 2019, kom fram að samhliða bréfinu yrðu afhent fyrirliggjandi gögn, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, en að öðru leyti vísað til „takmarkana á upplýsingarétti er leiða af II. kafla sömu laga“. Ekki var að finna frekari umfjöllun um beiðni kæranda í svarinu, til að mynda hvort öll fyrirliggjandi gögn sem heyrðu undir beiðni kæranda hefðu verið afhent eða hvort fyrir lægju gögn hjá sveitarfélaginu sem ekki yrðu afhent og þá á hvaða grundvelli.<br /> <br /> Þau gögn sem fylgdu svarbréfi Ísafjarðarbæjar voru m.a. fundarbókanir af fundum skipulags- og mannvirkjanefndar og bæjarráðs frá 2014 til 2019 vegna meintra óleyfisframkvæmda á Látrum í Aðalvík, samskipti Ísafjarðarbæjar við eigendur Sjávarhússins, úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 116/2016, og bréf Umhverfisstofnunar til Ísafjarðarbæjar, dags. 13. júní 2007.<br /> <br /> Beiðni kæranda til Ísafjarðarbæjar, dags. 23. júní 2019, var að hluta til ósk um sömu gögn og hann hafði óskað eftir í erindi sínu í febrúar en ekki fengið afhent í maí, sbr. framangreint, en að auki ósk um gögn sem ekki hafði verið óskað eftir áður. Fullyrðing Ísafjarðarbæjar um að gagnabeiðni kæranda frá því í júní hafi að meginstefnu verið samhljóða beiðni kæranda frá því í febrúar og að sveitarfélagið hafi því verið búið að svara beiðninni með fullnægjandi hætti stenst því ekki skoðun að mati úrskurðarnefndarinnar. Því til viðbótar fær úrskurðarnefndin ekki séð að þau gögn sem afhent voru í maí séu gögn sem kærandi hafi óskað eftir í erindi sínu frá 23. júní.<br /> <br /> Að framangreindu virtu skortir að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verulega á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, sbr. einnig 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Því verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Ísafjarðarbæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <br /> Við þá afgreiðslu ber sveitarfélaginu að afgreiða beiðni kæranda í samræmi við 15. gr. upplýsingalaga, sem felur eftir atvikum í sér að afmarka beiðnina við fyrirliggjandi gögn í vörslum sveitarfélagsins og meta rétt kæranda til aðgangs að þeim með hliðsjón af takmörkunarákvæðum laganna og hvort veita skuli aðgang að gögnum að hluta til, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Vakin er athygli á því að um aðgang kæranda að a.m.k. hluta gagnanna kann að fara samkvæmt III. kafla upplýsingalaga, sem fjallar um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Sá réttur er ríkari en upplýsingaréttur almennings skv. II. kafla sömu laga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál biðst velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á úrlausn málsins en leggur hins vegar áherslu á að meðferð málsins hjá Ísafjarðarbæ verði hraðað eins og kostur er í ljósi þeirra tafa sem þegar hafa orðið á því að kærandi fái efnislega úrlausn í máli sínu. Nefndin áréttar að kærandi getur leitað til nefndarinnar að nýju ef dráttur verður á afgreiðslu málsins hjá Ísafjarðarbæ.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Beiðni A, f.h. Miðvíkur ehf., dags. 23. júní 2019, er vísað til Ísafjarðarbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1076/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022 | Hagstofa Íslands synjaði kæranda um aðgang að upplýsingum um árlegar tölur með skiptingu í allar flokkunarbreytur fyrir fjölda foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsökum. Synjun Hagstofunnar byggist á 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007, þar sem kveðið er á um þagnarskyldu um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að líta bæri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, sem gengi framar ákvæðum upplýsingalaga. Var því óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1076/2022 í máli ÚNU 21100009.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 20. október 2021, kærði A, f.h. Félags um foreldrajafnrétti, synjun Hagstofu Íslands á beiðni um aðgang að upplýsingum um foreldra sem hafa andast. Með erindi, dags. 19. október 2021, óskaði formaður Félags um foreldrajafnrétti eftir aðgangi að upplýsingum í tengslum við töfluna „Fjöldi foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsök samtalanna áranna 2009–2019“, sem finna mætti á vef Hagstofunnar. Nánar tiltekið var þess farið á leit að fá að sjá töfluna þannig að upplýsingarnar væru sundurgreindar eftir árum, þ.e. fyrir hvert ár á bilinu 2009 til 2019 auk ársins 2020. Beiðninni var synjað sama dag. Kom þar fram að Hagstofa Íslands gæfi ekki út tölurnar sundurgreindar eftir árum þar sem þá yrðu upplýsingarnar persónugreinanlegar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að krafist sé aðgangs að upplýsingum sem sýni fjöldatölur fyrir hvert ár framangreinds tímabils, fyrir allar flokkunarbreytur sem liggja töflunni til grundvallar. Ástæða þess að félagið óski eftir upplýsingunum sé sú að það vinni að rannsókn á fjárhags- og heilsufarslegum högum foreldra á Íslandi. Einn þáttur rannsóknarinnar sé að kanna dánarmein (tíðni og dreifingu) einstaklinga sem eigi börn. Meta þurfi dánartíðni og tíðni einstakra dánarmeina foreldra í samanburði við tíðni og dreifingu meðal samanburðarhóps af sama kyni og aldursbili. Vísbendingar séu um tengsl efnahagsástands við tíðni ákveðinna dánarmeina en árlegar tölur séu forsenda fyrir því að hægt sé að full kanna slík tengsl og hvort það að vera foreldri hafi áhrif umfram samanburðarhóp.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Hagstofu Íslands með erindi, dags. 21. október 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. <br /> <br /> Umsögn Hagstofu Íslands barst úrskurðarnefndinni hinn 5. nóvember 2021. Í henni kemur fram að ákvörðun Hagstofunnar lúti að því að vinna ekki sérvinnslu um árlegar tölur með skiptingu í allar flokkunarbreytur fyrir fjölda foreldra sem andist eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsökum. Í 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007, komi fram að þagnarskylda ríki um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Slíkar upplýsingar teljist trúnaðargögn og skuli þær einvörðungu notaðar til hagskýrslugerðar.<br /> <br /> Þær hagtölur sem um ræðir hafi Hagstofan unnið á grundvelli gagna um dánarmein og lýðfræði íbúa. Hagtölurnar séu birtar á vef Hagstofunnar í töflu sem sýnir samtölur tímabilsins 2009–2019 vegna sex flokka dánarmeina. Við framsetningu gagna hafi verið lögð til grundvallar sjónarmið sem snúa að trúnaðarskyldum Hagstofunnar við miðlun hagskýrslna, sbr. 2. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 en þar stendur: „Við birtingu og miðlun hagskýrslna skal svo sem frekast er unnt komið í veg fyrir að rekja megi upplýsingar til tilgreindra einstaklinga eða lögaðila“. Vegna þess hve fá stök séu á bak við umrædda greiningu sé mikill greinanleiki í gögnum þó að persónuauðkenni séu fjarlægð og því mat Hagstofunnar að gögnum sé best miðlað með samanteknum upplýsingum fyrir lengra tímabil. Í því samhengi sé rétt að ítreka framangreinda lagaskyldu Hagstofunnar um að gæta að trúnaði við miðlun gagna sem enn fremur megi finna í öðrum samþykktum, lögum og reglum sem gilda um opinbera hagskýrslugerð. Þessi sömu sjónarmið eiga við um sérvinnslur og geti Hagstofan því ekki orðið við umræddri beiðni Félags um foreldrajafnrétti þar sem niðurstöður myndu fela í sér greinanleika umfram það sem ásættanlegt er.<br /> <br /> Umsögn Hagstofunnar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 10. nóvember 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 25. nóvember 2021, er því hafnað að afhending upplýsinganna myndi fela í sér meiri greinanleika en það sem ásættanlegt geti talist. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um árlegar tölur með skiptingu í allar flokkunarbreytur fyrir fjölda foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsökum, sbr. töflu sem birt er á vef Hagstofu Íslands sem ber heitið „Fjöldi foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsök samtala áranna 2009–2019“. Synjun Hagstofunnar byggist á 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007, þar sem kveðið er á um þagnarskyldu um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda, hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingarnar sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga, eins og segir í almennum athugasemdum við frumvarpið sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012.<br /> <br /> 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð hljóðar svo:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Þagnarskylda ríkir um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Slíkar upplýsingar teljast trúnaðargögn og skulu þær einvörðungu notaðar til hagskýrslugerðar. Óheimilt er að afhenda þær öðrum stjórnvöldum, ákvæði annarra laga um aðgang stjórnvalda að gögnum víkja fyrir þessu ákvæði og þær lúta ekki aðgangi samkvæmt upplýsingalögum. Sama gildir um upplýsingar um einstaklinga og lögaðila í opinberum skrám sem Hagstofan nýtir til hagskýrslugerðar og upplýsingar sem verða til við samtengingu skráa skv. 9. gr. Þegar um stjórnsýsluupplýsingar er að ræða er Hagstofunni þó heimilt að veita hlutaðeigandi stjórnvaldi upplýsingar úr gögnum sem það hefur áður tekið þátt í að safna eða látið henni í té.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila, auk upplýsinga um einstaklinga og lögaðila í opinberum skrám sem Hagstofan nýtir til hagskýrslugerðar og upplýsingar sem verða til við samtengingu skráa skv. 9. gr laga nr. 163/2007. Úrskurðarnefndin hefur áður slegið því föstu að um sérstakt þagnarskylduákvæði sé að ræða í úrskurði sínum nr. 754/2018. Að auki kemur það berum orðum fram að slíkar upplýsingar lúti ekki aðgangi samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í skýringum Hagstofunnar hefur komið fram að þær hagtölur sem liggja að baki töflunni „Fjöldi foreldra sem andast eftir kyni, aldursflokkum og dánarorsök samtala áranna 2009–2019“ hafi Hagstofan unnið á grundvelli gagna um dánarmein og lýðfræði íbúa. Úrskurðarnefndin telur að það sé hafið yfir vafa að um sé að ræða upplýsingar sem Hagstofan hefur safnað til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga, í skilningi 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. Taka upplýsingalög því ekki til þessara gagna og réttur til aðgangs að þeim verður ekki byggður á upplýsingalögum. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæru A, f.h. Félags um foreldrajafnrétti, dags. 20. október 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1075/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022 | Deilt var um afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni um gögn sem varða lokun starfsemi og sölu húsnæðis við Brákarbraut sem var í eigu sveitarfélagsins. Beiðni kæranda um yfirlit úr málaskrá yfir öll gögn sveitarfélagsins vegna málsins á tilteknu tímabili var hafnað. Þá taldi sveitarfélagið sér óheimilt að veita kæranda aðgang gögnum varðandi tilboð sem sveitarfélaginu hefði borist í eignir við Brákarbraut með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Borgarbyggð væri skylt að veita kæranda aðgang að yfirliti yfir gögn í málaskrá sem varða lokun á starfsemi við Brákarbraut. Þá var það mat nefndarinnar að gögn um tilboð í eignir við Brákarbraut teldust ekki veita svo viðkvæmar upplýsingar um fjármál viðkomandi aðila að óheimilt sé að veita aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Var Borgarbyggð því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum, en kærunni að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1075/2022 í máli ÚNU 21080001.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 2. ágúst 2021, kærði A, f.h. Ikan ehf., synjun Borgarbyggðar á beiðni hans um aðgang að gögnum sem varða húsnæði í eigu sveitarfélagsins.<br /> <br /> Þann 14. apríl 2021 óskaði kærandi eftir gögnum varðandi þá ákvörðun að loka starfsemi og innsigla húsnæði við Brákarbraut 25–27 en hann óskaði einkum eftir gögnum sem sýndu samskipti sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra vegna málsins og svo yfirliti yfir gögn úr málaskrá yfir öll erindi sem sveitarfélaginu hefðu borist og það sent frá sér frá 1. nóvember 2020 til 2. apríl 2021, vegna málsins. Beiðnin var ítrekuð og nánar útlistuð með erindum, dags. 19. apríl, 29. apríl og 5. maí 2021. Þegar beiðnunum hafði ekki verið svarað þann 5. júlí 2021 kærði Ikan ehf. afgreiðslutafir til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin kynnti Borgarbyggð kæruna en þann 15. júlí 2021 svaraði sveitarfélagið því að yfirlit, yfir öll erindi sem sveitarfélaginu hefðu borist, teldist ekki til gagna sem almenningur hefði rétt til aðgangs að, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Önnur umbeðin gögn sem til væru hjá sveitarfélaginu hefðu þegar verið afhent kæranda með erindi slökkviliðsstjóra til kæranda, dags. 23. mars 2021, eða væru þegar aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar með fundargerðum byggðarráðs Borgarbyggðar. Þá taldi sveitarfélagið sér óheimilt að veita kæranda aðgang gögnum varðandi tilboð sem sveitarfélaginu hefði borist í eignir við Brákarbraut, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem kæran laut að afgreiðslutöfum og beiðnin hafði verið afgreidd var málið fellt niður hjá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Kærandi kærði þessa afgreiðslu Borgarbyggðar en hann telur svar sveitarfélagsins bera með sér að ætlunin sé að auka á óreiðu varðandi hvað sé til af gögnum hjá sveitarfélaginu varðandi það mál sem gagnabeiðni beinist að. Borgarbyggð velji að vitna til gagna sem slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar eigi að hafa sent kæranda samkvæmt beiðni. Yfir þau gögn sé engin skrá til, eða yfirlit frá sendanda, um hvaða gögn hann hafi sent og hver ekki, þannig að ómögulegt sé að glöggva sig á því um hvaða gögn sé rætt. Slökkviliðsstjórinn í Borgarbyggð sé sjálfstætt stjórnvald og eigi að halda skrá yfir inn komin og send erindi frá embættinu, eigi að hafa sína eigin málaskrá, sem embættið hafi ekki.<br /> <br /> Eftir að hafa farið yfir gögnin sem Borgarbyggð afhenti segir kærandi að í ljós hafi komið fjöldi tölvupósta, á milli embættis slökkviliðsstjóra og stjórnsýslu Borgarbyggðar, sem áður hafði verið sagt að væru ekki til eða til afhendingar. Borgarbyggð geti ekki leyft sér að svara með því að vitna til óskilgreindra gagna sem annað stjórnvald hafi afhent. Ekki verði annað séð en markmiðið sé einvörðungu að valda ruglingi og óreiðu. Kærandi kveðst hafa beðið um að fá afrit/útprentun úr málaskrá sveitarfélagsins, svo hann geti glöggvað sig á hvaða gögn séu til og hvaða gögn sé ekki verið að afhenda. Í svari Borgarbyggðar sé vitnað til 5. gr. upplýsingalaga neituninni til stuðnings, þrátt fyrir að í 5. gr. segi í 2. tölul. 2 mgr. að sá er biðji um gögn hjá stjórnvaldi eigi rétt á að fá afrit af dagbókarfærslum sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Kærandi gerir kröfu um að nefndin úrskurði um aðgang að þeim gögnum og geri stjórnvaldinu að afhenda þau, upplistuð.<br /> <br /> Varðandi synjun sveitarfélagsins á beiðni um gögn er lúta að tilboði í eignirnar fer kærandi fram á úrskurð nefndarinnar um hvort stjórnvaldinu sé heimilt að hafna beiðni um umrædd gögn. Varðandi afrit af tölvupóstum, eða af samskiptum við lögmann, eða starfsfólk stjórnsýslu Borgarbyggðar, sem fram kom í svarinu að yrðu afhent segir kærandi að þau hafi í raun ekki verið afhent og fer hann fram á úrskurð nefndarinnar um aðgang að þeim gögnum.<br /> <br /> Kærandi segir fleiri dæmi í þeim gögnum sem honum hafi borist þar sem finna megi tölvupóst sem stjórnvaldið sendi en ekki svarið við viðkomandi tölvupósti. Til dæmis í skjali nr. 19 þar sem ekki komi fram dagsetning tölvupósts frá sveitarstýru til tiltekins starfsmanns Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, og ekki svar starfsmanns HMS við beiðni sveitarstýru. Ekkert verði fullyrt um hvort viðkomandi hafi svarað en kærandi vilji láta reyna á það. Hann segir það eiga að koma fram í gögnum samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingarlaga, þegar þau verði afhent.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Borgarbyggð með erindi, dags. 3. ágúst 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Borgarbyggðar barst úrskurðarnefndinni hinn 9. september 2021. Þar segir að kærandi geri kröfu um að sveitarfélagið taki saman skrá yfir þau gögn sem þegar hafi verið afhent í hægðarskyni fyrir kæranda. Vegna þessa sé bent á að sveitarfélagið telji sér ekki skylt að vinna sérstaka skrá yfir framangreint þar sem slíkt skjal teljist ekki til fyrirliggjandi gagns, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, enda eigi það að vera kæranda í lófa lagið að hafa sjálfur yfirsýn yfir þau gögn sem hann hafi þegar fengið send frá stofnunum sveitarfélagsins vegna málsins, þ.á m. gögn sem hann hafi fengið frá slökkviliðsstjóra þann 23. mars 2021. Sveitarfélagið telji sér þar með ekki skylt að útbúa nýtt skjal fyrir kæranda í framangreindum tilgangi, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. <br /> <br /> Sveitarfélagið ítrekaði þau sjónarmið sem fram komu í erindinu frá 15. júlí 2021 en afhenti úrskurðarnefndinni í trúnaði útprentun úr málaskrá og afrit af kauptilboðum í umræddar fasteignir. Varðandi samskipti sveitarfélagsins við lögmann þann sem vísað var til í bréfi kæranda segir að þau séu engin umfram það sem þegar hafi verið afhent kæranda. Þá liggi fyrir að kærandi hafi nú fengið öll gögn frá sveitarfélaginu sem varði umrætt mál. Ástæða þess að gögn hafi borist honum frá sveitarstjóra sem slökkviliðsstjóri taldi ekki vera til sé sú að þar sem það hafi ekki þótt svara kostnaði hingað til hafi Slökkvilið Borgarbyggðar ekki haft formlegt málaskrárkerfi til afnota. Þetta hafi valdið því að utanumhald um gögn og samskipti slökkviliðsins hafi að einhverju leyti verið ábótavant. Þetta standi til bóta og fyrirhugað sé að slíkt kerfi verði innleitt á næsta ári.<br /> <br /> Umsögn Borgarbyggðar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar frekari athugasemdir bárust.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni um gögn sem varða lokun starfsemi og sölu húsnæðis við Brákarbraut sem var í eigu sveitarfélagsins.<br /> <br /> Með erindi, dags. 4. apríl 2021, óskaði kærandi m.a. eftir yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins yfir öll erindi varðandi Brákarbraut 25–27 frá 1. nóvember 2020 til 2. apríl 2021. Í svari sveitarfélagsins sagði að slíkt yfirlit teldist ekki til gagna sem almenningur hefði rétt til aðgangs að. Sömuleiðis taldi kærandi óljóst hvaða gögn hann hefði þegar fengið afhent og fór fram á að sveitarfélagið sendi honum lista yfir þau. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að skylt er að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum til allra gagna sem mál varða, þ.m.t. endurrita af bréfum sem stjórnvald eða annar aðili samkvæmt I. kafla hefur sent, enda megi ætla að þau hafi borist viðtakanda. <br /> <br /> Rétturinn nær einnig til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Þannig er stjórnvöldum skylt að afhenda yfirlit yfir gögn í málaskrá sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, enda getur það gagnast þeim sem hyggst óska eftir gögnum við afmörkun á beiðni sinni, sbr. einnig 3. mgr. 15. gr. laganna. Í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. er þó tekið fram að stjórnvaldi sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn. Lögin leggja þannig ekki þá skyldu á stjórnvöld að útbúa sérstaklega lista yfir gögn sem hafa verið afhent. Samkvæmt þessu ber Borgarbyggð að veita kæranda aðgang að yfirliti yfir gögn í málaskrá sem varða lokun á starfsemi við Brákarbraut 25–27, frá 1. nóvember 2020 til 2. apríl 2021, en sveitarfélaginu verður ekki gert að taka saman sérstakan lista yfir þau gögn sem hafa verið afhent kæranda.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Meðal þeirra gagna sem kærandi óskaði eftir voru tilboð sem Borgarbyggð bárust í fasteignir sveitarfélagsins við Brákarbraut. Sveitarfélagið taldi sér óheimilt að verða við beiðninni og synjaði henni á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.<br /> <br /> Upplýsingar um kauptilboð geta talist varða fjármál einstaklinga. Í því felst þó ekki sjálfkrafa að rétt sé á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að halda þeim leyndum heldur þarf að meta hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt gagnvart þeim einstaklingi sem upplýsingarnar varða, að þær lúti leynd. Við matið þarf að vega saman hagsmuni viðkomandi einstaklings af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Einnig þarf að horfa til markmiða upplýsingalaga um aðhald að opinberum aðilum og gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna, sbr. 1. gr. laganna. Þá felur ákvæði 9. gr. í sér undantekningarreglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka hana þröngt.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér gögnin sem sveitarfélagið taldi heyra undir þennan hluta af beiðni kæranda. Annars vegar er um að ræða hefðbundið kauptilboð, dags. 18. febrúar 2021, og hins vegar tölvupóst dags. 22. apríl 2021, þar sem annar aðili lýsir áhuga á að kaupa eignir sveitarfélagsins við Brákarbraut, án þess að formlegt tilboð sé gert. Það er mat nefndarinnar að þessi gögn geti ekki talist veita svo viðkvæmar upplýsingar um fjármál viðkomandi aðila að óheimilt sé að veita aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og verður Borgarbyggð því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. <br /> <br /> Í ljósi þeirrar niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að kærandi eigi rétt til þess að fá umrædd gögn afhent á grundvelli hins almenna ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga telur nefndin ekki þörf á því að kanna hvort kærandi rétt til einhverra þeirra gagna sem heyra undir beiðnina á grundvelli 14. gr. sömu laga.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Að lokum taldi kærandi að Borgarbyggð hefði ekki afhent önnur umbeðin gögn, svo sem samskipti við lögmann eða starfsfólk stjórnsýslu Borgarbyggðar. Þá taldi kærandi að í einhverjum tilvikum hefðu svör við tölvupóstum sem sveitarfélagið sendi út ekki verið látin fylgja með. Sveitarfélagið ítrekaði hins vegar í umsögn sinni til nefndarinnar að öll önnur gögn sem til væru hefðu þegar verið afhent kæranda ýmist af hálfu sveitarfélagsins eða slökkviliðsstjóra, eða væru þegar aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar með fundargerðum byggðarráðs. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar Borgarbyggðar. <br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Í tilefni af athugasemdum kæranda um að skráningu slökkviliðsstjóra á gögnum hafi verið ábótavant bendir úrskurðarnefndin á að samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. <br /> <br /> Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Vísast í þessu sambandi einkum til ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Borgarbyggð er skylt að veita kæranda, A, f.h. Ikan ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum:</p> <ul> <li style="text-align: justify;">Yfirliti úr málaskrá sveitarfélagsins yfir öll erindi varðandi Brákarbraut 25–27, frá 1. nóvember 2020 til 2. apríl 2021.</li> <li style="text-align: justify;">Kauptilboði vegna Brákarbrautar 25, dags. 18. febrúar 2021.</li> <li style="text-align: justify;">Tölvupóstsamskiptum vegna viljayfirlýsingar til kaupa á Brákarbraut 25, dags. 22. apríl 2021.</li> </ul> <p style="text-align: justify;">Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1074/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022 | Sjúkratryggingar Íslands synjuðu beiðni kæranda um aðgang að samningi stofnunarinnar við Íslandshótel hf. um afnot af fasteign við Þórunnartún í Reykjavík um sérstaka hótelþjónustu fyrir einstaklinga í sóttkví vegna Covid-19-faraldursins. Ákvörðun Sjúkratrygginga byggðist á því að óheimilt væri að veita aðgang að samningnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um aðgang kæranda að samningnum færi skv. 14. gr. upplýsingalaga þar sem kærandi væri eigandi fasteignarinnar. Hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að samningnum voru taldir vega þyngra en hagsmunir Íslandshótela af því að hann færi leynt, m.a. þar sem samningurinn hefði verið gerður án samþykkis kæranda. Þá féllst úrskurðarnefndin ekki á að almannahagsmunir stæðu því í vegi að kæranda yrði veittur aðgangur að samningnum. Var Sjúkratryggingum því gert að afhenda kæranda samninginn. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1074/2022 í máli ÚNU 21070010</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 14. júlí 2021, kærði A lögmaður, f.h. Íþöku fasteigna ehf., synjun Sjúkratrygginga Íslands (hér eftir einnig SÍ) á beiðni hans um aðgang að samningi stofnunarinnar um afnot af fasteigninni Þórunnartúni 1 í Reykjavík um sérstaka hótelþjónustu fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í sóttkví vegna Covid-19-faraldursins.<br /> <br /> Kærandi óskaði með erindi til SÍ, dags. 20. maí 2021, eftir aðgangi að samningi sem SÍ virtust hafa gert við Fosshótel Reykjavík ehf. (hér eftir einnig FHR) og/eða að vera upplýstur um efni samningsins, sér í lagi um greiðslur SÍ fyrir afnotin af hótelinu.<br /> <br /> Í erindinu er forsaga málsins rakin. Íþaka fasteignir ehf. (hér eftir kærandi) sé eigandi að fasteigninni Þórunnartúni 1. Kærandi og FHR hafi gert með sér leigusamning í júlí 2013 um fasteignina undir hótelrekstur hins síðarnefnda aðila, sem þinglýst sé á eignina. Frá því í apríl 2020 hafi kærandi og FHR deilt um það hvort FHR sé skylt að greiða leigu meðan á Covid-19-faraldrinum stendur. FHR hafi ekki greitt leigu frá því í mars 2020, að frátöldum nokkrum mánuðum þar sem félagið hafi greitt ýmist 20% eða 50% leigu. <br /> <br /> Í lok mars 2021 hafi FHR fengið heimild til greiðsluskjóls. Skömmu síðar hafi verið fjallað um í fjölmiðlum að SÍ hefðu samið við FHR um leigu á hótelinu við Þórunnartún 1, án þess að kæranda væri að hans sögn tilkynnt um það eða óskað heimildar hans þar um. Samkvæmt 2. mgr. 7. gr. leigusamnings kæranda og FHR sé framleiga aðeins heimil með samþykki kæranda. Þá kemur enn fremur fram í sömu grein að samþykki skuli veitt svo fremi sem starfsemi framleigutaka samrýmist þeirri starfsemi sem tilgreind sé í 8. gr. leigusamningsins. Í 8. gr. segir að leigutaka sé aðeins heimilt að reka þá starfsemi í hinu leigða sem tilgreind sé í leigusamningnum en þar er ekki getið um sjúkrahótel eða sóttkvíarhótel. Í greininni kemur einnig fram að leigutaki skuli fá samþykki kæranda áður en hann breytir „í nokkru“ frá lýstri starfsemi í húsinu. Það hafi FHR ekki gert. <br /> <br /> Kærandi hafi verulega hagsmuni af því að fá afrit af framangreindum samningi því með honum sé verið að leigja ríkisstofnun afnot af fasteign í eigu kæranda en án samþykkis hans, til nota sem ekki eru í samræmi við leigusamning kæranda og FHR. Á sama tímabili sé FHR ekki að greiða fulla húsaleigu til kæranda og neiti að upplýsa hvaða tekjur það hafi af leigu á fasteign kæranda til SÍ. FHR sé í stórfelldum vanskilum með húsaleigu, engar tryggingar séu fyrir efndum leigusamningsins og hótelið sé nýtt til annars en um var samið. Allt séu þetta ástæður sem myndu veita kæranda heimild til að rifta leigusamningi aðila ef ekki væri fyrir greiðsluskjól FHR. <br /> <br /> SÍ synjaði kæranda um aðgang að samningnum með erindi, dags. 22. júní 2021. Í erindinu er rakið að SÍ hafi samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisráðherra verið falið að tryggja rými fyrir einstaklinga sem þurfa að sinna fyrirskipuðum sóttvörnum eða fara í sóttkví vegna Covid-19. Í apríl 2021 hafi SÍ gert samning við Íslandshótel hf., móðurfélag FHR, um afnot af nokkrum hótelum, sem rekin séu undir vörumerkinu Fosshótel. Meðal þeirra hótela sem félagið bauð afnot af var Fosshótel Reykjavík. Enginn samningur hafi hins vegar verið gerður við FHR. Því gætu SÍ, þegar af þeirri ástæðu, ekki orðið við kröfu kæranda um afhendingu samningsins.<br /> <br /> Þá tóku SÍ fram að kærandi gæti ekki byggt aðgang að samningnum á 14. gr. upplýsingalaga, um rétt til aðgangs að upplýsingum um aðila sjálfan; SÍ könnuðust ekki við að gerður hefði verið samningur eða samkomulag við kæranda, hvorki um leigu á húsnæði né aðgang að hótelherbergjum að Þórunnartúni 1 eða annars staðar, eða að í gögnum SÍ væri að finna upplýsingar um kæranda sem kynni að veita honum rétt á grundvelli 14. gr. laganna.<br /> <br /> SÍ hafi óskað eftir afstöðu Íslandshótela hf. (hér eftir einnig ÍH) sem hafi lagst gegn afhendingu samningsins. Í viðbrögðum félagsins hafi m.a. komið fram að þeir samningar sem gerðir hefðu verið við SÍ um afnot af einstaka hótelum hafi verið gerðir við sérstakar aðstæður og á sérstökum tímum. Þá hafi ÍH bent á að félagið ætti í miklum viðskiptum við bæði erlendar og innlendar ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki sem ekki njóti viðlíkra kjara og er að finna í samningum ÍH við SÍ. Það geti því haft skaðlegar afleiðingar fyrir bæði samkeppnisstöðu félagsins og virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni verði þessar upplýsingar gerðar opinberar og m.a. skaðað þau viðskiptasambönd sem ÍH hafi við sína viðsemjendur. Að mati SÍ eru því hagsmunir félagsins af því að opinbera ekki umræddar upplýsingar meiri og ríkari en séð verður að séu hagsmunir kæranda af að fá aðgang að þeim. <br /> <br /> Kærandi brást við synjuninni með erindi til SÍ, dags. 28. júní 2021. Í erindinu er vísað til þess að ÍH sé ekki leigutaki hótelsins að Þórunnartúni 1 og geti þar af leiðandi ekki ráðstafað því til SÍ. Sömuleiðis hafi FHR, sem sé í greiðsluskjóli, hvorki heimild til að framleigja hótelið né breyta notum þess í sóttkvíarhótel eða farsóttarhús. Kærandi telur ljóst að kærandi hafi orðið fyrir tjóni vegna óheimilla nota SÍ af fasteign kæranda sem nemi a.m.k. vangreiddri leigu FHR á því tímabili sem SÍ hefur haft afnot af fasteign kæranda.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er vísað til þeirra röksemda SÍ fyrir synjun að horfa þurfi til þess hvort um virka hagsmuni sé að ræða eða ekki og að umræddur samningur hafi verið gerður við sérstakar aðstæður. Í því samhengi bendir kærandi á að það geti ekki varðað virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni ÍH að halda samningum sem gerðir voru við sérstakar aðstæður leyndum. Því síður telur kærandi líklegt að innlendar og erlendar ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki muni byggja kröfur um verð á slíkum samningum eða gera tilraun til þess. <br /> <br /> Þau rök haldi því engu vatni að ÍH hafi virka hagsmuni af því að halda upplýsingum í samningi leyndum sem gerður var við sérstakar aðstæður til þess að koma í veg fyrir að ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki geti byggt á þeim verðum sem þar koma fram til framtíðar. Það sé enn fremur vandséð hvaða ríku viðskiptahagsmuni þar sé verið að vernda og hvernig það geti haft skaðlegar afleiðingar fyrir samkeppnisstöðu og aðra viðskiptahagsmuni ÍH eða FHR. Þá sé enn fremur vandséð hvernig þeir hagsmunir vegi þyngra en hagsmunir kæranda, eiganda fasteignarinnar, sem ekki hafi fengið greitt fyrir afnot hennar, að fullu, nú í rúmt ár og þar af hafi ekkert verið greitt á tímabilinu maí 2020 til mars 2021. <br /> <br /> Kærandi bendir á að samningur SÍ við ÍH varði leigu á hóteli undir sóttkvíarhótel. Vandséð sé að slíkar aðstæður komi upp aftur og ef það gerist verði að teljast ólíklegt að aðili í samkeppnisrekstri muni horfa til þess verðs sem fram kemur í umræddum samningi bjóði hann fram hótel undir sambærilega starfsemi. Bent er á að upplýsingarnar um efni samningsins varði einnig ráðstöfun opinberra fjármuna sem kærandi telur að hann og eftir atvikum almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt SÍ með erindi, dags. 19. júlí 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að SÍ léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn SÍ barst úrskurðarnefndinni hinn 1. september 2021. Þar er rakið að aðgangur heilbrigðisyfirvalda í Covid-19-faraldrinum að hótelþjónustu til einstaklinga sem þurfa aðstöðu vegna einangrunar eða sóttkvíar hafi verið lykilatriði í því að halda smitum af veirunni niðri og hefta verulega útbreiðslu hennar innanlands. Úrræðin hafi létt verulega á heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum en fullvíst megi telja að hefði þessara úrræða ekki notið við hefði það leitt af sér stóraukið álag á heilbrigðiskerfi landsins. Það skipti hið opinbera því töluverðu máli að hafa góðan og greiðan aðgang að rekstraraðilum hótela og gistihúsa og að gagnkvæmt traust og trúnaður ríki á milli aðila a.m.k. á meðan ekki hafi verið ráðið niðurlögum heimsfaraldursins. <br /> <br /> SÍ telji útilokað að aðild á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga geti stofnast á milli eiganda fasteignar, sem leigð hafi verið þriðja aðila í þeim tilgangi að stunda tímabundna útleigu hótelherbergja, og þeirra sem eiga viðskipti við þann þriðja aðila um leigu á herbergjum, einu eða fleirum, í skemmri eða lengri tíma. Í því sambandi skipti engu máli þó deila hafi risið milli húseiganda og viðkomandi þriðja aðila um greiðslur fyrir afnot af húsnæðinu. Á meðan húseigandi hafi ekki gripið til vanefndaúrræða, s.s. riftunar á leigusamningi, og þannig öðlast ráðstöfunarrétt yfir viðkomandi fasteign að nýju, verði ekki séð að hann hafi neina þá verulegu eða brýnu hagsmuni af að fá upplýsingar um hverjir taki herbergi á leigu eða á hvaða verði. <br /> <br /> Þau rök kæranda um að vegna greiðsluskjóls FHR hafi kæranda ekki verið unnt að koma fram vanefndaúrræðum telja SÍ með öllu haldlaus enda höfðu deilur milli kæranda og FHR, sem kynnu að hafa veitt kæranda rétt til vanefndaúrræða, staðið yfir í töluverðan tíma áður en samningur SÍ við Íslandshótel hf. var gerður.<br /> <br /> SÍ telur að stofnunin hafi framkvæmt það hagsmunamat sem áskilið er að fari fram á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. að bera saman hagsmuni viðsemjenda SÍ af að halda þeim upplýsingum leyndum er varða þau óvenjulegu kjör sem SÍ buðust í því verkefni að útvega öllum þeim sem á aðstöðu þurftu að halda og verða að teljast vel undir þeim kjörum sem öðrum viðsemjendum þeirra bjóðast, og hagsmuni kæranda af að fá þessar upplýsingar afhentar. Var það mat SÍ að við þessar aðstæður, þ.e. annars vegar hættan á því að viðskiptahagsmunir ÍH og FHR kynnu að bíða hnekki og að samkeppnisstaða þeirra gæti verulega skerst væru ríkari en óljósir og óútskýrðir hagsmunir kæranda, sem og annarra, af að fá aðgang að þessum upplýsingum. Þá hafi komið fram í samningi SÍ við ÍH að hann væri trúnaðarmál.<br /> <br /> Þá telja SÍ að þagnarskylduákvæði í X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, girði fyrir aðgang kæranda að gögnunum og vísa sérstaklega til 3. og 9. tölul. 1. mgr. 42. gr. laganna, um þagnarskyldu varðandi efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins og virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra einkaréttarlegra lögaðila.<br /> <br /> Þeir samningar sem gerðir hafa verið við hótelrekendur um afnot af húsnæði í þeirra eigu hafi verið drifnir áfram af ríkri þörf fyrir að vernda heilbrigðiskerfi landsmanna vegna heimsfaraldurs sem gengið hefur yfir. Enginn vafi sé á því að hér sé um virka hagsmuni að ræða bæði að því er varðar hið opinbera og þá aðila sem hið opinbera hefur samið við. Það sé mat SÍ að það traust og sá trúnaður sem ríkt hefur á milli ríkisins og viðsemjenda þess hafi skipt sköpum um það á hvaða kjörum SÍ hefur tekist að semja um afnot af þeim hótelum sem nýtt hafa verið og eru ennþá nýtt undir farsóttar- og sóttkvíarhús. Það er jafnframt mat SÍ að verði þessar upplýsingar gerðar almenningi aðgengilegar, a.m.k. á meðan á heimsfaraldrinum stendur, muni það rjúfa það traust og þann trúnað sem nú ríki milli aðila með þeim afleiðingum að þessi úrræði standi hinu opinbera ekki lengur til ráðstöfunar sem muni þá leiða til verulega aukins álags á aðra þætti heilbrigðiskerfisins, s.s. heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús. Telja SÍ því að skilyrði 1. og 2. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga séu uppfyllt og SÍ séu þannig bundnar þagnarskyldu um gögnin. <br /> <br /> Þá benda SÍ á að ákvörðun um hvort tilteknar upplýsingar skuli háðar trúnaðarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga er stjórnvaldsákvörðun og fer um slíkar ákvarðanir eftir ákvæðum stjórnsýslulaga. Í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segi að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Mat á því hvort stjórnvald hefur réttilega metið þörf á og skyldu á trúnaði um upplýsingar heyri því ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, enda kveður 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga á um að lögsaga nefndarinnar sé bundin við synjun á aðgangi á grundvelli þeirra laga. Á meðan því mati stjórnvalds að upplýsingar séu bundnar trúnaði hafi ekki verið hnekkt af æðra stjórnvaldi verði að telja að hendur úrskurðarnefndarinnar séu bundnar.<br /> <br /> Umsögn SÍ var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 10. september 2021, tekur hann fram að SÍ hafi á engan hátt sýnt fram á að leynd eigi að hvíla yfir þeim samningi sem það kveðst hafa gert við ÍH. Óheimilt hafi verið að framleigja hótelið nema með samþykki kæranda sem og að breyta notum fasteignarinnar „að nokkru leyti“ nema með samþykki kæranda, sem var ekki veitt. Þá liggi fyrir að ÍH hafi engan rétt til að ráðstafa fasteign kæranda hvorki í skammtímaleigu herbergja né að nokkru öðru leyti. <br /> <br /> Sé það rétt að SÍ hafi leigt fasteignina af ÍH en ekki FHR þá telur kærandi að almennar reglur kröfuréttar um vanheimild kunni að eiga við. Þá er sjónarmiðum SÍ mótmælt að kærandi geti þrátt fyrir greiðsluskjól FHR komið að vanefndaúrræðum og/eða hann hafi haft tækifæri til þess fyrr sem hann hafi ekki nýtt. Athugasemdum kæranda fylgdu tvö skjöl, annars vegar greiðsluáskorun sem undanfara riftunar leigusamnings, og hins vegar greiðsluáskorun samkvæmt 5. tölul. 2. mgr. 65. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991. Þessi skjöl taki af allan vafa um það að fullnustuaðgerðir voru hafnar og ef ekki væri fyrir greiðsluskjól FHR þá væri að öllum líkindum búið að rifta framangreindum leigusamningi. <br /> <br /> Umsögn SÍ beri ekki með sér aðra hagsmuni sem það telji sig vera að vernda en þau rök að erlendar ferðaskrifstofur muni reyna til framtíðar að byggja á verðum á útleigu á herbergjum í farsóttarhúsum sem samanburð um verð við kaup eða leigu á hótelherbergjum til framtíðar sem standist enga skoðun. Þá sé einsýnt að haldi faraldurinn áfram þannig að áhrif hafi á ferðaþjónustu á Íslandi muni fjöldi annarra hótela verða laus og því líklegt að SÍ ætti ekki í vandræðum að vera sér út um húsnæði. <br /> <br /> Þá vísar kærandi til þess að samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins hafi samningur SÍ við ÍH runnið sitt skeið um miðjan september 2021. Að mati kæranda er vandséð hvaða virku hagsmuni SÍ, ÍH og/eða FHR hafa af því að samningnum sé haldið leyndum eftir þá dagsetningu. </p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi Sjúkratrygginga Íslands og Íslandshótela hf., dags. 12. apríl 2021, um sérstaka hótelþjónustu á Fosshóteli Reykjavík að Þórunnartúni 1 fyrir einstaklinga sem þurfa að vera í sóttkví vegna Covid-19. Kærandi telur að um rétt sinn til aðgangs að samningnum skuli fara samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma upplýsingar um hann sjálfan sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra.<br /> <br /> Kærandi byggir rétt sinn samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga á því að hann sé eigandi fasteignarinnar að Þórunnartúni 1, sem nýtt hafi verið undir sóttkvíarhótel. Samkvæmt leigusamningi við FHR, sem þinglýst er á eignina og liggur fyrir í málinu, er FHR sem leigutaka skylt að afla samþykkis kæranda bæði til að framleigja fasteignina, sbr. 2. mgr. 7. gr., sem og að „breyta í nokkru frá lýstri starfsemi í húsinu“, sbr. orðalag í 1. mgr. 8. gr. samningsins. Kærandi kveðst hvorki hafa samþykkt að eignin yrði framleigð né að starfseminni yrði breytt. Þá liggur fyrir að FHR er í vanskilum við kæranda vegna greiðslu húsaleigu.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur nægilega í ljós leitt að kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram almenning af því að fá aðgang að samningnum. Nefndin telur það ekki skipta sköpum þótt samningur SÍ sé gerður við Íslandshótel hf. en ekki Fosshótel Reykjavík ehf., enda liggur fyrir á hvorn veginn sem er að með samningnum er verið að ráðstafa fasteign sem kærandi er sannanlega eigandi að, að því er virðist í ósamræmi við ákvæði leigusamnings kæranda og FHR. Úrskurðarnefndin vekur athygli á því að í 7. gr. samningsins kemur fram að hann sé undirritaður af Íslandshótelum hf. fyrir hönd Fosshótels Reykjavík ehf. Um rétt kæranda til aðgangs að samningnum fer því eftir ákvæðum III. kafla upplýsingalaga. Sá réttur er ríkari en réttur almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. sömu laga.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;"> Í umsögn til úrskurðarnefndarinnar halda SÍ fram að þagnarskylduákvæði X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, komi í veg fyrir að unnt sé að veita kæranda aðgang að samningnum. Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Með gagnályktun frá ákvæðinu hefur úrskurðarnefndin talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda, hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Ákvæði X. kafla stjórnsýslulaga um þagnarskyldu fela hins vegar ekki í sér slík ákvæði. <br /> <br /> Ákvæði X. kafla stjórnsýslulaga takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Um rétt til aðgangs að upplýsingum sem fjallað er um í 42. gr. stjórnsýslulaga fer samkvæmt almennum reglum laga um upplýsingarétt, sbr. athugasemdir við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 71/2019 um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993. Þannig endurspeglar til að mynda 3. tölul. 1. mgr. 42. gr. laganna ákvæði 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem heimilt er að takmarka aðgang að upplýsingum um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Sömuleiðis endurspeglar 9. tölul. 1. mgr. 10. gr. stjórnsýslulaga ákvæði 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, um takmarkanir vegna fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja. Með öðrum orðum, ef óskað er aðgangs að gögnum sem falla undir upplýsingalög, líkt og í þessu máli, fer það eftir túlkun á ákvæðum upplýsingalaga hvort aðgangur að gögnum er óheimill eða takmarkaður, en ekki ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga.<br /> <br /> SÍ nefnir einnig í umsögn sinni að lögsaga úrskurðarnefndar um upplýsingamál nái ekki til mats á því hvort stjórnvald hafi réttilega metið þörf á og skyldu á trúnaði um upplýsingar, þar sem slík ákvörðun stjórnvalds sé stjórnvaldsákvörðun og um slíkar ákvarðanir fari samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gildi lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum.<br /> <br /> Þessi sjónarmið SÍ standast ekki skoðun. Ákvæði upplýsingalaga lúta að rétti almennings til að óska eftir og fá aðgang að gögnum sem fyrir liggja m.a. hjá stjórnvöldum. Reglur um þagnarskyldu lúta að heimildum stjórnvalda eða starfsmanna stjórnsýslunnar til að láta af hendi upplýsingar til utanaðkomandi, hvort sem er að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni. Í þessu felst ákveðin skörun reglna upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum og takmarkanir á þeim rétti annars vegar og þagnarskyldureglna hins vegar. Í upplýsingalögum er við þessu brugðist með því að þar er sérstaklega kveðið á um það í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. að ákvæði laga um almenna þagnarskyldu opinberra starfsmanna takmarki ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum. Þess í stað eru í upplýsingalögum sjálfstæðar takmarkanir á rétti almennings til aðgangs að gögnum sem almennt er ætlað að taka til sömu hagsmuna og almennum þagnarskyldureglum er ætlað að tryggja.<br /> <br /> Ákvörðun stjórnvalds um að tiltekið gagn sé háð trúnaði, án þess að beiðni um aðgang að gagninu hafi komið fram, er ekki stjórnvaldsákvörðun enda er þá ekki til staðar stjórnsýslumál sem tiltekinn aðili á aðild að og varðar rétt eða skyldu hans. Liggi hins vegar fyrir beiðni um aðgang að gagninu, sem stjórnvald telur að skuli synja um aðgang að vegna þagnarskylduákvæða X. kafla stjórnsýslulaga, leiðir það til þeirrar niðurstöðu að málið eigi undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, enda fer um rétt til aðgangs að upplýsingum sem fjallað er um í 42. gr. stjórnsýslulaga samkvæmt almennum reglum laga um upplýsingarétt. Synjun á beiðni um aðgang að slíkum upplýsingum er kæranleg til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun SÍ að synja kæranda um aðgang að samningnum var að stærstum hluta byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem úrskurðarnefndin hefur slegið því föstu að um aðgang kæranda fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga verður leyst úr málinu á grundvelli 3. mgr. 14. gr., en ekki 9. gr. laganna.<br /> <br /> Í 3. mgr. 14. gr. kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega þá gagnstæðu hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Reglan byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.<br /> <br /> SÍ hafa vísað til þess að samningur stofnunarinnar við Íslandshótel hf. sé trúnaðarmál milli aðila samkvæmt ákvæði í samningnum þar um. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvald getur ekki samið við aðila um að trúnaður ríki um það sem þeirra fer á milli, nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt í samningi SÍ og ÍH komi fram að hann skuli vera trúnaðarmál.<br /> <br /> Synjun SÍ er annars byggð á því að ef kærandi fengi aðgang að samningnum ylli það tjóni fyrir ÍH þar sem ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki myndu gera kröfu um sambærileg kjör og finnast fyrir í samningnum við SÍ, sem séu hagstæðari en gengur og gerist.<br /> <br /> Svo sem fram kemur í gögnum málsins var samningur SÍ við ÍH gerður við sérstakar aðstæður í skugga heimsfaraldurs kórónuveirunnar vegna brýnnar þarfar stjórnvalda að tryggja aðgang að sóttkvíarhótelum til að draga úr útbreiðslu Covid-19. Að mati úrskurðarnefndarinnar er einmitt mikilvægt að hafa í huga að samningurinn er afurð ástands í samfélaginu sem er svo til án fordæma, og hefði ekki verið gerður í eðlilegu árferði. Samningurinn ber þess augljóslega merki, enda kemur m.a. fram í honum að hann sé gerður í neyðarskyni að ósk heilbrigðisyfirvalda vegna aðsteðjandi ógnar vegna kórónuveirufaraldursins. Úrskurðarnefndin telur það því mjög langsótt að ferðaskrifstofur og bókunarfyrirtæki myndu gera kröfu um sambærileg verð og fram kom í samningnum, yrði hann afhentur kæranda.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur í ljósi framangreinds að hagsmunir kæranda af því að fá samninginn afhentan vegi þyngra en hagsmunir ÍH af því að samningnum verði haldið leyndum. Verður í því samhengi að líta til þess að samningur SÍ og ÍH virðist hafa verið gerður án þess að afla samþykkis kæranda og að hann er ekki í samræmi við leigusamning kæranda við FHR. Þá er kæranda er ekki unnt að rifta leigusamningi við FHR þar sem félagið er í greiðsluskjóli.<br /> <br /> Loks tekur úrskurðarnefndin fram að þótt það hafi ef til vill ekki jafn mikla þýðingu og ef um aðgang kæranda færi samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, þá er með samningi SÍ og ÍH verið að ráðstafa miklum opinberum fjármunum, sem kærandi getur eftir atvikum átt rétt á að kynna sér.<br /> <br /> Af þessu tilefni áréttar úrskurðarnefndin hins vegar að aðgangur aðila að gögnum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga er annars eðlis en aðgangur almennings á grundvelli 5. gr. sömu laga. Niðurstaða um að aðgangur að gögnum sé heimill aðila á grundvelli 14. gr. felur ekki í sér að almenningur hafi sama aðgang, enda byggist 14. gr. á því að viðkomandi aðili hafi hagsmuni af afhendingu gagnanna sem almenningur hefur ekki. Opinber birting upplýsinga sem aðili hefur aflað á grundvelli 14. gr. kann að varða við lög, þótt aðgangur sé honum heimill á grundvelli upplýsingalaga, en um slíkt gilda almennar reglur.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að SÍ hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að samningnum á grundvelli einkahagsmuna ÍH, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h3 style="text-align: justify;">4.</h3> <p style="text-align: justify;"> Ákvörðun SÍ að synja kæranda um aðgang að samningnum var ekki byggð á 10. gr. upplýsingalaga, en í umsögn stofnunarinnar er gefið til kynna að það varði efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins að samningnum sé haldið leyndum með vísan til 3. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga. Ákvæðið endurspeglar 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Ákveðin skörun er við 3. tölul. í 5. tölul. sömu greinar, sem varðar fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.<br /> <br /> Sambærileg ákvæði gilda þegar um aðgang fer samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga, en í 2. tölul. 2. mgr. greinarinnar segir að ákvæði um aðgang aðila að gögnum gildi ekki um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara samkvæmt 10. gr.<br /> <br /> Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, kemur fram um 3. tölul. að undir ákvæðið falli einvörðungu þær upplýsingar sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. Um 5. tölul. segir að við mat á því hvort ákvæðið eigi við um upplýsingar sé gert ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis.<br /> <br /> SÍ hafa metið það svo að verði almenningi veittur aðgangur að samningi stofnunarinnar við ÍH, a.m.k. á meðan á heimsfaraldrinum stendur, muni það rjúfa það traust og þann trúnað sem nú ríkir milli aðila með þeim afleiðingum að þessi úrræði standi hinu opinbera ekki lengur til boða, sem mun þá leiða til verulega aukins álags á aðra þætti heilbrigðiskerfisins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst ekki á þessi sjónarmið og telur vandséð hvernig það að samningurinn yrði afhentur kæranda hefði þau áhrif að SÍ yrði ekki lengur unnt að afla sérhæfðrar hótelþjónustu fyrir þau sem þurfa að vera í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin að 3. tölul. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga standi því ekki í vegi að samningur SÍ við Íslandshótel hf. verði afhentur kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Sjúkratryggingum Íslands er skylt að veita A lögmanni, f.h. Íþöku fasteigna ehf., aðgang að samningi stofnunarinnar við Íslandshótel hf., dags. 12. apríl 2021.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir </p> |
1073/2022. Úrskurður frá 31. mars 2022 | Kærandi óskaði eftir gögnum um hlutabótaleið stjórnvalda hjá Vinnumálastofnun. Stofnunin afhenti kæranda hluta af gögnunum en taldi sér ekki skylt að útbúa ný gögn eða samantektir til að verða við beiðni um fjölda starfsmanna einstakra fyrirtækja sem hefðu sótt um hlutabætur og heildarfjárhæð sem greidd hefði verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að af svörum Vinnumálastofnunar yrði ekki annað ráðið en að í kerfum stofnunarinnar lægju upplýsingarnar fyrir og að þær væri unnt að kalla fram með tiltölulega einföldum hætti. Ekki yrði séð að vinna við samantekt gagnanna væri frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefðust almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu beiðna um upplýsingar. Ákvörðun Vinnumálastofnunar var því felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <p style="text-align: justify;">Hinn 31. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1073/2022 í máli ÚNU 21060002.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 6. janúar 2021 kærði A, fréttamaður á RÚV, afgreiðslutafir Vinnumálastofnunar á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi til Vinnumálastofnunar, dags. 10. júní 2020, óskaði kærandi eftir gögnum sem vörpuðu ljósi á hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda, hversu margir starfsmenn hefðu verið settir á hlutabætur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og hversu háar fjárhæðir hefðu verið greiddar út með hlutabótaleiðinni vegna hvers fyrirtækis fyrir sig. <br /> <br /> Þann 6. janúar 2021 hafði erindinu ekki verið svarað og kærði kærandi þá afgreiðslutafirnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með erindi, dags. 7. janúar 2021, beindi úrskurðarnefndin því til Vinnumálastofnunar að taka beiðnina til afgreiðslu hið fyrsta, eða í síðasta lagi 21. janúar, og birta ákvörðun sína bæði fyrir kæranda og nefndinni. Erindi nefndarinnar var ítrekað þann 4. febrúar 2021.<br /> <br /> Með erindi, dags. 2. mars 2021, afgreiddi Vinnumálastofnun beiðni kæranda og veitti upplýsingar um þau fyrirtæki sem hefðu lækkað starfshlutfall hjá starfsfólki sem hefði sótt um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. Þá sagðist Vinnumálastofnun ekki halda utan um eða taka saman heildarfjárhæð sem greidd hefði verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja, enda væru atvinnuleysisbætur greiddar til einstaklinga en ekki fyrirtækja. Að lokum var beðist velvirðingar á þeim drætti sem varð á svörum stofnunarinnar. Í kjölfarið áttu sér stað nokkur samskipti milli kæranda og Vinnumálastofnunar. </p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 25. maí 2021, lýsti kærandi þeirri afstöðu sinni að hann teldi afgreiðslu Vinnumálastofnunar á beiðni hans um upplýsingar ekki fullnægjandi. Í því sambandi tók kærandi fram að hann teldi þær upplýsingar sem veittar voru ekki vera í samræmi við gagnabeiðni hans eins og hún var sett fram og óskaði kærandi því eftir að málsmeðferð úrskurðarnefndarinnar yrði fram haldið.<br /> <br /> Þann 4. júní 2021 óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Vinnumálastofnun upplýsti nefndina um hvort öll fyrirliggjandi gögn sem féllu undir beiðni kæranda hefðu verið afhent. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kynnu að falla undir beiðni kæranda en hefðu ekki verið afhent. Úrskurðarnefndin tók fram að ef einhver slík gögn lægju fyrir og stofnunin teldi þau undirorpin þeim takmörkunum á aðgangsrétti almennings, sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum, væri óskað eftir rökstuðningi stofnunarinnar þess efnis.<br /> <br /> Í umsögn Vinnumálastofnunar, dags. 7. júní 2021, kemur fram að stofnunin hafi veitt kæranda upplýsingar um þau fyrirtæki sem lækkað hafi starfshlutfall hjá starfsfólki sínu sem sótt hafi um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli, í samræmi við 13. mgr. bráðabirgðaákvæðis XVI. laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar. Á grundvelli þessa ákvæðis hafi Vinnumálastofnun tekið saman lista yfir fyrirtæki sem nýtt hafi úrræðið. Þá er tekið fram að stofnunin haldi ekki utan um heildarfjárhæð sem greidd hafi verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja, enda séu atvinnuleysisbætur greiddar til einstaklinga en ekki fyrirtækja. Þá haldi stofnunin ekki utan um fjölda starfsmanna einstakra fyrirtækja sem á hverjum tíma hafi sótt um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli og þar að auki geti fjöldi starfsmanna verið breytilegur. Þá telji Vinnumálastofnun sér ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga til að geta orðið við beiðni kæranda með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Með vísan til framangreinds hafi stofnunin afhent kæranda allar þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun sé skylt að afhenda honum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Umsögn Vinnumálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. júní 2021 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi þess sem þar kom fram. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 12. ágúst 2021, kemur fram að kærandi hafi ekki óskað eftir samtölum eða samantekt, heldur eftir gögnum sem vörpuðu ljósi á tilteknar staðreyndir máls, þ.e. hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda, hversu margir starfsmenn hefðu verið settir á hlutabætur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og hversu háar fjárhæðir hefðu verið greiddar út með hlutabótaleiðinni vegna hvers fyrirtækis fyrir sig. Þá telji kærandi að sérstakt lagaákvæði um heimild til að birta lista opinberlega girði ekki fyrir mögulegan rýmri upplýsingarétt almennings og vísar í því sambandi til niðurstöðu úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 935/2020. Að lokum telji kærandi að úrskurðarnefndin verði, áður en lengra sé haldið, að skora á Vinnumálastofnun að upplýsa um hvort gögn sem geti varpað ljósi á þessar staðreyndir séu fyrirliggjandi hjá stofnuninni eða ekki, og að þau verði þá afhent nefndinni í trúnaði.<br /> <br /> Með erindi, dags. 3. desember 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Úrskurðarnefndin benti á að hún hefði í úrskurðaframkvæmd sinni lagt til grundvallar að þegar beiðni næði samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt væri að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum væri ekki sjálfgefið að unnt væri að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur bæri stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óskaði aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar væri að finna svo hann gæti tekið afstöðu til þess hvort hann vildi fá þau afhent, í samræmi við 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019, 884/2020 og 919/2020. Úrskurðarnefndin óskaði eftir upplýsingum frá Vinnumálastofnun um það hvort gögn sem geymdu þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir væru fyrirliggjandi og, ef svo væri, með hvaða hætti þau væru geymd hjá stofnuninni. Sömuleiðis óskaði nefndin eftir afstöðu stofnunarinnar til þess hvort eitthvað stæði í vegi fyrir því að kærandi fengi afhent slík gögn en nefndin óskaði eftir því að fá þessar upplýsingar sem fyrst eða í síðasta lagi 13. desember. Úrskurðarnefndin ítrekaði beiðni sína tvívegis, 14. og 30. desember 2021.<br /> <br /> Í svari Vinnumálastofnunar, dags. 4. janúar 2022, er beðist afsökunar á töfum sem orðið hafi á svörum. Vísað er í umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og tekið fram að Vinnumálastofnun haldi ekki utan um heildarfjárhæð sem greidd hafi verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja, enda séu atvinnuleysisbætur greiddar til einstaklinga en ekki fyrirtækja. Fjöldi starfsmanna einstaka fyrirtækja sem á hverjum tíma hafi sótt um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli sé þar að auki breytilegur. <br /> <br /> Varðandi fyrirspurn nefndarinnar um það hvort gögn sem geymi þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir séu fyrirliggjandi og með hvaða hætti þau séu geymd hjá stofnuninni segir Vinnumálastofnun að atvinnuleysistryggingar á móti minnkuðu starfshlutfalli séu greiddar til einstaklinga. Stofnunin haldi utan um heildarfjölda einstaklinga sem starfi á minnkuðu starfshlutfalli á móti hlutabótum. Þau gögn séu hvorki flokkuð né afmörkuð við tiltekna atvinnurekendur. Vinnumálastofnun haldi ekki utan um heildarupphæðir bóta sem greiddar hafi verið út til starfsmanna tiltekinna fyrirtækja. Þau gögn sem kærandi óski eftir liggi því ekki fyrir í þeirri mynd sem óskað er, sbr. athugasemdir við 5. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum. <br /> <br /> Í svarinu segir jafnframt að söfnun þeirra upplýsinga sem óskað sé eftir kalli á aðgang að gagnagrunni atvinnuleysistrygginga hjá stofnuninni og vinnslu með upplýsingar um einstaklinga og greiðslur til þeirra. Svo víðtæk afhending feli í sér vinnslu upplýsinga um þá einstaklinga sem hafi sótt um greiðslu atvinnuleysistrygginga á móti minnkuðu starfshlutfalli. Vinnumálastofnun telji óheimilt að veita slíkar upplýsingar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá telji stofnunin að ákvæði 11. gr. laganna um aukinn aðgang leiði ekki til þess að stofnuninni beri að veita umbeðnar upplýsingar. Gögnin snerti einkahagsmuni skjólstæðinga Vinnumálastofnunar, sem ekki hafi veitt samþykki sitt fyrir því að veittur verði aukinn aðgangur að umræddum upplýsingum, sem telja verði eðlilegt og sanngjarnt að farið sé leynt með, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna og athugasemdir með 11. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum. Vinnumálastofnun beri þagnarskyldu gagnvart skjólstæðingum sínum á grundvelli stjórnsýslulaga. Þar að auki telji Vinnumálastofnun að sjónarmið byggð á 7. gr. stjórnsýslulaga, sem vísað sé til í erindi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, séu máli þessu óviðkomandi enda geti kvartandi í málinu ekki talist aðili að stjórnsýslumáli þeirra sem óskað sé eftir upplýsingum um.<br /> <br /> Svar Vinnumálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. janúar 2022, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi þess, áður en málið yrði tekið fyrir. Í athugasemdum kæranda segir að kjarni málsins sé sá að óskað sé eftir „gögnum sem varpi ljósi á“ tiltekin atriði. Ekki sé því óskað eftir tilteknu skjali. Af svörum Vinnumálstofnunar megi ráða að upplýsingar sem varpi ljósi á þau tilteknu atriði sem talin eru upp í fyrirspurninni séu fyrirliggjandi hjá stofnuninni, þótt upplýsingarnar hafi ekki verið teknar saman sérstaklega. Vinnumálastofnun geti, ef því er að skipta, einfaldlega afhent upplýsingarnar eins og þær komi fyrir og lagt á kæranda þá vinnu að taka þær saman svo þær svari þeim spurningum sem hann hafi. Kærandi vísar þessu til stuðnings í erindi úrskurðarnefndarinnar til Vinnumálastofnunar, dags. 3. desember 2021, þar sem segir að þegar óskað sé upplýsinga sem nauðsynlegt sé að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum sé ekki sjálfgefið að stjórnvald geti synjað beiðni heldur beri að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar sé að finna. <br /> <br /> Þá segir kærandi að eftir því sem upplýsingar séu æ oftar einungis geymdar í gagnagrunnum opinberra stofnana verði auðveldara að synja gagnabeiðni blaðamanns einfaldlega á þeim forsendum að upplýsingarnar séu ekki til samanteknar í hefðbundnu skjallegu formi. Slíkar synjanir séu til þess fallnar að skerða upplýsingarétt almennings, einfaldlega vegna þess að tækninni hafi farið fram. Samanber umfjöllun úrskurðarnefndarinnar undir 2. tölulið í niðurstöðukafla úrskurðar nr. 918/2020, þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvaða ljósmæður voru á vakt á fæðingardeild Landspítalans á tilteknum tíma. Í úrskurðinum sé meðal annars fjallað um tækniþróun, varðveislu gagna í stafrænum gagnagrunnum og það viðmið að gögn teljist fyrirliggjandi geti stjórnvöld með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lúti að. Kærandi telur sömu sjónarmið eiga við í þessu máli og að útprentun úr gagnagrunni Vinnumálastofnunar falli því ekki undir undanþáguákvæði 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá vísar kærandi einnig í úrskurð nefndarinnar nr. 880/2020, þar sem fjallað var um afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á tilteknum upplýsingum en úrskurðarnefndin féllst ekki á það með Fjársýslunni að gögnin væru ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga enda kynnu þær „að vera aðgengilegar hjá stofnuninni með því einfaldlega að fletta viðkomandi lögaðila upp í kerfi stofnunarinnar.“<br /> <br /> Að lokum áréttar kærandi að hann óski eftir upplýsingum um ráðstöfun tuga milljarða króna úr ríkissjóði og að upplýsingaréttur almennings sé því sérstaklega ríkur. Hér reyni á 3. tölul. markmiðsákvæðis 1. gr. upplýsingalaga, um að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna m.a. í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum.<br /> <br /> Með símtali, þann 26. janúar 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari útskýringum frá Vinnumálastofnun varðandi gagnagrunn stofnunarinnar, vistun þeirra frumgagna sem gætu heyrt undir gagnabeiðni kæranda og hvernig stofnunin kallaði fram þær upplýsingar sem birtar hefðu verið um fjölda fyrirtækja sem nýttu umrætt úrræði. Samkvæmt skýringum stofnunarinnar væru það aðilar í tæknideild stofnunarinnar sem framkvæmdu þá vinnslu að kalla fram nöfn fyrirtækja og heildarfjölda einstaklinga sem þiggja hlutabætur. Ef kalla ætti fram nánari upplýsingar, svo sem hversu margir starfsmenn væru hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og fjárhæðir sem greiddar hefðu verið vegna hvers fyrirtækis yrði það mun flóknari vinnsla sem ekki hefði verið ráðist í hjá stofnuninni fram að þessu. <br /> <br /> Þann 14. mars funduðu fulltrúar úrskurðarnefndarinnar með starfsmönnum Vinnumálastofnunar meðal annars til þess að afla frekari upplýsinga um það hvernig vistun gagnanna og vinnslu væri háttað. Á fundinum kom fram að þó nokkur fyrirtæki hefðu endurgreitt, að fullu eða hluta, bætur sem starfsmenn þeirra fengu. Þannig gætu upplýsingar um bótagreiðslur í gagnagrunni stofnunarinnar verið rangar eða villandi einar og sér. Hins vegar væri hægt að sækja upplýsingar um endurgreiðslurnar úr bókhaldskerfi stofnunarinnar og keyra saman eða stemma af þannig að niðurstaðan gæfi rétta mynd af bótagreiðslum. Aðspurður um tíma sem slík úttekt gæti tekið sagðist starfsmaður Vinnumálastofnunar áætla innan við dagsverk. Vinnumálastofnun ítrekaði að stofnunin gæti ekki veitt upplýsingar um fyrirtæki með færri en sex starfsmenn þar sem gæta þyrfti að trúnaði og vísaði um það til 13. mgr. bráðabirgðaákvæðis XVI laga nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem vörpuðu ljósi á hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér svokallaða hlutabótaleið, hversu margir starfsmenn hefðu verið settir á hlutabætur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og hversu háar fjárhæðir hefðu verið greiddar út með hlutabótaleiðinni vegna hvers fyrirtækis fyrir sig.<br /> <br /> Vinnumálastofnun afhenti kæranda lista með upplýsingum um þau fyrirtæki sem nýttu úrræðið en tók fram að hún héldi ekki utan um fjölda starfsmanna einstakra fyrirtækja sem hefðu sótt um hlutabætur né héldi stofnunin utan um heildarfjárhæð sem greidd hefði verið til starfsmanna einstakra fyrirtækja. Vinnumálastofnun taldi sér ekki skylt að útbúa ný gögn eða samantektir til að geta orðið við beiðni kæranda með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 884/2020, 919/2020 og 972/2021.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, 636/2016 og 809/2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir:</p> <blockquote style="text-align: justify;">Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórnvaldið geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.</blockquote> <p style="text-align: justify;"> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað séð af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum, með tilkomu 15. gr. núgildandi laga, hafi meðal annars verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hefur sér stað hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem gildisvið laganna nær til og lýsir sér í því að gögn í stjórnsýslunni eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Úrskurðarnefndin telur mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.<br /> <br /> Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar stjórnvalda um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki. Af svörum Vinnumálastofnunar verður þó ekki annað ráðið en að í kerfum stofnunarinnar liggi í raun fyrir upplýsingar um hvaða fyrirtæki hafi nýtt hlutabótaleiðina, hversu margir starfsmenn hjá hverju fyrirtæki fyrir sig hafi þegið hlutabætur og hversu háar fjárhæðir hafi verið greiddar vegna hvers fyrirtækis. Þá liggur fyrir að unnt er að kalla upplýsingarnar fram með tiltölulega einföldum hætti og ekki verður séð að vinna við samantekt gagnanna sé frábrugðin eða eðlisólík þeirri vinnu sem upplýsingalög krefjast almennt af stjórnvöldum við afgreiðslu beiðna um upplýsingar. Í ljósi þessa getur úrskurðarnefndin ekki fallist á það að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda enda byggði synjun Vinnumálastofnunar á beiðni kæranda á því að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi. Verður því ekki hjá því komist að fella ákvörðunina úr gildi og leggja fyrir Vinnumálastofnun að taka málið til nýrrar meðferðar þar sem farið verði yfir gögnin, sem vissulega liggja fyrir hjá stofnuninni og innihalda upplýsingar sem óskað var eftir, með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Þá er ekki loku fyrir það skotið að tilteknar upplýsingar í gögnunum séu undanþegnar upplýsingarétti, líkt og vikið var að í svar stofnunarinnar við erindi úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. janúar 2022. Í því sambandi bendir úrskurðarnefndin þó á að ef ákvæði 6.–10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þeirra tafa sem orðið hafa á málinu leggur úrskurðarnefndin áherslu á að Vinnumálastofnun bregðist við án tafar og afgreiði upplýsingabeiðnina í samræmi við framangreind sjónarmið.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Afgreiðsla Vinnumálastofnunar, dags. 2. mars 2021, á beiðni kæranda, A, um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> Sigríður Árnadóttir </p> |
1072/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022 | Kærðar voru tafir á afgreiðslu sveitarfélagsins Rangárþings eystra á beiðni um gögn varðandi ráðningu í starf. Kærandi var meðal umsækjanda um starfið og átti því rétt til aðgangs að gögnum í málinu á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og var kæru af þeim sökum vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1072/2022 í máli ÚNU 22020007.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindi, dags. 16. febrúar 2022, kærði A tafir á afgreiðslu sveitarfélagsins Rangárþings eystra á beiðni um rökstuðning og gögn máls í tengslum við ráðningu í starf hjá VISS, vinnu- og hæfingarstöð, á Hvolsvelli. Kærandi var meðal umsækjenda um starfið.</p> <p>Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að kynna kæruna Rangárþingi eystra og veita sveitarfélaginu kost á að koma á framfæri umsögn um hana, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá er óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Fyrir liggur að kærandi var meðal umsækjenda um starf hjá VISS, vinnu- og hæfingarstöð, á Hvolsvelli. VISS starfar m.a. á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, auk tengdra reglugerða. Ráðning í opinbert starf er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, sbr. athugasemdir við greinina í frumvarpi því sem varð að lögunum. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls um ráðninguna í skilningi stjórnsýslulaga.</p> <p>Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 16. febrúar 2022, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
1071/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Reykjavíkurborg sem vörðuðu málefni látinnar sambýliskonu hans. Synjun Reykjavíkurborgar byggði á því að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga enda væri um að ræða gögn um einkamálefni látins einstaklings sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Þá taldi borgin að hluti gagnanna væri vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin leysti úr málinu á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, hún taldi hvorki að forsendur væru til þess að takmarka aðgang kæranda að gögnunum vegna einkahagsmuna konunnar né að gögnin gætu talist vinnugögn í raun og lagði fyrir Reykjavíkurborg að veita kæranda aðgang að þeim. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1071/2022 í máli ÚNU 21070012. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 1. júlí 2021, kærði A synjun þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis (Reykjavíkurborgar) á beiðni hans um aðgang að gögnum.</p> <p>Í kæru segir að B, sambýliskona kæranda, hafi verið sjúklingur og fengið heimahjúkrun á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en hafi að lokum verið lögð inn á hjúkrunarheimilið Skjól þar sem hún dvaldi þegar hún lést. Kærandi segir að í janúar 2020 hafi starfsmaður frá heimahjúkrun komið á heimili þeirra og hafi látið B skrifa nafn sitt á bréf án þess að hún fengi að lesa efni bréfsins. Starfsmaðurinn hafi farið með bréfið í burtu án heimildar kæranda eða sambýliskonu hans. Viku síðar hafi þeim borist bréf frá Reykjavíkurborg þar sem B var þakkað fyrir umsókn sína um varanlega stofnun fyrir sig sjálfa.</p> <p>Kærandi segir þetta „skjalafals“ og að hún hafi aldrei sótt um vist á neinu hjúkrunarheimili. Kæranda gruni að hjúkrunarfræðingurinn hafi notað þetta falsaða bréf til þess að leggja B inn á Skjól í nóvember 2020. Kærandi kveðst hafa rætt við yfirmanneskju heimahjúkrunar sem hafi beðist afsökunar og sagt að ekki hefði verið rétt staðið að því að fá undirskrift B. Í kæru gerir kærandi alvarlegar athugasemdir við meðferð sambýliskonu sinnar og að hann hafi ekki fengið neinu ráðið um það að hún hafi verið lögð inn á hjúkrunarheimili. Hann telur aðgerðarleysi lækna þar hafa kostað hana lífið og gagnrýnir að hafa ekki fengið upplýsingar um meðferð hennar.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 23. júní 2021, við upplýsingabeiðni kæranda segir að umbeðin gögn verði ekki afhent enda sé samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að fari leynt, nema sá samþykki sem eigi í hlut.</p> <p>Kærandi kveðst eiga rétt á að vita allan sannleikann frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar um það hverjir báru ábyrgð á afdrifum hennar. Það eigi ekki að hlífa fólki sem noti aðstöðu sína til að eyðileggja líf annarra eins og gert hafi verið við hann og sambýliskonu hans. Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar vegna þessa þann 20. maí 2021.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 20. júlí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni hinn 24. ágúst 2021. Þar segir að Reykjavíkurborg hafi borið að synja beiðni kæranda í heild sinni á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda væri um að ræða gögn um einkamálefni látins einstaklings sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Þar að auki hefði hluti gagnanna verið vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin afhendingarskyldu. Hvað varðar vitjanir frá heimahjúkrun segir Reykjavíkurborg að slíkar upplýsingar séu skráðar í sjúkraskrár hlutaðeigandi í Sögukerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg hafi ekki aðgang að umræddum upplýsingum og séu þær því ekki fyrirliggjandi og þar með ekki afhendingarskyldar, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá vekur Reykjavíkurborg athygli á því að kærandi geti óskað eftir upplýsingum um sjálfan sig á grundvelli III. kafla upplýsingalaga og/eða á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p>Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. ágúst 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 1. september 2021, segir að svar Reykjavíkurborgar sé útúrsnúningur og beiðni hans sé hafnað eins og áður. Þá sé sagt að um einkamál látins einstaklings sé að ræða þegar þeir tali um sambýliskonu hans til 24 ára. Að neita honum um svör um afdrif hennar sé ólöglegt. Í athugasemdum fer kærandi yfir veikindi og meðferð sambýliskonu sinnar, líkt og í kæru, en hann segist aldrei hafa fengið svör varðandi þá atburðarás sem átti sér stað í aðdraganda andláts hennar. Það sem hún hafi lent í hafi verið mannrán, það hafi verið framinn glæpur og mannréttindabrot. Þeir sem brjóti mannréttindi á öðrum eigi ekki að fela sig á bak við persónuverndarlög. Kærandi vill að úrskurðarnefndin upplýsi hann um nöfn þeirra aðila sem brutu gegn honum og B. Kærandi sendi úrskurðarnefndinni annað erindi, dags. 18. október 2021, þar sem hann ítrekaði sjónarmið sín og kröfur í málinu.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Reykjavíkurborg sem varða mál B, látinnar sambýliskonu hans. Synjun Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda byggði í fyrsta lagi á því að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda væri um að ræða gögn um einkamálefni látins einstaklings sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Þá taldi borgin að hluti gagnanna væri vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Að lokum benti Reykjavíkurborg á að upplýsingar um vitjanir frá heimahjúkrun væru skráðar í sjúkraskrár í Sögukerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Reykjavíkurborg hefði ekki aðgang að þeim upplýsingum og þær teldust því ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Við meðferð málsins afhenti Reykjavíkurborg úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftirfarandi gögn:</p> <ol> <li>Greinargerð – heimaþjónustumat, dags. 19. október 2017.</li> <li>Skýrslu viðbragðsteymis, 17. mars 2020.</li> <li>Dagál – símtal, dags. 13. maí 2020.</li> <li>Svar við umsókn um heimaþjónustu, dags. 13. júlí 2020.</li> <li>Tölvupóstsamskipti, dags. 30. nóvember 2020.</li> <li>Bréf, dags. 2. desember 2020.</li> <li>Dagál – símtal, dags. 3. desember 2020.</li> </ol> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni gagnanna en þar er fyrst og fremst um að ræða upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar við kæranda og sambýliskonu hans og samskipti kæranda sjálfs við starfsmenn Reykjavíkurborgar vegna þessa. Í greinargerðinni (skjali nr. 1) er fjallað um heilsufar þeirra beggja og heilbrigðisþjónustu sem B var veitt á heimili þeirra. Í skýrslunni (skjali nr. 2) er fjallað um heimilisaðstæður þeirra, þjónustu viðbragðsteymis Reykjavíkurborgar og samskipti starfsmanna við kæranda. Í dagál frá 13. maí 2020 (skjali nr. 3) er fjallað um símtal við kæranda. Í svari við umsókn um heimaþjónustu (skjali nr. 4), er fjallað um þá heimaþjónustu sem samþykkt var að B yrði veitt. Í tölvupóstsamskiptum (skjali nr. 5) er fjallað um húsaleigusamning kæranda og B við Félagsbústaði. Bréf frá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, dags. 2. desember 2020, (skjal nr. 6) varðar ýmis mál tengd fjárhagsstöðu en viðtakandi bréfsins er kærandi sjálfur. Í dagál frá 3. desember 2020 (skjali nr. 7) er fjallað um símtal við kæranda.</p> <p>Í 1. mgr. 14. gr. segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki aðeins þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 895/2020, 898/2020, 903/2020, 910/2020 og 918/2020.</p> <p>Réttur samkvæmt 1. mgr. 14. gr. takmarkast hins vegar af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.</p> <p>Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir í athugasemdum:</p> <p>„Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.“</p> <p>Gögnin sem úrskurðarnefndin fékk afhent frá Reykjavíkurborg varða kæranda sjálfan enda er þar beinlínis fjallað um samskipti hans við Reykjavíkurborg, um heilsu hans og heimilisaðstæður, fyrir utan skjal nr. 4 sem varðar heimaþjónustu við B. Þar sem kærandi var sambýlismaður hennar verður það skjal þó einnig talið varða hann með þeim hætti að hann verði talinn hafa sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að upplýsingunum. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum í heild samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá kemur til skoðunar hvort aðgangur hans að gögnunum verði að einhverju leyti takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. en Reykjavíkurborg vísaði til einkahagsmuna látinnar sambýliskonu kæranda í því sambandi. Úrskurðarnefndin tekur fram að sú vernd sem einstaklingar njóta til friðhelgi einkalífs nær einnig til þeirra sem látnir eru, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 648/2016 og 703/2017. Í þeim gögnum sem úrskurðarnefndin hefur undir höndum eru vissulega upplýsingar um heilsufar og félagslegar aðstæður B sem gætu talist til viðkvæmra upplýsinga um einkamálefni. Hins vegar felur 3. mgr. 14. gr. í sér að vega verður og meta þá hagsmuni sem togast á hverju sinni en ljóst er að í gögnunum sem úrskurðarnefndin hefur fengið afhent eru engar upplýsingar um málefni konunnar sem kærandi hefur ekki nú þegar enda fjallaði hann ítarlega um sömu atriði í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar. Þannig eru ekki fyrir hendi þeir hagsmunir sem 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr., upplýsingalaga er ætlað að vernda og eru því ekki forsendur til þess að takmarka aðgang kæranda að gögnunum á þeim grundvelli.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur haldið því fram að hluti umbeðinna gagna sé undanþeginn upplýsingarétti kæranda þar sem þau séu vinnugögn, í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Í fylgibréfi með gögnunum sem afhent voru úrskurðarnefndinni var tekið fram að gögn nr. 1-3 og 7 teldust vinnugögn.</p> <p>Ákvæði 1. mgr. 14. gr. gilda samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. upplýsingalaga og samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.</p> <p>Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Þau skjöl sem Reykjavíkurborg taldi til vinnugagna eru í fyrsta lagi greinargerð vegna heimaþjónustumats, dags. 19. október 2017. Í öðru lagi er um að ræða skýrslu viðbragðsteymis, dags. 7. mars 2020, þar sem heimilisaðstæðum er lýst og samskiptum starfsmanna við kæranda vegna þjónustu þeirra við hann. Að lokum eru tveir „dagálar“, dags. 13. maí og 3. desember 2020, sem eru skráningar á símtölum, þar sem starfsmaður Reykjavíkurborgar hringir í kæranda og skráir efni símtalsins. Þessi gögn fela í raun í sér skráningu og lýsingu á atvikum og staðreyndum en ekki beinlínis undirbúning ákvörðunar. Í gögnunum er ekki fjallað um hugsanleg viðbrögð eða vangaveltur starfsmanna um það hvernig meðferð málsins verði háttað. Þannig geta skjölin ekki talist til vinnugagna í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og verður ákvörðun Reykjavíkurborgar því felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að afhenda kæranda umbeðin gögn. <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Reykjavíkurborg ber að veita kæranda, A, aðgang að gögnum sem varða mál látinnar sambýliskonu hans, B, hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1070/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022 | Nefnd um eftirlit með lögreglu synjaði beiðni blaðamanns um aðgang að ákvörðun nefndarinnar í máli sem varðaði starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu, og kvörtun til nefndarinnar vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu. Úrskurðarnefndin taldi kvörtunina tengjast sakamálarannsókn sem enn væri í gangi og væri hún þannig undanþegin gildissviði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu væri gagn sem tengdist málefnum starfsmanna í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin að þær upplýsingar sem fram kæmu í ákvörðuninni yrðu ekki heimfærðar undir þagnarskylduákvæði 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga. Loks væri í ákvörðuninni ekki að finna upplýsingar um einkahagsmuni viðkomandi starfsmanna sem óheimilt væri að veita aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Var nefnd um eftirlit með lögreglu því gert að veita kæranda aðgang að ákvörðuninni í heild sinni. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1070/2022 í máli ÚNU 21070009.<br /> <br /> </p> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindi, dags. 14. júlí 2021, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun nefndar um eftirlit með lögreglu (hér eftir einnig NEL), dags. sama dag, á beiðni kæranda um aðgang að 1) ákvörðun NEL nr. 38/2021, dags. 2. júní 2021, um starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu og 2) kvörtun til NEL vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu. Synjunin var á því byggð að hvorki ákvarðanir NEL né kvartanir til nefndarinnar væru afhentar óviðkomandi þriðju aðilum. Nefndin væri bundin þagnarskyldu á grundvelli lögreglulaga.</p> <p>Kæran var kynnt NEL með erindi, dags. 14. júlí 2021, og nefndinni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að NEL léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn NEL, dags. 29. júlí 2021, er í fyrstu fjallað um nefndina með almennum hætti. Hún starfi á grundvelli VII. kafla lögreglulaga, nr. 90/1996, og verkefni hennar séu m.a. að taka við kvörtunum vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu sem fer með lögregluvald. Undir það falli kvartanir vegna háttsemi eða starfsaðferða sem ekki verða taldar refsiverðar en gætu m.a. leitt til þess að lögreglumaður yrði áminntur í starfi eða æskilegar breytingar gerðar á starfsháttum og verklagi. Þá sé nefnd um eftirlit með lögreglu bundin þagnarskyldu um þær upplýsingar og gögn sem henni berast, sbr. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga.</p> <p>Í samræmi við hlutverk nefndarinnar fái hún gögn sem oft varða sakamál sem ýmist er lokið eða eru enn til rannsóknar. Þá geti ákvarðanir nefndarinnar leitt til þess að starfsmannamál hefjist hjá lögreglu eða héraðssaksóknara eða eftir atvikum rannsókn sakamáls. Gögnin sem nefndin hefur undir höndum séu því í eðli sínu viðkvæm og því hafi nefndin þá reglu að afhenda aðilum máls aðeins þau gögn sem stafa frá nefndinni en ekki gögn sem stafa frá lögreglu. Er aðilum máls því bent á viðkomandi embætti um gögn sem stafa frá embættunum.</p> <p>Þá hafi nefndin ekki afhent ákvarðanir sínar öðrum en aðilum máls og viðkomandi embætti. Það sé mat nefndarinnar að það sé nánast ómögulegt að gera ákvarðanir þannig úr garði að ekki sé hægt að rekja þær til þeirra aðila sem hlut eiga að máli, hvort sem það er kvartandi eða þeir lögreglumenn sem eiga í hlut. Þá sé algengt að máli sé ekki lokið hjá nefndinni með ákvörðun nefndarinnar, því nefndinni ber samkvæmt lögum að fylgja eftir ákvörðunum til að tryggja að viðkomandi embætti komist að efnislegri niðurstöðu í viðkomandi máli.</p> <h3>Ákvörðun um starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu.</h3> <p>Synjun NEL um aðgang að ákvörðun NEL nr. 38/2021, dags. 2. júní 2021, um starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu styðst við 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 7. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 7. gr. komi fram að lögin taki ekki til gagna í málum sem m.a. varða framgang í starfi. Ljóst sé að ef gerðar eru aðfinnslur við störf tiltekinna starfsmanna geti slíkt haft áhrif á framgang í starfi. Því sé NEL heimilt að takmarka aðgang kæranda að ákvörðun nefndarinnar.<br /> Þar að auki telur nefndin rétt að takmarka aðgang almennings að gögnum er varða einkahagsmuni og málefni starfsmanna lögreglu í starfi sérstaklega í þeim tilvikum er háttsemi starfsmannanna sem um ræðir gæti falið í sér ámælisverða háttsemi sem fellur undir ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.</p> <p>Nefndin bendir á að meðferð málsins sé hvorki lokið af hálfu lögreglustjóra né af hálfu nefndarinnar. Hafi þriðji aðili fengið afrit af ákvörðun nefndarinnar afhent frá öðrum en nefndinni sjálfri breyti slíkt engu um þá afstöðu nefndarinnar að afhenda ekki gögn öðrum en eingöngu aðilum máls.</p> <p>Að síðustu bendir nefndin á að í ákvörðuninni komi fram trúnaðarupplýsingar um umrætt lögreglumál sem nefndin er bundin þagnarskyldu um, sbr. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga.</p> <h3>Kvörtun vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu.</h3> <p>Að því er varðar kvörtun til NEL vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu tengist kvörtunin sakamálarannsókn sem enn sé í gangi. Nefnd um eftirlit með lögreglu er bundin þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga. Í ljósi þess sé ekki unnt að verða við beiðni um afhendingu gagnanna, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p>Fallist úrskurðarnefndin ekki á framangreinda afstöðu NEL, telji nefndin æskilegt að kanna afstöðu þess sem kvörtunin stafar frá til afhendingar gagnanna, þar sem ljóst sé að í gögnunum er að finna upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem kunni að vera sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari, sbr. ákvæði 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Kæranda var kynnt umsögn NEL með erindi, dags. 8. ágúst 2021. Í athugasemdum kæranda, dags. 17. ágúst sama ár, bendir kærandi á að nefnd um störf dómara birti úrskurði sína reglulega á vef Dómstólasýslunnar. Hið sama eigi að gilda um NEL. Varðandi fullyrðingu í umsögn NEL um að kvörtun vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu tengist sakamálarannsókn sem enn sé í gangi tekur kærandi fram að miðað við yfirlýsingu á vef Samherja tengist kvörtunin afmörkuðum anga af þeirri rannsókn sem leyst hafi verið úr fyrir dómstólum.</p> <p>Með erindi, dags. 17. janúar 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá embætti héraðssaksóknara varðandi kvörtun til NEL vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu. Með erindi, dags. 24. janúar 2022, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum frá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi ákvörðun NEL nr. 38/2021. Svör héraðssaksóknara bárust 19. janúar og svör lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bárust 24. janúar. Þau verða rakin í niðurstöðukafla þessa úrskurðar.</p> <p>Þá óskaði úrskurðarnefndin með erindi, dags. 24. janúar 2022, eftir afstöðu kvartanda til NEL í Samherjamálinu til afhendingar gagnsins, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Afstaðan hans barst ekki.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu nr. 38/2021, dags. 2. júní 2021, um starfshætti starfsmanna lögreglu í Ásmundarsalarmálinu, og kvörtun til nefndarinnar vegna vinnubragða starfsfólks héraðssaksóknara í Samherjamálinu, dags. 1. febrúar 2021.</p> <p>Bæði ákvörðun nr. 38/2021 og kvörtun til NEL tengjast rannsóknum sakamála, annars vegar Ásmundarsalarmálinu og hins vegar Samherjamálinu. Í niðurlagi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2021, kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við ákvæðið kemur fram að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.</p> <p>Í úrskurðum úrskurðarnefndarinnar hefur nefndin litið svo á að undir ákvæðið falli skjöl og önnur gögn sem séu eða verði að öllum líkindum til skoðunar við rannsókn lögreglu eða annars handhafa ákæruvalds á ætluðum refsiverðum brotum. Þá hefur úrskurðarnefndin áskilið sér rétt til þess að meta það, í ljósi atvika hverju sinni, hvort aðgangur skuli veittur að gögnum á grundvelli upplýsingalaga þótt þau kunni að tengjast rannsókn sakamáls og þá skipti m.a. máli hvort ætla megi að gögnin verði tekin til skoðunar við rannsókn málsins.</p> <p>Úrskurðarnefndin aflaði upplýsinga frá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara um tengsl ákvörðunar nr. 38/2021 og kvörtunarinnar til NEL við rannsókn hvors sakamáls um sig. Bæði stjórnvöld fara með ákæruvald skv. 18. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Í svari lögreglunnar kom fram að ákvörðun NEL nr. 38/2021 hefði hvorki verið hluti af gögnum málsins né sakarmati við rannsókn í Ásmundarsalarmálinu. Í svari héraðssaksóknara kom fram að NEL hefði sent embættinu afrit af kvörtuninni og að hún væri vistuð meðal rannsóknargagna málsins af því tilefni. Fylgiskjöl kvörtunarinnar væru gögn úr rannsókn málsins og tölvupóstssamskipti sem tilheyrðu málinu. Í kvörtuninni væru talin upp atriði sem vörðuðu málsmeðferð sakamálsins sem og upplýsingar úr gögnum rannsóknarinnar. Rannsókn málsins væri ekki lokið.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögnin sem kæranda var synjað um aðgang að. Það er mat nefndarinnar, m.a. með hliðsjón af svari lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að ákvörðun nr. 38/2021 varði ekki rannsókn eða saksókn sakamáls með þeim hætti að hún skuli undanþegin gildissviði upplýsingalaga á grundvelli 1. mgr. 4. gr. laganna. Um aðgang að henni fer því samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Öðru máli gegnir hins vegar um kvörtun til NEL, dags. 1. febrúar 2021. Með hliðsjón af framangreindum skýringum héraðssaksóknara lítur úrskurðarnefndin svo á að hún varði rannsókn þess máls með þeim hætti að kvörtunin sé undanþegin gildissviði upplýsingalaga. Er því óhjákvæmilegt að vísa þeim hluta kærunnar frá úrskurðarnefndinni.</p> <h2>2.</h2> <p>Synjun NEL á beiðni um ákvörðun nefndarinnar nr. 38/2021 styðst að mestu við 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Ákvæðið er útfært nánar í 7. gr. laganna. Þar segir í 1. mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem birtist í 1. mgr. 5. gr. laganna og ber að skýra það þröngri lögskýringu. Við úrlausn málsins reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði starfssamband þeirra lögreglumanna sem fjallað er um í ákvörðun NEL „að öðru leyti“.</p> <p>Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram eftirfarandi:</p> <p>„Upplýsingar um hvaða starfsmenn starfa við opinbera þjónustu, hvernig slík störf eru launuð og hvernig þeim er sinnt eru almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kann hér að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gilda hér að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eiga við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. Af þessari ástæðu er ekki óeðlilegt að almenningur eigi rétt á aðgangi að ákveðnum upplýsingum um það hvernig störfum sem stofnað er til í þágu opinbers verkefnis er sinnt, þar á meðal um menntun æðstu stjórnenda og starfsheiti hlutaðeigandi starfsmanna. Á hinn bóginn er viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúta m.a. að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geta leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt.“</p> <p>Í athugasemdum við 1. mgr. greinarinnar í frumvarpinu segir enn fremur:</p> <p>„Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.“</p> <p>Af framangreindum sjónarmiðum verður að ætla að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé fyrst og fremst að ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Við afmörkun þess hvaða ákvarðanir teljast vera ákvarðanir um „réttindi eða skyldur“ þeirra starfsmanna sem í hlut eiga verður í fyrsta lagi að horfa til þeirra ákvarðana í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, þar sem kveðið er á um að stjórnsýslulögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Að auki taki ákvæðið til ákvarðana sem teknar eru á grundvelli IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, jafnvel þótt þær teljist ekki til stjórnvaldsákvarðana og mála sem lúta að aðfinnslum, sbr. framangreindar athugasemdir við 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér ákvörðun NEL nr. 38/2021. Meðal hlutverka NEL skv. 35. gr. a lögreglulaga er að taka til meðferðar kvartanir vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu sem fer með lögregluvald. Nefndin skal taka rökstudda afstöðu til hinnar ætluðu aðfinnsluverðu starfsaðferðar eða framkomu og senda viðeigandi embætti kvörtun til frekari meðferðar ef tilefni er til. Nefndin skal fylgjast með meðferð viðkomandi embættis á erindum sem stafa frá henni og embætti sem fá til meðferðar kvartanir sem heyra undir nefndina skulu tilkynna henni um niðurstöður þeirra. Fyrir liggur að NEL taldi tilefni til að senda þátt málsins sem varðaði háttsemi þeirra lögreglumanna sem til umfjöllunar eru í ákvörðun nefndarinnar til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sbr. 3. mgr. 35. gr. a lögreglulaga, svo sem einnig hefur verið greint frá í fjölmiðlum.</p> <p>Í almennum athugasemdum í frumvarpi til laga nr. 62/2016 um breytingar á lögreglulögum, nr. 90/1996, segir að kæra á hendur starfsmanni lögreglu og kvörtun borgara vegna samskipta við lögreglu geti leitt til málsmeðferðar samkvæmt starfsmannalögum. Það sé hins vegar hlutverk lögreglustjóra að fara með yfirstjórn starfsmannamála, hvers í sínu umdæmi. Hið sama eigi við um ríkislögreglustjóra. Það er í samræmi við það sem fram kemur í athugasemdum við 2. gr. frumvarpsins um að ekki sé gert ráð fyrir því að nefndin taki beinan þátt í meðferð máls sem hún beinir annað. Þá sé heldur ekki gert ráð fyrir að hlutaðeigandi embætti sem máli er beint til sé bundið af athugasemdum eða tillögum nefndarinnar.<br /> Að framangreindu virtu er ljóst að NEL tekur sjálf ekki ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, ákvarðanir á grundvelli IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, eða ákvarðanir um aðfinnslur. Ákvörðun nefndarinnar nr. 38/2021 telst því ekki vera gagn í máli sem varðar starfssamband þeirra lögreglumanna sem fjallað er um í ákvörðuninni „að öðru leyti“, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Verður því ekki með réttu byggt á því ákvæði til stuðnings synjun um aðgang kæranda að ákvörðuninni.</p> <h2>3.</h2> <p>Synjun NEL á beiðni kæranda um aðgang að ákvörðun nefndarinnar nr. 38/2021 er að öðru leyti byggð á því að ákvörðunin innihaldi trúnaðarupplýsingar um viðkomandi lögreglumál sem NEL sé bundin þagnarskyldu um skv. 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga. Þá komi fram í ákvörðuninni upplýsingar um einkahagsmuni þeirra lögreglumanna sem um ræðir að því leyti að háttsemi þeirra í málinu kunni að hafa talist ámælisverð.</p> <p>Í 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga segir að nefndin sé bundin þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og þagnarskyldu um efni gagna og upplýsinga sem hún fær frá ákæruvalds- og löggæsluembættum á sama hátt og starfsmenn þeirra embætta. Í 4. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, segir eftirfarandi um þagnarskyldu ákærenda, þar á meðal lögreglustjóra:</p> <p>„Ákærendur eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga sem varða starfshætti ákæruvalds og lögreglu og fyrirhugaðar aðgerðir í þágu rannsóknar, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða eðli máls.“</p> <p>Í athugasemdum við 4. mgr. 18. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008, er vísað til 22. gr. lögreglulaga, en hið síðarnefnda ákvæði var samhljóða 4. mgr. 18. gr. áður en því var breytt með lögum nr. 71/2019 um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993. Eftir breytinguna er nú hvað varðar þagnarskyldu lögreglumanna í 22. gr. lögreglulaga vísað einungis til X. kafla stjórnsýslulaga. Í athugasemdum við 22. gr. lögreglulaga í frumvarpi því sem varð að lögunum segir um upplýsingar sem varða starfshætti ákæruvalds og lögreglu og fyrirhugaðar aðgerðir í þágu rannsóknar að „mikilvægt [sé] að haldið sé leyndum upplýsingum um vissa þætti í starfsemi lögreglu og um skipulagningu og útfærslu einstakra lögregluaðgerða. Að öðrum kosti [sé] óvíst um árangur af þeim“.</p> <p>Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að líta beri á 4. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu, að því er varðar upplýsingar um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsingar sem varða starfshætti ákæruvalds og lögreglu og fyrirhugaðar aðgerðir í þágu rannsóknar. Á það við bæði um lögreglustjóra og nefnd um eftirlit með lögreglu, sbr. það sem segir í 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga um að nefndin sé bundin þagnarskyldu um efni gagna og upplýsinga sem hún fær frá ákæruvalds- og löggæsluembættum á sama hátt og starfsmenn þeirra embætta.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér ákvörðun NEL nr. 38/2021 með hliðsjón af því hvort hún innihaldi upplýsingar sem kunni að falla undir þagnarskylduákvæði 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga, sbr. 4. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála. Ákvörðunin inniheldur að miklu leyti umfjöllun um verklag lögreglunnar í samskiptum við fjölmiðla og hvort miðlun upplýsinga í þessu tiltekna máli hafi verið í ósamræmi við það verklag, í ljósi þess að fjölmiðlum reyndist unnt að persónugreina einstakling sem tilgreindur var í dagbókarfærslu lögreglunnar sem afhent var fjölmiðlum. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að ekki sé unnt að heimfæra þær upplýsingar undir þagnarskylduákvæði 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga, enda ekki hægt að líta svo á að um sé að ræða upplýsingar um starfshætti lögreglu eða fyrirhugaðar aðgerðir í þágu rannsóknar, sem mikilvægt er að sé haldið leyndum.</p> <p>Nefnd um eftirlit með lögreglu telur einnig að ákvörðunin innihaldi upplýsingar um einkahagsmuni þeirra lögreglumanna sem um ræðir. Í ákvörðuninni er komist að þeirri niðurstöðu að háttsemi þeirra „geti talist ámælisverð“, svo sem segir í ákvörðuninni. Úrskurðarnefndin telur að upplýsingarnar séu ekki þess efnis að þær falli undir þagnarskylduákvæði 7. mgr. 35. gr. a lögreglulaga, sbr. 4. mgr. 18. gr. laga um meðferð sakamála, eigi við. Er þá m.a. til þess að líta að NEL slær því ekki föstu að háttsemin hafi verið ámælisverð. Þá telur úrskurðarnefndin að upplýsingar af þessu tagi séu þess eðlis að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér þær. Einnig verður að líta til 2. mgr. 41. gr. stjórnsýslulaga, sem NEL er óumdeilanlega bundin af, en þar segir að undir þagnarskyldu falli ekki upplýsingar um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi starfsmanna stjórnvalda. Loks má líta til athugasemda við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, þar sem segir að við mat á því hvort upplýsingar varði einkahagsmuni einstaklings þurfi að líta til þess hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Úrskurðarnefndin telur viðkomandi upplýsingar ekki svo viðkvæmar að það réttlæti að takmarkaður sé aðgangur að þeim.</p> <p>Þá telur úrskurðarnefndin að ekki sé að finna í ákvörðun NEL nr. 38/2021 aðrar upplýsingar sem heimilt eða skylt sé að takmarka aðgang að á grundvelli upplýsingalaga. Verður því NEL gert að afhenda kæranda ákvörðunina.<br /> <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun nefndar um eftirlit með lögreglu, dags. 14. júlí 2021, að synja A um aðgang að ákvörðun nefndarinnar nr. 38/2021, dags. 2. júní 2021, er felld úr gildi og lagt fyrir nefndina að veita A aðgang að ákvörðuninni.</p> <p>Að öðru leyti er kæru, dags. 14. júlí 2021, vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir </p> |
1069/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022 | Deilt var um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um afrit af gögnum sem varða úthlutun lóða á Sjómannaskólareit. Kærandi hafði fengið afhent nokkuð af gögnum og Reykjavíkurborg fullyrti að engin frekari gögn væru fyrirliggjandi. Eins og atvikum málsins var háttað taldi úrskurðarnefndin ekki um að ræða synjun um aðgang að gögnum og var kærunni því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1069/2022 í máli ÚNU 21070004. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 28. júní 2021, kærði húsfélagið Vatnsholti 4 afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni félagsins um afrit af gögnum.</p> <p>Með erindi til Reykjavíkurborgar, dags. 4. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir gögnum varðandi úthlutun lóða á Sjómannaskólareit. Í fyrsta lagi var óskað eftir öllum gögnum varðandi meðferð og ákvarðanatöku við undirbúning deili- og aðalskipulagsbreytinga á svæðinu. Sérstaklega var óskað eftir gögnum sem varða málsmeðferð vegna ákvarðanatökunnar, þ.m.t. fundargerða um fundi þar sem skipulagsbreytingarnar voru til meðferðar, gögn sem varða vilyrði um lóðarúthlutun til tiltekinna aðila, þ.m.t. samskipti borgarfulltrúa, skipulagsfulltrúa og ábyrgðarmanns deiliskipulagsins við vilyrðishafa/lóðarhafa, og gögn sem varða samskipti aðila sem hyggjast byggja á reitnum við skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar. Í öðru lagi var óskað eftir öllum gögnum er varða málsmeðferð vegna ákvarðanatöku við úthlutun lóða á Sjómannaskólareitnum, þ.m.t. samskipti borgarfulltrúa, skipulagsfulltrúa og ábyrgðarmanns deiliskipulagsins, þ.e. samskipti, bréf og dagbókarfærslur, auk lista yfir málsgögn. Í þriðja lagi var óskað eftir afhendingu gagna og samskipta borgarinnar við aðila er varða afgreiðslu á fundi skipulagsfulltrúa 18. september 2020, þar sem samþykkt var umsögn skipulagsfulltrúa um að lengja svalir út á byggingareit K4, lengja hámark einstakra kvista og um fjölgun bílastæða.</p> <p>Þegar beiðnin hafði ekki verið afgreidd þann 14. apríl 2021 vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem óskar eftir upplýsingum heimilt að vísa máli til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðar um rétt hans til aðgangs, hafi beiðnin ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni afgreiddi Reykjavíkurborg loks beiðni kæranda og afhenti nokkuð af gögnum.</p> <p>Í erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 28. júní 2021, lýsti kærandi því að hann teldi afhendinguna ófullnægjandi, þrátt fyrir að hún væri viðamikil, þá væri ekki um að ræða öll þau gögn sem óskað hefði verið eftir, þ.e. það sem var tiltekið sérstaklega í gagnabeiðninni, nema e.t.v. að einhverju leyti gögn varðandi ákvarðanatöku við skipulagsbreytingar. Kærandi taldi önnur gögn vanta og að einungis hefðu verið afhent gögn sem áður hefðu verið gerð opinber. Ekki hafi verið afhentir póstar með svörum fulltrúa borgarinnar eða þeirra innbyrðis samskipti. Þessu hafi ekki fylgt skýringar. Því óskaði kærandi eftir að úrskurðarnefndin tæki málið fyrir.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 2. júlí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Þann 16. júlí 2021 sendi Reykjavíkurborg kæranda og úrskurðarnefndinni frekari gögn. Í meðfylgjandi erindi sagði að öll fyrirliggjandi gögn sem talið væri að féllu undir beiðni kæranda hefðu nú verið afhent. Ef kærandi teldi enn að ekki væru fram komin gögn sem leitað hefði verið eftir og ættu að vera til væri sjálfsagt mál að hafa aftur samband við Reykjavíkurborg sem gæti aðstoðað við að afmarka beiðnina frekar.</p> <p>Úrskurðarnefndin átti í nokkrum samskiptum við kæranda og Reykjavíkurborg. Kærandi taldi vanta upp á afhendingu Reykjavíkurborgar og úrskurðarnefndin óskaði eftir frekari skýringum frá Reykjavíkurborg varðandi afgreiðsluna.</p> <p>Með erindi, dags. 19. nóvember 2021, svaraði Reykjavíkurborg því að gagnabeiðni kæranda hefði verið mjög víðtæk og að hluta til óljóst hvaða gagna hefði verið óskað en Reykjavíkurborg hefði ítrekað boðist til samstarfs við að afmarka beiðnina frekar. Afgreiðsla málsins hefði tafist af óviðráðanlegum ástæðum og þegar fyrsta afhending gagna hefði farið fram þann 11. júní 2021 hefði vantað gögn sem síðan hefðu verið afhent þann 16. júlí. Þegar upplýsingar bárust um að kærandi teldi enn vanta upp á gögn, þ.e.a.s. gögn varðandi samskipti borgarfulltrúa eða skipulagsfulltrúa við lóðavilyrðishafa hafi verið farið í að athuga málið enn frekar. Með það í huga að verið væri að óska gagna frá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, sem lögð hefði verið niður, hefði að þessu sinni verið haft beint samband við fyrrverandi deildarstjóra atvinnuþróunar á þáverandi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar í því skyni að kanna hvort hann teldi einhver gögn vera til. Sá aðili, sem hefði verið í sumarleyfi þegar beiðnin var upphaflega afgreidd, hefði þá afhent frekari gögn sem mögulega hefðu ekki komið fram áður. Þessi viðbótargögn voru afhent úrskurðarnefndinni og kæranda samhliða svari Reykjavíkurborgar þann 19. nóvember 2021.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar segir jafnframt, að því er varðar gögn vegna samskipta borgarfulltrúa við lóðavilyrðishafa, að engin slík gögn séu til á skrá hjá Reykjavíkurborg. Engin formleg samskipti hafi átt sér stað milli einstakra borgarfulltrúa og aðila í samkeppninni en þau samskipti hefðu farið í gegn um skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar. Sé því haldið fram að slík samskipti hljóti að hafa átt sér stað þá hafi þau í öllu falli ekki verið hluti af meðferð málsins hjá borginni og hafi ekki skipt máli við þá meðferð. Samskipti varðandi skipulag hafi farið í gegnum verkefnastjóra skipulagsfulltrúa en aðilar hafi óskað eftir einum fundi með skipulagsfulltrúa til að ræða sín sjónarmið, þetta megi sjá í meðfylgjandi gögnum. Þar með telji Reykjavíkurborg að öll gögn sem falli undir gagnabeiðnina og séu fyrirliggjandi hafi verið afhent kæranda.</p> <p>Svar Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með erindi, dags. 22. nóvember 2021, og honum gefinn kostur á að bregðast við því sem þar kom fram.</p> <p>Í athugasemdum kæranda, dags. 1. desember 2021, segir að afstaða hans sé sú að gagnlegt hafi verið að fá gögnin afhent en að þau virðist ekki vera í fullu samræmi við upplýsingabeiðnina. Elstu samskiptin sem afhent voru séu frá haustinu 2018 og samskiptin varði ekki deili- og aðalskipulagsbreytingar. Í upplýsingabeiðni kæranda hafi verið óskað eftir gögnum og samskiptum borgarinnar og lóðarvilyrðishafa er varða skipulagsbreytingar á Sjómannaskólareitnum og því óski hann eftir að farið verði yfir (og svo afhent) hvaða samskipti séu til frá tíma aðdraganda viljayfirlýsingar Reykjavíkurborgar við Byggingafélag námsmanna, sem var undirrituð 12. janúar 2017 og allt þar til auglýsing um samþykkt breytingarinnar á deiliskipulaginu var birt 27. apríl 2020. Þá telur kærandi óljóst hvort samskipti hafi átt sér stað milli lóðavilyrðishafa og borgarfulltrúa þótt þau séu ekki á skrá, en auðvelt sé að láta kanna það mál og komast til botns í því. Slík gögn séu vissulega samskipti við stjórnvöld og skipti því ekki máli hvort þau séu álitin „hluti af meðferð málsins“ hjá borginni.</p> <p>Með erindi, dags. 3. desember 2021, voru athugasemdir kæranda við afgreiðsluna kynntar fyrir Reykjavíkurborg og óskað var eftir svörum við því hvort þau gögn sem kærandi vísaði til væru fyrirliggjandi hjá Reykjavíkurborg.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, dags. 13. janúar 2022, segir að á síðustu vikum hafi starfsmaður Reykjavíkurborgar leitað frekari gagna varðandi samskipti borgarinnar við Byggingarfélag námsmanna vegna Sjómannaskólareits. Í því skyni hafi starfsmaðurinn verið í samskiptum við aðila sem enn starfi hjá borginni og komu að málinu fyrir hönd skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, sem nú hafi verið lögð niður. Þessi samskipti hafi tekið nokkurn tíma vegna Covid-19 og jólaleyfa en beðist var afsökunar á töfinni. Engin ný gögn hafi komið fram við þessa leit, allt sem hafi verið vistað hjá Reykjavíkurborg hafi þegar verið afhent. Þá kannist enginn af fyrrgreindum aðilum við að hafa undir höndum gögn er varða samskipti við Byggingarfélag námsmanna um Sjómannaskólareitinn. Varðandi samskipti borgarfulltrúa við lóðavilyrðishafa þá ítrekar Reykjavíkurborg fyrra svar, þ.e. að engin gögn liggi fyrir er varða samskipti borgarfulltrúa við lóðavilyrðishafa. Öll samskipti við lóðavilyrðishafa hafi farið fram í gegnum skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar. Í leit að gögnum hafi starfsmaðurinn ákveðið að hafa samband við framkvæmdarstjóra Byggingarfélags námsmanna í því skyni að kanna hvort mögulegt væri að félagið hefði vistað einhver samskipti við borgina sem ekki hefðu verið vistuð hjá Reykjavíkurborg. Framkvæmdarstjórinn hafi sent allt sem hann hafi fundið og hafi það verið afhent samhliða svari Reykjavíkurborgar til úrskurðarnefndarinnar. Reykjavíkurborg kvaðst því hafa afhent allt það sem fyrirliggjandi sé í þessu máli.</p> <p>Með erindi, dags. 17. janúar 2022, voru skýringar Reykjavíkurborgar kynntar fyrir kæranda og óskað eftir viðbrögðum hans við því sem þar kom fram.</p> <p>Í svari kæranda, dags. 21. janúar 2022, segir að kærandi telji að stjórnvöldum, í þessu tilviki Reykjavíkurborg, sé rétt að láta kanna einnig tölvupósta milli starfsmanna sinna sem látið hafi af störfum og viðkomandi aðila (hér vilyrðishafa), þegar fyrir liggi að samskipti séu ekki vistuð nægilega vel, líkt og hér hafi komið í ljós með því að kalla hafi þurft eftir tölvupóstum frá vilyrðishafa. Beri Reykjavíkurborg við að þetta sé ekki mögulegt óski kærandi eftir því að úrskurðarnefndin fjalli um að gagnavistun sé ábótavant í þessu tilfelli í úrskurði sínum og leggi til úrbætur á því. Þá segist kærandi hafa hnotið um orðalag Reykjavíkurborgar í svörum við ósk um samskipti borgarfulltrúa við lóðarvilyrðishafa. Þar sé ítrekað að „engin gögn liggja fyrir er varða samskipti borgarfulltrúa við lóðavilyrðishafa“ en ekki liggi fyrir að nokkur borgarfulltrúi hafi verið spurður út í málið þrátt fyrir að það sé auðvelt í framkvæmd. Kærandi telur því rétt að fá staðfestingu Reykjavíkurborgar um það að einstaka borgarfulltrúar hafi verið beðnir um að upplýsa um öll samskipti við vilyrðishafa og afhenda öll skrifleg gögn um slík samskipti, eða framkvæmi það ef svo hafi ekki þegar verið gert.</p> <p>Að lokum voru þessar athugasemdir kæranda kynntar með erindi, dags. 24. janúar 2022, og Reykjavíkurborg veitt tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar, 1. febrúar 2022, segir að borgin hafi sýnt mikinn samstarfsvilja og raunar gengið óvenju langt í að hafa upp á gögnum sem kærandi leiti eftir. Reykjavíkurborg segir að fullyrðing kæranda um að gagnavistun í málinu sé ábótavant standist ekki enda sýni tölvupóstar frá lóðavilyrðishafa þvert á móti að þau samskipti sem kærandi haldi fram að liggi fyrir séu hvorki fyrirliggjandi hjá lóðavilyrðishafa né hjá Reykjavíkurborg. Við þetta megi bæta að þó einstaka fundarboðun hafi ekki verið vistuð með gögnum málsins hjá borginni geti það ekki talist ófullnægjandi gagnavistun. Fundarboðun með tölvupósti hafi sem slík almennt ekki verið talin til gagna sem séu hluti af meðferð máls hjá stjórnvöldum, nema í þeim felist einhverjar upplýsingar sem máli skipti og ekki sé að finna í öðrum gögnum. Svo sé ekki í þessu tilviki. Öll fyrirliggjandi samskipti við aðila máls sem hafi verið hluti af afgreiðslu málsins hjá Reykjavíkurborg og skipt máli við þá meðferð hafi verið vistuð og hafi verið afhent.</p> <p>Varðandi kröfu kæranda um að gengið sé á borgarfulltrúa til þess að kanna hvort þeir hafi persónulega verið í samskiptum við lóðavilyrðishafa þá telji Reykjavíkurborg ekki stoð fyrir slíkri kröfu á grundvelli upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga sé afmarkað í 2. gr. laganna þar sem fram komi að lögin taki til „allrar starfsemi stjórnvalda“. Líkt og í tvígang hafi komið fram þá hafi öll samskipti við lóðavilyrðishafa sem tengist afgreiðslu málsins hjá Reykjavíkurborg farið fram í gegn um þáverandi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og hafi öll fyrirliggjandi gögn þar um verið afhent. Hvað varði einstaka borgarfulltrúa og hugsanleg gögn í þeirra vörslu sé rétt að fram komi að borgarstjórn sé fjölskipað stjórnvald. Öll mál sem borgarstjórn eða önnur fjölskipuð stjórnvöld borgarinnar taki ákvörðun í séu afgreidd á fundum. Fundirnir séu haldnir samkvæmt fyrirfram ákveðinni dagskrá og öll gögn sem máli skipti fyrir ákvörðun séu lögð fram með fundardagskrá. Í fundargerð sé svo skráð afgreiðsla mála ásamt bókunum einstakra fulltrúa eftir því sem við eigi og séu fundargerðir birtar á heimasíðu borgarinnar. Það sé því ekki í verkahring eða valdi Reykjavíkurborgar að afhenda meint samskipti kjörinna fulltrúa sem hafi aldrei verið hluti af meðferð málsins né skipt máli við þá meðferð. Slík samskipti, ef þau hafi átt sér stað, geti því ekki talist hluti af starfsemi stjórnvalda. Að lokum er ítrekað að Reykjavíkurborg hafi afhent öll fyrirliggjandi gögn í málinu og telji afgreiðslu upplýsingabeiðni kæranda lokið.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um afrit af gögnum sem varða úthlutun lóða á Sjómannaskólareit, þ.e. öllum gögnum varðandi undirbúning deili- og aðalskipulagsbreytinga á svæðinu, öllum gögnum er varða ákvarðanatöku við úthlutun lóða á Sjómannaskólareitnum og gögnum og samskiptum borgarinnar við aðila varðandi tiltekna umsögn skipulagsfulltrúa.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málslið 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur afhent kæranda nokkuð af gögnum og fullyrt að engin frekari gögn sem heyri undir gagnabeiðni kæranda séu fyrirliggjandi þrátt fyrir að leitað hafi verið að nánar tilgreindum gögnum í kjölfar ábendinga kæranda. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar, þrátt fyrir að upphafleg afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda hafi bæði tafist og ekki reynst fullnægjandi. Þá er m.a. horft til þess að upphafleg gagnabeiðni kæranda var töluvert víðtæk, Reykjavíkurborg bauð kæranda að afmarka beiðnina nánar við meðferð málsins og afhenti honum í kjölfarið frekari gögn.</p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Í tilefni af athugasemdum kæranda við að skráningu Reykjavíkurborgar á gögnum hafi verið ábótavant bendir úrskurðarnefndin á að samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvernig sveitarfélög sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna. Vísast í þessu sambandi einkum ráðuneytis sveitastjórnarmála og umboðsmanns Alþingis.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru húsfélagsins Vatnsholti 4, dags. 28. júní 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1068/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022 | Deilt var um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang svarbréfi Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda. Synjunin byggði á því að bréfið væri vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Einnig að ráðuneytinu væri óheimilt að veita aðgang að því með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá vísaði ráðuneytið til þess að bréfið innihéldi að stórum hluta umfjöllun um sömu atriði og fram kæmu í bréfi setts ríkisendurskoðanda, sem úrskurðarnefndin hafi talið með úrskurði nr. 1004/2021 að væri undirorpið sérstakri þagnarskyldu á grundvelli 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Að mati úrskurðarnefndarinnar bar ráðuneytinu að veita kæranda aðgang að bréfinu fyrir utan upplýsingar í því sem vísuðu annaðhvort orðrétt eða svo til orðrétt til bréfs setts ríkisendurskoðanda. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1068/2022 í máli ÚNU 21060011. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 15. júní 2021, kærði A, f.h. Frigus II ehf., afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að svari Lindarhvols ehf. við erindi setts ríkisendurskoðanda. Kæran var byggð á 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem ráðuneytið hafði ekki tekið afstöðu til beiðni kæranda innan 30 virkra daga frá móttöku hennar.</p> <p>Með bréfi til ráðuneytisins, dags. 8. október 2020, óskaði kærandi eftir afriti af svörum stjórnar Lindarhvols, dags. 17. janúar 2018, við bréfi setts ríkisendurskoðanda frá 4. janúar sama ár. Ráðuneytið synjaði beiðninni á grundvelli 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1004/2021 frá 28. apríl 2021 var synjun ráðuneytisins staðfest hvað varðaði bréf setts ríkisendurskoðanda. Ákvörðun ráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að svarbréfi Lindarhvols var hins vegar felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. Í kæru kemur fram að ráðuneytið hafi enn ekki afgreitt beiðni kæranda um aðgang að bréfinu.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með erindi, dags. 21. júní 2021, og vakin athygli á því að skv. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 bæri stjórnvaldi að taka ákvörðun um það hvort orðið yrði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða mætti. Enn fremur skyldi skýra þeim sem færi fram á aðgang að gögnum frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta, hefði beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Í erindi nefndarinnar var ráðuneytinu veittur frestur til að koma að rökstuðningi, væri það afstaða ráðuneytisins að upplýsingar í gögnunum ættu að fara leynt.</p> <p>Umsögn ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 5. júlí 2021, þar sem fram kemur að ráðuneytið telji að óheimilt sé að afhenda hið umbeðna gagn. Þá telur ráðuneytið að fyrir liggi að hið umbeðna skjal sé vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, sem afhent var á grundvelli beinnar lagaskyldu stjórnvalda, í þessu tilviki til Ríkisendurskoðunar.</p> <p>Einnig bendir ráðuneytið á að ráðuneytinu sé óheimilt, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila og telur ráðuneytið að hið umbeðna gagn innihaldi slíkar upplýsingar.</p> <p>Þá er í umsögninni vikið að því að í umbeðnu skjali sé að stórum hluta umfjöllun um sömu atriði og fram komu í bréfi setts ríkisendurskoðanda, sem nefndin telji að sé undirorpin sérstakri þagnarskyldu skv. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 og gangi framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 1004/2021.</p> <p>Að mati ráðuneytisins verði að líta til mikilvægis þess að Ríkisendurskoðun hafi aðgang að upplýsingum og geti átt samráð og samstarf við stjórnvöld til þess að mál séu tilhlýðilega upplýst. Jafnframt verði að líta til þess að afrakstur þeirra athugana sem stofnunin ræðst í sé birtur almenningi, bæði forsendur og niðurstaða sem og ágrip af þeim upplýsingum sem byggt er á. Niðurstaða athugunarinnar sem hin umbeðnu gögn varða var birt á vef Ríkisendurskoðunar í apríl 2020, líkt og komið hefur fram í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndarinnar.</p> <p>Með bréfi, dags. 5. júlí 2021, var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda, dags. 12. júlí 2021, kemur fram að kærandi telji ljóst að svarbréf Lindarhvols geti ekki talist vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga enda sé ekki um að ræða drög eða gagn sem telja má vera undirbúningsgagn í reynd, heldur bréf sem geymi upplýsingar um starfsemi Lindarhvols. Þegar af þeirri ástæðu geti ráðuneytið ekki undanþegið bréfið upplýsingarétti kæranda með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá telur kærandi af og frá að heimfæra lögbundinn trúnað eins skjals yfir á annað skjal sem falli ekki undir sömu lög á þeim grundvelli að efnislega kunni það skjal að innihalda að einhverju leyti sambærileg efnisatriði. Upplýsingar í bréfinu verði aðeins undanþegnar upplýsingarétti ef óheimilt er að veita aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p>Kærandi telur að ráðuneytinu hafi ekki tekist að færa fram viðhlítandi rök fyrir þeirri ákvörðun að synja beiðni um aðgang að umbeðnum gögnum. Í því samhengi bendir kærandi sérstaklega á 1. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna m.a. með því að tryggja aðgang almennings að upplýsingum.</p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að svarbréfi Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda, dags. 17. janúar 2018. Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að svarbréfinu er í fyrsta lagi byggð á því að bréfið sé vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna, og hafi aðeins verið afhent á grundvelli lagaskyldu.</p> <p>Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhendingin hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.</p> <p>Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.</p> <p>Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér svarbréf Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda. Bréfið inniheldur svör félagsins við fyrirspurnum ríkisendurskoðanda um starfsemi félagsins. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að bréfið uppfylli ekki það skilyrði 8. gr. upplýsingalaga að vinnugagn skuli hafa verið ritað eða útbúið af stjórnvaldi til eigin nota, enda er ljóst að bréfið var ritað í þeim eina tilgangi að svara erindi setts ríkisendurskoðanda. Nefndin telur að slíkt bréf geti ekki talist vinnugagn.</p> <p>Þá telur nefndin einnig að bréfið geti ekki talist vera undirbúningsgagn í reynd, sbr. athugasemdir við 8. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012. Þannig inniheldur bréfið mestmegnis svör til ríkisendurskoðanda sem samanstanda af staðreyndum sem lágu þegar fyrir við ritun þess. Í bréfinu eru ekki rakin sjónarmið eða afstaða Lindarhvols í málinu sem hefðu getað breyst með tilkomu nýrra upplýsinga og leitt þannig til þeirrar niðurstöðu að bréfið teldist undirbúningsgagn.</p> <p>Að fenginni þessari niðurstöðu er ekki þörf á að fjalla um röksemdir fjármála- og efnahagsráðuneytis þess efnis að vinnugagn haldi stöðu sinni sem slíkt ef það er afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, enda er ljóst að grunnskilyrði vinnugagnahugtaksins þurfa að vera uppfyllt áður en slíkt kemur til skoðunar.</p> <h2>2.</h2> <p>Synjun ráðuneytisins á beiðni um aðgang að bréfinu er að öðru leyti byggð á því að ráðuneytinu sé óheimilt að veita aðgang að því með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá vísar ráðuneytið einnig til þess að bréfið innihaldi að stórum hluta umfjöllun um sömu atriði og fram komu í bréfi setts ríkisendurskoðanda, sem úrskurðarnefndin hafi talið með úrskurði nr. 1004/2021 að væri undirorpið sérstakri þagnarskyldu á grundvelli 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, sem gengi framar rétti almennings til aðgangs að bréfinu.</p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1004/2021 var það niðurstaða nefndarinnar að líta bæri á 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, sem sérstakt þagnarskylduákvæði sem takmarkaði upplýsingarétt almennings samkvæmt gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í ákvæðinu er kveðið á um að ríkisendurskoðandi geti ákveðið að gögn sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. Í því ljósi taldi úrskurðarnefndin að bréf setts ríkisendurskoðanda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 4. janúar 2018, sem auðkennt var sem „vinnuskjal“ og „ekki til dreifingar“, væri undirorpið sérstakri þagnarskyldu samkvæmt framangreindu ákvæði 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016.</p> <p>Ákvæðið felur ekki í sér fyrirmæli eða efnisgreiningu á því hvers konar gögn eða upplýsingar það eru sem ríkisendurskoðanda er heimilt að undanþiggja aðgangi. Því er óhætt að draga þá ályktun að ákvæðið undanþiggi upplýsingar aðgangi í víðtækari mæli en gert er í takmörkunarákvæðum 6.–10. gr. upplýsingalaga og/eða taki til annarra upplýsinga en þar eru undanþegnar aðgangi, og gangi þannig framar ákvæðum upplýsingalaga. Í ljósi þess hve víðtækt ákvæði 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 er verður að líta svo á að óheimilt sé að afhenda hverjar þær upplýsingar sem fram koma í gögnum sem ríkisendurskoðandi ákveður að undanþiggja aðgangi hverju sinni á grundvelli ákvæðisins.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér bréf Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda, dags. 17. janúar 2018. Í bréfinu, sem er ellefu blaðsíður að lengd, er að finna svör félagsins við margvíslegum fyrirspurnum ríkisendurskoðanda varðandi starfsemi félagsins. Á sjö stöðum í bréfinu hafa verið límdar inn orðrétt fyrirspurnir úr bréfi setts ríkisendurskoðanda. Þá er á níu öðrum stöðum í bréfinu vísað svo til orðrétt til fullyrðinga sem fram koma í bréfi setts ríkisendurskoðanda. <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar, með hliðsjón af framangreindri umfjöllun um 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, að fjármála- og efnahagsráðuneytinu sé óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum í svarbréfinu sem vísa annaðhvort orðrétt eða svo til orðrétt til bréfs setts ríkisendurskoðanda, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. Þá er það mat nefndarinnar að í þeirri umfjöllun sem eftir stendur í bréfinu sé ekki að finna upplýsingar sem skuli undanþegnar aðgangi kæranda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga eða annarra takmörkunarákvæða þeirra laga.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneytinu er skylt að veita A, f.h. Frigus II ehf., aðgang að svari Lindarhvols ehf., dags. 17. janúar 2018, við erindi setts ríkisendurskoðanda, dags. 4. janúar 2018. Þó er ráðuneytinu skylt að afmá eftirfarandi atriði:</p> <ol> <li>Fyrirspurnir úr erindi setts ríkisendurskoðanda sem teknar eru upp í svarbréf Lindarhvols í textakössum á sjö stöðum, nánar tiltekið á bls. 4, 5, 6, 7 og 8, og tvívegis á bls. 9.</li> <li>Umfjöllun á bls. 1 sem hefst í línu nr. 3 á orðunum „Í bréfinu“ og lýkur í línu nr. 6 á orðinu „efnislega“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 2 sem hefst í línu nr. 4 á orðunum „Settur ríkisendurskoðandi“ og lýkur í línu nr. 6 á orðunum „nóvember 2017“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 3 sem hefst í línu nr. 10 á orðunum „Í bréfi“ og lýkur í línu nr. 12 á orðunum „sama tölvupósts“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 3 sem hefst í línu nr. 23 á orðunum „Því hafnar“ og lýkur í línu nr. 25 á orðinu „óeðlilegar“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 3 í línu 32 frá orðunum „þar sem“ og lýkur í línu nr. 33 á orðinu „svarað“.</li> <li>Lokaorðum í neðstu línu á bls. 3 frá orðinu „sem“ og lýkur með orðinu „ósvarað“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 4 í línu 6 að neðan frá orðunum „sem settur“ og lýkur í sömu línu á skammstöfuninni „ehf.“.</li> <li>Línur nr. 3 og 4 á bls. 5.</li> <li>Línur nr. 11 og 12 á bls. 6.</li> <li>Tvær neðstu línurnar á bls. 6. </li> <li>Tvær neðstu línurnar á bls. 7.</li> <li>Umfjöllun á bls. 8 sem hefst í línu nr. 2 fyrir neðan textakassa á orðunum „Það er því ekki“ og lýkur í línu nr. 3 á orðinu „svarað“.</li> <li>Þrjár neðstu línurnar á bls. 8.</li> <li>Tvær síðustu línurnar fyrir ofan neðri textakassa á bls. 9.</li> <li>Tvær efstu efnisgreinarnar á bls. 10 (línur nr. 1–8).</li> <li>Umfjöllun á bls. 10 sem hefst í línu nr. 14 með orðinu „sem“ og lýkur í línu nr. 15 með orðunum „bréfi sínu“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 10 sem hefst í línu nr. 16 með orðinu „Engar“ og lýkur í línu nr. 17 með orðinu „félagsins“.</li> <li>Umfjöllun á bls. 10 sem hefst í línu nr. 19 með orðinu „sérstaklega“ og endar í línu nr. 20 með orðinu „geyma“. <br /> <br /> </li> </ol> <p> </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1067/2022. Úrskurður frá 1. mars 2022 | Kærð var afgreiðsla Garðabæjar á beiðni um tiltekin gögn sem kærandi taldi sig hafa staðreynt að lægju fyrir hjá sveitarfélaginu. Hins vegar lá ekki fyrir í málinu ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að þessum gögnum. Kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar er skv. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum. Því vísaði nefndin málinu frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. mars 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1067/2022 í máli ÚNU 21020014. <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindi, dags. 5. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni sinni um aðgang að gögnum.</p> <p>Með erindi, dags. 8. júní 2020, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem til væru í kerfum Garðabæjar (bæði hjá sveitarfélaginu og Garðaskóla) fram til síðasta vinnudags skólastjóra Garðaskóla og vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Var kæranda tjáð með tölvupósti, dags. 11. júní 2020, að gögn sem heyrðu undir gagnabeiðnina heyrðu jafnframt undir aðra beiðni kæranda frá því í maí 2020, þar sem óskað var eftir öllum gögnum sem til væru í kerfum Garðabæjar (bæði hjá sveitarfélaginu og Garðaskóla) fram til síðasta vinnudags deildarstjóra skóladeildar Garðabæjar og vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Yrðu gögnin afhent sem hluti af afgreiðslu þeirrar beiðni. Gögnin voru afhent kæranda 23. júní 2020.<br /> Kærandi telur að eftir að sér bárust gögn frá öðrum aðilum, m.a. fagráði eineltismála, hafi komið á daginn að skólastjóri Garðaskóla og deildarstjóri skóladeildar Garðabæjar hafi átt í samskiptum og fundað með Kennarasambandi Íslands, Skólastjórafélagi Íslands og sáttamiðlara. Garðabær hafi ekki afhent gögn þar að lútandi, en kærandi telur að fundarboð, fundargerðir og samskipti þessara aðila hljóti að liggja fyrir hjá sveitarfélaginu.</p> <p>Kæran var kynnt Garðabæ með erindi, dags. 3. desember 2021. Athugasemdir Garðabæjar við kæruna bárust 10. desember 2021. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er kærð sú afgreiðsla Garðabæjar að afhenda ekki tiltekin gögn sem kærandi telur sig hafa staðreynt að liggi fyrir hjá sveitarfélaginu og hafi heyrt undir gagnabeiðni hans til sveitarfélagsins. Hins vegar liggur ekki fyrir í málinu ákvörðun Garðabæjar að synja kæranda um aðgang að þessum gögnum.</p> <p>Kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar er skv. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þar sem ekki liggur fyrir að kæranda hafi verið synjað um aðgang að viðkomandi gögnum er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Kæru A, dags. 5. febrúar 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1066/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022 | Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum, með undirritun fulltrúanna. Við málsmeðferðina kom í ljós að til voru siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum sem staðfestar höfðu verið af innanríkisráðuneytinu og voru þær afhentar kæranda. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að ekki lægju fyrir frekari gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðna um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunum því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1066/2022 í máli ÚNU 21090010.<br /> <br /> </p> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p>Með erindi, dags. 13. september 2021, kærði A afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um aðgang að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum, með undirritun fulltrúanna. Kærandi óskaði eftir gögnunum hinn 14. maí 2021. Í svari til kæranda, dags. 19. maí sama ár, var kæranda beint á vefslóð á vef bæjarins þar sem siðareglurnar eru hýstar, án undirritunar. Í kæru óskar kærandi eftir því að sér verði afhentar siðareglur með undirritun kjörinna fulltrúa hjá bænum.<br /> Úrskurðarnefndin átti í samskiptum við Vestmannaeyjabæ vegna málsins á tímabilinu 6. til 21. janúar 2022. Við málsmeðferðina kom í ljós að til voru siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá bænum sem staðfestar höfðu verið af innanríkisráðuneytinu með erindi, dags. 19. ágúst 2015. Voru þær afhentar kæranda með erindi, dags. 14. janúar 2022. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að ekki lægju fyrir hjá bænum frekari gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Kæra í máli þessu barst að liðnum þeim 30 daga kærufresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá barst hún einnig að liðnum þeim almenna þriggja mánaða kærufresti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Í ljósi þess að kæranda var ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, líkt og er skylt skv. 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, telur úrskurðarnefndin að það sé afsakanlegt að kæran hafi ekki borist fyrr, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p>Í málinu hefur kærandi óskað eftir að sér verði afhentar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Vestmannaeyjabæjar, undirritaðar af viðkomandi fulltrúum. Bærinn hefur beint kæranda á vefslóð þar sem siðareglurnar er að finna, án undirritunar. Þá hefur bærinn jafnframt sent honum siðareglurnar með staðfestingu innanríkisráðuneytisins. Í skýringum Vestmannaeyjabæjar kemur fram að frekari gögn sem heyri undir gagnabeiðni kæranda liggi ekki fyrir hjá bænum. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þær skýringar í efa.</p> <p>Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. sömu laga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A, dags. 13. september 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1065/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022 | Í málinu var deilt um rétt blaðamanns til aðgangs að upplýsingum um hvort sjúklingar sem lágu inni á gjörgæsludeild Landspítala vegna Covid-19 hefðu verið bólusettir. Beiðninni var synjað á þeim grundvelli að hópurinn væri fámennur og upplýsingarnar vörðuðu þannig trúnaðarskyldu og persónuvernd. Úrskurðarnefndin féllst á að í þessu tilviki kynnu upplýsingarnar í raun að varða einkahagsmuni, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðun spítalans því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1065/2022 í máli ÚNU 21080004. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 6. ágúst 2021, kærði A, fréttamaður hjá DV, afgreiðslu Landspítala (hér eftir einnig LSH) á beiðni hans, dags. 4. ágúst sama ár, um upplýsingar um fjölda inniliggjandi sjúklinga vegna Covid-19 þann daginn, hve mörg væru á gjörgæslu vegna Covid-19 og hvort þau væru bólusett eða ekki.</p> <p>Í svari LSH, sem barst samdægurs, segir að spítalinn veiti þessar upplýsingar daglega á vefmiðlum sínum og samfélagsmiðlum. LSH veiti ekki bólusetningarupplýsingar í augnablikinu vegna þess að hópurinn sé fámennur og það varði því við trúnaðarskyldu og persónuvernd. Hlutföllin séu þó svipuð og verið hafi. Með svarinu fylgdi tengill á vef spítalans þar sem m.a. kom fram að 16 sjúklingar væru inniliggjandi vegna Covid-19, þar af 15 á legudeildum og einn á gjörgæslu. Fjórir hefðu verið lagðir inn daginn áður og fjórir hefðu verið útskrifaðir síðastliðinn sólarhring.</p> <p>Kærandi óskaði þá eftir upplýsingum um það hvort LSH hefði fengið álit Persónuverndar varðandi bólusetningarupplýsingarnar og ef svo væri óskaði hann eftir aðgangi að álitinu. Ef svo væri ekki óskaði kærandi eftir gögnum sem lægju að baki ákvörðuninni, t.d. lögfræðiáliti.</p> <p>Í svari LSH sagði að samkvæmt lögum um réttindi og skyldur heilbrigðisstarfsfólks, nr. 34/2012, væri heilbrigðisstofnunum einfaldlega með öllu óheimilt að veita nokkrar persónugreinanlegar upplýsingar um skjólstæðinga sína. Þetta þurfi hins vegar að vega og meta reglulega í samhengi við almannaheill, opinberar rannsóknir og einstaka réttarúrskurði. Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, lúti að sömu hlutum, ásamt ýmsum lögum og reglugerðum um friðhelgi einkalífsins. LSH telji óráðlegt í augnablikinu að veita þessar upplýsingar nema í stærra samhengi og þá gegnum yfirvöld – sóttvarnalækni, landlækni og heilbrigðisráðherra – eftir því sem óskað sé. Þegar hópurinn sé smár og einstaklingarnir fáir beri LSH að fara að lögum eins og öðrum vinnustöðum. Þessu hafi verið svarað á almennum nótum til þess að veita fjölmiðlum og almenningi góða þjónustu. Yfirlæknir hafi greint frá því daginn áður, þ.e. 3. ágúst 2021, að um helmingur sjúklinga væri bólusettur.</p> <p>Í kæru er þess krafist að LSH veiti umbeðnar upplýsingar og haldi áfram að veita slíkar upplýsingar, enda eigi þær fullt erindi við almenning og sé ekki um persónugreinanlegar upplýsingar að ræða. Undanfarin misseri hafi upplýsingagjöf stjórnvalda miðað að því að tryggja eins gott aðgengi að tölfræðilegum gögnum um faraldurinn og hægt sé. Á því hafi nú orðið stefnubreyting. Af svörum LSH við beiðni kæranda megi ætla að ekki hafi verið unnin nein lögfræðileg greining á lögmæti upplýsingagjafarinnar. Ekki sé að sjá neitt í tilvísuðum lögum sem takmarki eða hindri spítalann í að veita umræddar upplýsingar. Óumdeilt sé að upplýsingar um bólusetningarstöðu inniliggjandi sjúklinga á LSH eigi erindi við almenning. Um fátt annað sé rætt þessa stundina en gildi, virkni og árangur bólusetningarátaks hins opinbera. Málið sé í senn stærsta átakamál almennings og íslenskra stjórnmála, og hangi framtíð ákvarðanatöku stjórnvalda um svonefndar innanlandstakmarkanir, sem og aðgerðir á landamærum, einmitt á því hvort bólusettir eigi í hættu á að lenda inni á sjúkrahúsi eða gjörgæslu vegna smits. Spurningin um hvort fólkið sem sé að veikjast af völdum faraldursins sé bólusett eða ekki sé því grundvallaratriði í upplýstri áframhaldandi umræðu um sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda.</p> <p>Kærandi segir að án slíkra upplýsinga sé hætt við að geta almennings til þess að mynda sér sína eigin, sjálfstæðu og upplýstu skoðun á aðgerðum stjórnvalda, sem margar hverjar takmarki grundvallarmannréttindi fólks til þess að koma saman, fara út úr húsi o.fl., verði verulega takmörkuð.</p> <p>Þá mótmælir kærandi því að um persónugreinanleg gögn sé að ræða. Þegar ákvörðun LSH var tekin hafi samkvæmt upplýsingavef stjórnvalda 86,2% fólks 16 ára og eldri verið bólusett. Þá hafi tveir verið á gjörgæslu en einu upplýsingarnar sem fyrir hefðu legið um þessa tvo einstaklinga hefðu verið að þeir væru á aldrinum 40–70 ára. Samkvæmt Hagstofu Íslands séu Íslendingar á aldrinum 40–70 ára 133.232 talsins. Ef miðað sé við að áðurnefnt hlutfall bólusettra eigi líka við um þennan aldurshóp þá séu óbólusettir í hópi 40–70 ára 19.964 einstaklingar. Það hljóti að teljast fráleitt að ætla að upplýsingar sem geti átt við 20 þúsund einstaklinga séu sagðar persónugreinanlegar. Til samanburðar megi t.d. nefna að þegar dómstólar landsins veiti fjölmiðlum aðgang að afritum af ákærum í sakamálum þar sem þinghald sé lokað sé nafnið hreinsað en ekki sveitarfélagið þar sem ákærði sé skráður með lögheimili. Sakhæfir menn í Hafnarfirði séu rétt rúmlega 20 þúsund. Þá liggi fyrir að umræddar upplýsingar um stöðu Covid-19 sjúklinga á LSH hafi hingað til verið veittar fjölmiðlum athugasemdalaust.<br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt LSH með bréfi, dags. 10. ágúst 2021. Í erindinu var LSH veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar.</p> <p>Í umsögn spítalans, dags. 20. ágúst 2021, er bent á að upplýsingar um fjölda Covid-19 sjúklinga á spítalanum breytist stöðugt og séu birtar á heimasíðu spítalans einu sinni á sólarhring. Sama gildi eftir atvikum um fjölda þeirra sem séu bólusettir. Tölur frá 4. ágúst 2021, þegar kæran var rituð, þyki því vart fréttaefni nú. Eftir sem áður sé brýnt að koma á framfæri þeim sjónarmiðum sem LSH líti til þegar lagt sé mat á heimild eða skyldu til að veita upplýsingar af því tagi sem hér um ræði.<br /> Þá segir að upplýsingar um sjúkdóma sem sjúklingar greinist með séu heilsufarsupplýsingar. Sama gildi um upplýsingar um það hvort einstaklingur sé bólusettur eða ekki. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár, teljist sjúkraskrár innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar og séu þær því trúnaðarmál. Ábyrgðaraðila sjúkraskrár, í þessu tilviki LSH, sé óheimilt að upplýsa aðra um sjúkraskrárupplýsingar einstaklings án sérstakrar lagaheimildar, sbr. 9. og 12. gr. sjúkraskrárlaga.</p> <p>Birting upplýsinga um fjölda sjúklinga með tiltekinn sjúkdóm, t.d. Covid-19, teljist ekki brot á trúnaði enda mjög ólíklegt að slíkar upplýsingar geti orðið persónugreinanlegar. Um leið og birtar séu fleiri tölulegar upplýsingar, t.d. aldur, fjölda sjúklinga á hverri deild o.s.frv., aukist líkur á því að upplýsingarnar séu rekjanlegar til tiltekinna einstaklinga og verði þar með persónugreinanlegar. Sem dæmi megi í því sambandi benda á aðstöðuna eins og hún var um það leyti sem kæran frá blaðamanni DV kom fram. Þá hafi nokkrir verið inniliggjandi á spítalanum með Covid-19 og einn til tveir á gjörgæslu. Við því sé að búast að þó nokkur fjöldi einstaklinga úti í samfélaginu þekki til og viti af veru þeirra á gjörgæsludeildinni, t.d. ættingjar, vinir, vinnufélagar o.s.frv. Við slíkar aðstæður væru upplýsingar um stöðu bólusetninga þessara eins til tveggja sjúklinga persónugreinanlegar gagnvart þeim sem vita af veru þeirra á deildinni. LSH líti svo á að honum beri, þegar svo hátti til, að láta trúnað við sjúklinga hafa forgang umfram almennan upplýsingarétt, í samræmi við álitsgerð frá fulltrúa persónuverndarfulltrúa LSH, dags. 29. júlí 2021. Spítalinn vísar jafnframt í 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og athugasemdir við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum.</p> <p>Með vísan til þessa sé það á ábyrgð LSH að leggja mat á það hvort umbeðnar upplýsingar séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Þegar málið varði fáa sjúklinga geti upplýsingar um fjölda bólusettra eða óbólusettra sjúklinga með Covid-19 á gjörgæsludeild verið persónugreinanlegar eins og áður greinir. Slík upplýsingagjöf sé óheimil að mati LSH. Frá því að kæran kom fram hafi inniliggjandi sjúklingum með Covid-19 fjölgað á LSH, einnig á gjörgæsludeild. Á meðan ekki sé talin hætta á að unnt sé að rekja sjúkraskrárupplýsingar til tiltekinna einstaklinga, þ.e. þær séu ekki persónugreinanlegar, þá láti spítalinn í té upplýsingar um fjölda Covid-sjúklinga og stöðu bólusetninga hjá þeim. Nú séu þessar upplýsingar birtar á heimasíðu spítalans og uppfærðar daglega. Hins vegar séu upplýsingar um bólusetningu færri en fimm sjúklinga í tilteknum hópi ekki gefnar upp.</p> <p>Umsögn LSH var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. ágúst 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. sama dag, segir að það að gögnin sem óskað sé eftir þyki ekki fréttaefni lengur hafi ekkert að gera með það hvort rétt hafi verið að meina kæranda aðgang að gögnunum til að byrja með en um það fjalli málið sem fyrir úrskurðarnefndinni liggi. Eins haldi litlu vatni rök spítalans um að um persónugreinanlegar upplýsingar sé að ræða. Ef það sé í lagi að greina frá fjölda eða hlutfalli með eða án bólusetningar þegar margir séu á gjörgæslu, hljóti að vera í lagi að greina frá fjölda eða hlutfalli með eða án bólusetningar þegar fáir séu á gjörgæslu. Allt tal og tilvísanir í lög um sjúkraskrár eða persónuverndarlög séu jafnframt fyrirsláttur af hálfu LSH, þar sem LSH viðurkenni í erindi sínu til úrskurðarnefndarinnar að afhenda þessar sömu upplýsingar undir vissum kringumstæðum.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hvort sjúklingar sem lágu inni á gjörgæsludeild LSH vegna Covid-19 hinn 4. ágúst 2021 hafi verið bólusettir við veirunni.</p> <p>Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga. Í 9. gr. laganna er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p> <p>„Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“</p> <p>Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:</p> <p>„Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“</p> <p>Samkvæmt framangreindri tilvitnun er ljóst að upplýsingar um heilsuhagi manna falla undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Ótvírætt er að upplýsingar um 1) að einstaklingur sé með Covid-19, 2) að hann hafi verið lagður inn á gjörgæsludeild LSH vegna Covid-19, og 3) hvort hann sé bólusettur við veirunni eða ekki, teljast vera upplýsingar um heilsuhagi manna.</p> <p>Í því sambandi skal bent á að upplýsingar um heilsuhagi manna teljast til viðkvæmra persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, sbr. 3. tölul. 3. gr. laganna. Enda þótt lög nr. 90/2018 takmarki ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 5. gr. þeirra laga, er samkvæmt framangreindu litið til ákvæða þeirra við afmörkun á því hvaða upplýsingar skuli fara leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæran lýtur að. Gögnin innihalda upplýsingar um það hvort inniliggjandi sjúklingar með Covid-19 á gjörgæsludeild Landspítalans hinn 4. ágúst 2021 hafi verið bólusettir eða ekki. Fram kemur í gagninu að þennan dag hafi tveir legið á gjörgæsludeild spítalans. Í skjalinu er hins vegar ekki að finna upplýsingar um heilsuhagi nafngreindra einstaklinga eða aðrar upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, heldur aðeins upplýsingar um fjölda sjúklinga og bólusetningarstöðu þeirra.</p> <p>Ákvörðun LSH um synjun beiðni kæranda byggir hins vegar m.a. á því að afhending upplýsinga um bólusetningarstöðu viðkomandi sjúklings myndu gera hópi fólks úti í samfélaginu sem tengist viðkomandi einstaklingi og vita að hann liggur á gjörgæsludeild, svo sem ættingja, vina og vinnufélaga, kleift að komast að því hvort hann væri bólusettur eða ekki. Slíkar upplýsingar falli undir 9. gr. upplýsingalaga og því sé LSH óheimilt að afhenda þær.</p> <p>Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að undir 9. gr. falla ekki einungis upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, heldur einnig upplýsingar sem varpað geta ljósi á eða staðfest slíkar upplýsingar. Við túlkun ákvæðisins verður enn fremur að horfa til ákvæðis 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fjallað er um þagnarskyldu stjórnvalda. Þar segir að heimilt sé að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða.<br /> Eins og áður segir hafa þau gögn sem ágreiningur málsins lýtur að eingöngu að geyma upplýsingar um fjölda sjúklinga með Covid-19 á gjörgæslu hinn 4. ágúst 2021 og hvort þeir voru bólusettir eða ekki. Telja verður að þær upplýsingar, einar og sér, nægi ekki til að unnt sé að bera kennsl á viðkomandi sjúklinga með beinum hætti. Á hinn bóginn telur úrskurðarnefnd að eins og mál þetta er vaxið, þar á meðal með hliðsjón af skýringum LSH í málinu og fjölda sjúklinga, kunni þeir sem hafa vitneskju um Covid-smit viðkomandi einstaklinga og legu þeirra á gjörgæslu, að greina hvort þeir séu bólusettir, fái þeir upplýsingar þar um. Af þeim sökum er ekki hægt að leggja til grundvallar að unnt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingum um þetta atriði án þess að þar með sé veittur aðgangur að gögnum um einkamálefni sömu einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.</p> <p>Úrskurðarnefndin fellst á það sjónarmið kæranda að það varði hagsmuni almennings að hafa aðgang að greinargóðum upplýsingum um Covid-19-faraldurinn, þar á meðal um bólusetningarstöðu þeirra sem þurfa að þiggja læknisþjónustu hjá LSH. Á hinn bóginn bendir nefndin á að komið er til móts við þá hagsmuni með annars konar upplýsingagjöf heilbrigðisyfirvalda, þar sem fyrir liggur að þessi tölfræði er reglulega tekin saman og látin almenningi í té, ýmist af hálfu LSH eða annarra heilbrigðisyfirvalda.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að yrði LSH gert að veita upplýsingar um bólusetningarstöðu þeirra sjúklinga sem lágu á gjörgæsludeild spítalans hinn 4. ágúst 2021 kynnu jafnframt að vera miðlað upplýsingum um einkahagsmuni þeirra sjúklinga sem í hlut eiga, og sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Telur úrskurðarnefndin því að LSH sé óheimilt að veita þær upplýsingar og verður því að staðfesta ákvörðun spítalans um að synja kæranda um aðgang að þeim. <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Landspítala, dags. 4. ágúst 2021, að synja A um aðgang að gögnum um bólusetningarstöðu inniliggjandi sjúklinga með Covid-19 á gjörgæsludeild Landspítala, er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> |
1064/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022 | Deilt var um afgreiðslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á beiðni um afrit af samningum sem stofnunin hafði gert við lögmannsstofur. Stofnunin afhenti kæranda einn verksamning en við meðferð málsins hjá nefndinni var að auki afhent afrit af gjaldskrá og viðskiptaskilmálum. Úrskurðarnefndin taldi mega ætla að ýmis samskipti lægju fyrir sem gætu falið í sér samkomulag um að veita tiltekna þjónustu, þ.e. samninga, og að ekki væri hægt að útiloka að slík gögn féllu undir upplýsingarétt almennings. Nefndin taldi stofnunina ekki hafa tekið rökstudda afstöðu til þessa og vísaði því málinu heim til nýrrar og lögmætrar meðferðar og afgreiðslu. | <h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1064/2022 í máli ÚNU 21060007.<br /> <br /> </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 14. júní 2021, kærði A ákvörðun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem henni var synjað um aðgang að hluta þeirra gagna sem hún óskaði eftir.</p> <p>Með erindi, dags. 14. maí 2021, óskaði kærandi eftir afriti af öllum samningum sem gerðir höfðu verið um lögfræðiþjónustu, í víðri merkingu, persónuverndarþjónustu, þjónustu persónuverndarfulltrúa og sambærilega þjónustu, við ADVEL lögmenn, ARTA lögmenn og alla þá lögmenn, lögfræðinga, lögmannsstofur eða lögfræðistofur sem heilsugæslan hafði gert árin 2015–2021. Kærandi ítrekaði beiðnina hinn 21. maí og krafðist þess að málið yrði afgreitt eða að greint yrði frá ástæðum tafa samdægurs, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Í svari heilsugæslunnar, dags. 21. maí, segir að ekki hafi verið unnt að afgreiða beiðnina innan sjö daga vegna þess hve víðtæk hún væri og vegna anna starfsmanna. Hinn 31. maí afhenti heilsugæslan kæranda afrit af verksamningi sem stofnunin taldi eiga undir gagnabeiðnina, þ.e. afrit samnings Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ADVEL lögmenn slf. um starf persónuverndarfulltrúa, dags. 19. september 2018. Um kaup á lögfræðiþjónustu á umræddu tímabili vísaði heilsugæslan að öðru leyti á vefinn opnirreikningar.is þar sem birtar væru upplýsingar um innkaup opinberra stofnana, þ.m.t. Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.</p> <p>Í kæru segir að í samningi vegna starfa persónuverndarfulltrúa komi fram að gjaldskrá ADVEL sé viðauki við samninginn en hann hafi ekki borist kæranda. Enn fremur komi fram að gjaldskrá sé endurskoðuð reglulega en engin endurskoðuð gjaldskrá hafi borist kæranda. Kærandi segir þessi gögn hluta af samningnum og eigi að afhenda þau kæranda. Samkvæmt samningnum eigi föst þóknun að vera endurskoðuð á sex mánaða fresti. Samningur vegna endurskoðunar fastrar þóknunar hafi ekki borist kæranda. Samkvæmt samningnum muni ADVEL jafnframt halda verkdagbók og verði föst þóknun endurskoðuð með tilliti til hennar. Samningur vegna endurskoðunar fastrar þóknunar vegna verkdagbókar hafi ekki borist kæranda. Þessi gögn séu hluti af samningnum og eigi að afhenda kæranda.</p> <p>Þá segir kærandi að á opnirreikningar.is séu einungis birtir reikningar vegna þjónustu, þar sé enga samninga um þjónustu að finna. Þetta viti heilsugæslan og sé því verið að afvegaleiða kæranda. Á vefnum sé fjöldi reikninga vegna lögfræðiþjónustu frá ADVEL og ARTA á tímabilinu sem beðið hafi verið um. Kærandi hafi ekki fengið afrit af samningum sem gerðir hafi verið fyrir hönd heilsugæslunnar við þessa aðila. Ljóst sé að það eigi að afhenda kæranda afrit af þeim samningum. Kærandi segir ekki koma fram í svari heilsugæslunnar hverjir hafi sinnt lögfræðiþjónustu fyrir heilsugæsluna á tímabilinu en ljóst sé að a.m.k. hafi ADVEL og ARTA lögmenn gert það og eigi því að vera til samningar vegna þjónustunnar. Kærandi eigi einnig að fá afrit af samningum sem gerðir hafi verið við aðra aðila. Hafi einhverjir þessara samninga verið gerðir í tölvupósti eða munnlega eigi einnig að afhenda kæranda afrit af þeim.<br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með bréfi, dags. 18. júní 2021, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn heilsugæslunnar, dags. 1. júlí 2021, sem rituð var af lögmannsstofunni ARTA lögmenn fyrir hönd stofnunarinnar, segir að beiðni kæranda hafi verið afgreidd á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga en í samræmi við lagaákvæðið hafi verið afhent fyrirliggjandi gögn hjá stofnuninni sem áttu undir aðgangsbeiðni kæranda með hliðsjón af almennri málnotkun. Til þess að svara kæranda er í fyrsta lagi tekið fram að þágildandi gjaldskrá ADVEL lögmanna hafi ekki verið vistuð með samningnum í skjalakerfi stofnunarinnar. Ástæðan kunni að vera að gjaldskráin hafi ekki fylgt samningnum við undirritun hans þar sem gjaldskrá lögmannsstofunnar hafi á hverjum tíma almennt verið aðgengileg stofnuninni. Í kjölfar fram kominnar kæru og athugasemda kæranda þessu að lútandi afhendi stofnunin afrit gjaldskrár ADVEL lögmanna sem í gildi var á þeim tíma sem verksamningur um störf persónuverndarfulltrúa hafi verið undirritaður. Gjaldskráin fylgdi með umsögninni. Í öðru lagi tekur heilsugæslan fram að ákvæði verksamnings um störf persónuverndarfulltrúa um fasta þóknun hafi aldrei verið endurskoðuð og því séu engin gögn því tengd fyrirliggjandi hjá stofnuninni.</p> <p>Í þriðja lagi segir að innkaup stofnunar á lögfræðiþjónustu og lögmannsþjónustu fari fram í samræmi við verkbeiðnir um ráðgjöf og aðra þjónustu. Samningssambandi til grundvallar liggi gjaldskrár með hliðsjón af viðskiptakjörum stofnunar og viðskiptaskilmálar auk þeirra ákvæða landslaga sem um þjónustuna gildi, m.a. ákvæði lögmannalaga, nr. 77/1998. Um störf persónuverndarfulltrúa hafi verið gerður sérstakur samningur sem þegar hafi verið afhentur kæranda í samræmi við skyldur stofnunarinnar samkvæmt upplýsingalögum. Í fjórða lagi kemur fram að við afgreiðslu á beiðni kæranda hafi láðst að afhenda almennari gögn er varði samningssamband stofnunarinnar við viðkomandi lögmannsstofur þar sem við afmörkun fyrirliggjandi gagna hafi verið litið til upplýsingabeiðni kæranda með hliðsjón af almennri málnotkun.</p> <p>Nánar tiltekið sé um að ræða eftirfarandi gögn: viðskiptaskilmála ADVEL lögmanna sem gildi tóku í ágúst 2016, viðskiptaskilmála ARTA lögmanna sem gildi tóku í febrúar 2021 og gjaldskrá ARTA lögmanna sem gildi tók 1. mars 2021. Voru þessi gögn afhent kæranda og úrskurðarnefndinni samhliða umsögn stofnunarinnar. Í fimmta lagi segir að stofnunin hafi hvorki keypt lögfræði- eða lögmannsþjónustu né þjónustu vegna starfa persónuverndarfulltrúa af öðrum aðilum en ADVEL og ARTA lögmönnum á því tímabili sem um ræðir. Þá telur stofnunin að kæranda hafi verið afhent öll fyrirliggjandi gögn sem eigi undir upplýsingabeiðni hennar.</p> <p>Umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. júlí 2021, og henni veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.</p> <p>Í athugasemdum kæranda, dags. 9. ágúst 2021, segir að umsögn ARTA lögmanna eigi ekki erindi í kærumálið þar sem hún stafi ekki frá til þess bærum aðila. Kærandi segir að ARTA lögmenn og starfsmenn félagsins skorti sérstakt hæfi til að geta komið að málsmeðferðinni og viðhlítandi umboð til að fara með hagsmuni sem heilsugæslunni beri samkvæmt lögum að annast. Kærandi vísar í II. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, þar sem fjallað er um sérstakt hæfi starfsmanna sem koma að meðferð stjórnsýslumála. Í 1. mgr. 3. gr. laganna segir í 1. tölul. að starfsmaður sé vanhæfur til meðferðar máls ef hann er aðili að því og í 6. tölul. málsgreinarinnar kemur fram að starfsmaður sé vanhæfur ef fyrir hendi eru þær aðstæður sem fallnar eru til að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.</p> <p>Kærandi segir að stjórnsýslumál það sem umsögn ARTA lögmanna lýtur að varði rétt kæranda á grundvelli upplýsingalaga til þess að fá afrit af einkaréttarlegum samningum milli ARTA lögmanna og heilsugæslunnar. Slíkir samningar kunni að fela í sér viðkvæmar upplýsingar m.a. um þætti sem ARTA lögmenn hugsanlega kæri sig ekki um að komi fyrir augu almennings. ARTA lögmenn hafi því beinna, verulegra, sérstaklegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af niðurstöðu málsins og sé félagið þar af leiðandi aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga.</p> <p>Hvort sem úrskurðarnefndin fallist á að ARTA lögmenn séu aðili málsins eða ekki, séu í öllu falli bersýnilega uppi þær aðstæður að draga megi óhlutdrægni starfsmanna félagsins í efa með réttu, sbr. 1. og 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga. Starfsmenn ARTA lögmanna uppfylli því ekki skilyrði stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi og séu þar með vanhæfir til að koma að meðferð málsins, þ. á m. að standa fyrir umsögn í málinu og veita nokkra ráðgjöf við meðferð þess. Það sem mestu máli skipti sé þó að stjórnvöldum sé óheimilt, a.m.k. án sérstakrar lagaheimildar, að framselja einkaaðilum vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir. Hugtakið stjórnvaldsákvörðun nái í þessu samhengi, þ.e. með tilliti til hæfisreglna og valdbærni, til allrar meðferðar stjórnsýslumáls. Þó stjórnvaldi kunni að vera heimilt að leita sér sérfræðiráðgjafar í tengslum við töku stjórnvaldsákvörðunar þarf ákvörðunin sjálf og óaðskiljanlegir þættir hennar að stafa frá stjórnvaldinu sjálfu. Röksemdir til stuðnings ákvörðun í umsögn séu dæmi um slíka óaðskiljanlega þætti stjórnvaldsákvörðunar og þurfi þannig að vera lagðar fram af til þess bærum aðila sem tekið hafi afstöðu til efnis þeirra raka sem teflt er fram. Slíkur aðili þurfi að uppfylla skilyrði um valdheimildir og almennt og sérstakt hæfi. Starfsmaður einkafyrirtækis sem sé aðili stjórnsýslumáls uppfylli ekki þau skilyrði.</p> <p>Kærandi tekur fram að engin lagaheimild sé til staðar sem heimili heilsugæslunni að framselja ARTA lögmönnum vald til töku stjórnvaldsákvörðunar um rétt kæranda í máli þessu og enginn samningur hafi verið lagður fram þar sem ARTA lögmönnum hafi verið framselt slíkt vald. Það virðist reyndar afstaða heilsugæslunnar að ekkert samningssamband sé á milli stofnunarinnar og ARTA lögmanna utan þjónustusamnings um þjónustu persónuverndarfulltrúa. Með ofangreint í huga verði að teljast bersýnilegt að umsögn ARTA lögmanna, dags. 1. júlí 2021, sem lögð hafi verið fram í nafni ARTA lögmanna og undirrituð eingöngu af starfsmanni félagsins, eigi ekkert erindi í þessu máli.</p> <p>Varðandi afhendingu samninganna segir kærandi að eingöngu hafi verið afhent afrit af einum samningi og vísað á vefinn opnirreikningar.is. Kærandi segir að í svari stofnunarinnar felist sú afstaða að eini samningurinn sem sé fyrirliggjandi hjá stofnuninni um innkaup á lögfræðiþjónustu sé „verksamningur“ við ADVEL lögmenn um störf persónuverndarfulltrúa. Á vefsíðunni opnirreikningar.is séu ekki samningar að baki þeim viðskiptum sem reikningarnir sem þar séu birtir lúti að. Þetta geti starfsmönnum heilsugæslunnar ekki hafa dulist. Með tilvísun heilsugæslunnar til vefsíðunnar sé vísvitandi verið að afvegaleiða kæranda í stað þess að afhenda samninga og samningsþætti að baki þeim verkum og þeirri þjónustu sem reikningarnir á vefsíðunni lúti að.</p> <p>Þrátt fyrir að kærandi telji að úrskurðarnefndinni beri að líta í öllu fram hjá umsögn ARTA lögmanna í málinu sem framlagi Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu komi í umsögninni fram upplýsingar sem kærandi telji ástæðu til að draga ályktanir af. Kærandi telji þannig mega ráða af umsögninni að til sé fjöldi samninga milli annars vegar heilsugæslunnar og ADVEL og hins vegar á milli heilsugæslunnar og ARTA um kaup á lögfræðiþjónustu. Í ljósi þess að á heilsugæslunni hvíli lagaskylda til að gera slíka samninga með skriflegum hætti og varðveita telji kærandi bersýnilegt að hjá heilsugæslunni séu fyrirliggjandi samningar við framangreinda aðila um veitingu lögfræðiþjónustu.</p> <p>Kærandi vísar í 1. mgr. 4. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup þar sem fram kemur að samningar sem stofnanir ríkis og sveitarfélaga geri við fyrirtæki og hafi að markmiði framkvæmd verks eða þjónustu skuli ávallt gerðir skriflega. Í 15. gr. laganna er svo tilgreint að við innkaup skuli stofnanir gæta jafnræðis, meðalhófs og gagnsæis við innkaup og óheimilt sé að takmarka samkeppni með óeðlilegum hætti. Í 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé kveðið á um að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum sem starfsemi þeirra varði. Af framangreindum réttarreglum leiði að þegar heilsugæslan kaupi af einkaaðila lögfræðiþjónustu beri stofnuninni að gera það á grundvelli skriflegs samnings. Til að gæta jafnræðis og takmarka ekki samkeppni með óeðlilegum hætti beri stofnuninni að auglýsa eftir þjónustunni og leita tilboða svo öðrum þjónustuveitendum sé kleift að gera tilboð í þjónustuna sem um ræðir. Upplýsingar um útgjöld stofnunarinnar til kaupa á lögfræðiþjónustu varði svo meðferð þeirra opinberu fjármuna sem henni séu faldir og séu því skráningarskyldar upplýsingar sem stofnuninni beri að varðveita.</p> <p>Í upplýsingabeiðni kæranda, dags. 14. maí 2021, hafi verið óskað eftirfarandi gagna: „öllum samningum sem gerðir hafa verið um lögfræðiþjónustu, í víðri merkingu, persónuverndarþjónustu, þjónustu persónuverndarfulltrúa og sambærilega þjónustu við ADVEL lögmenn, ARTA lögmenn og alla þá lögmenn, lögfræðinga, lögmannsstofur eða lögfræðistofur, sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gert árin 2015-2021“.</p> <p>Í umsögn ARTA lögmanna komi eftirfarandi fram: „Innkaup stofnunar á lögfræðiþjónustu og lögmannsþjónustu fara fram í samræmi við verkbeiðnir um ráðgjöf og aðra þjónustu. Samningssambandi til grundvallar liggja gjaldskrár með hliðsjón af viðskiptakjörum stofnunar og viðskiptaskilmálar auk þeirra ákvæða landslaga sem um þjónustuna gilda, m.a. ákvæði lögmannalaga nr. 77/1998“. Af þessu megi ráða að afstaða ARTA lögmanna sé að félagið veiti stofnuninni reglulega þjónustu á grundvelli „verkbeiðna“ þar að lútandi í hverju og einstöku tilviki. Í beiðni kæranda hafi verið óskað eftir afriti af „öllum samningum sem gerðir hafa verið um lögfræðiþjónustu, í víðri merkingu“. Þegar loforð sem þurfi að samþykkja, þ.e. tilboð, hafi verið samþykkt, sé kominn á samningur. Hugtakið samningur í víðri merkingu geti því hvort heldur náð til þess þegar samningur er í formi eins skjals eða fleiri skjala eða samskipta. Beiðni kæranda eins og hún hafi verið fram sett nái því eftir atvikum til heildstæðra samninga, sbr. verksamning milli heilsugæslunnar og ADVEL um persónuverndarþjónustu, og samninga byggðra á fleiri en einu skjali eða samskiptum. Hafi innkaup stofnunarinnar á lögfræðiþjónustu á umræddu tímabili almennt farið fram á grundvelli verkbeiðna til ADVEL og ARTA nái upplýsingabeiðni kæranda í þeim tilvikum til þeirra verkbeiðna og allra tilheyrandi þátta viðkomandi samninga, þ.e. tilboða og samþykkta um þá þjónustu sem óskað hafi verið eftir og tilboða og samþykkta um endurgjald sem veita hafi átt fyrir viðkomandi þjónustu í hverju og einu tilviki.</p> <p>Með hliðsjón af ofangreindu telji kærandi bersýnilegt að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins beri lagaskyldu til að afhenda kæranda þá samninga og samningsþætti sem liggi til grundvallar innkaupum stofnunarinnar á lögfræðiþjónustu á árunum 2015-2021, hvort heldur sem um sé að ræða formlega samninga eða óformleg skrifleg samskipti sem telja megi ígildi samningsþátta, t.d. tölvupósta, eða skráð munnleg samskipti. Kærandi telji ótrúverðugt að stofnunin hafi keypt þjónustu af ADVEL og ARTA lögmönnum fyrir tugi miljóna, þ.m.t. ritun umsagnar ARTA lögmanna, dags. 1. júlí 2021, án þess að til staðar hafi verið viðhlítandi samningur eða eftir atvikum skráð samskipti sem falið hafi í sér ígildi samnings.<br /> Með erindi, dags. 25. nóvember 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari skýringum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins varðandi verkbeiðnir stofnunarinnar í tengslum við lögfræðiþjónustu. Þ.e. hvort verkbeiðnir eða önnur sambærileg samskipti sem heyri undir beiðni kæranda væru fyrirliggjandi hjá stofnuninni og hvort tekin hefði verið afstaða til þess hvort slík gögn yrðu afhent kæranda. Nefndin ítrekaði beiðnina með erindi, dags. 12. janúar 2022, þar sem farið var fram á nánari skýringar varðandi fullyrðingar um að innkaup heilsugæslunnar á lögfræði- og lögmannsþjónustu færu fram í samræmi við verkbeiðnir um ráðgjöf og aðra þjónustu, og að samningssambandi til grundvallar liggi gjaldskrár með hliðsjón af viðskiptakjörum heilsugæslunnar, viðskiptaskilmálar og ákvæði landslaga sem um þjónustu gilda. Úrskurðarnefndin spurði hvernig þetta „verkbeiðnakerfi“ gengi fyrir sig og hvort fyrrnefndar verkbeiðnir lægju fyrir hjá stofnuninni. Nefndin tók fram að kærandi hefði dregið í efa að það væru ekki til neinir eiginlegir samningar um kaup á lögfræðiþjónustu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p>Í svari Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. janúar 2022, er beðist velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafi á svörum við fyrirspurn nefndarinnar. Þá segir heilsugæslan að með vísun til „verkbeiðna“ í umsögn heilsugæslunnar til nefndarinnar vegna málsins hafi einungis verið að vísað til þess með almennum hætti að aðkeypt vinna, þ.e. ráðgjöf og önnur þjónusta, væri atviksbundin og færi fram í samræmi við þarfir starfseminnar á hverjum tíma. Því sé ekki um að ræða föst samningskaup á tiltekinni þjónustu yfir tiltekið tímabil samkvæmt verkbeiðnum (þar sem verk er skilgreint, afmarkaður tímafjöldi, verð og aðrir sérskilmálar koma). Aðeins sé um að ræða aðkeypta vinnu í samræmi við atviksbundnar beiðnir þar um af hálfu starfsmanna/stjórnenda heilsugæslunnar til lögmanna/lögfræðinga með hliðsjón af þeim verkefnum sem upp komi í starfsemi stofnunarinnar á hverjum tíma.</p> <p>Heilsugæslan heldur því fram að beiðnir um ráðgjöf og þjónustu séu oft á tíðum munnlegar beiðnir um að taka tiltekið mál til skoðunar þar sem gögn máls og upplýsingar séu sendar viðkomandi lögmanni eða lögfræðingi af þeim starfsmanni heilsugæslunnar sem biðji um þjónustuna og hafi málið til meðferðar. Í tilfellum þar sem óskað sé eftir ráðgjöf eða þjónustu í tölvupóstum fylgi slíkum beiðnum alltaf upplýsingar og gögn um þau mál sem óskað sé skoðunar á. Slík gögn séu eðli málsins samkvæmt einungis fyrirliggjandi gögn í viðkomandi málum og lúti enda að atvikum og upplýsingum tengdum því máli sem óskað sé skoðunar á. Þá séu slíkar upplýsingar og gögn oft á tíðum persónugreinanleg en í öðrum tilfellum kunni gögnin að innihalda upplýsingar sem undanþegnar séu upplýsingarétti almennings af öðrum ástæðum. Það að fram komi að óskað sé skoðunar tiltekins máls geri viðkomandi gagn ekki að verkbeiðni eða sambærilegu gagni enda sé þar einungis um að ræða beiðni um skoðun máls og enga frekari tilgreiningu á verki, afmörkun tímafjölda, viðskiptaskilmála eða annað. Hjá stofnuninni séu því ekki fyrirliggjandi gögn sem innihaldi verkbeiðnir eða önnur sambærileg samskipti sem heyri undir gagnabeiðni kæranda.</p> <p>Til frekari skýringar um þau atriði sem liggi samningsambandinu til grundvallar vísar heilsugæslan til þess að kaup á ráðgjöf og þjónustu séu gerð á grundvelli almennra viðskiptaskilmála lögmannsstofa á hverjum tíma og gildandi verðskrár, auk umsamdra viðskiptakjara eftir atvikum, t.d. tiltekins afsláttar af verðskrá stofu. Þessu til viðbótar séu svo ákvæði landslaga og annarra reglna sem hafi áhrif á réttindi og skyldur aðila, þ.e. annars vegar kaupanda ráðgjafar eða annarrar þjónustu lögmanns og hins vegar viðkomandi lögmannsstofu eða lögmanns, þar megi m.a. vísa til ákvæða lögmannalaga nr. 77/1998.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í málinu er deilt um afgreiðslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum samningum sem stofnunin hafi gert um lögfræðiþjónustu. Stofnunin afhenti kæranda afrit af einum verksamningi sem stofnunin taldi eiga undir gagnabeiðnina, þ.e. samningi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ADVEL lögmenn slf. um starf persónuverndarfulltrúa, dags. 19. september 2018. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni afhenti stofnunin kæranda einnig afrit af viðskiptaskilmálum ADVEL lögmanna sem gildi tóku í ágúst 2016, viðskiptaskilmálum ARTA lögmanna sem gildi tóku í febrúar 2021 og gjaldskrá ARTA lögmanna sem gildi tók 1. mars 2021. Þá sagði Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins engin frekari gögn sem heyrðu undir gagnabeiðni kæranda vera fyrirliggjandi hjá stofnuninni.</p> <p>Í tilefni af athugasemdum kæranda er lúta að hæfi lögmannsstofunnar sem ritaði umsögn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu telur úrskurðarnefndin rétt að taka fram að það var heilsugæslan sjálf sem tók ákvörðun í málinu, afgreiddi upplýsingabeiðni kæranda og tilkynnti kæranda um hana. Kærandi kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar en þegar nefndin óskaði eftir umsögn heilsugæslunnar um kæruna, til þess að varpa frekara ljósi á ákvörðunina, fól stofnunin lögmannsstofu að skrifa hana. Ekki verður litið svo á að ritun umsagnar um kæru eða önnur samskipti við úrskurðarnefndina við meðferð málsins feli í sér töku stjórnvaldsákvörðunar eða að viðkomandi lögmannsstofa sé aðili að máli þessu, líkt og kærandi heldur fram. Alvanalegt er að stjórnvöld feli sérfræðingum að sinna tilteknum afmörkuðum verkefnum, svo sem þeim samskiptum sem hér um ræðir.</p> <p>Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 1. júlí 2021, segir að innkaup á lögfræðiþjónustu fari fram í samræmi við verkbeiðnir. Úrskurðarnefndin óskaði eftir frekari skýringum á þessu fyrirkomulagi en af svörum heilsugæslunnar má skilja að beiðnir stofnunarinnar um lögfræðilega ráðgjöf og þjónustu séu oft munnlegar eða komi fram í tölvupóstsamskiptum á milli starfsmanna heilsugæslunnar við viðkomandi lögfræðings eða lögmannsstofu. Í svari heilsugæslunnar var tekið fram að slíkum tölvupóstum fylgdu „alltaf upplýsingar og gögn um þau mál sem óskað er skoðunar á. Slík gögn eru eðli málsins samkvæmt einungis fyrirliggjandi gögn í viðkomandi málum og lúta enda að atvikum og upplýsingum tengdum því máli sem óskað er skoðunar á. Þá eru slíkar upplýsingar og gögn oft á tíðum persónugreinanleg en í öðrum tilfellum kunna gögnin að innihalda upplýsingar sem undanþegnar eru upplýsingarétti almennings af öðrum ástæðum.“ Í sama erindi var þó tekið fram að hjá stofnuninni væru „ekki fyrirliggjandi gögn sem innihalda verkbeiðnir eða önnur sambærileg samskipti sem heyra undir gagnabeiðni kæranda.“</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar var beiðni kæranda til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá 14. maí 2021 skýr og laut ekki eingöngu að formlegum undirrituðum samningum heldur, eins og tekið er fram í kæru, einnig að samningum sem gerðir voru í gegnum tölvupóstsamskipti. Beiðni kæranda náði til tímabilsins 2015–2021 og samkvæmt reikningum sem birtir hafa verið á opnirreikningar.is hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins greitt nokkra tugi milljóna fyrir þjónustu lögmannsstofanna ARTA lögmanna ehf. og ADVEL lögmanna slf. á þessu tímabili. Úrskurðarnefndin áréttar í þessu sambandi að almenningur getur haft töluverða hagsmuni af því að fá upplýsingar um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Raunar er það eitt af markmiðum upplýsinga, eins og fram kemur í athugasemdum við 4. tölul. 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012.</p> <p>Af gögnum málsins má ætla að fyrir liggi ýmis samskipti á milli Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og lögmannsstofa sem feli í sér samkomulag um að veita tiltekna þjónustu, þ.e. samninga. Ekki er hægt að útiloka að slík gögn falli undir upplýsingarétt almennings, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eftir atvikum getur þurft að kanna hvort samskiptin innihaldi sömuleiðis upplýsingar sem undanþegnar eru upplýsingarétti, eins og gefið er í skyn í svörum heilsugæslunnar til úrskurðarnefndarinnar. Af því tilefni bendir nefndin einnig á að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga ber að veita aðgang að öðrum hlutum gagns þegar takmarkanir skv. 6.–10. gr. eiga aðeins við um hluta gangs.</p> <p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir mjög á að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi tekið rökstudda afstöðu til gagnabeiðni kæranda í máli þessu, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar þar sem farið verður yfir þau gögn sem kunna að liggja fyrir og innihalda þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Beiðni A, dags. 14. maí 2021, um aðgang að öllum samningum sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gert um lögfræðiþjónustu er vísað til stofnunarinnar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1063/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022 | Orkuveita Reykjavíkur synjaði beiðni um aðgang að gögnum sem vörðuðu reikningsskil félagsins. Félagið vísaði til 9. gr. upplýsingalaga synjuninni til stuðnings og taldi að ef gögnin yrðu gerð opinber gætu þau villt um fyrir fjárfestum og haft áhrif á verðmæti skuldabréfa. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leysti úr málinu á grundvelli 4. tölul. 10. gr. en taldi upplýsingarnar ekki þess eðlis að félaginu væri heimilt að undanþiggja þær upplýsingarétti. Var félaginu gert að afhenda kæranda umbeðin gögn. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1063/2022 í máli ÚNU 21060001.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 2. júní 2021, kærði A synjun Orkuveitu Reykjavíkur (hér eftir einnig OR) á beiðni hans um aðgang að gögnum. Kærandi sendi beiðni til OR hinn 25. maí 2021 þar sem óskað var eftir afritum af öllum skýrslum, greiningum og/eða minnisblöðum sem endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte hafi unnið fyrir eða vegna OR frá maí 2020 til apríl 2021. Sérstaklega var óskað eftir afriti af greiningu Deloitte um svonefnd aðlöguð reikningsskil. </p> <p>Með ákvörðun, dags. 1. júní 2021, synjaði OR beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li>Kostnaðarverðsreikningsskilum, dags. 21. janúar 2021.</li> <li>Aðlöguðum reikningsskilum samstæðu 2019. Kynning fyrir stjórn, dags. 25. janúar 2021.</li> </ol> <p>Í hinni kærðu ákvörðun kom fram að OR teldi sér skylt að tryggja að upplýsingagjöf gæfi rétta og skýra mynd af fjárhagslegri stöðu fyrirtækisins þar sem það gæfi út skuldabréf sem skráð eru á markaði. Í skjalinu sem um ræði hafi aðferð verið beitt við aðlöguð reikningsskil sem væri frábrugðin þeirri sem almennt tíðkaðist hjá fyrirtækinu. Þar sem reikningsskilin gæfu ekki rétta mynd af fjárhag OR var beiðninni hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <p>Kærandi telur að OR geti ekki talist lögaðili sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Þá hafnar kærandi því að útgáfa skuldabréfa geti leyst OR undan ákvæðum upplýsingalaga. Hann telur að fyrirtækinu sé í lófa lagið að fara að upplýsingalögum á sama tíma og það stendur við skuldbindingar sem það hefur tekið að sér með útgáfu skuldabréfa á markaði. Lykilatriði varðandi upplýsingagjöf til markaðarins sé gegnsæi og jafnræði en ekki leynd. OR gæti gefið út tilkynningu þar sem aðlöguðu reikningsskilin væru birt þannig að aðilar á markaði fengju upplýsingarnar á sama tíma og tekið fram að mat stjórnenda væri að reikningsskilin gæfu ekki rétta mynd af fjárhag félagsins. Raunar megi velta því fyrir sér hvort OR beri ekki skylda til að gera reikningsskilin opinber vegna sjónarmiða um gagnsæi markaðar.</p> <p>Kærandi hafnar einnig þeim rökum að þar sem stjórnendur OR telji reikningsskilin ekki gefa rétta mynd af fjárhag fyrirtækisins sé rétt að halda þeim leyndum. Engum vafa sé undirorpið að skjalið sé fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga og skoðanir stjórnenda OR geti á engan hátt talist lögmætur grundvöllur til að neita kæranda um aðgang að því. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt OR með erindi, dags. 7. júní 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að OR léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Umsögn OR barst úrskurðarnefndinni hinn 14. júlí 2021. Þar segir að gögnin innihaldi samantekt á áhrifum þess að færa til kostnaðarverðs ákveðna liði sem metnir voru á endurmetnu verði eða gangvirði í samstæðureikningi OR fyrir árið 2019.<br /> OR tekur röksemdir kæranda til sérstakrar skoðunar í umsögn sinni. Í fyrsta lagi beri kærandi fyrir sig að greining Deloitte gefi ekki ranga mynd af fjárhag OR-samstæðunnar í ljósi stöðu og reynslu greiningaraðila. OR áréttar að ekki hafi verið um neinn galla að ræða í greiningu Deloitte, heldur hafi það fremur verið aðferðin sem var beitt sem hafi haft í för með sér að reikningsskil þessi gáfu ranga mynd. Óskað hafði verið eftir greiningu samkvæmt framangreindri aðferð svo bera mætti hana saman við uppgjör samkvæmt viðurkenndum reikningsskilastöðlum.</p> <p>Þá nefnir OR að ársreikningur samstæðunnar sé þegar aðgengilegur öllum á heimasíðu OR í samræmi við 62. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, sbr. nú 35. gr. laga um um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, nr. 20/2021. Á heimasíðunni megi finna reikningsskil þar sem beitt hafi verið aðferðum sem gefi rétta mynd af fjárhag OR.</p> <p>Ef upplýsingar þær sem beiðnin varði yrðu gerðar opinberar gætu þær villt um fyrir fjárfestum og þar með haft áhrif á verðmæti skuldabréfa sem útgefin eru af OR, enda séu þær ekki í samræmi við framangreindan ársreikning sem birtur var á heimasíðu OR og í kauphöll. Því hafi OR vísað til 9. gr. upplýsingalaga vegna eigin viðskiptahagsmuna sem og viðskiptahagsmuna markaðsaðila. Upplýsingar sem eru birtar þurfi jafnframt að vera réttar og í samræmi við áður útgefið efni, enda gæti birting slíkra upplýsinga haft í för með sér verðbreytingar sem byggjast á fölskum forsendum.</p> <p>OR telji því að hafna beri beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Varði það bæði viðskiptahagsmuni OR-samstæðunnar sem og viðskiptahagsmuni þeirra er eiga og stunda viðskipti með skuldabréf sem útgefin eru af OR.</p> <p>Umsögn OR var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. júlí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. júlí 2021, bendir kærandi á að 9. gr. upplýsingalaga snúist samkvæmt fyrirsögn greinarinnar um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. OR sé óumdeilanlega í beinni og fullri eigu sveitarfélaga og hafi því ekki sams konar einkahagsmuni og lögaðili eða fyrirtæki sem ekki er í eigu opinberra aðila. OR falli ótvírætt undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Kærandi telur að takmörkun á upplýsingarétti byggð á einkahagsmunum OR sé því markleysa.</p> <p>Þá vísar kærandi til þess að í umsögn OR sé synjunin sögð byggja á viðskiptahagsmunum OR-samstæðunnar sem og viðskiptahagsmunum þeirra er eigi og stundi viðskipti með skuldabréf sem útgefin séu af félaginu. Hér sé um að ræða ótilgreindan hóp af aðilum sem ekkert liggi fyrir um hver afstaða væri til birtingar þeirra upplýsinga sem deilt er um í málinu. Líklega megi þó telja að fjárfestar vilji hafa sem gleggstar upplýsingar um hagsmuni sína og mat þeirra annars vegar og mat stjórnenda OR hins vegar á því hvað séu „villandi“ upplýsingar sé líklega ekki það sama. Kærandi telur að með þessari afstöðu virðist OR einnig vera að berjast fyrir ímynduðum rétti ótilgreinds hóps fjárfesta um að fá ekki aðgang að tilteknum upplýsingum.</p> <p>Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Orkuveitu Reykjavíkur sem endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte vann fyrir OR.</p> <p>Samkvæmt 1. gr. laga um Orkuveitu Reykjavíkur, nr. 136/2013, er OR sameignarfyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar og liggur því fyrir að fyrirtækið er alfarið í eigu hins opinbera. Fyrirtækið fellur því undir ákvæði upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, enda hefur það ekki verið sérstaklega fellt undan gildissviði laganna, sbr. 3. mgr. 2. gr.</p> <p>OR hefur byggt synjun á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum á 9. gr. upplýsingalaga, þar sem gögnin innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhagslega hagsmuni OR og skuli því fara leynt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að verndarhagsmunir 2. málsl. 9. gr. eru fyrst og fremst fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila sem komið er á fót á einkaréttarlegum grunni og eru í eigu einkaaðila. Hins vegar verndar 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra fyrirtækja sem eru í opinberri eigu. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. 875/2020 og 767/2018. Í samræmi við framangreint verður leyst úr máli þessu á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:</p> <p>„Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.“</p> <p>Í athugasemdum kemur síðan fram að meginsjónarmiðið að baki ákvæðinu sé að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr, og að ákvæðið sé einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila.</p> <p>Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi skal sú afstaða hafa verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 862/2020, 845/2019, 823/2019, 813/2019, 764/2018 og 762/2018.</p> <p>OR telur að þau reikningsskil sem fram koma í gögnum sem kæranda var synjað um aðgang að gefi ekki rétta mynd af fjárhag fyrirtækjasamstæðunnar, því aðferð hafi verið beitt við reikningsskilin sem frábrugðin sé þeirri sem almennt tíðkist. Verði gögnin gerð opinber gætu þau villt um fyrir fjárfestum og haft áhrif á verð útgefinna skuldabréfa OR.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér framangreind gögn. Annað skjalanna ber heitið „Aðlögun á reikningsskilum 2019“, dags. 21. janúar 2021. Hitt skjalið ber heitið „Aðlöguð reikningsskil samstæðu 2019“, dags. 25. janúar 2021, og felur í sér kynningu fyrir stjórn OR á innihaldi fyrra skjalsins. Fyrra skjalið er minnisblað sem unnið var af endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte að beiðni OR. Í skjalinu eru metin áhrif þess að færa til kostnaðarverðs ákveðna liði í samstæðuársreikningi OR fyrir árið 2019, sem í honum voru metnir á endurmetnu verði eða gangvirði. Sem útgefanda skuldabréfa á skipulegum verðbréfamarkaði ber OR skylda til að semja reikningsskil í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), sbr. 90. gr. laga um ársreikninga, nr. 3/2006. IFRS-staðlarnir heimila ekki að sumir þeirra liða sem fjallað er um í minnisblaði Deloitte séu færðir til kostnaðarverðs.</p> <p>Úrskurðarnefndin fellst á það að OR sé í samkeppni við aðra aðila sem útgefandi skuldabréfa á skipulegum verðbréfamarkaði. Á meðal þeirra útgefenda eru einkaaðilar sem heyra ekki undir gildissvið upplýsingalaga og er því ekki skylt að veita aðgang á grundvelli þeirra að gögnum á borð við þau sem til umfjöllunar eru í þessu máli. Nefndin getur hins vegar ekki fallist á að minnisblað Deloitte og kynning á því til stjórnar OR séu gögn sem tengist samkeppnisrekstri samstæðunnar með þeim hætti að þau gætu haft áhrif á stöðu hennar í samkeppni við aðra. Minnt skal á að allir útgefendur verðbréfa á skipulegum markaði eru jafnsettir að því leyti að þeim ber að birta endurskoðaða ársreikninga sína; upplýsingar í gögnum þeim sem kæranda hefur verið synjað um aðgang að eru fengnar úr ársreikningi OR-samstæðunnar fyrir árið 2019, sem birtur er opinberlega, en þær síðan unnar með öðrum aðferðum en IFRS-staðlar heimila eða gera ráð fyrir. Ekki er um að ræða upplýsingar sem keppinautar OR gætu hagnýtt sér og valdið OR tjóni.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að OR hafi ekki rökstutt með fullnægjandi hætti að hagsmunir samstæðunnar af því að halda gögnunum leyndum séu svo verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum almennings til aðgangs að þeim. Nefndin horfir í þessu sambandi í fyrsta lagi til þess að upplýsingarnar eru meira en tveggja ára gamlar. Þá eru þær samkvæmt því sem fram hefur komið ekki rangar og ekkert hefur komið fram sem gefur til kynna að greining Deloitte sé ófullnægjandi. Þá telur nefndin langt í frá augljóst að upplýsingarnar hefðu villandi áhrif á fjárfesta. Skjalið ber skilmerkilega með sér að vera minnisblað og aftast í því kemur fram að einungis sé um minnisblað að ræða og ekki verið farið ítarlega yfir alla þá þætti sem kunni að skipta máli varðandi efni þess. Minnisblaðið hafi verið unnið í samvinnu við stjórnendur félagsins og byggi að hluta til á óstaðfestum upplýsingum frá stjórnendum. Það feli ekki í sér neina staðfestingarvinnu á þeim upplýsingum. Aftur á móti er ársreikningur OR-samstæðunnar fyrir árið 2019, sem finna má á vefsíðu OR, staðfestur bæði af stjórn OR og óháðum endurskoðendum og unninn í samræmi við alþjóðlega reikningsstaðla.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu verður ekki talið að hagsmunir OR af því að halda upplýsingunum leyndum séu svo ríkir, einkum með hliðsjón af hagsmunum almennings af því að aðgangur verði veittur, að þeir réttlæti undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda og annarra aðila sem bundnir eru af ákvæðum upplýsingalaga. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að OR sé ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar upplýsingarétti almennings með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá er ekki um að ræða upplýsingar um viðskipti eða fjárhag þriðja aðila sem heimilt er að takmarka á grundvelli 9. gr. laganna. Verður OR því gert að veita kæranda aðgang að upplýsingunum. </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Orkuveitu Reykjavíkur er skylt að veita A aðgang að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li>Kostnaðarverðsreikningsskilum, dags. 21. janúar 2021.</li> <li>Aðlöguðum reikningsskilum samstæðu 2019. Kynning fyrir stjórn, dags. 25. janúar 2021.</li> </ol> <p > Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
1062/2022. Úrskurður frá 24. febrúar 2022 | Kærð var afgreiðsla Lindarhvols ehf. á beiðni um upplýsingar úr fundargerðum. Félagið hafði veitt kæranda aðgang að hluta fundargerðanna en strikað yfir hluta þess sem þar kom fram, á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Úrskurðarnefndin taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að tilteknum upplýsingum sem honum hafði verið synjað um og lagði fyrir Lindarhvol að veita kæranda aðgang að þeim. | <h1>Úrskurður</h1> <div>Hinn 24. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1062/2022 í máli ÚNU 21050001.</div> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 30. apríl 2021, kærði A f.h. Frigus II ehf., afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni um aðgang að gögnum. </p> <p>Með erindi, dags. 5. mars 2021, óskaði kærandi eftir öllum fundargerðum Lindarhvols þar sem málefni Klakka ehf. voru til umræðu eða nafn Klakka kom fyrir. Ekki var óskað eftir fundargerðum af fundum nr. 10 og 11, frá 18. og 20. október 2016, þar sem þær hefðu þegar verið afhentar kæranda á því formi að strikuð var út umfjöllun um önnur mál en málefni Klakka. Var þess óskað að þær fundargerðir sem eftir stæðu yrðu afhentar á sama formi.</p> <p>Lindarhvoll hafði áður afhent kæranda útdrætti úr sex fundargerðum, þ.e. af fundum nr. 2 (4. maí 2016) og 5–9 (8. og 30. júní 2016, 4. og 31. ágúst 2016 og 5. október 2016). Útdrættirnir samanstóðu af umfjöllun um Klakka úr viðeigandi fundargerðum, en strikaðar höfðu verið út upplýsingar um annan aðila á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sem finna mátti í sömu umfjöllun.</p> <p>Þá fylgdu erindi kæranda til Lindarhvols fundargerðir af fundum nr. 12 og 13, frá 4. og 9. nóvember 2016, með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sem kærandi hafði fengið aðgang að hjá þriðja aðila. Þrátt fyrir það næði gagnabeiðni kæranda einnig til þessara fundargerða að svo miklu leyti sem þar væri fjallað um Klakka.</p> <p>Loks var þess krafist í erindinu að við afhendingu fundargerða af fundum nr. 6 og 7, frá 30. júní og 4. ágúst 2016, yrðu ekki strikaðar út upplýsingar um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð. Ástæða þess væri sú að kærandi hefði þegar fengið upplýsingar um að aðilinn væri Glitnir HoldCo ehf. í greinargerð Lindarhvols og íslenska ríkisins í skaðabótamáli sem kærandi hefði höfðað.</p> <p>Í svari Lindarhvols, dags. 15. apríl 2021, kemur fram að félagið líti svo á að allar þær upplýsingar sem óskað var eftir í erindi kæranda hafi nú þegar verið veittar, með afhendingu útdrátta úr fundargerðum af fundum nr. 2 og 5–9 til kæranda. Útstrikanir í útdráttunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga hafi verið staðfestar í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 978/2021. Þá hafi Lindarhvoll upplýst um efni hluta af útstrikununum, umfram lagaskyldu.</p> <p>Svari Lindarhvols fylgdu fundargerðir af fundum nr. 2 og 5–9, sem kærandi hafði áður fengið aðgang að í formi útdrátta. Um væri að ræða sömu útgáfur fundargerðanna og fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni haustið 2020 samkvæmt beiðni. Í fundargerðunum voru afmáðar upplýsingar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Afgreiðsla ráðuneytisins hefði verið staðfest með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 976/2021.</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er ítrekað að óskað hafi verið eftir öllum fundargerðum Lindarhvols þar sem málefni Klakka voru til umræðu, ekki aðeins þeim sem vörðuðu söluferlið á félaginu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol hafi leitt í ljós að fundir þar sem málefni Klakka voru rædd hafi verið sex talsins. Síðar hafi komið í ljós að þeir hafi verið a.m.k. tíu. Kærandi mótmælir því að leggja megi að jöfnu rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um söluferli Klakka og rétt fréttamannsins sem fékk fundargerðir Lindarhvols afhentar; kærandi eigi ríkari rétt til aðgangs að þeim upplýsingum sem þátttakandi í söluferlinu.</p> <p>Samkvæmt kærunni lýtur hún að þremur atriðum:</p> <ol> <li>Að Lindarhvoll skuli afhenda fundargerðir funda nr. 6 og 7, frá 30. júní og 4. ágúst 2016, á því formi að ekki séu afmáðar upplýsingar sem varða frestun á söluferli Klakka, þar á meðal upplýsingar um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð.</li> <li>Að Lindarhvoll skuli afhenda fundargerðir funda nr. 12 og 13, frá 4. og 9. nóvember 2016, og að ekki verði afmáðar upplýsingar sem varða Klakka.</li> <li>Að úrskurðarnefndin yfirfari allar fundargerðir Lindarhvols með hliðsjón af tilvísunum til Klakka, sér í lagi þær sem afhentar voru kæranda, og meti sjálfstætt hvaða upplýsingar sé rétt að afmá. Kærandi eigi rétt til aðgangs að öllu sem viðkemur söluferlinu á Klakka, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 727/2018, auk annarra gagna sem varði Klakka.</li> </ol> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Lindarhvoli með erindi, dags. 3. maí 2021, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn Lindarhvols, dags. 25. maí 2021, kemur fram að kæranda hafi verið afhent öll þau gögn sem hann eigi rétt til aðgangs að og falli undir gagnabeiðni hans. Í fyrsta lagi hafi Lindarhvoll afhent öll gögn vegna söluferlis á nauðasamningskröfum Klakka í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 727/2018. Þá hafi kærandi fengið afhenta útdrætti úr sex fundargerðum, frá tímabilinu 4. maí til 5. október 2016, þar sem málefni Klakka hafi verið til almennrar umræðu. Þær upplýsingar hafi ekki varðað söluferlið sem slíkt, heldur málefni Klakka almennt. Með birtingu auglýsingar hinn 29. september 2016 hafi söluferlið fyrst hafist, en ekki með almennri umfjöllun stjórnar um málefni Klakka eða almennri umfjöllun um það hvenær hentugast gæti verið að setja nauðasamningskröfurnar í opið söluferli, sem á hverjum tíma gæti breyst. </p> <p>Með því að veita kæranda aðgang að útdráttum úr fundargerðum (öðrum en fundargerðum funda frá 18. og 20. október 2016, sem kærandi hefði þegar fengið afhentar) þar sem málefni Klakka voru almennt til umræðu hafi Lindarhvoll litið svo á að gagnabeiðni kæranda væri fullnægt. Með úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 978/2021 hafi nefndin staðfest ákvörðun Lindarhvols að strika út umfjöllun í útdráttunum um annan aðila en Klakka á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Lindarhvoll telur að í samræmi við þann úrskurð nefndarinnar sé félaginu óheimilt að afhenda upplýsingarnar. Kæranda voru hins vegar afhentar fundargerðir af þessum fundum, með sama hætti og fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni sömu fundargerðir, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021, þ.e. með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.</p> <p>Hvað varði aðgang að fundargerðum funda nr. 12 og 13, frá 4. og 9. nóvember 2016, telur Lindarhvoll slíka beiðni kæranda vera óþarfa, enda hafi kærandi fundargerðirnar undir höndum með nákvæmlega þeim hætti sem úrskurðarnefndin staðfesti í úrskurði sínum nr. 976/2021 og vísaði til í úrskurði nr. 978/2021. Tilvísun kæranda til úrskurðar nr. 727/2018 geti ekki gefið kæranda ríkari rétt að þessu leyti. Loks er bent á að kærandi hafi höfðað skaðabótamál á hendur Lindarhvoli og íslenska ríkinu.</p> <p>Umsögn Lindarhvols var kynnt kæranda með erindi, dags. 25. maí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með erindi, dags. 3. júní 2021. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> <p>Gagnabeiðni kæranda í máli þessu hljóðar þannig að óskað sé aðgangs að öllum fundargerðum Lindarhvols, utan fundargerða funda nr. 10 og 11 frá 18. og 20. október 2016, þar sem málefni Klakka ehf. eru rædd eða nafn Klakka kemur fyrir. Óskað er eftir því að þær séu afhentar ekki í formi endurritaðra útdrátta heldur í formi fundargerðanna sjálfra, með útstrikunum annarra mála en málefna Klakka. Í ljósi þessarar afmörkunar á beiðni kæranda lýtur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál einvörðungu að útstrikunum á upplýsingum í fundargerðunum er varða málefni Klakka.</p> <p>Þau gögn og upplýsingar sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að og tengjast gagnabeiðni hans eru eftirfarandi:</p> <div>1.<span> </span>Fundargerðir funda nr. 2 (4. maí 2016) og 5–9 (8. og 30. júní 2016, 4. og 31. ágúst 2016 og 5. október 2016). </div> <div> a.<span> </span>Afhentar af Lindarhvoli í sama formi og fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni í tengslum við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 976/2021, þ.e. með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.</div> <div>2.<span> </span>Útdrættir úr fundargerðum funda nr. 2 og 5–9. </div> <div> a.<span> </span>Afhentir af Lindarhvoli og innihalda upplýsingar um málefni Klakka almennt, ekki um söluferlið. Upplýsingarnar voru strikaðar út í fundargerðunum sjálfum, sem kæranda voru afhentar, sbr. lið 1.</div> <div>3.<span> </span>Fundargerðir funda nr. 10 og 11 frá 18. og 20. október 2016.</div> <div> a.<span> </span>Afhentar af Lindarhvoli í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 727/2018, á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, þar sem þær innihalda upplýsingar um söluferli Klakka. </div> <div>4.<span> </span>Fundargerðir funda nr. 12 og 13 frá 4. og 9. nóvember 2016.</div> <div> a.<span> </span>Afhentar frá þriðja aðila. Um er að ræða sömu útgáfur fundargerðanna og fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni í tengslum við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 976/2021, þ.e. með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.</div> <h2>2.</h2> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir fundargerðir af fundum nr. 2 og 5–9, sem afhentar voru nefndinni í heild sinni, með hliðsjón af tilvísunum til Klakka ehf. Í ljósi efnis gagnanna telur nefndin ekki tilefni til þess að gera athugasemdir við það mat Lindarhvols að upplýsingarnar varði málefni Klakka almennt en ekki hið opna söluferli félagsins sem slíkt. Um aðgang kæranda að þessum upplýsingum fer því samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga en ekki 14. gr. laganna um upplýsingarétt aðila sjálfs.</p> <p>Nefndin bar fundargerðirnar saman við útdrætti fundargerðanna sem kærandi fékk afhenta, til að staðreyna hvort finna mætti frekari umfjöllun um Klakka í fundargerðunum en þá sem afhent var kæranda í formi útdrátta. Niðurstaðan er að í fundargerðunum séu ekki frekari vísanir til Klakka en þær sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að, að undanskilinni einni vísun til Klakka í fundargerð fundar nr. 6 frá 30. júní 2016, undir lið 3 sem ber heitið Framsal eigna á grundvelli stöðugleikasamninga. Þar er Klakki nefndur í samhengi við tvo aðra lögaðila. Það er mat nefndarinnar að í umfjölluninni sé að finna ýmsar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þessara lögaðila, sem eftir atvikum falla undir 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki eða 9. gr. upplýsingalaga, og Lindarhvoli sé þannig óheimilt að veita aðgang að umfjölluninni. Vísast um þetta jafnframt til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021, þar sem komist var að sömu niðurstöðu.</p> <p>Kærandi fer fram á fá afhentar fundargerðir af fundum nr. 6 og 7, frá 30. júní og 4. ágúst 2016, í því formi að ekki séu strikaðar út upplýsingar um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð. Kærandi telur ekki forsendur fyrir því að þeim upplýsingum sé haldið leyndum þar sem kærandi hafi þegar fengið þessar upplýsingar í skaðabótamáli gegn Lindarhvoli og íslenska ríkinu.</p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 978/2021 staðfesti nefndin þá ákvörðun Lindarhvols að strika þessar upplýsingar út á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Það er mat nefndarinnar að um aðgang kæranda að upplýsingum um viðkomandi lögaðila fari samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, en ekki 14. gr. upplýsingalaga, þar sem ljóst er að upplýsingarnar tengjast ekki söluferlinu á Klakka með þeim hætti að síðarnefnda lagagreinin eigi við.</p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að Lindarhvoll hafi lagt umræddar upplýsingar fram í dómsmáli og með því brugðist við áskorun kæranda þar að lútandi. Í ljósi þess að Lindarhvoll hefur þannig lagt fram upplýsingarnar af eigin rammleik án þess að bera fyrir sig ákvæði um þagnarskyldu á borð við 9. gr. upplýsingalaga, verður ekki séð að Lindarhvoll geti borið fyrir sig þá takmörkun á upplýsingarétti í máli þessu. Með vísan til þess fellst nefndin ekki á að Lindarhvoli sé heimilt að strika yfir umræddar upplýsingar, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.</p> <p>Með vísan til framangreinds er það mat úrskurðarnefndarinnar að Lindarhvoli sé óheimilt að afhenda fundargerðir funda nr. 2 og 5–9 með öðrum hætti en gert var, sbr. einnig úrskurð nefndarinnar nr. 976/2021, að undanskildum upplýsingum um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð. Hið sama á við um útdrætti úr viðkomandi fundargerðum, sbr. einnig úrskurð nefndarinnar nr. 978/2021. Verður því ákvörðun Lindarhvols staðfest að þessu leyti.</p> <h2>3.</h2> <p>Kærandi óskar í annan stað eftir því að sér verði afhentar fundargerðir funda nr. 12 og 13, frá 4. og 9. nóvember 2016, og að ekki verði afmáðar upplýsingar um Klakka, enda eigi kærandi skýlausan aðgang að upplýsingunum á grundvelli úrskurðar nr. 727/2018.</p> <p>Svo sem að framan greinir liggur fyrir að kærandi hefur fundargerðir þessara tveggja funda undir höndum, með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Úrskurðarnefndin hefur borið saman fundargerðirnar sem kærandi hefur undir höndum og þær sem fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti fréttamanni í tengslum við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021. Ljóst er að um sömu útgáfur fundargerðanna er að ræða.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið fundargerðir þessara tveggja funda án útstrikana með hliðsjón af því hvort í þeim sé að finna umfjöllun um Klakka. Í fundargerð af fundi nr. 12 frá 4. nóvember 2016 er fjallað um Klakka undir lið 5, sem ber heitið Söluferli eigna, í tengslum við tiltekið félag sem gengið var til samninga við í kjölfar söluferlis Klakka.</p> <p>Það er mat úrskurðarnefndarinnar að um aðgang kæranda að þessum upplýsingum fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Það er enda ljóst að aðgangsréttur á grundvelli 14. gr. laganna í tengslum við opinber söluferli nær aðeins til útboðsgagna, þar á meðal gagna frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Eftir það tímamark, líkt og hér á við, fer um upplýsingarétt samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Líkt og staðfest var í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021 telur nefndin að upplýsingarnar varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni umrædds félags og að Lindarhvoli hefði verið óheimilt að veita aðgang að þeim, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var afhending Lindarhvols á þessari fundargerð því í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.</p> <p>Í fundargerð fundar nr. 13 frá 9. nóvember 2016 er fjallað um Klakka undir lið 6, sem ber heitið Opið söluferli Glitnir Holdco ehf., Klakki ehf. og Gamli Byr Eignarhaldsfélag ehf. Þar er fjallað um fyrirhugaða birtingu tilkynningar á vef Lindarhvols um niðurstöðu söluferlisins. Úrskurðarnefndin telur að um aðgang kæranda að þessari umfjöllun fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt aðila sjálfs, enda varðar hún með beinum hætti söluferlið sem kærandi var þátttakandi í. Þá telur úrskurðarnefndin að takmarkanir samkvæmt 2. og 3. mgr. 14. gr. laganna eigi ekki við um upplýsingarnar. Er því Lindarhvoli skylt að afhenda kæranda þessa umfjöllun, svo sem greinir í úrskurðarorði. Ekki er að finna frekari umfjöllun um Klakka ehf. í framangreindum tveimur fundargerðum.</p> <h2>4.</h2> <p>Nafn Klakka ehf. kemur fyrir í þremur fundargerðum Lindarhvols til viðbótar. Um er að ræða fundi nr. 15 og 16 (1. og 14. desember 2016) og nr. 18 (1. febrúar 2017). Í málinu liggur ekki fyrir að Lindarhvoll hafi tekið afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þessum fundargerðum. Hins vegar liggur fyrir að í tengslum við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021 fékk fréttamaður afhentar þessar fundargerðir, með útstrikunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, þar á meðal varðandi Klakka. Þá er ljós sú afstaða Lindarhvols að um aðgang kæranda að gögnum í málinu, að undanskildum þeim sem þegar hafa verið afhent á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, skuli fara samkvæmt 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings. Í ljósi þess telur úrskurðarnefndin að fyrir liggi afstaða Lindarhvols til afhendingar þessara fundargerða sem nefndinni sé fært að endurskoða.</p> <p>Í fundargerðum funda nr. 15 og 16 er fjallað um Klakka undir liðnum Önnur mál. Tilefni umfjöllunarinnar á báðum stöðum er bréf frá kæranda frá 24. nóvember 2016 vegna Klakka. Úrskurðarnefndin telur augljóst að um aðgang kæranda að þessum upplýsingum fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga og að takmarkanir samkvæmt 2. og 3. mgr. greinarinnar eigi ekki við. Lindarhvoli ber því að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum, svo sem greinir í úrskurðarorði.</p> <p>Í fundargerð fundar nr. 18 er fjallað um Klakka undir lið 8 sem ber heitið Önnur mál. Umfjöllunin varðar tiltekið félag sem gengið var til samninga við í kjölfar söluferlis Klakka. Líkt og staðfest var í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 976/2021 telur nefndin að upplýsingarnar varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins og að Lindarhvoli sé óheimilt að veita aðgang að þeim, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <div> </div> <h2>Úrskurðarorð</h2> <div>Lindarhvoll ehf. skal veita A, f.h. Frigus II ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum:</div> <ol> <li>Fundargerðir funda Lindarhvols nr. 6 og 7, frá 30. júní og 4. ágúst 2016, þannig að sýnilegar séu upplýsingar um þann aðila sem ljúka ætti samkomulagi við áður en hlutur í Klakka yrði settur í sölumeðferð.</li> <li>Fundargerð fundar Lindarhvols nr. 13 frá 9. nóvember 2016, þannig að sýnileg sé umfjöllun undir lið 6 (Opið söluferli Glitnir Holdco ehf., Klakki ehf. og Gamli Byr Eignarhaldsfélag ehf.).</li> <li>Fundargerð fundar Lindarhvols nr. 15 frá 1. desember 2016, þannig að sýnileg sé umfjöllun undir lið 8 (Önnur mál) með fyrirsögnina Bréf vegna Klakka ehf.</li> <li>Fundargerð fundar Lindarhvols nr. 16 frá 14. desember 2016, þannig að sýnileg sé umfjöllun undir lið 4 (Önnur mál) með fyrirsögnina Bréf vegna Klakka ehf.</li> </ol> <div>Ákvörðun Lindarhvols, dags. 15. apríl 2021, er að öðru leyti staðfest.</div> <div> </div> <div> </div> <div>Hafsteinn Þór Hauksson</div> <div>formaður</div> <div> </div> <div>Kjartan Bjarni Björgvinsson </div> <div> </div> <div>Sigríður Árnadóttir</div> <div> </div> <div> </div> |
1061/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022 | Kærð var synjun Herjólfs ohf. á beiðni um afrit af ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. Úrskurðarnefndin rakti að skv. 7. gr. upplýsingalaga ætti almenningur að jafnaði ekki rétt á upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyra undir lögin. Í 7. gr. kæmu fram nokkrar undantekningar frá þeirri meginreglu en ráðningarsamningur og starfslýsing framkvæmdastjóra opinbers hlutafélags féllu ekki undir þær. Var synjun Herjólfs því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1061/2022 í máli ÚNU 21110015.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 22. nóvember 2021, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að ráðningarsamningi og starfslýsingu framkvæmdastjóra félagsins. Kærandi óskaði eftir upplýsingunum hinn 26. október 2021 en var synjað um aðgang að þeim með erindi, dags. 18. nóvember 2021. Í erindinu er vísað til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og tekið fram að upplýsingar um starfsfólk verði ekki afhentar.</p> <p style="text-align: justify;">Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að kynna kæruna Herjólfi ohf. og veita félaginu kost á að koma á framfæri umsögn um hana, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi Herjólfs ohf. við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. Úrskurðarnefndin hefur áður fjallað um samhljóða beiðni kæranda til Herjólfs ohf. í úrskurði nefndarinnar nr. 860/2019. Þá er og vísað til úrskurðar nefndarinnar nr. 1055/2021, þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Herjólfi ohf. væri ekki skylt að veita aðgang að ráðningarsamningi yfirskipstjóra félagsins.</p> <p style="text-align: justify;">Herjólfur ohf. er opinbert hlutafélag og fellur sem slíkt undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum fer því eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna aðila sem lögin taka til. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. 7 gr. er að finna undantekningar frá þessari meginreglu hvað varðar opinbera starfsmenn og í 4. mgr. sömu greinar er að finna undantekningar varðandi starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna. Þar kemur fram að skylt er að veita upplýsingar um nöfn og starfssvið starfsmanna, sbr. 1. tölul., og um launakjör og menntun æðstu stjórnenda, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Rétturinn til upplýsinga um málefni starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög skv. 2. mgr. 2. gr. er þannig þrengri en rétturinn til upplýsinga um opinbera starfsmenn. Af þessu leiðir að Herjólfi ohf. er ekki skylt að veita kæranda aðgang að ráðningarsamningi og starfslýsingu framkvæmdastjóra félagsins.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 18. nóvember 2021, að synja A um aðgang að ráðningarsamningi og starfslýsingu framkvæmdastjóra félagsins, er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p> |
1060/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022 | Deilt var um aðgang kæranda að tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs í þjóðgarðinum. Málinu var vísað til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs var byggt á því að tilkynningin væri undanþegin gildissviði upplýsingalaga á grundvelli 1. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi tilkynninguna ótvírætt vera hluta af rannsókn sakamáls. Aðgangur að henni yrði því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Synjun á beiðni um aðgang að henni verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1060/2022 í máli ÚNU 21110003.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 3. nóvember 2021, kærði A afgreiðslu Vatnajökulsþjóðgarðs á beiðni um aðgang að gögnum. </p> <p style="text-align: justify;">Hinn 8. september 2021 óskaði kærandi eftir afriti af tilkynningu stofnunarinnar til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs í þjóðgarðinum og vísaði í tilkynningu á vefsíðu stofnunarinnar, dags. 6. september 2021, undir fyrirsögninni „Akstursskemmdir í Vonarskarði“. Þegar kæranda hafði ekki borist efnislegt svar frá stofnuninni 3. nóvember 2021 vísaði kærandi málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <p style="text-align: justify;">Í kæru vísar kærandi til VII. kafla upplýsingalaga og meginreglu 1. mgr. 4. gr., sbr. 3. gr. Árósasamningsins um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um umhverfismál, sem fullgiltur var af Íslands hálfu 16. september 2011, og til sömu meginreglu í 1. mgr. 3. gr. tilskipunar 2003/4/EB um aðgang almennings að upplýsingum um umhverfismál sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn, XX. viðauka, og er því skuldbindandi fyrir Ísland, sbr. lög nr. 2/1993.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Vatnajökulsþjóðgarði með erindi, dags. 5. nóvember 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að Vatnajökulsþjóðgarður léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs barst úrskurðarnefndinni hinn 16. nóvember 2021. Þar segir að fyrir mistök hafi farist fyrir að svara beiðni kæranda efnislega innan tímamarka og beðist sé velvirðingar á því. Hins vegar telji stofnunin umrædd gögn þess eðlis að synja beri um afhendingu þeirra og byggi það álit á því að samkvæmt 1. mgr. 18. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007, hafi þjóðgarðsverðir eftirlit með því að ákvæði laganna, reglugerða og stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn séu virt. Þjóðgarðsverðir annist samskipti við lögreglu og önnur eftirlitsstjórnvöld vegna brota á fyrrnefndum lögum og reglum. Þegar þjóðgarðsvörður tilkynni um brot til lögreglu gildi um meðferð málsins almennar reglur laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, og sé forræði málsins og rannsókn á hendi lögreglu, sbr. 2. þátt sakamálalaga. Vatnajökulsþjóðgarður líti svo á að þegar tilkynning hafi verið send lögreglu sé þætti stofnunarinnar í málinu lokið nema lögregla óski eftir frekari aðkomu eða gögnum eða upplýsingum. </p> <p style="text-align: justify;">Þá kemur fram að þjóðgarðsvörður hafi orðið þess áskynja að skemmdir hafi orðið vegna aksturs utan vega í Vonarskarði. Málið hafi verið tilkynnt og rannsókn málsins sé í höndum lögreglu en Vatnajökulsþjóðgarði ekki kunnugt um stöðu þess. Stofnunin hafi birt frétt um akstursskemmdirnar á vefsíðu sinni þar sem greint hafi verið frá atvikum í almennum orðum. Ítarlegri upplýsingar um vegsummerki komi fram í tilkynningu þjóðgarðsvarðar til lögreglu. Afhending þeirra upplýsinga geti varðað rannsóknarhagsmuni og telji þjóðgarðurinn að lögregla, sem beri ábyrgð á rannsókninni, eigi að taka ákvörðun um hvort þær verði afhentar.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs segir jafnframt, í tilefni af vísun kæranda til ákvæða VII. kafla upplýsingalaga, að samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna gildi þau ekki um rannsókn sakamáls né saksókn. Þegar af þeirri ástæðu telji stofnunin að kærandi eigi ekki kröfu á afhendingu gagna á grundvelli upplýsingalaga. Þar sem forræði sakamálsins og rannsóknarinnar sé í höndum lögreglu og afstaða lögreglu til afhendingar liggi ekki fyrir muni Vatnajökulsþjóðgarður því að óbreyttu ekki afhenda kæranda umrædd gögn. Umrædd tilkynning varði meint lögbrot óþekktra aðila sem valdið hafi skemmdum en að mati stofnunarinnar innihaldi tilkynningin og fylgigögn hennar ekki upplýsingar um umhverfismál sem falli undir skilgreiningu 29. gr. upplýsingalaga. </p> <p style="text-align: justify;">Umsögn Vatnajökulsþjóðgarðs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. nóvember 2021, og henni veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilgreint að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.</p> <p style="text-align: justify;"> Kærandi óskaði eftir afriti af tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs til lögreglunnar á Suðurlandi um akstur utan vega í Vonarskarði, sem er óheimill samkvæmt 15. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð, nr. 60/2007. Tilkynningin, eða skýrslan, greinir þannig frá meintu lögbroti og er hún ótvírætt hluti af rannsókn sakamáls. Aðgangur að henni verður því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Synjun á beiðni um aðgang að henni verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 3. nóvember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;"> </p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p> |
1059/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022 | Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði beiðni kæranda um aðgang að samskiptum ráðuneytisins við forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins vegna breytinga á launum vegna COVID-19 faraldursins. Beiðni kæranda var hafnað með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Fram kom að forstjóra ÁTVR hefðu ekki verið ákvörðuð viðbótarlaun, sbr. reglur um greiðslu viðbótarlauna forstöðumanna, nr. 491/2019. Úrskurðarnefndin taldi gögnin bera ótvírætt með sér að tilheyra máli þar sem tekin væri ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga og vörðuðu þar af leiðandi „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Synjun ráðuneytisins var því staðfest. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1059/2022 í máli ÚNU 21100002.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 6. október 2021, kærði A, fréttamaður hjá Kjarnanum, synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni hans um aðgang að fyrirliggjandi samskiptum ráðuneytisins við forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (hér eftir ÁTVR). Kærandi kvaðst hafa fengið veður af því að forstjórinn hefði falast eftir breytingum á launum sínum vegna COVID-19 faraldursins.</p> <p style="text-align: justify;">Beiðni kæranda var hafnað með erindi, dags. 29. september 2021, með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Í erindinu kom fram að forstjóra ÁTVR hefðu ekki verið ákvörðuð viðbótarlaun, sbr. reglur um greiðslu viðbótarlauna forstöðumanna, nr. 491/2019.</p> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að synjunin standist ekki, sér í lagi þar sem í 4. mgr. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, komi fram að ákvarðanir skv. 1.–3. mgr. sömu greinar skuli birtar opinberlega.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti hinn 7. október 2021. Ráðuneytinu var gefinn kostur á að veita umsögn í málinu og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Þá var óskað eftir afriti af umbeðnum gögnum í málinu.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn ráðuneytisins, dags. 18. október 2021, er vísað til rökstuðnings með synjun á beiðni kæranda frá 29. september. Að því er varði 4. mgr. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins taki skylda til birtingar samkvæmt því ákvæði aðeins til þeirra tilvika þegar tekin er ákvörðun um að greiða einstökum forstöðumanni laun til viðbótar grunnlaunum. Líkt og synjun ráðuneytisins beri með sér hafi engin ákvörðun verið tekin að greiða forstjóra ÁTVR viðbótarlaun, en ef svo væri hefði sú ákvörðun verið birt á vef ráðuneytisins.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda hinn 18. október 2021 og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samskiptum forstjóra ÁTVR og fjármála- og efnahagsráðuneytis. </p> <p style="text-align: justify;">Í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Ákvæðið er útfært nánar í 7. gr. laganna. Þar segir í 1.mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings sem birtist í 1. mgr. 5. gr. laganna og ber að skýra það þröngri lögskýringu. Við úrlausn málsins reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði starfssamband forstjóra ÁTVR „að öðru leyti“, enda er ljóst að gögnin varða ekki umsókn um starf eða framgang í starfi.</p> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram eftirfarandi:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Upplýsingar um hvaða starfsmenn starfa við opinbera þjónustu, hvernig slík störf eru launuð og hvernig þeim er sinnt eru almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kann hér að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gilda hér að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eiga við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. Af þessari ástæðu er ekki óeðlilegt að almenningur eigi rétt á aðgangi að ákveðnum upplýsingum um það hvernig störfum sem stofnað er til í þágu opinbers verkefnis er sinnt, þar á meðal um menntun æðstu stjórnenda og starfsheiti hlutaðeigandi starfsmanna. Á hinn bóginn er viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúta m.a. að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geta leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Í athugasemdum við 1. mgr. greinarinnar í frumvarpinu segir enn fremur:</p> <blockquote style="text-align: justify;"> <p>Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</p> </blockquote> <p style="text-align: justify;">Af framangreindum sjónarmiðum verður að ætla að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé fyrst og fremst ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Við afmörkun þess hvaða ákvarðanir teljast vera ákvarðanir um „réttindi eða skyldur“ þeirra starfsmanna sem í hlut eiga verður í fyrsta lagi að horfa til þeirra ákvarðana í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, þar sem kveðið er á um að stjórnsýslulögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Að auki taki ákvæðið til ákvarðana sem teknar eru á grundvelli IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, jafnvel þótt þær teljist ekki til stjórnvaldsákvarðana og mála sem lúta að aðfinnslum, sbr. framangreindar athugasemdir við 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem fylgdu umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis og kæranda var synjað um aðgang að. Það er mat nefndarinnar að gögnin beri ótvírætt með sér að tilheyra máli þar sem tekin er ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga og varði þar af leiðandi „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur því að fjármála- og efnahagsráðuneyti hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að framangreindum gögnum.</p> <p style="text-align: justify;">Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að bera brigður á þær upplýsingar sem ráðuneytið hefur látið í té um að engin ákvörðun hafi verið tekin um að greiða forstjóra ÁTVR viðbótarlaun. Jafnvel þótt slík ákvörðun lægi fyrir fellur það utan valdsviðs nefndarinnar að kveða á um skyldu stjórnvalds til að birta slíka ákvörðun, sbr. 4. mgr. 39. gr. a laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Kæruheimild til nefndarinnar er samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga bundin við synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 29. september 2021, að synja A um aðgang að samskiptum ráðuneytisins við forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p> |
1058/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022 | Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu synjaði kæranda um aðgang að dagbókarfærslu sem varð til vegna tilkynningar kæranda til lögreglunnar um að barn hans væri týnt. Lögreglan vísaði til þess að þegar aðili kæmi á lögreglustöð og tilkynnti um týndan einstakling skyldi lögregla hefja rannsókn máls, þótt ekki lægi fyrir grunur um refsiverða háttsemi, sbr. 52. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Úrskurðarnefndin taldi dagbókarfærsluna tilheyra rannsóknargögnum sakamáls og yrði aðgangur að þeim því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Synjun á beiðni um aðgang að þeim verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1058/2022 í máli ÚNU 21070014.</p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 21. júlí 2021, kærði A synjun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (hér eftir einnig LRH) á beiðni hans, dags. 20. júlí sama ár, um aðgang að upplýsingum og gögnum vegna tiltekins máls hjá lögreglunni, skriflegum erindum á hvaða formi sem þau væru og hvort sem um formleg eða óformleg erindi væri að ræða, fyrirspurnum, minnisblöðum og öllum öðrum gögnum í tengslum við málið. Beiðni kæranda var byggð á 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, um rétt til aðgangs að gögnum um aðila sjálfan. Kæranda var tjáð að eina gagn málsins væri dagbókarfærsla. Hann fékk ekki aðgang að sjálfri dagbókarfærslunni en fékk hins vegar aðgang að samantekt úr færslunni.</p> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt LRH með erindi, dags. 22. júlí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að LRH léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögn LRH barst úrskurðarnefndinni hinn 10. ágúst 2021. Í umsögninni kemur fram að tildrög málsins séu þau að kærandi hafi lagt fram tilkynningu um að barn hans væri týnt hinn 2. júlí 2021. Málið hafi verið bókað í dagbók lögreglu. Sú dagbókarfærsla sé eina gagn málsins og því sé ekki um önnur gögn að ræða.</p> <p style="text-align: justify;">Í umsögn LRH er því lýst að þegar aðili komi á lögreglustöð og tilkynni um týndan einstakling skuli lögregla hefja rannsókn máls, þótt ekki liggi fyrir grunur um refsiverða háttsemi, sbr. 52. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008.</p> <p style="text-align: justify;">Umsögnin var kynnt kæranda sama dag og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust nefndinni samdægurs. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilgreint að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála. </p> <p style="text-align: justify;"> Þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að í máli þessu tilheyra skilmerkilega rannsóknargögnum sakamáls, samkvæmt upplýsingum frá LRH. Aðgangur að þeim verður því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Synjun á beiðni um aðgang að þeim verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Því er óhjákvæmilegt að vísa máli þessu frá nefndinni.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæru A, dags. 21. júlí 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;"> </p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p> |
1057/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022 | Deilt um afgreiðslu Garðabæjar á gagnabeiðnum kæranda en hann taldi sveitarfélagið ekki hafa yfirsýn og gæti því ekki sannað að öll umbeðin gögn hefðu verið afhent. Úrskurðarnefndin rakti að skv. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga væri úrskurðarvald nefndarinnar afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Það væri ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld hafi yfirsýn yfir afgreiðslu upplýsingabeiðna og afhendingu gagna, eða með hvaða hætti þau skrá upplýsingar um meðferð mála hjá sér. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;"> Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1057/2022 í máli ÚNU 21070008. </p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;"> Með erindi, dags. 7. júlí 2021, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum. Í kæru segir að kærandi telji Garðabæ ekki geta fært sannanir fyrir því að öll gögn hafi verið afhent. Einnig telji hann furðulegt af sveitarfélaginu að kalla eftir því að þegnar þess tiltaki hvaða gögn starfsmenn sveitarfélagsins hafi útbúið eða stofnað til. Kærandi segir að frá því í október 2020 hafi sveitarfélagið skráð á lista hvaða gögn hafi verið afhent, þannig hafi það ekki yfirsýn yfir þau gögn sem hafi verið afhent fyrir þann tíma. Einnig bendir kærandi á að samkvæmt erindi sveitarfélagsins geti komið fyrir að gögn séu ekki afhent ef starfsmenn bæjarfélagsins noti ekki rétt leitarskilyrði við leit af gögnum. Kærandi telur að það hljóti að vera á ábyrgð bæjarfélagsins að sjá til þess að ferlar við afhendingu gagna séu þannig úr garði gerðir að öll réttmæt gögn séu afhent, en kærandi telur ljóst af svari sveitarfélagsins að svo hafi ekki verið. Kærandi kveðst ítrekað hafa fengið sömu gögn í hendur og í sumum tilfellum hafi yfirstrikanir verið mismunandi. Þá telur hann réttast að bæjarfélagið leggi fram lista yfir þau skjöl sem þegar hafi verið afhent. Að öðrum kosti væri eðlilegast að það afhenti öll gögn líkt og um nýja gagnabeiðni væri að ræða. </p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 19. ágúst 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. </p> <p style="text-align: justify;"> Í umsögn Garðabæjar, dags. 2. september 2021, er vakin athygli á því að fjöldi gagnabeiðna hafi borist sveitarfélaginu frá kæranda. Í mörgum þeirra mála sé að finna fleiri en eina beiðni eða að fram komi í kjölfar beiðna „framhaldsbeiðnir“ um upplýsingar og því sé oft erfitt að átta sig á afmörkun þeirra. Í mörgum tilvikum sé ítrekað verið að biðja um sömu gögnin. Garðabær hafi margoft vakið athygli kæranda á þeirri grundvallarreglu að beiðni um afhendingu gagna skuli beinast að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál eða að tilteknum fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Sveitarfélagið segir fullyrðingu kæranda um að sveitarfélagið geti ekki sannað að öll gögn hafi verið afhent með öllu órökstudda. Kærandi hafi fengið afhent á þriðja þúsund blaðsíðna af gögnum. Í mörgum ef ekki flestum tilvikum sé um að ræða gögn sem kærandi hafi þegar sjálfur undir höndum en afgreiðsla gagnabeiðna kæranda hafi oft á tíðum reynst mjög tímafrek. </p> <p style="text-align: justify;"> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með erindi, dags. 3. september 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum um það sem þar kemur fram. Í athugasemdum kæranda, dags. 5. september 2021, segir að hann hafi þurft að kalla eftir aðstoð frá m.a. mennta- og menningarmálaráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneyti og Persónuvernd og að ítrekað hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við störf Garðabæjar í þessu máli. </p> <p style="text-align: justify;"> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Í málinu er deilt um afgreiðslu Garðabæjar á gagnabeiðnum kæranda en hann telur sveitarfélagið ekki hafa yfirsýn og geti því ekki sannað að öll umbeðin gögn hafi verið afhent.</p> <p style="text-align: justify;"> Upplýsingalög nr. 140/2012 leggja ekki þá skyldu á stjórnvöld að halda sérstaka skráningu yfir öll gögn sem afhent eru á grundvelli laganna. Í 1. mgr. 27. gr. laganna segir þó að við meðferð mála þar sem taka eigi ákvörðun um rétt eða skyldu manna beri stjórnvöldum að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og sé ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna.</p> <p style="text-align: justify;"> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Það er ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld hafi yfirsýn yfir afgreiðslu upplýsingabeiðna og afhendingu gagna, eða með hvaða hætti þau skrá upplýsingar um meðferð mála hjá sér. Það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvernig stjórnvöld sinna skyldum sínum að þessu leyti, einkum æðri stjórnvalda og umboðsmanns Alþingis. Kæra þessi snýr að atriðum sem falla utan valdsviðs nefndarinnar og verður henni því vísað frá.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæru A, dags. 7. júlí 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;"> </p> <p style="text-align: justify;">Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p> |
1056/2022. Úrskurður frá 3. febrúar 2022 | Deilt var um það hvort yfirmönnum hjúkrunarheimilisins Dyngju væri heimilt að takmarka upplýsingar til kæranda um það hverjir veittu honum þjónustu hverju sinni og krefjast þess að kærandi bæði þrisvar sinnum á sólarhring um upplýsingarnar. Úrskurðarnefndin tók fram að kæruheimild til nefndarinnar væri bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Það væri ekki á valdsviði nefndarinnar að leggja mat á hvort viðvarandi upplýsingagjöf til einstaklings væri í samræmi við persónuverndarlöggjöf eða hvernig slíkri upplýsingagjöf skyldi hagað til framtíðar. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p style="text-align: justify;">Hinn 3. febrúar 2022 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1056/2022 í máli ÚNU 21040012. </p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. apríl 2021, kærði A réttindagæslumaður, f.h. B, ófullnægjandi afgreiðslu hjúkrunarheimilisins Dyngju á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Heilbrigðisstofnun Austurlands (hér eftir HSA) annast rekstur hjúkrunarheimilisins.</p> <p style="text-align: justify;">Með erindi til Dyngju, dags. 4. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir því að umbjóðandi sinn fengi aðgang að vaktaskýrslum til að sjá hverjir væru á vakt á hjúkrunarheimilinu þar sem hún býr. Í svari Dyngju, dags. 2. desember 2020, kom fram að B fengi upplýsingar um starfsmenn á vakt í upphafi hverrar vaktar. Það sé gert að fengnu áliti persónuverndarfulltrúa HSA. Í svari kæranda, dags. sama dag, var óskað eftir aðgangi að bréfi frá persónuverndarfulltrúa HSA, sem fjallar um mál B, auk bréfa til starfsfólks Dyngju um málefni B og eiginmanns hennar.</p> <p style="text-align: justify;">Í framhaldi af samskiptum kæranda við Dyngju hafði kærandi samband við forstjóra HSA. Niðurstaða þess samtals var sú að fá úrskurð Persónuverndar með leiðbeiningum um hvernig unnt væri að haga upplýsingagjöf til B innan ramma persónuverndarlöggjafarinnar. Kvörtun kæranda var vísað frá Persónuvernd, þar sem stofnunin gæti aðeins tekið til meðferðar kvartanir sem stöfuðu frá þeim sem persónuupplýsingar vörðuðu.</p> <p style="text-align: justify;">Í kæru er úrskurðarnefnd um upplýsingamál beðin um að taka afstöðu til þess hvort yfirmönnum Dyngju sé heimilt að takmarka upplýsingar til B um það hverjir séu í þjónustu við hana og krefjast þess að B biðji þrisvar sinnum á sólarhring um upplýsingarnar, í stað þess að B séu einfaldlega veittar upplýsingarnar einu sinni á sólarhring án þess að hún þurfi að biðja um þær sérstaklega. Þá er í kæru óskað eftir að fá aðgang að gögnum sem óskað var eftir við Dyngju með tölvupósti, dags. 2. desember 2020, þ.e. bréfi frá persónuverndarfulltrúa HSA, sem fjallar um mál B, auk bréfa til starfsfólks Dyngju um málefni B og eiginmanns hennar.</p> <h2 style="text-align: justify;"> Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæran var kynnt HSA með erindi, dags. 26. apríl 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var skorað á HSA að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni um afhendingu þeirra gagna sem tilgreind eru í kærunni og óskað var eftir hinn 2. desember 2020. HSA brást við áskorun úrskurðarnefndarinnar og afhenti kæranda hinn 10. maí 2021 afrit af þeim gögnum sem óskað hafði verið eftir.</p> <p style="text-align: justify;"> Í umsögn HSA, dags. 17. maí 2021, kemur fram að um tíma hafi sérsniðnar upplýsingar verið teknar upp úr vaktaplönum stofnunarinnar, þ.e. áætlanir um vaktir starfsmanna næstkomandi sólarhring, og afhentar B og eiginmanni hennar. Kvartanir hafi hins vegar borist í kjölfar þess að eiginmaður B gerði athugasemdir við starfsmenn eða aðstandendur þeirra, ef viðkomandi starfsmaður mætti ekki til vinnu. Því hafi verið látið af þessu fyrirkomulagi og B þess í stað greint frá því í upphafi hverrar vaktar hverjir væru mættir á vaktina. HSA hafnar því að fyrirkomulagið feli í sér takmörkun á upplýsingarétti B.</p> <p style="text-align: justify;"> Í umsögn HSA kemur fram að í kæru til úrskurðarnefndarinnar sé í raun verið að óska eftir lagalegu áliti nefndarinnar á réttarstöðu umbjóðanda kæranda, með tilliti til persónuverndarlaga og út frá umdeildum forsendum sem fram koma í kæru. HSA telur að það sé ekki í verkahring úrskurðarnefndarinnar að leysa úr slíku álitaefni og því sé óhjákvæmilegt að vísa kærunni frá nefndinni.</p> <p style="text-align: justify;"> Þá telur HSA að það sé ekki ágreiningur um það að starfsfólk Dyngju eigi að afhenda umbjóðanda kæranda upplýsingar í upphafi hverrar vaktar um hverjir séu á vakt. B eigi ekki að þurfa að biðja um þessar upplýsingar þrisvar sinnum á sólarhring.</p> <p style="text-align: justify;"> Loks telur HSA að heimilt sé að synja um aðgang að þessum upplýsingum með vísan til þess að um sé að ræða gögn sem varði starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, gögnin séu vinnugögn í skilningi 8. gr. sömu laga, auk þess sem þau varði einkahagsmuni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.</p> <p style="text-align: justify;"> Umsögn HSA var kynnt kæranda með bréfi, dags. 18. maí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust hinn 26. maí 2021. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;"> Í máli þessu er óskað eftir áliti úrskurðarnefndar um upplýsingamál á því hvort yfirmönnum hjúkrunarheimilisins Dyngju sé heimilt að takmarka upplýsingar til umbjóðanda kæranda um það hverjir séu í þjónustu við hana og krefjast þess að umbjóðandi kæranda biðji þrisvar sinnum á sólarhring um upplýsingarnar.</p> <p style="text-align: justify;"> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum er réttur þessi útskýrður með nánari hætti. Kemur þar fram að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. </p> <p style="text-align: justify;"> Í kæru sinni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál óskar kærandi eftir því að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess hvernig hún verði til framtíðar upplýst um það hverjir muni sinna þjónustu við hana í stað þess að hún þurfi að óska eftir slíkum upplýsingum þrisvar sinnum á sólarhring. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál bundin við synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Það er því ekki á valdsviði nefndarinnar að leggja mat á hvort viðvarandi upplýsingagjöf til einstaklings sé í samræmi við persónuverndarlöggjöf eða hvernig slíkri upplýsingagjöf skuli hagað til framtíðar. Slíkt kemur eftir atvikum í hlut annarra stjórnvalda á borð við umboðsmann Alþingis.</p> <p style="text-align: justify;"> Úrskurðarnefndin veitir því hins vegar athygli að á meðal gagna málsins er skjal sem inniheldur vaktaáætlun mánuð fram í tímann. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefndin fram að kæranda er heimilt að óska eftir fyrirliggjandi vaktaáætlunum og eftir atvikum kæra synjun á slíkri beiðni til nefndarinnar.</p> <p style="text-align: justify;"> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál biðst velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafa á meðferð þessa máls.</p> <h2 style="text-align: justify;">Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;"> Kæru A, f.h. B, dags. 20. apríl 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p style="text-align: justify;"> </p> <p style="text-align: justify;"> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður </p> <p style="text-align: justify;">Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p style="text-align: justify;">Sigríður Árnadóttir</p> |
1055/2021. Úrskurður frá 30. desember 2021. | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi yfirskipstjóra Herjólfs ohf. Úrskurðarnefndin tók fram að þegar kemur að málefnum starfsmanna lögaðila sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skv. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nær upplýsingaréttur almennings eingöngu þeirra upplýsinga sem tilgreindar eru í 4. mgr. 7. gr. sömu laga. Var synjun Herjólfs ohf. því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. desember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1055/2021 í máli ÚNU 21100006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. október 2021, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um gögn. <br /> <br /> Með erindi, dags. 24. september 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að ráðningarsamningi yfirskipstjóra Herjólfs ohf. Í svarbréfi félagsins, dags. 7. október, segir að allar upplýsingar um starfsfólk séu meðhöndlaðar og varðveittar í samræmi við ákvæði laga og reglna á sviði persónuverndar. Félagið leggi áherslu á að tryggja að meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Félagið verði því ekki við beiðnum um upplýsingar um starfsfólk.<br /> <br /> Í kæru segir kærandi að líta verða á yfirskipstjóra sem einn af æðstu embættismönnum Herjólfs ohf. og á þeim grundvelli skuli félagið úrskurðað til þess að afhenda ráðningarsamninginn.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi ohf. með bréfi, dags. 26. nóvember, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Í umsögn Herjólfs ohf., dags. 1. desember 2021, er vísað í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 860/2019 frá 13. desember 2019 þar sem reyndi m.a. á rétt til aðgangs að ráðningarsamningi framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Í því máli staðfesti úrskurðarnefndin synjun félagsins.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi yfirskipstjóra Herjólfs ohf. Upplýsingalög nr. 140/2012 taka samkvæmt 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. - 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna aðila sem lögin taka til. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. 7 gr. er að finna undantekningar frá þessari meginreglu hvað varðar opinbera starfsmenn og í 4. mgr. 7. gr. er að finna undantekningar varðandi starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna. Þar kemur fram að skylt er að veita upplýsingar um nöfn og starfssvið starfsmanna, sbr. 1. tölul., og um launakjör og menntun æðstu stjórnenda, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Rétturinn til upplýsinga um málefni starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. er þannig þrengri en rétturinn til upplýsinga um opinbera starfsmenn. Af þessu leiðir að Herjólfi ohf. er ekki skylt að veita kæranda aðgang að ráðningarsamningi yfirskipstjóra. Þá er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 860/2019 frá 13. desember 2019 þar sem nefndin komst að því að ráðningarsamningur framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. væri undanþeginn upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er synjun Herjólfs ohf., dags. 7. október 2021, á beiðni A um aðgang að ráðningarsamningi yfirskipstjóra félagsins.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
1054/2021. Úrskurður frá 30. desember 2021. | Kærð var synjun Barnaverndarstofu á beiðni A um gögn varðandi vistun hennar sjálfrar á meðferðarheimilinu Laugalandi. Synjunin byggðist á því að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að upplýsingum um einkamálefni annarra einstaklinga sem einnig var fjallað um í gögnunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það með Barnaverndarstofu að eðli gagnanna væri slíkt að ekki væri hægt að afmá viðkvæmar persónuupplýsingar um aðra einstaklinga. Ákvörðun stofnunarinnar var því felld úr gildi og lagt fyrir hana að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar þar sem farið yrði efnislega yfir gögnin og afmáðar upplýsingar um einkamálefni annarra. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. desember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1054/2021 í máli ÚNU 21050016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. maí 2021, kærði A ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun á beiðni um aðgang að gögnum varðandi vistun hennar á meðferðarheimilinu Laugalandi.<br /> <br /> Með gagnabeiðni kæranda, dags. 6. apríl 2021, var óskað eftir öllum þeim gögnum sem Barnaverndarstofa kynni að búa yfir um mál kæranda á árabilinu 2000-2004. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. apríl 2021, tók Barnaverndarstofa ákvörðun um afhendingu hluta umbeðinna gagna. Í bréfinu kom m.a. fram að í tilteknum gögnum hefðu viðkvæmar persónuupplýsingar sem vörðuðu aðra verið afmáðar á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda væri um að ræða einkamálefni annarra. Í bréfinu var kærandi jafnframt upplýst um að Barnaverndarstofa teldi rétt að synja í heild aðgangi að tilteknum gögnum er vörðuðu kæranda og veru hennar á meðferðarheimilinu á árabilinu 2000-2004. Á meðal þeirra gagna sem Barnaverndarstofa synjaði kæranda um aðgang að eru handritaðar vaktaskýrslur rekstraraðila meðferðarheimilisins og handritaðar fundargerðir starfsmannafunda á árunum 2001-2003. Ákvörðunin var byggð á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem skýrslurnar og fundargerðirnar hefðu að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra skjólstæðinga heimilisins á tímabilinu. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé synjun á afhendingu eftirfarandi gagna:<br /> <br /> 1. Handritaðra vaktskráninga/dagbókaskráninga starfsmanna á Laugalandi, dags. 4. september 2001 – 11. maí 2002.<br /> 2. Handritaðra vaktskráninga/dagbókaskráninga starfsmanna á Laugalandi, dags. 13. maí 2002 – 17. október 2002.<br /> 3. Handritaðra fundargerða starfsmannafunda, dags. 4. september 2001 – 2. maí 2002.<br /> 4. Handritaðra fundargerða starfsmanna, dags. 16. maí 2002 – 19. maí 2003. <br /> <br /> Kærandi gerir athugasemdir við þau rök Barnaverndarstofu fyrir synjun á aðgangi að umræddum gögnum að í þeim sé að finna upplýsingar um einkamálefni annarra þeirra sem vistaðir voru á Laugalandi á tímabilinu. Í því sambandi bendir kærandi á að á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hafi viðkvæmar persónuupplýsingar sem varða aðra en kæranda verið afmáðar úr þeim skjölum sem henni voru afhent. Kærandi sættist ekki á þá túlkun Barnaverndarstofu að ekki sé hægt að gera slíkt hið sama við þau gögn sem kæranda var synjað um afhendingu á. Þá telur kærandi röksemdir stofunnar um að hagsmunir annarra mæli með því að upplýsingum um kæranda sé haldið frá henni fráleitar og bendir á að um þessar mundir sé hafin rannsókn á því hvort kærandi og aðrar stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hafi verið beittar ofbeldi og harðræði. Slík rannsókn sé trauðla sett af stað af léttúð eða án þess að ástæða liggi fyrir því. Kærandi geti enda vitnað um það og hafi gert svo opinberlega í viðtali við Stundina, að hún hafi sannarlega verið beitt ofbeldi og harðræði á meðan vistun stóð á Laugalandi. Minnir kærandi á að sú vistun hafi verið á ábyrgð Barnaverndarstofu. Hagsmunir kæranda séu því gríðarlega miklir af því að fá í hendur gögn um eigið líf, sem hugsanlega varpi ljósi á það ofbeldi sem kærandi hafi orðið fyrir af hálfu fólks sem Barnaverndarstofa bar ábyrgð á. Telur kærandi að synjun Barnaverndarstofu standist ekki lög og fer fram á að stofunni verði gert að afhenda umbeðnar upplýsingar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. maí 2021, var Barnaverndarstofu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Barnaverndarstofu, dags. 3. júní 2021, kemur fram að umbeðin gögn innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar sem teljist til einkamálefnis þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, þ.e. fyrrum skjólstæðinga meðferðarheimilisins Laugalands, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Sé það jafnframt mat Barnaverndarstofu að hagsmunir annarra einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, vegi þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnunum. Þá varði gögnin mestmegnis aðra skjólstæðinga meðferðarheimilisins en aðeins lítill hluti þeirra varði kæranda. Sé það jafnframt mat stofunnar að eðli og framsetning umbeðinna upplýsinga sé slíkt að ekki sé unnt að afmá viðkvæmar persónuupplýsingar um aðra einstaklinga. Um sé að ræða handrituð gögn þar sem upplýsingum um skjólstæðinga meðferðarheimilisins séu í mörgum tilvikum settar fram án skýrrar aðgreiningar milli einstaklinga auk þess sem handritun þeirra geri það að verkum að upplýsingarnar séu oft á tíðum torlæsilegar og erfitt að greina merkingu þeirra. Það sé því afstaða Barnaverndarstofu að kærandi eigi ekki rétt á að fá aðgang að vaktskráningum/dagbókarskráningum og fundargerðum starfsmanna á því tímabili sem kærandi var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi, með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 3. júní 2021, var umsögn Barnaverndarstofu kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að vaktskráningum/dagbókarskráningum og fundargerðum starfsmanna á því tímabili sem hún var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi. Ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja beiðni kæranda byggir á því að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Auk þess sé eðli og framsetning umbeðinna upplýsinga slíkt að ekki sé unnt að afmá viðkvæmar persónuupplýsingar um aðra einstaklinga.<br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan Réttur samkvæmt 1. mgr. 14. gr. takmarkast hins vegar af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir orðrétt í athugasemdum:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.“<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir stjórnvöld að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk afhent gögn málsins og hefur kynnt sér efni þeirra. Nefndin fellst á það með Barnaverndarstofu að í gögnunum er að finna margvíslegar upplýsingar um einkamálefni annarra en kæranda, í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. laganna, sem stofnuninni er óheimilt að afhenda kæranda. Að mati nefndarinnar hefur kærandi hins vegar sérstaklega ríka hagsmuni af því að fá aðgang að gögnunum að því leyti sem þau fjalla um hana sjálfa og aðstæður hennar á meðferðarheimilinu. Þannig gilda önnur sjónarmið um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum heldur en rétt almennings til aðgangs að sömu gögnum. <br /> <br /> Í úrskurði nefndarinnar nr. 1039/2021 frá 18. október 2021 staðfesti úrskurðarnefndin synjun Barnaverndarstofu á beiðni blaðamanns um dagbókarskráningar/vaktskráningar frá sama meðferðarheimili frá tímabilinu 1997-2007 með vísan til undantekningarreglu 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu má í undantekningartilfellum hafna beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Í því máli var um að ræða 1.800 blaðsíður sem Barnaverndarstofa hefði þurft að fara yfir í því skyni að afmá upplýsingar um einkamálefni einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Í því máli sem nú er til meðferðar er um mun styttra tímabil að ræða eða rúmlega eitt og hálft ár í stað tíu ára og er blaðsíðufjöldinn sem er undir í þessu máli því töluvert minni eða 359 síður. Í því máli sem lauk með úrskurði nr. 1039/2021 hefði þar að auki lítið staðið eftir, hefðu allar upplýsingar um einkamálefni verið afmáðar, en í því máli sem nú er til meðferðar er eins og áður segir hluti af umbeðnum gögnum umfjöllun um málefni kæranda sjálfs.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst ekki á það með Barnaverndarstofu að eðli og framsetning umræddra gagna sé slíkt að það sé ekki hægt að afmá viðkvæmar persónuupplýsingar um aðra einstaklinga. Að mati nefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið efnisleg afstaða til beiðni kæranda í samræmi við upplýsingalög. Verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun Barnaverndarstofu úr gildi og leggja fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar afgreiðslu þar sem farið verður efnislega yfir gögnin og afmáðar upplýsingar um einkamálefni annarra, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Barnaverndarstofu, dags. 23. apríl 2021, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
1053/2021. Úrskurður frá 30. desember 2021. | Deilt var um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni A um gögn sem vörðuðu hann sjálfan og fjölskyldu hans. Sveitarfélagið afhenti honum gögnin að hluta en synjaði honum um aðgang að tölvupóstssamskiptum sem talin voru vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga, og þannig undanþegin aðgangi kæranda. Úrskurðarnefndin féllst á það með sveitarfélaginu að meirihluti gagnanna teldist til vinnugagna. Hins vegar lagði nefndin fyrir Garðabæ að afhenda kæranda tvö skjöl sem uppfylltu ekki skilyrði til að teljast vinnugögn því þau höfðu verið afhent öðrum eða stöfuðu frá öðrum en starfsmönnum sveitarfélagsins. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. desember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1053/2021 í málum ÚNU 21020015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi dags. 5. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans, dags. 20. desember 2020, um „afrit af öllum gögnum frá byrjun árs 2017 til dagsins í dag frá [bæjarstjóra] sem varða sjálfan mig, konu mína og dætur skv. reglugerð GDPR.“ <br /> <br /> Í svari Garðabæjar, dags. 20. janúar 2021, segir að í kerfum sveitarfélagsins sem svari til beiðni kæranda sé að finna tölvupósta sem stafi frá bæjarstjóra, nánar tiltekið í Outlook póstkerfi og þegar við eigi, í tilfelli frekari vinnslu vegna tiltekinna mála, séu þeir vistaðir í ONE-skjalakerfi bæjarins. Farið hafi verið yfir þau gögn sem liggi fyrir í málinu og séu þau afhent kæranda í samræmi við 2. mgr. 17. gr. laga. nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Meðfylgjandi var listi yfir 13 skjöl sem kæranda voru afhent.<br /> <br /> Í svarinu vakti sveitarfélagið athygli á því að samkvæmt 6. mgr. 17. gr. persónuverndarlaga megi undanþiggja upplýsingar í málum sem séu til meðferðar hjá stjórnvöldum réttinum til aðgangs samkvæmt 1. mgr. 15. gr. GDPR að sama marki og gildi um undantekningar á upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Af því leiði að aðili geti ekki á grundvelli persónuverndarlaga krafist aðgangs að skjölum eða öðrum gögnum sem undanþegin séu aðgangi samkvæmt stjórnsýslu- eða upplýsingalögum. Við afgreiðslu beiðninnar verði því ekki afhentir tölvupóstar eða gögn sem teljist til vinnugagna, sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Að lokum vakti sveitarfélagið athygli á rétti skráðs einstaklings til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd væri vinnsla persónuupplýsinga um hann talin brjóta í bága við ákvæði persónuverndarlaga eða GDPR, sbr. 2. mgr. 39. gr. persónuverndarlaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji að gögn vanti en þar sem hann hafi átt tvo fundi með bæjarstjóra og fengið frá honum símtöl telji hann ótrúverðugt að ekki séu til fundarboð né fundargerðir frá þeim fundum. Þá telji kærandi ótrúverðugt að fundur bæjarstjóra við fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi mál kæranda hafi ekki verið skráður, né samskipti varðandi þann fund. Þá telji kærandi það umhugsunarvert að sveitarfélagið sýni engan samstarfsvilja og svari ekki spurningum hans.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 21. mars 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 16. apríl 2021, segir að sveitarfélaginu hafi borist fjöldi gagnabeiðna frá kæranda. Í mörgum þeirra mála sé að finna fleiri en eina beiðni um upplýsingar eða framhaldsbeiðnir sem komi í kjölfar annarra beiðna og sé því oft erfitt að átta sig á afmörkun upplýsingabeiðnanna og í hvaða samhengi þær séu settar fram. Einnig sé oft óljóst á hvaða lagagrundvelli sé verið að óska eftir gögnum. Í mörgum beiðnanna sé ítrekað verið að biðja um sömu gögnin. Garðabær hafi vakið athygli kæranda á þeirri grundvallarreglu að beiðni um afhendingu gagna skuli beinast að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál eða að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir oft á tíðum óljósar beiðnir hafi Garðabær lagt sig fram við að afgreiða þær og í mörgum tilvikum afhent gögn umfram afhendingarskyldu. Kærandi og kona hans hafi fengið afhent á þriðja þúsund blaðsíðna af gögnum og sé í mörgum tilvikum um að ræða gögn sem þau hafi þegar sjálf undir höndum.<br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins segir að töluverðs ósamræmis gæti milli kæru, rökstuðnings kæranda og fylgiskjala. Hvað varði kröfur kæranda sem fram komi í kærunni, þ.e. beiðni um öll gögn er varði kæranda, konu og dætur frá bæjarstjóra og ritara bæjarstjóra, segir að kæranda hafi verið afhent gögn frá bæjarstjóra í samræmi við beiðnina, að undanskildum gögnum sem teljist til vinnugagna. Gagnabeiðni kæranda hafi verið sett fram á grundvelli persónuverndar-löggjafarinnar, sbr. lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, og hafi verið afgreidd á þeim lagagrundvelli, þá hafi sveitarfélagið veitt kæranda leiðbeiningar um rétt hans til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd á grundvelli 2. mgr. 39. gr. persónuverndarlaga. Kvörtun vegna beiðninnar eigi því ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál heldur Persónuvernd. Með umsögninni til úrskurðarnefndarinnar fylgdi svarbréf sveitarfélagsins til kæranda ásamt lista yfir þau gögn sem kærandi fékk afhent.<br /> <br /> Varðandi rökstuðning í kæru, sem snýr að fundum kæranda með bæjarstjóra, er tekið fram að sveitarfélagið fari að lögboðnum skyldum sínum um fundarboð og ritun fundargerða. Hins vegar sé það svo að bæjarstjóri taki oft á tíðum á móti bæjarbúum og öðrum með hin ýmsu erindi og eigi með þeim óformlega fundi eða samtöl í síma. Í rökstuðningi kæranda sé ekki tilgreint hvenær hann hafi átt fund með bæjarstjóra. Í rafrænni dagbók bæjarstjóra finnist einn bókaður fundur með kæranda og einum öðrum, þann 10. mars 2020. Það sé ekki venja að rita fundargerðir slíkra funda eða samtala sem bæjarstjóri eigi við íbúa bæjarins eða aðra þá sem óski eftir óformlegu samtali við hann, nema slík samtöl hafi þýðingu fyrir úrlausn tiltekins máls sem sé til meðferðar hjá Garðabæ og sé ekki að finna í öðrum gögnum málsins. Hvað varði mál kæranda sem rekið sé í mennta- og menningarmálaráðuneytinu gagnvart sveitarfélaginu þá sé haldið utan um það mál í skjalakerfi bæjarins. Boð um fund sveitarfélagsins með ráðuneytinu sé skráð í dagbók bæjarstjórans 17. nóvember 2020. Sá fundur hafi verið haldinn í ráðuneytinu og það hafi fallið í skaut ráðuneytisins að rita fundargerð. Sú fundargerð sé vistuð í viðeigandi máli í skjalakerfi Garðabæjar. <br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. apríl 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þá var kærandi beðinn um að staðfesta eða lýsa nánar afmörkun á kæruefninu, þ.e. að hvaða afgreiðslu sveitarfélagsins kæran beindist en nokkurt ósamræmi var á milli kæru, dagsetninga í kæru og svo fylgiskjala með kæru. Kærandi staðfesti þá að kæran beindist að afgreiðslu sveitarfélagsins, dags. 20. janúar 2021, við beiðni sinni, dags. 20. desember 2020, en gerði ekki frekari athugasemdir.<br /> <br /> Með erindum, dags. 6. og 12. október 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir að fá afhent öll gögn málsins, þ.e. bæði þau sem kæranda voru afhent og þau sem honum var synjað um þann 20. janúar 2021. Garðabær afhenti úrskurðarnefndinni gögnin þann 21. október en í meðfylgjandi erindi benti sveitarfélagið á að svar Garðabæjar, dags. 20. janúar 2021, hefði ekki verið á meðal fylgigagna með kæru kæranda til úrskurðarnefndarinnar, heldur hefði þar fylgt annað svarbréf Garðabæjar, dags. 27. janúar 2021, sem varði annað mál. Hljóti það að teljast til vanreifunar af hálfu kæranda gagnvart úrskurðarnefndinni. <br /> <br /> Umbeðin gögn hafi fundist við leit í Outlook og skjalakerfi Garðabæjar, um sé að ræða tölvupósta sem séu viðbrögð starfsmanna Garðabæjar við tölvupóstum sem stafi frá kæranda og konu hans. Tölvupóstarnir innihaldi oft á tíðum langa þræði flókinna samskipta. Til að einfalda hlutina hafi Garðabær því tekið saman þann hluta samskiptanna sem fari á milli starfsmanna bæjarins en þráðum sem séu tölvupóstar milli kæranda, konu hans og Garðabæjar sé sleppt þar sem kærandi sé að sjálfsögðu með þau samskipti í sínum fórum. <br /> <br /> Garðabær ítrekar umsögn sína frá 16. apríl s.l. Garðabær ítrekar sérstaklega hversu mikið ósamræmi og skortur sé á samhengi milli kröfu, rökstuðnings með kærunni og tengslum við fylgiskjöl sem kærandi lét fylgja með. Kærandi blandi saman upplýsingabeiðnum sínum til Garðabæjar þannig að úr verði slík óreiða að ekki verði séð að málið sé tækt til úrskurðar af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál og nefndinni beri því að vísa því frá. Upplýsingabeiðni kæranda frá 20. desember 2020 sé reist á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Garðbær hafi afgreitt beiðnina á grundvelli þeirra laga og því sé Persónuvernd rétta stjórnvaldið til að beina kæru til.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um afrit af öllum gögnum um sig, konu sína og dætur frá bæjarstjóra og ritara bæjarstjóra. Beiðnin var sett fram með vísun í „reglugerð GDPR“, þ.e. almennu persónuverndarreglugerð ESB sem var innleidd með lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur undir ábendingar Garðabæjar um að framsetning á upplýsingabeiðnum kæranda mætti vera gleggri og skýrari. Nefndin bendir á að þegar beiðni um gögn er ekki nægilega vel afmörkuð veldur það töfum við afgreiðslu hennar bæði hjá því stjórnvaldi sem beiðninni er beint að og hjá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Í afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda og í umsögn sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að þar sem beiðnin hafi verið sett fram á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga ætti kvörtun vegna afgreiðslunnar ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál heldur Persónuvernd. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin áréttar að kvörtun kæranda snýr ekki að því að vinnsla Garðabæjar með persónuupplýsingar hans brjóti í bága við ákvæði persónuverndarlaga, sbr. 2. mgr. 39. gr., heldur snýr kvörtun kæranda eingöngu að aðgangi kæranda að upplýsingum. Fyrir liggur að kæranda var synjað um hluta umbeðinna gagna og heyrir málið því undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Synjun Garðabæjar byggðist á því að gögnin, sem vörðuðu kæranda sjálfan og fjölskyldu hans, teldust til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan en samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. sömu greinar nær sú meginregla ekki til gagna sem talin eru upp í 6. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna. Af 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiði að meta þurfi heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þurfi síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fékk afhent þau gögn frá sveitarfélaginu sem heyrðu undir upplýsingabeiðni kæranda. Fyrst og fremst er þar um að ræða tölvupóstsamskipti á milli starfsmanna sveitarfélagsins. Samskiptin eiga það sameiginlegt að fela ekki í sér endanlega afgreiðslu mála heldur frekar tillögur starfsmanna að viðbrögðum við erindum kæranda og annað sem felur í sér undirbúning mála innan sveitarfélagsins. Gögnin bera almennt með sér að hafa ekki verið send öðrum eða stafa frá öðrum en kæranda, eiginkonu hans og starfsmönnum sveitarfélagsins og falla því undir skilgreiningu upplýsingalaga á vinnugögnum. <br /> <br /> Meðal þeirra gagna sem nefndin fékk afhent voru hins vegar tvenn tölvupóstsamskipti sem greinilega höfðu verið send öðrum aðilum eða stöfuðu frá öðrum aðilum. Annars vegar tölvupóstur frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Garðabæjar, dags. 5. nóvember 2020, með efnið „Rafrænt eintak af bréfi ráðuneytisins sem sent var í dag“ sem var svo áframsendur til annarra starfsmanna Garðabæjar. Hins vegar tölvupóstsamskipti, dags. 7. og 8. desember 2020, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með efnið „Fundargerð til athugasemda“ en tölvupósturinn frá ráðuneytinu var svo áframsendur á milli starfsmanna Garðabæjar og lögmanns á lögmannsstofu. Þessi samskipti geta ekki talist til vinnugagna þar sem þau eru ekki eingöngu á milli starfsmanna sveitarfélagsins. Báðir tölvupóstþræðirnir sem um ræðir stafa upphaflega frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og í öðru tilvikinu fylgdu í kjölfarið samskipti við utanaðkomandi lögmann. Verður sveitarfélaginu gert að veita kæranda aðgang að tölvupóstunum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og fylgiskjölum þeirra, og samskiptum sveitarfélagsins við lögmanninn, hafi það ekki þegar verið gert. Að mati nefndarinnar falla öll önnur gögn sem heyrðu undir upplýsingabeiðni kæranda þó undir skilgreiningu vinnugagna samkvæmt upplýsingalögum og verður ákvörðun Garðabæjar um að synja kæranda um aðgang að þeim því staðfest.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Garðabæ er skylt að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> </p> <ul> <li>Tölvupósti, dags. 5. nóvember 2020, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Garðabæjar með efnið „Rafrænt eintak af bréfi ráðuneytisins sem sent var í dag“, ásamt fylgiskjali. Þó má afmá samskipti á milli starfsmanna Garðabæjar sem komu í kjölfarið.</li> </ul> <ul> <li>Tölvupósti, dags. 7. desember 2020, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til Garðabæjar með efnið „Fundargerð til athugasemda“ ásamt fylgiskjali. Einnig er skylt að afhenda tölvupóstsamskipti, dags. 7. og 8. desember, á milli starfsmanna Garðabæjar og lögmanns á lögmannsstofu sem komu í kjölfarið.</li> </ul> <p> </p> <p>Ákvörðun Garðabæjar, dags. 20. janúar 2021, er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
1052/2021. Úrskurður frá 30. desember 2021. | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum sem varða refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi. Fyrst og fremst taldi ráðuneytið mikilvæga almannahagsmuni krefjast þess að aðgangur að gögnunum yrði takmarkaður þar sem þau hefðu að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, eða upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, sbr. 1. tölul. 10. gr. Þá taldi ráðuneytið hluta skjalanna undanþeginn upplýsingarétti á grundvelli 1. tölul. 6. gr. enda hefðu þau verið tekin saman fyrir ráðherrafundi. Að lokum var kæranda synjað um aðgang að hluta skjalanna með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók undir mat ráðuneytisins á gögnunum og staðfesti synjunina. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. desember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1052/2021 í máli ÚNU 21010001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. janúar 2021, kærði A synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum er varða refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi.<br /> <br /> Þann 28. mars 2018 óskaði kærandi eftir aðgangi að a) öllum gögnum og fundargerðum frá utanríkisráðuneytinu varðandi ákvörðun utanríkisráðherra um refsiaðgerðir gegn Rússlandi, eftir 26. mars 2018, b) sönnun og/eða vottorðum frá breskum yfirvöldum um að „Novichok“ eiturgas hafi verið notað í eiturefnaárásinni í Sailsbury og c) sérstaklega var óskað eftir öllum þeim gögnum eða sönnunargögnum frá breskum yfirvöldum er urðu til þess að þessi ákvörðun var tekin með því að vera með öðrum þjóðum í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Kærandi ítrekaði beiðnina þann 18. júní 2019.<br /> <br /> Í svari utanríkisráðuneytisins, dags. 21. desember 2020, er beðist velvirðingar á þeim mikla svardrætti sem varð á málinu. Þá segir að við athugun á málaskrá ráðuneytisins hafi fundist um 30 skjöl sem ætla megi að fallið geti undir beiðnina. Eftir yfirferð skjalanna væri það mat ráðuneytisins að efni flestra þeirra væri þess eðlis að þau féllu ýmist undir ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 varðandi gögn sem lögð eru fyrir ríkisstjórn, 8. gr. laganna sem undanskilur vinnuskjöl upplýsingarétti almennings og ákvæði 1. eða 2. töluliðar 1. mgr. 10. gr. laganna sem heimilar takmörkun á upplýsingarétti varðandi gögn sem lúta að samskiptum við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Með svari ráðuneytisins fylgdi yfirlit yfir öll 30 skjölin ásamt skýringum, þ.e. á hvaða grunni synjun byggðist í hverju tilviki. Loks taldi ráðuneytið sér skylt að afhenda kæranda sjö skjöl.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi telji ráðuneytið ekki hafa neinar haldbærar sannanir fyrir viðskiptaþvingununum og að refsiaðgerðirnar séu settar til að fylgja öðrum þjóðum að málum í fjandsamlegri stefnu bandarískra stjórnvalda og annarra gagnvart Rússlandi. Það hafi vantað allar sannanir fyrir öllum þessum ásökunum íslenskra stjórnvalda og annarra. Því óski kærandi eftir úrskurði til að fá gögnin sem ráðuneytið hafi synjað honum um afhent. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 7. janúar 2021, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Beiðni úrskurðarnefndarinnar var ítrekuð 19. mars, 12. apríl, 5. maí, 4. október, 11. október og 13. október 2021.<br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dags. 13. október, segir að ráðuneytið hafi veitt kæranda aðgang að nánar tilgreindum skjölum en aðgangi að nokkrum hluta gagnanna hafi þó verið synjað. Þá áréttar ráðuneytið þær málsástæður og lagarök sem fram koma í hinni kærðu ákvörðun en til viðbótar kemur ráðuneytið því á framfæri að tvö skjöl stafi frá Alþjóða efnavopnastofnuninni (OPCW). Skjölin séu sérmerkt og innihaldi efsta stig trúnaðarflokkunar hjá stofnuninni (e. OPCW Highly Protected). Enn fremur sé sérstaklega tiltekinn á báðum skjölunum áskilnaður um handvirka afhendingu eingöngu og þá einungis til viðtakenda sem hafi til þess sérstaka heimild. Með hliðsjón af framangreindu sé það mat ráðuneytisins að um sé að ræða skjöl sem falli undir trúnaðarskyldu Íslands að þjóðarétti gagnvart Alþjóða efnavopnastofnuninni samkvæmt ákvæði 6. mgr. 7. gr. laga samningsins um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, sbr. auglýsingu nr. 12/1997 í C-deild Stjórnartíðinda frá 5. maí 1997, og 1. mgr. 1. gr. laga nr. 98/1992 um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana. Með vísan til ákvæðis 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, svo og fordæmis úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 619/2016 frá 4. maí 2016, sé það afstaða ráðuneytisins að vísa beri kærunni frá úrskurðarnefndinni að því er varði þessi tvö skjöl. Auk framangreinds verði ekki séð að málstæðurnar sem teflt sé fram í kærunni séu þess eðlis að þær haggi afstöðu ráðuneytisins í málinu. Kröfum kæranda sé því öllum hafnað. Að lokum er beðist velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafi á svörum ráðuneytisins.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. október 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar frekari athugasemdir bárust frá kæranda.<br /> <br /> Þann 22. nóvember 2021 kynnti nefndin sér þann hluta umbeðinna skjala sem ráðuneytið taldi sér óheimilt að senda frá sér með rafrænum hætti.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um gögn er varða þvingunaraðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi. Utanríkisráðuneytið tók saman yfirlit yfir þau 30 skjöl sem talin voru falla undir gagnabeiðni kæranda og taldi ráðuneytið unnt að afhenda kæranda sjö þeirra en önnur væru undanþegin upplýsingarétti almennings. <br /> <br /> Á yfirliti ráðuneytisins má sjá að við alls 21 skjal er vísað til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þ.e. við skjöl númer 3, 4, 5, 6, 8, 9, 10, 11, 15, 16, 17, 19, 20, 21, 22, 24, 26, 27, 28, 29 og 30. Við fimm af þessum skjölum er jafnframt vísað til 1. tölul. sömu greinar, þ.e. skjöl númer 5, 15, 16, 24, 26 og 27.<br /> <br /> Í 1. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang að viðkvæmum upplýsingum um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í athugasemdum við ákvæðið segir m.a. eftirfarandi:<br /> <br /> „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. Í þessu sambandi skal og áréttað að samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli.<br /> <br /> Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt. Með upplýsingum um varnarmál er þannig m.a. átt við upplýsingar um áætlanir og samninga um varnir landsins, svo og við framkvæmdir á varnarsvæðum. Það er þó skilyrði fyrir því að takmarka megi aðgang að gögnum, með vísan til þessa ákvæðis, að sýnt sé fram á hættu gagnvart íslenskum hagsmunum.“<br /> <br /> Samkvæmt 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Skjöl númer 3, 4, 5, 6, 8, 9, 10, 11, 15, 16, 17, 19, 20, 21, 22, 24, 26, 27, 28, 29 og 30 geyma sannarlega upplýsingar um samskipti við erlend ríki og alþjóðlegar stofnanir. Málið sem þar er til umfjöllunar er í eðli sínu viðkvæmt og því má ætla að nauðsynlegt sé að samskipti af þessu tagi fari leynt til þess að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust viðkomandi aðila. Hugsanlegt er að birting gagnanna hefði skaðleg áhrif á tengsl Íslands við önnur ríki eða stofnanir og myndi þannig stofna hagsmunum íslenska ríkisins í hættu. Verður utanríkisráðuneytinu því talið heimilt að synja beiðni um aðgang að þeim á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Auk þess er ekki hægt að útiloka að birting skjala númer 5, 15, 16, 24, 26 og 27 gæti haft afleiðingar sem varða öryggi ríkisins og þar með mikilvæga almannahagsmuni. Eins og segir í lögskýringargögnum verður að gæta varfærni og skýra ákvæði 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga tiltölulega rúmt. Úrskurðarnefndin tekur fram að þó einhver þessara gagna, s.s. fylgiskjöl með þeim tölvupóstum sem um ræðir, kunni þegar að hafa verið birt opinberlega á öðrum vettvangi, breyti það því ekki að gögnin komu í vörslur utanríkisráðuneytisins í tengslum við framangreind samskipti þess við erlend ríki og alþjóðlegar stofnanir sem háð voru trúnaði og verður ráðuneytinu því ekki gert að afhenda þau.<br /> <br /> Varðandi skjöl númer 5 og 27 vísaði ráðuneytið einnig til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Úrskurðarnefndin hefur skoðað gögnin en þau bera það greinilega með sér að hafa verið tekin saman fyrir ríkisstjórnarfundi og lögð fram og rædd á slíkum fundum. Verður ákvörðun ráðuneytisins að því er þetta varðar staðfest.<br /> <br /> Að lokum var kæranda synjað um aðgang að skjölum númer 12, 18 og 22 með vísan til 8. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. laganna tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Skjal númer 12 er merkt „Spurningar og svör – drög“ og inniheldur tillögur að svörum við spurningum í tengslum við refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi. Skjalið ber með sér að hafa verið útbúið af starfsmanni ráðuneytisins og notað við undirbúning máls. Skjal númer 18 inniheldur tölvupóstsamskipti á milli starfsmanna utanríkisráðuneytisins en efni samskiptanna var fundur í breska sendiráðinu í Moskvu. Skjal númer 22 er minnisblað með frásögn sendiherra frá fundi framkvæmdaráðs Efnavopnastofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmast þessi skjöl vinnugagnahugtaki upplýsingalaga og var utanríkisráðuneytinu heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna.<br /> <br /> Í umsögn sinni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál bætti ráðuneytið því við að tvö af umbeðnum gögnum féllu undir trúnaðarskyldu Íslands að þjóðarétti gagnvart Alþjóða efnavopnastofnuninni, samkvæmt ákvæði 6. mgr. 7. gr. laga samningsins um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra og 1. mgr. 1. gr. laga nr. 98/1992 um friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana. Þar sem þegar hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að utanríkisráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að viðkomandi gögnum, á grundvelli upplýsingalaga, er ekki tekin sérstök afstaða til þessa.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur tilefni til þess að gera athugasemdir við afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda sem tafðist verulega. Auk þess urðu miklar tafir á viðbrögðum ráðuneytisins við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni. Kæran var fyrst kynnt ráðuneytinu þann 7. janúar 2021 en umbeðin umsögn og málsgögn fékk úrskurðarnefndin ekki afhent fyrr en 13. október 2021. Eins og fram kemur í 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum tekin svo fljótt sem verða má. Úrskurðarnefndin fær ekki séð að neitt geti skýrt þann mikla drátt sem varð á afgreiðslu málsins og tafirnar verða ekki réttlættar með vísan til umfangs umbeðinna gagna eða sérstaks eðlis upplýsinganna. Nefndin beinir því til utanríkisráðuneytisins að gæta framvegis að reglum um málshraða, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 21. desember 2020, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að gögnum er varða refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússlandi.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
1051/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðnum kæranda um upplýsingar um greiðslur sveitarfélagsins vegna fjárhagsaðstoðar í hverjum mánuði. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu og þyrfti sveitarfélagið að leggja í sérstaka vinnu í hverjum mánuði til þess að verða við upplýsingabeiðnunum. Úrskurðarnefndin taldi ekki ástæðu til að draga þær skýringar Vestmannaeyjabæjar í efa. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðna um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunum því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1051/2021 í málum ÚNU 21060017, 21070016, 21080011, 21090009 og 21100008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindum, sem bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál á tímabilinu júní 2021 til október 2021, og dagsettar eru 25. júní, 30. júlí, 18. ágúst, 14. september og 14. október 2021 kærði A afgreiðslur Vestmannaeyjabæjar á beiðnum hans um upplýsingar sem varða fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. Fyrir liggur að kærandi sendi sveitarfélaginu fyrirspurnir í hverjum mánuði um það hvað sveitarfélagið hefði greitt út í fjárhagsaðstoð mánuðinn á undan og til hve margra einstaklinga. Í hvert skipti svaraði sveitarfélagið honum því að fyrirspurnirnar féllu ekki undir upplýsingalög.<br /> <br /> Í kærum kæranda er þess krafist að félagsþjónusta Vestmannaeyja verði úrskurðuð til að afhenda umbeðnar upplýsingar. Það sé hafið yfir vafa að útgjöld Vestmannaeyjabæjar heyri undir upplýsingalög. Kærandi sé ekki að biðja um persónulegar upplýsingar heldur biðji hann um heildartölu vegna þessara útgjalda. Alls ekki sé óskað eftir upplýsingum um það hvernig sú upphæð deilist niður á einstaklinga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með bréfi, dags. 21. október 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vestmannaeyjabæjar, dags. 21. október 2021, segir að umbeðnar upplýsingar myndu kalla á sérstaka vinnu starfsmanna sveitarfélagsins í hverjum mánuði, sem sé almennt ekki unnin. Vestmannaeyjabær taki árlega saman skýrslu um fjölda einstaklinga sem þiggi fjárhagsaðstoð og heildarupphæð hennar. Fyrir geti komið að slík vinna sé unnin oftar en þá sé það að beiðni fagráðs sem ber ábyrgð á viðkomandi málaflokki. Að mati Vestmannaeyjabæjar samræmist það ekki hlutverki upplýsingalaga að opna fyrir verkbeiðnir almennings um tiltekna mánaðarlega vinnu sem almennt sé ekki unnin hjá sveitarfélaginu. Aftur á móti liggi þessar upplýsingar fyrir á ársgrundvelli og jafnvel oftar og séu þær vel sýnilegar almenningi og hægt að kalla eftir þeim. Þannig sé gegnsæ stjórnsýsla vel tryggð sem og opinberir hagsmunir.<br /> <br /> Í athugasemdum, dags. 4. nóvember 2021, ítrekaði kærandi að útgjöld Vestmannaeyjabæjar féllu undir upplýsingalög. Beðið væri um heildartölu umræddra útgjalda og til hve margra, alls ekki um upphæð til hvers og eins. Persónuupplýsingar kæmu því ekki til álita.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðnum kæranda um upplýsingar um greiðslur sveitarfélagsins vegna fjárhagsaðstoðar í hverjum mánuði og til hversu margra einstaklinga.<br /> <br /> Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 á almenningur rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Upplýsingar um útgjöld stjórnvalda, þ.á m. kostnað við fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, heyra vissulega undir gildissvið upplýsingalaga. Stjórnvöldum er hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli upplýsingalaga en í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. segir orðrétt: „Ekki er þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn […].“ <br /> <br /> Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja hjá stjórnvöldum á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur komið fram að til þess að verða við beiðnum kæranda þyrfti að leggja í sérstaka vinnu í hverjum mánuði. Sveitarfélagið taki þessar upplýsingar ekki saman mánaðarlega heldur sé það að jafnaði gert árlega fyrir skýrslu sem sé svo birt opinberlega. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sér ekki ástæðu til að draga þær skýringar Vestmannaeyjabæjar í efa. Þannig var ekki búið að taka saman upplýsingarnar sem kærandi óskaði eftir þegar beiðnir hans komu fram heldur hefði þurft að vinna þær sérstaklega upp úr bókhaldi sveitarfélagsins svo unnt hefði verið að afgreiða beiðnirnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kærum A, dags. 25. júní, 30. júlí, 18. ágúst, 14. september og 14. október 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1050/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | Kærð var synjun Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að skjali með reikningsjöfnuði félagsins yfir sex mánaða tímabil. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins með vísan til þess að skjalið væri vinnugagn sem heimilt væri að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1050/2021 í máli ÚNU 21100003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. október 2021, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Þann 15. september 2021 óskaði kærandi eftir sex mánaða uppgjöri félagsins. Í svari Herjólfs, dags. 29. september 2021, segir að félagið haldi aðalfund einu sinni á ári og eftir hann sé hægt að nálgast fjárhagsupplýsingar ársins á undan. Á milli aðalfunda sé stuðst við drög að uppgjörum sem séu aðeins notuð sem vinnuskjöl til að átta sig á stöðu félagsins. Ársreikningar séu aðgengilegir á heimasíðu félagsins. <br /> <br /> Í kæru segir að krafa kæranda sé að Herjólfur verði úrskurðaður til að afhenda sex mánaða uppgjör félagsins. Milliuppgjör sé annað og meira en drög sem nota megi sem vinnuskjal. Þau segi til um stöðu félagsins á þeim tíma. Það geti ekki verið eigendum félagsins óviðkomandi. Þá er þess getið að heimasíða félagsins sé uppfærð seint og illa og glöggt komi fram í svarinu að milliuppgjör sé þar ekki að finna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi með bréfi, dags. 21. október, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs, dags. 1. nóvember, segir að gögnin sem um ræði séu reikningsjöfnuður, þ.e. nákvæmt yfirlit yfir tekjur og útgjöld tiltekins tímabils sem framkallað sé úr bókhaldskerfi félagsins. Sambærileg yfirlit séu kölluð fram fyrir stjórnarfundi í þeim tilgangi að vinna út frá þeim ákvarðanir sem tengist rekstrinum. Ekki sé um að ræða eiginleg árshlutauppgjör heldur undirbúningsgögn. Gögnin séu frá félaginu sjálfu og séu ekki afhent út fyrir félagið. Gögnin séu því ekkert annað en vinnuskjöl. Þau muni svo verða nýtt til þess að vinna endanlegt uppgjör og ársreikning félagsins, sem verði birtur þegar hann liggi fyrir. Þessu til rökstuðnings bendir Herjólfur á 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá bendir Herjólfur á að kærandi hafi áður kært sambærilega afgreiðslu félagsins í máli ÚNU 19110010. Í því máli staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun Herjólfs.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að uppgjöri Herjólfs en beiðni kæranda var synjað á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umbeðin gögn en um er að ræða reikningsjöfnuð, þ.e. nákvæmt yfirlit yfir tekjur og útgjöld, tímabilsins 1. janúar 2021 - 30. júní 2021. Skjalið sem úrskurðarnefndin fékk afhent ber yfirskriftina „Vinnusaldólisti“ er bersýnilega framkallað úr bókhaldskerfi félagsins. Það inniheldur ófullgerðar bókhaldsupplýsingar og ljóst er að þær munu verða nýttar til þess að vinna endanlegt uppgjör og ársreikninga félagsins, sem verða birtir. Þá bera gögnin með sér að stafa frá félaginu sjálfu og hafa ekki verið afhent út fyrir félagið. Samkvæmt skýringum Herjólfs var yfirlitið nýtt til undirbúnings við ákvarðanir sem tengjast rekstri Herjólfs og hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar félagsins. Í gögnunum koma ekki fram endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, upplýsingar sem er skylt að skrá eða annað slíkt, sbr. 3. mgr. 8. gr. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því um vinnugögn að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna og verður synjun Herjólfs ohf. staðfest.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 29. september 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjali með reikningsjöfnuði félagsins frá 1. janúar 2021 til 30. júní 2021 er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1049/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 1019/2021 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1049/2021 í máli ÚNU 21080012.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 17. ágúst 2021, fór B, f.h. A, fram á endurupptöku máls ÚNU 21020012 sem lauk þann 14. júní 2021 með úrskurði nr. 1019/2021. Í málinu var deilt um afgreiðslu Skipulagsstofnunar á beiðni kæranda um afhendingu afrits allra gagna sem tengjast máli sem skráð er undir máli nr. 201901056 hjá Skipulagsstofnun og varðaði umsókn kæranda um að hljóta skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að stofnuninni hefði verið rétt að líta svo á að ákvörðun um hvort orðið yrði við umsókn um slíka skráningu fæli í sér ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 1. málsl. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Sem umsækjandi um að hljóta skráningu á listann væri kærandi því aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga og nyti því réttar til aðgangs að gögnum þess máls samkvæmt ákvæðum IV. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem hún féll utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 4. gr. laganna.<br /> <br /> Í endurupptökubeiðni kæranda, dags. 17. ágúst 2021, kemur fram að fyrir nefndinni hafi ákvörðun um synjun kæranda að hljóta skráningu á umræddan lista ekki verið til efnislegrar umfjöllunar, heldur sú ákvörðun Skipulagsstofnunar um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum. Skipulagsstofnun hafi af einhverjum ástæðum farið með málið í þann farveg að fjalla efnislega um umþrætta ákvörðun stofnunarinnar er varðaði synjun um veru á fyrrgreindum lista í stað þess að fjalla um ástæður þess að synjað hafði verið um aðgang að upplýsingum. Vandséð sé hvernig stofnunin geti misskilið starfssvið og vettvang nefndarinnar með framangreindum hætti. Skipulagsstofnun hafi því ekki fært fram viðhlítandi skýringar fyrir kærðri ákvörðun og ekki verði horft fram hjá því að málatilbúnaður stofnunarinnar sé órökstuddur. Að auki hafi stofnunin farið fram á að leynd myndi hvíla yfir tilteknum gögnum gagnvart kæranda sem afhent voru nefndinni. Verði það að teljast með nokkrum ólíkindum enda snúi umrætt mál í eðli sínu að einkahagsmunum kæranda og geti ekki með nokkru móti talist varða það ríka almannahagsmuni að beita skuli svo íþyngjandi úrræði gagnvart kæranda sem krefjist aðgangs að upplýsingum er varða kæranda eina. <br /> <br /> Í beiðni kemur einnig fram að kærandi sé að afla upplýsinga í því skyni að varpa ljósi á órökstudda ákvörðun Skipulagsstofnunar um að synja um veru á listanum. Kærandi treysti á nefndina sem öryggisventil, í samræmi við grundvallarhugsun löggjafans sem liggi að baki tilvist nefndarinnar og snúi m.a. að meginhlutverki nefndar í umræddu tilliti. Kærandi segir úrskurð nefndarinnar vekja spurningar fremur en svör og telur að líta beri svo á að úrskurðarnefndinni hafi bersýnilega orðið á mistök við meðferð málsins. Af þeim sökum sé þess krafist að úrskurðarnefndin taki málið upp og meðhöndli til samræmis við efni og ástæður máls. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 1019/2021 að vísa frá kæru kæranda til úrskurðarnefndarinnar þar sem kæran félli utan gildissviðs upplýsingalaga samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laganna.<br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málinu sem breytt geta þeirri niðurstöðu að réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum ráðist af stjórnsýslulögum, en ekki upplýsingalögum, en fyrir liggur að umbeðin gögn tilheyra stjórnsýslumáli sem kærandi var aðili að. Upplýsingalög gilda ekki um slíkan aðgang samkvæmt skýrum fyrirmælum 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 21020012 sem lauk þann 14. júní 2021 með úrskurði nr. 1019/2021.<br /> <br /> Í tilefni af þeim sjónarmiðum sem fram koma í erindi kæranda telur úrskurðarnefndin rétt að árétta að þegar aðili stjórnsýslumáls óskar eftir gögnum er tengjast málinu gilda ákvæði stjórnsýslulaga um aðgang að gögnunum, ekki ákvæði upplýsingalaga. Synjum á afhendingu gagnanna verður í slíkum tilfellum ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, heldur eftir atvikum til þess stjórnvalds sem fer með æðstu stjórn viðkomandi málefnasviðs, sbr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og gildandi forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands hverju sinni. <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni B f.h. A, dags. 17. ágúst 2021, um endurupptöku máls ÚNU 21020012 sem lauk þann 14. júní 2021 með úrskurði nr. 1019/2021 er hafnað.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1048/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | A fréttamaður, kærði synjun embættis landlæknis á beiðni hans um aðgang að afriti af samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni gegn COVID-19. Synjun landlæknis byggðist annars vegar á því að samningurinn hefði að geyma upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni framleiðenda bóluefnanna, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, en hins vegar á því að mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að aðgangur kæranda yrði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst á það með embætti landlæknis að umbeðin gögn hefðu að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir stæðu til að færu leynt. Að fenginni þeirri niðurstöðu var að mati nefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga væru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs. Var synjun embættis landlæknis því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1048/2021 í máli ÚNU 21080009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 16. ágúst 2021, kærði A, fréttamaður Ríkisútvarpsins, ákvörðun embættis landlæknis um synjun beiðni um aðgang að afriti af samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni gegn COVID-19.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi vísað þessu atriði til nýrrar meðferðar hjá embætti landlæknis með úrskurði nr. 1017/2021 frá 14. júní 2021. Í kjölfarið hafi embættið neitað kæranda um aðgang að samningnum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt embætti landlæknis með erindi, dags. 17. ágúst 2021, og veittur frestur til að skila umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögnin barst þann 6. september 2021. Þar kemur fram að heilbrigðisráðuneytið hafi sent sóttvarnalækni hinn umbeðna samning til upplýsinga. Sóttvarnalæknir hafi ekki fengið afrit af öðrum samningum sem varða kaup Íslands á bóluefnum vegna COVID-19. Samningurinn innihaldi upplýsingar um virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni og falli því undir takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Hagsmunirnir séu enn fyrir hendi í ljósi þess að heimsfaraldur ríki enn og þörf á að bólusetja gegn sjúkdómnum sé enn til staðar. Nauðsynlegt verði að ganga til samninga við framleiðendur bóluefna um kaup á fleiri skömmtum. Í samningnum sé gert ráð fyrir að hann skuli fara leynt og mikilvægt að viðhalda trúnaðartrausti sem ríki á milli samningsaðilanna.<br /> <br /> Að mati embættis landlæknis á synjunin einnig stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir standi til að fari leynt. Samskipti samningsaðila standi enn yfir og tryggja þurfi að þau geti farið fram frjálst og óhindrað. Loks er bent á úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1037/2021, þar sem deilt var um rétt til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. M.a. hafi verið um að ræða hinn umbeðna samning.<br /> <br /> Umsögn embættis landlæknis var kynnt kæranda með erindi, dags. 7. september 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi, sem er í vörslum embættis landlæknis, og er milli íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Moderna Switzerland GmbH um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. Af hálfu embættisins hefur komið fram að heilbrigðisráðuneytið hafi sent sóttvarnalækni afrit af samningnum til upplýsinga.<br /> <br /> Ákvörðun embættis landlæknis um synjun beiðni kæranda byggist annars vegar á því að samningurinn hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðenda bóluefnanna, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsinglaga, en hins vegar á því að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur kæranda verði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Í athugasemdum við síðarnefnda ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt:<br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1037/2021 frá 27. ágúst 2021 var fjallað um rétt til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum í vörslum heilbrigðisráðuneytisins. Samningurinn sem kærandi krefst aðgangs að var á meðal umbeðinna gagna í málinu. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að líta beri á samningana sem samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Enn fremur taldi úrskurðarnefndin einsýnt að birting samninganna í heild eða að hluta væri til þess fallin að skerða það trúnaðartraust sem ríkir á milli samningsaðilanna, þ.e. íslenska ríkisins, sænska ríkisins, sem kemur fram fyrir hönd Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi, og lyfjaframleiðendanna. Afhending samninganna gæti leitt til þess afhending bóluefna raskaðist og að samningsstaða ríkisins vegna frekari kaupa á bóluefnum breyttist til hins verra.<br /> <br /> Í máli þessu hafa ekki komið fram röksemdir sem breyta þessu mati úrskurðarnefndarinnar. Verður því að líta svo á að hin kærða ákvörðun fái stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem umbeðinn samningur hefur að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir standa til að fari leynt. Það fær ekki breytt þessari niðurstöðu að almenningur eigi almennt ríkan rétt á að kynna sér samninga hins opinbera við einkaaðila sem fela í sér ráðstöfun opinbers fjármagns. Verður í því sambandi að leggja áherslu á að birting samningsins án samþykkis samningsaðila og staðfesting íslenskra stjórnvalda á efni hans getur haft í för með sér sömu afleiðingar og áður er lýst, þ.e. að samningsaðilar íslenska ríkisins neyti vanefndaúrræða gagnvart ríkinu með hugsanlegri röskun á afhendingu bóluefna sem og skerðingu á samningsstöðu íslenska ríkisins við frekari kaup á bóluefnum.<br /> <br /> Að fenginni þessari niðurstöðu er að mati úrskurðarnefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga eru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs að samningnum.<br /> <br /> Kæranda var ekki leiðbeint um rétt til kæru til úrskurðarnefndarinnar skv. 20. gr. laganna, svo sem skylt er samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Því er beint til embættis landlæknis að gæta að þessu framvegis.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun embættis landlæknis, dags. 13. ágúst 2021, um synjun beiðni kæranda um aðgang að afriti af samningi íslenska ríkisins við lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á bóluefni gegn COVID-19.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> |
1047/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni um aðgang að minnisblöðum og skyldum gögnum sem lögð voru í trúnaði fyrir fundi borgarráðs. Af hálfu Reykjavíkurborgar var vísað til þess hluti gagnanna varðaði almannahagsmuni, sbr. 10. gr. upplýsingalaga, þá væri um að ræða virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni lögaðila sem og fjármál og tekjuöflun sveitarfélagsins, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og 122. gr. þágildandi laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Loks taldi sveitarfélagið öll umbeðin gögn vinnugögn í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin fór yfir gögnin og lagði fyrir Reykjavíkurborg að veita kæranda aðgang að tilteknum hlutum þeirra. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1047/2021 í máli ÚNU 21060018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. júní 2021, kærði A ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að Reykjavíkurborg hafi á undanförnum árum stigið þó nokkur jákvæð skref í að efla gagnsæi og hafi m.a. sett sér metnaðarfulla upplýsingastefnu í þessum tilgangi. Þannig hafi borgin áður birt öll gögn sem lögð voru fram í borgarráði á vefsíðu sinni með fundargerðum ráðsins. Á síðastliðnum árum hafi borgin hins vegar sleppt því að birta sum af þeim gögnum sem lögð eru fram í ráðinu og tiltekið að með einhverjum dagskrárliðum ráðsins séu lögð fram trúnaðarmerkt fylgiskjöl. Þessum trúnaðarmerktu fylgiskjölum sé dreift til meðlima ráðsins sem reikna megi með að deili þeim með aðstoðarfólki sínu og öðrum sem þeir leita ráðgjafar hjá enda komi fram í þeim mikilvægar forsendur þeirra ákvarðana sem borgarráð tekur.<br /> <br /> Á fundi borgarráðs þann 20. maí 2021 hafi verið lögð fram slík trúnaðarmerkt fylgiskjöl undir<br /> dagskrárliðum 13-22 þar sem fjallað hafi verið um forsendur milljarða útgjalda Reykjavíkurborgar samkvæmt fréttum fjölmiðla. Kærandi hafi því óskað með tölvupósti þann 25. maí 2021 eftir upplýsingum um þessi fylgiskjöl sem og afritum af þeim. Kærandi ítrekaði erindið þann 4. júní 2021 og óskaði einnig eftir sambærilegum upplýsingum og afritum skjala sem lögð voru fram á fundi borgarráðs þann 3. júní 2021. <br /> <br /> Með erindi, dags. 9. júní 2021, afgreiddi Reykjavíkurborg beiðnir kæranda. Borgin veitti kæranda aðgang að nokkrum skjölum að hluta en synjun beiðni um aðgang að því sem eftir stóð var studd við 5. tölul. 10. gr. og 5. tölul 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með erindi borgarinnar, dags. 14. júní, var ákvörðunin rökstudd frekar og vísað til 2. og 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga varðandi minnisblað vegna viðræðna við Neyðarlínuna. Um greinargerð fjárstýringarhóps um skuldabréfaútboð Reykjavíkur var vísað til 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga, auk reglna um innherjaupplýsingar, einkum 4. mgr. 122. gr. þágildandi laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.<br /> <br /> Kærandi segir að umbeðin gögn hafi óumdeilanlega verið lögð fram á fundum borgarráðs og í samræmi við lýðræðishefðir séu slík gögn opinber gögn. Hafi þau verið bundin trúnaði sé ljóst að með framlagningu í borgarráði sé sá trúnaður ekki lengur fyrir hendi. Skjölin skýri frá mikilvægum forsendum ákvarðana sem borgarráð taki þar sem um verulega fjármuni almennings sé að ræða. Með því að neita að afhenda almenningi framlögð skjöl í borgarráði sé unnið gegn tilgangi upplýsingalaga og möguleikar almennings til aðhalds takmarkaðir. Slíkt sé enda ólýðræðislegt, almenningur geti þá hvorki veitt stjórnsýslunni aðhald né þeim kjörnu fulltrúum sem stjórnsýsla borgarinnar hafi gert að halda trúnað um það sem óneitanlega séu hagsmunir almennings. Það fordæmi sem sett sé með neitun á afhendingu þessara trúnaðarmerktu fylgiskjala sé afar slæmt. Vel kunni að vera að sveitarfélög þurfi í undantekningartilfellum að upplýsa kjörna fulltrúa um einhver atriði sem bundin séu trúnaði. Gögn um slíkt séu þá ekki lögð fram á vettvang hinna lýðræðislega kjörnu ráða. Kærandi kveðst þekkja vel a.m.k. eitt dæmi um það sem átt hafi sér stað á fundi borgarráðs 17. febrúar 2020 undir lið 29. Þar hafi fulltrúi í ráðinu beðið borgarlögmann um að lagt yrði fram tiltekið skjal. Borgarlögmaður hafi ritað borgarráði bréf þar sem því hafi verið hafnað á þeim forsendum að þetta væri vinnuskjal en borgarráðsfulltrúum leyft að kynna sér efni þess á skrifstofu borgarstjórnar. Borgarlögmaður hafi áréttað að minnisblaðið væri ekki til afritunar, birtingar, deilingar eða dreifingar. <br /> <br /> Kærandi telur tilvísanir borgarinnar til rafrænna öryggishagsmuna til réttlætingar synjuninni afar ótrúverðugar. Það sé nær útilokað að þeir sem ábyrgð bera á rafrænum öryggishagsmunum<br /> Reykjavíkurborgar hafi stefnt þeim hagsmunum í hættu með því að upplýsa kjörna fulltrúa og<br /> aðstoðarmenn þeirra um atriði sem leynt eiga að fara. Að mati kæranda er líklegra að Reykjavíkurborg noti þetta sem tylliástæðu til þess að halda gögnum leyndum sem snerti ríka<br /> fjárhagslega hagsmuni almennings. Kærandi fer því fram á að nefndin endurskoði þetta mat í ljósi þess hvaða rafrænu öryggishagsmuni sé verið að vernda og hvort þeir séu meiri en hagsmunir almennings af birtingu. Hafi nefndin ekki forsendur til þess að endurskoða mat Reykjavíkurborgar í þessu efni fer kærandi fram á að nefndin kalli sér til ráðgjafar og aðstoðar<br /> sérfróðan aðila eins og nefndinni er heimilt sbr. 2. mgr. 21. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með erindi, dags. 29. júní 2021, og veittur frestur til að skila umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögnin barst þann 20. júlí 2021. Þar kemur í upphafi fram að hin kærða ákvörðun hafi varðað synjun beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum í heild sinni:<br /> <br /> • Minnisblaði: „Heimild til að hefja innkaup vegna endurnýjunar á netskápum og netskiptum“, dags. 13. maí 2021.<br /> • Minnisblaði: „Heimild til að hefja útboðsferli á úthýsingu tölvuvélasala í gagnaver“, dags. 13. maí 2021.<br /> • Minnisblaði: „Heimild til að hefja undirbúning, innkaup og innleiðingu á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa“, dags. 12. maí 2021.<br /> • Drögum að minnisblaði: „Tilboð um kaup á hlutum Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf.“, dags. 7. apríl 2021.<br /> • Greinargerð fjárstýringarhóps, dags. 2. júní 2021.<br /> <br /> Þá sé um að ræða synjun beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi minnisblöðum að hluta:<br /> <br /> • „Heimild til að fara í útboð og innleiðingu á nýju síma- og samskiptakerfi Reykjavíkurborgar“, dags. 12. maí 2021.<br /> • „Heimild til að framhalda allsherjar innleiðingu á fjarfundarbúnaði“, dags. 17. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja innkaupaferli vegna innleiðingar á Microsoft Office 365 á alla starfstaði borgarinnar“, dags. 13. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja kaup og innleiðingu á kerfi til að halda utan um hugbúnaðarleyfi og búnað“, dags. 13. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja útboð og innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi fyrir alla starfstaði Reykjavíkurborgar“, dags. 12. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja útboðsferli á rafrænu fræðslukerfi fyrir Reykjavíkurborg“, dags. 14. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja útboðsferli á rafrænu starfsumsóknarkerfi fyrir Reykjavíkurborg“, dags. 24. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja kaup, innleiðingu og þróun á gagnavinnslustöð“, dags. 21. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja umbætur á veflægu viðburðadagatali Reykjavíkurborgar“, dags. 27. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja kaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar“, dags. 27. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja innkaup á gæða- og öryggiskerfi til að halda utan um og hafa eftirlit með heilsu vefsvæða borgarinnar“, dags. 27. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja kaup á og uppsetningu á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og kaup á vinnu við yfirlestur“, dags. 27. maí 2021.<br /> • „Heimild til að hefja undirbúning, innkaup og innleiðingu á innanhúsleiðsögukorti fyrir stjórnsýsluhús“, dags. 26. maí 2021.<br /> <br /> Af hálfu Reykjavíkurborgar kemur fram að umbeðin gögn varði m.a. fyrirhuguð innkaupaferli og afmáðar hafi verið upplýsingar um áætlaðan kostnað verkefnanna. Jafnframt hafi kæranda verið synjað um aðgang að gögnum sem hafi að geyma upplýsingar um öryggismál og tillögu borgarstjóra um viðræður um sölu á hlut Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf. og fyrirhugað skuldabréfaútboð borgarinnar. Þá eru í umsögninni rakin ákvæði 5. tölul. 10. gr., 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga auk athugasemda við ákvæðin í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögunum.<br /> <br /> Reykjavíkurborg segir að þau gögn sem kærandi hafi fengið aðgang að að hluta varði tillögur þjónustu- og nýsköpunarsviðs undir liðum 13 og 15-19 á fundi borgarráðs 20. maí 2021 og 14-20 á fundi ráðsins 3. júní 2021. Einungis hafi verið afmáðar upplýsingar um áætlaðan kostnað verkefna. Fyrirhugað sé að bjóða út verkefnin með innkaupaferlum á grundvelli laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Með því að upplýsa um áætlaðan kostnað verkefna fengju bjóðendur fyrir fram upplýsingar um kostnaðaráætlun borgarinnar. Við framkvæmd útboða og innkaupaferla sé venjan sú að kostnaðaráætlun sé haldið leyndri fyrir bjóðendum fram yfir opnun tilboða. Það sé gert til að tryggja samkeppni og jafnræði milli bjóðenda í samræmi við meginreglu opinberra innkaupa sem birtist í 15. gr. laga um opinber innkaup sem og að afla kaupanda hagstæðustu tilboðunum frá bjóðendum. Verði umbeðnar upplýsingar gerðar opinberar geti það leitt til þess að bjóðendur bjóði hærri verð sem hafi í för með sér meiri kostnað fyrir borgina. Af þessu sé ljóst að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að takmarka aðgang kæranda að umbeðnum gögnum þar sem þau geymi upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir sem myndu ekki skila tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í umsögninni segir loks að öll þau gögn sem kæranda hafi verið synjað um, bæði að hluta og öllu leyti, teljist einnig til vinnugagna í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin hafi verið trúnaðarmerkt á fundum borgarráðs og séu öll undirbúningsgögn. Þá sé ekki að sjá að eitthvert þeirra atriða sem nefnd eru í 1.-4. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna eigi við um gögnin.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með erindi, dags. 22. júlí 2021 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Athugasemdir kæranda bárust þann 3. ágúst 2021. Þar ítrekar kærandi sjónarmið um að umbeðin gögn hafi öll verið lögð fram í borgarráði fyrir kjörna fulltrúa. Reykjavíkurborg hafi haft annan hátt á þegar upplýsa hafi þurft kjörna fulltrúa um atriði bundin trúnaði. Þá vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 734/2018 frá 6. apríl 2018 en í því máli hafi Reykjavíkurborg haldið því fram að minnisblað hafi ekki verið afhent öðrum og vísað sérstaklega til þess að það hafi ekki verið lagt fyrir fund umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Sú afstaða verði ekki skilin öðruvísi en að ef minnisblaðið hefði verið lagt fram í umhverfis- og skipulagsráði þá hefði borginni borið að afhenda það, enda hafi hefðin verið sú að gögn sem lögð eru fram í ráðum á vegum borgarinnar séu opinber gögn.<br /> <br /> Af hálfu kæranda kemur loks fram að borgarráð sé lýðræðislega kjörið ráð sem kjörnir fulltrúar skipi. Gögn sem lögð eru fram í ráðinu séu mikilvægar forsendur ákvarðana sem þar eru teknar. Til þess að kjósendur geti sinnt lýðræðislegu aðhaldshlutverki sínu sé afar nauðsynlegt að gagnsæi ríki um þessi störf eins og hefðin hafi verið fyrir utan síðustu ár. Almenningur verði að geta lagt mat á störf kjörinna fulltrúa miðað við þær forsendur sem þeir hafi. Sú leyndarhyggja sem felist í því að leggja fram leyniskjöl í borgarráði grafi undan möguleikum almennings á slíku aðhaldi.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Reykjavíkurborgar, þ.e. minnisblöðum og skyldum gögnum sem lögð voru í trúnaði fyrir fundi borgarráðs. Af hálfu Reykjavíkurborgar er vísað til þess varðandi hluta umbeðinna gagna að afmáðar hafi verið upplýsingar um kostnaðaráætlanir borgarinnar vegna fyrirhugaðra útboða þar sem um væri að ræða upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þá byggist synjun á beiðni kæranda um aðgang að tilteknum gögnum í heild sinni á því að um sé að ræða upplýsingar um ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi rafrænna gagna, virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni lögaðila og fyrirhugaðar ráðstafanir er varði fjármál og tekjuöflun sveitarfélagsins. Í þessu sambandi vísar borgin einnig til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en jafnframt til 9. gr. laganna, auk 122. gr. þágildandi laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Loks byggir Reykjavíkurborg á því að öll umbeðin gögn teljist til vinnugagna í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga. <br /> <br /> 2.<br /> Um orðasambandið „fyrirhugaðar ráðstafanir“ í 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga segir eftirfarandi í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögunum:<br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 5. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við, sbr. 12. gr. frumvarpsins. Með vísun til annarra takmarkana samkvæmt lögunum er vísað til þess að þau kunni að innihalda upplýsingar um einkamálefni manna eða önnur atriði sem leynt eiga að fara af öðrum ástæðum en 10. gr. frumvarpsins tekur til.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður fjallað um rétt almennings og þátttakenda í opinberum útboðum til aðgangs að kostnaðaráætlunum opinberra aðila í tengslum við útboðin. Þannig hefur jafnan verið komist að þeirri niðurstöðu að skylt sé að veita aðgang að slíkum gögnum eftir að tilboð hafa verið opnuð, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 646/2016, 647/2016 og 848/2019. Öðru máli gegnir um kostnaðaráætlanir vegna verkefna sem ekki hafa enn verið boðin út. Þannig var t.d. fallist á það með Landsneti hf. í úrskurði nr. 638/2016 að kostnaðaráætlanir vegna framkvæmda sem ekki höfðu verið boðnar út teldust til gagna um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. þágildandi laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá var það niðurstaða nefndarinnar í úrskurði nr. 993/2021 að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefði verið heimilt að synja beiðni um aðgang að kostnaðaráætlunum varðandi framkvæmdakostnað verkefna við gerð nýs Landspítala, sem ekki höfðu enn verið boðin út, á grundvelli 3. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá má geta þess að í úrskurði nr. A-522/2014 komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að kostnaðaráætlanir gætu að öðrum skilyrðum uppfylltum talist til vinnugagna í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga.<br /> <br /> Eins og hér stendur á liggur fyrir að í þeim gögnum sem kærandi fékk afhent að hluta voru einungis afmáðar upplýsingar um kostnaðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna verkefna sem til stóð að bjóða út í samræmi við lög um opinber innkaup. Af hálfu Reyjavíkurborgar hefur komið fram að upplýsingarnar verði gerðar opinberar eftir að tilboð verða opnuð, svo sem venja er í opinberum útboðum. Við þessar aðstæður má fallast á það með Reykjavíkurborg að slíkar upplýsingar geti haft verðmyndandi áhrif, verði þær gerðar opinberar og var borginni því heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim þegar beiðni hans kom fram á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> 3.<br /> Hvað varðar þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að í heild sinni hefur Reykjavíkurborg eins og áður greinir vísað til þess að um vinnugögn sé að ræða. Til þess að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt samkvæmt 1. mgr. 8. gr. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Skoðun úrskurðarnefndarinnar á gögnunum hefur leitt í ljós að þau bera með sér að hafa verið unnin af starfsmönnum Reykjavíkurborgar til undirbúnings ákvarðana um tiltekin mál þar sem bakgrunni er lýst, helstu staðreyndum sem máli skipta og velt upp mögulegum valkostum. Gögnin uppfylla þannig fyrstu tvö skilyrði þess að teljast vinnugögn og ekki er ástæða til að vefengja fullyrðingar Reykjavíkurborgar um að þau hafi ekki verið afhent utanaðkomandi aðilum.<br /> <br /> Enda þótt fallist sé á með borginni að skjölin uppfylli efnisleg skilyrði þess að teljast vinnugögn þarf að kanna hvort önnur rök standi til að veita almennan aðgang að þeim. Samkvæmt ákvæði 1.-4. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum að veita aðgang að vinnugögnum í vissum tilvikum, þ.e. þegar þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr. laganna, upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram eða lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Með orðalaginu „upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram“, sbr. 3. tölul. málsgreinarinnar, er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvarðanatöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. er að finna í stjórnsýslulögum.<br /> <br /> Í þessu sambandi horfir úrskurðarnefndin til þess að öll gögnin lýsa umfangsmiklum fyrirhuguðum verkefnum af hálfu Reykjavíkurborgar sem krefjast ráðstöfunar umtalsverðs opinbers fjármagns. Að mati úrskurðarnefndarinnar innihalda minnisblöðin að miklu leyti upplýsingar sem eru ómissandi til skýringar á þessum ákvörðunum og því standa viss rök til að almenningi verði veittur aðgangur að þeim. Af hálfu Reykjavíkurborgar hefur aftur á móti komið fram að skjölin innihaldi viðkvæmar upplýsingar um öryggi rafrænna gagna, virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni lögaðila og fyrirhugaðar ráðstafanir er varði fjármál og tekjuöflun sveitarfélagsins. Hér á eftir verður farið yfir hvert skjal með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum.<br /> <br /> Minnisblaðið „Heimild til að hefja innkaup vegna endurnýjunar á netskápum og netskiptum“ er dags. 13. maí 2021 og er tvær blaðsíður. Að mati úrskurðarnefndarinnar inniheldur minnisblaðið að nær öllu leyti upplýsingar sem eru ómissandi til skýringar á ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar og ekki er að finna annars staðar, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Hins vegar er fallist á það með Reykjavíkurborg að minnisblaðið hafi að litlu leyti að geyma upplýsingar um öryggismál sem utanaðkomandi gæti nýtt sér til að valda borginni skaða. Þá er jafnframt að finna upplýsingar um áætlaðan kostnað verkefnisins, sem ekki hefur enn verið boðið út, sbr. niðurstöðu að framan. Verður því Reykjavíkurborg gert að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu en heimilt er þó að afmá hluta þess á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eins og nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Minnisblaðið: „Heimild til að hefja útboðsferli á úthýsingu tölvuvélasala í gagnaver“ er dags. 13. maí 2021 og er þrjár blaðsíður. Um er að ræða áform um umfangsmiklar framkvæmdir sem kostaðar yrðu með opinberu fé og eru upplýsingarnar sem skjalið hefur að geyma að mati úrskurðarnefndarinnar ómissandi til skýringar á ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar. Þær takmörkuðu upplýsingar sem varða öryggismál eru að mati nefndarinnar of almennar til að Reykjavíkurborg eða öðrum sé nokkur hætta búin þótt þær verði aðgengilegar almenningi. Verður því Reykjavíkurborg gert að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu en heimilt er þó að afmá hluta þess sem varðar heildarkostnað á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Minnisblaðið: „Heimild til að hefja undirbúning, innkaup og innleiðingu á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa“ er dags. 12. maí 2021 og þrjár blaðsíður. Skjalið hefur að geyma upplýsingar sem eru að mati úrskurðarnefndarinnar ómissandi til skýringar á ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar varðandi málið en þó er að finna takmarkaðar upplýsingar um öryggismál og heildarkostnað sem verður að játa borginni heimild til að afmá áður en skjalið er afhent kæranda. Verður því Reykjavíkurborg gert að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu eins og nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Skjalið „Skuldabréfaútboð - Greinargerð“ er dags. 2. júní 2021 og er sjö blaðsíður. Í skjalinu er bakgrunni og valkostum vegna áætlaðs skuldabréfaútboðs lýst en það hefur nú farið fram. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru allar upplýsingar sem ómissandi eru til skýringar á ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar að finna annars staðar í skilningi 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, en allar helstu upplýsingar um útboðið hafa birst opinberlega af hálfu borgarinnar. Verður því fallist á það með Reykjavíkurborg að um vinnugagn sé að ræða og ákvörðun um synjun beiðni kæranda staðfest að þessu leyti.<br /> <br /> Loks eru á meðal umbeðinna gagna drög að minnisblaðinu „Tilboð um kaup á hlutum Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf.“ Drögin eru dags. 7. apríl 2021 og eru sex blaðsíður. Í skjalinu er farið yfir sögu eignarhlutar Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf. og velt upp hugsanlegum valkostum. Endanleg niðurstaða málsins birtist í samningi um sölu á hlutafé Reykjavíkurborgar í Neyðarlínunni ohf., sem var samþykktur á fundi borgarráðs þann 1. júlí 2021. Við þessar aðstæður er fallist á það með Reykjavíkurborg að heimilt hafi verið að synja beiðni kæranda á grundvelli þess að um vinnugagn hafi verið að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga og ákvörðun borgarinnar staðfest að þessu leyti.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Reykjavíkurborg er skylt að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> • Minnisblaðinu „Heimild til að hefja innkaup vegna endurnýjunar á netskápum og netskiptum“, dags. 13. maí 2021. Þó er heimilt að afmá efnisgreinina sem hefst á orðunum: „Netlagnaskáparnir“ og endar á „búnaði“ á fyrri blaðsíðu skjalsins auk upplýsinga um áætlaðan heildarkostnað á síðari blaðsíðu skjalsins.<br /> • Minnisblaðinu „Heimild til að hefja útboðsferli á úthýsingu tölvuvélasala í gagnaver“, dags. 13. maí 2021. Þó er heimilt að afmá upplýsingar um áætlaðan heildarkostnað á þriðju blaðsíðu skjalsins.<br /> • Minnisblaðinu „Heimild til að hefja undirbúning, innkaup og innleiðingu á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa“, dags. 12. maí 2021. Þó er heimilt að afmá efnisgreinina sem hefst á orðunum; „Þá eru“ og endar á „starfsfólks“ á fyrstu blaðsíðu, efnisgreinina sem hefst á: „Sama gildir“ og endar á „bregðast“ á annarri blaðsíðu auk upplýsinga um áætlaðan heildarkostnað á þriðju blaðsíðu skjalsins.<br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> |
1046/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | Óskað var eftir því að úrskurðarnefndin endurupptæki mál sem lyktaði með úrskurði nr. 779/2019. Í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis frá 3. mars 2021 í máli nr. 10055/2019 taldi úrskurðarnefndin rétt að verða við endurupptökubeiðni kæranda og taka málið til nýrrar meðferðar. Við hina endurteknu málsmeðferð kom í ljós að Vegagerðin hafði afhent kæranda þau gögn sem fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019 og fjallað var um í áliti umboðsmanns Alþingis. Var því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1046/2021 í máli ÚNU 21030005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. mars 2021, fór A, f.h. Stapa ehf., fram á endurupptöku máls ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019. Í málinu vísaði úrskurðarnefndin frá kæru vegna afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um aðgang að glærum sem starfsmaður Vegagerðarinnar sýndi á erlendri ráðstefnu á þeim grundvelli að umbeðin gögn teldust ekki stafa frá stofnuninni. Er það krafa kæranda að úrskurðarnefndin úrskurði um skyldu Vegagerðarinnar til þess að afhenda honum umrædd gögn.<br /> <br /> Beiðni sinni til stuðnings vísar kærandi í álit umboðsmanns Alþingis frá 3. mars 2021, í máli nr. 10055/2019, en þar komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að úrskurðarnefndin hefði ekki leyst úr máli kæranda í samræmi við lög. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til nefndarinnar að hún tæki málið til meðferðar að nýju, kæmi fram beiðni þess efnis frá kæranda, og leysti úr málinu í samræmi við þau sjónarmið sem lýst var í álitinu. Í beiðni kæranda, dags. 5. mars 2021, segir jafnframt að honum finnist úrskurðarnefndin ekki hafa staðið rétt að fyrri úrskurðum og ekki fært fyrir því nægilega sterk rök að synja honum um aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 22. mars 2021, upplýsti kærandi úrskurðarnefndina um að í kjölfar álits umboðsmanns hefði kærandi verið í samskiptum við Vegagerðina. Þann 5. mars 2021 sendi kærandi Vegagerðinni bréf þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um viðbrögð Vegagerðarinnar við áliti umboðsmanns og fór fram á að fá glærurnar afhentar. Þann 7. mars 2021 óskaði kærandi eftir frekari upplýsingum og gögnum. Vegagerðin svaraði kæranda þann 15. mars 2021 og afhenti honum jafnframt glærurnar. Í erindi sínu til úrskurðarnefndarinnar segir kærandi að þrátt fyrir þetta telji hann óhjákvæmilegt að nefndin afgreiði beiðni um endurupptöku í samræmi við tilmæli umboðsmanns. Annað væri ekki ásættanlegt þar sem kærandi hafi í framhaldinu óskað eftir því að Vegagerðin afhenti honum fleiri glærur sem viðkomandi starfsmaður hefði sýnt á öðrum ráðstefnum sem stofnunin hefði kostað hann á. Tæki úrskurðarnefndin málið ekki til málefnalegrar afgreiðslu myndi hann kæra slíkan gjörning til umboðsmanns Alþingis og fylgja þeirri kæru til fullnustu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis frá 3. mars 2021, í máli nr. 10055/2019, taldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að fallast á endurupptökubeiðni kæranda.<br /> <br /> Í framangreindu áliti umboðsmanns Alþingis kom m.a. fram að úrskurðarnefndinni hefði borið að leggja mat á efnisleg tengsl innihalds glæranna við viðfangsefni starfsmannsins hjá Vegagerðinni og þar með hvort og hvernig hann greindi þar frá verkefnum stofnunarinnar og hvort slík upplýsingagjöf teldist þáttur í starfi hennar. Með erindi, dags. 29. apríl 2021, óskaði úrskurðarnefndin því eftir því að Vegagerðin upplýsti nefndina um hvort og þá hvaða efnislegu tengsl innihald glæranna hefði við störf og verkefni umrædds starfsmanns hjá Vegagerðinni.<br /> <br /> Í umsögn Vegagerðarinnar, dags. 12. maí 2021, segir að stofnunin hafi synjað beiðni kæranda um að afhenda glærurnar á þeim grundvelli að þær væru eign viðkomandi starfsmanns. Vegagerðin vísar til þess að í leiðbeiningum Þjóðskjalasafns komi fram að ekki eigi að vista í skjalasafni ráðstefnugögn vegna ráðstefna sem ekki séu haldnar af viðkomandi stofnun eða varði ekki beint starfsemi hennar. Skylda til afhendingar viðkomandi gagna sé því ekki fyrir hendi. Tekið er fram að stofnunin leggist ekki gegn afhendingu ráðstefnuglæra almennt, heimili viðkomandi starfsmaður afhendinguna. Í ljósi framangreinds sé það afstaða Vegagerðarinnar, þrátt fyrir álit umboðsmanns Alþingis, að fyrri afgreiðsla á málinu hafi verið lögum samkvæm. <br /> <br /> Þá fjallaði Vegagerðin um tengsl glæranna við störf starfsmannsins hjá stofnuninni og rakti umfjöllunarefni fyrirlestrarins í umsögn sinni til úrskurðarnefndarinnar. Þar sagði m.a. að það hefði þýðingu fyrir starf starfsmannsins hjá Vegagerðinni að hann tæki virkan þátt í ráðstefnum á sínu fagsviði í því skyni að afla sér nýrrar þekkingar og tengsla í fræðaheiminum. Þekking sem þannig væri aflað gæti haft þýðingu við úrlausn vandamála í verkefnum hans hjá Vegagerðinni. Í fyrirlestrinum hefði þó ekki verið vikið sérstaklega að tilgreindum verkefnum starfsmannsins hjá Vegagerðinni. Fyrirlesturinn hefði ekki haft beina tengingu við starfsemi Vegagerðarinnar heldur alfarið verið hugverk viðkomandi starfsmanns og meðfyrirlesara hans. Í umsögninni segir jafnframt að Vegagerðin hafi, að fengnu samþykki starfsmannsins, veitt kæranda aðgang að ráðstefnuglærunum. Því sé það afstaða Vegagerðarinnar að kærandi hafi enga hagsmuni af því að fá málið endurupptekið.<br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar var kynnt kæranda með erindi, dags. 19. maí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 31. maí 2021, lýsir kærandi því að talsvert af því efni sem sýnt hafi verið í ráðstefnuerindi starfsmanns Vegagerðarinnar og meðfyrirlesara hans sé ekki þeirra hugverk heldur kæranda, þrátt fyrir staðhæfingar í umsögn Vegagerðarinnar. Þá fjallar kærandi um verkefni sín og reynslu af grjótnámurannsóknum og segir að hann en ekki viðkomandi starfsmaður Vegagerðarinnar hafi borið hitann og þungann af grjótnámurannsóknum fyrir þróun íslenska Bermugarðsins sem fjallað var um í fyrirlestrinum.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu óskaði kærandi eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál endurupptæki mál ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019 og gerði Vegagerðinni skylt að afhenda þær glærur sem fjallað er um í umræddum úrskurði<br /> <br /> Í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis frá 3. mars 2021 í máli nr. 10055/2019 taldi úrskurðarnefndin rétt að verða við endurupptökubeiðni kæranda og taka málið til nýrrar meðferðar. Í umræddu áliti umboðsmanns Alþingis var komist að þeirri niðurstöðu að úrskurðarnefndin hefði ekki rannsakað málið nægilega vel og leitaði því nefndin að nýju til Vegagerðarinnar um frekari upplýsingar líkt og rakið er í málsmeðferðarkafla hér að framan.<br /> <br /> Við hina endurteknu málsmeðferð kom í ljós að Vegagerðin hefur nú afhent kæranda þær glærur sem fjallað var um í máli ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019 og fjallað var um í áliti umboðsmanns Alþingis.<br /> <br /> Kærandi telur engu að síður tilefni til þess að úrskurðarnefndin úrskurði í málinu þar sem slíkur úrskurður kunni að hafa þýðingu fyrir afgreiðslu Vegagerðarinnar á frekari beiðnum um gögn sem hann hefur nú lagt fram eða hyggst leggja fram hjá stofnuninni.<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 er heimilt að bera „synjun beiðni um aðgang að gögnum“ samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þegar svo háttar til að stjórnvald afhendir umbeðin gögn til kæranda er ekki litið svo á að honum hafi verið synjað um gögnin og leiðir það til þess að kæru er vísað frá úrskurðarnefndinni. Gildir þetta hvort sem stjórnvald fellst á afhendingu fyrir eða eftir kæru til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Að því er varðar aðrar beiðnir kæranda um gögn hjá Vegagerðinni, eða þær beiðnir sem hann kann að leggja fram í framtíðinni, er það að segja að honum er eftir atvikum heimilt að kæra synjanir á þeim til úrskurðarnefndar um upplýsingamál séu kæruskilyrði samkvæmt lögum að öðru leyti uppfyllt.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds verður ekki hjá því komist að vísa erindi kæranda frá kærunefndinni.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 5. mars 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingmál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1045/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | A kærði afgreiðslu Alþingis á beiðni um að gögn um tiltekin fund undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa yrðu gerð aðgengileg á vefnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að ákvörðun um aðgang að gögnum í vörslum Alþingis væri ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Sama gilti um ákvörðun Alþingis um synjun beiðni kæranda um að tiltekin gögn verði birt á vefnum en slíkar ákvarðanir heyra almennt ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar. Varð því að vísa kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1045/2021 í máli ÚNU 21110005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. nóvember 2021, kærði A afgreiðslu Alþingis á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Kæru fylgdi afrit af bréfi skrifstofustjóra Alþingis til kæranda, dags. 4. nóvember 2021, en þar kemur fram að beiðnin varði aðgang að gögnum undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa. Kærandi hafi óskað aðgangs að öllum gögnum nefndarinnar með vísan til þess að þau væru ekki öll aðgengileg á þeirri gagnagátt sem nefndin hafi komið sér upp á vef Alþingis. Þá hafi kærandi óskað eftir því að upptaka af fundi kæranda og annarra með nefndinni yrði gerð opinber á vefsvæði nefndarinnar auk upptaka af öðrum fundum nefndarinnar. Í bréfinu kemur fram að öll gögn nefndarinnar séu birt á vef Alþingis utan tiltekinna gagna sem gerð er nánari grein fyrir. Ekki verði veittur aðgangur að gögnum sem vísað sé til í bréfum lögreglustjórans á Vesturlandi þar sem þau séu merkt trúnaðarmál af hálfu lögreglu og hafi verið afhent nefndinni í trúnaði. Hvað varði upptökur eða uppritun á fundum nefndarinnar er vísað til þess að fundirnir hafi verið lokaðir og uppritun þeirra gerð í þeim tilgangi að þingmenn geti kynnt sér gögn málsins og tekið ákvörðun þegar Alþingi fjallar um gildi kosninganna, sbr. 5. gr. verklagsreglna nefndarinnar. Í þessu ljósi hyggist nefndin ekki veita aðgang að uppritunum eða upptökum frá fundum með gestum. Þá verði einnig að líta til þess að efni uppritananna geti skipt máli fyrir sakamál, sbr. til hliðsjónar 17. gr. stjórnsýslulaga. Loks var kæranda veittur aðgangur að tilteknum skjölum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að ákvörðun Alþingis samrýmist augljóslega ekki sjónarmiðum um meðalhófsreglu þar sem um sé að ræða höfnun á að birta upptöku af fundi sem kærandi hafi setið með nefndinni og allir sem mættu til fundarins séu einhuga um að rétt sé að birta. Þar hafi komið fram nýjar upplýsingar sem ekki sé að finna í skriflegum kærum, m.a. vegna þess að brugðist hafi verið við svörum kjörstjórna við kærunum. Almenningur hljóti að eiga ríka hagsmuni af því að geta fylgst með störfum nefndarinnar sem hafi áður lýst því yfir að störf hennar skuli vera gegnsæ. Kærandi fái ekki séð að synjunin samræmist meginreglu um gegnsæja og málefnalega stjórnsýslu eða ákvæðum upplýsingalaga. <br /> <br /> Kærandi segir hina kærðu afstöðu hafa veruleg áhrif á andmælarétt sinn. Hún sé sérstaklega alvarleg í ljósi þess að efni nefndarinnar varði ljóslega alla kjósendur á Íslandi. Gagnsæi í störfum nefndarinnar sé mikilvægt til að hægt sé að fylgja kærum eftir efnislega en einnig til að skapa þá ásýnd sem nauðsynleg sé fyrir traust almennings á störfum Alþingis að þessu mikilvæga verkefni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt skrifstofu Alþingis með erindi, dags. 5. nóvember 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. <br /> <br /> Í umsögn Alþingis, dags. 9. nóvember 2021, kemur í upphafi fram að undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa sé sérstök nefnd skipuð þingmönnum sem starfi á grundvelli 3. mgr. 1. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991. Um störf hennar gildi ákvæði þingskapa og starfsreglur fastanefnda Alþingis, eftir því sem við geti átt og lög heimili, sbr. ákvörðun nefndarinnar frá 6. október 2021, sem og verklagsreglur nefndarinnar sem hún hafi samþykkt þann 8. október 2021. Viðfangsefni nefndarinnar sé að undirbúa þá rannsókn kjörbréfa sem fram fari á þingsetningarfundi og sé því liður í störfum þingsins. Um aðgang að gögnum nefndarinnar fari eftir því sem nánar sé ákveðið í þingsköpum og verklagsreglum nefndarinnar.<br /> <br /> Í umsögninni kemur enn fremur fram að Alþingi sé einn þriggja arma ríkisvaldsins í skilningi 2. mgr. stjórnarskrárinnar. Að því marki sem hlutverk eða störf Alþingis séu ekki útfærð í stjórnarskrá útfæri Alþingi sjálft störf sín með þingsköpum, sbr. 58. gr. stjórnarskrár. Með breytingu á upplýsingalögum, nr. 140/2012, með lögum nr. 72/2019 hafi Alþingi markað sér þá stefnu að um stjórnsýslu Alþingis fari eftir upplýsingalögum. Í lögum um þingsköp Alþingis sé jafnframt kveðið á um að um aðgang að upplýsingum um stjórnsýslu Alþingis fari samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. 93. gr. laganna. Í 2. mgr. greinarinnar séu ákvæði um nánari útfærslu þeirrar reglu og sé m.a. vísað til reglna sem forsætisnefnd setji. Í 2. gr. upplýsingalaga komi fram að ákvæði V.-VII. kaflar laganna taki ekki til Alþingis. Með vísan til þessa þyki ljóst að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ekki það hlutverk að lögum að taka til meðferðar kærur er lúta að synjun Alþingis um afhendingu gagna eða upplýsinga. Til þess beri einnig að líta að Alþingi skipuleggi störf sín sjálft og það sé ekki meðal hlutverka framkvæmdarvaldsins að hafa með beinum hætti eftirlit með störfum þess. Því sé í raun öfugt farið. <br /> <br /> Umsögn Alþingis var kynnt kæranda með erindi, dags. 10. nóvember 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, sem bárust þann 11. nóvember 2021, kemur fram að kærandi óski eftir því að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess hvort rétt sé að mál þetta heyri ekki undir nefndina. Kærandi sé ósammála þeirri lagatúlkun sem fram komi í umsögn Alþingis og telji einstaklega mikilvægt í ljósi sérstöðu þessa máls að fá úr því skorið hver afstaða úrskurðarnefndarinnar sé til þess hvort kæruheimild sé til staðra. Þá telur kærandi sjónarmið í umsögn Alþingis að vissu leyti gagnstæð þeim sem fram komu í hinni kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Kærandi bendir jafnframt á að beiðnin hafi lotið að því að nefndin geri opinbera á vefsvæði sínu upptöku af fundi með nefndinni sem fram fór að morgni 25. október 2021. Þar hafi mætt fjórir kærendur kosninganna og óumdeilt sé að allir hafi óskað eftir því að upptaka af þessum tiltekna fundi yrði gerð opinber. Það sé því um að ræða gífurlega litla hagsmuni sem ljóst sé að ekki gildi nokkurs konar trúnaður um enda sé ætlunin að nota upptökuna til að sýna öllum þingmönnum hana. Þá hafi nefndarformaður undirbúningskjörbréfanefndar sagt í viðtali að starf nefndarinnar yrði gagnsætt og fundir skyldu vera opnir þegar þess gæfist kostur. Frá þeirri afstöðu hafi ekki verið horfið opinberlega að því er virðist.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Alþingis á beiðni kæranda um að gögn um tiltekinn fund undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa verði gerð aðgengileg á vefnum.<br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019 sem tóku gildi þann 11. júní 2019 var gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 víkkað út á þann hátt að lögin tækju einnig til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. Ákvæði V.–VII. kafla upplýsingalaga taka þó ekki til Alþingis eða stofnana þess skv. lokamálslið 4. mgr. 2. gr. laganna. Í þessu felst að ákvörðun um aðgang að gögnum í vörslum Alþingis er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Sama gildir um ákvörðun Alþingis um synjun beiðni kæranda um að tiltekin gögn verði birt á vefnum en rétt er að taka fram að slíkar ákvarðanir heyra almennt ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar, sbr. til hliðsjónar úrskurð nr. 612/2016 frá 7. mars 2016. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 5. nóvember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> varaformaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason <br /> <br /> <br /> <br /> |
1044/2021. Úrskurður frá 29. nóvember 2021. | Deilt var um afgreiðslu Borgarholtsskóla á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða launamál starfsmanna skólans. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu í málinu að Borgarholtsskóla væri skylt að veita kæranda upplýsingar um launakjör æðsta stjórnanda, skjal fjármálastjóra um heildarlaun starfsmanna skólans og gögn sem sýna sundurliðun launakostnaðar. Ákvörðun skólans um að synja beiðni kæranda um skjal vegna undirbúnings greiðslu viðbótarlauna var hins vegar staðfest enda féllst nefndin á að um væri að ræða vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. nóvember 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1044/2021 í máli ÚNU 21020030. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 25. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu Borgarholtsskóla á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir upplýsingum um launamál starfsmanna með erindi, dags. 5. október 2020, en kærandi var fulltrúi kennara í samstarfsnefnd um endurskoðun stofnanasamnings Borgarholtsskóla og Kennarasambands Íslands. Hann átti í nokkrum samskiptum við stjórnendur skólans þar sem hann ítrekaði beiðni sína en þann 17. nóvember 2020 sendi kærandi skólameistara Borgarholtsskóla uppfærða upplýsingabeiðni í fimm liðum þar sem óskað var eftir eftirfarandi:<br /> <br /> 1. Upplýsingum um föst launakjör og fastar greiðslur allra sem þiggja laun samkvæmt samningum Kennarasambands Íslands og eiga undir stofnanasamning Borgarholtsskóla.<br /> 2. Upplýsingum um launakjör æðstu stjórnenda.<br /> 3. Gögnum sem lágu að baki yfirlýsingu fjármálastjóra um yfirvinnu á einstaka sviðum. <br /> 4. Gögnum úr ársskýrslu um laun, launatengd gjöld og starfsmannakostnað í Borgarholtsskóla vegna áranna 2015 og 2016.<br /> 5. Gögnum um skipun, störf og niðurstöðu sanngirnisnefndar.<br /> <br /> Þann 22. desember 2020 ítrekaði kærandi beiðnina og tók fram að tafla með föstum launakjörum, sbr. 1. lið, væri komin fram en að önnur gögn hefðu enn ekki verið afhent. Þá bætti kærandi við beiðni sína samkvæmt 5. lið og óskaði að auki gagna vegna viðbótarlauna sem komu til eftir að beiðnin var lögð fram. Sama dag svaraði Borgarholtsskóli því að öllum spurningum hefði verið svarað og að um laun embættismanna væri fjallað á vef Stjórnarráðsins og Félags forstöðumanna ríkisstofnana en það væru allt opinberar tölur. Sanngirnisnefndin væri hópur starfsfólks sem fenginn hefði verið til ráðgjafar fyrir ákvarðanatöku skólameistara, væri ekki formlegri nefnd en það. Varðandi upplýsingar um rekstrarkostnað skólans var vísað í ársreikninga. Viðbótarlaun hefðu verið ákvörðuð af skólameistara vegna annarlegs ástands í samfélaginu sökum farsóttar sem torveldað hefði eðlileg störf kennara.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi hafi einungis fengið gögn sem heyri undir fyrri helminginn af 1. lið í beiðni hans, þ.e. upplýsingar um „föst launakjör“ starfsmanna, en önnur umbeðin gögn hafi ekki verið gerð aðgengileg. Þá kemur fram að í aðdraganda jafnlaunavottunar Borgarholtsskóla í júní 2020 hafi verið haldnir kynningafundir og námskeið fyrir starfsmenn og þá hafi vaknað margar spurningar um laun sem ekki hafi náðst að spyrja eða fá svör við. Síðasta vetur hafi svo komið í ljós af samanburðagögnum frá Kennarasambandi Íslands að laun í Borgarholtsskóla væru að lækka, bæði grunn- og heildarlaun, miðað við aðra skóla, sem vakið hafi enn fleiri spurningar. Kærandi hafi verið kosinn sem fulltrúi Kennarafélags Borgarholtsskóla í samstarfsnefnd og skoðun á stofnanasamningi sem kallað hafi á enn fleiri gögn. Að lokum hafi skólameistari sett á fót „sanngirnisnefnd“ vegna Covid-19 sem hafi úthlutað skattfrjálsum heilsustyrk. Kennurum hefði verið mismunað við úthlutunina og styrkurinn numið allt frá 10.000 til 60.000 kr. án þess að nokkrar skýringar kæmu fram. Greiðslurnar hafi verið utan kjarasamnings en skólameistari neiti bæði aðgengi að gögnum um á hvaða forsendum ákvörðun hafi verið tekin og að gefa skýringu á mismunandi greiðslum. Því hafi kærandi óskað allra gagna málsins en kærandi vísar í 7. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um rétt almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna og 8. gr. þar sem fjallað er um vinnugögn sem beri að afhenda.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var send Borgarholtsskóla með bréfi, dags. 9. mars 2021, þar sem því var beint til kærða að afgreiða beiðni kæranda, sbr. 17. og 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þann 23. mars 2021 barst úrskurðarnefndinni afrit af erindi skólans til kæranda þar sem fjallað var um beiðnina og farið yfir það hvaða upplýsingar kæranda hefðu þegar verið veittar. Í fyrsta lagi hefðu nú upplýsingar um föst launakjör til allra starfsmanna verið veittar. Fastar greiðslur væru engar til starfsfólks sem þiggi laun samkvæmt kjarasamningi KÍ fyrir utan að stjórnendur fengju greiddan farsímakostnað. Í öðru lagi væri skólameistari einn æðsti stjórnandi og var vísað á vef Stjórnarráðsins um upplýsingar um starfskjör embættismanna. Skólameistari teldi óheimilt að veita upplýsingar um laun fjármálastjóra. Í þriðja lagi væru gögn sem lægju að baki yfirlýsingu um yfirvinnu vinnugögn og ekki skylt að útbúa ný skjöl vegna beiðni þar um. Í fjórða lagi varðandi laun, launatengd gjöld og starfsmannakostnað vegna áranna 2015 og 2016 var vísað á vef skólans þar sem ársreikningar væru birtir. Í fimmta lagi varðandi gögn um skipun, störf og niðurstöðu sanngirnisnefndar sagði að yfirstjórn hefði leitað til nokkurra kennara frá ólíkum deildum skólans um ráðgjöf. Ekki hefði verið um eiginlega nefnd að ræða heldur hefði nafnið sanngirnisnefnd verið vinnuheiti fyrir ferlið við að ákveða viðbótarlaun. Greitt hefði verið samkvæmt starfshlutfalli kennara á vorönn 2020 og upphæðin hefði verið ákvörðuð af skólameistara með hliðsjón af fjárheimildum skólans.<br /> <br /> Kærandi gerði athugasemdir við þessa afgreiðslu skólans, þann 30. mars 2021. Þar segir að öllum beiðnum kæranda nema þeirri fyrstu sé enn ósvarað. Varðandi 2. liðinn telji kærandi að veita beri upplýsingar um greidd heildarlaun æðstu stjórnenda, sbr. ákvæði upplýsingalaga. Ekki sé fullnægjandi að skólinn vísi í launatöflu skólameistara hvað heildarlaun varði og ekki séu veittar upplýsingar um laun fjármálastjóra. Varðandi 3. liðinn er því mótmælt að um vinnugögn geti verið að ræða og vísað á umfjöllun um jafnlaunavottunarferlið á vef Stjórnarráðsins þar sem m.a. er rætt um gagnsæi og réttlæti. Varðandi 4. liðinn segir að í ársreikningum 2015 og 2016 komi ekki fram sundurliðun á kostnaði vegna launa, launatengdra gjalda og starfsmannakostnaðar, eins og fram komi 2017 og eftir það. Varðandi 5. liðinn segir að skólameistari vísi í nefnd kennara sem hafi lagt fram hugmyndir en kennarar í nefndinni segi allar ákvarðanir hafi verið skólameistara. Um sé að ræða opinbert fé sem sé greitt kennurum eftir ákvörðun skólameistara. Í ljós hafi komið að kennurum hafi verið mismunað með greiðslur og því sé óskað eftir öllum gögnum málsins með vísun í upplýsingalög.<br /> <br /> Athugasemdir kæranda voru kynntar skólanum þann 23. apríl 2021 en úrskurðarnefndin óskaði þá jafnframt eftir umsögn frá skólanum um kæruna og afritum af umbeðnum gögnum. Í umsögn Borgarholtsskóla, dags. 7. maí 2021, kemur fram að skólinn telji sig hafa eftir fremsta megni orðið við beiðnum kæranda og jafnframt lagt sig fram um að brjóta ekki persónuverndarlög eða önnur lagaákvæði. Í umsögninni segir að skólinn telji sig ekki hafa heimild til að veita upplýsingar um heildarlaun starfsmanna skólans, sbr. 2. lið beiðni kæranda. Þá segir varðandi 3. liðinn að gögn sem liggi að baki yfirlýsingu fjármálastjóra um yfirvinnu séu vinnugögn við undirbúning jafnlaunavottunar. Borgarholtsskóli standi í þeirri trú að ekki beri að veita aðgang að almennum vinnuskjölum. Hvað varði þau gögn sem óskað sé eftir undir 4. lið beiðninnar segir að skólinn hafi lítið að gera með birtingarform ársreikninga og ekkert sé því til fyrirstöðu að birta umbeðna sundurliðun. Varðandi 5. liðinn kemur fram að svokölluð sanngirnisnefnd hafi aldrei verið skipuð og hafi þar af leiðandi ekkert erindisbréf. Yfirstjórn skólans hafi ákveðið að einn fulltrúi í yfirstjórninni, þ.e. áfangastjóri, skyldi hóa saman fjórum kennurum úr ólíkum deildum til samráðs um hugmyndir. Málið hafi síðan verið rætt á fundi yfirstjórnar þar sem áfangastjóri hafi lagt fram minnisblað og skólameistari tekið ákvörðun út frá þeirri umræðu og upplýsingum um fyrirkomulag viðbótarlauna. Það fyrirkomulag hafi öllum verið gert ljóst á starfsmannafundi og ekkert undanskilið í þeim efnum. Greidd hafi verið viðbótarlaun að ákveðinni upphæð eftir starfshlutfalli starfandi kennara á viðkomandi önn og hafi það þótt sanngjarnt. <br /> <br /> Umsögn skólans var send kæranda með bréfi, dags. 10. maí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 25. maí 2021, er því mótmælt að skólameistara sé óheimilt að birta heildarlaun stjórnenda með vísan til 4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Varðandi 3. liðinn segir kærandi að gögnin geti ekki talist vinnugögn þar sem þau hafi verið búin til vegna jafnlaunavottunar skólans og niðurstöður kynntar á fjölmennum fundi starfsmanna. Þar sem búið sé að „afhenda“ gagnið öðrum eða kynna niðurstöðurnar á fundi þá teljist gagn ekki lengur vinnugagn. Einnig bendir kærandi á að samkvæmt 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga skuli veita aðgang að skjali komi upplýsingar ekki fram annars staðar og almenningur eigi rétt á að kynna sér gögn þar sem fram komi lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Varðandi 4. liðinn bendir kærandi á að þó að skólameistari segist tilbúinn að birta umbeðna sundurliðun hafi hún enn ekki verið afhent. Þá komi heildarlaunakostnaður áranna 2015 og 2016 ekki fram á ársreikningi þeirra ára. Varðandi 5. liðinn hafi skólameistari rakið málið með sanngirnisnefnd og minnist á mörg gögn en neiti að afhenda gögnin. Yfirstjórn skólans hafi „ákveðið“ (væntanlega sé til fundargerð), áfangastjóri hafi lagt fram „minnisblað”, skólameistari hafi tekið „ákvörðun“ um fyrirkomulag viðbótarlauna. og greidd hafi verið viðbótarlaun að „ákveðinni upphæð“. Því óski kærandi eftir að fá í það minnsta eftirfarandi gögn: a) allar fundargerðir yfirstjórnar sem fjalli um málefni sanngirnisnefndar, b) minnisblað áfangastjóra, c) afrit af ákvörðun skólameistara, d) lista með upphæðum sem greiddar hafi verið og önnur gögn um sanngirnisnefndina, með vísun til 5. mgr. 7. gr. upplýsingalaganna.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða launamál starfsmanna Borgarholtsskóla. Kærandi setti beiðni sína, dags. 17. nóvember 2020, fram í fimm liðum og sneri sá fyrsti að föstum launum og föstum greiðslum til starfsmanna. Við meðferð málsins veitti skólinn kæranda upplýsingar þar að lútandi og kemur sá hluti kærunnar því ekki til frekari umfjöllunar. <br /> <br /> 2. <br /> Í beiðni kæranda var í öðru lagi óskað eftir gögnum með upplýsingum um launakjör æðstu stjórnenda, með vísan til 4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í svörum Borgarholtsskóla sagði að skólameistari teldist einn til æðstu stjórnenda og að upplýsingar varðandi launakjör hans væru aðgengilegar á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins eins og allra annarra embættismanna ríkisins en skólinn lét fylgja tengla á reglur um starfskjör forstöðumanna, grunnmat launa og röðun starfa í launaflokka. Í öðru svari skólans kom fram að skólinn teldi sér ekki heimilt að veita upplýsingar um heildarlaun einstakra starfsmanna skólans. <br /> <br /> Réttur kæranda til aðgangs að gögnum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. sömu laga tekur sá réttur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Frá þeirri reglu eru undantekningar sem meðal annars koma fram í 2. mgr. 7. gr. laganna. Samkvæmt 3. tölul. ákvæðisins er skylt að veita almenningi upplýsingar um föst launakjör starfsmanna. Þá er skylt að veita almenningi upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda samkvæmt 4. tölul. <br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2012 er tekið fram að með föstum launakjörum er m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunna að liggja fyrir um föst laun starfsmanns. Rétturinn til aðgangs nær þannig til gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Jafnframt felst í þessu að óheimilt er að veita upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns, hvort sem þau eru hærri en föst laun hans, t.d. sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri af einhverjum ástæðum, svo sem vegna launafrádráttar af sérstökum ástæðum. Hvað varðar upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda hjá stjórnvöldum segir hins vegar í athugasemdunum að veita skuli upplýsingar um greidd heildarlaun. Samkvæmt framangreindu á almenningur rýmri rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör æðstu stjórnenda heldur en annarra opinberra starfsmanna.<br /> <br /> Um afmörkun á því hvaða starfsmenn teljist til æðstu stjórnenda hjá ríkinu segir:<br /> <br /> „Við mat á því hvort um er að ræða æðstu stjórnendur hjá ríkinu má almennt ganga út frá því að um sé að ræða forstöðumenn ríkisstofnana. Er í því sambandi eðlilegt við nánari afmörkun að líta til fyrirmæla 2. tölul. og 5.–13. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Utan þeirrar upptalningar falla þó almennir lögreglumenn og sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni. Til æðstu stjórnenda ber hér einnig að telja skrifstofustjóra í Stjórnarráðinu, enda fara þeir alla jafna með stjórnunarheimildir gagnvart öðrum starfsmönnum í umboði ráðuneytisstjóra, sbr. 17. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, með síðari breytingum.“<br /> <br /> Í 13. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins segir að forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja, áður ótaldir, teljist starfsmenn ríkisins. Þá sker ráðherra úr því hvaða starfsmenn falla undir 13. tölul. 1. mgr. sbr. 2. mgr. 22. gr. laganna og skal hann fyrir 1. febrúar ár hvert birta lista í Lögbirtingarblaði yfir þá starfsmenn. Samkvæmt lista yfir forstöðumenn, dags. 1. febrúar 2021, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti, er skólameistari Borgarholtsskóla forstöðumaður skólans. <br /> <br /> Í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla segir að ráðherra skipi skólameistara í framhaldsskólum til fimm ára í senn. Þá veitir skólameistari framhaldsskóla forstöðu sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna. Af athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 92/2008 er einnig ljóst að „forræði og ábyrgð skólameistara sem forstöðumanns ríkisstofnunar og almennt stjórnunarumboð hans er skýrt og telst áþekkt því sem almennt gerist um forstöðumenn ríkisstofnana.“<br /> <br /> Í ljósi þessa telst skólameistari Borgarholtsskóla einn til æðstu stjórnenda skólans og er skólanum skylt að veita upplýsingar um heildarlaun hans. Þannig nægir ekki að vísa á almennar upplýsingar um launakjör, svo sem launatöflur embættismanna. Verður afgreiðsla skólans að þessu leyti felld úr gildi og lagt fyrir skólann að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum. Þetta ber skólanum að gera jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli, sbr. 5. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, heldur ber að taka þær sérstaklega saman í tilefni af beiðni kæranda.<br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um upplýsingar um laun fjármálastjóra skólans er skylt að veita upplýsingar um föst launakjör hans eins og annarra opinberra starfsmanna, en ætla má að það hafi þegar verið gert, sbr. umfjöllun um 1. lið í beiðni kæranda.<br /> <br /> 3.<br /> Í þriðja lagi óskaði kærandi eftir gögnum sem lágu að baki yfirlýsingu fjármálastjóra um yfirvinnu á einstaka sviðum. Borgarholtsskóli synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að þau gögn sem legið hefðu að baki yfirlýsingu fjármálastjóra hefðu verið vinnugögn við undirbúning jafnlaunavottunar. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fékk afhent afrit af minnisblaði fjármálastjóra sem ber yfirskriftina „Heildarlaun og það sem hefur áhrif á þau“ þar sem meðal annars er fjallað um yfirvinnu, sbr. beiðni kæranda. Í minnisblaðinu eru nokkrar staðreyndir um launamál starfsmanna skólans en engar tillögur, sjónarmið eða annað sem getur beinlínis talist hluti af undirbúningi ákvörðunar í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Verður skjalið því ekki undanþegið upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin fær ekki séð að aðrar takmarkanir upplýsingalaga eigi við um það og er Borgarholtsskóla því gert að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> 4.<br /> Í beiðni kæranda var óskað eftir gögnum úr ársskýrslu um laun, launatengd gjöld og starfsmannakostnað í Borgarholtsskóla vegna áranna 2015 og 2016. Í svari Borgarholtsskóla, dags. 23. mars 2021 var kæranda bent á ársreikninga á vef skólans en í skýringum Borgarholtsskóla til úrskurðarnefndarinnar, dags. 7. maí 2021, kom m.a. fram að ekkert væri því til fyrirstöðu að birta umbeðna sundurliðun launa- og starfsmannakostnaðar fyrir árin 2015 og 2016. Þá fékk úrskurðarnefndin afhent afrit af umbeðnum gögnum og beinir nefndin því til skólans að afhenda kæranda gögnin sömuleiðis, hafi það ekki þegar verið gert.<br /> <br /> 5.<br /> Loks óskaði kærandi jafnframt eftir öllum gögnum um skipun, störf og niðurstöðu sanngirnisnefndar, sem bregðast átti við auknu álagi og kostnaði kennara vegna Covid-19. Af hálfu skólans hefur komið fram að eitt skjal heyri undir þessa beiðni en að öðru leyti hafi undirbúningur málsins verið óformlegur. Ákvörðun skólans um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjalinu byggist á því að það sé vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna. Í skjalinu sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls.<br /> <br /> Borgarholtsskóli afhenti úrskurðarnefndinni skjalið sem áfangastjóri lagði fram en þar eru tillögur að greiðslum, forsendur og útreikningur vegna viðbótarlauna starfsmanna skólans. Að mati úrskurðarnefndarinnar ber skjalið með sér að vera undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og er ekki að sjá að það hafi verið sent út fyrir skólann eða að það stafi frá utanaðkomandi aðilum. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til annars en að staðfesta ákvörðun skólans að þessu leyti.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Borgarholtsskóla er skylt að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Upplýsingum um launakjör æðsta stjórnanda.<br /> 2. Skjali fjármálastjóra sem ber yfirskriftina „Heildarlaun og það sem hefur áhrif á þau.“<br /> 3. Gögnum sem sýna sundurliðun launakostnaðar vegna áranna 2015 og 2016. <br /> <br /> Ákvörðun Borgarholtsskóla, dags. 22. desember 2020, um að synja beiðni kæranda um skjal vegna undirbúnings greiðslu viðbótarlauna er staðfest. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldson<br /> <br /> <br /> |
1043/2021. Úrskurður frá 19. október 2021. | Kærð var ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að synja beiðni um aðgang að gögnum er varða spilakassarekstur. Ráðuneytið taldi óheimilt að afhenda innsend erindi Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands enda hefðu þau að geyma upplýsingar um virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni aðilanna, sbr. 2. málsl. 9. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndarinnar vörðuðu gögnin ekki slíka hagsmuni. Var ákvörðunin því felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda gögnin. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 19. október 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1043/2021 í máli ÚNU 21040003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 9. apríl 2021, kærði A, f.h. Samtaka áhugafólks um spilafíkn, afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi þann 18. febrúar 2021 óskað eftir afritum af öllum innsendum erindum til dómsmálaráðuneytisins frá Íslandsspilum sf. eða Happdrætti Háskóla Íslands sem snúa að úrbótum eða tillögum að spilakortum á árunum 2010-2020. Einnig hafi verið óskað eftir afritum af öðrum erindum frá þessum leyfishöfum sem snúa að rekstri spilakassa. <br /> <br /> Þann 1. mars 2021 hafi kærandi sent aðra beiðni og óskað eftir upplýsingum og gögnum er varði fyrirspurnir, beiðni eða mál sem borist hefðu ráðuneytum varðandi spilakassarekstur, þ.e. hvort rekstraraðilar hafi sent erindi eða ósk um undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum. Einnig var óskað eftir upplýsingum um það hvort þeir hefðu óskað eftir eða krafist fjárstyrks vegna lokunar spilakassa. Loks var óskað eftir erindum er lytu að spilakortum eða úrbótum sem sneru að takmörkunum á fjárhæðum eða tímamörkum.<br /> <br /> Kærunni fylgdi afrit af bréfi dómsmálaráðuneytisins til kæranda, dags. 22. mars 2021. Þar kemur m.a. fram að ráðuneytinu hafi borist erindi á því tímabili sem fyrri beiðni kæranda lýtur að. Athugun ráðuneytisins á þeim erindum varði öll markaðsmál eða hugsanlegar lagabreytingar og tilraunir til úrbóta á rekstri fyrirtækjanna. Þeim sé beint til ráðuneytisins sem fagráðuneytis í happdrættismálum sem fari með stefnumótun í málaflokknum. Í gögnunum komi einkum fram upplýsingar um stöðu félaganna á happdrættismarkaði, markaðshlutdeild og samkeppni og varði þær mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þessara aðila. Ráðuneytið hafi óskað eftir afstöðu Happdrættis Háskóla Íslands og Íslandsspila sf. til beiðni kæranda. Í svörum beggja aðila sé lagst gegn því að ráðuneytið verði við beiðninni. Ráðuneytið telji að umbeðin gögn séu upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt og heyri þar af leiðandi undir 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með erindi, dags. 12. apríl 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst þann 3. maí 2021. Þar kemur m.a. fram að mat ráðuneytisins sé að beiðnir kæranda séu fremur óskýrar en það skilji þær sem svo að verið sé að spyrja um innsend erindi er varði spilakassa og lúti annars vegar að spilakortum og hins vegar að öðrum innsendum erindum er snúi að úrbótum á rekstri spilakassa. Í tilefni af beiðnunum hafi ráðuneytið farið yfir þau mál Íslandsspila sf. og Happdrættis Háskóla Íslands á árunum 2010-2020 sem mögulega geti varðað atriði sem fyrirspurnir kæranda lúta að. Í samræmi við 17. gr. upplýsingalaga hafi verið talið rétt að leita álits þessara lögaðila áður en ákvörðun var tekin. Báðir aðilar hafi lýst sig mótfallna afhendingu gagnanna með hliðsjón af mikilvægum virkum fjárhags- og viðskiptahagsmunum fyrirtækjanna. Í kjölfarið hafi ráðuneytið lagt mat á hvert og eitt þeirra gagna sem tekin voru saman með tilliti til þess hvort rétt væri að undanþiggja þau aðgangi almennings. Það hafi verið mat ráðuneytisins að þau hefðu í öllum tilvikum að geyma það mikilvægar upplýsingar um virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila, sem og samkeppnisstöðu þeirra, að þau heyrðu undir 2. málsl. 9. gr. laganna. Sú afstaða hafi ekki eingöngu byggst á afstöðu lögaðilanna.<br /> <br /> Dómsmálaráðuneytið tekur fram í umsögn sinni að þegar betur sé að gáð lúti mörg þeirra gagna sem tekin hafi verið saman ekki að efni fyrirspurnarinnar. Þá geti ráðuneytið ekki fallist á það sjónarmið kæranda að fjárhags- eða viðskiptahagsmunir eigi ekki við um starfsemi þá sem hér um ræðir á þeirri forsendu að með starfsemi sinni afli lögaðilarnir fjár til góðra málefna. Til að ná sem bestum ágóða af rekstri fyrirtækjanna hljóti almenn viðskiptaleg sjónarmið að eiga við eins og um annan rekstur, auk þess sem samkeppni ríki á þessum markaði. Loks tekur ráðuneytið fram að við nánari yfirferð umbeðinna gagna hafi ráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að afhenda beri kæranda hluta nokkurra skjala.<br /> <br /> Umsögn dómsmálaráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 5. maí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Af hálfu kæranda kemur m.a. fram að hann telji að þau skjöl sem ráðuneytið hafi veitt aðgang að séu ófullnægjandi. Þá eigi rök ráðuneytisins ekki við þar sem um sé að ræða fjáröflun góðgerðasamtaka og opinberrar stofnunar. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum dómsmálaráðuneytisins sem varða samskipti þess við tvo lögaðila, Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil sf., um rekstur spilakassa. Beiðni kæranda var upphaflega synjað í heild sinni með vísan til þess að gögnin innihéldu upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Undir rekstri málsins fyrir úrskurðarnefndinni ákvað ráðuneytið hins vegar að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum að hluta.<br /> <br /> Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni:<br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað þau gögn sem dómsmálaráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að með hliðsjón af þessum sjónarmiðum. Um er að ræða erindi sem Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil sf. sendu dómsmálaráðuneytinu á tímabilinu 2010-2020 og varða úrbætur og rekstur spilakassa. Þá hefur ráðuneytið jafnframt tekið saman innsend erindi frá þessum aðilum sem varða önnur atriði en vegna afmörkunar kæranda á beiðnum sínum koma þau ekki til frekari skoðunar í máli þessu. Umbeðin gögn eiga það sameiginlegt að lúta að fjárhags- og viðskiptahagsmunum lögaðila í skilningi 9. gr. upplýsingalag. Til að ákvarða rétt kæranda til aðgangs að þeim kemur hins vegar til álita hvort þeir hagsmunir séu nægjanlega mikilvægir til að sanngjarnt teljist og eðlilegt að sá réttur verði takmarkaður, líkt og ákvæðið áskilur.<br /> <br /> Í fyrsta lagi kemur til skoðunar minnisblað sem barst dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu frá Happdrætti Háskóla Íslands, dags. 2. nóvember 2010. Í minnisblaðinu er óskað afstöðu ráðuneytisins vegna svokallaðs greiðslumiðakerfis og breytinga á vottunarfyrirkomulagi og er svar ráðuneytisins dags. þann 8. nóvember 2010. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta minnisblaðið og svar ráðuneytisins ekki talist innihalda upplýsingar af því tagi sem fjallað er um í 9. gr. upplýsingalaga. Er þar litið til þess að þær takmörkuðu upplýsingar sem fram koma um starfsemi Happdrættis Háskóla Íslands eru um tíu ára gamlar og að upplýsingar um samstarf þess við erlendan aðila birtast á vef þess. Ekki verður þannig séð að upplýsingarnar geti valdið nokkru tjóni, komist þær á almannavitorð, og engar vísbendingar um slíkt verða ráðnar af umsögn ráðuneytisins eða afstöðu Happdrættis Háskóla Íslands til beiðni kæranda. Þessi gögn verða því ekki talin varða nægjanlega mikilvæga hagsmuni í skilningi 9. gr. upplýsingalaga til að réttur kæranda til aðgangs að þeim verði takmarkaður á grundvelli ákvæðisins.<br /> <br /> Í öðru lagi kemur til skoðunar bréf Happdrættis Háskóla Íslands til innanríkisráðuneytisins, dags. 20. mars 2012. Bréfið ber þess vitni að vera svar við bréfi ráðuneytisins, dags. 7. mars 2012. Kæranda hefur verið veittur aðgangur að bréfinu að hluta en afmáðar hafa verið upplýsingar á þremur stöðum, þ.e. beinar tilvitnanir í bréf ráðuneytisins og viðbrögð Happdrættis Háskóla Íslands. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta slík viðbrögð og ábendingar fyrir um níu árum ekki talist til upplýsinga um mikilvæga og virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Happdrættis Háskóla Íslands í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, ekki síst þegar litið er til þess um hversu almenn atriði er að ræða. Ekki verður séð að afhending upplýsinganna til kæranda sé til þess fallinn að valda nokkru fjártjóni og lúta þær því ekki að mikilvægum hagsmunum í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í þriðja lagi verður tekin afstaða til aðgangs kæranda að bréfi Íslandsspila sf. til innanríkisráðuneytisins, dags. 12. júní 2012. Bréfið varðar heimild félagsins til samtengingar söfnunarkassa og tillögur að lagabreytingum í því skyni. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur umleitan af þessu tagi ekki talist til upplýsinga um mikilvæga og virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Íslandsspila sf. í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, einkum með hliðsjón af aldri upplýsinganna og þeirrar staðreyndar að ekki er að finna vísbendingar um viðskiptaleyndarmál eða önnur viðkvæm atriði í bréfinu. Sú staðreynd að félagið hafi talið sig standa höllum fæti gagnvart öðrum aðilum vegna samtengingar spilakassa getur ekki raskað samkeppnisstöðu þess og í bréfinu eru engar aðrar upplýsingar sem samkeppnisaðilar félagsins eða aðrir geta hagnýtt sér á kostnað þess.<br /> <br /> Í fjórða lagi kemur til skoðunar bréf Íslandsspila sf. til innanríkisráðuneytisins, dags. 14. mars 2013, þar sem óskað er eftir heimild til að hækka vinninga og hækka verð. Kæranda hefur verið veittur aðgangur að bréfinu að hluta en afmáðar hafa verið upplýsingar um tekjur Íslandsspila sf., mat félagsins á ólíkum heimildum til starfsemi spilakassa og ósk félagsins eftir heimild til að dreifa leikjum sínum á vefnum. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar er í öllum tilvikum um of almennar upplýsingar að ræða til að þær geti talist lúta að mikilvægum og virkum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum félagsins í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Er þar einnig litið til aldurs upplýsinganna og þeirrar staðreyndar að upplýsingar um tekjur Íslandsspila hafa birst opinberlega, t.d. í svörum ráðherra við fyrirspurnum þingmanna. Ekki verður séð að það geti valdið félaginu tjóni þótt kæranda verði veittur aðgangur að bréfinu í heild sinni.<br /> <br /> Í fimmta lagi kemur til skoðunar bréf Íslandsspila sf. til innanríkisráðherra, dags. 13. nóvember 2013, ásamt fylgiskjali. Bréfið varðar ósk félagsins um að staða þess á happdrættismarkaði verði tekin til endurskoðunar og því til stuðnings fylgir minnisblað frá JURIS lögmannsstofu, sem kæranda hefur verið veittur aðgangur að með útstrikunum. <br /> <br /> Með hliðsjón af þeim röksemdum sem raktar hafa verið um önnur gögn hér að framan er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hvorki bréfið né fylgiskjalið innihaldi upplýsingar sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Sem fyrr er fallist á það með dómsmálaráðuneytinu að upplýsingarnar varði fjárhags- og viðskiptahagsmuni Íslandsspila sf. að nokkru marki en að mati úrskurðarnefndarinnar hefur ekki verið lagt rétt mat á mikilvægi þeirra hagsmuna eins og ákvæðið gerir ráð fyrir. <br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið verður hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir dómsmálaráðuneytið að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í heild sinni eins og nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Dómsmálaráðuneytinu er skylt að veita kæranda aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Minnisblaði frá Happdrætti Háskóla Íslands til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, dags. 2. nóvember 2010. <br /> 2. Bréfi Happdrættis Háskóla Íslands til innanríkisráðuneytisins, dags. 20. mars 2012.<br /> 3. Bréfi Íslandsspila sf. til innanríkisráðuneytisins, dags. 12. júní 2012.<br /> 4. Bréfi Íslandsspila sf. til innanríkisráðuneytisins, dags. 14. mars 2013.<br /> 5. Bréfi Íslandsspila sf. til innanríkisráðherra, dags. 13. nóvember 2013, ásamt fylgiskjali.<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> varaformaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
1042/2021. Úrskurður frá 18. október 2021. | Deilt var um synjun Seðlabanka Íslands á beiðni blaðamanns um aðgang að gögnum um úthlutun LBI hf. á hlutabréfum í Landsbankanum hf. til starfsmanna árið 2013. Ákvörðun Seðlabankans byggði einkum á því að gögnin væru háð þagnarskyldu, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Úrskurðarnefndin staðfesti synjunina og tók fram að þagnarskylduákvæðið gerði ekki ráð fyrir því að hagsmunamat færi fram við ákvörðun á því hvort almenningur ætti rétt til aðgangs að gögnunum heldur nægði að gögnin vörðuðu hagi viðskiptamanna bankans til að upplýsingaréttur almennings yrði takmarkaður á grundvelli ákvæðisins. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 18. október 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1042/2021 í máli ÚNU 21040018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. apríl 2021, kærði A, blaðamaður Viðskiptablaðsins, ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að þann 28. apríl 2021 hafi Seðlabankinn synjað beiðni um aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Erindi Landsbankans hf. til FME á fyrri parti árs 2013 varðandi það hvort afhending á hlutum í bankanum til starfsmanna félli undir reglur um kaupauka.<br /> 2. Minnispunktum starfsmanna FME til afnota á fundum með fulltrúum Landsbankans hf., LBI hf. og Bankasýslu ríkisins á sama tímabili.<br /> 3. Tölvupóstsamskiptum starfsmanna FME og fulltrúa sömu aðila á sama tímabili.<br /> <br /> Kærandi óskar þess að nöfn einstaklinga verði afmáð úr skjölunum þar sem hann hafi eingöngu áhuga á rökstuðningi og samskiptum í aðdraganda ákvörðunarinnar. Ákvörðun bankans hafi verið studd tvenns konar rökum, annars vegar að gögnin falli undir sérstaka þagnarskyldureglu í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands og hins vegar að ákvæði 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eigi við um þau. Kærandi telur að bankanum sé lítið hald í síðarnefnda ákvæðinu, enda meira en átta ár liðin frá tilurð hluta þeirra og því ætti 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna að eiga við. Þá telur kærandi rök hníga til að 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. eigi við um þau að hluta. Kærandi fellst á það með bankanum að gögnin geti vissulega fallið undir 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands en telur rök hníga á móti til þess að aðgangur verði veittur. Það eigi sérstaklega við um gögn undir 1. og 2. tölul. í kæru.<br /> <br /> Í kæru er forsaga málsins rakin. Undir lok árs 2009 hafi náðst samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og kröfuhafa fallna Landsbankans um fjárhagsuppgjör milli nýja Landsbankans og slitabúsins. Í því hafi meðal annars falist að bankinn afhenti starfsmönnum, sem voru fastráðnir í lok mars 2013 eða höfðu starfað hjá bankanum áður, 500 milljón hluti í bankanum. Tæplega tveir þriðju þess hafi verið keyptir til baka af bankanum samkvæmt ársskýrslu 2014 til að standa skil á skatt- og lífeyrissjóðsgreiðslum sem af gjörningnum hlutust, og hafi um 1.400 starfsmenn samanlagt átt 0,78% hlut í bankanum. Bankinn hafi síðan sjálfur átt 1,3% af eigin bréfum. Starfsmenn hafi ekki mátt selja bréfin fyrr en þrjú ár hefðu liðið frá afhendingu þeirra. Áður en bréfin hafi verið afhent hafi komið til umræðu hvort í þeim fælist kaupauki og afhendingin félli þar með undir reglur nr. 700/2011. Samskipti hafi átt sér stað milli aðila vegna þessa og óskar kærandi eftir afriti af þeim.<br /> <br /> Kærandi vill láta á það reyna hvort ástæða sé til að nota 3. eða 5. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands í málinu og nefnir fimm röksemdir máli sínu til stuðnings. Í fyrsta lagi hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál reglulega lagt mat á það hvort hagsmunir almennings af því að skjöl skuli birt skuli vega þyngra en hagsmunir sem mæli með leynd. Það mat sé ekki svarthvítt en meðal þess sem hafi verið litið til sé hvort um sé að ræða ráðstöfun opinberra eigna, „sem almenningur á almennt ríkan rétt til að kynna sér hvernig staðið er að“ líkt og segi í athugasemdum við 5. mgr. 41. gr. laganna í frumvarpinu. Hér sé vissulega um ráðstöfun opinberrar eignar að ræða en 2% hlutur í bankanum hafi árið 2013, miðað við margfaldarann 0,8 á eigin fé bankans á þeim tíma, verið um fjögurra milljarða króna virði. <br /> <br /> Í annan stað þá eigi almenningur ríkan rétt á að kynna sér „stjórnsýsluframkvæmd á tilteknu sviði“. Þótt gjörningurinn hafi í raun verið ákveðinn 2009 þá hljóti rök að hníga til þess að almenningi verði gefinn kostur á að máta þetta við mál sem síðar hafi átt sér stað. Í kaupaukamálunum liggi fyrir dómur Landsréttar frá 4. desember 2020, í máli nr. 239/2019, Arctica Finance gegn FME og ríkinu, auk sáttar við Kviku og sektarákvörðunar til handa Fossa mörkuðum. Síðastnefnda málið sé til meðferðar fyrir dómi. Ákveðnir þættir rökstuðnings FME í þeim málum falli að atvikum í máli Landsbankans þótt önnur séu ólík. Kærandi telur að almenningur eigi að eiga kost á því að geta glöggvað sig á muninum. <br /> <br /> Í þriðja lagi hafi úrskurðarnefndin horft til þess hvort upplýsingar sem gögnin geyma hafi verið gerð opinber áður. Sé sú raunin þá hafi það verið mat nefndarinnar að ekki sé unnt að synja um afhendingu á þeim grunni. Nú liggi fyrir að sagðar hafi verið fréttir af málinu á þeim tíma sem það átti sér stað og bankinn hafi birt tilkynningu um að þetta hafi farið athugasemdalaust frá FME þótt sú tilkynning hafi verið fjarlægð. Því telur kærandi líklegt að þetta eigi við um einhvern hluta umræddra skjala. <br /> <br /> Í fjórða lagi sé langt liðið frá því að gögnin urðu til og erfitt að sjá að hagsmunir einhvers geti orðið fyrir barðinu á því ef gögnin yrðu afhent. Sé það svo að viðkvæmar persónu- eða viðskiptaupplýsingar komi þar fram eigi að vera vandalítið að afmá þær en veita aðgang að samskiptum, atvikum og rökstuðningi að öðru leyti. <br /> <br /> Í fimmta lagi vill kærandi kanna hvaða áhrif viðtal þáverandi forstjóra FME, núverandi varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits, við RÚV frá júlí 2013 hafi á málið. Þar komi meðal annars fram að úthlutun bréfanna hefði ekki formlega fallið undir kaupaukareglurnar vegna þess að gildissvið reglnanna taki til kaupaukakerfa hjá fjármálafyrirtækjum. Hér sé um það að ræða að gamli bankinn, sem ekki sé lifandi fjármálafyrirtæki, greiði samkvæmt samningi við íslenska ríkið frá því löngu fyrir gildistöku reglnanna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með erindi, dags. 28. apríl 2021, og veittur frestur til að skila umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Seðlabanka Íslands barst með bréfi, dags. 27. maí 2021. Þar kemur fram að það sé mat bankans að umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands og einnig með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum bankans um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fái vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Umbeðnar upplýsingar varði hagi viðskiptamanna bankans og einnig viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og teljist því ekki til opinberra upplýsinga. Þá sé það jafnframt mat Seðlabankans að þær skuli fara leynt samkvæmt eðli máls. Slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu nema úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi. Vikið er að því að úrskurðarnefndin hafi byggt á því að í forvera ákvæðisins, þ.e. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, hafi falist regla um sérstaka þagnarskyldu. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi sem varð að lögum nr. 92/2019 segi að áhersla sé lögð á mikilvægi þess að sérstök þagnarskylda gildi að meginstefnu áfram um upplýsingar af því tagi sem ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 hafi tekið til. Þá byggir Seðlabanki Íslands á því að umbeðin gögn falli undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Seðlabankinn tekur röksemdir kæranda til sérstakrar skoðunar í umsögn sinni. Bankinn telur að 3. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 eigi ekki við í málinu þar sem ákvæðinu sé frekar ætlað að ná yfir birtingu tölfræðilegra upplýsinga sem bankinn safni. Ákvæðinu sé hins vegar ekki ætlað að liðka fyrir birtingu upplýsinga um einstök mál sem háð séu þagnarskyldu. Í þessu sambandi er tekið fram að Seðlabankinn hafi synjað beiðni kæranda vegna efnis umbeðinna gagna en ekki þeirrar staðreyndar að þar komi fyrir nöfn starfsmanna bankans og annarra aðila. Það er jafnframt mat Seðlabankans að 6. mgr. 41. gr. laganna eigi heldur ekki við í málinu. Seðlabankinn hafi ekki ráðstafað þeirri eign sem um ræðir, hvorki beint né óbeint. Þá beri að líta til þess hvort um sé að ræða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila en það sé mat Seðlabankans að umbeðin gögn séu einmitt þess eðlis.<br /> <br /> Í umsögn Seðlabankans er vikið að umfjöllun um umbeðin gögn í fjölmiðlum og tekið fram að slík umfjöllun geti ekki jafngilt birtingu gagna. Sjónarmið Fjármálaeftirlitsins hafi komið fram í viðtali við þáverandi forstjóra stofnunarinnar en umbeðin gögn ekki gerð opinber eða um þau fjallað sérstaklega. Viðtalið geti engin áhrif haft á beiðni kæranda. Loks tekur Seðlabanki Íslands fram að þagnarskylda á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 sé ótímabundin. Horfa þurfi til bæði efnis og eðlis umbeðinna gagna en ekki aldurs. Þó telur bankinn rétt að nefna að þau teljist tæplega gömul enda rétt um átta ár frá þeim gjörningi sem þau fjalla um.<br /> <br /> Með erindi, dags. 1. júní 2021, var kæranda kynnt umsögn Seðlabanka Íslands og veittur kostur á að koma á frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að gögnum í vörslum Seðlabanka Íslands. Ákvörðun Seðlabankans um synjun beiðni kæranda byggðist einkum á 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019 en jafnframt byggði bankinn á því að umbeðin gögn væru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Í núgildandi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, sem er efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laganna, segir:<br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskylda samkvæmt 41. gr. laga nr. 92/2019 sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 774/2019, 792/2019, 904/2020, 954/2020 og 966/2021. Sbr. einnig úrskurði nr. 614/2016, 665/2016 og 682/2017 frá gildistíð eldri laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001.<br /> <br /> Seðlabanki Íslands hefur látið úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af umbeðnum gögnum, en beiðni kæranda var afmörkuð við eftirfarandi gögn:<br /> <br /> 1. Erindi Landsbankans hf. til FME á fyrri hluta árs 2013.<br /> 2. Minnispunktar starfsmanna FME til eigin afnota á fundum þeirra með fulltrúum Landsbakans hf., LBI hf. og Bankasýslu ríkisins á sama tímabili.<br /> 3. Tölvupóstsamskipti starfsmanna FME og fulltrúa þessara sömu aðila á sama tímabili.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna gagna. Um er að ræða samskipti sem varða úthlutun LBI hf. á hlutabréfum í Landsbankanum hf. til starfsmanna bankans sem átti sér stað um mitt ár 2013. Úthlutunin byggði á samkomulagi milli íslenska ríkisins og kröfuhafa LBI hf. sem gert var í lok árs 2009 og vörðuðu samskiptin m.a. það álitaefni hvort úthlutunin teldist falla undir gildissvið þágildandi laga og reglna um kaupaukakerfi. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ljóst af framangreindu, sem og skoðun umbeðinna gagna, að þau varða hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur LBI hf. og Landsbankans hf. sem eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Þegar tekið er tillit til þess hvernig umbeðin gögn komust í vörslur Fjármálaeftirlitsins er það enn fremur mat nefndarinnar að þau séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þannig verður ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun Seðlabankans um synjun beiðni kæranda.<br /> <br /> Í tilefni af röksemdum kæranda er lúta að því að umbeðin gögn eigi erindi við almenning tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 gerir ekki ráð fyrir því að slíkt mat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum sem falla að öðru leyti undir ákvæðin. Nægjanlegt er að upplýsingar varði hagi viðskiptamanna, sbr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands til að upplýsingaréttur almennings verði takmarkaður á grundvelli ákvæðisins umfram fyrirmæli upplýsingalaga, sjá t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 792/2019, 904/2020 og 966/2021. Sama á við að breyttu breytanda um röksemdir kæranda er lúta að því að umfjöllun í fjölmiðlum, aldur gagnanna og önnur atriði geri það að verkum að mati kæranda að rök standi ekki lengur til þess að þau fari leynt. Loks er rétt að taka fram í tilefni af kæru kæranda að úrskurðarnefnd um upplýsingamál brestur heimild að lögum til að gera Seðlabanka Íslands skylt að veita aðgang að upplýsingum eða gögnum samkvæmt 3. og 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Með þessum ákvæðum er bankanum veitt heimild að lögum til birtingar upplýsinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum, þrátt fyrir þagnarskyldu 1. mgr. ákvæðisins, að eigin frumkvæði en ekki er um að ræða skyldu til slíkrar birtingar.<br /> <br /> Að fenginni þessari niðurstöðu er óþarft að fjalla sérstaklega um það hvort umbeðin gögn falli undir takmörkun 9. gr. upplýsingalaga á upplýsingarétti almennings.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 28. apríl 2021, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Erindi Landsbankans hf. til FME á fyrri hluta árs 2013.<br /> 2. Minnispunktum starfsmanna FME til eigin afnota á fundum þeirra með fulltrúum Landsbankans hf., LBI hf. og Bankasýslu ríkisins á sama tímabili.<br /> 3. Tölvupóstsamskiptum starfsmanna FME og fulltrúa þessara sömu aðila á sama tímabili.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
1041/2021. Úrskurður frá 18. október 2021. | Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins byggði á því að umbeðin gögn væru háð sérstakri þagnarskyldu skv. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, sbr. fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Kærandi taldi þagnarskylduákvæðið ekki eiga við í þessu tilviki enda hefði greinargerðin ekki verið send ráðuneytinu sem drög, á grundvelli lagaskyldu, heldur hefði verið um lokaskil hennar að ræða. Úrskurðarnefndin taldi ljóst af greinargerðinni að ekki væri um endanlega útgáfu að ræða. Greinargerðin væri þar með undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, sem gengi framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 18. október 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1041/2021 í máli ÚNU 21030021. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 25. mars 2021, kærði A, lögmaður, ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að beiðninni hafi verið hafnað með tölvupósti, dags. 12. mars 2021, á þeim grundvelli að óheimilt væri að veita aðgang að greinargerðinni með vísan til 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Kæranda hafi jafnframt verið bent á úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 967/2021 og 826/2019 en í þeim málum hafi verið staðfest synjun um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda þar sem hún hafi verið send á grundvelli lagaskyldu. Kærandi telur að misskilnings gæti hjá ráðuneytinu. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í þessum málum hafi byggt á því að greinargerð hafi verið afhent til umsagnar af hálfu ríkisendurskoðanda þann 10. ágúst 2018. Öll röksemdafærsla og niðurstaða úrskurðanna grundvallist á þeirri forsendu. Beiðni kæranda í því máli sem hér er til umfjöllunar lúti hins vegar að því að fá aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda sem send var til margra aðila þann 27. júlí 2018, nánar tiltekið forseta Alþingis, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Lindarhvols ehf., Seðlabanka Íslands og umboðsmanns Alþingis. Ekki hafi verið um að ræða sendingu á grundvelli lagaskyldu heldur hafi það verið ætlun setts ríkisendurskoðanda að greinargerðin yrði í kjölfarið gerð aðgengileg almenningi. Sendingin hafi augljóslega ekki verið hluti af málsmeðferð samkvæmt 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda heldur hafi verið um lokaskil að ræða. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með erindi, dags. 25. mars 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst þann 15. apríl 2021. Þar kemur fram að Ríkisendurskoðun hafi verið falið að hafa eftirlit með framkvæmd samnings ráðherra við Lindarhvol ehf. og annast endurskoðun á ársreikningum félagsins samkvæmt ákvæði til bráðabirgða III við þágildandi lög um Seðlabanka Íslands. Ríkisendurskoðun sé sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfi á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrárinnar. Áréttað er að um störf setts ríkisendurskoðanda ad hoc hafi gilt ákvæði laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í lögunum séu ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. <br /> <br /> Hvað aðgang að gögnum frá Ríkisendurskoðun varði komi fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent enda hamli því ekki takmarkanir samkvæmt upplýsingalögum. Í 2. málsl. sömu málsgreinar komi fram að drög að slíkum gögnum sem send hafa verið aðilum til kynningar og umsagnar séu og verði ekki aðgengileg. Þá hafi ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að önnur gögn, þ.e. önnur gögn en drög að fyrrnefndum gögnum, sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur, verði heldur ekki aðgengileg. Um aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun, þ.m.t. gögnum sem settur ríkisendurskoðandi hafi útbúið, fari samkvæmt ákvæðum 15. gr. laga nr. 46/2016.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið víkur að því í umsögn sinni að samkvæmt 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 séu umsagnardrög að skýrslum, greinargerðum og öðrum gögnum sem send hafa verið aðilum til kynningar undanþegin aðgangi. Drög að greinargerðum eða skýrslum komi því aldrei til afhendingar eða birtingar eftir að athugun hafi verið lokið með endanlegri skýrslu til Alþingis. Sama niðurstaða leiði af ummælum í greinargerð með frumvarpi til laganna. <br /> <br /> Þá vísar ráðuneytið einnig til þess að fram komi í 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. að ríkisendurskoðandi geti ákveðið að gögn sem send hafa verið stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og á meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. Ákvæðið beri með sér að um sé að ræða önnur gögn en skýrslur og greinargerðir sem kynna á Alþingi eða drög að slíkum skýrslum og greinargerðum enda fjalli 1. og 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. um m.a. skýrslur og greinargerðir og drög að slíkum gögnum. Í frumvarpinu sem varð að lögum nr. 46/2016 komi fram að ákvæðið sé einkum sett til að tryggja vinnufrið og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað á rannsóknarstigi. Tekið sé fram að þegar athugun er lokið reyni á aðgangsrétt að þessum tilteknu gögnum, þ.e.a.s. öðrum gögnum en drögum að skýrslum og greinargerðum sbr. 2. málsl. 3. mgr. 15. gr., skv. 2. mgr. 15. gr. laganna. Umbeðin greinargerð sé því vinnugagn Ríkisendurskoðunar og samkvæmt ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 séu slík gögn alfarið undanþegin upplýsingarétti, sbr. og 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Til frekari rökstuðnings vísar ráðuneytið til úrskurða úrskurðarnefndarinnar nr. 826/2019, 967/2021 og 978/2021. Í öllum úrskurðunum sé skýrlega kveðið á um að 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 taki til þeirra gagna sem þar falla undir en ekki þess aðila sem hefur þau í fórum sínum. Fullyrðing kæranda um lokaskil standist ekki skoðun og vísar ráðuneytið til gagna máls sem lyktaði með úrskurði nr. 826/2019. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 16. apríl 2021 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust þann 30. apríl 2021. Kærandi áréttar þá afstöðu að 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 eigi ekki við í málinu. Óumdeilt sé að greinargerðin hafi verið send til fjölmargra aðila þann 27. júlí 2018 og ekki um að ræða útsendingu á grundvelli lagaskyldu líkt og gert hafi verið þann 10. ágúst 2018. Mikilvægt sé að halda því til haga að það sé talsverður munur á því hvort gögn séu send samkvæmt lagaskyldu eða án þess að slíkri skyldu sé til að dreifa. Gera verði þá kröfu til stjórnvalda að vanda til verka og ótækt að þau geti eftir á dregið til baka fyrri útsendingu gagna og sent þau aftur samkvæmt lagaskyldu og þannig gert skjöl undirorpin trúnaði. Þá telur kærandi að skjalið geti ekki notið trúnaðar á grundvelli 14. gr. laganna. Samkvæmt skýru orðalagi ákvæðisins geti það einungis átt við ef verið sé að senda drög til umsagnar til þess aðila sem sætir athugun eða eftirliti. Þeir aðilar sem fengið hafi afrit af umbeðnu gagni þann 27. júlí 2018 falli ekki þar undir.<br /> <br /> Kærandi segist ekki fá skilið röksemdafærslu ráðuneytisins varðandi 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 auk 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar sé ráðuneytið í raun að staðfesta röksemdafærslu kæranda. Gögn missi stöðu sína sem vinnugögn ef þau séu afhent öðrum og geti undir slíkum kringumstæðum ekki verið undanþegin upplýsingarétti. Loks er röksemdafærsla kæranda ítrekuð varðandi úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 826/2019 og 967/2021. Þrátt fyrir að vísað sé til umbeðins skjals sem vinnuskjals í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá vormánuðum 2020 breyti það ekki þeirri atburðarás sem átti sér stað. Gagnið hafi hvergi verið merkt sem vinnuskjal þann 27. júlí 2018. Þvert á móti hafi ætlunin verið að birta skjalið.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. en gagnið er í vörslum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Um er að ræða sama skjal og lá til grundvallar í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndarinnar nr. 826/2019, 827/2019, 967/2021 og 978/2021, en þar komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að skjalið væri undirorpið sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðarreglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Í 14. gr. laganna er lögð sú skylda á ríkisendurskoðanda að senda þeim sem sætir athugun eða eftirliti drög að skýrslum eða greinargerðum til umsagnar. <br /> <br /> Hvað aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun varðar kemur fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Frá þessari reglu er undantekning í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem fram kemur að drög að slíkum gögnum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu ekki aðgengileg. Þá hefur ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að gögn sem hafi verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg.<br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess, sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, kemur m.a. fram að ófullgerð gögn sem send hafi verið aðila til umsagnar séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum, en geti mögulega leitt til þess að röng eða beinlínis villandi umræða fari af stað áður en ríkisendurskoðandi hafi lokið athugun sinni. Slíkt geti valdið óþarfa fyrirhöfn og kostnaði. Mikilvægt sé að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verði t.d. gerðar aðgengilegar á rannsóknarstigi. Að lokinni athugun ríkisendurskoðanda reyni á aðgangsrétt samkvæmt 2. mgr. en þar komi fram að sé óskað aðgangs að gögnum sem hafi orðið til í samskiptum ríkisendurskoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga eða ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál eftir atvikum.<br /> <br /> Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Þegar 3. mgr. ákvæðisins er skoðuð verður að draga þá ályktun að málsgreinin taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er að finna, svo fremi að ríkisendurskoðandi hafi afhent gagnið öðrum til kynningar eða umsagnar á grundvelli lagaskyldu. Önnur túlkun á ákvæðinu yrði til þess að um leið og ríkisendurskoðandi sendi skjöl á grundvelli lagaskyldu til aðila myndu þau missa stöðu sína sem vinnuskjöl. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins sem áður hefur verið lýst. Þá verður einnig dregin sú ályktun af orðalagi ákvæðisins að það nái til slíkra gagna jafnvel þótt lokaeintak greinargerðar í tilefni af athugun ríkisendurskoðanda hafi verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Í því sambandi skal tekið fram að slík drög þurfa eðli málsins samkvæmt ekki að fela í sér endanlega útgáfu greinargerðarinnar.<br /> <br /> Röksemdir kæranda í máli þessu lúta að því að þann 27. júlí 2018 hafi settur ríkisendurskoðandi skilað niðurstöðum sínum um starfsemi Lindarhvols ehf. til fjölmargra aðila. Um lokaskil hafi verið að ræða sem settur ríkisendurskoðandi hafi ætlast til að birt yrðu opinberlega. Ekki hafi verið óskað eftir andmælum eða athugasemdum og skjalið hvergi merkt sem vinnuskjal. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað hið umbeðna gagn með hliðsjón af framangreindu. Skemmst er frá því að segja að skoðun úrskurðarnefndarinnar rennir ekki stoðum undir þennan skilning kæranda. Þvert á móti er skýrlega tilgreint í skjalinu, sem er dagsett sama dag og röksemdir kæranda byggja á, að um sé að ræða stöðu verkefnisins á tilteknum tímapunkti, verkefninu sé ólokið og að skortur á upplýsingum setji mark sitt á framsetningu niðurstaðna. Sú staðreynd að settur ríkisendurskoðandi óskaði ekki sérstaklega eftir andmælum eða athugasemdum í fylgibréfi með skjalinu getur ekki breytt þessari niðurstöðu, enda var um að ræða verklok af hans hálfu og ósk um lausn frá setningu sinni. Það kom í hlut nýs ríkisendurskoðanda að afla athugasemda frá aðilum við frekari meðferð málsins.<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að kærandi hefur ekki hnekkt fyrri niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um hið umbeðna skjal að það hafi verið sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu í drögum þegar athugun málsins var ólokið. Það er því undirorpið sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
1040/2021. Úrskurður frá 18. október 2021. | Blaðamaður kærði afgreiðslu Barnaverndarstofu á beiðni hans um gögn sem varða meðferðarheimilið Laugaland. Kærandi fékk afhentan hluta umbeðinna gagna en var synjað um tvö skjöl á þeim grundvelli að þau vörðuðu einkamálefni einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, og að þau væru vinnugögn í skilningi 8. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál skoðaði gögnin og taldi engum vafa undirorpið að gögnin lytu að einkamálefnum einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Nefndin taldi Barnaverndarstofu ekki unnt að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar úr gögnunum og afhenda þau svo kæranda þar sem gögnin innihéldu nær eingöngu slíkar upplýsingar. Var ákvörðun Barnaverndarstofu því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 18.október 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1040/2021 í máli ÚNU 21030022. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. mars 2021, kærði A, blaðamaður á Stundinni, ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum varðandi meðferðarheimilið Laugaland, áður Varpholt.<br /> <br /> Með beiðni kæranda, dags. 1. febrúar 2021, var óskað eftir aðgangi að öllum gögnum sem Barnaverndarstofa kynni að búa yfir vegna meðferðarheimilisins á árabilinu 1997-2007. Með bréfi Barnaverndarstofu, dags. 4. febrúar 2021, var kærandi upplýstur um að í ljósi umfangs beiðninnar kynni afgreiðsla hennar að taka nokkurn tíma. Með bréfi Barnaverndarstofu, dags. 26. febrúar 2021, fékk kærandi afhent gögn um meðferðarheimilið á árabilinu 1997-2003. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 5. mars 2021, tók Barnaverndarstofa ákvörðun um afhendingu hluta umbeðinna gagna, þ.e. gögn er vörðuðu meðferðarheimilið fyrir árin 2004-2007, auk ársreikninga fyrir árin 1997-2007. Í bréfinu kom m.a. fram að gögnin hefðu verið yfirfarin með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Bréfinu fylgdi yfirlit yfir gögn sem kærandi fékk afhent og yfirlit yfir gögn í 12 liðum sem kæranda var synjað um afhendingu á. Á meðal þeirra gagna sem Barnaverndarstofa synjaði kæranda um aðgang að eru skattframtöl, minnisblöð og bréf varðandi rekstraraðila meðferðarheimilisins. <br /> <br /> Ákvörðunin var reist á því að annars vegar væri um að ræða gögn sem í heild sinni yrðu felld undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga sem einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, og hins vegar að um væri að ræða skjöl sem felld yrðu undir ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga sem vinnugögn. Þá teldi Barnaverndarstofa ekki tilefni til að veita aukinn aðgang að umræddum gögnum með vísan til 11. gr. upplýsinglaga. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé synjun um afhendingu eftirfarandi gagna:<br /> <br /> • Bréf frá B til þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 23. ágúst 2007. <br /> • Minnisblað til félagsmálaráðherra frá forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 23. ágúst 2007, vegna bréfs B varðandi rekstraraðila meðferðarheimilisins Laugalandi. <br /> <br /> Kærandi mótmælir röksemdum Barnaverndarstofu og tekur fram að í gögnum sem stofan afhenti kæranda sé fjallað að nokkru leyti um umrætt minnisblað. Barnaverndarstofa hafi afhent kæranda tölvupóstsamskipti þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu og þáverandi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra um umrætt bréf, dags. 24. ágúst 2007. Í því sambandi bendir kærandi á að þann 24. ágúst 2007 hafi DV fjallað um málefni Laugalands og byggt annað hvort á umræddu bréfi eða samtali við hann um þau málefni sem fjallað var um í bréfinu. Í þeirri umfjöllun sé bæði vikið að persónulegum málefnum þáverandi forstöðumanns meðferðarheimilisins og málefnum meðferðarheimilisins Laugalands. Því geti kærandi ekki séð að röksemdir standi til þess að synja kæranda um afhendingu bréfs þessa og minnisblaðs þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, með þeim fyrirvara að persónuauðkenni verði afmáð úr þeim. Ljóst megi vera að í umræddum gögnum kunni að vera upplýsingar sem kærandi hafi ekki aðgang að en geti skipt verulegu máli þegar komi að umfjöllun um málefni meðferðarheimilisins Laugalands. <br /> <br /> Kærandi tekur fram að hann hafi á undanförnum vikum unnið og birt fréttir af meintu ofbeldi í garð kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu. Fréttirnar hafi vakið mikla athygli og fullyrða megi að umfjöllunin hafi orðið til þess að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt að fram færi rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins. Leiða megi líkur að því að í umbeðnum gögnum komi fram mikilvægar upplýsingar um ofbeldið. Kærandi telur að hin kærða synjun Barnaverndarstofu standist ekki lög og fer fram á að stofunni verði gert að afhenda umbeðnar upplýsingar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 30. mars 2021, var Barnaverndarstofu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Barnaverndarstofu, dags. 13. apríl 2021, kemur fram að við yfirferð á umbeðnum gögnum sem kæra lýtur að, hafi Barnaverndarstofa talið ljóst að gögnin innihéldu viðkvæmar persónuupplýsingar sem teljist til einkamálefnis þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, þ.e. fyrrverandi rekstraraðila meðferðarheimilisins Varpholts, síðar Laugalands, sem og annarra aðila, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Er það jafnframt mat Barnaverndarstofu að vegna eðlis þeirra upplýsinga sem fram komi í gögnunum hafi ekki verið tilefni til að veita aðgang að hluta þeirra, þ.e. með því að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr þeim. Í því sambandi er tekið fram að við matið hafi Barnaverndarstofa m.a. litið til þess að 24. ágúst 2007 hafi DV fjallað um málefni fyrrum rekstraraðila Varpholts, síðar Laugalands. Umfjöllun DV, sem innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar, hafi verið birt opinberlega og sé aðgengileg öllum sem eftir henni leita. Því telji Barnaverndarstofa ljóst að þrátt fyrir að persónugreinanlegar upplýsingar yrðu afmáðar úr gögnunum sé unnt að bera kennsl á þá einstaklinga sem fjallað er um í þeim, þ.e. fyrrum rekstraraðila áðurnefnds meðferðarheimilis, sem og aðra einstaklinga sem ekki tengjast rekstri heimilisins. Þá ítrekar Barnaverndarstofa að bréfið sem um ræðir hafi að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar auk óáreiðanlegra upplýsinga í formi staðhæfinga og vangaveltna bréfritara. Þá byggi umfjöllun í minnisblaði þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu á bréfinu og feli í sér endurtekningu á þeim viðkvæmu persónuupplýsingum sem þar komi fram. Séu því sömu sjónarmið höfð uppi við mat á því hvort afhenda beri minnisblaðið. Loks segir að með vísan til ofangreinds sé það mat Barnaverndarstofu að umbeðin gögn falli í heild sinni undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Barnaverndarstofa telur að lokum vert að taka fram að stofan telji rétt að afhenda gögn sem kærandi tilgreini, þ.e. tölvupóstsamskipti þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu og þáverandi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra, þrátt fyrir að þar sé að nokkru leyti fjallað um innihald þeirra gagna sem kæranda hafi verið synjað um afhendingu á. Líkt og með öll gögn sem kæranda hafi verið afhent hafi Barnaverndarstofa farið gaumgæfilega yfir tölvupóstsamskiptin og sé það mat stofunnar að þar sé ekki að finna viðkvæmar persónuupplýsingar sem eiga undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með erindi, dags. 14. apríl 2021, var umsögn Barnaverndarstofu kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 14. apríl 2021, kemur fram að ekki sé fallist á þær röksemdir sem fram komi í umsögn Barnaverndarstofu og kærandi haldi fast við kröfu sína um að fá umbeðin gögn afhent. Kærandi telji sig hafa vitneskju um að í bréfinu komi fram vitnisburður um að þáverandi forstöðumaður meðferðarheimilisins að Laugalandi hafi lýst því að hann hafi beitt stúlkur sem vistaðar voru í hans umsjá líkamlegum tökum sem jafna megi við ofbeldi. Í samhengi við fyrri umfjöllun kæranda um málefni meðferðarheimilisins og vitnisburð kvenna sem þar voru vistaðar á opinberum vettvangi, sem nú séu orðnar níu talsins, um að þær hafi verið beittar ofbeldi af þáverandi forstöðumanni meðferðarheimilisins, sé afar mikilvægt að kærandi fái bréfið í hendur og geti því sannreynt hvort rétt sé að þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu hafi verið upplýstur um mögulegt ofbeldi á meðferðarheimilinu. <br /> <br /> Þá krefst kærandi þess einnig að fá afhent minnisblað þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu til þáverandi félagsmálaráðherra með sömu rökum. Auk þess telur kærandi rétt að vekja athygli á að í gögnum sem kæranda voru afhent frá Barnaverndarstofu, og lúti að tölvupóstsamskiptum þáverandi forstjóra stofunnar við þáverandi aðstoðarmann ráðherra, komi m.a. fram hvatning forstjórans um að ráðherra tjái sig ekki um málið og að ráðuneytið afli ekki frekari upplýsinga um það. Velta megi vöngum um það hvort forstjórinn hafi með þessu farið út fyrir faglegt svið sitt og í því ljósi telur kærandi mikilvægt að sjá minnisblaðið. Þá er vísað til þess að Barnaverndarstofa hafi sjálf viðurkennt að eftirlit hennar með rekstri heimilisins hafi brugðist og beðið konurnar afsökunar. Ljóst sé því að efni þeirra gagna sem kærandi fari fram á að fá afhent eigi erindi við þorra almennings, í það minnsta að hluta.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að gögnum sem listuð voru í bréfi Barnaverndarstofu, dags. 5. mars 2021, undir töluliðum 10 og 11. Ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja beiðni kæranda byggir á því að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.-10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir stjórnvöld að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Úrskurðarnefndin telur engum vafa undirorpið að gögnin lúti að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir og að um sé að ræða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Barnaverndarstofu væri því, án samþykkis þessara sömu einstaklinga, óheimilt að afhenda gögnin um þá án þess að fella úr þeim atriði er varða einkamálefni þau sem lýst er að framan. <br /> <br /> Það álitaefni sem liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðar því það hvort Barnaverndarstofu sé skylt að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar úr gögnunum og afhenda þau svo kæranda. Það athugast í þessu sambandi að auk upplýsinga sem gera gögnin beinlínis persónugreinanleg, svo sem nöfn einstaklinga, geta ýmsar aðrar upplýsingar, séu þær settar í samhengi, gert óviðkomandi með beinum hætti kleift að tengja gögnin við tiltekna einstaklinga.<br /> <br /> Í þessu tilviki innihalda umbeðin gögn að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál nær eingöngu upplýsingar sem falla undir 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Ef slíkar upplýsingar yrðu afmáðar er það mat úrskurðarnefndarinnar að kæranda yrði ekki hald í því sem eftir stæði. Sökum eðlis þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum er því ekki tilefni til leggja fyrir Barnaverndarstofu að veita aðgang að hluta þeirra, þ.e. með því að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr umræddum gögnum. Með vísan til framangreinds er synjun Barnaverndarstofu á beiðni kæranda því staðfest. <br /> <br /> Loks tekur úrskurðarnefndin fram að jafnvel þótt almenningur hafi hagsmuni af því að geta nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fer fram, og kærandi gegni því hlutverki sem starfsmaður fjölmiðils að miðla upplýsingum um opinber málefni, hefur löggjafinn við setningu upplýsingalaga tekið skýra afstöðu til þess að hagsmunir einstaklinga, sem slíkar upplýsingar varða, af því að þær fari leynt með hliðsjón af friðhelgi einkalífs þeirra, sem varið er með 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, vegi þyngra en hagsmunir þriðju aðila af því að kynna sér upplýsingarnar.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Barnaverndarstofu, dags. 5. mars 2021, um synjun beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum er staðfest: <br /> <br /> • Bréf frá B til þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 23. ágúst 2007. <br /> • Minnisblað til félagsmálaráðherra frá forstjóra Barnaverndarstofu, dags. 23. ágúst 2007, vegna bréfs B varðandi rekstraraðila meðferðarheimilisins Laugalandi.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
1039/2021. Úrskurður frá 18. október 2021. | Blaðamaður kærði synjun Barnaverndarstofu á beiðni hans um gögn sem varða meðferðarheimilið Laugaland. Synjunin byggði á því að afgreiðsla beiðninnar tæki svo mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda þyrfti að yfirfara gögnin og afmá viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að í ljósi umfangs beiðninnar og viðkvæms eðlis gagnanna ætti undantekning 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga við í málinu og staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 18. október 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1039/2021 í máli ÚNU 21030003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. mars 2021, kærði A, blaðamaður á Stundinni, ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun beiðni um aðgang að gögnum varðandi meðferðarheimilið Laugaland. <br /> <br /> Með gagnabeiðni kæranda, dags. 1. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir öllum þeim gögnum sem Barnaverndarstofa kynni að búa yfir varðandi meðferðarheimilið Varpholt, síðar Laugaland, árin 1997 til 2007. Með bréfi Barnaverndarstofu, dags. 4. febrúar 2021, var kærandi upplýstur um að í ljósi umfangs beiðninnar kynni afgreiðsla hennar að taka nokkurn tíma.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. febrúar 2021, tók Barnaverndarstofa ákvörðun um afhendingu hluta umbeðinna gagna. Í bréfinu kom m.a. fram að gögnin hefðu verið yfirfarin með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Bréfinu fylgdi annars vegar yfirlit yfir þau gögn sem kærandi fékk afhent, sbr. fylgiskjal 1 og hins vegar yfirlit yfir gögn í 27 liðum sem kæranda var synjað um afhendingu á, sbr. fylgiskjal 2. Á meðal þeirra gagna sem Barnaverndarstofa synjaði kæranda um aðgang að eru vaktskráningar/dagbókarskráningar á Varpholti, síðar Laugalandi, vegna áranna 1997 til 2007. Ákvörðunin var reist á því að umfang gagnanna væri töluvert auk þess sem eðli þeirra gæfi til kynna að mikið af upplýsingum sem fram kæmu í gögnunum teldust til einkahagsmuna viðkomandi. Þá bæri að geta þess að um væri að ræða handrituð gögn. Athugun Barnaverndarstofu hefði leitt í ljós að heildarblaðsíðufjöldi umræddra vaktskráninga/dagbókarskráninga væri um 1800 blaðsíður. Með vísan til þessa væri það mat stofnunarinnar að það tæki einn lögfræðing um 30 daga að yfirfara gögnin, með hliðsjón af afmáningu viðkvæmra persónuupplýsinga og því að umrædd gögn væru torlæsileg. Af þeim sökum teldi Barnaverndarstofa að vinna við að afgreiða beiðnina að þessu leyti fæli í sér svo umtalsverða skerðingu á möguleikum stofnunarinnar til að sinna öðrum hlutverkum sínum að heimilt væri að beita undanþáguheimild 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi þyrfti að hafa í huga að þegar væri töluverður málahali hjá stofunni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé synjun á afhendingu gagna sem tiltekin eru í töluliðum 26-35 í fylgiskjali 2. Nánar tiltekið er um að ræða handritaðar vaktaskráningar/dagbókarfærslur á nánar tilgreindum tímabilum árin 1997 til 2007. Kærandi mótmælir röksemdum Barnaverndarstofu og tekur fram að kærandi hafi á undanförnum vikum unnið og birt fréttir af meintu ofbeldi sem konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, beri við að hafa verið beittar á árabilinu 1997 til 2007. Umræddar fréttir og viðtöl hafi vakið mikla athygli og fullyrða megi að umfjöllunin hafi orðið til þess að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt að fram færi rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins. Leiða megi líkur að því að í umræddum dagbókarfærslum og fundargerðum komi fram mikilvægar upplýsingar um meint ofbeldi sem konur sem vistaðar voru á Laugalandi beri við að þær hafi orðið fyrir. <br /> <br /> Þá hafnar kærandi fullyrðingu Barnaverndarstofu um þann tíma sem það muni taka að fara yfir umrædd gögn. Óhugsandi sé að 30 daga taki að fara yfir 1.800 blaðsíður. Undirritaður geri sér grein fyrir að Barnaverndarstofa hafi ýmsum störfum að sinna en eitt hlutverk stofnunarinnar sé að sinna upplýsingagjöf. Færa megi rök fyrir því að vinna kæranda við að miðla fréttum af málefnum meðferðarheimilisins og að veita fyrrverandi skjólstæðingum Barnaverndarstofu rödd, sé bein afleiðing af aðgerðarleysi stofnunarinnar í málefnum meðferðarheimilisins hingað til. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 9. mars 2021, var Barnaverndarstofu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. <br /> <br /> Í umsögn Barnaverndarstofu, dags. 23. mars 2021, er fjallað um grundvöll synjunar Barnaverndarstofu á beiðni kæranda og málavöxtum lýst. Þar segir að við afgreiðslu beiðna um upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga sé lögð áhersla á það sjónarmið að virða skuli rétt þeirra einstaklinga sem um er fjallað til einkalífs. Í því sambandi er vísað til þeirrar skyldu sem hvílir á starfsfólki barnaverndaryfirvalda að gæta fyllsta trúnaðar um hagi barna, foreldra og annarra sem þeir hafa afskipti af, sbr. 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Barnaverndarstofa hafi þó einnig haft til hliðsjónar það sjónarmið að almenningur hafi hagsmuni af því að nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fari fram. Þá er vísað til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og áréttuð sú afstaða stofnunarinnar sem fram komi í bréfi hennar til kæranda, dags. 26. febrúar 2021, að umfang umræddra gagna hafi verið töluvert. Um sé að ræða handrituð gögn og hafi skoðun Barnaverndarstofu leitt í ljós að heildarblaðsíðufjöldi þeirra væri um 1.800 blaðsíður. Þá sé eðli gagnanna slíkt að þau innihaldi mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum sem teljist til einkamálefna þeirra einstaklinga sem í hlut eiga, þ.e. skjólstæðinga meðferðarheimilisins Varpholts, síðar Laugalands. Því telji stofan hugsanlegt að gögnin í heild sinni falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Að auki sé það mat stofunnar að það tæki einn lögfræðing Barnaverndarstofu 30 daga að yfirfara umrædd gögn, einkum með hliðsjón af afmáningu viðkvæmra upplýsinga og því hve gögnin eru torlæsileg. Barnaverndarstofa telji að vinna við að afgreiða þennan hluta beiðninnar feli í sér svo umtalsverða skerðingu á möguleikum hennar til að sinna öðrum hlutverkum sínum að heimilt sé að beita undanþáguheimild 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi sé bent á að mikill málahali sé hjá stofnuninni, einkum í tengslum við meðferð kvörtunarmála sem lögfræðingar stofnunarinnar sinni. Þá er tekið fram að kvörtunum hafi verið beint til umboðsmanns Alþingis vegna þess hversu langan tíma hafi tekið að afgreiða slík mál sem einkum hafi verið rakið til fjölda slíkra mála hjá stofnuninni og þess að slík mál séu iðulega umfangsmikil og úrlausn þeirra flókin. <br /> <br /> Það sé því afstaða Barnaverndarstofu að kærandi eigi ekki rétt til að fá aðgang að vaktaskráningum/dagbókaskráningum á Varpholti, síðar Laugalandi, vegna áranna 1997 til 2007, með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Stofan hafi lagt raunverulegt mat á umfang þeirrar vinnu sem yfirferð gagnanna kalli á og telji að heimild standi til þess að synja beiðninni á þeim grunni.<br /> <br /> Í umsögninni er því vísað á bug sem fram kemur í kærunni þess efnis að stofan hafi sýnt af sér aðgerðarleysi við afgreiðslu beiðninnar og afhendingu umbeðinna gagna. Í því sambandi er tekið fram að stofan hafi í hvívetna lagt sig fram við að fara yfir öll fyrirliggjandi gögn og afhent alls 482 skjöl þar sem hvert og eitt skjal hafi verið metið m.t.t. upplýsingalaga. Loks segir að ef eftir því verði óskað muni Barnaverndarstofa fúslega afhenda úrskurðarnefndinni umrædd gögn sem óskað hafi verið aðgangs að, ellegar útbúa afrit af hluta þeirra til að nefndin geti áttað sig á umfangi og innihaldi þeirra. <br /> <br /> Með erindi, dags. 24. mars 2021, var umsögn Barnaverndarstofu kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 25. mars. 2021, kemur fram að ekki sé fallist á þær röksemdir sem fram komi í umsögn Barnaverndarstofu. Í því sambandi er bent á að röksemdir stofunnar hafi tekið breytingum en í upphaflegri ákvörðun Barnaverndarstofu hafi komið fram að beiðni um umrædd gögn hafi verið synjað með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Í umsögn stofnunarinnar sé nú einnig vísað til 9. gr. upplýsingalaga. Þá mótmæli kærandi þeirri fullyrðingu að það muni taka lögfræðing stofnunarinnar svo langan tíma að afgreiða beiðnina. Þá er vísað til þess að gögnin lúti að rekstri meðferðarheimilis þar sem tugir kvenna hafi borið við að hafa sætt ofbeldi. Færa megi fyrir því rök að í umræddum gögnum sé að finna mikilsverðar upplýsingar þar um. Barnaverndarstofa hafi sjálf viðurkennt að eftirlit hennar með rekstri heimilisins hafi brugðist og hefur beðið konurnar afsökunar. Ljóst sé að þeirri stofnun sem gert hafi verið að rannsaka málið hafi ekki sett það í forgang og því sé bið eftir niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Það auki enn frekar á mikilvægi þess að fjallað verði um málið. <br /> <br /> Með tölvubréfi til Barnaverndarstofu, dags. 14. júlí 2021, var þess óskað að stofnunin afhenti úrskurðarnefndinni í trúnaði sýnishorn af handahófi af þeim gögnum sem kæran laut að svo nefndinni yrði unnt að leggja mat á gögnin. Í kjölfarið boðsendi Barnaverndarstofa nefndinni 42 blaðsíður valdar af handahófi úr umræddum gögnum, bárust gögnin nefndinni 27. júlí 2021. Að lokinni yfirferð þessara gagna taldi úrskurðarnefndin tilefni til að óska eftir öllum gögnum sem kæran tók til og fór nefndin þess á leit með tölvubréfi til Barnaverndarstofu, dags. 3. september 2021. Vegna umfangs gagnanna og þess forms sem þau eru á, þ.e. handskrifaðar blaðsíður í dagbókum, bauð Barnaverndarstofa úrskurðarnefndinni að fá bækurnar að láni í stað þess að tekin yrðu ljósrit af hverri blaðsíðu. Úrskurðarnefndin féllst á það og fékk bækurnar afhentar þann 6. október 2021.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að vaktskráningum/dagbókarskráningum á Varpholti, síðar Laugalandi, vegna áranna 1997 til 2007. Beiðni kæranda var synjað með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá hefur Barnaverndarstofa jafnframt vísað til þess að hugsanlegt sé að umrædd gögn falli í heild sinni undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Beiðni kæranda er reist á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem segir m.a. að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.–10. gr. Sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir m.a. að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Umræddar dagbókarskráningar/vaktskráningar hafa að geyma dagsettar handskrifaðar færslur starfsmanna meðferðarheimilisins þar sem skráðar eru ýmsar upplýsingar úr daglegri starfsemi heimilisins. Í færslunum er fjallað um hagi nafngreindra skjólstæðinga meðferðarheimilisins, þ. á m. upplýsingar um heilsufar þeirra, hegðun og líðan og þá meðferð sem þeir nutu á meðan á vistinni stóð. Úrskurðarnefndin telur engum vafa undirorpið að gögnin lúti að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir og að um sé að ræða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Barnaverndarstofu væri því, án samþykkis þessa sömu einstaklinga, óheimilt að afhenda gögnin um þá án þess að fella úr þeim atriði er varða einkamálefni þau sem lýst er að framan.<br /> <br /> Það álitaefni sem liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðar því það hvort Barnaverndarstofu sé skylt að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar úr gögnunum og afhenda þau svo kæranda. Það athugast í þessu sambandi að auk upplýsinga sem gera gögnin beinlínis persónugreinanleg, svo sem nöfn einstaklinga, geta ýmsar aðrar upplýsingar, séu þær settar í samhengi, gert óviðkomandi með óbeinum hætti kleift að tengja gögnin við einstaklinga.<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir stjórnvöld að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Í þessu máli reynir hins vegar sem fyrr segir jafnframt á ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. þar sem segir að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Eins og áður segir telur Barnaverndarstofa skilyrði þessa undantekningarákvæðis uppfyllt. <br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að til þess að skilyrðum ákvæðisins í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. sé fullnægt þurfi umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum að vera slíkur að vinna stjórnvalds eða annarra lögaðila sem lögin taka til við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Fyrir liggur að í þeim gögnum sem kærandi fer fram á er að finna margvíslegar upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Til þess að unnt yrði að verða við beiðni kæranda yrði því að yfirfara öll gögnin gaumgæfilega og fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar. Úrskurðarnefndin áréttar í því sambandi að ekki væri nægjanlegt að fjarlægja aðeins þær upplýsingar sem með beinum hætti gæfu til kynna um hvaða einstaklinga er að ræða heldur þyrfti að leggja í umtalsverða vinnu til að afmarka nákvæmlega hvaða upplýsingar gætu varpað ljósi á það um hvaða einstaklinga ræðir og hverjar ekki. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögnin, sem eru handrituð, og er heildarblaðsíðufjöldi þeirra um 1.800 blaðsíður. Með vísan til þess hversu umfangsmikil beiðni kæranda er og þeirrar vinnu sem ráðast yrði í áður en slík gögn yrðu afhent almenningi, sem ræðst ekki síst af eðli málaflokksins, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að fallast verði á það með Barnaverndarstofu að beiðni kæranda um afhendingu umræddra vaktskráninga/dagbókarskráninga á árunum 1997 til 2007 sé svo umfangsmikil að beita megi undantekningarreglu 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og að ekki sé hægt að krefjast þess af Barnaverndarstofu að orðið verði við henni, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 745/2018 frá 27. júní 2018. Í þessu sambandi telur úrskurðarnefndin að jafnframt verði að horfa til þess að gögnin eru handskrifuð og miðað við þau sýnishorn sem Barnaverndarstofa afhenti nefndinni eru sumar færslurnar nokkuð torlæsilegar. Með vísan til framangreinds er synjun Barnaverndarstofu á beiðni kæranda því staðfest.<br /> <br /> Loks tekur úrskurðarnefndin fram að jafnvel þótt almenningur hafi hagsmuni af því að geta nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fer fram, og kærandi gegni því hlutverki sem starfsmaður fjölmiðils að miðla upplýsingum um opinber málefni, hefur löggjafinn við setningu upplýsingalaga tekið skýra afstöðu til þess að hagsmunir einstaklinga, sem slíkar upplýsingar varða af því að þær fari leynt með hliðsjón af friðhelgi einkalífs þeirra, sem varið er með 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, vegi þyngra en hagsmunir þriðju aðila af því að kynna sér upplýsingarnar. Þá hefur nefndin enga afstöðu tekið til þess hvort Barnaverndarstofu kunni eftir atvikum að vera skylt að afhenda hluta þeirra gagna sem um ræðir, ef kærandi kýs að afmarka beiðni sína við færri gögn og þá þannig að ekki reyni á þau sérstöku sjónarmið sem greinir í undantekningarreglu 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Barnaverndarstofu, dags. 26. febrúar 2021, um synjun beiðni kæranda um aðgang að vaktskráningum/dagbókarskráningum á Varpholti, síðar Laugalandi, vegna áranna 1997 til 2007 er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
1038/2021. Úrskurður frá 27. ágúst 2021. | A kærði afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni um aðgang að gögnum hjá sveitarfélaginu sem tengjast breytingu á deiliskipulagi. Beiðni kæranda hafði ekki verið afgreidd af sveitarfélaginu um tíu mánuðum eftir að hún var lögð fram. Úrskurðarnefndin taldi hafið yfir allan vafa að tafir á afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni kæranda teldust óréttlætanlegar og úrskurðaði því um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum samkvæmt 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. ágúst 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1038/2021 í máli ÚNU 21060015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 22. júní 2021, kærði A afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi gert athugasemdir við umhverfisskýrslu sveitarfélagsins vegna breytinga á deiliskipulagi vegna Haukasvæðis. Kærandi [...] hafi því verulega hagsmuni af breytingunum. Þá hafi kærandi óskað eftir gögnum þann 26. október 2020 en við ritun kæru, um átta mánuðum síðar, hafi kærandi ekki fengið nein gögn þrátt fyrir margar ítrekanir. Þann 15. apríl 2021 hafi Hafnarfjarðarbær synjað kæranda um aðgang að gögnum en þrátt fyrir ítrekunarbeiðni þann 25. apríl 2021 hafi sveitarfélagið ekki útskýrt á hvaða lagagrundvelli ákvörðunin byggist. Nokkrum dögum eftir ítrekunina hafi sveitarfélagið aftur tilkynnt um breytt deiliskipulag og gert aðgengilega svokallaða umhverfisskýrslu vegna Ásvalla. Hvorki þá né síðar hafi kærandi fengið gögn frá sveitarfélaginu. <br /> <br /> Að mati kæranda sé sveitarfélagið ljóslega vísvitandi að halda hagaðilum frá gögnum málsins. Kærandi krefst þess að fá aðgang að öllum gögnum sem tengjast breytingu á deiliskipulagi á Haukasvæðinu, hvenær sem upplýsingarnar hafi legið fyrir. Undir kröfuna falli m.a. eftirfarandi gögn og upplýsingar:<br /> <br /> 1. Yfirlit/skrá yfir öll gögn málsins.<br /> 2. Aðgangur að öllum athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi vegna Haukasvæðisins.<br /> 3. Samningur sveitarfélagsins við VSÓ og yfirlit um greiðslur.<br /> 4. Erindi Skipulagsstofnunar til sveitarfélagsins þar sem farið sé fram á gerð nýrrar umhverfisskýrslu.<br /> 5. Ódagsett skýrsla sem sveitarfélagið hafi sent Skipulagsstofnun, sbr. umfjöllun um þá skýrslu í tölvubréfi sveitarfélagsins til kæranda dags. 15.04.2021.<br /> 6. Svör Skipulagsstofnunar til sveitarfélagsins.<br /> 7. Allar umsagnir, athugasemdir, minnisblöð o.fl. sem liggi fyrir í málinu. Hér falli í dæmaskyni undir hvers konar gögn sem stafa frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Hér falli undir hvers konar formleg og óformleg gögn. Taka skuli saman upplýsingar ef um sé að ræða veittar munnlegar upplýsingar.<br /> 8. Öll drög og útgáfur af umhverfisskýrslu/greinargerð VSÓ. Drög skuli innihalda „comments“ og breytingartillögur. Hér sé átt við uppköst eða minnisblöð sama hvort VSÓ sendi sveitarfélaginu slíkt eða sveitarfélagið sendi slíkt til VSÓ.<br /> 9. Samskipti (munnleg og skrifleg) sveitarfélagsins við þriðja aðila, ásamt tengdum gögnum (t.d. viðhengi). Undir þetta falli hvers konar samskiptagögn, formleg eða óformleg, þ.á m. tölvupóstar, aðrir rafrænir samskiptamátar t.d. TEAMS, símtöl, fundargerðir o.s.frv., t.d. eftirfarandi: Samskipti við stjórnvöld, t.d. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, ráðuneyti o.s.frv. Samskiptagögn við formlegan eða óformlegan álitsgjafa, þ. á m. tölvupóstar, yfirlit yfir fundi með ráðgjöfum og e.a. fundargerðir og minnisblöð, formleg og óformleg samskipti við Hauka og/eða fyrirsvarsmenn Hauka, samskipti við fjölmiðla, öll samskipti sveitarfélagsins við VSÓ, yfirlit yfir fundi með VSÓ og e.a. fundargerðir/punktar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Hafnarfjarðarbæ með erindi, dags. 22. júní 2021, og vakin athygli á því að samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 beri stjórnvaldi að taka ákvörðun um það hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Enn fremur skuli skýra þeim sem fer fram á aðgang að gögnum frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Þá beri að tilkynna skriflega synjun beiðni, sbr. 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Því var beint til Hafnarfjarðarbæjar að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda svo fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 6. júlí 2021.<br /> <br /> Erindi úrskurðarnefndarinnar var ítrekað þann 9. júlí 2021. Samdægurs bárust þau svör að erindið hefði verið áframsent til sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og bæjarlögmanns Hafnarfjarðar. Erindi nefndarinnar var ítrekað þann 9. ágúst 2021 og í svari bæjarlögmanns, dags. 10. ágúst 2021, kemur fram að Hafnarfjarðarbær hafi ekki synjað um afhendingu umbeðinna gagna. Hluti umbeðinna gagna hafi ekki legið fyrir þegar beiðni kæranda kom fram en ætlunin sé að afhenda öll gögn sem beiðni kæranda tekur til. Ekki séu því gerðar „efnislegar athugasemdir við erindi kæranda“. <br /> <br /> Af þessu tilefni áréttaði ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál með erindi, dags. 11. ágúst 2021, að málið snerist um það hvort og þá hverju sveitarfélagið hefði svarað kæranda. Óskað var upplýsinga um það hvort kærandi hefði verið upplýstur um afstöðu sveitarfélagsins. Ekki barst svar við erindinu og frekari tilraunir til að ná sambandi við bæjarlögmann, m.a. símleiðis, báru ekki árangur.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Hafnarfjarðarbæ. Af gögnum málsins er ljóst að beiðni kæranda hefur ekki verið afgreidd, þ.e. um tíu mánuðum eftir að hún var lögð fram.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Ef beiðni hefur ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar er beiðanda heimilt samkvæmt 3. mgr. 17. gr. að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem úrskurðar um rétt hans til aðgangs.<br /> <br /> Ákvæði 3. mgr. 17. gr. var bætt við upplýsingalög með lögum nr. 72/2019 sem samþykkt voru á Alþingi þann 24. júní 2019. Í frumvarpi sem varð að síðarnefndu lögunum var gert ráð fyrir því að 40 virkir dagar þyrftu að líða til að úrskurðarnefnd um upplýsingamál gæti tekið mál til meðferðar á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga en þessi tími var styttur í meðförum þingsins í 30 virka daga. Í almennum athugasemdum frumvarps sem varð að lögum nr. 72/2019 kemur fram að málshraði við afgreiðslu beiðna um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum geti haft verulega þýðingu. Óhóflegar tafir á töku ákvörðunar, endurskoðun hennar eða afhendingu umbeðinna gagna feli í sér óréttlætanlegar takmarkanir á upplýsingarétti almennings. Lagt sé til að sett verði regla um hámarksafgreiðslutíma beiðna um aðgang að gögnum sem sæki m.a. fyrirmynd í norsku upplýsingalögin. Í sérstökum skýringum við 13. gr. frumvarpsins, sem bætti 3. mgr. 17. gr. við upplýsingalög nr. 140/2012, segir m.a. að það feli í sér umtalsverða réttarbót að í tilvikum þar sem kærði hafi ekki sinnt beiðni fái beiðandi úrræði til að knýja fram efnislega niðurstöðu um upplýsingarétt sinn, jafnvel þótt sú niðurstaða verði ekki endurskoðuð með öðrum hætti en að bera hana undir almenna dómstóla. Þá kemur fram að hin nýja regla muni fyrst og fremst eiga við þegar afgreiðsla beiðni tefst úr hófi og ástæður þess sé að rekja til athafnaleysis eða annarra óréttlætanlegra tafa á málsmeðferð þess aðila sem hefur beiðni til meðferðar.<br /> <br /> Af gögnum málsins telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafið yfir allan vafa að tafir á afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni kæranda teljast óréttlætanlegar í framangreindum skilningi. Af hálfu bæjarins hefur komið fram að hluti umbeðinna gagna hafi ekki legið fyrir þegar beiðni kæranda kom fram en engar skýringar hafa verið veittar á þeirri háttsemi sveitarfélagsins að láta hjá líða að afgreiða beiðni kæranda varðandi þann hluta umbeðinna gagna sem sannarlega liggur fyrir í vörslum sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin áréttar að þegar gögn eru ekki fyrirliggjandi getur réttur til aðgangs að þeim ekki byggst á upplýsingalögum, sbr. orðalag 1. mgr. 5. gr. laganna og ítrekaða úrskurðarframkvæmd nefndarinnar. Ef gögn sem beiðni tekur til liggja á annað borð fyrir eru hins vegar ekki að lögum forsendur til að láta hjá líða að afgreiða þann hluta beiðni af þeirri ástæðu að í beiðninni sé einnig óskað eftir aðgangi að gögnum sem ekki liggja fyrir. Af þeirri ástæðu verða þær óhóflegu tafir sem orðið hafa á því að Hafnarfjarðarbær afgreiddi beiðni kæranda ekki réttlætar með því einu að hluti gagnanna hafi ekki legið fyrir á þeim tímapunkti sem beiðnin barst. <br /> <br /> Í málinu er til þess að líta að af hálfu bæjarlögmanns Hafnarfjarðarbæjar hefur komið fram að ekki séu gerðar „efnislegar athugasemdir“ við beiðni kæranda og að ætlunin sé að afhenda öll gögn sem hún tekur til. Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem bærinn hefur sjálfur veitt um efni umbeðinna gagna að þessu leyti og rétt kæranda til aðgangs að þeim er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kærandi eigi rétt til aðgangs að öllum fyrirliggjandi gögnum í vörslum sveitarfélagsins sem beiðnin tekur til. Enn fremur beinir úrskurðarnefndin því til Hafnarfjarðarbæjar að gæta framvegis að reglum um málshraða, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Hafnarfjarðarbæ ber að veita kæranda, A, aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum hjá sveitarfélaginu sem tengjast breytingu á deiliskipulagi á Haukasvæðinu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1037/2021. Úrskurður frá 27. ágúst 2021. | Kærð var synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni um aðgang að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. Synjun ráðuneytisins byggðist annars vegar á því að samningarnir hefðu að geyma upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðenda bóluefnanna, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, en hins vegar á því að mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að aðgangur kæranda yrði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst á það með ráðuneytinu að umbeðin gögn hefðu að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir stæðu til að fari leynt. Að fenginni þeirri niðurstöðu var að mati nefndarinnar óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga væru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs. Var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. ágúst 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1037/2021 í máli ÚNU 21050002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. maí 2021, kærði A afgreiðslu heilbrigðisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji sig þurfa að fá upplýsingar um hvað standi í samningum íslenska ríkisins við framleiðendur bóluefna gegn COVID-19 vegna áætlana stjórnvalda um að bólusetja ungt og heilbrigt fólk vegna sjúkdóms sem því stafi lítil sem engin hætta af. Til dæmis megi spyrja hvort búið sé að skuldbinda ákveðinn fjölda Íslendinga til að taka þátt í bólusetningum en slíkt myndi fela í sér alvarleg mannréttindabrot. <br /> <br /> Með kæru fylgdi afrit af samskiptum kæranda við heilbrigðisráðuneytið en af þeim má ráða að ráðuneytið synjaði beiðninni með tölvupósti, dags. 4. mars 2021, með vísan til þess að samningarnir féllu undir takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá er jafnframt vísað til þess að samningarnir séu undanþegnir upplýsingarétti vegna almannahagsmuna, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Loks liggur fyrir að kærandi ítrekaði beiðni sína þann 19. apríl 2021 en ekki verður séð að ráðuneytið hafi svarað erindinu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt heilbrigðisráðuneyti með erindi, dags. 3. maí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn heilbrigðisráðuneytisins barst þann 28. júní 2021. Þar kemur fram að ráðuneytið hafi undirritað tíu samninga á grundvelli samninga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Annars vegar sé um að ræða þríhliða samninga við sænska ríkið og viðkomandi lyfjaframleiðanda um afhendingu bóluefnis, ábyrgð o.fl. og hins vegar samninga við sænska ríkið um greiðslur vegna kaupa á bóluefni. Ákveðið hafi verið að gera samninga við marga mögulega framleiðendur til að hámarka möguleika á því að koma bóluefni á markað sem fyrst. Í öllum samningum ESB sé gert ráð fyrir því að EFTA-ríkin geti fengið hlutdeild af umsömdum bóluefnaskömmtum gegn því að axla ábyrgð samkvæmt samningi. Þátttökuríki Evrópusambandsins og EFTA-ríkin séu því jafnsett um öll atriði samninganna, þ.m.t. ákvæði um trúnaðar- og þagnarskyldu gagnvart lyfjaframleiðendum.<br /> <br /> Í umsögninni er vikið að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Undir það falli viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu, svo og aðra viðkvæma viðskiptahagsmuni. Að mati heilbrigðisráðuneytisins innihalda umbeðnir samningar upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem séu enn virkir þar sem faraldur ríki enn. Þetta hagsmunamat geti breyst að faraldri loknum og samningarnir gerðir opinberir. Nú geti afhending samninganna hins vegar skaðað hagsmuni íslenska ríkisins í baráttu við COVID-19, t.d. þar sem afhending bóluefnis sem samið hefur verið um fari ekki fram. Jafnframt megi leiða að því líkur að þörf verði fyrir áframhaldandi bólusetningar og nauðsynlegt að ganga til frekari samninga um kaup á bóluefnum. Afhending samninganna geti spillt fyrir slíkum samningaviðræðum og möguleikum ríkisins til áframhaldandi kaupa á bóluefnum.<br /> <br /> Heilbrigðisráðuneytið vísar til þess að ef veita skuli aðgang að upplýsingum sem falli undir 9. gr. laganna þurfi að afla skriflegs samþykkis þess sem í hlut á. Hins vegar liggi fyrir sú viljaafstaða lyfjaframleiðenda að efni samninganna fari leynt. Verði farið gegn vilja þeirra geti skapast sú hætta að bóluefnasamningar falli niður vegna trúnaðarbrests og samningaviðræðum næstu ára stefnt í hættu. Ráðuneytið hafi aflað þeirra upplýsinga að hvorki aðildarríki ESB né Noregur hafi afhent sambærilega samninga sem ríkin hafa gert við lyfjaframleiðendur.<br /> <br /> Varðandi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur m.a. fram af hálfu heilbrigðisráðuneytisins að afhending umbeðinna gagna væri til þess fallin að spilla samskiptum við lyfjaframleiðendur og aðra viðsemjendur íslenska ríkisins, einkum þar sem afhending á bóluefnum hafi ekki farið fram. Slíkt geti haft verulega neikvæð áhrif á þá almannahagsmuni sem felist í því að fá bóluefni við COVID-19 til Íslands sem fyrst og fyrir sem flesta. Vísað er til fyrri úrskurða úrskurðarnefndarinnar um skýringu ákvæðisins varðandi samninga við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir.<br /> <br /> Umsögn heilbrigðisráðuneytisins var kynnt kæranda með erindi, dags. 1. júlí 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 12. júlí 2021, segir m.a. að kærandi geti ekki séð af upplýsingalögum að samningar séu undanskildir aðgangi. Ekki skipti máli hvort heilbrigðisráðuneytið telji málið viðkvæmt eða ekki. Upplýsingalög taki til allrar starfsemi stjórnvalda og til hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerðar, setningar stjórnvaldsfyrirmæla og annarrar starfsemi. Kærandi vísar til þess að lyfja- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna hafi varað við notkun bóluefna frá Pfizer og Moderna vegna hættu á hjartavöðvabólgu í ungu fólki. Stjórnvöld haldi hins vegar áfram að gefa ungu fólki lyfin sem séu á neyðarleyfi. Yfirvöld setji boð upp sem nokkurs konar kvaðningu, höfði til samvisku fólks og geri það ábyrgt fyrir heilsu annarra.<br /> <br /> Kærandi telur að Lyfjastofnun reyni að fela upplýsingar um aukaverkanir bóluefnanna. Yfirvöld láti Íslendinga taka þátt í lyfjarannsókn án þess að fólk geri sér grein fyrir því, sérstaklega ungt fólk. Yfirmaður Lyfjastofnunar fái álagsgreiðslur fyrir þetta. Fram hafi komið að fjöldi kvenna hafi kvartað undan breytingum á tíðahring, konur hafi misst fóstur og eins hafi aldrei verið rannsakað hvað það þýði að blanda saman tveimur ólíkum bóluefnum. Þess vegna sé mjög mikilvægt að vita hvað ríkið sé búið að semja um varðandi þátttöku Íslendinga í þessari rannsókn.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19. Um er að ræða eftirfarandi samninga:<br /> <br /> 1. Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og AstraZeneca AB um kaup á bóluefni.<br /> 2. Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og CureVac AG um kaup á bóluefni.<br /> 3. Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins, Pfizer Inc. og BioNTech Manufacturing GmbH um kaup á bóluefni.<br /> 4. Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Janssen Pharmaceutica NV um kaup á bóluefni.<br /> 5. Samningar íslenska ríkisins, sænska ríkisins og Moderna Switzerland GmbH um kaup á bóluefni.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga skal mál borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun. Heilbrigðisráðuneytið synjaði beiðni kæranda með tölvupósti, dags. 4. mars 2021, en kæra barst úrskurðarnefndinni þann 3. maí 2021. Hún barst því um það bil mánuði eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang var þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr., svo sem áskilið er í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á er einnig til þess að líta að kærandi ítrekaði beiðni sína þann 19. apríl 2021 og óskaði „formlega“ eftir afriti af umbeðnum gögnum. Tekið var fram að ef beiðninni yrði hafnað myndi kærandi afla aðstoðar lögmanns til að fá gögnin afhent. Ekki fæst séð að heilbrigðisráðuneytið hafi svarað erindinu en eins og hér stendur á má jafna þeirri aðstöðu við að ráðuneytið hafi synjað beiðninni að nýju, sbr. einnig ákvæði 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessara atvika verður að telja afsakanlegt að kæran hafi ekki borist innan kærufrests og er hún því tekin til efnislegrar meðferðar, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga. <br /> <br /> 2.<br /> Ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um synjun beiðni kæranda byggist annars vegar á því að þeir hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðenda bóluefnanna, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsinglaga, en hins vegar á því að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur kæranda verði takmarkaður, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt:<br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Önnur niðurstaða myndi leiða til þess að skilyrðið um almannahagsmuni væri þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Af gögnunum og skýringum heilbrigðisráðuneytisins leikur ekki vafi á því að líta ber á samningana sem samskipti við önnur ríki í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá varða samningarnir að hluta samskipti við fjölþjóðastofnarnir, þ.e. stofnanir Evrópusambandsins vegna þátttöku íslenska ríkisins í samningi um Evrópska efnahagssvæðið, en fyrir liggur að íslenska ríkinu var gert kleift að taka þátt í kaupum á bóluefni gegn COVID-19 á grundvelli samstarfsins. Í málinu reynir því á það hvort þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í því að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi standi því í vegi að kæranda verði veittur aðgangur að samningunum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að það er skilyrði takmörkunar upplýsingaréttar á grundvelli 10. gr. upplýsingalaga að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. Í þessu sambandi lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál m.a. til þess að í samningunum er gert ráð fyrir því að þeir skuli fara leynt. <br /> <br /> Við þessar aðstæður telur úrskurðarnefndin einsýnt að birting samninganna í heild eða að hluta af hálfu íslenskra stjórnvalda væri til þess fallin að skerða það trúnaðartraust sem ríkir á milli samningsaðilanna, þ.e. íslenska ríkisins, sænska ríkisins, sem kemur fram fyrir hönd Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi, og lyfjaframleiðendanna. Þrátt fyrir að samningarnir varði atriði sem geta ekki talist standa yfir í þeim skilningi sem áður er vikið að, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 701/2017 frá 11. september 2017, verður ekki fram hjá því litið að íslenska ríkinu mun líklega reynast nauðsynlegt að festa kaup á fleiri bóluefnaskömmtum gegn COVID-19. Samkvæmt framangreindu gæti afhending samninganna af hálfu íslenskra stjórnvalda leitt til þess að samningsaðilar íslenska ríkisins beri fyrir sig vanefndir á samningunum og að afhending bóluefna samkvæmt samningunum raskist og enn fremur að samningsstaða ríkisins vegna frekari kaupa á bóluefnum breytist til hins verra vegna þeirrar áherslu sem samningsaðilar íslenska ríkisins hafa lagt á trúnað. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að hin kærða ákvörðun fái stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem umbeðin gögn hafa að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir standa til að fari leynt. Það fær ekki breytt þessari niðurstöðu að almenningur eigi almennt ríkan rétt á að kynna sér samninga hins opinbera við einkaaðila sem fela í sér ráðstöfun opinbers fjármagns. Verður í því sambandi að leggja áherslu á að birting samninginna án samþykkis samningsaðila og staðfesting íslenskra stjórnvalda á efni samninganna getur haft í för með sér sömu afleiðingar og áður er lýst, þ.e. að samningsaðilar íslenska ríkisins neyti vanefndaúrræða gagnvart ríkinu með hugsanlegri röskun á afhendingu bóluefna sem og skerðingu á samningsstöðu íslenska ríkisins við frekari kaup á bóluefnum. <br /> <br /> 3.<br /> Að fenginni þeirri niðurstöðu sem að framan greinir er að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál óþarft að kanna hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga eru uppfyllt til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins, dags. 4. mars 2021, um synjun beiðni kæranda, A, um aðgang að samningum íslenska ríkisins um kaup á bóluefnum gegn COVID-19.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1036/2021. Úrskurður frá 27. ágúst 2021. | A kærði synjun Garðabæjar á beiðni um aðgang að gögnum er vörðuðu störf starfsmanns sveitarfélagsins. Af hálfu sveitarfélagsins kom fram að erindi kæranda hefði ekki leitt til gagnagerðar eða söfnunar gagna af hálfu bæjarins. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja staðhæfingu sveitarfélagsins og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. ágúst 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1036/2021 í máli ÚNU 21040002.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> Með erindi, dags. 8. apríl 2021, kærði A synjun Garðabæjar á beiðni um aðgang að upplýsingum er varða störf starfsmanns sveitarfélagsins í tengslum við málefni dóttur hans þegar hún var nemandi eins af skólum bæjarins.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi kvartað undan störfum tiltekins starfsmanns sveitarfélagsins með erindi dags. 20. október 2020. Í framhaldinu hafi kærandi óskað eftir upplýsingum frá bæjarstjóra Garðabæjar um hvernig tekið hefði verið á kvörtuninni þar sem kærandi taldi ósennilegt að ítarleg könnun á störfum viðkomandi starfsmanns hefði farið fram. <br /> <br /> Með bréfi Garðabæjar, dags. 27. janúar 2021, svaraði bæjarstjóri erindinu og ítrekaði að hann bæri fullt traust til viðkomandi starfsmanns, annarra starfsmanna bæjarins og utanaðkomandi aðila sem að málinu hefðu komið. Kvörtunum kæranda í garð starfsmanna bæjarins sem komið hefðu að úrvinnslu máls dóttur kæranda hefði áður verið svarað, m.a. með tölvupóstum dags. 12. nóvember 2020 og 3. desember 2020. Segir enn fremur að bæjarstjóri hafi fylgst með því að starfsmennirnir sinntu störfum sínum af fagmennsku, kostgæfni og heilindum. Ekkert í starfi viðkomandi starfsmanns eða annarra starfsmanna Garðabæjar hefði gefið nokkra ástæðu til áminninga eða beitingu viðurlaga. Þá vakti bæjarstjóri athygli kæranda á því að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna Garðabæjar samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 tæki ekki til gagna er vörðuðu framgang í starfi eða starfssamband þeirra að öðru leyti við bæjarfélagið. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kvartað sé undan sinnuleysi bæjarstjóra Garðabæjar er varðar kvörtun kæranda. Upphaflega hafi kærandi leitað til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem vísað hafi til þess að ráðuneytið hafi ekki eftirlit með starfsmannamálum sveitarfélaga, sbr. 109. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ráðuneytið hafi leiðbeint kæranda um að hægt væri að beina kvörtun til umboðsmanns Alþingis teldi aðili sig hafa verið beittan rangsleitni af hálfu stjórnvalda eða sveitarfélaga. Þá væri jafnframt hægt að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar á beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Kærandi telur að þau lög sem bæjarstjóri Garðabæjar vísi til eigi ekki við í málinu og það sé réttur hans að fá upplýsingar frá bæjarfélaginu um það hvernig brugðist hafi verið við kvörtuninni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 8. júní 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 29. júní 2021, kemur fram að bæjarstjóri Garðabæjar hafi svarað erindi kæranda vegna viðkomandi starfsmanns með bréfi, dags. 27. janúar 2021. Í bréfinu hafi verið vakin athygli á því að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna Garðabæjar samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 tæki ekki til gagna sem vörðuðu framgang í starfi eða starfssamband þeirra að öðru leyti við bæjarfélagið. Eins og fram kæmi í bréfinu nyti viðkomandi starfsmaður fyllsta trausts og benti ekkert annað til þess en að hann sinni starfi sínu af fagmennsku, kostgæfni og heilindum. Því væri engum gögnum til að dreifa um starfsmannamál sem kæra sneri að. Meðfylgjandi umsögninni var bréf bæjarstjóra til kæranda dags. 27. janúar 2021. <br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. júlí 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu óskaði kærandi eftir gögnum sem orðið hefðu til í tilefni af kvörtun hans til bæjarstjóra Garðabæjar vegna framgöngu tiltekins starfsmanns sveitarfélagsins. Af hálfu sveitarfélagsins hefur komið fram að umrætt erindi kæranda til bæjarins hafi ekki leitt til neinnar gagnagerðar eða söfnunar gagna af hálfu bæjarins og því sé engum gögnum til að dreifa sem falli undir kæruna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. <br /> <br /> Í ljósi framangreindra skýringa sveitarfélagsins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn sem tengjast kvörtun kæranda vegna framgöngu viðkomandi starfsmanns Garðabæjar séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. <br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 8. apríl 2021, um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni um aðgang að gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
1035/2021. Úrskurður frá 27. ágúst 2021. | Ritstjóri fréttaskýringarþáttar á RÚV kærði afgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn lækna sem afmáð voru úr töflureikningskjali. Synjun stofnunarinnar var byggð á því að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, þar sem hætta gæti skapast á því að unnt væri að persónugreina sjúklinga. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og lagði því fyrir Sjúkratryggingar Íslands að veita kæranda aðgang að þeim. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. ágúst 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1035/2021 í máli ÚNU 21030001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. mars 2021, kærði A, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV, afgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvupósti til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 7. maí 2019, óskaði kærandi eftir öllum reikningum bæklunarlækna, hjartalækna, háls-, nef- og eyrnalækna og röntgenlækna (myndgreiningar), sem stofnuninni hafa borist á árunum 2016-2018. <br /> <br /> Kærandi fór fram á að umbeðnar upplýsingar yrðu afhentar með sem gleggstum hætti þannig að hægt væri að greina reikninga niður á einstaka lækna, en þó ekki á nafn hvers og eins læknis, heldur mætti til að mynda merkja þá með númerum, ásamt þeim verkum/aðgerðum sem rukkað væri fyrir, þ.e. hvað liggi að baki þeim einingum sem greitt er fyrir. <br /> <br /> Með svari Sjúkratrygginga Íslands, dags. 2. júlí 2019, voru umrædd gögn afhent þar sem nöfn lækna voru fjarlægð þannig að hver læknir fékk sérstakt númer og sérgrein læknisins var tengd við númerið. Læknanúmerin voru síðan tengd við upplýsingar um einstaka aðgerðir/meðferðir, hvaða ár þær fóru fram, kostnað (sjúklingshluta og greiðsluþátttöku SÍ) og notkun gjaldliða. <br /> <br /> Kærandi sendi Sjúkratryggingum Íslands nýja beiðni, dags. 14. ágúst 2020, þar sem óskað var eftir sömu gögnum fyrir árið 2019. Líkt og í fyrri beiðninni var þess óskað að gögnin væru ópersónugreinanleg, þ.e. ekki var óskað eftir nöfnum lækna heldur dulkóðuðum upplýsingum. Sjúkratryggingar Íslands afhentu kæranda umbeðin gögn þann 27. ágúst 2020. <br /> <br /> Með erindi til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 5. janúar 2021, óskaði kærandi eftir frekari upplýsingum um yfirlit hjartalækna fyrir árið 2019 með afslætti ásamt gögnum um hlut sjúklinga og greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Umræddar upplýsingar voru afhentar kæranda 13. janúar 2021. Þann 6. janúar 2021 óskaði kærandi eftir samningum stofnunarinnar við þau myndgreiningarfyrirtæki sem eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þau gögn voru afhent kæranda þann 15. janúar 2021.<br /> <br /> Með erindi til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 22. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir að fá uppgefin nöfn tiltekinna lækna úr þeim gögnum sem afhent voru, sem áður var óskað eftir að væru ópersónugreinanleg. Síðar sama dag sendi kærandi uppfærða beiðni þar sem óskað var eftir að fá uppgefin nöfn allra þeirra lækna sem samantekt Sjúkratrygginga Íslands um greiðslur til hjartalækna, bæklunarlækna og háls-, nef- og eyrnalækna á árunum 2016-2019 nær yfir. Jafnframt óskaði kærandi eftir afriti af samskiptum Sjúkratrygginga Íslands við þá lækna sem stofnunin hefur gert endurkröfu á vegna ofinnheimtu á árunum 2010-2020.<br /> <br /> Með svari Sjúkratrygginga Íslands, dags. 24. febrúar 2021, var kæranda tjáð að stofnunin teldi ómögulegt að verða við gagnabeiðninni. Undir venjulegum kringumstæðum væri ekkert því til fyrirstöðu að nöfn umræddra lækna væru tilgreind en sökum þess hvernig samantekt stofnunarinnar sem kærandi hafði fengið afhent var skilgreind niður á stakar aðgerðir, gæti skapast sú hætta að unnt yrði að persónugreina einstaka sjúklinga út frá nafni læknis. Með vísan til þeirrar hættu og skyldu stofnunarinnar til að vernda friðhelgi sjúklinga var beiðninni synjað. Síðar sama dag tjáði kærandi stofnuninni að þessum hluta beiðninnar yrði skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til úrlausnar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji almenning hafa rétt á aðgangi að upplýsingum um nöfn læknanna á bakvið tölurnar, þar sem um sé að ræða greiðslur úr opinberum sjóðum. Sjúkratryggingar Íslands hafi hafnað beiðni um afhendingu þeirra og sé sú ákvörðun stofnunarinnar því kærð. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Sjúkratryggingum Íslands með bréfi, dags. 2. mars 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar.<br /> <br /> Í umsögn Sjúkratrygginga Íslands, dags. 16. mars 2021, segir að forsendan fyrir því að stofnunin taldi sig geta orðið við upphaflegri beiðni kæranda og veitt svo nákvæma sundurliðun, án þess að stofna öryggi upplýsinga um einstaklingana í hættu, hafi falist í því að í beiðninni var sérstaklega óskað eftir að nöfn lækna væru ekki birt. Með því móti taldi stofnunin að búið væri að gera nægilegar ráðstafanir til að vernda upplýsingar um sjúklingana og friðhelgi þeirra. Öryggi upplýsinganna yrði stefnt í hættu ef afhenda ætti nöfn lækna og því hafi beiðninni verið synjað. Afhending umbeðinna upplýsinga myndi leiða til þess að upplýsingasafnið yrði það afmarkað að hætta myndi skapast á því, að unnt yrði að persónugreina einstaka sjúklinga sem nutu aðstoðar læknanna. Af þeim sökum hafi stofnunin hafnað framkominni beiðni kæranda. <br /> <br /> Að mati Sjúkratrygginga Íslands er möguleiki fyrir hendi á því að unnt sé að greina nöfn einstakra sjúklinga yrðu upplýsingar um nafn læknis sem veitti meðferðina bætt við upplýsingasafnið. Í því sambandi er vísað til umfjöllunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál um 9. gr. upplýsingalaga í úrskurði nr. 933/2020 frá 20. október 2020. Ljóst sé að upplýsingar í fyrrnefndu skjali falli undir viðkvæmar persónuupplýsingar, þar sem þær snúi að heilsufari og læknismeðferð einstaklinga. Það geti verið viðkvæmt mál fyrir einstakling að almenningur fái upplýsingar um meðferð hans og kostnað við hana og því hafi stofnunin talið að notendur heilbrigðisþjónustu ættu rétt á að upplýsingunum væri ekki miðlað til almennings. Ríkir hagsmunir búi því að baki að sjúkratryggðir og notendur heilbrigðisþjónustu geti verið vissir um að staðinn sé vörður um upplýsingar þeirra sem varðveittar séu hjá stofnuninni, sem oft eru afar viðkvæmar, og að þeir geti verið öruggir um að þeim sé ekki miðlað til almennings. <br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. mars 2021, og henni veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 29. mars 2021, er bent á að í ljósi þess að um greiðslur úr opinberum sjóðum sé að ræða, þurfi ríkar ástæður að vera fyrir því að halda nöfnunum leyndum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, einkum með vísan til þess orðalags ákvæðisins að „sanngjarnt“ sé og „eðlilegt“ að upplýsingar fari leynt. Í því sambandi vísar kærandi til þeirra fjölmörgu úrskurða úrskurðarnefndarinnar er varða ráðstöfun opinbers fjár. Kærandi telji þetta skilyrði með engu móti geta verið uppfyllt um umbeðnar upplýsingar. Þá sé lögð áhersla á að án nafna læknanna sé ekki með góðu móti unnt að fá innsýn í greiðslur hins opinbera til þeirra og veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald að þessu leyti, í samræmi við markmið upplýsingalaga. Það hafi verið mat Sjúkratrygginga Íslands að afgreiðsla upplýsinganna myndi ganga mun hraðar ef þeirra væri óskað á því formi sem upphaflega var gert. Eftir að gögnin voru afhent hafi komið í ljós að mikil þörf væri á því að geta tengt lækna við númer, svo hægt væri að kafa dýpra í þau út frá starfsvettvangi og umfangi starfseminnar. Þannig geti fjölmiðillinn sinnt sínu aðhaldshlutverki. <br /> <br /> Kærandi fellst ekki á að þau sjónarmið að með því að veita aðgang að umbeðnum upplýsingum um nöfn lækna skapist hætta á því að unnt verði að persónugreina einstaka sjúklinga sem standi í vegi fyrir aðgangi að umbeðnum gögnum. Kærandi er ósammála því að yfirhöfuð sé hægt að tengja sjúklinga við einstaka lækna með aðgangi að umbeðnum upplýsingum. Afstaða stofnunarinnar virðist eingöngu byggð á því að slíka tengingu megi gera ef til staðar eru ótilteknar viðbótarupplýsingar, að upplýsingasafnið væri orðið það afmarkað að unnt yrði að persónugreina einstaka sjúklinga. Þá segir einnig að gera verði þá kröfu að stofnunin sýni fram á það nákvæmlega hvaða hætta sé til staðar, þ.e. með hvaða hætti og undir hvaða kringumstæðum umbeðnar upplýsingar geti raunverulega varpað ljósi á einhverjar aðrar upplýsingar sem fjalli um nafngreinda sjúklinga. Það hafi stofnunin ekki gert heldur byggi synjunin á hugleiðingum um hugsanlega ótilgreinda hættu. Þá ítrekar kærandi að öll umfjöllun fjölmiðilsins taki mið af því að nafngreina ekki sjúklinga eða veita of miklar upplýsingar um einstaka persónur. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um nöfn þeirra lækna sem afmáð voru úr töflureikningskjali sem kæranda var að öðru leyti veittur aðgangur að. Ákvörðun Sjúkratrygginga um að synja beiðni kæranda, dags. 24. febrúar 2021 byggir á því að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem hætta gæti skapast á því að unnt væri að persónugreina einstaka sjúklinga sem nutu aðstoðar læknanna.</p> <p>Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p> <p>„Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“</p> <p>Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:</p> <p>„Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“</p> <p>Samkvæmt framangreindu er ljóst að upplýsingar um heilsuhagi manna falla undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga, og er í því sambandi bent á að slíkar upplýsingar teljast til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, sbr. 3. tölul. 3. gr. laganna.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Um er að ræða töflureiknisskjal þar sem m.a. er að finna lista yfir aðgerðir og meðferðir sem einstaka læknar hafa framkvæmt flokkaðar eftir sérgrein þeirra auk upplýsinga um hvaða ár þær fóru fram og kostnað við framkvæmd þeirra, bæði hlut sjúklings og greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. Í þeim gögnum sem kæranda voru afhent höfðu nöfn einstakra lækna verið fjarlægð þannig að hver læknir fékk sérstakt númer. Þrátt fyrir að í skjalinu sé fjallað um einstaka læknismeðferðir sem umræddir læknar hafa innt af hendi er þar hvergi að finna upplýsingar um heilsuhagi nafngreindra einstaklinga í skjalinu eða aðrar upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi tekur úrskurðarnefndin fram að í gögnunum er hvorki að finna persónugreinanlegar upplýsingar um þá sjúklinga sem um ræðir hverju sinni né aðrar upplýsingar sem eru til þess fallnar að varpa ljósi á það.</p> <p>Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun beiðni kæranda byggir á því að hægt sé að rekja upplýsingarnar til einstakra sjúklinga verði upplýsingar um nafn læknis sem veitti meðferðina bætt við upplýsingasafnið.</p> <p>Um þetta tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að undir 9. gr. falla ekki einungis upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, heldur einnig upplýsingar sem varpað geta ljósi á eða staðfest slíkar upplýsingar. Þannig kunna upplýsingar, sem að öllu jöfnu er ekki hægt að rekja til nafngreindra einstaklinga, að falla undir ákvæðið ef um er að ræða upplýsingar sem allur almenningur gæti með fyrirhafnarlitlum hætti rakið til nafngreindra einstaklinga, eftir atvikum út frá viðbótarupplýsingum sem almennt eru aðgengilegar.</p> <p>Eins og áður segir hafa umrædd gögn eingöngu að geyma yfirlit yfir einstaka aðgerðir eða læknismeðferðir sem umræddir læknar hafa innt af hendi og hvaða ár þær voru framkvæmdar auk upplýsinga um kostnað. Í ljósi þess hversu almennar upplýsingarnar eru verður að telja afar langsótt að utanaðkomandi aðili geti rakið upplýsingarnar til nafngreindra sjúklinga jafnvel þótt upplýst yrði um nöfn læknanna. Að mati nefndarinnar þyrfti viðkomandi að búa yfir umfangsmiklum og nákvæmum upplýsingum um hagi nafngreindra sjúklinga sem einstaka læknir hefur sinnt og þar með upplýsingum sem leynt eiga að fara samkvæmt ákvæði 9. gr. upplýsingalaga til þess að slíkt væri mögulegt.</p> <p>Líkt og fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndarinnar frá 20. október 2020 í máli nr. 933/2020 verður að réttu lagi ekki byggt á slíkum viðmiðum þegar tekin er afstaða til þess hvort ópersónutengdar upplýsingar falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Telur nefndin að slík túlkun myndi í reynd girða að verulegu leyti fyrir aðgang að upplýsingum sem almennt eru ekki rekjanlegar til ákveðinna einstaklinga og vinna gegn markmiðum laganna. Er því ekki unnt að fallast á það með Sjúkratryggingum Íslands að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til framangreinds er fallist á rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Sjúkratryggingum Íslands ber að veita kæranda, A ritstjóra fréttaskýringarþáttarins Kveiks, aðgang að upplýsingum um nöfn allra þeirra lækna sem samantekt stofnunarinnar um greiðslur til hjartalækna, bæklunarlækna og háls-, nef- og eyrnalækna á tímabilinu 2016-2019 nær yfir. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1034/2021. Úrskurður frá 27. ágúst 2021. | Deilt var um afgreiðslu sýslumannsins í Vestmannaeyjum á beiðni kæranda um aðgang að öllum fundagerðum, bréfasamskiptum og símtölum sýslumannsins við Vestmannaeyjabæ á grundvelli 7. gr. laga nr. 50/2014 um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins á ótilgreindu tímabili. Embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum taldi ómögulegt án verulegrar fyrirhafnar að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. ágúst 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1034/2021 í máli ÚNU 21020031. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 23. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu sýslumannsins í Vestmannaeyjum á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi til sýslumannsins í Vestmannaeyjum, dags. 4. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hvernig samráð samkvæmt 7. gr. laga nr. 50/2014, um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, við Vestmannaeyjabæ fari fram. <br /> <br /> Í svari embættisins, dags. 8. febrúar 2021, kom fram að fyrirspurn kæranda væri svarað sem almennri fyrirspurn og ekki vísað til einstaks máls. Samkvæmt 7. gr. laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði skyldi sýslumaður hafa forgöngu um reglulegt samráð við sveitarfélög og önnur stjórnvöld ríkisins um fyrirkomulag og samræmingu opinberrar þjónustu í umdæminu eftir því sem við gæti átt. Gert væri ráð fyrir því að starf þetta mótaðist eftir þörfum í hverju umdæmi fyrir sig. Form samráðs færi því eftir eðli máls og umfangi þess, yfirleitt símleiðis, bréfleiðis eða á fundum. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir bréfum, fundargerðum og samantekt símtala vegna svars embættisins þann 8. febrúar 2021. <br /> <br /> Í svari sýslumannsins í Vestmannaeyjum, dags. 15. febrúar 2021, kom fram að beiðni kæranda tæki til allra fundargerða, bréfasamskipta og símtala sýslumannsins í Vestmannaeyjum við Vestmannaeyjabæ á grundvelli 7. gr. laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins á ótilgreindu tímabili. Þá var vísað til þess að sá sem færi fram á aðgang að gögnum skyldi tilgreina þær eða efni þess máls sem þær tilheyrðu með nægilega skýrum hætti, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Jafnframt var vísað til þess að samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 væri heimilt að vísa beiðni frá ef ekki væri talið mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Kæranda var veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar, þar sem ómögulegt væri án verulegrar fyrirhafnar að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál, eins og hún var framsett. <br /> <br /> Með svari til embættisins, dags. 17. febrúar 2021, lýsti kærandi því yfir að ekki væri mögulegt að afmarka beiðnina nánar, til þess þyrfti kærandi dagsetningar fundargerða, bréf og símtala en eftir þeim upplýsingum væri nú óskað. Með svari sýslumannsins í Vestmannaeyjum, dags. 19. febrúar 2021, var kæranda leiðbeint á ný um að afmarka beiðni sína nánar með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru, dags. 23. febrúar 2021, kemur fram að kærandi óski þess að embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum verði gert að afhenda umbeðnar upplýsingar. Kærandi telji augljóst að embætti sýslumanns misnoti heimild upplýsingalaga varðandi fjölda gagna og fyrirhöfn. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 10. maí 2021, var embætti sýslumanns veitt færi á að koma á framfæri umsögn. Úrskurðarnefndin ítrekaði framangreint erindi, með bréfi, dags. 14. júní 2021. Þar sem engin viðbrögð bárust frá sýslumanni óskaði úrskurðarnefndin símleiðis eftir upplýsingum um hvort embættið hygðist bregðast við umsagnarbeiðninni. Í símtalinu kom fram að embættið teldi ekki þörf á að koma að frekari sjónarmiðum í tilefni af kærunni. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu sýslumannsins í Vestmannaeyjum á beiðni kæranda um aðgangs að öllum fundargerðum, bréfasamskiptum og símtölum sýslumannsins við Vestmannaeyjabæ á grundvelli 7. gr. laga nr. 50/2014 um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins á ótilgreindu tímabili. <br /> <br /> Afgreiðsla sýslumannsins í Vestmannaeyjum er reist á því að sökum framsetningar á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, sé ómögulegt án verulegrar fyrirhafnar að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá er vísað til þess að sýslumaður hafi leiðbeint kæranda um að afmarka beiðni sína nánar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við þeim leiðbeiningum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. <br /> <br /> Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð nr. 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að skyldan til að finna þau mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum hvíli á stjórnvöldum er sú skylda ekki án takmarkana. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem tengist því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að finna heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram afar víðtæka beiðni um aðgang að öllum fundargerðum, bréfasamskiptum og símtölum sýslumannsins í Vestmannaeyjum við Vestmannaeyjabæ á grundvelli 7. gr. laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði á ótilgreindu tímabili. Við meðferð beiðninnar hjá embættinu var kæranda tvívegis í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar til að þess að unnt væri að verða við beiðni hans um upplýsingar. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir beiðni kæranda um afrit allra fundargerða, bréfasamskipta og símtala sýslumannsins í Vestmannaeyjum við Vestmannaeyjabæ á ótilgreindu tímabili ekki skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efni máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að embættinu sé mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekin mál án verulegrar fyrirhafnar. Er kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 23. febrúar 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
1033/2021. Úrskurður frá 27. ágúst 2021. | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að viðaukum við skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um eldsvoða að Bræðraborgarstíg. Synjun stofnunarinnar um hluta umbeðinna gagna var byggð á því að um vinnugögn væri að ræða samkvæmt. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna. Úrskurðarnefndin fór yfir gögnin og staðfesti synjun stofnunarinnar að þessu leyti. Þá lagði úrskurðarnefndin fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að taka beiðni kæranda um upplýsingar um nöfn þess starfsfólks sem kom að ritun skýrslunnar til efnislegrar meðferðar. Kærunni var að öðru leyti vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. ágúst 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1033/2021 í máli ÚNU 21010008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. janúar 2021, kærði A lögmaður, f.h. félagsins HD verk ehf., synjun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (hér eftir HMS) á beiðni um aðgang að viðaukum við skýrslu stofnunarinnar um eldsvoða að Bræðraborgarstíg í Reykjavík hinn 25. júní 2020. Umbjóðandi kæranda var eigandi að öllum fasteignum í húsinu þegar það brann.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir því að fá afhenta alla viðauka við skýrslu HMS með erindi, dags. 12. janúar 2021. Viðaukarnir eru:<br /> <br /> 1) Teikningar af teikningavef byggingarfulltrúans í Reykjavík.<br /> 2) Myndasafn HMS af vettvangi.<br /> 3) Myndasafn lögreglu.<br /> 4) Skýrsla um eldsupptök frá lögreglu.<br /> 5) Byggingarreglugerð 441/1998.<br /> 6) Gögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.<br /> 7) Gögn frá byggingarfulltrúanum í Reykjavík.<br /> <br /> Ósk kæranda um aðgang að gögnunum var ítrekuð með erindi sama dag. Þá óskaði kærandi jafnframt eftir upplýsingum um það hverjir hefðu ritað skýrslu HMS. Stofnunin svaraði því ekki en tók fram í tilefni af gagnabeiðni kæranda að stofnunin hefði ekki rétt á að afhenda gögn sem aðrir ættu.<br /> <br /> Í kæru kom fram að réttur kæranda til aðgangs væri byggður bæði á II. og III. kafla upplýsingalaga, nr. 140/2012. Kærandi teldi að þótt hluti af þeim viðaukum sem óskað væri eftir væri opinberlega aðgengilegur ætti hann samt rétt til aðgangs að þeim frá HMS. Kærandi teldi heldur ekki ljóst við hvaða teikningar í viðauka 1 HMS hefði miðað við gerð skýrslunnar. Loks væri ekki ljóst við hvaða útgáfu byggingarreglugerðar hefði verið stuðst, sbr. viðauka 5.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt HMS með erindi, dags. 13. janúar 2021, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> HMS sendi kæranda erindi að nýju, dags. 25. janúar 2021. Kom þar fram að stofnunin myndi afhenda kæranda gögn sem féllu undir viðauka 1, 5 og 7. Gögn sem heyrðu undir aðra viðauka yrðu hins vegar ekki afhent.<br /> <br /> Með gögnum sem heyrðu undir viðauka 2, myndasafn HMS af vettvangi, væri átt við að starfsfólk HMS hefði skoðað aðstæður á vettvangi og í einhverjum tilvikum tekið myndir með símum sínum. Til skoðunar væri hvort framangreint myndasafn væri undanþegið á grundvelli 6.–10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Svipuð sjónarmið ættu við um hluta af þeim gögnum sem heyrðu undir viðauka 6, gögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Starfsfólk HMS hefði haft tímabundinn aðgang að tilteknum gögnum frá slökkviliðinu með rafrænum hætti. Það hefði það hins vegar ekki lengur og teldust gögnin því ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Til skoðunar væri hvort þau gögn slökkviliðsins sem eftir stæðu teldust undanþegin upplýsingarétti.<br /> <br /> Hvað varðaði gögn sem heyrðu undir viðauka 3 og 4, þ.e. myndasafn lögreglu og skýrslu um eldsupptök frá lögreglu, þá tilheyrðu þau rannsókn sakamáls og væru þannig undanþegin aðgangi almennings á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að nöfnum starfsfólks HMS sem kom að gerð skýrslunnar var hafnað, því ekkert fyrirliggjandi gagn hjá stofnuninni innihéldi umbeðnar upplýsingar. Ekki stæði skylda til að taka upplýsingarnar saman samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í umsögn HMS til úrskurðarnefndarinnar, dags. 27. janúar 2021, kemur fram að viðauki skýrslunnar sem kærandi óski eftir sé í reynd ekki viðauki heldur listi yfir gögn sem stofnunin hafi notast við þegar skýrslan var gerð. Betur hefði farið á því að tilgreina gögnin sem hluta af heimildaskrá.<br /> <br /> Hvað varðar gögn sem heyri undir viðauka 2, myndasafn HMS af vettvangi, sé ekkert fyrirliggjandi gagn í vörslum stofnunarinnar sem svari til þeirrar lýsingar. Því sé ekki unnt að veita aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Sama eigi við um hluta þeirra gagna sem heyri undir 6. tölulið viðaukans, gögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þar sem starfsfólk HMS hafi aðeins haft tímabundinn aðgang að þeim.<br /> <br /> HMS bar afhendingu annarra gagna sem heyra undir viðauka 6 undir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Í svari slökkviliðsins kom fram að gögnin væru að stærstum hluta vinnugögn. Þau hefðu einungis verið afhent HMS á grundvelli lagaskyldu, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012. Auk þess að vera vinnugögn hefðu gögnin að geyma upplýsingar sem heyrðu undir 9. gr. sömu laga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Um væri að ræða gögn sem vörpuðu ljósi á þátttöku starfsfólks í aðgerðum á vettvangi þar sem mannskaði varð og upplifun þeirra af þátttökunni. <br /> <br /> Gögn sem heyri undir viðauka 3 og 4 séu gögn sem tilheyri rannsókn sakamáls og séu því undanþegin aðgangi á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn HMS var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. febrúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilteknum viðaukum við skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um eldsvoða að Bræðraborgarstíg 1 sem varð hinn 25. júní 2020. Fyrir liggur að kærandi var eigandi að öllum fasteignum í húsinu þann dag sem það brann. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd afhenti HMS kæranda gögn í viðaukum sem heyra undir töluliði 1, 5 og 7 viðaukans. Eftir standa gögn sem heyra undir töluliði 2, 3, 4 og 6: <br /> <br /> 2) Myndasafn HMS af vettvangi.<br /> 3) Myndasafn lögreglu.<br /> 4) Skýrsla um eldsupptök frá lögreglu.<br /> 6) Gögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.<br /> <br /> Kærandi hefur m.a. byggt á því að um rétt til aðgangs í málinu fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Í 1. mgr. segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að þar undir falli ekki aðeins þau tilvik þegar aðili óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki það einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Í málinu liggur fyrir að kærandi var eigandi að öllum fasteignum að Bræðraborgarstíg 1 þegar húsið brann. Því til stuðnings hefur kærandi lagt fram yfirlit yfir þinglýsta eigendur hinn 25. júní, daginn sem bruninn varð. Að auki hefur kærandi greint frá því að niðurstöður í skýrslu HMS um brunann séu grundvöllur að málsástæðum í bótamáli á hendur honum. Í ljósi framangreinds er það mat úrskurðarnefndarinnar að kærandi hafi sérstaka hagsmuni, umfram aðra, af því að fá aðgang að gögnunum. Verður því leyst úr málinu á grundvelli 14. gr. laganna.<br /> <br /> 2.<br /> HMS synjaði beiðni kæranda um aðgang að viðauka 2, myndasafni HMS af vettvangi. Í erindi HMS til kæranda, dags. 25. janúar 2021, kom fram að starfsfólk stofnunarinnar hefði skoðað aðstæður á vettvangi og í einhverjum tilvikum tekið myndir á síma sína. Til skoðunar væri hvort myndasafnið væri undanþegið aðgangi kæranda á grundvelli 6.–10. gr. upplýsingalaga. Í umsögn HMS til úrskurðarnefndarinnar, dagsettri tveimur dögum síðar, segir að „ekkert fyrirliggjandi gagn í vörslum stofnunarinnar svari til þeirrar lýsingar“ sem sé að finna í viðauka 2, og því sé ekki unnt að veita kæranda aðgang.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd óskaði eftir nánari skýringum frá HMS um hvort gögnin væru til hjá stofnuninni og þá hvernig vörslum þeirra væri háttað. Í svari HMS, dags. 9. júní 2021, kom fram að ekki lægju fyrir myndir í málaskrá stofnunarinnar sem starfsfólk hefði tekið á vettvangi. Myndir sem notaðar hefðu verið í skýrsluna sjálfa hefðu komið frá lögreglu í tengslum við rannsókn hennar á málinu.<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingum HMS má ætla að stofnunin hafi hvorki haldið sérstaklega utan um það hvaða starfsfólk tók myndir á vettvangi né hlutast til um að staðið yrði að kerfisbundinni skráningu á myndunum. Ekki er hægt að líta svo á að upplýsingalög leggi þá skyldu á HMS að athuga síma starfsfólks til að komast að raun um hvort þar sé að finna myndir sem teknar voru á vettvangi brunans, enda er í reynd þá ekki um að ræða að gögnin séu í vörslum stofnunarinnar heldur starfsfólksins sjálfs. Þá fellur það ekki undir verksvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um það hvort starfsfólkinu hafi verið heimilt að taka myndir á síma sína og ef svo er hvort stofnunin hafi gætt þess með fullnægjandi hætti að halda þeim til haga, sbr. eftir atvikum 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga,<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Eins og atvikum máls þessa er háttað fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þá staðhæfingu HMS að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi. Verður því að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 3.<br /> HMS synjaði kæranda um aðgang að viðaukum 3 og 4, þ.e. myndasafni lögreglu og skýrslu um eldsupptök frá lögreglu, þar sem gögnin vörðuðu yfirstandandi rannsókn sakamáls. Í samskiptum úrskurðarnefndarinnar við héraðssaksóknara, dags. 7. júní 2021, kom fram að bæði myndsafnið og skýrslan væru hluti af gögnum í saksókn í sakamáli í tengslum við brunann á Bræðraborgarstíg. Héraðsdómur í málinu hefði verið kveðinn upp 3. júní 2021 og ekki lægi fyrir hvort málinu yrði áfrýjað.<br /> <br /> Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Það er álit úrskurðarnefndarinnar að viðaukar 3 og 4 séu gögn í sakamáli og því sé ekki unnt að krefjast aðgangs að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Synjun um aðgang að slíkum gögnum verður heldur ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Er því óhjákvæmilegt að vísa þessum hluta kærunnar frá nefndinni.<br /> <br /> 4.<br /> Kæranda var synjað um aðgang að viðauka 6, gögnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, á þeim grundvelli að hluti gagnanna teldist ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, þar sem HMS hefði einungis haft tímabundinn aðgang að þeim rafrænt. Þau gögn viðaukans sem eftir stæðu væru vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna, sbr. 8. gr. sömu laga, og hefðu aðeins verið afhent á grundvelli lagaskyldu. Jafnframt innihéldu gögnin upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt, sbr. 9. gr. sömu laga. Litið væri til þess að gögnin vörpuðu ljósi á þátttöku og upplifun starfsmanna af aðgerðum á vettvangi þar sem mannskaði hefði orðið.<br /> <br /> Í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að meginregla 1. mgr. sömu greinar um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan taki ekki til gagna sem talin eru í 6. gr. sömu laga. Í 5. tölul. 6. gr. kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að af orðalagi 1. mgr. leiði að til að skjal teljist vinnugagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Séu gögn afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Samkvæmt 4. gr. laga um brunavarnir, nr. 75/2000, fer félags- og barnamálaráðherra með yfirstjórn mála samkvæmt lögunum. Samkvæmt sömu grein er HMS ráðherra til aðstoðar um málefni sem falla undir lögin. Skýrsla HMS um brunann á Bræðraborgarstíg er unnin á grundvelli 28. gr. laganna. Í 1. mgr. kemur fram að verði manntjón eða mikið eignatjón í eldsvoða skuli HMS, óháð lögreglurannsókn, rannsaka eldsvoðann, kröfur eldvarnaeftirlits og hvernig að slökkvistarfi hafi verið staðið. Í 3. mgr. sömu greinar segir að HMS geti krafið sveitarfélög nauðsynlegra upplýsinga um stöðu brunavarna og um búnað og starfsemi slökkviliða í sveitarfélaginu. Í 11. gr. laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, nr. 137/2019, er almenn heimild til handa HMS til að afla og vinna með upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna verkefna stofnunarinnar.<br /> <br /> HMS afhenti úrskurðarnefndinni þau gögn sem heyra undir 6. viðauka skýrslunnar, að undanskildum þeim gögnum sem stofnunin hafði tímabundinn aðgang að og lágu ekki fyrir hjá stofnuninni þegar nefndin óskaði eftir þeim. Það er mat nefndarinnar að gagnanna hafi verið aflað frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í krafti eftirlitshlutverks HMS með brunavörnum, sem m.a. birtist í framangreindri 28. gr. laga nr. 75/2000. Þótt í 3. mgr. 28. gr. komi fram að upplýsinga verði aflað frá sveitarfélögum en ekki viðkomandi slökkviliði telur úrskurðarnefndin allt að einu, sbr. einnig almenna heimild HMS til öflunar og vinnslu upplýsinga í 11. gr. laga nr. 137/2019, að það breyti því ekki að gagnanna hafi verið aflað í þeim tilgangi að HMS gæti rækt eftirlitshlutverk sitt samkvæmt lögunum.<br /> <br /> Þegar litið er til efnis gagnanna er það mat úrskurðarnefndarinnar að HMS hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnum sem heyra undir viðauka 6 í skýrslunni, á þeim grundvelli að um vinnugögn sé að ræða, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. og 5. tölul. 6. gr. sömu laga, sbr. og 8. gr. sömu laga. Hefur nefndin þá horft til þess að hvorki er í gögnunum að finna upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls né upplýsingar um atvik máls sem ekki verður aflað annars staðar frá. <br /> <br /> Að því er varðar gögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem HMS hafði tímabundinn rafrænan aðgang að hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að draga í efa að stofnunin hafi ekki lengur þann aðgang. Af því leiðir að viðkomandi gögn teljast ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, og verður þeim hluta kærunnar vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 5.<br /> HMS synjaði kæranda um aðgang að nöfnum starfsfólks stofnunarinnar sem komið hefði að gerð skýrslunnar á þeim grundvelli að þær upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi og að stofnuninni væri óskylt að taka slíkar upplýsingar saman. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í afgreiðslu stofnunarinnar á þessum lið upplýsingabeiðninnar að hún hafi ekki undir höndum sérstakt skjal þar sem fram komi með samandregnum hætti hvaða starfsfólk hafi komið að ritun skýrslunnar. Ef upplýsingarnar koma hins vegar fram með einhverjum öðrum hætti, t.d. í tölvupóstum eða á fleiri en einu gagni sem fyrir liggur, reynir á rétt kæranda til aðgangs að þeim. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að í ljósi þeirra gagna sem fyrir liggja og þess sem ráðið verður af þeim um gögnum um málaskrá HMS verði að leggja til grundvallar að HMS geti fundið nöfn þess starfsfólks sem kom að ritun skýrslunnar án verulegrar fyrirhafnar, t.d. með einfaldri efnis- eða orðaleit í málaskrá. Leggur nefndin það því fyrir stofnunina að taka þennan þátt kærunnar til meðferðar á nýjan leik. Ber stofnuninni þá að taka afstöðu til þess hvort og þá að hvaða leyti kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim upplýsingum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að synja beiðni A lögmanns, f.h. félagsins HD verk ehf., um aðgang að gögnum sem heyra undir viðauka 6 í skýrslu stofnunarinnar er staðfest.<br /> <br /> Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er falið að taka beiðni kæranda um upplýsingar um nöfn þess starfsfólks sem kom að ritun skýrslu stofnunarinnar um eldsvoðann að Bræðraborgarstíg í Reykjavík hinn 25. júní 202 til efnislegrar meðferðar. <br /> <br /> Kæru A lögmanns, f.h. félagsins HD verk ehf., er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1032/2021. Úrskurður frá 7. júlí 2021. | A blaðamaður, kærði synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hafi á vegum ráðuneytisins eða ráðherra á tilteknu tímabili. Ráðuneytið synjaði beiðninni ýmist þar sem hluti gagnanna var ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar ráðuneytisins. Þá vísaði ráðuneytið til þess að beiðni kæranda væri of víðtæk til að unnt væri að afmarka hana við umbeðin gögn og leiðbeindi ráðuneytið því kæranda um að afmarka beiðni sína nánar sem hann hafi ekki gert. Úrskurðarnefndin taldi beiðnina ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. júlí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1032/2021 í máli ÚNU 21030020. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 23. mars 2021, kærði A, blaðamaður á Fréttablaðinu <br /> synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi til forsætisráðuneytisins, dags. 1. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir afriti allra gagna varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hefðu á vegum ráðuneytisins eða ráðherra frá 30. nóvember 2017 til þess dags er erindinu yrði svarað. Í beiðninni kom fram að m.a. væri átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Í svari forsætisráðuneytisins, dags. 10. mars 2021, afhenti ráðuneytið töflu yfir kostnað vegna viðburða á vegum ráðuneytisins, að frátöldum starfsmannaviðburðum, sem forsætisráðherra sótti á tímabilinu. Sjaldan væri gefin út sérstök dagskrá þegar um slíka viðburði væri að ræða. Hið sama gilti um matseðla og gestalista og væri það helst þegar um opinberar heimsóknir erlendra gesta væri að ræða. Vakin var athygli á því að dagskrá forsætisráðherra væri birt á vefsíðu ráðuneytisins þar sem nálgast mætti frekari upplýsingar um einstaka viðburði á tímabilinu. Að öðru leyti var kæranda vísað á vefsvæðið opna reikninga um einstök útgjöld ráðuneytisins sem aðgengileg væru á netinu. Þá var kæranda bent á að hefði hann í huga einstaka reikninga eða viðburði væri unnt að senda aðra fyrirspurn þar sem upplýsingabeiðnin væri afmörkuð við þann viðburð. Jafnframt var vakin athygli á því að kostnaður við fullveldishátíðina 1. desember 2018 sem Alþingi samþykkti í tilefni þess að öld var liðin frá því að Ísland varð sjálfstætt ríki, frjálst og fullvalda væri ekki inni í þeirri heildartölu sem fram kæmi í framangreindri töflu yfir kostnað. Kæranda var í því skyni vísað á vefsíðu þar sem finna mætti sérstaka skýrslu afmælisnefndar sem gefin var út í mars 2019, en þar væri gerð grein fyrir fjárhag og viðburðum sem voru á aldarafmælinu. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 25. mars 2021, var kæran kynnt forsætisráðuneytinu og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 6. apríl 2021, kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum hjá ráðuneytinu nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Ráðuneytinu sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Þetta eigi m.a. við um dagskrá, gestalista og matseðla samkvæmt beiðni kæranda eða samantekt um mögulega viðburði umrædd ár. Umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi og því ekki hægt að verða við beiðninni hvað þessi gögn varði. Ráðuneytið hafi í samræmi við leiðbeiningaskyldu sína vísað kæranda á vefsvæði þar sem umbeðnar upplýsingar um útgjöld og dagskrá ráðherra séu þegar aðgengilegar almenningi, a.m.k. að hluta, sbr. 18. og 19. gr. laganna.<br /> <br /> Þá er vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skuli sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyri með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Ljóst sé að beiðni kæranda um afrit af „öllum gögnum“ sem tengist hvers konar viðburðum á vegum ráðuneytisins á um þriggja ára tímabili sé of víðtæk til að hægt sé að afmarka hana við tiltekin gögn. Viðburðir sem þessir séu ekki sérstaklega flokkaðir í skrám ráðuneytisins heldur séu þeir hluti af öðrum málum og því skráðir undir hlutaðeigandi mál án sérstakrar aðgreiningar þar um. Ekki hafi því verið unnt að verða við beiðni kæranda eins og hún hafi verið fram sett með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá ráðuneytisins. Til að taka afstöðu til beiðninnar þyrfti að fara yfir alla málaskrá ráðuneytisins á tímabilinu og önnur gögn og taka afstöðu til þess hvort þau tengist „viðburði“ og hvort viðburðurinn teljist hafa farið fram á vegum ráðuneytisins o.s.frv. Í þessu sambandi er vísað til málsatvika í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016. Ráðuneytið hafi vísað kæranda á vefsvæði þar sem umbeðin gögn séu aðgengileg að hluta og honum boðið að afmarka beiðni sína frekar. Það sé afstaða ráðuneytisins að beiðnin tilgreini ekki þau gögn eða efni þess máls sem þau tilheyri með nægilega skýrum hætti til að unnt sé án verulegrar fyrirhafnar að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Auk þess sem hluti upplýsinganna sé ekki fyrirliggjandi í þeirri mynd sem óskað hafi verið eftir. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. apríl 2021, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnar ráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda, dags. 2. júlí 2021, kemur fram að þær séu settar fram með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1026/2021 sem varði sambærileg málsatvik. Kærandi tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé haldið utan um þátttakendalista á málþingum eða ráðstefnum sé því ósvarað hver kostnaðurinn sé við samkomuna. Ráðuneytið virðist hafa skotið sér undan svari við þeim atriðum á grundvelli þess að þátttakendalistar séu ekki til. Þá er því mótmælt að unnt sé með einföldum hætti að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana ríkisins. Sé svo væri ráðuneytinu í lófa lagið að draga saman upplýsingarnar og veita aðgang að þeim. Bent er á að vefsvæðið opnirreikningar.is beri yfirbragð gagnagnægðar þar sem einungis kunnáttumenn á borð við starfsmenn ráðuneyta geti leitað sér til gagns. Útgjaldaliðir séu þar í belg og biðu og tilefni útgjaldanna ekki tilgreint. Kærandi telji það vart í samræmi við tilgang upplýsingalaga að skýla sér á bakvið þennan aðgang. Sé lyklun í bókhaldi ráðuneytisins með þeim hætti að starfsmenn ráðuneytisins geti ekki dregið saman upplýsingar sem kæran varði geti kærandi ekki borið hallann af því. Loks er því mótmælt að beiðni kæranda sé víðtæk. <br /> <br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu forsætisráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkvæmi, móttökur, veislur og alla aðra slíka viðburði á vegum ráðuneytisins frá 30. nóvember 2017. Í beiðninni er í dæmaskyni tekið fram að m.a. sé átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Afgreiðsla ráðuneytisins er í fyrsta lagi reist á því að hluti þeirra gagna sem kærandi nefnir í dæmaskyni séu ýmist ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengileg á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Á vegum ráðuneytisins sé einkum um að ræða móttökur í tengslum við viðburði á vegum ráðuneytisins eða opinberar heimsóknir erlendra gesta en ekki sé venja að gefa út sérstaka dagskrá, gestalista eða matseðla vegna slíkra viðburða hjá ráðuneytinu og slík gögn því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í ljósi framangreindra skýringa ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn á borð við gestalista, matseðla og dagskrár sem tengjast þessum tilteknu viðburðum séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu sem falli undir þennan hluta upplýsingabeiðni kæranda. Verður þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 2.<br /> Í svari ráðuneytisins við beiðni kæranda var einnig vísað til þess að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins séu aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Þá hafi kærandi verið upplýstur um að dagskrá ráðherra væru aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er stjórnvaldi almennt heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum með því að vísa á vefslóð þar sem þær er að finna. <br /> <br /> Eins og fyrr segir mun kæranda hafa verið leiðbeint um að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins séu aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Á vefsvæðinu er með einföldum hætti unnt að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana úr bókhaldi ríkisins, m.a. eftir einstaka stofnunum, tímabilum og tegund kostnaðar. Auk þess var kæranda bent á sérstaka síðu afmælisnefndar um fullveldi Íslands vegna kostnaðar við fullveldishátíð 1. desember 2018. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um um aðgang að upplýsingum um útgjöld vegna viðburða á vegum ráðuneytisins og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni að þessu leyti.<br /> <br /> 3.<br /> Af hálfu ráðuneytisins er að öðru leyti byggt á því að beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði sé afmörkuð með of víðtækum hætti til að unnt sé að afmarka hana við umbeðin gögn. Þá er vísað til þess að ráðuneytið hafi leiðbeint kæranda um um að afmarka beiðni sína nánar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við þeim leiðbeiningum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð nr. 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að skyldan, til að finna þau mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum, hvíli á stjórnvöldum er sú skylda ekki án takmarkana. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem tengist því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að finna heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. <br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram afar víðtæka beiðni um aðgang að „öllum gögnum“ sem varðað geta samkomur, viðburði o.s.frv. á vegum forsætisráðuneytisins á rúmlega þriggja ára tímabili. Með beiðninni er hvorki óskað eftir gögnum um nánar tiltekna viðburði eða samkomur né lýtur beiðnin að samkomum eða viðburðum af nánar tilgreindum toga. Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að ekki sé til að dreifa sérstakri samantekt eða skrá yfir viðburði eða samkomur á vegum ráðuneytisins. Við meðferð beiðninnar hjá ráðuneytinu var kæranda hins vegar í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar við einstaka viðburði til þess að unnt væri að verða við beiðni hans um upplýsingar og var honum m.a. leiðbeint um að á vefsvæðinu opnirreikningar.is væri unnt að afla upplýsinga um útgjöld ráðuneytisins auk þess sem dagskrá ráðherra væri aðgengileg á vefsvæði Stjórnarráðsins. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir beiðni kæranda um afrit allra gagna varðandi samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði ekki skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efni máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að ráðuneytinu sé mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekin mál án verulegrar fyrirhafnar. Er kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 23. mars 2021, um synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang á gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
1031/2021. Úrskurður frá 7. júlí 2021. | A blaðamaður, kærði synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hafi á vegum ráðuneytisins eða ráðherra á tilteknu tímabili. Ráðuneytið synjaði beiðninni ýmist þar sem hluti gagnanna var ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar ráðuneytisins. Þá vísaði ráðuneytið til þess að beiðni kæranda væri of víðtæk til að unnt væri að afmarka hana við umbeðin gögn og leiðbeindi ráðuneytið því kæranda um að afmarka beiðni sína nánar sem hann hafi ekki gert. Úrskurðarnefndin taldi beiðnina ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. júlí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1031/2021 í máli ÚNU 21030016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. mars 2021, kærði A, blaðamaður á Fréttablaðinu <br /> synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi til dómsmálaráðuneytisins, dags. 1. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir afriti allra gagna varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hefðu á vegum ráðuneytisins eða ráðherra frá 30. nóvember 2017 til þess dags er erindinu yrði svarað. Í beiðninni kom fram að m.a. væri átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Í svari dómsmálaráðuneytisins, dags. 19. febrúar 2021, kom fram að veislur og viðburðir á vegum ráðuneytisins væru afar fátíðir og þá helst móttökur í tengslum við alþjóðlega fundi eða ráðstefnur. Ekki væri haldin sérstök dagskrá eða gestalistar á slíkum viðburðum. Að öðru leyti var kæranda vísað á vefsvæðið „opnir reikningar“ um einstök útgjöld ráðuneytisins sem aðgengilegt væri á netinu. Þá var kæranda bent á að hefði hann í huga einstaka viðburði væri unnt að senda aðra fyrirspurn þar sem upplýsingabeiðnin væri afmörkuð við þá viðburði.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. mars 2021, var kæran kynnt dómsmálaráðuneytinu og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 6. apríl 2021, kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum hjá ráðuneytinu nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Ráðuneytinu sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Þetta eigi m.a. við um dagskrá, gestalista og matseðla samkvæmt beiðni. Umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi og því ekki hægt að verða við beiðninni hvað þessi gögn varði. Ráðuneytið telji sig einnig hafa fullnægt skyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins séu þegar aðgengilegar almenningi, sbr. 18. og 19. gr. laganna. Samkvæmt framangreindu sé það afstaða ráðuneytisins að því sé ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga að taka saman yfirlit um umbeðnar upplýsingar úr málaskrám sínum, tölvupósthólfum starfsmanna eða öðrum heimildum, þar sem þær séu ýmist ekki fyrirliggjandi eða kæranda hafi verið bent á vefslóð þar sem þær sé að finna. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að ráðuneytið telji beiðni kæranda, að því leyti sem hún varði „öll gögn“ sem tengist hvers konar viðburðum á vegum ráðuneytisins á um þriggja ára tímabili of víðtæka til að hægt sé að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar, sbr. 1. mgr. 15. gr. Í svari ráðuneytisins hafi kæranda verið bent á þann möguleika að afmarka beiðni sína. Ráðuneytið hafi ekki upplýsingar um það hversu margir „viðburðir“ teljist hafa farið fram á vegum þess á umræddu tímabili og þá liggi heldur ekki fyrir haldbær skýring á orðinu viðburður til að styðjast við. Til að taka afstöðu til beiðni kæranda þyrfti að fara yfir málaskrá ráðuneytisins, tölvupósthólf starfsmanna og önnur gögn í vörslum ráðuneytisins og taka afstöðu til þess hvort þau tengist viðburði og hvort viðburðurinn teljist hafa farið fram á vegum ráðuneytisins. Í þessu sambandi er vísað til málsatvika í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 þar sem m.a. var deilt um rétt kæranda til aðgangs að „öllum gögnum varðandi rannsóknir FME“. Að mati ráðuneytisins séu sömu aðstæður uppi varðandi beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varði „samkvæmi, móttökur, veislur og alla slíka viðburði“ á vegum þess á umræddu tímabili.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 2. júlí 2021, kemur fram að þær séu settar fram með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1026/2021 sem varði sambærileg málsatvik. Kærandi tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé haldið utan um þátttakendalista á málþingum eða ráðstefnum sé því ósvarað hver kostnaðurinn sé við samkomuna. Ráðuneytið virðist hafa skotið sér undan svari við þeim atriðum á grundvelli þess að þátttakendalistar séu ekki til. Þá er því mótmælt að unnt sé með einföldum hætti að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana ríkisins. Sé svo væri ráðuneytinu í lófa lagið að draga saman upplýsingarnar og veita aðgang að þeim. Bent er á að vefsvæðið opnirreikningar.is beri yfirbragð gagnagnægðar þar sem einungis kunnáttumenn á borð við starfsmenn ráðuneyta geti leitað sér til gagns. Útgjaldaliðir séu þar í belg og biðu og tilefni útgjaldanna ekki tilgreint. Kærandi telji það vart í samræmi við tilgang upplýsingalaga að skýla sér á bakvið þennan aðgang. Sé lyklun í bókhaldi ráðuneytisins með þeim hætti að starfsmenn ráðuneytisins geti ekki dregið saman upplýsingar sem kæran varði geti kærandi ekki borið hallann af því. Loks er því mótmælt að beiðni kæranda sé víðtæk. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkvæmi, móttökur, veislur og alla aðra slíka viðburði á vegum ráðuneytisins frá 30. nóvember 2017. Í beiðninni er í dæmaskyni tekið fram að m.a. sé átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Afgreiðsla ráðuneytisins er í fyrsta lagi reist á því að hluti þeirra gagna sem kærandi nefnir í dæmaskyni sé ýmist ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegur á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Á vegum ráðuneytisins sé einkum um að ræða móttökur í tengslum við alþjóðlega fundi eða ráðstefnur en ekki sé venja að halda sérstaka dagskrá eða gestalista vegna slíkra viðburða hjá ráðuneytinu. Slík gögn séu því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í ljósi framangreindra skýringa ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn á borð við gestalista og dagskrá varðandi þessa tilteknu viðburði, sem falla undir þennan hluta upplýsingabeiðni kæranda, séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Verður þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 2.<br /> Í svari ráðuneytisins við beiðni kæranda er einnig vísað til þess að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins séu aðgengilegar á netinu. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í svör ráðuneytisins að með því sé vísað til vefsvæðisins opnirreikningar.is.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er stjórnvaldi almennt heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum með því að vísa á vefslóð þar sem þær er að finna. <br /> <br /> Eins og fyrr segir mun kæranda hafa verið leiðbeint um að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins væru aðgengilegar á netinu og má ráða af svörunum að átt sé við vefsvæðið opnirreikningar.is þótt rétt hefði verið af ráðuneytinu að vera skýrara í leiðbeiningum sínum að þessu leyti. Á vefsvæðinu er með einföldum hætti unnt að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana úr bókhaldi ríkisins, m.a. eftir einstaka stofnunum, tímabilum og tegund kostnaðar. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að upplýsingum um útgjöld vegna viðburða á vegum ráðuneytisins og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni að þessu leyti.<br /> <br /> 3.<br /> Af hálfu ráðuneytisins er að öðru leyti byggt á því að beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði sé afmörkuð með of víðtækum hætti til að unnt sé að afmarka hana við umbeðin gögn. Þá er vísað til þess að ráðuneytið hafi leiðbeint kæranda um að afmarka beiðni sína nánar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við þeim leiðbeiningum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð nr. 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að skyldan til að finna þau mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum hvíli á stjórnvöldum er sú skylda ekki án takmarkana. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem tengist því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að finna heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram afar víðtæka beiðni um aðgang að „öllum gögnum“ sem varðað geta samkomur, viðburði o.s.frv. á vegum dómsmálaráðuneytisins á rúmlega þriggja ára tímabili. Með beiðninni er hvorki óskað eftir gögnum um nánar tiltekna viðburði eða samkomur né lýtur beiðnin að samkomum eða viðburðum af nánar tilgreindum toga. Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að ekki sé til að dreifa sérstakri samantekt eða skrá yfir viðburði eða samkomur á vegum ráðuneytisins. Við meðferð beiðninnar hjá ráðuneytinu var kæranda hins vegar í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar við einstaka viðburði til þess að unnt væri að verða við beiðni hans um upplýsingar og var honum m.a. leiðbeint um að unnt væri að afla upplýsinga um útgjöld ráðuneytisins á vefsvæði. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir beiðni kæranda um afrit allra gagna varðandi samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði ekki skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efni máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að ráðuneytinu sé mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekin mál án verulegrar fyrirhafnar. Er kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 15. mars 2021, um synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang á gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
1030/2021. Úrskurður frá 7. júlí 2021. | A blaðamaður, kærði synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hafi á vegum ráðuneytisins eða ráðherra á tilteknu tímabili. Ráðuneytið synjaði beiðninni ýmist þar sem hluti gagnanna var ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar ráðuneytisins. Þá vísaði ráðuneytið til þess að beiðni kæranda væri of víðtæk til að unnt væri að afmarka hana við umbeðin gögn og leiðbeindi ráðuneytið því kæranda um að afmarka beiðni sína nánar sem hann hafi ekki gert. Úrskurðarnefndin taldi beiðnina ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. júlí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1030/2021 í máli ÚNU 21030015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. mars 2021, A, blaðamaður á Fréttablaðinu <br /> synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 1. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir afriti allra gagna varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hefðu á vegum ráðuneytisins eða ráðherra frá 30. nóvember 2017 til þess dags er erindinu yrði svarað. Í beiðninni kom fram að m.a. væri átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 16. febrúar 2021, kom fram að sjaldgæft væri að ráðuneytið héldi veislur og viðburði en slíkt tengdist einna helst alþjóðlegu samstarfi eða ráðstefnum. Ekki væri venja að halda sérstaka dagskrá eða gestalista vegna viðburða af þessu tagi og slík gögn því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Að öðru leyti var kæranda vísað á vefsvæðið opnirreikningar.is varðandi einstök útgjöld ráðuneytisins og bent á að dagskrá ráðherra væri aðgengileg á vef Stjórnarráðsins. Þá var kæranda bent á að hefði hann í huga einstaka viðburði væri unnt að senda aðra fyrirspurn þar sem upplýsingabeiðnin væri afmörkuð við þá viðburði.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. mars 2021, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 8. apríl 2021, kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum hjá ráðuneytinu nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Ráðuneytinu sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Þetta eigi m.a. við um dagskrá, gestalista og matseðla samkvæmt beiðni kæranda eða samantekt um mögulega viðburði umrædd ár. Umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi og því ekki hægt að verða við beiðninni hvað þessi gögn varði. Ráðuneytið telji sig einnig hafa fullnægt skyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar um útgjöld og dagskrá ráðherra séu þegar aðgengilegar almenningi, sbr. 18. og 19. gr. laganna. Þá sé það mat ráðuneytisins að því sé ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga að taka saman yfirlit yfir umbeðnar upplýsingar úr málaskrám sínum, tölvupósthólfum starfsmanna eða öðrum heimildum, þar sem þær séu ýmist ekki fyrirliggjandi eða kæranda verið bent á vefslóð þar sem þær séu þegar aðgengilegar.<br /> <br /> Þá er vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skuli sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyri með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Ljóst sé að beiðni kæranda um afrit af „öllum gögnum“ sem tengist hvers konar viðburðum á vegum ráðuneytisins á um þriggja ára tímabili sé of víðtæk til að hægt sé að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Ráðuneytið hafi ekki upplýsingar um það hversu margir „viðburðir“ teljist hafa farið fram á vegum þess á umræddu tímabili og þá liggi heldur ekki fyrir haldbær skýring á orðinu viðburður til að styðjast við. Til að taka afstöðu til beiðni kæranda þyrfti að fara yfir málaskrá ráðuneytisins, tölvupósthólf starfsmanna og önnur gögn í vörslum ráðuneytisins og taka afstöðu til þess hvort þau tengist viðburði og hvort viðburðurinn teljist hafa farið fram á vegum ráðuneytisins. Í þessu sambandi er vísað til málsatvika í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 þar sem m.a. hafi verið deilt um rétt kæranda til aðgangs að „öllum gögnum varðandi rannsóknir FME“. Að mati ráðuneytisins séu sömu aðstæður uppi varðandi beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varði „samkvæmi, móttökur, veislur og alla slíka viðburði“ á vegum þess á umræddu tímabili.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. apríl 2021, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnar ráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda, dags. 2. júlí 2021, kemur fram að þær séu settar fram með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1026/2021 sem varði sambærileg málsatvik. Kærandi tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé haldið utan um þátttakendalista á málþingum eða ráðstefnum sé því ósvarað hver kostnaðurinn sé við samkomuna. Ráðuneytið virðist hafa skotið sér undan svari við þeim atriðum á grundvelli þess að þátttakendalistar séu ekki til. Þá er því mótmælt að unnt sé með einföldum hætti að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana ríkisins. Sé svo væri ráðuneytinu í lófa lagið að draga saman upplýsingarnar og veita aðgang að þeim. Bent er á að vefsvæðið opnirreikningar.is beri yfirbragð gagnagnægðar þar sem einungis kunnáttumenn á borð við starfsmenn ráðuneyta geti leitað sér til gagns. Útgjaldaliðir séu þar í belg og biðu og tilefni útgjaldanna ekki tilgreint. Kærandi telji það vart í samræmi við tilgang upplýsingalaga að skýla sér á bakvið þennan aðgang. Sé lyklun í bókhaldi ráðuneytisins með þeim hætti að starfsmenn ráðuneytisins geti ekki dregið saman upplýsingar sem kæran varði geti kærandi ekki borið hallann af því. Loks er því mótmælt að beiðni kæranda sé víðtæk. <br /> <br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkvæmi, móttökur, veislur og alla aðra slíka viðburði á vegum ráðuneytisins frá 30. nóvember 2017. Í beiðninni er í dæmaskyni tekið fram að m.a. sé átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Afgreiðsla ráðuneytisins er í fyrsta lagi reist á því að hluti þeirra gagna sem kærandi nefnir í dæmaskyni sé ýmist ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegur á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Sjaldgæft sé að ráðuneytið haldi veislur eða viðburðir en slíkt tengist þá einna helst alþjóðlegu samstarfi eða ráðstefnum. Ekki sé venja að halda sérstaka dagskrá eða gestalista vegna slíkra viðburða hjá ráðuneytinu. Slík gögn séu því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í ljósi framangreindra skýringa ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn á borð við gestalista og dagskrá varðandi þessa tilteknu viðburði, sem falla undir þennan hluta upplýsingabeiðni kæranda, séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Verður þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 2.<br /> Í svari ráðuneytisins við beiðni kæranda er einnig vísað til þess að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins séu aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Þá hafi kærandi verið upplýstur um að dagskrá ráðherra sé aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er stjórnvaldi almennt heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum með því að vísa á vefslóð þar sem þær er að finna. <br /> <br /> Eins og fyrr segir mun kæranda hafa verið leiðbeint um að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins væru aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Á vefsvæðinu er með einföldum hætti unnt að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana úr bókhaldi ríkisins, m.a. eftir einstaka stofnunum, tímabilum og tegund kostnaðar. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að upplýsingum um útgjöld vegna viðburða á vegum ráðuneytisins og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni að þessu leyti.<br /> <br /> 3.<br /> Af hálfu ráðuneytisins er að öðru leyti byggt á því að beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði sé afmörkuð með of víðtækum hætti til að unnt sé að afmarka hana við umbeðin gögn. Þá er vísað til þess að ráðuneytið hafi leiðbeint kæranda um að afmarka beiðni sína nánar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við þeim leiðbeiningum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð nr. 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að skyldan, til að finna þau mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum, hvíli á stjórnvöldum er sú skylda ekki án takmarkana. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem tengist því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að finna heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. <br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram afar víðtæka beiðni um aðgang að „öllum gögnum“ sem varðað geta samkomur, viðburði o.s.frv. á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á rúmlega þriggja ára tímabili. Með beiðninni er hvorki óskað eftir gögnum um nánar tiltekna viðburði eða samkomur né lýtur beiðnin að samkomum eða viðburðum af nánar tilgreindum toga. Af umsögn ráðuneytisins verður ráðið að ekki sé til að dreifa sérstakri samantekt eða skrá yfir viðburði eða samkomur á vegum ráðuneytisins. Við meðferð beiðninnar hjá ráðuneytinu var kæranda hins vegar í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar við einstaka viðburði til þess að unnt væri að verða við beiðni hans um upplýsingar og var honum m.a. leiðbeint um að á vefsvæðinu opnirreikningar.is væri unnt að afla upplýsinga um útgjöld ráðuneytisins auk þess sem dagskrá ráðherra væri aðgengileg á vefsvæði Stjórnarráðsins. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir beiðni kæranda um afrit allra gagna varðandi samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði ekki skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efni máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að ráðuneytinu sé mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekin mál án verulegrar fyrirhafnar. Er kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 15. mars 2021, um synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang á gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1029/2021. Úrskurður frá 7. júlí 2021. | A blaðamaður, kærði synjun félagsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hafi á vegum ráðuneytisins eða ráðherra á tilteknu tímabili. Ráðuneytið synjaði beiðninni ýmist þar sem hluti gagnanna var ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar ráðuneytisins. Þá vísaði ráðuneytið til þess að beiðni kæranda væri of víðtæk til að unnt væri að afmarka hana við umbeðin gögn og leiðbeindi ráðuneytið því kæranda um að afmarka beiðni sína nánar sem hann hafi ekki gert. Úrskurðarnefndin taldi beiðnina ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. júlí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1029/2021 í máli ÚNU 21030014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. mars 2021, kærði A, blaðamaður á Fréttablaðinu <br /> synjun félagsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi til félagsmálaráðuneytisins, dags. 1. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir afriti allra gagna varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hefðu á vegum ráðuneytisins eða ráðherra frá 30. nóvember 2017 til þess dags er erindinu yrði svarað. Í beiðninni kom fram að meðal annars væri átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Í svari félagsmálaráðuneytisins, dags. 15. febrúar 2021, kom fram að afar fátítt væri að boðað væri til viðburða eða veislna í ráðuneytinu og af ráðherra. Mjög sjaldgæft væri að dagskrá eða matseðlar væru gefnir út á slíkum viðburðum. Þá væri misjafnt hvernig haldið væri utan um gestalista og færi eftir eðli viðburðarins. Að öðru leyti var kæranda vísað á vefsvæðið opnirreikningar.is þar sem unnt væri að skoða upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana úr bókhaldi ríkisins. Þá var einnig bent á dagbók ráðherra sem aðgengileg væri á vef Stjórnarráðsins. Þá var kæranda bent á að hefði hann í huga einstaka viðburði væri unnt að senda aðra fyrirspurn þar sem upplýsingabeiðnin væri afmörkuð við þá viðburði.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. mars 2021, var kæran kynnt félagsmálaráðuneytinu og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 29. mars 2021, kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum hjá ráðuneytinu nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Ráðuneytinu sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Þetta eigi m.a. við um dagskrá, gestalista og matseðla samkvæmt beiðni kæranda eða samantekt um mögulega viðburði umrædd ár. Umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi og því ekki hægt að verða við beiðninni hvað þessi gögn varði. Ráðuneytið telji sig einnig hafa fullnægt skyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar um útgjöld og dagskrá ráðherra séu þegar aðgengilegar almenningi, sbr. 18. og 19. gr. laganna<br /> <br /> Þá er vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skuli sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyri með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Ljóst sé að beiðni kæranda um afrit af „öllum gögnum“ sem tengist hvers konar viðburðum á vegum ráðuneytisins á um þriggja ára tímabili sé of víðtæk til að hægt sé að afmarka hana við tiltekin gögn. Ráðuneytið hafi ekki upplýsingar um það hversu margir „viðburðir“ teljist hafa farið fram á vegum þess á umræddu tímabili og þá liggi heldur ekki fyrir haldbær skýring á orðinu viðburður til að styðjast við. Til að taka afstöðu til beiðni kæranda þyrfti að fara yfir málaskrá ráðuneytisins, tölvupósthólf starfsmanna og önnur gögn í vörslum ráðuneytisins og taka afstöðu til þess hvort þau tengist viðburði og hvort viðburðurinn teljist hafa farið fram á vegum ráðuneytisins. Í þessu sambandi er vísað til málsatvika í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 þar sem m.a. var deilt um rétt kæranda til aðgangs að „öllum gögnum varðandi rannsóknir FME“. Að mati ráðuneytisins séu sömu aðstæður uppi varðandi beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varði „samkvæmi, móttökur, veislur og alla slíka viðburði“ á vegum þess á umræddu tímabili.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. apríl 2021, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnar ráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda, dags. 2. júlí 2021, kemur fram að þær séu settar fram með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 1026/2021 sem varði sambærileg málsatvik. Kærandi tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé haldið utan um þátttakendalista á málþingum eða ráðstefnum sé því ósvarað hver kostnaðurinn sé við samkomuna. Ráðuneytið virðist hafa skotið sér undan svari við þeim atriðum á grundvelli þess að þátttakendalistar séu ekki til. Þá er því mótmælt að unnt sé með einföldum hætti að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana ríkisins. Sé svo væri ráðuneytinu í lófa lagið að draga saman upplýsingarnar og veita aðgang að þeim. Bent er á að vefsvæðið opnirreikningar.is beri yfirbragð gagnagnægðar þar sem einungis kunnáttumenn á borð við starfsmenn ráðuneyta geti leitað sér til gagns. Útgjaldaliðir séu þar í belg og biðu og tilefni útgjaldanna ekki tilgreint. Kærandi telji það vart í samræmi við tilgang upplýsingalaga að skýla sér á bakvið þennan aðgang. Sé lyklun í bókhaldi ráðuneytisins með þeim hætti að starfsmenn ráðuneytisins geti ekki dregið saman upplýsingar sem kæran varði geti kærandi ekki borið hallann af því. Loks er því mótmælt að beiðni kæranda sé víðtæk. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu félagsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkvæmi, móttökur, veislur og alla aðra slíka viðburði á vegum ráðuneytisins frá 30. nóvember 2017. Í beiðninni er í dæmaskyni tekið fram að m.a. sé átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar, sundurliðaða, og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Afgreiðsla ráðuneytisins er í fyrsta lagi reist á því að hluti þeirra gagna sem kærandi nefnir í dæmaskyni sé ýmist ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegur á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Afar fátítt sé að boðað sé til veislna eða viðburða í ráðuneytinu. Þá sé sjaldgæft að haldin sé sérstök dagskrá eða matseðlar vegna slíkra viðburða hjá ráðuneytinu. Gögn um dagskrá, gestalista og matseðla séu því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í ljósi framangreindra skýringa ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn á borð við gestalista, matseðla og dagskrá varðandi þessa tilteknu viðburði, sem falla undir þennan hluta upplýsingabeiðni kæranda, séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Verður þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 2.<br /> Í svari ráðuneytisins við beiðni kæranda er einnig vísað til þess að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins séu aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Þá hafi kærandi verið upplýstur um að dagskrá ráðherra sé aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er stjórnvaldi almennt heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum með því að vísa á vefslóð þar sem þær er að finna. <br /> <br /> Eins og fyrr segir mun kæranda hafa verið leiðbeint um að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins væru aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Á vefsvæðinu er með einföldum hætti unnt að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana úr bókhaldi ríkisins, m.a. eftir einstaka stofnunum, tímabilum og tegund kostnaðar. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að upplýsingum um útgjöld vegna viðburða á vegum ráðuneytisins og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni að þessu leyti.<br /> <br /> 3.<br /> Af hálfu ráðuneytisins er að öðru leyti byggt á því að beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði sé afmörkuð með of víðtækum hætti til að unnt sé að afmarka hana við umbeðin gögn. Þá er vísað til þess að ráðuneytið hafi leiðbeint kæranda um að afmarka beiðni sína nánar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við þeim leiðbeiningum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að skyldan, til að finna þau mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum, hvíli á stjórnvöldum er sú skylda ekki án takmarkana. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem tengist því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að finna heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram afar víðtæka beiðni um aðgang að „öllum gögnum“ sem varðað geta samkomur, viðburði o.s.frv. á vegum félagsmálaráðuneytisins á rúmlega þriggja ára tímabili. Með beiðninni er hvorki óskað eftir gögnum um nánar tiltekna viðburði eða samkomur né lýtur beiðnin að samkomum eða viðburðum af nánar tilgreindum toga. Af umsögn ráðuneytisins verður ráðið að ekki sé til að dreifa sérstakri samantekt eða skrá yfir viðburði eða samkomur á vegum ráðuneytisins. Við meðferð beiðninnar hjá ráðuneytinu var kæranda hins vegar í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar við einstaka viðburði til þess að unnt væri að verða við beiðni hans um upplýsingar og var honum m.a. leiðbeint um að á vefsvæðinu opnirreikningar.is væri unnt að afla upplýsinga um útgjöld ráðuneytisins auk þess sem dagskrá ráðherra væri aðgengileg á vefsvæði Stjórnarráðsins. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir beiðni kæranda um afrit allra gagna varðandi samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði ekki skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efni máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að ráðuneytinu sé mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekin mál án verulegrar fyrirhafnar. Er kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 15. mars 2021, um synjun félagsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang á gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
1028/2021. Úrskurður frá 7. júlí 2021. | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu KPMG ehf. til sveitarstjórnar Borgarbyggðar um skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi. Synjun sveitarfélagsins var byggð á því að skýrslan teldist vinnuskjal í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi skjalið ekki uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn enda unnið af utanaðkomandi fyrirtæki og lagði fyrir sveitarfélagið að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. júlí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1028/2021 í máli ÚNU 21030008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með tölvupósti, dags. 9. mars 2021, kærði A, synjun Borgarbyggðar á beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með, tölvupósti, dags. 22. janúar 2021, óskaði kærandi eftir skýrslu KPMG til sveitarstjórnar Borgarbyggðar um skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi ársins 2020 sem fjallað var um á fundi byggðarráðs sveitarfélagsins þann 7. janúar 2021. <br /> <br /> Í svari sveitarfélagsins, dags. 9. mars 2021, var vísað til þess að á 550. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins sem fram fór 21. janúar 2021, hefði verið bókað að sveitarstjóri hefði lagt fram minnisblað um ástæður þess að fara bæri með skýrslu KPMG sem vinnuskjal og því trúnaðarmál. Einn meðlimur byggðarráðs lagði fram bókun þess efnis að hún teldi óásættanlegt að ekki væri hægt að greina frá helstu veikleikum og ábendingum sem sveitarfélaginu hefðu borist og tillögur að úrbótum. Eðlilegast væri að byggðarráð myndi greina íbúum í meginatriðum frá hverjar athugasemdirnar væru. Meirihlutinn ítrekaði að um vinnuskjal væri að ræða. Aflað hefði verið upplýsinga hjá KPMG um hvers vegna umrætt gagn innihéldi trúnaðarupplýsingar. Þau svör hefðu fengist að skjal af þessum toga gæti innihaldið upplýsingar um einstaka starfsmenn og annað sem féllu undir persónuvernd. Alvarlegustu athugasemdum yrðu gerð skil í skýrslu endurskoðenda sem lögð yrði fram opinberlega með endurskoðuðum ársreikningi. <br /> <br /> Í svarinu kom loks fram að litið væri á gagnið sem vinnuskjal í skilningi 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem verið væri að vinna að undirbúningi lokaskýrslu með ársreikningi sem birt yrði opinberlega að lokinni samþykkt hans. Af þeim sökum væri beiðni kæranda hafnað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að talsverð óreiða hafi verið á framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins sem lýsi sér m.a. í því að framkvæmdir hafi farið langt fram úr áætlunum. Ákvörðun um þær séu á ábyrgð stjórnenda sveitarfélagsins og því eðlilegt að upplýst sé hver beri ábyrgð á þeim. Þá dragi kærandi í efa að í skýrslunni sé að finna persónugreinanlegar upplýsingar. Því sé farið fram á að úrskurðarnefndin hlutist til um að kærandi fái umrædda skýrslu afhenta. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. mars 2021, var Borgarbyggð kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Í umsögn Borgarbyggðar, dags. 23. mars 2021, kemur fram að á 550. fundi byggðarráðs sveitarfélagsins sem fram fór 21. janúar 2021, hafi sveitarstjóri lagt fram minnisblað um ástæður þess að fara bæri með skýrslu KPMG til stjórnenda sveitarfélagsins um innra eftirlit og fjárhagskerfi ársins 2020 sem vinnuskjal og því trúnaðarmál. Einn meðlimur byggðarráðs hafi lagt fram bókun þess efnis að hún teldi óásættanlegt að ekki væri hægt að greina frá helstu veikleikum og ábendingum sem sveitarfélaginu hefði borist og tillögur að úrbótum. Eðlilegast væri að byggðarráð myndi greina íbúum í meginatriðum hverjar athugasemdirnar væru. Meirihlutinn ítrekaði að um vinnuskjal væri að ræða. Þá er vísað til þess að aflað hafi verið upplýsinga hjá KPMG hvers vegna umrætt gagn innihaldi trúnaðarupplýsingar og að þau svör hafi fengist að skjal af þessum toga geti innihaldið upplýsingar um einstaka starfsmenn og annað sem falli undir persónuvernd. Alvarlegustu athugasemdunum muni verða gerð skil í skýrslu endurskoðenda sem lögð verði fram opinberlega með endurskoðuðum ársreikningi. <br /> <br /> Þá sagði í umsögninni að afstaða sveitarfélagsins væri því að umrætt skjal teldist vinnuskjal í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Í skjalinu væri að finna ábendingar af ýmsu tagi sem verið væri að kalla eftir skýringum á af hálfu endurskoðenda. Í endurskoðunarskýrslu verði alvarlegustu athugasemdunum gerð skil og verði sú skýrsla gerð opinber. <br /> <br /> Umsögn Borgarbyggðar var kynnt kæranda með bréfi dags. 24. mars 2021 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 25. mars 2021, er dregið í efa að skýrsla KPMG hafi að geyma persónugreinanlegar upplýsingar. Auk þess sem vísað er til þess að það ætti að vera einfalt mál að afmá persónugreinanlegar upplýsingar sé þeim til að dreifa. Athugasemdir endurskoðenda sveitarfélagsins um innra eftirlit og fjárhagskerfi geti ekki verið einkamálefni meirihluta byggðarráðs heldur mál allra íbúa sveitarfélagsins, ekki síst fyrir þær sakir að framkvæmdir og fjárhagslegt eftirlit með þeim sé farið úr böndunum hjá núverandi meirihluta. Bent er á að innra eftirlit og skipulag fjárhagskerfis bæjarfélagsins sé á ábyrgð yfirstjórnar sveitarfélagsins, bæjarstjórnar og byggðarráðs og bæjarstjóra en ekki almennra starfsmanna. Með því að loka á að bæjarbúar fái upplýsingar úr skýrslum KPMG sé líklega verið að loka á gagnrýni endurskoðenda sveitarfélagsins á vinnu meirihluta byggðarráðs og bæjarstjóra. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu KPMG til sveitarstjórnar Borgarbyggðar um skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi. Synjun sveitarfélagsins er byggð á því að skýrslan teljist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að af orðalagi 1. mgr. leiði að til að skjal teljist vinnugagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum.<br /> <br /> Séu gögn afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. teljast einnig til vinnugagna gögn sem berast milli aðila sem falla undir gildissvið laganna samkvæmt I. kafla þegar einn sinnir ritarastörfum eða sambærilegum störfum fyrir annan, enda fullnægi þau að öðru leyti skilyrðum þeim sem fram koma í 1. mgr. 8. gr. Í athugasemdum við töluliðinn í frumvarpi því sem varð að lögunum kemur það eitt fram að raunhæft dæmi um tilvik sem falli undir þessa reglu sé þegar starfsmaður ráðuneytis sinnir ritarastörfum fyrir sjálfstæða úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umrædda skýrslu KPMG. Í skýrslunni er að finna athugasemdir og ábendingar sem upp hafa komið við endurskoðun reikningskila sveitarfélagsins. Í henni er jafnframt að finna tillögur að úrbótum og viðbrögðum við þeim en í skýrslunni kemur m.a. fram að tilgangur hennar sé að meta þörf á frekari endurskoðunaraðgerðum við endurskoðun ársreikninga félagsins. Úrskurðarnefndin telur að þrátt fyrir að skjalið beri að vissu leyti með sér að geta verið undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls hjá sveitarfélagsinu uppfylli það ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugagn. Stafar það fyrst og fremst af því að gagnið uppfyllir ekki það skilyrði að hafa verið útbúið af stjórnvaldinu sjálfu en fyrir liggur að skýrslan var unnin af endurskoðunarsviði fyrirtækisins KPMG ehf. <br /> <br /> Í ákvörðun Borgarbyggðar var vísað til þess aflað hafi verið afstöðu KPMG ehf. til þess hvers vegna umrætt gagn ætti að lúta leynd en gagnið er merkt sem „trúnaðarmál“. Úrskurðarnefndin telur af þessu tilefni rétt að taka fram að af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvaldi er því ekki fær sú leið að víkja frá ákvæðum þeirra með því að flokka tiltekin gögn sem trúnaðarmál eða vísa til þess að gagn sem stafar frá utanaðkomandi aðila sé merkt sem slíkt. Slíkt verður ekki gert nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt KPMG ehf. hafi í fyrsta lagi merkt upplýsingarnar sem trúnaðarmál og í öðru lagi lýst þeirri almennu afstöðu að skýrslur um innri endurskoðun kunni að hafa að geyma upplýsingar sem leynt eigi að fara. Almenn sjónarmið af þessum toga hafa ekki þýðingu við mat á því hvort gagn teljist uppfylla skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn, heldur verður að skoða hvert gagn fyrir sig með tilliti til þess hvort upplýsingar í því falli undir einhver af þeim ákvæðum upplýsingalaga sem takmarka upplýsingarétt eða eftir atvikum sérlagaákvæði sem mæla fyrir um slíka takmörkun.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi engu að síður rétt í ljósi þess sem fram hefur komið af hálfu sveitarfélagsins að gögnin kunni að hafa að geyma trúnaðarupplýsingar að yfirfara gagnið með hliðsjón af því hvort takmarka ætti aðgang að því á grundvelli annarra undanþáguákvæða laganna, einkum 7. gr. og 9. gr. upplýsingalaga. Eins og áður segir er í skýrslunni að finna almennar athugasemdir og ábendingar um atriði sem fram hafa komið við endurskoðun á reikningsskilum sveitarfélagsins. Þar er einnig að finna tillögur að lausnum og viðbrögðum við þeim. Í skýrslunni er ekki sérstaklega fjallað um aðkomu nafngreindra einstaklinga, starfsmanna eða stjórnenda. Að mati úrskurðarnefndarinnar eru upplýsingarnar sem þar koma fram því ekki þess eðlis að efni skýrslunnar teljist vera viðkvæmar upplýsingar sem lúta skuli trúnaði með vísan til þeirra hagsmuna sem framangreindum undanþáguákvæðum er ætlað að vernda. Þvert á móti hefur skýrslan að geyma upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og þar með ráðstöfun opinbers fjár og hagsmuna sem telja verður að almenningur hafi almennt ríka hagsmuni af því að kynna sér. Getur úrskurðarnefndin því ekki fallist á framangreinda afstöðu Borgarbyggðar um synjun á afhendingu skýrslunnar.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Borgarbyggð ber að veita kæranda aðgang að skýrslu KPMG til sveitarstjórnar Borgarbyggðar um skoðun á innra eftirliti og fjárhagskerfi ársins 2020.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
1027/2021. Úrskurður frá 7. júlí 2021. | Deilt var um afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi sem hafði fengið afhent ýmis gögn taldi enn vanta tiltekið minnisblað. Framkvæmdasýsla ríkisins tók fram að umrætt minnisblað væri ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og leiðbeindi jafnframt kæranda um hvar það ætti að liggja fyrir. Að mati nefndarinnar var þannig ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og var málinu vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. júlí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1027/2021 í máli ÚNU 21020020. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 11. febrúar 2021, kærði A, lögmaður, f.h. K16 ehf. afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum sem tengjast tilboði Regins ehf. í leiguhúsnæði sem auglýst var til útleigu af hálfu Ríkiskaupa.<br /> <br /> Forsaga málsins er sú að upphaflega beindi kærandi erindi til Ríkiskaupa, dags. 13. maí 2020, þar sem hann óskaði eftir afhendingu umræddra gagna. Með bréfi Ríkiskaupa, dags. 29. september 2020, var beiðni kæranda vísað frá með vísan til þess að stofnunin hefði ekki umbeðin gögn undir höndum. Kærandi kærði afgreiðslu Ríkiskaupa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 29. september 2020. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni áframsendi Ríkiskaup beiðni kæranda til Framkvæmdasýslu ríkisins sem hefði umrædd gögn í sínum fórum. Með bréfi, dags. 12. nóvember 2020, var úrskurðarnefndin upplýst um að Framkvæmdasýsla ríkisins hefði afgreitt beiðni kæranda. Með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir staðfestingu kæranda á því að umbeðin gögn hefðu verið afhent en að óbreyttu yrði málið fellt niður hjá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Svar kæranda barst með tölvupósti, dags. 11. febrúar 2021, þar sem fram kom að hann hefði fengið afhent brotakennd gögn frá Framkvæmdasýslu ríkisins og mörg hver óundirrituð. Af þeim sökum gæti kærandi ekki verið viss um að hafa fengið öll gögn afhent. Þá væri ljóst að vinnuskjöl um samanburð tilboða hefðu ekki borist. Með vísan til þessa fór kærandi fram á að úrskurðarnefndin úrskurðaði efnislega um málið þannig að öruggt væri að öll gögn hefðu borist. Eins og áður segir laut upphafleg kæra að afgreiðslu Ríkiskaupa á beiðni kæranda um gögn en við meðferð málsins voru kæranda afhent gögn frá Framkvæmdasýslu ríkisins. Í ljósi athugasemda kæranda við afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á beiðni hans var málið er laut að afgreiðslu Ríkiskaupa á beiðni kæranda fellt niður á fundi úrskurðarnefndarinnar og nýtt mál stofnað í málaskrá nefndarinnar vegna afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Framkvæmdasýslu ríkisins með tölvubréfi, dags. 23. febrúar 2021, og veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Í tölvubréfinu var sérstaklega tekið fram að í kærunni kæmi fram að kærandi teldi ekki víst að öll gögn hefðu verið afhent. Í svari Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 3. mars 2021, kom fram að búið væri að afhenda þau gögn sem óskað var eftir í október 2020. Vilji stæði til þess að afhenda þau gögn sem kærandi óskaði eftir og væru fyrirliggjandi hjá stofnuninni en nauðsynlegt væri að kærandi afmarkaði beiðnina nánar. Í svari úrskurðarnefndarinnar, dags. 3. mars 2021, var á ný vísað til þess sem fram kom í kærunni þess efnis að kærandi teldi sig ekki hafa fengið afhent öll skjöl sem tengdust málinu, þ. á m. vinnuskjöl um samanburð tilboða. Í því ljósi óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum stofnunarinnar um hvort öll gögn hefðu verið afhent.<br /> <br /> Í svari Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 4. mars 2021, kom fram að vinnuskjalið sem kærandi óskaði eftir hefði fundist hjá stofnuninni. Með tölvubréfi, dags. 9. mars 2021, barst úrskurðarnefndinni afrit af svari Framkvæmdasýslunnar til kæranda, dags. sama dag, þar sem tilkynnt var um afhendingu framangreinds vinnuskjals ásamt afriti af vinnuskjalinu. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 21. mars 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu kæranda til þess hvort hann teldi afgreiðslu Framkvæmdasýslunnar fullnægjandi. Í svari kæranda, dags. 22. mars 2021, kom fram að kærandi teldi enn vanta minnisblað Vegagerðarinnar í málinu sem vísað var til í minnisblaði, dags. 20. febrúar 2019, sem var á meðal þeirra gagna sem kærandi hafði þegar fengið afhent. Að öðru leyti teldi kærandi öll gögn komin fram.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 25. júní 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu stofnunarinnar til þess hvort umrætt minnisblað sem vísað var til af hálfu kæranda væri fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Í svari Framkvæmdasýslunnar, dags. 25. júní 2021, kom fram að kæranda hefði verið tilkynnt, með tölvupósti, dags. 17. mars 2021, að umrætt minnisblað væri ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Umrætt minnisblað ætti hins vegar að liggja fyrir hjá Vegagerðinni og var kæranda leiðbeint um að leita til Vegagerðarinnar. Þá hafi Vegagerðinni verið ritað bréf vegna minnisblaðsins en engin svör hefðu enn borist við því. Í svarinu kom enn fremur fram að stofnunin liti svo á að öll fyrirliggjandi gögn sem féllu undir upplýsingabeiðni kæranda hefðu verið afhent. Auk þess sem reynt hefði verið að afla umrædds minnisblaðs og aðstoða við afhendingu þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins um aðgang að gögnum sem tengjast tilboði Regins ehf. í leiguhúsnæði sem auglýst var til útleigu af hálfu Ríkiskaupa. Eins og að framan greinir hefur kærandi fengið afhent ýmis gögn. Í athugasemdum kæranda kemur hins vegar fram að hann telji enn vanta tiltekið minnisblað Vegagerðarinnar sem vísað er til í öðru minnisblaði, dags. 20. febrúar 2019, sem var á meðal þeirra gagna sem kærandi fékk afhent. Í svari Framkvæmdasýslu ríkisins kemur fram að umrætt minnisblað Vegagerðarinnar sé ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Eins og áður segir hefur Framkvæmdasýslan haldið því fram að öll umbeðin gögn hafi verið afhent kæranda og að umrætt minnisblað Vegagerðarinnar sé ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Í ljósi skýringa stofnunarinnar hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A lögmanns, f.h. K16 ehf., dags. 11. febrúar 2021, um afgreiðslu Framkvæmdasýslu ríkisins á beiðni um aðgang að gögnum sem tengjast tilboði Regins ehf. í leiguhúsnæði sem auglýst var til útleigu af hálfu Ríkiskaupa er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1026/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | A blaðamaður, kærði synjun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hafi á vegum ráðuneytisins eða ráðherra á tilteknu tímabili. Ráðuneytið synjaði beiðninni ýmist þar sem hluti gagnanna var ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegar á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar ráðuneytisins. Þá vísaði ráðuneytið til þess að beiðni kæranda væri of víðtæk til að unnt væri að afmarka hana við umbeðin gögn og leiðbeindi ráðuneytið því kæranda um að afmarka beiðni sína nánar sem hann hafi ekki gert. Úrskurðarnefndin taldi beiðnina ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1026/2021 í máli ÚNU 21030019. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 23. mars 2021, kærði A, blaðamaður á Fréttablaðinu <br /> synjun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 1. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir afriti allra gagna varðandi samkvæmi, móttökur, veislur og aðra slíka viðburði sem verið hafi á vegum ráðuneytisins eða ráðherra frá 30. nóvember 2017 til þess dags er erindinu yrði svarað. Í beiðninni kom fram að m.a. væri átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar sundurliðaða og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Í svari umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 22. febrúar 2021, kom fram að veislur og viðburðir á vegum ráðuneytisins væru afar fátíðar. Ráðuneytið hefði haldið móttöku í tengslum við 30 ára afmæli ráðuneytisins í febrúar á síðasta ári. Í móttökunni voru starfsmenn ráðuneytisins, nokkrir fyrrverandi starfsmenn, fyrrverandi umhverfisráðherrar og forstöðumenn stofnana ráðuneytisins. Í móttökunni hefði verið boðið upp á léttar veitingar frá Veislumiðstöðinni, Borgartúni 6, léttvín, bjór og óáfengt. Aðrir viðburðir hjá ráðuneytinu væru helst móttökur í tengslum við málþing eða ráðstefnur. Ekki væri haldin sérstök dagskrá eða gestalistar á slíkum viðburðum. Að öðru leyti var kæranda vísað á vefsvæðið „opnir reikningar“ um einstök útgjöld ráðuneytisins sem aðgengilegt væri á netinu. Þá var kæranda bent á að hefði hann í huga einstaka viðburði væri unnt að senda aðra fyrirspurn þar sem upplýsingabeiðnin væri afmörkuð við þann viðburð.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 25. mars 2021, var kæran kynnt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 8. apríl 2021, kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum hjá ráðuneytinu nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Ráðuneytinu sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Þetta eigi m.a. við um dagskrá, gestalista og matseðla samkvæmt beiðni kæranda eða samantekt um mögulega viðburði umrædd ár. Umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi og því ekki hægt að verða við beiðninni hvað þessi gögn varði. Ráðuneytið telji sig einnig hafa fullnægt skyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar um útgjöld og dagskrá ráðherra séu þegar aðgengilegar almenningi, sbr. 18. og 19. gr. laganna<br /> <br /> Þá er vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skuli sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Ljóst sé að beiðni kæranda um afrit af „öllum gögnum“ sem tengjast hvers konar viðburðum á vegum ráðuneytisins á um þriggja ára tímabili sé of víðtæk til að hægt sé að afmarka hana við tiltekin gögn. Ráðuneytið hafi ekki undir höndum samantekt eða upplýsingar um það hversu margir „viðburðir“ teljist hafa farið fram á vegum þess á umræddu tímabili eins og áður sagði og þá liggi heldur ekki fyrir haldbær skýring á orðinu viðburður til að styðjast við. Í ljósi framangreinds hafi ráðuneytið leiðbeint kæranda um að afmarka beiðni sína við einstaka viðburði og óskað eftir upplýsingum um þá til að unnt væri að verða við beiðni um frekari upplýsingar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við leiðbeiningum ráðuneytisins um að afmarka beiðnina nánar. Þá er vísað til málsatvika í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 636/2016 þar sem m.a. var deilt um rétt kæranda til aðgangs að „öllum gögnum varðandi rannsóknir FME“. Að mati ráðuneytisins séu sömu aðstæður uppi varðandi beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varði „samkvæmi, móttökur, veislur og alla slíka viðburði“ á vegum þess á umræddu tímabili.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. apríl 2021, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnar ráðuneytisins. Engar frekari athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkvæmi, móttökur, veislur og alla aðra slíka viðburði á vegum ráðuneytisins frá 30. nóvember 2017. Í beiðninni er í dæmaskyni tekið fram að m.a. væri átt við dagskrá, gesta/þátttakendalista, matseðla og alla reikninga vegna kostnaðar sundurliðaða og reiknaðan kostnað við umrædda viðburði.<br /> <br /> Afgreiðsla ráðuneytisins er í fyrsta lagi reist á því að hluti þeirra gagna sem kærandi nefnir í dæmaskyni sé ýmist ekki fyrirliggjandi eða þegar aðgengilegur á vefsvæðinu opnirreikningar.is. Á vegum ráðuneytisins væri einkum um að ræða móttökur í tengslum við málþing eða ráðstefnur en ekki væri venja að halda sérstaka dagskrá eða gestalista vegna slíkra viðburða hjá ráðuneytinu. Slík gögn væru því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í ljósi framangreindra skýringa ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn á borð við gestalista og dagskrár varðandi þessa tilteknu viðburði, sem falla undir þennan hluta upplýsingabeiðni kæranda, séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Verður þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 2.<br /> Í svari ráðuneytisins við beiðni kæranda var einnig vísað til þess að upplýsingar um einstök útgjöld ráðuneytisins væru aðgengilegar á netinu. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í svör ráðuneytisins að með því sé vísað til vefsvæðisins opnirreikningar.is.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er stjórnvaldi almennt heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum með því að vísa á vefslóð þar sem þær er að finna. <br /> <br /> Eins og fyrr segir mun kæranda hafa verið leiðbeint um að upplýsingar um um einstök útgjöld ráðuneytisins væru aðgengilegar á netinu og má ráða af svörunum að átt sé við vefsvæðið opnirreikningar.is þótt rétt hefði verið af ráðuneytinu að vera skýrara í leiðbeiningum sínum að þessu leyti. Á vefsvæðinu er með einföldum hætti unnt að nálgast upplýsingar um greidda reikninga ráðuneyta og stofnana úr bókhaldi ríkisins, m.a. eftir einstaka stofnunum, tímabilum og tegund kostnaðar. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að upplýsingum um útgjöld vegna viðburða á vegum ráðuneytisins og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni að þessu leyti.<br /> <br /> 3.<br /> Af hálfu ráðuneytisins er að öðru leyti byggt á því að beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum sem varða samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði sé afmörkuð með of víðtækum hætti til að unnt sé að afmarka hana við umbeðin gögn. Þá er vísað til þess að ráðuneytið hafi leiðbeint kæranda um að afmarka beiðni sína nánar. Kærandi hafi hins vegar ekki brugðist við þeim leiðbeiningum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að skyldan til að finna þau mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum hvíli á stjórnvöldum er sú skylda ekki án takmarkana. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem tengist því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að finna heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. <br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram afar víðtæka beiðni um aðgang að „öllum gögnum“ sem varðað geta samkomur, viðburði o.s.frv. á vegum ráðuneytisins á rúmlega þriggja ára tímabili. Með beiðninni er hvorki óskað eftir gögnum um nánar tiltekna viðburði eða samkomur né lýtur beiðnin að samkomum eða viðburðum af nánar tilgreindum toga. Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að ekki sé til að dreifa sérstakri samantekt eða skrá yfir viðburði eða samkomur á vegum ráðuneytisins. Við meðferð beiðninnar hjá ráðuneytinu var kæranda hins vegar í samræmi við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga veitt færi á að afmarka beiðni sína nánar við einstaka viðburði til þess að unnt væri að verða við beiðni hans um upplýsingar og var honum m.a. leiðbeint um að unnt væri að afla upplýsinga um útgjöld ráðuneytisins á vefsvæði auk þess sem dagskrá ráðherra væri aðgengileg á vefsvæði Stjórnarráðsins. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir beiðni kæranda um afrit allra gagna varðandi samkomur, móttökur, veislur og aðra viðburði ekki skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efni máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að ráðuneytinu sé mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekin mál án verulegrar fyrirhafnar. Er kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 23. mars 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1025/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | Kærð var afgreiðsla embættis ríkislögmanns á beiðni kæranda um aðgang að samningum sem embættið hefur gert vegna krafna um greiðslu skaða- og/eða miskabóta á nánar tilgreindum tímabilum.. Embætti ríkislögmanns taldi beiðni kæranda útheimta svo umfangsmikla vinnu að heimilt væri að synja beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi embættið ekki hafa rökstutt nægilega að undantekningarregla 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga ætti við í málinu. Ákvörðunin var því felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1025/2021 í máli ÚNU 21020011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu embættis ríkislögmanns á beiðni kæranda um aðgang að samningum sem embættið hefur gert vegna krafna um greiðslu skaða- og/eða miskabóta á nánar tilgreindum tímabilum.<br /> <br /> Beiðni kæranda var upphaflega borin upp þann 3. júlí 2020 og beindist þá að öllum slíkum samningum sem embættið gerði á tímabilinu 16. júní 2019 til og með 15. júní 2020. Eftir að embætti ríkislögmanns synjaði beiðninni óskaði kærandi eftir sömu gögnum á styttra tímabili, þ.e. frá 16. desember 2019 til og með 15. júní 2020. Til vara óskaði kærandi eftir samningum sem dagsettir væru frá 16. mars 2020 til og með 15. júní 2020 og til þrautavara frá 1. maí 2020 til og með 15. júní 2020. <br /> <br /> Beiðninni var synjað með ákvörðun embættisins, dags. 7. júlí 2020, með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi ákvörðun embættisins úr gildi þann 17. desember 2020 með úrskurði nr. 952/2020 og vísaði málinu til embættisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Með nýrri ákvörðun embættis ríkislögmanns, dags. 11. janúar 2021, sem hér er deilt um, var kæranda veittur aðgangur að umbeðnum samningum á tímabilinu 16. mars 2020 til og með 15. júní 2020. Strikað var yfir persónugreinanlegar upplýsingar í samningunum. Í kjölfarið ritaði kærandi embætti ríkislögmanns tölvupóst, dags. 11. janúar 2021, þar sem óskað var eftir staðfestingu embættisins á því að með ákvörðun sinni hefði embættið synjað beiðni hans um afrit samninga annars vegar á tímabilinu 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020 og hins vegar á tímabilinu 16. desember 2019 til og með 14. mars 2020. <br /> <br /> Í svari ríkislögmanns, dags. 12. janúar 2021, kom m.a. fram að vinnsla beiðni kæranda hefði þegar útheimt töluverða vinnu. Upphaflega hefði verið lagt upp með að finna samninga sem gerðir voru á stysta tímabilinu samkvæmt beiðni hans, þ.e. frá 1. maí 2020 til 15. júní 2020, en ákveðið að taka fyrir lengra tímabil, þ.e. frá 16. mars 2020 og þar með sýna fleiri tegundir af samningum. Þá er tekið fram að þeir samningar sem afhentir voru gæfu mjög raunhæfa mynd af þeim samningum sem gerðir væru hjá embættinu. Með þessari afhendingu ætti kærandi að geta myndað sér skoðun á samningum vegna bótakrafna á hendur ríkinu á sama hátt og ef veitt væru gögn yfir lengra tímabil. Ef finna ætti til gögn yfir lengra tímabil myndi það útheimta gríðarlega vinnu en embættið hefði ekki mannafla í það. Loks var óskað eftir afstöðu kæranda til þess hvort hann héldi kröfu um afhendingu samninga á nánar tilgreindum lengri tímabilum til streitu.<br /> <br /> Í svari kæranda, dags. 12. janúar 2021, tók kærandi fram að í svari ríkislögmanns hefði ekki komið fram hvernig brugðist hefði verið við beiðni kæranda um afrit af samningum á öðrum tímabilum. Þá kom fram að kærandi væri ekki sannfærður um að afrit af samningum á því tímabili sem hann fékk afhent gæfu rétta mynd af þeim samningum sem gerðir væru hjá embættinu. Það væri hins vegar ekki ætlun kæranda að valda embættinu óþarflega mikilli vinnu og því lagði hann til hvort heppilegra væri ef beiðni hans yrði afmörkuð við þá samninga á tímabilinu sem eftir stæði þar sem ekki væri um að ræða bætur vegna aðgerða lögreglu/saksóknara vegna líkamstjóns. <br /> <br /> Í svari ríkislögmanns, dags. 15. janúar 2021, kom fram að afgreiðsla embættisins á beiðni kæranda vegna lengri tímabila myndi að lágmarki taka jafnlangan tíma og fyrri afgreiðsla, þ.e. 4,5 vinnudaga. Embættið mætti ekki verða við því að missa starfsmann frá öðrum verkefnum í svo langan tíma. Þá var þess farið á leit við kæranda að hann útskýrði nánar eftir hverju hann væri að leita en þá væri mögulega unnt að afgreiða beiðnina með öðrum hætti. Að öðrum kosti yrði að hafna beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í svari kæranda, dags. 18. janúar 2021, kom fram að kærandi hefði þegar afmarkað beiðni sína nánar með því að óska eingöngu eftir þeim samningum þar sem ekki væri um að ræða líkamstjón vegna aðgerða lögreglu/saksóknara. Ekki væri unnt að útskýra nánar beiðnina. Þá ítrekaði hann fyrri beiðni sína um afrit af samningum sem gerðir voru á tímabilinu 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020 en til vara samningum sem gerðir voru á tímabilinu 16. desember 2019 til og með 14. mars 2020. Í svarinu kom einnig fram að kærandi teldi yfirstrikanir ríkislögmanns á upplýsingum í þeim samningum sem afhentir voru óhóflegar. <br /> <br /> Í kæru er málavöxtum lýst allt frá því úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 952/2020 var kveðinn upp. Þá segir að farið sé fram á að úrskurðarnefndin úrskurði um aðgang kæranda að þeim hluta þeirra upplýsinga sem var yfirstrikaður í þeim gögnum sem embætti ríkislögmanns afhenti kæranda. Með tölvubréfi, dags. 8. febrúar 2021, upplýsti kærandi úrskurðarnefndina um að ríkislögmaður hefði endurskoðað fyrri afstöðu sína varðandi yfirstrikanir á upplýsingum í þeim gögnum sem þegar hefðu verið afhent. Af þeim sökum féll kærandi frá þeim þætti kærunnar er sneri að yfirstrikunum embættis ríkislögmanns.<br /> <br /> Í kæru segir að einnig sé farið fram á að úrskurðarnefndin felli úr gildi ákvörðun embættisins um að neita að afhenda afrit samninga frá 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020, þar sem ekki er um að ræða bætur vegna aðgerða lögreglu/saksóknara eða vegna líkamstjóns. Loks er til vara, ef ekki verður fallist á framangreinda kröfu, farið fram á að ákvörðun ríkislögmanns um að neita að afhenda afrit samninga um sama efni frá 16. desember 2019 til 16. júní 2020 verði felld úr gildi. Í því sambandi er tekið fram að embætti ríkislögmanns hafi sjálfstæðar skyldur til að haga skjalastjórn sinni á þann hátt að mögulegt sé að fara að upplýsingalögum nr. 140/2012. Skjalastjórnun eins og embættið lýsi henni beri vott um að það vanræki skyldur sína að skrá ákvarðanir sínar á þann hátt að embættið geti sinnt skyldum sínum samkvæmt upplýsingalögum. Þá eru gerðar athugasemdir við þá afstöðu ríkislögmanns að embættið megi ekki við því að missa starfsmann frá öðrum verkefnum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 11. febrúar 2021, var kæran kynnt embætti ríkislögmanns og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í umsögn embættisins, dags. 24. mars 2021, kemur fram að embætti ríkislögmanns hafi endurskoðað fyrri afstöðu sína er snýr að þeim þætti kærunnar er lýtur að yfirstrikunum embættisins á upplýsingum. Þar sem kærandi hafi í kjölfarið fallið frá þeim þætti kærunnar standi eftir tveir liðir hennar, þar sem krafist er afhendingar á afritum af samningum, þar sem ekki er um að ræða bætur vegna aðgerða lögreglu/saksóknara eða vegna líkamstjóns, annars vegar sem gerðir voru á tímabilinu 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020 og hins vegar sem gerðir voru á tímabilinu 16. desember 2019 til og með 14. mars 2020.<br /> <br /> Embætti ríkislögmanns telur sér ekki fært að verða við beiðni kæranda að því er varðar tímabilin sem eftir standa, það er frá 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020 og 16. desember 2019 til og með 14. mars 2020. Frekari afmörkun<br /> kæranda, þar sem undanskildir eru samningar vegna aðgerða lögreglu/saksóknara eða vegna líkamstjóns, breyti ekki þeirri niðurstöðu. Því sé kröfu kæranda hafnað með vísan til 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í því sambandi er bent á að í lögunum sé gert ráð fyrir að stjórnvald geti hafnað beiðni ef ljóst þyki að meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Embættið bendir á að beiðni kæranda, jafnvel eftir frekari afmörkun, útheimti afar umfangsmikla vinnu fyrir embættið. Tekið er fram að starfsmaður embættisins hafi eytt rúmum fjórum vinnudögum í að taka saman samninga sem afhentir voru kæranda þann 11. janúar 2021.<br /> <br /> Þá er vísað til þess að kærandi telji það ekki trúverðugt að svo mikill tími hafi farið í að taka saman umbeðin gögn þar sem ekki hafi verið afhent tímaskráning vegna þessarar vinnu. Þá hafi hann deilt þeim stundafjölda niður á samninga. Af því tilefni er tekið fram að starfsmenn embættisins haldi ekki formlega tímaskráningu fyrir þann tíma sem fari í hvert og eitt mál, enda þótt viðkomandi starfsmaður hafi skráð óformlega hjá sér þann tíma sem fór í að finna til umbeðin gögn. Afar rangt sé að deila þeim tíma niður á samninga og endurspeglist þar mikil vanþekking kæranda á því hvað felist í að afgreiða beiðni hans. Vinnan felist í því að finna til viðkomandi gögn og er fjöldi samninga, eða afrakstur þeirrar vinnu, engan veginn mælikvarði á þann tíma sem afgreiðsla beiðninnar taki.<br /> <br /> Þá hafnar embætti ríkislögmanns þeirri staðhæfingu að skjalastjórn embættisins sé ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Embættið noti málaskrárkerfið GoPro, rétt eins og ráðuneyti og flestar ríkisstofnanir. Í því kerfi séu mál flokkuð í fjóra meginflokka: dómsmál, bótamál, erindi og önnur mál. Hvert mál sé skráð eftir nafni og kennitölu og fái sitt númer. Hægt sé að leita í kerfinu með einföldum hætti eftir þessari flokkun. Kerfið bjóði aftur á móti ekki upp á leit eftir frekari undirflokkum, svo sem efni mála, það er hvort um sé að ræða mál vegna þvingunarráðstafana, læknamistaka, starfsmannamál o.s.frv. Þegar málum ljúki sé þeim lokað í GoPro, en hins vegar komi ekki fram við einfalda leit hverjar séu lyktir hvers máls, þ.e. hvort þeim ljúki með samkomulag, dómi o.s.frv. Slíkt komi hins vegar fram í gögnum hvers máls. Til þess að nálgast þessar upplýsingar þurfi hins vegar að opna hvert mál í málaskránni handvirkt. Þess beri þó að geta að frá og með síðustu áramótum hafi starfsmaður skráð handvirkt í excel frekari flokkun í því skyni að geta brugðist við og dregið úr vinnu við að afgreiða beiðnir á grundvelli upplýsingalaga og fyrirspurnir frá Alþingi svo fátt eitt sé nefnt. Verði hins vegar ekki annað séð en að slíkt sé umfram skyldu, enda noti embættið GoPro-málaskrárkerfið og uppfylli skráning í það kerfi þær skyldur sem á embættinu hvíla um skjalastjórnun. Tekið er fram að um mikinn fjölda mála sé að ræða og forsendur að baki slíkum samkomulögum afar misjafnar og torvelt að afgreiða slíka beiðni með einföldum hætti.<br /> <br /> Embætti ríkislögmanns bendir einnig á að í athugasemdum í greinargerð með upplýsingalögum segi jafnframt að til að hægt sé að afgreiða beiðni verði hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, til dæmis með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um.<br /> Til þess að afgreiða beiðni kæranda í janúar síðastliðnum fletti starfsmaður embættisins upp á öllum greiðslubeiðnum embættisins á því tímabili sem um ræddi. Að því loknu þurfti að opna<br /> öll mál á tímabilinu og bera saman við greiðslubeiðnir. Þá hafi verð hægt að finna tilheyrandi samninga, prenta út og afmá persónuupplýsingar. Á árinu 2020 hafi nýskráð mál hjá embættinu verið 727. Þessum málum hafi 8-9 lögmenn (8,33) sinnt og starfsmenn í einu og hálfu stöðugildi skrifstofumanns. Nú um áramót hafi verið bætt við einum skrifstofumanni. Ljóst sé að afgreiðsla á beiðni kæranda, það er þau tímabil sem eftir standa, sbr. upphaflega aðal- og varakröfu kæranda, muni taka umtalsverðan tíma. Fara þurfi í gegnum sama ferli og lýst hafi verið. Þar sem mál séu ekki skráð í GoPro-kerfinu eftir því um hvers konar bótakröfur og/eða dómsmál er að ræða myndi nánari aðgreining kæranda frekar auka fyrirhöfn og vinnu ef eitthvað er. Telur embættið sér því ekki fært að verða við beiðni kæranda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. mars 2021, var umsögn embættis ríkislögmanns kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 29. mars 2021, er bent á að í umsögn embættis ríkislögmanns sé hvergi lagt mat á það hversu langan tíma það taki starfsmann að afgreiða beiðni kæranda sem nú er til umfjöllunar. Þá sé ekki heldur rökstutt hvernig afgreiðsla á beiðni kæranda komi til með að valda umtalsverðri skerðingu á starfsemi embættisins. Þá kemur fram að kærandi telji embættið í umsögn sinni þar sem fram komi að frá áramótum hafi embættið skráð mál handvirkt í excel viðurkenna í verki að skráning þess á ákvörðunum hafi verið haldið ágöllum. Tekið er fram að umræddir samningar feli í sér ákvarðanir stjórnvalds sem ekki séu aðgengilegar annars staðar og því mikilvæg skjöl. Í þeim komi fram ráðstöfun fjármuna sem ekki fari hefðbundna leið fjárlaga. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um samninga („samkomulög“) sem embætti ríkislögmanns hefur gert um greiðslu skaða- og/eða miskabóta úr ríkissjóði sem ekki varða bótagreiðslur vegna aðgerða lögreglu/saksóknara eða vegna líkamstjóns. Nánar tiltekið lýtur beiðni kæranda að öllum slíkum samningum sem embættið gerði á tímabilinu 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020. Til vara óskaði kærandi eftir samningum um sama efni sem dagsettir væru frá 16. desember 2019 til og með 14. mars 2020. Áður hafði ríkislögmaður afhent kæranda samninga sem dagsettir voru frá 16. mars 2020 til 19. júní 2020. Beiðni kæranda var synjað með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt ákvæðinu má í undantekningartilfellum hafna beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur skýrt fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Þá segir að til þess að skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt þurfi umfang upplýsingabeiðni, eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum, að vera slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt á það áherslu að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum nr. 663/2016 og 551/2014. Í síðara málinu var ekki fallist á að stjórnvaldi væri heimilt að beita ákvæðinu en rökstuðningur stjórnvaldsins laut að því að leit í málaskrárkerfi stofnunar hefði skilað 1.800 niðurstöðum. Í úrskurði nefndarinnar nr. 745/2018 var fallist á að beita heimildinni varðandi aðgang að öllum úrskurðum í umgengnismálum í vörslum dómsmálaráðuneytisins. Í niðurstöðu nefndarinnar segir meðal annars að áætlaður heildarblaðsíðufjöldi úrskurðanna væri á annað þúsund. Með vísan til eðlis málaflokksins féllst nefndin á að vinnan við að afmá viðkvæmar upplýsingar úr úrskurðunum væri slík að dómsmálaráðuneytinu væri heimilt að beita undanþáguákvæðinu.<br /> <br /> Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum við ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 verður að leggja til grundvallar að ákvæðinu verði einungis beitt þegar sýnt þykir að vinnsla beiðni um upplýsingar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> 2.<br /> Í máli þessu er um það að ræða að kærandi óskar eftir því að fá afhent afrit af öllum samningum sem embætti ríkislögmanns hefur gert á tilteknu tímabili vegna krafna um greiðslu skaða- og/eða miskabóta sem ekki varða bætur vegna aðgerða lögreglu/saksóknara eða vegna líkamstjóns. <br /> <br /> Embætti ríkislögmanns hefur í fyrsta lagi haldið því fram að sú vinna sem embættið þyrfti að inna af hendi í því skyni að verða við beiðni kæranda sé umtalsverð. Í því sambandi er bent á að það hafi tekið starfsmann embættisins rúmlega fjóra vinnudaga að afgreiða beiðni kæranda varðandi tímabilið 16. mars 2020 til 15. júní 2020 og ljóst sé að beiðni kæranda sem hér er til umfjöllunar myndi útheimta sambærilega vinnu. <br /> <br /> Að öðru leyti er ekki gerð nánari grein fyrir þeirri vinnu sem embættið sér fram á að beiðni kæranda sem hér er til umfjöllunar komi til með að útheimta. Þá er þar ekki rökstutt með hvaða hætti afgreiðsla beiðninnar komi til með að valda umtalsverðri skerðingu á starfsemi þess. Af umsögn embættisins verður ráðið að ástæða þess hversu tímafrek afgreiðsla á beiðni kæranda sé stafi fyrst og fremst af því hvernig skráningu mála sé háttað hjá embættinu og flokkun þeirra í málaskrá og skortur á starfsfólki til að afgreiða upplýsingabeiðni. Samkvæmt því sem fram kemur í umsögninni eru mál flokkuð í fjóra meginflokka í málaskrá embættisins og virðist því ekki unnt að kalla fram með einfaldri orðaleit mál sem varða beiðni kæranda. Af þeim sökum útheimti beiðni kæranda svo umfangsmikla vinnu að heimilt sé að synja beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fær ekki betur séð en að umræddri beiðni kæranda hafi fyrst og fremst verið hafnað á þeirri almennu forsendu að sá háttur sem hafður er á skráningu mála hjá embættinu bjóði ekki upp á að gögn séu tekin saman án umtalsverðrar fyrirhafnar. Þá hefur embættið jafnframt lýst þeirri afstöðu sinni að frekari afmörkun kæranda á beiðninni við samninga af tilteknum toga myndi ekki breyta niðurstöðunni. Tekið skal fram að ekki er útilokað að heimilt sé að synja beiðni um upplýsingar á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga með vísan til sjónarmiða þess efnis að torvelt sé að kalla fram með einfaldri orðaleit þau mál eða gögn sem óskað er eftir. Á það ber hins vegar að líta að ákvæðið felur í sér þrönga undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi upplýsingum, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að í beiðni kæranda er tilgreint skýrlega efni þeirra mála sem umbeðin gögn tilheyra auk þess sem hún er afmörkuð við tiltekin tímabil. Í því sambandi skal minnt á að í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 952/2020 þar sem fjallað var um beiðni kæranda um sömu upplýsingar sem að mestu leyti sneri að sama tímabili kom fram að ekki væri unnt að fallast á það með embætti ríkislögmanns að kærandi hefði ekki uppfyllt kröfu 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá horfir úrskurðarnefndin til þess að gerð samninga í tengslum við uppgjör bótakrafna á hendur íslenska ríkinu er á meðal þeirra verkefna sem ríkislögmanni eru falin með lögum, sbr. 2. gr. laga nr. 51/1985. Þannig snýr beiðni kæranda að málum sem falla undir málaflokk sem telja verður veigamikið viðfangsefni embættisins. Telja verður að almenningur hafi almennt ríka hagsmuni af því að kynna sér slíkar upplýsingar. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst því ekki á að unnt sé að synja beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga á þeirri almennu forsendu að það sé vandkvæðum bundið að kalla fram þau mál sem beiðnin lýtur að. Í því sambandi skal tekið fram að þrátt fyrir að það falli utan valdsviðs nefndarinnar að fjalla um hvernig stjórnvöld haga skráningu og vistun gagna í málaskrá þá samrýmist það ekki markmiðum upplýsingalaga að láta þann er fer fram á upplýsingar og setur beiðni sína fram í samræmi við þær kröfur sem leiða af 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga bera hallann af því ef slíkri skráningu er abótavant. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst á að það kunni vissulega að útheimta allnokkra vinnu af hálfu embættisins að skoða þau mál sem skráð eru í málaskrá embættisins á umræddu tímabili með það fyrir augum að finna út hverjum þeirra hafi lokið með gerð samnings um greiðslu skaða- eða miskabóta. Úrskurðarnefndin telur hins vegar að embættið hafi ekki rökstutt nægilega að umfangi þeirrar vinnu sé þannig háttað að undantekningarregla 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga eigi við í málinu.<br /> <br /> Það hvort embættinu beri skylda til þess að hreinsa þessa tilteknu samninga af persónugreinanlegum upplýsingum og afhenda kæranda hlýtur að ráðast af fjölda þeirra, þ.e. umfangi þeirrar vinnu sem embættið þyrfti að ráðast í við afhendingu þeirra. Fjöldi samninganna liggur hins vegar ekki fyrir eins og áður segir. Það er því niðurstaða nefndarinnar að embættinu beri að taka þennan þátt í beiðni kæranda til nýrrar meðferðar, þ.e. kalla fram mál í málaskrá embættisins þar sem um er að ræða samninga vegna krafna um greiðslu skaða- og/eða miskabóta þar sem ekki er um að ræða bætur vegna aðgerða lögreglu/saksóknara eða vegna líkamstjóns og taka í kjölfarið afstöðu til þess hvort embættinu sé fært að fjarlægja persónugreinanlegar upplýsingar úr þeim og afhenda eða hvort fjöldi þeirra sé slíkur að beiðnin falli eftir sem áður undir undantekningarákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Er kærunni því vísað til nýrrar afgreiðslu embættis ríkislögmanns. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að ekki sé fallist á að heimilt sé að synja beiðni kæranda á þessum grundvelli kann umfang beiðninnar þó að verða til þess að vinnsla hennar taki nokkurn tíma umfram þá sjö daga sem almennt er miðað við, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Mikilvægt er hins vegar að kærandi sé upplýstur um gang mála og honum greint frá ástæðum þess ef verulegar tafir verða á afgreiðslu beiðninnar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun embættis ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að afritum af öllum samningum sem embætti ríkislögmanns hefur gert vegna krafna um greiðslu skaða- og/eða miskabóta og dagsettir eru á tímabilinu 16. júní 2019 til og með 14. mars 2020 og á tímabilinu 16. desember 2019 til og með 14. mars 2020, er felld úr gildi og lagt fyrir embætti ríkislögmanns að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1024/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að rótargreiningu vegna atviks sem átti sér stað á Sjúkrahúsinu á Akureyri í ágúst 2018. Synjun sjúkrahússins var reist á því að um vinnugögn væri að ræða. Á það féllst úrskurðarnefndin ekki enda lá fyrir að rótargreiningin hafði verið kynnt utanaðkomandi sérfræðingi. Úrskurðarnefndin taldi því sjúkrahúsinu skylt að verða við beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1024/2021 í máli ÚNU 21020005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. febrúar 2021, kærði A, lögfræðingur Læknafélags Íslands, f.h. B, ákvörðun Sjúkrahússins á Akureyri um að synja beiðni hans um aðgang að rótargreiningu sem Sjúkrahúsið á Akureyri lét framkvæma vegna óvænts atviks á sjúkrahúsinu í ágúst 2018 sem kærandi tengdist.<br /> <br /> Forsaga málsins er sú að með tölvubréfi, dags. 9. júní 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að rótargreiningu sem sjúkrahúsið lét framkvæma vegna óvænts atviks á sjúkrahúsinu í ágúst 2018 sem kærandi tengdist. Með tölvubréfi, dags. 10. júní 2020, synjaði sjúkrahúsið beiðninni með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða sem unnið væri úr með tilheyrandi umbótum. Þá sagði jafnframt að gögnin innihéldu trúnaðarupplýsingar og væru hvorki til dreifingar né birtingar. Með tölvubréfi lögfræðings kæranda, dags. 12. júní 2020, var beiðni um afhendingu gagnsins ítrekuð. Í bréfinu var bent á að læknir í stöðu kæranda ætti almennt rétt til aðgangs að rótargreiningunni. Þá væri vandséð hvaða trúnaðarupplýsingar gætu verið í rótargreiningunni sem gerðu það ómögulegt að afhenda kæranda afrit af henni. Í því sambandi var minnt á að kærandi hefði þegar fengið afrit af skýrslu embættis landlæknis um viðtöl við starfsmenn um þetta atvik. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 16. júní 2020, var fyrri synjun sjúkrahússins á beiðni kæranda ítrekuð. Í svari sjúkrahússins var áréttuð sú afstaða að um vinnugögn væri að ræða sem væru almennt undanþegin upplýsingarétti, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins og 6. gr. laganna. Gögnin féllu undir skilgreiningu vinnugagna samkvæmt 8. gr. upplýsingalaga og yrði ekki séð að undantekning 3. mgr. ákvæðisins ætti við. Þá var tekið fram að ekki væri ljóst hvort kærandi gæti byggt rétt á 14. gr. upplýsingalaga enda fjölluðu gögnin fyrst og fremst um ákveðið atvik og kærandi sjálfur ekki nefndur á nafn í þeim. Þá var tekið fram að ef byggt væri á upplýsingarétti almennings samkvæmt [5. gr. ] upplýsingalaga mætti að auki nefna að gögnin fjölluðu um málefni starfsmanna sjúkrahússins sem væru undanskilin upplýsingarétti almennings, sbr, 4. tölul. 1. mgr. 6. gr., sbr. 7. gr. laganna.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 23. desember 2020, ritaði lögfræðingur kæranda sjúkrahúsinu á nýjan leik þar sem ítrekuð var fyrri beiðni um afhendingu umræddrar rótargreiningar. Í bréfinu er bent á að umrætt atvik sem fjallað er um í rótargreiningunni hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir kæranda þar sem samstarfsmaður hans hafi tilkynnt hann til embættis landlæknis sem svipti hann lækningaleyfi tímabundið og í kjölfarið lagði hann leyfið inn. Þá er því mótmælt að um vinnuskjal sé að ræða þegar það varði rótargreiningu sem tengist beint atviki sem hafði alvarleg og mikil áhrif á starf og starfsleyfi kæranda. Telja verði að 14. gr. upplýsingalaga veiti kæranda skýlausan rétt til aðgangs að umræddu gagni. Í svari sjúkrahússins, dags. 7. janúar 2021, kom fram að sjúkrahúsið væri ekki sammála túlkun kæranda á ákvæðum upplýsingalaga, undantekningin væri skýr og næði til viðkomandi vinnugagna. Sjúkrahúsið yrði því að vísa til fyrri synjunar þess, dags. 16. júní 2020, þess rökstuðnings sem þar kæmi fram. <br /> <br /> Í kæru er atvikum lýst sem urðu tilefni umræddrar rótargreiningar. Þar segir að kærandi hafi verið ábyrgur sérfræðingur á vakt 21. ágúst 2018. Að kvöldi þess dags hafi komið upp atvik sem m.a. leiddi til þess að samstarfsmaður kæranda tilkynnti framgöngu kæranda það kvöld til embættis landlæknis. Í kjölfarið var hann tímabundið sviptur starfsleyfi og honum gert að undirgangast sérhæft mat á starfshæfni. Niðurstaða þess mats hafi verið að viðbrögð kæranda hafi stefnt heilsu sjúklings í voða. Þar hafi hins vegar jafnframt komið fram að í þessu máli hafi önnur varnarkerfi jafnframt brugðist. <br /> <br /> Í kærunni kemur fram að kærandi hafi verulega hagsmuni af því að fá að vita niðurstöðu rótargreiningarinnar á þessu atviki sem hafi haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir kæranda. Til viðbótar komi að eftir að atvikið átti sér stað hafi framkvæmdarstjóri lækninga á sjúkrahúsinu skýrt kæranda frá því að rótargreining yrði gerð á atvikinu. Kærandi hafi skilið ummælin svo að rótargreiningin væri m.a. í þágu kæranda til að virka sem mótvægi við álit embættis landlæknis. Kærandi segir að honum og framkvæmdarstjóra lækninga hafi verið ljóst frá upphafi að álit embættisins yrði honum andsnúið. Kærandi telji að rótargreiningin snúi að starfi hans sjálfs og greiningu á því atviki sem varð til þess að hann var tilkynntur til embættis landlæknis. Hann telji að ákvæði III. kafla upplýsingalaga veiti honum aðgang að henni. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 3. febrúar 2021 var kæran kynnt Sjúkrahúsinu á Akureyri og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Svar sjúkrahússins barst með tölvubréfi, dags. 11. febrúar 2021, þar sem bent er á að kæranda hafi verið synjað um aðgang að umræddu gagni með ákvörðun sjúkrahússins, dags. 10. júní 2020 sem ítrekuð var 16. júní 2020. Þá er bent á að samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé einungis veittur 30 daga frestur til að bera synjun um aðgang undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þessi skammi kærufrestur sé augljóslega löngu liðinn og því verði að hafna því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti tekið kæruna til umfjöllunar. Engu breyti þó kærandi hafi ítrekað ósk um afhendingu sama skjals í desember sama ár enda sé í svari sjúkrahússins, dags. 7. janúar 2021, einungis vísað til fyrri synjunar frá 16. júní 2020.<br /> <br /> Þá segir að í megindráttum hafi synjunin byggst á þeim rökum að kærandi sé ekki aðili máls auk þess sem um vinnuskjal sé að ræða. Þá sé skjalið alls ekki fullbúið og enn sé unnið að því. Þar fyrir utan sé óumdeilt að umrætt skjal hafi að geyma viðkvæmar upplýsingar, sem sjúkrahúsið vilji varðveita með öllum ráðum. Alltaf fylgi því áhætta að senda slík skjöl og varðveisla á afriti þeirra yrði aldrei alveg örugg. Af þeim sökum væri þess óskað að úrskurðarnefndin tæki fyrst afstöðu til þess hvort kæran sé innan kærufrests, sem hún virðist augljóslega ekki vera. Fallist nefndin ekki á það sé óskað eftir viðbótarfresti til að skila rökstuðningi og senda afrit af umbeðnu skjali.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 16. febrúar 2021, ítrekaði úrskurðarnefndin fyrra erindi frá 3. febrúar sl., þar sem óskað var eftir umsögn sjúkrahússins auk afrits af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Sjúkrahúsinu var jafnframt veittur viðbótarfrestur til 23. febrúar 2021. Umsögn Sjúkrahússins á Akureyri barst með bréfi, dags. 23. febrúar 2021. Í umsögninni var fyrri afstaða sjúkrahússins ítrekuð þess efnis að vísa beri kærunni frá þar sem hún hafi borist utan þess 30 daga kærufrests sem kveðið er á um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi er tekið fram að engu breyti þar um þótt kærandi hafi ítrekað beiðni um umrædd gögn síðar. <br /> <br /> Það sé afstaða sjúkrahússins að álitamál sé uppi um hvort úrskurðarnefndin geti tekið kæruna til efnislegrar umfjöllunar og rannsóknar og krafist afhendingar gagna frá sjúkrahúsinu á grundvelli hennar. Rétt sé að skýra 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga með þeim hætti að hún geti einungis tekið til þeirra mála sem nefndin geti tekið til efnislegrar umfjöllunar. Í ljósi þess að nefndin hafi hafnað því að taka fyrst til umfjöllunar hvort kæra sé tæk til efnislegrar meðferðar sé sjúkrahúsið tilneytt til þess að verða við ítrekuðum tilmælum nefndarinnar og afhenda skjalið, í trúnaði. Allur réttur sé áskilinn vegna afhendingar skjalsins ef efni þess komist í hendur utanaðkomandi aðila vegna mistaka við varðveislu þess, eða ef trúnaður um það verði rofinn af einhverjum ástæðum, enda gæti slíkt haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar og valdið tjóni.<br /> <br /> Þá er bent á að umbeðið gagn sé vinnugagn og því undanskilið upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins og 8. gr. laganna. Tildrög þess að skjalið var tekið saman megi rekja til alvarlegs atviks á sjúkrahúsinu og markmið þess sé að leita svara við því hvað gerðist, hvernig það gerðist og af hverju, í þeim tilgangi að draga lærdóm af atvikinu og leita leiða til þess að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik eigi sér stað aftur. Markmið þess sé að leita leiða til úrbóta í verkferlum, samskiptum og kerfum sem sjúkrahúsið hefur unnið eftir. Skjalið hafi einvörðungu verið tekið saman fyrir sjúkrahúsið og hugsað sem undirbúningur fyrir ákvörðunartöku innan sjúkrahússins í því skyni að bregðast við atvikinu. Skjalið sé útbúið af starfsmönnum sjúkrahússins og eingöngu ætlað til notkunar innan þess. Þær undantekningar sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi ekki við. Í því sambandi er bent á að embætti landlæknis hafi verið sendar allar upplýsingar um atvikið og engar frekari upplýsingar að finna í skjalinu. <br /> <br /> Lýsing á atvikum í skjalinu sé unnin upp úr öðrum gögnum sem kærandi hafi þegar fengið aðgang að. Þá byggi synjunin einnig á því að kærandi geti ekki talist aðili máls í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Jafnvel þó hann hafi komið að umræddu atviki þá sé hann ekki nafngreindur í skjalinu og skjalið hafi því ekki að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Skjalið lýsi atburðum sem þar sem margir komi við sögu og til þess að geta aðgreint háttsemi kæranda þurfi lesandi skjalsins að þekkja til atviksins. Ef talið verður að skjalið hafi að geyma upplýsingar um kæranda hljóti skjalið með sama hætti að geyma viðkvæmar upplýsingar um marga aðra aðila sem komu að atvikinu. Skjalið hafi að geyma upplýsingar um sjúkdómsástand og viðbrögð aðila í starfsemi sem sum verði að telja gagnrýniverði. Hagsmunir þeirra hljóti að vega þyngra en hagsmunir kæranda enda hafi hann ekki rökstutt hvaða hagsmuni hann hafi af því að fá skjalið afhent. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. febrúar 2021, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar sjúkrahússins. Í bréfi frá kæranda, dags. 12. mars 2021, eru ítrekuð sjónarmið kæranda þess efnis að hann telji sig hafa ríkra hagsmuna að gæta. Umrætt atvik sem rótargreiningin varðar hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir kæranda og því skipti það hann miklu að fá að kynna sér niðurstöðu greiningarinnar.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 16. júní 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari upplýsingum frá sjúkrahúsinu í því skyni að varpa skýrara ljósi á atvik málsins. Umbeðin gögn bárust með tölvubréfi, dags. 18. júní 2021. Þá bárust viðbótarathugasemdir sjúkrahússins með tölvubréfi lögmanns þess, dags. 22. júní 2021.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>1.<br /> Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni hefur lögmaður Sjúkrahússins á Akureyri ítrekað borið því við að kæran hafi borist utan kærufrests og því ekki tæk til efnismeðferðar enda hafi upphafleg beiðni kæranda um umræddar upplýsingar verið afgreidd með ákvörðun, dags. 10. júní 2020. <br /> <br /> Af því tilefni telur úrskurðarnefndin rétt að taka fram að samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Í máli þessu er deilt um ákvörðun sjúkrahússins á Akureyri, dags. 7. janúar 2021, í tilefni af beiðni kæranda, dags. 23. desember 2020, en kæra barst 2. febrúar 2021 og því innan framagreinds kærufrests. Úrskurðarnefndin áréttar að í upplýsingalögum er ekki að finna ákvæði sem takmarka rétt einstaklinga til að óska á nýjan leik eftir gögnum sem áður hefur verið synjað um. Kæranda var því heimilt að leita til sjúkrahússins á ný með beiðni um gögn. Þessu til viðbótar er rétt að geta þess að í synjunum sjúkrahússins á beiðnum kæranda var honum ekki leiðbeint um kæruleið og kærufrest. Skortur á slíkum leiðbeiningum leiðir iðulega til þess að úrskurðarnefndin tekur til umfjöllunar kærur sem berast henni utan kærufrests.<br /> <br /> 2.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að rótargreiningu vegna atviks sem átti sér stað á skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri í ágúst 2018. Ákvörðun sjúkrahússins er fyrst og fremst byggð á því að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti. Í hinni kærðu ákvörðun er enn fremur tekið fram að beiðni kæranda hafi verið afgreidd á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni var sjúkrahúsinu ritað erindi, dags. 16. júní 2021, þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort öðrum en starfsmönnum sjúkrahússins hefði verið kynnt rótargreiningin. Í svari sjúkrahússins, dags. 18. júní 2021, kom fram að einungis starfsfólk sjúkrahússins og einn sérfræðingur hjá Landspítala, sem aðstoðaði við vinnslu hennar, hefði fengið rótargreininguna senda. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér skjal með rótargreiningunni. Af gögnum málsins er ljóst að tilgangur þess að ráðist var í umrædda rótargreiningu hafi verið að greina umrætt atvik og draga af því lærdóm, bæta verkferla og þar með koma í veg fyrir að sambærilegt atvik ætti sér stað aftur. Þrátt fyrir að efni skjalsins hafi að geyma lýsingu á atvikum máls er ljóst að sú lýsing er gerð í tengslum við vangaveltur og tillögur að hugsanlegum viðbrögðum og lausnum í því skyni að bæta almennt verkferla á sjúkrahúsinu. Úrskurðarnefndin telur að skjalið beri með sér að vera undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls. Hins vegar er það mat úrskurðarnefndarinnar að skjalið uppfylli hvorki það skilyrði að hafa verið útbúið af stjórnvaldinu sjálfu né að hafa ekki verið afhent öðrum en í málinu liggur fyrir að utanaðkomandi sérfræðingur sem starfar hjá annarri heilbrigðisstofnun, Landspítala, hafi aðstoðað starfsmenn sjúkrahússins við vinnslu rótargreiningarinnar og fengið skjalið sent. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur því ekki fallist á að umrædd rótargreining teljist til vinnugagna í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna.</p> <p >3.<br /> Eftir stendur því að leggja mat á hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum í heild eða að hluta á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir að í hinni kærðu ákvörðun sé vísað til þess að um rétt kæranda til aðgangs að gögnum fari eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga verður ráðið af umsögn sjúkrahússins að það dragi í efa að kærandi geti talist aðili máls í skilningi 1. mgr. 14. gr. <br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki aðeins þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008, A-294/2009 og A-466/2012.<br /> <br /> Þrátt fyrir að rótargreiningin hafi fyrst og fremst haft það að markmiði að draga almennan lærdóm af því sem úrskeiðis fór verður að mati úrskurðarnefndarinnar ekki fram hjá því litið að þar er fjallað nokkuð ítarlega um þátt kæranda í því atviki sem rótargreiningin snýr að. Þá liggur fyrir að kærandi hefur þurft að sæta viðurlögum af hálfu embættis landlæknis í tengslum við framgöngu hans umrætt sinn. Rótargreiningin var hins vegar ekki hluti af gögnum stjórnsýslumálsins hjá landlækni og því fer um aðgang að henni eftir ákvæðum upplýsingalaga en ekki stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þrátt fyrir að nafn kæranda komi þar hvergi fram telur úrskurðarnefndin að ekki leiki vafi á því að rótargreiningin geymi upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt hans til aðgangs að þeim eftir ákvæðum III. kafla laganna. <br /> <br /> 4.<br /> Sjúkrahúsið á Akureyri styður synjun á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum einnig við 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Síðan segir orðrétt:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér efni rótargreiningarinnar en hennar var aflað í tengslum við atvik sem kærandi átti þátt í og mun meint framganga hans í tengslum við það hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir starfsframa hans. Aðgangur kæranda að rótargreiningunni verður því aðeins takmarkaður ef hagsmunir annarra sem um er fjallað í henni eða tjáðu sig við gerð hennar, af því að frásagnir þeirra fari leynt, vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér þær, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni rótargreiningarinnar með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Í henni er í fyrsta lagi að finna almenna lýsingu á málavöxtum, greiningu frávika auk tillagna að viðbrögðum vegna þeirra. Í rótargreiningunni er að finna nákvæma lýsingu á sjúkdómsástandi og meðhöndlun ónafngreinds sjúklings á sjúkrahúsinu. Í gögnum máls kemur fram að atvikalýsingin sé unnin upp úr öðrum gögnum málsins sem kærandi hafi þegar fengið aðgang að. Með hliðsjón af því og í ljósi þess að um er að ræða lýsingu á atviki sem kærandi átti sjálfur þátt í er það mat úrskurðarnefndar að ekki sé ástæða til að takmarka aðgang kæranda að þeim. Við það mat horfir úrskurðarnefndin jafnframt til þess að í rótargreiningunni koma ekki fram nöfn einstakra starfsmanna eða sjúklinga. <br /> <br /> 5.<br /> Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni naut Sjúkrahúsið á Akureyri liðsinnis lögmanns sem sinnt hefur öllum samskiptum við nefndina í tilefni af kærunni. Í málatilbúnaði lögmannsins f.h. sjúkrahússins var m.a. krafist frávísunar kærunnar og heimildir úrskurðarnefndarinnar til að annars vegar fjalla efnislega um kæruna og hins vegar krefjast afhendingar þeirra gagna sem kæran lýtur að dregnar í efa. Þá varð lögmaðurinn ekki við kröfu nefndarinnar um afhendingu umbeðinna gagna fyrr en eftir ítrekun þar um. Loks hefur lögmaðurinn borið því að við að andmælaréttar sjúkrahússins hafi ekki verið gætt við meðferð málsins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að framsetning lögmannsins á málatilbúnaði sjúkrahússins og framganga hans að öðru leyti í samskiptum við nefndina sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gera verður til aðkomu lægra settra stjórnvalda að kærumálum vegna ákvarðana þeirra. Um þetta hefur umboðsmaður Alþingis margsinnis fjallað m.a. í álitum frá 17. janúar 2020 í máli nr. 10008/2019 og 19. desember 2018 í máli nr. 9513/2017 og í skýrslu umboðsmanns til Alþingis fyrir árið 2012, bls. 17-19. Í þessu sambandi hefur umboðsmaður bent á að markmið stjórnvalda í kærumálum sé fyrst og fremst að leiða þau til lykta í samræmi við lög og réttar upplýsingar en ekki koma í veg fyrir að þau hljóti efnislega umfjöllun. <br /> <br /> Í því sambandi skal bent á að það er hlutverk úrskurðarnefndarinnar að ganga úr skugga um að eigin frumkvæði hvort kæruskilyrðum sé fullnægt og hvort að þau gögn sem óskað er eftir falli undir ákvæði upplýsingalaga. Þá athugast enn fremur að það stjórnvald sem ákvörðun tók um rétt til aðgangs að upplýsingum telst ekki aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 enda nýtur kærandi einn slíkrar stöðu. Aðkoma stjórnvaldsins að kærumálinu er þannig fyrst og fremst bundin við að veita hlutlæga umsögn eða skýringar í þágu rannsóknar málsins til að efnisleg niðurstaða fáist og hægt sé að leiða málið til lykta á réttum grundvelli og er því ekki litið svo á að lægra setta stjórnvaldið njóti andmælaréttar í skilningi stjórnsýsluréttar. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Sjúkrahúsinu á Akureyri er skylt að veita kæranda, B, aðgang að rótargreiningu vegna atviks sem átti sér stað á skurðlækningardeild ágúst 2018.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1023/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | Deilt var um afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni um aðgang að gögnum í tengslum við skipulagsvinnu. Í málinu lá fyrir að Kópavogsbær hafði leiðbeint kæranda um það hvar gögnin væri að finna auk þess sem sveitarfélagið tók sömu gögn saman fyrir kæranda og afhenti honum. Að mati úrskurðarnefndarinnar hafði kæranda ekki verið synjað um aðgang að gögnum frá sveitarfélaginu í skilningi upplýsingalaga og var kærunni því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1023/2021 í máli ÚNU 21010009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 30. nóvember 2020, kærði A til úrskurðarnefndar um upplýsingamál töf á afgreiðslu gagnabeiðni sinnar til Kópavogsbæjar frá júní sama ár. Í erindi kæranda, dags. 4. júní 2020, hafði hann óskað eftir aðgangi að öllum gögnum sem vörðuðu skipulagsvinnu á Hamraborgarsvæði og Traðarreit í Kópavogi, þ.m.t. bréfum, fundargerðum, samningum, og umfjöllunum nefnda og ráða sveitarfélagsins um framangreind svæði, frá árinu 2012 fram til þess dags.<br /> <br /> Kópavogsbær svaraði kæranda með erindi, dags. 11. nóvember 2020. Í erindinu var fjallað um skipulagsbreytingar sem gerðar hefðu verið á Hamraborgarsvæði og Traðarreit frá upphafi. Kom þar fram að fyrirhugað skipulag væri fyrsta heildarskipulag svæðisins. Kæranda var bent á tilteknar vefsíður, þ.m.t. vefgátt bæjarins, þar sem hægt væri að finna nánari upplýsingar um málið.<br /> <br /> Í kjölfar erindis úrskurðarnefndarinnar til Kópavogsbæjar, þar sem skorað var á sveitarfélagið að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda, áttu kærandi og Kópavogsbær frekari samskipti. Fram kom í erindi Kópavogsbæjar, dags. 10. desember 2020, að gögn um skipulag á umræddu svæði væri að finna á vefsíðu sem kæranda hefði verið bent á. Ef það væru ekki þau gögn sem hann leitaðist eftir þyrfti hann að skilgreina beiðni sína ítarlegar. Gögnin sem bent hefði verið á væru þau gögn sem til væru um skipulag á svæðinu frá upphafi.<br /> <br /> Í svari kæranda, dags. 11. desember 2020, gagnrýndi hann vefinn sem Kópavogsbær hafði bent honum á; hann væri takmarkað tól sem réði ekki við að finna öll þau gögn sem beðið væri um þar sem hann væri vefgátt en ekki skjalakerfi. Kópavogsbær svaraði kæranda hinn 21. desember 2020. Svarinu fylgdu þau gögn sem sveitarfélagið taldi að heyrðu undir gagnabeiðni kæranda og vörðuðu aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag á miðbæjarsvæði Kópavogsbæjar. Gögnin væru jafnframt aðgengileg gegnum vefgátt bæjarins sem kæranda hefði verið bent á. Loks voru kæranda afhentar allar þær afgreiðslur sem málið varða fram til 21. desember 2020.<br /> <br /> Í erindum til úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. og 29. desember 2020, kom fram að kærandi teldi afhendingu Kópavogsbæjar vera ófullnægjandi. Engu væri svarað varðandi bréf, samninga, eða umfjöllun nefnda og ráða bæjarins. Aðeins ein fundargerð bæjarstjórnar sem varðaði framangreind skipulagssvæði hefði verið afhent, en á vefsíðu Kópavogsbæjar hefði kærandi hins vegar fundið 19 fundargerðir sem vörðuðu svæðin. Það sýndi að ekki hefði verið lögð nægjanleg vinna í að afgreiða beiðni kæranda. Þar að auki óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum sem hann virtist ekki hafa aðgang að gegnum vefsvæði bæjarins. Með erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 15. janúar 2021, kom fram að kærandi teldi ljóst að ekki fengjust frekari svör frá Kópavogsbæ og því þyrfti að úrskurða í málinu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Kópavogsbæ með bréfi, dags. 15. janúar 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Kópavogsbæjar, dags. 27. janúar 2021, kom fram að kærandi hefði þegar fengið aðgang að umbeðnum gögnum sem vörðuðu skipulagsvinnu á viðkomandi skipulagssvæði. Kærandi hefði fengið ítarlegan upplýsingapóst um hvaða skipulagsbreytingar hefðu verið gerðar á svæðinu. Þá hefði kærandi fengið afrit af skipulagsgögnum sem til meðferðar væru hjá skipulagsyfirvöldum Kópavogsbæjar en þau gögn væru jafnframt aðgengileg á heimasíðu bæjarins vegna lögbundinnar kynningar á skipulagi.<br /> <br /> Þá kom fram að Kópavogsbær myndi veita kæranda aðgang að þeim gögnum sem ekki hefðu þegar verið afhent, að því gefnu að þau væru ekki undanþegin aðgangi á grundvelli 6. til 10. gr. laga nr. 140/2012. Kærandi þyrfti einnig að afmarka beiðni sína með ítarlegri hætti. Honum hefði verið leiðbeint um það.<br /> <br /> Umsögn Kópavogsbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. febrúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust 3. febrúar sama ár. Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um hvort afgreiðsla Kópavogsbæjar á gagnabeiðni kæranda hafi verið fullnægjandi. Fyrir liggur að Kópavogsbær hefur afhent kæranda þau gögn sem sveitarfélagið telur að falli undir gagnabeiðni hans. Komið hefur fram að um sé að ræða öll þau gögn sem til séu um skipulagsvinnu á umræddu svæði frá upphafi.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. laga nr. 140/2012 er gert ráð fyrir því að þegar umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar sé hægt að afgreiða gagnabeiðni með því að tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingar eru aðgengilegar. Í málinu liggur fyrir að Kópavogsbær hefur leiðbeint kæranda um það hvar þau gögn sem hann óskaði eftir sé að finna. Þá tók sveitarfélagið einnig sömu gögn saman fyrir kæranda og afhenti honum. Loks leiðbeindi sveitarfélagið kæranda um að ef hann teldi afhendinguna ófullnægjandi hefði hann kost á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 140/2012.<br /> <br /> Af hálfu kæranda hefur komið fram að hann hafi sjálfur fundið fleiri gögn á umræddu vefsvæði en honum hafi verið afhent og hann telur falla undir beiðni sína. Í ljósi þess að kæranda hefur verið leiðbeint um það hvar hann geti nálgast umrædd gögn telur nefndin ekki tilefni til þess að fjalla nánar um þennan þátt í erindi kæranda. Það er þannig mat úrskurðarnefndarinnar að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum frá sveitarfélaginu í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarvald nefndarinnar er samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laganna bundið við þau tilvik þegar synjað er um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum. Verður því að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 15. janúar 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1022/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | A fréttamaður, kærði synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Ráðuneytið tók fram að öll fyrirliggjandi gögn hefðu verið afhent að undanskildu minnisblaði, sem ekki hefði fallið undir gagnabeiðni kæranda auk þess sem það væri undanþegið upplýsingarétti almennings sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að ekki væru forsendur til að rengja framangreinda staðhæfingu ráðuneytisins og vísaði kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1022/2021 í máli ÚNU 21040004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 9. apríl 2021, kærði A, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi til heilbrigðisráðuneytisins, dags. 6. apríl 2021, óskaði kærandi eftir afriti af minnisblaði sóttvarnalæknis, auk þeirra minnisblaða í ráðuneytinu, greinargerða og eftir atvikum lögfræðilegu álita, sem heilbrigðisráðherra byggði ákvörðun sína um setningu reglugerðar um skyldudvöl í sóttkvíarhóteli á (reglugerð nr. 355/2021, um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID‑19.). Með tölvubréfi, dags. 7. apríl 2021, ítrekaði kærandi beiðni sína. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 7. apríl 2021, var kæranda afhentur hluti umbeðinna gagna en beiðninni að öðru leyti hafnað með vísan til þess að umrædd gögn hefðu verið lögð fram í ríkisstjórn og því undanþegin upplýsingarétti, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í kæru, dags. 8. apríl 2021, er framangreindri afstöðu ráðuneytisins mótmælt og tekið fram að það að gögn hafi verið lögð fram í ríkisstjórn geti ekki orðið til þess að undanþiggja þau upplýsingarétti eftir á enda væri þá ráðherra í lófa lagið að sniðganga lögin að vild með því einu að merkja þau gögn, sem þeir vilji síður að komi fyrir almenningssjónir sem aðgengileg fylgiskjöl á ríkisstjórnarfundi. Í kæru kemur einnig fram að eftir að ráðuneytið synjaði beiðni kæranda hafi ráðherra afhent velferðarnefnd Alþingis umrædd gögn „án trúnaðar“ og virðist hann því líta svo á að þau séu þar með opinber. Farið er fram á að kæran verði eftir sem áður afgreidd og úrskurðað um hana.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. apríl 2021, var kæranda tilkynnt um móttöku kærunnar af hálfu úrskurðarnefndarinnar. Í kjölfarið barst svar kæranda, dags. sama dag, þar sem fram kom að ráðuneytið hefði, með bréfi, dags. 9. apríl 2021, ákveðið að endurskoða afstöðu sína til beiðninnar og sent öllum fjölmiðlum gögn varðandi aðdraganda þess að umrædd reglugerð nr. 355/2021 var sett þann 1. apríl 2021, gögnin sem unnin voru eftir að lögmæti hennar var dregið í efa sem og gögn sem lúta að þeirri reglugerð sem við tók. Kærandi vísaði til þess að formaður velferðarnefndar Alþingis hefði kvartað undan því að hafa ekki fengið öll gögn málsins. Bent er á að hvorki úrskurðarnefndin né Morgunblaðið hafi fengið skrá yfir öll gögn málsins heldur eingöngu þau gögn sem ráðuneytið afhenti. Þar á meðal séu nokkrir tölvupóstar sem beri það með sér að hafa verið sérvaldir. Það bendi til þess að fleiri póstar liggi fyrir óbirtir. Í bréfinu kemur fram að kærandi telji meðferð ráðuneytisins á gagnabeiðninni bera með sér að ráðherra hafi með henni leitast við að hafa áhrif á umræðuna. Þá er tekið fram að upplýsingalög séu til einskis ef ráðherra megi velja hvaða gögn sé þóknanlegt að birta og hver ekki. Mikilvægt sé að úrskurðarnefndin fjalli um þá aðferð sem ráðherra reyndi að beita í þessu tilviki, þ.e.a.s. að vísa til þess að öll gögn til grundvallar reglugerðinni hafi verið lögð fyrir ríkisstjórnarfund og þau því undanþegin upplýsingarétti, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi er m.a. bent á að umrætt undanþáguákvæði 1. tölul. 6. gr. eigi ekki við um gögn sem tekin hafa verið saman fyrir aðra fundi en fundi ríkisstjórnar. Mikilvægt sé að úrskurðarnefndin úrskurði um þetta efni sem orðið geti til leiðbeiningar um verklagsreglur Stjórnarráðsins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. apríl 2021, var kæran kynnt heilbrigðisráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Jafnframt var óskað eftir þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 26. apríl 2021, kemur fram að ráðuneytið hafi, með bréfi, dags 7. apríl 2021, afhent hluta umbeðinna gagna en synjað að öðru leyti beiðni kæranda með vísan til þess að önnur gögn féllu undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Með bréfi, dags. 9. apríl 2021, hafi ráðuneytið upplýst kæranda um að það hefði endurskoðað almenna afstöðu sína til upplýsingabeiðni fjölmiðla um gögn tengd setningu reglugerðar nr. 355/2021 sem þá hafði verið felld úr gildi. Með tölvupóstinum hafi fylgt gögn sem vörðuðu setningu umræddrar reglugerðar til viðbótar fyrrnefndum tveimur minnisblöðum sóttvarnalæknis, dags. 13. mars og 22. mars 2021, sem áður höfðu verið afhent kæranda. Jafnframt voru afhent gögn sem vörðuðu setningu núgildandi reglugerðar nr. 375/2021. <br /> <br /> Í umsögninni eru talin upp þau gögn sem afhent voru kæranda og vörðuðu setningu reglugerðar nr. 355/2021. Um var að ræða tvö minnisblöð heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar Íslands sem bæði eru dagsett 23. mars 2021. Tvö minnisblöð sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra annars vegar dags. 13. mars 2021 og hins vegar dags. 22. mars 2021 sem bæði varða tillögur að opinberum sóttvarnaaðgerðum, minnisblað um heimildir á landamærum frá Páli Þórhallssyni til forsætisráðherra, dags. 29. mars 2021, tölvupóstsamskipti tengd setningu reglugerðar nr. 375/2021 milli starfsmanna forsætisráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins og starfsmanna heilbrigðisráðuneytisins og tölvupóstsamskipti milli forsætisráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins kom jafnframt fram að minnisblað, dags. 30. mars 2021, sem forsætisráðuneytið, ásamt heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra, lögðu fyrir ríkisstjórn hafi ekki verið afhent með þeim gögnum sem send voru kæranda varðandi setningu reglugerðar nr. 375/2021 og ekki getið um það sérstaklega. Efni minnisblaðsins hafi ekki varðað beint setningu reglugerðarinnar heldur fjallað einkum um undirbúning að framkvæmd sóttvarnaráðstafana á landamærum við gildistöku hennar. Ráðuneytið tók í kjölfarið fram að umrætt minnisblað félli undir 1. tölul. 6. gr. þar sem það hefði verið tekið saman fyrir ríkisstjórn. Vilji kærandi óska eftir að fá umrætt minnisblað afhent telji ráðuneytið rétt að slíkri ósk verði beint að forsætisráðuneytinu. <br /> <br /> Loks er tekið fram að hinn 30. mars 2021 hafi forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra lagt fram minnisblað fyrir ríkisstjórn með yfirskriftinni „Staða og framkvæmd á landamærum“. Umrætt minnisblað hafi hins vegar ekki verið afhent þar sem það varðaði ekki beint setningu reglugerðarinnar heldur fjalli það einkum um undirbúning og framkvæmd sóttvarnaráðstafana á landamærum við gildistöku hennar. Þá var þeirri afstöðu lýst að umrætt minnisblað félli undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga enda tekið saman fyrir ríkisstjórn. Umrætt minnisblað var afhent úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. apríl 2021, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnar ráðuneytisins. Engar frekari athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu heilbrigðisráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Eftir að kæra kæranda barst úrskurðarnefndinni endurskoðaði ráðuneytið fyrri afstöðu sína og afhenti kæranda umbeðin gögn. Ljóst er af athugasemdum kæranda að hann dregur í efa að öll fyrirliggjandi gögn sem falla undir beiðni hans hafi verið afhent. Þá er þess farið á leit við nefndina að hún fjalli almennt um meðferð heilbrigðisráðherra á beiðni kæranda þar sem slík umfjöllun geti orðið til leiðbeiningar fyrir stjórnvöld. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins kemur fram að öll fyrirliggjandi gögn er varða setningu umræddrar reglugerðar nr. 355/2021 hafi verið afhent. Þó er tekið fram að kæranda hafi ekki verið veittur aðgangur að minnisblaði forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra til ríkisstjórnar Íslands, dags. 30. mars 2021. Í því sambandi er bent á að umrætt gagn hafi ekki fallið undir gagnabeiðni kæranda auk þess sem það sé undanþegið upplýsingarétti almennings, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umrætt minnisblað og telur unnt að fallast á með heilbrigðisráðuneytinu að það falli ekki undir upplýsingabeiðni kæranda. Í því sambandi skal tekið fram að minnisblaðið ber það með sér að hafa verið tekið saman eftir samningu reglugerðar nr. 355/2021 sem staðfest var sama dag og tók gildi degi síðar. Ekki verður því séð að tekin hafi verið ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að þessu minnisblaði sem kæranleg er til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Eins og áður segir kemur fram í umsögn ráðuneytisins að öll fyrirliggjandi gögn sem varða setningu reglugerðar nr. 355/2021 hafi verið afhent. Í ljósi skýringa ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að engin frekari gögn séu fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu sem falla undir upplýsingabeiðni kæranda.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Eins og úrskurðarnefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar þeirra sem heyra undir I. kafla upplýsingalaga um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki, sjá t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 918/2020, og nr. 1002/2021. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er því ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. <br /> <br /> Í ljósi þess að úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laganna er bundið við synjun á aðgangi að gögnum sætir ákvörðun stjórnvalds um að fallast á beiðni um aðgang að upplýsingum ekki kæru til úrskurðarnefndarinnar. Það fellur því utan við úrskurðarvald nefndarinnar að fjalla almennt um málsmeðferð heilbrigðisráðuneytisins í aðdraganda þess að ákvörðun var tekin um að fallast á beiðni kæranda um aðgang að gögnum, dags. 9. apríl 2021. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Í kæru kemur einnig fram að kærandi hafi ekki fengið afhenta skrá yfir öll gögn málsins heldur eingöngu þau gögn sem ráðuneytið afhenti. Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nær réttur til aðgangs að gögnum til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Ekki verður hins vegar ráðið af gögnum málsins að kærandi hafi óskað eftir lista yfir gögn málsins. Að mati úrskurðarnefndarinnar liggur því ekki fyrir synjun um beiðni um gögn sem kæranleg er til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, að þessu leyti. Verður því að vísa frá þeim þætti í kærunni sem lýtur að skrá eða lista yfir málsgögn. Kæranda er þó bent á að honum er fær sú leið að óska eftir umræddum lista yfir málsgögn.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 9. apríl 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1021/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | Deilt var um synjun skattrannsóknarstjóra á beiðni A, fréttamanns, um aðgang að öllum ársreikningum erlendra félaga sem embættið hefði undir höndum og tengdust S ehf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að umbeðin gögn lytu að rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að teknu tilliti til hlutverks skattrannsóknarstjóra samkvæmt lögum. Kæru var því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1021/2021 í máli ÚNU 20120025. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi dags. 21. desember 2021 kærði A, fréttamaður á RÚV, synjun skattrannsóknarstjóra á beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með bréfi, tölvupósti, dags. 16. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir afriti af öllum ársreikningum erlendra félaga sem skattrannsóknarstjóri hefði undir höndum og tengjast Samherja ehf. í gegnum eignarhald eða viðskipti beint eða óbeint. Í svari skattrannsóknarstjóra, dags. 23. nóvember 2020, kom fram að embættið teldi að beiðni kæranda félli utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. þar kæmi fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamála eða saksókn. Um aðgang að slíkum gögnum færi samkvæmt ákvæðum laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Þá var vísað til þess að skattrannsóknarstjóri hefði með höndum rannsóknir samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og lögum um aðra skatta og gjöld sem lögð væru á af ríkisskattstjóra eða honum falin framkvæmd á. Þá var í svarinu vísað til ýmissa heimilda skattrannsóknarstjóra við rannsókn mála á grundvelli sakamálalaga. Umrædd gögn sem beiðnin laut að væru hluti af rannsókn sakamáls og þeirra aflað í þágu rannsóknar. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé framangreind ákvörðun skattrannsóknarstjóra um að afhenda ekki afrit af umbeðnum gögnum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi dags. 22. desember 2020, var skattrannsóknarstjóra kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Í umsögn skattrannsóknarstjóra, dags. 8. janúar 2021, er málavöxtum lýst. Í umsögninni ítrekar skattrannsóknarstjóri þá afstöðu sem fram kom í svari embættisins til kæranda, dags. 23. nóvember 2020, að umbeðin gögn falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga þar sem þau séu hluti af rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Skattrannsóknarstjóri hafi með höndum rannsóknir samkvæmt lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og lögum um aðra skatta og gjöld sem á eru lögð af ríkisskattstjóra eða honum falin framkvæmd á, sbr. 1. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003. Í 7. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003 komi fram að við rannsóknaraðgerðir skuli skattrannsóknarstjóri gæta ákvæða laga um meðferð sakamála eftir því sem við geti átt, einkum varðandi réttarstöðu grunaðra manna á rannsóknarstigi. Það leiði af þessari tilvísun til ákvæða laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008 að skattrannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins skuli vera á stigi lögreglurannsóknar, svo sem ítrekað hafi komið fram í úrskurðum yfirskattanefndar, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 92/2017. Markmið rannsókna skattrannsóknarstjóra sé að upplýsa mál til að leggja grunn að annars vegar endurákvörðun skatta og hins vegar refsimeðferð ef tilefni reynist til, sbr. ákvæði 12. gr. reglugerðar nr. 373/2001, um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna. Tilefni skattrannsóknar sé jafnan grunur um að skattskil hafi verið rangfærð með saknæmum hætti þannig að refsingu geti varðað. Þá er í umsögninni bent á að við rannsókn mála séu m.a. teknar skýrslur af aðilum í samræmi við ákvæði laga nr. 88/2008. Heimilt sé að bera ágreining um lögmæti rannsóknarathafna skattrannsóknarstjóra undir héraðsdóm á grundvelli 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008, en í ákvæðinu segi að leggja megi fyrir héraðsdóm ágreining um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu og ákæranda. Þá er vísað til þess að ýmis önnur ákvæði í lögum nr. 88/2008 eigi við um rannsókn skattrannsóknarstjóra, t.d. meðalhófsregla 3. mgr. 53. gr. laganna og önnur ákvæði laganna um afhendingu gagna til verjenda, sbr. 37. gr. laganna. Við rannsókn skattrannsóknarstjóra sé því gætt að ákvæðum sakamálalaga og eru rannsóknirnar ígildi lögreglurannsóknar.<br /> <br /> Í umsögninni er einnig tekið fram að mál sem sæti rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins sæti nánast öll refsimeðferð en í einstaka undantekningar tilvikum komi ekki til refsimeðferðar í samræmi við niðurstöðu rannsóknar. Ákvörðun um refsimeðferð sé tekin eftir að rannsókn máls er lokið hjá embættinu og tekin hefur verið saman lokaskýrsla um rannsóknina. Þá eru nefnd dæmi um hvernig refsimeðferð geti lokið, t.d. með sektargerð hjá skattrannsóknarstjóra, sektargerð hjá yfirskattanefnd eða refsimeðferð hjá dómstólum eftir sakamálarannsókn lögreglu, nú embætti héraðssaksóknara. Skattrannsóknarstjóri bendir einnig á að fésektir á grundvelli 109. og 110. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, hafi verið taldar til refsinga í skilningi refsiréttar.<br /> <br /> Skattrannsóknarstjóri telji samkvæmt þessu ljóst að skattrannsókn feli í sér rannsókn máls sem sakamáls og að beiðni um aðgang að gögnum í málum sem sæti rannsókn embættisins fari eftir ákvæðum laga nr. 88/2008. Þau gögn sem beiðni kæranda lúti að séu öll hluti af rannsókn sakamáls og þeirra hafi verið aflað í þágu rannsóknarinnar. <br /> <br /> Umsögn skattrannsóknarstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. janúar 2021 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 13. febrúar 2021, kemur fram að kærandi telji túlkun skattrannsóknarstjóra á ákvæði 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga ranga enda fari embættið hvorki með lögregluvald né sinni það rannsóknum meiriháttar skattalagabrota sem sakamála. Í því sambandi er bent á að embættið sé bundið af stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Í 7. mgr. 103. gr. þar sem vísað er til sakamálalaga felist ekki að rannsókn skattrannsóknarstjóra sé í eðli sínu sakamálarannsókn heldur sé rannsókn embættisins þvert á móti stjórnsýslurannsókn. Rannsókn skattrannsóknarstjóra sem slík sé ekki rannsókna sakamáls heldur sé með þeirri tilhögun að embættinu beri að gæta að ákvæði sakamálalaga tryggð ákveðin formfesta sem tryggi hagsmuni þeirra sem sæti rannsókn. Þá vísar kærandi til þess að samkvæmt 2. mgr. 8. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 fari héraðssaksóknari með rannsókn alvarlegra brota gegn skattalögum. Auk þessi kveði 2. mgr. 22. gr. laga nr. 88/2008 á um að hjá embætti héraðssaksóknara skuli vera sérstök deild skatta- og efnahagsbrota og skuli sá eða þeir saksóknarar sem þar starfi bera starfheiti sem kennt sé við málaflokkinn. Það sé því skýrt að sakamálarannsókn í meiriháttar málum, sem mál Samherja hljóti að teljast vera, sé ekki á hendi skattrannsóknarstjóra heldur héraðssaksóknara. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ársreikningum erlendra félaga sem tengjast Samherja ehf. og skattrannsóknarstjóri hefur undir höndum í tengslum við rannsókn á málefnum félagsins. Synjun skattrannsóknarstjóra er reist á því að umrædd gögn tengist rannsókn máls sem sakamáls og þau séu því undanskilin gildissviði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum er tekið fram að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála. <br /> <br /> Með lögum nr. 29/2021, um breytingu á lögum er varða rannsókn og saksókn skattalagabrota (tvöföld refsing, málsmeðferð) sem tóku gildi 1. maí 2021, var embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins og verkefni þess flutt til sérstakrar einingar hjá embætti ríkisskattstjóra. Þar sem umrædd gagnabeiðni barst skattrannsóknarstjóra fyrir gildistöku laganna mun úrskurðarnefndin fjalla um kæruna á grundvelli þeirra laga sem giltu um starfsemi skattrannsóknarstjóra ríkisins áður en embættið var lagt niður og í gildi voru á þeim tíma er beiðni kæranda um upplýsingar var afgreidd.<br /> <br /> Samkvæmt þágildandi 1. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, fór skattrannsóknarstjóri ríkisins með höndum rannsóknir samkvæmt þeim lögum og lögum um aðra skatta og gjöld sem á voru lögð af ríkisskattstjóra eða honum falin framkvæmd á. Í 2. til 7. mgr. greinarinnar var að finna frekari reglur um hlutverk embættisins. Þá sagði í 7. mgr. 103. gr. að við rannsóknaraðgerðir skattrannsóknarstjóra ríkisins skyldi gætt ákvæða laga um meðferð sakamála eftir því sem við gæti átt, einkum varðandi réttarstöðu grunaðra á rannsóknarstigi. Þá var í 1. til 4. mgr. 110. gr. laganna kveðið á um málsmeðferð sem viðhafa bar vegna ætlaðra brota samkvæmt 109. gr. þar sem mælt var fyrir um refsingar og önnur viðurlög fyrir brot á ákvæðum laganna. Ljóst er að samkvæmt þágildandi lagaumhverfi um starfsemi skattrannsókna ríkisins var honum m.a. falið að rannsaka sakamál vegna gruns um skattsvik eða önnur refsiverð brot á skattalögum í því skyni að leggja grunn að áframhaldandi refsimeðferð reynist tilefni til eftir því sem fyrir er mælt í 1. til 4. mgr. 110. gr. laga nr. 90/2003. <br /> <br /> Í gögnum málsins kemur fram að umræddra gagna hafi verið aflað í þágu rannsóknar skattrannsóknarstjóra á málefnum Samherja hf. sem sakamáls. Úrskurðarnefndin telur í ljósi framangreinds og skýringa skattrannsóknarstjóra hafið yfir vafa að umbeðin gögn lúti að rannsóknum sakamála í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til hlutverks embættis skattrannsóknarstjóra samkvæmt framangreindum lagaákvæðum. Því verður réttur til aðgangs að þeim ekki reistur á ákvæðum upplýsingalaga og ber því að vísa kæru vegna synjunar skattrannsóknarstjóra ríkisins frá nefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A fréttamanns, vegna synjunar embættis skattrannsóknarstjóra ríkisins á beiðni um aðgang að af öllum ársreikningum erlendra félaga sem skattrannsóknarstjóri hefði undir höndum og tengjast Samherja ehf., dags. 21. desember 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1020/2021. Úrskurður frá 28. júní 2021. | A fréttamaður, kærði afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni hans um aðgang að gögnum um skráningu raunverulegra eigenda. Úrskurðarnefndin taldi ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga og lagði fyrir embættið að afhenda umbeðin gögn á rafrænu formi. Þá felldi nefndin ákvörðun ríkisskattstjóra um að strika yfir upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu lögaðila úr gildi og vísaði til nýrrar meðferðar. Að öðru leyti var ákvörðun ríkisskattstjóra staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1020/2021 í máli ÚNU 20120026.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Þann 21. desember 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, afgreiðslu ríkisskattstjóra, dags. 26. nóvember 2020, á beiðni hans frá 12. nóvember 2020 um gögn um skráningu raunverulegra eigenda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda félaganna Samherja ehf., Samherja Holding ehf. og K&B ehf. Í beiðninni kom fram að óskað væri eftir öllum gögnum sem staðfesti raunverulegt eignarhald félaganna og borist hafi ríkisskattstjóra á grundvelli f-liðar 2. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda. <br /> <br /> Ríkisskattstjóri afhenti kæranda umbeðin gögn með tölvubréfi, dags. 20. nóvember 2020. Þar kom fram að til þess að tryggja að þagnarskyldar upplýsingar yrðu afmáðar með fullnægjandi hætti hefðu gögnin verið prentuð út og þagnarskyldar upplýsingar verið afmáðar handvirkt. Því næst hefðu gögnin verið skönnuð yfir á pdf. form.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 23. nóvember 2020, fór kærandi í fyrsta lagi fram á að gögnin yrðu afhent á upprunalegu formi. Í öðru lagi kom fram að kærandi teldi sig eiga rétt á upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa sem strikaðar höfðu verið út í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 935/2020. Í svari ríkisskattstjóra, dags. 26. nóvember 2020, kom fram að ríkisskattstjóri hefði afgreitt beiðni kæranda með þeim takmörkunum sem kveðið var á um í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 935/2020. Var það mat ríkisskattstjóra að nafnverð, er fram kom í fylgigögnum tilkynninga, yrðu afmáð í ljósi niðurstöðu úrskurðarins. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé annars vegar ákvörðun ríkisskattstjóra að afhenda ekki umbeðin gögn nema með tilteknum upplýsingum afmáðum. Í öðru lagi snýr kæran að þeirri ákvörðun ríkisskattstjóra að afhenda umbeðin gögn ekki á upprunalegu, rafrænu formi. <br /> <h2> Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 22. desember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 14. janúar 2021, eru málavextir raktir. Í umsögninnier vísað til þess að í kæru sé því haldið fram að sambærilegar upplýsingar og þær sem afmáðar voru séu opinberar upplýsingar og því skjóti skökku við að strika út upplýsingarnar. Í því sambandi bendir ríkisskattstjóri á úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 935/2020 þar sem fram komi að embættinu sé skylt að strika út fjárhæðir sem fram komi í hlutafjármiðum einstaklinga. Ein þessara fjárhæða sé nafnverð hlutafjárins og því sé útstrikun ríkisskattstjóra í fullu samræmi við þær skyldur sem lagðar hafi verið á ríkisskattstjóra með úrskurðinum. <br /> <br /> Hvað varðar þann þátt kærunnar er snýr að afhendingarformi er í umsögninni vísað til 18. gr. upplýsingalaga og tekið fram að ákvæðið taki ekki á því þegar um sé að ræða afhendingu gagna sem bundin séu trúnaði og geymi upplýsingar sem beri að afmá. Um afhendingu slíkra gagna sé fjallað í 14. gr. laganna og veiti ákvæðið ákveðið svigrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar séu til að tryggja öryggi afmáðra upplýsinga. <br /> <br /> Þá vísar ríkisskattstjóri til þess að með úrskurði í máli nr. 935/2020 hafi ríkisskattstjóra verið gert að afmá hluta af þeim upplýsingum sem óskað hafi verið eftir með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem um sé að ræða sömu upplýsingar, þ.e. nafnverð hlutafjár, beri embættinu að fara að niðurstöðu úrskurðarins og afmá umræddar upplýsingar. <br /> <br /> Hlutaskrárnar hafi orðið að færa á pappírsform í þeim tilgangi að afmá úr þeim með öruggum hætti þær upplýsingar sem ríkisskattstjóra hafi ekki verið heimilt að veita aðgang að. Ríkisskattstjóri hafi metið það svo að þessi aðferð við útstrikun viðkvæmra upplýsinga væri öruggust þar sem það væri tryggt að ekki væri hægt að afmá útstrikunina. Þá er vísað til þess að gögnin hafi hvorki verið í miklu magni né hafi þau haft að geyma mikinn texta. Öll önnur gögn sem afhent hafi verið hafi verið véllæsileg. Við mat á því hvaða aðferð beri að notast við hvað varðaði útstrikun upplýsinga hafi embættið m.a. farið eftir þeim verklagsreglum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sett í kjölfar úrskurðar persónuverndar í máli 2014/1470. Þó er tekið fram að ríkisskattstjóri hafi ekki haft aðgang að umræddum verklagsreglum en vísað er til fréttar Ríkisútvarpsins frá 10. janúar 2016 varðandi nánara efni þeirra. Loks er tekið fram að á ríkisskattstjóra hvíli rík skylda til að tryggja öryggi þessara gagna og það sé því mat embættisins að það sé best gert með þeim hætti sem lýst er í umsögninni. Með vísan til þessa verði umrædd gögn því ekki afhent með öðrum hætti en þegar hafi verið gert.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 13. febrúar 2021, við umsögn ríkisskattstjóra er í fyrsta lagi vísað til rökstuðnings kæranda sem fylgdi beiðni hans um endurupptöku úrskurðar nr. 935/2020. Þar kom fram að upphæðir þær sem koma fram á hlutafjármiðum sýni hlutafjáreign hvers og eins aðila í tilteknu félagi. Þótt ýmsar fjárhagslegar upplýsingar um einstaklinga séu almennt taldar geta verið viðkvæmar, þar á meðal upplýsingar um launakjör, bankaviðskipti og skuldastöðu, hafi slíkt ekki verið talið gilda um hlutabréfaeign. Þvert á móti hafi sjónarmið um gagnsæi í viðskiptum verið talin vega það þungt að upplýsingar um hlutafjáreign eigi að vera aðgengilegar í opinberum gögnum. Fyrirtækjum sé skylt að skila árlega ársreikningi til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá. Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra haldi utan um ársreikningaskrána, og ársreikningar séu aðgengilegir á vefsvæði embættisins án endurgjalds. Samkvæmt 3. mgr. 65. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga skuli fyrirtæki láta fylgja með ársreikningi skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa félagsins í stafrófsröð, ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins og hundraðshluta hlutafjár í árslok. Upplýsingar um hlutafjáreign hvers einasta hluthafa í tilteknu félagi séu þannig aðgengilegar öllum á vefsíðu fyrirtækjaskrár. Þá var bent á að þar sem umræddar upplýsingar séu nú þegar aðgengilegar almenningi á opnu vefsvæði geti upphæðir á hlutafjármiðum einfaldlega ekki talist viðkvæmar upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar þann þátt kærunnar er snýr að afhendingarformi ríkisskattstjóra vísar kærandi til umsagnar hans, dags. 13. febrúar 2021, í tilefni af kæru hans í máli nr. ÚNU20120008 þar sem reyndi á sambærileg atriði. Í þeirri umsögn er áréttuð sú afstaða að afgreiðsla ríkisskattstjóra á beiðni kæranda um gögn samræmist ekki 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga, m.a. eins og henni hafi verið beitt í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kærandi telji aðferð ríkisskattstjóra við að afmá umræddar upplýsingar gamaldags og vísar til þess að embættinu hefði verið fært að óska eftir ráðgjöf t.d. frá ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, tölvusérfræðingum eða sérfræðingum um gagnaöryggi. Kærandi vísar einnig til þess að þegar viðkvæmar upplýsingar séu afmáðar úr gögnum sé mikilvægt að eins lítið sé hróflað við þeim og mögulegt sé til að þau haldist sem næst upprunalegu formi. Þá telji kærandi nauðsynlegt að árétta að þótt umfang gagna sé takmarkað hafi úrskurður um efnið fordæmisgildi. Í því sambandi bendir kærandi á að hann hafi þegar farið fram á afhendingu og fengið frekari sambærileg gögn frá ríkisskattstjóra en ekki á upprunalegu formi.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er í fyrsta lagi deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins hluthafa sem afmáðar voru úr gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félaganna Samherja ehf., Samherja Holding ehf. og K&B ehf. Synjun ríkisskattstjóra er reist á því að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamál í máli nr. 935/2020 sé embættinu skylt að afmá upplýsingar um fjárhæðir sem fram koma á hlutafjármiðum einstaklinga, þ. á m. nafnverð hlutafjárins. <br /> <br /> Í fyrrgreindum úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 935/2020 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að upphæðum á hlutafjármiðum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið var það afstaða úrskurðarnefndarinnar að í þeim fælust upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Með úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 977/2021 frá 22. febrúar 2021 synjaði úrskurðarnefndin beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðarins. <br /> <br /> Ljóst er að upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu einstaklinga sem afmáðar voru úr þeim upplýsingum, sem kærandi fékk afhentar, eru hluti af þeim fjárhæðum sem fram koma á hlutafjármiðum. Með hliðsjón af framangreindu telur úrskurðarnefndin ótvírætt að um sé að ræða upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. m.a. framangreindan úrskurð úrskurðarnefndarin í máli nr. 935/2020. Með hliðsjón af framangreindu verður hin kærða ákvörðun ríkisskattstjóra staðfest að þessu leyti.<br /> <br /> Fyrir liggur að ríkisskattstjóri hefur einnig strikað yfir upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu lögaðila. Af þessu tilefni tekur nefndin fram að við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, er tekur til lögaðila, gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Af gögnum málsins og umsögn ríkisskattstjóra verður ekki séð að lagt hafi verið mat á upplýsingar um einstaka lögaðila í samræmi við ákvæði 2. málsl. áður en strikað var yfir þær upplýsingar og beiðni kæranda þar með synjað. Af þeim sökum er óhjákvæmlegt að vísa þessum þætti málsins til nýrrar meðferðar hjá ríkisskattstjóra.<br /> <br /> 2.<br /> Í öðru lagi er deilt um hvort ríkisskattstjóra hafi við afhendingu umbeðinna gagna verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta þeirra á rafrænu formi, nánar tiltekið á því formi sem þau voru upprunalega vistuð á, með það að markmiði að tryggja öryggi gagnanna sem best. <br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Samkvæmt seinni málslið 1. mgr. 20. gr. laganna gildir hið sama um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga segir að eftir því sem við verði komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði, og á þeim tungumálum sem þau séu varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Þegar gögn séu eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í athugasemdum við 1. mgr. 18. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2020 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Ákvæði 1. mgr. 18. gr. byggist á því að veita beri aðgang að upplýsingum á því formi eða með því sniði sem þær eru varðveittar á, nema þær séu þegar aðgengilegar almenningi. Af 2. mgr. 19. gr. leiðir síðan að sé beiðni afgreidd með vísan til þess að upplýsingar séu þegar aðgengilegar, þá skal í slíkri afgreiðslu tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti þær eru það. Þegar upplýsingar eru varðveittar á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þær á því formi eða útprentaðar á pappír. Almennt ætti það að vera til hagræðis fyrir þann sem hefur beiðni til afgreiðslu að geta afhent upplýsingar á rafrænu formi, en sé um upplýsingar að ræða sem falla undir 14. gr. frumvarpsins og eru viðkvæmar á einhvern hátt, ber eðli máls samkvæmt að tryggja viðeigandi öryggi þeirra gagnvart óviðkomandi. Þá er tiltekið í ákvæðinu að eftir því sem fært er skuli viðkomandi heimilað að kynna sér gögn á starfsstöð viðkomandi. Ræðst það auðvitað af aðstæðum að hvað marki þessi leið á við.“<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að ríkisskattstjóra ber að afhenda gögn á rafrænu formi sem varðveitt eru með þeim hætti ef þess er óskað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þrátt fyrir að ríkisskattstjóri hafi afhent kæranda umbeðin gögn hefur hluti þeirra ekki verið afhentur á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 18. gr. svo sem kærandi fór fram á. Þau gögn sem um ræðir tengjast skráningu raunverulegra eigenda og munu almennt vera varðveitt með rafrænum hætti hjá ríkisskattstjóra, sbr. t.d. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda, þar sem segir að málsmeðferð við skráningu upplýsinga um raunverulega eigendur skuli vera rafræn sé þess kostur. <br /> <br /> Af hálfu ríkisskattstjóra hefur því verið borið við að ekki sé unnt að tryggja nægjanlega öryggi þeirra upplýsinga í gögnunum sem undirorpnar eru 9. gr. upplýsingalaga með öðrum hætti en gert var við afgreiðslu á beiðni kæranda, þ.e. með því að prenta gögnin út og afmá handvirkt umræddar upplýsingar og loks skanna þau inn í tölvu áður en þau voru send kæranda. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að vissulega megi fallast á með ríkisskattstjóra að rík skylda hvíli á embættinu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinga sem leynt skulu fara t.d. á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar fær úrskurðarnefndin ekki séð að ríkisskattstjóra hafi verið ómögulegt grípa til slíkra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinganna en verða jafnframt við beiðni kæranda um afhendingu umræddra gagna á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í samræmi við skýr fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin horfir í því sambandi til þess að algengt er að stjórnvöld afhendi borgurunum gögn á rafrænu formi þar sem afmáðar eru viðkvæmar upplýsingar sem leynt eiga að fara. <br /> <br /> Þá virðist ríkisskattstjóri enn fremur reisa afstöðu sína á verklagsreglum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu setti starfsemi sinni í kjölfar úrskurðar persónuverndar sem upp var kveðinn árið 2015. Þrátt fyrir að efni verklagsreglnanna kunni að hafa almennt leiðsagnargildi við meðferð persónuupplýsinga áréttar úrskurðarnefndin að slíkar verklagsreglur eru ekki bindandi fyrir ríkisskattstjóra og getur efni þeirra þaðan af síður þokað ákvæðum upplýsingalaga varðandi afhendingu gagna.<br /> <br /> Með vísan til þess sem að ofan greinir fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að ríkisskattstjóra hafi verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta af umbeðnum gögnum á því formi sem þau voru varðveitt á. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ríkisskattstjóra beri að afhenda kæranda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi. Þessi niðurstaða er í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 994/2021 frá 30. mars 2021 þar sem reyndi á sambærileg málsatvik.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 26. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau eru varðveitt á er felld úr gildi. Ríkisskattstjóra ber að afhenda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi. Ákvörðun ríkisskattstjóra um að strika yfir upplýsingar um nafnverð hlutafjár í eigu lögaðila er felld úr gildi og vísað til nýrrar meðferðar. Að öðru leyti er ákvörðun ríkisskattstjóra staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1019/2021. Úrskurður frá 14. júní 2021. | Deilt var um afgreiðslu Skipulagsstofnunar á beiðni kæranda um afhendingu allra gagna í máli er varðaði umsókn kæranda um að hljóta skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana. Úrskurðarnefndin taldi kæranda sem umsækjanda um að hljóta skráningu á umræddan lista aðila stjórnsýslumáls í skilningi stjórnsýslulaga og átti því rétt til aðgangs að gögnum í málinu á grundvelli ákvæða IV. kafla stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og var kæru af þeim sökum vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1019/2021 í máli ÚNU 21020012. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 1. febrúar 2021, kærði A afgreiðslu Skipulagsstofnunar á beiðni hennar um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 17. apríl 2019, óskaði kærandi eftir skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana sem skipulagsráðgjafi. Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 27. febrúar 2020, þar sem fram kom að umsókn kæranda uppfyllti ekki skilyrði 2. tölul. 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í bréfinu var kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari upplýsingum um sérhæfingu á sviði skipulagsmála. Að fengnum frekari upplýsingum yrði tekin afstaða til umsóknar kæranda um skráningu á listann. Af gögnum málsins er ljóst að töluverð samskipti fóru fram á milli kæranda og stofnunarinnar í tengslum við umsókn kæranda í kjölfarið. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. desember 2020, óskaði kærandi eftir afhendingu afrits allra gagna sem tengjast máli sem skráð er undir málsnr. 201901056 hjá Skipulagsstofnun og varðaði umsókn kæranda um að hljóta skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana. Kærandi reisti beiðni sína á ákvæðum 16. – 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í bréfinu kom fram að beiðnin tæki til allra tölvupósta innan embættisins og tölvupóstsamskipta embættisins við þriðja aðila á tímabilinu 2019 til 2020 er vörðuðu málefni undir fyrrgreindu málsnúmeri, þar með talið þegar í hlut ættu nánar tilgreindir sex starfsmenn stofnunarinnar. <br /> <br /> Í kæru kemur m.a. fram að dregið sé í efa að öll gögn málsins hafi verið afhent. Tekið er fram að takmarkaður aðgangur kæranda að upplýsingum hjá stofnuninni geri það að verkum að ekki sé með góðu móti hægt að glöggva sig á því hvaða meðferð mál kæranda hafi fengið hjá stofnuninni í því skyni að varpa ljósi á hvað raunverulega býr að baki þeirri afstöðu stofnunarinnar að synja kæranda um skráningu á umræddan lista. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 11. febrúar 2021, var kæran kynnt Skipulagsstofnun og frestur veittur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 25. febrúar 2021, kom fram að stofnunin hefði tekið afstöðu til beiðni kæranda með bréfi, dags. 5. janúar 2021. Í tölvupóstinum hefðu verið talin upp þau gögn sem skráð væru á mál nr. 201901056 í málaskrá stofnunarinnar og vörðuðu erindi kæranda sem lytu ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 um afhendingu gagna. Síðan hefði verið tekið fram að þar sem öll erindi hefðu farið á milli Skipulagsstofnunar og kæranda hefði kærandi væntanlega öll gögn undir höndum og því óþarft að taka þau sérstaklega saman og senda kæranda. Samkvæmt þessu hefði ekki verið um eiginlega synjun á gagnabeiðni kæranda að ræða. Í þessu sambandi var minnt á 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga þess efnis að heimilt væri að bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefndina. Þá sagði að í tölvupósti stofnunarinnar, dags. 18. janúar 2012, til kæranda hefði verið tekið fram að bréf og tölvupóstar, sem hefðu farið á milli stofnunarinnar og kæranda yrðu prentuð úr málaskrá og send kæranda kæmi fram ósk um slíkt frá kæranda. Slík ósk hefði ekki komið fram.<br /> <br /> Þá var ítrekað af hálfu stofnunarinnar að þau gögn sem skráð væru á umrætt mál nr. 201901056 og vörðuðu erindi kæranda væru þau gögn sem nefnd væru í tölvupósti stofnunarinnar frá 5. janúar 2021.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. febrúar 2021, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnar Skipulagsstofnunar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 4. mars 2021. Í athugasemdum kæranda er dregið í efa að öll gögn málsins hafi verið afhent. Í því sambandi er bent á að í umsögn stofnunarinnar vegna kærunnar komi fram að í svari stofnunarinnar til kæranda séu talin upp öll gögn sem varði erindi kæranda og „lúta ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 um afhendingu gagna“. Það sé mat kæranda að ummælin bendi til þess að tiltekin gögn og upplýsingar séu að mati stofnunarinnar ekki talin varða erindi kæranda og lúti ekki ákvæðum laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin ritaði Skipulagsstofnun tölvupóst, dags. 27. apríl 2021, þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort undir umrætt mál í málaskrá stofnunarinnar væru skráð önnur gögn sem ekki lytu ákvæðum upplýsingalaga og eftir atvikum hvaða laga. Þá var óskað eftir upplýsingum um hvort Skipulagsstofnun liti á ákvörðun um skráningu á lista Skipulagsstofnunar, samkvæmt 8. mgr. 7. gr. skipulagslaga sem stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Í svari Skipulagsstofnunar, dags. 30. apríl 2021, kom fram að á hverju ári væri stofnað safnmál í málaskrá stofnunarinnar fyrir öll erindi sem bærust um skráningu á lista yfir skipulagsráðgjafa. Á umræddu málsnúmeri væri því fjöldi skjala sem ekki varðaði erindi kæranda en sérstök mappa væri útbúin utan um erindi hvers og eins umsækjanda. Í möppu kæranda, fyrir utan þau gögn sem nefndin hefði nú þegar fengið aðgang að og vikið væri að í tölvupósti stofnunarinnar til kæranda, væri að finna vinnugögn sem undanþegin væru upplýsingarétti, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Hvað varðar síðari spurningu úrskurðarnefndarinnar kom fram að synjun erindis um skráningu á listann fæli í sér að viðkomandi einstaklingur gæti ekki verið í forsvari fyrir gerð skipulagsáætlana, heldur eingöngu sinnt afmörkuðum verkþáttum skipulagsgerðar eða unnið að skipulagsgerð á ábyrgð aðila sem uppfyllti hæfisskilyrði 5. mgr. 7. gr., sbr. 8. mgr. sömu greinar skipulagslaga. Að sama skapi þyrfti einstaklingur að uppfylla umrædd skilyrði til að geta sinnt starfi skipulagsfulltrúa sveitarfélaga.<br /> <br /> Í kjölfarið var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umræddum vinnugögnum sem vikið var að í svari stofnunarinnar, dags. 30. apríl 2021. Umbeðin gögn bárust úrskurðarnefndinni með tölvubréfi, dags. 3. maí 2021. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Skipulagsstofnunar á beiðni kæranda um afhendingu allra gagna sem tengjast máli sem skráð er undir málsnr. 201901056 hjá Skipulagsstofnun og varða umsókn kæranda um að hljóta skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana.<br /> <br /> Í umsögn Skipulagsstofnunar kemur fram að kærandi hafi þegar undir höndum þau gögn sem beiðnin lýtur að og því sé ekki um synjun á beiðni um upplýsingar að ræða sem kæranleg sé til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Eins og að framan greinir lagði kærandi fram umsókn um að vera skráður á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana. Um slíkan lista er kveðið í skipulagslögum nr. 123/2010 en þar segir í 8. mgr. 7. gr. að auk skipulagsfulltrúa sé heimilt að fela öðrum þeim sem uppfylla sömu hæfisskilyrði og skipulagsfulltrúi gerð skipulagsáætlana séu þeir á lista Skipulagsstofnunar, sbr. 9. mgr. 45. gr. laganna. Í 2. málsl. 9. mgr. 45. gr. laganna segir að í skipulagsreglugerð skuli kveðið á um útgáfu og skráningar á lista Skipulagsstofnunar yfir starfandi skipulagsfulltrúa og þá sem uppfylla skilyrði 5. mgr. 7. gr. til gerðar skipulagsáætlana. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því er varð að lögum nr. 59/2014, sem færðu ákvæði 9. mgr. 45. gr. í núgildandi horf segir m.a. eftirfarandi<br /> <br /> „Er gerð tillaga um að heimilt verði að fela öðrum þeim sem uppfylla sömu hæfisskilyrði og skipulagsfulltrúar gerð skipulagsáætlana séu þeir á lista sem Skipulagsstofnun gefur út og kveðið er á um í ákvæði 9. mgr. 45. gr. laganna. Í b-lið 18. gr. frumvarps þessa er lögð til sú breyting á 9. mgr. 45. gr. að þar verði að finna heimild fyrir ráðherra til kveða á um útgáfu og skráningu á lista Skipulagsstofnunar yfir starfandi skipulagsfulltrúa og þá sem uppfylla hæfisskilyrði 5. mgr. 7. gr. til gerðar skipulagsáætlana í skipulagsreglugerð. Í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 var gerð krafa til þeirra sem falin er gerð skipulagsáætlana að uppfylla viss hæfisskilyrði, þau sömu og skipulagsfulltrúar þurfa að uppfylla. Sams konar ákvæði er að finna í núgildandi skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Talin er þörf á að tryggja lagastoð fyrir framangreindu ákvæði skipulagsreglugerðar. Nauðsynlegt er talið að í skipulagslögum sé að finna ákvæði um að sömu hæfisskilyrði gildi fyrir skipulagsfulltrúa og aðra þá sem koma að gerð skipulagsáætlana til að tryggja fagmennsku í gerð skipulagsáætlana. Benda má á að ítarlegri kröfur eru gerðar um hæfi mannvirkjahönnuða en skipulagsráðgjafa þótt mikilvægi menntunar og reynslu sé ekki minna fyrir gerð skipulagsáætlana.“<br /> <br /> Eins og að framan greinir var við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni óskað eftir afstöðu Skipulagsstofnunar til þess hvort ákvörðun um hvort orðið yrði við umsókn um skráningu á lista yfir starfandi skipulagsfulltrúa og þá sem uppfylla skilyrði 5. mgr. 7. gr. skipulagslaga til gerðar skipulagsáætlana teldist ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í svari stofnunarinnar kom fram að synjun erindis um skráningu á listann fæli í sér að viðkomandi einstaklingur gæti ekki verið í forsvari fyrir gerð skipulagsáætlana, heldur gæti viðkomandi eingöngu sinnt afmörkuðum verkþáttum skipulagsgerðar eða unnið að skipulagsgerð á ábyrgð aðila sem uppfylli hæfisskilyrði 5. mgr. 7. gr., sbr. 8. mgr., sömu greinar skipulagslaga.<br /> <br /> Í ljósi þess lagagrundvallar sem ákvörðun Skipulagsstofnunar um skráningu byggist á svo og þeirrar afstöðu sem stofnunin hefur lýst til réttaráhrifa slíkrar ákvörðunar verður að líta svo á að stofnuninni hafi verið rétt að líta svo á að ákvörðun um hvort orðið yrði við umsókn um slíka skráningu fæli í sér ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 1. málsl. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Sem umsækjandi um að hljóta skráningu á umræddan lista er kærandi því aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga og nýtur því réttar til aðgangs að gögnum þess máls samkvæmt ákvæðum IV. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi því utan gildissviðs upplýsingalaga og verður því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 1. febrúar 2021, vegna afgreiðslu Skipulagsstofnunar á beiðni hennar um afhendingu allra gagna sem tengjast máli sem skráð er undir málsnr. 201901056 hjá Skipulagsstofnun og varða umsókn kæranda um að hljóta skráningu á lista yfir þá sem heimilt er að sinna gerð skipulagsáætlana er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> |
1018/2021. Úrskurður frá 14. júní 2021. | Kærðar voru tafir á afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni um gögn varðandi ráðningu í starf. Kærandi var meðal umsækjanda um starfið og átti því rétt til aðgangs að gögnum í málinu á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og var kæru af þeim sökum vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1018/2021 í máli ÚNU 21050012. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 14. maí 2021, kærði A, lögmaður, f.h. B, tafir á afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 31. mars 2021, óskaði lögmaður kæranda eftir upplýsingum og gögnum í tengslum við ráðningu Kópavogsbæjar í starf deildarstjóra launadeildar og mannauðsstjóra Kópavogsbæjar. Kærandi ítrekaði beiðnina 6., 16. og 20. apríl 2021. Kópavogsbær svaraði beiðninni 20. apríl 2021 og upplýsti að verið væri að taka saman umbeðin gögn og þess væri að vænta að þeirri vinnu myndi ljúka í lok vikunnar. Umbeðin gögn höfðu hins vegar ekki borist þegar málið var kært.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 18. maí 2021, var kæran kynnt Kópavogsbæ. Í svari sveitarfélagsins, dags. 26. maí 2021, var upplýst um að beiðni kæranda um gögn tengdist ráðningu í tvö störf hjá sveitarfélaginu en kærandi var á meðal umsækjenda um störfin. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu eru kærðar þær tafir sem orðið hafa á afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða ráðningu í stöðu deildarstjóra launadeildar og mannauðsstjóra hjá Kópavogsbæ en kærandi var meðal umsækjenda um starfið. Ráðning í opinbert starf er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslu¬laga, sbr. athugasemdir við greinina í frumvarpi því sem varð að lögunum. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls um ráðninguna í skilningi stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upp¬lýsinga¬réttur aðila máls samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum sam-kvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum til¬vikum falla þannig utan gildissviðs upplýsingalaga og á því hin sérstaka heimild 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga til að vísa máli til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þegar beiðni hefur ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga ekki við. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðar¬nefnd um upp¬lýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, f.h. B, dags. 14. maí 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1017/2021. Úrskurður frá 14. júní 2021. | Deilt var um afgreiðslu embættis landlæknis á beiðni kæranda, A fréttamanns, um aðgang að samningum um bóluefni vegna Covid-19 og fundargerðum. Synjun landlæknis var reist á því að umrædd gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu. Úrskurðarnefndin taldi að ekki væru forsendur til að rengja framangreinda staðhæfingu embættisins. Ákvörðun embættis landlæknis, um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningi um Moderna bóluefnið var hins vegar felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar þar sem fyrir lá að sóttvarnarlæknir hafði fengið samninginn sendan. Kærunni var vísað frá að öðru leyti. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1017/2021 í máli ÚNU 21030004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 4. mars 2021, kærði A fréttamaður á RÚV afgreiðslu embættis landlæknis á beiðni hans um upplýsingar. <br /> <br /> Með erindi, dags. 30. desember 2020, óskaði kærandi eftir að fá afrit af samskipum embættis landlæknis, þ. á m. sóttvarnalæknis, annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar sem tengjast bólusetningum við COVID-19 frá 1. nóvember 2020. Í beiðninni kom fram að óskað væri eftir bréfum og tölvuskeytum, minnisblöðum, skýrslum og öðrum gögnum sem kynnu að hafa farið á milli og tengjast kaupum og afhendingu á bóluefni, þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um bóluefnakaup, skipulagi bólusetningar, áætlunum um hvenær markmið bólusetningar gæti náðst o.s.frv. Auk þessa var óskað eftir gögnum þar sem kynni að vera fjallað um munnleg samskipti stofnananna sama efnis, t.d. fundargerðum eða minnisblöðum um símtöl. Kærandi ítrekaði beiðnina í nokkur skipti. Svar embættis landlæknis barst með tölvubréfi, dags. 4. febrúar 2021, ásamt þeim gögnum sem óskað var eftir. Í svarinu kom fram að önnur gögn sem kærandi fór fram á væru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að umbeðin gögn hafi verið afhent að mestu en kærð sé ákvörðun embættis landlæknis að afhenta ekki afrit af samningum við lyfjaframleiðendur og fundargerðum starfshóps um bóluefni. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 9. mars 2021, var kæran kynnt embætti landlæknis og veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn embættis landlæknis, dags. 29. mars 2021, kom fram að við frekari skoðun kærunnar og erindis RÚV liggi fyrir að málið varði samninga við lyfjaframleiðendur vegna bóluefna við COVID-19 og fundargerðir starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um bóluefni við COVID-19. Þá sagði að umrædd gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá embætti landlæknis og því væri kæranda leiðbeint um að leita til heilbrigðisráðuneytisins varðandi beiðni um aðgang að framangreindum gögnum. Loks var beðist velvirðingar á því ef svar landlæknis til kæranda hefði ekki verið nægilega skýrt að þessu leyti. <br /> <br /> Í kjölfarið óskaði úrskurðarnefndin með tölvupósti, dags. 31. mars 2021, eftir afriti af svari embættisins við beiðni kæranda. Með tölvupósti, dags. 6. apríl 2021, barst úrskurðarnefndinni afrit af svarbréfi embættisins til kæranda þar sem gerð var grein fyrir því að umrædd gögn, þ.e. samningar við lyfjaframleiðendur vegna bóluefna við COVID-19 annars vegar og fundargerðir starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um bóluefni væru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu. Var kæranda jafnframt leiðbeint um að leita til heilbrigðisráðuneytisins með beiðni um aðgang að umræddum gögnum.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 6. apríl 2021, var óskað eftir afstöðu kæranda til svars landlæknis. Í svari kæranda, dags. 6. apríl 2021, er m.a. bent á að í þeim tölvupóstsamskiptum sem kærandi fékk afhent kæmi fram að sóttvarnalæknir hefði með tölvupósti, dags. 3. janúar 2021, til ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins, óskað eftir afriti af samningi um Moderna bóluefnið. Ekki yrði séð af þeim tölvupóstsamskiptum sem kæranda voru afhent hvort samningurinn hefði verið sendur sóttvarnalækni. <br /> <br /> Í ljósi framangreinds ritaði úrskurðarnefndin embætti landlæknis tölvubréf, dags. 20. maí 2021, þar sem þess var óskað að embættið gerði úrskurðarnefndinni grein fyrir því hvort samningurinn vegna Moderna bóluefnisins hefði verið sendur sóttvarnalækni í kjölfar beiðni hans þar að lútandi sem vitnað er til í umræddum tölvupóstsamskiptum. Í svari embættis landlæknis, dags. 26. maí 2021, kemur fram að sóttvarnalæknir hafi fengið samninginn sendan til kynningar frá heilbrigðisráðuneytinu. Samninginn sé hins vegar hvorki að finna í skjalasafni né málaskrá embættisins. Það sé því ekki á forræði sóttvarnalæknis að svara beiðni um aðgang að samningnum sem ráðuneytið ber ábyrgð á og hafi í sínum vörslum. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu embættis landlæknis á beiðni kæranda um aðgang að samningum um bóluefni vegna Covid-19 og fundargerðum starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um bóluefni. Synjun embættis landlæknis er reist á því að umrædd gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá embættinu. <br /> <br /> Í umsögn embættis landlæknis kemur fram að kæranda hafi verið veittur aðgangur að þeim gögnum sem liggi fyrir hjá embættinu. Önnur gögn sem falli undir beiðnina, þ.e. samningar um bóluefni vegna Covid-19 og fundargerðir starfshóps heilbrigðisráðuneytisins um bóluefni séu ekki fyrirliggjandi hjá embættinu. Eins og að framan greinir upplýsti embætti landlæknis úrskurðarnefndina við meðferð málsins um að sóttvarnalæknir hefði fengið samninginn vegna Moderna bóluefnisins sendan frá heilbrigðisráðuneytinu til kynningar. Samninginn væri hins vegar hvorki að finna í skjalasafni né málskrá embættisins. <br /> <br /> Af framangreindu verður ráðið að embætti landlæknis líti svo á að umræddur samningur hafi ekki talist fyrirliggjandi hjá embættinu þar sem hann hafi borist sóttvarnalækni til kynningar en ekki skráður í málaskrá embættisins. Umræddur samningur sé á forræði heilbrigðisráðuneytisins og því ekki sóttvarnalæknis að svara beiðni um aðgang að samningnum. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda. Fyrir liggur að umræddur samningur barst sóttvarnalækni í tengslum við lögbundið hlutverk hans og verður af þeim sökum að líta svo á að hann hafi talist fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga eftir að hann barst burtséð frá því hvort samningurinn var formlega skráður í málaskrá embættisins. <br /> <br /> Afstaða embættis landlæknis virðist öðrum þræði reist á því að umræddur samningur sé á forræði heilbrigðisráðuneytisins en ekki sóttvarnalæknis og því ekki hans að taka afstöðu til beiðni um afhendingu samningsins. Af því tilefni skal tekið fram að í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga er fjallað um það hvert beiðni um upplýsingar skuli beint. Í 1. mgr. ákvæðisins kemur fram að þegar farið er fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun skuli beiðni beint til þess sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skuli beiðni beint til þess aðila sem hefur gögnin í vörslu sinni. Af framangreindu leiðir að þegar fleiri en eitt stjórnvald hefur tiltekin gögn undir höndum, sem ekki tengjast töku stjórnvaldsákvörðunar, líkt og háttar til í þessu tilviki, getur borgarinn almennt valið til hvaða stjórnvalds hann leitar með gagnabeiðni. Embætti landlæknis getur þannig ekki komið sér hjá því að taka ákvörðun um afhendingu gagna með vísan til þess að umrætt gagn sé í fórum annars stjórnvalds eða á forræði þess.<br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið verður hvorki ráðið af ákvörðun embættis landlæknis né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á efni samningsins í samræmi við ákvæði upplýsingalaga og hvort rétt væri að takmarka aðgang að samningnum á grundvelli undanþáguákvæða laganna. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að embætti landlæknis hafi tekið rökstudda afstöðu til gagnabeiðni kæranda að þessu leyti, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir embætti landlæknis að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Hvað önnur gögn snertir sem kunna að falla undir beiðni kæranda telur úrskurðarnefndin í ljósi skýringa embættis landlæknis að ekki séu forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umrædd gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá embættinu að undanskildum samningi um Moderna bóluefnið sem fjallað er um hér að framan.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti.<br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun embættis landlæknis, dags. 4. febrúar 2021, um að synja beiðni kæranda, A fréttamanns á RÚV um aðgang að samningi um Moderna bóluefnið er felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. Kærunni er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
1016/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021. | Deilt var um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála á beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar í málum er varða flóttabörn. Kærunefndin taldi ljóst að beiðni kæranda hafi verið reist á 33. gr. upplýsingalaga og að samkvæmt 2. mgr. 20. gr. laganna sæti slíkar ákvarðanir ekki endurskoðunar úrskurðarnefndarinnar um upplýsingamál og því bæri að vísa kærunni frá. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að stjórnvaldi sé almennt ekki heimilt að synja beiðni um upplýsingar eingöngu á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga án þess að taka fyrst afstöðu til beiðninnar á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna nema fyrir liggi með skýrum hætti að þær upplýsingar sem farið er fram á séu undirorpnar takmörkunum samkvæmt upplýsingalögum. Þar sem slíkt mat hafði ekki farið fram skorti að mati nefndarinnar á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála var því felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1016/2021 í máli ÚNU 21020021. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 16. febrúar 2021, kærði A synjun kærunefndar útlendingamála á beiðni hennar um gögn. <br /> <br /> Með erindi, dags. 21. janúar 2021, óskaði kærandi eftir að fá afrit af öllum úrskurðum kærunefndarinnar er vörðuðu flóttabörn hvort sem þau væru fylgdarlaus eða ekki þar sem úrskurðir kærunefndarinnar væru ekki birtir á vef nefndarinnar. Í beiðninni kom fram að kærandi hefði nýlega hafið vinnu við ritun meistararitgerðar í lögfræði á sviði flóttamannaréttar og tekið fram að ekki yrðu birtar persónugreinanlegar upplýsingar. Kærunefnd útlendingamála synjaði beiðni kæranda með tölvupósti, dags. 22. janúar 2021, og tók fram að kærunefndin hefði tekið þá ákvörðun að synja slíkum beiðnum um aðgang að gögnum. Þá var í svarinu vísað til þess að úrskurðir nefndarinnar væru í langflestum tilvikum birtir á vefnum. <br /> <br /> Í kæru er vísað til þess að í flestum ef ekki öllum úrskurðum sem birtir eru á vefsvæði kærunefndarinnar séu persónuupplýsingar afmáðar, þannig að ekki sé unnt að ráða um hvern er fjallað, því ætti ekki að vera mikið mál fyrir kærunefndina að afmá slíkar upplýsingar sem er að finna í óbirtum úrskurðum. Þá er vísað til þess að í 7. mgr. 6. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 komi fram að allir úrskurði kærunefndar skuli birtir á þann hátt að ekki sé um persónugreinanlegar upplýsingar að ræða. Enn fremur veiti kærunefndin engan frekari rökstuðning fyrir synjuninni. Loks er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að kærandi fái aðgang að umræddum úrskurðum svo að sem réttust niðurstaða fáist í rannsókn kæranda. Í því sambandi er vísað til 33. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem fjallað er um heimildir stjórnvalda til að veita aðgang að gögnum sem eru undanþegin upplýsingarétti í rannsóknarskyni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 23. febrúar 2021, var kæran kynnt kærunefnd útlendingamála og veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <br /> Umsögn kærunefndar barst með bréfi, dags. 9. mars 2021. Í umsögninni kemur fram að kærunefndin telji ljóst af erindi kæranda til nefndarinnar og kæru til úrskurðarnefndarinnar að um sé að ræða beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í svari kærunefndarinnar til kæranda hafi henni verið leiðbeint um að úrskurðir kærunefndarinnar væru birtir á netinu. Þá er vísað til þess að kærandi hefði ekki lagt fram frekari beiðnir um gögn eða að öðru leyti gefið til kynna að tilvísun til úrskurða á netinu hefði verið ófullnægjandi. Loks segir að ágreiningur um hvort stofnun nýti sér heimild til að veita aðgang að gögnum á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga sæti ekki endurskoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 2. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Af þeim sökum beri að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál enda heyri ágreiningsefnið ekki undir valdsvið hennar.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 9. mars 2021, var kæranda sent afrit af umsögn kærunefndar útlendingamála og veittur kostur á því að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála, dags. 21. janúar 2021, á beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar í málum er varða flóttabörn.<br /> <br /> 2.<br /> Í umsögn kærunefndarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að kærunefndin telji ljóst að beiðni kæranda hafi verið reist á 33. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað sé um heimild stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum sem undanþegin eru upplýsingarétti skv. II. og III. kafla, vegna rannsókna eða sambærilegrar starfsemi enda megi ætla að hægt sé að verða við umsókn án þess að skerða þá almanna- og einkahagsmuni sem ákvæðum kaflanna er ætlað að vernda. Samkvæmt 2. mgr. 20. gr. upplýsingalaga sæti slíkar ákvarðanir ekki endurskoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál og því beri að vísa kærunni frá.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að samkvæmt 2. mgr. 20. gr. upplýsingalaga sætir ákvörðun stjórnvalda samkvæmt 33. gr. upplýsingalaga ekki endurskoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þannig fellur það utan við valdssvið úrskurðarnefndarinnar að fjalla um ákvörðun kærunefndarinnar um aðgang að gögnum samkvæmt 33. gr. upplýsingalaga. Hvað sem því líður fellur það ótvírætt undir úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar að taka afstöðu til þess hvort kærunefndin hafi lagt beiðni kæranda um aðgang að gögnum í réttan farveg og jafnframt hvort ákvörðun kærunefndarinnar hafi verið reist á réttum lagagrundvelli. Í því sambandi bendir úrskurðarnefndin á að ákvæði 2. mgr. 20. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá þeirri almennu kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Slíkar undanþágur frá meginreglu ber að skýra þröngt enda meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. <br /> <br /> Í upphaflegri beiðni kæranda til kærunefndar útlendingamála kemur fram að óskað sé aðgangs að öllum úrskurðum kærunefndarinnar sem varði málefni flóttabarna og vísað til þess að ekki séu allir úrskurðir birtir á vef kærunefndarinnar. Í beiðninni er ekki sérstaklega vísað til lagaákvæða en tekið fram að öflun gagnanna tengist ritun meistararitgerðar kæranda. Synjun kærunefndar útlendingamála á beiðni kæranda var eingöngu reist á þeirri forsendu að almennt væri beiðnum af þessum toga synjað en úrskurðarnefndin leggur þann skilningi í framangreint að með því sé vísað til beiðna á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti verður ekki séð að tekin hafi verið afstaða til beiðni kæranda um umræddar upplýsingar á grundvelli annarra ákvæða í upplýsingalögum. <br /> <br /> Meginregluna um upplýsingarétt almennings er að finna í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í 33. gr. upplýsingalaga er hins vegar mælt fyrir um sérstaka heimild stjórnvalda til að verða við beiðnum um upplýsingar vegna rannsókna eða sambærilegrar starfsemi sem annars myndu lúta leynd samkvæmt ákvæðum II. og III. kafla laganna. Í ákvæðinu er jafnframt fjallað um nánari skilyrði fyrir veitingu leyfis samkvæmt ákvæðinu og þá málsmeðferð sem stjórnvaldi ber að viðhafa.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir m.a. eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæði kaflans fela í sér undantekningarákvæði frá bannreglum II. og III. kafla sem heimilt er að beita ef hægt er að veita aðgang að skjölum án þess að raska þeim hagsmunum sem ákvæðum fyrrnefndra kafla er ætlað að vernda. Í reynd má líta á þessa heimild sem ákveðna útfærslu reglunnar um aukinn aðgang að gögnum, en hún gengur þó lengra að því leyti að samkvæmt henni er hægt að veita aðgang að gögnum sem háð eru þagnarskyldu, en þá að því tilskildu að öryggi upplýsinganna sé tryggt. Það mundi stjórnvald eftir atvikum gera með því að setja skilyrði um notkun þeirra. Gera má ráð fyrir að heimildin nýtist fyrst og fremst við fræðirannsóknir.“<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu fela ákvæði 33. gr. upplýsingalaga í reynd í sér nánari útfærslu reglunnar um aukinn aðgang að gögnum og kemur þannig til viðbótar almennum ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 um rétt til aðgangs að gögnum. Úrskurðarnefndin telur ljóst að almennt komi ekki til þess að taka þurfi afstöðu til aðgangs samkvæmt 33. gr. upplýsingalaga nema fyrir liggi að einhverjar þær takmarkanir sem mælt er fyrir um í II. og III. kafla upplýsingalaga eigi við. Af þeim sökum telur úrskurðarnefndin að stjórnvaldi sé almennt ekki fær sú leið að synja beiðni um upplýsingar eingöngu á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga án þess að taka fyrst afstöðu til beiðninnar á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nema fyrir liggi með skýrum hætti að þær upplýsingar sem farið er fram á séu undirorpnar takmörkunum samkvæmt upplýsingalögum. Á það við jafnvel þótt ráða megi af beiðninni að hún sé sett fram í tengslum við fyrirhuguð fræðaskrif eða í rannsóknarskyni, enda ræður almennt ekki úrslitum við afgreiðslu upplýsingabeiðna samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, í hvaða tilgangi hún er sett fram. Þá getur sú almenna afstaða kærunefndar útlendingamála að verða aldrei við beiðnum á grundvelli 33. gr. upplýsingalaga ekki orðið til þess að beiðnir um aðgang að gögnum í rannsóknarskyni sé í öllum tilvikum synjað og hljóti ekki þá meðferð sem upplýsingalög áskilja. Að öðrum kosti gæti það, svo sem í tilfelli kæranda, orðið til þess að þrengja upplýsingarétt kæranda ef viðkomandi styddi beiðni sína við 33. gr. upplýsingalaga. Slík niðurstaða yrði án vafa í andstöðu við markmið ákvæðisins.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér að framan er rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærunefndinni hafi borið að taka rökstudda afstöðu til beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> 3.<br /> Eins og fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 1012/2021 verður að telja líklegt að úrskurðir kærunefndarinnar hafi flestir að geyma margvíslegar upplýsingar um einkahagi einstaklinga, t.d. um heilsufar, sem falla undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum er tekið fram að það sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt ákvæðinu, þar á meðal upplýsingar um heilsuhagi. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hins vegar ekki unnt að útiloka fyrir fram að unnt sé að afhenda kæranda úrskurði kærunefndarinnar eftir atvikum með því að afmá upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem falla undir 1. málsl. 9. gr. Bendir nefndin í þessu sambandi á að ef þær takmarkanir sem fram koma í 9. gr. laganna eiga aðeins við um hluta skjals ber að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. <br /> Af framangreindu er ljóst að við meðferð beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar bar kærunefndinni að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun á grundvelli upplýsingalaga. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna, þ.m.t. 9. gr. Það var ekki gert heldur látið duga að vísa kæranda á vefslóð þar sem úrskurðir nefndarinnar eru birtir og vísa til framangreindra verklagsreglna.<br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir kærunefnd útlendingamála að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun kærunefndar útlendingamála, dags. 16. febrúar 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar í málum er varða flóttabörn er felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1015/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021. | A fréttamaður, kærði synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum sem tengdust samskiptum ráðuneytisins og ríkisskattstjóra varðandi rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um raunverulegt eignarhald. Að mati úrskurðarnefndarinnar uppfylltu gögnin ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt til aðgangs að gögnunum enda fengi nefndin ekki séð að aðrar takmarkanir upplýsingalaga ættu við um gögnin. Lagt var fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að tölvupóstssamskiptum ráðuneytisins við ríkisskattstjóra, dags. 6. nóvember til 10. nóvember 2020. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1015/2021 í máli ÚNU 21010018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með tölvupósti, dags. 21. janúar 2021, kærði A, fréttamaður á RÚV, synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með, tölvupósti, dags. 8. desember 2020, óskaði kærandi eftir afriti af öllum gögnum sem vörpuðu ljósi á samskipti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ríkisskattstjóra í tengslum við aðgang almennings að upplýsingum um skráningu raunverulegra eigenda fyrirtækja. Í erindinu kom fram að óskað væri eftir öllum gögnum sem orðið hefðu til frá og með 21. maí 2020. Þar með talin samskipti sem tengdust beint eða óbeint úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 935/2020, svo og hverjum þeim gögnum sem tengdust beint eða óbeint efni fyrirspurnar fréttastofu RÚV sem fjallað var um í úrskurðinum. Jafnframt var óskað eftir öllum gögnum sem kynnu að hafa orðið til í tengslum við áðurnefnd samskipti og tengdust aðgangi almennings að upplýsingum um skráningu raunverulegra eigenda.<br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 22. desember 2020, kom fram að einu samskipti ráðuneytisins við ríkisskattstjóra sem lytu að því sem fyrirspurnin sneri að kæmu fram í tveimur tölvupóstum. Tölvupóstarnir væru dagsettir eftir að niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál lá fyrir og fjölluðu um að fulltrúar ráðuneytisins og ríkisskattstjóra hefðu hist á fundi til að ræða úrskurðinn og hugsanleg áhrif hans. Þeir fjölluðu efnislega um tilhögun fundarhalda. Ráðuneytið liti svo á að um væri að ræða gögn sem almennt féllu undir 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, þ.e. væru vinnugögn sem undanþegin væru upplýsingarétti almennings. Auk þess væri ekki um að ræða gögn sem lytu að afgreiðslu tiltekins máls. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þess efnis að afhenda ekki afrit af samskiptum ráðuneytisins við embætti ríkisskattstjóra vegna úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 935/2020. Í kærunni er einnig bent á að ekki verði séð að ráðuneytið hafi tekið afstöðu til aukins aðgangs, eins og kveðið sé á um í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Ekki hafi heldur verið leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 25. janúar 2021, var atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 21. apríl 2021, er málavöxtum lýst. Í umsögninni kemur fram að ráðuneytið líti svo á að tölvupóstar þeir sem um ræði séu vinnugögn í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna. Í umsögninni er ákvæði 8. gr. upplýsingalaga rakið og athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum þar sem fram komi að til þess að gagn geti talist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Ráðuneytið telji ljóst að skilyrði þess að gagn teljist vinnugang séu öll uppfyllt. Í því sambandi er tekið fram að tölvupóstsamskiptin séu undirbúningsgögn, þ.e. þeim sé ætlað að upplýsa um ákveðna stöðu sem er uppi og koma af stað skoðun á því hvort bregðast þurfi við þeirri stöðu. Þá hafi gögnin ekki að geyma ákvörðun í tilteknu máli. Hvað varðar skilyrði um að skjal sé útbúið eða ritað af starfsmanni stjórnvaldsins sjálfs og megi ekki hafa verið afhent öðrum þá sé um að ræða tölvupóstsamskipti á milli starfsmanna ráðuneytisins og ríkisskattstjóra. Ráðuneytið telji að þrátt fyrir að hér sé um að ræða tölvupósta sem útbúnir séu af sitthvoru stjórnvaldinu og farið hafi á milli þeirra þá sé um að ræða gögn sem séu þess eðlis að eðlilegt sé að hafna aðgangi að þeim, sbr. umfjöllun um ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga í athugasemdum með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum. <br /> <br /> Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi dags. 28. apríl 2021 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tengjast samskiptum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ríkisskattstjóra varðandi rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um raunverulegt eignarhald. Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að um sé að ræða tvo tölvupósta sem falli undir gagnabeiðni kæranda. Synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er byggð á því að tölvupóstsamskiptin teljist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar samkvæmt I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að af orðalagi 1. mgr. leiði að til að skjal teljist vinnugagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum.<br /> <br /> Séu gögn afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. teljast einnig til vinnugagna gögn sem berast milli aðila sem falla undir gildissvið laganna skv. I. kafla þegar einn sinnir ritarastörfum eða sambærilegum störfum fyrir annan, enda fullnægi þau að öðru leyti skilyrðum þeim sem fram koma í 1. mgr. 8. gr. Í athugasemdum við töluliðinn í frumvarpi því sem varð að lögunum kemur það eitt fram að raunhæft dæmi um tilvik sem falli undir þessa reglu sé þegar starfsmaður ráðuneytis sinnir ritarastörfum fyrir sjálfstæða úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið afhenti úrskurðarnefndinni tölvupóstssamskipti ráðuneytisins við ríkisskattstjóra sem dagsett eru 6. til 10. nóvember 2020. Það er mat nefndarinnar að gögnin uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn. Stafar það fyrst og fremst af því að gögnin uppfylla ekki það skilyrði að hafa ekki verið afhent öðrum enda um að ræða samskipti tveggja stjórnvalda. Það er því niðurstaða nefndarinnar að kærandi eigi rétt til aðgangs að tölvupóstssamskiptunum, enda fær nefndin ekki séð að aðrar takmarkanir upplýsingalaga eigi við um gögnin.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að veita kæranda aðgang að tölvupóstssamskiptum ráðuneytisins við ríkisskattstjóra, dags. 6. nóvember til 10. nóvember 2020.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1014/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021. | Deilt var um afgreiðslu Dalvíkurbyggðar á beiðni kærenda um aðgang að útgefnu byggingarleyfi og mæliblaði vegna hæðakvóta tveggja lóða. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti að tekin hefði verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kærenda á grundvelli upplýsingalaga og beiðnin því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða. Ákvörðunin var því felld úr gildi og lagt fyrir Dalvíkurbyggð að taka málið til nýrrar meðferðar en kærunni vísað frá að öðru leyti. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1014/2021 í máli ÚNU 21010010.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 12. janúar 2021, kærðu A og B afgreiðslu Dalvíkurbyggðar á beiðni þeirra um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 25. nóvember 2020, óskuðu kærendur eftir útgefnu graftrar/byggingarleyfi vegna Hringtúns 17 og 19. Sveitarfélagið svaraði erindi kærenda með tölvupósti, dags. sama dag, þar sem fram kom að þar sem kærendur teldust ekki aðilar að umræddu máli bæri þeim að óska eftir upplýsingunum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 og þeim leiðbeint um að senda inn beiðni um upplýsingarnar með því að fylla út eyðublað á vefsíðu sveitarfélagsins. <br /> <br /> Kærendur ítrekuðu framangreinda beiðni sína með tölvupósti, dags. 14. desember 2020, og vísuðu til þess að þeir teldu sig aðila málsins samkvæmt nágranna/eignarétti. Því óskuðu þau eftir aðgangi að byggingarleyfi og upplýsingum um útgáfudag þess auk upplýsinga um hvenær byggingarleyfið hafi verið sent til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þá var einnig óskað eftir mæliblaði sem unnið væri eftir í Hóla- og Túnahverfi. Í svari sveitarfélagsins, dags. 11. janúar 2021, var kærendum synjað um aðgang að umbeðnum upplýsingum. Í svarinu kom fram að ekki væri unnt að veita aðgang að umbeðnum upplýsingum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram byggingarleyfi sé opinbert gagn sem nauðsynlegt sé fyrir kærendur að kynna sér áður en ákvörðun verður tekin um hvort lögð verði fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna leyfisveitingarinnar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Dalvíkurbyggð með bréfi, dags. 25. janúar 2021, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Umsögn sveitarfélagsins barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 15. febrúar 2021. Í umsögninni kom fram að byggingarleyfi hefði enn ekki verið gefið út vegna umræddra lóða. Þegar af þeirri ástæðu teldi sveitarfélagið kæruna ekki tæka til efnismeðferðar af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hvað sem því liði teldi Dalvíkurbyggð rétt að fjalla um málið út frá þeim sjónarmiðum sem væru undirliggjandi. Þá var tekið fram að í svari sveitarfélagsins til kærenda hefði mátt koma fram með skýrari hætti að leyfið hefði ekki verið gefið út en það hefði væntanlega verið til þess fallið að skýra málið nánar. <br /> <br /> Í umsögninni eru raktir málavextir í tengslum við meðferð sveitarfélagsins á máli sem tengist fyrirhuguðum framkvæmdum á lóðum nr. 17 og 19 við Hringtún á Dalvík. Þar er áréttað að upplýsingar þær sem beiðni kærenda lúti að séu því marki brenndar að vera ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Þannig hafi engum teikningum verið skilað inn, enda ekkert byggingarleyfi verið gefið út. Kærendur bendi á í kæru til úrskurðarnefndarinnar að framkvæmdir séu þegar hafnar á umræddum lóðum. Tekið er fram að það sé ekki rétt enda þær framkvæmdir einungis á grundvelli greinar 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Í nefndri grein sé sveitarfélagi veitt heimild til þess að gefa framkvæmdaraðila leyfi til að kanna jarðveg á framkvæmdarsvæði án þess að byggingarleyfi hafi verið gefið út. Það leyfi hafi verið gefið út 16. nóvember 2020 en þar komi skýrt fram að eingöngu sé um að ræða „greftrarleyfi“ og að frekari framkvæmdir séu háðar útgáfu byggingarleyfis að uppfylltum þeim skilyrðum sem tilgreind eru í áðurnefndri grein 2.4.4 í byggingarreglugerð. Að öllu virtu byggi Dalvíkurbyggð á því að vísa beri kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Komi fram ósk frá kærendum um aðgang að þeim gögnum sem til eru vegna þeirra framkvæmda sem átt hafi sér stað á lóðunum við Hringtún 17 og 19 fái slík beiðni hefðbundinn framgang innan sveitarfélagsins.<br /> <br /> Umsögn sveitarfélagsins var send kærendum, með bréfi, dags. 15. mars 2021, og þeim veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kærenda, dags. 15. mars 2021, eru gerðar athugasemdir við að ekki hafi fyrr komið fram að byggingarleyfi hafi ekki enn verið gefið út. Sveitarfélagið hafi fyrst viðurkennt það í tengslum við kærur kærenda til annars vegar úrskurðarnefndar um upplýsingamál og hins vegar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þá eru gerðar athugasemdir við að kærendum hafi ekki verið leyft að kynna sér gögn sem lágu til grundvallar leyfi til könnunar á jarðvegi og mæliblað vegna hæðakvóta en því hafi verið hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Kærendur telja lög hafa verið brotin við meðferð málsins í tengslum við umræddar framkvæmdir á lóðunum og telja sveitarfélagið alls ekki hafa reynt að upplýsa um neitt eins og haldið sé fram í umsögn sveitarfélagsins. Jafnframt kemur fram að kærendur hafi kært útgáfu byggingarleyfis til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í málinu er deilt um afgreiðslu Dalvíkurbyggðar á beiðni kærenda um aðgang að útgefnu byggingarleyfi vegna Hringtúns 17 og 19 og mæliblaði vegna hæðakvóta sömu lóða. Dalvíkurbyggð heldur því fram að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu enda hafi ekkert byggingarleyfi verið gefið út.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Eins og áður segir kemur fram í umsögn sveitarfélagsins að byggingarleyfi sé ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu enda hafi það enn ekki verið gefið út. Í ljósi skýringa sveitarfélagsins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umrætt gagn séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti. <br /> <br /> <br /> <br /> 2.<br /> <br /> Í málinu er einnig deilt um rétt kærenda til aðgangs að mæliblaði fyrir hæðakvóta í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík. Hvorki verður ráðið af synjun sveitarfélagsins né umsögn þess til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að tekin hafi verið afstaða til réttar kæranda til aðgangs að gagninu. <br /> <br /> Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði nefndin, með tölvupósti, dags. 17. maí 2021, eftir upplýsingum frá lögmanni sveitarfélagsins um hvort tekin hefði verið afstaða til réttar kæranda til aðgangs að mæliblaðinu og sveitarfélaginu jafnframt veitt færi á að koma á framfæri frekari röksemdum teldi það tilefni til. Í svari frá lögmanni sveitarfélagsins, dags. sama dag, kom fram að hann vissi ekki betur en að gagnið hefði legið fyrir þegar beiðni kæranda barst. Hins vegar yrði ekki séð að það félli undir beiðni kæranda. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér samskipti kærenda við sveitarfélagið. Í tölvupósti kærenda, dags. 14. desember 2020, þar sem kærendur ítreka upphaflega beiðni sína frá 25. nóvember 2020 um aðgang að upplýsingum, kemur m.a. fram að þeir óski eftir afriti af mæliblaði sem unnið sé eftir í Hóla- og Túnahverfi. Úrskurðarnefndin telur því ljóst að beiðni kærenda hafi m.a. lotið að umræddu mæliblaði. <br /> <br /> 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Þá leiðir af ákvæðum upplýsingalaga að stjórnvöldum beri að afmarka beiðni um upplýsingar við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Eins og fyrr segir verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gangabeiðninnar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun Dalvíkurbyggðar né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda að þessu leyti, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Dalvíkurbyggð að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Dalvíkurbyggðar, dags. 11. janúar 2021 um að synja kærendum, A og B, um aðgang að mæliblaði fyrir hæðakvóta í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík, er felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að taka málið til nýrrar meðferðar. Kærunni er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
1013/2021. Úrskurður frá 26. maí 2021. | A blaðamaður, kærði ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Synjun ríkislögmanns byggðist fyrst og fremst á því að upplýsingar í stefnunum væru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnanda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin geymdu ekki slíkar upplýsingar og var því lagt fyrir ríkislögmann að veita aðgang að stefnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1013/2021 í máli ÚNU 20120022. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 16. desember 2020, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, synjun embættis ríkislögmanns á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til ríkislögmanns, dags. 8. desember 2020, óskaði kærandi eftir afriti af stefnu í málum sem fyrirtækið Nitro Sport ehf. höfðaði á hendur íslenska ríkinu. Í svari ríkislögmanns, dags. 15. desember 2020, kemur fram að ríkislögmaður hafi óskað eftir afstöðu stefnanda til afhendingar stefnunnar og að stefnandi sé mótfallinn því að afrit hennar verði afhent. Ríkislögmaður tekur fram að í stefnunni sé gerð krafa um ógildingu á úrskurði yfirskattanefndar um ákvörðun aðflutningsgjalda á ökutæki sem stefndandi hafi flutt inn. Úrskurðurinn hafi verið birtur á heimasíðu nefndarinnar en nafn félagsins verið afmáð.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem fram komi í stefnu í máli E-3021/2020 séu að miklu leyti þær sömu og þær upplýsingar sem fram komi í framangreindum úrskurði yfirskattanefndar. Um sé að ræða upplýsingar um innflutning stefnanda á ökutækjum sem séu til þess fallnar að gefa mynd af rekstrar- og samkeppnisstöðu félagsins. Með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga sé það afstaða embættis ríkislögmanns að óheimilt sé að veita aðgang að slíkum upplýsingum. Það er einnig afstaða embættisins að ekki sé unnt að veita aðgang að hluta skjalsins, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga enda komi þær upplýsingar sem njóta verndar 9. gr. upplýsingalaga svo víða fram í skjalinu. Þá kemur einnig fram að það sé afstaða ríkislögmanns að upplýsingalög gildi ekki um gögn sem lögð séu fram í dómi og séu í vörslu dómstóla, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 928/2020 sem varði aðgang að stefnum í málum þriggja félaga varði ekki sambærilegar aðstæður og í þessu máli. Úrskurðir yfirskattanefndar í þeim málum hafi verið birtir en nöfn félaganna afmáð. Hins vegar hafi nöfn félaganna verið gerð opinber með úrskurðum Landsréttar og upplýsingarnar því í reynd gerðar opinberar með lögmætum hætti. Að því leytinu sé mál þetta ólíkt. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi vísi til sömu raka og teflt var fram af hans hálfu í tengslum við fyrri kærur hans vegna afgreiðslu ríkislögmanns, þ.e. í málum nr. 886/2020 og 928/2020. Af því má ráða að kærandi telji afstöðu ríkislögmanns ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Ríkislögmaður hafi látið nægja að leita afstöðu eigenda félagsins en ekki metið hvort tilefni væri til að afhenda hluta af stefnunum. Kæranda þyki ríkislögmaður því ekki hafa afgreitt erindið með fullnægjandi hætti og telji rétt að ríkislögmanni verði gert að afgreiða erindið aftur og taka efnislega afstöðu til þess.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> 1.<br /> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 19. desember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns, dags. 13. janúar 2021, segir að ákvörðun um að synja beiðni kæranda byggi fyrst og fremst á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga þar sem um sé að ræða upplýsingar um viðskipta- og fjárhagsmuni sem falli þar undir. Þá liggi fyrir að forsvarsmenn stefnda leggist gegn afhendingu stefnunnar. Þá er vísað til þess að úrskurður yfirskattanefndar sem stefndi krefst ógildingar á hafi verið birtur á vef yfirskattanefndar en nöfn félagsins verið afmáð úr úrskurðinum. Þær upplýsingar sem fram komi í stefnu séu að miklu leyti þær sömu og þær upplýsingar sem fram komi í úrskurði yfirskattanefndar. Um sé að ræða upplýsingar um innflutning Nitro Sport ehf. á ökutækjum sem séu til þess fallnar að gefa mynd af rekstrar og samkeppnisstöðu félagsins og njóti verndar 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þá sé það afstaða ríkislögmanns að úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 928/2020 sem varði aðgang að stefnum í málum þriggja félaga varði ekki sambærilegar aðstæður og í þessu máli. Úrskurðir yfirskattanefndar í þeim málum hafi verið birtir en nöfn félaganna afmáð. Hins vegar hafi nöfn félaganna verið gerð opinber með úrskurðum Landsréttar og upplýsingarnar því í reynd gerðar opinberar með lögmætum hætti. Þá hafi ríkislögmaður ekki talið unnt að veita aðgang að skjalinu að hluta enda komi upplýsingar sem njóti verndar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga fram svo víða í skjalinu. Loks er fyrri afstaða ríkislögmanns áréttuð þess efnis að upplýsingalög gildi ekki um stefnur sem séu hluti af málskjölum í dómsmáli og vísað um það til 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 18. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum, dags. 20. janúar 2021, bendir kærandi á að úrskurður í máli stefnanda hafi verið birtur á vef yfirskattanefndar. Af heimasíðu félagsins megi ráða að stefndi flytji inn og selji m.a. mótorhjól, fjórhjól og tengdan varning. Ekki þurfi annað en að slá inn orðið fjórhjól á vefsíðu yfirskattanefndar til að sjá að fjöldi mála sem varði tollflokkun slíkra gripa hafi ratað til yfirskattanefndar. Í því sambandi telur kærandi upp málsnúmer 11 slíkra úrskurða sem birtir eru á vef nefndarinnar. Bent er á að í úrskurðum yfirskattanefndar sé heiti umræddra tegunda getið og því þurfi ekki langan samanburð á úrskurðunum og vef stefnda til að finna út hvaða úrskurður eigi við um stefnda. Kærandi áréttar einnig að 9. gr. upplýsingalaga sé undantekning sem túlka beri þröngt. Með vísan til markmiða upplýsingalaga, og laga um fjölmiðla nr. 38/2011, og hlutverks fjölmiðla samkvæmt þeim lögum, telji kærandi að við mat á því hvort afhenda beri umrædda stefnu beri að veita þeim sjónarmiðum aukið vægi við mat á því hvort upplýsingar í stefnunni falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Þá dregur kærandi í efa að afmá þurfi svo stóran hluta hennar að unnt sé að synjað aðgang að skjalinu í heild sinni.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í málinu er deilt um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að stefnu í máli sem félagið Nitro Sport ehf. höfðaði á hendur íslenska ríkinu. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. maí 2020.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns vegna kærunnar er áréttuð fyrri afstaða ríkislögmanns að upplýsingalög gildi ekki um stefnur sem séu hluti af málsskjölum í dómsmáli, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Um aðgang að slíkum gögnum fari samkvæmt 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.-VII. kafla. Lögin gildi þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók.<br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki verði séð að synjun ríkislögmanns í máli þessu sé beinlínis reist á þessari afstöðu telur úrskurðarnefndin engu að síður rétt að vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. 885/2020, 886/2020, 928/2020 og 1007/2021 um að ekki standi rök til þess að telja skjöl í vörslum stjórnvalda eða aðila sem falla undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undanþegin gildissviði laganna þegar af þeirri ástæðu að þau hafi verið lögð fram í dómsmáli. Í úrskurðunum er vakin athygli á því að ef fallist væri á gagnstæða túlkun myndi það hafa í för með sér að réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum en dómstólum sem féllu undir upplýsingalög yrði í reynd óvirkur um leið og sömu gögn yrðu lögð fyrir dóm í einkamáli. Í dómi Hæstaréttar frá 15. apríl sl. í máli nr. 7/2021 er auk þess áréttað <br /> að upplýsingalög mæli um sjálfstæðan rétt almennings til aðgangs að gögnum sem liggja fyrir hjá stjórnvöldum eða öðrum sem lögin taka til og varða tiltekið mál og að reglur réttarfars, í því tilviki um öflun skjala undir rekstri dómsmáls, girði ekki fyrir að aðili geti nýtt sér rétt til öflunar gagna eða upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum er greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> 2.<br /> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda er fyrst og fremst reist á því að stefnan innihaldi upplýsingar sem séu undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnanda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Stefnandi í málinu sé auk þess mótfallinn afhendingu stefnunnar. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdu frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Rétt er að taka fram að við beitingu 9. gr. upplýsingalaga hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál horft til þess að ekki sé almennt hægt að líta svo á að upplýsingar sem gerðar hafa verið opinberar með lögmætum hætti séu upplýsingar um einkamálefni sem óheimilt sé að greina frá, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 11. september 2017 í máli nr. 704/2017, sbr. til hliðsjónar álit setts umboðsmanns Alþingis frá 9. febrúar 2009 í máli nr. 5142/2007. Ljóst er að úrskurður yfirskattanefndar sem krafist er ógildingar á í umræddri stefnu hefur verið birtur á vef yfirskattanefndar. Í úrskurðinum er öllum málsatvikum lýst, ákvörðunum ríkisskattstjóra, sem og kröfum stefnanda og málsástæðum. Nafn stefnanda er hins vegar afmáð í hinum birta úrskurði. Eins og vísað er til í umsögn ríkislögmanns hefur nafn stefnanda ekki verið birt á vettvangi dómstóla enda liggur enn ekki fyrir dómur í málinu. Þannig hafa ekki allar upplýsingar í stefnunni verið birtar opinberlega líkt og háttaði til í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 928/2020 og vísað er til í umsögn ríkislögmanns. Gilda því ekki sömu sjónarmið varðandi stefnuna sem um er deilt í þessu máli. Verður því að leggja mat á efni stefnunnar með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þegar tekin er afstaða til þess hvort hagsmunir einkaaðila sem stefnt hefur íslenska ríkinu af því að upplýsingum um málatilbúnað hanssé haldið leyndum vegi þyngra en sjónarmið um upplýsingarétt almennings verður að hafa í huga að stefnan sem kærandi hefur óskað eftir hefur að geyma kröfur og málatilbúnað sem varða lögmæti ákvarðana skattyfirvalda. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið stefnuna sem ríkislögmaður afhenti nefndinni. Í stefnunni er krafist ógildingar á úrskurði yfirskattanefndar í máli nr. 187/2018 þar sem staðfestur var úrskurður tollstjóra frá 7. desember 2017 um að hafna kröfum stefnanda um leiðréttingu á álagningu aðflutningsgjalda vegna innflutnings á 20 ökutækjum stefnanda. Þá er jafnframt krafist endurgreiðslu á þeirri fjárhæð sem stefnandi greiddi í aðflutningsgjöld vegna innflutnings ökutækjanna. Dómsmálið sem um ræðir varðar þannig ágreining um lögmæti ákvarðana skattyfirvalda sem snúa að tollflokkun innflutnings ökutækja stefnanda. Í stefnunni koma fram upplýsingar um dómkröfur, málsatvik, málsástæður og helstu rök fyrir dómkröfunum. Varðar málatilbúnaður stefnanda í grunninn það í hvaða vörulið tollskrár beri að flokka umrædd ökutæki sem álagning aðflutningsgjaldanna snýr að. Þar er hins vegar ekki að finna upplýsingar sem varða fjárhagsstöðu fyrirtækisins. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns er synjun embættisins fyrst og fremst rökstudd með vísan til þess að upplýsingar um innflutning stefnanda á ökutækjum séu til þess fallnar að gefa mynd af rekstrar og samkeppnisstöðu félagsins. Að öðru leyti er ekki rökstutt hvernig þær upplýsingar sem fram koma í stefnunni séu þess eðlis að þær geti valdið stefnanda tjóni í skilningi 9. gr. Úrskurðarnefndin fellst ekki á að slíkar upplýsingar verði felldar undir 9. gr. upplýsingalaga einar og sér. Úrskurðarnefndin fær þannig ekki séð að í stefnunni sé að finna upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnanda sem til þess eru fallnar að valda stefnanda tjóni verði kæranda veittur aðgangur að þeim. Í öllu falli verður að skýra ákvæðið þröngri lögskýringu í ljósi meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Með hliðsjón af framangreindu ber að veita kæranda aðgang að umræddri stefnu hjá ríkislögmanni.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um málatilbúnað einkaaðila á hendur íslenska ríkinu vegi í þessu tilviki þyngra en hagsmunir þeirra síðarnefndu af því að þær fari leynt. Verður því ríkislögmanni gert að veita kæranda aðgang að stefnunum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Embætti ríkislögmanns er skylt að veita kæranda, A, blaðamanni hjá Viðskiptablaðinu aðgang að stefnu í máli Nitro Sport ehf. gegn íslenska ríkinu í máli E-3021/2020.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1012/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | Deilt var um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála á beiðni blaðamanns um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar á tilgreindu tímabili. Kærunefndin brást við beiðni kæranda með því að vísa á heimasíðu kærunefndarinnar þar sem eingungis hluti þeirra úrskurða sem óskað var eftir var birtur. Úrskurðarnefndin tók fram að við slíkar aðstæður bæri kærunefndinni að taka rökstudda afstöðu til þeirra gagna sem út af stæðu með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Þar sem slíkt mat hafði ekki farið fram skorti að mati úrskurðarnefndarinnar á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála var því felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1012/2021 í máli ÚNU 21020026. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með kæru, dags. 22. febrúar 2021, kærði A, blaðamaður á Stundinni, ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að synja beiðni hans um gögn. <br /> <br /> Með erindi, dags. 18. febrúar 2021, óskaði kærandi eftir að fá afrit af öllum úrskurðum kærunefndarinnar frá 1. júní 2020 til 31. desember 2020. Í því sambandi vísaði kærandi til 7. mgr. 6. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Kærunefnd útlendingamála svaraði beiðni kæranda með tölvupósti, dags. 18. febrúar 2021, með því að vísa til þess að úrskurðir nefndarinnar væru birtir á vefsíðu Stjórnarráðsins. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærunefnd útlendingamála hafi aðeins birt einn úrskurð það sem af er árinu 2021. Þá er bent á að verulega hafi dregið úr tíðni birtra úrskurða eftir að vinnureglur kærunefndarinnar varðandi birtingu úrskurða tóku gildi 1. júní 2020. Þetta sé staðan þrátt fyrir að tölfræði sem birt er á vef nefndarinnar sýni að málum fari fjölgandi. Kærandi telji því yfirgnæfandi líkur á að vinnureglur kærunefndarinnar hafi leitt til þess að fjöldi úrskurða bíði birtingar eða verði hugsanlega ekki birtur. Kærandi tekur einnig fram að hann telji að vinnureglurnar dragi úr gegnsæi í stjórnsýslu og trausti almennings á henni vegna takmörkunar á upplýsingarétti og aðhaldi fjölmiðla og almennings.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 23. febrúar 2021, var kæran kynnt kærunefnd útlendingamála og veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <br /> Umsögn kærunefndar barst með bréfi, dags. 9. mars 2021. Í umsögninni er málavöxtum lýst og rakið að kæranda hafi með bréfi, dags. 18. febrúar 2021, verið leiðbeint um að úrskurðir kærunefndarinnar séu birtir á vef Stjórnarráðsins. Þá kemur fram að kæranda hafi verið vísað á verklagsreglur um birtingu úrskurða kærunefndarinnar á netinu. Afgreiðsla kærunefndarinnar á beiðni kæranda hafi ekki falið í sér synjun beiðni hans í skilningi 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga sem kæranleg sé til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því beri að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni. Afgreiðslan hafi falið í sér ábendingu, í samræmi við 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, um hvar umbeðnar upplýsingar sé að finna. Þá er í umsögninni gerð grein fyrir tilurð og innihaldi verklagsreglna kærunefndarinnar um birtingu úrskurða á netinu. Þær hafi að geyma stöðluð fyrirmæli til starfsfólks um framkvæmd birtingar úrskurða kærunefndarinnar. Úrskurðir kærunefndarinnar innihaldi nánast alltaf upplýsingar um einkamálefni sem nefndin fái frá kærendum í trausti þess að þessar upplýsingar berist ekki annað. Þarna séu upplýsingar um fjölskylduhagi, andlegt og líkamlegt heilsufar, erfiða atburði sem kærandi kveðist hafa upplifað í heimaríki, málefni barna o.fl. sem teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga, sbr. 3. tölul. 1. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Af þeim sökum þurfi að gæta sérstakrar varúðar við birtingu þessara upplýsinga til að tryggja að þær séu ekki persónugreinanlegar. Í upphafi máls umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá íslenskum stjórnvöldum sé þeim heitið trúnaði um það sem fram muni koma af þeirra hálfu. Umsækjendur hafi því réttmætar væntingar til þess að þessum upplýsingum verði ekki dreift. Þá er vísað til þess að löggjafinn hafi enn fremur gefið út þau fyrirmæli að nöfn, kennitölur, og önnur persónugreinanleg auðkenni skuli fjarlægð úr úrskurðum fyrir birtingu. Þá er því lýst að verklagsreglurnar hafi verið unnar í samráði við persónuvernd, lögmann sem sérhæfir sig í persónuvernd og formenn annarra nefnda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 9. mars 2021, var kæranda sent afrit af umsögn kærunefndar útlendingamála og veittur kostur á því að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu kærunefndar útlendingamála, dags. 18. febrúar 2021, á beiðni kæranda um aðgang að öllum úrskurðum kærunefndar útlendingamála sem kveðnir voru upp frá 1. júní 2020 til 31. desember 2020 en í svari til kæranda var honum bent á vefsíðu nefndarinnar þar sem úrskurðir eru birtir auk þess sem vísað var til verklagsreglna nefndarinnar um birtingu úrskurða. Í umsögn kærunefndarinnar er því haldið fram að afgreiðsla nefndarinnar hafi ekki falið í sér synjun á beiðni kæranda í skilningi 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga sem kæranleg sé til úrskurðarnefndarinnar enda hafi svar nefndarinnar falið í sér ábendingu um hvar umbeðnar upplýsingar sé að finna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Í 3. mgr. 5. gr. segir hins vegar að ef ákvæði 6.–10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er stjórnvaldi almennt heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum með því að vísa á vefslóð þar sem þær er að finna. Þegar hins vegar þannig háttar til að einungis hluti þeirra gagna sem óskað er aðgangs að hafa verið birt með þessum hætti ber stjórnvaldinu að leggja mat á þau gögn sem út af standa með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra laga.<br /> <br /> Eins og fyrr segir liggur fyrir að einungis hluti þeirra úrskurða sem óskað var eftir hafa verið birtir á vef kærunefndarinnar. Þá verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda um aðgang að þeim úrskurðum sem ekki eru birtir, sbr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Fallast má á það með kærunefnd útlendingamála að úrskurðir kærunefndarinnar hafi að öllum líkindum margir að geyma margvíslegar upplýsingar um einkahagi einstaklinga, t.d. um heilsufar, sem falla undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum er tekið fram að það sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt ákvæðinu, þar á meðal upplýsingar um heilsuhagi. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hins vegar ekki unnt að útiloka fyrir fram að unnt sé að afhenda kæranda úrskurði kærunefndarinnar eftir atvikum með því að afmá upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem falla undir 1. málsl. 9. gr. Bendir nefndin í þessu sambandi á að ef þær takmarkanir sem fram koma í 9. gr. laganna eiga aðeins við um hluta skjals ber að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> Afstaða kærunefndarinnar til upplýsingabeiðninnar virðist jafnframt vera reist á ákvæðum verklagsreglna sem kærunefndin hefur sett sér varðandi birtingu úrskurða. Verklagsreglurnar fela í sér nánari útfærslu á 7. mgr. 6. laga nr. 80/2016, um útlendinga, þar sem fjallað er um skyldu kærunefndarinnar til að birta úrskurði sína opinberlega. Þannig fjalla ákvæði 7. mgr. 6. gr. lagannaog þær verklagsreglur sem kærunefndin hefur sett starfsemi sinni, um tilhögun birtingar kærunefndarinnar á úrskurðum sínum að eigin frumkvæði en ekki einstaklingsbundinn rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá nefndinni. Um slíkar beiðnir fer sem fyrr segir samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga nema annað leiði af ákvæðum sérlaga. Þrátt fyrir að í vinnureglunum kunni að endurspeglast tiltekið almennt mat á þeim andstæðu hagsmunum sem vegast á við mat á því hvort og þá í hvaða mæli birta beri úrskurði kærunefndarinnar getur slíkt ekki komið í stað þess atviksbundna mats sem upplýsingalög áskilja að fram fari í tilefni af upplýsingabeiðni. Rétt er að taka fram að það fellur utan við úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fjalla um hvernig kærunefndin framfylgir þeirri skyldu að birta úrskurði að eigin frumkvæði sem fram kemur í 7. mgr. 6. gr. laga nr. 80/2016, um útlendinga, og þar með hvort umræddar verklagsreglur samrýmist ákvæðum laga.<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að við meðferð beiðni kæranda um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar bar kærunefndinni að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun á grundvelli upplýsingalaga. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna, þ.m.t. 9. gr. Það var ekki gert heldur látið duga að vísa kæranda á vefslóð þar sem úrskurðir nefndarinnar eru birtir og vísa til framangreindra verklagsreglna.<br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir kærunefndar útlendingamála að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun kærunefndar útlendingamála, dags. 18. febrúar 2021, um að synja beiðni kæranda, um aðgang að úrskurðum kærunefndarinnar frá 1. júní 2020 til 31. desember 2020 er felld úr gildi og lagt fyrir kærunefndina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> </p> |
1011/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | A kærði synjun Herjólfs ohf. á beiðni um nöfn umsækjenda um sumar- og framtíðarstörf háseta og þerna á Herjólfi. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins með vísan til þess að ekki væri skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1011/2021 í máli ÚNU 21050007. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 1. apríl 2021 óskaði A eftir nöfnum þeirra sem sóttu um sumar- og framtíðarstörf háseta og þerna á Herjólfi. Þann 26. apríl 2021, synjaði Herjólfur ohf. beiðninni á þeim grundvelli að opinberum hlutafélögum sé ekki skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um auglýst störf. <br /> <br /> Í kæru, dags. 28. apríl 2021, kemur fram að kærandi óski þess að Herjólfi iohf. verði gert að afhenda umbeðnar upplýsingar. Með kærunni fylgdi svar forsætisráðuneytisins við erindi kæranda, dags. 29. janúar 2021, þar sem fram kemur að upplýsingalög gildi um Herjólf ohf. og að félagið sé ekki að finna á lista yfir lögaðila sem eru undanþegnir ákvæðum upplýsingalaga. Jafnframt er í kærunni gerð sú krafa að þau erindi sem úrskurðarnefndin hefur vísað frá á hendur Herjólfi ohf. verði tekin til úrskurðar á ný.<br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum umsækjenda um sumar- og framtíðarstörf þerna og háseta á Herjólfi. Þrátt fyrir að ekki sé vísað til lagaákvæða verður ráðið af svari Herjólfs ohf. til kæranda að synjunin félagsins byggi á 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. - 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. laganna. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu. <br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga koma fram fimm undantekningar frá meginreglunni þegar um er að ræða opinbera starfsmenn. Kemur þar fram í 2. tölul. að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. Í 4. mgr. 7. gr. er að finna tvær undantekningar frá meginreglunni í tilviki starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög. Segir þar að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul. og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um sé að ræða opinbera starfsmenn eða starfsmenn lögaðila. Ekki er skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda í starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera. Af þessu leiðir að þrátt fyrir að starfsemi Herjólfs ohf. falli vissulega undir gildissvið upplýsingalaga líkt og kærandi vísar til þá hefur löggjafinn ákveðið að undanskilja sérstaklega tilteknar upplýsingar upplýsingarétti almennings í tilviki slíkra lögaðila, þ. á m. upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um störf. Því er staðfest ákvörðun Herjólfs ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra sem sóttu um starf hjá Herjólfi ohf.<br /> <br /> Í kærunni er þess jafnframt krafist að úrskurðarnefndin endurskoði fyrri úrskurði nefndarinnar þar sem kærum kæranda á hendur Herjólfi ohf. hefur verið vísað frá. Með úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 1000/2021 sem kveðinn var upp þann 28. apríl 2021 synjaði úrskurðarnefndin beiðni kæranda um endurupptöku allra úrskurða sem varða Herjólf ohf. og úrskurðarnefndin hefur vísað frá eða staðfest ákvörðun félagsins. Úrskurðarnefndin lítur svo að beiðni kæranda hafi þegar verið afgreidd með fyrrgreindum úrskurði. Af þeim sökum er beiðni kæranda um endurupptöku úrskurða í málum Herjólfs ohf. vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er synjun Herjólfs ohf., dags. 26. apríl 2021, á beiðni A um nöfn umsækjenda um störf þerna og háseta á Herjólfi.<br /> <br /> Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurða í málum Herjólfs ohf. er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
1010/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 979/2021 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1010/2021 í máli ÚNU 21030017.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 4. mars 2021, fór A fram á endurupptöku máls ÚNU 21010020 sem lauk þann 22. febrúar 2021 með úrskurði nr. 979/2021. Í málinu var deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um afhendingu gjaldskrár Herjólfs ohf. Í málinu lá fyrir að Herjólfur ohf. hefði svarað kæranda og vísað til þess hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg var til úrskurðarnefndarinnar var kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Í erindi kæranda, dags. 4. mars 2021, kemur fram að gjaldskrá fyrir gámaflutninga sé ekki opinber á vefsvæði félagsins. Það séu hagsmunir íbúa sveitarfélagsins að geta kynnt sér slíkar upplýsingar. Þá sé það ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að taka afstöðu gegn þeim sem leita réttar síns til upplýsingaöflunar hjá opinberum aðilum. Af þeim sökum sé þess krafist að úrskurðarnefndin taki málið upp og úrskurði kæranda í vil. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 979/2021 að vísa frá kæru kæranda til úrskurðarnefndarinnar þar sem ekki lá fyrir kæranleg ákvörðun.<br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Ekki verður annað séð en að krafa kæranda um endurupptöku málsins sé á því byggð að niðurstaða þess hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málinu sem breytt geta niðurstöðu nefndarinnar. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 21010020 sem lauk þann 22. febrúar 2021 með úrskurði nr. 979/2021.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 4. mars 2021, um endurupptöku máls ÚNU 21010020 sem lauk þann 22. febrúar 2021 með úrskurði nr. 979/2021er hafnað.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1009/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | A fréttamaður, kærði afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni hans um aðgang að gögnum um skráningu raunverulegra eigenda tveggja lögaðila. Úrskurðarnefndin staðfesti þá niðurstöðu ríkisskattstjóra að afmá tilteknar upplýsingar varðandi annað félaganna. Nefndin vísaði öðrum þætti kærunnar frá með vísan til þess að ekki hafi legið fyrir synjun um beiðni gagnanna. Þá vísaði nefndin frá þeim þætti kærunnar er sneri að upplýsingum í tengslum við gjaldþrot annars félaganna þar sem upplýsingarnar féllu undir sérstakt þagnarskylduákvæði laga nr. 150/2019. Loks taldi úrskurðarnefndin ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir fyrir ríkisskattstjóra að afhenda umbeðin gögn á rafrænu formi. | <h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1009/2021 í máli ÚNU 20120029.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Þann 29. desember 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, afgreiðslu ríkisskattstjóra, dags. 2. desember 2020, á beiðni hans frá 23. nóvember 2020 um gögn um skráningu raunverulegra eigenda félaganna B ehf. og C ehf.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 23. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félaganna B ehf. og C ehf. frá upphafi skráningar. Óskað var eftir öllum gögnum sem tengdust skráningu raunverulegra eigenda félaganna og borist hefðu ríkisskattstjóra á grundvelli f-liðar 2. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda. Jafnframt var óskað eftir gögnum sem ríkisskattstjóri kynni að hafa aflað að eigin frumkvæði og upplýsinga sem félögin kynnu að hafa veitt. Þá óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem tengdust því að C ehf. var skráð gjaldþrota í fyrirtækjaskrá síðla árs 2019, og því að sú skráning var síðar dregin til baka, að því er virðist í október 2020. Óskað var eftir bréfaskiptum við skiptastjóra, forsvarsmenn félagsins og aðra. Einnig fylgigögnum á borð við beiðni um gjaldþrotaskipti og gjaldþrotaúrskurðinum sjálfum og frekari gögnum sem kynnu að eiga við.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri afhenti kæranda umbeðin gögn varðandi skráningu raunverulegs eignarhalds B ehf. með, tölvubréfi, dags. 2. desember 2020. Þar kom fram að til þess að tryggja að þagnarskyldar upplýsingar yrðu afmáðar með fullnægjandi hætti hefðu gögnin verið prentuð út og þagnarskyldar upplýsingar verið afmáðar handvirkt. Því næst hefðu gögnin verið skönnuð yfir á pdf. form. Í svari ríkisskattstjóra varðandi félagið C ehf. kom fram að sá einstaklingur sem væri skráður raunverulegur eigandi félagsins hefði verið skiptastjóri þess og farið á þeim tíma með forræði búsins. Ríkisskattstjóri hefði skráð hann sem raunverulegan eiganda á grundvelli hlutverks hans sem skiptastjóra. Samkvæmt upplýsingum úr Lögbirtingarblaði lauk skiptum á félaginu 24. september 2020 með því að allar lýstar kröfur voru afturkallaðar og félaginu skilað á ný til eigenda þess. Engin ný tilkynning hefði borist ríkisskattstjóra um breytingu á skráningu raunverulegs eignarhalds. Fyrirtækjaskrá hefði óskað eftir því við félagið að það leiðrétti skráninguna. Hvað varðar umbeðin gögn er snúa að gjaldþrotaskráningu C ehf. kom fram í svari ríkisskattstjóra að þau féllu undir sérstaka þagnarskyldureglu 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Af þeim sökum var beiðni kæranda varðandi þau gögn synjað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé ákvörðun ríkisskattstjóra að afhenda hluta gagna varðandi félagið B ehf. með því að afmá tilteknar fjárhæðir. Auk þess var kærð sú ákvörðun ríkisskattstjóra að afhenda þau gögn sem hafa að geyma útstrikanir ekki á upprunalegu, rafrænu formi. Þá laut kæran að synjun ríkisskattstjóra á að afhenda gögn sem vörpuðu ljósi á raunverulegt eignarhald C ehf., þar með talið beiðni ríkisskattstjóra um leiðréttingu á skráningu, sem minnst var á í svari ríkisskattstjóra til kæranda. Loks var kærð synjun ríkisskattstjóra á afhendingu gagna sem tengjast því að C ehf. var skráð gjaldþrota í fyrirtækjaskrá síðla árs 2019, og því að sú skráning var síðar dregin til baka. </p> <h2> Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 4. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar auk þeirra gagna sem kæran laut að.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 27. janúar 2021, eru málavextir raktir og afstaða tekin til röksemda kæranda. Þar kemur m.a. fram varðandi raunverulegt eignarhald C ehf. að engin fylgigögn liggi fyrir að baki skráningu C ehf. Hvað varðar þann þátt kærunnar er snýr að afhendingarformi er í umsögninni vísað til 18. gr. upplýsingalaga og tekið fram að ákvæðið taki ekki á því þegar um sé að ræða afhendingu gagna sem bundin séu trúnaði og geymi upplýsingar sem beri að afmá. Um afhendingu slíkra gagna sé fjallað í 14. gr. laganna og veiti ákvæðið ákveðið svigrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar séu til að tryggja öryggi afmáðra upplýsinga. <br /> <br /> Þá vísar ríkisskattstjóri til þess að með úrskurði í máli nr. 935/2020 hafi ríkisskattstjóra verið gert að afmá hluta af þeim upplýsingum sem óskað var eftir með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Gögnin sem um ræði séu hlutafjármiðar og vottorð úr fyrirtækjaskrá Möltu þar sem tilgreind eru númer vegabréfa og nafnvirði hlutafjár. Í framangreindum úrskurði úrskurðarnefndarinnar segi að skylda til að afhenda gögn varðandi raunverulegt eignarhald eigi ekki við um afrit af vegabréfum eða fjárhæð hlutafjármiða.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri hafi orðið að færa gögnin á pappírsform í þeim tilgangi að afmá úr þeim með öruggum hætti þær upplýsingar sem ríkisskattstjóra hafi ekki verið heimilt að veita aðgang að. Ríkisskattstjóri hafi metið það svo að þessi aðferð við útstrikun viðkvæmra upplýsinga væri öruggust þar sem það væri tryggt að ekki væri hægt að afmá útstrikunina. Þá er vísað til þess að gögnin hafi hvorki verið í miklu magni né hafi þau haft að geyma mikinn texta. Öll önnur gögn sem afhent voru hafi verið véllæsileg. Við mat á því hvaða aðferð bæri að notast við hvað varðaði útstrikun upplýsinga hafi embættið m.a. farið eftir þeim verklagsreglum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sett í kjölfar úrskurðar persónuverndar í máli 2014/1470. Þó er tekið fram að ríkisskattstjóri hafi ekki haft aðgang að umræddum verklagsreglum en vísað er til fréttar ríkisútvarpsins frá 10. janúar 2016 varðandi nánara efni þeirra. Loks er tekið fram að á ríkisskattstjóra hvíli rík skylda til að tryggja öryggi þessara gagna og það sé því mat embættisins að það sé best gert með þeim hætti sem lýst er í umsögninni. Með vísan til þessa verði umrædd gögn því ekki afhent með öðrum hætti en þegar hafi verið gert.<br /> <br /> Varðandi þann þátt kærunnar er snýr að því að C ehf. hafi verið skráð gjaldþrota í fyrirtækjaskrá er áréttað að umrædd gögn falli undir sérstaka þagnarskyldu 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Gögnin sem óskað er eftir falli undir sérstaka þagnarskyldu og séu gögn sem leynt skuli fara og varði m.a. efnahag gjaldenda. Fallist nefndin hins vegar ekki á að gögnin falli undir framangreind ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 er byggt á því að gögnin séu gögn sem eðlilegt og sanngjarnt sé að leynt fari. Þá er upplýst að gjaldþrotaúrskurðurinn sé ekki varðveittur hjá embættinu og því ekki unnt að afhenda hann.<br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda, með bréfi, dags. 27. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. febrúar 2021, við umsögn ríkisskattstjóra er í fyrsta lagi vísað til rökstuðnings kæranda sem fylgdi beiðni hans um endurupptöku úrskurðar nr. 935/2020. Þar kemur fram að upphæðir þær sem koma fram á hlutafjármiðum sýni hlutafjáreign hvers og eins aðila í tilteknu félagi. Þótt ýmsar fjárhagslegar upplýsingar um einstaklinga séu almennt taldar geta verið viðkvæmar, þar á meðal upplýsingar um launakjör, bankaviðskipti og skuldastöðu, hafi slíkt ekki verið talið gilda um hlutabréfaeign. Þvert á móti hafi sjónarmið um gagnsæi í viðskiptum verið talin vega það þungt að upplýsingar um hlutafjáreign eigi að vera aðgengilegar í opinberum gögnum. Fyrirtækjum sé skylt að skila árlega ársreikningi til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá. Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra haldi utan um ársreikningaskrána, og ársreikningar séu aðgengilegir á vefsvæði embættisins án endurgjalds. Samkvæmt 3. mgr. 65. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga skuli fyrirtæki láta fylgja með ársreikningi skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa félagsins í stafrófsröð, ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins og hundraðshluta hlutafjár í árslok. Upplýsingar um hlutafjáreign hvers einasta hluthafa í tilteknu félagi séu þannig aðgengilegar öllum á vefsíðu fyrirtækjaskrár. Þá er bent á að þar sem umræddar upplýsingar séu nú þegar aðgengilegar almenningi á opnu vefsvæði geti upphæðir á hlutafjármiðum einfaldlega ekki talist viðkvæmar upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá gerir kærandi athugasemdir við að engin gögn liggi að baki skráningu félagsins C ehf. og telur að ætla megi að skráningin hafi verið byggð á einhverjum gögnum. Þá er ítrekuð ósk hans um aðgang að bréfi því sem ríkisskattstjóri sendi félaginu þar sem farið er fram á að skráning raunverulegs eignarhalds þess verði leiðrétt. Þá lýsir kærandi þeirri afstöðu sinni að hann telji sérstakt þagnarskylduákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 ekki eiga við um starfsemi fyrirtækjaskrár. Kærandi bendir einnig á að ríkisskattstjóri hafi ekki sýnt fram á hvernig birting umbeðinna upplýsinga myndi valda félaginu tjóni, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Jafnvel þótt talið yrði skipta máli að skráningin hafi verið afturkölluð beri að mati kæranda að líta til þess að líkur á því að afhending gagnanna valdi félaginu tjóni hljóti að teljast takmarkaðar enda félagið eignarhaldsfélag sem virðist ekki hafa neina starfsemi. Eini tilgangurinn virðist vera að vera milliliður í ógagnsæju eignarhaldi á jörðinni […]. Í því sambandi er bent á að almennt gildi sú regla að upplýsingar um eignarhald jarða og annarra fasteigna séu opinberar. Hér sé um það að ræða að eigandi jarðar hefur komið eignarhaldi fyrir í gegnum röð félaga og endi slóð eignarhaldsins í Lúxemborg. Synjun ríkisskattstjóra á beiðni kæranda um aðgang að þeim gögnum sem gjaldþrotaskráning C ehf. hafi verið byggð á sé að mati kæranda til þess fallin að auka leynd um eðli eignarhalds jarðarinnar […]. Því getur að mati kæranda ekki talist sanngjarnt og eðlilegt, í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, að þau gögn sem óskað var eftir fari leynt.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">1.<br /> Í máli þessu er í fyrsta lagi deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem afmáðar voru úr gögnum varðandi raunverulegt eignarhald félagsins B ehf. Nánar tiltekið er um að ræða nafnverð hlutafjár á hlutafjármiðum og númer vegabréfa sem fram koma á vottorði úr fyrirtækjaskrá Möltu. Synjun ríkisskattstjóra er reist á því að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamál í máli nr. 935/2020 sé embættinu skylt að afmá upplýsingar um fjárhæðir sem fram koma á hlutafjármiðum einstaklinga sem og númer vegabréfa. <br /> <br /> Í fyrrgreindum úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 935/2020 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að upphæðum á hlutafjármiðum og upplýsingum um vegabréfsnúmer með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið var það afstaða úrskurðarnefndarinnar að í þeim fælust upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Með úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 977/2021 frá 22. febrúar 2021 synjaði úrskurðarnefndin beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðarins. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu telur úrskurðarnefndin ótvírætt að um sé að ræða upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, sbr. m.a. framangreindan úrskurð úrskurðarnefndarinnnar í máli nr. 935/2020. Með hliðsjón af framangreindu verður hin kærða ákvörðun ríkisskattstjóra staðfest að þessu leyti.<br /> <br /> 2.<br /> Í öðru lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum er varða skráningu raunverulegs eignarhalds C ehf. Hvað varðar gögn er snúa að skráningu raunverulegra eigenda kemur fram í umsögn ríkisskattstjóra að engum fylgigögnum sé til að dreifa sem varpi ljósi á raunverulegt eignarhald þess. Skráður raunverulegur eigandi sé fyrrum skiptastjóri félagsins. Eftir að allar kröfur voru afturkallaðar og félaginu skilað á ný til eigenda þess hafi engin leiðrétting borist ríkisskattstjóra á raunverulegu eignarhaldi þess. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að ekki séu forsendur til að rengja þær staðhæfingar ríkisskattstjóra að engin fyrirliggjandi gögn hafi legið fyrir varðandi raunverulegt eignarhald félagsins þegar beiðni kæranda var lögð fram. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa þessum þætti kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir gögn að þessu leyti liggur fyrir að ríkisskattstjóri átti í bréfaskiptum við fyrirsvarsmann C ehf. þar sem farið var fram á að félagið skilaði inn upplýsingum um raunverulega eigendur félagsins. Um er að ræða tölvupóst, dags. 25. nóvember 2020, þar sem farið er fram á að félagið leiðrétti skráningu raunverulegs eignarhalds félagsins. Með bréfi, dags. 21. janúar 2021, var beiðnin ítrekuð og því beint til félagsins að leiðrétta umrædda skráningu. <br /> <br /> Ljóst er að umrædd gögn urðu til eftir að beiðni kæranda um upplýsingar var lögð fram og ekki fyllilega ljóst hvort ríkisskattstjóri hafi litið svo á að þau féllu undir upplýsingabeiðni kæranda. Þannig verður ekki séð að ríkisskattstjóri hafi lagt mat á gögnin og tekið afstöðu til þess hvort rétt væri að veita kæranda aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar liggur því ekki fyrir synjun um beiðni um gögn sem kæranleg er til úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa frá þeim þætti í kærunni sem lýtur að umræddum gögnum. Kæranda er þó bent á að honum er fær sú leið að óska á ný eftir umræddum gögnum er varða skráningu raunverulegs eignarhalds félagsins. <br /> <br /> 3.<br /> Í þriðja lagi er deilt um ákvörðun ríkisskattstjóra um að synja afhendingu gagna sem tengjast því að félagið C ehf. var skráð gjaldþrota í fyrirtækjaskrá árið 2019 og því að sú skráning var síðar dregin til baka. Um er að ræða kröfulýsingu ríkisskattstjóra, dags 13. janúar 2020, vegna opinberra gjalda í þrotabú félagsins, þar sem er að finna yfirlit yfir þing- og sveitarsjóðsgjöld, og tilkynningu ríkisskattstjóra, dags. 27. apríl 2020, um afturköllun kröfulýsingar og samskipti ríkisskattstjóra og fyrirsvarsmann félagsins í tengslum við kröfulýsingu ríkisskattstjóra.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri byggir á því að 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, leiði til þess að ekki sé heimilt að afhenda gögnin.<br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Á innheimtumanni ríkissjóðs hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Innheimtumanni er óheimilt, að viðlagðri ábyrgð skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af störfum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar þær upplýsingar sem innheimtumenn ríkissjóðs hafa undir höndum um tekjur og efnahag gjaldenda. Samkvæmt upplýsingum sem aflað var hjá ríkisskattstjóra stafa umrædd gögn frá lögfræðiinnheimtu ríkisskattstjóra en tengjast ekki fyrirtækjaskrá og hafa ekki verið send þangað. Af þeim sökum telur úrskurðarnefndin ekki hægt að leggja annað til grundvallar en að um sé að ræða gögn sem ríkisskattstjóra hafa borist í hlutverki ríkisskattstjóra sem innheimtumanns ríkisjóðs. <br /> <br /> Nefndin telur engan vafa leika á því að upplýsingar um kröfulýsingu ríkisskattstjóra í þrotabú vegna innheimtu opinberra gjalda sem innheimtumanni ríkissjóðs er falið að innheimta á grundvelli laga nr. 150/2019 falli undir umrætt ákvæði. Verður réttur til aðgangs að þeim því ekki byggður á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Þar sem gögn málsins lúta öll trúnaðarskyldu skv. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda sem er sérstakt þagnarskylduákvæði, taka upplýsingalög ekki til þeirra. Ber af þeirri ástæðu að vísa kærunni að þessu leyti frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> 4.<br /> Loks er deilt um hvort ríkisskattstjóra hafi við afhendingu umbeðinna gagna varðandi raunverulegt eignarhald B ehf. verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta þeirra á rafrænu formi, nánar tiltekið á því formi sem þau voru upprunalega vistuð á, með það að markmiði að tryggja öryggi gagnanna sem best. <br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Samkvæmt seinni málslið 1. mgr. 20. gr. laganna gildir hið sama um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga segir að eftir því sem við verði komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði, og á þeim tungumálum sem þau séu varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Þegar gögn séu eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í athugasemdum við 1. mgr. 18. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2020 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Ákvæði 1. mgr. 18. gr. byggist á því að veita beri aðgang að upplýsingum á því formi eða með því sniði sem þær eru varðveittar á, nema þær séu þegar aðgengilegar almenningi. Af 2. mgr. 19. gr. leiðir síðan að sé beiðni afgreidd með vísan til þess að upplýsingar séu þegar aðgengilegar, þá skal í slíkri afgreiðslu tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti þær eru það. Þegar upplýsingar eru varðveittar á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þær á því formi eða útprentaðar á pappír. Almennt ætti það að vera til hagræðis fyrir þann sem hefur beiðni til afgreiðslu að geta afhent upplýsingar á rafrænu formi, en sé um upplýsingar að ræða sem falla undir 14. gr. frumvarpsins og eru viðkvæmar á einhvern hátt, ber eðli máls samkvæmt að tryggja viðeigandi öryggi þeirra gagnvart óviðkomandi. Þá er tiltekið í ákvæðinu að eftir því sem fært er skuli viðkomandi heimilað að kynna sér gögn á starfsstöð viðkomandi. Ræðst það auðvitað af aðstæðum að hvað marki þessi leið á við.“<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að ríkisskattstjóra ber að afhenda gögn á rafrænu formi sem varðveitt eru með þeim hætti ef þess er óskað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þrátt fyrir að ríkisskattstjóri hafi afhent kæranda umbeðin gögn hefur hluti þeirra ekki verið afhentur á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 18. gr. svo sem kærandi fór fram á. Þau gögn sem um ræðir tengjast skráningu raunverulegra eigenda og munu almennt vera varðveitt með rafrænum hætti hjá ríkisskattstjóra, sbr. t.d. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda, þar sem segir að málsmeðferð við skráningu upplýsinga um raunverulega eigendur skuli vera rafræn sé þess kostur. <br /> <br /> Af hálfu ríkisskattstjóra hefur því verið borið við að ekki sé unnt að tryggja nægjanlega öryggi þeirra upplýsinga í gögnunum sem undirorpnar eru 9. gr. upplýsingalaga með öðrum hætti en gert var við afgreiðslu á beiðni kæranda, þ.e. með því að prenta gögnin út og afmá handvirkt umræddar upplýsingar og loks skanna þau inn í tölvu áður en þau voru send kæranda. Úrskurðarnefndin tekur fram að vissulega megi fallast á með ríkisskattstjóra að rík skylda hvíli á embættinu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinga sem leynt skulu fara t.d. á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar fær úrskurðarnefndin ekki séð að ríkisskattstjóra hafi verið ómögulegt að grípa til slíkra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinganna en verða jafnframt við beiðni kæranda um afhendingu umræddra gagna á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í samræmi við skýr fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin horfir í því sambandi til þess að algengt er að stjórnvöld afhendi borgurunum gögn á rafrænu formi þar sem afmáðar eru viðkvæmar upplýsingar sem leynt eiga að fara. <br /> <br /> Þá virðist ríkisskattstjóri enn fremur reisa afstöðu sína á verklagsreglum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu setti starfsemi sinni í kjölfar úrskurðar persónuverndar sem upp var kveðinn árið 2015. Þrátt fyrir að efni verklagsreglnanna kunni að hafa almennt leiðsagnargildi við meðferð persónuupplýsinga áréttar úrskurðarnefndin að slíkar verklagsreglur eru ekki bindandi fyrir ríkisskattstjóra og getur efni þeirra þaðan af síður þokað ákvæðum upplýsingalaga varðandi afhendingu gagna.<br /> <br /> Með vísan til þess sem að ofan greinir fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að ríkisskattstjóra hafi verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta af umbeðnum gögnum á því formi sem þau voru varðveitt á. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ríkisskattstjóra beri að afhenda kæranda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi. Þessi niðurstaða er í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 994/2021 frá 30. mars 2021 þar sem reyndi á sambærileg málsatvik.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 2. desember 2020, um að synja beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau eru varðveitt á er felld úr gildi. Ríkisskattstjóra ber að afhenda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi. <br /> <br /> Kæru kæranda varðandi aðgang að gögnum í tengslum við skráningu C ehf. sem gjaldþrota er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Ákvörðun ríkisskattstjóra er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
1008/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um upplýsingar. Kæran laut að því að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við erindi kæranda. Af kæru kæranda sem var afar óljós, mátti hvorki ráða að hvaða beiðni kæranda til sveitarfélagsins hún laut né hvenær hún var lögð fram. Með hliðsjón af fjölda beiðna kæranda til sveitarfélagsins og þess að kærandi brást ekki við beiðni úrskurðarnefndarinnar um frekari upplýsingar að hvaða ákvörðun stjórnsýslukæra kæranda beindist í þessu máli, taldi úrskurðarnefndin sér ekki fært að úrskurða hvort um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðninnar hafi verið að ræða. Var kærunni því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1008/2021 í máli ÚNU 20110030.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, beindi A erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og fór þess á leit við nefndina að félagsþjónustan í Vestmannaeyjum yrði úrskurðuð til að veita umbeðnar upplýsingar. Engin frekari gögn eða upplýsingar fylgdu kærunni. Í því skyni að öðlast gleggri mynd af efni kærunnar ritaði úrskurðarnefndin kæranda bréf, dags. 19. mars 2021, þar sem þess var farið á leit við kæranda að hann skýrði frekar að hverju hún lyti, þ.e. hvort og þá að hvaða ákvörðun sveitarfélagsins hún sneri. Þá var þess óskað að kærandi sendi nefndinni afrit af upplýsingabeiðni sinni til sveitarfélagsins og eftir atvikum svar þess ef það lægi fyrir.<br /> <br /> Þann 12. apríl 2021 barst úrskurðarnefndinni svar kæranda. Í svarinu kom fram að kærandi sendi úrskurðarnefndinni undantekningarlaust afrit af erindum til viðkomandi stjórnvalds. Það væri hlutverk úrskurðarnefndarinnar að úrskurða í samræmi við lög. Engar frekari upplýsingar eða gögn fylgdu svarbréfi kæranda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 5. maí 2021, til Vestmannaeyjabæjar var óskað upplýsinga um hvort sveitarfélaginu hefði borist erindi varðandi félagsþjónustuna í nóvember 2020 og eftir atvikum hvort því hefði verið svarað. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. sama dag, kom fram að sveitarfélaginu bærust að meðaltali 30 bréf á mánuði frá kæranda. Einhver erindanna vörðuðu félagsþjónustu sveitarfélagsins og því væri nauðsynlegt að vita að hvaða erindi kæran beindist í því skyni að ganga úr skugga um hvort og þá með hvaða hætti honum kynni að hafa verið svarað.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um upplýsingar. Af kæru verður ráðið að hún beinist að því að sveitarfélagið hafi ekki brugðist við erindi kæranda.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga leiðir að heimilt er að kæra óhæfilegan drátt á meðferð beiðni um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Til þess að úrskurðarnefndinni sé fært að úrskurða um hvort um óhæfilegan drátt á afgreiðslu upplýsingabeiðni sé að ræða þurfa ákveðnar lágmarksupplýsingar að liggja fyrir. Þannig er nauðsynlegt að fyrir liggi upplýsingar annars vegar um hvenær beiðni kæranda var lögð fram og hins vegar hvort hugsanlega hafi verið brugðist við henni af hálfu sveitarfélagsins. Það leiðir af ákvæðum stjórnsýslulaga að úrskurðarnefndinni er almennt ekki fært að vísa kæru rakleiðis frá á þeim grundvelli að efni hennar sé ábótavant eða ekki sé ljóst hvað í henni felst. Við þær aðstæður ber nefndinni með vísan til leiðbeiningarreglu 7. gr. og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 til að veita kæranda færi á að bæta úr annmarkanum. Sinni kærandi ekki tilmælum kærustjórnvalds um að bæta úr eða leggja fram nauðsynlegar upplýsingar þrátt fyrir slíkar leiðbeiningar kann nefndinni hins vegar að vera nauðugur sá kostur að vísa málinu frá. <br /> <br /> Eins og fyrr segir er kæra kæranda afar óljós og verður hvorki af henni ráðið að hvaða beiðni kæranda til sveitarfélagsins hún lýtur né hvenær hún var lögð fram. Við meðferð málsins leitaði úrskurðarnefndin eftir frekari upplýsingum hjá kæranda þar sem þess var m.a. óskað að hann legði fram afrit af umræddri beiðni til sveitarfélagsins. Kærandi hefur hins vegar ekki orðið við þeirri beiðni. <br /> <br /> Í svari sveitarfélagsins við beiðni úrskurðarnefndarinnar um frekari upplýsingar kom fram að ekki væri unnt að ganga úr skugga um hvort erindi kæranda hefði verið svarað án þess að vita hvenær það hefði verið lagt fram. Úrskurðarnefndin telur ekki ástæðu til að rengja fullyrðingu sveitarfélagsins um fjölda erinda sem berast frá kæranda í hverjum mánuði. Í ljósi framangreinds liggur ekki fyrir hvenær beiðni kæranda var lögð fram. Af þeim sökum er ekki ljóst hvort henni hafi verið svarað af hálfu sveitarfélagsins. <br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið verður ekki ráðið af gögnum málsins að hvaða ákvörðun stjórnsýslukæra kæranda beinist í þessu máli. Þar sem kærandi hefur ekki upplýst úrskurðarnefndina um þetta atriði, þrátt fyrir beiðni þar um, er henni ekki fært að úrskurða um hvort um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðninnar sé að ræða. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. Úrskurðarnefndin tekur fram að kæranda er að sjálfsögðu fært að leita til nefndarinnar á ný með kæru, ásamt nauðsynlegum gögnum, vegna afgreiðslutafa Vestmannaeyja á beiðni kæranda sé þeim til að dreifa. </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæru kæranda, dags. 25. nóvember 2020, sem lýtur að afgreiðslutöfum Vestmannaeyjabæjar er vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> </p> |
1007/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | A, fréttamaður kærði ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnu. Úrskurðarnfendin taldi að þar sem stefnan var ekki hluti af gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðun um skipun í embætti yrði synjun um aðgang að henni ekki með beinum hætti reist á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin þær upplýsingar sem fram komu í stefnunni og þegar höfðu verið birtar opinberlega í samræmi við ákvæði 5. mgr. 8. gr. laga nr. 10/2008, ekki verða felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir ríkislögmann að veita kæranda aðgang að umræddri stefnu, en þó skyldi afmá ákveðnar upplýsingar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1007/2021 í máli ÚNU 20120018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 16. desember 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnu í máli E-5061/2020, íslenska ríkið gegn B. <br /> <br /> Kærandi beindi beiðni um afhendingu stefnunnar upphaflega til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, með bréfi, dags. 16. nóvember 2020. Ráðuneytið fól embætti ríkislögmanns að svara erindinu. Með bréfi, dags. 16. desember 2020, synjaði ríkislögmaður beiðni kæranda m.a. á þeim grundvelli að ekki lægi fyrir samþykki stefndu í málinu fyrir því að stefnan yrði afhent. Ríkislögmaður teldi ljóst að málið varðaði einkamálefni einstaklings sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Það væri einnig afstaða embættisins að ekki væri hægt að veita aðgang að hluta skjalsins þar sem viðkvæmar upplýsingar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga kæmu fram svo víða í skjalinu. Jafnframt er vísað til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Ríkislögmaður lýsti jafnframt þeirri afstöðu sinni að upplýsingalög giltu ekki um gögn sem lögð væru fram í dómi og væru í vörslu dómstóla, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingaga. Um afhendingu upplýsinganna færi eftir 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og reglum dómstólasýslunnar nr. 9/2018, um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum. Þá var vísað til þess að héraðsdómari hefði þegar synjað beiðni um afhendingu stefnunnar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé ósáttur við svar ríkislögmanns við beiðninni og óski eftir að kæra niðurstöðu embættisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 21. desember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns, dags. 13. janúar 2021, kemur fram að mál þetta komi til vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020 frá 27. maí 2020. Þar taldi kærunefndin að mennta- og menningarmálaráðherra hefði brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, við skipun í embætti ráðuneytisstjóra. Fyrir liggi að sambærilegri beiðni hafi verið synjað af Héraðsdómi Reykjavíkur en dómarinn hafði áður borið beiðnina undir lögmann stefndu sem lagðist gegn afhendingu. Synjun embættis ríkislögmanns sé í fyrsta lagi byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Embættið telji ljóst að málið varði einkamálefni einstaklings sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Þá liggi fyrir að stefnda leggist gegn afhendingu stefnunnar en embættið bar framkomna beiðni undir lögmann stefndu á nýjan leik. Málið varði umsókn um opinbert embætti. Í umsóknarferlinu var fjallað með ítarlegum hætti um starfsferil stefndu, menntun o.fl. Enda þótt úrskurður kærunefndar hafi verið birtur sé á það að líta að nöfn hafi þar verið afmáð. Sé því ekki hægt að líta svo á að upplýsingar um stefndu hafi verið gerðar opinberar. Í ljósi eðlis upplýsinganna sé það afstaða ríkislögmanns að óheimilt sé að veita aðgang að stefnunni. Þá vísar embættið einnig til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf. Ljóst sé að þær upplýsingar sem fram komi í stefnu séu langt umfram slíkar upplýsingar.<br /> <br /> Þá segir að ríkislögmaður hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt væri að veita aðgang að hluta skjalsins, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Það er hins vegar afstaða ríkislögmanns að upplýsingar sem njóti verndar samkvæmt 7. og 9. gr. upplýsingalaga komi fram svo víða í skjalinu að ekki sé unnt að veita aðgang að því. <br /> <br /> Loks er áréttuð fyrri afstaða ríkislögmanns að upplýsingalög gildi ekki um stefnur sem eru hluti af málsskjölum í dómsmáli, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Ríkislögmaður telur að ákvæði réttarfarslaga gildi um aðgang aðila og annarra að slíkum gögnum. Af ákvæði 14. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála leiði m.a. að óheimilt sé að afhenda öðrum en þeim sem hafi lögvarinna hagsmuna að gæta eftirrit málsskjala á meðan mál er rekið fyrir dómi. Embættið telur einsýnt að sá sem ekki eigi rétt á að dómstólar veiti honum aðgang að málsgagni í máli sem rekið er fyrir dómi geti ekki öðlast rétt til aðgangs að málsgagninu eftir krókaleiðum. Að öðru leyti er vísað til fyrri afstöðu embættisins í umsögnum þess í eldri málum sem lokið hefur með úrskurðum í málum nr. 885/2020, 886/2020 og 928/2020.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að stefnu íslenska ríkisins á hendur stefndu, B, í máli E-5061/2020. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns vegna kærunnar er áréttuð fyrri afstaða ríkislögmanns að upplýsingalög gildi ekki um stefnur sem eru hluti af málsskjölum í dómsmáli, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Um aðgang að slíkum gögnum fari samkvæmt 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.-VII. kafla. Lögin gildi þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók.<br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki verði séð að synjun ríkislögmanns í máli þessu sé beinlínis reist á þessari afstöðu telur úrskurðarnefndin engu að síður rétt að vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. 885/2020, 886/2020 og 928/2020 um að ekki standi rök til þess að telja skjöl í vörslum stjórnvalda eða aðila sem falla undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undanþegin gildissviði laganna þegar af þeirri ástæðu að þau hafi verið lögð fram í dómsmáli. Í úrskurðunum er vakin athygli á því að ef fallist væri á gagnstæða túlkun myndi það hafa í för með sér að réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum en dómstólum sem féllu undir upplýsingalög yrði í reynd óvirkur um leið og sömu gögn yrðu lögð fyrir dóm í einkamáli.<br /> <br /> Með vísan til þessa er leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum er greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> 2.<br /> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda er fyrst og fremst reist á 9. gr. upplýsingalaga. Þá er vísað til þess að stefnda í málinu sé auk þess mótfallin afhendingu stefnunnar. Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema með samþykki þess sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir þeirra sem um er fjallað í stefnunni af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið stefnuna sem beiðni kæranda lýtur að. Í stefnunni er þess krafist að úrskurður kærunefndar jafnréttismála frá 27. maí 2020 í máli nr. 6/2020 verði felldur úr gildi. Með úrskurðinum komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að mennta- og menningarmálaráherra hefði við skipun í embætti ráðuneytisstjóra brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 en stefnda var á meðal umsækjenda um embættið. Nánar tiltekið var það niðurstaða kærunefndarinnar að stefnda, sem kærði skipunina til kærunefndarinnar, hefði leitt nægar líkur að því að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns við skipunina þannig að beita bæri 4. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 við úrlausn málsins. Samkvæmt því kom það í hlut ráðherra að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hefðu legið til grundvallar ákvörðun hans. Að mati kærunefndarinnar tókst sú sönnun ekki af hálfu ráðherra.<br /> <br /> Úrskurðurinn var birtur opinberlega á vef Stjórnarráðsins í samræmi við 8. mgr. 5. gr. þágildandi laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í úrskurðinum er öllum málsatvikum lýst og málsástæður og röksemdir stefndu raktar. Nöfn einstaklinga eru afmáð í hinum birta úrskurði en í ljósi ítarlegrar lýsingar í úrskurðinum á starfsferli kæranda og þess umsækjanda sem skipaður var í embættið er auðvelt að bera kennsl á hver kærandi og sá sem skipaður var eru. Að öðru leyti þá var kveðið á um það í lokamálslið 4. mgr. 7. gr. þágildandi laga nr. 10/2008 að fara skyldi með gögn sem vörðuðu laun, önnur starfskjör eða réttindi einstaklinga fyrir nefndinni sem trúnaðarmál. Rétt er að taka fram að eftir að ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í málinu þann 5. mars 2021, sbr. mál nr. E-5061/2020. Í dóminum er málsatvikum lýst sem og dómkröfum íslenska ríkisins sem snúa m.a. að ógildingu umrædds úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Þannig hafa nöfn stefndu sem og þess einstaklings sem skipaður var í embætti ráðuneytisstjóra og fjallað var um í úrskurði kærunefndarinnar og stefnu íslenska ríkisins nú verið birt opinberlega, með lögmætum hætti, samhliða kröfum íslenska ríkisins um ógildingu umrædds úrskurðar kærunefndarinnar.<br /> <br /> Eins og að framan er rakið lýtur mál þetta að því hvort almenningur eigi rétt á að kynna sér efni stefnu í dómsmáli sem varðar lögmæti úrskurðar kærunefndar jafnréttismála þar sem fjallað er um ákvörðun ráðherra um skipun í opinbert embætti og þar með ráðstöfun mikilvægra opinberra hagsmuna. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að við beitingu 9. gr. upplýsingalaga hefur nefndin horft til þess að almennt sé ekki hægt að líta svo á að upplýsingar sem gerðar hafa verið opinberar með lögmætum hætti séu upplýsingar um einkamálefni sem óheimilt sé að greina frá, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 11. september 2017 í máli nr. 704/2017, sbr. til hliðsjónar álit setts umboðsmanns Alþingis frá 9. febrúar 2009 í máli nr. 5142/2007. Þar af leiðandi getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að þær upplýsingar sem fram koma í stefnunni og þegar höfðu verið birtar opinberlega í samræmi við ákvæði 5. mgr. 8. gr. laga nr. 10/2008 þegar ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda um aðgang séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt. Það er því niðurstaða nefndarinnar að þær upplýsingar sem þegar hafa verið birtar með slíkum hætti verði ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í stefnunni er hins vegar einnig að finna upplýsingar sem ekki eru reifaðar í úrskurði kærunefndarinnar og bera það með sér að vera unnar upp úr gögnum og upplýsingum sem aflað var í tengslum við skipunarferlið og lágu til grundvallar ákvörðun ráðherra um skipun í embætti ráðuneytisstjóra. Eins og áður segir byggir ríkislögmaður synjun sína m.a. á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf. Úrskurðarnefndin tekur fram að stefnan er ekki hluti af gögnum sem lágu til grundvallar ákvörðun um skipun í embættið og verður synjun um aðgang að henni því ekki með beinum hætti reist á 1. mgr. 7. gr. laganna. <br /> <br /> Hvað sem því líður verður við mat á því hvort rétt sé að halda upplýsingum leyndum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að meta hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt gagnvart þeim einstaklingum sem upplýsingarnar varða, að þær lúti leynd. Við það mat telur úrskurðarnefndin að horfa verði til þess að með áðurnefndu ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga hefur Alþingi ákveðið að upplýsingar og gögn sem lúta að umsóknum um starf skuli undanþegnar upplýsingarétti almennings. Af þeim sökum telur úrskurðarnefndin að umsækjendur um opinber störf og embætti eigi almennt að geta vænst þess að upplýsingar sem til verða við undirbúning ákvarðana um veitingu starfa og embætta verði ekki gerðar opinberar. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu fellst úrskurðarnefndin á að sanngjarnt sé og eðlilegt að afmá upplýsingar sem fram koma í málsgreinum 55 og 56 á blaðsíðu 14 í stefnunni og upplýsingar sem fram koma í línu 14 og áfram í málsgrein 59 á blaðsíðu 15 í stefnunni en þar er að finna beinar tilvitnanir í umsögn hæfnisnefndar þar sem frammistöðu umsækjenda í viðtölum var lýst. Með sömu rökum telur úrskurðarnefndin rétt að afmá úr stefnunni nöfn og umfjöllun um aðra umsækjendur en stefndu og þann umsækjanda sem skipaður var í embættið. Þó ber ekki að afmá upptalningu á umsækjendum sem fram kemur í málsgrein 6 í stefnunni á blaðsíðu 3 en samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er skylt að veita upplýsingar um umsækjendur um opinbert starf.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Embætti ríkislögmanns er skylt að veita kæranda, A, fréttamanni RÚV aðgang að stefnu í máli íslenska ríkisins gegn B í máli E-5061/2020. Þó er skylt að afmá eftirfarandi upplýsingar: <br /> <br /> 1. Upplýsingar sem fram koma í málsgreinum 54 og 55 á blaðsíðu 14 í stefnunni.<br /> 2. Upplýsingar sem fram koma í línu 14 og áfram í málsgrein 59 á blaðsíðu 15 í stefnunni.<br /> 3. Nöfn og umfjöllun um aðra umsækjendur en stefndu og þann umsækjanda sem skipaður var í embættið<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
1006/2021. Úrskurður frá 11. maí 2021. | A, fréttamaður, kærði synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012, á þeim grundvelli að takmarkanir á aðgangi gagnsins skv. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga hefðu fallið niður að átta árum liðnum frá því að það varð til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna. Forsætisráðuneytið synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að skv. lokamálsl. 3. mgr. 36. gr. laganna taki umrætt ákvæði aðeins til gagna sem verða til eftir gildistöku upplýsingalaga, þ.e. frá og með 1. janúar 2013. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga tæki ekki til umbeðins gagns og staðfesti synjun forsætisráðuneytisins á beiðni kæranda. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. maí 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1006/2021 í máli ÚNU 21020006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 1. febrúar 2021, kærði A á fréttastofu RÚV synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012.</p> <p >Með erindi, dags. 4. janúar 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012 á þeim grundvelli að takmarkanir á aðgangi gagnsins samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hefðu fallið niður að átta árum liðnum frá því það varð til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna. Forsætisráðuneytið synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 20. janúar 2021, með vísan til þess að samkvæmt lokamálsl. 3. mgr. 36. gr. laganna taki umrætt ákvæði aðeins til gagna sem verða til eftir gildisstöku upplýsingalaga, þ.e. frá og með 1. janúar 2013. Þar sem fundargerð ríkisráðs hafi verið rituð 31. desember 2012 og gagnið þar með orðið til á þeim degi falli umbeðið gagn ekki undir 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga og fari því um aðgang að því á grundvelli 1. tölul. 6. gr. sömu laga. <br /> <br /> Með erindi, dags. 20. janúar 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að yfirliti úr málaskrá ráðuneytisins um þetta tiltekna mál. Með bréfi, dags. 29. janúar 2021, synjaði ráðuneytið beiðni kæranda með vísan til þess að yfirlit yfir gögn máls væru jafnframt undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji synjun ráðuneytisins stangast á við 12. gr. upplýsingalaga um brottfall takmarkana á upplýsingarétti. Í synjun ráðuneytisins sé vísað til þess að ákvæðið hafi ekki tekið gildi fyrr en 1. janúar 2013. Kærandi bendi á að hvergi komi fram að ákvæðið gildi einungis um gögn sem orðið hafi til eftir gildistöku laganna. Þá gerir kærandi athugasemdir við að ráðuneytið hafi synjað beiðni hans um aðgang að yfirliti úr málaskrá ráðuneytisins varðandi umrætt mál. Kærandi fái þannig engar sönnur fyrir því að fundargerðin hafi raunverulega verið skráð í málaskrá ráðuneytisins 31. desember 2012.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt forsætisráðuneytinu með bréfi, dags. 15. febrúar 2021, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 3. febrúar 2021, kemur fram að samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafi verið saman fyrir slíka fundi. Í 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna komi fram að veita skuli aðgang að gögnum sem m.a. falli undir framangreinda undanþáguheimild þegar átta ár eru liðin frá því þau urðu til. Samkvæmt gildistökuákvæði upplýsingalaga, sbr. 3. málsl. 3. mgr. 36. gr. laganna, eigi ákvæðið hins vegar aðeins við um þau gögn sem verði til eftir gildistöku laganna. Um eldri gögn gildi því almenna reglan um að aðgangstakmarkanir falli niður að 30 árum liðnum, sbr. 2. mgr. 12. gr., sbr. einnig 4. mgr. 4. gr. laganna. Umrædd fundargerð hafi verið rituð á fundi ríkisráðs hinn 31. desember 2012 og sé jafnframt dagsett þann dag. Þá liggi fyrir að upplýsingalög tóku gildi 1. janúar 2013. Loks kemur fram að eftir að kæran barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi forsætisráðuneytið veitt kæranda aðgang að yfirliti yfir gögn málsins úr málaskrá ráðuneytisins á grundvelli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn forsætisráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. febrúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">1.<br /> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012. Forsætisráðuneytið byggir á því að ekki sé skylt að verða við beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um brottfall takmarkana þar sem ákvæðið taki ekki til gagna sem urðu til fyrir gildistöku upplýsingalaga 1. janúar 2013. Þá lýtur kæran að synjun ráðuneytisins á beiðni hans um afhendingu yfirlits yfir gögn málsins í málaskrá ráðuneytisins. <br /> <br /> Í umsögn forsætisráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að kæranda hafi við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni verið veittur aðgangur að umbeðnu yfirliti úr málaskrá ráðuneytisins. Nefndin fær ekki séð að ágreiningur sé uppi um þennan þátt málsins. <br /> <br /> Meginreglan um upplýsingarétt almennings kemur fram í ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem segir að þeim sem falla undir gildissvið upplýsingalaganna sé, ef þess er óskað, skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr.<br /> <br /> Í 6. gr. upplýsingalaga er fjallað um gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti. Í 1. tölul. ákvæðisins segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga segir að ef aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi ekki við skuli veita aðgang að gögnum sem 1.-3. tölul. og 5. tölul. 6. gr. taka til þegar liðin eru átta ár frá því þau urðu til. Í ákvæðinu er þannig sérstaklega kveðið á um að tilteknar takmarkanir á aðgangsrétti almennings samkvæmt upplýsingalögum skuli tímabundnar, m.a. takmarkanir á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 3. málsl. 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um gildistöku upplýsingalaga segir hins vegar að ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna eigi aðeins við um þau gögn sem orðið hafa til eftir gildistöku upplýsingalaga þ.e. 1. janúar 2013. Af ákvæðinu leiðir að um brottfall takmarkana á aðgangsrétti að gögnum sem urðu til fyrir gildistöku upplýsingalaga fer samkvæmt 2. mgr. 12. gr. upplýsinglaga en þar segir að um brottfall annarra takmarkana fari eftir ákvæðum laga um opinber skjalasöfn eftir að liðin eru 30 ár frá því gögnin urðu til, sbr. 4. mgr. 4. gr. Að þeim tíma liðnum fer þannig um upplýsingarétt almennings hjá opinberu skjalasafni samkvæmt V. kafla laga nr. 77/2014, um opinber skjalasöfn.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umrædda fundargerð sem dagsett er með skýrum hætti 31. desember 2012. Með hliðsjón af því og umsögn ráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja til grundvallar að umrætt gagn hafi orðið til þann dag og þar með degi áður en upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi þann 1. janúar 2013. Úrskurðarnefndin telur því ljóst að ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga taki ekki til umbeðins gagns. Af þeim sökum er óhjákvæmilegt að staðfesta synjun forsætisráðuneytisins á beiðni kæranda. </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun forsætisráðuneytisins, dags. 20. janúar 2021, um að synja kæranda um aðgang að fundargerð ríkisráðs frá 31. desember 2012 er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> varaformaður<br /> <br /> <br /> Elín Ósk Helgadóttir Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> |
1005/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021. | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 973/2021 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1005/2021 í máli ÚNU 21040005.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 9. apríl 2021, fór A fram á endurupptöku máls ÚNU 20110015 sem lauk þann 5. febrúar 2021 með úrskurði nr. 973/2021. Með úrskurðinum var staðfest ákvörðun prófnefndar um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður um að synja beiðni kæranda um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir árin 2014 – 2020. Í úrskurðinum var á því byggt að þrátt fyrir að ekki væri víst að öll prófin yrðu notuð á öllum námskeiðum framvegis teldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ljóst að þau yrðu lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta væri á að þau yrðu þýðingarlaus ef þau yrðu afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í erindi kæranda, dags. 9. apríl 2021, er athygli úrskurðarnefndarinnar vakin á því að í úrskurði nefndarinnar nr. 973/2021 komi ranglega fram að athugasemdir kæranda við umsögn prófnefndarinnar hafi ekki borist á meðan málið var til meðferðar hjá nefndinni. Þvert á móti hafi kærandi sent athugasemdir með tölvupósti, dags. 17. desember 2020, í tilefni af umsögn prófnefndar. Kærandi telur ljóst að mistök hafi átt sér stað við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni sem hafi leitt til þess að andmælaréttur kæranda hafi verið að engu hafður. Af þeim sökum telur kærandi úrskurðinn ógildanlegan og fer þess á leit við úrskurðarnefndina að hún taki málið til meðferðar að nýju með hliðsjón af framangreindum athugasemdum kæranda. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í málinu er deilt um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 973/2021 að staðfesta ákvörðun prófnefndar um að synja kæranda um aðgang að munnlegum prófum sem lögð voru fyrir á námskeiði til öflunar réttinda til að flytja mál fyrir héraðsdómi árin 2014-2020.<br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku málsins á því að úrskurðurinn sé ógildanlegur þar sem andmælaréttur kæranda hafi ekki verið virtur en í úrskurðinum komi ranglega fram að athugasemdir kæranda hafi ekki borist vegna umsagnar prófnefndarinnar. Hið rétta sé að kærandi hafi sent úrskurðarnefndinni athugasemdir með tölvupósti, dags. 17. desember 2020. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að nefndinni bárust athugasemdir kæranda við umsögn prófnefndarinnar með tölvupósti, dags. 17. desember 2020, svo sem fram kemur í erindi kæranda og var höfð hliðsjón af þeim við meðferð málsins. Mistök ollu því hins vegar að þess var ekki getið í úrskurðinum.<br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál komst nefndin sem fyrr segir að þeirri niðurstöðu að staðfesta bæri ákvörðun prófnefndar um að synja beiðni kæranda um aðgang að prófverkefnum, að undanskildum eldri verkefnum sem ekki væri fyrirhugað að leggja fyrir á nýjan leik og prófnefnd hafði í umsögn sinni fallist á að veita bæri aðgang að. Niðurstaðan byggði á því að þrátt fyrir að ekki væri víst að öll prófin yrðu notuð á öllum námskeiðum framvegis teldi úrskurðarnefndin ljóst að þau væru lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta væri á að þau yrðu þýðingarlaus yrðu þau afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Sem fyrr segir er beiðni kæranda um endurupptöku málsins reist á því að andmælaréttur hafi ekki verið virtur gagnvart kæranda við meðferð málsins. Eins og fram hefur komið bárust úrskurðarnefndinni umræddar athugasemdir kæranda og var höfð hliðsjón af þeim við úrlausn málsins. Úrskurðarnefndin telur því ljóst að þessi mistök leiði ekki til þess að andmælaregla 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hafi verið brotin enda var höfð hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem kærandi annars vegar færði fram í kæru og hins vegar í athugasemdum við umsögn prófnefndar sem bárust úrskurðarnefndinni á meðan á meðferð málsins stóð. Að mati úrskurðarnefndarinnar leiða framangreind mistök því ekki til þess að úrskurður nr. 973/2021 sé byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í ljósi atvika málsins taldi úrskurðarnefndin engu að síður rétt að fara á ný yfir þau sjónarmið sem fram koma í athugasemdum kæranda, dags. 17. desember 2020, í því skyni að taka afstöðu til þess hvort þar kæmu fram sjónarmið sem leiddu til þess að skilyrði endurupptöku væru fyrir hendi. Var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að svo væri ekki. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar er úrskurður nr. 973/2021 ekki byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 973/2021 frá 5. febrúar 2021.<br /> <br /> <br /> Úrskurðarorð:<br /> Beiðni A dags. 9. apríl 2021, um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 973/2021 frá 5. febrúar 2021, er hafnað.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
1004/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021. | Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að bréfi sem settur ríkisendurskoðandi sendi ráðuneytinu í tengslum við athugun á starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin taldi óumdeilt að bréfið hefði verið sent í tengslum við athugun ríkisendurskoðanda á starfsemi félagsins og það merkt sem trúnaðarmál. Bréfið væri því undirorpið sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest að þessu leyti. Hins vegar féllst úrskurðarnefndin ekki á að svarbréf Lindarhvols ehf. til ríkisendurskoðanda félli undir ákvæðið og var lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar varðandi svarbréfið. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1004/2021 í máli ÚNU 20120021.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. desember 2020, kærði A afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni félagsins um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 8. október 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að bréfi setts ríkisendurskoðanda og öðrum erindum og bréfum sem kynnu að hafa verið send til ráðuneytisins í tengslum við sama mál. Nánar tiltekið laut beiðnin að bréfi frá settum ríkisendurskoðanda til Lindarhvols ehf., dags. 4. janúar 2018, sem jafnframt var sent ráðuneytinu. Jafnframt var óskað eftir afriti af svörum stjórnar Lindarhvols ehf. við bréfi setts ríkisendurskoðanda, sem og öðrum erindum sem kynnu að hafa verið send til ráðuneytisins í tengslum við sama mál. <br /> <br /> Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 18. nóvember 2020, þar sem fram kom að ráðuneytið hefði kannað hvaða gögn væru fyrirliggjandi sem féllu undir beiðni kæranda og þau væru annars vegar bréf setts ríkisendurskoðanda, dags. 4. janúar 2018, undir yfirskriftinni „Vinnuskjal ekki til dreifingar“ og hins vegar svarbréf stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 17. janúar 2018. Í svari ráðuneytisins kom fram að samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga væru drög að skýrslum og gögnum sem væru hluti af máli sem ríkisendurskoðandi hygðist kynna Alþingi, sem send hefðu verið aðilum til kynningar eða umsagnar, undanþegin aðgangi almennings. Í sömu málsgrein segði að ríkisendurskoðandi gæti ákveðið að gögn sem hefðu verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stæði yrðu ekki aðgengileg. Erindi setts ríkisendurskoðanda félli undir framangreind ákvæði og því væri ráðuneytinu ekki heimilt að veita aðgang að því. Að sama skapi væru efnisatriði erindisins tekin upp í svari Lindarhvols og því teldi ráðuneytið ekki heimilt að veita aðgang að því. <br /> <br /> Í kæru er vísað til athugasemda við 3. mgr. 15. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 46/2016 þar sem vísað er til þess að þegar athugun ríkisendurskoðanda sé lokið reyni á aðgangsrétt samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins en þar segir að um aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun sem orðið hafa til í samskiptum ríkisendurskoðanda og eftirlitsaðila fari eftir ákvæðum upplýsingalaga. Að mati kæranda taki þessi lögskýringargögn af allan vafa um þann skilning löggjafans að þær takmarkanir sem tilgreindar séu í 3. mgr. 15. gr. laganna falli úr gildi þegar athugun ríkisendurskoðanda sé lokið og eftir það byggist upplýsingarétturinn á ákvæðum upplýsingalaga. Með vísan til þessa telji kærandi að um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum fari eftir ákvæðum upplýsingalaga. Í kæru kemur fram sú afstaða að umbeðin gögn geti ekki talist vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga enda um að ræða gagn sem sent hafi verið öðrum aðila. Þá sé óumdeilt að ráðuneytið hafi fengið umrædd gögn send án þess að vera eftirlitsaðili Lindarhvols ehf. Af því leiði að ráðuneytið geti ekki byggt synjun sína á þeirri röksemd.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu, með bréfi, dags. 21. desember 2020, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn. Umsögn ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 4. janúar 2021, þar sem fram kemur að ráðuneytið telji ótvírætt að um undirbúningsgögn sé að ræða, þ.e. annars vegar gögn sem hafi verið send stjórnvöldum meðan á athugun Ríkisendurskoðunar á tilteknu máli stóð, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, og hins vegar gögn sem rituð hafi verið til undirbúnings máls af hálfu Lindarhvols ehf. í þágu setts ríkisendurskoðanda, og afhent á grundvelli lagaskyldu. Sú lagaskylda komi fram í III. kafla laga nr. 46/2016 hvað ríkisendurskoðanda varðar og hvað ráðuneytið varðar í 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, sbr. breytingarlög nr. 24/2016. Þá er í umsögninni vísað til þess að í svari ráðuneytisins til kæranda hafi ráðuneytið bent á að 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 taki til gagna sem ríkisendurskoðandi hafi ákvarðað sérstaklega að „verði ekki aðgengileg“ líkt og segi í ákvæðinu, sem og gagna sem hafi að geyma sömu upplýsingar. Þær upplýsingar sem ráðuneytinu sé óheimilt að veita aðgang að samkvæmt ákvæðinu komi fram svo víða í svari Lindarhvols ehf. að ekki séu forsendur eða ástæða til að veita aðgang að svarinu að hluta. Þá segir í umsögninni að við túlkun á 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 verði að líta til sjónarmiða að baki lögunum um mikilvægi þess að Ríkisendurskoðun hafi aðgang að upplýsingum og geti átt samráð og samstarf við stjórnvöld til þess að mál séu tilhlýðilega upplýst. Jafnframt til þess að afrakstur þeirra athugana sem stofnunin ræðst í sé birtur almenningi, bæði forsendur og niðurstaða sem og ágrip af þeim upplýsingum sem byggt er á. Niðurstaða athugunarinnar sem hin umbeðnu gögn varði hafi verið birt á vef Ríkisendurskoðunar í apríl 2020. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins er vikið að því að í kæru sé vísað til athugasemda við 3. mgr. 15. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 46/2016 þar sem fram komi að eftir að athugun ríkisendurskoðanda sé lokið reyni á aðgangsrétt samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins. Í umsögninni kemur fram að ummælin í athugasemdunum samræmist ekki fortakslausu orðalagi 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Ráðuneytið vísar til þess að með 1. og 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. sé kveðið á um að almennt séu engin gögn aðgengileg fyrr en eftir að Alþingi hefur fengið gögnin afhent og að drög sem send hafi verið til kynningar og umsagnar séu alfarið undanþegin aðgangi almennings. Þessu til viðbótar sé heimild fyrir ríkisendurskoðanda til að ákvarða að tiltekin gögn sem send hafa verið stjórnvöldum við meðferð máls verði ekki aðgengileg. Það sé mat ráðuneytisins að sú túlkun sem fram komi í framangreindum athugasemdum við 3. mgr. 15. gr. um að ákvörðun ríkisendurskoðanda um að gögn sem hafi verið send stjórnvöldum verði ekki aðgengileg falli úr gildi að lokinni athugun rúmist ekki innan texta ákvæðisins. Nær sé að telja að tilvísun til þess að þegar athugun sé lokið reyni á aðgangsrétt samkvæmt 2. mgr. 15. gr. eigi við um gögn samkvæmt 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. þ.e. skýrslur, greinargerðir og önnur gögn, t.d. minnisblöð eða ábendingar sem ríkisendurskoðandi hyggist kynna Alþingi.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. janúar 2021, var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda, dags. 22. janúar 2021, er áréttuð sú afstaða kæranda að þær takmarkanir sem tilgreindar eru í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 falli úr gildi þegar athugun ríkisendurskoðanda sé lokið og að þeim tíma liðnum fari um upplýsingarétt samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Komi úrskurðarnefndin hins vegar til með að fallast á sjónarmið ráðuneytisins um að heimilt sé að undanskilja bréfin frá upplýsingaskyldu gagnvart almenningi með sérstakri auðkenningu telji kærandi að slík auðkenning þurfi að vera skýr og hafinn yfir allan vafa. Þá er vísað til þess að hvergi komi fram að svarbréf Lindarhvols, dags. 4. janúar 2018, hafi verið sérstaklega merkt sem vinnuskjal. Af þeim sökum eigi kærandi rétt til aðgangs að bréfinu.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að annars vegar bréfi setts ríkisendurskoðanda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 4. janúar 2018, og hins vegar svarbréfi Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda, dags. 17. janúar 2018.<br /> <h3>2.</h3> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda um að afhenda bréf setts ríkisendurskoðanda til Lindarhvols ehf. er einkum reist á því að umrætt gagn falli undir 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012. Kemur því til athugunar úrskurðarnefndarinnar hvort þau lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkar upplýsingarétt almennings.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðar¬reglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Um aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun er fjallað í 15. gr. laganna. Í 2. mgr. ákvæðisins kemur fram að ef óskað er aðgangs að gögnum sem hafa orðið til í samskiptum ríkisendurskoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 3. mgr. er að finna takmarkanir á framangreindum upplýsingarétti almennings. Þar segir í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hafi útbúið og séu hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Frá þessari reglu eru tvær undantekningar sem annars vegar er að finna í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem segir að drög að slíkum gögnum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu ekki aðgengileg. Hins vegar segir í 3. málsl. að ríkisendurskoðandi geti ákveðið að gögn sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. <br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, segir m.a. eftirfarandi um 3. málsl. 3. mgr. 15. gr.:<br /> <br /> „Loks er í þriðja lagi lagt til að ríkisendurskoðandi geti ákveðið að önnur gögn, sem til hafa orðið við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur, verði ekki aðgengileg. Hér getur verið um að ræða ýmis gögn, m.a. vinnugögn sem send hafa verið aðila um fyrirhugaða athugun á starfsemi hans og bréfaskipti þar að lútandi, óháð því hvort um er að ræða skýrslu til Alþingis eða undirbúning hennar. Í framkvæmd er rétt að gera ráð fyrir því að ríkisendurskoðandi auðkenni sérstaklega þau gögn sem eru undanþegin samkvæmt greininni þannig að þau haldi stöðu sinni við afhendingu þeirra til annarra aðila. Mikilvægt er að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verða t.d. gerðar aðgengilegar á rannsóknarstigi. Þegar athugun ríkisendurskoðanda er lokið reynir á aðgangsréttinn skv. 2. mgr.“<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 827/2020 var komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 væri sérstakt þagnarskylduákvæði. Í því máli reyndi á rétt kæranda til aðgangs að drögum að greinargerð sem hafði verið afhent stjórnvöldum á grundvelli lagaskyldu þar að lútandi samkvæmt þeirri undanþágu frá aðgangsrétti almennings sem kveðið er á um í 2. málsl. ákvæðisins. Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Eins og fjallað var um í framangreindum úrskurði verður dregin sú ályktun af 3. mgr. ákvæðisins að hún taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er að finna. Á það eðli málsins samkvæmt jafnframt við um þau gögn sem ríkisendurskoðandi hefur ákveðið að undanskilja aðgangsrétti, skv. 3. málsl. 3. mgr. ákvæðisins. Þannig er því stjórnvaldi sem veitir gögnum viðtöku frá ríkisendurskoðanda sem auðkennd hafa verið með þeim hætti sem lýst er í ákvæðinu óheimilt að verða við beiðni um aðgang að þeim. Úrskurðarnefndin telur því ljóst að líta beri á 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 sem sérstakt þagnarskylduákvæði.<br /> <br /> Óumdeilt er að bréf setts ríkisendurskoðanda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 4. janúar 2018, var sent ráðuneytinu í tengslum við athugun setts ríkisendurskoðanda á starfsemi Lindarhvols ehf. sem til stóð að kynna Alþingi. Með bréfinu fór settur ríkisendurskoðandi þess á leit við ráðuneytið að það hlutaðist til um að Lindarhvoll ehf. svaraði efnislega fyrirspurnum setts ríkisendurskoðanda. Skjalið er merkt af settum ríkisendurskoðanda sem „vinnuskjal ekki til dreifingar“. Samkvæmt framangreindu er bréfið undirorpið sérstakri þagnarskyldu 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna.<br /> <br /> Í kæru er því haldið fram að umrædd undanþága frá upplýsingarétti almennings sem kveðið er á um í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 falli niður þegar ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni og fari þá um upplýsingarétt eftir ákvæðum upplýsingalaga. Í því sambandi er vísað til 2. mgr. 15. gr. laganna og þess sem fram kemur í framangreindum athugasemdum við 3. mgr. 15. gr.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur rétt að árétta að með 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. er kveðið á um þá meginreglu að skýrslur, greingargerðir og önnur gögn ríkisendurskoðanda verði fyrst aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Eftir það verður að líta svo á að um aðgang að upplýsingum samkvæmt 1. málsl. 3. mgr. fari eftir ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 15. gr. laganna. Á það við hvort sem slíkri beiðni er beint að ríkisendurskoðanda eða öðru stjórnvaldi sem kann að hafa gögnin í sínum fórum. Í 2. og 3. málsl. 3. mgr. er hins vegar sérstaklega mælt fyrir um að þau gögn sem þar eru tilgreind séu undanþegin framangreindum aðgangsrétti. Úrskurðarnefndin telur að orðalag ákvæðisins verði ekki skilið með öðrum hætti en að þær sérstöku takmarkanir sem þar er kveðið á um haldist þrátt fyrir að þau gögn sem mælt er fyrir um í 1. málsl. hafi verið afhent Alþingi. <br /> <br /> Þá skal tekið fram að með 2. mgr. 15. gr. laganna er fjallað um aðgang að upplýsingum hjá Ríkisendurskoðun en ekki öðrum stjórnvöldum sem hafa í sínum fórum gögn sem stafa frá ríkisendurskoðanda líkt og hér háttar til. Eins og fjallað er um í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laga nr. 46/2016 kom ákvæðið inn sem nýmæli en fram að því hafði verið litið svo á að starfsemi Ríkisendurskoðunar væri undanþegin ákvæðum upplýsingalaga. Með ákvæðinu er þannig tekið af skarið um að ákvæði upplýsingalaga gildi almennt um aðgang almennings að upplýsingum hjá Ríkisendurskoðun. Sá aðgangsréttur kann hins vegar að sæta þeim sérstöku takmörkunum sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 15. gr. laganna.<br /> <h3>3.</h3> Synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um að afhenda svarbréf Lindarhvols ehf. til setts ríkisendurskoðanda, dags. 17. janúar 2018, er einnig reist á 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Í því sambandi er vísað til þess að þær upplýsingar sem ráðuneytinu sé óheimilt að afhenda komi fram svo víða í svarbréfi Lindarhvols ehf. að ekki séu forsendur til að veita aðgang að því að hluta. <br /> <br /> Eins og rakið er hér að framan tekur undanþága frá aðgangsrétti samkvæmt 3. máls. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 til gagna sem send hafa verið stjórnvöldum í tengslum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur og ríkisendurskoðandi hefur sérstaklega ákveðið að undanskilja aðgangsrétti. Þegar af þeirri ástæðu getur svarbréf sem stafar frá Lindarhvoli ehf. og sent var settum ríkisendurskoðanda ekki fallið undir framangreint ákvæði enda stafar gagnið hvorki frá ríkisendurskoðanda né liggur fyrir ákvörðun hans um að það skuli undanþegið aðgangsrétti. Verður synjun ráðuneytisins því ekki reist á 3. máls. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016.<br /> <br /> Fer því um rétt kæranda til aðgangs að umræddu skjali eftir ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna, og bar ráðuneytinu við meðferð beiðni kæranda að taka afstöðu til réttar hans til aðgangs að skjalinu með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Það var ekki gert heldur látið duga að synja beiðninni á þeirri röngu forsendu að gagnið væri undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 3. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016. Í ljósi framangreinds verður hvorki ráðið af ákvörðun ráðuneytisins né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn á grundvelli upplýsingalaga og jafnframt hvort þau séu þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang að þeim að meira eða minna leyti á grundvelli undanþáguákvæða laganna. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 18. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að bréfi setts ríkisendurskoðanda, dags. 4. janúar 2018, er staðfest.<br /> <br /> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 18. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að svarbréfi Lindarhvols ehf., dags. 17. janúar 2018, er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1003/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021. | Deilt var um afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni kæranda um aðgang að verklagsreglum. Úrskurðarnefndin féllst ekki á með ríkisskattstjóra að í þeim öllum væri greint frá fyrirhuguðum ráðstöfunum, t.d. rannsóknarathöfnum eða öðrum eftirlitsráðstöfunum í tengslum við almennt skatteftirlit ríkisskattstjóra sem yrðu þýðingarlausar ef þær yrðu opinberaðar í skilningi 5. tölul. 10. gr. Ríkisskattstjóra var gert að afhenda verklagsreglurnar að undanskildum hluta þeirra. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 1003/2021 í máli ÚNU 20120017.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> Með erindi, dags. 16. desember 2020, kærði A afgreiðslu ríkisskattstjóra á beiðni hans um aðgang að upplýsingum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 19. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir verklagsreglum og leiðbeiningum ríkisskattstjóra í heimilisfestismálum. Ríkisskattstjóri synjaði beiðni hans með tölvubréfi, dags. 27. nóvember 2020, með vísan til þess að vegna eftirlitshagsmuna yrðu verkferlar fyrir vinnslu einstakra málaflokka ekki afhentir. Kærandi ítrekaði beiðni sína sama dag og vísaði til 101. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 2542/1998. Ríkisskattstjóri svaraði kæranda á ný með tölvubréfi, dags. 8. desember 2020, þar sem fyrri synjun embættisins var ítrekuð og tekið fram að vegna sameiningar embætta ríkisskattstjóra og sjálfstæðra skattstjóra árið 2010 ætti tilvitnað álit umboðsmanns ekki við í þessu tilviki.<br /> <br /> Í kæru greinir að kærandi hafi óskað eftir umræddum verkferlum og leiðbeiningum sem ríkisskattstjóri notist við í tengslum við uppkvaðningu úrskurða um skattalega heimilisfesti einstaklinga. Í kæru kemur fram að hann undirbúi kæru til yfirskattanefndar vegna slíks úrskurðar ríkisskattstjóra. Hann telji synjun ríkisskattstjóra brjóta gegn réttmætisreglunni og það sé ekki ásættanlegt að verklagsreglur embættisins þoli ekki dagsins ljós. Hann telji hugsanlegt að jafnræðis hafi ekki verið gætt við meðferð ríkisskattstjóra á máli hans varðandi skattalega heimilisfesti og því vilji hann afrit af umræddum verkferlum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 19. desember 2020, og ríkisskattstjóra veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ríkisskattstjóra ásamt gögnum málsins barst með tölvubréfi, dags. 8. janúar 2021. Í umsögninni kemur fram að ríkisskattstjóri telji upplýsingabeiðnina ná til þriggja gagna, þ.e. verkferils, verklagsreglu og vinnulýsingar vegna eftirlitsmála sem snerti skattalega heimilisfesti aðila. Gögnin séu vistuð á innri vef ríkisskattstjóra þar sem þau séu aðgengileg starfsmönnum embættisins til hliðsjónar og eftirbreytni við afgreiðslu mála. Þá segir að tilgangur með samantekt þessara gagna sé sá að fyrir hendi séu almennar málsmeðferðarreglur til stuðnings við skoðun á skattalegri heimilisfesti sem þætti í eftirlitsaðgerðum ríkisskattstjóra. Verklagsreglurnar séu settar í því skyni að tryggja vandaða stjórnsýslu við úrlausn verkefna. Þannig sé um að ræða upplýsingar sem ríkisskattstjóri hafi útbúið í eigin þágu og til eigin nota við meðferð máls, líkt og áskilið sé um vinnugögn stjórnvalda, sbr. athugasemdir við 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í umsögninni er nánar greint frá inntaki gagnanna en þar segir að efni þeirra sé í raun tvíþætt. Annars vegar sé þar að finna leiðbeiningar varðandi þá málsmeðferð sem viðhafa beri við skatteftirlit. Hins vegar sé þar að finna upplýsingar um hvernig efnislega skuli staðið að eftirlitsmálum sem snerti skattalegt heimilisfesti. <br /> <br /> Í umsögninni er þeirri afstöðu lýst að opinberun upplýsinganna myndi raska almannahagsmunum með þeim hætti að skattaðilum yrði unnt að sníða hegðun sína, gjörðir og svör til ríkisskattstjóra að fyrirhuguðum eftirlitsaðgerðum. Ríkisskattstjóri telji að þau atriði sem fram koma í umræddum gögnum falli undir 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem fram komi að heimilt sé að takmarka aðgang að upplýsingum ef um sé að ræða fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera ef að þær yrðu þýðingarlausar eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þær á almanna vitorði. Loks kemur fram í umsögninni að framangreint ætti einungis við um hluta þeirra gagna sem um er deilt. <br /> <br /> Við meðferð málsins afhenti ríkisskattstjóri kæranda verkferil, verklagsreglu og vinnulýsingu þar sem búið var að afmá tilteknar upplýsingar.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var send kæranda með bréfi, dags. 8. janúar 2021. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 13. janúar 2021. Í umsögninni áréttar kærandi mikilvægi þess að honum verði afhentar upplýsingar um þá verkferla og leiðbeiningar sem notaðar voru af hálfu ríkisskattstjóra til að komast að þeirri niðurstöðu að kærandi hefði heimilisfesti hér á landi. Þá er kærandi ósammála þeirri afstöðu ríkisskattstjóra að afhending umræddra gagna muni leiða til aukinna undanskota og veltir því upp hvort ríkisskattstjóri vilji ekki að skattaðilar geti farið eftir reglum sem í gildi eru. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um upplýsingar sem afmáðar voru úr verkferli, verklagsreglu og vinnulýsingu sem kæranda var að öðru leyti veittur aðgangur að undir rekstri málsins hjá úrskurðarnefndinni. <br /> <br /> Synjun ríkisskattstjóra var í fyrsta lagi rökstudd með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en þar er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera, ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Athugasemdir ríkisskattstjóra verða skildar á þann veg að embættið líti svo á að skatteftirlit samkvæmt umræddum verklagsreglum yrði verulega torveldað yrðu þær aðgengilegar almenningi.<br /> <br /> Um orðasambandið „fyrirhugaðar ráðstafanir“ í 5. tölul. greinarinnar segir eftirfarandi í athugasemdum með frumvarpi til núgildandi upplýsingalaga:<br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 5. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við, sbr. 12. gr. frumvarpsins. Með vísun til annarra takmarkana samkvæmt lögunum er vísað til þess að þau kunni að innihalda upplýsingar um einkamálefni manna eða önnur atriði sem leynt eiga að fara af öðrum ástæðum en 10. gr. frumvarpsins tekur til.“<br /> <br /> Sem fyrr segir er í umræddum gögnum að finna almenna lýsingu á því verklagi sem starfsmönnum ríkisskattstjóra ber að viðhafa við framkvæmd skatteftirlits, skv. 102. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, í þeim tilvikum þegar upp kemur vafi um hvort einstaklingur eigi að vera skráður heimilisfastur á Íslandi. Í gögnunum er t.d. að finna upptalningu á upplýsingum sem talið er nauðsynlegt að afla við meðferð einstakra mála og hvar sé unnt að afla þeirra. Úrskurðarnefndin fær þannig ekki betur séð en að í verklagsreglunum felist nánari útfærsla og túlkun ríkisskattstjóra á viðeigandi ákvæðum skattalaga sem fylgja ber við meðferð eftirlitsmála af framangreindum toga í því skyni að rannsaka og upplýsa mál með fullnægjandi hætti og tryggja samræmi við úrlausn mála. Í því sambandi skal bent á að með 94. gr. laga nr. 90/2003 er ríkisskattstjóra fengin víðtæk heimild til upplýsingaöflunar ýmist hjá aðila máls sjálfum eða þriðja aðila. Þrátt fyrir að í gögnunum sé að finna lýsingu á þeim viðbrögðum sem gripið er til þegar eftirlitsmál hefst verður ekki séð að í þeim öllum sé greint frá fyrirhuguðum ráðstöfunum, t.d. rannsóknarathöfnum eða öðrum eftirlitsráðstöfunum í tengslum við almennt skatteftirlit ríkisskattstjóra sem yrðu þýðingarlausar ef þær yrðu opinberaðar í skilningi 5. tölul. 10. gr. Þvert á móti hafa þær að miklu leyti að geyma upplýsingar um verklag og grundvöll einstakra mála sem kann að ljúka með töku stjórnvaldsákvarðana sem telja verður mikilvægt að almenningur og ekki síst þeir sem aðild eiga að málum hjá ríkisskattstjóra geti kynnt sér eins og háttar til í tilviki kæranda. Með vísan til framangreinds og þess lögskýringarsjónarmiðs að almennt beri að túlka takmarkanir á upplýsingarétti þröngt verður ekki fallist á það með ríkisskattstjóra að unnt sé að synja beiðni kæranda með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að öllu leyti. Hins vegar fellst úrskurðarnefndin á að hinn yfirstrikaði texti í fylgiskjali 1 sem og yfirstrikaður texti í köflum 1.3 og 2.1 í fylgiskjali 3 sé þess efnis að rétt sé að fallast á niðurstöðu ríkisskattstjóra um að undanskilja hann aðgangi kæranda. <br /> <br /> 2.<br /> Í synjun ríkisskattstjóra er einnig vísað til þess að umrædd gögn teljist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr., og þannig undanþegin aðgangi kæranda. <br /> <br /> Í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar, sem falla undir lögin skv. 2. og 3. gr., hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna ef þau hafi verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Í athugasemdum um 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins. Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur vinnugagn. Undantekningar eru þó gerðar varðandi síðastgreinda atriðið.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að í skilyrðinu um að gagn sé undirbúningsgagn í reynd felst að það hafi orðið til við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta tiltekins máls, enda er takmörkun 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga á upplýsingarétti almennings studd þeim rökum að gögn sem verða til við slíkt ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Ákvæðið getur hins vegar ekki takmarkað rétt almennings til aðgangs að skjölum sem eru útbúin almennt til notkunar við meðferð ótiltekinna mála af ákveðnum toga, enda er ekki um sömu hagsmuni að tefla í þeim tilvikum. Þetta sést til að mynda á því að sérstaklega er mælt fyrir um skyldu til að veita aðgang að vinnugögnum sem hafa að geyma lýsingu á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði, sbr. 4. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds og þess lögskýringarsjónarmiðs að skýra beri takmarkanir á upplýsingarétti almennings þröngt, með hliðsjón af meginreglu laganna um rétt til aðgangs, er ekki fallist á það með ríkisskattstjóra að umræddar upplýsingar teljist vinnugögn í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarorð:<br /> Staðfest er synjun ríkisskattstjóra á að veita aðgang að hinum yfirstrikaða texta í fylgiskjali 1, Verkferill, sem og yfirstrikuðum texta í köflum 1.3 og 2.1 í fylgiskjali 3, Vinnulýsing.<br /> <br /> Ríkisskattstjóra er að öðru leyti skylt að veita kæranda aðgang að verkferli, verklagsreglu og vinnulýsingu ríkisskattstjóra án útstrikana. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1002/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021. | Deilt var um afgreiðslu Hafnarfjarðar á beiðni kæranda um gögn i tengslum við byggingu fasteignar. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja fullyrðingu sveitarfélagsins að kæranda hefðu verið afhent öll fyrirliggjandi gögn hjá sveitarfélaginu varðandi umrædda fasteign. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1002/2021 í máli ÚNU 20120016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 13. desember 2020, kærði A afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum í tengslum við byggingu Eskivalla 11.<br /> <br /> Kærandi sendi Hafnafjarðarbæ erindi, dags. 14. október 2020, þar sem hann óskaði eftir afhendingu samskiptagagna, skjala, tölvupósta, tilkynninga og bréfa er vörðuðu byggingu Eskivalla 11. Með bréfi, dags. 16. október 2020, voru kæranda afhent umbeðin gögn. Í bréfinu var kæranda leiðbeint um að ef hann teldi afhent gögn ekki fullnægjandi gæti hann bókað fund með starfsmönnum sveitarfélagsins, byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í því skyni að fara yfir málavexti og/eða gögnin. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji að í þeim gögnum sem hann fékk afhent með bréfi, dags. 16. október 2020, sé ekki að finna þær upplýsingar sem leitað var eftir samkvæmt fyrirspurnum hans. Kærandi telji mikla leynd hvíla yfir málinu. Í kærunni er einnig að finna lista yfir 10 nánar tilgreind gögn sem kærandi telji að séu fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu og óskað var eftir en ekki voru afhent. Um er að ræða eftirfarandi gögn eða upplýsingar:<br /> <br /> 1) Skýrsla frá VSI Öryggishönnun og ráðgjöf sem uppfærð var í júlí og getið er í byggingarlýsingu og teikningum 30. september 2020.<br /> 2) Minnisblað frá fundi sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdarsviðs Hafnarfjarðar með forsvarsmönnum byggingaraðila fjölbýlishússins við Eskivelli 11 sem haldinn var í ágúst 2020.<br /> 3) Flóttaleiðir: Minnisblað sem getið er í byggingarlýsingu og teikningum 30. september 2020.<br /> 4) Greinargerð á sundurliðuðum útreikningum á bílastæðabókhaldi hönnuðar.<br /> 5) Skýringarblað verkfræðings sem getið er á teikningu frá 30. september 2020.<br /> 6) Gögn um gæðavottunarkerfi byggingarstjóra Eskivalla 11.<br /> 7) Skýrsla um öryggi eldvarna og fylgiskjali frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá júní 2020.<br /> 8) Skýrsla og fylgiskjal frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um öryggisúttekt um jákvæða „afstöðu slökkviliðs vegna öryggisúttektar“ um að Eskivellir 11 stæðust öryggiskröfur.<br /> 9) Staðfesting frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs vegna öryggisatriða á Eskivöllum 11. Óskað var eftir heildarskjali í stað skjáskots sem kærandi hafði fengið afhent.<br /> 10) Tölvupóstsamskipti byggingarfulltrúans í Hafnarfirði við byggingaraðila Eskivalla 11 sem fram fóru á meðan á byggingartímanum stóð.<br /> <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Hafnarfjarðarbæ með bréfi, dags. 21. desember 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn sveitarfélagsins barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 12. janúar 2021. Í umsögninni er málavöxtum lýst og greint frá því að kæranda hafi verið afhent gögn í samræmi við beiðni hans með bréfi, dags. 16. október 2020. Þar segir jafnframt að kæranda hafi ekki verið synjað sérstaklega um nein gögn. Þvert á móti hafi honum verið boðið að funda með starfsmönnum sveitarfélagsins í því skyni að fara yfir málið með frekari hætti teldi hann gögnin ekki nægjanlega upplýsandi. Engin viðbrögð hafi borist frá kæranda. Þá er vísað til þess að í kæru setji kærandi fram með sundurliðuðum hætti þau gögn sem hann telji sig ekki hafa fengið afhent og telji fyrirliggjandi í málinu. Í umsögninni er að finna umfjöllun um hvern og einn lið í kærunni og tiltekið að kærandi hafi ýmist fengið gögnin afhent eftir að kæra til úrskurðarnefndarinnar var lögð fram eða þau séu ekki fyrirliggjandi. Nánar tiltekið kemur fram að gögn sem tilgreind eru í liðum 1, 2, 4, 6 og 9 í beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. <br /> <br /> Í umsögn Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að skýrsla sem óskað er eftir undir lið 1 í kærunni frá VSI Öryggishönnun uppfærð í júlí 2020 og getið sé í byggingarlýsingu og teikningum sé ekki til og því ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Fram komi á teikningu sem vísað er til að verkinu fylgi ekki skýrsla heldur sé einungis um að ræða texta sem sé á teikningu. Hvað varðar þá fundargerð sem óskað er eftir undir lið 2 í kærunni segir í umsögn sveitarfélagsins að slík fundargerð hafi ekki verið tekin saman. Ekki sé venja að taka saman fundargerðir eða minnisblöð vegna funda sem þessa. Í umsögninni kemur fram varðandi lið 4 í kærunni að ekki liggi frekari gögn fyrir varðandi bílastæðabókhald en það sem tilgreint sé á tilvitnaðri teikningu. Í lið 6 í kærunni kemur fram að kærandi hafi óskað eftir gögnum um gæðavottunarkerfi byggingarstjóra. Í umsögn sveitarfélagsins kemur fram að byggingarfulltrúaembætti hafi ekki yfir að ráða gögnum um gæðavottunarkerfi byggingarstjóra og sé því ekki unnt að veita umbeðin gögn. Byggingarstjórar hafi samþykkt gæðakerfi en skoðunarstofa fari yfir gæðakerfið og votti að það sé fullnægjandi, það sé svo skráð hjá Mannvirkjastofnun. Loks er undir lið 9 í kærunni óskað eftir staðfestingu frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs vegna öryggisatriða á Eskivöllum. Í kæru eru gerðar athugasemdir við að sveitarfélagið hafi einungis afhent skjáskot af texta sem sagður sé stafa frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu en ekki skjalið í heild sinni. Í umsögn sveitarfélagsins kemur fram að samantekt slökkviliðsins vegna yfirferðar á teikningum berist ávallt með þeim hætti sem liggi fyrir hjá kæranda. Frekari gögn liggi ekki fyrir að þessu leyti.<br /> <br /> Þau gögn sem tilgreind eru undir liðum 3, 5, 7, 8 og 10 hafi aftur á móti verið afhent kæranda eftir að kæra var lög fram til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Umsögn sveitarfélagsins var send kæranda, með bréfi, dags. 12. janúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. janúar 2021, kemur fram að hann telji í ljósi þess hversu erfiðlega hafi gengið að afla gagna hjá sveitarfélaginu að óhjákvæmilega leiki vafi á því hvort öll gögn hafi verið afhent. Til þess að varpa ljósi á málið svo það megi teljast fullrannsakað væri rétt að nefndin krefði sveitarfélagið um tæmandi lista yfir öll gögn sem málinu tengjast. Í því fælist að lagðar yrðu fram upplýsingar um öll mál sem tengjast umræddri húsbyggingu. Þá yrðu lagðar fram útskriftir úr málaskrá sem sýndu yfirlit yfir öll gögn sem tilheyra hverju máli. Jafnframt yrði upplýst hvort Hafnarfjarðarbær sinnti þeirri skyldu að færa samskipti undir viðkomandi mál. Í þessu sambandi vísaði kærandi til 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, laga um opinber skjalasöfn og reglur Þjóðskjalasafns Íslands um vistun skjala.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar á beiðni kæranda um aðgang að ýmsum gögnum sem tengjast byggingu Eskivalla 11. Hafnarfjarðarbær heldur því fram að öll fyrirliggjandi gögn hafi verið afhent og önnur gögn sem kærandi óski eftir séu ekki til hjá embættinu. <br /> <br /> Í umsögn Hafnarfjarðarbæjar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að kæranda hafi við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni verið afhentur hluti þeirra gagna sem kæran snýr að, nánar tiltekið þau gögn sem talin eru upp og lýst undir liðum 3, 5, 7, 8 og 10 í kæru og tilgreind eru hér að framan. Nefndin fær ekki séð að ágreiningur sé uppi um þennan þátt málsins. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Hvað varðar önnur gögn sem kærandi vísar til í kærunni, þ.e. undir liðum 1, 2, 4, 6 og 9 kemur fram í umsögn sveitarfélagsins, eins og rakið er hér að framan, varðandi hvert og eitt gagn að þau séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Í ljósi skýringa sveitarfélagsins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umrædd gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda er þess farið á leit við úrskurðarnefndina að hún grípi til tiltekinna úrræða í því skyni að upplýsa málið og jafnframt leiða í ljós hvernig almennt er staðið að skráningu mála og gagna hjá sveitarfélaginu. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að ekki er hægt að óska eftir því að nefndin ráðist í almenna úttekt á því hvernig stjórnvöld haga starfsemi sinni, t.d. hvernig þau standa að skráningu og vistun gagna. Slíkt almennt eftirlit kemur í hlut annarra eftirlitsaðila, t.d. umboðsmanns Alþingis og Þjóðskjalasafns Íslands. Úrskurðarnefndin getur hins vegar við meðferð einstakra mála gripið til þeirra úrræða sem hún telur nauðsynleg í því skyni að upplýsa mál nægilega vel í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga, t.d. ef hún telur skýringar stjórnvalds ekki fullnægjandi. Úrskurðarnefndin telur hins vegar atvik þessa máls ekki gefa tilefni til slíkra ráðstafana.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 13. desember 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
1001/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021. | Deilt var um afgreiðslu Menntamálastofnunar á beiðni A um upplýsingar um forsendur ráðningar tiltekins starfsmanns stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar sneri beiðni kæranda að upplýsingum sem undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi því heimilt að synja beiðni kæranda um umbeðnar upplýsingar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1001/2021 í máli ÚNU 20120015.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> Með erindi, dags. 12. desember 2020, kærði A afgreiðslu Menntamálastofnunar á beiðni hans um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 10. desember 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um forsendur ráðningar nafngreinds starfsmanns Menntamálastofnunar. Menntamálastofnun svaraði erindinu með tölvupósti, dags. 11. desember 2020, þar sem fram kom að umræddur starfsmaður hefði verið ráðinn á grundvelli auglýsingar um laust starf sviðsstjóra miðlunarsviðs. Með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga tæki upplýsingaréttur almennings ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kvartað sé yfir því að ekki sé unnt að fá svör frá Menntamálastofnun varðandi ráðningu starfsmanns. Upphaflega hafi kærandi leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem hafi vísað til þess að ráðuneytið fari ekki með starfsmannamál Menntamálastofnunar heldur beri forstjóri stofnunarinnar ábyrgð á þeim. Af þeim sökum fór kærandi fram á umræddar upplýsingar hjá Menntamálastofnun. Í kæru kemur fram að kærandi hafi áður leitað til umboðsmanns Alþingis vegna afgreiðslu Menntamálastofnunar á beiðni kæranda um upplýsingar. Í bréfi umboðsmanns hafi komið fram að ef kærandi teldi að Menntamálastofnun hefði synjað beiðni hans um upplýsingar gæti hann freistað þess að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Menntamálastofnun með bréfi, dags. 19. desember 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Umsögn Menntamálastofnunar barst með tölvubréfi, dags. 3. febrúar 2021. Í umsögninni kemur fram að beiðni kæranda um upplýsingar varðandi forsendur ráðningar nafngreinds starfsmanns hafi verið svarað með tölvupósti dags. 11. desember 2020 þar sem fram kom að umræddur starfsmaður hafi verið ráðinn á grundvelli auglýsingar um laust starf. Það sé afstaða Menntamálastofnunar að þar með sé búið að veita þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir af hálfu kæranda. Þá segir í umsögninni að starf miðlunarstjóra miðlunarsviðs stofnunarinnar hafi verið auglýst laust til umsóknar í samræmi við 7. gr. laga nr. 70/1996 og reglur nr. 1000/2019, um auglýsingar á lausum störfum. Umræddur starfsmaður hafi verið metinn hæfastur umsækjenda úr hópi 15 umsækjenda. Í umsögninni er einnig vísað til þess sem fram kom í svari Menntamálastofnunar um að upplýsingaréttur almennings nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Meðfylgjandi umsögninni voru hlekkir annars vegar á frétt á vefsíðu Menntamálastofnunar þar sem tilkynnt var um ráðningu í starfið og hins vegar á auglýsingu um umrætt starf sem birt var m.a. á vef Fréttablaðsins. <br /> <br /> Umsögn Menntamálastofnunar var send kæranda með bréfi, dags. 16. apríl 2021, og honum veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 19. apríl 2021. Í athugasemdum kæranda kemur fram að með umsögninni sé einungis vísað til auglýsingar um starfið þar sem fram komi verkefni og ábyrgð ásamt menntunar- og hæfniskröfum er varða starfið og fréttatilkynningar um þann sem ráðinn var. Beiðnin kæranda hafi hins vegar byggst á því að fá upplýsingar um forsendur ráðningar viðkomandi einstaklings en ekki verði séð að þeirri spurningu hafi verið svarað. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Menntamálastofnunar á beiðni kæranda um forsendur ráðningar nafngreinds starfsmanns Menntamálastofnunar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars fram eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins.“<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að upplýsingar í tengslum við ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verða felldar undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Hér undir falla þannig allar upplýsingar og gögn sem verða til í ráðningarferlinu m.a. um hvernig samanburði á umsóknum og mati á umsækjendum var háttað. Beiðni kæranda til Menntamálastofnunar snýr að því að fá upplýsingar um forsendur ráðningar tiltekins starfsmanns til viðbótar við þær upplýsingar sem hann hefur þegar fengið, þ.e. um auglýsingu starfsins. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður beiðnin ekki skilin öðruvísi en að hún lúti að upplýsingum um ákvörðun Menntamálastofnun um ráðningu starfsmanns og undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Menntamálastofnun var því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar um forsendur ráðningar nafngreinds starfsmanns Menntamálastofnunar. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Menntamálastofnunar, dags. 11. desember 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um á hvaða forsendum nafngreindur starfsmaður Menntamálastofnunar var ráðinn.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
1000/2021. Úrskurður frá 28. apríl 2021. | Beiðni kæranda um endurupptöku allra úrskurða í málum sem varða Herjólf ohf. var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 1000/2021 í máli ÚNU 20120009.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 7. desember 2020, fór A fram á endurupptöku allra mála er varða Herjólf ohf. og nefndin hefur ýmist vísað frá eða úrskurðað Herjólfi ohf. í vil. Meðfylgjandi erindinu var viðtal við formann bæjarráðs Vestmannaeyja sem birtist á vefmiðlinum eyjar.is sem kærandi telur upplýsa svo ekki verði um villst hver beri ábyrgð og áhættu af rekstri Herjólfs ohf. <br /> <br /> Í tilefni af erindinu var kæranda ritað bréf, dags. 19. mars 2021, þar sem fram kom að ekki yrði fyllilega ráðið af erindinu að hvaða máli eða málum beiðni hans um endurupptöku sneri og eftir atvikum hvernig þær upplýsingar sem fram komu í umræddu viðtali sem fylgdi erindinu leiddu til þess að skilyrði endurupptöku væru fyrir hendi, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Til þess að úrskurðarnefndin gæti fengið gleggri mynd af því að hvaða málum beiðnin sneri og tekið afstöðu til þess hvort skilyrði endurupptöku væru fyrir hendi var þess óskað að kærandi veitti nefndinni frekari upplýsingar um þau mál, með tilvísun til málsnúmera, sem hann óskaði að yrðu endurupptekin. <br /> <br /> Í svari kæranda, dags. 8. apríl 2021, kom fram að það kæmi glöggt fram í umræddu viðtali að útsvarsgreiðendur í Vestmannaeyjum borgi brúsann af Herjólfi ohf. Þeim sem greiði komi málið einfaldlega við. Af erindinu verður ráðið að kærandi telji úrskurðarnefndina almennt taka afstöðu með Herjólfi ohf. í þeim málum sem henni berast en gegn almenningi sem sæki sinn rétt.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í erindi kæranda til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að hann óski endurupptöku þeirra mála sem úrskurðarnefndin hefur ýmist vísað frá eða úrskurðað Herjólfi ohf. í vil. Eins og fram hefur komið fór úrskurðarnefndin þess á leit við kæranda að hann skýrði nánar að hvaða málum beiðni hans um endurupptöku sneri. Í svari kæranda til úrskurðarnefndarinnar er ekki að finna slíka afmörkun. Úrskurðarnefndin leggur því þann skilning í erindi kæranda að hann telji að þær upplýsingar sem fram komi í umræddu viðtali við formann bæjarráðs leiði almennt til þess að úrskurðarnefndinni beri að endurupptaka öll mál þar sem kæru kæranda hefur verið vísað frá eða ákvörðun Herjólfs ohf. staðfest. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr. 24. gr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því. <br /> <br /> Kærandi hefur á liðnum árum beint fjölmörgum kærum til úrskurðarnefndarinnar vegna afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðnum hans um upplýsingar eða gögn. Þannig kvað úrskurðarnefndin upp úrskurði í níu slíkum málum á einu ári fram að því að kærandi lagði fram beiðni um endurupptöku, dags. 7. desember 2020. Í beiðni kæranda er hvorki að finna nánari upplýsingar um þau mál sem hann óskar að verði endurupptekin né er þar að finna skýringar á því hvernig þær upplýsingar sem fram koma í umræddu viðtali leiði til þess að skilyrði endurupptöku séu fyrir hendi. Slík afmörkun getur m.a. haft þýðingu vegna þess skilyrðis sem fram kemur í 2. mgr. 24. gr. um að mál verði ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá því að aðila var tilkynnt um málið nema veigamiklar ástæður mæli með því. Úrskurðarnefndin leggur því þann skilning í beiðni kæranda að hann telji umrætt viðtali varpa nýju ljósi á tengsl Vestamannaeyja og Herjólfs ohf. sem leiði til þess að fyrri úrlausnir úrskurðarnefndarinnar hafi almennt byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Af því tilefni skal tekið fram að úrskurðarnefndinni er kunnugt um tengsl Herjólfs ohf. og Vestmannaeyja en félagið er í eigu Vestmanneyjabæjar og fellur þar af leiðandi undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, þar sem fram kemur að lögin taki til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar leiða umræddar upplýsingar í framangreindu viðtali ekki til þess að þeir úrskurðir sem úrskurðarnefndin hefur kveðið upp í málum er snúa að afgreiðslu Herjólfs ohf. séu byggðir á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku þeirra samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum sem snúa að Herjólfi ohf.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 7. desember 2020, um endurupptöku úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem varða Herjólf ohf. og úrskurðarnefndin hefur vísað frá eða staðfest ákvörðun félagsins, er hafnað.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> |
999/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021. | Deilt var um synjun Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni kæranda um aðgang að greinargerð sem tekin var saman af starfsmanni stofnunarinnar. Synjun stofnunarinnar var byggð á því að um vinnugögn væri að ræða sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og staðfesti synjun stofnunarinnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 999/2021 í máli ÚNU 20120024. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 18. desember 2020, kærði A afgreiðslu Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni félagsins um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 14. apríl 2020, fór kærandi fram á margvísleg gögn er vörðuðu vöktun gæsastofna hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Í júní sama ár voru kæranda afhent umbeðin gögn. Í kjölfarið óskaði starfsmaður Verkís ehf., með tölvupósti, dags. 12. júní 2020, eftir aðgangi að greinargerð sem tekin var saman af starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands um svokallaða gæsaáætlun og vísað hafði verið til í tölvupóstsamskiptum sem voru á meðal þeirra gagna sem kæranda hafði verið veittur aðgangur að. <br /> <br /> Náttúrufræðistofnun Íslands svaraði kæranda með tölvupósti, dags. 12. júní 2020, þar sem fram kom að beiðni kæranda yrði skoðuð en sá fyrirvari hafður á að greinargerðin kynni að vera enn í vinnslu og því innanhússvinnugagn sem ekki væri skylt að afhenda, sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með tölvupósti, dags. 30. júní 2020, var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að greinargerðin teldist ófullgert vinnuskjal sem ekki hefði verið sent út úr húsi. Náttúrufræðistofnun líti á greinargerðina sem vinnuskjal sem ekki sé til afhendingar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærð sé ákvörðun Náttúrufræðistofnunar Íslands að hafna beiðni kæranda um aðgang að greinargerð sem skrifuð var af starfsmanni stofnunarinnar og fjallar um gang mála i tengslum við tillögur Umhverfisstofnunar um fjármögnun sérstakra áhersluverkefna í þágu veiðistjórnunar. Kærandi telji að stofnuninni sé skylt á grundvelli upplýsingalaga að veita aðgang að greinargerðinni.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 21. desember 2020, var Náttúrufræðistofnun Íslands kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af því gagni sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands, dags. 25. janúar 2021, eru málavextir raktir. Þá er þeirri afstöðu stofnunarinnar lýst að umrædd greinargerð starfsmanns stofnunarinnar uppfylli skilyrði um vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og því eigi kærandi ekki rétt á aðgangi, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna. Í umsögninni er vísað til þess að greinargerðin hafi verið tekin saman af starfsmanni stofnunarinnar til eigin nota í lok janúar 2019 og hafði ekki komið fyrir augu annarra en viðkomandi starfsmanns þegar beiðni kæranda um aðgang að gögnum barst stofnuninni 14. apríl 2020. Eins og fram komi í svari stofnunarinnar, dags. 30. júní 2020, hafi greinargerðin heldur aldrei verið afhent öðrum utan stofnunarinnar. Það sé álit Náttúrufræðistofnunar Íslands að í greinargerðinni komi ekki fram upplýsingar, hvað þá mikilvægar staðreyndir, um atvik sem ekki hafi þegar komið fram í þeim umfangsmiklu gögnum sem kæranda hafi verið afhent. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 25. janúar 2021, var kæranda kynnt umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 29. janúar 2021, er aðdragandi þess að hann fór fram á afhendingu ýmissa gagna hjá stofnuninni rakinn og málsatvikum þess máls, sem umrædd gögn tengjast, lýst. Þá segir að kærandi telji að umrædd greinargerð geti varpað ljósi á meðferð málsins og ástæður þess að dráttur hafi orðið á afgreiðslu þess og af hverju tillögur samráðsnefndar og Umhverfisstofnunar hafi verið haldnar formgalla sem leitt hafi til þess að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi hafnað þeim. Þá telur kærandi líkur á því að umrædd greinargerð hafi að geyma upplýsingar sem ekki komi fram annars staðar. Sé það mat Náttúrufræðistofnunar Íslands að umrædd greinargerð teljist vinnugagn á grundvelli 8. gr. upplýsingalaga þá sé ljóst að mati kæranda að 3 tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna eigi við.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">1.<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni kæranda um aðgang að greinargerð til samráðsnefndar um sjálfbæra veiðistjórnun sem tekin var saman af starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands um svokallaða gæsaáætlun. Ákvörðun stofnunarinnar um að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerðinni er byggð á því að bréfið sé vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna. Um sé að ræða drög að greinargerð sem aldrei hafi verið send frá stofnuninni. Í bréfinu sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli skuli leyst úr máli. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. <br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædda greinargerð. Umrætt gagn ber það skýrlega með sér að vera drög að greinargerð sem fyrirhugað var að senda samráðsnefnd um sjálfbæra veiðistjórnun. Greinargerðin mun hins vegar aldrei hafa verið send út fyrir stofnunina. Í gögnum málsins kemur ennfremur fram að sá starfsmaður sem tók greinargerðina saman hafi tekið ákvörðun um að senda greinargerðina ekki í þessari mynd. Er það því niðurstaða nefndarinnar að stofnuninni hafi verið heimilt að undanþiggja drögin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu stofnunarinnar að í greinargerðinni sé ekki að finna upplýsingar sem ekki komi fram annars staðar. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Náttúrufræðistofnunar Íslands um að synja kæranda um aðgang að greinargerð til samráðsnefndar um sjálfbæra veiðistjórnun, dags. 30. júní 2020, er staðfest. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p> |
998/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021. | Deilt var um afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni A um upplýsingar um á hvaða grundvelli 14 nafngreindir einstaklingar hefðu verið ráðnir hjá embættinu. Að mati úrskurðarnefndarinnar sneri beiðni kæranda að upplýsingum sem undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi lögreglustjóra því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar að undanskildum upplýsingum um starfstitla. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 998/2021 í máli ÚNU 20110026.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 20. nóvember 2020, kærði A afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni hans um aðgang að upplýsingum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 27. júlí 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli 14 nafngreindir einstaklingar voru ráðnir til starfa hjá ákærusviði lögreglustjóra. Nánar tiltekið laut beiðni kæranda að upplýsingum um hverjir þeirra væru fastráðnir, starfstitil þeirra, upphafsdag ráðningar og eftir atvikum lokadag ráðningar og jafnframt hvort ráðningin byggði á flutningi milli embætta, auglýsingu eða hvort hún hefði farið fram án undangenginnar auglýsingar. Ef ráðning byggðist á flutningi á milli embætta fór kærandi fram á upplýsingar um frá hvaða embætti viðkomandi starfsmaður var fluttur og staðfestingu á því að umræddur starfsmaður hefði verið ráðinn löglega hjá því tiltekna embætti. Ef ráðning byggðist á opinberri auglýsingu óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvenær staðan var auglýst. Ef ráðning fór fram án undangenginnar auglýsingar, óskaði kærandi eftir upplýsingum um ástæður þess.<br /> <br /> Í svari lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. nóvember 2020, var vísað til þess að í 7. gr. upplýsingalaga segi að upplýsingaréttur almennings nái ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Þá fengi lögreglustjóri ekki séð að fyrirspurn kæranda félli undir 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Var kæranda því synjað um umbeðnar upplýsingar. Í svarinu var einnig tekið fram að við ráðningar hjá ákærusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu væri farið eftir ákvæðum laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í því sambandi var vísað til 2. mgr. 7. gr. þar sem kveðið er á um heimild til að flytja starfsmann á milli stjórnvalda án undangenginnar auglýsingar. Þá var vísað til reglna nr. 464/1996, um auglýsingu lausra starfa, þar sem fram komi í hvaða tilvikum ekki væri skylt að auglýsa störf.<br /> <br /> Kærandi svaraði lögreglustjóra með tölvupósti, dags. sama dag, þar sem hann óskaði þess að leyst yrði úr beiðni hans á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga. Í erindinu kom fram að beiðni hans hefði aldrei grundvallast á 7. gr. upplýsingalaga og því fæli svar lögreglustjóra í sér útúrsnúninga. Kærandi tók einnig fram að lögreglustjóri hefði áður veitt kæranda sambærilegar upplýsingar án vandkvæða. Í svari lögreglustjóra, dags. sama dag, kom fram að lögreglustjóri teldi erindinu svarað og tekið fram að því yrði ekki svarað aftur. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji ákvörðun lögreglustjóra ekki í samræmi við 19. gr. upplýsingalaga enda sé þar ekki tekin afstaða til aukins aðgangs samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar þær sem kærandi fari fram á varði það hvort stöðuveitingar hins opinbera séu löglegar og því varði upplýsingarnar ekki einkamál opinberra starfsmanna.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, og lögreglustjóra veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn lögreglustjóra ásamt gögnum málsins barst með tölvubréfi, dags. 18. desember 2020. Í umsögninni kemur fram að upplýsingaréttur almennings taki ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna nema að takmörkuðu leyti. Þá er vísað til þess að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nái upplýsingaréttur almennings ekki til umsókna um störf hjá ríki og sveitarfélögum. Ekki verði séð að skylda eða heimild sé til afhendingar frekari gagna, á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga, sem starfsmenn megi ætla að verði ekki gerð opinber af vinnuveitanda enda sé starfssamband byggt á trausti og trúnaði milli aðila. Umsögn lögreglustjórans var send kæranda með bréfi, dags. 12. janúar 2021, og honum veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 25. janúar 2021. Í athugasemdum kæranda kemur fram að hann telji ekkert koma fram í umsögn lögreglustjóra sem breyti þeirri afstöðu hans að hann eigi rétt til umbeðinna gagna á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdunum kemur fram að tilgangur þess að hann óskar eftir umræddum gögnum sé sá að kanna lögmæti ráðninga þeirra fimmtán saksóknarafulltrúa sem sviðstjóri ákærusviðs embættisins hafi ráðið. Í því sambandi eru rakin fyrri samskipti kæranda og lögreglustjóra vegna sambærilegra beiðna um upplýsingar í tengslum við ráðningar í störf. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni kæranda um margvíslegar upplýsingar í tengslum við ráðningu 14 nafngreindra einstaklinga á ákærusviði embættisins. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars fram eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins.<br /> <br /> Í 1. mgr. eru einnig lögð til þau nýmæli að auk gagna í málum er varða umsóknir um opinbert starf skulu gögn í málum er snerta framgang í starfi og um starfssambandið vera undanþegin aðgangi. Að svo miklu leyti sem ákvörðun um framgang í opinberu starfi varðar réttindi og skyldur starfsmanns, sbr. t.d. flutning starfsmanna ráðuneyta úr einu ráðuneyti í annað, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og enn fremur flutning milli starfsstiga innan lögreglunnar, sbr. 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996, og 14. gr. reglugerðar, nr. 1056/2006, um starfsstig innan lögreglunnar, gilda sömu sjónarmið og áður greinir um aðgang að gögnum í málum er varða umsóknir um opinber störf.“<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að upplýsingar í tengslum við ákvarðanir stjórnvalda um flutning starfsmanns á milli stjórnvalda, t.d. á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, verða felldar undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Sama á við um upplýsingar sem tengjast tímabundnum ráðningum opinberra starfsmanna án undangenginnar auglýsingar. Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að upplýsingar og gögn sem varða grundvöll og aðdraganda slíkra ákvarðana séu þar með undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og fyrr segir hefur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu upplýst að þær ráðningar sem fyrirspurn kæranda lýtur að hafi ýmist byggt á framangreindri heimild 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 eða án auglýsingar á grundvelli sérstakrar heimildar þar að lútandi. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu lögreglustjóra. Að mati úrskurðarnefndarinnar lýtur beiðni kæranda þannig að upplýsingum sem að mestu leyti snerta með beinum hætti ákvörðun lögreglustjóra um ráðningu starfsmanna og undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu var því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar er varða aðdraganda og grundvöll þess að 14 einstaklingar voru ráðnir til starfa hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar á meðal upplýsingar um tímalengd ráðningar og á hvaða lagagrundvelli umrædd ráðning var reist. </p> <h2>2.</h2> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er skylt að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, þrátt fyrir að 1. mgr. sama ákvæðis mæli fyrir um að réttur almennings nái ekki til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til. Á meðal þess sem beiðni kæranda lýtur að eru upplýsingar um starfstitla þeirra starfsmanna sem nafngreindir eru í beiðninni. Eins og áður segir var beiðni kæranda um upplýsingar synjað með vísan til þess að þær vörðuðu upplýsingar um málefni starfsmanna sem ekki sé skylt að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir téða undanþágu hvílir sú skylda á stjórnvöldum að veita upplýsingar um nöfn og starfssvið starfsmanna sé eftir því leitað. Samkvæmt framangreindu á kærandi rétt á upplýsingum um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Verður synjun lögreglustjóra því felld úr gildi að þessu leyti og lagt fyrir embættið að veita kæranda upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra.<br /> <br /> 3.<br /> Í kæru eru gerðar athugasemdir við að lögreglustjóri hafi ekki tekið efnislega afstöðu til þess hvort tilefni væri til að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum þessum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Í 2. mgr. 11. gr. segir að þegar stjórnvöld synji beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. skuli taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 11. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Í gildandi upplýsingalögum er ekki kveðið á um skyldu stjórnvalda til að rökstyðja það sérstaklega af hverju ekki var talin ástæða til að beita reglunni um aukinn aðgang að gögnum þegar beiðnum er synjað. Í 2. mgr. 11. gr. er hins vegar lagt til að slík skylda verði lögbundin gagnvart stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Í því felst að þegar stjórnvald afgreiðir beiðni um aðgang að gögnum og synjar um aðgang, þá skal í rökstuðningi jafnframt taka afstöðu til þess af hverju ekki var talið tilefni til að beita heimildinni um aukinn aðgang í því tilviki. Í því felst í reynd að viðkomandi stjórnvaldi ber, áður en synjað er um aðgang að gögnum sem ekki er með beinum hætti skylt að synja um aðgang að, ávallt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort eitthvað standi því í vegi að upplýsingarnar séu veittar, þ.m.t. að hluta, og láta aðila máls í té útskýringu á því hver afstaðan er.“<br /> <br /> Af svari lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til kæranda, dags. 19. nóvember 2020, verður ekki ráðið að lagt hafi verið mat á hvort veita beri kæranda aðgang að gögnum í ríkara mæli, sbr. 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaganna. Í umsögn lögreglustjóra til úrskurðarnefndarinnar, dags. 18. desember 2020, kemur hins vegar fram að ekki verði séð að heimild standi til þess að afhenda frekari gögn á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga sem starfsmenn megi ætla að verði ekki gerð opinber af vinnuveitanda enda sé starfssamband byggt á trausti og trúnaði á milli aðila. Þannig er ljóst að mati úrskurðarnefndarinnar að lögreglustjóri hefur tekið afstöðu til þess hvort rétt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á þessum grundvelli. Hins vegar er það mat úrskurðarnefndarinnar að rökstuðningi lögreglustjóra hafi verið ábótavant og ekki í samræmi við þær kröfur sem leiða af 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að beina því til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að rökstyðja framvegis afstöðu sína til þess hvort rétt sé að veita aukinn aðgang við meðferð sambærilegra beiðna um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögunum. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um á hvaða grundvelli 14 nafngreindir einstaklingar voru ráðnir til starfa hjá ákærusviði lögreglustjóra.<br /> <br /> Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er skylt að veita kæranda, upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> |
997/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021. | A kærði synjun Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar varðandi gámaflutninga á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndin taldi Herjólf ohf. ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir félagið að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 997/2021 í máli ÚNU 20080021. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 25. ágúst 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um upplýsingar um gámaflutninga með Herjólfi ohf. tímabilið 1. janúar 2020 til 31. júlí 2020 auk upplýsinga um fyrir hverja var flutt. Nánar tiltekið fór kærandi fram á upplýsingar um hvernig flutningum var skipt niður á flutningsaðilana Kubb, Samskip, Eimskip og Fiskfrakt. <br /> <br /> Kærandi óskaði eftir umræddum upplýsingum með bréfi, dags. 14. ágúst 2020. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda, dags. 19. ágúst 2020, kemur fram að með vísan til viðskiptahagsmuna muni félagið ekki upplýsa um einstök efnisatriði er varði viðskipti félagsins við þriðja aðila, hvorki verð, magn né annað er varði viðskiptasamband milli aðila. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi upplýsingar um þau verð sem tiltekin fyrirtæki greiði fyrir gámaflutninga með Herjólfi ohf. Þá er vísað til þess að farmskrá félagsins sé opinbert gagn. Í kæru er þess farið á leit við úrskurðarnefnd um upplýsingamál að nefndin úrskurði um skyldu Herjólfs ohf. til að afhenda upplýsingar um fjölda fluttra gáma auk upplýsinga um hvernig flutningum var skipt niður á fyrrnefnda flutningsaðila.<br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um gámaflutninga á tímabilinu 1. janúar 2020 til 31. júlí 2020 auk upplýsinga um fyrir hverja var flutt. Nánar tiltekið fór kærandi fram á upplýsingar um hvernig flutningum var skipt niður á flutningsaðilana Kubb, Samskip, Eimskip og Fiskfrakt. <br /> <br /> Upplýsingalög taka samkvæmt 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Herjólfur ohf. er í eigu Vestmanneyjabæjar og fellur þar af leiðandi undir gildissvið laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Þá leiðir af ákvæðum upplýsingalaga að stjórnvöldum ber að afmarka beiðni um upplýsingar við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Synjun Herjólfs ohf. er reist á því að viðskiptahagsmunir standi því í vegi að heimilt sé að afhenda umbeðnar upplýsingar. Ákvörðunin er að öðru leyti ekki rökstudd með vísan til ákvæða upplýsingalaga og verður ekki séð að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga, eftir atvikum 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. <br /> <br /> Eins og fyrr segir verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gangabeiðninnar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun Herjólfs ohf. né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra ákvæða í upplýsingalögum.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Herjólf ohf. að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Samkvæmt öllu framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Herjólf ohf. að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 19. ágúst 2020, um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, er felld úr gildi og lagt fyrir Herjólf ohf. að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p> |
996/2021. Úrskurður frá 13. apríl 2021. | A, blaðamaður, kærði synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um upplýsingar um bætur vegna ólögmætra ráðninga. Ráðuneytið reisti synjunina aðallega á því að um væri að ræða upplýsingar sem væru undanþegnar upplýsingarétti, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, þar sem þær vörðuðu „umsókn um starf“. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að gögnin hefðu að geyma slíkar upplýsingar. Þá taldi úrskurðarnefndin gögnin ekki heldur hafa að geyma viðkvæmar upplýsingar sem leynt skuli fara skv. 9. gr. upplýsingalaga. Lagði úrskurðarnefndin því fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. apríl 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 996/2021 í máli ÚNU 20120003.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 3. desember 2020, kærði A blaðamaður synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 30. nóvember 2020, á beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Með erindi, dags. 12. október 2020, óskaði kærandi eftir sundurliðuðum upplýsingum um hversu mikið íslenska ríkið hefur greitt í bætur vegna ólögmætra ráðninga í störf á undanförnum áratug. Með tölvupósti, dags. 17. nóvember 2020, var beiðni kæranda svarað og honum veittar umbeðnar upplýsingar. Nánar tiltekið voru honum veittar upplýsingar um fjölda mála og fjárhæðir bótagreiðslna í hverju máli. Í kjölfarið óskaði kærandi með erindi, dags. sama dag., eftir upplýsingum um hvaða mál þetta væru nákvæmlega sem um ræddi. Með tölvubréfi, dags. 30. nóvember 2020, var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að umræddar upplýsingar féllu undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og væru því ekki undirorpnar upplýsingarétti almennings. Þá væru ekki forsendur til að veita ríkari aðgang að slíkum gögnum en lög áskildu, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. Auk þess þætti ráðuneytinu óheimilt að veita aðgang að gögnum sem hefðu að geyma upplýsingar um einkahagi einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að ekki sé hægt að fallast á að um sé að ræða ósk um upplýsingar um einkahagi einstaklinga enda sé um að ræða opinbera stjórnsýslu og fjármuni almennings. Ekki sé verið að fara fram á upplýsingar um gögn sem umsækjendur leggja fram heldur aðeins hverjir eigi í hlut, þ.e. mál hverra gegn ríkinu sé að ræða og í tengslum við hvaða stöður. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Með bréfi, dags. 3. desember 2020, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 17. desember 2020, kemur fram að synjun ráðuneytisins hafi verið byggð á 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Einnig hafi við meðferð málsins verið litið til þeirra sjónarmiða sem rakin séu annars vegar í 9. gr. upplýsingalaga er varðar takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna og hins vegar 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna þar sem fram kemur að stjórnvaldi sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. ákvæðisins. Að mati ráðuneytisins sé óumdeilt að umræddar upplýsingar séu gögn sem varði umsóknir um starf hjá opinberum aðilum. Þá segir í umsögninni að við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi verið litið til skýringa í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum. Þar sé rakið að með 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga hafi verið lagt upp með að fylgja þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. þágildandi upplýsingalaga um að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Þá er þeirri afstöðu lýst að beiðni kæranda rúmist ekki innan undanþágu 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, heldur varði hún upplýsingar um persónuleg málefni sem undanþegin eru upplýsingarétti skv. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og varða einkahagsmuni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. febrúar 2021, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust, með tölvupósti, dags. 8. febrúar 2021, þar sem þeirri afstöðu ráðuneytisins er mótmælt að bótagreiðslur ríkisins eigi að fara leynt samkvæmt upplýsingalögum. Í því sambandi er bent á að krafa almennings um gagnsæi í opinberum rekstri hljóti að vera þeim mun ríkari þegar um sé að ræða fjárútgjöld af skattfé sem tengjast órétti sem hið opinbera hafi beitt einstaklinga. Loks áréttar kærandi að tilgangur þess að óska eftir umræddum upplýsingum sé að varpa skýrara ljósi á hvers eðlis umrædd mál séu sem tengjast bótagreiðslum.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að sundurliðuðum upplýsingum þau mál þar sem íslenska ríkið hefur greitt bætur vegna ólögmætra ráðninga, skipana eða setninga í opinber störf og embætti á síðastliðnum áratug. Synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins er aðallega reist á því að umræddar upplýsingar séu undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem þær varði umsókn um starf.<br /> <br /> Meginreglan um upplýsingarétt almennings kemur fram í ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem segir að þeim sem falla undir gildissvið upplýsingalaganna sé, ef þess er óskað, skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er eftir aðgangi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings sem lýtur að gögnum sem varða opinbera starfsmenn. Segir í ákvæðinu að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem lúta að umsóknum um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Við úrlausn málsins reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði „umsókn um starf.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi til laga nr. 140/2012 kemur fram að upplýsingar um það hvaða starfsmenn starfi við opinbera þjónustu, hvernig slík störf séu launuð og hvernig þeim sé sinnt séu almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kunni að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gildi að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eigi við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. Af þessari ástæðu sé ekki óeðlilegt að almenningur eigi rétt á aðgangi að ákveðnum upplýsingum um það hvernig störfum sem stofnað er til í þágu opinbers verkefnis sé sinnt, þar á meðal um menntun æðstu stjórnenda og starfsheiti hlutaðeigandi starfsmanna. Á hinn bóginn sé viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúti m.a. að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geti leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt.<br /> <br /> Við afmörkun á því hvort upplýsingarnar varði „umsókn um starf“ verður að líta til þess að 7. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um aðgang almennings að upplýsingum og ber því að skýra hana þröngt. Þá verður enn fremur að horfa til þeirra sjónarmiða sem fram koma í lögskýringargögnum með 7. gr. en þar segir: <br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn. Um er að ræða yfirlit yfir uppgjör 15 bótakrafna nafngreindra einstaklinga sem beint hefur verið að íslenska ríkinu í tengslum við mál þar sem deilt hefur verið um lögmæti ráðninga eða skipana í opinber störf eða embætti ýmist fyrir dómi eða á öðrum vettvangi. Af yfirlitinu verður þannig ráðið að hluti málanna hafi hafist með því að málsaðili hafi beint kröfu að íslenska ríkinu og því lokið með samkomulagi um bótagreiðslur en öðrum hafi lokið með dómi.<br /> <br /> Af framangreindum athugasemdum verður dregin sú ályktun að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé að meginstefnu ætlað að takmarka aðgang að gögnum sem tengjast undirbúningi ákvörðunar um veitingu starfs eða embættis. Í því sambandi er þannig átt við þau gögn sem ótvírætt liggja til grundvallar og tengjast beint slíkri ákvörðun svo sem nánar greinir í athugasemdunum við ákvæðið. Að mati úrskurðarnefndarinnar falla upplýsingar um bótakröfur sem beint er að íslenska ríkinu í tengslum við lögmæti slíkra ákvarðana, og eftir atvikum uppgjör þeirra, ekki undir 1. mgr. 7. gr. Sama á við um upplýsingar um þá einstaklinga sem að þeim standa og getið er í yfirlitinu. Í því sambandi bendir úrskurðarnefndin á að samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er beinlínis tekið fram að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur umrætt yfirlit þannig hvorki að geyma upplýsingar um þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðunum um ráðningu eða skipun né upplýsingar sem varpa að öðru leyti ljósi á hvernig staðið var að undirbúningi þessara ákvarðana. Með vísan til athugasemda við 7. gr. upplýsingalaga, sem eins og áður sagði felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. mgr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, verður því að álykta sem svo að upplýsingarnar sem fram koma í skjalinu varði ekki „umsókn um starf“ í skilningi ákvæðisins. Því verður takmörkun á aðgangi ekki byggð á ákvæðinu. </p> <h3>2.</h3> <p style="text-align: justify;">Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins er einnig vísað til þess að við meðferð málsins hafi verið litið til 9. gr. upplýsingalaga er varði takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema með samþykki þess sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Eðli málsins samkvæmt teljast upplýsingar um uppgjör bótagreiðslna til umsækjenda um opinber störf eða embætti til upplýsinga um fjárhagsmálefni þeirra. Í því felst þó ekki sjálfkrafa að rétt sé á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að halda þeim leyndum heldur þarf að meta hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt gagnvart þeim einstaklingi sem upplýsingarnar varða, að þær lúti leynd. Við matið þarf að vega saman hagsmuni viðkomandi einstaklings af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Einnig þarf að horfa til markmiða upplýsingalaga um aðhald að opinberum aðilum og gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna, sbr. 1. gr. laganna. Þá felur ákvæði 9. gr. í sér undantekningarreglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka hana þröngt. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umrædds skjals. Sem fyrr segir er um að ræða yfirlit yfir uppgjör 15 bótakrafna nafngreindra einstaklinga og eftir atvikum fjárhæð bóta sem greiddar hafa verið úr opinberum sjóðum í kjölfar þess að íslenska ríkið hefur ýmist verið dæmt bótaskylt eða það fallist á bótaskyldu utan réttar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þrátt fyrir að upplýsingarnar varði greiðslur til einstaklinga og þar með fjárhagsmálefni þeirra verði ekki talið að upplýsingarnar gefi slíka innsýn í fjármál þeirra eða einkahagi að rétt sé að takmarka aðgang að upplýsingum um þær og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Í því sambandi er horft til þess að í skjalinu er ekki að finna upplýsingar um tekjur eða efnahag einstaklinga að öðru leyti sem kunna að liggja til grundvallar útreikningi bótanna. Loks hefur þýðingu að hluti upplýsinganna tengist niðurstöðum dómstóla sem þegar eru aðgengilegar á vefsvæði dómstóla. Þegar vegnir eru saman hagsmunir viðkomandi einstaklinga af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni þess er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi einstaklinga af því að skjalið lúti leynd. Er því ekki fallist á að fjármála- og efnahagsráðuneytinu sé óheimilt að veita almenningi aðgang að skjalinu vegna 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða nefndarinnar að fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Fjármála- og efnahagsráðuneytinu er skylt að veita A blaðamanni aðgang að yfirliti yfir uppgjör 15 bótakrafna nafngreindra einstaklinga sem beint hefur verið að íslenska ríkinu í tengslum við mál þar sem deilt hefur verið um lögmæti ráðninga eða skipana í opinber störf eða embætti undanfarin áratug.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
995/2021. Úrskurðrur frá 30. mars 2021. | A kærði synjun Herjólfs ohf. á beiðni um nöfn umsækjenda um starf á skrifstofu félagsins. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins með vísan til þess að ekki sé skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera. | <h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 995/2021 í máli ÚNU 21030018. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 6. mars 2021 óskaði A eftir nöfnum þeirra sem sóttu um starf á skrifstofu félagsins. Þann 10. mars 2021, synjaði Herjólfur ohf. beiðninni á þeim grundvelli að opinberum hlutafélögum sé ekki skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um auglýst störf. Það sé mat stjórnar Herjólfs ohf. að óskir umsækjenda um nafnleynd og persónuverndarsjónarmið vegi þyngra en upplýsingagjöf til almennings um hverjir voru meðal umsækjenda. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum umsækjenda um starf á skrifstofu Herjólfs ohf. Þrátt fyrir að ekki sé vísað til lagaákvæða verður ráðið af svari Herjólfs ehf. til kæranda að synjunin félagsins byggi á 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. - 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. laganna. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu. <br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga koma fram fimm undantekningar frá meginreglunni þegar um er að ræða opinbera starfsmenn. Kemur þar fram í 2. tölul. að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. Í 4. mgr. 7. gr. er að finna tvær undantekningar frá meginreglunni í tilviki starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög. Segir þar að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul. og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um sé að ræða opinbera starfsmenn eða starfsmenn lögaðila. Ekki er skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda í starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, ólíkt því sem gildir um umsækjendur um starf hjá hinu opinbera. Því er staðfest ákvörðun Herjólfs ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra sem sóttu um starf á skrifstofu Herjólfs ohf.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Staðfest er synjun Herjólfs ohf. á beiðni A um nöfn umsækjenda um stöðu á skrifstofu Herjólfs ohf.</p> <p style="text-align: justify;"><br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
994/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | A, fréttamaður, kærði synjun ríkisskattstjóra á beiðni hans um afhendingu tiltekinna gagna varðandi skráningu raunverulegra eigenda á véllæsilegu formi. Úrskurðarnefndin taldi ríkisskattstjóra skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau væru varðveitt hjá embættinu í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði fyrir ríkisskattstjóra að afhenda kæranda umbeðin gögn á rafrænu formi. | <h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 994/2021 í máli ÚNU 20120008.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Þann 8. desember 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, afgreiðslu ríkisskattstjóra, dags. 3. nóvember 2020, á beiðni hans frá 30. október 2020 um gögn um skráningu raunverulegra eigenda. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 30. október 2020 í máli nr. 935/2020 var lagt fyrir ríkisskattstjóra að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum varðandi skráningu raunverulegra eigenda að undanskildum nánar tilgreindum upplýsingum.<br /> <br /> Í kjölfar þessa sendi ríkisskattstjóri kæranda umrædd gögn með bréfpósti. Í kjölfarið fór kærandi með tölvubréfi, dags. 30. október 2020, fram á að fá gögnin jafnframt afhent með rafrænum hætti. Ríkisskattstjóri synjaði beiðni hans með tölvubréfi, dags. 3. nóvember 2020, með vísan til þess að ekki væri unnt að verða við beiðninni vegna fjarvinnu starfsfólks. Kærandi ítrekaði beiðni sína með tölvubréfi, dags. 3. nóvember 2020, og tók fram að það gæti ekki talist eðlilegt að synja um afhendingu gagnanna með rafrænum hætti. Í því sambandi vísaði kærandi til þess að hann gerði ekki ráð fyrir öðru en að gögnin hefðu verið afhent ríkisskattstjóra rafrænt og því væru þau til á rafrænu formi en samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 bæri að veita aðgang að gögnum á því sniði sem þau eru varðveitt á. Ríkisskattstjóri svaraði kæranda á nýjan leik með tölvubréfi, dags. 5. nóvember 2020, þar sem fram kom að unnt væri að afhenda þau gögn rafrænt sem kærandi hefði þegar fengið afrit af, þ.e. skönnuð afrit af þeim. Gögnin yrði að færa á pappírsform sem þátt í því ferli að afmá úr þeim með öruggum hætti þær upplýsingar sem ekki væri heimilt að veita aðgang að. Með tölvubréfi, dags. 6. nóvember 2020, ítrekaði kærandi beiðni sína á nýjan leik og ítrekaði mikilvægi þess að gögnin yrðu afhent rafrænt. Slíkt væri mikilvægt því blaðamenn þyrftu að geta leitað í gögnunum og unnið með þau á upprunalegu formi. Kærandi vísaði á ný til 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Í kjölfarið svaraði ríkisskattstjóri kæranda á nýjan leik með tölvubréfi, dags. 11. nóvember 2020, þar sem fram kom að ríkisskattstjóra bæri að tryggja að sá hluti gagnanna sem bundinn væri þagnarskyldu væri afmáður með þeim hætti að ekki væri mögulegt að greina inntak þeirra. Ábyrgðin á þeirri ráðstöfun hvíldi á ríkisskattstjóra sem mæti hvað teldist fullnægjandi aðferð í því skyni að afmá þær trúnaðarupplýsingar sem embættinu bæri að gæta. Við þróun á því verklagi hefði m.a. verið horft til verklagsreglna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti sér í kjölfar úrskurðar persónuverndar frá árinu 2015. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að ríkisskattstjóri hafi að endingu fallist á að afhenda hluta gagnanna á véllæsilegu rafrænu sniði en afgangurinn hafi verið afhentur á þann hátt að útprentuð eintök hafi verið skönnuð inn í tölvu og send kæranda í kjölfarið. Þar með voru þau ekki véllæsileg og ekki hægt að leita í þeim. Kærandi telur afgreiðslu ríkisskattstjóra að þessu leyti ekki í samræmi við 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga.</p> <h2> Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 10. desember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar.<br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 8. janúar 2021, er rakið að kæranda hafi 9. nóvember 2020 verið send öll umbeðin gögn í tölvupósti og þau gögn sem ekki hafi verið hægt að afhenda á rafrænu véllæsilegu formi þar sem þau hafi innihaldið trúnaðarupplýsingar hafi verið skönnuð inn og send kæranda. Þá er vísað til 18. gr. upplýsingalaga og tekið fram að ákvæðið taki ekki á því þegar um sé að ræða afhendingu gagna sem bundin séu trúnaði og geymi upplýsingar sem beri að afmá. Um afhendingu slíkra gagna sé fjallað í 14. gr. laganna og veiti ákvæðið ákveðið svigrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar séu til að tryggja öryggi afmáðra upplýsinga. Þá vísar ríkisskattstjóri til þess að með úrskurði í máli nr. 935/2020 hafi ríkisskattstjóra verið gert að afmá hluta af þeim upplýsingum sem óskað var eftir með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Það væru upplýsingar um fjárhæðir hlutafjármiða og ljósrit af vegabréfum. Hlutafjármiðana hafi orðið að færa á pappírsform í þeim tilgangi að afmá úr þeim með öruggum hætti þær upplýsingar sem ríkisskattstjóra hafi ekki verið heimilt að veita aðgang að. Ríkisskattstjóri hafi metið það svo að þessi aðferð við útstrikun viðkvæmra upplýsinga væri öruggust þar sem það væri tryggt að ekki væri hægt að afmá útstrikunina. Þá er vísað til þess að hlutafjármiðarnir hafi hvorki verið í miklu magni né hafi þeir haft að geyma mikinn texta. Öll önnur gögn sem afhent voru hafi verið véllæsileg. Við mat á því hvaða aðferð bæri að notast við hvað varðaði útstrikun upplýsinga hafi embættið m.a. farið eftir þeim verklagsreglum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sett í kjölfar úrskurðar persónuverndar í máli 2014/1470. Þó er tekið fram að ríkisskattstjóri hafi ekki haft aðgang að umræddum verklagsreglum en vísað er til fréttar ríkisútvarpsins frá 10. janúar 2016 varðandi nánara efni þeirra. Loks er tekið fram að á ríkisskattstjóra hvíli rík skylda til að tryggja öryggi þessara gagna og það sé því mat embættisins að það sé best gert með þeim hætti sem lýst er í umsögninni. Með vísan til þessa verði umrædd gögn því ekki afhent með öðrum hætti en þegar hafi verið gert.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn ríkisskattstjóra, dags. 13. febrúar 2021, er áréttuð sú afstaða að afgreiðsla ríkisskattstjóra á beiðni kæranda um gögn samræmist ekki 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga, m.a. eins og henni hefur verið beitt í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kærandi telji aðferð ríkisskattstjóra við að afmá umræddar upplýsingar gamaldags og vísar til þess að embættinu hefði verið fært að óska eftir ráðgjöf t.d. frá ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, tölvusérfræðingum eða sérfræðingum um gagnaöryggi. Kærandi vísar einnig til þess að þegar viðkvæmar upplýsingar séu afmáðar úr gögnum sé mikilvægt að eins lítið sé hróflað við þeim og mögulegt sé til að þau haldist sem næst upprunalegu formi. Þá telji kærandi nauðsynlegt að árétta að þótt umfang gagna sé takmarkað hafi úrskurður um efnið fordæmisgildi. Í því sambandi bendir kærandi á að hann hafi þegar farið fram á afhendingu og fengið frekari sambærileg gögn frá ríkisskattstjóra en ekki á upprunalegu formi.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu liggur fyrir að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 935/2020 afhenti ríkisskattstjóri kæranda umbeðin gögn í samræmi við efni úrskurðarins og er því ekki deilt um skyldu embættisins til að afhenda gögn. Mál þetta lýtur hins vegar að því hvort embættinu hafi við afhendingu þeirra verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta gagnanna á rafrænu formi, nánar tiltekið á því formi sem þau voru upprunalega vistuð á, með það að markmiði að tryggja öryggi gagnanna sem best. <br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Samkvæmt seinni málslið 1. mgr. 20. gr. laganna gildir hið sama um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga segir að eftir því sem við verði komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði, og á þeim tungumálum sem þau séu varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Þegar gögn séu eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í athugasemdum við 1. mgr. 18. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2020 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Ákvæði 1. mgr. 18. gr. byggist á því að veita beri aðgang að upplýsingum á því formi eða með því sniði sem þær eru varðveittar á, nema þær séu þegar aðgengilegar almenningi. Af 2. mgr. 19. gr. leiðir síðan að sé beiðni afgreidd með vísan til þess að upplýsingar séu þegar aðgengilegar, þá skal í slíkri afgreiðslu tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti þær eru það. Þegar upplýsingar eru varðveittar á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þær á því formi eða útprentaðar á pappír. Almennt ætti það að vera til hagræðis fyrir þann sem hefur beiðni til afgreiðslu að geta afhent upplýsingar á rafrænu formi, en sé um upplýsingar að ræða sem falla undir 14. gr. frumvarpsins og eru viðkvæmar á einhvern hátt, ber eðli máls samkvæmt að tryggja viðeigandi öryggi þeirra gagnvart óviðkomandi. Þá er tiltekið í ákvæðinu að eftir því sem fært er skuli viðkomandi heimilað að kynna sér gögn á starfsstöð viðkomandi. Ræðst það auðvitað af aðstæðum að hvað marki þessi leið á við.“<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að ríkisskattstjóra ber að afhenda gögn á rafrænu formi sem varðveitt eru með þeim hætti ef þess er óskað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þrátt fyrir ríkisskattstjóri hafi afhent kæranda umbeðin gögn hefur hluti þeirra ekki verið afhentur á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 18. gr. svo sem kærandi fór fram á. Þau gögn sem um ræðir tengjast skráningu raunverulegra eigenda og munu almennt vera varðveitt með rafrænum hætti hjá ríkisskattstjóra, sbr. t.d. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda, þar sem segir að málsmeðferð við skráningu upplýsinga um raunverulega eigendur skuli vera rafræn sé þess kostur. <br /> <br /> Af hálfu ríkisskattstjóra hefur því verið borið við að ekki sé unnt að tryggja nægjanlega öryggi þeirra upplýsinga í gögnunum sem undirorpnar eru 9. gr. upplýsingalaga með öðrum hætti en gert var við afgreiðslu á beiðni kæranda, þ.e. með því að prenta gögnin út og afmá handvirkt umræddar upplýsingar og loks skanna þau inn í tölvu áður en þau voru send kæranda. Úrskurðarnefndin tekur fram að vissulega megi fallast á með ríkisskattstjóra að rík skylda hvíli á embættinu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinga sem leynt skulu fara t.d. á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar fær úrskurðarnefndin ekki séð að ríkisskattstjóra hafi verið ómögulegt grípa til slíkra ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi upplýsinganna en verða jafnframt við beiðni kæranda um afhendingu umræddra gagna á því formi sem þau eru varðveitt á hjá embættinu í samræmi við skýr fyrirmæli 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin horfir í því sambandi til þess að algengt er að stjórnvöld afhendi borgurunum gögn á rafrænu formi þar sem afmáðar eru viðkvæmar upplýsingar sem leynt eiga að fara. <br /> <br /> Þá virðist ríkisskattstjóri enn fremur reisa afstöðu sína á verklagsreglum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu setti starfsemi sinni í kjölfar úrskurðar persónuverndar sem upp var kveðinn árið 2015. Þrátt fyrir að efni verklagsreglnanna kunni að hafa almennt leiðsagnargildi við meðferð persónuupplýsinga áréttar úrskurðarnefndin að slíkar verklagsreglur eru ekki bindandi fyrir ríkisskattstjóra og getur efni þeirra þaðan af síður þokað ákvæðum upplýsingalaga varðandi afhendingu gagna.<br /> <br /> Með vísan til þess sem að ofan greinir fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að ríkisskattstjóra hafi verið heimilt að synja kæranda um afhendingu hluta af umbeðnum gögnum á því formi sem þau voru varðveitt á. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ríkisskattstjóra beri að afhenda kæranda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 3. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna á því formi sem þau eru varðveitt á er felld úr gildi. Ríkisskattstjóra ber að afhenda umbeðin gögn á því formi sem þau eru varðveitt á, þ.e. rafrænu formi.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p> |
993/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | A, fréttamaður, kærði ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis að synja honum um aðgang að samantektum um byggingu nýs Landspítala og öðrum skyldum gögnum, aðallega því um vinnugögn væri að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 8. gr. ekki uppfyllt, því gögnin höfðu verið unnin í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins. Önnur ákvæði upplýsingalaga voru ekki talin standa því í vegi að kæranda yrðu afhent umbeðin gögn. Lagði úrskurðarnefndin því fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim. | <h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 993/2021 í máli ÚNU 20100015. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með kæru, dags. 13. október 2020, fór A, fréttamaður, þess á leit að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði um rétt hans til aðgangs að tilteknum gögnum sem hann óskaði eftir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og tengjast byggingu nýs Landspítala, þar sem ráðuneytið hefði ekki tekið afstöðu til beiðni kæranda innan 30 virkra daga frá móttöku hennar, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Með tölvupósti til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 28. maí 2020, óskaði kærandi eftir af¬riti af greiningarskýrslu ráðuneytisins og Framkvæmdasýslu ríkisins (hér eftir FSR) um mál¬efni nýs Landspítala auk allra eldri útgáfa hennar. Þá óskaði kærandi með tölvupósti, dags. 2. júlí 2020, eftir öðrum gögn¬um sem lægju fyrir hjá ráðuneytinu og varpað gætu ljósi á efnisatriði skýrslunnar, svo sem minnis¬blöðum, tölvupóstum, samantektarskjölum eða öðrum gögnum sem hefðu að geyma slík¬ar upplýsingar. Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 12. ágúst 2020, kom fram að gert væri ráð fyrir að samantektin sem kærandi óskaði eftir yrði tilbúin á næstu vikum og að kærandi yrði látinn vita þegar hún lægi fyrir.<br /> <br /> Kærandi óskaði upphaflega eftir greiningarskýrslu um málefni nýs Landspítala sumarið 2019. Var þá jafnframt óskað eftir upplýsingum m.a. um auðkenni viðeigandi máls í málaskrá ráðuneytisins auk lista yfir öll gögn málsins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði beiðni kæranda um aðgang að skýrslunni með tölvupósti, dags. 30. ágúst 2019. Kom þar fram að skýrslan væri í vinnslu af sérfræðingi innan ráðuneytisins með aðstoð sérfræðinga FSR og upplýsingum frá fjölmörgum aðilum sem ynnu að undirbúningi þeirra þátta sem fjallað væri um í skýrslunni. Ekki færi á milli mála að skýrslan teldist vinnugagn, sbr. 5. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012, sbr. og 8. gr. sömu laga, þótt tvenn stjórnvöld hefðu komið að ritun hennar. Stefnt væri að því að fullvinna skýrsluna á næstu vikum og yrði þá unnt að veita aðgang að henni. Eins og skjalið stæði kæmu ekki fram nýjar upplýsingar um atvik máls í því, sem gæti gert að verkum að skylt væri að afhenda skjalið þótt um vinnugagn væri að ræða, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012. Kæranda voru hins vegar afhentar upplýsingar um auðkenni málsins í málaskrá ráðuneytisins auk lista yfir gögn málsins.<br /> <br /> Í kjölfar samskipta kæranda við ráðgjafa um upplýsingarétt almennings, sbr. 13. gr. a laga nr. 140/2012, og fundar ráðgjafans með fulltrúum ráðuneytisins og FSR, sendi ráðuneytið kæranda nánari útskýringar á afstöðu sinni, dags. 12. september 2019. Kom þar fram að málið hefði frá upphafi verið unnið í ráðuneytinu, með aðstoð og samvinnu við sérfræðinga FSR og upplýsingum frá aðilum sem ynnu að undirbúningi þeirra þátta sem fjallað væri um í skýrslunni. Hlutverk sérfræðinga FSR hefði verið að safna tölfræðilegum upplýsingum úr gagnagrunnum stofnunarinnar, aðstoða við greiningar og bæta í skýrsluna eftir því sem vinnslu hennar yndi fram í ráðuneytinu. Það hefði ekki verið verkefni FSR að leggja efnislegt mat á upplýsingarnar. Aðkoma FSR hefði því falist í störfum sem 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 tæki til. Samstarf ráðuneytisins við FSR leiddi af fastmótuðu hlutverki sem stofnunin gegndi í tengslum við opinberar framkvæmdir, sbr. VI. kafla laga um opinberar framkvæmdir, nr. 84/2001. <br /> <br /> Í erindinu kom og fram að ráðuneytið teldi ekki tilefni til að veita ríkari aðgang að skýrslunni en skylt væri, sbr. 11. gr. laga nr. 140/2012. Til þess væri að líta að almannahagsmunir stæðu til þess að opinber umræða um mikilvæg opinber málefni byggði ekki á ófullkomnum upplýsingum eða vinnuskjölum sem kynnu að gefa villandi mynd af því sem ætlunin væri að varpa ljósi á. Sjónarmið um mikilvæga almannahagsmuni, sbr. 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, stæðu gegn því að veittur yrði aðgangur að samantektinni meðan hún væri enn í vinnslu.<br /> <br /> Með svari kæranda, dags. 12. september 2019, var því mótmælt að skýrslan gæti talist vinnu-gagn. Þá óskaði kærandi í sama erindi eftir öllum gögnum sem tilgreind væru á lista yfir gögn málsins sem afhentur var kæranda 31. ágúst 2019 auk nýrra gagna sem kynnu að hafa orðið til eftir að listinn var útbúinn.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 25. október 2019, voru kæranda afhent tiltekin gögn sem heyrðu undir málið í málaskrá ráðuneytisins. Tiltekin skjöl voru ekki afhent, með vísan til þess að þau tengdust undir¬búningi að útboði meðferðarkjarna nýs Landspítala. Upplýsingar í gögnunum vörðuðu efna¬hagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins og gæti það haft áhrif á niðurstöðu útboðsins ef aðgangur yrði veittur, sbr. 3. og 5. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Þá kom fram að ekki væri unnt að veita aukinn aðgang, sbr. 11. gr. sömu laga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi ekki afgreitt beiðni kæranda eins og hún var sett fram í tölvupóstum hans frá 28. maí og 2. júlí 2020 og sé því ekki um að ræða að synjað hafi verið um afhendingu gagnanna. Hins vegar hafi sambærilegri beiðni kæranda sum¬arið 2019 verið synjað á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða. Þótt gögnin hefðu farið á milli ráðuneytisins og FSR teldust þau áfram vinnugögn þar sem 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 ætti við. Þá væri ekki tilefni til að veita aukinn aðgang að gögnunum í sam¬ræmi við 11. gr. laga nr. 140/2012 með vísan til 3. og 5. tölul. 10. gr. sömu laga.<br /> <br /> Kærandi telur skilyrði fyrir að gögn teljist vinnugögn sem fram koma í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 ekki vera uppfyllt, þ.e. að 1) stjórnvaldið sjálft hafi ritað eða útbúið þau til eigin nota, 2) við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls, og að 3) þau hafi ekki verið afhent öðrum. Í fyrsta lagi hafi umbeðin gögn ekki verið rituð af fjármála- og efnahagsráðuneytinu heldur FSR, að beiðni ráðuneytisins. Ljóst sé að FSR sé ekki hluti af ráðuneytinu. Í öðru lagi fær kærandi ekki séð að gögnin hafi verið unnin til að undirbúa ákvarðanatöku eða aðrar lyktir máls, þar sem skýrslan hafi að sögn ráðuneytisins verið unnin til að skerpa sýn þess og varpa ljósi á stöðu fast¬eignamála Landspítalans og fyrirhugaðar breytingar samhliða uppbyggingu á sjúkrahóteli, með¬ferðarkjarna, rannsóknarhúsi og bílastæðahúsi.<br /> <br /> Í þriðja lagi telur kærandi ljóst að gögnin hafi verið afhent öðrum og geti af þeirri ástæðu ekki talist vinnugögn. Ekki sé hægt að halda því fram að 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 eigi við í þessu tilviki og að FSR hafi við gerð skjalsins verið í hlutverki einhvers konar ritara fyrir ráðuneytið, sem leiða eigi til þess að skjalið missi ekki stöðu sína sem vinnugagn. FSR sé sjálf¬¬stæð stofnun með lögbundið hlutverk, sbr. 19. og 20. gr. laga um skipan opinberra fram¬kvæmda, nr. 84/2001.<br /> <br /> Kærandi telur loks afar langsótt að fella þær upplýsingar sem óskað er eftir undir undan¬þágu-ákvæði 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, enda sé rammi þess ákvæðis þröngur og taki aðeins til upplýsinga sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins. Ekki sé að sjá að afhending og birting upplýsinganna í máli þessu geti ógnað fjármálastöðugleika eða skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins að nokkru leyti eða valdið neinum sambærilegum skaða.<br /> <br /> Loks vísar kærandi til þess sem fram kom í svari ráðuneytisins 30. ágúst 2019 um að eins og skýrslan stæði nú kæmu þar ekki fram nýjar upplýsingar um atvik máls. Að mati kæranda getur það vart staðist skoðun að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að gögnin séu ekki afhent en um leið innihaldi þau engar upplýsingar sem ekki sé að finna annars staðar.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 14. október 2020, og ráðuneytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 30. október 2020, er rakið að þegar kæranda var svarað sumarið 2019 hafi hann verið upplýstur um að ekki lægi fyrir samantekt eða skýrsla sem hefði fengið tilhlýðilega rýni innan ráðuneytisins heldur aðeins vinnugagn, sem á þeim tíma sem beiðni kæranda barst hafi verið mjög skammt á veg komið. Vegna starfsmannabreytinga og annarra verkefna hafi ekki enn reynst unnt að koma drögunum í það horf að unnt sé að gefa þau út af hálfu ráðuneytisins.<br /> <br /> Ráðuneytið telji ljóst að beiðni kæranda frá 28. maí 2020 hafi verið synjað, sbr. skýringar sem sendar voru kæranda 12. september 2019. Ekki sé þörf á að bæta við þær skýringar þótt kærandi hafi að nýju óskað eftir skýrslunni 28. maí 2020. Það hafi verið mistök af hálfu ráðuneytisins að fylgja því ekki eftir gagnvart kæranda að afstaða ráðuneytisins til þeirrar beiðni væri hin sama og áður. Að því er varði beiðni kæranda frá 2. júlí 2020 um önnur gögn sem liggi fyrir hjá ráðuneytinu og varpað gætu ljósi á efnisatriði skýrslunnar, svo sem minnisblöð, tölvupóstar, samantektarskjöl eða önnur gögn sem hefðu að geyma slíkar upplýsingar, sé ljóst að sú beiðni taki til sömu gagna og kæranda voru afhent 25. október 2019. Voru kæranda þá afhent þau gögn sem heyrðu undir málið í málaskrá ráðuneytisins, að undanskildum nokkrum skjölum. Ekki liggi fyrir önnur gögn sem falli undir beiðni kæranda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins fylgdu tvær útgáfur af skýrslunni auk þeirra skjala annarra sem kæranda var synjað um aðgang að.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn ráðuneytisins, dags. 14. desember 2020, kemur fram að hann sé ekki í aðstöðu til að sannreyna hvernig samvinnu ráðuneytisins og FSR hafi verið háttað við gerð skýrslunnar sem óskað er eftir. Hins vegar telji kærandi ljóst að FSR geti ekki talist hafa sinnt ritarastörfum eða sambærilegum störfum, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012, fyrir ráðuneytið. Kærandi bendir jafnframt á að í frumvarpi til laga um breytingu á upp¬lýsingalögum, sem lagt hafi verið fram á síðasta löggjafarþingi en hafi ekki náð fram að ganga, hafi verið lagt til að gögn FSR yrðu áfram skilgreind sem vinnugögn þótt þau færu á milli stofnana. Ekki sé hægt að skilja frumvarpið öðruvísi en svo að með því séu rök kær¬anda í máli þessu viðurkennd, enda væri annars tilgangslaust að leggja breytinguna til.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p style="text-align: justify;">Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samantekt/skýrsludrögum um húsnæðismál Landspítala og öðrum nánar tilgreindum skjölum í tengslum við málið. Synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins er byggð á því að samantektin teljist vinnugagn í skilningi upplýsingalaga, en einnig að hún innihaldi upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins í skilningi 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, sem réttlæti takmörkun á aðgangi. Hvað varðar hin skjölin byggist synjun ráðuneytisins á 3. og 5. tölul. 10. gr. sömu laga.</p> <p style="text-align: justify;">Í 5. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012 kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. sömu laga. Í 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar skv. I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir að af orðalagi 1. mgr. leiði að til að skjal teljist vinnugagn þurfi almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfs¬mönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. <br /> <br /> Séu gögn afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Skv. 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. teljast einnig til vinnugagna gögn sem berast milli aðila sem falla undir gildissvið laganna skv. I. kafla þegar einn sinnir ritarastörfum eða sambærilegum störfum fyrir annan, enda fullnægi þau að öðru leyti skil¬yrðum þeim sem fram koma í 1. mgr. 8. gr. Í athugasemdum við töluliðinn í frumvarpi því sem varð að lögunum kemur það eitt fram að raun¬hæft dæmi um tilvik sem falli undir þessa reglu sé þegar starfsmaður ráðuneytis sinnir ritarastörfum fyrir sjálfstæða úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Framkvæmdasýsla ríkisins varð til sem sjálfstæð stofnun samkvæmt lögum um skipan opin-berra framkvæmda, nr. 84/2001. Í 19. gr. laganna kemur m.a. fram að stofnunin veitir ráðuneytum og ríkisstofnunum ráðgjöf um byggingartæknileg málefni og undirbúning fram-kvæmda. Hún heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Skv. 20. gr. sömu laga skal FSR beita sér fyrir því að hagkvæmni sé gætt í skipan opinberra framkvæmda, m.a. með því að veita ráðgjöf og vinna að samræmingu við undirbúning og áætlunargerð við opinberar verkframkvæmdir. Samkvæmt 22. gr. sömu laga selur FSR ráðu¬neytum og ríkisstofnunum þjónustu sína samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra staðfestir.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið afmarkaði gagnabeiðni kæranda að því er varðar saman-tekt/skýrsludrög um húsnæðismál Landspítala við tvö skjöl, annað frá 20. maí 2019 og hitt frá 1. september sama ár. Fyrra skjalið ber heitið Hringbrautarverkefnið. Greiningar- og stöðuskýrsla í maí 2019 og telur 112 blaðsíður. Fram kemur í inngangi að skýrslan sé unnin af sérfræðingum hjá FSR og fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir ráðuneytið. Upphaflegt mark¬mið hafi verið að fá góða heildarsýn yfir kostnað vegna nýrra bygginga og hvaða annar kostnaður fylgdi þeim, þ.m.t. vegna margvíslegs búnaðar, flutninga o.fl.<br /> <br /> Af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur komið fram að hlutverk FSR við gerð samantektarinnar hafi falist í að safna tölfræðilegum upplýsingum úr gagnagrunnum stofnun-arinnar, aðstoða við greiningar og bæta í skýrsluna eftir því sem vinnslu hennar yndi fram í ráðuneytinu. Það hafi ekki verið verkefni FSR að leggja efnislegt mat á upplýsingarnar.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að skjalið uppfylli þau skilyrði að vera undirbúningsgagn og að hafa verið útbúið af stjórnvaldinu sjálfu, þ.e. fjármála- og efnahagsráðuneytinu, til eigin nota. Hins vegar er það mat nefndarinnar, m.a. með hliðsjón af framangreindum upplýsingum frá ráðuneytinu um hlutverk FSR við gerð samantektarinnar/skýrsludraganna auk hlutverks stofnunarinnar sam¬kvæmt lögum nr. 84/2001, að þáttur FSR í gerð skjalsins geti ekki talist til ritarastarfa eða sambærilegra starfa í skilningi 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012. Þrátt fyrir að FSR hafi ekki lagt efnislegt mat á þær upplýsingar og gögn sem lögð voru til telur nefndin ekki unnt að líta öðruvísi á en að framlag stofnunarinnar til samantektarinnar hafi farið út fyrir það sem talið verður til ritarastarfa eða sambærilegra starfa í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur því að vinnugagnaskilyrði laga nr. 140/2012 um að gagn megi ekki hafa verið afhent öðrum, sé ekki uppfyllt í þessu tilviki, og ráðuneytinu hafi þar af leiðandi ekki verið heimilt að byggja synjun sína um aðgang að skjalinu á því að um vinnugagn sé að ræða.<br /> <br /> Síðari útgáfa samantektarinnar/skýrsludraganna frá 1. september 2019 skiptist í samantekt um húsnæðismál Landspítala, fyrirhugaðar breytingar, tækjakaup o.fl. og hins vegar leigulíkan fyrir spítalann. Hún telur 69 blaðsíður og inniheldur að meginstefnu til sambærilegar upplýsingar og fram koma í fyrri útgáfu hennar. Fram kemur í inngangi að upplýsingaöflun hafi þannig verið háttað að leitað hafi verið fanga hjá starfsfólki FSR, í gagnasafni FSR, hjá ráðuneytinu og í fyrri skýrslum, greinargerðum og lagafrumvörpum um Landspítalaverkefnið. Auk þess hafi verið haldnir fjölmargir fundir með Landspítala og Nýjum Landspítala ohf. (NLSH).<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin aflaði hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu var skjalið ekki afhent FSR. Með hliðsjón af því telur nefndin að skilyrði 1. mgr. 8. gr. laga nr. 140/2012 séu uppfyllt og að skjalið teljist vinnugagn í skilningi laganna. Á það er hins vegar að líta að í 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. sömu laga kemur fram að þrátt fyrir að réttur almennings taki ekki til vinnugagna beri að afhenda slík gögn ef þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram. Í skjalinu er að finna ýmsar upplýsingar sem úrskurðarnefndin telur að komi ekki annars staðar fram, eða a.m.k. séu upplýsingarnar geymdar með þeim hætti að almenningur og fjölmiðlar eigi óhægt um vik að nálgast þær. Fram kemur enda í inngangi skjals¬ins að upplýsinga hafi m.a. verið aflað frá starfsfólki FSR og á fundum með fulltrúum Land¬spítala og Nýs Landspítala ohf. Það er því mat úrskurðarnefndarinnar að synjun ráðu¬neytisins á beiðni kæranda um aðgang að skjalinu verði ekki byggð á 5. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga.</p> <h3>2.</h3> <p style="text-align: justify;">Synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins er einnig byggð á því að ekki unnt að veita kæranda aðgang að samantektum um húsnæðismál Landspítala með vísan til 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Í greininni kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í athugasemdum við 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Þá segir að undir undanþágu 3. tölul. falli upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Þetta séu þó ekki hvaða upplýsingar sem er heldur einvörðungu þær sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær tvær samantektir sem kæranda var synjað um aðgang að. Báðar útgáfur eru byggðar upp með svipuðum hætti: 1) stefnumörkun ráðuneytisins varðandi eignaumsýslu, 2) tímalína verkefnisins, söguleg þróun frá aldamótum o.fl., 3) samantekt um húsnæði LSH, 4) áætlaður stofnkostnaður, 5) staða hönnunar, 6) mat á virði eldri fasteigna, 7) möguleg hagræðing í rekstri, 8) mögulegt leiguverð, 9) BIM, BREEAM, áhættugreiningar o.fl.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki unnt að fallast á það með fjármála- og efnahags¬ráðu¬neytinu að aðgangur kæranda að samantektum/skýrsludrögum um húsnæðismál Landspítala verði takmarkaður í heild með vísan til 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Ráðuneytið hefur ekki rökstutt hvernig afhending og birting þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum kynni að skaða fjárhag eða efna¬hag ríkisins. Úrskurðarnefndin telur þó að á nokkrum stöðum í samantektunum sé að finna sundurliðaðar kostnaðaráætlanir, þar sem fjallað sé um framkvæmdir þar sem ekki hefur enn farið fram útboð. Í þeim tilvikum kynni afhending þeirra upplýsinga að hafa verðmyndandi áhrif sem gæti valdið ríkinu tjóni. Úrskurðarnefndin telur því að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, sjá nánar í úrskurðarorði.<br /> <br /> Að öðru leyti telur úrskurðarnefndin að rök standi ekki til að synja kæranda um aðgang að samantektunum. Nefndin telur mikilvægt að líta til þess að bygging nýs Landspítala er mjög stór framkvæmd með tilheyrandi ráðstöfun opinberra fjármuna. Hafa verður hliðsjón af markmiðum upplýsingalaga, til að mynda því að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, við mat á því hvort meginregla 1. mgr. 5. gr. laganna um rétt til aðgangs að upplýsingum skuli víkja fyrir takmörkunarákvæði 3. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, sem skýra ber þröngri lögskýringu.</p> <h3>3.</h3> <p style="text-align: justify;">Kæranda var synjað um aðgang að eftirfarandi skjölum sem tilheyra máli um byggingu Landspítala í málaskrá ráðuneytisins:<br /> <br /> 1) Erindi framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. til framkvæmdastjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 6. mars 2019, um útboðsfyrirkomulag meðferðarkjarna.<br /> 2) Rýni VSÓ Ráðgjafar og NIRAS í kostnaðaráætlun Nýs Landspítala ohf. að því er varðar framkvæmdakostnað gatna, lóða og veitna ásamt minnisblaði, dags. 7. nóv¬ember 2012.<br /> 3) Fundargögn vegna fundar 3. maí 2019 um útboðstilhögun meðferðarkjarna:<br /> a) Minnisblað Corpus3 ehf. um tilhögun framkvæmda og útboðsleiðir vegna meðferðar-kjarna, dags. 29. mars 2019.<br /> b) Vinnuskjal Nýs Landspítala ohf. um tilhögun hönnunar og verkframkvæmdar vegna með¬ferðarkjarna, dags. 17. apríl 2019.<br /> c) Nyr Landspitali. Architecture and Engineering. Greinargerð frá apríl 2019, útbúin af Matthew Harrison CEng Ph.D. MIMechE MIOA fyrir Corpus3 ehf.<br /> 4) Erindi frá Kristjáni B. Ólafssyni til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 17. apríl 2019, varðandi rekstrarhagræðingu og fjármagnskostnað.<br /> <br /> Synjunin var byggð á 3. og 5. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Í 5. tölul. kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Í athugasemdum við 5. tölul. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2012 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitar¬félaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skatta¬málum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.“<br /> <br /> Þá segir einnig að ákvæðið geri ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki rökstutt hvernig afhending og birting viðkomandi gagna gæti orðið þess valdandi að þær ráðstafanir sem fjallað er um í gögnunum yrðu þýðingarlausar eða skiluðu ekki tilætluðum árangri. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið gögnin og telur vandséð hvernig afhending gagnanna gæti haft þau áhrif. Hins vegar innihalda gögnin að hluta til upplýsingar sem eru sama marki brenndar og þær sem nefndar voru í niðurstöðukafla 2, þ.e. tengjast framkvæmdum þar sem ekki hefur enn farið fram útboð. Í þeim tilvikum kynni afhending þeirra upplýsinga að hafa verðmyndandi áhrif sem gæti valdið ríkinu tjóni. Á það við um rýni VSÓ Ráðgjafar og NIRAS í kostnaðaráætlun Nýs Landspítala ohf. að því er varðar framkvæmdakostnað gatna, lóða og veitna ásamt minnisblaði, dags. 7. nóvember 2012, í heild sinni. Úrskurðarnefndin telur því að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli 3. og 5. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012, sjá nánar í úrskurðarorði.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p style="text-align: justify;">Fjármála- og efnahagsráðuneytinu ber að veita kæranda aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1) Hringbrautarverkefnið. Greiningar- og stöðu¬skýrsla í maí 2019, að undanskildum bls. 49, 53, 64–67 og 71–74.<br /> 2) Samantekt um húsnæðismál Landspítala, fyrirhugaðar breytingar, tækjakaup o.fl. og leigu¬líkan fyrir spítalann, dags. 1. september 2019, að undanskildum bls. 32, 35–37 og 39–41.<br /> 3) Erindi framkvæmdastjóra Nýs Landspítala ohf. til framkvæmdastjóra Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 6. mars 2019, um útboðsfyrirkomulag meðferðarkjarna.<br /> 4) Fundargögn vegna fundar 3. maí 2019 um útboðstilhögun meðferðarkjarna:<br /> a) Minnisblað Corpus3 ehf. um tilhögun framkvæmda og útboðsleiðir vegna meðferðar-kjarna, dags. 29. mars 2019.<br /> b) Vinnuskjal Nýs Landspítala ohf. um tilhögun hönnunar og verkframkvæmdar vegna með¬ferðarkjarna, dags. 17. apríl 2019.<br /> c) Nyr Landspitali. Architecture and Engineering. Greinargerð frá apríl 2019, útbúin af Matthew Harrison CEng Ph.D. MIMechE MIOA fyrir Corpus3 ehf.<br /> 5) Erindi frá Kristjáni B. Ólafssyni til fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 17. apríl 2019, varðandi rekstrarhagræðingu og fjármagnskostnað.<br /> <br /> Afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðni kæranda um gögn sem tengjast byggingu nýs Landspítala er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p> |
992/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | Deilt var um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að tilteknum gögnum er vörðuðu hann sjálfan, eiginkonu hans og dóttur. Var kæranda m.a. synjað um aðgang að ákveðnum gögnum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin uppfylltu ekki þau skilyrði að teljast vinnugögn, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og lagði fyrir Garðabæ að veita kæranda aðgang að þeim. Úrskurðarnefndin taldi að tilteknir hlutar beiðni kæranda hefðu ekki hlotið þá meðferð sem nefndinni væri fært að endurskoða og var þeim vísað til Garðabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Loks var hluta beiðni kæranda vísað frá nefndinni, þar sem viðkomandi gögn lægju ekki fyrir í skilningi upplýsingalaga. | <h1 style="text-align: justify;">Úrskurður</h1> <p style="text-align: justify;">Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 992/2021 í máli ÚNU 20090026. </p> <h2 style="text-align: justify;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: justify;">Með erindi, dags. 26. september 2020, kærði A afgreiðslu sveitarfélagsins Garðabæjar á beiðni hans um gögn. Með erindi, dags. 22. ágúst 2020, óskaði kærandi eftir afritum af öllum gögnum frá B sem vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur, bæði handskrifuð og úr kerfum Garðabæjar (bæjarskrifstofu og Garðaskóla).<br /> <br /> Í svari Garðabæjar, dags. 21. september 2020, kom fram að gögn sem kærandi hefði óskað eftir væru tilbúin til afhendingar. Í erindi kæranda til Garðabæjar sama dag kom fram að ýmis gögn vantaði, svo sem fundargerðir, punkta sem B hefði tekið niður á foreldrafundi, samskipti við fyrirtækið KVAN, samskipti við C, fundi sem B hefði átt við stúlkurnar o.fl.<br /> <br /> Í svari Garðabæjar, dags. 29. september 2020, kom fram að sjálfsagt væri að skoða það teldi kærandi að tilteknar fundargerðir vantaði. Hvað varðaði samskipti B við fyrirtækið KVAN og C yrðu þau ekki afhent þar sem um vinnugögn væri að ræða. Samtöl B við önnur börn en dóttur kæranda yrðu sömuleiðis ekki afhent þar sem sveitarfélaginu væri það ekki heimilt.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að einungis hluti gagna er varði B hafi verið afhent. Áður hafi kærandi beðið um gögn frá öðrum starfsmönnum og í þeim gögnum hafi verið gögn frá B sem nú hafi ekki verið afhent. Þá hafi Garðabær haldið fram að fundargerðir hafi verið útbúnar af B en þau gögn hafi ekki verið afhent nú.</p> <h2 style="text-align: justify;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: justify;">Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 28. september 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 14. október 2020, kemur fram að kærandi og eiginkona hans hafi lagt fram fjölmargar beiðnir um afhendingu gagna til sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hafi ávallt leitast við að afhenda meira en minna af gögnum. Engum gögnum hafi verið haldið eftir sem þau eigi rétt á að fá afhend. Raunar hafi þeim einnig verið afhent vinnugögn, umfram skyldu. Hins vegar hafi beiðnir kæranda verið margar og sumar þeirra umfangsmiklar. Þá hafi endurtekið verið óskað eftir gögnum sem kæranda hafi þegar verið afhent og gögnum sem kærandi telur að til séu en séu í reynd ekki til. Með hliðsjón af umfangi fyrirliggjandi gagna í málinu hafi vinnsla síðari gagnabeiðna takmarkast við gögn sem kærandi og eiginkona hans eigi sannanlega rétt á að fá afhent, en hafi ekki fengið afhent áður. <br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 17. október 2020, er að finna nánari skýringar á þeim gögnum sem kærandi telur að vanti:<br /> 1) Fundargerðir sem varði samtöl B við dóttur kæranda í október og nóvember 2019 auk fundargerða af fundum hennar með öðrum börnum. <br /> 2) Samskipti B við Domus Mentis, en hún hafi verið viðstödd samtöl sem Domus Mentis átti við dóttur kæranda og því telji kærandi sig eiga rétt til aðgangs að gögnunum. <br /> 3) Samskipti B við núverandi aðstoðarskólastjóra Garðaskóla, en báðir aðilar hafi verið í eineltisteymi sem hafi komið að máli dóttur kæranda. Einnig vanti samskipti B við D, sem tók viðtöl við börnin. <br /> 4) Handskrifuð gögn af tilteknum foreldrafundi.<br /> <br /> Með erindum, dags. 29. janúar, 1. febrúar og 5. mars 2021, afhenti Garðabær úrskurðarnefndinni hluta af umbeðnum gögnum í málinu.</p> <h2 style="text-align: justify;">Niðurstaða</h2> <h3 style="text-align: justify;">1.</h3> <p style="text-align: justify;">Í málinu er deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá B sem varða kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Kæranda voru afhent þau gögn sem sveitarfélagið taldi heyra undir gagnabeiðni hans og hann ætti rétt á. Honum var synjað um aðgang að fundargerðum af fundum B með öðrum börnum en dóttur hans, þar sem sveitarfélagið taldi sér ekki heimilt að afhenda þær. Kæranda var einnig synjað um aðgang að samskiptum B annars vegar við fyrirtækið KVAN og hins vegar við C, þar sem um vinnugögn væri að ræða.</p> <h3 style="text-align: justify;">2.</h3> <p style="text-align: justify;">Kæranda var synjað um aðgang að samskiptum B við fyrirtækið KVAN, þar sem um vinnugögn væri að ræða. Í máli þessu hefur kærandi óskað eftir aðgangi að gögnum um hann sjálfan, eiginkonu og dóttur. Fer því um upplýsingarétt hans samkvæmt III. kafla upp-lýsingalaga, nr. 140/2012, um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Í 1. mgr. 14. gr. segir að skylt sé, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 1. tölul. 2. mgr. sömu greinar kemur fram að ákvæði 1. mgr. gildi ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. laganna. Í 5. tölul. 6. gr. kemur fram að réttur almennings taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. Í 1. mgr. 8. gr. kemur fram að til vinnugagna teljist þau gögn sem stjórnvöld eða aðrir aðilar skv. I. kafla laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Séu gögn afhent öðrum teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum.<br /> <br /> Garðabær afhenti úrskurðarnefndinni tölvupóstssamskipti B og C við fyrirtækið KVAN, dags. 10. september 2019 til 7. október 2019. Það er mat nefndarinnar að gögnin uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga fyrir því að teljast vinnugögn. Stafar það fyrst og fremst af því að gögnin uppfylla ekki það skilyrði að hafa ekki verið afhent öðrum. Ljóst er að samskiptin hafa verið afhent fyrirtækinu KVAN. Það er því niðurstaða nefndarinnar að kærandi eigi rétt til aðgangs að tölvupóstssamskiptunum, enda fær nefndin ekki séð að aðrar takmarkanir upplýsingalaga eigi við um skjalið.</p> <h3 style="text-align: justify;">3.</h3> <p style="text-align: justify;">Kæranda var synjað um aðgang að fundargerðum af fundum B með öðrum börnum en dóttur kæranda. Garðabær afmarkaði þann hluta beiðninnar við minnispunkta af fundum við tvö börn sem tengjast dóttur kæranda, dags. 22. október til 2. desember 2019, og afhenti úrskurðarnefndinni. Synjun Garðabæjar á afhendingu gagnanna var á því byggð að sveitarfélaginu væri ekki heimilt að afhenda þau, en ákvörðunin var ekki rökstudd frekar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þessi hluti beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Garðabæ að taka þennan hluta beiðni kæranda til nýrrar og lögmætrar meðferðar, sem felur m.a. í sér að tekin sé afstaða til þess og það rökstutt á hvaða lagagrundvelli ekki sé unnt að afhenda kæranda gögnin.</p> <h3 style="text-align: justify;">4.</h3> <p style="text-align: justify;">Kærandi telur að ekki hafi verið afhentar fundargerðir B af fundum með dóttur hans frá því í október og nóvember 2019, samskipti B við Domus Mentis, samskipti B við D og samskipti B við C. Af gögnum málsins fæst ekki séð að Garðabær hafi tekið afstöðu til þessara atriða við afgreiðslu gagnabeiðni kæranda. Er því ekki um að ræða ákvörðun sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða og verður því að vísa þessum hlutum beiðni kær-anda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Garðabæ. Við afgreiðslu beiðninnar skuli tekin afstaða til þess hvort gögnin liggi fyrir í skilningi upplýsingalaga og ef svo er, hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim, eftir atvikum á grundvelli III. kafla upplýsingalaga.<br /> <br /> 5.<br /> Hvað varðar handskrifuð gögn af foreldrafundi sem kærandi telur að honum hafi ekki verið afhent var það niðurstaða í máli ÚNU 20090015, sem kærandi var einnig aðili að og lyktaði með úrskurði nr. 970/2021, að slík gögn af viðkomandi fundi lægju ekki fyrir í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Studdist sú niðurstaða við upplýsingar frá Garðabæ. Ekkert hefur komið fram við meðferð þessa máls sem gefur til kynna að úrskurðarnefndin hafi byggt á röngum upplýsingum um málsatvik í framangreindum úrskurði. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður þeim hluta kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: justify;">Sveitarfélaginu Garðabæ ber að veita kæranda aðgang að tölvupóstssamskiptum B og C við fyrirtækið KVAN, dags. 10. september 2019 til 7. október 2019, sem varða dóttur hans.<br /> <br /> Beiðni kæranda um eftirfarandi gögn sem varða hann sjálfan, eiginkonu hans og dóttur, er vísað til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Garðabæ: <br /> 1) Fundargerðir af fundum B við dóttur kæranda frá því í október og nóvember 2019.<br /> 2) Fundargerðir af fundum B með öðrum börnum, dags. 22. október til 2. desember 2019.<br /> 3) Samskipti B við Domus Mentis.<br /> 4) Samskipti B við D.<br /> 5) Samskipti B við C.<br /> <br /> Kæru A, dags. 26. september 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p> |
991/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021 | A, fréttamaður, kærði synjun Biskupsstofu á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um kaupanda og kaupverð fasteignar við Laugaveg 31. Synjun Biskupsstofu var reist á því að þjóðkirkjan félli utan við gildissvið upplýsingalaga og vísaði m.a. til nýlegra lagabreytinga. Úrskurðarnefndin fékk ekki séð að þær breytingar sem gerðar hefðu verið nýlega á ákvæðum laga nr. 78/1997 leiddu til þess að formleg staða þjóðkirkjunnar sem handhafa framkvæmdarvalds hafi breyst og þar með staða hennar m.t.t. gildissviðs upplýsingalaga. Það var því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Biskupsstofu hafi borið að leysa úr beiðni kæranda um aðagang að gögnum á grundvelli ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin fyrir Biskupsstofu að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 991/2021 í máli ÚNU 20110023. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 19. nóvember 2020, kærði A, fréttamaður, synjun Biskupsstofu á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um kaupanda og kaupverð fasteignar við Laugaveg 31.<br /> <br /> Með tölvupósti til Biskupsstofu, dags. 22. október 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hver hefði keypt Kirkjuhúsið við Laugaveg 31 og hvert kaupverðið hefði verið. <br /> <br /> Í svari Biskupsstofu, dags. 19. nóvember 2020, kom fram að kirkjuráð hefði skrifað undir kaupsamning sem áskildi að trúnaður ætti að ríkja um efni samningsins. Af þeim sökum væri ekki unnt að gefa upplýsingar um söluna. Kaupandi ákvæði hvort hann þinglýsti samningnum en Biskupsstofa hefði virt þann trúnað sem óskað hefði verið eftir og samþykkt hefði verið í samningnum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Biskupsstofu, með bréfi, dags. 19. nóvember 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Biskupsstofu, dags. 3. desember 2020, eru atvik málsins rakin. Þá er þeirri afstöðu lýst að vísa beri kærunni frá þar sem þjóðkirkjan, þ.m.t. sjóðir hennar, sé sjálfstætt trúfélag og falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012. Þjóðkirkjan sé ekki stjórnvald, hún sé ekki í eigu stjórnvalda né henni falið að taka stjórnvaldsákvarðanir eða sinna lögbundinni þjónustu stjórnvalds.<br /> <br /> Þá er vísað til þess að í upphafsákvæðum laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sé sjálfstæði hennar undirstrikað og komi fram í 1. mgr. 2. gr. að þjóðkirkjan njóti sjálfstæðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. Þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrárinnar, sem kveði á um að ríkisvaldinu beri að styðja og styrkja þjóðkirkjuna, sé það svo að ríki og þjóðkirkjan séu ekki eitt eins og skýrt komi fram í lögunum en í þeim sé þjóðkirkjan skilgreind sem trúfélag en ekki sem stofnun sem eðlilegt hefði annars talist fyrir þann tíma. Þjóðkirkjan skuli samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar njóta stuðnings ríkisvaldsins en það breyti því ekki að hún fari hvorki með ríkisvald né sé í eigu ríkisins. Þjóðkirkjan hafi ekki vald til þess að setja þegnum landsins reglur til að koma á skipulagi né heimild til að beita menn þvingunum til að þeim reglum sé fylgt. Staða þjóðkirkjunnar gagnvart upplýsingalögum sé því ekki önnur en annarra trúfélaga og lífsskoðunarfélaga sem einnig njóti lögbundinna sóknargjalda frá félagsmönnum sínum. <br /> <br /> Þá er í umsögninni bent á að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á lögum nr. 78/1997 frá gildistöku þeirra þann 1. janúar 1998 og annarri löggjöf sem hana varði. Breytingarnar hafi miðað að því að einfalda löggjöfina og staðfesta enn frekar sjálfstæði þjóðkirkjunnar. Formbundinn grundvöllur þjóðkirkjunnar sé, auk framangreindra laga, hið svonefnda kirkjujarðasamkomulag þjóðkirkjunnar og ríkisins frá 1998. Þann 6. september 2019 hafi verið undirritaður viðbótarsamningur kirkjunnar og ríkisins um breytingar á samningnum. Forsendur viðbótarsamningsins sé hin sjálfstæða staða þjóðkirkjunnar sem að framan greini og tilgangur hans einkum aðlögun kirkjujarðasamkomulagsins að þeirri stöðu. Samningurinn staðfesti sameiginlegan skilning ríkisins og kirkjunnar á sjálfstæðri stöðu þjóðkirkjunnar sem trúfélags. <br /> <br /> Þannig byggi rekstur þjóðkirkjunnar í dag annars vegar á þeim einkaréttarlegu samningum um framsal fasteigna sem áður tilheyrðu kirkjunni og endurgjaldi fyrir þær og hins vegar á sóknargjöldum sem séu félagsgjöld sem ríkið innheimti af félagsmönnum og úthluti til þess trúfélags eða lífsskoðunarfélags sem viðkomandi sé skráður í. Þá er vísað til þess að stjórnsýslulög nr. 37/1993 gildi ekki lengur um málsmeðferð innan þjóðkirkjunnar eins og áður hafi verið, sbr. lög nr. 95/2020 og starfsmenn þjóðkirkjunnar, þ.m.t. prestar, teljist ekki lengur vera opinberir starfsmenn, sbr. lög nr. 153/2019. Í umsögninni segir jafnframt að upplýsingar þær sem beðið sé um í þessu máli varði hvorki meðferð á opinberu valdi né meðferð á opinberum fjármunum og hafi kaupandi eignarinnar því getað vænst þess að seljandi gæti staðið við umsaminn trúnað sem áskilnaður hafi verið gerður um í kaupsamningi um eignina. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um kaupanda og kaupverð fasteignar við Laugaveg 31. Biskupsstofa byggir á því að þjóðkirkjan falli utan við gildissvið upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lög þessi til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum sem fylgdu umræddu ákvæði í frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir m.a. um þetta orðalag:<br /> <br /> „Með 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins er lagt til að þeirri meginstefnu verði haldið um afmörkun á gildissviði upplýsingalaga að þau taki til allrar starfsemi opinberra stjórnvalda, hvort sem er stjórnvalda ríkisins eða sveitarfélaganna. Það leiðir af orðalagi ákvæðisins að það sem ræður því hvort tiltekinn aðili fellur undir ákvæðið er formleg staða hans í stjórnkerfinu. Undir ákvæðið falla þannig einvörðungu þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljast til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins.“<br /> <br /> Af 1. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, leiðir að þjóðkirkjan telst sjálfstætt trúfélag, sem nýtur sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka, sbr. 1. mgr. 2. gr. sömu laga. Það leiðir engu að síður af tengslum ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar, sbr. ekki síst 1. mgr. 62. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, að stofnanir og embætti þjóðkirkjunnar teljast til handhafa framkvæmdarvalds a.m.k. að því leyti sem þeim er falið opinbert vald. Með vísan til þessa taka ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012 til starfsemi þjóðkirkjunnar, a.m.k. að því leyti sem henni er falið opinbert vald. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður fjallað um og staðfest þennan skilning á gildissviði upplýsingalaga gagnvart Biskupsstofu og biskupi Íslands, sjá t.d. úrskurð nefndarinnar frá 19. desember 2008, í máli nr. 291/2009. Þessu til viðbótar er bent á að umboðsmaður Alþingis hefur gengið út frá því að starfssvið umboðsmanns taki til þjóðkirkjunnar að því marki sem henni er falin stjórnsýsla, t.d. ákvörðun biskups Íslands um skipun í embætti prests fyrir gildisstöku laga nr. 153/2019 þar sem gerð var sú breyting að starfsfólk þjóðkirkjunnar teldist ekki lengur embættismenn eða opinberir starfsmenn í skilningi laga nr. 70/1996. Hins vegar falli ákvarðanir og athafnir kirkjunnar sem snerta kenningar hennar og trúariðkun utan starfssviðs umboðsmanns, sjá t.d. álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5757/2009 frá 31. mars 2011.<br /> <br /> Í umsögn Biskupsstofu er m.a. vísað til þess að hinn 6. september 2019 hafi verið undirritaður viðbótarsamningur um endurskoðun á samkomulagi milli ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta frá árinu 4. september 1998. Í umsögninni kemur fram sú afstaða að samningurinn staðfesti sameiginlegan skilning ríkis og þjóðkirkjunnar á sjálfstæðri stöðu þjóðkirkjunnar sem trúfélags. Með viðbótarsamningnum hafi verið stefnt að auknu sjálfstæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Úrskurðarnefndin áréttar að efni slíks samkomulags þokar ekki ákvæðum settra laga. Þannig verður starfsemi þjóðkirkjunnar ekki undanþegin ákvæðum upplýsingalaga nema með settum lögum. Ljóst er að á grunni samkomulagsins og viljayfirlýsingar sem undirrituð var samhliða honum sé stefnt að ákveðnum lagabreytingum m.a. í þeim tilgangi að einfalda lagaumhverfi þjóðkirkjunnar m.a. um fjárhagsleg tengsl ríkis og kirkju. Eins og fram kemur í umsögn Biskupsstofu hafa þegar verið gerðar ýmsar breytingar á ákvæðum laga nr. 78/1997 í því skyni, annars vegar með lögum nr. 95/2020 þar sem ákvarðanir kirkjuráðs, sem fer með framkvæmdarvald í málefnum þjóðkirkjunnar, sbr. 24. gr. laganna, voru undanþegnar gildissviði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og með lögum nr. 153/2019 þar sem m.a. var gerð sú breyting að starfsmenn þjóðkirkjunnar teljast ekki lengur opinberir starfsmenn. Úrskurðarnefndin fær ekki séð að þessar breytingar leiði til þess að formleg staða þjóðkirkjunnar sem handhafi framkvæmdarvalds hafi breyst og þar með staða hennar m.t.t. gildissviðs upplýsingalaga. Í því sambandi áréttar úrskurðarnefndin að gildissvið upplýsingalaga ræðst ekki af eðli þeirrar starfsemi sem fram fer af hálfu stjórnvalds ólíkt því sem t.d. á við um gildissvið stjórnsýslulaga en gildissvið þeirra laga er afmarkað við það þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 6. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, fer biskup Íslands með yfirstjórn þjóðkirkjunnar ásamt öðrum kirkjulegum stjórnvöldum eftir því sem nánar er fyrir mælt í lögunum. Í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur enn fremur fram að biskup fylgi eftir reglum er kirkjuþing setur, samþykktum kirkjuþings og markaðri stefnu þess og prestastefnu og hafi ákvörðunarvald um einstök mál, nema þau heyri undir önnur stjórnvöld þjóðkirkjunnar samkvæmt lögunum. Í lögunum er ekki sérstaklega mælt fyrir um tilvist eða starfsemi Biskupsstofu. Slík fyrirmæli var hins vegar að finna í eldri lögum, sbr. 37. gr. laga nr. 62/1990, um skipan prestakalla o.fl., en þar kom fram að embættisskrifstofa biskups, Biskupsstofa, skyldi vera í Reykjavík og annast vörslu og reikningshald sjóða og annarra eigna þjóðkirkjunnar. Byggja verður á því að stofnunin hafi, að því leyti sem hér skiptir máli, enn sambærilega stöðu innan stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, en skv. upplýsingum á heimasíðu stofnunarinnar er hún embættisskrifstofa biskups, auk þess að sinna skrifstofustörfum fyrir Kirkjuráð og kirkjuþing.<br /> <br /> Með vísan til þess sem hér að framan er rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Biskupsstofu hafi borið að leysa úr beiðni kæranda um aðagang að gögnum á grundvelli ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <h3>2.</h3> Í ákvörðun Biskupsstofu er vísað til þess að trúnaður eigi að ríkja um efni kaupsamnings um sölu Biskupsstofu á fasteigninni við Laugaveg 31. Að öðru leyti verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda um aðgang að gögnum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Biskupsstofa hefur þvert á móti í umsögn sinni lýst þeirri afstöðu sinni að ekki beri að fjalla um gagnabeiðnina á grundvelli upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun hennar né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga, eftir atvikum ákvæða 9. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna eða annarra ákvæða í upplýsingalögum. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. <br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem að mati nefndarinnar eru svo verulegir að hana ber að fella úr gildi og leggja fyrir Biskupsstofu að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Biskupsstofu, dags. 19. nóvember 2020, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir Biskupsstofu að taka málið til nýrrar meðferðar. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
990/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | A, blaðamaður kærði synjun Ferðamálastofu á beiðni um upplýsingar um fjölda komu- og brottfararfarþega. Synjun Ferðamálastofu var reist á því að umbeðin gögn væru eign Isavia ohf. og merkt sem trúnaðargögn. Úrskurðarnefndin tók fram að af upplýsingalögum leiddi að réttur til aðgangs að upplýsingum væri lögbundinn og yrði ekki takmarkaður nema á grundvelli laganna. Ekki væri heimilt að víkja frá ákvæðum laganna með því að heita trúnaði um gögn eða með vísan til þess að þau teldust eign annars aðila. Úrskurðarnefndin taldi Ferðamálastofu ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir stjórnvaldið að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 990/2021 í máli ÚNU 20120028. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með kæru, dags. 28. desember 2020, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Ferðamálastofu um að synja beiðni hans um upplýsingar um fjölda komu- og brottfararfarþega.<br /> <br /> Með erindi, dags. 23. desember 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hversu margir hefðu komið til landsins síðustu sjö daga. Í erindinu er vísað til þess að hann hefði fyrr þennan dag óskað eftir umræddum upplýsingum í síma en fengið neitun. Með erindinu fór hann fram á að beiðni hans yrði afgreidd formlega.</p> <p>Ferðamálastofa synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 28. desember 2020, á þeim grundvelli að tölur um fjölda komu- og brottfararfarþega sem stofnunin fengi frá Isavia ohf. væru þeirra eign og því mætti stofnunin ekki láta þær af hendi. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 29. desember 2020, var kæran kynnt Ferðamálastofu og henni veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <br /> Í umsögn Ferðamálastofu, dags. 18. janúar 2021, kemur fram að upplýsingar um fjölda komu- og brottfararfarþega fái Ferðamálastofa frá Isavia og þær séu merktar sem trúnaðarmál. Af þeirri ástæðu geti Ferðamálastofa ekki veitt slíkar upplýsingar og beri stofnuninni að halda trúnað sé eftir því leitað. Það sé því Isavia sem sé réttur aðili til að snúa sér til með beiðni um upplýsingar. Eftir að Ferðamálastofa hafnaði beiðni kæranda hefði hann átt að beina kröfu sinni að eiganda gagnanna um aðgang að ofangreindum upplýsingum. Ferðamálastofa sjái í raun ekki ástæðu þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki veittar en þar sem það sé ákvörðun eiganda gagnanna, Isavia, að upplýsa ekki um þær þá geti Ferðamálastofa ekkert aðhafst frekar. Það sé mat Ferðamálastofu að almennar upplýsingar varðandi ferðamenn og ferðaþjónustuna sem atvinnugrein séu opinberar upplýsingar og eigi að vera öllum aðgengilegar ekki bara stjórnvöldum. Upplýsingar sem þessar geti nýst öðrum, t.d. ferðaþjónustunni við nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Loks er vísað til þess að eitt af lögbundnum hlutverkum Ferðamálastofu sé að afla, miðla og vinna úr upplýsingum, þar á meðal tölfræðilegum gögnum um ferðamál og ferðaþjónustu. Í því sambandi er vísað á vefsíðu stofnunarinnar þar sem finna megi ítarlegar tölfræðiupplýsingar um ferðaþjónustuna. <br /> <br /> Með bréfi, 20. janúar 2021, var kæranda sent afrit af umsögn Ferðamálastofu og veittur kostur á því að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, 21. janúar 2021, þar sem m.a. kemur fram að kærandi telji svör Ferðamálastofu stappa nærri tæknilegri hindrun þess að upplýsingarnar verði látnar af hendi. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hversu margir hefðu komið til landsins sjö daga fyrir 23. desember 2020.<br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Ákvörðun Ferðamálastofu er reist á því að umbeðnar upplýsingar séu eign Isavia ohf. og séu merktar sem trúnaðarmál. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvaldi er því ekki fær sú leið að víkja frá ákvæðum þeirra með því að heita trúnaði eða flokka tiltekin gögn sem trúnaðarmál eða með vísan til þess að þau séu eign annars aðila. Slíkt verður ekki gert nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Það hefur því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt Isavia hafi við afhendingu umræddra upplýsinga merkt þær sem trúnaðarmál eða að öðru leyti gert áskilnað um trúnað. Hið sama gildir um þá afstöðu Ferðamálastofu að umbeðnar upplýsingar séu eign Isavia ohf. Þegar stofnuninni berast upplýsingar eða gögn frá utanaðkomandi aðila ber henni að skrá þau og vista í skjalasafni hennar í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2014. Við það verða gögnin hluti af málaskrá Ferðamálastofu og teljast af þeim sökum fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds verður ekki séð að Ferðamálastofa hafi tekið rökstudda afstöðu til beiðni kæranda um aðgang að gögnum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun Ferðamálastofu né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðnar upplýsingar gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga, eftir atvikum ákvæða 9. gr. upplýsingalaga, að öðru leyti en því að Ferðamálastofa lýsti í umsögn þeirri afstöðu sinni að hún sæi því ekkert til fyrirstöðu að umræddar upplýsingar yrðu afhentar. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Ferðamálastofu að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Ferðamálastofu, dags. 28. desember 2021, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda þeirra sem komu til landsins sjö daga fyrir 23. desember 2020 er felld úr gildi og lagt fyrir Ferðamálastofu að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
989/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að athugasemdum sem borist höfðu Reykjavíkurborg við tillögur aðalskipulags. Úrskurðarnefndin féllst ekki á þá afstöðu Reykjavíkurborgar að umbeðin gögn teldust ekki afhent sveitarfélaginu og því ekki fyrirliggjandi fyrr en að liðnum umsagnarfresti og þau hefðu hlotið formlega umfjöllun kjörinna fulltrúa á fundi. Úrskurðarnefndin taldi Reykjavíkurborg ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Beiðni kæranda hefði því ekki hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði úrskurðarnefndin því fyrir Reykjavíkurborg að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 989/2021 í máli ÚNU 20110027. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 30. nóvember 2020, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni hans um afhendingu á öllum umsögnum sem borist hafa við tillögur aðalskipulags Reykjavíkurborgar 2010 til 2040.<br /> <br /> Með erindi, dags. 24. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir að fá afhentar allar umsagnir sem hefðu borist við tillögur aðalskipulags Reykjavíkurborgar 2010 til 2040. Með erindi Reykjavíkurborgar, dags. sama dag, var beiðni kæranda synjað. Í svari sveitarfélagsins sagði að gögnin væru ekki opinber að svo stöddu. Þau yrðu gerð opinber um leið og þau hefðu verið lögð fram á fundi. Kærandi ítrekaði beiðni sína, með bréfi dags. sama dag, og óskaði eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli synjunin væri reist. Í því sambandi vísaði hann til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Reykjavíkurborg svaraði erindi kæranda með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, þar sem fram kom að umsagnarferli væri enn í gangi og hefði í einhverjum tilvikum verið veittir frestir fram í desember. Það hefði ekki tíðkast að afhenda gögnin á meðan umsagnarferli og úrvinnsla væri í gangi. Kærandi svaraði með tölvupósti, dags. 26. nóvember 2020, þar sem fram kom að hann teldi synjunina ekki reista á haldbærum rökum. Í því sambandi áréttaði hann 5. gr. upplýsingalaga og ítrekaði beiðnina á ný. Með tölvupósti Reykjavíkurborgar, dags. 30. nóvember 2021, var kæranda svarað á ný þar sem fram kom að sú vinnuregla hefði verið hjá sveitarfélögum að á meðan tímafrestir væru ekki runnir út og þar til gögn væru birt kjörnum fulltrúum teldust þau til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga. Stefnt væri að því að umrætt mál yrði tekið fyrir um miðjan desember og þá væri ekkert því til fyrirstöðu að afhenda gögnin í samræmi við gildandi lög og reglur. Talið væri eðlilegt að kjörnir fulltrúar fengju aðgang að gögnum áður en þau væru send til fjölmiðla og teldust gögnin formlega hafa borist sveitarfélaginu þegar þau hefðu verið afhent kjörnum fulltrúum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 2. desember 2020, var kæran kynnt Reykjavíkurborg og sveitarfélaginu veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 17. desember 2020, kemur fram að rökstuðningur fyrir synjun á afhendingu gagnanna hafi verið fólginn í því að umsagnarfrestur vegna umræddra breytinga á aðalskipulagi hafi ekki verið liðinn. Í því sambandi er áréttað að kæranda hafi einvörðungu verið synjað um afhendingu gagnanna í þann tíma þar til kjörnir fulltrúar hefðu fengið færi á að kynna sér gögn málsins. Í umsögninni er verklag borgarinnar við móttöku skriflegra athugasemda vegna skipulagsbreytinga í borginni rakið. Þar segir að þegar umsagnarfrestur er liðinn séu umsagnir teknar saman og að svo búnu geri verkefnastjórnin gögnin tilbúin til afhendingar til kjörinna fulltrúa. Málið sé svo tekið fyrir á næsta fundi samgöngu- og skipulagsráðs, sem í þessu tilviki hafi verið 16. desember 2020. Þá sé það afstaða Reykjavíkurborgar að gögnin teljist ekki afhent sveitarfélaginu fyrr en að liðnum umsagnarfresti og kjörnir fulltrúar hafi fengið tækifæri til að kynna sér þau. Að þeim tíma liðnum sé hafist handa við að taka á móti umsögnum og skjala þær í samræmi við lög nr. 77/2014, um opinber skjalasöfn. Í umsögninni er áréttað að kæranda hafi verið leiðbeint um möguleikann á að óska eftir aðgangi að gögnunum eftir að þau hefðu verið tekin fyrir á umræddum fundi skipulags- og samgönguráðs. Í umsögninni er vísað til 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 þar sem segir að sérhver sveitarstjórnarmaður eigi rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem liggi fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varði málefni sem komið geta til umfjöllunar sveitarstjórnar. Þá segir í umsögninni að hlutverk kjörinna fulltrúa sé að hafa frumkvæði og taka endanlegar ákvarðanir í sveitarstjórn út frá mati á heildarhagsmunum og forgangsröðun möguleika og gilda. Þá eru rakin ákvæði sveitarstjórnarlaga um skyldur sveitarstjórnarmanna og ákvæði 15. gr. um boðun og auglýsingu funda þar sem segir að fundarboð og gögn skuli berast ekki seinna en tveimur sólarhringum fyrir fund. Því hafi ekki tíðkast að afhenda umbeðin gögn fyrr en kjörnir fulltrúar hafi átt kost á að kynna sér þau. Loks fer sveitarfélagið fram á að úrskurðarnefndin hafni öllum kröfum kæranda í málinu og staðfesti hina kærðu ákvörðun, enda hafi ekkert komið fram í málinu sem geti leitt til ógildingar hennar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. janúar 2021, var kæranda sent afrit af umsögn Reykjavíkurborgar og veittur kostur á því að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. sama dag, þar sem hann ítrekaði þá afstöðu sína að umrædd gögn ættu að teljast afhent sveitarfélaginu og vera þar með opinber um leið og þau bærust á það netfang sem sveitarfélagið óskaði eftir gögnum á. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs öllum umsögnum sem höfðu borist við tillögur aðalskipulags Reykjavíkurborgar 2010 til 2040. Beiðni kæranda var upphaflega synjað með vísan til þess að gögnin teldust ekki opinber á þeim tíma sem óskað var eftir þeim. Reykjavíkurborg hefur bæði í upphaflegri synjun og umsögn til úrskurðarnefndarinnar lýst þeirri afstöðu sinni að ekki sé heimilt að afhenda gögnin áður en umsagnarfrestur er liðinn. Af umsögninni verður enn fremur ráðið að Reykjavíkurborg líti svo á að gögnin teljist ekki afhent sveitarfélaginu í skilningi laga nr. 77/2014, um opinber skjalasöfn, fyrr en kjörnir fulltrúar hafi átt kost á að kynna sér þau en fyrst þá séu þau „skjöluð“ í samræmi við ákvæði laganna. <br /> <br /> Af framangreindu verður ráðið að Reykjavíkurborg líti svo á að umbeðin gögn hafi ekki talist fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu þegar beiðni kæranda var lögð fram. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Um gerð aðalskipulags og breytingar á því er fjallað í VII. kafla skipulagslaga nr. 123/2010. Þar er kveðið á um þá málsmeðferð sem sveitarfélögum ber að viðhafa við gerð eða breytingu á aðalskipulagi. Í 31. gr. laganna er t.d. að finna ákvæði um skyldu sveitarfélaga til að auglýsa skipulagstillögu og athugasemdafresti. Úrskurðarnefndin telur þannig ljóst að þegar slíkar athugasemdir berast sveitarfélagi í tengslum við auglýst drög að skipulagsbreytingum beri því að skrá þær og vista í skjalasafni þess í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2014, sbr. t.d. ákvæði 2. mgr. 23. gr. laganna þar sem segir að afhendingarskyldum aðila, skv. 14. gr. sé skylt að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með framkvæmd afhendingarskyldra aðila á lögum um opinber skjalasöfn og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra en það er hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. 4. tölul. 13. gr. laganna. Hvað sem þessu líður telur úrskurðarnefndin engum vafa undirorpið að athugasemdir við drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar teljist fyrirliggjandi þegar þær hafa borist sveitarfélaginu burtséð frá því hvort þær hafi hlotið formlega umfjöllun kjörinna fulltrúa á fundi eða þeir haft tækifæri til að kynna sér þau. Úrskurðarnefndin fellst því ekki á þá afstöðu Reykjavíkurborgar að gögnin hafi ekki talist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga.<br /> <br /> Eins og fyrr segir var synjun Reykjavíkurborgar reist á því að umrædd gögn teldust ekki afhent sveitarfélaginu fyrr en að umsagnarfresti liðnum. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun sveitarfélagsins né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn á grundvelli upplýsingalaga og jafnframt hvort þau séu þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang að þeim að meira eða minna leyti á grundvelli undanþáguákvæða laganna. <br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að vísa málinu heim til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Reykjavíkurborg að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 24. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda, A, blaðamanns, um aðgang að athugasemdum sem bárust Reykjavíkurborg í tengslum við drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010 til 2040 er felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> |
988/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | A beindi kæru til úrskurðarnefndarinnar sem laut að því hvort Vestmannaeyjabæ væri almennt heimilt að afgreiða beiðnir um upplýsingar með því að vísa á vefslóð þar sem þær væri að finna. Í því sambandi vísaði kærandi til þess að hann ætti hvorki prentara né tölvu. Úrskurðarnefndin vísaði kærunni frá þar sem ágreiningsefnið félli utan við úrskurðarvald nefndarinnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 988/2021 í máli ÚNU 20100023. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 21. október 2020, beindi A erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og fór þess á leit að nefndin úrskurðaði um að það teldist synjun á að afhenda upplýsingar þegar Vestmannaeyjabær afgreiddi slíkar beiðnir með því að vísa til þess að upplýsingar væri að finna á vefslóð. Í því sambandi vísaði kærandi til þess að hann ætti hvorki prentara né tölvu. Þá væri ráðhús Vestmannaeyja í ólöglegu húsnæði sem ekki væri aðgengilegt fötluðu fólki.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin er upplýst um að kærandi hefur í gegnum tíðina lagt fram fjölda beiðna um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá Vestmannaeyjabæ. Nefndinni er líka kunnugt um að sveitarfélagið hafi í sumum tilvikum brugðist við beiðni kæranda með því að vísa til þess að umbeðnar upplýsingar séu aðgengilegar á vefsvæði sveitarfélagsins. Ljóst er af samskiptum kæranda við sveitarfélagið um langa hríð að hann telji þá afgreiðslu sveitarfélagsins ekki fullnægjandi þar sem hann eigi ekki tölvu og eigi þess því ekki kost að nálgast gögn og upplýsingar á vefsvæði sveitarfélagsins. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í erindi kæranda sem hér er til meðferðar að hann óski þess að nefndin úrskurði um hvort sveitarfélaginu sé almennt heimilt að afgreiða beiðnir um upplýsingar með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar sé að finna. <br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að fjalla með almennum hætti um afgreiðslu sveitarfélagsins á beiðnum um aðgang að gögnum eða eftir atvikum hvernig aðgengismálum er háttað af hálfu sveitarfélagsins. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur þó rétt að benda á að í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A dags. 21. október 2020, um hvort Vestmannaeyjabæ sé almennt heimilt að afgreiða beiðnir um upplýsingar með því að vísa á vefslóð þar sem umbeðnar upplýsingar sé að finna er vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
987/2021. Úrskurður frá 30. mars 2021. | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að fylgiskjölum húsaleigusamnings Vegagerðarinnar við einkaaðila sem gerður var í kjölfar auglýsingar og útboðs Ríkiskaupa. Þar sem kærandi var þátttakandi í útboðinu var leyst úr kærunni á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Talið var að hagsmunir kæranda til aðgangs að gögnunum vægju þyngra en hagsmunir þess einkaaðila sem Vegagerðin gekk til samninga við í kjölfar útboðsins af því að upplýsingarnar í gögnunum færu leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Var synjun Vegagerðarinnar því felld úr gildi það lagt fyrir stofnunina að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 987/2021 í máli ÚNU 20090021. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 17. september 2020, kærði A, lögmaður, f.h. K16 ehf., ákvörðun Vegagerðarinnar um synjun beiðni um aðgang að gögnum er tengjast leigusamningi stofnunarinnar við einkaaðila. Áður hafði kærandi vísað ágreiningi um aðgang að gögnum sem tengjast samningsgerðinni í vörslum Ríkiskaupa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, en með úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 929/2020 frá 25. september 2020 var því máli vísað til nýrrar meðferðar hjá stofnuninni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að í húsaleigusamningi, sem lagður hafi verið inn til þinglýsingar þann 4. júní 2020, hafi verið vísað til fylgiskjala merkt I-IX. Þau hafi hins vegar ekki fylgt með í þinglýsingu. Kærandi hafi því óskað eftir gögnunum og með tölvupósti Vegagerðarinnar, dags. 15. september 2020, hafi gögn merkt I, II, IV og VII verið afhent en synjað um aðgang að öðrum fylgiskjölum:<br /> <br /> III. Skilalýsing, dags. 26. febrúar 2020.<br /> V. Viðhaldsáætlun hússins.<br /> VIII. Hönnunarforsendur frá leigutaka.<br /> IX. Samkomulag um fullnaðaruppgjör á viðbótarkostnaði, dags. 2. febrúar 2020.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 17. september 2020, var kæranda tilkynnt um að úrskurðarnefndin myndi taka kæruna til meðferðar sem nýtt kærumál og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari röksemdum vegna málsins. Þær bárust samdægurs með tölvupósti. <br /> <br /> Af hálfu kæranda kemur fram að kærandi hafi gert tilboð samkvæmt auglýsingu Ríkiskaupa nr. 20796 um leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina. Tilboð Regins hafi orðið fyrir valinu og kærandi óskað eftir gögnum vegna þess með tölvupósti, dags. 13. maí 2020. Kærandi kveðst hafa boðið lægsta leiguverðið og hafi því umtalsverða hagsmuni af því að gera sér grein fyrir því hvers vegna tilboði Regins hafi verið tekið og hvernig endanlegir samningar félagsins voru við Vegagerðina.<br /> <br /> Í kæru segir að í tilefni af síðari gagnabeiðni kæranda til Vegagerðarinnar hafi stofnunin veitt leigusalanum kost á að veita umsögn um afhendingu gagnanna. Umsögnin hafi verið neikvæð og í hinni kærðu ákvörðun hafi verið vísað til þess að félagið teldi að hluti umbeðinna gagna fæli í sér viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem gætu skaðað samkeppnishæfni félagsins. Kærandi bendir hins vegar á að um hafi verið að ræða útboð á vegum ríkisins þar sem allir gátu gert tilboð. Jafnræðis verði að gæta með aðilum og kærandi eigi rétt á að fá umbeðnar upplýsingar til að sjá hvort farið hafi verið út fyrir lýsingu í útboði í lokasamningi um leiguna. Það geti ekki talist viðkvæmar viðskiptaupplýsingar að ríkisstofnun taki húsnæði á leigu. Kærandi telur ástæður synjunarinnar vera fyrirslátt. Auk þess megi með hliðsjón af meðalhófsreglu strika út viðkvæmar viðskiptaupplýsingar ef þeim er til að dreifa.<br /> <br /> Kærandi vekur athygli á því að af hálfu Ríkiskaupa hafi komið fram að þinglýstur leigusamningur eigi að innihalda allar þær upplýsingar sem kærandi telji sig eiga rétt til aðgangs að. Hins vegar hafi komið í ljós að mikilvæg atriði sé að finna í fylgiskjölum með honum sem ekki hafi fylgt við þinglýsingu. Kærandi vísar kæru sinni til stuðnings til úrskurða úrskurðarnefndarinnar nr. 647/2016, 646/2016, A-414/2012 og 570/2015, sem og dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 472/2015.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 18. september 2020, var Vegagerðinni kynnt kæran og veittur frestur til að senda úrskurðarnefnd um upplýsingamál umsögn um hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun. Jafnframt var óskað eftir því að Vegagerðin léti úrskurðarnefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. <br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar barst með tölvupósti, dags. 8. október 2020. Þar kemur fram að þann 13. mars 2020 hafi stofnunin og RA 5 ehf. undirritað húsaleigusamning um fasteignina að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Samningurinn hafi ekki verið gerður á grundvelli útboðs samkvæmt lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016, heldur í kjölfar auglýsingar Ríkiskaupa. Húsaleigusamningurinn hafi verið móttekinn til þinglýsingar þann 4. júní 2020 ásamt fylgiskjali VII, yfirlýsingu um umráðarétt lóðarinnar við Suðurhraun 33 á 3.279 fermetra hlut af lóðinni við Suðurhraun 3. <br /> <br /> Kærandi hafi óskað eftir fylgiskjölum samningsins með tölvupósti, dags. 11. ágúst 2020. Í kjölfarið hafi Vegagerðin skorað á RA 5 ehf. að upplýsa um það innan sjö daga hvort félagið teldi að umbeðnar upplýsingar ættu að fara leynt, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, þann 31. ágúst 2020. Þann 7. september 2020 hafi borist svar þar sem RA 5 ehf. hafi lagst gegn afhendingunni þar sem gögnin fælu m.a. í sér viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem gætu skaðað samkeppnishæfni félagsins. Ekki yrði séð að hagsmunir kæranda stæðu til þess að fá afhent frekari gögn en þegar hefðu verið afhent eða gerð opinber. Þann 14. september 2020 hafi Vegagerðin innt félagið eftir skýringum á því hvort það legðist gegn afhendingu allra fylgiskjalanna en samdægurs hafi lögmaður félagsins upplýst að það legðist ekki gegn því að afhent yrðu fylgiskjöl nr. I, II, IV, VI og VII. Þá er jafnframt meðal gagna málsins erindi LEX lögmannsstofu, f.h. RA 5 ehf., til Vegagerðarinnar, dags. 29. september 2020, með rökstuðningi félagsins vegna kæru kæranda til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Vegagerðin byggir á því að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hafi stofnuninni verið óheimilt að afhenda kæranda öll umbeðin gögn þar sem fyrir liggi að þau snerti fjárhags- og viðskiptahagsmuni RA 5 ehf. Afhending þeirra geti einnig skaðað samkeppnishæfni félagsins en bent er á að meginstarfsemi félagsins felist í útleigu atvinnuhúsnæðis. Samkvæmt athugasemdum við fyrrgreint ákvæði í frumvarpi því sem varð að lögum komi fram að leggja verði mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess sem upplýsingarnar varða. Við þetta mat verði almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim hagsmunum að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna séu aðgengilegir almenningi. Fram komi að ekki megi ganga gegn réttmætum hagsmunum fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum. <br /> <br /> Við þetta mat beri að mati Vegagerðarinnar að líta til þess að fyrir liggi að RA 5 ehf., sem upplýsingarnar varða einnig, hafi lagst gegn afhendingu gagnanna með vísan til fyrrgreindra sjónarmiða sem Vegagerðin telji sér ekki fært að véfengja. Þá hafi kærandi nú þegar undir höndum húsaleigusamning þann sem um ræði í málinu og helstu fylgiskjöl hans sem að mati Vegagerðarinnar eigi að vera fullnægjandi fyrir kæranda til þess að átta sig á efni samningsins. Vegagerðin fái ekki séð hvaða hagsmuni kærandi kunni að hafa af því að fá afhent önnur fylgiskjöl húsaleigusamningsins en hann hafi hvorki gert nægilega grein fyrir því hvaða þýðingu umbeðin gögn hafi fyrir kæranda né sýnt fram á nauðsyn þess að fá þau afhent, eða að hvaða leyti þau gögn sem hafi verið afhent séu ófullnægjandi. <br /> <br /> Varðandi umfjöllun kæranda í kæru, um að hann telji sig ekki geta borið saman tilboð sitt miðað við húsnæðið sem kærandi hugðist leigja og tilboð RA 5 ehf., er bent á að aðalteikningar, sem sýni nákvæmlega hverjar breytingar á byggingunni verði, hafi verið lagðar inn til byggingarfulltrúans í Garðabæ og séu þar aðgengilegar á kortavef sveitarfélagsins. Grófrými sem telji um 50% af hinu leigða húsnæði standi nær óbreytt frá því sem áður var. Steypt miðbygging sem áður hafi verið á tveimur hæðum verði aðlöguð samkvæmt húslýsingu og byggð verði ofan á hana ein hæð að hluta til. Kærandi eigi því að hafa öll gögn til þess að geta metið hvort þarfakröfur hafi verið uppfylltar.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 8. október 2020, var kæranda kynnt umsögn Vegagerðarinnar og gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fylgiskjölum húsaleigusamnings Vegagerðarinnar og RA 5 ehf., sem gerður var í kjölfar auglýsingar Ríkiskaupa nr. 20796. Kæranda hefur verið veittur aðgangur að umbeðnum gögnum að hluta en ákvörðun Vegagerðarinnar um synjun beiðni þeirra gagna sem eftir standa byggir á því að þau varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni RA 5 ehf. í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, þar sem afhending þeirra geti skaðað viðskipta-, fjárhags- og samkeppnisstöðu félagsins sem hafi þá aðalstarfsemi að leigja út atvinnuhúsnæði. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að kærandi var meðal þeirra aðila sem óskuðu eftir því að gera leigusamning við Vegagerðina samkvæmt auglýsingu Ríkiskaupa. Verður því að líta svo á að upplýsingar í umbeðnum gögnum varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 836/2019 frá 28. október 2019.<br /> <br /> Réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga lýtur m.a. takmörkunum á grundvelli 3. mgr. greinarinnar. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd við það miðað að almennt eigi þátttakendur í útboðum rétt til aðgangs að útboðsgögnum. Hefur nefndin lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd útboðanna. Þá verði fyrirtæki og aðrir lögaðilar að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og sæta því að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Sama gildir að breyttu breytanda um aðra samninga hins opinbera við einkaaðila sem fela í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Upplýsingaréttur almennings er ríkur þegar kemur að fjárútlátum hins opinbera og af því leiðir að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem taka þátt í útboðum stjórnvalda eða gera samninga við stjórnvöld er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða hverju sinni að vera undir það búin að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum sem varða útboð eða gerð samninga sem fela í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Þrátt fyrir þessi almennu sjónarmið verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga. Í upplýsingalögum er gert ráð fyrir að metið sé atviksbundið hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður að líta til þess hversu mikið tjónið getur orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Að svo búnu verður að leggja mat á hvort hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnunum vegi þyngra en hagsmunir þeirra sem upplýsingarnar varða af því að gögnin lúti leynd, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>2.</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað gögnin sem Vegagerðin synjaði kæranda um aðgang að með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Við matið verður að líta til þess að þau fjalla um samningssamband opinberrar stofnunar við einkaaðila sem felur í sér að stofnunin tekur á leigu húsnæði gegn leigugreiðslum. Úrskurðarnefndin tekur fram að almennar upplýsingar um viðskiptasamband opinbers aðila og einkaaðila geta ekki falið í sér upplýsingar um einkamálefni hins síðarnefnda. Hefur kærandi, sem og allur almenningur, almennt af því ríka hagsmuni að fá upplýsingar um endurgjald sem opinberar stofnanir áskilja sér gegn ráðstöfun opinberra hagsmuna, þ. á m. um ástand hins leigða, viðhald sem innt skal af hendi og önnur sambærileg atriði. Þá hefur kærandi af því verulega hagsmuni umfram aðra að geta sannreynt að tekið hafi verið hagstæðara tilboði í kjölfar opinberrar auglýsingar en því sem hann lagði sjálfur fram. Það getur kærandi ekki gert án þess að eiga möguleika á að kynna sér frávik frá kröfum sem upphaflega voru gerðar, viðbætur og greiðslur vegna þeirra. <br /> <br /> Ljóst má því vera að mikið þarf til að koma svo að upplýsingar í umbeðnum gögnum verði taldar þess eðlis að hagsmunir RA 5 ehf. af því að þær fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi. Í því sambandi athugast að hvorki Vegagerðin né RA 5 ehf. hafa gert nákvæmlega grein fyrir því hvort og þá hvernig aðgangur kæranda geti valdið félaginu tjóni eða hversu mikið tjónið geti orðið. Ákvörðun Vegagerðarinnar virðist fyrst og fremst reist á því að RA 5 ehf. hafi lagst gegn því að kæranda verði veittur aðgangur að umbeðnum gögnum. Getur sú afstaða ekki ein og sér komið í veg fyrir að stofnunin framkvæmi sjálf hagsmunamat af því tagi sem áður hefur verið lýst. <br /> <br /> Fylgiskjal III með samningi Vegagerðarinnar og RA 5 ehf., dags. 26. febrúar 2020, er 19 blaðsíður og ber yfirskriftina: „Nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar. Skilalýsing með leigusamningi vegna Suðurhrauns 3, 210 Garðabæ.“ Skjalið er merkt báðum samningsaðilum og nær til viðbóta eða frávika frá húslýsingu Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. í október 2018. Skjalið hefur að geyma tiltölulega almenna lýsingu á ástandi og gæðum hins leigða og fyrirhuguðum frágangi innan- og utanhúss með breytingum sem ýmist eru sagðar að ósk Vegagerðarinnar eða vegna annarra ástæðna. Einnig er að finna í skjalinu yfirlit um magntölur samkvæmt húslýsingu sem bornar eru saman við teikningu, rými sem felld verði út eða bætt við, búnað sem Vegagerðin skuli útvega og önnur frávik. Að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki að finna nokkrar þær upplýsingar í skjalinu sem veitt geta innsýn í viðskiptaleyndarmál, fjárhagsstöðu eða önnur atriði sem geta valdið RA 5 ehf. tjóni, yrðu upplýsingarnar á almannavitorði. Hagsmunir kæranda af aðgangi að skjalinu vega því augljóslega mun þyngra en þeir takmörkuðu hagsmunir annarra af því að það fari leynt. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að fylgiskjali III.<br /> <br /> Fylgiskjal V með leigusamningnum er tvær blaðsíður og felur í sér viðhaldsáætlun hússins að Suðurhrauni 3. Skjalið hefur að geyma yfirlit um þætti er krefjast viðhalds, hver beri ábyrgð á því, hversu reglulega það skuli eiga sér stað og hver standi straum af kostnaði. Með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum getur skjalið ekki falið í sér upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni RA 5 ehf. sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari og því ljóst að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að því vega mun þyngra en hagsmunir félagsins af því að það fari leynt. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að fylgiskjali V.<br /> <br /> Fylgiskjal VIII við leigusamninginn er 16 blaðsíður og ber yfirskriftina: „Hönnunarforsendur leigutaka, umfram skilgreiningar í húslýsingu og skilalýsingu.“ Í skjalinu eru settar fram nánari kröfur Vegagerðarinnar sem RA 5 ehf. skuli uppfylla. Úrskurðarnefndin tekur fram að um er að ræða skjal sem alfarið er unnið af Vegagerðinni þar sem gerðar eru kröfur til einkaaðila. Engar upplýsingar er hins vegar að finna í skjalinu um það hvort eða hvernig hafi verið orðið við þessum kröfum. Því er með engu móti hægt að álykta að skjalið hafi að geyma upplýsingar sem varði viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem gætu skaðað samkeppnishæfni RA 5 ehf. eða valdið því annars konar tjóni með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að fylgiskjali VIII.<br /> <br /> Fylgiskjal IX við leigusamninginn er ein blaðsíða og felur í sér samkomulag um fullnaðaruppgjör Vegagerðarinnar gagnvart RA 5 ehf. á viðbótarkostnaði vegna breytinga og viðbóta sem gerðar hafi verið á samningstíma frá húslýsingu og húsrýmisáætlun vegna Suðurhrauns 3. Samkomulagið felur í sér breytingu á leiguverði. Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem áður hafa verið rakin um upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna er með engu móti hægt að líta svo á að hagsmunir RA 5 ehf. af því að skjalið fari leynt geti vegið þyngra en hagsmunir kæranda, og raunar alls almennings, af því aðgangur verði veittur. Ekki er að finna upplýsingar í skjalinu sem valdið geta félaginu tjóni, yrðu þær á almannavitorði. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að fylgiskjali IX.</p> <p >Af framangreindu er ljóst að verulega skorti á að Vegagerðin legði fullnægjandi grunn að ákvörðun sinni um að synja kæranda um afhendingu umbeðinna gagna. Þannig verður ekki séð að Vegagerðin hafi lagt mat á þá hagsmuni svo sem áskilið er í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, eins og rakið er hér að framan. Þrátt fyrir að ákvörðun Vegagerðarinnar sé haldin slíkum annmörkum telur úrskurðarnefndin, eftir að hafa kynnt sér umrædd gögn, engu að síður fært að endurskoða sjálfstætt umrædda ákvörðun og fella hana úr gildi og leggja fyrir Vegagerðina að afhenda umrædd gögn, í stað þess að vísa málinu til nýrrar meðferðar. Í því sambandi er horft til þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar um rétt kæranda til umbeðinna gagna.<br /> <br /> Loks telur úrskurðarnefndin rétt að árétta að upplýsingalög gera ekki ráð fyrir að sá sem fer fram á upplýsingar þurfi að rökstyðja sérstaklega beiðni sína. Þá getur skortur á slíkum rökstuðningi ekki leitt til þess að kæranda verði synjað um aðgang að gögnum á þeim grunni einum.<br /> <br /> Samkvæmt öllu framangreindu verður að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í heild sinni.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Vegagerðinni er skylt að veita kæranda, K16 ehf., aðgang að fylgiskjölum við húsaleigusamning fyrir stofnunina við Suðurhraun 3, 210 Garðabæ, dags. í mars 2020, nr. III, V, VIII og IX.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
986/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021. | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna meints hraðaksturs á tiltekinni lögreglubifreið. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu lögreglustjóra að kæranda hefði verið afhent öll fyrirliggjandi gögn sem tengdust málinu. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni. Þá taldi úrskurðarnefndarin að meðferð lögreglustjóra á beiðni kæranda hafi ekki verið í samræmi við málshraðareglu 17. gr. upplýsingalaga | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 986/2021 í máli ÚNU 20100005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 2. október 2020, kærði A afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni hans um aðgang að gögnum vegna meints hraðaksturs á tiltekinni lögreglubifreið sem hann ók árið 2017.<br /> <br /> Kærandi sendi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu erindi, dags. 20. ágúst 2019, þar sem fram kom að honum hefði borist til eyrna að lögð hefði verið fram kvörtun vegna aksturslags hans í gegnum samfélagsmiðilinn facebook. Með erindinu óskaði kærandi eftir öllum gögnum málsins, þ.e. kvörtuninni sem barst gegnum facebook, skjáskoti sem tekið var úr ferilvöktun lögreglu, öllum þeim tölvubréfum sem urðu til vegna málsins og bréfi sem sýni lokaafgreiðslu málsins. Kærandi ítrekaði beiðni sína með bréfi, dags. 22 október 2019. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að enn hafi engin svör borist og kærandi telji afgreiðslu lögreglustjóra brjóta gegn 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 með því að upplýsa ekki innan ákveðins frests um hvort orðið yrði við beiðninni. Þar sem erindinu hafi ekki verið svarað þá sé það mat kæranda að orðið hafi óhæfilegur dráttur á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að þeim gögnum sem hann óskaði eftir hjá lögreglunni. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 6. október 2020, sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæruna til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og veitti embættinu frest til 14. október 2020 til að afgreiða beiðnina. Úrskurðarnefndin ítrekaði framangreint erindi þrívegis með erindum, dags. 12. nóvember 2020, 10. desember 2020 og 21. janúar 2021.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. janúar 2021, barst svar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kom að erindi kæranda hefði verið afgreitt með bréfi, dags. 22. janúar 2021, sem var meðfylgjandi bréfi lögreglustjórans til úrskurðarnefndarinnar. Með framangreindu bréfi, dags. 22. janúar 2021, var kæranda veittur aðgangur að fyrirliggjandi gögnum í málinu. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. mars 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir staðfestingu kæranda á því að honum hefðu verið afhent þau gögn sem beiðni hans laut að og honum tilkynnt um að fyrirhugað væri að fella mál hans niður að fenginni staðfestingu hans. Í svari kæranda, dags 7. mars 2021, kom fram að kærandi gæti staðfest að hluti þeirra gagna sem óskað var eftir hefði borist honum en ekki öll gögn málsins líkt og fram hefði komið í bréfi lögreglustjóra. Af þeim sökum fór kærandi fram á að mál hans yrði tekið til úrskurðar um hvort lögreglustjóra væri skylt að afhenda öll gögn sem óskað var eftir.<br /> <br /> Í ljósi framangreindrar afstöðu kæranda ritaði úrskurðarnefndin lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu bréf, dags 15. mars 2021, þar sem þess var óskað að nefndin yrði upplýst um hvort öll fyrirliggjandi gögn sem féllu undir beiðni kæranda um upplýsingar hefðu verið afhent. Svar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu barst með bréfi, dags. 16. mars 2021, þar sem fram kom að embættið hefði afhent kæranda þau gögn sem lægju fyrir. Málið varðandi meintan hraðakstur hafi verið afgreitt af yfirmanni kæranda sem tók ákvörðun um að aðhafast ekkert vegna tilkynningarinnar. Tilkynningin hefði ekki verið skráð í skjalastjórnunarkerfi eða önnur kerfi sem hefðbundið starfsmannamál. Það hafi ekki verið fyrr en kærandi sjálfur sendi inn erindi til Persónuverndar að málið hefði verið skráð og afgreitt á þeim grundvelli. Ekki væri um að ræða að embættið hafnaði að afhenda frekari gögn í málinu eins og kærandi héldi fram. Gögn þau sem kærandi óskaði eftir að fá afhent væru ekki til.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um aðgang að öllum gögnum vegna meints hraðaksturs á tiltekinni lögreglubifreið árið 2017. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu heldur því fram að öll fyrirliggjandi gögn hafi verið afhent og þau gögn sem kærandi óski eftir séu ekki til hjá embættinu.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í viðbótarumsögn lögreglustjóra, dags. 16. mars 2021, segir að öll gögn sem tengjast málinu hafi verið afhent kæranda og þau gögn sem hann óski eftir séu ekki til hjá embættinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Loks er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að meðferð lögreglustjóra á beiðni kæranda hafi ekki verið í samræmi við málshraðareglu 17. gr. upplýsingalaga. Þannig liðu alls fimm mánuðir frá því að beiðni barst embættinu og þar til henni var svarað án þess að kæranda hefði verið skýrt frá ástæðum tafa eða hvenær ákvörðunar væri að vænta eins og áskilið er í 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin beinir því til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að afgreiða framvegis beiðnir um upplýsingar í samræmi við þær kröfur sem leiða af 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 2. október 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
985/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021. | Kærð var synjun Hafrannsóknarstofnunar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um aflatölur yfir stangveiði síðustu tíu ára fyrir jarðir við Hvítá og Ölfusá. Kæran barst því tæpum mánuði eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 985/2021 í máli ÚNU 21030010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. mars 2021, kærði A synjun Hafrannsóknarstofnunar á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um aflatölur yfir stangveiði síðustu tíu ára fyrir jarðir við Hvítá og Ölfusá.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir framangreindum gögnum með bréfi, dags. 10. janúar 2021. Með svari Hafrannsóknarstofnunar, dags. 14. janúar 2021, var beiðni kæranda synjað. Í svarinu var vísað til þess að Hafrannsóknarstofnun liti svo á að stofnuninni væri ekki heimilt að afhenda umrædd gögn þar sem um væri að ræða veiði fyrir einstakar jarðir. Í því sambandi var vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 26. apríl 2000 í máli nr. 94/2000. Öðru máli gegndi þegar um væri að ræða veiði á svæðum eða í vatnsföllum/stöðuvötnum þar sem um væri að ræða veiði fyrir landi fleiri en einnar jarðar. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um aflatölur yfir stangveiði síðustu tíu ára fyrir jarðir við Hvítá og Ölfusá.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Hafrannsóknarstofnun synjaði beiðni kæranda með bréfi dags. 14. janúar 2021 en kæra barst úrskurðarnefndinni 11. mars 2021. Hún barst því tæpum mánuði eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Hafrannsóknarstofnunar til kæranda var honum þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. svo sem áskilið er í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefndin skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt, enda þótt Hafrannsóknarstofnun hafi ekki leiðbeint kæranda um kærurétt og kærufrest. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður því ekki talið afsakanlegt að kæra hafi ekki borist fyrr. Þá telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi veigamiklar ástæður sem mæla með því að kæran verði tekin til meðferðar, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, enda kemur niðurstaða þessi ekki í veg fyrir að kærandi geti snúið sér aftur til stjórnvaldsins með sjónarmið sín og óskað eftir umræddum upplýsingum aftur og eftir atvikum leitaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál innan lögbundins 30 daga kærufrests verði beiðni hans synjað á ný. Verður samkvæmt þessu ekki hjá því komist að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 6. mars 2021, á hendur Hafrannsóknarstofnun er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
984/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021. | Deilt var um synjun ríkisskattstjóra á beiðni A, fréttamanns, um afhendingu upplýsinga um þá rekstraraðila og/eða fyrirtæki sem hafa nýtt sér heimild til frestunar gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds. Úrskurðarnefnd um upplýsingar féllst á með ríkisskattstjóra að umræddar upplýsingar féllu undir 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Úrskurðarnefndin taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 984/2021 í máli ÚNU20110019.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 12. nóvember 2020, kærði A, fréttamaður, synjun ríkisskattstjóra á beiðni hans um afhendingu upplýsinga um þá rekstraraðila og/eða fyrirtæki sem hafa nýtt sér heimild til frestunar gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds.<br /> <br /> Með erindi, dags. 19. október 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum eða yfirliti yfir þá rekstraraðila/fyrirtæki sem hafa nýtt sér aðgerðir og úrræði vegna COVID-19 er varða frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds. Afhenda mætti gögnin á sama formi og þær upplýsingar sem þegar hafi verið birtar vegna stuðnings úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Ríkisskattstjóri svaraði beiðni kæranda með tölvupósti, dags. 20. október 2020. Í svarinu kom fram að þann 5. október 2020 hefðu 1758 rekstraraðilar nýtt sér heimild til að fresta greiðslu á staðgreiðslu opinberra gjalda launamanna og/eða tryggingargjalds. Fjöldi í hverjum mánuði, fjárhæðir og hlutfall þeirra af heildarfjárhæð, annars vegar vegna staðgreiðslu og hins vegar tryggingagjalds, kæmi fram í töflum sem fylgdu svari ríkisskattstjóra. Í svarinu kom einnig fram að skattyfirvöldum væri óheimilt að veita upplýsingar um nýtingu einstakra rekstraraðila á þessum úrræðum, enda hefði lögbundinni þagnarskyldu ekki verið vikið til hliðar með sérstökum ákvæðum þar að lútandi. Enn fremur lægi ekki fyrir greining á því hvaða rekstraraðilar ættu í hlut. Með tölvupósti, dags. 21. október 2020, óskaði kærandi eftir frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun ríkisskattstjóra um að synja beiðni hans. Svar ríkisskattstjóra barst með tölvupósti, dags. sama dag, þar sem fram kom að í 15. gr. laga nr. 50/2020, um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, væri beinlínis kveðið á um að birta skyldi opinberlega upplýsingar um hverjir hefðu fengið slíkar greiðslur og fjárhæð þeirra. Ekkert slíkt ákvæði væri að finna í lögum nr. 25/2020 þar sem frestun á greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds væri heimiluð.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji einsýnt að umbeðnar upplýsingar eigi fullt erindi við almenning og þó ekki sé sérstaklega kveðið á um að þær beri að birta feli það ekki í sér að þær eigi að fara leynt. Þar megi m.a. benda á nýuppkveðinn úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 935/2020 þar sem ríkisskattstjóra var gert að afhenda tilteknar upplýsingar, þótt ekki væri sérstaklega kveðið á um afhendingarskyldu í lögum um skráningu raunverulegra eigenda. Ljóst sé að sömu sjónarmið hljóti að eiga við í þessu máli. Þá er bent á að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings við opinbera aðila. Stjórnvöld hafi á þessu ári veitt gríðarlegum fjárhæðum úr sjóðum almennings til að styðja við fyrirtæki landsins í heimsfaraldri. Sú aðgerð sem óskað er upplýsinga um sé fyllilega sambærileg þótt fé sé hér ráðstafað með öðrum hætti en beinum fjárframlögum, enda hefur frestun skattgreiðslna áhrif á stöðu ríkissjóðs. Hagsmunir almennings séu því þeir sömu. Aðgangur að upplýsingum eins og þeim sem hér sé óskað eftir sé því beinlínis nauðsynlegur til að fjölmiðlar geti sinnt aðhaldshlutverki sínu og upplýst almenning um hvernig stjórnvöld hafi farið með opinbert fé í faraldrinum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 12. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 27. nóvember 2020, kemur fram að með lögum nr. 25/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, voru m.a. gerðar breytingar á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, og lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald. Þessar breytingar lúti að því að launagreiðendum, sem eigi við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls, verði heimilt að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum á staðgreiðslu af launum og staðgreiðslu tryggingagjalds, sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020. Nýr gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestað væri, að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum, yrði 15. janúar 2021. Framkvæmd ríkisskattstjóra á staðgreiðslulögum og lögum um tryggingagjald byggi að öllu leyti á sýslan með upplýsingar um tekjur og efnahag skattaðila, bæði einstaklinga í rekstri og lögaðila en jafnframt launamanna. Staðgreiðsla opinberra gjalda sé bráðabirgðagreiðsla tekjuskatts og útsvars launamanna á tekjuári og tryggingagjalds launagreiðenda á því ári nema annað sé tekið fram, sbr. 1. gr. staðgreiðslulaga. Um þagnarskyldu ríkisskattstjóra við skattframkvæmd fari samkvæmt 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, en í 1. mgr. 117. gr. segi að á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd hvíli þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim sé bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komist að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan haldist þótt menn þessir láti af störfum.<br /> <br /> Þá segir í umsögninni að það heyri til algjörra undantekninga að vikið sé frá þeirri fortakslausu vörn sem skattaðilar eigi undir framangreindum ákvæðum og geta þurfi þess í löggjöf með svo skilmerkilegum hætti að ekki leiki vafi á um slíka ráðstöfun. Til að mynda taki 2. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt á sérstökum heimildum Hagstofu og Seðlabanka, og annars staðar í lögum sé þess getið sérstaklega beri ríkisskattstjóra skylda til að miðla til annarra stjórnvalda upplýsingum um tekjur og efnahag skattaðila. Einu gildi í hvaða skyni beiðandi hyggist nýta þær upplýsingar sem hann leiti til ríkisskattstjóra um. Ekki séu fordæmi fyrir því að hagsmunir almennings af upplýsingunum séu taldir vega þyngra en sú skilyrðislausa vörn sem skattaðilar eiga samkvæmt þagnarskylduákvæðum laga um tekjuskatt og eftir atvikum lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nema að svo takmörkuðu leyti sem sérstakar lögbundnar undantekningarheimildir kveði á um. Megi þar nefna 98. gr. laga um tekjuskatt um tímabundna og afmarkaða birtingu álagningar- og skattskráa, og enn fremur 15. gr. laga nr. 50/2020 þar sem löggjafinn hafi séð sérstakt tilefni til að kveða á um birtingu tiltekinna og skýrt afmarkaðra upplýsinga um nýtingu skattaðila á úrræði því sem varði greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 50/2020 sé að finna ítarlegan rökstuðning fyrir þeirri lögbundnu birtingu, hvernig henni skyldi háttað og tekið fram að birtingarákvæðið víki til hliðar þagnarskyldu samkvæmt 117. gr. laga um tekjuskatt. Engum slíkum undantekningarreglum sé fyrir að fara í lögum nr. 25/2020 og gildi því meginregla 117. gr. laga um tekjuskatt um þagnarskyldu ríkisskattstjóra og ekki forsendur til afhendingar hinna umbeðnu upplýsinga. <br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 14. desember 2020, kemur fram að þær upplýsingar sem óskað sé eftir hafi orðið til vegna breytinga á ákvæðum laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, og lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald. Þar sé ekki að finna sérstök þagnarskylduákvæði. Því sé eðlilegt að leyst verði úr rétti til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli upplýsingalaga. Jafnvel þótt talið yrði að sérstakt þagnarskylduákvæði 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, ætti hér við, eins og ríkisskattstjóri haldi fram, væri rétt að árétta að það ákvæði sé ekki fortakslaust, eins og úrskurðarnefndin hafi endurtekið skorið úr um, nú síðast með úrskurði nr. 935/2020. <br /> <br /> Þá eru ákvæði upplýsingalaga rakin. Þar er m.a. vísað til 9. gr. upplýsingalaga og tekið fram að við afgreiðslu málsins þurfi úrskurðarnefndin að líta til athugasemda við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum. Aðstæður í þessu máli séu mjög sérstakar, enda hafi ríkissjóður síðustu mánuði tekið á sig gífurlegar byrðar til að bjarga fyrirtækjum landsins frá gjaldþroti. Frestun gjalddaga staðgreiðslu og tryggingagjalds væri liður í því og væri augljóslega til þess fallin að hafa áhrif á stöðu ríkissjóðs. Hagsmunir almennings af því að fá að vita hverjir nýti sér slík sérúrræði, sem ekki yrðu samþykkt í venjulegu árferði, hljóti því að teljast miklir og vegi mun þyngra en hagsmunir fyrirtækjanna af því að halda upplýsingunum leyndum. Þá segir að ríkisskattstjóri hafi ekki sýnt fram á hvernig birting þessara upplýsinga myndi valda fyrirtækjunum tjóni. Þar beri að hafa í huga að þegar hafi verið birtur langur listi á vef ríkisskattstjóra um hvaða fyrirtæki hafi fengið stuðning vegna launakostnaðar á uppsagnarfresti, ásamt fjárhæðum, og Vinnumálastofnun hafi birt lista um hvaða fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleiðina. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum eða yfirliti yfir þá rekstraraðila/fyrirtæki sem hafa nýtt sér aðgerðir og úrræði vegna COVID-19 er varða frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri byggir á því að 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, gildi um afgreiðslu upplýsingabeiðninnar.<br /> <br /> Hún hljóðar svo: <br /> „Ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Hið sama gildir um þá er veita þessum aðilum aðstoð við starf þeirra eða á annan hátt fjalla um skattframtöl. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.“<br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar upplýsingar um tekjur og efnahag skattaðila. Nefndin telur engan vafa leika á að yfirlit yfir þá aðila sem nýtt hafa úrræði samkvæmt annars vegar lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og hins vegar lögum um tryggingagjald sem að framan er lýst falli undir umrætt lagaákvæði. Þau úrræði sem hér um ræðir fela í sér annars vegar heimild til frestunar á greiðslum staðgreiðslu af launum og staðgreiðslu tryggingargjalds. Verður réttur til aðgangs að þeim því ekki byggður á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar sem gögn málsins lúta öll trúnaðarskyldu skv. 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sem er sérstakt þagnarskylduákvæði, taka upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til þeirra. Ber af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, fréttamanns, dags. 2. nóvember 2020, vegna synjunar Ríkisskattstjóra á beiðni hans um yfirliti yfir þá rekstraraðila/fyrirtæki sem hafa nýtt sér aðgerðir og úrræði vegna COVID-19 er varða frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og tryggingargjalds er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
983/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021. | Deilt var um synjun ríkisskattstjóra á beiðni Neytendasamtakanna um aðgang að uppfærðu hreyfingayfirliti vegna innheimtu stjórnvaldssekta sem Neytendastofa lagði á tiltekið fyrirtæki. Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði á 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 983/2021 í máli ÚNU20110006. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 2. nóvember 2020, kærðu Neytendasamtökin synjun ríkisskattstjóra á beiðni samtakanna um aðgang að uppfærðu hreyfingayfirliti til 1. september 2020 vegna innheimtu stjórnvaldssekta sem Neytendastofa lagði á fyrirtækið A ehf. <br /> <br /> Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 926/2020 var lagt fyrir ríkisskattstjóra að afhenda kæranda ýmsar upplýsingar og gögn varðandi greiðslu stjórnvaldssekta sem lagðar voru á fyrirtækið. Á meðal þess sem ríkisskattstjóra var gert að afhenda kæranda var hreyfingayfirlit yfir álagningu dagsekta, innborgana og uppsafnaða stöðu skuldar, dags. 14. febrúar 2020. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar kom fram að ekki væri fallist á að þagnarskylduregla 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, ætti við um hreyfingayfirlitið þar sem beiðni samtakanna var lögð fram áður en lög nr. 150/2019 öðluðust gildi hinn 31. desember 2019. Í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar afhenti ríkisskattstjóri kæranda gögn, m.a. hreyfingayfirlit fram til 14. febrúar 2020. <br /> <br /> Með erindi, dags. 30. september 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að uppfærðu hreyfingayfirliti með stöðu úr tekjubókhaldskerfi ríkisins, dags 1. september 2020. Ríkisskattstjóri synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 5. október 2020, með vísan til þess að starfsmönnum ríkisskattstjóra bæri í samræmi við 20. gr. laga nr. 150/2019, að halda umbeðnum upplýsingum leyndum að viðlagðri refsiábyrgð. Þar sem gögnin féllu undir sérstaka þagnarskyldureglu 20. gr. laga nr. 150/2019 tækju upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til þeirra, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna. <br /> <br /> Í kæru er lögð áhersla á 5. gr. upplýsingalaga er lýtur að því að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir á hendur fyrirtækinu séu opinberar upplýsingar. Í ákvörðun Neytendastofu um álagningu stjórnvaldssekta sé fyrirtækið nafngreint og upphæð sekta þar tilgreind. Að mati kæranda sé ekki haldbær rökstuðningur að vísa til þess að uppfært hreyfingayfirlit hafi að geyma upplýsingar sem leynt eigi að fara. Þá segir í kæru að smálánastarfsemi sé ekki leyfisskyld og sæti því ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Að mati kæranda séu því ríkir almannahagsmunir fólgnir í því að fá aðgang að ofangreindum upplýsingum til þess að geta metið hvort beiting sekta sé raunhæft úrræði þegar um sé að ræða ólögmæta fjármálastarfsemi á neytendamarkaði. Í kæru er einnig greint frá því að hreyfingayfirlitið, dags. 14. febrúar 2020, sem kærandi fékk afhent í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar, beri ekki með sér að umrætt fyrirtæki hafi greitt umræddar stjórnvaldssektir. Nauðsynlegt sé að fá afhent uppfært hreyfingayfirlit í því skyni að staðreyna hvort svo sé. Þá segir í kæru að kærandi telji takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna skv. 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um aðgang að umbeðnum gögnum. Það mat sé í samræmi við niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í fyrra máli þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að upplýsingarnar féllu ekki undir umrætt undanþáguákvæði 2. málsl. 9. gr. Kærandi líti svo á að umrædd beiðni varði gögn er falli í ljósi framangreinds ekki undir sérstakt þagnarskylduákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 ekki síst sökum þess að hlutaðeigandi félag óskar sérstaklega eftir að því sé komið á framfæri að stjórnvaldssektir hafi verið upp greiddar.<br /> <br /> Loks er í kæru bent á að jafnvel þótt komist yrði að þeirri niðurstöðu að uppfært hreyfingayfirlit, dags. 1. september 2020, fæli í sér upplýsingar sem leynt skuli fara á grundvelli þagnarskyldu 20. gr. laga nr. 150/2019 væri eflaust hægt að afmá þann hluta gagnanna og veita samtökunum aðgang að upplýsingum sem staðreyni framangreindar fullyrðingar fyrirtækisins. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 4. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 23. nóvember 2020, er forsaga málsins rakin og vísað til þess að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 926/2020 hafi kæranda verið send þau gögn sem skylt var að afhenda samkvæmt úrskurðinum, m.a. hreyfingayfirlit, með stöðu úr tekjubókhaldskerfi ríkisins, dags. 14. febrúar 2020. Í umsögninni er vísað til þess að í kæru sem mál þetta lýtur að sé í megindráttum vísað til þess að hreyfingayfirlit það sem þegar er búið að afhenda beri ekki með sér að stjórnvaldssektin hafi verið greidd. Búið sé að meta það svo af úrskurðarnefnd um upplýsingamál að upplýsingar sem þar komi fram verði ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga og því beri að afhenda kæranda uppfært hreyfingayfirlit sem sé af sama meiði og fyrri beiðni laut að.<br /> <br /> Í umsögninni er áréttuð sú afstaða ríkisskattstjóra að seinni beiðni kæranda sem kæra þessi lýtur að sé ekki hluti fyrra máls sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 926/2020. Þá segir að lög nr. 150/2019 sem tóku gildi 30. desember 2019 gildi um innheimtu á sköttum, gjöldum og sektum ásamt vöxum, álagi og kostnaði sem lögð eru á af stjórnvöldum og sem innheimtumönnum ríkissjóðs er falið að innheimta, sbr. 1. gr. laganna. Gildissvið laganna nái þannig til innheimtu á stjórnvaldssektum, m.a. til stjórnvaldssekta Neytendastofu og dagsekta Neytendastofu. Eins og fram komi í framangreindum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál fallist nefndin ekki á að leysa bæri úr ágreiningnum á grundvelli þagnarskylduákvæðis 20. gr. laganna þar sem þau höfðu ekki tekið gildi þegar fyrra erindi kæranda barst ríkisskattstjóra í lok árs 2019. Þegar seinna erindi kærandabarst ríkisskattstjóra höfðu lög nr. 150/2019 tekið gildi og því beri að leysa úr ágreiningi vegna hinnar nýju beiðni á grundvelli þeirra. Í 1. og 2. málsl. 20. gr. laganna kemur fram að á innheimtumanni ríkissjóðs hvíli þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og að honum sé óheimilt, að viðlagðri ábyrgð skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt eigi að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Þá er tekið fram að ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 sé sérstök þagnarskylduregla sem mæli fyrir um að innheimtumanni sé óheimilt að viðlagðri refsiábyrgð að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt eigi að fara meðal annars um tekjur og efnahag gjaldenda og gengur hún framar ákvæðum upplýsingalaga. Í því sambandi er vísað til 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ríkisskattstjóri telji að ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 komi í veg fyrir að heimilt sé að afhenda almenningi hreyfingayfirlit yfir skuldir og skuldastöðu gjaldenda úr tekjubókhaldskerfi ríkisins. Það sé jafnframt mat embættisins að undir hugtökin tekjur og efnahag í skilningi 20. gr. laganna falli skuldastaða við ríkissjóð og innheimtusaga og vandséð sé að upplýsingar um hvernig greiðslum og innheimtu einstakra gjaldflokka sé háttað, eigi erindi við almenning. <br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 17. desember 2020, er vísað til þess að á meðan fyrra mál kæranda var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem lauk með úrskurði nefndarinnar í máli nr. 926/2020, hafi kæranda borist upplýsingar frá umræddu fyrirtæki þess efnis að það hefði greitt höfuðstól álagðrar stjórnvaldssektar að fullu. Ljóst væri að hreyfingayfirlit, dags. 14. febrúar 2020, sem ríkisskattstjóra var gert að afhenda, bar það ekki með sér að sektin væri greidd. Þá segir að jafnvel þótt fallist sé á að líta beri á beiðni kæranda sem nýja beiðni sé ekki unnt að skýra ákvæði 20. gr. laga nr. 150/2019 með jafn víðtækum hætti og ríkisskattstjóri haldi fram í umsögn sinni. Að mati kæranda beri að líta til orðalags ákvæðisins sem kveði á um upplýsingar sem leynt eigi að fara. Líkt og fjallað sé um í kæru samtakanna lúti beiðnin að gögnum sem eðlilegt sé að almenningur hafi aðgang að auk þess sem umbeðin gögn staðfesti upplýsingar sem hlutaðeigandi fyrirtæki hafi samþykkt að veita, þ.e. að höfuðstóll hinna álögðu stjórnvaldssekta væri þegar greiddur. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að hreyfingayfirliti yfir skuldastöðu og skuldir í fórum ríkisskattstjóra vegna stjórnvaldssekta sem Neytendastofa hefur lagt á fyrirtækið A ehf.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri byggir á því að 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, gildi um afgreiðslu upplýsingabeiðninnar en lögin tóku gildi þann 30. desember 2019. Ljóst er að beiðni kæranda um uppfært hreyfingayfirlit barst ríkisskattstjóra eftir gildisstöku laganna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Á innheimtumanni ríkissjóðs hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Innheimtumanni er óheimilt, að viðlagðri ábyrgð skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af störfum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar þær upplýsingar sem innheimtumenn ríkissjóðs hafa undir höndum um tekjur og efnahag gjaldenda. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019 er innheimtumanni ríkissjóðs falið að annast innheimtu skatta og gjalda hver í sínu umdæmi. Með sköttum og gjöldum er átt við hvers konar skatta og gjöld sem lögð eru á lögum samkvæmt. Þá annast innheimtumenn innheimtu sekta sem lagðar eru á af stjórnvöldum og þeim er falið að innheimta. Ljóst er að hreyfingayfirlit það sem kærandi óskar eftir aðgangi að hefur að geyma upplýsingar um innheimtu ríkisskattstjóra sem innheimtumanns í framangreindum skilningi í tilefni af viðurlagaákvörðun Neytendastofu.</p> <p >Nefndin telur engan vafa leika á því að upplýsingar um skuldastöðu gjaldenda vegna innheimtu stjórnvaldssekta sem innheimtumanni ríkissjóðs er falið að innheimta á grundvelli laga nr. 150/2019 falli undir umrætt ákvæði. Verður réttur til aðgangs að þeim því ekki byggður á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Á það við þrátt fyrir að úrskurðarnefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði í máli nr. 926/2020 að veita bæri aðgang að sambærilegu gagni á grundvelli upplýsingalaga enda höfðu ákvæði 150/2019 ekki tekið gildi á þeim tímapunkti. Þar sem gögn málsins lúta öll trúnaðarskyldu skv. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda sem er sérstakt þagnarskylduákvæði, taka upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til þeirra. Ber af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru Neytendasamtakanna, dags. 2. nóvember 2020, vegna synjunar ríkisskattstjóra á beiðni samtakanna um hreyfingayfirlit yfir skuldastöðu A ehf. við ríkissjóð vegna viðurlagaákvörðunar Neytendastofu er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
982/2021. Úrskurður frá 17. mars 2021. | Deilt var um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni A um upplýsingar í tengslum við aðdraganda þess að ráðuneytið veitti starfsmanni þess leyfi frá störfum úr ráðuneytinu til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Að mati úrskurðarnefndarinnar sneri beiðni kæranda að upplýsingum sem undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ráðuneytinu því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar er vörðuðu aðdraganda og grundvöll þess að starfsmaður ráðuneytisins var fluttur frá ráðuneytinu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. mars 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 982/2020 í máli ÚNU 20120017.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 7. desember 2020, kærði A afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að upplýsingum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 24. nóvember 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum í tengslum við aðdraganda þess að ráðuneytið veitti starfsmanni þess leyfi frá störfum úr ráðuneytinu til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Í erindi hans óskaði hann m.a. eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið eða lögreglustjóri hefðu haft frumkvæði að flutningi starfsmannsins. Þá var óskað eftir upplýsingum um lagagrundvöll ákvörðunarinnar og tímalengd hennar. Jafnframt var óskað upplýsinga um hver gegndi stöðu þess starfsmanns sem veitt var leyfi.<br /> <br /> Í svari dómsmálaráðuneytisins, dags. 26. nóvember 2020, var vísað til þess að heimild til tímabundins flutnings opinberra starfsmanna á milli stjórnvalda megi finna í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 séu gögn sem tengjast málefnum starfsmanna undanþegin upplýsingarétti almennings. Um þetta sé nánar fjallað í 7. gr. sömu laga þar sem segi m.a. í 1. mgr. að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taki til taki ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. <br /> <br /> Kærandi svaraði ráðuneytinu með erindi, dags. 26. nóvember 2020, þar sem hann fór fram á það við ráðuneytið að það afgreiddi beiðni hans í samræmi við 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Kærandi ítrekaði beiðni sína nokkrum sinnum. Ráðuneytið svaraði kæranda á nýjan leik með tölvubréfi, dags. 3. desember 2020. Í svarinu kemur fram að í fyrra svari hafi ráðuneytinu láðst að leiðbeina um kæruheimild vegna synjunar um aðgang að gögnum og var kæranda leiðbeint um heimild til að kæra synjun ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga. Þá hafi láðst að taka afstöðu til þess hvort veita ætti aðgang að gögnum í ríkara mæli, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Loks er vísað til þess að 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, kveði með skýrum hætti á um heimild til tímabundins eða varnalegs flutnings opinbers starfsmanns milli stjórnvalda. Upplýsingar sem verði til í tengslum við umræddan flutning starfsmanns falli að mati ráðuneytisins undir 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og séu þannig undanþegnar upplýsingarétti almennings. Að því sögðu fengi ráðuneytið ekki séð að 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga um aðgang að gögnum í ríkari mæli ætti við. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 3. desember 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvernig yrði farið með stöðu þess starfsmanns sem fluttur var til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á meðan hann starfar þar. Ráðuneytið svaraði erindi kæranda með tölvubréfi, dags. sama dag., þar sem fram kom að staðan væri mönnuð með tilfærslum innan ráðuneytisins. Í kjölfarið óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort það væri fastráðinn starfsmaður eða starfsmaður í afleysingum. Ráðuneytið svaraði kæranda samdægurs þar sem vísað var til fyrri svara þess vegna málsins. Kærandi óskaði sama dag eftir nafni og starfsheiti viðkomandi starfsmanns, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Með tölvupósti, dags. sama dag, var kærandi upplýstur um nafn þess starfsmanns sem tekið hefði við málaflokkum hjá ráðuneytinu sem voru á hendi þess starfsmanns sem fluttur var til lögreglustjórans. Sama dag óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvaða starfsmaður væri þá í gömlu stöðu þess starfsmanns. Í svari ráðuneytisins, dags. sama dag, kom fram að ráðuneytið liti svo á að búið væri að svara erindi kæranda. Kærandi ítrekaði beiðni sína í kjölfarið. Með tölvubréfi, dags. 4. desember 2020, var beiðni kæranda svarað þar sem fram kom að ráðuneytið ítrekaði fyrri afstöðu sína um að búið væri að svara beiðni hans með fullnægjandi hætti. Þá var kæranda vísað á vefsíðu ráðuneytisins þar sem finna mætti almennar upplýsingar um starfsemi ráðuneytisins og starfsfólk þess. Til viðbótar var vísað til 7. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. <br /> <br /> Kæran var kynnt dómsmálaráðuneytinu með bréfi, dags. 8. desember 2020, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ráðuneytisins ásamt gögnum málsins bárust með tölvubréfi, dags. 23. desember 2020. Í umsögninni kom fram að ráðuneytið hefði ekki frekari upplýsingar eða rökstuðning sem það vildi koma á framfæri við úrskurðarnefndina. Umsögn ráðuneytisins var send kæranda með bréfi, dags. 3. mars 2020. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um upplýsingar í tengslum við aðdraganda og undirbúning þess að starfsmanni ráðuneytisins var veitt tímabundið leyfi frá ráðuneytinu til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Nánar tiltekið laut beiðni hans að upplýsingum um samskipti sem kynnu að hafa átt sér stað á milli ráðuneytisins og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við flutning starfsmannsins auk upplýsinga um hver hefði átt frumkvæðið að ráðstöfuninni, tímalengd og lagagrundvöll hennar. Þá laut kæran jafnframt að því að dómsmálaráðuneytið hefði ekki orðið við beiðni hans um upplýsingar um hvaða starfsmanni var falið að sinna verkefnum þess starfsmanns sem tók við verkefnum þess starfsmanns sem veitt var leyfi. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Þá segir enn fremur:<br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins.<br /> <br /> Í 1. mgr. eru einnig lögð til þau nýmæli að auk gagna í málum er varða umsóknir um opinbert starf skulu gögn í málum er snerta framgang í starfi og um starfssambandið vera undanþegin aðgangi. Að svo miklu leyti sem ákvörðun um framgang í opinberu starfi varðar réttindi og skyldur starfsmanns, sbr. t.d. flutning starfsmanna ráðuneyta úr einu ráðuneyti í annað, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og enn fremur flutning milli starfsstiga innan lögreglunnar, sbr. 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996, og 14. gr. reglugerðar, nr. 1056/2006, um starfsstig innan lögreglunnar, gilda sömu sjónarmið og áður greinir um aðgang að gögnum í málum er varða umsóknir um opinber störf.“<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að upplýsingar í tengslum við ákvarðanir stjórnvalda um flutning starfsmanns á milli stjórnvalda, t.d. á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996, laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, verða felldar undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar og gögn sem varða grundvöll og aðdraganda slíkra ákvarðana séu þar með undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Undir slíkt geta fallið ýmsar ráðstafanir sem gripið er til varðandi innra skipulag ráðuneytisins í kjölfar þess að starfsmaður er fluttur til í starfi, t.d. varðandi hvaða starfsmanni eða starfmönnum eigi að fela þau verkefni sem áður voru á hendi þess starfsmanns.<br /> <br /> Eins og fyrr segir hefur dómsmálaráðuneytið upplýst að ákvörðun um að flytja umræddan starfsmann á milli ráðuneytisins og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi byggst á framangreindri heimild 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu ráðuneytisins. Að mati úrskurðarnefndarinnar lýtur beiðni kæranda þannig að upplýsingum sem allar snerta ákvörðun ráðuneytisins um flutning starfsmanns þess á milli stjórnvalda og undanþegnar eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Ráðuneytinu var því heimilt að synja beiðni kæranda um upplýsingar er varða aðdraganda og grundvöll þess að starfsmaður ráðuneytisins var fluttur frá ráðuneytinu til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar á meðal upplýsingar um hvaða tilteknu starfsmönnum var falið að sinna þeim verkefnum og málaflokkum sem umræddur starfsmaður sinnti áður. <br /> <br /> <h3>2.</h3> Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er skylt að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, þrátt fyrir að 1. mgr. sama ákvæðis mæli fyrir um að réttur almennings nái ekki til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til. Eins og áður segir er ljóst af svörum ráðuneytisins til kæranda að það taldi ekki skylt að upplýsa hvaða tiltekna starfsmanni var falið að taka við verkefnum þess starfsmanns sem tók við verkefnum starfsmannsins sem veitt var leyfi. Eins og áður segir er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að slíkar upplýsingar falli undir undanþágu 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir téða undanþágu hvílir sú skylda á stjórnvöldum að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti starfsmanna sé eftir því leitað. Í svörum ráðuneytisins til kæranda er honum leiðbeint um hvar væri unnt að finna upplýsingar um starfsmenn ráðuneytisins á vefsíðu dómsmálaráðuneytisins.<br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu var dómsmálaráðuneytinu heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að vísa á vefslóð dómsmálaráðuneytisins þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þær, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015, 675/2017, 896/2020 og 914/2020. Þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að gögnum með umbeðnum upplýsingum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti.<br /> <h3>3.</h3> Í kæru eru gerðar athugasemdir við að ráðuneytið hafi ekki tekið efnislega afstöðu til þess hvort tilefni væri til að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum þessum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Í 2. mgr. 11. gr. segir að þegar stjórnvöld synja beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. skuli taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 11. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Í gildandi upplýsingalögum er ekki kveðið á um skyldu stjórnvalda til að rökstyðja það sérstaklega af hverju ekki var talin ástæða til að beita reglunni um aukinn aðgang að gögnum þegar beiðnum er synjað. Í 2. mgr. 11. gr. er hins vegar lagt til að slík skylda verði lögbundin gagnvart stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Í því felst að þegar stjórnvald afgreiðir beiðni um aðgang að gögnum og synjar um aðgang, þá skal í rökstuðningi jafnframt taka afstöðu til þess af hverju ekki var talið tilefni til að beita heimildinni um aukinn aðgang í því tilviki. Í því felst í reynd að viðkomandi stjórnvaldi ber, áður en synjað er um aðgang að gögnum sem ekki er með beinum hætti skylt að synja um aðgang að, ávallt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort eitthvað standi því í vegi að upplýsingarnar séu veittar, þ.m.t. að hluta, og láta aðila máls í té útskýringu á því hver afstaðan er.“<br /> <br /> Í svari dómsmálaráðuneytisins, dags. 3. desember 2020, vegna beiðni kæranda kemur fram að ráðuneytið fái ekki séð að 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga um aðgang að gögnum í ríkara mæli eigi við án þess að rökstyðja þá afstöðu nánar. Þannig er ljóst að mati úrskurðarnefndarinnar að ráðuneytið tók afstöðu til þess hvort rétt væri að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á þessum grundvelli. Hins vegar er það mat úrskurðarnefndarinnar að rökstuðningi ráðuneytisins hafi verið ábótavant og ekki í samræmi við þær kröfur sem leiða af 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að beina því til ráðuneytisins að rökstyðja nánar afstöðu sína til þess hvort rétt sé að veita aukinn aðgang við meðferð sambærilegra beiðna um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögunum framvegis.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, dags. 26. nóvember 2020, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að upplýsingum um aðdraganda og undirbúning þess að tilteknum starfsmanni ráðuneytisins var veitt leyfi frá störfum til að sinna öðru starfi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.<br /> <br /> Kæru A, dags. 7. desember 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
981/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Kærð var afgreiðsla Kennarasambands Íslands og skólastjórafélag Íslands á beiðni um gögn. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um beiðnina var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 981/2021 í máli 21010023. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. janúar 2021 kærði A ákvörðun Kennarasambands Íslands og Skólastjórafélags Íslands um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum um hann sjálfan og eiginkonu hans og gögn er varða samskipti kennara Garðaskóla og fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar við félögin í tengslum við eineltismál dóttur hans. <br /> <br /> Með tveimur erindum til Kennarasambands Íslands, dags. 25. janúar 2021, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum varðandi hann sjálfan og eiginkonu sína. Nánar tiltekið óskaði hann eftir upplýsingum um samskipti tiltekinna aðila við Kennarasambands Íslands, Skólastjórafélags Íslands og Félags grunnskólakennara í tengslum við eineltismál dóttur hans. Beiðnirnar voru settar fram með vísan til laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.<br /> <br /> Kennarasamband Íslands svaraði kæranda með tveimur bréfum, dags. 26. janúar 2021, þar sem fram kemur að upplýsingar um aðild að stéttarfélagi flokkist sem viðkvæmar persónuupplýsingar, sbr. 3. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2018. Stéttarfélög sinni almennt hagsmunagæslu í tengslum við réttindi og skyldur starfsmanna sem eru félagsmenn í viðkomandi stéttarfélögum. Þá beri stéttarfélög almennt þagnarskyldu gagnvart félagsmönnum að því er varði þau mál sem félagsmenn leiti til stéttarfélags síns með. Af þeim sökum sé ekki hægt að upplýsa kæranda um hverjir séu félagsmenn Kennarasambands Íslands, hvort einstaklingar sem mögulega kunna að vera félagsmenn hafi leitað til Kennarasambands Íslands eða aðildarfélaga þess t.d. í tengslum við mál sín og þá hvort nafn kæranda, eiginkonu eða fjölskyldumeðlims hafi borið á góma í slíku máli hafi þeir gert það. Í svörunum kemur einnig fram að engar upplýsingar hafi fundist sem heimilt sé að veita aðgang að. Loks er kæranda leiðbeint um heimild til að senda kvörtun til Persónuverndar vegna svara eða vinnubragða Kennarasambands Íslands og aðildarfélaga þess í tengslum við persónuvernd.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, til aðgangs að upplýsingum um kæranda og eiginkonu hans og gögn er varða samskipti kennara Garðaskóla og fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar við félögin í tengslum við eineltismáli dóttur hans í fórum Kennarasambands Íslands og Skólastjórafélags Íslands. <br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Samkvæmt 3. gr. laganna taka þau einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.<br /> <br /> Kennarasamband Íslands og Skólastjórafélag Íslands eru stéttarfélög sem starfa m.a. á grundvelli laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Stéttarfélög eru frjáls félagsamtök launþega sem rekin eru á einkaréttarlegum grundvelli og gegna því hlutverki að vinna sameiginlega að hagsmunamálum félagsmanna sinna, m.a. gagnvart atvinnurekendum og samtökum þeirra. Þau eru því hvorki stjórnvöld né lögaðilar í 51% eigu ríkisins eða meira, sbr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá hefur þessum aðilum ekki verið falið hlutverk sem fellur undir 3. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds fellur kæran utan gildissviðs upplýsingalaga og er henni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A dags. 29. janúar 2021, vegna synjunar Kennarasambands Íslands og Skólastjórafélags Íslands á beiðni um upplýsingar varðandi hann sjálfan og eiginkonu hans og gögn er varða samskipti kennara Garðaskóla og fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar við félögin í tengslum við eineltismáli dóttur hans, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
980/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Deilt var um ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að greiningarvinnu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra byggði áform sín um endurskipulagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á. Synjun ráðuneytisins var byggð á því að hluti gagnanna væru vinnugögn sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá væri hluti þeirra gögn sem felld yrðu undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að og staðfesti synjun ráðuneytisins að undanskildu einu gagni sem sent hafði verið þar sem fyrir lá að það var unnið af öðru stjórnvaldi og teldist ekki vinnugagn. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 980/2021 í máli ÚNU 20090012. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. september 2020, kærði A synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að greiningarvinnu sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra byggði áform sín um endurskipulagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á.<br /> <br /> Með tölvupósti til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 22. júlí 2020, óskaði kærandi, eftir aðgangi að gögnum sem lágu að baki ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót sem tilkynnt var á vef ráðuneytisins 25. febrúar 2020. <br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 31. ágúst 2020, kom fram að með tilkynningu ráðherra 25. febrúar 2020 hefði komið fram að áformað væri að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands og færa verkefni hennar í annað rekstrarform. Í þeirri tilkynningu hefði ekki falist endanleg ákvörðun um niðurlagningu stofnunarinnar heldur hefði þar verið um að ræða tilkynningu um að áformað væri að hefja vinnu við að leggja niður stofnunina. Eðli máls samkvæmt myndi endanleg ákvörðun um niðurlagningu stofnunarinnar verða tekin af Alþingi þar sem stofnunin starfaði samkvæmt lögum nr. 75/2007. Að mati ráðuneytisins teldust umrædd gögn sem óskað væri eftir, þ.e. greiningar sem unnar voru í aðdraganda tilkynningar ráðherra í febrúar, enn til vinnugagna og féllu því undir undanþáguákvæði 6. gr. upplýsingalaga enda væru gögnin sem um ræðir enn í notkun við undirbúning áformaðs frumvarps. Því gæti ráðuneytið ekki veitt aðgang að umræddum gögnum að sinni. Þegar endanleg útfærsla málsins lægi fyrir væri fyrirhugað að gögn yrðu birt opinberlega.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með bréfi, dags. 9. september 2020 og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 24. september 2020, kemur fram að ráðuneytið telji umbeðin gögn falla undir 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þ.e. að um sé að ræða gögn sem undanþegin séu upplýsingarétti. Nánar tiltekið sé um að ræða vinnugögn í skilningi 8. gr. laganna en í athugasemdum við 8. gr. segi að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Skilyrði þessi séu uppfyllt hvað varði öll þau gögn sem ráðuneytið lagði til grundvallar áformunum. Þá hafi ráðuneytið einnig stuðst við ýmis opinber gögn og skýrslur. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að ljóst sé að á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga geti stjórnvaldi verið skylt að afhenda vinnugögn ef þar komi fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, þar komi fram upplýsingar sem skylt sé að skrá skv. 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga, þar komi fram upplýsingar um atvik máls sem ekki komi fram annars staðar eða þar komi fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Það sé mat ráðuneytisins að ekkert af þessu eigi við um þau gögn sem útbúin hafi verið í ráðuneytinu og gegni hlutverki vinnugagna í máli þessu. Inntak gagnanna sé ekki slíkt að í þeim komi fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu málsins né heldur sé þar að finna upplýsingar sem ekki sé að finna annars staðar. Ljóst sé að stjórnvöld þurfi að taka ýmsar ákvarðanir, undirbúa og móta aðgerðir eða afstöðu til markmiða sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Um þetta sé rætt í athugasemdum við 8. gr. laganna og jafnframt segi þar að gögn sem verði til í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt og eðlilegt sé að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim. Þá sé það jafnframt niðurstaða ráðuneytisins að ekki liggi fyrir endanleg niðurstaða í skilningi upplýsingalaga. Ráðherra hafi kynnt áform sem í eðli sínu séu pólitísk áform um að leggja skuli Nýsköpunarmiðstöð niður og hafi tilkynnt um að hafin verði frekari vinna við að meta og raungera þau áform. Í þeim tilgangi hafi ráðherra skipað stýrihóp og fjóra vinnuhópa sem unnið hafi áfram með málið. Ráðuneytið telji því að ekki hafi legið fyrir skylda til að afhenda umrædd vinnugögn og í ljósi eðlis gagnanna hafi ráðuneytið enn fremur tekið þá afstöðu að veita ekki aðgang að gögnunum á grundvelli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang.<br /> <br /> Með tölvupósti ráðuneytisins, dags. 9. september 2020, fylgdu þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að. Þar segir að ráðuneytinu sé ljóst að minnisblöð til ríkisstjórnar falli almennt ekki undir það sem réttur almennings nái til en þau gögn séu engu að síður send með til að nefndin fái sem gleggsta mynd af málinu.<br /> <br /> Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. september 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 5. október 2020, eru gerðar athugasemdir við þá túlkun ráðuneytisins að samþykki Alþingis þurfi til áður en hægt sé að óska aðgangs að upplýsingum um störf framkvæmdarvaldsins. Í því sambandi er bent á að upplýsingalög gildi ekki um löggjafann með beinum hætti. Þá er bent á að tilkynning ráðherra um lokun Nýsköpunarmiðstöðvar hafi þegar verið birt. Í kjölfarið hafi Nýsköpunarmiðstöð dregið saman starfsemi sína. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum varðandi greiningarvinnu þá sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra byggði áform sín á um endurskipulagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem tilkynnt var 25. febrúar 2020.<br /> <br /> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða:<br /> <br /> 1. „Frumúttekt á NMÍ“, vinnuhópur um frumúttekt á Nýsköpunarmiðstöð Íslands í tengslum við gerð nýrrar nýsköpunarstefnu, maí 2019.<br /> 2. Yfirlit yfir hlutverk og starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, unnið fyrir atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið, desember 2019.<br /> 3. Greining á hlutverki og verkefnum, kynning fyrir ráðherra, desember 2019.<br /> 4. Hagaðilagreining – drög, janúar 2020.<br /> 5. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 28. janúar 2020.<br /> 6. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 2. febrúar 2020.<br /> 7. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 25. febrúar 2020.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli skuli leyst úr máli. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar.<br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felist það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <h3>2.</h3> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk afhent þau gögn sem deilt er um og hefur yfirfarið þau með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í fyrsta lagi er kæranda synjað um frumúttekt á Nýsköpunarmiðstöð Íslands undir yfirskriftinni „Frumúttekt á NMÍ“ sem unnin var af vinnuhópi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem samanstóð af starfsfólki ráðuneytisins í tengslum við gerð nýrrar nýsköpunarstefnu í maí 2019. Í úttektinni er að finna greiningu á rekstri Nýsköpunarmiðstöðvar og mat lagt á árangur í rekstri stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin fær ekki annað séð en að úttektin hafi að geyma hugleiðingar og vangaveltur um mögulegar leiðir og úrbætur í rekstri stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar ber umrætt skjal með sér að vera undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og er ekki að sjá að það hafi verið sent út fyrir ráðuneytið eða að það stafi frá utanaðkomandi aðilum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að um vinnugagn sé að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gagninu. <br /> <h3>3.</h3> Í öðru lagi var kæranda synjað um aðgang að glærukynningu sem ber heitið „Yfirlit yfir hlutverk og starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands“ sem unnin var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvaðan umrætt gagn stafaði. Í svari ráðuneytisins, dags. 2. febrúar 2021, kom fram að glærukynningin hefði verið unnin af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þegar af þeirri ástæðu fellst úrskurðarnefndin ekki á að skjalið teljist vinnugagn, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga enda ljóst að ekki er um að ræða gagn sem ráðuneytið hefur ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Að mati úrskurðarnefndarinnar standa önnur ákvæði upplýsingalaga því ekki í vegi að almenningur fái aðgang að glærukynningunni. Verður því atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu gert að afhenda kæranda gagnið. <br /> <h3>4.</h3> <p>Í þriðja lagi var kæranda synjað um glærukynningu fyrir ráðherra sem ber heitið „Nýsköpunarmiðstöð Íslands – greining á hlutverki og verkefnum“. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var kynningin unnin af starfsfólki ráðuneytisins. Kynningin, sem unnin var fyrir ráðherra, hefur að geyma greiningu á verkefnum Nýsköpunarmiðstöðvar auk þess sem þar er að finna vangaveltur og tillögur um hugsanlegar breytingar á starfsemi og rekstri stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar bera gögnin þannig með sér að vera undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir ráðuneytið. Verður að leggja til grundvallar að um vinnugagn sé að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að því.<br /> <br /> 5. <br /> Í fjórða lagi var kæranda synjað um drög að Hagaðilagreiningu sem unnin var í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gagnið er ódagsett og merkt skýrlega sem drög. Úrskurðarnefndin telur að gagnið beri með sér að hafa verið tekið saman í tengslum við greiningarvinnu sem áformað hafi verið að leggjast í og þar með mótun hugsanlegra lykta eða ákvörðunar máls og er ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir ráðuneytið eða að þau stafi frá utanaðkomandi aðilum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að um vinnugagn sé að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að því.</p> <h3>6. </h3> <p>Loks var kæranda einnig synjað um minnisblöð sem lögð voru fyrir á ríkisstjórnarfundum. Nánar tiltekið er um að ræða eftirfarandi gögn: <br /> <br /> 1. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 28. janúar 2020.<br /> 2. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 2. febrúar 2020.<br /> 3. Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Hlutverk og verkefni. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands 25. febrúar 2020.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir:<br /> <br /> „Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.“<br /> <br /> Framangreind minnisblöð til ríkisstjórnar Íslands bera það skýrlega með sér að hafa verið lögð fyrir ráðherrafund. Samkvæmt skýru orðalagi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu því heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum óháð efni þeirra en það er mat ráðuneytisins að ekki sé ástæða til að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að veita kæranda, A, aðgang að glærukynningu með yfirskriftinni „Yfirlit yfir hlutverk og starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands“ sem unnin var fyrir atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið í desember 2019.<br /> <br /> Ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 31. ágúst 2020, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum er staðfest að öðru leyti. <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <br /> |
979/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | A kærði afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um gjaldskrá Herjólfs ohf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi Herjólf ohf. hafa svarað kæranda með fullnægjandi hætti og vísað kæranda á hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Kærunni var því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 979/2021 í máli ÚNU 21010020. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi sem barst úrskurðarnefndinni 27. janúar 2021, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf., dags. 19. janúar 2021, á beiðni um upplýsingar um gjaldskrá Herjólfs ohf., dags. 11. janúar 2021. Í svari Herjólfs ohf. er vísað til þess að verðskrá Herjólfs ohf. sé opinber á heimasíðu félagsins og kæranda vísað á hlekk á heimasíðunni. Í kæru kemur fram að þess sé óskað að Herjólfur ohf. verði úrskurðaður til að afhenda gjaldskrá fyrir vöruflutninga. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um afhendingu gjaldskrár félagsins. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda er vísað til þess að umbeðnar upplýsingar sé að finna á vefsvæði félagsins. Af kæru kæranda verður einnig ráðið að hann óski eftir frekari upplýsingum en þær sem fram koma í verðskrá félagsins sem vísað er til í svari Herjólfs ohf. Í ljósi framangreinds og með vísan til þess hvernig beiðni kæranda var sett fram sem og fyrri samskipta Herjólfs ohf. og kæranda telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál Herjólf ohf. hafa svarað kæranda með fullnægjandi hætti og vísað kæranda á hvar umbeðnar upplýsingar sem féllu undir upphaflega beiðni hans er að finna. Þar sem ekki liggur fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga verður kærunni vísað frá nefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A frá 27. janúar 2021, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
978/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Deilt var um afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni um aðgang að fjórum fundargerðum félagsins þar sem málefni Klakka ehf. höfðu verið til umfjöllunar. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni veitti Lindarhvoll ehf. kæranda aðgang að útdrætti úr sex fundargerðum. Úrskurðarnefndin fékk ekki séð að Lindarhvoll ehf. hefði tekið afstöðu til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að fundargerðunum í heild sinni. Var þeim þætti kærunnar því vísað frá úrskurðarnefndinni. Kæran laut einnig að synjun Lindarhvols ehf. á að afhenda kæranda greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Úrskurðarnefnin áréttaði fyrri niðurstöðu sína þess efnis að greinargerðin væri undirorðin sérstakri þagnarskyldu. Var synjun Lindarhvols ehf. á að afhenda greinargerðina því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 978/2021 í máli ÚNU 20080017.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 25. ágúst 2020 kærði A afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni, dags. 29. júní 2020, um aðgang að fjórum fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem málefni Klakka ehf. voru til umfjöllunar auk greinargerðar setts ríkisendurskoðanda, um starfsemi Lindarhvols ehf. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 29. júní 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að þeim fjórum fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. sem hefðu að geyma umfjallanir um málefni Klakka ehf. og ekki hefðu þegar verið afhentar kæranda. Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 9. júlí 2020, þar sem fram kom að þegar hefðu verið afhent öll gögn varðandi söluferli Lindarhvols ehf. á nauðasamningskröfum Klakka ehf. sem hefðu fallið undir gagnabeiðni kæranda. Með bréfi, dags. 17. júlí 2020, ítrekaði kærandi fyrri beiðni um afhendingu á fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem málefni Klakka ehf. voru til umræðu, öðrum en þeim sem þegar hefðu verið afhentar. Áður hafði kærandi fengið afhentar fundargerðir stjórnar félagsins frá 18. og 20. október 2016. Beiðni kæranda var móttekin af hálfu Lindarhvols ehf., með tölvupósti, dags. 4. ágúst 2020. Því bréfi var ekki svarað og laut kæran því upphaflega að þeim drætti sem orðið hafði á afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni kæranda. Í tilefni af kærunni óskaði úrskurðarnefndin eftir umsögn Lindarhvols ehf., með bréfi, dags. 26. ágúst sl. Í umsögn Lindarhvols ehf., dags. 15. september 2020, kom fram að Lindarhvoll ehf. hefði enn ekki synjað beiðni kæranda um þau gögn er kæran sneri að. Vegna anna hjá félaginu hefði beiðnin ekki verið afgreidd fyrr enn með bréfi, dags. 15. september 2020, sem fylgdi umsögninni til úrskurðarnefndarinnar. <br /> <br /> Í bréfi Lindarhvols ehf. til kæranda, dags. 15. september 2020, var áréttað að kæranda hefðu þegar verið afhent öll fyrirliggjandi gögn varðandi söluferli félagsins á nauðasamningskröfum Klakka ehf., sem fallið hefðu undir gagnabeiðnir kæranda. Þá var fyrri afstaða félagsins til beiðni kæranda um afhendingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda ítrekuð þar sem greinargerðin félli undir sérstakt þagnarskylduákvæði, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Loks var kæranda veittur aðgangur að útdrætti úr fundargerðum Lindarhvols ehf. frá stofnun félagsins þar sem málefni Klakka ehf. voru almennt til umræðu. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. september 2020, var kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í tilefni af umsögn Lindarhvols ehf. Með bréfi, dags. 30. september 2020, bárust athugasemdir kæranda þar sem fram kom að óskað væri eftir umræddum fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. í heild sinni, en ekki takmörkuðum útdráttum úr þeim sem ekki veittu fullnægjandi mynd af því sem fram fór á umræddum stjórnarfundum. Í því sambandi var vísað til þess að umrædd beiðni væri í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 727/2018 þar sem Lindarhvoli ehf. var gert að afhenda allar fundargerðir þar sem fjallað var um sölu á eignarhlutunum í Klakka ehf. og tengdum kröfum. <br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Eins og rakið hefur verið hér að framan laut upphafleg kæra að því að Lindarhvoll ehf. hefði ekki afgreitt beiðni kæranda um gögn. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni svaraði Lindarhvoll ehf. beiðni kæranda með bréfi, dags. 15. september 2020, þar sem kæranda var veittur aðgangur að útdrætti úr sex fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem fjallað var almennt um málefni Klakka ehf. Þá var beiðni kæranda um afhendingu á drögum að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. synjað. Með bréfi, dags. 30. september 2020, sem rakið er hér að framan kom fram sú afstaða kæranda að hann teldi afgreiðslu Lindarhvols ehf. ekki fullnægjandi og þess krafist að félagið veitti kæranda aðgang að umræddum fundargerðum í heild sinni. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 5. október 2020, var Lindarhvoli ehf. veittur kostur á að koma á framfæri frekari rökstuðningi til nefndarinnar í ljósi athugasemda kæranda frá 30. september 2020. Í umsögn Lindarhvols ehf., dags. 23. október 2020, kom fram að þar sem félagið hefði afhent kæranda gögn í samræmi við beiðni hans bæri að fella niður kæruna hjá nefndinni. Í umsögninni er áréttað að öll gögn sem fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 727/2018 hafi verið afhent. Hins vegar hafi Lindarhvoll ehf. með bréfi, dags. 15. september 2020, afhent útdrætti úr fundargerðum Lindarhvols ehf. þar sem málefni Klakka voru almennt til umræðu í samræmi við beiðni kæranda. Í bréfinu hafi verið ítrekað að ekki væri um að ræða gögn vegna hins opna söluferlis enda hafi þau þegar verið afhent. Félagið hafi litið svo á að með framangreindum útdráttum hafi það orðið við beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum í fundargerðum (öðrum en frá 18. og 20. október 2015) þar sem málefni Klakka voru almennt til umræðu. Þess hafi verið skýrlega getið í svarbréfi félagsins að ef kærandi óski eftir aðgangi að fundargerðunum að öðru leyti þá geti kærandi komið að beiðni þar að lútandi til félagsins. Engin slík beiðni hefði borist Lindarhvoli ehf. <br /> <br /> Í umsögninni kemur fram að fyrrnefndir útdrættir úr fundargerðum þar sem fjallað var almennt um nauðungasamningskröfur í Klakka ehf. hafi verið mjög lítið brot af efni fundargerðanna. Tekið er fram að þar sem upplýsingar hafi verið afmáðar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, hafi slíkt verið auðgreint með hornklofum og þess getið að að því marki sem upplýsingar væru afmáðar væri unnt að bera svar félagsins undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þá segir að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé Lindarhvoli ehf. ekki heimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varði mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila eins og við eigi í því tilviki sem um ræði og hafi því upplýsingarnar verið afmáðar.<br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um afhendingu á drögum að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. er m.a. vísað til þess að með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 827/2019 hafi verið staðfest að fyrrnefnd drög að greinargerð ríkisendurskoðunar væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 19. nóvember 2020, var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnar Lindarhvols ehf. Í athugasemdum kæranda, dags. 1. desember 2020, er því m.a. mótmælt að Lindarhvoll ehf. hafi afhent kæranda öll umbeðin gögn. Í því sambandi er bent á að kæranda sé kunnugt um að lágmarki eina fundargerð, mögulega tvær, þar sem fjallað sé um sölu á eignarhlutnum og ekki hafa verið afhentar, 4. nóvember 2016 og 9. nóvember 2016. Þá telur kærandi skýrt af síðari erindum til Lindarhvols ehf. að ekki hafi verið óskað eftir útdráttum úr fundargerðum félagsins heldur að afhentar yrðu allar fundargerðir þar sem fjallað væri um sölu á eignarhlutnum. Ekki sé hægt að staðreyna hvenær viðkomandi fundir voru haldnir, hvaða stjórnarmenn sátu fundina, eða lögmæti og framkvæmd fundar að öðru leyti, ef einungis er veittur útdráttur með þeim hætti sem gert var í svari Lindarhvols ehf., dags. 15. september 2020. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> <p>Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál veitti Lindarhvoll ehf. kæranda aðgang að útdrætti úr sex fundargerðum þar sem málefni Klakka ehf. voru til meðferðar. Í ljósi þess hvernig upplýsingabeiðni kæranda til Lindarhvols ehf. var afmörkuð leggur úrskurðarnefndin til grundvallar að deilt sé um rétt kæranda til aðgangs að þeim hluta umræddra fundargerða þar sem málefni Klakka ehf. voru til umfjöllunar án takmarkana. Nánar tiltekið lýtur kæran að umræddum hlutum eftirfarandi funda stjórnar Lindarhvols ehf.:<br /> 1. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 4. maí 2016<br /> 2. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 8. júní 2016<br /> 3. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 30. júní 2016<br /> 4. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 4. ágúst 2016.<br /> 5. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 31. ágúst 2016<br /> 6. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 5. október 2016.<br /> <br /> Félagið hefur í tengslum við fyrri mál sem verið hafa til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál afhent úrskurðarnefndinni afrit af fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf., þ. á m. þeim sem kærandi óskar eftir, og verður farið yfir þær og rétt kæranda til aðgangs að þeim hér á eftir. </p> <h3>2.</h3> <p>Eins og áður segir vísar Lindarhvoll ehf. til 9. gr. upplýsingalaga og telur að í umbeðnum fundargerðum sé að finna upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið er fylgdi frumvarpi til laganna kemur fram að ákvæðið sé til þess að vernda stjórnarskrárvarinn rétt manna til einkalífs annars vegar og hins vegar eðlilega og réttmæta hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum. Í athugasemdunum segir enn fremur orðrétt:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig er t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.“<br /> <br /> Að því er varðar gögn um fyrirtæki og aðra lögaðila segir í athugasemdum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni útdráttanna úr fundargerðum Lindarhvols ehf. sem kærandi fékk afhent með hliðsjón af þessum sjónarmiðum. Í þeim er að finna umfjöllun um áform um að auglýsa og setja hlut Klakka ehf. í sölumeðferð og ákvörðun þess efnis sem tekin var í framhaldinu. Þær upplýsingar sem afmáðar voru úr fundargerðunum lúta að málefnum og áformum tengdum öðrum lögaðila sem voru til umfjöllunar samhliða umfjöllun um málefni Klakka ehf. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður að telja að þær upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga hafi ótvírætt að geyma upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess lögaðila sem um er fjallað að heimilt sé að afmá þær á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þannig verður ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Lindarhvols ehf. um að veita aðgang að útdráttum úr umræddum fundargerðum með útstrikunum.</p> <h3>3.</h3> <p>Í kærunni og athugasemdum kæranda er þeirri afstöðu lýst að upphafleg gagnabeiðni kæranda hafi lotið að því að fá afhentar í heild sinni fundargerðir stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem fjallað er um málefni Klakka ehf. en ekki eingöngu þá hluta þeirra þar sem málefni Klakka ehf. voru til meðferðar. Í upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 29. júní 2020, kemur fram að farið sé fram á aðgang að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. þar sem fjallað var um málefni Klakka ehf. Þá segir að nánar tiltekið sé óskað eftir afhendingu á þeim fjórum fundargerðum sem vísað er til í skýrslu Ríkisendurskoðunar og voru ekki afhentar í kjölfar fyrri úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Ljóst er af umsögnum Lindarhvols ehf. að félagið lítur svo á að það hafi tekið afstöðu til beiðni kæranda eins og hún var afmörkuð í upphafi. Lindarhvoll ehf. hafi enn ekki tekið afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að umræddum fundargerðum í heild sinni. Í svari Lindarhvols ehf. í tilefni af gagnabeiðni kæranda og umsögn til úrskurðarnefndarinnar, 23. október 2020, segir að ef kærandi óskaði eftir fundargerðunum að öðru leyti gæti hann komið beiðni þar að lútandi til félagsins. Slík beiðni hafi hins vegar ekki borist. Að mati úrskurðarnefndarinnar liggur því ekki fyrir synjun um beiðni um gögn sem kæranleg er til úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa frá þeim þætti í kærunni sem lýtur að afhendingu umræddra fundargerða í heild sinni. Kæranda er þó bent á að honum er fær sú leið að óska á ný eftir umræddum fundargerðum í heild sinni. Kæranda er í þessu sambandi bent á að úrskurðarnefndin hefur nú með úrskurði sínum nr. 976/2021 tekið afstöðu til afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á sambærilegri beiðni varðandi sömu fundargerðir Lindarhvols ehf.</p> <h3>4.</h3> <p>Í málinu er einnig deilt um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun Lindarhvols ehf. um synjun beiðni kæranda var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í nokkrum úrskurðum, nú síðast í málum nr. 827/2019 og 967/2021 tekið afstöðu til þess hvort þau lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarki upplýsingarétt almennings en í þeim málum var fjallað um rétt kæranda til aðgangs að umræddri greinargerð hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í úrskurðinum taldi úrskurðarnefndin ekki annað séð en að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga væri ætlað að taka til draga að greinargerðum ríkisendurskoðanda, einnig þegar slík drög hefðu verið afhent stjórn¬völdum á grundvelli lagaskyldu þar að lútandi. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðar¬reglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Í 14. gr. laganna er lögð sú skylda á ríkisendurskoðanda að senda þeim sem sætir athugun eða eftirliti drög að skýrslum eða greinargerðum til umsagnar. Hvað aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun varðar kemur fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Frá þessari reglu er undantekning í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem fram kemur að drög að slíkum gögnum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu ekki aðgengileg. Þá hefur ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að gögn sem hafi verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. <br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess, sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, kemur m.a. fram að ófullgerð gögn sem send hafi verið aðila til umsagnar séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum, en geti mögulega leitt til þess að röng eða beinlínis villandi umræða fari af stað áður en ríkisendurskoðandi hafi lokið athugun sinni. Slíkt geti valdið óþarfa fyrirhöfn og kostnaði. Mikilvægt sé að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verði t.d. gerðar aðgengi¬legar á rannsóknarstigi. Að lokinni athugun ríkisendurskoðanda reyni á aðgangsrétt skv. 2. mgr. en þar komi fram að sé óskað aðgangs að gögnum sem hafi orðið til í samskiptum ríkisendur¬skoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga eða ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál eftir atvikum.<br /> <br /> Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Þegar 3. mgr. ákvæðisins er skoðuð verður að draga þá ályktun að málsgreinin taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er að finna, svo fremi að ríkisendurskoðandi hafi afhent gagnið öðrum til kynningar eða umsagnar á grundvelli lagaskyldu. Önnur túlkun á ákvæðinu yrði til þess að um leið og ríkisendurskoðandi sendi skjöl á grundvelli lagaskyldu til aðila myndu þau missa stöðu sína sem vinnuskjöl. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins sem áður hefur verið lýst. Þá verður einnig dregin sú ályktun af orðalagi ákvæðisins að það nái til slíkra gagna jafnvel þótt lokaeintak greinargerðar í tilefni af athugun ríkisendurskoðanda hafi verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Í því sambandi skal tekið fram að slík drög þurfa eðli málsins samkvæmt ekki að fela í sér endanlega útgáfu greinargerðarinnar.<br /> <br /> Greinargerðin sem hér um ræðir var send Lindarhvoli ehf. á grundvelli lagaskyldu. Sama á við um afhendingu greinargerðarinnar til Lindarhvols ehf. Þá liggur fyrir að þegar hún var send Lindarhvoli ehf. var hún í drögum og athugun málsins ekki lokið. Af þeim sökum er greinargerðin undirorpin sérstakri þagnarskyldu 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Á það við jafnvel þótt lokaeintak hennar hafi nú verið afhent Alþingi og birt opinberlega.</p> <h3>5.</h3> <p>Meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni hefur dregist nokkuð. Af því tilefni telur úrskurðarnefndin rétt að taka fram að þær tafir skýrast að nokkru af því að upphafleg kæra til úrskurðarnefndarinnar beindist að þeim töfum sem orðið höfðu á meðferð Lindarhvols ehf. á gagnabeiðni kæranda. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni var beiðni kæranda svarað af hálfu Lindarhvols ehf. Í kjölfarið lýsti kærandi þeirri afstöðu sinni að hann teldi afgreiðslu Lindarhvols ehf. ekki fullnægjandi. Var kæran því lögð á ný í hefðbundinn farveg kærumála án þess að fyrra málið væri fellt niður og nýtt stofnað sem væri í samræmi við hefðbundið verklag nefndarinnar.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er ákvörðun Lindarhvols ehf. að veita kæranda aðgang að útdráttum úr fundargerðum þar sem málefni Klakka ehf. voru almennt til umfjöllunar með útstrikunum úr eftirfarandi fundargerðum:<br /> <br /> 1. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 4. maí 2016<br /> 2. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 8. júní 2016<br /> 3. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 30. júní 2016<br /> 4. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 4. ágúst 2016.<br /> 5. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 31. ágúst 2016<br /> 6. Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 5. október 2016.<br /> <br /> Staðfest er ákvörðun Lindarhvols að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> Þeim þætti kærunnar sem varðar afhendingu fundargerða stjórnar Lindarhvols ehf. í heild sinni þar sem málefni Klakka ehf. voru til umfjöllunar er vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> <br /> |
977/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 935/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 977/2021 í máli ÚNU 21010014.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 19. janúar 2021, fór A, fréttamaður, fram á endurupptöku máls ÚNU 20070012 sem lauk þann 20. október 2020 með úrskurði nr. 935/2020. Með úrskurðinum komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að leysa bæri úr beiðni kæranda um aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald tiltekinna félaga á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin féllst þannig ekki á að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti almennings með vísan til laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda. Úrskurðarnefndin taldi að ríkisskattstjóra bæri að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum að undanskildum tilteknum upplýsingum m.a. um upphæðir á hlutafjármiðum. Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var á því að byggð að um væri að ræða upplýsingar sem féllu undir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 19. janúar 2021, fór kærandi fram á endurupptöku málsins. Í erindi kæranda kemur fram að upphæðir þær sem koma fram á hlutafjármiðum sýni hlutafjáreign hvers og eins aðila í tilteknu félagi. Þótt ýmsar fjárhagslegar upplýsingar um einstaklinga séu almennt taldar geta verið viðkvæmar, þar á meðal upplýsingar um launakjör, bankaviðskipti og skuldastöðu, hafi slíkt ekki verið talið gilda um hlutabréfaeign. Þvert á móti hafi sjónarmið um gagnsæi í viðskiptum verið talin vega það þungt að upplýsingar um hlutafjáreign eigi að vera aðgengilegar í opinberum gögnum. Fyrirtækjum sé skylt að skila árlega ársreikningi til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá. Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra haldi utan um ársreikningaskrána, og ársreikningar séu aðgengilegir á vefsvæði embættisins án endurgjalds. Samkvæmt 3. mgr. 65. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga skuli fyrirtæki láta fylgja með ársreikningi skrá yfir nöfn og kennitölur allra hluthafa félagsins í stafrófsröð, ásamt upplýsingum um hlutafjáreign hvers og eins og hundraðshluta hlutafjár í árslok. Upplýsingar um hlutafjáreign hvers einasta hluthafa í tilteknu félagi séu þannig aðgengilegar öllum á vefsíðu fyrirtækjaskrár. Þá er bent á að þar sem umræddar upplýsingar séu nú þegar aðgengilegar almenningi á opnu vefsvæði geti upphæðir á hlutafjármiðum einfaldlega ekki talist viðkvæmar upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Í erindinu er þeirri afstöðu lýst að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar um að afmá skuli upphæðir á hlutafjármiðum sé efnislega röng. Hagsmunir almennings af því að fá upplýsingar um upphæðir á umræddum hlutafjármiðum og geta þannig kynnt sér hvernig fyrirtækjaskrá rækir lögbundið hlutverk sitt hljóti því að teljast miklir og vega mun þyngra en hagsmunir hluthafa fyrirtækjanna af því að halda upplýsingunum leyndum, enda séu þeir hagsmunir engir, því sambærilegar upplýsingar séu hvort eð er gerðar opinberar í ársreikningum. <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði nr. 935/2020 að ríkisskattstjóra bæri að afmá upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða.<br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku málsins hvað varðar þau gögn sem synjað var um aðgang að, á því að gögnin hafi ekki að geyma upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Þá séu upplýsingarnar þegar aðgengilegar í ársreikningum félaga sem birtir eru á vefsvæði ársreikningaskrár. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Í fyrrgreindum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að upphæðum á hlutafjármiðum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið var það afstaða úrskurðarnefndarinnar að í þeim fælust upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í tilviki lögaðila væri að mati úrskurðarnefndarinnar um að ræða upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra í skilningi 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Sem fyrr segir er beiðni kæranda um endurupptöku málsins einkum reist á því að umræddar upplýsingar séu þegar aðgengilegar í ársreikningaskrá. Með 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga, þar sem kveðið er á um að birta skuli ársreikninga á opinberu vefsvæði hafi löggjafinn tekið afstöðu til þess að umræddar upplýsingar teljist ekki viðkvæmar. Að mati úrskurðarnefndarinnar breytir það ekki niðurstöðu nefndarinnar að upplýsingar sem gerðar hafa verið aðgengilegar með þeim hætti sem kveðið er á um í 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga kunni að hafa verið unnar að hluta eða öllu leyti upp úr hlutafjármiðum sem skilað er inn í tengslum við álagningu. Í því sambandi tekur nefndin fram að framangreint ákvæði um birtingu ársreikninga felur ekki í sér að veita beri aðgang að þeim gögnum sem upplýsingar sem fram koma í þeim skuli birt samhliða. Þá er til þess að líta að samkvæmt 3. mgr. 65. gr. laga um ársreikninga er hlutafélögum og einkahlutfélögum eingöngu skylt að upplýsa um að lágmarki tíu stærstu hluthafa eða alla ef hluthafar eru færri en tíu, og hundraðshluta hlutafjár hvers þeirra í lok ársins. Að mati úrskurðarnefndarinnar er úrskurður nr. 935/2020 ekki byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 935/2020 frá 20. október 2020<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 19. janúar 2021, um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 935/2020 frá 20. október 2020, er hafnað.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
976/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Deilt var um afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að 40 fundargerðum Lindarhvols ehf. án útstrikana. Úrskurðarnefndin taldi ótvírætt að þær upplýsingar sem afmáðar voru hafi ýmist að geyma upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra einstaklinga og lögaðila sem um var fjallað að heimilt væri að afmá þær á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin hluta upplýsinganna bera með sér að þær félli undir þagnarskylduákvæði 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Ákvörðun ráðuneytisins var því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 976/2021 í máli ÚNU 20100003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. október 2020, kærði A, blaðamaður, afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 18. september 2020, á beiðni hans um aðgang að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. fyrir árin 2016-2018. <br /> <br /> Beiðni kæranda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins var upphaflega borin upp þann 26. september 2019 en ráðuneytið synjaði beiðninni á þeim grundvelli að afgreiðsla hennar tæki of langan tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi ákvörðun ráðuneytisins úr gildi þann 29. janúar 2020 með úrskurði nr. 867/2020 og vísaði málinu til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Með nýrri ákvörðun ráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, var kæranda synjað um aðgang að fundargerðunum á nýjan leik með vísan til þess að í umbeðnum gögnum kæmu fram upplýsingar sem háðar væru þagnarskyldu, þ.e. féllu undir sérstakar þagnarskyldureglur og væru ráðuneytið og Lindarhvoll ehf. bundin af sömu þagnarskyldureglum. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 14. júlí 2020 í máli nr. 916/2021 var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Í úrskurðinum var ekki fallist á að þagnarskylduákvæði gjaldeyrislaga nr. 87/1992, sbr. 64. gr. laga nr. 91/2019, um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og þagnarskylduákvæðis 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands stæðu afhendingu umbeðinna gagna í vegi. Af þeim sökum var því beint til ráðuneytisins að taka beiðni kæranda til meðferðar á nýjan leik og leggja mat á hvaða upplýsingar í fundargerðunum kynnu að falla undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga og eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki og hverjar ekki.<br /> <br /> Í ákvörðun ráðuneytisins, dags. 18. september 2020, segir að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 916/2021 hafi ráðuneytið ráðist í vinnu við að afmá upplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá segir að upplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga hafi verið afmáðar með útstrikunum. Sá hluti fundargerða sem strikað hafi verið yfir hafi að geyma upplýsingar um virka viðskiptahagsmuni og fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja sem t.a.m. gætu haft áhrif á samkeppnisstöðu og samningsstöðu þeirra aðila sem um ræði, ef aðgangur yrði veittur að þeim.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fallist á að rétt sé að afmá hluta af þeim upplýsingum sem fram komi í fundargerðunum en að hann telji hugsanlegt að of mikið hafi verið afmáð. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með erindi, dags. 9. október 2020, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 26. október 2020, kemur m.a. fram að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 916/2020 hafi ráðuneytið ráðist í vinnu við mat á þeim upplýsingum fundargerðanna sem féllu undir takmarkanir 9. gr. upplýsingalaga, eða eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og þá afmá þær upplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt fyrrnefndum lagaákvæðum. Þá segir að í 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sé kveðið á um að sá sem veiti viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. sé bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greini. Að gefnu tilefni sé á það bent að svokallaðir stöðugleikasamningar hafi verið gerðir af hálfu fallinna fjármálafyrirtækja sem féllu undir fyrrgreint lagaákvæði um þagnarskyldu. Að því marki sem fundargerðir Lindarhvols ehf. kunni að hafa að geyma upplýsingar sem falli ekki undir framangreinda þagnarskyldureglu er jafnframt vísað til þess að í þeim gögnum sem óskað er aðgangs að sé að finna upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum er varði fjárhags- og einkamálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Sá hluti fundargerða sem strikað hafi verið yfir hafi að geyma upplýsingar um virka viðskiptahagsmuni og fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja, sem t.a.m. gætu haft áhrif á samkeppnisstöðu og samningsstöðu lögaðila sem þar um ræðir ef aðgangur yrði veittur að þeim. <br /> <br /> Fundargerðir Lindarhvols ehf. hafi að geyma upplýsingar sem séu þess eðlis að skylt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings, en m.a. sé um að ræða umfjöllun og ákvarðanir um úrlausnir skuldamála einstaklinga og fyrirtækja. Mat ráðuneytisins sé að samkvæmt almennum sjónarmiðum sé um svo viðkvæmar upplýsingar að ræða að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna og því sé ráðuneytinu ekki heimilt að veita almenningi aðgang að þeim. Við mat ráðuneytisins hafi verið litið til hagsmuna annars vegar einstaklinga og hins vegar lögaðila af því að upplýsingum um þá sem fram koma í fundargerðum stjórnar félagsins sé haldið leyndum og þeir hagsmunir metnir gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þá er í umsögninni jafnframt vísað til þess að að einhverju leyti sé að finna í fundargerðunum upplýsingar sem falli undir 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Loks bendir ráðuneytið á að Lindarhvoll ehf. hafi tilgreint, í þeim tilkynningum sem félagið hafi birt á vefsvæði þess lindarhvolleignir.is, þær upplýsingar sem telja verði að heimilt sé að veita almenningi aðgang að og hafi, að því er varðar fjárhags- og /eða viðskiptahagsmuni einstaklinga og/eða lögaðila, lagt sérstaka áherslu á rétt almennings til upplýsinga um ráðstöfun opinberra fjármuna þegar komi að mati á því hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi aðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja. Á starfstíma sínum hafi félagið kappkostað að birta opinberlega upplýsingar um starfsemi sína og ráðstöfun á opinberum hagsmunum eins og heimilt er lögum samkvæmt auk þess sem félagið hafi skilað ráðherra reglubundnum skýrslum um starfsemi sína og ráðstöfun og ráðuneytið hafi auk þess birt margvíslegar upplýsingar í tengslum við starfsemi þess. Þá hafi ríkisendurskoðun lokið eftirliti með starfsemi Lindarhvols ehf. með skýrslu sem afhent var Alþingi og birt opinberlega í maí 2020.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Með erindi, sama dag, kemur fram að kærandi trúi að í fundargerðunum sé eitt og annað sem beri að afmá en fallist ekki á að það sé jafn mikið og gert var af hálfu ráðuneytisins. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem afmáðar voru úr fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. á árunum 2016-2018 sem kæranda var að öðru leyti veittur aðgangur að. Félagið var stofnað á grundvelli 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis III, sbr. breytingarlög nr. 24/2016, í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 til þess að annast umsýslu eigna, fullnustu og sölu eftir því sem við átti. Framangreind lög nr. 36/2001 voru í heild sinni felld úr gildi með lögum nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands.<br /> Eins og lýst er hér að framan er afgreiðsla ráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, á beiðni kæranda byggð á því að þær upplýsingar sem afmáðar voru í fundargerðunum varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila og séu þar með undanþegnar upplýsingarétti almennings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá séu þar upplýsingar um stöðugleikasamninga sem gerðir hafi verið af hálfu fallinna fjármálafyrirtækja sem falli undir 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki<br /> <h3>2.</h3> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið er fylgdi frumvarpi til laganna kemur fram að ákvæðið sé til þess að vernda stjórnarskrárvarinn rétt manna til einkalífs annars vegar og hins vegar eðlilega og réttmæta hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum. Í athugasemdunum segir enn fremur orðrétt:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig er t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.“ <br /> <br /> Að því er varðar gögn um fyrirtæki og aðra lögaðila segir í athugasemdum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, er fjallað um bankaleynd en þar segir: <br /> <br /> „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 2. mgr. ákvæðisins segir jafnframt:<br /> <br /> „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“<br /> <br /> Í 1. tölul. 1. gr. laga nr. 161/2002, er ,,fjármálafyrirtæki“ skilgreint sem viðskiptabanki, sparisjóður, lánafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki eða rekstrarfélag verðbréfasjóða sem fengið hefur starfsleyfi skv. 6. gr., sbr. 4. gr.“ Sem fyrr segir var Lindarhvoll ehf. stofnað á grundvelli 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis III í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Í 1. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III sagði að við umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. skyldi félagið leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Í samræmi við framangreint verður að telja ljóst að ákvæði 58. gr. tekur ekki til starfsemi Lindarhvols ehf. nema að því marki sem félagið og starfsmenn þess hafa veitt viðtöku upplýsingum samkvæmt 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Af orðalagi 1. og 2. mgr. 58. gr. verður enn fremur ráðið að þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu tekur einungis til upplýsinga að því marki sem þær varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki teljist sérstakt þagnarskylduákvæði enda er það afmarkað við upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna viðkomandi fjármálafyrirtækis, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 682/2017 og 769/2018. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins er jafnframt skýrt að trúnaðarskyldan fylgir upplýsingunum. <br /> <br /> Fer það því eftir efni umbeðinna gagna í þessu máli hvort þau teljist undirorpin þagnarskyldu og þar með undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Tekið er fram að þagnarskyldan er víðtækari, þ.e. gengur lengra, en þær takmarkanir sem 6.-10. gr. upplýsingalaga mæla fyrir um. Þó getur þurft að skýra þagnarskylduákvæðin með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga að því leyti sem þau tilgreina ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um. <h3>3.</h3> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur undir höndum afrit af fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. bæði afrit þar sem trúnaðarupplýsingar hafa verið afmáðar og afrit af fundargerðum í upprunalegri útgáfu. Nefndin hefur tekið til skoðunar þau atriði sem afmáð voru með tilliti til þess hvort þær upplýsingar sem þar koma fram verði undanþegnar upplýsingarétti almennings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002.<br /> <br /> Fundargerðirnar eru alls 40 talsins. Í þeim er hvort tveggja fjallað um málefni Lindarhvols ehf. sjálfs sem og málefni fjölda annarra lögaðila. Fundargerðirnar eru allar settar fram skipulega og með sambærilegum hætti þar sem skýrlega er greint á milli ólíkra umfjöllunarefna. Í mörgum fundargerðanna er að finna sérstaka dagskrárliði þar sem fjallað er um málefni einstaklinga og lögaðila, m.a. undir liðnum „söluferli eigna“ og „lána- og eignamál“. Úrskurðarnefndin hefur sem fyrr segir kynnt sér efni fundargerðanna og telur ljóst að við afgreiðslu á beiðni kæranda hafi ráðuneytið lagt gaumgæfilegt mat á efni þeirra með tilliti til þess hvort heimilt væri að veita aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Þær upplýsingar sem afmáðar voru lúta að langmestu leyti að upplýsingum um málefni einstakra fyrirtækja, lána- og skuldamálum þeirra, auk þess sem þar er að finna umfjallanir um sambærileg málefni einstaklinga. Þá er í fundargerðunum að finna upplýsingar um umsýslu, fullnustu og sölu stöðugleikaeigna hjá félaginu. Eins og áður segir þarf að meta í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar sem undanþegnar séu upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ótvírætt að þær upplýsingar sem afmáðar voru hafi ýmist að geyma upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra einstaklinga og lögaðila sem um er fjallað að heimilt sé að afmá þær á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þá telur úrskurðarnefndin hluta þeirra upplýsinga sem afmáðar voru úr fundargerðunum bera með sér að þær falli undir framangreint þagnarskylduákvæði 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 þar sem í þeim sé fjallað um hagi viðskiptamanna fjármálafyrirtækja. Þannig verður ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, um að synja beiðni A, blaðamanns, um aðgang að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
975/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Kærandi kærði afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lutu að því að beiðnunum hefði ekki verið svarað að liðnum 7-22 dögum frá dagsetningu þeirra og leit úrskurðarnefndin svo á að um væri að ræða kærur vegna óhóflegra tafa á meðferð þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Með hliðsjón af mati á efni beiðnanna og fjölda beiðna sem kærandi hefur beint til sveitarfélagsins komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri um óhóflega töf á meðferð beiðnanna að ræða. Var kærunum því vísað frá úrskurðarnefndinni í einu lagi. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 975/2021 í málum ÚNU20100013, 20100016, 20100019, 20110003, 20110009, 20110012, 20110016, 20110017, 20110021, 20120002, 20120005, 21010012, 21010013, 21020007, 21020008, 21020010, 21020018 og 21020019.<br /> <h2>Kærur, málsatvik og málsmeðferð</h2> Kærandi, A hefur kært afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lúta að því að beiðnunum hafi ekki verið svarað og verður að líta svo á að kærandi telji að bærinn hafi ekki fylgt sjónarmiðum um málshraða við afgreiðslu þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt það hvort meðferð Vestmannaeyjabæjar á beiðnum kæranda um aðgang að gögnum samrýmist málshraðareglum stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga leiðir að heimilt er að kæra óhæfilegan drátt á meðferð beiðni um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 17. gr. í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að mikilsvert sé að beiðnir um aðgang að gögnum á grundvelli laganna verði ávallt afgreiddar fljótt og án ástæðulausra tafa. Þá er vikið að sjö daga reglu 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. og tekið fram að reynslan sýni að fleiri en ein ástæða geti valdið því að farið sé fram yfir þau tímamörk. Í fyrsta lagi kunni að vera flókið að leysa úr máli, í öðru lagi geti verið rétt að leita álits þess sem mál snertir en í þriðja lagi kunni önnur verkefni að hafa forgang þannig að úrlausn um beiðni verði að bíða. <br /> <br /> Við mat á því hvort Vestmannaeyjabær hafi afgreitt beiðnir kæranda í samræmi við málshraðareglu upplýsinga- og stjórnsýsluréttar verður að mati úrskurðarnefndarinnar í fyrsta lagi að líta til efnis beiðnanna. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera tiltölulega einfaldar og skýrt afmarkaðar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að afgreiðsla hverrar beiðni gefi ekki tilefni til umfangsmikillar málsmeðferðar og Vestmannaeyjabæ ætti hæglega að vera unnt að afgreiða hverja þeirra innan sjö daga. Á hinn bóginn verður að hafa hliðsjón af því að kærandi hefur á sama tímabili beint fjölda beiðna um aðgang að gögnum til bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ sem aflað var símleiðis berast bænum tugir beiðna frá kæranda í hverjum mánuði. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur kærandi við þessar aðstæður búist við því að afgreiðslutími hverrar beiðni verði lengri en ella, ekki síst þegar tekið er tillit til annarra verkefna sem sveitarfélögum eru falin með lögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að sveitarfélög beri almennt ábyrgð á því að haga starfsmannahaldi sínu með þeim hætti að unnt sé að afgreiða mál sem þeim berast innan eðlilegra tímamarka verður ekki með sanngirni ætlast til þess að Vestmannaeyjabær ráði starfsfólk, eftir atvikum tímabundið, til að bregðast við slíkum fjölda erinda frá einum og sama aðilanum. Þá verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að talsverður hluti beiðnanna snúi að gögnum sem almenningi eru þegar aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Ágreiningur aðila snýr því fremur að því hvort sveitarfélaginu kunni að vera skylt að aðstoða kæranda við að nálgast gögnin á grundvelli annarra laga, til að mynda laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, en beinlínis að rétti hans til aðgangs að þeim samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Með hliðsjón af öllu framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið tilefni til að kæra meðferð beiðnanna sem hér um ræðir til nefndarinnar að liðnum 7-22 dögum frá því að þær voru póstlagðar til sveitarfélagsins. Þar sem ekki var um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðnanna að ræða í ljósi aðstæðna, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, verður kærum kæranda því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kærum kæranda, A, í málum ÚNU20100013, 20100016, 20100019, 20110003, 20110009, 20110012, 20110016, 20110017, 20110021, 20120002, 20120005, 21010012, 21010013, 21020007, 21020008, 21020010, 21020018 og 21020019 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
974/2021. Úrskurður frá 22. febrúar 2021. | Kærandi kærði afgreiðslu Herjólfs ohf. á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lutu að því að beiðnunum hefði ekki verið svarað að liðnum 7-22 dögum frá dagsetningu þeirra og leit úrskurðarnefndin svo á að um væri að ræða kærur vegna óhóflegra tafa á meðferð þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Með hliðsjón af mati á efni beiðnanna og fjölda beiðna sem kærandi hefur beint til félagsins komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri um óhóflega töf á meðferð beiðnanna að ræða. Var kærunum því vísað frá úrskurðarnefndinni í einu lagi. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 974/2021 í málum ÚNU 20100012, 2010022, 20110028, 20120013, 21010017, 21010019 21020017, 21020023 og 21020024.<br /> <h2>Kærur, málsatvik og málsmeðferð</h2> Kærandi hefur kært afgreiðslu Herjólfs ohf. á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lúta að því að beiðnunum hafi ekki verið svarað og verður að líta svo á að kærandi telji að félagið hafi ekki fylgt sjónarmiðum um málshraða við afgreiðslu þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um það hvort meðferð Herjólfs ohf. á beiðnum kæranda um aðgang að gögnum samrýmist málshraðareglum stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga leiðir að heimilt er að kæra óhæfilegan drátt á meðferð beiðni um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 17. gr. í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að mikilsvert sé að beiðnir um aðgang að gögnum á grundvelli laganna verði ávallt afgreiddar fljótt og án ástæðulausra tafa. Þá er vikið að sjö daga reglu 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. og tekið fram að reynslan sýni að fleiri en ein ástæða geti valdið því að farið sé fram yfir þau tímamörk. Í fyrsta lagi kunni að vera flókið að leysa úr máli, í öðru lagi geti verið rétt að leita álits þess sem mál snertir en í þriðja lagi kunni önnur verkefni að hafa forgang þannig að úrlausn um beiðni verði að bíða. <br /> <br /> Við mat á því hvort Herjólfur ohf. hafi afgreitt beiðnir kæranda í samræmi við málshraðareglu upplýsinga- og stjórnsýsluréttar verður að mati úrskurðarnefndarinnar í fyrsta lagi að líta til efnis beiðnanna. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera tiltölulega einfaldar og skýrt afmarkaðar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að afgreiðsla hverrar beiðni gefi ekki tilefni til umfangsmikillar málsmeðferðar og Herjólfi ohf. ætti hæglega að vera unnt að afgreiða hverja þeirra innan sjö daga. Á hinn bóginn verður að hafa hliðsjón af því að kærandi hefur á sama tímabili beint fjölda beiðna um aðgang að gögnum til félagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi ohf. sem aflað var símleiðis berst félaginu mikill fjöldi beiðna frá kæranda í hverjum mánuði, að jafnaði annan hvern dag. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur kærandi við þessar aðstæður búist við því að afgreiðslutími hverrar beiðni verði lengri en ella, ekki síst þegar tekið er tillit til annarra verkefna félagsins.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að Herjólfur ohf. beri almennt ábyrgð á því að haga starfsmannahaldi sínu með þeim hætti að unnt sé að afgreiða mál sem félaginu berst innan eðlilegra tímamarka verður ekki með sanngirni ætlast til þess að félagið ráði starfsfólk, eftir atvikum tímabundið, til að bregðast við slíkum fjölda erinda frá einum og sama aðilanum. Þá verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að talsverður hluti beiðnanna snúi að gögnum sem almenningi eru þegar aðgengileg á vef félagsins. <br /> <br /> Með hliðsjón af öllu framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið tilefni til að kæra meðferð beiðnanna sem hér um ræðir til nefndarinnar að liðnum 7-22 dögum frá því að þær voru póstlagðar til Herjólfs ohf. Þar sem ekki var um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðnanna að ræða í ljósi aðstæðna, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, verður kærum kæranda því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kærum kæranda í málum ÚNU 20100012, 2010022, 20110028, 20120013, 21010017, 21010019, 21020017, 21020023 og 21020024 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> |
973/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021. | Í málinu var deilt um þá ákvörðun prófnefndar um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður um að synja beiðni kæranda um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir árin 2014 – 2020. Þrátt fyrir að ekki væri víst að öll prófin yrðu notuð í öllum prófum framvegis taldi úrskurðarnefndin ljóst að þau væru lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta væri á að þau yrðu þýðingarlaus ef þau yrðu afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 973/2021 í máli ÚNU 20110015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. nóvember 2020, kærði A þá ákvörðun prófnefndar um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður um að synja henni um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir á námskeiðum árin 2014 til 2020. <br /> <br /> Kærandi fór fram á aðgang að gögnunum með bréfum, dags. 26. október 2020, og var beiðnin ítrekuð með bréfi, dags. 29. október 2020. Formaður prófnefndar tók afstöðu til beiðninnar með bréfi, dags. 29. október 2020, þar sem fram kom að veittur yrði aðgangur að skriflegum verkefnum en synjað um aðgang að munnlegum prófum. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 30. október 2020, óskaði kærandi eftir rökstuðningi vegna þeirrar ákvörðunar prófnefndar að synja um aðgang að munnlegum prófum. Frekari rökstuðningur barst kæranda 2. nóvember 2020. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags.12. nóvember 2020, var prófnefndinni kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn. Umsögn prófnefndar barst með bréfi, dags. 27. nóvember 2020. Í umsögninni er fyrirkomulagi munnlegra prófa lýst og tekið fram að þau próf sem lögð séu fyrir próftaka munnlega séu notuð aftur og aftur og að litið hafi verið svo á að ef verkefnin væru afhent yrði gagnslaust að leggja þau fyrir aftur í bráð. Tekið er fram að ekki séu öll verkefnin undantekningarlaust lögð fyrir í hverju og einu prófi. Í sakamálaréttarfari hafi að jafnaði nær öll verkefnin verið lögð fyrir hverju sinni í stórum dráttum og sama eigi við um próf í skiptastjórn. Verkefni í einkamálaréttarfari hafi verið allmörg og hafi kennarar valið úr þeim flokki verkefna nokkur til prófs hverju sinni, en gert nokkrar breytingar á verkefnunum og því breytt nálgun verkefna frá ári til árs þrátt fyrir að sú atvikalýsing sem verkefni byggi á hafi í stórum dráttum verið svipuð. Haustið 2020 hafi verið farin sú leið að semja algerlega ný verkefni sem gert sé ráð fyrir að notuð verði að nýju. Í ljósi þessa þyki ekki nauðsynlegt að synja um aðgang að eldri verkefnum í einkamálaréttarfari og þyki rétt að veita aðgang að verkefnum sem lögð hafa verið fyrir fram að hausti 2020. Gert sé ráð fyrir að verkefnin sem lögð voru fyrir haustið 2020 verði notuð á ný.<br /> <br /> Þá segir í umsögninni að meiri hluti þeirra verkefna sem notast sé við í prófi í skiptastjórn hafi verið notuð í öllum prófum. Þó hafi í áranna rás orðið sú breyting að þrjú verkefni sem lögð voru fyrir í fjórum prófum áranna 2014 og 2015 hafi ekki verið notuð síðan, en frá og með prófum 2016 hafi önnur þrjú komið í þeirra stað. Eitt þeirra teljist að mati prófnefndar svipa svo mikið til nýrra verkefnis að afhending þess myndi draga verulega úr þýðingu þess að leggja nýrra verkefnið fyrir. Hins vegar sé rétt að afhenda hin verkefnin tvö sem ekki hafi verið notuð undanfarin ár. <br /> <br /> Umsögn prófnefndar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. desember 2020, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Frekari athugasemdir bárust ekki. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta varðar beiðni um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum sem lögð voru fyrir í námskeiði til undirbúnings prófs til að öðlast málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki sé skýrlega vísað til lagagreina má ráða af umsögn prófnefndar til úrskurðarnefndarinnar að synjun nefndarinnar byggi á 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en þar er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, væru þau á almannavitorði. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að með prófum sé átt við hvers konar prófraunir sem opinberir aðilar standi fyrir. Augljóst sé að eigi próf að geta gefið óvilhalla niðurstöðu sé nauðsynlegt að halda öllum prófgögnum leyndum áður en próf er þreytt. Takmörkunin er undantekning frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram í 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna að veita skuli aðgang að gögnum þegar ráðstöfunum og prófum sé að fullu lokið nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar við skýringu á 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að sé prófi lokið og ekki fyrirhugað að leggja sama próf fyrir aftur í óbreyttri eða nær óbreyttri mynd beri að veita aðgang að því. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 729-731/2018 og 710/2017 og úrskurði nefndarinnar í málum A-160/2003 og A-73/1999 sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.<br /> <br /> Í úrskurðum nefndarinnar nr. 729-731/2018, 710/2017 og A-73/1999 taldi úrskurðarnefndin ekki heimilt að synja um aðgang að spurningum prófa sem lögð höfðu verið fyrir á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem ekki lægi fyrir að sömu próf yrðu lögð fyrir aftur. Í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-160/2003 staðfesti úrskurðarnefndin synjun Umhverfisstofnunar á beiðni um aðgang að sex prófverkefnum sem lögð voru til grundvallar á hæfnisprófi veiðimanna á árinu 2002. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að sömu spurningar hafi um nokkra hríð verið lagðar fyrir þá sem þreytt hafi prófið og að ætlunin væri að leggja þær fyrir aftur. Eina undantekningin væri sú að tvær spurningar, sem vegi samtals 4% af prófinu í heild, væru til í tveimur útgáfum og væri hvor útgáfa um sig lögð fyrir um það bil helming próftaka hverju sinni.<br /> <br /> Í umsögn prófnefndar kemur fram að veita beri aðgang að þeim munnlegu prófum sem ekki sé fyrirhugað að leggja fyrir á nýjan leik og því ekki hætta á að með afhendingu þeirra yrðu síðari próf þýðingarlaus í skilningi 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Hins vegar sé ekki unnt að veita aðgang að öðrum munnlegum prófum þar sem sama prófið sé lagt fyrir reglulega og í sumum tilvikum sé ávallt notast við sama prófið. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér afstöðu prófnefndar og telur í ljósi hennar ekki forsendur til að leggja annað til grundvallar en að stefnt sé að því að leggja umrædd próf í sakamálaréttarfari, skiptastjórn og einkamálaréttarfari fyrir á nýjan leik í óbreyttri mynd. Þrátt fyrir að ekki sé víst að öll prófin verði notuð í öllum prófum sem lögð verða fyrir telur úrskurðarnefndin ljóst að þau séu lögð fyrir með svo reglubundnum hætti að hætta sé á að þau verði þýðingarlaus verði þau afhent, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Með vísan til alls framangreinds er það mat nefndarinnar að prófnefndinni sé heimilt að takmarka aðgang að prófunum á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest ákvörðun prófnefndar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnunum að undanskildum eldri verkefnum sem ekki sé fyrirhugað að leggja fyrir á nýjan leik og prófnefnd hefur í umsögn sinni fallist á að veita beri aðgang að.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun prófnefndar að synja kæranda um aðgang að munnlegum prófum sem lögð voru fyrir á námskeiði til öflunar réttinda til að flytja mál fyrir héraðsdómi árin 2014-2020 að undanskildum eldri verkefnum sem ekki sé fyrirhugað að leggja fyrir á nýjan leik og prófnefnd hefur í umsögn sinni fallist á að veita beri aðgang að.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
972/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021. | Deilt var um afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um lítrasölu vöru á nánar tilgreindu tímabili. Úrskurðarnefndin leit til þess að kæranda hefði verið leiðbeint um hvernig unnt væri að kalla fram umræddar upplýsingar á vefsvæði stofnunarinnar. Eins og málið var vaxið taldi úrskurðarnefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda. Var það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa kærunni frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 972/2021 í máli ÚNU 20110004.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. nóvember 2020, kærði A afgreiðslu ÁTVR á beiðni félagsins um upplýsingar. <br /> <br /> Með erindi til ÁTVR, dags. 2. september 2020, fór kærandi fram á upplýsingar um lítrasölu vöru til viðbótar við framlegðarupplýsingar fyrir annars vegar tímabilið 1. maí 2019 – 30. apríl 2020 og hins vegar fyrir tímabilið 1. september 2019 – 31. ágúst 2020. Kærandi ítrekaði beiðni sína með tölvubréfum, dags. 21. september 2020 og 6. október 2020. Beiðninni var svarað með bréfi, dags. 7. október 2020, þar sem fram kom að gögn með upplýsingum um fjölda selda lítra einstakra vörutegunda á afmörkuðum tímabilum lægju ekki fyrir hjá ÁTVR. Var beiðninni því hafnað. Í bréfinu sagði einnig að ÁTVR hygðist eftirleiðis taka saman upplýsingar um framangreint og setja fram í framlegðarskrá og vísað var til fréttar á birgjavef ÁTVR, dags. 5. október 2020, þar sem áformin voru kynnt. Þá var kæranda leiðbeint um að á birgjavef ÁTVR mætti nálgast mánaðarlegar sölutölur frá janúar 2019 sem gerðu kleift að kalla fram umbeðnar upplýsingar. Loks er að finna leiðbeiningar í þremur töluliðum þar sem því er lýst hvernig unnt sé að kalla fram umbeðnar upplýsingar m.a. í excel.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ÁTVR með bréfi, dags. 3. nóvember 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar.<br /> <br /> Í umsögn ÁTVR, dags. 16. nóvember 2020, er gerð krafa um að kærunni verði vísað frá m.a. á þeim grundvelli að kæran sé svo óljós að óhjákvæmilegt sé að vísa henni frá og var í því sambandi vísað til ákvæða í lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þá er þess krafist að kröfum kæranda verði hafnað aðallega á þeim grundvelli að ekki sé um nein slík gögn í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012 að ræða sem farið er fram á í kærunni. Í umsögninni er vísað til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem fram komi að ÁTVR sé ekki skylt að útbúa ný gögn. Þá er vísað til þess að ÁTVR hafi upplýst kæranda um hvernig hann geti notað þau gögn sem hann hafi aðgang að til þess að vinna upp úr þeim það sem hann kýs að kalla fram. Loks segir í umsögninni að tilgangur upplýsingalaganna sé fyrst og fremst sá að skylda opinberar stofnanir og fyrirtæki til þess að afhenda fyrirliggjandi gögn til almennings, eigi undantekningarákvæði laganna ekki við. Hafi þar verið um talsverða rýmkun að ræða frá fyrri rétti. Lögunum hafi hins vegar alls ekki verið ætlað að veita almenningi heimild til þess að láta aðila á borð við ÁTVR vinna fyrir sig við frekari úrvinnslu þeirra gagna sem aðilar hafi annað hvort þegar aðgang að eða kunni að eiga rétt til afhendingar á.<br /> <br /> Umsögn ÁTVR var kynnt kæranda með bréfi, dags. 18. nóvember 2020 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 30. nóvember 2020, kemur fram að hann telji einsýnt að umbeðin gögn séu til staðar, m.a. þegar horft sé til framkvæmdar stofnunarinnar, fyrirmæla í 16. og 24. gr. reglugerðar nr. 1106/2015, upplýsingagjafar á birgjavef og leiðbeiningum til hans, dags. 7. október 2020. Þannig birti ÁTVR mánaðarlegar upplýsingar á birgjavef um framlegð vöru, sem m.a. ræður umfangi dreifingar, eins og fram komi í kæru. Þar hafi einnig verið bent á að magnupplýsingar um heildarsölu vöru þurfi að liggja fyrir við útreikning á framlegð hennar. Janframt sé ljóst af þeim leiðbeiningum sem ÁTVR sendi kæranda að umrædd gögn liggi fyrir enda segi þar að kleift sé að kalla fram umbeðnar upplýsingar. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er ágreiningur um afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda um upplýsingar um lítrasölu vöru til viðbótar við framlegðarupplýsingar fyrir annars vegar tímabilið 1. maí 2019 – 30. apríl 2020 og hins vegar fyrir tímabilið 1. september 2019 – 31. ágúst 2020.<br /> <br /> Í umsögn ÁTVR kemur fram að stofnunin geri aðallega kröfu um að kærunni verði vísað frá en til vara að kröfunni verði hafnað. Krafa ÁTVR um frávísun er á því byggð að kæran sé svo óljós og vanreifuð að óhjákvæmilegt sé að vísa henni frá. Í því sambandi er vísað til 80. og 100. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Úrskurðarnefndin telur af þessu tilefni rétt að árétta að ákvæði laga um meðferð einkamála gilda ekki um málsmeðferð stjórnvalda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er stjórnsýslunefnd og fer um málsmeðferð fyrir nefndinni eftir ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 og skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins, þ.m.t. ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í því felst að úrskurðarnefndinni ber skylda til að tryggja að eigin frumkvæði að málsatvik séu nægilega upplýst áður en úrskurður er felldur í máli, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga. Þannig er nefndinni ekki fær sú leið að vísa kæru frá á þeim grundvelli að kæra sé ekki sett fram með nægilega skýrum hætti. Telji úrskurðarnefndin að kæru sé ábótavant eða ekki sé ljóst hvað í henni felst ber henni í samræmi við 7. gr. og 10. gr. stjórnsýslulaga að ganga úr skugga um hvert sé efni kærunnar, eftir atvikum með því að veita aðila máls færi á að bæta úr annmarkanum. <br /> <br /> Í annan stað vísar ÁTVR til þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og telur sér ekki skylt að útbúa sérstaklega gögn í því skyni að verða við gagnabeiðni kæranda. ÁTVR veitti kæranda þó leiðbeiningar um hvernig unnt væri að kalla fram þær upplýsingar sem óskað var eftir í excel frá janúar 2019 á vefsíðu stofnunarinnar.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019 og 884/2020.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu gat ÁTVR annað hvort tekið afstöðu til þess hvort afhenda bæri kæranda aðgang að upplýsingum sem hann gæti sjálfur unnið upp úr eða það sjálft tekið saman umbeðnar upplýsingar. ÁTVR kaus að leiðbeina kæranda um hvernig unnt væri að kalla fram þær upplýsingar sem hann óskaði eftir aðgangi að sem samkvæmt svari stofnunarinnar við gagnabeiðni kæranda voru aðgengilegar frá janúar 2019 á svokölluðum birgjavef ÁTVR. Ljóst er að kærandi hefur gert athugasemdir við þessa afgreiðslu ÁTVR. Hins vegar hefur ekkert komið fram í málatilbúnaði kæranda sem gefur til kynna að honum sé ekki unnt að afla umræddra gagna með þeim hætti sem honum var leiðbeint um af hálfu ÁTVR. Eins og málið er vaxið þykir úrskurðarnefndinni ekki ástæða til að gera athugasemd við afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa beri frá nefndinni kæru vegna afgreiðslu ÁTVR á beiðni kæranda.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A um aðgang að upplýsingar um lítrasölu vöru til viðbótar við framlegðarupplýsingar fyrir annars vegar tímabilið 1. maí 2019 – 30. apríl 2020 og hins vegar fyrir tímabilið 1. september 2019 – 31. ágúst 2020 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
971/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021. | A kærði synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang annars vegar að upplýsingum varðandi stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og hins vegar stærstu innflytjendur svínakjöts á Íslandi. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það með ráðuneytinu að upplýsingar um þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi hefðu að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins i efa að gögn varðandi stærstu innflytjendur svínakjöts væru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu og var kærunni því vísað frá hvað þennan þátt hennar varðaði. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 971/2021 í máli ÚNU 20100025. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 26. október 2020, kærði A synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 12. október 2020, á beiðni hans, dags. 21. ágúst 2020, um aðgang að tilteknum upplýsingum varðandi framleiðendur og innflytjendur svínakjöts á Íslandi. Beiðni kæranda var í sjö liðum en ráðuneytið veitti kæranda aðgang að gögnum undir fimm liðum af sjö. Eftir stendur beiðni kæranda um upplýsingar undir 2. og 4. lið varðandi:<br /> <br /> • Þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og magn framleiðslu hvers og eins.<br /> • Fimm stærstu innflytjendur svínakjöts og magn innflutnings hvers og eins.<br /> <br /> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að gögnunum varðandi 2. lið beiðninnar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem upplýsingarnar hefðu að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðendanna. Þá vísaði ráðuneytið til þess að það hefði óskað eftir afstöðu umræddra framleiðenda til upplýsingabeiðninnar sem hefðu lýst sig mótfallna afhendingu þar sem um mikilvæga viðskiptahagsmuni væri að ræða. Varðandi 4. lið beiðninnar kom fram að ráðuneytið hefði hvorki undir höndum upplýsingar um stærstu innflytjendur svínakjöts né magn innflutnings hvers og eins.<br /> <br /> Í kæru er farið fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggi fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem 2. og 4. liður beiðninnar snýr að. Í kærunni segir að umbeðnar upplýsingar geti ekki talist viðkvæmar enda beri öllum þessum framleiðendum að skila ársreikningum sem hafi að geyma mun viðkvæmari upplýsingar en þær sem óskað er eftir undir 2. lið beiðninnar. Hvað fjórða lið beiðninnar varðar dregur kærandi í efa að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu og bendir á að ráðuneytið fari með úthlutun tollkvóta og haldi uppi tollvernd fyrir innlenda svínakjötsframleiðendur. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 29. október 2020, var atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kynnt kæran og gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 18. nóvember 2020, kemur fram að ráðuneytið hafi í tilefni af upplýsingabeiðni kæranda sent tölvubréf, dags. 8. september 2020, til þriggja stærstu svínakjötsframleiðendanna, þar sem upplýst hafi verið um upplýsingabeiðni kæranda og þeim kynnt efni hennar og þess óskað að umræddir aðilar veittu álit sitt á því að þessar tilteknu upplýsingar um framleiðslutölur þeirra yrðu veittar, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá segir í umsögninni að ráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu að veita bæri kæranda allar umbeðnar upplýsingar sem væru fyrirliggjandi í ráðuneytinu að frátöldum upplýsingum sem óskað var eftir varðandi þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og magn framleiðslu hvers og eins. Í því sambandi vísaði ráðuneytið til þess að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í ljósi þess að þeir aðilar sem upplýsingarnar vörðuðu samþykktu ekki afhendingu upplýsinganna og í ljósi þess að þær varði að mati ráðuneytisins mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni, sé það niðurstaða þess að undanþága 9. gr. upplýsingalaga eigi við um afhendingu gagnanna og því sé ekki fallist á að veita aðgang að þeim. Hvað varði beiðni kæranda undir fjórða lið ítrekar ráðuneytið í umsögn sinni að það hafi hvorki upplýsingar um stærstu innflytjendur svínakjöts né magn innflutning hvers og eins. Ráðuneytið úthluti tollkvótum vegna svínakjöts og séu niðurstöður úthlutunar auglýstar og opinberaðar hverju sinni. Hins vegar liggi ekki fyrir hjá ráðuneytinu heildartölur yfir magn innflutnings sundurliðaðar eftir innflytjendum þar sem innflutningur eigi sér einnig stað utan tollkvóta. Í umsögninni er tekið fram að í svari ráðuneytisins til kærandi hafi verið vísað til vefsíðu Hagstofu Íslands þar sem finna megi tölur um heildarinnflutning svínakjöts.<br /> <br /> Í umsögninni er því einnig lýst að ráðuneytið safni upplýsingum um framleiðslu framleiðenda í samræmi við ákvæði 1. mgr. 77. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 5. mgr. 15. gr. reglugerðar um merkingar búfjár nr. 916/2012. Upplýsingar um framleiðslu framleiðenda sem komi frá sláturhúsum séu meðal annars nýttar til útreikninga á stuðningsgreiðslum en tekið er fram að ekki séu reiknaðar stuðningsgreiðslur sem ætlaðar séu til svínakjötsframleiðslu samkvæmt ákvæðunum. Gagnaöflun ráðuneytisins um framleiðslu svínakjöts sé einkum ætlað að veita upplýsingar um hagtölur um svínarækt, heildarframleiðslu innan árs, heildarsölu og birgðastöðu.<br /> <br /> Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 18. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með tölvubréfi, dags. 4. desember 2020, þar sem ítrekaðar voru fyrri kröfur og athugasemdir. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins annars vegar um þrjá stærstu framleiðenda svínakjöts á Íslandi og magn framleiðslu hvers og eins og hins vegar upplýsingar um fimm stærstu innflytjendur svínakjöts og magn innflutnings hvers og eins.<br /> <h3>1.</h3> Synjun stofnunarinnar á beiðni kæranda um upplýsingar um þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts og magn hvers og eins byggir á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en þar segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni: <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.“</p> Úrskurðarnefndin hefur skoðað þau gögn sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að með hliðsjón af þessum sjónarmiðum. Eins og rakið er í umsögn ráðuneytisins var upplýsinganna aflað á grundvelli 1. mgr. 77. gr. búvörulaga þar sem mælt er fyrir um hlutverk ráðuneytisins að safna upplýsingum og birta ár hvert skýrslu um framleiðslu búvara, vinnslu þeirra og sölu og gera áætlanir um framleiðslu og sölu búvara. Í 2. mgr. er fjallað um skyldu þeirra sem hafa með höndum vinnslu eða sölu búvara að láta ráðherra í té allar upplýsingar sem að gagni geta komið og þeir geta veitt, þar með talið upplýsingar um verð búvöru til framleiðenda. Fyrir liggur að upplýsinganna var aflað í tengslum við lögbundna upplýsingaöflun ráðuneytisins um svínarækt í landinu en ekki í tengslum við ákvörðun um stuðningsgreiðslur á grundvelli búvörulaga til handa einstaka framleiðanda. Hvað sem því líður hefur nefndinni ekki verið sýnt fram á, hvorki í umsögnum ráðuneytisins né þeirra fyrirtækja sem um ræðir, að upplýsingar um hverjir séu stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og heildarmagn framleiðslu þeirra séu þess eðlis að þær geti skaðað samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Í öllu falli verður að skýra ákvæðið þröngri lögskýringu í ljósi meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Með hliðsjón af framangreindu ber að veita kæranda aðgang að gögnum hjá ráðuneytinu er lúta að þremur stærstu framleiðendum og magn framleiðslu hvers og eins þeirra.<br /> <h3>2.</h3> Eins og fyrr segir var synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni kæranda hvað varðar fimm stærstu innflytjendur svínakjöts og magn innflutnings hvers og eins byggð á því að þær upplýsingar lægju ekki fyrir hjá ráðuneytinu. Í ljósi þessa hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umrædd gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. <br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál hvað þennan þátt varðar.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að veita kæranda aðgang að upplýsingum um þrjá stærstu framleiðendur svínakjöts á Íslandi og magn framleiðslu hvers og eins þeirra. Þá er þeim þætti kærunnar er snýr að beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fimm stærstu innflytjendur svínakjöts og magn hvers og eins vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> |
970/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021. | Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum og upplýsingum hjá Garðabæ. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til að draga í efa fullyrðingu sveitarfélagsins þess efnis að kæranda hefði þegar verið afhent umbeðin sendibréf. Þá taldi úrskurðarnefndin sig ekki heldur hafa forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu sveitarfélagsins að önnur gögn sem kæran laut að væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Kærunni var því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 970/2021 í máli ÚNU 20090015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. september 2020, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðnum hans um tilgreindar upplýsingar. <br /> <br /> Með erindi til Garðabæjar, dags. 24. maí 2020, óskaði kærandi eftir fundi til að ræða gögn er vörðuðu eineltismál og tengdust 1) gögnum í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla og hvar gögnin væru geymd/í hvers konar kerfi, 2) aðgengi einstaklinga að gögnum/kerfum, þar á meðal eftir að máli lyki, og 3) öryggisráðstöfunum varðandi geymslu gagna. <br /> <br /> Í svari Garðabæjar, dags. 2. júní 2020, kom fram að gögn er vörðuðu nemendur í Garðaskóla væru geymd í upplýsinga- og kennslukerfinu Innu og pappírsgögn væru geymd í nemendamöppum. Samskipti við foreldra sem tengdust málum og féllu undir varðveisluskyldu laga um opinber skjalasöfn væru vistuð í One, sem er skjalakerfi Garðabæjar. Við alla meðferð gagna hjá Garðabæ og undirstofnunum væri farið eftir kröfum laga, þar á meðal lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og lögum um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. <br /> <br /> Fundarbeiðni kæranda vegna meðferðar skjala, öryggisráðstafana og aðgangs að kerfum var hafnað með vísan til þess að öryggisráðstafanir og aðgangur að gögnum væru ekki persónuupp¬lýsingar og ekki væri heimild í persónuverndarlögum til að veita slíkar upplýsingar. Þá félli beiðnin heldur ekki undir upplýsingalög þar sem ekki væri um að ræða gögn í máli, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Með erindi, dags. 8. júní 2020, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem til væru í kerfum Garðabæjar (bæði hjá sveitarfélaginu og Garðaskóla) fram til síðasta vinnudags skólastjóra Garðaskóla og vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Var kæranda tjáð með tölvupósti, dags. 11. júní 2020, að gögn sem heyrðu undir gagnabeiðnina heyrðu jafnframt undir aðra beiðni kæranda frá því í maí 2020, þar sem óskað var eftir öllum gögnum sem til væru í kerfum Garðabæjar (bæði hjá sveitarfélaginu og Garðaskóla) fram til síðasta vinnudags deildarstjóra skóladeildar Garðabæjar og vörðuðu kæranda, eiginkonu hans og dóttur. Yrðu gögnin afhent sem hluti af afgreiðslu þeirrar beiðni. Gögnin voru afhent kæranda 23. júní 2020.<br /> <br /> Með erindi, dags. 24. júní 2020, tjáði eiginkona kæranda sveitarfélaginu að tiltekin gögn sem þau hefðu upplýsingar um að væru til hefðu ekki verið meðal þeirra gagna sem voru afhent. Þar á meðal væri bréf til fagráðs hjá Menntamálastofnun og handskrifaðir punktar af foreldrafundi frá því í janúar 2020. Aðeins voru afhent gögn er vörðuðu skólastjóra Garðaskóla fram til 8. júní 2020, þegar kærandi setti fram gagnabeiðni sína þar að lútandi. Eiginkona kæranda óskaði því eftir að þeim yrðu afhent gögn sem vörðuðu skólastjórann fram til 30. júní 2020, þegar hann að sögn sveitarfélagsins lét af störfum. <br /> <br /> Í erindi Garðabæjar, dags. 6. júlí 2020, kom fram að handskrifaðir punktar af foreldrafundi í janúar 2020 teldust til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr. lag¬anna. Yrðu þeir af þeirri ástæðu ekki afhentir kæranda. Í erindi Garðabæjar, dags. 7. júlí 2020, kom svo fram að ekki lægju fyrir frekari gögn er vörðuðu skólastjóra Garðaskóla frá tíma¬bilinu 8. til 30. júní 2020, og hefðu því öll gögn þar að lútandi verið afhent.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 17. september 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 5. október 2020, kemur fram varðandi erindi kæranda þar sem óskað er upplýsinga um geymslu gagna í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla o.fl., að sveitarfélagið telji að erindinu hafi verið svarað með fullnægjandi hætti 2. júní 2020.<br /> <br /> Hvað varði fullyrðingu eiginkonu kæranda um að ekki hafi verið afhent bréf til fagráðs hjá Mennta¬mála¬stofnun hafi komið í ljós að bréfið auk fylgigagna hafi í reynd verið meðal þeirra gagna sem voru afhent kæranda. Handskrifuð gögn vegna tiltekins foreldrafundar teljist vinnugögn í skiln¬ingi upplýsingalaga og hafi því ekki verið afhent. Hins vegar hafi kæranda verið afhent fundargerð af viðkomandi foreldrafundi.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 17. október 2020, er fundið að því að fulltrúar Garðabæjar hafi ekki viljað funda með kæranda til að ræða mál er varða varðveislu gagna, öryggisráðstafanir við varðveislu viðkvæmra gagna o.fl. Þá telur kærandi vanta rökstuðning fyrir því að viðkomandi upplýsingar falli ekki undir upplýsingalög, líkt og kom fram af hálfu Garðabæjar.<br /> <br /> Kærandi telur að honum hafi ekki verið afhent tiltekið sendibréf sem vísað var til í pósti deildarstjóra skólaskrifstofu Garðabæjar til fagráðs hjá Menntamálastofnun. Þá dregur kærandi í efa að öll gögn er varði skólastjóra Garðaskóla og heyri undir gagnabeiðni hans hafi verið afhent. Loks gerir kærandi athugasemd við að handskrifaðir punktar af foreldrafundi hafi ekki verið afhentir með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða, sem undanþegin væru upplýsingarétti.<br /> <br /> Með erindi, dags. 13. janúar 2021, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari upplýsingum um fáein atriði. Í fyrsta lagi var óskað eftir upplýsingum um starfslok skólastjóra Garðaskóla. Í svari Garðabæjar, dags. 14. janúar 2021, kom fram að ráðningarsambandi við skólastjórann hafi lokið 31. júlí 2020 en síðasti vinnudagur hans hafi verið 30. júní 2020. Í öðru lagi var óskað eftir staðfestingu á því að gögn er fóru milli Garðabæjar og fagráðs hjá Menntamálastofnun hefðu verið afhent kæranda. Í svari Garðabæjar, dags. 21. janúar 2021, kom fram að ekki hefði verið haldið utan um samskipti og gagnasendingar Garðabæjar og Garðaskóla til fagráðsins í sérstaklega aðgreindu máli þar að lútandi. Hins vegar væri ljóst að kæranda hefðu verið afhent öll gögn fagráðsins frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.<br /> <br /> Í þriðja lagi var óskað eftir afriti af handskrifuðum punktum af foreldrafundi frá því í janúar 2020, sem kæranda var synjað um aðgang að á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga. Í svari Garðabæjar, dags. 21. janúar 2021, kom fram að væru slíkir punktar til væri þá að finna í möppu dóttur kæranda eða möppu kæranda og eiginkonu hans í skjalaskápum í Garðaskóla. Núverandi skólastjóri hefði hins vegar farið í gegnum þær möppur og ekki fundið neina punkta af foreldrafundinum.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum og upplýsingum hjá Garðabæ. Kæran lýtur í fyrsta lagi að því að fulltrúar Garðabæjar hafi ekki fundað með kæranda til að ræða mál er varða aðgengi einstaklinga að gögnum/kerfum, þ.m.t. eftir að máli lýkur, og öryggisráðstaf-anir varðandi geymslu gagna. Skv. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá aðilum sem heyra undir gildissvið upplýsingalaga til fyrirliggjandi gagna sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Í erindi kæranda til Garðabæjar, dags. 24. maí 2020, var óskað eftir fundi til að ræða tiltekin atriði. Að mati úrskurðarnefndar verður ekki litið svo á að í erindinu hafi falist beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur ekki afstöðu til þess hvort sveitarfélaginu hafi borið að funda með kæranda til að ræða þau mál sem tiltekin eru í erindinu. Hins vegar er bent á að ekki er loku fyrir það skotið að hjá Garðabæ liggi fyrir gögn er varði aðgengi að gögnum/kerfum hjá sveitarfélaginu og öryggisráðstafanir varðandi geymslu gagna, sem almenningur og þ.m.t. kærandi eigi þá rétt til aðgangs að í samræmi við 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. sömu laga.<br /> <br /> Kærandi telur í öðru lagi að honum hafi ekki verið afhent sendibréf sem vísað er til í tilteknum tölvupósti deildarstjóra skólaskrifstofu Garðabæjar til fagráðs hjá Menntamálastofnun. Líkt og fram kemur í umsögn Garðabæjar, dags. 5. október 2020, virðist sem misskilnings hafi gætt milli kæranda og Garðabæjar. Þannig hafi starfsmaður hjá Garðabæ talið að kærandi ætti við tölvupóst frá 25. nóvember 2019, þegar kærandi hafi í reynd átt við tölvupóst milli sömu aðila frá 11. mars 2020. Með sendibréfi því sem vísað hafi verið til í tölvupósti frá 11. mars 2020 hafi verið átt við gögn sem send voru frá Garðabæ til fagráðs hjá Menntamála¬stofnun, en þau gögn hafi þegar verið afhent. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu sveitarfélagsins að viðkomandi gögn hafi verið afhent kæranda.<br /> <br /> Í þriðja lagi dregur kærandi í efa að öll gögn er varði skólastjóra Garðaskóla og heyrðu undir gagnabeiðni hans hafi verið afhent. Beiðni kæranda var þannig orðuð að hann óskaði eftir afritum af öllum gögnum fram til síðasta vinnudags skólastjóra Garðaskóla sem varða sjálfan mig, konu mína og dóttur mína úr kerfum Garðabæjar (bæjarskrifstofu, og Garðaskóla). Sveitarfélagið afmarkaði beiðni kæranda samkvæmt orðanna hljóðan við fyrirliggjandi gögn um kæranda, eiginkonu hans og dóttur í kerfum Garðabæjar fram til 30. júní 2020, þegar skóla¬stjóri Garðaskóla lauk störfum. Samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ hafa öll fyrir-liggjandi gögn hjá sveitarfélaginu sem heyra undir gagnabeiðni kæranda verið afhent. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa.<br /> <br /> Kæranda var í fjórða lagi synjað um aðgang að handskrifuðum punktum af foreldrafundi frá því í janúar 2020. Synjunin var byggð á því að punktarnir væru vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr., og þannig undanþegnir aðgangi kæranda. Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin hefur aflað frá kærða liggja í reynd ekki fyrir punktar af foreldrafundinum í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og er því ekki um synjun um aðgang að gögnum að ræða.<br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu liggur fyrir að kæranda hafa ýmist verið afhent öll þau gögn sem heyra undir gagnabeiðni hans og liggja fyrir hjá Garðabæ eða að viðkomandi gögn liggja ekki fyrir í skiln¬ingi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki liggi fyrir synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af 1. mgr. 20. gr. laga nr. 140/2012 leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 13. september 2020, vegna afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um þar til greind gögn, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> |
969/2021. Úrskurður frá 5. febrúar 2021. | A, blaðamaður, kærði synjun Borgarskjalasafns á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um málefni vistheimilisins Arnarholts sem byggði á því að um viðkvæmt starfsmannamál væri að ræða sem ekki væri heimilt að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014. Úrskurðarnefndin taldi Borgarskjalasafn ekki hafa lagt sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af sjónarmiðum 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, sem rakin eru hér að framan. Þá tók nefndin fram að ekki yrði séð að Borgarskjalasafn hefði leitað samþykkis þess aðila sem um væri fjallað í gögnunum. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og lagði því fyrir Borgarskjalasafn að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. febrúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 969/2021 í máli ÚNU 20110024.<br /> <h2>Kæra og málsatvik </h2> Með erindi, dags. 19. nóvember 2020, kærði A, fréttamaður á RÚV, ákvörðun Borgarskjalasafns um að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum um málefni vistheimilisins Arnarholts. <br /> <br /> Kærandi óskaði með tölvupósti eftir aðgangi að skjölum um Arnarholt frá árunum 1983 og 1984 sem varðveitt eru í málasafni Borgarspítalans hjá Borgarskjalasafni, þ. á m. 17 blaðsíðna vitnaleiðslum yfir starfsfólki vistheimilisins Arnarholts sem fram fóru í janúar og febrúar árið 1984.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 18. nóvember 2020, var beiðni kæranda svarað. Í svarinu var kæranda annars vegar tilkynnt um að veittur yrði aðgangur að hluta þeirra gagna sem óskað var eftir þar sem búið var að afmá allar viðkvæmar persónuupplýsingar. Hins vegar var kæranda synjað um aðgang að 17 blaðsíðna vitnaleiðslum úr málasafni Borgarspítalans með vísan til þess að innihald gagnanna varðaði viðkvæmt starfsmannamál sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færi, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.<br /> <br /> Í kæru er því lýst að fréttastofa RÚV hafi að undanförnu fjallað ítarlega um málefni Arnarholts á Kjalarnesi á árum áður. Vísað er til þess að svo virðist sem heimilisfólk þar hafi sætt ómannúðlegri meðferð á heimilinu árum eða áratugum saman. Fréttastofa hafi aflað fjölmargra gagna og meðal annars fengið afhentar vitnaleiðslur yfir starfsfólki heimilisins. Tekið skuli fram að gögnin sem fréttastofa hafi undir höndum stafi ekki frá opinberum aðilum. Í þeim gögnum hafi verið mikið af persónugreinanlegum upplýsingum sem fréttastofa hafi afmáð í umfjöllun sinni. Eftir fyrstu umfjöllun fréttastofu um málið hafi komið í ljós að töluvert magn gagna sem varða Arnarholt væru til hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur sem hafi veitt fréttastofu aðgang að ýmsum gögnum. Í fréttum RÚV hafi hins vegar aðallega verið fjallað um ómannúðlega meðferð á heimilinu til ársins 1971, þegar geðdeild Borgarspítalans tók heimilið yfir. Nú hafi hins vegar komið í ljós að allt til ársins 1983, og jafnvel lengur, hafi logað ófriðarbál á heimilinu. Árið 1983 hafi starfsfólk skrifað undirskriftarlista, þar sem þess var krafist að ónefndum starfsmanni á heimilinu yrði vikið frá störfum. Í fórum Borgarskjalasafns séu 17 blaðsíður sem hafi að geyma það sem fram fór í þessum viðtölum við starfsmenn. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að fréttastofa telji mikilvægt að henni verði veittur aðgangur að umræddum gögnum þar sem líklega sé hægt að greina hvort aðbúnaður heimilismanna í Arnarholti hafi enn verið slæmur árið 1983, 12 árum eftir að geðdeild Borgarspítalans tók heimilið yfir. Hafi svo verið eigi þær upplýsingar erindi við almenning. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Borgarskjalasafni Reykjavíkur með bréfi, dags. 25. nóvember 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Borgarskjalasafns Reykjavíkur, dags. 27. nóvember 2020, kemur fram að réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum skjölum sé takmarkaður af 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014 en þar segi að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhags- eða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum, er þá varða, sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni. Þá er tekið fram að yfirlýstur tilgangur gagnaleitar kæranda sé að greina hvort aðbúnaður heimilismanna í Arnarholti hafi enn verið slæmur árið 1983, 12 árum eftir að geðdeild Borgarspítalans tók heimilið yfir. Að mati Borgarskjalasafns varði umbeðnar vitnaleiðslur viðkvæmt starfsmannamál sem teljist trúnaðarmál og óheimilt sé að veita aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Slíkt samþykki liggi ekki fyrir.<br /> <br /> Umsögn Borgarskjalasafns Reykjavíkur var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. nóvember 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda sem bárust nefndinni með tölvupósti, dags. 30. nóvember 2020, er lögð áhersla á mikilvægi þess að upplýst verði um það hvort starfsemi heimilisins hafi batnað í kjölfar þess að geðdeild Borgarspítalans tók við stjórn þess eða hvort aðbúnaður heimilismanna hafi enn verið slæmur á þeim tíma sem umbeðin gögn fjalla um. Vitnaleiðslurnar séu helsta og í raun eina gagnið sem varpað geti ljósi á þetta efni, sem almenningur hafi lögmæta hagsmuni af því að verði upplýst og fjallað um opinberlega. Í umsögninni kemur einnig fram að því sé ekki mótmælt að í vitnaleiðslunum kunni að vera að finna upplýsingar sem teljist til einkamálefna einstaklinga í skilningi 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, þ.e. einkum þeirra starfsmanna sem báru vitni um aðbúnað á heimilinu. Þá er einnig bent á að samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 77/2014 sé heimilt að veita takmarkaðan aðgang að umbeðnum gögnum og afmá persónugreinanlegar upplýsingar. Slík niðurstaða væri mun betur til þess fallin að styðja við hlutverk kæranda samkvæmt fjölmiðla- og upplýsingalögun en hin kærða ákvörðun um að synja um aðgang að umbeðnum gögnum að öllu leyti.<br /> <br /> Loks vísar kærandi til tjáningarfrelsisákvæðis 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Í því sambandi er vísað til þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi í dómaframkvæmd sinni staðfest að takmarkaður upplýsingaréttur geti falist í síðarnefnda ákvæðinu, þ.e. að ákvæðið geti tryggt rétt til aðgangs að upplýsingum jafnvel þótt hann sé ekki tryggður með lögum að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Skilyrði þessi séu að tilgangur beiðninnar sé að beiðandi geti nýtt sér frelsi til að taka við og dreifa upplýsingum til annarra, að umbeðnar upplýsingar varði almannahagsmuni, að hlutverk beiðanda sé að taka við upplýsingum og dreifa þeim til almennings og loks að upplýsingarnar séu fyrirliggjandi. Að mati kæranda eigi öll skilyrðin við um beiðni hans til Borgarskjalasafns og leiði til þess að ákvæði 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014 geti ekki staðið í vegi fyrir rétti hans til aðgangs að umbeðnum gögnum.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Borgarskjalasafns.<br /> <br /> Borgarskjalasafn er héraðsskjalasafn sem fellur undir lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Um beiðni kæranda gilda því ákvæði V. kafla laganna, en í 1. mgr. 25. gr. kemur fram að opinberu skjalasafni sé skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að skjölum þegar liðin eru 30 ár frá því að þau urðu til enda gildi ekki þær takmarkanir um skjalið sem fram koma í lögunum. Er þá miðað við síðustu innfærslu eða síðasta bréf afgreidds máls. Heimilt er að miða við tilurð skjals ef meðferð máls hefur dregist á langinn hjá stjórnvaldi eða ríkar ástæður mæla með því. Ljóst er að þau gögn sem beiðni kæranda snýr að urðu til fyrir það tímamark.<br /> <br /> Í 2. mgr. 25. gr. segir að ef takmarkanir samkvæmt lögunum eigi aðeins við um hluta skjals skuli veita aðgang að öðru efni skjalsins ef unnt er að skilja upplýsingar, sem falla undir undantekningar, frá þeim upplýsingum sem veita má aðgang að.<br /> <br /> Í 1. mgr. 26. gr. laganna kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhags- eða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Í málinu reynir því á hvort hagsmunir þeirra einstaklinga sem um er fjallað eða getið er í umræddum gögnum í vörslu Borgarskjalasafns vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 77/2014 kemur fram að ákvæðið sé sambærilegt við ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir um 9. gr.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að almenningur hafi hagsmuni af því að fá upplýsingar um hvernig meðferð þeirra sem vistaðir eru á opinberum stofnunum er háttað og þann aðbúnað og þjónustu sem þeim er veittur. Í gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um slíka starfsemi, t.d. í tilefni úttektar eða athugunar á starfseminni eða einstaka þáttum hennar, geta þó komið fram upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014. <br /> <br /> Sem fyrr segir var synjun Borgarskjalasafns byggð á því að um viðkvæmt starfsmannamál væri að ræða sem óheimilt væri að veita aðgang að nema samþykki þess sem í hlut ætti lægi fyrir. Að öðru leyti verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Í því sambandi skal tekið fram að í lögum nr. 77/2014 er ekki að finna sérstakt ákvæði sem takmarkar rétt almennings til aðgangs að málefnum starfsmanna eins og er að finna í 7. gr. upplýsingalaga. Af þeim sökum telur úrskurðarnefndin að Borgarskjalasafni hafi ekki verið fær sú leið að synja beiðni kæranda á þeim grundvelli að um viðkvæmt starfsmannamál væri að ræða án þess að leggja sjálfstætt mat á umbeðin gögn með hliðsjón af sjónarmiðum 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, sem rakin eru hér að framan. <br /> <br /> Þá verður ekki heldur séð af gögnum málsins að leitað hafi verið samþykkis þess aðila sem um er fjallað í gögnunum áður en hin kærða ákvörðun var tekin. Ákvæði laga nr. 77/2014 gera ráð fyrir að áður en ákvörðun er tekin um aðgang að gögnum sem varðað geta einkahagsmuni geti stjórnvald skorað á þann sem upplýsingarnar varðar að veita samþykki sitt, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefndin að Borgarskjalasafni hafi ekki verið heimilt að synja beiðni kæranda með vísan til þess að samþykki umrædds aðila lægi ekki fyrir án þess að óska sérstaklega eftir samþykki hans. Að svo búnu bar Borgarskjalasafni að taka rökstudda afstöðu til beiðninnar með hliðsjón af annars vegar afstöðu þess aðila sem í hlut á, að því gefnu að hann veitti ekki samþykki sitt, og hins vegar þeim sjónarmiðum sem leiða af 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni gagnanna sem beiðni kæranda lýtur að. Úrskurðarnefndin telur að þrátt fyrir að megintilgangur þess að ráðist var í viðtöl við þáverandi starfsfólk vistheimilisins hafi verið að leiða í ljós atriði tengd framgöngu tiltekins starfsmanns Arnarholts þá hafi þau jafnframt að geyma upplýsingar sem varpa ljósi á starfsemi vistheimilisins á þeim tíma. Úrskurðarnefndin telur jafnframt að ekki verði litið fram hjá því samhengi að áður höfðu fjölmiðlar greint frá upplýsingum um alvarlega misbresti í starfsemi þess. Í því ljósi er það mat úrskurðarnefndarinnar að almenningur kunni að hafi hagsmuni af því að kynna sér efni gagnanna. Eins og rakið er hér að framan verður hins vegar ekki séð að fullnægjandi mat hafi farið fram á því hvort og þá hvaða upplýsingar í gögnunum falli undir takmarkanir 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014 eftir atvikum með hliðsjón af afstöðu þess aðila sem fjallað er um í gögnunum. Í því sambandi tekur úrskurðarnefndin fram að ekki verður séð að í gögnunum sé að finna upplýsingar um viðkvæm einkamálefni þess starfsmanns sem einkum er fjallað um í viðtölunum, annarra starfsmanna eða sjúklinga sem leynt skuli fara. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Borgarskjalasafn að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Það felur í sér að Borgarskjalasafn skori á þann sem upplýsingarnar varða að upplýsa hvort hann telji að þær eigi að fara leynt og taki að svo búnu rökstudda afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim með hliðsjón af 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014. Úrskurðarnefndin tekur fram í ljósi þeirra hagsmuna sem eru undir í málinu að rétt sé að Borgarskjalasafn taki við meðferð málsins afstöðu til þess hvort rétt sé að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr gögnunum.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Borgarskjalasafns Reykjavíkur, dags. 18. nóvember 2020, um að synja kæranda um aðgang að 17 blaðsíðna vitnaleiðslum við starfsfólk Arnarholts sem fram fóru í janúar og febrúar árið 1984, er felld úr gildi og lagt fyrir Borgarskjalasafn að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
968/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021. | A kærði afgreiðslu barnaverndar Kópavogs á beiðni hans um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir hans gekkst undir. Úrskurðarnefndin taldi umrædd gögn hluta af barnaverndarmáli í skilningi 45. gr. barnaverndarlaga og tók fram að sérstökum aðila, úrskurðarnefnd velferðarmála væri falið að fjalla um ágreining í tengslum við slík mál, þ. á m. vegna aðgangs að gögnum. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 22. janúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 968/2021 í máli ÚNU 20090022.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p> Með erindi, dags. 17. september 2021, kærði A afgreiðslu barnaverndar Kópavogs, dags. 14. september 2020, á beiðni hans um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir kæranda gekkst undir vegna barnaverndarmáls sem varðar börn kæranda.</p> <p>Upphaflega óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum í barnaverndarmáli er vörðuðu börn hans. Með ákvörðun, dags. 11. júní 2020, synjaði barnavernd Kópavogs að afhenda kæranda forsjárhæfnismat sem barnsmóðir hans gekkst undir í barnaverndarmáli er varðar börn hans. Í ákvörðuninni kemur fram að ákveðið hafi verið að synja um aðgang að gagninu þar sem ekki hafi verið skýrt hvort kærandi ætti að fá aðgang að umræddu mati með tilliti til þeirra upplýsinga sem það hefði að geyma. Í ákvörðun barnaverndar var kæranda leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar velferðarmála.</p> <p>Kærandi lagði fram kæru hjá úrskurðarnefnd velferðarmála þann 16. júní 2020 vegna ákvörðunar barnaverndar um að synja um aðgang að umræddu gagni. Í úrskurði Úrskurðarnefndar velferðarmála frá 24. ágúst 2020 sem kveðinn var upp í máli kæranda kom fram að ekki yrði séð að barnaverndarnefnd hefði kveðið upp rökstuddan úrskurð um beiðni kæranda um gögn eins og áskilið sé í 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Af þeim sökum hefði ákvörðun barnaverndar Kópavogs verið felld úr gildi og málinu vísað til barnaverndar til löglegrar málsmeðferðar og ákvörðunar að nýju.</p> <p>Með bréfi, dags. 14. september 2020, var kæranda synjað um aðgang að umbeðnum gögnum á ný. Í ákvörðuninni kemur fram að samkvæmt 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sé heimilt að takmarka upplýsingarétt aðila þegar hagsmunir annarra af því að gögn séu ekki afhent eru ríkari en hagsmunir þess sem fer fram á afhendingu þeirra. Þá er vísað til þeirra takmarkana á afhendingu upplýsinga sem leiða af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá segir í bréfinu að fara þurfi fram mat á hvort vegi þyngra hagsmunir kæranda af því að fá upplýsingar er lúta að forsjárhæfni barnsmóður hans eða hennar af því að upplýsingunum sé haldið leyndum. Að mati barnaverndar Kópavogs vegi hagsmunir barnsmóður kæranda þyngra við matið. Loks er kæranda leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p> Kæran var kynnt barnavernd Kópavogs með bréfi, dags. 28. september, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Í umsögn barnaverndar Kópavogs, dags. 7. október 2020, er vísað til þess að þar sem barnsmóðir kæranda hafi samþykkt vistun barnanna hjá kæranda til 12 mánaða hafi ekki komið til þess að forsjárhæfnismatið yrði lagt til grundvallar ákvörðunartöku barnaverndar um framhald vistunar utan heimilis. Kæranda var því synjað um afhendingu þess með vísan til 45. gr. barnaverndarlaga þar sem segir að afhenda beri aðilum öll þau gögn sem málið varða og koma til álita við úrlausn þess enda tryggi þeir trúnað. Í kjölfarið hafi kærandi kært synjunina til úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafi vísað málinu til nýrrar meðferðar þar sem barnavernd Kópavogs væri eina valdbæra stjórnvaldið sem gæti takmarkað aðgang aðila að gögnum máls, sbr. 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga, þar sem segi að barnaverndarnefnd geti með rökstuddum úrskurði takmarkað aðgang aðila að tilteknum gögnum ef hún telur að það geti skaðað hagsmuni barns og samband þess við foreldra eða aðra. Nefndin getur einnig úrskurðað að aðilar og lögmenn þeirra geti kynnt sér skjöl og önnur gögn án þess að þau eða ljósrit af þeim séu afhent. Þá segir í umsögninni að þær aðstæður sem tilteknar séu í ákvæðinu eigi ekki við í þessu máli. Við endurupptöku málsins hjá barnavernd hafi kæranda verið synjað aftur um aðgang á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga þar sem segi að þegar sérstaklega standi á sé stjórnvaldi heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef hagsmunir hans af því að notfæra sér vitneskju úr þeim þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunum. Þá sé samskonar ákvæði að finna í 17. gr. stjórnsýslulaga. Hér hafi því þurft að taka afstöðu til þess hvort kærandi hafi þá ríku hagsmuni af því að fá umrætt forsjárhæfnismat afhent en barnsmóðir hans af því að viðkvæmar persónulegar upplýsingar svo sem niðurstöður sálfræðilegra prófana verði ekki afhentar kæranda. Niðurstaða barnaverndar hafi verið að svo væri ekki með vísan til þess að ekki kom til þess að ákvörðun væri byggð á niðurstöðu forsjárhæfnismatsins og að um svo viðkvæmar upplýsingar væri að ræða um einkamálefni og heilsufar konunnar að óheimilt væri að afhenda þær öðrum. Þá verði líka að líta til þess að forsjárhæfnismatið hafi að geyma upplýsingar um annað barn barnsmóðurinnar sem ekki lúti forsjá kæranda.</p> <p>Umsögn barnaverndar Kópavogs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p> Í málinu er deilt um afgreiðslu barnaverndar Kópavogs á beiðni kæranda um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir kæranda gekkst undir vegna barnaverndarmáls sem varðar börn kæranda.</p> <p>Í synjun barnaverndar Kópavogs og umsögn til úrskurðarnefndarinnar kemur fram sú afstaða að þær aðstæður sem tilteknar séu í 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga eigi ekki við í málinu þar sem ekki hafi komið til þess að forsjárhæfnismatið sem barnsmóðir kæranda gekkst undir yrði lagt til grundvallar ákvörðunartöku barnaverndar um framhald vistunar utan heimilis. Af þeim sökum hafi synjun barnaverndar Kópavogs byggst á 14. gr. upplýsingalaga og 17. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Í málinu liggur fyrir að umrætt forsjárhæfnismat var framkvæmt í tilefni af barnaverndarmáli varðandi börn kæranda. Með „barnaverndarmáli“ í skilningi barnaverndarlaga er átt við stjórnsýslumál sem miðar að því marki að afla nauðsynlegra upplýsinga um aðstæður barns og meta hvort þörf sé á að beita þeim sérstöku úrræðum sem kveðið er á um í barnaverndarlögum. Barnaverndarmál hefst með formlegri ákvörðun barnaverndarnefndar um könnun máls og lýkur ýmist þegar barnaverndarnefnd telur ekki þörf á frekari afskiptum eða þegar barn er orðið 18 ára. Úrskurðarnefndin telur að gögn málsins bendi til þess að það mál sem hófst með afskiptum barnaverndar Kópavogs af heimili barnsmóður kæranda og varð tilefni þess að aflað var umrædds forsjárhæfnismats hafi falið í sér barnaverndarmál í framangreindum skilningi og sé þar með stjórnsýslumál. Í því sambandi skal einnig bent á að í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála frá 24. ágúst 2020 í máli kæranda nr. 304/2020 var upphafleg ákvörðun barnaverndar Kópavogs felld úr gildi og málinu vísað til baka til nýrrar meðferðar þar sem barnavernd hefði ekki kveðið upp rökstuddan úrskurð um beiðni kæranda í samræmi við 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga.</p> <p>Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast máli hans gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls skv. 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. Þá er sérstaklega fjallað um upplýsingarétt og aðgang málsaðila að gögnum barnaverndarmáls í 45. gr. barnaverndarlaga. Í 1. mgr. ákvæðisins segir að barnaverndarnefnd skuli með nægilegum fyrirvara láta aðilum máls í té öll gögn sem málið varða og koma til álita við úrlausn þess, enda tryggi þeir trúnað. Í 2. mgr. segir að barnaverndarnefnd geti með rökstuddum úrskurði takmarkað aðgang aðila að tilteknum gögnum ef hún telur að það geti skaðað hagsmuni barns og samband þess við foreldra eða aðra. Nefndin getur einnig úrskurðað að aðilar og lögmenn þeirra geti kynnt sér skjöl og önnur gögn án þess að þau eða ljósrit af þeim séu afhent.</p> <p>Í ljósi þess sem að framan er rakið telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að kærandi kunni að eiga rétt til gagnanna á grundvelli 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Á grundvelli síðarnefndu laganna hefur sérstökum aðila, þ.e. úrskurðarnefnd velferðarmála, verið falið að taka afstöðu til ágreinings í barnaverndarmálum, þar með talið ágreinings vegna aðgangs að gögnum, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að lög standi ekki til þess að nefndin fjalli efnislega um beiðni kæranda, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, heldur beini hann kæru sinni til úrskurðarnefndar velferðarmála. Fari svo að úrskurðarnefnd velferðarmála telji ágreiningin ekki heyra undir þá nefnd þá getur kærandi óskað þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki málið fyrir að nýju. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p> Kæru vegna synjunar barnaverndar Kópavogs, dags. 14. september 2020, á beiðni um aðgang að forsjárhæfnismati sem barnsmóðir kæranda gekkst undir vegna barnaverndarmáls sem varðar börn kæranda er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p> formaður</p> <p>Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir</p> |
967/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021. | Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að greinargerðin hefði verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og að hún væri í drögum og athugun málsins væri ekki lokið. Væri greinargerðin því undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. janúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 967/2021 í máli ÚNU 20110018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. nóvember 2020, kærði A synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði eftir því með bréfi, dags. 2. október 2020, að ráðuneytið veitti honum aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. og til vara að afhentur yrði sá hluti greinargerðarinnar sem snýr að Klakka ehf. Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði beiðninni með tölvubréfi, dags. 16. október 2020. Í svarinu kom fram að umbeðið skjal félli undir ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Ákvæðið fæli í sér takmörkun á upplýsingarétti almennings í tengslum við ófullgerð skýrsludrög og ráðuneytinu því óheimilt að verða við beiðninni. Í því sambandi vísaði ráðuneytið einnig í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 827/2019.<br /> <br /> Í kæru vísar kærandi m.a. til þess að lokaeintak skýrslu setts ríkisendurskoðanda um málefni Lindarhvols hafi þegar verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Af þeim sökum séu ekki lengur fyrir hendi þeir verndarhagsmunir sem lágu til grundvallar synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda og fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. 827/2019. Í kæru er bent á að sjónarmiðin að baki 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga séu ítarlega rakin í frumvarpi því er varð að lögunum. Samandregið sé tilgangur ákvæðisins fyrst og fremst sá að veita ríkisendurskoðanda vinnufrið á meðan athuganir hans sandi yfir, enda sé annað ákvæði í lögunum sem sérstaklega varði þagnarskyldu. Þegar athugun ríkisinendurskoðanda sé lokið reyni á aðgangsréttinn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. nóvember 2020, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt óskaði úrskurðarnefndin eftir því að henni yrði afhent afrit af hinni umbeðnu greinargerð. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 19. nóvember, er vísað til forsendna í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 827/2019 þar sem tekin var afstaða til þess hvort heimilt væri að afhenda umrædd skýrsludrög. Í umsögninni kom fram að synjun ráðuneytisins í máli þessu frá 16. október 2020 byggði á sama þagnarskylduákvæði og fjallað var um í framangreindum úrskurði og því vísaði ráðuneytið til forsendna úrskurðarins.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. nóvember 2020 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 1. desember 2020, kemur fram að kærandi hafni þeirri fullyrðingu ráðuneytisins að með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 827/2019 hafi þegar verið tekin afstaða til hvort heimilt sé að afhenda umrætt skjal. Í því sambandi bendir kærandi á að niðurstaða fyrri úrskurðar nefndarinnar hafi byggst á því að ekki væri búið að afhenda lokaeintak greinargerðarinnar til Alþingis. Í úrskurðinum sé tekið fram að „þegar lokaeintak greinargerðarinnar hefur verið afhent Alþingi eigi framangreind regla laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkiseigna ekki lengur við um takmörkun á aðgengi að greinargerðinni.“ Það liggi fyrir að búið sé að afhenda greinargerðina til Alþingis. Þannig séu þeir verndarhagsmunir sem byggt sé á í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar ekki lengur til staðar og forsendur breyttar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. Félagið lauk starfsemi í febrúar 2018 en það var stofnað þann 15. apríl 2016, með þann tilgang að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs, mótteknum skv. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögum um Seðlabanka Íslands og annan skyldan rekstur. Ákvörðun fjármála- og efnhagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. <br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 827/2019 tók nefndin afstöðu til þess hvort þau lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarki upplýsingarétt almennings. Í úrskurðinum taldi úrskurðarnefndin ekki annað séð en að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga væri ætlað að taka til draga að greinargerðum ríkisendurskoðanda, einnig þegar slík drög hafi verið afhent stjórn¬völdum á grundvelli lagaskyldu þar að lútandi. Í kæru er einkum byggt á því að þar sem greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi nú verið afhent Alþingi og birt opinberlega séu ekki lengur fyrir hendi þeir verndarhagsmunir sem umræddu ákvæði laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga væri ætlað að gæta.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðar¬reglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Í 14. gr. laganna er lögð sú skylda á ríkisendurskoðanda að senda þeim sem sætir athugun eða eftirliti drög að skýrslum eða greinargerðum til umsagnar. Hvað aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun varðar kemur fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Frá þessari reglu er undantekning í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem fram kemur að drög að slíkum gögnum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu ekki aðgengileg. Þá hefur ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að gögn sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. <br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kemur m.a. fram að ófullgerð gögn sem send hafi verið aðila til umsagnar séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum, en geti mögulega leitt til þess að röng eða beinlínis villandi umræða fari af stað áður en ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni. Slíkt geti valdið óþarfa fyrirhöfn og kostnaði. Mikilvægt sé að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verði t.d. gerðar aðgengilegar á rannsóknarstigi. Að lokinni athugun ríkisendurskoðanda reyni á aðgangsrétt skv. 2. mgr. en þar komi fram að sé óskað aðgangs að gögnum sem hafa orðið til í samskiptum ríkisendurskoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga eða ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál eftir atvikum.<br /> <br /> Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Þegar 3. mgr. ákvæðisins er skoðuð verður að draga þá ályktun að málsgreinin taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er að finna, svo fremi að ríkisendurskoðandi hafi afhent gagnið öðrum til kynningar eða umsagnar á grundvelli lagaskyldu. Önnur túlkun á ákvæðinu yrði til þess að um leið og ríkisendurskoðandi sendi skjöl á grundvelli lagaskyldu til aðila myndu þau missa stöðu sína sem vinnuskjöl. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins sem áður hefur verið lýst. Þá verður einnig dregin sú ályktun af orðalagi ákvæðisins að það nái til slíkra gagna jafnvel þótt lokaeintak greinargerðar í tilefni af athugun ríkisendurskoðanda hafi verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Í því sambandi skal tekið fram að slík drög þurfa eðli málsins samkvæmt ekki að fela í sér endanlega útgáfu greinargerðarinnar.<br /> <br /> Eins og fram kom í úrskurði úrskurðarnefndarinnar frá 27. nóvember 2019 í máli nr. 827/2019 var greinargerðin sem hér um ræðir send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu. Þá liggur fyrir að þegar hún var send ráðuneytinu var hún í drögum og athugun málsins ekki lokið. Af þeim sökum er greinargerðin undirorpin sérstakri þagnarskyldu 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Á það við jafnvel þótt lokaeintak hennar hafi nú verið afhent Alþingi og birt opinberlega. Af þessari niðurstöðu leiðir að framangreint á jafnframt við um þann hluta greinargerðarinnar er snýr að Klakka ehf., sbr. varakröfu kæranda.<br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> |
966/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021. | A kærði synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum í tengslum við sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf. sem tengdust fjárfestingarferli Frjálsa Lífeyrissjóðsins í United Silicon hf. Úrskurðarnefndin taldi hafið yfir vafa að umbeðnar upplýsingar hefðu ýmist að geyma upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019 Íslands, eða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Var því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun bankans. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. janúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 966/2020 í máli ÚNU 20080001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. ágúst 2020, A synjun Seðlabanka Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum en þann 10. febrúar 2020 óskaði kærandi eftir öllum fyrirliggjandi gögnum í vörslu bankans er varða sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf., dags. 14. nóvember 2019, sem tengist fjárfestingaferli Frjálsa lífeyrissjóðsins í United Silicon hf. <br /> <br /> Gagnabeiðni kæranda var afgreidd af hálfu Seðlabanka Íslands með ákvörðun, dags. 3. júlí 2020, þar sem honum var veittur aðgangur að hluta umbeðinna gagna. Í ákvörðun sinni fjallar Seðlabankinn um takmarkanir á upplýsingarétti almennings samkvæmt 8. gr. og 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Einnig um sérstök þagnarskylduákvæði í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands og 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Bankinn taldi hluta umbeðinna gagna falla undir undanþágureglur upplýsingalaga og sérstakar þagnarskyldureglur laga um Seðlabanka Íslands og laga um fjármálafyrirtæki, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga og var kæranda synjað um aðgang að þeim. Þá var hluti af gögnunum afhentur kæranda með útstrikunum, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Einkum var um að ræða bréf og tölvupóstssamskipti á milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka en einnig önnur gögn, t.d. minnisblöð starfsmanna Fjármálaeftirlitsins og gögn frá Arion banka og Frjálsa lífeyrissjóðnum.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi telji ekki lagaskilyrði fyrir hendi sem réttlæti synjun á afhendingu umræddra gagna. Hann byggir rétt sinn til aðgangs að umbeðnum gögnum á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga en í kæru kemur fram að hann óski m.a. eftir eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Bréfi Arion banka hf., dags. 25. maí 2018.<br /> 2. Fylgigögnum með bréfi Arion banka hf. dags. 25. maí 2018.<br /> 3. Bréfi Arion banka hf., dags. 16. janúar 2019.<br /> 4. Fylgigögnum með bréfi Arion banka hf., dags. 16. janúar 2019.<br /> 5. Bréfi Arion banka hf., dags. 22. mars 2019.<br /> 6. Bréfi Arion banka hf., dags. 9. ágúst 2019.<br /> 7. Bréfi Arion banka hf. dags. 10. október 2019.<br /> 8. Tölvupóstssamskiptum milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf. á tímabilinu frá 10. október 2019 til 14. október 2019.<br /> 9. Tölvupóstssamskiptum milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf. þann 12. nóvember 2019.<br /> 10. Minnisblaði frá innri endurskoðanda Arion banka hf., dags. 18. september 2017, um United Silicon verkefnið.<br /> 11. Tveimur bréfum frá stjórn Arion banka hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 6. des 2017 og 14. febrúar 2018.<br /> <br /> Þá segir að kærandi sé sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum og að í umræddri sátt viðurkenni Arion banki að hafa brotið gegn 2. mgr. 8. gr. laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, með því að hafa láðst að skrá hagsmunaárekstra með skipulögðum og formlegum hætti við veitingu fjárfestingarráðgjafar í tengslum við kísilver United Silicon, sem fjármagnað hafi verið að mestu leyti af Arion banka auk lífeyrissjóða sem bankinn reki samkvæmt samningum við stjórnir sjóðanna. Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafi fjárfest í United Silicon á grundvelli ráðgjafar Arion banka og tapað allri fjárfestingu sinni í félaginu. <br /> <br /> Í kæru er fjallað um efni sáttarinnar og málsatvikum lýst ítarlega. Þá kemur fram að það séu hagsmunir almennra sjóðfélaga að fá úr því skorið hvort framganga Arion banka hafi verið slík að mögulega hafi bankinn bakað sér bótaskyldu gagnvart Frjálsa lífeyrissjóðnum vegna þess fjártjóns sem sjóðurinn hafi orðið fyrir vegna fjárfestingarinnar í United Silicon. Þar sem stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins sé handvalin af Arion banka sé ekki á færi annarra en almennra sjóðfélaga í lífeyrissjóðnum að afla gagna og kanna hvort sjóðfélagar eigi bótakröfu á hendur bankanum vegna þessa fjártjóns.<br /> <br /> Varðandi vísun Seðlabankans í sérstaka þagnarskyldureglu 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands segir kærandi að starfsmenn bankans séu bundnir þagnarskyldu um það sem varði „viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila.“ Í 6. mgr. 41. gr. laganna sé hins vegar að finna undanþáguákvæði frá 1. mgr. 41. gr. þar sem segi orðrétt: „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að birta upplýsingar opinberlega enda vegi hagsmunir almennings af birtingunni þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd. Þegar viðskiptamaður bankans eða eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr.“ Kærandi telur velflest, ef ekki öll þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að varða með beinum hætti starfsemi United Silicon svo sem varðandi áreiðanleikakönnun á starfsemi United Silicon, fjárfestakynningu fyrirtækjaráðgjafar Arion banka á United Silicon auk minnisblaðs frá innri endurskoðanda Arion um United Silicon verkefnið. United Silicon hafi verið úrskurðað gjaldþrota þann 22. janúar 2018 og þá hafi Kísill Ísland hf., móðurfélag United Silicon, verið tekið til gjaldþrotaskipta þann 12. september 2019. Nátengt félag, Kísill III slhf. hafi einnig verið úrskurðað gjaldþrota þann 12. september 2019.<br /> <br /> Kærandi segir umbeðin gögn varða rekstur United Silicon og skyldra aðila en innihaldi engar upplýsingar um „rekstur eða viðskipti“ Arion banka í skilningi 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Gögnin lúti enda ekki að rekstri eða viðskiptum Arion banka heldur hafi þau að geyma mat og ráðgjöf bankans á United Silicon sem fjárfestingarkosti til þriðja aðila. Hagsmunir kæranda, sem sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins, af afhendingu umræddra gagna um United Silicon eigi bersýnilega að vega mun þyngra í því að fá aðgang að umbeðnum gögnum enda hafi almennir sjóðfélagar lífeyrissjóðsins hagsmuni af því að fá að vita hvernig ákvarðanir urðu til sem leiddu til þess að um 0,5% af hreinni eign sjóðsins töpuðust vegna ráðgjafar Arion banka. Engin rök mæli með því að Arion banki skuli njóta leyndar um gögnin til þess að sjóðfélagar fái ekki komist að innihaldi þeirra. Þá séu engir lögvarðir hagsmunir til staðar fyrir United Silicon og tengd félög þar sem félögin séu öll löngu gjaldþrota. Almennur sjóðfélagi, eins og kærandi, sem í gegnum lífeyrissjóði hafi fjármagnað United Silicon-verkefnið að tilstuðlan Arion banka sem ákveðið hafi á grundvelli umkrafinna gagna að fjárfesta lífeyri landsmanna í þessu áhættusama verkefni, eigi því lögvarða hagsmuni af því að fá aðgang að umbeðnum gögnum sem varði United Silicon og eigi 6. mgr. 41. gr. seðlabankalaga því við.<br /> <br /> Seðlabankinn byggi jafnframt synjun sína á afhendingu umbeðinna gagna á sérstöku þagnarskylduákvæði í 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Kærandi bendi hins vegar á að 58. gr. sé ætlað að vernda viðskiptahagsmuni viðskiptavinar fjármálafyrirtækis en ekki hagsmuni fjármálafyrirtækis líkt og dómstólar hafi slegið föstu í dómaframkvæmd sinni, sbr. til dæmis Hrd. 758/2009. Í umræddum dómi segi í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur hafi verið í Hæstarétti með vísan til forsendna, að í ljósi þess að viðskiptavinur fjármálafyrirtækis sem gögnin varði sé gjaldþrota, fáist ekki séð hvaða hagsmuni hann hafi af því að umbeðnum gögnum sé haldið leyndum á grundvelli 58. gr. Í dómi Hæstaréttar segi m.a:<br /> „Ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki varðandi þagnarskyldu starfsmanna þeirra og annarra sem vinna verk í þeirra þágu er ætlað að vernda persónulega og viðskiptalega hagsmuni þeirra er viðskipti eiga við þau.“ Á þessum lagagrunni hafi sóknaraðila málsins verið heimilaður aðgangur að umbeðnum gögnum. Málsatvik í því máli sem hér um ræðir séu keimlík þeim sem uppi hafi verið í ofangreindum dómi Hæstaréttar. Ljóst sé að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki sé ekki ætluð til að vernda hagsmuni Arion banka heldur vernda virka viðskiptahagsmuni viðskiptavina bankans enda gæti opinberun á gögnum sem snerti fjárhags- og viðskiptalega hagsmuni þeirra valdið þeim tjóni. Bæði United Silicon og móðurfélag þess, Kísill Ísland hf., hafi verið úrskurðuð gjaldþrota og ljóst sé að opinberun umbeðinna gagna muni ekki valda hlutaðeigandi viðskiptalegu tjóni. Því sé ljóst að synjun Seðlabanka Íslands á umbeðnum gögnum vegna ætlaðra hagsmuna United Silicon og móðurfélags þess eigi ekki við nein rök að styðjast.<br /> <br /> Að lokum byggi Seðlabankinn synjun sína á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en samkvæmt skýru orðalagi ákvæðisins sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í frumvarpi því er varð að breytingarlögum nr. 72/2019 hafi orðalagi ákvæðisins verið breytt á þann veg að takmörkun á aðgangi almennings að gögnum einskorðist við fyrirtæki eða lögaðila sem séu enn í rekstri og hafi ekki lýst yfir gjaldþroti. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga sé undantekning frá meginreglu upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum í vörslu stjórnvalda. Samkvæmt almennum lögskýringarfræðum beri því að beita þröngri lögskýringu við túlkun á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Umbeðin gögn sem varði rekstur United Silicon, s.s. áreiðanleikakönnun á starfsemi United Silicon, fjárfestakynning á United Silicon og minnisblað innri endurskoðanda Arion banka um United Silicon falli utan 2. málsl. 9. gr. og séu ekki undanþegin upplýsingarétti almennings enda varði gögnin hagsmuni United Silicon sem hafi engra virkra hagsmuna að gæta þar sem félagið hafi hætt rekstri.<br /> <br /> Að lokum ítrekar kærandi að 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki og 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga feli í sér undantekningu frá meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslu stjórnvalda. Af þeim sökum beri að túlka ákvæðin með þröngum hætti og allur vafi túlkaður almenningi í hag. Beri því að túlka þröngt orðin „rekstur og viðskipti“ í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, þar sé átt við þær upplýsingar sem varði rekstur og viðskipti bankans sem kunni að hafa áhrif á samkeppnisstöðu bankans. Augljóst sé að afhending umbeðinna gagna skipti engu máli um rekstrarlega hagsmuni Arion banka. Með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 758/2009 sé ljóst að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki verndi ekki hagsmuni fyrirtækja sem séu gjaldþrota og hafi enga hagsmuni af því að gögnum sé haldið leyndum. Sé 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands túlkuð til samræmis við 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki og 9. gr. upplýsingalaga sé ljóst að virkir hagsmunir séu forsenda þess að sérstakt þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands eigi við. Að mati kæranda sé synjun Seðlabanka Íslands að umbeðnum gögnum því andstæð lögum.<br /> <br /> Þá tekur kærandi fram að í ákvörðun Seðlabankans sé ekki rökstutt með neinum hætti hvaða hagsmunir það séu varðandi „rekstur og viðskipti“ Arion banka sem Seðlabankinn telji að falli undir þagnarskylduákvæðin. Í ákvörðuninni segi að bankinn hafi farið yfir efni viðkomandi bréfa og sé það mat bankans að bréfin hafi að geyma upplýsingar um viðskipti og rekstur Arion banka sem bundnar séu trúnaði, án þess að skýra það nánar, með vísun í 1. mgr. 41.gr. laganna. Með slíkri afgreiðslu sé fráleitt ljóst hvort að bankinn hafi yfirleitt kannað efni bréfanna en gera verði þá kröfu til Seðlabankans að hann færi fullnægjandi rök fyrir því, varðandi hvert tiltekið skjal, hvað það sé nákvæmlega í skjali sem hann telji að skuli sæta leynd og rýma út hagsmunum almennings af því að fá umbeðin gögn.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með bréfi, dags. 6. ágúst 2020, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Seðlabankans, dags. 28. ágúst 2020, segir að bankinn telji sig hafa afhent kæranda öll gögn, að hluta til eða öllu leyti, sem heimilt sé samkvæmt 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands og 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, og með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga, sérstaklega 8. og 9. gr. laganna. Bankinn fari því fram á að úrskurðarnefndin hafni kröfum kæranda og staðfesti ákvörðun bankans. Þessu til stuðnings er vísað til röksemda sem fram koma í bréfi bankans til kæranda, dags. 3. júlí 2020. Ennfremur, og til að svara sjónarmiðum sem kærandi reki í kæru sinni, taki bankinn fram að það sé ekki rétt að 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, og 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, séu undantekningar frá meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslu stjórnvalda. Líkt og fram komi í ákvörðun Seðlabankans þá teljist ákvæðin sérstök þagnarskylduákvæði sem geti ein og sér, þrátt fyrir upplýsingalög, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslu stjórnvalda. Byggi það á gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Bent er á að 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 sé efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að bæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 hafi falið í sér sérstakar þagnarskyldureglur. Vísist m.a. til dóms Hæstaréttar frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 og hins vegar til dóms Hæstaréttar frá 17. desember 2015 í máli nr. 263/2015. Megi því ljóst vera að 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 teljist einnig fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndar í máli nr. 904/2020. Þá hafi Hæstiréttur einnig komist að þeirri niðurstöðu að 58. gr. laga nr. 161/2002 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði, sbr. áðurnefndan dóm í máli nr. 263/2015. <br /> <br /> Við afgreiðslu sína á gagnabeiðni kæranda hafi Seðlabankinn farið yfir hvert og eitt gagn í umræddu máli og lagt mat á efni þeirra m.t.t. 41. gr. laga nr. 92/2019 og 58. gr. laga nr. 161/2002, og með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012. Það sé mat Seðlabankans að þau gögn eða hlutar gagna sem bankinn synjaði kæranda um aðgang að innihaldi upplýsingar sem varði rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila, upplýsingar um viðskiptavini fjármálafyrirtækis og/eða upplýsingar um málefni bankans sem leynt skuli fara samkvæmt 41. gr. laga nr. 92/2019 og 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Hafi gagn að geyma upplýsingar sem bundnar séu trúnaði þá eðli máls samkvæmt takmarki það möguleika Seðlabankans á að lýsa efni gagnsins. Í ákvörðun Seðlabankans hafi gögnunum sem kæranda var synjað um aðgang að verið lýst eins vel og mögulegt hafi verið að teknu tilliti til þess að gögnin hefðu að geyma upplýsingar sem bundnar væru trúnaði. Meðfylgjandi umsögninni sé listi yfir öll gögn málsins sem sýni með skýrum hætti að tekin hafi verið afstaða til hvers og eins gagns í umræddu máli m.t.t. fyrrnefndra lagakrafna. Listinn var afhentur úrskurðarnefndinni í trúnaði ásamt umræddum gögnum.<br /> <br /> Í umsögn Seðlabankans segir jafnframt að í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 sé kveðið skýrt á um þagnarskyldu bankaráðsmanna, varaseðlabankastjóra, nefndarmanna og annarra starfsmanna Seðlabankans. Brot á þagnarskyldu geti varðað refsingu, sbr. 45. gr. laganna og 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Upplýsingar sem falli undir ákvæðið sé aðeins heimilt að afhenda ef dómari úrskurði að skylt sé að afhenda þær fyrir dómi eða til lögreglu eða lög kveði skýrt á um afhendingu upplýsinganna. Gjaldþrot aðila, sem upplýsingarnar varði, hvort sem sé um efirlitsskyldan aðila eða viðskiptamenn hans, aflétti ekki þessari þagnarskyldu. Það sama eigi við um þá þagnarskyldu sem kveðið sé á um í 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Gjaldþrot viðskiptamanna aflétti ekki þeirri þagnarskyldu sem hvíli á Seðlabankanum, sem veitt hafi viðtöku gögnum sem bundin séu trúnaði samkvæmt ákvæðinu. Telji aðili sig hafa lögvarða hafsmuni af því að fá gögn afhent frá Seðlabankanum sem bundin séu trúnaði samkvæmt 41. gr. laga nr. 92/2019 eða 58. gr. laga nr, 161/2002 verði sá hinn sami að snúa sér til dómstóla og byggja kröfu sína á þeim úrræðum sem lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála mæli fyrir um.<br /> <br /> Þetta endurspeglist með skýrum hætti í 2. málsl. 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Málsliðurinn, sem taki til viðskiptamanna bankans og eftirlitsskyldra aðila sem séu gjaldþrota, mæli fyrir um að heimilt sé við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildi annars um samkvæmt 1. mgr. Í úrskurði úrskurðarnefndar í máli nr. 524/2014 hafi sambærilegur málsliður þágildandi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi til umfjöllunar. Þar hafi úrskurðarnefndin sagt að skýra þyrfti áskilnaðinn um rekstur einkamála svo að átt væri við gagnaöflum sem fram fari fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða nefndarinnar hafi verið að beiðni um afhendingu gagna, sem beint sé til stjórnvalds á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, yrði ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. <br /> <br /> Seðlabankinn segir þetta líka endurspeglist í þeim dómi Hæstaréttar sem kærandi vísi til en þar úrskurði dómari um aðgang að gögnum. Seðlabankinn hafi ekki sömu heimildir og dómstólar. Við mat á því hvort gagn sé bundið trúnaði eður ei sé Seðlabankanum ekki heimilt lögum samkvæmt að taka tillit til þeirra sjónarmiða sem legið hafi til grundvallar í fyrrnefndu dómsmáli.<br /> <br /> Varðandi tilvísun kæranda til 1. málsl. 6. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands þá sé um heimildarákvæði að ræða sem feli ekki í sér aukinn rétt fyrir almenning til aðgangs að gögnum í vörslu Seðlabankans umfram það sem upplýsingalög mæli fyrir um, að teknu tilliti til hinna sérstöku þagnarskylduákvæða. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, komi fram að þessu ákvæði sé ætlað að opna á upplýsingagjöf Seðlabankans þegar um sé að ræða upplýsingar sem varði ráðstöfun opinberra hagsmuna sem almenningur eigi ríkan rétt til að kynna sér hvernig staðið sé að, lýsingu á vinnureglum bankans eða stjórnsýsluframkvæmd á tilteknu sviði. Þá sé gert ráð fyrir að birting upplýsinga samkvæmt málsliðnum eigi sér stað að frumkvæði bankans, t.d. í tengslum við fréttir á vef bankans skýrslur eða annað efni sem bankinn gefi út. Ákvæðið aflétti ekki þeirri þagnarskyldu sem hvíli á starfsmönnum bankans samkvæmt 1. mgr. 41. gr. laganna og 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, varðandi þau gögn sem liggi til grundvallar þeim upplýsingum sem Seðlabankanum sé heimilt að birta opinberlega á grundvelli málsliðarins.<br /> <br /> Kærandi haldi því fram að þau gögn sem Seðlabankinn synjaði honum um aðgang að varði ekki viðskipti og rekstur Arion banka heldur fjárhags- og viðskiptalega hagsmuni United Silicon sem, líkt og móðurfélag þess Kísill Ísland hf., hafi verið úrskurðað gjaldþrota og því ljóst að opinberun umbeðinna gagna muni ekki valda félaginu viðskiptalegu tjóni. Til svars við framangreindu bendir Seðlabankinn á að í umræddu máli hafi Fjármálaeftirlit bankans verið með til skoðunar hvort Arion banki hf. hefði farið að tilteknum lagareglum sem gildi um starfsemi bankans sem Seðlabankanum sé falið að hafa eftirlit með. <br /> <br /> Gagna hafi verið aflað hjá Arion banka sem ætlað hafi verið að varpa ljósi á framangreint. Gögn málsins séu því augljóslega gögn sem varði viðskipti og rekstur Arion banka. Slík gögn séu þó ekki sjálfkrafa bundin þagnarskyldu. Hafi þau að geyma upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni eftirlitsskylds aðila, þ.m.t. samskipti hans við viðskiptavini sína, eða upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, þá séu það upplýsingar sem Seðlabankinn telji að falli undir hinar sérstöku þagnarskyldureglur í 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands og 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Yfirferð Seðlabankans á gögnum málsins hafi tekið mið af framangreindu. <br /> <br /> Umsögn Seðlabankans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 22. september 2020, segir að hann telji sig eiga rétt á umbeðnum gögnum, sem varði rekstur United Silicon og skyldra aðila og innihaldi upplýsingar um mat og ráðgjöf Arion banka á United Silicon sem fjárfestingarkosti, á grundvelli 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 enda sé kveðið á um það í ákvæðinu að þrátt fyrir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. sé Seðlabankanum heimilt að birta upplýsingar opinberlega, enda vegi hagsmunir almennings af birtingunni þyngra en þeir hagsmunir sem mæla með leynd. Kærandi hafni þeim rökum að ákvæðið lúti að einhliða rétti Seðlabankans til að ákveða hvort að slíkar upplýsingar skuli veittar. Í frumvarpi því er varð að lögum nr. 92/2019 segi í athugasemdum um 6. mgr. 41. gr. að nauðsynlegt sé að greining liggi fyrir á hagsmunum þeim sem vegist á í hverju tilviki. Seðlabanka beri að framkvæma þá greiningu en ekki verði séð að það hafi verið gert. Við þær aðstæður sé það á færi úrskurðarnefndarinnar að meta hvort að hagsmunir almennings af því að fá upplýsingarnar séu fyrir hendi.<br /> <br /> Kærandi ítrekar að hagsmunir hans og almennra sjóðfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum, sem telji ríflega 60.000 manns, eigi að vega þyngra en þeir hagsmunir sem mæli með leynd fyrir óvirka hagsmuni gjaldþrota félaga sem búið sé að afskrá. Kærandi bendi á að skylduaðild að lífeyrissjóði sé lögbundin. Eigi því í samræmi við 1. málsl. 6. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 að veita aðgang að umbeðnum gögnum enda sé það auðvelt án þess að upplýsa um þá hagsmuni Arion banka sem eigi að njóta verndar samkvæmt lögunum. Kærandi hafni rökum Seðlabanka Íslands um að umbeðin gögn varði viðskipti og rekstur Arion banka í skilningi téðra ákvæða. Kærandi bendi á að eðli málsins samkvæmt eigi að skýra þagnarskylduákvæðin þröngt og láta kæranda njóta vafans, ef um hann sé að ræða að mati úrskurðarnefndarinnar. Vandasamt sé að sjá að gögn um fjárhagsstöðu United Silicon geti haft þýðingu fyrir Arion banka í rekstrarlegu tilliti. Ef umbeðin gögn hafi einhverjar upplýsingar að geyma sem varða rekstur Arion banka sem njóta verndar í þessu sambandi, þá eigi Seðlabanki Íslands auðvelt með að afmá slíkar upplýsingar um Arion banka og að veita aðgang að þeim hluta gagnanna sem snúi að United Silicon, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kærandi telji ekki tækt að byggja synjun umbeðinna gagna á grundvelli 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki enda sé samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar margstaðfest að gjaldþrota félög njóti ekki verndar samkvæmt ákvæðinu, sbr. Hrd. 758/2009, enda hafi gjaldþrota félag enga sjáanlega hagsmuni af því að upplýsingar tengdar rekstri þess, meðan það var starfandi, sé haldið leyndum fyrir þeim sem hafa lögvarða hagsmuni af því að fá slíkar upplýsingar. <br /> <br /> Þá vilji kærandi ítreka að 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sem Seðlabanki byggði m.a. synjun sína á, eigi ekki við í þessu tilfelli að mati kæranda. Í ákvæðinu sé skýrlega kveðið á um að takmarkanir samkvæmt ákvæðinu lúti að verndun mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Umbeðin gögn varði hins vegar ekki hagsmuni Arion banka heldur United Silicon auk skyldra aðila sem ekki séu lengur starfandi félög. <br /> <br /> Afstaða Seðlabankans eins og hún birtist í málatilbúnaði bankans hafi þann blæ á sér að bankinn sé ekki að taka afstöðu til erindis kæranda sem hlutlaust stjórnvald þar sem vegnir eru saman hagsmunir og réttur almennings til upplýsinga gagnvart þeim sem verndin á að taka til heldur samsami Seðlabankinn sig hagsmunum Arion banka hf. og freisti þess með öllum ráðum að varna því að umbeðnar upplýsingar komi fyrir sjónir sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðins. Afstaða Seðlabankans sé því ómálefnaleg og beri að hafna.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu Seðlabanka Íslands sem varða sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf., dags. 14. nóvember 2019, sem tengist fjárfestingu Frjálsa lífeyrissjóðsins í United Silicon hf. Ákvörðun Seðlabankans um að synja beiðni kæranda, að hluta, er byggð á því að upplýsingar sem fram komi í gögnunum séu undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær falli undir sérstakar þagnarskyldureglur 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, og 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, auk þess sem vísað er til undanþáguákvæða 8. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Í núgildandi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, sem er efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laganna, segir:<br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskylda samkvæmt 41. gr. sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 774/2019, 792/2019 og 904/2020. Sbr. einnig úrskurði nr. 614/2016, 665/2016 og 682/2017 frá gildistíð eldri laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001.<br /> <br /> Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, er fjallað um bankaleynd en þar segir: <br /> <br /> „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 2. mgr. ákvæðisins segir jafnframt:<br /> <br /> „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki teljist sérstakt þagnarskylduákvæði enda er það afmarkað við upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna viðkomandi fjármálafyrirtækis, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 682/2017 og 769/2018. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins er jafnframt skýrt að trúnaðarskyldan fylgir upplýsingunum. <br /> <br /> Fer það því eftir efni umbeðinna gagna í þessu máli hvort þau teljist undirorpin þagnarskyldu og þar með undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Tekið er fram að þagnarskyldan er víðtækari, þ.e. gengur lengra, en þær takmarkanir sem 6.-10. gr. upplýsingalaga mæla fyrir um. Þó getur þurft að skýra þagnarskylduákvæðin með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga að því leyti sem þau tilgreina ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um. <br /> <br /> Seðlabanki Íslands hefur látið úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af umbeðnum gögnum með skýringum eða vísun í ástæðu synjunar í hverju tilviki fyrir sig. Gögnin eru eftirfarandi og var kæranda ýmist synjað um aðgang þeim að hluta til eða í heild:<br /> <br /> 1. Fyrirspurnarbréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 25. apríl 2018.<br /> 2. Svarbréf Arion banka, dags. 25. maí 2018.<br /> 3. Fylgigögn með bréfi Arion banka. dags. 25. maí 2018 (13 skjöl).<br /> 4. Bréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. desember 2018, frumniðurstöður.<br /> 5. Svarbréf Arion banka, dags. 16. janúar 2019, fyrri andmæli.<br /> 6. Fylgigögn með bréfi Arion banka, dags. 16. janúar 2019 (15 skjöl).<br /> 7. Bréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 22. febrúar 2019, uppfærðar frumniðurstöður.<br /> 8. Svarbréf Arion banka, dags. 22. mars 2019, seinni andmæli.<br /> 9. Minnisblað starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, dags. 25. mars 2019, þar sem farið er yfir sjónarmið Arion banka.<br /> 10. Minnisblað starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, dags. 27. apríl 2019, þar sem reifuð er tillaga að framhaldi á meðferð málsins.<br /> 11. Bréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 28. júní 2019, uppfærðar frumniðurstöður <br /> 12. Svarbréf Arion banka, dags. 9. ágúst 2019.<br /> 13. Aukabréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 13. september 2019.<br /> 14. Svarbréf Arion banka, dags. 10. október 2019.<br /> 15. Tölvupóstsamskipti milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka, dags. 10. október 2019 til 14. október 2019.<br /> 16. Drög að samkomulagi um sátt, dags. 25. október 2019.<br /> 17. Útreikningur sektarfjárhæðar, excel-skjal, dags. 11. nóvember 2019.<br /> 18. Tölvupóstssamskipti milli Fjármálaeftirlitsins og Arion banka, dags. 12. nóvember 2019.<br /> 19. Fundargerðir stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins frá janúar 2016 til júní 2017.<br /> 20. Skýrslur/kynningar eignarstýringar Arion banka til stjórnar lífeyrissjóðsins um stöðu fjárfestinga, ásamt fylgiskjölum tengdum United Silicon.<br /> 21. Bréf Fjármálaeftirlitsins til Frjálsa lífeyrissjóðsins, dags. 23. mars 2018, niðurstaða athugunar Fjármálaeftirlitsins (lokaskýrsla).<br /> 22. Minnisblað innri endurskoðanda Arion banka varðandi United Silicon, dags. 18. september 2017.<br /> 23. Bréf stjórnar Arion banka til Fjármálaeftirlitsins, dags. 6. desember 2017.<br /> 24. Bréf stjórnar Arion banka til Fjármálaeftirlitsins, dags. 14. febrúar 2018.<br /> 25. Bréf Fjármálaeftirlitsins til stjórnar Arion banka, dags. 15. janúar 2018, varðandi tilkynningu frá innri endurskoðanda skv. 16. gr. fftl.<br /> 26. Minnisblað Fjármálaeftirlitsins, dags. 10. apríl 2018, varðandi aðgerðir Arion banka til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra í tengslum við lífeyrissjóði í rekstri bankans.<br /> 27. Tölvupóstar frá regluverði Arion bakna til Fjármálaeftirlitsins, dags. 21 febrúar 2018, varðandi skoðun á aðgerðum til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin og telur hafið yfir allan vafa að þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að hafi ýmist að geyma upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands, þ.e. Arion bakna og Frjálsa lífeyrissjóðsins, í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, eða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, þ.e. félagið United Silicon. Þegar tekið er tillit til þess hvernig umbeðin gögn urðu til eða hvernig þeirra var aflað af hálfu Fjármálaeftirlitsins er það enn fremur mat nefndarinnar að þau séu undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þannig verður ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun Seðlabankans um synjun beiðni kæranda. <br /> <br /> Í tilefni af röksemdum kæranda er lúta að því að umbeðin gögn eigi erindi við almenning og varði hagsmuni kæranda sem sjóðsfélaga í Frjálsa lífeyrissjóðnum tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þagnarskylduákvæði laga um Seðlabanka Íslands og laga um fjármálafyrirtæki gera ekki ráð fyrir að slíkt mat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum sem falla að öðru leyti undir ákvæðin. Nægjanlegt er að upplýsingar varði hagi viðskiptamanna, sbr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, eða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis, sbr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, til að upplýsingaréttur almennings verði takmarkaður á grundvelli ákvæðanna umfram fyrirmæli upplýsingalaga, sjá t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 31. maí 2019 nr. 792/2019 og 8. júní 2020 nr. 904/2020. <br /> <br /> Varðandi röksemdir kæranda þess efnis að gjaldþrota félög njóti ekki verndar 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki, enda hafi félagið ekki lengur hagsmuni af bankaleyndinni, tekur úrskurðarnefndin fram að við túlkun þagnarskylduákvæðisins er ekki svigrúm fyrir slíkt hagsmunamat: Þannig breytir gjaldþrot félags ekki því að þagnarskylda ríkir um upplýsingarnar. Eins og kærandi bendir á getur hins vegar verið skylt samkvæmt ákvæðinu að veita upplýsingarnar „samkvæmt lögum.“ Úrskurðarnefndin hefur litið svo á að þessi áskilnaður, sem einnig var að finna í þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, eigi við um gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga verður þannig ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar frá 1. apríl 2014 nr. A-524/2014.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 3. júlí 2020, um að synja beiðni A um aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum í vörslu bankans er varða sátt Fjármálaeftirlitsins og Arion banka hf., dags. 14. nóvember 2019, sem tengist fjárfestingaferli Frjálsa lífeyrissjóðsins í United Silicon hf., er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigurveig Jónsdóttir<br /> <br /> |
965/2021. Úrskurður frá 22. janúar 2021. | Stúdentaráð Háskóla Íslands kærði afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að niðurstöðum könnunar um atvinnumál stúdenta. Úrskurðarnefndin taldi ekki unnt að leggja annað til grundvallar en að ráðuneytið hefði afhent kæranda umbeðin gögn. Þá tók nefndin fram að það félli utan við úrskurðarvald nefndarinnar að fjalla um ákvörðun ráðuneytisins að birta ekki niðurstöður könnunarinnar opinberlega að eigin frumkvæði. Að mati úrskurðarnefndarinnar lá því ekki fyrir kæranleg ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar. Var kærunni því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. janúar 2021 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 965/2021 í máli ÚNU 20090004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. september 2020, kærði Stúdentaráð Háskóla Íslands, afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni Stúdentaráðs um aðgang að niðurstöðum könnunar um atvinnumál stúdenta sem mennta- og menningarmálaráðuneytið lét framkvæma í samvinnu við Maskínu í lok maí 2020.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 12. júní 2020, upplýsti ráðuneytið kæranda um að niðurstöður könnunarinnar lægju fyrir og óskaði kærandi samdægurs eftir því að fá að kynna sér þær. Með tölvupósti, dags. 16. júní 2020, sendi ráðuneytið kæranda skýrslu um könnunina og áttu fulltrúar kæranda fund með starfsmanni ráðuneytisins um niðurstöður könnunarinnar 19. júní 2020. Í kæru kemur fram að starfsmaður ráðuneytisins hafi á fundinum tjáð fulltrúum kæranda að um trúnaðargögn væri að ræða þar sem ekki væri búið að kynna niðurstöðurnar opinberlega. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 7. júlí 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum hjá ráðuneytinu um hvenær ráðuneytið áformaði að birta opinberlega niðurstöður könnunarinnar. Samkvæmt kærunni og gögnum málsins var beiðni þess efnis ítrekuð á fundi stúdentaráðs með fulltrúum ráðuneytisins sem fram fór 9. júlí 2020 og með tölvupósti, dags. 21. júlí 2020.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 4. september 2020, var kæran kynnt mennta- og menningarmálaráðuneytinu og veittur frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 14. september 2020, er tekið fram að samkvæmt tölvupósti kæranda, dags. 21. júní 2020, til ráðuneytisins lúti beiðni kæranda að því að fá umræddar niðurstöður birtar. Í umsögninni kemur einnig fram að með tölvupósti, dags. 16. júní 2020, hafi ráðuneytið sent kæranda umbeðin gögn og þau því öllum aðgengileg þótt þau hafi ekki verið birt opinberlega á vefsíðu ráðuneytisins. Af þeim sökum telji ráðuneytið ljóst að beiðni kæranda sé ekki gagnabeiðni í skilningi upplýsingalaga heldur ósk um að ráðuneytið birti opinberlega umbeðin gögn. Að mati ráðuneytisins verði ekki séð að leyst verði úr beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga þar sem kærandi hafi þegar fengið aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. september 2020, var kæranda veitt færi á að koma á framfæri athugasemdum í tilefni af umsögn ráðuneytisins. Í athugasemdum kæranda sem bárust með bréfi, dags. 17. september 2020, kemur fram að samskipti kæranda við ráðuneytið hafi ætíð borið þess merki að umrædd gögn teldust trúnaðargögn sem kæranda væri óheimilt að miðla áfram. Þá kemur fram í athugasemdunum að afgreiðsla ráðuneytisins sé ófullnægjandi þar sem skýrslan sem afhent var gefi ekki rétta mynd af stöðu stúdenta á vinnumarkaði. <br /> <br /> Niðurstaða<br /> Í málinu er deilt um afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að niðurstöðum könnunar sem ráðuneytið fól Maskínu að framkvæma. <br /> <br /> Í málinu liggur fyrir að ráðuneytið afhenti kæranda umbeðin gögn með tölvupósti, 16. júní 2020. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í kæruna að hún lúti að því að kærandi hafi með einhverjum hætti verið beðinn um að gæta trúnaðar um niðurstöður könnunarinnar og telji af þeim sökum afgreiðslu ráðuneytisins ekki fullnægjandi. Þá beinist kæran jafnframt að því að ráðuneytið hafi ekki birt niðurstöður könnunarinnar á vefsíðu sinni. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. Af ákvæðum upplýsingalaga verður hins vegar ekki leidd skylda stjórnvalds til að verða við beiðni um að birta upplýsingar opinberlega umfram það sem leiðir af 13. gr. laganna þar sem fjallað er um birtingu upplýsinga að eigin frumkvæði. <br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir jafnframt að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Það fellur þannig utan við úrskurðarvald nefndarinnar að fjalla um ákvörðun ráðuneytisins um að birta ekki könnun að eigin frumkvæði á vefsvæði sínu. Eins og fram hefur komið var kæranda afhent skýrsla um niðurstöður könnunarinnar með tölvupósti, dags. 16. júní 2020. Í athugasemdum kæranda eru gerðar athugasemdir við efni gagnanna og þeirri afstöðu lýst að þau gefi ekki fullnægjandi mynd af stöðu atvinnumála stúdenta. Í ljósi þess sem fram kemur í umsögn ráðuneytisins og með hliðsjón af því hvernig gagnabeiðni kæranda var sett fram telur úrskurðarnefndin ekki unnt að leggja annað til grundvallar en að ráðuneytið hafi afhent kæranda umbeðin gögn. Að mati úrskurðarnefndarinnar liggur því ekki fyrir ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Þá skal tekið fram að í upplýsingalögum er ekki að finna heimild til að binda gögn trúnaði sem afhent eru á grundvelli þeirra nema annað leiði af ákvæðum sérlaga, t.d. sérstök ákvæði um þagnarskyldu. Stjórnvaldi er því almennt ekki heimilt að binda afhendingu gagna því skilyrði að viðtakandi gæti trúnaðar um efni þeirra og eru slík fyrirmæli almennt þýðingarlaus. Í umsögn ráðuneytisins kemur fram að umbeðin gögn hafi verið afhent auk þess sem fram kemur í tölvupósti, sem fylgdi umsögn ráðuneytisins, frá starfsmanni ráðuneytisins sem afgreiddi gagnabeiðnina að kæranda hafi verið frjálst að birta niðurstöður könnunarinnar. Úrskurðarnefndin telur því ekki unnt að leggja annað til grundvallar en að umbeðin gögn hafi verið afhent í samræmi við ákvæði upplýsingalaga eins og rakið er hér að framan. Þá er ekkert í þeim fyrirliggjandi gögnum sem bendir til þess að gerður hafi verið áskilnaður um trúnað við afhending gagnanna. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru Stúdentaráðs Háskóla Íslands, dags. 3. september 2020, vegna afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að niðurstöðum könnunar um atvinnumál stúdenta er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
959/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Kærð var synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að álitsgerðum nefnda um hæfni umsækjenda um þrjú embætti lögreglustjóra. Úrskurðarnefndin staðfesti að ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja beiðninni á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 959/2020 í máli ÚNU 20080018.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 26. ágúst 2020, kærði A synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með tölvubréfi til dómsmálaráðuneytisins, dags. 19. ágúst 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að skýrslum hæfnisnefnda sem mátu hæfni umsækjenda um embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Austurlandi sem dómsmálaráðherra skipaði nýlega. Í beiðninni kom fram að ef ráðuneytið teldi gögnin undanþegin upplýsingarétti myndi kæranda nægja að fá þau afhent með útstrikunum persónuupplýsinga og persónugreinanlegra upplýsinga. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 26. ágúst 2020 synjaði dómsmálaráðuneytið beiðni kæranda með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá var ekki fallist á að heimilt væri að veita aðgang að umbeðnum gögnum með útstrikunum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 27. ágúst 2020, var kæran kynnt dómsmálaráðuneytinu og því veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. <br /> <br /> Í umsögn dómsmálaráðuneytisins sem barst með bréfi, dags. 1. september 2020, kemur m.a. fram að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segi að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem falli undir lögin taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf. Það sé afstaða dómsmálaráðuneytisins, m.a. með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 755/2018 að skýrslur hæfnisnefnda af þeim toga sem beiðni kæranda lýtur að teljist undanþegnar upplýsingarétti almennings. Þá taldi ráðuneytið engar undantekningar vera þar á og synjaði því jafnframt að afhenda skýrslurnar eftir að búið væri að afmá persónuupplýsingar og persónugreinanlegar upplýsingar.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 10. september 2020 var kæranda veitt færi á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar ráðuneytisins. Athugasemdir kæranda bárust með tölvupósti, dags. 11. september 2020. Þar kemur fram að hann geti fallist á þá afstöðu ráðuneytisins að ekki sé tilefni til að veita fullan aðgang að umbeðnum gögnum en telji enn að hann eigi rétt á takmörkuðum aðgangi.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu reynir á rétt almennings til aðgangs að álitsgerð hæfnisnefnda sem mátu hæfni umsækjenda um embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Austurlandi sem dómsmálaráðherra skipaði nýlega.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir, að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem falli undir lögin taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. <br /> <br /> Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi því er varð að gildandi upplýsingalögum segir m.a. um 1. mgr. 7. gr.:<br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu [...] að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur [...].“<br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. laganna eru gerðar nokkrar undantekningar á framangreindri takmörkun á upplýsingarétti og m.a. kveðið á um að veita skuli upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn.<br /> <br /> Engum vafa er undirorpið að umræddar álitsgerðir sem unnar voru af hæfnisnefndum sem ráðherra skipaði í tengslum við undirbúning umræddra skipana og fengið var það hlutverk að meta hæfni umsækjenda falla undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, enda fela álitsgerðirnar í sér umsögn um umsækjendur. Teljast þær því undanþegnar upplýsingarétti almennings. Verður synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda því staðfest.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, dags. 26. ágúst 2020, um að synja kæranda, A, um aðgang að skýrslum hæfnisnefnda sem mátu hæfni umsækjenda um embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Austurlandi er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
958/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í tengslum við uppgjör bótakröfu í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að því hefði verið heimilt að synja um aðgang að umbeðnum gögnum þar sem þau fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að þrátt fyrir að ekki hafi komið til þess að leita þyrfti atbeina dómstóla við uppgjör bótakröfunnar yrði að leggja til grundvallar að umrædd samskipti hafi staðið í nægilegum tengslum við möguleika á höfðun dómsmáls. Var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 958/2020 í máli ÚNU 20060015.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. júní 2020, kærði A afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 2. júní 2020, óskaði kærandi eftir afritum af öllum fyrirliggjandi gögnum sem skráð væru í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins undir málsnúmerinu FJR19040044, í tengslum við uppgjör bótakröfu vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Þá var sérstaklega óskað eftir lista yfir þau gögn sem skráð væru undir framangreindu málsnúmeri. Kærandi ítrekaði beiðni sína með bréfi, dags. 10. júní 2020.<br /> <br /> Með bréfi ráðuneytisins, dags. 15. júní 2020, var beiðni kæranda synjað með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með tölvupósti, dags. 16. júní 2020, var beiðni kæranda um aðgang að lista yfir gögn sem skráð væru undir málsnúmerinu FJR19040044 einnig synjað.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að sá réttarágreiningur sem umbeðin gögn varði sé ekki lengur til staðar. Í ljósi þess að búið sé að leysa úr þeim ágreiningi sem var til staðar með undirritun samkomulags liggi ekki lengur fyrir nokkur réttarágreiningur og því ekki hægt að byggja synjun um afhendingu umbeðinna gagna á grundvelli 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Þá er bent á að ákvæði 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga geti ekki tekið til lista yfir gögn sem ráðuneytið hafi skráð um málið enda sé slíkur listi ekki „bréfaskipti við sérfróða aðila“ eins og lagagreinin tiltekur. Loks bendir kærandi á að um sé að ræða gögn sem varði 20 milljóna króna greiðslu úr ríkissjóði sem ekki hafi verið sérstaklega heimiluð í fjárlögum. Í ljósi sjónarmiða um gagnsæi við fjárútlát úr ríkissjóði beri að veita aðgang að öllum gögnum málsins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 1. júlí 2020, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og ráðuneytinu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Umsögn barst með bréfi, dags. 7. júlí 2020, ásamt umbeðnum gögnum. Í bréfinu kemur fram að synjun ráðuneytisins sé byggð á 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því ákvæði séu bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við mat á því hvort slíkt mál skuli höfðað, undanþegin upplýsingarétti. Þá hafi verið litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga annars vegar og hins vegar í 9. gr. laganna. Jafnframt hafi verið litið til þess sjónarmiðs sem rakið er í 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna þar sem fram kemur að stjórnvaldi sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. ákvæðisins.<br /> <br /> Að mati ráðuneytisins sé það óumdeilt að umrætt mál varði réttarágreining í skilningi 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga á milli Þingvallanefndar og tiltekins aðila. Þar sem um bótakröfu gagnvart ríkinu hafi verið að ræða hafi ríkislögmaður verið í fyrirsvari gagnvart gagnaðila, sbr. 1. málsl. 2. gr. laga um ríkislögmann nr. 51/1985 en samkvæmt því ákvæði fari ríkislögmaður með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði.<br /> <br /> <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem skráð eru undir tiltekið málsnúmer í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins og tengjast uppgjöri bótakröfu í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 8/2018 frá 9. apríl 2019 þar sem Þingvallanefnd var við ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum talin hafa brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Nánar tiltekið er um að ræða bréfasamskipti og tölvupósta sem sendir voru á milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og ríkislögmanns í tengslum við uppgjör bótakröfunnar og meðfylgjandi gögn, úrskurð kærunefndar jafnréttismála og yfirlit yfir gögn tiltekins máls í málaskrá ráðuneytisins. <br /> <br /> Synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um gögnin byggir á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:<br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Þá segir í athugasemdum við 4. gr. laga nr. 72/2019, um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012 sem færði 3. tölul. 6. gr. laganna í núverandi horf: <br /> <br /> „Í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera er útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þykir rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítreka skal að verði frumvarpið að lögum verður áfram gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og athugasemdir þar að lútandi í greinargerð benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns sagði enn fremur að nægilegt væri að beiðni stjórnvalds um álit sérfróðs aðila væri sett fram í tilefni af framkominni kröfu aðila máls um skaðabætur þar sem lagt er til grundvallar að leitað verði til dómstóla fallist stjórnvöld ekki á kröfuna. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður þannig ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. <br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga nr. 51/1985 fer ríkislögmaður með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Ríkislögmaður er því samkvæmt lögum sérfróður aðili sem sér um vörn eða sókn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem ráðuneytið synjaði um afhendingu á á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða nokkurt magn samskipta, tölvupósta og annarra skjala sem sent var á milli ríkislögmanns og fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Þingvallanefndar. Á meðal gagnanna sem send voru úrskurðarnefnd um upplýsingamál er úrskurður kærunefndar jafnréttismála, sem þegar hefur verið birtur opinberlega. Önnur gögn bera það öll með sér að tengjast uppgjöri bótakröfu í tengslum við úrskurð kærunefndar jafnréttismála sem sett var fram af hálfu lögmanns aðila þess máls. Samkvæmt gögnum málsins var ríkislögmanni falið að annast uppgjör bótakröfunnar fyrir hönd Þingvallanefndar en í því fólst að kanna hvort grundvöllur væri fyrir sátt utan réttar með því að leitast eftir samkomulagi við aðila máls eftir atvikum áður en tekin yrði afstaða til þess hvort farið yrði fram á frestun réttaráhrifa úrskurðar kærunefndar með vísan til 31. gr. laga nr. 10/2008 og mál höfðað í kjölfarið. Samkvæmt gögnum málsins aflaði ríkislögmaður umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tengslum við framangreinda vinnu og lúta umrædd samskipti að því. <br /> <br /> Þrátt fyrir að ekki hafi komið til þess að leita þyrfti atbeina dómstóla við uppgjör bótakröfu í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að umrædd samskipti hafi staðið í nægilegum tengslum við möguleika á höfðun dómsmáls. Úrskurðarnefndin telur því samkvæmt framangreindu ekki leika vafa á því að heimilt sé að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu verður að staðfesta ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja kæranda aðgangi að umbeðnum umræddum gögnum. Eðli málsins samkvæmt á hið sama við um synjun ráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að lista yfir gögn sem vistuð er í málaskrá undir málsnúmerinu FJR19040004. <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 15. júní 2020, um að synja kæranda, A, um aðgang að gögnum sem skráð eru í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins undir málsnúmerinu FJR19040044, í tengslum við uppgjör bótakröfu vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála og lista yfir þau gögn sem skráð eru undir framangreindu málsnúmeri er staðfest. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
957/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Kærð var synjun Þjóðskrár Íslands á beiðni um lista yfir þá einstaklinga sem væru skráðir í tiltekið trúfélag og lista yfir einstaklinga sem látist hefðu síðastliðin tvö ár og hefðu verið skráðir í söfnuðinn á dánardegi. Í svari Þjóðskrár Íslands kom fram að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og þyrfti stofnunin að framkvæma sérvinnslu úr skrám til þess að verða við upplýsingabeiðninni. Úrskurðarnefndin taldi ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Þjóðskrár. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 957/2020 í máli ÚNU 20100004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með símtali til Þjóðskrár Íslands þann 10. september 2020 óskaði A, f.h. trúfélags, eftir lista yfir þá einstaklinga sem væru skráðir í trúfélagið og lista yfir einstaklinga sem látist hefðu síðastliðin tvö ár og hefðu verið skráðir í söfnuðinn á dánardegi. Tilgangurinn væri að minnast hinna látnu í messu. <br /> <br /> Samdægurs sendi Þjóðskrá kæranda tölvupóst þar sem honum var leiðbeint um hvernig hægt væri að sækja um vinnslu lista yfir þá einstaklinga sem skráðir væru í söfnuðinn. Þá var tekið fram að samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 816/2019 væri Þjóðskrá ekki skylt að afhenda lista yfir látna trúfélagsmeðlimi á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 og yrði slíkt ekki gert. Kærandi óskaði þá eftir upplýsingum um hvert hann gæti leitað til þess að fá ákvörðunina endurskoðaða. Í svari Þjóðskrár var bent á kæruleið til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með vísan í 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Með erindi, dags. 28. september 2020, kærði kærandi afgreiðslu Þjóðskrár Íslands til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins, dags. 2. október 2020, segir að ráðuneytið líti svo á að erindi kæranda til Þjóðskrár feli í sér beiðni um afhendingu gagna og feli synjun Þjóðskrár ekki í sér stjórnvaldsákvörðun í skilningi 1. gr. stjórnsýslulaga sem kæranleg sé til ráðuneytisins á grundvelli kæruheimildar 26. gr. laganna. Um afhendingu gagnanna fari eftir upplýsingalögum og er kæranda bent á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið framsendi ráðuneytið kæruna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi óski eftir lista yfir látna safnaðarmeðlimi trúfélagsins til þess að gerlegt sé að minnast þeirra á allraheilagramessu. Þjóðskrá hafi hins vegar synjað honum um slíkan lista og eingöngu sé hægt að fá lista yfir lifandi meðlimi safnaðarins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Þjóðskrá Íslands með bréfi, dags. 6. október 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár, dags. 27. október 2020, segir að eitt af hlutverkum stofnunarinnar sé að skrá hvert gjöld til skráðra trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga skuli renna, sbr. 16. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um skráningu einstaklinga nr. 140/2019, sbr. einnig lög um sóknargjöld nr. 91/1987 og lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög nr. 108/1999. <br /> <br /> Beiðni kæranda snúist um gögn sem séu ekki fyrirliggjandi hjá Þjóðskrá Ísland. Svo hægt væri að verða við beiðninni þyrfti að framkvæma sérvinnslu úr skrám Þjóðskrár. Ekki sé skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. Það að kalla fram upplýsingar úr gagnagrunnum og vinna tiltekin gögn úr þeim geti ekki talist til fyrirliggjandi gagna. Ferill Þjóðskrár vegna skráningar andláts einstaklings sé á þann veg að dánarvottorð læknis sé afhent sýslumannsembætti í því umdæmi þar sem hinn látni hafi átt lögheimili. Starfsmaður sýslumanns skrái í kerfi jóðskrár, sem hann hafi aðgang að, kennitölu og dánardag hins látna og sendi frumritið með bréfpósti. Þegar frumrit dánarvottorðs berist ljúki starfsmaður Þjóðskrár við skráninguna. Í dánarvottorði þurfi að fylla út eftirfarandi upplýsingar: Nafn hins látna, kennitölu, lögheimili við andlát, kyn, ríkisfang, atvinnu og hjúskaparstöðu. Dánarvottorð sé svo undirritað af lækni. Þegar starfsmaður Þjóðskrár sé búinn að fara yfir skráninguna og staðfesti skráningu fari einstaklingurinn af þjóðskrá og á skrá sem kölluð sé horfinnaskrá. Að lokum sé frumrit dánarvottorðs sent til Landlæknisembættisins. <br /> <br /> Í beiðni kæranda sé óskað eftir lista látinna einstaklinga sem látist hafi á tilteknu tímabili og hafi verið skráðir í söfnuðinn þegar þeir létust. Þjóðskrá sé skylt að skrá og halda upplýsingar um trúfélagsaðild einstaklinga en þegar einstaklingur láti lífið fari persónuupplýsingar um hann hins vegar úr þjóðskrá í aðra skrá, horfinnaskrá. Umbeðnar upplýsingar séu því ekki fyrirliggjandi heldur þurfi að framkvæma vinnslu út úr kerfi þjóðskrár þar sem upplýsingarnar séu kallaðar fram og unnar. Að lokum er vísað í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem kveðinn var upp 10. september 2019 nr. 816/2019.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Þjóðskrár Íslands á beiðni kæranda um lista yfir þá einstaklinga sem skráðir voru í trúfélagið við andlát undanfarin tvö ár. Þjóðskrá Íslands heldur því fram að listinn sé ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 1. mgr. 5. gr., laganna, heldur þurfi að vinna hann sérstaklega úr gagnagrunni stofnunarinnar.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin sé því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár Íslands, dags. 27. október 2020, segir að upplýsingar um látna einstaklinga sé ekki að finna í þjóðskrá heldur í horfinnaskrá en að í dánarvottorði og horfinnaskrá séu ekki skráðar upplýsingar um trúfélagsaðild. Þannig þyrfti sérstaka vinnslu til þess að taka saman umbeðinn lista. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar Þjóðskrár.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að skera úr um heimild eða skyldu Þjóðskrár Íslands til þess að taka saman upplýsingar úr fyrirliggjandi gögnum. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A f.h. trúfélagsins, dags. 2. október 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
955/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um útboðsferli, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs vegna raforkukaupa. Í svari félagsins til kæranda var vísað til þess hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna. Að mati úrskurðarnefndarinnar var ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 955/2020 í máli ÚNU 20080023. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 25. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf., dags. 19. ágúst 2020, á beiðni um upplýsingar um útboðsferli, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs vegna raforkukaupa. Í svari Herjólfs er vísað til þess að í fundargerð 33. fundar félagsins frá 7. janúar 2020, þar sem endanleg afgreiðsla á töku tilboðs hafi verið afgreidd, komi m.a. fram að Ríkiskaup hafi annast útboðsferlið. Tvö tilboð hafi borist og hafi það verið ákvörðun stjórnar að taka tilboði frá lægstbjóðanda. Í kæru er vísað til þess að í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 920/2020, sé það haft eftir Herjólfi að það sé sjálfsagt að upplýsa um útboðsferlið, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs. Kærandi vilji að kveðið verði á um það í úrskurði að Herjólfur standi við þau orð sín. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um útboðsferli, ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs vegna raforkukaupa. Í svari Herjólfs til kæranda er vísað til þess að umbeðnar upplýsingar sé að finna í fundargerð 33. fundar félagsins frá 7. janúar 2020. Þá er kærandi upplýstur um að tvö tilboð hafi borist og hafi það verið ákvörðun stjórnar að taka tilboði frá lægstbjóðanda. Með vísan til framangreinds og fyrri samskipta Herjólfs og kæranda telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál Herjólf hafa svarað kæranda með fullnægjandi hætti og vísað kæranda á hvar umbeðnar upplýsingar er að finna. Þá er kæranda bent á að af upplýsingalögum verður ekki leidd skylda þeirra sem undir lögin falla til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn. Þar sem ekki liggur fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga verður kærunni vísað frá nefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 25. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
956/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Í málinu var deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015. Sveitarfélagið sagði slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, auk þess sem upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna væru undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. laganna. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var sú að kæranda hefði ekki verið synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og var kærunni því vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 956/2020 í máli ÚNU 20090009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 7. september 2020, kærði A afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um upplýsingar um starfsmannaveltu hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Með erindi, dags. 8. júlí 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015 til þess dags sem beiðnin var sett fram. Í svari Garðabæjar, dags. 10. júlí 2020, segir að skráning á starfsmannaveltu hjá stofnunum Garðabæjar fari ekki fram með formlegum eða reglubundnum hætti. Umbeðnar upplýsingar séu því ekki fyrirliggjandi og því ekki hægt að verða við beiðninni. Þá verði ekki séð að beiðnin varði tiltekið mál eða tilgreini með nægjanlega skýrum hætti af hvað tilefni hún sé lögð fram. Einnig er tekið fram að það krefjist töluverðrar fyrirhafnar og mikillar vinnu að útbúa gögn með umbeðnum upplýsingum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 4. september 2020, skýrði kærandi tilefni upplýsingabeiðninnar. Málið varðaði störf tiltekins starfsmanns vegna eineltismáls í grunnskólanum en kærandi hefði komið munnlegri kvörtun vegna umrædds starfsmanns á framfæri við bæjarstjóra. Þá væri skrifleg kvörtun í undirbúningi ásamt könnun á réttarstöðu fjölskyldu kæranda gagnvart skólanum og skólayfirvöldum í Garðabæ. Umbeðin gögn væru kæranda mikilvæg varðandi vinnslu málsins. Í svari Garðabæjar, dags. 7. september 2020, er ítrekað að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi og að það krefðist bæði töluverðrar fyrirhafnar og mikillar vinnu að útbúa gögn með umbeðnum upplýsingum. Garðabæ sé ekki skylt að útbúa umbeðin gögn, með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, og beiðninni sé því hafnað. Þá er vakin athygli á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í kæru eru hagsmunir kæranda af afhendingu upplýsinganna rökstuddir. Mikilvægt sé að fá umræddar upplýsingar til að varpa ljósi á málavexti máls sem varði kæranda persónulega. Þá telji kærandi að upplýsingar um starfsmannaveltu ættu að vera aðgengilegar enda mikilvægt mælitæki til að mæla ánægju starfsmanna með yfirmenn sína.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Garðabæ með bréfi, dags. 9. september 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. <br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 24. september 2020, segir að rétturinn til aðgangs að upplýsingum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nái til fyrirliggjandi gagna, þ.e. gagna sem liggi fyrir hjá þeim sem fái beiðni um aðgang til afgreiðslu, þegar beiðnin sé sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Gögn eða upplýsingar um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015 liggi ekki fyrir hjá Garðabæ og séu í reynd ekki til, því hafi ekki verið unnt að fallast á beiðni kæranda. <br /> <br /> Til viðbótar við framangreint telji Garðabær rétt að taka það fram að litið sé svo á að sértæk gögn er varði einstakar breytingar á starfsmannahaldi sveitarfélagsins á framangreindum sviðum og kunni að liggja fyrir hjá sveitarfélaginu, séu undanskilin á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga þar sem um sé að ræða upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laganna nái réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna ekki til gagna í málum sem varði m.a. framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í greinargerð með frumvarpi að upplýsingalögum segi um 1. mgr. 7. gr. að til mála er varði starfssambandið teljist m.a. mál er lúti að starfslokum. Garðabær telji þannig ljóst að sértækar upplýsingar um starfsmannaveltu varði starfssambandið og framgang tiltekinna einstaklinga í starfi og séu slík gögn því undanskilin upplýsingarétti. Enn fremur séu í 2., 3. og 4. mgr. 7. gr. laganna skýrt afmarkaðar undanþágur frá meginreglu 1. mgr. og gefi orðalag ákvæðanna til kynna að um tæmandi talningu sé að ræða. Þar sem umbeðnar upplýsingar falli ekki undir neinn undanþáguliða 2., 3. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga telji Garðabær ljóst að slík gögn séu einnig undanskilin upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laganna. Að lokum er áréttað að umræddar upplýsingar liggi ekki fyrir og séu í reynd ekki til hjá Garðabæ, og falli þannig ekki undir 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn Garðabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. september 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 25. september 2020, segir að það komi á óvart að sveitarfélagið haldi því fram að umrædd gögn liggi ekki fyrir þegar slík gögn hafi ítrekað verið birt opinberlega. Vísað er í upplýsingar um starfsmannaveltu í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ sem birtar voru í úttekt á starfsemi skólans sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið árið 2013. Þá er vísað í upplýsingar um starfsfólk í starfsáætlun Garðaskóla 2014-2015 og lokaskýrslu vegna þróunarverkefnis Álftanes- og Flataskóla um foreldrafræðslu og lestrarnám frá 2017 þar sem fram kemur að töluverð starfsmannavelta sé á milli ára. Þar sem þessi gögn séu opinber telji kærandi að 5. og 7. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í málinu. Þá birti fjölmargar stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög slík gögn opinberlega. Kærandi vísar t.d. í upplýsingar frá Orkuveitu Reykjavíkur, Landspítala og ÁTVR. Í stefnu fjármála- og stjórnsýslusviðs Kópavogsbæjar sé starfsmannavelta skilgreind sem árangursmælikvarði. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Garðabæjar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar frá árinu 2015. Sveitarfélagið segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, auk þess sem upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna séu undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. laganna. <br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019, 884/2020 og 919/2020.<br /> <br /> Líkt og fram kemur í umsögn Garðabæjar, dags. 24. september 2020, tók sveitarfélagið einnig afstöðu til þess hvort kærandi kynni að eiga rétt til aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna og var niðurstaða sveitarfélagsins sú að slíkar upplýsingar myndu teljast undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og atvikum máls þessa er háttað hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Garðabæjar að samanteknar upplýsingar um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar séu ekki fyrirliggjandi og að sveitarfélaginu sé ekki skylt að taka upplýsingarnar saman að beiðni kæranda. <br /> <br /> Hvað varðar gögn sem unnt væri að vinna umbeðnar upplýsingar upp úr, tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar fjallað um upplýsingar um málefni starfsmanna. Samkvæmt ákvæðinu er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta fallið þar undir gögn sem varða ráðningu einstakra starfsmanna og um starfslok þeirra. Því er fallist á það með Garðabæ að sveitarfélaginu sé ekki unnt að veita kæranda aðgang að gögnum sem varpað geta ljósi á þær upplýsingar sem hann óskar eftir. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 7. september 2020, á afgreiðslu Garðabæjar á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um um starfsmannaveltu hjá grunnskólum Garðabæjar og fræðslu- og menningarsviði Garðabæjar, dags. 8. júlí 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
954/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Deilt var um ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni fjölmiðils um aðgang að upplýsingum í greinargerðum bankans í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins gegn bankanum. Seðlabankinn hafði afhent greinargerðirnar en afmáð úr þeim upplýsingar með vísan til 1. mgr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019 og 15. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 87/1992 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Seðlabanka Íslands að upplýsingarnar vörðuðu viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019. Var því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun bankans. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 954/2020 í máli ÚNU 20080016.</p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 28. ágúst 2020, kærði A, blaðamaður hjá Kjarnanum, ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum í greinargerð lögmanns bankans í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins, gegn Seðlabankanum. <br /> <br /> Kærandi óskaði meðal annars eftir aðgangi að greinagerðunum með tölvupósti, dags. 13. júlí 2020. Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 11. ágúst 2020. Í svarbréfinu segir að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum bankans á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands. Hið sama gildi efnislega varðandi gjaldeyrismál, sbr. 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Að mati Seðlabanka Íslands ríki þagnarskylda um hluta umbeðinna gagna en ekki gögnin í heild sinni. Hvað varði beiðni um afhendingu umbeðinna greinargerða hafi bankinn yfirfarið gögnin og strikað yfir þær upplýsingar sem þagnarskylda ríki um á grundvelli 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Í kæru er farið fram á aðgang að greinargerðunum án útstrikana. Fram kemur að strikað hafi verið yfir upplýsingar um efnisatriði rannsóknar Seðlabanka Íslands á hendur Samherja. Lögfræðingar Seðlabanka Íslands haldi því fram í svarbréfi við beiðninni að útstrikanirnar séu nauðsynlegar þar sem þagnarskylda ríki um þessi atriði á grundvelli laga um gjaldeyrismál og á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um aðgang að gögnunum á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Augljóst sé að það séu almannahagsmunir að fjölmiðlar og almenningur allur fái upplýsingar um það þegar fyrirtæki stefni opinberum aðila til greiðslu bóta. Seðlabanki Íslands sé samkvæmt lögum um hann stofnun í eigu ríkisins. Ríkissjóður beri ábyrgð á öllum skuldbindingum Seðlabankans. Stefndi sé því íslenska ríkið, og þar af leiðandi almenningur. Þar sem um bótamál sé að ræða, þar sem fyrirtæki krefur íslenska skattgreiðendur um 316 milljónir króna úr sameiginlegum sjóðum, og forstjóri þess fyrirtækis krefji íslenska skattgreiðendur um 6,5 milljónir króna til viðbótar, þá geti vart staðist að takmarka upplýsingarétt vegna einkahagsmuna, líkt og 9. gr. upplýsingalaga heimili. Réttur þeirra sem stefna til að halda upplýsingum leyndum sem þeir telja einka- og fjárhagsmálefni sín geti ekki talist æðri rétti almennings til að vita hvað sé undir í málinu. Þegar þeir ákveði að stefna vegna meints óréttlætis sem viðkomandi telur sig hafa verið beittan þá geti það mál ekki hvílt á leynd um efnisatriði þess, sérstaklega þegar farið er fram á að almenningur greiði háar skaða- og miskabætur.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með bréfi, dags. 25. ágúst 2020, og bankanum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Seðlabanka Íslands, dags. 14. september 2020, segir m.a. að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum Seðlabanka Íslands um allt það sem varði hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga <br /> nr. 92/2019. Upplýsingar þær sem kærandi óski eftir séu þess eðlis að þær varði málefni bankans sjálfs og teljist því ekki til opinberra upplýsinga. Þá sé það jafnframt mat bankans að umbeðnar upplýsingar skuli fara leynt samkvæmt eðli máls. Slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu nema annað hvort úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi.<br /> <br /> Seðlabankinn vísar einnig til þess að samkvæmt 15. gr. laga nr. 87/1992 séu þeir sem annist framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum nr. 92/2019. Vísað er til þess að í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 140/2012 sé kveðið á um það að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði megi hins vegar ætla að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að almenningi verði veittur aðgangur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 140/2012 sé fjallað um sérstök þagnarskylduákvæði og muninn á þeim og almennum þagnarskylduákvæðum. Þar komi m.a. fram að um sérstök þagnarskylduákvæði sé að ræða þegar þagnarskylda eigi að ríkja um einstaklingsbundnar upplýsingar, einkamálefni, persónuleg málefni eða upplýsingar um hagi einstaklinga eða fyrirtækja. Í sérstökum þagnarskylduákvæðum séu þær upplýsingar sem þagnarskylda skal ríkja um þannig sérgreindar andstætt því sem gildi um almenn þagnarskylduákvæði. Í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 segi að þagnarskylda skuli ríkja um annars vegar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og hins vegar málefni bankans sjálfs, en með þessum hætti séu þær upplýsingar sem þagnarskylda skal ríkja um samkvæmt lögunum sérgreindar. Úrskurðarnefndin hafi byggt á því að í forvera 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, þ.e. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, hafi falist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. nánar úrskurði í málum nr. A-324/2009 frá 22. desember 2009, nr. A-423/2012 frá 18. júní 2012 og einnig máli nr. 582/2015 frá 15. maí 2015 Þá hafi það jafnframt verið staðfest í dómi Hæstaréttar í máli nr. 329/2014 frá 3. júní 2014 að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 hafi falist sérstakt þagnarskylduákvæði en ekki almennt.<br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að í athugasemdum með 40. gr. í frumvarpi, sem varð að lögum nr. 92/2019, en ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Seðlabanka Íslands hafi síðar verið fært í 41. gr., segi að áhersla sé lögð á mikilvægi þess að sérstök þagnarskylda gildi að meginstefnu áfram um upplýsingar af því tagi sem ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 tryggði áður að leynd ríkti um. Samkvæmt öllu ofangreindu sé annars vegar ljóst að í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig 15. gr. laga nr. 87/1992, felist sérstakt þagnarskylduákvæði en ekki almennt og hins vegar að það gangi framar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. laga nr. 140/2012. Þá sé ljóst að umbeðnar upplýsingar séu upplýsingar um málefni bankans sjálfs og falli því samkvæmt orðanna hljóðan undir þagnarskyldu skv. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019.<br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að ef úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að Seðlabanki Íslands hafi ranglega synjað kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli hins sérstaka þagnarskylduákvæðis í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, sbr. einnig 15. gr. laga nr. 87/1992, bendi bankinn á að samkvæmt 9. gr. laga nr. 140/2012 sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Þá segi einnig í ákvæðinu að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í þessu felist takmörkun á upplýsingarétti almennings, sbr. nánar orðalag í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Óhugsandi sé að líta öðruvísi á en svo, að þær upplýsingar sem um ræði varði meira eða minna einka- og fjárhagsmálefni bæði einstaklinga og lögaðila, sem sanngjarnt og eðlilegt sé að trúnaður skuli ríkja um.<br /> <br /> Seðlabankinn vísar til ummæla sem koma fram í kæru um að almannahagsmunir standi til þess að fjölmiðlar og almenningur fái upplýsingar um það þegar fyrirtæki stefni opinberum aðilum til bóta. Um það sé að segja að kærandi hafi þegar fengið aðgang að upplýsingum um málshöfðun Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum þótt vissulega hafi verið strikað yfir ákveðnar upplýsingar með vísan til þagnarskyldu, sbr. ofangreint. Það sé því ekki svo að kærandi hafi engar upplýsingar fengið um málið. Þá séu þinghöld í einkamálum háð í heyranda hljóði samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamál og því aðgengileg almenningi. Að lokum sé rétt að nefna að niðurstöður dómstóla séu vitanlega birtar opinberlega og aðgengilegar öllum. Seðlabanki Íslands hafni því hins vegar alfarið að það sé hagur almennings að fjölmiðlamenn, og kærandi þar með talinn, fái aðgang að málatilbúnaði einstaklinga eða lögaðila gegn íslenska ríkinu eða stofnunum þess. Röksemdir og sjónarmið kæranda hvað þetta varði geti aldrei talist efnisrök fyrir aðgangi að umbeðnum upplýsingum. Í ófáum tilvikum þar sem íslenska ríkinu, eða stofnunum þess, sé stefnt til greiðslu hárra skaðabóta sé um að tefla viðkvæm einkamálefni viðkomandi einstaklinga. Meintir almannahagsmunir, með vísan til þess að krafist sé hárra greiðslna úr sameiginlegum sjóðum, eins og það sé orðað í kæru, geti ekki vikið til hliðar skýrum lagaákvæðum um þagnarskyldu. Upplýsingar um það hvernig einkaaðilar leggi upp málsókn eða vörn séu að mati bankans þess eðlis og efnis að um þær ríki trúnaður. Vegna þessa bendi Seðlabanki Íslands á að bankanum beri að fara að lögum. Brot gegn 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 og 15. gr. laga nr. 87/1992 geti varðað refsingu með sektum eða fangelsi. Með þetta í huga sé ljóst að bankinn þurfi að stíga afar varlega til jarðar þegar óskað sé eftir aðgangi að upplýsingum sem teljist til trúnaðargagna. Þar sem mat bankans sé á þá leið að umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu sé honum skylt að synja kæranda (og öðrum) um aðgang að þeim.<br /> <br /> Enn fremur kemur fram í umsögninni að það væri ekki í anda 5. mgr. 2. gr. laga nr. 140/2012, sbr. 14. gr. laga nr. 91/1991 og reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018 um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum, þótt umrædd ákvæði eigi vissulega ekki við um Seðlabanka Íslands, að aðgangur að gögnum eins og þeim sem deilt sé um í fyrirliggjandi máli, með einkamálefnum einstaklinga og lögaðila, sé óheftur eingöngu vegna þess að annar málsaðila sé opinber aðili og falli þar með undir gildissvið laga nr. 140/2012. Krafa kæranda gangi í raun út á það grundvallaratriði.<br /> <br /> Í lokin telur Seðlabanki Íslands rétt að leiðrétta fullyrðingar kæranda í kærunni um að stefndi í fyrirliggjandi dómsmálum sé íslenska ríkið, og þar af leiðandi almenningur. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 92/2019 sé Seðlabanki Íslands sjálfstæð stofnun. Þar með sé ljóst að hvorki íslenska ríkið né almenningur sé stefndi í fyrirliggjandi málum.<br /> <br /> Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. september 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Með bréfi, dags. 18. september 2020, sagði kærandi ekki tilefni vera til athugasemda. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í greinargerð Seðlabanka Íslands í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins, gegn bankanum, án útstrikana. Í málinu krefjast stefnandi Samherji hf. og stefnandi forstjór fyrirtækisins, skaða- og miskabóta sem byggir á því að stefndi, Seðlabanki Íslands, hafi með rannsókn og stjórnvaldsákvörðunum í máli stefnanda valdið honum fjárhagslegu tjóni og miska.<br /> <br /> Seðlabanki Íslands afhenti kæranda hluta greinargerðanna en afmáði hluta af texta þeirra. Ákvörðun bankans um að afmá hluta upplýsinganna er einkum byggð á því að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að þeim þar sem þær verði felldar undir sérstök þagnarskylduákvæði 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019 og 15. gr. laga nr. 87/1992. Upplýsingarnar varði málefni bankans sjálfs í skilningi ákvæðisins en auk þess sé það mat bankans að upplýsingarnar skuli fara leynt samkvæmt eðli máls. Þá byggir ákvörðunin á því að upplýsingarnar falli undir undantekningarreglu 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hefði falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan samkvæmt ákvæðinu sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fái vitneskju um í starfi og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls.<br /> <br /> Í núgildandi 1. mgr. 41. gr. laga Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sem er efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laganna, segir:<br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 4. mgr. 41. gr. laganna segir:<br /> <br /> „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að eiga upplýsingaskipti við opinbera aðila um atriði sem lög þessi taka til þegar upplýsingaskiptin eru í samræmi við lögmælt hlutverk Seðlabankans eða móttakanda. Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu á sama hátt og þar greinir.“<br /> <br /> Þá er í 3. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 kveðið á um að ef ráðherra eru afhentar upplýsingar á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins, sem almennar eða sérstakar þagnarskyldureglur taka til, þá verði hann og ráðuneyti hans bundin þagnarskyldu með sama hætti og í þeim reglum greini.<br /> <br /> Samkvæmt 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992 eru þeir sem annast framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.<br /> <br /> Beiðni kæranda var synjað með bréfi, dags. 11. ágúst 2020 og beinist endurskoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál að því hvort ákvörðun stofnunarinnar hafi verið lögum samkvæmt þegar hún var tekin. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið upplýsingarnar sem afmáðar voru úr greinargerðum stefnda Seðlabanka Íslands í dómsmálum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins gegn Seðlabanka Íslands. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem afmáðar voru úr greinargerðum bankans varði allar viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, enda lúta þær að viðskiptaháttum stefnenda og grun Seðlabanka Íslands um meint lögbrot þeirra. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál var því Seðlabanka Íslands skylt að afmá upplýsingarnar úr greinargerðunum á grundvelli 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, sbr. 1. mgr. 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að það breytir ekki framangreindri niðurstöðu þótt fyrir liggi að einhverjar af upplýsingunum hafi, eftir að ákvörðun Seðlabanka Íslands var tekin, verið gerðar opinberar með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. október 2020 í máli nr. E-3903/2019 og máli nr. E-3902/2019. <br /> <br /> Þótt fallist sé á það með kæranda að hann gegni sem fjölmiðill mikilvægu hlutverki til að veita stjórnvöldum aðhald, og þurfi þar af leiðandi að eiga ríka möguleika til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 1. gr. upplýsingalaga, er ekki unnt að líta framhjá því að umbeðnar upplýsingar eru undirorpnar sérstökum þagnarskylduákvæðum sem takmarka upplýsingarétt almennings umfram fyrirmæli upplýsingalaga, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun um synjun beiðni kæranda um aðgang að þeim.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 11. ágúst 2020, um synjun beiðni A um aðgang að upplýsingum í greinargerð bankans í málum Samherja hf. og forstjóra fyrirtækisins, gegn Seðlabankanum. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> <br /> |
953/2020. Úrskurður frá 30. nóvember 2020 | Deilt var um ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ eins og hann stendur hverju sinni. Úrskurðarnefndin taldi verða að líta svo á að umbeðin gögn hafi ekki verið fyrirliggjandi í ráðuneytinu þegar beiðni kæranda barst því þar sem opnir undirskriftarlistar séu varðveittir hjá utanaðkomandi einkaaðila. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 953/2020 í máli ÚNU 20080015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 25. ágúst 2020, kærði A ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni um aðgang að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ eins og hann stendur hverju sinni.<br /> <br /> Í beiðni kæranda, dags. 9. júlí 2020, kemur fram að kæranda hafi borist fjölmargar ábendingar frá fólki sem telji sig hafa skráð sig á undirskriftalistann en við nánari athugun hafi nafn þess ekki verið á listanum. Mikilvægt sé að forsvarsmenn undirskriftalista geti fylgst með því hverjir hafi skráð sig á hann á meðan söfnuninni stendur. Fyrri svör um að það sé ekki hægt telji kærandi ófullnægjandi. Kærandi telji sig aðila máls og óski þar með eftir aðgangi að listanum eins og hann standi hverju sinni skv. 15. gr. stjórnsýslulaga og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 15. júlí 2020, er beiðnin afgreidd á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Að mati ráðuneytisins teljast gögnin vinnslugögn þann tíma sem listinn er opinn til undirskriftar og teljist þar af leiðandi ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga fyrr en að undirskriftartíma loknum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 7. ágúst 2020, óskaði kærandi eftir frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni með skýrum tilvísunum í lagastoð. Í erindinu kemur m.a. fram að fólk sem hafi talið sig vera skráð á umræddan undirskriftalista hafi óskað eftir því við kæranda, sem ábyrgðamann listans, að kærandi staðfesti við það hvort nafn þess væri á listanum eða ekki. Við þessu hafi kærandi ekki getað orðið en þar með geti kærandi ekki risið undir þeirri ábyrgð sem ábyrgðamaður. Þá nefnir kærandi að vilji hafi staðið til að gera breytingar á listanum til að auðvelda aðgengi fólks að honum, t.d. með því að bæta við enskri útgáfu að textanum, en ekki allir kjósendur þessa lands eigi íslensku sem fyrsta tungumál. Fyrir einhverjar sakir hafi Þjóðskrá ekki orðið við þessari beiðni. Einnig hafi staðið vilji til að kanna hvort hægt væri að lengja eða stytta tímabilið sem listinn er aðgengilegur en ekki hafi fengist heimild til þess. Þá sé það óskiljanlegt með öllu hvers vegna listinn sé ekki í heild sinni á síðunni í stað þess að sýna einungis síðustu 10 nöfnin sem hafi skráð sig hverju sinni. Ef listinn væri allur aðgengilegur gæti fólk flett sér sjálft upp. Þessar hindranir Þjóðskrár komi í veg fyrir að listinn verði aðgengilegur eins mörgum kjósendum og framast er unnt og séu því í eðli sínu að vinna gegn því að fólk geti látið lýðræðislegan vilja sinn í ljós í gegnum þessa leið sem opinber yfirvöld bjóði upp á.<br /> <br /> Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 12. ágúst 2020, er í upphafi fjallað um stöðu ábyrgðarmanna undirskriftalista á vefnum Ísland.is. Varðandi rétt kæranda til aðgangs að listanum kemur fram að eins og tæknilegri útfærslu hátti sé ekki mögulegt að hafa listann aðgengilegan í heild sinni á heimasíðu Ísland.is. Það sé hins vegar góð ábending og verði hún tekin til skoðunar við frekari þróun á þessum lausnum. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga sé skylt, ef þess er óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Í báðum tilvikum sé því gerð sú krafa að umrædd gögn séu fyrirliggjandi, þ.e. óháð stöðu aðila. Tæknileg útfærsla undirskriftalista sem stofnaðir eru á Ísland.is bjóði ekki upp á að listinn sé birtur eða afhentur fyrr en að undirskriftartíma loknum. Á meðan listinn sé opinn fyrir almenning til undirskriftar verði til vinnsluskrá í gagnagrunni. Listinn verði ráðuneytinu ekki tiltækur fyrr en að undirskriftartíma loknum og í kjölfarið sé stofnanda listans veittur aðgangur að honum. Beiðni kæranda sé því hafnað.<br /> <br /> Í kæru vísar kærandi til beiðni sinnar og óskar eftir frekari rökstuðningi. Vakin er athygli á því að Þjóðskrá virðist hafa tekið einhliða ákvörðun um að fella út lögheimili sem birtust á vefsíðu stofnunarinnar með undirskriftum kjósenda. Sýni þetta að stofnunin leyfi sér breytingar á því hvernig listinn birtist án samráðs við kæranda sem ábyrgðarmann. Þá hafi borist fjölmargar kvartanir frá einstaklingum sem hafi skráð sig á listann en séu svo ekki skráðir þegar þeir skrái sig aftur inn með rafrænum skilríkjum til að ganga úr skugga um það.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 28. ágúst 2020, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og gefinn kostur á að koma á framfæri frekari rökstuðningi og afriti af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Rökstuðningur ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 7. september 2020. Þar kemur m.a. fram að undirskriftalistinn sé opinn fyrir undirskriftir til 19. október 2020. Gögn í undirskriftalistum sem enn séu í vinnslu séu einungis vistuð í öruggum kerfislegum gagnagrunni og ekki aðgengileg starfsfólki ráðuneytisins, þ.m.t. starfsfólki verkefnastofu um stafrænt Ísland, nema fram fari sérstök úrvinnsla sem feli í sér sértæka vinnu af hálfu starfsfólks stafræns Íslands og tæknilegs birgja sem hýsi lausnina samkvæmt rekstrarsamningi við stafrænt Ísland, þ.e. Advania í þessu tilviki. Þegar söfnun undirskrifta ljúki fái ábyrgðarmaður aðgang að undirskriftalistanum í heild sinni.<br /> <br /> Stjórnvöld hafi til skoðunar hvort unnt sé, við frekari þróun á undirskriftalistum sem þessum, að búa svo um hnútana að þeir verði aðgengilegir á meðan tími til undirritunar er ekki liðinn. Samkvæmt framansögðu sé ljóst að sökum þess að keyra þyrfti umbeðnar upplýsingar sérstaklega úr gagnagrunnum og vinna úr þeim teljist þau gögn sem kærandi óskar eftir ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Með vísan í fyrri úrskurði vegna sambærilegra mála, sbr. sér í lagi úrskurð nr. A-816/2019 frá 10. september 2019, telur ráðuneytið að valdsvið nefndarinnar nái ekki til þess að skera úr um heimild eða skyldu stafræns Íslands til þess að taka saman umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 8. september 2020, var kæranda kynntur rökstuðningur fjármála- og efnahagsráðuneytisins og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hans. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ úr vörslum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hin kærða ákvörðun er byggð á því að umbeðin gögn hafi ekki verið aðgengileg starfsfólki ráðuneytisins þegar beiðnin var sett fram og því ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Af hálfu kæranda er farið fram á að fjármála- og efnahagsráðuneytið veiti aðgang að undirskriftalistanum „eins og hann stendur hverju sinni“. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að úrskurðarvald nefndarinnar samkvæmt upplýsingalögum er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur því ekki úrskurðað um rétt til aðgangs að gögnum sem eiga eftir að verða til þegar beiðni er sett fram eða gögnum eins og þau koma til með að líta út eftir þann tímapunkt, sjá til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 788/2019 frá 31. maí 2019. Eins og mál þetta liggur fyrir úrskurðarnefndinni verður að líta svo á að úrlausnarefnið sé hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að undirskriftalistanum í því formi sem listinn var á þegar beiðni kæranda barst fjármála- og efnahagsráðuneytinu.<br /> <br /> Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að á meðan rafrænir undirskriftalistar séu opnir til undirskrifta á vefnum Ísland.is verði til vinnsluskrá í gagnagrunni sem varðveitt sé hjá utanaðkomandi einkaaðila á grundvelli rekstrarsamnings við stafrænt Ísland. Ekki sé hægt að nálgast listana án þess að fram fari sérstök úrvinnsla af hálfu einkaaðilans og starfsfólks ráðuneytisins. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki annað ráðið en að umbeðin gögn hafi ekki verið í vörslum ráðuneytisins þegar beiðni kæranda barst, heldur í vörslum Advania Ísland ehf. á grundvelli sérstaks samnings. Verður því að líta svo á að gögnin hafi ekki verið fyrirliggjandi hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga þegar beiðni kæranda barst. Í þessu sambandi skiptir ekki máli hvort ráðuneytinu hafi verið mögulegt að kalla eftir gögnunum frá einkaaðilanum, enda var ráðuneytinu það óskylt á grundvelli upplýsingalaga. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga skal beiðni um aðgang að gögnum beint til þess aðila sem hefur gögnin í vörslu sinni í öðrum tilvikum en þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun. Upplýsingalög taka skv. 3. gr. til einkaaðila að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. Er því ekki loku fyrir það skotið að kæranda hefði verið mögulegt að beina beiðni sinni til Advania Ísland ehf.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A á ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að undirskriftalista sem ber heitið „Nýju stjórnarskrána strax!“ eins og hann stendur hverju sinni, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
964/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020. | Kærð var afgreiðsla Garðabæjar á beiðni kæranda um að fá afhent öll gögn frá forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs sveitarfélagsins og varða kæranda, eiginkonu hans og dætur á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndin fékk hvorki ráðið af ákvörðun sveitarfélagsins né gögnum málsins að að lagt hafi verið mat á beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra laga. Úrskurðarnefndin taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir vseitarfélagið að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 964/2020 í máli ÚNU 20100010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með kæru, dags. 7. október 2020, kærði A ákvörðun Garðabæjar, dags. sama dag, um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 13. september 2020, óskaði kærandi eftir að fá afhent öll gögn frá forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs sveitarfélagsins og varða kæranda, eiginkonu hans og dætur, fram til þess dags er beiðnin var lögð fram.<br /> <br /> Með bréfi Garðabæjar, dags. 7. október 2020, var beiðni kæranda synjað. Í bréfinu var vísað til þess að með bréfi, dags. 20. janúar 2020, í tilefni af fyrri beiðni kæranda, hefði kærandi fengið staðfestingu frá sveitarfélaginu þess efnis að honum hefðu verið afhent öll gögn frá umræddum starfsmanni fram að þeim degi, þ.e. 20. janúar 2020. Í bréfinu kom fram að ekki væri talin ástæða til að afhenda kæranda þau gögn að nýju sem þegar hefðu verið afhent honum. Í því sambandi var vísað til b-liðar 5. tölul. 12. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 sem innleidd hefði verið í heild sinni með lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og álit Persónuverndar þar sem fram komi að ef beiðnir frá einstaklingum eru augljóslega tilefnislausar eða óhóflegar, einkum vegna endurtekningar geti ábyrgðaraðili neitað að verða við beiðninni. Þá kom fram að eftir stæðu nokkrir tölvupóstar á milli starfsmannsins og starfsmanna Garðabæjar. Umræddir tölvupóstar teldust vinnuskjöl, sbr. 3. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og því undanþegin afhendingarskyldu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 9. október 2020, var kæran kynnt Garðabæ og sveitarfélaginu veittur frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Garðabæjar, dags. 23. október 2020, er rakið að kærandi hafi að undanförnu lagt fram fjölda beiðna um upplýsingar. Ekki liggi alltaf fyrir á hvaða lagagrundvelli þær beiðnir séu reistar, þ.e. hvort þær séu reistar á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, stjórnsýslulaga eða persónuverndarlaga. Ekkert sé þó við það að athuga enda sé rétt til afhendingar að finna í öllum þessum lagabálkum. Þá er tekið fram að Garðabær leitist við að afhenda frekar meira en minna af gögnum, án þess þó að afhenda gögn sem óheimilt er að afhenda kæranda og eiginkonu hans. Garðabær hafi þannig afhent kæranda öll gögn sem heimilt hafi verið að afhenda jafnvel þótt þau teldust til vinnugagna. Með hliðsjón af umfangi fyrirliggjandi gagna í málinu hafi vinnsla síðustu gagnabeiðna takmarkast við þau gögn sem kærandi og eiginkona hans eigi sannanlega rétt á að fá afhent og hafi ekki fengið afhent áður. Þá hafi vinnugögn sem ekki hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls, upplýsingar sem skylt er að skrá, upplýsingar sem ekki komi annars staðar fram eða lýsing á vinnureglum og stjórnsýsluframkvæmd, sbr. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, 3. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga og 5. mgr. 17. gr. persónuverndarlaga, ekki verið afhent.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. október 2020, var kæranda sent afrit af umsögn Garðabæjar og veittur kostur á því að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 31. október 2020. Í bréfinu eru gerðar athugasemdir við röksemdir sveitarfélagsins vegna synjunarinnar og ítrekað að kærandi hafi aldrei farið fram á að sveitarfélagið afhenti gögn umfram skyldu.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs öllum gögnum frá forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar er varða kæranda, eiginkonu hans og dætur fram til þess dags er beiðnin var lögð fram. Beiðni kæranda var upphaflega synjað með vísan til annars vegar ákvæða laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og hins vegar þess að um vinnuskjöl væri að ræða í skilningi 3. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og fram kemur í synjun sveitarfélagsins og gögnum málsins hefur kærandi þegar fengið afhent öll gögn sem stafa frá umræddum starfsmanni fram til 20. janúar 2020 og varða kæranda, eiginkonu hans og dætur. <br /> <br /> Sveitarfélagið byggir synjun á þeim gögnum sem eftir standa á því að ekki sé heimilt að afhenda þau þar sem um tölvupóstsamskipti sé að ræða á milli umrædds starfsmanns og starfsmanna Garðabæjar sem teljist vinnuskjöl sem ekki sé skylt að afhenda. Í því sambandi er í umsögn sveitarfélagsins vísað til ákvæða 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, 3. tölul. 16. gr. stjórnsýslulaga og 5. mgr. 17. gr. persónuverndarlaga.<br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins segir að kærandi hafi lagt fram fjölmargar beiðnir um aðgang að gögnum en ekki liggi alltaf ljóst fyrir á hvaða lagagrundvelli þær séu reistar. Ekkert sé við það að athuga enda rétt til aðgangs að gögnum að finna í öllum þessum lögum. Af því tilefni áréttar úrskurðarnefndin að það er hlutverk stjórnvalda að afgreiða beiðnir um aðgang að gögnum í vörslum sínum á réttum lagagrundvelli. Það er þannig stjórnvaldsins að taka afstöðu til þess hvort afgreiða beri beiðni um gögn á grundvelli ákvæða upplýsingalaga eða stjórnsýslulaga. Í því sambandi skal bent á að gildissvið þessara laga er afmarkað með ólíkum hætti og ákvæði þeirra um upplýsingarétt að sama skapi ekki þau sömu. Þá er úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál bundið við synjun á beiðni samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Það hefur því grundvallar þýðingu að stjórnvaldið taki með skýrum hætti afstöðu til þess á hvaða lagagrundvelli upplýsingabeiðni er afgreidd. Vegna tilvísunar sveitarfélagsins til ákvæða persónuverndarlaga bendir úrskurðarnefndin jafnframt á að í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur fram að lögin takmarki ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Ákvörðun Garðabæjar um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum getur því ekki átt stoð í ákvæðum persónuverndarlaga, enda þótt þau geti komið til skoðunar við túlkun ákvæða upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er skylt sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. gildir ákvæðið þó ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. laganna. Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt hvort umbeðin gögn uppfylla það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Það leiðir af framangreindu að það er stjórnvaldsins að taka afstöðu til þess á hvaða lagagrundvelli beri að afgreiða beiðni um aðgang að upplýsingum. Þá leiðir af ákvæðum upplýsingalaga að stjórnvöldum ber að afmarka beiðni um upplýsingar við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Eins og fyrr segir var í synjun Garðabæjar á beiðni kæranda og umsögn sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar vísað til þess að þau gögn sem beiðni kæranda laut að og hefðu ekki þegar verið afhent teldust vinnugögn sem ekki væri skylt að afhenda. Í því sambandi er með almennum hætti vísað til ákvæða upplýsingalaga, stjórnsýslulaga og laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga án þess að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðninnar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun sveitarfélagsins né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess í fyrsta lagi hvort um aðgang að þeim fari samkvæmt upplýsingalögum eða öðrum lögum og í öðru lagi hvort þau séu þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang að þeim með vísan til þess að þau teljist vinnuskjöl eða eftir atvikum hvort rétt sé að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Garðabæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun Garðabæjar, dags. 7. október 2020, um að synja beiðni kærandaA um aðgang að gögnum um hann, eiginkonu hans og börn er felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
963/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020. | Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar um heildarlaun framkvæmdarstjóra félagsins og upplýsingar um samanburð á launum framkvæmdarstjóra og framkvæmdarstjóra annarra tilgreindra fyrirtækja. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að samkvæmt 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga bæri að veita upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra. Synjun félagsins var því felld úr gildi og lagt fyrir Herjólf að veita umbeðnar upplýsingar. Að öðru leyti var kæru kæranda vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 963/2020 í máli ÚNU 20090017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. september 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um upplýsingar um heildarlaun framkvæmdastjóra félagsins. Þá óskaði kærandi einnig eftir upplýsingum um hvort launin væru samkeppnishæf miðað við laun framkvæmdastjóra flutningafélaganna Eimskips hf. og Samskips hf.<br /> <br /> Í svari Herjólfs ohf. til kæranda, dags. 4. ágúst 2020, segir að félagið muni ekki verða við beiðninni, með vísan til persónuverndarlaga nr. 90/2018 og upplýsingalaga nr. 140/2012, en kæranda sé vísað á upplýsingar í ársreikningi félagsins sem finna megi á heimasíðu þess og heimasíðu sveitarfélagsins. Þar komi fram allar upplýsingar sem félagið geti birt opinberlega um launakostnað stjórnenda félagsins. Í öðru svari Herjólfs ohf. til kæranda vegna sambærilegrar fyrirspurnar kæranda, dags. 4. september 2020, segir að ítrekað hafi verið óskað eftir upplýsingum um laun framkvæmdastjóra Herjólfs og því hafi ávallt verið synjað. Hvað varði fyrirspurn um laun framkvæmdastjóra annarra óskyldra fyrirtækja sé ekki hægt að gera þá kröfu til félagsins að svara slíkri upplýsingabeiðni.<br /> <br /> Í kæru, dags. 11. september 2020, og öðrum erindum kæranda til úrskurðarnefndarinnar vegna sama máls segir að framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. sé í vinnu hjá opinberu hlutafélagi sem gegni lykilhlutverki í samfélaginu. Laun æðstu stjórnenda Herjólfs ohf. hljóti að vera opinber eins og laun annarra æðstu embættismanna hins opinbera. Félagið sé í 100% eigu Vestmannaeyjabæjar. Þá vísar kærandi í starfskjarastefnu Herjólfs ohf. og segir það verða að teljast ótvíræðir hagsmunir og réttur almennings að hafa vitneskju um hvort staðið sé við þá stefnu sem kjörnir fulltrúar marki í umboði almennings. Slíkt varði við trúverðugleika í samskiptum kjósenda og kjörinna fulltrúa. Jafnframt þurfi að útskýra hvað samkeppnishæf kjör þýði í starfskjarastefnunni. Það varði trúnað kjörinna fulltrúa og kjósenda að samþykktum þeirra sé framfylgt, því beri nauðsyn til að fá upplýst um hvort svo sé.<br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> Niðurstaða<br /> Í málinu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um heildarlaun framkvæmdastjóra félagsins og hvernig þau samræmist starfskjarastefnu félagsins, einkum í samanburði við laun framkvæmdastjóra annarra félaga. <br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka samkvæmt 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Herjólfur ohf. er í eigu Vestmanneyjabæjar og fellur þar af leiðandi undir gildissvið laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna. Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar fjallað um upplýsingar um málefni starfsmanna. Samkvæmt ákvæðinu er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna en í 2.-4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu.<br /> <br /> Í 4. mgr. 7. gr. kemur fram sérregla um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna. Þar segir að veita beri almenningi upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Samkvæmt framangreindu á kærandi rétt á upplýsingum um launakjör æðstu stjórnenda Herjólfs ohf. Verður synjun félagsins því felld úr gildi og lagt fyrir félagið að veita kæranda umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Hvað varðar óskir kæranda um samanburð launa framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. við launakjör framkvæmdastjóra annarra félaga verður réttur til slíkra upplýsinga ekki leiddur af 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í svari félagsins við upplýsingabeiðni kæranda kemur fram að ekki sé hægt að verða við beiðninni, um sé að ræða fyrirtæki sem séu óskyld Herjólfi ohf. og ekki sé hægt að gera þá kröfu til Herjólfs ohf. að svara slíkri upplýsingabeiðni. <br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að upplýsingar um laun framkvæmdastjóra annarra óskyldra félaga eða samanburður á launakjörum óskyldra aðila séu ekki í vörslum Herjólfs ohf. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Með hliðsjón af framangreindu verður þessum hluta kærunnar vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Úrskurðarorð<br /> Herjólfi ohf. er skylt að veita kæranda, A, upplýsingar um heildarlaun framkvæmdastjóra félagsins.<br /> <br /> Kæru, dags. 11. september 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> |
962/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020. | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði frá kæru kæranda sem laut að því hvort Vestmannaeyjabæ væri skylt að veita aðgang að tölvu og prentara til að nálgast skjöl og upplýsingar á vefsíðu sveitarfélagsins þar sem ágreiningsefnið félli utan við úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 962/2020 í máli ÚNU 20080010. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. júlí 2020, beindi A erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og fór þess á leit að nefndin úrskurðaði um hvort Vestmannaeyjabæ væri skylt að veita aðgang að tölvu og prentara til að nálgast skjöl og upplýsingar á vefsíðu sveitarfélagsins. <br /> <br /> Í tilefni af erindi A ritaði úrskurðarnefndin Vestmannaeyjabæ tölvubréf, dags. 3. september 2020, þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort íbúum sveitarfélagsins væri unnt að nálgast tölvur á bókasafni eða annars staðar hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Í svari sveitarfélagsins, dags. 3. september 2020, kom fram að íbúar gætu nálgast tölvu á bókasafni Vestmannaeyja og einnig prentað þar út gegn gjaldi en hver blaðsíða kosti 30 kr.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni er kunnugt um að kærandi hefur í gegnum tíðina lagt fram fjölda beiðna um aðgang að gögnum og upplýsingum hjá Vestmannaeyjabæ. Nefndinni er líka kunnugt um að sveitarfélagið hafi í sumum tilvikum brugðist við beiðni kæranda með því að vísa til þess að umbeðnar upplýsingar séu aðgengilegar á vefsvæði sveitarfélagsins. Ljóst er af samskiptum kæranda við sveitarfélagið í gengum tíðina að hann telji þá afgreiðslu sveitarfélagsins ekki fullnægjandi þar sem hann eigi ekki tölvu og eigi þess því ekki kost að nálgast gögn og upplýsingar á vefsvæði sveitarfélagsins. Af þessum samskiptum verður einnig ráðið að hann telji aðgengi að tölvum á bókasafni sveitarfélagsins ábótavant. Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í erindi kæranda sem hér er til meðferðar að hann óski þess að nefndin úrskurði um hvort sveitarfélaginu sé skylt að veita aðgang að tölvu og prentara. <br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að fjalla um hvort sveitarfélaginu sé skylt að veita aðgang að tölvu og prentara eða eftir atvikum hvernig aðgengi er háttað að þeirri þjónustu sem veitt er á bókasafni Vestmannaeyja. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A dags. 3. september 2020, um hvort Vestmannaeyjabæ sé skylt að veita aðgang að tölvu og prentara er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
961/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020. | Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni A, fréttamanns, um aðgang að greinargerð starfshóps um varðveislu handrita á Íslandi. Úrskurðarnefndin taldi ljóst, m.a. af fyrirsögn greinargerðarinnar og innihald hennar, að hún hafi verið tekið saman fyrir fund ríkisstjórnar og því undanþegin upplýsingarétti almennings með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Synjun ráðuneytisins á afhendingu greinargerðarinnar var því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 961/2020 í máli ÚNU 20100020. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. október 2020, kærði A, fréttamaður, synjun mennta- og menningarmálaráðuneytis á beiðni hans, dags. 1. október 2020, um aðgang að greinargerð starfshóps um varðveislu fleiri handrita á Íslandi.<br /> <br /> Beiðni kæranda var synjað með svari ráðuneytisins, dags. 15. október 2020. Í svarinu er rakið að starfshópi um varðveislu fleiri handrita á Íslandi hafi verið falið að gera tillögur til ríkisstjórnar um efnið. Greinargerðin sem kærandi óskaði aðgangs að innihéldi m.a. tillögur um hvernig staðið yrði að viðræðum við Dani um möguleika á að fleiri handrit yrðu varðveitt á Íslandi. Ekki lægi enn fyrir til hvaða aðgerða yrði gripið á grundvelli tillagna hópsins. Greinargerðin hefði hins vegar verið lögð fram á fundi ríkisstjórnar 25. september 2020 til kynningar.<br /> <br /> Synjun ráðuneytisins var annars vegar studd við 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem fram kemur að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Þar sem innihald greinargerðarinnar hefði ekki verið formlega kynnt dönskum stjórnvöldum væri það mat ráðuneytisins að hætta væri á að samningaviðræður biðu tjón ef almenningur fengi aðgang að greinargerðinni áður en dönsk stjórnvöld fengju tækifæri til að kynna sér efni hennar.<br /> <br /> Hins vegar var synjun ráðuneytisins studd við 1. og 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, þar sem greinargerðin hefði verið tekin saman fyrir ríkisstjórnarfund til undirbúnings ákvörðunar. Hún félli þannig undir 1. tölul. 6. gr. þar sem fram kemur að upplýsingaréttur almennings taki ekki til gagna sem tekin hafa verið saman fyrir fundi ráðherra. Þá félli hún einnig undir 5. tölul. sömu greinar, um takmörkun á aðgangi þegar um vinnugögn er að ræða.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt mennta- og menningarmálaráðuneyti með bréfi, dags. 19. október 2020, og ráðu¬neytinu gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 2. nóvember 2020, voru ítrekuð þau sjónarmið sem fram komu í svari ráðuneytisins til kæranda. Það væri mat ráðuneytisins að hætta væri á að samningaviðræður biðu tjón ef almenningur fengi aðgang að greinargerðinni áður en dönsk stjórnvöld fengju tækifæri til að kynna sér efni hennar. Efni greinargerðarinnar gæti til að mynda verið ranglega þýtt yfir á dönsku og borist þannig til danskra stjórnvalda án atbeina mennta- og menningarmálaráðuneytisins, og þannig skaðað samningaviðræður. Þá varðaði málið menningararf þjóðarinnar og væri því um að ræða mikilvæga almannahagsmuni. Ríkisstjórnin þyrfti að hafa færi á að undirbúa ákvörðun í málinu, og ákvörðun hennar yrði lögð til grundvallar hugsanlegum samningaviðræðum við dönsk stjórnvöld. Greinargerðin yrði gerð aðgengileg en ekki fyrr en dönsk stjórnvöld hefðu haft tækifæri til að kynna sér efni hennar að tilstuðlan íslenskra stjórnvalda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins fylgdi afrit af þeim gögnum sem kæranda var synjað um aðgang að. Þá óskaði úrskurðarnefndin með erindi, dags. 2. desember 2020, eftir afriti af skipunarbréfum meðlima starfshópsins.<br /> <br /> Umsögn mennta- og menningarmálaráðuneytis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 3. nóvember 2020, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í erindi kæranda, dags. 18. nóvember 2020, er gerð athugasemd við það sem fram kemur í umsögn ráðuneytisins að innihald greinargerðarinnar hafi ekki verið formlega kynnt dönskum stjórnvöldum. Að mati kæranda liggi nokkuð skýrt fyrir að viðræður Íslendinga og Dana eigi að snúast um að Danir afhendi þau fornrit sem enn eru varðveitt í Kaupmannahöfn. Það geti varla skaðað samningaviðræður þegar vilji ráðherra liggi ljós fyrir.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að greinargerð starfshóps sem skipaður var til að gera tillögur til ríkisstjórnar um hvernig staðið yrði að viðræðum við Dani um möguleika á að fleiri handrit yrðu varðveitt á Íslandi. Fyrir liggur að greinargerð starfshópsins var kynnt á fundi ríkisstjórnar 25. september 2020. Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis um að synja kæranda um aðgang að greinargerðinni er byggð annars vegar á 1. og 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. sömu laga, og hins vegar á 2. tölul. 10. gr. sömu laga.<br /> <br /> Í 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á þeim upplýsingarétti almennings sem mælt er fyrir um í 5. gr. sömu laga. Í greininni felst að réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Segja má að tilgangur þessarar reglu sé fyrst og fremst sá að varðveita möguleika þeirra stjórn¬valda sem þarna eru nefnd til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs. Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þá greinargerð sem kæranda var synjað um aðgang að og hefur fyrirsögnina „Tillögur starfshóps til ríkisstjórnar um hvernig staðið verði að viðræðum við Dani um möguleika á því að fleiri handrit verði varðveitt á Íslandi“. Fyrirsögn greinargerðarinnar og innihald bera með sér að hún hafi verið tekið saman fyrir fund ríkisstjórnar og styðst það jafnframt við skýringar mennta- og menningarmálaráðuneytis og þess sem fram kemur í skipunarbréfum meðlima starfshópsins. Þá liggur fyrir að greinargerðin var kynnt á fundi ríkisstjórnar 25. september 2020. Það er því mat úrskurðarnefndar að ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að greinargerðinni á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang hefði ráðuneytinu verið heimilt að veita kæranda aðgang að greinargerð starfshópsins. Í samræmi við 2. mgr. sömu greinar var því þó ekki skylt að taka afstöðu til þess sérstaklega í rökstuðningi fyrir synjun beiðninnar hvort veita skyldi slíkan aðgang, þar sem slík skylda er aðeins fyrir hendi sé synjun reist á ákvæðum 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. upplýsingalaga. Þá hefur komið fram af hálfu ráðuneytisins að greinargerð starfshópsins verði gerð aðgengileg almenningi þegar dönsk stjórnvöld hafa haft tækifæri til að kynna sér efni hennar að tilstuðlan íslenskra stjórnvalda.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerðinni.<br /> <br /> Að fenginni þessari niðurstöðu er óþarft að leysa úr því hvort mennta- og menningarmála-ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, eða 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 15. október 2020, að synja beiðni A, fréttamanns, um aðgang að greinargerð starfshóps um varðveislu fleiri handrita á Íslandi.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
960/2020. Úrskurður frá 17. desember 2020 | Kærð var synjun Hjúkrunarheimilisins Skjóls á beiðni kæranda, blaðamanns, á beiðni hans um aðgang að atvikaskrá heimilisins og upplýsingum um tiltekna starfsmenn. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að atvikaskráin hefði að geyma upplýsingar sem teldust sjúkrarskrárupplýsingar. Um aðgang sjúklings og aðstandenda til sjúkraskrár færi samkvæmt lögum um sjúkraskrár. Um aðgang annarra að slíkum upplýsingum færi hins vegar samkvæmt almennum ákvæðum upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að ekki yrði séð að lagt hefði verið mat á beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga og taldi beiðni kæranda því ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir Hjúkrunarheimilið að taka málið til nýrrar meðferðar. Þá taldi úrskurðarnefndin lagaskilyrði bresta til þess að fjalla um beiðni kæranda um upplýsingar um tiltekna starfsmenn, m.a. um launakjör þeirra. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 17. desember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 960/2020 í máli ÚNU 20090030. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. september 2020, kærði A blaðamaður, ákvörðun hjúkrunarheimilisins Skjóls, dags. 23. september 2020, um synjun beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 3. september 2020, var óskað eftir því að hjúkrunarheimilið Skjól veitti aðgang að gögnum í fjórum tölusettum liðum:<br /> <br /> 1. Nafnhreinsaðri atvikaskrá Skjóls.<br /> 2. Gögnum um launakjör æðstu stjórnenda Skjóls, þ.m.t. Sigurðar Rúnar Sigurjónssonar, forstjóra, Kristínar Högnadóttur, Stellu K. Víðisdóttur, Sigurbjörns Björnssonar og Guðnýjar H. Guðmundsdóttur.<br /> 3. Gögnum um föst launakjör deildarstjóra Skjóls, þ.m.t. Unnar Berglindar Friðriksdóttur, Önnu Bjargar Arnljótsdóttur og Katarzyna Anna Kaczmar.<br /> 4. Gögnum um áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram um fyrsta lið beiðninnar að samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 takmarki sértæk þagnarskylduákvæði laga rétt til aðgangs samkvæmt lögunum. Í 12. gr. laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 komi fram að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu um heilsufar sjúklings, ástand, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð ásamt öðrum persónulegum upplýsingum. Þagnarskyldan haldist þó að sjúklingur andist og þó að starfsmaður láti af störfum. Í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 sé hugtakið sjúkraskrárupplýsingar skilgreint sem „Lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgenmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upplýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans hjá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar.“ Í 5. tölul. ákvæðisins er hugtakið sjúkraskrá skilgreint sem safn sjúkraskrárupplýsinga. Almennt orðuð og rúm skilgreining á hugtakinu sjúkraskrá leiði til þess að skýra verði hugtakið rúmt. <br /> <br /> Að teknu tilliti til þessa sé litið svo á að þau gögn sem kærandi óskar eftir aðgangi að teljist til sjúkraskrárgagna enda sé atvikaskráning hluti af sjúkraskráningu heilbrigðisstofnana. Um rétt til aðgangs að þeim fari því samkvæmt lögum um sjúkraskrár. Í 12. gr. lagannakomi fram að aðgangur að sjúkraskrám sé óheimill nema samkvæmt ákvæðum laganna eða annarra laga. Ekki hafi verið sýnt fram á að lög heimili aðgang að umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Jafnvel þótt nöfn væru afmáð úr skýrslum telur Skjól að um sjúkraskrárgögn sé að ræða í framangreindum skilningi. Við það megi bæta að gögn geti verið persónugreinanleg jafnvel þótt nöfn hafi verið afmáð úr þeim en einstaklingur teljist persónugreinanlegur ef unnt sé að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenni hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.<br /> <br /> Í atvikaskrá megi finna fjölmarga þætti, þ. á m. viðkvæmar upplýsingar, sem einkenni hlutaðeigandi og sé miðlun slíkra upplýsinga óheimil nema eitt af ákvæðum 9. og 11. gr. persónuverndarlaga séu uppfyllt. Ekki hafi verið sýnt fram á slíka heimild í því tilviki sem hér um ræðir. Í þessu samhengi megi einnig benda á að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til laganna segi að erfitt sé að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem rétt sé að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga séu þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Hins vegar sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. laganna.<br /> <br /> Um 2. tölulið beiðni kæranda segir í hinni kærðu ákvörðun að ákvæði 4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga hafi almennt verið túlkað á þann veg að það nái einungis til æðstu stjórnenda, þ.e. forstöðumanna ríkisstofnana, ráðuneytisstjóra ráðuneyta o.frv. Ekki verði því séð að hægt væri að reyna að byggja á því ákvæði varðandi launakjör annarra starfsmanna en forstjóra Skjóls, Sigurðar Rúnars Sigurjónssonar. Verði því beiðni um upplýsingar um launakjör annarra starfsmanna Skjóls svarað sem hluta af 3. tölulið beiðni kæranda.<br /> <br /> Varðandi beiðni um afhendingu upplýsinga um launakjör forstjóra er því hafnað af hálfu Skjóls að félaginu sé skylt að afhenda slík gögn á grundvelli upplýsingalaga. Skjól sé sjálfseignarstofnun og falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga skv. 2. gr. laganna, enda sé Skjól ekki stjórnvald og ekki að neinu leyti í eigu ríkisins. Upplýsingalögin geti hins vegar gilt um starfsemi Skjóls á grundvelli 3. gr. laganna. Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé tilgreind sú meginregla persónuverndar að almennt séu samningar milli vinnuveitanda og starfsmanns hans undanþegnir upplýsingarétti almennings. Sú regla sé enn fremur áréttuð í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem gögn sem tengjast málefnum starfsmanna séu undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli laganna. Þá komi fram í 9. gr. laganna að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í frumvarpi sem varð að lögunum komi m.a. fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig sé t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild. Þessi ákvæði séu í samræmi við meginreglur persónuverndar og almennar reglur um heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem mælt sé fyrir um í 9. gr. laga nr. 90/2018. Meginreglan sé þannig sú að gögn sem tengjast málefnum starfsmanna séu undanþegin upplýsingarétti almennings.<br /> <br /> Samkvæmt 2. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé þó skylt að veita nánar tilgreindar upplýsingar um málefni opinberra starfsmanna sem starfa hjá stjórnvöldum og lögaðilum sem falla undir 2. gr. laganna. Upplýsingaskylda um launakjör starfsmanna, skv. 2. og 4. mgr. 7. gr., takmarkist þannig við starfsmenn stjórnvalda og opinberra aðila sem falla undir lögin skv. 2. gr. Sú upplýsingaskylda nái því ekki til einkaaðila sem falla undir lögin á grundvelli 3. gr. laganna, líkt og Skjól. Skjóli sé þar af leiðandi almennt ekki heimilt að afhenda þriðja aðila upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda sinna. Hins vegar bendir Skjól á að í ársreikningum þess komi fram upplýsingar um heildarlaun forstjóra og stjórnarmanna. Þessar upplýsingar séu opinberar upplýsingar og kæranda bent á hvar þær megi finna.<br /> <br /> Varðandi föst launakjör annarra starfsmanna, þ.e. 3. tölulið beiðni kæranda, er beiðninni hafnað með vísan til þess að undantekningar 3. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nái ekki til starfsmanna Skjóls. Hið sama á að mati heimilisins við um 4. tölulið beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda. Hins vegar sé talsvert af þeim gögnum þegar opinber og er kæranda bent á kröfulýsingu velferðarráðuneytisins fyrir hjúkrunar- og dvalarrými frá september 2016. Menntun æðstu stjórnenda á Skjóli sé í samræmi við þær kröfur.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fallist ekki á það með hjúkrunarheimilinu Skjóli að atvikaskrá falli undir sjúkraskrá. Það geti ekki staðist enda séu ítarlegar upplýsingar unnar upp úr þeim gögnum af embætti Landlæknis til opinberrar birtingar á hverju ári, sem og í hluta- og aðalúttektum embættisins á heilbrigðisstofnunum. Atvikaskráin, nafnhreinsuð, sé mikilvægur hlekkur í umfjöllun kæranda um bágar aðstæður á hjúkrunarheimilinu. Um 2.-3. tölulið beiðninnar fellst kærandi ekki á þá skýringu að sjálfseignarstofnunin Skjól falli ekki undir stjórnsýslulög, enda sé stofnunin rekin fyrir opinbert fé, undir opinberri kröfugerð, undir opinberu eftirliti og í opinberum erindagjörðum. Auk þess séu stofnaðilar hennar að hluta opinberir aðilar, svo sem Þjóðkirkjan og Reykjavíkurborg. Kærandi fellst hins vegar á rök heimilisins varðandi fjórða tölulið beiðninnar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 28. september 2020, var hjúkrunarheimilinu Skjóli kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana, jafnframt því sem óskað var eftir afritum af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn stofnunarinnar barst með bréfi, dags. 23. október 2020. Þar kemur fram að Skjól byggi á því að vísa beri beiðni kæranda um aðgang að nafnhreinsaðri atvikaskrá heimilisins frá þar sem umbeðið gagn sé ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Atvikaskráningin sé hluti af sjúkraskrárupplýsingum einstaklinga og í sjúkraskrárkerfinu Sögu sé ákveðin atvikaskráningareining. Hægt sé að taka út eigin skýrslur um tiltekið atvik og einnig sé hægt að senda atvikaskráningar beint í miðlægan grunn embættis Landlæknis. Að taka saman slíkar atvikaskráningar sé þó alltaf sérvinnsla sem Skjóli sé ekki skylt að leggja í, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þá byggir hjúkrunarheimilið á því að vísa beri beiðninni frá þar sem um sé að ræða sjúkraskrárgögn, líkt og í hinni kærðu ákvörðun. Samkvæmt 9. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 beri heilbrigðisstofnunum, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem veita heilbrigðisþjónustu að halda skrá um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurtaki sig ekki. Með óvæntu atviki sé átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Atvik þessi séu tilkynningaskyld til embættis landlæknis samkvæmt 10. gr. laganna. Í tilkynningu til landlæknis komi fram ítarlegar upplýsingar um sjúklinginn og hið óvænta atvik. Í tilkynningu eigi jafnframt að fylgja afrit af allri sjúkraskráningu um atvikið. Atvikaskráning feli því í sér ítarlega sjúkraskráningu um meðferð sjúklings og atvik sem henni tengjast. Megi því ætla að atvikaskráning gæti verið persónugreinanleg, jafnvel þótt nöfn sjúklinga séu afmáð úr henni. Með vísan til skilgreiningar laga á hugtakinu sjúkraskrárupplýsingar verði ekki annað séð en að atvikaskráning falli þar undir.<br /> <br /> Skjól hafnar röksemdum kæranda sem lúta að því að ítarlegar upplýsingar séu unnar upp úr atvikaskráningu. Embætti Landlæknis hafi eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum og sé embættinu því heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal viðkvæmra persónuupplýsinga um heilsufar og lyfjanotkun einstaklinga. Það sé því skýr lagaheimild fyrir afhendingu á þeim sjúkraskrárupplýsingum sem atvikaskráning felur í sér til embættisins en sama gildi ekki um afhendingu slíkra gagna til fjölmiðla eða almennings samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Hjúkrunarheimilið Skjól byggir jafnframt á því að vísa eigi beiðni kæranda að þessu leyti frá þar sem hún sé ekki nægilega vel afmörkuð, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, og þar sem of tímafrekt og viðamikið verkefni fælist í því að afgreiða hana, sbr. 1. tölul. 4. mgr. ákvæðisins. Væntanlega yrði að yfirfara öll sjúkragögn stofnunarinnar sem tók til starfa árið 1987.<br /> <br /> Um 2. og 3. tölul. beiðni kæranda eru í umsögn Skjóls að mestu endurteknar þær röksemdir sem er að finna í hinni kærðu ákvörðun. Þá er bent á að það sé vel þekkt lögskýringarregla að undantekningar skuli skýrðar þröngt. Þar sem 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga feli í sér undantekningu á þeirri meginreglu persónuréttar að launaupplýsingar einstaklinga séu trúnaðarmál verði að skýra hugtakið „opinbera starfsmenn“ í 2. mgr. 7. gr. þröngt. Starfsmenn Skjóls séu ekki opinberir starfsmenn. Loks beri að hafa til hliðsjónar að nýleg persónuverndarlöggjöf geri miklar kröfur til skýrleika lagaheimilda til vinnslu persónuupplýsinga. Kærði byggi á að 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé ekki fullnægjandi lagaheimild til öflunar og dreifingar persónuupplýsinga um starfsmenn Skjóls.<br /> <br /> Með erindi, dags. 26. október 2020, var kæranda kynnt umsögn hjúkrunarheimilisins Skjóls og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> 1.<br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður á fjölmiðli, til aðgangs að gögnum í vörslum hjúkrunarheimilisins Skjóls. Annars vegar er um að ræða svokallaða atvikaskrá heimilisins en hins vegar gögn sem hafa að geyma upplýsingar um tiltekna starfsmenn þess.<br /> <br /> Um atvikaskrá heilbrigðisstofnana er fjallað í 9. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Þar kemur fram að heilbrigðisstofnanir, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem veita heilbrigðisþjónustu skulu halda skrá um óvænt atvik í þeim tilgangi að finna skýringar á þeim og leita leiða til að tryggja að þau endurtaki sig ekki. Með óvæntu atviki er átt við óhappatilvik, mistök, vanrækslu eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Óvæntu atvikin skulu tilkynnt Landlækni án tafar auk þess sem upplýsa skal sjúkling um þau og nánustu aðstandendur þegar það á við. Ljóst er að hjúkrunarheimilið Skjól telst heilbrigðisstofnun í skilningi laga, sbr. 4. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, og er því skylt að færa atvikaskrá samkvæmt lögum nr. 41/2007. Jafnframt er ljóst að upplýsingalög taka samkvæmt 3. gr. laganna til þess hluta heimilisins sem felst í veitingu heilbrigðisþjónustu á grundvelli laga nr. 40/2007 og telst færsla atvikaskrár ótvírætt liður í því hlutverki heimilisins.<br /> <br /> Samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga takmarka sérstök þagnarskylduákvæði laga rétt til aðgangs samkvæmt lögunum. Í 12. gr. laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 kemur fram að aðgangur að sjúkraskrám sé óheimill nema til hans standi lagaheimild samkvæmt ákvæðum laganna eða öðrum lögum. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 607/2016 frá 18. janúar 2016 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að synjun á aðgangi að slíkum gögnum verði ekki borin undir úrskurðarnefndina þegar um sé að ræða aðstandanda látins sjúklings, sbr. einnig úrskurð nr. 932/2020 frá 20. október 2020 sem fjallaði um rétt sjúklings til aðgangs að gögnum úr eigin sjúkraskrá.<br /> <br /> Í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. gildandi laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 er hugtakið sjúkraskrárupplýsingar skilgreint sem „Lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgentmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upplýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans hjá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar.“ Í 5. tölul. ákvæðisins er hugtakið sjúkraskrá skilgreint sem safn sjúkraskrárupplýsinga. Með hliðsjón af þessari víðu skilgreiningu á hugtakinu sjúkraskrá telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál engum vafa undirorpið að atvikaskrá heilbrigðisstofnunar hafi eingöngu eða nær eingöngu að geyma upplýsingar sem teljist til sjúkraskrárupplýsinga. Er þar með ljóst að um rétt sjúklings og aðstandenda til aðgangs að henni fer samkvæmt sérákvæðum laga um sjúkraskrár nr. 55/2009. Verður ákvörðun um synjun slíkrar beiðni um aðgang að upplýsingum því ekki borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál heldur er mælt fyrir um sérstaka kæruheimild í 15. gr. a laganna til embættis Landlæknis, sbr. einnig 4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hið sama gildir þó ekki um rétt annarra en sjúklings og aðstandenda til aðgangs að sjúkraskrá hans, enda er engum sérákvæðum um þann rétt fyrir að fara í lögum nr. 55/2009. Með hliðsjón af 12. gr. laganna er slíkur aðgangur að meginstefnu óheimill, nema til hans standi lagaheimild samkvæmt ákvæðum laganna eða öðrum lögum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela upplýsingalög í sér slíka lagaheimild í 1. mgr. 5. gr. laganna, að teknu tilliti til takmörkunarákvæða 6.-10. gr. laganna, en auk þess má benda á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum úr sjúkraskrám samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, sbr. t.d. 3. mgr. 26. gr. þeirra laga. Er þannig ljóst að um rétt annarra en sjúklings og aðstandenda hans til aðgangs að upplýsingum úr sjúkraskrá hans fer samkvæmt almennum ákvæðum upplýsingalaga og laga um opinber skjalasöfn og er kæru í málinu réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þessu leyti.<br /> <br /> 2.<br /> Fallast má á með hjúkrunarheimilinu Skjóli að atvikaskrá hljóti að mestu að geyma upplýsingar sem háðar eru takmörkun 9. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt 1. málsl. ákvæðisins er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum er tekið fram að það sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt ákvæðinu, þar á meðal upplýsingar um heilsuhagi. Í tilefni af röksemdum sem fram koma af hálfu hjúkrunarheimilisins Skjóls er þó ástæða til að árétta að lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 takmarka ekki ein og sér þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hins vegar ekki unnt að útiloka fyrir fram að unnt sé að afhenda kæranda einhverjar upplýsingar úr skránni, eftir atvikum með því að afmá nöfn og fleiri upplýsingar. Úrskurðarnefndin telur eins og lagaskilum er hér háttað að ekki sé annað tækt en að gera þá kröfu til stjórnvalda að taka upplýsingabeiðnir annarra en sjúklinga og aðstandenda þeirra til meðferðar á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að við meðferð beiðni kæranda um aðgang að atvikaskrá hjúkrunarheimilisins Skjóls bar því að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna, þ.m.t. 9. gr. Það var ekki gert heldur látið duga að synja beiðninni á þeirri röngu forsendu að sú staðreynd að um sé að ræða sjúkraskrárupplýsingar komi ein og sér í veg fyrir aðgang kæranda að þeim. <br /> <br /> Ekki er unnt að fallast á það með hjúkrunarheimilinu að atvikaskráin teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga enda hefur komið fram að Skjóli sé hæglega unnt að nálgast upplýsingar úr henni, þar með talið með því að sækja upplýsingar um einstök atvik. Við slíkar aðstæður getur ekki talist vera um sérvinnslu að ræða eða að meðferð beiðni krefjist þess að ný gögn séu útbúin. Þá er beiðni kæranda augljóslega afmörkuð með nægilega skýrum hætti til að unnt sé án verulegrar fyrirhafnar að afmarka hana við tiltekin gögn í vörslum hjúkrunarheimilisins Skjóls í skilningi 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda er ljóst af umsögn heimilisins um kæruna að enginn vafi sé um það hvaða gögn kærandi óskar aðgangs að eða hvar megi nálgast þau. Loks hefur heimilið ekki rökstutt með fullnægjandi hætti að meðferð beiðninnar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Af hálfu heimilisins hefur það eitt komið fram að skráin nái aftur til ársins 1987 en ekki er ljóst hve umfangsmikil skráin er eða hversu mikinn tíma taki að yfirfara upplýsingar úr henni með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Í því sambandi áréttar úrskurðarnefndin að ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga felur í sér þrönga undantekningarreglu frá lögbundnum upplýsingarétti almennings og krefst beiting hennar að sýnt sé fram á að meðferð beiðni myndi leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum aðila til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur beiðni kæranda um aðgang að nafnhreinsaðri atvikaskrá hjúkrunarheimilisins Skjóls ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati úrskurðarnefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella ákvörðun heimilisins úr gildi og vísa beiðninni aftur til þess til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <br /> 3.<br /> Ágreiningsefni málsins lýtur að öðru leyti að rétti kæranda til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um launakjör tiltekinna starfsmanna hjúkrunarheimilisins Skjóls auk gagna um áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra. Í þessu sambandi er áréttað að upplýsingalög taka skv. 3. gr. einungis til heimilisins að því leyti sem því hefur verið falið að taka stjórnvaldsákvarðanir eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. Launakjör og launagreiðslur heimilisins til starfsmanna sinna teljast ekki til slíkrar starfsemi og verður réttur til aðgangs að upplýsingum um þessi efni því ekki byggður á upplýsingalögum. Hið sama gildir um upplýsingar um áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra. Bresta því skilyrði fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til að taka málið til meðferðar að þessu leyti, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og verður kæru hvað það varðar vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Úrskurðarorð<br /> Ákvörðun hjúkrunarheimilisins Skjóls, dags. 23. september 2020, um synjun beiðni A um aðgang að nafnhreinsaðri atvikaskrá hjúkrunarheimilisins er felld úr gildi og lagt fyrir heimilið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Kærunni er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason Sigurveig Jónsdóttir<br /> <br /> |
939/2020. Úrskurður frá 27. nóvember 2020 | Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum er vörðuðu samningu lagafrumvarps. Um var að ræða nokkuð magn gagna sem synjað var um aðgang að á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugögn sem heimilt væri að undanþiggja með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um væri að ræða gögn sem felld yrðu undir 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga auk þess sem óheimilt væri að veita aðgang að hluta gagnanna með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að, staðfesti synjun ráðuneytisins að hluta, felldi ákvörðunina úr gildi varðandi önnur gögn og vísaði hluta beiðninnar aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 939/2020 í máli ÚNU 20030014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. mars 2020, kærði A synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum varðandi samningu tiltekins frumvarps.<br /> <br /> Með tölvupósti til fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 10. febrúar 2020, óskaði kærandi, á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, eftir aðgangi að öllum fyrirliggjandi gögnum er varða samningu frumvarps er varð að lögum nr. 37/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, sérstaklega varðandi c-lið 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins. <br /> <br /> Í svari ráðuneytisins, dags. 25. febrúar 2020, voru fyrirliggjandi gögn flokkuð með eftirfarandi hætti: <br /> <br /> A)<br /> 1. Drög að frumvarpi til laga.<br /> 2. Tölvupóstssamskipti við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum.<br /> 3. Tölvupóstssamskipti við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.<br /> 4. Glærukynning sem notuð var til að kynna málið fyrir starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.<br /> 5. Minnisblöð um afmökun aflandskrónumengisins.<br /> 6. Skipunarbréf í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 7. Fundarboð á fundi í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 8. Fundargerðir af fundum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 9. Samskipti við Davíð Þór Björgvinsson vegna álitsbeiðni.<br /> 10. Samskipti við Jóhannes Karl Sveinsson vegna álitsbeiðni.<br /> <br /> B)<br /> 1. Minnisblað um drög að lagafrumvarpi frá Davíð Þór Björgvinssyni.<br /> 2. Drög að frumvarpi með innfærðum ábendingum frá Jóhannesi Karli Sveinssyni.<br /> <br /> C)<br /> 1. Minnisblað um málið til ráðherrafundar um efnahagsmál.<br /> 2. [M]innisblað til ríkisstjórnar Íslands, ásamt frumvarpi til laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og öðrum þeim gögnum sem fylgja stjórnarfrumvörpum þegar þau eru lögð fram á ríkisstjór[n]arfundi:<br /> 3. Önnur skjöl sem varða framlagningu málsins á Alþingi.“<br /> <br /> Kæranda var veittur aðgangur að gögnum sem felld voru undir B) lið. Ráðuneytið taldi hins vegar gögn sem talin væru upp undir A) og C) lið væru undanþegin upplýsingarétti almennings. Gögn undir A) lið væru vinnugögn sem felld yrðu undir 5. tölul. 6. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá væru samskiptin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem flokkuð hefðu verið undir A) lið, undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Loks væru ýmsar upplýsingar í minnisblöðum um afmörkun aflandskrónumengisins undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem í þeim kæmu fram upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni fyrirtækja. <br /> <br /> Varðandi gögn undir C) lið taldi ráðuneytið þau vera undanþegin upplýsingarétti skv. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ekki voru taldar forsendur til þess að veita aukinn aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 11. mars 2020, óskaði kærandi eftir frekari gögnum. Í kæru kemur fram að ákvæði c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins hinn 10. maí 2016 hafi verið frábrugðið ákvæðinu eins og það birtist þegar frumvarpinu hafi verið útbýtt á Alþingi 20. maí 2016. Óskað væri eftir gögnum er vörðuðu þessar breytingar. <br /> <br /> Með erindi, dags. 24. mars 2020, synjaði ráðuneytið beiðni kæranda enda væru gögnin sem um ræddi vinnugögn og þar af leiðandi undanþegin upplýsingarétti. Að öðru leyti var vísað til svarbréfs ráðuneytisins, dags. 25. febrúar 2020.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé ósammála niðurstöðu ráðuneytisins. Óskað hafi verið eftir aðgangi að gögnum er varði c-lið 1. mgr. 27. gr. frumvarps til laga nr. 37/2016. Engin gögn um slíkt hafi borist. Af lista ráðuneytisins yfir málsgögn sé erfitt að sjá hvaðan breytingin hafi komið, en líklegt sé að finna megi upplýsingar um hana í gögnum sem felld hafi verið undir A) lið. <br /> <br /> Kærandi telur ráðuneytinu óheimilt að takmarka aðgang að gögnum er varði framangreinda breytingu. Um sé að ræða nýja og víðtæka heimild Seðlabanakans til að líta í gegnum fjármálagerninga og beita refsikenndum viðurlögum. Heimildinni virðist hafa verið bætt við skyndilega, án þess að nein sérstök gögn liggi fyrir um tilefni eða ástæður að baki. <br /> <br /> Í kæru er bent á að samkvæmt 3. mgr. 8. gr. beri að afhenda vinnugögn m.a. ef þar komi fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, og ef þar komi fram upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Gögn varðandi framangreinda breytingu á frumvarpsdrögum falli undir ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða skyndilega og mikilvæga breytingu sem ekki sé unnt að finna upplýsingar um annars staðar. Auk þess ættu gögnin að hafa að geyma hina endanlega ákvörðun um efni frumvarpsdraganna. Því hafi ráðuneytinu verið rétt og skylt að veita aðgang að þeim. Rétt hefði verið að veita aðgang að drögum að frumvarpi til laga, með þeim breytingum sem gerðar hafi verið á c-lið 1. mgr. 27. gr. frá 10. maí til 20. maí 2016, ásamt dagbókarfærslum. <br /> <br /> Enn fremur krefst kærandi aðgangs að tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum, enda sé um að ræða gögn sem afhent hafi verið öðrum og teljist ekki lengur til vinnugagna, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að þeim geti ekki verið takmarkaður á grundvelli 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. nema að því marki sem þau varði seðlabankastjóra sjálfan, en hann átti sæti í nefndinni. Ekki sé heimilt að takmarka aðgang að öllum samskiptum á milli nefnda og stjórnvalda á grundvelli 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þegar af þeirri ástæðu að starfsmaður stjórnvaldsins starfi í nefndinni. Verði gögnin beinlínis að varða þann þátt sem lúti að störfum Seðlabanka Íslands fyrir stýrinefndina, en veita beri aðgang að öðrum samskiptum og minnisblöðum á milli ráðuneytisins og Seðlabankans. <br /> <br /> Þá segir að ekki hafi verið veittur aðgangur að dagbókarfærslum sem lúti að gögnum máls, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að lokum gerir kærandi athugasemd við málshraða fjármála- og efnahagsráðuneytisins og að ekki hafi verið leiðbeint um kæruheimild.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 25. mars 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna kærunnar og afritum af gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 3. apríl 2020, er farið yfir samskipti ráðuneytisins og kæranda vegna upplýsingabeiðninnar. Í kærunni komi ekki fram að ráðuneytið hafi staðfest móttöku beiðninnar þann 14. febrúar 2020. Þar hafi jafnframt verið tekið fram að í tölvupósti ráðuneytisins til kæranda, dags. 14. febrúar 2020, staðfesti ráðuneytið móttöku á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Ákvörðun ráðuneytisins hafi legið fyrir 25. febrúar og hafi hún verið send kæranda ásamt afriti af þeim gögnum sem afhent voru, bæði með póstlögðu bréfi og tölvupósti. Í bréfinu hafi athygli kæranda verið vakin á því að ákvörðunin væri kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál innan 30 daga frá því að tilkynnt var um ákvörðunina. Það sé því rangt sem fram komi í kærunni um að láðst hafi að leiðbeina kæranda um kæruheimild, þótt sú leiðbeining hafi ekki verið ítrekuð í seinna svari til kæranda. <br /> <br /> Ráðuneytið bendir á að af kæru megi ráða að kærandi telji málshraða ráðuneytisins óhóflegan. Ráðuneytið vilji af þessu tilefni taka fram að það staðfesti móttöku erindis kæranda með tölvupósti síðdegis sama dag og það barst. Í erindinu hafi jafnframt verið tekið fram að ráðuneytið myndi leitast við að svara erindinu innan lögboðins frests. Á þessum tíma hefðu þær aðstæður skapast að ríkislögreglustjóri hefði fimm dögum áður lýst yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 faraldursins og daginn áður, 10. mars, hefði ríkisstjórnin kynnt opinberlega aðgerðaáætlun til að mæta efnahagslegum áhrifum faraldursins. Þessar aðstæður hafi kallað á breytta forgangsröðun verkefna í ráðuneytinu og því röskun á afgreiðslu einstakra mála viðbúin. Þótt fallist sé á að ráðuneytinu hafi láðst að upplýsa kæranda sérstaklega um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar mætti vænta sé því hafnað að um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðna kæranda hafi verið að ræða í ljósi aðstæðna.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá 10. febrúar 2020 hafi verið sett fram þannig að hún hafi bæði verið almenn og sértæk. Kærandi hafi óskað eftir aðgangi að öllum fyrirliggjandi gögnum er varði samningu frumvarps er varð að lögum nr. 37/2016, um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum. Einnig hafi kærandi sérstaklega óskað eftir gögnum varðandi c-lið 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins. Þau gögn sem sérstaklega var óskað eftir hafi að mati ráðuneytisins verið hluti af þeim gögnum sem almennt var óskað eftir og hafi ráðuneytið því lagt sama mat á gögnin, óháð því hvort þau vörðuðu c-lið 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins sérstaklega. Eftir skoðun á öllum fyrirliggjandi gögnum hafi afstaða ráðuneytisins verið sú sem fram komi í ákvörðuninni, dags. 25. febrúar 2020. Þau gögn sem séu fyrirliggjandi í ráðuneytinu séu ýmist gögn sem unnin hafi verið eða aflað hafi verið á vettvangi stýrinefndar um afnám fjármagnshafta og teljist vinnugögn eða gögn sem lögð hafi verið fyrir ráðherranefnd um efnahagsmál eða ríkisstjórn Íslands. Gögnin séu því undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. og 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Sum vinnugögn stýrinefndarinnar séu jafnframt undanþegin upplýsingarétti af öðrum ástæðum eins og fram hafi komið í ákvörðun ráðuneytisins frá 25. febrúar 2020. Það eigi við um gögn vegna samskipta við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga auk þess sem í gögnunum komi fram upplýsingar sem varði fjárhagslega hagsmuni einkaaðila, sem séu undanþegnar upplýsingarétti sbr. 9. gr. sömu laga.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins segir jafnframt að þegar beiðni kæranda um frekari gögn hafi borist þann 11. mars 2020 hafi ráðuneytið tekið aftur til skoðunar gögnin sem beinlínis varði c-lið 1. mgr. 27. gr. umrædds lagafrumvarps. Niðurstaða þeirrar skoðunar hafi leitt til sömu niðurstöðu og áður, þ.e. að gögnin væru talin undanþegin upplýsingarétti. Um sé að ræða vinnugögn stýrinefndarinnar og minnisblað til ríkisstjórnarinnar. Í svari ráðuneytisins frá 24. mars 2020 hafi raunar mátt taka fram með skýrari hætti að gögnin séu bæði undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. sömu laga.<br /> <br /> Hvað varðar fullyrðingu kæranda um að engar upplýsingar sé að finna í gögnum málsins um tilurð c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins bendir ráðuneytið á að um tilurð c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins sé fjallað á nokkrum stöðum í frumvarpinu. Þá er kæranda bent á hvar umfjöllunina sé að finna. Að mati ráðuneytisins sé það því ekki rétt að í vinnugögnum komi fram upplýsingar sem ekki komi annars staðar fram, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Ráðuneytið mótmælir því að gögnin geymi endanlega ákvörðun um efni frumvarpsdraganna. Bent er á að endanleg ákvörðun um framlagningu lagafrumvarpsins á Alþingi sé í höndum ríkisstjórnar, þingflokka stjórnarflokkanna og forseta Íslands og endanleg ákvörðun um afgreiðslu þess sem laga sé verkefni Alþingis.<br /> <br /> Hvað varðar rétt kæranda til aðgangs að tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum á þeim forsendum að um sé að ræða gögn sem hafi verið afhent öðrum og teljist því ekki til vinnugagna tekur ráðuneytið fram að samhæfing áætlunar um losun fjármagnshafta hafi farið fram á vettvangi stýrinefndar um afnám fjármagnshafta. Þeir sérfræðingar sem unnið hafi að málinu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Seðlabankanum hafi sinnt verkefnum í umboði ráðherra, ráðuneytisstjóra eða seðlabankastjóra, sem allir hafi átt sæti í stýrinefndinni. Mótun allra þátta í áætlunum stjórnvalda um losun fjármagnshafta hafi farið fram á vettvangi nefndarinnar sem fundaði eftir því sem tilefni var til og fór yfir ýmis gögn sem vörðuðu losunarferlið. Mótun lagafrumvarpsins sem varð að lögum nr. 37/2016 hafi þar verið engin undantekning eins og sjáist af fundargerðum stýrinefndarinnar. Allar stærri ákvarðanir um framgang áætlunarinnar hafi jafnframt verið teknar fyrir á sameiginlegum fundum stýrinefndarinnar og ráðherranefndar um efnahagsmál. <br /> <br /> Stýrinefndin hafi verið sett á fót með formlegri ákvörðun og haft fastmótað hlutverk í skilningi 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Í almennum athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segi meðal annars um 8. gr. frumvarpsins að ákvæðinu sé ætlað að endurspegla vinnulag hjá stjórnvöldum, ekki síst innan Stjórnarráðs Íslands, þar sem unnið sé að úrlausn mála í samvinnu milli ráðuneyta og stofnana. Með 3. tölul. ákvæðisins sé því opnað á samstarf milli stjórnvalda og samstarf lögbundinna stjórnvalda við nefndir eða starfshópa sem stjórnvöld hafi sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki. Ákvæðið verði því ekki skýrt með jafn þröngum hætti og kærandi kjósi að gera. Það að umræddir sérfræðingar hafi í einhverjum tilvikum sent á milli sín gögn í tölvupósti við vinnslu málsins geti því ekki talist afhending á gögnum til annarra í skilningi 2. tölul. 2. máls. 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. tölul. sömu greinar. Jafnframt hafnar ráðuneytið fullyrðingum kæranda um að ákvæði c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins hafi ólíklega verið bætt við drögin fyrir tilstilli stýrinefndarinnar, með vísan til framangreinds.<br /> <br /> Að lokum segir í umsögn ráðuneytisins að tekið hafi verið til skoðunar hvort forsendur væru til að veita aukinn aðgang að gögnum skv. 11. gr. upplýsingalaga. Í báðum tilvikum hafi það verið mat ráðuneytisins að ekki væru forsendur til þess. Skýrist það einkum af því að í gögnunum séu ýmsar upplýsingar sem taldar hafi verið markaðslega viðkvæmar á þeim tíma sem unnið hafi verið að undirbúningi lagafrumvarpsins en einnig af því að enn hafi ekki allir aflandskrónueigendur losað sínar eignir. Varðandi beiðni um aðgang að dagbókarfærslum fylgdi umsögninni útprentun af yfirlitum um þau mál í málaskrá ráðuneytisins sem um ræðir.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 21. apríl 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 21. apríl 2020, segir að í vinnugögnum um tilurð c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins komi vissulega fram upplýsingar sem ekki komi fram annars staðar, sbr. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir fullyrðingar ráðuneytisins. Eins og fram komi í skýringu við c-lið 27. gr. frumvarpsins sé lagt til að Seðlabankanum verði heimilt að synja um staðfestingu ef tilgangur ráðstöfunar sem liggi að baki arðgreiðslu virðist vera sá að sniðganga takmarkanir á lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Hins vegar sé þar ekki að finna frekari upplýsingar um nauðsyn á lögfestingu ákvæðisins eða hvaða ástæður hafi legið að baki því að lagaheimildin var lögfest. Markmiðið með innleiðingu framangreinds ákvæðis hljóti að vera að veita Seðlabankanum rýmri heimildir til þess að sinna því hlutverki sínu að hafa eftirlit með lögum um gjaldeyrismál, rannsaka brot gegn ákvæðum þeirra og eftir atvikum leggja á einstaklinga og lögaðila stjórnvaldssektir vegna brota á ákvörðunum þeirra. Ákvæðið veiti Seðlabankanum nýja heimild til þess að líta á heildarsamhengi viðskipta til þess að komast að niðurstöðu um efni þeirra.<br /> <br /> Innleiðing ákvæðisins veki upp þá spurningu hvort Seðlabankinn hafi talið heimildina ekki vera fyrir hendi áður en hún var lögfest með lögum nr. 37/2016. Engar upplýsingar sé að finna um það í skýringum við framangreint ákvæði frumvarpsins. Seðlabankinn hafi rannsakað meint brot gegn lögum um gjaldeyrismál í fjölda viðskipta og beitt viðurlögum í sumum þeirra. Fyrir lögfestingu ákvæðis c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins hafi Seðlabankanum því verið óheimilt að beita viðurlögum samkvæmt gjaldeyrislögum nema viðskiptin féllu undir verknaðarlýsingu einhvers af þágildandi ákvæðum gjaldeyrislaga. Ljóst sé að upplýsingar um það hvort Seðlabankinn hafi talið sig skorta rýmri heimild til að sinna eftirlitshlutverki sínu skipti miklu fyrir alla aðila sem sætt hafi rannsókn Seðlabankans vegna meintra brota gegn gjaldeyrislögum, fyrir setningu laga nr. 37/2016. Því telji undirritaður að hann eigi rétt á aðgangi að öllum gögnum er varði tilurð c-liðar 1. mgr. 27. gr. frumvarpsins enda falli þau undir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Sé ekki fallist á framangreint óski kærandi eftir ríkari aðgangi að upplýsingunum á grundvelli heimildar í 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða samningu frumvarps er varð að lögum nr. 37/2016. Kæranda var veittur aðgangur að hluta umbeðinna gagna en synjað um meirihluta gagnanna. <br /> <br /> Ráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða:<br /> <br /> 1. Drögum að frumvarpi til laga.<br /> 2. Tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum.<br /> 3. Tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.<br /> 4. Glærukynningu sem notuð var til að kynna málið fyrir starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.<br /> 5. Minnisblöðum um afmörkun aflandskrónumengisins.<br /> 6. Skipunarbréfum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 7. Fundarboðum á fundi í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 8. Fundargerðum af fundum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 9. Samskiptum við Davíð Þór Björgvinsson vegna álitsbeiðni.<br /> 10. Samskiptum við Jóhannes Karl Sveinsson vegna álitsbeiðni.<br /> <br /> Þá taldi ráðuneytið samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga auk þess sem í minniblöðum væru ýmsar upplýsingar um afmörkun aflandskrónumengisins sem undanþegnar væru upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem í þeim kæmu fram upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni fyrirtækja. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli skuli leyst úr máli. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar.<br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felist það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk afhent þau gögn sem deilt er um og hefur yfirfarið þau með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í fyrsta lagi er kæranda synjað um „drög að frumvarpi til laga.“ Í gögnum málsins liggja fyrir drög að frumvarpi til laga um meðferð aflalandskrónueigna, dags. 11. febrúar 2020, sem send voru Davíð Þór Björgvinssyni en honum var falið að leggja mat á efni tiltekinna ákvæða draganna. Fallast má á það að drög að frumvarpi séu eðli málsins samkvæmt undirbúningsgögn sem felld verða undir 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Eins og hér stendur á hafa drögin aftur á móti verið send sjálfstæðum verktaka til yfirlestrar. Af því leiðir að gagnið telst ekki lengur vera vinnugagn, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, og verður það þegar af þeirri ástæðu ekki fellt undir undanþáguákvæði 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar standa önnur ákvæði upplýsingalaga því ekki í vegi að almenningur fái aðgang að gögnunum. Verður því fjármála- og efnahagsráðuneytinu gert að afhenda kæranda drögin. <br /> <h2>3. </h2> Í öðru lagi er kæranda synjað um aðgang að tölvupóstssamskiptum við starfsmenn Seðlabanka Íslands ásamt minnisblöðum. Sem fyrr segir teljast gögn ekki lengur til vinnugagna þegar þau hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. teljast gögn sem unnin eru af nefndum eða starfshópum sem aðilar skv. I. kafla hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki, hins vegar til vinnugagna enda fullnægi þau að öðru leyti skilyrðum 1. mgr. og samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. gildir það sama um gögn sem send eru milli aðila skv. 2. tölul. og annarra aðila skv. I. kafla þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti. Í málinu liggur fyrir að seðlabankastjóri átti sæti í stýrihópnum sem og ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsmálaráðuneytisins en tölvupóstssamskiptin eru á milli starfsmanna þess ráðuneytis og Seðlabankans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að tölvupóstarnir sem synjað var um aðgang að hafi verið sendir á milli starfsmanna þessara stofnana í umboði yfirmanna þeirra sem áttu sæti í starfshópnum, enda ber efni þeirra með sér að þau hafi verið vegna starfa stýrihópsins. Þá fellst úrskurðarnefndin á að um sé að ræða gögn sem felld verði undir 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem vinnugögn. Þar af leiðandi var ráðuneytinu heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna.<br /> <h2>4. </h2> Í þriðja og fjórða lagi er kæranda synjað um tölvupóstssamskipti starfsmanna stýrihópsins við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og um glærukynningu sem notuð var til að kynna málið fyrir starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Eins og áður segir teljast gögn ekki lengur vinnugögn þegar þau hafa verið afhent utanaðkomandi aðilum nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Hér er um að ræða gögn sem urðu til í samskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þegar af þeirri ástæðu teljast gögnin ekki vera vinnugögn. <br /> <br /> Ráðneytið byggði synjun sína einnig á því að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt:<br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Sjá hér til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli A-27/1997. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Enda væri skilyrðið um almannahagsmuni þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Gögnin geyma að mestu leyti tillögur, skoðanaskipti, framsetningu á valkostum og mat á þeim. Það er því mat nefndarinnar að gögnin séu í eðli sínu undirbúningsgögn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það að almannahagsmunir standi til þess að unnt sé að eiga frjáls skoðanaskipti um mótun tillagna við alþjóðastofnanir án þess að þau samskipti verði gerð opinber. Hefur úrskurðarnefndin þá jafnframt litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum við ákvæði 10. gr. um að gæta skuli varfærni við skýringu ákvæðisins með hliðsjón af þeim veigamiklu hagsmunum sem eru í húfi. Það er því mat nefndarinnar að ráðuneytinu hafi verið heimilt að undanþiggja gögnin upplýsingarétti með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>5. </h2> Í fimmta lagi var kæranda synjað um minnisblað um afmörkun aflandskrónumengisins, ódagsett. Í þeim gögnum sem afhent voru úrskurðarnefndinni er að finna drög að slíku minnisblaði sem fylgiskjal með tölvupóstum sem meðlimir í stýrinefndinni senda sín á milli en auk þess var það sent Davíð Þór Björgvinssyni með tölvupósti, dags. 12. apríl 2016. Minnisblaðið er skýrlega merkt þannig að um sé að ræða drög auk þess sem það er merkt „trúnaðarmál“. Eins og áður hefur komið fram getur minnisblaðið ekki verið vinnugagn þar sem það var sent utaðaðkomandi aðila, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirfór gagnið með hliðsjón af því hvort takmarka ætti aðgang að því á grundvelli annarra undanþáguákvæða laganna, einkum 9. gr. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða upplýsingar sem bera með sér að hafa verið teknar saman til þess að meta stærð þess mengis sem fellt yrði undir gildissvið frumvarps til laga um stöðugleikareikninga. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að almenn umfjöllun í minnisblaðinu sé ekki þess eðlis að efni hennar teljist vera viðkvæmar upplýsingar sem lúta skuli trúnaði með vísan til þeirra hagsmuna sem framangreindum undanþáguákvæðum er ætlað að vernda. Það er hins vegar mat nefndarinnar að afmá beri upplýsingar sem koma fram á töflum undir umföllunum um einstaka liði 1. tölul. 3. gr. frumvarps til laga um stöðugleikareikninga, með vísan til 9. gr. og 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>6. </h2> Í sjötta lagi er kæranda synjað um skipunarbréf í stýrinefnd um losun fjármagnshafta. Ljóst er að ekki er um að ræða undirbúningsgögn heldur geyma bréfin ákvörðun um skipun tiltekins aðila. Því verða skipunarbréfin ekki felld undir 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að gögnin verði ekki undanþegin upplýsingarétti á grundvelli annarra undanþáguákvæða upplýsingalaga. Verður því ráðuneytinu gert að afhenda kæranda skipunarbréfin. <br /> <h2>7. </h2> Í sjöunda lagi var kæranda synjað um aðgang að fundarboðum á fundi í stýrinefnd um losun fjármagnshafta. Fundarboðin eru ekki á meðal þeirra gagna sem afhent voru úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hins vegar er einsýnt að fundarboð verða ekki talin vera efni sínu samkvæmt til undirbúnings ákvörðunar heldur er um að ræða ákvörðun um að halda skuli fund. Þar af leiðandi verða þau ekki undanþegin aðgangi á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Var synjun ráðuneytisins því ekki byggð á réttum lagagrundvelli. Þar sem fundarboðin eru ekki á meðal gagna málsins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að leggja mat á hvort í þeim komi fram upplýsingar sem undanþegnar verða upplýsingarétti á grundvelli annarra ákvæða laganna. Verður því ekki hjá því komist að vísa þessum hluta beiðninnar aftur til ráðuneytisins til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu. <br /> <h2>8. </h2> Í áttunda lagi var kæranda synjað um aðgang að fundargerðum af fundum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í fyrri úrskurðum lagt til grundvallar að fundargerðir geti uppfyllt það skilyrði að teljast vinnugögn, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 894/2020 og 716/2018. Af 8. gr. upplýsingalaga leiðir að við mat á því hvort gagn teljist vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. laganna skal einkum litið til þess í hvaða skyni gagnið var útbúið og hvers efnis það er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni fundargerðanna en þar eru skráðar umræður stjórnar um ýmis málefni félagsins. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmist efni fundargerðanna að mestu vinnugagnahugtaki 8. gr. upplýsingalaga, sem ráðuneytinu er heimilt að undanþiggja upplýsingarétti með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna. Í samræmi við þetta liggur það fyrir nefndinni að leggja mat á hvort ráðuneytinu sé skylt að veita kæranda aðgang að upplýsingum sem fram koma í fundargerðunum með vísan til 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 3. mgr. 8. gr. segir að þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. beri að afhenda vinnugögn ef:<br /> <br /> 1. þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,<br /> 2. þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá samkvæmt 1. mgr. 27. gr.,<br /> 3. þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,<br /> 4. þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 8. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Þrátt fyrir að stjórnvald, eða lögaðili sem fellur undir gildissvið laga þessara, kunni að hafa útbúið tiltekið gagn í eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er í 3. mgr. 8. gr. lagt til að aðgang beri að veita að gögnum sem annars teldust innri vinnuskjöl stjórnvalds í fjórum tilvikum. Í fyrsta lagi þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls. Þetta getur til að mynda átt við þegar stjórnsýslunefnd afgreiðir mál með vísun til minnisblaðs sem lagt hefur verið fyrir fund. Í öðru lagi er tekið fram í 2. tölul. 3. mgr. 8. gr. að undantekningin taki ekki til upplýsinga sem stjórnvaldi var skylt að skrá skv. 27. gr. laganna. Í 3. tölul. málsgreinarinnar kemur fram að veita skuli aðgang að vinnuskjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tölul. 3. mgr. er að finna í stjórnsýslulögum. Að síðustu er svo lagt til í 4. tölul. 3. mgr. 8. gr. að veita beri aðgang að vinnuskjölum ef þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Ef stjórnvald hefur tekið saman slíkar upplýsingar verður að telja mikilvægt að almenningur geti átt rétt á að kynna sér þær, enda skipta slíkar upplýsingar oft miklu um verklag stjórnvalds og grundvöll að töku einstakra ákvarðana.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið fundargerðirnar með hliðsjón af framangreindu. Er það mat nefndarinnar að í þeim sé ekki að finna upplýsingar sem felldar verða undir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Var því ráðuneytinu heimilt að synja kæranda um aðgang að fundargerðunum í heild sinni með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>9.</h2> Í níunda og tíunda lagi synjaði ráðuneytið kæranda um aðgang að samskiptum við Davíð Þór Björgvinsson, dags. 12. apríl 2016, 19. apríl 2016, 22. apríl 2016, 25. apríl 2016, 6. maí 2016, 9. maí 2016, 17. maí 2016 og 18. maí 2016 ásamt fylgigögnum, og við Jóhannes Karl Sveinsson, dags. 6. maí 2016 og 9. maí 2016, vegna álitsbeiðna og ráðgjafar þeirra við samningu frumvarpsins. <br /> <br /> Um er að ræða samskipti við utanaðkomandi verktaka og eins og áður hefur komið fram verða slík gögn ekki felld undir 8. gr. upplýsingalaga og þar af leiðandi ekki undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. <br /> <br /> Í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 var gert ráð fyrir því að gögn sem ráðherra aflar frá sérfróðum aðilum vegna undirbúnings lagafrumvarpa, yrðu undanþegin upplýsingarétti og var ákvæðið í 4. tölul. 6. gr. Ákvæðið var aftur á móti fellt brott við meðferð frumvarpsins á Alþingi. <br /> <br /> Í nefndaráliti meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem lagði til að ákvæðið yrði fellt brott segir eftirfarandi: <br /> <br /> Í 4. tölul. greinarinnar er lagt til að gögn sem ráðherra aflar frá sérfróðum aðilum vegna undirbúnings lagafrumvarpa verði undanþegin upplýsingarétti. Fyrir nefndinni komu fram ábendingar um að sömu hagsmunir og ákvæðið verndar virðast nægjanlega verndaðir með 1. tölul. 6. gr. og 10. gr. frumvarpsins. Þar er um að ræða gögn sem tekin hafa verið saman fyrir ríkisstjórnar- og ráðherrafundi og gögn sem heimilt er að undanþiggja aðgangi almennings og varða mikilvæga almannahagsmuni. Meiri hlutinn tekur undir þau sjónarmið sem komu fram um að það væri vandséð hvers vegna eigi að hafa sérstakt undantekningarákvæði um ráðgjöf utanaðkomandi sérfræðinga en ekki önnur gögn vegna undirbúnings lagafrumvarpa, svo sem gögn er tengjast undirbúningi fjárlaga og send eru á milli stjórnvalda. Meiri hlutinn leggur því til að 4. tölul. 6. gr. falli brott […]. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál koma hvorki fram í tölvupóstssamskiptunum né í fylgigögnum með þeim viðkvæmar upplýsingar sem felldar verða undir önnur undanþáguákvæði laganna. Sjá þó umfjöllun um minnisblað um afmörkun aflandskrónumengisins í kafla 5 þessa úrskurðar. Það er því mat nefndarinnar að ráðuneytinu sé skylt að veita kæranda aðgang að samskiptunum og fylgigögnum með þeim, að undanskildum þeim upplýsingum sem nefndin telur rétt að undanþiggja í fyrrnefndu minnisblaði um afmörkun aflandskrónumengisins. <br /> <h2>10. </h2> Kæranda var einnig synjað um eftirfarandi gögn á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga:<br /> <br /> 1. Minnisblað um málið til ráðherrafundar um efnahagsmál.<br /> 2. Minnisblað til ríkisstjórnar Íslands, ásamt frumvarpi til laga um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og öðrum þeim gögnum sem fylgja stjórnarfrumvörpum þegar þau eru lögð fram á ríkisstjórnarfundi<br /> 3. Önnur skjöl sem varða framlagningu málsins á Alþingi.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir:<br /> <br /> „Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.“<br /> <br /> Minnisblöð til ráðherranefndar um efnahagsmál, dags. 18.október 2013 og 12. maí 2016, og minnisblað til ríkisstjórnar Íslands, dags. 19. maí 2016, ásamt fylgigögnum bera það skýrlega með sér að hafa verið lögð fyrir ráðherranefnd. Samkvæmt skýru orðalagi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er fjármála- og efnahagsráðuneytinu því heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum óháð efni þeirra en það er mat ráðuneytisins að ekki sé ástæða til að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í málinu liggja einnig fyrir tölvupóstssamskipti á milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og forsætisráðuneytisins, dags. 17. maí 2016, auk frumvarpsdraganna, með athugasemdum frá starfsmanni forsætisráðuneytisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vekur athygli á því að í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 var gert ráð fyrir því að gögn vegna ráðgjafar sem ráðuneyti aflar hjá öðru ráðuneyti teldust vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., enda fullnægðu þau að öðru leyti skilyrðum 1. mgr. 8. gr. um vinnugögn, sbr. 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. frumvarpsins. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 140/2012 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Nauðsynlegt þykir að kveða á um slíka reglu í lögum til að stuðla að virku samstarfi milli ráðuneyta og stjórnvalda sem heyra undir yfirstjórn þeirra svo nýta megi með sem virkustum hætti þá sérþekkingu sem til staðar er á hverjum stað. Rökin að baki 4. tölul. eru að mestu þau sömu og búa að baki 2. og 3. tölul., enda er hætt við að samstarf þeirra stjórnvalda sem um ræðir mundi ekki ná tilgangi sínum nyti þessarar undantekningar ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið var fellt á brott í meðförum þingsins. Í nefndaráliti meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kemur eftirfarandi fram: <br /> <br /> „Nefndin fjallaði einnig um 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. en þar er lagt til að einnig teljist til vinnugagna gögn vegna ráðgjafar sem ráðuneyti aflar hjá öðru ráðuneyti eða stjórnvaldi sem heyrir undir yfirstjórn þess. Fyrir nefndinni komu fram sjónarmið um að á þessum tölulið væri sá galli að hann vinni að nokkru marki gegn því markmiði 2. og 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. að þrýsta á að samvinna stjórnvalda sé almennt séð formföst og fastmótuð. Í greinargerð koma fram þær röksemdir að nauðsynlegt þyki að kveða á um slíka reglu í lögum til að stuðla að virku samstarfi milli ráðuneyta og stjórnvalda sem heyra undir yfirstjórn þeirra svo nýta megi með sem virkustum hætti þá sérþekkingu sem til staðar er á hverjum stað. Rökin séu að mestu þau sömu og búi að baki 2. og 3. tölul. enda hætt við að samstarf þeirra stjórnvalda mundi ekki ná tilgangi sínum nyti þessarar undantekningar ekki við. Meiri hlutinn fellst ekki á þau sjónarmið og telur að með 4. tölul. málsgreinarinnar sé verið að þrengja um of að rétti almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnsýslunni frá gildandi rétti og að það sé í reynd ekki í anda frumvarpsins. Meiri hlutinn tekur fram nauðsyn þess að samvinna stjórnvalda sé formföst og rekjanleg og telur að með öðrum takmörkunum sem lagðar eru til í frumvarpinu á upplýsingarétti almennings séu starfsskilyrði stjórnvalda nægjanlega tryggð og leggur því til að 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. falli brott.“<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að tölvupóstssamskiptin ásamt frumvarpsdrögunum verði ekki felld undir undanþágu 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn. Af gögnum málsins og skýringum ráðuneytisins verður ekki ráðið að téð gögn hafi verið tekin sérstaklega saman fyrir þá fundi sem ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur til. Þar sem önnur ákvæði upplýsingalaga standa afhendingu gagnanna ekki í vegi verður fjármála- og efnahagsráðuneytinu gert skylt að veita kæranda aðgang að tölvupóstssamskiptum ráðuneytisins við forsætisráðuneytið, dags. 17. maí 2016. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Fjármála- og efnahagsráðuneytinu ber að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Drögum að frumvarpi til laga um meðferð aflalandskrónueigna, dags. 11. febrúar 2020. <br /> 2. Minnisblaði um afmörkun aflandskrónumengisins. Þó ber ráðuneytinu að afmá upplýsingar sem koma fram í minnisblaðinu í töflum undir umfjöllun um einstaka liði 1. tölul. 3. gr. frumvarps til laga um stöðugleikareikninga.<br /> 3. Skipunarbréfum í stýrinefnd um losun fjármagnshafta.<br /> 4. Samskiptum við Davíð Þór Björgvinsson vegna álitsbeiðni.<br /> 5. Samskiptum við Jóhannes Karl Sveinsson vegna álitsbeiðni.<br /> 6. Tölvupóstssamskiptum við starfsmann forsætisráðuneytis, dags. 17. maí 2016, ásamt fylgigagni. <br /> <br /> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 25. febrúar 2020, um synjun beiðni kæranda um aðgang að fundarboði á fundi stýrinefndar um losun fjármagnshafta er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. <br /> <br /> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 25. febrúar 2020, er staðfest að öðru leyti. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
951/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að gögnum sem varða ríkisaðstoðarmál sem var til meðferðar hjá eftirlitsstofnun EFTA. Synjunin byggðist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Við mat á því hvort umrædd gögn yrðu felld undir undanþáguna horfði úrskurðarnefndin m.a. til þess að málinu var ekki lokið af hálfu ESA og þannig væri ekki útilokað að afhending gagnanna gæti valdið tjóni. Var ákvörðun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 951/2020 í máli ÚNU 20060004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. júní 2020, kærði Helga M. Óttarsdóttir lögmaður, f.h. Símans hf., ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 22. maí 2020, þar sem beiðni kæranda um aðgang gögnum var synjað.<br /> <br /> Með erindi til utanríkisráðuneytisins, dags. 29. apríl 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum varðandi mál 84368 sem er til meðferðar hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ákvörðun ESA nr. 86/19/COL). Vísað er til þess að frá því ákvörðun ESA hafi verið tekin í desember 2019 hafi stofnunin verið í samskiptum við íslensk stjórnvöld og m.a. hafi stofnuninni borist bréf íslenskra stjórnvalda, dags. 5. mars. 2020. Því óski kærandi eftir afriti af öllum samskiptum stjórnvalda við ESA vegna málsins frá því umrædd ákvörðun ESA var tekin, þ.m.t. bréfs frá 5. mars 2020. Utanríkisráðuneytið framsendi erindið til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þann 20. maí 2020, á grundvelli 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins til kæranda, dags. 22. maí 2020, kemur fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi milligöngu um samskipti stjórnvalda og ESA í málum sem varði ætlaða ríkisaðstoð og hafi jafnframt samræmingar- og leiðbeiningarhlutverk gagnvart öðrum stjórnvöldum í málaflokknum. Þá segir að þau samskipti sem um ræði falli undir 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu sé heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Meðal markmiða ákvæðisins sé að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum íslenskra stjórnvalda við fjölþjóðlegar stofnanir. <br /> <br /> Ráðuneytið telur að það gæti spillt samskiptum við ESA í ríkisaðstoðarmálum, ef aðgangur verður veittur að umbeðnum upplýsingum, einkum á meðan ESA hefur ekki lokið umfjöllun sinni. Í því sambandi sé jafnframt horft til ákvæða í reglum ESA um aðgang að gögnum, sbr. einkum 2. mgr. 4. gr. Þess utan sé í gögnunum að finna upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Gagnaveitu Reykjavíkur, sem óheimilt sé að veita aðgang að skv. 9. gr. upplýsingarlaga. Með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga sé beiðninni því hafnað, að frátöldu minnisblaði til Símans, dags. 27. febrúar 2020, sem kæranda hafi verið látið í té sama dag. ESA hafi verið sent afrit af því með tölvupósti þann 11. mars 2020. Veita verði aðgang að gögnum sem þegar hafi verið afhent og sé minnisblaðið því meðfylgjandi. Ekki séu forsendur til að veita víðtækari aðgang en skylt sé, sbr. 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru er þess krafist að ákvörðun ráðuneytisins um synjun aðgangs að gögnum verði felld úr gildi og kæranda verði veittur aðgangur að öllum samskiptum hérlendra stjórnvalda við ESA frá 5. desember 2019 til 29. apríl 2020 í máli 84368. Til vara er þess krafist að veittur verði aðgangur að öllum gögnum sem varði ekki mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Gagnaveitu Reykjavíkur. Í kæru er forsaga málsins rakin en með erindi, dags. 26. október 2016, sendi kærandi kvörtun til ESA vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar sem hann taldi Gagnaveitu Reykjavíkur hafa notið úr hendi móðurfélagsins, Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir töluverð samskipti, bréfaskipti og fundi kæranda og ESA, auk samskipta ESA og íslenskra stjórnvalda, hafi ESA tekið ákvörðun þann 5. desember 2019 um að opna formlega rannsókn á meintum ríkisstyrkjum Orkuveitu Reykjavíkur til Gagnaveitu Reykjavíkur (ákvörðun ESA nr. 86/19/COL). <br /> <br /> Í rökstuðningi kæranda kemur fram að kærandi sé starfandi á fjarskiptamarkaði, m.a. á mörkuðum fyrir netþjónustu. Þannig selji kærandi viðskiptavinum sínum fjölþættan internetaðgang og lausnir, auk þess að bjóða aðra fjarskiptaþjónustu o.fl. Kærandi sé starfandi á smásölumarkaði sem og heildsölumarkaði í samkeppni við Gagnaveitu Reykjavíkur. Í ljósi þess hversu miklu það varði kæranda að aðilar á markaði njóti ekki sérstakrar fyrirgreiðslu opinberra aðila og að samkeppnisskilyrði séu sambærileg, hafi kærandi sent erindi til ESA vegna meintra ríkisstyrkja til Gagnaveitu Reykjavíkur. Kærandi telji mikilvægt að hann fái aðgang að upplýsingum málsins á grundvelli meginreglna upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum.<br /> <br /> Kærandi hafnar því að 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin enda séu skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt. <br /> <br /> Kærandi segir að ESA hafi þegar fengið umtalsvert magn upplýsinga og gagna í málinu, m.a. frá kæranda. Fyrir liggi frumniðurstaða stofnunarinnar um að Gagnaveita Reykjavíkur hafi þegið ríkisstyrk. Í ákvörðun ESA komi fram nokkuð nákvæmar upplýsingar hvað það varði. Í framhaldi af ákvörðun ESA hafi stofnunin hins vegar verið í samskiptum við hérlend stjórnvöld, en beiðni kæranda um aðgang að gögnum beinist einkum að gögnum frá því tímabili. Ekki verði séð að undir neinum kringumstæðum krefjist almannahagsmunir þess að kæranda verði synjað um aðgang að umbeðnum upplýsingum. Meginþættirnir í málinu liggi fyrir, þ.e. í hverju hinir ólögmætu ríkissyrkir felist, en ekkert bendi til þess að almannahagsmunir krefjist þess að nánari skýringum eða upplýsingum sé haldið leyndum. Þvert á móti séu skýrir hagsmunir kæranda af því að fá umbeðinn aðgang með það fyrir augum að tryggja jafna samkeppnisstöðu aðila á markaði.<br /> <br /> Kærandi bendir á að í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi sú staða verið uppi að upplýsingum í ríkisstyrkjamáli sem var til meðferðar hjá ESA hafi verið synjað á grundvelli sambærilegs ákvæðis í eldri upplýsingalögum en sérstaklega hafi verið tilgreint að það væri „a.m.k. að svo stöddu“, sbr. úrskurð nr. A-376/2011, sjá einnig úrskurð <br /> nr. A-246/2007. Meginmunurinn sé sá að í því máli hafi ESA ekki komist að þeirri frumniðurstöðu að hefja skyldi rannsókn á nánar tilgreindum ólögmætum ríkisstyrkjum, ólíkt því sem eigi við í þessu máli, þar sem meginefni málsins sé þegar opinbert með frummati ESA og opnun formlegrar rannsóknar ríkisstyrkjamáls. Meintir hagsmunir af því að skaða samningshagsmuni séu ekki til staðar, hvað þá að traust í samskiptum við alþjóðastofnun sé sett í hættu. Tilvísun í hinni kærðu ákvörðun til reglna ESA um aðgang að upplýsingum hafi í þessu sambandi enga þýðingu, enda ekki hluti af hérlendum upplýsingalögum sem kveði á um skýran rétt einstaklinga og lögaðila til aðgangs að upplýsingum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 11. júní 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 24. júní 2020, segir að umbeðin gögn varði athugun á meintri ríkisaðstoð og séu því af því tagi sem mikilvægt sé að traust og trúnaður gildi um, sér í lagi á meðan niðurstaða liggi ekki fyrir. Lagt sé til grundvallar af hálfu ráðuneytisins að aðgangur að samskiptum við stofnunina gæti haft neikvæð áhrif á og skaðað samvinnu stjórnvalda og ESA í málaflokknum. Jafnframt sé horft til þess að aðgangur að upplýsingum um fyrirtæki sem komið hafi verið á framfæri við ESA gæti valdið því fyrirtæki eða þeim fyrirtækjum sem um ræði skaða að ófyrirsynju.<br /> <br /> Mikilvægt sé í þágu skilvirkrar meðferðar ríkisaðstoðarmála og að teknu tilliti til efnda- og hollustuskyldu samkvæmt 3. gr. EES samningsins, sbr. lög nr. 2/1993, að unnt sé að veita ESA allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar séu til að meta hvort ráðstöfunin feli í sér ríkisaðstoð í skilningi 61. gr. EES-samningsins og ef svo sé hvort hún samrýmist framkvæmd EES-samningsins. Málsmeðferðarreglur ESA geri ekki ráð fyrir því að upplýsinga sé aflað beint frá viðkomandi fyrirtækjum og þurfi stjórnvöld því að afla þeirra frá meintum móttakendum ríkisaðstoðar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi það hlutverk að koma tilkynningum og upplýsingum stjórnvalda, sem varði ríkisaðstoð, á framfæri við ESA. Ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga byggi á því að nauðsynlegt sé að tryggja gagnkvæmt traust og góð samskipti við fjölþjóðastofnanir. Slík nauðsyn sé til staðar í þessu máli og þessum málaflokki. Það sé grundvallaratriði að gagnkvæmt traust ríki í samvinnu stjórnvalda við stofnunina í málaflokknum, að samskipti við hana séu hreinskilin og með þeim sé öllum upplýsingum komið á framfæri sem varpað geti ljósi á eðli þeirra ráðstafana sem til skoðunar séu. Því trausti og þeirri hreinskilni sem þurfi að vera fyrir hendi væri stefnt í voða ef réttur til aðgangs að upplýsingum næði til samskiptanna. Þau séu því þess eðlis að veigamiklir almannahagsmunir réttlæti að ekki sé veittur aðgangur að þeim.<br /> <br /> Að mati ráðuneytisins, sem sé samhæfingaraðili og tengiliður stjórnvalda við ESA þegar komi að eftirliti með ríkisaðstoð, séu upplýsingar sem óskað sé eftir í máli þessu auk þess með þeim hætti að sjónarmið 9. gr. upplýsingalaga standi gegn því að veittur sé aðgangur að þeim, a.m.k. að hluta til.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins er einnig bent á að í kæru sé því haldið fram að „tilvísun til reglna ESA um aðgang að upplýsingum hafi enga þýðingu“ í tengslum við málið. Sá skilningur stangist á við sjónarmið sem úrskurðarnefndin hafi notast við, t.a.m. í máli nr. 898/2020 frá 2. júní 2020 þar sem horft hafi verið til reglna sem gildi hjá Norrænu ráðherranefndinni um aðgengi að gögnum og í málum nr. 240/2007 og 246/2007 frá 7. febrúar og 14. mars 2007, nr. 376/2011 frá 16. september 2011 og nr. 444/2012 frá 4. október 2012, þar sem litið hafi verið til reglna ESA um aðgang að gögnum. Núverandi reglur ESA um aðgang að skjölum hafi verið settar með ákvörðun 300/12/COL. Þýðing reglna ESA sé augljós þegar metið sé hvort skilyrði viðkomandi undanþágu um mikilvæga almannahagsmuni eigi við. Þannig væri það ekki til þess fallið að varðveita traust milli stofnunar og ríkis, ef synjað væri um aðgang að skjölum sem stofnunin myndi sjálf veita aðgang að.<br /> <br /> Ráðuneytið segir algengt að fyrirtæki óski eftir aðgangi að upplýsingum sem ESA hafi verið látið í té um samkeppnisaðila þeirra, í tengslum við meðferð ríkisaðstoðarmála. Við meðferð slíkra beiðna horfi ráðuneytið til þess hvernig málsmeðferð stofnunarinnar sé háttað m.t.t. gagnsæis og tækifæra þeirra sem telji sig eiga hagsmuna að gæta til að koma á framfæri ábendingum. Aðgangur að samskiptum stjórnvalda við ESA sé ekki meðal þeirra úrræða sem fyrirtækjum sé tryggður telji þau að samkeppnisaðilar njóti ólögmætrar ríkisaðstoðar en réttur fyrirtækja til þess að kynna sér atvik, málsástæður og lagarök í málum sem þessum sé tryggður með öðrum hætti. <br /> <br /> Þá segir einnig að málsmeðferð ESA sem kærandi hafi komið af stað einkennist af gagnsæi gagnvart þeim sem telji sig eiga hagsmuna að gæta. Ákvörðun ESA um að hefja formlega rannsókn í því máli sem um ræðir hafi verið birt á vef ESA fljótlega eftir að hún hafi legið fyrir, verið birt í Stjórnartíðindum ESB og EES-viðbæti þann 6. febrúar 2020 og veittur frestur til að koma athugasemdum á framfæri við ESA. Möguleikar kæranda til að gæta þeirra hagsmuna sem hann vísi til, í kæru til nefndarinnar, hafi því ekki verið fyrir borð bornir að tilstuðlan íslenskra stjórnvalda með synjun um aðgang að upplýsingum. Þau álitamál, lagarök og málsatvik sem séu til skoðunar í tengslum við mat ESA á mögulegri ríkisaðstoð séu nú þegar aðgengileg öllum með birtingu ákvörðunar um opnun formlegrar rannsóknar. Í þeirri ákvörðun komi fram allar grundvallarupplýsingar sem málið varði. Því sé vandséð hvernig frekari aðgangur kæranda að upplýsingum um starfsemi samkeppnisaðila hans myndi „tryggja jafna samkeppnisstöðu aðila á markaði“ svo vitnað sé í kæruna, jafnvel þótt takmörkunum 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga væri ekki fyrir að fara.<br /> <br /> Eftir standi þeir almannahagsmunir sem felist í því að aðilar að ríkisaðstoðarmálum, ESA annars vegar og stjórnvöld hins vegar, geti átt hreinskilin samskipti í þágu skilvirkrar meðferðar ríkisaðstoðarmála í samræmi við hollustuskyldu stjórnvalda og að gagnkvæmt traust ríki, m.a. hvað varði öflun og birtingu upplýsinga. Í málum sem þessum sé upplýsinga aflað af hálfu stjórnvalda frá fyrirtækjum gagngert og í þeim eina tilgangi að gefa ESA færi á að leggja mat á ráðstafanir m.t.t. ríkisaðstoðarreglna EES-samningsins. Það myndi skerða möguleika stjórnvalda til þess að afla og koma á framfæri við ESA upplýsingum við rekstur ríkisaðstoðarmála ef hætt væri við því að samkeppnisaðilar þeirra fyrirtækja sem athuganir ESA lúti að hefðu aðgang að samskiptunum.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 10. júlí 2020, segir að ráðuneytið vísi til þess að samskipti þau sem beðið sé um aðgang að séu „af því tagi að mikilvægt sé að traust og trúnaður gildi um, sér í lagi á meðan niðurstaða liggur ekki fyrir.“ Þá sé að auki lagt til grundvallar að „aðgangur að samskiptum við stofnunina gæti haft neikvæð áhrif á og skaðað samvinnu stjórnvalda og ESA í málaflokknum.“<br /> <br /> Kærandi segir ljóst, með hliðsjón af markmiðum upplýsingalaga, að skýra beri undantekningar frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings þröngt. Þá verði beiðni um upplýsingar ekki synjað með stoð í 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nema aðgangur að upplýsingunum leiði af sér hættu á tjóni á þeim hagsmunum sem njóti verndar samkvæmt ákvæðinu. <br /> <br /> Þegar liggi fyrir ákvörðun ESA frá 5. desember 2019 (nr. 86/19/COL) um að opna formlega rannsókn á meintum ríkisstyrkjum Orkuveitu Reykjavíkur til Gagnaveitu Reykjavíkur. Hafi sú ákvörðun verið birt og hafi frumniðurstaða stofnunarinnar verið sú að Gagnaveita Reykjavíkur hafi notið ólögmætra ríkisstyrkja. Ljóst sé að með birtingu ákvörðunarinnar hafi mikið magn upplýsinga er varði umrætt mál verið gert aðgengilegt.<br /> <br /> Þá segir kærandi að þar sem upplýsingar er varði meginþætti málsins hafi þegar verið birtar, þ.e. upplýsingar um það í hverju hinir ólögmætu ríkisstyrkir felist, verði ekki séð með hvaða hætti almannahagsmunir krefjist þess að umbeðnum upplýsingum verði haldið leyndum. Þrátt fyrir að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir telji kærandi þannig að þau sjónarmið sem ráðuneytið byggi á í umsögn sinni eigi ekki við vegna þess hve mikið magn upplýsinga hafi þegar verið gert aðgengilegt með frumákvörðun ESA í málinu. Af þeim sökum sé erfitt að sjá að hvaða leyti mikilvægt sé að umræddum gögnum sé haldið leyndum.<br /> <br /> Þá verði að auki, í samræmi við framangreint, á engan hátt séð hvernig það gæti skaðað samskipti við ESA að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum. Traust ESA á íslenskum stjórnvöldum myndi þannig tæplega glatast verði kæranda veittur aðgangur að upplýsingunum á grundvelli hérlendra upplýsingalaga eða stofnunin setja sig upp á móti því að aðgangur yrði veittur að þeim, sérstaklega í ljósi þess að ESA hafi sjálf með ákvörðun sinni veitt aðgang að miklu magni upplýsinga er varði umrætt mál. Því sé vandséð að hagsmunir almennings krefjist þess á nokkurn hátt að nánari skýringum, samskiptum eða upplýsingum verði haldið leyndum. <br /> <br /> Varðandi vísun ráðuneytisins til þess að þýðing reglna ESA um aðgang að gögnum sé augljós við mat á því hvort skilyrði undanþágu 2. tölul. 10. gr. séu uppfyllt segir kærandi að reglurnar taki aðeins til ESA en ekki hérlendra stjórnvalda og fari aðgangur almennings að upplýsingum frá stjórnvöldum hér á landi því eftir upplýsingalögum en ekki umræddum reglum. Þau sjónarmið séu raunar sérstaklega áréttuð í nokkrum af þeim úrskurðum sem ráðuneytið vísi sjálft til, til að mynda í úrskurði nr. 240/2007. Kærandi segir ljóst að reglurnar girði á engan hátt fyrir rétt almennings til upplýsinga frá hérlendum stjórnvöldum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá segir að verði hluti upplýsinganna talinn falla undir 9. gr. upplýsingalaga sé þess þá krafist að veittur verði aðgangur að öllum gögnum sem ekki varði slíka hagsmuni. <br /> <br /> Kæranda virðist sem ráðuneytið líti svo á að samskipti stjórnvalda og ESA séu í öllum tilvikum undanskilin upplýsingarétti án tillits til þess hvaða hagsmunir búi þar að baki og án þess að mat fari fram á því hvort þær upplýsingar sem beðið sé um aðgang að séu þess eðlis að takmarka þurfi aðgang að þeim. Slík sjónarmið fari í bága við meginreglur upplýsingalaga um að almenningur eigi almennt rétt á aðgangi að fyrirliggjandi gögnum nema einhver þeirra undanþága sem tilteknar séu í lögunum eigi við, en það þurfi að meta í hverju einstöku máli.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að samskiptum íslenskra stjórnvalda og eftirlitsstofnunar EFTA, frá 5. desember 2019 til 29. apríl 2020, vegna tiltekins ríkisaðstoðarmáls sem er til athugunar hjá ESA.<br /> <br /> Ákvörðun ráðuneytisins er reist á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt:<br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist, sjá hér til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli A-27/1997 og <br /> A-240/2007. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-326/2009, 770/2018 og 898/2020. Enda væri skilyrðið um almannahagsmuni þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Um er að ræða bréf og tölvupóstsamskipti á milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og ESA, frá tímabilinu 5. desember 2019 til 11. mars 2020, sem varða athugun ESA á ríkisaðstoðarmáli en gögnin endurspegla hefðbundna aðkomu íslenska ríkisins að slíkum málum. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að það er skilyrði takmörkunar upplýsingaréttar á grundvelli 10. gr. upplýsingalaga að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. <br /> <br /> Við mat á því hvort umrædd gögn verði felld undir undanþágu 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga horfir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til þess að málinu var ekki lokið af hálfu ESA þegar ráðuneytið afgreiddi beiðnina. Þá lítur úrskurðarnefndin einnig til þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum við ákvæði 10. gr. um að gæta skuli varfærni við skýringu ákvæðisins með hliðsjón af þeim veigamiklu hagsmunum sem eru í húfi. Mál sem varða hugsanlega ríkisaðstoð í skilningi 61. gr. EES-samningsins og athuganir ESA á slíkum málum eru í eðli sínu viðkvæm og geta varðað mjög veigamikla hagsmuni, bæði almannahagsmuni og hagsmuni einkaaðila. Jafnframt hefur eðli gagnanna sjálfra jafnframt þýðingu en fyrst og fremst er um að ræða tölvupóstsamskipti sem bera ýmis einkenni vinnugagna. <br /> <br /> Enn fremur telur úrskurðarnefndin þagnarskyldureglur ESA hafa þýðingu við túlkun og beitingu ákvæðis 2. tölul. 10. gr. upplýsingamála að því leyti sem þær lýsa afstöðu stofnunarinnar til afhendingar gagna. Í reglum stofnunarinnar, sem settar voru með ákvörðun 300/12/COL, er almennt gengið út frá því að almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum stofnunarinnar en í 4. gr. ákvörðunarinnar er fjallað um undantekningar frá þeirri meginreglu. Til dæmis ber ESA að synja beiðnum um aðgang að gögnum í málum þegar rannsókn þeirra er yfirstandandi (2. mgr. b 4. gr.) og ef afhending gagna myndi valda tjóni á viðskiptahagsmunum lögaðila (4. mgr. 4. gr.). Þá hefur ESA birt bréf sitt til íslenska ríkisins vegna málsins, dags. 5. desember 2019, á vef stofnunarinnar en þar er um að ræða sérstaka útgáfu bréfsins þar sem trúnaðarupplýsingar hafa verið afmáðar (non-confidential version) og má því ætla að ESA líti svo á að upprunaleg útgáfa bréfsins innihaldi upplýsingar sem séu háðar trúnaði. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur almenningur ríka hagsmuni af því að athugun á ríkisaðstoðarmálum og nauðsynleg samskipti íslenskra stjórnvalda við ESA vegna þeirra geti farið fram í trúnaði og er því fallist á að það með ráðuneytinu að heimilt sé að undanþiggja þau með vísan til 10. gr. upplýsingalaga. Verður því að staðfesta ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samskiptum íslenskra stjórnvalda og ESA, dags. 5. desember 2019 til 29. apríl 2020, vegna athugunar stofnunarinnar í máli 84368. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 22. maí 2020, á beiðni Símans hf. um aðgang að öllum samskiptum íslenskra stjórnvalda við eftirlitsstofnun EFTA frá 5. desember 2019 til 29. apríl 2020 vegna máls 84368 sem er til meðferðar hjá stofnuninni. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
950/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Kærð var afgreiðsla yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum kjörstjórnarinnar í tengslum við forsetakosningar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að óháð því hvort starfsemi yfirkjörstjórna falli undir stjórnsýslu Alþingis eða ekki væri afgreiðsla yfirkjörstjórnar á beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 4. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Varð því að vísa kærunni frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 950/2020 í máli ÚNU 20110001.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 2. nóvember 2020, kærði A töf yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að gerðabók yfirkjörstjórnar við síðustu forsetakosningar, sem fram fóru 27. júní 2020. Óskað er eftir bókunum sem varða undirbúning kosninganna, sem og bókunum á kjördag og einnig bókunum eftir að kjörfundi lauk, á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum kjörstjórnarinnar í tengslum við forsetakosningar en yfirkjörstjórn hafði ekki svarað beiðni kæranda þegar kæra barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Samkvæmt upplýsingalögum tekur valdsvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál til þeirra handhafa opinbers valds sem heyra undir framkvæmdarvaldið skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar en ekki til löggjafarvalds eða dómsvalds.<br /> <br /> Yfirkjörstjórn við forsetakosningar er kosin af Alþingi, sbr. 2. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, sbr. 13. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Því er ekki um að ræða stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með lögum nr. 72/2019 sem tóku gildi þann 11. júní 2019 var gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 víkkað á þann hátt að lögin taki einnig til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. Ákvæði V.–VII. kafla upplýsingalaga taka þó ekki til Alþingis eða stofnana þess. Óháð því hvort starfsemi yfirkjörstjórna falli undir stjórnsýslu Alþingis eða ekki felst í þessu að afgreiðsla yfirkjörstjórnar á beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því verður að vísa kærunni frá. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 2. nóvember 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
949/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurða nr. 934/2020, 936/2020 og 941/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 949/2020 í máli ÚNU 20100026. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 934/2020 í máli ÚNU 20070007 og nr. 936/2020 í máli ÚNU 20080002 sem kveðnir voru upp þann 20. október 2020, vísaði úrskurðarnefndin kærum kæranda frá á þeim grundvelli að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 941/2020 í máli nr. ÚNU 20070004, sem kveðinn var upp þann 30. október 2020, vísaði úrskurðarnefndin kæru kæranda frá á þeim grundvelli að ágreiningur um aðgang að þeim gögnum sem synjað var um aðgang að, heyrði ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Með erindi, dags. 3. nóvember 2020, fór kærandi, A, fram á endurupptöku málanna þriggja. Í erindi kæranda kemur fram að í úrskurði nr. 941/2020 í máli nr. ÚNU 20070004, komi fram að fjölskyldusvið Mosfellsbæjar staðfesti að utanríkisráðuneytið og Barnaverndarstofa hafi logið að úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita þeim stjórnvöldum sem beiðnum kæranda var beint að, kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um hvort skilyrði séu til þess að taka aftur upp mál nr. ÚNU 20070007, sem lauk með úrskurði nr. 934/2020, mál ÚNU 20080002, sem lauk með úrskurði nr. 936/2020 og mál ÚNU 20070004, sem lauk með úrskurði nr. 941/2020. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Krafa kæranda um endurupptöku málanna virðist vera á því byggð að niðurstaða þeirra hafi verið byggð á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik sbr. 1. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa engar nýjar upplýsingar komið fram í málunum sem breytt geta niðurstöðum nefndarinnar í þeim. Því eru ekki uppfyllt skilyrði fyrir endurupptöku málanna samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til framangreinds er hafnað beiðni um endurupptöku máls ÚNU 20070007 sem lauk með úrskurði nr. 934/2020, máls ÚNU 20080002, sem lauk með úrskurði nr. 936/2020 og máls ÚNU 20070004, sem lauk með úrskurði nr. 941/2020. <br /> <br /> Kæranda er bent á að honum er unnt að kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 4. gr. laga nr. 85/1997.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Beiðni A, dags. 3. nóvember 2020, um endurupptöku máls ÚNU 20070007, sem lauk með úrskurði nr. 934/2020, máls ÚNU 20080002, sem lauk með úrskurði nr. 936/2020, og máls ÚNU 20070004, sem lauk með úrskurði nr. 941/2020, er hafnað. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
948/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 779/2019 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 948/2020 í máli ÚNU 20100001. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 1. október 2020, óskaði A eftir endurupptöku máls ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019. Í málinu vísaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál frá kæru vegna afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um aðgang að glærum sem starfsmaður Vegagerðarinnar sýndi á erlendri ráðstefnu á þeim grundvelli að umbeðin gögn teldust ekki stafa frá Vegagerðinni. Í beiðni kæranda um endurupptöku málsins kemur fram að hann hafi kvartað yfir úrskurðinum til umboðsmanns Alþingis en vegna anna hjá embættinu hafi dregist að hann skilaði áliti sínu í tilefni af kvörtuninni. Þótt kærandi sé nokkuð viss um að umboðsmaður muni vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til nýrrar meðferðar, þá sé honum farin að lengjast biðin. Því sendi hann til úrskurðarnefndarinnar afrit af bréfi sem umboðsmaður sendi forstjóra Vegagerðarinnar ásamt svarinu sem forstöðumaður lögfræðideildar Vegagerðarinnar sendi til umboðsmanns, en kæranda finnst svar Vegagerðarinnar til umboðsmanns ríma illa við úrskurðarorð úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í ljósi svars Vegagerðarinnar til umboðsmanns Alþingis, dags. 22. nóvember 2019, og þess misræmis sem sé milli þess og úrskurðarorða í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sé óskað eftir því að úrskurðarnefndin taki málið til nýrrar umfjöllunar og meðferðar.<br /> <br /> Í tilefni af kvörtun kæranda ritaði umboðsmaður Alþingis úrskurðarnefndinni bréf, dags. 9. nóvember 2019, þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um hvort nefndin hefði tekið afstöðu til endurupptökubeiðni kæranda og ef svo væri hvort niðurstaða lægi fyrir eða hvenær hennar væri að vænta. Var úrskurðarnefndin jafnframt upplýst um að Vegagerðin hefði sett verklagsreglur um skil á ráðstefnugögnum sem varða Vegagerðina, bæði vegna ráðstefna sem Vegagerðin heldur og erinda starfsfólks Vegagerðarinnar á ráðstefnum annarra. <br /> <br /> Með tölvupósti til Vegagerðarinnar, dags. 13. nóvember 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort afstaða Vegagerðarinnar væri óbreytt um að starfsmaðurinn hefði ekki komið fram á ráðstefnunni sem starfsmaður Vegagerðarinnar heldur hefði hann flutt erindi sitt á ráðstefnunni á eigin vegum. Samdægurs svaraði Vegagerðin því að stofnunin liti svo á að starfsmanninum hefði ekki verið falið að koma fram fyrir hönd Vegagerðarinnar þegar hann sótti umrædda ráðstefnu og flutti þar fyrirlestur. Það hefði því verið hans ákvörðun hvort hann afhenti þriðja aðila kynningarglærur sem hann útbjó og sýndi á ráðstefnunni og voru að hans sögn ekki ætlaðar til dreifingar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu óskar kærandi eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál endurupptaki mál ÚNU 18050022 sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019. <br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku málsins á því að svör Vegagerðarinnar til umboðsmanns Alþingis vegna máls er varðar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019 séu ekki í samræmi niðurstöðu nefndarinnar um að vísa kærunni frá. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Í 2. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölul. 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum þeim sem ákvörðun skv. 2. tölul. 1. mgr. var byggð á, verður beiðni um endurupptöku máls þó ekki tekin til greina, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verður þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.“<br /> <br /> Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál var sem fyrr segir kveðinn upp þann 5. apríl 2019. Þegar kærandi óskaði eftir endurupptöku málsins þann 1. október 2020, hafði því liðið meira en ár frá því úrskurðurinn var upp kveðinn. Verður því að taka til skoðunar hvort veigamiklar ástæður mæli með því að málið verðið tekið upp aftur. <br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 779/2019 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að glærur sem starfsmaður Vegagerðarinnar hafði sýnt í tengslum við erindi sem hann hélt á erlendri ráðstefnu tilheyrðu ekki starfsemi Vegagerðarinnar og var því kærunni vísað frá nefndinni. Niðurstaðan var byggð á þeim forsendum að umbeðin gögn teldust ekki stafa frá Vegagerðinni enda hefðu þau ekki orðið til í tengslum við starfsemi stofnunarinnar, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Niðurstaðan var fyrst og fremst byggð á þeirri afstöðu Vegagerðarinnar sem fram kom í umsögn stofnunarinnar, dags. 26. júní 2018, að erindi starfsmannsins á ráðstefnunni hefði ekki verið haldið á vegum Vegagerðarinnar heldur hefði starfsmaðurinn haldið erindið að eigin frumkvæði og á eigin vegum. Umbeðin gögn stöfuðu því frá starfsmanninum sjálfum og tilheyrðu honum persónulega. Einnig var litið til þess að gögnin voru ekki vistuð í málskrá Vegagerðarinnar.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur undir höndum svar Vegagerðarinnar til umboðsmanns Alþingis, dags. 22. nóvember 2019, vegna fyrirspurnar umboðsmanns í tengslum við athugun hans á heimildum starfsmanna til að nota heiti og merki stofnunar við flutning erinda á ráðstefnum. Í svari Vegagerðarinnar segir m.a. að engin gögn liggi fyrir um að starfsmanninum hafi verið heimilað að kynna sig með tilteknum hætti, f.h. Vegagerðarinnar, eða til þess að merkja glærur með nafni og merki stofnunarinnar. Ekki hafi verið gefin fyrirmæli til starfsmanna um það að hvaða marki þeim sé heimilt að nýta sér merki og nafn Vegagerðarinnar á glærur eða annað efni sem þeir útbúa þegar þeir halda fyrirlestra á ráðstefnum sem þeir sækja á kostnað Vegagerðarinnar. Ekki sé hægt að fullyrða að starfsmaðurinn hafi mátt ætla annað en að heimilt væri að nota myndefni með merki stofnunarinnar á ráðstefnunni. Vegna fyrirspurnar umboðsmanns um hvort Vegagerðin telji það samrýmast eftirliti hennar með og ábyrgð á því hvernig starfsmenn stofnunarinnar setja fram efni undir merkjum stofnunarinnar að hún geri ekki kröfu til þess að fá afhent eintak af slíku efni til varðveislu í skjalasafni stofnunarinnar, s.s. varðandi möguleika stofnunarinnar á að bregðast við ef álitaefni kunna að rísa síðar um framsetningu og efni þess sem starfsmaður hefur sett fram með þessum hætti, segist Vegagerðin fallast á það að kveða þurfi á um það með ótvíræðum hætti að gögn sem starfsmenn setja fram undir merkjum Vegagerðarinnar skuli í öllum tilvikum vistuð í skjalasafni stofnunarinnar og verði settar verklagsreglur þar um. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur undir höndum afrit af verklagsreglum sem settar voru varðandi ráðstefnugögn í handbók um skjalavistunarkerfi Vegagerðarinnar frá maí 2020. Þar segir að vista beri ráðstefnugögn er varða Vegagerðina, bæði vegna ráðstefna sem Vegagerðin stendur fyrir og vegna erinda starfsfólks Vegagerðarinnar á ráðstefnum annarra. Sem dæmi um skjöl sem ekki þurfi að vista í málaskrá eru m.a. tekin ráðstefnugögn sem ekki tengjast starfsemi Vegagerðarinnar með beinum hætti, nánar tiltekið gögn frá ráðstefnum sem starfsfólk Vegagerðarinnar hefur sótt sér til fræðslu en hefur ekki flutt erindi á eða staðið fyrir, fyrir hönd Vegagerðarinnar. <br /> <br /> Þann 13. nóvember 2020 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hvort staðhæfing stofnunarinnar, um að starfsmaðurinn hafi flutt erindið þar sem glærurnar voru sýndar á eigin vegum á ráðstefnunni, væri óbreytt og sagði stofnunin svo vera. Starfsmanninum hafi ekki verið falið að koma fram fyrir hönd Vegagerðarinnar þegar hann sótti umrædda ráðstefnu og flutti þar fyrirlestur.<br /> <br /> Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Verður því að gera þá kröfu til þess að gagn í vörslum stjórnvalda sé í einhverjum tengslum við þá starfsemi sem fer fram á vegum stjórnvaldsins. Flytji starfsmenn Vegagerðarinnar erindi á vegum stofnunarinnar og fyrir hönd hennar verður því að telja þau gögn sem starfsmaður útbýr í þeim tilgangi tilheyra starfsemi hennar og falla þau því undir upplýsingalög. Annað gildir um gögn sem starfsmaður útbýr í tengslum við erindi sem hann heldur á eigin vegum, óháð því hvort starfsmaðurinn hafi merkt gögnin stjórnvaldinu þar sem hann starfar. Ekki er unnt að líta svo á að gögn stafi frá stjórnvaldi þegar af þeirri ástæðu að starfsmaður merki gögnin stjórnvaldinu heldur þurfa gögnin að hafa orðið til í tengslum við starfsemi stjórnvalds, svo sem þegar starfsmaður heldur erindi á vegum stjórnvaldsins og fyrir hönd þess. Vegagerðin staðhæfir að starfsmaðurinn hafi ekki sýnt glærurnar á vegum stofnunarinnar heldur á eigin vegum og í tengslum við sí- og endurmenntun hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að með þessari niðurstöðu sé ekki tekin afstaða til heimildar starfsmanna til að nota nafn og myndmerki vinnuveitanda við flutning fyrirlestra á eigin vegum enda fellur það utan valdssviðs úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur ekkert komið fram í málinu sem breytir þeim forsendum sem niðurstaða nefndarinnar í úrskurði nr. 779/2019 byggist á. Fær því nefndin ekki séð að veigamikil rök standi til þess að taka mál kæranda upp aftur. Samkvæmt þessu er beiðni kæranda um endurupptöku máls ÚNU 18050022, sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019, hafnað. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Beiðni A, dags. 1. október 2020, um endurupptöku máls ÚNU 18050022, sem lauk þann 5. apríl 2019 með úrskurði nr. 779/2019, er hafnað. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
947/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum félagsins en í svari til kæranda var bent á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar þar sem nálgast mátti fundargerðirnar. Úrskurðarnefndin taldi afgreiðslu Herjólfs vera fullnægjandi með vísan til 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki var um að ræða synjun um aðgang að gögnum var málinu vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 947/2020 í máli ÚNU 20080014. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 17. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf., dags. 12. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að öllum fundargerðum félagsins frá því fundir hófust, með vísan til 5. gr. eigendastefnu félagsins. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda, dags. 12. ágúst 2020, kemur fram að allar fundargerðir séu birtar á vefsíðu sveitarfélagsins sem fari með eigendahlut í félaginu og bent er á slóðina þar sem þær er að finna. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum Herjólfs ohf. en í svari félagsins til kæranda var bent á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar þar sem nálgast má fundargerðirnar. <br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu var Herjólfi ohf. heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að vísa á vefslóð Vestmannaeyjabæjar þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þær, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015, 675/2017, 896/2020 og 914/2020. Þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að gögnum með umbeðnum upplýsingum verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 17. ágúst 2020, vegna afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að fundargerðum félagsins er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
946/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1. Herjólfur svaraði kæranda því að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá félaginu og benti honum á að beina beiðninni til Vegagerðarinnar. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 946/2020 í máli ÚNU 20080012. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 14. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að upplýsingum um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda kom fram að félagið hefði aðeins upplýsingar um farþegatölur tengdar rekstri ferjunnar á siglingu milli Vestmannaeyja og lands. Ef óskað væri eftir upplýsingum um þjóðvegi landsins bæri að vísa erindinu til Vegagerðarinnar sem færi með veghald þjóðvega. Í kæru segir að félaginu beri að veita upplýsingarnar ellegar framsenda erindið á réttan aðila. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1. Herjólfur ohf. svaraði kæranda því að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá félaginu og benti honum á að beina beiðninni til Vegagerðarinnar. <br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umbeðnar upplýsingar séu ekki í vörslum Herjólfs ohf. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Ljóst er að Herjólfur ohf. leiðbeindi kæranda um það hvert beina ætti beiðninni. Úrskurðarnefndin telur að félagið hafi með því uppfyllt leiðbeiningarskyldu sína en ekki verði lögð sambærileg skylda á félagið og stjórnvöld til að framsenda erindi á rétta aðila, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulagalaga nr. 37/1993, enda taka stjórnsýslulög ekki til félagsins. Með hliðsjón af framangreindu verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 14. ágúst 2020, vegna afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um fjölda ökutækja eða farþega sem ferðast um þjóðveg 1, dags. 11. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
945/2020. Úrskurður frá 23. nóvember 2020 | Í málinu var deilt um afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni kæranda um upplýsingar um ábendingu til stofnunarinnar vegna búsetu hans erlendis. Í svörum stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að engin slík ábending væri fyrirliggjandi í málinu enda hefði stofnunin nálgast upplýsingar um búsetu kæranda með eigin eftirliti. Að mati nefndarinnar var ekki um að ræða synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og var málinu vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. nóvember 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 945/2020 í máli ÚNU 20080003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Þann 7. mars 2019 óskaði kærandi eftir upplýsingum um hver hefði tilkynnt um búsetu hans erlendis til Tryggingastofnunar. Í svari stofnunarinnar, dags. 14. mars 2019, segir að kærandi hafi komið upp á eftirlitslista þar sem hann hafi skráð sig inn á „mínar síður“ Tryggingastofnunar erlendis frá. Stofnuninni hefði ekki borist ábending um búsetu kæranda heldur hafi málið komið upp við „innanhússvinnslu“.<br /> <br /> Í kæru segir að skýringar Tryggingastofnunar séu lygi vegna þess að stofnunin hafi áður sagt að kærandi hafi komið upp á eftirlitslista og að hann hafi verið erlendis síðustu 8-9 ár. Ábendingin hafi líklega borist Tryggingastofnun frá systur kæranda í desember 2016.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Tryggingastofnun ríkisins með bréfi, dags. 3. september 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn stofnunarinnar, dags. 1. október 2020, segir að ekki hafi borist nein tilkynning vegna búsetu kæranda til stofnunarinnar heldur hafi verið um innanhússvinnslu hjá eftirliti Tryggingastofnunar að ræða sem hafi uppgötvað misræmi í búsetu hjá kæranda. <br /> <br /> Tryggingastofnun sé falið að annast greiðslur almannatrygginga samkvæmt lögum nr. 100/2007 svo og lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007. Stofnunin hafi auk þess eftirlitsskyldu með því að réttar bætur séu greiddar, sbr. 45. gr. sömu laga. Til þess að stofnuninni sé mögulegt að gegna hlutverki sínu sé stofnuninni nauðsynlegt að hafa aðgang að tilteknum upplýsingum. Umsækjanda og bótaþega sé einnig skylt að veita Tryggingastofnun allar nauðsynlegar upplýsingar til þess að hægt sé að taka ákvörðun um bótarétt, fjárhæð og greiðslu bóta auk þess sem stofnunin hafi víðtækar heimildir til að afla upplýsinga frá öðrum aðilum sbr. 43. gr. almannatryggingalaganna. Þá segi í 2. mgr. 45. gr. sömu laga að heimilt sé að endurskoða bótarétt hvenær sem er og samræma bætur þeim breytingum sem orðið hafi á aðstæðum greiðsluþega. Þrátt fyrir þær víðtæku heimildir sem stofnunin hafi í krafti upplýsinga- og eftirlitsheimilda sinna þá sé meðalhófs gætt við alla öflun upplýsinga og ekki óskað eftir meiri upplýsingum en nauðsynlegar séu.<br /> <br /> Í almannatryggingalögum sé einnig gerð krafa um að Tryggingastofnun sinni virku eftirliti með greiðslum og greiði eingöngu bætur til þeirra sem uppfylli skilyrði laganna um rétt til greiðslu bóta hverju sinni. Stofnunin greiði gríðarlega fjármuni af almannafé í formi bóta og annarra greiðslna, sem nemi tæplega 20% af fjárlögum hvers árs. Það sé því réttmæt krafa löggjafans að markvissu eftirliti sé beitt. Benda megi á að eftirlitskafli almannatryggingalaganna hafi verið styrktur enn frekar með lögum nr. 8/2014, en þar sé m.a. fjallað um heimild og skyldu stofnunarinnar til öflunar upplýsinga vegna eftirlits.<br /> <br /> Varðandi þær upplýsingar sem kærandi óski eftir sé einfaldlega ekki hægt að afhenda gögn í formi tilkynningar sem stofnunin hafi ekki fengið. Það hafi einungis verið virkt eftirlit stofnunarinnar sem hafi leitt í ljós að búseta kæranda væri ekki rétt skráð en ekki tilkynning frá fjölskyldumeðlimi, líkt og kærandi haldi fram, sem leitt hafi til þessarar niðurstöðu í málum kæranda. Að því sögðu vilji stofnunin óska eftir því að málinu verði vísað frá nefndinni þar ómöguleiki valdi því að ekki sé hægt að verða við beiðni kæranda um gögn hjá stofnuninni þar sem þau séu ekki og hafi aldrei verið til.<br /> <br /> Umsögn Tryggingastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. október 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 2. október 2020, segir að í upphafi málsins, þann 4. janúar 2017, hafi Tryggingastofnun sent kæranda tölvupóst þar sem tilkynnt hafi verið að við venjulegt eftirlit hafi komið í ljós að kærandi væri erlendis og hefði verið það síðustu 8-9 ár. Sú setning staðfesti grun kæranda um að stofnunin hafi fengið þessa vitneskju frá systur kæranda, líklega fyrir jólin 2016, þar sem tilkynnt hafi verið að kærandi byggi erlendis og hversu lengi hann hefði gert það. Tryggingastofnun hafi alltaf mótmælt þessu enda fari stofnunin gegn dómi frá Hæstarétti Íslands um að ólöglegt sé að nota tilkynningarhnapp stofnunarinnar. Tryggingastofnun hafi í staðinn viðurkennt að hafa brotið persónuverndarlög með því að hafa skoðað IP-tölu kæranda. Persónuvernd hafi úrskurðað að það sé ólöglegt með úrskurði nr. 1718/2018.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni um upplýsingar um ábendingu til stofnunarinnar vegna búsetu kæranda erlendis.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál samkvæmt 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Fyrir liggur að kæra þessi barst um það bil einu og hálfu ári eftir að kæranda var tilkynnt um afgreiðslu beiðninnar.<br /> <br /> Í 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir að vísa skuli kæru frá sem borist hafi að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Ekki verður séð að Tryggingastofnun hafi veitt kæranda leiðbeiningar um kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, líkt og mælt er fyrir um að skuli veita í 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af þessum sökum telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist eftir að kærufrestur rann út.<br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Í svari Tryggingastofnunar við beiðni kæranda og í umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að engin ábending sé fyrirliggjandi í málinu enda hafi stofnunin nálgast upplýsingar um búsetu kæranda með eigin eftirliti stofnunarinnar, sem nánar er lýst í umsögninni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til þess að rengja fullyrðingar Tryggingastofnunar um að ekki liggi fyrir ábending um búsetu kæranda. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 6. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
944/2020. Úrskurður frá 30. október 2020 | Deilt var um synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um samantekt með auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum á tilteknu tímabili. Eins og atvikum málsins var háttað féllst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þá staðhæfingu Herjólfs að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að félaginu væri ekki skylt að taka gögnin saman. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 944/2020 í máli ÚNU 20090002. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 13. ágúst 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum, á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2020. Í synjun Herjólfs ohf. segir að umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir með einföldum hætti og að vinna verði greiningu á bókhaldslyklum félagsins ef draga eigi saman upplýsingarnar. Félagið muni ekki leggjast í þá vinnu núna en vísi til ársreikninga og/eða árshlutauppgjöra sem birt verði á heimasíðu félagsins. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samantekt með auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum, á tímabilinu 1. janúar 2020 – 30. júní 2020. Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum er byggð á því að vinna þurfi greiningu á gögnunum til að draga saman umbeðnar upplýsingar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta verði svo á að með því vísi félagið til þess að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Eins og atvikum máls þessa er háttað fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þá staðhæfingu Herjólfs ohf. að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi og að félaginu sé ekki skylt að taka gögnin saman. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A um aðgang að auglýsingakostnaði félagsins, sundurliðuðum eftir fjölmiðlum, á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
943/2020. Úrskurður frá 30. október 2020 | Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Í svari félagsins við beiðni kæranda var bent á hvar dóminn væri að finna á vef Félagsdóms. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Herjólfi hefði verið heimilt að afgreiða beiðni með því að vísa á vef Félagsdóms, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki lá fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 943/2020 í máli ÚNU 20080013. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 13. ágúst 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Í svari Herjólfs ohf. við beiðni kæranda, dags. 4. ágúst 2020, kemur fram að finna megi alla úrskurði á vef dómsins, bent er á vefslóðina þar sem dóminn er að finna og málsnúmer tiltekið. Í kæru er þess krafist að Herjólfur ohf. verði úrskurðaður til að áframsenda erindið. Stjórnsýslulög og almennur réttur hljóti að gera ráð fyrir því að ef fyrirtækinu telji sér ekki skylt að afhenda umbeðin gögn beri því að áframsenda erindið til þar til bærs stjórnvalds. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að dómi Félagsdóms varðandi lögmæti verkfalls á Herjólfi. Herjólfur svaraði beiðni kæranda og benti á hvar dóminn er að finna á vefsíðu Félagsdóms. <br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. segir svo að séu gögn eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í máli þessu kemur því til álita hvort 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. leiði til þess að aðili hafi val um form umbeðinna gagna þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 2. málsl. <br /> 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna og úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015, 675/2017, 896/2020, 914/2020. Herjólfi ohf. var því heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að vísa á vef Félagsdóms þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast dóminn. <br /> <br /> Herjólfi ohf. var jafnframt ekki skylt að framsenda Félagsdómi beiðnina í stað þess að taka hana til afgreiðslu en upplýsingalög taka ekki til gagna í vörslum dómstóla um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók, sbr. 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að umbeðnum upplýsingum og verður því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 13. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
942/2020. Úrskurður frá 30. október 2020 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um störf. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að ferilskrá framkvæmdastjórans væri gagn í máli sem varðaði umsókn hans um starf hjá Herjólfi og var synjun félagsins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 942/2020 í máli ÚNU 20080011. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 14. ágúst 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni um aðgang að ferilskrá framkvæmdastjóra félagsins. Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Herjólfi ohf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. en óumdeilt er að félagði fellur undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga <br /> nr. 140/2012. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum fer því eftir meginreglu 1. mgr. <br /> 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í <br /> 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er sérregla um aðgang almennings að upplýsingum sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna. Reglan er orðuð á þann veg að „réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. [taki] ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki vafa leika á því að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf., sé gagn í máli sem varðar umsókn hans um starf í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kveðið er á um undantekningar frá framangreindri sérreglu um málefni starfsmanna í 2. – 4. mgr. 7. gr. Í 4. mgr. 7. gr. kemur fram sérregla um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. Í 4. mgr. 7. gr. segir að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Samkvæmt framangreindu á kærandi því ekki rétt á aðgangi að ferilskrá framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. og verður því ákvörðun félagsins staðfest. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er synjun Herjólfs ohf., dags. 11. ágúst 2020, á beiðni A um aðgang að ferilskrá framkvæmdastjóra félagsins.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
941/2020. Úrskurður frá 30. október 2020 | Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar synjaði kæranda um aðgang að gögnum sem tengdust máli kæranda og sonar hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda kunna að eiga rétt til gagnanna á grundvelli 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Yrði því ágreiningur um aðgang að gögnunum borinn undir úrskurðarnefnd velferðarmála en ekki úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 941/2020 í máli ÚNU 20070004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. júlí 2020, kærði A afgreiðslu Mosfellsbæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum, dags. 27. maí 2020. Með beiðninni óskaði hann eftir aðgangi að öllum gögnum í máli sínu hjá sveitarfélaginu en um er að ræða barnaverndarmál vegna sonar kæranda. Í kæru kvaðst kærandi hafa fengið samantekt af sínum málum en ekki afrit af upprunalegum gögnum. Með kærunni fylgdi yfirlit yfir gögn sem kærandi fékk afhent þann 2. júní 2020.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Mosfellsbæ með bréfi, dags. 8. júlí 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar, dags. 15. júlí 2020, segir að kærandi hafi fengið öll gögn frá upphafi máls til málaloka, ásamt yfirliti, send heim til sín þann 2. júní 2020. Þar hafi verið öll gögn sem lutu að barnaverndarmáli kæranda og framvindu þess máls en gögnin hafi verið afhent á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Þá er tekið fram að Barnaverndarstofa hafi framsent tölvupósta til fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar áður en málið hafi verið opnað formlega hjá Mosfellsbæ sem barnaverndarmál. Um sé að ræða tölvupóstsamskipti á milli Barnaverndarstofu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis og annarra aðila sem komið hafi að heimferð kæranda og sonar hans til Íslands. Þeir póstar séu almennir vinnupóstar og samskipti milli þeirra stofnana sem komið hafi að heimferðinni en lúti ekki að málsmeðferð hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar. Barnaverndarstofa hafi haft samband við sveitarfélagið og óskað eftir því að barnaverndaryfirvöld í Mosfellsbæ tækju að sér málið. Með því að áframsenda þessa pósta barnaverndaryfirvöldum í Mosfellsbæ virðist Barnaverndarstofa hafa viljað skýra tilkynningu sína um málið að einhverju leyti. Þessir póstar hafi ekki verið meðal þeirra gagna sem kæranda voru afhent. Ekki hafi þótt við hæfi eða þörf á að afhenda þá, þar sem um væri að ræða samskipti annarra aðila, áður en málið hafi verið tekið til meðferðar hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar. Enn fremur sé kærandi sjálfur að einhverju leyti þátttakandi í samtölum í þessum tölvupóstum.<br /> <br /> Í umsögn Mosfellsbæjar segir jafnframt að haldinn hafi verið einn vinnufundur á Barnaverndarstofu vegna málsins, þar sem leitað hafi verið leiðbeininga vegna barnaverndarmálsins. Mosfellsbær hafi ekki afhent kæranda upplýsingar frá þeim fundi þar sem um hafi verið að ræða fund milli starfsmanna um leiðbeiningar og lög. Annars hafi kærandi fengið öll þau gögn sem að málinu lúti og framvindu þess. Sé það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að afhenda eigi gögn sem ekki hafi verið afhent muni það gert án tafar og sé þá beðist velvirðingar á að það hafi ekki verið gert. Gögnin hafi verið afhent kæranda í góðri trú um að rétt væri að málinu staðið og í þeirri trú að þau vörpuðu fullnægjandi ljósi á málsmeðferð að öllu leyti.<br /> <br /> Umsögn Mosfellsbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 4. ágúst 2020, segir að fjölskyldusvið Mosfellsbæjar hafi ekki afhent honum öll gögn málsins og brjóti það m.a. gegn 15. gr. stjórnsýslulaga. Þeim gögnum sem kærandi hafi fengið frá utanríkisráðuneyti, Barnaverndarstofu og fjölskyldusviði Mosfellsbæjar beri ekki saman. Þessir aðilar geti ekki bara ákveðið hvaða gögn kærandi fái og hvaða gögn hann fái ekki.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Mosfellsbæjar á beiðni kæranda um öll gögn varðandi barnaverndarmál sonar kæranda hjá sveitarfélaginu. Samkvæmt skýringum Mosfellsbæjar voru öll málsgögn afhent kæranda þann 2. júní 2020, að undanskildum tölvupóstsamskiptum, dags. 6.-23. janúar 2020, sem sveitarfélagið fékk afhent frá Barnaverndarstofu, og fundargerð frá fundi Mosfellsbæjar og Barnaverndarstofu, dags. 21. janúar 2020. <br /> <br /> Synjun Mosfellsbæjar á beiðni kæranda að því er varðar tölvupóstsamskiptin byggðist á því að um væri að ræða almenna vinnupósta og samskipti á milli stofnana. Vísað var til þess að gögnin lytu ekki að meðferð málsins hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar heldur hefðu þau borist frá Barnaverndarstofu, án beiðni frá Mosfellsbæ, áður en málið var tekið til meðferðar hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar, til þess að upplýsa sveitarfélagið um aðdraganda málsins. Hvað varðar fundargerðina vísaði Mosfellsbær til þess að um hefði verið að ræða vinnufund starfsmanna um leiðbeiningar og lög og fengi kærandi því ekki aðgang að henni. <br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast máli hans gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls skv. 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. Hvað varðar afmörkun á því hvaða gögn tilheyri stjórnsýslumáli er talið að þar undir falli ekki aðeins þau gögn sem hafa að geyma forsendur ákvörðunar eða niðurstaða er beinlínis reist á heldur einnig önnur gögn sem hafa orðið til við rannsókn máls og hafa efnislega þýðingu eða tengsl við úrlausnarefnið. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Sem fyrr segir var kæranda synjað um aðgang að fundargerð, dags. 21. janúar 2020, sem ber yfirskriftina „MINNISBLAÐ: TRÚNAÐARMÁL. VINNUFUNDUR Fundur á BVS um mál.“ Á fundinum voru málefni kæranda og sonar hans rædd og möguleikar á aðstoð við þá. Þá var kæranda einnig synjað um aðgang að tölvupóstsamskiptum sem snúa að heimferðaraðstoð við kæranda og son hans, dags. 6.-23. janúar 2020. Samskiptin eru fyrst og fremst á milli Barnaverndarstofu og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins en þar er einnig að finna samskipti við Mosfellsbæ, félagsmálaráðuneytið, ræðismann Íslands á erlendri grund og kæranda sjálfan. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að kærandi kunni að eiga rétt til gagnanna á grundvelli 2. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Á grundvelli síðarnefndu laganna hefur sérstökum aðila, þ.e. úrskurðarnefnd velferðarmála, verið falið að taka afstöðu til ágreinings í barnaverndarmálum, þar með talið ágreinings vegna aðgangs að gögnum, sbr. 6. gr. laga nr. 80/2002. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að ekki sé rétt að nefndin fjalli efnislega um beiðni kæranda, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, heldur beini hann kæru sinni til úrskurðarnefndar velferðarmála. Fari svo að úrskurðarnefnd velferðarmála telji ágreiningin ekki heyra undir þá nefnd þá getur kærandi óskað þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki málið fyrir að nýju. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A vegna synjunar Mosfellsbæjar á beiðni um aðgang að tölvupóstsamskiptum, dags. 6.-23. janúar 2020, sem varða mál kæranda og sonar hans og fundargerð fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar, dags. 21. janúar 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
940/2020. Úrskurður frá 30. október 2020 | Kærð var afgreiðsla Vinnueftirlitsins á beiðni kæranda um aðgang að ábendingum og kvörtunum sem borist hefðu stofnuninni vegna tiltekins vinnustaðar. Vinnueftirlitið kvað engin slík gögn liggja fyrir hjá stofnuninni. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar Vinnueftirlitsins. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum var kærunni vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 940/2020 í máli ÚNU 20060003.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. júní 2020, kærði A afgreiðslutöf Vinnueftirlits ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Forsaga málsins er sú að með tölvupósti til Vinnueftirlits ríkisins, dags. 10. október 2019, óskaði kærandi eftir tilteknum upplýsingum varðandi Hjúkrunarheimilið Skjól. Nánar tiltekið laut beiðnin að ábendingum og kvörtunum sem borist hefðu varðandi umræddan vinnustað, bréfi vinnueftirlitsins vegna mönnunar og svörum stjórnenda við ábendingum og kvörtunum til Vinnueftirlitsins. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. október 2019, synjaði Vinnueftirlitið beiðni kæranda með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem vísað var til þess að þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, stæði afhendingu gagnanna í vegi. Með bréfi, dags. 21. nóvember 2019, beindi kærandi stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna synjunar Vinnueftirlits ríkisins. Með úrskurði, dags. 22. apríl 2020, í máli nr. 892/2020 vísaði úrskurðarnefndin málinu aftur til Vinnueftirlitsins til nýrrar meðferðar þar sem skort hefði á, að mati nefndarinnar, að tekin hefði verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Eftir að úrskurðurinn var upp kveðinn hafði kærandi samband við Vinnueftirlitið með tölvupósti, dags. 6. maí 2020, og spurðist fyrir um stöðu málsins. Var fyrirspurninni svarað samdægurs þar sem fram kom að svars væri að vænta eins fljótt og kostur væri. Þegar beiðni kæranda hafði ekki verið afgreidd þann 10. júní 2020 krafðist kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál skæri úr um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 18. júní 2020, var kæran kynnt Vinnueftirliti ríkisins og stofnuninni veittur frestur til að greina frá sjónarmiðum sínum í málinu. <br /> <br /> Í umsögn Vinnueftirlitsins, dags. 1. júlí 2020, kemur fram að stofnunin hafi tekið málið til efnislegrar meðferðar að nýju í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndarinnar og svarað beiðni kæranda með bréfi, dags. 15. júní 2020. Í bréfinu hafi honum verið tjáð að engin gögn hefðu fundist er vörðuðu umræddan vinnustað á árunum 2015 til 2019. Af þeim sökum væri ekki unnt að verða við beiðninni á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Í bréfinu var kæranda veitt færi á að tilgreina nánar þau gögn sem óskað væri eftir. Engin svör munu hins vegar hafa borist. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 8. júlí 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Vinnueftirlitsins. Í bréfi kæranda, dags. 19. júlí 2020, eru gerðar athugasemdir við þá fullyrðingu Vinnueftirlitsins að engum gögnum sé til að dreifa um starfsemi Hjúkrunarheimilisins Skjóls. Í því sambandi er bent á að Vinnueftirlitinu séu með lögum fengin margvísleg verkefni sem feli m.a. í sér almennt eftirlit með vinnustöðum og móttaka tilkynninga um vinnuslys og kvartana. Hafi engin samskipti átt sér stað af hálfu stofnunarinnar við umræddan vinnustað bendi það til þess að stofnunin hafi ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum. Þá tekur kærandi fram að honum sé kunnugt um að vinnuslys hafi átt sér stað á vinnustaðnum sem tilkynnt hafi verið til stofnunarinnar. Loks eru gerðar athugasemdir við að Vinnueftirlitið hafi veitt kæranda færi á að tilgreina nánar þau gögn sem óskað væri eftir enda væri slíkt augljóslega tilgangslaust ef engum gögnum væri til að dreifa.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilteknum gögnum hjá Vinnueftirliti ríkisins sem varða Hjúkrunarheimilið Skjól. <br /> <br /> Í bréfi til kæranda dags. 15. júní 2020 og í umsögn Vinnueftirlits ríkisins í tilefni af kærunni hefur því verið lýst að engin gögn hafi fundist hjá stofnuninni sem varði umræddan vinnustað á árunum 2015-2019. Ljóst er að kærandi dregur í efa réttmæti fullyrðingar Vinnueftirlitsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi. Þá hefur nefndin ekki forsendur til að taka afstöðu til þess hvort skráningu Vinnueftirlitsins hafi verið rétt háttað og fellur það utan valdssviðs úrskurðarnefndarinnar að taka afstöðu í þeim ágreiningi.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A, dags. 10. júní 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> |
938/2020. Úrskurður frá 30. október 2020 | Kærð var afgreiðsla Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á beiðni um aðgang að gögnum. KMÍ afhenti kæranda gögn við meðferð málsins og staðhæfði að frekari gögn væru ekki fyrirliggjandi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til þess að draga þá staðhæfingu í efa og var því kærunni vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 938/2020 í máli ÚNU 20030008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. mars 2020, kærði A afgreiðslu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ) á beiðni hans. <br /> <br /> Þann 14. janúar 2020 óskaði kærandi í fyrsta lagi eftir öllum upplýsingum og gögnum varðandi fullyrðingar starfsmanns KMÍ um ágreining á meðal aðstandenda kvikmyndarinnar Ljósmáls, sem fram komu í tölvupósti til kæranda, dags. 8. janúar 2020. Í öðru lagi óskaði kærandi eftir öllum upplýsingum og gögnum varðandi greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins og greiðslu framleiðslustyrks til Ljósmáls ehf. sem framkvæmd var þann 10. desember 2019. Beiðnin náði meðal annars til tölvupóstsamskipta, formlegra erinda, minnisblaða og fundargerða.<br /> <br /> Í svari KMÍ til kæranda, dags. 18. febrúar 2020, kemur fram að beiðnin sé afgreidd á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem fyrirliggjandi gögn geymi að einhverju leyti upplýsingar sem varði kæranda sjálfan. Þá telji KMÍ að þær takmarkanir á upplýsingarétti aðila sem getið er um í 2.-4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um afgreiðslu erindisins. Varðandi fyrri hluta beiðni kæranda, þ.e. fullyrðingar starfsmanns í tölvupósti til kæranda, dags. 8. janúar 2020, segir að einhver misskilningur virðist vera fyrir hendi um til hvers starfsmaður KMÍ vísi í tilvitnuðum texta. Í tölvupóstinum sé einfaldlega verið að vitna til fyrri samskipta stofnunarinnar við kæranda þar sem ítrekað hafi komið fram að ágreiningur hafi verið milli aðilanna sem standi að Ljósmáli ehf., m.a. um framkvæmd samkomulags sem gert hafi verið um lok myndarinnar Ljósmáls. Einu fyrirliggjandi gögnin í málaskrá KMÍ um ofangreint séu tölvupóstsamskipti sem kærandi hafi sjálfur verið aðili að. Þótt KMÍ reikni með því að kærandi hafi aðgang að tölvupóstsamskiptunum hafi helstu samskipti stofnunarinnar varðandi ofangreint verið tekin saman og fylgi sem viðhengi með svarinu. <br /> <br /> Varðandi seinni hluta beiðni kæranda sem snýr að greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna kvikmyndarinnar Ljósmáls afhenti KMÍ kæranda eftirfarandi gögn: 1) Afrit tölvupósta um skil gagna til KMÍ frá umsækjanda, 2) samning á milli Vitafélags Íslands og kæranda um verklok heimildarmyndarinnar Ljósmáls, 3) samkomulag á milli KMÍ og Ljósmáls ehf. um yfirfærslu réttinda og skuldbindinga úthlutunarsamnings um veittan framleiðslustyrk til heimildarmyndarinnar Ljósmáls auk umboðs kæranda til undirritunar fyrir hans hönd og 4) afrit af greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna Ljósmáls ehf. Í svari KMÍ kom jafnframt fram að önnur gögn en þessi væri ekki að finna í málaskrá stofnunarinnar.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi hafi móttekið afrit tölvupósta og annarra gagna frá KMÍ en hann telji sér hafa verið ranglega synjað um aðgang að gögnum sem varði ríka hagsmuni sína. Varðandi fyrri hluta beiðninnar telji kærandi að afrit samskipta Sigurbjargar Árnadóttur (forsvarsmanns Ljósmáls ehf.) við KMÍ vanti í gögnin. Í tölvupósti frá KMÍ, dags. 6. desember 2019, sé óskað eftir upplýsingum frá málsaðilum, þ.e. kæranda og Sigurbjörgu Árnadóttur, og vænta megi að slíkt hafi borist frá henni. Í tölvupósti um skil gagna til KMÍ frá umsækjanda, sem afhent voru kæranda í kjölfar beiðninnar, vanti tiltekinn tölvupóst frá starfsmanni KMÍ sem þó hafi ekki verið óskað eftir. Engar líkur séu á að Sigurbjörg Árnadóttir hafi ekki átt í samskiptum við KMÍ vegna þeirra atvika sem beiðni kæranda snúi að og framvinda þeirra hefði ekki getað átt sér stað nema með aðkomu hennar.<br /> <br /> Varðandi seinni hluta beiðni kæranda segir hann að gögn sem fylgi svari KMÍ varpi ekki ljósi á hvers vegna greiðsla Fjársýslu ríkisins var framkvæmd þann 10. desember 2019, eftir að KMÍ hafði óskað eftir því að greiðslunni yrði frestað að beiðni kæranda. Aðeins hafi verið afhent gögn vegna upphaflegrar greiðslubeiðni dags. 6. desember 2019. Engir tölvupóstar, minnisblöð, fundargerðir eða önnur sambærileg gögn hafi verið afhent varðandi ákvörðun Fjársýslu ríkisins um að framfylgja greiðslubeiðni KMÍ þann 10. desember 2019. Kærandi telji því víst að upplýsingum um þetta hafi ranglega verið haldið frá sér. Þá liggi afrit samkomulags milli KMÍ og Ljósmáls, dags. 24. apríl, ekki fyrir nema að hluta. Kærandi hafi ekki fengið samkomulagið í heild sinni. Einnig sé þar vísað í samning, dags. 12. apríl 2019, en ekkert samkomulag liggi fyrir með þeirri dagsetningu. <br /> <br /> Í kærunni er að lokum ítrekað að kærandi krefjist afrita allra tölvupósta Sigurbjargar Árnadóttur sem málið varði, afrits af samningi á milli KMÍ og Ljósmáls ehf. um yfirfærslu réttinda og skuldbindinga úthlutunarsamnings um veittan framleiðslustyrk til heimildarmyndarinnar Ljósmáls, í heild sinni, og öll gögn er varði greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna Ljósmáls sem framkvæmd var 10. desember 2019, svo sem tölvupósta frá KMÍ og öll gögn sem varpað geti ljósi á eða upplýst um ákvörðunartökuna og rökstuðning KMÍ fyrir greiðslunni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt KMÍ með bréfi, dags. 5. mars 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn KMÍ, dags. 20. mars 2020, segir að KMÍ hafi afgreitt upplýsingabeiðni kæranda á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga og honum hafi verið veittur aðgangur að fyrirliggjandi gögnum sem geymi að einhverju leyti upplýsingar sem varði hann sjálfan. KMÍ hafni þeirri staðhæfingu kæranda að stofnunin hafi ranglega synjað kæranda um aðgang að gögnum er varði ríka hagsmuni hans. Tölvupóstarnir og skjölin sem KMÍ hafi veitt aðgang að hafi verið tæmandi. <br /> <br /> Að mati KMÍ vanti nokkuð upp á, bæði í upplýsingabeiðni kæranda og kærunni að það sé með skýrum og afmörkuðum hætti vísað til hvaða gagna óskað sé eftir aðgangi að, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. KMÍ muni þó eftir fremsta megni svara kærunni að því marki sem hún snúi að beiðni um aðgang að gögnum. KMÍ telji engar þær takmarkanir á upplýsingarétti aðila sem getið sé um í 2.-4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eiga við um afgreiðslu kærunnar. <br /> <br /> Í fyrsta lagi óski kærandi eftir öllum tölvupóstum frá Sigurbjörgu Árnadóttur sem málið varði. Þeir hafi ekki verið afhentir kæranda þann 18. febrúar 2020 þar sem aðgangur að gögnum hafi verið veittur á grundvelli sjónarmiðs um rétt aðila til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum er varði hann sjálfan. Samskipti KMÍ við aðra aðila hafi því verið undanskilin enda hafi þau ekki verið talin varða kæranda með beinum hætti. <br /> <br /> KMÍ telji þó rétt að veita kæranda aðgang að samskiptum stofnunarinnar við Sigurbjörgu. Afrit af fyrirliggjandi tölvupóstsamskiptum er málið varði voru látin fylgja umsögn KMÍ og þannig afhent kæranda samhliða umsögninni þann 20. mars 2020. Tekið er fram að tölvupóstarnir séu frá því tímabili sem kæran taki til eða frá hausti 2019 til dagsetningar gagnabeiðni kæranda, 14. janúar 2020. Í umsögn KMÍ er vísað í kæru þar sem kærandi kveður vanta tiltekin tölvupóstsamskipti Sigurbjargar við KMÍ. Kærandi vísi sérstaklega í tölvupóst frá KMÍ, dags. 6. desember 2019, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá málsaðilum, þ.e. kæranda sjálfum og Sigurbjörgu Árnadóttur, og kærandi gerir ráð fyrir að fyrir liggi svör frá Sigurbjörgu vegna þessa. KMÍ segir hins vegar að þessi tilteknu samskipti séu ekki til, óskað hafi verið eftir greinargerðum frá kæranda og Ljósmáli ehf. Í kjölfarið hafi ætlunin verið að funda með báðum aðilum og freista þess að fá sjónarmið þeirra og afstöðu sem nýta mætti til þess að leysa úr ágreiningi. Ekkert hafi þó orðið úr fundinum og hvorugur aðili hafi skilað greinargerð til KMÍ.<br /> <br /> Í öðru lagi sé í kæru óskað eftir afriti samkomulags milli KMÍ og Ljósmáls ehf. í heild sinni. Í fyrra svari KMÍ hafi vantað hluta umbeðins samnings, ástæða þess sé að skönnun skjalsins hafi misfarist. Samkomulagið sé því afhent í heild sinni samhliða umsögninni.<br /> <br /> Í þriðja lagi óski kærandi eftir öllum gögnum varðandi greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins. KMÍ segir að greiðslubeiðnin hafi verið send þann 10. desember 2019 en hafi síðar verið afturkölluð. Um þetta vísist til tölvupósta í fyrra svari KMÍ við erindi kæranda. Í tölvupóstsamskiptunum komi fram að Fjársýsla ríkisins hyggist ógilda greiðslubeiðnina og endursenda hana svo til KMÍ, þ.e. að KMÍ fái skjalið óafgreitt til baka þar sem því verði eytt. Þegar KMÍ hafi ákveðið að nægar upplýsingar lægju fyrir til að samþykkja greiðsluna hafi verið haft samband við Fjársýslu ríkisins símleiðis og spurst fyrir um endursendinguna, þar sem skjalið/greiðslubeiðnin hafi ekki borist til baka. KMÍ hafi ekki viljað senda aðra greiðslubeiðni ef hin væri enn til afgreiðslu hjá Fjársýslu ríkisins vegna hættu á tvígreiðslu. Fjársýslan hafi talið greiðslubeiðnina fullgilda og greitt umrædda framvindugreiðslu styrksins samkvæmt úthlutunarsamningi í samræmi við hana. Þess vegna sé í raun ein greiðslubeiðni til vegna þessarar útborgunar. Öll gögn vegna þessa liggi fyrir í svari KMÍ við beiðni kæranda og sé engu við það að bæta. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á beiðni kæranda um upplýsingar varðandi staðhæfingar starfsmanns stofnunarinnar um ágreining aðstandenda kvikmyndarinnar Ljósmáls, sem fram komu í tölvupósti til kæranda, dags. 8. janúar 2020, og upplýsingar varðandi greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna greiðslu framleiðslustyrks til Ljósmáls ehf. sem framkvæmd var þann 10. desember 2019.<br /> <br /> KMÍ afhenti kæranda hluta umbeðinna gagna þann 18. febrúar 2020 en í kæru kemur fram að tiltekin gögn vanti, þ.e. tölvupósta Sigurbjargar Árnadóttur sem málið varði, einhverjar blaðsíður vanti í afrit af samningi á milli KMÍ og Ljósmáls ehf. um yfirfærslu réttinda og skuldbindinga úthlutunarsamnings um veittan framleiðslustyrk, og gögn er varði beiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins um greiðslu sem framkvæmd var þann 10. desember 2019.<br /> <br /> Fyrirliggjandi tölvupóstsamskipti á milli KMÍ og Sigurbjargar Árnadóttur og þær blaðsíður sem vantaði í samninginn voru afhentar kæranda við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni svo ekki verður litið svo á að kæranda hafi verið synjað um þau gögn. Hvað varðar greiðslubeiðni KMÍ til Fjársýslu ríkisins vegna greiðslu sem framkvæmd var þann 10. desember 2019 kemur fram í umsögn KMÍ að það skýrist af því að beiðnin hafi farið fram símleiðis og greiðslan hafi verið framkvæmd á grundvelli eldri greiðslubeiðni, dags. 6. desember 2019. Þannig séu engin gögn fyrirliggjandi hjá stofnuninni sem hægt sé að afhenda kæranda varðandi framkvæmd greiðslunnar. <br /> <br /> Í ljósi atvika málsins og skýringa KMÍ hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að ekki séu fyrirliggjandi önnur gögn sem heyri undir beiðni kæranda en þegar hafa verið afhent, annars vegar í svari KMÍ við gagnabeiðni kæranda þann 18. febrúar 2020 og hins vegar samhliða umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndarinnar vegna kæru þessarar, dags. 20. mars 2020.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 4. mars 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
937/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Beiðni kæranda um endurupptöku úrskurðar nr. 927/2020 var hafnað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skilyrði 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku ekki uppfyllt og að ekki væru rökstuddar vísbendingar um að á úrskurðinum væru verulegir annmarkar að lögum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 937/2020 í máli ÚNU 20100009. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 927/2020 í máli nr. ÚNU 20030013, sem kveðinn var upp þann 25. september 2020, staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál að hluta til ákvörðun nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum varðandi endurgreiðslubeiðni félagsins Ljósmáls ehf. vegna framleiðslu kvikmyndar. Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var byggð á því að um væri að ræða gögn um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Ljósmáls ehf. sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu. <br /> <br /> Með erindi, dags. 6. október 2020, fór kærandi fram á endurupptöku málsins. Í erindi kæranda kemur fram að öll þau gögn sem synjað hafi verið um aðgang að, og sem úrskurðarnefndin hafi staðfest að undanþegin væru upplýsingarétti, hafi verið unnin af kæranda, að frátöldum tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og reikningsyfirliti bankareiknings. Kærandi hafi þó reikningsyfirlit, dags. til 30. desember 2019, undir höndum. Ástæðan fyrir því að krafist hafi verið afrits af gögnunum hafi verið að kærandi vildi kanna hvort þeim hefði verið breytt í meðförum skráðs stjórnarformanns Ljósmáls ehf. og send þannig til nefndar um endurgreiðslu. <br /> <br /> Í beiðni kæranda kemur einnig fram að Ljósmál ehf. hafi ekki rökstutt hvaða tjón kynni að verða af því að kærandi fengi aðgang að öllum gögnum málsins. Í afriti af ársreikningum megi m.a. sjá að kærandi sé skráður með 51% hlutdeild í félaginu. Ekki sé rétt að kærandi hafi ekki greitt hlutafé. Þá eru raktir málavextir sem tengjast ágreiningi kæranda og Ljósmáls ehf. sem óþarft þykir að rekja hér en lúta í stuttu máli að því að ekki hafi verið rétt staðið að fjármálum félagsins. <br /> <br /> Kærandi segir að málið hafi náð tilteknu flækjustigi þegar það hafi borist til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og að umtalsvert af gögnum, málavöxtum sem nái aftur til 2017, þyrfti að liggja fyrir til að greina málið að fullu. Þau gögn liggi fyrir sé þeirra óskað. <br /> <br /> Beiðni kæranda um endurupptöku málsins var kynnt nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð með bréfi, dags. 7. október 2020, og nefndinni veittur kostur á koma að athugasemdum. Með bréfi, dags. 14. október 2020, svaraði nefndin því að hún teldi ekki þörf á því að tjá sig um beiðnina. <br /> <br /> Beiðni kæranda var einnig kynnt Ljósmáli ehf. með bréfi, dags. 7. október 2020, og félaginu veittur kostur á að koma að athugasemdum. Með bréfi, dags. 19. október 2020, svaraði félagið því að ekki bærust frekari svör en vísað var til fyrri athugasemda. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um ákvörðun nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð um að synja beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum en úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðunina með úrskurði nr. 927/2020. <br /> <br /> Um er að ræða eftirfarandi gögn: <br /> <br /> 1. „Ljósmál – yfirlit um framleiðslukostnað“ fyrir tímabilið 2014-2019. <br /> 2. „Fjárhagur – Hreyfingalisti“ fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2019. <br /> 3. Efnisgreinar 5 og 7 í tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 3. mars 2020. <br /> 4. „Uppgjör kostnaðar Vitafélagsins vegna Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 5. Reikningsuppgjör milli Vitafélagsins og Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 6. Reikningsyfirlit bankareiknings sem sýnir stöðu reiknings og ógreidda reikninga, ódagsett.<br /> 7. „Minnismiði vegna launa framleiðenda og myndhandrits“, ódagsett og brot úr kvikmyndahandriti. <br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um endurupptöku málsins hvað varðar þau gögn sem synjað var um aðgang að, á því að gögnin hafi verið unnin af kæranda, að frátöldum liðum 3 og 6. Þá hafi kærandi reikningsyfirlit banka, dags. til 30. desember 2019, undir höndum. Kærandi vilji hins vegar kanna hvort Ljósmál ehf. hafi sent þessi gögn til nefndar um endurgreiðslu óbreytt en það tengist ásökunum kæranda á hendur Ljósmáli ehf. í tengslum við fjármál félagsins. <br /> <br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál komst nefndin að þeirri að niðurstöðu að nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð væri óheimilt að veita kæranda aðgang að framangreindum gögnum þar sem þau vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Við mat á efni gagnanna var litið til þess að Ljósmál ehf. væri umsóknaraðilinn. Því væri um að ræða gögn í máli Ljósmáls ehf. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál gat réttur kæranda til aðgangs að gögnum um málefni Ljósmáls ehf., sem voru í vörslum nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð, ekki ráðist af því hvort hann hefði verið hluthafi í félaginu eða ekki. Mat á rétti kæranda til aðgangs að gögnunum fór því fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings enda hefði kærandi ekki sýnt fram á sérstaka hagsmuni af því umfram almenning að geta kynnt sér umrædd gögn, sbr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Sem fyrr segir er beiðni kæranda um endurupptöku málsins reist á því að um sé að ræða gögn sem unnin hafi verið af kæranda. Þar af leiðandi geti hagsmunir Ljósmáls ehf. ekki staðið því í vegi að kærandi fái aðgang að gögnunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur sú fullyrðing að kærandi hafi unnið þau gögn sem send voru nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð ekki breytt því að gögnin sem deilt er um í máli þessu stafa frá Ljósmáli ehf. og varða hagsmuni þess félags. Kærandi hefur ekki sýnt fram á að gögnin geymi upplýsingar um hann sjálfan og er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að svo sé ekki. Þá hefur það heldur ekki sérstaka þýðingu að kærandi telji fjármálastórn Ljósmáls ehf. vera ábótavant og þar af leiðandi vilji hann kynna sér gögnin sem send voru nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð. Að mati úrskurðarnefndarinnar er úrskurður nr. 927/2020 því ekki byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik þannig að kærandi eigi rétt á endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar væru verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til framangreinds er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 927/2020 frá 25. september 2020.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Beiðni A, dags. 6. október 2020, um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 927/2020 frá 25. september 2020, er hafnað.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
936/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Kærð var afgreiðsla utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til annars en að leggja til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn í málinu hefðu þegar verið afhent kæranda. Var málinu því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 936/2020 í máli ÚNU 20080002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Í janúar 2020 óskaði A eftir því við utanríkisráðuneytið að honum yrðu afhent afrit af gögnum í málum sem varða borgaraþjónustu og heimferðaraðstoð við hann og son hans. Með erindi, dags. 13. mars 2020, var kærandi upplýstur um að unnið væri að því að taka saman gögn málsins. Þann 28. maí 2020 gerði kærandi athugasemd við að honum hefðu enn ekki borist gögnin. Í svari ráðuneytisins, dags. sama dag, segir að afgreiðsla málsins hafi dregist verulega þar sem starfsemi ráðuneytisins hafi breyst þegar Covid-19 faraldurinn stóð sem hæst. Starfsmenn hafi sinnt öðrum verkefnum á neyðarvöktum alla daga frá því neyðarstigi hafi verið lýst yfir á Íslandi þann 6. mars 2020 en á þeim tíma hafi ráðuneytinu borist ríflega 400 erindi á dag. <br /> <br /> Þann 23. júní 2020 kærði kærandi töf utanríkisráðuneytisins á afgreiðslu beiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en kæran var kynnt ráðuneytinu þann 25. júní 2020. Ráðuneytið upplýsti um að tafir yrðu á afgreiðslu málsins vegna sumarleyfa starfsfólks en þann 24. júlí 2020 barst úrskurðarnefndinni staðfesting á því að gagnabeiðni kæranda hefði verið afgreidd. Samkvæmt skýringum ráðuneytisins voru kæranda afhent öll gögn í borgaraþjónustumáli hans, samtals 285 skannaðar blaðsíður, auk vinnuskjals sem sýndi tímalínu atvika í málinu. Tekið var fram að engin gögn hefðu verið þess eðlis, að mati ráðuneytisins, að ekki hefði verið talið rétt að afhenda þau málsaðila. Í kjölfarið felldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál niður kærumálið.<br /> <br /> Með erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. ágúst 2020, kærði kærandi afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Í kæru kemur fram að utanríkisráðuneytið hafi ekki afhent kæranda öll málsgögn heldur synjað honum um aðgang að gögnum sem varða samskipti íslenska sendiráðsins í Kína og kambódískra yfirvalda. Í kæru segir að íslenska sendiráðið hafi sent tvo tölvupósta til kambódískra yfirvalda, dags. 9. og 10. desember 2019, vegna sonar kæranda. Kærandi telji önnur gögn vegna þessa, en þau sem hafi verið afhent, vera fyrirliggjandi. Í þeim gögnum sem hann hafi fengið afhent hafi ekki verið að finna svör frá Kambódíu við þessum erindum sendiráðsins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 7. ágúst 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dags. 11. ágúst 2020, segir að ráðuneytið hafi afhent kæranda öll gögn málanna UTN20010176 og PEK19020004 sem varði borgaraþjónustu og heimferðaraðstoð við kæranda og barn hans. Með umsögninni fylgdu gögn málsins og tímalína sem sýnir málsatvik. Fram kemur að kærandi hafi sótt gögnin til ráðuneytisins þann 27. júlí 2020. Þá er tekið fram að málsnúmer UTN20010472 sem vísað sé til í tímalínu, hafi verið stofnað til utanumhalds kröfu kæranda um gagnaafhendingu, en ekki verið notað heldur hafi verið gengið frá afhendingu gagnanna á upprunalegu málsnúmeri, UTN20010176. Varðandi kvörtun kæranda yfir afhendingu gagna séu „note verbale“ og tölvupóstar frá sendiráðinu í Peking til kambódískra yfirvalda hluti þeirra gagna sem kæranda hafi verið afhent þann 27. júlí. Engin svör hafi hins vegar borist frá kambódískum stjórnvöldum við þeim erindum. <br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum, dags. sama dag, mótmælir kærandi því að hafa fengið öll gögn málsins. Þá segir hann að gögn sem sýni fram á ákveðin atriði séu ekki á meðal þeirra gagna sem hann hafi fengið afhent. Í því samhengi nefnir kærandi m.a. hvaðan upplýsingar um að sonur kæranda hafi verið sóttur til stjúpmóður sinnar og færður til íslensks ræðismanns hafi komið, hvaðan fullyrðing Barnaverndarstofu um að sonur kæranda hafi verið vanræktur komi. Einnig hvaðan þær upplýsingar komi að kærandi geti ekki farið til Taílands vegna vandamála þar. Svona megi endalaust telja upp að gögn sannarlega vanti. Að lokum krefst kærandi þess að fá öll gögn málsins en hann telji utanríkisráðuneytið hylma yfir margítrekuð lögbrot gegn kæranda og syni hans í málinu.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um öll gögn varðandi borgaraþjónustumál sitt en af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að kæranda hafi þegar verið afhent öll gögn sem fyrir liggi hjá ráðuneytinu og að ekki hafi verið talin ástæða til þess að synja kæranda um nein gögn.<br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur fengið afrit af þeim gögnum sem kæranda voru afhent ásamt tímalínu sem skýrir atvik málsins. Í ljósi þeirra gagna og skýringa utanríkisráðuneytisins hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn sem varða mál kæranda hafi þegar verið afhent honum. Þannig er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 4. ágúst 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
935/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Ríkisskattstjóri synjaði beiðni Ríkisútvarpsins ohf. um aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald tiltekna félaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti með vísan til laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulega eigenda, eða þagnarskylduákvæðis laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Var því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ríkisskattstjóra óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum um upphæðir á hlutafjármiðum, vegabréfsnúmer, afrit vegabréfs og að tilteknu bréfi en að öðru leyti var ríkisskattstjóra gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 935/2020 í máli ÚNU 20070012. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. júlí 2020, kærði Ríkisútvarpið ohf. synjun ríkisskattstjóra á beiðni um afhendingu gagna. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 21. maí 2020 óskaði kærandi eftir afriti af gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald félaganna 365 hf., Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir öllum gögnum fyrirtækjaskrár sem tengdust skráningu raunverulegra eigenda þessara félaga. Þar með talið gögnum sem staðfestu raunverulegt eignarhald félaganna og hefðu borist fyrirtækjaskrá á grundvelli f-liðar 2. mgr. 4. gr. laga nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda. <br /> <br /> Jafnframt óskaði kærandi eftir gögnum sem fyrirtækjaskrá kynni að hafa aflað að eigin frumkvæði til að staðfesta raunverulegt eignarhald félaganna. Enn fremur óskaði kærandi eftir öllum upplýsingum sem félögin hefðu veitt á rafrænu formi í tengslum við skráningu raunverulegra eigenda, svo og möguleg tölvupóstsamskipti eða bréfaskipti við félögin, forsvarsmenn þeirra eða raunverulega eigendur, eða við aðra sem fyrirtækjaskrá kynni að hafa haft samskipti við vegna skráningarinnar. Óskaði kærandi eftir gögnum um raunverulegt eignarhald frá upphafi skráningar raunverulegra eigenda en ekki aðeins gögnum sem tengdust núgildandi skráningu.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 16. júní 2020, var gagnabeiðni kæranda synjað. Þar kemur fram að ríkisskattstjóri hafi kynnt sér sjónarmið ráðgjafa um upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum. Það sé þó mat ríkisskattstjóra, grundvallað á ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda nr. 82/2019, að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingum umfram þær sem birtar séu á heimasíðu Skattsins, þ.e. nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds. Í fyrrgreindu ákvæði sé um að ræða tæmandi talningu á þeim upplýsingum sem almenningur skuli hafa aðgang að samkvæmt lögum um skráningu raunverulegra eigenda. Um sé að ræða ákvæði yngri sérlaga sem gangi framar ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og eigi upplýsingalögin því ekki við um aðgang almennings að upplýsingum um skráningu raunverulegs eiganda umfram þær sem þegar séu birtar almenningi.<br /> <br /> Í kæru er þess krafist að veittur verði aðgangur að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verði talið að umrædd gögn geymi fjárhags- eða einkaupplýsingar sem sanngjarnt og rétt sé að leynt fari geri kærandi þær kröfur til vara að sér verði veittur aðgangur að hluta umbeðinna gagna þannig að afmáður verði sá hluti sem heimilt teljist að takmarka aðgang að, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Kærandi sé fjölmiðill og starfi á grundvelli laga nr. 38/2011 um fjölmiðla og sérlaga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Við úrlausn á upplýsingabeiðni kæranda þurfi því að gæta að markmiðum upplýsingalaga og hlutverki fjölmiðla í því samhengi. <br /> <br /> Samkvæmt ákvæði 5. gr. upplýsingalaga sé stjórnvaldi skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.–10. gr. laganna. Meginreglan sé því sú að réttur til aðgangs að gögnum sé fyrir hendi nema sérstakar takmarkanir séu á því gerðar samkvæmt upplýsingalögum eða sérlögum. Þá beri stjórnvöldum samkvæmt almennt viðurkenndum lögskýringarsjónarmiðum að túlka undanþáguákvæði frá upplýsingarétti almennings þröngt. <br /> <br /> Í kæru segir að synjun embættis ríkisskattstjóra byggi á því að ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda nr. 82/2019 tiltaki með tæmandi hætti þær upplýsingar sem almenningur skuli hafa aðgang að og þ.a.l. sé embættinu óheimilt að veita almenningi aðgang að upplýsingum umfram þær sem birtar séu á heimasíðu Skattsins, þ.e. nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð- og ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds. Þá er vísað í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 819/2019 þar sem segi að almennt verði ekki gagnályktað frá ákvæðum er heimili aðgang að tilteknum upplýsingum þannig að þær upplýsingar sem ekki séu sérstaklega tilgreindar skuli teljast undanþegnar upplýsingarétti eins og embætti ríkisskattstjóra virðist gera. Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga sé tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði hafi hins vegar verið talið að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líði öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um sé að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan taki til séu sérgreindar, fari það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segi í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum, sbr. t.a.m. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 16. júní 2017 í máli nr. 682/2017. Samsvarandi skýringar hafi verið að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. <br /> <br /> Kærandi byggir á því að ákvæði laga nr. 82/2019 feli ekki í sér sérstakt þagnarskylduákvæði, þar sem sérgreint sé hvaða upplýsingum skuli haldið leyndum. Raunar sé hvergi vikið að þagnarskyldu í ákvæðum laganna, hvorki almennri þagnarskyldu né sérstakri. Upplýsingalög gildi því fullum fetum um upplýsingabeiðni kæranda. Með vísan til framangreinds telji kærandi að embætti ríkisskattstjóra hafi verið óheimilt að synja um afhendingu umbeðinna gagna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 16. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 11. ágúst 2020, um kæruna er áréttað að þrátt fyrir að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 1. gr. laganna, þá geymi lögin ekki svigrúm fyrir stjórnvöld til að veita fjölmiðlum annan eða meiri aðgang að gögnum en almenningi. Úrlausn upplýsingabeiðni kæranda muni því veita fordæmi fyrir meðferð annarra slíkra beiðna frá almenningi, óháð því hverjir beiðendur verði.<br /> <br /> Þá fjallar ríkisskattstjóri um lagagrundvöll synjunarinnar, þ.e. 4. mgr. 7. gr. laga nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda. Afstaða ríkisskattstjóra sé að í ákvæðinu sé að finna tæmandi talningu á þeim upplýsingum sem almenningur skuli hafa aðgang að samkvæmt lögunum. Um þá málsástæðu sé í rökstuðningi kæranda einungis vísað til þeirrar athugasemdar í niðurstöðu úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 819/2019 (í máli ÚNU 19040004) að almennt verði ,,ekki gagnályktað frá ákvæðum er heimila aðgang að tilteknum upplýsingum“. Af því tilefni bendi ríkisskattstjóri á að í tilvitnuðu máli nefndarinnar hafi verið deilt um hvort gagnályktað yrði frá eftirfarandi þágildandi lagaákvæði um vörumerkjaskrá, á þann hátt að upplýsingar sem ekki féllu undir ákvæðið væru undanþegnar upplýsingarétti: „Öllum er heimilt að kynna sér efni vörumerkjaskrárinnar, annað hvort með því að skoða hana eða með því að fá endurrit úr henni. Þá eiga allir rétt á að fá vitneskju um hvort merki er skráð.“<br /> <br /> Ríkisskattstjóri segir nefndina hafa komist að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki og um aðgang að þeim upplýsingum sem ekki féllu undir ákvæðið færi samkvæmt upplýsingalögum. Enda yrði ekki séð af þágildandi vörumerkjalögum að löggjafinn hafi ætlað að tryggja að slíkar upplýsingar yrðu undanþegnar upplýsingarétti almennings. Þessu sé ólíkt farið þegar komi að því ákvæði sem synjun ríkisskattstjóra sé byggð á. Svo sem heiti 7. gr. laga nr. 82/2019 beri með sér og áréttað sé í greinargerð með því frumvarpi er varð að lögunum, þá sé í greininni að finna ákvæði um aðgang að skrá um raunverulega eigendur. <br /> <br /> Í 1. mgr. greinarinnar séu taldir upp í fimm stafliðum þeir aðilar sem hafi aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur en í 2.-4. mgr. sé nánar afmarkaður aðgangur hvers af þessum aðilum fyrir sig. Þannig skuli aðilar sem vísað er til í stafliðum a-e hafa óheftan aðgang að „öllum skráðum upplýsingum og gögnum“, aðilar samkvæmt d-lið skuli hins vegar hafa aðgang að „nauðsynlegum upplýsingum og gögnum“ og aðilar skv. e-lið, þ.e. almenningur, skuli hafa aðgang að „upplýsingum um nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds“. Ljóst sé að þessi stafliðaskipting og mismunandi lýsing á aðgangi myndi engum tilgangi þjóna ef upptalning á því sem almenningur hafi aðgang að væri einungis sett fram í dæmaskyni og almenningur hefði að meginstefnu aðgang að öllum gögnum um raunverulega eigendur, svo sem kærandi virðist byggja á. <br /> <br /> Bendir ríkisskattstjóri á að sú víðtæka upplýsingasöfnun sem tekin hafi verið upp með lögunum sé í skýrum og afmörkuðum tilgangi, þ.e. að afla réttra og áreiðanlegra upplýsinga um raunverulega eigendur lögaðila í atvinnurekstri svo að unnt sé að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sbr. 1. gr. laganna. Í því skyni sé ríkisskattstjóra falið afar víðtækt vald til að kalla eftir hvaða upplýsingum og gögnum sem verða vilji til að tryggja rétta skráningu, sbr. 6. mgr. 4. gr. laganna. Jafnvel sé kveðið á um að lagaákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki skyldu til að veita upplýsingar og aðgang að gögnum nema í undantekningartilvikum. <br /> <br /> Að mati ríkisskattstjóra verði ákvæði laga nr. 82/2019 um aðgang almennings því ekki skilin á annan veg en að með þeim sé leitast við að tryggja samræmi, gagnsæi og jafnræði hvað varði þær tegundir af upplýsingum sem veittar verði um hina raunverulegu eigendur í stað þess að aðgengi að öllum þeim fjölda upplýsinga verði háður tilvikabundnu mati hverju sinni þegar aðgangsbeiðni sé sett fram. Þetta eigi sér meðal annars stað í aðfararorðum 34 að tilskipun (ESB) 2015/849 en tiltekið sé í frumvarpi til laga nr. 82/2019 að með því sé lagt til að þau ákvæði tilskipunarinnar sem breyti ákvæðum 30. og 31. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 verði tekin efnislega upp í íslenska löggjöf. <br /> <br /> Að lokum fjallar ríkisskattstjóri um það sem fram kemur í kæru varðandi ákvæði 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, um að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt þeim lögum. Þá segir að hann telji tilefni þessarar umfjöllunar kæranda ekki ljóst þar sem í synjun ríkisskattstjóra sé hvergi vikið að þagnarskylduákvæðum laga. Þannig sé t.d. enginn ágreiningur um að ekki sé sérstaklega vikið að þagnarskyldu í lögum nr. 82/2019, að frátöldum fyrrnefndum ákvæðum 6. mgr. 4. gr. laganna sem víki slíkum skyldum til hliðar fyrir upplýsingaöflun ríkisskattstjóra. Hins vegar sé í þessu sambandi rétt að minna á að á ríkisskattstjóra og starfsfólki hans hvíli samt sem áður lögboðin þagnarskylda, sbr. 117. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og nú X. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, með áorðnum breytingum og varði brot refsingu samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga. Að öðru leyti en rakið hafi verið að framan sé af hálfu ríkisskattstjóra vísað til umþrættrar synjunar hans og þeim röksemdum sem þar komi fram.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingmál óskaði þann 28. september 2020 eftir upplýsingum um hvernig gögn með hlutafjármiðum kæmust í vörslu fyrirtækjaskrár. Fyrirtækjaskrá svaraði fyrirspurninni á þá leið að skráningin væri á ábyrgð félaga og bærust gögnin frá þeim. Þrátt fyrir að hlutafjármiðar ættu uppruna sinn í skattskilum félaganna þá hefði fyrirtækjaskrá ekki aðgang að þeim gögnum sem bærust eða yrðu til vegna innheimtustarfa ríkisskattstjóra.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er fjölmiðill, til aðgangs að öllum gögnum í vörslum fyrirtækjaskrár sem tengjast skráningu á raunverulegu eignarhaldi tiltekinna fyrirtækja, frá upphafi slíkrar skráningar.<br /> <br /> Synjun ríkisskattstjóra byggist á því að í 4. mgr. 7. gr. laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda, sé að finna tæmandi talningu á því hvaða upplýsingar um raunverulegt eignarhald skuli vera aðgengilegar almenningi. Þá vísar ríkisskattstjóri í 34. lið aðfararorða tilskipunar (ESB) 2015/849, en 30. og 31. gr. hennar voru innleiddar með lögum um skráningu raunverulegra eigenda. Í umrædum lið er fjallað um jafnvægi á milli hagsmuna almennings, af því að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, og réttinda hinna skráðu, m.a. með tilliti til friðhelgi einkalífs og persónuverndar. <br /> <br /> Í ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga nr. 82/2019 segir: <br /> <br /> „Almenningur […] skal hafa aðgang að upplýsingum um nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og umfang og tegund eignarhalds.“ <br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 82/2019 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Í 7. gr. er að finna ákvæði um aðgang að skrá um raunverulega eigendur en með ákvæðinu eru innleidd ákvæði 5. mgr. og 6. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og þeim var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843. Auk innleiðingarinnar er í ákvæðinu kveðið á um aðgang skattyfirvalda að upplýsingum um raunverulega eigendur.“<br /> <br /> Þá segir: <br /> <br /> „Í 1. mgr. eru taldir upp í fimm stafliðum þeir aðilar sem hafa aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur, en þeir aðilar eru skrifstofa fjármálagreininga lögreglu, eftirlitsaðilar og önnur stjórnvöld sem gegna réttarvörslu samkvæmt lögum um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, tilkynningarskyldir aðilar í skilningi framangreindra laga þegar þeir framkvæma áreiðanleikakönnun og almenningur. Um er að ræða innleiðingu á a–c-lið 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og henni var breytt með tilskipun 2018/843/EB. Einnig er lagt til skattyfirvöld hafi aðgang að upplýsingum um raunverulega eigendur vegna skatteftirlits, upplýsingaskipta milli landa og skattrannsókna.“<br /> <br /> Í athugasemdum um 4. mgr. 7. gr. segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Með 4. mgr. er innleitt ákvæði c-liðar 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) 2015/849 eins og henni var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 en í ákvæðinu er kveðið á um að almenningur skuli hafa aðgang að upplýsingum um nafn raunverulegs eiganda, fæðingarmánuð og -ár, búsetuland, ríkisfang og stærð og tegund eignarhalds.“<br /> <br /> Ákvæði 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB) eins og því var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 hljóðar svo: <br /> <br /> „Member States shall ensure that the information on the beneficial ownership is accessible in all cases to:<br /> <br /> (a) competent authorities and FIUs, without any restriction;<br /> (b) obliged entities, within the framework of customer due diligence in accordance with Chapter II;<br /> (c) any member of the general public.<br /> <br /> The persons referred to in point (c) shall be permitted to access at least the name, the month and year of birth and the country of residence and nationality of the beneficial owner as well as the nature and extent of the beneficial interest held.<br /> <br /> Member States may, under conditions to be determined in national law, provide for access to additional information enabling the identification of the beneficial owner. That additional information shall include at least the date of birth or contact details in accordance with data protection rules.“<br /> <br /> Samkvæmt 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda skulu tilteknar upplýsingar vera aðgengilegar í skrá um raunverulega eigendur. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki tækt að gagnálykta frá ákvæðinu svo að óheimilt sé að veita almenningi aðrar upplýsingar en þar eru upp taldar. Er það í samræmi við þann skilning sem leggja má í ákvæði 5. mgr. 30. gr. tilskipunar (ESB), eins og því var breytt með tilskipun (ESB) 2018/843 en þar segir að almenningur skuli „að minnsta kosti“ hafa aðgang að þeim upplýsingum sem þar eru upp taldar. Jafnframt verður að hafa í huga að í 15. lið aðfararorða tilskipunarinnar er með beinum hætti gert ráð fyrir því að aðildarríkin geti leyft meiri aðgang en þann sem er veittur samkvæmt tilskipuninni.<br /> <br /> Að auki verður að orða undanþágur frá upplýsingarétti með skýrum hætti en í lögum nr. 82/2019 kemur hvergi fram að sérstök þagnarskylda skuli ríkja um aðrar upplýsingar sem þar eru nefndar. Þar af leiðandi er ekki hægt að líta svo á að með ákvæði 4. mgr. 7. gr. sé kveðið á um að óheimilt sé að veita aðgang að öðrum upplýsingum um raunverulega eigendur en þeim sem gera skal aðgengilegar í skrá. Verður því synjun ríkisskattstjóra ekki byggð á ákvæði 4. mgr. 7. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda. <br /> <h2>2.</h2> Í umsögn sinni vísaði ríkisskattstjóri að lokum í þagnarskylduákvæði 117. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt en þar segir:<br /> <br /> „Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Þagnarskylduákvæði 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt er sérgreind með þeim hætti að hún nær til upplýsinga um „tekjur og efnahag skattaðila“. Af orðalagi ákvæðisins leiðir að það nær ekki til upplýsinga um raunverulegt eignarhald félaga. Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin hefur aflað frá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra eru öll gögnin sem ríkisskattstjóri hefur afhent úrskurðarnefndinni gögn sem fyrirtækjaskrá hafa verið afhent frá einstaklingum og lögaðilum á grundvelli laga nr. 82/2019, um skráningu raunverulegra eigenda. Ljóst er því að ekki er um að ræða gögn sem ríkisskattstjóra hafa borist á grundvelli laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, eða í hlutverki ríkisskattstjóra sem innheimtumanns ríkisjóðs. Telur úrskurðarnefndin því ljóst að umrædd gögn og upplýsingar sem þau hafa að geyma verða ekki felld undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <h2>3.</h2> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsinglaga leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.-10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu. <br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir um 1. málsl. 9. gr.:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.“<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur að undir 9. gr. upplýsingalaga geti fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik séu t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.<br /> <br /> Í athugasemdum segir jafnframt um 2. málsl. 9. gr.:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn, sem ríkisskattstjóri afhenti nefndinni í trúnaði. Hvað varðar gögn um raunverulega eigendur félaganna 365 hf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. verður til þess að líta að umræddir lögaðilar teljast til fjölmiðlaveitu í skilningi 15. tölul. 2. gr. laga nr. 38/2011, um fjölmiðla, samkvæmt e-lið 21. gr. sömu laga skal birta upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlaveitu á heimasíðu fjölmiðlanefndar. Var ákvæði þetta sett til þess að tryggja gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum. <br /> <br /> Gengið er út frá því í lögum nr. 38/2011 að almenningur hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingar um raunverulega eigendur fjölmiðlafyrirtækja. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem um ræðir í þessu máli veiti ekki slíka innsýn inn í fjárhagsmálefni viðkomandi eigenda að birting þeirra gangi gegn friðhelgi einkalífs þeirra eða valdi tjóni. Er við það mat óhjákvæmilegt að horfa til þess að ákvæði laga nr. 38/2011 gera ráð fyrir að upplýst sé um eignarhald á fjölmiðlaveitu óháð því hversu stór eða lítill eignarhlutur viðkomandi einstaklings eða lögaðila er. Þar af leiðandi er ekki heimilt að undanþiggja upplýsingar um eignarhald félaganna upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þetta á þó ekki við upphæð hlutafjármiða sem afhentir voru fyrirtækjaskrá en úrskurðarnefndin telur þær upplýsingar falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Verður því ríkisskattstjóra gert að afmá þær upplýsingar, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að auki telur nefndin rétt að undanþiggja bréf A lögmanns til B lögmanns, dags. 17. apríl 2014 á sama grundvelli.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur einnig yfirfarið gögn um raunverulega eigendur félaganna ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. Að mati nefndarinnar geta þær upplýsingar um eignarhald félaga sem fyrir liggja í málinu ekki talist til viðkvæmra upplýsinga um einkahagi einstaklinga né mikilvæga virka viðskipta- eða fjárhagshagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar ber ríkisskattstjóra að afmá upplýsingar um upphæðir hlutafjármiða á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Þá telur úrskurðarnefndin óheimilt, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, að veita kæranda aðgang að upplýsingum um vegabréfsnúmer sem fram kemur í tilkynningu um raunverulega eigendur félagsins PCC BakkiSilicon hf., dags. 3. mars 2020, og afriti af vegabréfi sem fylgdi sömu tilkynningu, en þær upplýsingar varða einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ríkisskattstjóra er skylt að veita kæranda, Ríkisútvarpinu ohf., aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár um raunverulegt eignarhald félaganna 365 hf., Frjálsrar fjölmiðlunar ehf., ION Finance ehf., Lyfja og heilsu hf., PCC BakkiSilicon hf. og Rhea ehf. Þó skal afmá upplýsingar um upphæðir á hlutafjármiðum. <br /> <br /> Þá skal afmá upplýsingar um vegabréfsnúmer sem fram kemur í tilkynningu um raunverulega eigendur félagsins PCC BakkiSilicon hf., dags. 3. mars 2020, og afrit af vegabréfi sem fylgdi sömu tilkynningu. <br /> <br /> Að auki er ríkisskattstjóra óheimilt að veita kæranda aðgang að bréfi A lögmanns til B lögmanns, dags. 17. apríl 2014.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
934/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Kærð var afgreiðsla Barnaverndarstofu á beiðni um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til annars en að leggja til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn í málinu hefðu þegar verið afhent kæranda. Var málinu því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 934/2020 í máli ÚNU 20070007. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. júlí 2020, kærði A afgreiðslu Barnaverndarstofu á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi til Barnaverndarstofu, dags. 10. júní 2020, óskaði kærandi eftir því að fá afhent gögn sem til væru hjá stofnuninni varðandi hann og son hans. Erindi kæranda var svarað þann 30. júní 2020 og honum afhent afrit af tölvupóstsamskiptum stofnunarinnar við utanríkisráðuneytið, dags. 6.-10. janúar 2020, vegna máls kæranda og sonar hans, ásamt fundargerð vegna fundar Barnaverndarstofu og utanríkisráðuneytisins, dags. 7. janúar 2020, vegna málsins.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi telji, miðað við orðalag í svarbréfi Barnaverndarstofu, að það séu einhver fleiri gögn sem hann hafi ekki enn fengið aðgang að. Því krefjist hann þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál athugi hvort að hann hafi örugglega fengið öll gögnin.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Barnaverndarstofu með bréfi, dags. 8. júlí 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Barnaverndarstofu, dags. 31. júlí 2020, segir að kæranda hafi verið afhent öll fyrirliggjandi gögn hjá stofnuninni sem varði mál hans og sonar hans, þ.e. tölvupóstsamskipti og fundargerð. Þannig sé ekki um að ræða synjun um aðgang að neinum gögnum. Hins vegar hafi í bréfi stofnunarinnar til kæranda verið upplýst um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Um sé að ræða staðlaðan texta sem hefði í þessu tilfelli verið óþarfur og stofnunin muni endurskoða verklag sitt að þessu leyti. Þá voru gögn málsins afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Barnaverndarstofu á beiðni kæranda um gögn sem varða hann sjálfan og son hans. Í svari Barnaverndarstofu við beiðni kæranda var kæranda bent á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en í umsögn stofnunarinnar vegna kærunnar kemur fram að þar hafi verið um mistök að ræða enda hafi í reynd ekki verið um að ræða synjun á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Í ljósi gagna málsins og skýringa Barnaverndarstofu hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að öll fyrirliggjandi gögn sem varða mál kæranda hjá Barnaverndarstofu hafi þegar verið afhent honum. Þannig er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 6. júlí 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
933/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Deilt var um synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni um aðgang að upplýsingum um hvenær þjónustunotendur voru lagðir inn á hjúkrunarheimilið Skjól á tilteknu tímabili. Synjun Sjúkratrygginga byggði á því að óheimilt væri að veita aðgang að gögnunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og ákvæða laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að umbeðin gögn fælu í sér upplýsingar um einkamálefni einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga enda væri ekki um að ræða persónugreinanlegar upplýsingar. Var Sjúkratryggingum því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 933/2020 í máli ÚNU 20060009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. júní 2020, kærði A synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins óskaði kærandi eftir því með tölvupósti, dags. 12. maí 2020, að fá aðgang að gögnum sem sýna legutíma þjónustunotenda á hjúkrunarheimilinu Skjóli, þar sem lega hófst á tímabilinu 1. september 2017 til 1. júlí 2018. Í svari Sjúkratrygginga Íslands, dags. 15. maí 2020, koma fram upplýsingar um fjölda notenda og legutíma á tímabilinu en jafnframt að ekki sé rétt að gefa upp nákvæmari sundurliðun. Álit stofnunarinnar sé að upplýsingar um legu þjónustunotenda hjúkrunarheimilis falli undir viðkvæmar persónuupplýsingar. Nánari sundurliðun fæli það í sér að hugsanlega væri hægt að rekja upplýsingarnar til einstakra þjónustunotenda. <br /> <br /> Kærandi afmarkaði beiðnina nánar með tölvupósti, dags. 15. maí 2020, og óskaði eftir upplýsingum um það hvaða dag þeir 46 einstaklingar, sem voru nýskráðir á tímabilinu, voru skráðir inn. Jafnframt var óskað eftir frekari rökstuðningi fyrir synjuninni. Í svari Sjúkratrygginga Íslands, dags. 18. maí 2020, kemur meðal annars fram að þar sem ekki sé um marga þjónustunotendur að ræða sé það mat stofnunarinnar að upplýsingarnar geti verið rekjanlegar til ákveðinna notenda, jafnvel þótt búið sé að taka út nafn og kennitölu. Með vísan til ákvæðis 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sem og ákvæða persónuverndarlaga nr. 90/2018, sé ekki hægt að verða við beiðni um nákvæmar dagsetningar á upphafi legutíma einstakra þjónustunotenda hjúkrunarheimilisins Skjóls.<br /> <br /> Í kæru kemur m.a. fram að kærandi byggi á því að synjun Sjúkratrygginga Íslands á beiðni kæranda brjóti gegn meðalhófsreglu, réttmætisreglu og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og þar með upplýsingarétti almennings á grundvelli upplýsingalaga. Með 9. gr. upplýsingalaga hafi löggjafinn eftirlátið stjórnvöldum mat til að taka þá ákvörðun sem best henti í hverju máli með tilliti til allra aðstæðna. Matið sé ekki frjálst heldur þurfi að byggja á málefnalegum sjónarmiðum. Kærandi geti fallist á að upplýsingar um legu á hjúkrunarheimilum, sem rekjanlegar eru til tiltekinna þjónustunotenda, geti talist einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Upplýsingarnar sem beiðni kæranda lúti að séu án nokkurra tengsla við persónu viðkomandi einstaklinga. Þær séu sambærilegar öðrum upplýsingum sem birtar séu opinberlega um notendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi, án persónugreinanlegra gagna. Megi þar nefna fæðingarskrá, þungunarrofsskrá, dánarmeinaskrá, krabbameinsskrá, ófrjósemisskrá og samskiptaskrá heilsugæslustöðva sem birt sé á opnum vef embættis landlæknis og fæðingarskráning - skýrsla, sem birt sé á opnum vef Landspítala, vinnuslysaskrá Vinnueftirlitsins og opnar upplýsingar á vef Hagstofu Íslands. Í sumum skrám sé um að ræða upplýsingar sem séu mun viðkvæmari en þær sem kærandi beiðist aðgangs að í máli þessu. Verði veittur aðgangur að þessum 46 dagsetningum sé ógjörningur að tengja þær upplýsingar við tiltekna einstaklinga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 18. júní 2020, var Sjúkratryggingum Íslands kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Sjúkratrygginga Íslands, dags. 7. júlí 2020, segir að hægt sé að nálgast umbeðnar upplýsingar í upplýsingatæknikerfum stofnunarinnar þar sem hjúkrunarheimili sendi til hennar upplýsingar um þjónustunotendur sína. Upplýsingarnar séu grundvöllur greiðsluþátttöku sjúkratrygginga fyrir hjúkrunarrými, samkvæmt samningum sem Sjúkratryggingar Íslands geri við hjúkrunarheimili skv. IV. kafla laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008, og/eða á grundvelli gjaldskrár sem Sjúkratryggingar Íslands gefi út. Þá séu umræddar upplýsingar varðveittar hjá stofnuninni í tengslum við greiðslur á grundvelli 1. mgr. 21. og 29. gr. laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra.<br /> <br /> Í umsögninni er lýst því hagsmunamati sem fram hafi farið við töku ákvörðunar um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Tekið hafi verið tillit til atriða sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi sett fram í úrskurðum sínum, sérstaklega úrskurða nr. 766/2018, 897/2020 og 910/2020. Mat Sjúkratrygginga Íslands hafi verið að hægt væri að rekja umræddar dagsetningar til einstakra þjónustunotenda, þar sem um væri að ræða fáa notendur. Oftast hafi aðeins verið um eina innlögn að ræða á degi hverjum. Því sé hægt að tengja þjónustunotendur við innlagnardagsetningu ef viðtakandi upplýsinganna hafi ákveðnar upplýsingar eða forsendur. Sem dæmi megi nefna að ef viðtakandi upplýsinganna ætlaði að finna út hvenær ákveðinn einstaklingur hefði lagst inn á hjúkrunarheimilið Skjól, og væri með ákveðnar dagsetningar sem kæmu til greina, þá gæti hann staðreynt það með því að fá lista yfir innlagnardagsetningar allra þjónustunotenda.<br /> <br /> Sjúkratryggingar Íslands víkja næst að athugasemdum við ákvæði 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga. Ljóst sé að upplýsingar um innlagnir þjónustunotanda á hjúkrunarheimili falli undir viðkvæmar persónuupplýsingar, þar sem þær snúi að heilsufari viðkomandi, þ.e. upphafi innlagna vegna veikinda. Þar af leiðandi telji Sjúkratryggingar Íslands að þjónustunotendur hjúkrunarheimila eigi rétt á að upplýsingum um hvenær þeir voru lagðir inn verði ekki miðlað til almennings. Þá hafi komið fram í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 766/2018 að eftir atvikum skuli líta til ákvæðis 15. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008 við skýringu ákvæða upplýsingalaga, jafnvel þó að um almenna þagnarskyldu sé að ræða. Hagsmunamat Sjúkratrygginga Íslands hafi leitt í ljós að sjónarmið sem mæla með leynd viðkvæmra persónuupplýsinga um þjónustunotendur hjúkrunarheimilisins Skjóls vegi mun þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá upplýsingar um innlagnir þeirra. Hjá stofnuninni sé að finna gífurlegt magn upplýsinga um sjúkratryggða og notendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Oftar en ekki séu upplýsingarnar ekki sendar til stofnunarinnar að frumkvæði þjónustunotenda heldur að frumkvæði veitenda heilbrigðisþjónustu eins og raunin sé í þessu tilviki. Það séu ríkir hagsmunir sjúkratryggðra og notenda heilbrigðisþjónustu að þeir geti verið vissir um að upplýsingum þeirra sé ekki miðlað til almennings. <br /> <br /> Í umsögninni er fjallað um skilyrði vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og því haldið fram að beiðni kæranda hafi fallið undir lögin samkvæmt gagnályktun frá 2. mgr. 5. gr. þeirra. Stofnuninni hafi ekki verið heimilt að miðla umbeðnum upplýsingum á grundvelli laganna. Loks gera Sjúkratryggingar Íslands athugasemdir við rökstuðning kæranda sem lýtur að því að umbeðnar upplýsingar séu sambærilegar öðrum upplýsingum sem birtar séu opinberlega. Að mati stofnunarinnar sé ekki um að ræða sambærilegar upplýsingar, þar sem ekki sé um að ræða jafn stóran markhóp í máli þessu og í tilvikunum sem kærandi vísi til. Þá telur stofnunin að hún eigi ekki að fylgja fordæmi annarra stofnana sem veiti aðgengi að viðkvæmum einkamálefnum einstaklinga sem eigi að falla undir undanþágu 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Umsögn Sjúkratrygginga Íslands var kynnt kæranda með erindi, dags. 20. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Athugasemdir kæranda bárust þann 17. ágúst 2020. Þar segir m.a. að ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun beiðninnar byggi á þeim grunni að fræðilega séð sé ekki ómögulegt að hægt sé að rekja umbeðnar upplýsingar til tiltekinna einstaklinga að því gefnu að kærandi búi yfir tiltekinni vitneskju. Hér sé stofnunin farin að stunda lögfræðilega loftfimleika. <br /> <br /> Kærandi fellst á að upplýsingar um heilsufar einstaklinga falli undir einkamálefni sem sanngjarnt sé að fari leynt. Það sem hér reyni á sé hins vegar hvort slíkir hagsmunir séu til staðar eða ekki. Við matið þurfi að afmarka kröfur sem gera þurfi til líkinda á að hægt sé að tengja upplýsingarnar við tiltekna einstaklinga. Hér megi líta til úrskurða sem Sjúkratryggingar Íslands vísi til. Í úrskurðum úrskurðarnefndarinnar nr. 766/2018, 897/2020 og 910/2020 hafi verið fjallað um upplýsingar sem bersýnilega hafi verið hægt að tengja við tiltekna einstaklinga. Engin dæmi sé hins vegar að finna í úrskurðarframkvæmd þar sem synjað sé um aðgang að gögnum með jafn langsóttum og fjarlægum rökum og synjun Sjúkratrygginga Íslands sé byggð á.<br /> <br /> Ef fallist verði á að synja megi um aðgang að fyrirliggjandi gögnum í vörslu stjórnvalds á grundvelli fjarlægs fræðilegs möguleika á rakningu til tiltekins einstaklings, sem byggi jafnframt á því að tiltekin skýrt afmörkuð vitneskja sé til staðar, sé upplýsingaréttur almennings nánast að engu hafður. Rekjanleiki til viðkomandi einstaklinga verði að blasa við með nokkuð skýrum hætti og byggja á almennari þekkingu en Sjúkratryggingar Íslands geri ráð fyrir í langsóttu dæmi. Kærandi geti fallist á að ekki þurfi að vera um tengingu að ræða sem megi telja augljósa öllum en gera þurfi þó þá kröfu að sennilegt megi teljast að rekja megi upplýsingarnar til tiltekinna einstaklinga. Sjúkratryggingar Íslands hafi ekki á neinn hátt sýnt fram á að hægt sé að rekja umbeðnar upplýsingar til tiltekinna einstaklinga.<br /> <br /> Kærandi mótmælir þeirri niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands að beiðni hans falli undir lög nr. 90/2018. Beiðnin hafi verið sett fram á grundvelli upplýsingalaga. Telji stofnunin að synja beri beiðninni á grundvelli þeirra laga leiði það ekki til nýrrar beiðni á grundvelli persónuverndarlaga. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Sjúkratrygginga Íslands. Með beiðni kæranda, dags. 12. maí 2020, var upphaflega óskað eftir aðgangi að upplýsingum um legutíma þjónustunotenda á hjúkrunarheimilinu Skjóli á tilteknu tímabili en beiðnin var síðar afmörkuð með þeim hætti að kærandi óskaði aðgangs að gögnum sem sýni hvenær nýir þjónustunotendur voru lagðir inn á sama tímabili. Ákvörðun Sjúkratrygginga um að synja beiðni kæranda, dags. 18. maí 2020, byggir á því að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og ákvæða laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.<br /> <br /> Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Samkvæmt framangreindri tilvitnun er ljóst að upplýsingar um heilsuhagi manna falla undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga, og er í því sambandi bent á að slíkar upplýsingar teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, sbr. 3. tölul. 3. gr. laganna. Enda þótt síðarnefndu lögin takmarki ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna, er samkvæmt framangreindu litið til ákvæða þeirra við afmörkun á því hvaða upplýsingar skuli fara leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Um er að ræða töflureiknisskjal á tveimur blaðsíðum með tveimur dálkum. Annar dálkurinn ber yfirskriftina „Heiti stofnunar“ og eru færslurnar eðli málsins samkvæmt allar skráðar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Í dálkinum „Dags. innlagnar“ eru dagsetningar og í sumum tilvikum nánari tímasetningar, sem ætla verður að einstaklingar hafi verið lagðir inn á heilbrigðisstofnunina á tímabilinu sem beiðni kæranda lýtur að. Hvergi er hins vegar að finna nokkrar upplýsingar sem benda til þess um hvaða einstaklinga ræðir hverju sinni og því er ekki að finna upplýsingar um heilsuhagi nafngreindra einstaklinga í skjalinu eða aðrar upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun beiðni kæranda byggir hins vegar á því að hægt sé að rekja upplýsingarnar til einstakra þjónustunotenda, þar sem um sé að ræða fáa einstaklinga. Hægt sé að tengja þjónustunotendur við innlagnardagsetningu ef viðtakandi upplýsinganna hefur ákveðnar viðbótarupplýsingar eða forsendur. <br /> <br /> Um þetta tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að undir 9. gr. falla ekki einungis upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, heldur einnig upplýsingar sem varpað geta ljósi á eða staðfest slíkar upplýsingar. Þannig kunna upplýsingar, sem að öllu jöfnu er ekki hægt að rekja til nafngreindra einstaklinga, að falla undir ákvæðið ef um er að ræða upplýsingar sem allur almenningur gæti með fyrhafnarlitlum hætti rakið til nafngreindra einstaklinga, eftir atvikum út frá viðbótarupplýsingum sem almennt væru aðgengilegar. <br /> <br /> Eins og mál þetta er vaxið verður hins vegar að líta til þess að þær viðbótarupplýsingar, sem kæranda eða öðrum utanaðkomandi aðilum væru nauðsynlegar til að rekja umbeðnar upplýsingar til nafngreindra einstaklinga, myndu í raun fela í sér að sömu aðilar hefðu þegar vitneskju um hvaða einstaklinga væri um að ræða og þar með upplýsingar um hagsmuni sem leynt eiga að fara samkvæmt ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Þannig þyrfti utanaðkomandi aðili í reynd þegar að búa yfir vitneskju um að tiltekinn einstaklingur hefði lagst inn á hjúkrunarheimilið Skjól, á tilteknum degi eða a.m.k. á tiltölulega stuttu tímabili, til að upplýsingar í hinu umbeðna gagni teldust lúta að einkahagsmunum þjónustunotandans í skilningi ákvæðisins. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki hægt að notast við slík viðmið þegar tekin er afstaða til þess hvort ópersónutengdar upplýsingar falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Telur nefndin að slík túlkun 9. gr. myndi í reynd girða að verulegu leyti fyrir aðgang að upplýsingum sem almennt eru ekki rekjanlegar til ákveðinna einstaklinga. Er því ekki unnt að fallast á það með Sjúkratryggingum Íslands að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er fallist á rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Sjúkratryggingum Íslands ber að veita kæranda, A, aðgang að upplýsingum um hvenær nýir þjónustunotendur voru lagðir inn á hjúkrunarheimilið Skjól á tímabilinu 1. september 2017 til 1. júlí 2018.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> |
932/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Kærð var afgreiðsla Landspítala á beiðni um upplýsingar úr sjúkraskrá, þ.e. lista yfir alla þá sem hafi flett kæranda upp í sjúkraskrá auk allra upplýsinga um kæranda sem skráðar hafi verið í sjúkraskrá. Kærunni var vísað frá þar sem upplýsingar um aðgang að sjúkraskrá eru ekki kæranlegar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 932/2020 í máli ÚNU 20060001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. júní 2020, kærði A afgreiðslu Landspítala á beiðni hennar um upplýsingar úr sjúkraskrá.<br /> <br /> Með erindi, dags. 23. september 2019, til Landspítalans óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hvort upplýsingar úr sjúkraskrá kæranda hefðu verið sóttar á tímabilinu maí til júlí 2018, hver hefði nálgast þær upplýsingar og hvar það hefði verið gert. Kærandi óskaði einnig eftir upplýsingum um hvort Landspítalinn hefði vitneskju um allan aðgang sem hægt væri að hafa að gögnum í sjúkraskrá, enda hefði kærandi rökstuddan grun um að einhver hefði sótt upplýsingar um sig úr sjúkraskrá. Í framhaldi af þessu fyllti kærandi út rafrænt eyðublað á vef Landspítala með beiðni um afrit af uppflettilista Landspítalans á tilteknu tímabili. Kærandi ítrekaði beiðni sína þann 10. október 2019 en 23. október 2019 fékk kærandi tilkynningu um að umbeðin gögn væru komin inn á pósthólf kæranda á www.island.is. <br /> <br /> Þann 8. desember 2019 sendi kærandi víðtækari beiðni og óskaði eftir öllum upplýsingum um sig úr sjúkraskrá. Þar kemur fram að kærandi hafi þegar fengið skrá yfir uppflettingar í kerfinu frá 2018 en vilji fá öll önnur gögn sem til séu um sig, ótengt tímabili. Þá biður kærandi um útskýringar á ýmsum tæknilegum þáttum skráningarinnar, m.a. hvernig það skráist þegar upplýsingum sé breytt eða eytt. Þann 18. mars 2020 hringdi kærandi í Landspítala og samdægurs barst henni tilkynning um að umbeðin gögn væru komin inn á pósthólf kæranda á vefsvæði www.island.is. <br /> <br /> Kærandi var í áframhaldandi samskiptum við Landspítalann, bæði símleiðis og með tölvupósti. Kærandi ítrekaði beiðni sína 13. og 20. maí 2020 og kvaðst enn bíða eftir skýringum og upplýsingum, m.a. uppflettilista fyrir árið 2007. Með erindi, dags. 25. maí 2020, var kæranda tilkynnt að starfsmaður miðstöðvar um sjúkraskrárritun hefði reynt að gera uppflettilista frá árinu 2000 til þess dags en aðeins hefði verið hægt að kalla fram upplýsingar frá 2011 og ekki væri vitað hvers vegna. <br /> <br /> Í kæru segir að ekki hafi verið með góðu móti hægt að lesa í umbeðinn uppflettilista. Þá hafi kæranda ekki borist svör við spurningum sínum né öll þau gögn sem hún hafi beðið um eða formleg skýring á töfum á afgreiðslu spítalans. Samanburður á „logfærslum“ í uppflettilista sem kæranda hafi borist úr risvef og sjúkraskrárkerfi Landspítalans sýni að gögn vanti og að beiðni kæranda hafi ekki verið virt eða réttur hennar til friðhelgi einkalífs.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Landspítalanum með bréfi, dags. 8. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Landspítalans, dags. 16. júní 2020, segir að kærandi hafi verið upplýst um að tafir yrðu á afgreiðslu málsins enda hafi það reynst flókið úrlausnar. Í lok febrúar hafi hefðbundin starfsemi spítalans farið nokkuð úr skorðum vegna Covid faraldursins sem hafi frestað úrvinnslu málsins enn frekar. Í maí hafi verið ráðgert að starfsmaður hefði samband við kæranda símleiðis og upplýsti hana um stöðu málsins en það hafi því miður farist fyrir. Kæranda hafi loks verið svarað með bréfi, dags. 16. júní 2020. <br /> <br /> Í bréfi Landspítalans er spurningum kæranda varðandi skráningu í sjúkraskrá svarað. Þá kemur fram að núverandi eftirlitsgátt, sem miðstöð sjúkraskrárritunar notist við, nái aðeins aftur til ársins 2011. Þar sem um mikið magn gagna sé að ræða hafi verið ákveðið að færa þau ekki öll yfir í eftirlitsgáttina. Mögulegt sé að sækja eldri gögn með sérstökum fyrirspurnum í gagnagrunn og sé sú aðgerð framkvæmd af tölvunar- eða kerfisfræðingi í hvert skipti. Sú vinna sé tímafrek og því ekki unnin nema sérstök ástæða sé til. Í bréfi spítalans er öðrum tæknilegri spurningum kæranda einnig svarað.<br /> <br /> Með erindi, dags. 29. júní 2020, veitti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda kost á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi bréfs Landspítalans. <br /> <br /> Í svari kæranda, dags. 13. júlí 2020, er vísað í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár þar sem fram kemur að sjúklingur hafi rétt á aðgangi að sjúkraskrá í heild og að fá afhent afrit af henni. Í 4. mgr. segi að sjúklingur hafi rétt á að fá upplýsingar frá umsjónaraðila sjúkraskrár um það hverjir hafi aflað upplýsinga úr sjúkraskrá hans og í hvaða tilgangi.<br /> <br /> Kærandi kveðst enn ekki hafa fengið heildaruppflettilista frá Landspítalanum en einnig vanti nokkuð af upplýsingum, m.a. um innlögn vegna hálskirtlatöku og upplýsingar um meðferð, læknabréf, nótur og samskipti. Varðandi svar frá Landspítalanum kveðst kærandi ekki hafa verið upplýst um að tafir yrðu á afgreiðslu málsins og skorar hún á Landspítalann að sýna fram á það. Aftur á móti hafi kærandi leitað eftir upplýsingum um það hvar málið væri statt og hafi henni þá verið tjáð að spurningin hafi verið send áfram innan spítalans. Ekki hafi verið tafir á afhendingu uppflettilista en hann hafi þó aðeins náð aftur til ársins 2011. Spurning kæranda um hvort það gæti verið stillingaratriði hvað birtist í uppflettilista, án þess að um sé að ræða breytingu, sé vegna misræmis sem sé í uppflettilistum sem hún hafi fengið. Að lokum segir að kærandi vilji gjarnan fá skýringar á því af hverju það vanti nöfn á einn listann.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Landspítalans á beiðni kæranda um lista yfir alla þá sem hafi flett kæranda upp í sjúkraskrá auk allra upplýsinga um kæranda sem skráðar hafi verið í sjúkraskrá. <br /> <br /> Samkvæmt 4. mgr. 14. gr. upplýsingalaga fer um aðgang sjúklings að sjúkraskrá eftir ákvæðum laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár. <br /> <br /> Í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. gildandi laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 er hugtakið sjúkraskrárupplýsingar skilgreint sem „Lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgentmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upplýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans hjá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar.“ Í 5. tölul. ákvæðisins er hugtakið sjúkraskrá skilgreint sem safn sjúkraskrárupplýsinga.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 607/2016 frá 18. janúar 2016 komst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þeirri niðurstöðu að upplýsingar um þá sem hafa aðgang að og opna sjúkraskýrslur sjúklinga eða „uppflettingar“ teljist til sjúkraskrár. Að mati nefndarinnar laut beiðni kæranda í málinu því að upplýsingum um sjúkraskrá kæranda. <br /> <br /> Eftir að hafa kynnt sér sjónarmið kæranda og gögn málsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að beiðnin lúti alfarið að upplýsingum sem finna má í sjúkraskrá kæranda. <br /> <br /> Í 15. gr. a. laga um sjúkraskrár er að finna kæruheimild til embættis landlæknis, þar segir: <br /> <br /> „Heimilt er að bera synjun umsjónaraðila sjúkraskrár um aðgang sjúklings að eigin sjúkraskrá í heild eða að hluta eða synjun um að fá afhent afrit af henni undir embætti landlæknis. Sama gildir um synjun umsjónaraðila sjúkraskrár um að veita nánum aðstandanda aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings eða synjun um að fá afhent afrit af henni. Um málsmeðferð fer samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir embættisins um aðgang að sjúkraskrá eru endanlegar á stjórnsýslustigi og verður ekki skotið til ráðherra.“ <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur til meðferðar synjanir á beiðnum um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Synjun beiðni um aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrá verður því ekki borin undir nefndina, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 607/2016 og A-155/2002. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hvað varðar beiðnir kæranda um útskýringar Landspítalans varðandi skráningu í sjúkraskrá er tekið fram að úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar takmarkast við synjun beiðni um aðgang að gögnum eða synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin hefur ekki eftirlit með því hvernig stjórnvöld sinna almennum fyrirspurnum sem þeim berast.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 5. júní 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
931/2020. Úrskurður frá 20. október 2020 | Í málinu synjaði Póst- og fjarskiptastofnun beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvar farnetssendar væru staðsettir í Reykjavík. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísað til þess að samkvæmt ákvæði 5. mgr. 62. gr. a væri heimilt að veita almenningi takmarkaðan aðgang að gagnagrunninum. Nefndin féllst á það að heimilt væri að undanþiggja upplýsingar um heimilisfang byggingar þar sem farnetssendar væru staðsettir með vísan til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Hins vegar væri heimilt að upplýsa um staðsetningu þeirra án þess að svo nákvæm staðfesting væri gefin upp. Væri því staðfest synjun stofnunarinnar á aðgangi að Excel-skjölum frá fjarskiptafyrirtækjum þar sem heimilisföng væru tiltekin. Þá taldi nefndin sig ekki hafa forsendur til annars en að taka trúanlega þá fullyrðingu stofnunarinnar að útbúa þyrfti sérstaklega gögn með umbeðnum upplýsingum eins og þær væru vistaðar í gagnagrunni um almenn fjarskiptanet. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. október 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 931/2020 í máli ÚNU 20020025.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. febrúar 2020, kærði A ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að synja beiðni hennar um aðgang að upplýsingum um hvar farnetssendar séu staðsettir í Reykjavík. <br /> <br /> Með erindi, dags. 4. nóvember 2018, beindi kærandi beiðni til Póst- og fjarskiptastofnunar um kort af símamöstrum á höfuðborgarsvæðinu. Beiðninni var svarað með bréfi, dags. 13. nóvember 2018. Í bréfinu segir að fjarskiptasendastaðir á höfuðborgarsvæðinu séu fjölmargir og ekki nema hluti þeirra sé í möstrum. Helstu möstur sem hýsi fjarskiptasendastaði séu á Vatnsendahæð, Úlfarsfelli og í Víðinesi. Aðrir sendastaðir séu víða á svæðinu, oftast á húsþökum hærri bygginga eða utan á veggjum þeirra. Af öryggisástæðum hafi Póst- og fjarskiptastofnun ekki heimild til að gefa upp nákvæma staðsetningu þessara sendastaða. <br /> <br /> Með erindi, dags. 16. nóvember 2018, óskaði kærandi eftir frekari rökstuðningi. Samdægurs svaraði Póst- og fjarskiptastofnun því að í reglum um virkni almennra fjarskiptaneta, nr. 1222/2007 væri kveðið á um þær ráðstafanir sem stofnunin telji nauðsynlegt að fjarskiptafyrirtækin geri til að tryggja samfelldan rekstur almennra fjarskiptaneta. Fjarskiptafyrirtækin hafi ráðstafanir til að tryggja virkni og öryggi fjarskiptaneta í samræmi við þær kröfur sem settar séu fram m.a. með þessum reglum. Ein af þeim ráðstöfunum sé að ekki sé með auðveldum hætti mögulegt að sjá staðsetningu fjarskiptavirkja með einföldum hætti enda hafi dæmin sýnt að hætta sé t.d. á því að framin séu skemmdarverk á fjarskiptasendastöðum.<br /> <br /> Þann 1. desember 2019, ítrekaði kærandi beiðni um aðgang að upplýsingum um staðsetningu fjarskiptavirkja í Reykjavíkurborg og var óskað eftir formlegri ákvörðun þar um. Í beiðninni segir að um sé að ræða lýðheilsumál. Kæranda var svarað með bréfi, dags. 3. desember 2019. Þar er meðal annars vísað til þess að samkvæmt 62. gr. a. laga um fjarskipti nr. 81/2003 haldi Póst- og fjarskiptastofnun rafrænan grunn um þráðlausan sendibúnað. Í ákvæðinu komi fram að vilji löggjafans sé að almenningi sé ekki heimill aðgangur að gagnagrunninum. Þó sé heimilt að fullnægðum skilyrðum að opna fyrir takmarkaðan aðgang almennings. Mikilvægir viðskipta- og öryggishagsmunir komi m.a. til skoðunar þegar tekin sé ákvörðun um slíkt. <br /> <br /> Í bréfi kæranda til Póst- og fjarskiptastofnunar, dags. 5. desember 2019, segir m.a. að hvergi komi fram í 62. gr. a. laga um fjarskipti nr. 81/2003 að stofnunin hafi ekki heimild til að gefa upp nákvæma staðsetningu sendastaða. Ekki sé nægilegt að vitna í vilja löggjafans í þeim efnum. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun svaraði kæranda með bréfi, dags. 9. desember 2019. Segir þar að í 62. gr. a fjarskiptalaga komi fram að heimilt sé að fullnægðum skilyrðum að opna fyrir takmarkaðan aðgang almennings að rafræna gagnagrunninum. Þetta þýði að aðgengi að gagnagrunninum sé lokað, nema annað sé ákveðið. Það sé rétt að í ákvæðinu komi ekki beint fram að stofnunin hafi ekki heimild til að gefa upp nákvæma staðsetningu sendistaða. Hins vegar sé stofnuninni skylt, sé tekin ákvörðun um að opna fyrir aðgang að gagnagrunninum, að taka tillit til mikilvægra viðskipta- og öryggishagsmuna. Slíkt mat geti leitt til þess að aðgengið verði það takmarkað að það nái ekki til einstakra atriða eins og t.d. sendistaða. Fram kemur að stofnunin skilji erindi kæranda þannig að óskað sé eftir upplýsingar um sendistaði farsímasenda í Reykjavíkurborg. <br /> <br /> Með erindi, dags. 19. febrúar 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvenær ákvörðunar væri að vænta. Af gögnum málsins verður ekki séð að erindinu hafi verið svarað en afgreiðsla Póst- og fjarskiptastofnunar var sem fyrr segir kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 28. febrúar 2020. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Póst- og fjarskiptastofnun með bréfi, dags. 13. mars 2020 og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar segir að stofnunin leggi þann skilningi í beiðnina að beðið sé um aðgang að upplýsingum um staðsetningu á farnetssendum í Reykjavík úr gagnagrunni almennra fjarskiptaneta (GAF). Ekki sé hægt að veita kæranda svo víðtækan aðgang að gagnagrunninum. Þá séu umbeðin gögn ekki fyrir hendi á tiltæku formi án frekari úrvinnslu. Þá sé um að ræða viðkvæmar upplýsingar sem heimilt sé að takmarka samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Verði ekki fallist á synjun stofnunarinnar að fullu sé þess krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamál samþykki einungis takmarkaðan aðgang kæranda að umbeðnum upplýsingum úr GAF samkvæmt tilteknum forsendum sem stofnunin gerir tillögu um.<br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að kærandi hafi ekki rökstutt hagsmuni sína af því að fá aðgang að upplýsingunum. Þrátt fyrir að ekki þurfi að sýna fram á lögvarða hagsmuni fyrir aðgangi að upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga sé það álit stofnunarinnar að mat á hagsmunum aðgangsbeiðanda geti haft áhrif á inntak og umfang gagnaafhendingar. Eðlilegt sé að úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggi mat á hagsmuni kæranda m.t.t. aðgangsbeiðni hans, einkum þar sem slíkir hagsmunir vegist á við aðra mjög ríka hagsmuni. Í því tilviki sem hér um ræði óski kærandi eftir aðgangi að staðsetningu allra farnetssenda í Reykjavík. Póst- og fjarskiptastofnun telur slíkan aðgang alltof víðfeðman og ekki í samræmi við lög. Takmarka þurfi mögulegan aðgang að upplýsingum um staðsetningu farnetssenda, t.d. við tiltekinn radíus út frá vali á ákveðnu heimilisfangi.<br /> <br /> Einnig kemur fram að GAF sé starfræktur á grundvelli 62. gr. a. í lögum um fjarskipti nr. 81/2003. Tilgangur gagnagrunnsvinnslunnar sé margþættur en um sé að ræða rannsóknar- og greiningartæki stjórnvalda á fjarskiptainnviðum landsins. Í GAF sé safnað upplýsingum um allar tegundir fjarskiptainnviða á Íslandi. Hér sé ekki einungis um að ræða staðsetningu og tegund umræddra innviða, heldur einnig ýmiss konar tæknilegar upplýsingar sem tengist viðkomandi innviðum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 62. gr. a. sé Póst- og fjarskiptastofnun hýsingar-, vinnslu- og vörsluaðili GAF. Póst- og fjarskiptastofnun sé hið bæra stjórnvald til að safna upplýsingum í gagnagrunninn, vinna með þær og eftir atvikum að veita aðgang að þeim.<br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að aðgangsbeiðni kæranda taki ekki til tiltekins gagns heldur fremur til safns af upplýsingum í gagnagrunni. Form upplýsinganna sé yfirleitt stafrænar skrár en í tilviki farnetssenda sé um að ræða Excel-skjöl frá farnetsfyrirtækjum og upplýsingarnar séu samstæðar og samræmdar. Excel-skjölin taki til farnetssenda viðkomandi fjarskiptafyrirtækis á landinu öllu. Í þeim séu ýmsar tæknilegar upplýsingar sem ekki sé aðgengilegt fyrir hinn almenna borgara að lesa úr og greina. Þessar upplýsingar hafi verið settar inn í það landupplýsingakerfi sem GAF byggi á. Því sé hægt að búa til mynd af staðsetningu sendanna. Það sé einnig hægt að vinna Excel-skjal um staðsetningu sendanna á myndinni, að slepptum þeim upplýsingum sem varða tæknileg atriði sendanna. Það þurfi því að vinna með upplýsingarnar svo þær séu birtingarhæfar. Stofnuninni reiknist til að það hafi tekið sérfræðing stofnunarinnar um 4-5 klukkutíma að samræma og „hreinsa“ upplýsingarnar í Excel-skjali ásamt því að búa til mynd af sendunum. Þessar upplýsingar séu þó að sjálfsögðu til á myndrænu formi fyrir landið allt í gagnagrunninum. Slíkri upplýsingaafhendingu yrði á hinn bóginn jafnað til fulls aðgangs að GAF en slíkur aðgangur sé ekki í samræmi við lög. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að í GAF sé safnað margvíslegum upplýsingum um fjarskiptainnviði landsins, hvort sem þeir séu í eigu fyrirtækja í opinberri eigu eða einkaaðila. Óháð eignarhaldi og hvort fjarskiptanetin séu sérstaklega skilgreind sem neyðarfjarskiptakerfi megi slá því föstu að töluverður hluti þessara fjarskiptaneta sé þjóðfélagslega mikilvægur og tilheyri grunninnviðum. Það sé álit stofnunarinnar, sem m.a. byggi á sjónarmiðum sem fram komi í frumvarpi til breytinga á fjarskiptalögum nr. 34/2011, að upplýsingar um farnetskerfið í heild sinni, þ.m.t. sérstaklega upplýsingar um staðsetningu farnetssenda, séu viðkvæmar upplýsingar sem almennt eigi að ríkja leynd yfir. Ástæður fyrir því hvers vegna upplýsingarnar séu viðkvæmar séu raktar í nefndu lagafrumvarpi.<br /> <br /> Hvað varði öryggishagsmunina sérstaklega segir stofnunin að upplýsingar um staðsetningu sendabúnaðar fjarnetssenda verði viðkvæmari ef hann sé nettengdur og einnig eftir því sem búnaðurinn sé greindari (e. intelligent), eins og búast megi við að sendabúnaður í 5G muni almennt verða í framtíðinni. Því standi slíkum sendabúnaði ekki eingöngu ógn af raunlægri skemmdarverkastarfsemi (e. physical destruction), eins og dæmi séu um, heldur megi búast við því að slíkur búnaður geti orðið fyrir netárás. Upplýsingar um nákvæma staðsetningu slíks búnaðar gæti gert slíka netárás hnitmiðaðri og áhrifameiri. Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar sé um að ræða upplýsingar sem varði þjóðaröryggi.<br /> <br /> Tekið er fram að í skýringum í frumvarpi sem varð að lögum nr. 125/2019, um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraðafjarskiptaneta, hafi verið hnykkt á viðkvæmu eðli þessara upplýsinga. Af þeim megi ráð að ætlun lagabreytinganna, hvað varði 62. gr. a. fjarskiptalaga hafi verið að rýmka tilvísun til þeirra hagsmuna sem réttlætt gætu frekari takmarkanir á aðgangi að upplýsingum í GAF, einkum m.t.t. annarra mikilvægra grunninnviða, s.s. rafmagns og heits vatns. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun telur það ótvírætt að nákvæmar og heildstæðar upplýsingar um staðsetningu farnetssenda í Reykjavík beri að telja til viðkvæmra upplýsinga sem rétt og eðlilegt sé að trúnaður ríki um. Þau sjónarmið sem liggi til grundvallar vilja löggjafans um að aðgangur ytri aðila að upplýsingum úr GAF eigi að vera takmarkaður byggi á sömu sjónarmiðum sem búi að baki takmörkunum á upplýsingarétti almennings. Hér sé annars vegar um að ræða upplýsingar sem geti fallið undir takmörkun á upplýsingarétti vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, og hins vegar upplýsinga sem heimilt sé að takmarka aðgang að vegna almannahagsmuna, sbr. 1. og 3. tölulið 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í ákvæði fjarskiptalaga um GAF sé gert ráð fyrir að veita almenningi takmarkaðan aðgang að upplýsingum í grunninum. Í frumvarpi til laga um breytingu á fjarskiptalögum, sbr. lög nr. 34/2011, sem upphaflega hafi komið GAF á laggirnar segi að í takmörkuðum aðgangi almennings felist að unnt verði að kalla fram upplýsingar um afmarkað svæði, svo sem fjölda senda við tiltekna götu eða í ákveðnu íbúðarhverfi. Um sé að ræða heimild fyrir stofnunina til að veita almenningi takmarkaðan aðgang að upplýsingum úr GAF, sem að öllu jöfnu skuli njóta trúnaðar, en ekki rétt einstaklinga til slíks aðgangs. Krafa kæranda um aðgang að öllum sendastöðum farnetssenda í Reykjavík fái ekki samrýmst sjónarmiðum löggjafans um afmörkun á takmörkuðum aðgangi að upplýsingum úr GAF. Póst- og fjarskiptastofnun hafi ekki tekið ákvörðun um að veita slíkan aðgang og sé á þessu stigi ekki tilbúin til þess, einkum af tæknilegum og kostnaðartengdum ástæðum. Ráðgert sé að kanna þann möguleika að útbúa örugg notendaskil sem hugsanlega muni veita takmarkaðan aðgang að tilteknum upplýsingum fyrir almenning. Slík útfærsla yrði alltaf háð mati á því hvort gögn þau sem um sé að ræða séu viðkvæm út frá sjónarmiðum þjóðaröryggis og sjónarmiðum um viðskiptahagsmuni þeirra aðila sem láti gögnin í té, t.d. fjarskiptafélaganna.<br /> <br /> Enn fremur hafi í þágildandi lögum og eftir þær breytingar sem gerðar hafi verið á fjarskiptalögum með lögum nr. 125/2019, verið gert ráð fyrir að aðgangur almennings, þ.m.t. annarra hagsmunaaðila á borð við önnur fjarskiptafyrirtæki, myndi byggja á almennri reglusetningu. Sú reglusetning hafi ekki farið fram. <br /> <br /> Að lokum kemur fram að ef það verði niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi eigi rétt til aðgangs að upplýsingunum fari Póst- og fjarskiptastofnun fram á að nefndin mæli fyrir um takmarkaðan aðgang að þeim. Kæranda gefist tækifæri á því að velja eina til tvær staðsetningar í borginni (t.d. heimili og vinnustað kæranda) sem Póst- og fjarskiptastofnun búi til upplýsingar um, þ.e. um staðsetningu farnetssenda í 500 metra radíus frá umræddum völdum staðsetningum.<br /> <br /> Umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. mars 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 8. apríl 2020, segir m.a. að kærandi hafi ekki þekkingu til að leggja mat á fullyrðingu Póst- og fjarskiptastofnunar um að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. Ef svo er sé óskað eftir því að stofnunin taki upplýsingarnar saman, enda hljóti það að vera skylda stofnunarinnar að hafa slíkar upplýsingar á reiðum höndum en upplýsingarnar geti verið mikilvægar fyrir framtíðina og lífsskilyrði á Íslandi. <br /> <br /> Kærandi tekur undir fullyrðingu stofnunarinnar um að umbeðnar upplýsingar geti verið viðkvæmar, vegna mögulegra skemmdaverka eða innrásar í búnaðinn, á svipaðan hátt og allur búnaður hins opinbera sé viðkvæmur fyrir skemmdum eða innrás/innbroti, sem og vinnutölvur, húsnæði, bankainnstæður o.s.frv. Innrásir séu alltaf yfirvofandi. Hér verði þó að fara fram hagsmunamat og ákvarða hvenær það að halda upplýsingum leyndum helgi meðalið, þ.e.a.s komi raunverulega í veg fyrir slíkar innrásir, brjóti ekki á stjórnarskrárvörðum réttindum almennings til friðhelgi heimilis, heilsu eða eignarétti. Þarna þurfi að fara fram ríkt hagsmunamat og að mati kæranda vegi hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þessum upplýsingum þyngra. <br /> <br /> Þann 28. september 2020 fundaði formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál með fulltrúa Póst- og fjarskiptastofnunar. Á fundinum var óskað eftir nánari útskýringum á þeirri afstöðu sem kæmi fram í umsögn stofnunarinnar um að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi. Fram kom að upplýsingarnar væru fyrirliggjandi í formi heils gagnagrunns og í Excel-töflum. Upplýsingarnar væru vistaðar í landfræðilegu upplýsingakerfi sem þekju fyrir landið allt. Val væri um það að afhenda grunninn í heild sinni eða vinna umbeðnar upplýsingar úr honum. Þá var óskað eftir nánari útskýringum á þeirri afstöðu stofnunarinnar að öryggishagsmunir stæðu afhendingu í vegi. Fram kom að stofnunin teldi það of umfangsmikið að veita aðgang að upplýsingum um allt höfuðborgarsvæðið. Til skoðunar væri að veita upplýsingar um staðsetningu senda með fráviki, þannig að það yrði ekki hægt að sjá nákvæma staðsetningu sendis eða heimilisfang. Ekki yrði veittur aðgangur að húsnúmeri eða upplýsingum um byggingu. Með því að veita ekki upplýsingar um nákvæma staðsetningu væri verið að gæta öryggis farnetssendanna. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum með upplýsingum um staðsetningu farnetssenda í Reykjavík. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun afmarkaði beiðnina þannig að óskað væri eftir upplýsingum úr gagnagrunni almennra fjarskiptaneta (GAF). Skilja verður málatilbúnað stofnunarinnar svo að ákvörðun stofnunarinnar um að synja beiðni kæranda sé í fyrsta lagi byggð á því að óheimilt sé samkvæmt lögum að veita upplýsingar um staðsetningu allra farnetssenda í Reykjavík. Í öðru lagi séu gögn með umbeðnum upplýsingum ekki fyrirliggjandi heldur þurfi stofnunin að útbúa gögnin sérstaklega. Þegar úrskurðarnefndin óskaði eftir nánari skýringum um það að hvaða leyti útbúa þyrfti umbeðin gögn var því svarað að upplýsingarnar um staðsetningu farnetssenda á landinu öllu væru fyrirliggjandi í gagnagrunninum en að vinna þyrfti sérstaklega upplýsingar um farnetssenda á höfuðborgarsvæðinu. <br /> <br /> Af hálfu stofnunarinnar hefur einnig komið fram að upplýsingar um staðsetningu farnetssenda séu aðgengilegar í Excel-skjölum sem útbúin eru af fjarskiptafyrirtækjum sem send séu til stofnunarinnar. Í skjali sem fylgdi umsögn stofnunarinnar er sýnt í dæmaskyni um þær upplýsingar sem finna má í Excel-skjali fjarskiptafyrirtækis og er þar er tiltekið heimilisfang mannvirkja þar sem farnetssendar eru staðsettir. Þrátt fyrir að ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar um staðsetningu farnetssenda á myndrænu formi er ljóst að Excel-skjölin geyma upplýsingar um staðsetningu farnetssenda í Reykjavík. Þar af leiðandi verður að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim upplýsingum um staðsetningu farnetssenda sem fram koma í umræddum Excel-skjölum. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun byggir ákvörðun sína um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um staðsetningu allra farnetssenda á höfuðborgarsvæðinu á því að annars vegar sé um að ræða upplýsingar sem felldar verði undir 1. og 3. töluliða 10. gr. upplýsingalaga og hins vegar 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang að viðkvæmum upplýsingum um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í athugasemdum við ákvæðið segir m.a. eftirfarandi:<br /> <br /> „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. Í þessu sambandi skal og áréttað að samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli.<br /> <br /> Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt. Með upplýsingum um varnarmál er þannig m.a. átt við upplýsingar um áætlanir og samninga um varnir landsins, svo og við framkvæmdir á varnarsvæðum. Það er þó skilyrði fyrir því að takmarka megi aðgang að gögnum, með vísan til þessa ákvæðis, að sýnt sé fram á hættu gagnvart íslenskum hagsmunum.“<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 62. gr. a laga um fjarskipti nr. 81/2003 skal Póst- og fjarskiptastofnun halda stafrænan gagnagrunn um almenn fjarskiptanet. Í gagnagrunninn skal skrá upplýsingar um staðsetningu og tæknilega eiginleika almennra fjarskiptaneta, bæði um virka og óvirka kerfishluta. Fjarskiptafyrirtækjum er skylt að veita stofnuninni allar nauðsynlegar upplýsingar til skráningar í gagnagrunninn á því formi sem stofnunin ákveður, sbr. 2. mgr. 62. gr. a. <br /> <br /> Samkvæmt 5. mgr. 62. gr. a er heimilt að opna fyrir takmarkaðan aðgang almennings að gagnagrunninum. Þó skal takmarka aðgengi að upplýsingum ef það er nauðsynlegt í ljósi öryggis neta og áreiðanleika þeirra, þjóðaröryggis, lýðheilsu eða öryggis almennings, trúnaðarkvaða, réttmætra samkeppnishagsmuna og rekstrar- og viðskiptaleyndarmála. Ráðherra skal heimilt að setja reglugerð um aðgengi og birtingu upplýsinga í gagnagrunninum og takmarkanir á aðgengi. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 5. mgr. 62. gr. a segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Í 4. mgr. er lagt til að almenningi verði veittur takmarkaður aðgangur að upplýsingum í gagnagrunninum án þess að endurgjald komi fyrir. Með fyrirspurn í gagnagrunninn skal vera mögulegt að kalla fram upplýsingar um staðsetningu allra þráðlausra senda á tilteknu svæði og um helstu tæknilegu eiginleika þeirra. Tilgangurinn með því er að gefa hinum almenna borgara kost á að verða sér út um upplýsingar um staðsetningu þráðlauss sendibúnaðar í nánasta umhverfi sínu, með tilliti til sjónarmiða um gagnsæi í skipulagsmálum.“<br /> <br /> Þá segir: <br /> <br /> „Í takmörkuðum aðgangi almennings felst að unnt verði að kalla fram upplýsingar um afmarkað svæði, svo sem fjölda senda við tiltekna götu eða í ákveðnu íbúðarhverfi. Getur Póst- og fjarskiptastofnun ákveðið hvaða takmörkunum slíkur aðgangur almennings skuli vera háður, til að mynda með hliðsjón af öryggisástæðum eða vegna upplýsinga er varða mikilvæga viðskiptahagsmuni tíðnirétthafa og eigenda þráðlauss sendibúnaðar. Vitað er að upplýsingar sem þessar má tengja saman við staðsetningarþjónustu og virðisaukandi þjónustu sem byggist á því að veita notanda farsíma ákveðnar upplýsingar á grundvelli upplýsinga um staðsetningu hans. Hagnýting upplýsinga um staðsetningu þráðlauss sendibúnaðar í slíkum viðskiptalegum tilgangi þykir eiga að vera á forræði eigenda búnaðarins. Að öðru leyti er gert ráð fyrir því að Póst- og fjarskiptastofnun setji nánari reglur um skráningu, birtingu og aðgang að upplýsingum í gagnagrunni um þráðlausan sendibúnað.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst af framangreindu að löggjafinn hafi gert ráð fyrir því að Póst- og fjarskiptastofnun veiti almenningi takmarkaðan aðgang að upplýsingum sem vistaðar eru í gagnagrunni stofnunarinnar, þ. á m. aðgang að upplýsingum um staðsetningu allra þráðlausra senda á tilteknu svæði og um helstu tæknilegu eiginleika þeirra. Jafnframt liggur fyrir að ekki er gert ráð fyrir því aðgangur að upplýsingum úr gagnagrunninum skuli vera óheftur heldur skuli leggja mat á hvaða að hvaða upplýsingum veita beri aðgang, m.a. með vísan til öryggishagsmuna. Þá liggur fyrir að ekki hefur verið sett reglugerð um aðgengi og birtingu upplýsinga í gagnagrunninum og takmarkanir á aðgengi. <br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt mat á beiðni kæranda til aðgangs að upplýsingunum og telur öryggishagsmuni standa því í vegi að kærandi fái upplýsingar um nákvæma staðsetningu allra farnetssenda í Reykjavík, þar með um heimilisföng mannvirkja þar sem farnetssendar eru staðsettir. Hefur stofnunin í því sambandi bent á að upplýsingar um nákvæma staðsetningu farnetssenda geti auðveldað skemmdarverk á sendum og netárásir á þá. Hins vegar telur stofnunin að unnt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingum um staðsetningu senda á tilteknu svæði án þess að nákvæm staðsetning þeirra sé gefin upp. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með Póst- og fjarskiptastofnun að mikilvægir öryggishagsmunir íslenska ríkisins geti staðið til þess að leynd ríki um nákvæma staðsetningu farnetssenda á höfuðborgarsvæðinu. Það er því mat nefndarinnar að stofnuninni sé heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að nákvæmum upplýsingum um það hvar allir farnetssendar í Reykjavík eru staðsettir, hvort sem upplýsingarnar koma fram í Excel-skjölum frá fjarskiptafyrirtækjunum eða í gagnagrunninum, með vísan til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur að auki ekki forsendur til annars en að taka trúanlega þá fullyrðingu Póst- og fjarskiptastofnunar um að útbúa þurfi sérstaklega gögn með umbeðnum upplýsingum eins og þær eru vistaðar í gagnagrunninum. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds verður því staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um nákvæma staðsetningu allra farnetssenda í Reykjavík.<br /> <br /> Póst- og fjarskiptastofnun hefur lýst því yfir að stofnunin sé reiðubúin til að veita kæranda upplýsingar um staðsetningu allra þráðlausra senda á tilteknu svæði og um helstu tæknilegu eiginleika þeirra, að teknu tilliti til mikilvægra öryggishagsmuna. Er sú afstaða í samræmi við áður tilvitnuð sjónarmið í athugasemdum við 5. mgr. 62. gr. a laga um fjarskipti nr. 81/2003. Óski kærandi eftir slíkum upplýsingum þarf hún að beina nýrri beiðni til stofnunarinnar þar um. <br /> <br /> Vegna kröfu Póst- og fjarskiptastofnunar til kæranda um rökstuðning fyrir þeim hagsmunum sem liggja að baki beiðninni vill úrskurðarnefnd um upplýsingamál árétta að sá sem beiðist gagna á grundvelli 1. mgr. 5. gr. þarf ekki að sýna fram á hagsmuni þess að fá umbeðnar upplýsingar. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að synja beiðni A um upplýsingar um heimilisföng mannvirkja í Reykjavík þar sem farnetssendar eru staðsettir. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
930/2020. Úrskurður frá 25. september 2020 | Í málinu kærði fréttastofa synjun Verðlagsstofu skiptaverðs á beiðni um aðgang að Excel-skjali og minnisblaði sem varða athugun stofnunarinnar vegna Samherja hf. Stofnunin vísaði til þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á þær skýringar, með vísan til þess að liðin væru átta ár frá því að gögnin urðu til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga. Synjun Verðlagsstofu skiptaverðs byggðist einnig á því að í gögnunum kynnu að felast upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að gögnin geymdu ekki slíkar upplýsingar og var því lagt fyrir stofnunina að veita aðgang að gögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 930/2020 í máli ÚNU 20080006.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 12. ágúst 2020 óskaði fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis eftir aðgangi að fundargerðum, gögnum eða minnisblöðum sem snúa að athugun Verðlagsstofu skiptaverðs vegna Samherja hf. og sneri að misræmi í karfaverði á árunum 2010 til 2011.<br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 13. ágúst 2020, var beiðni kæranda synjað. Í bréfinu kom fram að engum fundargerðum eða minnisblöðum væri til að dreifa sem sneru að karfarannsókn Samherja sem Verðlagsstofa skiptaverðs gerði á árunum 2010 til 2011. Að mati stofnunarinnar lyti beiðnin aðallega að Excel-skjali sem unnið var af starfsmanni stofnunarinnar og innihéldi tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Í bréfinu kom fram það mat stofnunarinnar að gagnið teldist vinnugagn í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012, auk þess sem það innihéldi upplýsingar um aðra útflytjendur karfa en Samherja á sama tímabili. Þá var tekið fram að gagnið teldist enn vinnugagn þrátt fyrir að hafa verið sent úrskurðarnefnd sjómanna þar sem Verðlagsstofa annist upplýsingaöflun og skrifstofuhald fyrir úrskurðarnefndina, sbr. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 14. ágúst 2020, var kæran kynnt Verðlagsstofu skiptaverðs og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Umsögn Verðlagsstofu skiptaverðs barst með bréfi, dags. 28. ágúst 2020, ásamt Excel-skjalinu. Í bréfinu er rakið tilefni þess að skjalið var tekið saman. Fram kemur að skjalið innihaldi tölulegar upplýsingar sem unnar voru upp úr gagnagrunnum Fiskistofu. Hlutverk Verðlagsstofu samkvæmt lögum nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, sé að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að því að uppgjörið sé rétt og eðlilegt. Í apríl árið 2011 hafi uppgötvast ákveðið misræmi í karfaverði við reglubundna athugun Verðlagsstofu. Í kjölfarið hafi verið ákveðið að vinna frekar með karfaverð í samstarfi við úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna og hafi nefndin óskað eftir gögnum um útflutning á karfa til frekari skoðunar. Í kjölfarið hafi Excel-skjalið verið útbúið og afhent nefndinni.<br /> <br /> Í bréfinu kemur fram sú afstaða Verðlagsstofu skiptaverðs að skjalið teljist vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að skjalið teljist enn til vinnugagns þrátt fyrir að hafa verið sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna þar sem Verðlagsstofu skiptaverðs sé samkvæmt 4. mgr. 8. gr. laga nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, falið að annast upplýsingaöflun og skrifstofuhald fyrir úrskurðarnefndina. Skjalið teljist því enn vinnugagn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá segir í bréfi Verðlagsstofu skiptaverðs að þar sem meira en átta ár séu liðin síðan skjalið varð til hafi komið til álita hvort unnt væri að afhenda skjalið með vísan til 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um brottfall takmarkana á upplýsingarétti þegar liðin eru átta ár frá því þau urðu til. Verðlagsstofa hafi hins vegar ekki treyst sér til að meta með fullnægjandi hætti hvort þær upplýsingar sem fram komi í skjalinu séu enn í dag að 10 árum liðnum viðkvæmar viðskiptaupplýsingar í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Enn fremur kemur fram að Verðlagsstofa hafi ákveðið að afla ekki afstöðu allra þeirra lögaðila sem komi fyrir í Excel-skjalinu, sbr., 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, þar sem það krefðist of mikillar vinnu. Þá hafi stofnunin lagt mat á þann möguleika að strika yfir þær upplýsingar sem teldust viðkvæmar í skilningi upplýsingalaga og afhenda skjalið að hluta. Það myndi hins vegar að mati stofnunarinnar leiða til þess að samhengi myndi skorta í skjalið og afhending þess þar með gagnslaus.<br /> <br /> Í bréfinu er einnig vísað til þess að við afgreiðslu gagnabeiðninnar hafi komið í ljós annað gagn í aflögðum gagnagrunni Verðlagsstofu skiptaverðs með greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Skjalið beri yfirskriftina „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Fram kemur í bréfi Verðlagsstofu skiptaverðs að stofnunin hafi sent þeim aðilum sem komu fyrir í skjalinu beiðni um afstöðu þeirra til efnis þess. Annar aðilinn hafi sjálfur birt skjalið sama dag á heimasíðu sinni með yfirstrikunum. Seinni aðilinn hafi lýst þeirri afstöðu sinni að hann teldi ekkert því til fyrirstöðu að afhenda skjalið. Stofnunin treystir sér hins vegar ekki til leggja mat á hvort hagsmunir almennings vegi þyngra en hagsmunir þeirra lögaðila sem fram koma í skjalinu og telji þar af leiðandi að lögaðilarnir í skjalinu eigi að njóta vafans. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 31. ágúst 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Verðlagsstofu skiptaverðs. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um ákvörðun Verðlagsstofu skiptaverðs um að synja beiðni kæranda, fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, um aðgang að Excel-skjali sem tekið var saman af hálfu Verðlagsstofu skiptaverðs. Í Excel-skjalinu eru teknar saman upplýsingar um útflutning á karfa árin 2010 til 2011. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi Verðlagsstofa skiptaverðs annað skjal verða fellt undir beiðnina en það ber yfirskriftina „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Í ljósi orðalags gagnabeiðninnar og þar sem Verðlagsstofa skiptaverðs hefur tekið skýra afstöðu til afhendingar þess skjals verður í málinu einnig leyst úr ágreiningi um rétt kæranda til þess. <br /> <br /> Synjun Verðlagsstofu byggir á að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga auk þess sem skjölin hafi að geyma upplýsingar um virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem koma við sögu í skjalinu. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í 12. gr. upplýsingalaga er fjallað um brottfall takmarkana á upplýsingarétti. Í 1. tölul. 1. mgr. ákvæðisins kemur fram að eigi aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum ekki við skuli veita aðgang að gögnum sem 1.–3. tölul. og 5. tölul. 6. gr. taka til þegar liðin eru átta ár frá því þau urðu til. Ljóst er að Excel-skjalið var tekið saman árið 2011 og því er meira en átta ár liðin frá því umrætt gagn varð til. Hið sama gildir um minnisblaðið „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Verður synjun um aðgang að skjölunum því ekki reist á því að um vinnugögn sé að ræða.<br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun Verðlagsstofu skiptaverðs um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjölunum byggir einnig á að í þeim kunni að felast upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í umsögn Verðlagsstofu skiptaverðs kemur fram sú afstaða að stofnunin treysti sér ekki til að leggja mat á hvort skjölin skuli undanþegin upplýsingarétti á grundvelli þess að um viðkvæmar upplýsingar séu að ræða í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Þó liggur fyrir að Verðlagsstofa skiptaverðs synjaði engu að síður kæranda um aðgang að gögnunum á grundvelli takmörkunarákvæða upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram í þessu samhengi að upplýsingalög leggja þá skyldu á þá sem undir lögin falla að meta rétt til aðgangs að upplýsingum í gögnum samkvæmt lögunum. Meginreglan er sú að réttur til aðgangs að gögnum sé fyrir hendi nema sérstakar takmarkanir séu á því gerðar samkvæmt upplýsingalögum eða sérlögum. Verðlagsstofa skiptaverðs getur ekki vikið sér undan skyldu sinni til mats á efni umbeðinna gagna, sbr. m.a. rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Hvað sem framangreindum annmarka á málsmeðferð Verðlagsstofu skiptaverðs líður hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirfarið þau gögn sem beiðnin lýtur að. Í fyrsta lagi er um að ræða Excel-skjal sem hefur að geyma tölulegar upplýsingar um karfaútflutning áranna 2010 til 2011. Í skjalinu er nánar tiltekið að finna yfirlit yfir magn, verð og meðalverð karfa sem fluttur var út á umræddu árabili. Þá koma m.a. fram upplýsingar um heiti hafnar, númer útflytjenda, umboðsmenn, sölustaði og gámanúmer. Í öðru lagi er um að ræða minnisblað sem ber heitið „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“. Fram kemur í minnisblaðinu að fengnar hafi verið tölur frá Fiskistofu fyrir bæði árin þar sem fram komi hverjir séu útflytjendur, veiðiskip, dagsetningar, sölutegund, umboðsmenn, magn, verðmæti og fleira. Unnar hafi verið töflur upp úr því þar sem hægt sé að sjá meðalverð á karfa miðað við framleiðslutegund og umboðsmenn. Einnig sé sett upp í töflu magn og verð kr./kg í beinni sölu og á markaði innanlands fyrir árin 2008 og 2009 og þau meðalverð sem Verðlagsstofa skiptaverðs hafi gefið út yfir tímabilið. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að horfa til þess að í báðum tilvikum er um gömul skjöl að ræða sem tekin voru saman fyrir um áratug. Í gögnunum er þannig ekki að finna upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem getið er í skjölunum sem til þess eru fallnar að valda umræddum lögaðilum tjóni verði kæranda veittur aðgangur að þeim. Með vísan til þessa getur nefndin ekki fallist á að hagsmunir þeirra lögaðila sem um ræðir af leynd um þær upplýsingar sem fram koma í skjalinu geti vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar sem fram koma í gögnunum séu aðgengilegar almenningi. Í því sambandi skal jafnframt tekið fram að samkvæmt 3. gr. laga nr. 13/1998 skal Verðlagsstofa skiptaverðs afla ítarlegra gagna um fiskverð. Skal hún með skipulegum hætti vinna úr upplýsingunum sundurliðuð yfirlit um fiskverð miðað við einstök landsvæði, tiltekna viðskiptahætti og stærðar- og gæðaflokka. <br /> <br /> Við mat á því hvort upplýsingar þær sem um ræðir í þessu máli falli undir 9. gr. upplýsingalaga verður jafnframt að leggja áherslu á að samkvæmt 3. gr. laga nr. 13/1998 skal Verðlagsstofa skiptaverðs reglulega birta upplýsingar um fiskverð þannig að þær gagnist útvegsmönnum, sjómönnum og fiskkaupendum sem best. Þá skal stofan afla gagna um afurðaverð og horfur um þróun þess. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eiga sömu sjónarmið við um minnisblaðið sem vísað er til í umsögn Verðlagsstofu skiptaverðs til nefndarinnar og hefur að geyma greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Verðlagsstofu skiptaverðs er skylt að veita kæranda aðgang að Excel-skjali þar sem teknar eru saman upplýsingar um útflutning á karfa árin 2010 til 2011 og minnisblaðinu „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009.“<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir </p> <p> </p> <p> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <br /> |
929/2020. Úrskurður frá 25. september 2020 | Kærð var afgreiðsla Ríkiskaupa á beiðni um aðgang að tilboðsgögnum. Kærandi hafði lagt inn tilboð í leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina en annað tilboð hafði verið samþykkt. Upphafleg synjun Ríkiskaupa á beiðni kæranda byggðist á því að gögnin vörðuðu viðskiptahagsmuni annars fyrirtækis, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og að viðkomandi fyrirtæki legðist gegn afhendingu gagnanna. Við meðferð málsins kom hins vegar fram að gögnin væru ekki fyrirliggjandi hjá Ríkiskaupum heldur hefðu þau verið afhent Framkvæmdasýslu ríkisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi beiðni kæranda ekki hafa hlotið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni er fært að endurskoða og lagði því fyrir Ríkiskaup að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 929/2020 í máli ÚNU 20050016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. maí 2020, kærði Kristján Gunnar Valdimarsson lögmaður, f.h. K16 ehf., synjun Ríkiskaupa á beiðni um aðgang að gögnum. Með erindi til Ríkiskaupa, dags. 13. maí 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að tilboði Regins og öllum öðrum gögnum sem lágu til grundvallar því að tilboð Regins á leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina, sbr. auglýsingu nr. 200796, var samþykkt en kærandi var á meðal tilboðsgjafa. Með erindi, dags. 19. maí 2020, synjuðu Ríkiskaup beiðni kæranda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, enda fælu gögnin í sér viðkvæmar viðskiptaupplýsingar og gæti afhending þeirra skaðað samkeppnishæfi Regins. Fram kemur að Ríkiskaup hafi leitað eftir afstöðu Regins til afhendingar gagnanna sem hafi lagst gegn henni og því hafi beiðni kæranda verið synjað.<br /> <br /> Í kæru segir að synjunin sé röng þar sem kærandi eigi rétt á að fá tilboð Regins. Kærandi byggir rétt sinn á 5. gr. upplýsingalaga en einnig 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Fram kemur að kærandi hafi einnig gert tilboð í leigu fyrir Vegagerðina samkvæmt sömu auglýsingu. Kærandi telji ásæður synjunarinnar fyrirslátt þar sem ekki geti verið að finna viðkvæmar viðskiptaupplýsingar um Reginn í tilboðinu. Þá mætti með hliðsjón af meðalhófsreglu strika út viðskiptaupplýsingar sé þeim til að dreifa í gögnunum. <br /> <br /> Í kæru segir einnig að Ríkiskaup hafi með tölvupósti, dags. 27. maí 2020, svarað beiðni kæranda um endurskoðun ákvörðunar stofnunarinnar. Í póstinum komi fram að mistök hafi orðið í þinglýsingu og því hafi ekki verið búið að þinglýsa leigusamningnum en búið væri að bæta úr því. Að mati Ríkiskaupa ætti hinn þingslýsti samningur að innihalda allar þær upplýsingar sem kærandi telji sig eiga rétt til aðgangs að. Hvað varði tilboð félagsins og önnur tilfallandi gögn og upplýsingar í tengslum við það sé vísað til fyrri röksemda Ríkiskaupa fyrir synjun á afhendingu gagnanna. Hins vegar hafi aðilar máls ekki sett sig upp á móti því að tilboðsblað sé afhent og fylgi það því með.<br /> <br /> Kærandi segir Ríkiskaup hafa bent á að allar upplýsingar sem kærandi þurfi komi fram í þinglýstum leigusamningi. Í tvígang hafi Ríkiskaup tekið fram að leigusamningi hafi verið þinglýst en það sé ekki rétt. Þá hafi umrædd auglýsing Ríkiskaupa um leiguhúsnæði verið mjög yfirgripsmikil og henni fylgt þarfagreining fyrir Vegagerðina. Ekkert hús hefði getað uppfyllt þær kröfur sem gerðar hafi verið nema ráðist væri í verulegar breytingar á húsnæði. Hvernig Reginn hygðist uppfylla þessar kröfur hafi ekki komið fram í tilboði sem kæranda hafi verið sent né í þinglýstum leigusamningi. Það sé því alls ófullnægjandi að vísa til þinglýsts leigusamnings og tilboðsblaðs sem sent hafi verið kæranda enda komi þar aðeins fram hver leiga á fermetra sé. Kærandi geti því aðeins að því leyti borið saman tilboð sitt og tilboð Regins sem hafi verið tekið af hálfu Ríkiskaupa.<br /> <br /> Til þess að kærandi geti raunverulega borið saman tilboð sitt, miðað við húsnæði sem kærandi hygðist leigja, og tilboð Regins, miðað við það húsnæði sem Reginn hafi yfir að ráða, þurfi kærandi að fá öll gögn sem lágu til grundvallar þegar Ríkiskaup tóku tilboði Regins í leiguna. Af gögnunum megi þá jafnframt ráða hvort Reginn hafi uppfyllt strangar þarfakröfur Ríkiskaupa, sem kærandi telur sig hafa uppfyllt. Réttur kæranda til að fá aðgang að umræddum gögnum sé og meiri en rétturinn til að hafa leynd um umsvif ríkisins vegna auglýsingar og útboðs á leigu fyrir Vegagerðina. Kærandi þurfi að fá umrædd gögn til að meta réttarstöðu sína í málinu. Þá vísar hann til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 647/2016, 646/2016, 570/2015 og A-414/2012 sem fordæma fyrir því að afhenda beri þau gögn sem lágu til grundvallar er tilboði Regins var tekið en ekki tilboði kæranda. Einnig er vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 472/2015. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Ríkiskaupum með bréfi, dags. 2. júní 2020, og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Ríkiskaupa, dags. 18. júní 2020, segir að þegar beiðni kæranda hafi borist hafi verið gert ráð fyrir að tilboðsgögn væru til staðar hjá Ríkiskaupum og að leitað hefði verið álits Regins á beiðninni. Vegna afstöðu Regins hafi beiðni um aðgang að tilboðinu verið synjað. Aðkoma Ríkiskaupa að leiguverkefnum hafi verið að sjá um auglýsingu á leiguhúsnæði, svara fyrirspurnum og taka við tilboðum. Tilboðin hafi síðan verið afhent Framkvæmdasýslu ríkisins sem sjái um að yfirfara þau og bera saman fyrir leigutaka. Þetta hafi komið í ljós eftir að kæran barst. Skýringin sé sú að erfitt sé að taka afrit af slíkum tilboðum þar sem þeim fylgi oft stórar teikningar. Vinnureglan hafi því verið sú að afhenda Framkvæmdasýslunni tilboðin enda séu þessar stofnanir staðsettar í sama húsi og tímafrekt og kostnaðarsamt að Ríkiskaup láti gera afrit af öllum tilboðum þegar hér sé um tvær stofnanir að ræða sem vinni verkefnið saman í sama húsnæði. Höfnun á afhendingu tilboðsgagna hafi því verið á misskilningi byggð. Tilboðsgögnin séu ekki til staðar hjá Ríkiskaupum en þau séu hjá Fjársýslu ríkisins. Beðist er velvirðingar á því að kærandi hafi fengið misvísandi upplýsingar varðandi þetta.<br /> <br /> Umsögn Ríkiskaupa var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 19. júní 2020, segir að Ríkiskaup hafi séð um að auglýsa eftir tilboðum í leiguhúsnæði fyrir hönd ríkisins og þeirra stofnana sem í hlut eigi. Í auglýsingunni segi að „Ríkiskaup f.h. ríkissjóðs“ óski eftir að taka á leigu húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Í samræmi við þetta hafi Ríkiskaup fengið öll tilboðsgögn afhent. Það leysi Ríkiskaup ekki undan þeirri ábyrgð, á að afhenda kæranda tilboðsgögn, að Ríkiskaup hafi afhent tilboðsgögnin annarri stofnun ríkisins. Ríkiskaupum sé í lófa lagið að fá gögnin aftur hafi þau verið afhent öðrum aðilum. Minna megi á skyldu ríkisstofnana vegna skjalavistunar. Vinnuregla sú sem Ríkiskaup vísi til megi ekki bitna á kæranda þessa máls en efast megi um lögmæti slíkrar vinnureglu út frá reglum stjórnsýsluréttar. Vinnuregla sem þessi stuðli ekki að skilvirkni, gegnsæi og miðlun upplýsinga. Borgurum sé gert afar erfitt um vik að sækja rétt sinn. Innri verkaskipting milli stjórnvalda eigi ekki með þessum hætti að bitna á borgurunum. <br /> <br /> Kærandi tekur fram að hann hafi sent bréf til Ríkiskaupa, dags. 9. apríl 2019, þar sem þess hafi verið krafist að farið væri að lögum við útboðið og þá sérstaklega lögum um opinber innkaup nr. 120/2016. Þann 4. júlí 2019 hafi verið kærð til kærunefndar útboðsmála sú ákvörðun að ganga til samninga við Reginn. Ríkiskaup hafi komið á framfæri sjónarmiðum vegna þeirrar kæru, dags. 6. ágúst 2019. Kveðinn hafi verið upp úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 19/2019 í máli kæranda gegn Ríkiskaupum, Vegagerðinni og Framkvæmdasýslu ríkisins. <br /> <br /> Af þessu sé ljóst að Ríkiskaup séu lögformlegur aðili að máli þessu og geti ekki borið fyrir sig að hafa afhent gögnin annarri ríkisstofnun. Þá hafi Ríkiskaup ekki gætt leiðbeiningarskyldu sinnar samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga um að gögnin hefðu verið afhent annarri ríkisstofnun. Ríkiskaup eigi að bera hallann af skorti á leiðbeiningarskyldu sinni og eigi sjálf að útvega þau gögn frá Framkvæmdasýslu ríkisins sem Ríkiskaup hafi látið henni í té og afhenda kæranda þau. Ljóst sé að Ríkiskaup eigi fullan rétt á að fá öll gögn frá Framkvæmdasýslu ríkisins sem Ríkiskaup hafi afhent Framkvæmdasýslunni. <br /> <br /> Kærandi hafi ekki getað, á grundvelli auglýsingar ríkiskaupa nr. 20796, né af kæru sinni til kærunefndar útboðsmála og umsagnar Ríkiskaupa um þá kæru, talið að gögnin væru annars staðar en hjá Ríkiskaupum. Það sé óviðunandi ef það sé viðurkennt að ríkisstofnun geti afhent gögn máls annarri ríkisstofnun og þannig komist hjá skyldu sinni til að afhenda gögn máls. Þetta valdi glundroða í meðferð stjórnsýslumála og geri borgurum almennt afar erfitt um vik að sækja rétt sinn gagnvart ríkinu. Minnt sé á að málsaðild í dómsmálum gagnvart ríkinu sé almennt að ríkið sé aðili en ekki verið að elta ólar við hvaða tiltekna ríkisstofnun sé um að ræða hverju sinni.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilboðsgögnum frá Regin hf. sem bárust Ríkiskaupum í tilefni af auglýsingu nr. 20796 þar sem auglýst var eftir leiguhúsnæði fyrir Vegagerðina. Ríkiskaup synjuðu beiðni kæranda upphaflega með vísan til 9. gr. upplýsingalaga en við meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kom hins vegar fram að gögnin væru ekki fyrirliggjandi hjá Ríkiskaupum heldur hefðu þau verið afhent Framkvæmdasýslu ríkisins.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað sem þessu líður telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að gögn er heyra undir starfsemi stjórnvalds og því er skylt að hafa í vörslum sínum kunni að teljast fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, enda þótt þau hafi ekki verið skráð réttilega eða geymd innan veggja stjórnvaldsins sjálfs. Vísast um þetta m.a. til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 1. apríl 2020 í máli nr. 887/2020 og úrskurðar frá 20. maí 2020 í máli nr. 900/2020. Horfir nefndin í því sambandi til þess að í slíkum tilvikum kunni stjórnvaldinu engu að síður að vera hægt um vik að nálgast gögnin og taka afstöðu til réttar borgaranna til aðgangs að þeim í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. <br /> <br /> Ekki verður séð að sú „vinnuregla“ að varðveita ekki og taka ekki afrit af gögnum sem stofnuninni berast geti samræmst skyldum afhendingarskylds aðila, sbr. 14. gr. laga um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014. Samkvæmt 2. mgr. 23. gr. laga nr. 77/2014 er aðilum skylt að skrá mál á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með framkvæmd afhendingarskyldra aðila á lögum um opinber skjalasöfn og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra en það er hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. 4. tölul. 13. gr. laganna. Úrskurðarnefndin ítrekar þó í þessu sambandi að varðveisla gagna, í samræmi við fyrirmæli laga um opinber skjalasöfn sem og 26. og 27. gr. upplýsingalaga, er ein af forsendum þess að upplýsingaréttur almennings sé raunhæfur og virkur.<br /> <br /> Í ljósi upphaflegrar synjunar Ríkiskaupa á beiðni kæranda, dags. 19. maí 2020, sem byggðist á því að umbeðin gögn fælu í sér viðkvæmar viðskiptaupplýsingar og að afhending þeirra gæti skaðað samkeppnishæfi þriðja aðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, áréttar úrskurðarnefndin að stjórnvöldum ber að leggja sjálfstætt mat á gögn sem óskað er aðgangs að. Það samræmist ekki kröfum sem gerðar eru til málsmeðferðar og afgreiðslu mála samkvæmt upplýsingalögum að stjórnvald synji beiðni um aðgang að gögnum eingöngu á þeim grundvelli að þriðji aðili leggist gegn afhendingu gagnanna, án þess að stjórnvald leggi sjálfstætt efnislegt mat á efni gagnanna, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það mat nefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Ríkiskaup að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Það felur í sér að stofnunin kanni hvort unnt sé að nálgast umbeðin gögn, sem henni er eftir atvikum skylt að halda utan um, og taki rökstudda afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim. Sé Ríkiskaupum ekki kleift að nálgast gögnin leiðir það til frávísunar á beiðni kæranda en ekki til synjunar.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Ríkiskaupa, dags. 19. maí 2020, um synjun beiðni K16 ehf. um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
928/2020. Úrskurður frá 25. september 2020 | Kærð var synjun ríkislögmanns á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að stefnum þriggja félaga gegn íslenska ríkinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Synjun ríkislögmanns byggðist auk þess á því að upplýsingar í stefnunum væru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær vörðuðu mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnenda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi ríkislögmann ekki hafa lagt fullnægjandi mat á efni stefnanna í því sambandi. Var því ákvörðun ríkislögmanns felld úr gildi og lagt fyrir hann að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 928/2020 í máli ÚNU 20050011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. maí 2020, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, synjun embættis ríkislögmanns á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til ríkislögmanns, dags. 15. apríl 2020, óskaði kærandi eftir afritum af þremur stefnum í málum sem fyrirtækin 14. júní ehf., Brimgarðar ehf. og Langisjór ehf. höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. Í svari ríkislögmanns, dags. 14. maí 2020, segir að málin séu öll til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur og að óvíst sé hvenær þau verði flutt fyrir dóminum. Fram kemur að ríkislögmaður hafi óskað eftir afstöðu stefnenda til afhendingar gagnanna og að þeir séu mótfallnir því að afrit stefnanna verði afhent þar sem í þeim sé bæði að finna umfjöllun um einka- og fjárhagsmálefni þeirra. Ríkislögmaður telji þar af leiðandi óheimilt að afhenda kæranda umbeðin gögn enda standi fyrirmæli 9. gr. upplýsingalaga því í vegi. Með stefnunum hafi viðkomandi lögaðilar lagt grunn að dómsmálum. Stefnurnar sem og önnur gögn sem lögð hafi verið til dómsins lúti reglum réttarfarslaga og ríkislögmaður líti svo á að slík gögn séu almennt undanþegin upplýsingarétti. <br /> <br /> Ríkislögmaður tekur fram að um rétt til aðgangs að gögnum í einkamáli sé fjallað í 13. og 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Í 14. gr. sé að finna heimild til að afhenda þeim sem hafi lögvarinna hagsmuna að gæta staðfest endurrit af málsskjölum, sbr. og reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018, um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum. Samkvæmt 6. gr. reglnanna taki dómari máls, sem sé ólokið, afstöðu til slíkrar beiðni en dómstjóri ef máli sé endanlega lokið fyrir héraðsdómi. Heimilt sé að krefjast úrskurðar dómara um synjun um aðgang að gögnum eða afhendingu endurrits. Slíkur úrskurður sé kæranlegur til Landsréttar samkvæmt d lið 1. mgr. 143. laga um meðferð einkamála. Afstaða ríkislögmanns sé sú að fyrirmæli réttarfarslaga gangi framar upplýsingalögum þegar um sé að ræða afhendingu á gögnum sem lögð séu fram í dómsmáli. Af þeim sökum sé erindi kæranda um að fá afrit stefnanna hafnað. Þá sé það afstaða ríkislögmanns að niðurstöður úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum 885/2020 og 886/2020 (makrílmálum) hafi ekki gildi ef reyndi á í dómsmáli en eins og á hafi staðið hafi ekki verið forsendur til að skjóta þeim úrskurði til dómstóla.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji afstöðu ríkislögmanns ekki í samræmi við úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 885/2020 og 886/2020 og að ríkislögmaður hafi látið nægja að leita afstöðu eigenda félaganna en ekki metið hvort tilefni væri til að afhenda hluta af stefnunum. Kæranda þyki ríkislögmaður því ekki hafa afgreitt erindið með fullnægjandi hætti og telji rétt að ríkislögmanni verði gert að afgreiða erindið aftur og taka efnislega afstöðu til þess.<br /> <h2>Málsmeðferð<br /> 1.</h2> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 15. maí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns, dags. 29. maí 2020, segir að ákvörðun um að synja beiðni kæranda byggi á tvenns konar grunni. Annars vegar þeim að stefnurnar, sem allar hafi verið lagðar fram við þingfestingu málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. október 2019, séu undanþegnar upplýsingarétti eftir seinni málslið 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Eins og fram komi í bréfi ríkislögmanns frá 14. maí 2020 hafi hann óskað eftir afstöðu stefnenda til beiðni kæranda og séu þeir mótfallnir því að afrit stefnanna verði afhent þar sem í þeim sé bæði að finna umfjöllun um einka- og fjárhagsmálefni þeirra. Í athugasemdum til frumvarps til upplýsingalaga sé nefnt ákvæði skýrt svo að samþykki verði að vera ótvírætt. Þar sem ótvíræð synjun stefnenda liggi fyrir geti ríkislögmaður ekki afhent kæranda afritin.<br /> <br /> Hins vegar byggi ákvörðun ríkislögmanns á því að gögnin séu hluti af málsskjölum í dómsmálum sem rekin séu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Að mati embættisins gildi ákvæði 13. og 14. gr. um meðferð einkamála og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2008. Eigi það sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem sérstaklega kveði á um að gögn í vörslu dómstóla séu undanskilin og falli ekki undir upplýsingalög. Af þessum ástæðum telji embættið mega ráða að réttarreglur um hvort gögn úr dómsmálum séu afhent séu ekki af sama meiði og upplýsingaréttur almennings sé grundvallaður á. Sérstakar skorður séu lögum samkvæmt settar við afhendingu gagna úr dómsmáli enda séu hugsanlegir hagsmunir af afhendingu þeirra allt aðrir en að varða almenning. Engu breyti þótt málsmeðferð í dómsmálum sé opinber á þann hátt sem 8. gr. laga um meðferð einkamála mæli fyrir um eða hvaða upplýsingar séu birtar í dómum; sérreglur gildi um hvort afhenda megi gögn úr dómsmálum. Reglur um birtingu upplýsinga í dómum séu að mati ríkislögmanns nægar til að almenningur geti kynnt sér dóma hvort heldur sem sé í málum ríkisins eða annarra.<br /> <br /> Hvað varði ábendingu kæranda um að afstaða ríkislögmanns samræmist ekki niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. 885/2020 og 886/2020 tekur ríkislögmaður fram að hann telji það ekki í valdi úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ákveða afhendingu dómskjala. Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segi að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.-VII. kafla. Lögin gildi þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók. Í lögskýringum með ákvæðinu segi: „Ekki er lagt til að upplýsingalög taki til gagna einstakra dómsmála og endurrita úr dómabók og þingbók, enda gilda sérákvæði réttarfarslaga um aðgang aðila og annarra að slíkum gögnum. Þannig er gert ráð fyrir að sömu reglur gildi áfram um aðgang almennings að upplýsingum um málsmeðferð fyrir dómi, sem er til samræmis við það sem gildir um ýmsar athafnir sýslumannsembætta, svo sem þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu o.s.frv., svo og gögn um rannsókn sakamála eða saksókn skv. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Sömu sjónarmið eiga við um aðgang að gerðabókum dómstólanna sem lagt er til að verði undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum.“<br /> <br /> Ríkislögmaður segir lagaákvæðið skýrt; upplýsingalög gildi ekki um gögn sem lögð séu fram í dómi og séu í vörslu dómstóla. Öndverð niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. 885/2020 og 886/2020 fái því hvorki samræmst ótvíræðum lagafyrirmælum né vilja löggjafans. Ríkislögmaður telji því að úrskurðarnefndinni beri að vísa kærunni frá en ella synja framkominni kröfu, enda ekki í valdi hennar að fjalla um eða taka ákvörðun sem löggjafinn ætli dómstólum að taka, sbr. 14. og 15. gr. laga um meðferð einkamála og reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2018, sem settar séu á grundvelli síðarnefnda lagaákvæðisins.<br /> <br /> Í umsögninni segir að upplýsingaréttur almennings og þar með talið kæranda verði ekki rýmri við það að ríkislögmaður, fyrir hönd íslenska ríkisins, sinni áskorun stefnanda um að mæta við þingfestingu máls í héraðsdómi og fái þar afhenta stefnu og þau gögn sem hún byggi á. Ríkislögmaður geti ekki fallist á öndverða túlkun úrskurðarnefndar um upplýsingamál og telji hana beinlínis ranga og án lagastoðar. Í þeim efnum vilji ríkislögmaður sérstaklega halda til haga að þau mál sem kæra lúti að séu dómsmál en ekki stjórnsýslumál. Mál sé þingfest þegar stefna sé lögð fram fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 94. gr. laga um meðferð einkamála. Frá og með því tímamarki sé það einungis í valdi dómara og eftir atvikum dómstjóra að ákveða hvort kæranda verði afhent afrit af þeim stefnum sem krafa hans lúti að, sbr. II. kafla laga um meðferð einkamála. Því beri kæranda að beina kröfu um aðgang að málsgögnum til þess dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hafi málin til úrlausnar. Ríkislögmaður ítrekar að lokum að vísa beri kærunni frá en ella synja kröfu kæranda um umbeðin gögn.<br /> <h2>2.</h2> Með umsögn ríkislögmanns vegna kærunnar fylgdi afrit af erindi frá lögmanni Brimgarða ehf., 14. júní ehf. og Langasjávar ehf. til ríkislögmanns, dags. 4. maí 2020, þar sem afstöðu fyrirtækjanna til afhendingar stefnanna er lýst. <br /> <br /> Í erindi lögmannsins segir að fyrirtækin séu mótfallin því að afrit verði afhent kæranda. Kærandi hafi ekki fært fyrir því rök að hann eigi rétt til stefnanna á þeim grundvelli sem kveðið sé á um í 14. gr. laga um meðferð einkamála. Ákvæðið feli í sér sérlög sem gangi framar upplýsingalögum og fásinna væri ef hægt væri að sniðganga þá vernd um einkahagsmuni einstaklinga og lögaðila sem þeim séu falin þegar þeir leiti réttar fyrir dómstólum með því að skikka embætti ríkislögmanns eða annað stjórnvald til að afhenda almenningi dómsskjöl úr einkamálum á grundvelli upplýsingalaga. Einstaklingar og lögaðilar megi ganga út frá því að það gildi ekki ríkari aðgangur almennings að málsskjölum sem þeir leggi fram fyrir dómstólum landsins en samkvæmt réttarfarslögum, jafnvel þó skjölin rati óhjákvæmilega í hendur embættis ríkislögmanns eða annarra stjórnvalda. <br /> <br /> Þá segir að embætti ríkislögmanns sé óheimilt að afhenda stefnurnar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga enda fjalli þær um bæði einka- og fjárhagsmálefni fyrirtækjanna. Almenning varði ekkert um það hvernig fyrirtækin fjármagni starfsemi sína eða um önnur einkafjárhagsmálefni þeirra og því eigi 9. gr. laganna við fullum fetum. Í stefnunum séu aukinheldur nafngreindir einstaklingar sem almenning varði ekkert um hverjir séu eða hvernig þeir komi að málinu. <br /> <br /> Fyrirtækin vekja athygli á því að þegar yfirskattanefnd birti úrskurði sína í málum þeirra þá hafi öll nöfn verið afmáð. Ekki dugi að afhenda stefnurnar þannig að hluti þeirra sé afmáður enda hætt við að auðvelt sé fyrir þá sem fái stefnurnar í hendurnar að lesa milli línanna þar sem þeim sé kunnugt um nöfn málsaðila. <br /> <br /> Fyrirtækin óski þess að embætti ríkislögmanns láti reyna á það til hins ítrasta og eftir atvikum fyrir dómi ef úrskurðarnefnd um upplýsingamál fallist á beiðni um afhendingu stefnanna að einhverju leyti. Þá óski þau þess, verði því við komið, að fyrirtækin fái tækifæri til að gæta hagsmuna sinna fyrir dómi áður en afhending stefnanna eigi sér stað. Það gæti gerst þannig að ríkislögmaður neitaði afhendingu stefnanna að gengnum úrskurði úrskurðarnefndarinnar en fyrirtækin gætu gætt hagsmuna sinna á grundvelli 20. gr. laga um meðferð einkamála ef kærandi færi í aðfararmál fyrir héraðsdómi til að fullnusta úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <h2>3.</h2> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum, dags. 9. júní 2020, segir kærandi í fyrsta lagi að það kunni að vera að stefnurnar þrjár hafi að geyma fjárhags- og einkamálefni sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari skv. 9. gr. upplýsingalaga, líkt og ríkislögmaður byggi á. Kærandi dragi hins vegar í efa að þær upplýsingar séu svo umfangsmiklar að ekki sé unnt að afmá þær og afhenda afganginn af skjölunum. Í öðru lagi byggi synjunin á því að um afhendingu skjalanna fari eftir lögum um meðferð einkamála en ekki upplýsingalögum. Kærandi telji að allir sem að málinu komi viti af úrskurðum úrskurðarnefndarinnar nr. 885/2020 og nr. 886/2020 þar sem komist hafi verið að öndverðri niðurstöðu. Kærandi bendir á nýlegt álit umboðsmanns Alþingis, frá desember 2019, í máli nr. 9758/2018 en í málinu hafi yfirfasteignamatsnefnd og síðar umboðsmaður Alþingis gert athugasemdir við málsmeðferð Þjóðskrár Íslands í tengslum við beiðni þeirra um endurákvörðun fasteignamats. Þar segi meðal annars eftirfarandi:<br /> <br /> „Það er meginregla stjórnsýsluréttar að lægra settu stjórnvaldi beri að hlíta niðurstöðu æðra stjórnvalds sem endurskoðað hefur ákvörðun hins lægra setta, á grundvelli kæru frá aðila sem á lögvarinna hagsmuna að gæta, í samræmi við eftirlits- og stjórnunarheimildir sínar, þ.m.t. á grundvelli stjórnsýslukæru. Þrátt fyrir að lægra sett stjórnvald kunni að vera ósammála niðurstöðu eða forsendum æðra setts stjórnvalds verður það almennt að hlíta niðurstöðunni og setja málið í þann lagalega farveg sem æðra sett stjórnvald hefur byggt niðurstöðu sína á. Þegar lægra sett stjórnvald er ekki sammála úrskurði æðra setts stjórnvalds standa því ekki lög til þess að lægra setta stjórnvaldið geti litið framhjá úrskurðinum og sett málið í annan lagalegan farveg.“ <br /> <br /> Kærandi segir ríkislögmann vita þetta og að einfalt hefði verið fyrir embættið að óska eftir frestun réttaráhrifa fyrri úrskurðanna tveggja og láta á þá reyna fyrir dómstólum, það hafi hins vegar ekki verið gert.<br /> <br /> Þá bendir kærandi á það að í framkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi verið litið svo á að hafi upplýsingar áður birst opinberlega standi því lítið í vegi að þær séu afhentar. Af úrskurðum Landsréttar nr. 274/2020, 275/2020 og 276/2020 megi ráða að málin þrjú hafi verið höfðuð til ógildingar á tilteknum úrskurðum yfirskattanefndar. Það sé misjafnt hvað yfirskattanefnd kjósi að birta og hvað ekki. Í þessu tilfelli sé það hins vegar svo að tveir af þremur úrskurðum nefndarinnar, nánar til tekið nr. 279/2015 og 280/2015, hafi verið birtir opinberlega á vefsvæði nefndarinnar. Úrskurðirnir hafi bæði að geyma helstu málsatvik og upphæðir í málinu. Hafi stefnurnar að geyma einhverjar upplýsingar sem vanalega myndu falla undir 9. gr. upplýsingalaga þá fái kærandi ekki betur séð en að „þeim ketti hafi verið sleppt úr sekknum“. <br /> <br /> Að lokum minnir kærandi á sérstaka stöðu íslenska ríkisins sem aðila að dómsmáli. Fræðimenn á sviði stjórnsýsluréttar telji að í ljósi stöðu sinnar og meginreglna stjórnsýsluréttarins geti ríkið ekki hagað sér með sama hætti og einstaklingar eða lögaðilar fyrir dómi. Þegar ríkislögmaður taki til varna sé það sökum þess að borgari telji að ríkið hafi gert á sinn hlut eða farið á svig við sínar eigin reglur. Það verði að teljast að borgarar hafi ríka hagsmuni af því að geta fylgst með framgangi slíkra dómsmála enda ekki loku fyrir það skotið að einhver annar geti verið í sömu aðstöðu.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að stefnum í málum sem félögin 14. júní ehf., Brimgarðar ehf. og Langisjór ehf. höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. Stefnurnar þrjár voru lagðar fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. október 2019.<br /> <br /> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda um aðgang að stefnunum er í fyrsta lagi byggð á því að þær séu undanþegnar upplýsingarétti þar sem um sé að ræða málsskjöl í dómsmáli. Að mati ríkislögmanns fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum eftir ákvæðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 13. og 14. gr. laganna, og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2008. Er sú túlkun sögð eiga sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.-VII. kafla. Lögin gildi þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók.<br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019, er breyttu upplýsingalögum nr. 140/2012, var gildissvið laganna víkkað út þannig að lögin ná nú yfir stóran hluta starfsemi handhafa löggjafar- og dómsvalds, þ.e. Alþingis, dómstóla og dómstólasýslunnar. Varðandi gögn í vörslu dómstóla segir eftirfarandi í athugasemdum um 2. gr. í frumvarpi til laga nr. 72/2019:<br /> <br /> „Ekki er lagt til að upplýsingalög taki til gagna einstakra dómsmála og endurrita úr dómabók og þingbók, enda gilda sérákvæði réttarfarslaga um aðgang aðila og annarra að slíkum gögnum. Þannig er gert ráð fyrir að sömu reglur gildi áfram um aðgang almennings að upplýsingum um málsmeðferð fyrir dómi, sem er til samræmis við það sem gildir um ýmsar athafnir sýslumannsembætta, svo sem þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu o.s.frv., svo og gögn um rannsókn sakamála eða saksókn skv. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Sömu sjónarmið eiga við um aðgang að gerðabókum dómstólanna sem lagt er til að verði undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum.“<br /> <br /> Í 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, er mælt fyrir um rétt þeirra, sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, til aðgangs að staðfestu eftirriti af málsskjölum og upplýsingum úr þingbók eða dómabók. <br /> <br /> Í ákvæði 1. mgr. 14. gr. segir orðrétt: <br /> <br /> „Meðan mál er rekið fyrir æðra dómi eða héraðsdómi er dómara eða eftir atvikum dómsformanni skylt gegn greiðslu gjalds að láta þeim sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í té staðfest eftirrit af málsskjölum og úr þingbók eða dómabók, svo fljótt sem við verður komið og ekki síðar en innan mánaðar frá því þess er óskað.“<br /> <br /> Samkvæmt orðalagi 14. gr. laga um meðferð einkamála veitir ákvæðið rétt til aðgangs að staðfestum eftirritum af málsskjölum sem lögð hafa verið fram fyrir dómi í einkamáli. Er það óháð því hvort um sé að ræða gögn sem eru eða hafa jafnframt verið í vörslum stjórnvalda og falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 4. gr. upplýsingalaga eða tilheyra starfsemi sem felld verður undir gildissvið laganna, sbr. 2. og 3. gr. þeirra. Þá lýtur ákvæði 14. gr. að skyldu dómara eða eftir atvikum dómsformanns að afgreiða slíka beiðni, en réttur til aðgangs samkvæmt ákvæðinu er takmarkaður við þá aðila sem hafa ,,lögvarinna hagsmuna að gæta.“ <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst af framangreindu að við setningu núgildandi ákvæðis 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga hafi verið gengið út frá því að ákvæðið gilti um gagnabeiðnir sem beint væri að dómstólum og sem varða málsskjöl í einkamálum. Eins og ákvæði 5. mgr. 2. gr. er orðað nær það aðeins til gagna í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar sem ekki lúta að meðferð einstakra dómsmála, sem og endurrita úr dóma-, gerða- og þingbókum. Ákvæðið nær því samkvæmt orðalagi sínu ekki til gagna sem lögð hafa verið fram í einkamálum en eru í vörslum stjórnvalda. <br /> <br /> Ákvæði 14. gr. laga um meðferð einkamála fjallar einnig aðeins um rétt til aðgangs að gögnum í vörslum dómstóla, sbr. einnig 2. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2018, um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum. Er sá aðgangur sem fyrr segir takmarkaður við þá sem eiga „lögvarinna hagsmuna“ að gæta. Við afmörkun á gildissviði 14. gr. laga um meðferð einkamála verður þá jafnframt að horfa til þess að samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna taka lögin einungis til „dómsmála sem hvorki sæta sérstakri meðferð eftir fyrirmælum annarra laga né eiga undir sérdómstóla lögum samkvæmt.“<br /> <br /> Með vísan til þessa telur úrskurðarnefndin engan vafa leika á því að ákvæði 1. mgr. 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, getur ekki tekið til beiðna um aðgang að gögnum í vörslum stjórnvalda, enda þótt þau gögn kunni að vera notuð í dómsmálum. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 51/1985, um ríkislögmann, er embætti ríkislögmanns sjálfstæð stofnun sem heyrir undir stjórnarráðið. Ljóst er því að embættið fellur undir hugtakið ,,stjórnvald“ í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, og upplýsingalögin gilda því um starfsemi embættisins. <br /> <br /> Þegar leyst er úr því hvaða reglur gilda um rétt almennings til aðgangs að skjölum í vörslum stjórnvalda sem lögð hafa verið fram fyrir dómi, á grundvelli upplýsingalaga, telur úrskurðarnefndin rétt að minna á að upplýsingalögunum er ætlað rúmt gildissvið samkvæmt 2. gr., enda er í fyrrnefndu ákvæði 1. mgr. 2. gr. laganna tiltekið að lögin taki til ,,allrar starfsemi stjórnvalda“. Þá er jafnframt lagt til grundvallar í 1. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að lögin taki til ,,allra gagna“ sem mál varða. <br /> <br /> Ljóst er að í ákvæðum upplýsingalaga er beinlínis gert ráð fyrir því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin hafi í vörslum sínum gögn sem kunna að vera lögð fram í dómsmáli, sbr. undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Í síðastnefnda ákvæðinu er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til ,,bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.“ Af orðalagi ákvæðisins verður enn fremur ráðið að það geti átt við gögn hvort sem þeirra var aflað fyrir eða eftir að dómsmál var höfðað. Í lögskýringargögnum kemur þó fram að umfang þeirrar undantekningarheimildar ákvæðisins sé takmarkað við gögn sem lúta að ráðgjöf sérfróðra aðila til stjórnvalda.<br /> <br /> Að slepptu ákvæði 3. mgr. 6. gr. upplýsingalaga er ekki að finna nein ákvæði í lögunum sem fjalla um málsskjöl sem stjórnvöld hafa í vörslum sínum og hafa verið lögð fram í einkamáli sem rekið er fyrir dómi. Verður því ekki séð með nokkru móti af ákvæðum laganna að löggjafinn hafi ákveðið að stjórnvöld geti fortakslaust undanskilið slík gögn upplýsingarétti með sama hætti og dómstólar samkvæmt 5. mgr. 2. gr. laganna. Þar af leiðandi verður að leggja til grundvallar að ákvæði upplýsingalaga gildi um aðgang almennings að málsskjölum úr einkamálum sem stjórnvöld og eftir atvikum aðrir aðilar en dómstólar, sbr. 2. gr. upplýsingalaga, hafa í vörslum sínum og að ekki sé heimilt að synja um aðgang að slíkum gögnum nema að því marki sem undanþáguákvæði laganna eiga við.<br /> <br /> Í ljósi þessa standa ekki rök til þess að telja skjöl í vörslum stjórnvalda eða aðila sem falla undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undanþegin gildissviði laganna þegar af þeirri ástæðu að þau hafi verið lögð fram í dómsmáli, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 736/2018, 885/2020 og 886/2020. Úrskurðarnefndin vekur athygli á því að ef fallist væri á gagnstæða túlkun myndi það hafa í för með sér að réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum en dómstólum sem féllu undir upplýsingalög yrði í reynd óvirkur um leið og sömu gögn yrðu lögð fyrir dóm í einkamáli.<br /> <br /> Með vísan til þessa verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum er greinir í 6.-10. gr. laganna. Úrskurðarnefndin tekur fram að það heyrir ekki undir nefndina að taka afstöðu til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að sömu gögnum samkvæmt ákvæðum 14. gr. laga um meðferð einkamála. <br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda er í öðru lagi byggð á þeim grundvelli að þær innihaldi upplýsingar sem eru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stefnenda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Stefnendur í málunum séu auk þess mótfallnir afhendingu gagnanna. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í stefnum Brimgarða ehf. og 14. júní ehf. er þess krafist að úrskurður ríkisskattstjóra frá 20. desember 2013, sem tengist skuldabréfaútgáfu félaganna, og úrskurðir yfirskattanefndar nr. 278/2015 og 279/2015, frá 21. október 2015, verði felldir úr gildi. Til vara er þess krafist að úrskurðunum verði breytt og til þrautavara að viðurkennt verði með dómi að stefnendum hafi verið heimilt að gjald- og skuldfæra verðbætur og afföll vegna skuldabréfanna, sem félögin gáfu út á árinu 2005, frá tekjuskatti í skattframtölum áranna 2008-2012. <br /> <br /> Í stefnu Langasjávar ehf. er þess krafist að úrskurður ríkisskattstjóra frá 20. desember 2013, sem tengist skuldabréfaútgáfu dótturfélaga Langasjávar ehf., og úrskurður yfirskattanefndar nr. 280/2015, frá 21. október 2015, verði felldir úr gildi. Til vara er þess krafist að úrskurðunum verði breytt vegna leiðréttingar á samsköttun með dótturfélögum stefnanda þannig að tekið verði tillit til frádráttarliða í skattframtölum félaganna, affalla og verðbóta í tilviki Brimgarða ehf. og affalla í tilviki 14. júní ehf., á árunum 2008-2012 vegna skuldabréfaútgáfu þeirra á árinu 2005. Til þrautavara er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að félaginu hafi verði heimilt að leiðrétta tekjuskattsstofn sinn í skattframtölum áranna 2008-2012 með hliðsjón af frádrætti í skattskilum dótturfélaga sinna.<br /> <br /> Í stefnum einkahlutafélaganna þriggja er fjallað ítarlega um umdeilda skuldabréfaútgáfu Brimgarða ehf. og 14. júní ehf., sem eru dótturfélög Langasjávar ehf., frá árinu 2005, en með úrskurði frá 20. desember 2013 endurákvarðaði ríkisskattstjóri opinber gjöld á fyrirtækin fyrir gjaldárin 2008-2012, enda taldi embættið að umrædd skuldabréfaútgáfa hefði falið í sér óvenjuleg viðskipti sem stofnað hefði verið til með skattasniðgöngu að augnamiði. Niðurstaða ríkisskattstjóra var staðfest í þremur úrskurðum yfirskattanefndar, nr. 278/2015, 279/2015 og 280/2015, dags. 21. október 2015. Tveir úrskurðanna, nr. 279/2015 og 280/2015, voru birtir opinberlega á vef nefndarinnar en einn þeirra, nr. 278/2015, var ekki birtur. Í úrskurðunum er öllum málsatvikum lýst, ákvörðunum ríkisskattstjóra, sem og kröfum félaganna og málsástæðum þeirra. Nöfn félaganna og einstaklinga eru hins vegar afmáð í hinum birtu úrskurðum. <br /> <br /> Um sömu mál er fjallað í úrskurðum Landsréttar nr. 274/2020, 275/2020 og 276/2020 sem varða kröfur félaganna um vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi við aðalmeðferð málanna. Í úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. apríl 2020, sem Landsréttur staðfesti, er málsatvikum lýst sem og dómkröfum félaganna sem snúa m.a. að ógildingu fyrrnefndra úrskurða yfirskattanefndar. Þannig hafa nöfn félaganna þriggja þegar verið birt opinberlega, með lögmætum hætti, samhliða kröfum þeirra um ógildingu tiltekinna úrskurða yfirskattanefndar.<br /> <br /> Eins og að framan er rakið lýtur mál þetta að því hvort almenningur eigi rétt á að kynna sér efni stefna í dómsmálum sem varða lögmæti ákvarðana skattyfirvalda. Þrátt fyrir að nöfn stefnenda hafi ekki verið birt opinberlega í úrskurðum yfirskattanefndar nr. 279/2015 og 280/2015 hafa þau ásamt kröfugerð þeirra í fyrirhuguðu dómsmáli verið gerð opinber með úrskurðum Landsréttar nr. 274/2020, 275/2020 og 276/2020. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að við beitingu 9. gr. upplýsingalaga hefur nefndin horft til þess að ekki sé almennt hægt að líta svo á að upplýsingar sem gerðar hafa verið opinberar með lögmætum hætti séu upplýsingar um einkamálefni sem óheimilt sé að greina frá, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 11. september 2017 í máli nr. 704/2017, sbr. til hliðsjónar álit setts umboðsmanns Alþingis frá 9. febrúar 2009 í máli nr. 5142/2007. Þar af leiðandi getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að þær upplýsingar sem fram koma í stefnunum og sem þegar hafa verið birtar opinberlega í samræmi við fyrirmæli laga séu til þess fallnar að valda tjóni á mikilvægum virkum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum félaganna. Það er því niðurstaða nefndarinnar að slíkar upplýsingar verði ekki felldar undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og fram hefur komið er einn úrskurður yfirskattanefndar óbirtur, þ.e. úrskurður nr. 278/2015 í máli 14. júní ehf. Með vísan til þessa gilda önnur sjónarmið um þær upplýsingar sem fram koma í stefnu 14. júní ehf. að því marki sem þær hafa ekki verið birtar með úrskurði Landsréttar í máli félagsins frá 28. maí 2020 í máli nr. 276/2020. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið stefnurnar. Það er mat nefndarinnar að aðkoma tilgreinds hluthafa í Brimgörðum ehf., en nafn hans er birt í stefnunum þremur, sé slík að hún varði einkahagsmuni hans sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en nafnið hefur ekki verið birt opinberlega í tengslum við málið. Verður því að telja að ríkislögmanni sé rétt að afmá nafnið úr stefnu Brimgarða ehf., 14. júní ehf. og Langasjávar ehf. <br /> <br /> Um stefnurnar að öðru leyti er það að segja að í þeim koma fram margvíslegar upplýsingar um fjárhagsmálefni umræddra félaga. Mikill hluti þessara upplýsinga hefur þegar verið birtur í samræmi við ákvæði laga eins og rakið er hér að framan. Þetta gildir þó ekki um allar upplýsingarnar, enda hefur úrskurður yfirskattanefndar í máli 14. júní ehf. ekki verið birtur opinberlega. Við ákvörðun um afhendingu stefnanna til kæranda þarf því að meta hvort 9. gr. upplýsingalaga geti tekið til einhverra þeirra upplýsinga sem ekki hafa verið birtar. Slíkt mat hefur ekki farið fram af hálfu ríkislögmanns.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir ríkislögmann að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Beiðni kæranda um aðgang að stefnum í málum sem fyrirtækin 14. júní ehf., Brimgarðar ehf. og Langisjór ehf. höfðuðu á hendur íslenska ríkinu og lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. október 2019 er vísað til ríkislögmanns til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
927/2020. Úrskurður frá 25. september 2020 | Í málinu var kærð afgreiðsla nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem fylgdu umsókn um endurgreiðslu vegna framleiðslu tiltekinnar kvikmyndar. Nefndin taldi umbeðin gögn varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni framleiðandans og því undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með nefndinni að hluti gagnanna væri undanskilinn upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga en taldi þó að kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim gögnum sem ekki yrðu felld undir undanþáguákvæðið. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 927/2020 í máli ÚNU 20030013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. mars 2020, kærði A afgreiðslu nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð á beiðni hans um öll fyrirliggjandi gögn varðandi endurgreiðslubeiðni félagsins Ljósmáls ehf. vegna framleiðslu kvikmyndar.<br /> <br /> Þann 17. febrúar 2020 óskaði kærandi eftir afritum af öllum fyrirliggjandi gögnum hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerðar er varða félagið Ljósmál ehf. Í svari nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð, dags. 12. mars 2020, segir að nefndin sé stjórnvald sem taki ákvörðun um rétt umsækjenda til greiðslna úr ríkissjóði á grundvelli laga nr. 43/1999. Aðili stjórnsýslumáls vegna slíkrar endurgreiðslu sé í þessu tilviki Ljósmál ehf., en ekki einstakir aðstandendur þeirrar kvikmyndar sem framleidd var af hálfu fyrirtækisins. Við skoðun nefndarinnar á skráningu í fyrirtækjaskrá sé kærandi hvorki skráður sem stjórnarformaður, stjórnarmaður né framkvæmdastjóri Ljósmáls ehf. Því líti nefndin svo á að kærandi geti ekki verið aðili stjórnsýslumáls í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 vegna endurgreiðslubeiðni Ljósmáls ehf. til nefndarinnar. Beiðni kæranda um upplýsingar snúi því að því hvort þau gögn sem beðið sé um aðgang að falli undir þau gögn sem beri að veita almenningi aðgang að, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Í svarinu segir einnig að af lestri gagna málsins í heild sinni hafi nefndarmönnum verið ljóst að ágreiningur væri um yfirráð yfir félaginu Ljósmáli ehf. Því næst er í bréfinu farið yfir málsatvik varðandi umsókn Ljósmáls ehf. um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og umfjöllun nefndarinnar um hana, þ.e. þær upplýsingar sem nefndin taldi sér heimilt að veita á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Nefndin upplýsti kæranda jafnframt um að nefndin hefði ekki afgreitt umsókn Ljósmáls ehf. um endurgreiðslu með endanlegum hætti. Nauðsynlegt væri að minna á að til þess að uppfylla skilyrði um endurgreiðslu skv. lögum nr. 43/1999 þurfi umsækjandi um endurgreiðslu að leggja fram ítarleg gögn um fjárhagsmálefni sín. Eins og áður segi sé umsækjandi Ljósmál ehf. og beiðni kæranda um upplýsingar snúi því að fjárhagsmálefnum þess félags, sem sé sá aðili sem stjórnvaldsákvörðun nefndarinnar muni beinast að. Nefndin meti það svo að slík gögn; bókhaldsgögn, kostnaðaruppgjör og önnur fjárhagsleg gögn fyrirtækja eða einstaklinga, séu alla jafna þess eðlis að þau varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni og séu slíkar upplýsingar undanskildar upplýsingarétti almennings með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Því til stuðnings bendi nefndin á að hún miði afstöðu sína við það að ekki hafi verið tekin endanleg stjórnvaldsákvörðun um rétt félagsins til endurgreiðslu. Það sé einnig rétt að nefna að nefndin hafi ekki óskað eftir afstöðu Ljósmáls ehf. til beiðni um aðgang að gögnum þar sem afstaða hennar byggist á almennum sjónarmiðum áður en stjórnvaldsákvörðun er tekin. Nefndinni sé ekki heldur kunnugt um að kærandi hafi beðið skráða forsvarsvarsmenn fyrirtækisins um slík gögn eða eftir atvikum óskað eftir viðbrögðum þeirra við slíkri beiðni. Nefndin líti því svo á að hún hafi með þessum pósti veitt tilteknar upplýsingar, sem almenningur eigi rétt á, um afgreiðslu máls er varðar einkahlutafélagið Ljósmál á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, þ.e. stöðu afgreiðslu málsins hjá nefndinni, en synji kæranda um aðgang að öllum gögnum sem nefndinni hafi borist vegna þess, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá var kæranda leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í viðbótarrökstuðningi við kæru sem barst úrskurðarnefndinni þann 31. mars 2020 er því hafnað að upplýsingarnar varði ekki kæranda sjálfan, sbr. 14. gr. upplýsingalaga. Af hálfu kæranda er einnig haldið fram að skráning fyrirtækjaskrár geti ekki talist úrskurður um rétt borgaranna um upplýsingar um sig sjálfa eða mál sem varði brýna hagsmuni þeirra. Þá sé ekki rétt að kærandi hafi ekki stjórnsýslulegan rétt á aðgangi að öllum upplýsingum málsins og vísað er til samnings, dags. 1. maí 2019, sem liggi umræddu verkefni til grundvallar hvað varði 8. gr reglugerð 229/2003 með síðari breytingum. Þar segi m.a. að styrkir „eru aðeins veittir sjálfstæðum framleiðendum sem hafa reynslu og/eða staðgóða þekkingu á kvikmyndagerð. Sjálfstæður framleiðandi sé fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi.” Í ofangreindum framleiðslusamningi, dags. 1. maí 2019, komi m.a. fram að kærandi sé framleiðandi verksins. Ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að nokkur fagaðili í stöðu framleiðanda taki að sér verkefni án þess að hafa fulla yfirsýn yfir alla verkþætti sem tilheyri verksviði framleiðanda, þ.m.t. allar upplýsingar um fjárreiður og fjárstreymi verksins og að það skili sér til verkefnisins eins og gert sé ráð fyrir í lögum um kvikmyndasjóð og að frágangur samræmist faglegum metnaði. <br /> Þá segir að fordæmi fyrir því að neita fagaliða verksins um allar upplýsingar kunni að vera afar umdeilt í þessu fagi. Í svari nefndarinnar komi einnig fram það sjónarmið að engar upplýsingar sem fram geti komið af hálfu eina fagframleiðandans, það er undirritaðs, geti verið málinu til úrlausnar. Rétt hefði verið að leita upplýsinga um vafamál verkefnisins í þessu tilliti hjá þeim sem málið varðar, sbr. rannsóknar- og upplýsingaskyldu, og hefði að verið í anda meðalhófs. Ekki verði því séð að afstaða nefndarinnar samræmist góðum stjórnsýsluháttum. <br /> <br /> Kærandi segir ekki vera ágreining um yfirráð né eignarhald á félaginu, aðeins sé um vanefndir að ræða af hálfu forsvarskonu félagsins, auk þess að aðgengi kæranda að reikningum félagins, fjárstreymi og prókúru sé vegna faglegra sjónarmiða um frágang og uppgjör verksins, en að síðustu vegna ætlaðra vanefnda. Þá bendir kærandi á að ríkisskattstjóri hafi afhent kæranda tölvupóst sem varði hagsmuni þriðja aðila, Ljósmáls ehf., merktan stjórnarmanni félagsins og sé því ekki samræmi á milli þess og túlkunar nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð á 5. gr. upplýsingalaga og markmiði laganna. Þá hafi fjársýsla ríkisins upplýst um hvernig greiðslubeiðni er varði greiðslu fjársýslunnar, dags. 10. desember 2019, til félagsins var háttað en Kvikmyndamiðstöð Íslands hafi ekki gert það. Beiðni kæranda hafi því verið svarað að hluta en rekstrar- og efnahagsreikninga vanti, sem m.a. sýni fram á inneignarstöðu virðisaukaskatts og hvernig og hvar reikningar séu skráðir. Að lokum ítrekar kærandi kröfu sína um aðgang að öllum gögnum félagsins Ljósmáls ehf. sem fyrir liggi hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð, þar með talin afrit samskipta, tölvupósta og fundargerða, með vísan til 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga, þar sem segi að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða og minnisblaða. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð með bréfi, dags. 31. mars 2020, og nefndinni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn nefndarinnar, dags. 22. júní 2020, segir að til þess að uppfylla skilyrði laga nr. 43/1999 um endurgreiðslu fái nefndin aðgang að margvíslegum fjárhagsupplýsingum, þ.á.m. yfirliti yfir framleiðslukostnað verkefna, hreyfingalista bókhalds, eftir atvikum ársreikningum og öðrum gögnum sem tengjast fjárhagsuppgjöri vegna þess verkefnis sem krafist er endurgreiðslu vegna. Með vísan til bréfs nefndarinnar til kæranda dags. 12. mars sl., sem sé hluti af gögnum málsins, telji nefndin að aðgangur að gögnum um fjárhagsmálefni þess einkahlutafélags sem sótti um endurgreiðslu vegna verkefnisins Ljósmáls sé undanþeginn rétti almennings til upplýsinga skv. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Nefndin leggi áherslu á það að hún sé ekki úrskurðaraðili um aðgang kæranda að þessum gögnum sem mögulegur hlutaeigandi einkahlutafélagsins, en samkvæmt opinberum skráningum í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra hefði kærandi ekki formlega stöðu gagnvart því félagi sem framkvæmdastjóri eða stjórnarmaður. Einnig beri að geta þess að samkomulag hafi verið gert 14. apríl 2020 milli Ljósmáls ehf. og kæranda vegna þeirra greiðslna sem útistandandi voru til hans vegna framleiðslu verkefnisins. Nefndin hafi talið að þar með hefði ágreiningi milli þessara aðila verið lokið og að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál varðandi aðgang að gögnum Ljósmáls ehf. sem og beiðni til nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð um aðgang að gögnum yrðu þar með afturkallaðar. Í ljósi þess að svo sé ekki ítreki nefnd um endurgreiðslur fyrri afstöðu sína um synjun um aðgang að gögnum um þau fjárhagsmálefni Ljósmáls ehf. sem gerð sé grein fyrir í meðfylgjandi skjali og vísi um það til 9. gr. upplýsingalaga, enda sé sanngjarnt og eðlilegt að aðgengi almennings sé takmarkað að upplýsingum um fjárhagsmálefni fyrirtækisins. Í kæru, dags. 30. mars sl., sé verið að flækja nefnd um endurgreiðslur inn í mögulegan ágreining milli kæranda og annarra aðila og telji nefndin ekki ástæðu til að svara því sem þar komi fram og varði ekki mögulegan rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Umsögn nefndar um endurgreiðslur í kvikmyndagerð var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Kærandi áréttaði að um væri að ræða gögn sem tilheyri tilteknu verkefni, ekki endilega heilu fyrirtæki sem slíku, en kærandi sé lögbundinn og samningsbundinn framleiðandi þess verkefnis. Samningar því til staðfestingar liggi fyrir hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð.<br /> <br /> Með erindi til Ljósmáls ehf., dags. 6. júlí 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að félagið lýsti afstöðu sinni til afhendingar gagnanna, einkum hvort og þá hvernig afhending þeirra gæti skaðað hagsmuni félagsins. Í svari félagsins, dags. 18. ágúst 2020, kemur fram að kærandi hafi verið í samstarfi við Ljósmál ehf. og félagasamtökin Vitafélagið – íslensk strandmenning um gerð heimildarmyndar. Kærandi hafi verið skráður hluthafi í Ljósmáli ehf. en hafi ekki greitt hlutafé, hann sé ekki skráður stjórnarmaður félagsins. Samstarfinu hafi lokið með samkomulagi á milli aðila, dags. 14. apríl 2020, um að Ljósmál ehf. greiddi kæranda þá reikninga sem óuppgerðir væru við hann vegna leikstjórnar. Þá hafi kærandi undirritað yfirlýsingu samdægurs um að hann myndi ekki gera frekari kröfur á hendur framangreindum félögum vegna málsins. Að uppgjöri loknu hafi verið ljóst samkvæmt framangreindu samkomulagið að Vitafélagið – íslensks strandmenning væri eigandi heimildarmyndarinnar og gæti nýtt hana. <br /> <br /> Í svari Ljósmáls ehf. segir jafnframt að þau gögn sem kærandi óski eftir geymi upplýsingar um mikilvæga fjárhagslega hagsmuni Ljósmáls ehf. og atriði er varði styrkveitingar og fjárhagsleg málefni sem varði framleiðslu heimildarmyndarinnar. Kærandi hafi þegar undirritað samkomulag um verklok og fengið alla sína reikninga greidda. Hann hafi því, að mati félagsins, enga hagsmuni af því að fá afhent gögn er varði sérstaklega endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar og fjárhagslega hagsmuni einkahlutafélags. Tekið er fram að stór hluti umræddra skjala sé fjárhagsleg gögn einkaréttarlegs eðlis, frá félaginu komin til stuðnings máli því sem hafi verið til vinnslu hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð, þar á meðal tölvupóstsamskipti og hreyfingalisti. Í hreyfingalistanum komi t.d. fram nöfn fjölmargra aðila sem félagið hafi greitt fyrir vinnu og aðkomu að kvikmyndagerðinni. Ekki verði talin ástæða til þess að afhenda kæranda þau gögn, né heldur önnur gögn sem um ræði.<br /> <br /> Samvinnu aðila vegna kvikmyndarinnar hafi lokið vegna ósættis á milli aðila sem varði m.a. fjárhagsleg málefni einstaklinga sem komið hafi að framleiðslunni. Tilgangur kæranda með beiðninni sé óljós en skýr tilgangur og rökstuðningur þurfi að fylgja slíkri beiðni er varði fjárhagslegar upplýsingar einkahlutafélags, sbr. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ljósmál ehf. telji þannig ekkert í umræddum gögnum réttlæta það að kæranda séu afhent umbeðin gögn, heldur þvert á móti. Telja verði hagsmuni félagsins vega þyngra í mati samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem það séu fjárhagslegar upplýsingar um félagið sjálft sem liggi fyrir í umbeðnum gögnum. Samkomulag við kæranda um málalok og greiðslur hafi þegar verið efnt og hann hafi því enga lögvarða hagsmuni af því að fá umræddar upplýsingar afhentar.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að öllum upplýsingum um félagið Ljósmál ehf. sem fyrirliggjandi eru hjá nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð vegna umsóknar félagsins um endurgreiðslur úr kvikmyndasjóði en nefndin starfar á grundvelli 2. mgr. 3. gr. laga, nr. 43/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 58/2016. <br /> <br /> Kærandi kveðst vera framleiðandi þess verkefnis sem umsókn um endurgreiðslur lýtur að. Þar af leiðandi varði upplýsingarnar hann sjálfan í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nefnd um endurgreiðslur í kvikmyndagerð afgreiddi beiðnina aftur á móti á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem umsækjandi sé félagið Ljósmál ehf. og sé kæranda ekki skráður stjórnarmaður, stjórnarformaður eða framkvæmdastjóri félagsins. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. en samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan, með þeim takmörkunum sem greinir í 3. mgr. 14. gr. <br /> <br /> Í umsókn um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar, dags. 10. febrúar 2020, er kærandi titlaður leikstjóri kvikmyndar en framleiðslufyrirtækið er Ljósmál ehf. Sigurbjörg Árnadóttir, stjórnarformaður, er skráð sem ábyrgðaraðili framleiðslufyrirtækisins. Samkvæmt þessu er umsækjandi um endurgreiðsluna félagið Ljósmál ehf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur því svo á að félagið Ljósmál ehf. sé sá aðili sem umsóknargögn til nefndar um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar fjalla um í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Um rétt kæranda til aðgangs að umsóknargögnunum fer því eftir 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. <br /> <br /> Umsóknargögnin sem um ræðir eru í fyrsta lagi umsóknareyðublað um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar, dags. 10. febrúar 2020 og fylgiskjöl með þeirri umsókn. Fylgiskjölin eru yfirlit um framleiðslukostnað árin 2014-2019, hreyfingarlisti yfir fjárhagsreikninga, dags. 25. janúar 2020 og ársreikningur Ljósmáls ehf. fyrir árið 2019. <br /> <br /> Hvað varðar ársreikning Ljósmáls ehf. fyrir árið 2019, þá er um að ræða gagn sem skilað hefur verið til ársreikningaskrár og sem er aðgengilegt þar, sbr. 4. mgr. 109. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006. Á kærandi því rétt til aðgangs að ársreikningnum. Í ljósi þess að um rétt kæranda að öðrum gögnum málsins, þ.e. umsóknareyðublaði, yfirliti yfir framleiðslukostnað og hreyfingarlista yfir fjárhagsreikninga, fer eftir 5. gr. upplýsingalaga verður að taka afstöðu til þess hvort mikilvægir virkir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir Ljósmáls ehf. standi því í vegi að upplýsingar í gögnunum séu gerðar aðgengilegar almenningi, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í útfylltu umsóknareyðublaði um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar, dags. 10. febrúar 2020 koma m.a. fram upplýsingar um heiti kvikmyndar, framleiðslufyrirtæki, áætluð lok framleiðslu, áætlaður heildarframleiðslukostnaður, upplýsingar um aðra opinbera styrktaraðila framleiðslunnar og upphæð veittra styrkja. Við mat á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að upplýsingum úr umsóknareyðublaðinu verður að líta til þess að með umsókninni er sótt um greiðslur úr opinberum sjóðum og hefur almenningur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig staðið er að úthlutun slíkra greiðslna. Sem fyrr segir hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirfarið upplýsingar í umsóknareyðublaðinu. Það er mat nefndarinnar að í því komi hvergi fram upplýsingar sem felldar verða undir 9. gr. upplýsingalaga. Hvað varðar upplýsingar um veitta styrki sérstaklega og áætlaða endurgreiðslu miðað við áætlaðan framleiðslukostnað bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál í því samhengi á að í úrskurðarframkvæmd hefur nefndin lagt áherslu á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um hvernig opinberu fé er ráðstafað, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 873/2020, 876/2020 og 884/2020. Með vísan til þessa verður nefnd um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar gert að veita kæranda aðgang að umsóknareyðublaðinu. <br /> <br /> Í yfirliti um framleiðslukostnað fyrir árin 2014-2019 og hreyfingaryfirliti yfir fjárhagsreikninga, dags. 25. janúar 2020 er aftur á móti að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni Ljósmáls ehf. sem sanngjarnt er og eðlilegt er að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var því nefnd um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar rétt að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum. <br /> <h2>2.</h2> Í málinu liggja einnig fyrir tölvupóstsamskipti lögmanns kæranda og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 18. febrúar 2020, en með tölvupóstssamskiptunum fylgdi reikningur frá RÚV vegna verkefnisins, dags. 31. desember 2019. Þá er um að ræða afrit af umboði kæranda til lögmanns síns, dags. 14. janúar 2020, þrír reikningar útgefnir af kæranda til Ljósmáls ehf. vegna launa, kostnaðar og þóknunar fyrir leikstjórn 2017-2019, dags. 1. nóvember 2019, reikningur útgefinn af kæranda til Ljósmáls ehf., vegna ógreiddra reikninga, dags. 18. febrúar 2019 og samningur Ljósmáls ehf. og kæranda um uppgjör, dags. 14. apríl 2020. Um er að ræða gögn sem ýmist stafa frá kæranda eða lögmanni hans eða sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að og standa því engin rök til þess að synja kæranda um aðgang að gögnunum, enda verður ekki séð að þau falli undir nein undanþáguákvæði upplýsingalaga. Verður því nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar gert að veita kæranda aðgang að þessum gögnum. <br /> <h2>3.</h2> Í þriðja lagi er um að ræða tölvupóstsamskipti milli stjórnarformanns Ljósmáls ehf. við starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 3. mars. 2020, þar sem farið er yfir skuldir Ljósmáls ehf. og skjalið „Framleiðendaskyldur – [A]“, dags. 2017, Í fyrrnefnda skjalinu er m.a. fjallað um skuldir Ljósmáls ehf. gagnvart kæranda og í síðarnefnda skjalinu virðist sem svo að fjallað sé um þau verk sem ætlast var til þess að kærandi ynni eða sæi um. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur kæranda eiga hagsmuni af því umfram almenning að geta kynnt sér upplýsingarnar, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að upplýsingum samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkast meðal annars af 3. mgr. 14. gr. þar sem segir:<br /> <br /> „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir meðal annars að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óski og hins vegar annarra þeirra sem hlut eigi að máli og kunni að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. laganna.<br /> <br /> Hvað varðar tölvupóstssamskipti stjórnarformanns Ljósmáls ehf. við starfsmann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér hvernig Ljósmál ehf. kynnti skuldastöðu félagsins gagnvart kæranda fyrir starfsmanni Kvikmyndamiðstöðvarinnar vegi þyngra en hagsmunir Ljósmáls ehf. af því að upplýsingarnar fari leynt. Hvað varðar upplýsingar sem ekki varða kæranda með beinum hætti er það hins vegar mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir Ljósmáls ehf. af því að þær fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér þær, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar ber því að veita kæranda aðgang að upplýsingum í tölvupóstssamskiptunum sem varða kæranda sjálfan en afmá aðrar upplýsingar, eins og nánar greinir í úrskurðarorðum. <br /> <br /> Hvað varðar skjalið „Framleiðendaskyldur – [A]“, dags. 2017, verður ekki séð að hagsmunir Ljósmáls ehf. standi til þess að efni skjalsins fari leynt. Verður því nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar gert að veita kæranda aðgang að skjalinu. <br /> <h2>4.</h2> Í fjórða lagi er um að ræða skjölin „minnismiði vegna launa framleiðenda og myndhandrits“, ódagsett og skjal sem virðist vera brot úr handriti. Um er að ræða gögn sem stafa frá Ljósmáli ehf. og sem úrskurðarnefndin telur rétt að fella undir 9. gr. upplýsingalaga með vísan til efnis gagnanna. Verður því að staðfesta ákvörðun nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjölum. <br /> <h2>5.</h2> Í fimmta lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skjölunum „uppgjör kostnaðar Vitafélagsins vegna Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019, „reikningsuppgjör milli Vitafélagsins og Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019 og reikningsyfirlit bankareiknings sem sýnir stöðu reiknings og ógreidda reikninga, ódagsett. Að mati úrskurðarnefndarinnar er að ræða skjöl með fjárhagsupplýsingum Ljósmáls ehf. sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest synjun nefndar um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar.<br /> <h2>6.</h2> Að lokum liggja fyrir í málinu fimm fundargerðir nefndar um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar þar sem fjallað er um málefni Ljósmáls ehf. Um er að ræða bókanir nefndarinnar varðandi skort á gögnum, þ. á m. varðandi samkomulag milli framleiðenda og leikstjóra um greiðslur. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekkert í fundargerðunum sem varða hagsmuni sem felldir verða undir 9. gr. upplýsingalaga. Standa því ekki efni til þess að synja kæranda um aðgang að bókunum úr fundargerðunum. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Felld er úr gildi ákvörðun nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, dags. 12. mars 2012, um að synja kæranda, A, um aðgang að eftirfarandi gögnum og það lagt fyrir nefndina að veita kæranda aðgang að þeim: <br /> <br /> 1. „Umsókn um endurgreiðslu – útborgun“ dags. 10. febrúar 2020. <br /> 2. Ársreikningur Ljósmáls ehf. árið 2019. <br /> 3. Tölvupóstsamskipti lögmanns kæranda og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 18. febrúar 2020.<br /> 4. Reikningur frá Ríkisútvarpinu fyrir „myndefni vegna Ljósmáls“, dags. 31. desember 2019.<br /> 5. Afrit af umboði lögmanns kæranda, dags. 14. janúar 2020.<br /> 6. Þrír reikningar útgefnir af kæranda til Ljósmáls ehf. vegna launa, kostnaðar og þóknunar fyrir leikstjórn 2017-2019, dags. 1. nóvember 2019. <br /> 7. Reikningur útgefinn af kæranda til Ljósmáls ehf., vegna ógreiddra reikninga, dags. 18. febrúar 2019.<br /> 8. Samningur Ljósmáls ehf. og kæranda um uppgjör, dags. 14. apríl 2020.<br /> 9. Fyrstu fjórar efnisgreinarnar og efnisgreinar 6 og 8 í tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 3. mars 2020. <br /> 10. Framleiðendaskyldur – [A]“, dags. 2017.<br /> 11. Brot úr fimm fundargerðum nefndar um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar sem innihalda umfjöllum nefndarinnar um mál Ljósmáls ehf.<br /> <br /> Staðfest er ákvörðun nefndar um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar um að synja beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. „Ljósmál – yfirlit um framleiðslukostnað“ fyrir tímabilið 2014-2019. <br /> 2. „Fjárhagur – Hreyfingalisti“ fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2019. <br /> 3. Efnisgreinum 5 og 7 í tölvupóstsamskiptum á milli forráðamanns Ljósmáls ehf. og starfsmanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, dags. 3. mars 2020. <br /> 4. „Uppgjör kostnaðar Vitafélagsins vegna Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 5. Reikningsuppgjör milli Vitafélagsins og Ljósmáls“, dags. 4. nóvember 2019.<br /> 6. Reikningsyfirlit bankareiknings sem sýnir stöðu reiknings og ógreidda reikninga, ódagsett.<br /> 7. „Minnismiði vegna launa framleiðenda og myndhandrits“, ódagsett og brot úr kvikmyndahandriti. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
926/2020. Úrskurður frá 25. september 2020 | Deilt var um synjun ríkiskattstjóra á beiðni Neytendasamtakanna um upplýsingar um það hvort tiltekið fyrirtæki hefði greitt sektir sem Neytendastofa lagði á það. Ríkisskattstjóri byggði synjunina á því að gögnin væru undiropin sérstakri þagnarskyldu á grundvelli laga nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda, laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt en úrskurðarnefndin féllst ekki á það að þagnarskylduákvæðin giltu um umbeðnar upplýsingar. Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði einnig á því að gögnin hefðu að geyma upplýsingar um virka fjárhagshagsmuni fyrirtækis sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu, sbr. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar innihélt lítill fjöldi gagnanna slíkar upplýsingar og var fallist á það að ríkisskattstjóra væri óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim gögnum. Kærandi ætti aftur á móti rétt til aðgangs að þeim gögnum sem ekki yrðu felld undir undanþáguákvæðið. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 25. september 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 926/2020 í máli ÚNU 20010022. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 30. janúar 2020, kærðu Neytendasamtökin synjun ríkisskattstjóra á beiðni samtakanna um upplýsingar um það hvort fyrirtækið A og dótturfyrirtæki þess hefðu greitt tilteknar stjórnvaldssektir og dagsektir sem Neytendastofa lagði á fyrirtækin. <br /> <br /> Í svari ríkisskattstjóra, dags. 7. janúar 2020, við beiðni Neytendasamtakanna segir að embættið skilji erindi samtakanna sem svo að óskað sé eftir gögnum úr tekjubókhaldskerfi ríkisins, m.a. um skuldastöðu stjórnvaldssekta hjá fyrirtækinu A, hreyfingayfirlitum og mögulegum innheimtuaðgerðum sem gripið hafi verið til og árangur þeirra. Beiðni samtakanna sé hafnað á þeim grundvelli að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um virka fjárhagshagsmuni fyrirtækis sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna. Gögnin hafi að geyma upplýsingar um mögulega skuldastöðu í tilteknum gjaldflokki hjá þriðja aðila og hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart honum og árangur þeirra en þetta séu upplýsingar sem varði m.a. efnahag gjaldanda eða séu nátengdar honum. Að auki vísar ríkisskattstjóri í þagnarskyldureglur 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003 og 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988. Þar sé mælt fyrir um að starfsmönnum ríkisskattstjóra sé bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila og um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja.<br /> <br /> Í kæru segir að starfsemi smálánafyrirtækja hafi verið undir smásjánni undanfarin ár en fyrir liggi að lánveitingar hafi brotið í bága við íslenska löggjöf. Neytendastofa hafi ítrekað úrskurðað að starfshættir smálánafyrirtækja, sem starfrækt voru undir hatti A, brjóti gegn lögum nr. 33/2013, um neytendalán. Þar sem A hélt uppteknum hætti og fór ekki eftir ákvörðun Neytendastofu var fyrirtækinu gert að greiða stjórnvaldssektir sem og dagsektir. A hafi áfrýjað ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfesti ákvörðun Neytendastofu. A hafi þá höfðað mál fyrir dómstólum en Héraðsdómur Reykjavíkur og síðar Landsréttur hafi staðfest ákvörðun Neytendastofu þess efnis að réttmætt væri að beita A sektum vegna lögbrota fyrirtækisins. Eftirfarandi sektir hafi verið lagðar á A á árunum 2016-2017:<br /> <br /> 1. Stjórnvaldssekt frá 20. maí 2016 sem lögð var á tvö fyrirtæki er þá voru í eigu A en sektin var í báðum tilfellum 750.000 kr.<br /> 2. Stjórnvaldssekt frá 14. nóv. 2016 á fyrirtækið A að fjárhæð 2.400.000 kr.<br /> 3. Stjórnvaldssekt frá 12. júli 2017 á fyrirtækið A að fjárhæð 10.000.000 kr., auk 500.000 kr. í dagsektir þar til fyrirtækið hefur breytt starfsháttum sínum í samræmi við reglur laga um neytandalán.<br /> <br /> Neytendasamtökin telja mikilvægt að fá úr því skorið hvort A og dótturfyrirtæki hafi greitt álagðar stjórnvaldssektir og dagsektir svo hægt sé að meta hvort refsing í formi sekta sé raunhæft úrræði þegar kemur að ólögmætri starfsemi smálánafyrirtækja. Ákvarðanir um álagningu stjórnvaldssekta séu opinberar upplýsingar. Í ákvörðunum Neytendastofu sé fyrirtækið nafngreint og upphæð sekta tilgreind. Það sé því að mati samtakanna ekki haldbær rökstuðningar að upplýsingar um greiðslu sekta séu svo viðkvæmar að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna eins og segi í svari ríkisskattstjóra. <br /> <br /> Fram kemur í kæru að fyrirtæki sem stundi smálánastarfsemi séu ekki leyfisskyld og sæti því ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Sektir séu því eina úrræði opinberra eftirlitsaðila fari fyrirtæki ekki að lögum. Að mati Neytendasamtakanna séu ríkir almannahagsmunir fólgnir í því að fá aðgang að umbeðnum upplýsingum til þess að geta metið hvort beiting sekta sé raunhæft úrræði þegar um sé að ræða ólögmæta fjármálastarfsemi á neytendamarkaði. Um sé að ræða fyrirtæki sem gerst hafi brotlegt við lög, valdið neytendum fjárhagsskaða og ekki farið eftir ákvörðunum eftirlitsstjórnvalds. Hafi fyrirtækið komist hjá því að greiða umræddar stjórnvaldssektir sé mjög mikilvægt að þær upplýsingar verði gerðar opinberar. Einungis þannig sé hægt að meta hvort sekt vegna brota á lögum um neytendalán tryggi nægilega neytendavernd.<br /> <br /> Í kæru segir einnig að það sé eðlileg krafa almennings að fá vitneskju um það hvort stjórnvöld sinni hlutverki sínu og innheimti sektir sem lagðar hafa verið á fyrirtæki sem gerast brotleg við lög eða láti slíkt hjá líða. Slíkar upplýsingar séu hluti af eðlilegu aðhaldi almennings, fjölmiðla og að ekki sé talað um félagasamtaka sem gæti hagsmuna neytenda, gagnvart opinberum stofnunum. Að mati samtakanna eigi takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga ekki við um aðgang að umbeðnum gögnum. Umbeðnar upplýsingar séu ekki þess eðlis að takmarka eigi aðgang að þeim eins og um væri að ræða upplýsingar um mikilvæga virka efnahags- og viðskiptahagsmuni þar sem umrætt fyrirtæki virðist ekki hafa verið í virkri smálánastarfsemi á Íslandi síðan árið 2017. Þá telja samtökin sérstakar þagnarskyldureglur samkvæmt lögum um tekju- og virðisaukaskatt ekki eiga við um umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Að lokum fara Neytendasamtökin fram á að þeim verði veittar upplýsingar er sýna hvort <br /> A eða dótturfyrirtæki hafi greitt álagðar stjórnvaldssektir í heild eða að hluta auk upplýsinga um fjölda daga er dagsektir voru lagðar á, hver heildarfjárhæð dagsekta hafi verið og hvort þær hafi verið greiddar í heild eða að hluta. Einnig að upplýst verði hversu há útistandandi krafa ríkisins sé gagnvart A, sé hún til staðar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 31. janúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkisskattstjóra, dags. 14. febrúar 2020, kemur fram að upplýsingarnar sem óskað sé aðgangs að varði mögulega skuldastöðu í tilteknum gjaldflokki hjá þriðja aðila og hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart honum og árangur þeirra. Telja verði að þetta séu upplýsingar sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari og varði m.a. efnahag gjaldanda eða séu nátengdar honum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, eins og hún verði skýrð með hliðsjón af sérstökum þagnarskyldureglum 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, og 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988. Beiðni um aðgang að gögnum hafi borist áður en lög um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019, tóku gildi og hafi beiðninni því verið svarað á grundvelli þeirra laga sem giltu þegar erindið barst. <br /> <br /> Í umsögninni segir jafnframt að kröfur sem fram komi í kæru séu ekki orðaðar með sambærilegum hætti og þær kröfur sem fram hafi komið í beiðni kæranda, dags. 26. nóvember 2019. Umsögn ríkisskattstjóra taki mið af upphaflegum kröfum kæranda. Í kröfum sem settar séu fram í kæru sé t.d. óskað eftir að veittar verði upplýsingar um fjölda daga er dagsektir voru lagðar á og hver heildarfjárhæð dagsekta hafi verið en slík krafa hafi ekki verið sett fram í upphaflegri beiðni. <br /> <br /> Einnig kemur fram að þó svo að fyrirtækið sé nafngreint í ákvörðun Neytendastofu og upphæð sekta tilgreind þýði það ekki að sama gildi um birtingu upplýsinga um hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart einstaka gjaldendum eða árangur þeirra, enda séu innheimtumenn ríkissjóðs bundnir ríkri þagnarskyldu að viðlagðri refsiábyrgð og engin heimild sé í lögum til að afhenda almenningi þessar upplýsingar. Almenningur eigi lögum samkvæmt ekki rétt á að fá upplýsingar um innheimtuaðgerðir, innheimtuárangur eða skuldastöðu hjá einstaka gjaldendum. Í þessu sambandi sé bent á að þrátt fyrir skyldu ríkisskattstjóra til að leggja fram og hafa til sýnis álagningar- og skattskrá á grundvelli 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, þar sem tilgreindir séu þeir skattar sem á hvern gjaldanda hafi verið lagðir, þá sé ekki sambærileg skylda til að upplýsa um skuldastöðu gjaldenda og falli þær upplýsingar undir þagnarskyldu 117. gr. laga nr. 90/2003. Í ákvæði 98. gr. laga nr. 90/2003, felist undantekning frá þeirri grunnreglu 117. gr. laga nr. 90/2003, að á skattyfirvöldum hvíli þagnarskylda um tekjur og efnahag skattaðila. Engin sambærileg skylda hvíli á ríkisskattstjóra eða öðrum innheimtumönnum ríkissjóðs til að birta niðurstöðu um innheimtu skatta, gjalda eða sekta hjá einstaka gjaldendum. Þá sé engin sambærileg undantekningarregla sem aflétti þeirri ríku þagnarskyldu sem hvíli á innheimtumönnum ríkissjóðs, sbr. 20. gr. laga nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, 117. gr. laga nr. 90/2003 eða 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988. Af framangreindu megi ráða að gerður sé munur á álagningu skatts eða eftir atvikum stjórnvaldssektar og innheimtu þegar komi að upplýsingarétti almennings.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri telur að fullyrðing kæranda, um að 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við þar sem A virðist ekki hafa verið í virkri starfsemi á Íslandi síðan árið 2017, hafi ekki þýðingu þar sem hagsmunirnir séu virkir enda sé lögaðilinn enn til með þeim réttindum og skyldum sem því fylgi. Þá sé það ekki eðlileg krafa að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um greiðslu skatta, gjalda eða sekta einstakra gjaldenda eða aðgang að upplýsingum um mögulegar innheimtuaðgerðir sem beint hafi verið að einstaka gjaldendum enda engin slík heimild í lögum og upplýsingarnar varði tekjur og efnahag gjaldenda. Hagsmunir gjaldenda af því að trúnaður ríki um þessar upplýsingar séu ríkari en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þessum upplýsingum. Lögum samkvæmt fari ákveðnir aðilar með eftirlitshlutverk gagnvart innheimtumönnum ríkissjóðs og gæti þess að innheimtumenn sinni hlutverki sínu og innheimtumönnum sé þannig veitt aðhald. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fari t.d. með eftirlitshlutverk gagnvart ríkisskattstjóra í innheimtumálum sem æðra stjórnvald á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna. Þá hafi Ríkisendurskoðun eftirlit með innheimtu, sbr. i-lið 1. mgr. 4. gr. og 6. gr. a laga nr. 46/2016, um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri vekur athygli á því að erindi kæranda barst innheimtumanni áður en lög nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda tóku gildi þann 30. desember 2019. Lögin<br /> gildi um mál sem kærð séu til æðra stjórnvalds eftir gildistöku laganna, sbr. 2. mgr. 21. gr. laganna og gildi lögin því um erindi þetta sem kært var til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 30. janúar 2020. Um starfsemi innheimtumanna ríkissjóðs gildi sérstök þagnarskylda í 20. gr. laganna en þar sé mælt fyrir um að innheimtumanni ríkissjóðs sé óheimilt, að viðlagðri ábyrgð samkvæmt XIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, um brot í opinberu starfi, að skýra frá því sem hann kemst að í starfi sínu og leynt eigi að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag gjaldenda. Gögnin sem óskað sé eftir falli undir sérstaka þagnarskyldureglu 20. gr. laga nr. 150/2019. Þau hafi að geyma upplýsingar um mögulega skuldastöðu í tilteknum gjaldflokki hjá þriðja aðila og hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart honum og árangur þeirra en telja verði að þetta séu upplýsingar sem leynt eigi að fara og varði m.a. efnahag gjaldanda eða séu nátengdar honum. Samkvæmt 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga takmarki almenn ákvæði um þagnarskyldu ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu fáist sú niðurstaða að sérstakar þagnarskyldureglur takmarki rétt almennings til aðgangs að gögnum umfram fyrirmæli upplýsingalaga. Í því felist að sérstakar þagnarskyldureglur gangi framar upplýsingalögum, þ.e. ef upplýsingar sem fram komi í tilteknu gagni falli undir sérstaka þagnarskyldureglu þá komi þegar af þeirri ástæðu ekki til skoðunar hvort ákvæði upplýsingalaga veiti rétt til aðgangs að þeim. Þar sem umbeðin gögn falli undir sérstaka þagnarskyldureglu 20. gr. laga nr. 150/2019 taki upplýsingalög ekki til þeirra.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. febrúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 27. febrúar 2020, segir að upplýsingar um innheimtu sekta séu ekki þess eðlis að eðlilegt sé að þær fari leynt í þessu tilfelli, sbr. ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Eins og fram hafi komið hafi viðkomandi fyrirtæki verið nafngreint þegar Neytendastofa lagði á það sektir og því ekki hægt að halda því fram að upplýsingar tengdar því falli undir 9. gr. laganna.<br /> <br /> Kærandi telur að það þurfi ekki að vera sérstök lagaheimild til að afhenda megi umbeðnar upplýsingar, þá eigi hvorki sérstakar þagnarskyldureglur í 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, né 20. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 159/2019, ekki að standa í vegi fyrir aðgangi að umbeðnum upplýsingum. Upplýsingarnar tengist ekki tekjum og efnahag A að mati kæranda og ættu því ekki að vera undanþegnar vegna sérstakra þagnarskylduákvæða fyrrnefndra laga. <br /> <br /> Kærandi tekur fram að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, m.a. í þeim tilgangi að styrkja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi, möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og traust almennings á stjórnsýslunni. Þegar markmið laganna sé haft í huga skjóti skökku við að eins opið hugtak og „tekjur og efnahagur“ geti hamlað upplýsingagjöf varðandi greiðslu sekta A Í svari ríkisskattstjóra komi fram að lögum samkvæmt fari ákveðnir aðilar með eftirlitshlutverk gagnvart innheimtumönnum ríkissjóðs og gæti þess að þeir sinni hlutverki sínu og því sé innheimtumönnum í raun veitt aðhald. Þrátt fyrir að í lögum sé eftirlit hjá stjórnvaldi með innheimtumönnum þá eigi það ekki að standa í vegi fyrir aðhaldi almennings að opinberum aðilum, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Ólögmæt starfsemi smálánafyrirtækja sé mikið mein fyrir þjóðfélagið og liður í því að uppræta slíka starfsemi sé að meta hvort þau úrræði sem beitt sé gagnvart þessum fyrirtækjum þjóni tilgangi sínum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 12. júní 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu A til þess að aðgangur yrði veittur að gögnunum. Félaginu var þá veittur frestur til þess að lýsa því í bréfi til nefndarinnar hvort og hvernig afhending gagnanna gæti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess. Í svari A, dags. 24. júní 2020, segir að félagið samþykki að upplýst sé um að það hafi greitt sektina að fullu og að engar dagsektir hafi fallið á starfsemina en hafnar því að veittar séu aðrar upplýsingar um málefni sín. <br /> <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum frá ríkisskattstjóra vegna stjórnvaldssekta sem Neytendastofa hefur lagt á fyrirtækið A. Í beiðni kæranda var óskað eftir eftirfarandi upplýsingum: <br /> <br /> 1. Hvort stjórnvaldssektir sem lagðar hafa verið á A hafi skilað sér í ríkiskassann í heild eða að hluta. <br /> 2. Hvort tilraun hafi verið gerð til að innheimta allar stjórnvaldsektir sem Neytendastofa hafi lagt á A.<br /> 3. Hversu mikið hafi verið innheimt af stjórnvaldssektum sem lagðar hafa verið á A.<br /> <br /> Í svari ríkisskattstjóra til kæranda kemur fram að erindið sé skilið svo að óskað sé eftir gögnum úr tekjubókhaldskerfi ríkisins, m.a. um skuldastöðu stjórnvaldssekta hjá fyrirtækinu, hreyfingayfirlitum og mögulegar innheimtuaðgerðir sem gripið hafi verið til og árangur þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerir ekki athugasemd við þá afmörkun beiðninnar. <br /> <br /> Ríkisskattstjóri byggir í fyrsta lagi á því að lög nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda, gildi um afgreiðslu upplýsingabeiðninnar en lögin tóku gildi þann 30. desember 2019, eftir að beiðnin barst ríkisskattstjóra. Þessu til stuðnings er vísað til 2. mgr. 21. gr. laganna. Ákvæðið eigi við þar sem erindið hafi verið kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 30. janúar 2020, eftir gildistöku laga nr. 150/2019. <br /> <br /> Í 1. málsl. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 150/2019 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Sé mál tekið upp að nýju eða ákvörðun kærð til æðra stjórnvalds eftir gildistöku laga þessara skal beita lögunum um þau mál upp frá því.“ <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna segir: <br /> <br /> „Í 2. mgr. ákvæðisins er kveðið á um að sé mál tekið upp að nýju eða ákvörðun kærð til æðra stjórnvalds eftir gildistöku laganna skuli beita lögunum um þau mál. Lögin taka því ekki til þeirra mála sem berast innheimtumanni ríkissjóðs fyrir gildistöku laganna, þótt þeim málum ljúki eftir gildistöku þeirra. Sé mál endurupptekið skv. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, eða ákvörðun kærð til æðra stjórnvalds skv. 5. gr. frumvarps þessa eftir gildistöku laganna skal þó meðferð þeirra mála fara upp frá því eftir ákvæðum laganna. Ákvæði þetta er samið að fyrirmynd lagaskilareglu stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 49. gr. þeirra.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að túlka verði ákvæðið með þeim hætti að átt sé við ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga nr. 150/2019 og sem kæranlegar eru til fjármála- og efnahagsráðuneytis, sbr. 5. gr. laganna. Ákvæðið nái því ekki til ákvarðana sem teknar eru á grundvelli annarra laga, svo sem upplýsingalaga nr. 140/2020. Úrskurðarnefndin fellst þar af leiðandi ekki á að leysa beri úr ágreiningnum á grundvelli þagnarskylduákvæðis 20. gr. laga nr. 150/2019. <br /> <h2>2.</h2> Ríkisskattstjóri byggir einnig á því að upplýsingarnar séu undirorpnar þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 117. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.<br /> <br /> Í 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, segir:<br /> <br /> „Á skatt- og tollyfirvöldum, starfsmönnum þeirra og erindrekum hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í starfi sínu um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Þagnarskyldan helst þó að starfsmenn þessir láti af starfi sínu.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, segir:<br /> <br /> „Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Í ákvæði 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er þagnarskyldan sérgreind með þeim hætti að hún nái til viðskipta einstakra manna og fyrirtækja. Ákvæðið verður ekki túlkað með víðtækari hætti en orðalag þess segir til um. Þar af leiðandi nær það ekki til upplýsinga um innheimtuaðgerðir innheimtumanns ríkissjóðs. <br /> <br /> Þagnarskylda 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt er sérgreind með þeim hætti að hún nær til upplýsinga um „tekjur og efnahag skattaðila“. Samkvæmt orðalagi ákvæðisins nær það því aðeins til upplýsinga sem starfsmenn ríkisskattstjóra fá vitneskju um í starfi sínu um skattaðila en ekki til upplýsinga sem starfsmenn embættisins fengu vitneskju um sem innheimtumenn ríkissjóðs á grundvelli þágildandi 1. mgr. 111. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, áður en ákvæðinu var breytt með lögum nr. 150/2019, um innheimtu opinberra skatta og gjalda. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ákvæði 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt ekki túlkað með þeim hætti að ríkisskattstjóri, sem innheimtumaður ríkissjóðs, beri sérstaka þagnarskyldu sem nær til upplýsinga um tekjur og efnahag gjaldenda. Samkvæmt framangreindu er ekki fallist á að umbeðnar upplýsingar verði felldar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.<br /> <h2>3.</h2> Ákvörðun ríkisskattstjóra byggir einnig á því að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um virka fjárhagshagsmuni fyrirtækis sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, sbr. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna. Gögnin hafi að geyma upplýsingar um mögulega skuldastöðu í tilteknum gjaldflokki hjá þriðja aðila og hvort gripið hafi verið til innheimtuaðgerða gagnvart honum og árangur þeirra en þetta séu upplýsingar sem varði m.a. efnahag gjaldanda eða séu nátengdar honum.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Í málinu er deilt um aðgang að um upplýsingum um skuldastöðu stjórnvaldssekta sem lagðar voru á einkahlutafélagið A, hreyfingayfirliti sem sýnir m.a. álagningu dagsekta sem lagðar hafa verið á félagið og upplýsingum um mögulegar innheimtuaðgerðir sem gripið hefur verið til og árangur þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að almenningur á vissulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig innheimtu stjórnvaldssekta er háttað og hvernig opinberir aðilar starfrækja lögbundið hlutverk sitt. Slíkar upplýsingar geta hins vegar varðað mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga enda geti veiting upplýsinganna valdið lögaðilanum tjóni. <br /> <br /> Í fyrsta lagi er um að ræða skjal sem sýnir skuldastöðu A við ríkissjóð vegna viðurlagaákvörðunar Neytendastofu en skjalið telur tvær blaðsíður. Að mati úrskurðarnefndarinnar geymir skjalið ekki upplýsingar er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni A sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema að litlu leyti. Er þá horft til þess að upplýsingarnar lúta að því hvort félagið hafi greitt álagðar stjórnvaldssektir sem þegar hafa verið gerðar opinberar. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um skuldastöðu félags vegna slíkrar sektar vegi þyngra en hagsmunir félagsins af því að upplýsingarnar fari leynt. Það er þó mat úrskurðarnefndarinnar að afmá beri upplýsingar sem koma fram í dálkinum „V merki“ með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í öðru lagi er um að ræða 39 blaðsíðna hreyfingayfirlit, dags. 14. febrúar 2020, sem sýnir álagningu dagsekta, innborganir og uppsafnaða stöðu skuldar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar sem þar koma fram verði ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga og eigi almenningur því rétt til aðgangs að hreyfingayfirlitinu. <br /> <br /> Í þriðja lagi er um að ræða skjöl með upplýsingum um innheimtuaðgerðir ríkisskattstjóra vegna skuldarinnar. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ríkisskattstjóra ekki óheimilt á grundvelli upplýsingalaga að veita aðgang að greiðsluáskorunum dags. 22. nóvember 2017, 23. febrúar 2018 og 19. október 2018, aðfararbeiðnum og greiðslustöðuyfirlitum gjaldanda, dags. 23. febrúar 2018, 24. apríl 2018, 16. janúar 2019 og 8. ágúst 2019, greiðsluyfirliti gjaldanda, dags. 26. nóvember 2019 og endurritum úr gerðarbók, dags. 3. júlí 2018, 9. júlí 2018 og 10. september 2019. Hins vegar er það mat úrskurðarnefndarinnar að önnur skjöl um mögulegar innheimtuaðgerðir geymi upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni A sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, svo lengi sem félagið hefur ekki verið afskráð eða því verið slitið. Þar af leiðandi er það mat nefndarinnar að ríkisskattstjóra sé óheimilt að veita almenningi aðgang að þeim skjölum. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu ber ríkisskattstjóra að veita kæranda aðgang að upplýsingum um skuldastöðu A við ríkissjóð vegna stjórnvaldssekta sem Neytendastofa hafi lagt á félagið, eins og nánar greinir í úrskurðarorðum. Hins vegar er ríkisskattstjóra óheimilt að veita Neytendastofu aðgang að öðrum gögnum sem embættið afhenti úrskurðarnefndinni og varða fjárhagsmálefni félagsins. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ríkisskattstjóra ber að veita kæranda, Neytendasamtökunum, aðgang að skjali, dags. 14. febrúar 2020, sem sýnir skuldastöðu A við ríkissjóð vegna viðurlagaákvörðunar Neytendastofu. Þó ber ríkisskattstjóra að afmá upplýsingar sem koma fram í dálkinum „V merki“. <br /> <br /> Ríkisskattstjóra ber að veita kæranda, Neytendasamtökunum, aðgang að hreyfingayfirliti, dags. 14. febrúar 2020, vegna viðurlaga Neytendastofu á A.<br /> <br /> Þá ber ríkisskattstjóra að veita kæranda aðgang að greiðsluáskorunum, dags. 22. nóvember 2017, 23. febrúar 2018 og 19. október 2018, aðfararbeiðnum og greiðslustöðuyfirlitum gjaldanda, dags. 23. febrúar 2018, 24. apríl 2018, 16. janúar 2019 og 8. ágúst 2019, greiðsluyfirliti gjaldanda, dags. 26. nóvember 2019, ásamt endurritum úr gerðarbók, dags. 3. júlí 2018, 9. júlí 2018 og 10. september 2019.<br /> <br /> Ákvörðun ríkisskattstjóra, dags. 7. janúar 2020, er að öðru leyti staðfest. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> <br /> |
925/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020 | Í málinu var kærð afgreiðsla Þjóðskrár Íslands á beiðni um aðgang að hljóðupptöku af símtali á milli Þjóðskrár og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sem varðaði mál kæranda. Fram kom að símtalið var ekki tekið upp, þannig lá ekki fyrir synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og var málinu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 925/2020 í máli ÚNU 20070015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 22. júlí 2020, kærði A synjun Þjóðskrár Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi til Þjóðskrár, dags. 8. júlí 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum varðandi samskipti Þjóðskrár við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna útgáfu neyðarvegabréfs fyrir son kæranda. Með erindi, dags. 17. júlí, upplýsti Þjóðskrá kæranda um að búið væri að taka saman umbeðin gögn og þau væru tilbúin til afhendingar. Samdægurs gerði kærandi athugasemd við afgreiðsluna og krafðist þess að fá aðgang að samskiptum Þjóðskrár og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, frá 23. desember 2019, einkum hljóðupptöku af símtali þeirra á milli. Í svari Þjóðskrár, dags. 21. júlí 2020, kemur fram að umrætt símtal hafi ekki verið tekið upp og þ.a.l. sé ekki hægt að afhenda upptöku af því. Þjóðská hafi til þessa ekki tekið upp innkomin símtöl. Hins vegar séu samskipti Þjóðskrár við íslenska ræðismanninn í Tælandi vegna neyðarvegabréfsútgáfunnar í gögnunum sem Þjóðskrá hafi þegar afhent kæranda. Farið er yfir málsatvik og þau gögn í málinu sem snúa að útgáfu vegabréfsins en ítrekað er að ekki séu fyrirliggjandi önnur gögn heldur en þau sem kærandi hafi þegar fengið afhent. Í kæru segir að kærandi trúi ekki að það sé ekki til hljóðupptaka af símtalinu og er þess krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamál afli umræddrar upptöku.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Þjóðskrá Íslands með bréfi, dags. 27. júlí 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. <br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár, dags. 17. ágúst 2020, er málsatvikum lýst og fram kemur að kæranda hafi verið afhent öll gögn sem varða samskipti stofnunarinnar við ræðismanninn í Tælandi en að engin hljóðupptaka sé til af umræddu símtali frá 23. desember 2019. Þá segir að Þjóðskrá Íslands sé sérstök stofnun sem heyri undir ráðherra, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 70/2018 um Þjóðskrá Íslands. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 taki lögin til allrar starfsemi stjórnvalda. Í 2. mgr. 4. gr. sömu laga komi fram að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Í 5. gr. upplýsingalaga sé kveðið á um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. Sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í 1. mgr. 14. gr. sé kveðið á um að skylt sé að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segi um 14. gr. að í öðrum tilvikum en þeim sem falli undir stjórnsýslulögin kunni einstaklingar og lögaðilar að eiga réttmæta hagsmuni umfram aðra af því að fá upplýsingar, sem varði þá sérstaklega, t.d. um mál þar sem engin stjórnvaldsákvörðun hafi verið eða verði nokkru sinni tekin. Jafnframt sé tekið fram að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra.<br /> <br /> Þá kemur fram að kærandi sé faðir og forsjáraðili handhafa neyðarvegabréfsins. Í ljósi þeirra tengsla hafi kærandi verið talinn eiga rétt á þeim gögnum máls er varði útgáfu vegabréfsins og séu í vörslu Þjóðskrár. Stofnunin hafi orðið við beiðni kæranda um afhendingu umræddra gagna og þau hafi verið sótt af kæranda þann 17. júlí 2020. Af kæru megi ráða að kærandi sé ósáttur við að ekki sé að finna hljóðupptöku samtals milli starfsmanns Þjóðskrár og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þann 23. desember 2019. Í tölvupóstsamskiptum, dags. 21. júlí 2020, hafi Þjóðskrá upplýst kæranda um að umrætt símtal hafi ekki verið tekið upp og þ.a.l. ekki hægt að afhenda upptöku af því. Jafnframt hafi kærandi verið upplýstur um að stofnunin hafi til þessa ekki tekið upp innkomin símtöl.<br /> <br /> Þá segir að samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga takmarkist afhending upplýsinga um aðila sjálfan af gögnum sem séu fyrirliggjandi. Í athugasemdum um 5. gr. í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 sé að finna nánari útskýringar á hugtakinu fyrirliggjandi gögn. Þar segi m.a. að gagn teljist vera fyrirliggjandi ef það sé til þegar beiðni um það komi fram. Með vísan til ofangreinds sé umrædd hljóðupptaka ekki fyrirliggjandi þar sem stofnunin hljóðriti engin símtöl. Því sé ekki hægt að verða við beiðni kæranda hvað hljóðupptökuna varði.<br /> <br /> Í umsögninni kemur jafnframt fram að stofnuninni hafi fyrst borist formleg beiðni um afgreiðslu á neyðarvegabréfi fyrir son kæranda í janúar 2020. Þann 23. desember 2019 hafi aðeins verið um að ræða fyrirspurn um almennt verklag þegar óska þurfi eftir neyðarvegabréfi fyrir börn. Fyrirspurn borgaraþjónustunnar hafi því komið inn á borð Þjóðskrár ótengd tilteknu máli eða tilteknum nafngreindum aðilum. Stofnunin telji ekki þörf á að skrá sérstaklega niður slíkar fyrirspurnir annarra stjórnvalda, sbr. 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Þá hafi samskiptin ekki verið þess eðlis að tilefni hafi verið að stofna mál hjá stofnuninni eða að aðhafast á annan hátt, t.a.m. útbúa minnisblað, sbr. 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Kærandi haldi því fram að afhent gögn hafi ekki innihaldið samskipti við íslenska ræðismanninn í Taílandi en Þjóðskrá Íslands mótmæli þeirri staðhæfingu kæranda. Í umræddum gögnum sé hægt að rekja samskipti Þjóðskrár, kæranda, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytis og ræðismanns frá þeim tímapunkti sem kærandi sendi Þjóðskrá fyrst formlega beiðni um útgáfu neyðarvegabréfs. <br /> <br /> Að mati Þjóðskrár hafði stofnunin þegar orðið við beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslu stofnunarinnar varðandi útgáfu neyðarvegabréfs sonar hans. Hljóðupptaka sem kærandi krafðist væri ekki til og því ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Öll samskipti við ræðismanninn í Taílandi hefðu þegar verið afhent og væru í vörslum kæranda. Þjóðskrá vísaði til gagna málsins sem fylgdu með umsögninni. <br /> <br /> Umsögn Þjóðskrár var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. ágúst 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Kærandi mótmælti bréfi Þjóðskrár og taldi að upplýsingar um kennitölu og nöfn kæranda og sonar hans hefðu komið fram í viðtali á milli borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og Þjóðskrár þann 23. desember 2019. Þjóðskrá hefði sagt að stofnunin hefði haft heimild til þess að synja syni kæranda um neyðarvegabréf. Þjóðskrá neiti að hljóðupptaka sé til af samtalinu en kærandi telji það rangt. Þjóðskrá neiti að hafa brotið lög og gert sig skaðabótaskylda gagnvart kæranda. Að lokum krefst kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál athugi frekar hvernig hljóðupptökum sé háttað og afhendi kæranda viðkomandi hljóðupptöku í samræmi við lög.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Þjóðskrár Íslands á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða útgáfu á neyðarvegabréfi fyrir son hans, einkum upptöku af símtali á milli Þjóðskrár og borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins frá 23. desember 2019. <br /> <br /> Samkvæmt 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber stjórnvöldum, við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn máls og er ekki að finna í öðrum gögnum þess. Sama á við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum málsins. Samkvæmt 2. mgr. 27. gr. skulu stjórnvöld að öðru leyti gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Úrskurðarnefndin áréttar að stjórnvöldum er ekki skylt að skrá og varðveita upplýsingar um öll símtöl sem þeim berast heldur fer það eftir atvikum, s.s. hvort efni símtalsins varði tiltekið stjórnsýslumál og hvort þar komi fram upplýsingar sem hafi þýðingu fyrir úrlausn málsins eða teljist að öðru leyti mikilvægar. Sömuleiðis er engin almenn regla um að símtöl skuli hljóðrituð hjá hinu opinbera. <br /> <br /> Í svari Þjóðskrár við erindi kæranda, dags. 21. júlí 2020, og í umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 17. ágúst 2020, kemur fram að símtalið hafi ekki verið hljóðritað og að Þjóðskrá taki ekki upp innkomin símtöl. Þá taldi Þjóðskrá ekki þörf á að skrá málið sérstaklega á þeim tímapunkti sem símtalið átti sér stað enda var fyrirspurn borgaraþjónustunnar almenns eðlis og ekki tengd við ákveðið mál sem var til meðferðar hjá stofnuninni. Að lokum hefur komið fram að önnur gögn sem varða kæruefnið, þ.e. tölvupóstsamskipti Þjóðskrár við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismann Íslands í Taílandi hafi þegar verið afhent kæranda.<br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í ljósi atvika málsins og skýringa Þjóðskrár Íslands hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að umbeðin hljóðupptaka sé ekki til. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A, dags. 22. júlí 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
924/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020 | Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Ráðuneytið taldi gögnin falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að lögfræðiálitanna hefði verið aflað við athugun á því hvort dómsmál skyldi höfðað og var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 924/2020 í máli ÚNU 20070005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. júlí 2020, kærði A, blaðamaður hjá Kjarnanum, synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Með erindi til ráðuneytisins, dags. 24. júní 2020, óskaði kærandi eftir því að fá afhent lögfræðiálit sem mennta- og menningarmálaráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020. <br /> <br /> Með erindi, dags. 3. júlí 2020, synjaði mennta- og menningarmálaráðuneytið beiðni kæranda. Fram kemur að synjunin byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Að baki framangreindri undanþágu búi það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Mennta- og menningarmálaráðherra hafi aflað framangreindra lögfræðiálita vegna athugunar á því hvort dómsmál skyldi vera höfðað.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt mennta- og menningarmálaráðuneytinu með bréfi, dags. 6. júlí 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 9. júlí 2020, er vísað í bréf ráðuneytisins til kæranda, dags. 3. júlí 2020. Þá segir að umbeðin gögn innihaldi greiningu sérfróðra aðila á úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020 og lagalegri stöðu ráðherra í málinu í kjölfar niðurstöðu kærunefndarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Sambærilegt ákvæði hafi verið að finna í 2. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga. Í greinargerð með frumvarpi því er orðið hafi að upplýsingalögum, <br /> nr. 140/2012, segi um 3. tölul. 6. gr.:<br /> <br /> „Í 3. tölul. er að finna undantekningu sem er samhljóða 2. tölul. 4. gr. gildandi laga. Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins er vísað í greinargerð með frumvarpinu, þar sem segir að í 2. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga hafi verið mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Sambærilegt ákvæði sé einnig að finna í 16. gr. stjórnsýslulaga. Þá segir að tilgangur þessarar reglu sé að tryggja hinu opinbera, á sama hátt og hverjum öðrum aðila að dómsmáli, rétt til að leita ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað geti komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni samkvæmt 2. tölul. 4. gr. verði aðeins beitt um gögn sem verði til eða aflað sé gagngert í þessu skyni. Hún taki því ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað sé við meðferð stjórnsýslumála almennt. Af framangreindu sé bersýnilega ljóst að þau gögn sem kærandi óski eftir aðgangi að hafi gagngert verið aflað í tengslum við athugun á því hvort mennta- og menningarmálaráðherra myndi höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Falli umbeðin gögn því undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið fari því fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti hina kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að lögfræðiálitum sem mennta- og menningarmálaráðherra aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020.<br /> <br /> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að lögfræðiálitunum byggir á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt undanþáguákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:<br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér gögn málsins en um er að ræða tvær lögfræðilegar álitsgerðir, dags. 3. og 8. júní 2020. Af álitsgerðunum sést skýrlega að ráðuneytið aflaði þeirra í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála frá 27. maí 2020 í máli nr. 6/2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðherra var talinn hafa brotið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008 um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna við skipun í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í lögfræðiálitunum er fjallað um meinta annmarka á úrskurði kærunefndarinnar en fyrir liggur að höfðað hefur verið dómsmál til ógildingar úrskurðarins. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að ekki leiki vafi á því að heimilt sé að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga Verður þá að leggja áherslu á að ekki verður annað ráðið af efni þessara lögfræðiálita en að þeirra hafi verið gagngert aflað við athugun á hugsanlegri málshöfðun til ógildingar á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Úrskurðarnefndin tekur fram að jafnvel þótt almenningur kunni að hafa hagsmuni af því að geta kynnt sér slík gögn, og kærandi gegni því hlutverki sem starfsmaður fjölmiðils að miðla upplýsingum um opinber málefni, hefur löggjafinn við setningu upplýsingalaga tekið skýra afstöðu til þess að slík gögn skuli vera undanþegin upplýsingarétti almennings. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 3. júlí 2020, um að synja beiðni A, blaðamanns hjá Kjarnanum, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
923/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020 | Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Ráðuneytið taldi gögnin falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Úrskurðarnefndin taldi ljóst að lögfræðiálitanna hefði verið aflað við athugun á því hvort dómsmál skyldi höfðað og var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 923/2020 í máli ÚNU 20070003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. júlí 2020, kærði A, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Með erindi til ráðuneytisins, dags. 24. júní 2020, óskaði kærandi eftir því að fá afhent lögfræðiálit sem mennta- og menningarmálaráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020. <br /> <br /> Með erindi, dags. 3. júlí 2020, synjaði mennta- og menningarmálaráðuneytið beiðni kæranda. Fram kemur að synjunin byggist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Að baki framangreindri undanþágu búi það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Mennta- og menningarmálaráðherra hafi aflað framangreindra lögfræðiálita vegna athugunar á því hvort dómsmál skyldi vera höfðað.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt mennta- og menningarmálaráðuneytinu með bréfi, dags. 6. júlí 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 9. júlí 2020, er vísað í bréf ráðuneytisins til kæranda, dags. 3. júlí 2020. Þá segir að umbeðin gögn innihaldi greiningu sérfróðra aðila á úrskurði kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020 og lagalegri stöðu ráðherra í málinu í kjölfar niðurstöðu kærunefndarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Sambærilegt ákvæði hafi verið að finna í 2. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga. Í greinargerð með frumvarpi því er orðið hafi að upplýsingalögum, <br /> nr. 140/2012, segi um 3. tölul. 6. gr.:<br /> <br /> „Í 3. tölul. er að finna undantekningu sem er samhljóða 2. tölul. 4. gr. gildandi laga. Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins er vísað í greinargerð með frumvarpinu, þar sem segir að í 2. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga hafi verið mælt fyrir um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Sambærilegt ákvæði sé einnig að finna í 16. gr. stjórnsýslulaga. Þá segir að tilgangur þessarar reglu sé að tryggja hinu opinbera, á sama hátt og hverjum öðrum aðila að dómsmáli, rétt til að leita ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað geti komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni samkvæmt 2. tölul. 4. gr. verði aðeins beitt um gögn sem verði til eða aflað sé gagngert í þessu skyni. Hún taki því ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað sé við meðferð stjórnsýslumála almennt. Af framangreindu sé bersýnilega ljóst að þau gögn sem kærandi óski eftir aðgangi að hafi gagngert verið aflað í tengslum við athugun á því hvort mennta- og menningarmálaráðherra myndi höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Falli umbeðin gögn því undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið fari því fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti hina kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. júlí 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að lögfræðiálitum sem mennta- og menningarmálaráðherra aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020.<br /> <br /> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að lögfræðiálitunum byggir á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt undanþáguákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:<br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér gögn málsins en um er að ræða tvær lögfræðilegar álitsgerðir, dags. 3. og 8. júní 2020. Af álitsgerðunum sést skýrlega að ráðuneytið aflaði þeirra í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála frá 27. maí 2020 í máli nr. 6/2020 þar sem mennta- og menningarmálaráðherra var talinn hafa brotið gegn ákvæðum laga nr. 10/2008 um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna við skipun í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í lögfræðiálitunum er fjallað um meinta annmarka á úrskurði kærunefndarinnar en fyrir liggur að höfðað hefur verið dómsmál til ógildingar úrskurðarins. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu að ekki leiki vafi á því að heimilt sé að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður þá að leggja áherslu á að ekki verður annað ráðið af efni þessara lögfræðiálita en að þeirra hafi verið gagngert aflað við athugun á hugsanlegri málshöfðun til ógildingar á úrskurði kærunefndar jafnréttismála. Úrskurðarnefndin tekur fram að jafnvel þótt almenningur kunni að hafa hagsmuni af því að geta kynnt sér slík gögn, og kærandi gegni því hlutverki sem starfsmaður fjölmiðils að miðla upplýsingum um opinber málefni, hefur löggjafinn við setningu upplýsingalaga tekið skýra afstöðu til þess að slík gögn skuli vera undanþegin upplýsingarétti almennings. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 3. júlí 2020, um að synja beiðni A, fréttamans hjá Ríkisútvarpinu, um aðgang að lögfræðiálitum sem ráðuneytið aflaði í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 6/2020.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
922/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020 | Í málinu var kærð afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í máli sem varðaði hana sjálfa. Ráðuneytið afhenti kæranda umbeðin gögn að undanskildum þremur fylgiskjölum sem ráðuneytið taldi háð sérstakri þagnarskyldu, enda væri um að ræða verklagsreglur og vinnureglur Tollstjóra sem trúnaður ríkti um samkvæmt 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Auk þess væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi gögnin vafalaust falla undir sérstakt þagnarskylduákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga og staðfesti því synjun ráðuneytisins. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 922/2020 í máli ÚNU 20040015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. apríl 2020, kærði A synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi til ráðuneytisins, dags. 22. mars 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum um sjálfa sig, meðal annars tölvupóstum og öðru sem unnið hefði verið með. Ráðuneytið svaraði beiðni kæranda þann 27. apríl 2020 og afhenti henni gögn sem skráð höfðu verið í gagnasafn ráðuneytisins og vörðuðu hana sjálfa. Í svarinu var tekið fram að í gögnunum væri að finna bréf frá Tollstjóra til ráðuneytisins, dags. 29. mars 2016, sem innihéldi viðhengi sem varðaði verklagsreglur og vinnulýsingu Tollstjóra, og að þau gögn væru ýmist merkt sem trúnaðarstig A, B eða C. Ráðuneytið teldi ekki unnt að afhenda kæranda upplýsingar á trúnaðarstigi B og C og var henni því synjað um þann hluta gagnanna.<br /> <br /> Í kæru segir að í þeim gögnum sem ráðuneytið hafi afhent kæranda vanti verklagsreglur um meðhöndlun frávika á þjónustu. Þær upplýsingar falli ekki undir trúnaðarstig B og C, samkvæmt svari tiltekins starfsmanns Tollstjóra til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hafi trúnaðarstigi verið breytt frá því að gögn bárust sé sú ákvörðun ekki afturvirk og séu umræddar verklagsreglur því enn á trúnaðarstigi A og aðgangur að gögnunum sé öllum heimill og þau megi birta. Hvað varði verklagsreglur um tollaeftirlitsaðgerð, sem falli undir trúnaðarstig B og séu aðgengilegar starfsfólki Tollsins, yfir 200 manns, óski kærandi eftir að fá afhent afrit sem barst ráðuneytinu og varði hana sjálfa. Kærandi segir það hafa komið fram að vegna atviks, sem hún hafi orðið fyrir árið 2014, hafi verið bætt inn í verklagsreglur tollsins meðalhófsreglunni sem lögfest sé með stjórnsýslulögum. Þær upplýsingar sem fram geti komið í fyrrnefndum verklagsreglum muni ekki ógna þjóðaröryggi eða koma upp um leynilegt tollaeftirlit og því vegi hagsmunir kæranda þyngra.<br /> <br /> Kærandi óskar eftir að fjármála- og efnahagsráðuneytið geri grein fyrir því hvort óskað hafi verið eftir áliti Tollstjóra varðandi afhendingu gagna eða annarra samskipta. Kærandi kveðst hafa leitað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá upphafi máls án úrlausnar vegna tafa og hunsunar stjórnsýslunnar og þekkingarleysis á aðstæðum hennar. Þegar kærandi hafi reynt að fá það staðfest að hún hafi áður leitað til fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi ekki fundist upplýsingar um hana eða að veittar hafi verið rangar upplýsingar. Það hafi verið kallað „misskilningur.“ Kærandi tekur fram að þegar einstaklingur leiti til æðra stjórnvalds sé þörf fyrir sanngirni og réttláta málsmeðferð. Þó að ágallar hafi verið í upphafi máls, ekki sé viðhöfð formleg skráning í málaskrá eða eitthvað skráð sem sé óheppilegt, þá hverfi ekki staðreyndir og því síður þörfin fyrir réttlæti. Því óski kærandi eftir að fjármála- og efnahagsráðuneytið skoði betur hvort ekki sé hægt að finna gögn sem staðfesti frá hvaða tíma kærandi hafi leitað þangað eða að kærandi fái staðfest að slík gögn hafi verið til. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármala- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 29. apríl 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 14. maí 2020, segir að ráðuneytið hafi afhent kæranda upplýsingar um hana sjálfa sem skráðar voru hjá ráðuneytinu en í gögnunum hafi meðal annars verið að finna bréf frá Tollstjóra til ráðuneytisins, dags. 29. mars 2016, sem innihélt viðhengi sem varðaði verklagsreglur og vinnulýsingu Tollstjóra, gögn sem ýmist hafi verið merkt trúnaðarstigi A, B eða C. Gögn á trúnaðarstigi B og C hafi ekki verið afhend kæranda. Í gögnunum sjálfum komi fram að aðgangur að gögnum á trúnaðarstigi A sé öllum heimill og jafnframt megi birta slík gögn á ytri vef Tollstjóra. Þá komi fram að aðgangur að gögnum á trúnaðarstigi B takmarkist við starfsfólk Tollstjóra og aðgangur að gögnum á trúnaðarstigi C takmarkist við skilgreinda starfsemi Tollstjóra. Í umsögninni segir jafnframt að efnisatriði gagnanna séu þríþætt, í fyrsta lagi sé um að ræða verklagsreglur um tolleftirlitsaðgerð, merkt sem trúnaðarstig B, í öðru lagi verklagsreglur um meðhöndlun frábrigða í þjónustu, merkt sem trúnaðarstig B, og í þriðja lagi vinnulýsingu varðandi leit í flutningsbúnaði, merkt sem trúnaðarstig C. Að höfðu samráði ráðuneytisins og tollyfirvalda sé það mat beggja aðila að óeðlilegt sé að verklagsreglur og vinnulýsingar tollgæslunnar séu á vitorði almennings.<br /> <br /> Í umsögninni segir að um umrædd gögn ríki sérstök þagnarskylda á grundvelli 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Umrætt ákvæði tollalaga er svohljóðandi: <br /> <br /> „Starfsmenn tollyfirvalda eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig tekur þagnarskylda til upplýsinga er varða starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum tollyfirvalda eða eðli máls“<br /> <br /> Þá fjallar ráðuneytið um 2. málsl. 3, mgr. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verði að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um sé að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fari það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segi í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum. Ráðuneytið telji að líta beri á tilvitnað ákvæði í 1. mgr. 188. gr. tollalaga sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varði upplýsingar um starfshætti Tollstjóra, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og aðrar upplýsinga sem leynt skuli fara samkvæmt starfsreglum Tollstjóra eða eðli máls. Að öðru leyti vísi ráðuneytið til fyrri úrskurða nefndarinnar þessu tengdu og þá sérstaklega úrskurðar nr. 623/2016 frá 7. júní 2016. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins segir einnig að þau gögn sem kærandi óski eftir séu undanþegin aðgangi almennings, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en þar sé tekið fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sé meðal annars eftirfarandi tekið fram varðandi 1. tölul. 10. gr. laganna:<br /> <br /> „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. […] Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt.“<br /> <br /> Ráðuneytið telji að fella megi skipulag tollgæslunnar undir framangreinda upptalningu, sem ekki sé tæmandi, enda verði að teljast mikilvægt að upplýsingar um verklag og vinnulýsingu varðandi tollgæslu sé ekki á almanna vitorði. Þá telji ráðuneytið enn fremur að takmarka eigi aðgang kæranda að umræddum gögnum á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en þar sé tekið fram að heimilt sé að takmarka aðgang að upplýsingum ef um sé að ræða fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almanna vitorði. Í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sé meðal annars eftirfarandi tekið fram varðandi 5. tölul. 10. gr. laganna:<br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum ú vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis.“<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. maí 2020, og henni veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. maí og 2. júní 2020, segir að málið snúist ekki um þjóðaröryggi. Kærandi spyr hvort ekkert hafi komið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem geti betur skýrt að kærandi hafi komið þangað áður en málið hafi verið tekið til skoðunar og vísar þar í það sem kallað hafi verið „misskilningurinn.“ Þá segir kærandi að trúnaðarstig geti ekki verið afturvirkt og vísar þar í kæru, dags. 28. apríl 2020.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tilheyra málum sem voru til meðferðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en málin varða kæranda sjálfan og samskipti við tollyfirvöld. Ráðuneytið afhenti kæranda umbeðin gögn að undanskildum þremur fylgiskjölum sem ráðuneytið taldi háð sérstakri þagnarskyldu, enda væri um að ræða verklagsreglur og vinnureglur Tollstjóra sem trúnaður ríkti um samkvæmt 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og X. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Ráðuneytið taldi einnig að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Gögnin sem kæranda var synjað um voru fylgiskjöl með tölvupóstsamskiptum ráðuneytisins og tollyfirvalda.<br /> <br /> Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum, sbr. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum nr. 682/2017 og 910/2020. Samsvarandi skýringar var og að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Í máli þessu reynir á hvort þau gögn sem kæranda var synjað um að aðgang að verði felld undir ákvæði 1. mgr. 188. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og hvort ákvæðið feli í sér sérstakt þagnarskylduákvæði sem geti girt fyrir afhendingu upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 188. gr. tollalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Starfsmenn tollyfirvalda eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig tekur þagnarskylda til upplýsinga er varða starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum tollyfirvalda eða eðli máls.“<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál felur ákvæðið í sér sérstaka þagnarskyldureglu hvað varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskju sem ráða megi af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig gildi sérstök þagnarskylda um upplýsingar sem varði starfshætti tollyfirvalda, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umrædd gögn en um er að ræða verklagsreglur um tolleftirlitsaðgerð, merktar trúnaðarstigi B, útgefnar 26. janúar 2016, verklagsreglur um meðhöndlun frábrigða í þjónustu, merktar trúnaðarstigi B, útgefnar 19. mars 2015, og vinnulýsingu um leit í flutningsbúnaði, merkta trúnaðarstigi C, útgefna 18. september 2015. Ljóst er að gögnin varða starfshætti tollyfirvalda þar sem þau innihalda nákvæmar lýsingar á verklagi tollyfirvalda. Úrskurðarnefndin telur því engan vafa á því að gögnin séu undirorpin þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 188. gr. tollalaga. Verður því synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins staðfest.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 27. apríl 2020, á beiðni A að því er varðar Verklagsreglur og vinnulýsingar Tollstjóra sem eru merkt trúnaðarstigi B og C.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
921/2020. Úrskurður frá 28. ágúst 2020 | Deilt var um afgreiðslu Landsnets á beiðni um aðgang að gögnum varðandi undirbúning og samráðsferli fyrirhugaðrar lagningar jarðstrengs. Landsnet vísaði kæranda á þau gögn sem þegar höfðu verið gerð aðgengileg en synjaði honum um tvö minnisblöð sem það taldi til vinnugagna, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin féllst á það með Landsneti að umbeðin gögn væru vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin upplýsingarétti. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. ágúst 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 921/2020 í máli ÚNU 20040002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með bréfi, dags. 31. mars 2020, kærði A synjun Landsnets hf. á beiðni um aðgang að tilteknum gögnum sem varða verkefnið „Blanda – Akureyri“ og varða tæknilega og kostnaðarlega þætti jarðstrengs. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 24. mars 2020, óskaði kærandi eftir aðgangi að þeim gögnum sem vísað var til í svari Landsnets hf. á heimasíðu fyrirtækisins við spurningunni „Er hægt að setja Blöndulínu 3 alla í jörð?“ undir liðnum „Spurt og svarað“ sem tengjast samráðsferli og undirbúningi fyrirtækisins vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Blöndulínu 3. <br /> <br /> Í svarbréfi Landsnets hf. í tilefni af gagnabeiðni kæranda, dags. 25. mars 2020, kom fram að ekki væri vísað til gagna í umræddum svörum á heimasíðu Landsnets hf. að öðru leyti en því að vísað væri almennt til greininga Landsnets hf. sem og annarra. Greiningar Landsnets hf. teldust vinnugögn og þær væru því undanþegnar upplýsingarétti almennings, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í bréfinu var kærandi hins vegar upplýstur um að umrædd svör hefðu verið unnin upp úr nánar tilgreindum upplýsingum og gögnum, auk þess sem leiðbeint hefði verið um vefsíður þar sem þær væri að finna. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 3. apríl 2020, var kæran kynnt Landsneti hf. og fyrirtækinu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að, með tölvubréfi, dags. 21. apríl 2020.<br /> <br /> Umsögn Landsnets hf. og umbeðin gögn bárust með bréfum, dags. 20. apríl 2020 og 5. maí 2020. Í umsögninni kemur fram að umræddur texti á heimasíðu fyrirtækisins sem gagnabeiðnin laut að hafi verið unnin upp úr upplýsingum úr gögnum sem aðgengileg séu almenningi á ýmsum vefsíðum. Kæranda hefði verið bent á hvar finna mætti þau gögn sem lágu til grundvallar umræddum upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins. Í því sambandi hefði verið bent á skýrslu Landsnets hf. um jarðstrengslagnir og skýrslu sem bæri heitið „Jarðstrengir í flutningskerfi raforku“ sem unnin hefði verið árið 2019 fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sem væru hvor tveggja opinber gögn og aðgengileg öllum. Hins vegar hefði ekki verið fallist á að veita aðgang að greiningum Landsnets hf. þar sem um væri að ræða vinnugögn, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í því sambandi var bent á að um væri að ræða greiningar starfsmanna Landsnets hf. sem unnar hefðu verið í tengslum við þá málsmeðferð og samráð sem fyrirtækið áformaði á grundvelli laga nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, vegna fyrirhugaðrar Blöndulínu 3. Þá kom fram að upplýsingar úr slíkum greiningum gætu verið grundvöllur upplýsingagjafar í umhverfismati framkvæmdar og í gegnum það ferli gæti almenningur fengið aðgang að upplýsingum sem í þeim fælust.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 21. apríl 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Landsnets hf. Í bréfi frá kæranda, dags. 23. apríl 2020, er þeirri afstöðu lýst að svör Landsnets við beiðni kæranda um gögn hafi verið ófullnægjandi varðandi fyrirspurn hans er laut að mati á kostnaði við jafnstraumsjarðstrengi. Þá eru gerðar athugasemdir við að ekki hafi verið vísað til þess hvar þær sérfræðiskýrslur væri að finna sem vísað var til vegna liðar 3 og 4 í fyrirspurn kæranda. Í umsögninni er því mótmælt að umrædd greining og minnisblað teljist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í tengslum við verkefnið „Blanda – Akureyri“. Nánar tiltekið lýtur beiðnin að þeim gögnum eða upplýsingum sem liggja til grundvallar upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins undir liðnum „Spurt og svarað“. Samkvæmt umsögn og svari til kæranda Landsnets hf. var kæranda bent á að í umræddum svörum væri ekki vísað til gagna að öðru leyti en því að vísað væri almennt til greininga Landsnets sem teldust vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti almennings. Hvað önnur gögn snertir var kæranda bent á að umrædd svör væru unnin upp úr nánar tilgreindum gögnum auk þess sem vísað var til þeirra vefsíðna þar sem þau væri að finna. Úrskurðarnefndin telur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Landsnets.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur metið efni þeirra gagna sem Landsnet afhenti nefndinni og telur þau að mestu geyma upplýsingar sem lúta að ráðstöfunum í tengslum við skipulags- og framkvæmdaáætlanir sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á afmarkaða þætti umhverfisins, sbr. 3. tölul. 29. gr. upplýsingalaga. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 30. gr. laganna en þar segir að um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál fari samkvæmt ákvæðum II.-V. kafla, sbr. þó 31. gr. laganna. Við úrlausn málsins er enn fremur lagt til grundvallar að þótt Landsnet hf. sé rekið í mynd hlutafélags teljist það með vísan til lögbundinna verkefna félagsins engu að síður til stjórnvalda í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sjá hér meðal annars til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 15. janúar 2015 í máli nr. 854/2014. <br /> <h2>2.</h2> Úrskurðarnefndin leggur til grundvallar að deilt sé um rétt kæranda til tveggja greininga eða minnisblaða sem unnin voru af starfsmönnum Landsnets hf. Annars vegar er um að ræða minnisblað, dags. 14. janúar 2020, undir yfirskriftinni „Uppbygging á nýju meginflutningskerfi á 132 kV með tilliti til strenglagna“. Hins vegar minnisblað, dags. 31. janúar 2020, sem ber yfirskriftina „Blöndulína 3 sem jafnstraumstenging?“. Synjun Landsnets er í báðum tilvikum byggð á að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirra gagna sem Landsnet afhenti nefndinni og tengjast m.a. fyrirhuguðu mati á umhverfisáhrifum framkvæmda við Blöndulínu 3 og telur ljóst að þau hafi að geyma upplýsingar sem lúti að ráðstöfunum í tengslum við skipulags- og framkvæmdaáætlanir sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á afmarkaða þætti umhverfisins, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 29. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. <br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umrædd minnisblöð sem kæran beinist að. Annars vegar er um að ræða samantekt starfsmanns Landsnets sem hefur að geyma hugleiðingar og umfjöllun um mismunandi kosti hvað varðar flutning raforku. Hins vegar er um að ræða minnisblað sem hefur að geyma ítarlegri greiningu en ber þess einnig merki að fela í sér greiningu á ólíkum kostum í tengslum við flutning raforku. Að mati úrskurðarnefndarinnar innihalda gögnin fyrst og fremst hugleiðingar og tillögur að hugsanlegum leiðum við uppbyggingu raforkuflutningskerfis. Að mati úrskurðarnefndarinnar bera umrædd skjöl með sér að vera undirbúningsgögn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og er ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir stofnunina eða að þau stafi frá utanaðkomandi aðilum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að um vinnugögn sé að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun Landsnets hf. á beiðni kæranda um aðgang að þeim gögnunum. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Landsnets, dags. 25. mars 2020, um að synja beiðni kæranda um aðgang að tveimur minnisblöðum sem unnin voru af starfsmönnum fyrirtækisins er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
920/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020 | Staðfest var synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að einingarverðum fyrirtækja vegna kaupa Herjólfs ohf. á raforku en aðrar upplýsingar í tilboðunum höfðu verið birtar opinberlega. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júlí 2020 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 920/2020 í máli ÚNU 20020009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. febrúar 2020, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um upplýsingar.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 12. desember 2019, óskaði kærandi eftir tilboðum sem bárust í raforku til ferjunnar. Í svari Herjólfs ohf., dags. 30. janúar 2020, segir að Ríkiskaup hafi haft umsjón með framkvæmd tilboðsins en það hafi verið boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Tvö tilboð hafi borist, annað frá HS Orku og hitt frá Orkusölunni, en félagið muni ekki afhenda tilboðin. Á stjórnarfundi hafi verið tekin ákvörðun um að ganga til samninga við lægstbjóðanda, HS Orku. Í svarinu er einnig vísað í umfjöllun um málið í fundargerð félagsins sem er aðgengileg á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi ohf. með bréfi, dags. 8. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs ohf., dags. 25. júní 2020, segir að innkaupaferlið hafi farið fram í gegnum Ríkiskaup og það hafi verið opið og gegnsætt bjóðendum á innri vef stofnunarinnar. Tveir aðilar hafi gert tilboð og að ferlinu loknu hafi skýrsla Ríkiskaupa verið lögð fyrir stjórn Herjólfs ohf. Þá kemur fram að báðir aðilar hafi fengið opnunarskýrslu og verið boðið að gera athugasemdir, engar athugasemdir hafi borist og stjórn félagsins því ákveðið að taka tilboði frá lægstbjóðanda. Um sé að ræða kaup á „ótryggri orku“ sem feli í sér minna afhendingaröryggi og þar með lægra verð en á þessum markaði ríki samkeppni. Það sé mat félagsins að trúnaðarskylda ríki gagnvart þeim verðum sem fram komi í tilboðum fyrirtækjanna.<br /> <br /> Með erindi, dags. 9. júlí 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir að fá tilboðin afhent. Í svari Herjólfs til úrskurðarnefndarinnar, dags. sama dag, segir að það sé mat félagsins að upplýsingar um verð séu undaþegnar lögum um upplýsingaskyldu þar sem samkeppni ríki á raforkumarkaði. Það sé hins vegar sjálfsagt að upplýsa um útboðsferlið og ákvörðun og rök félagsins fyrir töku tilboðs. Þá afhenti Herjólfur ohf. úrskurðarnefndinni í trúnaði afrit af samskiptum félagsins við Ríkiskaup, m.a. tölvupóstsamskipti þar sem tilboðin eru kynnt fyrir Herjólfi ohf. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilboðum sem bárust í raforku fyrir Herjólf ohf. en Ríkiskaup sáu um framkvæmd innkaupanna. Synjun félagsins byggir á því að trúnaður ríki um tilboðin enda sé um samkeppnismarkað að ræða.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin áréttar að ekki verður dregin almenn ályktun um aðgang almennings að einingarverði í tilboðum útboða eða annarra tilboðsumleitana enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Í fyrri úrskurðum nefndarinnar hafa þátttakendur í útboðum og verðkönnunum verið taldir hafa átt sérstaka hagsmuni af aðgangi að tilboðum annarra tilboðsgjafa, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, enda hafi þeir ríka hagsmuni af því að geta gengið úr skugga um hvort rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum. Hefur nefndin því fallist á það að aðrir tilboðsgjafar eigi rétt til aðgangs að einingarverðum annarra tilboðsgjafa, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 836/2019 og 620/2016. Við túlkun þess að hvaða leyti ákvæði 9. gr. takmarki rétt almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum sem lúta að samningum opinberra aðila við einkafyrirtæki hefur úrskurðarnefndin einnig í ríkum mæli horft til þess hvort að í slíkum tilvikum sé um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Í því máli sem hér um ræðir liggur fyrir að kærandi var ekki á meðal tilboðsgjafa og fer því eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn en Herjólfur ohf. afhenti nefndinni tölvupóstsamskipti félagsins við Ríkiskaup, ásamt fylgiskjölum, sem varða tilboð HS Orku og Orkusölunnar eins og þau voru kynnt fyrir Herjólfi ohf. Gögnin sem Herjólfur ohf. afhenti nefndinni innihalda einingarverð, þ.e. þau verð sem fyrirtækin bjóða í raforku per kílóvattstund, og svo heildartilboðsfjárhæð hvors fyrirtækis. Þess ber að geta að tilboðin hafa verið opnuð, nöfn bjóðenda og upplýsingar um heildartilboðsfjárhæðir eru því aðgengilegar á vef Ríkiskaupa. <br /> <br /> Af gögnum málsins er ljóst að Herjólfur ohf. hefur veitt kæranda tilteknar upplýsingar um tilboðsferlið og verður því litið svo á að synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda snúi eingöngu að einingarverðunum. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir tilboðsgjafanna af því að þær upplýsingarnar fari leynt vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér efni þeirra. Við matið er m.a. horft til þess að um er að ræða upplýsingar um viðskipti lögaðila í opinberri eigu, en ekki stjórnvalds, við einkaaðila. Þá er litið til þess að kærandi var ekki þátttakandi í útboðinu og að upplýsingarnar eru nýlegar en tilkynnt var um töku tilboðs þann 21. janúar 2020. Að lokum hafa nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæðir þegar verið birtar opinberlega. Verður því synjun Herjólfs ohf. staðfest, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er synjun Herjólfs ohf., dags. 30. janúar 2020, á beiðni A um aðgang að tilboðum fyrirtækja vegna kaupa Herjólfs ohf. á raforku.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
919/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði beiðni kæranda um upplýsingar um kostnað vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins frá tilteknu tímabili, sundurliðuðum eftir málum, aftur til Akureyrarbæjar til nýrrar meðferðar en sveitarfélagið sagði umbeðin gögn ekki vera fyrirliggjandi. Úrskurðarnefndin taldi sveitarfélagið ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort tilefni væri til þess að veita kæranda aðgang að reikningum og öðrum gögnum sem kynnu að innihalda umbeðnar upplýsingar og hefði beiðnin því ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög geri kröfu um. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 919/2020 í máli ÚNU 20040018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. maí 2020, kærði A afgreiðslu Akureyrarbæjar á beiðni hans um upplýsingar. <br /> <br /> Með erindi til Akureyrarbæjar, dags. 20. febrúar 2020, óskaði kærandi eftir upplýsingum um kostnað vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins frá 1. janúar 2018 til 20. febrúar 2020, sundurliðuðum eftir málum. Beiðninni var svarað með bréfi, dags. 21. febrúar 2020, þar sem kærandi fékk upplýsingar um að samkomulag varðandi greiðslu miskabóta vegna tiltekinnar stöðuveitingar sveitarfélagsins hefði verið birt á vef Akureyrarbæjar með fundargerð bæjarráðs frá 20. febrúar 2020. Þá fékk hann afhentan dóm Landsréttar í máli Akureyrarbæjar gegn G.V. Gröfum ehf. <br /> <br /> Kærandi ítrekaði beiðnina þann 8. apríl sl. og óskaði þá sérstaklega eftir kostnaði við dómsátt Eyþings við fyrrverandi framkvæmdastjóra en Akureyrarbær er aðili að Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, og bar því hluta af kostnaði við sáttina. Erindinu var svarað þann 30. apríl 2020 en í svarinu segir að umbeðnar upplýsingar um sundurliðaðan kostnað við málaferli og dómsáttir sveitarfélagsins séu ekki tiltækar. Varðandi dómsátt við fyrrverandi framkvæmdastjóra Eyþings séu upplýsingar um kostnað vegna málsins aðgengilegar í fundargerð bæjarráðs frá 20. febrúar 2020. Meðfylgjandi svarbréfinu var skjal þar sem fram kemur hvernig kostnaði vegna dómsáttarinnar var skipt á milli aðildarsveitarfélaga Eyþings, þar á meðal hver kostnaður Akureyrarbæjar var, og var sáttin einnig send kæranda. <br /> <br /> Í svari Akureyrarbæjar til kæranda er beiðni hans að öðru leyti hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í svarbréfinu segir um rétt almennings til aðgangs að gögnum að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. Sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki sé þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. Í 3. mgr. 5. gr. segi að réttur til aðgangs að gögnum nái til allra gagna sem mál varða, þ.m.t. endurrita af bréfum sem stjórnvald eða annar aðili hefur sent, enda megi ætla að þau hafi borist viðtakanda, dagbókarfærslna sem lúti að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Sveitarfélagið hafi ekki tekið saman á tiltæku skjali upplýsingar um kostnað vegna málaferla og dómsátta og sé beiðni kæranda því hafnað.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Akureyrarbæ með bréfi, dags. 5. maí 2020, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 8. júní 2020, segir að beiðni kæranda sé um mjög víðtækar upplýsingar sem ekki liggi fyrir í einu fyrirliggjandi skjali eða skjölum. Vísað er í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem segir að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. Sveitarfélagið segir að í þessu felist að allir njóti réttar til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum, ekki skipti máli hver viðkomandi sé eða hver tilgangur viðkomandi sé með því að óska aðgangs að gögnum að því undanskildu að beiðni megi í undantekningartilvikum hafna ef sterkar vísbendingar séu um að beiðnin sé sett fram í ólögmætum tilgangi, sbr. 2. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna Upplýsingarétturinn nái samkvæmt gildandi lögum til gagna sem liggi fyrir hjá stjórnvöldum. Með gögnum sé átt við hefðbundin skrifleg skjöl, svo sem umsóknir, bréf, minnisblöð, þar á meðal minnisblöð sem rituð séu um málsatvik, fundargerðir, erindi frá öðrum stjórnvöldum o.fl. en einnig annars konar gögn, svo sem myndir, teikningar, filmur, hljóðupptökur, myndupptökur o.s.frv. Gagn teljist vera fyrirliggjandi sé það til þegar beiðni um það komi fram. Skilyrði sé að gagnið sé fyrirliggjandi hjá þeim sem fái beiðni um aðgang til afgreiðslu. Réttur til aðgangs að gögnum nái þannig aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að verða við beiðnum um að senda til tiltekins aðila öll gögn sem framvegis verði til í tengslum við meðferð tiltekins máls. Þeim sé heldur ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. Vísað er til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-129/2001, A-181/2004, A-230/2006 og A-459/2012. <br /> <br /> Í umsögninni segir jafnframt að stjórnvaldi sé ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi og ekki heldur að afhenda slík gögn nema aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varði sérstakt mál sem stjórnvald hafi tekið til meðferðar og að skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti. Í þessu felist að ekki sé hægt að biðja um aðgang að öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Í þessu máli hagi svo til að umrædd gögn liggi ekki fyrir hjá Akureyrarbæ í þeirri mynd að hægt sé að afhenda þau.<br /> <br /> Umsögn Akureyrarbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 22. júní 2020, segir að það sé að hluta til rétt að honum hafi verið veittur aðgangur að gögnum varðandi þrjú mál. Hins vegar komi þar ekki fram hve mikill lögfræðikostnaður hafi hlotist af þessum málum, auk þess komi ekki fram í svörum sveitarfélagsins hvort um fleiri mál sé að ræða á tímabilinu. Vísað er í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga þar sem segir:<br /> <br /> „Beiðni má vísa frá ef ekki er talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess kemur ber að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Eftir atvikum ber að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum.“<br /> <br /> Þá vísar kærandi í athugasemdir við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga:<br /> <br /> „Í 3. mgr. ákvæðisins er tekið fram að beiðni megi vísa frá ef ekki er talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess komi beri þó að veita viðeigandi leiðbeiningar. Gert er ráð fyrir að eftir atvikum beri stjórnvaldi að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að fallið geti undir beiðni hans í þeim tilgangi að hann geti afmarkað beiðni nánar. Með þessu móti getur málsaðili afmarkað beiðni sína með einföldum hætti við það tiltekna mál sem hann óskar aðgangs að. Er þessari reglu í raun ætlað að árétta þá leiðbeiningarskyldu sem hvílir á stjórnvöldum á grundvelli 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.“<br /> <br /> Kærandi segist ekki hafa vitneskju um öll þau mál sem um ræði og því hafi hann ekki haft færi á að afmarka beiðnina nánar. Akureyrarbæ hefði verið í lófa lagið að „afhenda aðila lista yfir mál sem ætla megi að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum“ eins og segi í 3. mgr. 15. gr. en sveitarfélagið hafi kosið að gera það ekki og hafi þar með brugðist leiðbeiningarskyldu þeirri sem mælt sé fyrir um í 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Kærandi vísar í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga og að með lögunum séu settar almennar reglur sem hafi það að markmiði að tryggja opna og gegnsæja stjórnsýslu. Slíkt sé til þess fallið að auka aðhald með starfsemi stjórnvalda, auka réttaröryggi borgaranna og bæta möguleika þeirra til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Það sé megintilgangur frumvarpsins að tryggja framgang þessa markmiðs.<br /> <br /> Kærandi vísar til þess að um bættan upplýsingarétt almennings og bætta stjórnsýslu segi m.a. í greinargerðinni:<br /> <br /> „Frumvarpið byggist á þeirri forsendu að stjórnvöld leitist við að tryggja að þau hafi aðgengilegar í málaskrám sínum þær upplýsingar sem athafnir þeirra og ákvarðanir byggjast á. Að öðrum kosti er réttur almennings til aðgangs að gögnum engan veginn tryggður með viðeigandi hætti. Slíkt er einnig mikilvægt í öðru tilliti. Þannig er skráning upplýsinga og gagna mikilvæg forsenda þess að eftirlit með stjórnsýslunni sé virkt.“<br /> <br /> Ef Akureyrarbær hafi staðið undir þeim væntingum sem þarna koma fram, þ.e. að athafnir hans og ákvarðanir séu aðgengilegar í málaskrám, hljóti afhending umbeðinna upplýsinga að vera möguleg án mikillar fyrirhafnar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Akureyrarbæjar á beiðni um upplýsingar um kostnað vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins frá 1. janúar 2018 til 20. febrúar 2020, sundurliðuðum eftir málum. Sveitarfélagið segir slíkar upplýsingar ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og telur ekki skylt að útbúa sérstaka samantekt til þess að verða við beiðni kæranda. Sveitarfélagið veitti kæranda þó tilteknar upplýsingar um þrjú mál, þar á meðal um hluta sveitarfélagsins af kostnaði við tiltekna dómsátt.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019 og 884/2020.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu bar Akureyrarbæ að taka afstöðu til þess hvort tilefni væri til að veita kæranda aðgang að reikningum og öðrum gögnum sem kunna að innihalda kostnaðarupplýsingar vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins á því tímabili sem kærandi tiltekur og í kjölfarið leggja mat á það hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Gögn málsins bera það ekki með sér að kæranda hafi verið gefið færi á að afmarka beiðni sína frekar, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og 7. gr. stjórnsýslulaga, en ekki hefur komið fram hve mikill fjöldi mála fellur undir gagnabeiðnina. Úrskurðarnefndin ítrekar að þrátt fyrir að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í einu tiltæku skjali er ekki sjálfgefið að unnt sé að hafna beiðninni. Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur beiðnin ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög gera kröfu um en vegna þessa verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun sveitarfélagsins úr gildi og vísa beiðninni aftur til sveitarfélagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Ákvörðun Akureyrarbæjar, dags. 30. apríl 2020, um að synja beiðni kæranda um upplýsingar um kostnað vegna málaferla og dómsátta sveitarfélagsins frá 1. janúar 2018 til 20. febrúar 2020 sundurliðuðum eftir málum er felld úr gildi og er beiðninni vísað aftur til sveitarfélagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
918/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá Landspítalanum um hvaða ljósmæður hefðu verið á vakt á fæðingardeild tiltekna nótt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst ekki á að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi. Þá var ekki fallist á að upplýsingarnar yrðu felldar undir 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Að lokum taldi nefndin kæranda eiga ríkari rétt til aðgangs að upplýsingunum en viðkomandi starfsmenn af því að þær færu leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Var því Landspítalanum gert að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 918/2020 í máli ÚNU 20040001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 31. mars 2020, kærði Hildur Helga Kristinsdóttir lögmaður, f.h. A, afgreiðslu Landspítala á beiðni hennar um upplýsingar um nöfn ljósmæðra sem voru á vakt á tilteknum tíma.<br /> <br /> Með erindi, dags. 26. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum frá Landspítalanum, þar á meðal hver hefði verið vaktstjóri á fæðingardeild aðfaranótt [dags.]. Í erindi spítalans, dags. 16. desember 2019, er því svarað hver hafi verið vaktstjóri. Kærandi óskaði þá eftir upplýsingum um það hvaða fjórar ljósmæður til viðbótar hefðu verið á vakt á fæðingardeild spítalans sömu nótt. Landspítalinn svaraði því með bréfi, dags. 24. febrúar 2020, að ekki yrði séð að Landspítalanum bæri að afhenda upplýsingarnar eða að heimild væri til staðar til að afhenda þær. <br /> <br /> Í svarbréfi kæranda til Landspítalans, dags. 26. febrúar 2020, segir að fyrir liggi að „aukaaðstoð“ hafi verið kölluð inn í fæðingu kæranda umrædda nótt. Hafi kærandi staðið í þeirri trú að ljósmóðirin hafi verið vaktstjóri. Kærandi hafi hins vegar haft samband símleiðis við vaktstjórann sem hafi ekki getað staðfest að hún hefði aðstoðað við fæðingu kæranda og ekki sagst muna sérstaklega eftir fæðingunni. Miðað við þetta komi í raun fjórar ljósmæður til greina, sem mögulega gætu verið umrædd „aukaaðstoð“ í fæðingu kæranda. Sökum vanrækslu spítalans á því að skrá nafn þeirrar ljósmóður sem hafi komið til aðstoðar í fæðingu kæranda standi hún frammi fyrir því að kalla allar ljósmæður til skýrslutöku sem hafi verið á vakt þessa nótt. Það sé sannanlega skráð í fæðingarskýrsluna að einhver hafi komið inn og aðstoðað. Kæranda sé nauðsynlegt að fá upplýsingar um nöfn ljósmæðranna frá Landspítalanum til þess að geta nýtt sér heimild 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð einkamála og leita sönnunar fyrir dómi um atvik sem varða lögvarða hagsmuni hennar og vitnisburður geti ráðið niðurstöðu um hvort látið verði af málshöfðun. Aðeins sé óskað eftir nöfnum þeirra ljósmæðra sem hafi verið á vakt en ekki viðkvæmum persónuupplýsingum. Þá telji kærandi að hún eigi ótvíræðan rétt til að fá upplýsingarnar í samræmi við lög um sjúkraskrár. <br /> <br /> Í svari spítalans, dags. 3. mars 2020, segir að beiðni kæranda hafi verið tekin til meðferðar á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá kemur fram að samkvæmt upplýsingalögum nái upplýsingaréttur almennings og aðila til „fyrirliggjandi“ gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Ekki sé skylt að útbúa ný gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. 5. gr. laganna en það ákvæði eigi við þegar gögn séu afhent að hluta ef takmarkanir eigi við um aðra hluta þeirra. Í vörslum spítalans sé ekki fyrirliggjandi listi yfir þær upplýsingar sem kærandi óski eftir. Hugsanlega sé hægt að útbúa slíkan lista með því að keyra saman upplýsingar úr upplýsingakerfum spítalans en það telji spítalinn sér ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 795/2019 frá 14. júní 2019. Þá sé til þess að líta að ekki sé víst að listi sem yrði til með slíkri aðferð yrði efnislega réttur, sér í lagi í ljósi þess að rúmlega fjögur ár séu liðin frá því umrædd vakt átti sér stað. <br /> <br /> Í svari Landspítalans til kæranda segir einnig að upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum nái ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna, samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. laganna, og ekki til gagna um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, samkvæmt 9. gr. laganna. Í ljósi þessara ákvæða telji Landspítali enn fremur ljóst að ekki hvíli lagaskylda á spítalanum til að safna saman og veita utanaðkomandi aðgang að umbeðnum upplýsingum um starfsemi sína. Tekið er fram að vilji spítalans standi ekki til þess að standa í vegi fyrir því með nokkru móti að kærandi leiti réttar síns. Upplýsingagjöf spítalans fari hins vegar fram á grundvelli laga og af virðingu við friðhelgi einkalífs starfsmanna.<br /> <br /> Í kæru er því mótmælt að spítalinn eigi umbeðnar upplýsingar ekki til. Tekið er fram að ekki sé verið að óska eftir því að spítalinn útbúi ný gögn eða sérstakan lista. Kærandi byggi beiðni sína á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, enda sé honum nauðsynlegt að vita hvaða ljósmóðir aðstoðaði í fæðingu kæranda og veitti kæranda heilbrigðisþjónustu á sínum tíma. Upplýsingarnar varði því kæranda sjálfan. Spítalinn hafi vanrækt að færa í fæðingarskýrslu kæranda hvaða ljósmóðir hafi komið til aðstoðar og því neyðist kærandi til að óska eftir upplýsingum um aðrar ljósmæður sem komi til greina.<br /> <br /> Þá segir kærandi svar Landspítalans vera óljóst. Svarið beri ekki með sér hvar umræddar upplýsingar sé að finna og á hvaða formi. Eingöngu sé vísað til þess að ekki sé fyrir hendi fyrirliggjandi listi og að möguleiki sé að keyra saman upplýsingar úr upplýsingakerfum spítalans án frekari útskýringa. Þá skjóti það skökku við að spítalinn hafi getað veitt upplýsingar um hver hafi verið vaktstjóri á umræddum tíma en að ekki séu til staðar upplýsingar um þá starfsmenn sem einnig hafi verið á vakt á sama tíma. Þó svo að ekki sé til fyrirliggjandi listi telji kærandi að umbeðnar upplýsingar hljóti að liggja fyrir í einhverri mynd og það sé réttur kæranda að fá aðgang að þeim, í það minnsta að hluta. Að mati kæranda beri spítalanum að líta til ástæðna þess að kærandi óski eftir umbeðnum upplýsingum, líkt og fjallað sé um í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, og meta rétt kæranda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þurfi saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Kærandi hafi ríka hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar vegna fyrirhugaðrar málshöfðunar. <br /> <br /> Í kæru segir að af svari spítalans að dæma hafi þær upplýsingar sem kunni að liggja fyrir í upplýsingakerfum spítalans ekki verið kannaðar og þar af leiðandi hafi spítalinn ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að upplýsingunum eða ekki. Þá verði að líta til þess að ekki sé verið að óska eftir umfangsmiklum upplýsingum sem spanni langt tímabil eða nái til margra deilda innan spítalans. Um sé að ræða afar afmarkaða beiðni sem taki til nafna fjögurra ljósmæðra sem hafi verið á næturvakt fæðingardeildar tiltekinn dag. Ólíklegt sé að umræddar upplýsingar sé að finna á mismunandi stöðum í mismunandi tölvukerfum hjá spítalanum sem krefjist þess að útbúinn verði nýr listi til þess að hægt sé að veita aðgang að þeim. Kærandi byggi á því að spítalinn hafi ekki gætt að rannsóknarskyldu 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og hafi hann ekki fengið réttláta efnislega meðferð af hálfu Landspítalans.<br /> <br /> Hvað varði vísun spítalans til 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr., og 9. gr. upplýsingalaga telur kærandi að afhending umbeðinna upplýsinga brjóti ekki gegn friðhelgi einkalífs starfsmanna og upplýsingar um nöfn tiltekinna starfsmanna teljist ekki til þeirra gagna sem undanskilin séu samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga. Kærandi bendir á að allar upplýsingar sem lúti að starfsmönnum séu ekki sjálfkrafa undanskildar upplýsingarétti almennings, heldur komi skýrt fram í athugasemdum við fyrrnefnt ákvæði að í málum sem varði starfssambandið að öðru leyti sé átt við gögn í málum þar sem teknar séu ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Kærandi áréttar að samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. og 1. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga beri að veita almenningi upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið. Þá sé tekið fram í 5. mgr. <br /> 7. gr. að almenningur eigi rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt 2. og 4. mgr. frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyri tilteknu máli. Þá telji kærandi liggja í augum uppi að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við, enda sé ekki um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga að ræða sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari. Að lokum segir að upplýsingarnar hljóti að vera fyrirliggjandi í upplýsingakerfum spítalans og spítalinn hefði getað veitt kæranda upplýsingar um allar ljósmæður sem störfuðu hjá spítalanum í [dags.] ef það væri ómögulegt fyrir hann að finna út úr því hvaða ljósmæður voru á vakt á þessum tiltekna tíma.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Landspítalanum með bréfi, dags. 3. apríl, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn spítalans, dags. 24. apríl 2020, segir að allt bendi til þess að vaktstjóri hafi verið kallaður til í fæðingunni og kæranda hafi verið greint frá nafni viðkomandi. Fjallað er um skýringar starfsmanna sem viðstaddir voru fæðinguna og tekið fram að spítalinn telji ekki forsendur til að veita upplýsingar um hinar fjórar ljósmæður sem hafi verið á vakt. Ekki sé um vanskráningu að ræða líkt og kærandi haldi fram, allar upplýsingar sem máli skipti liggi fyrir. Ekki sé skráð í sjúkraskrá hver komi til aðstoðar í fæðingu nema sá sem kallaður sé til aðstoðar taki beinan þátt í að taka á móti barni eða geri eitthvað á fæðingarstofunni sem krefjist skráningar. Þá er þess getið að skráningu hafi verið sérstaklega vel háttað í kringum þessa fæðingu, hún sé nákvæm og vandað til verka. Enginn þeirra fjögurra starfsmanna sem óskað sé upplýsinga um hafi komið að meðferð kæranda, sbr. skráningu Landspítala. Upplýsingarnar varði því ekki kæranda sjálfan. Upplýsingar um vaktaskema starfsmanna falli að mati spítalans undir upplýsingar um málefni starfsmanna sem varði starfssamband við vinnuveitanda. Sé því um að ræða upplýsingar sem undanþegnar séu upplýsingarétti samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn spítalans segir einnig að upplýsingaréttur almennings og aðila, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna, nái aðeins til „fyrirliggjandi“ gagna. Ekki sé skylt að útbúa ný gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. 5. gr. laganna, en það ákvæði eigi við þegar gögn séu afhent að hluta ef takmarkanir eigi við um aðra hluta þeirra. Í vörslum spítalans sé ekki fyrirliggjandi listi yfir þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir. Hugsanlega væri hægt að útbúa slíkan lista með því að keyra saman upplýsingar úr upplýsingakerfum spítalans, en það telji hann sér ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga samkvæmt framangreindu. Vísist í þessu sambandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 795/2019 frá 14. júní 2019. Þá séu ítrekuð þau sjónarmið sem þegar hafi komið fram að þær upplýsingar sem kærandi óski eftir hafi ekki þýðingu þar sem fyrir liggi, byggt á skráningu og samtölum við þá aðila sem voru viðstaddir, að umræddu handbragði hafi ekki verið beitt í fæðingunni.<br /> <br /> Umsögn spítalans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. apríl 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 29. apríl 2020, er áréttað að ástæða þess að óskað var eftir umbeðnum upplýsingum sé að ekki hafi verið hægt að staðfesta að sú ljósmóðir sem var vakstjóri umrædda nótt hafi komið til aðstoðar kæranda. Vegna þeirrar óvissu taldi kærandi nauðsynlegt að fá vitneskju um nöfn hinna fjögurra ljósmæðranna sem voru á vakt þar sem möguleiki væri fyrir hendi að einhver þeirra hefði komið að því atviki sem átti sér stað í fæðingu kæranda. Þá segir að í umsögn spítalans, dags. 24. apríl 2020, komi fram nýjar upplýsingar varðandi vaktstjórann og aðkomu hans að fæðingunni. Geti spítalinn lagt fram haldbær gögn sem staðfesti að vaktstjórinn hafi verið sú ljósmóðir sem aðstoðað í fæðingu kæranda muni kærandi draga kæruna til baka, enda ekki þörf á frekari upplýsingum.<br /> <br /> Í ljósi þessa voru athugasemdirnar sendar Landspítalanum og honum veittur kostur á að bregðast við. Í svari spítalans við athugasemdum kæranda, 8. maí 2020, segir að ekki sé unnt að verða við beiðni kæranda um staðfestingu á því að vaktstjóri hafi verið sá starfsmaður sem komið hafi til aðstoðar í fæðingunni enda séu slík gögn ekki til. Þá er áréttað að í umsögn spítalans komi fram að allt bendi til þess að vaktstjórinn hafi komið að fæðingunni og sinnt tilteknum verkefnum en ekki sé hægt að útiloka að önnur ljósmóðir hafi verið að verki. <br /> <br /> Með erindi, dags. 23. júní 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort vaktaskema starfsmanna á því tímabili sem beiðni kæranda nái til sé fyrirliggjandi hjá Landspítalanum. Því var svarað samdægurs að hægt væri að taka saman upplýsingarnar úr Vinnustund. Í kjölfarið óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hvort unnt væri að kalla upplýsingarnar fram með einföldum hætti og hversu langan tíma slík vinnsla myndi taka. Landspítalinn svaraði því sama dag að hægt væri að kalla upplýsingar um innstimplanir starfsmanna fram í Vinnustund. Þá þurfi að fara yfir þær, hvort um raunverulega stimplun sé að ræða eða leiðrétta stimplun. Ef um leiðrétta stimplun sé að ræða verði að skoða málið nánar, skoða skýringar o.s.frv. Þetta ætti ekki að vera sérstaklega tímafrekt þegar um fámennar vaktir sé að ræða. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum fjögurra starfsmanna Landspítalans sem voru á vakt á tilteknum tíma þegar kærandi lá þar inni. Í umsögn Landspítalans, dags. 24. apríl 2020, kemur fram að samkvæmt skráningu í sjúkraskrá hafi enginn þeirra fjögurra starfsmanna sem óskað sé upplýsinga um komið að meðferð kæranda. Upplýsingarnar varði því ekki kæranda sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi heldur því aftur á móti fram að Landspítalinn hafi vanrækt að færa í fæðingarskýrslu hvaða ljósmóðir hafi komið kæranda til aðstoðar í fæðingunni. <br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki aðeins þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 891/2020, 893/2020, 895/2020, 898/2020, 903/2020 og 910/2020.<br /> <br /> Réttur samkvæmt 1. mgr. 14. gr. takmarkast hins vegar af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga, þá segir orðrétt í athugasemdum:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.“<br /> <br /> Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að taka afstöðu til þess hvort skráningu Landspítalans hvað varðar starfsmenn er komu að fæðingu kæranda hafi verið rétt háttað og fellur það utan valdssviðs úrskurðarnefndarinnar að taka afstöðu í þeim ágreiningi. Eins og atvikum málsins er háttað verður hins vegar að líta svo á að kærandi eigi af því einstaka og verulega hagsmuni umfram almenning að fá upplýsingar um hvaða ljósmæður voru á vakt þegar kærandi fæddi barn sitt. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>2.</h2> Landspítalinn heldur því fram að upplýsingar um hvaða ljósmæður hafi verið á vakt tiltekna nótt séu ekki „fyrirliggjandi“ í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og að spítalanum sé ekki skylt að útbúa slíkan lista með því að keyra saman upplýsingar úr upplýsingakerfum spítalans. Þá sé óvíst að listi sem yrði til með slíkri aðferð væri efnislega réttur, sér í lagi í ljósi þess að rúmlega fjögur ár séu liðin frá því umrædd vakt átti sér stað. Í svarbréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 23. júní 2020, sagði Landspítalinn unnt að taka saman upplýsingarnar úr forritinu Vinnustund en fara þyrfti yfir hvort um raunverulega eða leiðrétta stimplun væri að ræða. Slík vinnsla ætti ekki að vera tímafrek. <br /> <br /> Í þessu samhengi tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við fyrrnefnda ákvæðið í frumvarpi til laganna er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019, 884/2020 og 908/2020.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að af-marka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úr-skurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: <br /> <br /> „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir í athugasemdunum:<br /> <br /> ,,Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórnvaldið geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beið¬anda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki annað séð af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru á upplýsingalögum, með tilkomu 15. gr. núgildandi laga, hafi meðal annars verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hefur sér stað hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem gildisvið laganna nær til og lýsir sér í því að gögn í stjórnsýslunni eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og umsýslukerfum. Úrskurðarnefndin telur mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.<br /> <br /> Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar þeirra sem heyra undir I. kafla upplýsingalaga um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki. Af svari Landspítalans verður þó ekki annað ráðið en að upplýsingar um hvaða ljósmæður hafi verið skráðar á vakt á fæðingardeild umrædda nótt séu skráðar í forritið Vinnustund, óháð því hvort þær upplýsingar séu rétt skráðar eða ekki. Þá liggur fyrir að unnt er að kalla upplýsingarnar fram með einföldum hætti. Í ljósi þessa getur úrskurðarnefndin ekki fallist á það með Landspítalanum að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi. <br /> <h2>3.</h2> Landspítalinn heldur því einnig fram að upplýsingarnar séu undanþegnar upplýsingarétti kæranda þar sem þær varði málefni starfsmanna, sbr. 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga, og einkamálefni þeirra, sbr. 9. gr. laganna.<br /> <br /> Í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að ákvæði 1. mgr. 14. gr. gildi ekki um gögn sem talin eru upp í 6. gr. laganna. Þar af leiðandi eru gögn sem felld verða undir 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laganna. <br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 6. gr upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar afmarkað hvaða upplýsingar teljist til málefna starfsmanna samkvæmt undanþáguákvæðinu. Þar segir að réttur til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem lúta að umsóknum um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Við úrlausn málsins reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði starfssamband umræddra starfsmanna og Landspítalans „að öðru leyti“.<br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi til laga nr. 140/2012 segir að í 4. tölul. 4. gr eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, hafi verið kveðið á um að réttur almennings til aðgangs að gögnum tæki ekki til gagna í málum um veitingu starfa á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Frekar væri ekki fjallað um málefni opinberra starfsmanna eða veitingu aðgangs að upplýsingum um starfssamband þeirra við vinnuveitendur. Slíkar upplýsingar, þar á meðal um launakjör, um áminningar eða önnur viðurlög í starfi, hafi því lotið almennum ákvæðum laga um upplýsingarétt. <br /> <br /> Þá segir í athugasemdunum að upplýsingar um það hvaða starfsmenn starfi við opinbera þjónustu, hvernig slík störf séu launuð og hvernig þeim sé sinnt séu almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kunni að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gildi að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eigi við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. Af þessari ástæðu sé ekki óeðlilegt að almenningur eigi rétt á aðgangi að ákveðnum upplýsingum um það hvernig störfum sem stofnað er til í þágu opinbers verkefnis sé sinnt, þar á meðal um menntun æðstu stjórnenda og starfsheiti hlutaðeigandi starfsmanna. Á hinn bóginn sé viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúti m.a. að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geti leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt.<br /> <br /> Við afmörkun á því hvort upplýsingarnar varði starfssamband opinbers starfsmanns og stjórnvalds verður að hafa í huga að ákvæði 7. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um aðgang almennings að upplýsingum og ber því að skýra það þröngt. Við skýringu á því hvaða upplýsingar falli undir „starfssambandið að öðru leyti“ verður enn fremur að horfa til þeirra sjónarmiða sem fram koma í lögskýringargögnum með ákvæði 7. gr. en þar segir:<br /> <br /> „Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar sem starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.“<br /> <br /> Af framangreindum sjónarmiðum verður að ætla að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé að ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Við afmörkun þess hvaða ákvarðanir teljast vera ákvarðanir um „réttindi eða skyldur“ þeirra starfsmanna sem í hlut eiga verður í fyrsta lagi að horfa til þeirra ákvarðana í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993 þar sem kveðið er á um að stjórnsýslulögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Að auki taki ákvæðið til ákvarðana sem teknar eru á grundvelli IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, jafnvel þótt þær teljist ekki til stjórnvaldsákvarðana og mála sem lúta að aðfinnslum, sbr. athugasemdir við ákvæði 7. gr. í fyrrnefndu frumvarpi til upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til athugasemda við 7. gr. upplýsingalaga, sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. mgr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, verður að álykta sem svo að upplýsingar um hvaða ljósmæður hafi verið á vakt á því tímabili sem kærandi óskar eftir varði ekki „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi ákvæðisins. Því verður takmörkun á aðgangi ekki byggð á ákvæðinu. Þá er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnunum vegi þyngra en hagsmunir ljósmæðra á fæðingardeild af því að leynd sé yfir því hvort þær hafi verið á vakt umrædda nótt eða ekki, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds er fallist á rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um hvaða ljósmæður hafi verið á vakt þegar kærandi fæddi barn sitt. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Landspítalanum ber að veita kæranda, A, aðgang að upplýsingum um hvaða ljósmæður á fæðingardeild voru skráðar í Vinnustund aðfararnótt [dags.].<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
917/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020 | Í málinu var kærð afgreiðsla Fjársýslu ríkisins á beiðni um aðgang að upplýsingum um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu janúar til apríl 2017. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Fjársýslu ríkisins að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Þrátt fyrir að einhver bókhaldsgögn sem felld yrðu undir beiðni kæranda kynnu að vera í vörslum stofnunarinnar hefði stofnunin ekki upplýsingar um hvaða gögn tilheyrðu rannsóknarlögreglu á tímabilinu. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> <br /> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 917/2020 í máli ÚNU 20020023. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. febrúar 2020, kærði A afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Aðdragandi málsins er sá að kærandi óskaði þann 9. ágúst 2019 eftir upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu frá janúar til apríl 2017. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 859/2019 var beiðni kæranda vísað aftur til meðferðar hjá Fjársýslu ríkisins.<br /> <br /> Í kæru segir að þrátt fyrir ítrekun og kröfu um svar og aðgang að gögnum hafi ekkert svar borist frá Fjársýslu ríkisins. Því sé afgreiðsla stofnunarinnar kærð á ný. Þess sé krafist að málið sé endurupptekið og veittur verði aðgangur að gögnum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Fjársýslu ríkisins með bréfi, dags. 27. febrúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Þann 10. mars 2020 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af bréfi Fjársýslu ríkisins til kæranda. Í því segir meðal annars að þann 16. janúar 2020 hafi stofnuninni borist ítrekun frá kæranda þar sem sérstaklega hafi verið tekið fram að óskað væri eftir gögnum um rannsóknardeild, sem væri sameiginleg með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra. Óskað hafi verið eftir gögnunum fyrir tímabilið janúar til apríl 2017. <br /> <br /> Þá kemur fram að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 859/2019 hafi verið farið yfir fyrirliggjandi gögn hjá Fjársýslunni. Þrátt fyrir að lögregluembættin hafi ekki verið í þjónustu stofnunarinnar á því tímabili sem spurt var um þá hafi stofnunin aðgang að bókhaldskerfi stofnananna á tímabilinu og afritum af þeim reikningum sem séu til á rafrænu formi. Í bókhaldinu sé rannsóknardeild lögreglunnar ekki afmörkuð sérstaklega þannig að Fjársýslan geti án aðstoðar embættanna tekið út þau gögn sem óskað sé eftir. Fjársýslan hafi ekki upplýsingar um hvaða reikningar tilheyri hvaða verkefni umfram það hvernig bókhaldinu sé skipt upp í viðföng og sé rannsóknardeildin ekki sérstaklega skilgreind sem viðfang í bókhaldi. Stofnunin hafi því óskað eftir upplýsingum frá embættunum um hvað tilheyri rannsóknardeildinni þannig að hægt sé að svara fyrirspurninni efnislega. Stofnunin geti ekki tekið ákvörðun um rétt til umbeðinna gagna án þess að sjónarmið embættanna liggi fyrir og hafi stofnunin óskað eftir þeim. Þau þurfi að liggja fyrir áður en ákvörðun sé tekin um veitingu umbeðinna upplýsinga. Vegna anna hjá lögreglunni hafi ekki tekist að afgreiða beiðnina en þegar upplýsingar frá embættunum liggi fyrir muni beiðnin vera afgreidd. <br /> <br /> Fjársýslan afgreiddi beiðni kæranda með bréfi, dags. 7. maí 2020. Þar eru kæranda afhentir listar með upplýsingum um vöru- og þjónustukaup er tilheyra rannsóknardeildum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og ríkislögreglustjóra hins vegar, frá og með 1. janúar til og með 30. apríl 2017. Fram kemur að Fjársýslan hafi aðgang að bókhaldi ríkisaðila og færslum í ljósi lögbundins hlutverks stofnunarinnar. Hins vegar hafi þessi lögregluembætti ekki verið í þjónustu Fjársýslunnar á því tímabili sem spurt sé um. Farið hafi verið yfir fyrirliggjandi gögn hjá Fjársýslunni og við þá yfirferð hafi komið í ljós að stofnunin hafi ekki upplýsingar um hvað í bókhaldi embættanna falli undir fyrirspurnina. Þær upplýsingar sem óskað var eftir hafi því ekki verið fyrirliggjandi. Fjársýslan hafi þó óskað eftir aðstoð viðkomandi embætta þannig að hægt væri að svara fyrirspurninni efnislega og óskað jafnframt eftir yfirferð embættanna á rétti til viðkomandi gagna. Úrvinnsla upplýsinganna hafi tekið nokkurn tíma hjá embættunum en nú liggi upplýsingarnar fyrir. <br /> <br /> Fram kemur að embættin hafi farið yfir upplýsingarnar með tilliti til réttar almennings til aðgangs samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og falli upplýsingar um bankareikninga þar undir, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 661/2016 og 666/2016. Sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingar um veitanda keyptrar þjónustu séu afmáðar fyrir afhendingu gagna til kæranda. Með sömu rökum sé sanngjarnt að upplýsingar um nöfn og símanúmer starfsmanna rannsóknardeilda séu afmáð þar sem þau komi fram í færslum í bókhaldi vegna kaupa á vörum og þjónustu. Þá kemur fram að skráningarnúmer bifreiða sem notaðar hafi verið á tímabilinu, en séu nú í eigu annarra, hafi verið afmáðar. Um sé að ræða bæði einkaaðila og lögaðila sem ekki hafi nein tengsl við embættin. Því hafi öll skráningarnúmer bifreiða verið afmáð úr gögnunum. Vísað er til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga þessu til stuðnings.<br /> <br /> Þá kemur fram að umbeðin gögn geymi upplýsingar um mál sem hafi verið til rannsóknar á tilgreindu tímabili og gætu mögulega enn verið til rannsóknar. Einnig hafi umbeðin gögn að geyma vísbendingar um hvernig lögregla beitir þeim rannsóknarúrræðum sem í framkvæmd þyki eðlilegt að fari leynt og séu samkvæmt upplýsingalögum undanþegin þeim, sbr. ákvæði 1. mgr. 4. gr. laganna. Að auki sé vísað til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í þeim færslum sem kærandi hafi verið upplýstur um og innihaldi upplýsingar um bankareikninga, skráningarnúmer bifreiða, nöfn starfsmanna og kennitölur, símanúmer, málsnúmer mála, staðarheiti og staðsetningar utan höfuðborgarsvæðis og heiti deilda, hafi þær upplýsingar verið afmáðar. <br /> <br /> Að lokum kemur fram að upplýsingarnar séu fengnar frá embættum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra og að Fjársýslan hafi ekki lagt frekara mat á þær. Ef kærandi hafi spurningar varðandi upplýsingarnar sé bent á að beina þeim til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eða embættis ríkislögreglustjóra. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. maí 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu kæranda til afgreiðslu Fjársýslu ríkisins. <br /> <br /> Í svari kæranda, dags. sama dag, segir meðal annars að kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um kaup rannsóknardeilda lögreglu á vöru og þjónustu frá aðilum og að hann telji sig eiga rétt á því að vita hvaða einstaklingar og fyrirtæki hafi tekið við greiðslu peninga úr ríkissjóði fyrir þessa þjónustu. Upplýsingar sem Fjársýslan hafi afhent kæranda uppfylli ekki ákvæði laga um bókhald nr. 145/1994. Ekki megi rekja viðskipti og notkun fjármuna út frá gögnunum í samræmi við 6. gr. laganna. Þá sýni gögnin ekki nafn, kennitölu eða virðisaukaskattsnúmer seljanda vöru og þjónustu til stofnunar ríkisins í samræmi við 8. gr. laganna. Upplýsingar sem Fjársýslan hafi sent kæranda séu einn óskiljanlegur grautur án dagsetninga og númera. Þess sé krafist að fá upplýsingarnar eins og lög um bókhald mæli fyrir um og önnur lög. Enn fremur eigi að merkja skýrslur og skjöl ríkisstofnana sem leynt eigi að fara sem trúnaðarmál eða varðveita utan laga nr. 145/1994, um bókhald. Að lokum er ítrekuð krafa um aðgang að upplýsingum sem séu á ábyrgð Fjársýslunnar sem hafi bæði yfirfarið og skráð bókhaldsgögnin samkvæmt lögum um bókhald áður en þau voru send Ríkisendurskoðun. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. júní 2020, óskaði úrskurðarnefnd eftir upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins um hvort gögnin sem kærandi hefði fengið afhent væru þau sömu og send voru úrskurðarnefndinni, þ.e. yfirlit yfir færslur frá janúar til apríl 2017 frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og yfirlit fyrir sama tímabil frá ríkislögreglustjóra. Þá sendi úrskurðarnefndin Fjársýslunni afrit af athugasemdum kæranda, dags. 12. maí 2020. <br /> <br /> Svar Fjársýslu ríkisins barst með bréfi, dags. 30. júní 2020. Í bréfinu ítrekar stofnunin að upplýsingarnar sem kærandi óskar eftir séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnunninni. Fjársýslan hafi ekki upplýsingar um hvað úr bókhaldi stofnananna tilheyri rannsóknardeildum eða hvort í bókhaldinu sé að finna gögn sem falli undir undanþágur frá upplýsingalögum. Á því tímabili sem beiðnin nái til hafi stofnanirnar sjálfar séð um bókhaldið, geymt frumrit reikninga og hafi ekki skannað þá inn í bókhaldskerfi. Stofnunin vilji að sjálfsögðu uppfylla sínar skyldur en þessar upplýsingar séu klárlega ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga og stofnuninni því ekki fært að veita þær. Það hafi þó verið niðurstaða Fjársýslunnar að fá aðstoð embættanna við að svara beiðni kæranda. Fylgiskjölin sem fylgdu svarinu hafi borist stofnuninni frá viðkomandi embættum og séu þau alfarið á ábyrgð þeirra. Ef þau gögn séu ekki fullnægjandi sé eðlilegt að kærandi snúi sér til þessara embætta. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni kæranda um upplýsingar frá stofnuninni um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu frá janúar til apríl 2017. Í svarbréfi Fjársýslunnar við beiðni kæranda, dags. 7. maí 2020, kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og ríkislögreglustjóri hins vegar hafi unnið lista með upplýsingum um vöru- og þjónustukaup er tilheyri rannsóknardeildum embættanna frá og með 1. janúar til og með 30. apríl 2017 og voru listarnir afhentir kæranda.<br /> <br /> Kærandi telur afgreiðslu Fjársýslunnar ófullnægjandi, meðal annars þar sem gögnin sem honum voru afhent sýni ekki nafn, kennitölu og virðisaukaskattsnúmer seljanda vöru og þjónustu. <br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsinglaga nr. 140/2012 leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.-10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns. Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. <br /> <br /> Fjársýsla ríkisins ber því við að stofnunin hafi ekki upplýsingar um hvað úr bókhaldi stofnananna tilheyri rannsóknardeildum og því sé henni ekki fært að afgreiða beiðni kæranda. Fjársýslan hafi hins vegar óskað eftir því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri tækju saman umbeðnar upplýsingar og í kjölfarið sent kæranda þau yfirlit sem embættin hefðu sent stofnuninni. Í svari Fjársýslunnar til kæranda kemur enn fremur fram að tilteknar upplýsingar hafi verið afmáðar úr gögnunum. Í listunum sem Fjársýslan afhenti kæranda og úrskurðarnefndinni verður þó ekki séð að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri hafi afmáð upplýsingar úr þeim heldur verður frekar ráðið að ákveðið hafi verið að tiltaka ekki upplýsingarnar í þeim listum sem unnir voru úr bókhaldskerfum. Í yfirlitunum koma fram upphæðir færslna og er í sumum tilfellum tekið fram hvað var keypt en í öðrum ekki. Þá fylgja ekki upplýsingar um dagsetningar kaupa auk þess sem ekki er alltaf tiltekið frá hverjum var keypt. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja staðhæfingar Fjársýslu ríkisins um að upplýsingarnar sem kærandi óskar eftir séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og að vegna þessa sé henni ekki fært, án atbeina lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra, að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á þeim bókhaldsgögnum sem yfirlitin voru unnin úr. Þrátt fyrir að Fjársýslan hafi aðgang að bókhaldskerfum embættanna, og þeim bókhaldsgögnum sem eru til á rafrænu formi, liggja ekki fyrir þær upplýsingar sem gera stofnuninni kleift að afgreiða beiðni kæranda, þ.e. upplýsingar um hvort fyrirliggjandi bókhaldsgögn tilheyri rannsóknardeildum þessara embætta. Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæranda er enn fremur bent á þann kost að óska eftir upplýsingunum frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra sem unnu þau yfirlit sem Fjársýslan afhenti kæranda. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 27. febrúar 2020, vegna afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni um aðgang að upplýsingum frá Fjársýslu ríkisins um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu frá janúar til apríl 2017, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
916/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020 | Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, og 51. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, ættu við um gögnin. Úrskurðarnefndin taldi hluta fundargerðanna innihalda upplýsingar sem með engu móti yrðu felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Að mati nefndarinnar hafði ráðuneytið ekki rökstutt með fullnægjandi hætti hvaða upplýsingar í fundargerðunum kynnu að verða felldar undir 9. gr. upplýsingalag og eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þar sem ráðuneytið hafði ekki afgreitt beiðni kæranda með fullnægjandi hætti var henni vísað aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 916/2020 í máli ÚNU 20020022. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 26. febrúar 2020, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. árin 2016-2018. <br /> <br /> Beiðni kæranda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins var upphaflega borin upp þann 26. september 2019 en ráðuneytið synjaði beiðninni á þeim grundvelli að afgreiðsla hennar tæki of langan tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi ákvörðun ráðuneytisins úr gildi þann 29. janúar 2020 með úrskurði nr. 867/2020 og vísaði málinu til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Í nýrri ákvörðun ráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, sem hér er deilt um, er fjallað um stofnun og hlutverk félagsins Lindarhvols ehf. og tengsl félagsins við Seðlabanka Íslands. Með breytingu á bráðabirgðaákvæði III í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hafi ráðherra verið veitt heimild til að stofna einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs, sem hefði þann tilgang að annast umsýslu, fullnustu og sölu annarra stöðugleikaeigna en eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf. Á þeim grundvelli hafi einkahlutafélagið Lindarhvoll ehf. verið stofnað 15. apríl 2016. Tekið er fram að stöðugleikasamningarnir hafi verið gerðir milli Seðlabanka Íslands og slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja. Þannig hafi hvorki fjármála- og efnahagsráðuneytið né Lindarhvoll ehf. verið aðilar að þeim. Samningarnir hafi verið gerðir á grundvelli beiðni slitabúanna um undanþágu Seðlabankans frá ákvæðum gjaldeyrislaga nr. 87/1992 en Seðlabankinn hafi séð um framkvæmd og eftirfylgni með þeim lögum. Þá vísar ráðuneytið í þagnarskylduákvæði 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992, sbr. 64. gr. laga nr. 91/2019, um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Einnig er vísað til þagnarskylduákvæðis 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Í ákvörðun ráðuneytisins segir að í umbeðnum gögnum komi fram upplýsingar sem eigi uppruna sinn hjá Seðlabanka Íslands og fjármálafyrirtækjum sem fallið hafi undir framangreind ákvæði laga um fjármálafyrirtæki og sem varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og annarra aðila, sem og framkvæmd laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu, þ.e. falli undir sérstakar þagnarskyldureglur og séu ráðuneytið og Lindarhvoll ehf. bundin af sömu þagnarskyldureglum. Ráðuneytið vísar í þessu sambandi til 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Af þessari sömu reglu hafi á hinn bóginn verið gagnályktað á þann veg að sérstakar þagnarskyldureglur gangi framar upplýsingalögum, þ.e. að ef upplýsingar falli undir sérstaka þagnarskyldureglu þá komi þegar af þeirri ástæðu ekki til skoðunar hvort ákvæði upplýsingalaga veiti rétt til aðgangs að þeim á grunni upplýsingalaga, sbr. m.a. dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 329/2014. Niðurstaða ráðuneytisins sé því að synja beri beiðni kæranda á þeim grundvelli að upplýsingar sem fram komi í umbeðnum gögnum falli undir sérstakar þagnarskyldureglur.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fallist ekki á niðurstöðuna. Á henni séu formannmarkar sem eigi að leiða til þess að málið verði aftur sent til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar. Í fyrsta lagi bendir kærandi á að Lindarhvoll ehf. hafi reglulega birt fréttir og tilkynningar um starfsemi sína á heimasíðu sinni. Óumdeilt sé að þær upplýsingar hafi þegar verið birtar opinberlega og því ekki ástæða til að synja um afhendingu fundarliða er þá varði. Kærandi vísar í þessu sambandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-361/2011. <br /> <br /> Í öðru lagi vísar kærandi til aðdraganda þess að lög nr. 24/2016 voru sett, þar sem breytingar voru gerðar á bráðabirgðaákvæði III við lög um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Tilgangur þess að ákvæðinu hafi verið komið inn í lögin árið 2011 hafi verið að það yrði engum vafa undirorpið að Seðlabankinn gæti átt viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki svo lengi sem það væri nauðsynlegt til að losa um fjármagnshöft. Kærandi vekur athygli á því að Seðlabankinn hefur áður nýtt m.a. Eignasafn Seðlabanka Íslands og Hildu ehf. til svipaðra verkefna en að þau félög hafi hins vegar fengið undanþágur frá gildissviði upplýsingalaga. Í 1. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III komi fram að „[v]ið umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta skv. 2. málsl. 1. mgr. skal félagið [innskot: þ.e. Lindarhvoll] leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni.“ Málsliðir fimm og sex kveði á um þagnarskyldu stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og starfsmanna. Kærandi telur athyglisvert að orðin „gagnsæi“ og „þagnarskylda“ komi fyrir samtímis í sömu lagagreininni. Ekki sé útskýrt frekar hvað við sé átt með gagnsæi í greinargerð með frumvarpinu en í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar þingsins sé áréttað að þarna sé átt við þau sjónarmið sem finna megi í 45. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Í sérstakri athugasemd við 45. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 123/2015 segi að „[m]eð ákvæðinu er lagt til að ákveðin grunngildi verði lögfest um kaup, sölu og leigu eigna þegar ríkið á í hlut þar sem lögð er áhersla á vönduð og fagleg vinnubrögð og að ávallt verði gætt jafnræðis, gagnsæis og hlutlægni gagnvart viðsemjendum ríkisins auk þess sem ríkið gæti ávallt að hagkvæmni við slíkar ráðstafanir og samkeppnissjónarmiða þar sem við getur átt.“ Kærandi telur óumdeilt að fundargerðirnar hafi líklega að geyma upplýsingar um fjárhagsmálefni einhverra fyrirtækja sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari. Einnig telur hann óumdeilt að skylt sé að veita aðgang að upplýsingum sem áður hafi verið gerðar opinberar. <br /> <br /> Því til viðbótar telur kærandi að umsýslan sjálf, aðdragandi hverrar sölu fyrir sig, málsmeðferð og sjónarmið sem færð voru til bókar, eigi að einhverju leyti að vera opinber. Vísist um það til áðurnefnds 1. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III, þeirrar staðreyndar að Lindarhvoll ehf. hafi ekki verið undanskilinn gildissviði upplýsingalaga með auglýsingu og fjölda úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál er varða ráðstöfun á eignum hins opinbera. Hefði það verið ætlun löggjafans og stjórnvalda að fundargerðirnar ættu að fara leynt hefði verið lítill vandi að kveða skýrt á um það í lögum. Það hafi hins vegar ekki verið gert.<br /> <br /> Með erindi, dags. 2. mars 2020, óskaði kærandi eftir því að bæta frekari rökstuðningi við kæru sína en þar er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 727/2018 þar sem segir: <br /> <br /> „Með ákvæði III til bráðabirgða í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 var lagt til að bankinn stofnaði félag til að annast umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta sem ekki voru laust fé eða eignarhlutir í fjármálafyrirtækjum. Lindarhvoll ehf. var stofnað þann 15. apríl 2016 í þessu skyni. Samkvæmt ákvæðinu eru stjórnarmenn, framkvæmdastjóri, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu félagsins bundnir þagnarskyldu um atriði sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hér um almennt þagnarskylduákvæði að ræða, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Er þá litið til þess að ekki eru þar sérgreindar upplýsingar sem þagnarskylda á að ríkja um. Ekki verður því talið að ákvæðið takmarki rétt kæranda til aðgangs að gögnum umfram það sem upplýsingalög leyfa.“<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 26. febrúar 2020, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Viðbótarrökstuðningur kæranda, dags. 2. mars 2020, var einnig kynntur ráðuneytinu.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 19. mars 2020, er farið yfir starfsemi Lindarhvols ehf. en þar kemur m.a. fram að í ársbyrjun 2018 hafi félagið að mestu lokið verkefnum sínum. Þau gögn sem urðu til í starfsemi félagsins hefðu verið afhent ráðuneytinu þegar það félagið lauk starfsemi sinni, þ.m.t. fundargerðir stjórnar. Þá ítrekar ráðuneytið að þau gögn sem kærandi krefjist aðgangs að falli að stærstum hluta undir sérstakar þagnarskyldureglur. Þrátt fyrir að lagaákvæði um almenna þagnarskyldu hafi ekki bein áhrif á beitingu upplýsingalaga þá hafi verið gagnályktað frá 2. málsl. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 á þann veg að sérstakar þagnarskyldureglur gangi framar upplýsingalögum, þannig að ef upplýsingar sem fram koma í tilteknu gagni falli undir sérstaka þagnarskyldureglu þá komi þegar af þeirri ástæðu ekki til skoðunar hvort ákvæði upplýsingalaga veiti rétt til aðgangs að þeim. Á þessari túlkun upplýsingalaga hafi verið byggt frá því að lögin voru fyrst sett. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi í fjölda úrskurða byggt á þessari túlkun sem auk þess hafi verið staðfest með dómi Hæstaréttar í málinu nr. 329/2014. Afstaða ráðuneytisins byggi á 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Ráðuneytið ítrekar að umbeðin gögn séu þess eðlis að þau varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og annarra aðila sem og framkvæmd laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál og séu því háð þagnarskyldu nema annað hvort úrskurður dómara eða lagaboð geri skylt að láta þær af hendi. Viðtakendur þessara gagna séu bundnir af öllum sömu þagnarskyldureglum og Seðlabanki Íslands. Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál t.d. í málum nr. 614/2016, A-324/2009 og A-432/2012 og sbr. einnig fyrrgreindan dóm Hæstaréttar í málinu nr. 329/2014, hafi því verið slegið föstu að þagnarskylduregla þágildandi 1. mgr. 35. gr. gildandi laga um Seðlabanka Íslands feli í sér sérstaka þagnarskyldu sem sé sérgreind þannig að hún nái annars vegar til upplýsinga sem varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fái vitneskju um í starfi og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Núgildandi ákvæði sé að mestu samhljóða þagnarskylduákvæði þágildandi laga nr. 36/2001. Í greinargerð með frumvarpi til núgildandi laga hafi komið fram í athugasemdum við þá grein sem varð að 41. gr. laganna að lögð væri áhersla á mikilvægi þess að sérstök þagnarskylda gilti að meginstefnu áfram um upplýsingar af því tagi sem ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 hefði tryggt að leynd ríkti um. Í 4. mgr. 41 gr. komi fram að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. sé Seðlabankanum heimilt að eiga upplýsingaskipti við opinbera aðila um atriði sem lögin taki til þegar upplýsingaskiptin séu í samræmi við lögmælt hlutverk Seðlabankans eða móttakanda. Þá segi að sá sem veiti viðtöku upplýsingum af því tagi sem um geti í 1. mgr. sé bundinn þagnarskyldu á sama hátt og þar greini. Upplýsingarnar sem kærandi óski eftir séu þess eðlis að þær varði hagi viðskiptamanna bankans og jafnframt málefni bankans sjálfs og teljist því ekki til opinberra upplýsinga.<br /> <br /> Hvað varði tilvísun kæranda til úrskurðar nr. 727/2018 telur ráðuneytið að síðasti hluti þeirrar tilvitnunar eigi einmitt hér við, þ.e. eftirfarandi setningar: „Er þá litið til þess að ekki eru þar sérgreindar upplýsingar sem þagnarskylda á að ríkja um. Ekki verður því talið að ákvæðið takmarki rétt kæranda til aðgangs að gögnum umfram það sem upplýsingalög leyfa." Í afgreiðslu ráðuneytisins sé ekki vísað til þeirrar þagnarskyldu sem greini í ákvæði III til bráðabirgða í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, sem talið sé almennt þagnarskylduákvæði í skilningi 2. máls. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, heldur byggist afgreiðsla ráðuneytisins á því að þær upplýsingar sem sé að finna í umbeðnum gögnum falli undir sérgreindar upplýsingar sem þagnarskylda eigi að ríkja um samkvæmt sérstökum þagnarskylduákvæðum laga um Seðlabanka Íslands, laga um gjaldeyrismál og laga um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Að því marki sem fundargerðir Lindarhvols ehf. kunni að hafa að geyma upplýsingar sem falli ekki undir sérstök þagnaskylduákvæði laga er jafnframt vísað til 9. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Fundargerðirnar hafi að geyma upplýsingar sem séu þess eðlis að skylt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Um sé m.a. að ræða umfjöllun og ákvarðanir um úrlausnir skuldamála einstaklinga og fyrirtækja. Mat Lindarhvols ehf., sem ráðuneytið taki undir, hafi verið að samkvæmt almennum sjónarmiðum sé um svo viðkvæmar upplýsingar að ræða að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna og því hafi félaginu ekki verið heimilt að veita almenningi aðgang að þeim. Við mat Lindarhvols ehf. hafi verið litið til hagsmuna annars vegar einstaklinga og hins vegar lögaðila af því að upplýsingum um þá sem fram koma í fundargerðum stjórnar félagsins sé haldið leyndum og þeir hagsmunir metnir gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Á grundvelli þess mats hafi Lindarhvoll ehf. tilgreint í þeim tilkynningum sem félagið hafi birt á vefsvæði þess og í skýrslum til ráðherra þær upplýsingar sem telja verði að heimilt sé að veita almenningi aðgang að og hafi, að því er varðar fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila, lagt sérstaka áherslu á rétt almennings til upplýsinga um ráðstöfun opinberra fjármuna þegar kemur að mati á því hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga sé ætlað að tryggja. Þannig hafi þær upplýsingar sem ekki heyri undir sérstakar þagnarskyldureglur eða 9. gr. upplýsingalaga þegar verið birtar opinberlega, af hálfu Lindarhvols ehf. eða ráðuneytisins, og vísar ráðuneytið því í þessu sambandi til 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að Ríkisendurskoðun muni ljúka sérstakri úttekt sinni á starfsemi Lindarhvols ehf. og afhenda Alþingi skýrslu sína þar um, sem verði jafnframt gerð aðgengileg almenningi. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. mars 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Með erindi, sama dags., segir kærandi furðu vekja hvernig ráðuneytið telji það standast að þær þagnarskyldureglur, sem það tiltaki, girði fyrir afhendingu gagna nú en hafi ekki gert það þá. Að öðru leyti vísaði kærandi til fyrri rökstuðnings.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. á árunum 2016-2018. Félagið var stofnað á grundvelli 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis III, sbr. breytingarlög nr. 24/2016, í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 til þess að annast umsýslu eigna, fullnustu og sölu eftir því sem við átti. Framangreind lög nr. 36/2001 voru í heild sinni felld úr gildi með lögum nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands. <br /> <br /> Fundargerðirnar eru alls 40 talsins. Í þeim er hvort tveggja fjallað um málefni Lindarhvols ehf. sjálfs sem og málefni fjölda annarra lögaðila. Fundargerðirnar eru skipulega fram settar og í þeim er skýrlega greint á milli ólíkra umfjöllunarefna.<br /> <br /> Eins og lýst er hér að framan er synjun ráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, fyrst og fremst byggð á því að upplýsingar sem fram komi í fundargerðunum séu háðar þagnarskyldu samkvæmt 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 19. mars 2020, segir auk þess að upplýsingar í fundargerðunum varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila og séu þar með undanþegnar upplýsingarétti almennings, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Þá vísar ráðuneytið til þess að þær upplýsingar sem ekki heyri undir þessar takmarkanir hafi þegar verið birtar opinberlega, með vísan í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins byggir í fyrsta lagi á því að upplýsingar í fundargerðunum séu undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli þagnarskyldureglna 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, 41. gr. laga nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Samkvæmt 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992 eru þeir sem annast framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. Hvorki verður af ákvæðinu sjálfu né af skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins ráðið hvort og með hvaða hætti Lindarhvoll ehf. annaðist framkvæmd laga nr. 87/1992.<br /> <br /> Þegar kærandi lagði fram beiðni sína um aðgang að upplýsingum voru í gildi lög um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001. Í 35. gr. laganna sagði eftirfarandi: <br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan samkvæmt ákvæðinu sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls.<br /> <br /> Samkvæmt orðalagi þagnarskylduákvæðis laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, náði þagnarskyldan til þeirra aðila sem tilgreindir voru þar, þ.e. bankaráðsmanna, seðlabankastjóra, aðstoðarseðlabankastjóra, nefndarmanna í peningastefnunefnd og annarra starfsmanna Seðlabanka Íslands. Þar sem aðrir aðilar eru ekki tilgreindir í ákvæðinu er ljóst að ákvæðið gildir ekki um starfsfólk fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna starfsemi Lindarhvols ehf. <br /> <br /> Í 4. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III sömu laga sagði enn fremur:<br /> <br /> „Stjórnarmenn, framkvæmdastjóri, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk á vegum félagsins skulu gæta þagmælsku um atriði sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fær ekki séð að ofangreint bráðabirgðaákvæði hafi að geyma sérstaka þagnarskyldureglu starfsmanna Lindarhvols ehf. sem gangi framar ákvæðum upplýsingalaga samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Verður þá að líta til þess að í bráðabirgðaákvæðinu er einungis lýst með almennum hætti til hvaða upplýsinga þagnarskyldan tekur. <br /> <br /> Loks er af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins einnig vísað til 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, en í ákvæðinu segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 2. mgr. ákvæðisins segir: <br /> <br /> „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“<br /> <br /> Í 1. tölul. 1. gr. laga nr. 161/2002, er ,,fjármálafyrirtæki“ skilgreint sem viðskiptabanki, sparisjóður, lánafyrirtæki, verðbréfafyrirtæki eða rekstrarfélag verðbréfasjóða sem fengið hefur starfsleyfi skv. 6. gr., sbr. 4. gr.“ Sem fyrr segir var Lindarhvoll ehf. stofnað á grundvelli 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis III í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Í 1. málsl. 4. mgr. bráðabirgðaákvæðis III sagði að við umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. skuli félagið leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Í samræmi við framangreint verður að telja ljóst að ákvæði 58. gr. tekur ekki til starfsemi Lindarhvols ehf. nema að því marki sem félagið og starfsmenn þess hafa veitt viðtöku upplýsingum samkvæmt 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Af orðalagi 1. og 2. mgr. 58. gr. verður enn fremur ráðið að þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu tekur einungis til upplýsinga að því marki sem þær varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis. Úrskurðarnefndin vekur athygli á því að hvorki verður séð af gögnum málsins né skýringum ráðuneytisins að ráðuneytið hafi við afgreiðslu á beiðni kæranda greint á milli upplýsinga sem varða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis í skilningi 58. gr. og upplýsinga sem gera það ekki. <br /> <br /> Eins og rakið hefur verið hér að framan hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið gengið út frá því í skýringum sínum til úrskurðarnefndarinnar að framangreind þagnarskylduákvæði hafi að geyma sérgreindar þagnarskyldureglur sem girði almennt fyrir að unnt sé að verða við erindi kæranda um afhendingu fundargerða Lindarhvols ehf. á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt því sem að framan greinir telur úrskurðarnefndin að sú lagatúlkun ráðuneytisins fái ekki staðist.<br /> <h2>3.</h2> Eins og áður segir vísar ráðuneytið jafnframt til 9. gr. upplýsingalaga og telur að í umbeðnum fundargerðum sé að finna upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi til laganna kemur fram að ákvæðið sé til þess að vernda stjórnarskrárvarinn rétt manna til einkalífs annars vegar og hins vegar eðlilega og réttmæta hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum. Í athugasemdunum segir enn fremur orðrétt:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig er t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.“ <br /> <br /> Að því er varðar gögn um fyrirtæki og aðra lögaðila segir í athugasemdum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Við mat á því hvort rétt sé að takmarka aðgang almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda með vísan til 9. gr. upplýsingalaga kann að vera nauðsynlegt að afla afstöðu þeirra einstaklinga og félaga sem fjallað er í umbeðnum gögnum. Vísast um þetta til 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga sem og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni þeirra 40 fundargerða sem beiðni kæranda lýtur að. Við blasir að nokkur hluti fundargerðanna fjallar um málefni Lindarhvols sjálfs og inniheldur upplýsingar sem með engu móti geta talist falla undir takmarkanir 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í fundargerðunum er hins vegar einnig að finna upplýsingar um einstaklinga og fyrirtæki sem hugsanlegt er að falli undir takmarkanir 9. gr. laganna, eða eftir atvikum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Af afgreiðslu fjármálaráðuneytisins verður hins vegar ekki séð að nokkurt mat hafi farið fram á því hvaða upplýsingar í fundargerðunum kunni að falla undir ákvæðin og hverjar ekki. Eins og rakið var hér að framan með vísan til lögskýringargagna er hins vegar nauðsynlegt að slíkt mat fari fram.<br /> <br /> Sú afstaða fjármálaráðuneytisins liggur þó fyrir að á heimasíðu Lindarhvolls ehf. sé að finna allar þær upplýsingar sem ráðuneytið telji heimilt að birta. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ráðuneytið hefur hvorki útskýrt fyrir kæranda né úrskurðarnefndinni hvar nákvæmlega þær upplýsingar úr fundargerðunum sem afhenda má er að finna á heimasíðu Lindarhvols ehf. Jafnframt bendir úrskurðarnefndin á að kærandi kann að hafa af því hagsmuni að sjá hvernig fjallað er um málefni í fundargerðunum sjálfum, sbr. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga, enda hafa fundargerðirnar ekki verið birtar á heimasíðunni. <br /> <br /> Með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin eru hér að framan er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi ekki afgreitt beiðni kæranda með fullnægjandi hætti. Er því óhjákvæmilegt að vísa beiðninni aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, um að synja beiðni A, blaðamanns hjá Viðskiptablaðinu, um aðgang að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018, er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
915/2020. Úrskurður frá 14. júlí 2020 | Deilt var um afgreiðslu Hafrannsóknastofnunar á beiðni félags um aðgang að gögnum sem varða veiðiráðgjöf vegna beitukóngs árið 2019. Hafrannsóknarstofnun sagði umbeðnar upplýsingar vera fyrirliggjandi í tækniskýrslu um beitukóng sem gefin var út árið 2019 og vísaði til þess hvar í skýrslunni upplýsingarnar væri að finna. Engin önnur gögn væru til um ráðgjöfina en fundargerðir, glærusýningar og forritunarkóði sem synjað var um aðgang að á þeim grundvelli að gögnin væru vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst á það með Hafrannsóknarstofnun að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli. | <h1>Úrskurður</h1> <br /> Hinn 14. júlí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 915/2020 í máli ÚNU 20010018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. janúar 2020, kærði Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður, f.h. Royal Iceland ehf., ákvörðun Hafrannsóknastofnunar um að synja beiðni félagsins um aðgang að gögnum sem varða ráðgjöf um takmarkanir á veiðum á beitukóngi. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 16. desember 2019, fór kærandi þess á leit við Hafrannsóknastofnun að veittar yrðu upplýsingar og gögn sem lágu til grundvallar ráðgjöf um takmarkanir á veiðum á beitukóngi sem birt var þann 13. júní 2019. Óskað var eftir eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Samantektum úr afladagbókum fyrir veiðar á beitukóngi.<br /> 2. Samanteknum gögnum um greiningu á afla á sóknareiningu fyrir beitukóng. <br /> 3. Greiningu á veiðidögum og afla eftir mánuðum, svæðum o.s.frv. <br /> 4. Þeim upplýsingum sem lágu til grundvallar um þróun veiðiálags (e. catch effort) og veiðimagns. <br /> 5. Fyrirliggjandi stofnstærðarmælingum eða mati á stofnstærð eftir svæðum, annars vegar á norðanverðum Breiðafirði og hins vegar sunnanverðum Breiðafirði. <br /> 6. Fyrri rannsóknum og mælingum sem varpað gætu ljósi á stofnstærð og veiðiþol stofnsins sem lagt var til grundvallar ákvörðun um takmörkun á veiðum. <br /> 7. Öllum gögnum, forsendum og rökum sem lágu til grundvallar og rökstyðja ákvörðun stofnunarinnar um að taka upp nýja aflareglu grundvallaða á ICES reglu um „data limited stock“ og greiningu stofnunarinnar á kostum og göllum þess að taka upp nýja aflareglu. <br /> <br /> Hafrannsóknastofnun afgreiddi beiðni kæranda með bréfi, dags. 13. janúar 2020. Í bréfinu segir meðal annars að stofnunin hafi þann 13. júní 2019 birt ráðgjöf og tækniskýrslu fyrir beitukóng sem nálgast megi á heimasíðu stofnunarinnar. Í viðkomandi skjölum séu samantektir og greiningar sem hafi legið til grundvallar ráðgjöf stofnunarinnar og svari í raun liðum 1-7 í beiðni kæranda. Ef óskað sé eftir frekari gagnagreiningum geti stofnunin orðið við því en þá muni verða um útselda tímavinnu að ræða sem greiða þurfi fyrir. Til að hægt sé að meta umfang vinnunnar þurfi mun nánari útlistun á því hvaða upplausna sé krafist í greiningum. <br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að kærandi sé eina útgerð landsins sem veiði og vinni beitukóng og hafi því kærandi því verulega hagsmuni af því að staðið sé rétt að ráðgjöf um heildarafla. Kærandi hafi óskað eftir því að honum yrðu veittar allar upplýsingar um grundvöll ráðgjafar stofnunarinnar þannig að hann gæti sjálfur lagt mat á aðferðafræði Hafrannsóknastofnunar og komið á framfæri athugasemdum eða gagnrýni ef hann telji ástæðu til þess. Kærandi segist hafna því að þau gögn sem hann óski eftir kalli á sérstaka vinnu við gagnagreiningu, enda verði að ætla að slík greining eða samantektir hafi átt sér stað á grundvelli gagnanna, a.m.k. sé óhugsandi annað en að fyrir liggi samantektir á gögnum sem stofnunin byggi útreikninga sína á. Kærandi eigi ekki aðeins rétt til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga heldur einnig ákvæðum laga nr. 112/2015, um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, sbr. meðal annars ákvæði 16. tölul. 5. gr. laganna. Kærandi telur að túlka verði skyldur Hafrannsóknastofnunar samkvæmt upplýsingalögum í samræmi við ákvæði laga nr. 112/2015 og leggi þau lög auknar skyldur á hendur stofnuninni til að deila með hagsmunaaðilum þeim gögnum sem stofnunin aflar, og byggir ráðgjöf sína á, á hverjum tíma. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Hafrannsóknastofnun með bréfi, dags. 30. janúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Hafrannsóknastofnunar, dags. 14. febrúar 2020, segir að stofnunin telji samantektirnar sem óskað sé eftir vera vinnugögn samkvæmt skilgreiningu upplýsingalaga. Þá eigi ákvæði í lögum um Hafrannsóknastofnun um aðgang að gögnum ekki við um vinnugögn og samantektir sem hugsanlega séu lögð fram á lokuðum fundum innan stofnunarinnar heldur um töluleg gögn og mælingar sem nýst geti til gagnagreiningar vísindamanna og almennings. Meðfylgjandi umsögninni var sérstök greinargerð Hafrannsóknastofnunar þar sem ferill ráðgjafar nytjastofna er skýrður og farið er yfir forsendur ráðgjafar vegna beitukóngs. Jafnframt eru þar rakin samskipti stofnunarinnar við kæranda.<br /> <br /> Umsögn Hafrannsóknastofnunar var kynnt kæranda þann 20. febrúar 2020 og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda. <br /> <br /> Með erindi, dags. 2. apríl 2020, ítrekaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni sína til Hafrannsóknastofnunar um aðgang að gögnum málsins. Þau bárust þann 17. apríl 2020. Í bréfi er fylgdi gögnunum kemur fram að um sé að ræða vinnugögn og fundargerðir sem fjallað hafi verið um á tveimur fundum ráðgjafanefndar stofnunarinnar um hryggleysingja (IAG). Þá kemur fram það mat stofnunarinnar að verði henni gert að veita hagsmunaaðilum aðgang að vinnugögnum muni það grafa alvarlega undan vísindalegum grunni ráðgjafar stofnunarinnar. Stofnunin muni halda áfram á þeirri braut að birta ítarlegar tækniskýrslur þar sem forsendur ráðgjafar séu útskýrðar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. júní 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum á þeim gögnum sem bárust með bréfi Hafrannsóknastofnunar þann 17. apríl 2020. Í svari Hafrannsóknastofnunar, dags. 22. júní 2020, kemur fram að ráðgjöf stofnunarinnar byggist á alþjóðlega viðurkenndum aðferðum. Stofnunin hafi á undanförnum árum stóraukið útgáfu á efni sem tengist ráðgjöfinni með tækniskýrslum og hnitmiðuðum ráðgjafarskjölum. Stofnunin telji því að hún hafi útskýrt nægjanlega, í útgefnum skýrslum sem og á fundum með kæranda og í fyrri svörum til kæranda af hverju hún breytti grunni ráðgjafar. Þá segir að ráðgjöfin sé ekki stjórnvaldsákvörðun heldur ráðgjöf til ráðherra, það sé svo ráðherra að ákveða hvort ráðgjöfinni sé fylgt, kærandi sé því ekki beinn aðili að málinu. Andi laga um stofnunina, sem kveði á um aðgengi að gögnum, eigi ekki við um fundargerðir og slíkt heldur mæligögn til að auðvelda öðru vísindafólki að stunda rannsóknir. Því telji stofnunin tilvísunina ekki eiga við. <br /> <br /> Með erindi til Hafrannsóknastofnunar, dags. 23. júní 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir skýringum á því hvar umbeðnar upplýsingar væri að finna í skýrslum þeim sem vísað var til í umsögn stofnunarinnar og birtar eru á vef hennar. Þá óskaði nefndin upplýsinga um það hvort fyrirliggjandi væru önnur gögn í málaskrá stofnunarinnar með þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir. Hafrannsóknastofnun svaraði samdægurs. Þar er leiðbeint um á hvaða blaðsíðu umbeðnar upplýsingar séu að finna í tækniskýrslunni frá 13. júní 2019. Þá er tekið fram að ekki sé haldið utan um ráðgjafarferli stofnunarinnar í málaskrá hennar. Þar séu vistuð innsend erindi frá stjórnvöldum og utanaðkomandi aðilum. Haldnar séu fundargerðir um fundi þar sem ráðgjöf sé rædd og hafi þær verið sendar til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Svar Hafrannsóknastofnunar, frá 23. júní 2020, var sent kæranda með bréfi sama dag og veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 10. júlí 2020, kemur meðal annars fram að kærandi sé eina útgerð landsins sem veiði tegundina beitukóng í Breiðafirði. Hafrannsóknarstofnun hafi ekkert samráð haft við kæranda um mjög afdrifaríkar ákvarðanir um breytingar í veiðiráðgjöf. Mikil samskipti hafi verið á milli þáverandi útgerðaraðila og þáverandi forstöðumanns þeirrar deildar Hafrannsóknarstofnunar sem beitukóngur féll undir, um stofnstærðarmælingu árið 2012 sem framkvæmd hafi verið í samvinnu milli þessara aðila. Niðurstaða mælingarinnar hafi verið sú að veiði á árunum 1996-2012 hafi ekki haft áhrif á stærð stofnsins. Veiðin á þessu tíma hafi verið mun meiri en frá árunum 2012. Kærandi telur Hafrannsóknastofnun hafa ákveðið að koma sér undan rannsóknarskyldu á beitukóngi með því að taka ákvarðanir árin 2017 og 2019 um breytta ráðgjöf sem minnki hámark veiða um 64%. Óskað sé eftir upplýsingum um raunverulegar ástæður fyrir þessum tveimur ákvörðunum sem teknar hafi verið á fundum TAC nefndar og/eða fundum hryggleysingjahóps annars vegar árið 2017 og hins vegar árið 2019. Í tækniskýrslum um beitukóng komi ekki fram rök fyrir ákvörðun stofnunarinnar árin 2017 og 2019 um að skera niður hámarksráðgjöf í beitukóngi. <br /> <br /> Í athugasemdunum kemur enn fremur fram að það sé krafa kæranda að fá fundargerðir TAC nefndar eða nefndar hryggleysingjahóps stofnunarinnar eða annarra hópa þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að skera niður hámarksráðgjöf. Óskað er eftir fundargerðum vegna ákvörðunar vegna áranna 2017 og 2019. <br /> <br /> Með erindi, dags. 25. júní 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringu á skjali sem kæranda var synjað um aðgang að og geymir forritunarkóða. Samdægurs svaraði Hafrannsóknastofnun því að forritið væri notað í fyrsta lagi til að sækja gögn í gagnagrunna Fiskistofu, þ.e. aflagrunn og afladagbókargrunn. Gögnin væru annars vegar landaður afli af beitukóngi (Hafnarvog) og hins vegar færslur í afladagbókum sem skipstjóri skrái lögum samkvæmt. Annar hluti forritsins reikni meðalafla í hverja gildru. Þriðji og síðasti hluti forritsins teikni síðan stöpla og línurit af niðurstöðunum. <br /> <br /> Þann 1. júlí 2020 funduðu formaður og ritari úrskurðarnefndarinnar með starfsmanni Hafrannsóknastofnunar. Á fundinum kom fram að aðeins ákveðinn hópur starfsmanna hefði aðgang að gögnunum sem kæranda var synjað um aðgang að. Ekkert væri í þessum gögnum sem væri út af fyrir sig skaðlegt. Aftur á móti væri almennt ekki veittur aðgangur að vinnugögnum enda nauðsynlegt að geta lagt fram vinnugögn á lokuðum fundum án þess að hagsmunaaðilar fengju aðgang að þeim. Oft væri það svo að gögnin endurspegluðu ekki endanlega niðurstöðu. Ekkert í vinnugögnunum lýsti forsendum sem ekki væri hægt að kynna sér í endanlegum skýrslum. Jafnframt staðfesti starfsmaður Hafrannsóknastofnunar að allir meðlimir ráðgjafarteymis væru starfsmenn stofnunarinnar. <br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Hafrannsóknastofnunar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem lágu til grundvallar ráðgjöf um takmarkanir á veiðum á beitukóngi sem birt var þann 13. júní 2019. <br /> <br /> Í kæru vísar kærandi meðal annars til þess að hann eigi ekki aðeins rétt til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga heldur einnig ákvæða laga nr. 112/2015, um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, sbr. meðal annars ákvæði 16. tölul. 5. gr. laganna. Túlka verði skyldur Hafrannsóknastofnunar samkvæmt upplýsingalögum í samræmi við ákvæði laga nr. 112/2015. <br /> <br /> Hvað varðar þá málsástæðu kæranda er kveðið á um það hlutverk Hafrannsóknastofnunar í 16. tölul. 5. gr. 112/2015 að miðla upplýsingum til stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings um sjálfbærar nytjar á íslensku hafsvæði, í ám og vötnum, greina frá niðurstöðum rannsóknastarfseminnar og veita aðgang að gögnum stofnunarinnar eftir því sem tök eru á. Af ákvæðinu verður ekki ráðið að með því séu lagðar auknar skyldur á Hafrannsóknastofnun um að veita aðgang að upplýsingum í vörslum stofnunarinnar umfram það sem kveðið er á um í upplýsingalögum nr. 140/2012. Í máli þessu verður því leyst einvörðungu úr því hvort afgreiðsla Hafrannsóknastofnunar hafi verið í samræmi við upplýsingalög. <br /> <h2>2.</h2> Hafrannsóknastofnun segir upplýsingarnar sem kærandi óskaði eftir vera fyrirliggjandi í tækniskýrslu um beitukóng, dags. 13. júní 2019, sem sé aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar. Stofnunin hefur tilgreint hvar í skýrslunni umbeðnar upplýsingar sé að finna. Auk þess staðhæfir stofnunin að önnur gögn varðandi ráðgjöf séu ekki vistuð í málaskrá stofnunarinnar og séu því engin frekari gögn er málið varða fyrirliggjandi hjá stofnuninni önnur en þau gögn sem stofnunin synjaði kæranda um aðgang að á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn. <br /> <br /> Vinnugögn eru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þannig að um sé að ræða gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar.<br /> <br /> Í athugasemdunum er einnig tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist gagn vera vinnugagn að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Gögnin sem Hafrannsóknastofnun synjaði kæranda um aðgang að voru í fyrsta lagi tvær fundargerðir ráðgjafanefndar stofnunarinnar um hryggleysingja, í öðru lagi tvær glærusýningar varðandi ráðgjöfina og þriðja lagi forritunarkóði fyrir tölfræðiforrit. Þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum bera með sér að þær hafi verið teknar saman við undirbúning ráðgjafar vegna veiða á beitukóngi. Endanleg ráðgjöf vegna veiða á beitukóngi, tækniskýrsla og forsendur hennar, voru svo birtar opinberlega á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar. <br /> <br /> Hvað varðar rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum ráðgjafarnefndar Hafrannsóknastofnunar þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál í fyrri úrskurðum lagt til grundvallar að fundargerðir geti uppfyllt það skilyrði að teljast vinnugögn, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 538/2014, 716/2018, 894/2020. Af 8. gr. upplýsingalaga leiðir að við mat á því hvort gagn teljist vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. laganna skal einkum litið til þess í hvaða skyni gagnið var útbúið og hvers efnis það er.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni fundargerða ráðgjafanefndar stofnunarinnar um hryggleysingja. Í fundargerð, dags. 29. maí 2019, eru stuttar vangaveltur um fræðilegar og tæknilegar reikniforsendur beitukóngsafla og magn veiða undanfarinna ára. Í fundargerð, dags. 4. júní 2019, eru settar fram upplýsingar um ástand beitukóngsstofnsins og hugleiðingar um hugsanlega niðurstöðu ráðgjafar stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmist efni fundargerðanna vinnugagnahugtaki 8. gr. upplýsingalaga, sem félaginu er heimilt að undanþiggja upplýsingarétti með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna, enda koma þar ekki fram þær upplýsingar sem tilteknar eru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur glærusýningarnar vera sama efnis og fundargerðirnar. Er því Hafrannsóknastofnun heimilt að undanþiggja þær upplýsingarétti kæranda með sömu rökum og færð hafa verið fram varðandi fundargerðirnar. <br /> <br /> Varðandi skjal með forritunarkóða hefur úrskurðarnefndin ekki ástæðu til annars en að ætla að hann hafi verið notaður við útreikninga á þann hátt sem Hafrannsóknastofnun lýsti. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að skjalið sé vinnugagn sem Hafrannsóknarstofnun er heimilt að synja um aðgang að, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, enda er um að ræða undirbúningsgagn auk þess sem í því koma ekki fram upplýsingar sem tilteknar eru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá metur Hafrannsóknastofnun það svo að ekki sé ástæða til að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Hafrannsóknastofnun hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að tveimur fundargerðum ráðgjafanefndar stofnunarinnar um hryggleysingja, tveimur glærusýningum varðandi ráðgjöfina og forritunarkóða fyrir tölfræðiforrit með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>3.</h2> Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar Hafrannsóknastofnunar að engin önnur gögn með umbeðnum upplýsingum séu fyrirliggjandi en tækniskýrslan sem stofnunin hefur vísað til auk þeirra gagna sem stofnunin synjaði kæranda um aðgang að og þegar hefur verið fjallað um. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi eða gögnin eru þegar aðgengileg almenningi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Er því kærunni vísað frá að öðru leyti. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 10. júlí 2020, kemur fram að einnig sé óskað eftir fundargerðum vegna ákvörðunar árið 2017 en í upphaflegri beiðni kæranda var óskað eftir gögnum sem lágu til grundvallar ráðgjöf um takmarkanir á veiðum á beitukóngi sem birt var þann 13. júní 2019. Um er að ræða nýja beiðni sem Hafrannsóknastofnun hefur ekki tekið afstöðu til. Úrskurðarnefndin mun því ekki fjalla um þá beiðni, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun Hafrannsóknastofnunar, dags. 13. janúar 2020, um að synja beiðni Royal Iceland ehf., um aðgang að fundargerðum, glærukynningum og forritunarkóða vegna ráðgjafar um veiðar á beitukóngi vegna ráðgjafar 2019. <br /> <br /> Kæru, dags. 29. janúar 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> |
914/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020 | Kærð var afgreiðsla Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um nöfn starfsmanna félagsins, stöðu þeirra og menntun miðað við 1. febrúar 2020. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að samkvæmt 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga bæri að veita almenningi upplýsingar um nöfn og starfssvið starfsmanna lögaðila sem falla undir lögin. Hins vegar bæri ekki að veita upplýsingar um menntun starfsmanna og var því staðfest synjun Herjólfs ohf. á beiðni um þær upplýsingar. Þá hafði Herjólfur ohf. birt nöfn og starfssvið starfsmanna á vefsíðu félagsins og voru þær upplýsingar því þegar aðgengilegar almenningi. Var kærunni þar af leiðandi vísað frá að því leyti. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 914/2020 í máli ÚNU 200400010.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 10. febrúar 2020, óskaði A eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna félagsins, stöðu þeirra og menntun miðað við 1. febrúar 2020. Óskað var eftir því að upplýsingarnar bærust á pappír. Með erindi, dags. 25. febrúar 2020, kærði hann á töf á afgreiðslu erindisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Herjólfur ohf. svaraði beiðni kæranda með bréfi, dags. 24. febrúar 2020. Í svari félagsins segir að hjá því starfi um 70 starfsmenn á ársgrundvelli og sé um að ræða bæði fasta starfsmenn og afleysingastarfsmenn. Unnið sé að því að taka saman upplýsingar um starfsmenn félagsins og verði þær birtar á vefsíðu þess um leið og þeirri vinnu væri lokið. Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 27. febrúar 2020, er gerð sú krafa að Herjólfur ohf. verði úrskurðaður til að afhenda umbeðin gögn á pappír. <br /> <br /> Með erindi, dags. 23. júní 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir nánari upplýsingum frá Herjólfi ohf. um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Sérstaklega var óskað eftir upplýsingum um hvort breytingar hefðu orðið á lista yfir starfsfólk félagsins og starfssvið þess, sem birtur var á vef félagsins, frá 1. febrúar 2020. <br /> <br /> Í svari Herjólfs ohf. við fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar, dags. 25. júní 2020, kemur fram að á vefsíðu félagsins, www.herjolfur.is, undir flokknum „um okkur“, séu tiltekin nöfn allra starfsmanna félagsins auk starfs- og/eða stöðuheita þeirra. Ekki hafi þótt ástæða til að færa inn afleysingafólk eða starfsfólk sem sé í tímabundnum störfum, svo sem sumarstarfsmenn, enda um skammtímaráðningar að ræða. Það sé jafnframt mat félagsins að ástæðulaust sé að veita, birta eða upplýsa um frekari hagi eða stöðu starfsmanna. Starfsmenn og þá sérstaklega áhafnameðlimir þurfi að hafa réttindi því annars sé ekki hægt að lögskrá þá um borð. Einnig kemur fram að listinn sé uppfærður reglulega og engar breytingar hafi verið gerðar á starfsmannamálum frá því kærandi hafi óskað eftir upplýsingunum. Samdægurs óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hvort afleysingafólk hefði starfað fyrir félagið þann. 1. febrúar 2020. Herjólfur ohf. svaraði því sama dag að allir þeir starfsmenn sem hefðu verið starfandi 1. febrúar hefðu verið skráðir á vefsíðu félagsins og ætti það bæði við um fastráðna starfsmenn og afleysingafólk sem þá hefði verið að störfum. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um nöfn starfsmanna Herjólfs ohf., stöðu þeirra og menntun miðað við 1. febrúar 2020. <br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna, sbr. 7. gr. laganna. <br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er nánar fjallað um upplýsingar um málefni starfsmanna. Samkvæmt ákvæðinu er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu.<br /> <br /> Í 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir að veita beri almenningi upplýsingar um eftirtalin atriði sem varði starfsmenn lögaðila sem falli undir lögin:<br /> <br /> 1. nöfn starfsmanna og starfssvið,<br /> 2. launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra.<br /> <br /> Í 5. mgr. 7. gr. segir að almenningur eigi rétt til aðgangs að upplýsingum skv. 2. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna Herjólfs ohf., stöðu þeirra og menntun en samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er félaginu aðeins skylt að veita almenningi upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið starfsmanna félaga í meirihlutaeigu hins opinbera. Er því staðfest sú ákvörðun Herjólfs ohf. um að veita kæranda ekki aðgang að upplýsingum um menntun starfsfólks félagsins. <br /> <h2>2.</h2> Í svari Herjólfs ohf. við beiðni kæranda, dags. 24. febrúar 2020, segist félagið vera að vinna að því að taka saman upplýsingar um starfsmenn og að þær verði í kjölfarið birtar á vefsíðu félagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að samkvæmt 5. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á almenningur rétt til aðgangs að upplýsingum skv. 2. og 4. mgr. frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli. <br /> <br /> Fyrir liggur að í kjölfar beiðni kæranda hóf Herjólfur ohf. vinnu við að taka saman upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Ekki verður hins vegar séð af gögnum málsins að kærandi hafi verið upplýstur um hvenær upplýsingarnar urðu aðgengilegar á vefnum. <br /> <br /> Herjólfur ohf. vísar til þess í svari félagsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 23. júní 2020, að upplýsingar um nöfn starfsmanna félagsins og starfssvið þeirra séu birtar á vefsíðu þess og tilgreinir hvar þær sé að finna. Félagið staðhæfir að sá listi sem aðgengilegur var á vefsíðu félagsins þann 25. júní 2020 endurspegli nöfn og starfssvið starfsmanna sem störfuðu hjá félaginu 1. febrúar 2020 en kærandi óskaði eftir að upplýsingarnar yrðu miðaðar við þá dagsetningu. Herjólfur ohf. kveður engar breytingar hafa verið gerðar á starfsmannamálum síðan þá. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu félagsins. <br /> <br /> Í kæru krefst kærandi þess að fá umbeðnar upplýsingar afhentar á pappír. <br /> <br /> Í 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. segir svo að séu gögn eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í máli þessu kemur því til álita hvort 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. leiði til þess að aðili hafi val um form umbeðinna gagna þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi.<br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna og úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015, 675/2017 og 896/2020. Herjólfi ohf. var því heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að vísa á vef félagsins þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þær. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að upplýsingum um nöfn og stöðu starfsmanna Herjólfs ohf. miðað við 1. febrúar 2020. Verður því þessum hluta kærunnar vísað frá úrskurðarnefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Staðfest er ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 26. júní 2020, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að upplýsingum um menntun starfsmanna félagsins. <br /> <br /> Kæru A, dags. 20. febrúar 2020, er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
913/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020 | Í málinu var deilt um afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um aðgang að upplýsingum um bíltæknirannsóknir sem lögreglan hefði látið framkvæma á tímabilinu 2004-2014. Lögreglan bar því við að ekki væru fyrirliggjandi gögn með slíkum upplýsingum, nema þá í málsgögnum sakamála. Kærunni var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál með vísan til þess að gögn sem varða rannsókn sakamála eru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 913/2020 í máli ÚNU 20040005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 7. apríl 2020, kærði A afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Þann 21. júní 2018 óskaði kærandi eftir upplýsingum um bíltæknirannsóknir lögreglunnar. Fram kemur í beiðninni að nánar tiltekið væri sérstaklega óskað eftir upplýsingum um það hvort B bifvélavirkjameistari hefði verið kallaður til sem sérfræðingur, sbr. ákvæði 86. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 (eða 70 gr. brottfallinna laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991) til bíltæknirannsókna á ökutækjum. Jafnframt óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort aðrir sérfræðingar hefðu verið kallaðir til á grundvelli sömu ákvæða. Þá óskaði hann eftir upplýsingum um fjölda mála sem viðkomandi sérfræðingar hefðu unnið fyrir lögregluna á tímabilinu 2004-2014, að báðum árum meðtöldum. Tekið var fram að ekki væri þörf á nákvæmum fjölda mála, heldur myndi ágiskun vera fullnægjandi að svo stöddu.<br /> <br /> Í svari Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. mars 2020, segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nái til gagna sem séu fyrirliggjandi og varði tiltekið mál. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gildi þau hins vegar ekki um rannsóknir sakamála eða saksókn. Bíltæknirannsóknir á Íslandi séu framkvæmdar hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Ef kærandi óski frekari upplýsinga sé eðlilegt að hann beini fyrirspurnum sínum þangað. <br /> <br /> Í erindi kæranda til lögreglunnar, dags. 12. mars 2020, kveðst hann hafa fengið upplýsingar frá Lögreglunni á Suðurlandi við sömu fyrirspurn. Hann vilji engu að síður fá svar við fyrirspurn sinni um fjölda mála sem B og/eða aðrir sérfræðingar hafi unnið varðandi bíltæknirannsóknir fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á þessu tiltekna tímabili, 2004-2014. Þá kveðst kærandi ekki vera að spyrja um einstök mál eins og lögreglan vísi í með synjun um upplýsingar á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ástæðan fyrir kærunni sé að kærandi hafi í undirbúningi kæru vegna hegningarlagabrots og að svar við fyrirspurninni myndi að öllum líkindum styrkja kæruna. <br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærandi hafi óskað eftir tölfræðiupplýsingum um framkvæmdar bíltæknirannsóknir fyrir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2004-2014 að bárum árum meðtöldum. Óskað hafi verið eftir því að aðgreindur væri fjöldi mála sem B bifvélavirkjameistari hefði unnið að og fjöldi mála sem aðrir hefðu unnið að. Þá telur kærandi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í málinu enda sé hvorki verið að óska eftir upplýsingum úr tilteknu sakamáli né saksókn og ekki verði með nokkru móti hægt að tengja umbeðnar upplýsingar við nein tiltekin sakamál né saksóknir. Eingöngu sé spurt um tölfræði á tilteknu tímabili. Þá tekur kærandi fram að bíltæknirannsóknir eigi við í fleiri tilfellum en þeim sem endi í sakamáli eða saksókn. Að lokum gerir kærandi mjög alvarlegar athugasemdir við að það hafi tekið lögregluna 21 mánuð að svara upphaflegu erindi hans, sérstaklega í ljósi þess að honum hafi verið synjað um aðgang að upplýsingunum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með bréfi, dags. 14. apríl 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. júní 2020, segir að lögreglan hafi skoðað hvort upplýsingar um bíltæknirannsóknir væru til hjá embættinu og leiðbeint kæranda um að leita til Lögreglunnar á Suðurlandi þar sem bíltæknirannsóknir fyrir öll lögregluembættin séu framkvæmdar þar. Þá segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki gert samantekt á bíltæknirannsóknum og séu umbeðnar upplýsingar því ekki tiltækar hjá embættinu. Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga eigi almenningur rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. laganna. Stjórnvöldum sé hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli ákvæðisins, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Vísað er til athugasemda við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem tekið sé fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi hjá stjórnvöldum á þeim tíma þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau séu á þeim tíma. Upplýsingar um hvort og þá hvaða aðili hafi framkvæmt bíltæknirannsókn í sakamáli sé að finna í gögnum sakamálsins og séu hluti af málsgögnum sem undanþegin séu meginreglunni um réttindi almennings til aðgangs að upplýsingum þar sem gildissvið upplýsingalaga nái ekki til rannsóknar sakamáls eða saksóknar þess, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Þannig hafi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki gögn til að afhenda, hvorki kæranda né úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Að lokum er beðist velvirðingar á töfum sem orðið hafi við afgreiðslu erindisins sem helgist af önnum hjá embættinu.<br /> <br /> Umsögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. júní 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 22. júní 2020, mótmælir hann því að beiðninni sé synjað á þeirri forsendu að umbeðnar upplýsingar hafi ekki verið teknar saman. Á þeim forsendum væri í raun hægt að synja um aðgang að nánast öllum upplýsingum öðrum en beinum samskiptum. Kærandi gerir athugasemd við málshraða og afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og kveðst hafa sent sömu fyrirspurn á öll önnur lögregluembætti á landinu á sama tíma og hafi fengið svör frá þeim öllum innan mánaðar. Það sé því með ólíkindum að nú tveimur árum eftir upprunalega fyrirspurn kæranda sé Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki búin að svara þessari einföldu fyrirspurn. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um upplýsingar um bíltæknirannsóknir sem sérfræðingar framkvæmdu á vegum embættisins á árunum 2004-2014 á grundvelli 86. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og 70 gr. eldri laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. <br /> <br /> Kærandi óskaði nánar tiltekið eftir upplýsingum um eftirfarandi: <br /> <br /> 1. Hvort B bifvélavirkjameistari hefði verið kallaður til sem sérfræðingur í bíltæknirannsóknum. <br /> 2. Hvort aðrir sérfræðingar hefðu verið kallaðir til. <br /> 3. Fjölda mála sem viðkomandi sérfræðingar hefðu unnið fyrir lögregluna á tímabilinu.<br /> <br /> Ákvörðun lögreglunnar um að synja beiðni kæranda byggist á því að upplýsingar um bíltæknirannsóknir á vegum embættisins séu ekki fyrirliggjandi heldur þurfi að útbúa sérstaka samantekt til þess að svara fyrirspurn kæranda, sem lögreglunni sé ekki skylt að gera, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá séu umbeðnar upplýsingar eingöngu fyrirliggjandi sem hluti af málsgögnum í sakamálum en slík gögn séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Í fyrirspurn kæranda til lögreglunnar óskar hann eftir svari við því hvort tiltekinn bifvélavirkjameistari hafi sinnt bíltæknirannsóknum fyrir lögregluna og hvort aðrir sérfræðingar hefðu verið kallaðir til þess að sinna slíkum rannsóknum. <br /> <br /> Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar aðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. gr. laganna, berst beiðni um upplýsingar þá ber þeim á grundvelli laganna skylda til að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem geyma umbeðnar upplýsingar. <br /> <br /> Af upplýsingalögum verður ekki leidd sambærileg skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda. Þrátt fyrir að ekki sé útilokað að stjórnvöldum kunni að vera skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þótt ekki liggi fyrir nein gögn með upplýsingunum sem óskað er eftir þá er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga. Upplýsingalög leggja aftur á móti þá skyldu á þá sem falla undir lögin að kanna hvort fyrirliggjandi séu gögn með þeim upplýsingum sem óskað er eftir og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita beri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli laganna í heild eða að hluta. <br /> <br /> Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið þær skýringar að upplýsingar um bíltæknirannsóknir sem sérfræðingar hafi sinnt á vegum embættisins sé eingöngu að finna í málsgögnum vegna rannsókna á sakamálum en samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um rannsókn sakamáls. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til annars en að taka trúanlegar fullyrðingar lögreglunnar um að umbeðnar upplýsingar sé aðeins að finna í málsgögnum sakamála. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um aðgang að slíkum gögnum verður ekki hjá því komist að vísa kæru vegna afgreiðslu lögreglunnar á beiðni um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvort tiltekin starfsmaður hafi sinnt bíltæknirannsókn fyrir lögregluna og hvort aðrir hafi sinnt slíkum rannsóknum. <br /> <h2>3.</h2> Kærandi óskaði einnig eftir upplýsingum um fjölda mála sem sérfræðingar hefðu unnið fyrir lögregluna við bíltæknirannsóknir á tilgreindu tímabili. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir slíka samantekt ekki vera fyrirliggjandi og hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019 og 833/2019. Þar sem úrskurðarnefndin hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að gögn sem liggja til grundvallar þeirri samantekt sem kærandi óskar eftir séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ekki skylt að afhenda kæranda gögnin svo hann gæti sjálfur tekið saman þær upplýsingar sem óskað var eftir. <br /> <br /> Með hliðsjón af því að ekki hafa verið teknar saman upplýsingar um fjölda mála þar sem sérfræðingar hafa verið fengnir til að sinna bíltæknirannsóknum á grundvelli laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og því að upplýsingalög leggja ekki skyldu á Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til að taka afstöðu til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að gögnum með umbeðnum upplýsingum, svo hann geti sjálfur tekið saman fjölda mála, verður einnig að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 7. apríl 2020, vegna afgreiðslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um upplýsingar um bíltæknirannsóknir er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
912/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020 | Kærð var afgreiðsla Vegagerðarinnar á beiðni um aðgang að upplýsingum varðandi kostnað við utanlandsferð starfsmanna Vegagerðarinnar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Spalar árið 2002. Vegagerðin kvað engin gögn með slíkum upplýsingum vera fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Úrskurðarnefndin taldi sig ekki hafa forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa og var kærunni því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 912/2020 í máli ÚNU 20020024.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. febrúar 2020, kærði A afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni hans um aðgang að upplýsingar varðandi kostnað við ferð starfsmanna Vegagerðarinnar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Spalar til Færeyja árið 2002. <br /> <br /> Í kæru vísar kærandi til upplýsingalaga nr. 140/2012 og óskar eftir liðsinni úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að afla upplýsinga um ferð tveggja starfsmanna ríkisins til Færeyja þann 10. desember 2002 og um hver hafi borið kostnaðinn af þeirri ferð, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Vegagerðin, Spölur, eða þessir aðilar að jöfnu. Kærandi efast um að það sé eðlileg ráðstöfun á almannfé, að starfsmenn ríkisins fari í leiguflugi til að vera viðstaddir hátíðarhöld vegna vígslu jarðganga í Færeyjum og eiginlega enn fráleitara ef þeir þiggi far með öðrum í slíkar ferðir. Kærandi telji fráleitt að Vegagerðin og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið geti skotið sér undan að veita umbeðnar upplýsingar á þeirri forsendu að þessir aðilar varðveiti ekki opinber bókhaldsgögn og geti þar með ekki uppfyllt þær kröfur sem upplýsingalög geri til stjórnsýslunnar.<br /> <br /> Með erindi til Vegagerðarinnar, dags. 18. desember 2019, óskaði kærandi svara við eftirfarandi spurningum varðandi ferð starfsmanna opinberra stofnana eða fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins til Færeyja 10. desember 2002: <br /> <br /> 1. Hver var heildarkostnaður við ferðina? <br /> 2. Hver var kostnaður vegna einstakra þátttakenda í ferðinni? <br /> 3. Á hvers vegum voru einstakir starfsmenn í þessari ferð? <br /> 4. Hver eða hverjir greiddu kostnaðinn? <br /> 5. Hver leigði flugvélina, til hve langs tíma, hver var kostnaðurinn og hver greiddi?<br /> <br /> Kærandi ítrekaði fyrirspurn sína með tölvupósti, dags. 24. febrúar 2020, en í svari Vegagerðarinnar, dags. 27. febrúar 2020, kemur fram að þrátt fyrir leit í skjalasafni stofnunarinnar hafi engin gögn fundist varðandi fyrirspurn kæranda. Þá er bent á að Vegagerðin geymi ekki bókhaldsgögn lengur en lög krefjist og líklega hafi því ekki orðið til önnur gögn á sínum tíma en þau sem snúi að bókhaldinu. Kærandi spurði sama dag hvort þeir sem hefðu farið í ferðina hefðu ekki verið spurðir um hver bæri kostnað af henni, úr því að bókhaldsgögnum hefði verið eytt. Í svari Vegagerðarinnar, dags. sama dag, kemur fram að réttur til upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum snúi að því að veita aðgang að gögnum sem kunni að vera til hjá stofnuninni um tiltekið málefni. Eins og fram komi í fyrra svari hafi slík gögn ekki fundist hjá Vegagerðinni um það málefni sem fyrirspurn kæranda beinist að og því sé ekki unnt að veita umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Í kæru er tekið fram að umbeðin gögn geti varpað ljósi á hugsanlegt vanhæfi tveggja nafngreindra starfsmanna við afgreiðslu Vegagerðarinnar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á tilteknum kvörtunum kæranda. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Vegagerðinni með bréfi, dags. 27. febrúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vegagerðarinnar, dags. 11. mars 2020, segir að engin gögn hafi fundist hjá Vegagerðinni sem veitt geti upplýsingar um þau atriði sem fyrirspurn kæranda snúi að, þrátt fyrir leit í skjalasafni, og hafi því ekki verið hægt að svara spurningum kæranda. Því sé ekki um synjun um aðgang að gögnum að ræða heldur séu umbeðin gögn ekki til staðar. Vegagerðin hafi upplýst kæranda um það að stofnunin geymi bókhaldsgögn ekki lengur en krafist sé samkvæmt lögum þar um en samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald, sé ekki skylt að geyma slík gögn lengur en í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. <br /> <br /> Vegagerðin bendir á að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál afmarkist við það að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi, sbr. 20. gr. laganna. Þegar umbeðin gögn séu ekki til staðar og afhending þeirra komi af þeim sökum ekki til greina, líkt og hér um ræði, teljist það ekki synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. upplýsingalaga. Af þeirri ástæðu telji Vegagerðin að vísa beri kærunni frá, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 572/2015 frá 2. mars 2015.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. mars 2020, var kæranda kynnt umsögn Vegagerðarinnar og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. sama dag, segir að nokkur atriði í umsögn Vegagerðarinnar þurfi athugunar við því þar stangist á nokkur mikilvæg lagaatriði auk þess sem það virðist einbeittur ásetningur Vegagerðarinnar að koma sér undan því að almenningur fái aðgang að upplýsingum er varðað gætu ámælisverða hegðun starfsmanna stofnunarinnar og meðferð þeirra á almannafé. <br /> <br /> Í fyrsta lagi bendir kærandi á 4. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Það sé skilningur kæranda að óska megi eftir gögnum og upplýsingum frá opinberum stofnum og fyrirtækjum allt að 30 ár aftur í tímann, en að þeim tíma liðnum þurfi almenningur að leita til Þjóðskjalasafnsins, sem opinberir aðilar eigi að koma gögnum til, til frekari varðveislu. Það að eyða bókhaldsgögnum, og öðrum gögnum, fari því beinlínis gegn þessu ákvæði upplýsingalaga.<br /> <br /> Í öðru lagi segir kærandi að í umsögn Vegagerðarinnar sé vísað til 1 mgr. 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994, og á þeim grunni telji Vegagerðin sér ekki skylt að varðveita bókhald lengur en í sjö ár. Þessi túlkun Vegagerðarinnar stangist augljóslega á við ofangreint ákvæði upplýsingalaga og því haldi þau rök sem Vegagerðin haldi fram illa hvað þetta atriði varði.<br /> <br /> Í þriðja lagi vísar kærandi til 1. gr. laga um bókhald nr. 145/1994 þar sem tiltekið sé hverjir falli undir lögin. Það sé ansi langsótt og þröng túlkun ef Vegagerðin ætli að halda því fram að hún sé bara einföld stofnun „sem stundi atvinnurekstur eða hafi á hendi fjáröflun eða fjárvörslu“ og ætli á þeirri forsendu að víkja sér undan að því veita upplýsingar um fjárreiður sínar lengra aftur en sjö ár. Sé þeirri túlkun Vegagerðarinnar á lögum beitt, verði þeim sem ætli t.d. að rita sögu opinberrar stjórnsýslu sniðinn ansi þröngur stakkur. Slík túlkun myndi hindra það að hægt sé að horfa aftur í tímann og meta ýmis mál að nýju, t.d. hvað varði kostnaðaráætlanir og reynslu verka sambærileg við þau sem ráðast eigi í árum eða áratugum síðar.<br /> <br /> Kærandi dregur í efa túlkun Vegagerðarinnar á 1. mgr. 20. gr. bókhaldslaga og að Vegagerðin geti skotið sér undan upplýsingalögum með því að „láta gögn hverfa að eigin geðþótta, eða með vafasamri lagatúlkun“. Þá vísar kærandi til bréfs samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til kæranda, dags. 5. mars 2020, vegna sama máls en þar vísi ráðuneytið til þess að hugsanlega kunni einhver gögn er málið varði að vera að finna hjá Fjársýslu ríkisins. Því telji kærandi Vegagerðina ekki hafa leitað gagnanna með fullnægjandi hætti og vilji láta á það reyna hvort rétt sé að opinberar stofnanir á borð við Vegagerðina og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vísi almenningi á milli stofnana, að því er virðist í þeim tilgangi einum að komast hjá því að veita umbeðnar upplýsingar og afhenda þau gögn sem um sé beðið. Kærandi tekur fram að hann hafi þegar sent Fjársýslu ríkisins beiðni um upplýsingar eftir ábendingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.<br /> <br /> Í kæru fjallar kærandi einnig um hlut samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í málinu en kærandi sendi ráðuneytinu afrit af ofangreindum fyrirspurnunum varðandi kostnað við ferð starfsmanna til Færeyja. Ráðuneytið hafði ekki svarað erindi kæranda þegar kæran barst úrskurðarnefndinni. Kæran var kynnt ráðuneytinu, dags. 27. febrúar 2020, og því veittur frestur til að taka afstöðu til erindis kæranda. Nefndinni barst afrit af svari ráðuneytisins til kæranda, dags. 5. mars 2020, en þar kemur fram að engin gögn sem varðað geti fyrirspurn kæranda sé að finna í skjalasafni ráðuneytisins og sé því ekki unnt að verða við beiðni kæranda um afhendingu slíkra gagna. Hins vegar benti ráðuneytið á að hugsanlega kynnu einhvern gögn er málið varða að vera fyrirliggjandi hjá Fjársýslu ríkisins. Kærandi gerði ekki sérstakar athugasemdir við svar ráðuneytisins og kvaðst ekki hafa tök á að fylgja því eftir en upplýsti nefndina um það að málið hefði verið sent til umboðsmanns Alþingis.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um upplýsingar varðandi kostnað við ferð starfsmanna Vegagerðarinnar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Spalar til Færeyja árið 2002. <br /> <br /> Í kæru fjallar kærandi einnig um hlut samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í málinu en kærandi sendi ráðuneytinu afrit af ofangreindum fyrirspurnunum varðandi kostnað við ferð starfsmanna til Færeyja. Ráðuneytið hafði ekki svarað erindi kæranda þegar kæran barst úrskurðarnefndinni. Kæran var kynnt ráðuneytinu, dags. 27. febrúar 2020, og því veittur frestur til að taka afstöðu til erindis kæranda. Nefndinni barst afrit af svari ráðuneytisins til kæranda, dags. 5. mars 2020, en þar kemur fram að engin gögn sem varðað geti fyrirspurn kæranda sé að finna í skjalasafni ráðuneytisins og sé því ekki unnt að verða við beiðni kæranda um afhendingu slíkra gagna. Hins vegar benti ráðuneytið á að hugsanlega kynnu einhvern gögn er málið varða að vera fyrirliggjandi hjá Fjársýslu ríkisins. Kærandi gerði ekki sérstakar athugasemdir við svar ráðuneytisins og kvaðst ekki hafa tök á að fylgja því eftir. Með hliðsjón af þessu verður því aðeins fjallað um afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni kæranda. <br /> <br /> Vegagerðin hefur lýst því yfir að engin gögn hafi fundist hjá stofnuninni sem veitt geti upplýsingar um þau atriði sem fyrirspurn kæranda snúi að, þrátt fyrir leit í skjalasafni, og hafi því ekki verið hægt að svara spurningum kæranda. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þessar fullyrðingar ráðuneytisins. <br /> <br /> Í umsögn sinni, dags. 11. mars 2020, vísar Vegagerðin jafnframt til 1. mgr. 20. gr. laga um bókhald, nr. 145/1994, en samkvæmt ákvæðinu er aðilum skylt að varðveita bókhaldsgögn í sjö ár. Þau gögn sem kærandi óskaði eftir eru frá árinu 2002 og því tæplega átján ára gömul. Í athugasemdum sínum, 11. mars 2020, mótmælir kærandi því að stofnunin geti komist hjá skyldum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 4. mgr. 4. gr. þar sem segir að lögin gildi um gögn í 30 ár frá því þau urðu til, með því að eyða gögnum. <br /> <br /> Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefndin fram að lög um bókhald, nr. 145/1994, eru sérlög sem gilda eingöngu um bókhaldsgögn. Upplýsingalögin fela aftur á móti í sér almennar reglur um rétt til aðgangs að gögnum sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem falla undir gildissvið laganna. <br /> <br /> Af 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Það heyrir því ekki undir nefndina að gera athugasemdir við hvernig varðveislu gagna er háttað hjá þeim aðilum sem falla undir upplýsingalög. <br /> <br /> Í ljósi atvika málsins og skýringa Vegagerðarinnar hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til annars en að leggja það til grundvallar að gögn sem heyri undir beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá Vegagerðinni, óháð því hvort stofnuninni kunni að hafa verið skylt að halda gögnum og upplýsingum til haga, sbr. 27. gr. upplýsingalaga og 22. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 27. febrúar 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
911/2020. Úrskurður frá 29. júní 2020 | Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni um aðgang að töflureiknisskjölum sem tekin voru saman í tengslum við gerð lagafrumvarps. Fiskistofa hafði afhent kæranda töflureikningsskjölin að hluta en synjað um tilteknar upplýsingar í þeim. Synjunin var í fyrsta lagi byggð á því að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og í öðru lagi að gögnin vörðuðu virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einkaaðila sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu, sbr. 9. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að gögnin væru vinnugögn þar sem þau gátu ekki talist undirbúningsgögn auk þess sem þau höfðu verið afhent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þá taldi nefndin að hagsmunir útgerðarfyrirtækja af leynd, um hvernig reikniforsendur í skjölunum kynnu að hafa áhrif á úthlutun aflaheimilda til þeirra, gætu ekki vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar um undirbúning lagasetningar um ráðstöfun opinberra hagsmuna væru aðgengilegar almenningi. Jafnframt yrði ekki séð að í gögnunum fælust í reynd aðrar upplýsingar um virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni útgerðarfyrirtækja en þær sem þegar væru aðgengilegar almenningi lögum samkvæmt. Var Fiskistofu því gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> <br /> Hinn 29. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 911/2020 í máli ÚNU 19120014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. janúar 2020, kærði Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður, f.h. Félags makrílveiðimanna, ákvörðun Fiskistofu um að synja beiðni félagsins um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 13. desember 2019, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum fyrirliggjandi gögnum, samskiptum við starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Alþingis sem og einstaka þingmenn og ráðherra og upplýsingum sem Fiskistofa hefði látið af hendi vegna undirbúnings og meðferðar frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til laga um breytingu á lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (stjórn veiða á makríl), sbr. 776. mál á 149. löggjafarþingi. Fram kom að upplýsingabeiðnin tæki bæði til upplýsinga og gagna sem Fiskistofa hefði veitt í tengslum við breytingartillögur atvinnuveganefndar við meðferð frumvarpsins og allt til þess tíma þegar Fiskistofa hefði úthlutað varanlegri aflahlutdeild í makríl. <br /> <br /> Með bréfi Fiskistofu, dags. 10. janúar 2020, fékk kærandi sent afrit af tölvupóstum og útprentun af þremur töflureiknisskjölum þar sem búið var að afmá tilteknar upplýsingar, nöfn skipa og veiðireynslu þeirra. Með bréfi, dags. 13. janúar 2020, óskaði kærandi eftir því að fá gögnin án takmarkana. Kærandi tekur fram að skjölin hafi verið send atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að beiðni ráðuneytisins. Fiskistofa hafi ekki upplýst um að upplýsingar hafi verið afmáðar úr skjölunum né rökstutt þá ákvörðun. Kærandi geti ekki séð á hvaða grundvelli Fiskistofa geti haldið leyndum upplýsingum um veiðireynslu eða ætlaða úthlutun til báta sem stofnunin hafi sent ráðherra. Fram kemur í bréfinu að gengið sé út frá því að mistök hafi átt sér stað hjá Fiskistofu enda séu upplýsingarnar þegar opinberar á vefsíðu Fiskistofu. Ef ekki verði orðið við beiðni kæranda sé farið fram á frekari rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. janúar 2020, synjaði Fiskistofa beiðni um að afhenda umbeðin gögn án útstrikana. Í bréfi Fiskistofu kemur fram að um sé að ræða tvö töflureiknisskjöl þar sem borin sé saman veiðireynsla tiltekinna aðila miðað við mismunandi reikniforsendur. Fiskistofa byggi ákvörðun um að synja um aðgang að skjölunum í fyrsta lagi á því að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna. Gögnin hafi verið unnin af starfsmönnum Fiskistofu til eigin nota, að því frátöldu að þau hafi verið afhent sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í aðdraganda framangreindrar lagasetningar á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks þess með Fiskistofu og á grundvelli lagaskyldu, þ.e. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Undantekningar í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um gögnin. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að ákveðið hafi verið að veita kæranda aðgang að tveimur vinnugögnum að hluta, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, þ.e. þeim hlutum gagnanna sem hafi að geyma reikniforsendurnar en ekki þeim sem hafi að geyma nöfn viðkomandi aðila. Sú ákvörðun sæki jafnframt stoð í 9. gr. upplýsingalaga þar sem stofnunin telji sanngjarnt og eðlilegt að samanburður á hugsanlegum úthlutunum veiðiheimilda til einstakra lögaðila fari leynt enda endurspegli skjölin ekki endilega endanlega ákvörðun um úthlutun samkvæmt þeirri leið sem á endanum hafi verið farin.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að því sé hafnað að Fiskistofa hafi veitt ráðuneytinu upplýsingar um það hvernig aflaheimildir myndu skiptast milli útgerða út frá gefnum forsendum ráðuneytisins hverju sinni, á grundvelli eftirlitshlutverks þess með Fiskistofu. Fari því fjarri að tilefni beiðni ráðuneytisins um útreikninga á mögulegum niðurstöðum úthlutunar á aflaheimildum á makríl hafi tengst eftirliti með starfsemi. Í öðru lagi sé því hafnað að upplýsingar eða samanburður á hugsanlegum úthlutunum veiðiheimilda til einstakra lögaðila sé eða geti verið upplýsingar sem felldar verði undir 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um „hugsanlega úthlutun“ séu ekki upplýsingar eða gögn sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ekki sé einu sinni um að ræða upplýsingar um aflaheimildir viðkomandi útgerðar eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess heldur séu þetta upplýsingar um ímyndaða hlutdeild. Upplýsingarnar séu ekki einu sinni komnar frá viðkomandi fyrirtæki né varði þær það. Um sé að ræða upplýsingar um hvernig tilteknar forsendur, sem ráðherra hafi hugleitt að leggja til grundvallar við úthlutun á aflaheimildum í makríl, komi út fyrir einstök fyrirtæki, ef sú leið væri farin. Það eina sem sé óþægilegt við þessar upplýsingar sé sú staðreynd að áður en ráðuneytið hafi útbúið frumvarp til laga um skiptingu hlutdeildar hafi það óskað eftir því að fá fyrirfram upplýsingar um niðurstöður skiptingar á aflamarki. <br /> <br /> Í kæru segir einnig að upplýsingarnar séu unnar upp úr upplýsingum um veiðar á makríl en þær upplýsingar séu opinberar og birtar af Fiskistofu á vefsíðu stofnunarinnar. Þá séu úthlutanir á aflaheimildum einnig opinberar og birtar á vef Fiskistofu. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 24. janúar 2020, var kæran kynnt Fiskistofu og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Umsögn Fiskistofu barst með bréfi, dags. 14. febrúar 2020, ásamt umbeðnum gögnum. Í bréfinu eru málavextir raktir og ítrekað að um sé að ræða vinnugögn sem afhent hafi verið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks þess með Fiskistofu og á grundvelli lagaskyldu, samkvæmt 14. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Áréttað er að ráðuneytið hafi með þessu verið að fylgja eftir lögmætum skyldum sínum til að hafa almennt eftirlit með Fiskistofu, m.a. svo haldið væri utan um veiðireynslu, kvótabundnar tegundir o.fl. með traustum hætti.<br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að upplýsingarnar varði viðkomandi fyrirtæki en þær séu byggðar á aflamarki skipa sem útgerðir hafi veitt og skráð í aflaskráningarkerfi Fiskistofu. Þá sé það mat Fiskistofu að upplýsingarnar séu þessi eðlis að þær gefi villandi mynd af stöðu þeirra útgerða sem hlut eiga að máli og geti þannig skaðað hagsmuni þeirra. Auk þess hafi stofnunin ekki aflað samþykkis þeirra sem í hlut eiga samkvæmt 9. gr. laganna. Stofnunin telur sanngjarnt og eðlilegt að samanburður á hugsanlegum úthlutunum veiðiheimilda til einstakra lögaðila fari leynt enda endurspegli töflureiknisskjölin ekki endanlega ákvörðun um úthlutun samkvæmt þeirri leið sem á endanum hafi verið farin. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. febrúar 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Fiskistofu. Í athugasemdum kæranda, dags. 21. febrúar 2020, kemur meðal annars fram að Fiskistofa hafi ekki útskýrt hvernig það geti tengst eftirliti með því að Fiskistofa standi rétt að utanumhaldi á veiðireynslu, kvótabundnum tegundum o.fl. með traustum hætti, að ráðuneytið óski eftir því að Fiskistofa framkvæmi útreikninga á ætlaðri úthlutun á aflahlutdeild. Þá hljóti hverjum manni að vera það ljóst að hugsanleg úthlutun út frá öðrum forsendum en endanlega voru ákveðnar feli ekki í sér ákvörðun um úthlutun heldur hafi ráðherra með því viljað vita fyrir fram hver niðurstaðan yrði af einstaka hugmyndum hans að úthlutun áður en hann tæki ákvörðun á hlutlægum grundvelli um aðferðina við úthlutun aflaheimilda. Aðferðin virðist benda til þess að niðurstaða um úthlutun fyrir einstaka báta hafi haft áhrif á val ráðherra á endanlegri aðferð við úthlutun. Erfitt sé að sjá hvaða hagsmunir það séu sem tengist viðkomandi útgerðum, nema ef vera skylda að verja þær vonbrigðum ef endanleg niðurstaða hafi verið þeim óhagstæðari en „hugsanleg úthlutun“. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að töflureiknisskjölum sem tekin voru saman af Fiskistofu. Synjun Fiskistofu er í fyrsta lagi byggð á að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem beiðnin lýtur að. Í fyrsta lagi er um að ræða töflureiknisskjal sem fylgdi tölvupósti frá Fiskistofu til ráðuneytisins, dags. 14. janúar 2019 þar sem reiknuð er áætluð hlutdeild, hluti af upphafsúthlutun og hluti af endanlegri úthlutun miðað við hlutdeild árið 2011. Í öðru lagi er um að ræða töflureiknisskjal sem fylgdi tölvupósti, dags. 17. janúar 2019. Þar er sett fram samantekt með áætluðum hlutdeildum ef ákveðið yrði að hlutdeildarsetja miðað við síðustu áramót. Tekið er fram að þetta séu vinnugögn og því aðeins áætlun. Hlutdeildarsetning myndi krefjast meiri vinnu til að tryggja að rétt væri úthlutað. Í þriðja lagi er um að ræða töflureiknisskjal sem fylgdi tölvupósti, dags. 9. apríl 2019. Þar segir að tekin hafi verið út árin 2008-2018 án veiðireynsluflutnings, auk áætlaðrar hlutdeildar miðað við 10 bestu árin (2008-2018), bæði án og með flutningi veiðireynslu. Í fjórða lagi er um að ræða töflureiknisskjal sem fylgdi tölvupósti, dags. 10. apríl 2019. Í tölvupóstinum kemur fram að afritaðar hafi verið nýjar tölur af vef Fiskistofu inn í skjalið en í því eru settar fram áætlaðar hlutdeildir miðað við tvenns konar forsendur. Úr þeim skjölum sem Fiskistofa afhenti kæranda hafa verið afmáðar upplýsingar um heiti útgerðarfyrirtækja.<br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins óskaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eftir því að Fiskistofa tæki saman umræddar upplýsingar við undirbúning frumvarps til laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og laga um stjórn fiskveiða. Þá verður ráðið að tilgangur samantektarinnar hafi verið sá að kanna hvernig úthlutun aflaheimilda til einstakra skipa kæmi út miðað við mismunandi forsendur. Töflureiknisskjölin endurspegla því ekki endanlega niðurstöðu um úthlutun aflaheimilda heldur er um að ræða skjöl sem notuð voru til undirbúnings ákvörðunar um úthlutun. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfylla skjölin þó ekki skilyrði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga enda er ekki um að ræða gögn sem Fiskistofa hefur ritað eða útbúið til eigin nota heldur voru þau útbúin til nota í ráðuneytinu. <br /> <br /> Annað skilyrði þess að gögn geti talist vinnugögn er að þau hafi ekki verið send öðrum, nema þau hafi eingöngu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. <br /> <br /> Í umsögn Fiskstofu, dags. 14. febrúar 2020, kemur fram sú afstaða stofnunarinnar að gögnin hafi í reynd verið afhent ráðuneytinu á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverks þess með starfsemi Fiskistofu, sbr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, sbr. lög nr. 115/2011, og af þeim sökum teljist gögnin áfram vinnugögn þrátt fyrir að hafa verið miðlað til ráðuneytisins. <br /> <br /> Þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn sem afhent eru ráðuneyti geti talist til gagna sem hafa verið ,,afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu“ í skilningi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. verður að horfa til þeirra sjónarmiða sem lágu að baki setningar ákvæðsins og lýst er í athugasemdum við það í frumvarpi því er varð að núgildandi upplýsingalögum. Þar segir meðal annars um ákvæðið: <br /> <br /> ,,Ljóst er af framangreindu að til að gagn geti talist vinnugagn skv. 1. mgr. 8. gr. þarf nokkuð þröngum skilyrðum að vera fullnægt. Í niðurlagi 1. mgr. 8. gr. frumvarpsins, sem og 2. mgr. hennar, er hins vegar að finna ákvæði sem víkka í afmörkuðum tilvikum gildissvið undantekningarinnar. Í fyrsta lagi er í niðurlagi 1. mgr. kveðið á um að hafi skjal, sem fullnægir að öðru leyti skilyrðum ákvæðisins, einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu þá missir það af þeirri ástæðu ekki stöðu sína sem vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. Ýmsir eftirlitsaðilar hafa að lögum heimildir til að krefja stjórnvöld um afhendingu gagna í málum, þar á meðal um afrit af vinnugögnum. Hér getur reynt á beinar lagaskyldur stjórnvalda til að afhenda gögn, svo sem til Ríkisendurskoðunar, umboðsmanns Alþingis eða annarra stjórnvalda en ráðherra. Í stjórnsýsluframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið byggt á sambærilegri reglu.“<br /> <br /> Þá verður að líta til þess að í frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012, var lagt til að kveðið yrði á um það í 4. tölul. 8. gr. að gögn vegna ráðgjafar sem ráðuneyti aflar hjá öðru ráðuneyti eða stjórnvaldi sem heyrir undir yfirstjórn þess, teldust til vinnugagna. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna sagði eftirfarandi: <br /> <br /> „Í 4. tölul. 6. gr. er lagt til að heimilt verði að undanþiggja upplýsingarétti almennings gögn sem ráðherra aflar frá sérfróðum aðila til undirbúnings lagafrumvarpa sem leggja á fyrir Alþingi. Þessi töluliður er nýmæli. Umdeilanlegt kann að vera hvort nauðsynlegt er að lögfesta slíka takmörkun á upplýsingarétti almennings. Sterk rök hníga að því að einmitt upplýsingar sem fram koma í gögnum af þessu tagi eigi ríkt erindi við almenning. Almenningi sé með opnu ferli við undirbúning löggjafar gefinn betri kostur en ella á því að taka á upplýstan hátt þátt í lýðræðislegri umræðu. Við undirbúning þessa frumvarps var þessu sjónarmiði gefið mikið vægi. Engu síður varð niðurstaðan sú að leggja til lögfestingu þessarar reglu. Þeir almannahagsmunir sem mæla með því að slík regla sé lögfest, þannig að stjórnvöld eigi þess kost að halda slíkum álitsgerðum fyrst og fremst til innanhússnota og til að undirbyggja stefnumörkun, vega einfaldlega þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum skjölum jafnskjótt og þau verða til. Í 1. tölul. 4. gr. gildandi laga er regla sem miðar að stórum hluta að því að vernda sömu hagsmuni og hér eru tilgreindir án þess að það leiði með beinum hætti af ákvæðinu sjálfu. Sú undantekningarregla hefur í framkvæmd ekki síst verið notuð til að undanþiggja gögn sem lúta að undirbúningi löggjafar frá almennum aðgangi a.m.k. á meðan þau eru enn á vinnslustigi. Rétt er einnig að hafa í huga að lögfesting reglunnar sem gerð er tillaga um í 4. tölul. 6. gr. kemur á engan hátt í veg fyrir að Stjórnarráðið leitist við að upplýsa almenning betur en nú er gert um þá stefnumörkun sem á hverjum tíma fer fram þegar unnið er að undirbúningi lagafrumvarpa. Almennt verður að telja mikilvægt að unnið sé að því með markvissum hætti að vanda til undirbúnings að lagasetningu hér á landi. Þá ber enn fremur að hafa í huga að ekkert stendur því í vegi að stjórnvöld sem vinna að undirbúningi lagafrumvarpa geri gögn sem aflað er frá sérfróðum aðilum opinber umfram beina lagaskyldu samkvæmt heimild í 11. gr. frumvarpsins. Fjöldi dæma er um slíka málsmeðferð stjórnvalda á síðari árum og virðist sífellt verða algengari. Er það einnig í samræmi við áralanga hefð í nágrannalöndum Íslands. Á hinn bóginn er einnig ljóst að mikilvægir almannahagsmunir geta búið að baki því að ráðherra geti í trúnaði aflað álits sérfróðra aðila á tilteknum möguleikum til útfærslu lagafrumvarps. Þá ber einnig að hafa í huga að skv. 2. tölul. 2. mgr. 12. gr. frumvarps þessa mundi þessi takmörkun falla brott strax og frumvarp hefur verið lagt fyrir Alþingi, eigi önnur undantekningarákvæði í frumvarpinu ekki við. Vert er að árétta að þessi undanþága á einungis við um álit sem óskað er sérstaklega en ekki álit sem berast sem liður í almennu umsagnarferli um frumvörp.“<br /> <br /> Við þinglega meðferð málsins var ákvæðið fellt á brott. <br /> <br /> Í nefndaráliti meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar kemur eftirfarandi fram: <br /> <br /> „Nefndin fjallaði einnig um 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. en þar er lagt til að einnig teljist til vinnugagna gögn vegna ráðgjafar sem ráðuneyti aflar hjá öðru ráðuneyti eða stjórnvaldi sem heyrir undir yfirstjórn þess. Fyrir nefndinni komu fram sjónarmið um að á þessum tölulið væri sá galli að hann vinni að nokkru marki gegn því markmiði 2. og 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. að þrýsta á að samvinna stjórnvalda sé almennt séð formföst og fastmótuð. Í greinargerð koma fram þær röksemdir að nauðsynlegt þyki að kveða á um slíka reglu í lögum til að stuðla að virku samstarfi milli ráðuneyta og stjórnvalda sem heyra undir yfirstjórn þeirra svo nýta megi með sem virkustum hætti þá sérþekkingu sem til staðar er á hverjum stað. Rökin séu að mestu þau sömu og búi að baki 2. og 3. tölul. enda hætt við að samstarf þeirra stjórnvalda mundi ekki ná tilgangi sínum nyti þessarar undantekningar ekki við. Meiri hlutinn fellst ekki á þau sjónarmið og telur að með 4. tölul. málsgreinarinnar sé verið að þrengja um of að rétti almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnsýslunni frá gildandi rétti og að það sé í reynd ekki í anda frumvarpsins. Meiri hlutinn tekur fram nauðsyn þess að samvinna stjórnvalda sé formföst og rekjanleg og telur að með öðrum takmörkunum sem lagðar eru til í frumvarpinu á upplýsingarétti almennings séu starfsskilyrði stjórnvalda nægjanlega tryggð og leggur því til að 4. tölul. 2. mgr. 8. gr. falli brott.“<br /> <br /> Með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin eru hér að framan telur úrskurðarnefndin því ekki unnt að fallast á þá afstöðu Fiskistofu að gögnin sem afhent voru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafi verið afhent ,,eftirlitsaðila“ í skilningi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun Fiskistofu er í öðru lagi reist á 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram.<br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umrædd skjöl. Sem fyrr segir er um að ræða töflureiknisskjöl þar sem borin er saman veiðireynsla tiltekinna skipa miðað við mismunandi reikniforsendur. Eins og fram kemur í gögnum málsins voru töflurnar teknar saman í því skyni að kanna hvernig mismunandi reikniforsendur kæmu út fyrir einstaka skip og liggja upplýsingar um veiðireynslu þeirra, á nánar tilgreindum tímabilum, til grundvallar útreikningum við undirbúning lagasetningar þar sem fjallað er um hvernig úthluta skuli þeim mikilvægu opinberu hagsmunum sem felast í aflaheimildum. Í því sambandi telur úrskurðarnefndin enn fremur rétt að benda á að samkvæmt 22. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni við nytjastofna sjávar, teljast upplýsingar um aflahlutdeild einstakra skipa, úthlutun aflamarks til þeirra, afla einstakra skipa og ráðstöfun aflaheimilda vera opinberar upplýsingar sem öllum er heimill aðgangur að, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 885/2020 og 886/2020 frá 1. apríl 2020. Með vísan til þessa getur nefndin ekki fallist á að hagsmunir útgerðarfyrirtækjanna sem um ræðir, af leynd um hvernig umræddar reikniforsendur kynnu að hafa áhrif á úthlutun aflaheimilda til þeirra, geti vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar, sem fram koma í gögnunum og varða undirbúning lagasetningar sem snýr að ráðstöfun opinberra hagsmuna, séu aðgengilegar almenningi. Jafnframt skal tekið fram að ekki verður séð að í umræddum gögnum felist í reynd aðrar upplýsingar um virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem hlut eiga að máli en þær sem þegar eru aðgengilegar almenningi lögum samkvæmt.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um undirbúning umræddrar lagasetningar vegi í þessu tilviki þyngra en hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að þær fari leynt. Verður því Fiskistofu gert skylt að veita kæranda aðgang að töflureiknisskjölunum. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Fiskistofu er skylt að veita kæranda, Félagi makrílveiðimanna, aðgang að fjórum töflureiknisskjölum sem fylgdu tölvupóstum Fiskistofu til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 14. janúar 2019, 17. janúar 2019, 9. apríl 2019 og 10. apríl 2019. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
910/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020 | Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum frá Vinnueftirliti ríkisins um hvort stofnuninni hefði borist kvörtun vegna framkomu kæranda á vinnustað. Vinnueftirlitið taldi óheimilt að veita honum upplýsingar um hvort fyrirliggjandi væru gögn með upplýsingunum, sbr. 9. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar kemur fram að sérstakt þagnarskylduákvæði í lögum nr. 46/1980 hafi verið fellt niður fyrir mistök með lögum nr. 71/2019. Með lögum nr. 40/2020 hafi sérstakt þagnarskylduákvæði verið leitt í lög á ný. Þegar kærandi hafi óskað upplýsingunum hafi verið kveðið á um að starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins væru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga og hafi beiðni kæranda verið réttilega afgreidd á þeim lagagrundvelli. Yrði því að fara fram hagsmunamat á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hagsmuni einstaklinga af því að upplýsingar um erindi sem þeir kynnu að hafa lagt fram í skjóli þágildandi lögbundinnar og sérstakrar þagnarskyldu færu leynt, vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá umbeðnar upplýsingar. Var því ákvörðun Vinnueftirlitsins staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> <br /> Hinn 11. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 910/2020 í máli ÚNU 20010009.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. janúar 2020, kærði A ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 14. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort kvörtun vegna starfa kæranda hefði borist til Vinnueftirlitsins en greint hafði verið frá því í fjölmiðlum að hann hefði verið kærður fyrir meint einelti gagnvart starfsmanni Borgarbyggðar til eftirlitsins. Kærandi tók fram að ekkert erindi hefði borist Borgarbyggð þar sem leitað væri útskýringa á máli sem þessu né hefði niðurstaða úr slíkri umfjöllun verið kynnt. Því óskaði kærandi eftir því að fá upplýsingar um hvort mál þessa efnis hefði borist til Vinnueftirlitsins og ef svo væri hvenær það hefði borist og hvar það væri statt í vinnsluferli. <br /> <br /> Kærandi ítrekaði fyrirspurnina með tölvupósti til Vinnueftirlitsins þann 6. desember 2019. Þar kemur fram að kærandi hafi hringt í stofnunina þrívegis og mætt í afgreiðslu til þess að ítreka erindið án árangurs. Hann segir erindi sitt einfaldlega snúast um að óskað sé eftir að flett sé upp í málaskrá stofnunarinnar og staðfest hvort fyrrgreint erindi (kvörtun) hafi borist eða ekki. Verði erindi hans ekki svarað muni hann snúa sér til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem frestur til að svara erindinu sé liðinn.<br /> <br /> Vinnueftirlitið svaraði erindi kæranda með tölvupósti, dags. 9. desember 2019. Þar kemur fram að kærandi hafi átt fund með stofnuninni. Eins og fram hafi komið á fundinum taki stofnunin við kvörtunum um vanbúnað í vinnuumhverfi og venjan sé að staðfesta móttöku slíkra erinda við þann sem kvartar. Í kjölfarið meti stofnunin hvort og hvernig vinnuaðstæður sem gerðar séu athugasemdir við verði skoðaðar. Þá kemur fram að Vinnueftirlitið hafi kallað eftir skriflegri áætlun um öryggi og heilbrigði (m.a. viðbragðsáætlun) frá sveitarfélaginu Borgarbyggð með tölvupósti, dags. 14. febrúar 2019, á grundvelli reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Vinnueftirlitinu hafi borist svar frá sveitarfélaginu þann 25. febrúar 2019 og ekki hafi verið gerðar frekari athugasemdir við þau gögn. <br /> <br /> Í kjölfar bréfs Vinnueftirlitsins ítrekaði kærandi beiðni sína um upplýsingar um hvort stofnuninni hefði borist tilkynning eða ábending varðandi meint einelti af hans hálfu á starfstíma hans sem [starfsmaður] í Borgarbyggð. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 13. desember 2019, svaraði Vinnueftirlitið kæranda á þann veg að stofnunin hefði ekki heimild til þess að upplýsa hann um málið enda hvíli rík þagnarskylda á starfsmönnum Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, um allt er varði kvartanir til stofnunarinnar. Það ætti einnig við um upplýsingar um hvort stofnuninni hefði borist kvörtun. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. sama dag, ítrekaði kærandi beiðni sína um upplýsingar og lýsti enn þeirri afstöðu sinni að stofnuninni bæri lögum samkvæmt að afhenda umbeðnar upplýsingar. Í tölvupóstinum vísar kærandi til 82. gr. laga nr. 46/1980 þar sem fram kemur að Vinnueftirlitið skuli afhenda viðeigandi stjórnvaldi upplýsingar um brot. Þá óskar kærandi eftir nákvæmri tilvísun í hvaða greinar laga nr. 46/1980 og 37/1993 sé vísað þegar Vinnueftirlitið hafni því að veita upplýsingar um hvort fyrrgreint mál hafi borist eða ekki. Þá segir að kærandi muni nýta kæruheimild í lögum nr. 46/1980 og vísa ákvörðun Vinnueftirlitsins til ráðuneytisins til endurskoðunar. <br /> <br /> Með tölvupósti Vinnueftirlitsins, dags. 16. desember 2019, er fyrri afstaða stofnunarinnar ítrekuð. Þá segir að ákvæði 82. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eigi aðeins við um upplýsingar sem önnur stjórnvöld biðji um og takmarkist upplýsingagjöfin við lögbundið eftirlit upplýsingabeiðanda. Vinnueftirlitið fari með lögbundið eftirlit með aðbúnaði og öryggi á vinnustöðum og því sé stofnuninni ekki heimilt að veita öðrum stjórnvöldum umbeðnar upplýsingar á grundvelli 82. gr. laganna. Vinnueftirlitið veki athygli á því að það taki ekki afstöðu í einstaka málum er varði félagslegan aðbúnað á vinnustað, heldur leggi áherslur á heilsusamlegt vinnuumhverfi, ábyrgð og skyldur atvinnurekandans. Frekari upplýsingar megi finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins.<br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram að kærandi hafi lesið frétt um málið í dagblaði en enginn hafi kannast við málið innan stjórnsýslu Borgarbyggðar þar sem kvörtun hafi ekki borist sveitarfélaginu. Kærandi geri sér grein fyrir að þagnarskylda sé nauðsynleg við meðferð viðkvæmra mála en hann geti ekki sætt sig við að þagnarskylda stofnunarinnar komi í veg fyrir að kærandi, sem aðili máls, fái umbeðnar upplýsingar svo hann geti hreinsað mannorð sitt gagnvart þeim aðdróttunum sem settar hafi verið fram í fréttinni. Fréttin snerti kæranda persónulega og með henni sé vegið á opinberan hátt að mannorði kæranda. Í fyrsta lagi sé því haldið fram á opinberum vettvangi að kærandi hafi lagt ákveðinn starfsmann Borgarbyggðar í einelti sem sé alvarleg ásökun. Í öðru lagi hafi tortryggni verið sáð gagnvart kæranda innan hóps kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og starfsmanna í stjórnsýslu Borgarbyggðar þar sem vangaveltur hafi byggst upp um hvort hann hefði stungið erindi vegna þessa máls undir stól, þar sem erindi vegna málsins hafi aldrei borist til stjórnsýslu sveitarfélagsins. Því telji kærandi sig eiga rétt á að fá upplýsingar um hvort kvörtun hafi borist til Vinnueftirlitsins og hvernig unnið hafi verið úr umræddu erindi hafi það borist stofnuninni. Miklu varði að ekki sé hægt að koma aðdróttunum eins og hér um ræði á framfæri í fjölmiðlum án þess að sá sem málið varði og ásakanir beinist gegn hafi tök á að verja hendur sínar og mannorð. Því óski kærandi eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál skeri úr um hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins frá 16. desember 2019 sé réttmæt eða að séð verði til þess að stofnunin veiti kæranda svör við þeim einföldu spurningum sem hann hafi óskað eftir að fá svör við.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. janúar 2020, var kæran kynnt Vinnueftirliti ríkisins og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Umsögn Vinnueftirlits ríkisins barst með bréfi, dags. 6. febrúar 2020, ásamt umbeðnum gögnum. Í umsögninni kemur fram stofnunin hafi synjað beiðni kæranda um umbeðin gögn með vísan til 1. málsl. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fram kemur í umsögninni að ákvæði 3. mgr. 14. gr. laganna heimili það að takmarkaður sé aðgangur aðila að gögnum um hann sjálfan enda hafi gögnin jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra og þeir hagsmunir sem mæli með því að upplýsingum sé haldið leyndum vegi þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Við mat á hagsmunum samkvæmt ákvæðinu hafi stofnunin litið til hlutverks stofnunarinnar og þá einkum mikilvægis þess að starfsmenn geti leitað til hennar með umkvartanir sínar um ætlaðan vanbúnað á vinnustað sínum án þess að eiga á hættu að stofnunin þurfi að upplýsa um hvort slíkar umkvartanir hafi borist eða efni þeirra.<br /> <br /> Í umsögninni er jafnframt gerð grein fyrir lögbundnu hlutverki Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í því sambandi er tekið fram að það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að taka ákvarðanir í málum einstakra starfsmanna heldur sé metið hvort ástæða sé til að fara í eftirlitsheimsókn á vinnustaðinn eða bregðast við á annan hátt án þess að upplýsa atvinnurekanda eða aðra um kvörtunina. Ákvarðanir Vinnueftirlitsins beinist að atvinnurekandanum sjálfum og það sé lagaleg skylda atvinnurekandans að grípa til úrbóta í tilvikum þegar vanbúnaður sé á vinnustaðnum. Að öðrum kosti hafi Vinnueftirlitið heimildir til að beita atvinnurekandann þvingunaraðgerðum til þess að hann fari að fyrirmælum stofnunarinnar. Í samskiptum stofnunarinnar og atvinnurekandans í slíkum málum séu starfsmennirnir ekki með beinum hætti aðilar máls. Þegar starfsmenn stofnunarinnar telji aðbúnað vinnuveitanda fullnægja skilyrðum laganna og reglna settum með stoð í þeim sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin aðhafist nokkuð frekar nema nýjar upplýsingar komi fram sem leitt geti til þess að málið sé tekið upp að nýju. Verði því ekki ráðið af ákvæðum laganna að stofnunin hafi heimildir til að taka efnisákvarðanir er lúti beint að starfsmanni persónulega eða samskiptum hans við vinnuveitanda eða aðra samstarfsmenn. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að Vinnueftirlitinu sé engu að síður heimilt að taka við ábendingum um vanbúnað á vinnustað frá starfsmönnum eða öðrum þeim sem verði hans áskynja. Þegar slíkar ábendingar berist meti stofnunin hvort ástæða sé til að kanna málið á grundvelli almennra eftirlitsheimilda sinna. Leiði rannsókn í kjölfar umkvörtunar til þess að vanbúnaður sé á vinnustað beini Vinnueftirlitið fyrirmælum sínum að viðkomandi atvinnurekanda að bæta þar úr. Ekki sé tekin efnisákvörðun er lúti beint að starfsmanni. <br /> <br /> Vinnueftirlitið rekur enn fremur í umsögninni að það sé mat stofnunarinnar að upplýsingar um hvort kvartað hafi verið til stofnunarinnar um ætlaðan vanbúnað, hvort sem hann sé félagslegur eða annars konar, og þá eftir atvikum hver kvartandi hafi verið, séu þess eðlis að þær eigi undir 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ætla verði að hagsmunir ætlaðs kvartanda vegi ætíð þyngra en hagsmunir þess sem fari fram á aðgang að gögnum enda þótt sá síðarnefndi telji að um hann sé fjallað í ætlaðri umkvörtun. Þetta eigi sérstaklega við þar sem ætlaðir kvartendur til Vinnueftirlitsins verði að geta staðið í þeirri góðu trú og treyst því að hvorki almenningur, atvinnurekandi né hugsanlega annar sá sem kvartað sé yfir innan vinnustaðarins geti átt aðgengi að þeim gögnum sem stofnuninni séu látin í té í tengslum við umkvartanir á vinnustöðum. Verði í því efni að líta til þess að stofnunin muni hvorki gera efni umkvartana til stofnunarinnar opinberar vegna þagnarskyldu né fjalla um þær efnislega þar sem stofnunin hafi ekki heimildir að lögum til að taka efnisákvarðanir er lúti beint að starfsmanni persónulega eða samskiptum hans við vinnuveitanda eða aðra starfsmenn. Í umsögninni er áréttuð sú afstaða stofnunarinnar að henni sé hvorki heimilt að upplýsa hvort kvörtun hafi borist né um efni hennar, hafi hún borist. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að í þágildandi 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum hafi verið kveðið um á starfsmönnum stofnunarinnar væri óheimilt að láta uppi við atvinnurekanda eða fulltrúa hans, að eftirlitsferð væri gerð vegna umkvörtunar. Ákvæðið hafi verið fellt brott fyrir mistök með lögum nr. 71/2019, um breytingu á stjórnsýslulögum, en í stað þess væri kveðið á um að starfsmenn Vinnueftirlitsins séu bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Lagt hafi verið fram frumvarp til að leiðrétta þessi mistök en stofnunin líti svo á að starfsmönnum Vinnueftirlitsins sé óheimilt að upplýsa um kvartanir sem stofnuninni berist á grundvelli X. kafla stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Að lokum segir í umsögn Vinnueftirlitsins að mikilvægt sé að starfsmenn geti leitað til stofnunarinnar um ætlaðan vanbúnað á vinnustað án þess að eiga það á hættu að stofnuninni verði gert skylt að upplýsa atvinnurekanda eða aðra um að kvartað hafi verið til stofnunarinnar eða hver hafi kvartað. Geti það dregið verulega úr líkum á því að starfsmenn treysti sér að leita til stofnunarinnar með umkvartanir sínar og þar með haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir vinnuverndarstarf í landinu. <br /> <br /> Vinnueftirlitið telur hvorki heimilt að upplýsa í málinu hvort kvörtun hafi borist stofnuninni né efni slíkrar kvörtunar, hafi hún borist, með vísan til 1. mgr. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Vísað er í því sambandi til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-524/2014 og nr. 636/2016. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. febrúar 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Vinnueftirlitsins. Í bréfi frá kæranda, dags. 14. febrúar 2020, segir meðal annars að 1. málsl. 9. gr. eigi ekki við um kæranda þar sem ákvæðið eigi við um upplýsingarétt almennings. Kærandi sé aðili málsins. Þá er því mótmælt að farið hafi verið fram á aðgang að gögnum málsins. Einungis hafi verið fram á aðgang að upplýsingum um hvort kæra hafi borist stofnuninni og ef svo er, hvar hún væri stödd í úrvinnslu Vinnueftirlitsins. Kærandi hafi aldrei farið fram á að sjá efnislega það sem fram komi í kærunni eða önnur gögn málsins. <br /> <br /> Þá mótmælir kærandi því að aðgangur verði takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í fyrsta lagi sé málið ekki lengur einkamálefni þess sem kvartaði eftir að hann hafi sent upplýsingar um það til fjölmiðils. Málið hafi verið gert opinbert að frumkvæði kæranda. Í öðru lagi hafi kærandi ekki óskað eftir upplýsingum um einkamálefni viðkomandi aðila og í þriðja lagi hafi ekki verið óskað eftir gögnum málsins heldur einungis upplýsingum um hvort kvörtun hafi borist og ef svo væri, hvar það væri statt. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda segir einnig að með hliðsjón af því hvernig málið hafi þróast þá krefjist kærandi þess að Vinnueftirlitinu verði gert að svara spurningum hans auk þess að afhenda honum öll gögn sem málinu tilheyra og hafi borist stofnuninni. Það hafi verið vegið að æru kæranda á opinberum vettvangi og verði að gefa þeim sem opinber ásökun um einelti beinist að tækifæri til að bregðast við á málefnalegum forsendum. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum með upplýsingum frá Vinnueftirliti ríkisins um hvort stofnuninni hafi borist kvörtun yfir meintu einelti af hans hálfu og ef svo er, hvar málið sé statt. Kærandi hefur vísað til þess að aðeins hafi verið óskað eftir framangreindum upplýsingum en ekki aðgangi að gögnum máls. <br /> <br /> Af þessu tilefni telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að taka afstöðu til þess hvort málið heyri með réttu undir nefndina. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera ,,synjun beiðni um aðgang að gögnum“ samkvæmt upplýsingalögum undir nefndina sem úrskurðar um ágreininginn. Þá er kveðið á um það í ákvæðinu að hið sama gildi um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur í störfum sínum lagt til grundvallar að skýra verði kæruheimild 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, og þá einkum hugtakið „synjun“ sem þar kemur fram, í samræmi við önnur ákvæði laganna sem fjalla um viðbrögð stjórnvalda við beiðnum um upplýsingar. Verður þá að hafa í huga að samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga veita lögin rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum. Af þessari meginreglu leiðir að þegar þeim aðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. gr. laganna, berst beiðni um upplýsingar ber þeim almennt á grundvelli laganna skylda til að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem geyma umbeðnar upplýsingar. <br /> <br /> Á hinn bóginn verður ekki leidd af upplýsingalögum sambærileg skylda stjórnvalda til að svara almennum fyrirspurnum sem hafa ekki tengsl við gögn í vörslum stjórnvalda. Þótt ekki sé útilokað að stjórnvöldum sé skylt að bregðast við slíkum fyrirspurnum þá er það almennt ekki í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til slíkra erinda miðað við hvernig hlutverk nefndarinnar er afmarkað í 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Við túlkun á 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga verður ekki hjá því litið að hugtakið ,,synjun“ verður ekki slitið úr samhengi við ákvæði 15. gr. upplýsingalaga um hvernig beiðni um aðgang að gögnum verður fram sett. Með setningu upplýsingalaga nr. 140/2012 var slakað verulega á kröfum til framsetningar beiðna um aðgang að gögnum frá því sem áður var, auk þess sem ríkari áhersla var lögð á leiðbeiningarskyldu stjórnvalda við afgreiðslu beiðna samkvæmt lögunum. Við túlkun 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga verður enn fremur að horfa til þess að kæruheimildin, sem ákvæðið felur í sér, er úrræði sem aðilum stendur til boða við að fá ákvarðanir stjórnvalda endurskoðaðar og sem er almennt grundvallað á sjónarmiðum um aukið réttaröryggi og réttarvernd borgaranna og því hagræði sem af slíkri málsmeðferð leiðir. <br /> <br /> Að auki bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að beinlínis er gert ráð fyrir því í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga að stjórnvöldum kunni að vera óheimilt að greina frá því hvort mál sé eða hafi verið til meðferðar. Í athugasemdunum segir orðrétt: <br /> <br /> „Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“<br /> <br /> Í samræmi við framangreint hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál því lagt til grundvallar að skýra beri ákvæði 1. mgr. 20. gr. upplýsinglaga, og þá einkum hugtakið ,,synjun“, það rúmt að það nái því markmiði sem liggur til grundvallar úrræðinu. Þannig hefur úrskurðarnefndin gengið út frá því í framkvæmd sinni að fyrir liggi „synjun“ í skilningi ákvæðisins ef stjórnvald hefur neitað að afhenda upplýsingar sem liggja fyrir í gögnum stjórnvalds með vísan til ákvæða upplýsingalaga, ef unnt er að ráða af beiðni um upplýsingar til hvaða máls eða gagna hún tekur, sbr. 1. mgr. 15. gr. laganna. Sama gildir ef stjórnvald hefur neitað að staðfesta hvort mál hafi verið til meðferðar eða hvort gögn séu fyrirliggjandi. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að þessi framkvæmd sé einnig í samræmi við það almenna sjónarmið í stjórnsýslurétti að ekki verði að jafnaði gerðar strangar kröfur til forms eða framsetningar þeirra erinda sem borgararnir beina til stjórnvalda. Það verður því ekki gerð sú krafa að beinlínis sé í erindi óskað eftir aðgangi að tilteknu gagni samkvæmt upplýsingalögum heldur ræðst það af efni erindisins hvort fara ber með það sem beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga eða ekki. Að mati úrskurðarnefndarinnar geta gögn sem fylgja erindi og frekari samskipti stjórnvalds og málsaðila einnig verið til marks um í hvaða farveg rétt sé að beina málinu.</p> <p> </p> <p>Eins og ráðið verður af gögnum málsins og rakið er hér að framan óskaði kærandi eftir því við Vinnueftirlitið með erindi, dags. 14. nóvember 2019, að stofnunin veitti upplýsingar um hvort kvörtun vegna starfa hans hefði borist til Vinnueftirlitsins og vísaði um það til upplýsinga sem fram hefðu komið í fjölmiðlum. Kærandi sendi síðan aðra beiðni um upplýsingar um hvort stofnuninni hefði borist tilkynning eða ábending varðandi meint einelti af hans hálfu á starfstíma hans sem [starfsmaður] í Borgarbyggð. Fram kemur að erindi kæranda snúist einfaldlega um að óskað sé eftir að flett sé upp í málaskrá Vinnueftirlitsins og staðfest hvort erindi hafi borist stofnuninni eða ekki. </p> <p> <br /> Með tölvupósti, dags. 13. desember 2019, svaraði Vinnueftirlitið kæranda á þann veg að stofnunin hefði ekki heimild til þess að upplýsa hann um hvort mál væri til meðferðar enda hvíldi rík þagnarskylda á starfsmönnum Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, um allt er varði kvartanir til stofnunarinnar. Þessa afgreiðslu kærði kærandi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Með vísan til þessara atvika málsins og þeirra sjónarmiða um túlkun 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga sem lýst hér að framan verður því leyst úr því hvort kærandi eigi rétt til upplýsinga um hvort tiltekið mál sé eða hafi verið til meðferðar hjá Vinnueftirliti ríkisins á grundvelli upplýsingalaga. </p> <h2>2.</h2> Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar frá 16. júní 2017 í máli nr. 682/2017. Samsvarandi skýringar var og að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Í máli þessu reynir á hvort ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, feli í sér sérstakt þagnarskylduákvæði sem með tilliti til ákvæðis 3. mgr. 4. gr. geti girt fyrir afhendingu upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum. <br /> <br /> Þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. var breytt með lögum nr. 71/2019 um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993. Fyrir gildistöku laga nr. 71/2019 var þagnarskylduákvæðið svohljóðandi: <br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allt er varðar umkvörtun til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og helst þagnarskylda þeirra hvað þetta varðar eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.“<br /> <br /> Eftir gildistöku laga nr. 71/2019 hljóðaði ákvæðið svo: <br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga.“ <br /> <br /> Þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 var aftur breytt með 2. tölul. 7. gr. um vernd uppljóstrara nr. 40/2020 en ákvæðið tók gildi 19. maí 2020. Ákvæðið hljóðar nú svo: <br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða umkvartanir til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi. Gögn sem hafa að geyma slíkar upplýsingar eru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 47/1980 í frumvarpi til laga nr. 40/2020 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Loks er lagt til að þrír málsliðir bætist við 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980 sem er ætlað að mæla fyrir um sérstaka þagnarskyldu til að tryggja þeim sem kvarta til Vinnueftirlits ríkisins trúnað. Sérstöku þagnarskylduákvæði var bætt við lögin með lögum nr. 75/2018 en vegna mistaka við setningu laga nr. 71/2019 var það fellt brott. Með viðbótinni eru mistökin lagfærð og mælt fyrir um skýra þagnarskyldu sem kemur í veg fyrir að almenningur geti fengið aðgang að viðkvæmum upplýsingum um þá sem kvartað hafa til Vinnueftirlitsins.“<br /> <br /> Þegar kærandi óskaði eftir umbeðnum upplýsingum frá Vinnueftirliti ríkisins þann 14. nóvember 2019 hljóðaði ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 svo að starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins væru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga, sbr. lög nr. 71/2019 og var beiðni kæranda réttilega afgreidd á þeim lagagrundvelli. <br /> <br /> Í X. kafla stjórnsýslulaga segir í 1. mgr. 42. gr. að hver sá sem starfi á vegum ríkis eða sveitarfélaga sé bundinn þagnarskyldu um upplýsingar sem séu trúnaðarmerktar á grundvelli laga eða annarra reglna, eða þegar að öðru leyti sé nauðsynlegt að halda þeim leyndum til að vernda verulega opinbera hagsmuni eða einkahagsmuni. Þá eru tilteknar upplýsingar í 9 töluliðum sem þagnarskyldan getur náð til. Í athugasemdum við 1. mgr. 42. gr. í frumvarpi til laga nr. 71/2019 segir að í málsgreininni séu talin upp tilvik sem leitt geti til þess, eftir að lagt hafi verið sérstakt mat á atvik hverju sinni, að þagnarskylda verði talin gilda um ákveðnar upplýsingar. Upptalningin taki til flestra tilvika sem fallið geti undir þagnarskyldu þótt hún sé ekki tæmandi.<br /> <br /> Samkvæmt 8. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga nær þagnarskylda til einka- eða fjárhagsmálefna einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Fram kemur að undir ákvæðið falli ekki upplýsingar um fæðingardag, fæðingarstað, kennitölu, hjúskaparstöðu, starfsheiti, vinnustað, dvalarstað eða lögheimili manns nema þær tengist náið upplýsingum sem þagnarskylda ríki um, en farið skuli að lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess sé óheimilt að veita upplýsingar um lögheimili sé í gildi ákvörðun Þjóðskrár Íslands um dulið lögheimili á grundvelli laga um lögheimili og aðsetur.<br /> <br /> Í athugasemdum um 8. tölul. 1. mgr. 42. í frumvarpi til laga nr. 71/2019 segir orðrétt:<br /> <br /> „Ákvæði 8. tölul. 1. mgr. endurspegla 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þegar þagnarskylduákvæði um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga eru skýrð verður að hafa í huga að markmið ákvæðanna er að tryggja einn af þeim þáttum sem felst í einkalífsvernd 71. gr. stjórnarskrárinnar að því leyti sem heimilt er að setja tjáningarfrelsi skorður samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Ef telja verður að upplýsingar séu það viðkvæmar, út frá almennum sjónarmiðum, að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna kemur til greina að fella þær undir þagnarskyldu. Þannig er meginþorri upplýsinga sem snertir heilsuhagi nafngreindra einstaklinga háðar þagnarskyldu. Upplýsingar um grun eða vitneskju um sjúkdóma manna, svo og upplýsingar um önnur tengd einkamálefni sem finna má í læknisvottorðum og öðrum gögnum sem tilheyra sjúkraskrá almennt eru þannig almennt háðar þagnarskyldu. Hið sama gildir almennt um skýrslur sálfræðinga og félagsráðgjafa um skjólstæðinga sína. Þá eru upplýsingar sem snerta vernd barna og ungmenna, forsjá eða umgengni við börn almennt háðar þagnarskyldu. Hið sama á við um mál sem koma til kasta félagsmálayfirvalda sveitarfélaga og snerta félagsleg vandamál einstaklinga. Þá geta fjárhagsmálefni einstaklinga verið háð þagnarskyldu mæli lög ekki fyrir á annan veg. Þannig er t.d. óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum í skattamálum sem hafa að geyma upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga.“<br /> <h2>3.</h2> Vinnueftirlitið telur óheimilt að veita kæranda upplýsingar um hvort fyrirliggjandi séu gögn með kvörtun vegna framkomu kæranda á vinnustað. Vísað er til 1. málsl. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 því til stuðnings. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að hafi kvörtun borist Vinnueftirlitinu yfir meintu einelti kæranda gagnvart samstarfsmanni á vinnustað þá geymi slíkt gagn upplýsingar um kæranda sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í máli þessu liggur það því fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál að taka afstöðu til þess hvort Vinnueftirlitinu sé heimilt að synja beiðni kæranda á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: <br /> <br /> „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir meðal annars að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óski og hins vegar annarra þeirra sem hlut eigi að máli og kunni að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. laganna. <br /> <br /> Eins og fram hefur komið var sérstakt þagnarskylduákvæði um starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins fellt á brott við setningu laga nr. 71/2019. Samkvæmt þagnarskylduákvæðinu, eins og það hljóðaði fyrir gildistöku laga nr. 71/2019 og eins og það hljóðar nú, eru starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar er varða umkvartanir til stofnunarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að skýra beri þagnarskylduna þannig að Vinnueftirliti ríkisins sé ekki aðeins óheimilt að veita aðgang að gögnum sem geymi umkvartanir til stofnunarinnar heldur einnig óheimilt að upplýsa hvort slíkar umkvartanir hafi borist eða ekki.<br /> <br /> Þegar beiðni kæranda barst Vinnueftirliti ríkisins var sem fyrr segir kveðið á um almenna þagnarskyldu starfsmanna stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður þó óhjákvæmlega að líta til þess við hagsmunamat á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að þeir sem kunna að hafa kvartað til stofnunarinnar fyrir gildistöku laga nr. 71/2019 máttu eiga réttmætar væntingar til þess að sérstök þagnarskylda þágildandi ákvæðis 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, gilti um erindi þeirra. Úrskurðarnefndin hefur í þessu sambandi hliðsjón af úrskurðarframkvæmd sinni, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar nr. 652/2016. Með hliðsjón af því hvernig atvikum málsins er háttað er það enn fremur mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir einstaklinga yfir því að upplýsingar um erindi sem þeir kunna að hafa lagt fram í skjóli þágildandi lögbundinnar og sérstakrar þagnarskyldu fari leynt, vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá upplýsingar um það hvort kvörtun vegna meintrar háttsemi hans á vinnustað hafi borist stofnuninni. Er það því niðurstaða nefndarinnar að staðfesta beri ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvort slíkt kvörtun hafi borist. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Vinnueftirlitsins, dags. 16. desember 2019, um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hvort stofnuninni hafi borist kvörtun vegna meints eineltis kæranda gagnvart starfsmanni.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
909/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020 | Kærð var afgreiðsla Félagsstofnunar stúdenta á beiðni um gögn varðandi leiguíbúð á vegum félagsins. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um beiðnina var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 909/2020 í máli ÚNU 20050002.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 17. apríl 2020, framsendi Persónuvernd, að beiðni A, kæru hans, dags. 20. febrúar 2020, vegna afgreiðslu Félagsstofnunar stúdenta á beiðni um aðgang að gögnum. Kærð var synjun Félagsstofnunar stúdenta á beiðni kæranda að öllum samskiptum kæranda eða eiginkonu hans við stofnunina vegna rakavandamála í leiguíbúð í eigu Félagsstofnunar stúdenta, öllum dómsskjölum tiltekins dómsmáls milli stofnunarinnar og byggingaraðila fasteignarinnar og niðurstöðum mælinga á fasteigninni. <br /> <br /> Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita skrifstofu Félagsstofnunar stúdenta kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja það frekar sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Kæru í máli þessu er beint að Félagsstofnun stúdenta vegna afgreiðslu stofnunarinnar á beiðni um aðgang að gögnum er varða leiguíbúð Félagsstofnunar stúdenta. <br /> <br /> Í 2. og 3. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um þá aðila sem felldir verða undir upplýsingalög. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna taka þau til allrar starfsemi stjórnvalda. Þá taka þau til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þá taka lögin einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. gr. í frumvarpi til þágildandi upplýsingalaga, nr. 50/1996, segir eftirfarandi um afmörkun þess hvað teljist vera starfsemi stjórnvalds: <br /> <br /> „Gert er ráð fyrir að þau taki til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með sama hætti og stjórnsýslulög. Þannig taka lögin til þeirrar starfsemi sem heyrir undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins.“<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga um Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands, nr. 33/1968, skal við Háskóla Íslands starfa Félagsstofnun stúdenta. Í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 33/1968 er kveðið á um að félagsform Félagsstofnunar stúdenta skuli vera sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð. Um hlutverk stofnunarinnar segir í 2. gr. laganna að hún skuli annast rekstur og bera ábyrgð á fyrirtækjum í þágu stúdenta og beita sér fyrir eflingu þeirra samkvæmt því, sem nánar er kveðið á um í reglugerð. Samkvæmt 1. málsl. 3. gr. skal stofnunin skipuð fimm mönnum, einum tilnefndum af mennta- og menningarmálaráðuneyti, einum kosnum af háskólaráði og þrem kosnum af stúdentaráði til tveggja ára í senn.<br /> <br /> Í 4. gr. laga nr. 33/1968 er kveðið á um rekstur stofnunarinnar. Segir þar eftirfarandi: <br /> <br /> „Stjórn stofnunarinnar aflar fjár til framkvæmda þeirra, er undir stofnunina heyra, í samvinnu við rektor og háskólaráð. Auk tekna af fyrirtækjum þeim, er Félagsstofnun stúdenta ræður yfir eftir lögum þessum og reglugerð, skal fjár til byggingarframkvæmda, rekstrar fyrirtækja og eflingar þeirra aflað sem hér segir:<br /> <br /> 1. Árleg skrásetningargjöld stúdenta við Háskóla Íslands skulu renna að hluta til stofnunarinnar, eftir því sem nánar er ákveðið í reglugerð fyrir Háskóla Íslands.<br /> 2. Með framlagi úr ríkissjóði, eftir því sem Alþingi ákveður hverju sinni.<br /> 3. Gjöfum, sem Félagsstofnun stúdenta kunna að berast.<br /> 4. Öðrum úrræðum, er stjórn stofnunarinnar telur tiltækileg.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst af framangreindum ákvæðum laga um Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Íslands nr. 33/1968, að stofnunin sé hvorki stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga né lögaðili í meirihluta eigu hins opinbera sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þá varðar beiðnin ekki starfsemi sem felld verður undir upplýsingalög samkvæmt 3. gr. laganna en rekstur stofnunarinnar á leiguíbúðum er hvorki verkefni sem stjórnvaldi er falið með lögum né telst reksturinn að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um beiðni kæranda um aðgang að gögnum verður að vísa kæru hans vegna afgreiðslu Félagsstofnunar stúdenta á beiðninni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 20. febrúar 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
908/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020 | Deilt var um afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um tiltekin gögn varðandi framkvæmdir við sparkvöll við Austurkór. Sveitarfélagið kvað hluta umbeðinna gagna ekki fyrirliggjandi og staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann hluta afgreiðslunnar. Hins vegar taldi sveitarfélagið óheimilt að afhenda samninga sveitarfélagsins við verktaka, með vísan til 2. tölul. 9. gr. upplýsingalaga, auk þess sem heimilt væri að undanþiggja tölvupóstsamskipti vegna framkvæmdanna, með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndarinnar höfðu þeir hlutar beiðninnar ekki hlotið þá efnislegu umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni væri fært að endurskoða og var þeim því vísað aftur til Kópavogsbæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 11. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 908/2020 í máli ÚNU 20010004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. janúar 2020, kærði A afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni um aðgang að gögnum sem varða framkvæmdir við sparkvöll við Austurkór. Með gagnabeiðni kæranda, dags. 26. september 2019, var óskað eftir svörum við tilteknum spurningum og gögnum í sjö tölusettum liðum:<br /> <br /> 1. Hver var upphafleg kostnaðaráætlun vegna sparkvallar við Austurkór?<br /> 2. Hver var endanlegur kostnaður við verkið þegar allt er talið;<br /> a) hönnun,<br /> b) þóknun verktaka,<br /> c) eigin vinna starfsmanna Kópavogsbæjar,<br /> d) sérstaklega sé aðskilið frá sparkvellinum sjálfum og gerð grein fyrir kostnaði við veg frá Austurkór að sparkvelli, þar með talið malbikun hans.<br /> 3. Óskað er eftir afriti af þeim samningum sem gerðir hafa verið við verktaka og hönnuði vegna verksins.<br /> 4. Óskað er eftir afritum fundargerða formlegra nefnda og ráða bæjarins þar sem um sparkvöll við Austurkór er fjallað á tímabilinu janúar 2016 til dagsins í dag. Átt er við:<br /> a) Bæjarstjórn<br /> b) Bæjarráð<br /> c) Skipulagsráð<br /> d) Bygginga- og skipulagsnefnd.<br /> Einnig fundargerðir starfshópa, vinnuhópa og óformlegra nefnda, svo sem vinnufunda embættis garðyrkjustjóra og embættis skipulagsstjóra, annarra vinnuhópa sem um verkefnið hafa fjallað á vettvangi bæjarins, afrit tölvupóstsamskipta garðyrkjustjóra bæjarins og skipulagsstjóra sem og byggingarfulltrúa. Einnig samskipti starfsmanna sem undir þá heyra þar sem þeir fjalla um umræddan sparkvöll.<br /> 5. Þá er beðið um afrit umsókna sem um verkið hafa verið gerðar til opinberra aðila, þar með talið sveitarfélagsins og þeirra leyfa sem stofnanir bæjarins hafa gefið út í tengslum við framkvæmdirnar, þ.e. við sparkvöll við Austurkór og aðkomuleiðir að honum.<br /> 6. Þá er óskað eftir afritum af samskiptum Kópavogsbæjar við úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna sparkvallarins, bæði tölvupósta og formleg bréf.<br /> 7. Hvort verkefnið sparkvöllur við Austurkór hafi notið styrkja frá utanaðkomandi aðilum og ef svo er frá hverjum.<br /> <br /> Kópavogsbær svaraði beiðni kæranda með bréfi, dags. 9. desember 2019. Þar kemur meðal annars fram að ákvörðun um að gera skyldi boltavöll við Austurkór hafi verið tekin af hálfu skipulagsyfirvalda í Kópavogi með samþykki á deiliskipulagi fyrir svæðið árið 2007 og breytingu á deiliskipulagi 2011 þar sem heimilað hafi verið að færa völlinn fjær lóðunum við Austurkór 88-92. Í tilefni af fyrstu tveimur töluliðum beiðninnar er tekið fram að áætlaður kostnaður við sparkvöllinn hafi verið 18,45 m. kr. í mars 2017 en áfallinn kostnaður vegna sparkvallar og vegar sé nú 26,3 m. kr. Ekki sé til sérstök samantekt eða sundurliðun á kostnaði eftir þeim atriðum sem kærandi nefndi í erindi sínu. Ekki séu til gögn um eigin vinnu starfsmanna við verkefnið og kostnaður við veg frá Austurkór að sparkvelli sé ekki til sérstaklega aðgreindur.<br /> <br /> Varðandi þriðja töluliðinn kemur fram að við verkefni sem þetta sé unnið samkvæmt rammasamningi Ríkiskaupa um vinnu verktaka við umhverfissvið Kópavogsbæjar. Ríkiskaup hafi boðið út þjónustuna og gerður sé samningur við fjölda verktaka um einingarverð. Ekki sé hægt að afhenda afrit rammasamninga þar sem þar sé að finna einingarverð allra þeirra sem boðið hafa í slík verk og geti þannig haft veruleg áhrif á samkeppnisstöðu viðkomandi aðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kæranda var veittur aðgangur að fundargerðum þar sem fjallað var um sparkvöllinn frá janúar 2016. Kópavogsbær kveður hins vegar ekki liggja fyrir fundargerðir vinnuhópa um málið. Tölvupóstsamskipti starfsmanna um sparkvöllinn teljist til vinnugagna, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og séu undanþegin upplýsingarétti almennings. Ekki sé ástæða til að veita aðgang að þeim gögnum umfram það sem skylt sé, sbr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kópavogsbær veitti kæranda aðgang að framkvæmdaleyfi og samskiptum við úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála samkvæmt 5. og 6. tölulið beiðninnar og í tilefni af þeim 7. var upplýst að verkefnið hefði ekki hlotið styrki frá utanaðkomandi aðilum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi geri athugasemdir við afgreiðslu Kópavogsbæjar á töluliðum 2, 3 og 4. Hvað lið 2 varðar kemur fram að ekki hafi verið veitt svar við spurningum um þóknun verktaka, eigin vinnu starfsmanna bæjarins og sundurliðaðan kostnað við vegargerð. Kærandi hafnar því að gögn um þessa þætti séu ekki til og aðgreinanleg í bókhaldi bæjarins því þá væri um brot á bókhaldslögum að ræða. Þá sé augljóst að t.d. vinna við malbikun sé ekki unnin í tímavinnu heldur á grundvelli einhvers konar verðkönnunar og því ættu þær upplýsingar að liggja fyrir sem og aðrar. <br /> <br /> Um lið 3 segir kærandi að það geti ekki staðist að Kópavogsbær geti komið sér undan því að afhenda samninga eða önnur gögn er tengist vinnu við opinbera framkvæmd. Ef málið sé að verktakar hafi unnið verkið í tímavinnu sé rétt að það sé upplýst skýrt og skilmerkilega. Þá sé spurningunni einnig ætlað að kalla fram hvaða verktakar unnu verkið. Hvað 4. liðinn varðar kemur fram að kærandi telji ljóst að um alla þætti þess máls hafi verið samið í tölvupóstum og munnlegum samtölum. Því sé augljóst að ef Kópavogsbær komist upp með það vinnulag að túlka slíka samninga sem vinnugögn sé verið að fara á svig við upplýsingalög og gera þau ómarktæk.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 10. janúar 2020, var Kópavogsbæ kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Fresturinn var framlengdur tvívegis og barst umsögnin þann 17. febrúar 2020.<br /> <br /> Í umsögn bæjarins er málið afmarkað með þeim hætti að kærandi telji sig ekki hafa fengið svör við spurningum b, c og d í öðrum tölulið erindis hans til bæjarins, dags. 26. september 2019. Með spurningu 2 b) hafi kærandi óskað eftir upplýsingum um endanlegan kostnað vegna þóknunar verktaka vegna gerðar sparkvallarins. Líkt og fram hafi komið í hinni kærðu ákvörðun hafi ekki verið til sérstök samantekt eða sundurliðun á kostnaði til verktaka. Við nánari skoðun hafi hins vegar þótt ástæða til að fara yfir alla reikninga sem bókaðir voru á verkefnið í bókhaldskerfinu og útbúa nýtt skjal þar sem teknar voru saman fjárhæðir sem greiddar voru til verktaka. Umsögninni fylgdi samantekt um kostnaðinn. <br /> <br /> Hvað spurningu 2 c) varðar hafi kærandi verið upplýstur um að gögn um eigin vinnu starfsmanna Kópavogsbæjar væru ekki skráð hjá bænum, enda væri ekki unnið eða greitt fyrir vinnu á grundvelli tímaskráningar. Þá hafi upplýsingar um kostnað við stíginn að vellinum ekki verið sundurliðaðar frá kostnaði við völlinn sjálfan, sbr. spurningu 2 d).<br /> <br /> Um spurningu 3 kemur fram að verkþættirnir hafi verið unnir á grundvelli rammasamnings um vinnu verktaka við umhverfissvið Kópavogsbæjar. Með rammasamningsútboði sé verið að samræma kosti stærri útboða við kaup á þjónustu til minni verkefna og um leið fækka fjölda útboða sem geti verið tímafrek og kostnaðarsöm. Rammasamningar feli í sér skilmála sem gerðir séu við aðila samningsins á gildistíma hans. Rammasamningur sé því ekki samningur um ákveðna verkframkvæmd heldur samningur um ákveðin einingarverð fyrir verkþætti eða verkflokka sem framkvæmdir verði á gildistíma samningsins. Rammasamningi verði ekki komið á nema að undangengnu innkaupaferli sem lög um opinber innkaup kveði á um. Það sé því með öðrum orðum verið að óska eftir tilboðum um einingarverð í ákveðinn fjölda verkþátta, svo sem tækjanotkun, trjáklippingar, uppgröft, hellulögn o.s.frv., sem séu svo smá að ekki tæki að bjóða þau út í opinberu útboðsferli. Í núgildandi rammasamningi hafi 25 verktakar boðið fram þjónustu sína í níu verkflokka sem samanstandi af 41 verkþætti. Kópavogsbær hafi ekki talið stætt á að afhenda rammasamninginn þar sem þar sé að finna einingarverð allra þeirra sem boðið hafi í slík verk og geti þannig haft veruleg áhrif á samkeppnisstöðu viðkomandi aðila.<br /> <br /> Af hálfu Kópavogsbæjar kemur loks fram að kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um hvaða verktakar hafi unnið málið og hvort þeir hafi unnið í tímavinnu. Upplýst hafi verið hvaða verktakar unnu málið og fjárhæðir gefnar upp fyrir þeirra verkþátt.<br /> <br /> Með umsögn Kópavogsbæjar fylgdu ýmis gögn. Með erindi, dags. 21. febrúar 2020, fór úrskurðarnefndin þess á leit að bærinn veitti frekari skýringar á fylgiskjölunum, þar sem tekið væri fram hver þeirra hefðu þegar verið afhent kæranda og hver þeirra sveitarfélagið teldi rétt að undanþiggja upplýsingarétti almennings. Kópavogsbær svaraði fyrirspurninni á þá leið að þrjú fylgiskjöl sem fylgdu greinargerðinni hefðu ekki verið afhent kæranda en að ekki væri ástæða til að undanþiggja þau upplýsingarétti hans.<br /> <br /> Umsögn Kópavogsbæjar var kynnt kæranda ásamt fylgiskjölum með erindi, dags. 25. febrúar 2020 og veittur kostur til að koma að frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <br /> Með erindi, dags. 5. apríl 2020, vakti úrskurðarnefnd um upplýsingamál athygli Kópavogsbæjar á því að umsögn bæjarins hefðu einungis fylgt gögn sem þegar hefðu verið afhent kæranda eða sveitarfélagið teldi rétt að afhenda kæranda. Af þessu tilefni áréttaði úrskurðarnefndin að henni væri þörf á afriti af öllum þeim gögnum sem kæra kæranda lyti að til að taka afstöðu til upplýsingaréttar hans. Því væri ítrekuð ósk um afrit af öllum þeim gögnum sem væru í vörslum Kópavogsbæjar og kærandi hefði óskað eftir með beiðni sinni. <br /> <br /> Eftir frekari samskipti upplýsti Kópavogsbær að kærandi hefði fengið umbeðin gögn afhent að frátöldum rammasamningi auk þess sem ekki hefði verið farið yfir öll tölvupóstsamskipti starfsmanna til að athuga hvort þar væru hugsanlega upplýsingar um sparkvöllinn. <br /> <br /> Með erindi, dags. 8. apríl 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afriti af rammasamningi en með svari bæjarins, dags. 28. apríl 2020, var upplýst að hinn svokallaði rammasamningur samanstæði af tilboðsgögnum frá fjölda verktaka sem hefði lagt fram tilboð vegna verksins „Þjónusta verktaka fyrir umhverfissvið – Rammasamningsútboð“, annars vegar frá 2016 og hins vegar frá 2019. Svarinu fylgdi afrit af gögnum vegna útboðsins árið 2016 en gögn vegna útboðsins sem fram fór árið 2019 bárust þann 3. júní 2020. Í báðum tilvikum áréttaði Kópavogsbær að um væri að ræða gögn sem lögð hefðu verið fram í opinberu innkaupaferli þar sem finna mætti einingarverð frá fjölda fyrirtækja í sama geira. Opinberun gagnanna gæti haft miklar afleiðingar, m.a. fyrir samkeppnisstöðu fyrirtækjanna og hagkvæmni í innkaupum sveitarfélagsins.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Mál þetta lýtur að beiðni kæranda um aðgang að gögnum er tengjast gerð sparkvallar sem gerður var af Kópavogsbæ. Upphafleg beiðni kæranda til Kópavogsbæjar var í sjö töluliðum. Í kæru er gerð athugasemd við afgreiðslu sveitarfélagsins á töluliðum 2, 3 og 4 í beiðninni. Úrskurðarnefndin lítur svo á að kærandi sætti sig við afgreiðslu sveitarfélagsins á beiðninni að öðru leyti. <br /> <br /> Í 2. tölul. beiðninnar óskaði kærandi eftir upplýsingum um endanlegan kostnað við verkið auk nánari sundurliðunar um endanlegan kostnað vegna hönnunar, þóknunar verktaka, eigin vinnu starfsmanna Kópavogsbæjar og aðskilinn kostnað vegna sparkvallarins annars vegar og lagningar vegar frá Austurkór að sparkvellinum hins vegar, þar með talið malbikun hans. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kvað Kópavogsbær slíka sundurliðun ekki liggja fyrir, ekki væru til gögn um eigin vinnu starfsmanna við verkefnið og kostnaður við veg frá Austurkór að sparkvelli væri ekki til sérstaklega aðgreindur. Í umsögn Kópavogsbæjar vegna kærunnar er hins vegar tekið fram að farið hafi verið yfir alla reikninga sem bókaðir hafi verið á verkefnið í bókhaldskerfinu og í kjölfarið búið til skjal þar sem teknar hafi verið saman fjárhæðir sem greiddar voru til verktaka. Umsögninni fylgdi samantekt um kostnaðinn þar sem meðal annars er tiltekinn kostnaður vegna hönnunar. <br /> <br /> Í þessu sambandi tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 ber að afmarka beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þá nær réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin er því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þótt þeim kunni að vera það heimilt. <br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, um leiðbeiningarskyldu stjórnvalda, og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019, 833/2019 og 884/2020.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu gat Kópavogsbær annað hvort tekið afstöðu til þess hvort afhenda bæri kæranda reikninga vegna framkvæmdar verksins svo hann gæti sjálfur tekið saman þá sundurliðun sem óskað var eftir eða tekið saman umbeðna sundurliðun. Kópavogsbær kaus að taka saman sundurliðaðan kostnað vegna hönnunar og greiðslu til verktaka og hefur kærandi ekki gert athugasemd við þá afgreiðslu. Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ástæðu til að rengja þær skýringar Kópavogsbæjar að vinna starfsmanna Kópavogsbæjar vegna framkvæmdarinnar sé ekki skráð sérstaklega. Eins og málið er vaxið þykir úrskurðarnefndinni ekki ástæða til að gera athugasemd við afgreiðslu Kópavogsbæjar á 2. tölul. í beiðni kæranda. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa beri frá nefndinni kæru vegna afgreiðslu sveitarfélagsins á 2. tölul. beiðninnar. <br /> <h2>2.</h2> Kærandi gerir einnig athugasemd við afgreiðslu Kópavogsbæjar á 3. tölul. beiðninnar þar sem óskað var eftir afriti af þeim samningum sem gerðir voru við verktaka og hönnuði vegna verksins. Kópavogsbær sagði verkið hafa verið unnið á grundvelli rammasamninga en óheimilt væri að veita aðgang að þeim með vísan til 2. tölul. 9. gr. upplýsingalaga þar sem þeir hefðu að geyma upplýsingar um einingarverð. <br /> <br /> Undir rekstri málsins afhenti Kópavogsbær úrskurðarnefndinni tilboð verktaka í verkframkvæmdir fyrir umhverfissvið sveitarfélagsins sem lögð voru fram í útboðum árin 2016 og 2019. Í tilboðum eru tilteknir þeir verkþættir sem boðið var í auk fylgiskjala sem eru mismunandi eftir verktökum. Í flestum tilvikum er þó um að ræða yfirlýsingu um persónulegt hæfi, einingarverð sem boðin eru, tilkynningar um skuldleysi við innheimtumann ríkissjóðs, staðfestingar á greiðslu iðgjalda til lífeyrissjóða og skyld gögn.<br /> <br /> Með beiðni kæranda var óskað eftir aðgangi að samningum sem gerðir voru við verktaka og hönnuði vegna verks sem sneri að byggingu sparkvallar. Ekki var hins vegar óskað eftir tilboðum, samningum og fylgiskjölum allra verktaka sem unnið hefðu fyrir umhverfissvið bæjarins á grundvelli útboðanna árin 2016 og 2019. <br /> <br /> Samkvæmt þeim sjónarmiðum sem rakin hafa verið hér að framan um túlkun 15. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 bar Kópavogsbæ að taka afstöðu til þess hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim gögnum sem varða þá tilteknu aðila sem unnu að framkvæmd sparkvallarins á grundvelli upplýsingalaga og meta eftir atvikum hvort kærandi ætti rétt á þeim að hluta á grundvelli 1. mgr., sbr. 3. mgr., 5. gr. upplýsingalaga. Þess í stað lét sveitarfélagið duga að synja beiðninni alfarið að þessu leyti á þeim grundvelli að í rammasamningsgögnunum væri að finna einingarverð allra þeirra sem boðið hefðu í slík verk og aðgangur gæti haft veruleg áhrif á samkeppnisstöðu þeirra allra, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í því samhengi tekur úrskurðarnefndin fram að ekki verður dregin almenn ályktun um aðgang almennings að upplýsingum um einingarverð í gögnum stjórnvalda enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 852/2019 og 888/2020. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að birting einingarverða er í mörgum tilfellum forsenda þess að almenningur geti glöggvað sig á því hvernig opinberum fjármunum er raunverulega varið. <br /> <br /> Hagsmunir einstakra lögaðila á samkeppnismarkaði af því að samkeppnisaðilar þeirra geti boðið opinberum aðilum lægra verð fyrir veitta þjónustu verða því almennt að víkja fyrir þeim hagsmunum almennings að geta kynnt sér upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 852/2019, 873/2020, 876/2020 og 888/2020. Af ákvæðum 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup leiðir að þeim sem falla undir upplýsingalög er ekki heimilt þegar þeir afgreiða beiðni um aðgang að gögnum að afmá allar upplýsingar um einingarverð úr reikningum heldur aðeins í þeim tilfellum þar sem birting þeirra veldur þeim sem upplýsingar varða tjóni. <br /> <br /> Við mat á því hvort aðgangur almennings að upplýsingum valdi tjóni verður meðal annars að horfa til aldurs upplýsinganna og þess sviðs samkeppnisrekstrar sem um ræðir, enda takmarkar ákvæði 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga aðeins aðgang að virkum mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum. Ef sá sem hefur upplýsingabeiðni til meðferðar er í vafa um hvort birting upplýsinga kunni að valda fyrirtæki eða lögaðila tjóni kann að vera þörf á því að afla afstöðu þess sem upplýsingar varða til birtingar upplýsinganna og rökstuðnings fyrir því af hverju þær eigi að fara leynt, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í þeim gögnum sem úrskurðarnefndin hefur undir höndum er hvergi að finna upplýsingar um samskipti Kópavogsbæjar við verktaka vegna framkvæmda við sparkvöllinn. Líta verður svo á að samningar bæjarins við verktaka vegna tiltekinna framkvæmda felist ekki aðeins í samþykkt tilboða vegna útboðs heldur einnig þegar samið er um framkvæmd tiltekinna verka, þ.e. þegar verktökum er falið að framkvæma tiltekið verk, og eins þegar samið er um umfang þess og tímafjölda o.s.frv. Af gögnum málsins má hvorki ráða hvernig einstaka verktakar voru fengnir til að taka að sér verk vegna sparkvallarins né á hvaða forsendum. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin svo verulegum efnislegum annmörkum að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Kópavogsbæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar, sem felur meðal annars í sér að sveitarfélagið afmarki til hvaða gagna rammasamningsútboðsins beiðni kæranda tók og í kjölfarið hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum eða þá hluta þeirra, eftir atvikum með því að afla afstöðu viðkomandi verktaka til aðgangs kæranda. Þá ber Kópavogsbæ að kanna hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að gögnum þar sem samið er við tiltekna verktaka vegna framkvæmda við sparkvöllinn. <br /> <h2>3.</h2> Að lokum gerði kærandi athugasemd við afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni hans samkvæmt 4. tölul. hennar. Þar óskaði kærandi eftir ýmsum gögnum þar á meðal eftir samskiptum starfsmanna bæjarins. Kópavogsbær synjaði beiðninni á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugögn sem undanþegin væru upplýsingarétti samkvæmt 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og ekki væri ástæða til að veita kæranda aukinn aðgang að þeim, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna. Í tölvupósti til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 6. apríl 2020, segir að tölvupóstsamskipti garðyrkjustjóra, skipulagsstjóra og byggingarfulltrúa og starfsmanna þar sem fjallað sé um völlinn séu ekki færð inn í málaskrá bæjarins nema þar sé að finna upplýsingar sem skylt sé að skrá samkvæmt upplýsingalögum. Ekki hafi verið ráðist í vinnu við að fara í gegnum samskipti allra starfsmanna til að finna einhverjar upplýsingar um umræddan völl, sem ekki sé skylt að varðveita né afhenda. Slík vinna sé umfangsmikil og íþyngjandi, sérstaklega þar sem telja verði að slík gögn séu ekki afhendingarskyld. <br /> <br /> Í kæru segir að ljóst sé að samið hafi verið um alla þætti málsins í tölvupóstum og munnlegum samtölum. Kópavogsbær geti ekki túlkað slíka samninga sem vinnugögn.Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 26. gr. upplýsingalaga segir að um skráningu mála, skjalaskrár og aðra vistun gagna og upplýsinga fari að ákvæðum laga um opinber skjalasöfn. Samkvæmt reglum um skráningu og málsgagna afhendingarskyldra aðila nr. 85/2018 sem settar eru með stoð í 23. gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, skulu afhendingarskyldir aðilar skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt í eina eða fleiri skrár og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg, sbr. 2. gr. reglnanna. Með málsgögnum er átt við hvers konar gögn, jafnt rituð sem í öðru formi, er hafa að geyma upplýsingar og hafa orðið til, borist eða verið viðhaldið við starfsemi á vegum stofnunar eða einstaklings, sbr. 2. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Því ber ekki aðeins að halda til haga samskiptum sem verða til vegna meðferðar mála þar sem teknar eru stjórnvaldsákvarðanir heldur ber stjórnvöldum að skrá í málaskrá tölvupóstsamskipti sem tengjast þeim verkefnum sem sinnt er af stjórnvaldinu.<br /> <br /> Engin tölvupóstsamskipti vegna framkvæmdanna voru meðal þeirra gagna sem afhent voru úrskurðarnefndinni, enda hefur sveitarfélagið veitt þær skýringar að slík samskipti hafi ekki verið skráð í málaskrá. Úrskurðarnefndin hefur því ekki forsendur til að leggja mat á hvort efni tölvupóstsamskiptanna falli undir undanþáguákvæði 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila, eftir atvikum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Þjóðskjalasafns Íslands, að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti, þ. á m. hvort gögn séu ekki fyrirliggjandi vegna þess að þau hafa ekki verið skráð í málaskrá stjórnvalds. Engu að síður hefur Kópavogsbær gefið til kynna að samskipti vegna framkvæmdanna kunni að vera í tölvupósthólfum starfsmanna. Hins vegar verður ekki séð að Kópavogsbær hafi í reynd lagt efnislegt mat á hvort skylt hafi verið að skrá tölvupóstssamskiptin og það sem þar kemur fram eins og lög um opinber skjalasöfn og upplýsingalög gera ráð fyrir. Beiðni kæranda um aðgang að samskiptunum hefur því ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að hún verður felld úr gildi og lagt er fyrir Kópavogsbæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni kæranda, A, um aðgang að upplýsingum um sundurliðaðan kostnað vegna framkvæmda við sparkvöll að Austurkór er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Beiðnum kæranda annars vegar um aðgang að afritum af samningum sem gerðir hafa verið við verktaka og hönnuði vegna gerð sparkvallar við Austurkór og hins vegar um aðgang að tölvupóstsamskiptum vegna verksins er vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
907/2020. Úrskurður frá 11. júní 2020 | Kærð var synjun Reykjavíkurborgar á beiðni blaðamanns um aðgang að öllum reikningum varðandi framkvæmdir við Klettaskóla frá árinu 2011. Ákvörðunin byggði á því að afgreiðsla beiðninnar myndi taka svo mikinn tíma og krefjast svo mikillar vinnu að ekki væri af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga enda þyrfti að yfirfara reikningana og afmá úr þeim viðkvæmar upplýsingar, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar er tekið fram að stjórnvöldum beri að gæta ítrustu varfærni áður en beiðnum blaðamanna um aðgang að gögnum er synjað á grundvelli undanþáguákvæðisins. Þá hefði blaðamanninum ekki verið gefinn kostur á að afmarka beiðni sína áður en ákvörðun var tekin um að synja honum um aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefndin staðfesti hins vegar ákvörðunina í ljósi þess að um var að ræða rúmlega 5.000 skjöl og að afgreiðsla beiðninnar krefðist þess að Reykjavíkurborg legði mat á hvort óheimilt væri að veita aðgang að upplýsingum úr þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 11. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 907/2020 í máli ÚNU 20010005. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 9. janúar 2020, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni hans um aðgang að öllum reikningum er varða framkvæmdir við Klettaskóla frá árinu 2011. <br /> <br /> Kærandi óskaði eftir aðgangi að reikningunum þann 12. desember 2019. Reykjavíkurborg synjaði beiðni kæranda þann 19. desember 2019. Fram kemur að umhverfis- og skipulagssvið hafi kannað hversu marga reikninga sé um að ræða en alls séu þeir um 1.100 talsins auk fylgiskjala sem hlaupi á þúsundum. Áætlað sé að um sé að ræða 6.000 blaðsíður. Áður en hægt sé að afhenda slík skjöl þurfi að fara yfir þau og strika út persónuupplýsingar auk þess sem strika þurfi yfir einingarverð á þeim reikningum sem varði útboðsverk. Miðað við reynslu af yfirferð sambærilegra gagna sé um að ræða svo umfangsmikið verk að ekki sé fært að verða við því. Beiðninni sé því hafnað á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi hafni því að reikningar séu of margir. Stærð verkefna og fjöldi reikninga eigi ekki að skipta máli þegar kemur að afhendingu gagnanna. Það sé faglegt mat kæranda að það sé mikilvægt að almenningur fái innsýn í framkvæmd stórra verkefna þar sem verið sé að nota opinbert fé. <br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p ><br /> Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 10. janúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 28. janúar 2020, segir að beiðni kæranda hafi verið synjað á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem meðferð beiðninnar krefðist svo mikillar vinnu að ekki væri fært að verða við henni. Um sé að ræða reikninga vegna undirbúnings, hönnunar og verklegrar framkvæmdar við Klettaskóla, sem sé að stórum hluta útboðsverk. Nauðsynlegt sé í tilviki slíkra gagna að fara yfir þau og strika einingarverð út, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Þá sé einnig nauðsynlegt að strika yfir persónuupplýsingar sem ekki eigi erindi til gagnabeiðenda, sbr. lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018. Tímafrekast sé að strika yfir einingarverð enda um mikið magn slíkra skjala að ræða. Fram kemur að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi fengið efnislega sambærilega beiðni um afrit af reikningum vegna vita og útsýnispalls við Sæbraut en þar hafi umfang gagna verið minna. Þau gögn hafi verið afhent eftir að strikað hafi verið yfir persónuupplýsingar og einingarverð á reikningum vegna útboðsverka. Yfirferð gagnanna og yfirstrikun hafi verið tímamæld og hafi hún tekið að meðaltali 1,3 mínútur á hverja blaðsíðu. Hér sé um sambærileg gögn að ræða og því sé áætlað að yfirferð og útstrikun þeirra tæki um 7.800 mínútur eða um 130 klukkustundir og sé þá ekki talinn tíminn sem færi í aðra umsýslu vegna beiðninnar svo sem að finna gögnin til, ljósrita, skanna, vista í skjalsafni o.s.frv. Fram kemur að upplýsingabeiðnir til sviðsins séu yfirfarnar af lögfræðingi. Það að lögfræðingur sé frá sínum hefðbundnu störfum vegna beiðnar af þessu tagi í um 4 vikur hafi augljóslega mikil áhrif á starfsemi skrifstofunnar og sviðsins. Því megi vera ljóst að beiðnin sé svo umfangsmikil og krefjist svo mikillar vinnu að ekki verði hjá því komist að hafna henni með vísan til undanþáguákvæðisins. <br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda þann 28. janúar 2020 og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 29. janúar 2020, segir í fyrsta lagi að rúmlega tvö hundruð manns starfi á umhverfis- og skipulagssviði. Hver sem er geti tússað yfir einingarverð og persónuupplýsingar. Í öðru lagi hafi kæranda verið synjað um aðgang að gögnunum þann 19. desember. Ef starfsmaður hefði farið strax í það að strika yfir einingarverð og persónuupplýsingarnar þá væri viðkomandi búinn að því í dag. Í þriðja lagi segir kærandi að ef ekki væri um að ræða fyrirslátt til að koma í veg fyrir að almenningur fái yfirsýn yfir framkvæmdirnar þá hefði borgin, í öllum þeim óformlegu samskiptum sem starfsmenn hennar hefðu átt við blaðamenn, getað komist að samkomulagi við kæranda um að biðja um afmarkaðan hluta. Borgin hafi, líkt og í öllum málum sem tengist opinberum framkvæmdum, verið ósamvinnuþýð við að upplýsa um í hvað peningarnir hafi farið. Það sé einungis þess vegna sem þörf sé á því að krefjast aðgangs að reikningunum. Að lokum segir kærandi að ef það verði niðurstaða nefndarinnar að Reykjavíkurborg þurfi ekki að afhenda reikninga í þessum tilfellum þá hafi kærandi og almenningur enga leið til að fá yfirsýn yfir opinberar framkvæmdir þegar reikningarnir séu orðnir mjög margir.<br /> Niðurstaða<br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að öllum reikningum vegna framkvæmda við Klettaskóla um tæpt áratugaskeið, eða frá árinu 2011. Leyst verður úr rétti kæranda til aðgangs að reikningunum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, með þeim takmörkunum sem greinir í 6-10. gr. laganna. <br /> <br /> Reykjavíkurborg synjaði kæranda um aðgang að reikningunum með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu má í undantekningartilfellum hafna beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Um sé að ræða um það bil 1.100 reikninga auk fylgiskjala sem hlaupi á þúsundum. Nauðsynlegt sé að fara yfir gögnin og strika út einingarverð, sbr. 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Þá sé einnig nauðsynlegt að strika yfir persónuupplýsingar sem ekki eigi erindi til gagnabeiðenda, sbr. lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018. <br /> <br /> Í 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Kaupanda er óheimilt að láta af hendi viðkvæmar upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljast upplýsingar um rekstur, sértækar tæknilausnir, einingarverð, fjárhagsmálefni og viðskipti og aðrar þær upplýsingar sem skaðað geta hagsmuni fyrirtækisins ef aðgangur er veittur að þeim.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna kemur eftirfarandi fram:<br /> <br /> „Ákvæðið hefur ekki áhrif á skyldu aðila til að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í þessu felst m.a. að kaupanda ber að upplýsa um heildartilboðsfjárhæð og samningsfjárhæð vegna innkaupa. Þrátt fyrir það skal kaupanda ekki vera skylt að afhenda gögn sem eru til þess fallin að raska samkeppni eða skaða viðskiptahagsmuni fyrirtækis og farið hefur fram á að gætt sé trúnaðar um slík gögn í innkaupaferli. Er hér t.d. átt við upplýsingar um einingarverð eða sérstakar tæknilausnir sem bjóðandi leggur fram í innkaupaferli. Ekki er æskilegt að viðkvæmar viðskipta- og fjárhagsupplýsingar um fyrirtæki verði gerðar aðgengilegar samkeppnisaðilum vegna þátttöku í opinberum innkaupum og er slík framkvæmd til þess fallin að raska samkeppni á markaðnum sem gengur gegn almennu markmiði laganna. Allar takmarkanir á almennum upplýsingarétti ber þó að túlka þröngt enda mikilvægt að gagnsæis sé gætt í opinberum innkaupum.“<br /> <br /> Í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga er kveðið á um takmörkun upplýsingaréttar vegna mikilvægra virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila. <br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir eftirfarandi um takmörkun laganna á aðgangi að gögnum um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt áherslu á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um kaup stjórnvalda á vörum og þjónustu enda eigi almenningur ríkan rétt á því að kynna sér hvernig opinberu fé er ráðstafað, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 873/2020 og 876/2020.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að ekki verður dregin almenn ályktun um aðgang almennings að upplýsingum um einingarverð í gögnum stjórnvalda enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar nr. 852/2019 og 888/2020. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að birting einingarverða er í mörgum tilfellum forsenda þess að almenningur geti glöggvað sig á því hvernig opinberum fjármunum er raunverulega varið. Hagsmunir einstakra lögaðila á samkeppnismarkaði af því að samkeppnisaðilar þeirra geti boðið opinberum aðilum lægri verð fyrir veitta þjónustu verða því almennt að víkja fyrir þeim hagsmunum almennings að geta kynnt sér upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 852/2019, 873/2020, 876/2020 og 888/2020. Af ákvæðum 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup leiðir að þeim sem falla undir upplýsingalög er ekki heimilt við afgreiðslu gagnabeiðni að afmá allar upplýsingar um einingarverð úr reikningum heldur aðeins í þeim tilfellum þar sem birting þeirra veldur þeim sem upplýsingar varða tjóni. <br /> <br /> Við mat á því hvort aðgangur almennings að upplýsingum valdi tjóni verður meðal annars að horfa til aldurs upplýsinganna og þess sviðs samkeppnisrekstrar sem um ræðir, enda takmarkar ákvæði 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga aðeins aðgang að virkum mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum. Upplýsingar um einingarverð í viðskiptum sem áttu sér stað fyrir tæpum áratug eru því alla jafna ekki til þess fallnar að valda tjóni á mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum verði aðgangur veittur að þeim. Engu að síður þarf að meta hverju sinni hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að heimilt sé að undanþiggja þær á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Sé sá sem hefur upplýsingabeiðni til meðferðar í vafa um hvort birting upplýsinga kunni að valda fyrirtæki eða lögaðila tjóni kann að vera þörf á því að afla afstöðu þess sem upplýsingar varða til birtingar upplýsinganna og rökstuðnings fyrir því af hverju þær eigi að fara leynt, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á gagnabeiðni þar sem óskað var eftir öllum reikningum vegna framkvæmda við Klettaskóla frá árinu 2011. Eins og áður er fram komið synjaði Reykjavíkurborg beiðni kæranda grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem meðferð beiðninnar krefjist svo mikillar vinnu að ekki sé fært að verða við henni. Í athugasemdum við ákvæðið 4. mgr. 15. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2012 kemur fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Segir jafnframt að þess sé krafist fyrir beitingu ákvæðisins að umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum sé slíkur að vinna stjórnvalds eða annarra lögaðila sem lögin taka til við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk reikningana ásamt fylgiskjölum afhenta á minnislykli og er um að ræða rúmlega 5.000 skjöl. Reykjavíkurborg hefur lagt mat á hversu mikinn tíma það taki að afgreiða beiðnina og rökstutt að afgreiðsla hennar myndi leiða til skerðingar á starfsemi umhverfis- og skipulagssviðs sveitarfélagsins. Í því samhengi ítrekar úrskurðarnefndin að við mat á því hversu mikinn tíma það myndi taka að afgreiða beiðni kæranda verður að líta til þess að Reykjavíkurborg er skylt á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, að leggja mat á hvort upplýsingar í hverju og einu gagni séu þess eðlis að birting þeirra valdi þeim sem upplýsingarnar varða tjóni. Því verður að gera ráð fyrir að meðferð beiðninnar taki lengri tíma en sveitarfélagið áætlaði. Með hliðsjón af framangreindu fellst úrskurðarnefndin á það með Reykjavíkurborg að meðferð gagnabeiðninnar taki svo mikinn tíma og krefjist svo mikillar vinnu að ekki sé af þeim sökum fært að verða við henni. Því verður ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn Reykjavíkurborgar kemur fram að sveitarfélagið hafi ekki gefið kæranda færi á að afmarka upplýsingabeiðnina nánar áður en ákvörðun var tekin um að synja beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að um er að ræða beiðni blaðamanns um aðgang að gögnum um opinberar framkvæmdir sem almenningur hefur hagsmuni af því að kynna sér. Við meðferð upplýsingabeiðna þurfa stjórnvöld að hafa í huga þau markmið upplýsingalaga að styrkja aðhald fjölmiðla að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. tölul. 1. gr. laganna. Því ber stjórnvöldum að gæta ítrustu varfærni áður en beiðnum blaðamanna um aðgang að gögnum er synjað á þeim grundvelli að meðferð þeirra taki svo mikinn tíma eða krefjist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við þeim. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál beinir því til Reykjavíkurborgar að gæta þess í framtíðinni að bjóða gagnabeiðendum að afmarka beiðni sína áður en ákveðið er að synja um aðgang að gögnum á grundvelli undanþáguákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Um leið áréttar úrskurðarnefndin að kærandi á þess kost að leita að nýju til borgarinnar með afmarkaðri upplýsingabeiðni og ef svo ber undir kæra afgreiðslu hennar til nefndarinnar. </p> <p> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p >Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni A um aðgang að öllum reikningum vegna framkvæmda við Klettaskóla frá árinu 2011 er staðfest. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
906/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020 | Kærð var afgreiðsla umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða notkun Íslenska orkurannsókna (ÍSOR) á gagnagrunnum frá Orkustofnun. Ráðuneytið hafði upplýst kæranda um að þrátt fyrir leit í málaskrárkerfi þess hefðu ekki fundist frekari gögn um málið en þegar hefðu verið afhent kæranda, enda væri um að ræða atburði sem áttu sér stað áður en ráðuneytið fékk málaflokkinn á sitt borð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja fullyrðingar ráðuneytisins um að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi og var því kærunni vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 906/2020 í máli ÚNU 20030001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. mars 2020, kærði A, f.h. Stapa ehf., synjun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni hans um gögn.<br /> <br /> Aðdragandi málsins var að þann 15. janúar 2019 óskaði kærandi eftir upplýsingum frá ráðuneytinu um samning ráðuneytisins við Náttúrufræðistofnun Íslands og Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR). Ráðuneytið svaraði þann 27. febrúar 2019 og afhenti kæranda gögn varðandi málið. Í svarinu kom fram að ÍSOR hefði í fórum sínum ákveðna korta- og gagnagrunna. Með erindi, dags. 20. mars 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvernig eða með hvaða lagastoð þeir korta- og gagnagrunnar hefðu endað hjá ÍSOR en erindinu var ekki svarað. Þann 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð <br /> nr. 854/2019, þar sem beiðni kæranda var vísað til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> Í erindi ráðuneytisins til kæranda, dags. 10. febrúar 2020, kemur fram að lög um Íslenskar orkurannsóknir, nr. 86, og lög um Orkustofnun, nr. 87, séu frá árinu 2003. Fjallað hafi verið um bæði frumvörpin samhliða á Alþingi enda hafi með frumvörpunum Orkustofnun verið skipt upp með því að aðskilja rannsóknarsvið hennar frá stofnuninni og mælt fyrir um að sérstök stofnun væri með þau verkefni. Í bráðabirgðaákvæði laga um Orkustofnun komi fram að iðnaðarráðuneytið skuli ákvarða hvaða eignir og skuldir skuli fylgja hvorri stofnun. Jafnframt sé í bráðabirgðaákvæðinu mælt fyrir um að gagnasöfn og rannsóknarniðurstöður sem kostaðar hafi verið með opinberu fé skuli áfram tilheyra Orkustofnun. <br /> <br /> Þá segir að bæði Orkustofnun og ÍSOR hafi heyrt undir iðnaðarráðuneytið, nú atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, allt til síðari hluta árs 2012 þegar stofnunin hafi verið flutt til þáverandi umhverfisráðuneytis, nú umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Þau atvik sem legið hafi að baki skiptingu eigna og skulda þessara tveggja stofnana, ásamt meðferð rannsóknarniðurstaða og gagnasafna, sbr. ákvæði I. til bráðabirgða í lögum um Orkustofnun, nr. 87/2003, hafi átt sér stað rúmlega níu árum áður en umhverfis- og auðlindaráðuneytið tók við málefnum ÍSOR. Framangreint ákvæði til bráðabirgða mæli fyrir um að skipting eigna og skulda skuli eiga sér stað fyrir atbeina þáverandi iðnaðarráðherra í samráði við Orkustofnun. Þar sé einnig mælt fyrir um ákveðna meðferð rannsóknaniðurstaða og gagnasafna sem fjármögnuð hafi verið með opinberu fé. Gera megi ráð fyrir að skilgreining á því hvaða rannsóknarniðurstöður og gagnasöfn hafi verið fjármögnuð með opinberu fé, og hver ekki, hafi farið fram á svipuðum tíma og skipting á eignum, skuldum og öðrum verkefnum milli þessara stofnana.<br /> <br /> Þrátt fyrir ítarlega leit hafi ekki fundist nein gögn í málaskrá umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem varpað geti frekara ljósi á framangreind málefni og þá gagnabeiðni sem kærandi hafi beint að ráðuneytinu í tengslum við korta- og gagnagrunna ÍSOR og snúi m.a. að framangreindu ákvæði til bráðabirgða. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji ráðuneytið ekki hafa veitt honum efnisleg svör.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu með bréfi, dags. 2. mars 2020, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 16. mars 2020, er forsaga málsins rakin. Ráðuneytið endurtekur efni bréfsins frá 10. febrúar 2020 og ítrekar að það hafi afhent kæranda öll gögn sem fyrir hendi eru í málaskrá ráðuneytisins og snúi að upphaflegum fyrirspurnum kæranda og framhaldsfyrirspurnum, er snúi sérstaklega að gögnum varðandi það með hvaða hætti og á grundvelli hvaða lagastoðar ÍSOR hafi komist yfir tiltekna gagna- og kortagrunna. Þar sem ráðuneytið hafi þegar afhent kæranda öll gögn í málaskrá þess vegna málsins og kæranda hafi verið tilkynnt um það með formlegum hætti fari ráðuneytið fram á að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 17. mars 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda segir að Orkustofnun hafi afhent þá samninga sem að baki gagnagrunnunum liggi. Af þeim gögnum sem kærandi hafi fengið sjái hann ekki að lögð hafi verið fram gögn sem sýni fram á lagastoðir varðandi notkun ÍSOR á gagnagrunnum Orkustofnunar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um gögn er varða notkun ÍSOR á gagnagrunnum frá Orkustofnun.<br /> <br /> Í bréfi, dags. 10. febrúar 2020, og í umsögn ráðuneytisins í tilefni af kærunni upplýsti ráðuneytið kæranda um atriði sem varða umrædda gagnagrunna og aðdraganda þess að þeir lentu í fórum ÍSOR. Ráðuneytið hefur jafnframt lýst því yfir að þrátt fyrir leit í málaskrárkerfi þess hafi ekki fundist frekari gögn er varði málið enda sé um að ræða atburði sem áttu sér stað níu árum áður en ráðuneytið fékk málaflokkinn á sitt borð. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þessar fullyrðingar ráðuneytisins.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, f.h. Stapa ehf., dags. 2. mars 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
905/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020 | Í málinu hafði mennta- og menningarmálaráðuneytið synjað beiðni kæranda um aðgang að drögum að bréfi sem stílað var á Ríkisendurskoðun. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á því að um væri að ræða vinnugagn en bréfið hefði aldrei verið sent frá ráðuneytinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að draga þá fullyrðingu ráðuneytisins í efa en bréfið var óundirritað. Var því ákvörðunin staðfest. Þá taldi nefndin ráðuneytið hafa tekið afstöðu til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að drögunum í ríkari mæli en skylt er í samræmi við ákvæði 11. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 905/2020 í máli ÚNU 20020017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 19. febrúar 2020, kærði A afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 25. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir afritum af öllum samskiptum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefði átt í við Ríkisendurskoðun vegna málefna Ríkisútvarpsins ohf. Þann 5. desember 2019 óskaði ráðuneytið eftir því að kærandi afmarkaði beiðnina nánar. Það gerði kærandi samdægurs og afmarkaði hann gagnabeiðnina þannig að óskað væri eftir afritum af öllum samskiptum sem ráðuneytið hefði átt í við Ríkisendurskoðun vegna málefna Ríkisútvarpsins ohf. á tímabilinu 1. janúar 2018 til 25. nóvember 2019. Kærandi ítrekaði beiðnina með tölvupóstum, dags. 13., 15. og 17. desember 2019. Þann 18. desember 2019 svaraði ráðuneytið því að verið væri að taka saman umbeðin gögn. Kærandi ítrekaði aftur beiðnina með tölvupóstum, dags. 27. desember 2019 og 17. janúar 2020. <br /> <br /> Mennta- og menningarmálaráðuneytið svaraði kæranda með bréfi, dags. 24. janúar 2020. Fram kemur að kæranda hafi verið veittur aðgangur að öllum umbeðnum gögnum að undanskildu bréfi, dags. 12. júní 2019. Um sé að ræða drög að bréfi og sé um að ræða vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Kærandi sendi ráðuneytinu tölvupóst þann 28. janúar 2020 þar sem hann segir ráðuneytið ekki hafa staðið að ákvörðun sinni varðandi synjun á aðgangi að bréfinu í samræmi við upplýsingalög þar sem ekki hafi verið tekin afstaða til aukins aðgangs að bréfinu, sbr. 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Í kjölfarið óskaði kærandi eftir rökstuðningi fyrir því að aukinn aðgangur hafi ekki verið veittur, sbr. 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Mennta- og menningarmálaráðuneytið svaraði kæranda með bréfi, dags. 3. febrúar 2020. Þar kemur fram að ástæða þess að ekki hafi verið veittur aukinn aðgangur að bréfinu sé að um sé að ræða drög sem aldrei hafi verið send frá ráðuneytinu og í þeim sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Úr þessum drögum hafi verið unnin endanleg útgáfa bréfs sem sent hafi verið til Ríkisendurskoðunar, dags. 22. október 2019, sem kærandi hafi fengið afhent. <br /> <br /> Í kæru segist kærandi fara fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði um rétt hans til aðgangs að bréfinu eða vísi beiðninni aftur til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar. Kærandi heldur því fram að ráðuneytið hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort veita eigi aukinn aðgang að bréfinu í samræmi við 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Þá segir kærandi afar líklegt að engar lagareglur standi því í vegi að aðgangur verði veittur að skjalinu þótt ráðuneytinu kunni að vera það óskylt. Þrátt fyrir það sé ekkert í málinu sem staðfesti að ráðuneytið hafi tekið afstöðu til þess hvort veita eigi aukin aðgang að skjalinu og breyti þar engu skýringar kærða á því af hverju ekki sé veittur aðgangur að skjalinu. Í skýringum ráðuneytisins sé ekki gerð grein fyrir þeim sjónarmiðum sem sú afstaða að veita ekki aukinn aðgang að skjalinu sé byggð á, enda komi sú afstaða ekki beinlínis fram. Ekkert bendi til þess að ráðuneytið hafi í raun tekið rökstudda afstöðu til þess hvort veita eigi aukinn aðgang að skjalinu þrátt fyrir að því sé það ekki skylt. Út frá fordæmisgildi sé afar mikilvægt að nefndin úrskurði að stjórnvaldi sé skylt að taka raunverulega afstöðu til þess að veita aukinn aðgang að gögnum í þeim tilfellum sem það sé heimilt, líkt og lög kveði á um að eigi að gera.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 17. desember 2019, var mennta- og menningarmálaráðuneytinu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af því gagni sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 21. febrúar 2020, kemur fram ráðuneytið hafi synjað kæranda um aðgang að bréfi, dags. 12. júní 2019, þar sem ráðuneytið telur að um sé að ræða vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Í bréfi til kæranda, dags. 3. febrúar 2020, hafi verið tekin fram ástæða þess að ekki hafi verið veittur aukinn aðgangur að skjalinu en um sé að ræða drög að bréfi sem aldrei hafi verið sent frá ráðuneytinu. Upp úr drögunum hafi verið unnin endanleg útgáfa bréfs sem sent hafi verið Ríkisendurskoðun, dags. 22. október 2019, og sem kærandi hafi þegar fengið aðgang að. Umsögninni fylgdi bréf, dags. 12. júní 2019. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. janúar 2020, var kæranda kynnt umsögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 27. febrúar 2020, segir að svör ráðuneytisins beri það með sér að það hafi á engan hátt velt upp spurningunni um það hvort veita eigi kæranda aukinn aðgang að skjalinu. Í svörum ráðuneytisins séu aðeins tilteknar þær ástæður sem leiði til þess að því sé ekki skylt að veita aðgang að skjalinu. Þrátt fyrir að kærandi hafi sérstaklega óskað eftir rökstuðningi fyrir því af hverju aukinn aðgangur hafi ekki verið veittur hafi engin slík ástæða verið gefin. Það sé fortakslaus afstaða ráðuneytisins að ekki komi til greina að veita aukinn aðgang að umræddu skjali þar sem því sé það ekki skylt. Með því hafi ráðuneytið vanrækt skyldu sína til þess að taka raunverulega, rökstudda afstöðu til þess að veita kæranda aukinn aðgang að skjalinu. Kærandi vísar til þess að í greinargerð frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012 komi skýrt fram að ætlast sé til að stjórnvaldið spyrji sig þeirrar spurningar hvort eitthvað standi því í vegi að upplýsingarnar séu veittar, þ.m.t. að hluta. Einnig sé beinlínis ætlast til að stjórnvaldið láti aðila máls í té útskýringu á því hver afstaðan sé.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að bréfi, dags. 12. júní 2019, sem stílað er á Ríkisendurskoðun. Ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að bréfinu er byggð á því að bréfið sé vinnugagn og þar með undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. laganna. Um sé að ræða drög að bréfi sem aldrei hafi verið sent frá ráðuneytinu. Í bréfinu sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Úr þessum drögum hafi verið unnin endanleg útgáfa bréfs sem sent hafi verið til Ríkisendurskoðunar, dags. 22. október 2019, sem kærandi hafi fengið afhent. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli skuli leyst úr máli. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. <br /> <br /> Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að drög að bréfum stjórnvalda sem ekki hafa verið send viðtakanda falli undir skilgreiningu 8. gr. upplýsingalaga. Nefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa þá skýringu mennta- og menningarmálaráðuneytisins að óundirritað bréf ráðuneytisins, dags. 12. júní 2019, sem skráð var í málaskrá þess, sé í raun drög að bréfi sem ekki hafi verið sent út fyrir ráðuneytið. Er það því niðurstaða nefndarinnar að ráðuneytinu hafi verið heimilt að undanþiggja drögin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>2.</h2> Kærandi telur afgreiðslu ráðuneytisins ekki vera í samræmi við lög enda hafi ráðuneytið ekki tekið afstöðu til þess hvort veita eigi kæranda aukinn aðgang í samræmi við 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum þessum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Í 2. mgr. 11. gr. segir að þegar stjórnvöld synja beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. skuli taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 11. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Í gildandi upplýsingalögum er ekki kveðið á um skyldu stjórnvalda til að rökstyðja það sérstaklega af hverju ekki var talin ástæða til að beita reglunni um aukinn aðgang að gögnum þegar beiðnum er synjað. Í 2. mgr. 11. gr. er hins vegar lagt til að slík skylda verði lögbundin gagnvart stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Í því felst að þegar stjórnvald afgreiðir beiðni um aðgang að gögnum og synjar um aðgang, þá skal í rökstuðningi jafnframt taka afstöðu til þess af hverju ekki var talið tilefni til að beita heimildinni um aukinn aðgang í því tilviki. Í því felst í reynd að viðkomandi stjórnvaldi ber, áður en synjað er um aðgang að gögnum sem ekki er með beinum hætti skylt að synja um aðgang að, ávallt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort eitthvað standi því í vegi að upplýsingarnar séu veittar, þ.m.t. að hluta, og láta aðila máls í té útskýringu á því hver afstaðan er.“<br /> <br /> Í bréfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 3. febrúar 2020, segir að ástæða þess að ekki hafi verið veittur aukinn aðgangur að bréfinu sé að um séu að ræða drög sem aldrei hafi verið send frá ráðuneytinu og í þeim sé ekki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Þrátt fyrir að í ákvæði 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga sé kveðið á um skyldu stjórnvalda til að taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er þegar beiðni er afgreidd liggur fyrir að sú afstaða var tekin í bréfi ráðuneytisins, dags. 3. febrúar 2020, eftir að kærandi hafði óskað þess, og útskýrt fyrir kæranda hver afstaða þess væri. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki tilefni til að gera athugasemdir við afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kæranda. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að drögum að bréfi ráðuneytisins til Ríkisendurskoðunar, dags. 12. júní 2019, er staðfest. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
904/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020 | Í málinu var deilt um afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að samningi Glitnis hf., GLB Holding ehf. og Seðlabanka Íslands. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með ráðuneytinu að samningurinn væri undirorpinn sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Var því staðfest ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningnum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 904/2020 í máli ÚNU 20020015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. febrúar 2020, kærði Jónas A. Aðalsteinsson lögmaður, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með gagnabeiðni kæranda, dags. 11. desember 2019, var óskað eftir aðgangi að samningi sem gerður var á grundvelli beiðni slitabús Glitnis hf. um undanþágu frá ákvæðum gjaldeyrislaga nr. 87/1992. Upphaflega leitaði kærandi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem beiðninni hefði ekki verið svarað, en málið var fellt niður eftir að ákvörðun var tekin með bréfi, dags. 12. febrúar 2020. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 13. febrúar 2020, kemur fram að við fyrstu afgreiðslu beiðninnar hafi verið gengið út frá því að samningurinn væri ekki fyrirliggjandi hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þar sem ráðuneytið væri ekki aðili að samningnum. Frekari athugun í málaskrá hafi hins vegar leitt í ljós að afrit af samningnum hafi verið sent ráðuneytinu í desember 2015 í tengslum við samráð Seðlabanka Íslands við ráðuneytið um veitingu undanþágu til Glitnis hf. frá ákvæðum laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál en Seðlabanki Íslands hafi séð um framkvæmd og eftirfylgni með þeim lögum. Ráðuneytinu sé kunnugt um að Seðlabanki Íslands hafi hafnað beiðni kæranda um aðgang að samningnum með vísan til þagnarskylduákvæða í lögum um bankann.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun segir jafnframt að samkvæmt 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992 séu þeir sem annast framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands, sbr. 64. gr. laga nr. 91/2019 um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Ákvæði 41. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands er rakið og tekið fram að í 3. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 sé kveðið á um að ef ráðherra séu afhentar upplýsingar á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins, sem almennar eða sérstakar þagnarskyldureglur taka til, þá verði hann og ráðuneyti hans bundin þagnarskyldu með sama hætti og í þeim reglum greini.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram að Seðlabanki Íslands hafi verið aðili að þeim samningi sem um ræðir en á grundvelli 3. mgr. 13. gr. b laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 hafi afrit samningsins verið sent ráðuneytinu. Samkvæmt því ákvæði hafi Seðlabankanum verið heimilt að setja reglur um undanþágur frá takmörkunum 1.-3. mgr. sömu greinar en áður skyldi bankinn hafa samráð við ráðherra og skyldu reglurnar staðfestar af ráðherra. Umbeðnar upplýsingar varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og annarra aðila, sem og framkvæmd laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Slíkar upplýsingar falli undir hin sérstöku þagnarskylduákvæði sem nefnd voru að framan, sem ráðuneytið sé bundið af.<br /> <br /> Í kæru kveðst kærandi ósammála því að fjármála- og efnahagsráðuneytið sé ekki aðili að samningi sem Seðlabanki Íslands geri fyrir hönd ráðuneytisins. Lögfræðileg umfjöllun ráðuneytisins um beiðnina sé öll byggð á þeirri forsendu, sem leiði til þess að beiðninni hafi verið hafnað. Vísað er til gagna sem fylgt hafi fyrri kæru kæranda og bréfs Ríkisendurskoðunar, dags. 30. janúar 2020, þar sem fram komi að Seðlabanki Íslands hafi annast samningagerðina fyrir hönd ríkisins. <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 18. febrúar 2020, var fjármála- og efnahagsráðuneytinu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins barst þann 4. mars 2020. Þar kemur fram að beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum samningi hafi verið hafnað með vísan til þess að samningurinn félli undir sérstakar þagnarskyldureglur að lögum, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ítrekað er að samningurinn falli undir 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 91/2019 og 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992, sbr. 3. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Af hálfu ráðuneytisins kemur fram að ekki séu gerðar athugasemdir við þennan grundvöll svarsins í kæru heldur á því byggt að ráðuneytið fari með rangt mál varðandi aðild þess að samningnum. Þessum málatilbúnaði kæranda sé hafnað. Samningurinn sé á milli Seðlabanka Íslands, slitabús Glitnis hf. og GLB Holding ehf., hann hafi verið undirritaður þann 10. desember 2015 og gerður í tengslum við beiðni slitabúsins um undanþágu frá ákvæðum gjaldeyrislaga. Samningurinn hafi verið sendur ráðuneytinu í desember 2015 í tengslum við lögbundið samráð Seðlabanka Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra um veitingu undanþágu til slitabús Glitnis hf. frá ákvæðum laga nr. 87/1992.<br /> <br /> Í umsögninni kemur enn fremur fram að með setningu laga nr. 60/2015 um stöðugleikaskatt og breytingum á ákvæðum gjaldeyrislaga nr. 87/1992 og bráðabirgðaákvæði III í þágildandi lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, hafi verið gert ráð fyrir þeim möguleika að slitabú fallinna fjármálafyrirtækja gætu innt af hendi stöðugleikaframlag í stað greiðslu stöðugleikaskatts. Í ákvæði til bráðabirgða III hafi sagt að Seðlabanka Íslands væri heimilt að annast viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki, enda væri um að ræða viðskipti sem Seðlabankinn mæti nauðsynleg til þess að hægt væri að losa um takmarkanir sem settar hefðu verið á fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti. Þá hafi komið fram í ákvæðinu að Seðlabankanum væri heimilt, í þeim tilgangi að draga úr, koma í veg fyrir eða gera kleift að bregðast við neikvæðum áhrifum á stöðugleika í gengis- og peningamálum, að taka á móti hvers kyns fjárhagslegum verðmætum, þ.m.t. kröfuréttindum, fjármálagerningum og eignarhlutum í félögum og öðrum réttindum yfir þeim í tengslum við áætlanir um losun fjármagnshafta. Með lögum nr. 24/2016, sem samþykkt hafi verið þann 17. mars 2016, hafi verið gerðar breytingar á síðari hluta ákvæðis III til bráðabirgða sem kváðu á um það að þau verðmæti sem Seðlabankinn tæki á móti á grundvelli 2. málsl. 1. mgr. ákvæðisins skyldu renna í ríkissjóð. Samningur sá sem Seðlabanki Íslands hafi gert við slitabú Glitnis hf. og GLB Holding ehf. á grundvelli framangreindra lagaákvæða hafi hins vegar ekki verið gerður opinber af hálfu samningsaðila. Þá kemur fram að upplýsingarnar og gögnin sem óskað sé eftir séu þess eðlis að þær varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og annarra aðila, sem og framkvæmd laga nr. 87/1992. Upplýsingarnar séu því háðar þagnarskyldu nema annað hvort úrskurður dómara eða lagaboð geri skylt að láta þær af hendi. Ráðuneytið sé bundið af öllum sömu þagnarskylduákvæðum og Seðlabanki Íslands. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að fyrir liggi að samningurinn varði mikilvæg fjárhagsleg málefni Seðlabanka Íslands og ríkisins og veiti upplýsingar um hagi viðskiptamanns hans. Því sé ekki ástæða til þess að taka afstöðu til þess hvort undanþáguákvæði upplýsingalaga taki til samningsins. Hins vegar sé bent á að tekið sé fram í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varði mikilvæga virka fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Varði það ekki eingöngu Seðlabanka Íslands og ríkið miklu að umbeðnar upplýsingar séu undirorpnar leynd heldur ekki síður gagnaðila bankans að samningnum. Einnig er bent á 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en með hliðsjón af eðli upplýsinganna sé ljóst að ákvæðið standi til þess að takmarka aðgang almennings að honum og öðrum sambærilegum stöðugleikasamningum. Að lokum telur ráðuneytið ekki unnt að veita aðgang að þeim hlutum skjalsins sem trúnaður ríki ekki um, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, með vísan til þess hversu víða í samningnum sé að finna upplýsingar sem séu undanþegnar upplýsingarétti.<br /> <br /> Með erindi, dags. 4. mars 2020, var kæranda kynnt umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust með bréfi, dags. 9. mars 2020. Í upphafi er ferill samskipta kæranda við ráðuneytið rakinn stuttlega. Því næst kemur fram að kærandi telji rétt að upplýsa úrskurðarnefnd um upplýsingamál um það að í fyrirtöku máls Glitnis hf. gegn Orkuveitu Reykjavíkur hinn 2. mars 2020 hafi lögmaður Glitnis lagt fram dómskjal sem hann hafi látið bóka að fjallaði um staðfestingu fjármálaráðuneytisins á því að afleiðusamningar hefðu ekki verið framseldir. Í ljós hafi komið að skjalið væri tölvupóstur kæranda til starfsmanns fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Það að lögmaður Glitnis hafi þessi gögn undir höndum og leggi þau fram í dómsmáli staðfesti áður óþekkt tengsl talsmanns ráðuneytisins og lögmanns Glitnis varðandi dómsmálið.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda er vikið að hagsmunum hans af því að fá aðgang að samningnum. Kærandi telur samninginn staðfesta að Glitnir hf. hafi framselt afleiðusamninga sem félagið byggi dómsmálið á gegn kæranda til íslenska ríkisins. Kærandi telur reyndar að sönnun þess liggi nú þegar fyrir en vill fá samninginn afhentan til að taka af öll tvímæli enda muni það leiða til sýknu kæranda í málinu. Glitnir hf. hafi einhverra hluta vegna leynt þessu framsali fyrir bæði kæranda og dómara málsins. Hagsmunir Glitnis hf. af samningnum felist í því að félagið fái tugi milljarða króna greiðslur í þóknun fyrir umsjón með framkvæmd stöðugleikagreiðslnanna til ríkissjóðs. Innborgun á þann kostnað hafi numið 5 milljörðum króna í desember 2015. Óstaðfestar fréttir hermi að samningar Glitnis hf. við Seðlabanka Íslands á þeim tíma feli einnig í sér hagsmunatengingu félagsins við árangur málarekstrar í þágu ríkisins. Hagsmunir ríkisins hafi verið þeir að með þeim samningi hafi náðst fullt samkomulag um framkvæmd greiðslu stöðugleikaframlags Glitnis hf. til ríkisins.<br /> <br /> Kærandi segir að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi frá upphafi verið gerð grein fyrir því að kærandi hafi þær upplýsingar frá Ríkisendurskoðun að umbeðinn samningur fjalli um þá afleiðusamninga sem Glitnir hf. og kærandi gerðu á sínum tíma. Þegar af þeirri ástæðu sé ráðuneytinu skylt að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ekki sé vikið að undantekningarákvæði 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga heldur fullyrt án nokkurra útskýringa að samningurinn varði mikilvæg fjárhagsleg málefni Seðlabanka Íslands og ríkisins. Þá byggir kærandi á því að Seðlabanki Íslands hafi gert umbeðinn samning í umboði ríkisins á grundvelli hlutverks bankans við framkvæmd laga nr. 60/2015, hvort sem sá texti komi fram í yfirskrift samningsins eða ekki.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því að íslenska ríkið sé ekki aðili að samningnum. Samningurinn fjalli um framkvæmd uppgjörs á stöðugleikaskuldbindingum Glitnis hf. til ríkisins samkvæmt ákvæðum laga nr. 60/2015 um stöðugleikaskatt. Málefnasvið þeirra laga falli undir verkefni ráðuneytisins. Kærandi lítur svo á að Seðlabanki Íslands hafi gert umbeðinn samning í umboði ríkisins á framangreindum grundvelli, líkt og komi fram í pósti Ríkisendurskoðunar til kæranda, dags. 19. nóvember 2019 og 30. janúar 2020. <br /> <br /> Kærandi andmælir því að umbeðinn samningur sé undirorpinn þagnarskylduákvæðum, einkum 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019. Þessi málsástæða sé nýtilkomin hjá ráðuneytinu og hafi komið til eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðninni á sömu forsendu. Í fyrsta lagi fjalli samningurinn efnislega um framkvæmd lögbundinnar skattgreiðslu/stöðugleikaframlags Glitnis hf. til ríkisins. Aðdragandi, efni og framkvæmd greiðslunnar hafi komið til ítarlegrar umfjöllunar á opinberum vettvangi á sínum tíma. Í ársreikningi Glitnis hf. fyrir árið 2015 sé því lýst að samningurinn hafi verið gerður í framhaldi af nauðasamningi félagsins. Sú staðreynd að félagið hafi farið í gegnum nauðasamningsmeðferð feli í sér að öll gögn þess hafi verið til umfjöllunar allra hinna fjölmörgu aðila samningsins, þar á meðal kæranda. Umbeðinn samningur hafi verið gerður í tengslum við og í framhaldi af nauðasamningi félagsins. Bæði í ársreikningi Glitnis hf. og í fréttum hafi fjárhæðir stöðugleikaframlags Glitnis hf. tilgreindar og ræddar, bæði í heild og sundurliðuðu formi eftir eignaheildum. Þar hafi eignarheildin afleiðusamningar verið sérstaklega tilgreind en krafa Glitnis á hendur kæranda falli í þann flokk. <br /> <br /> Í póstum Ríkisendurskoðunar til kæranda, dags. 19. nóvember 2019 og 30. janúar 2020, sé efni samningsins varðandi afleiðusamninga lýst, þeir hafi verið metnir og færðir upp til eignar í efnahagsreikningi ríkissjóðs 2016. Þannig komi greiðsla Glitnis hf. samkvæmt samningnum fram í ríkisreikningi en almenningur hafi fullan aðgang að honum. Fjármálaráðuneytið hafi á sínum tíma haldið upplýsingafundi fyrir almenning um málefni Glitnis hf. varðandi samninginn og fjárhagslega þætti hans, sbr. fréttir á vef ráðuneytisins dags. 8. júní 2015 og 20. október 2015. Í ársreikningi Glitnis hf. fyrir árið 2018, sem liggi fyrir hjá embætti ríkisskattstjóra, sé fjallað um samninginn og áætlaða fjárhæð tengda þeirri umfjöllun. Eftir framsal eignanna til ríkissjóðs hafi fjármálaráðuneytið birt tilkynningar um stöðu og verðmæti þessara eigna, t.d. fjársópseigna, í fréttatilkynningum sínum, t.d. dags. 26. ágúst 2016 og 8. febrúar 2018. <br /> <br /> Í umfjöllun ráðuneytisins um efnisþætti greiðslnanna í liðlega fjögur ár hafi aldrei verið vikið að því að leynd hvíldi yfir samningnum. Þvert á móti hafi umfjöllun ráðuneytisins svipt allri leynd af efnisþáttum samningsins en upplýst hafi verið um alla fjárhaglega þætti greiðslnanna. Ráðuneytið hafi ekki útskýrt þá stefnubreytingu sem felist í því að halda því nú fram að einhverjir þættir í stöðugleikaframlagi Glitnis hf. til ríkissjóðs varði einhverja mikilvæga þætti sem falli undir trúnaðarákvæði laga sem ekki sé heimilt að upplýsa um. <br /> <br /> Þegar farið sé yfir allar þær upplýsingar um fjárhagslega þætti stöðugleikaframlags Glitnis hf. til ríkisins og framkvæmd þess sem birtar hafi verið og um fjallað á opinberum vettvangi sé engar upplýsingar að finna í samningnum sem leynd hafi ekki þegar verið svipt af. Því séu engin efni til þess að fallast á að um sé að ræða viðkvæman gagnkvæman samning sem snerti ríka efnahagslega hagsmuni ríkisins sem rétt sé að takmarka aðgang að eða að rétt sé að fella samninginn og efni hans undir trúnaðarákvæði 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands eða önnur tilvitnuð lagaákvæði í bréfi ráðuneytisins, dags. 4. mars 2020. Ljóst sé að allri leynd hafi verið svipt af öllum fjárhagslegum upplýsingum í samningnum sem og upplýsingum um framkvæmd hans. <br /> <br /> Kærandi mótmælir því að dómur Hæstaréttar í máli nr. 329/2014 sé upplýsandi eða fordæmisgefandi um álitaefni þessa máls. Hér fjalli umbeðin gögn um greiðslu skatta til ríkisins, skatta sem greiddir hafi verið í formi samninga sem kærandi sé aðili að. Gögnin fjalli um aðilaskipti að þeim samningum, tímasetningu þeirra aðilaskipta og hver eigi rétt til greiðslna samkvæmt þeim. Kæranda sé ekki kunnugt um úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem gætu verið fordæmisgefandi fyrir synjun beiðni hans. Úrskurðurinn sem komist næst því sé nr. 614/2016 en umbeðinn samningur í því máli hafi fjallað um innbyrðis viðskipti Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Kína með gjaldeyri. Efnisþættir hans fjalli væntanlega allir um viðskipti þessara tveggja banka. Í þessu máli sé umfjöllun um samninga kæranda í umbeðnum gögnum skýrt aðgreind eins og fram komi í póstum Ríkisendurskoðunar til kæranda.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi Glitnis hf., GLB Holding ehf. og Seðlabanka Íslands, dags. 10. desember 2015. Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningnum er einkum byggð á því að samningurinn sé undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2020 þar sem efni hans falli undir sérstakar þagnarskyldureglur laga sem ráðuneytið sé bundið af, þ.e. 15. gr. gjaldeyrislaga, nr. 87/1992, 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, og laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011. <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. þágildandi laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan samkvæmt ákvæðinu sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. <br /> <br /> Í núgildandi 1. mgr. 41. gr. laga Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, sem er efnislega sambærileg 1. mgr. 35. gr. eldri laganna, segir:<br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, varaseðlabankastjórar, nefndarmenn í peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um sérfræðinga, verktaka og aðra sem starfa fyrir eða á vegum bankans. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Í 4. mgr. 41. gr. laganna segir: <br /> <br /> „Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að eiga upplýsingaskipti við opinbera aðila um atriði sem lög þessi taka til þegar upplýsingaskiptin eru í samræmi við lögmælt hlutverk Seðlabankans eða móttakanda. Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu á sama hátt og þar greinir.“<br /> <br /> Þá er í 3. mgr. 14. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 kveðið á um að ef ráðherra eru afhentar upplýsingar á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins, sem almennar eða sérstakar þagnarskyldureglur taka til, þá verði hann og ráðuneyti hans bundin þagnarskyldu með sama hætti og í þeim reglum greinir.<br /> <br /> Samkvæmt 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992 eru þeir sem annast framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið samning Seðlabanka Íslands við Glitni hf. og GLB Holding ehf. sem undirritaður var 10. desember 2015. Í samningnum er fjallað um aðdragandann að gerð hans. Segir þar að slitastjórn Glitnis hafi sótt um undanþágur frá lögum um gjaldeyrismál. Glitnir hafi lagt til að félagið reiddi fram stöðugleikaframlag til Seðlabanka Íslands í samræmi við lög nr. 59/2015, um fjármálafyrirtæki og umsókn þrotabúsins um undanþágu frá lögum um gjaldeyrismál. Í samningnum eru settir fram skilmálar fyrir framsali þeirra eigna sem stöðugleikaframlag þrotabúsins tekur til og skyldur samningsaðila í tengslum við stöðugleikaframlagið. <br /> <br /> Umbeðinn samningur var gerður með heimild í ákvæði til bráðabirgða III í lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, þar sem kveðið var á um heimild Seðlabankans til að taka við eignum og öðrum fjárhagslegum réttindum í viðskiptum sínum við einstaklinga og fyrirtæki í þeim tilgangi að draga úr, koma í veg fyrir eða gera kleift að bregðast við neikvæðum áhrifum á stöðugleika í gengis- og peningamálum, í tengslum við áætlanir um losun fjármagnshafta, sbr. lög nr. 59/2015, um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Í ákvæðinu stóð enn fremur að þau verðmæti sem Seðlabankinn veitti viðtöku á þessum grundvelli skyldu renna í ríkissjóð og skyldu þau vera hjá bankanum í varðveislu. Meðferð og ráðstöfun verðmætanna skyldi hagað í samræmi við 2. mgr. 1. gr. laga um stöðugleikaskatt. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að líta verði svo á að Glitnir hf. og GLB Holding ehf. hafi verið viðskiptamenn bankans í þeim viðskiptum sem umbeðinn samningur varðar. Það er því mat nefndarinnar að umbeðinn samningur varði hagi viðskiptamanna bankans og falli þar af leiðandi undir undanþáguákvæði, sbr. 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019. <br /> <br /> Þá telur úrskurðarnefndin ljóst að samningurinn hafi verið sendur fjármála- og efnahagsráðuneytinu í desember 2015 í tengslum við lögbundið samráð Seðlabanka Íslands við fjármála- og efnahagsráðherra um veitingu undanþágu til slitabús Glitnis hf. frá ákvæðum gjaldeyrislaga. Í 4. mgr. 13. gr. b gjaldeyrislaga kemur fram að Seðlabankanum sé heimilt að setja reglur um undanþágur frá takmörkunum 1.-3. mgr. 13. gr. b gjaldeyrislaga en í tilteknum tilvikum, þegar undanþágur varði einstaka aðila með efnahagsreikninga yfir 400 milljörðum kr. og geti haft umtalsverð áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins og eignarhald viðskiptabanka, þurfi þó að bera undanþágurnar undir ráðherra og að undanþágureglurnar skuli staðfestar af ráðherra. Í öllu falli veldur framsending samningsins til ráðuneytisins ekki því að þagnarskylda samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands falli niður. <br /> <br /> Í tilefni af röksemdum kæranda er lúta að hagsmunum hans af aðgangi að samningnum tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þagnarskylduákvæði 41. gr. laga um Seðlabanka Íslands gerir ekki ráð fyrir að slíkt hagsmunamat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum sem falla að öðru leyti undir ákvæðið, sbr. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nægjanlegt er að upplýsingar varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands til að upplýsingaréttur almennings verði takmarkaður á grundvelli ákvæðanna umfram fyrirmæli upplýsingalaga. Verður því staðfest hin kærða ákvörðun um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningnum.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 12. febrúar 2020, um að synja beiðni kæranda, Jónasar A. Aðalsteinssonar f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, um aðgang að samningi Seðlabanka Íslands, Glitnis hf. og GLB Holding ehf., dags. 10. desember 2015, er staðfest.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
903/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um atvik sem kom upp í búsetukjarna Reykjavíkurborgar og sem varðaði kæranda sjálfan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skjal með færslum vettvangsgeðteymis vera vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á að Reykjavíkurborg væri heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að færslunum með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst aftur á móti ekki á að færslur í atvikaskráningakerfi velferðarsviðs væru vinnugögn. Var því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að færslunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að skjalinu að undanskildum upplýsingum um lýsingu starfsmanns á upplifun sinni, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 903/2020 í máli ÚNU 19120014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 21. desember 2019, kærði A, f.h. B, ákvörðun Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum sem varða atvik sem kom upp í búsetukjarna að C sem rekinn er af Reykjavíkurborg.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. október 2019, óskaði kærandi eftir að fá afhent afrit af öllum gögnum sem vörðuðu atvik sem mun hafa átt sér stað milli starfsmanns velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og kæranda í búsetukjarna við C. <br /> <br /> Með bréfi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 6. desember 2019, voru kæranda afhentar dagbókarfærslur íbúðarkjarnans. Í bréfinu kom fram að beiðnin hefði verið afgreidd á grundvelli 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að svo miklu leyti sem sá aðgangur færi ekki í bága við 2. og 3. mgr. 14. gr. og 9. gr. sömu laga. Þá væri ekki veittur aðgangur að gögnum sem teldust vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. og 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru er áhersla lögð á mikilvægi þess að umræddar upplýsingar verði afhentar enda telji kærandi hugsanlegt að þau varpi ljósi á þau atvik sem um ræðir og þau samskipti sem áttu sér stað á milli kæranda og starfsmanna búsetukjarnans í kjölfar þeirra.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 23. desember 2020, var kæran kynnt Reykjavíkurborg og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar barst með bréfi, dags. 27. janúar 2020, ásamt umbeðnum gögnum. Í bréfinu kemur fram að þau gögn sem ekki hafi verið afhent hafi annars vegar verið vinnugögn úr atvikaskráningarkerfi mannauðsskrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og hins vegar vinnugögn vettvangsgeðteymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. <br /> <br /> Hvað varðar upplýsingar úr atvikaskráningarkerfinu kemur fram að í kerfið séu skráð atvik sem upp koma í þjónustu við notendur velferðarsviðs. Í kerfið skrái viðkomandi starfsmaður sviðsins atvik, tildrög atviks og afleiðingar eða viðbrögð starfsmanns við atviki. Atvikaskráningarkerfið hafi það að markmiði að bæta þjónustu við notendur og sé ætlað velferðarsviði til eigin nota við meðferð máls og séu gögn úr því kerfi ekki afhent öðrum. Gögn úr atvikaskráningarkerfinu teljist þannig vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá er tekið fram að gögnin innihaldi hvorki endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls, skv. 1. tölul. 3. mgr. 8. gr., né hafi þau að geyma upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram skv. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna. Því til stuðnings er bent á að efni atvikaskráningarinnar beri með sér að hún sé að meginstefnu til unnin út frá dagbókarskráningu búsetukjarnans, en þau gögn hafi þegar verið afhent. Það eigi þó ekki við um upplýsingar sem lúti að afleiðingum og viðbrögðum starfsmanns vegna atviksins en þar sé um að ræða einkamálefni starfsmanns og vegi hagsmunir hans af því að upplýsingarnar fari leynt þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Hvað varðar gögn sem stafa frá vettvangsgeðteymi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er tekið fram að teymið sinni meðal annars einstaklingum sem búi í búsetukjörnum á vegum velferðarsviðs auk þess að veita starfsmönnum búsetukjarna stuðning og ráðgjöf. Gögn sem varði aðkomu teymisins að máli kæranda séu ætluð teyminu til eigin nota við meðferð málsins og séu þau ekki afhent öðrum. Því sé um að ræða vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram að gögnin hafi ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls skv. 1. tölul. 3. mgr. 8. gr. og þar komi ekki fram upplýsingar um mikilvægar staðreyndir máls sem ómissandi séu til skýringar ákvörðunar í málinu, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 27. janúar 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Reykjavíkurborgar. Í bréfi frá kæranda, dags. 28. janúar 2020, er umsögn Reykjavíkurborgar mótmælt og lögð áhersla á mikilvægi þess að umbeðnar upplýsingar verði afhentar. <br /> <br /> Með tölvubréfi, dags. 8. maí 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari gögnum og upplýsingum frá Reykjavíkurborg í því skyni að varpa skýrara ljósi á atvik málsins. Umbeðin gögn bárust frá borginni með tölvubréfi, dags. 12. maí 2020.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs annars vegar að færslum í atvikaskráningarkerfi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og hins vegar að dagbókarfærslum vettvangsgeðteymis í tengslum við atvik sem varð í búsetukjarna við C. Ákvörðun Reykjavíkurborgar er í báðum tilvikum byggð á að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti. Í hinni kærðu ákvörðun er enn fremur tekið fram að beiðni kæranda hafi verið afgreidd á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þær færslur í atvikaskráningarkerfi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem kæran beinist að. Um er að ræða tvær færslur annars vegar frá 29. september 2018 og hins vegar frá 13. apríl 2019. Í fyrri færslunni er að finna nokkuð ítarlega lýsingu á atviki sem mun hafa átt sér stað í samskiptum starfsmanns velferðarsviðs og kæranda þann dag og daginn áður. Í seinni færslunni er að finna lýsingu á öðru atviki, þar sem kærandi átti í hlut, sem átti sér stað sama dag og færslan var skráð. Í báðum færslunum er að finna orðrétt sömu lýsingu á umræddum atvikum og fram koma í dagbókarfærslum sem skráðar voru af starfsmönnum búsetukjarnans, annars vegar 29. september 2018 og hins vegar 13. apríl 2019, og kærandi mun þegar hafa fengið aðgang að. Til viðbótar er í færslunum gerð grein fyrir þeim viðbrögðum sem gripið var til í kjölfar atvikanna. Þá er gerð grein fyrir upplifun og líðan þess starfsmanns sem í hlut átti sem og viðbrögðum kæranda. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í umsögn Reykjavíkurborgar að skráning í atvikaskráningarkerfið sé liður í að viðhafa eftirlit og tryggja yfirsýn yfir þá starfsemi og þjónustu sem veitt er af hálfu velferðarsviðs. Samkvæmt skýringum Reykjavíkurborgar er með atvikaskráningarkerfinu leitast við að samræma skráningu atvika og gera upplýsingar aðgengilegar en jafnframt sé gert ráð fyrir eftirfylgni mála. Af framangreindu verður ráðið að þær upplýsingar sem skráðar eru í atvikaskráningarkerfið kunna að vera af ýmsum toga og er óhjákvæmilegt að leggja sérstakt mat á efni þeirra upplýsinga sem þar eru skráðar hverju sinni við afmörkun á því hvort um vinnugögn sé að ræða. <br /> <br /> Í umbeðnum færslum í atvikaskráningarkerfið er að finna upplýsingar um atvik máls. Ekki er um að ræða upplýsingar sem varða ráðagerðir í tengslum við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls heldur er aðeins um að ræða lýsingu á atviki. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfylla færslurnar því ekki skilyrði 1. máls. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga um að vera undirbúningsgögn í reynd, þrátt fyrir að upplýsingar sem þar komi fram kunni vissulega síðar að nýtast við undirbúning ákvörðunar eða annarra athafna. Þar af leiðandi er ekki unnt að líta á færslurnar sem vinnugögn í skilningi upplýsingalaga og verður því ekki fallist á að Reykjavíkurborg sé heimilt að synja kæranda um aðgang að færslunum á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur einnig kynnt sér skjal vettvangsgeðteymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Af gögnum málsins er ljóst að vettvangsgeðteymið var kallað til í því skyni að veita starfsmanni sviðsins handleiðslu vegna framangreindra atvika og leita leiða til þess að leysa þann vanda sem upp var kominn. Skjalið hefur að geyma sjö dagsettar færslur þar sem gerð er grein fyrir aðkomu teymisins að máli kæranda. <br /> <br /> Þrátt fyrir að efni skjalsins geymi einnig lýsingu á atvikum máls er ljóst að sú lýsing er gerð í tengslum við vangaveltur og tillögur að hugsanlegum viðbrögðum og lausnum í máli kæranda. Að mati úrskurðarnefndarinnar ber skjalið því með sér að vera undirbúningsgagn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og er ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir stofnunina eða að þau stafi frá utanaðkomandi aðilum. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefndin að leggja verði til grundvallar að um vinnugögn sé að ræða. Þá verður ekki séð að efni þeirra verði fellt undir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Því verður staðfest synjun Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um aðgang að vinnuskjali vettvangsteymis velferðarsviðs. <br /> <h2>2.</h2> Sem fyrr segir hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafnað því að umbeðnar færslur í atvikaskráningakerfi velferðarsviðs geti talist til vinnugagna í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. Eftir stendur því að leggja mat á hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum í heild eða að hluta á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki aðeins þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008, A-294/2009 og A-466/2012.<br /> <br /> Í þeim færslum sem mál þetta lýtur að er fjallað um háttsemi kæranda í búsetukjarna á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og er því ekki vafi um að færslurnar geymi upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt hans til aðgangs að þeim eftir ákvæðum III. kafla laganna. <br /> <br /> Reykjavíkurborg styður synjun á beiðni kæranda um aðgang að færslunum í atvikaskráningarkerfið við 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. upplýsingalaga. Síðan segir orðrétt:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. <br /> <br /> Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar er vísað til þess að þær upplýsingar sem lúti að viðbrögðum og afleiðingum atviksins hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni starfsmanns og vegi þeir hagsmunir, að halda slíkum upplýsingum leyndum, þyngra en hagsmunir kæranda, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd hefur lagt mat á efni færslna frá 29. september 2018 og 13. apríl 2019 á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Er það mat nefndarinnar að kærandi hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér lýsingar í færslunum á háttsemi kæranda og að þeir hagsmunir vegi þyngra en hagsmunir annarra af því að lýsingarnar fari leynt. Í báðum færslunum er hins vegar að finna undirkafla undir yfirskriftinni „viðbrögð/afleiðing“ og er þar að finna endursögn á persónulegum upplifunum starfsmanna. Að mati úrskurðarnefndarinnar varða þessar upplýsingar persónuleg málefni viðkomandi starfsmanna sem verða að teljast viðkvæmar. Eins og atvikum er háttað í máli þessu er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir viðkomandi starfsmanna af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum hluta í færslunum vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að honum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið ber að afmá fyrstu efnisgrein undir yfirskriftinni viðbrögð/afleiðingar í fyrri færslunni og aðra og þriðju setningu í kaflanum viðbrögð/afleiðing í síðari færslunni (línur 1-3 á blaðsíðunni). <br /> <br /> Samkvæmt öllu framansögðu er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú sem fram kemur í úrskurðarorði.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Reykjavíkurborg er skylt að veita kæranda aðgang að færslum í atvikaskráningarkerfi mannauðssviðs velferðarsviðs Reykjavíkurborgar frá 29. september 2018 og 13. apríl 2019. Þó er skylt að afmá fyrstu efnisgrein undir yfirskriftinni viðbrögð/afleiðingar í fyrri færslunni og aðra og þriðju setningu í kaflanum viðbrögð/afleiðing í síðari færslunni (línur 1-3 á blaðsíðunni). <br /> <br /> Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni kæranda um aðgang að vinnuskjali vettvangsgeðteymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> </p> <br /> |
902/2020. Úrskurður frá 8. júní 2020 | Kærð var ákvörðun Herjólfs ohf. um að synja beiðni um aðgang að skjali með reikningsjöfnuði félagsins yfir átta mánaða tímabil. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með félaginu að skjalið væri vinnugagn sem heimilt væri að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 8. júní 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 902/2020 í máli ÚNU 19110010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 18. nóvember 2019, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um aðgang gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 1. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir „átta mánaða uppgjöri“ Herjólfs ohf. Í svari félagsins, dags. 12. nóvember 2019, segir að um drög sé að ræða og það komi fram í fundargerð félagsins frá 29. október 2019 þar sem fjallað sé um „árshlutauppgjör, drög að átta mánaða uppgjöri ársins 2019“ og að framkvæmdastjóri hafi farið yfir rekstrartölur á fundinum. Þannig sé gagnið vinnuskjal sem nýtt hafi verið til þess að fá glögga mynd af rekstri félagsins í þeim tilgangi að vinna raunhæfa fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Þar sem um drög að uppgjöri sé að ræða, sem sé enn í vinnslu og teljist því til vinnuskjals, verði það hvorki birt né afhent þriðja aðila. Þegar endanlegt uppgjör liggi fyrir muni félagið birta niðurstöðu sína. Bent er á að ársfundur og/eða hluthafafundur sé haldinn að öllu jöfnu einu sinni á ári og hægt verði að nálgast fjárhagsupplýsingar félagsins þegar ársreikningar þess liggi fyrir.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi ohf. með bréfi, dags. 15. janúar 2020, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Erindi úrskurðarnefndarinnar var ítrekað þann 11. febrúar 2020 og 4. maí 2020 ítrekaði nefndin enn beiðni sína og óskaði eftir að fá umbeðin gögn afhent.<br /> <br /> Í umsögn Herjólfs ohf., dags. 5. maí 2020, er vísað í bréf félagsins til kæranda frá 12. nóvember 2019. Eins og þar komi fram sé um drög og vinnuskjöl að ræða sem gefi ákveðna mynd af rekstri félagsins eftir átta mánuði í rekstri. Gögnin séu ekkert annað en prófjöfnuður fyrir skilgreint tímabil og séu slík gögn aldrei birt opinberlega, hvorki hjá opinberum félögum né einkafélögum. Uppgjör og ársreikningar séu unnir úr þessum gögnum og séu birt og afhent eftir atvikum. Tekið er fram að félagið hefði hugsanlega mátt rita fundargerð sína betur og í stað þess að skýra málið „árshlutauppgjör“ hefði mátt finna betra orðalag til að fyrirbyggja misskilning. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að átta mánaða uppgjöri Herjólfs ohf. sem fjallað var um á stjórnarfundi félagsins þann 29. október 2019. Beiðni kæranda var synjað á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umbeðin gögn en um er að ræða reikningsjöfnuð, þ.e. nákvæmt yfirlit yfir tekjur og útgjöld tiltekins tímabils sem ber með sér að vera framkallað úr bókhaldskerfi félagsins. Samkvæmt gögnum málsins var yfirlitið lagt fram á 29. stjórnarfundi félagsins sem drög að árshlutauppgjöri í þeim tilgangi að vinna út frá því fjárhagsáætlun. Ekki er því um að ræða eiginlegt árshlutauppgjör en talað er um drög að átta mánaða uppgjöri í fundargerð Herjólfs ohf. frá 29. október 2019. Skjalið sem úrskurðarnefndin fékk afhent inniheldur óunnar eða „hráar“ en nákvæmar bókhaldsupplýsingar og ljóst er að þær munu verða nýttar til þess að vinna endanlegt uppgjör og ársreikninga félagsins, sem verða birtir. Þá bera gögnin með sér að stafa frá félaginu sjálfu og hafa ekki verið afhent út fyrir félagið. <br /> <br /> Samkvæmt skýringum Herjólfs ohf. var yfirlitið nýtt til undirbúnings við gerð fjárhagsáætlunar félagsins og hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar félagsins. Í gögnunum koma ekki fram endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, upplýsingar sem er skylt að skrá eða annað slíkt, sbr. 3. mgr. 8. gr. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því um vinnugögn að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna og verður synjun Herjólfs ohf. staðfest.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun Herjólfs ohf., dags. 12. nóvember 2019, um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjali með reikningsjöfnuði félagsins frá 1. janúar 2019 til 31. ágúst 2019 er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
901/2020. Úrskurður frá 20. maí 2020 | Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafði synjað kæranda um aðgang að gögnum tengdum dómsmáli sem kærandi höfðaði gegn íslenska ríkinu og Minjastofnun Íslands og var sú afgreiðsla kærð til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að því hefði verið heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá féllst nefndin á að hluti gagnanna væru vinnugögn sbr. 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 5. tölul. 6. gr. laganna. Var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. maí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 901/2020 í máli ÚNU 19120015.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. desember 2019, kærði A afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir því við mennta- og menningarmálaráðuneytið að honum yrði veittur aðgangur að öllum þeim 33 gögnum sem skráð væru í málaskrá ráðuneytisins undir málsnúmerinu MMR19030175. Óskað var eftir því að gögnin yrðu send kæranda með tölvupósti. <br /> <br /> Með bréfi ráðuneytisins, dags. 22. nóvember 2019, voru kæranda afhent tvö gögn. Í bréfinu kom hins vegar fram að ekki væri unnt að afhenda önnur gögn með vísan til 3. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga og að ekki væru forsendur til að veita kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, á meðan málið væri til meðferðar fyrir dómstólum. <br /> <br /> Í kæru er því mótmælt að Minjastofnun geti talist „sérfróður aðili“ í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem stofnunin sé lægra sett stjórnvald og heyri undir ráðuneytið og því geti samskipti ráðuneytisins við stofnunina ekki fallið undir ákvæðið. Á sama hátt telur kærandi fjármála- og efnahagsráðuneytið ekki geta talist „sérfróður aðili“ í framangreindum skilningi. Það sé afstaða kæranda að samskipti stjórnvalds við annað stjórnvald geti ekki flokkast undir undanþáguákvæðið þar sem þessir aðilar geti ekki talist sérfróðir aðilar. Þá telur kærandi að við mat á því hvort 3. tölul. 6. gr. eigi við þurfi að leggja mat á hvort birting gagnanna muni að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem í hlut á. Það helgist af hinni almennu framkvæmd upplýsingalaganna að undanþáguákvæði beri að túlka þröngt. Auk þess beinist kæran að því að gögnin sem kærandi fékk afhent hafi ekki verið afhent á rafrænu formi í samræmi við beiðni kæranda.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. desember 2019, var kæran kynnt mennta- og menningarmálaráðuneytinu og ráðuneytinu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Umsögn mennta- og menningarmálaráðuneytisins barst með bréfi, dags. 10. janúar 2020, ásamt umbeðnum gögnum. Í bréfinu kemur fram að ekki sé nauðsynlegt að sérfróður aðili í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sé utanaðkomandi sérfræðingur heldur geti ráðgjöf sem stafi frá öðrum stjórnvöldum fallið þar undir. Tekið er fram að gögnin sem deilt sé um tengist málaferlum á milli kæranda og Minjastofnunar Íslands. Þá er vísað til þess að Minjastofnun hafi yfir að ráða sérþekkingu á þeim málaflokki sem stofnuninni sé falið að sinna og umrædd málaferli snúi að. Ráðuneytið hljóti að geta leitað ráðgjafar og sjónarmiða hjá stofnuninni áður en ákvarðanir séu teknar í tengslum við málaferli sem ríkið og stofnunin eigi í við kæranda án þess að þurfa að upplýsa kæranda um næstu skref í málsvörn þess eða hvað liggi til grundvallar þeim ákvörðunum. Með vísan til þess hljóti Minjastofnun Íslands að mati ráðuneytisins að falla undir það að teljast sérfróður aðili samkvæmt upplýsingalögunum. Hið sama eigi við um fjármála- og efnahagsráðuneytið en samkvæmt 5. gr. forsetaúrskurðar nr. 119/2018 heyri málefni ríkisfjármála og þar með talið ríkissjóðs undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. <br /> <br /> Í umsögninni er einnig vísað til þeirrar staðhæfingar kæranda að gögn sem synjað var um afhendingu á með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geti ekki talist vinnugögn í skilningi 8. gr. laganna. Í því sambandi tekur ráðuneytið fram að í fyrsta lagi sé um að ræða gagn sem hafi að geyma áritun ráðherra á yfirliti um tilmælasögu úr málakerfi ráðuneytisins þar sem fram komi upplýsingar um möguleg næstu skref ráðuneytisins í tengslum við málaferlin. Í öðru lagi sé um að ræða fjögur minnisblöð til ráðherra, unnin af starfsmönnum ráðuneytisins, þar sem meðal annars sé fjallað um rökin fyrir því að áfrýja dómi, samantekt á minnisblaði frá Minjastofnun Íslands um fordæmisgildi dómsins og mögulegar fjárhagslegar afleiðingar af dómsmálinu. Í þriðja og síðasta lagi sé um að ræða athugasemdir starfsmanns ráðuneytisins til viðbótar við hugleiðingar ríkislögmanns vegna dómsins. Með vísan til þessa sé ljóst að um sé að ræða gögn sem starfsmenn ráðuneytisins hafi ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvarðana eða annarra lykta máls, auk þess sem gögnin hafi ekki verið afhent öðrum. Þá sé það mat ráðuneytisins að 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi ekki við.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 10. janúar 2020, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í bréfi frá kæranda, dags. 9. febrúar 2020, er umsögn ráðuneytisins mótmælt og fyrri athugasemdir ítrekaðar.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem tengjast dómsmáli sem kærandi höfðaði á hendur íslenska ríkinu og Minjastofnun Íslands. Í fyrsta lagi er um að ræða tölvupóstsamskipti, tölvupósta og minnisblöð sem send voru á milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins annars vegar og Minjastofnunar Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og ríkislögmanns hins vegar í tengslum við málareksturinn. Í öðru lagi er um að ræða minnisblöð og önnur gögn sem unnin voru af starfsmönnum ráðuneytisins í tengslum við málaferlin. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fari samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum. Upplýsingar í gögnunum lúta að dómsmáli á milli kæranda og stjórnvalda og hefur því kærandi hagsmuni af því umfram almenning að geta kynnt sér efni gagnanna. Réttur kæranda til aðgangs að upplýsingum í gögnunum lýtur því takmörkunum á grundvelli 2. og 3. mgr. 14. gr. laganna. <br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samskiptum vegna málareksturs dómsmálsins byggir á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt undanþáguákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir:<br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga nr. 51/1985 um ríkislögmann fer ríkislögmaður með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Ríkislögmaður er því samkvæmt lögum sérfróður aðili sem sér um vörn eða sókn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum. <br /> <br /> Þegar krafa eða dómsmál beinist að tiltekinni ríkisstofnun leitar ríkislögmaður ekki einungis umsagnar viðkomandi stofnunar heldur einnig hlutaðeigandi ráðuneytis. Það á ekki síst við ef mál hafa umtalsverða fjárhagslega þýðingu. Styðst það jafnframt við það sem fram kemur í leiðbeiningum forsætisráðuneytisins fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019 um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, sjá kafla 3.4, 3.8 og 4.5 á bls. 7, 8 og 10. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem ráðuneytið synjaði um afhendingu á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða talsvert magn samskipta, tölvupósta, minnisblaða og annarra skjala sem send voru á milli ríkislögmanns, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Minjastofnunar Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Hvort sem gögnin stafa frá embætti ríkislögmanns, Minjastofnun eða ráðuneyti vegna samskipta við fyrrnefnda aðila telur úrskurðarnefndin ljóst að tilefni þeirra var málarekstur kæranda gegn íslenska ríkinu. Nánar tiltekið bera öll gögnin það með sér að hafa vera aflað í tengslum við undirbúning málsins fyrir héraðsdómi og ákvörðunar um áfrýjun dóms héraðsdóms í kjölfar uppkvaðningar hans. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur rétt að taka fram að ekki er unnt líta svo á að jafna megi aðkomu Minjastofnunar að málinu við aðkomu sérfróðs aðila í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Minjastofnun var ásamt íslenska ríkinu stefnt í umræddu dómsmáli og hafði því stöðu aðila málsins. Af gögnum málsins verður ráðið að ríkislögmaður hafi í samræmi við lögbundið hlutverk sitt óskað eftir afstöðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem æðsta handahafa stjórnsýsluvalds á málefnasviðinu, og Minjastofnunar, sem tók þær ákvarðanir á lægra stjórnsýslustigi sem ágreiningur málsins sneri að, til þess hvort rétt væri að áfrýja dóminum. Því verður að telja ljóst að þeirra gagna sem stafa frá Minjastofnun hafi ótvírætt verið aflað í tengslum við umrætt dómsmál og að þau teljist hluti af gagnaöflun ríkislögmanns sem fór með málið fyrir hönd íslenska ríkisins. Gildir þá einu þótt mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi haft milligöngu um gagnaöflunina. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu ekki leika vafa á því að ráðuneytinu sé heimilt að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti kæranda á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu verður að staðfesta ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að gögnunum.<br /> <h2>3.</h2> Ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem tekin voru saman af starfsmönnum ráðuneytisins er byggð á því að þau séu vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, til dæmis ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna. <br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem ráðuneytið synjaði um aðgang að á grundvelli þess að þau séu vinnugögn. Í fyrsta lagi er um ræða útprentun úr málaskrá ráðuneytisins með áletrun ráðherra sem hefur að geyma hugleiðingar um næstu skref málsins. Þá er um að ræða fjögur minnisblöð sem tekin eru saman af starfsmönnum ráðuneytisins og hafa meðal annars að geyma rök fyrir því að áfrýja dóminum, hugleiðingar um fordæmisgildi hans og mögulegar afleiðingar hans, samantekt á minnisblaði Minjastofnunar, dags. 12. apríl 2019, auk athugasemda starfsmanns við hugleiðingar ríkislögmanns vegna dómsins. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar bera umrædd gögn greinilega með sér að vera undirbúningsgögn vegna hugsanlegra ákvarðana eða lykta máls og er ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir stofnunina eða að þau stafi frá utanaðkomandi aðilum. Því verður að leggja til grundvallar að gögnin séu vinnugögn og mennta- og menningarmálaráðuneytinu því heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að þeim með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur rétt að árétta að takmarkanir á upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. og 5. tölul. 6. gr., þ.e. til aðgangs að bréfaskiptum við sérfróða aðila og vinnugögnum, falla brott þegar liðin eru átta ár frá því að gögn urðu til, eigi aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum ekki við, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>4.</h2> Í kæru kemur fram að hún beinist einnig að því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi ekki afhent kæranda gögnin rafrænt eins og óskað hafi verið eftir heldur hafi kærandi fengið gögnin send útprentuð. Afhending gagnanna hafi því ekki verið í samræmi við 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Í umsögn ráðuneytisins er bent á að kærandi hafi þegar haft gögnin sem honum voru send undir höndum. Annars vegar sé um að ræða bréf forsætisráðuneytisins, dags. 1. október 2019, til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem kæranda hafi verið sent afrit af og hins vegar afrit af tölvubréfi kæranda til ríkislögmanns sem ráðuneytinu og fleirum hafi verið sent afrit af. Farist hafi fyrir að senda kæranda rafrænt eintak og sé beðist velvirðingar á því. <br /> <br /> Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga segir að eftir því sem við verði komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau séu varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Þegar gögn séu eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Samkvæmt þessu ber mennta- og menningarmálaráðuneytinu því að afhenda kæranda gögn sem varðveitt eru á rafrænu formi ef þess er óskað. Vilji kærandi fá gögnin, sem honum voru afhent útprentuð, einnig send á rafrænu formi getur hann því beint beiðni til ráðuneytisins þar um. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 22. nóvember 2019, um að synja kæranda um aðgang að gögnum sem skráð eru undir málaskrárnúmerið MMR19030175 er staðfest. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
900/2020. Úrskurður frá 20. maí 2020 | Kærð var afgreiðsla Seðlabanka Íslands á beiðni um öll samskipti starfsmanna og lögmanna bankans við þrotabú eignarhaldsfélags. Bankinn kvað engin gögn sem kæran lyti að vera fyrirliggjandi hjá bankanum. Úrskurðarnefndin taldi ekki séð að Seðlabanki Íslands hefði í tilefni af beiðni kæranda kannað hvort gögn er féllu undir beiðnina og sem bankanum væri skylt að varðveita væru í fórum lögmanna er störfuðu fyrir bankann. Beiðninni var því vísað til nýrrar meðferðar hjá Seðlabankanum. | <h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 20. maí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 900/2020 í máli ÚNU 19120012. </p> <p> </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 16. desember 2019, kærði A afgreiðslu Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 25. október 2019, beindi kærandi spurningum í fimm tölusettum liðum til seðlabankastjóra. Fimmti liðurinn fól í sér beiðni um aðgang að öllum samskiptum starfsmanna og lögmanna bankans við þrotabú FSP Holding ehf. Með svarbréfi, dags. 21. nóvember 2019, var meðal annars tekið fram varðandi þennan lið að Seðlabankinn vísaði til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji 9. gr. upplýsingalaga ekki eiga við samkvæmt orðanna hljóðan, með vísan til greinargerðar með lögum nr. 72/2019 sem breyttu ákvæðinu. Hvað þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 varðar tekur kærandi fram að þrotabú FSP Holding ehf. sé ekki viðskiptamaður Seðlabanka Íslands og samskipti bankans við þrotabúið fjalli alls ekki um málefni bankans sjálfs.<br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p >Með bréfi, dags. 17. desember 2019, var Seðlabanka Íslands kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn bankans, dags. 17. janúar 2020, kemur fram að við nánari skoðun málsins hafi komið í ljós að ekki sé unnt að verða við beiðni kæranda af þeirri einföldu ástæðu að gögnum sem kæran lýtur að sé ekki til að dreifa hjá bankanum. Umbeðin samskipti hafi einungis átt sér stað með óformlegum hætti og ekki skrifleg eða skráð sérstaklega af hálfu bankans, enda hafi ekki verið um að ræða tilvik sem myndu teljast falla undir 27. gr. upplýsingalaga, sem taki einungis til skráningarskyldu um tiltekin málsatvik í málum þar sem taka eigi ákvarðanir um rétt eða skyldu manna.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. janúar 2020, var kæranda kynnt umsögn Seðlabanka Íslands og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust þann 22. janúar 2020. Þar kemur fram að beiðni kæranda hafi ekki lotið einvörðungu að gögnum sem geymd eru í Seðlabanka Íslands. Beiðnin hafi varðað afrit af öllum samskiptum starfsmanna og lögmanna bankans við þrotabú FSP Holding ehf., óháð geymslustað þeirra. Seðlabankinn geti ekki skotið sér undan upplýsingaskyldu með því að vísa til þess að lögmaður bankans geymi gögnin. Í þessu tilfelli hafi lögmaður bankans ekki einungis haft stöðu lögmanns heldur einnig gegnt trúnaðarstörfum fyrir bankann sem stjórnarmaður í Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. og Austurbraut ehf. Fyrrnefnda félagið hafi fallið undir upplýsingalög. Gögn varðandi samskipti við þrotabú FSP Holding ehf., sem séu í vörslu lögmannsins, falli því jafnframt undir lögin.<br /> <br /> Kærandi tekur fram að upphaflega hafi Seðlabanki Íslands eða félag á vegum bankans enga kröfu átt á hendur FSP Holding ehf. Seðlabanki Íslands hafi hins vegar ákveðið að kaupa slíka kröfu af Íslandsbanka. Útilokað sé að þrotabú FSP Holding ehf. hafi ekki verið send skrifleg tilkynning um kröfuhafaskiptin. Eftir skiptin hafi lögmannsstofan haft náið samráð fyrir hönd Seðlabankans við þrotabúið um málefni þess. Þannig hafi fulltrúi lögmannsstofunnar farið með umboð þrotabúsins á hluthafafundum í Austurbraut ehf. Vandséð sé hvernig öll þessi samskipti hafi getað verið munnleg. Að minnsta kosti séu umboðin skrifleg samkvæmt lögum um einkahlutafélög. Ef öll þessi samskipti hafi verið munnleg hafi Seðlabankanum í öllu falli borið að halda til haga mikilvægum upplýsingum um samskipti við þrotabú FSP Holding ehf., sbr. lög nr. 72/2019 um breytingu á upplýsingalögum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 2. apríl 2020, óskaði kærandi upplýsinga um afgreiðslu málsins hjá úrskurðarnefndinni. Jafnframt kom kærandi því á framfæri að félagið Austurbraut ehf. hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta og því enn síður ástæða til þess að umbeðnum gögnum væri haldið leyndum.<br /> <br /> Með erindi til Seðlabanka Íslands, dags. 8. maí 2020, óskaði úrskurðarnefndin m.a. eftir afstöðu bankans til þess hvort hann teldi að gögn er heyrðu undir beiðni kæranda kynnu að vera í fórum lögmanna sem starfa fyrir bankann, þ.e. gögn sem varði starfsemi bankans og honum sé eða hafi verið rétt að skrá og varðveita í samræmi við ákvæði laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Seðlabankinn sinnti ekki beiðni úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p >Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um samskipti Seðlabanka Íslands við þrotabú eignarhaldsfélags. Af hálfu bankans hefur komið fram að ekki sé hægt að verða við beiðninni þar sem gögn sem hún lýtur að séu ekki fyrirliggjandi hjá bankanum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað sem þessu líður telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að gögn er heyra undir starfsemi stjórnvalds og því er skylt að hafa í vörslum sínum kunni að teljast fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, enda þótt þau hafi ekki verið skráð réttilega eða geymd innan veggja stjórnvaldsins sjálfs. Vísast um þetta m.a. til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 1. apríl 2020 í máli nr. 887/2020. Horfir nefndin í því sambandi til þess að í slíkum tilvikum kunni stjórnvaldinu engu að síður að vera hægt um vik að nálgast gögnin og taka afstöðu til réttar borgaranna til aðgangs að þeim í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar Seðlabanka Íslands að engin gögn er varða beiðni kæranda séu skráð og til staðar í bankanum sjálfum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að tilefni er til að fallast á það með kæranda að skylda bankans til að skrá og varðveita gögn á grundvelli upplýsingalaga, laga um opinber skjalasöfn og annarra laga nær ekki einungis til þeirra verkefna sem fastráðnum starfsmönnum er falið að sinna heldur einnig til þeirra gagna sem kunna að verða til vegna þeirra verkefna Seðlabanka Íslands sem útvistað er til verktaka. Þá tekur skráningarskylda bankans ekki einungis til mála þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna, svo sem bankinn virðist byggja á í umsögn sinni, heldur ber jafnframt að gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. um samskipti við almenning og önnur stjórnvöld samkvæmt 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 2. mgr. 23. gr. laga um opinber skjalasöfn. <br /> <br /> Af þessu leiðir m.a. að ef utanaðkomandi aðili annast ákveðna þætti í verkefnum stjórnvalds þarf að sjá til þess að sá aðili hagi störfum sínum, vörslu og skilum gagna með fullnægjandi hætti. Ef til verða gögn af hálfu þess aðila, sem skylt er að skrá og varðveita í skilningi framangreindra laga, ber stjórnvaldi að sjá til þess að gögnin séu skráð og varðveitt. Hafi Seðlabanki Íslands ekki gætt þess að haga skráningu um samskipti bankans í tengslum við slitameðferð þrotabús FSP Holding ehf. í samræmi við ákvæði upplýsingalaga og laga um opinber skjalasöfn um skráningar- og varðveisluskyldu, er það ámælisvert. Rétt er að minna á að varðveisla gagna í samræmi við fyrirmæli 26. og 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, er m.a. forsenda þess að upplýsingaréttur almennings geti orðið raunhæfur og virkur.<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ekki séð að Seðlabanki Íslands hafi í tilefni af beiðni kæranda kannað hvort gögn er féllu undir beiðnina væru í fórum lögmanna er störfuðu fyrir bankann og honum hafi verið skylt að varðveita. Enn fremur, ef sú væri raunin, hvort bankanum væri hægt um vik að nálgast gögnin og taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim. Eins og rakið er í lýsingu á málsmeðferð hér að framan sinnti Seðlabanki Íslands ekki beiðni úrskurðarnefndarinnar um upplýsingar þar að lútandi.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingarmál sig ekki hafa forsendur til þess að staðfesta ákvörðun Seðlabanka Íslands með vísan til þess að þau gögn sem kærandi óskar eftir séu ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Er það niðurstaða nefndarinnar að Seðlabankinn skuli taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og kanna hvort gögn er falli undir beiðnina, og bankanum sé skylt að halda utan um, séu í fórum lögmanna bankans og þá hvort bankanum sé unnt að nálgast gögnin, skoða þau og taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim. <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p >Beiðni A, dags. 25. október 2019, um samskipti Seðlabanka Íslands við þrotabú FSP Holding ehf. er vísað til Seðlabankans til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
899/2020. Úrskurður frá 20. maí 2020 | Kærð var synjun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á beiðni um upplýsingar um fjölda leyfa sem ráðuneytið og undirstofnanir þess hefðu veitt starfsmönnum til stofnunar einkafyrirtækja á tilteknu tímabili, afritum af leyfum starfsmanna til að gegna aukastörfum og stofna einkafyrirtæki á sama tímabili ásamt upplýsingum um heimildir tiltekins starfsmanns Vegagerðarinnar til að starfa fyrir nokkur nafngreind fyrirtæki. Úrskurðarnefndin vísaði frá þeim hluta málsins sem sneri að starfsmönnum undirstofnana á þeim grundvelli að þau væru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu. Hvað varðar beiðni um afrit af leyfum starfsmanna til að gegna aukastörfum var synjun ráðuneytisins staðfest með vísan til 7. gr. upplýsingalaga. Þá var þeim hluta beiðninnar sem laut að fjölda veittra leyfa vísað aftur til ráðuneytisins þar sem ekki hafði verið tekin afstaða til beiðninnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 20. maí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 899/2020 í máli ÚNU 19120010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. desember 2019, kærði A f.h. Stapa ehf., afgreiðslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi, dags. 15. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um fjölda leyfa sem ráðuneytið og undirstofnanir þess hefðu veitt starfsmönnum sínum til stofnunar einkafyrirtækja frá árinu 1989. Jafnframt óskaði kærandi eftir afritum af slíkum leyfum ásamt leyfum starfsmanna til að gegna aukastörfum eða einstökum verkefnum á sama tímabili. Vísaði kærandi um þetta til 20. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Að lokum óskaði kærandi upplýsinga um heimildir tiltekins starfsmanns Vegagerðarinnar til að starfa fyrir nokkur nafngreind fyrirtæki á tilteknu tímabili. <br /> <br /> Í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 22. nóvember 2019, segir að samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem lögin taki til ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ráðuneytið telji umbeðin gögn varða starfssamband starfsmanna hjá aðilum sem falli undir lögin. Að auki séu gögn er varði aukastörf starfsmanna undirstofnana ráðuneytisins almennt ekki varðveitt í skjalasafni ráðuneytisins og af þeirri ástæðu sé ekki unnt að afhenda þau. <br /> <br /> Í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar segir kærandi að ósamræmi sé á milli framangreinds svars samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og fyrra svars þess, dags. 20. desember 2016, sem veitt var í tilefni af eldri fyrirspurn. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér sjónarmið kæranda um þetta en telur ekki tilefni til að rekja efni þeirra nánar í úrskurðinum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu með bréfi, dags. 16. desember 2019, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 19. desember 2019, kemur fram að gögn er varði aukastörf starfsmanna undirstofnana ráðuneytisins sé almennt ekki að finna í skjalasafni ráðuneytisins. Þegar af þeirri ástæðu sé ekki unnt að verða við beiðni um afhendingu slíkra gagna. Hins vegar sé rétt að benda kæranda á að beina megi fyrirspurn hvað þetta varði til hverrar stofnunar fyrir sig. <br /> <br /> Hvað varði beiðni um gögn er varði aukastörf starfsmanna samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vísar ráðuneytið til þess að beiðni kæranda sé mjög umfangsmikil og nái yfir langt tímabil. Samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga sé heimilt að hafna beiðni um afhendingu gagna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Ráðuneytið telur beiðni kæranda falla undir ákvæðið hvað varði gögn vegna aukastarfa starfsmanna ráðuneytisins og því sé ekki unnt að verða við henni. Í bréfi ráðuneytisins til kæranda hafi láðst að geta um framangreindar forsendur hvað þetta varði og biðjist ráðuneytið velvirðingar á því.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 6. janúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 8. janúar 2020, segir að umsögn ráðuneytisins valdi vonbrigðum, kærandi hafi vonast til þess að ráðuneytið myndi leggja fram gögn fyrri staðhæfingum sínum til stuðnings varðandi það að nafngreindir starfsmenn hefðu haft leyfi Siglingastofnunar til þess að stofna tiltekið fyrirtæki og að lögð yrðu fram gögn sem staðfestu það að eigendur fyrirtækisins hefðu haft tilskilin leyfi til að vinna í einstökum verkefnum á vegum fyrirtækis síns, meðfram starfi sínu hjá opinberum stofnunum, sbr. 20. gr. laga nr. 70/1996 og sambærilegt ákvæði í eldri útgáfu laga nr. 38/1954.<br /> <br /> Varðandi þá ábendingu ráðuneytisins að beina megi fyrirspurn hvað þetta varðar til hverrar stofnunar fyrir sig segist kærandi vera búinn að reyna þá leið gagnvart Vegagerðinni. Það hafi verið neyðarúrræði að leita með málið til ráðuneytisins. Það sé skilningur kæranda að markmið upplýsingalaga nr. 140/2012 sé að tryggja það að almenningur hafi betri og skilvirkari aðgang að upplýsingum, sem liggi fyrir í stjórnsýslunni, hjá ráðuneytum og undirstofnunum þeirra, fremur en að þau séu tæki til handa stjórnsýslunni að skorast undan upplýsingagjöf. Og þar sem Vegagerðin heyri undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, en ekki öfugt, hafi kæranda þótt rétt að leita til ráðuneytisins með þau mál sem Vegagerðin hafi ekki talið sig geta veitt upplýsingar um, enda hafi ráðuneytið fellt hafnasvið Siglingastofnunar undir Vegagerðina árið 2013 og hefði það átt að tryggja að gögn Siglingastofnunar skiluðu sér til Vegagerðarinnar eða tryggja vörslu þeirra að öðru leyti. <br /> <br /> Fram kemur að kærandi hafi upplýsingar um aukastörf tiltekinna starfsmanna. Hafi ráðuneytið ekki veitt þeim starfsmönnum leyfi til að starfrækja eigin atvinnurekstur á sama tíma og þeir gegndu störfum hjá ráðuneytinu og undirstofnunum, hljóti þeir að hafa gert það í leyfisleysi. Það geti tæplega hafa samræmst lögum nr. 70/1996 og eldri lögum nr. 38/1954. Til að auðvelda ráðuneytinu gagnaleitina, þá þrengi kærandi fyrirspurn sína til ráðuneytisins að fjórum tilteknum starfsmönnum og tveimur fyrirtækjum í þeirra eigu og hvort þessir aðilar hafi haft umrædd leyfi frá vinnuveitendum sínum. <br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er í fyrsta lagi deilt um rétt kæranda til upplýsinga um fjölda leyfa sem starfsmönnum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og undirstofnana þess voru veitt til til að stofna einkafyrirtæki á árunum 1989 til 2019. Í öðru lagi um rétt hans til þess að fá afrit af fyrrnefndum leyfum ásamt afritum af leyfum starfsmanna til aukastarfa eða einstakra verkefna. Í þriðja lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um heimildir tiltekins starfsmanns til að starfa fyrir einkafyrirtæki. <br /> <br /> Sem fyrr greinir óskaði kærandi eftir upplýsingum um leyfi starfsmanna undirstofnana samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til að stofna einkafyrirtæki eða sinna aukastörfum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kvaðst, í bréfi til kæranda, dags. 22. nóvember 2019, og í umsögn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 18. desember 2019, ekki hafa undir höndum gögn varðandi starfsmenn undirstofnana eða leyfi þeirra fyrir aukastörfum. Ráðuneytið benti kæranda þess í stað á að leita til undirstofnananna sjálfra varðandi þessar upplýsingar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar ráðuneytisins að gögn er varði starfsmenn undirstofnana séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða. Er þeim hluta kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>2.</h2> Í beiðni sinni óskaði kærandi einnig eftir afritum af leyfum starfsmanna samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til að stofna einkafyrirtæki eða sinna aukastörfum. Í hinni kærðu ákvörðun ráðuneytisins, dags. 22. nóvember 2019, er byggt á því að umbeðin gögn varði málefni starfsmanna, sem undanþegin séu upplýsingarétti almennings á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir eftirfarandi um orðasambandið „starfssambandið að öðru leyti“:<br /> <br /> „Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum. Í 3. mgr. er gert ráð fyrir því að heimild til að veita aðgang að upplýsingum í slíkum málum taki einvörðungu til æðstu stjórnenda.“<br /> <br /> Af framangreindu er ljóst að upplýsingar um ákvarðanir um leyfi einstakra starfsmanna til þess að gegna aukastörfum verða felldar undir orðasambandið „starfssambandið að öðru leyti“ í 7. gr. upplýsingalaga og eru gögn með slíkum upplýsingum þar með undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Hið sama á við um upplýsingar í málum varðandi heimildir starfsmanns til að ganga í stjórn atvinnufyrirtækis eða stofna til atvinnurekstrar, sbr. 20. gr. laga nr. 70/1996. Ráðuneytinu var því heimilt að synja beiðni kæranda um gögn er varða leyfi starfsmanna ráðuneytisins þess til að gegna aukastörfum og til að stofna einkafyrirtæki. <br /> <h2>3.</h2> Í beiðni til ráðuneytisins óskaði kærandi einnig eftir upplýsingum um fjölda leyfa sem starfsmönnum ráðuneytisins hafi verið veitt til þess að stofna einkafyrirtæki á árunum 1989 til 2019 og til þess að sinna aukastörfum eða einstökum verkefnum. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að slík samantekt, sé hana að finna í gögnum ráðuneytisins, verði ekki felld undir undanþáguákvæði 7. gr. upplýsingalaga enda veiti hún ekki upplýsingar um ákvarðanir í málum nafngreindra starfsmanna. <br /> <br /> Hvorki í hinni kærðu ákvörðun né í umsögn ráðuneytisins er því haldið fram að slíkar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í gögnum ráðuneytisins né er það rökstutt að öðru leyti af hverju ráðuneytinu sé ekki unnt að verða við þessum þætti í beiðni kæranda. Í umsögn ráðuneytisins er eingöngu vísað til þess með almennum hætti að afgreiðsla á beiðni kæranda taki svo mikinn tíma eða krefjist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Ekki verður séð að ráðuneytið hafi tekið rökstudda afstöðu til þess hluta beiðni kæranda er laut að upplýsingum um fjölda leyfa, sem starfsmönnum hafa verið veitt, til þess að stofna einkafyrirtæki. Í þessu sambandi má t.d. benda á úrskurði nefndarinnar í málum 867/2020, 835/2019 og 745/2018. Því er það mat úrskurðarnefndarinnar að eins og atvikum er háttað í þessu máli hafi beiðni kæranda ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem nefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um að synja beiðni A, f.h. Stapa ehf., um afrit af leyfum starfsmanna ráðuneytisins til að stofna einkafyrirtæki og til að gegna aukastörfum. <br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda veittra leyfa starfsmanna til þess að stofna einkafyrirtæki sl. 30 ár er vísað til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Beiðni kæranda hvað varðar leyfi starfsmanna undirstofnana ráðuneytisins til að gegna aukastörfum eða stofna einkafyrirtæki er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
898/2020. Úrskurður frá 20. maí 2020 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um samskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Norrænu ráðherranefndarinnar í tengslum við mögulega ráðningu kæranda í ritstjórastöðu tímarits. Synjun ráðuneytisins byggði á því að mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að gögnin færu leynt enda hefðu þau að geyma upplýsingar um samskipti við fjölþjóðastofnun, sbr. 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin ekkert í gögnunum gefa tilefni til að ætla að raunverulegt tjón hlytist af því að þau yrðu afhent kæranda. Var því ráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 20. maí 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 898/2020 í máli ÚNU 19120003. <br /> <br /> </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 6. desember 2019, kærði A ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að póstum og bréfum til Norrænu ráðherranefndarinnar frá því eftir 1. nóvember 2019, þar sem nafn kæranda kemur fyrir.<br /> <br /> Gagnabeiðni kæranda, dags. 21. nóvember 2019, er nánar afmörkuð með þeim hætti að ráðuneytinu beri að lágmarki að afhenda honum tölvupósta sem nafngreindur starfsmaður ráðuneytisins sendi B og fleiri viðtakendum og varði ráðningu kæranda í ritstjórastöðu tímaritsins Nordic Economic Policy Review. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 4. desember 2019, kemur fram að beiðni kæranda sé afgreidd á grundvelli III. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012. Undir beiðnina falli tveir tölvupóstar, dags. 8. og 11. nóvember 2019. Fjármála- og efnahagsráðuneytið telji hins vegar ekki rétt að veita aðgang að þeim með vísan til þess að traust og trúnaður þurfi að gilda um samskipti við Norrænu ráðherranefndina um málefni af umræddum toga. Aðgangur að upplýsingum geti skaðað þá málsmeðferð sem viðhöfð sé í slíkum málum. Af þeim sökum og með vísan til 2. tölul. 10. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sé beiðninni hafnað. Með vísan til 11. gr. upplýsingalaga og staðhæfinga í gagnabeiðni um rangfærslur, upplýsti ráðuneytið kæranda um að leiðréttar hefðu verið upplýsingar um kæranda sem í ljós hafi komið að hafi verið úreltar. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að með hinni kærðu ákvörðun hafi verið viðurkennt að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi átt í samskiptum um persónu kæranda með tilteknum hætti sem kærandi telur ótilhlýðilegan. Ekki verði séð að slík samskipti verði vernduð með tilvísun til 2. tölul. 10. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, enda telur kærandi að þær rangfærslur sem þar komu fram hafi orðið til þess að ráðning hans í ritstjórastarf var dregin til baka. Ákvæðinu verði ekki beitt með þeim hætti að heimila stjórnvaldi rangfærslur í garð tiltekinna einstaklinga. Þess er aðallega krafist að aðgangur að hinum umbeðnu gögnum verði veittur í heild á grundvelli 1. mgr. 14. gr upplýsingalaga en til vara að rýmri aðgangur verði veittur en þegar hafi verið gert. <br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p >Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 9. desember 2019, og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 20. desember 2019, kemur fram að synjun beiðni kæranda hafi byggst á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ákvæðið takmarki aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við fjölþjóðastofnanir. Í beiðni kæranda hafi verið óskað eftir aðgangi að upplýsingum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi komið á framfæri við Norrænu ráðherranefndina eða fulltrúa hennar í tengslum við ráðningarferli vegna ritstjórastöðu tímarits. Þegar beiðnin hafi borist hafi ráðuneytið komið upplýsingum á framfæri við nefndina með tveimur tölvubréfum. Eftir að beiðnin barst hafi ráðuneytið átt samtal við starfsmann nefndarinnar og hafi einnig komið viðbótarupplýsingum á framfæri með tölvubréfi.<br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið kveðst hafa leiðrétt þann skilning kæranda að hann hefði verið ráðinn í starfið. Kærandi hafi verið einn af fjölmörgum sem komið hafi til greina í stöðuna en starfstilboð eða ráðning í stöðu ritstjóra Nordic Economic Policy Review krefjist samhljóða samþykktar aðildarríkja. Ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga byggi á þeirri nauðsyn að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við ríki og fjölþjóðlegar stofnanir. Stjórnvöld hafi svigrúm til að beita ákvæðinu í þágu opinskárra og óhindraðra samskipta. Almannahagsmunir felist í því að traust og trúnaður sé til staðar í samskiptum við Norrænu ráðherranefndina um málefni af umræddum toga og væri aðgangur veittur að samskiptum sem þessum gæti það skaðað þá meðferð sem viðhöfð sé í svipuðum ráðningarmálum. Fjármála- og efnahagsráðuneytinu sé kunnugt um að ráðherranefndin hafi hafnað beiðni um aðgang að sömu gögnum, væntanlega á grundvelli reglna um aðgengi að gögnum Norrænu ráðherranefndarinnar frá 29. febrúar 2016.<br /> <br /> Með erindi, dags. 30. desember 2019, var kæranda kynnt umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust þann 3. janúar 2020. Þar bendir kærandi á að ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga innihaldi tvö skilyrði, þ.e. að bæði sé um að ræða samskipti við fjölþjóðastofnanir en að auki að mikilvægir almannahagsmunir krefjist leyndar. Nú liggi fyrir viðurkenning ráðuneytisins á því að meðal efnis samskipta þess við Norrænu ráðherranefndina hafi verið rangfærslur um kæranda. Það sé óhugsandi að það teljist mikilvægir almannahagsmunir að koma í veg fyrir að kærandi fái upplýsingar um það hvaða rangfærslur var að ræða og hvernig þær voru orðaðar. Bæði skilyrði ákvæðisins þurfi að vera uppfyllt og yfirskilyrði um mikilvæga almannahagsmuni sé fjarri því að vera uppfyllt. Væri um slíka hagsmuni að ræða sé ljóst að ráðuneytið hefði vart talið sér heimilt að viðurkenna að efni samskiptanna hafi verið persóna kæranda. Kærandi gerir loks athugasemdir við fullyrðingar fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að honum hafi ekki verið boðið umrætt ritstjórastarf og að Norræna ráðherranefndin hafi neitað honum um aðgang að umbeðnum gögnum. Báðar fullyrðingar séu rangar.<br /> <br /> Með erindi, dags. 28. apríl 2020, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Norræna ráðherranefndin upplýsti um það hvort kærandi hefði óskað eftir umræddum upplýsingum frá nefndinni og ef svo væri hver ákvörðun hennar hefði verið. Einnig hvort það væri eitthvað, að mati nefndarinnar, því til fyrirstöðu að kærandi fengi aðgang að upplýsingunum. Erindið var ítrekað þann 5. maí 2020 og í bréfi úrskurðarnefndarinnar kom fram að ef svör bærust ekki myndi nefndin líta svo á að ráðherranefndin hefði ekki synjað kæranda um aðgang að upplýsingunum og legðist ekki gegn því að honum yrði veittur aðgangur að þeim. Erindi úrskurðarnefndarinnar var ítrekað 13. og 18. maí 2020 en engin svör bárust.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p >Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um samskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Norrænu ráðherranefndina í tengslum við ráðningu í ritstjórastöðu tímaritsins Nordic Economic Policy Review. Af gögnum málsins má ráða að samskiptin hafi átt sér stað í tengslum við það hvort ráða ætti kæranda til að gegna stöðunni. Með hliðsjón af því verður lagt til grundvallar að upplýsingaréttur kæranda byggist á III. kafla upplýsingalaga en samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laganna er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan en rétturinn sætir takmörkunum sem mælt er fyrir um í 2.-3. mgr. 14. gr. laganna. <br /> <br /> Ákvörðun ráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum er reist á 2. tölul. 10. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr., upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt:<br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að samskipti, sem fari fram á þeim vettvangi, séu undanþegin upplýsingarétti á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi meðal annars tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu mála. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast yrðu á almannavitorði, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist, sjá hér til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli A-27/1997. Ákvæðið verður hins vegar ekki túlkað svo rúmt að stjórnvöld geti, með vísan til mikilvægis trúnaðar, takmarkað aðgang að öllum gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir án atviksbundins mats, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-326/2009 og A-770/2018. Enda væri skilyrðið um almannahagsmuni þá í reynd þýðingarlaust.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Um er að ræða tölvupóstsamskipti tiltekins starfsmanns fjármála- og efnahagsráðuneytisins við starfsmenn finnska, norska og danska fjármálaráðuneytisins, sem og starfsmanna Nordregio, sem mun vera rannsóknarstofnun á sviði byggðaþróunar og skipulagsmála á Norðurlöndum og starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Tölvupóstsamskiptin áttu sér stað á tímabilinu 4.-11. nóvember 2019 og lúta þau að fyrirhugaðri ráðningu í starf ritstjóra Nordic Economic Policy Review. Tímaritið er samstarfsverkefni norrænu fjármálaráðuneytanna og Nordregio og af samskiptunum verður skýrlega ráðið að kærandi hafi verið á meðal þeirra sem komu til greina í starfið þegar þau fóru fram. <br /> <br /> Af skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar er ljóst að ráðuneytið telur að líta megi á tölvupóstsamskiptin sem samskipti við fjölþjóðastofnun í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Að mati nefndarinnar leikur ekki vafi á að Norræna ráðherranefndin telst fjölþjóðastofnun í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 55/1989, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta samninga um réttarstöðu skrifstofu ráðherranefndar Norðurlanda og stjórnarnefndar Norðurlandaráðs og um réttarstöðu samnorrænna stofnana. Reynir því á hvort þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í því að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi standi því í vegi að kæranda verði veittur aðgangur að þeim.<br /> <br /> Við meðferð málsins óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum frá Norrænu ráðherranefndinni um það hvort kærandi hefði óskað eftir aðgangi að gögnum um ráðningarferlið frá nefndinni og eins hvort ráðherranefndin sæi eitthvað því til fyrirstöðu að kæranda yrði veittur aðgangur að gögnunum. Í bréfi úrskurðarnefndarinnar til ráðherranefndarinnar, dags. 5. maí 2020, var sérstaklega tekið fram að ef erindinu yrði ekki svarað yrði gengið út frá þeim forsendum að ráðherranefndin hefði ekki synjað kæranda um aðgang að gögnunum og að hún teldi ekkert því til fyrirstöðu að kærandi fengi aðgang að þeim. Þar sem norræna ráðherranefndin hefur ekki svarað erindi úrskurðarnefndarinnar verður byggt á framangreindum forsendum í máli þessu. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að það er skilyrði takmörkunar upplýsingaréttar á grundvelli 10. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr., upplýsingalaga að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu. Í þessu sambandi athugast að hvorki í hinni kærðu ákvörðun né í frekari rökstuðningi fjármála- og efnahagsráðuneytisins eru leiddar líkur að því að tjón geti orðið af aðgangi kæranda að umbeðnum gögnum. Þess í stað eru færð fram almenn sjónarmið um að aðgangur geti skaðað það verklag sem viðhaft er í ráðningarmálum á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og opinská og óhindruð samskipti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fallist á það með ráðuneytinu að slíkir hagsmunir teljist til mikilvægra almannahagsmuna í skilningi 1. málsl. 10. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr., upplýsingalaga. Hefur úrskurðarnefndin þá meðal annars horft til 4. kafla reglna sem gilda um aðgengi að gögnum Norrænu ráðherranefndarinnar sem Norræna samstarfsnefndin (NSK) samþykkti samkvæmt 43. grein samstarfssamningsins milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar (Helsingfors-samningsins) og með stuðningi 10. greinar k) í starfsreglum fyrir Norrænu ráðherranefndina dags. 29. febrúar 2016. Samkvæmt þeim reglum verður ekki annað séð en að umsækjendur um störf hjá nefndinni, svo og stýri- og vinnuhópum og öðrum sambærilegum stofnunum ráðherranefndarinnar, eigi almennt rétt til aðgangs að gögnum sem varða þá sjálfa. <br /> <br /> Þá er enn fremur ekkert í umbeðnum gögnum sem gefur tilefni til að ætla að raunverulegt tjón muni hljótast af því að umbeðin gögn verði afhent kæranda, sem verður að játa ríkan rétt til aðgangs að gögnum um það hvernig íslensk stjórnvöld miðla upplýsingum um hann til erlendra aðila í tengslum við hugsanleg atvinnutækifæri á grundvelli meginreglu 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p >Fjármála- og efnahagsráðuneytinu ber að veita kæranda, A, aðgang að tölvupóstsamskiptum ráðuneytisins, dags. 4.-11. nóvember 2019, sem varða hugsanlega ráðningu kæranda í ritstjórastöðu tímaritsins Nordic Economic Policy Review.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p></p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> |
897/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020 | Í málinu kærði blaðamaður synjun Barnaverndarstofu á beiðni hans um gögn varðandi tiltekið fósturheimili. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með Barnaverndarstofu að óheimilt væri að veita upplýsingar um hvort athugasemdir vegna starfsemi fósturheimila hafi borist án þess að fram færi atviksbundið mat á efni slíkra gagna. Fallist var á að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að hluta gagna Barnaverndarstofu varðandi heimilið með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Barnaverndarstofu var þó gert að veita kæranda aðgang að hluta bréfs barnaverndarnefndar Kópavogs vegna fósturheimilisins og svarbréfi Barnaverndarstofu í heild sinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 897/2020 í máli ÚNU 20020013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. febrúar 2020, kærði A, fréttamaður RÚV, ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun beiðni um aðgang að gögnum varðandi fósturheimilið B.<br /> <br /> Með gagnabeiðni kæranda, dags. 21. janúar 2020, var óskað eftir aðgangi að gögnum um fósturheimilið í fimm liðum:<br /> <br /> 1. Hversu umfangsmikil var vistunin þar og á hve löngu tímabili?<br /> 2. Hafði Barnaverndarstofa eftirlit með vistuninni?<br /> 3. Voru á einhverjum tíma gerðar athugasemdir við starfsemina?<br /> 4. Ef athugasemdir bárust, hvers eðlis voru þær?<br /> 5. Hefur ábúendum á B verið meinað að vista börn eða leyfi til þess afturkallað?<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 31. janúar 2020, kemur fram að núgildandi barnaverndarlög nr. 80/2002 hafi tekið gildi þann 1. júní 2002 en áður hafi gilt lög um vernd barna og ungmenna nr. 58/1992. Með breytingalögum nr. 22/1995 hafi Barnaverndarstofu verið komið á fót en áður en stofan tók til starfa hafi verið kveðið á um það í lögum að barnaverndarnefnd legði mat á hæfni fósturforeldra auk þess að undirbúa þá fyrir hlutverk sitt eftir bestu getu, sbr. 30. gr. laga nr. 58/1992. Í lögunum, breytingalögum nr. 22/1995, eða greinargerð með þeim sé ekki að finna upplýsingar um hvernig fari með leyfisveitingu eða gildi leyfa með tilliti til lagaskila, þ.e. hvort fósturforeldrar sem voru með leyfi frá barnaverndarnefndum færu í nýja úttekt hjá Barnaverndarstofu eða héldu fyrri leyfum. Með hliðsjón af framangreindu hafi Barnaverndarstofa ekki undir höndum skráðar upplýsingar um það hvort ábúendur á B hafi verið með leyfi til þess að taka við börnum á heimilið í fóstur eða annars konar vistun fyrir gildistöku laga nr. 22/1995. Í þeim gögnum sem liggi fyrir eftir það tímamark séu skráðar þrjár ráðstafanir barna í fóstur á umrætt heimili eftir að Barnaverndarstofa tók til starfa, þ.e. á árunum 1995, 1999 og 2000.<br /> <br /> Því næst eru rakin ákvæði laga og reglugerðar nr. 804/2004 um eftirlit barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu með fósturheimilum. Varðandi fyrirspurn kæranda um hvort athugasemdir hafi borist stofunni vegna fósturforeldra á B geti stofnunin ekki upplýst um slíkt. Um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni bæði fósturforeldra og fósturbarna sem óheimilt sé að veita almenningi aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 17. febrúar 2020, var Barnaverndarstofu kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Barnaverndarstofu barst þann 17. mars 2020. Þar kemur fram að við meðferð beiðni kæranda hafi þótt ljóst að með því að staðfesta tilvist athugasemda um tiltekin heimili væri stofan að veita upplýsingar sem óheimilt sé að veita almenningi aðgang að og kveðið sé á um í 9. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þessa hafi verið tekin ákvörðun um að synja þeim hluta beiðninnar sem lúti að því hvort athugasemdir hafi verið gerðar við starfsemina, hvers eðlis þær hafi verið og hvort leyfi til þess að vista börn hafi verið afturkallað. Því hafi beiðni kæranda verið synjað með bréfi, dags. 31. janúar 2020, en því fylgt eftir með því að hafa samband við kæranda símleiðis með útskýringum um efni bréfsins. Því hafi einnig verið komið á framfæri að forstjóri Barnaverndarstofu hafi lýst sig reiðubúna til að gefa kost á viðtali til að fara yfir almenn atriði.<br /> <br /> Í umsögninni er meðal annars vikið að því að núgildandi barnaverndarlög nr. 80/2002 geri ráð fyrir því að ef grunur vakni um vanrækslu af hálfu fósturforeldra eða annars konar vanhæfni þeirra til umönnunar barns hafi barnaverndarnefnd ávallt heimild til þess að rjúfa ráðstöfunina. Með því að veita upplýsingar um það hvort fósturrof af þessu tagi hafi átt sér stað, eða upplýsingar um hvort athugasemdir hafi borist sem lúta að hæfni fósturforeldra, kynni stofan að vera að veita upplýsingar sem teljist til einkamálefna samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Verði í þessu samhengi að líta til sérstöðu málaflokksins að þessu leyti, enda sé ljóst að gögn í barnaverndarmálum sem varða vanrækslu, ofbeldi eða annars konar óviðunandi aðbúnað, hvort sem er á heimili kyn- eða fósturforeldra, myndu teljast til einkamálefna, enda sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar sem háðar séu sérreglum um þagnarskyldu.<br /> <br /> Barnaverndarstofa rekur að við matið hafi verið litið til ákvörðunar Persónuverndar í frumkvæðismáli nr. 2018/839 frá 30. október 2018 er varðaði ákvörðun stofunnar um afhendingu á gögnum til fjölmiðla. Ákvörðunin fjalli á greinargóðan hátt um það til hvaða sjónarmiða skuli líta við mat á undanþágureglu 9. gr. upplýsingalaga. Þá er lögð áhersla á að í málum sem þessum skuli virða rétt þeirra einstaklinga, sem fjallað er um í gögnum barnaverndaryfirvalda, til einkalífs, sbr. 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga, en líta beri til slíkra trúnaðar- og þagnarskylduákvæða við skýringu ákvæða upplýsingalaga.<br /> <br /> Fram kemur að við yfirferð á gögnum sem fyrirliggjandi séu hjá Barnaverndarstofu og beiðni kæranda lúti að, telji stofnunin ljóst að þau innihaldi upplýsingar um einkamálefni samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. viðkvæmar persónuupplýsingar sem varði bæði fósturforeldra og barn. Þar að auki sé það mat stofunnar að með því að upplýsa kæranda um það hvort gerðar hafi verið athugasemdir við starfsemina, kynni Barnaverndarstofa einnig þar með að veita slíkar upplýsingar. Þá segir í umsögninni að við mat á því hvaða upplýsingar séu persónugreinanlegar beri Barnaverndarstofu að huga að öllum aðferðum sem ástæða sé til að ætla að unnt sé að beita til að bera kennsl á viðkomandi einstakling með beinum eða óbeinum hætti og að teknu tilliti til allra hlutlægra þátta, svo sem kostnaðar við það og þess tíma sem það tæki, að teknu tilliti til þeirrar tækni sem sé fyrir hendi þegar vinnsla fari fram. Við mat á því hvort afhenda bæri umræddar upplýsingar hafi Barnaverndarstofa ekki síst litið til þessa sjónarmiðs, enda sé ljóst að með einfaldri uppflettingu á netinu eða í opinberum gögnum sé mögulegt að bera kennsl á viðkomandi fósturforeldra, t.d. út frá heimilisfangi fósturheimilisins. <br /> <br /> Barnaverndarstofa leggur að lokum áherslu á að í málum sem þessum skuli virða rétt þeirra einstaklinga, sem fjallað er um í gögnum barnaverndaryfirvalda, til einkalífs. Eigi það jafnt við um börn, foreldra, fósturforeldra eða aðra þá einstaklinga sem koma að slíkum málum. Bendir stofan í því sambandi á skyldu þeirra sem vinna að barnavernd til þess að gæta fyllsta trúnaðar um hagi barna, foreldra og annarra sem þeir hafa afskipti af, sbr. 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga, en líta beri til slíkra trúnaðar- og þagnarskylduákvæða við skýringu ákvæða upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 766/2018 frá 7. desember 2018. Barnaverndarstofa telur því almennt ekki mögulegt að veita öðrum en aðilum máls aðgang að þeim gögnum sem um ræði og synjunin laut að enda séu þau samofin þeim upplýsingum sem falla undir trúnaðar- og þagnarskyldu barnaverndarlaga og stofan beri skyldu til að virða. Yrði erfitt fyrir Barnaverndarstofu að starfa í samræmi við þá skyldu ef aðrir en aðilar máls ættu rétt á aðgangi að umræddum gögnum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með erindi, dags. 17. mars 2020, var umsögn Barnaverndarstofu kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 31. mars. 2020, kemur fram að hann hafi rætt við fimm einstaklinga sem hafi verið vistaðir sem börn í B og tekið viðtal við þrjá þeirra. Frásagnir þeirra allra eigi það sammerkt að þar sé lýst illri meðferð, ofbeldi bæði andlegu og líkamlegu og í einhverjum tilvikum kynferðislegu. Afleiðingar dvalarinnar í B séu, samkvæmt lýsingum þeirra allra, langvarandi. Vísað er til þess að í 1. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé kveðið á um þau markmið laganna að fjölmiðlum og almenningi sé kleift að veita opinberum aðilum aðhald, að fjölmiðlar hafi möguleika á að miðla upplýsingum um opinber málefni og að auka traust almennings á stjórnsýslunni. Þetta skipti máli að því leyti að það hafi verið opinberra aðila að hafa eftirlit með vistun barna í B, annars vegar barnaverndarnefnda og einnig Barnaverndarstofu eftir að sú stofnun var sett á laggirnar árið 1995. <br /> <br /> Í athugasemdunum kemur einnig fram að kærandi telji einkahagsmuni þáverandi ábúenda í B hljóti að víkja fyrir veigameiri hagsmunum sem lúti að mögulegum brotum gegn börnum. Í því sambandi megi minna á mál eins og svokallað Breiðavíkurmál, málefni vistmanna á Kópavogshæli og öðrum vistheimilum á vegum ríkisins. Í þeim málum hafi íslenska ríkið viðurkennt að brotið hafi verið á börnum og öðrum sem ekki gátu borið hönd fyrir höfuð sér á meðan þau voru í umsjá og á ábyrgð opinberra aðila. Viðurkenning hins opinbera hafi falist bæði í afsökunarbeiðni og bótagreiðslum þar sem skaðabótaskylda hafi verið viðurkennd. <br /> <br /> Kærandi segist gera sér grein fyrir að í gögnunum geti verið viðkvæmar upplýsingar sem fara þurfi afar gætilega með. Það hljóti hins vegar að vera samfélaginu mikilvægt að upplýsa um ef brotið hafi verið á börnum sem hafi verið á ábyrgð hins opinbera og vistuð hjá einkaaðilum sem hið opinbera réð til vistunarinnar og hið opinbera átti að hafa eftirlit með.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að gögnum um starfsemi tiltekins fósturheimilis á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Kærandi óskaði eftir gögnum sem hefðu að geyma eftirfarandi upplýsingar: <br /> <br /> 1. Hversu umfangsmikil var vistun fósturbarna á B og á hve löngu tímabili?<br /> 2. Hafði Barnaverndarstofa eftirlit með vistuninni?<br /> 3. Voru á einhverjum tíma gerðar athugasemdir við starfsemina?<br /> 4. Ef athugasemdir bárust, hvers eðlis voru þær?<br /> 5. Hefur ábúendum á B verið meinað að vista börn eða leyfi til þess afturkallað?<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að Barnaverndarstofa hafi ekki undir höndum skráðar upplýsingar um það hvort ábúendur á B hafi verið með leyfi til þess að taka við börnum á heimilið í fóstur eða annars konar vistun fyrir gildistöku laga nr. 22/1995 en fyrir þann tíma hafi eftirlit með slíkum heimilum í meginatriðum verið í höndum barnaverndarnefnda. Í þeim gögnum sem liggi fyrir eftir gildistöku laganna séu skráðar þrjár ráðstafanir barna í fóstur á umrætt heimili eftir að Barnaverndarstofa tók til starfa, þ.e. á árunum 1995, 1999 og 2000. Hvað varði eftirlit með fósturheimilum hafi það verið í höndum barnaverndarnefnda. <br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvort athugasemdir hafi borist Barnaverndarstofu vegna fósturforeldra á B og efni slíkra athugasemda, hafi þær borist, sé Barnaverndarstofu óheimilt að veita aðgang að þeim þar sem um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni bæði fósturforeldra og fósturbarna sem óheimilt er að veita almenningi aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá verður að líta svo á að Barnaverndarstofa telji óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum varðandi endurnýjun eða afturköllun leyfis til fósturheimilis á sama grundvelli. <br /> <br /> Samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir um 9. gr.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur að undir 9. gr. upplýsingalaga geti fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik séu t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fallist á það með Barnaverndarstofu að stofnuninni sé óheimilt að veita upplýsingar um hvort athugasemdir vegna starfsemi fósturheimila hafi borist án þess að fram fari atviksbundið mat á efni athugasemdanna. Er þá litið til þess að almenningur hefur hagsmuni af því að geta nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fer fram. Í gögnum sem geyma athugasemdir vegna starfsemi tiltekinna fósturheimila geta þó komið fram upplýsingar sem Barnaverndarstofu er óheimilt að veita almenningi aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögn málsins með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Meðal gagnanna er fyrirspurn frá barnaverndarnefnd Kópavogs til Barnaverndarstofu, dags. 17. maí 2002, varðandi fósturheimilið að B og svarbréf Barnaverndarstofu, dags. 22. maí 2002. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér efni bréfaskiptanna en þau lúta að því hvort rétt sé að endurnýja fóstursamning við fósturheimilið. Þó sé Barnaverndastofu óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum sem barnaverndaryfirvöld í Kópavogi segja að hafa borist sér í bréfinu frá 17. maí 2002, enda er þar um að ræða viðkvæmar upplýsingar um einkahagi einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið er um að ræða upplýsingar sem fram koma í orðum 11 til og með 21 í fyrstu setningu fyrstu efnisgreinar bréfsins. <br /> <br /> Þá telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál engan vafa leika á því að Barnaverndarstofu sé óheimilt að veita kæranda aðgang að öðrum gögnum sem afhent voru úrskurðarnefndinni með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Jafnvel þótt almenningur hafi hagsmuni af því að geta nálgast upplýsingar um það hvernig barnavernd í landinu fer fram, og kærandi gegni því hlutverki sem starfsmaður fjölmiðils að miðla upplýsingum um opinber málefni, hefur löggjafinn við setningu upplýsingalaga tekið skýra afstöðu til þess að hagsmunir einstaklinga, sem slíkar upplýsingar varða af því að þær fari leynt með hliðsjón af friðhelgi einkalífs þeirra, sem varið er með 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar, vegi þyngra en hagsmunir þriðju aðila af því að kynna sér upplýsingarnar. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður hin kærða ákvörðun staðfest hvað varðar önnur gögn en bréf Barnaverndarstofu, dags. 22. maí 2002 og bréf barnaverndarnefndar Kópavogs, dags. 17. maí 2002. Þó ber Barnaverndarstofu að afmá upplýsingar úr bréfinu frá 17. maí 2002 eins og tilgreint er í úrskurðarorði.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Barnaverndarstofu er skylt að veita kæranda, A, aðgang að bréfi barnaverndarnefndar Kópavogs, dags. 17. maí 2002. Þó ber Barnaverndarstofu að afmá upplýsingar sem fram koma í orðum 11 til og með 21 í fyrstu setningu fyrstu efnisgreinar bréfsins. <br /> <br /> Þá er Barnaverndarstofu skylt að veita kæranda aðgang að bréfi Barnaverndarstofu, dags. 22. maí 2002. <br /> <br /> Ákvörðun Barnaverndarstofu, dags. 31. janúar 2020, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem lúta að starfsemi tiltekins fósturheimilis er staðfest að öðru leyti.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadótti</p> <br /> |
896/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020 | Kærð var afgreiðsla Herólfs ohf. á beiðni kæranda um aðgang að fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2020 en Herjólfur hafði vísað til þess í svari til kæranda að upplýsingarnar væri að finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Úrskurðarnefndin taldi 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga ekki verða túlkaðan á þann veg að ákvæðið leggi skyldu á stjórnvöld til að afhenda gögn á því formi sem aðili óski eftir þegar þau séu þegar aðgengileg almenningi. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 30. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 896/2020 í máli ÚNU 20020010. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 6. febrúar 2020, kærði A afgreiðslu Herjólfs ohf. á beiðni hans.<br /> <br /> Með erindi, dags. 9. desember 2019, óskaði kærandi eftir fjárhagsáætlun Herjólfs ohf. fyrir árið 2020. Í svari félagsins, dags. 30. janúar 2020, kom fram fjárhagsáætlun Herjólfs ohf. fyrir árið 2020 megi finna á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Fjárhagsáætlun Herjólfs ohf. sé þar birt líkt og aðrar fjárhagsáætlanir félaga í eigu sveitarfélagsins.<br /> <br /> Í kæru fer kærandi fram á að Herjólfur ohf. afhendi umbeðin gögn eða áframsendi erindið til Vestmannaeyjabæjar til afhendingar. <h2>Niðurstaða</h2> <p>Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. segir svo að séu gögn eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í máli þessu kemur því til álita hvort 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. leiði til þess að aðili hafi val um form umbeðinna gagna þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi. <br /> <br /> Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, til dæmis á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar. Í 2. mgr. 19. gr. laganna segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi sem varð að upplýsingalögum segir að ákvæðið þarfnist ekki sérstakrar skýringar. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna og úrskurði nefndarinnar nr. 598/2015 frá 1. október 2015 og nr. 675/2017 frá 17. mars 2017. Herjólfi ohf. var því heimilt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum með því að vísa á vef Vestmannaeyjabæjar þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þau. Skoðun á vefsíðu Herjólfs ohf. leiðir í ljós að fjárhagsáætlunin er aðgengileg á forsíðu hennar undir tenglinum „Opið bókhald“ þar sem nálgast má fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins.<br /> <br /> Það athugast að í ákvæði 2. mgr. 19. gr. er gerð sú krafa að tilgreint sé nákvæmlega hvar upplýsingar séu aðgengilegar. Hefði því Herjólfi ohf. verið rétt að leiðbeina kæranda með nákvæmari hætti hvar á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar upplýsingar væri að finna. Er því beint til Herjólfs ohf. að gæta þess framvegis að tilgreina eins nákvæmlega og unnt er hvar og með hvaða hætti gögn hafa verið gerð aðgengileg almenningi. Þar sem umbeðin gögn eru þegar aðgengileg almenningi og Herjólfur ohf. hefur bent á hvar þau eru að finna liggur hins vegar ekki fyrir ákvörðun um synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Verður kæru því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Kæru A, dags. 6. febrúar 2020, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
895/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að vinnusálfræðilegri greinargerð sem unnin var í tilefni af kvörtunum kæranda um einelti á vinnustað. Úrskurðarnefndin mat rétt kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Talið var að hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér efni skýrslunnar vægju þyngra en hagsmunir þeirra sem tjáðu sig við gerð hennar af leynd. Hins vegar bæri að afmá úr skýrslunni frásagnir um einkamálefni annarra en kæranda, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 30. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 895/2020 í máli ÚNU 19120005. <br /> <br /> </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 10. desember 2019, kærði Sara Pálsdóttir lögmaður, f.h. A, ákvörðun Árborgar um synjun beiðni um aðgang að afriti af vinnusálfræðilegri greinargerð, dags. 15. október 2018, sem unnin var í tilefni af kvörtunum kæranda sem starfsmanns Barnaskólans [...] um andlegt ofbeldi, einelti og áreitni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að upphafleg gagnabeiðni kæranda hafi verið send þann 14. ágúst 2019. Eftir margar ítrekanir hafi svar borist þann 14. nóvember 2019 þar sem beiðninni hafi verið synjað og fullyrt að rökstuðningur yrði sendur bréfleiðis. Það bréf hafi hins vegar ekki borist. Kærandi byggir á því að hún eigi rétt á því að fá afrit skýrslunnar í heild sinni án þess að upplýsingar hafi verið afmáðar úr henni, bæði á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Skýrslan innihaldi í reynd ekkert annað en upplýsingar um kæranda, bæði hennar eigin umkvartanir, andsvör þeirra sem kvartað var undan og mat sálfræðings.<br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p >Með bréfi, dags. 11. desember 2019, var Árborg kynnt kæran og veittur frestur til að koma að umsögn um hana. <br /> <br /> Umsögn sveitarfélagsins barst með bréfi, dags. 17. desember 2019. Þar kemur fram að kæranda hafi verið send formleg ákvörðun um synjun á afhendingu umbeðinna gagna án takmarkana með ábyrgðarpósti, dags. 12. desember 2019. Er vísað til þess erindis hvað varðar rökstuðning, málsatvik og forsendur sveitarfélagsins.<br /> <br /> Í erindi sveitarfélagsins til kæranda segir að vinnusálfræðileg greinargerð, dags. 15. október 2018, hafi verið unnin að beiðni fræðslustjóra Árborgar vegna kvörtunar kæranda um einelti á vinnustað. Fundað hafi verið með aðilum í júní 2018 þar sem farið hafi verið yfir forsendur, ferli og framkvæmd gagnasöfnunar auk fyrirkomulags við kynningu niðurstaðna við lok úttektar. Jafnframt hafi verið áréttað að upplýsingar sem fram kæmu yrðu meðhöndlaðar í samræmi við siðareglur sálfræðinga um trúnað. Báðum málsaðilum hafi verið gefinn kostur á að tilnefna vitni. Vitnunum hafi verið kynntur tilgangur viðtalanna og þeim gerð grein fyrir að vitnisburðurinn yrði skráður og svo gæti farið að málsaðilum yrði kynnt þar sem þar kæmi fram. Greinargerð þessi hafi verið send Árborg til meðferðar og úttektaraðila gerð grein fyrir því að áætlað væri að efni skýrslunnar yrði kynnt aðilum og þeim gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri áður en sveitarfélagið tæki greinargerðina til endanlegrar úrlausnar. Aðilum hafi í kjölfarið verið kynnt efni greinargerðarinnar á fundi þar sem þeir hafi fengið að kynna sér efni hennar í heild sinni og gera athugasemdir við efni hennar. Hvorum aðila hafi síðar verið afhent eintak þar sem afmáð hafði verið bein frásögn annarra aðila en handhafa þess eintaks. Til þess að vernda hagsmuni vitna hafi sá hluti greinargerðarinnar sem sé þess eðlis að auðvelt væri að persónugreina framburð þeirra verið afmáður.<br /> <br /> Að mati sveitarfélagsins er ekki unnt að byggja kröfu kæranda um aðgang að skýrslunni í heild sinni á 15. gr. stjórnsýslulaga. Um rétt kæranda fari því samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Ítrekað er að kæranda hafi verið veittur aðgangur að greinargerðinni í heild og gefinn kostur á að koma fram athugasemdum við efni hennar. Afhending eintaks greinargerðarinnar í heild sinni kunni hins vegar að varða verulega hagsmuni vitna í málinu er lúti að því að halda nafnleynd, einkum í ljósi þess að um sé að ræða viðkvæmt mál á vinnustað þeirra og í ljósi smæðar vinnustaðarins og samfélagsins. Efni frásagna sé slíkt að engum vafa sé undirorpið hvaða einstaklingar beri vitni hverju sinni. Að mati sveitarfélagsins sé ekki unnt að virða rétt vitna og aðila með fullnægjandi hætti með því að láta kæranda í hendur afrit af beinum framburði þeirra. Í ljósi ríkari einkahagsmuna þeirra aðila sem upplýsingar varða, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, telur sveitarfélagið kæranda hafa verið veittur fullnægjandi aðgangur að efni skýrslunnar.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. desember 2019, var kæranda kynnt umsögn Árborgar og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust með bréfi, dags. 27. desember 2019. Þar mótmælir kærandi þeirri fullyrðingu sveitarfélagsins að veittur hafi verið aðgangur að skýrslunni í heild sinni. Hið rétta sé að kærandi hafi fengið að lesa hana í ráðhúsi Árborgar undir eftirliti og með ákveðnum tímaramma til þess. Ekki hafi verið gætt að jafnræði á milli kæranda og þess sem hún kvartaði undan, heldur hafi sá síðarnefndi fengið að hafa skýrsluna í heild sinni í heilan mánuð líkt og staðfest sé í sjálfri skýrslunni á bls. 2. Þá gerir kærandi athugasemdir við þá röksemd sveitarfélagsins að afhending greinargerðarinnar kunni að varða verulega hagsmuni vitna í málinu. Fyrst og fremst hafi verið afmáðar athugasemdir þess sem kvartað var undan. Engar röksemdir hafi verið færðar fram fyrir því. Þess utan geti röksemdir um nafnleynd vitna og óljósa hagsmuni þar að lútandi ekki leitt til þess að synja beri kæranda um afhendingu skýrslunnar í heild sinni. Vitni séu ekki nafngreind heldur notaðir bókstafir handahófskennt til að greina þau. Þá hafi vitnum sérstaklega verið kynnt að vitnisburður þeirra væri skráður og svo gæti farið að málsaðilum yrði veittur aðgangur að því sem fram kæmi. Kærandi ítrekar að einu einkamálefnin sem skýrslan fjalli um séu einkamálefni kæranda, enda séu vitnin ekki að lýsa öðru en því sem þau hafi séð varðandi umkvörtunarefnið.<br /> <br /> Með erindi, dags. 16. mars 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Þau bárust með tölvupósti, dags. 31. mars 2020.<br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p >Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að vinnusálfræðilegri greinargerð í vörslum sveitarfélagsins Árborgar, dags. 15. október 2018, sem unnin var í tilefni af kvörtunum kæranda um einelti. Kæranda var veittur aðgangur að skýrslunni í heild sinni með sýningu hennar í ráðhúsi Árborgar og að hluta með afhendingu afrits þar sem tiltekin atriði höfðu verið afmáð en kærandi telur sig eiga rétt á því að fá aðgang að afriti skýrslunnar í heild sinni.<br /> <br /> Í greinargerðinni kemur fram að sá sem annaðist gerð skýrslunnar sé sálfræðingur, en samkvæmt 21. tölul. 3. gr. laga nr. 34/2012, um heilbrigðisstarfsmenn, teljast sálfræðingar til heilbrigðisstarfsmanna, sbr. einnig 2. tölul. 2. gr. sömu laga. Fyrir liggur að umrædd skýrsla var ekki gerð í tengslum við heilbrigðisþjónustu við þá sem þar er fjallað um, sbr. 4. tölul. 2. gr. laga nr. 34/2012 og 1. tölul. 4. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Af þeim sökum verður ekki séð að ákvæði 17. gr. laga nr. 34/2012, sem fjallar um trúnað og þagnarskyldu löggiltra heilbrigðisstarfsmanna, taki til skýrslunnar.<br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Skýrslan fjallar um niðurstöður vinnusálfræðilegrar úttektar á kvörtunum kæranda um að samstarfsmaður hennar á vinnustað hafi lagt hana í einelti. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að skjalið geymi upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt kæranda til aðgangs að skjalinu eftir ákvæðum III. kafla laganna. Kemur í því ljósi, og með vísan til röksemda Árborgar í málinu, næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda að skýrslunni.<br /> <br /> Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum segir að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Síðan segir orðrétt:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.“<br /> <br /> Af gögnum málsins má ráða að synjun sveitarfélagsins um afrit af skýrslunni byggist öðru fremur á því sjónarmiði að með því væri hætta á því að kærandi afhendi hana öðrum eða birti hana opinberlega í heild eða að hluta. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að ýmis lagaákvæði tryggja aðila máls eða þeim sem gögn varða betri rétt til aðgangs að gögnum en almenningi. Taki beiðandi við slíkum gögnum og miðli þeim áfram til óviðkomandi getur það hins vegar varðað við lög, sbr. t.d. 5. mgr., sbr. 1. mgr., 45. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um þagnarskyldu aðila máls um viðkvæmar upplýsingar í gögnum máls sem hann hefur fengið aðgang að. Sjónarmið af þessu tagi geta hins vegar ekki komið í veg fyrir að beiðandi fái aðgang að gögnum á grundvelli laga, í þessu tilviki 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <h2>2.</h2> <p >Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærandi óskaði aðgangs að. Skýrslan nefnist sem fyrr segir „Vinnusálfræðileg greinargerð – Úttekt á kvörtun um einelti“ og er dags. 15. október 2018. Skýrslan er 27 tölusettar blaðsíður að lengd. Í inngangi skýrslunnar kemur fram að á kynningarfundi með málsaðilum, kæranda í þessu máli og þeim einstaklingi sem kærandi sagði hafa beitt sig einelti, hafi komið fram að upplýsingar sem fram kæmu yrðu meðhöndlaðar í samræmi við siðareglur sálfræðinga um trúnað. Þá hafi farið fram viðtöl við vitni í ráðhúsi sveitarfélagsins og símleiðis. Við upphaf viðtals hafi vitnum verið gerð grein fyrir því að vitnisburður þeirra væri skráður og vegna andmælaréttar gæti farið svo að málsaðilum yrði veittur aðgangur að því sem fram kæmi. <br /> <br /> Þótt einstökum viðmælendum, þ.e. kæranda og þeim sem kvörtun hennar beindist að, hafi verið heitið því að upplýsingar yrðu meðhöndlaðar „í samræmi við siðareglur sálfræðinga um trúnað“ getur það atriði eitt út af fyrir sig ekki staðið í vegi fyrir að aðrir fái aðgang að skýrslunni samkvæmt upplýsingalögum. Þótt einstaklingum hafi verið heitið því að við þá yrði rætt í trúnaði getur það atriði eitt út af fyrir sig ekki staðið í vegi fyrir að aðrir fái aðgang að skýrslunni samkvæmt upplýsingalögum. Við mat á því, hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, getur það hins vegar haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um, sbr. meðal annars úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 705/2017, 664/2016, 630/2016, A-458/2012, A-443/2012 og A-28/1997. Hvað varðar þá einstaklinga sem bera vitni um málsatvik er til þess að líta að enginn þeirra er nafngreindur í skýrslunni. Þá var vitnunum sérstaklega tilkynnt að málsaðilum kynni að verða veittur aðgangur að upplýsingum sem frá þeim kæmu.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi hafi ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér efni skýrslunnar en hennar var aflað í tilefni af kvörtunum kæranda vegna meints eineltis í sinn garð á vinnustað. Kærandi hefur því hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig að skýrslunni var staðið og hvernig niðurstaða hennar var fengin. Aðgangur kæranda að skýrslunni verður því aðeins takmarkaður ef hagsmunir annarra sem tjáðu sig við gerð hennar, af því að frásagnir þeirra fari leynt, vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér þær, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið efni skýrslunnar með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Er það mat nefndarinnar að hagsmunir viðmælenda í skýrslunni af því að frásagnir um einkamálefni annarra en kæranda fari leynt, vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér efni þeirra. Áður en kæranda er afhent afrit af greinargerðinni ber því að afmá upplýsingar úr henni sem varða einkamálefni annarra en kæranda. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ákvörðun sveitarfélagsins Árborgar um að synja kæranda um aðgang að skýrslunni í heild sinni felld úr gildi og ber sveitarfélaginu að veita kæranda aðgang að henni með þeim útstrikunum sem nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Staðfest er ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar um að synja kæranda um aðgang að eftirtöldum hlutum vinnusálfræðilegrar greinargerðar: <br /> <br /> Á bls. 14: Annarri setningu undir liðnum ,,Andmæli og athugasemdir MJM“ frá orðinu ,,Og“ að orðinu ,,þessa“. <br /> <br /> Á bls. 16: Neðstu málsgreininni blaðsíðu 16.<br /> <br /> Allri bls. 17.<br /> <br /> Á bls. 18: Fyrstu tveimur málsgreinunum undir liðnum ,,Umræða og álit sem tekur til stafliðar F“. <br /> <br /> Á bls. 21: Setningum tvö til og með fjögur í fyrstu málgreininni undir liðnum „Vitni G:“.<br /> <br /> Á bls. 22: Fjórðu setningunni í efstu málsgreininni. <br /> <br /> Á bls. 23: Fyrstu tveimur málsgreinunum undir liðnum ,,Andmæli og athugasemdir MJM“. <br /> <br /> Sveitarfélagið Árborg skal að öðru leyti veita kæranda, A, aðgang að vinnusálfræðilegri greinargerð, dags. 15. október 2018, sem unnin var í tilefni af kvörtunum kæranda sem starfsmanns Barnaskólans [...] um andlegt ofbeldi, einelti og áreitni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
894/2020. Úrskurður frá 30. apríl 2020 | Í málinu óskaði blaðamaður eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvæði upp úrskurð varðandi rétt hans til aðgangs að fundargerðum Ríkisútvarpsins ohf. á tímabilinu 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019 á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Í rökstuðningi Ríkisútvarpsins vegna kærunnar kom fram að það væri afstaða félagsins að afhenda kæranda fundargerðirnar en áður bæri þó að afmá tilteknar upplýsingar úr þeim. Úrskurðarnefndin taldi fundargerðirnar vera að mestu leyti vinnugögn og því væri félaginu heimilt að undanþiggja upplýsingar úr þeim á þeim grundvelli, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Þó væri félaginu skylt að afmá tilteknar upplýsingar úr fundargerðunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> <p >Hinn 30. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 894/2020 í máli ÚNU 19110006. <br /> <br /> </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 13. nóvember 2019, kærði A, blaðamaður, töf Ríkisútvarpsins ohf. á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Hinn 7. ágúst 2019 óskaði kærandi eftir afriti af fundargerðum stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. Beiðnin var sett fram í tvennu lagi, annars vegar vegna tímabilsins frá 1. janúar 2018 og til þess dags sem beiðnin var sett fram, og hins vegar vegna tímabilsins 1. janúar 2013 til 31. desember 2017, en kærandi óskaði þess að fyrri hluti beiðninnar yrði afgreiddur fyrst. Kærandi ítrekaði beiðnina með tölvupóstum 26. september, 1. október og 11. nóvember 2019 og kærði loks töf Ríkisútvarpsins á afgreiðslu beiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p >Kæran var kynnt Ríkisútvarpinu ohf. með bréfi, dags. 14. nóvember 2019, þar sem úrskurðarnefndin beindi því til félagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar í síðasta lagi 22. nóvember 2019. Veittir voru frekari frestir að beiðni félagsins til 26. nóvember 2019. <br /> <br /> Hinn 13. desember 2019 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort Ríkisútvarpið ohf. hefði afgreitt beiðni kæranda. Hinn 16. desember 2019 barst það svar frá félaginu að stefnt væri að því að afgreiða beiðnina fyrir 21. desember en óvíst væri hvort unnt væri að afgreiða þann hluta beiðninnar sem lyti að fundargerðum eldri en 1. janúar 2018 fyrir þann tíma. <br /> <br /> Hinn 27. desember 2019 barst bréf frá Ríkisútvarpinu ohf. þar sem fram kom að bera þyrfti undir stjórn félagsins hvort rétt væri að afmá upplýsingar úr gögnunum er lytu að einkamálefnum starfsfólks og viðskiptahagsmunum félagsins. Væri því ekki unnt að afgreiða beiðnina fyrr en í fyrsta lagi í byrjun janúar 2020. <br /> <br /> Hinn 24. janúar 2020 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál enn á ný eftir upplýsingum um hvort beiðni kæranda hefði verið afgreidd. Ríkisútvarpið ohf. svaraði því 29. janúar 2020 að gagnabeiðnin væri á dagskrá stjórnarfundar sem haldinn yrði 5. febrúar. Úrskurðarnefndin ítrekaði fyrirspurnina 6. febrúar 2020 en ekki bárust svör frá Ríkisútvarpinu ohf.<br /> <br /> Með erindi, dags. 12. febrúar 2020, óskaði kærandi þess að úrskurðarnefndin tæki fyrri hluta beiðni hans, sem sneri að fundargerðum stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. frá 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019, til meðferðar í samræmi við 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi óskaði þess að síðari hluti beiðninnar, sem sneri að fundargerðum frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2017, yrði áfram til meðferðar hjá Ríkisútvarpinu ohf.<br /> <br /> Með erindi, dags. 14. febrúar 2020, fór úrskurðarnefndin fram á að Ríkisútvarpið ohf. léti nefndinni í té afrit af fundargerðum stjórnar frá 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019. Í kjölfarið yrði kveðinn upp úrskurður um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum. Enn fremur var Ríkisútvarpinu ohf. gefinn kostur á að koma að rökstuðningi fyrir því að upplýsingar í gögnunum ættu að fara leynt, væri það afstaða stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin áréttaði mikilvægi þess að Ríkisútvarpið ohf. léti sig málið varða og greindi frá sjónarmiðum sínum í þeim efnum enda væri um að ræða gögn sem stöfuðu frá félaginu. Var félaginu veittur frestur til 24. febrúar. Hvað varðar hinn hluta beiðni kæranda, fundargerðir stjórnar frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2017, ítrekaði úrskurðarnefndin að Ríkisútvarpið ohf. tæki ákvörðun um afgreiðslu eins fljótt og við yrði komið.<br /> <br /> Hinn 25. febrúar 2020 afhenti Ríkisútvarpið ohf. úrskurðarnefndinni afrit af fundargerðum stjórnar félagsins frá 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019 ásamt rökstuðningi fyrir því að tilteknar upplýsingar í fundargerðunum ættu að fara leynt. Í rökstuðningnum kemur fram að félagið telji fundargerðirnar eða eftir atvikum hluta þeirra vera vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og því undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna. Þá innihaldi þær upplýsingar sem varði mikilvæga einka- og fjárhagshagsmuni einstaklinga eða fyrirtækja, sbr. 9. gr., upplýsingalaga og upplýsingar sem lúti að rekstrar- og samkeppnisstöðu félagsins og sem séu undanskildar á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Auk þess geymi þær upplýsingar um málefni starfsmanna, sbr. 7. gr. Af þeim sökum telji félagið sér einungis heimilt að veita kæranda aðgang að hluta umbeðinna gagna, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í rökstuðningnum er því næst fjallað um starfssvið stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. samkvæmt lögum nr. 23/2013 og starfsreglum stjórnar. Starfssvið stjórnarinnar lúti að margvíslegum þáttum og mörg málefni sem komi á hennar borð sem stjórnin þurfi að fjalla og taka ákvarðanir um. Þá er vísað til þess að aðilum er falli undir upplýsingalög hafi verið talið heimilt að synja um aðgang að gögnum sem til verði við undirbúning töku matskenndra ákvarðana og mótun tillagna um áætlanir eða aðgerðir sem og við undirbúning ákvarðana á borð við samninga við einkaaðila, enda kunni afstaða til fyrirliggjandi mála að breytast við ákvörðunarferlið. <br /> <br /> Ríkisútvarpið ohf. telur umfjöllun sem komi fram undir eftirfarandi liðum í fundargerðunum vera vinnugögn: <br /> <br /> 1. Upplýsingar undir lið 2c á 176. fundi.<br /> 2. Upplýsingar undir lið 2b á 178 fundi.<br /> 3. Upplýsingar undir lið 3 á 181. fundi.<br /> 4. Upplýsingar undir lið 4 á 183. fundi.<br /> 5. Upplýsingar undir lið 4 á 184. fundi.<br /> 6. Upplýsingar undir liðum 2b, 3 og 6 á 185. fundi.<br /> 7. Upplýsingar undir lið 3 á 186. fundi.<br /> 8. Upplýsingar undir lið 5 á 187. fundi.<br /> 9. Upplýsingar undir lið 2c á 192. fundi.<br /> <br /> Um sé að ræða umfjöllun um ýmis málefni sem lýsi undirbúningi tiltekinna ákvarðana eða lykta máls hjá stjórn Ríkisútvarpsins ohf. en ekki sé um að ræða upplýsingar um endanlega ákvörðun um afgreiðslu mála. <br /> <br /> Fallist úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að heimilt sé að undanþiggja upplýsingarnar úr fundargerðunum á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn telur félagið heimilt að afmá þær með vísan til annarra undanþáguákvæða upplýsingalaga, þ.e. á grundvelli 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr., eða á grundvelli 9. gr. eða 10. gr. laganna. <br /> <br /> Vísað er til þess að upplýsingar sem fram komi undir lið 2 á 177. fundi og lið 2 á 181. fundi falli undir 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga, þar sem þau feli í sér persónulegar upplýsingar um hagi starfsmanna eða frammistöðu þeirra í starfi. Þá séu í fundargerðunum upplýsingar sem felldar verði undir 9. eða 10. gr. upplýsingalaga. Sé um að ræða upplýsingar sem varði einkahagsmuni einstaklinga og lögaðila auk viðkvæmra upplýsinga sem kunni að skaða hagsmuni félagsins verði þær gerðar opinberar. Þá sé í einhverjum tilvikum fyrir að fara upplýsingum vegna mála eða samningaviðræðna sem enn sé ólokið, sbr. t.d. undir liðum 2b og 6 í fundargerð 185. fundar. Auk þess komi fram upplýsingar um skoðanaskipti milli stjórnarmanna sem telja megi sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga en dæmi séu um að úrskurðarnefndin hafi fallist á að slíkar upplýsingar séu afmáðar, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 846/2019. <br /> <br /> Ríkisútvarpið ohf. telur umfjöllun sem komi fram undir eftirfarandi liðum í fundargerðunum falla undir 9. og 10. gr. upplýsingalaga: <br /> <br /> 1. Lið 2c á 176. fundi.<br /> 2. Lið 2 á 177. fundi.<br /> 3. Lið 2b á 178. fundi. <br /> 4. Lið 3 á 181. fundi<br /> 5. Lið 4 á 183. fundi. <br /> 6. Lið 4 á 184. fundi.<br /> 7. Liði 2b, 3 og 6 á 185. fundi. <br /> 8. Lið 3 á 186. fundi.<br /> 9. Lið 5 á 187. fundi. <br /> 10. Lið 2c á 192. fundi. <br /> <br /> Í umsögninni segir að afstaða Ríkisútvarpsins ohf. sé sú að veita kæranda aðgang að fundargerðum stjórnar félagsins frá tímabilinu 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019 með þeim takmörkunum sem tilgreindar hafi verið í umsögninni og í þeim gögnum sem nefndinni hafi verið látin í té í tengslum við málið. Þá er beðist velvirðingar á þeim töfum sem hafi orðið við vinnslu málsins.<br /> <br /> Umsögn Ríkisútvarpsins ohf. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. mars 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 11. mars 2020, er farið fram á að í þeim tilfellum sem fallist verði á að umfjöllun stjórnar um ákveðið mál eigi að fara leynt verði heiti dagskrárliða látið standa. <br /> <br /> </p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p >Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að fundargerðum stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. á tímabilinu 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019. Beiðni kæranda, dags. 7. ágúst 2019, hafði ekki verið afgreidd þann 12. febrúar 2020 en þá óskaði kærandi eftir því að úrskurðarnefndin kvæði upp úrskurð um rétt hans til aðgangs að fundargerðunum á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Ríkisútvarpið ohf. afhenti úrskurðarnefndinni umsögn vegna kærunnar þar sem rökstutt er hvaða upplýsingar félagið telur rétt að afmá úr fundargerðunum áður en þær verða afhentar kæranda. Í umsögn félagsins kemur fram sú afstaða að rétt sé að veita kæranda aðgang að fundargerðunum að öðru leyti. Þar af leiðandi verður aðeins leyst úr því hvort félaginu sé heimilt eða skylt að afmá upplýsingar úr fundargerðunum með vísan til ákvæða 6.-10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2>2.</h2> <p >Í fyrsta lagi telur Ríkisútvarpið ohf. rétt að afmá upplýsingar úr fundargerðunum þar sem um sé að ræða vinnugögn. Vinnugögn eru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Hugtakið vinnugagn er skilgreint svo í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að um sé að ræða gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar.<br /> <br /> Í athugasemdunum er einnig tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist gagn vera vinnugagn að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í fyrri úrskurðum lagt til grundvallar að fundargerðir geti uppfyllt það skilyrði að teljast vinnugögn, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 716/2018 og 538/2014. Af 8. gr. upplýsingalaga leiðir að við mat á því hvort gagn teljist vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. laganna skal einkum litið til þess í hvaða skyni gagnið var útbúið og hvers efnis það er. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni fundargerða stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. árin 2017 og 2018 en þær eru 19 talsins. Í fundargerðunum eru skráðar umræður stjórnar um ýmis málefni félagsins. Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmist efni fundargerðanna að mestu vinnugagnahugtaki 8. gr. upplýsingalaga, sem félaginu er heimilt að undanþiggja upplýsingarétti með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna. Í samræmi við þetta liggur það fyrir nefndinni að leggja mat á hvort Ríkisútvarpinu ohf. sé skylt að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem félagið vill afmá úr fundargerðunum með vísan til þess að um vinnugögn sé að ræða, á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 3. mgr. 8. gr. segir að þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. beri að afhenda vinnugögn ef:<br /> <br /> 1. þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,<br /> 2. þar koma fram upplýsingar sem er skylt að skrá samkvæmt 1. mgr. 27. gr.,<br /> 3. þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,<br /> 4. þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.<br /> <br /> Í athugasemdum um 3. mgr. 8. gr. segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Þrátt fyrir að stjórnvald, eða lögaðili sem fellur undir gildissvið laga þessara, kunni að hafa útbúið tiltekið gagn í eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er í 3. mgr. 8. gr. lagt til að aðgang beri að veita að gögnum sem annars teldust innri vinnuskjöl stjórnvalds í fjórum tilvikum. Í fyrsta lagi þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls. Þetta getur til að mynda átt við þegar stjórnsýslunefnd afgreiðir mál með vísun til minnisblaðs sem lagt hefur verið fyrir fund. Í öðru lagi er tekið fram í 2. tl. 3. mgr. 8. gr. að undantekningin taki ekki til upplýsinga sem stjórnvaldi var skylt að skrá skv. 27. gr. laganna. Í 3. tl. málsgreinarinnar kemur fram að veita skuli aðgang að vinnuskjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tl. 3. mgr. er að finna í stjórnsýslulögum. Að síðustu er svo lagt til í 4. tl. 3. mgr. 8. gr. að veita beri aðgang að vinnuskjölum ef þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Ef stjórnvald hefur tekið saman slíkar upplýsingar verður að telja mikilvægt að almenningur geti átt rétt á að kynna sér þær, enda skipta slíkar upplýsingar oft miklu um verklag stjórnvalds og grundvöll að töku einstakra ákvarðana.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þær upplýsingar sem Ríkisútvarpið ohf. telur rétt að afmá úr fundargerðunum á grundvelli 5. tölul, 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, með vísan til þess að upplýsingarnar sem þar komi fram teljist til vinnugagna. Um er að ræða upplýsingar sem koma fram undir lið 2c á 176. fundi, lið 2b á 178. fundi, lið 3 á 181. fundi, lið 4 á 183. fundi, lið 4 á 184. fundi, liðum 2b, 3 og 6 á 185. fundi, lið 3 á 186. fundi, lið 5 á 187. fundi og lið 2c á 192. fundi. Það er mat nefndarinnar að upplýsingarnar sem þar koma fram verði ekki felldar undir ákvæði 3. mgr. 8. gr. laganna. Telur úrskurðarnefndin í því sambandi rétt að benda á að þótt stjórn Ríkisútvarpsins ohf. kunni eftir atvikum að vera skylt að skrá þær upplýsingar sem þetta mál lýtur að á grundvelli 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga þá tekur orðalag 2. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna, einungis til upplýsinga sem skylt er skrá vegna töku stjórnvaldsákvarðana samkvæmt 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Ríkisútvarpinu ohf. sé heimilt að undanþiggja upplýsingarnar sem hér um ræðir upplýsingarétti almennings á grundvelli undanþáguákvæðis 5 .tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2>3.</h2> <p >Í öðru lagi telur Ríkisútvarpið ohf. óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum sem fram koma undir lið 2 á 177. fundi og lið 2 á 181. fundi, á þeim grundvelli að um sé að ræða upplýsingar sem felldar verði undir undanþáguákvæði 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr og 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki vafa leika á því að upplýsingarnar sem fram koma undir þessum liðum varði viðkvæma einkahagsmuni einstaklinga. Er því félaginu óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2>4.</h2> <p >Í þriðja lagi telur Ríkisútvarpið ohf. að afmá eigi upplýsingar undir lið 2c á 176. fundi, lið 2 á 177. fundi, lið 2b á 178. fundi, lið 3 á 181. fundi, lið 4 á 183. fundi, lið 4 á 184. fundi, liðum 2b, 3 og 6 á 185. fundi, lið 3 á 186. fundi, lið 5 á 187. fundi, lið 2c á 192. fundi. Vísað er til 9. og 10. gr. upplýsingalaga því til stuðnings. Þar sem úrskurðarnefndin hefur fallist á að félaginu sé heimilt að undanþiggja upplýsingar sem fram koma undir framangreindum liðum fundargerðanna með vísan til 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga verður ekki tekin afstaða til þess hvort félaginu sé einnig heimilt að undanþiggja þær upplýsingarétti á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í ljósi atvika málsins mun úrskurðarnefndin hins vegar fjalla um hvort Ríkisútvarpinu ohf. sé óheimilt að veita aðgang að upplýsingum sem fram koma í framangreindum liðum fundargerðanna á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hefur nefndin þá í huga að af 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga leiðir að Ríkisútvarpinu ohf. er heimilt að veita aðgang að gögnum sem falla undir 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, svo og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, að því marki sem aðrar lagareglur standa því ekki í vegi. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur upplýsingar um skoðanaskipti stjórnarmanna um málefni Ríkisútvarpsins ohf. ekki verða felldar undir 9. gr. upplýsingalaga enda lúta þær hvorki að persónulegum einkahagsmunum stjórnarmannanna né að mikilvægum viðskiptahagsmunum þriðju aðila. Er því ekki fallist á að Ríkisútvarpinu ohf. sé heimilt að afmá upplýsingar úr fundargerðunum á þeim grundvelli nema hvað varðar lið 2 á 177. fundi og lið 2 á 181. fundi eins og nefndin hefur þegar komist að niðurstöðu um að sé ekki aðeins heimilt félaginu heldur skylt. <br /> <br /> </p> <h2>5.</h2> <p >Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur tilefni til þess að gera athugasemdir við afgreiðslu Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni kæranda. Frá því kærandi lagði fram upprunalega beiðni sína um fundargerðir stjórnar félagsins og þangað til þær voru afhentar úrskurðarnefndinni liðu 203 dagar eða tæplega sjö mánuðir. <br /> <br /> Í 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að tekin skuli ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. <br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019, er breyttu upplýsingalögum nr. 140/2012, var nýrri málsgrein bætt við 17. gr. laganna. Í henni kemur fram að hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar sé beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurði um rétt hans til aðgangs. Í almennum athugasemdum við frumvarp til laga nr. 72/2019 segir eftirfarandi um málsmeðferðartíma gagnabeiðna á grundvelli upplýsingalaga: <br /> <br /> „Málshraði við afgreiðslu beiðna um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum getur haft verulega þýðingu. Í mörgum tilvikum er beiðanda þörf á skjótri úrlausn málsins, til að mynda þegar fjölmiðlar óska aðgangs að upplýsingum um opinber málefni til að miðla þeim til almennings. Óhóflegar tafir á töku ákvörðunar, endurskoðun hennar eða afhendingu umbeðinna gagna fela í sér óréttlætanlegar takmarkanir á upplýsingarétti almennings.“<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur að 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga feli í sér reglu um hámarksafgreiðslutíma beiðna um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 3. mgr. 17. gr. segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Taka ber fram að þrátt fyrir að lagður sé til 40 daga hámarksafgreiðslutími gagnabeiðna mun áfram gilda sú meginregla 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga að taka skal ákvörðun um afgreiðslu beiðni svo fljótt sem verða má. Þá ber áfram að skýra aðila frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, dragist það fram yfir sjö daga. Skilja verður fyrirmæli 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga á þann veg að unnt eigi að vera að afgreiða flestar beiðnir innan sjö daga. Sá hámarksafgreiðslutími sem hér er lagður til mun því aðeins eiga við í undantekningartilvikum og er minnt á að samkvæmt 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga er heimilt að hafna beiðnum í undantekningartilfellum ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki telst af þeim sökum fært að verða við henni. Ef fyrirsjáanlegt er að meðferð beiðni taki lengri tíma en 40 virka daga, og ástæður þess er einungis að rekja til umfangs umbeðinna gagna eða annarrar nauðsynlegrar vinnu, er líklegt að skilyrði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga til synjunar beiðninnar séu uppfyllt. Sú regla sem lögð er til í 13. gr. frumvarps þessa mun því fyrst og fremst eiga við þegar afgreiðsla beiðni tefst úr hófi og ástæður þess er að rekja til athafnaleysis eða annarra óréttlætanlegra tafa á málsmeðferð þess aðila sem hefur beiðni til meðferðar.“ <br /> <br /> Við þinglega meðferð var ákveðið að frestur skyldi vera 30 dagar í stað 40 eins og gert hafði verið ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram fyrir Alþingi. Að öðru leyti er ákvæðið óbreytt og athugasemdirnar eiga því eftir sem áður við.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekkert skýra þann mikla drátt sem varð á afgreiðslu á beiðni kæranda og tafirnar verða ekki réttlættar með vísan til umfangs umbeðinna gagna eða sérstaks eðlis upplýsinganna. Nefndin beinir því til Ríkisútvarpsins ohf. að gæta framvegis að reglum um málshraða, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Ríkisútvarpinu ohf. ber að veita kæranda aðgang að fundargerðum stjórnar félagsins frá tímabilinu 1. janúar 2018 til 7. ágúst 2019. <br /> <br /> Þó er félaginu heimilt að synja kæranda um aðgang að upplýsingum sem fram koma undir eftirfarandi liðum fundargerðanna: <br /> <br /> 1. 2c á 176. fundi.<br /> 2. 2b á 178. fundi.<br /> 3. 3 á 181. fundi.<br /> 4. 4 á 183. fundi.<br /> 5. 4 á 184. fundi.<br /> 6. 2b, 3 og 6 á 185. fundi.<br /> 7. 3 á 186. fundi.<br /> 8. 5 á 187. fundi.<br /> 9. 2c á 192. fundi.<br /> <br /> Þá er félaginu skylt að afmá upplýsingar sem fram koma undir eftirfarandi liðum fundargerðanna:<br /> <br /> 1. 2 á 177. fundi.<br /> 2. 2 á 181. fundi. Skylt er að afmá síðustu fjögur orð fyrstu setningar efnisgreinar undir lið 2.1. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
893/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020 | Kærð var afgreiðsla Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum rafrænnar ferilvöktunar í tengslum við tjón sem varð á bifreið kæranda en kærandi taldi snjómoksturstæki á vegum Vegagerðarinnar hafa valdið tjóninu. Úrskurðarnefndin mat rétt kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga og taldi hagsmuni hans af því að geta kynnt sér gögnin ríkari en óljósa hagsmuni annarra sem gögnin gætu varðað. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 893/2020 í máli ÚNU 19120018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. desember 2019, kærði A ákvörðun Vegagerðarinnar um synjun beiðni um aðgang að gögnum rafrænnar ferilvöktunar.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna snjóruðningstækis Vegagerðarinnar. Beiðni hans um aðgang að gögnum um atvikið hafi verið synjað með vísan til þess að þau varði einkamálefni viðkomandi ökumanns og verktaka. Kærandi kveðst ósammála þessari niðurstöðu þar sem aksturinn hafi verið á vinnutæki í umboði stjórnvalds á fjölförnum þjóðvegi í almannaþágu. Verktakinn neiti aðild að málinu. Ef ekki verði veittur aðgangur að gögnum sé engin leið til að skera úr um hver olli tjóninu og verktakar á vegum Vegagerðarinnar geti starfað á þjóðvegum landsins í algjöru ábyrgðarleysi.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 19. desember 2019, kemur fram að Vegagerðin telji sig ekki hafa heimild til að afhenda gögn úr rafrænu ferilvöktunarkerfi. Um sé að ræða upplýsingar sem óheimilt sé að afhenda samkvæmt 3. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006 um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verði til við rafræna vöktun, sbr. 5. mgr. 14. gr. laga nr. 90/2018. Slíkar upplýsingar sæti einnig takmörkunum á upplýsingarétti samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Tjónþoli eigi þann kost að leita til lögreglu sem fari með rannsókn málsins. Vegagerðin afhendi einungis upplýsingar úr ferilvöktunargögnum snjómoksturstækja að beiðni lögreglu, sbr. 3. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 30. desember 2019, var Vegagerðinni kynnt kæran og veittur frestur til að senda úrskurðarnefnd um upplýsingamál umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar barst með bréfi, dags. 17. janúar 2020. Þar kemur fram að eftir að tjónstilkynning barst frá kæranda hafi starfsmaður stofnunarinnar haft samband við vaktstöð og óskað eftir upplýsingum úr ferilvöktunargögnum ökutækis sem sinni snjómokstri á því svæði sem tjónið varð. Verktakar í vetrarþjónustu svari fyrir tjón sem þeir valdi við störf sín og hafi kæranda því verið bent á að hafa samband við tryggingarfélag verktakans. Kærandi hafi óskað eftir upptöku úr vefmyndavél í Ártúnsbrekku með tölvupósti, dags. 18. desember 2019. Í ljósi fyrri samskipta við kæranda hafi beiðni hans verið skilin á þann hátt að óskað væri eftir gögnum úr rafrænum eftirlitskerfum Vegagerðarinnar sem gætu sýnt fram á hvort og þá hvaða snjómoksturstæki hefði verið við störf á umræddum stað og tíma. Þann 19. desember 2019 hafi kæranda verið svarað á þá leið að óheimilt væri að afhenda gögn úr rafrænu ferilvöktunarkerfi.<br /> <br /> Í umsögn Vegagerðarinnar kemur fram að stofnunin reki vefmyndavélar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið á grundvelli 4. mgr. 4. gr. laga nr. 120/2012 um stofnunina. Eitt af skilyrðum vöktunarinnar sé að uppfyllt séu ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ljósmyndir séu birtar á heimasíðu Vegagerðarinnar og uppfærðar á nokkurra mínútna fresti. Opinberlega birtar myndir séu aðgengilegar almenningi á meðan þær eru í birtingu til að upplýsa almenning um aðstæður á svæðinu í rauntíma og stuðla að auknu umferðaröryggi. Vistað myndefni sé hins vegar einungis afhent lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa að beiðni þeirra vegna rannsóknar á sakamáli, mannshvarfi eða samgönguslysi. Upprunaleg eintök allra ljósmynda séu vistuð í að lágmarki 30 daga og að hámarki 90 daga. Í snjómoksturstækjum sem sinni vetrarþjónustu fyrir Vegagerðina sé rafrænn búnaður sem vinni upplýsingar um ökumann. Tilgangur vöktunarinnar sé að hægt sé að fylgjast með vinnu og afköstum þess sem stýrir snjómoksturstækinu og gefa fyrirmæli um hvernig skuli haga vinnunni.<br /> <br /> Af hálfu Vegagerðarinnar kemur fram að eftirlit stofnunarinnar á þjóðvegum með myndavélum og ferilvöktum á ökutækjum verktaka teljist rafræn vöktun í skilningi 9. tölul. 1. mgr. 3. gr. persónuverndarlaga. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. skuli vinnsla persónuupplýsinga sem á sér stað í tengslum við rafræna vöktun uppfylla ákvæði persónuverndarlaga. Í 5. mgr. sama ákvæðis sé Persónuvernd falið að setja reglur og gefa fyrirmæli um rafræna vöktun og vinnslu efnis sem verður til við hana. Samkvæmt 3. mgr. 7. gr. reglna nr. 837/2006 megi aðeins nota persónuupplýsingar sem verða til við rafræna vöktun í þágu tilgangs með söfnun þeirra og aðeins að því marki sem þess gerist þörf í þágu tilgangsins. Þær megi ekki vinna með eða afhenda öðrum nema með samþykki hins skráða eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Þó sé heimilt að afhenda lögreglu upplýsingar um slys eða meintan refsiverðan verknað.<br /> <br /> Vegagerðin tekur fram að samkvæmt 2. mgr. 5. gr. persónuverndarlaga takmarki þau ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Það felist í eðli hinna umbeðnu myndgagna að þeirra sé aflað á grundvelli sérstakrar lagaheimildar í lögákveðnum tilgangi. Slíkt almennt rafrænt eftirlit á almannafæri hafi einungis verið talið heimilt tilteknum handhöfum ríkisvalds, Vegagerðinni og lögreglu. Að mati Vegagerðarinnar verði þeim myndum aðeins miðlað til almennings að því marki sem það samræmist lögmæltum tilgangi eftirlitsins, þ.e. að stuðla að auknu samgönguöryggi. Að því er varðar ferilvöktunargögn tiltekins snjómoksturstækis í eigu einkaaðila sé eftirlitið byggt á samningi. Í ferilvöktunargögnum komi fram upplýsingar um viðkomandi ökutæki, þ. á m. tiltölulega nákvæma akstursleið, hraða ökutækis og númer ökutækisins. Með vísan til þess að í persónuverndarlögum séu sérákvæði um rafræna vöktun og að settar hafi verið sérreglur um afhendingu gagna sem verða til við rafræna vöktun geti Vegagerðin ekki annað en ályktað að slík gögn séu í eðli sínu einkamálefni þeirra einstaklinga sem vöktunin beinist að og stofnuninni sé því óheimilt að afhenda þau gögn þriðja aðila nema á grundvelli skýrrar lagaheimildar eða með samþykki hins skráða.<br /> <br /> Með erindi, dags. 19. janúar 2020, var kæranda kynnt umsögn Vegagerðarinnar og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Vegagerðarinnar sem varða atvik sem kærandi telur hafa valdið sér tjóni. <br /> <br /> Af hálfu Vegagerðarinnar er byggt á því að umbeðin gögn teljist til einkamálefna einstaklinga sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Af því tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að ljóst megi vera að kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að umbeðnum gögnum, enda lýtur hún að gögnum sem tengjast tjóni sem varð á bifreið kæranda. Verður því lagt til grundvallar að réttur kæranda til aðgangs að þeim byggist á III. kafla upplýsingalaga en samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Samkvæmt 3. mgr. 14. gr. er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.<br /> <br /> Sú ályktun Vegagerðarinnar að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklinga byggist fyrst og fremst á því að þau hafi orðið til við rafræna vöktun, sbr. 14. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og reglur sem Persónuvernd hefur sett á grundvelli sambærilegs ákvæðis eldri laga nr. 77/2000. Af þessu tilefni áréttar úrskurðarnefnd um upplýsingamál að hvorki lög nr. 90/2018 né reglur sem settar eru á grundvelli þeirra takmarka upplýsingarétt sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018. Hvað sem því líður getur verið nauðsynlegt að líta til ákvæða laga nr. 90/2018 við túlkun á 9. gr. eða 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga í greinargerð er fylgdi frumvarpi til laganna segir m.a.:<br /> <br /> „Algengt er á hinn bóginn að […] gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram kemur beiðni um aðgang að slíkum gögnum er þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felst í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir eru að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins.<br /> <br /> Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Í fyrsta lagi er um að ræða ljósmynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Ártúnsbrekku sem tekin var þann 9. desember 2019 um kl. 11:48. Myndavélinni er beint upp Ártúnsbrekkuna og á myndinni sést umferð bifreiða og stórvirkrar vinnuvélar, sem ætla má að sé snjóruðningstæki þótt það sjáist ekki greinilega. Ekki er hægt að greina númer einstakra bifreiða eða aðrar upplýsingar sem gætu hugsanlega talist persónuupplýsingar, eftir atvikum í samhengi við aðrar upplýsingar. Þá er til þess að líta að myndin birtist opinberlega á vef Vegagerðarinnar og hefði hver sem er getað vistað hana á birtingartíma. Loks telur úrskurðarnefndin að kærandi hafi ríka hagsmuni af því að nálgast upplýsingar sem geta varpað ljósi á atvik þar sem kærandi telur sig hafa orðið fyrir tjóni. Þeir hagsmunir ganga framar óljósum hagsmunum annarra sem kunna að birtast á ljósmyndinni, en úrskurðarnefndin áréttar að ekki verður séð að unnt sé að bera kennsl á tiltekna einstaklinga út frá ljósmyndinni eða greina að öðru leyti af henni upplýsingar sem rekja má til ákveðinna einstaklinga. Verður því að fallast á það með kæranda að hann eigi rétt til aðgangs að ljósmyndinni á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í öðru lagi er um að ræða upplýsingar úr ferilvöktunarkerfi snjómoksturstækis í eigu verktaka sem sinnti akstri fyrir Vegagerðina umrætt sinn. Líkt og fyrr segir verður að játa kæranda víðtækan rétt til aðgangs að upplýsingum um atvik þar sem hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna snjóruðnings á vegum opinberra aðila á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Sá réttur verður hins vegar almennt að víkja fyrir veigameiri hagsmunum annarra af því að upplýsingar um einkamálefni þeirra fari leynt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að á umbeðnum skýrslum úr ferilvöktunarkerfi snjómoksturstækis er vissulega að finna afmarkaðar upplýsingar sem varða ökumann tækisins, þ.e. einkum staðsetningar hans, þ.e. ökuleið, og aksturshraða á tilteknum tímapunktum. Þessar upplýsingar varða einnig að ákveðnu leyti eiganda tækisins, verktaka sem sinnir akstrinum samkvæmt samningi við Vegagerðina. Skoðun á umbeðnum gögnum leiðir hins vegar í ljós að ekki birtast aðrar upplýsingar um staðsetningu en akstur um og í kringum helstu stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður ekki séð að gögnin hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, svo sem um heimilisfang ökumanns eða aðra einkahagsmuni hans. Þá verður ekki annað ráðið en að aksturshraði tækisins sé eðlilegur og innan löglegra marka. Þegar hagsmunir kæranda af aðgangi að upplýsingunum eru vegnir á móti takmörkuðum hagsmunum annarra aðila af því að þær fari leynt er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Það athugast að við rannsókn málsins beitti Vegagerðin ekki heimild 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga til að skora á þá sem upplýsingar kunna að varða að upplýsa hvort að þeir telji að þær eigi að fara leynt. Æskilegt er að slík álitsumleitan fari fram áður en beiðni er synjað á grundvelli 9. gr. eða 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, m.a. vegna þess að samþykki viðkomandi fyrir afhendingu kann að leiða til þess að engin ástæða sé til að synja beiðninni. Heildarmat á umbeðnum gögnum leiðir hins vegar til þeirrar niðurstöðu að einkahagsmunir annarra af því að umbeðin gögn fari leynt eru svo takmarkaðir að afstaða þeirra getur engu breytt um úrslit málsins eins og hér stendur á.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Vegagerðinni ber að veita kæranda, A, aðgang að ljósmynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Ártúnsbrekku sem tekin var þann 9. desember 2019 um <br /> kl. 11:48 og skjáskotum úr ferilvöktunarkerfi snjómoksturstækis sem ekið var upp Ártúnsbrekku þann 9. desember 2019 um kl. 11:45.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
892/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020 | Vinnueftirlitið hafði synjað beiðni kæranda um aðgang að gögnum með vísan til þagnarskylduákvæðis 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 og 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi fyrrnefnda ákvæðið ekki kveða á um sérstaka þagnarskyldu heldur almenna og yrði því að meta rétt kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti að tekin hefði verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga og var málinu því vísað aftur til Vinnueftirlitsins til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 892/2020 í máli ÚNU 19110012.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 21. nóvember 2019, kærði A synjun Vinnueftirlits ríkisins á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með tölvupósti til Vinnueftirlits ríkisins, dags. 10. október 2019, óskaði kærandi eftir eftirfarandi upplýsingum í þremur liðum. Í fyrsta lagi var óskað eftir ábendingum og kvörtunum sem borist hefðu varðandi tiltekinn vinnustað, í öðru lagi bréfi Vinnueftirlitsins vegna mönnunar og í þriðja lagi svörum stjórnenda við ábendingum og kvörtunum til Vinnueftirlitsins.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. október 2019, synjaði Vinnueftirlitið beiðni kæranda með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem vísað var til þess að þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, stæði afhendingu gagnanna í vegi. Þá var það afstaða stofnunarinnar að aukinn aðgangur samkvæmt, 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga ætti ekki við.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 22. nóvember 2019, var kæran kynnt Vinnueftirliti ríkisins og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Í umsögn Vinnueftirlitsins, dags. 13. desember 2019, er byggt á því að við setningu laga nr. 71/2019, um breytingu á stjórnsýslulögum, hafi orðið þau mistök að sérstakt þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1986, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, hafi verið fellt brott. Í umsögninni var vísað til þess að til stæði að bæta úr þessum mistökum með frumvarpi til laga um vernd uppljóstrara sem nú væri til meðferðar á Alþingi (362. mál), sbr. a-lið 2. tölul. 7. gr. frumvarpsins. Ætlunin hafi aldrei verið að fella hið sérstaka þagnarskylduákvæði úr gildi heldur hafi ætlunin verið sú að bæta almennu þagnarskylduákvæði, sem vísar til X. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, við lögin. Af því leiði að á starfsmönnum Vinnueftirlitsins hvíli enn skylda til að gæta þagnarskyldu um allt er viðkemur umkvörtun til stofnunarinnar, sbr. m.a. gagnályktun frá 3. mgr. 83. gr. laga <br /> nr. 46/1980. Af þeim sökum var það afstaða Vinnueftirlitsins að staðfesta bæri synjun stofnunarinnar um umbeðin gögn.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 13. desember 2019, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Vinnueftirlitsins. Í bréfi kæranda, dags. 27. desember 2019, eru gerðar athugasemdir við þá afstöðu Vinnueftirlitsins að synjun um afhendingu umbeðinna gagna hafi byggst á hinu sérstaka þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. laga nr. 46/1980 sem fellt var úr gildi með lögum nr. 71/2019. Í því sambandi er bent á að gildandi réttur taki á hverjum tíma mið af birtum texta lagaákvæða. Synjun Vinnueftirlitsins með vísan til ákvæðis sem fellt hafi verið úr gildi brjóti gegn meginreglunni um lögbundna stjórnsýslu. Þá er það afstaða kæranda að umbeðin gögn geti ekki talist til einka- eða fjárhagsupplýsinga sem leynt skuli fara samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga enda hafi beiðni kæranda ekki falið í sér kröfu til neinna persónuupplýsinga um þá aðila sem sent hafi inn kvartanir. Á það er bent að innihaldi umbeðin gögn slíkar upplýsingar beri stofnuninni að veita aðgang að öðrum hluta gagnanna.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilteknum gögnum hjá Vinnueftirlitinu. Beiðni kæranda var upphaflega synjað með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga án þess að þar væri tilgreint nánar hvernig umbeðnar upplýsingar horfðu við því ákvæði. Þá var vísað til þess að upplýsingar um kvartanir til Vinnueftirlitsins féllu undir þagnarskylduákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. <br /> <br /> Í umsögn Vinnueftirlitsins er einnig byggt á því að eldra ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 eigi við um starfsmenn stofnunarinnar. Um sé að ræða sérstakt þagnarskylduákvæði sem gangi framar upplýsingalögum en aldrei hafi staðið til að fella ákvæðið brott úr lögunum. Þá megi sömu niðurstöðu leiða af gagnályktun frá 3. mgr. ákvæðisins þar sem m.a. er mælt fyrir um að heimilt sé í undantekningartilvikum að greina frá umkvörtunum til stofnunarinnar sem séu annars undirorpnar þagnarskyldu samkvæmt 2. mgr. eins og það ákvæði var orðað áður en það var fellt brott.<br /> <br /> Ákvæðið 2. mgr. 83. gr. var svohljóðandi fyrir gildistöku laga nr. 71/2019:<br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu um allt er varðar umkvörtun til stofnunarinnar, þ.m.t. nafn þess sem beinir umkvörtun til stofnunarinnar, og helst þagnarskylda þeirra hvað þetta varðar eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.“<br /> <br /> Eftir gildistöku laga nr. 71/2019 sem færði ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1983 í núverandi horf er ákvæði 2. mgr. svohljóðandi:<br /> <br /> „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga.“ <br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.<br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi til laga um vernd uppljóstrara sem nú er til meðferðar á Alþingi, sbr. þskj. 431 – 362. mál, kemur fram að sérstakt ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Vinnueftirlitsins hafi verið bætt við lög nr. 46/1980 með lögum nr. 75/2018 en vegna mistaka við setningu laga nr. 71/2019 hafi það verið fellt brott við gildistöku þeirra 1. júní 2019. Með 7. gr. frumvarpsins sé lagt til að mistökin verði lagfærð og mælt fyrir um skýra þagnarskyldu sem komi í veg fyrir að almenningur geti fengið aðgang að viðkvæmum upplýsingum um þá sem kvartað hafa til Vinnueftirlitsins. Frumvarpið er hins vegar sem fyrr segir enn til meðferðar á Alþingi og er því ekki enn orðið að lögum. <br /> <br /> Hvað sem líður ástæðum þess að ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 var fellt úr gildi með lögum nr. 71/2019 telur úrskurðarnefndin ljóst að ákvarðanir stjórnvalda verða ætíð að byggja á þeim lögum sem í gildi eru hverju sinni. Þar sem hið sérstaka þagnarskylduákvæði hafði verið numið á brott þegar upplýsingabeiðni kæranda barst Vinnueftirlitinu og í ljósi þess að það hefur enn ekki verið fært á nýjan leik í lögin er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að synjun Vinnueftirlitsins verði ekki reist á ákvæðinu. Með vísan til þessa getur eldra ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 ekki átt við í málinu. <br /> <br /> Eftir stendur núgildandi ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum þar sem vísað er til ákvæða X. kafla stjórnsýslulaga. Í X. kafla stjórnsýslulaga segir í 1. mgr. 42. gr. að hver sá sem starfi á vegum ríkis eða sveitarfélaga sé bundinn þagnarskyldu um upplýsingar sem séu trúnaðarmerktar á grundvelli laga eða annarra reglna, eða þegar að öðru leyti sé nauðsynlegt að halda þeim leyndum til að vernda verulega opinbera hagsmuni eða einkahagsmuni. Þá eru tilteknar upplýsingar í níu töluliðum sem þagnarskyldan getur náð til. <br /> <br /> Í athugasemdum við 1. mgr. 42. gr. í frumvarpi til laga nr. 71/2019 segir að í málsgreininni séu talin upp tilvik sem leitt geti til þess, eftir að lagt hafi verið sérstakt mat á atvik hverju sinni, að þagnarskylda verði talin gilda um ákveðnar upplýsingar. Upptalningin taki til flestra tilvika sem fallið geti undir þagnarskyldu þótt hún sé ekki tæmandi. Af almennum athugasemdum í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 71/2019 verður enn fremur ráðið að markmiðið með setningu laganna hafi verið að stuðla að betra samræmi upplýsingalaga um rétt til aðgangs að gögnum og takmarkana á þeim rétti annars vegar og almennra reglna um þagnarskyldu opinberra starfsmanna hins vegar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu felur 2. mgr. 83. gr. ekki í sér sérstakt þagnarskylduákvæði, þar sem sérgreint er hvaða upplýsingum skuli haldið leyndum, heldur er ákvæðið almennt og leggur þær skyldur á Vinnueftirlitið að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort það eigi við. Gengur ákvæðið því ekki framar ákvæðum upplýsingalaga heldur ber að skýra það til samræmis við ákvæði 9. gr. eða eftir atvikum önnur ákvæði upplýsingalaga. Verður mál þetta því afgreitt á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Í ákvörðun Vinnueftirlitsins er einnig vísað til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga án þess að nánar sé fjallað um þýðingu ákvæðisins við töku ákvörðunarinnar. Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi um það mat sem þarf að fara fram áður en tekin er ákvörðun um synjun beiðni á grundvelli ákvæðisins:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Enn fremur er tiltekið í greinargerðinni:<br /> <br /> „Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“<br /> <br /> Eins og fyrr segir var í ákvörðun Vinnueftirlitsins einungis vísað með almennum hætti til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga og byggt á því að sérstakt þagnarskylduákvæði stæði afhendingu umbeðinna gagna í vegi. Að öðru leyti verður ekki séð að tekin hafi verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda um aðgang að gögnum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga. Stofnunin hefur þvert á móti í umsögn sinni lýst þeirri afstöðu sinni að ekki beri að fjalla um gagnabeiðnina á grundvelli upplýsingalaga. Þannig verður hvorki ráðið af ákvörðun stofnunarinnar né gögnum málsins að öðru leyti að lagt hafi verið mat á umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau séu þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli einkahagsmuna, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum annarra ákvæða í upplýsingalögum.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. <br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að hana ber að fella úr gildi og leggja fyrir Vinnueftirlit ríkisins að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Ákvörðun Vinnueftirlits ríkisins, dags. 22. október 2019, um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, er felld úr gildi og lagt fyrir Vinnueftirlitið að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
891/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020 | Deilt var um afgreiðslu Hveragerðisbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða dóttur kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að hluta gagnanna á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga en til annarra gagna á grundvelli stjórnsýslulaga. Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi sveitarfélagsins við tiltekinn starfsmann að undanskildum upplýsingum um stéttarfélagsaðild hans. Þá taldi nefndin kæranda eiga rétt til aðgangs að gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á félagsráðgjafa sveitarfélagsins. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 891/2020 í máli ÚNU 19110009. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 15. nóvember 2019, kærði Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður, f.h. A, ákvörðun Hveragerðisbæjar um að synja beiðni um aðgang að gögnum er varða dóttur kæranda. <br /> <br /> Með beiðni, dags. 15. júlí 2019, óskaði kærandi eftir eftirfarandi gögnum hjá stjórnsýslu bæjarins frá 1. janúar 2016 til 1. janúar 2019:<br /> <br /> Frá bæjarstjóra, bæjarstjórn og bæjarráði óskaði kærandi eftir afriti af öllum gögnum sem varða afgreiðslu mála dóttur kæranda, þar á meðal í trúnaðarmálabók bæjarfélagsins.<br /> <br /> Frá skóla- og velferðarsviði Árnesþings óskaði kærandi eftir afriti af gögnum sem varða umsóknir, afgreiðslu umsókna og afrit af þjónustumati sem félagsþjónustan hefði stuðst við vegna þjónustu við dóttur kæranda.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir atvikaskýrslum ásamt gögnum sem sýna afgreiðslu mála vegna allra atvika sem áttu sér stað á tímabilinu og voru tilkynnt skóla- og velferðarsviði Árnesþings og bæjarstjóra, meðal annars skýrslum vegna frávika á þjónustu á tímabilinu. Þá var sérstaklega óskað eftir atvikaskýrslum um eftirfarandi atvik:<br /> <br /> 1. Afritum af verkskýrslum, umsókn og afgreiðslu þjónustu vegna ráðningar á starfsmanni veturinn 2016-2017 sem fylgdarmanns og bílstjóra á einkabíl.<br /> 2. Afritum af gögnum vegna ferlis í upphafi skólaárs 2017 þegar ekki var tiltækur fylgdarmaður í ferðaþjónustubíl.<br /> 3. Gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á þáverandi félagsfulltrúa.<br /> 4. Afritum af atvikaskýrslu vegna atviks þegar dóttir kæranda var brottnumin af starfsmanni ferðaþjónustu fatlaðra í Hveragerði.<br /> 5. Afritum af afgreiðslu mála er varða samning við leigubíla á Selfossi, einstaklingsmiðaðar verklagsreglur og leiðbeiningar vegna samninganna haustið 2018.<br /> <br /> Í beiðni kæranda var vísað til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Beiðnin var ítrekuð með tölvupóstsendingum, dags. 18. september 2019, 3. október 2019 og 9. október 2019. Með svari, dags. 9. október 2019, upplýsti bæjarstjóri Hveragerðisbæjar að vonir stæðu til að hægt væri að senda umbeðin gögn „fyrir helgi“. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 16. október 2019, var beiðni kæranda afgreidd. Veittur var aðgangur að ýmsum gögnum sem Hveragerðisbær taldi falla undir beiðnina. Hins vegar var tekið fram að ekki yrði veittur aðgangur að upplýsingum sem varði ráðningarmálefni starfsfólks sveitarfélagsins, svo sem vinnuskýrslur. Þá var upplýst að samningur sem vísað var til í síðasta lið beiðni kæranda hefði ekki verið gerður og sveitarfélagið teldi sér ekki heimilt að afhenda gögn sem vörðuðu þriðja aðila. <br /> <br /> Í kæru, dags. 15. nóvember 2019, kemur fram að kærandi krefjist þess aðallega að aðgangur að umbeðnum gögnum verði veittur í heild á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Til vara er þess krafist að rýmri aðgangur verði veittur en þegar hefur verið gert, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 18. nóvember 2019, var Hveragerðisbæ kynnt kæran og veittur frestur til að koma að umsögn og frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 22 nóvember 2019, bárust frekari athugasemdir og rökstuðningur kæranda vegna kærunnar. Kærandi telur rökstuðning Hveragerðisbæjar ófullnægjandi og nauðsynlegum tilvísunum til lagaákvæða áfátt. Vegna fyrstu tveggja þátta beiðninnar tekur kærandi fram að sérstaka athygli veki hversu fá gögn hafi verið afhent. Vegna þriðja þáttarins virðist augljóst að ekki hafi verið farið yfir beiðnina þar sem henni hafi einfaldlega ekki verið svarað. Um önnur umbeðin gögn segir kærandi að unnt sé að afhenda þau að hluta, til dæmis með því að afmá viðkvæmar upplýsingar um launakjör og aðrar persónuupplýsingar. Þá sé unnt að afhenda gögn sem varði ekki að öllu leyti starfsmannamálefni. Auk þess geti þriðji aðili ekki haft mikla hagsmuni af takmörkun á aðgangi að gögnum miðað við kæranda. Kærandi bendir sérstaklega á að engin gögn hafi verið afhent frá skóla- og velferðarsviði Árnesþings. Rökstuðning skorti um þetta og veki spurningar um það hvort viðkomandi gögn séu einfaldlega ekki til. Loks bendir kærandi á að óskað hafi verið eftir afriti af matsskjali sem notað sé hjá félagsþjónustu vegna kæranda. Ekkert slíkt matskjal virðist vera notað eða vera til hjá bæjarfélaginu.<br /> <br /> Umsögn Hveragerðisbæjar barst með bréfi, dags. 6. janúar 2020. Þar kemur fram að vegna fyrstu tveggja liða gagnabeiðni kæranda hafi verið veittur aðgangur að öllum gögnum sem til séu hjá sveitarfélaginu. Hveragerðisbær telur afgreiðslu sína á öðrum liðnum fullnægjandi enda hafi foreldrar fengið þjónustumat frá Greiningarstöð ríkisins. Varðandi þriðja liðinn sé ekki til heildstæð skýrsla um öll atvik eða mál hjá sveitarfélaginu. Réttur almennings til aðgangs taki aðeins til gagna sem séu til hjá stjórnvaldi en ekki til þess að gögn séu búin til. <br /> <br /> Hvað fyrsta tölulið beiðninnar varðar tekur Hveragerðisbær sérstaklega fram að umbeðin gögn varði ráðningu tiltekins starfsmanns sem fylgdarmanns og bílstjóra dóttur kæranda. Umbeðin gögn falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og ekki verði séð að verk- og vinnuskýrslur sem óskað er aðgangs að falli undir þessar undanþágur. Hveragerðisbæ sé því óheimilt að veita aðgang að gögnunum. Um annan og fjórða töluliðinn tekur sveitarfélagið fram að veittur hafi verið aðgangur að öllum gögnum sem til séu. Hveragerðisbær telur að gögn samkvæmt þriðja tölulið beiðninnar falli undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og að undanþágur sem fram koma í 2.-5. mgr. eigi ekki við. Loks kemur fram að Hveragerðisbær hafi endurskoðað ákvörðun sína um synjun beiðni kæranda samkvæmt fimmta tölulið beiðninnar og telji rétt að veita kæranda aðgang að þeim.<br /> <br /> Með erindi, dags. 7. janúar 2020, var umsögnin kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með erindi, dags. 16. janúar 2020. Þar kemur fram að kærandi óski eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki til skoðunar hvort rétt sé að Hveragerðisbær hafi afhent öll þau gögn sem beðið var um. Sérstaka athygli veki að engin gögn hafi verið afhent vegna tímabilsins 1. janúar 2016 til 1. október 2017 og aðeins þrjú skjöl sem ekki stafi frá trúnaðarmálabók sveitarfélagsins. Varðandi annan lið beiðninnar áréttar kærandi að ekki skipti máli hvort þjónustumat hafi borist frá öðrum aðilum þar sem beiðnin hafi verið lögð fram til að ganga úr skugga um að notast sé við rétt þjónustumat. Þá hafi engin afrit umsókna, afgreiðslu umsókna og atvikaskýrslna verið afhent. Um töluliði 1 og 3 vísar kærandi til fyrri sjónarmiða en um töluliði 2 og 4 beina kærendur því til úrskurðarnefndarinnra að kanna hvort rétt sé að engin gögn séu til hjá sveitarfélaginu. Loks beina kærendur því til úrskurðarnefndarinnar að kanna hvers vegna umbeðið afrit af einstaklingsbundnum verklagsreglum, leiðbeiningarskjal sem fylgir verklagsreglum og viðbragðsáætlun hafi ekki verið afhent. Kærandi telur að umbeðin gögn hafi verið send Hveragerðisbæ frá Öryrkjabandalagi Íslands í nóvember 2018.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi erindi til Hveragerðisbæjar, dags. 23. mars 2020, þar sem vakin var athygli á því að samkvæmt gögnum málsins hefði kæranda verið synjað um aðgang að afritum af verk- og vinnuskýrslum vegna ráðningar fylgdarmanns og bílstjóra dóttur kæranda og gögnum um afgreiðslu erindis vegna vantraustsyfirlýsingar á þáverandi félagsfulltrúa bæjarins. Þessi gögn hafi hins vegar ekki verið afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál og var ósk um afrit á grundvelli 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga ítrekuð. <br /> <br /> Í svari Hveragerðisbæjar, dags. 6. apríl 2020, kom fram að kærandi hefði fengið allflest gögn um kvörtun vegna félagsfulltrúa bæjarins í hendur áður. Með svarinu fylgdu gögn um málið en af hálfu bæjarins var tekið fram að önnur gögn væru ekki til. Þá fylgdi ráðningarsamningur starfsmanns en tekið fram að önnur gögn vegna ráðningarsambands hans við sveitarfélagið væru ekki til vegna þess tímabils er um ræðir.</p> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum sveitarfélags sem varða ólögráða dóttur kæranda. Af gögnum málsins er ljóst að kæranda hefur verið veittur aðgangur að umbeðnum gögnum að hluta en ágreiningur er um rétt til aðgangs að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Afritum af gögnum sem varða umsóknir, afgreiðslu umsókna og afrit af þjónustumati sem félagsþjónusta Hveragerðisbæjar hefur stuðst við vegna þjónustu við dóttur kæranda.<br /> 2. Afritum af verkskýrslum, umsókn og afgreiðslu þjónustu vegna ráðningar á starfsmanni veturinn 2016-2017 sem fylgdarmanns og bílstjóra á einkabíl.<br /> 3. Gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á þáverandi félagsfulltrúa.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að af upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 15. júlí 2019, verður ráðið að réttur til aðgangs að þeim gögnum sem hún tekur til geti byggst á ólíkum lagagrundvelli. Þannig kann réttur kæranda til aðgangs að byggjast á upplýsingalögum, stjórnsýslulögum og ákvæðum annarra laga eftir því um hvaða gögn ræðir. </p> <h2>2.</h2> <p>Af hálfu Hveragerðisbæjar hefur komið fram að sveitarfélagið telji afgreiðslu sína á beiðni kæranda um gögn sem tengjast þjónustumati varðandi dóttur kæranda fullnægjandi þar sem kærandi hafi fengið gögn afhent frá Greiningarstöð ríkisins.<br /> <br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að upplýsingaréttur almennings samkvæmt upplýsingalögum er ekki takmarkaður við að leita upplýsinga hjá einu stjórnvaldi í einu og getur beiðandi haft réttmætar ástæður fyrir því að bera saman upplýsingar í vörslum tveggja eða fleiri opinberra aðila.<br /> <br /> Hins vegar er til þess að líta að ákvarðanir um veitingu þjónustu á grundvelli laga nr. 40/1991, þar á meðal þjónustu á grundvelli 29. gr. laganna um akstursþjónustu, teljast til stjórnvaldsákvarðana, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af þeirri ástæðu fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tilheyra stjórnsýslumáli ólögráða dóttur hans, þ.m.t. þjónustumati sem deilt er um í þessu máli, eftir ákvæðum stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. 15. gr. laganna kemur fram að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði.<br /> <br /> Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Samkvæmt framangreindu fellur kæran því utan gildissviðs upplýsingalaga að þessu leyti og verður því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>3.</h2> <p>Varðandi beiðni kæranda um aðgang að afritum af verkskýrslum, umsókn og afgreiðslu þjónustu vegna ráðningar á starfsmanni veturinn 2016-2017 sem fylgdarmanns og bílstjóra á einkabíl hefur komið fram af hálfu bæjarins að ekki liggi fyrir önnur gögn en ráðningarsamningur, dags. 26. maí 2016. Í umsögn sveitarfélagsins er vísað til þess að umbeðin gögn undir þessum lið falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna hjá aðilum sem lögin taka til ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.<br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. er að finna undantekningar frá þessari reglu. Þar segir að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögunum eigi ekki við, sé þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn:<br /> <br /> 1. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn,<br /> 2. nöfn starfsmanna og starfssvið,<br /> 3. föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda,<br /> 4. launakjör æðstu stjórnenda,<br /> 5. áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með föstum launakjörum sé m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunni að liggja fyrir um föst laun starfsmanna. Undanþágur frá hinni almennu reglu, um að almenningur eigi ekki rétt til aðgangs að gögnum í málum er varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti, sbr. 1. mgr. 7. gr., byggjast á þeirri forsendu að þrátt fyrir að upplýsingar um starfssamband geti talist til einkamálefna starfsmanns, fela ýmsir samningar stjórnsýslunnar við starfsmenn sína í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Það er því mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að synjun á aðgangi kæranda að umbeðnum ráðningarsamningi verði ekki reist á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því í fyrri úrskurðum sínum að þrátt fyrir framangreint geti ráðningarsamningar innihaldið upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði nr. 661/2016 og 666/2016. Í athugasemdum við 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í frumvarpi til laganna segir að engum vafa sé undirorpið að þar undir falli viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 77/2000. Hugtakið viðkvæmar persónuupplýsingar er skilgreint í 8. tölul. 2. gr. þeirra laga og þar eru meðal annars taldar upp upplýsingar um stéttarfélagsaðild. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar að veita beri kæranda aðgang að ráðningarsamningi, dags. 26. maí 2016, á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Áður ber að afmá upplýsingar um einkamálefni starfsmannsins eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Að fenginni þessari niðurstöðu er óþarft að taka afstöðu til þess hvort kærandi á rétt á aðgangi að samningnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>4.</h2> <p>Hvað varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á þáverandi félagsfulltrúa (félagsráðgjafa) Hveragerðisbæjar hefur sveitarfélagið vísað til þess að umbeðin gögn falli undir ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og að undanþágur sem fram koma í 2.-5. mgr. eigi ekki við.<br /> <br /> Undir rekstri málsins afhenti Hveragerðisbær úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem sveitarfélagið hefur undir höndum og tengjast málinu en fram kom að kærandi hefði áður fengið „allflest“ þeirra í hendur áður. Skoðun úrskurðarnefndarinnar rennir stoðum undir þessa niðurstöðu, enda er í flestum tilvikum um að ræða erindi kæranda og annarra aðila, þ. á m. Öryrkjabandalags Íslands og réttindagæslumanns fyrir fatlað fólk, sbr. reglugerð <br /> nr. 973/2012, til Hveragerðisbæjar, ýmist bréflega eða með tölvupósti ásamt svörum sveitarfélagsins. Gögnin bera með sér að kærandi hafi annað hvort sent eða fengið afrit af þeim öllum, að frátöldum samskiptum þar sem tölvupóstsamskipti eru framsend öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins. Með hliðsjón af framangreindu standa engin rök til að takmarka aðgang kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga eða annarra lagaákvæða og verður hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Hveragerðisbæ að veita kæranda aðgang að þeim.</p> <h2>5.</h2> <p>Af hálfu kæranda hefur komið fram að hann dragi í efa að ekki séu frekari gögn í vörslum Hveragerðisbæjar sem falli undir gagnabeiðni hans. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar Hveragerðisbæjar um að öll fyrirliggjandi gögn er varða beiðni kæranda og eru fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu hafi verið yfirfarin við meðferð beiðninnar. Hafi Hveragerðisbær ekki haldið skráningu um öll gögn í tengslum við þjónustu við kæranda og dóttur kæranda í samræmi við skráningarskyldu 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga og laga um opinber skjalasöfn er það ámælisvert. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hafa eftirlit með því. Eru því ekki forsendur til að verða við beiðni kæranda um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kanni hvort Hveragerðisbær hafi frekari gögn í vörslum sínum um þau málefni sem beiðni hans lýtur að.<br /> <br /> Það athugast að samkvæmt gögnum málsins var upphafleg gagnabeiðni kæranda send til Hveragerðisbæjar þann 15. júlí 2019. Hún var hins vegar ekki afgreidd fyrr en með erindi sveitarfélagsins, dags. 16. október 2019, að undangengnum ítrekunum kæranda og án þess að fyrirmælum 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga væri fylgt. Samkvæmt ákvæðinu skal taka ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða mál. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerir athugasemd við málsmeðferð Hveragerðisbæjar að þessu leyti.</p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Hveragerðisbæ ber að veita kæranda, A, aðgang að gögnum um afgreiðslu máls vegna vantraustsyfirlýsingar á félagsráðgjafa sveitarfélagsins og ráðningarsamning sveitarfélagsins við B, dags. 26. maí 2016. Áður skal afmá úr samningnum upplýsingar um aðild að stéttarfélagi.<br /> <br /> Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
890/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020 | Kærð var afgreiðsla Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að samningsskilmálum samninga félagsins við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni á árunum 2015 og 2018. Ríkisútvarpið hélt því fram að samningarnir hefðu ekki að geyma staðlaða samningsskilmála en auk þess gætu samningarnir geymt upplýsingar sem felldar yrðu undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Ríkisútvarpinu hafa borið að taka afstöðu til þess hvort kærandi ætti rétt á afritum af samningunum á grundvelli upplýsingalaga. Þar sem slíkt mat á beiðni kæranda hafði ekki farið fram var beiðninni vísað aftur til afgreiðslu félagsins. | <h1>Úrskurður</h1> <p> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 890/2020 í máli ÚNU 20020012. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p> Með erindi, dags. 6. september 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í júní 2019 óskaði kærandi eftir aðgangi að lista yfir sjálfstæða framleiðendur og fjárhæðir sem RÚV greiddi þeim fyrir dagskrárefni árið 2018. Hinn 22. ágúst 2019 óskaði kærandi auk þess eftir aðgangi að skilmálum samninga sem RÚV hafi gert við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni á árunum 2015 og 2018. Í svari RÚV til kæranda, dags. 6. september 2019, kemur fram að RÚV telji óheimilt að veita upplýsingar um greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda án samþykkis framleiðendanna þar sem þær kunni að varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Að auki séu upplýsingarnar ekki aðgengilegar í einu skjali, heldur þyrfti að útbúa slíkt yfirlit sérstaklega. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að sams konar listar, yfir sjálfstæða framleiðendur og greiðslur til þeirra, fyrir árin 2016 og 2017 hafi verið birtir á vef Alþingis. Þá óski kærandi eftir aðgangi að samningsskilmálum í þeim tilgangi að kanna hvort RÚV vilji njóta ávinnings af sölu af dagskrárefni til erlendra aðila og hvernig það sé orðað í samningagerð við sjálfstæða framleiðendur.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p> Kæran var kynnt RÚV ohf. með bréfi, dags. 9. september 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. RÚV óskaði eftir viðbótarfresti til þess að skila umsögn um kæruna til 30. september sem úrskurðarnefndin féllst á. Þann 3. október 2019 óskaði RÚV eftir eins dags viðbótarfresti á grundvelli þess að verið væri að taka saman gögnin til þess að senda með erindinu og sá sem hefði haft aðgang að þeim gögnum hefði verið í frí. Með bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 9. október, lýsti RÚV því yfir að um misskilning hefði verið að ræða varðandi það að gögnin lægju fyrir, verið væri að taka saman umbeðinn lista hjá fjármáladeild en það fæli í sér talsverða vinnu. Tekið hefði nokkrar vikur að vinna upplýsingarnar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið þegar sambærilegar upplýsingar hefðu verið birtar á sínum tíma en málið væri forgangsmál hjá fjármáladeildinni. <br /> <br /> Hinn 15. október 2019 barst úrskurðarnefndinni umsögn RÚV vegna kærunnar og umbeðinn listi yfir greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda árið 2018. Í umsögn RÚV segir að listinn innihaldi upplýsingar sem geti m.a. átt undir 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra fjölmörgu lögaðila og/eða einstaklinga sem í hlut eigi. Vísað er til þess að í athugasemdum við greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga komi fram að almennt sé óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild. Þá sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þá segir að fjölmargir þeirra aðila sem í hlut eigi séu einstaklingar eða eftir atvikum félög utan um einstaklingsrekstur. Beiðnin lúti þannig m.a. að upplýsingum um tekjur sem samkvæmt því sem segi í lögskýringargögnum við upplýsingalög skuli jafnan ekki veita aðgang að. <br /> <br /> Hvað stærri lögaðila varði þá sé RÚV ekki í góðri stöðu til þess að leggja mat á hvort upplýsingarnar varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni hvers og eins lögaðila sem í hlut eigi. RÚV telji sig þó vita að einstaka viðsemjendur telji það almennt ekki samrýmast fjárhags- og viðskiptahagsmunum sínum að upplýsingar um endurgjald vegna einstakra verka séu aðgengileg almenningi og þar með samkeppnisaðilum viðsemjenda. Verði það á hinn bóginn mat úrskurðarnefndar að hvorki viðskipta- né fjárhagshagsmunir viðsemjenda RÚV eða önnur lög standi birtingu upplýsinganna í vegi sé ekkert því til fyrirstöðu að þær verði birtar.<br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að varðandi birtingu upplýsinga á vef Alþingis sé þess að gæta að upplýsingarnar hafi verið veittar mennta- og menningarmálaráðuneytinu, eins og lögskylt hafi verið, í tilefni fyrirspurnar á Alþingi, sbr. ákvæði laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991. Ákvörðun um birtingu upplýsinganna á vef þingsins hafi því ekki verið á forræði RÚV. <br /> <br /> Þá kemur fram að „staðlaðir skilmálar“ RÚV við sjálfstæða framleiðendur séu í raun ekki til. Beðist er velvirðingar á því að hafa ekki tiltekið það í upphaflegu svari við erindi kæranda. Við er bætt að með því að afhenda slíkar upplýsingar væri í reynd verið að upplýsa almenning, þ. á m. samkeppnisaðila einstakra viðsemjenda, um skilmála viðsemjenda RÚV, bæði afturvirkt (m.a. um gildandi samninga) og framvirkt. RÚV telji að miðlun slíkra upplýsinga geti orkað tvímælis gagnvart viðsemjendum í skilningi 9. gr. upplýsingalaga og geti raunar einnig vakið upp álitamál í skilningi samkeppnislaga.<br /> <br /> Umsögn RÚV var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. október 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 22. október 2019, segir að um sé að ræða upplýsingar sem eigi ríkara erindi við almenning en mögulegir hagsmunir þeirra sem séu á listanum. Kærandi telji takmarkanir 6.-9. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í málinu. Sambærilegar upplýsingar hafi verið birtar á vef Alþingis fyrir annað tímabil og að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við það af hálfu RÚV. Það gefi til kynna að stofnunin hafi metið það svo, líkt og Alþingi, að ekki væri um að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Við það megi bæta að þeim einstaklingum sem semji við RÚV sé fullkunnugt um að allt fjármagn sem RÚV sýsli með sé opinbert og að ráðstöfun hverrar einustu krónu séu opinberar upplýsingar.<br /> <br /> Fram kemur að tilgangur kæranda með gagnabeiðninni sé að komast að því hvort RÚV uppfylli þjónustusamning við mennta- og menningarmálaráðuneytið og með hvaða hætti. Í svari ráðherra til Alþingis vegna fyrirspurnar þingmanns um sama efni komi eingöngu fram upplýsingar fyrir árin 2016 og 2017 en þar segi að upplýsingar yfir árið 2018 muni liggja fyrir við ársuppgjör félagsins, þ.e. í maí 2019. RÚV hafi svarað fyrirspurn kæranda í lok júní, meira en mánuði eftir að ársuppgjör félagsins fyrir árið 2018 hafi legið fyrir. Kærandi telur að sundurliðaðar upplýsingar um greiðslur gefi til kynna að RÚV hafi beitt blekkingum í tengslum við þjónustusamninginn með því að notast við heimatilbúna skilgreiningu á hugtakinu „sjálfstæður framleiðandi.“ Samkvæmt þjónustusamningnum hafi RÚV átt að greiða 10% af heildartekjum sínum til sjálfstæðra framleiðenda árið 2018. Það séu almannahagsmunir fólgnir í því að vita hvernig RÚV hafi túlkað þjónustusamning sinn við hið opinbera og vegi þeir margfalt þyngra en mögulegir viðskiptahagsmunir lögaðila sem í hluti eigi, hagsmunir sem ekki hafi skaðast við birtingu upplýsinganna fyrir tímabilið 2016-2017. <br /> <br /> Í athugasemdum segir jafnframt að umfjöllunin sem RÚV sé að hindra með því að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum sé aðkallandi. Nú standi yfir samningaviðræður ráðuneytisins og RÚV um næsta þjónustusamning. Upplýsingarnar séu nauðsynlegar almenningi til þess að setja í samhengi hvernig RÚV hafi túlkað síðasta þjónustusamning og hvort það standi til að nota áfram skilgreiningu félagsins á hugtakinu „sjálfstæður framleiðandi“. Einnig þurfi að skoða upplýsingarnar til þess að kanna hvort RÚV stundi svokallaða gerviverktöku, þar sem venjulegt launafólk taki á sig skyldur verktaka. Í tilfelli RÚV sé það ekki gert til þess að takmarka kostnað heldur til að uppfylla skilyrði þjónustusamnings við ráðuneytið.<br /> <br /> Þá segir enn fremur að upphafleg fyrirspurn til RÚV hafi verið send í júní 2019. Kærandi hafi verið beðinn um að bíða á meðan upplýsingarnar væru teknar saman en formleg synjun hafi ekki borist fyrr en í lok ágúst. Fyrir utan að óska eftir lista yfir sjálfstæða framleiðendur hafi kærandi einnig óskað eftir tekjum RÚV af sölu sýningaréttar á efni sem framleitt hafi verið af sjálfstæðum framleiðendum árið 2018. RÚV hafi hunsað þennan hluta fyrirspurnarinnar í svari sínu til blaðamanns og í bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þau gögn eigi einnig brýnt erindi við almenning þar sem um sé að ræða nýjan tekjustofn RÚV sem lögum samkvæmt eigi einungis að vera fjármagnað með framlögum ríkisins og auglýsingasölu.<br /> <br /> Kærandi dregur í efa fullyrðingar RÚV um að engir staðlaðir samningsskilmálar séu til. Það sé ekki í samræmi við það sem starfsmaður RÚV hafi sagt við kæranda. Ekki séu samdir nýir skilmálar við hvern einasta samning við sjálfstæðan framleiðanda. Í viðtali við kæranda hafi starfsmaður RÚV viðurkennt að skilmálarnir sem félagið geri við sjálfstæða framleiðendur hafi breyst á árunum milli 2015 og 2018. Kærandi vilji sjá hvernig samningarnir séu orðaðir til þess að unnt sé að upplýsa almenning um hvernig RÚV komi á fót nýjum tekjustofni með tekjum af sölu efnis sem framleitt sé af sjálfstæðum framleiðendum. Varðandi samkeppnissjónarmiðin sem RÚV vísi til í umsögn sinni segir kærandi að RÚV sé í fullkominni yfirburðarstöðu á markaði og eigi í raun enga samkeppnisaðila þegar komi að samningum við sjálfstæða framleiðendur. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. janúar 2020, ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til RÚV þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort félagið notaðist við sömu skilmála í samningum við framleiðendur og hvort fyrirliggjandi væri samningur með slíkum skilmálum þar sem eftir atvikum væri unnt að afmá þá samningsskilmála sem ekki teldust staðlaðir í þessum skilningi, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Fyrirspurnin var ítrekuð þann 31. janúar 2020. Svör bárust ekki frá RÚV. Með bréfi, dags. 24. febrúar 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál, eftir afritum af samningum Ríkisútvarpsins ohf. við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni árin 2015 og 2018, með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga <br /> nr. 140/2012. RÚV sendi nefndinni afrit af samningunum þann 6. mars 2020.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin ákvað að skipta málinu í tvö kærumál þar sem fjallað yrði aðskilið um rétt kæranda til aðgangs að lista yfir greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda, annars vegar og hins vegar um rétt kæranda til aðgangs að stöðluðum samningsskilmálum. Kveðið var á um rétt kæranda til upplýsinga um greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda í úrskurði nefndarinnar <br /> nr. 873/2019. Í þessu máli mun nefndin taka afstöðu til afgreiðslu RÚV á beiðni kæranda um aðgang að samningsskilmálum félagsins í samningum við framleiðendur árin 2015 og 2018. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p> Í málinu er deilt um afgreiðslu RÚV á beiðni kæranda, sem er blaðamaður, um aðgang að stöðluðum skilmálum í samningum RÚV við sjálfstæða framleiðendur um kaup á efni, árin 2015 og 2018.<br /> <br /> Í umsögn RÚV, dags. 15. október 2019, kom fram að „staðlaðir samningsskilmálar“ væru í raun ekki til. Þá teldi félagið að með því að afhenda slíkar upplýsingar væri í reynd verið að upplýsa almenning um skilmála viðsemjenda RÚV. Þar með væru samkeppnisaðilar viðsemjenda, aðrir framleiðendur, einnig upplýstir um samningsskilmála viðsemjenda RÚV, bæði afturvirkt, þannig að upplýst yrði um ákvæði gildandi samninga, og framvirkt. RÚV teldi miðlun slíkra upplýsinga geta brotið gegn 9. gr. upplýsingalaga og geta vakið upp álitamál í skilningi samkeppnislaga. <br /> <br /> Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Stjórnvöldum er hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli ákvæðisins, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja hjá stjórnvöldum á þeim tíma þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin leggur þann skilning í notkun kæranda á hugtakinu ,,staðlaðir samningsskilmálar“ að þar sé um að ræða ákvæði í samningi sem ekki hefur verið samið um sérstaklega, enda sé samningurinn liður í starfsemi annars aðilans en í meginatriðum ekki liður í starfsemi hins aðilans. Þá taki hugtakið til samningsákvæða sem samin eru fyrir fram og komi ítrekað fyrir í samningum á tilteknu sviði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni samninga RÚV við framleiðendur árin 2015 og 2018 og telur ljóst að margir samninganna geymi sambærileg samningsákvæði um réttindi og skyldur samningsaðila. Nefndin getur því ekki fallist á að samningar félagsins við sjálfstæða framleiðendur geymi enga staðlaða samningsskilmála. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur í þessu samhengi fram að þegar aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga berst beiðni um aðgang að upplýsingum ber þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. <br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál <br /> nr. 738/2018, 804/2019 og 833/2019. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu bar RÚV að taka afstöðu til þess hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að samningum félagsins við sjálfstæða framleiðendur árin 2015 og 2018 þannig að kærandi gæti sjálfur kynnt sér þá samningsskilmála sem telja verður staðlaða á grundvelli ákvæða 5. gr. upplýsingalaga. Þar sem slíkt mat á beiðni kæranda hefur ekki farið fram hefur beiðnin ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög nr. 140/2012 gera kröfu um. Vegna þessa annmarka verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun RÚV úr gildi að því er varðar beiðni kæranda um aðgang að stöðluðum samningsskilmálum við sjálfstæða framleiðendur árin 2015 og 2018 og leggja fyrir félagið að taka beiðnina til nýrrar og lögmætrar meðferðar. </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p> Beiðni A um aðgang að skilmálum samninga sem Ríkisútvarpið ohf. gerði við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni á árunum 2015 og 2018 er vísað til félagsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
889/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020 | Deilt var um afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefndin taldi upplýsingar um það hvaða fasteignareigendum heilbrigðiseftirlitið hefði sent bréf vegna frágangs fráveitna ekki verða felldar undir undantekningarákvæði upplýsingalaga og féllst á rétt kæranda til aðgangs að bréfum eftirlitsins án útstrikana. Kærandi hafði einnig óskað eftir svarbréfum fasteignareigenda við bréfum eftirlitsins og öllum samskiptum þess við umhverfissvið Mosfellsbæjar en heilbrigðiseftirlitið sagði þau gögn ekki vera fyrirliggjandi. Þar sem úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu í efa var kærunni vísað frá hvað varðar afgreiðslu heilbrigðiseftirlitsins á þeim hluta beiðninnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 889/2020 í máli ÚNU 19080013 <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 26. ágúst 2019, kærði Sigurgeir Valsson lögmaður, f.h. Fylkis ehf., synjun Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á beiðni félagsins um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé eigandi fasteignar að Tjaldsnesi í Mosfellsdal. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hafi lagt dagsektir á kæranda vegna kröfu um endurnýjun á fráveitu. Ágreiningur hafi orðið um lögmæti kröfunnar og undir rekstri máls Y-3/2018 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hafi heilbrigðiseftirlitið lagt fram dómskjal með bréfum frá heilbrigðiseftirlitinu til fasteignaeigenda í Mosfellsdal þar sem krafist var úrbóta á rotþróm en upplýsingar um viðtakendur bréfanna höfðu verið afmáðar. Umrædd bréf fylgdu kærunni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Með erindi til heilbrigðiseftirlitsins, dags. 29. júlí 2019, óskaði kærandi eftir afritum af bréfum heilbrigðiseftirlitsins þar sem sjá má viðtakendur bréfanna. Þá óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum svarbréfum fasteignaeigenda við bréfum heilbrigðiseftirlitsins, auk allra samskipta heilbrigðiseftirlitsins við viðkomandi fasteignaeigendur vegna framangreindra úrbótakrafna sem og samskipta heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar. <br /> <br /> Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 15. ágúst 2019. Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að í beiðninni felist ósk um aðgang að gögnum um einkamálefni sem óheimilt sé að veita aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar varði stjórnsýslumál og ábendingar til einkaaðila um einkamálefni þeirra sem lúti að fasteignum viðkomandi og öðrum einkahögum og geti þær jafnframt varðað fjárhagsleg málefni þeirra. <br /> <br /> Í kæru segir kærandi gögnin ekki vera þess eðlis að upplýsingar í þeim falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Meðal þeirra gagna sem heilbrigðiseftirlitið hafi óskað eftir með bréfum sínum til fasteignaeiganda séu teikningar af fráveitukerfum. Kærandi telji slík gögn vera opinber eftir að þeim hafi verið skilað til opinberra aðila. Teikningar af fráveitukerfum á starfssvæði heilbrigðiseftirlitsins séu almennt birtar opinberlega í þeim tilvikum sem teikningar séu fyrir hendi, þ. á m. á kortavefsjá Mosfellsbæjar. Þá geti upplýsingar sem varði mengun sem komi frá fráveitukerfum fasteignaeigenda og sé hugsanlega veitt út í nærliggjandi vatnsföll ekki verið einkamál viðkomandi fasteignaeiganda enda kunni mengun eins fasteignaeiganda að valda öðrum verulegu fjártjóni auk þess að valda skaða á lífríki í Mosfellsdal. Í kæru er einnig vísað til þess að heilbrigðiseftirlitinu sé skylt að afhenda hluta gagna eða afmá persónugreinanlegar upplýsingar, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá geti heilbrigðiseftirlitið ekki synjað um aðgang að gögnum sem varði samskipti þess og Mosfellsbæjar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 27. ágúst 2019, var kæran kynnt Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og því veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn heilbrigðiseftirlitsins, dags. 23. september 2019, segir meðal annars að beiðninni hafi verið synjað í kjölfar mats á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Upplýsingarnar varði einkamálefni einstaklinga og heilbrigðiseftirlitið telji óheimilt að veita aðgang að þeim án vitundar eða samþykkis viðkomandi aðila. Í gögnunum komi fram upplýsingar er varði stjórnsýslumál og ábendingar til einkaaðila um einkamálefni þeirra, þær lúti að fasteignum viðkomandi og öðrum persónulegum hagsmunum enda geti þær jafnframt varðað fjárhagsleg málefni þeirra. Af þeirri ástæðu sé óheimilt að veita umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að í þeim bréfum sem lögð hafi verið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli í máli Y-3/2018 hafi persónuupplýsingar verið afmáðar. Um sé að ræða stöðluð bréf sem send hafi verið íbúum á svæðinu varðandi úrbætur á rotþróum á lóðum íbúa. Framlagning bréfanna fyrir dómi breyti í engu því ágreiningsefni sem kæran lúti að. Upplýsingarnar sem kærandi fari fram á séu ítarlegri en þær upplýsingar sem sé að finna í áðurnefndum bréfum en þær varði persónulega hagi íbúa, fasteignir þeirra og fjárhagslegar upplýsingar. Heilbrigðiseftirlitið hafi lagt dagsektir á kæranda og grundvelli þeirrar álagningar verði ekki hnekkt með afhendingu umbeðinna gagna, kærandi eigi þannig enga lögvarða hagsmuni af afhendingu gagnanna.<br /> <br /> Í umsögninni segir enn fremur að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi þegar fjallað um kröfu kæranda um aðgang að gögnunum. Úrskurður hafi verið kveðinn upp í því máli þann 14. mars 2019. Heilbrigðiseftirlitið byggi á því að niðurstaða dómstólsins hafi res judicata áhrif í málinu fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Meðfylgjandi umsögninni voru afhent afrit af tveimur úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur í ágreiningsmáli aðila, dags. 9. janúar 2019 og 14. mars 2019. Að lokum segir í umsögninni að hlutverk og staða heilbrigðiseftirlitsins sé skýr samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og sé málsaðilum ekki veittur réttur til að fá upplýsingar um alla aðila í sömu stöðu í viðkomandi sveitarfélagi og þá ekki heldur um stöðu mála gagnvart þeim.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 1. október 2019, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. október 2019, segir í fyrsta lagi að þær upplýsingar sem óskað sé aðgangs að séu ekki einkamálefni einstaklinga. Kærandi telur upplýsingar í gögnunum vera mikilvægar almenningi og falla undir 5. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um mögulega mengunarvalda kunni að vera öðrum fasteignaeigendum á viðkomandi svæði bæði mikilvægar og nauðsynlegar til þess að þeir geti gætt hagsmuna sinna. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hafi í störfum sínum birt sambærilegar upplýsingar, t.d. í fundargerðum og á vefsíðu sinni. Það skjóti því skökku við að heilbrigðiseftirlitið telji nú umbeðnar upplýsingar vera einkamálefni í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Auk þess segir kærandi að teikningar af fráveitukerfum séu birtar á kortavefsjá Mosfellsbæjar, að því marki sem þær séu til. Séu umbeðin gögn ekki til óski kærandi eftir staðfestingu þess efnis.<br /> <br /> Kærandi krefst aðgangs að bréfum heilbrigðiseftirlitsins sem lögð voru fram í fyrrnefndu dómsmáli án útstrikana. Til viðbótar óskar kærandi eftir aðgangi að svarbréfum og tilkynningum frá fasteignaeigendum vegna umræddra bréfa heilbrigðiseftirlitsins. Kærandi telur að tilgangur að baki framlagningu bréfa heilbrigðiseftirlitsins fyrir dómi sé málsmeðferðinni hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál óviðkomandi. Kærandi mótmælir þeirri fullyrðingu að búið sé að fjalla um kröfu hans til umbeðinna gagna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en það mál hafi varðað ágreining um lögmæti fullnustugerðar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda kemur einnig fram að með lögfestingu upplýsingalaga hafi almenningi verið veittur réttur til þess að tryggja gegnsæi stjórnsýslu í þeim tilgangi að styrkja upplýsingarétt og möguleika almennings til þess að taka þátt í lýðræðissamfélagi með því að veita opinberum aðilum aðhald og til þess að efla traust almennings á stjórnsýslunni, sbr. 1. gr. laga nr. 140/2012. Réttur kæranda byggi á framangreindu og sé óháður ágreiningi aðila í óskyldu máli. Kærandi telji að tilgangur með setningu upplýsingalaga hafi einmitt verið að veita almenningi vettvang til þess að óska eftir upplýsingum svo þeir geti lagt mat á hvort þeir hafi verið beittir órétti og/eða mismunun af hálfu tiltekins stjórnvalds enda á stjórnvald að geta veitt upplýsingar sem það hefur óskað eftir. Með lögfestingu fyrri upplýsingalaga frá 1996 hafi verið lögfest sú almenna skylda stjórnvalds að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn svo þau séu aðgengileg. Sérstaklega sé tekið fram í lögskýringargögnum með núgildandi upplýsingalögum að þessi regla sé mikilvæg forsenda þess að upplýsingaréttur, bæði samkvæmt upplýsingalögum og einnig á grundvelli annarra reglna, sé raunhæfur og virkur.<br /> <br /> Með erindi til Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, dags. 18. febrúar 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að fá afhent þau gögn sem kæran lýtur að. Beiðnin var ítrekuð með símtali þann 25. febrúar. Í tölvupósti frá heilbrigðiseftirlitinu, dags. 25. febrúar, kemur fram að heilbrigðiseftirlitið hafi falið lögmannsstofu að ganga frá svari vegna málsins enda hafi stofan haft öll gögn málsins vegna tengds héraðsdómsmáls. Nefndinni barst tölvupóstur frá lögmanni heilbrigðiseftirlitsins, dags. 27. febrúar, þar sem fram kom að verið væri að taka gögnin saman. Þann 3. mars óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hvenær gögnin yrðu afhent en svar barst ekki. Þann 9. mars ítrekaði nefndin beiðni um aðgang að gögnunum. <br /> <br /> Svar barst frá lögmanni Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, dags. 9. mars. Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins kemur fram að kæranda hafi undir höndum afrit af bréfum þess til fasteignaeigenda en nöfn þeirra hafi verið afmáð. Þá hafi í dómsmáli kæranda gegn heilbrigðiseftirlitinu verið tekin afstaða til þess í tvígang hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að umbeðnum upplýsingum og hvort þær hefðu einhverja þýðingu fyrir ágreiningsmál aðila og álagningu dagsekta. Í báðum tilvikum hafi því verið hafnað að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingunum auk þess sem þær hafi ekki verið taldar hafa efnislega þýðingu fyrir málið. Úrskurðir Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Y-3/2018, kveðnir upp 14. mars 2019 og 9. janúar 2019, fylgdu bréfinu.<br /> <br /> Með erindi, dags. 13. mars 2020, vakti úrskurðarnefndin athygli heilbrigðiseftirlitsins á því að umbeðin gögn í málinu hefðu ekki verið afhent nefndinni. Ítrekað var að kærandi hefði óskað eftir bréfum heilbrigðiseftirlitsins til fasteignaeigenda án útstrikana, öllum svarbréfum viðkomandi fasteignaeigenda, öllum samskiptum heilbrigðiseftirlitsins við viðkomandi fasteignaeigendur og samskipti heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar. Ítrekuð var krafa um að heilbrigðiseftirlitið afhenti úrskurðarnefndinni umbeðin gögn. Með erindi, dags. 23. mars 2020, ítrekaði úrskurðarnefndin enn kröfu um afhendingu gagnanna. <br /> <br /> Þann 31. mars 2020 bárust úrskurðarnefndinni afrit af bréfum heilbrigðiseftirlitsins til fasteignaeigenda án útstrikunar. Hvað varðar svarbréf fasteignaeigenda segir heilbrigðiseftirlitið að engin svarbréf, skjalfærðar upplýsingar, vistuð rafræn samskipti sem feli í sér svör við bréfunum eða önnur samskipti séu til sem geymi svör fasteignaeigenda við erindi heilbrigðiseftirlitsins. Um fáar fasteignir sé að ræða og þegar úrbótakröfur af þessu tagi séu gerðar þá sé alla jafna orðið við þeim án frekari umræðu eða samskipta. Í málaskrá liggi því ekki fyrir gögn um hverja og eina fasteign, að undanskilinni fasteign kæranda þar sem þau samskipti hafi verið lengri og umfangsmeiri og séu enn yfirstandandi. Þá sé umhverfissvið Mosfellsbæjar ekki málsaðili mála sem séu til meðferðar hjá heilbrigðiseftirlitinu, þar sem umhverfissviðið heyri undir yfirstjórn Mosfellsbæjar, svo og tvær fagnefndir sem séu samkvæmt núgildandi skipulagi skipulagsnefnd og umhverfisnefnd, en heilbrigðiseftirlitið heyri undir sameiginlega heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis samkvæmt 45. gr. laga nr. 7/1998. Engin samskipti heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar séu þannig til vegna málsins.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í fyrsta lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um nöfn og heimilisföng viðtakenda bréfa sem Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis sendi fasteignaeigendum í Mosfellsdal árið 2017 varðandi úrbætur á fráveitukerfum. Fyrir liggur að kærandi hefur bréfin undir höndum en nöfn og heimilisföng viðtakenda bréfanna voru afmáð.<br /> <br /> Í umsögn Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis segir að kærandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af afhendingu gagnanna og að leyst hafi verið úr rétti kæranda til aðgangs að þeim fyrir héraðsdómi. Í því sambandi tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að sá sem óskar eftir gögnum hjá stjórnvöldum á grundvelli upplýsingalaga getur gert það án þess að sýna fram á nokkra hagsmuni eða tengsl við umbeðin gögn. Þannig fjallar 5. gr. upplýsingalaga um rétt „almennings“ til gagna hjá stjórnvöldum. Þegar af þessari ástæðu stenst ekki sú afgreiðsla stjórnvalds að synja kæranda um aðgang að gögnum á þeirri forsendu einni að hann hafi ekki sýnt fram á nægilega ríka hagsmuni af því að fá að kynna sér þau. Þegar beiðni berst um afhendingu á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga þarf stjórnvald með öðrum orðum að taka málið til afgreiðslu á grundvelli þeirra laga óháð því hvort viðkomandi eigi nokkurra hagsmuna að gæta af því að fá að kynna sér gögnin eða ekki. <br /> <br /> Hvað varðar þau rök heilbrigðiseftirlitsins að fjallað hafi verið um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum í máli Y-3/2018 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur bendir nefndin á að í því máli var fjallað um rétt kæranda til að leiða fram vitni en ekki leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðirnir sem heilbrigðiseftirlitið lét úrskurðarnefndinni í té hafa því ekki þýðingu fyrir úrlausn þessa máls. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun var beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn og heimilisföng viðtakenda bréfa heilbrigðiseftirlitsins jafnframt synjað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Var það rökstutt svo að um væri að ræða upplýsingar um einkamálefni einstaklinga, upplýsingar um stjórnsýslumál og ábendingar til einkaaðila um einkamálefni sem lúti að fasteignum viðkomandi og öðrum einkahögum. Þá geti upplýsingarnar jafnframt varðað fjárhagsleg málefni þeirra.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í athugasemdum um ákvæðið 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir um takmörkunina:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Enn fremur kemur fram í athugasendunum að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig sé til dæmis almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér 21 bréf frá heilbrigðiseftirlitinu til fasteignaeigenda á svæðinu. Viðtakendur eru einstaklingar, fyrirtæki og ríkisstofnun. Í bréfunum eru gerðar athugasemdir vegna fráveitu fasteigna viðtakendanna og í sumum bréfanna er tekið fram að ófullnægjandi frágangur fráveitu valdi mengun. Þá koma fram fyrirmæli heilbrigðiseftirlitsins til fasteignaeigenda um úrbætur. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru upplýsingar um ástand fráveitukerfa fasteigna ekki einkamálefni eiganda fasteignar í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um ófullnægjandi frágang fráveitna frá fasteignum varða ekki persónulega einkahagi fasteignaeigenda. Þá veita upplýsingar um viðtakendur bréfanna ekki innsýn inn í fjárhagsmálefni einstaklinga þeirra líkt og heilbrigðiseftirlitið heldur fram en í bréfunum má hvergi finna upplýsingar sem varða fjárhagsstöðu eða tekjur viðkomandi fasteignaeigenda. Þvert á móti hefur almenningur hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingar um ástand fráveitukerfa og mengun sem frá þeim kann að berast. Þá bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að sérstaklega er fjallað um aðgang að upplýsingum um umhverfismál í VII. kafla upplýsingalaga en samkvæmt 31. gr. laganna á almenningur rétt á því að fá aðgang að upplýsingum um mengandi losun út í umhverfið þrátt fyrir ákvæði 6.-10. gr. og sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu. Í ljósi framangreinds verður heilbrigðiseftirlitinu gert að afhenda kæranda bréf heilbrigðiseftirlitsins án þess að upplýsingar um viðtakendur þeirra séu afmáðar.<br /> <h2>2.</h2> Í öðru lagi er deilt um afgreiðslu heilbrigðiseftirlitsins vegna beiðni kæranda um svarbréf fasteignaeigenda til heilbrigðiseftirlitsins og öllum samskiptum heilbrigðiseftirlitsins við viðkomandi fasteignaeigendur vegna málsins. Í erindi heilbrigðiseftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 31. mars 2020, kemur fram að engin svarbréf, skjalfærðar upplýsingar, vistuð rafræn samskipti sem feli í sér svör við bréfunum eða önnur samskipti séu til. <br /> <br /> Í bréfum heilbrigðiseftirlitsins, sem send voru árið 2017, er tekið fram að tilkynning um að úrbætur hafi verið framkvæmdar skuli berast því eigi síðar en 10 dögum eftir að úrbótum er lokið og er tilgreint netfang sem senda megi tilkynningarnar á. Fram kemur að málið verði þá látið niður falla en að öðrum kosti verði þvingunarúrræðum beitt til að knýja á um úrbætur. <br /> <br /> Heilbrigðiseftirlitið hefur í skýringum sínum til úrskurðarnefndarinnar fullyrt að enginn þeirra sem fékk bréf frá heilbrigðiseftirlitinu hafi tilkynnt eftirlitinu um úrbætur líkt og krafist var. Samkvæmt efni bréfanna gerði heilbrigðiseftirlitið skriflegar athugasemdir við alls 21 einstakling vegna fráveitu fasteigna viðtakendanna. Í sumum bréfanna er tekið fram að ófullnægjandi frágangur eða ráðstafanir við fráveitu valdi mengun. Heilbrigðiseftirlitið hefur hins vegar haldið því fram gagnvart úrskurðarnefndinni að enginn þessara einstaklinga hafi svarað bréfum þess á þeim rúmlega tveimur árum frá því þau voru send þar til að kærandi óskaði eftir upplýsingum um þau. <br /> <br /> Í ljósi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki frekari upplýsingar í höndunum um samskipti umræddra einstaklinga og heilbrigðiseftirlitsins hefur hún ekki forsendur til að vefengja staðhæfingu heilbrigðiseftirlitsins um að engin frekari samskipti við fasteignaeigendur hafi farið fram vegna málsins. Í þessu samhengi þykir rétt að benda á að stjórnvöldum er skylt að skrá og varðveita upplýsingar um meðferð mála, sbr. 27. gr. upplýsingalaga og 22. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Þar sem leggja verður til grundvallar að engin gögn séu fyrirliggjandi hjá heilbrigðiseftirlitinu er varði svör fasteignaeiganda við bréfi þess er ekki um að ræða ákvörðun um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Verður því að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>3.</h2> Í þriðja og síðasta lagi óskaði kærandi eftir samskiptum heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar. Í erindi heilbrigðiseftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 31. mars 2020, kemur fram að engin samskipti heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar séu til vegna málsins. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að rengja þær fullyrðingar heilbrigðiseftirlitsins. Verður því að taka þær fullyrðingar trúanlegar að engin samskipti hafi farið fram á milli heilbrigðiseftirlitsins við umhverfissvið Mosfellsbæjar vegna þeirrar athugunar eftirlitsins á frágangi frárennsliskerfa sem beiðni kæranda tekur til. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. upplýsingalaga að ræða. Af því leiðir að vísa verður þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerir verulegar athugasemdir við samskipti og svör Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis við erindum nefndarinnar um afhendingu gagna málsins. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga er þeim sem kæra beinist að skylt að láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að, enda falli viðkomandi undir gildissvið laganna skv. I. kafla. Þrátt fyrir þessa skýlausu skyldu afhenti Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis ekki þau gögn sem úrskurðarnefndin óskaði eftir 18. febrúar 2020 fyrr en 31. mars 2020, eða sex vikum eftir að upphaflega var óskað eftir þeim. Hafði úrskurðarnefndin þá fimm sinnum ítrekað erindi sitt til Heilbrigðiseftirlitsins. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin vekur af þessu tilefni athygli á því að í ákvæðum V. kafli upplýsingalaga er gengið út frá því að nefndin leysi úr ágreiningsmálum um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga svo fljótt sem verða má. Ljóst er að ákvæðum upplýsingalaga um hraða málsmeðferð verður ekki fylgt nema þeir aðilar sem falla undir úrskurðarvald nefndarinnar sinni lögbundnum skyldum sínum í samræmi við 2. mgr. 22. gr. laganna. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis ber að veita kæranda, Sigurgeiri Valssyni f.h. Fylkis ehf., afrit af bréfum heilbrigðiseftirlitsins til fasteignaeigenda sem send voru vegna fráveitumála í Mosfellsbæ árið 2017 án þess að nöfn og heimilisföng viðtakenda séu afmáð.<br /> <br /> Þeim hlutum kærunnar sem snúa að svarbréfum fasteignaeigenda vegna bréfa Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis og samskiptum eftirlitsins við umhverfissviðs Mosfellsbæjar er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
888/2020. Úrskurður frá 22. apríl 2020 | Í málinu var fjallað um rétt Samtaka iðnaðarins til upplýsinga sem Reykjavíkurborg hafði afmáð úr fylgiskjali með þjónustusamningi sveitarfélagsins við Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2010. Reykjavíkurborg hafði afmáð upplýsingar um verkætti og annan kostnað vegna samningsins með vísan til 4. tölul. 10. upplýsingalaga þar sem um væri að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu Orku náttúrunnar. Úrskurðarnefndin taldi, að undangengnu heildarmati á samkeppnishagsmunum OR og ON, að ekki væri réttlætanlegt að þeir gengju framar hagsmunum almennings af aðgangi að upplýsingunum. Var því fallist á að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 22. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 888/2020 í máli ÚNU 19110014. </p> <p> </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p >Með erindi, dags. 22. nóvember 2019, kærðu Samtök iðnaðarins afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni samtakanna um gögn.<br /> <br /> Með beiðni, dags. 10. september 2019, óskaði kærandi upplýsinga varðandi viðhald, endurnýjun og LED-væðingu götulýsingar í Reykjavík. Í beiðni kæranda kemur meðal annars fram að á höfuðborgarsvæðinu sé nánast öllum verkefnum sem snúi að viðhaldi og endurnýjun götulýsingar beint til Orku náttúrunnar án útboðs. Á næstu fimm til tíu árum sé áformað að skipta núverandi götulýsingu á öllu landinu út fyrir LED lampa ásamt því að endurnýja lagnir og varbúnað. Varlega sé hægt að áætla að heildarkostnaður við þessar framkvæmdir verði á bilinu 7 til 10 milljarðar króna. Samtökin hafi upplýsingar um að Reykjavíkurborg ætli sér að ráðast í 440 milljóna króna framkvæmdir við svokallaða LED-væðingu götulýsingar á árinu 2019. Um sé að ræða næst stærsta kostnaðarliðinn í umhverfis- og aðgengismálum borgarinnar á eftir göngu- og hjólastígum. Ekki liggi fyrir að verkefnin hafi verið boðin út en ljóst sé að fjárhæðir séu yfir viðmiðunarfjárhæðum samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 120/2016. Ljóst sé að önnur sveitarfélög hafi útvistað viðhaldi götulýsingar og lausleg könnun kæranda gefi til kynna að einkaaðilar séu nú þegar að sinna rekstri og viðhaldi götulýsingar á landsbyggðinni. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi hins vegar falið Orku náttúrunnar að hafa umsjón með og bera ábyrgð á götulýsingu. Óljóst sé á hvaða grundvelli sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu byggi þau viðskipti við Orku náttúrunnar, og eftir atvikum Veitur, án þess að veita öðrum fyrirtækjum færi á að bjóða í verkefnin. Í ljósi þessa óski kærandi eftir upplýsingum um það á hvaða grundvelli Reykjavíkurborg byggi núverandi viðskipti við Orku náttúrunnar um viðhald og rekstur götulýsingar. Kærandi óski einnig eftir aðgangi að samningum Reykjavíkurborgar þess efnis. <br /> <br /> Í svarbréfi Reykjavíkurborgar, dags. 23. október 2019, kemur fram að sveitarfélagið hafi aflað upplýsinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar sem og borgarlögmanni auk þess sem óskað hafi verið eftir afstöðu Orkuveitu Reykjavíkur til afhendingar umbeðinna gagna. Var ákveðið að veita kæranda aðgang að þjónustusamningi Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur um rekstur og viðhald götulýsingar í Reykjavík, dags. 17. desember 2010. Hins vegar var synjað um aðgang að fylgiskjölum samningsins með vísan til 4. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga <br /> <br /> Í kæru er bent á að í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga komi fram að markmið þess sé meðal annars að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Af upplýsingabeiðni kæranda megi ljóst vera að tilgangur hennar sé að fá upplýsingar um samninga Reykjavíkur við dótturfélag sitt, þá meðal annars í tengslum við ráðstöfun á opinberu fjármagni og eftir atvikum útboðsskyldu samkvæmt lögum um opinber innkaup. Fari því tilgangur upplýsingabeiðninnar saman við framangreint markmið upplýsingalaga. Þá hafi Reykjavíkurborg synjað beiðninni með vísan til 4. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, án frekari rökstuðnings. Kærandi telji að skilyrði ákvæðisins séu ekki fyrir hendi og því sé óheimilt að hafna aðgangi að umbeðnum gögnum. Það sé fullljóst af svari kærða, dags. 23. október 2019, að Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sé að mati Reykjavíkurborgar, eitt fært um að sinna viðhaldi götulýsingar hjá sveitarfélaginu og séu ástæður þess raktar í hinni kærðu ákvörðun. Komi þar m.a. fram að götuljósakerfið sé skilgreint sem hluti af rafveitunni og tilheyri því öryggisstjórnunarkerfi Orku náttúrunnar/Veitna. Beri ábyrgðarmenn rafmagns hjá Orku náttúrunnar/Veitum því ábyrgð á kerfinu. Svo unnt sé að bjóða út viðhald og rekstur, og þar með efna til samkeppni um umrædda þjónustu, þurfi að gera töluverðar breytingar á kerfinu. Því sé óljóst hvaða samkeppnishagsmunir séu fyrir hendi. <br /> <br /> Í kærunni segir einnig að ekki hafi verið rökstutt að hvaða marki upplýsingar í fylgiskjölunum tengjast samkeppnisrekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Um sé að ræða þjónustulýsingu, til fyllingar aðalefni samningsins. Þá sé til þess að líta að samningurinn sé frá árinu 2010 og því óljóst, með vísan til aldurs gagnanna, hvaða áhrif aðgangur að þeim muni hafa á meintan samkeppnisrekstur Orkuveitu Reykjavíkur. Þá liggi ekki fyrir að mat hafi farið fram á því hvort um verulega samkeppnishagsmuni sé að ræða sem gangi framar upplýsingarétti almennings. Með vísan til þessa telji kærandi hvorki skilyrði fyrir því að hafna aðgangi að fylgiskjölum með þjónustusamningi Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17. desember 2010, né öðrum gögnum sem teljist hluti af þeim þjónustusamningi. Kærandi óski því aðgangs að umræddum gögnum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p >Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 25. nóvember 2019, og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 10. desember 2019, kemur fram að óskað hafi verið eftir afstöðu Orkuveitu Reykjavíkur til kærunnar. Í svari Orkuveitu Reykjavíkur til Reykjavíkurborgar, dags. 9. desember 2019, segir að Orkuveita Reykjavíkur leggist ekki gegn því að fylgiskjal 1, sem fjalli um þá rekstrar- og viðhaldsþætti sem Orkuveita Reykjavíkur taki að sér að sinna fyrir framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar, verði afhent. Hins vegar sé í fylgiskjali 2 að finna það verð sem samið hafi verið um fyrir þjónustuna. Út frá þeim verðum sé hægt að reikna sig niður á einingaverð fyrir veitta þjónustu. Í ljósi þess að Orka náttúrunnar starfi á samkeppnismarkaði verði að mati Orkuveitu Reykjavíkur að flokka einingaverð sem viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu félagsins, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Opinberun á þessum upplýsingum gæti raskað samkeppnisstöðu Orku náttúrunnar á markaði enda geti samkeppnisaðilar félagsins notað upplýsingarnar sér til hagsbóta í tilboðsgjöf og þar með vegið gegn hagsmunum Orku náttúrunnar og valdið félaginu tjóni. Hagsmunir Orku náttúrunnar af leynd vegi því þyngra en réttur kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum. Með vísan til framangreinds leggist Orka náttúrunnar gegn því að fylgiskjal 2 verði afhent í heild sinni en samþykki að hluti þess verði afhentur. Ef dálkurinn „skýringar“ sé fjarlægður sé ekki mögulegt að reikna sig niður á einingaverð samningsins og þar sem eftirstandandi upplýsingar séu aðeins áætlun fyrir árið 2011 meti Orka náttúrunnar það ekki skaðlegt að afhenda þær upplýsingar. Í umsögninni segir að Reykjavíkurborg taki undir framkomin sjónarmið Orkuveitu Reykjavíkur. Kæranda verði því afhent fylgiskjöl samningsins en afmáðar verði upplýsingar úr dálkinum „skýringar“ í fylgiskjali 2. <br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 10. desember 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. janúar 2020, segir kærandi meðal annars að Orka náttúrunnar hafi ekki starfað í samkeppni við aðra við viðhald götulýsingar. Jafnframt telji Reykjavíkurborg að lög um opinber innkaup taki ekki til samninga við Orku náttúrunnar hvað varði kaup á vöru og þjónustu. Af þeirri afstöðu Reykjavíkurborgar leiði að birting á því sem fram komi í ofangreindum skýringardálki geti ekki raskað samkeppnisstöðu Orku náttúrunnar. Ef afhending gagnanna varði samkeppnishagsmuni Orku náttúrunnar þurfi þeir að vera það verulegir að réttlætanlegt þyki að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Þá hafi ekki verið rökstutt hvernig birting á 10 ára gömlum einingaverðum muni raska samkeppnisstöðu Orku náttúrunnar. <br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur að í kæru hafi verið óskað eftir öðrum gögnum sem teljist hluti af eða varði með beinum hætti þjónustusamning Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur. Engin gögn hafi borist frá Reykjavíkurborg hvað það varði, en það séu m.a. samningar um verkþætti sem þjónustulýsing samningsins taki ekki til, sbr. 2. gr. samningsins, sem skilgreindir séu í 8. gr. samningsins sem sérstök verkefni. Fyrir liggi að Reykjavíkurborg hafi á undanförnum árum staðið í viðhaldi, endurnýjun og LED-væðingu götulýsingar í Reykjavíkurborg, en þjónustulýsingin taki ekki til uppsetningar á nýjum lömpum. </p> <p> </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p >Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem afmáðar voru úr fylgiskjali 2 með þjónustusamningi á milli Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur um rekstur og viðhald götulýsingar sem undirritaður var þann 17. desember 2010. Um er að ræða nánari upplýsingar um verkþætti sem samið var um samkvæmt samningnum og upplýsingar um heildartölu breytilegs og fasts kostnaðar. <br /> <br /> Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum í fylgiskjalinu er byggð á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ákvörðunin er rökstudd með þeim hætti að upplýsingarnar gefi til kynna einingarverð þjónustu samkvæmt samningnum og þar sem Orka náttúrunnar starfi á samkeppnismarkaði sé um að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu félagsins. <br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum ef mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. <br /> <br /> Þá segir enn fremur í athugasemdunum: <br /> <br /> „Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæði 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á ákvæðinu þurfi að minnsta kosti þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta vísast meðal annars til úrskurða nr. 846/2019, 813/2019 og 764/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, <br /> A-378/2011 og A-379/2011. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau atriði sem afmáð voru úr fylgiskjali 2 með samningi Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur en það ber heitið „Fylgiskjal nr. 2 verðskrá þjónustusamnings nr. ORÞ-2010-12-03 milli Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur: Áætlaður kostnaður í viðhaldi árið 2011, ásamt greiðsluáætlun“. Í skjalinu er að finna upplýsingar um verkþætti og áætlaðan kostnað. Reykjavíkurborg telur óheimilt að veita aðgang að upplýsingum sem fram koma í reit sem ber heitið „skýringar“. Þá telur sveitarfélagið óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum um breytilegan og fastan kostnað. Í umsögn Reykjavíkurborgar kemur fram að upplýsingar í reitnum „skýringar“ gefi til kynna einingarverð einstakra verkþátta. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélag þess, Orka náttúrunnar, eru orku- og veitufyrirtæki í eigu þriggja sveitarfélaga og starfa á samkeppnismarkaði við aðra lögaðila. Þá verður að líta svo á að rekstur og viðhald götulýsingar, sem fyrirtækin annast á grundvelli samnings fyrir opinbera aðila, falli undir þann hluta starfsemi þeirra sem telst til samkeppnisrekstrar, enda þótt verkefnin hafi ekki verið boðin út á almennum markaði. Eru því uppfyllt fyrstu tvö skilyrði beitingar 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga sem áður var lýst. <br /> <br /> Við mat á því skilyrði hvort samkeppnishagsmunir séu nægjanlega verulegir til að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings, telur úrskurðarnefndin rétt að líta til þess að um er að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna, þ.e. kaup sveitarfélags á þjónustu félags í eigu opinberra aðila. Í athugasemdum við 4. tölul. 10. gr. í frumvarpi er varð að upplýsingalögum er annað markmiða laganna ítrekað, þ.e. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Sjónarmiðið um hvort verið sé að ráðstafa opinberum hagsmunum hefur því vægi þegar metið er hvort 4. tölul. 10. gr. geti átt við. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að ekki verður dregin almenn ályktun um aðgang almennings að upplýsingum um einingarverð í gögnum stjórnvalda enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar nr. 852/2019. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að birting einingarverða er í mörgum tilfellum forsenda þess að almenningur geti glöggvað sig á því hvernig opinberum fjármunum er raunverulega varið. Hagsmunir einstakra lögaðila á samkeppnismarkaði af því að samkeppnisaðilar þeirra geti boðið opinberum aðilum lægri verð fyrir veitta þjónustu verða því almennt að víkja fyrir þeim hagsmunum almennings að geta kynnt sér slíkar upplýsingar. Loks ber að líta til þess að í þeim hluta umbeðinna gagna sem afmáður var er einungis að finna upplýsingar um verð sem eru um það bil tíu ára gömul. <br /> <br /> Hvað varðar upplýsingar sem afmáðar voru um fastan kostnað og breytilegan kostnað verður ekki annað séð en að Reykjavíkurborg hafi veitt kæranda aðgang að upplýsingunum en þær koma fram á blaðsíðu 2 í fylgiskjalinu. Þá verður ekki séð að birting upplýsinganna geti skaðað samkeppnishagsmuni félaganna. <br /> <br /> Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, að undangengnu heildarmati á samkeppnishagsmunum Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar, að ekki sé réttlætanlegt að þeir gangi framar hagsmunum almennings af aðgangi að umbeðnum upplýsingum á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Með vísan til framangreinds ber Reykjavíkurborg að veita kæranda aðgang að fylgiskjali 2 í heild sinni, án þess að dálkurinn „skýringar“ sé afmáður.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 15. janúar 2020, kemur fram að í kæru hafi verið óskað eftir öðrum gögnum sem teljist hluti af eða varða með beinum hætti þjónustusamning Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur. Engin gögn hafi borist frá Reykjavíkurborg hvað það varði. Að mati úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður ekki séð að kærandi hafi tilgreint með nægilega skýrum hætti að óskað væri eftir slíkum gögnum, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Er því um að ræða nýja beiðni sem kærandi verður að beina til Reykjavíkurborgar. </p> <p> </p> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p >Reykjavíkurborg ber að veita kæranda, Samtökum iðnaðarins, aðgang að fylgiskjali 2 með þjónustusamningi Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur um rekstur og viðhald götulýsingar í Reykjavík, dags. 17. desember 2010, í heild sinni án útstrikana.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> <br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir</p> |
887/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020 | Kærð var afgreiðsla Sýslumannsins á Vestfjörðum á beiðni um aðgang að gögnum sem sýndu fram á hver hefði fengið greiddar líftryggingabætur eftir mann sem lést árið 1900. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það að embættinu væri ómögulegt að afgreiða beiðnina vegna aðstæðna á skjalasafni embættisins. Var málinu vísað til Sýslumannsins á Vestfjörðum til nýrrar og lögmætrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 887/2020 í máli ÚNU 19120020. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 23. desember 2019, kærði A afgreiðslu Sýslumannsins á Vestfjörðum á beiðni um aðgang að gögnum sem sýndu fram á hver hefði fengið greiddar líftryggingabætur eftir B, sem fæddist árið 1878 og lést árið 1900.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi ítrekað beiðni sína um afhendingu umbeðinna gagna sumarið 2019. Með bréfi, dags. 25. júlí 2019, hafi embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum svarað og kveðið leit hafna í skjalageymslum embættisins. Kærandi hafi ítrekað beiðni sína þann 14. október 2019 og með bréfi, dags. 27. nóvember 2019 hafi embættið svarað á þá leið að umbeðin gögn hefðu ekki fundist. Jafnframt hafi embættið tekið fram að hluti af skjölum hafi ekki verið aðgengilegur vegna framkvæmda á geymslustað og hafi starfsmenn embættisins ekki haft tök á að leita að umbeðnum gögnum. Ekki liggi fyrir hvenær það verði mögulegt.<br /> <br /> Kærandi telur að embættinu sé ekki stætt á að bera fyrir sig ómöguleika á að veita aðgang að umbeðnum gögnum, m.a. í framhaldi af skýrri synjun með bréfi, dags. 30. október 2018. Jafnframt telur kærandi meðferð embættisins brjóta í bága við 13. gr. upplýsingalaga sem kveði á um ótvíræða skyldu stjórnvalds að gera upplýsingar aðgengilegar almenningi.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 2. janúar 2020, var Sýslumanninum á Vestfjörðum kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að.<br /> <br /> Umsögn embættisins barst með bréfi dags. 15. janúar 2020. Þar kemur fram að þegar núverandi embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum hafi verið stofnað árið 2015 hafi það leyst af hólmi fjögur sýslumannsembætti á Vestfjörðum, þar með talið embætti Sýslumannsins á Patreksfirði. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum hafi tekið við skjalasöfnum hinna eldri embætta. Skjalasafnið innihaldi mikið af gögnum sem nái yfir marga áratugi. Engin heildstæð skrá sé til yfir safnið og sé því ekki hægt að fletta upp gögnum í safninu með einföldum eða fljótlegum hætti. Af hálfu sýslumannsins hafi töluverð vinna verið lögð í að leita að umbeðnum gögnum en þau hafi ekki komið í ljós og engar vísbendingar um dánarbú einstaklingsins sem beiðni kæranda laut að. Það sé því ekki vitað hvort umbeðin gögn séu í vörslum Sýslumannsins á Vestfjörðum eða hvort þau hafi einhvern tíma verið í vörslum Sýslumannsins á Patreksfirði.<br /> <br /> Af hálfu Sýslumannsins á Vestfjörðum kemur einnig fram að hluti af skjalasafni embættisins sé óaðgengilegur sem stendur. Ástæðan sé framkvæmdir í húsnæði lögreglunnar á Vestfjörðum að Aðalstræti 92, Patreksfirði. Vegna skipulagsbreytinga á húsnæðinu hafi lögreglan yfirtekið geymsluna í kjallara hússins sem áður hafi hýst aðra af tveimur skjalageymslum sýslumanns. Öll skjöl sýslumanns hafi verið færð úr geymslunni og komið fyrir í öðru rými hjá lögreglunni þar sem þau séu ekki aðgengileg. Starfsmenn embættisins hafi því ekki haft tök á að leita að umbeðnum gögnum í þeim skjölum. Tekið er fram að framkvæmdirnar séu á vegum Ríkiseigna og hafi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum engin áhrif á framkvæmdahraða eða forgangsröðun verkefna í þeim framkvæmdum.<br /> <br /> Einnig er tekið fram að um tímabundinn ómöguleika sé að ræða sem sýslumaður hafi enga stjórn á. Skjalasafnið verði ekki aðgengilegt fyrr en sýslumaður hafi fengið afhenta nýja geymslu þar sem unnt verði að raða skjalasafninu í hillur að nýju. Þá fyrst verði skilyrði til að halda leit áfram og verði kæranda tilkynnt um niðurstöðu leitar þegar hún liggi fyrir. Rétt sé einnig að taka fram að þáverandi húsnæði Sýslumannsins á Patreksfirði hafi brunnið árið 1936 og hafi mikið af gögnum eyðilagst í brunanum. Ekki sé vitað hvort umbeðin gögn séu þar á meðal. Með vísan til þessa sé ljóst að skilyrði séu til að hafna umræddri beiðni kæranda um afhendingu gagna að svo stöddu á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. janúar 2020, var kæranda kynnt umsögn Sýslumannsins á Vestfjörðum og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust með bréfi, dags. 29. janúar 2020. Þar fullyrðir kærandi meðal annars að umbeðin gögn séu í geymslum sýslumanns hjá embætti hans á Patreksfirði. Það hafi sagt honum tveir menn sem hafi unnið þar, annar í 10 mánuði árið 1976 en hinn frá árinu 1970 til 1982. Þeir hafi jafnframt sagt kæranda að ýmis skjöl væru geymd í kössum og væru þeir merktir með ártölum. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu embættis Sýslumannsins á Vestfjörðum á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem sýna fram á hver fékk greiddar líftryggingabætur eftir nafngreindan mann. <br /> <br /> Af hálfu Sýslumannsins á Vestfjörðum hefur komið fram að leit að umbeðnum gögnum hafi ekki borið árangur. Þó sé ekki hægt að leita í hluta skjalasafni embættisins vegna framkvæmda, en skjölum hafi meðal annars verið komið fyrir í rými hjá lögreglunni á Vestfjörðum, þar sem þau séu ekki aðgengileg. Byggist synjun á beiðni kæranda „að svo stöddu“ á ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu má hafna beiðni í undantekningartilfellum ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að meira en 30 ár eru frá því að umbeðin gögn urðu til. Fer því um aðgang að þeim eftir lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, sbr. 4. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 46. gr. laganna er mælt fyrir um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í 2. mgr. segir að um meðferð slíkra kærumála gildi ákvæði V. kafla upplýsingalaga. Enn fremur segir í 6. mgr. 15. gr. laganna að aðgangur að skjölum, þegar þau verði 30 ára, fari eftir lögunum óháð því hvernig fyrirkomulag hafi verið á skilum skjala til opinbers skjalasafns. Verður því leyst úr málinu eftir ákvæðum laga um opinber skjalasöfn.<br /> <br /> Í 14. gr. laga um opinber skjalasöfn er fjallað um það hverjir teljast afhendingarskyldir aðilar samkvæmt lögunum. Embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum telst afhendingarskyldur aðili samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. ákvæðisins en samkvæmt 4. mgr. er þeim skylt að afhenda opinberu skjalasafni skjöl sín í samræmi við ákvæði laga þessara. Þeir sem heyra undir stjórnsýslu ríkisins geta eingöngu afhent Þjóðskjalasafni Íslands skjöl sín. Meginreglan um afhendingu afhendingarskyldra skjala er að þau skal afhenda opinberu skjalasafni þegar þau hafa náð 30 ára aldri. Forstöðumaður afhendingarskylds aðila ber samkvæmt 2. mgr. 22. gr. laganna ábyrgð á skjalastjórn og skjalavörslu viðkomandi aðila, þar með talið að unnið sé í samræmi við fyrirmæli laga og reglna þar að lútandi. Í 3. mgr. 22. gr. er mælt fyrir um að afhendingarskyldum aðilum sé skylt að haga skjalastjórn og skjalavörslu með þeim hætti sem segir í reglum sem Þjóðskjalasafn Íslands setur á grundvelli 23. gr. laganna og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg í samræmi við þær. Sá sem ber ábyrgð á skjalastjórn og skjalavörslu skuli grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að vernda skjöl afhendingarskylds aðila fyrir ólöglegri eyðileggingu, breytingu og óleyfilegum aðgangi samkvæmt 4. mgr. 22. gr. laganna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ekki verður séð að sú skjalastjórn og skjalavarsla Sýslumannsins á Vestfjörðum, sem embættið hefur lýst í hinni kærðu ákvörðun og umsögn til úrskurðarnefndarinnar, samrýmist ákvæðum laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með framkvæmd afhendingarskyldra aðila á lögunum og reglugerðum og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra, en það er hlutverk opinberra skjalasafna, í þessu tilviki Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. 4. tölul. 13. gr. laganna. <br /> <br /> Það að ekki hafi verið séð til þess að öll skjöl Sýslumannsins á Vestfjörðum séu aðgengileg í samræmi við framangreind ákvæði laga, hefur leitt til þess að embættið kveður ekki mögulegt að leita að umbeðnum gögnum í skjalasafni sínu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ekkert lagaákvæði færir stoð undir synjun beiðni um aðgang að skjali af þessari ástæðu, hvorki á grundvelli laga um opinber skjalasöfn né upplýsingalaga. Byggja fyrrnefndu lögin á þeirri meginreglu að afhendingarskyldir aðilar skuli afhenda opinberu skjalasafni skjöl sín við 30 ára aldur þeirra og verði meiri hluti þeirra aðgengilegur almenningi. Það kemur hins vegar ekki sjálfkrafa í veg fyrir upplýsingarétt almennings að skjölum hafi ekki verið skilað til opinbers skjalasafns, heldur er það á ábyrgð hins afhendingarskylda aðila að afgreiða beiðnir um aðgang að þeim, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 648/2016. Við meðferð beiðni kæranda bar embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum því að fylgja ákvæðum X. kafla laga um opinber skjalasöfn, en samkvæmt 2. mgr. 40. gr. fer um málsmeðferð eftir ákvæðum IV. kafla upplýsingalaga eftir því sem við getur átt. <br /> <br /> Af framangreindu leiðir að embættinu bar að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál svara málsatvik ekki til þess að Sýslumanninum á Vestfjörðum hafi í reynd verið ómögulegt að leita að umbeðnum gögnum í hluta skjalasafns síns, heldur liggur fyrir að umrædd skjöl eru varðveitt í húsnæði lögreglunnar á Vestfjörðum. Skylda embættisins til að leita í skjalasafni sínu tekur einnig til skjala sem vistuð eru utan starfsstöðva þess, enda myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og látið hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga og laga um opinber skjalasöfn, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 773/2019.<br /> <br /> Í stað þess að taka beiðni kæranda til meðferðar samkvæmt ákvæðum laga um opinber skjalasöfn og upplýsingalaga, með hliðsjón af rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins, lét embættið duga að synja beiðninni á þeirri röngu forsendu að ómögulegt væri að leita að þeim. Er það því mat nefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar, sem felur meðal annars í sér að embættið framkvæmi leit í skjölum sínum og taki afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum sem hann hefur óskað eftir eða þá hluta þeirra.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 27. nóvember 2019, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
886/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020 | Í málinu hafði embætti ríkislögmanns synjað beiðni blaðamanns um aðgang að stefnum útgerðarfélaga á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar Fiskistofu á aflaheimildum í makríl. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Úrskurðarnefndin taldi enn fremur að almenningur ætti ríkan rétt til aðgangs að stefnunum enda væri þar krafist að íslenska ríkið greiði skaðabætur á þeim grundvelli að úthlutun aflaheimilda hefði ekki verið lögum samkvæmt. Ríkislögmanni væri því aðeins heimilt að afmá upplýsingar úr stefnunum sem felldar yrðu undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi tilgreindar upplýsingar vera mikilvægar virkar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðarfélaganna og falla þar af leiðandi undir 9. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti komst nefndin að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt til aðgangs að stefnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 886/2020 í máli ÚNU 20010001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. janúar 2020, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um gögn en beiðni kæranda sneri að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Fjórum stefnum í makrílmálunum fyrri en þau mál taki til áranna 2011-2014. Tveimur málunum lauk með dómum Hæstaréttar þann 6. desember 2018, nr. 508/2017 (Huginn ehf.) og 509/2017 (Ísfélag Vestmannaeyja hf.) en málum Eskju og Vinnslustöðvar Vestmannaeyja lauk með dómsátt. <br /> 2. Stefnum í makrílmálunum hinum síðari, þ.e. þeirra sem taki til áranna 2015-2018. <br /> <br /> Með erindi, dags. 20. desember 2019, synjaði ríkislögmaður beiðni kæranda á þeim grundvelli að ekki lægi fyrir samþykki stefnenda í málunum fyrir því að stefnunar yrðu afhentar. Væri þannig óheimilt að afhenda þær samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ríkislögmaður benti jafnframt á að samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 14. gr. og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar 9/2018, verði öðrum en aðila máls ekki afhent frumrit skjals nema með samþykki þess sem það lagði fram. Þá verði einnig að horfa til 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga í þessu samhengi. Að mati embættisins sé það óraunhæft að rýmri aðgangur sé fyrir hendi þótt kröfu um afhendingu sé beint að stjórnvaldi, ef um sömu gögn er að ræða. Gögnin séu því eðli sínu samkvæmt undanþegin upplýsingarétti.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fallist ekki á að umbeðin gögn séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Kærandi telur ríkislögmann ekki hafa framkvæmt nauðsynlegt mat, sem fjallað er um í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, heldur hafi hann látið nægja að leita afstöðu lögmanna fyrirtækjanna um hvort þeir heimili að skjal skuli afhent. Jafnframt megi ætla að stór hluti umræddra skjala hafi þegar birst almenningi opinberlega. Alþekkt sé að dómarar landsins séu misduglegir að umrita málsatvikalýsingar og málsástæður stefnenda. Ætla megi að kaflar I. og II. í héraðsdómum þeim, sem síðar urðu að Hrd. nr. 508/2017 og nr. 509/2017, séu að einhverju leyti samhljóða stefnum í málunum. Umræddar upplýsingar hafi því þegar birst opinberlega og því rétt að afhenda þær upplýsingar úr stefnunum. Vísist um það m.a. til úrskurðar ÚNU í máli A-361/2011. <br /> <br /> Kærandi telur mögulegt að umrædd skjöl kunni að geyma fjárhags- eða einkaupplýsingar sem sanngjarnt og rétt sé að leynt fari. Hins vegar sé ósennilegt að skjölin séu með þeim hætti að ekki sé unnt að afmá umræddar upplýsingar og veita því aðgang að hluta skjalanna. Meginregla einkamálaréttarfarsins, sem m.a. birtist í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, um að þinghöld skuli háð í heyranda hljóði hljóti að hafa áhrif við túlkun á því hvort skilyrði 9. gr. upplýsingalaga séu uppfyllt. Sé það raunin að umræddar stefnur hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem eigi í hlut sé sennilegt að þær upplýsingar muni verða opinberar við meðferð málanna fyrir dómstólum. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji ekki rétt að fallast á þau rök ríkislögmanns að óraunhæft sé að aðgangur að gögnum dómsmáls sé rýmri ef kröfu um afhendingu er beint að stjórnvaldi. Óumdeilt sé að ríkislögmaður sé stjórnvald og að beiðnin í málinu sé afmörkuð við fyrirliggjandi skjöl í afmörkuðu máli. Skilyrði 1. mgr. 2. gr. og 5. gr. upplýsingalaga séu því uppfyllt. Beiðni kæranda sé ekki beint að dómstólum heldur ríkislögmanni og eigi 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga því ekki við í málinu. Rétt sé að athuga að umrædd 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga hafi komið inn í lögin með 2. gr. laga nr. 72/2019 sem tóku gildi 5. júlí 2019. Hefði það verið ætlun löggjafans, eða nefndarinnar sem samdi frumvarpið, að umrædd grein girti fyrir það að unnt væri að fá afrit af stefnum í vörslu ríkislögmanns, þá hefði verið hægðarleikur að kveða skýrt á um það í lögunum, það virðist hins vegar ekki hafa verið gert. <br /> <br /> Kærandi telur það skrýtna niðurstöðu ef almenningur eigi rétt á aðgangi að bréfum og erindum sem ríkislögmaður sendir eða tekur á móti, þá á grundvelli upplýsingalaga, en sá réttur falli niður um leið og málunum sé stefnt fyrir dóm. Þá telji kærandi rétt að hafa í huga eðli þess valds sem ríkislögmaður hafi samkvæmt lögum nr. 51/1985. Eðli málsins samkvæmt varði stór hluti mála sem á borð ríkislögmanns komi tilvik þar sem einstaklingar eða lögaðilar telji ríkið hafa brotið á sér. Verði komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingaréttur almennings nái ekki til stefna í dómsmálum á hendur ríkinu verði að telja þá niðurstöðu í andstöðu við markmið upplýsingalaga. Í það minnsta yrði erfiðara að sinna þeim markmiðum sem getið sé í 3.-5. tölul. 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga Að endingu bendir kærandi á að í afgreiðslu ríkislögmanns hafi ekki verið leiðbeint um rétt til kæru líkt og skylt sé samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 2. janúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns, dags. 15. janúar 2020, segir að synjun embættisins byggi á tvenns konar grunni. Annars vegar séu gögnin undanþegin upplýsingarétti eftir seinni málslið 9. gr. upplýsingalaga en eins og fram komi í tölvubréfi ríkislögmanns til kæranda hafi fyrirtækin ekki veitt heimild fyrir sitt leyti til afhendingar gagnanna. Í athugasemdum frumvarps til upplýsingalaga sé nefnt ákvæði skýrt svo að samþykki verði að vera ótvírætt. Þegar samþykki liggi ekki fyrir og fyrirtækin lýsi almennt neikvæðri afstöðu til þessa erindis verði að líta svo á að gögnin falli undir nefnt ákvæði. Í ljósi afstöðu útgerðarfyrirtækjanna og við könnun á umbeðnum gögnum verði að líta svo á að í þeim séu greindar nákvæmar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra þannig að þær falli undir ákvæði 9. gr. Í synjun á grundvelli 9. gr. og afstöðu útgerðarfyrirtækjanna hafi sjálfkrafa falist það mat að gögnin geymdu upplýsingar sem getið sé um í ákvæðinu. Gögnin verði að meta án tillits til þess hvernig löggjafinn hafi lýst markmiðum og tilgangi laga um fiskveiðistjórn með því að nytjastofnar sjávar teljist til sameignar þjóðarinnar. <br /> <br /> Hins vegar hafi synjunin byggt á því að gögnin séu hluti af málsskjölum í dómsmáli sem rekið sé fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá gildi að mati embættisins ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2018. Eigi það sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem kveði sérstaklega á um að gögn í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar séu undanskilin upplýsingarétti og falli ekki undir upplýsingalögin. Af þessum ákvæðum telji embættið mega ráða að réttarreglur um hvort gögn úr dómsmálum séu afhent séu ekki af sama meiði og upplýsingaréttur er grundvallaður á. Sérstakar skorður séu lögum samkvæmt um afhendingu gagna úr dómsmálum enda séu hugsanlegir hagsmunir af afhendingu þeirra allt aðrir en að varða almenning. Engu breyti þótt málsmeðferð í dómsmálum sé opinber á þann hátt sem 8. gr. laga nr. 91/1991 mæli fyrir um eða hverjar upplýsingar séu birtar í dómum; sérreglur gildi um hvort afhenda megi gögn úr dómsmálum. Reglur um birtingu upplýsinga í dómum séu að mati embættisins nægar til að almenningur geti kynnt sér dóma hvort heldur sé í málum ríkisins eða annarra. <br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 27. september 2019 í málinu nr. 828/2019 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögmanns sé stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Embættið byggi synjun sína þannig ekki á því að það teljist undanþegið upplýsingalögum, heldur því að upplýsingaréttur verði ekki rýmri með því að erindi verði beint að stjórnvaldi þegar um sé að ræða gögn sem lúti sérstökum reglum réttarfarslaga og reglna dómstólasýslunnar um afhendingu gagna í málum sem til dómsmeðferðar séu. Verði að líta svo á að slík gögn í einkamáli séu almennt undanþegin upplýsingarétti. Á hinn bóginn sé það dómstóla að meta hvaða upplýsingar komi fram úr málsskjölum þegar dómar séu birtir.<br /> <br /> Embættið telji einnig að ekki sé ástæða við þessar aðstæður að veita aðgang umfram lagaskyldu. Að lokum kveðst ríkislögmaður minnast þess í símtölum við kæranda að hann sé vel heima í ákvæðum upplýsingalaga um heimild til að skjóta málum til nefndarinnar. Því hafi ekki verið talin ástæða til að leiðbeina frekar um kæruheimild.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. janúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 23. janúar 2020, segir að í ljósi þess að synjun ríkislögmanns sé í fyrsta lagi byggð á 9. gr. upplýsinga og þess að embættið telji að stefnurnar hafi að geyma nákvæmar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila ítreki kærandi þau sjónarmið sem komið hafi fram í kæru. Ætla megi að í tilfelli hluta málanna hafi helstu upplýsingar nú þegar komið fram í málsatvikalýsingu og málsrökum fyrirtækjanna í þegar birtum dómum. Þá liggi upplýsingar um úthlutaðar veiðiheimildir fyrir á vef Fiskistofu. Lítið mál sé fyrir hvern sem er að reikna út hvað hefði með réttu átt að falla í hlut hvers og eins, ársreikningar félaganna fyrir umrædd ár liggi fyrir og af þeim sökum sé það „engin tengiskrift að slumpa á“ tjón hverrar útgerðar fyrir sig. Þá liggi fyrir að stór hluti málanna varði viðurkenningu á bótaskyldu og í fæstum tilfellum liggi fyrir með nákvæmum hætti hvert áætlað tjón fyrir árin sé. Kærandi ítrekar þau sjónarmið að geymi skjölin viðkvæmar upplýsingar um umrædda aðila samkvæmt 9. gr. upplýsingalögum þá ætti að vera unnt að afmá þær upplýsingar en veita aðgang að skjölunum að öðru leyti. Ákvæði 9. gr. telji hann ekki unnt að skýra með þeim hætti að þriðji aðili, sem í hlut eigi, geti með því að veita ekki samþykki sitt komið í veg fyrir að skjalið í heild verði afhent. Synjunin geti aðeins náð til hinna viðkvæmu upplýsinga en ekki skjalsins í heild sinni. <br /> <br /> Í annan stað byggi synjunin á þeim grunni að um aðgang að gögnum í vörslu dómstóla fari eftir tilteknum ákvæðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og reglum dómstólasýslunnar nr. 9/2018. Ríkislögmaður vísi einnig í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga þar sem segi að gögn í þeirra vörslum séu undanskilin upplýsingarétti. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. reglna dómstólasýslunnar um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómsstólum nr. 9/2018 fari um aðgang að gögnum í einkamáli samkvæmt 14. gr. laga um meðferð einkamála. Sú grein kveði á um að nauðsynlegt sé að hafa lögvarinna hagsmuna að gæta til að geta fengið afhent endurrit hjá dómstólum. Kæranda sé ekki kunnugt um aðra dóma en Hrd. nr. 493/2012 um efnið og viti ekki til þess hvort hagsmunir blaðamanns geti talist lögvarðir í þessum skilningi. Þó sé rétt að taka fram að beiðni, samhljóða þeirri sem kærandi sendi ríkislögmanni, hafi verið send dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur og bíði þess að tekin verði afstaða til hennar. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 828/2019 hafi því verið slegið föstu að upplýsingalög tækju til allrar starfsemi ríkislögmanns. Stærsti þátturinn í starfsemi ríkislögmanns sé móttaka kröfubréfa og vörn í dómsmálum fyrir hönd ríkisins. Verði 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga skýrð á þann veg að réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum falli niður við það eitt að umrætt gagn sé einnig í vörslu dómstóls, líkt og skilja megi af athugasemdum ríkislögmanns, muni það skerða umræddan rétt gífurlega. <br /> <br /> Kærandi minnist á sérstaka stöðu ríkisins sem aðila að dómsmáli, það sé grundvallarregla í íslenskum rétti að allar aðgerðir stjórnvalda verði að eiga sér stoð í lögum. Þá sé það einnig ein af grunnhugmyndum réttarríkisins að lögin bindi alla, borgara jafnt sem ríkisvaldið. Þá hafi einnig verið talið í skrifum fræðimanna í stjórnsýslurétti að ákveðin hlutlægnisskylda hvíli á stjórnvöldum og ríkinu þegar það taki til varna í dómsmálum. Í umsögn ríkislögmanns segi að „gögn í einkamáli séu almennt undanþegin upplýsingarétti.“ Kærandi telji unnt að fallast á þau sjónarmið þegar málsaðilar séu einstaklingar eða lögaðilar. Hins vegar telji hann að önnur sjónarmið eigi við um ríkisvaldið og handhafa þess. Í þeim tilfellum verði að skoða umbeðin gögn í hverju tilfelli fyrir sig með hliðsjón af málsatvikum hverju sinni. Það leiði af eðli embættis ríkislögmanns að stór hluti skjala og gagna sem embættinu berist stafi af því að borgari telji að ríkið hafi brotið gegn sér með einhverjum hætti. Ríkislögmaður telji að sjónarmið kæranda myndu leiða til rýmri upplýsingaréttar að aðgangi að gögnum í dómsmáli með því að beina erindi að stjórnvaldi. Kærandi telji á móti að afstaða ríkislögmanns myndi fela í sér þrengri rétt til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum samkvæmt upplýsingalögum. Það mætti til að mynda velta upp þeirri spurningu hvort stjórnvöld gætu þá laumað gögnum inn í dómsmál til að komast hjá því að almenningur fái aðgang að þeim. Í samfélagi sem lúti sameiginlegum og almennum lögum, sem borgurum og ríki beri að fara eftir, verði að teljast mikilvægt að almenningur geti fylgst með því hvort ríkið standi sína plikt. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda segir enn fremur að verði fallist á túlkun ríkislögmanns muni almenningur almennt geta fengið aðgang að gögnum áður en máli er stefnt fyrir dóm. Eftir það virðist rétturinn rýrna verulega. Slíkt hljóti að fara gegn þeim sjónarmiðum sem reifuð hafi verið. Af þeim sökum telji kærandi að almenningur eigi almennt rétt á aðgangi að gögnum í vörslu ríkislögmanns á grundvelli upplýsingalaga, óháð því hvort þeim hafi verið stefnt fyrir dóm eður ei, og að ákvæði laga um meðferð einkamála standi því ekki í vegi. Það verði að meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort einhver undanþágureglna upplýsingalaga eigi við en slíkt ráðist af eðli upplýsinga sem birtist í stefnu. Af því sem rekið hafi verið að framan, sem og í kæru, telji kærandi ósennilegt að upplýsingar sem fram komi í umbeðnum gögnum séu þess eðlis að synja verði um aðgang að þeim í heild sinni. Séu þar upplýsingar sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, sé farið fram á að þær verði afmáðar áður en að umrædd gögn verði afhent.<br /> <br /> Þann 30. janúar 2020 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu stefnenda í málunum til þess að aðgangur yrði veittur að gögnunum. Send voru bréf til fyrirtækjanna Eskju hf., Gjögurs hf., Hugins ehf., Ísfélags Vestmannaeyja hf., Loðnuvinnslunnar hf., Skinneyjar Þinganess hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. þar sem þess var óskað að lýst yrði í bréfi til nefndarinnar með skýrum hætti og tekin afstaða til þess hvort og hvernig afhending gagnanna gæti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna. <br /> <br /> Í svarbréfum Eskju hf., dags. 6. febrúar 2020, og Vinnslustöðvarinnar hf., einnig dags. 6. febrúar, er vísað til þess að óheimilt sé að veita aðgang að gögnunum samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Stefnan hafi verið lögð fram í dómi en málið sé á upphafsstigi málsmeðferðar. Greinargerð íslenska ríkisins hafi ekki enn verið lögð fram. Í gögnunum sé að finna mikið magn nákvæmra rekstrar- og viðskiptaupplýsinga, þ.m.t. um framlegð vörusölu og verðmyndun, sem sé eðlilegt að fari leynt. Við mat á því verði að hafa í huga að samkeppnisaðilar fyrirtækisins, sem notið hafi góðs af rangri úthlutun aflahlutdeilda, myndu geta nýtt sér þær upplýsingar í sinni starfsemi. Dreifing upplýsinganna væri því beinlínis skaðleg fyrir viðskiptahagsmuni Eskju hf. Þá er jafnframt vísað til þess að ákvæði upplýsingalaga um aðgang að gögnum hafi ekki verið túlkuð þannig að þau nái til gagna dómsmáls sem rekið sé fyrir dómstólum, sérstaklega þegar um þess háttar viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. Skjöl sem lögð séu fram í dómsmáli séu ekki opinber skjöl og samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga um meðferð einkamála eigi aðrir en málsaðilar ekki kröfu á að fá eftirrit af málskjölum í dómsmálum nema þeir sýni fram á að þeir eigi lögvarinna hagsmuna að gæta. Fallist úrskurðarnefndin ekki á að óheimilt sé að veita aðgang að gögnunum er þess krafist til vara að kæranda verði einungis veittar upplýsingar um fjárhæðir dómkrafna í málinu.<br /> <br /> Í svarbréfi Skinneyjar Þinganess hf., 7. febrúar 2020, kemur fram að samkvæmt 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga hafi úrskurðarnefndin ekki endurskoðunarvald yfir ákvörðunum dómstóla og einnig sé tekið fram að lögin nái ekki til gagna sem lögð hafi verið fram fyrir dómi. Skylda dómstóla til að hafhenda staðfest endurrit í máli sem rekið sé fyrir dómstólum einskorðist við þá sem hafi lögvarinna hagsmuna að gæta samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga um meðferð einkamála. Með gagnályktun þýði það að aðrir en þeir sem eigi lögvarinna hagsmuna að gæta eigi ekki rétt á að fá afhent afrit gagna frá dómstóli meðan mál sé þar rekið. Dómstólar hafi margsinnis hafnað því að afhenda gögn úr dómsmálum þegar ekki séu lagaskilyrði til þess, með vísan í 1. mgr. 14. gr. laga um meðferð einkamála og í samræmi við reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018, eftir að þær reglur voru settar. Þó kæran beinist ekki að ákvörðun dómstóls um synjun á afhendingu afrits af umræddri stefnu, heldur synjun ríkislögmanns, þá verði að telja að kærandi geti ekki öðlast ríkari rétt til afhendingar gagna úr dómsmáli en heimilað sé samkvæmt sérreglu laga um meðferð einkamála og reglum nr. 9/2018 með því að beina kröfunni til ríkislögmanns í stað dómstólsins. <br /> <br /> Málið sem rekið sé fyrir héraðsdómi sé venjulegt einkamál samkvæmt lögum um meðferð einkamála, þótt stefndi sé opinber aðili. Umrædd stefna stafi ekki frá stjórnvaldi og sé ekki þáttur í meðferð stjórnsýslumáls heldur dómsmáls, þó það sé á könnu ríkislögmanns. Kærandi hafi ekki sýnt fram á að hafa neinna sérstakra lögvarinna hagsmuna að gæta í dómsmálinu. Því beri að hafna kröfu hans um umbeðið afrit af stefnu í þessu einkamáli. Benda megi á að hefði málið verið um sambærilega synjun dómstóls á afhendingu stefnunnar þá hefði borið að vísa málinu frá nefndinni. Það sé ekki verið að hindra aðgengi kæranda að upplýsingum heldur einfaldlega verið að virða lög og reglur sem um þetta gildi. Kærandi geti síðar fengið þær upplýsingar sem hann sækist eftir þegar dómur hafi verið birtur opinberlega eftir dómsuppkvaðningu. <br /> <br /> Í annan stað komi í stefnunni fram margvíslegar fjárhagslegar og rekstrarlegar upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins, umfram þær sem lesa megi úr ársreikningum frá þeim árum sem fjallað sé um í málinu. Ljóst sé af málatilbúnaði ríkislögmanns að þær forsendur sem stefnan byggi á og þær niðurstöður sem á þeim byggi séu að einhverju leyti dregnar í efa og eigi eftir að takast á um þær fyrir dómi. Meðan málið sé til umfjöllunar hjá dómstóli þyki fyrirtækinu ekki rétt og þjóni það engum tilgangi að birta stefnuna. Efni hennar hafi heldur ekki verið kynnt fyrir hluthöfum félagsins, sem séu um það bil 140 talsins. Telji fyrirtækið því að hafna eigi kröfum kæranda um afhendingu stefnunnar.<br /> <br /> Í svarbréfum Gjögurs hf., dags. 13. febrúar 2020, Hugins ehf., dags. 12. febrúar 2020, Loðnuvinnslunnar hf., dags. 14. febrúar 2020, og Ísfélags Vestmannaeyja hf., dags. 12. febrúar 2020, kemur fram að um aðgang að gögnum dómsmála gildi sérlagaákvæði 13. og 14. gr. laga um meðferð einkamála og reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018, sbr. meðal annars 3. og 6. gr. reglnanna. Eins og fram komi í bréfi ríkislögmanns eigi það sér jafnframt stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem sérstaklega kveði á um að gögn í vörslu dómstóla séu undanskilin og falli ekki undir upplýsingalögin. Ekki verði með neinu móti ráðið að kærandi teljist hafa lögvarða hagsmuni, í skilningi laga um meðferð einkamála þ. á m. eins og ákvæðið hafi verið skýrt í framkvæmd, en samkvæmt skilningi fyrirtækjanna hafi umrætt ákvæði verið túlkað þröngri skýringu. <br /> <br /> Ákvæði laga um meðferð einkamála, og reglur settar með stoð í þeim, væru jafnframt nafnið tómt ef unnt væri að sneiða fram hjá þeim með því að beina beiðni um aðgang að gögnum dómsmáls til stjórnvalds, sem hefði gögnin undir höndum, á grundvelli upplýsingalaga, í stað dómstóls eftir fyrirmælum laga um meðferð einkamála. Fengi slík niðurstaða jafnframt lítt samrýmst aðalreglu 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sem beri með sér að um aðgang að gögnum dómsmála skuli gilda ákvæði laga um meðferð einkamála og reglur settar með stoð í þeim lögum. Því beri að synja um aðgang og beina málinu í þann farveg sem lög um meðferð einkamála ráðgeri. Verði engan veginn ráðið hvaða hagsmunir almennings eigi að leiða til annarrar niðurstöðu. <br /> <br /> Þá segir að stefnur fyrirtækjanna, ekki síst dómkröfur og útrekningsforsendur þeirra, innihaldi eðli málsins samkvæmt upplýsingar sem teljist í eðli sínu varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni, enda komi fram fjölmargar fjárhagslegar og rekstrarlegar upplýsingar sem taki til starfsemi fyrirtækjanna. Ásamt því megi draga vissar ályktanir af þeim upplýsingum sem þar birtist, sem séu í eðli sínu viðkvæmar, meðal annars út frá samkeppnissjónarmiðum, sbr. einnig ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005. Megi við bæta að samkeppnisyfirvöld hafi talið rekstrarupplýsingar og upplýsingar af viðlíkum toga, jafnvel þótt gamlar séu, til viðkvæmra fjárhagsupplýsinga sem trúnaður ríki um og dragi ákvarðanir samkeppnisyfirvalda dám af þessu þar sem upplýsingar sem þessar séu jafnan ekki birtar almenningi. Samkvæmt framansögðu telji fyrirtækin að málinu sé vísað frá en beiðninni að öðrum kosti hafnað. Telji úrskurðarnefndin, þrátt fyrir framangreint, rétt að fallast á beiðnina sé þess óskað að nefndin fresti réttaráhrifum úrskurðarins í samræmi við það sem nánar greini í 24. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að stefnum sjávarútvegsfyrirtækja á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl. Í beiðni kæranda er annars vegar óskað eftir fjórum stefnum vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl á árunum 2011-2014. Hins vegar er óskað stefnum vegna úthlutunar á aflaheimildum makríl fyrir árin 2015-2018. <br /> <br /> Kærandi beindi beiðninni að ríkislögmanni sem afmarkaði beiðnina við eftirfarandi gögn: <br /> <br /> 1. Stefnur Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2011-2014 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. apríl 2015. <br /> 2. Stefnur Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2011-2014 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. maí 2016. <br /> 3. Stefnur Gjögurs hf., Ísfélags Vestmannaeyja hf., Skinneyjar-Þinganess hf., Loðnuvinnslunnar hf. og Hugins ehf. vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2015-2018 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. júní 2019.<br /> 4. Stefnur Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2015-2018 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. september 2019. <br /> 5. Stefnur Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. vegna úthlutunar á aflamarki í markíl árin 2015-2018 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. desember 2019. <br /> <br /> Ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda um aðgang að stefnunum, annars vegar á þeim grundvelli að þær væru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær væru hluti af málsskjölum í dómsmáli sem sé til meðferðar og hins vegar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Ríkislögmaður telur ákvæði laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, um aðgang að dómsskjölum, sbr. 13. og 14. gr. laganna og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2008, gilda um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum. Vísað er til þess að sú túlkun eigi sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.–VII. kafla. Lögin gilda þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók.<br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019, er breyttu upplýsingalögum nr. 140/2012, var gildissvið laganna víkkað út þannig að lögin ná nú yfir stóran hluta starfsemi handhafa löggjafar- og dómsvalds, þ.e. Alþingis, dómstóla og dómstólasýslunnar. Varðandi gögn í vörslu dómstóla segir eftirfarandi í athugasemdum um 2. gr. í frumvarpi til laga nr. 72/2019: <br /> <br /> „Ekki er lagt til að upplýsingalög taki til gagna einstakra dómsmála og endurrita úr dómabók og þingbók, enda gilda sérákvæði réttarfarslaga um aðgang aðila og annarra að slíkum gögnum. Þannig er gert ráð fyrir að sömu reglur gildi áfram um aðgang almennings að upplýsingum um málsmeðferð fyrir dómi, sem er til samræmis við það sem gildir um ýmsar athafnir sýslumannsembætta, svo sem þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu o.s.frv., svo og gögn um rannsókn sakamála eða saksókn skv. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Sömu sjónarmið eiga við um aðgang að gerðabókum dómstólanna sem lagt er til að verði undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum.“<br /> <br /> Í 1. og 5. mgr. 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, er mælt fyrir um rétt þeirra, sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, til aðgangs að staðfestu eftirriti af málsskjölum og upplýsingum úr þingbók eða dómabók. Ákvæðið veitir því rétt til aðgangs að málsskjölum í einkamáli óháð því hvort aðili málsins falli undir gildissvið upplýsingalaga. Samkvæmt orðalagi ákvæðisins á það aðeins við um gögn í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar um meðferð dómsmála. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst af framangreindu að í ákvæðum upplýsingalaga og við setningu núgildandi ákvæðis 5. mgr. 2. gr. laganna hafi verið gengið út frá því að ákvæði laga nr. 91/1991 giltu um rétt til aðgangs að málsskjölum í einkamálum sem dómstólar hefðu í vörslum sínum. Í þessum ákvæðum er hins vegar ekki fjallað um það hvernig haga eigi aðgangi almennings að gögnum sem lögð hafa verið fram sem málsskjöl í einkamálum þegar gögnin eru í vörslum stjórnvalda. <br /> <br /> Þegar leyst er úr þessu atriði telur úrskurðarnefndin rétt að minna á að upplýsingalögunum er ætlað rúmt gildissvið samkvæmt 2. gr., enda er í 1. mgr. 2. gr. laganna tiltekið að lögin taki til ,,allrar starfsemi stjórnvalda“. Þá er jafnframt lagt til grundvallar í 1. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að lögin taki til ,,allra gagna“ sem mál varða. Ljóst er að í ákvæðum upplýsingalaga er beinlínis gert ráð fyrir því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin kunni að hafa í vörslum sínum gögn sem kunna að vera til afnota í dómsmáli, sbr. undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Í síðastnefnda ákvæðinu er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til ,,bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.“ <br /> <br /> Að slepptu þessu ákvæði er ekki að finna nein ákvæði í upplýsingalögum sem fjalla um önnur málsskjöl sem stjórnvöld hafa í vörslum sínum og hafa verið lögð fram í einkamáli sem rekið er fyrir dómi. Verður því ekki séð að löggjafinn hafi ákveðið að stjórnvöld geti fortakslaust undanskilið slík gögn með sama hætti og gert er með gögn í vörslu dómstóla í 5. mgr. 2. gr. laganna. Verður því að leggja til grundvallar að almennar reglur upplýsingalaga gildi almennt um aðgang almennings að málsskjölum úr einkamálum sem stjórnvöld og eftir atvikum aðrir aðilar en dómstólar, sbr. 2. gr. upplýsingalaga, hafa í vörslum sínum og að ekki sé heimilt að synja um aðgang að slíkum gögnum nema að því marki sem undanþáguákvæði 6.-10. gr. taki til þeirra. <br /> <br /> Í ljósi þessa standa ekki rök til þess að telja skjöl í vörslum stjórnvalda eða aðila sem falla undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undanþegin gildissviði laganna þegar af þeirri ástæðu að þau hafi verið lögð fram í dómsmáli, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar nr. 736/2018. <br /> <br /> Með vísan til þessa verður leyst úr aðgangi kæranda að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum er greinir í 6.-10. gr. laganna. Úrskurðarnefndin telur rétt að taka fram að í þessum úrskurði verður engin afstaða tekin til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að sömu gögnum samkvæmt ákvæðum 1. og 5. mgr. 14. gr. laga nr. 91/1991.<br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda er í öðru lagi reist á 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu. <br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“ <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. <br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið stefnurnar sem ríkislögmaður afhenti nefndinni. Í stefnunum er þess krafist að íslenska ríkið greiði stefnendum skaðabætur á þeim grundvelli að þeim hafi verið úthlutað minni aflaheimildum til makrílveiða en rétt hefði verið lögum samkvæmt. <br /> <br /> Í stefnum útgerðarfyrirtækjanna frá árunum 2015 og 2016 er krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins vegna ákvörðunar Fiskistofu um úthlutun á aflaheimildum árin 2011-2014. Þeim málum var lokið með dómum Hæstaréttar Íslands frá 6. desember 2018 í málum nr. 508/2017 og 509/2017. Af málatilbúnaði útgerðarfyrirtækjanna í stefnum vegna úthlutunar vegna ákvörðunar Fiskistofu um úthlutun á aflaheimildum árin 2015-2018 verður bersýnilega ráðið að bótakrafa þeirra er sett fram í kjölfar fyrrnefndra dóma Hæstaréttar Íslands. Í dómunum var fallist á að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á því fjártjóni sem stefnendur í málunum kynnu að hafa beðið 2011 til 2014 vegna þess að þeim var með ákvörðunum Fiskistofu úthlutað minni aflaheimildum en skylt var samkvæmt lögum nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Af forsendum sömu dóma Hæstaréttar er enn fremur ljóst að ákvarðanir Fiskistofu voru byggðar á reglugerðum sem þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði sett og að með þeim hefði verið tekin ákvörðun um að takmarka heildarafla úr makrílstofninum. Taldi Hæstiréttur að ákvæði reglugerðanna sem Fiskistofa hefði miðað við um úthlutun aflaheimilda hefðu ekki staðist lög að þessu leyti og að stefnendum hefði því verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl á árunum 2011 til 2014 en skylt var samkvæmt þágildandi lögum. <br /> <br /> Þegar tekin er afstaða til þess hvort hagsmunir þeirra útgerðarfyrirtækja sem nú hafa stefnt íslenska ríkinu af því að upplýsingum um málatilbúnað þeirra sé haldið leyndum vegi þyngra en sjónarmið um upplýsingarétt almennings verður að hafa í huga að stefnurnar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að hafa að geyma kröfur sem lúta meðal annars að ólögmætum ákvörðunum Fiskistofu og því að ráðherra hafi sett stjórnvaldsfyrirmæli um úthlutun aflaheimilda á grundvelli laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, sem ekki voru í samræmi við ákvæði laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. <br /> <br /> Dómsmálin sem um ræðir varða því annars vegar kröfur um viðurkenningu á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins og hins vegar kröfur um fjárhagslegt uppgjör, vegna ólögmætrar háttsemi handhafa framkvæmdavalds við ráðstöfun opinberra hagsmuna og úthlutun aflaheimilda í skjóli stjórnsýsluvalds, og lúta jafnframt að hugsanlegum fjárútlátum íslenska ríkisins sem numið geta verulegum fjárhæðum. Í því sambandi telur úrskurðarnefndin enn fremur rétt að benda á að samkvæmt 22. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni við nytjastofna sjávar, teljast upplýsingar um aflahlutdeild einstakra skipa, úthlutun aflamarks til þeirra, afla einstakra skipa og ráðstöfun aflaheimilda vera opinberar upplýsingar sem öllum er heimill aðgangur að. Með vísan til þessa getur nefndin ekki fallist á að hagsmunir útgerðarfyrirtækjanna sem um ræðir af leynd um málatilbúnað þeirra í stefnu geti vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi.<br /> <br /> Í stefnunum sem um ræðir koma fram upplýsingar um dómkröfur, málsatvik, málsástæður og helstu rök fyrir dómkröfunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verða þær upplýsingar ekki í heild sinni felldar undir 9. gr. upplýsingalaga heldur aðeins þær upplýsingar sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðarfyrirtækjanna. <br /> <br /> Í stefnu Vinnslustöðvarinnar, dags. 24. maí 2016, koma fram upplýsingar í tveimur síðustu setningum efnisgreinar 20 sem varða fjárhagsstöðu fyrirtækisins og sem teljast viðkvæmar í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Er því óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum. Þá er í kafla V. í stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf., dags. 10. desember 2019, að finna nánari lýsingar á því fjártjóni sem fyrirtækin telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar aflaheimilda. Þar kemur fram að við útreikning á hagnaðarmissi fyrirtækjanna sé stuðst við jaðarframlegð makríls hjá fyrirtækjunum, byggt á upplýsingum og gögnum úr fjárhagsbókhaldi þeirra og upplýsingum Fiskistofu um veiddan heildarafla. Þá koma fram upplýsingar um á hvaða þáttum útreikningur á jaðarframlegð er byggður og eru þeir tilteknir í nokkrum stafliðum í efnisgrein 40. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem þar koma fram í stafliðum a-h séu mikilvægar virkar viðskiptaupplýsingar Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. sem óheimilt er að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Í öðrum hlutum stefnanna koma hvergi fram upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna sem felldar verða undir 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um málatilbúnað einkaaðila á hendur íslenska ríkinu vegi í þessu tilviki þyngra en hagsmunir þeirra síðarnefndu af því að þær fari leynt. Verður því ríkislögmanni gert að veita kæranda aðgang að stefnunum að undanskildum upplýsingum sem fram koma í tveimur síðustu setningum málsgreinar 20 í stefnu Vinnslustöðvarinnar, dags. 24. maí 2016, og stafliðum a-h í efnisgrein 40, bls. 9-12, í stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf., dags. 10. desember 2019.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Embætti ríkislögmanns er skylt að veita kæranda, A blaðamanni, aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. apríl 2015. <br /> 2. Stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. maí 2016. Þó skal afmá síðustu tvær setningarnar í efnisgrein 20, bls. 5, í stefnu Vinnslustöðvarinnar hf. <br /> 3. Stefnum Gjögurs hf., Ísfélags Vestmannaeyja hf., Skinneyjar-Þinganess hf., Loðnuvinnslunnar hf. og Hugins ehf. sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. júní 2019.<br /> 4. Stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. september 2019. <br /> 5. Stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. desember 2019. Þó skal afmá upplýsingar sem koma fram í stafliðum a-h í efnisgrein 40, bls. 9-12, í stefnunum.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
885/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020 | Í málinu hafði embætti ríkislögmanns synjað beiðni blaðamanns um aðgang að stefnum útgerðarfélaga á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar Fiskistofu á aflaheimildum í makríl. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ríkislögmanni að ákvæði laga um meðferð einkamála giltu um stefnur í dómsmálum í vörslu embættisins. Var komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög giltu um afgreiðslu embættisins á beiðninni. Úrskurðarnefndin taldi enn fremur að almenningur ætti ríkan rétt til aðgangs að stefnunum enda væri þar krafist að íslenska ríkið greiði skaðabætur á þeim grundvelli að úthlutun aflaheimilda hefði ekki verið lögum samkvæmt. Ríkislögmanni væri því aðeins heimilt að afmá upplýsingar úr stefnunum sem felldar yrðu undir 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi tilgreindar upplýsingar vera mikilvægar virkar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðarfélaganna og falla þar af leiðandi undir 9. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti komst nefndin að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt til aðgangs að stefnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 1. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 885/2020 í máli ÚNU 19120017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. desember 2019, kærði A, ritstjóri Kjarnans, ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni hans um aðgang að stefnum sjávarútvegsfyrirtækja á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta á árunum 2015-2018 og upplýsingum um hver bótakrafa þeirra sé. <br /> <br /> Með erindi, dags. 20. desember 2019, synjaði ríkislögmaður beiðni kæranda á þeim grundvelli að ekki lægi fyrir samþykki stefnenda í málunum fyrir því að stefnurnar yrðu afhentar. Væri þannig óheimilt að afhenda þær samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ríkislögmaður benti jafnframt á að samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, einkum 14. gr. og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar 9/2018, verði öðrum en aðila máls ekki afhent frumrit skjals nema með samþykki þess sem það lagði fram. Þá verði einnig að horfa til 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga í þessu samhengi. Að mati embættisins sé það óraunhæft að rýmri aðgangur sé fyrir hendi þótt kröfu um afhendingu sé beint að stjórnvaldi, ef um sömu gögn er að ræða. Gögnin séu því eðli sínu samkvæmt undanþegin upplýsingarétti.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi upphaflega sent fyrirspurn sína til upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, þann 18. júní 2019, sem hafi áframsent hana til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ráðuneytið hafi dregið það að svara fyrirspurninni en með tölvupósti, dags. 26. júní 2019, hafi kæranda verið tilkynnt að erindið hefði verið framsent til ríkislögmanns. Kærandi hafi átt í samskiptum við ríkislögmann í júní og aftur í lok ágúst, þar sem hann hafi spurst fyrir um afdrif fyrirspurnarinnar. Þá hafi ríkislögmaður upplýst kæranda um að afhending gagnanna hefði verið borin undir lögmenn viðkomandi fyrirtækja. <br /> <br /> Kærandi byggir beiðni sína um aðgang að gögnunum á 5. gr. upplýsingalaga. Í kæru segir að augljósir almannahagsmunir séu af því að fjölmiðlar og almenningur fái upplýsingar um það þegar fyrirtæki stefni ríkinu til greiðslu bóta vegna úthlutunar á gæðum sem samkvæmt 1. gr. laga um stjórn fiskveiða séu sameign íslensku þjóðarinnar. Því geti vart staðist að takmarka upplýsingarétt vegna einkahagsmuna, líkt og 9. gr. upplýsingalaga heimili. Bæði sé sú „eign“ sem sé undir sameign þjóðarinnar auk þess sem sá stefndi sé íslenska ríkið, og þar af leiðandi almenningur. Réttur þeirra sem stefna til að halda gögnum sem þeir telja einka- og fjárhagsmálefni sín geti ekki talist æðri rétti almennings til að vita hvað sé undir í málinu. Til viðbótar liggi fyrir mat formanns stjórnar Landssambands smábátaeigenda þess efnis að krafa umræddra fyrirtækja á ríkið sé um það bil 35 milljarðar króna. Í ljósi þess hversu há upphæð af almannafé sé undir geti ekki staðist að leyna eigendur þeirrar fjárhæðar, almenning í landinu, upplýsingum um málavexti.<br /> <br /> Kærandi víkur að því að í svari ríkislögmanns komi fram að óraunhæft sé að almenningur hafi rýmri aðgang að málsgögnum beini þeir beiðni að stjórnvaldi en ekki dómstólum. Kærandi telur ríkislögmann ganga út frá því að hann sé ekki stjórnvald og noti það til að rökstyðja synjun á aðgengi að gögnunum. Vert sé að benda á að upprunalegri fyrirspurn hafi sannarlega verið beint að stjórnvaldi, sem ákveðið hafi að vísa henni áfram til ríkislögmanns og komast þannig hjá því að taka afstöðu til málsins. Gera verði athugasemd við það verklag. Eðlilegt sé að ráðuneyti málaflokks svari sjálft fyrirspurn sem þessari og hið opinbera geti þar af leiðandi ekki leyft sér að skapa vafa um hvort stjórnvald sé til svara eða ekki.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 20. desember 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn ríkislögmanns, dags. 15. janúar 2020, segir að synjun embættisins byggi á tvenns konar grunni. Annars vegar séu gögnin undanþegin upplýsingarétti eftir seinni málslið 9. gr. upplýsingalaga en eins og fram komi í tölvubréfi ríkislögmanns til kæranda hafi fyrirtækin ekki veitt heimild fyrir sitt leyti til afhendingar gagnanna. Í athugasemdum frumvarps til upplýsingalaga sé nefnt ákvæði skýrt svo að samþykki verði að vera ótvírætt. Þegar samþykki liggi ekki fyrir og fyrirtæki lýsi almennt neikvæðri afstöðu til þessa erindis verði að líta svo á að gögnin falli undir nefnt ákvæði. Í ljósi afstöðu útgerðarfyrirtækjanna og við könnun á umbeðnum gögnum verði að líta svo á að í þeim séu greindar nákvæmar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra þannig að þær falli undir ákvæði 9. gr. Gögnin verði að meta án tillits til þess hvernig löggjafinn hafi lýst markmiðum og tilgangi laga um fiskveiðistjórn með því að nytjastofnar sjávar teljist til sameignar þjóðarinnar. <br /> <br /> Hins vegar hafi synjunin byggt á því að gögnin séu hluti af málsskjölum í dómsmáli sem rekið sé fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá gildi að mati embættisins ákvæði 13. og 14. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2018. Eigi það sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem kveði sérstaklega á um að gögn í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar séu undanskilin upplýsingarétti og falli ekki undir upplýsingalögin. Af þessum ákvæðum telji embættið mega ráða að réttarreglur um hvort gögn úr dómsmálum séu afhent séu ekki af sama meiði og upplýsingaréttur er grundvallaður á. Sérstakar skorður séu lögum samkvæmt um afhendingu gagna úr dómsmálum enda séu hugsanlegir hagsmunir af afhendingu þeirra allt aðrir en að varða almenning. Engu breyti þótt málsmeðferð í dómsmálum sé opinber á þann hátt sem 8. gr. laga nr. 91/1991 mæli fyrir um eða hverjar upplýsingar séu birtar í dómum; sérreglur gildi um hvort afhenda megi gögn úr dómsmálum. Reglur um birtingu upplýsinga í dómum séu að mati embættisins nægar til að almenningur geti kynnt sér dóma hvort heldur sé í málum ríkisins eða annarra. <br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að misskilnings kunni að gæta í kæru um að embætti ríkislögmanns telji sig ekki stjórnvald í skilningi upplýsingalaga og noti það í svari sínu til að komast undan afhendingu gagna. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 27. september 2019 í málinu nr. 828/2019 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögmanns sé stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Embættið byggi synjun sína þannig ekki á því að það teljist undanþegið upplýsingalögum, heldur því að upplýsingaréttur verði ekki rýmri með því að erindi verði beint að stjórnvaldi þegar um sé að ræða gögn sem lúti sérstökum reglum réttarfarslaga og reglna dómstólasýslunnar um afhendingu gagna í málum sem til dómsmeðferðar séu. Verði að líta svo á að slík gögn í einkamáli séu almennt undanþegin upplýsingarétti. Á hinn bóginn sé það dómstóla að meta hvaða upplýsingar komi fram úr málsskjölum þegar dómar séu birtir.<br /> <br /> Embættið telji einnig að ekki sé ástæða við þessar aðstæður að veita aðgang umfram lagaskyldu og að upplýsingar um bótakröfur verði ekki veittar með vísan til sömu röksemda og að framan greini. Í kæru sé réttilega bent á að málið hafi tafist en að hluta til sé skýringin sú að ríkislögmaður hafi í fyrstu ekki fengið nægilega skýr svör af hálfu útgerðarfyrirtækjanna. Engu að síður sé beðist velvirðingar á töfunum.<br /> <br /> Umsögn ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. janúar 2020, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <br /> Þann 30. janúar 2020 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu stefnenda í málunum til þess að aðgangur yrði veittur að gögnunum. Send voru bréf til fyrirtækjanna Eskju hf., Gjögurs hf., Hugins ehf., Ísfélags Vestmannaeyja hf., Loðnuvinnslunnar hf., Skinneyjar Þinganess hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. þar sem þess var óskað að lýst yrði í bréfi til nefndarinnar með skýrum hætti og tekin afstaða til þess hvort og hvernig afhending gagnanna gæti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna. <br /> <br /> Í svarbréfum Eskju hf., dags. 6. febrúar 2020, og Vinnslustöðvarinnar hf., einnig dags. 6. febrúar 2020, er vísað til þess að óheimilt sé að veita aðgang að gögnunum samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Stefnan hafi verið lögð fram í dómi en málið sé á upphafsstigi málsmeðferðar. Greinargerð íslenska ríkisins hafi ekki enn verið lögð fram. Í gögnunum sé að finna mikið magn nákvæmra rekstrar- og viðskiptaupplýsinga, þ.m.t. um framlegð vörusölu og verðmyndun, sem sé eðlilegt að fari leynt. Við mat á því verði að hafa í huga að samkeppnisaðilar fyrirtækisins, sem notið hafi góðs af rangri úthlutun aflahlutdeilda, myndu geta nýtt sér þær upplýsingar í sinni starfsemi. Dreifing upplýsinganna væri því beinlínis skaðleg fyrir viðskiptahagsmuni Eskju hf. Þá er jafnframt vísað til þess að ákvæði upplýsingalaga um aðgang að gögnum hafi ekki verið túlkuð þannig að þau nái til gagna dómsmáls sem rekið sé fyrir dómstólum, sérstaklega þegar um þess háttar viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða. Skjöl sem lögð séu fram í dómsmáli séu ekki opinber skjöl og samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga um meðferð einkamála eigi aðrir en málsaðilar ekki kröfu á að fá eftirrit af málskjölum í dómsmálum nema þeir sýni fram á að þeir eigi lögvarinna hagsmuna að gæta. Fallist úrskurðarnefndin ekki á að óheimilt sé að veita aðgang að gögnunum er þess krafist til vara að kæranda verði einungis veittar upplýsingar um fjárhæðir dómkrafna í málinu.<br /> <br /> Í svarbréfi Skinneyjar Þinganess hf., dags. 7. febrúar 2020, kemur fram að samkvæmt 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga hafi úrskurðarnefndin ekki endurskoðunarvald yfir ákvörðunum dómstóla og einnig sé tekið fram að lögin nái ekki til gagna sem lögð hafi verið fram fyrir dómi. Skylda dómstóla til að afhenda staðfest endurrit í máli sem rekið sé fyrir dómstólum einskorðist við þá sem hafi lögvarinna hagsmuna að gæta samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga um meðferð einkamála. Með gagnályktun þýði það að aðrir en þeir sem eigi lögvarinna hagsmuna að gæta eigi ekki rétt á að fá afhent afrit gagna frá dómstóli meðan mál sé þar rekið. Dómstólar hafi margsinnis hafnað því að afhenda gögn úr dómsmálum þegar ekki séu lagaskilyrði til þess, með vísan í 1. mgr. 14. gr. laga um meðferð einkamála og í samræmi við reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018, eftir að þær reglur voru settar. Þó kæran beinist ekki að ákvörðun dómstóls um synjun á afhendingu afrits af umræddri stefnu, heldur synjun ríkislögmanns, þá verði að telja að kærandi geti ekki öðlast ríkari rétt til afhendingar gagna úr dómsmáli en heimilað sé samkvæmt sérreglu laga um meðferð einkamála og reglum nr. 9/2018 með því að beina kröfunni til ríkislögmanns í stað dómstólsins. <br /> <br /> Málið sem rekið sé fyrir héraðsdómi sé venjulegt einkamál samkvæmt lögum um meðferð einkamála, þótt stefndi sé opinber aðili. Umrædd stefna stafi ekki frá stjórnvaldi og sé ekki þáttur í meðferð stjórnsýslumáls heldur dómsmáls, þó það sé á könnu ríkislögmanns. Kærandi hafi ekki sýnt fram á að hafa neinna sérstakra lögvarinna hagsmuna að gæta í dómsmálinu. Því beri að hafna kröfu hans um umbeðið afrit af stefnu í þessu einkamáli. Benda megi á að hefði málið verið um sambærilega synjun dómstóls á afhendingu stefnunnar þá hefði borið að vísa málinu frá nefndinni. Það sé ekki verið að hindra aðgengi kæranda að upplýsingum heldur einfaldlega verið að virða lög og reglur sem um þetta gildi. Kærandi geti síðar fengið þær upplýsingar sem hann sækist eftir þegar dómur hafi verið birtur opinberlega eftir dómsuppkvaðningu. <br /> <br /> Í annan stað komi í stefnunni fram margvíslegar fjárhagslegar og rekstrarlegar upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins, umfram þær sem lesa megi úr ársreikningum frá þeim árum sem fjallað sé um í málinu. Ljóst sé af málatilbúnaði ríkislögmanns að þær forsendur sem stefnan byggi á og þær niðurstöður sem á þeim byggi séu að einhverju leyti dregnar í efa og eigi eftir að takast á um þær fyrir dómi. Meðan málið sé til umfjöllunar hjá dómstóli þyki fyrirtækinu ekki rétt og þjóni það engum tilgangi að birta stefnuna. Efni hennar hafi heldur ekki verið kynnt fyrir hluthöfum félagsins, sem séu um það bil 140 talsins. Telji fyrirtækið því að hafna eigi kröfum kæranda um afhendingu stefnunnar.<br /> <br /> Í svarbréfum Gjögurs hf., dags. 13. febrúar 2020, Hugins ehf., dags. 12. febrúar 2020, Loðnuvinnslunnar hf., dags. 14. febrúar 2020, og Ísfélags Vestmannaeyja hf., dags. 12. febrúar 2020, kemur fram að um aðgang að gögnum dómsmála gildi sérlagaákvæði 13. og 14. gr. laga um meðferð einkamála og reglur dómstólasýslunnar nr. 9/2018, sbr. meðal annars 3. og 6. gr. reglnanna. Eins og fram komi í bréfi ríkislögmanns eigi það sér jafnframt stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem sérstaklega kveði á um að gögn í vörslu dómstóla séu undanskilin og falli ekki undir upplýsingalögin. Ekki verði með neinu móti ráðið að kærandi teljist hafa lögvarða hagsmuni, í skilningi laga um meðferð einkamála þ. á m. eins og ákvæðið hafi verið skýrt í framkvæmd, en samkvæmt skilningi fyrirtækjanna hafi umrætt ákvæði verið túlkað þröngri skýringu. <br /> <br /> Ákvæði laga um meðferð einkamála, og reglur settar með stoð í þeim, væru jafnframt nafnið tómt ef unnt væri að sneiða fram hjá þeim með því að beina beiðni um aðgang að gögnum dómsmáls til stjórnvalds, sem hefði gögnin undir höndum, á grundvelli upplýsingalaga, í stað dómstóls eftir fyrirmælum laga um meðferð einkamála. Fengi slík niðurstaða jafnframt lítt samrýmst aðalreglu 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sem beri með sér að um aðgang að gögnum dómsmála skuli gilda ákvæði laga um meðferð einkamála og reglur settar með stoð í þeim lögum. Því beri að synja um aðgang og beina málinu í þann farveg sem lög um meðferð einkamála ráðgeri. Verði engan veginn ráðið hvaða hagsmunir almennings eigi að leiða til annarrar niðurstöðu. <br /> <br /> Þá segir að stefnur fyrirtækjanna, ekki síst dómkröfur og útreikningsforsendur þeirra, innihaldi eðli málsins samkvæmt upplýsingar sem teljist í eðli sínu varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni, enda komi fram fjölmargar fjárhagslegar og rekstrarlegar upplýsingar sem taki til starfsemi fyrirtækjanna. Ásamt því megi draga vissar ályktanir af þeim upplýsingum sem þar birtist, sem séu í eðli sínu viðkvæmar, meðal annars út frá samkeppnissjónarmiðum, sbr. einnig ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005. Megi við bæta að samkeppnisyfirvöld hafi talið rekstrarupplýsingar og upplýsingar af viðlíkum toga, jafnvel þótt gamlar séu, til viðkvæmra fjárhagsupplýsinga sem trúnaður ríki um og dragi ákvarðanir samkeppnisyfirvalda dám af þessu þar sem upplýsingar sem þessar séu jafnan ekki birtar almenningi. Samkvæmt framansögðu telji fyrirtækin rétt að málinu sé vísað frá en beiðninni að öðrum kosti hafnað. Telji úrskurðarnefndin, þrátt fyrir framangreint, rétt að fallast á beiðnina sé þess óskað að nefndin fresti réttaráhrifum úrskurðarins í samræmi við það sem nánar greini í 24. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að stefnum sjávarútvegsfyrirtækja á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl á árunum 2015-2018 og upplýsingum um hver bótakrafa þeirra sé. <br /> <br /> Kærandi beindi beiðninni að ríkislögmanni sem afmarkaði beiðnina við eftirfarandi gögn: <br /> <br /> 1. Stefnur Gjögurs hf., Ísfélags Vestmannaeyja hf., Skinneyjar-Þinganess hf., Loðnuvinnslunnar hf. og Hugins ehf., vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2015-2018 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. júní 2019.<br /> 2. Stefnur Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2015-2018 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. september 2019. <br /> 3. Stefnur Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. vegna úthlutunar á aflaheimildum í makríl árin 2015-2018 sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. desember 2019. <br /> <br /> Ríkislögmaður synjaði beiðni kæranda um aðgang að stefnunum, annars vegar á þeim grundvelli að þær væru undanþegnar upplýsingarétti þar sem þær væru hluti af málsskjölum í dómsmáli sem sé til meðferðar og hins vegar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Ríkislögmaður telur ákvæði laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, um aðgang að dómsskjölum, sbr. 13. og 14. gr. laganna og 3. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 9/2008, gilda um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum. Vísað er til þess að sú túlkun eigi sér stoð í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 5. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar að frátöldum ákvæðum V.–VII. kafla. Lögin gilda þó ekki um gögn í vörslu þeirra um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók, gerðabók og þingbók.<br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019, er breyttu upplýsingalögum nr. 140/2012, var gildissvið laganna víkkað út þannig að lögin ná nú yfir stóran hluta starfsemi handhafa löggjafar- og dómsvalds, þ.e. Alþingis, dómstóla og dómstólasýslunnar. Varðandi gögn í vörslu dómstóla segir eftirfarandi í athugasemdum um 2. gr. í frumvarpi til laga nr. 72/2019: <br /> <br /> „Ekki er lagt til að upplýsingalög taki til gagna einstakra dómsmála og endurrita úr dómabók og þingbók, enda gilda sérákvæði réttarfarslaga um aðgang aðila og annarra að slíkum gögnum. Þannig er gert ráð fyrir að sömu reglur gildi áfram um aðgang almennings að upplýsingum um málsmeðferð fyrir dómi, sem er til samræmis við það sem gildir um ýmsar athafnir sýslumannsembætta, svo sem þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu o.s.frv., svo og gögn um rannsókn sakamála eða saksókn skv. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Sömu sjónarmið eiga við um aðgang að gerðabókum dómstólanna sem lagt er til að verði undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum.“<br /> <br /> Í 1. og 5. mgr. 14. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, er mælt fyrir um rétt þeirra, sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, til aðgangs að staðfestu eftirriti af málsskjölum og upplýsingum úr þingbók eða dómabók. Ákvæðið veitir því rétt til aðgangs að málsskjölum í einkamáli óháð því hvort aðili málsins falli undir gildissvið upplýsingalaga. Samkvæmt orðalagi ákvæðisins á það aðeins við um gögn í vörslu dómstóla og dómstólasýslunnar um meðferð dómsmála. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst af framangreindu að í ákvæðum upplýsingalaga og við setningu núgildandi ákvæðis 5. mgr. 2. gr. laganna hafi verið gengið út frá því að ákvæði laga nr. 91/1991 giltu um rétt til aðgangs að málsskjölum í einkamálum hjá dómstólum og sem dómstólar hefðu í vörslum sínum. Í þessum ákvæðum er hins vegar ekki fjallað um það hvernig haga eigi aðgangi almennings að gögnum sem lögð hafa verið fram sem málsskjöl í einkamálum þegar gögnin eru í vörslum stjórnvalda. <br /> <br /> Þegar leyst er úr þessu atriði telur úrskurðarnefndin rétt að minna á að upplýsingalögunum er ætlað rúmt gildissvið samkvæmt 2. gr., enda er í 1. mgr. 2. gr. laganna tiltekið að lögin taki til ,,allrar starfsemi stjórnvalda“. Þá er jafnframt lagt til grundvallar í 1. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að lögin taki til ,,allra gagna“ sem mál varða. Ljóst er að í ákvæðum upplýsingalaga er beinlínis gert ráð fyrir því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin kunni að hafa í vörslum sínum gögn sem kunna að vera til afnota í dómsmáli, sbr. undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Í síðastnefnda ákvæðinu er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til ,,bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.“ <br /> <br /> Að slepptu þessu ákvæði er ekki að finna nein ákvæði í upplýsingalögum sem fjalla um önnur málsskjöl sem stjórnvöld hafa í vörslum sínum og hafa verið lögð fram í einkamáli sem rekið er fyrir dómi. Verður því ekki séð að löggjafinn hafi ákveðið að stjórnvöld geti fortakslaust undanskilið slík gögn upplýsingarétti með sama hætti og gert er með dómstóla í 5. mgr. 2. gr. laganna. Verður því að leggja til grundvallar að almennar reglur upplýsingalaga gildi almennt um aðgang almennings að málsskjölum úr einkamálum sem stjórnvöld og eftir atvikum aðrir aðilar en dómstólar, sbr. 2. gr. upplýsingalaga, hafa í vörslum sínum og að ekki sé heimilt að synja um aðgang að slíkum gögnum nema að því marki sem undanþáguákvæði 6.-10. gr. taki til þeirra. <br /> <br /> Í ljósi þessa standa ekki rök til þess að telja skjöl í vörslum stjórnvalda eða aðila sem falla undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undanþegin gildissviði laganna þegar af þeirri ástæðu að þau hafi verið lögð fram í dómsmáli, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar nr. 736/2018. <br /> <br /> Með vísan til þessa verður leyst úr aðgangi kæranda að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum er greinir í 6.-10. gr. laganna. Úrskurðarnefndin telur rétt að taka fram að í þessum úrskurði verður engin afstaða tekin til þess hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að sömu gögnum samkvæmt ákvæðum 1. og 5. mgr. 14. gr. laga nr. 91/1991.<br /> <h2>2.</h2> Ákvörðun ríkislögmanns um að synja beiðni kæranda er í öðru lagi reist á 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu. <br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“ <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. <br /> <br /> Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við það mat verður að hafa í huga það meginmarkmið laganna að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, meðal annars í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Þá er tiltekið í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið stefnurnar sem ríkislögmaður afhenti nefndinni. Í stefnunum er þess krafist að íslenska ríkið greiði stefnendum skaðabætur á þeim grundvelli að þeim hafi verið úthlutað minni aflaheimildum til makrílveiða en rétt hefði verið lögum samkvæmt. <br /> <br /> Af málatilbúnaði útgerðarfyrirtækjanna í þeim stefnum sem úrskurðarnefndin hefur undir höndum verður bersýnilega ráðið að bótakrafa þeirra er sett fram í kjölfar dóma Hæstaréttar Íslands frá 6. desember 2018 í málum nr. 508/2017 og 509/2017. Í dómunum var fallist á að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á því fjártjóni sem stefnendur í málunum kynnu að hafa beðið 2011 til 2014 vegna þess að þeim var með ákvörðunum Fiskistofu úthlutað minni aflaheimildum en skylt var samkvæmt lögum nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Af forsendum sömu dóma Hæstaréttar er enn fremur ljóst að ákvarðanir Fiskistofu voru byggðar á reglugerðum sem þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafði sett og að með þeim hefði verið tekin ákvörðun um að takmarka heildarafla úr makrílstofninum. Taldi Hæstiréttur að ákvæði reglugerðanna sem Fiskistofa hefði miðað við um úthlutun aflaheimilda hefðu ekki staðist lög að þessu leyti og að stefnendum hefði því verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl á árunum 2011 til 2014 en skylt var samkvæmt þágildandi lögum. <br /> <br /> Þegar tekin er afstaða til þess hvort hagsmunir þeirra útgerðarfyrirtækja sem nú hafa stefnt íslenska ríkinu af því að upplýsingum um málatilbúnað þeirra sé haldið leyndum vegi þyngra en sjónarmið um upplýsingarétt almennings verður að hafa í huga að stefnurnar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að hafa að geyma bótakröfur sem lúta meðal annars að ólögmætum ákvörðunum Fiskistofu og því að ráðherra hafi sett stjórnvaldsfyrirmæli um úthlutun aflaheimilda á grundvelli laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, sem ekki voru í samræmi við ákvæði laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. <br /> <br /> Dómsmálin sem um ræðir varða því kröfur um fjárhagslegt uppgjör vegna ólögmætrar háttsemi handhafa framkvæmdavalds við ráðstöfun opinberra hagsmuna og úthlutun aflaheimilda í skjóli stjórnsýsluvalds, og lúta jafnframt að hugsanlegum fjárútlátum íslenska ríkisins sem numið geta verulegum fjárhæðum. Í því sambandi telur úrskurðarnefndin enn fremur rétt að benda á að samkvæmt 22. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni við nytjastofna sjávar, teljast upplýsingar um aflahlutdeild einstakra skipa, úthlutun aflamarks til þeirra, afla einstakra skipa og ráðstöfun aflaheimilda vera opinberar upplýsingar sem öllum er heimill aðgangur að. Með vísan til þessa getur nefndin ekki fallist á að hagsmunir útgerðarfyrirtækjanna sem um ræðir af leynd um málatilbúnað þeirra í stefnu geti vegið þyngra en þeir mikilvægu hagsmunir að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. <br /> <br /> Í stefnunum sem um ræðir koma fram upplýsingar um dómkröfur, málsatvik, málsástæður og helstu rök fyrir dómkröfunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verða þær upplýsingar ekki í heild sinni felldar undir 9. gr. upplýsingalaga heldur aðeins þær upplýsingar sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðarfyrirtækjanna. <br /> <br /> Í kafla V. í stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf., dags. 10. desember 2019, er að finna nánari lýsingar á því fjártjóni sem fyrirtækin telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar aflaheimilda. Þar kemur fram að við útreikning á hagnaðarmissi fyrirtækjanna sé stuðst við jaðarframlegð makríls hjá fyrirtækjunum, byggt á upplýsingum og gögnum úr fjárhagsbókhaldi þeirra og upplýsingum Fiskistofu um veiddan heildarafla. Þá koma fram upplýsingar um á hvaða þáttum útreikningur á jaðarframlegð eru byggðir og eru þeir tilteknir í nokkrum stafliðum í efnisgrein 40. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar sem þar koma fram í stafliðum a-h séu mikilvægar virkar viðskiptaupplýsingar Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf. sem óheimilt er að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Í öðrum hlutum stefnanna koma hvergi fram upplýsingar um mikilvæga virka viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna sem felldar verða undir 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um málatilbúnað einkaaðila á hendur íslenska ríkinu vegi í þessu tilviki þyngra en hagsmunir þeirra síðarnefndu af því að þær fari leynt. Verður því ríkislögmanni gert að veita kæranda aðgang að stefnunum að undanskildum upplýsingum sem fram koma í stafliðum a-h í efnisgrein 40, bls. 9-12, í stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf., dags. 10. desember 2019. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Embætti ríkislögmanns er skylt að veita kæranda, A, ritstjóra Kjarnans, aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Stefnum Gjögurs hf., Ísfélags Vestmannaeyja hf., Skinneyjar-Þinganess hf., Loðnuvinnslunnar hf. og Hugins ehf., sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. júní 2019.<br /> 2. Stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf., sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. september 2019. <br /> 3. Stefnum Eskju hf. og Vinnslustöðvarinnar hf., sem lagðar voru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. desember 2019. Þó skal afmá upplýsingar sem koma fram í stafliðum a-h í efnisgrein 40, bls. 9-12, í stefnunum.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
884/2020. Úrskurður frá 1. apríl 2020 | Kærð var ákvörðun Borgarbyggðar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefndin féllst á rétt kæranda til aðgangs að samningi Borgarbyggðar við lögmannsstofu vegna málarekstrarins og minnisblaði sveitarfélagsins með upplýsingum um lögmannskostnað vegna tiltekinna ára. Nefndin vísaði beiðni kæranda um aðgang að sundurliðuðum heildarkostnaði vegna dómsmála milli hans og sveitarfélagsins aftur til Borgarbyggðar. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 1. apríl 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 884/2020 í máli ÚNU 19100013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24 október 2019, kærði A ákvörðun Borgarbyggðar um að synja honum um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með erindi til Borgarbyggðar, dags. 19. júlí 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um kostnað vegna málareksturs sveitarfélagsins fyrir dómstólum gegn kæranda vegna ágreinings um beitarafnotarétt í landi Króks. Sérstaklega var beðið um upplýsingar um kostnað við rekstur dómsmálanna E-176/2012 fyrir Héraðsdómi Vesturlands, máls nr. 718/2013 fyrir Hæstarétti Íslands, máls nr. E-81/2016 fyrir Héraðsdómi Vesturlands og máls nr. 261/2019 fyrir Landsrétti. Fram kemur í beiðninni að óskað sé eftir upplýsingum um heildarkostnað málareksturs gegn kæranda sem eiganda jarðarinnar Króks frá því að mál nr. E-176/2012 við Héraðsdóm Vesturlands var dómtekið. Þá var óskað eftir upplýsingum um hvaðan greiðslur vegna málsins hefðu komið og hver hlutur sauðfjárbænda í Þverárréttarupprekstri hefði verið í þeim. Enn fremur var beðið um upplýsingar um kostnað Borgarbyggðar vegna álitsgerðar LEX lögmannsstofu sem unnin hafi verið fyrir sveitarfélagið þar sem kannaðir hafi verið möguleikar á því að höfða mál gegn eiganda Króks um hugsanlegan hefðaðan beitarrétt á landinu. Auk þess var óskað eftir aðgangi að samningi við LEX lögmannsstofu um málarekstur á hendur eiganda Króks. Að lokum laut beiðnin að upplýsingum um um hvort fyrirspurn fulltrúa í sveitarstjórn um sundurliðaðan lögfræðikostnað sveitarfélagsins árin 2016, 2017 og 2018 auk upplýsinga áætlaðan kostnað fyrir árið 2019, hefði verið svarað og hvar þau svör væru aðgengileg.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 16. september 2019, svaraði Borgarbyggð bréfi kæranda frá 19. júlí 2019. Þar eru honum veittar upplýsingar um heildarkostnað vegna dómsmáls nr. E-176/2012 frá því málið var dómtekið í héraði. Fram kemur í svarinu að kostnaður við málið hafi verið greiddur úr sveitarsjóði. Kæranda voru auk þess veittar upplýsingar um heildarkostnað vegna álitsgerðar sem unnin hafði verið í tengslum við könnun á möguleikum á málshöfðun um hugsanlegan hefðarrétt Borgarbyggðar á landi. Borgarbyggð synjaði kæranda aftur á móti um aðgang að samningi við LEX lögmannsstofu um málarekstur á hendur Króki með vísan til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Þá kemur fram í svari sveitarfélagsins að fyrirspurn sveitarstjórnarfulltrúans hafi verið svarað með minnisblaði en minnisblöð séu ekki birt á vef sveitarfélagsins.<br /> <br /> Kærandi svaraði sveitarfélaginu með bréfi, dags. 4. október 2019. Þar segir kærandi nokkuð skorta á að sveitarfélagið svari beiðni hans um upplýsingar um kostnað vegna málareksturs dómsmálanna þar sem aðeins hafi verið gefinn upp heildarkostnaður vegna þeirra en kærandi óski eftir sundurliðuðum kostnaði vegna málareksturs þeirra fjögurra dómsmála sem nefnd voru í beiðni kæranda. Varðandi afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni um aðgang að upplýsingum um lögfræðikostnað sveitarfélagsins á tilteknu tímabili segist kærandi ekki hafa óskað eftir því að fá upplýst hvernig fyrirspurn sveitarstjórnarfulltrúans hafi verið svarað heldur hverju svarað var.<br /> <br /> Sveitarfélagið svaraði bréfi kæranda frá 4. október 2019 með bréfi, dags. 21. október 2019. Þar kemur fram að sveitarfélagið hafi í samræmi við fyrri beiðni kæranda upplýst um heildarkostnað málareksturs gegn eigendum Króks frá því að mál nr. E-176/2012 var dómtekið. <br /> <br /> Vegna beiðni kæranda um sundurliðaðan kostnað vegna þess máls sem dómur hafi fallið í fyrir Hæstarétti árið 2014 og þess máls sem nú væri rekið fyrir dómstólum og hafi verið áfrýjað til Landsréttar þann 15. apríl, þá greindi sveitarfélagið kæranda frá því í bréfinu að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Sveitarfélaginu væri óskylt að útbúa ný gögn þar sem upplýsingarnar komi fram en það væri töluverð vinna. Sveitarfélagið vísaði í þessu sambandi til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. A-181/2004, 424/2012 og 748/2018. <br /> <br /> Hvað varði fyrirspurn kæranda um sundurliðaðan lögfræðikostnað sveitarfélagsins árin 2016-2018, áætlaðan slíkan kostnað vegna ársins 2019 og tengd gögn sagði í bréfi sveitarfélagsins að þau gögn lægju ekki fyrir. Þá yrði minnisblað um slíkan kostnað ekki birt, þar sem um vinnugagn væri að ræða en slík gögn væru undanþegin upplýsingarétti, sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Í bréfinu tiltekur sveitarfélagið þar næst heildarlögfræðikostnað þess fyrir árin 2016-2019. Þá er áréttað að synjað sé um aðgang að samningi við lögmannsstofuna LEX, með vísan til fyrri rökstuðnings og til 9. gr. upplýsingalaga. Að lokum er kæranda leiðbeint um kærurétt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Í kærunni til úrskurðarnefndarinnar, dags. 24. október sl., kemur meðal annars fram að bréfi kæranda, dags. 4. október 2019, hafi ekki verið svarað. Farið sé fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kveði á um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um kostnað Borgarbyggðar vegna máls nr. E-176/2012 fyrir Héraðsdómi Vesturlands, máls nr. 718/2013 fyrir Hæstarétti Íslands, máls nr. E-81/2016 fyrir Héraðsdómi Vesturlands, áfallinn kostnað vegna máls nr. 261/2019 við Landsrétt og upplýsingum sem varði þessi dómsmál. Þá sé óskað eftir aðgangi að samningi við LEX lögmannsstofu um málshöfðun gegn kæranda sem lagður hafi verið fram á 356. fundi byggðaráðs Borgarbyggðar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 24. október 2019, var kæran kynnt Borgarbyggð og sveitarfélaginu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Í umsögn Borgarbyggðar, dags. 20. nóvember 2019, kemur fram að kærandi hafi fyrst með bréfi, dags. 4. október 2019, óskað eftir að lögfræðikostnaður vegna málareksturs á hendur landeigendum Króks yrði sundurliðaður þannig að kostnaður við hvern tiltekinn þátt málsins yrði sérgreindur. Hvað varðar efni kærunnar segir sveitarfélagið í fyrsta lagi að kærandi hafi kært afgreiðslu sveitarfélagsins 20 dögum eftir að kærandi sendi sveitarfélaginu síðara erindi sitt. Sveitarfélagið hafi því ekki fengið nægjanlegt svigrúm til að svara erindi hans sem það hafi sannanlega gert vel innan 30 daga frestsins. Hafi kæranda því ekki verið heimilt að vísa máli sínu til nefndarinnar. Þar sem kæruskilyrði upplýsingalaga hafi ekki verið uppfyllt, sbr. 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 13. gr. laga nr. 72/2019 eigi að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Þá kemur fram að kæranda hafi verið veittar upplýsingar um kostnað við gerð lögfræðiálits og hver væri heildarkostnaður Borgarbyggðar við málarekstur gegn eigendum Króks frá því að mál nr. E-176/2012 við Héraðsdóm Vesturlands var dómtekið. Kæranda hafi aftur á móti verið synjað um aðgang að samningi við lögmannstofuna LEX vegna málarekstursins með vísan til 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en í umbeðnum gögnum séu upplýsingar um viðskiptahagsmuni stofunnar sem sanngjarnt væri að færu leynt. <br /> <br /> Einnig hafi því verið hafnað að afhenda sundurliðuð gögn um lögfræðikostnað sveitarfélagsins tiltekin ár en um væri að ræða vinnugögn frá starfsmönnum sveitarfélagsins sem útbúin hafi verið fyrir kjörna fulltrúa, sbr. 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Gögnin væru til notkunar innanhúss og ekki birt á vefsíðu sveitarfélagsins. <br /> <br /> Auk þess kemur fram að með bréfi þáverandi sveitarstjóra til kæranda, dags. 21. október 2019, hafi kæranda verið tilkynnt að upplýsingar um sundurliðaðan kostnað vegna reksturs mismunandi dómsmála lægju ekki fyrir hjá sveitarfélaginu. Það yrði talsverð vinna fyrir starfsmenn sveitarfélagsins að útbúa ný gögn þar sem hin umbeðna sundurliðun kæmi fram, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í bréfinu hafi beiðni kæranda vegna lögfræðikostnaðar sveitarfélagsins vegna áranna 2016-2018 og vegna áætlunar fyrir árið 2019 verið synjað af sömu ástæðu, þ.e. að gögn með umbeðnum upplýsingum væru ekki til og að þau þyrfti því að taka saman sérstaklega en sveitarfélaginu væri það ekki skylt. Hins vegar hafi kærandi með bréfinu verið upplýstur um heildarkostnað sveitarfélagsins vegna aðkeyptrar lögfræðivinnu fyrir árin 2016-2018 og það sem liðið væri af árinu 2019.<br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að sveitarfélagið telji kæranda ekki eiga rétt til þess að starfsmenn stjórnsýslu þess þurfi að leggja í verulega vinnu við að taka upplýsingar saman sérstaklega vegna beiðni hans. Þá eigi kærandi ekki rétt á afritum verksamninga sem sveitarfélagið geri um lögfræðivinnu. Vísað sé bæði til 1. mgr. 17. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup og til 9. gr. upplýsingalaga. Hvað varði gagnið sem tekið hafi verið var saman fyrir sveitarstjórnarfulltrúa Borgarbyggðar þá telji sveitarfélagið það vera vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þ.e. gagn sem starfsmenn sveitarfélagsins hafi tekið saman til eigin nota í því skyni að verða við beiðni kjörins sveitarstjórnarfulltrúa um upplýsingar, sbr. 8. gr. sömu laga. Enginn töluliða 3. mgr. 8. gr. eigi við um gagnið sem geri það að verkum að skylt sé að afhenda það. Ítrekuð er krafa um frávísun málsins.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 3. desember 2019, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athuga-semdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Borgarbyggðar. Þær bárust sama dag. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda kemur fram að svarbréf Borgarbyggðar dags. 21. október 2019, hafi borist kæranda sama dag og hann kærði afgreiðslu sveitarfélagsins. Í athugasemdunum kemur einnig fram að kærandi telji svar sveitarfélagsins vera ónákvæmt og ófullnægjandi. Í bréfi kæranda, dags. 19. júlí 2019, hafi verið óskað eftir upplýsingum um kostnað sveitarfélagsins vegna fjögurra tilgreindra dómsmála þannig að fyrir liggi heildarmynd af kostnaði vegna þessa málareksturs. Vegna þessa hafi kærandi óskað eftir upplýsingum um sundurliðaðan kostnað vegna þess málareksturs þann 4. október. Móttaka bréfsins hafi ekki verið staðfest og að liðnum 20 dögum frá póstlagningu bréfsins hafi kærandi kært afgreiðslu sveitarfélagsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í bréfi Borgarbyggðar, dags. 21. október 2019, komi engar viðbótarupplýsingar fram um kostnað sveitarfélagsins af málarekstri gegn kæranda frá árinu 2015 til 2019. Þá kemur fram að kæranda þyki rök sveitarfélagsins um að töluverð vinna fylgi því að taka saman upplýsingarnar ekki vera frambærileg. Hvað varði upplýsingar um lögfræðikostnað sveitarfélagsins á árunum 2016-2019 segir kærandi að svör sveitarfélagsins við þeirri fyrirspurn séu viðunandi svo langt sem þau nái. Ítrekuð er krafa um sundurliðaðan kostnað vegna málaferla sveitarfélagsins við kæranda. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum sveitarfélags sem lúta að ágreiningsmálum þess við kæranda. <br /> <br /> Í fyrsta lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum með upplýsingum um sundurliðaðan kostnað í tengslum við rekstur tiltekinna dómsmála milli kæranda og Borgarbyggðar. Með bréfi, dags. 16. september 2019, veitti sveitarfélagið kæranda upplýsingar um heildarkostnað vegna dómsmáls er lauk með dómi Hæstaréttar. Í bréfi sveitarfélagsins til kæranda, dags. 21. október 2019, kemur fram að sveitarfélagið telji kæranda fyrst hafa óskað eftir sundurliðun kostnaðar vegna tiltekinna dómsmála með bréfi 4. október 2019. Að því er þá beiðni varðar er það í fyrsta lagi afstaða sveitarfélagsins að kærandi hafi kært afgreiðslu þess áður en því hafði verið veitt tækifæri á að afgreiða beiðnina. Vísar sveitarfélagið í þessu sambandi til þess að kærandi kærði málið til úrskurðarnefndarinnar áður en hann hafði kynnt sér svarbréf sveitarfélagsins frá 21. október. Í öðru lagi er það afstaða sveitarfélagsins að það geti ekki orðið við beiðni um sundurliðun á kostnaði við málareksturinn þar sem slík sundurliðun liggi ekki fyrir og sveitarfélaginu sé ekki skylt að útbúa hana í tilefni af beiðni kæranda, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu eru kærandi og sveitarfélagið Borgarbyggð ekki að fullu sammála um hvað hafi falist í upphaflegri gagnabeiðni kæranda. Vill kærandi meina að með upphaflegu beiðninni hafi verið óskað eftir sundurliðuðum kostnaði við rekstur nokkurra tilgreindra mála og sú beiðni hafi verið áréttuð með seinna erindi kæranda til sveitarfélagsins. Sveitarfélagið skildi upphaflega beiðni kæranda aftur á móti þannig að hún hefði aðeins lotið að sameiginlegum heildarkostnaði og ósk um sundurliðun hefði ekki borist sveitarfélaginu fyrr en með nýrri beiðni 4. október 2019. Það hvort um sé að ræða tvær beiðnir eða eina sem ítrekuð hafi verið gæti skipt máli varðandi tímafresti og kæruheimild.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með sveitarfélaginu að beiðni kæranda hefði mátt vera skýrari, enda má skilja orðið „heildarkostnað“ í upphaflegri beiðni kæranda bæði sem heildarkostnað við öll dómsmálin sem og heildarkostnað við hvert og eitt dómsmál. Hvað sem þessu líður liggur nú fyrir að kærandi óskar eftir upplýsingum um kostnað við hvert dómsmál fyrir sig. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur af þeim sökum rétt að taka fram að ef tilefni erindis sem stjórnvaldi berst er að einhverju leyti óljóst þá leiðir það af leiðbeiningarskyldu stjórnvalds, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að stjórnvaldi beri þá að fá upplýst um tilefnið frá aðila máls með þeim ráðum sem tiltæk eru. Í ljósi þessarar skyldu sveitarfélagsins, svo og þess að upplýst hefur verið við meðferð úrskurðarnefndarinnar á erindi kæranda að kærandi óskar eftir upplýsingum um kostnað við hvert dómsmál fyrir sig telur úrskurðarnefndin sig ekki hafa forsendur til að vísa beiðni kæranda frá á þeim grundvelli að hann hafi kært málið til úrskurðarnefndarinnar án þess að hafa kynnt sér svör sveitarfélagsins. Hefur nefndin þá jafnframt í huga að sú afstaða sveitarfélagsins að synja beri beiðninni, að því marki sem hún tekur til upplýsinga um kostnað við hvert og eitt dómsmál, liggur fyrir með skýrum og rökstuddum hætti. Með vísan til þess mun nefndin taka þennan þátt kærunnar til umfjöllunar. <br /> <br /> Eins og vikið var að hér að framan byggir Borgarbyggð synjun sína á upplýsingum um sundurliðaðan kostnað vegna hvers og eins dómsmáls á því að slík sundurliðun hafi ekki verið tekin saman og því séu gögn þar að lútandi ekki fyrirliggjandi.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við fyrrnefnda ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er meðal annars tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Upplýsingalög leggja því ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur aftur á móti fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. <br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar eru að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019 og 833/2019. <br /> <br /> Samkvæmt þessu bar Borgarbyggð að taka afstöðu til þess, í tilefni af fyrstu beiðni kæranda, dags. 19. júlí 2019, hvort tilefni væri til að veita kæranda aðgang að reikningum og öðrum gögnum með kostnaðarupplýsingum vegna málareksturs þeirra mála sem kærandi tilgreindi. Í rökstuðningi sveitarfélagsins til kæranda, dags. 16. september 2019, kemur ekki fram að lagt hafi verið mat á hvort fyrirliggjandi séu gögn um greiðslur vegna málareksturs einstaka dómsmála og í kjölfarið metið hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim, heldur verður ráðið af gögnum málsins að ákveðið hafi verið að afgreiða beiðni kæranda með því að taka saman upplýsingar úr þessum fyrirliggjandi gögnum um heildarkostnað. <br /> <br /> Þar sem ekki hefur farið fram mat á þeim gögnum sem beiðni kæranda lýtur að hefur hún ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög gera kröfu um. Vegna þessa annmarka verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun Borgarbyggðar frá 16. september 2019 úr gildi að því er varðar aðgang að sundurliðuðum kostnaði vegna málareksturs tiltekinna dómsmála og vísa henni aftur til sveitarfélagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>2.</h2> Í öðru lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi sveitarfélagsins við LEX- lögmannsstofu vegna málareksturs þess við kæranda. Borgarbyggð telur óheimilt að veita kæranda aðgang að gögnunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd telur kæranda hafa hagsmuni umfram almenning af því að fá aðgang að samningnum, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingamál, en með honum felur Borgarbyggð tilgreindri lögmannsstofu að taka að sér málarekstur við kæranda. Um rétt kæranda til aðgangs að samningnum fer því eftir 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga lýtur m.a. takmörkunum á grundvelli 3. mgr. greinarinnar. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Verður því að leggja mat á hvort vegi þyngra, hagsmunir kæranda til aðgangs að upplýsingum um einingarverð lögmannsstofunnar sem Borgarbyggð samdi við um málareksturinn eða hagsmunir lögmannsstofunnar af því að upplýsingarnar fari leynt. <br /> <br /> Þegar 14. gr. upplýsingalaga er túlkuð þarf að fara fram mat á því hvort upplýsingar í gögnum séu þess eðlis að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að þeim samkvæmt 9. gr. laganna. <br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun upplýsingalaga á aðgangi að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila segir í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Kaupanda er óheimilt að láta af hendi viðkvæmar upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljast upplýsingar um rekstur, sértækar tæknilausnir, einingarverð, fjárhagsmálefni og viðskipti og aðrar þær upplýsingar sem skaðað geta hagsmuni fyrirtækisins ef aðgangur er veittur að þeim.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna kemur eftirfarandi fram: <br /> <br /> „Ákvæðið hefur ekki áhrif á skyldu aðila til að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, nr. 140/2012, en í þessu felst m.a. að kaupanda ber að upplýsa um heildartilboðsfjárhæð og samningsfjárhæð vegna innkaupa. Þrátt fyrir það skal kaupanda ekki vera skylt að afhenda gögn sem eru til þess fallin að raska samkeppni eða skaða viðskiptahagsmuni fyrirtækis og farið hefur fram á að gætt sé trúnaðar um slík gögn í innkaupaferli. Er hér t.d. átt við upplýsingar um einingarverð eða sérstakar tæknilausnir sem bjóðandi leggur fram í innkaupaferli. Ekki er æskilegt að viðkvæmar viðskipta- og fjárhagsupplýsingar um fyrirtæki verði gerðar aðgengilegar samkeppnisaðilum vegna þátttöku í opinberum innkaupum og er slík framkvæmd til þess fallin að raska samkeppni á markaðnum sem gengur gegn almennu markmiði laganna. Allar takmarkanir á almennum upplýsingarétti ber þó að túlka þröngt enda mikilvægt að gagnsæis sé gætt í opinberum innkaupum.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt áherslu á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um kaup stjórnvalda á vörum og þjónustu enda eigi almenningur ríkan rétt á því að kynna sér hvernig opinberu fé er ráðstafað, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 751/2018, 806/2019, 818/2019, 873/2020, 876/2020. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur í því sambandi tekið fram að ekki verði dregin almenn ályktun um aðgang almennings að einingarverði í tilboðum útboða eða annarra tilboðsumleitana enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar nr. 852/2019. Við mat á því hvort almenningur eigi rétt til slíkra upplýsinga er litið til þess hvort þær varði mikilvæga virka viðskiptahagsmuni og hvort birting upplýsinganna sé til þess fallin að geta valdið fyrirtæki eða lögaðila tjóni. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni samningsins við LEX lögmannsstofu sem um ræðir í þessu máli. Í samningnum koma fram upplýsingar um verð á tímaeiningu en tekið er fram að það sé ákveðið í samræmi við gjaldskrá lögmannstofunnar en samningurinn var undirritaður árið 2015. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verða upplýsingar um verð samkvæmt gjaldskrá ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga, enda má ætla að upplýsingar um gjaldskrá fyrirtækja séu kaupendum að jafnaði aðgengilegar ef eftir þeim er óskað. Því telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að samningi þess við lögmannsstofu, hvorki á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga né á grundvelli 9. gr. laganna. <br /> <br /> Hvað varðar önnur ákvæði samningsins verður ekki séð að þar komi fram upplýsingar sem telja má að falli undir mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni í skilningi 9. gr. upplýsingalaga og sem valdið geta lögmannsstofunni tjóni verði kæranda veittur aðgangur að þeim. Þá inniheldur samningurinn ekki upplýsingar um samskipti vegna könnunar á réttarstöðu eða undirbúnings dómsmáls, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, enda hélt sveitarfélagið því ekki fram að heimilt væri að undanþiggja samninginn upplýsingarétti á grundvelli þeirrar valkvæðu heimildar sem fram kemur í ákvæðinu. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi eigi rétt til aðgangs að samningnum. <br /> <h2>3.</h2> Í þriðja lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að minnisblaði sem tekið var saman að beiðni sveitarstjórnarfulltrúa um lögfræðikostnað áranna 2017 og 2018. Ákvörðun sveitarfélagsins er byggð á því að um vinnugögn sé að ræða. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. <br /> <br /> Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna. <br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umbeðin gögn en um er að ræða yfirlit yfir lögfræðikostnað sveitarfélagsins árin 2017 og 2018. Kemur þar fram dagsetning bókunar á kostnaði, nafn fyrirtækis sem greitt var til, fjárhæð vsk-upphæðar, fjárhæð án vsk., samtala og heiti þess verkefnis sem greitt var fyrir. <br /> <br /> Til þess að gagn teljist vinnugagn verður það að vera undirbúningsgagn í reynd. Upplýsingar um fjárhæðir greiðslna vegna kaupa á þjónustu varða ekki undirbúning máls heldur lúta þær að því hvernig opinberu fé var ráðstafað. Minnisblaðið er því ekki vinnugagn í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og verður það því ekki undanþegið upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að sveitarfélaginu sé ekki óheimilt að veita aðgang að upplýsingunum vegna 9. gr. upplýsingalaga en um er að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinbers fjár. Ber því Borgarbyggð að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Borgarbyggðar um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um sundurliðaðan kostnað vegna máls nr. E-176/2012 fyrir Héraðsdómi Vesturlands, máls nr. 718/2013 fyrir Hæstarétti Íslands, mál nr. E-81/2016 fyrir Héraðsdómi Vesturlands, auk upplýsinga um áfallinn kostnað vegna máls nr. 261/2019 við Landsrétt, er felld úr gildi og er beiðninni vísað aftur til sveitarfélagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Borgarbyggð ber að veita kæranda aðgang að samningi sveitarfélagsins við LEX lögmannsstofu, dags. 30. september 2015, og minnisblaði vegna lögfræðikostnaðar árin 2017 og 2018. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
883/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020 | Í málinu var leyst úr rétti kæranda til aðgangs að skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi tiltekins skóla á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi rétt kæranda til þess að geta kynnt sér niðurstöðu athugunarinnar og forsendur hennar vega þyngra en réttur þeirra sem tjáðu sig við gerð skýrslunnar af því að efni hennar færi leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að skýrslunni án útstrikana. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 24. mars 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 883/2020 í máli ÚNU 19110007. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. nóvember 2019, kærði A ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar um að synja beiðni hennar um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 29. október 2019, óskaði kærandi eftir því að fá senda í heild sinni „skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans [...]“, dags. 13. nóvember 2017, sem unnin var af sálfræðistofunni Lífi og sál. Kærandi kvaðst vera þátttakandi í skýrslunni og fyrrverandi stuðningsfulltrúi við skólann og vísaði til þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði áður komist að því að annar þátttakandi skyldi fá aðgang að skýrslunni í heild sinni, sbr. úrskurð frá 27. september 2019 nr. 823/2019. Kærandi ítrekaði erindið til sveitarfélagsins þann 6. nóvember 2019. <br /> <br /> Sveitarfélagið synjaði beiðni kæranda hinn 7. nóvember 2019. Í svari sveitarfélagsins til kæranda segir að afhending skýrslunnar hafi verið á vafasömum grunni þrátt fyrir orð úrskurðarnefndarinnar þar sem höfundar skýrslunnar hafi merkt hana sem trúnaðarmál. Úrskurðarorðin taki eingöngu til kæranda í því máli sem úrskurðað var í en ekki annarra sem hafi tekið þátt í vinnunni með Lífi og sál. Því telji sveitarfélagið kæranda ekki eiga rétt á að fá skýrsluna. <br /> <br /> Í kæru er þess krafist að kærandi fái skýrsluna afhenta í heild sinni og tekið fram að kærandi hafi verið þátttakandi í rannsókninni. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Sveitarfélaginu Árborg með bréfi, dags. 15. nóvember 2019, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 29. nóvember 2019, kemur fram að afhending skýrslunnar sé byggð á „vafasömum grunni þrátt fyrir orð úrskurðarnefndarinnar“. Í úrskurði nefndarinnar nr. 823/2019 hafi verið úrskurðað um aðgang annars aðila að skýrslunni. Í niðurstöðu þess úrskurðar hafi ekki verið tekin afgerandi afstaða til þess hvort að í skýrslunni sé að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og jafnframt hafi verið vísað til þess að kærandi í því máli hafi áður fengið að lesa skýrsluna með útstrikunum. Þá hafi verið úrskurðað að veita skyldi þeim aðila aðgang að skýrslunni en ekki að honum skyldi afhent skýrslan. Í ljósi framangreinds telji sveitarfélagið óljóst hvort úrskurðurinn hafi fordæmisgildi í því máli sem hér um ræði. Þá sé ekkert sem standi í vegi fyrir því af hálfu sveitarfélagsins að kærandi komi á skrifstofu í Ráðhúsi Árborgar og fái að lesa yfir skýrsluna.<br /> <br /> Umsögn sveitarfélagsins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. desember 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 22. desember 2019, kemur fram að kærandi hafi verið þátttakandi í þeirri rannsókn sem skýrslan fjalli um. Kærandi tekur fram að hann hafi aldrei fengið að lesa skýrsluna, hvorki í heild né með útstrikunum, og finnist það vanvirðing við sig að vera boðið upp á að lesa skýrsluna undir eftirliti. Farið sé fram á að fá skýrsluna afhenta í heild sinni. Kærandi vilji geta lesið og ígrundað skýrsluna þegar sér henti og borið hana saman við umbótaáætlunina sem unnin hafi verið í kjölfarið. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu í vörslu Sveitarfélagsins Árborgar vegna athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans [...] sem unnin var af sálfræðistofunni Lífi og sál árið 2017 en kærandi var þátttakandi í athuguninni. <br /> <br /> Í umsögn Árborgar kemur fram að kærandi geti fengið að lesa skýrsluna í húsakynnum sveitarfélagsins en kæranda verði ekki afhent afrit af skýrslunni. Í þessu sambandi tekur úrskurðarnefnd um upplýsingmál fram að engin heimild er í upplýsingalögum nr. 140/2012 til þess að veita aðgang að gögnum með þeim hætti að aðeins megi kynna sér efni þeirra á starfsstöð þess sem hefur beiðnina til afgreiðslu, sbr. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-527/2014 og 654/2016. Upplýsingalög leggja þá skyldu á þá sem undir lögin falla að meta rétt til aðgangs að upplýsingum í gögnum samkvæmt lögunum. Meginreglan er sú að réttur til aðgangs að gögnum sé fyrir hendi nema sérstakar takmarkanir séu á því gerðar samkvæmt upplýsingalögum eða sérlögum. Sveitarfélaginu er því ekki heimilt að bjóða kæranda að kynna sér upplýsingar í gögnum á starfsstöð þess ef þær verða felldar undir undanþáguákvæði 6.-10. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 3. mgr. 14. gr. laganna. Geymi gögn slíkar upplýsingar er skylt að afmá þær úr gögnunum, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>2.</h2> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. <br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 120/2012 segir meðal annars um ákvæðið: <br /> <br /> „Regla sú sem fram kemur í 14. gr. frumvarpsins byggist á þeirri óskráðu meginreglu íslensks réttar að einstaklingar og lögaðilar eigi rétt til aðgangs að gögnum sem eru í vörslu stjórnvalda og varða þá sérstaklega enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Í 1. mgr. er upplýsingarétturinn skilgreindur á svipaðan hátt og upplýsingaréttur skv. 5. gr. en því bætt við að skjöl eða önnur gögn sem óskað er eftir aðgangi að skuli hafa að geyma upplýsingar um aðila sjálfan.“<br /> <br /> Þá segir einnig: <br /> <br /> „Rétt er að taka fram að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins er vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Er það í samræmi við hina óskráðu meginreglu íslensks réttar sem og þá framkvæmd sem hefur fest sig í sessi um beitingu 9. gr. gildandi upplýsingalaga. Hér getur því þurft, ólíkt því sem við á um beitingu II. kafla, að líta til ástæðna þess að aðili óskar upplýsinga.“<br /> <br /> Í úrskurðarframkvæmd hefur ákvæði 1. mgr. 14. gr. verið skýrt svo að þar undir falli ekki aðeins þau tilvik þegar aðili óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki það einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 630/2016, 750/2017, 756/2018 og 823/2019. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi sé fyrrverandi starfsmaður skólans og hafi verið þátttakandi í athugun þeirri sem fjallað er um í skýrslunni en því hefur sveitarfélagið ekki mótmælt. Skýrslan fjallar, eins og titill hennar ber með sér, um niðurstöður athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans [...]. Sem þáttakandi í athugunni og starfsmaður skólans hefur kærandi sérstaka og verulega hagsmuni umfram almenning af því að geta kynnt sér hvernig að athuguninni var staðið og forsendur að baki niðurstöðu hennar. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að skýrslunni á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Til stuðnings ákvörðun sinni vísar Árborg meðal annars til þess að höfundar skýrslunnar hafi merkt hana sem trúnaðargagn. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að sú meginregla gildir að upplýsingar og gögn stjórnvalda skulu vera aðgengileg nema takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Stjórnvöld geta ekki án lagaheimildar heitið trúnaði eða samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögunum. Við mat á því hvort aðgangur að tilteknum upplýsingum skuli veittur getur hins vegar haft þýðingu að þær hafi verið gefnar í trúnaði. <br /> <br /> Upplýsingaréttur aðila samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga verður að jafnaði ekki takmarkaður með öðrum hætti en sem fram kemur í 2. og 3. mgr. sömu greinar. Í 3. mgr. 14. gr. er fjallað um takmarkanir vegna einkahagsmuna samkvæmt ákvæðinu. Er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felst í því að vega skuli og meta þessa hagsmuni en síðarnefndu hagsmunirnir eru að meginstefnu þeir sömu og um ræðir í 9. gr. laganna. Í þeirri grein er meðal annars vísað til einka- eða fjárhagsmálefna einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir meðal annars eftirfarandi um framangreint hagsmunamat: <br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skýrslunnar sem kærandi óskaði aðgangs að. Í henni er fjallað um starfsanda í skólanum og samskipti starfsfólks við stjórnendur skólans. Í skýrslunni koma ekki fram nöfn starfsmanna eða lýsingar á viðtölum við einstaka viðmælendur heldur er fjallað um svör þeirra með almennum hætti. Í henni er ekki að finna upplýsingar sem teljast viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 eða aðrar viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni sem vega þyngra en réttur kæranda til þess að geta kynnt sér niðurstöðu athugunarinnar og forsendur hennar, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Samkvæmt þessu verður ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar um að synja kæranda um aðgang að skýrslunni því felld úr gildi og lagt fyrir sveitarfélagið að veita kæranda aðgang að henni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Sveitarfélagið Árborg skal veita kæranda, A, aðgang að skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans [...], dags. 13. nóvember 2017.</p> <p ><br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
882/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020 | Kærð var afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að tölvupóstssamskiptum ráðuneytisins við embætti ríkislögmanns. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með ráðuneytinu að tölvupóstsamskiptin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem í þeim færi fram ráðagerð í tengslum við höfðun dómsmáls. | <h1><span style="color: #000000;">Úrskurður</span></h1> Hinn 24. mars 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 882/2020 í máli ÚNU 19110001 <br /> <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. nóvember 2019, kærði A afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Kærandi óskaði eftir því með erindi, dags. 30. september 2019, að fjármála- og efnahagsráðuneytið veitti honum aðgang að gögnum sem skráð væru í málaskrá ráðuneytisins þar sem tilteknar greinargerðir ríkislögmanns í dómsmáli kæranda gegn íslenska ríkinu og Minjastofnun Íslands voru einnig skráðar. Einnig var óskað eftir svörum ráðuneytisins við öðrum spurningum kæranda varðandi málsmeðferð ráðuneytisins í því máli. Ráðuneytið svaraði kæranda þann 9. október 2020 og afhenti honum lista yfir gögn skráð á tiltekið mál. Þar voru skráðar tvær færslur, annars vegar bréf kæranda, dags. 30. september 2019, og hins vegar bréf frá ríkislögmanni, dags. 18. mars 2019, en þann dag hafði dómur fallið í dómsmáli kæranda gegn íslenska ríkinu og Minjastofnun. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu áþekka fyrirspurn 30. september 2019 og að henni hafi verið svarað 9. október 2019. Samkvæmt svari þess ráðuneytis hafi það skráð í málaskrá sína tölvupóstssamskipti frá starfsmanni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 3. apríl 2019, en þau samskipti hafi ekki verið skráð í málaskrá fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Kærandi hafi sent fjármála- og efnahagsráðuneytinu tölvupóst 15. október 2019, bent á að tölvupóstssamskiptanna hefði ekki verið getið í svari ráðuneytisins og óskað eftir aðgangi að samskiptunum. Ráðuneytið hafi svarað kæranda því, dags. 16. október 2019, að farist hefði fyrir að skrá samskiptin í málaskrá og væri það harmað. Hins vegar væri kæranda synjað um aðgang að samskiptunum með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Kærandi var þó upplýstur um að afstaða ráðuneytisins sem kæmi fram í tölvupóstinum hefði verið sú að ekki yrði gerð athugasemd við þá fyrirætlan Minjastofnunar. <br /> <br /> Í kæru er farið fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál afli og kynni sér umbeðin tölvupóstsamskipti og umsögn Minjastofnunar Íslands og úrskurði hvort kærða beri að láta þessi gögn af hendi við kæranda. Kærandi bendir úrskurðarnefndinni sérstaklega á að kynna sér hverjir viðtakendur tölvupóstsamskiptanna hafi verið því það kunni að hafa þýðingu í málinu. Falli hlutar tölvupóstsamskiptanna eða umsagnarinnar undir undanþáguákvæði upplýsingalaga fer kærandi fram á að fá aðgang að þeim hlutum gagnanna sem ekki falli undir þau. <br /> <br /> Kærandi dregur það í efa að efni tölvupóstssamskiptanna sé undanþegið upplýsingalögum á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ráðuneytið hafi upplýst um að í tölvupóstsamskiptunum komi fram tiltekin fyrirætlan hjá sjálfstæðri ríkisstofnun, þ.e. Minjastofnun Íslands. Enn fremur hafi ráðuneytið upplýst að ekki séu gerðar athugasemdir við þá fyrirætlan. Því sé ekki lengur um það að ræða að ráðuneytið sé að afla álits eða ráðgjafar frá sérfróðum aðila heldur sé ráðuneytið sem stjórnvald að lýsa samþykki sínu í formi athugasemdaleysis á tiltekinni fyrirætlan. Tölvupóstsamskiptin hafi einnig verið við mennta- og menningarmálaráðuneytið og líklega einnig við Minjastofnun Íslands. Það bendi til þess að ekki sé einvörðungu um að ræða bréfaskipti um ráðgjöf sérfróðra aðila, heldur sé eitt stjórnvald að upplýsa önnur um fyrirætlanir sínar og leita eftir áliti eða samþykki á þeim. Vísað er til þess að í athugasemdum við frumvarp til laga nr. 72/2019 komi fram að gera verði þá kröfu að aðgangur að umbeðnum upplýsingum myndi að öllum líkindum leiða til skerðingar á réttarstöðu hins opinbera aðila sem um ræði. <br /> <br /> Kærandi dregur í efa að aðgangur að upplýsingum í tölvupóstsamskiptunum eða umsögn Minjastofnunar geti mögulega skert réttarstöðu íslenska ríkisins eða stofnunarinnar. Í því samhengi tekur kærandi fram að málarekstur opinberra aðila fyrir dómstólum geti ekki byggst á því að fyrirætlunum stjórnvalda sé haldið leyndum. Hér komi til skoðunar sjónarmið um skyldur opinberra aðila í dómsmálum sem þau reki gagnvart borgurunum. Þar hafi ríkið fyrst og fremst þá skyldu að ná fram réttri niðurstöðu sem ekki verði séð að stefnt verði í hættu ef upplýst verði um fyrirætlanir þess.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 4. nóvember 2019, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun ráðuneytisins. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 4. nóvember 2019, er vísað til rökstuðnings sem kemur fram í svari ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. október 2019, sem og í frekari bréfaskiptum, dags. 16. og 21. október 2019. Fram kemur að kæranda hafi verið synjað um aðgang að svari ráðuneytisins við tölvupósti til ríkislögmanns þann 3. apríl 2019 og hafi afrit póstsins verið sent sérfræðingi mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Engin samskipti hafi verið milli ráðuneytisins og Minjastofnunar Íslands vegna málsins. Ráðuneytið hafi ekki fengið í hendur umsögn Minjastofnunar sem vísað sé til í kærunni, heldur hafi verið vísað til hennar og til símtals milli ráðuneytisins og ríkislögmanns í erindinu, dags. 3. apríl 2019. Efni símtalsins hafi ekki verið skráð en með því hafi ráðuneytið verið upplýst um afstöðu Minjastofnunar til áfrýjunar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 5. nóvember 2019, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 5. nóvember 2019, kemur fram að ef umsögn Minjastofnunar hafi ekki borist ráðuneytinu líkt og það haldi fram þá dragi kærandi þann hluta beiðninnar til baka. Eftir standi krafa kæranda um aðgang að afritum tölvupóstssamskiptanna. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tölvupóstsamskiptum sem fóru fram milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og embættis ríkislögmanns annars vegar og hins vegar milli embættisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 3. apríl 2019. <br /> <br /> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að tölvupóstssamskiptunum er reist á því að þau séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 140/2012 er tekið fram að baki undanþágunni búi það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Beri að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verði til eða aflað sé gagngert í þessu skyni og taki því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað sé við meðferð stjórnsýslumála almennt. Ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningarreglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngt.<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að umrædd bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. <br /> <br /> Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í tengslum við málshöfðun eða annan réttarágreining en ekki um gögn sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. <br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Ríkislögmaður er því samkvæmt lögum sérfróður aðili sem sér um vörn eða sókn annarra ríkisaðila í dómsmálum, sbr. einnig úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 828/2019 og 870/2020. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni tölvupóstanna sem fela í sér samskipti tveggja ráðuneyta við ríkislögmann. Þrátt fyrir að samskiptin séu efnisrýr verður ekki fram hjá því litið að í þeim fer fram ráðagerð í tengslum við höfðun dómsmáls. Þá tók fjármála- og efnahagsráðuneytið afstöðu til aukins aðgangs að gögnunum, sbr. 11. gr. upplýsingalaga og upplýsti kæranda um efni svars ráðuneytisins við tölvupósti embættis ríkislögmanns. Það er því mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að samskiptunum á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Verður því ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins staðfest. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 16. október 2019, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að tölvupóstssamskiptum sem annars vegar fóru fram milli ríkislögmanns og mennta- og menningarmálaráðuneytisins og hins vegar milli ríkislögmanns og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 3. apríl 2019. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
881/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020 | Hafnað var kröfu um endurupptöku mála úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 19050024 og 19060008, sem lauk með úrskurðum nr. 829/2019 og 380/2019, þar sem skilyrði stjórnsýsluréttar um endurupptöku máls voru ekki talin vera fyrir hendi. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 24. mars 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 881/2020 í máli ÚNU 19100016. <br /> <h2>Krafa um endurupptöku og málavextir</h2> Með erindi, dags. 28. október 2019, óskaði A eftir endurupptöku mála úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 19050024 og 19060008 sem lyktaði þann 27. september 2019 með úrskurðum nr. 829/2019 og 830/2019. Kærurnar beindust að Þekkingarsetri Vestmannaeyja ses. og komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að kærunum bæri að vísa frá á grundvelli þess að upplýsingalög nr. 140/2012 næðu ekki til Þekkingarsetursins þar sem það væri hvorki stjórnvald né lögaðili í 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, sbr. 2. gr. upplýsingalaga. Auk þess var 3. gr. upplýsingalaga ekki talin eiga við í málinu enda sneru kærur ekki að töku stjórnvaldsákvarðana eða veitingu þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo: <br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef: <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Beiðni kæranda um endurupptöku byggist á því að Vestmannaeyjabær sé á meðal stofneigenda Þekkingarsetursins og fer kærandi fram á að „umbeðnar upplýsingar“ séu afhentar. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál var ljós sú staðreynd að Vestmannaeyjabær væri á meðal stofneigenda Þekkingarseturs Vestmanneyja ses. þegar úrskurðað var í umræddum málum. Þá liggur fyrir að Þekkingarsetrið fellur ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 eins og það er afmarkað í 2. gr. laganna. Að mati nefndarinnar byggjast úrskurðir nr. 829/2019 og 380/2019 því ekki á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik. <br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til framangreinds er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 829/2019 og 830/2019 frá 27. september 2019.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 28. október 2019, um endurupptöku úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 829/2019 og 830/2019 frá 27. september 2019 er hafnað.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
880/2020. Úrskurður frá 24. mars 2020 | Deilt var um afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni Neytendasamtakanna um upplýsingar um hvort tiltekið fyrirtæki hafi greitt stjórnvaldssektir. Fjársýsla ríkisins bar því við að ekki væru fyrirliggjandi gögn með þeim upplýsingum sem óskað væri eftir og að stofnuninni væri hvorki skylt að fletta viðkomandi lögaðila upp í gagnagrunni stofnunarinnar, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, né heimilt skv. 9. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að gögn með upplýsingunum væru ekki fyrirliggjandi þar sem af svari stofnunarinnar mætti ráða að unnt væri að fletta viðkomandi lögaðila upp í kerfi stofnunarinnar. Þá taldi nefndin að stofnuninni hefði ekki verið heimilt að synja beiðninni á þeirri forsendu að upplýsingar um meðferð í málum einstakra lögaðila féllu almennt og án frekari atviksbundinnar athugunar undir 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem mat á efni umbeðinna gagna hafði ekki farið fram var kærunni vísað til nýrrar meðferðar hjá stofnuninni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 24. mars 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 880/2020 í máli ÚNU 19100007. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. október 2019, kærðu Neytendasamtökin afgreiðslu Fjársýslu ríkisins á beiðni samtakanna um upplýsingar. Kærandi óskaði þann 7. júní 2019 eftir upplýsingum um það hvort og að hversu miklu leyti tilteknar sektir sem fyrirtækinu A hafi verið gert að greiða hefðu skilað sér til ríkissjóðs. Einnig var óskað upplýsinga um hvort gerð hefði verið tilraun til að innheimta allar þær stjórnvaldssektir sem Neytendastofa lagði á fyrirtækið.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 18. júlí 2019, synjaði Fjársýslan beiðninni á þeim grundvelli að hún hefði ekki heimild til þess að veita upplýsingarnar. Þann 19. júlí óskaði kærandi eftir frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni og var erindið ítrekað þann 7. ágúst 2019. Þann 28. ágúst 2019 barst svar frá Fjársýslunni þess efnis að á grundvelli laga nr. 90/2018 um persónuvernd væri óheimilt að veita upplýsingar um stöðu einstakra viðskiptavina ríkissjóðs og stofnana.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að á árunum 2016 og 2017 hafi sektir verið lagðar á smálánafyrirtæki sem nú séu í eigu A. Kærandi telji mikilvægt að fá úr því skorið hvort eða að hve miklu leyti fyrirtækin hafi greitt álagðar sektir svo hægt sé að meta hvort refsing í formi stjórnvaldssekta sé raunhæft úrræði þegar komi að ólögmætri starfsemi smálánafyrirtækja. Kærandi telji lög um persónuvernd ekki eiga við í málinu. Þá hafi Fjársýslan ekki farið eftir 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, varðandi rökstuðning þegar erindinu var hafnað, né hafi þau leiðbeint um rétt til kæru skv. 20. gr. sömu laga.<br /> <br /> Kærandi krefst þess að fá aðgang að gögnum sem sýni hvort A eða dótturfyrirtæki hafi greitt álagðar stjórnvaldssektir í heild eða að hluta og aðgang að gögnum sem sýni hvort og að hve miklu leyti reynt hafi verið að innheimta sektirnar. Þá segir í kæru að ef ekki verði fallist á aðgang kæranda að framangreindum gögnum í heild sinni sé þess farið á leit að aðgangur verði veittur að svo stórum hluta sem lög leyfi. Kærandi segir ákvarðanir um stjórnvaldssektir vera opinberar upplýsingar þar sem fyrirtæki séu nafngreind og upphæð sekta sé tilgreind. Að mati kæranda sé það ekki haldbær rökstuðningur að upplýsingar um greiðslu sekta eigi ekki erindi við almenning né heldur að lög um persónuvernd gildi um upplýsingarnar. Fyrirtæki sem stundi smálánastarfsemi séu ekki leyfisskyld og sæti því ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Stjórnvaldssektir séu því eina úrræði opinberra eftirlitsaðila fari fyrirtækin ekki að lögum. Að mati kæranda séu ríkir almannahagsmunir fólgnir í því að fá aðgang að upplýsingunum til þess að geta metið hvort beiting dagsekta sé raunhæft úrræði þegar um sé að ræða ólögmæta fjármálastarfsemi á neytendamarkaði. Að mati kæranda eigi engar undantekningarreglur upplýsingalaga við um aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Fjársýslu ríkisins með bréfi, dags. 7. október 2019, og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Fjársýslunnar, dags. 15. nóvember 2019, kemur fram að beiðni kæranda hafi verið tekin til meðferðar á grundvelli upplýsingalaga. Í því skyni að afmarka beiðnina við gögn í vörslum Fjársýslunnar, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, hafi verið farið yfir málaskrá stofnunarinnar. Engin mál hafi fundist sem tengdust beiðni samtakanna. Þar sem ekki liggi fyrir gögn í vörslum Fjársýslunnar sem felld verði undir beiðnina verði að vísa henni frá en réttur almennings til aðgangs að upplýsingum nái einungis til fyrirliggjandi gagna, skv. 5. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem beiðnin taki til aðgerða á borð við að fletta upp stöðu einstakra lögaðila í gagnagrunnum Fjársýslunnar telji stofnunin sér það hvorki skylt, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, né heimilt skv. 9. gr. laganna, sbr. einnig 6. gr. reglugerðar nr. 464/2018. Upplýsingar um skuldastöðu einstaklinga og lögaðila við ríkið eða stöðu mála sem séu í innheimtu teljist að mati Fjársýslunnar tvímælalaust til viðkvæmra upplýsinga um einkahagsmuni þeirra.<br /> <br /> Umsögn Fjársýslunnar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. nóvember 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 3. desember 2019, er beiðnin ítrekuð. Fram kemur að kærandi geti ekki séð að slíkar upplýsingar varði einungis einkahagsmuni þess fyrirtækis sem um ræði. Kærandi hafni þeirri röksemd að 9. gr. upplýsingalaga hamli því að Fjársýsla ríkisins afhendi umbeðnar upplýsingar. Smálánafyrirtæki hafi verið dæmd fyrir að brjóta lög og gert sem refsingu að greiða stjórnvaldssektir. Því til staðfestingar sé bent á að þann 29. nóvember 2019 hafi dómur í máli nr. 227/2019 fallið í Landsrétti þess efnis að A og fyrirtæki undir hatti þess hafi brotið í bága við lög um neytendalán nr. 33/2013 og að álagðar stjórnvaldssektir stæðu. Í dómnum sé opinberað hverjar umræddar sektarupphæðir séu og því ekki um að ræða upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í lögskýringargögnum með 9. gr. komi fram að þær upplýsingar sem óheimilt sé að veita séu upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Fyrir liggi dómsmál þar sem umræddum aðila sé gert að greiða ákveðna upphæð. Upplýsingar um skuldastöðu fyrirtækisins séu því nú þegar opinberar. Viðskiptahagsmunir standi því ekki í vegi fyrir því að kærandi fái upplýsingar um hvort fyrirtækið hafi greitt stjórnvaldssekt sem sé opinber og fyrirtækinu beri að greiða lögum samkvæmt. Þá telji kærandi það vera sanngjarnt og eðlilegt að veittar séu upplýsingar um það hvort að lögaðili hafi framfylgt dómsniðurstöðu. Ákvæði 6. gr. reglugerðar nr. 464/2018 eigi því ekki við í þessu tilviki. Hafi Fjársýslan ekki umbeðnar upplýsingar, þ.e. um innheimtu þessara sekta og útistandandi kröfur, hefði hún mátt benda kæranda á það strax í upphafi í stað þess að gefa ófullnægjandi svör og vísa til laga um persónuvernd sem eigi augljóslega ekki við í þessu samhengi. Hafi Fjársýslan hins vegar umbeðnar upplýsingar sé farið fram á að þær verði afhentar kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1. </h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, Neytendasamtakanna, til aðgangs að gögnum frá Fjársýslu ríkisins með upplýsingum um hvort fyrirtæki sem dæmt hafi verið til greiðslu sekta hafi greitt sektirnar og þá að hvaða leyti. Þá er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum frá sömu stofnun með upplýsingum um hvort gerð hafi verið tilraun til að innheimta allar þær stjórnvaldssektir sem Neytendastofa hafi lagt á fyrirtækið.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Samkvæmt gögnum málsins synjaði Fjársýslan beiðni kæranda með bréfi, dags. 28. ágúst 2019, en kæra er dagsett 3. október 2019. Kæran barst því 36 dögum eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Fjársýslunnar til kæranda var honum þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr., svo sem er áskilið er í 1. mgr. 19. gr. laganna. Með vísan til 1. málsl. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er því afsakanlegt að kæran hafi ekki borist fyrr en að liðnum kærufresti og verður henni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum. <br /> <h2>2.</h2> Fjársýsla ríkisins afgreiddi beiðnina með vísan til þess að í málaskrá stofnunarinnar væru ekki fyrirliggjandi gögn með þeim upplýsingum sem óskað væri eftir. Að því leyti sem beiðnin taki til aðgerða á borð við þá að fletta viðkomandi lögaðila upp í gagnagrunni stofnunarinnar þá telji stofnunin sér það hvorki skylt, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, né heimilt skv. 9. gr. laganna, sbr. einnig 6. gr. reglugerðar nr. 464/2018 en upplýsingar um skuldastöðu einstaklinga og lögaðila við ríkið eða stöðu mála sem séu í innheimtu séu viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni þeirra.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ræður það af framangreindu svari Fjársýslu ríkisins að þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir kunni að vera aðgengilegar hjá stofnuninni með því einfaldlega að fletta viðkomandi lögaðila upp í kerfi stofnunarinnar. Þegar af þessum sökum telur nefndin ekki koma til greina að vísa málinu frá á þeim grundvelli að ljóst sé að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá stjórnvöldum, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þess í stað verður tekin afstaða til þeirra röksemda sem stofnunin færir fram fyrir þeirri afstöðu að neita að fletta lögaðilanum upp í kerfi sínu á grundvelli þeirra takmarkana á upplýsingarétti sem kveðið er á um í 9. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þess að álitaefnið snýr að því hvort kærandi eigi lögvarinn rétt á umræddum upplýsingum í kjölfar beiðni þar að lútandi kemur 6. gr. reglugerðar nr. 464/2018, sem stofnunin vísaði jafnframt til í svari sínu, ekki til nánari skoðunar, enda fjallar reglugerðin um birtingu upplýsinga að frumkvæði stjórnvalda.<br /> <h2>3.</h2> Í 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Í máli þessu reynir á 9. gr. upplýsingalaga sem fjallar um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Þar segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Eins og sjá má af orðalagi ákvæðisins gera upplýsingalög greinarmun á því hvort takmarkanir á grundvelli ákvæðisins lúti að einkahagsmunum einstaklinga eða fyrirtækja. Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna er til dæmis sérstaklega tekið fram að upplýsingar um það hvort mál sé eða hafi verið til meðferðar hjá stjórnvöldum kunni að falla undir takmörkun ákvæðisins. Um einkamálefni lögaðila segir hins vegar:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu gera hvorki orðalag 9. gr. upplýsingalaga, né lögskýringargögn, ráð fyrir því að þær upplýsingar einar og sér að mál fyrirtækis eða annars lögaðila hafi verið til meðferðar hjá stjórnvöldum teljist upplýsingar sem falli undir ákvæðið. Það sem hér skiptir máli er hvort upplýsingarnar varði virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögaðila. Séu slíkir hagsmunir til staðar þarf stjórnvald jafnframt að vega þá á móti hagsmunum almennings af því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum hjá stjórnvöldum.<br /> <br /> Í því máli sem hér um ræðir óska Neytendasamtökin eftir því að fá upplýsingar um það hvernig stjórnvöld hafi fylgt eftir álagningu stjórnvaldssektar, sem staðfest var með dómi Landsréttar í máli 227/2019. Í umræddum dómi kemur fram fjárhæð sektarinnar sem og þau atvik sem leiddu til hennar. Upplýsingarnar sem kærandi óskar eftir varða aftur á móti aðeins það hvort stjórnvöld hafi innheimt umrædda sekt hjá fyrirtækinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að upplýsingar um þetta teljist almennt séð ekki þess eðlis að þær njóti verndar 9. gr. upplýsingalaga. Enda teljast þær einar og sér ekki til upplýsinga um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál og veita ekki viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Þá hefur almenningur almennt ríkan hag af því að geta fylgst með því hvort stjórnvaldssektir sem staðfestar eru með dómi séu innheimtar í kjölfar lögbrota fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Fjársýslu ríkisins hafi verið óheimilt að synja beiðni Neytendasamtakanna á þeirri forsendu að upplýsingar um meðferð í málum einstakra lögaðila féllu almennt og án frekari atviksbundinnar athugunar undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin felur því stofnuninni að taka mál kæranda til nýrrar meðferðar, rannsaka þau gögn sem falla kunni undir beiðnina í kerfi stofnunarinnar, og taka í kjölfar afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að upplýsingum í samræmi við þau meginsjónarmið sem rakin eru hér að framan.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Kæru Neytendasamtakanna á ákvörðun Fjársýslu ríkisins, dags. 28. ágúst 2019, er vísað til nýrrar meðferðar hjá stofnuninni.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
879/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja staðhæfingar Reykjavíkurborgar að öll fyrirliggjandi gögn er varða beiðni kæranda hefðu verið afhent. Því lá ekki fyrir ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga og var kærunni vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 879/2020 í máli ÚNU 19110003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. október 2019, kærðu Kærleikssamtökin, f.h. A, afgreiðslutöf þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða sem starfrækt er af Reykjavíkurborg. <br /> <br /> Með bréfi til þjónustumiðstöðvarinnar, dags. 8. október 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um „fyrirskipan um heimild til að fjarlægja eigur“ kæranda úr neyðarhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Í bréfinu segir að kærandi telji líkur standa til þess að skrifleg heimild hafi legið fyrir í ljósi þess að kallað hafi verið eftir aðkomu lögreglu þegar eigur kæranda hafi verið fjarlægðar og honum vísað úr neyðarhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 4. nóvember 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Úrskurðarnefndinni barst afrit af bréfi Reykjavíkurborgar til kæranda, dags. 26. nóvember 2019, en meðfylgjandi bréfinu voru gögn úr málaskrá Reykjavíkurborgar sem varða efni kærunnar, þ.e. sex skjöl sem innihalda ýmist atvikaskráningu, dagál eða skráð símtöl vegna málsins. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 28. nóvember 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir staðfestingu kæranda á því að honum hefðu verið afhent umbeðin gögn. Með bréfi, dags. 2. desember 2019, lýsti kærandi því að hann hefði ekki óskað eftir þeim gögnum sem bárust heldur hefði hann beðið um afrit af heimildinni sem hefði gert nafngreindum deildarstjóra kleift að fyrirskipa fyrirtæki að fjarlægja eigur kæranda og lögreglunni að vísa kæranda úr tilteknu húsnæði. Athugasemdir kæranda voru kynntar Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 9. desember 2019. Með bréfi, dags. 9. desember, svaraði Reykjavíkurborg því að öll fyrirliggjandi gögn í málinu hefðu verið afhent kæranda og að engin frekari gögn væru til um málið. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um gögn varðandi tilteknar aðgerðir í neyðarhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Við meðferð málsins afhenti Reykjavíkurborg kæranda afrit af gögnum úr málaskrá í tengslum við erindi kæranda en kærandi taldi afhendinguna ófullnægjandi. Í bréfi Reykjavíkurborgar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 9. desember 2019, kom fram að engin frekari gögn varðandi erindi kæranda væru fyrirliggjandi hjá Reykjavíkurborg. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar Reykjavíkurborgar að öll fyrirliggjandi gögn er varða beiðni kæranda hafi verið afhent kæranda. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. upplýsingalaga að ræða. Því er kæru kæranda vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru Kærleikssamtakanna, f.h. A, dags. 24. október 2019, vegna afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni þeirra um gögn er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
878/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020 | Í málinu var deilt um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum um afdrif erindis frá starfsmanni embættis ríkislögreglustjóra sem hefði borist dómsmálaráðuneytinu árið 2019 þar sem kvartað hefði verið undan stjórnunarháttum ríkislögreglustjóra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun ráðuneytisins um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem kynnu að geyma slíkar upplýsingar með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga en fyrir lá að ríkislögreglustjóri hafði ekki sætt viðurlögum í starfi síðustu fjögur árin áður en beiðni kæranda barst, sbr. 3. mgr. 7. gr. laganna. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 878/2020 í máli ÚNU 19090014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 19. september 2019, kærði A fréttamaður, ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Þann 9. september 2019 óskaði kærandi eftir upplýsingum um afdrif erindis frá starfsmanni embættis ríkislögreglustjóra sem hefði borist dómsmálaráðuneytinu fyrr á árinu þar sem kvartað hefði verið undan einelti og gerræðislegum stjórnunarháttum ríkislögreglustjóra. Spurt var í hvaða farveg kvörtunin hefði verið sett, til hvaða aðgerða hefði verið gripið, hvort lausn væri komin í málinu og ef svo væri, hvers efnis hún hefði verið. Þá var spurt hvort aðrir starfsmenn hefðu kvartað undan ríkislögreglustjóra við ráðuneytið og ef svo væri hversu margir hefðu kvartað. Í svari ráðuneytisins til kæranda, dags. 17. september 2019, segir að ráðuneytið tjái sig ekki um starfsmannamál einstakra starfsmanna. Skýrt verklag liggi þó fyrir þegar kvörtun um einelti beinist að forstöðumanni stofnunarinnar og væru mál af því tagi sett í viðeigandi farveg í samræmi við verklagið. Var kæranda bent á vefslóð þar sem fram kæmi verklag þegar kvörtun um einelti beindist að forstöðumanni stofnunarinnar. <br /> <br /> Í kæru segist kærandi vera ósáttur með svör ráðuneytisins. Kærandi telji ríkislögreglustjóra vera það háttsettan embættismann að hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum séu ríkari en hagsmunir hans af leynd upplýsinganna. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 19. september 2019, var kæran kynnt dómsmálaráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Jafnframt var óskað eftir afritum af gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn dómsmálaráðuneytisins, dags. 8. nóvember 2019, kemur fram að ákvörðunin hafi verið tekin á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda hafi verið litið svo á að beiðnin lyti að gögnum er varði málefni starfsmanna embættis ríkislögreglustjóra, þ. á m. framgang þeirra í starfi og starfssamband að öðru leyti. Það sé mat ráðuneytisins að upplýsingar um afdrif og feril tiltekinnar kvörtunar starfsmanns falli undir lagaákvæðið, auk þess sem í gögnum tengdu málinu kunni að vera persónuupplýsingar sem ekki sé unnt að miðla til fjölmiðla. Þá sé nauðsynlegt að unnt sé að leysa úr kvörtunum sem þessum á faglegan og öruggan hátt, án þess að upplýsingar um viðkomandi starfsmenn eða einstök efnisatriði málsins komi fram og séu rekin í fjölmiðlum. Bent er á að staða þess sem í hlut eigi geti varla ráðið úrslitum í málinu. Þegar upp komi erfið starfsmannamál sé það yfirleitt svo að inn í þau blandist bæði stjórnendur og almennir starfsmenn. Framganga hátt settra stjórnenda beinist oftar en ekki að lægra settum undirmönnum þeirra sem stjórnendur telji eftir atvikum að hafi ekki rækt störf sín með réttum hætti. Ef opna ætti á umfjöllun fjölmiðla um allar ráðstafanir stjórnvalda í starfsmannamálum á þeim grunni að í hlut ættu stjórnendur, væri ljóst að undanþága 7. gr. upplýsingalaga væri haldlítil og þá um leið nær útilokað að leysa úr málum innan vinnustaða, án þess að gera það þá jafnóðum í fjölmiðlum.<br /> <br /> Umsögn dómsmálaráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. nóvember 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 9. nóvember 2019, segir að ekki sé verið að óska eftir upplýsingum um persónulega hagi starfsmanna heldur um viðbrögð ráðuneytisins við kvörtun um einelti. Þá sé verið að óska eftir almennum upplýsingum um fjölda eineltismála vegna starfshátta ríkislögreglustjóra sem sé einn æðsti embættismaður löggæslumála í landinu og hafi starfshættir hans verið töluvert í fjölmiðlum þegar umrædd fyrirspurn hafi verið lögð fram. Þá kemur fram að verði ekki fallist á að ráðuneytinu beri að svara fyrstu þremur liðum spurningarinnar sé óskað eftir því að fjórða liðnum verði svarað þar sem þar sé eingöngu verið að óska eftir tölfræðilegum gögnum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 2. febrúar 2020, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort ríkislögreglustjóri hefði sætt viðurlögum í starfi síðustu fjögur árin frá því beiðni kæranda var sett fram. Samdægurs svaraði dómsmálaráðuneytið því neitandi. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um afdrif erindis frá starfsmanni embættis ríkislögreglustjóra sem hafi borist dómsmálaráðuneytinu árið 2019 þar sem kvartað hafi verið undan einelti og gerræðislegum stjórnunarháttum ríkislögreglustjóra. Nánar tiltekið var óskað eftir upplýsingum um eftirfarandi atriði: <br /> <br /> 1. Í hvaða farveg kvörtunin hefði verið sett.<br /> 2. Til hvaða aðgerða hefði verið gripið.<br /> 3. Hvort lausn væri komin í málinu og hver sú lausn hefði verið. <br /> 4. Hvort aðrir starfsmenn hefðu kvartað undan ríkislögreglustjóra við ráðuneytið og hversu margir þeir væru. <br /> <br /> Þótt beiðni kæranda lúti að upplýsingum en ekki tilteknum gögnum þá lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að kærandi hafi með kæru sinni lagt það fyrir nefndina að skera úr um rétt hans til aðgangs að gögnum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna. <br /> <br /> Dómsmálaráðuneytið vísar til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga til stuðnings ákvörðunar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem kynnu að geyma umbeðnar upplýsingar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: <br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“ <br /> <br /> Í 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga kemur þó fram að heimilt sé að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem æðstu stjórnendur hafi sætt, þar á meðal vegna áminninga og brottvísana, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars eftirfarandi fram um regluna: <br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir eftirfarandi um orðasambandið „starfssambandið að öðru leyti“: <br /> <br /> „Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum. Í 3. mgr. er gert ráð fyrir því að heimild til að veita aðgang að upplýsingum í slíkum málum taki einvörðungu til æðstu stjórnenda.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að við mat á því hvort um er að ræða æðstu stjórnendur hjá ríkinu megi almennt ganga út frá því að um sé að ræða forstöðumenn ríkisstofnana. Sé í því sambandi eðlilegt við nánari afmörkun að líta til fyrirmæla 2. tölul. og 5.–13. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Utan þeirrar upptalningar falli þó almennir lögreglumenn og sendifulltrúar í utanríkisþjónustunni.<br /> <br /> Samkvæmt 1. málsl. 4. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 er ráðherra æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu. Ríkislögreglustjóri fer með málefni lögreglunnar í umboði hans. Ríkislögreglustjóri er embættismaður, sbr. 7. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Samkvæmt þessu telst ríkislögreglustjóri til æðstu stjórnenda í skilningi 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og rakið er hér að framan á almenningur ekki rétt á gögnum í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Hins vegar er heimilt að veita upplýsingar um viðurlög sem æðstu stjórnendur, þ. á m. ríkislögreglustjóri hefur sætt, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir. Ráðuneytið hefur upplýst um að ríkislögreglustóri hafi ekki sætt viðurlögum í starfi síðustu fjögur árin áður en beiðni kæranda barst. Þá hefur ráðuneytið vísað kæranda á vefslóð þar sem fram kemur hvaða verklagi skuli fylgja berist kvörtun vegna stjórnenda, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður staðfest ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum með upplýsingum um afdrif erindis frá starfsmanni embættis ríkislögreglustjóra þar sem kvartað hafi verið yfir embættismanninum, til hvaða aðgerða hafi verið gripið í því kvörtunarmáli, hvort lausn sé komin í málinu og hver sú lausn hafi verið. Þá verður að staðfesta synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvort aðrir starfsmenn hafi kvartað undan ríkislögreglustjóra við ráðuneytið og hversu margir þeir séu.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um synjun beiðni kæranda, A, dags. 9. september 2019, um aðgang að upplýsingum um afdrif erindis frá starfsmanni embættis ríkislögreglustjóra sem hafi borist dómsmálaráðuneytinu árið 2019.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
877/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun Herjólfs ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að nöfnum umsækjenda um stöður kokka, matráða, þerna og þjónustufólks á nýjum Herjólfi með vísan til 1. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 26. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 877/2020 í máli ÚNU 19090010. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi til Herjólfs ohf., dags. 25. janúar 2019, óskaði A eftir nöfnum umsækjenda um stöður kokka, matráða, þerna og þjónustufólks á nýjum Herjólfi. Þann 6. febrúar kærði kærandi afgreiðslutöf félagsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þann 19. ágúst 2019, synjaði Herjólfur ohf. beiðninni á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum umsækjenda um tiltekin störf hjá Herjólfi ohf. en beiðni kæranda var synjað á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. - 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. laganna. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu. <br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga koma fram fimm undantekningar frá meginreglunni þegar um er að ræða opinbera starfsmenn. Kemur þar fram í 2. tölul. að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. Í 4. mgr. 7. gr. er að finna tvær undantekningar frá meginreglunni í tilviki starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög. Segir þar að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul. og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um sé að ræða opinbera starfsmenn eða starfsmenn lögaðila. Ekki er skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjanda í starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, öfugt við það sem gildir um umsækjendur í starf hjá hinu opinbera. Því er staðfest ákvörðun Herjólfs um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra sem sóttu um stöður kokka, matráða, þerna og þjónustufólks hjá félaginu. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er synjun Herjólfs ohf. á beiðni A um nöfn umsækjenda um stöður kokka, matráða, þerna og þjónustufólks hjá Herjólfi ohf.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> |
876/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum um heildargreiðslur til sauðfjárræktenda fyrir árin 2015 og 2016 á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Matvælastofnun taldi óheimilt að veita kæranda aðgang að yfirliti yfir staðfestar greiðslur til sauðfjárbænda á sömu árum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Það var mat úrskurðarnefndarinnar að þrátt fyrir að upplýsingarnar varði greiðslur til lögbýla og þar með fjárhagsmálefni þeirra sem þiggja greiðslur vegna sauðfjárræktar gæfu upplýsingarnar ekki slíka innsýn í fjármál þeirra sem að rekstrinum stæði að rétt væri að takmarka aðgang að upplýsingum um þær og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Var því Matvælastofnun gert að veita kæranda aðgang að yfirlitinu. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 26. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 876/2020 í máli ÚNU 19090002. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 30. ágúst 2019, kærði A, ákvörðun Matvælastofnunar um að synja beiðni hans um aðgang að upplýsingum um heildargreiðslur til hvers bús fyrir sig samkvæmt búvörusamningi fyrir sauðfjárrækt fyrir árið 2015 eða 2016. <br /> <br /> Málavextir eru þeir að með beiðni, dags. 18. maí 2017, óskaði kærandi eftir gögnum frá Matvælastofnun. Afgreiðsla stofnunarinnar á beiðninni var í kjölfarið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með úrskurði nr. 747/2018 vísaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál þeim hluta beiðninnar, sem sneri að heildargreiðslum til sauðfjárræktenda samkvæmt búvörusamningum þar sem ærgildi væru 500 eða fleiri, aftur til Matvælastofnunar til efnislegrar meðferðar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. júlí 2019, afgreiddi Matvælastofnun beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um heildargreiðslur til sauðfjárræktenda með 500 ærgildi eða fleiri. Í bréfinu kemur fram að í tengslum við aðgerðir stjórnvalda vegna vanda sauðfjárbænda hafi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið óskað eftir því að stofnunin tæki saman yfirlit yfir stuðningsgreiðslur og hafi þeirri vinnu lokið í ágúst 2018. Í gagninu, sem sé Excel-skjal, sé að finna yfirlit yfir stuðningsgreiðslur, þ.e. ársáætlun um heildarframlög til framleiðenda árið 2017, til búa samkvæmt samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Fram kemur að úrskurðarnefndin hafi í úrskurðum sínum kveðið á um skyldu stjórnvalda til að veita aðgang að upplýsingum um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum í formi styrkja eða annarra óafturkræfra framlaga. Þannig hátti þó til að í gagninu komi fram upplýsingar um búfjáreign framleiðenda, hvort greiðslumarkið sé virkt eður ei sem og hverjar heildargreiðslur séu, sundurliðaðar eftir beingreiðslum, gæðastýringu, beingreiðslum í ull, svæðisbundinn stuðning og hvert innlagt magn hafi verið af kindakjöti og ull. Þá sé að finna upplýsingar um nöfn, heimilisföng, kennitölur og aldur bænda. Þessar upplýsingar séu langtum víðtækari en upplýsingar um grundvöll greiðslna samkvæmt búvörusamningi. <br /> <br /> Fram kemur að bændum beri samkvæmt lögum að gefa upp búfjáreign sína og að stofnunin safni saman upplýsingum um innlegg kjöts og ullar. Viðurkennt hafi verið í eldri úrskurðum nefndarinnar að slíkar upplýsingar væru undanþegnar aðgangi almennings, sbr. úrskurði nr. A-222/2005 og A-94/2000. Þrátt fyrir að nefndin hafi þar fjallað um fiskafla eigi ekki önnur sjónarmið við um innlegg bænda í sláturhús, enda taki slíkar upplýsingar ekki til ráðstöfunar opinberra fjármuna eða gæða. Þá telur stofnunin að taka þurfi inn í matið að bændur þurfi að gefa þessar upplýsingar upp til skatts og færa þær þar til tekna. Almenningur eigi ekki rétt til aðgangs að slíkum gögnum. <br /> <br /> Í bréfi Matvælastofnunar til kæranda segir einnig að upplýsingar um heildargreiðslur til búa þar sem ærgildi séu fleiri en 500, fyrir sauðfjárrækt árið 2015 eða 2016 séu ekki fyrirliggjandi. Hægt sé að taka upplýsingarnar saman en stofnuninni telji sér það ekki heimilt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Sé það mat stofnunarinnar að upplýsingar um tekjur séu einkahagsmunir þeirra aðila sem standi að þessum búum og að þeir hagsmunir vegi þyngra en upplýsingagjöf til almennings. <br /> <br /> Í kæru segir meðal annars að málið varði upplýsingar um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum til sauðfjárbænda samkvæmt búvörusamningi. Matvælastofnun beri ábyrgð á og fari með framkvæmd stuðningsgreiðslna í landbúnaði samkvæmt búvörulögum nr. 99/1993 og búnaðarlögum nr. 70/1998. Ljóst sé að upplýsingarnar liggi fyrir á aðgengilegu formi. Kærandi segist hvorki fara fram á upplýsingar um afurðir né persónuupplýsingar sem finna megi í gagni stofnunarinnar heldur einvörðungu heildargreiðslur til hvers bús. Þá hafnar kærandi því að þeir úrskurðir sem stofnunin vísi til hafi fordæmisgildi í málinu. Ekki sé óskað eftir upplýsingum um verslun með rétt á styrkveitingum frá ríkisvaldinu á borð við greiðslumark. Þá varði beiðnin ekki viðkvæma framleiðslu- eða viðskiptahagsmuni framleiðenda sauðfjár, enda sé ekki um samkeppnissvið að ræða heldur varði málið heildargreiðslur úr sameiginlegum sjóðum landsmanna til framleiðenda. <br /> <br /> Kærandi bendir á að með því að afhenda upplýsingar um heildargreiðslur sé komið í veg fyrir að veittar séu upplýsingar um magn innlagðs kjöts eða ullar, sem kynnu að falla undir undanþáguákvæði upplýsingalaga. Heildargreiðslurnar varði hins vegar beinar stuðningsgreiðslur úr ríkissjóði, fjárframlög af almannafé, sem séu augljóslega upplýsingar sem skylt sé að veita aðgang að samkvæmt upplýsingalögum. Þá telji kærandi rétt að benda á að 9. gr. upplýsingalaga feli í sér undantekningu frá því mikilvæga meginmarkmiði upplýsingalaga að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna. Verði að telja að upplýsingar um ráðstöfun fjár úr sameiginlegum sjóðum landsmanna séu meðal þess sem hvað mikilvægast sé að almenningur hafi aðgang að. Auk þess bendir kærandi á að fjölmargir úrskurðir nefndarinnar lúti að launakjörum og styrkveitingum þar sem meginreglan sé sú að veita skuli upplýsingar um hvernig fjármunum úr opinberum sjóðum sé ráðstafað. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 3. september 2019, var kæran kynnt Matvælastofnun og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun stofnunarinnar. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Matvælastofnunar, dags. 24. september 2019, kemur fram að gagn með samantekt yfir heildargreiðslur til allra búa (lögbýla), þ.e. búsnúmer, nafn bús og sveitarfélag, sem hafi stundað sauðfjárbúskap árin 2015 og 2016 og notið stuðningsgreiðslna frá íslenska ríkinu, byggi á staðlaðri vinnslu í forriti sem haldi utan um greiðslukerfi landbúnaðarins. Gagnið byggi á staðfestum greiðslum til sauðfjárbænda. Þær vinnslur sem stofnunin geti framkvæmt í forritinu séu allar staðlaðar. Ekki sé boðið upp á vinnslu sem feli í sér að flokka greiðslur eða sía þær eftir greiðslumarki (fjölda ærgilda) í sauðfjárrækt. Til þess að gera slíka vinnslu þyrfti að kaupa þjónustu utanaðkomandi aðila til að gera breytingar á forritinu en slíkt standi ekki til. Í bréfi stofnunarinnar frá 4. júlí 2019, hafi komið fram að unnt væri að taka saman upplýsingar um heildargreiðslur til allra búa með fleiri ærgildi en 500. Nánari skoðun hafi leitt í ljós að ekki sé hægt að sundurliða gögn á þennan hátt. Af þeim sökum liggi einungis fyrir upplýsingar um staðfestar heildargreiðslur til allra sauðfjárbúa sem njóti stuðningsgreiðslna samkvæmt lögum nr. 99/1993 og reglugerðum sem settar séu með stoð í lögunum. Engu að síður geymi gögnin upplýsingarnar sem kærandi óski aðgangs að, þ.e. um heildargreiðslur til búa þar sem fleiri en 500 ærgildi séu skráð. Vísað er til þess að á stofnunni hvíli ekki lagaskylda til að útbúa önnur gögn en samantektina sem afhent var úrskurðarnefndinni, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að í bréfi stofnunarinnar frá 4. júlí 2019 hafi verið greint frá því að stofnunin hefði tekið saman yfirlit fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið yfir stuðningsgreiðslur (ársáætlun um heildarframlög til framleiðenda). Stofnuninni þyki rétt að upplýsa kæranda um að sé að ræða áætlun en ekki staðfestar tölur um greiðslur til búa. Jafnframt hafi stofnunin greint kæranda frá því í bréfinu að í skjalinu væru upplýsingar sem sneru að öðrum þáttum en kærandi hafi óskað eftir, þ.e. upplýsingar um hvort greiðslumark væri virkt, sundurliðun á áætluðum greiðslum og hvert innlagt magn af kindakjöti og ull væri. Matvælastofnun væri óheimilt að veita aðgang að slíkum upplýsingum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Þá segir í umsögninni að meginhluti sauðfjárræktenda sé með rekstur í eigin nafni og þrátt fyrr að einungis nöfn lögbýla og búsnúmer komi fram í gögnunum sé ekki hægt að gera skil á milli viðkomandi einstaklinga og lögbýlis. Upplýsingar um stuðningsgreiðslur til lögbýla sé að öllu jöfnu hægt að tengja saman við nafngreinda aðila sem standi að búskapnum á viðkomandi lögbýli. Þrátt fyrir að stjórnvöldum hafi verið talið skylt að veita aðgang að upplýsingum um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum í formi styrkja eða annarra óafturkræfra framlaga, þá telji Matvælastofnun stuðningsgreiðslur til sauðfjárbænda vera þess eðlis að einkahagsmunir einstakra sauðfjárbænda, sbr. 9. gr. laganna, vegi þyngra en hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingunum. Vísað er til þess að stuðningsgreiðslur ríkisins til sauðfjárbænda séu rekstrartekjur samkvæmt skattalögum og beri að færa þær inn sem slíkar við skattskil. Þá kemur fram að við ákvörðunina hafi stofnunin jafnframt horft til þess að greiðslur til sauðfjárbænda væru stór hluti tekna bænda af búskap, í mörgum tilfellum hátt í 50% af tekjum á hverja kind, sbr. meðaltalstölur frá ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Matvælastofnun hafi talið með vísan til 9. gr. upplýsingalaga að ekki væri rétt að veita aðgang að gögnum þar sem fram komi upplýsingar um svo stóran tekjugrunn einstakra bænda/búa.<br /> <br /> Umsögn Matvælastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. október 2019, og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. október 2019, segir meðal annars að kærandi fallist á að afhending gagna án flokkunar eða aðgreiningar eftir fjölda ærgilda sé fullnægjandi afgreiðsla á beiðninni enda hafi kærandi fengið afhent gögn um ærgildi á býlum með yfir 500 ærgildi og geti þannig borið upplýsingar í gögnunum saman. Þá segir kærandi að vegna dráttar á afgreiðslu beiðninnar sé ekki rétt að binda beiðnina við tiltekið ár heldur eitt eða tvö síðustu árin frá því gögnin voru tiltæk. Ekki sé hægt að líta á styrkina sem einkahagsmuni heldur greiðslur af almannafé. Ekki sé verið að óska eftir upplýsingum um framleiðni, fallþunga, árangur í ræktun, rúning eða annað sértækt í rekstri viðkomandi, heldur heildargreiðslur. Ekki sé um að ræða viðkvæmar upplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Hvað varði tilvísun Matvælastofnunar til þess að styrkirnir séu stór hluti tekna sauðfjárframleiðenda vísar kærandi til þess að fjöldi annarra styrkveitinga af almannafé á sviði vísinda og menningar séu stór hluti tekna viðkomandi sem og aðrar tekjur til einstaklinga, m.a. launatekjur, sem skylt hafi verið að veita upplýsingar um samkvæmt fyrri úrskurðum nefndarinnar. </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að yfirliti Matvælastofnunar með upplýsingum um heildargreiðslur til sauðfjárbænda. Í athugasemdum kæranda við umsögn Matvælastofnunar, dags. 15. október 2019, kemur fram að þar sem meðferð beiðninnar hafi dregist sé óskað eftir upplýsingum um heildargreiðslur til sauðfjárbænda síðustu eitt eða tvö árin frá því gögn með upplýsingunum voru tiltæk. Í hinni kærðu ákvörðun er fjallað um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum árin 2015 og 2016 í samræmi við beiðni kæranda. Óski kærandi eftir aðgang að sambærilegum upplýsingum fyrir önnur ár þarf hann að beina þeirri beiðni til Matvælastofnunar. Í þessu máli verður því aðeins fjallað um rétt kæranda til aðgangs að yfirliti yfir staðfestar greiðslur til sauðfjárbúa fyrir árin 2015 og 2016 á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Ákvörðun Matvælastofnunar um að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum <br /> er byggð á 9. gr. upplýsingalaga sem hljóðar svo: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ <br /> <br /> Í athugasemdum um ákvæðið 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir um takmörkunina:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Enn fremur kemur fram að óheimilt sé veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig sé t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun upplýsingalaga á aðgangi að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila segir í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér yfirlit yfir staðfestar greiðslur til sauðfjárbænda árin 2015 og 2016. Þar koma fram upplýsingar um búsnúmer, nafn bús, sveitarfélag og greiðslur þessi ár. Um er að ræða stuðningsgreiðslur úr opinberum sjóðum til sauðfjárræktenda vegna reksturs þeirra sem almenningur hefur hagsmuni af að geta kynnt sér. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þrátt fyrir að upplýsingarnar varði greiðslur til lögbýla og þar með fjárhagsmálefni þeirra sem þiggja greiðslur vegna sauðfjárræktar verði ekki talið að upplýsingarnar gefi slíka innsýn í fjármál þeirra sem að rekstrinum standa að rétt sé að takmarka aðgang að upplýsingum um þær og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Af upplýsingunum má ekki ráða hvort greiðslurnar séu einu tekjur þess sem að rekstrinum stendur eða hversu stór hluti tekna hvers einstaklings þær séu. Þá eru upplýsingarnar ekki til þess fallnar að valda viðkomandi lögbýlum tjóni verði þær gerðar opinberar. Er því ekki fallist á að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að upplýsingunum vegna 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt þessu verður Matvælastofnun gert að afhenda kæranda yfirlit yfir greiðslur til sauðfjárbænda árin 2015 og 2016. </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Matvælastofnun ber að veita kæranda, A, aðgang að skjali með yfirliti yfir staðfestar greiðslur til sauðfjárbænda árin 2015 og 2016. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p></p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> |
875/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020 | Deilt var um synjun Isavia ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að yfirliti yfir stöðu fjárfestinga félagsins. Isavia ohf. hélt því fram að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og að upplýsingar í þeim væru þess eðlis að takmarka ætti aðgang að þeim vegna mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna Isavia ohf. og annarra fyrirtækja, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Isavia ohf. ekki hafa tekið nægilega rökstudda afstöðu til gagnabeiðninnar til þess að nefndinni væri unnt að endurskoða ákvörðunina, var hún því felld úr gildi og lagt fyrir Isavia ohf. að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 875/2020 í máli ÚNU 19050012. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. maí 2019, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, synjun Isavia ohf. á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 3. maí 2019, óskaði kærandi eftir afritum af gögnum er lögð voru fram á stjórnarfundi Isavia ohf. nr. 147/2019 þann 21. febrúar 2019. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir gögnum sem fjallað var um undir liðum 14.1 (staða allra fjárfestinga) og 14.2 (staða fjárfestinga yfir 500 mkr.). í fundargerðinni. Isavia ohf. synjaði beiðninni, þann 10. maí 2019, með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Í kæru kemur fram að kærandi fallist ekki á það með Isavia að um sé að ræða vinnugögn.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Isavia ohf. með bréfi, dags. 14. maí 2019, og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Isavia ohf., dags. 29. maí 2019, kemur fram að um sé að ræða tvö skjöl undirbúin af starfsmönnum kærða fyrir stjórnarfund Isavia þann 21. febrúar 2019, annars vegar um „stöðu fjárfestinga“ og hins vegar um „stöðu fjárfestinga að fjárhæð yfir 500 milljónir króna“. Varðandi fyrra skjalið segir í umsögninni að á fundi stjórnar hafi verið farið yfir frávik frá áætlunum allra fjárfestingarverkefna. Engar bókanir séu við liðinn í fundargerð því verkefnin séu enn í gangi og málin ekki verið leidd til lykta, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Engar ákvarðanir hafi verið teknar á grundvelli gagnanna og því sé aðeins um undirbúningsgögn að ræða fyrir þann sem fari yfir áætlanirnar. Líta beri til þess í hvaða skyni gagnið hafi verið útbúið og hvers efnis það sé, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 716/2018. <br /> <br /> Fram kemur að upplýsingarnar séu aðeins til glöggvunar fyrir stjórnarmenn og ræðumenn fundarins til að styðjast við og séu gögnin því útbúin fyrir stjórnina í eigin þágu. Þau séu ekki formleg skjöl notuð til annarrar birtingar eða í öðrum tilgangi. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 538/2014 þar sem nefndin byggði niðurstöðu sína um að gögn teldust vinnugögn á því að gögnin hefðu verið rituð af nefndarmanni/starfsmanni og að þau virtust samkvæmt efni sínu ætluð til eigin nota nefndar. Þá er vísað til úrskurðar nefndarinnar nr. 219/2005 þar sem fram komi að með vinnuskjölum sé einkum átt við skjöl sem rituð séu til eigin nota, svo og skjöl sem fari milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Jafnframt beri að líta til þess hvort upplýsingarnar snerti atriði sem kunni að breytast eða hafi breyst við nánari skoðun eða umfjöllun. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að fjárfestingarverkefnin og heimild til samþykktar þeirra komi fram í fundargerðum. Upplýsingar í gögnunum komi því fram annars staðar. Upplýsingar um fjárhæðir sem fram komi í gögnunum séu áætlaðar og vegna eðlis síns geti þær breyst á stuttum tíma. Því sé ekki um endanlegar upplýsingar að ræða og ekki tilefni til birtingar þeirra. Þrátt fyrir að fundargerðir geti verið vinnugögn, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 716/2018 þá hafi fundargerðin verið afhent án þess að tekin hafi verið afstaða til þess hvort hver og einn liður hennar kynni að falla að skilgreiningu 8. gr. upplýsingalaga. Fundargerðin kunni því eftir atvikum að hafa verið birt á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Þessu til stuðnings er bent á að ekki sé að finna bókun um málið, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar nr. 538/2014. Liðurinn í fundargerðinni þar sem fjallað sé um skjölin kunni að falla undir 8. gr. upplýsingalaga. Skjölin uppfylli því fyrsta skilyrði 8. gr. upplýsingalaga um að þau hafa verið rituð til undirbúnings.<br /> <br /> Varðandi skjalið „staða fjárfestingarverkefna að fjárhæð yfir 500 milljónir króna“ vísar Isavia ohf. til þess að öll verkefnin sem þar sé fjallað um séu í vinnslu. Í skjölunum komi fram áætlaðar tölur en ekki endanlegar. Þá sé jafnframt um að ræða fjárfestingarheiti og vísun í stjórnsamþykktir sem komi fram í öðrum fundargerðum.<br /> <br /> Í umsögninni segir að engar af undanþágum 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Í gögnunum sé ekki að finna mikilvægar staðreyndir máls sem sé ekki að finna annars staðar en kunni að hafa haft áhrif á ákvarðanatöku, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 716/2018. Ekki hafi verið tekin ákvörðun á fundinum í tengslum við gögnin. Vinnuskjöl sem þessi beri ekki að skrá sérstaklega en um sé að ræða hjálpargagn til yfirferðar hjá stjórn. Isavia ohf. telji óumdeilanlegt að bæði skjölin uppfylli annað og þriðja skilyrði 8. gr. upplýsingalaga, þar sem þau séu rituð af starfsmanni og birt fyrir starfsmönnum sama félags. <br /> <br /> Verði ekki fallist á að um vinnugögn sé að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga telur Isavia ohf. upplýsingarnar vera þess eðlis að takmarka eigi aðgang að þeim vegna mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna Isavia ohf. og annarra fyrirtækja. Þær séu sóttar úr bókhaldi félagsins og hægt sé að áætla margt út frá tölunum, m.a. hvað verktakar séu að fá greitt fyrir ákveðin verkefni sem séu í gangi eða fyrirhuguð verkefni. Þar með sé hægt að sjá innkomu fyrirtækja fyrir ákveðin verk. Um sé að ræða viðkvæmar fjárhags- og viðskiptaupplýsingar, bæði um Isavia ohf. og viðkomandi fyrirtæki. <br /> <br /> Fram kemur að aðgangur að upplýsingunum geti valdið Isavia tjóni þar sem hægt sé að hagnýta þær í komandi útboðum. Þá sé um að ræða viðskiptalegar upplýsingar milli Isavia ohf. og viðskiptavina félagsins. Hægt sé að finna út kostnaðaráætlanir út frá upplýsingum í glærunum og geti því bjóðendur miðað við þær í innsendum tilboðum sínum án þess að upplýst afstaða hafi verið tekin hjá Isavia ohf. um hvort veita beri upplýsingar um kostnaðaráætlanir í útboðum. Þar með sé stuðlað að skorti á gegnsæi og brotið gegn jafnræði í útboðum. Upplýsingarnar varði því virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Isavia ohf. og annarra fyrirtækja og séu þær því undanþegnar upplýsingarétti skv. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Umsögn Isavia ohf. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. maí 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 11. júní 2019, segir að málið snúist um upplýsingar um opinbert hlutafélag og meðferð þess á fjármunum sínum. Af gefinni reynslu megi ætla að ef slík félög lendi í vandræðum sé ríkið tilbúið til að hlaupa undir bagga með þeim, bent er á Íslandspóst ohf. sem dæmi um slíkt tilvik. Kærandi telji því að almenningur eigi rétt á að vita hvernig félagið fari með fjármuni sína og til að fylgjast með framgangi mála eða að minnsta kosti að eiga möguleika á því að geta fylgst með framgangi mála. Séu einhverjar viðkvæmar upplýsingar um verktaka að finna í gögnunum fer kærandi fram á að gögnin verði afhent en nöfn umræddra verktaka afmáð. <br /> <br /> Í ljósi þess að Isavia ohf. vísaði, í niðurlagi umsagnar sinnar, til 9. gr. upplýsingalaga sendi úrskurðarnefndin, þann 29. janúar 2020, bréf til Isavia ohf. þar sem óskað var nánari skýringa varðandi þann hluta synjunarinnar. Spurt var hvaða upplýsingar í gögnunum gætu skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Isavia ohf. og með hvaða hætti. Þá var þess óskað að Isavia ohf. upplýsti um hvaða fyrirtæki gætu orðið fyrir tjóni yrði aðgangur veittur að gögnunum og að hvaða leyti það gæti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja.<br /> <br /> Í svari Isavia ohf., dags. 10. febrúar 2020, við fyrirspurn nefndarinnar kemur fram að birting upplýsinganna snerti margvíslega hagsmuni félagsins. Gögnin gefi meðal annars villandi mynd af stöðu mála því tölurnar og heimildir geti breyst. Birting upplýsinganna geti því haft áhrif á samningaviðræður félagsins við þriðju aðila og innkaupaferli. Félagið falli undir veitureglugerð nr. 340/2017 og útboð félagsins því opinberar upplýsingar. Staða fjárfestinga séu almennt ekki hluti þeirra upplýsinga sem veittar séu í útboðsferlum hjá félaginu og þar með ekki hluti útboðsgagna sem almenningur eða tilboðsgjafar eigi almennt rétt á aðgangi að í málum tengdum útboðum. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 552/2014. Isavia ohf. telji þau sjónarmið sem liggi að baki veitingu þeirra upplýsinga ekki eiga við hér. Mikilvægt sé að meginreglum innkaupalaga sé fylgt, sem séu m.a. jafnræði og gagnsæi. Það gæti orðið félaginu til tjóns ef aðeins hluti viðskiptavina hefði upplýsingarnar undir höndum og því sé mikilvægt að ákvörðun um upplýsingagjöf sé tekin með upplýstum hætti í innkaupaferli.<br /> <br /> Þá segir að þar sem upplýsingarnar varði verk sem séu annars vegar í vinnslu og hins vegar óhafin kunni birting þeirra að valda félaginu tjóni. Verkin séu í vinnslu að því leyti að ekki sé búið að taka ákvörðun í þeim öllum; hver muni sinna þeim, tilboð ekki verið samþykkt, reikningar óútgefnir o.s.frv. Félagið verði fyrir tjóni ef aðgangur verði veittur að upplýsingum um fjárheimildir einstakra verkefna. Upplýsingarnar geti skaðað fjárhagshagsmuni félagsins að því leyti að viðskiptavinir geti hagað tilboðum, reikningum og vinnu sinni í samræmi við þær. Hagsmunir félagsins yrðu skertir þar sem innkaup yrðu byggð á öðrum sjónarmiðum en þeim sem til staðar eru í viðeigandi innkaupaferlum þar sem upplýsingarnar hafi ekki verið gerðar opinberar í upphafi. Því væri hægt að búast við viðbótarvinnu, viðbótarreikningum, hækkun reikninga og fleiru þar sem samningsstaðan væri orðin skökk, félaginu til tjóns. Birgjar hækki verð, verktakar auki vinnu út frá samþykktum fjárheimildum, með teljandi áhrifum á tekjumyndun félagsins. <br /> <br /> Í bréfi Isavia ohf. kemur jafnframt fram að í sumum tilfellum sé innkaupum ólokið og afhending upplýsinganna geti því haft verðmyndandi áhrif á framtíðar útboð. Unnt sé að lesa úr upplýsingunum þann kostnað sem félagið áætli fyrir hvert verk en það geti haft verðmyndandi áhrif á útboð. Upplýsingarnar sé hægt að nota til að stilla af tilboð og fái félagið því ekki jafn hagstæð tilboð í verkin. Þar með séu fjárhagshagsmunir félagsins skertir og félagið verði fyrir tjóni þannig að rekstrarstaða félagsins sé lakari en hún þurfi að vera. Þessu til stuðnings sé vísað til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 616/2016 þar sem fallist hafi verið á synjun á aðgangi að upplýsingum sem gætu haft verðmyndandi áhrif þegar kæmi til útboðs vegna ákveðinnar framkvæmdar. Einnig úrskurðar nr. 638/2016 þar sem staðfest hafi verið synjun á veitingu upplýsinga um áætlaðan kostnað vegna mannvirkja. Þá kunni verkefni að verða óframkvæmanleg verði tilboð hærri en ella hefði fengist með virkri samkeppni.<br /> <br /> Upplýsingarnar séu jafnframt mat á framtíðarverkefnum félagsins og birting þeirra geti skaðað fjárhags- og aðra almenna hagsmuni tengda framtíðarverkefnum félagsins í innkaupamálum og þannig sömuleiðis haft áhrif á verð og jafnframt skapað væntingar. Þá séu allir umræddir hagsmunir virkir en þeir tengist að öllu leyti verkefnum sem sé ólokið. Ekki verði séð að almenningur hafi frekari hagsmuni en félagið af því að upplýsingarnar verði gerðar opinberar, að minnsta kosti ekki fyrr en öllum þeim verkefnunum hafi verið lokið að fullu. <br /> <br /> Þá segir að aðgangur almennings að upplýsingum um stöðu verkefna geti skaðað viðkomandi fyrirtæki sem sinni verkefninu á þann máta að hægt sé að sjá þarfir þess fyrirtækis fyrir aðföng á markaði, hvort sem það sé í formi mannaflaþarfar, fjármuna eða byggingarefna. Í útboðsskyldum verkefnum sé hægt að sjá hvað þurfi til að sinna verkefninu og geti samkeppnisaðilar og viðskiptavinir fyrirtækjanna nýtt sér þær upplýsingar sem sé að finna í gögnunum í samningaviðræðum við fyrirtækin.<br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds hafi félagið rökstutt af hverju birting upplýsinganna verði félaginu til tjóns þar sem þær geti gefið villandi mynd, hafi verðmyndandi áhrif í útboðum, hafi áhrif á aukaverk, viðbótargreiðslur, útgefna reikninga, geti skekkt þá upplýsingagjöf sem félagið hafi veitt og skapað óraunhæfar væntingar. Þá sé hægt að meta þarfir fyrirtækja í verkefnum og viðskiptavinir þeirra geti nýtt sér upplýsingar í samningaviðræðum við fyrirtækin.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að gögnum er lögð voru fram á stjórnarfundi Isavia ohf. nr. 147/2019 21. febrúar 2019. Annars vegar er um að ræða gögn sem fjallað var um undir lið 14.1 (staða allra fjárfestinga) og hins vegar gögn sem fjallað var um undir lið 14.2 (staða fjárfestinga yfir 500 mkr.). Isavia ohf. synjaði beiðninni á grundvelli þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti. Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. <br /> <br /> Í athugasemdunum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna. <br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur jafnframt mikilvægt að líta til þess að Isavia ohf. er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins, rekstur þess er að hluta til fjármagnaður af hinu opinbera, starfsemin er þjóðhagslega mikilvæg og því hefur almenningur hagsmuni af því að vita hvernig rekstri og fjárfestingum félagsins er háttað. Hafa verður hliðsjón af markmiðum upplýsingalaga, til að mynda þeim að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að opinberum aðilum, og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, við mat á því hvort meginregla 1. mgr. 5. gr. laganna um rétt til aðgangs skuli víkja fyrir takmörkunarákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umbeðin gögn en um er að ræða yfirlit yfir fjárfestingarverkefni Isavia ohf. og fjárhagsstöðu hvers verkefnis fyrir sig, þ.e. fjárhæðir sem upphaflega voru áætlaðar í hvert verkefni samkvæmt samþykki stjórnar, svo og rauntölur og áætluð frávik. Fram hefur komið að Isavia ohf. telji gögnin vera vinnugögn þar sem um sé að ræða áætlaðar fjárhæðir sem vegna eðlis síns geti breyst á stuttum tíma og þar sem aðeins sé um að ræða undirbúningsgagn fyrir þann sem fari yfir áætlanirnar. <br /> <br /> Þó að gögnin geti nýst við ákvarðanatöku í framtíðinni nægir það að mati nefndarinnar ekki til þess að gögn teljist vinnugögn. Til þess að gagn teljist vinnugagn verður það að vera undirbúningsgagn í reynd. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál bera gögnin ekki með sér að vera hluti af undirbúningi ákvörðunar eða annarra málalykta, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Ákvarðanir um fjárfestingarnar höfðu þegar verið teknar en upplýsingar um verkefnin sjálf og heimildir fyrir þeim er að finna í fundargerðum stjórnar Isavia ohf. Í gögnum þeim, sem hér er deilt um, koma fram upplýsingar um fjárhagsstöðu framkvæmda á þeim tíma sem skjalið var unnið og áætluð frávik frá samþykktum kostnaði. Í þeim er ekki að finna upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar Isavia ohf. á verkefnunum, athugasemdir stjórnar eða annað sem gæti talist fela í sér undirbúning ákvörðunar, samnings eða annarra lykta máls. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að ef hugtakið ,,vinnugögn” samkvæmt 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga væri skýrt svo rúmt að það tæki til umræddra gagna næði það í raun yfir öll gögn hjá hinu opinbera þar sem finna mætti upplýsingar um stöðu mála og verkefna og nýst gætu stjórnvöldum með einhverjum hætti til ákvarðanatöku. Í ljósi markmiða upplýsingalaga um aðhald almennings og fjölmiðla með opinberum aðilum getur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki fallist á svo rúma túlkun. Áréttar nefndin í því sambandi mikilvægi þess að almenningur geti fylgst með stöðu verkefna opinberra aðila, jafnvel þó að verkunum sé ekki að fullu lokið. Að mati úrskurðarnefndarinnar eru umrædd yfirlit yfir fjárfestingarverkefni Isavia ohf. því ekki vinnugögn og verða þau því ekki undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Til skoðunar kemur hvort önnur ákvæði upplýsingalaga standi í vegi fyrir afhendingu gagnanna en Isavia ohf. vísar einnig til 9. gr. upplýsingalaga til stuðnings ákvörðunar um að synja kæranda um aðgang að gögnunum. Isavia ohf. telur að aðgangur almennings að upplýsingum í gögnunum geti skaðað félagið með því að gefa villandi mynd af fjárhagsmálefnum þess, haft verðmyndandi áhrif í útboðum sem og áhrif á aukaverk, viðbótargreiðslur og útgefna reikninga. Þá geti aðgangur að upplýsingunum skekkt þá upplýsingagjöf sem félagið hafi veitt og skapað óraunhæfar væntingar. Auk þess geti aðgangur að upplýsingunum einnig haft skaðleg áhrif á viðsemjendur Isavia ohf., en út frá þeim sé unnt að meta þarfir fyrirtækjanna og geti viðskiptavinir þeirra nýtt sér upplýsingarnar í samningaviðræðum við þau.<br /> <br /> Í þessu samhengi bendir úrskurðarnefnd á að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga tekur til hagsmuna hvers konar lögaðila sem komið hefur verið á fót á einkaréttarlegum grundvelli og eru í eigu einkaaðila. Þannig tekur það t.d. til sameignarfélaga, samvinnufélaga og hlutafélaga. Hins vegar verndar 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra fyrirtækja sem eru í opinberri eigu. Vísast um þetta meðal annars til úrskurðar nefndarinnar nr. 767/2018.<br /> <br /> Samkvæmt 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“ <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið segir jafnframt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt veður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. <br /> <br /> Í 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.<br /> <br /> Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 862/2020, 845/2019, 823/2019, 813/2019, 764/2018, 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.<br /> <h2>3.</h2> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki sé útilokað að gögnin geti gefið vísbendingar um verkefni sem ekki hafa verið boðin út og að aðgangur almennings að þeim geti því haft verðmyndandi áhrif í útboði þannig að hagsmunir Isavia ohf. skaðist vegna þess, sbr. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Á hinn bóginn hefur almenningur ríka hagsmuni af því að vita hvernig Isavia ohf. stendur að fjárfestingarverkefnum félagsins og geta með því veitt félaginu aðhald í rekstri, sbr. 3. tölul. 1. gr. upplýsingalaga. Þá áréttar nefndin að til þess að unnt sé að beita undanþáguákvæði 9. gr. upplýsingalaga verða upplýsingar að hafa raunverulega þýðingu fyrir viðskipta- eða fjárhagshagsmuni fyrirtækja eða lögaðila sem ekki eru í eigu opinberra aðila og vera til þess fallnar að valda þeim tjóni verði aðgangur veittur að þeim. <br /> <br /> Í rökstuðningi Isavia ohf. hefur ekki verið gerður greinarmunur á stöðu einstakra verkefna þannig að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé kleift að leggja mat á afleiðingar þess að aðgangur verði veittur að gögnunum. Isavia ohf. hefur þannig ekki veitt nefndinni upplýsingar um hvort innkaupum vegna einstaka verkefnis sé lokið eða rökstutt það að öðru leyti hvaða verkefni séu þess eðlis að félagið eða viðsemjendur þess geti orðið fyrir tjóni verði aðgangur veittur að þeim upplýsingum sem fram koma í yfirlitinu. <br /> <br /> Í þessu samhengi tekur nefndin fram að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. er aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skylt að veita aðgang að þeim hlutum umbeðinna gagna sem ekki eru háðir takmörkunum samkvæmt 6.-10. gr. laganna. Skyldan nær þannig bæði til þess að meta rétt kæranda til aðgangs að hluta og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að Isavia ohf. hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þannig að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingum í gögnunum sem ekki eru til þess fallnar að valda Isavia ohf. eða viðsemjendum félagsins tjóni. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Þar af leiðandi verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Isavia ohf. að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Meðferð máls þessa hefur tafist vegna anna í störfum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin biðst velvirðingar á þeirri töf og beinir því til Isavia ohf. að nýrri meðferð málsins, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða, verði hraðað eins og kostur er.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Ákvörðun Isavia ohf., dags. 10. maí 2019, um að synja kæranda, A, blaðamanni hjá Viðskiptablaðinu, um aðgang að yfirlitum yfir fjárfestingarverkefni, er lögð voru fram á stjórnarfundi Isavia ohf. nr. 147/2019 þann 21. febrúar 2019, er felld úr gildi og lagt fyrir Isavia ohf. að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
868/2020. Úrskurður frá 26. febrúar 2020 | Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum tengdum fræðilegri ritröð sem fyrirhugað var að kæmi út á vegum Háskólaútgáfunnar og þeirri ákvörðun ritstjórnar ritraðarinnar að hafna bókatillögu kæranda. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafði Háskóli Íslands ekki lagt fullnægjandi grundvöll að þeirri ákvörðun sinni að synja kæranda um aðgang að gögnunum og var málinu því vísað heim til nýrrar og lögmætrar meðferðar og afgreiðslu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 26. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 868/2020 í máli ÚNU 18120002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 9. desember 2018, kærði Finnur Magnússon lögmaður, f.h. A, ákvörðun Háskóla Íslands, dags. 9. nóvember 2018, um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða höfnun á bókatillögu kæranda.<br /> <br /> Þann 7. ágúst 2018 gerði kærandi tillögu að bók til útgáfu í tiltekinni ritröð á sviði félagsvísinda en tillögu hans var hafnað þann 5. október 2018. Með bréfi til ritstjóra ritraðarinnar og starfsmanns Háskóla Íslands, dags. 22. október, óskaði kærandi eftir rökstuðningi vegna höfnunarinnar og öllum aðgangi að skjölum og öðrum gögnum vegna umsóknarferlisins, á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þar á meðal upplýsinga um hvaða tillögur voru samþykktar, aðgangi að umsögnum sem veittar voru um þær og upplýsingum um umsagnaraðila (ritrýna). <br /> <br /> Með bréfi, dags. 9. nóvember 2018, var beiðni kæranda um aðgang að gögnunum synjað. Í bréfinu kemur fram að afstaða Háskóla Íslands sé sú að ákvörðun um að hafna bókatillögu kæranda, sem tekin hafi verið af ritnefnd sem skipuð hafi verið háskólakennurum á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands, hafi ekki verið stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Ritröðin sem um ræði sé framtak af hálfu akademískra starfsmanna Háskólans sem sóttu m.a. um og hlutu styrk frá rektor til verkefnisins. Því sé ekki um að ræða ákvörðun sem tekin hafi verið í skjóli opinbers valds. Þá sé ekki einhlítt að verkefni umræddrar ritnefndar falli undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna, þ.e. lögin taki ekki til athafna starfsmanna stjórnvalda sem teljist ekki þáttur í starfi fyrir stjórnvöld. Þó verði að teljast rétt að kærandi „njóti vafans í því tilliti“. <br /> <br /> Í auglýsingunni sem send hafi verið til akademískra starfsmanna Háskóla Íslands 28. maí 2018 hafi þess verið getið að tillögur yrðu sendar í nafnlausa umsögn sérfræðinga, en nafnlaus ritrýni sé eitt af verkfærum háskólasamfélagsins til þess að stuðla að gæðum. Beiðni kæranda um upplýsingar um umsagnaraðila sé því synjað með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem um sé að ræða ráðstöfun sem myndi ekki skila tilætluðum árangri ef hún væri á almannavitorði. Þá sé beiðninni jafnframt synjað með vísan til 9. gr. sömu laga enda hafi verið talið eðlilegt og sanngjarnt að nöfn umsagnaraðila njóti friðhelgi. Þá kemur fram að ekki hafi verið talið tilefni til þess að bókatillaga kæranda yrði send til umsagnar sérfræðinga og því liggi ekki fyrir skjal um slíkt mat sem hægt sé að afhenda. <br /> <br /> Í kæru er þess krafist að kæranda verði á grundvelli 5. og 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, veittur aðgangur að öllum skjölum og öðrum gögnum vegna auglýsingar um bókatillögur, umsókna vegna umsóknarferlis, umsagna sérfræðinga og ákvörðunar um synjun bókatillögu, dags. 5. október 2018. Kærandi vekur athygli á því að þrátt fyrir að Háskóli Íslands telji að einungis einn flokkur gagna, þ.e. nöfn umsagnaraðila, falli undir 5. tölul. 10. gr. og 9. gr. upplýsingalaga sé ekki veittur aðgangur að öðrum fyrirliggjandi gögnum í málinu, þ.e. umsóknum um bókatillögur, umsögnum umsagnaraðila um samþykktar og ósamþykktar tillögur, fundargerðum ritnefndar vegna ákvörðunar um samþykkt tiltekinna tillagna og synjun annarra o.s.frv. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að nöfn umsagnaraðila geti ekki talist undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem nöfn geti ekki talist til einkamálefna aðila og jafnvel þó að svo væri sé ekki „sanngjarnt og eðlilegt“ að leynt sé farið með nöfnin. Þá telur kærandi að auglýsing eftir bókatillögum á vegum Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands geti ekki leitt til þess að mikilvægir almannahagsmunir réttlæti takmörkun aðgangs að gögnum, sbr. 5. tölul. 10. gr. enda sé hvorki um að ræða fyrirhugaðar ráðstafanir sem varða tekjuöflun hins opinbera né próf á vegum hins opinbera. Í öllu falli telur kærandi hagsmuni sína af því að fá aðgang að umþrættum gögnum vega þyngra en hagsmunir viðkomandi aðila af því að kæranda sé ekki veittur aðgangur að gögnunum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Háskóla Íslands með bréfi, dags. 11. desember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Háskóla Íslands, dags. 7. janúar 2019, kemur fram að umrædd ritröð sé framtak á vegum ritnefndar sem skipuð sé akademískum starfsmönnum af Félagsvísindasviði Háskóla Íslands en ritnefndin fari ekki með opinbert vald samkvæmt lögum. Því falli störf ritnefndarinnar utan gildissviðs stjórnsýslulaga að mati Háskóla Íslands. Í svari Háskólans við beiðni kæranda hafi aftur á móti ekki verið tekin bein afstaða til þess hvort umbeðnar upplýsingar teldust upplýsingar um starfsemi stjórnvalda sem féllu undir gildissvið upplýsingalaga. Í umsögninni segir að háskólinn telji sig hafa veitt kæranda umbeðnar upplýsingar sem varði hann sjálfan, ásamt rökstuðningi, í svarbréfi, dags. 9. nóvember 2018. Umbeðnar upplýsingar hafi ekki verið skráðar eða skjalaðar með formlegum hætti en sé að finna í tölvupóstsamskiptum milli ritstjóra og ritnefndar. Tölvupóstarnir sjálfir hafi ekki verið afhentir kæranda heldur hafi upplýsingar úr þeim, sem vörðuðu kæranda sérstaklega, verið settar fram í svarbréfinu til lögmanns kæranda 9. nóvember. <br /> <br /> Varðandi nöfn þeirra sérfræðinga sem annast nafnlausa ritrýni segir í umsögninni að í bréfi kæranda hafi verið óskað sérstaklega eftir upplýsingum um umsagnaraðila. Í svarbréfi Háskólans hafi komið fram að tillaga kæranda hafi ekki verið send til nafnlausrar umsagnar sérfræðinga því álit ritstjóra og ritnefndar hafi verið að tillagan hafi verið lítt unnin og því yrði ekkert fengið með því að fá álit annarra. Af þeirri ástæðu liggi ekki fyrir nein gögn um nafnlausa umsögn sérfræðinga um tillögu kæranda. Í fyrrnefndum tölvupóstsamskiptum ritnefndar, sem háskólinn afhenti úrskurðarnefndinni í trúnaði, megi sjá staðfestingu á því að tillagan hafi ekki verið send til umsagnar ritrýna. Af þeirri ástæðu sé ekki rétt að fallast á með kæranda að hann eigi sérstaka hagsmuni af því að kynna sér hvaða aðilar hafi veitt bókatillögum nafnlausa ritrýni. Tilgangur nafnlausrar eða blindrar ritrýni sé fyrst og fremst að stuðla að gæðum og tryggja fræðilegar kröfur við útgáfu fræðirita og fræðigreina. Nafnlaus ritrýni sé ein helsta stoð gæðamatskerfis vísinda og fræða hér á landi og erlendis. Þannig sé m.a. áskilið í matskerfi opinberra háskóla frá 2013 að ritrýni sé nafnlaus til þess að fræðilegar kröfur séu uppfylltar. Líklegt megi telja að því fyrirkomulagi yrði stefnt í hættu ef ritnefndum innan Háskóla Íslands yrði gert skylt að upplýsa um nöfn sérfræðinga sem annast nafnlausa ritrýni, þar sem erfiðara yrði að fá sérfræðinga til þess að annast slíka ritrýni. Það myndi rýra samkeppnisstöðu útgáfustarfsemi á vegum aðila innan Háskólans og annarra opinberra háskóla því einkaaðilar sem annist útgáfu fræðirita og fræðigreina þurfi ekki að upplýsa um nöfn sérfræðinga sem annist ritrýni. Í umsögninni er ekki vikið að bókatillögum annarra höfunda og ekki tekin bein afstaða til þess hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að bókatillögunum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk einnig afhent, í trúnaði, eftirfarandi gögn sem kæran lýtur að:<br /> <br /> R) fundargerðir ritnefndar um aðdraganda, <br /> S) bókatillögur sem teknar voru til skoðunar haustið 2018, <br /> T) óskir til sérfræðinga um umsagnir um valdar bókatillögur og umsagnir, <br /> U) yfirlit um bókatillögur, <br /> V) tölvupóstar til höfunda tillagna sem hafnað var án samtals, <br /> Þ) tölvupóstsamskipti frá ritstjóra til ritnefndar og <br /> Æ) tölvupóstsamskipti milli aðila í ritnefnd.<br /> <br /> Umsögn Háskóla Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. janúar 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 22. janúar 2019, er því mótmælt að skólinn hafi þegar veitt kæranda umbeðnar upplýsingar, þær upplýsingar sem skólinn hafi veitt séu annars vegar tilkynning um það hvaða bókatillögur hafi verið samþykktar og hins vegar upplýsingar eða raunar stutt reifun á málavöxtum, um að mál kæranda hafi ekki hlotið þá meðferð sem kveðið var á um í auglýsingunni, þar sem bókatillaga kæranda hafi ekki verið send sérfræðingum til umsagnar eins og áskilið hafi verið í auglýsingunni. Kærandi byggir á því að háskólinn hafi í raun ekki veitt aðgang að neinum gögnum og/eða upplýsingum í máli þessu heldur eingöngu upplýst um atvik máls en þær upplýsingar sem veittar hafi verið séu ófullnægjandi enda hafi þar ekki verið um að ræða „afrit af tilteknum gögnum“ eins og kærandi hafi óskað eftir. Kærandi dregur einnig í efa að mál hans hafi verið meðhöndlað á sambærilegan hátt og annarra umsækjenda, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Í athugasemdum bendir kærandi á að hann hafi óskað eftir aðgangi að gögnum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, þar á meðal umsóknum einstakra umsækjenda, umsögnum sérfræðinga, ákvörðun um synjun, samþykktum tillögum og ósamþykktum tillögum, svo og öllum öðrum gögnum sem máli kunni að skipta og varði þetta tiltekna mál. Háskólinn byggi einvörðungu á því að synja beri kröfu kæranda á þeim grundvelli að nöfn umsagnaraðila falli undir 5. tölul. 10. gr., svo og 9. gr. upplýsingalaga en kærandi kveðst ekki fá séð að einvörðungu nöfn umsagnaraðila leiði til þess að kærandi fái engin gögn frá Háskólanum. Kærandi vísar til þess að skv. 9. gr. upplýsingalaga megi synja um aðgang að gögnum um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á, ekki liggi hins vegar fyrir hvort háskólinn hafi aflað samþykkis þeirra sem í hlut eigi. Í því sambandi vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 711/2017. <br /> <br /> Kærandi áréttar að háskólinn hefði átt að óska eftir afstöðu viðkomandi aðila en jafnvel þó samþykki þeirra hefði ekki fengist fyrir afhendingu gagnanna bæri enn að taka afstöðu til þess hvort upplýsingarnar varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt far. Upplýsingar um nöfn ritrýna séu ekki svo viðkvæmar upplýsingar að 9. gr. eigi við um þær enda sé aðeins um að ræða nöfn en ekki viðkvæmar persónuupplýsingar, s.s. um kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð. Í þessu samhengi vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 688/2017. <br /> <br /> Að lokum tekur kærandi fram að af svörum Háskólans virðist vera að málsmeðferðarreglum sem lýst var í auglýsingu um bókatillögur hafi ekki verið fylgt eftir, þ.e. að einstakar bókatillögur hafi ekki verið sendar umsagnaraðilum þótt auglýsingin hafi samkvæmt orðalagi sínu gert ráð fyrir því að það yrði gert. Þessi staða leiði til þess að það hafi grundvallarþýðingu fyrir kæranda að fá afrit gagna sem hafi orðið til vegna auglýsingarinnar, s.s. innsendar bókatillögur, umsagnir umsagnaraðila, samskipti aðila, dagbókarfærslur o.fl. Einungis með þeim hætti geti kærandi gengið úr skugga um að t.d. jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar hafi verið fylgt, svo og öðrum form- og efnisreglum stjórnsýsluréttar.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1. </h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um ákvörðun ritstjóra fræðilegrar ritraðar í félagsvísindum 5. október 2018 um að hafna á bókatillögu sem kærandi sendi ritstjóranum 7. ágúst 2018.<br /> <br /> Í svari Háskóla Íslands við erindi kæranda, dags. 9. nóvember 2018, og síðar í umsögn Háskólans vegna kærunnar, dags. 7. janúar 2019, kemur fram að vafi ríki um það hvort gildissvið upplýsingalaga nái til umræddrar útgáfustarfsemi, þó ekki sé tekin bein afstaða til þess. <br /> <br /> Í auglýsingu vegna útgáfunnar sem send var starfsmönnum Háskóla Íslands með tölvupósti þann 28. maí 2018 kemur m.a. fram að bækurnar verði ritrýndar og gefnar út af Háskólaútgáfunni en að útgáfan sé á faglegri ábyrgð ritstjóra og ritnefndar og á fjárhagslegri ábyrgð Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Undir auglýsingunni eru nöfn ritstjóra og ritnefndarmanna sem sjá má að eru allir akademískir starfsmenn skólans. Í auglýsingunni kemur einnig fram að eftir samþykki ritstjóra fari handrit til Háskólaútgáfu þar sem skipaður fagritstjóri hafi umsjón með ritrýni handritsins. <br /> <br /> Tekið skal fram að Háskólaútgáfan er starfrækt af Háskóla Íslands og heyrir undir háskólaráð, samkvæmt reglum um Háskólaútgáfuna nr. 483/2010. Útgáfa umræddrar ritraðar fer þannig fram innan veggja Háskólans og á vegum starfsmanna Háskólans, ritröðin er fjármögnuð af Háskólanum og kemur út undir nafni Háskóla Íslands. Í ljósi framangreinds liggur að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál enginn vafi á því að umrædd útgáfustarfsemi fellur undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Við mat á gögnum málsins horfði úrskurðarnefndin m.a. til þess að útgáfa umræddrar ritraðar í félagsvísindum er fjármögnuð með styrk úr Háskólasjóði og varðar hún þannig ráðstöfun opinbers fjár. Tekið er fram að nefndin hefur í framkvæmd sinni litið til markmiða upplýsingalaga um að veita stjórnvöldum aðhald og auka gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna við skýringar á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <h2>2. </h2> Í upprunalegri beiðni kæranda til ritstjóra um gögn, dags. 22. október, óskaði kærandi eftir rökstuðningi vegna höfnunar ritnefndar á bókatillögu sinni og öllum aðgangi að skjölum og öðrum gögnum vegna umsóknarferlisins, þar á meðal upplýsingum um hvaða umsóknir voru samþykktar, umsögnum sem veittar voru sem og upplýsingum um umsagnaraðila. Kærandi byggði rétt sinn til aðgangs að framangreindum gögnum á 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Í kæru, dags. 9. desember 2018, var þess krafist, á grundvelli 5. og 14. gr. upplýsingalaga, að kæranda yrði veittur aðgangur að öllum skjölum og öðrum gögnum vegna auglýsingar um bókatillögur, umsókna vegna umsóknarferlis, umsagna sérfræðinga og ákvörðunar um synjun bókatillögu kæranda. Í athugasemdum kæranda, dags. 22. janúar 2019, er loks farið fram á afrit af gögnum sem hefðu orðið til vegna auglýsingarinnar, s.s. afrit af innsendum bókatillögum, umsögnum umsagnaraðila, samskiptum aðila, dagbókarfærslum o.fl.<br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki aðeins þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum. Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi að upplýsingalögum er tekið fram að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum A-283/2008, A-466/2012 og úrskurði nr. 765/2018. <br /> <br /> Aðgangur aðila að gögnum sem varða hann sjálfan er hins vegar m.a. takmarkaður af 3. mgr. 14. gr., en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum hafi þau jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang. <br /> <br /> Þó að kærandi kunni að eiga hagsmuni af því að fá afrit af bókatillögum annarra höfunda og umsögnum um þær, í ljósi þess að tillögu hans var hafnað, verða þau gögn ekki talin innihalda upplýsingar um hann sjálfan. Þar sem um er að ræða nákvæmar upplýsingar um málefni viðkomandi höfunda og hvergi er minnst á málefni kæranda í framangreindum gögnum telur úrskurðarnefndin að hagsmunir kæranda af því að fá gögnin afhent séu ekki slíkir að beiðnin falli undir 14. gr. upplýsingalaga. Fer réttur kæranda til aðgangs að þessum hluta beiðninnar, s.s. bókatillögum annarra höfunda og umsögnum um þær, því eftir 5. gr. upplýsingalaga eða rétti almennings til aðgangs að gögnum en samkvæmt 1. mgr. 5. gr. er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem innihalda umfjöllun um hans eigin bókatillögu og ákvarðanir ritnefndar er tillögu hans varða, fer hins vegar eftir 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>3. </h2> Kærandi óskaði m.a. eftir afritum af bókatillögum (umsóknum) sem sendar voru ritnefnd ritraðarinnar. Úrskurðarnefndin fékk afrit af gögnum málsins og telur fylgiskjal S falla undir þennan hluta gagnabeiðni kæranda. Þar er að finna bókatillögur höfunda sem innihalda allar lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu, efnisyfirlit og upplýsingar um helstu ritverk höfundar, tillögurnar eru tíu talsins, þær eru misítarlegar og eru tvær til sjö blaðsíður að lengd. <br /> <br /> Þar sem um er að ræða upplýsingar sem varða hagsmuni þriðju aðila kemur til athugunar hvort 9. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir því að kæranda verði veittur aðgangur að gögnunum. Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í framhaldinu er síðan vikið að því hvernig stjórnvöldum beri að meta umrædd sjónarmið en í athugasemdunum segir svo um það atriði:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í athugasemdum við ákvæði 9. gr. að ,,undir 9. gr. [geti] fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar.“ Dæmi um slík tilvik væru „t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu“.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni umbeðinna gagna en um er að ræða mjög nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaða útgáfu og jafnvel upplýsingar um óbirtar rannsóknir viðkomandi fræðimanns. Að mati úrskurðarnefndarinnar er ótvírætt að upplýsingar um hugmyndir fræðimanna að rannsóknum og niðurstöður úr fræðilegum rannsóknum sem ekki er lokið kunna að falla undir undanþáguákvæði 9. og 10. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem afrakstur fræðilegra rannsókna hefur ekki tekið á sig endanlega mynd og sá einstaklingur sem vinnur að slíkum rannsóknum telur efni sitt ekki tilbúið til birtingar þá telur úrskurðarnefndin að hagsmunir þess einstaklings sem sinnir slíkum rannsóknum af því að afrakstur fræðistarfa hans verði ekki birtur almenningi á því stigi geti fallið undir einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Er þá óheimilt að veita aðgang að slíkum gögnum nema sá samþykki sem í hlut á. Jafnframt telur úrskurðarnefndin að slíkar upplýsingar geti fallið undir fjárhagsmálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi sama ákvæðis, að því marki sem það hefur fjárhagslega þýðingu fyrir einstaklinga að umrædd gögn séu ekki gerð aðgengileg almenningi. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin leggur áherslu á að með hliðsjón af því að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um aðgang að gögnum þá verður ákvæðinu einungis beitt til þess að takmarka aðgang í þeim tilvikum þar sem raunveruleg hætta er á því að hagsmunir einstaklings bíði tjón af því að aðgangur verði veittur. Stjórnvald eða annar aðili sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga hefur ekki forsendur til að fullyrða um hvort ákvæði 9. gr. taki til gagna, án þess að fyrst hafi verið lagt á það mat hvort hagsmunir af því að takmarka aðgang að upplýsingum séu af því tagi sem rakið er hér að framan. Í því felst meðal annars mat á því hvort hugmynd fræðimanns sé líkleg til að leiða til niðurstöðu sem hafi sjálfstætt fræðilegt gildi. Þá þarf enn fremur að vera sýnt að það kunni að valda tjóni á fræðilegri rannsókn ef aðgangur er veittur að gögnum um hana. <br /> <br /> Af umsögn Háskóla Íslands og athugasemdum kæranda verður ráðið að kærandi hafi verið upplýstur um þær þrjár bókatillögur sem samþykktar voru og um nöfn viðkomandi höfunda. Er því ekki þörf á að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þessara gagna. Af þeim gögnum sem liggja fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður hins vegar ekki ráðið að Háskóli Íslands hafi lagt á það sjálfstætt mat hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem fram komu í öðrum tillögum til bóka í ritröð á sviði félagsvísinda leiddu til þess að unnt væri að synja beiðni kæranda um aðgang að tillögunum samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þannig hefur Háskóli Íslands hvorki í synjun sinni til kæranda né skýringarbréfi til úrskurðarnefndarinnar tekið afstöðu til þess eða leitt líkur að því hvort og þá hvernig aðgangur almennings að umræddum bókatillögum sé til þess fallinn að fela í sér upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni höfunda sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Þá verður heldur ekki séð að háskólinn hafi kannað hvort höfundar einstakra tillagna samþykktu að veittur yrði aðgangur að tillögunum, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í ljósi þessa hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að fjalla um hvort Háskóli Íslands hafi lagt fullnægjandi grundvöll að þeirri ákvörðun sinni að synja kæranda um aðgang að bókatillögum. Er þessum þætti málsins því vísað aftur til háskólans til nýrrar meðferðar. <br /> <h2>4. </h2> Kærandi óskaði eftir aðgangi að umsögnum sérfræðinga (ritrýna) sem veittar voru um bókatillögurnar sem og upplýsingum um umsagnaraðilana. Háskólinn afhenti úrskurðarnefndinni gögn, merkt fylgiskjal T, sem úrskurðarnefndin telur falla undir þennan hluta gagnabeiðni kæranda. Skjalið inniheldur tölvupósta frá ritstjóra til umsagnaraðila þar sem hann fer þess á leit að viðkomandi aðilar taki að sér yfirlestur tillagna. Þar er einnig að finna umsagnirnar sjálfar þar sem viðkomandi aðilar lýsa bókatillögunum og tjá skoðanir sínar á þeim. <br /> <br /> Beiðni kæranda synjaði háskólinn þann 9. nóvember 2018 m.a. með vísun í 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga enda fæli ritrýni í sér ráðstöfun sem myndi ekki skila tilætluðum árangri ef hún væri á almannavitorði. Að því er varðar nöfn umsagnaraðila kemur fram í umsögn Háskólans að tilgangur nafnlausrar eða blindrar ritrýni sé fyrst og fremst að stuðla að gæðum og tryggja fræðilegar kröfur við útgáfu fræðirita og fræðigreina. Nafnlaus ritrýni sé ein helsta stoð gæðamatskerfis vísinda og fræða hér á landi og erlendis. Þannig sé m.a. áskilið í matskerfi opinberra háskóla frá 2013 að ritrýni sé nafnlaus til þess að fræðilegar kröfur séu uppfylltar. Líklegt megi telja að því fyrirkomulagi yrði stefnt í hættu ef ritnefndum innan Háskóla Íslands yrði gert skylt að upplýsa um nöfn sérfræðinga sem annast nafnlausa ritrýni, þar sem erfiðara yrði að fá sérfræðinga til þess að annast slíka ritrýni. Það myndi rýra samkeppnisstöðu útgáfustarfsemi á vegum aðila innan Háskólans og annarra opinberra háskóla, því einkaaðilar sem annist útgáfu fræðirita og fræðigreina þurfi ekki að upplýsa um nöfn sérfræðinga sem annist ritrýni. Háskólinn vísar í því sambandi til ritrýnireglna Tímarits lögfræðinga, Úlfljóts, Læknablaðsins og Verkfræðingafélags Íslands, sem allar hafa að geyma ákvæði um nafnlausa ritrýni.<br /> <br /> Í 5. tölul. 10. gr. er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, væru þau á almannavitorði. <br /> <br /> Af þessu tilefni telur úrskurðarnefndin rétt að taka fram að ákvæði 5. tölul. 10. gr. verður ekki beitt um gögn þar sem fram koma upplýsingar um ráðstafanir sem þegar eru afstaðnar. Hvorki er í ákvörðun Háskóla Íslands frá 9. nóvember 2018 né skýringum Háskólans til úrskurðarnefndarinnar fjallað frekar um það að hvaða leyti í umsögnum sérfræðinganna eru upplýsingar um ráðstafanir sem kunni að vera fyrirhugaðar í skilningi 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá fær úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ráðið af gögnunum að þar sé fjallað um ráðstafanir sem kunna nú að vera fyrirhugaðar af hálfu skólans. Verður því ekki séð að aðgangur að umsögnum sérfræðinga verði takmarkaður með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Beiðni kæranda var jafnframt synjað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga en háskólinn taldi eðlilegt og sanngjarnt að nöfn umsagnaraðila nytu friðhelgi. Upplýsingarnar sem um ræðir eru nöfn umsagnaraðila og umsagnir þeirra, þ.e. nákvæmar lýsingar á bókatillögum og álit þeirra á tillögunum. Þannig varða upplýsingarnar bæði umsagnaraðilana sjálfa sem og höfunda tillagnanna. <br /> <br /> Að því marki sem umsagnir sérfræðinga um bókatillögur kunna að geyma hugmyndir um fræðilegar rannsóknir í vinnslu sem ekki eru tilbúnar til birtingar, þá telur úrskurðarnefndin að ekki loku fyrir það skotið að takmarka aðgang almennings að slíkum upplýsingum samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, þar sem þær kunna að geyma upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í samræmi við það sem að framan er rakið verður þessu ákvæði hins vegar ekki beitt til að takmarka aðgang nema að háskólinn hafi fyrst lagt á það mat hvort hagsmunir af því að takmarka aðgang að upplýsingum séu af því tagi sem rakið er í 3. kafla niðurstaðna úrskurðarnefndarinnar hér að framan. Í því felst meðal annars mat á því hvort hugmynd fræðimanns sé líkleg til að leiða til niðurstöðu sem hafi sjálfstætt fræðilegt gildi. Þá þarf enn fremur að vera sýnt að það kunni að valda tjóni á fræðilegri rannsókn ef aðgangur er veittur að gögnum um hana. Miðað við þau gögn sem hafa verið afhent nefndinni fær úrskurðarnefndin ekki séð hvernig upplýsingar um nöfn umsagnaraðila falli ein og sér undir þau sjónarmið sem hér er lýst. <br /> <br /> Af þeim gögnum sem liggja fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður ekki ráðið, frekar en hvað varðar tillögur til bóka sem gerð er grein fyrir í 3. kafla í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar hér að framan, að Háskóli Íslands hafi lagt á það sjálfstætt mat hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem fram komu í umsögnum sérfræðinga leiddu til þess að unnt væri að synja beiðni kæranda um aðgang að tillögunum samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þannig hefur Háskóli Íslands hvorki í synjun sinni til kæranda né skýringarbréfi til úrskurðarnefndarinnar tekið afstöðu til þess eða leitt líkur að því hvort og þá hvernig aðgangur almennings að umsögnum sérfræðinganna sé til þess fallinn að fela í sér upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni höfunda sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Enn fremur er ekki að sjá að háskólinn hafi kannað hvort höfundar einstakra tillagna samþykktu að veittur yrði aðgangur að umsögnum sérfræðinga um þær, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í ljósi þessa hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að fjalla um hvort Háskóli Íslands hafi lagt fullnægjandi grundvöll að þeirri ákvörðun sinni að synja kæranda um aðgang að umsögnum sérfræðinga og upplýsingar um nöfn þeirra. Er þessum þætti málsins því vísað aftur til háskólans til nýrrar meðferðar. <br /> <h2>5. </h2> Kærandi óskaði m.a. eftir gögnum varðandi þá ákvörðun ritnefndar að hafna bókatillögu kæranda, gögnum varðandi samskipti aðila og dagbókarfærslum málinu viðkomandi. Í fylgiskjali R, sem háskólinn afhenti úrskurðarnefndinni, er að finna fundargerðir ritnefndar en í fylgiskjölum Þ og Æ eru tölvupóstar á milli ritstjóra og ritnefndar þar sem fjallað er um framvindu verkefnisins, þær tillögur sem nefndinni bárust og fleira í þeim dúr. Fylgiskjal U er bréf frá ritstjóra til ritnefndarmanna en þar er að finna yfirlit yfir allar bókatillögur sem bárust og tillögur ritstjóra að niðurstöðum varðandi þær, ásamt umsögnum ritrýna um tilteknar tillögur.<br /> <br /> Af gögnum málsins er ekki að sjá að Háskóli Íslands hafi lagt á það sjálfstætt mat hvort og þá að hvaða leyti upplýsingar sem fram koma í tölvupóstum og fundargerðum skuli vera undanþegnar upplýsingarétti. Þannig hefur Háskóli Íslands hvorki í synjun sinni til kæranda né skýringarbréfi til úrskurðarnefndarinnar tekið afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að upplýsingum í fylgiskjölum R, Þ, Æ og U. Er þessum hluta málsins því einnig vísað aftur til háskólans til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Ákvörðun Háskóla Íslands, dags. 9. nóvember 2018, um að synja beiðni A um aðgang að gögnum er varða höfnun á bókatillögu kæranda er felld úr gildi og lagt fyrir Háskóla Íslands að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> varaformaður<br /> <br /> <br /> Elín Ósk Helgadóttir </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir </p> <br /> |
874/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020 | Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni blaðamanns um aðgang að annars vegar minnisblaði ríkisskattstjóra og hins vegar minnisblaði skattrannsóknarstjóra ríkisins sem send voru ráðuneytinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ráðuneytinu að gögnin væru undanþegin upplýsingarétti á grundvelli þess að um væri að ræða upplýsingar um rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Hins vegar taldi úrskurðarnefndin ráðuneytinu hafa verið heimilt að takmarka aðgang að hluta þeirra upplýsinga sem fram kæmu í minnisblöðunum sem lytu að fyrirhuguðum ráðstöfunum vegna rannsókna á meintum brotum. Var ráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að öðrum hlutum minnisblaðanna. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 874/2020 í máli ÚNU 19110018. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. nóvember 2019, kærði A, fréttamaður, ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að gögnum er varða samskipti ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra við ráðuneytið vegna rannsóknar svokallaðs Samherjamáls. <br /> <br /> Málavextir eru þeir að hinn 26. nóvember 2019 ritaði kærandi ráðuneytinu bréf þar sem hann vísaði til þess að í fréttum um rannsókn Samherjamálsins hafi fjármálaráðherra sagt að embætti ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra hefðu haft með sér samráð um hvernig embættin gætu sameinað krafta sína og að stutt yrði við þau úr þeim sjóðum sem úr væri að spila. Kærandi óskaði því næst eftir aðgangi að fyrirliggjandi samskiptum, beiðnum, minnisblöðum eða öðrum gögnum „um þetta atriði milli embættanna og ráðuneytisins“. Fram kemur að fréttastofa RÚV hafi þegar fengið frá dómsmálaráðuneytinu afrit af minnisblaði héraðssaksóknara sem sent hafi verið til ráðuneytisins af sams konar tilefni í síðustu viku. <br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið svaraði beiðni kæranda 28. nóvember 2019. Í svarinu segir að undir beiðnina falli tvö minnisblöð skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra, dagsett 18. nóvember 2019. Gögnin hafi að geyma upplýsingar sem varði mikilvæga virka viðskiptahagsmuni lögaðila sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, upplýsingar um mögulega rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga auk upplýsinga um fyrirhugaðar ráðstafanir sem mögulega skili ekki tilætluðum árangri ef þær séu á vitorði almennings, sbr. 5. tölul. 10. gr. laganna. Fram kemur að ekki séu efni til að veita aukinn aðgang að gögnunum skv. 11. gr. upplýsingalaga. Að höfðu samráði við hlutaðeigandi stofnanir væri beiðninni því synjað. Ráðuneytið afhenti þó minnisblað ráðuneytisins sem lagt hafi verið fyrir ríkisstjórn 19. nóvember 2019.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 3. desember 2019, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og veittur frestur til þess að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun þess. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 3. desember 2019, segir að í minnisblöðunum sé vikið að gagnaöflun, upplýsingaöflun, úrræðum og vinnulagi í tengslum við ófyrirséð verkefni ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins. Það sé mat ráðuneytisins að skjölin hafi að geyma upplýsingar um mögulega rannsókn sakamáls og því sé ekki til staðar réttur til aðgangs að skjölunum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Ef upplýsingarnar teljist ekki tilheyra rannsókn sakamáls í skilningi laga um meðferð sakamála séu skjölin undanþegin upplýsingarétti almennings með vísan til þess að efni þeirra varði mikilvæga virka viðskiptahagsmuni lögaðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, þ.e.a.s. upplýsingar sem séu til þess fallnar að valda lögaðila eða lögaðilum sem þær varði tjóni, væru þær gerðar opinberar. Einnig ætti 5. tölul. 10. gr. laganna við í málinu, um að fyrirhugaðar ráðstafanir sem fjallað væri um í minnisblöðunum myndu mögulega ekki skila tilætluðum árangri, væru þær á vitorði almennings. Efni skjalanna sé til vitnis um hvort tveggja. Í skjölunum sé að finna tilvísanir til lögaðila, sem og upplýsingar um stöðu málsmeðferðar, fyrirhugað vinnulag og mögulegar hindranir í tengslum við aukin verkefni. <br /> <br /> Ráðuneytið bendir einnig á að kærandi hafi vísað í upplýsingabeiðni sinni til þess að tilteknar upplýsingar hefðu borist frá ráðuneyti dómsmála varðandi fjárhagslegan stuðning við héraðssaksóknara í tengslum við aukin verkefni hjá því embætti. Þær upplýsingar sé ekki að finna í umbeðnum minnisblöðum en þau hafi eingöngu að geyma upplýsingar sem gætu haft skaðleg áhrif á rannsóknarhagsmuni (almannahagsmuni) og viðskiptahagsmuni, verði aðgangur veittur að þeim. Þá kemur fram að til þess að stuðla að upplýstri umræðu og í samræmi við upplýsingastefnu ráðuneytisins hafi það látið kæranda í té upplýsingar í svarinu 28. nóvember 2019 sem tengdust mannaflaþörf og fjárveitingum til stofnananna. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 3. desember 2019, var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þær bárust sama dag. Í athugasemdunum kemur meðal annars fram að um sé að ræða upplýsingar sem varði almenning miklu í ljósi umfjöllunar fjölmiðla undanfarnar vikur um meint lögbrot íslensks sjávarútvegsfyrirtækis á erlendri grundu sem hafi leitt til aðgerða yfirvalda á Íslandi og erlendis og vakið athygli víða um heim.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að tveimur minnisblöðum, minnisblaði ríkisskattstjóra og minnisblaði skattrannsóknarstjóra ríkisins, bæði dags. 18. nóvember 2019, sem send voru fjármála-og efnahagsráðuneytinu. <br /> <br /> Réttur kæranda til aðgangs að minnisblöðunum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er þeim aðilum sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.- 10. gr. laganna. <br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið rökstyður ákvörðun sína um synjun beiðni kæranda í fyrsta lagi með vísan til þess að upplýsingarnar í minnisblöðunum séu undanþegnar upplýsingarétti almennings þar sem þær varði mögulega rannsókn sakamáls sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að rannsókn sakamála og saksókn séu undanskildar gildissviði upplýsingalaga og að um aðgang að slíkum gögnum fari eftir sérákvæðum laga um meðferð sakamála. Þá kemur jafnframt fram í athugasemdum við 6. gr. frumvarpsins að ákvæði 1. mgr. 4. gr. feli í sér að öll gögn mála á þessu sviði séu í heild sinni undanþegin upplýsingarétti. <br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga felur í sér undanþágu frá gildissviði upplýsingalaga og ber því að túlka það þröngri lögskýringu. Því verður að túlka ákvæði 1. mgr. 4. gr. svo, að með þeim sé aðeins átt við málsgögn sem tilheyra máli sem handhafar ákæruvalds höfða til refsingar lögum samkvæmt og sem sæta meðferð eftir ákvæðum laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, nema öðruvísi sé fyrir mælt í lögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið minnisblöðin. Í þeim er fjallað um fyrirhugaða rannsókn á meintum refsiverðum brotum og lagðar fram tillögur að ráðstöfunum í tengslum við rannsóknina. Í þeim er hins vegar ekki að finna upplýsingar um rannsókn sakamáls í skilningi laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, svo sem um tilteknar rannsóknaraðgerðir. Vegna þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að umbeðin minnisblöð verði ekki felld undir undanþáguákvæði 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <h2>2.</h2> Fjármála- og efnahagsráðuneytið rökstyður ákvörðun sína um synjun á aðgangi að minnisblöðunum í öðru lagi með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en þar er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera, ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Samsvarandi ákvæði var í 6. gr. laga nr. 50/1996. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að heimild 10. gr. til að takmarka aðgang almennings og fjölmiðla að gögnum sé bundin því skilyrði að gögnin sjálf hafi að geyma upplýsingar um þá hagsmuni sem njóta eiga verndar. Ef í gögnunum sé jafnframt að finna upplýsingar sem ekki snerta þessa hagsmuni sé stjórnvaldi almennt skylt að veita aðgang að þeim hluta þeirra, sbr. 7. gr. <br /> <br /> Um orðasambandið „fyrirhugaðar ráðstafanir“ í 5. tölul. greinarinnar segir eftirfarandi í athugasemdunum: <br /> <br /> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Ákvæði þetta getur þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. tölul. Hér undir falla einnig ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja.“<br /> <br /> Þá segir um nánar um ákvæði 5. töluliðar:<br /> <br /> „Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki sé nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 5. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við, sbr. 12. gr. frumvarpsins.“<br /> <br /> Sem fyrr segir er í minnisblöðunum að finna upplýsingar um fyrirhugaðar aðgerðir í tengslum við skipulag á fyrirhugaðri rannsókn tiltekins sakamáls. Nefndin er ekki í vafa um að almannahagsmunir standi til þess að þær upplýsingar fari leynt enda eru líkur á því að árangur aðgerðanna skerðist verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Með vísan til framangreinds er fjármála- og efnahagsráðuneytinu heimilt að undanþiggja upplýsingar sem koma fram í efnisgrein 5 og tillögur sem nefndar eru í þremur töluliðum í lok minnisblaðs skattrannsóknarstjóra, dags. 18. nóvember 2019, auk upplýsinga sem koma fram í tveimur síðustu efnisgreinunum í minnisblaði ríkisskattstjóra, sama dags., með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>3.</h2> Í þriðja lagi vísar ráðuneytið til 9. gr. upplýsingalaga til stuðnings ákvörðun sinni þar sem í minnisblöðunum komi fram upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. <br /> <br /> Í athugasemdum um 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæði 9. gr. feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um virka mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Í minnisblöðunum er vikið að því að starfsemi Samherja sé til rannsóknar vegna meintra refsiverðra brota félagsins en þær upplýsingar eru þegar á almannavitorði. Í þeim er hins vegar hvergi að finna upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál Samherja eða aðrar sambærilegar viðkvæmar upplýsingar um viðskipta- eða fjárhagshagsmuni félagsins. Er því ekki fallist á að í minnisblöðunum komi fram upplýsingar um virka mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Samherja sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu verður fjármála- og efnahagsráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að þeim hlutum minnisblaðsins sem ekki geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir í skilningi 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda, A, dags. 26. nóvember 2019, um aðgang að efnisgrein 5 og tillögum sem nefndar eru í þremur töluliðum í lok minnisblaðs skattrannsóknarstjóra og að tveimur síðustu efnisgreinunum í minnisblaði ríkisskattstjóra, bæði dags. 18. nóvember 2019. <br /> <br /> Hin kærða ákvörðun að öðru leyti er felld úr gildi og það lagt fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að öðrum hlutum minnisblaðanna. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> |
873/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020 | Í málinu var leyst úr rétti kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum frá Ríkisútvarpinu ohf. um greiðslur félagsins til sjálfstæðra framleiðanda vegna kaupa á dagskrárefni árið 2018. Ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. um að synja beiðni kæranda var reist á 9. gr. upplýsingalaga þar sem í gögnunum kæmu fram upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðsemjenda félagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að samningsgerðin væri hluti af lögbundnu hlutverki RÚV sem fjármagnað væri af opinberu fé. Ekki var talið að upplýsingarnar veittu slíka innsýn í fjárhagsmálefni einstaklinga að rétt væri að takmarka aðgang að upplýsingunum og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Var Ríkisútvarpinu ohf. því gert að veita kæranda aðgang að upplýsingunum. | <h1><span style="color: #000000;">Úrskurður</span></h1> Hinn 14. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 873/2020 í máli ÚNU 19090009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. september 2019, kærði A, blaðamaður, synjun Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) á beiðni hans um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í júní 2019 óskaði kærandi eftir aðgangi að lista yfir sjálfstæða framleiðendur og fjárhæðir sem RÚV greiddi þeim fyrir dagskrárefni árið 2018. Hinn 22. ágúst 2019 óskaði kærandi auk þess eftir aðgangi að skilmálum samninga sem RÚV hafi gert við sjálfstæða framleiðendur um kaup á dagskrárefni á árunum 2015 og 2018. Í svari RÚV til kæranda, dags. 6. september 2019, kemur fram að RÚV telji óheimilt að veita upplýsingar um greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda án samþykkis framleiðendanna þar sem þær kunni að varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Að auki séu upplýsingarnar ekki aðgengilegar í einu skjali, heldur þyrfti að útbúa slíkt yfirlit sérstaklega. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að sams konar listar, yfir sjálfstæða framleiðendur og greiðslur til þeirra, fyrir árin 2016 og 2017 hafi verið birtir á vef Alþingis. Þá óski kærandi eftir aðgangi að samningsskilmálum í þeim tilgangi að kanna hvort RÚV vilji njóta ávinnings af sölu af dagskrárefni til erlendra aðila og hvernig það sé orðað í samningagerð við sjálfstæða framleiðendur.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt RÚV með bréfi, dags. 9. september 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. RÚV óskaði eftir viðbótarfresti til þess að skila umsögn um kæruna til 30. september sem úrskurðarnefndin féllst á. Þann 3. október 2019 óskaði RÚV eftir eins dags viðbótarfresti á grundvelli þess að verið væri að taka saman gögnin til þess að senda með erindinu og sá sem hafi haft aðgang að þeim gögnum hafi verið í frí. Með bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 9. október, lýsti RÚV því yfir að um misskilning hefði verið að ræða varðandi það að gögnin lægju fyrir, verið væri að taka saman umbeðinn lista hjá fjármáladeild en það fæli í sér talsverða vinnu. Tekið hafi nokkrar vikur að vinna upplýsingarnar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið þegar sambærilegar upplýsingar hefðu verið birtar á sínum tíma en málið væri forgangsmál hjá fjármáladeildinni. <br /> <br /> Hinn 15. október 2019 barst úrskurðarnefndinni umsögn RÚV vegna kærunnar og umbeðinn listi yfir greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda árið 2018. Í umsögn RÚV segir að listinn innihaldi upplýsingar sem geti m.a. átt undir 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra fjölmörgu lögaðila og/eða einstaklinga sem í hlut eigi. Vísað er til þess að í athugasemdum við greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga komi fram að almennt sé óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild. Þá sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þá segir að fjölmargir þeirra aðila sem í hlut eigi séu einstaklingar eða eftir atvikum félög utan um einstaklingsrekstur. Beiðnin lúti þannig m.a. að upplýsingum um tekjur sem samkvæmt því sem segi í lögskýringargögnum við upplýsingalög skuli jafnan ekki veita aðgang að. <br /> <br /> Hvað stærri lögaðila varði þá sé RÚV ekki í góðri stöðu til þess að leggja mat á hvort upplýsingarnar varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni hvers og eins lögaðila sem í hlut eigi. RÚV telji sig þó vita að einstaka viðsemjendur telji það almennt ekki samrýmast fjárhags- og viðskiptahagsmunum sínum að upplýsingar um endurgjald vegna einstakra verka séu aðgengileg almenningi og þar með samkeppnisaðilum viðsemjenda. Verði það á hinn bóginn mat úrskurðarnefndar að hvorki viðskipta- né fjárhagshagsmunir viðsemjenda RÚV eða önnur lög standi birtingu upplýsinganna í vegi sé ekkert því til fyrirstöðu að þær verði birtar.<br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að varðandi birtingu upplýsinga á vef Alþingis sé þess að gæta að upplýsingarnar hafi verið veittar mennta- og menningarmálaráðuneytinu, eins og lögskylt hafi verið, í tilefni fyrirspurnar á Alþingi, sbr. ákvæði laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991. Ákvörðun um birtingu upplýsinganna á vef þingsins hafi því ekki verið á forræði RÚV. <br /> <br /> Þá kemur fram að „staðlaðir skilmálar“ RÚV við sjálfstæða framleiðendur séu í raun ekki til. Beðist er velvirðingar á því að hafa ekki tiltekið það í upphaflegu svari við erindi kæranda. Við er bætt að með því að afhenda slíkar upplýsingar væri í reynd verið að upplýsa almenning, þ. á m. samkeppnisaðila einstakra viðsemjenda, um skilmála viðsemjenda RÚV, bæði afturvirkt (m.a. um gildandi samninga) og framvirkt. RÚV telji að miðlun slíkra upplýsinga geti orkað tvímælis gagnvart viðsemjendum í skilningi 9. gr. upplýsingalaga og geti raunar einnig vakið upp álitamál í skilningi samkeppnislaga.<br /> <br /> Umsögn RÚV var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. október 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 22. október 2019, segir að um sé að ræða upplýsingar sem eigi ríkara erindi við almenning en mögulegir hagsmunir þeirra sem séu á listanum. Kærandi telji takmarkanir 6.-9. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í málinu. Sambærilegar upplýsingar hafi verið birtar á vef Alþingis fyrir annað tímabil og að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við það af hálfu RÚV. Það gefi til kynna að stofnunin hafi metið það svo, líkt og Alþingi, að ekki væri um að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Við það megi bæta að þeim einstaklingum sem semji við RÚV sé fullkunnugt um að allt fjármagn sem RÚV sýsli með sé opinbert og að ráðstöfun hverrar einustu krónu séu opinberar upplýsingar.<br /> <br /> Fram kemur að tilgangur kæranda með gagnabeiðninni sé að komast að því hvort RÚV uppfylli þjónustusamning við mennta- og menningarmálaráðuneytið og með hvaða hætti. Í svari ráðherra til Alþingis vegna fyrirspurnar þingmanns um sama efni komi eingöngu fram upplýsingar fyrir árin 2016 og 2017 en þar segi að upplýsingar yfir árið 2018 muni liggja fyrir við ársuppgjör félagsins, þ.e. í maí 2019. RÚV hafi svarað fyrirspurn kæranda í lok júní, meira en mánuði eftir að ársuppgjör félagsins fyrir árið 2018 hafi legið fyrir. Kærandi telur að sundurliðaðar upplýsingar um greiðslur gefi til kynna að RÚV hafi beitt blekkingum í tengslum við þjónustusamninginn með því að notast við heimatilbúna skilgreiningu á hugtakinu „sjálfstæður framleiðandi.“ Samkvæmt þjónustusamningnum hafi RÚV átt að greiða 10% af heildartekjum sínum til sjálfstæðra framleiðenda árið 2018. Það séu almannahagsmunir fólgnir í því að vita hvernig RÚV hafi túlkað þjónustusamning sinn við hið opinbera og vegi þeir margfalt þyngra en mögulegir viðskiptahagsmunir lögaðila sem í hluti eigi, hagsmunir sem ekki hafi skaðast við birtingu upplýsinganna fyrir tímabilið 2016-2017. <br /> <br /> Í athugasemdum segir jafnframt að umfjöllunin sem RÚV sé að hindra með því að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum sé aðkallandi. Nú standi yfir samningaviðræður ráðuneytisins og RÚV um næsta þjónustusamning. Upplýsingarnar séu nauðsynlegar almenningi til þess að setja í samhengi hvernig RÚV hafi túlkað síðasta þjónustusamning og hvort það standi til að nota áfram skilgreiningu félagsins á hugtakinu „sjálfstæður framleiðandi“. Einnig þurfi að skoða upplýsingarnar til þess að kanna hvort RÚV stundi svokallaða gerviverktöku, þar sem venjulegt launafólk taki á sig skyldur verktaka. Í tilfelli RÚV sé það ekki gert til þess að takmarka kostnað heldur til að uppfylla skilyrði þjónustusamnings við ráðuneytið.<br /> <br /> Þá segir enn fremur að upphafleg fyrirspurn til RÚV hafi verið send í júní 2019. Kærandi hafi verið beðinn um að bíða á meðan upplýsingarnar væru teknar saman en formleg synjun hafi ekki borist fyrr en í lok ágúst. Fyrir utan að óska eftir lista yfir sjálfstæða framleiðendur hafi kærandi einnig óskað eftir tekjum RÚV af sölu sýningaréttar á efni sem framleitt hafi verið af sjálfstæðum framleiðendum árið 2018. RÚV hafi hunsað þennan hluta fyrirspurnarinnar í svari sínu til blaðamanns og í bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þau gögn eigi einnig brýnt erindi við almenning þar sem um sé að ræða nýjan tekjustofn RÚV sem lögum samkvæmt eigi einungis að vera fjármagnað með framlögum ríkisins og auglýsingasölu.<br /> <br /> Kærandi dregur í efa fullyrðingar RÚV um að engir staðlaðir samningsskilmálar séu til. Það sé ekki í samræmi við það sem starfsmaður RÚV hafi sagt við kæranda. Ekki séu samdir nýir skilmálar við hvern einasta samning við sjálfstæðan framleiðanda. Í viðtali við kæranda hafi starfsmaður RÚV viðurkennt að skilmálarnir sem félagið geri við sjálfstæða framleiðendur hafi breyst á árunum milli 2015 og 2018. Kærandi vilji sjá hvernig samningarnir séu orðaðir til þess að unnt sé að upplýsa almenning um hvernig RÚV komi á fót nýjum tekjustofni með tekjum af sölu efnis sem framleitt sé af sjálfstæðum framleiðendum. Varðandi samkeppnissjónarmiðin sem RÚV vísi til í umsögn sinni segir kærandi að RÚV sé í fullkominni yfirburðarstöðu á markaði og eigi í raun enga samkeppnisaðila þegar komi að samningum við sjálfstæða framleiðendur. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. janúar 2019, ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til RÚV þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvort félagið notaðist við sömu skilmála í samningum við framleiðendur og hvort fyrirliggjandi væri samningur með slíkum skilmálum þar sem eftir atvikum væri unnt að afmá þá samningsskilmála sem ekki teldust staðlaðir í þessum skilningi, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Fyrirspurnin var ítrekuð þann 31. janúar 2019. Þar sem svör hafa ekki borist frá RÚV ákvað úrskurðarnefndin að skipta málinu í tvö kærumál þar sem fjallað yrði aðskilið um rétt kæranda til aðgangs að lista yfir greiðslur til sjálfstæðra framleiðenda, annars vegar og hins vegar um rétt kæranda til aðgangs að stöðluðum samningsskilmálum. Í þessu máli mun nefndin taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að greiðslum til sjálfstæðra framleiðenda á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) um að synja beiðni kæranda, sem er blaðamaður, um aðgang að lista yfir sjálfstæða framleiðendur og greiðslur félagsins til þeirra vegna kaupa á dagskrárefni árið 2018. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. einnig 2. mgr. 18. gr. laga nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, gilda upplýsingalögin um starfsemi RÚV. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að umbeðnar upplýsingar hafi ekki verið teknar saman í eitt skjal og að taka þurfi þær saman sérstaklega til að verða við beiðni kæranda. Fyrir liggur að RÚV útbjó skjal með umbeðnum upplýsingum eftir að kæra barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í þessu sambandi tekur úrskurðarnefnd fram að réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin er því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. RÚV var því ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga að taka saman umbeðinn lista. <br /> <br /> Í umsögn RÚV, dags. 15. október 2019, kemur fram að í umbeðnum gögnum komi fram upplýsingar um einstaklinga og félög sem RÚV „telur sig“ vita að þau leggist gegn að verði afhent almenningi. Sé það hins vegar mat úrskurðarnefndar að ekkert standi í vegi fyrir birtingu upplýsinganna sé „að sjálfsögðu ekkert því til fyrirstöðu að þær séu birtar“. Í tilefni af þessu tekur Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum ber þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka sjálfstæða afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar eru að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, 804/2019 og 833/2019. Þar sem listi með umbeðnum upplýsingum var tekinn saman og RÚV hefur tekið afstöðu til þess hvort kærandi hafi átt rétt til aðgangs að upplýsingunum mun úrskurðarnefndin taka til umfjöllunar hvort RÚV hafi leyst réttilega úr beiðni kæranda á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.<br /> <br /> RÚV vísar til þess að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að upplýsingunum þar sem þær varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðsemjenda félagsins, bæði fyrirtækja og einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga hljóðar svo: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í athugasemdunum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig er t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild. Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptarleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> RÚV er opinbert hlutafélag í eigu íslenska ríkisins en um skyldur, hlutverk og markmið félagsins er fjallað í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013. Félagið er m.a. rekið með framlögum af fjárlögum, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna. Samkvæmt 4. tölul. 3. mgr. laganna skal Ríkisútvarpið sinna menningarlegu hlutverki sínu m.a. með því að framleiða sjálft og í samstarfi við aðra lista- og menningarefni, með sérstakri áherslu á leikið efni, auk þess að endurspegla samtímamenningu þjóðarinnar. Ríkisútvarpið skal vera virkur þátttakandi í íslenskri kvikmyndagerð, m.a. með kaupum frá sjálfstæðum framleiðendum. <br /> <br /> Samkvæmt 4. mgr. 2. gr. laganna gerir ráðherra samning við Ríkisútvarpið til fjögurra ára í senn. Í samningnum skal nánar kveðið á um markmið, hlutverk, skyldur og umfang starfseminnar samkvæmt 1. og 3. gr. laganna. Í samningi mennta- og menningarmálaráðherra og RÚV um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu 2016-2019, dags. 5. apríl 2016, er sérstaklega kveðið á um kaup af sjálfstæðum framleiðendum. Segir þar að Ríkisútvarpið skuli styrkja og efla sjálfstæða sjónvarpsþátta-, kvikmynda- og heimildarmyndagerð með því að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að slíku efni. Á samningstímabilinu skuli Ríkisútvarpið kaupa eða vera meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni, kvikmyndum, heimildarmyndum eða öðru dagskrársefni í miðlum Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið skuli verja til þess að lágmarki 8% af heildartekjum á árinu 2016, 9% árið 2017, 10% árið 2018 og 11% árið 2019. Komi til sérstök fjárframlög frá Alþingi, sbr. 4. tl. 1. mgr. 14. gr. laganna, skuli þau ekki teljast til heildartekna skv. greininni og koma til viðbótar við það framlag sem greinin nefni. Þá segir að verði um frekari slík fjárframlög að ræða skuli þeim varið til kaupa og meðframleiðslu á efni samkvæmt greininni, nema Alþingi ákveði annað. <br /> <br /> Af framangreindum ákvæðum er ljóst að samningar við sjálfstæða framleiðendur er hluti af lögbundnu hlutverki RÚV sem fjármagnað er af opinberu fé. Almenningur hefur af því hagsmuni að geta kynnt sér hvernig RÚV rækir lögbundið hlutverk sitt og hvernig félagið ráðstafar opinberum fjármunum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðinn lista yfir sjálfstæða framleiðendur og greiðslur til þeirra. Í skjalinu koma fram nöfn framleiðenda, ýmist fyrirtækja eða einstaklinga, fjárhæðir greiðslna til þeirra, nöfn keypts dagskrárefnis og tegund þess. Að mati úrskurðarnefndarinnar er þar hvorki að finna upplýsingar um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, né einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Er hér litið til þess að ekki er um neinar þær upplýsingar að ræða sem nefndar eru í dæmaskyni í tilvitnuðum athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga, né upplýsingar sambærilegar þeim viðkvæmu upplýsingum sem þar eru nefndar. Úrskurðarnefndin tekur fram að þótt upplýsingarnar varði greiðslur til einstaklinga og lögaðila og þar með fjárhagsmálefna þeirra verður ekki talið að einstaka greiðsla til framleiðenda gefi slíka innsýn í fjármál viðkomandi að rétt sé að takmarka aðgang að upplýsingum um þær og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Með vísan til framangreinds verður hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir RÚV að veita kæranda aðgang að listanum. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ríkisútvarpinu ohf. er skylt að veita kæranda, A, aðgang að lista yfir sjálfstæða framleiðendur og greiðslur til þeirra vegna kaupa á dagskrárefni árið 2018.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
872/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020 | Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra um hvort tiltekið mál hafi verið til meðferðar hjá embættinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ljóst, með vísan til athugasemda við 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, að upplýsingar um hvort slíkt mál hafi verið til meðferðar yrðu felldar undir undanþáguákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á það með embætti ríkislögreglustjóra að kærandi ætti ekki rétt á upplýsingum um það hvort embættið hafi haft slíkt mál til meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 872/2020 í máli nr. ÚNU 19100003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. október 2019, kærði A, blaðamaður, afgreiðslu ríkislögreglustjóra á beiðni hans um aðgang að gögnum. Málavextir eru þeir að þann 23. september 2019, ritaði kærandi embættinu bréf þar sem fram kom að honum hefði borist ábending um að lögreglustjóri hefði þurft að taka á máli um [...]. Samkvæmt ábendingunni hefði [...]. <br /> <br /> Í kjölfarið óskaði kærandi eftir svörum við því hvort slíkt mál hefði komið á borð ríkislögreglustjóra, ef svo væri hvort um fleiri en eitt tilvik væri að ræða, hvar og hvenær tilvikið hefði átt sér stað, hvort það lægi fyrir hversu umfangsmikil [...] hefði verið og þá [...], hvort farið hefði verið fram á að viðkomandi endurgreiddi söluhagnað og hvaða [...] hefði verið um að ræða. Degi síðar, 24. september 2019, var kæranda svarað þannig að embættið veitti ekki upplýsingar um málefni er varðaði einstaka starfsmenn embættisins. <br /> <br /> Samdægurs svaraði kærandi því að fyrirspurnin lyti að því hvort slíkt mál hefði komið upp en ekki hefði verið óskað eftir því að embættið tjáði sig um málefni einstakra starfsmanna. Þann 1. október 2019, svaraði embætti ríkislögreglustjóra því að beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum væri synjað með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga en upplýsingarnar lytu að starfssambandi í skilningi ákvæðisins. Þá væri það mat embættisins að ekki væri unnt að veita kæranda aukinn aðgang að upplýsingunum, sbr. 11. gr. laganna. <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að óskað sé eftir gögnum með umbeðnum upplýsingum með vísan til upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá sé óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 2. október 2019, var kæran kynnt ríkislögreglustjóra og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Jafnframt var óskað eftir afritum af gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn ríkislögreglustjóra, dags. 18. október 2019, kemur fram að kæranda hafi verið synjað um svör við erindinu með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en svör við erindi kæranda feli í sér upplýsingar um málefni einstakra starfsmanna. Þá er vísað til svars embættisins frá 1. október hvað varði rökstuðning fyrir ákvörðun embættisins en um sé að ræða beiðni um upplýsingar er lúti í eðli sínu að starfssambandi. <br /> <h2> Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem geyma upplýsingar um hvort mál vegna [...] hafi verið til meðferðar hjá embættinu. Embætti ríkislögreglustjóra reisti ákvörðun sína um synjun beiðni um aðgang að gögnum með umbeðnum upplýsingum á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem beiðnin taki til upplýsinga sem varði starfssamband starfsmanna og embættisins. <br /> <br /> Kærandi vísar til þess að ekki sé óskað eftir upplýsingum um málefni tiltekins starfsmanns heldur aðeins eftir upplýsingum um hvort mál um [...] hafi komið upp. Í því sambandi athugast að upplýsingalög veita rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum, sbr. t.d. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Lögin leggja því skyldu á þá sem undir þau falla að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnum sem geyma umbeðnar upplýsingar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: <br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“ <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur meðal annars eftirfarandi fram um regluna: <br /> <br /> „Ákvæði 7. gr. frumvarpsins er þannig upp byggt að í 1. mgr. er lögð til sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði frumvarpsins, sbr. 2. gr., sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda, í 3. mgr. er heimild vegna upplýsinga um viðurlög sem æðstu stjórnendur hafa sætt, en í 4. mgr. eru undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna einkaréttarlegra lögaðila í opinberri eigu, sbr. 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins. Með þessu móti er fært að taka skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna lúti ákvæðum upplýsingalaga um aðgangsrétt og hverjar ekki.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir eftirfarandi um orðasambandið „starfssambandið að öðru leyti“: <br /> <br /> „Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum. Í 3. mgr. er gert ráð fyrir því að heimild til að veita aðgang að upplýsingum í slíkum málum taki einvörðungu til æðstu stjórnenda.“<br /> <br /> Með vísan til athugasemda við 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ljóst að upplýsingar um hvort embættið hafi haft til meðferðar mál vegna [...] embættis ríkislögreglustjóra séu upplýsingar um starfssamband viðkomandi starfsmanns og embættisins í skilningi ákvæðisins. Í ljósi atvika málsins telur úrskurðarnefndin að staðfesting upplýsinga um hvort mál af þeim toga hafi yfir höfuð komið til meðferðar hjá embættinu fela í sér upplýsingar um starfsamband tiltekins starfsmanns. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum. <br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um synjun beiðni kæranda, A, dags. 23. september 2019, um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvort til meðferðar hafi verið mál um <span> [...]</span>. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> |
871/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020 | Kærð var afgreiðsla Grindavíkurbæjar á beiðni um aðgang að sundurliðuðum rekstrareikningi sem tilgreini tekjur og gjöld vegna reksturs byggingarfulltrúa árin 2017 og 2018 og sundurliðuðum rekstrareikningi vegna geymslusvæðis Grindavíkurbæjar í Moldarlág sömu ár. Grindavíkurbær afhenti kæranda sundurliðunarbækur fyrir árin 2017 og 2018 en svaraði kæranda því að þær upplýsingar sem hann óskaði eftir væru að öðru leyti ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin taldi sig ekki hafa forsendur til að draga staðhæfingu Grindavíkurbæjar í efa. Þar sem umbeðin gögn voru ekki fyrirliggjandi var málinu vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 871/2020 í máli ÚNU 19080002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 1. ágúst 2019, kærði A afgreiðslu Grindavíkurbæjar á beiðni hans um aðgang að tilteknum rekstrarreikningum sveitarfélagsins. <br /> <br /> Með erindi, dags. 3. júlí 2019, óskaði kærandi eftir 1) sundurliðuðum rekstrarreikningi sem tilgreindi tekjur og gjöld vegna reksturs byggingarfulltrúa árin 2017 og 2018, 2) sundurliðuðum rekstrarreikningi vegna geymslusvæðis Grindavíkurbæjar í Moldarlág sömu ár, og 3) sundurliðuðum rekstrarreikningum tekna og gjalda allra þeirra rekstrareininga sem fjármagnaðar væru af þjónustugjöldum og taldir væru upp í ársreikningum Grindavíkurbæjar sömu ár.<br /> <br /> Kæranda var svarað með erindi, dags. 5. júlí 2019, og honum afhentar svonefndar sundurliðunarbækur áranna 2017 og 2018. Í þeim voru upplýsingar um tekjur og gjöld vegna byggingareftirlits en ekki sundurliðun vegna geymslusvæðis í Moldarlág. Grindavíkurbæ barst erindi frá kæranda, dags. 15. júlí 2019, þar sem ítrekuð var beiðni um sundurliðun rekstrarreiknings vegna geymslusvæðis í Moldarlág árin 2017 og 2018. Vísað var til tiltekinnar reglugerðar um að skylt væri að sundurliða tekjur og gjöld vegna rekstrareininga sem fjármagnaðar væru af þjónustugjöldum. Erindinu var svarað samdægurs og kæranda tjáð að tekjur af geymslusvæði í Moldarlág væru eignatekjur en ekki þjónustutekjur. Þá væri umrædd reglugerð sem kærandi hafði vísað til ekki í gildi.<br /> <br /> Í kæru er þess krafist að kærandi fái aðgang að upplýsingum um tekjur og gjöld vegna reksturs byggingarfulltrúa af einstökum verkefnum árin 2017 og 2018. Í lagaákvæði gjaldskrár fyrir byggingarleyfis- og þjónustugjöld Grindavíkurbæjar sé ekki heimild fyrir sameiginlegum rekstrarreikningi skipulags- og byggingarfulltrúa og þaðan af síður að rekstrarreikningur byggingarfulltrúa innihaldi sameiginlegan rekstur annarra embætta. Í kærunni er svo ítrekuð krafa um aðgang að sundurliðuðum rekstrarreikningi vegna geymslusvæðis í Moldarlág.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 7. ágúst 2019, var kæran kynnt Grindavíkurbæ og því beint til sveitar-félagsins að taka ákvörðun um að afgreiða beiðni kæranda um gögn eins fljótt og því yrði við komið. Í umsögn Grindavíkurbæjar, dags. 20. ágúst 2019, kemur fram að erindi kæranda frá 3. júlí 2019 hafi verið svarað 5. júlí. Því eigi kæran ekki við nein rök að styðjast þar sem kæranda hafi ekki á nokkurn hátt verið synjað um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Umsögn Grindavíkurbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. ágúst 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ítrekun kæru barst úrskurðarnefndinni 29. ágúst 2019 og fylgiskjöl með kærunni bárust 9. september 2019.<br /> <br /> Með erindi, dags. 12. desember 2019, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum frá Grindavíkurbæ á því hvort þær upplýsingar sem kærandi hefði óskað eftir, þ.e. sundurliðuðum rekstrarreikningum vegna reksturs byggingarfulltrúa og geymslusvæðis í Moldarlág, hefðu verið meðal þeirra upplýsinga sem fram komu í sundurliðunarbókum áranna 2017 og 2018 sem afhentar voru kæranda. Óskaði nefndin jafnframt eftir afritum af sundurliðunarbókunum.<br /> <br /> Í svari Grindavíkurbæjar sem barst samdægurs kom fram að upplýsingar um tekjur og gjöld vegna byggingareftirlits væri að finna í sundurliðunarbókum áranna 2017 og 2018. Hvað varðaði sundurliðun vegna geymslusvæðis í Moldarlág lægi hún ekki fyrir hjá sveitarfélaginu. Svari Grindavíkurbæjar fylgdi afrit af sundurliðunarbókunum. Í nánari skýringum sveitarfélagsins, dags. 13. desember 2019, kemur fram að sundurliðun bókhalds hjá Grindavíkurbæ sé í samræmi við lagafyrirmæli þar að lútandi, þar sem hvorki sé gert ráð fyrir að skilja þurfi að skipulagsmál og byggingareftirlit, né að sundurliða þurfi þá liði frekar í rekstrarreikningi. Í þeim sundurliðunarbókum sem afhentar hafi verið kæranda og úrskurðarnefndinni séu upplýsingar um þá rekstrarreikninga sem liggi fyrir hjá sveitarfélaginu.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Grindavíkurbæjar á beiðni kæranda um aðgang að sundurliðuðum rekstrarreikningi sem tilgreini tekjur og gjöld vegna reksturs byggingarfulltrúa árin 2017 og 2018 og sundurliðuðum rekstrarreikningi vegna geymslusvæðis Grindavíkurbæjar í Moldarlág sömu ár. <br /> <br /> Fram hefur komið hjá Grindavíkurbæ að kæranda hafi verið afhentar sundurliðunarbækur fyrir árin 2017 og 2018, sem séu gerðar í tengslum við ársuppgjör bæjarins. Þar sé að finna rekstrarreikning sem sýni tekjur og gjöld vegna byggingareftirlits. Hins vegar liggi ekki fyrir rekstrarreikningur sem sýni tekjur og gjöld vegna byggingarfulltrúa bæjarins, eins og sér. Þá liggi ekki fyrir sundurliðun vegna geymslusvæðis í Moldarlág. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa að þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir liggi ekki fyrir hjá Grindavíkurbæ á því formi sem hann hefur óskað eftir.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður að leggja til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá Grindavíkurbæ í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru A, dags. 1. ágúst 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
870/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsögn sem þáverandi forstjóri hjúkrunarheimilis ritaði embætti ríkislögmanns í tengslum við dómsmál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með embætti ríkislögmanns að umsögnin væri undanþegin upplýsingarétti með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Var því synjun embættisins staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 870/2020 í máli ÚNU 19070005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 16. júlí 2019, kærði Jón Sigurðsson lögmaður, f.h. A, synjun embættis ríkislögmanns á beiðni hans um aðgang að umsögn sem þáverandi forstjóri hjúkrunarheimilisins Sólvangs ritaði embættinu og varðaði mál og kröfur A gegn íslenska ríkinu og Sólvangi vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar hennar sem starfsmanni Sólvangs.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir aðgangi að umsögninni með tölvupósti, dags. 2. júlí 2019. Með tölvupósti, dags. 9. júlí sama ár, var kæranda synjað um afhendingu hennar. Synjunin byggðist á því að þáverandi forstjóri Sólvangs hefði lagst gegn afhendingu umsagnarinnar auk þess sem hún hefði beinlínis verið fengin til nota í dómsmáli. Með tölvupósti, dags. 10. júlí sama ár, var synjunin rökstudd með vísan til 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, en bæði ákvæði hefðu að geyma heimild til að synja um afhendingu bréfaskrifta sem notuð væru í dómsmáli.<br /> <br /> Kærandi byggir á því að embætti ríkislögmanns sé skylt skv. 5. og 14. gr. upplýsingalaga að verða við kröfu kæranda um afhendingu umsagnarinnar. Hann telur að ákvæði 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga og 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga séu undantekningarákvæði sem beri að skýra þröngri lögskýringu. Þegar af þeirri ástæðu skuli synjun kærða felld úr gildi, og vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 797/2019.<br /> <br /> Kærandi bendir á að bæði framangreind lagaákvæði vísi til „bréfaskipta“. Umbeðin umsögn í málinu sé ekki í formi bréfs heldur minnisblaðs. Þegar af þeirri ástæðu sé hugtaksskilyrði ákvæðanna ekki uppfyllt að þessu leyti. Þá telur kærandi fráleitt að líta svo á að þáverandi forstjóri Sólvangs teljist „sérfróður aðili“ þannig að unnt sé að fella umsögnina undir undan-þáguákvæðin, þar sem hann hafi verið í fyrirsvari fyrir þá stofnun sem tók ákvarðanir um framtíð kæranda sem starfsmanns stofnunarinnar. Með tilvísun til sérfróðs aðila sé augljóslega átt við aðila sem veiti sérfræðiráðgjöf eða hafi sérfræðiþekkingu sem nái til málsins sem sé til umfjöllunar. Þá telur kærandi að skilyrði lagaákvæðanna um að bréfaskipti séu „til afnota í dómsmáli“ sé ekki uppfyllt þar sem umsögnin hafi ekki verið lögð fram í dómsmáli og að ekki standi til að hún verði lögð fram. Loks eigi það ekki við sem fram kemur í ákvæðunum um að réttur til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta „við athugun á því hvort [dómsmál] skuli höfðað“, enda hafi umsögnin ekki verið samin af slíku tilefni.<br /> <br /> Í kærunni er það gagnrýnt að svo virðist sem það hafi ráðið úrslitum fyrir synjun embættis ríkislögmanns á beiðni kæranda um aðgang að umsögninni að fyrrverandi forstjóri Sólvangs hafi lagst gegn afhendingu hennar. Það samræmist ekki lögum að slík stjórnvaldsákvörðun sé tekin af aðila sem standi utan stjórnsýslunnar og sé ekki stjórnvald. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 19. júlí 2019, var kæran kynnt embætti ríkislögmanns og honum veittur frestur til að senda úrskurðarnefndinni umsögn um kæruna. Þá var óskað eftir því að nefndinni yrði afhent afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Var frestur veittur til 2. ágúst sama ár, en framlengdur til 1. september að beiðni embættisins vegna sumarleyfa starfsfólks.<br /> <br /> Málavöxtum er lýst í umsögn embættis ríkislögmanns, dags. 30. ágúst 2019. Kærandi höfðaði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar hjá hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Eftir þingfestingu málsins fór lögmaður ríkisins þess á leit við Sólvang að veita umsögn um kröfur og málatilbúnað í stefnunni. Slíkur háttur sé ávallt hafður á þegar ríkinu eða stofnunum þess er stefnt fyrir dóm, enda sé það ekki á færi embættis ríkislögmanns að leggja mat á það hvort atvikum sé réttilega lýst í stefnu eða hvort málatilbúnaður stefnanda eigi að öðru leyti við einhver rök að styðjast. Synjun embættisins á beiðni um að afhenda þá umsögn byggðist á því að umsögnin var gagngert unnin vegna dómsmáls sem kærandi hafði þá þegar höfðað gegn íslenska ríkinu vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar.<br /> <br /> Í umsögn embættis ríkislögmanns kemur fram að líklega hefði verið réttara að synja beiðni kæranda um aðgang að umsögninni á grundvelli III. kafla upplýsingalaga, sem lýtur að aðgangi aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. gilda undantekningar 6. gr. upplýsingalaga um slíkan aðgang, þar á meðal 3. tölul. 6. gr. um bréfaskipti við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli.<br /> <br /> Að mati embættis ríkislögmanns er umsögn Sólvangs þess eðlis að undanþága 3. tölul. 6. gr. eigi við, enda liggi fyrir að hún hafi verið sérstaklega samin eftir að kærandi höfðaði dómsmál og gagngert rituð að beiðni lögmanns sem starfi við embætti ríkislögmanns. Líta verði svo á að ákvæðið eigi einnig við þegar embætti ríkislögmanns athugar hvort og þá einnig hvernig sé tekið til varna í dómsmáli, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-512/2013. Umsögn Sólvangs um málatilbúnað í stefnu sé nauðsynlegur undanfari þess að lögmanni ríkisins sé unnt að taka afstöðu til þess hvaða kröfum og málsástæðum verði teflt fram í dómsmálinu.<br /> <br /> Sú stranga túlkun sem kærandi leggi í orðin „sérfróðir aðilar“ í ákvæðinu fái ekki staðist, enda samræmist sú túlkun varla hinum skýra löggjafarvilja að ekki eigi að gera greinarmun á hinu opinbera og öðrum aðilum að dómsmáli. Embætti ríkislögmanns og þeir lögmenn sem það fái til að fara með einstök mál, hvort sem þeir starfa við embættið eða utan þess, séu tvímælalaust sérfróðir aðilar í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Vísað er til rits Páls Hreinssonar, Stjórnsýsluréttur – Málsmeðferð, þar sem fram komi að stjórnvöld njóti jafnræðis á við aðra aðila, sem hugsanlega séu að undirbúa málaferli gegn þeim, með því að þurfa ekki að birta bréfaskipti sín við sérfróða aðila sem séu þeim til ráðgjafar við málshöfðun eða rekstur dómsmáls. Ráðherra geti því t.d. leitað ráða hjá embætti ríkislögmanns við athugun á því hvort mál skuli höfðað, án þess að aðila málsins verði veittur aðgangur að bréfum embættisins.<br /> <br /> Ekki verði annað ráðið af lögskýringargögnum en að ákvæðinu sé ætlað að spanna bréfleg samskipti milli stjórnvalds og sérfræðings (þar á meðal lögmanns) þegar mál sé rekið fyrir dómi. Í þeim efnum geti varla skipt máli í hvaða röð bréfaskrif verði þeirra á milli eða hvort aðili dómsmáls krefur gagnaðilann, íslenska ríkið, viðkomandi stofnun eða embætti ríkislögmanns um þær upplýsingar sem undanþegnar eru skv. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Umsögn embættis ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. ágúst 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 12. september 2019, er ítrekað að umrædd umsögn sé ekki hluti af dómsmálinu sem sé rekið milli aðila. Öflun þess sé ekki hluti af dómskjölum málsins, enda hafi það ekki verið lagt fram í dómsmálinu. Öflun þess af hálfu embættis ríkislögmanns sé óformlegs eðlis og byggist ekki að því er virðist á sérstakri lagaheimild. Þá sé umsögnin ekki hluti af málflutningi í málinu. Kærandi hafnar því að 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eigi við, þar sem forstjóri Sólvangs geti ekki talist vera sérfróður aðili í skilningi laganna. Samkvæmt orðanna hljóðan og lögskýringargögnum eigi ákvæðið við um sérfróða aðila og ráðgjafa, utanaðkomandi, sem veiti stjórnvaldi sérfræðiráðgjöf, t.d. aðkeypta ráðgjöf endurskoðanda eða lögmanns um sértækt mat á ágreiningsefni dómsmáls. Forstjóri stofnunar, sem umsagnaraðili til embættis ríkislögmanns, geti aldrei talist slíkur aðili.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um ákvörðun embættis ríkislögmanns að synja kæranda um aðgang að umsögn hjúkrunarheimilisins Sólvangs, sem rituð var af þáverandi forstjóra stofnunarinnar í tilefni af málshöfðun A gegn íslenska ríkinu vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar hennar sem starfsmanni hjúkrunarheimilisins. Samkvæmt gögnum málsins var umsagnarinnar aflað af hálfu embættis ríkislögmanns í nóvember 2018, eftir að málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.<br /> <br /> Synjun embættis ríkislögmanns á beiðni kæranda byggir einkum á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ákvæðið á einnig við þegar réttur til aðgangs að gögnum er byggður á III. kafla upplýsingalaga um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, enda segir í 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að aðgangur aðila að upplýsingum skv. 14. gr. nái ekki til gagna sem talin séu í 6. gr. laganna. Heimildir til beitingar 3. tölul. 6. gr. eru því hinar sömu hvort sem réttur til aðgangs er byggður á 5. eða 14. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-512/2013.<br /> <br /> Í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir eftirfarandi: „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að umrædd bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga um ríkislögmann, nr. 51/1985, fer hann með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Ríkislögmaður er því samkvæmt lögum sérfróður aðili sem sér um vörn eða sókn annarra ríkisaðila í dómsmálum, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 828/2019. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Skiptir þar ekki máli hvort viðkomandi stjórnvald eða ríkislögmaður eigi frumkvæði að samskiptunum. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögmanns er sá háttur ávallt hafður á að óska eftir umsögn viðkomandi stjórnvalds um kröfur og málatilbúnað sem sett eru fram í stefnu, enda sé það ekki á færi ríkislögmanns, lögmanna sem starfa við embættið eða lögmanna utan embættisins, að leggja mat á það hvort atvikum sé réttilega lýst í stefnu eða hvort málatilbúnaður í stefnu að öðru leyti eigi við rök að styðjast. Styðst það jafnframt við það sem fram kemur í leiðbeiningum forsætisráðuneytisins fyrir ráðuneyti og stofnanir frá desember 2019 um verklag í samskiptum við embætti ríkislögmanns, sjá kafla 3.4 á bls. 7.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þá umsögn sem aflað var frá Sólvangi. Nefndin hefur ekki ástæðu til að draga í efa að hennar hafi verið aflað í tilefni af málshöfðun A gegn ríkinu, sbr. umsögn embættis ríkislögmanns. Ekki er talið tilefni til að skýra orðalag 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga með svo þröngum hætti að umbeðið minnisblað falli ekki undir hugtakið bréfaskipti; að mati nefndarinnar er augljóst að beiðni embættis ríkislögmanns um umsögn vegna málshöfðunarinnar og umsögn Sólvangs sem barst í kjölfarið teljast til bréfaskipta. Hvað varðar þá röksemd kæranda að önnur skilyrði ákvæðisins séu ekki uppfyllt, s.s. að umbeðin gögn geti ekki talist vera „til afnota í dómsmáli“ eða að þeirra hafi verið aflað „við athugun á því hvort [dómsmál] skuli höfðað“, vísast til athugasemda við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum um að ákvæðið beri að skýra með þeim hætti að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Þótt bréfaskipti við sérfróða aðila séu ekki lögð fram í dómsmáli þýðir það ekki að þau séu þannig ekki lengur undirorpin 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framangreindu ekki leika vafa á því að heimilt sé að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu verður að staðfesta ákvörðun embættis ríkislögmanns um að synja kæranda um aðgang að umsögn Sólvangs vegna málshöfðunar A gegn ríkinu.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Staðfest er synjun embættis ríkislögmanns, dags. 9. júlí 2019, á beiðni Jóns Sigurðssonar lögmanns, f.h. A, um aðgang að umsögn Sólvangs vegna málshöfðunar A gegn íslenska ríkinu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> </p> <p> Sigríður Árnadóttir<span style="background-color: #000000;"></span></p> |
869/2020. Úrskurður frá 14. febrúar 2020 | Í málinu var leyst úr rétti kæranda til aðgangs að skýrslu yfirfélagsráðgjafa Vestmannaeyja til Barnaverndarstofu en kæranda var synjað um aðgang að skýrslunni annars vegar með vísan til þess að um væri að ræða vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, og hins vegar þess að í skýrslunni kæmu fram viðkvæmar persónuupplýsingar sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi skýrsluna ekki uppfylla skilyrði 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga til þess að teljast undirbúningsgagn í reynd. Var því ekki fallist á að skýrslan væri undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugagn. Nefndin féllst hins vegar á að Vestmannaeyjabæ væri óheimilt að veita aðgang að hluta upplýsinganna vegna 9. gr. upplýsingalaga en sveitarfélaginu var gert að veita kæranda aðgang að skýrslunni að undanskildum tilteknum upplýsingum sem felldar yrðu undir undanþáguákvæðið, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. febrúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 869/2020 í máli ÚNU 19060004.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. júní 2019, kærði A synjun Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um gögn.<br /> <br /> Með erindi til Vestmannaeyjabæjar, dags. 16. apríl 2019, óskaði kærandi aðgangs að skýrslum yfirfélagsráðgjafa Vestmannaeyja um barnaverndarmál til Barnaverndarstofu og Hagstofu Íslands árið 2018. Beiðninni synjaði Vestmannaeyjabær með bréfi, dags. 9. maí 2019, á þeim grundvelli að skýrslurnar innihéldu persónuupplýsingar sem flokkist undir trúnaðarmál og því væri ekki hægt að afhenda þær. Í kæru er farið fram á að persónulegar upplýsingar verði fjarlægðar úr skýrslunum og þær afhentar kæranda.<br /> <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með bréfi, dags. 14. júní 2019, og bænum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vestmannaeyjabæjar, dags. 1. júlí 2019, kemur fram að skýrslurnar séu vinnugögn sem eingöngu hafi verið afhent eftirlitsaðilum, Barnaverndarstofu og Hagstofu Íslands, á grundvelli lagaskyldu. Slík gögn séu undanþegin upplýsingarétti. Mistök hafi valdið því að kærandi hafi ekki verið upplýstur um þetta í upphafi.<br /> <br /> Með erindi, dags. 19. júlí 2019, óskaði úrskurðarnefndin frekari skýringa varðandi þá lagaskyldu sem Vestmannaeyjabær vísaði til í umsögn sinni. Jafnframt var ítrekuð sú ósk að nefndinni yrðu afhent afrit af umbeðnum gögnum enda væri það nauðsynlegt svo nefndin gæti sinnt rannsóknarskyldu sinni, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 22. júlí 2019, kom fram að skýrslurnar hefðu verið afhentar Barnaverndarstofu á grundvelli 8. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Sveitarfélagið tók fram að þó ekki kæmu fram nöfn eða kennitölur einstaklinga væru málin fá og hægt að persónugreina aðila s.s. vegna aldurs, búsetu, þungunar, fötlunar, fósturvistunar, vistunar á Stuðlum (neyðarvistunar) o.s.frv. Samfélagið væri lítið og Vestmannaeyjabær vildi forðast að hægt væri að rekja mál til tiltekinna einstaklinga. <br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. júlí 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu yfirfélagsráðgjafa Vestmannaeyjabæjar til Barnaverndarstofu. Beiðni kæranda var upphaflega synjað með vísan til þess að í skýrslunni kæmu fram persónuupplýsingar sem væru trúnaðarmál. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar er einnig bent á að gögnin séu vinnugögn sem hafi verið afhent Barnaverndarstofu og Hagstofu Íslands á grundvelli lagaskyldu. Gögnin séu af þeim sökum undanþegin upplýsingarétti.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna. Hugtakið vinnugagn er svo skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Ákvæði 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna, felur í sér undantekningu frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem skýra ber þröngri lögskýringu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. kemur enn fremur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd, það skuli útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það megi ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin séu af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna. <br /> <br /> Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort umbeðin gögn uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugögn. Teljist þau til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið skýrsluna sem ber heitið „Samtölublað um mál sem barnaverndarnefnd og starfsmenn höfðu til umfjöllunar árið 2018“. Um er að ræða eyðublað frá Barnaverndarstofu sem fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja (barnaverndarnefnd) hefur fyllt út. Eyðublaðið er liður í eftirliti Barnaverndarstofu með barnaverndarnefndum, sbr. 1. mgr. 8. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 en samkvæmt ákvæðinu skulu barnaverndarnefndir fyrir 1. maí ár hvert senda Barnaverndarstofu skýrslu um starfsemi sína á liðnu almanaksári. Í henni skulu m.a. vera upplýsingar um fjölda mála sem nefndirnar hafa haft til meðferðar á tímabilinu, hvers eðlis þau eru og um lyktir þeirra. Í skýrslunni eru skráðar upplýsingar um tilkynningar sem bárust viðkomandi barnaverndarnefnd, tölulegar upplýsingar um kannanir hennar á aðstæðum barna og þungaðra kvenna og ráðstafanir og úrræði sem nefndin hefur beitt. Þá eru skráðar upplýsingar um leyfisveitingar nefndarinnar, bakgrunnsupplýsingar um foreldra og börn sem nefndin hefur haft aðkomu að, s.s. aldur, kyn, fötlun og þjóðerni. Að lokum koma þar fram upplýsingar um starfsemi viðkomandi barnaverndarnefndar á árinu, þ.e. stöðu mála við árslok, fjölda funda, fjölda starfsmanna og almennar athugasemdir varðandi starfsemi nefndarinnar og skýrsluna sjálfa.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir skýrslan ekki það skilyrði 1. máls. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að vera undirbúningsgagn í reynd. Ekki er um að ræða upplýsingar sem varða undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls heldur geymir skýrslan tölulegar upplýsingar um þau mál sem barnaverndarnefnd Vestmannaeyjabæjar var með til meðferðar árið 2018. Þar af leiðandi er ekki unnt að líta á skýrsluna sem vinnugagn í skilningi upplýsingalaga og verður því ekki fallist á að Vestmannaeyjabæ sé heimilt að synja kæranda um aðgang að skýrslunni á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> <h2>2.</h2> Vestmannaeyjabær byggir ákvörðun sína um að synja beiðni kæranda að skýrslunni einnig á því að í henni komi fram persónuupplýsingar sem séu trúnaðarmál. <br /> <br /> Þegar ákvörðun Vestmannaeyjabæjar var tekin, í maí 2019, hljóðaði þagnarskylduákvæði 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga svo: „Allir þeir sem vinna að barnavernd skulu gæta fyllsta trúnaðar um hagi barna, foreldra og annarra sem þeir hafa afskipti af.“ Með 23. tölul. 5. gr. laga um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, með síðari breytingum (tjáningarfrelsi og þagnarskylda) nr. 71/2019, sem tóku gildi 5. júlí 2019, var reglunni breytt og hljóðar hún nú svo: „Allir þeir sem vinna að barnavernd eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.“ Í almennum athugasemdum við frumvarp til laga nr. nr. 71/2019 kemur meðal annars fram að markmið frumvarpsins sé ekki að auka við þagnarskyldu eða leggja á frekari þagnarskyldu. Með frumvarpinu sé fyrst og fremst stefnt að því að þagnarskyldureglur verði skýrari, samræmdari og einfaldari. <br /> <br /> Í X. kafla stjórnsýslulaga segir í 1. mgr. 42. gr. að hver sá sem starfi á vegum ríkis eða sveitarfélaga sé bundinn þagnarskyldu um upplýsingar sem séu trúnaðarmerktar á grundvelli laga eða annarra reglna, eða þegar að öðru leyti sé nauðsynlegt að halda þeim leyndum til að vernda verulega opinbera hagsmuni eða einkahagsmuni. Þá eru tilteknar upplýsingar í 9 töluliðum sem þagnarskyldan getur náð til. Í athugasemdum við 1. mgr. 42. gr. í frumvarpi til laga nr. 71/2019 segir að í málsgreininni séu talin upp tilvik sem leitt geti til þess, eftir að lagt hafi verið sérstakt mat á atvik hverju sinni, að þagnarskylda verði talin gilda um ákveðnar upplýsingar. Upptalningin taki til flestra tilvika sem fallið geti undir þagnarskyldu þótt hún sé ekki tæmandi.<br /> <br /> Samkvæmt 8. tölul. 1. mgr. 42. gr. stjórnsýslulaga nær þagnarskylda til einka- eða fjárhagsmálefna einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Fram kemur að undir ákvæðið falli ekki upplýsingar um fæðingardag, fæðingarstað, kennitölu, hjúskaparstöðu, starfsheiti, vinnustað, dvalarstað eða lögheimili manns nema þær tengist náið upplýsingum sem þagnarskylda ríki um, en farið skuli að lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess sé óheimilt að veita upplýsingar um lögheimili sé í gildi ákvörðun Þjóðskrár Íslands um dulið lögheimili á grundvelli laga um lögheimili og aðsetur.<br /> <br /> Í athugasemdum um 8. tölul. 1. mgr. 42. í frumvarpi til laga nr. 71/2019 segir orðrétt: <br /> <br /> „Ákvæði 8. tölul. 1. mgr. endurspegla 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þegar þagnarskylduákvæði um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga eru skýrð verður að hafa í huga að markmið ákvæðanna er að tryggja einn af þeim þáttum sem felst í einkalífsvernd 71. gr. stjórnarskrárinnar að því leyti sem heimilt er að setja tjáningarfrelsi skorður samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Ef telja verður að upplýsingar séu það viðkvæmar, út frá almennum sjónarmiðum, að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna kemur til greina að fella þær undir þagnarskyldu. Þannig er meginþorri upplýsinga sem snertir heilsuhagi nafngreindra einstaklinga háðar þagnarskyldu. Upplýsingar um grun eða vitneskju um sjúkdóma manna, svo og upplýsingar um önnur tengd einkamálefni sem finna má í læknisvottorðum og öðrum gögnum sem tilheyra sjúkraskrá almennt eru þannig almennt háðar þagnarskyldu. Hið sama gildir almennt um skýrslur sálfræðinga og félagsráðgjafa um skjólstæðinga sína. Þá eru upplýsingar sem snerta vernd barna og ungmenna, forsjá eða umgengni við börn almennt háðar þagnarskyldu. Hið sama á við um mál sem koma til kasta félagsmálayfirvalda sveitarfélaga og snerta félagsleg vandamál einstaklinga. Þá geta fjárhagsmálefni einstaklinga verið háð þagnarskyldu mæli lög ekki fyrir á annan veg. Þannig er t.d. óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum í skattamálum sem hafa að geyma upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga.“<br /> <br /> Samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir um 9. gr.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.“<br /> <br /> Í 1. málsl. 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga, nr. 38/1993, kemur fram að heimilt sé að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar séu á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar séu þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða.<br /> <br /> Í athugasemdum við 2. mgr. 43. gr. segir eftirfarandi um ákvæðið: <br /> <br /> „Ákvæðum þagnarskyldureglna er ætlað að koma í veg fyrir að veittar séu upplýsingar um nafngreinda einstaklinga eða lögaðila sem hinar þagnarskyldu upplýsingar varða. Ef t.d. upplýsingar um einkamálefni einstaklinga eru í tölfræðilegu formi þar sem nafnleyndar er gætt og persónugreinanlegar upplýsingar að öðru leyti ekki veittar, auk þess sem úrtakið er nægilega stórt þannig að ekki er hægt að persónugreina þá einstaklinga sem um ræðir, er heimilt að birta slíkar upplýsingar almenningi. Regla af þessum toga er áréttuð í 4. mgr. 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, en þar kemur fram að upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu megi veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.“<br /> <br /> Eins og fram kemur í athugasemdum við 8. tölul. 1. mgr. 42. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eru upplýsingar sem snerta vernd barna og ungmenna, sem og mál sem koma til kasta félagsmálayfirvalda sveitarfélaga og snerta félagsleg vandamál einstaklinga almennt háðar þagnarskyldu. Í úrskurðarframkvæmd hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellt upplýsingar um slík málefni undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. A-182/2004, 590/2015 og 849/2019. Aftur á móti er heimilt að veita tölulegar upplýsingar um slík mál enda sé ekki hægt að persónugreina þá einstaklinga sem um ræðir, sbr. 2. mgr. 43. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Við mat á því hvort unnt sé að persónugreina einstaklinga út frá tölulegum upplýsingum þarf að hafa í huga stærð þess hóps sem tölurnar endurspegla. Samkvæmt þjóðskrá var 4.301 skráður til heimilis í Vestmannaeyjum 1. janúar 2019, þar af 984 undir 18 ára aldri. <br /> <br /> Sem fyrr segir geymir skýrsla fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar til Barnaverndarstofu einkum tölulegar upplýsingar, svo sem um fjölda mála, heildarfjölda tilkynninga, ástæður tilkynninga, heildarfjölda barna og þungraðra kvenna þar sem ákveðið var að hefja könnun á grundvelli 21. gr. barnverndarlaga vegna tilkynninga, heildarfjölda þeirra sem gripið var til úrræða gagnvart, bakgrunnsupplýsingar þeirra sem höfð voru afskipti af og upplýsingar um starfshætti barnaverndarnefndarinnar árið 2018. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verða ekki dregnar ályktanir af þessum upplýsingum um hagi einstakra barna eða foreldra sem barnaverndarnefnd hafði afskipti af þannig að unnt sé að persónugreina þá einstaklinga sem um ræðir. Þetta sjónarmið á þó ekki við um tölulegar upplýsingar um heildarfjölda barna/fjölskyldna þar sem stuðningsúrræðum var beitt utan heimilis og upplýsingar um bakgrunn þeirra sem höfð voru afskipti af og athugasemdir barnaverndarnefndarinnar við skýrsluna. Telur úrskurðarnefndin að þær upplýsingar kunni með tilliti til upplýsinga um auðkenni á borð við aldur barna, staðsetningu þeirra og eftir atvikum annarra atriða að leiða til þess að viðkomandi aðilar barnaverndarmáls verði persónugreindir með beinum eða óbeinum hætti, sjá hér til hliðsjónar ákvæði 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður Vestmannaeyjabæ gert að veita kæranda aðgang að skýrslu fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja til Barnaverndarstofu fyrir árið 2018 en þó skal afmá upplýsingar sem fram koma undir tölul. 12 á bls. 6, tölul. 29-33 á bls. 14-15 og tölul. 41 á bls. 17.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Vestmannaeyjabæ er skylt að afhenda kæranda, A, skýrslu yfirfélagsráðgjafa Vestmannaeyjabæjar til Barnaverndarstofu um mál sem barnaverndarnefnd og starfsmenn höfðu til umfjöllunar árið 2018.<br /> <br /> Þó er sveitarfélaginu skylt að afmá eftirfarandi atriði úr skýrslunni:<br /> <br /> Afmá skal upplýsingar undir tölul. 12.<br /> <br /> Afmá skal upplýsingar undir tölul. 29-33.<br /> <br /> Afmá skal upplýsingar undir tölul. 41.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
867/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020 | Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni blaðamanns um aðgang að fundargerðum stjórnar Lindarhvols ehf. fyrir árin 2016-2018. Ráðuneytið synjaði beiðninni á þeim grundvelli að afgreiðsla hennar tæki of langan tíma, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, m.a. vegna þess að afmá þyrfti hluta upplýsinganna úr fundargerðunum með hliðsjón af 9. og 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að yfirferð fundargerðanna gæti tekið svo langan tíma að undantekningarákvæði 4. mgr. 15. gr. ætti við. Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins var því felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. janúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 867/2020 í máli ÚNU 19120016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 19. desember 2019, kærði A, blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu, ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um fundargerðir stjórnar Lindarhvols ehf. fyrir árin 2016-2018. <br /> <br /> Upphafleg gagnabeiðni kæranda var send fjármála- og efnahagsráðuneytinu með tölvupósti, dags. 26. september 2019. Í svari ráðuneytisins, dags. 1. október 2019, kom fram að með hliðsjón af umfangi vinnu við meðferð beiðninnar og vinnuálagi væri gert ráð fyrir því að svör myndu liggja fyrir eigi síðar en 15. nóvember 2019. Í kæru segir að þann 15. nóvember 2019 hafi ráðuneytið tilkynnt kæranda að svar myndi liggja fyrir innan þriggja vikna. Að þremur vikum liðnum, þann 9. desember 2019, hafi kærandi ítrekað beiðnina. Ráðuneytið hafi svarað því þann 10. desember 2019 að ekki hafi tekist að afgreiða fyrirspurnina og að ráð væri gert fyrir að það yrði gert í síðasta lagi 20. desember 2019. <br /> <br /> Þann 10. desember 2019 kærði kærandi afgreiðslutöf ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þann 18. desember 2019 tók fjármála- og efnahagsráðuneytið ákvörðun þar sem kæranda var synjað um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli að of mikinn tíma tæki að afgreiða hana, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að undir upplýsingabeiðnina falli samtals 41 fundargerð, auk fylgiskjala. Allar fundargerðirnar hafi að geyma upplýsingar sem varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila. Sumar hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklinga og/eða upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Upplýsingum af framangreindu tagi sé ýmist skylt að takmarka aðgang almennings að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, eða heimilt að takmarka aðgang almennings að, sbr. 10. gr. laganna. Fram kemur að eigi takmarkanir af framangreindum toga við um hluta skjals geti verið skylt að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Það ákvæði kalli á að hvert skjal sé gaumgæft og vinna lögð í að afmá þær upplýsingar sem óheimilt sé að láta af hendi vegna einkahagsmuna eða sem rétt sé að halda eftir vegna almannahagsmuna. <br /> <br /> Í bréfinu segir að samkvæmt áætlun ráðuneytisins myndi það útheimta a.m.k. 25 klukkustunda vinnu að yfirfara og fella brott upplýsingar, og eftir atvikum krefjast samskipta við einkaaðila skv. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, ef skjölin yrðu afhent að hluta í samræmi við 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Slík afgreiðsla beiðninnar myndi koma niður á öðrum lögbundnum störfum ráðuneytisins. Í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga sé gert ráð fyrir að upplýsingabeiðni kunni að vera hafnað ef „meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki telst af þeim sökum fært að verða við henni“. Ráðuneytinu sé samkvæmt framansögðu ekki fært að verða við upplýsingabeiðninni og henni verði því synjað í heild sinni með vísan til nefnds ákvæðis. Jafnframt sé það bráðabirgðamat ráðuneytisins að upplýsingar sem undanþegnar séu upplýsingarétti séu svo stór hluti af hverri fundargerð að áskilnaður 3. mgr. 5. gr. laganna, um aðgang að hluta skjals, eigi ekki við. Þá sé ekki tilhlýðilegt að veita ríkari aðgang, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna.<br /> <br /> Í kæru er vakin athygli á því að 41 virkur dagur sé frá 27. september til 15. nóvember og að skv. nýrri 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga myndist sjálfkrafa kæruréttur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, hafi beiðni um afhendingu gagna ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá því að hún barst. Þótt afgreiðsla ráðuneytisins liggi strangt til tekið fyrir telji kærandi ljóst að hugur ráðuneytisins standi til þess að reyna að komast hjá því að afhenda umbeðin gögn. Af þeim sökum sé ítrekað dregið að leggja af stað í þá vinnu að afmá upplýsingar sem ráðuneytið telji nauðsynlegt að afmá. Kærandi telji því fyrirséð að verði hin kærða ákvörðun felld úr gildi myndi það taka minnst 30 virka daga að fá afstöðu ráðuneytisins og þar með gögnin afhent. Það yrði ekki í fyrsta sinn sem ráðuneytið tæki þá afstöðu en hið sama hafi verið gert í tilfelli gagna kjararáðs. Þá hafi ráðuneytið neitað að afhenda fundargerðir lengra aftur í tímann en til ársins 2015 þar sem of tímafrekt væri að afmá upplýsingar úr þeim. <br /> <br /> Kærandi tekur fram að í sérstökum athugasemdum við 13. gr., í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 72/2019 um breytingu á upplýsingalögum, segi að með greininni sé einungis ætlunin að bregðast við tilvikum þar sem beiðni sé ekki sinnt með neinu móti. Í máli því sem hér um ræði liggi fyrir takmörkuð viðbrögð af hálfu ráðuneytisins. Vissulega hafi borist svör og tímafrestir verið gefnir en ítrekað hafi ekki verið staðið við þá og sé viðbúið að slíkt muni halda áfram. Af þeim sökum telji kærandi rétt að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki málið strax til efnismeðferðar og úrskurði um aðgang. Til vara gerir kærandi þá kröfu að ákvörðunin verði felld úr gildi og málinu vísað til ráðuneytisins á ný til löglegrar meðferðar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 20. desember 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 17. janúar 2020, segir m.a. að ákvæði 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga eigi aðeins við ef stjórnvald hafi ekki sinnt upplýsingabeiðni með neinu móti. Í málinu liggi hins vegar fyrir að upplýsingabeiðni kæranda hafi verið afgreidd. Ljóst sé, með vísan til athugasemda við ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 72/2019, að úrskurðarnefnd um upplýsingamál beri að fella málið niður eða kveða upp úrskurð um frávísun málsins þar sem upplýsingabeiðni kæranda hafi verið afgreidd. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að lítið svigrúm sé hjá þeim starfsmönnum sem hafi með málefni Lindarhvols ehf. að gera til þess að taka jafn umfangsmikla beiðni og hér um ræði til meðferðar. Sú forskoðun á beiðninni sem fram hafi farið í aðdraganda svars ráðuneytisins hafi þegar komið niður á öðrum lögbundnum verkefnum ráðuneytisins. Af þeim sökum hafi ráðuneytið hafnað beiðninni á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. laganna. Umfang upplýsingabeiðni kæranda sé slíkt að vinna við afgreiðslu hennar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum ráðuneytisins til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Fyrirsjáanlegt sé að afgreiðsla beiðninnar útheimti í það minnsta 25 klukkustunda vinnu til viðbótar. Starfsskipulag og verkaskipting ráðuneytisins geri ráð fyrir því að hver starfsmaður sinni fullu starfi og hafi samanlagður fjöldi starfsmanna ekkert með starfssvið og verkefnaálag starfmanna að gera, líkt og gefið sé í skyn í kærunni. <br /> <br /> Fram kemur að upplýsingarnar í fundargerðunum, sem ekki sé heimilt eða unnt að láta af hendi skv. 9. og 10. gr. upplýsingalaga, skiptist í grófum dráttum í eftirfarandi flokka: <br /> <br /> 1. Gögn er varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila. Megi þar nefnda upplýsingar sem tengist fjárhagsstöðu og úrvinnslu skulda, meðferð fullnustueigna og öðrum réttarágreiningi o.fl. Um sé að ræða upplýsingar sem væru til þess fallnar að skaða hagsmuni þeirra aðila ef þær yrðu gerðar opinberar og að mati ráðuneytisins vegi þau sjónarmið þyngra en almennt upplýsingagildi gagnvart almenningi. <br /> 2. Gögn sem varði efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Megi þar nefna upplýsingar sem tengist réttarágreiningi, stöðu slitabúa og virðismati á eignum, sem myndu hafa verulega skaðleg áhrif á hagsmuni ríkissjóðs ef þær yrðu gerðar opinberar. <br /> <br /> Að lokum segir að í ljósi þess að kærandi byggi aðallega á 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga en til vara á því að afgreiðsla ráðuneytisins verði felld úr gildi sé það mat ráðuneytisins að fella eigi málið niður hjá nefndinni eða vísa málinu frá. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 20. janúar 2020, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 23. janúar 2020, ítrekar hann kröfu sína um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki málið til efnismeðferðar og úrskurði um aðgang. Hann telji kröfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins um frávísun málsins ekki eiga við enda hafi kæra í málinu verið send nefndinni eftir að afstaða ráðuneytisins lá fyrir. Kærandi neiti því að trúa að 25 stunda vinna sé slík að ráðuneytinu yrði ógerlegt að sinna öðrum lögbundnum verkefnum. Það tæki einn starfsmann þrjá daga að afgreiða málið, tvo starfsmenn einn og hálfan dag o.s.frv. Vissulega myndi það tefja önnur verkefni sem því næmi en því fari fjarri að umfang beiðninnar sé slíkt að það myndi lama ráðuneytið.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018. Í kæru óskar kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði um rétt hans til aðgangs að gögnunum á grundvelli 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Ákvæðið á aðeins við ef beiðni hefur ekki verið afgreidd en fyrir liggur að beiðni kæranda var afgreidd og honum synjað um aðgang að gögnum. Verður því leyst úr málinu á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði beiðni kæranda um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli að meðferð upplýsingabeiðninnar tæki það langan tíma að það kæmi niður á öðrum lögbundnum störfum ráðuneytisins yrði hún tekin til meðferðar, sbr. 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Hluti upplýsinganna sem fram komi í fundargerðunum varði mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila, einkamálefni einstaklinga og/eða upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, sem ýmist óheimilt væri að veita aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga eða heimilt að takmarka aðgang að, sbr. 10. gr. laganna. Til þess að geta afhent fundargerðirnar þyrfti ráðuneytið fyrst að yfirfara þær og fella brott ofangreindar upplýsingar. Ráðuneytið áætlaði að vinna við það tæki um 25 klukkustundir. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. – 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir jafnframt að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd ítrekað kveðið á um að stjórnvöld skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir stjórnvöld að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig.<br /> <br /> Í 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga segir að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur skýrt fram að ákvæðið geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Þá segir að til þess að skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt þurfi umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum að vera slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem lýst er í athugasemdum við ákvæði 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 verður að leggja til grundvallar að ákvæðinu verði einungis beitt þegar sýnt þykir vinnsla beiðni um upplýsingar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Þegar horft er til þeirra upplýsinga sem fram hafa komið af hálfu ráðuneytisins í samskiptum við þess við úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur nefndin ekki fallist að yfirferð á fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018 taki svo mikinn tíma að undantekningarákvæðið eigi við. Beiðni kæranda er því vísað til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í ljósi þess langa tíma sem leið frá því að upphafleg beiðni kæranda var send ráðuneytinu og þar til ráðuneytið synjaði beiðninni, leggur úrskurðarnefndin áherslu á að málsmeðferð verði hraðað eftir föngum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni, A, blaðamanns hjá Viðskiptablaðinu, um aðgang að fundargerðum Lindarhvols ehf. árin 2016-2018, er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
866/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020 | Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni um aðgang að tilkynningum til stofnunarinnar um veiddar langreyðar og skoðunarskýrslum stofnunarinnar vegna eftirlitsferða við langreyðaveiðar. Synjunin byggðist á því að stór hluti þess sem fram kæmi í gögnunum fæli í sér mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þriðja aðila, sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt, skv. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi upplýsingarnar hins vegar ekki verða felldar undir undanþáguákvæði 9. gr. upplýsingalaga og var Fiskistofu því gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. janúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 866/2020 í máli ÚNU 19050026. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 21. maí 2019, kærði A lögmaður ákvörðun Fiskistofu um synjun beiðni um annars vegar aðgang að tilkynningum til stofnunarinnar um veiddar langreyðar veiðitímabilið 2018 og hins vegar skoðunarskýrslum Fiskistofu vegna eftirlitsferða við langreyðarveiðar veiðitímabilið 2018.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir því með erindi, dags. 24. október 2018, að Fiskistofa veitti aðgang að gögnunum. Með bréfi, dags. 24. apríl 2019, synjaði Fiskistofa beiðni um tilkynningarnar að fullu en skoðunarskýrslur að hluta. Varðandi tilkynningar um veiðarnar tekur Fiskistofa fram að um sé að ræða 146 útfyllt eyðublöð sem hafi borist Fiskistofu frá Hval hf. Eyðublað vegna tilkynninganna sé aðgengilegt á vef stofnunarinnar. Tilkynningunum sé skilað til eftirlitsstjórnvalds samkvæmt skilyrðum í leyfi viðkomandi aðila til veiði á langreyði árin 2014-2018, sbr. 2. gr. leyfisins. Að mati Fiskistofu geti upplýsingar undir yfirskriftinni „staðsetning þegar dýr næst“ í tilkynningunum, falið í sér mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Beiðninni hafi verið synjað á grundvelli ákvæðisins með hliðsjón af hagsmunum Hvals hf. Þá segir í svarbréfinu að almennt sé miðað við að ef þær upplýsingar sem halda beri eftir komi fram í meira en helmingi skjals þurfi ekki að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af framangreindu hafi Fiskistofa synjað beiðni um aðgang að tilkynningum til stofnunarinnar um veiddar langreyðar veiðitímabilið 2018 með vísan til 9. gr., sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Varðandi gátlista vegna langreyðarveiða og leyfisbréf tekur Fiskistofa fram að gátlistarnir séu útfylltir af veiðieftirlitsmönnum Fiskistofu í eftirlitsferðum með skipum í eigu Hvals hf. Fiskistofa afhendi gagnið að hluta samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þær upplýsingar sem Fiskistofa telji óheimilt að afhenda úr gátlistunum komi fram í dálkinum „athugasemdir“ og varði dag- og tímasetningu veiða, veiðisvæðið, nr. langreyðar og aflífunarbúnað. Fiskistofa telji þó heimilt að veita aðgang að síðustu setningunni í dálkinum. Vísað er til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að rökstuðning skorti fyrir ákvörðun Fiskistofu. Hvergi komi fram í ákvörðuninni hvaða upplýsingar í gögnunum eigi að fara leynt vegna fjárhags- eða viðskiptahagsmuna Hvals hf., af hverju um viðkvæmar upplýsingar sé að ræða né hvernig þær geti valdið Hval hf. tjóni. Þá telur kærandi ólíklegt að allt það sem fram komi undir kaflaheitinu „staðsetning þegar dýr næst“ njóti sérstakrar verndar. Kærandi segir erfitt að fallast á að þau atriði sem um ræði feli raunverulega í sér mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni. Bent er á í þessu samhengi að Hvalur hf. hafi frá upphafi verið eina félagið sem stundi langreyðarveiðar við Íslandsstrendur og eigi samkeppnissjónarmið því ekki við hvað viðskiptahagsmuni varði. Auk þess verði að líta sérstaklega til hagsmuna almennings af því að fá að kynna sér upplýsingarnar. Vísað er til ákvæðis 1. mgr. 21. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013 varðandi aflífun dýra og 2. gr. laganna um að þau nái einnig til dýrafóstra. Almenningur hafi á undanförnum mánuðum verið upplýstur með ljósmyndum um vafaatriði varðandi það að hvalir og hvalafóstur séu drepin í samræmi við framangreind ákvæði. Í ljósi vafaatriða um dýravelferð og áhuga almennings á málinu verði að telja að hagsmunir almennings af því að upplýsingarnar verði gerði opinberar vegi þyngra en hagsmunir Hvals hf. af því að upplýsingarnar fari leynt. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 24. maí 2019, var kæran kynnt Fiskistofu og henni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun stofnunarinnar. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu, dags. 11. júní 2019, segir m.a. að beiðninni hafi verið synjað í kjölfar mats á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Lagt hafi verið mat á hagsmuni þess fyrirtækis sem gögnin varði til afhendingar þeirra og hafi það haft vægi við mat Fiskistofu um afhendingu gagnanna. Fiskistofa telji að við matið sé einnig rétt að taka mið af því hvort upplýsingarnar stafi frá stjórnvaldi og hvort þær stafi frá aðila sem sæti opinberu eftirliti.<br /> <br /> Fram kemur að fallist úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að upplýsingar undir yfirskriftinni „staðsetning þegar dýr næst“ falli undir 9. gr. upplýsingalaga en ekki að Fiskistofu hafi verið heimilt að synja um aðgang að gagninu í heild sinni samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þá beri stofnunin fyrir sig 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Ljóst sé að það krefjist töluverðar vinnu að afmá úr 146 tilkynningum upplýsingar undir yfirskriftinni „staðsetning þegar dýr næst“. Þá segir að Fiskistofa hafi afhent eyðublaðið „Tilkynning um veidda langreyði“ þar sem fram komi hvaða upplýsingar séu undir yfirskriftinni „staðsetning þegar dýr næst“. Hvað varði gátlistann þá hafi upplýsingarnar, sem finna megi í dálkinum „athugasemdir“, verið tilgreindar í ákvörðun Fiskistofu, þ.e. dag- og tímasetning veiða, veiðisvæðið, nr. langreyðar og aflífunarbúnaður. Við mat á því hvort upplýsingarnar falli undir 9. gr. upplýsingalaga hafi verið litið til þess að sá sem upplýsingarnar varða hafi ekki stöðu aðila í máli, gögnunum sé skilað til eftirlitsstjórnvalds samkvæmt skilyrðum í leyfi viðkomandi eða gögnin útbúin í tengslum við eftirlit með viðkomandi. Af þeirri ástæðu telji Fiskistofa að mat þess aðila sem gögnin varði um að afhending þeirra hafi áhrif á mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess, vegi þungt. Fiskistofa telji sér ekki stætt á að fara gegn því mati við afgreiðslu málsins nema augljóst sé að upplýsingarnar sem gögnin geymi geti ekki varðað mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi. <br /> <br /> Meðfylgjandi umsögn Fiskistofu voru bréf Hvals ehf. til stofnunarinnar vegna upplýsingabeiðninnar, dags. 26. febrúar, 28. febrúar og 21. mars og 16. apríl 2019. <br /> <br /> Í bréfi Hvals ehf. til Fiskistofu, dags. 26. febrúar 2019, segir að upplýsingar um fjölda veiddra dýra hafi verið tíundaðar í fjölmiðlum og jafnframt birst á heimasíðu Hvals hf. Hvalur hf. geri ekki athugasemdir við að Fiskistofa staðfesti þær upplýsingar og jafnframt að veiðarnar hafi farið fram í einu og öllu eftir þeim reglum sem um þær gildi, svo sem gátlistar Fiskistofu beri með sér. Fram kemur að ef veittur verði aðgangur að gátlistunum telji Hvalur hf. að undanskilja beri það sem fram komi undir yfirskriftinni „athugasemdir“. Félagið líti svo á að þær upplýsingar sem þar komi fram séu einkamálefni sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Auk þess séu villur í athugasemdunum á einstaka gátlista. Vísað er til þess að í reglugerð nr. 163/1973 um hvalveiðar sé ekki tilgreint að skrá skuli slíkar upplýsingar. Þá er tekið fram að félagið hafi ekki áður séð gátlista Fiskistofu og hafi félagið ekki haft vitund um tilvist þeirra. Hvorki í reglugerð nr. 414/2009 né reglugerð nr. 469/2012 sé kveðið á um slíka upplýsingagjöf. <br /> <br /> Í bréfi Hvals ehf. til Fiskistofu, dags. 28. febrúar 2019, segir m.a. að félagið samþykki ekki að tilkynningar þess til Fiskistofu verði afhentar en félagið líti svo á að gögnin séu undanþegin upplýsingaskyldu skv. 9. gr. laganna. <br /> <br /> Í bréfi Hvals ehf. til Fiskistofu, dags. 21. mars 2019, segir m.a. að félagið ítreki að það samþykki ekki að gögn um veiðar þess verði afhentar. Upplýsingar sem komi fram í tilkynningum og gátlistum, t.d. undir yfirskriftinni „athugasemdir“, séu úr afladagbókum eða séu ígildi þeirra. Um afladagbækur gildi reglugerð nr. 746/2006 sem sett sé með stoð í 1. mgr. 17. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Þar sé kveðið á um í 2. gr. að trúnaður skuli ríkja um það sem skráð sé í afladagbækur. Um efni afladagbóka gildi því sérstök regla um þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar er fram koma í afladagbókum. Því sé ljóst að efni þeirra sé talið viðkvæmt og því sé ekki rétt að afhenda slíkar upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Í bréfi Hvals ehf. til Fiskistofu, dags. 16. apríl 2019, segir m.a. að synja beri um aðgang að gögnunum í heild sinni. Í öllu falli beri að undanskilja það sem fram komi undir yfirskriftinni „athugasemdir“. Um sé að ræða upplýsingar sem fram komi í afladagbókum eða ígildi þeirra og sem þagnarskylda ríki um samkvæmt reglugerð nr. 746/2006 sem sett sé með stoð í 1. mgr. 17. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Þá séu upplýsingarnar þess eðlis að mikilvægara sé fyrir félagið að þær fari leynt heldur en veittur sé aðgangur að þeim enda varði þær ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna. Hvalur hf. hafi mikla hagsmuni af því að upplýsingarnar sem þar fram komi fari leynt. Upplýsingarnar varði atriði sem séu viðkvæm í augum marga og geti opinberun þeirra verið til þess fallin að hafa með óréttmætum hætti skaðleg áhrif á ímynd félagsins og viðskiptahagsmuni. Þá séu villur í einstaka gátlistum en afhending slíkra rangfærslna sé til þess fallin að skapa umræðu sem ekki eigi rétt á sér. Það geti haft slæm áhrif á rekstur Hvals hf. Í bréfinu segir einnig að undanskilja beri það sem fram komi undir yfirskriftinni „staðsetning þegar dýr næst“ með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Sömu rök og rakin hafi verið varðandi afladagbækur og ígildi þeirra eigi við um upplýsingarnar. Þá kemur fram að umbjóðendur kæranda hafi ítrekað sett fram upplýsingar er varði félagið og starfsmenn þess, með villandi hætti í heilsíðuauglýsingum í dagblöðum. Framsetning upplýsinganna virðist miða að því að draga sem neikvæðasta mynd af félaginu og starfsmönnum þess.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 18. júní 2019, var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Fiskistofu. Í athugasemdum kæranda, dags. 2. júlí 2019, er því m.a. mótmælt að mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir Hvals ehf. komi í veg fyrir að gögnin verði afhent, sérstakleg með vísan til þess að Hvalur hf. hafi haft einokunarstöðu við langreyðarveiðar hérlendis allt frá setningu hvalveiðilaga nr. 26/1949. Þá verði engar langreyðarveiðar stundaðar hérlendis sumarið 2019 sem geri hagsmunina enn óljósari. Hvað varði tilvísun Hvals hf. til þess að á stöku stað megi finna villur í einstaka gátlista sé unnt að koma leiðréttingum á framfæri. Kærandi bendir einnig á að ekki sé auðséð að trúnaðarskylda ákvæðis reglugerðar nr. 746/2006 eigi við í málinu þar sem reglugerðin varði veiðar íslenskra fiskiskipa skv. 1. gr. en ekki hvalveiðar. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að annars vegar að 146 tilkynningum Hvals ehf. til Fiskistofu um veiddar langreyðar og hins vegar upplýsingum sem afmáðar voru úr gátlistum vegna eftirlits stofnunarinnar með langreyðarveiðum. <br /> <br /> Ákvörðun Fiskistofu um að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum er byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um virka mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í athugasemdum um ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir um takmörkunina:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt veður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. <br /> <br /> Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna. Við mat á efni gagnanna hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig haft hliðsjón af því að um er að ræða upplýsingar sem orðið hafa til vegna eftirlits stjórnvalds á leyfisskyldri starfsemi.<br /> <h2>2.</h2> Fiskistofa synjaði kæranda um aðgang að 146 tilkynningum um veiddar langreyðar veiðitímabilið 2018. Ákvörðunin var rökstudd þannig að upplýsingar undir titlinum „staðsetning þegar dýr næst“ væru viðkvæmar viðskiptaupplýsingar Hvals hf. sem stofnuninni væri óheimilt að veita aðgang að. Vísað er til þess að Hvalur hf. telji upplýsingarnar varða viðskiptahagsmuni félagsins og að þær lúti þagnarskyldu sem fram komi í afladagbókum eða ígildi þeirra og sem þagnarskylda ríki um samkvæmt reglugerð nr. 746/2016 sem sett sé með stoð í 1. mgr. 17. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. <br /> <br /> Undir dálkinum „staðsetning þegar dýr næst“ í tilkynningunum koma fram upplýsingar um breiddar- og lengdargráðu þar sem dýr er veitt, einkennisnúmer dýrs og hvers kyns það er. Þá kemur fram lengd dýrs í fetum og hvort merki sé um mjólk í júgrum í tilfelli veiddra kvendýra. Einnig koma fram upplýsingar um framleiðsluár skutulsprengja.<br /> <br /> Í reglugerð nr. 746/2016 um afladagbækur segir að allir skipstjórar íslenskra fiskiskipa sem stundi veiðar í atvinnuskyni skuli halda sérstakar afladagbækur. Skulu upplýsingar úr afladagbókum vera trúnaðarmál milli Hafrannsóknarstofnunarinnar, Fiskistofu og Landhelgisgæslu og skipstjóra, sbr. 2. gr. reglugerðarinnar. Í 6. gr. reglugerðarinnar kemur fram hvaða upplýsingar skylt sé að skrá í afladagbækur. Skal þar m.a. skrá nafn skips, skipaskrárnúmer og kallmerki, staðarákvörðun (breidd og lengd), tíma þegar veiðarfæri er sett í sjó og afla eftir magni og tegundum. <br /> <br /> Ekki er skylt að skrá upplýsingar um einkennisnúmer dýrs, lengd þess og kyn í afladagbók. Kemur því ekki til skoðunar hvort framangreint reglugerðarákvæði eigi við um upplýsingarnar. Að mati nefndarinnar er vandséð hvernig viðskiptahagsmunir Hvals hf. geti skaðast verði almenningi veittur aðgangur að upplýsingunum enda lúta þeir að ástandi veidds dýrs en ekki að rekstri félagsins eða viðskiptum þess að öðru leyti. Það sama á við upplýsingar um framleiðsluár skutulsprengja. Ekki verður séð að veiting upplýsinganna geti skaðað viðskiptahagsmuni Hvals hf. Þá telur úrskurðarnefndin ekki unnt að fella upplýsingar um staðsetningu þegar dýr næst, þ.e. breiddar- og lengdargráðu þar sem dýr er veitt, undir þagnarskyldureglu 2. gr. reglugerðar nr. 746/2016.<br /> <br /> Jafnvel þótt skylt sé að skrá sömu upplýsingar í afladagbækur og að þagnarskylda ríki um þær upplýsingar sem þar séu skráðar þá verður ekki hjá því litið að hér er um að ræða tilkynningar til Fiskistofu en ekki skráningu í afladagbók. Ekki er því hægt að líta svo á að ákvæði reglugerðarinnar gildi almennt um þær upplýsingar sem skylt er að skrá í afladagbók heldur aðeins um efni dagbókanna sjálfra. Að öðrum kosti ríkti þagnarskylda um nafn skips og skráningarnúmer þess, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar. Kemur því til mats hvort upplýsingarnar varði virka mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Hvals hf. þannig að hætta sé á því að hagsmunirnir verði fyrir tjóni verði almenningi veittur aðgangur að upplýsingunum. <br /> <br /> Við það mat verður að líta til þess að Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem stundar hvalveiðar við Íslandsstrendur. Er því ekki hætta á því að aðgangur almennings að upplýsingunum hafi áhrif á samkeppnisrekstur Hvals hf. Þá verður ekki séð að önnur rök standi til þess að viðskiptahagsmunir Hvals hf. skaðist af því að almenningi verði veittur aðgangur að upplýsingum um hvar tiltekið dýr hafi verið veitt. Með vísan til þessa fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að upplýsingarnar varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni og þær verði af þeim sökum felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Verður Fiskistofu því gert að veita kæranda aðgang að tilkynningunum. <br /> <br /> Fiskistofa synjaði kæranda einnig um aðgang að upplýsingum sem afmáðar voru undir dálkinum „athugasemdir“ á gátlistum vegna langreyðarveiða sem byggður er á reglugerðum nr. 163/1973, 414/2009 og leyfisbréfi. Upplýsingarnar sem Fiskistofa afmáði varða nákvæma tíma- og dagsetningu veiða á dýri, einkennisnúmer dýrs, breiddar- og lengdargráðu þar sem dýr var veitt og hvaða aflífunarbúnaður var notaður. Rökin að baki ákvörðun Fiskistofu voru þau sömu og varðandi aðgang að tilkynningum um veiddar langreyðar, að um væri að ræða viðkvæmar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni Hvals sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, og að upplýsingar væru þær sömu og þagnarskylda ríkti um samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 746/2016 um afladagbækur. <br /> <br /> Með vísan til fyrri umfjöllunar um þagnarskylduákvæði 2. gr. reglugerðar nr. 746/2016, er það mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingarnar verði ekki felldar undir ákvæðið. Þá hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingar um tíma- og dagsetningu veiða á dýri, einkennisnúmer dýrs og breiddar- og lengdargráðu þar sem dýr var veitt, verði ekki felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Það er einnig mat nefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að fjárhags- og viðskiptahagsmunir Hvals hf. geti skaðast verði almenningi veittur aðgangur að því hvaða veiðarfæri voru notuð. Er þá einnig litið til þess að almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig hvalveiðar fara fram. Með vísan til framangreinds verður Fiskistofu gert að veita kæranda aðgang að gátlistunum án útstrikana. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Fiskistofu er skylt að veita kæranda, A, lögmanni, aðgang að tilkynningum Hvals hf. til Fiskistofu um veidda langreyði árið 2018 og gátlistum vegna langreyðarveiða fyrir sama ár. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
865/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020 | Kærð var synjun Herjólfs ohf. á beiðni um aðgang að farmskrá ferjunnar og upplýsingum um nöfn umsækjenda um störf hjá félaginu. Að því er varðaði farmskrána vísaði Herjólfur til þess að um væri að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins. Væri því óheimilt að veita aðgang að henni, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Einnig var vísað til samkeppnishagsmuna Herjólfs ohf. Að mati úrskurðarnefndarinnar fól farmskráin ekki í sér slíkar upplýsingar og var félaginu gert að afhenda skrána. Hvað varðar umsækjendur um störf er ekki skylt að veita aðgang að slíkum upplýsingum hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, öfugt við það sem gildir um umsækjendur um störf hjá stjórnvöldum. Úrskurðarnefndin staðfesti því þann hluta ákvörðunar Herjólfs ohf. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. janúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 865/2020 í máli ÚNU 19050019. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 9. maí 2019, kærði A synjun Herjólfs ohf. á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Þann 29. apríl 2019 óskaði kærandi eftir annars vegar nöfnum umsækjenda í fastar stöður í vaktavinnu og sumarafleysingar hjá Herjólfi og hins vegar farmskrá Herjólfs „það sem af er árs 2019.“ Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 6. maí 2019, en þar segir að félagið muni ekki verða við beiðninni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi ofh. með bréfi, dags. 30. maí 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar sem og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs, dags. 19. ágúst 2019, kemur fram að Herjólfur sé opinbert hlutafélag að fullu í eigu Vestmannaeyjabæjar. Vísað er til þess að í 7. gr. upplýsingalaga sé fjallað um rétt almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem lögin taki til. Þá er vísað til þess að í 1. mgr. 7. gr. segi að sá réttur taki ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Einnig að fram komi í 2. mgr. að varðandi opinbera starfsmenn sé skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um störf þegar umsóknarfrestur sé liðinn. Það ákvæði eigi hins vegar ekki við um Herjólf ohf. enda starfi þar ekki opinberir starfsmenn. Að lokum er vísað til 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem segi að veita beri almenningi upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra, sbr. 1. tölulið ákvæðisins en í samræmi við það muni kærandi fá aðgang að yfirliti yfir nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Umsögninni fylgdi nafnalisti starfsmanna Herjólfs, dags 25. júlí 2019.<br /> <br /> Varðandi farmskrá Herjólfs segir í umsögninni að fjölmiðlar séu reglulega upplýstir um farþegafjölda hvers mánaðar. Meðfylgjandi umsögninni voru afrit af fréttum um farþegafjölda Herjólfs sem birtust á vefmiðlinum „Eyjar.net“ dagana 12. júní, 2. júlí og 8. ágúst 2019. Varðandi nánari upplýsingar úr farmskránni vísaði Herjólfur til 9. gr. upplýsingalaga eða mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila. Þá kom fram að Herjólfur teldi sér hvorki skylt né heimilt að afhenda nánari upplýsingar, þ.e. viðskiptalegar upplýsingar sem varði einstaklinga og einkaaðila í rekstri.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. september 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. september, ítrekaði kærandi ósk sína um afhendingu umbeðinna gagna.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 9. desember 2019, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að henni yrði látið í té afrit af farmskrá félagsins fyrir umbeðið tímabil, með vísan í 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í svari Herjólfs til úrskurðarnefndarinnar, 10. desember 2019, kemur fram að að öllu jöfnu birtist upplýsingar um farþegaflutninga hvers mánaðar í fjölmiðlum, aðrir farmflutningar hafi ekki birst enda ríki samkeppni á þeim markaði sem sé fákeppismarkaður og auðvelt sé fyrir flutningsaðila í Vestmannaeyjum að lesa í flutninga allra aðila sem flytji frakt með félaginu til og frá Vestmannaeyjum. Af þeim sökum telji félagið sér ekki skylt að birta eða veita þriðja aðila slíkar upplýsingar enda tilheyri þær ekki „upplýsingum í almannaþágu“. Meðfylgjandi var afrit af farmskrá Herjólfs sem afhent var úrskurðarnefndinni í trúnaði.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum umsækjenda um fastar stöður í vaktavinnu og sumarafleysingar hjá Herjólfi ohf. og farmskrá félagsins fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 29. apríl 2019. <br /> <br /> Herjólfur er opinbert hlutafélag og fellur sem slíkt undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum fer því eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er fjallað um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til skv. 2. gr. laganna. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu. Í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga koma fram fimm undantekningar frá meginreglunni þegar um er að ræða opinbera starfsmenn. Kemur þar fram í 2. tölul. að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. Í 4. mgr. 7. gr. er að finna tvær undantekningar frá meginreglunni í tilviki starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög. Segir þar að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul. og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um sé að ræða opinbera starfsmenn eða starfsmenn lögaðila. Ekki er skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda í starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, öfugt við það sem gildir um umsækjendur starfs hjá stjórnvöldum. Því er staðfest ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra sem sóttu um starf hjá félaginu. <br /> <h2>2.</h2> Synjun Herjólfs ohf. á beiðni kæranda um farmskrá félagsins er byggð á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. <br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæði 9. gr. feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verði að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur fengið afrit af farmskrá Herjólfs fyrir tímabilið mars til nóvember 2019 en félagið tók til starfa í mars 2019. Í farmskránni eru sundurliðaðar upplýsingar um fjölda farþega, tegund farmiða (s.s. almennt fargjald, barnafargjald, fargjald eldri borgara o.s.frv.), upplýsingar um búsetu farþega (þ.e. fjöldi farþega með lögheimili í Vestmannaeyjum), ásamt upplýsingum um fjölda, og tegund þeirra farartækja sem flutt eru með ferjunni. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál felur farmskráin ekki í sér upplýsingar um atvinnu- eða viðskiptaleyndarmál, viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu félagsins eða aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni þess. Í farmskránni eru einungis tölur um fjölda farþega og farartækja. Þar er hvergi að finna viðkvæmar upplýsingar um viðskipti Herjólfs, s.s. sérstaka afslætti eða viðskiptasambönd. Þá eru þar engar viðkvæmar persónuupplýsingar um farþega. Við mat á því hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingar í farmskránni lúti leynd, sbr. 9. gr. upplýsingalaga er einnig litið til þess að rekstur Herjólfs felur í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Félagið nýtur styrkja frá hinu opinbera í samræmi við 22. gr. vegalaga nr. 80/2007, samgönguáætlun og reglugerðir sem um félagið gilda, enda kemur Vestmannaeyjaferjan í stað vegasambands á milli lands og Eyja og gegnir hún þannig hlutverki almenningssamgangna að hluta til. Að þessu virtu verður aðgangur að farmskránni ekki takmarkaður á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>3.</h2> Í umsögn Herjólfs er einnig vísað til samkeppnishagsmuna félagsins af því að farmskráin sé ekki gerð opinber, þ.e. að samkeppni sé um farmflutninga til og frá Vestmannaeyjum og að samkeppnisaðilar Herjólfs geti nýtt sér upplýsingarnar með einhverjum hætti.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 844/2019, 813/2019, 764/2018, 762/2018 og A-492/2013, auk úrskurða í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs var það ekki rökstutt sérstaklega með hvaða hætti birting upplýsinganna gæti gagnast samkeppnisaðilum eða skaðað samkeppnisstöðu Herjólfs. Tekið skal fram að hluti upplýsinganna, heildarfjöldi farþega og farartækja, er birtur mánaðarlega í fjölmiðlum. Jafnvel þótt fallist væri á að upplýsingar í farmskrá teldust varða samkeppnisrekstur félagsins, t.d. með tilliti til flugsamgangna til og frá Vestmannaeyjum, er að mati úrskurðarnefndarinnar vandséð að umræddar upplýsingar varði svo verulega hagsmuni félagsins að það réttlæti takmörkun á upplýsingarétti almennings á grundvelli almannahagsmuna, sbr. þriðja skilyrðið fyrir beitingu 4. tölul. 10. gr. upplýsinga sem fjallað var um hér að framan. Því verður Herjólfi ohf. gert að veita kæranda aðgang að upplýsingunum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Herjólfi ohf. er skylt að veita A aðgang að farmskrá Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs fyrir tímabilið 1. janúar 2019 til 29. apríl 2019.<br /> <br /> Staðfest er ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags 23. apríl 2019, um synjun beiðni A um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í störf hjá félaginu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
864/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020 | Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að tveimur minnisblöðum sem unnin voru fyrir Isavia ohf. Synjunin var aðallega byggð á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þ.e. að minnisblöðin fælu í sér lögfræðilega álitsgerð sem hefði verið tekin saman í tengslum við dómsmál. Að mati úrskurðarnefndarinnar báru minnisblöðin með sér að þeirra hefði verið aflað í tengslum við aðgerðir Isavia ohf. gegn WOW Air. Var synjunin því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. janúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 864/2020 í máli ÚNU 19050014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. maí 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Isavia ohf. um synjun beiðni um gögn. Málavextir eru þeir að með erindi, dags. 20. apríl 2019, óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum sem nefnd væru undir lið 3.2. og 3.3. á stjórnarfundi nr. 138/2018, dags. 28. september 2018. Um væri að ræða gögnin „Samantekt um ríkisaðstoð og stöðvunarheimild – minnisblöð frá ytri lögfræðingum og greiðsluáætlun WOW Air“. Isavia ohf. synjaði beiðninni 7. maí 2019 með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samdægurs óskaði kærandi eftir upplýsingum um fyrir hvaða dómsmál minnisblaðið um ríkisaðstoð hefði verið tekið saman. Hinn 13. maí 2019 svaraði Isavia ohf. því að minnisblaðið hefði verið tekið saman í tilefni dómsmáls á milli félagsins og ALC vegna kyrrsetningar flugvélar. Tekið er fram að ákvæði 3. tölul. 6. gr. taki einnig til þeirrar stöðu þegar til athugunar er hvort höfða eigi mál. <br /> <br /> Í kæru segir kærandi það ekki stemma að skjalsins hafi verið aflað gagngert til afnota í dómsmáli sem höfðað hafi verið rúmlega hálfu ári eftir að skjalið var lagt fyrir stjórnarfund. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 14. maí 2019, var kæran kynnt Isavia ohf. og félaginu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun félagsins. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Isavia ohf., dags. 31. maí 2019, kemur fram að kæranda hafi verið synjað um aðgang að tveimur minnisblöðum, annars vegar minnisblaði um reglur um ríkisstyrki og hins vegar minnisblaði um 1. mgr. 36. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998. Minnisblöðin hafi verið lögð fram á stjórnarfundi félagsins. Við úrlausn málsins verði að líta til aðdraganda og áhrifa þess að minnisblöðin voru útbúin og jafnframt til þeirra áhrifa sem ákvarðanir á grundvelli minnisblaðsins höfðu. Þá verði að horfa til skýringa við ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt þeim sé nægjanlegt að aðeins sé möguleiki á að aðila verði stefnt. Tilgangur reglunnar sé að tryggja rétt þeirra sem falli undir upplýsingalög til að leita ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Túlka beri ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera og þeir aðilar sem falli undir upplýsingalög standi ekki, vegna upplýsingalaga, höllum fæti í dómsmálum. Reglan sem sé sambærileg við reglu stjórnsýslulaga sé sett til að stjórnvöld og aðrir sem falli undir upplýsingalög njóti jafnræðis á við aðra aðila, sem hugsanlega séu að undirbúa málaferli gegn þeim, með því að þurfa ekki að birta bréfaskipti sín við sérfróða aðila sem séu þeim til ráðgjafar við málshöfðun eða rekstur dómsmáls. Ljóst sé að samkvæmt ákvæðinu þurfi dómsmál ekki að hafa verið höfðað áður en að gagnanna hafi verið aflað og ekki sé tiltekinn ákveðinn hámarkstími sem þurfi að líða frá því að upplýsinganna hafi verið aflað þar til dómsmál sé höfðað. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að aðdragandi þess að minnisblöðin hafi verið útbúin sé sá að stjórn félagsins hafi staðið frammi fyrir ákvörðunum er tengdust rekstri félagsins og viðskiptavinum þess. Hafi verið viðbúið að sú ákvörðun, sem staðið hafi verið frammi fyrir, myndi enda hjá dómstólum, sem hún hafi gert. Vegna þessa hafi félagið óskað eftir sérfræðiáliti á því hvernig félagið gæti brugðist við og hvaða varnir það gæti haft uppi í deilum um heimild félagsins til að veita greiðslufrest og beita stöðvunarheimild. Ekki sé um meðferð almennra mála hjá félaginu að ræða heldur verði að telja að um afar einstakt mál hafi verið að ræða, þ.e. aðdraganda að falli WOW Air og kyrrsetninguna sem farið hafi fram í kjölfarið. Líkt og sjá megi af fundargerðum stjórnar hafi ýmsar vangaveltur verið í gangi á þessum tíma, óvíst hafi verið hvort og þá hvenær WOW Air færi í þrot eða hvernig haga bæri starfseminni fram að þeim tíma. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að í minnisblaðinu um kyrrsetningarheimild loftferðalaga sé bæði að finna álit lögmanns um veikleika heimildarinnar auk rökstuðnings fyrir beitingu hennar. Þá sé ljóst að málaferli hafi hafist eftir að Isavia ohf. óskaði eftir minnisblöðunum og sé þar að finna hluta af málatilbúnaði félagsins. Mjög slæmt og óeðlilegt væri að vegna yfirstandandi dómsmáls þyrfti annar málsaðila að þola það að varnir hans yrðu gerðar opinberar.<br /> <br /> Að lokum kemur fram að í minnisblöðunum sé að finna upplýsingar sem takmarkanir gildi um vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna Isavia ohf. Ákvarðanir stjórnar Isavia ohf. hafi verið teknar með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi og verði félagið fyrir tjóni ef gögnin yrðu birt almenningi. Fyrirtæki í almennum rekstri verði að geta tekið ákvarðanir án þess að allar forsendur séu birtar. Viðskiptalegar ákvarðanir hafi verið teknar á grundvelli minnisblaðanna en þar sé að finna forsendur sem byggt hafi verið á við ákvörðun innheimtu og gjaldtöku.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 31. maí 2019, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Isavia ohf. Athugasemdir kæranda bárust sama dag. Kærandi telur ekki rétt að skjölin hafi verið tekin saman gagngert í tengslum við dómsmál. Á fundi stjórnar nr. 135/2018 þann 23. ágúst 2018, komi fram í fundargerð að stjórnarmaður hafi spurst fyrir um hvernig félagið gæti tryggt greiðslur frá flugrekendum sem kæmust í vanskil við félagið. Upplýst var að ríkar heimildir væru til að tryggja greiðslu gjalda sem fallið hefðu til hjá flugrekandanum, t.d. með því að stöðva loftfar. Óskað hefði verið eftir skriflegri greinargerð um slíkar heimildir.<br /> <br /> Kærandi mótmælir þeirri fullyrðingu Isavia ohf. að viðbúið hafi verið að málið myndi enda fyrir dómstólum enda hafi ekkert legið fyrir um það í ágúst 2018 hvort WOW Air færi í þrot eður ei. Hið sama gildi um fullyrðingu félagsins um að því hafi verið fyllilega ljóst að þær ákvarðanir sem yrðu teknar á þessum tímapunkti myndu leiða til málshöfðunar. Skilyrðið um að skjalanna hafi verið aflað „gagngert í þessu skyni“ sé því einfaldlega ekki uppfyllt sama hvað hafi gerst síðast meir. Þá segir að þótt skjölin hafi síðar meir komið að notum við rekstur dómsmálsins þá geti það ekki þýtt að skjalið sé undanþegið afhendingarskyldu. Væri fallist á slíkt myndu stjórnvöld og opinber hlutafélög einfaldlega skutla óþægilegum skjölum inn í hin ýmsu dómsmál til að komast hjá því að afhenda þau. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 18. desember 2019, óskaði úrskurðarnefnd eftir upplýsingum um fyrir hvaða dómsmál Isavia ohf. aflaði álitsgerðar um reglur um ríkisaðstoð. Með bréfi, dags. 30. desember 2019, svaraði Isavia ohf. því að álitsgerðarinnar hefði verið aflað vegna þeirra mála sem rekin voru í Héraðsdómi Reykjaness, Landsrétti og Hæstarétti gegn ALC á árinu 2019 og jafnframt í máli gegn ríkinu og ALC sem þingfest yrði 9. janúar 2020 í Héraðsdómi Reykjavíkur.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að tveimur minnisblöðum sem geyma lögfræðilega álitsgerð sem unnin var fyrir Isavia ohf. Annars vegar er um að ræða minnisblað, dags. 26. september 2018, um það hvort greiðslufrestur á gjöldum flugrekanda geti talist ríkisstyrkur í skilningi 61. gr. EES-samningsins og hins vegar minnisblað um stöðvunarheimildir ákvæðis 1. mgr. 136. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 og hvort ákvæðinu verði beitt við greiðslustöðvun eða gjaldþrot flugrekanda. <br /> <br /> Ákvörðun Isavia ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að minnisblöðunum er aðallega reist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í ákvæðinu er kveðið á um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað, sbr. 4. gr. laga nr. 72/2019. Regluna var einnig að finna í eldri upplýsingalögum nr. 50/1996.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 140/2012 er tekið fram að að baki undanþágunni búi það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Beri að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verði til eða aflað sé gagngert í þessu skyni og taki því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað sé við meðferð stjórnsýslumála almennt. <br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019 var orðalagi ákvæðisins breytt. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til breytingalaganna segir m.a. að í ljósi þess að ýmiss konar réttarágreiningur hins opinbera sé útkljáður með öðrum hætti en málshöfðun fyrir dómi, til að mynda fyrir sjálfstæðum úrskurðarnefndum, þyki rétt að breyta orðalagi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þannig að opinberir aðilar geti átt samskipti við sérfræðinga í tengslum við slíka málsmeðferð án þess að gagnaðili fái aðgang að þeim. Ítrekað er að áfram sé gerð sú krafa að undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verði til eða aflað sé gagngert í þessu skyni en ekki um álitsgerðir eða skýrslur sem aflað sé við meðferð stjórnsýslumála almennt. <br /> <br /> Ákvæði 3. tölul. 6. gr. felur í sér undantekningarreglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngt. <br /> <br /> Isavia ohf. gaf þær skýringar 30. desember 2019 að félagið hefði aflað álitsgerðanna vegna málareksturs vegna aðdraganda að falli og falls WOW Air, bæði vegna þeirra mála sem hafi verið rekin í Héraðsdómi Reykjaness, Landsrétti og Hæstarétti gegn ALC árið 2019 og jafnframt í máli gegn ríkinu og ALC sem þingfest yrði 9. janúar 2020 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrátt fyrir að álitsgerðirnar geymi fremur almenna umfjöllun um réttarreglur, annars vegar reglur á sviði Evrópuréttar um ríkisstyrki og hins vegar um tiltekið ákvæði loftferðalaga, hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Isavia ohf. að félagið hafi aflað álitsgerðanna til að kanna réttarstöðu sína í tengslum við réttarágreining eða til undirbúnings dómsmáls. Ekki skiptir máli í því samhengi að dómsmál hafi ekki verið höfðað á þeim tíma þegar minnisblöðin voru útbúin. Að mati nefndarinnar bera minnisblöðin í það minnsta nægilega með sér að þeirra hafi verið aflað í tengslum við aðgerðir Isavia ohf. gegn WOW Air. Er þá einnig litið til þeirra aðstæðna sem í stefndi á þeim tíma þegar minnisblaðanna var aflað. Þá telur nefndin rétt að benda á að samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga fellur heimild stjórnvalds, til að takmarka aðgang almennings að gögnum sem aflað er í tilefni af meðferð dómsmáls, ekki niður þegar dómsmálinu lýkur heldur þegar átta ár eru liðin frá því að umrædd gögn urðu til, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Isavia ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að minnisblöðunum tveimur. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Isavia ohf. um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að minnisblaði um reglur um ríkisstyrki og minnisblaði um 1. mgr. 136. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, bæði dagsett 26. september 2018.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
863/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020 | Kærð var synjun þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis á beiðni um gögn varðandi tiltekinn einstakling. Fram kom að gögnin hefðu verið flutt á Borgarskjalasafn og væru því ekki fyrirliggjandi hjá þjónustumiðstöðinni. Málinu var vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. janúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 863/2020 í máli ÚNU 19040017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 9. apríl 2019, kærðu Kærleikssamtökin f.h. A töf þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis á afgreiðslu beiðni þeirra um gögn er vörðuðu A. Með kærunni fylgdi erindi samtakanna til þjónustumiðstöðvarinnar, dags. 19. nóvember 2018, þar sem óskað var eftir gögnunum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 30. apríl 2019, var kæran kynnt þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og því beint til þjónustumiðstöðvarinnar að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið.<br /> <br /> Í erindi þjónustumiðstöðvarinnar til Kærleikssamtakanna, dags. 10. maí 2019, kom fram að öll gögn er vörðuðu A hefðu verið flutt á Borgarskjalasafn árið 2015. Engin gögn lægju því fyrir um hann í þjónustumiðstöðinni eða öðrum þjónustumiðstöðvum Reykja-víkurborgar. Í erindi Kærleikssamtakanna til úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. maí 2019, kemur fram að þjónustufulltrúi hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis hafi tjáð fulltrúa samtakanna þegar hann mætti í afgreiðslu þjónustumiðstöðvarinnar í nóvember 2018 að fáein skjöl sem vörðuðu A lægju fyrir þar. Samtökin drægju því í efa skýringar þjónustumiðstöðvarinnar um að gögn um A hefðu verið flutt á Borgarskjalasafn árið 2015.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin óskaði nánari skýringa frá þjónustumiðstöðinni með tölvupósti, dags. 6. desember 2019. Í svari þjónustumiðstöðvarinnar, dags. 17. desember sama ár, kemur fram að svar miðstöðvarinnar í erindinu frá 10. maí standi. Þjónustufulltrúi hafi vissulega tjáð full¬trúa Kærleikssamtakanna að A ætti mál hjá miðstöðinni í málaskrá hennar. Hins vegar hefðu öll gögn sannarlega verið flutt á Borgarskjalasafn.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis á beiðni kæranda um aðgang að gögnum varðandi tiltekinn einstakling. Í málinu hefur þjónustumiðstöðin gefið þær skýringar, bæði til kæranda og úrskurðarnefndarinnar, að ekki liggi fyrir gögn um A hjá þjónustumiðstöðinni þar sem þau hafi verið flutt á Borgarskjalasafn árið 2015. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga þá staðhæfingu þjónustumiðstöðvarinnar í efa.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> Kæru Kærleikssamtakanna, dags. 9. apríl 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
862/2020. Úrskurður frá 29. janúar 2020 | Kærð var synjun RARIK ohf. á beiðni um gögn er varða jarðhitaboranir í Hornafirði. Synjunin byggði á því að um væri að ræða upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja sem óheimilt væri að afhenda, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. RARIK ohf. var gert að afhenda samning við landeigendur um jarðhitaréttindi, þar sem samningurinn innihélt ákvæði um þinglýsingu, einnig skýrslu Íslenskra orkurannsókna, þar sem stofnunin samþykkti afhendingu skýrslunnar. Að öðru leyti var synjun RARIK ohf. staðfest á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 29. janúar 2020 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 862/2020 í máli ÚNU 18070011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. júlí 2018, kærði A, f.h. Stapa ehf., ákvörðun RARIK ohf. um synjun beiðni um aðgang að gögnum varðandi jarðhitaboranir á Hornafirði. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að Stapi ehf. hafi með bréfi til RARIK ohf., dags. 21. mars 2018, óskað eftir upplýsingum um fjóra þætti. Í fyrsta lagi um kostnað vegna kaupa á jarðhitaréttindum, rannsókna, borana og prófana á borholum við Hoffell og Miðfell í Nesjum á Hornafirði frá árinu 2006 til og með árinu 2018. Í öðru lagi um kostnað vegna hönnunar veitunnar, umhverfismats og áætlaðan sundurliðaðan kostnað við dælustöðvar, stofnæð og dreifikerfi veitunnar. Í þriðja lagi var óskað eftir aðgangi að öllum skýrslum og mælingum sem unnar hefðu verið fyrir RARIK ohf. á árunum 2011-2018 og verksamningum sem RARIK ohf. hefði gert við ráðgjafa og verktaka vegna verkefnisins. Í fjórða lagi var óskað eftir upplýsingum um borkostnað og borholurannsóknir, auk upplýsinga um dýpi holanna. <br /> <br /> RARIK ohf. svaraði beiðninni með bréfi, dags. 6. júlí 2018. Þá voru flest umbeðin gögn afhent kæranda. Kæranda var þó synjað um aðgang að samningi um kaup á jarðhitaréttindum, verksamningum við ráðgjafa og verktaka vegna jarðhitaverkefna við Hoffell og skýrslu ÍSOR vegna borholanna. Varðandi samning um kaup á jarðhitaréttindum vísaði RARIK ohf. til þess að um væri að ræða einkaréttarlegan samning með upplýsingum um fjárhagsmálefni einstaklings sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Varðandi verksamninga RARIK ohf. við ráðgjafa og verktaka var vísað til þess að um væri að ræða viðkvæmar upplýsingar um fjárhagsmálefni þeirra fyrirtækja sem samið var við og væri því ekki veittur aðgangur að þeim með vísan til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 1. ágúst 2018, var kæran kynnt RARIK ohf. og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn RARIK ohf., dags. 24. ágúst 2018, er ítrekað að upplýsingarnar varði einkahagsmuni og séu undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. upplýsingalaga. Annars vegar varði upplýsingarnar fjárhagsmálefni einstaklings, sem eðlilegt og rétt þyki að leynt fari, og hins vegar fjárhagsupplýsingar fyrirtækja, sem geti valdið viðkomandi fyrirtækjum tjóni, einkum með hliðsjón af samkeppnisstöðu þeirra. Það sé afstaða RARIK ohf. að afhending gagnanna geti haft afleiðingar fyrir samningsaðila fyrirtækisins sem það vilji ekki bera ábyrgð á. <br /> <br /> Samhliða umsögninni afhenti RARIK ohf. úrskurðarnefndinni afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði. Um er að ræða einn samning og samningsviðauka milli RARIK ohf. og landeigenda við Hornafjörð, tíu verksamninga RARIK ohf. við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. og níu verksamninga RARIK ohf. við Íslenskar orkurannsóknir (hér eftir ÍSOR), ásamt skýrslu sem ÍSOR vann fyrir RARIK ohf. <br /> <br /> Umsögn RARIK ohf. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. ágúst 2018, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdunum segist kærandi ekki gera kröfu um aðgang að viðkvæmum viðskiptalegum upplýsingum. Kærandi telur að því verði ekki af sanngirni haldið fram að ÍSOR njóti ekki ríkisstyrkja og ívilnana beint af fjárlögum. Það komi í raunar skýrt fram í ríkisreikningi um rekstur ÍSOR, sem fylgir athugasemdum kæranda, og í töflu og á línuriti sem kærandi tók saman um rekstur ÍSOR, sem einnig er meðfylgjandi. <br /> <br /> Með bréfum, dags. 21. nóvember 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu ÍSOR og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. til þess að aðgangur yrði veittur að gögnunum. Var þess óskað að lýst yrði í bréfi til nefndarinnar með skýrum hætti og tekin yrði afstaða til þess hvort og hvernig afhending gagnanna gæti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni ÍSOR annars vegar og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. hins vegar. <br /> <br /> Í svarbréfi Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf., dags. 28. nóvember 2019, kemur fram að félagið hafi gert 10 verksamninga við RARIK ohf. vegna jarðhitaverkefna við Hoffell en um sé að ræða samninga gerða á tímabilinu frá 10. september 2014 til 27. apríl 2018. Félagið telji ljóst að í samningunum sé að finna upplýsingar er varði mikilvæga og virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í samningunum sé að finna upplýsingar um einingaverð félagsins, verðmæti bora og annarra tækja í eigu þess og verktryggingar auk upplýsinga um verkáætlanir og aðferðir félagsins við borun. Félagið telji að það sé til þess fallið að valda félaginu tjóni verði almenningi veittur aðgangur að upplýsingum í samningnum enda myndi það skaða samkeppnishæfi þess. Um sé að ræða mikilvægar upplýsingar um atvinnu- og viðskiptaleyndarmál þess. Vísað er til þess að í fylgiskjölum við samninginn sé að finna ítarlegar verkáætlanir og aðferðir félagsins við framkvæmd þeirra verka sem samið var um. Upplýsingar um aðferðir félagsins séu ekki opinberar upplýsingar heldur viðskiptaleyndarmál í þess eigu. Samkeppnisaðili geti tekið upplýsingar um aðferðir félagsins, verkaáætlanir, kostnaðaráætlanir, einingaverð og ábyrgðir og nýtt þær upplýsingar í tilboðsgerð í verk í samkeppni við félagið. Í fylgiskjölunum sé einnig að finna kostnaðaráætlanir og upplýsingar um ábyrgðir vegna verkanna. Þessi ákvæði séu nátengd og veiti þau þeim sem lesi mikilvægar upplýsingar um útreikninga félagsins við gerð tilboða í verk. Kostnaðaráætlanir séu mjög ítarlegar og í þeim felist mjög viðkvæmar upplýsingar fyrir félagið. Þá kemur fram að í a.m.k. einum samningi sé aðferð félagsins við framkvæmd verks lýst. Það verk hafi ekki áður verið leyst af hendi með sama hætti og hafi félagið lagt mikla vinnu í undirbúning verkáætlunar vegna þess. Aðferðirnar og verkáætlunin séu því viðskiptaleyndarmál félagsins. Með vísan til framangreinds telji félagið óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í bréfi ÍSOR, dags. 2. desember 2019, segir m.a. að það séu almennt samkeppnishagsmunir stofnunarinnar jafnt sem annarra aðila í samkeppnisrekstri, hvort heldur þeir séu í eigu opinberra aðila eða einkaaðila, að þurfa ekki á grundvelli upplýsingalaga að sæta því að almenningi, og þar með samkeppnisaðilum þeirra, séu veittar upplýsingar um viðskiptasamninga. Slík upplýsingagjöf sé að jafnaði til þess fallin að skerða samkeppnisstöðu. Óháð einstökum efnisatriðum samninga sem séu viðskiptalegs eðlis, sem iðulega hafi að geyma mikilsverðar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni, séu slíkir samningar jafnan verðmæti í sjálfu sér. Það kosti viðkomandi samningsaðila vinnu og útgjöld, jafnvel í formi aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, að undirbúa og gera einstaka samninga, allt frá frumdrögum þeirra til endanlegrar útgáfu, en hún verði ekki til fyrr en eftir að aðilar hafi tekist á um form og efnisskipan samninganna og náð að semja sig að niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir báða. ÍSOR og aðrar stofnanir eða fyrirtæki í samkeppnisrekstri eigi ekki að þurfa að sæta því að samkeppnisaðilar þeirra eigi kröfu til þess að fá afhentar umorðalaust upplýsingar og verðmæti sem liggi í slíkum hugverkum, sem samkeppnisaðilar geti svo nýtt í sinni samningagerð. ÍSOR telur að allir þeir samningar sem taldir séu upp í bréfi úrskurðarnefndarinnar, varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni stofnunarinnar. Samningarnir hafi hver um sig að geyma margvíslegar upplýsingar sem stofnunin telji geta skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu hennar ef látnar yrðu í té og sé sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt vegna starfsemi ÍSOR í samkeppni við aðra. Í því sambandi er sérstaklega nefnt að samningarnir hafi allir að geyma nákvæmar skilgreiningar á þeirri þjónustu sem veitt skuli og inntaki hennar, verkframkvæmd og framgangi verks og ítarlega sundurliðaðar upplýsingar um eininga- og heildarverð útseldrar þjónustu og samsetningu hennar í hverju tilviki. <br /> <br /> Hvað varðar skýrslu ÍSOR þá hafi hún að geyma niðurstöður rannsókna og mælinga í tengslum við tiltekna holu sem RARIK ohf. hafi látið bora. Skýrslan sé flokkuð sem „opin“ sem feli í sér að öllum sé heimill aðgangur að efni hennar svo lengi sem verkkaupi, í þessu tilviki RARIK ohf., samþykki. Hagmunir ÍSOR standi því þannig ekki í vegi að skýrslan verði afhent.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 10. desember 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu RARIK ohf. til þess að skýrslan „Hoffell í Nesjum – Hola HF-2: Borsaga, jarðfræði og mælingar“, dags. júní 2015, yrði gerð opinber. Með tölvupósti, dags. 7. janúar 2020, lýsti RARIK ohf. því yfir að fyrirtækið gerði ekki athugasemdir við að kærandi fengi aðgang að skýrslunni. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum RARIK ohf. um jarðboranir í Hornafirði. RARIK ohf. er opinbert hlutafélag um rekstur Rafmagnsveitna ríkisins sem stofnað var með lögum nr. 25/2006. Fellur starfsemi þess því undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. <br /> <br /> Í málinu er í fyrsta lagi deilt um rétt kæranda til aðgangs að skjalinu „Samningur um jarðhitaréttindi við landeigendur í Hornafirði“, dags. 20. janúar 2013. <br /> <br /> RARIK ohf. synjaði kæranda um aðgang að skjalinu með vísan til 9. gr. upplýsingalaga þar sem upplýsingar í því varði fjárhagsmálefni einstaklinga sem eðlilegt og rétt þyki að leynt fari. <br /> <br /> Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. <br /> <br /> Í 2. mgr. 11. gr. samningsins er kveðið á um að honum skuli þinglýsa sem kvöð um eignarrétt/nýtingarrétt á jarðhitaréttindum á eignarhluta seljanda. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. reglugerðar um þinglýsingar nr. 405/2008, sem sett er með stoð í 1. mgr. 53. gr. laga nr. 39/1978, skal almenningur hafa aðgang að þinglýsingabókum og afritum þinglýstra skjala tiltekinna eigna í þeim tilgangi að kynna sér efni þeirra, eftir nánari ákvörðun viðkomandi þinglýsingarstjóra. Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar getur sérhver fengið, gegn greiðslu endurritskostnaðar, staðfest ljósrit (endurrit) af því sem greinir í þinglýsingabókum og ljósrit af þinglýstum skjölum. Samkvæmt framangreindu verður að líta svo á að með samningsákvæðinu um þinglýsingu samningsins hafi samningsaðilar ákveðið að samningurinn skuli vera aðgengilegur almenningi. Með vísan til þessa verður RARIK ohf. gert að veita kæranda aðgang að samningnum. <br /> <h2>2.</h2> Í öðru lagi er deilt um aðgang að tíu verksamningum RARIK ohf. við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. vegna borunar eftir heitu vatni á tilteknum jörðum í Hornafirði. Samningarnir eru frá árunum 2014-2018.<br /> <br /> Ákvörðun RARIK ohf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnunum var reist á því að samningarnir geymdu upplýsingar um virka mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. sem óheimilt sé að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 2. málsl. 9. gr. er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um virka mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í athugasemdum um ákvæðið í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir um takmörkunina:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga gera lögin ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt veður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið verksamninga RARIK ohf. og Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. og fylgiskjöl með þeim. Samningarnir innihalda upplýsingar um verklýsingar, greiðslur, verktíma, ákvæði um undirverktaka og tryggingar. Upplýsingar um verklýsingar varða framkvæmd verksins og er þar tiltekið hvaða tæki verði notuð. Í fylgigögnum koma fram nánari lýsingar á tæknilegum hliðum viðkomandi verkefna, frá verkkaupa, sem og tilboð og verk- og kostnaðaráætlanir frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur vafalaust að upplýsingar um verklýsingar, greiðslur og kostnaðaráætlanir sem fram koma í samningunum varði virka mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. en um er að ræða tiltölulega nýlega samninga. Fyrir liggur að Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. leggst gegn því að aðgangur verði veittur að samningnum vegna viðskiptahagsmuna þess, sbr. bréf félagsins til nefndarinnar, dags. 28. nóvember 2019. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. af því að upplýsingar í samningunum fari leynt vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér efni þeirra og að RARIK ohf. sé því óheimilt að veita almenningi aðgang að samningunum, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða upplýsingar um viðskipti lögaðila í opinberri eigu við einkaaðila um framkvæmd verks. Upplýsingarnar varða því ekki ráðstöfun opinbers fjár. Þá er það mat nefndarinnar að trúnaðarupplýsingar komi það víða fram í samningunum og fylgiskjölum þess að ekki sé unnt að veita aðgang að öðrum hlutum samninganna, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest ákvörðun RARIK ohf. um að synja kæranda um aðgang að samningunum. <br /> <h2>3. </h2> Í þriðja lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslunni „Hoffell í Nesjum – Hola HF-2: Borsaga, jarðfræði og mælingar“, dags. júní 2015, sem ÍSOR vann fyrir RARIK ohf. Skýrslan geymir niðurstöður rannsókna og mælinga í tengslum við tiltekna holu sem RARIK ohf. lét bora. Með bréfi, dags. 2. desember 2019 lýsti ÍSOR því yfir að stofnunin flokkaði skýrsluna sem „opna“, sem fæli í sér að öllum væri heimill aðgangur að efni hennar svo lengi sem verkkaupi, í þessu tilviki RARIK ohf., samþykkti. Hagmunir ÍSOR stæðu því ekki í vegi fyrir því að skýrslan yrði gerð aðgengileg. Með bréfi, dags. 7. janúar 2020, samþykkti RARIK ohf. að aðgangur yrði veittur að skýrslunni. Með vísan til þessa verður RARIK ohf. gert að afhenda kæranda skýrsluna. <br /> <h2>4.</h2> Í fjórða lagi er deilt um aðgang að níu verksamningum ÍSOR og RARIK ohf. sem gerðir voru á árunum 2014 til og með 2018. RARIK ohf. synjaði kæranda um aðgang að samningunum með vísan til þess að í þeim væru viðkvæmar viðskipta- og fjárhagsupplýsingar ÍSOR. Fyrir liggur að ÍSOR leggst gegn því að samningarnir verði gerðir aðgengilegir þar sem þeir geymi upplýsingar sem gætu skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu stofnunarinnar ef látnar yrðu í té og sé því sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt vegna starfsemi ÍSOR í samkeppni við aðra. Samningarnir geymi allir nákvæmar skilgreiningar á þeirri þjónustu sem veitt skuli og inntaki hennar, verkframkvæmd og framgangi verks og ítarlega sundurliðaðar upplýsingar um eininga- og heildarverð útseldrar þjónustu og samsetningu hennar í hverju tilviki. <br /> <br /> Í 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.<br /> <br /> Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 813/2019, 764/2018, 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.<br /> <br /> Í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 832/2019, 813/2019 og 764/2018 var komist að þeirri niðurstöðu að rekstur ÍSOR fæli ekki í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna í skilningi upplýsingalaga heldur væri um að ræða samkeppnisrekstur sem stofnunin yrði að standa og falla með. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál leikur ekki vafi á því að þeir samningar sem kærandi óskaði aðgangs að feli í sér upplýsingar um viðskipti ÍSOR að því leyti sem stofnunin er í samkeppni við aðra. Eru því fyrstu tvö skilyrðin um beitingu 4. tölul. 10. gr. uppfyllt. Í þriðja skilyrðinu felst hins vegar að meta þarf sérstaklega hvort samkeppnishagsmunir ÍSOR af því að gögnin lúti leynd séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Er þá til þess að líta að aðeins er heimilt að undanþiggja gögn upplýsingarétti á grundvelli 10 gr. upplýsingalaga, þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast.<br /> <br /> Við mat á því hvort rétt sé að undanþiggja samningana upplýsingarétti almennings verður að líta til þess að með þeim er ekki verið að ráðstafa opinberum fjármunum en bæði ÍSOR og RARIK ohf. eru í samkeppnisrekstri. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál myndi það ugglaust skerða samkeppnisstöðu ÍSOR gagnvart fyrirtækjum sem upplýsingaskylda samkvæmt upplýsingalögum hvílir ekki á, yrði því gert að opinbera viðskiptasamninga þeirra. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ÍSOR hafi verið heimilt að synja Stapa ehf. um aðgang að samningunum á grundvelli 4. tölul. 10. gr. og ber því að staðfesta ákvörðun RARIK ohf. hvað þá varðar. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> RARIK ohf. er skylt að veita Stapa ehf. aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Samningi um jarðhitaréttindi við landeigendur í Hornafirði, dags. 20. janúar 2013. <br /> 2. Skýrslu Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) „Hoffell í Nesjum – Hola HF-2: Borsaga, jarðfræði og mælingar“, dags. júní 2015. <br /> <br /> Að öðru leyti er ákvörðun RARIK ohf. staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
861/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019 | Deilt var um synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að skýrslu um opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar og látinn sæta gæsluvarðhaldi vegna þess. Synjunin var byggð á því að skýrslan teldist hluti af rannsókn í sakamáli og þannig undanþegin gildissviði upplýsingalaga skv. 1. mgr. 4. gr. þeirra. Í umsögn ráðuneytisins kom m.a. fram að umrædd rannsókn hefði farið fram í samræmi við lagareglur sem á þeim tíma giltu um meðferð sakamála. Þeir aðilar sem boðaðir voru til skýrslugjafar vegna rannsóknarinnar höfðu ýmist réttarstöðu vitnis eða sakbornings. Úrskurðarnefndin taldi að m.a. með hliðsjón af því teldi nefndin ótvírætt að rannsóknin teldist rannsókn sakamáls. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 861/2019 í máli ÚNU 19080010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. ágúst 2019, kærði A synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um gögn. Með erindi, dags. 21. maí 2019, óskaði kærandi eftir aðgangi að skýrslu frá árinu 2003 með heitið Skýrsla setts saksóknara til dómsmálaráðherra um opinbera rannsókn samkvæmt 4. mgr. 66. gr. laga 19/1991 á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík og látinn sæta gæsluvarðhaldi vegna þess á fyrri hluta árs 1976. <br /> <br /> Í bréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. júlí 2019, var beiðni hans synjað á þeim grundvelli að skýrslan teldist vera hluti af rannsókn í sakamáli og væri þannig undanþegin gildissviði upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Þá væri ekki heimild í lögum um meðferð sakamála til að afhenda skýrsluna. Loks var kæranda leiðbeint um kærurétt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í kærunni er forsaga málsins rakin. Á grundvelli 4. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991, hafi saksóknari verið settur til að annast opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík og látinn sæta gæsluvarðhaldi vegna þess á fyrri hluta árs 1976. Með bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til embættis ríkissaksóknara frá árinu 2003 hafi skýrslan verið send embættinu. Þar hafi komið fram að mat ráðuneytisins væri það að markmið rannsóknarinnar hefði náðst að fullu og ekki væri tilefni til frekari aðgerða af hálfu þess.<br /> <br /> Kærandi telur að umbeðin skýrsla geti ekki fallið undir 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem málið sem var rannsakað og fjallað er um í skýrslunni sé ekki sakamál. Sakamál sé skilgreint bæði í lögum um meðferð sakamála og eldri lögum um meðferð opinberra mála sem mál sem handhafar ákæruvalds höfði til refsingar lögum samkvæmt. Rannsóknin sem hér um ræðir hafi verið gerð af settum saksóknara á grundvelli 4. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála. Þar segi að þegar sérstaklega standi á sé ríkissaksóknara heimilt að mæla fyrir um rannsókn þótt ætla megi að refsingu verði ekki við komið, svo sem vegna þess að sök sé fyrnd, ef ríkir almanna- og einkahagsmunir mæli með því. Sá sem eigi hagsmuna að gæta geti kært ákvörðun ríkissaksóknara um synjun á rannsókn til dómsmálaráðherra. Ákveði ráðherra að rannsókn fari fram setur hann sérstakan saksóknara til að fara með og rannsaka málið.<br /> <br /> Þótt saksóknari hafi farið með rannsóknina með heimild í lögum um meðferð opinberra mála sé ljóst að ekki sé um sakamál að ræða, þar sem verið sé að leita svara við spurningum sem liggi eftir úr gömlu og frægu sakamáli eftir á, eftir að sök er fyrnd, sé hún einhver. Ekki sé verið að leita að því hvar sökin liggi til að geta sótt til saka og eftir atvikum til að fullnusta refsingar fari fram.<br /> <br /> Þá telur kærandi að jafnvel þótt niðurstaðan væri sú að um rannsókn sakamáls væri að ræða geti skýrslan geti ekki fallið undir 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga þar sem hún sé ekki rannsókn sem slík, heldur skýrsla um sjálfa rannsóknina. Kærandi veltir því jafnframt upp hvort með sakamáli sé átt við Guðmundar- og Geirfinnsmálið, en því sakamáli sé lokið, eða hvort um hafi verið að ræða annað sakamál.<br /> <br /> Kærandi rekur loks að Magnús Leópoldsson hafi setið lengi í gæsluvarðhaldi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og hafi falið lögmanni að óska eftir þeirri rannsókn sem er til umfjöllunar í hinni umbeðnu skýrslu. Eftir að ríkissaksóknari hafi hafnað beiðni lögmannsins um að rannsakað yrði af hverju Magnús sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafi Alþingi samþykkt breytingu á lögum um meðferð opinberra mála um að synjun ríkissaksóknara í tilvikum sem þessum mætti skjóta til dómsmálaráðherra. Eftir lagabreytinguna var það gert og í kjölfarið skipaði ráðherra saksóknara til að rannsaka málið.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 14. ágúst 2019, var kæran kynnt dómsmálaráðuneytinu og því veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun þess. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn dómsmálaráðuneytisins, dags. 6. september 2019, er rakið að rannsókn sú sem umbeðin skýrsla hafi varðað hafi byggst á heimild 4. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála. Þar kæmi fram að þegar sérstaklega stæði á væri ríkissaksóknara heimilt að mæla fyrir um rannsókn þótt ætla mætti að refsingu yrði ekki við komið, svo sem vegna þess að sök væri fyrnd, ef ríkir almanna- og einkahagsmunir mæltu með því. Ákvörðun ríkissaksóknara að synja um rannsókn var kæranleg til dómsmálaráðherra. Í þessu máli hefði slík ákvörðun verið kærð til ráðherra, en hann hefði fallist á rannsóknarbeiðnina á þeim grundvelli að ríkir almanna- og einkahagsmunir mæltu með frekari rannsókn málsins. Mikilvægt væri að skera úr um, að því marki sem hægt væri, hvort opinberir starfsmenn hefðu viðhaft ámælisverð og ólögleg vinnubrögð í tengslum við rannsókn málsins í ljósi ásakana þess efnis, enda væru slíkar ásakanir bersýnilega til þess fallnar að rýra traust almennings á lögreglu og réttarvörslukerfinu þótt sakir kynnu að vera fyrndar.<br /> <br /> Þrátt fyrir að í 4. mgr. 66. gr. kæmi fram að rannsókn gæti verið hafin án þess að líkur væru á sakfellingu, teldist sú rannsókn vera rannsókn í sakamáli. Rannsóknin var framkvæmd í samræmi við lagareglur sem giltu á þeim tíma um meðferð sakamála. Við rannsóknina starfaði ásamt settum saksóknara lögreglufulltrúi sem eingöngu vann við rannsókn málsins og beindist rannsóknin að meintri refsiverðri háttsemi. Þá höfðu þeir aðilar sem boðaðir voru til skýrslugjafar vegna rannsóknarinnar ýmist réttarstöðu vitnis eða sakbornings samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds telji ráðuneytið umrædda skýrslu vera hluta af sakamáli, enda hafi hún verið unnin á grundvelli laga um meðferð opinberra mála. Skýrslan hafi að geyma upplýsingar sem varði lögreglurannsókn, rannsóknargögn, framburð vitna og upplýsingar um sakborninga. Að því sögðu sé skýrslan undanþegin gildissviði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Um aðgang að gögnum í sakamálum fari eftir sérákvæðum laga um meðferð sakamála, en ekki sé að finna heimild í þeim lögum til að afhenda kæranda skýrsluna.<br /> <br /> Umsögn dómsmálaráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. september 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu sem settur saksóknari vann fyrir dómsmálaráðherra árið 2003. Dómsmálaráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að skýrslunni á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem hún heyrði undir rannsókn sakamáls í skilningi ákvæðisins.<br /> <br /> Rannsókn sú sem hin umbeðna skýrsla fjallar um hófst árið 2001 þegar dómsmálaráðherra setti Láru V. Júlíusdóttur, lögmann, sem saksóknara til að rannsaka tildrög þess að Magnús Leópoldsson var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík og látinn sæta gæsluvarðhaldi vegna þess á fyrri hluta árs 1976. Rannsóknin átti sér stoð í 4. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála, þar sem stóð orðrétt:<br /> <br /> „Þegar sérstaklega stendur á er ríkissaksóknara heimilt að mæla fyrir um rannsókn þótt ætla megi að refsingu verði ekki við komið, svo sem vegna þess að sök er fyrnd, ef ríkir almanna- og einkahagsmunir mæla með því. Sá sem á hagsmuna að gæta getur kært ákvörðun ríkissaksóknara um synjun á rannsókn til dómsmálaráðherra. Nú ákveður ráðherra að rannsókn fari fram og setur hann þá sérstakan saksóknara til að fara með og rannsaka málið.“<br /> <br /> Ákvörðun dómsmálaráðherra að setja saksóknara til að annast rannsókn í málinu var studd með þeim rökum að mikilvægt væri að skera úr um, að því marki sem hægt væri, hvort opinberir starfsmenn hefðu viðhaft ámælisverð og ólögleg vinnubrögð í tengslum við rannsókn málsins í ljósi ásakana sem fram höfðu komið þess efnis.<br /> <br /> Fyrir liggur að umrædd rannsókn fór fram í samræmi við lagareglur sem giltu á þeim tíma um meðferð sakamála. Höfðu þeir aðilar sem boðaðir voru til skýrslugjafar vegna rannsóknarinnar ýmist réttarstöðu vitnis eða sakbornings samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála.<br /> <br /> Í ljósi framangreindra atriða er það mat úrskurðarnefndarinnar að sú rannsókn sem til umfjöllunar er í skýrslunni sem óskað hefur verið aðgangs að í málinu teljist ótvírætt vera rannsókn sakamáls. Nefndin telur ekki ráða úrslitum fyrir þá niðurstöðu að refsingu yrði ekki við komið í málinu, svo sem vegna þess að sök væri fyrnd.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum er tekið fram að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála.<br /> <br /> Kærandi telur hina umbeðnu skýrslu í málinu ekki geta fallið undir 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem hún sé ekki rannsókn sem slík heldur skýrsla um sjálfa rannsóknina. Úrskurðarnefnd telur að hin umbeðna skýrsla í málinu falli undir ákvæðið, enda er ljóst að skýrslan er eiginleg afurð rannsóknarinnar sem þar er fjallað um og skilað var til dómsmálaráðherra. <br /> <br /> Með vísan til þess sem að framan segir er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að réttur til aðgangs að þeim gögnum er kærandi hefur krafist aðgangs að verði ekki byggður á upplýsingalögum. Verður því ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð</h2> <p>Kæru A, dags. 13. ágúst 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p> </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
860/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019 | Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um afrit af ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. Samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga á almenningur að jafnaði ekki rétt á upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyra undir lögin. Í 7. gr. koma fram nokkrar undantekningar frá þeirri meginreglu en ráðningarsamningur og starfslýsing framkvæmdastjóra opinbers hlutafélags falla ekki undir þær og var synjun Herjólfs því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð<br /> nr. 860/2019 í máli ÚNU 19050028.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 13. maí 2019, kærði A ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir Herjólfur ohf.) um synjun beiðni um aðgang að ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. Kærandi óskaði eftir því með bréfi, 3. maí 2019, að veittur yrði aðgangur að gögnunum. Í svari Herjólfs ohf. til kæranda, dags. 16. maí 2019, var beiðninni hafnað. Kærandi kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 22. maí 2019. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi ohf. með bréfi, dags. 30. maí 2019 og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun félagsins.<br /> <br /> Í umsögn Herjólfs ohf. við kæruna, dags. 19. ágúst 2019, er vísað til þess að í ákvæði 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé sérstaklega fjallað um hvaða upplýsingar um málefni starfsmanna opinberum hlutafélögum sé skylt að veita. Í umsögninni eru veittar upplýsingar um starfskjör framkvæmdastjóra félagsins samkvæmt fastlaunasamningi og um menntun hans. Auk þess er vísað til þess að upplýsingar um launakostnað framkvæmdastjóra séu einnig birtar í ársreikningi félagsins hvert ár. <br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. maí 2019, og honum gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum. Með bréfi, dags. 9. september 2019, krafðist kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði um skyldu Herjólfs ohf. til að veita aðgang að gögnunum.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi Herjólfs ohf. við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans. <br /> <br /> Herjólfur ohf. er opinbert hlutafélag og fellur sem slíkt undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum fer því eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er sérregla um aðgang almennings að upplýsingum sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings. Þessi sérregla felur í sér að almenningur á að jafnaði ekki rétt á upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyra undir ákvæði laganna. Reglan er orðuð á þann veg að „réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. [taki] ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti“, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki vafa leika á því að ráðningarsamningar og starfslýsingar starfsmanna aðila sem falla undir lögin, séu upplýsingar um starfssamband viðkomandi aðila í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Kveðið er á um undantekningar frá framangreindri sérreglu um málefni starfsmanna í 2. – 4. mgr. 7. gr. Í 4. mgr. 7. gr. kemur fram sérregla um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmenn lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. Í 4. mgr. 7. gr. segir að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Samkvæmt 5. mgr. 7. gr. laganna á almenningur rétt til aðgangs að upplýsingum skv. 2. og 4. mgr. frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli. Sem fyrr segir á kærandi ekki rétt til aðgangs að gögnum í málum sem varða starfsamband Herjólfs ohf. við starfsmenn félagsins og á hann því ekki rétt til aðgangs að ráðningarsamningi félagsins við framkvæmdastjóra þess og starfslýsingu hans. Kærandi á þó rétt til aðgangs að upplýsingum um launakjör framkvæmdastjóra félagsins sem æðsta stjórnanda þess og menntun hans, sbr. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt gögnum málsins hafa þær upplýsingar verið veittar. Verður því ákvörðun Herjólfs ohf. staðfest. </p> <p> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um synjun beiðni kæranda, A, dags. 13. maí 2019, um aðgang að ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra félagsins og starfslýsingu hans.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
859/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019 | Kærð var afgreiðsla Fjársýslu ríkisins á beiðni um upplýsingar um innkaup lögreglu á vörum vegna reksturs rannsóknarlögreglu á tilteknu tímabili. Beiðninni var synjað á þeim grundvelli að Fjársýslunni væri óheimilt að veita slíkar upplýsingar og kæranda var þess í stað bent á að beina beiðninni til lögreglunnar. Úrskurðarnefndin taldi málsmeðferð Fjársýslunnar ekki samræmast ákvæðum upplýsingalaga og lagt var fyrir Fjársýsluna að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 859/2019 í máli ÚNU 19080007.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 12. ágúst 2019, kærði A ákvörðun Fjársýslu ríkisins um synjun beiðni um aðgang að gögnum. Með bréfi, dags. 9. ágúst 2019, til Fjársýslu ríkisins, óskaði kærandi eftir upplýsingum um innkaup lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu janúar til apríl 2017. Samdægurs svaraði stofnunin kæranda og sagði hann þurfa að beina beiðninni til lögreglunnar. Kærandi svaraði því sama dag að beiðninni væri beint að Fjársýslu ríkisins þar sem fylgiskjölin væru varðveitt hjá stofnuninni og þar væru reikningar greiddir. Lögreglan ætti ekki að svara fyrirspurn hans heldur sú ríkisstofnun sem bókfærði og skráði. Fjársýsla ríkisins svaraði því að stofnunin annaðist bókhaldsþjónustu fyrir hönd lögreglunnar samkvæmt þjónustusamningi en ábyrgð á útgjöldum og upplýsingagjöf þar um lægi hjá stofnunum sjálfum. Stofnunin hefði ekki heimild til að veita þriðja aðila upplýsingar. <br /> <br /> Í kæru segir að ákvörðun Fjársýslu ríkisins sé ekki byggð á lagarökum. Kærandi telur það rangt hjá stofnuninni að vísa erindinu til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem embættið hafi sent frá sér öll gjaldafylgiskjöl til Fjársýslu ríkisins vegna bókhalds fyrir rekstrarárið 2017. Þá segir að upplýsingarnar sem farið sé fram á séu almenns eðlis um kaup lögreglu á vörum og þjónustu með peningum skattgreiðenda. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Fjársýslu ríkisins með bréfi, dags. 13. ágúst 2019, og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.<br /> <br /> Í umsögn stofnunarinnar um kæruna, dags. 28. ágúst 2019, kemur fram að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum heldur hafi honum verið bent á réttan móttakanda beiðninnar. Fram kemur að rétt sé að skilja ákvæði 1. mgr. 5. gr. svo að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni heldur hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Því hafi verið rétt af hálfu stofnunarinnar að beina erindinu þangað. <br /> <br /> Þá segir að Fjársýsla ríkisins annist bókhald fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt þjónustusamningi. Þjónustan sé veitt samkvæmt 64. gr. laga nr. 123/2015 um opinber fjármál, þar sem segi m.a. í 2. mgr. að Fjársýsla ríkisins skuli veita ríkisaðilum í A-hluta aðstoð og ráðgjöf um bókhald og reikningsskil. Í 3. mgr. komi fram að stofnunin annist féhirslu ríkisins, launaafgreiðslu, bókhald og greiðsluþjónustu fyrir ríkissjóð og ríkisaðila samkvæmt nánari ákvörðun hennar. Í 5. mgr. komi fram að stofnunin hafi yfirumsjón með rekstri sameiginlegra upplýsingakerfa sem tengist fjármálum hjá ríkisaðilum í A-hluta, svo sem innheimtu, bókhaldi og starfsmannahaldi. Af 64. gr. laga nr. 123/2015 leiði að stofnunin hafi ákveðið eftirlitshlutverk gagnvart ríkisaðilum í A-hluta auk skyldu til að annast m.a. bókhald fyrir ríkisaðila í A-hluta. Á þessum grunni hafi stofnunin annast bókhald fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt þjónustusamningi. <br /> <br /> Vísað er til þess að samkvæmt 64. gr. laga nr. 123/2015 hvíli lagaskylda á Fjársýslu ríkisins um að annast bókhald fyrir ríkisaðila í A-hluta og sé því ekki hægt að líta svo á að stofnunin sé það stjórnvald þar sem umbeðin gögn séu fyrirliggjandi, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur verði að líta svo á að gögnin séu fyrirliggjandi hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Embættið sé það stjórnvald sem taka verði ákvörðun um rétt til aðgangs að gögnum. Í bókhaldsgögnum geti legið ýmsar viðkvæmar upplýsingar og hafi stofnunin sem þjónustuaðili engar forsendur til að meta hvort undanþáguákvæði upplýsingalaga eigi við um ákveðin gögn. Það geti eingöngu sá aðili sem stofni til útgjaldanna í samræmi við heimildir Alþingis. Þetta gildi almennt um öll bókhaldsgögn sem Fjársýsla ríkisins fái fyrir hönd ríkisstofnana. <br /> <br /> Að lokum er bent á að bókhaldsþjónusta Fjársýslu ríkisins fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi hafist l. janúar 2018. Á því tímabili sem beiðni kæranda taki til hafi stofnunin sjálf séð um sitt bókhald og vistað fylgiskjöl hjá sér. Þótt búið sé að skanna inn reikninga með færslum þá þýði það ekki að öll fylgigögn með reikningum séu til á rafrænu formi og geti því verið að þau séu eingöngu í vörslu viðkomandi ríkisstofnunar. Búið sé að framsenda fyrirspurnina til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. <br /> <br /> Umsögn Fjársýslu ríkisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. september 2019, og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 9. september 2019, er bent á að í umsögn Fjársýslu ríkisins komi fram að stofnunin hafi tekið við þeim upplýsingum sem kærandi krefjist aðgangs að hinn 1. janúar 2018. Upplýsingarnar hafi verið sendar frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í frumriti til stofnunarinnar. Fjársýsla ríkisins hafi tekið við öllum fylgiskjölum, yfirfarið frumrit og skráð í ríkisbókhald eins og lög geri ráð fyrir. Upplýsingarnar sem óskað sé eftir séu almenns eðlis um kaup á vöru og þjónustu fyrir rannsóknardeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og séu ekki starfsmannatengdar upplýsingar eða upplýsingar sem trúnaður sé um. Aðeins sé verið að biðja um reikninga. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að afritum af reikningum vegna innkaupa embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu janúar til apríl 2017. Kærandi beindi beiðninni að Fjársýslu ríkisins sem svaraði kæranda því að beina þyrfti kærunni að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Stofnunin annist bókhald fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli lagaskyldu og samkvæmt þjónustusamningi. Gögnin séu því ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni í skilningi upplýsingalaga. Þá sé lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu réttur aðili til þess að leggja mat á það hvort í gögnunum komi fram upplýsingar sem undanskildar séu upplýsingarétti. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir hvort öll fylgigögn með reikningum séu í vörslum stofnunarinnar. <br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga fjallar um það hvert beiðni um upplýsingar skuli beint. Ákvæðið hljóðar svo: <br /> <br /> „Þegar farið er fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun skal beiðni beint til þess sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skal beiðni beint til þess aðila sem hefur gögnin í vörslu sinni.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að það geymi reglu um það til hvaða aðila á að beina beiðni um aðgang að gögnum og þar með hver sé bær að lögum til að taka ákvörðun um það hvort aðgangur skuli leyfður. Þá segir að ákvörðun um aðgang að gögnum þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, heyri undir þann sem tekið hafi ákvörðun í máli eða hafi mál til ákvörðunar. Þessi regla hafi þýðingu þegar skjal hafi verið sent til annarra, t.d. til umsagnar. Þó að skjal megi þannig finna í vörslum fleiri en eins sé einungis sá aðili, oftast stjórnvald, sem taka muni eða tekið hafi ákvörðun í málinu, bær til þess að taka ákvörðun um aðgang að gögnum þess. Að öðrum kosti skuli beiðni borin fram við þann aðila sem hefur gögnin í sínum vörslum nema annað leiði af lögum.<br /> <br /> Þau gögn sem kærandi óskaði eftir eru reikningar vegna innkaupa lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna starfsemi rannsóknarlögreglunnar á tilteknu tímabili. Ekki er um að ræða gögn sem tilheyra stjórnsýslumáli þar sem tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun heldur vegna almennrar starfsemi stjórnvalda. Þar af leiðandi gildir sú regla að sá aðili er bær til þess að taka afstöðu til beiðninnar sem hefur gögnin í vörslum sínum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að þegar fleiri en eitt stjórnvald hefur tiltekin gögn undir höndum, sem ekki tengjast töku stjórnvaldsákvörðunar, geti borgarinn almennt valið til hvaða stjórnvalds hann leitar með gagnabeiðni. Vísast um þetta m.a. til úrskurðar nefndarinnar nr. 747/2018. <br /> <br /> Í umsögn Fjársýslu ríkisins kemur fram sú afstaða að stofnunin hafi ekki forsendur til að leggja mat á efni umbeðinna gagna og að aðeins lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sé í aðstöðu til að leggja mat á hvort rétt sé að heimila aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Í tilefni af þessu bendir úrskurðarnefnd um upplýsingar á að við mat á efni gagna kann stjórnvaldi að vera nauðsynlegt, sbr. rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að afla umsagnar annars aðila, þ. á m. annars stjórnvalds. Telji Fjársýsla ríkisins sér ekki fært að taka ákvörðun um rétt kæranda til umbeðinna gagna, án þess að sjónarmið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu liggi fyrir, er henni því rétt að afla þeirra sjónarmiða áður en ákvörðun er tekin. Fjársýsla ríkisins getur hins vegar ekki komið sér hjá því að taka ákvörðun um afhendingu gagnanna á þeim grundvelli að aðrir aðilar séu hæfari til að leggja mat á efni þeirra.<br /> <br /> Í umsögn sinni bendir Fjársýsla ríkisins jafnframt á að vera kunni að hún búi ekki yfir öllum þeim gögnum sem kærandi óski eftir. Í tilefni af þessu áréttar nefndin að réttur til aðgangs að gögnum tekur aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. t.d. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir meðal annars að gagn teljist vera fyrirliggjandi ef það er til þegar beiðni um það kemur fram. Þau gögn sem Fjársýsla ríkisins hefur undir höndum og varða upplýsingabeiðni kæranda eru því fyrirliggjandi hjá stofnuninni í skilningi upplýsingalaga. Þar af leiðandi bar stofnuninni að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að meta mismunandi hagsmuni sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna, sbr. 6.-10. gr. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að málsmeðferð Fjársýslu ríkisins við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi ekki samræmst ákvæðum upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur beiðni kæranda því ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.</p> <p> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Beiðni A, dags. 9. ágúst 2019, um reikninga vegna innkaupa lögreglu á vörum til reksturs rannsóknarlögreglu á tímabilinu janúar til apríl 2017, er vísað til Fjársýslu ríkisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p>Sigríður Árnadóttir</p> <br /> |
858/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019 | Kærð var afgreiðsla Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni um gögn varðandi friðlýsingartillögu. Stofnunin kvaðst þegar hafa afhent kæranda öll gögn málsins að undanskildum vinnugögnum, sbr. 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál var vafalaust að um vinnugögn væri ræða og var ákvörðun Náttúrufræðistofnunar því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. desember kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 858/2019 í máli ÚNU 19040010. <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 12. apríl 2019, kærði Ívar Pálsson lögmaður, f.h. VesturVerks ehf., afgreiðslu Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni um gögn varðandi friðlýsingu svæðis í kringum Drangajökul á Vestfjörðum en kærandi er framkvæmdaaðili að fyrirhugaðri Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði.<br /> <br /> Með bréfi til Náttúrufræðistofnunar Íslands, dags. 14. febrúar 2019, óskaði kærandi eftir gögnum sem vörðuðu tillögu stofnunarinnar frá 5. apríl 2018 um friðlýsingu svæðis í kringum Drangajökul. Þar kom fram að kærandi hefði unnið að rannsóknum, þróun og hönnun Hvalárvirkjunar allt frá árinu 2008 og hefði varið miklu fé til verkefnisins. Kærandi hefði því mikilla hagsmuna að gæta í tengslum við ákvarðanir stjórnvalda er lytu að breytingum á skipulagi eða verndun svæða sem tengist eða hafi áhrif á Hvalárvirkjun. Þá kom fram að gagnabeiðnin tæki meðal annars en ekki eingöngu til: <br /> <br /> 1. Allra samskipta Náttúrufræðistofnunar sem tengist friðlýsingartillögunni, s.s. samskipta fulltrúa stofnunarinnar eða starfsmanna við aðila utan hennar, þ.m.t. við starfsmenn annarra stofnana eða stjórnarráðið, sveitarfélög eða embættismenn þeirra, frjáls félagasamtök, sérfræðinga, almenning eða aðra aðila. <br /> 2. Allra rannsókna og skýrslna sem stofnunin hefði haft til athugunar varðandi vinnu við friðlýsingartillöguna.<br /> 3. Allra innri skýrslna, draga og vinnugagna Náttúrufræðistofnunar sem tengist friðlýsingartillögunni. <br /> 4. Sérstaklega var óskað afrita af því sem opinberlega hefði verið nefnt nýjar rannsóknir á eða upplýsingar um náttúru í víðum skilningi suður af Drangajökli eða á Ófeigsfjarðarheiði og gögnum er tengist meðferð stofnunarinnar á þeim, þ.m.t. upplýsingum um hvernig þeirra kynni að vera aflað, hvernig þær hefðu komist til vitundar stofnunarinnar, sjálfstæða umfjöllun stofnunarinnar á þeim gögnum, s.s. rýni eða álit utanaðkomandi aðila.<br /> <br /> Beiðnin var sett fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í beiðninni er vakin athygli á að samkvæmt 3. mgr. 8. gr. sömu laga sé stjórnvaldi skylt að afhenda vinnugögn sem skylt sé að skrá skv. 1. mgr. 27. gr. laganna. Var krafan ítrekuð með bréfi frá lögmanni kæranda, dags. 26. febrúar 2019.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 14. mars 2019, veitti Náttúrufræðistofnun kæranda aðgang að hluta umbeðinna gagna, þ.e. bréfi stofnunarinnar til umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 5. apríl 2018, fundargerðum fagráðs náttúruminjaskrár fram að afhendingu tillagnanna, auk þess sem stofnunin vísaði til upplýsinga á heimasíðu stofnunarinnar. Hins vegar taldi Náttúrufræðistofnun að önnur gögn viðkomandi beiðni kæranda vera vinnugögn sem væru undanþegin upplýsingarétti, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Með bréfi til Náttúrufræðistofnunar, dags. 18. mars, ítrekaði kærandi kröfu um afhendingu allra gagna og var sérstaklega óskað eftir öllum gögnum sem farið hefðu út fyrir stofnunina eða stofnuninni hefðu borist vegna málsins, þ.m.t. frá umhverfisstofnun eða umhverfisráðuneyti enda gætu slík gögn ekki talist vinnugögn.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að Náttúrufræðistofnun hafi afhent hluta umbeðinna gagna. Hins vegar hafi ekki verið afhent samskipti eða önnur gögn sem tekin hafi verið saman vegna skráningar náttúruminja og mats á verndargildi þeirra, ef frá séu talin tölvupóstsamskipti stofnunarinnar við starfsmann kæranda, dags. 10. október 2018, sem fylgdu kæru. </p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Kæran var kynnt Náttúrufræðistofnun Íslands með bréfi, dags. 15. apríl 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Náttúrufræðistofnunar, dags. 7. maí 2019, er tekið fram að Náttúrufræðistofnun telji sig ekki hafa synjað gagnabeiðni kæranda. Stofnunin ítrekar að vinna hennar í þessu sambandi lúti að, samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 60/2013, gerð faglegra tillagna um vernd svæða á framkvæmdaáætlun um náttúruminjaskrár, B-hluta. Tillögur stofnunarinnar séu á engan hátt stjórnvaldsákvarðanir heldur hluti af lengra ferli, sbr. 36. gr. laga um náttúruvernd, þar sem að málinu komi m.a. Umhverfisstofnun, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, ráðgjafanefnd um náttúruminjaskrá, hagsmunaaðilar og Alþingi. Jafnframt telji stofnunin að beiðni kæranda eigi eingöngu við gögn er varði málið fyrir 5. apríl 2018. Þrátt fyrir það hafi stofnunin þegar afhent gögn sem hafi orðið til eftir þann tíma.<br /> <br /> Náttúrufræðistofnun kveðst í umsögn sinni þegar hafa afhent kæranda tillögur stofnunarinnar og allar fundargerðir fagráðs náttúruminjaskrár, sbr. bréf Náttúrufræðistofnunar frá 14. mars. Í fundargerðunum séu upplýsingar um samskipti við ráðuneytið og stofnanir sem að málinu komi. Samskipti við aðra aðila sem kærandi vísar til, s.s. sveitarfélög eða sérfræðinga, fari fram þegar unnið sé frekar með tillögurnar samkvæmt. 36. gr. laga um náttúruvernd og séu þau samskipti ekki á forræði Náttúrufræðistofnunar. Einu samskiptin við frjáls félagasamtök hafi verið að Landvernd sendi stofnuninni, að eigin frumkvæði, sýn félagasamtakanna á það hvaða svæði þyrfti að vernda á Íslandi, kæranda sé velkomið að fá þær tillögur og voru þær því afhentar samhliða umsögninni. Önnur samskipti en þessi séu almenn vinnugögn sem notuð hafi verið innanhúss t.d. við vinnslu tillagna eða boðun funda og fundartíma. Náttúrufræðistofnun afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál umrædd vinnugögn, þ.e. tölvupósta á milli starfsmanna stofnunarinnar og fylgiskjöl með þeim.<br /> <br /> Umsögn Náttúrufræðistofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 10. maí 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 24. maí 2019, kemur fram að honum hafi sannarlega verið afhent tiltekin gögn en áréttað er að kæran snúi að því að Náttúrufræðistofnun hafi hafnað því að afhenda „samskipti eða önnur gögn sem tekin hafa verið saman og varða skráningu náttúruminja og mat á verndargildi þeirra, sbr. 13. gr. laga nr. 60/2016.“ </p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samskiptum Náttúrufræðistofnunar eða öðrum gögnum sem stofnunin hefur tekið saman vegna skráningar náttúruminja í kringum Drangajökul og mat á verndargildi þeirra. <br /> <br /> Í umsögn Náttúrufræðistofnunar, dags. 7. maí 2019, kemur fram að samskipti við ráðuneyti og stofnanir sem að málinu komi sé að finna í þeim fundargerðum sem stofnunin hafi þegar afhent kæranda. Einu samskipti stofnunarinnar við frjáls félagasamtök hafi verið í formi tillögu sem Landvernd sendi stofnuninni, en sú tillaga var afhent kæranda samhliða umsögn stofnunarinnar. Þá er tekið fram að samskipti við aðra aðila, sem taldir séu upp í upphaflegri gagnabeiðni, muni fara fram þegar unnið sé frekar með tillögurnar og að gögn um þau séu þannig ekki fyrirliggjandi að svo stöddu. Öll önnur samskipti sem málið varða séu hins vegar „almenn vinnugögn innanhúss.“ Gögnin séu þannig undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og verði af þeim sökum ekki afhent kæranda.<br /> <br /> Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna.<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni gagnanna sem kæranda var synjað um aðgang að. Um er að ræða fimmtán tölvupósta á milli starfsmanna Náttúrufræðistofnunar. Innihald þeirra er fyrst og fremst vangaveltur, skoðanaskipti og umræður um hugsanlega skráningu náttúruminja. Sumir tölvupóstanna hafa að geyma fylgiskjöl, þ.e. í fyrsta lagi samantekt á jarðfræðilegum upplýsingum og hugmyndum starfsmanns um tiltekin svæði, í öðru lagi skjal með yfirlitstöflu yfir skiptingu verkefna meðal starfsmanna, í þriðja lagi drög að tveimur skjölum um skráningu jarðminja á tilteknum svæðum, í fjórða lagi yfirlitstöflu yfir jarðminjar og fjögur kort sem sýna staðsetningu jarðminjanna. Bæði umræddir tölvupóstar og fylgiskjölin með þeim bera með sér að vera undirbúningsgögn vegna hugsanlegra friðlýsingartillagna, og er ekki að sjá að þau hafi verið send út fyrir stofnunina eða að þau stafi frá utanaðkomandi aðilum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er vafalaust um vinnugögn að ræða og af þeirri ástæðu verður staðfest synjun Náttúrufræðistofnunar Íslands á beiðni kæranda um aðgang að þeim gögnunum. Þá kom fram í umsögn Náttúrufræðistofnunar vegna kærunnar að upplýsingar um önnur samskipti og gögn sem málið varða hafi ýmist þegar verið afhent kæranda eða séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til þess að draga þær fullyrðingar stofnunarinnar í efa. Er því þessum hluta beiðninnar vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Náttúrufræðistofnunar, dags. 14. mars 2019, um synjun beiðni VesturVerks ehf. um aðgang að tölvupóstsamskiptum á milli starfsmanna Náttúrufræðistofnunar og meðfylgjandi skjölum sem tekin voru saman vegna skráningar náttúruminja í kringum Drangajökul og mats á verndargildi þeirra. Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> |
857/2019. Úrskurður frá 13. desember 2019 | Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni blaðamanns um gögn varðandi bílastæði við Keflavíkurflugvöll. Beiðnin sneri m.a. að greiðslum fyrirtækja fyrir aðstöðu við flugvöllinn og rekstrarkostnaði Isavia af bílastæðum árið 2017. Beiðninni var synjað á grundvelli viðskipta- og samkeppnishagsmuna, sbr. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, auk þess sem Isavia kvað hluta umbeðinna gagna ekki liggja fyrir hjá fyrirtækinu. Hins vegar lá fyrir hve mikið hópbifreiðafyrirtæki greiddu fyrir afnot af bílastæðum. Viðkomandi fyrirtæki lögðust ekki gegn afhendingu gagnanna og var Isavia gert að afhenda kæranda þau gögn. Úrskurðarnefndin vísaði hluta beiðninnar aftur til Isavia til nýrrar meðferðar og afgreiðslu, en hluta kærunnar var vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 13. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 857/2019 í máli ÚNU 18060013.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 18. júní 2018, kærði A, blaðamaður, synjun Isavia ohf. á beiðni um upplýsingar vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 17. apríl 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um bílastæði við Keflavíkurflugvöll. Upplýsingabeiðni kæranda var í sjö liðum. Í svari Isavia, dags. 24. apríl 2019, fékk kærandi svar við fyrstu þremur liðum beiðninnar. Í síðari fjórum liðum beiðninnar var óskað eftir upplýsingum um:<br /> <br /> 1. Hve mikið greitt var í bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll árið 2017. Óskaði kærandi eftir að upplýsingarnar yrðu sundurliðaðar eins og kostur væri, til að mynda eftir langtíma- og skammtímastæðum, og eftir mánuðum og/eða ársfjórðungum.<br /> <br /> 2. Hve mikið hópferðabílar, leigubílar og bílaleigur hefðu greitt fyrir aðstöðu á bílaplani eða bílastæðum við Keflavíkurflugvöll árið 2017.<br /> <br /> 3. Hver nýting bílastæða við Keflavíkurflugvöll hefði verið árið 2017, eftir mánuðum.<br /> <br /> 4. Hver rekstrarkostnaður bílastæða við Keflavíkurflugvöll hefði verið árið 2017. Óskaði kærandi eftir sundurliðun á slíkum kostnaði, lægi hann fyrir.<br /> <br /> Isavia synjaði kæranda um afhendingu gagna skv. a-lið beiðninnar á þeim grundvelli að ekki væri gefin upp frekari sundurliðun tekna félagsins en kæmi fram í ársskýrslu Isavia. Beiðni um afhendingu gagna skv. b–d-liðum beiðninnar var synjað þar sem um viðskiptaupplýsingar væri að ræða. Ekki væru gefnar upp nánari viðskiptaupplýsingar en þær sem fram kæmu í ársskýrslu Isavia.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að Isavia sé ekki í samkeppnisrekstri þegar komi að rekstri millilandaflugvallar með öllu sem honum tengist, þ.m.t. bílastæðum við flugstöðina. Kærandi telur að um brot á upplýsingalögum sé að ræða, þar sem Isavia sé ekki undanþegið gildissviði upplýsingalaga og augljóst sé að umbeðnar upplýsingar séu til hjá félaginu. Sú staðreynd að upplýsingarnar séu viðskiptalegs eðlis komi ekki í veg fyrir skyldu félagsins til að afhenda upplýsingarnar, sé óskað eftir þeim.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 19. júní 2018, var kæran kynnt Isavia og félaginu veittur frestur til að senda úrskurðarnefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun þess. Jafnframt var óskað eftir því að nefndinni yrðu send afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Isavia, dags. 5. júlí 2018, er í fyrsta lagi farið fram á að málinu verði vísað frá úrskurðarnefnd þar sem kæran hafi borist tæpum tveimur mánuðum eftir að kæranda var synjað um aðgang að umbeðnum upplýsingum. Verði úrskurðarnefnd ekki við þeirri kröfu er þess krafist að staðfest verði synjun Isavia á beiðni um aðgang að gögnum sem falla undir liði a–d í upplýsingabeiðni kæranda.<br /> <br /> Isavia vísar til 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, til stuðnings synjuninni, þar sem um sé að ræða viðkvæm gögn sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins að því marki sem umbeðin gögn séu fyrirliggjandi hjá félaginu. Rekstur bílastæða við Keflavíkurflugvöll sé á samkeppnismarkaði. Þær upplýsingar sem óskað sé eftir séu að mati Isavia mikilvægar viðskiptaupplýsingar sem geti verið til þess fallnar að raska samkeppni, verði þær afhentar. Nánar tiltekið sé um að ræða upplýsingar um magn seldra stæða (nýtingu), sölutölur og framleiðslukostnað (rekstrarkostnað). Isavia telur að upplýsingarnar skuli undanþegnar aðgangi kæranda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga en telur einnig að veiting þeirra kunni að fara í bága við 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005.<br /> <br /> Vísað er til þess að Samkeppniseftirlitið hafi bent á að við mat á því hvort um mikilvægar viðskiptaupplýsingar sé að ræða skuli líta til þess hvort upplýsingarnar séu til þess fallnar að draga úr óvissu á markaðnum. Minni óvissa dragi úr sjálfstæði keppinauta í ákvarðanatöku og hamli því samkeppni. Mest sé hættan á röskun samkeppni á mörkuðum þar sem fákeppni ríki. Almennt séu upplýsingar um verð og magn viðkvæmustu upplýsingarnar en viðkvæmar upplýsingar geti einnig verið upplýsingar um viðskiptamannaskrár, framleiðslukostnað, framleiðslutölur, veltu, sölutölur, afkastagetu, vöruvöndun, markaðsáætlanir, áhættuliði, fjárfestingar, tækniaðferðir svo og rannsókna- og þróunarstarf og afrakstur þess.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem kærandi óski eftir í málinu séu nýjar upplýsingar, þ.e. upplýsingar um stöðuna í dag, sem séu þess eðlis að vegna aldurs þeirra hafi þær mikla þýðingu fyrir rekstur bílastæðanna. Isavia sé í samkeppni við aðra sem reki bílastæðaþjónustu fyrir þá sem fara um Keflavíkurflugvöll. Félagið telur að það eigi ekki að þurfa að veita upplýsingar umfram það sem samkeppnisaðilar félagsins þurfi að gera. Vísar Isavia til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 709/2017, þar sem fram kemur að upplýsingar um veltu og sölu geti talist viðkvæmar upplýsingar sem heimilt sé að synja almenningi um aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Isavia vísar jafnframt til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga til stuðnings synjuninni. Þar sem rekstur bílastæða fyrir farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll sé á samkeppnismarkaði telur félagið að ákvæðið eigi við í þessu máli. Félagið vísar til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. A-344/2010 í því samhengi, og tekur fram að Isavia sé fyrirtæki í ríkiseigu og starfi í samkeppnisrekstri. Vísað er til athugasemda við 4. tölul. 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, um að óheftur réttur til upplýsinga geti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þurfi að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir að gefa upplýsingar um stöðu sína.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. júlí 2018, var kæranda kynnt umsögn Isavia og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 6. nóvember 2018, ítrekaði úrskurðarnefnd beiðni sína um að henni yrðu afhent afrit af umbeðnum gögnum í málinu. Í svari Isavia, dags. 15. nóvember 2018, kemur fram að gögn sem falli undir a-, c- og d-liði beiðni kæranda til Isavia séu ekki fyrirliggjandi hjá félaginu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur liggi gögnin að hluta til í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið tekin saman. Einu gögnin sem liggi fyrir í þessu máli sé hluti þeirra gagna sem heyri undir b-lið beiðni kæranda, þ.e. tölur um greiðslur fyrir afnot hópferðabíla (flugrúta) af bílastæðum á Keflavíkurflugvelli árið 2017. Þau gögn séu vinnugögn skv. 8. gr. upplýsingalaga, sem hafi orðið til vegna meðferðar máls hjá Samkeppniseftirlitinu. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laganna teljist vinnugögn vera það áfram séu þau afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Mikilvægt sé að félög sem heyri undir upplýsingalög geti tekið saman trúnaðargögn að beiðni opinberra eftirlitsstjórnvalda án þess að eiga á hættu að þurfa að afhenda þau öðrum. Að öðrum kosti skapist hætta á að aðilar neyðist til að takmarka hvaða gögn fari til eftirlitsstjórnvalda, með tilheyrandi slæmum áhrifum á úrlausn máls. Jafnframt sé ekki að sjá að markmið upplýsingalaga styðji afhendingu gagnanna, þ.e. gagnsæi í stjórnsýslu, aðhald að stjórnvöldum, möguleika til að miðla upplýsingum um opinber málefni og traust almennings á stjórnsýslunni. Vandséð sé að úrskurðarnefnd gæti staðreynt að sé um vinnugögn að ræða, sem undanþegin séu upplýsingarétti, þótt hún fengi gögnin í hendur.<br /> <br /> Með erindum, dags. 28. júní og 27. júlí 2019, óskaði úrskurðarnefndin nánari skýringa frá Isavia á því sem fram hefði komið í umsögn félagsins varðandi það að tiltekin gögn sem kærandi hefði óskað eftir væru ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá ítrekaði nefndin í fyrra erindinu ósk sína um afrit af umbeðnum gögnum. Með tölvupósti, dags. 16. júlí 2019, var úrskurðarnefndinni veittur aðgangur að stafrænu gagnaherbergi á vegum Isavia til að skoða gögn með upplýsingum um hversu mikið hópferðarbílafyrirtæki greiddu í bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll árið 2017, sundurliðað eftir mánuðum.<br /> <br /> Í skýringum frá Isavia, dags. 6. ágúst 2019, er ítrekað að þau gögn sem óskað sé eftir í liðum a, c og d í beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá félaginu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í því felist að ekki liggi fyrir gögn sem geymi beinlínis svör við spurningum kæranda, hvorki í heild né að hluta. Þá liggi heldur ekki fyrir gögn sem kærandi gæti unnið úr, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 804/2019.<br /> <br /> Til nánari skýringar hafi ekki verið reiknað út hve mikið hafi verið greitt í bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll árið 2017. Aðeins hafi verið reiknað hvað hópferðabílar greiddu það ár, en ekki leigubílar eða bílaleigur. Þá hafi hvorki nýting né rekstrarkostnaður verið reiknaður. Upplýsingar um það þyrfti að kalla fram í bókhaldskerfi félagsins og reikna út sérstaklega, því ekki sé um að ræða fyrirliggjandi gögn sem hægt væri að afhenda án fyrirhafnar. Líkt og sjá megi af eldri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál leggi upplýsingalög ekki skyldu á aðila að útbúa ný gögn, heldur nái upplýsingaréttur til gagna sem til séu og liggi fyrir á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang sé sett fram. Þannig sé ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga að taka saman upplýsingar um t.d. heildarkostnað, sem ekki sé þegar að finna í fyrirliggjandi gögnum. Það ráði ekki úrslitum þótt unnt sé að búa skjalið til, t.d. með því að kalla fram slíkt yfirlit úr bókhaldskerfi.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 15. október 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir nánari skýringum varðandi bókhaldskerfi Isavia, m.a. um það hvort fyrir lægju reikningar í bókhaldskerfinu sem sýndu rekstrarkostnað við bílastæðin auk reikninga sem gefnir hefðu verið út til leigubílafyrirtækja og bílaleiga. Í svari Isavia, dags. 5. nóvember 2019, segir að greiðslur vegna notkunar á bílastæðunum séu tekjufærðar um leið og þær berist í rafrænu bókhaldi félagsins, og að fjöldi færslna sé mikill. Reikningur sé sendur mánaðarlega vegna notkunar leigubílstjóra og hópferðabíla á bílastæðunum en rekstraraðilar bílaleiga greiði gjald fyrir hvern bíl samkvæmt útleigusamningi. Þessar upplýsingar séu til staðar í bókhaldi félagsins. Hluti þeirra séu viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, svo sem í tilfelli bílaleiga og hópbíla, og annar hluti viðkvæmar persónuupplýsingar, svo sem í tilviki leigubílstjóra. Fram kemur að upplýsingabeiðni kæranda hafi ekki snúið að reikningum félagsins heldur hversu mikið greitt hafi verið í bílastæðagjöld og fyrir aðstöðu á bílaplani og hver rekstrarkostnaður bílastæða hafi verið. Rekstrarkostnaður bifreiðstæða sé nokkuð víðtækur og skiptist hann á milli sviða innan félagsins. Því sé nær ómögulegt að sjá raunkostnað nema farið sé í ítarlega kostnaðargreiningu á bifreiðastæðum. Það myndi taka óhóflegan tíma að sækja útgefna reikninga og þar sem ekki allar greiðslur byggi á útgefnum reikningum væri aðeins um hluta að ræða. Isavia hafi ekki undir höndum gögn sem geymi upplýsingar um heildartekjur. Upplýsingar um tekjur og kostnað væru dreifðar um bókhaldskerfið og þyrfti að taka saman og útbúa nýtt gagn til að fá upplýsingar um heildarupphæðir.<br /> <br /> Málið var tekið fyrir á fundi úrskurðarnefndarinnar 15. nóvember 2019. Í þeim gögnum sem Isavia hefur staðfest að liggi fyrir hjá félaginu, þ.e. greiðslur hópferðabíla fyrir afnot af bílastæðum á árinu 2017, eru upplýsingar sem varða tvö hópferðabílafyrirtæki. Var ákveðið á fundinum að óska eftir afstöðu þeirra til þess að aðgangur yrði veittur að umræddum gögnum. Með bréfi, dags. 21. nóvember 2019, samþykkti Allrahanda GL ehf. að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. Í bréfinu kemur fram að félagið hvetji til þess að tekjur Isavia af bílastæðagjöldum sem og aðrar tekjur verði birtar sundurliðaðar fyrir a.m.k. seinustu fimm til tíu ár.<br /> <br /> Afstaða Kynnisferða ehf. til þess að aðgangur yrði veittur að upplýsingum um greiðslur félagsins vegna bílastæða barst með bréfi, dags 29. nóvember 2019. Þar segir að félagið leggi það í dóm úrskurðarnefndarinnar að taka ákvörðun um hvort veita beri aðgang að upplýsingunum. Kynnisferðir leggi þó ríka áherslu á að eingöngu verði veittar hóflegar upplýsingar og að þær séu eins almenns eðlis og hugsast getur. Hafa beri í huga að upplýsingarnar kunni að snerta mikilvæga viðskiptahagsmuni Kynnisferða auk þess sem þær kunni að teljast viðkvæmar vegna samkeppnisstöðu fyrirtækisins á markaði í skilningi upplýsingalaga og samkeppnisréttar.<br /> <br /> Með erindi, dags. 22. nóvember 2019, bárust uppfærðar upplýsingar frá Isavia varðandi greiðslur leigubíla vegna afnota af bílastæðum. Kom þar fram að leigubílstjórar staðgreiddu fyrir afnot þeirra í afgreiðslu bílastæðaþjónustu.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Úrskurðarnefndinni barst kæra í máli þessu 18. júní 2018. Í málinu liggur fyrir að Isavia ohf. synjaði kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum með ákvörðun, dags. 24. apríl 2018. Samkvæmt því var liðinn sá 30 daga kærufrestur sem tiltekinn er í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.<br /> <br /> Í 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, segir að vísa skuli kæru frá sem borist hafi að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Isavia leiðbeindi kæranda hvorki um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar né um kærufrest skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, líkt og mælt er fyrir um að skuli veita í 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af þessum sökum telur úrskurðarnefnd ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist of seint, enda var heldur ekki liðinn hinn almenni þriggja mánaða kærufrestur sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 20. gr. upplýsingalaga gildir sú regla um málsmeðferð fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þegar nefndinni berst kæra geti hún veitt þeim sem kæran beinist að stuttan frest til að láta í té rökstutt álit á málinu áður en því er ráðið til lykta. Þá er í 2. málsl. 2. mgr. 20. gr. kveðið á um það að þeim sem kæra beinist að sé skylt að láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að, enda falli viðkomandi undir gildissvið laganna samkvæmt I. kafla.<br /> <br /> Ákvæði 2. mgr. 20. gr. er samkvæmt framangreindu fortakslaust um að þeim sem falla undir lögin sé skylt að afhenda nefndinni afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Ágreiningslaust er að Isavia fellur undir gildissvið upplýsingalaga enda hefur úrskurðarnefndin áður fjallað um kærur á hendur félaginu, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 580/2015, 578/2015, 579/2015, 585/2015, 629/2016, 655/2016, 709/2017, 713/2017, 753/2018, 814/2019, 840/2019, 844/2019 og 845/2019.<br /> <br /> Af þessu tilefni telur úrskurðarnefndin rétt að vekja athygli á því að verulegur dráttur varð á því að Isavia afhenti nefndinni gögn málsins. Þannig óskaði nefndin fyrst eftir að gögn málsins yrðu afhent henni með bréfi 19. júní 2018, en sú beiðni var síðan ítrekuð með tölvupósti, dags. 6. nóvember 2018, og aftur með erindi, dags. 28. júní 2019. Úrskurðarnefndin minnir á að í ákvæðum upplýsingalaga er gert ráð fyrir að málsmeðferð fyrir nefndinni sé hraðað, sbr. nú 1. mgr. 23. gr. laganna, en nefndinni ber jafnframt slík skylda á grundvelli 9. gr. stjórnsýslulaga. Nefndinni er hins vegar ótækt að sinna þessu hlutverki sínu ef aðilar sem heyra undir lögin sinna ekki þeirri lagaskyldu sinni að afhenda nefndinni gögn. Í ljósi þessa verður að telja þann drátt sem orðið hefur á því að Isavia afhenti nefndinni gögn aðfinnsluverðan.<br /> <h2>2.</h2> Af hálfu Isavia hefur komið fram að einu gögnin sem teljist fyrirliggjandi hjá félaginu og heyri undir gagnabeiðni kæranda séu upplýsingar um hve mikið hópferðabílar greiddu fyrir aðstöðu á bílaplani eða bílastæðum árið 2017. Önnur gögn sem kærandi hafi óskað eftir liggi ekki fyrir í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið liggi ekki fyrir upplýsingar fyrir árið 2017 um hve mikið hafi verið greitt í bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll, upplýsingar um hve mikið leigubílar og bílaleigur greiddu fyrir aðstöðu á bílaplani eða bílastæðum við flugvöllinn, upplýsingar um hver nýting bílastæða hafi verið og hver rekstrarkostnaður bílastæðanna hafi verið. Gögnin séu að hluta til í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið tekin saman.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr., en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.–10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns. Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um upplýsingar um hve mikið hafi verið greitt í bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll árið 2017 hefur Isavia gefið þær skýringar að ekki hafi verið reiknað út hve mikið hafi verið greitt í bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll árið 2017. Aðeins hafi verið reiknað hvað hópferðabílar greiddu það ár en ekki leigubílar eða bílaleigur. Þá hafi hvorki nýting né rekstrarkostnaður verið reiknaður. Upplýsingar um það þyrfti að kalla fram í bókhaldskerfi félagsins og reikna út sérstaklega, því ekki sé um að ræða fyrirliggjandi gögn sem hægt væri að afhenda án fyrirhafnar. Bílastæðin séu aðallega notuð af einstaklingum, leigubílum, bílaleigubílum og hópferðabílum. Einstaklingar greiði með reiðufé eða kreditkortum og greiðslurnar séu jafnóðum tekjufærðar í rafrænt bókhald félagsins.<br /> <br /> Vegna beiðni kæranda um upplýsingar um nýtingu bílastæða við Keflavíkurflugvöll árið 2017 hefur Isavia fullyrt að þær upplýsingar hafi ekki verið teknar saman. Þá hefur komið fram að greiðslur leigubíla fyrir afnot af bílastæðum sé þannig hagað að staðgreitt sé í afgreiðslu bílastæðaþjónustu og þar af leiðandi séu ekki gefnir út reikningar til þeirra.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga, nr. 50/1996, varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014, úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016 og úrskurð 809/2019 frá 3. júlí 2019.<br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar. Um það segir í athugasemdunum:<br /> <br /> ,,Byggjast tillögur frumvarpsins á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni (efni máls) sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu til lögð á stjórnvöld að finna það mál eða þau gögn sem falla efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kröfur um tilgreiningu verða þannig í auknum mæli efnislegar fremur en að þeim sem óskar aðgangs að gögnum verði gert að benda (formlega) á það afmarkaða mál sem beiðni hans lýtur að. Ljóst er þó að slík regla verður, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því verður áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig fram sett að stjórnvaldið geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að. Upplýsingarétturinn afmarkast þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verður hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá er gerð krafa um það að sá sem biður um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar upplýsingamála verður ekki annað séð af framangreindum athugasemdum en að þeim breytingum sem gerðar voru í upplýsingalögum með tilkomu 15. gr. núgildandi laga hafi meðal annars verið ætlað að laga upplýsingalögin að þeirri tækniþróun sem átt hafi sér stað hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem gildisvið laganna nær til og lýsir sér í því að gögn í stjórnsýslunni eru í auknum mæli varðveitt í gagnagrunnum og bókhaldskerfum. Telur úrskurðarnefndin mega ráða það af athugasemdum í frumvarpinu að þessar breytingar hafi verið gerðar í því augnamiði að aftra því að möguleikar almennings til aðgangs að upplýsingum myndu ekki takmarkast samhliða því að stjórnvöld og aðrir aðilar sem heyra undir lögin færðu aukinn hluta af starfsemi í gagnagrunna og tölvukerfi. Af þeim sökum er sett það viðmið að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lýtur að.<br /> <br /> Umrædd viðmið hafa að mati úrskurðarnefndarinnar einnig þýðingu þegar tekin er afstaða til þess hvort gögn séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eins og nefndin hefur tilgreint í fyrri úrskurðum sínum hefur hún almennt ekki forsendur til annars en að fallast á skýringar þeirra sem heyra undir I. kafla upplýsingalaga um hvort gögn og upplýsingar séu fyrirliggjandi eða ekki. Í ljósi þeirra viðmiða sem leidd verða af 15. gr. upplýsingalaga verður hins vegar að skilja skýringar Isavia um að upplýsingar um heildarfjárhæð greiddra bílastæðagjalda teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á þann veg að ekki sé hægt að kalla þessar upplýsingar fram með tiltölulega einföldum hætti úr bókhaldskerfi Isavia eða öðrum gagnagrunnum félagsins. Þessar upplýsingar séu því ekki aðgengilegar félaginu sjálfu án verulegrar fyrirhafnar.<br /> <br /> Að því er varðar beiðni kæranda um að fá upplýsingar um nýtingu bílastæða og hvað leigubílar hafi greitt fyrir afnot bílastæðanna leggur nefndin þann skilning í skýringar Isavia að félaginu væri nauðsynlegt að afla þessara upplýsinga með nánari útreikningum út frá þeim gögnum sem til eru svo hægt væri að afgreiða gagnabeiðni kæranda og veita honum umbeðnar upplýsingar. Ekki sé unnt að kalla fram slíkar sundurliðaðar upplýsingar án verulegrar fyrirhafnar, t.d. með því að kalla fram yfirlit úr bókhaldskerfi. Fellst úrskurðarnefndin á að umræddar upplýsingar séu því ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur þó fram að Isavia er heimilt að afgreiða gagnabeiðni kæranda með því að búa til skjal með yfirliti yfir þær upplýsingar sem óskað er eftir, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Þar sem gögn með umbeðnum upplýsingum eru ekki fyrirliggjandi er þeim hluta kærunnar sem varðar upplýsingar fyrir árið 2017 um hve mikið greitt var í bílastæðagjöld við Keflavíkurflugvöll, hver nýting bílastæða hafi verið og hvað leigubílar hafi greitt fyrir afnot bílastæða vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>3.</h2> Varðandi beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um hve mikið bílaleigur hafi greitt fyrir aðstöðu á bílaplani eða bílastæðum við Keflavíkurflugvöll árið 2017, og beiðni um upplýsingar um rekstrarkostnað bílastæða við flugvöllinn sama ár, hefur Isavia fullyrt að þær liggi ekki fyrir hjá félaginu. Af hálfu félagsins hefur verið útskýrt að í bókhaldi félagsins séu til reikningar sem gefnir voru út mánaðarlega til rekstraraðila bílaleiga vegna bílastæðanna árið 2017. Hvað varðar rekstrarkostnað vegna bílastæðanna skiptist hann milli sviða innan félagsins og því sé nær ómögulegt að sjá raunkostnað nema farið sé í ítarlega kostnaðargreiningu á bílastæðum.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar leiðir það af eðli máls að reikningar sem innihalda hluta þeirra upplýsinga sem kærandi hefur óskað eftir teljist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, þótt þeir séu í bókhaldi félagsins og hafi ekki verið teknir saman. Samkvæmt orðalagi upplýsingabeiðni kæranda var þess ekki óskað að gögnin yrðu afhent samantekin. Þá telur úrskurðarnefndin ljóst að fyrir liggi reikningar af einhverju tagi sem teljist til rekstrarkostnaðar vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll og kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur talið að þegar svo stendur á að beiðni kæranda nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt væri að vinna upp úr öðrum gögnum dugi jafnan ekki að synja beiðninni á grundvelli þess að gögnin teljist ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur beri, ef kæranda hugnast slíkt, að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti sjálfur tekið þær saman, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, og sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 833/2019, 804/2019 og 738/2018.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að þótt Isavia hafi ekki í vörslum sínum yfirlit, þar sem framangreindar upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir eru teknar saman, hafi félaginu borið að afmarka beiðni kæranda við reikninga eða önnur gögn í bókhaldi félagsins og taka í kjölfarið afstöðu til þess á grundvelli upplýsingalaga hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að gögnunum. Vegna þessa annmarka á afgreiðslu Isavia verður ekki hjá því komist að vísa þessum hluta beiðninnar aftur til félagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>4.</h2> Þau gögn sem Isavia staðfesti að lægju fyrir hjá félaginu og synjaði kæranda um aðgang að varða upplýsingar um fjárhæðir greiðslna fyrir afnot hópferðabíla af bílastæðum á Keflavíkurflugvelli árið 2017. Þær teljast að mati Isavia vera vinnugögn skv. 8. gr. upplýsingalaga, sem hafi orðið til vegna meðferðar máls hjá Samkeppniseftirlitinu og skuli þar af leiðandi undanþegin aðgangi kæranda.<br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. laganna. Í 1. mgr. 8. gr. er að finna þrjú skilyrði sem gögn þurfa að uppfylla til að geta talist vinnugögn. Þau þurfa í fyrsta lagi að vera útbúin af stjórnvaldi eða öðrum aðila skv. I. kafla upplýsingalaga til eigin nota. Í öðru lagi þurfa þau að hafa verið rituð eða útbúin við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í þriðja lagi mega gögn ekki hafa verið afhent öðrum nema þau séu afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012, segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Þá getur verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Er þessi afmörkun á upplýsingaréttinum í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga sem og ákvæði gildandi upplýsingalaga og reyndar einnig reglur um upplýsingarétt í dönsku og norsku upplýsingalögunum.“<br /> <br /> Af þessum ummælum er ljóst að þau gögn geta ein talist vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, sem ætla má að kunni að breytast í meðförum stjórnvalds eða annars aðila skv. I. kafla laganna áður en komist er að endanlegri niðurstöðu. Úrskurðarnefndin telur að með hliðsjón af skilyrðum 1. mgr. 8. gr. og sjónarmiðum úr frumvarpi til upplýsingalaga, að upplýsingar um greiðslur rútufyrirtækja til Isavia vegna afnota af bílastæðum á Keflavíkurflugvelli árið 2017 geti ekki talist til vinnugagna þar sem þær uppfylla ekki skilyrði hugtaksins að vera undirbúningsgagn. Verður því ekki fallist á að synja megi beiðni kæranda um aðgang að þeim upplýsingum á þeim grundvelli að um vinnugögn sé að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að öðru leyti styður Isavia ákvörðun sína að synja beiðni kæranda um aðgang að tölum um greiðslur fyrir afnot hópferðabíla (flugrúta) af bílastæðum á Keflavíkurflugvelli árið 2017 við 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 4. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang almennings að upplýsingum um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 823/2019, 813/2019, 764/2018 og 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-379/2011, A-378/2011 og A-344/2010, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.<br /> <br /> Isavia ber því við að miðlun umbeðinna upplýsinga kunni að brjóta í bága við ákvæði 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að þótt vissulega kunni að vera rétt við skýringu 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga, þá eru lagaákvæðin um margt ólík og verndarandlag ákvæðanna er mismunandi. Verður af þessum sökum ekki fullyrt að í öllum tilvikum verði talið heimilt að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þótt þau geti talist vera „mikilvæg og viðkvæm“ þegar 10. gr. samkeppnislaga er beitt.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem Isavia telur heimilt að undanskilja á grundvelli ákvæðis 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga varða upplýsingar um greiðslur fyrir afnot hópferðabíla (flugrúta) af bílastæðum á Keflavíkurflugvelli árið 2017. Vísað er til þess að um sé að ræða nýjar upplýsingar um magn seldra stæða, sölutölur og rekstrarkostnað. Þá er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 709/2017 um að upplýsingar um veltu og sölu geti verið viðkvæmar upplýsingar um viðskipta- og fjárhagsmálefni fyrirtækja.<br /> <br /> Ekki liggur ljóst fyrir hvort rekstur bílastæðanna teljist til samkeppnisrekstrar Isavia eða hvort telja verði að þessi hluti starfsemi fyrirtækisins teljist til rekstrar sem fyrirtækið sé „eitt um“ svo notað sé orðalag greinargerðarinnar sem vitnað var til hér að framan. Hvað sem því líður er ljóst að til þess að njóta verndar 4. tölul. 10. gr. þurfa viðkomandi upplýsingar að uppfylla öll framangreind skilyrði.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar að jafnvel þótt framangreindar upplýsingar teljist varða samkeppnisrekstur Isavia þá varði þær ekki svo verulega samkeppnishagsmuni að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Er þá litið til þess að Isavia hefur ekki fært fyrir því sannfærandi rök að veiting upplýsinganna geti haft neikvæð áhrif á rekstur félagsins á bílastæðunum og valdið félaginu tjóni. Að auki er til þess að líta að almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingarnar, m.a. til að geta veitt Isavia aðhald, sbr. 3. tölul. 1. gr. upplýsingalaga. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Isavia sé ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar upplýsingarétti almennings með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin leit einnig til þess hvort Isavia hefði verið óheimilt að veita kæranda aðgang að gögnunum vegna 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Allrahanda GL ehf. veitti með bréfi, dags. 21. nóvember 2019, samþykki fyrir því að upplýsingar um greiðslur fyrirtækisins vegna afnota á bílastæðunum yrðu birtar. Verður því kæranda ekki synjað aðgangi að þeim upplýsingum á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Kynnisferðir ehf. lögðu það í hendur úrskurðarnefndarinnar að leggja mat á hvort veita skyldi aðgang að gögnunum. Það er mat nefndarinnar að þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum um hvað hópferðabílar greiddu fyrir afnot af bílastæðum árið 2017 varði fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna ekki með þeim hætti að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Er Isavia því skylt að veita kæranda aðgang að gögnunum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Isavia ohf. skal afhenda kæranda, A, upplýsingar um hvað hópferðabílafyrirtækin Allrahanda GL ehf. og Kynnisferðir ehf. greiddu fyrir aðstöðu á bílaplani eða bílastæði við Keflavíkurflugvöll árið 2017.<br /> <br /> Beiðni A um upplýsingar um hve mikið bílaleigur greiddu fyrir aðstöðu á bílaplani eða bílastæðum við Keflavíkurflugvöll árið 2017, og hver rekstrarkostnaður bílastæða við flugvöllinn hafi verið sama ár, er vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Að öðru leyti er kæru A, dags. 18. júní 2018, vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> <br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir |
856/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019 | Kærð var synjun Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni um aðgang að lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. . mgr. 7. gr. upplýsingalaga næði réttur almennings almennt ekki til gagna í málum sem varði umsóknir í starf hjá þeim aðilum sem heyri undir upplýsingalög. Undantekningar frá þessari reglu væru hins vegar að finna vegna umsókna um opinbera starfsmenn en þá væri skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur væri liðinn. Úrskurðarnefndin taldi hugtakið opinbera starfsmenn aðeins taka til starfsmanna stjórnvalda. Því gæti ákvæði 2. mgr. 7. gr. ekki átt við um starfsmenn Ríkisútvarpsins. Var það því niðurstaða nefndarinnar að félaginu hafi verið heimilt að synja beiðni kæranda um nöfn umsækjenda. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð <br /> nr. 856/2019 í máli ÚNU 19110017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. nóvember 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV ohf.) um synjun beiðni um aðgang að lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra hjá RÚV ohf. Þann 15. nóvember auglýsti stjórn RÚV ohf. lausa stöðu útvarpsstjóra. Upphaflegur umsóknarfrestur var til 2. desember 2019 en þann dag var fresturinn framlengdur til 9. desember.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 28. nóvember 2019, óskaði kærandi eftir því að fá lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Beiðnin var sett fram með vísun til 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem fram kemur að skylt sé að veita tilteknar upplýsingar um opinbera starfsmenn, m.a. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn. Þá vakti kærandi athygli á því að í lögum um RÚV ohf. segði skýrt og skorinort að upplýsingalög giltu um félagið. Þetta tæki kærandi fram vegna þess að í frétt á vef RÚV ohf. frá 27. nóvember 2019 segði að listi umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra yrði ekki birtur. Það stæðist ekki lög.<br /> <br /> Í svari RÚV ohf. við beiðni kæranda, dags. 28. nóvember 2019, kemur fram að stjórn félagsins hafi ákveðið að listi yfir umsækjendur yrði ekki birtur. Upplýsingalög gildi um starfsemi RÚV ohf. en 2. mgr. 7. gr. laganna nái til allrar starfsemi stjórnvalda. Félagið sé hins vegar lögaðili í eigu íslenska ríkisins og því gildi 4. mgr. 7. gr. um starfsemi félagsins og þar segi eingöngu að veita beri upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfsvið, ásamt launakjörum æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra.<br /> <br /> Kæran var kynnt RÚV ohf. með bréfi, dags. 29. nóvember 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í svarbréfi RÚV ohf., sama dag, kemur fram að afstaða félagsins liggi þegar fyrir. Þann 2. desember 2019 barst úrskurðarnefndinni bréf frá RÚV ohf. Þar er vísað til þess að fram komi í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga að skylt sé að veita nánar tilgreindar upplýsingar sem varða opinbera starfsmenn, þ. á m. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn. Í 4. mgr. sömu lagagreinar, sem varði starfsmenn lögaðila, sé á hinn bóginn ekki að finna viðlíka lagaáskilnað. Með samanburði á 2. og 4. mgr. 7. gr., og raunar gagnályktun, verði því dregin sú ályktun að RÚV sé ekki lögskylt að birta umbeðinn lista. Megi raunar draga í efa hvort RÚV sé það yfirhöfuð heimilt án skýrrar lagaheimildar eða áskilnaðar í auglýsingu um stöðuna, þ.m.t. vegna persónuverndarsjónarmiða.<br /> <br /> Umsögn RÚV ohf. var kynnt kæranda þann 2. desember 2019 og veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 3. desember 2019, segir að kæran sé byggð á þeirri almennu reglu að það hljóti að vera í þágu 1. gr. upplýsingalaga um markmið laganna að eigendur Ríkisútvarpsins, almenningur, eigi rétt á því að vita hverjir sækja um að fá að stýra stofnuninni. Þetta sé þeim mun mikilvægara þar sem RÚV gegni samkvæmt lögum um stofnunina hlutverki í lýðræðislegri umræðu með því að reka fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. RÚV sé því ekki venjuleg rekstrarstofnun heldur sé útvarpsstjóri í aðstöðu til að hafa áhrif á lýðræðislega umræðu í landinu. Meginspurningin sé sú hvernig almenningur eigi að geta borið traust til þess að ráðning á útvarpsstjóra hafi verið með eðlilegum hætti þegar ekki liggi fyrir úr hvaða umsækjendahópi hafi verið valið. Eðlilegt sé að álykta sem svo að þarna sé verið að skapa efa um trúverðugleika ráðningarferilsins. Kærandi bendir einnig á að í 18. gr. laga um Ríkisútvarpið sé sérstaklega tekið fram að upplýsingalög gildi um starfsemi stofnunarinnar. Með því sé undirstrikaður sá vilji löggjafans að stofnunin fari að þeim lögum. <br /> <br /> Þá bendir kærandi á skýra kvöð í upplýsingalögum sem varði umsækjendur um störf. Í 7. gr. segi að takmarkanir á upplýsingarétti eigi ekki við um fimm tiltekin atriði. Eitt þeirra sé nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. Lagatúlkun Ríkisútvarpsins þar sem bornar séu saman 2. og 4. mgr. 7. gr. laganna standist með engu móti, enda sé vilji löggjafans skýr. Þá bendir kærandi á að lagatúlkun Ríkisútvarpsins hafi verið sú að birta beri nöfn umsækjenda, þar til 2. desember 2019. Í persónuverndaryfirlýsingu á vefsíðu RÚV komi fram að félaginu sé skylt á grundvelli upplýsingalaga að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda sem sæki um auglýst störf. Þessu hafi verið breytt 2. desember 2019. Nú segi í persónuverndaryfirlýsingunni að RÚV kunni að áskilja sér rétt í tengslum við ráðningar í ákveðnar stjórnunarstöður að birta lista yfir umsækjendur. Kærandi segir breytinguna hljóta að vekja mikla tortryggni og grun um annarlegan tilgang. Bent sé á að umsækjendur hljóti að hafa verið meðvitaðir um að nöfn þeirra yrðu birt. Jafnvel eftir breytinguna á persónuverndaryfirlýsingunni geti umsækjendur vænst þess að nöfn þeirra og starfssvið verði birt.<br /> <br /> Að lokum kemur fram að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar vari eindregið við því að hin breytta túlkun Ríkisútvarpsins á upplýsingalögum verði látin standa. Það yrði ekki eingöngu þvert gegn anda upplýsingalaga heldur beinlínis gegn skýrum ákvæðum þeirra.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. desember 2019, bárust frekari athugasemdir frá kæranda. Segir þar meðal annars að í greinargerð sem fylgir frumvarpi til laga um Ríkisútvarpið ohf., fjölmiðil í almannaþágu sé lögð rík áhersla á að RÚV ohf. lúti upplýsingalögum eins og um opinbera stofnun væri að ræða þrátt fyrir að félagið sé opinbert hlutafélag. Síðari breytingar á upplýsingalögum varðandi opinber hlutafélög almennt, án þess að sérstaklega sé tekið fram að afstaða löggjafans um sérstöðu RÚV ohf. hafi breyst, geti augljóslega ekki breytt sérstöðu félagsins. Tekið er fram að í tilvitnaðri greinargerð segi um 18. gr. laga nr. 23/2013, að upplýsingalög, nr. 50/1996, gildi um starfsemi Ríkisútvarpsins líkt og kveðið hafi verið á um í 12. gr. laga um Ríkisútvarpið ohf., nr. 6/2007. Í athugasemdum við 12. gr. hafi þung áhersla verið lögð á að ákvæði upplýsingalaga giltu um Ríkisútvarpið. Í ljósi þess að Ríkisútvarpinu sé ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu sem sé í eðli sínu opinber þjónusta hafi verið talið rétt að upplýsingalög giltu um starfsemi þess þannig að almenningur gæti fengið aðgang að gögnum mála hjá því í samræmi við ákvæði laganna. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um þá ákvörðun RÚV ohf. að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjanda um stöðu útvarpsstjóra. Þar sem fyrir liggur sú ákvörðun stjórnar RÚV ohf. frá 28. nóvember 2019 að kærandi fái ekki aðgang að lista yfir umsækjendur um starf útvarpsstjóra óháð því hvort umsóknarfrestur sé liðinn mun nefndin fjalla um það á þeim grundvelli. <br /> <br /> Ekki er ágreiningur um það í málinu að starfsemi RÚV ohf. falli sem slík undir upplýsingalög nr. 140/2012, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 18. gr. laga nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Ljóst er að ákvæði upplýsingalaga gilda því almennt um starfsemi félagsins nema sérákvæði annarra laga kveði á um annað. Um rétt kæranda til aðgangs til upplýsinganna fer því almennt eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Ágreiningur málsins lýtur hins vegar að því að hvaða leyti 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 gildi um beiðni kæranda í máli þessu, um að birta skuli upplýsingar um tiltekin atriði sem varða opinbera starfsmenn, meðal annars nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. laganna.<br /> <br /> Þegar leyst er úr þessum ágreiningi verður að horfa til þess að í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er sérregla um aðgang almennings að upplýsingum sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings. Þessi sérregla felur í sér að almenningur á að jafnaði ekki rétt til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna þeirra aðila sem heyra undir ákvæði laganna. Er þessi regla orðuð á þann veg að „réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til samkvæmt 2. gr. [taki] ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti“, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Við setningu laganna voru hins vegar samhliða settar undantekningar frá þessari sérreglu um málefni starfsmanna í 1. mgr. 7. gr. sem fram koma í 2. – 4. mgr. 7. gr. Þannig er í 2. mgr. 7. gr. kveðið á um að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögunum eigi ekki við sé, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., „skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn“. Þær upplýsingar eru síðan taldar upp í fimm tölusettum liðum en meðal þeirra eru nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að þegar litið er til almennra athugasemda sem og athugasemda að baki ákvæði 2. mgr. 7. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 þá taki hugtakið ,,opinberir starfsmenn“ samkvæmt lögunum einungis til starfsmanna stjórnvalda. Telur nefndin einsýnt að hlutafélag í eigu ríkisins eins og RÚV ohf. geti ekki talist til stjórnvalds í þeim skilningi sem byggt er á 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þess í stað verður að leggja til grundvallar að RÚV ohf. sé einkaréttarlegur lögaðili í skilningi 2. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt því tekur sérregla 2. tölul. 2. mgr. 7. gr. ekki til upplýsinga um málefni starfsmanna RÚV ohf. Af því leiðir að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um hverjir hafa sótt um stöðu útvarpsstjóra RÚV ohf. getur ekki byggst á ákvæði 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er hins vegar að finna sérreglu um aðgang almennings að upplýsingum um atriði sem varða starfsmann lögaðila sem falla undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. en sem fyrr segir heyrir RÚV ohf. undir síðastnefnda ákvæðið. Í 4. mgr. 7. gr. segir að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul., og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um er að ræða opinbera starfsmenn hjá stjórnvöldum eða starfsmenn lögaðila. Þar sem ekki er kveðið sérstaklega á um það í lögunum að skylt sé að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjanda þegar sótt er um starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna, eftir að umsóknarfrestur er liðinn, öfugt við það sem gildir um umsækjendur um störf hjá stjórnvöldum, verður að líta svo á að slík skylda sé ekki til staðar í tilviki RÚV ohf. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók til skoðunar hvort það hefði þýðingu í málinu að í 2. mgr. 18. gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, er kveðið á um að upplýsingalög gildi um starfsemi Ríkisútvarpsins. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 23/2013 segir að ákvæðið sé samhljóða 2. mgr. 12. gr. eldri laga um félagið og að í athugasemdum við síðarnefnda ákvæðið hafi verið lögð þung áhersla á að ákvæði upplýsingalaga giltu um félagið. Þar sem ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996 gildi aðeins um stjórnvöld en ekki hlutafélög í eigu ríkis eða sveitarfélaga sé talið rétt að almenningur gæti fengið aðgang að gögnum mála hjá RÚV ohf. í samræmi við ákvæði laganna. <br /> <br /> Þegar litið er til orðalags 2. mgr. 18. gr. laga nr. 23/2013 sem og tilvitnaðra athugasemda við 18. gr. laga nr. 23/2013 verður ekki séð að Alþingi hafi tekið neina afstöðu til þess um hvort aðrar reglur ættu að gilda um aðgang að upplýsingum um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf hjá RÚV ohf. að liðnum umsóknarfresti, en þær sem settar höfðu verið um lögaðila í opinberri eigu samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. einnig 2. mgr. 2. gr. laganna, og tekið hefðu gildi 1. janúar 2013. <br /> <br /> Í þessu ljósi er ekki unnt að túlka ákvæði 2. mgr. 18. gr. laga nr. 23/2013 á þann veg að það feli í sér sérákvæði um að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna hjá RÚV ohf. skuli lúta sömu reglum og gilda um aðgang að gögnum um málefni opinberra starfsmanna hjá stjórnvöldum ríkis og sveitarfélaga, en ekki sérreglum 7. gr. upplýsingalaga um lögaðila í opinberri eigu. Líta verður svo á að með ákvæði 2. mgr. 18. gr. sé einungis áréttað að upplýsingalög nr. 140/2012, gildi um starfsemi félagsins og að ákvæðið feli ekki í sér sérreglu um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um félagið. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds á kærandi ekki rétt til upplýsinga um nöfn umsækjanda um starf útvarpsstjóra, sbr. 1. og 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Því var RÚV ohf. heimilt að synja beiðni kæranda um nöfn umsækjanda í stöðu útvarpsstjóra hjá félaginu og verður hin kærða ákvörðun staðfest. <br /> <br /> Fram kemur í umsögn RÚV ohf. að félaginu sé ef til vill ekki heimilt að afhenda umbeðnar upplýsingar, meðal annars á grundvelli persónuverndarsjónarmiða. Í tilefni af þessu sjónarmiði tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að í niðurstöðu nefndarinnar felst ekki sú afstaða að RÚV ohf. sé óheimilt að afhenda umbeðin gögn, heldur aðeins að félaginu sé það ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf., dags. 28. nóvember 2019, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá félaginu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> <br /> <br /> |
855/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019 | Kærð var synjun Vesturbyggðar á beiðni um gögn varðandi ráðningu í starf. Kærandi var meðal umsækjenda um starfið og átti því rétt til aðgangs að gögnum í málinu á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og var kæru af þeim sökum vísað frá nefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> <p>Hinn 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 855/2019 í máli ÚNU 19070001. </p> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 13. júlí 2019, kærði A afgreiðslu Vesturbyggðar á beiðni hans um gögn. Kærandi sótti um starf sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins í mars 2019. Í apríl var honum tilkynnt að annar hefði fengið starfið. Í júní óskaði hann eftir öllum gögnum málsins á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, frá upphafi til loka ráðningarferlis. Væri þar m.a. átt við gögn sem urðu til í ráðningarferlinu vegna ákvæða 27. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og gögn frá Hagvangi sem urðu til og voru afhent Vesturbyggð meðan á ráðningarferlinu stóð.<br /> <br /> Kæranda voru afhent tiltekin gögn 19. júní 2019, en synjað um aðgang að öðrum á þeim grundvelli að um vinnugögn væri að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, sbr. 5. tölul. 6. gr. sömu laga. Var kæranda leiðbeint um að ákvörðunin væri kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í kæru er óskað eftir því að úrskurðarnefndin skeri úr um hvaða gögn ráðningarferlisins heyri undir upplýsingalög og hver þeirra heyri undir stjórnsýslulög. Sér í lagi er óskað eftir því að nefndin úrskurði um hvort kærandi eigi rétt á að fá í hendur ráðningarsamning Vesturbyggðar við þann sem ráðinn var í starfið, og samning Hagvangs og Vesturbyggðar vegna þjónustu við ráðningarferlið og gögn sem sýni kostnað vegna hennar.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 31. júlí 2019, var kæran kynnt Vesturbyggð og sveitarfélaginu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun þess. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Vesturbyggðar, dags. 14. ágúst 2019, eru málsatvik rakin auk lagaraka fyrir ákvörðun sveitarfélagsins. Við mat sveitarfélagsins á því hvaða gögn því væri skylt eða heimilt að afhenda hefði niðurstaðan verið sú að um væri að ræða annars vegar vinnugögn vegna ráðningarferlisins sem og gögn sem innihéldu upplýsingar um einkamálefni annarra umsækjenda. Önnur gögn sem innihéldu bæði upplýsingar um einkamálefni annarra umsækjenda sem og kæranda taldi sveitarfélagið sig ekki hafa heimild til að afhenda. Þá voru kæranda afhent öll þau gögn sem Vesturbyggð taldi að vörðuðu kæranda sjálfan sem aðila máls, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga. Með vísan til 16. gr. sömu laga var það mat sveitarfélagsins að önnur gögn sem urðu til við ráðningarferlið sem og samskipti við Hagvang og bæjarstjórn væru vinnuskjöl sem væru til eigin nota, enda ekki um að ræða skjöl sem innihéldu endanlega ákvörðun um afgreiðslu málsins. Umsögninni fylgdu afrit af öllum þeim gögnum sem urðu til við ráðningarferlið og liggja fyrir hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. ágúst 2019, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athugsemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar sveitarfélagsins. Þær bárust með bréfi, dags. 24. ágúst 2019. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að gögnum sem varða ráðningu sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar, en kærandi var meðal umsækjenda um starfið. Ráðning í opinbert starf er ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, sbr. athugasemdir við greinina í frumvarpi því sem varð að lögunum. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls um ráðninguna í skilningi stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að upplýsingum sem tengjast málinu gildir meginregla 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga, um að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði. Takmarkanir á þeim rétti eru í 15.–17. gr. sömu laga. Upplýsingaréttur aðila máls skv. 15. gr. stjórnsýslulaga er víðtækari en sá réttur sem veittur er með ákvæðum upplýsingalaga. Hvað varðar afmörkun á því hvaða gögn tilheyri stjórnsýslumáli er talið að þar undir falli ekki aðeins þau gögn sem hafa að geyma forsendur ákvörðunar eða niðurstaða er beinlínis reist á heldur einnig önnur gögn sem hafa orðið til við rannsókn málsins og hafa efnislega þýðingu eða tengsl við úrlausnarefnið. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem Vesturbyggð afhenti nefndinni og telur ótvírætt að gögnin í heild sinni tilheyri því stjórnsýslumáli sem varðar ráðningu sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs sveitar-félagsins.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir að ákvarðanir um aðgang að gögnum í slíkum tilvikum verða ekki bornar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál heldur ber að beita sérstakri kæruheimild í 2. mgr. 19. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Kæru A, dags. 13. júlí 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> |
854/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019 | Kærð var afgreiðsla umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um gögn varðandi korta- og gagnagrunna sem stofnunin ÍSOR hefði í sínum vörslum. Ráðuneytið taldi fyrirspurn kæranda ekki fela í sér beiðni um tiltekin fyrirliggjandi gögn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttaði að ráðuneytinu hafi borið að taka til athugunar hvort fyrirliggjandi væru gögn í málaskrá þess sem felld yrðu undir gagnabeiðni kæranda. Þar sem það hafði ekki verið gert var það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið tekin rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda líkt og upplýsingalög geri ráð fyrir. Var því lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 854/2019 í máli ÚNU 19040005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. apríl 2019, kærði A, f.h. Stapa ehf., afgreiðslutöf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna fyrirspurnar hans til ráðuneytisins, dags. 20. mars 2019. Kærandi óskaði eftir því með erindi, dags. 15. janúar 2019, að ráðuneytið svaraði spurningum í fjórum töluliðum varðandi samning ráðuneytisins við Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) og Náttúrufræðistofnun Íslands. Ráðuneytið svaraði erindinu þann 27. febrúar 2019 en í svarinu komu fram upplýsingar um ákveðna korta- og gagnagrunna sem ÍSOR hefði í sínum fórum. <br /> <br /> Með erindi til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 20. mars 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um það með hvaða hætti ÍSOR hefði komist yfir gagna- og kortagrunnana, sem væru samkvæmt lögum nr. 87/2003 skýlaus eign Orkustofnunar, en erindinu var ekki svarað. Hann ítrekaði erindið þann 28. mars 2019 og bætti þá við að hann vildi fá upplýsingar um það á grundvelli hvaða lagastoðar ÍSOR hefði komist yfir umrædda korta- og gagnagrunna. Erindi kæranda var ekki svarað.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu með bréfi, dags. 13. apríl 2019, og ráðuneytinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn með ástæðum afgreiðslutafarinnar. Tekið var fram að yrði erindinu synjað færi úrskurðarnefndin þess á leit henni yrðu afhent afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Í umsögn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 15. apríl 2019, kemur fram að kærandi hafi þann 15. janúar 2019 óskað eftir upplýsingum og gögnum frá ráðuneytinu í tengslum við samning sem gerður var milli ráðuneytisins, Náttúrufræðistofnunar Íslands og ÍSOR um sérstakt átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu og skráningu jarðminja. Ráðuneytið hafi svarað fyrirspurn kæranda þann 27. febrúar 2019 og sent honum þau gögn sem hann hafi óskað eftir. Samdægurs hafi borist svarbréf frá kæranda þar sem hann setti fram athugasemdir og ábendingar. Dagana 1., 20. og 28. mars 2019 hafi ráðuneytinu borist bréf frá kæranda þar sem hann hafi sett fram fleiri athugasemdir.<br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að ráðuneytið hafi hvorki hafnað því formlega að svara erindi kæranda frá 20. mars 2019 né að veita honum liðsinni við að afla svara við fyrirspurnum sínum. Hins vegar liggi fyrir að ráðuneytið hafi ekki náð að svara erindum kæranda innan þeirra tímamarka sem kærandi hafi sett í erindum sínum til ráðuneytisins. Þá segir að í erindi kæranda frá 20. mars 2019 og ítrekun þess frá 28. mars 2019 sé ekki að finna beiðni um fyrirliggjandi gögn í tilteknu máli, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, heldur fyrirspurnir um tiltekið málefni, og kalli erindið því á rannsóknarvinnu af hálfu ráðuneytisins. Þá sé það mat umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að ákvæði upplýsingalaga eigi ekki við í málinu þar sem ekki sé um að ræða beiðni um afhendingu gagna. Því séu ekki forsendur til staðar til að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál drátt á afgreiðslu málsins, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem kæruheimild til nefndarinnar á grundvelli upplýsingalaga sé ekki fyrir hendi. Þá er tekið fram að ráðuneytið telji afgreiðslu málsins ekki hafa dregist óhóflega þar sem svar við umræddum erindum kalli á nokkra rannsóknarvinnu. Í ljósi þessa beri að vísa erindinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Umsögn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, sem bárust samdægurs, hafnar hann því að ekki hafi verið um skýra beiðni um afhendingu gagna að ræða. Hann ítrekar fyrirspurn sína og áréttar að hann óski eftir gögnum, lögum, reglugerðum eða öðru haldbæru sem fært geti sönnur á að ÍSOR hafi komist með lögmætum hætti yfir umrædda korta- og gagnagrunna. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslutöf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna erindis kæranda þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um það með hvaða hætti og hvaða lagastoð hafi legið að baki því að Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafi komist yfir tiltekna korta- og gagnagrunna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að lög frá Alþingi verða almennt ekki talin til gagna sem teljast fyrirliggjandi hjá tilteknu stjórnvaldi í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012, enda eru lög birt almenningi með formlegum hætti, sbr. lög nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað. Nefndin lítur hins vegar svo á að kærandi óski eftir öllum gögnum ráðuneytisins sem varða kunna samskipti þess við ÍSOR um það hvernig stofnunin hafi komist yfir tiltekna korta- og gagnagrunna. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 15. apríl 2019, kemur fram að samkvæmt mati ráðuneytisins sé fyrirspurn kæranda ekki beiðni um tiltekin fyrirliggjandi gögn í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, heldur sé um að ræða fyrirspurn um tiltekið málefni sem kalli á rannsóknarvinnu af hálfu ráðuneytisins. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin er því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að því verði ekki gert að búa til ný gögn á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Hins vegar bar ráðuneytinu að taka til athugunar hvort fyrirliggjandi væru gögn í málaskrá þess sem felld yrðu undir gagnabeiðni kæranda. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að það hafi verið gert. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir því á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, sbr. einnig 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Því verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Verður því ekki hjá því komist að leggja fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 20. mars 2019, um upplýsingar varðandi það með hvaða hætti og á grundvelli hvaða lagastoðar Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafi komist yfir tiltekna gagna- og kortagrunna er vísað til umhverfis- og auðlindaráðuneytis til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir<br /> |
853/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019 | Kærð var synjun Fiskistofu á beiðni um aðgang að CITES-leyfum vegna útflutnings á hvalaafurðum árið 2018. Ákvörðunin byggðist á 9. gr. upplýsingalaga en útflutningsfyrirtækið sem átti í hlut lagðist gegn afhendingu leyfanna. Úrskurðarnefndin taldi fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins ekki koma í veg fyrir að veittur yrði aðgangur að leyfunum að undanskildum upplýsingum um kaupanda vörunnar. Var því Fiskistofu gert að afhenda kæranda leyfin en afmá úr þeim upplýsingar um kaupanda. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 853/2019 í máli ÚNU 19030011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 21. mars 2019, kærðu Hvalaskoðunarsamtök Íslands ákvörðun Fiskistofu, dags. 4. mars 2019, um synjun beiðni um aðgang að CITES-leyfum frá árinu 2018 vegna útflutnings Hvals hf. á afurðum langreyðar til Japans. Hin kærða ákvörðun var byggð á því að um væri að ræða upplýsingar sem stofnuninni væri óheimilt að veita aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga en Hvalur hf. andmælt því að gögnin yrðu gerð opinber. Í kæru segir m.a. að ákvörðun Fiskistofu veki athygli þar sem engum vandkvæðum sé bundið að fá aðgang að CITES-leyfi um innflutning hvalafurða frá Noregi til Íslands. Því vilji samtökin fá úr því skorið hvort Hvalur hf. geti komið í veg fyrir að hagsmunaaðilar eins og Hvalaskoðunarsamtök Íslands fái upplýsingar um það leyfi sem umdeildur útflutningur á hvalaafurðum byggir á. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Fiskistofu með bréfi, dags. 22. mars 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu, dags. 29. mars 2019, segir að aðeins einn aðili flytji út langreyðarafurðir og það sé fyrirtækið Hvalur hf. Fiskistofa hafi óskað eftir sjónarmiði Hvals hf. um afhendingu upplýsinganna með bréfi, dags. 1. febrúar 2019. Hvalur hf. hafi svarað því 15. febrúar 2019 að félagið samþykki ekki að upplýsingarnar verði veittar þar sem þær varði mikilsverða fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Í erindi, dags. 21. mars 2019, hafi Fiskistofu borist frekari andmæli Hvals hf. gegn því að umbeðnar upplýsingar yrðu veittar. Í umsögninni segir enn fremur að í CITES-leyfum komi fram upplýsingar um kaupanda vöru og telji Fiskistofa þær vera mikilsverðar fjárhags- og viðskiptaupplýsingar fyrir Hval hf. Einnig kunni að vera í húfi hagsmunir kaupanda vörunnar varðandi það hvernig farið er með upplýsingar í viðskiptum aðila. Fiskistofa hafi þó ekki kannað sjónarmið kaupanda. <br /> <br /> Meðfylgjandi umsögninni voru bréf Hvals hf., dags. 15. febrúar 2019 og 21. mars 2019. Þar kemur fram sú afstaða fyrirtækisins að það telji upplýsingarnar varða mikilvæga fárhags- og viðskiptahagsmuni þess sem leynt eigi að fara. <br /> <br /> Umsögn Fiskistofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 12. apríl 2019, segist kærandi ekki geta fallist á það sjónarmið að um svo viðkvæmar viðskiptaupplýsingar Hvals hf. sé að ræða að þeim beri að halda leyndum. Í því sambandi er vísað til þess að slík leyfi hafi fengist afhent í Noregi. Á Íslandi hafi aðeins eitt fyrirtæki annast innflutning á hrefnuafurðum frá Noregi. Vakin er athygli á því að Fiskistofa hafi synjað um aðgang að upplýsingunum án þess að kanna afstöðu innflutningsfyrirtækis í Japan. Kærandi telur að langreyðarveiðar Hvals hf. og útflutningsleyfið að baki þeim geti ekki talist einkamál fyrirtækisins enda hafi Hvalur hf. og málsvarar fyrirtækisins ætíð kynnt og fjallað um veiðarnar sem hvalveiðar Íslendinga og hafi markmið fyrirtækisins verið kynnt innanlands sem og á alþjóðavettvangi sem stefna Íslands í hvalveiðimálum. Þá liggi fyrir að Hvalaskoðunarsamtök Íslands, sem hagsmunasamtök hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi, hafi hagsmuna að gæta vegna nýtingar á lifandi hvölum, orðspori og ímynd Íslands. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst þann 7. maí 2019 bréf frá lögmannsstofu fyrir hönd Hvals hf. Í bréfinu segir m.a. að við mat á hagsmunum Hvals hf. af því að upplýsingunum verði haldið leyndum sé rétt að hafa í huga að það sé reynsla Hvals hf. að samstarf sé á milli innlendra og erlendra samtaka sem berjast gegn hvalveiðum. Því megi gera ráð fyrir að afhending upplýsinganna hafi áhrif á viðskiptasambönd félagsins erlendis. Bent er á að upplýsingar um nafn innflytjanda og heimilisfang hafi áður verið nýttar í þeim tilgangi að ónáða viðkomandi innflytjanda í því skyni að hann láti af innflutningnum. Augljóst sé að viðskiptasambönd Hvals hf. séu í húfi. Þá séu upplýsingar um magn afurða viðskiptaleyndarmál sem gætu komið Hval hf. verulega í koll fái keppninautar fyrirtækisins, t.d. í Japan, aðgang að þeim. Fáir stundi hvalveiðar í heiminum og geti upplýsingar fljótt borist til samkeppnisaðila. Eins séu upplýsingar um farmbréfsnúmer viðkvæmar. Með því númeri megi með leit á vefnum finna flutningsfarið, sem farmurinn fer með, skipafélagið og leið skipsins. Hvalur hf. hafi reynslu af því að samtök sem berjast gegn hvalveiðum hafi hótað skipafélagi öllu illu ef það flytti afurðir Hvals hf. Skipafélagið hafi gefist upp og afurðirnar endursendar til Íslands. Því hafi félagið augljósa viðskiptahagsmuni af því að upplýsingar um farmnúmer verði ekki gerðar aðgengilegar. Ljóst sé að hagsmunir Hvals hf. af því að synjað sé um aðgang að gögnunum séu meiri en hagsmunir almennings af því að fá upplýsingarnar sem varði viðskipti milli einkaaðila. <br /> <br /> Enn fremur segir í bréfinu að í ljósi þess hve stór hluti upplýsinga í leyfunum eigi að fara leynt þurfi ekki að veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. umfjöllun í athugasemdum við 3. mgr. 5. gr. í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-354/2011 þar sem fjallað var um aðgang að upplýsingum um samninga sem einkaaðilar gerðu sín á milli og bárust til Fiskistofu vegna eftirlits og starfa stofnunarinnar. Í úrskurðinum hafi upplýsingar um kaupendur afla og þau skip sem landi aflanum verið felldar undir 5. gr. upplýsingalaga, sbr. nú 9. gr. laganna. Þá er því teflt fram að upplýsingarnar séu háðar þeirri sérstöku þagnarskyldu sem kveðið sé á um í 188. gr. tollalaga nr. 88/2005. Ákvæðið eigi við þrátt fyrir að vísað sé til starfsmanna Tollstjóra enda hafi löggjafinn lagt mat á það að eðli upplýsinganna sem sýslað sé með hjá Tollstjóra séu þess eðlis að ekki sé ætlast til þess að almenningur hafi aðgang að þeim. Loks er tekið fram að Hvalur hf. þekki til þess að stjórnvöld í Noregi hafi ekki verið sammála um hvernig afgreiða eigi beiðnir um aðgang að CITES-leyfum. Þannig hafi norsk tollayfirvöld gert athugasemdir við að Umhverfisstofnun þar í landi hafi afhent slík leyfi og vísað til þagnarskylduákvæðis í norsku tollalögunum. <br /> <br /> Bréf Hvals hf. var kynnt kæranda þann 10. maí 2019 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. maí 2019, segir m.a. að fullyrðingar Hvals hf. um að innflutningsaðili í Japan hafi orðið fyrir ónæði erlendra samtaka eigi ekki við rök að styðjast. Þá hafi það ekki verið útskýrt hvað talsmenn Hvals hf. telji svo brýnt að fela. Ekki sé útskýrt af hverju ekki megi birta magn hvalaafurða sem flutt voru út árið 2018. Hvalur hf. hafi á hverju ári birt í fjölmiðlum upplýsingar um magn hvalaafurða. Þannig hafi það komið fram í fjölmiðlum árið 2018 að 1500 tonn af hvalkjöti hafi verið flutt til Japans. Auk þess hafi ummæli Hvals hf. um að samtök hafi hótað skipafélögum ekkert með Hvalaskoðunarsamtök Íslands að gera. Flutningar undanfarin ár hafi átt sér stað með nafngreindu flutningaskipi og engin leynd hafi hvílt yfir því hvað skipið heiti eða hvar það sé skráð. Skýringar Hvals hf. séu því fyrirsláttur. <br /> <br /> Þann 3. desember 2019 hafði úrskurðarnefndin samband við Fiskistofu, símleiðis, og óskaði eftir frekari skýringum varðandi upplýsingar um farmnúmer á CITES-leyfum Hvals hf. Í svari Fiskistofu kom fram farmnúmer geti veitt fremur nákvæmar upplýsingar um útflutningsleiðina, t.d. um það hvaða tiltekna skipafélag flytji vöruna eða um nákvæma staðsetningu farmsins. Í því tilviki sem hér um ræði gefi númerin hins vegar litlar upplýsingar enda standi Hvalur hf. sjálfur fyrir útflutningnum á kjötinu. Farmnúmerin á CITES-leyfum Hvals hf. séu eins einföld og raun beri vitni því þau vísi einfaldlega til númera á skipum félagsins nr. 1, 2, og 3 en vitað sé að þau flytji vörur fyrirtækisins til Japan. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að CITES-leyfum Hvals hf. vegna útflutnings fyrirtækisins á hvalafurðum en leyfin voru gefin út árið 2018. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í leyfunum fer eftir meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Ákvörðun Fiskistofu um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingunum er byggð á 9. gr. upplýsingalaga en ákvæðið hljóðar þannig: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir um ákvæðið: <br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í athugasemdunum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptarleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur rétt að taka fram varðandi tilvísun Hvals hf. um að upplýsingarnar verði felldar undir sérstakt þagnarskylduákvæði 188. gr. tollalaga nr. 88/2005 að ákvæðið tekur samkvæmt orðalagi þess til starfsmanna tollstjóra. Ákvæðið verður ekki túlkað rýmra en leiðir af orðanna hljóðan og kemur það því ekki til álita við mat á gögnum málsins. <br /> <br /> CITES-leyfi eru gefin út af Fiskistofu vegna innflutnings, útflutnings, endurútflutnings og aðflutnings úr sjó á eintökum þeirra tegunda sem reglugerð nr. 993/2004 um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu, sbr. lög nr. 85/2000, nær til. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ótvírætt að almenningur hafi hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig útgáfu slíkra leyfa sé háttað. Mikilvægir virkir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir þess sem upplýsingarnar varða, í þessu tilfelli Hvals hf., geta hins vegar staðið því í vegi að aðgangur verði veittur að leyfunum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þarf því að leggja mat á hvort í leyfunum komi fram upplýsingar sem Fiskistofu er óheimilt að veita vegna hagsmuna Hvals hf. af því að upplýsingarnar fari leynt. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið CITES-leyfi Hvals hf. sem gefin voru út árið 2018. Í þeim koma m.a. fram upplýsingar um innflytjanda (kaupanda) og útflytjanda vörunnar, nöfn útgáfuaðila, lýsing á vörunni þ. á m. magni hennar í kílóum, útgáfustaður og útgáfutími auk upplýsinga um gildistíma leyfis. Úrskurðarnefndin fellst á það með Fiskistofu að upplýsingar um viðsemjanda Hvals hf. um kaup á útfluttri vöru teljist vera upplýsingar um atvinnu- og viðskiptaleyndarmál fyrirtækisins sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar nr. 676/2017. Er þá m.a. litið til þess að upplýsingarnar varða ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna heldur viðskiptasamband einkaaðila um kaup og sölu á vöru. Að mati nefndarinnar getur 9. gr. upplýsingalaga þó ekki staðið því í vegi að almenningi verði veittur aðgangur að öðrum upplýsingum sem fram koma í leyfisbréfunum. <br /> <br /> Hvað varðar upplýsingar um farmnúmer sendingar (e. Bill of Landing) og útflutningsmagn afurðar þykir úrskurðarnefndinni Hvalur hf. ekki hafa fært fyrir því sannfærandi rök að fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækisins hljóti skaða af, verði almenningi veittur aðgangur að gögnunum. Þá verður ekki séð að það hafi áhrif á viðskiptahagsmuni Hvals hf. að veittar séu upplýsingar um útflutningsmagn. Þótt fallast megi á að rétt geti verið að takmarka aðgang að upplýsingum á grundvelli 9. gr. ef sýnt þykir að birting upplýsinga muni skapa hættu á því að upplýsingar verði nýttar í ólögmætum tilgangi, sbr. 2. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, þá hefur Hvalur hf. að mati úrskurðarnefndarinnar ekki leitt líkur að því að slík hætta sé til staðar. Í því sambandi verður að benda á að réttur almennings til aðgangs að gögnum verður ekki takmarkaður á þeim grundvelli að almenningur kunni að geta nýtt sér upplýsingar til mótmæla og hvetja til sniðgöngu á vörum með vísan til umhverfisverndarsjónarmiða. . Með vísan til framangreinds er það því niðurstaða nefndarinnar að Fiskistofu sé skylt að veita aðgang að leyfisbréfunum að undanskildum upplýsingum um kaupanda vörunnar, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Fiskistofu er skylt að afhenda kæranda, Hvalaskoðunarsamtökum Íslands, CITES-leyfi útgefnum á árinu 2018 vegna útflutnings Hvals hf. á hvalafurðum, að undanskildum upplýsingum um kaupanda vörunnar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson </p> <p> Sigríður Árnadóttir</p> |
852/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019 | Kærð var synjun Flóahrepps á beiðni um aðgang að heildarupphæðum tilboða í efniskaup vegna Flóafjóss. Kæranda var synjað um hluta umbeðinna gagna á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga með vísan til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna tilboðsgjafanna en upplýsingarnar segðu til um einingarverð þeirra. Við meðferð málsins veitti einn tilboðsgjafi samþykki sitt fyrir því að veittur yrði aðgangur að upplýsingum hann og var Flóahreppi því gert að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum. Úrskurðarnefndin staðfesti hins vegar ákvörðun Flóahrepps varðandi upplýsingar um heildarupphæð tilboða annarra tilboðsgjafa með vísan til þess að ekki væri um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna af hálfu stjórnvalda og að hagsmunir tilboðsgjafanna af því að upplýsingar um einingarverð í tilboðum þeirra færu leynt vægju þyngra en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér upplýsingarnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 852/2019 í máli ÚNU 19010002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 1. janúar 2019, kærði A ákvörðun sveitarstjórnar Flóahrepps um synjun beiðni um aðgang að upphæðum tilboða í öll efniskaup vegna Flóaljóss. Með erindi, dags. 29. nóvember 2018, óskaði kærandi eftir því að fá upplýsingar um efniskaup vegna ljósleiðara fyrir Flóaljós, hverjir hefðu gert tilboð í verkið og heildarupphæð hvers tilboðs fyrir sig. Kæranda var synjað um aðgang að upplýsingunum með bréfi, dags. 10. desember 2018, á þeim grundvelli að upplýsingarnar vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi aðila sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Flóahreppi með bréfi, dags. 14. janúar 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn Flóahrepps, dags. 28. janúar 2019, eru veittar upplýsingar um tilboðsgjafa og heildarfjárhæð tilboða flestra þeirra. Kæranda er aftur á móti synjað um aðgang að upplýsingum um heildarfjárhæð fjögurra tilboða. Ákvörðunin er rökstudd þannig að þessir aðilar hafi aðeins gert tilboð í 1-2 efnisliði og því sé um að ræða upplýsingar um einingarverð fyrirtækjanna. Myndi veiting upplýsinganna skaða samkeppnisstöðu þeirra á markaði og þar af leiðandi stríða gegn mikilvægum fjárhags- og viðskiptahagsmunum þeirra. Því væru upplýsingarnar undanþegnar upplýsingarétti almennings með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Með bréfum, dags. 9. og 23. október 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu fyrirtækjanna til þess að veittur yrði aðgangur að upplýsingum um fjárhæð tilboðanna. Með bréfi, dags. 14. október 2019, lýsti Ísloft ehf. því yfir að fyrirtækið samþykkti ekki að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. Í bréfinu segir að fyrirtækið hafi aðeins gert tilboð í einn efnislið og því megi reikna út einingarverð þess. Fyrirtækið líti svo á að einingarverð séu trúnaðarmál milli sín og verkkaupa í verðkönnun af þessu tagi og geri það kröfu um að samkeppnisaðilum verði ekki veittur aðgangur að einingarverðum. Með bréfi, dags. 15. október 2019, veitti Ísrör ehf. samþykki sitt fyrir því að aðgangur yrði veittur að upplýsingum um heildarfjárhæð fyrirtækisins. Með bréfi, dags. 7. nóvember 2019, lýsti Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf. því yfir að fyrirtækið veitti ekki samþykki sitt fyrir afhendingu upplýsinganna. Í bréfinu kemur fram að fyrirtækið hafi gert tilboð í tvo aðskilda efnisliði í tveimur tölvupóstum. Fyrirtækið líti svo á að það hafi gert tvö sjálfstæð tilboð í tvo aðskilda efnisþætti. Fram kemur að fyrirtækið telji að það að opinbera tilboð aðila í einstaka þætti sé einstaklega óheppilegt og að það skaði samkeppni til lengri tíma litið. Það að opinbera tölur fyrirtækisins sé ekkert annað en opinbert skemmdarverk sem muni letja smærri aðila, sérstaklega innlenda framleiðendur í að taka þátt í verðkönnunum sem þessum. Það sé ekki í anda upplýsingalaga að upplýsa um einstaka þætti og bjóða þar með hættunni heim að tilboðsgjöfum verði mismunað. Það gangi jafnframt gegn samkeppnissjónarmiðum. Ekki sé réttmætt að opinbera fjárhæð tilboða fyrirtækisins sem hafi aðeins boðið í fáa efnisliði. Greining á fjárhæð tilboðsins segi til um einingarverð eins liðar sem öllum sé ljóst hver sé á meðan ekki sé hægt að framkvæma slíka greiningu á tilboðum þeirra sem bjóði í alla liði. Með því að krefja fyrirtækið um að upplýsa um tilboðsverð þá sé verið að mismuna tilboðsgjöfum í upplýsingagjöf, þ.e. tilboðsgjafar sitji ekki við sama borð við greiningu á verði. Svar barst ekki frá Durinn ehf. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að heildarfjárhæðum tilboða fjögurra fyrirtækja sem bárust sveitarfélaginu Flóahreppi vegna verðkönnunar um efniskaup til verkefnisins Flóaljóss. Beiðni kæranda er sett fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en sú lagagrein fjallar um aðgang almennings að upplýsingum.<br /> <br /> Ákvörðun sveitarfélagsins um að synja beiðni kæranda er byggð á því að upplýsingarnar gefi til kynna einingarverð fyrirtækjanna á markaði og geti aðgangur að þeim skaðað samkeppnisstöðu þeirra. Þar af leiðandi sé sveitarfélaginu óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“ <br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í athugasemdunum:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Fyrir liggur að Ísrör ehf. veitti samþykki sitt fyrir því að veittur yrði aðgangur að heildarfjárhæðum tilboðs fyrirtækisins. Verður því synjun á aðgangi að þeim upplýsingum ekki byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Ekki liggur fyrir samþykki frá öðrum fyrirtækjum um að heildarfjárhæð þeirra tilboða verði gerð opinber. Þarf því að skera úr um hvort óheimilt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin áréttar að ekki verður dregin almenn ályktun um aðgang almennings að einingarverði í tilboðum útboða eða annarra tilboðsumleitana enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Í fyrri úrskurðum nefndarinnar hafa þátttakendur í útboðum og verðkönnunum verið taldir hafa átt sérstakra hagsmuna að gæta til aðgangs að tilboðum annarra tilboðsgjafa enda hafi þeir ríka hagsmuni af því að geta gengið úr skugga um hvort rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hefur nefndin því fallist á það að aðrir tilboðsgjafar eigi rétt til aðgangs að einingarverðum annarra tilboðsgjafa, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 836/2019 og 620/2016. Við túlkun þess að hvaða leyti ákvæði 9. gr. takmarki rétt almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum sem lúta að samningum opinberra aðila við einkafyrirtæki hefur úrskurðarnefndin einnig í ríkum mæli horft til þess hvort að í slíkum tilvikum sé um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna. <br /> <br /> Í því máli sem hér um ræðir liggur fyrir að kærandi var ekki á meðal tilboðsgjafa og fer því eins og áður segir um rétt hans til aðgangs að upplýsingunum eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Þá liggur einnig fyrir að tilboðum þeirra tilboðsgjafa sem gagnabeiðnin nær til var ekki tekið og opinberum hagsmunum því ekki ráðstafað á grundvelli þeirra.<br /> <br /> Almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberir aðilar standa að verðkönnunum. Á hinn bóginn hafa tilboðsgjafar hagsmuni af því að samkeppnisaðilar fái ekki aðgang að upplýsingum um verðlagningu þeirra á vöru og þjónustu. Í ljósi þess að í máli þessu er ekki um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna af hálfu stjórnvalda er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir þeirra tilboðsgjafa sem um ræðir í þessu máli af því að upplýsingar um einingarverð í tilboðum þeirra fari leynt vegi þyngra heldur en hagsmunir almennings af því að geta kynnt sér upplýsingarnar. Verður því að staðfesta ákvörðun Flóahrepps um synjun á beiðni kæranda. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Flóahreppi er skylt að veita kæranda, A, aðgang að upplýsingum um heildarfjárhæð tilboðs Ísrörs ehf. vegna verðkönnunar Flóahrepps í efniskaup vegna Flóaljóss. <br /> <br /> Að öðru leyti er hin kærða ákvörðun staðfest. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson Sigríður Árnadóttir</p> |
851/2019. Úrskurður frá 4. desember 2019 | Kærð var afgreiðsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á beiðni Hvalaskoðunarsamtaka Íslands um upplýsingar varðandi skýrslu stofnunarinnar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skorti á að stofnunin hafi tekið rökstudda afstöðu til gagnabeiðni kæranda. Hin kærða ákvörðun var því haldin verulegum efnislegum annmörkum. Var því lagt fyrir Hagfræðistofnun að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 4. desember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 851/2019 í máli ÚNU 19040002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. apríl 2019, kærðu Hvalaskoðunarsamtök Íslands afgreiðslutöf Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands vegna beiðni um upplýsingar varðandi skýrslu stofnunarinnar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, frá 16. janúar 2019. <br /> <br /> Með bréfi til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, dags. 22. janúar 2019, óskaði kærandi eftir svörum við tíu tölusettum spurningum varðandi hvalveiðiskýrsluna. Kæranda bárust svör við spurningunum þann 25. janúar 2019. Kærandi gerði athugasemdir við svör Hagfræðistofnunar og sendi stofnuninni, þann 28. janúar, frekari spurningar. Í kæru kemur fram að þeim spurningum hafi Hagfræðistofnun ekki svarað en í kæru óskar kærandi sérstaklega eftir því að stofnunin birti viðmælendalista skýrsluhöfundar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Hagfræðistofnun Háskóla Íslands með bréfi, dags. 2. apríl 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Hagfræðistofnunar, dags. 11. apríl 2019, segir í fyrsta lagi að Hagfræðistofnun sé þjónustustofnun en ekki stjórnvald og falli þannig ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Í öðru lagi segir að spurningum kæranda hafi þegar verið svarað. Kærandi hafi ekki fengið þau svör sem hann vildi og hafi því sent „spurningar við svörum“, sem hafi sumar fremur verið fullyrðingar en spurningar. Í þriðja lagi, varðandi viðmælendalista skýrsluhöfundar, vísar Hagfræðistofnun á nánari umfjöllun um aðferðir við gerð skýrslunnar í greinargerð sem ber heitið „Viðbrögð við athugasemdum við skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða“ sem er aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar. Þar komi fram að rætt hafi verið við starfsmenn sjö hvalaskoðunarfyrirtækja, þar af sex í síma. <br /> <br /> Í umsögn Hagfræðistofnunar er einnig að finna tilvitnaðar upplýsingar frá skýrsluhöfundi þar sem teknar eru saman upplýsingar um þau sex hvalaskoðunarfyrirtæki sem höfundur ræddi við í síma, auk upplýsinga um tímalengd og efni símtalanna. Þá er greint frá öðrum samskiptum skýrsluhöfundar við starfsmenn tveggja tiltekinna hvalaskoðunarfyrirtækja og samskiptum hans við aðra aðila, við gerð skýrslunnar. Greint er frá fundi hans við nafngreindan framkvæmdastjóra fyrirtækis í sjávarútvegi, þá segir að hann hafi „átt samtal við trillusjómann, reyndan leiðsögumann, auðlindahagfræðing, starfsmann seðlabankans [svo] o.fl.“<br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 29. apríl 2019, er farið fram á að spurningum kæranda varðandi forsendur skýrslunnar sé svarað. Kærandi ítrekar kröfu sína um að fá afhentan lista yfir alla þá sem við var rætt við gerð skýrslunnar. Þessu til viðbótar fer kærandi fram á að fá upplýsingar um hvert umræðuefnið var í hverju viðtali. Þá ítrekar kærandi spurningu sína um það hvort við gerð skýrslunnar hafi fyrst og fremst ráðið sjónarmið eigenda hvalveiðifyrirtækja. <br /> <br /> Í athugasemdunum segir kærandi engum blöðum um það að fletta að starfsemi Hagfræðistofnunar falli undir upplýsingalög. Stofnunin hafi reynt að komast undan því að svara einföldum spurningum um skýrslugerðina, nú með því að senda frá sér einhverskonar tímayfirlit yfir símtöl sem eigi að hafa átt sér stað við sex hvalaskoðunarfyrirtæki. Í ljósi þessa tímayfirlits óski kærandi eftir yfirliti frá skýrsluhöfundi um lengd símtala sem og yfirliti yfir fundi hans með nafngreindum forstjóra hvalveiðifyrirtækis sem og umræðuefni símtala þeirra og funda. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslutöf Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands vegna erindis kæranda, dags. 28. janúar 2019, þar sem hann óskaði eftir upplýsingum varðandi gerð skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. <br /> <br /> Í umsögn Hagfræðistofnunar, dags. 11. apríl 2019, er lýst þeirri afstöðu að stofnunin sé ekki stjórnvald og upplýsingalög nái því ekki til stofnunarinnar. Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. gr. til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera með nánar tilgreindum takmörkunum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er starfrækt af Háskóla Ísland, sbr. reglur um Hagfræðistofnun Háskóla Íslands nr. 551/2010. Úrskurðarnefndin hefur í fjölmörgum úrskurðum fjallað um afgreiðslur Háskóla Íslands á upplýsingabeiðnum almennings, þ.á m. stofnana sem starfrækar eru af Háskóla Íslands t.d. úrskurð nr. A-394/2011 vegna Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands og Eddu-öndvegisseturs. Háskóli Íslands er opinber stofnun, sbr. lög um opinbera háskóla nr. 85/2008, og fellur starfsemi Hagfræðistofnunar með vísan til framangreinds undir gildissvið upplýsingalaga. Hagfræðistofnun er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í erindi kæranda til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, dags. 28. janúar 2019, setur kærandi fram ýmsar spurningar til Hagfræðistofnunar, út frá fyrri svörum stofnunarinnar. Fallist er á það með stofnuninni að margar þeirra séu fyrirspurnir eða beiðnir um afstöðu stofnunarinnar í tilteknum málum en ekki beiðnir um aðgang að gögnum í skilningi 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi tekur úrskurðarnefndin fram að skv. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Það fellur því utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að krefja stjórnvöld um efnisleg svör við spurningum. <br /> <br /> Í erindi kæranda er þó einnig að finna fyrirspurnir sem bera það með sér að vera beiðnir um aðgang að gögnum. Á það við um beiðni um upplýsingar um við hvaða opinberu og óopinberu gögn hafi verið stuðst, varðandi mat á kostnaði við hvalveiðar, en stofnunin hafði áður svarað kæranda því að mest hefði verið stuðst við „opinber gögn“ við matið. Einnig á það við um spurningu um það frá hvaða hvalaskoðunarfyrirtæki upplýsingar hafi komið þess efnis að slæmt veður sumarið 2018 hefði haft áhrif á hvalaskoðun, en stofnunin hafði áður svarað kæranda því að þær upplýsingar hefðu verið fengnar frá hvalaskoðunarfyrirtæki. Þá tekur kærandi það skýrt fram að hann óski eftir aðgangi að viðmælendalista skýrsluhöfundar Hagfræðistofnunar. Að öðru leyti verður ekki séð að kærandi óski, með erindi sínu til Hagfræðistofnunar, eftir aðgangi að fyrirliggjandi gögnum og verður þeim hluta kærunnar því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta gagns, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að meta ólíka hagsmuni sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. <br /> <br /> Þegar svo háttar til að beiðni nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 738/2018, 804/2019, 809/2019 og 833/2019. <br /> <br /> Í umsögn Hagfræðistofnunar, dags. 11. apríl 2019, er yfirlit yfir nöfn þeirra fyrirtækja þar sem viðmælendur skýrsluhöfundar störfuðu. Yfirlitið ber með sér að vera ekki tæmandi en í því segir: „Símayfirlit mitt sýnir að ég hafði a.m.k. samband við…“. Þá endar upptalning í lok umsagnarinnar á því að vísa til þess að fleiri samtöl hafi í raun átt sér stað, sbr. ummæli um að skýrsluhöfundur hafi „átt samtal við trillusjómann, reyndan leiðsögumann, auðlindahagfræðing, starfsmann seðlabankans o.fl.“<br /> <br /> Af gögnum málsins verður ekki ráðið að Hagfræðistofnun hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita kæranda aðgang að gögnum með upplýsingum um alla viðmælendur skýrsluhöfundar en stofnunin hefur ekki borið því við að ekki liggi fyrir gögn með upplýsingum um viðmælendur vegna skýrslugerðarinnar. Sama á við um beiðni kæranda um aðgang að opinberum og óopinberum gögnum sem byggt hafi verið á við gerð kostnaðarmats og hvaða hvalaskoðunarfyrirtæki hafi veitt skýrsluhöfundi tilteknar upplýsingar. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Því verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Hagfræðistofnun að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <br /> Það athugast að í athugasemdum kæranda, dags. 29. apríl 2019, við umsögn Hagfræðistofnunar vegna kærunnar, dags. 11. apríl 2019, fer kærandi fram á að fá upplýsingar um hvert umræðuefnið var í hverju viðtali. Þá óskar kærandi eftir yfirliti frá skýrsluhöfundi um lengd símtala sem og yfirliti yfir fundi hans með nafngreindum forstjóra hvalveiðifyrirtækis sem og umræðuefni símtala þeirra og funda. Er hér um að ræða nýjar gagnabeiðnir sem kærandi þarf að beina að stofnuninni. Afgreiðsla hennar á beiðnunum er svo eftir atvikum kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, dags. 28. janúar 2019, að því er varðar lista yfir alla viðmælendur skýrsluhöfundar (sbr. spurningu nr. 1), upplýsingar um opinber og óopinber gögn sem mat á kostnaði við hvalveiðar byggist á (sbr. spurningu nr. 2) og upplýsingar um hvaða hvalaskoðunarfyrirtæki hafi veitt upplýsingar um áhrif veðurs á sókn í hvalaskoðun (sbr. spurningu nr. 10), við gerð skýrslu um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, er vísað til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson <br /> <br /> Elín Ósk Helgadóttir <br /> <br /> Sigríður Árnadóttir<br /> |
850/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019 | Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. á beiðni um upplýsingar um nöfn starfsmanna félagsins og starfssvið þeirra og nöfn umsækjanda um störf hjá félaginu. Beiðni kæranda var synjað með þeim rökum að Herjólfur væri opinbert hlutafélag. Við meðferð málsins var kæranda afhentur listi yfir nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun félagsins að því er varðar umsækjendur um störf enda er lögaðilum í eigu hins opinbera ekki skylt að afhenda slíkar upplýsingar, sbr. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 850/2019 í máli ÚNU 19050009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. maí 2019, kærði A ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. („Herjólfs“) um synjun beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn starfsmanna félagsins og starfssvið þeirra og nöfnum umsækjanda um störfin. Beiðni kæranda var synjað með erindi, dags. 23. apríl 2019, með þeim rökum að Herjólfur sé opinbert hlutafélag.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Herjólfi með bréfi, dags. 14. maí 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs, dags. 19. ágúst 2019, kemur fram að Herjólfur sé opinbert hlutafélag og falli skv. 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga undir gildissvið laganna. Vísað er til þess að í 7. gr. upplýsingalaga sé fjallað um rétt almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem lögin taki til. Þá er vísað til þess að í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segi að réttur til upplýsinga um málefni starfsmanna nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um störf. Þó komi fram í 2. mgr. að varðandi opinbera starfsmenn sé skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um störf þegar umsóknarfrestur sé liðinn. Það ákvæði eigi ekki við um Herjólf enda starfi þar ekki opinberir starfsmenn. Á þeim grundvelli hafni Herjólfur beiðni kæranda um upplýsingar um umsækjendur starfa. Að lokum segir að skv. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga beri að veita almenningi upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra sem starfi hjá aðilum eins og Herjólfs sem séu í meirihlutaeigu opinbers aðila, í samræmi við það muni Herjólfur veita kæranda aðgengi að yfirliti yfir nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra. Meðfylgjandi umsögninni var slíkur listi.<br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. september 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 6. september 2019, ítrekar hann kröfu um afhendingu umbeðinna gagna.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um synjun beiðni kæranda um upplýsingar um nöfn umsækjenda um störf hjá Herjólfi en fyrir liggur að Herjólfur veitti kæranda upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra eftir að kæra barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Upplýsingalög nr. 140/2012 taka skv. 2. mgr. 2. gr. til aðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess sé óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. - 10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er fjallað rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til skv. 2. gr. laganna. Er meginreglan sú að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2.- 4. mgr. 7. gr. koma fram undantekningar frá þessari reglu. Í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga koma fram fimm undantekningar frá meginreglunni þegar um er að ræða opinbera starfsmenn. Kemur þar fram í 2. tölul. að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn. <br /> <br /> Í 4. mgr. 7. gr. er að finna tvær undantekningar frá meginreglunni í tilviki starfsmanna lögaðila sem falla undir upplýsingalög. Segir þar að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið, sbr. 1. tölul. og launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra, sbr. 2. tölul. málsgreinarinnar. Eins og fram kemur í umsögn Herjólfs mun félagið veita kæranda þær upplýsingar og er því ekki um að ræða synjun beiðni um aðgang að gögnum í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er gerður greinarmunur á þeim upplýsingum sem skylt er að veita aðgang að eftir því hvort um sé að ræða opinbera starfsmenn eða starfsmenn lögaðila. Ekki er skylt að veita aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjanda í starf hjá lögaðilum sem falla undir upplýsingalög, öfugt við það sem gildir um umsækjendur í starf hjá hinu opinbera. Því er staðfest ákvörðun Herjólfs um að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra sem sóttu um starf hjá félaginu.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um að synja beiðni kæranda A að því er varðar upplýsingar um umsækjendur um störf hjá félaginu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
849/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019 | Deilt var um synjun Reykjavíkurborgar á beiðni félagasamtaka um aðgang að öllum gögnum varðandi tiltekinn einstakling. Úrskurðarnefndin taldi samþykki viðkomandi einstaklings ekki liggja fyrir og fór því um rétt samtakanna eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin gögnin öll innihalda viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni einstaklingsins sem óheimilt væri að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðun Reykjavíkurborgar því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 849/2019 í máli ÚNU 19040008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. apríl 2019, kærði A, f.h. Kærleikssamtakanna, ákvörðun þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness sem starfrækt er af Reykjavíkurborg um synjun beiðni um aðgang að gögnum um B. Málavextir eru þeir að með erindi, dags. 14. desember 2018, óskaði kærandi eftir afritum af öllum gögnum um B í umboði hans. Með bréfi, dags. 22. mars 2019, svaraði þjónustumiðstöðin því að gögnin væru tilbúin til afhendingar fyrir B. Kæranda var hins vegar synjað um aðgang að gögnunum með bréfi, dags. 27. mars 2019, með þeim rökum að þjónustumiðstöðin væri með skriflega beiðni frá B um að gögnin yrðu ekki afhent Kærleikssamtökunum og að afritunum yrði eytt. <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að Kærleikssamtökin séu með samkomulag við B um að afla gagna um hann fyrir hans hönd. Séu samtökin með skriflegt umboð þess efnis. Þjónustumiðstöðin hafi ekki rétt til þess að skipta sér að samkomulagi kæranda og B. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, dags. 15. apríl 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn þjónustumiðstöðvarinnar, dags. 29. apríl 2019, segir að B hafi óskað eftir afritum af öllum gögnum um sig með bréfi, dags. 14. desember 2018 og stöðluðu eyðublaði 19. desember 2019. Hafi þjónustumiðstöðin í kjölfarið tekið saman öll gögn um B. Hafi Kærleikssamtökin verið látin vita að samantektinni væri lokið þann 13. mars 2019 og þau beðin um að koma gögnunum til B. Um miðjan mars hafi A komið í móttöku þjónustumiðstöðvarinnar með undirritað umboð til að fá gögnin afhent. Hafi starfsmaður þjónustumiðstöðvarinnar sagst þurfa að kanna réttmæti umboðsins. Þann 26. mars 2019 hafi vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar náð tali af B þar sem hann óskaði skriflega eftir því að afritum af gögnunum yrði fargað. Hann hafi því hvorki óskað eftir því að fá gögnin sjálfur né að þau yrðu afhent Kærleikssamtökunum. Því hafi gögnin ekki verið afhent samtökunum. Meðfylgjandi er bréf, dags. 26. mars 2019, þar sem B skrifar undir yfirlýsingu um að hann óski þess að gögnunum verði fargað. Þá fylgir yfirlit yfir afrit af gögnum frá þjónustumiðstöðinni er varða B. <br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. maí 2019, kemur m.a. fram að kærandi telji upplýsingar í umsögninni vera villandi. Bent er á að í yfirlýsingu B um að gögnum verði fargað komi ekki fram til hvaða gagna yfirlýsingin nái. Geti verið um að ræða önnur gögn en þau sem umboðið nái til. Þá sé ekki hægt að sjá hverjir votti undirskrift B. Auk þess telur kærandi að undirskrift B hafi verið fölsuð. <br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslum þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness um B. Kærandi segist hafa beiðst gagnanna í umboði B og liggur fyrir beiðni, dags. 14. desember 2018, um afrit af öllum gögnum varðandi B sem undirrituð er af honum. Er kærandi tilgreindur sem tengiliður. Í málinu liggur einnig fyrir yfirlýsing, dags. 26. mars 2019, undirrituð með nafni B, þess efnis að hann óski þess að þjónustumiðstöðin fargi afritum af umbeðnum gögnum Yfirlýsingin er vottuð með undirskrift tveggja einstaklinga.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að líta svo á að kærandi hafi ekki fullgilt umboð til að afla gagnanna fyrir hönd B og fyrir liggur að hann hefur skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að hann óski eftir því að þjónustumiðstöðin fargi afritum af umbeðnum gögnum. Samkvæmt þessu verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir: <br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Enn fremur er tiltekið í greinargerðinni:<br /> <br /> „Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“<br /> <br /> Eins og fyrr segir verður við það miðað að kærandi hafi ekki samþykki þess sem upplýsingarnar varða til þess að veittur verði aðgangur að þeim. Verður því að taka afstöðu til þess hvort í þeim séu upplýsingar um einkahagsmuni sem óheimilt er að veita aðgang að. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau gögn sem afhent voru nefndinni. Í þeim koma fram upplýsingar sem ótvírætt teljast viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi 3. tölul. 3. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónupplýsinga nr. 90/2018 og sem óheimilt er að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Vegna eðlis gagnanna er heldur ekki unnt að veita aðgang að gögnunum að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi verður staðfest sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða B.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags 27. mars 2019, um að synja beiðni kæranda A, f.h. Kærleikssamtakanna, um aðgang að gögnum í vörslum þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness er varða B. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
848/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019 | Kærð var synjun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ofh. á beiðni um aðgang að samningi sem félagið gerði við einkaaðila um gerð nýrrar heimasíðu fyrir Herjólf. Beiðninni var synjað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga með vísan til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna fyrirtækisins sem samið var við. Úrskurðarnefndin fór yfir samninginn og taldi ákvæði upplýsingalaga ekki standa aðgengi í vegi. Var því lagt fyrir Herjólf að veita kæranda aðgang að samningnum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 848/2019 í máli ÚNU 19030006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. febrúar 2019, kærði A ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. (hér eftir „Herjólfs“) um synjun beiðni kæranda um aðgang að samningi sem félagið gerði við Kosmos og Kaos ehf. þann 15. nóvember 2018 um gerð heimasíðu.<br /> <br /> Með erindi til Herjólfs, dags. 8. janúar 2019, óskaði kærandi eftir aðgangi að fyrrnefndum samningi. Með bréfi, dags. 20. febrúar 2019, var erindi kæranda svarað og honum synjað um aðgang að samningnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, með vísan til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna Kosmos og Kaos ehf. Í bréfinu upplýsir Herjólfur kæranda um að óskað hafi verið eftir tilboði fjögurra aðila í vefsíðugerð fyrir félagið og að þrír þeirra hafi kynnt tilboð fyrir Herjólfi. Val á tilboðsgjafa hafi ráðist af vefumhverfi annars vegar og áreiðanleika tilboðsgjafa hins vegar. Kosmos og Kaos ehf. hafi orðið fyrir valinu m.a. vegna þess að fyrirtækið átti lægsta tilboðið. Þá kom einnig fram að ástæða afgreiðsludráttar á beiðni kæranda sé sú að heimilisfang starfsaðstöðu og heimilisfang félagsins væri ekki hið sama en kærandi hafði sent bréf á heimilisfang félagsins.<br /> <br /> Í kæru fer kærandi fram á að Herjólfi verði gert skylt að afhenda umbeðinn samning auk þess sem hann óskar eftir að úrskurðarnefndin taki afstöðu til skýringa Herjólfs um ástæðu þess að seinkun varð á svari félagsins til kæranda. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 13. mars 2019, var kæran kynnt kærða og honum veittur kostur á að skila umsögn vegna hennar og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af samningnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Í umsögn Herjólfs, dags. 22. mars 2019, kemur fram að félagið telji sér ekki skylt að veita aðgang að samningnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga en í samningnum komi fram upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðsemjandans, Kosmos og Kaos ehf. Í umsögn Herjólfs kom ekki fram hvort leitað hefði verið eftir samþykki Kosmos og Kaos ehf. fyrir afhendingu gagnanna en Herjólfur afhenti úrskurðarnefndinni í trúnaði afrit af umræddum samningi. <br /> <br /> Umsögn Herjólfs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. júlí 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 7. ágúst 2019, kemur fram ítrekun á því að veittur verði aðgangur að umbeðnum samningi.<br /> <br /> Þann 19. ágúst 2018 barst úrskurðarnefndinni bréf frá lögmannsstofu f.h. Herjólfs. Þar kemur fram að Herjólfur telji sér ekki heimilt að afhenda umbeðinn samning með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Tekið er fram að ekki sé um að ræða eiginlegan samning heldur tilboð eða kostnaðaráætlun en að samningssamband aðila byggi þó á skjalinu. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. október 2019, upplýsti úrskurðarnefndin Kosmos og Kaos ehf. um efni kærunnar og óskaði eftir afstöðu fyrirtækisins til þess að veittur yrði aðgangur að samningnum. Engar athugasemdir bárust frá Kosmos og Kaos ehf. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu reynir á rétt kæranda til aðgangs að samningi sem Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. gerði við fyrirtækið Kosmos og Kaos ehf. um gerð nýrrar vefsíðu. <br /> <br /> Synjun Herjólfs er byggð á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Þarf því að taka til athugunar hvort hagsmunir Kosmos og Kaos ehf. standi í vegi fyrir því að samningurinn verði gerður opinber. <br /> <br /> Í athugasemdum um 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að ákvæði 9. gr. feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.<br /> <br /> Í athugasemdunum segir enn fremur um 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur fengið afrit af samningi Herjólfs og Kosmos og Kaos ehf. og metið efni hans. Í honum má finna tilboð í vefsíðugerð og kostnaðaráætlun vegna vinnunnar, þar er að finna stutta og almenna lýsingu á verkinu, upplýsingar um tímagjald og afsláttarkjör auk áætlaðs fjölda vinnustunda fyrir hvern verkþátt. <br /> <br /> Fyrir liggur að upplýsingar um greiðslur samkvæmt samningum eru upplýsingar um fjárhagsmálefni samningsaðila. Í því felst þó ekki að sjálfkrafa sé rétt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að halda upplýsingunum leyndum. Til þess er að líta að upplýsingar um greiðslur vegna kaupa opinbers félags á þjónustu varða með beinum hætti ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingunum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi samningsaðila tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald opinberra aðila til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fallist á að þær upplýsingar sem fram koma í samningi Herjólfs við Kosmos og Kaos ehf. um gerð nýrrar vefsíðu séu þess eðlis að 9. gr. upplýsingalaga komi í veg fyrir aðgang kæranda að þeim enda eru þær ekki til þess fallnar að valda Kosmos og Kaos tjóni verði þær gerðar opinberar. Þá hefur almenningur hagsmuni af því að geta kynnt sér rekstur félaga í meirihlutaeigu hins opinbera. Með vísan til framangreinds verður Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. gert að veita kæranda aðgang að samningnum líkt og frá greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Það athugast að í kæru óskar kærandi þess að úrskurðarnefndin leggi mat á rök Herjólfs fyrir því að dregist hafi að svara beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Nefndin telur ekki annað séð en að Herjólfur hafi afgreitt beiðnina eins fljótt og auðið var og upplýst kæranda um ástæðu tafarinnar. Nefndin beinir því hins vegar til félagsins að gæta framvegis að þeim tímafrestum sem málshraðaregla 17. gr. upplýsingalaga hefur að geyma en samkvæmt ákvæðinu skal skýra aðila frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. ber að veita kæranda, A, aðgang að samningi Kosmos og Kaos ehf. og Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., dags. 15. nóvember 2018, um gerð nýrrar vefsíðu fyrir Herjólf. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
847/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019 | Kærð var synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni blaðamanns um gögn varðandi samningaviðræður ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi um yfirtöku reksturs sjúkrabifreiða. Beiðninni var synjað á grundvelli þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og að samningsumleitanir aðila væru enn yfirstandandi. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að um vinnugögn væri að ræða enda hefðu gögnin þegar verið send utanaðkomandi aðila. Þá taldi nefndin ekki að önnur undanþáguákvæði upplýsingalaga ættu við. Var heilbrigðisráðuneytinu gert að afhenda gögnin. | <span></span> <h1>Úrskurður</h1> <span>Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 847/2019 í máli ÚNU 19020012. <br /> </span> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <span>Með erindi, dags. 18. febrúar 2019, kærði A, fréttamaður, ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um gögn varðandi samningaviðræður ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi um yfirtöku reksturs sjúkrabifreiða.<br /> <br /> Með tölvupósti til heilbrigðisráðuneytisins, dags. 12. febrúar 2019, óskaði kærandi eftir afritum af öllum tölvupóstsamskiptum á milli heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) varðandi yfirtöku ríkisins á rekstri sjúkrabifreiða og skýrslu sem Capacent útbjó vegna málsins. Kærandi byggði beiðni sína á 5. gr. og 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og óskaði eftir rökstuðningi, yrði beiðninni synjað. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 18. febrúar 2019, synjaði heilbrigðisráðuneytið beiðni kæranda á grundvelli þess að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Í bréfinu kom fram að samningsumleitanir væru enn yfirstandandi og að umbeðin skýrsla Capacent hafi verið útbúin samkvæmt sameiginlegri beiðni aðila með það að markmiði að finna grundvöll fyrir lokauppgjör.<br /> </span> <h2>Málsmeðferð</h2> <span>Kæran var kynnt heilbrigðisráðuneytinu með bréfi, dags. 20. febrúar 2019, og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 8. mars 2019, kemur fram að beiðni kæranda hafi verið synjað „að svo stöddu“ á grundvelli þess að um vinnugögn væri að ræða í skilningi upplýsingalaga. Þá bendir ráðuneytið á að samningaviðræður við RKÍ hafi staðið lengi yfir, án niðurstöðu, en að viðfangsefni þeirra varði mikilvæga hagsmuni, bæði fjárhagslega hagsmuni ríkisins og almannahagsmuni, m.t.t. þess að um sé að ræða öryggi sjúkraflutninga í landinu. Málið sé á viðkvæmu stigi og opinber umfjöllun um það geti haft neikvæð áhrif á gang viðræðnanna. Því komi afhending gagnanna ekki til greina á meðan þær standi yfir. <br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. mars 2019, kemur fram að ráðuneytið hafi undanfarna mánuði upplýst kæranda um gang viðræðnanna auk þess sem ítarlega hafi verið fjallað um málið í fjölmiðlum og fréttatilkynningum undanfarin ár. Máli sínu til stuðnings lét kærandi fylgja eldri tölvupósta frá ráðuneytinu þar sem honum voru veittar ýmsar upplýsingar um rekstur sjúkrabíla á Íslandi og upplýsingar úr ársreikningi sjúkrabílasjóðs. Auk þess heldur kærandi því fram að málsaðilar hafi ákveðið að ræða málið ekki frekar opinberlega eftir að farið var að spyrja ákveðinna spurninga og óska eftir frekari gögnum og skýrslunni sem unnin var af Capacent.<br /> <br /> Kærandi sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál annað erindi, dags. 20. mars 2019, þar sem hann gerir athugasemdir við umsögn ráðuneytisins. Þar bregst kærandi við þeim röksemdum ráðuneytisins að gögnin varði mikilvæga almannahagsmuni, vegna þess að upplýsingar í þeim varði öryggi sjúkraflutninga, en kærandi telur það einmitt sterk rök fyrir rétti almennings til að fá aðgang að gögnunum. Markmið upplýsingalaga sé að tryggja gegnsæja stjórnsýslu, meðal annars til að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings með stjórnvöldum. Þá vísar kærandi til þess að skýrsla Capacent sé í höndum bæði ráðuneytisins og Rauða krossins. Um sé að ræða fyrirliggjandi gagn í skilningi 5. greinar upplýsingalaga. Ekki verði séð að nokkrar af þeim takmörkunum sem getið sé í greinum 6 – 10 eigi við. Skýrslan sé fullunnin, í höndum beggja aðila og vandséð hvernig hægt sé að undanskilja hana upplýsingalögum sem vinnugagn. Máli sínu til stuðnings vísar kærandi í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum kæranda segir enn fremur að ráða megi af bréfi ráðuneytisins að það telji að verði skýrslan birt geti það haft neikvæð áhrif á samningaviðræður sem séu á viðkvæmu stigi. Tilgangur upplýsingalaga sé einmitt að koma í veg fyrir að sú leyndarhyggja sem bréf ráðuneytisins beri vott um ráði ríkjum í íslenskri stjórnsýslu. Kærandi ítrekar jafnframt ósk sína um að fá tafarlaust aðgang að skýrslu Capacent og umbeðin tölvupóstssamskipti. <br /> <br /> Þann 11. júlí 2019 birtist frétt á vef Stjórnarráðsins um að samningur ráðuneytisins við RKÍ um rekstur á sjúkrabifreiðum hefði verið framlengdur til ársloka 2022. Því hafi ráðuneytið ekki yfirtekið reksturinn líkt og til stóð. Með tölvupósti til ráðuneytisins, dags. 22. júlí 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um það hvort ráðuneytið hygðist afhenda kæranda umbeðin gögn í ljósi hins nýja samkomulags. <br /> <br /> Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn nefndarinnar, dags. 25. júlí 2019, kemur fram að enn séu miklir hagsmunir í húfi og gæti þeim verið stefnt í hættu með afhendingu gagna um ágreininginn sem ýtt hafi verið til hliðar með samkomulaginu 11. júlí. Vísar ráðuneytið þar hvoru tveggja til útboðs á sjúkrabílum og stefnumótunarvinnu sem framundan sé um fyrirkomulag sjúkraflutninga.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. október 2019, upplýsti úrskurðarnefndin Rauða krossinn á Íslandi um efni kærunnar og óskaði eftir afstöðu félagsins til þess að veittur yrði aðgangur að umræddum gögnum. Engar athugasemdir bárust frá Rauða krossinum.<br /> </span> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <span>Í málinu er deilt um aðgang að skýrslu og tölvupóstsamskiptum sem varða samningaviðræður heilbrigðisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) um rekstur sjúkrabifreiða. Ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum byggist í fyrsta lagi á því að um sé að ræða vinnugögn sem undanskilin séu upplýsingarétti kæranda á grundvelli 5. tölul. 6 gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og í öðru lagi á því að mikilvægir almanna- og fjárhagslegir hagsmunir komi í veg fyrir afhendingu þeirra. <br /> <br /> Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012 kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur til vinnugagna. <br /> <br /> Þau gögn sem hér er deilt um eru tölvupóstsamskipti á milli heilbrigðisráðuneytisins, Rauða krossins á Íslandi og ráðgjafafyrirtækisins Capacent ehf., ásamt skýrslu sem Capacent útbjó vegna málsins fyrir heilbrigðisráðuneytið og Rauða krossinn á Íslandi. Gögnin eru þar af leiðandi öll því marki brennd að hafa verið send utanaðkomandi aðilum eða útbúin af utanaðkomandi aðilum og geta þau af þeirri ástæðu ekki talist vera vinnugögn samkvæmt 8. gr. upplýsingalaga. Verður því synjun beiðni um aðgang að gögnunum ekki byggð á 5. tölul. 6. gr. laganna. <br /> </span> <h2>2.</h2> <span>Í öðru lagi vísar heilbrigðisráðuneytið til þess að umbeðin gögn varði viðkvæmar samningaviðræður og verði þau gerð opinber geti það stefnt mikilvægum fjárhagslegum hagsmunum í hættu. Ekki er vísað til tiltekins ákvæðis upplýsingalaga þessu til stuðnings. Við mat á efni skýrslunnar hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál litið til ákvæða 10. gr. upplýsingalaga, einkum 3. töluliðs greinarinnar, þar sem heimilað er að takmarka aðgang að upplýsingum um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Eins og fram kemur í athugasemdum við ákvæðið verða aðeins upplýsingar sem varða mikilvæga hagsmuni ríkisins eins og t.d. fjármálastöðugleika felldar undir ákvæðið og gerð er krafa um að birting upplýsinganna gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. Þá er um að ræða undanþágureglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngri lögskýringu. Að mati úrskurðarnefndar eru þeir efnahagslegu hagsmunir sem felast í samningaviðræðum ráðuneytisins við RKÍ ekki nægilega veigamiklir til þess að upplýsingarnar verði felldar undir ákvæði 3. tölul. 10. gr. enda er vandséð að afhending gagnanna valdi efnahagi ríkisins skaða. <br /> <br /> Ráðuneytið vísar einnig til þess að birting umbeðinna gagna geti skaðað almannahagsmuni, þar sem málið snúist um „örugga sjúkraflutninga með sjúkrabílum um land allt.“ Við mat á því hvort rétt sé að undanskilja gögnin upplýsingarétti almennings hefur úrskurðarnefndin litið til þess hvort upplýsingarnar varði þá hagsmuni sem nefndir eru í 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu er fjallað um takmarkanir á upplýsingarétti ef mikilvægir almannahagsmunir krefjast og viðkomandi gögn geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Að mati nefndarinnar er vandséð að aðgangur að upplýsingum í gögnunum geti á einhvern hátt stofnað sjúkraflutningum eða öryggi ríkisins í hættu í skilningi 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá verða upplýsingarnar ekki felldar undir aðra töluliði 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Við mat á efni gagnanna leit úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig til 9. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Eins og fram kemur í athugasemdum við ákvæðið er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum. <br /> <br /> Í þessu tilviki er um að ræða gögn sem varða ráðstöfun opinbers fjár. Þá verður að líta til þess að þann 11. júlí 2019 birtist frétt á vef Stjórnarráðsins um að samningur ráðuneytisins við RKÍ um rekstur á sjúkrabifreiðum hefði verið framlengdur til ársloka 2022. Þannig standa samningaviðræður ráðuneytisins og RKÍ ekki lengur yfir, að því er virðist, og fjárhagslegir hagsmunir viðsemjanda af því að gögnunum sé haldið leyndum því takmarkaðir. Hvorki í skýrslu Capacent né í umbeðnum tölvupóstssamskiptum koma fram viðkvæmar upplýsingar um fjárhagsmálefni Rauða krossins á Íslandi sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 2. tölul. 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til alls framangreinds verður heilbrigðisráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum líkt og greinir í úrskurðarorði.<br /> </span> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Heilbrigðisráðuneytinu ber að veita kæranda, A, aðgang að tölvupóstsamskiptum ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi vegna viðræðna um rekstur sjúkraflutningabifreiða og skýrslu Capacent um sama efni.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> <p>Friðgeir Björnsson</p> <div> </div> |
846/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019 | Deilt var um afgreiðslu Íslandspósts ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að fundargerðum stjórnar Íslandspósts. Fundargerðirnar voru afhentar kæranda en hluti upplýsinganna sem þar komu fram höfðu verið afmáðar úr fundargerðunum með vísan til þess að um væru að ræða trúnaðarupplýsingar og þess að birting upplýsinganna myndi skaða fjárhags- og viðskiptahagsmuni Íslandspósts, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði mat á fundargerðirnar og taldi stærstan hluta þeirra upplýsinga sem afmáðar höfðu verið ekki falla undir undanþáguákvæði upplýsingalaga. Íslandspósti var því gert að veita kæranda aðgang að þeim. Ákvörðun Íslandspósts um að synja kæranda um aðgang að átján atriðum var hins vegar staðfest. | <span></span> <h1>Úrskurður</h1> <span>Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 846/2019 í máli ÚNU 19010017. <br /> </span> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <span>Með erindi, dags. 29. janúar 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Íslandspósts ohf. (ÍSP) um að synja honum um að aðgang að upplýsingum sem afmáðar voru úr fundargerðum stjórnar Íslandspósts frá árinu 2013 til og með 2018.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi lagt fram beiðni um fundargerðir stjórnar Íslandspósts þann 4. desember 2018 og að félagið hafi afhent þær 25. janúar 2019. Félagið hafi þó afmáð upplýsingar í fundargerðunum með vísan til trúnaðar. Kærandi telur að samræmis hafi ekki verið gætt varðandi hvaða upplýsingar voru afmáðar. <br /> </span> <h2>Málsmeðferð</h2> <span>Kæran var kynnt Íslandspósti með bréfi, dags. 1. febrúar 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn vegna hennar. Jafnframt var þess óskað að ÍSP afhenti úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Íslandspóstur óskaði þess að frestur til skila á umsögn yrði framlengdur til 20. febrúar og var fresturinn veittur. <br /> <br /> Í umsögn Íslandspósts, dags. 20. febrúar 2019, er þess krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti synjun félagsins enda sé um að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu ÍSP. Einnig sé um að ræða mikilvægar fjárhags- og viðskiptaupplýsingar sem félaginu sé hvorki heimilt né skylt að veita aðgang að, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Umsögn Íslandspósts var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. febrúar 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum vegna hennar. Í athugasemdum sínum, dags. 22. febrúar, dregur kærandi í efa að hluti hinna afmáðu upplýsinga falli undir 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Hann ítrekar að ekki sé innbyrðis samræmi á milli þeirra atriða sem eru afmáð í fundargerðunum og nefnir sem dæmi að misjafnt sé hvort nöfn þeirra sem taka til máls á fundunum sé afmáð eða ekki. Kærandi gerir einnig athugasemd við það að ÍSP hafi óskað eftir framlengdum fresti til þess að skila umsögn vegna kærunnar í ljósi þess að umsögnin hafi verið hálf blaðsíða að lengd.<br /> </span> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <span>Í málinu er deilt um aðgang kæranda að upplýsingum sem afmáðar voru úr fundargerðum stjórnar Íslandspósts, frá árinu 2013 til og með 2018, sem kæranda var að öðru leyti veittur aðgangur að. Íslandspóstur er opinbert hlutafélag og fellur því undir gildissvið upplýsingalaga samkvæmt 2. mgr. 2. gr. Félagið starfar bæði á samkeppnismarkaði og á einkaréttarlegum grundvelli en það veitir alþjónustu samkvæmt lögum um póstþjónustu nr. 19/2002. <br /> <br /> Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna. <br /> <br /> Íslandspóstur heldur því fram að þær upplýsingar sem afmáðar voru úr fundargerðunum séu viðkvæmar og varði rekstrar- og samkeppnisstöðu Íslandspósts. Félaginu sé því ekki skylt að veita aðgang að upplýsingunum, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, en þar segir:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá segir í athugasemdunum: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Eins og sjá má á framangreindu er 9. gr. upplýsingalaga ætlað að standa vörð um mikilvæga og viðkvæma viðskipta- og einkahagsmuni. Að því er varðar fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila er sérstök áhersla lögð á rétt almennings til upplýsinga um ráðstöfun opinberra fjármuna. Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga verður að hafa í huga að lögin gera ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. <br /> <br /> Við framkvæmd slíks mats verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur undir höndum afrit af fundargerðum stjórnar Íslandspósts, bæði afrit þar sem trúnaðarupplýsingar hafa verið afmáðar og afrit af fundargerðum í upprunalegri útgáfu. Nefndin hefur tekið til skoðunar þau atriði sem afmáð voru með tilliti til þess hvort þær upplýsingar sem þar koma fram verði undanþegnar upplýsingarétti almennings. <br /> <br /> Við matið var horft til þess hvort og hversu mikið tjón gæti hlotist af opinberun upplýsinganna, þá var horft til eðlis upplýsinganna, aldurs þeirra og hvaða þýðingu þær hefðu fyrir ÍSP. Einnig hvort vægi þyngra, hagsmunir ÍSP af því að upplýsingunum yrði haldið leyndum eða hagsmunir almennings af því aðgangur yrði veittur að þeim en þar skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti upplýsingarnar lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna. Þá var horft til þess hvort upplýsingarnar vörðuðu hagsmuni þriðju aðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga Þar sem ÍSP er opinbert félag sem starfar að hluta á samkeppnismarkaði var einnig horft til þess hvort upplýsingarnar tengdust beint samkeppnisrekstri félagsins, sbr. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, og hvort samkeppnislegir hagsmunir ÍSP af því að upplýsingarnar færu leynt væru það verulegir að rétt væri að þeir gengu framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum skv. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að verndarhagsmunir 2. málsl. 9. gr. eru fyrst og fremst fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila sem komið er á fót á einkaréttarlegum grunni en 4. tölul. 10. gr. verndar fjárhagslega hagsmuni fyrirtækja í opinberri eigu að því leyti sem þau eru í samkeppnisstöðu. Með hliðsjón af þessu var leyst úr því hvort mikilvægir virkir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir annarra fyrirtækja og lögaðila en Íslandspósts stæðu í vegi fyrir því að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingum í fundargerðunum. <br /> </span> <h2>2.</h2> <p>Í mörgum af fundargerðum stjórnar Íslandspósts er fjallað um viðskipti eða samskipti Íslandspósts við þriðju aðila. Eins og áður segir þarf að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort um sé að ræða upplýsingar sem undanþegnar séu upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr., t.d. er yfirleitt ekki nægjanlegt að nafn fyrirtækis sé nefnt heldur þarf meira til að koma. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál varða tíu atriði, sem afmáð voru í fundargerðunum, svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmunir þriðja aðila að heimilt sé að afmá þær á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Þar að auki eru í einu tilviki afmáðar upplýsingar um skoðanaskipti á milli stjórnarmanna sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Aðrar afmáðar upplýsingar en þær sem fram koma á eftirfarandi lista telur úrskurðarnefndin að Íslandspósti hafi verið óheimilt að afmá á grundvelli 9. gr., ýmist vegna þess að upplýsingarnar eru alfarið almenns eðlis eða of gamlar til þess að afhending þeirra hafi raunveruleg áhrif á viðskiptahagsmuni þriðja aðila. <br /> <br /> Í töflu þessari má finna þau atriði sem úrskurðarnefnd telur heimilt að afmá úr fundargerðunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. númer þeirra fundargerða þar sem upplýsingarnar koma fram, undir hvaða tölulið í fundargerðinni upplýsingarnar eru, hvert efni þeirra er og athugasemdir þar sem við á.</p> <table style="width: 583px; height: 165px;"> <tbody> <tr> <td>Nr. fundar</td> <td> Tölul. </td> <td> Efni</td> <td> Athugasemd</td> </tr> <tr> <td>10/2013</td> <td> 5.1</td> <td>Kaup Samskipta á Zenter </td> <td> </td> </tr> <tr> <td>12/2013</td> <td> 9.2</td> <td>Umboð vegna hluthafafunda</td> <td>9. gr. upplýsingalaga á eingöngu við um 2. efnisgrein<br /> </td> </tr> <tr> <td>9/2016<br /> </td> <td> 7.3</td> <td>Western Union<br /> </td> <td> </td> </tr> <tr> <td>6/2017</td> <td> 7 </td> <td>Western Union </td> <td><br /> </td> </tr> <tr> <td>9/2013</td> <td> 6 </td> <td>Mappan </td> <td>9. gr. upplýsingalaga á eingöngu við um 3. efnisgrein<br /> </td> </tr> <tr> <td>5/2016</td> <td> 4</td> <td>Útkeyrsludeild </td> <td> </td> </tr> <tr> <td>9/2017</td> <td> 12.2 </td> <td>Rekstur Samskipta</td> <td> </td> </tr> <tr> <td>9/2017 </td> <td> 11</td> <td>Umsögn ÍSP um drög að frumvarpi til póstlaga </td> <td> </td> </tr> <tr> <td>10/2017</td> <td> 6 </td> <td>Rekstur Samskipta </td> <td> </td> </tr> </tbody> </table> <h2>3.</h2> <span>Við úrlausn málsins hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig litið til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum ef mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurðar nr. 764/2018 frá 7. desember 2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011. Aðstaða stjórnvalds sem byggir á undanþágu 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er að þessu leyti ólík stöðu þeirra lögaðila sem njóta undanþágu frá upplýsingalögum á grundvelli 3. mgr. 2. gr. laganna vegna samkeppnisrekstrar. Þeir lögaðilar sem falla undir 3. mgr. 2. gr. þurfa ekki að sýna fram á tengsl umbeðinna gagna við samkeppnishagsmuni heldur eru þeir að öllu leyti færðir undan gildissviði upplýsingalaga. Undanþága 4. tölul. 10. gr., sem hér er byggt á, lýtur hins vegar aðeins að þeim gögnum í fórum stjórnvalds sem tengist þeim samkeppnisrekstri sem um ræðir.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þær upplýsingar sem afmáðar voru úr fundargerðunum með tilliti til þess hvort heimilt sé að undanþiggja þær með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í langflestum fundargerðanna er dagskrárliður undir heitinu „rekstraryfirlit“ þar sem stjórnin er upplýst um það hversu vel rekstraráætlanir undanfarandi mánaðar eða mánaða hafi staðist. Félagið afmáði þessar upplýsingar í öllum tilfellum áður en það veitti kæranda afrit af fundargerðunum. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þessar upplýsingar geti ekki fallið undir undanþáguákvæði 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Horfir nefndin í því sambandi einkum til aldurs upplýsinganna og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um rekstur félagsins í útgefum ársreikningum. <br /> <br /> Ákveðins ósamræmis gætir í útstrikunum Íslandspósts, í nokkrum tilvikum höfðu fullkomlega sambærilegar upplýsingar í fundargerðunum ýmist verið birtar eða afmáðar, án þess að fram kæmi nokkur rökstuðningur fyrir misræminu. Þetta á til að mynda við um umfjöllun um rekstur dótturfélaga Íslandspósts en í fundargerð nr. 2/2013, undir tölulið 5, eru birtar upplýsingar um afkomu félaga í eigu Íslandspósts árið 2012. Víða annars staðar eru slíkar upplýsingar afmáðar, t.d. í fundargerðum nr. 1/2014 og 10/2014. Í slíkum tilvikum getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að heimilt sé að afmá upplýsingarnar úr fundargerðunum.<br /> <br /> Í nokkrum fundargerðum er að finna umfjöllun um mál sem voru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu. Í flestum tilvikum er um að ræða almenna umfjöllun um mál sem þegar er lokið en í einu tilviki er um nánari og viðkvæmari umfjöllun að ræða. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur slíka umfjöllun heyra undir undanþáguákvæði 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst á að birting eftirfarandi upplýsinga geti skaðað samkeppnisstöðu Íslandspósts. Því sé heimilt að afmá þau úr fundargerðunum á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </span> <table style="width: 617px; height: 173px;"> <tbody> <tr> <td>Nr. fundar</td> <td> Tölul.</td> <td> Efni</td> <td> Athugasemd </td> </tr> <tr> <td>1/2014</td> <td>12.1 </td> <td>Samningur við iKort </td> <td> </td> </tr> <tr> <td>6/2014</td> <td>4</td> <td>Mál til umfjöllunar hjá SEL</td> <td> </td> </tr> <tr> <td>4/2016</td> <td>3 </td> <td>Markaðsmál </td> <td> </td> </tr> <tr> <td>9/2016</td> <td>2 </td> <td>Óðinn verkefni </td> <td> </td> </tr> <tr> <td>7/2017</td> <td>4 </td> <td>Afhending á höfuðborgarsvæði </td> <td> </td> </tr> <tr> <td>8/2017</td> <td>8.1</td> <td>Samstarf um magnflutninga frá Kína </td> <td> </td> </tr> <tr> <td>13/2017</td> <td>10.1</td> <td>Yfirtaka FedEx á TNT </td> <td> </td> </tr> <tr> <td>13/2018</td> <td>6 </td> <td>Fjárhagsáætlun 2019 </td> <td>4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga á eingöngu við um 3. efnisgrein.<br /> </td> </tr> <tr> <td>9/2013</td> <td>6 </td> <td>Mappan </td> <td>4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga á eingöngu við um 4. efnisgrein.<br /> </td> </tr> <tr> <td>5/2016</td> <td>4 </td> <td>Útkeyrsludeild </td> <td> </td> </tr> </tbody> </table> <span><br /> </span> <h2>4.</h2> <span>Að lokum kom til skoðunar hvort upplýsingar í fundargerðum Íslandspósts vörðuðu málefni starfsmanna. Í 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga er að finna afmörkun á þeim upplýsingum sem skylt er að veita um málefni starfsmanna lögaðila sem falla undir gildissvið upplýsingalaga. Þar segir að aðilum sé aðeins skylt að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið þeirra, sem og launakjör æðstu stjórnenda og menntun þeirra. <br /> <br /> Í fundargerð nr. 9/2015, undir tölulið 11.2, var afmáð umfjöllun um þjófnað á starfsstöð Íslandspósts. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál koma þar fram upplýsingar sem varða málefni starfsmanna Íslandspósts og heimilt er að halda leyndum á grundvelli 7. gr. Það á þó eingöngu við um þær upplýsingar sem snúa að starfsmönnum og staðsetningu starfsstöðvarinnar en ekki annað sem fram kemur í umfjölluninni.<br /> </span> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er synjun Íslandspósts ohf., dags. 25. janúar 2019, á beiðni kæranda, A, að því er varðar eftirfarandi átján atriði:</p> <table style="width: 598px; height: 173px;"> <tbody> <tr> <td> </td> <td> Nr. fundar</td> <td> Tölul.</td> <td> Efni </td> </tr> <tr> <td> 1</td> <td>9/2013</td> <td>6 </td> <td>Mappan (eingöngu 3. og 4. efnisgrein)</td> </tr> <tr> <td> 2</td> <td>10/2013</td> <td>5.1 </td> <td>Kaup Samskipta á Zenter</td> </tr> <tr> <td> 3</td> <td>12/2013 </td> <td>9.2 </td> <td>Umboð vegna hluthafafunda í ePósti og Samskiptum (eingöngu 2. efnisgrein)<br /> </td> </tr> <tr> <td> 4</td> <td>1/2014</td> <td>12.1</td> <td>Samningur við iKort</td> </tr> <tr> <td> 5</td> <td>6/2014</td> <td>4 </td> <td>Mál til umfjöllunar hjá SEL<br /> </td> </tr> <tr> <td> 6</td> <td>9/2015</td> <td>11.2 </td> <td>Þjófnaður (eingöngu upplýsingar um starfsstöð og starfsmenn)<br /> </td> </tr> <tr> <td> 7</td> <td>4/2016 </td> <td>3 </td> <td>Markaðsmál</td> </tr> <tr> <td> 8</td> <td>5/2016</td> <td>4 </td> <td>Útkeyrsludeild </td> </tr> <tr> <td> 9</td> <td>9/2016</td> <td>2</td> <td>Óðinn verkefni</td> </tr> <tr> <td> 10</td> <td>9/2016</td> <td>7.3 </td> <td>Western Union </td> </tr> <tr> <td> 11</td> <td>6/2017</td> <td>7 </td> <td>Western Union </td> </tr> <tr> <td> 12</td> <td>7/2017</td> <td>4 </td> <td>Afhending á höfuðborgarsvæði<br /> </td> </tr> <tr> <td> 13</td> <td> 8/2017</td> <td>8.1 </td> <td>Samstarf um magnflutninga frá Kína<br /> </td> </tr> <tr> <td> 14</td> <td>9/2017</td> <td>12.2</td> <td>Rekstur Samskipta<br /> </td> </tr> <tr> <td> 15</td> <td>9/2017</td> <td>11 </td> <td>Umsögn ÍSP um drög að frumvarpi til póstlaga<br /> </td> </tr> <tr> <td> 16</td> <td>10/2017</td> <td>6 </td> <td>Rekstur Samskipta<br /> </td> </tr> <tr> <td> 17</td> <td>13/2017</td> <td>10.1 </td> <td>Yfirtaka FedEx á TNT</td> </tr> <tr> <td> 18</td> <td>13/2018</td> <td>6 </td> <td>Fjárhagsáætlun 2019 (eingöngu 3. efnisgrein)</td> </tr> </tbody> </table> <p> </p> <p>Að öðru leyti er ákvörðun Íslandspósts ohf. felld úr gildi og lagt fyrir félagið að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem fram koma í fundargerðum stjórnar Íslandspósts frá árinu 2013 til og með 2018. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir <br /> Friðgeir Björnsson</p> |
845/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019 | Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll. Beiðnin sneri að tekjum og kostnaði af rekstri bílastæða, fjölda starfsmanna við bílastæðin, kostnaði við uppbyggingu bílastæða á tilteknu tímabili, hvort tekjur af rekstri bílastæða væru nýttar til að fjármagna aðra starfsemi, hver hlunnindi starfsmanna Isavia væru varðandi bílastæði og hve mikið fjármagn Isavia hefði fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar á tilteknu tímabili. Beiðninni var synjað með vísan í viðskipta- og samkeppnishagsmuni Isavia, sbr. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Isavia skylt að veita upplýsingar um tekjur vegna reksturs bílastæðanna. Beiðni um aðgang að upplýsingum um kostnað vegna reksturs bílastæðanna, hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbyggingu þeirra og hversu mikið fjármagn hafi komið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar, var vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Kæru var að öðru leyti vísað frá. | <span></span> <h1>Úrskurður</h1> <span>Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 845/2019 í máli ÚNU 18100007. <br /> </span> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <span>Með erindi, dags. 19. október 2018, kærði Heiðar Ásberg Atlason lögmaður, f.h. Base Parking (Base Capital ehf.), synjun Isavia ohf. á beiðni Gísla Freys Valdórssonar um aðgang að tilteknum upplýsingum um rekstur Isavia.<br /> <br /> Með erindi til Isavia, dags. 10. september 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um eftirtalin atriði:<br /> <br /> 1. Hverjar tekjur félagsins væru af rekstri bílastæða.<br /> 2. Hver kostnaður félagsins væri við rekstur bílastæða.<br /> 3. Hversu margir starfsmenn störfuðu í beinum eða óbeinum störfum við bílastæðin.<br /> 4. Hversu miklu fjármagni hefði verið varið í uppbyggingu bílastæða síðastliðin þrjú ár, þ.m.t. í tæknibúnað, myndavélar og öryggiskerfi.<br /> 5. Hvort tekjur af rekstri bílastæða væru nýttar til að fjármagna uppbyggingu eða aðra starfsemi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.<br /> 6. Hver væru hlunnindi starfsmanna Isavia varðandi bílastæði, þegar þeir væru ekki við vinnu.<br /> 7. Hve mikið fjármagn Isavia hefði fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar síðastliðin þrjú ár, flokkað eftir árum.<br /> <br /> Í svari Isavia, dags. 19. september 2018, fékk kærandi svör við spurningum undir liðum þrjú og sex. Varðandi fyrstu tvo liðina tók Isavia fram að ekki væru gefnar frekari upplýsingar úr bókhaldi félagsins en kæmu fram í ársskýrslu félagsins, enda væri um að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem gætu verið til þess fallnar að raska samkeppni, yrði þeim miðlað. Upplýsingarnar væru því undanþegnar aðgangi kæranda á grundvelli 9. gr. upp¬lýsingalaga. <br /> <br /> Fjórðu spurningunni var svarað á þá leið að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi samanteknar hjá félaginu og félli beiðnin því utan gildissviðs upplýsingalaga. Svar við fimmtu spurningunni var á þá leið að engin gögn sem svöruðu spurningunni sérstaklega væru fyrirliggjandi hjá félaginu; tekjur af bílastæðum væru þó nýttar í starfsemina eins og aðrar óflugtengdar tekjur. Sjöundu spurningunni var svarað þannig að umbeðnar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi samanteknar hjá félaginu og félli beiðnin því utan gildissviðs upplýsingalaga. Isavia sæi um eftirlit og rukkun vegna stöðubrota á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll samkvæmt samningi við Bílastæðasjóð Sandgerðisbæjar. Andvirði greiddra sekta rynni til Isavia upp í kostnað við eftirlit og rukkun. Þessar tölur lægju fyrir í bókhaldinu en hefðu ekki verið teknar saman sérstaklega.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því að upplýsingar um tekjur og kostnað Isavia ohf. vegna reksturs bílastæða verði felldar undir 9. gr. upplýsingalaga. Engin rök hafi komið fram af hálfu Isavia af hverju upplýsingarnar feli í sér mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni. Opinbert hlutafélag geti ekki synjað aðila um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda tjóni heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Hvað varði spurningar 4, 5 og 7 þá er það dregið í efa að upplýsingarnar séu ekki fyrirliggjandi. Félagið hljóti að hafa tækt ítarlegt niðurbrot á kostnaðarliðum haldtækt úr sínu bókhaldi. Annað væri ótæk skýring og væri það í raun staðfesting á því að bókhaldslög kunni að vera brotin og mikil óreiða væri á fjárreiðum félagsins. <br /> </span> <h2>Málsmeðferð</h2> <span>Kæran var kynnt Isavia ohf. með bréfi, dags. 22. október 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Isavia, dags. 6. nóvember 2018, er þess krafist að málinu verði vísað frá nefndinni vegna aðildarskorts en kærandi sé ekki sá sami og sá sem beiddist gagnanna. Upplýsingabeiðnir hafi borist frá Gísla Frey Valdórssyni og hvergi komi fram að beiðnin sé tengd Base Parking eða Logos lögmannsstofu. Í samskiptum beiðanda og Isavia vegna beiðninnar hafi heldur ekki verið minnst á á Base Parking eða Logos. Ekki sé hægt að bera fyrir sig eftir á að upplýsingabeiðni hafi í reynd verið fyrir hönd annars aðila. <br /> <br /> Í umsögninni hafnar Isavia því að afgreiðsla félagsins á beiðni kæranda hafi ekki verið með fullnægjandi hætti. Öllum spurningum hans hafi verið svarað skriflega og rök færð fyrir niðurstöðunni. Vegna fyrstu tveggja spurninga kæranda, hverjar tekjur félagsins séu af rekstri bílastæða og hver sé kostnaður félagsins við rekstur þeirra, tekur Isavia ohf. fram að félagið sé í samkeppni við aðra aðila sem einnig reki bílastæði við Keflavíkurflugvöll. Upplýsingarnar varði viðkvæma fjárhags- og viðaskiptahagsmuni Isavia sem félaginu sé óheimilt að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Rekstur Isavia á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll sé á samkeppnismarkaði, miðlun upplýsinga um tekjur og kostnað geti því raskað samkeppni því að samkeppnisaðilar gætu nýtt slíkar upplýsingar til að hafa áhrif á verðákvarðanir, sbr. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Isavia hafnar því að hagsmunir kæranda af aðgengi að gögnunum séu svo ríkir að þeir víki til hliðar ríkum hagsmunum Isavia eða almennum samkeppnishagsmunum. Upplýsingarnar lýsi núverandi stöðu og séu þess eðlis að vegna aldurs þeirra hafi þær mikla þýðingu fyrir rekstur bílastæðanna. Isavia vísar til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 709/2017 þar sem fram komi að upplýsingar um veltu og sölu geti talist viðkvæmar upplýsingar sem heimilt sé að synja almenningi aðgangi samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Isavia vísar jafnframt til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem fram komi að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana eða fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau séu í samkeppni við aðra. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. A-344/2010 en Isavia telur að ákvæðið eiga við í þessu tilfelli þar sem Isavia sé opinbert hlutafélag og starfi í samkeppnisrekstri. Í athugasemdum við 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga komi fram að óheftur réttur til upplýsinga geti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þurfi að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki séu skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Ef fallist yrði á rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum væri Isavia í þeirri stöðu að þurfa að afhenda viðkvæmar viðskipta- og samkeppnisupplýsingar sem samkeppnisaðilar félagsins þurfi ekki að afhenda. <br /> <br /> Varðandi spurningar 4, 5 og 7 segir að upplýsingarnar séu ekki fyrirliggjandi samanteknar hjá félaginu, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða bókhaldsupplýsingar sem krefjist þess að þær séu sérstaklega teknar saman og það sé Isavia ekki skylt að gera, en vísað er í úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 748/2018. Í upplýsingabeiðnum hafi hvorki verið vísað í tiltekin gögn né ákveðin mál og ekki séu fyrirliggjandi hjá Isavia gögn sem innihaldi svör við þeim spurningum sem kærandi hafi lagt fram. <br /> <br /> Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 12. nóvember 2018, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 27. nóvember 2018, er því mótmælt að Base Parking eigi ekki aðild að málinu. Gísli Freyr hafi starfað fyrir Base Parking þegar hann beiddist upplýsinganna og það hafi mátt vera Isavia ljóst, enda hafi hann ítrekað og um langt skeið átt í miklum samskiptum við Isavia fyrir hönd Base Parking. Samskiptin hafi verið með tölvupóstum auk þess sem Gísli Freyr hafi komið fram fyrir hönd Base Parking á fundum með Isavia. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 6. nóvember 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afriti af gögnum varðandi kostnað Isavia af rekstri bílastæða. Í svari Isavia, dags. 11. nóvember 2019, segir að fyrirliggjandi gögn samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga hafi verið afhent nefndinni þann 11. september 2019. Þau gögn er varði þennan lið gagnabeiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá félaginu. Rekstrarkostnaður bílastæða sé nokkuð víðtækur og skiptist hann á milli sviða innan félagsins. Nær ómögulegt sé að sjá raunkostnað nema farið sé ítarlega í kostnaðargreiningu á bílastæðum. Þá er ítrekuð krafa um að kærunni verði vísað frá vegna aðildarskorts en hvorki Base Parking né Logos hafi verið aðilar að máli vegna upplýsingarbeiðninnar. Með tölvupósti, dags. 12. nóvember 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um hvort gagnabeiðandi hafi verið starfsmaður Base Parking þegar beiðnin var sett fram. Samdægurs var því svarað að Gísli Freyr hafi ekki verið fastráðinn starfsmaður Base Parking en að hann hafi starfað sem ráðgjafi fyrir Base Parking. Það dyljist engum hjá Isavia að Gísli hafi starfað mikið með Base Parking í deilum þeirra við Isavia og hafi hann setið marga fundi með félaginu vegna starfa hans fyrir Base Parking.</span> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> <p>Í málinu er deilt um afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni Gísla Freys Valdórssonar um aðgang að gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr.<br /> <br /> Isavia ohf. krefst þess að kæru verði vísað frá þar sem kærandi og gagnabeiðandi sé ekki sami aðilinn en hvergi hafi það komið fram í gagnabeiðninni að beiðnin væri sett fram fyrir hönd Base Parking eða lögmannsstofunnar Logos. Kærandi segir Isavia hafa mátt vera það ljóst að Gísli Freyr Valdórsson hafi beiðst gagnanna fyrir hönd félagsins enda hafi hann verið i miklum samskiptum við Isavia vegna starfa sinna hjá félaginu. <br /> <br /> Um sönnun aðildar að kærumálinu fer eftir almennum reglum um sönnun í stjórnsýslumálum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur með vísan til skýringa Base Parking nægilega sýnt fram á að Gísli Freyr Valdórsson hafi beiðst gagnanna í umboði félagsins og gerir því ekki athugasemd við að kæra sé sett fram í nafni félagsins sjálfs. Þá er það alþekkt að lögmenn setji fram kærur fyrir hönd umbjóðenda sinna og kemur það skýrlega fram í kæru að Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður á Logos lögmannsstofu, kæri í umboði Base Parking. Með vísan til framangreinds er ekki fallist á kröfu Isavia um að kærunni verði vísað frá á þeim grundvelli að kærandi sé ekki réttur aðili kærumálsins. Úrskurðarnefndin tekur einnig fram að gagnabeiðni kæranda sé sett fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings en réttur til aðgangs samkvæmt ákvæðinu er ótengdur því hvort upplýsingar varði hagsmuni gagnabeiðanda.</p> <h2>2.</h2> <p>Kærandi setti fram beiðni um aðgang að gögnum í sjö liðum en Isavia hefur veitt honum aðgang að gögnum samkvæmt tveimur þeirra. Fyrir úrskurðarnefndinni liggur því að taka afstöðu til afgreiðslu Isavia ohf. á fimm liðum gagnabeiðni kæranda, nánar tiltekið: <br /> <br /> 1. Hverjar tekjur félagsins séu af rekstri bílastæða.<br /> 2. Hver kostnaður félagsins sé við rekstur bílastæða.<br /> 3. Hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbyggingu bílastæða síðastliðin þrjú ár, frá því að Isavia barst gagnabeiðni kæranda, þ.m.t. í tæknibúnað, myndavélar og öryggiskerfi.<br /> 4. Hvort tekjur af rekstri bílastæða séu nýttar til að fjármagna uppbyggingu eða aðra starfsemi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.<br /> 5. Hve mikið fjármagn Isavia hafi fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar síðastliðin þrjú ár frá því að Isavia barst gagnabeiðni kæranda, flokkað eftir árum.<br /> <br /> Isavia ohf. synjaði kæranda um aðgang að gögnum um tekjur félagsins af rekstri bílastæða með vísan til 4. tölul. 10. gr. og upplýsingalaga. Vísað er til þess að um sé að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem gætu verið til þess fallnar að raska samkeppni yrði þeim miðlað. Rekstur Isavia á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll sé á samkeppnismarkaði og geti miðlun upplýsinga um tekjur og kostnað því raskað samkeppni því að samkeppnisaðilar gætu nýtt slíkar upplýsingar til að hafa áhrif á verðákvarðanir, sbr. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Upplýsingarnar lýsi núverandi stöðu og séu þess eðlis að vegna aldurs þeirra hafi þær mikla þýðingu fyrir rekstur bílastæðanna.<br /> <br /> Í 4. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang almennings að upplýsingum um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 823/2019, 813/2019, 764/2018 og 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-379/2011, A-378/2011 og A-344/2010 sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga. <br /> <br /> Isavia ohf. ber því við að miðlun umbeðinna upplýsinga kunni að brjóta í bága við ákvæði 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að þótt vissulega kunni að vera rétt við skýringu 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga þá eru lagaákvæðin um margt ólík og verndarandlag ákvæðanna er ólíkt. Verður af þessum sökum ekki fullyrt að í öllum tilvikum verði talið heimilt að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þótt þau geti talist vera „mikilvæg og viðkvæm“ þegar 10. gr. samkeppnislaga er beitt.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur sig ekki geta fullyrt hvort rekstur bílastæðanna teljist til samkeppnisrekstrar Isavia ohf. eða til rekstrar sem fyrirtækið sé „eitt um“ svo notað sé orðalag greinargerðarinnar. Hvað sem því líður er ljóst að til þess að njóta verndar 4. tölul. 10. gr. þurfa viðkomandi upplýsingar að uppfylla öll framangreind skilyrði.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar að jafnvel þótt framangreindar upplýsingar teljist varða samkeppnisrekstur Isavia þá varði þær ekki svo verulega samkeppnishagsmuni að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Er þá litið til þess að Isavia ohf. hefur ekki fært fyrir því sannfærandi rök að veiting upplýsinganna geti haft neikvæð áhrif á rekstur Isavia ohf. á bílastæðunum og valdið félaginu tjóni. Í því skjali sem úrskurðarnefndinni var látið í té er ekki að finna upplýsingar um fjöldra leigðra bílastæða eða rekstur þeirra heldur koma þar aðeins fram mánaðarlegar heildartekjur af rekstri bílastæðanna. Að auki er til þess að líta að almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingarnar, m.a. til þess að geta veitt Isavia ohf. aðhald, sbr. 3. tölul. 1. gr. upplýsingalaga. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Isavia ohf. sé ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar upplýsingarétti almennings með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá er ekki um að ræða upplýsingar um viðskipti eða fjárhag þriðja aðila sem heimilt er að takmarka á grundvelli 9. gr. laganna. Verður félaginu því gert að veita kæranda aðgang að upplýsingum um tekjur félagsins af rekstri bílastæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.</p> <h2>3.</h2> <p>Í málinu er einnig deilt um afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar um kostnað vegna reksturs bílastæðanna, hvort tekjur af rekstri bílastæða séu nýttar til að fjármagna uppbyggingu eða aðra starfsemi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbyggingu bílastæða síðastliðin þrjú ár, þ.m.t. í tæknibúnað, myndavélar og öryggiskerfi og hversu mikið fjármagn Isavia hafi fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar síðastliðin þrjú ár, flokkað eftir árum. Isavia segir gögn með upplýsingunum ekki vera fyrirliggjandi samanteknar hjá félaginu. Um sé að ræða bókhaldsupplýsingar sem krefjist þess að þær séu sérstaklega teknar saman og það sé Isavia ekki skylt að gera. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í athugasemdum við fyrrnefnda ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum ber þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja fullyrðingu Isavia um að gögn séu ekki fyrirliggjandi um það hvort tekjur af rekstri bílastæða séu nýttar í aðra starfsemi félagsins og að félagið þurfi að taka þær upplýsingar saman fyrir kæranda til að svara beiðni hans. Úrskurðarnefndin fellst á það með Isavia að félaginu sé það ekki skylt, sbr. 3. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um kostnað vegna reksturs bílastæðanna, hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbyggingu bílastæða síðastliðinn þrjú ár og hversu mikið fjármagn Isavia hafi fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar á sama tímabili, dregur úrskurðarnefnd um upplýsingamál það hins vegar í efa að engin gögn með upplýsingum sem falli undir gagnabeiðni kæranda séu fyrirliggjandi í bókhaldi Isavia. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu félagsins að samanteknar upplýsingar liggi ekki fyrir en aftur á móti má ljóst vera að einhverjir reikningar vegna kaupa á tækjum eða þjónustu vegna bílastæðanna hljóti að liggja fyrir hjá félaginu. Þá telur úrskurðarnefndin jafnframt ólíklegt að ekki liggi fyrir gögn um færslur vegna greiðslna Bílastæðasjóðs Sandgerðisbæjar til Isavia. <br /> <br /> Í þessu sambandi bendir úrskurðarnefndin á að þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt er að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar séu að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 833/2019, 804/2019 og 738/2018. Isavia bar því að kanna hvort fyrirliggjandi væru reikningar eða önnur gögn í bókhaldi félagsins sem falla undir beiðni kæranda og taka í kjölfarið afstöðu til þess á grundvelli upplýsingalaga hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim. Vegna þessa annmarka á afgreiðslu Isavia verður ekki hjá því komist að vísa beiðninni aftur til félagsins til nýrrar og lögmætrar meðferðar að þessu leyti.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Isavia ohf. er skylt að veita kæranda, Base Parking, aðgang að upplýsingum um tekjur vegna reksturs félagsins á bílastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. <br /> <br /> Beiðni kæranda ,Base Parking, um aðgang að upplýsingum um kostnað vegna reksturs bílastæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hversu miklu fjármagni hafi verið varið í uppbyggingu bílastæðanna síðastliðin þrjú ár, þ.m.t. í tæknibúnað, myndavélar og öryggiskerfi og hversu mikið fjármagn Isavia ohf. hafi fengið frá Bílastæðasjóði Sandgerðisbæjar síðastliðin þrjú ár, er vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir <br /> Friðgeir Björnsson</p> |
844/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019 | Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll. Beiðnin sneri að tekjum af gjaldskyldum bílastæðum fyrir tiltekið tímabil, hvernig tekjunum hefði verið varið, fjölda slíkra bílastæða, upplýsingum um ákvörðun um upphaf gjaldtöku og svo gjaldtöku við aðra flugvelli. Beiðninni var hafnað með vísan í viðskipta- og samkeppnishagsmuni Isavia, sbr. 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi Isavia skylt að veita aðgang að skjölum þar sem fram komu upplýsingar um tekjur af bílastæðum fyrir tiltekið tímabil. Hins vegar var staðfest synjun um gögn varðandi ákvörðun um upphaf gjaldtöku. Kæru var að öðru leyti vísað frá. | <span></span> <h1>Úrskurður</h1> <span>Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 844/2019 í máli ÚNU 18090007. <br /> </span> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <span>Með erindi, dags. 30. ágúst 2018, kærði Samgöngufélagið synjun Isavia ohf. á beiðni þess um upplýsingar vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll.<br /> <br /> Með erindi til Isavia ohf., dags. 21. apríl 2017, setti kærandi fram beiðni um eftirfarandi upplýsingar:<br /> <br /> 1. Hverjar hafi verið tekjur Isavia ohf. af afnotum gjaldskyldra bílastæða fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli síðustu þrjú almanaksár, þ.e. árin 2014 til 2016.<br /> 2. Hvernig tekjum vegna bílastæðanna hafi verið varið.<br /> 3. Hver fjöldi gjaldskyldra bílastæða sé nú, og breytingar á fjölda þeirra síðastliðin þrjú almanaksár, þ.e. árin 2014 til 2016.<br /> 4. Hver hafi tekið ákvörðun um gjaldtökuna á sínum tíma og í hvaða formi hún hafi verið.<br /> 5. Hverju það sæti að gjaldtaka sé ekki viðhöfð á bílastæðum við aðra flugvelli í umráðum Isavia ohf.<br /> <br /> Isavia ohf. svaraði erindi kæranda með bréfi, dags. 21. febrúar 2018, þar sem beiðni kæranda var hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Ákvörðun félagsins var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með tölvupósti, dags. 22. febrúar 2018. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 753/2018 var lagt fyrir Isavia að taka beiðni Samgöngufélagsins, dags. 21. apríl 2017, til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> Í erindi Isavia ohf., dags. 9. ágúst 2018, er farið yfir hvern lið beiðni kæranda og honum svarað. Vegna fyrsta liðar beiðninnar er vísað til þess að frekari upplýsingar úr bókhaldi félagsins en þær sem fram komi í ársskýrslu félagsins séu ekki veittar. Um sé að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem geti verið til þess fallnar að raska samkeppni, verði þær veittar. Vegna annars liðar beiðninnar er vísað til þess að umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir hjá félaginu og falli beiðnin því utan gildissviðs upplýsingalaga. Kæranda eru veittar upplýsingar vegna þriðja liðar beiðninnar. Vegna fjórða liðar beiðni kæranda er tekið fram að ákvörðun um innheimtu gjalds fyrir bílastæði hafi verið tekin áður en upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi; að því marki sem gögn vegna fjórða liðar séu fyrirliggjandi hjá félaginu falli þau utan gildissviðs laganna, sbr. 3. mgr. 35. gr. upplýsingalaga. Vegna fimmta liðar beiðni kæranda tekur Isavia ohf. fram að engin fyrirliggjandi gögn hjá félaginu fjalli um efnið, og falli því beiðnin utan gildissviðs upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar, dags. 30. ágúst 2018, er í fyrsta lagi ítrekuð sú ósk að Isavia ohf. láti í té upplýsingar um tekjur félagsins af gjaldskyldum bílastæðum við Keflavíkurflugvöll. Rekstur bílastæða geti varla talist hluti af kjarnastarfsemi Isavia ohf. Þá sé félagið í þeirri aðstöðu að geta einhliða ákveðið gjald fyrir notkun þeirra. Þeir sem vilji fara á eigin ökutæki til Keflavíkurflugvallar eigi tæpast annan kost en að greiða fyrir afnot bílastæðis samkvæmt gjaldskrá Isavia ohf. Sé miðað við fjárhæð gjalds af hverju stæði samkvæmt auglýstri gjaldskrá á vef félagsins séu vísbendingar um að gjaldtaka sé nokkuð umfram útlagðan kostnað við gerð og rekstur stæðanna, sé t.d. miðað við fjárhæð gjalds á ýmsum öðrum bílastæðum og bílageymslum hérlendis. Í ljósi þessarar aðstöðu megi rökstyðja að hagsmunir almennings af því að umbeðin gögn eða upplýsingar verði látnar í té séu ríkari en ella. Annað kunni að skapa efasemdir og jafnvel tortryggni. Kæranda sé ekki ljóst hvernig veiting upplýsinga um tekjur af bílastæðum geti raskað samkeppni Isavia ohf., hvort sem er við aðra flugvelli eða aðra sem veita bílastæðaþjónustu.<br /> <br /> Varðandi svar Isavia ohf. við öðrum lið beiðni kæranda dregur kærandi í efa að upplýsingar liggi ekki fyrir í gögnum eða bókhaldi félagsins um það hvernig tekjum af bílastæðagjöldum hefur verið ráðstafað. Verði ekki fallist á afhendingu slíkra upplýsinga óskar kærandi eftir því að gögn verði lögð fram um það hversu miklum hluta tekna félagsins af bílastæðagjöldum hafi verið ráðstafað upp í kostnað við uppbyggingu og rekstur þeirra síðustu þrjú ár. Kærandi gagnrýnir að Isavia ohf. láti ekki upplýsingar í té sem lúti að fjórða lið beiðni sinnar þótt þær hafi orðið til fyrir gildistöku upplýsingalaga. Kærandi minnir á hve brýnt það sé að einhverjar skýringar eða rökstuðningur liggi fyrir þegar teknar eru ákvarðanir um gjaldtöku.<br /> </span> <h2>Málsmeðferð</h2> <span>Með erindi, dags. 10. september 2018, var kæran kynnt Isavia ohf. og félaginu veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrðu afhent afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Isavia ohf., dags. 1. október 2018, er vísað til 9. gr. upplýsingalaga til stuðnings synjun félagsins á fyrsta lið beiðni kæranda, þ.e. um tekjur vegna bílastæða við Keflavíkurflugvöll, þar sem um sé að ræða viðkvæm gögn sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins, að því marki sem umbeðin gögn séu fyrirliggjandi hjá félaginu. Rekstur bílastæða við Keflavíkurflugvöll sé rekstur á samkeppnismarkaði. Þær upplýsingar sem óskað sé eftir séu að mati Isavia ohf. mikilvægar viðskiptaupplýsingar sem geti verið til þess fallnar að raska samkeppni, verði þeim miðlað. Nánar tiltekið sé um að ræða upplýsingar um magn seldra stæða (nýtingu), sölutölur og framleiðslukostnað (rekstrarkostnað). Isavia ohf. telur að upplýsingarnar skuli undanþegnar aðgangi kæranda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, en telur einnig að veiting þeirra kynni að fara í bága við 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005.<br /> <br /> Vísað er til þess að Samkeppniseftirlitið hafi bent á að við mat á því hvort um mikilvægar viðskiptaupplýsingar sé að ræða skuli líta til þess hvort upplýsingarnar séu til þess fallnar að draga úr óvissu á markaðnum. Minni óvissa dragi úr sjálfstæði keppinauta í ákvarðanatöku og hamli því samkeppni. Mest sé hættan á röskun samkeppni á mörkuðum þar sem fákeppni ríki. Almennt séu upplýsingar um verð og magn viðkvæmustu upplýsingarnar en viðkvæmar upplýsingar geti einnig verið upplýsingar um viðskiptamannaskrár, framleiðslukostnað, framleiðslutölur, veltu, sölutölur, afkastagetu, vöruvöndun, markaðsáætlanir, áhættuliði, fjárfestingar, tækniaðferðir svo og rannsókna- og þróunarstarf og afrakstur þess. Miðlun upplýsinga af þessu tagi geti varðað við 10. gr. samkeppnislaga.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem kærandi óski eftir í málinu séu nýjar upplýsingar, þ.e. upplýsingar um stöðuna í dag, sem séu þess eðlis að vegna aldurs þeirra hafi þær mikla þýðingu fyrir rekstur bílastæðanna. Isavia ohf. sé í samkeppni við aðra sem reki bílastæðaþjónustu fyrir þá sem fara um Keflavíkurflugvöll. Félagið telur að það eigi ekki að þurfa að veita upplýsingar umfram það sem samkeppnisaðilar félagsins þurfi að gera. Vísar Isavia ohf. til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 709/2017, þar sem fram kemur að upplýsingar um veltu og sölu geti talist viðkvæmar upplýsingar sem heimilt sé að synja almenningi um aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Isavia ohf. vísar jafnframt til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga til stuðnings synjuninni. Þar sem rekstur bílastæða fyrir farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll sé á samkeppnismarkaði telur félagið að ákvæðið eigi við í þessu máli. Félagið vísar til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. A-344/2010 í því samhengi, og tekur fram að Isavia ohf. sé fyrirtæki í ríkiseigu og starfi í samkeppnisrekstri. Vísað er til athugasemda við 4. tölul. 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, um að óheftur réttur til upplýsinga geti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir að gefa upplýsingar um stöðu sína.<br /> <br /> Varðandi afgreiðslu Isavia ohf. um aðgang að upplýsingum sem falla undir annan lið beiðni kæranda, þ.e. um það hvernig tekjum vegna bílastæða hafi verið varið, tekur félagið fram að upplýsingalög leggi ekki þá kvöð á þá sem undir lögin falla að taka til ný gögn. Umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir samanteknar hjá félaginu og því falli beiðnin utan gildissviðs upp-lýsingalaga. Um sé að ræða bókhaldsupplýsingar sem krefjast þess að þær séu teknar saman sérstaklega, sem sé ekki skylt, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 748/2018.<br /> <br /> Vegna synjunar félagsins um aðgang að upplýsingum sem heyra undir fjórða lið beiðni kæranda, þ.e. um það hver hafi tekið ákvörðun um gjaldtökuna og í hvaða formi, eru þau sjónarmið sem fram komu í bréfi félagsins til kæranda ítrekuð.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 2. október 2018, var umsögn Isavia ohf. kynnt kæranda og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. október 2018, er áréttað að þótt Isavia ohf. telji sig eiga í samkeppni við einkaaðila um rekstur bílastæða fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði ekki séð að það eigi að leiða til þess að upplýsingar um tekjur af þjónustunni og ráðstöfun þeirra skuli ekki veittar. Félagið sé nánast í einokunarstöðu með bílastæðin næst flugstöðvarbyggingunni og virðist nýta sér það ótæpilega með verðlagningu á þjónustu sinni.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 29. ágúst 2019, ítrekaði úrskurðarnefndin beiðni nefndarinnar um afhendingu þeirra gagna er kæra lýtur að. Með bréfi, dags. 10. september 2019, barst svar frá Isavia. Kemur þar fram að um afar viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða en fyrirtækið sé í virkri samkeppni við a.m.k. fimm önnur fyrirtæki sem sinni bílastæðaþjónustu við Keflavíkurflugvöll. Upplýsingarnar hafi verið teknar samar og afhentar í trúnaði ráðgjafa sem aðstoðað hafi félagið við viðskiptaáætlun bílastæðaþjónustu félagsins á Keflavíkurflugvelli. Í ljósi eðli þeirra og nákvæmni varpi þær ljósi á kjarnastarfsemi bílastæða KEF parking og byggi viðskiptaáætlun KEF parking á þeim. Kunni upplýsingarnar að valda félaginu tjóni komist samkeppnisaðilar yfir þær og hagnýti sér í starfsemi sinni. Umbeðin gögn bárust degi síðar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. október 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afriti af fyrirliggjandi gögnum varðandi þá ákvörðun að hefja gjaldtöku á bílastæðum við Leifsstöð svo nefndin gæti staðreynt hvort ákvörðunin hafi verið tekin fyrir gildistöku upplýsingalaga nr. 140/2012. Með bréfi, dags. 25. október 2019, barst nefndinni svar frá Isavia ohf. þar sem tekið er fram að engin gögn séu fyrirliggjandi um ákvörðunina. Í ritinu Sögu flugvalla og flugleiðsögu, bls. 331, komi hins vegar fram að gjaldtaka hafi verið hafin á öllum bílastæðum við flugstöðina árið 2005.</span> <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> <span>Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um bílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia ohf. veitti félagið kæranda aðgang að upplýsingum um fjölda gjaldskyldra bílastæða árið 2017, þ.e. þegar beiðni kæranda var sett fram, og breytingar á fjölda þeirra síðustu þrjú almanaksár á undan, þ.e. árin 2014-2016. Stendur því eftir að leysa úr ágreiningi um afgreiðslu Isavia ohf. á þeim fjórum spurningum kæranda sem standa eftir, þ.e.: <br /> <br /> 1. Hverjar hafi verið tekjur Isavia ohf. af afnotum gjaldskyldra bílastæða fyrir utan flugstöðina árin 2014-2016. <br /> 2. Hvernig tekjum vegna bílastæðanna hafi verið varið. <br /> 3. Hver hafi tekið ákvörðun um gjaldtöku á sínum tíma og í hvaða formi hún hafi verið.<br /> 4. Hverju það sæti að gjaldtaka sé ekki viðhöfð á bílastæðum við aðra flugvelli í umráðum Isavia ohf.<br /> </span> <h2>2.</h2> <span>Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Isavia ohf. styður ákvörðun sína um að synja um aðgang að upplýsingum um tekjur af afnotum gjaldskyldra bílastæða fyrir utan flugstöðina á tilteknu tímabili við 9. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 4. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang almennings að upplýsingum um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. <br /> <br /> Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 823/2019, 813/2019, 764/2018 og 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-379/2011, A-378/2011 og A-344/2010 sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga. <br /> <br /> Isavia ohf. ber því við að miðlun umbeðinna upplýsinga kunni að brjóta í bága við ákvæði 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að þótt vissulega kunni að vera rétt við skýringu 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga þá eru lagaákvæðin um margt ólík og verndarandlag ákvæðanna er ólíkt. Verður af þessum sökum ekki fullyrt að í öllum tilvikum verði talið heimilt að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þótt þau geti talist vera „mikilvæg og viðkvæm“ þegar 10. gr. samkeppnislaga er beitt.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem Isavia ohf. telur heimilt að undanskilja á grundvelli ákvæðis 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga varða tekjur af rekstri bílastæða við flugstöð Leifs Eiríkssonar, sundurliðaðar eftir mánuðum. Vísað er til þess að um sé að ræða nýjar upplýsingar um magn seldra stæða, sölutölur og rekstrarkostnað. Þá er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 709/2017 um að upplýsingar um veltu og sölu geti verið viðkvæmar upplýsingar um viðskipta- og fjárhagsmálefni fyrirtækja.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur sig ekki geta fullyrt hvort rekstur bílastæðanna teljist til samkeppnisrekstrar Isavia ohf. eða til rekstrar sem fyrirtækið sé „eitt um“ svo notað sé orðalag greinargerðarinnar. Hvað sem því líður er ljóst að til þess að njóta verndar 4. tölul. 10. gr. þurfa viðkomandi upplýsingar að uppfylla öll framangreind skilyrði.<br /> <br /> Það er mat nefndarinnar að jafnvel þótt umræddar upplýsingarnar teljist varða samkeppnisrekstur Isavia ohf. þá varði þær ekki svo verulega samkeppnishagsmuni að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar upplýsingarétti almennings samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Er þá litið til þess að Isavia ohf. hefur ekki fært fyrir því sannfærandi rök að veiting upplýsinganna geti haft neikvæð áhrif á rekstur Isavia ohf. á bílastæðunum og valdið félaginu tjóni. Í því skjali sem úrskurðarnefndinni var látið í té eru ekki að finna upplýsingar um fjölda leigðra bílastæða eða rekstur þeirra heldur koma þar aðeins fram mánaðarlegar heildartekjur af rekstri bílastæðanna. Að auki er til þess að líta að almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér upplýsingarnar, m.a. til þess að geta veitt Isavia ohf. aðhald sbr. 3. tölul. 1. gr. upplýsingalaga. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Isavia ohf. sé ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar upplýsingarétti almennings með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá er ekki um að ræða upplýsingar um viðskipti eða fjárhag þriðja aðila sem heimilt er að takmarka á grundvelli 9. gr. laganna. Verður því félaginu gert að veita kæranda aðgang að upplýsingunum. <br /> </span> <h2>3.</h2> <span>Í málinu er einnig deilt um afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um það hvernig tekjum vegna bílastæðanna hafi verið varið og hverju það sæti að gjaldtaka sé ekki viðhöfð á bílastæðum við aðra flugvelli í um¬ráðum Isavia ohf. Isavia ohf. segir gögn með þessum upplýsingum ekki vera fyrirliggjandi og félaginu sé ekki skylt að útbúa gögn með upplýsingunum. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, eins og lesa má af orðalagi ákvæðis 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin er því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendu til að draga í efa fullyrðingu Isavia ohf. um að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi að þessu leyti.<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að skera úr um heimild eða skyldu þeirra sem falla undir lögin til þess að taka saman upplýsingar. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kæru vegna afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni um upplýsingar um það hvernig tekjum af bílastæðum hafi verið varið og af hverju gjaldtaka sé ekki höfð á bílastæðum við aðra flugvelli í umráðum Isavia ohf. frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> </span> <h2>4.</h2> <span>Að lokum er deilt um afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um það hver hafi tekið ákvörðun um gjaldtöku á sínum tíma og í hvaða formi hún hafi verið. Isavia ohf. vísar til þess að félaginu sé ekki skylt að afhenda þessar upplýsingar þar sem þær falli ekki undir upplýsingalög vegna ákvæðis 3. mgr. 35. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu gilda upplýsingalög aðeins um þau gögn og upplýsingar í vörslu lögaðila skv. 2. mgr. 2. gr. og 3. gr. laganna sem urðu til eftir gildistöku þeirra. Fram kemur að það eigi þó ekki við þegar viðkomandi hafi verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur rétt að leggja til grundvallar að ákvörðun um að hefja gjaldtöku við bílastæði við flugstöð Leifs Eiríkssonar sé ekki stjórnvaldsákvörðun. Þá getur nefndin ekki annað en fallist á fullyrðingu Isavia ohf. um að gögn með upplýsingum um þá ákvörðun að hefja gjaldtöku hafi orðið til fyrir gildistöku upplýsingalaga nr. 140/2012. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Isavia ohf. um að synja beiðni kæranda hvað þau gögn varða, sbr. 3. mgr. 36. gr. upplýsingalaga. <br /> </span> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <span>Isavia ohf. er skylt að veita kæranda, Samgöngufélaginu, aðgang að skjölum þar sem fram koma upplýsingar um tekjur félagsins af bílastæðum við flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir árin 2014-2016, sundurliðuðum eftir mánuðum. <br /> <br /> Staðfest er synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um það hver hafi tekið ákvörðun um að hefja gjaldtöku við bílastæði við flugstöð Leifs Eiríkssonar og á hvaða formi ákvörðunin hafi verið tekin.<br /> <br /> Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir <br /> Friðgeir Björnsson</span> |
843/2019. Úrskurður frá 15. nóvember 2019 | Deilt var um synjun fjármála- og efnahagsráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis á beiðnum kæranda um gögn varðandi laun rekstrarstjóra rannsóknarnefndar samgönguslysa. Af hálfu sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytis kom fram að umbeðin gögn lægju ekki fyrir hjá ráðuneytinu. Fjármála- og efnahagsráðuneytið afhenti gögn sem innihéldu viðkomandi launaákvarðanir og launataxta en sagði engin frekari gögn liggja fyrir hjá ráðuneytinu. Úrskurðarnefndin hafði ekki forsendur til þess að rengja þær staðhæfingar ráðuneytanna og var málinu því vísað frá. | <span></span> <h1>Úrskurður</h1> <span>Hinn 15. nóvember 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 843/2019 í máli ÚNU 18090003. <br /> </span> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <span>Með erindi, dags. 5. september 2018, kærði A ákvörðun sveitastjórnar- og samgönguráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis um synjun á beiðni um upplýsingar er varða greiðslu eftirlauna kæranda. Í kæru kemur fram að kærandi hafi gegnt stöðu framkvæmdastjóra rannsóknarnefndar sjóslysa og að hann hefði leitað upplýsinga varðandi laun eftirmanns síns. Kærandi hafi óskað upplýsinga um mánaðarlaun framkvæmdastjóra rannsóknarnefndar sjóslysa frá 1. september 2007 til 1. júní 2013 og um laun rekstrarstjóra rannsóknarnefndar samgönguslysa til 1. september 2016.<br /> </span> <h2>Málsmeðferð</h2> <span>Kæran var kynnt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti með bréfi, dags. 6. september 2018, og því veittur kostur á að koma á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 18. september 2018, kemur fram að kæranda hafi í maí 2017 verið afhent öll gögn sem ráðuneytið hafði undir höndum og tengdust erindi kæranda. Þá sé ekki að finna frekari gögn í skjalasafni ráðuneytisins varðandi erindi kæranda og því sé ekki um að ræða að synjað hafi verið um afhendingu gagna af hálfu ráðuneytisins. <br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. október 2018, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 5. október 2018, kemur fram að umsögn ráðuneytisins feli í sér ósannindi, lögum samkvæmt skuli geyma öll skjöl sem til falli hjá opinberum embættum og því séu umbeðin skjöl til hjá ráðuneytinu. Kærandi tekur fram að ekkert svar hafi gildi annað en aðgangur að umbeðnum launagreiðsluseðlum. Tregða aðila til að veita umbeðnar upplýsingar sé vísbending um að ólöglega hafi verið staðið að lækkun eftirlauna kæranda.<br /> <br /> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneyti með bréfi, dags. 16. október 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í símtali á milli ráðuneytis og úrskurðarnefndar, dags. 30. október 2018, kom fram að forsendur kærunnar væru ekki nægilega ljósar að því er varðaði fjármála- og efnahagsráðuneytið og að ekki væri talin ástæða til þess að ráðuneytið brygðist við að svo stöddu.<br /> <br /> Með erindi, dags. 30. október 2018, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum frá kæranda varðandi kæruefnið, þ.e. hvort fyrir lægju synjanir á upplýsingabeiðnum hans til ráðuneytanna. Í svari kæranda, dags. 30. október 2018, kemur fram að hann hafi ekki fengið „hreina neitun“ um afhendingu gagna, hins vegar hafi hann fengið afrit gagna sem væru óviðkomandi beiðni hans, en umbeðin gögn séu vissulega til hjá ráðuneytunum, þjóðskjalasafni eða ríkisskattstjóra. Kærandi ítrekaði beiðni sína með erindi til úrskurðarnefndar, dags. 8. febrúar 2019, þar sem hann áréttar að ekki liggi fyrir bein synjun á beiðni hans en að svar samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins hafi ekki bara verið ófullkomið heldur óviðeigandi og ekki í neinu samræmi við það sem spurt var um. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 13. júní 2019, fór úrskurðarnefndin þess á leit við fjármála- og efnahagsráðuneytið að nefndin fengi upplýsingar um það hvort, og þá hvenær, kærandi óskaði eftir umræddum gögnum. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um það hvort ráðuneytið hafi svarað erindi kæranda og þá hvers efnis svarið hafi verið. <br /> <br /> Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 21. júní 2019, við fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar er að finna samantekt yfir laun framkvæmdastjóra rannsóknarnefndar sjóslysa og rekstrarstjóra rannsóknarnefndar samgönguslysa samkvæmt úrskurðum kjararáðs og ákvörðun fjármálaráðherra og upplýsingar um launaflokka viðkomandi forstöðumanna fyrir tímabilið júlí 2006 til janúar 2019. Fram kemur að þar sem úrskurður kjararáðs um laun viðkomandi forstöðumanns mæli fyrir um hærri heildarlaun en leiði af hinu nýja grunnmati þá haldi úrskurðurinn gildi sínu þar til launaákvörðun samkvæmt grunnmati starfs, að teknu tilliti til almennra hækkana, verði jöfn núverandi heildarlaunum. Tekið er fram að upplýsingarnar í samantektinni séu aðgengilegar á vefsíðum kjararáðs og Stjórnarráðs Íslands. Umsögninni fylgdu einnig gögn úr málaskrá ráðuneytisins varðandi kæruna, þ. á m. upprunaleg gagnabeiðni kæranda, dags. 25. apríl 2017, og ítrekun hennar, dags. 26. apríl 2017.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. júní 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 8. júlí 2019, kemur fram að þær upplýsingar sem borist hefðu frá ráðuneytinu væru ekki það sem óskað hefði verið eftir. Þá kemur fram að kærandi hafi ítrekað reynt að setja sig í samband við kjararáð vegna málsins en án árangurs.<br /> <br /> Með erindi til fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 24. október 2019, óskaði úrskurðarnefndin upplýsinga um það hvort ráðuneytið hefði tekið afstöðu til réttar kæranda til upplýsinga um greidd heildarlaun, fremur en almenn launakjör forstöðumanna rannsóknarnefndar sjóslysa og síðar samgönguslysa. Í svörum ráðuneytisins, dags. 24. október 2019, kemur fram að þær upplýsingar sem ráðuneytið veitti kæranda væru einu upplýsingarnar sem fyrirliggjandi væru hjá ráðuneytinu varðandi launakjör forstöðumannanna, engar upplýsingar væru til um greiðslur eða kjör umfram það sem fram kæmi í úrskurðum kjararáðs. <br /> </span> <h2>Niðurstaða</h2> <span>Í málinu er deilt um afgreiðslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis á beiðnum kæranda um upplýsingar varðandi laun framkvæmdastjóra rannsóknarnefndar sjóslysa og síðar rekstrarstjóra rannsóknarnefndar samgönguslysa. Bæði ráðuneytin staðhæfa að kæranda hafi verið afhent öll gögn sem fyrirliggjandi eru í ráðuneytunum og varða beiðni kæranda. Kærandi telur skýringar ráðuneytanna ófullnægjandi og segir umbeðnar upplýsingar hljóta að vera fyrirliggjandi hjá ráðuneytunum, Þjóðskjalasafni eða ríkisskattstjóra. Tekið skal fram að kæra sú sem hér er til meðferðar beinist eingöngu að afgreiðslu samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti á beiðni kæranda um aðgang að gögnum en ekki öðrum stofnunum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis um að öll fyrirliggjandi gögn er varða beiðni kæranda og eru fyrirliggjandi hjá ráðuneytunum hafi verið afhent kæranda. Í þessu samhengi telur nefndin rétt að taka fram að ráðuneytunum var ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga að afla þeirra gagna sem kærandi óskaði eftir, s.s. launaseðla viðkomandi starfsmanna. Þó hefði ráðuneytunum verið rétt á grundvelli leiðbeiningarskyldu sinnar að veita kæranda leiðsögn um það til hvaða stjórnvalda kærandi gæti leitað með beiðni um aðgang að launaseðlum viðkomandi starfsmanna, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Mætti þar t.d. benda á Fjársýslu ríkisins sem annast launaafgreiðslu fyrir ríkissjóð, skv. 3. mgr. 64. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Færi svo að Fjársýsla ríkisins synjaði beiðni kæranda um aðgang að launaseðlunum væri sú ákvörðun kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. upplýsingalaga að ræða. Því er óhjákvæmilegt að vísa kæru kæranda frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Það athugast að í kæru setur kærandi fram ýmsar athugasemdir við meðferð kjararáðs á eftirlaunamálum hans. Af því tilefni áréttar úrskurðarnefnd um upplýsingamál að valdsvið nefndarinnar er bundið við það að skera úr um ágreining varðandi afgreiðslu beiðni á grundvelli upplýsingalaga. Það kemur í hlut annarra aðila en úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hafa eftirlit með því hvernig stjórnvöld sinna skyldum sínum þegar kemur að ákvörðun og greiðslu eftirlauna. Vísar nefndin einkum til umboðsmanns Alþingis og eftir atvikum til dómstóla.<br /> </span> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <span>Kæru A, dags. 5. september 2018, vegna afgreiðslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis á upplýsingabeiðni kæranda er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir <br /> Friðgeir Björnsson</span> |
842/2019. Úrskurður frá 28. október 2019 | Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem kærði fellur ekki undir upplýsingalög. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 842/2019 í máli 19100014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. október 2019, kærði A ákvörðun Tækniskólans ehf. um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða ráðningu í starf kennara í húsasmíði við skólann.<br /> <br /> Með erindi, dags. 13. júlí 2019, óskaði kærandi upplýsinga varðandi ráðninguna en kærandi var á meðal umsækjenda. Kærandi átti í nokkrum tölvupóstsamskiptum við Tækniskólann þar sem hann ítrekaði beiðni sína. Í tölvupósti frá Tækniskólanum, dags. 7. október 2019, kemur fram að umsóknir um störf hjá Tækniskólanum og gögn sem þeim fylgi séu trúnaðarmál, skólinn sé ekki opinber framhaldsskóli og hafi ekki fengið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í merkingu 2. mgr. 1. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Skólinn sé hlutafélag sem hafi hlotið viðurkenningu mennta- og menningarráðherra á grundvelli 12. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Skólanum sé ekki heimilt, á grundvelli persónuverndarlaga nr. 90/2018, að afhenda þriðja aðila gögn um umsækjendur um störf við skólann né gögn um einstaka starfsmenn skólans. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji sig eiga rétt, á grundvelli upplýsingalaga, til aðgangs að gögnum málsins þar sem komi fram hver hafi verið ráðinn í starfið, rök fyrir ákvörðun um ráðningu, afrit af öllum gögnum umsóknarferlis auk upplýsinga um hvort og þá hverjir séu kennarar í húsasmíði við skólann án þess að hafa til þess réttindi og hvenær ráðning þeirra hafi síðast verið endurnýjuð.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, að upplýsingum um starfsmannamál Tækniskólans ehf., nánar tiltekið hverjir hafi sótt um starf sem kennarar í húsasmíði og hvaða starfsmenn starfi við skólann sem húsasmiðir án þess að hafa til þess réttindi og hvenær ráðning þeirra hafi verið endurnýjuð. <br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda og lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Samkvæmt 3. gr. laganna taka þau einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds.<br /> <br /> Tækniskólinn er einkahlutafélag sem er að öllu leyti í eigu einkaaðila, þ.e. Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Skólinn starfar á grundvelli þjónustusamnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hann er að mestu leyti rekinn fyrir opinbert fé og gilda lög um framhaldsskóla nr. 92/2008 um starfsemi hans. Sá hluti af starfsemi Tæknisskólans sem lýtur að því þjónustuhlutverki sem skólinn sinnir á grundvelli laga nr. 92/2008 kann því eftir atvikum að falla undir upplýsingalög skv. 3. gr. laganna. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta starfsmannamál Tækniskólans hins vegar ekki talist vera hluti af þeirri opinberu þjónustu sem skólanum er falið að veita samkvæmt lögum nr. lögum nr. 92/2008 og eru starfsmenn hans ekki opinberir starfsmenn, sbr. lög nr. 70/1996. Um þetta má vísa til sjónarmiða sem fram koma í áliti umboðsmanns Alþingis nr. 2830/1999, þar sem ráðning í starf deildarforseta myndlistardeildar Listaháskóla Íslands var ekki talin fela í sér meðferð á opinberu valdi. Önnur sjónarmið kunna að gilda um mál sem varða réttindi og skyldur nemenda skólans, sbr. 4. mgr. 12. gr. laga um framhaldsskóla. Loks er rétt að geta þess að um aðgang að gögnum í málum sem varða ráðningar í opinber störf fer almennt samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga þegar sá sem beiðist aðgangs er meðal umsækjenda um starfið, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 794/2019 frá 31. maí 2019. Með vísan til framangreinds fellur kæra utan gildissviðs upplýsingalaga og er óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 24. október 2019, vegna synjunar Tækniskólans ehf. á beiðni um gögn vegna ráðningar í starf kennara við skólann er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
841/2019. Úrskurður frá 28. október 2019 | Kæru vegna afgreiðslu utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum var vísað frá þar sem umbeðin gögn voru ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 841/2019 í máli ÚNU 19070006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 9. ágúst 2019, kærði A ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 17. júlí 2019, um synjun á beiðni, dags. 4. apríl 2019, um aðgang að tölvupósti sem kærandi telur að barnsmóðir kæranda hafi sent kjörræðismanni Íslands í erlendu landi. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að ráðuneytið hafi póstinn ekki undir höndum en hann hafi eingöngu farið á milli aðstoðarbeiðanda og kjörræðismannsins. Ráðuneytið telji kjörræðismanninum óskylt að veita kæranda aðgang að tölvupóstsamskiptunum með vísan til 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um takmörkun á upplýsingarétti aðila máls. <br /> <br /> Í kæru kemur m.a. fram að vísað sé til umbeðins tölvupósts í umsögn ræðismannsins vegna tiltekins máls. Kærandi telji gagnið vera fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. ágúst 2019, var utanríkisráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 14. ágúst 2019, er ítrekað að umbeðið skjal sé ekki að finna í málaskrá ráðuneytisins. Þá lúti upplýsingabeiðni kæranda að máli sem hann hafi verið aðili að og því fari um aðgang hans að gögnum sem tilheyri stjórnsýslumálinu eftir 15.-19. gr. stjórnsýslulaga. Ráðuneytið hafi einnig byggt synjun á aðilastöðu kæranda, sbr. 17. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gildi lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Því er þess krafist að máli kæranda verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. ágúst 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda kemur fram að kærandi fari fram á aðgang að öllum gögnum sem séu í málaskrá utanríkisráðuneytisins. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tölvupósti sem barnsmóðir kæranda sendi kjörræðismanni Íslands í erlendu landi þar sem óskað var eftir aðstoð ræðismannsins í tilteknu máli. Af hálfu utanríkisráðuneytisins hefur komið fram að umbeðið gagn sé ekki fyrirliggjandi auk þess sem um sé að ræða stjórnsýslumál sem kærandi sé aðili að. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Um aðgang aðila stjórnsýslumáls að gögnum sem tilheyra málinu fer þar af leiðandi eftir stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Kæra þessi fellur því utan gildissviðs upplýsingalaga og er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá nefndinni, sbr. 20. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 9. ágúst 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
840/2019. Úrskurður frá 28. október 2019 | Deilt var um ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda, blaðamanns, um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019. Synjun Vinnumálastofnunar var byggð á því að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að upplýsingunum vegna 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði eftir afstöðu tveggja fyrirtækja sem höfðu tilkynnt hópuppsögn til Vinnumálastofnunar. Annað þeirra veitti samþykki fyrir því að kærandi fengi aðgang að upplýsingunum og var synjun Vinnumálastofnunar um aðgang að tilkynningu þess fyrirtækis felld úr gildi. Nefndin staðfesti synjun stofnunarinnar varðandi það fyrirtæki sem ekki veitti samþykki sitt fyrir afhendingu upplýsinganna þar sem nefndin taldi tilkynninguna fela í sér viðkvæmar upplýsingar um fjárhagsstöðu þess fyrirtækis sem óheimilt væri að veita aðgang að sbr. 9. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 840/2019 í máli ÚNU 19060002.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. júní 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Vinnumálastofnunar um synjun beiðni um aðgang að gögnum með upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019. Kærandi óskaði eftir upplýsingunum með erindi, dags. 4. júní 2019 og var beiðninni synjað daginn eftir. Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 5. júní 2019, segir að Vinnumálastofnun birti fjölda hópuppsagna ásamt atvinnusvæði og þeirri atvinnugrein sem við á hverju sinni. Upplýsingar um það hvort tiltekið fyrirtæki hafi tilkynnt um hópuppsögn séu í nær öllum tilfellum viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu viðkomandi fyrirtækis og kunni að varða mikilvæga viðskiptahagsmuni þess. Birting á nafni þess fyrirtækis sem hafi boðað til hópuppsagnar kunni einnig að fela í sér viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni starfsmanna þess. <br /> <br /> Þá kemur fram að þegar stofnuninni berist tilkynning um fyrirhugaða hópuppsögn sé mál jafnan enn á viðræðustigi. Tilgangur laga um hópuppsagnir sé m.a. að tryggja samráð við trúnaðarmenn eða fulltrúa á vinnustað þegar uppi séu áform um hópuppsagnir. Með tímanlegu samráðið fyrirtækja, fulltrúa starfsmanna og stéttarfélaga sé reynt að komast hjá hópuppsögnum eða draga úr afleiðingum þeirra. Vinnumálastofnun telji að birting í fjölmiðlum á nafni þeirra fyrirtækja sem hafi tilkynnt um hópuppsögn sé ekki til þess fallið að draga úr afleiðingum fyrirhugaðra uppsagna og gangi þvert á tilgang laga um hópuppsagnir. Birting á nöfnum fyrirtækja kunni einnig að minnka hvata þeirra til þess að tilkynna um fyrirhugaðar hópuppsagnir og dragi hún þannig úr virkni þess úrræðis sem lögunum er ætlað að koma á fót. Í ljósi framangreinds sé það afstaða Vinnumálastofnunar að birting á nafni fyrirtækja sem tilkynna hópuppsagnir fari gegn 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Í kæru segir að það hljóti að teljast til almennra upplýsinga sem eigi erindi við almenning þegar fyrirtæki í rekstri segi upp stórum hluta starfsmanna sinna, svo stórum að um hópuppsögn sé að ræða. Að nefna nafn fyrirtækisins sem eigi í hlut, greini á engan hátt frá einka- eða fjárhagsmálefnum einstakra starfsmanna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Vinnumálastofnun með bréfi, dags. 6. júní 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vinnumálastofnunar um kæruna, dags. 20. júní 2019, kemur m.a. fram að stofnunin birti í byrjun hvers mánaðar tölulegar upplýsingar um atvinnuástand og horfur á vinnumarkaði. Meðal þeirra upplýsinga sem stofnunin birti séu upplýsingar um fjölda hópuppsagna sbr. lög nr. 63/2000 um hópuppsagnir. Stofnunin birti fjölda þeirra starfsmanna sem hópuppsagnir nái til, atvinnugrein og atvinnusvæði. Þann 4. júní 2019 hafi Vinnumálastofnun birt frétt á heimasíðu sinni um hópuppsagnir í maí 2019. Í fréttinni komi fram að tvær tilkynningar um hópuppsagnir hafi borist Vinnumálastofnun í maí þar sem 53 starfsmönnum var sagt upp störfum. Þá segi að 34 hafi verið sagt upp í flutningum á Suðurnesjum og 19 í heilbrigðis- og félagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. <br /> <br /> Fram kemur að Vinnumálastofnun sé með lögum nr. 63/2000 um hópuppsagnir falið að taka á móti tilkynningum um fyrirhugaðar uppsagnir á grundvelli laganna. Samkvæmt lögunum beri atvinnurekanda að tilkynna um fyrirhugaðar uppsagnir skriflega til Vinnumálastofnunar. Í tilkynningu skuli m.a. tilgreina fjölda þeirra starfsmanna sem til standi að segja upp, hvaða störfum þeir gegni og á hvaða tímabili fyrirhugaðar uppsagnir eigi að koma til framkvæmda. Fram kemur að Vinnumálastofnun birti ekki upplýsingar um þau fyrirtæki sem segi upp starfsfólki. Beiðnum frá fréttastofum eða öðrum um að fá nöfn þeirra fyrirtækja sem hafi sagt upp fólki sé því almennt hafnað.<br /> <br /> Vinnumálastofnun segir upplýsingar um það, hvort tiltekið fyrirtæki hafi tilkynnt um hópuppsögn, vera í nær öllum tilfellum viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu viðkomandi fyrirtækis sem kunni að varða mikilvæga viðskiptahagsmuni þess. Þá kunni birting á nafni þess fyrirtækis sem hefur boðað til hópuppsagnar einnig að fela í sér viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni starfsmanna þess.<br /> <br /> Fram kemur að tilgangur laga um hópuppsagnir sé m.a. að tryggja samráð við trúnaðarmenn eða fulltrúa á vinnustað þegar uppi séu áform um hópuppsagnir. Með tímanlegu samráði fyrirtækja, fulltrúa starfsmanna og stéttarfélaga sé reynt að komast hjá hópuppsögnum eða draga úr afleiðingum þeirra. Vinnumálastofnun telur að birting í fjölmiðlum á nafni þeirra fyrirtækja sem hafi tilkynnt um hópuppsögn sé ekki til þess fallið að draga úr afleiðingum fyrirhugaðra uppsagna og gangi þvert á tilgang laga um hópuppsagnir. Í þessum aðstæðum geti það skaðað hagsmuni fyrirtækja að veittur sé aðgangur að upplýsingunum. Birting á nöfnum fyrirtækja kunni einnig að minnka hvata þeirra til þess að tilkynna um fyrirhugaðar hópuppsagnir og draga þannig úr virkni þess úrræðis sem lögunum er ætlað að koma á fót.<br /> <br /> Auk þess kemur fram í umsögninni að vitneskja um uppsagnir fyrirtækja feli óumflýjanlega í sér upplýsingar um uppsagnir starfsmanna þeirra. Þótt þeir starfsmenn sem sæti uppsögnum séu ekki nafngreindir sé í fámennu samfélagi auðvelt að álykta um hvaða einstaklingar eigi í hlut. Þá berist tilkynning um hópuppsagnir oft áður en starfsmönnum hafi verið sagt upp störfum og jafnvel áður en þeim hafi verið tilkynnt um fyrirhugaðar uppsagnir. Fyrsti viðkomustaður þeirra forsvarsmanna fyrirtækja sem hugi að hópuppsögnum sé jafnan Vinnumálastofnun og berist stofnuninni reglulega tilkynningar án þess að lögbundið samráð hafi átt sér stað. Stofnunin þurfi ítrekað að benda fyrirtækjum á skyldur sínar samkvæmt lögum um hópuppsagnir eftir að tilkynning hafi borist stofnuninni. Stofnunin telur sér ekki stætt að stuðla að því að starfsmenn fái tilkynningar um uppsagnir sínar í fjölmiðlum. Einnig beri að líta til þess að upplýsingarnar varði ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna eða framkvæmd á opinberri þjónustu heldur hafi Vinnumálastofnun þær undir höndum á grundvelli tilkynningarskyldu fyrirtækja samkvæmt lögum um hópuppsagnir sem sé ætlað er að tryggja nauðsynlegt og formbundið samráð atvinnurekenda við fulltrúa starfsmanna sinna. Í ljósi alls framangreinds og tilgangs laga um hópuppsagnir sé það afstaða Vinnumálastofnunar að birting á nafni fyrirtækja sem tilkynna um hópuppsagnir feli í sér upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Umsögn Vinnumálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 25. júní 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 4. júlí 2019, segir að kærandi telji svör Vinnumálastofnunar ekki standast skoðun. Á þeim tíma sem fyrirtæki tilkynni um hópuppsagnir hafi starfsfólkinu á viðkomandi stað verið tilkynnt um uppsagnirnar. Að það hafi áhrif á reksturinn að það spyrjist út að gripið hafi verið til hópuppsagna geti vel verið. Upplýsingar um hópuppsögn í fyrirtækjum á Íslandi eigi sannarlega erindi við almenning. <br /> <br /> Með bréfum, dags. 3. september 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu þeirra fyrirtækja sem tilkynntu Vinnumálastofnun um hópuppsagnir í maí 2019. Með tölvupósti, dags. 6. september 2019, veitti annað þeirra, Isavia ohf., samþykki sitt fyrir því að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. Fram kemur að félagið telji ekkert því til fyrirstöðu að upplýsingarnar verði birtar en félagið hafi sjálft útbúið fréttatilkynningu þess efnis. Því hafi upplýsingarnar þegar verið gerðar opinberar. Hitt félagið veitti ekki samþykki sitt fyrir því að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar en í bréfi þess til úrskurðarnefndarinnar, dags. 11. september 2019, kemur m.a. fram að hópuppsögnin hafi verið dregin til baka og mikill meirihluti starfsmannanna endurráðnir. Í ljósi þessa geti birting upplýsinganna haft í för með sér óþarfa neikvæða umræðu um starfsemi félagsins. Hætta sé á að viðskiptavinir félagsins leiti annað ef upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að upplýsingum hjá Vinnumálastofnun um það hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019. Samkvæmt 7. gr. laga um hópuppsagnir nr. 63/2000 er fyrirtækjum skylt að tilkynna Vinnumálastofnun skriflega um fyrirhugaðar hópuppsagnir og taldi stofnunin að beiðni kæranda tæki til tilkynninga tveggja fyrirtækja.<br /> <br /> Vinnumálastofnun synjaði um aðgang að framangreindum tilkynningum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga sem fjallar um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna einstaklinga, fyrirtækja og annarra lögaðila. Þar segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna segir um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Í tilefni af kærunni óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu viðkomandi fyrirtækja til upplýsingabeiðninnar. Í svarbréfi annars fyrirtækjanna, þ.e. Isavia ohf., kom fram að fyrirtækið legðist ekki gegn því að kærandi fengi afrit af tilkynningu félagsins til Vinnumálastofnunar enda kæmu þar fram upplýsingar sem félagið hefði þegar sjálft opinberað með fréttatilkynningu. Í ljósi þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fella ákvörðun Vinnumálastofnunar úr gildi og beina því til stofnunarinnar að afhenda kæranda umrædda tilkynningu. Úrskurðarnefndin bendir á að Vinnumálastofnun hefði sjálfri verið rétt að leita afstöðu umræddra fyrirtækja áður en hún synjaði um afhendingu gagnanna á grundvelli meintra hagsmuna þeirra.<br /> <br /> Líkt og rakið er í málsmeðferðarkafla hér að framan lagðist hitt félagið sem tilkynnt hafði Vinnumálastofnun um fyrirhugaða hópuppsögn í maí 2019 hins vegar gegn því að kæranda yrði afhent afrit af tilkynningu félagsins. Fyrir liggur að umrædd hópuppsögn kom ekki til framkvæmda. Þótt kæran til úrskurðarnefndarinnar sé orðuð svo að kærandi óski eftir upplýsingum um hvaða fyrirtæki hafi gripið til hópuppsagna í maí 2019, telur úrskurðarnefndin – líkt og Vinnumálastofnun – rétt að skilja beiðnina sem svo að hún taki til allra tilkynninga um fyrirhugaðar hópuppsagnir, hvort sem þær hafi komið til framkvæmda eða ekki. Liggur því fyrir nefndinni að taka afstöðu til synjunar Vinnumálastofnunar á afhendingu gagnsins.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er rakið hér að framan ásamt skýringum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna. Í skýringunum er m.a. áréttað að óheimilt sé að veita upplýsingar um „viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni“. Jafnframt er tekið fram að vega þurfi saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að „upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi“. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur engum vafa undirorpið að sú tilkynning sem hér um ræðir um fyrirhugaða hópuppsögn feli í sér mikilvægar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu umrædds fyrirtækis, enda þótt ekki hafi að lokum komið til hópuppsagnar. Þá horfir nefndin til þess að upplýsingarnar liggja ekki fyrir hjá Vinnumálastofnun í tilefni af ráðstöfun opinberra hagsmuna, heldur vegna lagaskyldu viðkomandi félags til þess að tilkynna um fyrirhugaða hópuppsögn á grundvelli laga nr. 63/2000. Af þessum ástæðum telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að Vinnumálastofnun hafi verið rétt að synja beiðni kæranda um aðgang að umræddri tilkynningu.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Felld er úr gildi ákvörðun Vinnumálastofnunar um að synja beiðni kæranda um aðgang að tilkynningu Isavia ohf., dags. 23. maí 2019, til stofnunarinnar um fyrirhugaða hópuppsögn og lagt fyrir Vinnumálastofnun að afhenda kæranda gagnið.<br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> |
839/2019. Úrskurður frá 28. október 2019 | Deilt var um ákvörðun Grindavíkurbæjar á beiðni um aðgang að sundurliðuðum útreikningum álagðra fasteignagjalda vegna tiltekinnar fasteignar. Sveitarfélagið hélt því fram að álagningarseðlar fasteignagjalda væru ekki vistaðir sjálfstætt heldur þyrfti að kalla þá fram með sérstakri aðgerð, þannig væru þeir ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefnd taldi ekki ástæðu til að draga þær skýringar í efa og var kæru því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 839/2019 í máli ÚNU 19050010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. maí 2019, kærði A ákvörðun Grindavíkurbæjar um synjun beiðni um sundurliðaða útreikninga álagningar fasteignagjalda ársins 2019 vegna [fasteignar] í [hverfi] í Grindavík. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji misræmi á milli skráningar húsa á lóð [fasteignar] og því hafi kærandi óskað eftir sundurliðuðum upplýsingum um álagningu fasteignagjalda vegna [fasteignar] fyrir árið 2019. Kærandi vísar í skýrsluna „Húsakönnun í [hverfi]: Verndarsvæði í byggð“ sem unnin var fyrir Grindavíkurbæ árin 2017-2018. Þar séu upplýsingar um og ljósmyndir af tveimur geymsluhúsum á lóð [fasteignar], annað [x] m2 og hitt [x] m2. Kærandi kveður geymsluhúsin ekki hluta af fasteignamati eins og það er skráð í fasteignaskrá og að ósamræmi á milli skýrslunnar og fasteignaskrár sýni að húsin hafi verið án álagningar fasteignagjalda í áratug. Þar sem Grindavíkurbær hafi ekki veitt kæranda sundurliðaðar upplýsingar um álagningu fasteignagjalda fyrir viðkomandi lóð sé ógerningur að sannreyna þetta. <br /> <br /> Meðfylgjandi kæru eru tölvupóstsamskipti á milli kæranda og Grindavíkurbæjar, dags. 11. apríl 2019, þar sem kærandi óskar fyrrnefndra upplýsinga. Í svörum sveitarfélagsins er vísað í almennar reglur um fasteignaskatt, kæranda bent á að út frá þeim geti hann reiknað út fasteignagjagjöld en tekið fram að séu eignir ekki skráðar í Landskrá fasteigna eða hafi ekki fasteignamat sé óheimilt að leggja á þær fasteignaskatt. Þá er einnig vísað til fyrra máls kæranda fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál og tekið fram að svör sveitarfélagsins muni vera þau sömu og í fyrra máli.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 14. maí 2019, var kæran kynnt Grindavíkurbæ og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 24. maí 2019, kemur fram að farið sé eftir reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2015 og að sveitarfélögum sé óheimilt annað en að fara eftir Landskrá fasteigna við innheimtu fasteignagjalda. Þá segir að í fylgigögnum með kæru komi fram upplýsingar um fasteignamat viðkomandi eignar, sem sé grunnur að álagningu fasteignagjalda 2019, einnig að álagningarreglur Grindavíkurbæjar séu aðgengilegar á heimasíðu bæjarins og að út frá þessum upplýsingum geti hver sem er reiknað álögð fasteignagjöld viðkomandi eignar. <br /> <br /> Fram kemur að sveitarfélagið sjái ekki ástæðu til þess að leggja í aukavinnu vegna þessa, þ.e. útbúa ný skjöl eða gögn vegna málsins, enda sé það ekki skylt skv. upplýsingalögum nr. 140/2012. Kærandi hafi þær upplýsingar sem liggi til grundvallar álagningar fasteignagjalda og því sé ekki um að ræða synjun á upplýsingabeiðni af hálfu sveitarfélagsins. Enn fremur séu álagningarseðlar ekki vistaðir sjálfstætt í álagningarkerfi fasteignagjalda og til þess að kalla fram álagningarseðil eignar þurfi að setja af stað vinnslu í álagningarkerfinu sem svo sendi tölvupóst með slóð að niðurstöðu vinnslunnar til þess sem setur vinnsluna af stað. Þá er vísað til þess að við endurskoðun á ársuppgjöri Grindavíkurbæjar fari endurskoðendur bæjarins yfir verklag og álagningu fasteignagjalda og ekkert í þeirri yfirferð gefi til kynna að alvarlegar ásakanir kæranda eigi við rök að styðjast. <br /> <br /> Umsögn Grindavíkurbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. maí 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. júní 2019, er vísað til svara Grindavíkurbæjar í fyrra máli, ÚNU 18050003. Þau svör hafi orðið til þess að „hægt var að upplýsa og sannreyna að a.m.k. 2 hús höfðu staðið í skjóli yfirhylminga stjórnsýslu Grindavíkurbæjar, án álagningu fasteigna í rúman áratug, með vitund og vitneskju slökkvistjóra og byggingarfulltrúa Grindavíkurbæjar.“ Þá er fjallað um breytingar sem orðið hafa á skráningu [… fasteignar] í fasteignaskrá og kröfur þær sem settar voru fram í kæru eru ítrekaðar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Grindavíkurbæjar á beiðni um aðgang að sundurliðuðum útreikningum álagðra fasteignagjalda árið 2019 vegna [fasteignar] í [hverfi] í Grindavíkurbæ. <br /> <br /> Í umsögn Grindavíkurbæjar, dags. 24. maí 2019, er vísað til þess að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga á almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Stjórnvöldum er hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli ákvæðisins, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja hjá stjórnvöldum á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. <br /> <br /> Af hálfu Grindavíkurbæjar hefur komið fram að það krefðist sérstakrar vinnu að útvega umbeðin gögn. Álagningarseðlar eigna séu ekki fyrirliggjandi því þeir séu ekki vistaðir sjálfstætt í álagningarkerfi fasteignagjalda. Til að kalla fram álagningarseðil eignar þurfi því að setja af stað vinnslu í álagningarkerfinu sem svo sendir, til þess sem þessa vinnslu setur af stað, tölvupóst með slóð að niðurstöðu vinnslunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sér ekki ástæðu til að draga þær skýringar Grindavíkurbæjar í efa. <br /> <br /> Í málinu liggur fyrir að skjalið sem kærandi óskar eftir er ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu heldur þarf að útbúa það sérstaklega svo unnt sé að afgreiða gagnabeiðni kæranda. Hér ræður ekki úrslitum þótt unnt sé að búa skjalið til með tiltölulega einfaldri aðgerð. Gagnagrunnur og álagningarkerfi fasteignagjalda tilheyrir Þjóðskrá þó að Grindavíkurbær, líkt og önnur sveitarfélög, hafi aðgang að honum. Úrskurðarnefndin tekur þó fram að sveitarfélaginu er heimilt að afgreiða gagnabeiðni kæranda með því að framkalla viðkomandi álagningarseðil, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðin gögn kæranda séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A á hendur Grindavíkurbæ, dags. 10. maí 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
838/2019. Úrskurður frá 28. október 2019 | Kæru vegna afgreiðslu Landspítala-Háskólasjúkrahúss á gagnabeiðni var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Landspítali-Háskólasjúkrahús hélt því fram að kærandi hefði fengið afhent öll fyrirliggjandi gögn er varði gagnabeiðni kæranda og hafði úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 838/2019 í máli ÚNU 19030004.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð </h2> Með erindi, dags. 7. mars 2019, kærði A afgreiðslu Landspítala-Háskólasjúkrahúss („Landspítalinn“) á afgreiðslu beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Með erindi, dags. 27. febrúar 2019, óskaði kærandi eftir afritum að öllum gögnum sem varði kæranda frá og með árinu 2014. Jafnframt var óskað eftir yfirlýsingu frá Landspítalanum um að ekki séu til frekari gögn eða upplýsingar um kæranda. Þá var óskað eftir upplýsingum um tilvist gagna sem Landspítalinn teldi sig ekki hafa heimild til að veita kæranda aðgang að. <br /> <br /> Kæran var kynnt Landspítalanum með bréfi, dags. 18. mars 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í umsögn Landspítalans, dags. 20. mars 2019, segir að kærandi hafi fengið aðgang að sjúkraskrá sinni og þar með öllum upplýsingum um færslur í hana. Verið væri að taka saman önnur gögn og í kjölfarið yrði tekin afstaða til þess hvort þau yrðu afhent kæranda. Þann 12. apríl 2019 barst úrskurðarnefndinni annað bréf frá Landspítalanum. Þar segir að kærandi hafi fengið aðgang að öllum gögnum í vörslum Landspítalans er varði kæranda. <br /> <br /> Kærandi ritaði Landspítalanum og úrskurðarnefndinni tölvupóst þann 16. apríl 2019 þar sem hann hélt því fram að hann hefði ekki fengið afhent ýmis gögn. Í erindinu óskaði hann m.a. eftir afritum af bréfi frá lögfræðistofu og svari spítalans við því. Í bréfi Landspítalans til kæranda, dags. 18. júní 2019, segir að bréfið sé á meðal þeirra gagna sem kærandi hafi fengið send með ábyrgðarpósti. <br /> <br /> Með tölvupósti til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 4. október 2019, ítrekaði kærandi þá kröfu að fá afhent öll gögn er lúti að honum. Fram kemur að forstjóri Landspítalans hafi þann 28. febrúar ritað kæranda tölvupóst þar sem fram komi að forstjórinn hafi falið framkvæmdastjóra lækninga það verkefni að svara erindi kæranda. Kærandi hafi ekki fengið afrit af gögnum þar að lútandi. Kærandi hafi heldur ekki fengið afrit af gögnum þar sem framkvæmdastjóri lækninga fól tilteknum starfsmanni að svara erindinu. <br /> <br /> Með erindi, dags. 21. október 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum um það hvort gögnin sem vísað er til í bréfi kæranda, dags. 4. október 2019, væru fyrirliggjandi hjá Landspítalanum og hvort þau hafi verið afhent kæranda. Með tölvupósti, dags. 25. október 2019, svaraði Landspítalinn því að gögnin væru ekki fyrirliggjandi enda sé ekki talið nauðsynlegt að miðlun verkefna fari ávallt fram með formlegum hætti.<br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Landspítalans á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Af hálfu spítalans hefur komið fram að kærandi hafi fengið aðgang að öllum gögnum sem hann varða, bæði gögn úr sjúkraskrá, sbr. lög nr. 55/2009 og önnur gögn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga það í efa að Landspítalinn hafi afhent kæranda öll fyrirliggjandi gögn sem hann varða.<br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að gögn eru ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða ákvörðun um að synja um aðgang að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 7. mars 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
837/2019. Úrskurður frá 28. október 2019 | Samtök iðnaðarins kærðu ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um synjun beiðni um aðgang að samningi Tryggingastofnunar við Veðurstofu Íslands um aðstöðu fyrir miðlægan tölvubúnað Tryggingastofnunar í tölvusal Veðurstofunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir samninginn og taldi ekki að ákvæði upplýsingalaga stæðu aðgangi í vegi. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að samningnum með vísan til meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 837 í máli ÚNU 19030003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. mars 2019, kærðu Samtök iðnaðarins ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samningi Tryggingastofnunar við Veðurstofu Íslands um aðstöðu fyrir miðlægan tölvubúnað Tryggingastofnunar í tölvusal Veðurstofunnar. <br /> <br /> Kærandi óskaði eftir aðgangi að samningnum með bréfi, dags. 28. janúar 2019, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi óskaði jafnframt skýringa á því að ekki hefði verið framkvæmt útboð í samræmi við ákvæði laga um opinber innkaup. Með bréfi, dags. 4. febrúar 2019, var beiðninni synjað á grundvelli þess að í upplýsingakerfum stofnunarinnar væri að finna viðamikil gögn sem varði bæði verulega fjárhagslega hagsmuni viðskiptavina auk þess sem kerfin innihaldi mikið magn viðkvæmra persónuupplýsinga. Eðli máls samkvæmt þurfi að gæta ýtrasta öryggis við meðferð slíkra gagna. Þá segir að í samningi Tryggingastofnunnar við Veðurstofuna komi fram viðkvæmar upplýsingar er varða upplýsingaöryggi stofnunnar, sem séu eðli máls samkvæmt trúnaðarmál. Það sé því mat stofnunarinnar að ekki sé heimilt að afhenda afrit af samningnum. Vísað er til 17. gr. stjórnsýslulaga og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í svarbréfinu upplýsir Tryggingastofnun einnig um gildistíma samningsins og samningsfjárhæðina.<br /> <br /> Í kæru segir m.a. að þau lagaákvæði sem Tryggingastofnun vísi í til stuðnings ákvörðun sinni feli í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga og beri að skýra þau þröngri lögskýringu. Af orðalagi 10. gr. laganna leiði að bæði þurfi að sýna fram á að gögnin hafi að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins og hins vegar að aðgangur almennings að upplýsingunum muni fyrirsjáanlega skaða hagsmuni ríkisins. Hvorki liggi fyrir að hvaða leyti inntak samningsins muni raska upplýsingaöryggi né hvort þar sé í raun að finna upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Ætla megi að ákvæðinu verði einungis beitt ef um verulega fjárhagslega hagsmuni sé að ræða fyrir ríkið. Engin tilraun hafi verið gerð til að sýna fram á að slíkir hagsmunir liggi fyrir og réttlæti synjun á afhendingu gagnanna. Samningurinn varði ráðstöfun opinbers fjármagns og séu því hagsmunir almennings af aðgangi að samningnum ríkir. Þá hafi Tryggingastofnun ekki tekið afstöðu þess hvort unnt sé að beita 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að skylt sé að veita aðgang að þeim hluta gagna sem falla ekki undir takmarkanir 6.-10. gr. laganna. Tryggingastofnun hafi því verið óheimilt að hafna aðgangi að þeim hluta samningsins sem falli utan við takmarkanir 10. gr. laganna. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Tryggingastofnun með bréfi, dags. 7. mars 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Tryggingastofnunar um kæruna, dags. 29. apríl 2019, kemur m.a. fram að samningurinn varði leigu á aðstöðu fyrir tölvubúnað stofnunarinnar. Upplýsingakerfi stofnunarinnar innihaldi gríðarmikið safn margvíslegra og viðkvæmra persónuupplýsinga frá viðskiptavinum, og að stofnuninni sé nauðsynlegt að afla upplýsinganna til að geta sinnt lögboðnu hlutverki sínu, þ.e. greiðslu ýmissa bóta og lífeyris til bæði elli- og örorkulífeyrisþega. Tryggingastofnun beri að gæta, til hins ítrasta, öryggis við meðferð framangreindra gagna. Hluti af því sé geymsla og meðferð gagnanna í upplýsingakerfum stofnunarinnar. Í samningnum komi fram upplýsingar um stjórnkerfi upplýsingaöryggis stofnunarinnar og viðkvæmar upplýsingar um meðferð og umgengni við upplýsingakerfin. Eðli máls samkvæmt séu slíkar upplýsingar trúnaðarmál og því ekki opinberar öðrum aðilum. Í umsögninni er bent á að mikilvægi verndar persónuupplýsinga og öryggi þeirra sé rauði þráðurinn í lögum á Íslandi, s.s. persónuverndarlögum, stjórnsýslulögum og upplýsingalögum.<br /> <br /> Tryggingastofnun vísar til 17. gr. stjórnsýslulaga og þess að viðskiptavinir stofnunarinnar hafi mun ríkari hagsmuni af því að leynd sé haldið um meðferð upplýsingakerfa stofnunarinnar en kærandi af því að fá upplýsingar um samninginn. Þá er vísað til þess að ef misbrestur verði á upplýsingakerfum stofnunarinnar er varði fjárhæðir eða greiðslur hefði það verulega mikil áhrif á efnahagslega hagsmuni ríkisins þar sem árlegar greiðslur stofnunarinnar séu um 20% fjárlaga ríkisins, sbr. 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Einnig geti afleiðing misbrests orðið sú að persónugreinanlegar upplýsingar birtist óviðkomandi en óheimilt sé að veita upplýsingar um einkamálefni viðskiptavina sem leynt eigi að fara skv. 9. gr. sömu laga. Bent er á að fjárhæð samningsins nái ekki þeirri lágmarksfjárhæð sem fram komi í 23. gr. laga um opinber innkaup. <br /> <br /> Í umsögninni kemur að lokum fram að kæranda hafi verið sendar þær upplýsingar sem varði mögulega útboðsskyldu, sem hafi tekið af allan vafa um hvort sú skylda hafi verið fyrir hendi. Stofnunin hafi með því talið sig hafa komið að fullu til móts við kæranda. Með vísan til þessa hafnar stofnunin því alfarið að afhenda afrit samningsins, sérstaklega með það í huga að um samning milli ríkisaðila sé að ræða sem falli ekki undir lög um opinber innkaup auk þess sem samningurinn nái ekki lágmarksfjárhæð útboðsskyldu.<br /> <br /> Umsögn Tryggingastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 11. apríl 2019, er aðdraganda kvörtunarinnar lýst. Þá segir að sökum þeirrar leyndar sem hvíli á samningnum geti kærandi ekki metið hvort kaupin hafi verið útboðsskyld á grundvelli laga um opinber innkaup. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda segir enn fremur að það sé óumdeilt að einkaaðilar þurfi að þola takmörkun varðandi upplýsingar um viðskipti við hið opinbera þar sem greitt sé fyrir vörur eða þjónustu með almannafé en ríkar ástæður þurfi að standa til þess að upplýsingaréttur sé takmarkaður í slíkum málum. Því til stuðnings er vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-74/1999, A-133/2001, A-229/2006 og A-552/2014. Þá er vísað til þess að samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga skuli veita þeim er óskar upplýsinganna aðgang að þeim hluta upplýsinganna sem ekki falla undir takmörkunarákvæði laganna. Réttur til aðgangs að gögnum nái til allra gagna sem mál varða, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 5. gr. laganna. Í ákvæðinu felist að allir njóti réttar til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum þar á meðal lögaðilar og skipti þá ekki máli í hvaða tilgangi óskað sé aðgangs að gögnunum. Kærandi hafnar þeim rökstuðningi Tryggingastofnunar að ef samningur er ekki útboðsskyldur leiði það sjálfkrafa til þess að ekki beri skylda til að veita aðgang að hluta hans, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi á milli Tryggingastofnunar ríkisins og Veðurstofu Íslands um leigu á aðstöðu fyrir tölvubúnað á grundvelli meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna<br /> <br /> Ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja beiðni kæranda er einkum byggð á því að almannahagsmunir standi í vegi fyrir því að kæranda verði veittur aðgangur að samningnum þar sem upplýsingarnar varði efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Einnig er byggt á því að afleiðing „misbrests“ tengdum upplýsingunum gæti opinberað persónuupplýsingar og viðkvæmar upplýsingar um viðskiptavini stofnunarinnar sem skuli fara leynt skv. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 10. gr. upplýsingalaga er fjallað um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna en skv. 3. tölul. er heimilt að takmarka upplýsingarétt ef aðgangur að viðkomandi gögnum skaðar efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Í athugasemdum við ákvæðið segir: „Undir þessa undanþágu falla upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Þetta eru þó ekki hvaða upplýsingar sem er heldur einvörðungu þær sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins.“ <br /> <br /> Í 9. gr. laganna segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“ <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur fengið afrit af umbeðnum samningi. Í honum koma m.a. fram skyldur þjónustusala (Veðurstofu Íslands) og þjónustukaupa (Tryggingastofnunar ríkisins) samkvæmt samningnum, fyrirkomulag þjónustu og viðhalds, endurgjald og greiðslufyrirkomulag, ábyrgðar- og trúnaðarákvæði. Viðauki fylgir samningnum en þar er að finna nánari upplýsingar um þjónustu, aðgang og aðbúnað í tölvusal Veðurstofu Íslands. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fallist á það með Tryggingarstofnun að upplýsingarnar í samningnum skuli vera undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ákvæðinu verður ekki beitt nema hætta sé á því að aðgangur að upplýsingum geti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. Í samningnum er ekki að finna slíkar upplýsingar. Í rökstuðningi Tryggingastofnunar segir að ef „misbrestur“ verði á upplýsingakerfum stofnunarinnar geti það varðað fjárhæðir eða greiðslur sem hefðu mikil áhrif á efnahagslega hagsmuni ríkisins. Ekki er skýrt nánar hvaða misbrests megi vænta ef samningurinn verður gerður opinber en leiða má líkur að því að Tryggingarstofnun telji aðgang að samningum geta stefnt öryggi tölvugagna í hættu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að upplýsingarnar sem fram koma í samningnum eru tiltölulega almenns eðlis og ekki til þess fallnar að auðvelda aðgengi að trúnaðarupplýsingum. <br /> <br /> Varðandi tilvísun Tryggingarstofnunar til 9. gr. upplýsingalaga eru engar upplýsingar í samningnum sem varða einkamálefni viðskiptavina Tryggingastofnunar þó svo að þau gögn sem geymd eru í tölvukerfum stofnunarinnar geti vissulega geymt slíkar upplýsingar. Með því að veita kæranda aðgang að samningnum væri því engan veginn verið að veita aðgang að upplýsingum sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi verður synjun á aðgangi að samningum ekki byggð á ákvæðinu. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ákvæði upplýsingalaga standi aðgangi kæranda að samningnum ekki í vegi og er því lagt fyrir Tryggingarstofnun að veita kæranda aðgang að samningnum og viðauka með honum á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Tryggingastofnun ber að afhenda kæranda, Samtökum iðnaðarins, samning stofnunarinnar við Veðurstofu Íslands um leigu á aðstöðu fyrir tölvubúnað, dags. 19. desember 2018 og viðauka við samninginn. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> <br /> |
836/2019. Úrskurður frá 28. október 2019 | Kærð var ákvörðun Fjallabyggðar um synjun beiðni um aðgang að gögnum vegna verðkönnunar Fjallabyggðar. Leyst var úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga en kærandi var meðal tilboðsgjafa. Talið var að hagsmunir kæranda til aðgangs að gögnunum vægju þyngra en hagsmunir annarra tilboðsgjafa af því að upplýsingarnar í gögnunum færu leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Var því synjun Fjallabyggðar felld úr gildi það lagt fyrir sveitarfélagið að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 836/2019 í máli ÚNU 19020017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 18. febrúar 2019, kærði Momentum ehf. ákvörðun sveitarfélagsins Fjallabyggðar um synjun beiðni um aðgang að gögnum sem varða verðkönnun Fjallabyggðar á innheimtuþjónustu en kærandi var á meðal bjóðenda í könnuninni. <br /> <br /> Með bréfi til Fjallabyggðar, dags. 1. febrúar 2019, óskaði kærandi eftir gögnum vegna verðkönnunar Fjallabyggðar. Einkum óskaði hann eftir innsendum tilboðsgögnum bjóðenda um verðeiningar en auk þess óskaði hann eftir aðgangi að skjali með verðsamanburði sem lagt var fram á fundi bæjarstjórnar þann 29. janúar 2019. Beiðni kæranda var synjað með bréfi, dags. 14. febrúar 2019. Þar kemur fram að aðrir bjóðendur í verðkönnuninni, Inkasso ehf. og Motus ehf., hafi óskað eftir því að gögnin sem fyrirtækin sendu inn yrðu meðhöndluð sem trúnaðarmál og af þeirri ástæðu gæti sveitarfélagið ekki afhent þau kæranda, með vísan í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Kærandi telur sig eiga rétt til aðgangs að gögnunum samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga þar sem hann hafi verið á meðal tilboðsgjafa. Kærandi segir sveitarfélagið ekki geta synjað kæranda um aðgang að gögnunum af þeirri ástæðu einni að heitið hafi verið trúnaði um gögnin. Þá segir kærandi upplýsingar um verðlagningu ekki vera trúnaðargögn þar sem upplýst sé um verð í hvert skipti sem gjöld eru innheimt. Auk þess vísar kærandi til þess að önnur sveitarfélög birti gjaldskrár innheimtuaðila sinna opinberlega með skýrum hætti.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 25. febrúar 2019, var kæran kynnt Fjallabyggð og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði afhent afrit umbeðinna gagna í trúnaði.<br /> <br /> Í umsögn Fjallabyggðar, dags. 11. mars 2019, kemur fram að um óformlega verðkönnun hafi verið að ræða. Sveitarfélagið hafi byggt ákvörðun sína um synjun á aðgangi að gögnunum á því að þau séu undanskilin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem þau varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og að tilboðsgjafar hafi óskað eftir að farið yrði með gögnin sem trúnaðarmál. <br /> <br /> Fram kemur að sveitarfélagið hafi lagt mat á gögnin og talið þau innihalda viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu bjóðenda auk þess sem í þeim sé að finna viðkvæmar upplýsingar sem varða atvinnu-, fræðslu- og viðskiptaleyndarmál tilboðsgjafa sem rétt sé að leynt fari. Hagsmunir tilboðsgjafa af leynd um gögnin vegi þyngra en réttur kærenda til aðgangs að upplýsingunum. Þá er vikið að 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að réttur aðila til gagna sem varða hann sjálfan getur takmarkast ef þar eru einnig upplýsingar um einkamálefni annarra, „enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.“ Það sé mat Fjallabyggðar að hagsmunir tilboðsgjafa af leynd vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér tilboð þeirra. <br /> <br /> Umsögninni fylgdu þrjú tilboð sem send höfðu verið sveitarfélaginu vegna verðkönnunarinnar.<br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. mars 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 25. mars 2019, segir m.a. að þar sem Fjallabyggð sé sveitarfélag sé því hvorki í sjálfsvald sett hvernig eða á hvaða sjónarmiðum ákvarðanir séu teknar hverju sinni né hvaða gögn sveitarfélagið kjósi að afhenda. Því síður geti það verið samkomulagsatriði milli sveitarfélagsins og einstaka bjóðenda hvaða gögn séu kynnt á hverjum tíma. Þá segist kærandi engar kröfur gera um aðgang að viðskiptaleyndarmálum annarra bjóðenda en hann telji engar slíkar upplýsingar vera að finna í gögnum verðkönnunarinnar. Auk þess kemur fram að þau gögn sem orðið hafi til hjá Fjallabyggð í tengslum við val á milli bjóðenda hafi að geyma forsendur og ákvörðunarástæðu sveitarfélagsins. Skjalið „verðsamanburður“, sem vísað hafi verið til í bréfi sveitarfélagsins til kæranda, dags. 31. janúar 2018, hafi augljóslega að geyma upplýsingar sem réðu vali á milli bjóðenda. Vegna þessa verði ekki hjá því komist að leggja slíkan verðsamanburð fram og sé réttur bjóðenda til slíkrar afhendingar ótvíræður. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. október 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að Fjallabyggð afhenti nefndinni skjalið „verðsamanburður“, sem vísað væri til í fundargerð bæjarráðs Fjallabyggðar. Samdægurs fékk nefndin sent minnisblað, dags. 27. janúar 2019, með umbeðnum verðsamanburði auk Excel-skjals sem ber heitið „niðurstaða verðkönnunar 2018“. Tekið var fram að gögnin væru vinnugögn. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um aðgang að gögnum sem varða verðkönnun Fjallabyggðar á innheimtuþjónustu sem framkvæmd var í janúar 2019. Auk kæranda tóku tvö önnur fyrirtæki þátt í verðkönnuninni, Inkasso ehf. og Motus ehf. Þau gögn sem Fjallabyggð afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál eru tilboð bjóðenda, minnisblað þar sem m.a. koma fram forsendur og niðurstaða mats á tilboðum auk Excel-skjals þar sem borin eru saman tilboð bjóðenda. <br /> <br /> Kærandi fór fram á aðgang að tilboðsgögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, sem kveður á um aðgang aðila að gögnum sem varða hann sjálfan, þar sem hann var á meðal tilboðsgjafa í verðkönnuninni. Ákvæði 14. gr. hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur t.d. litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014, 570/2015, 578/2015, 579/2015, 580/2015, 647/2016 og 655/2016, 709/2017, 727/2018, 728/2018 og 783/2019. Sömu sjónarmið hafa verið talin eiga við þegar um er að ræða verðfyrirspurn vegna opinberra innkaupa, sbr. t.d. úrskurð nr. 620/2016. <br /> <br /> Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi var meðal tilboðsgjafa í verðkönnuninni. Þá hefur nefndin kynnt sér hin umbeðnu gögn og er ljóst að þau urðu til áður en gengið var til samninga um það verkefni sem verðkönnunin náði til. Kærandi nýtur því réttar til aðgangs að gögnunum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og er réttur kæranda þar af leiðandi ríkari en almennings sem á rétt til aðgangs að gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga lýtur m.a. takmörkunum á grundvelli 3. mgr. greinarinnar. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd við það miðað að almennt eigi þátttakendur í útboðum rétt til aðgangs að útboðsgögnum. Hefur nefndin lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd útboðanna. Þá verði fyrirtæki og aðrir lögaðilar að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og sæta því að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Upplýsingaréttur almennings er ríkur þegar kemur að fjárútlátum hins opinbera og af því leiðir að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem taka þátt í útboðum stjórnvalda eða gera samninga við stjórnvöld er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða hverju sinni að vera undir það búin að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum sem varða útboð eða gerð samninga sem fela í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. <br /> <br /> Þrátt fyrir þessi almennu sjónarmið verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga. Í upplýsingalögum er gert ráð fyrir að metið sé atviksbundið hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður að líta til þess hversu mikið tjónið getur orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Að svo búnu verður að leggja mat á hvort hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnunum vegi þyngra en hagsmunir þeirra sem upplýsingarnar varða af því að gögnin lúti leynd, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Úrskurðarnefndin hefur í höndunum afrit af tilboðum sem bárust Fjallabyggð vegna verðkönnunarinnar. Á forsíðu tilboðsgagna, bæði hjá Inkasso ehf. og Motus ehf., kemur fram að skjölin séu „trúnaðarmál“. <br /> <br /> Í þessu samhengi vill nefndin árétta að það hefur ekki þýðingu eitt og sér hvernig skjölin eru merkt. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvald getur því ekki vikið frá ákvæðum þeirra með því að heita þeim trúnaði sem látið hefur af hendi upplýsingar. Upplýsingar verða ekki undanþegnar aðgangi nema þær falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Hefur það því ekki þýðingu við úrlausn málsins þótt sveitarfélagið hafi heitið tilboðsgjöfum trúnaði. <br /> <br /> Í tilboðum Inkasso ehf. og Motusar ehf. er að finna upplýsingar um verðskrá fyrirtækjanna, þá þjónustu sem þau bjóða upp á, reynslu þeirra af innheimtu fyrir önnur sveitarfélög, upplýsingar um tengiliði innan fyrirtækjanna og aðrar almennar upplýsingar um fyrirtækin. Úrskurðarnefndin telur að upplýsingarnar séu ekki þess eðlis að það geti valdið bjóðendum tjóni fái kærandi aðgang að þeim. Í þeim er ekki að finna rekstrar- eða viðskiptaleyndarmál fyrirtækjanna, upplýsingar um sambönd þeirra við viðskiptamenn sína eða aðrar upplýsingar sem eru til þess fallnar að skaða viðskiptahagsmuni þeirra verði aðgangur veittur af þeim. Þá á kærandi verulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvort rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum í verðkönnuninni en hann var einn tilboðsgjafa. Með vísan til framangreinds er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum vegi þyngra en hagsmunir annarra tilboðsgjafa af því að upplýsingum um tilboð þeirra verði haldið leyndum. Verður því að fella úr gildi ákvörðun Fjallabyggðar úr gildi og leggja það fyrir sveitarfélagið að veita kæranda aðgang að gögnunum. <br /> <br /> Einnig liggur það fyrir nefndinni að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráð Fjallabyggðar og hefur að geyma samanburð á tilboðunum og Excel-skjals þar sem samanburður er einnig gerður. Reynir m.a. á það hvort skjölin séu vinnugögn sem Fjallabyggð sé heimilt að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr. laganna. <br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna i skilningi 8. gr. laganna. Samkvæmt 8. gr. eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. <br /> <br /> Til þess að skjal geti talist vinnugagn og þar með verið undanþegið upplýsingarétti almennings, þarf það samkvæmt framangreindu að hafa verið ritað við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls og á það við um bæði minnisblaðið og Excel-skjalið. Hins vegar ber, samkvæmt 3. mgr. 8. gr., afhenda slík gögn í vissum tilvikum sem tiltekin eru í málsgreininni. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr., í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, segir m.a.:<br /> <br /> „Þrátt fyrir að stjórnvald, eða lögaðili sem fellur undir gildissvið laga þessara, kunni að hafa útbúið tiltekið gagn í eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er í 3. mgr. 8. gr. lagt til að aðgang beri að veita að gögnum sem annars teldust innri vinnuskjöl stjórnvalds í fjórum tilvikum. Í fyrsta lagi þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls. Þetta getur til að mynda átt við þegar stjórnsýslunefnd afgreiðir mál með vísun til minnisblaðs sem lagt hefur verið fyrir fund. Í öðru lagi er tekið fram í 2. tölul. 3. mgr. 8. gr. að undantekningin taki ekki til upplýsinga sem stjórnvaldi var skylt að skrá skv. 27. gr. laganna. Í 3. tölul. málsgreinarinnar kemur fram að veita skuli aðgang að vinnuskjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur i 3. tölul. 3. mgr. er að finna í stjórnsýslulögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að ekki verði annað ráðið en að bæði minnisblaðið og Excel-skjalið hafi að geyma upplýsingar sem skýri þær forsendur sem lágu fyrir við töku ákvörðunar, á fundi bæjarráðs hinn 31. janúar 2018, um að ganga til samninga við tilboðsgjafann Mótus. Þá fær nefndin ekki séð að þær upplýsingar komi annars staðar fram. Er það því niðurstaða nefndarinnar að minnisblaðið falli undir ákvæði 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þótt úrskurðarnefnd um upplýsingamál fallist á að gögnin séu vinnugögn er það því niðurstaða nefndarinnar að synjun um aðgang að því verði ekki reist a 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá telur nefndin skjölin ekki geyma upplýsingar sem undanþegnar verði á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Er því samkvæmt framangreindu fallist á rétt kæranda til aðgangs að skjölunum. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Fjallabyggðar um að synja beiðni kæranda, Momentum ehf., um aðgang tilboðum Inkasso ehf., dags. 10. janúar 2019, og Motus ehf., dags. 14. janúar 2019, vegna verðkönnunar sveitarfélagsins á innheimtuþjónustu í janúar 2019, minnisblaði, dags. 27. janúar 2019 og Excel-skjalinu „niðurstaða verðkönnunar 2018“, er felld úr gildi og lagt fyrir Fjallabyggð að veita kæranda aðgang að gögnunum. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
835/2019. Úrskurður frá 28. október 2019 | Kærandi óskaði eftir upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um það úr hvaða háskólum verkfræðingar, arkitektar, landslagsarkitektar, tæknifræðingar og byggingafræðingar, sem séu á listum sem birtir eru á vefsíðum ráðuneytisins og fengið hafa leyfi til að nota viðkomandi starfsheiti, luku námi sínu, þ.e. nafn háskóla og námsland, auk upplýsinga um námsgráðu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með ráðuneytinu að um væri að upplýsingar um einkahagsmuni einstaklinga sem óheimilt sé að veita aðgang, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá féllst nefndin ekki á að umfang beiðninnar væri slíkt að ráðuneytinu væri heimilt að synja beiðninni með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Var því ákvörðunin felld úr gildi og það lagt fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda gögnin. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 835/2019 í máli ÚNU 19020001.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. febrúar 2019, kærði A ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að gögnum. Þann 11. desember 2018 óskaði kærandi eftir upplýsingum um það úr hvaða háskólum heimsins verkfræðingar, arkitektar, landslagsarkitektar, tæknifræðingar og byggingafræðingar, sem séu á listum sem birtir eru á vefsíðum ráðuneytisins og fengið hafi leyfi til að nota viðkomandi starfsheiti, luku námi sínu, þ.e. nafn háskóla og námsland, auk upplýsinga um námsgráðu (BA/BSc, MA/MSc, annað). Beiðninni var synjað með bréfi, dags. 2. janúar 2019. Þar segir að á listum ráðuneytisins yfir þá sem fengið hafi leyfin séu að finna upplýsingar um nafn, kennitölu og hvenær viðkomandi fékk leyfi en alls hafi rúmlega 6.000 einstaklingar fengið leyfi til að nota þau starfsheiti sem kærandi vísi til. Á listunum sé hins vegar ekki að finna upplýsingar um nafn háskóla, námsland eða námsgráðu og hafi ráðuneytið ekki tekið saman lista með þeim upplýsingum. Gögnin sem kærandi óski eftir séu því ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu og ljóst að það myndi kalla á mikla vinnu að útbúa slíka lista. <br /> <br /> Í kæru kemur segir m.a. að á vefsíðunum, þar sem sótt sé um löggildingu, komi fram að verkfræðingar þurfi að skila gögnum úr BS og MS prófum og að arkitektar þurfi að skila gögnum úr BA og MA prófum. Því sé ljóst að gögnin séu til. Kærandi hafi áður fengið aðgang að slíkum lista yfir þá sem hafa leyfi til að nota starfsheitið skipulagsfræðingur. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með bréfi, dags. 4. febrúar 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 18. febrúar 2019, kemur fram að ráðuneytið haldi lista yfir þá sem hafi fengið leyfi til að nota starfsheiti sem löggilt og lögvernduð eru með lögum um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum nr. 8/1996. Listarnir séu birtir á vef ráðuneytisins. Fram kemur að á listum ráðuneytisins yfir þá sem fengið hafi leyfin sé að finna upplýsingar um nafn, kennitölu og hvenær viðkomandi hafi fengið leyfi, en alls hafi rúmlega 6.000 einstaklingar fengið leyfi til að nota starfsheitin. Á listunum sé hins vegar ekki að finna upplýsingar um nafn háskóla, námsland eða námsgráðu og hafi ráðuneytið ekki tekið saman lista með þeim upplýsingum. Listar með þeim upplýsingum sem kærandi óski eftir séu því ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu og ljóst að það myndi kalla á mikla vinnu að útbúa slíka lista. Vísað er til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem fram komi að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki aðeins til fyrirliggjandi gagna og að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Vísað er til þess að kærandi hafi fengið lista með upplýsingum um nafn háskóla, námsland og námsgráðu þeirra sem fengið hafi leyfi til að nota starfsheitið skipulagsfræðingur. Þar hafi verið um að ræða 67 leyfi til að nota starfsheitið og hafi það tekið um 4-5 klst. fyrir einn starfsmann að taka saman listann. Ráðuneytið telji eftir nánari skoðun að þar hafi láðst að huga að ákvæðum persónuverndarlaga. Hins vegar hafi rúmlega 6.000 einstaklingar fengið leyfi til að nota starfsheitin sem kærandi óski nú eftir upplýsingum um. Leyfi sem hafi verið gefin út árið 1998 og fyrr hafi verið send til Þjóðaskjalasafns Íslands og séu þau ekki lengur til staðar í ráðuneytinu. Eftir standi leyfi fyrir árin 1999-2018. Ráðuneytið áætlar að þar sé um að ræða um 4.000-4.500 leyfi. Með hliðsjón af þeim tíma sem farið hafi í það að taka saman sambærilegar upplýsingar fyrir 67 leyfi til að nota starfsheitið skipulagsfræðingur megi gera ráð fyrir að það taki um 35-40 vinnudaga fyrir einn starfsmann að taka saman lista með þeim upplýsingum sem kærandi óski eftir. Sé þá miðað við að það taki að meðaltali 4 mínútur að ná í umsóknargögn í málaskrá og slá inn í nýjan lista/gagnagrunn upplýsingar um hvern einstakling, námsgráður, skóla og land. Ráðuneytið bendir einnig á að gögn um þá sem hafi leyfi árin 1999-2007 hafi verið send til Þjóðskjalasafns og geti kærandi leitað þangað eftir þeim gögnum. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að listar sem kærandi óski eftir séu fyrirliggjandi að hluta fyrir árin 2016 og 2017. Þar sé þó einungis skráð hæsta prófgráða leyfishafa og vanti því þar upplýsingar um BA/BS námsgráðu og skóla arkitekta, landslagsarkitekta og verkfræðinga (þar sem viðkomandi aðilar hafi lokið MA/MS námi). Ráðuneytið telur að ef afhenda eigi þau gögn þurfi að hafa hliðsjón af lögum um persónuvernd nr. 90/2018, sérstaklega 21. gr. um andmælarétt hins skráða og bannskrá Þjóðskrár Íslands. <br /> <br /> Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fylgdi listi yfir þá sem hlutu leyfi árið 2016 til að nota starfsheitin arkitekt, byggingarfræðingur, skipulagsfræðingur, tæknifræðingur og verkfræðingur. Þar kemur fram nafn leyfishafa, kennitala, starfsheiti, námsgrein, námsgráða, útgáfuár, útskriftarár, nafn skóla og námsland. <br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. febrúar 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 10. mars 2019, segir m.a. að kærandi hafi fengið gögn frá Þjóðskjalasafni Íslands sem ekki hafi verið persónugreinanleg umfram það sem þegar væri birt á vef ráðuneytis. Gögnin frá Þjóðskjalasafninu hafi verið forsíða af prófskírteini, þar sem hægt sé var sjá frá hvaða háskóla viðkomandi skipulagsfræðingur útskrifaðist frá og stundum ártalið og námsland. <br /> <br /> Fram kemur að kærandi hafi haft samband við Þjóðskjalasafn Íslands vegna gagna um þá sem fengu leyfi árin 1999-2007 en gögnin hafi ekki fundist þar. Vegna tilvísunar ráðuneytisins til laga um persónuvernd bendir kærandi á að vegna brautskráninga hjá Háskóla Íslands sé birt þrisvar á ári á heimasíðu háskólans hver hafi lokið prófi, frá hvaða deild, hvaða prófgráðu hann hafi hlotið og útskriftardag. Þar sé því birt nafn, námsdeild, námsland (nafn háskóla) og námsgráða, sem séu sömu upplýsingar og kærandi óski eftir. Aðrir háskólar geri það sama. Spyrja megi hvort háskólarnir séu með þeirri birtingu að fara á svig við persónuverndarlög. <br /> <br /> Þá segir að kærandi telji áætlun ráðuneytisins um tímalengd vinnunnar við að taka saman upplýsingarnar með öllu óraunhæfa og áætlar kærandi að vinnan gæti tekið tæpa viku. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta lýtur að þeirri ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um það úr hvaða háskólum verkfræðingar, arkitektar, landslagasarkitektar, tæknifræðingar og byggingafræðingar, sem eru á listum ráðuneytisins og fengið hafa leyfi til að nota viðkomandi starfsheiti, luku námi sínu. Lýtur beiðnin nánar tiltekið að því að fá upplýsingar um nafn háskóla, námsland auk upplýsinga um námsgráðuna. Fyrir liggur að slík samantekt er að einhverju leyti til fyrir árin 2016 og 2017 í formi Excel-skjals. Í ljósi þess að bæði kærandi og ráðuneytið fjalla um beiðnina út frá þeim forsendum að óskað sé eftir því að ráðuneytið útbúi sérstakt Excel skjal með upplýsingum um alla þá sem fengið hafi leyfi tekur úrskurðarnefndin fram að réttur almennings til gagna samkvæmt upplýsingalögum takmarkast við fyrirliggjandi gögn, sbr. 5. gr. laganna. Lögin gera þannig ekki ráð fyrir því að stjórnvöldum sé skylt að búa til ný gögn í tilefni af upplýsingabeiðni. Af þeim sökum getur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki gert atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að draga umbeðnar upplýsingar saman í formi Excel- skjals. Af upplýsingabeiðninni og athugasemdum kæranda verður hins vegar ráðið að ef umbeðin samantekt sé ekki fyrirliggjandi óski kærandi þess að ráðuneytið afhendi honum afrit þeirra gagna sem upplýsingarnar koma fram á, nánar tiltekið afrit þeirra prófskírteina sem verkfræðingar, arkitektar, landslagsarkitektar, tæknifræðingar og byggingafræðingar sendu ráðuneytinu er þeir óskuðu eftir leyfi til að nota viðkomandi starfsheiti. Mun úrskurðarnefndin fjalla um það álitaefni hvort kærandi eigi rétt á þeim gögnum á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Synjun ráðuneytisins er einkum reist á tveimur sjónarmiðum. Í fyrsta lagi á því að ráðuneytinu kunni að vera óheimilt að afhenda umbeðin gögn í ljósi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018 segir að þau lög „takmark[i] ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum“. Í ljósi þessa geta ákvæði persónuverndarlaganna ekki ein og sér komið í veg fyrir aðgang almennings að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Hvað sem því líður getur verið nauðsynlegt að líta til ákvæða laga nr. 90/2018 við túlkun á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Í 9. gr. laganna segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. <br /> <br /> Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónu-upplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra. <br /> <br /> Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“<br /> <br /> Þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir birtast á afritum af prófgráðum þeirra einstaklinga sem sótt hafa um opinbert leyfi til að nota tiltekin starfsheiti og á skjali því sem ráðuneytið hefur búið til með samantekt yfir þá einstaklinga sem fengið hafa leyfi til að nota tiltekin starfsheiti fyrir árin 2016 og 2017. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta þessar upplýsingar ekki talist sambærilegar þeim sem taldar eru upp í dæmaskyni í athugasemdum við 9. gr. og raktar eru hér að ofan. Þá verður leyfi til þess að nota starfsheiti opinberlega ekki heldur lagt að jöfnu við þær leyfisumsóknir sem ræddar eru í athugasemdunum. Þvert á móti lúta umsóknir sérfræðinganna beinlínis að opinberri viðurkenningu og er listi yfir þá og starfsheiti þeirra birtur opinberlega.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds fellst úrskurðarnefnd upplýsingamála ekki á það með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að 9. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir því að kærandi eigi rétt á þeim upplýsingum sem hann óskar eftir. <br /> <br /> Ásamt því að reisa ákvörðun sína á persónuverndarsjónarmiðum vísar ráðuneytið til umfangs beiðni kæranda. Ráðuneytið bendir á að þeir sérfræðingar sem falla undir beiðni kæranda séu á bilinu 4.000-4.500 talsins og að búast megi við því að það tæki einn starfsmann 35-40 vinnudaga að taka saman lista með þeim upplýsingum sem kærandi óski eftir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að með þessu sjónarmiði sé ráðuneytið að vísa til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga sem segir að í undantekningartilfellum megi hafna beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna segir að beiting heimildarinnar krefjist þess að umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum sé slíkur að vinna stjórnvalds eða annarra lögaðila sem lögin taka til við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> Af orðalagi ákvæðis 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga má ráða að það hafi að geyma afar þrönga undantekningarreglu sem aðeins verði beitt ef afgreiðsla upplýsingabeiðni muni „leiða til umtalsverðar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt á það áherslu að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg sé til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggi til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 663/2016 og 551/2014. Í síðara málinu var ekki fallist á að stjórnvaldi væri heimilt að beita ákvæðinu en rökstuðningur stjórnvaldsins laut að því að leit í málaskrárkerfi stofnunar hefði skilað 1.800 niðurstöðum. Í úrskurði nefndarinnar nr. 745/2018 var fallist á að beita heimildinni varðandi aðgang að öllum úrskurðum í umgengnismálum í vörslum dómsmálaráðuneytisins. Í niðurstöðu nefndarinnar segir meðal annars að áætlaður heildarblaðsíðufjöldi úrskurðanna væri á annað þúsund. Með vísan til eðlis málaflokksins féllst nefndin á að vinnan við að afmá viðkvæmar upplýsingar úr úrskurðunum væri slík að dómsmálaráðuneytinu væri heimilt að beita undanþáguákvæðinu. <br /> <br /> Beiðni kæranda felur það í raun í sér að óskað sé eftir tilteknum gögnum í meira en fjögur þúsund stjórnsýslumálum sem til meðferðar hafi verið hjá ráðuneytinu. Hér er því um að ræða víðtæka beiðni sem útheimtir óumdeilanlega allmikla vinnu. Á móti kemur að stjórnsýslumál af þessari gerð eru vel afmörkuð og aðeins er óskað eftir tilteknum gögnum úr þeim sem nálgast má á einfaldan hátt. Úrskurðarnefndin horfir enn fremur til þess að afar ólíklegt sé að á prófskírteinunum komi fram nokkrar þær upplýsingar sem nauðsynlegt sé að strika yfir með vísan til 6.-10. gr. upplýsingalaga, þótt nefndin geti ekki útilokað fyrirfram að slíkt geti átt við í einstaka tilfellum Aðstaðan er því ekki sú að ráðuneytið þurfi að leggja mikla vinnu í að skoða þau gögn sem óskað er eftir efnislega, ólíkt þeirri aðstöðu sem uppi var í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 745/2018. Úrskurðarnefndin áréttar einnig í þessu sambandi að aðgangur samkvæmt upplýsingalögum lýtur aðeins að gögnunum sjálfum en ekki að samantekt þeirra upplýsinga sem þar koma fram í sérstöku Excel-skjali, eins og ráðuneytið virðist gera ráð fyrir í mati sínu á þeim tíma sem taki að verða við beiðninni. Af þeim sökum má ætla að meðferð beiðninnar, þ.e. að taka afrit þeirra skjala sem fylgdu umsóknum um að fá að nota ákveðin starfsheiti, tæki skemmri tíma en ráðuneytið gerir ráð fyrir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fær þannig ekki annað séð en að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sé fært að verða við beiðni kæranda án þess að það leiði til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum ráðuneytisins að sinna öðrum hlutverkum sínum.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að beiðni kæranda geti ekki talist svo umfangsmikil að hún teljist til þeirra undantekningartilfella sem fallið geti undir 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Verður því að fella synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins úr gildi og vísa málinu aftur til ráðuneytisins til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að afhenda kæranda, A, fyrirliggjandi samantekt á upplýsingum um þá sem hlutu leyfi árin 2016 og 2017 til að nota starfsheitin arkitekt, byggingarfræðingur, skipulagsfræðingur, tæknifræðingur og verkfræðingur.<br /> <br /> Ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 2. janúar 2019, er að öðru leyti felld úr gildi og beiðni kæranda vísað til ráðuneytisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> <br /> |
834/2019. Úrskurður frá 28. október 2019 | Deilt var um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum um kostnað vegna öryggisgæslu við íslensk sendiráð. Fyrir lá að ráðuneytið hafði útbúið skjal með umbeðnum upplýsingum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með utanríkisráðuneytinu að um væri að ræða upplýsingar um öryggi ríkisins sem mikilvægir almannhagsmunir krefjast að fari leynt, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Var því synjun ráðuneytisins staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 834/2019 í máli ÚNU 18110002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. nóvember 2018, kærði A, blaðamaður, ákvörðun utanríkisráðuneytisins um synjun beiðni um upplýsingar varðandi öryggisgæslu sendiráða. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 1. október 2018, sendi kærandi spurningar til utanríkisráðuneytisins varðandi öryggisgæslu sendiráða. Ráðuneytið svaraði þann 8. október 2018. Degi síðar sendi kærandi beiðni um upplýsingar um kostnað vegna öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis, sundurliðaðar eftir sendiskrifstofum. Samdægurs svaraði ráðuneytið með þeim hætti að upplýsingar um þann kostnað væru ekki „klipptar og skornar“ en hægt væri að finna út samtals hvað greitt væri beint í öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis, með fyrirvörum. Kærandi óskaði eftir því samdægurs að fá þær upplýsingar. Ráðuneytið svaraði kæranda því að ekki væri unnt að tilgreina kostnað fyrir hverja sendiskrifstofu fyrir sig en samanlagður beinn kostnaður utanríkisráðuneytisins gæfi réttasta mynd af kostnaði utanríkisþjónustunnar heima og erlendis vegna þessara mála. Þann 10. október 2018 sendi kærandi aftur tölvupóst á ráðuneytið þar sem hann kvaðst eiga erfitt með að trúa því að ekki sé unnt að upplýsa nákvæmlega um kostnað við öryggisgæslu í hverri sendiskrifstofu fyrir sig. Kærandi spurði því næst hvort skilja bæri svarið sem svo að utanríkisráðuneytið hafi gert samninga um leigu á húsnæði undir sendiskrifstofur án þess að í þeim leigusamningum væri sundurgreint hvernig kostnaðarliðir skiptust. Kærandi setti því næst fram nánari spurningar í átta liðum varðandi kostnað vegna öryggisgæslu. Spurningarnar varða m.a. það hvort kostnaður vegna öryggisgæslu á hverri sendiskrifstofu liggi fyrir, hvort það sé sundurgreint í leigusamningum þar sem öryggisgæsla er innifalin hver kostnaður við gæsluna sé, hvort slíkur kostnaður teljist vera beinn kostnaður og hver sé beinn kostnaður vegna öryggisgæslu.<br /> <br /> Þann 19. október 2018 svaraði ráðuneytið kæranda. Í svari ráðuneytisins kemur fram að ekki sé einfalt að tiltaka kostnað við öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis. Skýringarnar á því felist meðal annars í því að sums staðar deili íslensku sendiskrifstofurnar húsnæði með sendiskrifstofum annarra ríkja og á öðrum stöðum sé öryggisgæsla innifalin í leigukostnaði. Þá séu svo nákvæmar kostnaðarupplýsingar vegna öryggisgæslu viðkvæmar eðli máls samkvæmt og sums staðar feli þær í sér samskipti við önnur ríki eða alþjóðastofnanir. Vísað er til þess að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Ekki sé að finna sérstaka greiningu á kostnaði við öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis í fyrirliggjandi gögnum í ráðuneytinu. Af þeim sökum sé utanríkisráðuneytinu ekki unnt að veita frekari upplýsingar um fyrirkomulag öryggisgæslu en fram hafi komið í svari ráðuneytisins, dags. 8. október 2018. <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að kærandi telji sig ekki hafa fengið þau svör frá ráðuneytinu sem hann eigi heimtingu á. Kærandi telur það ekki standast að ekki séu fyrirliggjandi kostnaðartölur við öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis. Óhugsandi megi teljast að ekki liggi fyrir í bókhaldi utanríkisráðuneytisins kostnaðartölur vegna þessara verkefna og ef svo sé þá sé það alvarleg brotalöm í reikningshaldi ráðuneytisins. Þá telur kærandi afar ólíklegt að þar sem íslenskar sendiskrifstofur deili húsnæði með sendiskrifstofum annarra ríkja, eða þar sem öryggisgæsla sé innifalin í leigukostnaði, sé ekki nákvæm sundurliðun á því hvað felist í kostnaði sem greiða þurfi, þar á meðal kostnaði vegna öryggisgæslu. Þá segist kærandi ekki fallast á það að kostnaðarupplýsingar vegna öryggisgæslu geti verið viðkvæmar upplýsingar enda feli þær tæplega í sér lýsingu á því hvernig öryggisgæslu sé háttað. Takmarkanir upplýsingalaga á upplýsingarétti almennings eigi ekki við í málinu. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 6. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Með tölvupósti, dags. 4. desember 2018, óskaði utanríkisráðuneytið eftir frekari fresti til 19. desember 2018. Þann 15. janúar 2019 ítrekaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni um umsögn ráðuneytisins og gögn málsins. Með bréfi, dags. 24. janúar 2019, óskaði ráðuneytið eftir frekari fresti með þeim rökum að málið kalli m.a. á það að ráðuneytið afli umsagna og gagna frá öllum sendiskrifstofum utanríkisþjónustunnar en það væri mjög tímafrekt. Var frestur veittur til 4. mars 2019. Þann 14. júní 2019 svaraði ráðuneytið því að stefnt væri að ljúka afgreiðslu málsins í þeim mánuði. Með erindum, dags. 27 ágúst 2019, 9. september 2019 og 18. september 2019, ítrekaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni um umsögn ráðuneytisins og gögn málsins. <br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst 30. september 2019. Þar segir m.a. að í upphaflegu erindi kæranda, dags. 1. október 2018, hafi verið óskað svara við spurningum í sjö tölusettum liðum og hafi erindið ekki verið tekið til meðferðar sem beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum í vörslum ráðuneytisins þar sem spurningarnar hafi verið orðaðar með almennum hætti. Hafi upplýsingafulltrúi ráðuneytisins svarað spurningunum eftir bestu getu þann 8. október 2018. Þann 9. október 2018 hafi kærandi óskað eftir upplýsingum um kostnað vegna öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis, sundurliðað eftir skrifstofum. Hafi verið litið á erindið sem beiðni um aðgang að gögnum skv. II. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012. Ráðuneytið hafi svarað því samdægurs að slíkar upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Degi síðar, þann 10. október 2018, hafi kærandi sent frekari spurningar í átta töluliðum og í svari ráðuneytisins, dags. 19. október 2018, hafi kærandi verið upplýstur um að sérstaka greiningu á kostnaði við öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis sé ekki að finna í fyrirliggjandi gögnum í ráðuneytinu. <br /> <br /> Fram kemur að í öllum tilvikum varði öryggismál sendiskrifstofa samskipti við önnur ríki, gistiríki sendiskrifstofunnar í þessu tilviki, sbr. 2. tölu. 10. gr. upplýsingalaga, svo og öryggi ríkisins, sbr. 1. tölu. sömu laga, að því leyti að sendiskrifstofa sé sérstaks eðlis í skilningi Vínarsamnings um diplómatísk réttindi frá 1961 og beri að njóta friðhelgi og öryggis sem gistiríkið tryggi, sbr. 2. mgr. 22. gr. samningsins. <br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytisins fylgdi bréf ásamt Excel-skjali þar sem teknar hafa verið saman upplýsingar um fyrirkomulag öryggiseftirlits á sendiskrifstofum. Í bréfinu, dags. 30. september, segir að á þeim tíma er kæran hafi verið send úrskurðarnefndinni hafi þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir ekki legið fyrir. Á síðustu mánuðum hafi aðalskrifstofa ráðuneytisins kannað hjá sendiskrifstofum hvernig öryggisgæslu sé háttað og hvort greitt sé sérstaklega fyrir viðbótargæslu á starfsstöðvum. Mjög misjafnt sé hvernig staðið sé að málum á hverjum stað. Sums staðar deili íslenska sendiráðið aðstöðu með öðrum sendiráðsskrifstofum. Ekki liggi fyrir upplýsingar frá öllum sendiskrifstofum auk þess sem nokkrar sendiskrifstofur hafi flutt á árinu og því liggi ekki fyrir endanlegur kostnaður af þeirra hálfu. Þá segir að Excel-skjalið sé vinnuskjal ráðuneytisins, byggt á svörum frá sendiskrifstofum þar sem upplýsingar hafi borist. Um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar sem varði öryggismál og aðgengi að sendiráðum Íslands. <br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. október 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust samdægurs. Þar er m.a. gerð athugasemd við meðferð málsins, sem hafi dregist úr hömlum. Þá segir að ráðuneytið sé nú loks búið að veita kæranda svör við einum lið af átta í fyrirspurn hans. Kærandi hefði kosið að fá svör við hverjum lið fyrirspurnarinnar í stað þess að þurfa að geta í eyðurnar. Hvorki í umsögn ráðuneytisins né í samskiptum kæranda við ráðuneytið hafi kærandi fengið svar við þeirri spurningu hvort ekki sé sundurgreint í samningum um afnot af húsnæði sendiskrifstofa hvaða kostnaðarliðir séu þar undir, t.a.m. öryggisgæsla. Þá gerir kærandi athugasemdir við það hvernig samskiptum ráðuneytisins við hann hafi verið háttað. Í tölvupóstsamskiptum við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins hafi komið fram að hægt væri að taka saman ákveðnar upplýsingar, hvað væri samtals greitt beint í öryggisgæslu í sendiskrifstofum erlendis og einnig að hægt væri gefa upp samanlagðan kostnað utanríkisráðuneytisins við öryggisgæslu heima og erlendis. Kærandi hafi hins vegar engin svör fengið. <br /> <br /> Meðferð máls þessa hefur dregist óhóflega vegna anna í störfum úrskurðarnefndar um upplýsingamál og tafa á svörum utanríkisráðuneytisins, en umsögn ráðuneytisins og gögn málsins bárust úrskurðarnefndinni tæpum ellefu mánuðum eftir að upphafleg beiðni nefndarinnar þar að lútandi var send ráðuneytinu.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um kostnað vegna öryggisgæslu í sendiskrifstofum Íslands erlendis, sundurliðuðum eftir sendiráðsskrifstofum. Í umsögn sinni kvað utanríkisráðuneytið umbeðin gögn ekki vera fyrirliggjandi í ráðuneytinu. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til séu og fyrir liggi á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin er því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til þess að rengja þá fullyrðingu utanríkisráðuneytisins að umbeðin gögn hafi ekki verið fyrirliggjandi þegar beiðni kæranda barst ráðuneytinu og var ráðuneytinu óskylt að taka saman upplýsingarnar fyrir kæranda, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Það var þó gert að einhverju leyti og liggur því fyrir skjal með upplýsingum sem lúta að gagnabeiðni kæranda. Þá liggur fyrir afstaða utanríkisráðuneytisins til afhendingar gagnanna. Með vísan til þessa verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að því skjali á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. <br /> <br /> Utanríkisráðuneytið byggir á því að því sé heimilt að takmarka aðgang almennings að skjalinu með vísan til 1. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga sem geyma takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um atriði sem tiltekin eru í sex töluliðum.<br /> <br /> Í 1. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang að viðkvæmum upplýsingum um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í athugasemdum við ákvæðið segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. Í þessu sambandi skal og áréttað að samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli. <br /> <br /> Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar þeim tengdar berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt. Með upplýsingum um varnarmál er þannig m.a. átt við upplýsingar um áætlanir og samninga um varnir landsins, svo og við framkvæmdir á varnarsvæðum. Það er þó skilyrði fyrir því að takmarka megi aðgang að gögnum, með vísan til þessa ákvæðis, að sýnt sé fram á hættu gagnvart íslenskum hagsmunum. Ákvæðið tekur því aðeins til upplýsinga um innlend varnarmál, en 2. tölul. tekur til upplýsinga um alþjóðleg varnarmál og varnarmál erlendra ríkja. Oft kunna íslenskir og erlendir hagsmunir þó að falla saman að þessu leyti.“ <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skjalsins sem utanríkisráðuneytið afhenti nefndinni. Um er að ræða yfirlitsskjal yfir fyrirkomulag öryggisgæslu íslenskra sendiráða á erlendri grundu. Að mati úrskurðarnefndarinnar er vafalaust um að ræða upplýsingar um öryggi ríkisins sem mikilvægir almannahagsmunir krefjast að fari leynt, enda er vitneskja um öryggisfyrirkomulag sendiráða til þess fallin að valda hættu gagnvart íslenskum hagsmunum. Á það bæði við um lýsingu á öryggisfyrirkomulagi og kostnaði vegna þess en hið síðarnefnda getur gefið til kynna umfang öryggisráðstafana viðkomandi sendiskrifstofu. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að skjalinu í heild sinni á grundvelli 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi fari fram á að fá svör við spurningum sínum frá 10. október og kæri neitun utanríkisráðuneytisins á því að veita honum þær upplýsingar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að kæra til nefndarinnar synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga. Það fellur því utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að krefja stjórnvöld um efnisleg svör við spurningum. Í því sambandi er bent á að umboðsmaður Alþingis fer samkvæmt lögum nr. 85/1997 með það hlutverk að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga en í því felst m.a. eftirlit með því hvernig stjórnvöld standa að svörun erinda. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er synjun utanríkisráðuneytisins, dags. 19. október 2018, á beiðni A, blaðamanns, dags. 10. október 2018, um aðgang að upplýsingum um kostnað vegna öryggisgæslu íslenskra sendiráða erlendis. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
833/2019. Úrskurður frá 28. október 2019 | Kærandi óskaði eftir gögnum frá Reykjavíkurborg varðandi tiltekna framkvæmd annars vegar og samskipti kæranda við sveitarfélagið hins vegar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja þá fullyrðingu Reykjavíkurborgar að aðgangur hafi verið veittur að öllum fyrirliggjandi gögnum er varði framkvæmdina og var því kæru vísað frá að þessu leyti. Beiðni kæranda um gögn varðandi samskipti kæranda og Reykjavíkurborgar var hins vegar vísað aftur til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar þar sem skorta þótti á að kæranda hafi verið leiðbeint með afmörkun beiðninnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 833/2019 í máli ÚNU 18090013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. september 2018, kærði A ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði eftir því með bréfi, dags. 11. júní 2018, að Reykjavíkurborg veitti upplýsingar varðandi framkvæmdir í grennd við heimili kæranda og gögn varðandi samskipti kæranda og Reykjavíkurborgar. Beiðninni var svarað með bréfi, dags. 15. ágúst 2018, og eru þar sett fram stutt svör við fyrirspurnum kæranda. Í bréfinu kemur fram að öll fyrirliggjandi gögn hafi verið afhent kæranda og að önnur gögn sem kærandi óski eftir séu ekki fyrirliggjandi.<br /> <br /> Kærandi óskar eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál krefji Reykjavíkurborg um svör við tilteknum spurningum og afrit af gögnum. Kærandi telur svör Reykjavíkurborgar vera villandi og til þess gerð að kasta rýrð á starfsemi borgarinnar. Óskað er eftir því að úrskurðarnefndin beiti sér fyrir því að Reykjavíkurborg svari bæði efnislega og geri bragarbót á vinnubrögðum sínum. <br /> <br /> Kæran er sett fram í tólf töluliðum. Í tíu þeirra er óskað eftir því að úrskurðarnefndin krefji Reykjavíkurborg um svör við tilteknum spurningum eða beiti sér í tilteknum málum. Í tveimur töluliðum er að finna beiðni um aðgang að gögnum. Í 6. tölul. er farið fram á að Reykjavíkurborg sendi yfirlit yfir allar skráningar við fyrirspurnum kæranda og hvernig þeim hafi verið svarað. Auk þess er farið fram á að sjá beiðnir um fundi við borgarstjóra og Ólöfu Örvarsdóttur og hvernig unnið hafi verið úr þeim beiðnum. Fram kemur að Reykjavíkurborg hafi aldrei svarað þessum beiðnum. Þá má ráða af 10. tölul. að beiðst sé aðgangs að gögnum varðandi skuggavarp, hæð manar, og teikningar í tengslum framkvæmd við tiltekna götu í Reykjavík. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 18. september 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 2. nóvember 2018, segir að kæranda hafi verið svarað með bréfi, dags. 15. ágúst 2018, þar sem fram komi að þau gögn sem kærandi óskaði eftir hefðu ýmist verið afhent kæranda eða að ekki væru til gögn um atriði sem spurt hafi verið um. Með kæru til úrskurðarnefndarinnar óski kærandi eftir svörum eða nánari útlistunum á tilteknum atriðum en að ekki verði séð að kærandi óski eftir gögnum nema í tveimur tilfellum. Þær beiðnir hafi ekki borist Reykjavíkurborg fyrr en með kærunni. Í öðrum liðum kærunnar virðist kærandi óska eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál knýi á um svör frá Reykjavíkurborg við spurningum kæranda. Reykjavíkurborg telji sig þegar hafa svarað öllum spurningum kæranda með fullnægjandi hætti. Það heyri auk þess ekki undir valdsvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál að knýja stjórnvald til svara við spurningum. <br /> <br /> Tekið er fram í umsögninni að í 6. tölulið kærunnar óski kærandi eftir því að Reykjavíkurborg sendi kæranda yfirlit yfir allar skráningar um fyrirspurnir kæranda og hvernig þeim hafi verið svarað. Ekki sé unnt að verða við beiðninni með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem yfirlitið liggi ekki fyrir hjá Reykjavíkurborg. Einnig fari kærandi fram á að sjá beiðnir sínar um fundi við borgarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og hvernig hafi verið úr þeim beiðnum en þau gögn hafi kærandi fengið afhent. Hvað varði tölulið nr. 10 í beiðni kæranda, sem fjalli um beiðni kæranda um aðgang að teikningum um skuggavarp, þá séu þær ekki fyrirliggjandi og geti Reykjavíkurborg því ekki orðið við beiðni um afhendingu gagnsins, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Farið er fram á að málinu verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Umsögninni fylgdi afrit af svarbréfi Reykjavíkurborgar til kæranda, dags. 1. nóvember 2018, við beiðni kæranda um aðgang að gögnum, dags. 14. september 2018, þar sem beiðninni er svarað efnislega á sama veg og skýrt er frá í umsögninni. Vakin er athygli á kæruleið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá fylgdu einnig afrit gagna sem afhent voru 1. nóvember 2018.<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. desember 2018, er m.a. ítrekuð krafa um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál krefji Reykjavíkurborg um efnisleg svör og að sveitarfélagið veiti aðgang að öllum umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Óþarft er að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta lýtur að kæru vegna afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni um upplýsingar. Kærandi fer fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál veiti atbeina sinn til þess að krefja Reykjavíkurborg um svör við nánar tilgreindum spurningum auk þess sem óskað er eftir aðgangi að gögnum varðandi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í tengslum við tiltekna framkvæmd. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Það fellur því utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að krefja stjórnvöld um efnisleg svör við spurningum. Í því sambandi er bent á að umboðsmaður Alþingis fer samkvæmt lögum nr. 85/1997 með það hlutverk að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga en í því felst m.a. eftirlit með því hvernig stjórnvöld standa að svörun erinda. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í athugasemdum við fyrrnefnda ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt sé að vinna upp úr fyrirliggjandi gögnum er því ekki sjálfgefið að unnt sé að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber stjórnvaldi að kanna hvort beiðandi óski aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar eru að finna svo hann geti tekið afstöðu til þess hvort hann vilji fá þau afhent, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018 og 804/2019. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 2. nóvember 2018, kemur fram að kærandi hafi fengið öll fyrirliggjandi gögn sem óskað hafi verið eftir með beiðni, dags. 11. júní 2018. Í kæru sé aðeins beiðst gagna í tveimur töluliðum af tólf en um sé að ræða beiðnir sem ekki hafi komið fram áður. Í umsögninni og í bréfi til kæranda, dags. 1. nóvember 2018, er tekin afstaða til þessara beiðna og liggur því fyrir ákvörðun stjórnvalds um aðgang að gögnum sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða. Hvað varðar beiðni kæranda um yfirlit yfir allar skráningar við fyrirspurnunum er því svarað að slíkt yfirlit sé ekki fyrirliggjandi. Þá hafi Reykjavíkurborg afhent kæranda gögn þann 1. nóvember 2018 sem lúti að beiðnum kæranda um fundi við borgarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og hvernig unnið hafi verið úr þeim beiðnum. Hvað varðar beiðni kæranda um teikningar í tengslum við tiltekna framkvæmd kemur fram að ekki liggi fyrir teikningar varðandi skuggavarp. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Reykjavíkurborgar að aðgangur hafi verið veittur að öllum fyrirliggjandi gögnum sem felld verði undir beiðni kæranda og að önnur umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi. Þegar umbeðin gögn eru ekki fyrirliggjandi liggur ekki fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum sem kæranleg er til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því verður ekki hjá því komist að vísa frá kæru vegna afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni um aðgang að gögnum, dags. 11. júní 2018, og beiðni um aðgang að gögnum um skuggavarp sem sett var fram í kæru, dags. 14. september 2018. <br /> <br /> Reykjavíkurborg svaraði beiðni kæranda um aðgang að yfirliti um skráningar á fyrirspurnum kæranda og hvernig þeim hafi verið svarað á þá vegu að það sé ekki fyrirliggjandi. Fyrir liggur að upplýsingalög leggja ekki skyldu á þá aðila sem falla undir lögin til þess að útbúa ný gögn, sbr. grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna. Því er Reykjavíkurborg ekki skylt samkvæmt upplýsingalögum að útbúa yfirlit yfir allar skráningar á fyrirspurnum kæranda og hvernig þeim hafi verið svarað. Eins og fram hefur komið gat Reykjavíkurborg hins vegar ekki látið við það sitja að synja beiðni kæranda með vísan til 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga heldur bar sveitarfélaginu að leiðbeina kæranda um afmörkun beiðninnar og í kjölfarið taka afstöðu til þess hvort því sé skylt að veita kæranda aðgang að fyrirspurnunum og svörum við þeim svo kærandi geti sjálf útbúið það yfirlit sem óskað var eftir. Þar sem slíkt mat á beiðni kæranda hefur ekki farið fram hefur beiðnin ekki hlotið þá meðferð sem upplýsingalög nr. 140/2012 gera kröfu um. Vegna þessa annmarka verður ekki hjá því komist að fella ákvörðun Reykjavíkurborgar úr gildi að því er varðar aðgang að skráningum á fyrirspurnum kæranda og vísa henni aftur til Reykjavíkurborgar til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 19. desember 2018, er óskað eftir því að Reykjarvíkurborg afhendi fundargerðir, tölvupósta og dagskrá funda sem haldnir voru vegna tiltekins máls. Er hér um að ræða nýja gagnabeiðni sem kærandi þarf að beina til sveitarfélagsins.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A um aðgang að upplýsingum um fyrirspurnir kæranda til borgarinnar og hvernig þeim hafi verið svarað er vísað til Reykjavíkurborgar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
832/2019. Úrskurður frá 28. október 2019 | Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem höfðu verið afmáðar úr samningum sem utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands gerðu við Íslenskar orkurannsóknir. Utanríkisráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að upplýsingunum með vísan til 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti synjun utanríkisráðuneytisins að hluta, með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, en felldi úr gildi synjun ráðuneytisins að öðru leyti. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. október 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 832/2019 í máli ÚNU 18080004.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 16. ágúst 2018, kærði A f.h. Stapa ehf., ákvörðun utanríkisráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að samningum sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) og utanríkisráðuneytið gerðu við Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) án útstrikana.<br /> <br /> Þann 14. júlí 2018 óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum samningum sem utanríkisráðuneytið og undirstofnanir þess hafi gert við íslenskar orkurannsóknir („ÍSOR“) frá árinu 2003 til þess dags er beiðnin var lögð fram. Í beiðninni kemur fram að kærandi hafi orðið þess áskynja að ÍSOR hafi gert víðtækan samning við umhverfis- og auðlindaráðuneytið þann 30. ágúst árið 2013 og að ÍSOR og ráðuneytið hafi gert viðaukasamning við þann samning þann 27. apríl 2018. Um sé að ræða verulegar fjárhæðir sem ríkisráðgjafarstofnun, sem samkvæmt lögum nr. 86/2003 sé ætlað að starfa á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði fái í hendur beint frá fagráðuneyti sínu auk þess sem það virðist vera undirliggjandi samkomulag um það að stærstu orkufyrirtækin (t.d. Landsvirkjun og Norðurorka) leggi ÍSOR til tugi milljóna til rannsókna, sem samkeppnisaðilum ÍSOR gefist ekki færi á að nálgast og virðist ekki að vita af. <br /> <br /> Beiðninni var svarað með bréfi, dags. 14. ágúst 2018. Var kæranda veittur aðgangur að átta samningum á milli ÍSOR og ICEIDA. Utanríkisráðuneytið synjaði þó kæranda um aðgang að upplýsingum sem afmáðar voru úr sex samningum og viðaukum við þá. <br /> <br /> Í svarbréfi ráðuneytisins til kæranda kemur m.a. fram að ÍSOR sé ríkisstofnun sem keppi á markaði við einkaaðila, sbr. 5. gr. laga nr. 86/2003 og falli starfsemi þess því undir 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Að mati ráðuneytisins hafi samningarnir að hluta til að geyma upplýsingar sem rétt þyki að leynt fari á grundvelli samkeppnissjónarmiða. Vísað er til þess að þrátt fyrir að ÍSOR sé ríkistofnun sem sett hafi verið á fót með lögum fái stofnunin ekki framlög úr ríkissjóði. Samkvæmt 5. gr. laga nr. 86/2003 og athugasemdum við greinina í frumvarpi til laganna starfi ÍSOR á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og afli sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfssviði ÍSOR. Meðal annars af þeim sökum hafi verið lagt til að stofnunin fengi ekki beinar fjárveitingar af fjárlögum og að einkaréttarlegar reglur um kaup og sölu giltu um þá þjónustu sem ÍSOR veitir en ekki reglur opinbers réttar um þjónustugjöld. Það sé mat ráðuneytisins að það fari þvert á framangreint ákvæði upplýsingalaga og rökin að baki því ef veittur verði aðgangur að samningum viðskiptalegs eðlis sem ÍSOR hafi gert. Slíkt geti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu ÍSOR sem sé í samkeppni við innlend og erlend fyrirtæki á almennum markaði sem ekki séu skyldug til að veita slíkar viðskiptaupplýsingar. Ráðuneytið telji að í ljósi þess að beiðnin í málinu komi frá fyrirtæki í beinni samkeppni við ÍSOR, vegi hagsmunir ÍSOR þyngra en hagsmunir kæranda. <br /> <br /> Í svari ráðuneytisins til kæranda kemur einnig fram að aðgangur hafi verið takmarkaður með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Að mati ráðuneytisins sé hætta á því að óheftur aðgangur að samningunum skaði samskipti Íslands við erlend ríki og alþjóðastofnanir, einkum UN Environment. Af þeim sökum telji ráðuneytið eðlilegt að veita ekki umbeðnar upplýsingar. <br /> <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að það sé útbreiddur misskilningur innan stjórnsýslunnar að ÍSOR njóti ekki beinna ívilnana beint frá ríkinu og að stofnunin þiggi ekki fé af fjárlögum. Í svari sem kæranda hafi borist frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu hinn 25. júlí 2018 komi skýrt fram að það framlag sem ÍSOR fái með samningi við það ráðuneyti komi af fjárlögum ársins 2018. Þessu til viðbótar megi ráða af svörum Orkustofnunar og Jarðhitaskólans við fyrirspurn kæranda að sú húsleiga sem ríkisstofnanirnar greiði fyrir aðstöðu sína að Grensásvegi 9 sé langt undir markaðsverði. Það eitt og sér sé ívilnun í skilningi EES-reglna. Því sé erfitt að sjá að starfsemi ÍSOR sé í raun löguð að þeim lagagrunni sem um stofnunina hafi verið sett. Þá gæti misskilnings í svari utanríkisráðuneytisins varðandi stöðu ÍSOR í stjórnkerfinu en ÍSOR heyri undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Miðað við þær ívilnanir sem ÍSOR hljóti verði vart með sanngirni haldið fram að stofnunin starfi á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði eins og kveðið sé á um í 5. gr. laga nr. 86/2003. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 27. ágúst 2018, var utanríkisráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytisins barst 23. október 2018. Í umsögninni segir m.a. að ráðuneytið hafi veitt kæranda aðgang að samningum ráðuneytisins við ÍSOR frá árinu 2003 til þess tíma er beiðnin var afgreidd. Aðgangur hafi þó verið takmarkaður að hluta á grundvelli 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í svarbréfi ráðuneytisins til kæranda sé að finna rökstuðning fyrir ákvörðun um takmarkaðan aðgang. Sérstaklega hafi þar verið vísað til varfærnissjónarmiða við lögskýringu á ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga vegna hættu á trúnaðarbresti í alþjóðasamstarfi. Einnig hafi verið vísað til samkeppnissjónarmiða við skýringu á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og fordæma úrskurðarnefndarinnar, m.a. í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011. Ráðuneytið árétti þær málsástæður og lagarök sem fram komi í bréfi þess til kæranda.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. október 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust. <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem utanríkisráðuneytið afmáði úr sex samningum sem afhentir voru kæranda. Um er að ræða upplýsingar og fylgiskjöl eftirfarandi samninga: <br /> <br /> <dir>1. Samkomulag um lán á starfsmönnum ÍSOR til jarðhitaverkefnis ÞSSÍ í Úganda, dags. 19. desember 2003. <br /> 2. Þróunarsamvinnustofnun, Uganda 2005, dags. 25. maí 2005.<br /> 3. Jarðeðlisfræðilegar mælingar í Eritreu, samningur 2008, dags. 1. október 2008. <br /> 4. Verksamningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Íslenskra orkurannsókna, dags. 17. september 2009. <br /> 5. Verksamningur milli ÍSOR og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, dags. 23. nóvember 2010. <br /> 6. Verksamningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Íslenskra Orkurannsókna, ódagsettur.</dir><br /> Ákvörðun ráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum í samningunum er reist á 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt greininni er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist enda hafi þau að geyma upplýsingar um atriði sem tiltekin eru í 6 töluliðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að það er skilyrði takmörkunar upplýsingaréttar almennings á grundvelli 10. gr. að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur almennings leiði af sér hættu á tjóni á einhverjum þeim hagsmunum sem njóta verndar samkvæmt ákvæðinu.<br /> <br /> Í 2. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang almennings að upplýsingum um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Auk þess segir orðrétt: <br /> <br /> „Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“<br /> <br /> Í 4. tölul. 10. gr. er að finna heimild til að takmarka aðgang almennings að upplýsingum um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. <br /> <br /> Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nr. 813/2019, 764/2018, 762/2018 auk úrskurða í málum nr. A-492/2013, A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga. <br /> <br /> Í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 813/2019 og 764/2018 var komist að þeirri niðurstöðu að rekstur ÍSOR feli ekki í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna í skilningi upplýsingalaga heldur sé um að ræða samkeppnisrekstur sem fyrirtækið verður að standa og falla með. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál leikur ekki vafi á því að þeir samningar sem kærandi óskaði aðgangs að feli í sér upplýsingar um viðskipti ÍSOR að því leyti sem stofnunin er í samkeppni við aðra. Eru því fyrstu tvö skilyrði beitingar 4. tölul. 10. gr. uppfyllt. Í þriðja skilyrðinu felst hins vegar að meta þarf sérstaklega hvort samkeppnishagsmunir ÍSOR af því að gögnin lúti leynd séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Er þá til þess að líta að aðeins er heimilt að undanþiggja gögn upplýsingarétti á grundvelli 10 gr. upplýsingalaga, þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast. <br /> <h2>2.</h2> Utanríkisráðuneytið afmáði upplýsingar úr 5. gr. samningsins „Samkomulag um lán á starfsmönnum ÍSOR til jarðhitaverkefnis ÞSSÍ í Úganda“, dags. 19. desember 2003. Í greininni er kveðið á um upphæð greiðslna til ÍSOR til að bæta stofnuninni það tekjutap sem stofnunin verði fyrir vegna launalausra leyfa starfsmanna samkvæmt samningnum. <br /> <br /> Þá afmáði ráðuneytið 3. efnisgrein samningsins „Þróunarsamvinnustofnun, Uganda 2005“, dags. 25. maí 2005. sem fjallar um fyrirkomulag vinnu starfsmanna ÍSOR fyrir ÞSSÍ við verkefni í Úganda árið 2005. Í efnisgreininni er fjallað um greiðslur Þróunarsamvinnustofnunar til ÍSOR vegna láns á starfsmönnum, heimildir ÍSOR til þess að kynna þátttöku starfsmannanna í verkefninu og nöfn starfsmanna sem áætlað var að kæmu að verkinu. <br /> <br /> Ákvörðun ráðuneytisins um að afmá ofangreindar upplýsingar úr samningunum er rökstudd með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það að um sé að ræða upplýsingar um samkeppnisrekstur ÍSOR. Upplýsingarnar varða aftur á móti einnig ráðstöfun opinberra fjármuna sem almenningur hefur hagsmuni af að geta kynnt sér. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er aðgangur almennings að upplýsingunum ekki til þess fallinn að hafa áhrif á samkeppnishagsmuni ÍSOR eða valda stofnuninni tjóni en upplýsingarnar eru komnar nokkuð til ára sinna. Úrskurðarnefndin telur þar af leiðandi ekki að ÍSOR hafi slíka hagsmuni af því að upplýsingarnar fari leynt að þeir réttlæti að upplýsingarnar séu undanþegnar aðgangi almennings. Er það því mat nefndarinnar að utanríkisráðuneytinu að sé ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar sem afmáðar voru úr samningunum með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Á kærandi því rétt til aðgangs að samningunum án útstrikana. <br /> <h2>3.</h2> Samningurinn „Jarðeðlisfræðilegar mælingar í Eritreu, dags. 1. október 2008“, er um framkvæmd og kostun jarðeðlisfræðilegra rannsókna á jarðhitasvæðinu við eldfjallið Alid í Eritreu. Afmáðar voru upplýsingar í 1. gr. og 4. gr. samningsins og synjað um aðgang að fylgiskjali með samningnum í heild sinni, með vísan til 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. gr. samningsins er að finna skilgreiningu verksins, á hvaða tímabilið verkið verði unnið og hver beri ábyrgð á verkefninu. Hafa þar verið afmáðar upplýsingar um að hluti þess verði unninn af Jarðfræðistofnun Eritreu samkvæmt samningi sem teljist fylgiskjal með samningnum. <br /> <br /> Í 4. gr. er kveðið á um þann kostnað sem ÞSSÍ beri að greiða ÍSOR vegna verkefnisins, upphæð hans og hvenær hann skuli greiddur. Í fylgiskjali með samningnum, sem telst vera hluti hans, er að finna kostnaðaráætlun á ensku. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki að upplýsingar um að ÍSOR og Jarðfræðistofnun Eritreu hafi stofnað til samstarfs um jarðhitaverkefni séu upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir sem mikilvægir almannahagsmunir krefjist að leynt fari, sbr. 2. tölul. 10 gr. upplýsingalaga. Ekki verður séð að aðgangur almennings að upplýsingunum geti haft neikvæð áhrif á samskipti og gagnkvæmt traust á milli Íslands og Eritreu en ákvæðinu verður aðeins beitt ef hætta er á því að milliríkjasamskipti torveldist. Verður því kæranda ekki synjað um aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá telur úrskurðarnefndin ekki að í samningsákvæðinu komi fram upplýsingar um mikilvæga samkeppnishagsmuni ÍSOR sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti almennings á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Hvað varðar upplýsingar sem fram koma í 4. gr. samningsins um greiðslur ÞSSÍ til ÍSOR vegna verkefnisins er um að ræða samkomulag um ráðstöfun opinbers fjár sem almenningur á ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér. Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur ÍSOR ekki slíka hagsmuni af því að upplýsingarnar fari leynt að þeir réttlæti að upplýsingarnar séu undanþegnar aðgangi almennings á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður því utanríkisráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem afmáðar voru úr 4. gr. samningsins. <br /> <br /> Hvað varðar fylgiskjal með samningnum þá er um að ræða kostnaðaráætlun vegna jarðhitaverkefnisins. Kemur þar fram ferðakostnaður starfsmanna ÍSOR og farangurs, kostnaður vegna vinnu starfsmanna ÍSOR á vettvangi og annar kostnaður vegna verkefnisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að framangreindar upplýsingar varði viðskipti ÍSOR á samkeppnissviði stofnunarinnar. Til þess er hins vegar að líta að upplýsingarnar voru tíu ára gamlar þegar kærandi óskaði eftir aðgangi að þeim og varða aðeins eitt afmarkað verkefni. Er því vandséð að mikilvægir samkeppnishagsmunir ÍSOR standi aðgangi almennings í vegi, sbr. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í fylgiskjalinu koma einnig fram upplýsingar um hvað Jarðfræðistofnun Eritreu leggi til verkefnisins. Þær upplýsingar varða framkvæmd þróunarverkefnis samkvæmt samningi Íslands og Eritríu og þar af leiðandi lúta þær einnig að samskiptum ríkja í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að utanríkisráðuneytinu hafi verið heimilt að undanskilja upplýsingarnar sem fram koma í viðaukanum með vísan til undanþáguákvæðis 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga enda hefur nefndin ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu utanríkisráðuneytisins að óheftur aðgangur almennings að slíkum upplýsingum geti verið til þess fallinn að torvelda samstarfsverkefni ríkja. <br /> Með vísan til þessa er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi eigi rétt á aðgangi að upplýsingunum sem afmáðar voru úr samningnum á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, að undanskildum upplýsingum um framlag Jarðfræðistofnunar Eritreu til verkefnisins í fylgiskjali með samningnum. <br /> <h2>4.</h2> Utanríkisráðuneytið afmáði upplýsingar sem fram koma í 1.-3. gr. samningsins „Verksamningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Íslenskra orkurannsókna“, dags. 17. september 2009, og synjaði kæranda um aðgang að tveimur viðaukum við samninginn í heild sinni, með vísan til 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Með samningnum er ÍSOR falið að veita sérfræðiaðstoð á sviði jarðhita í Níkaragva árið 2009 og er tekið fram að verkefnið sé hluti af þróunaraðstoð ÞSSÍ. <br /> <br /> Í 1. gr. samningsins er fjallað um skilgreiningu verks- og samningsgagna. Þar er einkum vísað til tveggja viðauka við samninginn, verk- og fjárhagsáætlunar. Í 2. gr. samningsins er að finna ákvæði um verkgreiðslur en synjað var um aðgang að greininni í heild sinni. Í 3. gr. hans er vísað til þess að verk- og fjárhagsáætlun vegna ársins 2009 séu fylgiskjöl með samningnum en synjað er um aðgang að greininni í heild sinni. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela framangreind ákvæði samningsins ekki í sér upplýsingar um mikilvæga samkeppnishagsmuni ÍSOR sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti almennings á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá verða þær ekki undanskildar upplýsingarétti á grundvelli 2. tölul. 10. gr. enda er ekki um að ræða upplýsingar um þau samskipti sem njóta verndar ákvæðisins. Utanríkisráðuneytinu ber því að veita kæranda aðgang að upplýsingunum.<br /> <br /> Í viðauka I með samningnum kemur fram ítarleg kostnaðaráætlun verkefnisins en fram kemur að hún hafi verið unnin sameiginlega af ráðuneyti í Níkaragva, ÞSSÍ og ÍSOR. Í kostnaðaráætluninni er tiltekinn sá kostnaður sem stjórnvöld í Níkaragva, ÞSSÍ og ÍSOR hafi vegna verkefnisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga í efa þá staðhæfingu utanríkisráðuneytisins að aðgangur almennings að kostnaðaráætluninni, sem felur í sér upplýsingar um kostnað og kostnaðarskiptingu íslenska ríkisins og samstarfsríkis vegna verkefni, geti torveldað samninga um samstarfsverkefni við erlend ríki. Er því fallist á að utanríkisráðuneytinu hafi verið heimilt að takmarka aðgang að viðauka 1 með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í viðauka II með samningnum er að finna kostnaðaráætlun ÍSOR vegna verkefnisins. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er um að ræða upplýsingar um viðskipti ÍSOR á samkeppnissviði stofnunarinnar. Upplýsingarnar varða hins vegar einnig framkvæmd þróunarverkefnis samkvæmt samningi Íslands og Níkaragva og þar af leiðandi lúta þær einnig að samskiptum ríkja í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að utanríkisráðuneytinu hafi verið heimilt að undanskilja upplýsingarnar sem fram koma í viðaukanum með vísan til undanþáguákvæðis 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga enda geti óheftur aðgangur almennings að slíkum upplýsingum verið til þess fallinn að torvelda samstarfsverkefni ríkja. <br /> <h2>5.</h2> Utanríkisráðuneytið afmáði upplýsingar sem fram koma í 1. og 2. gr. samningsins „Verksamningur milli ÍSOR og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands“, dags. 23. nóvember 2010, þar sem samið er um að ÍSOR taki að sér að uppfæra eigna- og mannauðslista ARGeo (African Rift Geothermal Development Facility) og taka saman skýrslu um stöðu jarðhitamála í Austur-Afríku. Þá voru afmáðir hlutar úr tveimur fylgiskjölum við samninginn. Vísað er til 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. gr. samningsins er fjallað um skilgreiningu verks- og samningsgagna. Kemur þar fram nánari lýsing á þeirri sérfræðiaðstoð sem ÍSOR tekur að sér að veita með samningnum auk þess sem vísað er til fylgiskjals með samningnum. Í 2. gr. hans er að finna ákvæði um verkgreiðslur til ÍSOR. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki um að ræða upplýsingar um mikilvæga samkeppnishagsmuni ÍSOR sem heimilt er að undanþiggja upplýsingarétti almennings á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá verða þær ekki undanskildar á grundvelli 2. tölul. 10. gr. enda lúta þær ekki með beinum hætti að þeim samskiptum sem vernduð er með ákvæðinu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki vafa leika á því að ráðuneytinu hafi verið heimilt að afmá fjórðu málsgrein og síðasta málslið efnisgreinar 5 í fylgiskjali 1 með samningnum með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, enda eru þær upplýsingar sem þar koma fram til þess fallnar að hafa neikvæð áhrif á þá hagsmuni sem ákvæðinu er ætlað að vernda. Hins vegar verður ekki séð að upplýsingar, sem afmáðar voru á blaðsíðu 2 í fylgiskjalinu, sem fjalla um það hvernig mat starfsmanns ÍSOR skuli fara fram, verði felldar undir undantekningarákvæði 10. gr. upplýsingalaga, enda er hvorki um að ræða upplýsingar um samskipti sem felld verða undir 2. tölul. né upplýsingar sem varða mikilvæga samkeppnishagsmuni ÍSOR, sbr. 4. tölul. greinarinnar. <br /> <br /> Kæranda var synjað um aðgang að fylgiskjali 2 í heild sinni. Upplýsingarnar fjalla um ARGeo samstarfsverkefnið, markmið þess verkefnis sem samið var um, aðferðafræðina sem notuð verði við vinnslu verkefnisins og tungumál verkefnisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að jafnvel þótt upplýsingarnar varði samstarf íslenska ríkisins og fjölþjóðastofnunar séu upplýsingarnar sem fram koma í viðaukanum ekki viðkvæmar og tæplega til þess fallnar að torvelda samstarf eða valda nokkru tjóni, verði þær gerðar aðgengilegar. Því telur nefndin ekki skilyrði til þess að fella viðaukann undir undanþáguákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þar sem aðrar undanþágur eiga ekki við um upplýsingarnar verður að fallast á rétt kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <h2>6.</h2> Utanríkisráðuneytið afmáði einnig upplýsingar úr 1. gr. og 3. gr. samningsins „Verksamningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Íslenskra Orkurannsókna“, ódagsettur. Þá voru afmáðar upplýsingar úr hlutum viðauka við samninginn. Auk þess var kæranda synjað um aðgang að fylgiskjali með samningnum og viðauka við hann. Vísað er til 2. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Með samningnum var samið um að ÍSOR taki að sér sérfræðiaðstoð á sviði jarðhitamála vegna stuðnings ÞSSÍ við jarðhitaleit í Búrúndi.<br /> <br /> Úr 1. gr. samningsins voru afmáðar upplýsingar um að verkið sé skilgreint í fylgiskjali sem teljist hluti samningsins. Í 3. gr. samningsins voru afmáðar upplýsingar um verkáætlun og fjárhagsáætlun. Þar koma m.a. fram afsláttarkjör vegna útseldrar vinnu og efnagreininga, heildarkostnaður vegna verksins og sundurliðaður kostnaður. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það að um sé að ræða upplýsingar sem varða samkeppnisrekstur ÍSOR. Upplýsingarnar varða aftur á móti einnig ráðstöfun opinberra fjármuna sem almenningur hefur hagsmuni af því að geta kynnt sér. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er aðgangur almennings að upplýsingunum ekki til þess fallinn að hafa áhrif á samkeppnishagsmuni ÍSOR eða valda stofnuninni tjóni. Úrskurðarnefndin telur því ekki að ÍSOR hafi slíka hagsmuni af því að upplýsingarnar fari leynt að þeir réttlæti að upplýsingarnar séu undanþegnar aðgangi almennings. Er það því mat nefndarinnar að utanríkisráðuneytinu að sé ekki heimilt að undanþiggja upplýsingarnar sem afmáðar voru úr samningunum með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá verða upplýsingarnar ekki undanþegnar með vísan til 2. tölul. greinarinnar. <br /> <br /> Úr fylgiskjali I með samningnum voru afmáðar upplýsingar úr 3. málsgrein sem fjallar um umfang verkefnis ráðgjafa á vegum ÍSOR í Búrúndí og 5. gr. sem kveður á um áfangagögn. Þá hafa verið afmáðar úr 6. málsgrein upplýsingar um dagsetningar verkefnisins. Auk þess var kæranda synjað um aðgang að viðauka við samninginn en þar er að finna uppkast að verkáætlun vettvangsvinnu sem segir til um dagskrá starfsmanna ÍSOR í Búrúndí. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að jafnvel þótt þessar upplýsingar varði samstarf íslenska ríkisins við annað ríki séu upplýsingarnar sem fram koma í þessum samningsákvæðum ekki viðkvæmar og til þess fallnar að valda nokkrum skaða í samskiptum Íslands og Búrúndí. Eru því ekki efni til þess að fella þær undir undanþáguákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þar sem aðrar undanþágur eiga ekki um upplýsingarnar verður að fallast á rétt kæranda til aðgangs að þeim. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda, Stapa ehf., um aðgang að eftirfarandi upplýsingum: <br /> <br /> <dir>1. Upplýsingum um framlag Jarðfræðistofnunar Eritreu á bls. 2. í fylgiskjali með samningnum „Jarðeðlisfræðilegar mælingar í Eritreu“, dags. 1. október 2008.<br /> 2. Viðaukum I og II við samninginn „Verksamningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Íslenskra orkurannsókna“, dags. 17. september 2009.<br /> 3. Fjórðu málsgrein og síðasta málslið efnisgreinar 5 í fylgiskjali 1 með samningnum „Verksamningur milli ÍSOR og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands“, dags. 23. nóvember 2010.</dir><br /> Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti felld úr gildi og lagt fyrir utanríkisráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem synjað var um aðgang að. <br /> <br /> </p> <p >Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
831/2019. Úrskurður frá 27. september 2019 | Kæru var vísað frá þar sem afgreiðsla embættis ríkisendurskoðanda á beiðni um aðgang að gögnum er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 4. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 831/2019 í máli ÚNU 19090015.<br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 16. september 2019, kærði A töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni hans um aðgang að reikningum flokka og framboða vegna sveitarstjórnarkosninga í Vestmannaeyjum vorið 2018. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er kærð töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir að ef afgreiðsla máls dragist óhæfilega þá sé heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til. Í 4. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kemur fram að ákvarðanir ríkisendurskoðanda um aðgang að gögnum sæti ekki kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Af framangreindu leiðir að töf ríkisendurskoðanda á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum verður ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Verður því að vísa kærunni frá. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 16. september 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
830/2019. Úrskurður frá 27. september 2019 | Kæru var vísað frá þar sem kærði var ekki talinn heyra undir upplýsingalög nr. 140/2012. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 830/2019 í máli ÚNU 19060008. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 20. júní 2019, kærði A, töf Þekkingarseturs Vestmannaeyja á afgreiðslu beiðni hans um upplýsingar um ársskýrslu sjálfseignarstofnunarinnar.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er kærð töf Þekkingarseturs Vestmannaeyja á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Þá taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 3. gr. laganna taka upplýsingalög einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. <br /> <br /> Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses er sjálfseignarstofnun sem stundar atvinnurekstur. Þekkingarsetur Vestmannaeyja er hvorki stjórnvald né lögaðili í 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Þá á 3. gr. upplýsingalaga ekki við í málinu. Þar sem upplýsingalög taka ekki til Þekkingarseturs Vestmannaeyja verður að vísa frá kæru vegna tafa stofnunarinnar á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 20. júní 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
829/2019. Úrskurður frá 27. september 2019 | Kæru var vísað frá þar sem kærði var ekki talinn heyra undir upplýsingalög nr. 140/2012. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 829/2019 í máli ÚNU 19050024. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 13. maí 2019, kærði A, töf Þekkingarseturs Vestmannaeyja á afgreiðslu beiðni hans um upplýsingar um nöfn umsækjanda í stöðu safnstjóra „Safnaheima“.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er kærð töf Þekkingarseturs Vestmannaeyja á afgreiðslu beiðni kæranda um upplýsingar. Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Þá taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 3. gr. laganna taka upplýsingalög einnig til einkaaðila, hvort sem þeir eru í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hefur með lögum eða með ákvörðun eða samningi sem byggist á heimild í lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið er á um í lögum að stjórnvald skuli sinna eða telst að öðru leyti liður í opinberu hlutverki stjórnvalds. <br /> <br /> Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses er sjálfseignarstofnun sem stundar atvinnurekstur. Stofnunin er m.a. rekstraraðili byggðarsafnsins Sagnheimar. Þekkingarsetur Vestmannaeyja er hvorki stjórnvald né lögaðili í 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Þá er rekstur stofnunarinnar á byggðasafninu Safnheimar ekki þjónusta sem fellur undir 3. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi taka upplýsingalög ekki til Þekkingarseturs Vestmannaeyja og verður því að vísa frá kæru vegna tafa stofnunarinnar á afgreiðslu beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 13. maí 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
828/2019. Úrskurður frá 27. september 2019 | Í málinu var deilt um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að sérfræðiálitum sem veitt voru í tengslum við málarekstur ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Úrskurðarnefnd féllst á það með embætti ríkislögmanns að embættinu væri heimilt að takmarka rétt kæranda til aðgangs að gögnunum með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Taldi nefndin embætti ríkislögmanns vera sérfróðan aðila í skilningi ákvæðisins auk þess sem gögn sem stöfuðu frá öðrum sérfróðum aðilum yrðu felld undir ákvæðið. Var því ákvörðun embættisins staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 828/2019 í máli ÚNU 19030014.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 25. mars 2019, kærði A, blaðamaður, ákvörðun ríkislögmanns um synjun beiðni um aðgang að gögnum í tengslum við málarekstur ríkisins fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Málsatvik eru þau að hinn 14. mars 2019 óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hverjir veittu íslenska ríkinu sérfræðiráðgjöf í málinu og álitum þeirra í minnisblöðum eða á öðru formi. Í beiðninni er vísað til umræðu um Landsrétt og sérfræðiráðgjöf sem ráðherrar í ríkisstjórn, forsætis- og dómsráðherra, hafi vísað til. Beiðni kæranda var synjað með bréfi, dags. 25. mars 2019. Þar segir að embættið telji umbeðin gögn falla undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, enda standi þau í samhengi við álitamál um hvort skjóta beri málinu til yfirdeildar dómstólsins. Auk þess er vísað til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji meginregluna um gagnsæja stjórnsýslu gilda um málarekstur íslenska ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Almannahagsmunir séu fólgnir í því að fá fram þessi sérfræðisjónarmið og að greint sé frá þeim í fjölmiðlaumfjöllun um Landsréttarmálið.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt ríkislögmanni með bréfi, dags. 8. apríl 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn embættis ríkislögmanns um kæruna, dags. 29. apríl 2019, kemur m.a. fram að beiðni kæranda hafi verið afmörkuð með þeim hætti að hún lyti að sérfræðiráðgjöf sem látin var í té í tengslum við eða að fenginni niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars 2019 í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu (kærumál nr. 26374/18). Fram hafi komið opinberlega að leitað hafi verið ráðgjafar sérfræðinga áður en dómurinn féll. Beri þar að nefna Hafstein Dan Kristjánsson, Davíð Þór Björgvinsson, Thomas Horn og starfsmenn dómsmálaráðuneytis og forsætisráðuneytis. Fram kemur að forsætisráðuneytið hafi upplýst um það hverjir hafi komið að ráðgjöf við samningu greinargerðar íslenska ríkisins. <br /> <br /> Hvað varðar gögnin sjálf er vísað til ákvæðis 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sem mæli fyrir um að bréfaskipti við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu undanþegin upplýsingarétti. Ýmis gögn falli undir upplýsingabeiðnina, einkum tölvupóstsamskipti. Um sé að ræða minnisblöð, yfirlestur á drögum í mörgum útgáfum, viðbætur, hugleiðingar og ábendingar af ýmsu tagi.<br /> <br /> Fram kemur að ríkislögmaður, sem starfi á grundvelli laga nr. 51/1985 um ríkislögmann, hafi farið með fyrirsvar fyrir íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og að um sé að ræða hefðbundið umboð fyrir íslenska ríkið við rekstur dómsmála. Tekið er fram að málið sé enn til meðferðar en dómur í málinu sé enn ekki endanlegur. Að mati embættisins séu álitamál, um það hvort leita beri eftir heimild til að skjóta dóminum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins á grundvelli 43. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 73. gr. reglna dómstólsins, einnig hluti af rekstri dómsmálsins í skilningi 3. töluliðs 6. gr. upplýsingalaga. Þá eigi ákvæði 3. tölul. 6. gr. auk þess við um athugun á því hvort eða hvernig sé tekið til varna í dómsmáli, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-512/2013. Því telji embættið að öll þau gögn og samskipti sem beiðnin lúti að falli undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í umsögninni kemur einnig fram að um sé að ræða vinnugögn embættisins eða stjórnvalda sem heimilt sé að undanþiggja upplýsingarétti almennings með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn embættis ríkislögmanns segir einnig að þegar komi að rekstri dómsmála á grundvelli laga nr. 51/1985 geti embættið ekki fallið undir 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og sé því þar af leiðandi ekki skylt að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af umbeðnum gögnum á grundvelli 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Embættið geti ekki átt aðild að kærumáli fyrir nefndinni heldur það stjórnvald sem ráðgjöfinni hafi verið beint til eða eftir atvikum minnisblöðum. Gildi þá einu hvort ráðgjöf eða álit hafi stafað frá embætti ríkislögmanns eða öðrum. Því beri að vísa kærunni frá nefndinni. <br /> <br /> Umsögn embættis ríkislögmanns var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <br /> Með bréfi til embættis ríkislögmanns, dags. 12. júní 2019, ítrekaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni um afrit af þeim gögnum sem beiðni kæranda lýtur að. Með bréfi, dags. 3. júlí, afhenti embætti ríkislögmanns úrskurðarnefndinni hluta umbeðinna gagna. Í bréfi sem fylgdi gögnunum kemur m.a. fram að því hafi verið svarað hverjir hafi veitt sérfræðiráðgjöf í tengslum við málareksturinn en þess beri einnig að geta að Thomas Horn, fyrir milligöngu Ara Karlssonar lögmanns, hafi lesið yfir greinargerðardrög á fyrri stigum með ábendingum. Í bréfinu segir enn fremur að embættið telji augljóst að gögnin séu undanþegin upplýsingarétti með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða undirbúning og ráðgjöf vegna dómsmáls þar sem rétt hafi þótt að leita víða fanga við sérfræðiráðgjöf. Þá sé um að ræða minnisblöð sem rituð hafi verið eftir að dómur gekk og ráðagerðir hafi verið uppi um að óska eftir heimild til að skjóta dóminum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Það hafi nú verið gert og enn sé beðið niðurstöðu um hvort það verði heimilað. Öll gögnin hafi því orðið til vegna dómsmáls sem enn sé til meðferðar. Vísað er til úrskurða nefndarinnar nr. A-512/2013, A-300/2009 og A-327/2010. Þá er tekið fram að einhver þessara gagna kunni að hafa verið kynnt á fundum ríkisstjórnar. Loks séu gögnin einnig vinnugögn stjórnvalda, sbr. 5. tölulið 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þann 12. september 2019 var nefndinni veittur aðgangur að þeim gögnum sem embætti ríkislögmanns felldi undir beiðni kæranda. Samdægurs ritaði úrskurðarnefndin embætti ríkislögmanni bréf þar sem þess var farið á leit við embættið að það tæki afstöðu til þess hvort veita ætti aðgang að gögnunum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 11. gr. laganna. Embætti ríkislögmanns svaraði með bréfi, dags. 16. september 2019. Þar kemur fram að embættið telji ekki að veita skuli aðgang að gögnunum umfram skyldu á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga. Ástæður þess séu þær að í gögnunum séu margháttuð samskipti við sérfræðinga og ráðuneyti vegna meðferðar dómsmálsins. Í þeim fari fram skoðanaskipti og gagnrýni sem sérfræðingar og starfsmenn ráðuneyta verði að geta treyst að almenningur fái ekki aðgang að. Fólk verði að geta varpað fram hugmyndum eða gagnrýnt hugmyndir og sjónarmið annarra án þess að það komi fyrir almenningssjónir. Þá geti verið alls kyns persónuleg atriði í gögnunum. Ætla verði að sérfæðingar sem að dómsmálum komi, svo og embættismenn og starfsfólk ráðuneyta gangi út frá því þegar unnið sé að dómsmáli af þessu tagi að samskiptin falli undir undanþáguákvæði 6. gr. upplýsingalaga og að ekki verði veittur aðgangur að þeim umfram skyldu. Í þessu tilliti eigi einnig við þau rök sem fram komi í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012, þ.e. að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig sé aflað komist til vitundar gagnaðila. Einsýnt sé að með því að veita upplýsingar af þessu tagi sé fátt sem komi í veg fyrir að þær berist gagnaðila málsins og þá með þeim afleiðingum að ríkið í þessu tilliti standi höllum fæti í dómsmálum.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að gögnum í tengslum við málarekstur ríkisins fyrir Mannréttindadómstól Evrópu á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr.<br /> <br /> Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Af þessu leiðir að gildissvið laganna er afmarkað við starfsemi þeirra sem fara með stjórnsýslu og teljast til framkvæmdarvaldshafa samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Ekki skiptir í grundvallaratriðum máli hvers eðlis sú starfsemi er sem fram fer á vegum þessara aðila heldur er við afmörkun á gildissviði laganna fyrst og fremst litið til þess hvort viðkomandi aðili teljist samkvæmt formlegri stöðu sinni í stjórnkerfinu vera opinbert stjórnvald. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga um ríkislögmann nr. 51/1985 er embætti ríkislögmanns sjálfstæð stofnun sem heyrir undir Stjórnarráð Íslands. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál leikur því ekki vafi á því að embætti ríkislögmanns er stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Af því leiðir að lögin taka til allrar starfsemi embættisins og var því gagnabeiðninni réttilega beint að ríkislögmanni, sbr. einnig 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga og ákvörðun hans kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <h2>2.</h2> Samkvæmt gögnum málsins óskaði kærandi eftir upplýsingum um hverjir það voru sem veittu íslenska ríkinu sérfræðiráðgjöf í málinu og álit þeirra í minnisblöðum eða á öðru formi. Af hálfu embættis ríkislögmanns hefur komið fram að fyrirspurn kæranda um hverjir hafi veitt embættinu sérfræðiaðstoð hafi verið svarað. Því stendur eftir að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að gögnum sem tengjast samskiptum sérfræðinganna og embættis ríkislögmanns og samskiptum embættisins og sömu sérfræðinga við forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið vegna málsins. <br /> <br /> Synjun embættis ríkislögmanns á beiðni kæranda byggir einkum á undantekningarákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila í tengslum við réttarágreining eða til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir: <br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að bréfaskiptin eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið nauðsynlegt að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga nr. 51/1985 fer ríkislögmaður með vörn þeirra einkamála fyrir dómstólum og gerðardómum sem höfðuð eru á hendur ríkinu og sókn þeirra einkamála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Ríkislögmaður er því samkvæmt lögum sérfróður aðili sem sér um vörn eða sókn annarra ríkisaðila í dómsmálum. Af því leiðir að samskipti stjórnvalds við ríkislögmann vegna könnunar þess á réttarstöðu sinni eða vegna dómsmáls, falla undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. laganna. Að sama skapi verður að líta svo á að bréfaskipti ríkislögmanns við sérfróða aðila sem fara fram í tengslum við dómsmál, sbr. 2. gr. laga nr. 51/1985, falli einnig undir undanþáguákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem embætti ríkislögmanns felldi undir gagnabeiðni kæranda. Um er að ræða samskipti, tölvupósta, minnisblöð, drög og önnur skjöl sem send voru á milli ríkislögmanns, sérfróðra aðila, forsætisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins vegna málareksturs fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hvort sem gögnin stafa frá embætti ríkislögmanns, sérfróðum aðilum sem embættið leitaði til í tengslum við málið eða ráðuneyti vegna samskipta við fyrrnefnda aðila telur úrskurðarnefndin ekki leika vafa á því að heimilt er að undanþiggja slík gögn upplýsingarétti almennings á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu verður að staðfesta ákvörðun embættis ríkislögmanns um að synja kæranda um aðgang að gögnum sem urðu til í tengslum við málarekstur ríkisins fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu og sem tengjast sérfræðiráðgjöf sem veitt var vegna málsins. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Staðfest er ákvörðun embættis ríkislögmanns, dags. 25. mars 2019, um að synja beiðni A, blaðamanns, um aðgang að gögnum er varða sérfræðiráðgjöf sem veitt var í tengslum við málarekstur ríkisins fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> <br /> </p> <p> </p> <br /> |
827/2019. Úrskurður frá 27. september 2019 | Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að greinargerðin hefði verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og að hún væri í drögum og athugun málsins væri ekki lokið. Væri greinargerðin því undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 827/2019 í máli ÚNU 19040009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. apríl 2019, kærði A synjun fjármála- og efnahagsráðu-neytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði eftir því með bréfi, dags. 5. apríl 2019, að ráðuneytið veitti honum aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. Kærandi grundvallaði beiðni sína á 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Fjármála- og efnahagsráðuneytið svaraði beiðninni með bréfi, dags. 5. apríl 2019. Í svarinu kemur m.a. fram að skjalið hafi borist ráðuneytinu með bréfi Ríkisendurskoðunar til athugasemda og upplýsinga og var í því sambandi vísað til 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Ráðuneytinu sé óheimilt að verða við upplýsingabeiðninni þar sem skjalið falli undir ákvæði 3. mgr. 15. gr. tilvitnaðra laga sem felur í sér takmörkun á upplýsingarétti almennings.<br /> <br /> Í kæru vísar kærandi m.a. til þess að í frétt sem birst hafi verið á vefsíðu DV 1. júlí 2018 komi fram að verkefni fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda væri að mestu lokið en hann ætti þó enn eftir að skila af sér skýrslu varðandi niðurstöðu eftirlitsins. Haft hafi verið eftir honum að hann myndi fljótlega kynna niðurstöður athugunar sinnar fyrir réttum aðilum og í kjölfarið yrðu þær gerðar opinberar og að kostnaður við eftirlitið væri rúmar 30 milljónir króna. Fram kemur að kærandi byggi á því að hann eigi rétt til aðgangs að greinargerðinni á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Greinargerðin geti ekki talist vinnugagn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsinga-laga þar sem hún hafi verið afhent öðrum en aðilum máls eða eftirlitsaðilum samkvæmt laga-skyldu, s.s. ráðuneytinu, umboðsmanni Alþingis, forseta Alþingis og Seðlabanka Íslands. Vegna þessa geti hún heldur ekki fallið undir undantekningarákvæði 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Þá lýsir kærandi þeirri afstöðu sinni að ákvæði laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem fela í sér takmörkun á upplýsingarétti almennings beri að skýra þröngri lögskýringu og hafa beri í huga að settur ríkisendurskoðandi sem ritaði greinargerðina hafi lokið störfum, auk þess sem starfsemi Lindarhvols ehf. sé lokið.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. apríl 2019, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt óskaði úrskurðarnefndin eftir því að henni yrði afhent afrit af hinni umbeðnu greinargerð. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 16. apríl 2019, kemur fram að í kæru gæti rangs skilnings á þeim lagaákvæðum sem vísað er til í ákvörðun ráðuneytisins. Skjalið varði eftirlit með framkvæmd samnings ráðherra og Lindarhvols ehf. og endurskoðun ársreikninga félagsins, sbr. 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001. Fram komi í bréfi sem fylgir skjalinu að verkefninu sé ekki lokið og á forsíðu þess standi „staða verkefnis í lok maí 2018“. Greinargerðin sé ófullbúin og hafi verið send ráðuneytinu til athugasemda og upplýsinga með bréfi, dags. 10. ágúst 2018. Ekki leiki vafi á að hún hafi verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. <br /> <br /> Fjallað er efnislega um 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkis-reikninga þar sem fram kemur að drög að skýrslum eða greinargerðum sem send hafa verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu undanþegin aðgangi almennings og sé ráðherra aðili að þeim samningi sem drögin lúta að. Þá er tekið fram að málið sé enn til meðferðar Ríkisendur-skoðunar og greinargerðin hafi ekki verið send Alþingi eða birt opinberlega eins og áskilið er í 3. mgr. 16. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga þegar um niðurstöður sé að ræða. Jafnframt kemur fram að ráðuneytið hafi ekki komið að ritun draganna og eigi því 8. gr. upplýsingalaga ekki við. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 3. maí 2019, er ítrekað að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi verið afhent fjölmörgum aðilum án lagaskyldu, þ. á m. Seðlabanka Íslands, forseta Alþingis og umboðsmanni Alþingis og því geti þau ekki talist til vinnugagna í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Þá er vísað til þess að sérstakt undantekningarákvæði hafi verið lögfest með lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Þannig segi í 3. mgr. 15. gr. laganna að drög að skýrslum eða greinargerðum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu undanþegin aðgangi. Vísað er til athugasemda í frumvarpi með lögunum um að drög séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum. Fram kemur að lögin mæli fyrir um sérstaka undantekningu á aðgangi í tilviki gagna sem send séu þeim sem sæti athugun eða eftirliti ríkisendurskoðanda á grundvelli 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda. Ekki stoði að byggja á þessu undantekningarákvæði í því tilviki sem hér um ræði þar sem greinargerðin hafi verið send til fjölmargra aðila án lagaskyldu og ekki í þeim tilgangi að leita athugasemda. Eins og fram komi í frumvarpinu séu gögn sem þessi vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum. Þá kemur fram að hafi settur endurskoðandi ætlað að halda þessum gögnum frá almenningi hafi honum verið í lófa lagið að senda þau aðeins til þess aðila sem sæti athugun ríkisendurskoðanda, Lindarhvoli ehf., til athugasemda og þannig koma í veg fyrir að gögnin glati stöðu sinni sem vinnuskjöl. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. Félagið lauk starfsemi í febrúar 2018 en það var stofnað þann 15. apríl 2016, með þann tilgang að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs, mótteknum skv. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögum um Seðlabanka Íslands og annan skyldan rekstur. Ákvörðun fjármála- og efnhagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Kemur því til athugunar úrskurðar-nefndarinnar hvort þau lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkar upplýsingarétt almennings.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðar-reglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Í 14. gr. laganna er lögð sú skylda á ríkisendurskoðanda að senda þeim sem sætir athugun eða eftirliti drög að skýrslum eða greinargerðum til umsagnar. Hvað aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun varðar kemur fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geta fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefur fengið þau afhent. Frá þessari reglu er undantekning í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem fram kemur að drög að slíkum gögnum sem send hafi verið aðilum til kynningar eða umsagnar séu ekki aðgengileg. Þá hefur ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að gögn sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. <br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kemur m.a. fram að ófullgerð gögn sem send hafi verið aðila til umsagnar séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum, en geti mögulega leitt til þess að röng eða beinlínis villandi umræða fari af stað áður en ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni. Slíkt geti valdið óþarfa fyrirhöfn og kostnaði. Mikilvægt sé að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verði t.d. gerðar aðgengi-legar á rannsóknarstigi. Að lokinni athugun ríkisendurskoðanda reyni á aðgangsrétt skv. 2. mgr. en þar komi fram að sé óskað aðgangs að gögnum sem hafa orðið til í samskiptum ríkisendur¬skoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga eða ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál eftir atvikum.<br /> <br /> Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Þegar 3. mgr. ákvæðisins er skoðuð verður að draga þá ályktun að málsgreinin taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er er að finna, svo fremi að ríkisendurskoðandi hafi afhent gagnið öðrum til kynningar eða umsagnar á grundvelli lagaskyldu. Önnur túlkun á ákvæðinu yrði til þess að um leið og ríkisendurskoðandi sendi skjöl á grundvelli lagaskyldu til aðila myndu þau missa stöðu sína sem vinnuskjöl. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins sem áður hefur verið lýst. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu fær úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki annað séð en að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sé ætlað að taka til draga að greinargerðum ríkisendurskoðenda, einnig þegar slík drög hafa verið afhent stjórn-völdum á grundvelli lagaskyldu þar að lútandi.<br /> <br /> Greinargerðin sem hér um ræðir var send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og eins og fram hefur komið var hún í drögum og athugun málsins ekki lokið. Samkvæmt framangreindu er greinargerðin undirorpin sérstakri þagnarskyldu 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þegar lokaeintak greinargerðarinnar hefur verið afhent Alþingi á framangreind regla laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ekki lengur við um takmörkun á aðgengi að greinargerðinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
826/2019. Úrskurður frá 27. september 2019 | Deilt var um þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. Ákvörðun ráðuneytisins var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr., sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Úrskurðarnefnd taldi ákvæðið fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkaði upplýsingarétt almennings, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin féllst á það með ráðuneytinu að greinargerðin hefði verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og að hún væri í drögum og athugun málsins væri ekki lokið. Væri greinargerðin því undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Var synjun ráðuneytisins því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 826/2019 í máli ÚNU 190200014. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 15. febrúar 2019, kærði A lögmaður, f.h. Frigus II ehf., afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði eftir því með bréfi, dags. 11. febrúar 2019, að ráðuneytið veitti honum aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf. Kærandi hafði áður kært til úrskurðarnefndarinnar synjun ráðuneytins á beiðni hans um aðgang að sömu greinargerð. Úrskurðarnefndin felldi málið niður, þar sem kæran barst að liðunum kærufresti, í samræmi við samþykki aðila, sbr. mál ÚNU 19010004.<br /> <br /> Ráðuneytið svaraði kæranda með bréfi, dags. 15. febrúar 2019, þar sem fram kom að sama beiðni hefði áður borist ráðuneytinu og hefði henni verið synjað með vísan til 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016. Greinargerðin hefði verið send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu, væri í formi draga og athugun málsins ekki lokið. Ekkert nýtt hefði komið fram sem breytti þeirri afgreiðslu. Ekki var leiðbeint um kærurétt en á það bent að bærist ráðuneytinu beiðni frá öðrum aðila en kæranda mætti ætla að sú ákvörðun væri kæranleg til úrskurðarnefndarinnar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. febrúar 2019, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins barst 6. mars 2019. Þar segir að ráðuneytið hafi tekið afstöðu til erindis kæranda þann 5. nóvember 2018 í máli ÚNU 19010004. Ráðuneytið líti svo á að erindið sem svarað hafi verið í febrúar hafi falið í sér beiðni um endurupptöku á stjórnsýsluákvörðun ráðuneytisins frá nóvember 2018 en ekki nýja stjórnvaldsákvörðun. Ráðuneytið hafi ekki talið að skilyrði 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, um endurupptöku máls hafi verið uppfyllt. Svar ráðuneytisins til kæranda hafi því ekki falið í sér nýja synjun á beiðni um aðgang að gögnum, heldur hafi verið vísað til þess að málinu væri þegar lokið af hálfu ráðuneytisins og að ekki væru forsendur til að taka það upp á nýju. Ráðuneytið telji að nefndin geti tekið kæruna til meðferðar, að uppfylltum skilyrðum 28. gr. stjórnsýslulaga. Ráðuneytið telji ekki unnt, með hliðsjón af tilgangi með kærufresti upplýsinga-laga, að horfa eingöngu til þess undir hvaða yfirskini erindið sé sent heldur skuli stjórnsýslu-meðferð þess fyrst og fremst ráðast af efnislegu inntaki. Línan milli nýs stjórnsýslumáls og endurupptöku eldra máls geti hins vegar verið óskýr. Það sé mat ráðuneytisins að sjónarmið að baki kærufrestum í stjórnsýslumálum, að skapa festu í stjórnsýsluframkvæmd, væru fyrir borð borin ef málsaðili geti ítrekað lagt fyrir stjórnvald erindi sama efnis, þegar kærufrestir séu liðnir. Í þessu sambandi horfi ráðuneytið til almannahagsmuna sem tengist varanleika og skilvirkni í stjórnsýsluframkvæmd og því að úrlausnir séu endanlegar, með eðlilegum fyrirvara um skilyrði fyrir afturköllun eða endurupptöku sem kunni að vera fyrir hendi. <br /> <br /> Fram kemur í umsögninni að hin kærða afstaða frá nóvember 2018 snúist um lagatúlkun sem ráðuneytið telji sjálfsagt að nefndin taki afstöðu til, á þeim grundvelli sem hún telji eiga við. Í þessu tilviki verði þó ekki fram hjá því horft að kærandi hafi látið hjá líða að nýta tæk réttarúrræði, með því að aðhafast ekki innan lögmælts kærufrests. Þegar úrlausn sé ekki kærð innan frests öðlist hún endanleg efnisleg réttaráhrif. Þannig liggi fyrir niðurstaða innan stjórn-sýslunnar um beiðni kæranda, með fyrirvara m.a. um mögulega beitingu 28. gr. stjórnsýslulaga. Í því sambandi kunni m.a. að skipta máli að ráðuneytið hafi rækt leiðbeiningar¬skyldu sína, sbr. 7. gr. laganna.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 20. mars 2019, segir m.a. að ekkert sé því til fyrirstöðu að upplýsingabeiðni væri lögð fram aftur enda séu upplýsingar þannig að annað hvort séu þær aðgengilegar almenningi á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga eða ekki. Kærandi segir ágreining málsins lúta að því hvort ráðuneytið hafi undir höndum greinargerð setts ríkisendur-skoðanda eða drög að greinargerð sem send hafi verið til umsagnar ráðuneytisins. Í bréfi Sigurðar Þórðarsonar fyrrv. setts ríkisendurskoðanda, dags. 22. nóvember 2018, til kæranda komi fram að hann hafi með bréfi 27. júlí 2018 til forseta Alþingis, afhent greinargerð, en Sigurður hafði þá látið af starfi sem settur ríkisendurskoðandi. Í bréfi hans til forseta Alþingis, dagsettu sama dag, segir að greinargerðin sé send ríkisendurskoðanda ásamt vinnugögnum. Auk þess sé greinargerðin send fjármála- og efnahagsráðherra, Lindarhvoli ehf., Seðlabanka Íslands og umboðsmanni Alþingis. Í bréfinu til forseta Alþingis sé hvergi minnst á drög að greinargerð eða ráð fyrir því gert að þessir aðilar komi að athugasemdum eða skila inn umsögn vegna greinargerðarinnar, né sé umsagnar óskað. Þetta komi síðan skýrt fram í bréfi Alþingis til kæranda, dags. 25. febrúar 2019. Með hliðsjón af þessu mætti ætla að ráðuneytið sé að vísa til einhvers annars gagns en beiðni kæranda nái til. <br /> <br /> Í athugasemdunum kemur fram að samkvæmt öllum fyrirliggjandi gögnum sé um að ræða endanlega greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Greinargerðin hafi ekki verið send ráðuneytinu til kynningar eða umsagnar heldur sem lokaskjal setts ríkisendurskoðanda sem afhent hafi verið ráðuneytinu án lagaskyldu. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf, sem er í vörslum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Eins og fram hefur komið barst kæra vegna ákvörðunar ráðuneytisins um að synja beiðni um gögn utan kærufrests og óskaði kærandi þá eftir gögnum aftur. Ráðuneytið svaraði því að það liti svo á að um væri að ræða beiðni um endurupptöku fyrra málsins og að skilyrði endurupptöku væru ekki uppfyllt. Sú afgreiðsla var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þrátt fyrir framangreinda afgreiðslu ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum verður að líta sem svo á að í afgreiðslunni hafi falist synjun sem er kæranleg til úrskurðarnefndarinnar. Ákvæði upplýsingalaga, nr. 140/2012, koma ekki í veg fyrir að sami aðili geti óskað aðgangs að sama gagni hjá stjórnvaldi oftar en einu sinni og með því fengið nýja ákvörðun sem er kæranleg til úrkskurðarnefndarinnar á grundvelli V. kafla laganna. Öllum ákvörðunum stjórnvalda um beiðnir um afhendingu gagna skulu fylgja leiðbeiningar um kærurétt, sbr. 1. mgr. 19. gr. laganna. <br /> <br /> Ákvörðun fjármála- og efnhagsráðuneytisins um synjun beiðni kæranda var byggð á ákvæði 3. mgr. 15. gr. sbr. 14. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Kemur því til athugunar úrskurðarnefndarinnar hvort þau lagaákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem takmarkar upplýsingarétt almennings.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda, hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frum¬varps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Ríkisendurskoðandi er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis í samræmi við ákvæði 43. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Það er hlutverk ríkisendurskoðanda að hafa í umboði Alþingis eftirlit með fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. Í IV. kafla laganna eru málsmeðferðar-reglur þar sem fram koma ákvæði um þagnarskyldu, hæfi, umsagnarrétt og aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Í 14. gr. laganna er lögð sú skylda á ríkisendurskoðanda að senda þeim sem sætir athugun eða eftirliti drög að skýrslum eða greinargerðum til umsagnar. Hvað aðgang að gögnum hjá Ríkisendurskoðun varðar kemur fram í 1. málsl. 3. mgr. 15. gr. laganna að skýrslur, greinargerðir og önnur gögn sem ríkisendurskoðandi hefur útbúið og eru hluti af máli sem hann hyggst kynna Alþingi geti fyrst orðið aðgengileg þegar þingið hefði fengið þau afhent. Frá þessari reglu er undantekning í 2. málsl. sömu málsgreinar þar sem fram kemur að drög að slíkum gögnum sem send hafa verið aðilum til kynningar eða umsagnar eru ekki aðgengileg. Þá hefur ríkisendurskoðandi á grundvelli 3. málsl. málsgreinarinnar heimildir til að ákveða að gögn sem hafa verið send stjórnvöldum við undirbúning einstakra athugana og meðan á þeim stendur verði ekki aðgengileg. <br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess sem síðar varð að lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, kemur m.a. fram að ófullgerð gögn sem send hafi verið aðila til umsagnar séu í raun vinnugögn sem glati þeirri stöðu þegar þau hafi verið send öðrum, en geti mögulega leitt til þess að röng eða beinlínis villandi umræða fari af stað áður en ríkisendurskoðandi hafi lokið athugun sinni. Slíkt geti valdið óþarfa fyrirhöfn og kostnaði. Mikilvægt sé að ríkisendurskoðandi fái nauðsynlegt ráðrúm til þess að vinna að athugunum sínum og að opinberum hagsmunum verði ekki raskað ef upplýsingar verði t.d. gerðar aðgengilegar á rannsóknarstigi. Að lokinni athugun ríkisendurskoðanda reyni á aðgangsrétt skv. 2. mgr. en þar komi fram að ef óskað er aðgangs að gögnum sem hafa orðið til í samskiptum ríkisendurskoðanda og eftirlitsskylds aðila fari um aðgang að þeim hjá Ríkisendurskoðun eftir ákvæðum upplýsingalaga eða eftir atvikum ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál.<br /> <br /> Ákvæði 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ber heitið: Aðgangur að gögnum hjá Ríkisendurskoðun. Þegar 3. mgr. ákvæðisins er skoðuð verður að draga þá ályktun að málsgreinin taki fremur til þeirra gagna sem þar falla undir en þess aðila sem hefur þau gögn í fórum sínum, þ.e. ákvæðið taki til gagnsins sjálfs án tillits til þess hvar gagnið er að finna svo fremi að ríkisendurskoðandi hafi afhent gagnið öðrum til kynningar eða umsagnar á grundvelli lagaskyldu. Önnur túlkun á ákvæðinu yrði til þess að um leið og ríkisendurskoðandi sendi skjöl á grundvelli lagaskyldu til aðila myndu þau missa stöðu sína sem vinnuskjöl. Með því næðist ekki markmið ákvæðisins sem áður hefur verið lýst. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu fær úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki annað séð en að ákvæði 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sé ætlað að taka til draga að greinargerðum ríkisendurskoðenda, einnig þegar slík drög hafa verið afhent stjórnvöldum á grundvelli lagaskyldu þar að lútandi.<br /> <br /> Greinargerðin sem hér um ræðir var send ráðuneytinu á grundvelli lagaskyldu og eins og fram hefur komið var hún í drögum og athugun málsins ekki lokið. Samkvæmt framangreindu er greinargerðin undirorpin sérstakri þagnarskyldu 3. mgr. 15. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þegar lokaeintak greinargerðarinnar hefur verið afhent Alþingi á framangreind regla laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga ekki lengur við um takmörkun á aðgengi að greinargerðinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja beiðni kæranda, A lögmanns, f.h. Frigus II ehf., um aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols ehf.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
825/2019. Úrskurður frá 27. september 2019 | Kærendur óskuðu eftir því að utanríkisráðuneytið veitti þeim aðgang að öllum gögnum borgaraþjónustumáls. Ráðuneytið synjaði beiðninni að hluta á þeim grundvelli að annars vegar væri um að ræða upplýsingar um viðkvæma einkahagsmuni einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, en hins vegar að heimilt væri að takmarka aðgang kærenda að upplýsingum um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að um upplýsingarétt kærenda færi eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fallist var á röksemdir ráðuneytisins varðandi hluta umbeðinna gagna en um önnur vísaði nefndin til þess að ekki væri um viðkvæma einkahagsmuni að ræða eða mikilvægir almannahagsmunir stæðu ekki til beitingar 2. tölul. 10. gr., sbr. 3. mgr. 14. gr., upplýsingalaga. Var því lagt fyrir utanríkisráðuneytið að veita kærendum aðgang að hluta skjalanna en hin kærða ákvörðun staðfest að öðru leyti. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 825/2019 í máli ÚNU 18110011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. nóvember 2018, kærðu A og B ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 31. október 2018, um synjun beiðni kærenda um aðgang að gögnum að hluta.<br /> <br /> Forsaga málsins er sú að kærendur hafa með nokkrum beiðnum óskað aðgangs að öllum gögnum sem varða borgaraþjónustumál sem utanríkisráðuneytið hefur til meðferðar. Ráðuneytið veitti kærendum aðgang að hluta gagna málsins með ákvörðun, dags. 9. apríl 2018, en synjaði þeim um aðgang að hluta gagnanna. Fjallað var um ágreining um rétt kærenda til aðgangs í þessum hluta málsins í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 759/2018. Með beiðnum kærenda, dags. 22. maí 2018 og 4. október 2018 var óskað eftir aðgangi að öllum gögnum sem varða málið og urðu til á tímabilinu frá 10. apríl 2018 til og með 31. október 2018. Utanríkisráðuneytið veitti kæranda aðgang að hluta umbeðinna gagna með hinni kærðu ákvörðun en þar kemur m.a. fram að höfð hafi verið hliðsjón af niðurstöðu úrskurðar í úrskurði nr. 759/2018. Um önnur gögn var vísað til þess að um upplýsingar um viðkvæma einkahagsmuni væri að ræða í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, samskipti við önnur ríki í skilningi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, vinnugögn í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og upplýsingar sem háðar væru þagnarskyldu nefndarmanna utanríkismálanefndar, sbr. 24. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærendur dragi í efa að þörf sé á því að leynd ríki um samskipti við stjórnvöld og stofnanir í löndum eins og Tyrklandi og Sýrlandi. Það sé í hæsta máta ótrúverðugt að það geti skaðað samskipti ríkjanna þótt erindi frá Íslandi til annarra ríkja verði afhent. Þá mótmæla kærendur því að það feli í sér gerð nýrra gagna þótt örstuttar skýringar á borð við „blaðamaður“, „stjórnsýslustofnun“ eða „mannúðarsamtök“ verði gefnar þar sem rétt þyki að afmá nöfn og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Kærendur hafi engan áhuga á því að komast yfir persónuupplýsingar heldur sé markmið þeirra að fá greinilega mynd af því hvernig málinu hafi verið sinnt.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 16. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dags. 12. júlí 2019, voru málsástæður og lagarök í hinni kærðu ákvörðun áréttaðar. Umsögninni fylgdu afrit umbeðinna gagna ásamt yfirliti um málsástæður ráðuneytisins hvað hvert gagn varðar. Umsögnin var kynnt kærendum með erindi, dags. 19. júlí 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kærendum.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kærenda til aðgangs að öllum gögnum sem urðu til við meðferð utanríkisráðuneytisins á máli C á grundvelli 3. mgr. 1. gr. laga um utanríkisþjónustu Íslands frá 10. apríl 2018 til og með 31. október 2018. Utanríkisráðuneytið afgreiddi beiðnina á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga og veitti kærendum aðgang að hluta umbeðinna gagna. Ráðuneytið synjaði kærendum hins vegar um aðgang að öðrum gögnum málsins, ýmist með vísan til 5. tölul. 6. gr., 9. og 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eða 24. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á, líkt og í úrskurði nr. 759/2018, að um upplýsingarétt kærenda fari samkvæmt III. kafla upplýsingalaga þar sem fjallað er um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, með vísan til fjölskyldutengsla kærenda við C. Verður því litið svo á að synjun ráðuneytisins byggist á ákvæðum 1.-2. tölul. 2. mgr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga auk ákvæðis 24. þingskaparlaga, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins gildir rétturinn ekki um gögn sem talin eru í 6. gr. upplýsingalaga og um gögn sem leynt eiga að fara á grundvelli 10. gr. Þá kemur fram í 3. mgr. ákvæðisins að heimilt sé að takmarka aðgang ef umbeðin gögn hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir beiðanda. <br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur m.a. fram að algengt sé að gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Tekið er fram að kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins. Aðgangur að gögnum verði aðeins takmarkaður ef talin sé hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.<br /> <br /> Umbeðin gögn eru í alls 45 tölusettum liðum auk yfirlits um „tímalínu, tengiliði og gagnlega tengla“, sem er merkt nr. 0. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að margir töluliðanna hafa að geyma sömu skjölin, þar sem þau koma fyrir í ólíku samhengi. Með hinni kærðu ákvörðun fengu kærendur ótakmarkaðan aðgang að skjölum nr. 5-10, 13-19, 21, 29-31, 34 og 36-39. Kærendur fengu aðgang að hluta skjala nr. 20, 23, 24, 25, 33, 35, 40, 41, 42, 43, 44 og 45 en algengast er að strikað hafi verið út úr skjölunum upplýsingar um nöfn, netföng og símanúmer einstaklinga sem þar koma fyrir á grundvelli 9. og/eða 10. gr., sbr. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Loks var kærendum alfarið synjað um aðgang að skjölum nr. 1, 2, 3, 4, 11, 12, 22, 26, 27, 28, 32 og 39 á grundvelli 9. og/eða 10. gr., sbr. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og aðgangi að skjali merktu 0 á grundvelli þess að um sé að ræða vinnugagn, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <h2>2.</h2> Skjöl undir töluliðum nr. 1-4, 11, 22, 26, 27 og 32 varða öll samskipti starfsfólks utanríkisþjónustu Íslands við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda, starfsfólk ræðisskrifstofu og að hluta samskipti nafngreindra ríkisborgara Tyrklands. Skjal nr. 12 er stutt samantekt þar sem hluta samskiptanna er lýst. Skjöl nr. 28 og 39 varða samskipti við erlent ríki þar sem er að finna upplýsingar um samskipti þess við tyrknesk stjórnvöld. Eins og áður greinir var kærendum synjað um aðgang að skjölunum í heild sinni á grundvelli 9. og/eða 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í úrskurði nr. 759/2018 leit úrskurðarnefndin til þess að í Tyrklandi ríkir afar ótryggt stjórnmálaástand. Minnstu grunsemdir, rökstuddar eður ei, um að tilteknir borgarar ríkjanna vinni að hagsmunum andstæðinga stjórnvalda geta vakið viðbrögð á borð við varðhald, fangelsisdóma og aðrar neikvæðar afleiðingar fyrir viðkomandi einstaklinga. Líkt og í því máli eiga viðkomandi einstaklingar sem fyrir koma í umbeðnum gögnum, einkum skjölum undir töluliðum 1-4, tvímælalaust hagsmuni af því að nöfn þeirra verði ekki sett í samhengi við málið. Úrskurðarnefndin fellst því á að hluti umbeðinna gagna hafi að geyma viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr., upplýsingalaga.<br /> <br /> Í úrskurði nr. 759/2018 fjallaði úrskurðarnefndin einnig almennt um 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og tók m.a. fram að það eigi við um samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Tekið er fram að þeir hagsmunir sem hér sé verið að vernda séu tvenns konar. Annars vegar sé verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu Íslendinga. Hins vegar sé verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í samskiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur fallist á það sjónarmið að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi kunni að vera rétt að undanþiggja samskipti sem fari fram á þeim vettvangi frá aðgangi almennings á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi m.a. tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu. Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast rata á almannavitorð, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist.<br /> <br /> Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að utanríkisráðuneytinu hafi verið heimilt að beita takmörkunarheimild 2. mgr. 14. gr., sbr. 2. tölul. 10. gr., upplýsingalaga um framangreind gögn. Niðurstaðan byggist líkt og í úrskurði nr. 759/2018 á því að um er að ræða samskipti um viðkvæm málefni í gegnum samskiptaleiðir sem úrskurðarnefndin fellst á með utanríkisráðuneytinu að raunveruleg hætta sé á að lokist til frambúðar ef tyrknesk stjórnvöld verða þess vör að upplýsingar þaðan komist á almannavitorð.<br /> <br /> Í tilefni af þeim röksemdum kærenda að unnt sé að skipta út upplýsingum í umbeðnum gögnum fyrir almennari upplýsingar til að vernda þá hagsmuni sem 9. og 10. gr. upplýsingalaga er ætlað að vernda tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að nefndin hefur ekki valdheimildir til að gera utanríkisráðuneytinu skylt að framkvæma slíkar breytingar á gögnum áður en þau eru afhent almenningi. Þá myndu slíkar breytingar ekki koma í veg fyrir að hagsmunirnir færu forgörðum með sama hætti og lýst var í úrskurði nr. 759/2018. <br /> <h2>3.</h2> Hvað varðar skjöl sem kærendum var veittur aðgangur að með útstrikunum er um þrjá meginflokka að ræða. Í fyrsta lagi eru á meðal umbeðinna gagna erindi almennra borgara til stjórnvalda um mál C, en kærendur fengu afrit af erindunum þannig að upplýsingar um nöfn, netföng og símanúmer viðkomandi einstaklinga voru afmáðar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þegar einstaklingar senda erindi til stjórnvalda geta þeir almennt ekki átt von á því að trúnaður ríki um efni þeirra en 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga mælir fyrir um undantekningu frá þeirri meginreglu. Gert er ráð fyrir að hagsmunir þess sem óskar aðgangs að slíkum upplýsingum séu vegnir gegn hagsmunum þriðja aðila af því að þær fari leynt. Í þessu tilviki er annars vegar um að ræða erindi sem eru nokkuð almenns eðlis, þar sem íslenskir og erlendir einstaklingar óska upplýsinga og lýsa yfir áhyggjum af stöðu mála á átakasvæðum í Sýrlandi (skjöl undir töluliðum 20, 33, 42), en hins vegar eru erindi þar sem einstaklingar ræða m.a. fyrirætlanir um að hefja leit að C á svæðunum (skjöl undir töluliðum 23, 24, 25, 40, 43 og 45). Í sumum tilvikum er sérstaklega tekið fram að kærendur hafi verið upplýstir um erindin og í öðrum er um að ræða málefni sem einstaklingarnir hafa tjáð sig um á opinberum vettvangi. Að mati úrskurðarnefndarinnar vega hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að upplýsingunum í öllum tilvikum þyngra en hagsmunir einstaklinganna af því að nöfn þeirra fari leynt, einkum með hliðsjón af því að síðarnefndu hagsmunirnir eru óverulegir eða engir. <br /> <br /> Í öðru lagi hafa verið afmáðar upplýsingar um nöfn opinberra starfsmanna á Íslandi (skjal undir tölulið 23), eiginnafn einstaklings sem tengist sendiráði Bandaríkjanna hér á landi (skjal undir tölulið 24) og starfsmanna Evrópuráðsins (skjal undir tölulið 45). Utanríkisráðuneytið hefur ekki gert grein fyrir því hvernig þessar upplýsingar geta talist viðkvæmar. Að mati úrskurðarnefndarinnar vega hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að þeim þyngra en hagsmunir þeirra einstaklinga sem um ræðir, einkum með hliðsjón af því að þeir síðarnefndu eru óverulegir eða engir. Þykja því ekki vera til staðar ástæður sem mæla með því að upplýsingarnar fari leynt á grundvelli 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr., upplýsingalaga.<br /> <br /> Í þriðja lagi hafa verið afmáðar tilvísanir til tiltekinna alþjóðasamtaka í skjölum nr. 35 og 44. Í úrskurði nr. 759/2018 komst úrskurðarnefndin m.a. að þeirri niðurstöðu að upplýsingar um samskipti við Alþjóðaráð Rauða krossins væru þess eðlis að engin hætta væri á tjóni af því að kærendum verði veittur aðgangur að þeim, þar sem ekki kæmu fram nokkrar viðbótarupplýsingar um atvik málsins. Sömu sjónarmið eiga við hér en einnig er bent á að í báðum tilvikum er um að ræða frásagnir af beinum samskiptum við kærendur. Því er ekki fallist á það með utanríkisráðuneytinu að heimilt hafi verið að strika upplýsingarnar út á grundvelli 2. mgr. 14. gr., sbr. 2. tölul. 10. gr., upplýsingalaga.<br /> <br /> Framangreind sjónarmið eiga ekki við um eitt þeirra gagna sem flokkað er undir tölulið 20, en um er að ræða minnisblað til utanríkismálanefndar Alþingis, dags. 8. júní 2018, og heldur ekki um gagn undir tölulið nr. 41, en þar er að finna upplýsingar um samskipti utanríkisþjónustunnar við nafngreindan tyrkneskan embættismann. Hvað síðarnefnda gagnið varðar er ákvörðun utanríkisráðuneytisins um aðgang kæranda að hluta staðfest með vísan til 2. mgr. 14., sbr. 2. tölul. 10. gr., upplýsingalaga og þeirra sjónarmiða sem áður voru rakin um skjöl undir töluliðum 1-4, 11, 22, 26, 27 og 32. <br /> <br /> Um minnisblað utanríkisráðuneytis til utanríkismálanefndar Alþingis, dags. 8. júní 2018, vísar ráðuneytið til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 24. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991. Samkvæmt ákvæðinu eru nefndarmenn utanríkismálanefndar bundnir þagnarskyldu um þá vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveður svo á. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þetta ákvæði geti ekki takmarkað upplýsingaskyldu ráðuneytisins samkvæmt upplýsingalögum, heldur aðeins haft áhrif á nefndarmenn utanríkismálanefndar. Um rétt kærenda til aðgangs að minnisblaðinu fer því eftir ákvæðum upplýsingalaga. Ekki verður séð að takmörkunarákvæði 2.-3. mgr. 14. gr., sbr. 6.-10. gr., upplýsingalaga eigi við um skjalið. Er þar aðeins að finna tiltölulega almenna lýsingu á stöðu málsins á þeim tímapunkti sem það var útbúið en af öðrum gögnum málsins er ljóst að kærendum er kunnugt um allt sem þar kemur fram.<br /> <h2>4.</h2> Loks hefur utanríkisráðuneytið vísað til þess að skjal undir tölulið 0 teljist vinnugagn. Um er að ræða yfirlitsskjal sem ber yfirskriftina „Tímalína, tengiliðir og gagnlegir tenglar“. Í 1. málslið 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar, sem falla undir lögin skv. 2. og 3. gr., hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna ef þau hafi verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í athugasemdum um 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir orðrétt:<br /> <br /> „Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins. Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur vinnugagn. Undantekningar eru þó gerðar varðandi síðastgreinda atriðið.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir skjalið með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Ekkert liggur fyrir í málinu sem gefur annað til kynna en að það hafi verið útbúið til eigin nota ráðuneytisins til undirbúnings lykta borgaraþjónustumálsins sem það tilheyrir. Þá gefur ekkert til kynna að það hafi verið afhent öðrum. Úrskurðarnefndin telur því að gagnið uppfylli skilyrði þess að teljast vinnugagn í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga og því sé almennt heimilt að takmarka aðgang að skjölum af þessari gerð á grundvelli 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Hins vegar leiðir af ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að vinnugögn beri að afhenda ef þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram. Af lestri skjalsins verður ekki annað séð en að þar komi ýmislegt fram um atvik borgaraþjónustumálsins sem ekki er að finna í öðrum gögnum þess, hvorki meðal umbeðinna gagna í máli þessu né gagna málsins sem lyktaði með úrskurði nr. 759/2018. Þá er jafnframt ljóst að hluti þeirra upplýsinga sem er að finna í skjalinu stafar frá kærendum sjálfum eða aðilum þeim tengdum. Í þessu sambandi er athygli vakin á því að almennt er heimilt að veita aðgang að vinnugögnum á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi. Ljóst er að kærendur geta haft mikla hagsmuni af því að fá aðgang að skjalinu, enda eru gagnabeiðnir þeirra fyrst og fremst studdar þeim rökum að þeir vilji fá greinilega mynd af því hvernig borgaraþjónustumálinu hefur verið sinnt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur hins vegar ekki forsendur til að taka afstöðu til þess fyrst á kærustigi hvaða upplýsingar í skjalinu sé óhætt að afhenda kærendum. Verður því ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi hvað þetta varðar og leggja fyrir utanríkisráðuneytið að taka beiðni kærenda til nýrrar meðferðar, þar sem m.a. tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða um eðli vinnugagna. <br /> <h2>5.</h2> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að staðfesta hina kærðu ákvörðun að hluta en fella hana úr gildi og leggja fyrir utanríkisráðuneytið að veita kærendum aðgang að hluta umbeðinna gagna eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Loks er hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir utanríkisráðuneytið að taka beiðni kærenda til nýrrar meðferðar hvað eitt umbeðinna gagna varðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Utanríkisráðuneytinu ber að veita kærendum, A og B, aðgang að fylgiskjölum nr. 20, 23, 24, 25, 33, 35, 40, 42, 43, 44 og 45 við umsögn ráðuneytisins, dags. 12. júlí 2019, án útstrikana.<br /> <br /> Ákvörðun ráðuneytisins um synjun beiðni kærenda um aðgang að fylgiskjali nr. 0 er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
824/2019. Úrskurður frá 27. september 2019 | Í málinu var deilt um þá ákvörðun Menntamálastofnunar að synja beiðni kæranda um aðgang samræmdum könnunarprófum sem lögð voru fyrir dóttur kæranda í september 2018. Fyrir lá að kærandi hafði fengið aðgang að svörum barnsins en hafði verið synjað um aðgang að prófspurningunum. Leyst var úr málinu á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Fallist var á heimild Menntamálastofnunar til að synja kæranda um aðgang að prófspurningunum á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna, enda hafði stofnunin fyrirhugað að leggja annað prófið fyrir í óbreyttri mynd og hitt prófið í svo til óbreyttri mynd, haustið 2019. | <h1>Úrskurður</h1> <p style="text-align: left;"> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 824/2019 í máli ÚNU 18110018. </p> <h2 style="text-align: left;">Kæra og málsatvik</h2> <p style="text-align: left;">Með erindi, dags. 28. nóvember 2018, kærði A synjun Menntamálastofnunar á beiðni um aðgang að gögnum. Í beiðni kæranda, dags. 8. nóvember 2018, var óskað eftir því að Menntamálastofnun veitti aðgang að niðurstöðum úr samræmdu könnunarprófi dóttur kæranda í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir í september 2018. Beiðninni var synjað með tölvupósti, dags. 9. nóvember. Kæranda var þó boðið að fá aðgang að sýnisprófi sem hefði að geyma sambærileg dæmi og þau sem lögð voru fyrir og aðgang að öllum svörum nemandans. Sama dag ritaði kærandi Menntamálastofnun tölvupóst og ítrekaði beiðni um aðgang að prófunum. Í tölvupóstinum vísaði kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 730/2018 þar sem skorið hafi verið úr um að upplýsingalög ættu við í tilvikum þar sem óskað væri eftir aðgangi að niðurstöðum samræmdra könnunarprófa. Beiðninni var aftur synjað með tölvupósti, dags. 26. nóvember, með vísan til 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og þess að prófin yrðu notuð óbreytt eða nær óbreytt í september 2019. Menntamálastofnun hafi ekki ráðrúm til að semja mörg ný próf fyrir hverja lögbundna fyrirlögn og þurfi af þessum sökum að nota þessi tilteknu próf aftur. <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að ekki sé hægt að sjá hvernig tilbúin dæmi og svör dóttur kæranda við þeim dæmum sem lögð voru fyrir geti veitt kæranda þá innsýn inn í frammistöðu dóttur hennar á prófinu sem hún þurfi til að geta metið færni og getu dóttur sinnar í náminu. Vísað er til þeirrar ábyrgðar sem hvílir á foreldrum varðandi nám barna sinna samkvæmt lögum um grunnskóla. Til þess að foreldrar geti rækt hlutverk sitt samkvæmt ákvæðum laganna verði þeir að geta aflað sér upplýsinga um námsframvindu barna sinna. Óeðlilegt sé ef hagsmunir Menntamálastofnunar til þess að geta nýtt gamalt próf verði látnir ganga framar rétti foreldra til að fá upplýsingar um getu eða hæfni barns síns í námi. Bent er á að Menntamálastofnun hafi getað samið ný próf árlega og veitt aðgang að samræmdum könnunarprófum. Þá er vakin athygli á að í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla sé skýrt tekið fram að skóli eigi að afhenda foreldrum prófúrlausnir á samræmdum könnunarprófum sé eftir því óskað. <br /> <br /> Kærandi segist draga það í efa að hagsmunir Menntamálastofnunar til þess að þurfa ekki að semja nýtt könnunarpróf séu þess eðlis að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að réttindi almennings til upplýsinga verði takmörkuð, sbr. orðalag ákvæðis 10. gr. upplýsingalaga Í ljósi þess að hingað til hafi það ekki skaðað Menntamálastofnun að þurfa að skrifa ný próf sé erfitt að sjá hvernig ákvæðið geti átt við um aðgang kæranda að umbeðnum prófum. Kærandi telur engin rök standa til þess að nýta þurfi sama próf frá ári til árs, eins og t.d. eigi við um próf fyrir ökumenn og flugmenn. Vísað er til athugasemda í lögskýringargögnum með upplýsingalögum varðandi þessi atriði. <br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: left;">Málsmeðferð</h2> <p style="text-align: left;">Kæran var kynnt Menntamálastofnun með bréfi, dags. 29. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma athugasemdum á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Menntamálastofnunar, dags. 11. janúar 2019, kemur m.a. fram að þann 15. mars 2018 hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál kveðið upp úrskurð nr. 731/2018 er varðaði aðgang að samræmdum könnunarprófum. Úrskurðarnefndin hafi ekki fallist á að stofnunin hefði heimild til að halda prófatriðum úr prófabanka leyndum heldur væri henni eingöngu heimilt að takmarka aðgang að prófunum ef fyrirhugað væri að leggja þau fyrir óbreytt eða í nær óbreytti mynd aftur. Stofnunin hafi því þurft að veita aðgang að þeim prófum sem lögð voru fyrir í 4. bekk í september 2017 og september 2016. Vegna þessa eigi stofnunin ekki lengur nægan fjölda prófatriða í prófabanka til að útbúa ný próf fyrir fyrirlögn í 4. bekk árið 2019. <br /> <br /> Vísað er til þess að í mars 2018 hafi fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í 9. bekk misfarist og því hafi stofnunin þurft að leggja próf fyrir í maí og september 2018. Það hafi gert það að verkum að mikið álag hafi verið á prófadeild stofnunarinnar sem hafi ekki haft svigrúm til að semja ný prófatriði fyrir 4. bekk. Þá kemur fram að ferlið við að gera prófatriði og setja saman efni í próf sé langt og tímafrekt auk þess sem þörf sé á mjög sérhæfðri þekkingu. Eftir breytingu á aðalnámskrá árið 2011 hafi ferlið orðið flóknara þar sem semja þurfi prófatriði sem reyni á hæfni nemenda og leikni en ekki einungis þekkingu. Til dæmis þurfi að tengja hvert prófatriði beint við hæfnimarkmið aðalnámskrár og setja fram efni sem reyni á fjölþætta hæfni nemenda. Ferlið sé með þeim hætti að fyrst sé gerð áætlun, þá séu samin prófatriði af sérfræðingum stofnunarinnar, þau yfirlesin af sérfræðingum, prófatriðin forprófuð í skólum með öðrum nemendum en þeim sem síðar taki prófin og að lokum fari þau í gegnum próffræðilega rýni. Lauslega megi áætla að kringum 80% þeirra prófatriða sem hafi verið samin í byrjun standist ekki gæðakröfur og verði þau ekki höfð með í uppsetningu á endanlegu prófi. Prófatriðum sé síðan safnað í heilt próf með tilvísun í aðalnámskrá og með hliðsjón af ákveðinni flokkun. Í lokin fari fram endanlegur yfirlestur sérfræðinga sem geri nauðsynlegar lagfæringar. Þá taki við innsetning prófsins í rafrænt prófakerfi. Ferli við gerð prófs geti því tekið allt að tvö ár og sé kostnaður vegna staðlaðs námsmats af þessu tagi mjög mikill.<br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að ákveðið hafi verið að búa til svokölluð sýnispróf sem sett séu upp nákvæmlega eins og hið raunverulega próf og samanstandi af prófatriðum sem séu sambærileg. Þá sé hvert sýnispróf með raunveruleg svör viðkomandi nemanda og sjáist því skýrt hvernig tiltekinn nemandi svaraði hverju prófatriði. Sýnispróf séu aðgengileg í „Skólagátt“ og fái hver nemandi/foreldri aðgang að þeim þar. Menntamálastofnun líti svo á að sýnispróf veiti a.m.k. sömu upplýsingar og aðgangur að raunverulegu prófi en á grundvelli þess sé hægt að fá skýra stöðu um hvernig nemandi stendur með tilliti til þeirra þátta sem spurt sé úr á prófinu. <br /> <br /> Að lokum kemur fram að Menntamálastofnun muni leggja prófin í stærðfræði og íslensku í 4. bekk frá því í september 2018 fyrir óbreytt eða nær óbreytt í september 2019. Af þeim sökum hafi stofnunin synjað um aðgang að prófunum og sé það í samræmi við fyrrgreindan úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Verði stofnuninni gert að afhenda umbeðin próf muni hún ekki geta uppfyllt þá lagaskyldu sína að leggja fyrir próf sem gefi óvilhalla niðurstöðu. Fyrirhugað sé að leggja þessi sömu próf fyrir að nýju ári 2020 en í framhaldi muni þau vera gerð opinber enda hafi þá verið samin ný próf. <br /> <br /> Umsögn Menntamálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. janúar 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 26. ágúst 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að Menntamálastofnun upplýsti nefndina um hvort til stæði að leggja prófin fyrir óbreytt eða hvort gerðar yrðu breytingar á prófunum. Ef til stæði að gera breytingar á prófunum óskaði nefndin eftir upplýsingum um í hverju breytingarnar væru fólgnar. Menntamálastofnun svaraði með tölvupósti, dags. 2. september 2019. Þar kemur fram að þann 26. september yrði lögð fyrir nákvæmlega sama prófútgáfa samræmds könnunarprófs í íslensku í 4. bekk og lögð hafi verið fyrir í september 2018. Hins vegar hafi verið gerðar smávægilegar breytingar á samræmdu könnunarprófi í stærðfræði. Engum prófspurningum hafi verið breytt en svarmöguleikum við sex prófspurningum hafi verið breytt. Prófspurningarnar séu í heildina 32 og því telji stofnunin að um mjög litla breytingu sé að ræða. Nauðsynlegt hafi þótt að laga örlítið svarmöguleika og gera einfaldari fyrir nemendur. <br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: left;">Niðurstaða</h2> <h2 style="text-align: left;">1.</h2> <p style="text-align: left;">Mál þetta varðar beiðni um aðgang að prófspurningum sem lagðar voru fyrir barn kæranda á samræmdum könnunarprófum í íslensku og stærðfræði sem þreytt voru í september 2018. Samkvæmt gögnum málsins veitti Menntamálastofnun kæranda aðgang að prófúrlausnum barns kæranda en ekki prófspurningunum eða öðrum svarmöguleikum krossa en þeim sem barnið merkti við. Þess í stað veitti stofnunin kæranda aðgang að tilbúnum spurningum sem hún segir sambærilegar prófspurningunum og svörum barns kæranda.<br /> <br /> Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvörðun um einkunnagjöf, þegar um er að ræða einkunnir sem reiknast til lokaprófs, er ákvörðun í merkingu 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 21. gr. sömu laga. Um aðgang að gögnum sem lúta að einkunnagjöf tiltekins nemanda fer því almennt eftir stjórnsýslulögum. <br /> <br /> Í 39. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla er fjallað um samræmd könnunarpróf. Af ákvæðunum verður ráðið að samræmt könnunarpróf sé ekki lokapróf í grunnskóla, heldur sé um að ræða próf sem lagt er fyrir í þeim tilgangi að kanna stöðu nemandans. Þar sem ekki sé um að ræða próf þar sem gefin er einkunn sem reiknast til lokaprófs er ekki um að ræða gögn í stjórnsýslumáli og fer því um aðgang kæranda að prófunum eftir upplýsingalögum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um skyldu þeirra sem heyra undir lögin að veita aðila aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan, sé þess óskað. Í athugasemdum við 14. gr. frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Ákvæðið hefur því verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. <br /> <br /> Í 2. mgr. 3. gr. laga um grunnskóla segir að foreldrar gæti hagsmuna barna sinna á skólaskyldualdri en foreldri samkvæmt lögunum teljist þeir sem fara með forsjá barns í skilningi barnalaga. Í 1. mgr. 19. gr. laganna segir svo að foreldrar beri ábyrgð á námi barna sinna og beri þeim að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við þau og kennara þeirra. Þá segir í 3. mgr. 18. gr. laganna að foreldrar skuli fylgjast með og styðja við skólagöngu barna sinna og námsframvindu. Til þess að foreldrar geti rækt hlutverk sitt samkvæmt framangreindum ákvæðum er ljóst að þeir verða að geta aflað sér upplýsinga um námsframvindu barna sinna. Kveðið er á um rétt nemenda og foreldra til aðgangs að upplýsingum um námsmat í 3. mgr. 27. gr. laganna en samkvæmt ákvæðinu eiga nemendur og foreldrar þeirra rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og matstæki, þar með talið að skoða metin verkefni og prófúrlausnir. Ekki er í ákvæðinu beinlínis kveðið á um rétt foreldra og nemenda til aðgangs að prófum í heild sinni heldur eiga nemendur og foreldrar þeirra rétt á upplýsingum um „niðurstöður mats, matsaðferðir og matstæki“. Þá segir í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla að Menntamálastofnun skuli gera prófúrlausnir aðgengilegar fyrir skóla svo hægt sé að skoða svör nemenda. Kveðið er á um að skólinn skuli afhenda foreldrum prófúrlausnir ef eftir því sé óskað. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að upplýsingar um prófspurningar sem lagðar voru fyrir barn í grunnskóla og svarmöguleika við þeim varði foreldri með þeim hætti að það hafi sérstaka hagsmuni umfram almenning af því að fá aðgang að spurningunum. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að prófunum sem lögð voru fyrir barn kæranda eftir ákvæðum III. kafla upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: left;">2.</h2> <p style="text-align: left;">Réttur einstaklings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem geyma upplýsingar um hann sjálfan á grundvelli ákvæðis 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga sætir m.a. takmörkunum á grundvelli 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. en þar segir að ákvæði 1. mgr. ákvæðisins gildi ekki um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara skv. 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Menntamálastofnun styður synjun á beiðni kæranda við 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum, þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir að með prófum sé átt við hvers konar prófraunir sem opinberir aðilar standi fyrir. Augljóst sé að eigi próf að geta gefið óvilhalla niðurstöðu sé nauðsynlegt að halda öllum prófgögnum leyndum áður en próf er þreytt. Ekki sé aðeins um að ræða próf í hefðbundnum menntastofnunum heldur einnig próf fyrir ökumenn, flugmenn o.s.frv. Þá er tekið fram í 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna að veita skuli aðgang að gögnum þegar ráðstöfunum og prófum sé að fullu lokið nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við. Ákvæði 5. tölul. 10. gr. felur í sér undantekningu frá upplýsingarétti og ber því að túlka það þröngt. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar við skýringu á 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að sé prófi lokið og ekki fyrirhugað að leggja sama próf fyrir aftur í óbreyttri eða nær óbreyttri mynd beri að veita aðgang að því. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 729-731/2018 og 710/2017 og úrskurði nefndarinnar í málum A-160/2003 og A-73/1999 sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga. <br /> <br /> Í úrskurðum nefndarinnar nr. 729-731/2018, 710/2017 og A-73/1999 taldi úrskurðarnefndin ekki heimilt að synja um aðgang að spurningum prófa sem lögð höfðu verið fyrir á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem ekki lægi fyrir að sömu próf yrðu lögð fyrir aftur. Í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-160/2003 staðfesti úrskurðarnefndin synjun Umhverfisstofnunar á beiðni um aðgang að sex prófverkefnum sem lögð voru til grundvallar á hæfnisprófi veiðimanna á árinu 2002. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að sömu spurningar hafi um nokkra hríð verið lagðar fyrir þá sem þreytt hafi prófið og að ætlunin væri að leggja þær fyrir aftur. Eina undantekningin væri sú að tvær spurningar, sem vegi samtals 4% af prófinu í heild, væru til í tveimur útgáfum og væri hvort útgáfa um sig lögð fyrir um það bil helming próftaka hverju sinni. <br /> <br /> Í málinu sem hér er til úrlausnar hefur Menntamálastofnun staðhæft að stofnunin muni leggja könnunarprófið sem lagt var fyrir í íslensku í 4. bekk árið 2018 aftur fyrir óbreytt haustið 2019. Þá hefur stofnunin upplýst að sömu prófspurningarnar verði lagðar fyrir aftur í samræmdu könnunarprófi í stærðfræði en að breytingar hafi verið gerðar á svarmöguleikum sex prófspurninga af þrjátíu og tveimur. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umrædd próf og fallist á lýsingu stofnunarinnar á þeim. Að mati nefndarinnar verður að líta svo á stefnt sé að því að leggja prófið í stærðfræði fyrir í næstum því óbreyttri mynd, enda er um að ræða smávægilegar breytingar á litlu hlutfalli svarmöguleika við prófspurningum en ekki prófspurningum sjálfum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst því á það með Menntamálastofnun að hætta sé á að niðurstaða prófanna tveggja verði ekki óvilhöll ef veittur verði aðgangur að þeim og að framlagning prófanna skili því ekki þeim árangri sem stefnt sé að, sbr. 39. gr. grunnskólalaga nr. 90/2008 og reglugerð nr. 173/2017 um fyrirkomulag samræmdra könnunarprófa í grunnskóla. Úrskurðarnefndin horfir í þessu sambandi einnig til þeirra málefnalegu sjónarmiða sem Menntamálastofnun hefur rakið til stuðnings þeirri fullyrðingu að henni sé ekki fært að semja ný próf til framlagningar haustið 2019 sem og þeirra ráðstafana sem stofnunin hefur gripið til með það að markmiði að gera foreldrum kleift að fylgjast með námsframvindu barna sinna og kynna sér frammistöðu þeirra á umræddum prófum. Með vísan til alls framangreinds er það mat nefndarinnar að Menntamálastofnun sé heimilt að takmarka aðgang að prófunum á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður því að staðfesta ákvörðun Menntamálastofnunar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnunum.<br /> <br /> </p> <h2 style="text-align: left;">Úrskurðarorð:</h2> <p style="text-align: left;">Staðfest er ákvörðun Menntamálastofnunar um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að samræmdum könnunarprófum sem lögð voru fyrir 4. bekk í stærðfræði og íslensku í september 2018. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
823/2019. Úrskurður frá 27. september 2019 | Deilt var um synjun sveitarfélagsins Árborgar á beiðni um skýrslu sem unnin var af sálfræðistofunni Lífi og sál og varðaði athugun á innra starfsumhverfi í Barnaskólanum [...]. Í fyrstu var kæranda synjað um aðgang að skýrslunni í heild sinni en undir rekstri málsins fékk kærandi aðgang að skýrslunni, þar sem strikað hafði verið yfir upplýsingar um einkahagsmuni tiltekinna einstaklinga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að um aðgang kæranda að skýrslunni færi samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Var það mat nefndarinnar að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að skýrslunni vægju þyngra en hagsmunir þeirra sem upplýsingarnar vörðuðu af því að það sem strikað var yfir færi leynt, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. Var því lagt fyrir sveitarfélagið Árborg að veita kæranda aðgang að skýrslunni í heild sinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 27. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 823/2019 í máli ÚNU 18050004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 7. maí 2018, kærði A synjun sveitarfélagsins Árborgar á beiðni um afrit af skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans [...] sem unnin var af sálfræðistofunni Lífi og sál. Að auki var sú ákvörðun kærð að gera skýrsluna ekki aðgengilega á heimasíðu Árborgar.<br /> <br /> Þegar kæra þessi var lögð fram starfaði kærandi við Barnaskólann<span> [...]</span>. Í tölvupósti til fræðslustjóra sveitarfélagsins Árborgar, dags. 6. september 2017, fullyrti kærandi að í <span> [...]</span> væri kominn upp alvarlegur trúnaðarbrestur milli annars vegar skólastjóra og stjórnenda og hins vegar kennara og annars starfsfólks skólans. Lagði kærandi til að fenginn yrði vinnusálfræðingur til að gera úttekt á vinnustaðnum, m.a. á stjórnunarháttum skólastjóra og aðstoðarskólastjóra, þar sem alvarleg mál hefðu komið upp og starfsandinn á vinnustaðnum væri ekki góður.<br /> <br /> Fræðslustjóri Árborgar svaraði kæranda með tölvupósti, dags. 8. september 2017, þar sem hann tjáði honum að sálfræðingur myndi framkvæmda úttekt á vinnustaðnum síðar um haustið, m.a. með hliðsjón af gagnrýni kæranda og annarra í garð stjórnenda skólans. Eftir að úttektin hafði verið framkvæmd sendi kærandi fræðslustjóra Árborgar tölvupóst, dags. 9. nóvember 2017, og spurði m.a. hvenær skýrslan yrði kynnt starfsfólki skólans, hvort tækifæri gæfist til að spyrja sálfræðingana sem framkvæmdu úttektina nánar út í efni skýrslunnar og hvort skýrslan yrði gerð opinber. Í svari fræðslustjórans, dags. 10. nóvember 2017, kom fram að starfsmönnum gæfist tækifæri að spyrja úttektaraðila út í efni skýrslunnar og að hann reiknaði fastlega með því að hún yrði gerð opinber á heimasíðu Árborgar.<br /> <br /> Í tölvupósti til fræðslustjóra Árborgar, dags. 3. desember 2017, lýsti kærandi vonbrigðum með það að stjórnendum hefði verið kynnt úttektin á undan starfsfólki skólans. Kærandi kvartaði einnig yfir því að engar tillögur um lausnir eða úrbætur hefðu komið fram síðan úttektin var gerð opinber. Loks lýsti kærandi yfir áhuga á að lesa skýrsluna og spurði hvort hann gæti fengið afrit af henni þá og þegar. Í framhaldinu sammæltust kærandi og fræðslustjóri Árborgar um að hittast til að skoða tillögur úttektaraðila og ræða næstu skref. Í tölvupósti til kæranda, dags. 5. desember 2017, tjáði fræðslustjóri Árborgar honum að úttektaraðilar legðu áherslu á að skýrslan yrði aðeins vinnugagn fyrir stjórnendur til að nýta, m.a. við gerð umbótaáætlunar fyrir skólann. Öll helstu atriði skýrslunnar hefðu verið kynnt á kynningarfundi fyrir starfsfólk skólans.<br /> <br /> Með tölvupósti m.a. til fræðslustjóra Árborgar, dags. 8. apríl 2018, spurðist kærandi fyrir um hvort skýrslan væri orðin aðgengileg á netinu. Þar sem kærandi hefði verið þátttakandi í úttektinni vildi hann geta sótt hana og lesið þegar honum hentaði, m.a. til að bera saman við umbótaáætlunina sem gerð var í kjölfar hennar. Með tölvupósti, dags. 20. apríl 2018, tók fræðslustjóri Árborgar fram að höfundar skýrslunnar hefðu merkt hana sem trúnaðarskjal og því yrði hún ekki birt á netinu. Hins vegar var kæranda afhent umbótaáætlun skólans, sem láðst hafði að setja á heimasíðu Árborgar.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kærandi telji sig eiga rétt til aðgangs að skýrslunni, þar sem hann hafi verið einn þeirra sem bað um að úttekt á starfsháttum stjórnenda og líðan starfsfólks í Barnaskólanum <span> [...] </span>yrði gerð. Þar að auki hafi kærandi verið þátttakandi í rannsókninni og þannig aðili að skýrslunni. Kærandi vilji fá skýrsluna afhenta á tölvutæku formi og vilji geta lesið skýrsluna þegar sér henti og borið hana saman við umbótaáætlunina sem unnin hafi verið í kjölfarið. Einnig telur kærandi að sveitarfélaginu beri skylda til að birta skýrsluna á heimasíðu sinni, líkt og gert sé með aðrar skýrslur sem lytu að úttektum í menntastofnunum í Árborg.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. maí 2018, var sveitarfélaginu Árborg kynnt kæran og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir því að nefndinni yrði látið í té afrit af hinum umbeðnu gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins Árborgar, dags. 23. maí 2018, kemur fram að það hafi verið ósk úttektaraðila að umbeðin skýrsla yrði ekki birt opinberlega, þar sem í henni væri að finna viðkvæmar persónurekjanlegar upplýsingar. Í inngangi skýrslunnar kæmi auk þess fram að í henni væri að finna umsagnir viðmælenda um einstaka starfsmenn. Því væri sérstaklega hvatt til þess að farið yrði með efni skýrslunnar sem trúnaðarmál.<br /> <br /> Því næst kom fram að efni skýrslunnar hefði verið kynnt á starfsmannafundi í skólanum, þar sem kærandi hefði tekið virkan þátt. Á fundinum gat starfsfólk beint spurningum til úttektaraðila. Almenn ánægja hefði verið með úttektina meðal starfsfólks og þá umbótavinnu sem fór af stað í kjölfarið. Kærandi hafði svo fengið að lesa skýrsluna á fundi með fræðslustjóra Árborgar, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og varaformanni Kennarasambands Íslands. Nokkrum dögum síðar hefði kærandi aftur fengið að lesa skýrsluna í einrúmi í fundarherbergi á skrifstofu fræðslusviðs sveitarfélagsins Árborgar.<br /> <br /> Umsögninni fylgdi afrit af hinni umbeðnu skýrslu. Að auki fylgdu umsögninni kynningarglærur af starfsmannafundinum, sem einnig voru unnar af Lífi og sál.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 1. júní 2018, var kæranda kynnt umsögn sveitarfélagsins og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kæru sinnar í ljósi umsagnarinnar. Með tölvupósti, dags. 7. júní 2018, mótmælti kærandi því að almenn ánægja væri meðal starfsfólks með þá umbótaáætlun sem unnin var í kjölfar úttektarinnar. Kærandi tók einnig fram að þrátt fyrir að vera búinn að lesa skýrsluna ætti hann, sem þátttakandi í rannsókninni og aðili að skýrslunni, rétt á að fá afrit af henni sent í tölvupósti og að skýrslan yrði gerð aðgengileg á heimasíðu Árborgar.<br /> <br /> Með tölvupósti sveitarfélagsins, dags. 22. mars 2019, var kæranda afhent hin umbeðna skýrsla í málinu, með persónugreinanlegum atriðum afmáðum. Úrskurðarnefnd óskaði afstöðu kæranda með tölvupósti, dags. 25. mars 2019, til þess hvort hann teldi þá afhendingu fullnægjandi. Í svari kæranda, dags. 27. mars 2019, kom fram að hann teldi svo ekki vera. <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans <span> [...]</span>, sem unnin var af sálfræðistofunni Lífi og sál. Í fyrstu synjaði sveitarfélagið Árborg kæranda um aðgang að skýrslunni í heild sinni, m.a. af þeirri ástæðu að Líf og sál hefði óskað eftir að skýrslan yrði ekki birt opinberlega þar sem í henni væri að finna viðkvæmar persónurekjanlegar upplýsingar og umsagnir viðmælenda um einstaka starfsmenn. Skýrslan var loks afhent kæranda, þar sem tiltekin persónugreinanleg atriði höfðu verið afmáð. <br /> <br /> Kærandi telur að sem þátttakandi í rannsókninni og aðili að skýrslunni eigi hann rétt á að fá afrit af henni í heild sinni. Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að þar undir falli ekki aðeins þau tilvik þegar aðili óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki það einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins starfaði kærandi við <span> [...]</span> þegar skýrsla um innra starfsumhverfi í skólanum var gerð. Að auki var það kærandi sjálfur sem lagði til að fenginn yrði vinnusálfræðingur til að gera úttekt á vinnustaðnum. Jafnframt liggur fyrir að kærandi var einn viðmælenda við gerð skýrslunnar. Í ljósi þessara atriða, auk þess sem vinnustaðurinn er ekki fjölmennur, telur úrskurðarnefndin, eins og hér stendur á, að kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram almenning af því að fá aðgang að skýrslunni. Því fer um rétt kæranda til aðgangs að eftir ákvæðum 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>2.</h2> Synjun sveitarfélagsins Árborgar á beiðni kæranda er byggð á því að þau atriði sem strikað hefur verið yfir séu viðkvæmar persónurekjanlegar upplýsingar. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum segir að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Síðan segir orðrétt:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærandi óskaði aðgangs að. Í henni er aðallega fjallað um starfsanda í <span> [...]</span> og samskipti starfsfólks við stjórnendur skólans. Í skýrslunni koma ekki fram lýsingar á viðtölum við einstaka viðmælendur, heldur er fjallað um svör þeirra með almennum hætti. Þær upplýsingar sem strikað hefur verið yfir standa einkum í samhengi við gagnrýnin ummæli viðmælenda í garð ákveðinna starfsmanna. Þá hefur einnig verið strikað yfir atriði sem standa í samhengi við upplýsingar sem telja má að varði einka-hagsmuni þess einstaklings sem þar er nefndur. Þó hafa einnig verið afmáðar upplýsingar um jákvæð ummæli í garð tiltekinna starfsmanna.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þau atriði sem strikað hefur verið yfir í því eintaki skýrslunnar sem kæranda var afhent, varði ekki einkamálefni þeirra sem þar er fjallað um með þeim hætti að það réttlæti að aðgangur kæranda að upplýsingunum verði takmarkaður, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi telur nefndin einnig þýðingarmikið að kærandi hafi þegar fengið tækifæri til að lesa skýrsluna án útstrikana, oftar en einu sinni. Er það því mat nefndarinnar að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að skýrslunni vegi þyngra en hagsmunir þeirra sem upplýsingarnar varða af því að það sem strikað var yfir lúti leynd. Ákvörðun sveitarfélagsins Árborgar um að synja kæranda um aðgang að skýrslunni í heild sinni er því felld úr gildi og ber sveitarfélaginu að veita kæranda aðgang að henni án útstrikana.<br /> <h2>3.</h2> Kærandi kærði einnig til úrskurðarnefndarinnar ákvörðun sveitarfélagsins Árborgar að gera skýrsluna ekki opinbera á vefsíðu sveitarfélagsins. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera undir nefndina synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum, eða synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Það fellur því ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar að leggja fyrir sveitarfélagið Árborg að gera skýrsluna opinbera, og mun nefndin ekki taka afstöðu til þess hluta kærunnar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Sveitarfélagið Árborg skal veita kæranda, A, aðgang að skýrslu vegna athugunar á innra starfsumhverfi Barnaskólans <span> [...]</span>, í heild sinni.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Símon Sigvaldason<br /> |
822/2019. Úrskurður frá 10. september 2019 | Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem beiðni kæranda laut að gögnum í tilteknu sakamáli en upplýsingalög taka ekki til slíkra gagna, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 822/2019 í máli ÚNU 19080014. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 27. ágúst 2019, kærði A synjun embættis ríkissaksóknara á beiðni um aðgang að gögnum í tilteknu sakamáli. Kærandi óskaði eftir því þann 8. ágúst 2019 að héraðssaksóknari veitti honum aðgang að gögnum sakamáls er fjalli um lífssýni og gögnum sem vitni hafi vísað til í framburði sínum fyrir dómi sem tengjast rannsókn málsins. Héraðssaksóknari synjaði beiðninni þann 14. ágúst 2019 með vísan til fyrirmæla ríkissaksóknara nr. 9/2017. Var sú ákvörðun kærð samdægurs til ríkissaksóknara. Með tölvupósti, dags. 21. ágúst 2019, staðfesti ríkissaksóknari ákvörðun héraðssaksóknara. Í kæru kemur m.a. fram að kærandi óski eftir því að fá að heyra upptöku af framburði erlends vitnis fyrir dómi og aðgangi að þýðingu löggilts dómtúlks og skjalaþýðanda á framburði vitnisins. Þá óskar kærandi eftir upplýsingum um lífssýni sem tekið var í tengslum við rannsókn sakamálsins.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin enn fremur óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita embætti ríkissaksóknara kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Ekki er vafi á því að umbeðin gögn varða rannsókn tiltekins sakamáls en kæran beinist m.a. að upplýsingum sem varða rannsókn á lífssýni vegna sakamálsins. Eins og fram kemur í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga eru slík rannsóknargögn undanþegin aðgangi samkvæmt lögunum. Verður því að vísa frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru vegna synjunar á beiðni um aðgang að rannsóknargögnum. Hvað varðar kæru vegna synjunar beiðni um aðgang að hljóðupptöku með framburði vitnis í sakamáli og skjali með framburði vitnis, sem þýtt hafi verið á íslensku, liggur ekki fyrir að kærandi hafi óskað eftir slíkum gögnum og að beiðni þess efnis hafi verið synjað. Því liggur ekki fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 140/2012. Verður því að vísa kæru frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 27. ágúst 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
821/2019. Úrskurður frá 10. september 2019 | Kæru vegna afgreiðslu dómstólasýslunnar á beiðni um aðgang að gögnum var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem meðferð dómstólasýslunnar á gagnabeiðni er ekki kæranleg til nefndarinnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 821/2019 í máli ÚNU 19060009. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 27. júní 2019, kærði A, blaðamaður, töf dómstólasýslunnar á afgreiðslu beiðni hans um upplýsingar varðandi kostnað við setu- og varadómara svo og sérfróða meðdómendur, og hve mikið slíkir dómarar hefðu fengið greitt á tilteknu tímabili. Kom fram í kærunni að liðnir væru a.m.k. þrír mánuðir frá því beiðnin var lögð fram.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er kærð töf dómstólasýslunnar á beiðni kæranda um upplýsingar. Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, kemur fram að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum við greinina í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það leiði af orðalagi ákvæðisins að það sem ráði því hvort tiltekinn aðili falli undir ákvæðið sé formleg staða hans í stjórnkerfinu. Undir ákvæðið falli því einvörðungu þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljast til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins. Undir ákvæðið falli því ekki aðrir opinberir aðilar á borð við dómstóla og stofnanir Alþingis, s.s. umboðsmaður Alþingis. Með hliðsjón af þessu lítur úrskurðarnefndin svo á að þegar beiðni kæranda til dómstólasýslunnar var lögð fram hafi stofnunin ekki heyrt undir gildissvið upplýsingalaga. <br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019, sem breyttu upplýsingalögum og samþykkt voru á Alþingi 11. júní 2019, var nýrri málsgrein bætt við 2. gr. laganna þar sem kveðið er á um að lögin taki til dómstóla og dómstólasýslunnar. Hins vegar segir þar einnig að ákvæði V. kafla laganna, um úrskurðarnefnd um upplýsingamál, gildi ekki um viðkomandi stofnanir. Í athugasemdum við frumvarpið sem varð að lögunum kemur fram að ekki hafi þótt æskilegt að úrskurðaraðili á vegum framkvæmdarvalds, þ.e. úrskurðarnefnd um upplýsingamál, hefði endurskoðunarvald um ákvarðanir viðkomandi stofnana. Ákvarðanir dómstólasýslunnar um aðgang að gögnum, eða tafir stofnunarinnar á afgreiðslu slíkrar beiðni, verða því ekki bornar undir úrskurðarnefnd. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 27. júní 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
820/2019. Úrskurður frá 10. september 2019 | Kæru vegna synjunar skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að gögnum var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem ákvörðunin er ekki kæranleg til nefndarinnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 820/2019 í máli ÚNU 19060006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 21. júní 2019, kærði A synjun skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði eftir því með bréfi, dags. 29. maí 2019, að skrifstofa Alþingis veitti honum aðgang að ljósriti af aksturdagsbók alþingismanna frá og með árinu 2013 til og með árinu 2018. Skrifstofa Alþingis svaraði beiðninni með bréfi, dags. 12. júní 2019. Í svarinu kemur m.a. fram að af hálfu skrifstofu Alþingis hafi verið byggt á því að leysa eigi úr beiðnum um aðgang að gögnum úr skjalasafni þingsins samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012, eftir því sem frekast væri unnt, þótt lögin taki ekki til Alþingis. Upplýsingar úr akstursdagbók þingmanns geymi hins vegar upplýsingar um það hvernig þingmaður rækir samband sitt við kjósendur og hagsmunaaðila í kjördæmi hans og lúti þær því ekki að rekstri eða annarri stjórnsýslu skrifstofu Alþingis sem gera megi ráð fyrir að fallið geti undir upplýsingalög með sambærilegum hætti og gildi um stjórnsýslu á vegum framkvæmdarvalds, sbr. 2. gr. stjórnarskrárinnar. Því sé ekki unnt að verða við beiðninni. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að akstursdagsbók alþingismanna á tilteknu tímabili á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Með lögum nr. 72/2019 sem tóku gildi þann 11. júní 2019 var gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 víkkað á þann hátt að lögin taki einnig til stjórnsýslu Alþingis eins og nánar er afmarkað í lögum um þingsköp Alþingis og reglum forsætisnefndar sem settar eru á grundvelli þeirra. Ákvæði V.–VII. kafla upplýsingalaga taka þó ekki til Alþingis eða stofnana þess. Í þessu felst að synjun á aðgangi að gögnum sem varða stjórnsýslu Alþingis er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa kærum vegna synjunar Alþingis á aðgangi að gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þegar kærandi óskaði eftir gögnunum hafði lagabreytingin ekki tekið gildi og náðu upplýsingalög því ekki til stjórnsýslu Alþingis. Því verður kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 21. júní 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
819/2019. Úrskurður frá 10. september 2019 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að umsóknargögnum tilteknar vörumerkjarumsóknar. Ekki var fallist á það að gögnin væru undanskilin upplýsingarétti þar sem óheimilt hafi verið að veita aðgang að þeim á grundvelli ákvæðis í vörumerkjalögum sem var við gildi þegar umsóknin var lögð fram. Þá féllst nefndin ekki á að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að gögnunum vegna 9. gr. upplýsingalaga en í þeim væri ekki að finna upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu. Var því Hugverkastofunni gert að veita kæranda aðgang að umsóknargögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 819/2019 í máli ÚNU 19040004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. apríl 2019, kærði Árnason Faktor ehf. afgreiðslu Einkaleyfastofunnar (nú Hugverkastofunnar) á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem varða vörumerkjaumsókn nr. 635/1991, vegna skráningar orð- og myndmerkisins WORLD CLASS. Í kæru kemur fram að beiðninni hafi verið synjað að hluta með ákvörðun, dags. 7. mars 2019, á grundvelli 64. gr. laga um vörumerki, nr. 45/1997, áður en ákvæðinu var breytt með lögum nr. 44/2012. Í erindi Hugverkastofunnar til kæranda var áréttað að umbeðin gögn væru frá árinu 1991 og að vörumerkjaumsóknir og umsóknargögn hefðu ekki verið gerð aðgengileg almenningi fyrr en með breytingum á 64. gr. laga um vörumerki árið 2012. Þau gögn tengd umsókninni sem borist höfðu Hugverkastofunni eftir birtingardag viðkomandi vörumerkjaskráningar, 26. september 1991, voru hins vegar afhent kæranda. <br /> <br /> Kærandi vísar til þess að umbeðin gögn heyri undir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga óháð ákvæðum vörumerkjalaga. Kærandi ber því við að þrátt fyrir að gögnin hafi á einhverjum tímapunkti verið undanþegin aðgengi almennings breyti það því ekki að samkvæmt gildandi rétti sé skylt að veita aðgang að þeim, enda falli þau undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá lýsir kærandi þeirri afstöðu að 64. gr. vörumerkjalaga hafi ekki falið í sér sérstakt þagnarskylduákvæði og að fullyrðing í svari Hugverkastofunnar um að almenningur hafi ekki haft aðgang að gögnum sem vörðuðu umsókn vörumerkisins fyrir gildistöku breytingalaga nr. 44/2012 sé röng. Gögnin hafi fallið undir gildissvið þágildandi upplýsingalaga, nr. 50/1996, sem hafi mælt fyrir um að almenningur ætti rétt á aðgangi að slíkum gögnum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 3. apríl 2019, var kæran kynnt Hugverkastofunni og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt óskaði úrskurðarnefndin eftir að henni yrði afhent afrit af hinum umbeðnu gögnum. Í umsögn stofnunarinnar, dags. 16. apríl 2019, er fjallað um lög og reglugerðir sem gilda á starfssviði Hugverkastofunnar og því lýst hvernig ákvæði vörumerkjalaga gangi framar upplýsingalögum, enda séu vörumerkjalög sérlög. Þá vísar Hugverkastofan til þess að kærandi sé ekki aðili að vörumerkjamáli því sem um ræðir. Um aðila máls gildi rýmri reglur um afhendingu gagna. <br /> <br /> Í umsögn Hugverkastofunnar er fjallað um 64. gr. vörumerkjalaga og vísað til þess að leynd hafi ríkt um umsóknir sem voru til meðferðar hjá stofnuninni fram til ársins 2012. Fyrir breytingar á vörumerkjalögum, með lögum nr. 44/2012, hafi öllum verið heimilt að kynna sér efni vörumerkjaskrár en upplýsingarétturinn hafi eingöngu náð til þess sem væri skráð í hina eiginlegu skrá. Í greinargerð með ákvæðinu hafi skýrt verið tekið fram að réttur til vitneskju næði til þess sem í skrána væri skráð. Hafi þetta verið skýrt nánar með þeim hætti að réttur til að fá upplýsingar um skráð réttindi væri ýmist gegn gjaldi (afrit úr skránni) eða með fyrirspurn í síma. Á þessum tíma hafi öll samskipti stofnunarinnar, umsóknir og síðari erindi verið lögð inn á pappírsformi og aðeins svonefndar bókfræðilegar upplýsingar (umsóknar-, skráningar- og forgangsréttarnúmer, dagsetningar, heiti umsækjenda, merki flokkar o.s.frv.) hafi verið færðar í vörumerkjaskrá. Vörumerkjaskráin samanstandi enn aðeins af þessum upplýsingum. <br /> <br /> Fyrir breytingu á 64. gr. vörumerkjalaga hafi almennt ekki verið veittar upplýsingar um það hvaða merki hefðu verið sótt eða hver staða þeirra væri. Það hafi átt við um upplýsingar um hvort sótt hefði verið um skráningu tiltekins merkis og á hvaða formi, hvort greitt hefði verið fyrir viðkomandi umsókn eða ekki, hvort umsókn væri í rannsókn, hvort henni hefði verið hafnað eða hún væri í svokölluðu rökstuðningsferli eða hvort umsókn hefði verið samþykkt til skráningar. Með lagabreytingunum árið 2012 hafi orðalag ákvæðisins verið rýmkað þannig að það næði einnig til umsókna um vörumerkjaskráningu, þ.e. til umsókna og annarra móttekinna gagna, þó að teknu tilliti til takmarkana skv. 2. mgr. 64. gr. vörumerkjalaga. Við þinglega meðferð frumvarpsins hafi þetta ekki verið talið nægjanlega skýrt og orðalagi ákvæðisins því breytt lítillega áður en það var samþykkt. <br /> <br /> Fram kemur að Hugverkastofan telji ekki unnt að líta svo á, með hliðsjón af 64. gr. vörumerkjalaga, að skylda til afhendingar umsóknargagna til þeirra sem ekki eru aðilar máls taki til þeirra umsókna sem lagðar voru inn fyrir gildistöku breytingalaga nr. 44/2012. Við þá túlkun sé m.a. tekið mið af réttmætum væntingum umsækjenda fyrir breytingarnar sem ætlað gátu með hliðsjón af orðalagi ákvæðisins að umsóknargögn þeirra yrðu ekki afhent almenningi. Þá vísar Hugverkastofan til þess að vörumerki séu eignarréttindi og að takmörkun aðgangs almennings að vörumerkjaumsóknum eigi sér stoð í 9. gr. upplýsingalaga. Hugverkastofan afhenti úrskurðarnefndinni í trúnaði afrit af umsóknargögnum þeim sem kæran lýtur. <br /> <br /> Umsögn Hugverkastofunnar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. apríl 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir frá kæranda bárust úrskurðarnefndinni þann 6. maí 2019. Þar kemur fram að kærandi fallist ekki á röksemdir Hugverkastofunnar og fari fram á að ákvörðunin verði felld úr gildi og honum veittur aðgangur að þeim gögnum sem kæran beinist að.<br /> <br /> Kærandi vísar til þess að upplýsingalög eigi, skv. 1. mgr. 2. gr. laganna, að ná til allra stjórnvalda, þ.m.t. Hugverkastofunnar, og að meginreglan sé sú að stjórnvaldi sé skylt að veita aðgang að umbeðnum gögnum nema í undantekningartilfellum sem talin eru upp í 6.-10. gr. laganna. Þá leiði af 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs samkvæmt upplýsingalögum þó að sérstök ákvæði um þagnarskyldu geti gert það. Samkvæmt almennt viðurkenndum lögskýringarsjónarmiðum beri stjórnvöldum að túlka undanþáguákvæði frá upplýsingarétti almennings þröngt. Það hafi hvergi komið fram í 64. gr. vörumerkjalaga nr. 45/1997 að ákveðnar vörumerkjaumsóknir væru undanþegnar aðgangi almennings. Því sé ekki hægt að telja að sérreglan í 64. gr. sé sérstakt þagnarskylduákvæði sem geri vörumerkjaumsóknir sem lagðar voru inn fyrir 1. júní 2012 undanþegnar aðgangi almennings. <br /> <br /> Loks kemur fram að kærandi telji ljóst að umbeðin gögn geti ekki talist varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, sbr. 9 gr. upplýsingalaga. Gögnin varði hvorki viðkvæmar persónuupplýsingar né mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja, enda komi þar aðeins fram upplýsingar um nafn eiganda vörumerkisins og heimilisfang hans, merkið sjálft, umboðsmann eiganda og þá vöru og þjónustu sem viðkomandi merki er ætlað að auðkenna.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um það hvort umsókn um skráningu vörumerkis og fylgigögn með henni sem bárust fyrir breytingu á lögum um vörumerki nr. 45/1997 árið 2012 séu undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum en synjun Hugverkastofunnar á beiðni um aðgang á gögnunum er aðallega byggð á því að samkvæmt 64. gr. þágildandi vörumerkjalaga hafi umsóknir og umsóknargögn ekki verið aðgengileg almenningi. Þá byggir Hugverkastofan einnig á því að gögnin séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Óumdeilt er að Hugverkastofan er stjórnvald og fellur því undir gildissvið upplýsingalaga. Eins og réttur almennings til aðgangs að gögnum er afmarkaður í upplýsingalögum er fyrst og fremst gerður áskilnaður um að þau séu fyrirliggjandi hjá aðila sem fellur undir gildissvið laganna, þ.e. að þau séu í vörslum hans þegar beiðni um upplýsingar berst. Að meginstefnu skiptir ekki máli hvenær umbeðin gögn urðu til eða hvenær þau bárust viðkomandi aðila sem skylt er að veita upplýsingar samkvæmt lögunum, sbr. 2. mgr. 35. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Fyrir gildistöku laga nr. 44/2012 um breytingu á lögum um vörumerki nr. 45/1997, hljóðaði 64. gr. laganna svo: <br /> <br /> „Öllum er heimilt að kynna sér efni vörumerkjaskrárinnar, annað hvort með því að skoða hana eða með því að fá endurrit úr henni. Þá eiga allir rétt á að fá vitneskju um hvort merki er skráð.“ <br /> <br /> Í athugasemdum við frumvarp það sem varð að lögum um vörumerki kemur fram að 64. gr. endurspegli að vörumerkjaskráin sé „opin“ og að almenningur eigi rétt á að fá vitneskju um það sem skráð er þar, með þeim fyrirvara að greitt sé fyrir endurrit úr skránni. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að hún fellst ekki á það með Hugverkastofunni að framangreint ákvæði hafi falið í sér sérstaka þagnarskyldureglu sem gengið hafi framar ákvæðum upplýsingalaga. Enda er í ákvæðinu aðeins mælt fyrir um heimild almennings til þess að kynna sér efni vörumerkjaskrárinnar, en ekki vikið að neinum upplýsingum sem leynt skulu fara. Þá verður almennt ekki gagnályktað frá ákvæðum er heimila aðgang að tilteknum upplýsingum. Nefndin telur því að um aðgang að þeim upplýsingum sem ekki féllu undir ákvæðið hefði farið samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Hvað sem þessu líður er ljóst að með fyrrnefndum breytingum á vörumerkjalögum var aðgangur almennings að upplýsingum um vörumerkjaumsóknir rýmkaður enn frekar og segir nú í 64. gr. orðrétt: <br /> <br /> „Öllum er heimilt að kynna sér efni vörumerkjaumsókna og skráninga. Vörumerkjaumsóknir eru aðgengilegar frá fyrsta virka degi eftir móttöku. Hugverkastofunni er óheimilt að veita almenningi aðgang að fylgiskjölum eða gögnum í heild eða að hluta sem geyma viðskiptaleyndarmál og varða almennt ekki skráningu merkis eða einkarétt á merki.“ <br /> <br /> Af framangreindu leiðir að eftir gildistöku laga nr. 44/2012 þann 15. júní 2012 leikur enginn vafi á því að efni vörumerkjaumsókna og skráninga er háð upplýsingarétti almennings með þeim takmörkunum sem gerðar eru í 2. mgr. 64. gr. laga nr. 45/1997. Ekkert í lögskýringargögnum að baki lögum nr. 44/2012 færir stoð undir þá ályktun Hugverkastofunnar að það hafði verið ætlun löggjafans að eldri umsóknir skuli undanþegnar þeirri reglu að vörumerkjaumsóknir séu aðgengilegar almenningi. <br /> <br /> Í umsögn sinni vísar Hugverkastofan til væntinga umsækjenda sem fyrir breytingar á vörumerkjalögum árið 2012 gátu, með hliðsjón af orðalagi 64. gr., ætlað að umsóknargögn þeirra yrðu ekki afhent almenningi. Eins og vikið er að hér að framan er úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki sammála því að þeir sem lögðu inn umsóknir fyrir lagabreytinguna hafi mátt vænta þess að upplýsingalög giltu ekki um aðgang að umsóknargögnum. Þá er einnig til þess að líta að viðskiptaleyndarmál eða aðrar upplýsingar sem varða ekki skráningu merkis eða einkarétt á merki eru skv. núgildandi 64. gr. vörumerkjalaga undanþegin upplýsingarétti. Þá má ætla að í þeim tilfellum sem upplýsingar í umsóknargögnum eru viðkvæmar, þ.e. varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja, væru þær einnig undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds geta umsækjendur um vörumerki nú sem áður treyst því að fjárhagslegar, persónulegar eða aðrar upplýsingar sem koma fram í umsóknargögnum og eðlilegt og sanngjarnt er að leynt fari verði ekki gerðar aðgengilegar almenningi.<br /> <br /> Að mati Hugverkastofunnar á takmörkun á aðgengi almennings að umsóknargögnum sér stoð í 9. gr. upplýsingalaga. Skráning vörumerkis feli í sér skráningu á eignarréttindum sem teljist til fjárhags- og viðskiptamálefna einstaklinga og lögaðila. Í 9. gr. upplýsingalaga segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ <br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá verði að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingarnar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings, meðal annars með hliðsjón af því hvort þær séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni þeirra gagna sem falla undir upplýsingabeiðni kæranda. Í fyrsta lagi er um að ræða umsóknareyðublað, 3 blaðsíður að lengd, þar sem fram koma upplýsingar um umsækjanda og aðsetur hans, hvaða merki óskast skráð, hver umboðsmaður umsækjanda sé og aðsetur hans, númer þeirra vöruflokka sem sótt er um og um kostnað við umsóknina. Umsóknin er undirrituð af starfsmanni umboðsmanns umsækjanda og innfært er á eyðublað af hálfu Vörumerkjaskrárritara hvenær umsóknin barst og hvaða númeri henni var úthlutað. Í öðru lagi er um að ræða erindi umboðsmanns umsækjanda, dags. 9. ágúst 1991, með myndum af merkinu og meðfylgjandi eru nokkur eintök af merkinu á sérblaði. Í þriðja lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að umboði Sigurjónsson & Thor hf., undirritað af umsækjanda sem og starfsmanni umboðsmanns. <br /> <br /> Í gögnum sem úrskurðarnefndin hefur fengið afhent og varða vörumerkjaumsókn nr. 635/1991 er ekki að finna upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Þá er ekki hægt að fallast á að um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis sé að ræða. Upplýsingarnar sem fram koma eru almenns eðlis og hefur löggjafinn litið svo á að sambærilegar upplýsingar skuli vera aðgengilegar almenningi samkvæmt núgildandi vörumerkjalögum. Auk þess hefur Hugverkastofan afhent kæranda gögn vegna umsókna um endurnýjun sama vörumerkis frá árunum 2001 og 2012 þar sem fram koma sambærilegar upplýsingar um greiðslur, umboðsmann og afrit af umboði. <br /> <br /> Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði til þess að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Hugverkastofuna að veita kæranda aðgang að þeim.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Hugverkastofunni ber að veita kæranda, Árnason Faktor ehf., aðgang að þeim gögnum sem varða vörumerkjaumsókn nr. 635/1991.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
818/2019. Úrskurður frá 10. september 2019 | Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að fylgiskjali yfirlýsingar sem Grímsnes- og Grafningshreppur og Byggingarfélagið Geysir undirrituðu 27. september 2005. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki að fylgiskjalið, sem hafði að geyma yfirlit yfir greiðslur lóðareigenda fyrir vatnsinntak við sumarhúsalóðir í Grímsnes- og Grafningshreppi, innihéldi viðkvæmar fjárhagsupplýsingar um einstaklinga sem óheimilt væri að veita aðgang að vegna 9. gr. upplýsingalaga. Þá var kæru vegna afgreiðslu Grímsnes- og Grafningshrepps á beiðni um aðgang að undirrituðum samningi vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem umbeðið gagn væri ekki fyrirliggjandi. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 818/2019 í máli ÚNU 19020015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. febrúar 2019, kærði A, f.h. Matfasteigna ehf., synjun Grímsnes- og Grafningshrepps á beiðni hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins átti kærandi í nokkrum bréfaskiptum við sveitarfélagið á árinu 2018 vegna greiðslu fyrir vatnsinntak á lóð kæranda. Kærandi taldi sig ekki þurfa að greiða fyrir vatnsinntak og hélt því fram að það kæmi fram á lista sem fylgdi yfirlýsingu Grímsnes- og Grafningshrepps og Byggingarfélagsins Geysis, varðandi greiðslur fyrir vatnsveitu í sumarhúsabyggðinni Kerhrauni, dags. 27. september 2005. Óskaði kærandi eftir aðgangi að þeim lista. Þá óskaði hann jafnframt eftir aðgangi að undirrituðum samningi á milli Íslandsbanka, B, Grímsnes- og Grafningshrepps og byggingarfélagsins Geysis vegna úrbóta og yfirtöku sveitarfélagsins á stofn- og dreifilögnum fyrir kalt vatn í sumarhúsabyggð í Kerhrauni við Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 21. september 2005. Í svarbréfum sveitarfélagsins til kæranda, dags. 6. og 18. júní 2018, kemur fram að sveitarfélagið telji óheimilt að veita honum aðgang að umbeðnum upplýsingum en ekki er vísað sérstaklega til upplýsingalaga né eru honum veittar upplýsingar um kærurétt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> Kæran lýtur annars vegar að synjun Grímsnes- og Grafningshrepps á beiðni um aðgang að fylgiskjali með yfirlýsingu Grímsnes- og Grafningshrepps og Byggingarfélagsins Geysis, varðandi greiðslur fyrir vatnsveitu í sumarhúsabyggðinni Kerhrauni, dags. 27. september 2005. Kærandi telur að fylgiskjalið geymi upplýsingar um greiðslur vegna lóðar kæranda. Hins vegar lýtur kæran að endanlegri og undirritaðri útgáfu samnings á milli Íslandsbanka, B, Grímsnes- og Grafningshrepps og byggingarfélagsins Geysis vegna úrbóta og yfirtöku sveitarfélagsins á stofn- og dreifilögnum fyrir kalt vatn í sumarhúsabyggð í Kerhrauni við Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 21. september 2005 en kærandi kveður þá útgáfu samningsins sem hann hefur nú undir höndum vera uppkast en ekki endanlega útgáfu samningsins. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. febrúar 2019, var kæran kynnt Grímsnes- og Grafningshreppi og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 7. mars 2019, kemur fram að kæranda hafi þegar fengið afhentar upplýsingar um hvaða lóðir nutu greiðslu af hálfu Byggingarfélagsins Geysis árið 2005. Hins vegar væri ekki nauðsynlegt að veita kæranda aðgang að umbeðnu fylgiskjali enda væru þar engar upplýsingar um kæranda heldur upplýsingar um fjárhagsmálefni 53 annarra aðila. Þá kemur fram að upplýsingarnar í skjalinu snúi eingöngu að sumarhúsalóðum á svæðum A og C í Kerhrauni en að lóð kæranda sé á svæði B. Af þeirri ástæðu njóti kærandi sama réttar og almenningur skv. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til aðgangs að gögnunum en ekki ríkari réttar skv. 14. gr. upplýsingalaga eða 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. <br /> <br /> Í umsögninni er jafnframt vísað til undantekningarreglu 9. gr. upplýsingalaga og gögnin sögð varða fjárhags- og persónuupplýsingar 53 aðila, bæði einstaklinga og lögaðila. Sveitarfélagið telji sérstaka þörf á að vernda friðhelgi þeirra einstaklinga sem nefndir séu í skjalinu en í því sé að finna upplýsingar um hverjir séu eigendur eignanna, hverjir þeirra hafi greitt tengigjald og hverjir ekki. Þá segir að upplýsingar um mögulega greiðsluerfiðleika lóðareigenda hljóti að njóta verndar 9. gr. upplýsingalaga. Því til stuðnings er bent á að vinnsla upplýsinga sem varða fjárhagsmálefni sé bundin leyfi persónuverndar skv. 1. mgr. 15. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Að auki er vísað til þagnarskylduákvæða í öðrum lögum sem eiga að tryggja leynd yfir fjárhagsupplýsingum, t.d. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sem kveði á um þagnarskyldu starfsmanna þeirra um allt er varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, og ákvæði laga um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006, sem kveði á um þagnarskyldu starfsmanna úthlutunarsjóðs, stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs og tryggingasjóðs. Sveitarfélagið telji því ljóst að löggjafinn hafi í mörgum tilvikum metið svo að eðlilegt sé að fjárhagsmálefni borgara fari leynt. <br /> <br /> Varðandi síðari hluta kærunnar, þ.e. endanlega og undirritaða útgáfu samnings á milli aðilanna fjögurra, kveður sveitarfélagið kæranda þegar hafa öll gögn sem sveitarfélagið hafi yfir að ráða, og að ekki hafi verið gerður annar samningur á milli aðilanna.<br /> <br /> Fylgiskjal það sem fyrri hluti kærunnar snýr að fylgdi ekki umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps. Með bréfi til lögmanns sveitarfélagsins, dags. 7. mars 2019, óskaði úrskurðarnefndin þess að fá afrit af skjalinu. Sveitarfélagið afhenti nefndinni þá skjalið í trúnaði og ítrekaði að lóðirnar á listanum væru á A og C svæðum Kerhrauns en að lóð kæranda væri á svæði B.<br /> <br /> Umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 16. mars 2019, kemur fram að hann hafni öllum rökum sveitarfélagsins. Kærandi vísar til þess að sveitarfélagið hafi með tölvupósti, dags. 18. júní 2018, gefið upp lista með lóðum (lóðanúmerum) og að hægt sé að komast að því hjá sýslumanni hverjir eigendur viðkomandi lóða voru árið 2005. Því hafi sveitarfélagið þegar veitt aðgang að nöfnunum. Varðandi 9. gr. upplýsingalaga bendir kærandi á að hægt sé að strika yfir upplýsingar um greiðsluhæfi aðila eða greiðslur og að ekki sé þörf á að upplýsa um það. Kærandi ítrekar loks að hann vilji fá aðgang að undirritaðri lokaútgáfu umbeðins samnings.<br /> <br /> Með bréfi til lögmanns Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 16. júlí 2019, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að sveitarfélagið upplýsti nefndina um það hvort undirritað samkomulag á milli Íslandsbanka, B, Grímsnes- og Grafningshrepps og byggingarfélagsins Geysis vegna úrbóta og yfirtöku sveitarfélagsins á stofn- og dreifilögnum fyrir kalt vatn í sumarhúsabyggð í Kerhrauni við Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 21. september 2005, væri fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu eða hvort samkomulagið hafi aldrei verið undirritað. Í svari lögmanns sveitarfélagsins, dags. 23. júlí 2019, kemur fram að undirritað samkomulag sé ekki fyrirliggjandi og það bendi til þess að samkomulagið hafi aldrei verið undirritað, án þess að sveitarfélagið geti slegið því föstu þar sem starfsmannabreytingar hafi orðið frá gerð þess.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fylgiskjali yfirlýsingar sem Grímsnes- og Grafningshreppur og Byggingarfélagið Geysir undirrituðu 27. september 2005, sem lýtur að greiðslum lóðareigenda fyrir vatnsinntak við sumarhúsalóðir í Kerhrauni. Einnig er deilt um rétt kæranda til aðgangs að undirritaðri útgáfu samnings, dags. 21. september 2005, á milli Íslandsbanka, B, Grímsnes- og Grafningshrepps og byggingarfélagsins Geysis vegna úrbóta og yfirtöku sveitarfélagsins á stofn- og dreifilögnum fyrir kalt vatn í sumarhúsabyggð í Kerhrauni.<br /> <br /> Kærandi hefur lýst því að hann telji fylgiskjalið með yfirlýsingunni, dags. 27. september 2005, innihalda upplýsingar um lóð hans og greiðslu sem hann hafi innt af hendi fyrir vatnsinntak að henni. Í umsögn Grímsnes- og Grafningshrepps kemur fram að í skjalinu komi aðeins fram upplýsingar um lóðir sem séu á svæðum A og C í Kerhrauni en að lóð kæranda sé á svæði B. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur fylgiskjalið undir höndum en þar er að finna lista yfir lóðir í Kerhrauni með lóðanúmer frá 1 til 112. Þar koma fram nöfn eigenda, bæði fyrirtækja og einstaklinga, og lögheimili þeirra þar sem það á við, auk upplýsinga um hvort greitt hafi verið fyrir vatnsinntak á viðkomandi lóð og upphæðir greiðslna. Þær lóðir sem ekki hafði verið greitt fyrir vatnsinntak að eru auðkenndar með yfirstrikun í gulum lit og handskrifaðri athugasemd: „ógr.“ en á skjalinu eru einnig aðrar handskrifaðar athugasemdir. Ljóst er að í skjalinu eru ekki upplýsingar sem fjalla um kæranda eða lóð hans, B 122, heldur eingöngu lóðir á svæðum A og C eða lóðanúmer frá 1 til 112. Um aðgang kæranda að fylgiskjalinu fer því eftir ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um rétt almennings til aðgangs að gögnum en ekki 14. gr. um upplýsingarétt aðila til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. <br /> <h2>2.</h2> Réttur almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga sætir þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. upplýsingalaga. Í 9. gr. segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem á í hlut. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að ákvæðið feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. <br /> <br /> Í athugasemdunum segir jafnframt að matið verði að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Erfitt sé að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi sé rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga séu þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Fram kemur að undir 9. gr. geti fallið upplýsingar um það hvort tiltekið mál er snerti ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu. Þá er tekið fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig sé t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.<br /> <br /> Í umsögn sinni til úrskurðarnefndarinnar vísar Grímsnes- og Grafningshreppur m.a. til lagaákvæða er kveða á um sérstaka þagnarskyldu vegna tiltekinna upplýsinga, sbr. ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefndin fram að umrædd lagaákvæði séu sérlög er feli í sér undantekningar frá þeim upplýsingarétti sem upplýsingalög mæla fyrir um. Ekki verður lögjafnað frá ákvæðunum og þau látin taka til annarra aðila eða aðstæðna en þar er mælt fyrir um. Fyrir liggur að umrædd þagnarskylduákvæði taka ekki til þeirrar starfsemi Grímsnes- og Grafningshrepps sem hér er til umfjöllunar og koma ákvæðin því ekki til frekari skoðunar í málinu.<br /> <br /> Fyrri hluti kærunnar lýtur að fylgiskjali, eða lista, sem varðar greiðslur til sveitarfélagsins fyrir vatnsinntak við sumarhúsalóðir í Kerhrauni. Listinn geymir upplýsingar um eigendur lóða, heimilisföng og hvort og þá hvað mikið greitt hafi verið fyrir vatnsinntak. Að mati úrskurðarnefndar er ekki um að ræða svo viðkvæmar upplýsingar að þær eigi ekkert erindi við almenning og séu þar með undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Er þá litið til þess að upplýsingar um þinglýsta eigendur fasteigna eru jafnan aðgengilegar almenningi og að upplýsingar um hvort einstaklingar hafi greitt fyrir vatnsinntak gefa ekki vísbendingar um fjárhagsstöðu eða önnur viðkvæm fjárhagsmálefni viðkomandi. Enn fremur upplýsti sveitarfélagið kæranda í tölvupósti, dags. 18. júlí 2018, um númer þeirra lóða þar sem greitt hafði verið fyrir vatnsinntak en sömu upplýsingar koma að hluta til fram í fyrrnefndu samkomulagi dags. 27. september 2005. Upplýsingar um greiðslurnar sem fram koma í fylgiskjalinu hafa því verið gerðar aðgengilegar og út frá þeim upplýsingum er auðveldlega hægt að álykta um fyrir hvaða lóðir hafði ekki verið greitt.<br /> <br /> Kærandi óskaði einnig aðgangs að endanlegum og undirrituðum samningi á milli Íslandsbanka, B, Grímsnes- og Grafningshrepps og Geysis, dags. 21. september 2005, en af hálfu sveitarfélagsins hefur komið fram að engin önnur útgáfa samningsins liggi fyrir hjá sveitarfélaginu en sú sem kærandi hefur þegar undir höndum. Undirrituð útgáfa samningsins liggi því ekki fyrir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær fullyrðingar sveitarfélagsins. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki fyrir hendi og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða. Verður því að vísa þeim hluta kærunnar frá úrskurðarnefndinni. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Grímsnes- og Grafningshreppi ber að veita kæranda, A, aðgang að fylgiskjali yfirlýsingar sem Grímsnes- og Grafningshreppur og Byggingarfélagið Geysir undirrituðu 27. september 2005, sem lýtur að greiðslum lóðareigenda fyrir vatnsinntak við sumarhúsalóðir í Kerhrauni við Seyðishóla í Grímsnes- og Grafningshreppi. <br /> <br /> Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
817/2019. Úrskurður frá 10. september 2019 | Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þeim grundvelli að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga og lægi ekki fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg væri til nefndarinnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 817/2019 í máli ÚNU 19010019. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 16. janúar 2019, kærði A afgreiðslu lögreglustjórans í Vestmannaeyjum á beiðni hans um upplýsingar. Með erindi, dags. 15. desember 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvaða atriði lög skilgreindu sem umferðarlagabrot. Í svari lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, dags. 14. janúar 2019, kom fram að ekki væri talið að erindi kæranda heyrði undir upplýsingalög en var honum bent á að öll umferðarlagabrot væru tilgreind í umferðarlögum, nr. 50/1987. Finna mætti þau lög inni á vefsvæði Alþingis, www.althingi.is. Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kærandi telji erindi sitt til lögreglunnar í Vestmannaeyjum vera upplýsingaskylt.<br /> <br /> Í umsögn lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, dags. 9. ágúst 2019, kemur fram að það sé mat hans að fyrirspurn kæranda varði hvorki tiltekið mál né tiltekin fyrirliggjandi gögn, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Lögreglustjóri telji ótækt að leggja í þá vinnu að útbúa gögn um það hvaða atriði umferðarlög skilgreini sem umferðarlagabrot, enda liggi skýrt fyrir í lögunum hvaða háttsemi teljist brot á þeim.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur um málsatvik, málsástæður og lagarök í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Beiðni kæranda lýtur ekki að tilteknum gögnum í fórum lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, heldur að leiðbeiningum um það hvaða athafnir lög skilgreina sem umferðarlagabrot. Þær upplýsingar liggja ekki fyrir í sérstakri samantekt hjá lögreglustjóranum. Upplýsingalög leggja ekki þá skyldu á stjórnvald að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað. Kæranda var leiðbeint um að umbeðnar upplýsingar væru honum þegar aðgengilegar, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga, í lagasafni sem aðgengilegt er á netinu.<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Samkvæmt því verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 16. janúar 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
816/2019. Úrskurður frá 10. september 2019 | Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þeim grundvelli að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga og því lægi ekki fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem kæranleg væri til nefndarinnar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 816/2019 í máli ÚNU 18110004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. nóvember 2018, kærði A, f.h. Óháða safnaðarins, synjun Þjóðskrár Íslands á beiðni um aðgang að gögnum. Málavextir eru þeir að þann 4. október 2018 sótti kærandi um sérvinnslu hjá Þjóðskrá Íslands þar sem óskað var eftir því að stofnunin tæki saman lista yfir þá safnaðarfélaga Óháða safnaðarins sem hafa látist frá því síðasti listi var afhentur söfnuðinum á árinu 2017. Þjóðskrá Íslands synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 31. október 2018. Í bréfinu segir m.a. að stofnunin hafi ekki heimild samkvæmt lögum til að afhenda persónugreinanlegar upplýsingar um trú- og lífsskoðanir og því verði að synja um afhendingu listans. <br /> <br /> Í kæru kemur m.a. fram að listi yfir látna safnarmeðlimi hafi verið afhentur til fjölda ára til safnaðarins með þessum hætti. Engar sérstakar skráningar séu til um safnaðarmeðlimi nema hjá Þjóðskrá Íslands. Það séu ríkir hagsmunir fyrir trú- og lífsskoðunarfélög að forstöðumenn þeirra hafi aðgang að slíkri vinnslu fyrir sína félagsmenn en starf safnaðarins byggi á samskiptum við skráða félaga. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Þjóðskrá Íslands með bréfi, dags. 11. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár Íslands, dags. 21. nóvember 2018, segir m.a. að Þjóðskrá Íslands hafi unnið að endurskoðun allra verkferla er feli í sér vinnslu persónuupplýsinga. Þessi endurskoðun sé hluti af innleiðingarferli stofnunarinnar á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Sem opinber stofnun eigi Þjóðskrá Íslands almennt einungis að vinna með persónuupplýsingar á grundvelli lagaskyldu. Einn þeirra verkferla sem tekinn hafi verið til skoðunar sé afhending persónugreinanlegra upplýsinga er varða skráningu trúfélags í þjóðskrá. Vísað er til þess að félagatöl trú- og lífsskoðunarfélaga séu í höndum viðkomandi félaga sbr. 9. gr. laga um skráð trú- og lífsskoðunarfélög nr. 108/1999. Þjóðskrá Íslands telji enga heimild vera fyrir því í lögum að vinna slíkar viðkvæmar persónuupplýsingar úr þjóðskrá og afhenda trú- og lífsskoðunarfélögum. Sú staðreynd að Þjóðskrá Íslands hafi afhent slíkar upplýsingar gegnum tíðina geti ekki verið forsenda þess að stofnuninni sé skylt að halda slíkri vinnslu áfram ef vinnslan samrýmist ekki gildandi lögum. <br /> <br /> Hvað varði rétt Óháða safnaðarins til aðgangs að umbeðnum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 vísar Þjóðskrá Íslands til þess að um sé að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá séu upplýsingar ekki fyrirliggjandi í skrám stofnunarinnar heldur þurfi að framkvæma vinnslu úr kerfi þjóðskrár þar sem upplýsingarnar séu kallaðar fram og unnar.<br /> <br /> Umsögn Þjóðskrár Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. nóvember 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 5. desember 2018, segir m.a. að Þjóðskrá Íslands veiti sérstaka þjónustu sem felist í því að vinna ákveðnar upplýsingar gegn gjaldi og hafi stofnunin unnið slíkar upplýsingar í áraraðir fyrir Óháða söfnuðinn. Þannig geti stofnunin ekki skýlt sér á bak við þær skýringar að ekki sé um fyrirliggjandi upplýsingar að ræða. Söfnuðurinn telji upplýsingalögin eiga við. Þá óskar Óháði söfnuðurinn eftir leiðbeiningum um hvort niðurstaða Þjóðskrár Íslands sé kæranleg á grundvelli annarra laga. <br /> <br /> Með erindi, dags. 9. júlí 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að Þjóðskrá Íslands upplýsti nefndina um það hvort umbeðnar upplýsingar væru að finna í gögnum hjá Þjóðskrá Íslands eða hvort vinna þyrfti þær sérstaklega. Svar Þjóðskrár Íslands barst þann 15. júlí 2019. Þar er ferli skráningar vegna andláts í Þjóðskrá Íslands lýst. Fram kemur að dánarvottorð læknis sé afhent sýslumannsembætti í því umdæmi þar sem hinn látni átti lögheimili. Starfsmaður sýslumanns skrái í kerfi þjóðskrár kennitölu og dánardag hins látna og sendi frumritið með bréfpósti. Starfsmaður Þjóðskár Íslands skrái síðan viðbótarupplýsingar þegar frumrit dánarvottorðs berst. Í dánarvottorði þurfi að fylla út upplýsingar um nafn hins látna, kennitölu, lögheimili við andlát, kyn, ríkisfang, atvinnu og hjúskaparstöðu. Við skráningu starfsmanns Þjóðskrár Íslands fari einstaklingurinn af þjóðskrá og á horfinnaskrá. <br /> <br /> Tekið er fram að í beiðni Óháða safnaðarins sé óskað eftir lista látinna einstaklinga sem létust á tímabilinu september 2017 til október 2018 og hafi verið skráðir í söfnuðinn þegar þeir létust. Keyra þurfi upplýsingar um látna einstaklinga á tilteknu tímabili saman við trúfélagsskráningu og dagsetningu andláts til þess að kalla fram umbeðnar upplýsingar. Þær upplýsingar sem kærandi óski eftir séu þar af leiðandi ekki fyrirliggjandi. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er forstöðumaður trúfélags, til aðgangs að lista yfir látna safnarmeðlimi trúfélagsins á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Þjóðskrá Íslands heldur því fram að listinn sé ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 1. mgr. 5. gr., laganna, heldur þurfi að vinna hann sérstaklega úr gagnagrunni stofnunarinnar. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. orðalag ákvæða 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 5. gr. laganna. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Þeim sem falla undir lögin er því ekki skylt á grundvelli laganna að útbúa ný skjöl eða önnur gögn, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. Ef takmarkanir 6.-10. gr. laganna á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal þó veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr.<br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár Íslands, dags. 21. nóvember 2018, kemur fram að listi yfir látna safnaðarmeðlimi sé ekki fyrirliggjandi heldur þurfi að taka hann sérstaklega saman. Í skýringum stofnunarinnar, dags. 15. júlí 2019, kemur einnig fram að upplýsingar um trúfélagsskráningu látinna manna sé ekki að finna í fyrirliggjandi gögnum í vörslum Þjóðskrár heldur þurfi að keyra saman upplýsingar úr horfinnaskrá og þjóðskrá til þess að ná þeim fram. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur því ljóst að upplýsingar um safnarmeðlimi sem látist hafa á tilteknu tímabili séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda fyrirliggjandi gögn á tiltæku formi. Valdsvið nefndarinnar nær því ekki til þess að skera úr um heimild eða skyldu Þjóðskrár Íslands til þess að taka saman upplýsingar úr fyrirliggjandi gögnum. Þegar svo háttar til að gagn er ekki fyrirliggjandi er ekki um að ræða synjun á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til nefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. laganna. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæranda er bent á að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur eftirlit með starfsemi Þjóðskrár Íslands og má því beina athugasemdum um starfsemina til þess ráðuneytis. Þá er rétt að benda kæranda á að honum er eftir atvikum heimilt að senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis, sbr. 4. gr. laga nr. 85/1997.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, f.h. Óháða safnaðarins, dags. 5. nóvember 2018, á hendur Þjóðskrá Íslands er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
815/2019. Úrskurður frá 10. september 2019 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í þremur minnisblöðum Reykjavíkurborgar. Úrskurðarnefndin staðfesti ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja kæranda um aðgang að einu minnisblaðinu í heild sinni þar sem í því væru upplýsingar um að tilteknir einstaklingar hafi verið grunaðir um refsiverða háttsemi. Nefndin taldi minnisblaðið geyma viðkvæmar upplýsingar um einkahagi einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og að ekki væri unnt að afhenda hluta þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. Þá var staðfest ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um framgang starfsmanns í starfi sem afmáðar voru úr minnisblaði, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Reykjavíkurborg var aftur á móti gert að afhenda kæranda upplýsingar um lögmannskostnað einstaklinga sem áttu í ágreiningi við sveitarfélagið en ekki var talið að þær heyrðu undir 9. gr. upplýsingalaga. | <h1> Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 815/2019 í máli ÚNU 18100009.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 25. október 2018, kærði A synjun Reykjavíkurborgar á beiðni um aðgang að gögnum. Málsatvik eru þau að með bréfi, dags. 1. október 2018, óskaði kærandi eftir afritum af öllum minnisblöðum sem gerð voru á vegum embættis borgarlögmanns á tímabilinu 6. júní 2006 til 5. júní 2007. Erindinu var svarað þann 8. október 2018 og kæranda veittur aðgangur að 21 skjali. Í svarbréfi til kæranda var tekið fram að honum hafi verið synjað um aðgang að nokkrum minnisblöðum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Í kjölfarið ritaði kærandi embætti borgarlögmanns bréf og óskaði eftir upplýsingum hvort leitað hafi verið afstöðu þeirra sem upplýsingarnar varði til afhendingu gagnanna og hvort tekin hafi verið afstaða til aukins aðgangs, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Með tölvupósti, dags. 11. október, svaraði embætti borgarlögmanns því að minnisblöðin væru vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og því væri embættinu ekki skylt að veita aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga. Þá var ítrekað að gögnin geymdu upplýsingar um viðkvæm persónuleg málefni og fjárhagslegar upplýsingar, málefni starfsmanns og hugleiðingar um skaðabótaskyldu tilgreindra aðila. Tekið var fram að ekki hafi verið leitað eftir afstöðu þeirra sem upplýsingarnar varða. <br /> <br /> Kærandi telur að embætti borgarlögmanns hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þegar embættið ákvað að afhenda ekki gögn á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem ekki hafi verið óskað eftir afstöðu þeirra sem gögnin varða. Þá telur kærandi líklegt að ákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um alla hluta gagnanna og beri embættinu að afhenda þá hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Kærandi bendir auk þess á að öll gögnin séu eldri en átta ára og því hafi takmarkanir á upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. fallið niður sbr. 1. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga. Gögnin séu því ekki lengur vinnugögn sem heimilt sé að undanþiggja upplýsingarétti. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 29. október 2018, og veittur kostur á að koma athugasemdum á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 13 nóvember 2018, kemur fram að borgin hafi tekið til endurskoðunar ákvörðun um aðgang að minnisblöðunum og afhent kæranda, með bréfi dags. 9. nóvember, afrit af þeim minnisblöðum sem synjað hafi verið um. Þó hafi verið afmáðar upplýsingar um fjárhæð og tímafjölda lögmannskostnaðar aðila í minnisblaði, dags. 13. júní 2006 og upplýsingar um framgang starfsmanns í starfi í minnisblaði, dags. 18. september 2006. Þá hafi kærandi verið upplýstur um tilvist minnisblaðs sem ekki hafi verið tilgreint í bréfi til kæranda, dags. 8. október 2019, og að tekin hafi verið ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að minnisblaðinu á þeim grundvelli að í því sé að finna umfjöllun um hugsanlega refsiverða háttsemi tilgreindra einstaklinga. <br /> <br /> Vísað er til þess að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. frumvarpsins komi m.a. fram að engum vafa sé undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. laganna. Þá sé talið upp í dæmaskyni m.a. upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Þá leiði af 22. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998 að lögmenn séu bundnir þagnarskyldu um störf sín og sé því því rétt að upplýsingar um fjárhæð og tímafjölda lögmannskostnaðar einstaklinga séu afmáðar. Jafnframt segi í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga að lögin taki ekki til upplýsinga um málefni starfsmanna og framgang þeirra í starfi. Með vísan til þessa telur Reykjavíkurborg að úrskurðarnefndinni beri að staðfesta ákvörðunina. <br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 26. nóvember 2018, fer kærandi fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði um það hvort Reykjavíkurborg beri að afhenda sér minnisblöðin í heild sinni. Þá fer kærandi fram á að nefndin úrskurði um hvort afhendingarháttur á minnisblöðum frá 13. júní 2006 og 18. september 2006 sé í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. <br /> <br /> Kærandi mótmælir því að Reykjavíkurborg sé óheimilt að veita aðgang að minnisblaði, dags. 15. júní 2006, vegna 9. gr. upplýsingalaga. Vísað er til þess að sveitarfélagið hafi ekki leitað afstöðu viðkomandi einstaklings til þess að minnisblaðið verði látið af hendi. Kærandi telur ekki hægt að skilja 9. gr. upplýsingalaga öðruvísi en svo að takmörkunarheimildinni verði aðeins beitt ef sá sem á í hlut veiti ekki samþykki sitt fyrir afhendingu gagnanna. Þar sem afstöðu þess sem upplýsingarnar varðar hafi ekki verið aflað sé málið ekki nægjanlega upplýst. Auk þess komi ekki fram í umsögninni hvort grunur um hugsanlega refsiverða háttsemi hafi leitt til kæru til lögreglu en hafi engin slík kæra verið sett fram sé það vísbending um að grunurinn hafi ekki verið á rökum reistur. Þá þurfi að hafa í huga að almennt séu undantekningarákvæði upplýsingalaga túlkuð þröngt. Kærandi segir enn fremur að hægt sé að veita honum aðgang að hluta minnisblaðsins og afmá persónugreinanlegar upplýsingar um viðkomandi sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá mótmælir kærandi því að Reykjavíkurborg hafi verið heimilt að synja honum um aðgang að upplýsingum um fjárhæð og tímafjölda vegna vinnu lögmanna aðila í minnisblaði, dags. 18. september 2006. Kærandi telur vandséð hvernig unninn tímafjöldi eða tímagjald geti falli undir upplýsingar sem lögmönnum sé trúað fyrir í starfi sínu í skilningi laga um lögmenn. Þá sé um að ræða upplýsingar sem hafi verið hluti af samningaferli lögmanna fyrir hönd umbjóðenda sinna við Reykjavíkurborg og hafi lögmenn upplýst Reykjavíkurborg um tímafjöldann og fjárhæðir í þeim tilgangi að Reykjavíkurborg greiddi þessa vinnu. Hér sé því um að ræða forsendur fjárútláta opinberra aðila sem ekki séu bundnar trúnaði. Þá verði að líta til þess að þegar einkaaðili sendi opinberu stjórnvaldi upplýsingar sé hann að einhverju leyti að gera þær opinberar. <br /> <br /> Kærandi gerir einnig athugasemdir við að embætti borgarlögmanns hafi afmáð upplýsingarnar úr minnisblaðinu með því að endurskrifa það í stað þess að yfirstrika upplýsingarnar. Vegna þessa sé erfitt að átta sig á því hvaða hlutar minnisblaðsins hafi verið afhentir og hvert sé umfang þeirra hluta sem ekki var veittur aðgangur að. Kærandi fer því fram á að úrskurðarnefndin úrskurði um hvort þessi háttur á afhendingu gagns sé í samræmi við upplýsingalög. <br /> <br /> Að lokum mótmælir kærandi því að afmáðar hafi verið upplýsingar um framgang starfsmanns í starfi úr minnisblaði, dags. 18. september 2006. Gerðar eru sömu athugasemdir við afhendingu upplýsinganna, þ.e. að ritað hafi verið nýtt skjal í stað þess að afmá upplýsingar úr minnisblaðinu. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. júlí 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu eins þess einstaklings sem fjallað var um í tengslum við refsiverða háttsemi í minnisblaði dags. 15. júní 2006. Viðkomandi svaraði þann 23. júlí og veitti ekki samþykki sitt fyrir afhendingu gagnanna. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að minnisblaði, dags. 15. júní 2006, sem kæranda var synjað um aðgang að í heild sinni og upplýsingum sem afmáðar voru úr minnisblöðum, dags. 13. júní 2006 og 18. september 2006. Um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum fer eftir 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. <br /> <br /> Í málinu er í fyrsta lagi er deilt um hvort Reykjavíkurborg sé óheimilt að veita kæranda aðgang að minnisblaði, dags. 15. júní 2006, í heild sinni vegna einkahagsmuna þeirra sem upplýsingar í minnisblaðinu varða, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þeir einkahagsmunir sem Reykjavíkurborg telur standa aðgangi í vegi eru upplýsingar um að tilteknir einstaklingar hafi legið undir grun um refsiverðan verknað. Eins og fyrr hefur komið fram leitaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu eins þeirra aðila sem fjallað er um með þessum hætti í minnisblaðinu og veitti hann ekki samþykki fyrir afhendingu gagnanna. Ekki er unnt að veita upplýsingar um aðra einstaklinga sem fjallað er um með þessum hætti í minnisblaðinu án þess að veita um leið upplýsingar um þann einstakling sem ekki veitti samþykki sitt. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Í athugasemdunum segir einnig að það sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar megi t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geti talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunni einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geti til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.<br /> <br /> Með lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga var gerð sú breyting að upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður um refsiverðan verknað teljast ekki lengur til viðkvæmra persónuupplýsinga. Í 12. gr. laganna er þó að finna sérreglu um vinnslu og miðlun slíkra upplýsinga. Í athugasemdum við ákvæði 12. gr. í frumvarpi segir m.a. að ljóst sé að um slíkar upplýsingar gildi um margt sérstök sjónarmið, t.d. almannahagsmunir af því að hafa vitneskju um sakaferil manna í tengslum við ráðningu í störf og að starfrækt sé sakaskrá, að kæra til lögreglu geti verið nauðsynleg til að vekja athygli á refsiverðri háttsemi o.s.frv. <br /> <br /> Eins og rakið var hér að framan var gengið út frá því við setningu upplýsingalaga að upplýsingar um það hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað teldust almennt til einkamálefna sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt samkvæmt 9. gr. laganna. Hins vegar þarf að meta í hverju tilfelli fyrir sig hvort slíkar upplýsingar séu svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir minnisblaðið, dags. 15. júní 2006. Þar er vikið að því að því að tilteknir einstaklingar kunni að hafa viðhaft refsiverða háttsemi, einkum sá sem ekki veitir samþykki sitt fyrir afhendingu gagnanna. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þær upplýsingar séu viðkvæmar upplýsingar um einkahagi einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Þá er það mat nefndarinnar að upplýsingarnar séu svo samofnar öðru efni minnisblaðsins að ekki sé unnt að afmá þær úr skjalinu og afhenda hluta þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Því verður að staðfesta synjun Reykjavíkurborgar á afhendingu minnisblaðsins með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>2.</h2> Í öðru lagi er deilt um hvort Reykjavíkurborg hafi verið heimilt að afmá upplýsingar um tímafjölda og tímagjald vegna lögmannsþjónustu úr minnisblaði, dags. 13. júní 2006. Vísað var til 9. gr. upplýsingalaga og 22. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998 til stuðnings ákvörðuninni. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að undir trúnaðarskyldu 22. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998 geta fallið upplýsingar um hvort tiltekinn einstaklingur hafi leitað aðstoðar lögmanns. Þær upplýsingar sem afmáðar voru úr minnisblaðinu voru aftur á móti settar fram í tengslum við kröfu tiltekinna einstaklinga um að Reykjavíkurborg greiddi lögmannskostnað vegna ágreiningsmáls þeirra við borgina. Að mati nefndarinnar varða upplýsingarnar ekki samband lögmanns og umbjóðanda hans með þeim hætti að þær falli undir trúnaðarskyldu laga um lögmenn nr. 77/1998. Þá telur nefndin að upplýsingarnar, sem lúta að tímagjaldi tiltekinna lögmannsstofa árið 2006, varði ekki svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi lögmannsstofa að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að þeim vegna 9. gr. upplýsingalaga. Bæði er litið til aldurs upplýsinganna og þeirrar staðreyndar að lögmenn veita almennt öllum sem til þeirra leita upplýsingar um verð fyrir þjónustu sína. Mikið þyrfti til að koma svo að upplýsingar um verð fyrir þjónustu sem boðin er almenningi yrðu taldar til viðkvæmra upplýsinga um einkahagsmuni. Verður því að fella úr gildi ákvörðun Reykjavíkurborgar að þessu leyti og leggja fyrir borgina að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum.<br /> <h2>3.</h2> Að lokum er deilt um aðgang kæranda að upplýsingum sem afmáðar voru úr minnisblaði, dags. 18. september 2006 á þeim grundvelli að þær varði framgang starfsmanns í starfi og séu því undanþegnar upplýsingarétti vegna. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til skv. 2. gr., taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, segir: <br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins. Í 1. mgr. eru einnig lögð til þau nýmæli að auk gagna í málum er varða umsóknir um opinbert starf skulu gögn í málum er snerta framgang í starfi og um starfssambandið vera undanþegin aðgangi. Að svo miklu leyti sem ákvörðun um framgang í opinberu starfi varðar réttindi og skyldur starfsmanns, sbr. t.d. flutning starfsmanna ráðuneyta úr einu ráðuneyti í annað, sbr. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og enn fremur flutning milli starfsstiga innan lögreglunnar, sbr. 4. mgr. 28. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996, og 14. gr. reglugerðar, nr. 1056/2006, um starfsstig innan lögreglunnar, gilda sömu sjónarmið og áður greinir um aðgang að gögnum í málum er varða umsóknir um opinber störf.“<br /> <br /> Minnisblaðið frá 18. september 2006 ber heitið „Starfshópur um ný Leikskólasvið og Menntasvið – Ráðning í nýjar stjórnunarstöður“. Í því er rakið að nýtt starf hafi orðið til vegna skipulagsbreytinga og reifuð sjónarmið með því að tiltekinn starfsmaður verði færður til í starfi. Úr minnisblaðinu hefur verið afmáð efnisgrein með upplýsingum um viðkomandi starfsmann. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsinga mál var Reykjavíkurborg það heimilt með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda liggur fyrir að upplýsingarnar varða framgang viðkomandi starfsmanns í starfi. Verður því staðfest synjun Reykjavíkurborgar á því að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem afmáðar voru í minnisblaði frá 18. september 2006. <br /> <h2>4.</h2> Í kæru óskar kærandi eftir því að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess hvort afhendingarháttur Reykjavíkurborgar á minnisblöðum, dags. 13. júní 2006 og 18. september 2006, standist upplýsingalög en kærandi telur upplýsingarnar hafa verið afmáðar úr minnisblöðunum með þeim hætti að þau hafi verið endurskrifuð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur borið saman minnisblöðin sem afhent voru kæranda annars vegar og úrskurðarnefndinni hins vegar. Um er að ræða sömu skjölin en upplýsingar hafa verið afmáðar með hvítri yfirstrikun úr þeim minnisblöðum sem afhentar voru kæranda. Ekki eru efni til þess að gera athugasemdir við afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda að þessu leyti. <br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að minnisblaði, dags. 15. júní 2006 og upplýsingum sem afmáðar voru úr minnisblaði, dags. 18. september 2006.<br /> <br /> Felld er úr gildi synjun Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum sem afmáðar voru úr minnisblaði, dags. 13. júní 2006 og lagt fyrir borgina að veita kæranda aðgang að því. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
814/2019. Úrskurður frá 10. september 2019 | Í málinu var leyst úr rétti kæranda til aðgangs að upplýsingum frá Isavia ohf. um framboð á flugsætum og farþegafjölda sem fari um Keflavíkurflugvöll, sundurliðuðum eftir flugrekstraraðilum og tímabilum, að minnsta kosti fimm ár aftur í tímann. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun Isavia ohf. um að synja beiðni kæranda á þeim grundvelli að upplýsingarnar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu á grundvelli 71. gr. b laga um loftferðir, nr. 60/1998. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 814/2019 í máli ÚNU 18090001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. ágúst 2018, kærði A synjun Isavia ohf. á beiðni hans varðandi upplýsingar um farþegaflutninga um Keflavíkurflugvöll.<br /> <br /> Með erindi til Isavia, dags. 24. maí 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um framboð á flugsætum og farþegafjölda sem færi um Keflavíkurflugvöll, sundurliðuðum eftir flugrekstraraðilum og tímabilum, að minnsta kosti fimm ár aftur í tímann.<br /> <br /> Með tölvupósti Isavia til kæranda, dags. 19. júní 2018, var gagnabeiðni hans synjað. Kom þar fram að ekki væru veittar upplýsingar um farþegafjölda hverrar flugleiðar eða hjá einstaka flugrekanda, þar sem þær teldust viðkvæmar út frá viðskipta- og samkeppnissjónarmiðum. Auðvelt væri að nota upplýsingarnar í samkeppnislegum tilgangi vegna smæðar íslenskra markaðarins. Leitað hefði verið eftir afstöðu tveggja stærstu flugfélaganna, Icelandair og WOW Air, til afhendingar upplýsinganna, sem bæði hefðu lýst sig andvíg afhendingu þeirra. Tilteknar ítarlegri upplýsingar væru þó til í kerfum Isavia vegna innheimtu gjalda af flugrekendum. Þær lægju hins vegar aðeins fyrir eftir mánuðum; að öðru leyti hefðu gögnin ekki verið tekin saman. Isavia taldi beiðni kæranda einnig of víðtæka, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem beðið væri um gögn fimm ár aftur í tímann.<br /> <br /> Í kæru, dags. 20. ágúst 2018, afmarkar kærandi beiðni sína við þær upplýsingar sem Isavia staðfesti í synjun sinni að lægju fyrir hjá félaginu í formi mánaðarlegra gagna fyrir árið 2017. Tekur kærandi svo fram að víða um heim veiti flugmálayfirvöld ítarlegri upplýsingar um flugumferð en gert sé af hálfu Isavia. Tekur kærandi dæmi frá Bandaríkjunum, þar sem upplýsingar sambærilegar þeim sem kærandi óski eftir í málinu séu birtar sex mánuðum eftir að þær verði til. Upplýsingar sem þessar séu fréttnæmar fyrir almenning, varði rekstraraðila í ferðaþjónustu miklu og séu grundvöllur rannsókna á þróun og stöðu íslenskrar ferðaþjónustu og flugrekstrar. Kærandi fellst á að ítarlegar upplýsingar um farþegafjölda geti talist viðkvæmar viðskiptaupplýsingar, en ekki um óendanlegan tíma og sannarlega ekki eftir að flugrekandi hafi skilað uppgjöri vegna tímabilsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir um starfsemina, t.d. í ársreikningi eða árshlutauppgjöri, enda sé farþegafjöldi aðeins ein af mörgum breytum sem ráði afkomu flugfélaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 3. september 2018, var kæran kynnt Isavia og frestur veittur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrðu afhent afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Isavia, dags. 19. september 2018, kemur fram að félagið telji beiðni kæranda ekki samrýmast markmiði upplýsingalaga. Í málinu sé ekki óskað eftir upplýsingum sem varði stjórnsýslu eða meðferð opinberra hagsmuna. Umbeðnar upplýsingar séu viðskiptaupplýsingar einkarekinna fyrirtækja sem starfi á almennum markaði. Isavia byggir synjun sína á því að um sé að ræða viðkvæm gögn sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja, sem óheimilt sé að veita aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um sætanýtingu flugfélaga teljist viðkvæmar rekstrar- og samkeppnislegar upplýsingar sem beri að undanþiggja aðgangi almennings, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé að sjá neina sérstaka hagsmuni almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Þar sem ekki sé um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna sé ljóst að hagsmunir fyrirtækjanna af því að upplýsingarnar fari leynt vegi þyngra en hagsmunir almennings að fá aðgang að þeim.<br /> <br /> Isavia telur að miðlun upplýsinga af því tagi sem kærandi fer fram á gæti farið í bága við 10. gr. samkeppnislaga, nr. 44/2005, því hún gæti leitt til röskunar á samkeppni, þar sem samkeppnisaðilar gætu nýtt upplýsingarnar til að hafa áhrif á verðákvarðanir. Isavia undirstrikar svo að upplýsingarnar varði einkaréttarlega lögaðila og að hagsmunir almennings af að fá aðgang að þeim séu engu meiri en af því að fá aðgang að upplýsingum um starfsemi og rekstur fyrirtækja á almennum markaði.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 1. október 2018, var umsögn Isavia kynnt kæranda og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 3. október 2018, er gagnrýnt að Isavia telji upplýsingar um flugumferð til og frá Íslandi vera einkamál flugfélaganna. Staðreyndin sé sú að slíkar upplýsingar varði miklu fleiri en aðeins sjálf flugfélögin. Beiðni kæranda snúi auk þess að upplýsingum um tímabil sem þegar hafi verið gerð skil í ársreikningum félaganna.<br /> <br /> Með tölvupósti frá Isavia, dags. 21. janúar 2019, var athygli vakin á 71. gr. b laga um loftferðir, nr. 60/1998. Í 2. mgr. greinarinnar komi fram að flugrekendum, sem nýti aðstöðu flugvalla hér á landi, beri að upplýsa rekstraraðila flugvallar reglulega um áætlanir sínar m.a. varðandi tíðni flugs á hverri flugleið, fjölda farþega, samsetningu flugvélaflotans, fyrirhuguð verkefni á flugvelli og þarfir fyrir aðstöðu á honum. Segi þar jafnframt að rekstraraðili flugvallar skuli meðhöndla upplýsingar, sem veittar eru samkvæmt greininni, sem trúnaðarupplýsingar. Isavia taldi að um væri að ræða trúnaðarreglu í sérlögum sem gengi framar upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum, að svo miklu leyti sem hann væri á annað borð fyrir hendi.<br /> <br /> Með tölvupóstum, dags. 21. og 22. maí 2019, óskaði úrskurðarnefnd eftir nánari skýringum vegna málsins og ítrekaði ósk sína um að afhent yrðu afrit af umbeðnum gögnum í málinu. Með tölvupósti, dags. 18. júní 2019, barst nefndinni hluti gagnanna. Nánar tiltekið fékk nefndin afhent fylgiskjal vegna eins mánaðar hjá einum flugrekanda, sem fylgir mánaðarlegum reikningi Isavia til flugrekanda vegna innheimtu gjalda af honum. Skjalið nemur um 130 blaðsíðum og rúmum 2100 línum í Microsoft Excel. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia væru tvö fylgiskjöl af þessu tagi tekin saman mánaðarlega fyrir hvern flugrekanda. Alls hefðu 30 flugrekendur nýtt aðstöðu Keflavíkurflugvallar á árinu 2017. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Úrskurðarnefndinni barst kæra A 20. ágúst 2018. Í málinu liggur fyrir að Isavia ohf. synjaði honum um aðgang að umbeðnum gögnum með ákvörðun, dags. 19. júní 2018. Samkvæmt því var liðinn sá 30 daga kærufrestur sem tiltekinn er í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. <br /> <br /> Í 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir að vísa skuli kæru frá sem borist hafi að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Isavia leiðbeindi kæranda um kæruheimild til úrskurðarnefndarinnar en ekki verður séð að fylgt hafi leiðbeiningar um kærufrest skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, líkt og mælt er fyrir um að skuli veita í 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af þessum sökum telur úrskurðarnefnd ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist of seint enda var heldur ekki liðinn hinn almenni þriggja mánaða kærufrestur sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <h2>2.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum hjá Isavia um mánaðarlegan farþegafjölda og sætanýtingu hvers flugrekanda á Keflavíkurflugvelli árið 2017, sundurliðuðum eftir áfangastöðum og mánuðum. Til stuðnings synjuninni hefur Isavia vísað til þess að um sé að ræða viðkvæm gögn sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja, sem óheimilt sé að veita aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Jafnframt hefur félagið vísað til 2. mgr. 71. gr. b laga um loftferðir, sem teljist sérstakt þagnarskylduákvæði og komi þannig í veg fyrir hugsanlegan aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Í síðari málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá því ákvæði hefur verið litið svo á að sérstök ákvæði laga um þagnarskyldu geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Kemur það jafnframt skýrt fram í athugasemdum með frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 71. gr. b laga um loftferðir er kveðið á um gagnsæi gjaldtöku á flugvöllum þar sem lögð er sú skylda á rekstraraðila flugvallar, á borð við Isavia, að leggja fram sundurliðun kostnaðar sem lagður er til grundvallar gjaldtökunni. Í 2. mgr. segir orðrétt: „Flugrekendum, sem nýta aðstöðu flugvalla hér á landi, ber að upplýsa rekstraraðila flugvallar reglulega um áætlanir sínar m.a. varðandi tíðni flugs á hverri flugleið, fjölda farþega, samsetningu flugvélaflotans, fyrirhuguð verkefni á flugvelli og þarfir fyrir aðstöðu á honum. Rekstraraðili flugvallar skal meðhöndla upplýsingar, sem veittar eru samkvæmt þessari grein, sem trúnaðarupplýsingar.“ Í athugasemdum við 2. mgr. í frumvarpinu sem varð að lögum um loftferðir kemur fram að upptalningin í ákvæðinu samanstandi af ýmsum þáttum sem haft geti áhrif á rekstur flugvallar.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar að 2. mgr. 71. gr. b laga um loftferðir feli í sér reglu um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Sé litið til þeirra upplýsinga sem flugrekendum er gert að veita rekstraraðila flugvallar og trúnaður skal ríkja um, telur úrskurðarnefnd ljóst að ákvæðinu sé ætlað að vernda sömu hagsmuni og tilgreindir eru í 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <h2>3.</h2> Úrskurðarnefnd barst fylgiskjal frá Isavia vegna eins mánaðar hjá einum flugrekanda, sem fylgir mánaðarlegum reikningi félagsins til flugrekandans vegna innheimtu gjalda af honum. Fyrir liggur að þau fylgiskjöl önnur sem heyra undir gagnabeiðni kæranda eru eins að forminu til og innihaldi sömu flokka upplýsinga. Úrskurðarnefnd telur því afhendingu Isavia til nefndarinnar vera fullnægjandi til að komast megi að niðurstöðu í málinu.<br /> <br /> Þau gögn sem kærandi óskar eftir í málinu eru upplýsingar um mánaðarlegan farþegafjölda og sætanýtingu hjá hverjum flugrekanda sem fór um Keflavíkurflugvöll á árinu 2017, sundurliðaðar eftir áfangastöðum og mánuðum. Fylgiskjal það sem afhent var úrskurðarnefndinni samanstendur af yfirliti um flugferðir tiltekins flugrekanda um Keflavíkurflugvöll. Yfirlitið inniheldur alls kyns flokka af upplýsingum, s.s. tegund og fjárhæð gjalds sem lagt er á hverju sinni, áfangastað, farþegafjölda, dagsetningu og tegund flugvélar. Fylgiskjalið inniheldur þannig bæði upplýsingar um farþegafjölda og sætanýtingu. Upplýsingar um sætanýtingu liggja óbeint fyrir, þar eð hægt er að reikna nýtinguna út með hliðsjón af tegund flugvélar og farþegafjölda í hverju flugi.<br /> <br /> Ljóst er að upplýsingar um farþegafjölda eru meðal þeirra sem taldar eru upp í 2. mgr. 71. gr. b laga um loftferðir. Að auki hefur Isavia upplýst úrskurðarnefndina um að upplýsingar um sætanýtingu séu meðal þeirra sem flugrekendur þurfi að senda Isavia, sbr. 2. mgr. 71. gr. b laganna, þar sem slíkar upplýsingar hafi áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar. Úrskurðarnefnd telur að þær upplýsingar sem beiðni kæranda hljóðar á um falli undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði 2. mgr. 71. gr. b laga um loftferðir, sem gangi framar upplýsingarétti skv. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur því að ekki verði hjá því komist að staðfesta synjun Isavia á beiðni kæranda.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd tekur fram að í lögum um loftferðir er ekki mælt fyrir um að veita megi þær upplýsingar sem tilgreindar eru í 2. mgr. 71. gr. b laganna að tilteknum tíma liðnum. Það hefur því ekki þýðingu fyrir niðurstöðu málsins að kærandi hafi óskað eftir upplýsingum fyrir árið 2017.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Synjun Isavia ohf. á beiðni A um nánar tilgreindar upplýsingar varðandi farþegaflutninga um Keflavíkurflugvöll er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
813/2019. Úrskurður frá 10. september 2019 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að annars vegar samningum um rannsóknarverkefni sem Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafi gert við ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki í opinberri eigu á tilteknu tímabili og hins vegar upplýsingum um húsaleigusamninga ÍSOR og kostnað vegna húsnæðis stofnunarinnar. Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að samningum sem gerðir voru við ráðuneyti og stofnanir. Nefndin taldi hins vegar að stofnuninni væri heimilt að takmarka aðgang að samningum við fyrirtæki í opinberri eigu þar sem upplýsingar í þeim varði mikilvæga samkeppnishagsmuni ÍSOR, sbr. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þá var fallist á rétt kæranda til aðgangs að húsaleigusamningi ÍSOR við fjármálaráðuneytið en staðfest ákvörðun stofnunarinnar um að synja um aðgang að húsaleigusamningi við fyrirtæki í opinberri eigu á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. ÍSOR var auk þess gert að taka afstöðu til þess hluta gagnabeiðni kæranda sem ekki hafði verið afgreiddur. | <span></span> <h1>Úrskurður</h1> Hinn 10. september 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 813/2019 í máli ÚNU 18070006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 12. júlí 2018, kærði Stapi ehf., ákvörðun Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, um synjun tveggja beiðna um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með gagnabeiðni, dags. 1. júní 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um leigutekjur og húsnæðiskostnað ÍSOR. Í gagnabeiðninni er óskað eftir upplýsingum um eftirfarandi atriði: <br /> <br /> 1. Hver hafi verið árlegur kostnaður ÍSOR vegna húsnæðis að Grensásvegi 9 frá árunum 2003-2017 og af hverjum hafi verið leigt. <br /> 2. Hver hafi verið árlegur kostnaður ÍSOR vegna húsnæðis að Rangárvöllum á Akureyri frá 2003-2017 og af hverjum hafi verið leigt. <br /> 3. Hver hafi verið árlegur kostnaður af öðru húsnæði sem ÍSOR kunni að hafa umráð yfir á árabilinu 2003-2017. <br /> 4. Um hvers konar leigutekjur sé að ræða sem tilteknar séu í fyrstu ársskýrslum ÍSOR (2003-2006). <br /> <br /> ÍSOR synjaði beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um húsnæðiskostnað og leigutekjur með bréfi, dags. 29. júní 2018. Í ákvörðun ÍSOR kemur fram að ÍSOR starfi á samkeppnismarkaði og fái engar opinberar fjárveitingar. Öll starfsemi ÍSOR flokkist sem samkeppnisrekstur. ÍSOR keppi því um viðskipti á viðskiptalegum grundvelli við aðra aðila. Með samningum sem ÍSOR geri sé stofnunin því hvorki að ráðstafa opinberum fjármunum né öðrum opinberum hagsmunum. Þá segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga taki aðeins til fyrirliggjandi gagna og sé því sé stofnuninni ekki skylt að taka saman þær upplýsingar sem kærandi óski eftir. <br /> <br /> Með gagnabeiðni, dags. 14. júní 2018, óskaði kærandi eftir aðgangi að samningum um rannsóknarverkefni sem ÍSOR hefði gert við ríkisstofnanir, ráðuneyti og fyrirtæki í opinberri eigu síðustu 15 ár sem og yfirliti yfir slíka samninga. Enn fremur var óskað eftir yfirliti um þær greiðslur sem ÍSOR hefði fengið fyrir þessi verkefni, þar sem greiðslurnar væru sundurgreindar fyrir hvert ár. Í dæmaskyni nefndi kærandi nokkrar stofnanir og fyrirtæki sem gagnabeiðnin tæki til. Fram kom að gagnabeiðnin væri sett fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga og með hliðsjón af úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál, svo sem nr. A-379/2011, A-492/213 og A-536/2014. <br /> <br /> Beiðninni var synjað með bréfi, dags. 4. júlí. Í bréfinu kemur m.a. fram að kærandi hafi misskilið ummæli forstjóra ÍSOR á ársfundi stofnunarinnar en þar hafi hann látið þau orð falla að dregið hafi verulega úr verkkaupum hins opinbera af ÍSOR. Ummælin hafi ekki snúist um fjárveitingar ríkisins til ÍSOR heldur hafi hann lýst áhyggjum yfir því að ríkið hafi dregið úr kaupum á rannsóknum. Þá segir að ÍSOR hafi ekki yfirsýn yfir með hvaða hætti ríkið, einstakar stofnanir þess eða fyrirtæki hafi hagað ráðstöfun á þeim rannsóknarverkefnum sem þau hafi látið vinna fyrir opinbert fé en ÍSOR hafi enga fasta þjónustusamninga við ríkið, stofnanir þess eða fyrirtæki. Í ákvörðuninni er beiðni kæranda synjað með vísan til 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. ÍSOR fái engar opinberar fjárveitingar heldur sé stofnunin sjálfbær, hún stundi einungis samkeppnisrekstur og keppi um viðskipti á viðskiptalegum grundvelli við marga aðila. Þar að auki varði umbeðin gögn ekki kaup ÍSOR á vörum eða þjónustu heldur sölu ÍSOR á rannsóknum, ráðgjöf og þjónustu, einkum til orkufyrirtækja sem einnig starfa á samkeppnismarkaði. Með umræddum samningum hafi ÍSOR því hvorki ráðstafað opinberum fjármunum né öðrum opinberum hagsmunum. Það sé mat ÍSOR að afhending gagnanna gæti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu ÍSOR sem sé í samkeppni við fyrirtæki á almennum markaði sem ekki séu skyldug til að veita slíkar viðskiptaupplýsingar. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 16. júlí 2018, var kæran kynnt ÍSOR og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Í umsögn ÍSOR, dags. 31. júlí 2018, kemur fram að ekki verði séð að Stapi ehf. hafi með erindi sínu til úrskurðarnefndarinnar kært synjanir ÍSOR á beiðni um aðgang að gögnum heldur óski Stapi eftir því að nefndin aðstoði sig við að nálgast samninga og við að afla upplýsinga um þá upphæð sem ÍSOR greiðir í leigu á nánar tilgreindum stöðum. Ákveði úrskurðarnefndin hins vegar að líta á erindið sem kæru Stapa þá telji ÍSOR að kæran beinist að þeim gögnum og upplýsingum sem aðstoðar úrskurðarnefndarinnar er beiðst við að nálgast.<br /> <br /> Vísað er til þess að ÍSOR hafi verið sett á fót með lögum nr. 86/2003 um íslenskar orkurannsóknir. Með lögunum hafi rannsóknarsvið Orkustofnunar verið skilið frá stofnuninni og það gert að sjálfstæðri ríkisstofnun til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra sem gætu skapast við breytingar á starfsumhverfi orkufyrirtækja samkvæmt raforkulögum. Vísað er til hlutverks ÍSOR sem skilgreint sé í 2. gr. laganna og þess að í 5. gr. þeirra sé kveðið á um að ÍSOR starfi á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og afli sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfssviði stofnunarinnar. Fram kemur að í samræmi við þetta fái ÍSOR engar fjárveitingar af fjárlögum og hafi aldrei fengið en öll starfsemi ÍSOR teljist vera samkeppnisrekstur. <br /> <br /> Í umsögninni segir að ÍSOR teljist ekki vera starfsemi stjórnvalds í skilningi 2. gr. upplýsingalaga og því taki upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til stofnunarinnar. Ef upplýsingalög verði talin taka til ÍSOR séu gögnin undanskilin aðgangi almennings á grundvelli 9. og 4. tölul. 10. gr. laganna. Það sé mat ÍSOR að afhending gagnanna gæti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu stofnunarinnar, sem sé í samkeppni við fyrirtæki á almennum markaði sem eru ekki skyldug til að veita slíkar viðskiptaupplýsingar. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 2. ágúst 2018, var umsögn ÍSOR kynnt kæranda og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kæru sinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 15. ágúst 2018, kemur m.a. fram að kærandi hafi óskað eftir upplýsingum frá fagráðuneytum um þá samninga og greiðslur sem þau og undirstofnanir þeirra hafi innt af hendi til ÍSOR. Það séu opinber gögn um hvað renni af almannafé til ÍSOR, stofnunar sem sé á fjárlögum og sem ekki sé hægt með nokkru sanngjörnu móti að segja að starfi samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 86/2003. Þá sé ÍSOR að fullu í almannaeigu og því eigi almenningur fullan rétt á að fá yfirlit og innsýn í það með hvaða hætti farið sé með fjármuni stofnunarinnar og með hvaða hætti hún hagi störfum sínum og athöfnum gegn öðrum á samkeppnismarkaði. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði eftir því með bréfi, dags. 15. maí 2019, að ÍSOR upplýsti nefndina um það hvort yfirlit yfir samninga um rannsóknarverkefni sem ÍSOR gerði við ríkisstofnanir, ráðuneyti og fyrirtæki í opinberri eigu frá árunum 2003-2018 og yfirlit um þær greiðslur sem ÍSOR fékk fyrir þessi verkefni á sama tímabili þar sem greiðslurnar eru sundurgreindar fyrir hvert ár, væru fyrirliggjandi hjá stofnuninni. ÍSOR svaraði því með bréfi, dags. 20. maí 2019, að yfirlitin væru ekki fyrirliggjandi. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. júní 2019, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu ÍSOR til þess að hvaða leyti aðgangur almennings að samningunum skaði samkeppnishagsmuni stofnunarinnar. Í svarbréfi ÍSOR til úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. júní, segir m.a. að það séu samkeppnishagsmunir ÍSOR að þurfa ekki á grundvelli upplýsingalaga að veita almenningi, og þar með samkeppnisaðilum sínum, upplýsingar um það við hvaða aðila, eða um hvað, þeir hafi gert viðskiptasamninga. Slíkt sé til þess fallið að skerða samkeppnisstöðu þeirra. Árangur í samkeppnisrekstri grundvallist oft á því að hafa séð tækifæri í framboði og samningum um þjónustu sem aðrir sjái ekki. Þegar af þeirri ástæðu eigi að staðfesta ákvörðun ÍSOR um að veita Stapa ehf. ekki aðgang að samningunum. Þá séu viðskiptasamningar oft verðmæti í sjálfu sér en ósjaldan hafi það bæði kostað viðkomandi samningsaðila mikla vinnu og útgjöld í formi aðkeyptrar sérfræðiþjónustu að undirbúa og gera einstaka samninga, allt frá frumdrögum þeirra til endanlegrar útgáfu. ÍSOR eigi ekki að þurfa að sæta því að samkeppnisaðilar viðkomandi eigi kröfu til þess að fá afhent á silfurfati verðmæti sem liggi í slíkum hugverkum, sem aðrir geti svo nýtt í sinni samningagerð. ÍSOR telji þetta eiga við um alla samningana. Auk þess hafi samningarnir að geyma margvíslegar upplýsingar sem ÍSOR telji geti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu stofnunarinnar en bent er á slíkar upplýsingar í einstökum samningum. <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> Í máli þessu er í fyrsta lagi deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningum um rannsóknarverkefni sem ÍSOR gerði á árunum 2003-2018 við ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki í opinberri eigu. Þá er deilt um hvort kærandi eigi rétt á yfirliti yfir slíka samninga og yfirliti yfir greiðslur vegna þeirra, þar sem greiðslurnar eru sundurliðaðar fyrir hvert ár. Í öðru lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem geyma upplýsingar um árlegan kostnað ÍSOR af húsnæði sem stofnunin leigði á árunum 2003-2017 og upplýsingar um hvers konar leigutekjur sé um að ræða sem tilteknar séu í ársskýrslum ÍSOR á árunum 2003-2006. <br /> <br /> ÍSOR starfar samkvæmt lögum um Íslenskar orkurannsóknir nr. 86/2003. Samkvæmt 1. gr. laganna er stofnunin sérstök ríkisstofnun sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra. Samkvæmt þessari grein laganna verður að líta svo á að stofnunin sé stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr upplýsingalaga og lögin nái því til hennar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Synjun ÍSOR á beiðnum kæranda um gögn, dags. 14. og 29. júní 2018, er reist á því að um sé að ræða upplýsingar sem undanþegnar séu aðgangi almennings á grundvelli 4. tölul. 10. gr. og 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurðar nr. 764/2018 frá 7. desember 2018, nr. 762/2018 frá 28. september 2018 og úrskurðar í máli nr. A-492/2013, auk úrskurða í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga. Í þessu sambandi skal á það bent að markmið upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laganna, er ekki aðeins að tryggja gagnsæi við ráðstöfun opinberra hagsmuna heldur einnig að tryggja gagnsæi við stjórnsýslu almennt. Sjónarmiðið um hvort verið sé að ráðstafa opinberum hagsmunum er því ekki það eina sem líta verður til við mat á því hvort mikilvægir almennahagsmunir krefjist þess að aðgangur að umbeðnum gögnum verði takmarkaður. Aðstaða stjórnvalds sem byggir á undanþágu 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er að þessu leyti ólík stöðu þeirra lögaðila sem njóta undanþágu frá upplýsingalögum á grundvelli 3. mgr. 2. gr. laganna vegna samkeppnisrekstrar. Þeir lögaðilar sem falla undir 3. mgr. 2. gr. þurfa ekki að sýna fram á tengsl umbeðinna gagna við samkeppnishagsmuni heldur eru þeir að öllu leyti færðir undan gildissviði upplýsingalaga. Undanþága 4. tölul. 10. gr., sem hér er byggt á, lýtur hins vegar aðeins að þeim gögnum í fórum stjórnvalds sem tengist þeim samkeppnisrekstri sem um ræðir.<br /> <br /> Samkvæmt 2. gr. laga nr. 86/2003 er það hlutverk ÍSOR að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála eftir því sem stjórn stofnunarinnar ákveður. Í 5. gr. laganna kemur svo fram að ÍSOR starfi á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og afli sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfssviði ÍSOR. Þessi lagagrein verður ekki skilin öðruvísi en svo að fyrirtækinu, þótt í opinberri eigu sé, sé ætlað að standa sjálfstætt að fjáröflun til þess rekstrar sem það hefur með höndum lögum samkvæmt og þá án fjárframlaga úr ríkissjóði. Í rekstraryfirlitum í ársskýrslum fyrirtækisins síðustu sjö ára, sem úrskurðarnefndin hefur skoðað, eru rekstrartekjur ekki sérstaklega sundurgreindar og verður því ekki af þeim yfirlitum ráðið hvort eitthvert framlag úr ríkissjóði sé hluti þeirra en eðlilegt væri að geta slíks framlags sérstaklega í rekstraryfirlitunum væri því til að dreifa. Miðað við þessar rekstrartekjur verður heldur ekki séð að fyrirtækinu hafi verið nein þörf á ríkisframlagi til þess að sinna hlutverki sínu samkvæmt 2. gr. laganna. Því er haldið fram af hálfu ÍSOR að fyrirtækið fái engar opinberar fjárveitingar og sér úrskurðarnefndin, eins og málið liggur fyrir henni, ekki ástæðu til að draga þá fullyrðingu í efa. Með þetta í huga telur úrskurðarnefndin að líta verði svo á að rekstur ÍSOR, eins og honum hefur verið lýst hér að framan, feli ekki í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna í skilningi upplýsingalaga heldur sé um að ræða samkeppnisrekstur sem fyrirtækið verður að standa og falla með.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál leikur ekki vafi á því að samningar ÍSOR um rannsóknarverkefni lúta að upplýsingum um viðskipti ÍSOR að því leyti sem stofnunin er í samkeppni við aðra. Eru því fyrstu tvö skilyrði beitingar 4. tölul. 10. gr. uppfyllt. Í þriðja skilyrðinu felst hins vegar að meta þarf sérstaklega hvort samkeppnishagsmunir ÍSOR af því að gögnin lúti leynd séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Er þá til þess að líta að aðeins er heimilt að undanþiggja gögn upplýsingarétti á grundvelli 10 gr. upplýsingalaga, þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þá samninga sem ÍSOR afhenti nefndinni, sem eru ýmist við stjórnvöld eða lögaðila í meirihlutaeigu hins opinbera. Að mati úrskurðarnefndarinnar lúta upplýsingar um tilvist samninganna og samningsaðila ÍSOR ekki að verulegum samkeppnishagsmunum stofnunarinnar sem gangi framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingunum. Af skýrslum ÍSOR, sem birtar eru á vefsíðu stofnunarinnar, má enda ráða að samningssamband sé á milli aðilanna. Um er að ræða eftirfarandi samninga: <br /> <br /> 1. Samningur um ráðgjöf og þjónustu ÍSOR við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dags. 30. ágúst 2013. <br /> 2. Samningur um ráðgjafarþjónustu milli Landsvirkjunar og ÍSOR, dags. 29. janúar 2004.<br /> 3. Samningur um grunnrannsóknir, ráðgjöf við stjórnvöld og gagnagrunn á sviði orkumála, náttúrufars og jarðrænna auðlinda á milli Orkustofnunar og ÍSOR, dags. 1. apríl 2004.<br /> 4. Samningur um ráðgjafarþjónustu milli Þeistareykja ehf. og ÍSOR, dags. 8. maí 2006.<br /> 5. Samstarfssamningur milli Háskóla Íslands og ÍSOR, dags. 19. desember 2006.<br /> 6. Samningur um þjónustu vegna mælinga í borholum milli Orkuveitu Reykjavíkur sem verkkaupa og ÍSOR sem ráðgjafa, dags. 17. nóvember 2006.<br /> 7. Samningur um ráðgjafarþjónustu milli Landsvirkjunar Power ehf. og ÍSOR, dags. 19. febrúar 2008.<br /> 8. Samningur um ráðgjafarþjónustu milli Norðurorku hf. og ÍSOR, dags. 19. janúar 2010.<br /> 9. Rammasamningur um þjónustu vegna mælinga í borholum milli Orkuveitu Reykjavíkur sem verkkaupa og ÍSOR sem ráðgjafa, dags. 30. ágúst 2012.<br /> 10. Samningur um þjónustu vegna mælinga í borholum milli Landsvirkjunar sem verkkaupa og ÍSOR sem ráðgjafa, dags. 5. nóvember 2012.<br /> 11. Samningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ og ÍSOR, dags. 28. janúar 2014.<br /> 12. Consultancy Contract between Ministry of Foreign Affairs Iceland and ÍSOR, dags. 16. nóvember 2017.<br /> <br /> Þeir samningar sem taldir eru upp í töluliðum 1, 3, 5, 11 og 12 eiga það sameiginlegt að samningsaðili ÍSOR er ýmist ráðuneyti eða opinber stofnun. Með þeim samningum er því verið að ráðstafa opinberum hagsmunum en það sjónarmið vegur þungt við mat á rétti almennings til aðgangs að upplýsingum. Þá er um að ræða rammasamninga eða samstarfssamninga um fyrirhuguð kaup á þjónustu og/eða ráðgjöf af ÍSOR en ekki samninga um einstök verkefni. <br /> <br /> Í bréfi ÍSOR, dags. 21. júní 2019, eru tiltekin ákvæði í þremur samningum sem stofnunin telur geyma upplýsingar sem skaðað geti samkeppnis- og rekstrarstöðu stofnunarinnar. Hvað varðar samning ÍSOR við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dags. 30. ágúst 2013, er sérstaklega bent á ákvæði sem fela í sér upplýsingar um framkvæmd þjónustunnar, kostnað og greiðslur og gildistíma samningsins. Ákvæði um framkvæmd þjónustunnar felur í sér lýsingu á því með hvaða móti þjónusta ÍSOR við ráðuneytið getur verið, þ.e. annars vegar skilgreind verkefni og hins vegar verkbeiðnir. Um er að ræða ákvæði almenns eðlis en ekki útfærslu á framkvæmd þjónustu við tiltekið verkefni. Ákvæði um kostnað og greiðslur kveður á um tvennskonar viðmið vegna greiðslna fyrir verkefni, þ.e. að annars vegar sé greitt samkvæmt einingaverði og hins vegar fast verð. Ekki er kveðið á um sérstaka upphæð í hvoru tilfellinu. Þá er kveðið á um ferli við samþykkt reikninga, greiðslufrest, skyldu til að veita yfirlit um heildarupphæð umbeðinnar þjónustu og heimild til að setja þak á árlega heildarupphæð viðskipta.<br /> <br /> Hvað varðar samning ÍSOR við Þróunarsamvinnustofnun Íslands, dags. 28. janúar 2014, vísar ÍSOR sérstaklega til ákvæða um verkgreiðslur, afsláttarkjör og rétt til verksins. Ákvæði um verkgreiðslur, sbr. 2. gr. samnings er almenns eðlis og felur ekki í sér upplýsingar um einingarverð eða heildargreiðslu. Ákvæði um afsláttarkjör, sbr. 2. mgr. 3. gr. samningsins felur í sér upplýsingar um upphæð fasts afsláttar sem ÍSOR veitir stofnuninni. Í ákvæði um rétt til verksins, sbr. 7. gr. samningsins, er kveðið á um höfundarrétt vegna árangurs af verkum og gögnum. <br /> <br /> Hvað varðar samninginn „Consultancy Contract between Ministry of Foreign Affairs Iceland and ÍSOR“, dags. 16. nóvember 2017 er sérstaklega bent á ákvæði um samninga um einstök verkefni, ákvæði um verð fyrir ráðgjafaþjónustu og ákvæði um gildistíma samningsins. Ákvæði um samninga um einstök verkefni, sbr. ákvæði 1.2. samningsins, er almenns eðlis en ekki er kveðið á um einstök verkefni eða framkvæmd þeirra. Í ákvæði um verð fyrir ráðgjafaþjónustu er kveðið á um dagtaxta þjónustunnar en fram kemur í ákvæðinu að það sé í samræmi við skilmála sem auglýstir hafi verið af Ríkiskaupum. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela hvorki samningarnir sem taldir eru upp í töluliðum 1, 3, 5, 11 og 12, né einstök ákvæði þeirra viðkvæmar upplýsingar sem almennt eru til þess fallnar að valda ÍSOR tjóni verði almenningi veittur aðgangur að þeim. Þá hefur almenningur ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér efni samninganna en samningsaðili ÍSOR er opinber aðili sem ráðstafar með samningunum opinberum hagsmunum. Er því ekki fallist á að verulegir samkeppnishagsmunir ÍSOR standi framar rétti almennings til aðgangs að samningunum. Þar sem engar aðrar takmarkanir upplýsingaréttar eiga við um framangreinda samninga er ÍSOR því skylt að veita kæranda aðgang að samningunum sem taldir eru upp í töluliðum 3, 5, 11 og 12. <br /> <br /> Þeir samningar sem taldir eru upp í töluliðum 2, 4, 6-10 eiga það sammerkt að vera við lögaðila í meirihlutaeigu hins opinbera og sem starfa á samkeppnismarkaði. Samningarnir lúta því bæði að samkeppnisrekstri ÍSOR og lögaðilanna sem hafa fengið undanþágu frá ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur ÍSOR af því verulega samkeppnishagsmuni að slíkir samningar lúti leynd enda hefði það veruleg áhrif á samkeppnisstöðu ÍSOR verði fyrirtækinu gert að veita almenningi aðgang að slíkum samningum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest synjun ÍSOR á aðgangi að samningum sem taldir eru upp í töluliðum 2, 4-5 og 6-10. <br /> <h2>2.</h2> Í samningi ÍSOR við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dags. 30. ágúst 2013, er tiltekið í ákvæði um framkvæmd þjónustunnar að samið verði um skilgreind verkefni á sérstökum verkefnablöðum og teljist þau blöð vera viðauki við samninginn í hverju tilviki. Þá kemur fram að form verkefnablaðs fylgi sem viðauki. Í samningi ÍSOR og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ, segir í 1. gr. að ráðgjöf sem unnin verði skuli skilgreind sérstaklega í verklýsingum og kostnaðaráætlunum sem skilgreindar verði sem viðaukar við samninginn. Í samningnum Consultancy Contract between Ministry of Foreign Affairs Iceland and ÍSOR, dags. 16. nóvember 2017, er í ákvæði 4.9 vísað til viðauka A við samninginn. Framangreindir viðaukar fylgdu ekki þeim gögnum sem afhent voru úrskurðarnefnd um upplýsingamál og ekki virðist hafa verið tekin afstaða til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Eru því annmarkar á afmörkun ÍSOR á gagnabeiðni kæranda sem ÍSOR ber að bæta úr með því að taka rökstudda afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að gögnunum. <br /> <h2>3.</h2> Í málinu er einnig deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um árlegar leigutekjur og húsnæðiskostnað ÍSOR á tilteknu tímabili, upplýsingum um hver hafi verið árlegur kostnaður af öðru húsnæði sem ÍSOR kunni að hafa umráð yfir á árabilinu 2003-2017 og upplýsingum um hvers konar leigutekjur sé um að ræða sem tilteknar séu í ársskýrslum ÍSOR á árunum 2003-2006. <br /> <br /> ÍSOR afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál húsaleigusamninga vegna húsnæðis stofnunarinnar að Grensásvegi, Reykjavík og á Rangárvöllum. Annars vegar er um að ræða samning ÍSOR við fjármálaráðuneytið, dags. 30. apríl 2016, og hins vegar samning um endurnýjun húsaleigusamnings ÍSOR og Norðurorku hf., dags. 1. október 2009. Um er að ræða hefðbundna húsaleigusamninga þar sem fram koma upplýsingar um hið leigða, leigutíma, leigufjárhæð og leiguskilmála. Með leigusamningi við fjármálaráðuneytið vegna húsnæðisins að Grensásvegi fylgir einnig yfirlit yfir heildarstærð, leiguverð og skiptingu húsnæðis milli stofnana sem leigja í húsnæðinu, þ.e. ÍSOR, Orkustofnunar og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Í yfirlitinu kemur m.a. fram hversu háa upphæð viðkomandi stofnanir greiða fyrir leigu á fermetra í húsnæðinu. <br /> <br /> Sem fyrr segir telur ÍSOR sér ekki skylt að veita kæranda aðgang að gögnunum með vísan til 4. tölul. 10. gr. og 9. gr upplýsingalaga. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að leigusamningarnir og húsaleigureikningar fyrir júlí 2018 vegna leigu ÍSOR á húsnæði fyrir starfsemi sína tengist þeirri starfsemi ÍSOR sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Nefndin telur hins vegar að hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um leigusamning ÍSOR og fjármálaráðuneytisins og útgefins reiknings vegna leigunnar séu ríkari en samkeppnishagsmunir ÍSOR af því að gögnin lúti leynd en um er að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þá telur nefndin að yfirlit sem fylgdi leigusamningi við fjármálaráðuneytið vegna húsnæðisins að Grensásvegi hafi ekki að geyma upplýsingar um svo mikilvæga samkeppnishagsmuni annarra stofnana sem gögnin varða, þ.e. Orkustofnunar og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, að þeir ryðji úr vegi hagsmunum almennings til þess að geta kynnt sér hvernig opinberum hagsmunum er ráðstafað. Með vísan til framangreinds telur nefndin ekki heimilt að undanþiggja framangreind gögn upplýsingarétti almennings til vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þar sem aðrar takmarkanir á upplýsingarétti standa afhendingu gagnanna ekki í vegi verður ÍSOR því gert að afhenda kæranda leigusamning ÍSOR við fjármálaráðuneytið, dags. 30. apríl 2016, yfirlit sem fylgdi með samningnum og útgefinn reikning vegna leigu í júlí 2018, með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hvað varðar leigusamning ÍSOR og Norðurorku hf., dags. 1. október 2009 og útgefinn reikning vegna leigunnar í júlímánaðar 2018, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að samkeppnishagsmunir ÍSOR séu ríkari en réttur almennings til aðgangs að gögnunum en Norðurorka hf. er hlutafélag í samkeppnisrekstri og felur leigan ekki í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Er því fallist á það með ÍSOR að samkeppnishagsmunir ÍSOR standi því í vegi að almenningur fái aðgang að upplýsingunum. Þar af leiðandi verða gögnin felld undir undanþáguákvæði 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Af umsögn ÍSOR má ekki ráða að tekin hafi verið afstaða til beiðni kæranda um upplýsingar um hver hafi verið árlegur kostnaður af öðru húsnæði sem ÍSOR kunni að hafa umráð yfir á árabilinu 2003-2017 og upplýsingar um hvers konar leigutekjur sé um að ræða sem tilteknar séu í ársskýrslum ÍSOR á árunum 2003-2006. Þannig verður ekki séð að kannað hafi verið hvort fyrirliggjandi séu gögn sem lúti að leigutekjum fyrir þessi ár og hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim gögnum með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa þeim hluta beiðni kæranda aftur til ÍSOR til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <h2>4.</h2> Með beiðni, dags. 14. júní 2018, óskaði kærandi m.a. eftir yfirliti yfir samninga um rannsóknarverkefni sem ÍSOR hafi gert við ríkisstofnanir, ráðuneyti og fyrirtæki í opinberri eigu síðastliðin 15 ár. Enn fremur er óskað eftir yfirliti um þær greiðslur sem ÍSOR hafi fengið fyrir þessi verkefni á sama tímabili þar sem greiðslurnar eru sundurgreindar fyrir hvert ár. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að skylt sé ef þess er óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þá er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna en það á við þegar gögn eru afhent að hluta ef takmarkanir eiga við um aðra hluta þeirra. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> ÍSOR hefur staðhæft að umbeðin yfirlit séu ekki fyrirliggjandi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu. Því er ekki um að ræða synjun ÍSOR á aðgangi að gögnum sem kæranleg er til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður því að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Íslenskum orkurannsóknum er skylt að veita Stapa ehf. aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Samningi um ráðgjöf og þjónustu ÍSOR við umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dags. 30. ágúst 2013. <br /> 2. Samningi um grunnrannsóknir, ráðgjöf við stjórnvöld og gagnagrunn á sviði orkumála, náttúrufars og jarðrænna auðlinda á milli Orkustofnunar og ÍSOR, dags. 1. apríl 2004.<br /> 3. Samstarfssamningi Háskóla Íslands og ÍSOR, dags. 19. desember 2006.<br /> 4. Samningi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ og ÍSOR, dags. 28. janúar 2014.<br /> 5. Consultancy Contract between Ministry of Foreign Affairs Iceland and ÍSOR, dags. 16. nóvember 2017.<br /> 6. Húsaleigusamningi Íslenskra orkurannsókna og fjármálaráðuneytisins, dags. 30. apríl 2016 og fylgiskjali með samningnum. <br /> 7. Reikningi, útgefnum af Ríkiseignum til ÍSOR fyrir húsaleigu vegna húsnæðis stofnunarinnar að Grensásvegi, dags. 3. júlí 2018. <br /> <br /> Staðfest er synjun ÍSOR á beiðni Stapa ehf. um aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Samningi um ráðgjafarþjónustu milli Landsvirkjunar og ÍSOR, dags. 29. janúar 2004.<br /> 2. Samningi um ráðgjafarþjónustu milli Þeistareykja ehf. og ÍSOR, dags. 8. maí 2006.<br /> 3. Samningi um þjónustu vegna mælinga í borholum milli Orkuveitu Reykjavíkur sem verkkaupa og ÍSOR sem ráðgjafa, dags. 17. nóvember 2006.<br /> 4. Samningi um ráðgjafarþjónustu milli Landsvirkjunar Power ehf. og ÍSOR, dags. 19. febrúar 2008.<br /> 5. Samningi um ráðgjafarþjónustu milli Norðurorku hf. og ÍSOR, dags. 19. janúar 2010.<br /> 6. Rammasamningi um þjónustu vegna mælinga í borholum milli Orkuveitu Reykjavíkur sem verkkaupa og ÍSOR sem ráðgjafa, dags. 30. ágúst 2012.<br /> 7. Samningi um þjónustu vegna mælinga í borholum milli Landsvirkjunar sem verkkaupa og ÍSOR sem ráðgjafa, dags. 5. nóvember 2012.<br /> 8. Samningi um endurnýjun húsaleigusamnings Íslenskra orkurannsókna og Norðurorku hf., dags. 1. október 2009. <br /> 9. Reikningi, útgefnum af Norðurorku hf. vegna fyrir húsaleigu, dags. 1. júlí 2018<br /> <br /> Beiðni Stapa ehf., um aðgang að viðaukum með samningunum „Samningur um ráðgjöf og þjónustu ÍSOR við umhverfis- og auðlindaráðuneytið“, dags. 30. ágúst 2013, „Samningur milli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ og ÍSOR“, dags. 28. janúar 2014 og „Consultancy Contract between Ministry of Foreign Affairs Iceland and ÍSOR“, dags. 16. nóvember 2017 er vísað til Íslenskra orkurannsókna til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Beiðni Stapa ehf., um upplýsingar um hver hafi verið árlegur kostnaður af öðru húsnæði sem ÍSOR kunni að hafa umráð yfir á árabilinu 2003-2017 og hvers konar leigutekjur sé um að ræða sem tilteknar séu í ársskýrslum ÍSOR á árunum 2003-2006 er vísað til Íslenskra orkurannsókna til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> Kæru Stapa ehf. vegna afgreiðslu Íslenskra orkurannsókna á beiðni, dags. 14. júní 2018, um yfirlit yfir samninga um rannsóknarverkefni sem stofnunin hefur gert við ríkisstofnanir, ráðuneyti og fyrirtæki í opinberri eigu á árunum 2003-2018 og yfirlit um þær greiðslur sem stofnunin hafi fengið fyrir þessi verkefni á sama tímabili þar sem greiðslurnar eru sundurgreindar fyrir hvert ár, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
812/2019. Úrskurður frá 23. júlí 2019 | Seðlabanki Íslands krafðist þess að réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar nr. 810/2019 yrði frestað með vísan til 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, enda hygðist bankinn bera úrskurðinn undir dómstóla. Krafa Seðlabanka Íslands byggði m.a. á því að birting skjalsins, sem fallist var á aðgang að í úrskurðinum, kynni að skerða með óbætanlegum hætti annars vegar orðspor bankans og hins vegar nánar tilgreinds starfsmanns. Að auki teldi bankinn mikilvægt að fá úrlausn dómstóla um skýringu á 7. gr. upplýsingalaga, en úrskurðarframkvæmd nefndarinnar væri reikul við skýringu á því hvað félli undir orðalagið „starfssambandið að öðru leyti“ í 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd tók fram að ekki yrði séð að dómstólar hefðu tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og leyst var úr í úrskurðinum, og kynni því að vera ástæða til þess að bera ágreining um túlkun framangreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Í því samhengi tók nefndin þó fram að enda þótt einhver þróun kynni að hafa átt sér stað í túlkun hennar á 7. gr. upplýsingalaga teldi hún ekki augljóst að eldri úrskurðarframkvæmd hefði leitt til þess að synjun Seðlabankans á umbeðnu gagni hefði verið staðfest. Með vísan til vafa um túlkun á 7. gr. laganna og hagsmuna bankans taldi nefndin rétt, eins og á stæði, að fresta réttaráhrifum úrskurðarins. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 23. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 812/2019 í máli ÚNU 19060010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. júlí 2019, gerði A lögmaður þá kröfu, f.h. Seðlabanka Íslands, að úrskurðarnefnd um upplýsingamál frestaði réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. 810/2019 í máli ÚNU 19010016, sem kveðinn var upp 3. júlí 2019, með vísan til 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, enda hygðist Seðlabanki Íslands bera úrskurðinn undir dómstóla í samræmi við ákvæði 2. mgr. sömu greinar.<br /> <br /> Í erindinu kemur m.a. fram að Seðlabanki Íslands telji skilyrði 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga fyrir frestun réttaráhrifa vera uppfyllt. Horfa verði til tilurðar skjalsins og þess að það varði bæði hagsmuni bankans af því að geta haldið í hæft starfsfólk og tryggt að stór verkefni sem miklir hagsmunir séu bundnir við lendi ekki í erfiðleikum, og hagsmuni fyrrum starfsmanns bankans. Þessir hagsmunir kunni að verða skertir með óbætanlegum hætti verði aðgangur veittur að skjalinu. Að þessum atriðum hafi ekki verið vikið í umsögn Seðlabanka Íslands, dags. 22. febrúar 2019, í kærumáli ÚNU 19010016. Í erindinu er tilurð samningsins því næst rakin. Þá kemur fram að ljóst sé að skjalið varði mjög persónubundin starfskjör fyrrverandi starfsmanns Seðlabanka Íslands, sem sæki stoð í framvindu starfsmannsins í störfum fyrir bankann. Birting skjalsins, án útskýringa um tilurð þess, kunni að skerða með óbætanlegum hætti annars vegar orðspor bankans og hins vegar starfsmannsins og draga úr möguleikum bankans til að gera sambærilega samninga í framtíðinni þegar það sé talið nauðsynlegt til að stofna ekki verkefnum bankans í hættu. Því sé fyrir hendi sérstök ástæða til þess að verða við kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurðarins. <br /> <br /> Seðlabanki Íslands telur sérstaka ástæðu til að verða við kröfu um frestun réttaráhrifa þar sem mikilvægt sé að fá niðurstöðu dómstóla um skýringu 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar metið er hvað teljist til sérstakra ástæðna hljóti að koma til skoðunar atriði eins og möguleg reikul úrskurðarframkvæmd úrskurðarnefndar um tiltekið álitaefni og/eða lagaákvæði og/eða að rétt þyki að fá úrlausn dómstóla um tiltekið mikilvægt álitaefni. Sé og rétt að geta þess að Seðlabanki Íslands geti ekki borið úrskurð úrskurðarnefndarinnar undir dómstóla þegar búið sé að afhenda umrætt skjal þar eð við það falli lögvarðir hagsmunir hans af úrlausn dómstóla niður og yrði slíku máli þannig vísað frá dómi. Seðlabanki Íslands telji hvort tveggja eiga við í málinu, þ.e. að úrskurðaframkvæmd um skýringu 7. gr. upplýsingalaga kunni að vera á reiki og að mikilvægt sé að fá úrlausn dómstóla um skýringu lagaákvæðisins.<br /> <br /> Í erindinu kemur enn fremur fram að ekki hafi verið fullt samræmi í úrskurðum nefndarinnar varðandi túlkun á 7. gr. upplýsingalaga. Bent er á úrskurði þar sem orðalagið „starfssambandið að öðru leyti“ er túlkað svo að undir það falli ákvarðanir um rétt og skyldu starfsmanna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í eldri úrskurðum sé þessi nálgun ekki viðhöfð og virðist fremur byggt á því hvort um sé að ræða upplýsingar er varði „föst launakjör“, sem veita skuli upplýsingar um, en ekki önnur atriði, sbr. t.d. t.d. úrskurði nr. 666/2016, 661/2016, 632/2016, 560/2014, A-542/2014, A-520/2014 og A-10/1997. Virðist því þróunin vera sú hjá nefndinni að beita annarri nálgun en áður og víkka þar með út upplýsingaréttinn að óbreyttum lögum. Vísað er til þess að í úrskurði nr. A-520/2014 sé tekið fram að úrskurðarnefndin telji ljóst að almennt teljist samningar milli stjórnvalda og starfsmanna þeirra um starfssambandið undanþegnir upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Sé þar augljóslega um að ræða aðra nálgun en tekin er í úrskurði nr. 810/2019. Bankinn telji beitingu ákvæðisins í eldri úrskurðum vera rétta en ekki í hinum nýju úrskurðum. <br /> <br /> Þá kemur fram að af lestri 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga virðist ljóst að meginreglan sé að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til upplýsinga um málefni starfsmanna og að í 2. mgr. komi fram undantekningar um upplýsingar sem skylt sé að veita aðgang að. Af því megi ætla að þar sé um að ræða tæmandi talningu. Í þessu sambandi megi benda á að í ritinu Stjórnsýsluréttur-fjölrit: Almennar reglur laga um upplýsingarétt, á bls. 59. segi að líta beri svo á að 2. til 4. mgr. 7. gr. séu tæmandi um það hvaða upplýsingar sé heimilt að veita almenningi um málefni einstakara starfmanna. Einnig megi líta til 9. gr. laganna en í athugasemdum sem fylgdu eldri upplýsingalögum nr. 50/1996, segi í athugasemdum við 5. gr. laganna að því er snerti laun opinberra starfsmanna þá séu upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings. Vegna alls þessa sé mikilvægt að fá úrlausn dómsstóla um skýringu 7. gr. laganna og undirliggjandi álitaefni í málinu. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 15. júlí 2019, var B, blaðamanni og kæranda í máli ÚNU 19010016, gefinn kostur á að senda umsögn um kröfuna og koma að rökstuðningi. <br /> <br /> Í umsögn B, dags. 19. júlí 2019, kemur m.a. fram að B hafi þegar beðið í átta mánuði eftir þeim upplýsingum sem nefndin hafi úrskurðað að Seðlabankanum sé skylt að afhenda. Það sé hlutverk B sem blaðamanns að flytja almenningi fréttir af vettvangi líðandi stundar og í því felist aðhald að stjórnvöldum og stofnunum ríkisins, meðal annars um það hvernig fjármunum Seðlabanka Íslands sé varið. Með því að leita til dómstóla reyni Seðlabanki Íslands að draga afhendingu þeirra upplýsinga sem bankanum beri að veita samkvæmt úrskurði nefndarinnar um ófyrirséðan tíma. Almenningur hafi af því mikla hagsmuni að ekki sé brugðið fæti fyrir blaðamenn við vinnslu frétta um meðferð skattfjár. Þeir hagsmunir vegi mun þyngra en hagsmunir Seðlabankans af því að afhenda ekki þær upplýsingar sem krafist sé. Engin knýjandi þörf sé fyrir frestun réttaráhrifa úrskurðarins. Þá hafi aðdragandi og forsaga samningsins verið rakin, sbr. forsíðu og síðu fjögur í Fréttablaðinu 19. júlí 2019, en af greinargerð Seðlabankans megi skilja að opinber birting samningsins sé bankanum skaðleg nema forsagan fylgi með.<br /> <br /> B telur að sérstakar ástæður fyrir frestun réttaráhrifa úrskurðarins séu ekki fyrir hendi. Hafa verði í huga að ekki sé verið að óska eftir upplýsingum um öryggismál ríkisins eða um mikilsverð efnahagsleyndarmál. Umbeðnar upplýsingar teljist ekki til viðkvæmra persónuupplýsinga og engir mikilsverðir almannahagsmunir krefjist þess að þær fari leynt. Þvert á móti varði það almannahagsmuni að blaðamenn geti unnið vinnu sína óáreittir og án þess að vera dregnir fyrir dómstóla vegna upplýsingabeiðni sem þegar hafi verið úrskurðað um. Úrskurðurinn sé ekki að neinu leyti í andstöðu við fyrri úrskurði nefndarinnar.<br /> <br /> B gerir athugasemd við það að Seðlabanki Íslands komi fram með ný rök fyrir því að skjalið verði ekki afhent. Að mati B geti þau rök þó aldrei leitt til þess að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað enda væri það alfarið í andstöðu við ákvæði 24. gr. laganna. B tekur fram að bið íslenskra blaða- og fréttamanna eftir upplýsingum sé nú þegar óþarflega löng í samanburði við nágrannaríkin. Íslenskar stofnanir beiti öllum mögulegum ráðum til að koma í veg fyrir afhendingu upplýsinga og bregða með því fæti fyrir blaðamenn. Í skýrslu nefndar um traust á stjórnmálum sé þessari háttsemi lýst sem sérstökum kúltúr í stjórnsýslunni. <br /> <br /> Í umsögn B kemur einnig fram að ef fallist verði á kröfu um frestun réttaráhrifa sé fyrirséð að bið eftir umbeðnum gögnum muni dragast um marga mánuði í viðbót og jafnvel ár. Þá verði að engu orðinn réttur B sem fréttamanns til upplýsinga og tjáningarfrelsi hans sem blaðamanns. Réttur almennings sé þá að sama skapi fyrir borð borinn. Er því farið fram á að kröfu Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa verði hafnað. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta varðar kröfu Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 810/2019 í máli ÚNU 19010016, sem kveðinn var upp 3. júlí 2019 á meðan mál um gildi úrskurðarins verður borið undir dómstóla. Krafan er sett fram með vísan til 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í úrskurði nr. 810/2019 hafnaði úrskurðarnefndin því að skjal í vörslum Seðlabanka Íslands væri undirorpið þagnarskyldureglu 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 eða undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 7. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að skjalinu með vísan til meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. <br /> <br /> Í 24. gr. upplýsingalaga er að finna heimild fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar að kröfu stjórnvalds eða annars aðila telji nefndin sérstaka ástæðu til. Í athugasemdum við ákvæði 24. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að líta beri á heimildarákvæðið undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á. Fræðimenn hafa talið að til að komast að niðurstöðu um hvort réttlætanlegt sé að fresta réttaráhrifum kærðrar ákvörðunar verði ávallt að leggja heildstætt mat á þau andstæðu sjónarmið sem vegast á í hverju máli. Við matið beri að líta til réttmætra hagsmuna allra aðila málsins. Þá beri að líta til þess hversu langt er um liðið frá því að hin kærða ákvörðun var tilkynnt aðilum. Loks beri að líta til þess hversu líklegt sé að ákvörðuninni verði breytt, sjá Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin, skýringarrit. Reykjavík 1994, bls. 275.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar að með heimildarákvæðinu séu fyrst og fremst höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 775/2019, 713/2017, 628/2016, 577/2015 og 575/2015 en úrskurða nr. A-78/1999C, A-117/2001B, A-233/2006B, A-277/2008B, A-328B/2010 B-438/2012 og B-442/2012 um ákvæði 18. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. Nefndin telur rétt að árétta að ákvörðun um nýtingu heimildar til þess að fresta réttaráhrifum ræðst fyrst og síðast af mati á því máli sem um ræðir hverju sinni. <br /> <br /> Í úrskurði nr. 810/2019 reyndi m.a. á það hvort skjal í vörslum bankans væri undanþegið upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með vísan til 7. gr. upplýsingalaga sem undanskilur upplýsingar um opinbera starfsmenn frá upplýsingarétti almennings. Í ákvæðinu segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum, sem lögin taki til skv. 2. gr., taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í úrskurðinum reyndi á hvort skjalið væri undanþegið upplýsingarétti almennings á þeim grundvelli að í því væru upplýsingar sem lytu að starfssambandi umrædds starfsmanns og Seðlabanka Íslands. <br /> <br /> Í athugasemdum við frumvarp til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um fyrrnefnt orðasamband: <br /> <br /> „Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst af framangreindum ummælum í athugasemdum greinargerðarinnar að ekki sé hægt að fella öll gögn og upplýsingar um samskipti og samkomulag vinnuveitanda og starfsmanna undir umrædda undanþágu frá upplýsingarétti enda þótt þau gögn varði með einum eða öðrum hætti vinnutengd málefni. Beiting 1. mgr. 7. gr. er því síður en svo vélræn og laus við túlkun.<br /> <br /> Krafa Seðlabanka Íslands byggir á því að mikilvægt sé að fá úrlausn dómstóla um skýringu á 7. gr. upplýsingalaga en úrskurðarframkvæmd nefndarinnar hafi verið reikul við skýringu á því hvað falli undir orðalagið „starfssambandið að öðru leyti“ í 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Fyrir liggur að úrskurður nefndarinnar nr. 810/2019 styðst ekki við skýr fordæmi dómstóla eða rótgróna úrskurðarframkvæmd nefndarinnar sjálfrar. Ekki verður séð að dómstólar hafi tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og leyst var úr í úrskurðinum. Kann því að vera ástæða til þess að bera ágreining um túlkun framangreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Í þessu samhengi tekur nefndin þó fram að enda þótt einhver þróun kunni að hafa átt sér stað í túlkun hennar á 7. gr. upplýsingalaga telur hún ekki augljóst að eldri úrskurðarframkvæmd hefði leitt til þess að synjun Seðlabankans á umbeðnu gagni hefði verið staðfest.<br /> <br /> Seðlabanki Íslands vísar til þess að skjalið, sem fallist var á aðgang að, varði annars vegar hagsmuni bankans af því að geta haldið í hæft starfsfólk og tryggt að stór verkefni sem miklir hagsmunir séu bundnir við lendi ekki í erfiðleikum og hins vegar hagsmuni þess starfsmanns sem upplýsingarnar varðar. Birting samningsins, án samhengis við forsögu hans, kunni að skerða með óbætanlegum hætti annars vegar orðspor bankans og hins vegar starfsmannsins, og draga úr möguleikum bankans til að gera sambærilega samninga í framtíðinni þegar það sé talið nauðsynlegt til að stofna ekki verkefnum bankans í hættu.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál leiðir vafi um túlkun 7. gr. upplýsingalaga og hagsmunir bankans af því að ekki verði veittur aðgangur að skjalinu í andstöðu við ákvæðið eins og það kann síðar að vera skýrt af dómstólum til þess að sérstakar ástæður standi til þess að veita Seðlabanka Íslands kost á að bera úrskurð nefndarinnar nr. 810/2019 undir dómstóla áður en úrskurðurinn verður fullnustaður. Telur nefndin því rétt eins og hér stendur á fresta réttaráhrifum úrskurðarins.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Fallist er á kröfu Seðlabanka Íslands, dags. 10. júlí 2019, um að fresta réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 810/2019 í máli ÚNU 19010016, enda beri Seðlabanki Íslands málið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu þessa úrskurðar og óski eftir að það hljóti flýtimeðferð.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
811/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skjali um efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW Air hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Beiðni kæranda var synjað á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem það hefði verið tekið saman fyrir fund ráðherranefndar. Að mati úrskurðarnefndar bar skjalið það ótvírætt með sér að hafa verið tekið saman fyrir ráðherranefnd. Vegna þessa taldi úrskurðarnefnd að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefði verið heimilt að synja kæranda um aðgang að skjalinu á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds varð ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjalinu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 811/2019 í máli ÚNU 19030015.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. mars 2019, kærði A, fréttastjóri, synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum. Kærandi óskaði eftir því þann 26. mars 2019 að fjármála- og efnahagsráðuneytið veitti aðgang að sviðsmyndagreiningu stjórnvalda vegna WOW air. Beiðninni var synjað samdægurs með þeim rökstuðningi að gögnin hefðu verið tekin saman fyrir ráðherranefnd.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að [kærandi] telji synjun ráðuneytisins ganga gegn markmiðum upplýsingalaga um möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni. Upplýsingalög hafi verið sett árið 2012 með það yfirlýsta markmið að endurheimta traust til stjórnvalda en þáverandi forsætisráðherra hafi lagt áherslu á að ekki yrði synjað um aðgang að gögnum nema ótvírætt væri að hagsmunir sem stríddu gegn aðgangi almennings vægju þyngra en réttur almennings til aðgangs að gögnum. Að baki frumvarpinu hafi legið sú staðreynd að stjórnvöld hefðu í aðdraganda hrunsins 2008 leynt almenning mikilvægum upplýsingum um efnahagslega stöðu og horfur landsins. Í umræðu um mögulegt gjaldþrot WOW hafi flugfélagið gert eigin sviðsmyndagreiningu sem greint hafi verið frá opinberlega. Það skipti almenning miklu máli að kynna sér sviðsmyndagreiningar stjórnvalda þótt ekki væri nema til þess að geta borið hana saman við greiningu WOW. <br /> <br /> [Kærandi] óskar eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki afstöðu til þess hvort stjórnvaldi nægi að vísa til 6. gr. upplýsingalaga til að synja um afhendingu upplýsinga. Að mati [kæranda] þurfi stjórnvald fyrst að taka afstöðu til þess hvort ósk fjölmiðils um upplýsingar sé í þágu markmiða laganna eins og þeim er lýst í 1. gr. og eingöngu synja um aðgang að gögnum ef ótvírætt sé að hagsmunir sem stríða gegn aðgangi almennings vegi þyngra en réttur almennings til aðgangs að gögnum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi, dags. 28. mars 2019, og veittur kostur á að koma athugasemdum á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 9. apríl, segir að tilgangur ákvæðisins sé fyrst og fremst að varðveita möguleika stjórnvalda til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs en vísað er til athugasemda við ákvæði 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Mikilvægir almannahagsmunir búi að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki séu fallnar til vinsælda, og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þau sjónarmið sem rakin séu í athugasemdunum eigi við í málinu. Með umsögninni fylgdi skjalið „Efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW air“, dags. 26. mars 2019. <br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. apríl 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 16. apríl, segir að ekki sé lengur ástæða til að halda trúnað um þessi gögn því WOW air hafi farið í þrot. Stjórnvöld hafi því ekki lengur hagsmuni, að minnsta kosti ekki næga hagsmuni og ekki hagsmuni sem samrýmast upplýsingalögum, af því að halda gögnunum frá almenningi. Það sé hins vegar mikið hagsmunamál fyrir almenning að geta séð hvaða valkostum stjórnvöld stóðu frammi fyrir í aðdraganda gjaldþrots WOW og hvaða ráðgjöf þau fengu um efnahagslegar afleiðingar mismunandi kosta. Þá sé það augljóslega í samræmi við aðhaldshlutverk fjölmiðils gagnvart stjórnvöldum, samkvæmt 1. gr. upplýsingalaga, að fjalla um mikilvæg mál sem þetta. <br /> <br /> Þá dregur [kærandi] í efa að umrædd gögn falli undir undanþáguregluna. Í athugasemdum við 6. gr. upplýsingamála segi að þrátt fyrir að ríkir almannahagsmunir búi að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verði á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings. Spurningin sem úrskurðarnefndin þurfi að svara sé hvort réttur almennings til að fá upplýsingar um mögulegar efnahagslegar afleiðingar af rekstrarstöðvum WOW sé meiri en hagsmunir ríkisins af því að halda þeim upplýsingum leyndum. <br /> <br /> Í athugasemdunum segir einnig að það sé eindregin afstaða [kæranda] að almenningur hafi á þeim tíma sem óskað var eftir gögnunum haft gífurlega hagsmuni af því að fá áreiðanlegar upplýsingar um mögulegar afleiðingar af rekstrarstöðvun næststærsta flugfélags landsins. Miklar vangaveltur hafi verið meðal almennings um alvarlegt högg sem ferðaþjónustan yrði fyrir og meðfylgjandi efnahagssamdrátt. Þegar slíkar vangaveltur komist á flug skipti miklu máli að ábyrgir fjölmiðlar komi vönduðum upplýsingum á framfæri. Falsfréttir dafni í upplýsingaskorti. Því sé það einmitt við slíkar aðstæður sem almenningur hafi knýjandi þörf fyrir að ríkisvaldið haldi ekki gögnum leyndum. Þetta ætti að vera ljóst, meðal annars af skoðun á upplýsingagjöf stjórnvalda og umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda hrunsins 2008. [Kærandi] ítreki því ósk sína um aðgang að gögnunum og að úrskurðarnefnd undirstriki með úrskurði sínum rétt almennings til slíkra upplýsinga. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skjalinu „Efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW air“, dags. 26. mars 2019, á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr laganna. Í málinu reynir á hvort fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gagninu á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem það hafi verið tekið saman fyrir fund ráðherranefndar. <br /> <br /> Í 6. gr. eru talin upp gögn sem eru undanþegin upplýsingarétti. Samkvæmt 1. tölul. 6. gr. tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum eða gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. <br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 6. gr. í frumvarpi til laga nr. 140/2012 segir: <br /> <br /> „Í 1. tölul. ákvæðisins kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Sambærilega undantekningu frá upplýsingarétti aðila stjórnsýslumáls er að finna í 16. gr. stjórnsýslulaga. Segja má að tilgangur þessarar reglu sé fyrst og fremst sá að varðveita möguleika þeirra stjórnvalda sem þarna eru nefnd til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs. Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings.“<br /> <br /> Þá segir í sérstökum skýringum við 1. tölul. 6. gr.: <br /> <br /> „Ákvæði 1. tölul. 6. gr. frumvarpsins er í meginatriðum samhljóða 1. tölul. 4. gr. gildandi laga. Er því ekki sérstök þörf á umfjöllun um efnislegt innihald hans. Í ákvæðinu er þó mælt fyrir um það nýmæli að undir undanþáguna falli ekki aðeins fundargerðir ríkisráðs og ríkisstjórnar, heldur einnig upptökur og endurrit af fundum ríkisstjórnar. Æskilegt er að taka af skarið um þetta í ljósi ákvæðis 4. mgr. 7. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, um að fundir ríkisstjórnar skuli hljóðritaðir. Í þessu felst aðeins regla um heimild stjórnvalda til að takmarka rétt almennings til aðgangs að umræddum gögnum. Hægt er að veita aukinn aðgang velji viðkomandi stjórnvöld það samkvæmt reglunni í 11. gr. frumvarpsins.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 11. gr. segir að heimilt sé að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt sé samkvæmt upplýsingalögum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Í 2. mgr. 11. gr segir að þegar stjórnvöld, sbr. 1. mgr. 2. gr., synji beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. skuli taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er, sbr. 1. mgr. ákvæðisins. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér skjalið „Efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW air“. Skjalið ber það ótvírætt með sér að hafa verið tekið saman fyrir ráðherranefnd. Vegna þessa var fjármála- og efnahagsráðuneytinu heimilt að synja kæranda um aðgang að skjalinu á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, óháð því hvort efni skjalsins varði almannahagsmuni. Eins og fram kemur í athugasemdum við ákvæði 1. tölul. 6. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 var fjármála- og efnahagsráðuneytinu heimilt að veita aðgang að skjalinu samkvæmt reglu 11. gr. um aukinn aðgang. Ráðuneytinu var þó ekki skylt að taka afstöðu til þess sérstaklega í rökstuðningi fyrir synjun beiðninnar, en samkvæmt 2. mgr. 11. gr. er slík skylda aðeins fyrir hendi sé synjun reist á ákvæðum 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að skjalinu. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 26. mars 2019, á beiðni A um aðgang að skjalinu „Efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW air“, dags. 26. mars 2019. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
810/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019 | Kærð var ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni blaðamanns um aðgang að samningi bankans við starfsmann um námsleyfi og styrk til náms. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það að upplýsingarnar yrðu felldar undir þagnarskylduákvæði 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Þá féllst nefndin ekki á að upplýsingarnar vörðuðu starfssamband bankans og fyrrum starfsmanns bankans, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Að lokum var ekki fallist á að upplýsingarnar vörðuðu einka- og fjárhagsmálefni einstaklings sem eðlilegt og sanngjarnt væri að leynt færu, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var því lagt fyrir Seðlabanka Íslands að veita kæranda aðgang að samningnum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 810/2019 í máli ÚNU 19010016.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. janúar 2019, kærði A, fréttastjóri DV, synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um gögn. Kærandi óskaði eftir því með erindi, dags. 19. nóvember 2018, að Seðlabanki Íslands veitti upplýsingar um tilhögun námsleyfis sem B, þáverandi [starfsmaður] Seðlabanka Íslands, hefði farið í um mitt ár 2016. Óskað var eftir upplýsingum um það hversu háa fjárhæð bankinn hefði greitt fyrir nám hennar, hvort hún hefði fengið greidd laun að fullu eða að hluta á meðan á námsleyfinu stóð, hversu háar upphæðir hún hefði fengið frá bankanum, hvort gerður hafi verið samningur þess efnis að hún þyrfti að starfa hjá bankanum að námi loknu, hvenær hún hefði að nýju hafið störf eftir námslok og hvenær hún hefði lokið störfum fyrir bankann. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 30. nóvember 2018, upplýsti Seðlabanki Íslands kæranda um að B hefði lokið störfum fyrir bankann í lok árs 2017. Seðlabanki Íslandi gæti að öðru leyti ekki veitt svör við spurningunum á grundvelli trúnaðarákvæðis 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 og 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, auk persónuverndarsjónarmiða. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að það sé mat kæranda að Seðlabanka Íslands beri að veita aðgang að upplýsingum um greiðslur til B á meðan hún var í námsleyfi. Ótækt sé að æðstu stjórnendur Seðlabankans geti úthlutað verulegum gæðum í dýrt háskólanám til undirmanna sinna án þess að almenningur sé upplýstur um það. Þá kemur fram að óskað sé eftir því að Seðlabanki Íslands veiti upplýsingar um það hversu marga slíka námsstyrki bankinn hafi veitt frá því að Már Guðmundsson tók við sem seðlabankastjóri í ágúst 2009. Að auki sé óskað eftir heildarupphæð slíkra námsstyrkja. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 1. febrúar 2019, var kæran kynnt Seðlabanka Íslands og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn Seðlabanka Íslands, dags. 22. febrúar 2019, er synjun bankans á beiðni kæranda í fyrsta lagi rökstudd með vísan til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Bankinn telur upplýsingarnar sem kærandi óski eftir vera þess eðlis að þær varði málefni bankans sjálfs og teljist því ekki til opinberra upplýsinga. Upplýsingarnar séu háðar þagnarskyldu nema annað hvort úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi. <br /> <br /> Vísað er til þess að með gagnályktun frá ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga megi ætla að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að almenningi verði veittur aðgangur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/212 sé fjallað um sérstök þagnarskylduákvæði og muninn á þeim og almennum þagnarskylduákvæðum. Þar komi m.a. fram að um sérstök þagnarskylduákvæði sé að ræða þegar þagnarskylda eigi að ríkja um einstaklingsbundnar upplýsingar, einkamálefni, persónuleg málefni eða upplýsingar um hagi einstaklinga eða fyrirtækja. Í sérstökum þagnarskylduákvæðum séu þær upplýsingar sem þagnarskylda skuli ríkja um þannig sérgreindar andstætt því sem gildi um almenn þagnarskylduákvæði. <br /> <br /> Í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 segi að þagnarskylda skuli ríkja um annars vegar hagi viðskiptamanna bankans og hins vegar málefni bankans sjálfs, en með þessum hætti séu þær upplýsingar, sem þagnarskylda skuli ríkja um samkvæmt lögunum, sérgreindar. Þá er vísað til túlkunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál á ákvæðinu í úrskurðum í málum A-324/2009, A-423/3012 og úrskurða nr. 582/2015 og 774/2019 og dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2012, þar sem því var slegið föstu að 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 væri sérstakt þagnarskylduákvæði. <br /> <br /> Í öðru lagi byggir Seðlabanki Íslands á því að upplýsingarnar séu undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Óhugsandi sé að líta öðruvísi á en að upplýsingarnar varði starfssamband Seðlabanka Íslands og umrædds starfsmanns, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að trúnaður skuli ríkja um. Í þriðja lagi er vísað til 9. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Að mati Seðlabanka Íslands er ljóst að upplýsingarnar varði einkamálefni viðkomandi starfsmanns og réttur almennings til aðgangs nái þegar af þeirri ástæðu ekki til þeirra. <br /> <br /> Með umsögn Seðlabanka Íslands fylgdi samningur milli Seðlabanka Íslands og B, dags. 29. apríl 2016. Í bréfi sem fylgdi samningi er þess getið að B hafi starfað í hlutastarfi (fjarvinnu) fyrir bankann frá því í september 2017 og til loka þess árs en engin gögn séu til um það fyrirkomulag. <br /> <br /> Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. febrúar 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að gögnum sem geyma upplýsingar um það hvort [starfsmaður] Seðlabanka Íslands hafi fengið námsstyrk frá bankanum. Synjun Seðlabanka Íslands er aðallega reist á því að bankanum sé óheimilt að veita upplýsingarnar á grundvelli þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, sbr. 2. málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Í 2. málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda, hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingarnar sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga, eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum, nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Að því er varðar orðlagið „málefni bankans sjálfs“ hefur úrskurðarnefndin við það miðað að undir það kunni að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varði starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem af tilliti til hagsmuna bankans sjálfs megi telja eðlilegt að leynt fari. <br /> <br /> Í málinu er óskað eftir upplýsingum um samkomulag Seðlabanka Íslands við starfsmann bankans um tilhögun námsleyfis, launakjör og önnur hlunnindi. Þrátt fyrir að slíkar ráðstafanir lúti eðli málsins samkvæmt að fjárhagslegum ráðstöfunum bankans og kunni að sumu leyti að varða framkvæmd verkefna hans er ekki um að ræða upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans vegna þeirrar starfsemi sem honum er með lögum falið að sinna heldur lúta þær að starfsmannamálum bankans. Við mat á því hvort engu að síður sé um að ræða upplýsingar sem telja verði eðlilegt að leynt fari af tilliti til hagsmuna Seðlabanka Íslands verður til þess að líta að almenningur hefur verulega hagsmuni af því að geta kynnt sér hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað. Verður því að vega saman hagsmuni Seðlabanka Íslands af því að upplýsingarnar lúti leynd og hagsmuni almennings af aðgangi að gögnunum.<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Seðlabanki Íslands hafi ekki slíka hagsmuni af því að upplýsingarnar njóti leyndar að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær verði felldar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. nr. 36/2001. Er þá litið til þess að ekki er um að ræða upplýsingar sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á starfsemi bankans verði þær gerðar opinberar. Auk þess hefur almenningur ríka hagsmuni af aðgangi að upplýsingunum sem m.a. felast í því að geta veitt stjórnvöldum aðhald, sbr. 3. tölul. 1. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af framangreindu fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að Seðlabanka Íslands sé óheimilt að veita upplýsingarnar vegna þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 35. gr. nr. 36/2001. Verður því leyst úr málinu á grundvelli takmarkana upplýsingalaga á upplýsingarétti almennings samkvæmt lögunum. <br /> <h2>2.</h2> Seðlabanki Íslands byggir einnig á því að umbeðnar upplýsingar séu undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 á þeim grundvelli að þær varði starfssamband Seðlabanka Íslands og fyrrum starfsmanns bankans. <br /> <br /> Meginreglan um upplýsingarétt almennings kemur fram í ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem segir að þeim sem falla undir gildissvið upplýsingalaganna sé, ef þess er óskað, skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings sem lýtur að gögnum sem varða opinbera starfsmenn. Segir í ákvæðinu að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna sem lúta að umsóknum um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Við úrlausn málsins reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði starfssamband umrædds starfsmanns og Seðlabanka Íslands „að öðru leyti“.<br /> <br /> Í athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi til laga nr. 140/2012 kemur fram að upplýsingar um það hvaða starfsmenn starfi við opinbera þjónustu, hvernig slík störf séu launuð og hvernig þeim sé sinnt séu almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kunni að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gildi að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eigi við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. Af þessari ástæðu sé ekki óeðlilegt að almenningur eigi rétt á aðgangi að ákveðnum upplýsingum um það hvernig störfum sem stofnað er til í þágu opinbers verkefnis sé sinnt, þar á meðal um menntun æðstu stjórnenda og starfsheiti hlutaðeigandi starfsmanna. Á hinn bóginn sé viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúti m.a. að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geti leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt.<br /> <br /> Við afmörkun á því hvort upplýsingarnar varði starfssamband opinbers starfsmanns og stjórnvalds verður að hafa í huga að ákvæði 7. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um aðgang almennings að upplýsingum og ber því að skýra það þröngt. Við skýringu á því hvaða upplýsingar falli undir „starfssambandið að öðru leyti“ verður enn fremur að horfa til þeirra sjónarmiða sem fram koma í lögskýringargögnum með ákvæði 7. gr. en þar segir: <br /> <br /> „Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar sem starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.“<br /> <br /> Af framangreindum sjónarmiðum verður að ætla að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sé að meginstefnu ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Við afmörkun þess hvaða ákvarðanir teljast vera ákvarðanir um „réttindi eða skyldur“ þeirra starfsmanna sem í hlut eiga verður að horfa til þess hvaða ákvarðanir í stjórnsýslu teljist almennt til slíkra ákvarðana. Nærtækast er að telja að orðalagið eigi við þær ákvarðanir í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993 þar sem kveðið er á um að stjórnsýslulögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í athugasemdum við 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, segir að ákvarðanir um skipun, setningu og ráðningu opinberra starfsmanna, svo og lausn þeirra frá störfum og brottvikningu þeirra, hafi verið flokkaðar sem stjórnvaldsákvarðanir. Sama eigi við um ákvarðanir stjórnvalda um að beita opinbera starfsmenn stjórnsýsluviðurlögum, eins og frádrætti frá launum vegna ólögmætra fjarvista frá vinnu. Því falli þessar ákvarðanir undir stjórnsýslulögin. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn. Um er að ræða skjal sem ber heitið „Samningur um stuðning við námsdvöl og leyfi frá störfum“ og er dagsett 29. apríl 2016. Það geymir samkomulag Seðlabanka Íslands og viðkomandi starfsmanns um heimild til námsleyfis, tilhögun launa og launatengdra réttinda á meðan á leyfinu stendur og styrkgreiðslu vegna námsins. Þar af leiðandi er ekki um að ræða einhliða ákvörðun stjórnvalds gagnvart starfsmanni eða stjórnvaldsákvörðun heldur gagnkvæmt samkomulag. Með vísan til athugasemda við 7. gr. upplýsingalaga, sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. mgr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, verður því að álykta sem svo að upplýsingarnar sem fram koma í skjalinu varði ekki „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi ákvæðisins. Því verður takmörkun á aðgangi ekki byggð á ákvæðinu. <br /> <h2>3.</h2> Seðlabanki Íslands ber því einnig við að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema með samþykki þess sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Eðli málsins samkvæmt teljast upplýsingar um styrkveitingar til starfsmanna og launakjör þeirra í námsleyfi til upplýsinga um fjárhagsmálefni þeirra. Í því felst þó ekki sjálfkrafa að rétt sé á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að halda þeim leyndum. heldur þarf að meta hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt gagnvart þeim starfsmanni sem upplýsingarnar varða, að þær lúti leynd. Við matið þarf að vega saman hagsmuni viðkomandi einstaklings af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Einnig þarf að horfa til markmiða upplýsingalaga um aðhald að opinberum aðilum og gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna, sbr. 1. gr. laganna. Þá felur ákvæði 9. gr. í sér undantekningarreglu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og ber því að túlka hana þröngt. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skjalsins „Samningur um stuðning við námsdvöl og leyfi frá störfum“, dags. 29. apríl 2016. Sem fyrr segir er um að ræða samkomulag Seðlabanka Íslands og viðkomandi starfsmanns um heimild til námsleyfis, tilhögun launa og launatengdra réttinda á meðan á leyfinu stendur og styrkgreiðslu vegna námsins. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geymir skjalið ekki upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni viðkomandi starfsmanns sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum. Ekki koma fyrir í skjalinu viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Þá er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að um sé að ræða upplýsingar sem almenningur hafi hagsmuni af að kynna sér. Er þá tekið mið af því að um er að ræða einkaréttarlegan samning sem felur í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þegar vegnir eru saman hagsmunir viðkomandi starfsmanns af því að efni skjalsins fari leynt og hagsmunir almennings af því að kynna sér efni skjalsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að almenningur hafi ríkari hagsmuni af því að skjalið sé gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að skjalið lúti leynd. Er því ekki fallist á að Seðlabanka Íslands sé óheimilt að veita almenningi aðgang að skjalinu vegna 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða nefndarinnar að fella beri hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir Seðlabanka Íslands að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Það athugast að í kæru óskar kærandi eftir því að Seðlabanki Íslands veiti upplýsingar um það hversu marga slíka námsstyrki bankinn hafi veitt frá því að Már Guðmundsson tók við sem seðlabankastjóri í ágúst 2009, auk upplýsinga um heildarupphæð þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vekur athygli kæranda á því að um er að ræða nýja gagnabeiðni sem beina þarf til Seðlabanka Íslands. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Seðlabanka Íslands er skylt að veita A, fréttastjóra hjá DV, aðgang að skjalinu „Samningur um stuðning við námsdvöl og leyfi frá störfum“, dags. 29. apríl 2016. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> |
809/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019 | Deilt var um afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni Frigus II ehf. um upplýsingar um stjórnarfundi Lindarhvols á tímabilinu 27. apríl 2016 til loka árs 2016. Synjun Lindarhvols var byggð á því að beiðni kæranda hefði ekki verið afmörkuð með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál laut beiðni kæranda að tilgreindum upplýsingum með nægilega skýrum hætti til þess að hægt væri, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka hana við tiltekin gögn. Þannig hefðu skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga verið uppfyllt. Taldi úrskurðarnefnd ekki hjá því komist að vísa málinu aftur til Lindarhvols til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 809/2019 í máli ÚNU 19010011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. janúar 2019, kærði Frigus II ehf. synjun Lindarhvols ehf. á beiðni um aðgang að upplýsingum um stjórnarfundi Lindarhvols. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. október 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um dagsetningar allra funda stjórnar Lindarhvols frá stofnun félagsins þann 27. apríl 2016 til loka árs 2016. Í bréfinu kom fram að ef slíkur listi væri ekki fyrir hendi eða ekki þætti efni til að útbúa hann væri óskað eftir aðgangi að öllum fundargerðum stjórnar Lindarhvols fyrir sama tímabil. <br /> <br /> Beiðni kæranda svaraði Lindarhvoll með bréfi, dags. 14. desember 2018, þar sem fjallað var um áskilnað 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um afmörkun beiðna um upplýsingar. Þar segði að sá sem færi fram á aðgang að gögnum skyldi tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyrðu með nægjanlega skýrum hætti til að hægt væri, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Af þeim áskilnaði hefði m.a. verið dregin sú ályktun að lögin fælu ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að öllum gögnum í öllum málum eða öllum gögnum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Þá leiddi af sama áskilnaði að lögin veittu ekki rétt til að krefjast aðgangs að upplýsingum sem einvörðungu væri að finna í skrám eða gagnagrunnum stjórnvalda en ekki í fyrirliggjandi gögnum í tilgreindum málum. Hins vegar kom fram í bréfinu að stjórnarfundir Lindarhvols á tilgreindu tímabili hefðu alls verið 15 talsins.<br /> <br /> Í kæru er vísað til tilgreiningarreglu 10. gr. eldri upplýsingalaga, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 161/2006, þar sem beiðanda bar að tilgreina það mál sem hann óskaði eftir að kynna sér gögn úr. Með upplýsingalögum nr. 140/2012 hafi tilgreiningarreglan verið rýmkuð og skv. 1. mgr. 15. gr. núgildandi upplýsingalaga skuli sá sem fari fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Gildandi upplýsingalög geri því ekki kröfu um að gögn tilheyri tilteknu máli. Fram kemur að kærandi telji gagnabeiðnina vera setta fram með nægilega nákvæmum hætti til þess að Lindarhvoll geti fundið þau gögn sem kærandi óskar eftir en samkvæmt svari Lindarhvols hafi beiðnin þegar verið afmörkuð þar sem upplýst sé um í svarbréfi félagsins að haldnir hafi verið samtals 15 fundir í stjórn félagsins frá stofnun þess og til loka árs 2016. Ekkert sé því til fyrirstöðu að Lindarhvoll taki efnislega afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að fundargerðunum. Kærandi telur ljóst að beiðni sín hafi verið afgreidd á grundvelli rangrar lagatúlkunar og að Lindarhvoll ætti að hafa frumkvæði að því að afgreiða beiðnina á ný, sbr. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá tekur kærandi fram, að telji Lindarhvoll ekki ástæðu til þess, fari kærandi fram á að úrskurðarnefndin taki kærumálið til úrskurðar eins fljótt og auðið sé, en kærandi fer fram á að ákvörðun Lindarhvols verði felld úr gildi og að lagt verði fyrir félagið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 16. janúar 2019, var Lindarhvoli kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að. Frestur til þessa var veittur til 31. janúar 2019 en var að beiðni Lindarhvols framlengdur til 14. febrúar. <br /> <br /> Í umsögn Lindarhvols, dags. 12. febrúar 2019, er eingöngu vísað til þess sem kom fram í upphaflegu svarbréfi félagsins við upplýsingabeiðni kæranda, dags. 14. desember 2018. Umsögn Lindarhvols var kynnt kæranda með bréfi, dags. 13. febrúar 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu Lindarhvols ehf. á beiðni kæranda um upplýsingar um stjórnarfundi Lindarhvols á tímabilinu 27. apríl 2016 til loka árs 2016. Kærandi óskaði eftir upplýsingum um dagsetningar umræddra funda en til vara, ef slíkur listi væri ekki fyrir hendi eða ekki þætti efni til að útbúa hann, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum fundargerðum stjórnar Lindarhvols fyrir sama tímabil.<br /> <br /> Synjun Lindarhvols er byggð á því að beiðni kæranda hafi ekki verið afmörkuð með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá er vísað til þess að af áskilnaði umræddrar greinar hafi meðal annars verið dregin sú ályktun að lögin feli ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að öllum gögnum í öllum málum eða öllum gögnum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Í bréfi Lindarhvols kemur þó fram að umræddir stjórnarfundir hafi verið 15 talsins.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá sem fór fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014 og úrskurð nr. 636/2016 frá 12. ágúst 2016. <br /> <br /> Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Tilgreining gagna getur m.a. átt sér stað með því að tilgreina dagsetningu eða aðrar nægilegar upplýsingar um eðli gagnanna. Sé um fleiri en eitt mál að ræða sem fellur undir viðkomandi málefni er gert ráð fyrir að stjórnvald sendi beiðanda eftir atvikum lista yfir þau mál og biðji hann að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskar eftir aðgangi að.“ Jafnframt kemur þar fram að tilgangurinn með umræddri breytingu á tilgreiningarreglunni hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðnir um upplýsingar.<br /> <br /> Líkt og kemur fram í umsögn Lindarhvols fela upplýsingalög almennt ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að öllum gögnum í öllum málum eða öllum gögnum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Hins vegar er ljóst að kærandi óskaði eftir upplýsingum um dagsetningar tiltekinna funda sem áttu sér stað á afmörkuðu tímabili, frá 27. apríl 2016 til loka árs 2016, og að til vara, ef slíkur listi væri ekki fyrir hendi eða ekki þætti efni til að útbúa hann, var óskað eftir fundargerðum umræddra funda, sem Lindarhvoll hefur upplýst að voru alls 15 á tímabilinu. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu liggur fyrir að beiðni kæranda snýr að því að fá upplýsingar um dagsetningar 15 stjórnarfunda Lindarhvols. Liggi þær upplýsingar ekki fyrir samanteknar óskar kærandi eftir aðgangi að fundargerðum sömu funda. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál lýtur beiðni kæranda að tilgreindum upplýsingum með nægilega skýrum hætti til þess að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka hana við tiltekin gögn. Þannig eru skilyrði 1. mgr. 15. gr. uppl. uppfyllt og verður ekki hjá því komist að vísa málinu aftur til Lindarhvols til nýrrar efnislegrar afgreiðslu. Í því felst að félagið þarf að taka afstöðu til þess á grundvelli takmörkunarákvæða upplýsingalaga hvort því sé heimilt eða skylt að afhenda upplýsingar um tímasetningu fundanna eða að öðrum kosti veita aðgang að umræddum fundargerðum.<br /> <br /> Það athugast að í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga kemur fram heimild til frávísunar á beiðni ef ómögulegt er talið á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál, enda séu málsaðila veittar leiðbeiningar og honum gefið færi á að afmarka beiðni sína betur. Með ákvæðinu er m.a. áréttuð sú leiðbeiningarskylda sem mælt er fyrir um í 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Í svarbréfi Lindarhvols við upplýsingabeiðni kæranda komu ekki fram leiðbeiningar um það með hvaða hætti kærandi gæti afmarkað beiðni sína með nánari hætti svo unnt væri að afgreiða hana. Úrskurðarnefnd telur þannig að Lindarhvoll hafi ekki sinnt leiðbeiningarskyldu sinni með fullnægjandi hætti.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni Frigus II ehf. um upplýsingar er vísað til Lindarhvols ehf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
808/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að afritum af lánasamningum og skuldaskilmálum Íslandspósts ohf. til dótturfélags síns, ePósts ehf. Af hálfu Íslandspósts kom fram að ePóstur væri undanþeginn gildissviði upplýsingalaga, og því þyrfti ekki að afhenda upplýsingar um lánveitingar og önnur fjárhagsmálefni sem vörðuðu undanþegið félag. Úrskurðarnefnd rakti að þegar beiðni kæranda barst Íslandspósti hefði ePóstur verið undanþeginn gildissviði laganna. Hins vegar væri til þess að líta að beiðni kæranda hefði ótvírætt verið beint að Íslandspósti, sem ekki væri undanþeginn gildissviði laganna. Með vísan til þess taldi úrskurðarnefnd að vísa skyldi beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Íslandspósti, þar sem tekin yrði efnisleg afstaða til beiðninnar á grundvelli þeirra gagna sem fyrir kynnu að liggja. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 808/2019 í máli ÚNU 18120006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. desember 2018, kærði A, blaðamaður, synjun Íslandspósts ohf. um aðgang að afritum af lánasamningum og skuldaskilmálum félagsins til dótturfélags síns, ePósts ehf.<br /> <br /> Með tölvupósti til Íslandspósts, dags. 17. desember 2018, óskaði kærandi m.a. eftir afritum af lánaskilmálum vegna lána sem félagið hefði veitt ePósti svo og minnisblöðum sem gengið hefðu á milli fyrirtækjanna. Vísaði kærandi til þess að undanþága ePósts frá gildissviði upplýsingalaga, sbr. auglýsingu nr. 1107/2015, væri fallin úr gildi. Í svari Íslandspósts, dags. 18. desember 2018, var beiðni kæranda hafnað. Vísað var til orðalags í framangreindri auglýsingu um að undanþága ePósts skyldi endurskoðuð eigi síðar en 15. desember 2018. Orðalagið gæfi ekki til kynna að undanþágan félli úr gildi við þetta tímamark, heldur væri þvert á móti gert ráð fyrir að ráðherra drægi slíka undanþágu sérstaklega til baka.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 19. desember 2018, ítrekaði kærandi beiðni sína um framangreind gögn. Þar sem um væri að ræða gögn sem stöfuðu frá Íslandspósti ætti undanþága ePósts frá gildissviði upplýsingalaga ekki við í málinu. Í svari Íslandspósts, dags. 20. desember 2018, kom fram að ekki væri heimilt að veita aðgang að gögnum sem vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og lögaðila, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Skuldaskilmálar milli lögaðila þar sem annar þeirra væri undanþeginn gildissviði upplýsingalaga teldust gögn sem féllu undir 9. gr. laganna.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 21. desember 2018, var kæran kynnt Íslandspósti og frestur veittur til 11. janúar 2019, til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var óskað eftir því að nefndinni yrðu afhent afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Að beiðni Íslandspósts var fresturinn framlengdur til 16. janúar. <br /> <br /> Í umsögn Íslandspósts, dags. 16. janúar 2019, var þess krafist að kærunni yrði vísað frá en til vara að henni yrði hafnað. Rakið var að ePóstur hefði verið undanþeginn gildissviði upplýsingalaga þar til félagið var afskráð 13. desember 2018. Íslandspóstur taldi að ekki skyldi afhenda upplýsingar um lánveitingar og önnur fjárhagsmálefni sem vörðuðu undanþegið félag, enda félli undanþágan sem veitt var með auglýsingu nr. 1107/2015 ekki úr gildi með afturvirkum hætti þegar félag hætti rekstri eða sameinaðist öðru félagi. Vísað var til umfjöllunar um undanþágu lögaðila frá gildissviði upplýsingalaga í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 771/2018, þar sem fram kæmi að lögaðilinn sjálfur væri undanþeginn lögunum samkvæmt ákvörðun ráðherra en ekki einstök gögn í hans vörslu. Íslandspóstur taldi það ekki á forræði úrskurðarnefndarinnar að taka ákvörðun um að afhenda skyldi gögn eða upplýsingar um félag, sem ráðherra hefði undanþegið gildissviði upplýsingalaga, enda færi það gegn þeirri ákvörðun og fæli í raun í sér afturköllun á undanþágunni sem veitt hefði verið.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 16. janúar 2019, var umsögn Íslandspósts kynnt kæranda og honum boðið að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 16. janúar 2019, voru gerðar athugasemdir við þá afstöðu Íslandspósts að kærunni skyldi vísað frá eða henni hafnað þar sem ePósti hefði verið veitt undanþága frá gildissviði upplýsingalaga. Félagið hefði verið afskráð 13. desember 2018 og það sameinað móðurfélaginu. Undanþágan hefði runnið sitt skeið og ekki hefði verið sótt um endurnýjun á henni, enda hefði verið búið að afskrá félagið. Kærandi tók fram að hann sæi ekki í fljótu bragði að þau ummæli Íslandspósts að undanþágan félli ekki úr gildi með afturvirkum hætti þegar félag hætti rekstri eða sameinaðist öðru félagi ættu sér stoð í upplýsingalögum eða lögskýringargögnum með þeim. Kærandi hafnaði því að mál þetta væri sambærilegt því sem var til umfjöllunar í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 771/2018. Í þessu máli væri óskað eftir gögnum í vörslum Íslandspósts, sem ekki hefði hlotið undanþágu frá gildissviði upplýsingalaga.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að afritum af lánasamningum og skuldaskilmálum Íslandspósts ohf. til dótturfélags síns, ePósts ehf.<br /> <br /> Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir: „Ef starfsemi lögaðila sem fellur undir 2. mgr. er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði getur ráðherra, að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórnar og umsögn Samkeppniseftirlitsins, ákveðið að hann skuli ekki falla undir gildissvið laga þessara eða dregið slíka ákvörðun til baka.“<br /> <br /> Á grundvelli þessarar heimildar birti ráðherra auglýsingu nr. 1107/2015, þar sem m.a. ePósti var veitt undanþága frá gildissviði upplýsingalaga. Skyldi undanþága félagsins endurskoðuð eigi síðar en 15. desember 2018. Ljóst er að ePóstur óskaði ekki eftir áframhaldandi undanþágu frá gildissviði laganna. Í 3. gr. auglýsingar frá 16. maí 2019 um undanþágu lögaðila frá gildissviði upplýsingalaga, nr. 448/2019, kemur svo fram að undanþága ePósts frá gildissviði laganna skuli falla brott. <br /> <br /> Í samræmi við orðalag í auglýsingu nr. 1107/2015 um að undanþága ePósts skuli endurskoðuð eigi síðar en 15. desember 2018 lítur úrskurðarnefnd ekki svo á að undanþágan hafi fallið brott þann dag. Á slík túlkun sér stoð í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að ráðherra geti ákveðið að lögaðili skuli ekki falla undir gildissvið laganna eða dregið slíka ákvörðun til baka. Samkvæmt orðanna hljóðan fellur undanþága lögaðila ekki brott nema með atbeina ráðherra. Því var undanþága ePósts enn í gildi þegar beiðni kæranda barst Íslandspósti.<br /> <h2>2.</h2> Þrátt fyrir að undanþága ePósts frá gildissviði upplýsingalaga hafi enn verið í gildi þegar gagnabeiðni kæranda barst Íslandspósti er ljóst af gögnum málsins að beiðninni var ótvírætt beint að Íslandspósti en ekki ePósti, þótt umbeðin gögn varði bæði félögin. Íslandspóstur nýtur ekki undanþágu frá gildissviði upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Af því leiðir að um félagið gildir meginregla 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Af hálfu Íslandspósts hefur verið vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 771/2018. Í því máli hafði beiðni verið beint til félags sem undanþegið var gildissviði laganna. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar kom fram að það væri lögaðilinn sjálfur sem undanþeginn væri gildissviði upplýsingalaga samkvæmt ákvörðun ráðherra, en ekki einstök gögn í hans vörslu. Í samræmi við þá niðurstöðu telur úrskurðarnefnd að í þeim tilvikum þegar lögaðili er undanþeginn gildissviði laganna sé ekkert því til fyrirstöðu að óska eftir aðgangi að gögnum sem varða hinn undanþegna lögaðila, hjá öðrum aðila sem heyrir undir gildissvið laganna, líkt og kærandi í þessu máli hefur gert. Við mat á því hvort viðkomandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum koma þá til skoðunar þær takmarkanir sem fjallað er um í 6.-10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísan til þess sem að framan er rakið telur úrskurðarnefnd að vísa skuli beiðni kæranda til nýrrar meðferðar og afgreiðslu hjá Íslandspósti, þar sem tekin verði efnisleg afstaða til beiðninnar á grundvelli þeirra gagna sem fyrir kunna að liggja.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A um afrit af lánasamningum og skuldaskilmálum Íslandspósts ohf. til ePósts ehf., er vísað til Íslandspósts ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
807/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019 | Kærð var afgreiðsla Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem vörðuðu samþykktir byggingarfulltrúa sveitarfélagsins í tilteknum málum. Undir meðferð málsins veitti Kópavogsbær kæranda aðgang að þeim gögnum sem talið var að féllu undir beiðni kæranda, en kærandi taldi bæinn ekki hafa sinnt skyldu sinni að afhenda öll fyrirliggjandi gögn. Úrskurðarnefnd taldi sig ekki hafa forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu bæjarins að kæranda hefði verið veittur aðgangur að öllum gögnum sem skráð væru í málaskrá bæjarins vegna þeirra mála sem hann tilgreindi í beiðni sinni. Það félli hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með því hvort Kópavogsbær héldi skráningu um öll gögn málanna í samræmi við skráningarskyldu upplýsingalaga, stjórnsýslulaga og laga um opinber skjalasöfn. Með hliðsjón af framangreindu var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 807/2019 í máli ÚNU 18110017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, er barst 23. nóvember 2018, kærði A meðferð Kópavogsbæjar á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi sóst eftir því að fá atvinnuhúsnæði breytt í íbúð í Kópavogi frá því snemma árs 2017. Í tengslum við það hafi hann óskað eftir öllum gögnum og samskiptum sem varða tilteknar samþykktir byggingarfulltrúa bæjarins, en í beiðni kæranda um aðgang kemur fram að hann hyggist athuga hvort jafnræðis sé gætt í málsmeðferð. Í hinni kærðu ákvörðun Kópavogsbæjar, dags. 12. nóvember 2018, kemur fram að ekki sé hægt að veita utanaðkomandi aðila öll gögn málanna en bent er á að allar afgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa séu á vef bæjarins.<br /> <br /> Kærandi telur málsmeðferð skipulagssviðs og lögfræðisviðs Kópavogs ómálefnalega og dregur í efa að aðrir fái slíka afgreiðslu. Hann hafi því farið í gegnum afgreiðslur byggingarfulltrúa undanfarin tvö ár og valið þau mál sem betur geti skýrt hvort jafnræðis sé gætt.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Kópavogsbæ með bréfi, dags. 26. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að.<br /> <br /> Umsögn Kópavogsbæjar barst þann 12. desember 2018. Þar kemur fram að kæranda hafi verið látið í té afrit af umbeðnum gögnum. Umsögninni fylgdi afrit af erindi bæjarins til kæranda, dags. sama dag, og fylgiskjöl á alls 109 blaðsíðum. Úrskurðarnefndin fór þess því næst á leit að kærandi staðfesti móttöku gagnanna og léti jafnframt í ljós afstöðu sína til þess hvort tilefni væri til að halda meðferð málsins áfram. <br /> <br /> Í svari kæranda, sem barst degi síðar, er því mótmælt að málinu yrði vísað frá þar sem Kópavogsbær hafi ekki afhent þau gögn sem kæran tók til. Kærandi undirstrikar að hann hafi óskað eftir öllum gögnum og samskiptum sem varði samþykktir byggingarfulltrúa í tilteknum málum. Hann þurfi að sjá þau gögn sem skilað hafi verið inn, kröfur um breytingar á þeim o.s.frv. Kærandi þurfi einnig að sjá samskipti byggingarfulltrúa við þá aðila sem tilgreindir séu, enda hafi byggingarfulltrúi sleppt því að svara tölvupóstum kæranda, kröfur hafi breyst og nýjum bætt við. Gögnin sem bærinn hafi afhent hafi aðallega verið afgreiðslur sem séu á opnum vef og svo afrit af stöðluðum byggingarleyfisumsóknum eða tilkynningum um að byggingarleyfisumsókn hafi verið móttekin. Þau gögn séu ekki fullnægjandi til þess að meta hvort jafnræðis sé gætt í málsmeðferð.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. desember 2018, var svar kæranda kynnt Kópavogsbæ og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi þess. Í athugasemdum bæjarins, dags. 3. janúar 2019, ítrekar bærinn að öll gögn sem lágu fyrir við ákvarðanatöku í þeim málum sem kærandi tilgreindi í beiðni sinni hafi verið afhent. Um sé að ræða umsóknir aðila, byggingarteikningar og bókanir byggingarfulltrúa á afgreiðslufundum. Þá liggi jafnframt fyrir umsagnir annarra aðila, s.s. slökkviliðs, heilbrigðiseftirlits og skipulagsyfirvalda sem og opinber leyfi og vottorð. Einstök samskipti byggingarfulltrúa við aðila máls séu almennt ekki vistuð inn í málakerfi Kópavogsbæjar enda fari samskiptin aðallega fram í viðtalstímum, þar sem fólk mæti á skrifstofu byggingarfulltrúa til að fara yfir gögn. Það verði að telja nánast ógerlegt að byggingarfulltrúi haldi fundargerðir yfir alla viðtalstíma í ljósi fjölda þeirra og mála sem byggingarfulltrúi afgreiði. Kópavogsbær bendir á að ágreiningsefni kæranda og bæjarins sé til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Þá hafi byggingarfulltrúi ítrekað veitt kæranda svör og leiðbeiningar og kærandi hafi fengið afhent öll vistuð gögn í þeim málum sem beiðni hans tók til. Loks er bent á að allar teikningar og skráningartöflur af byggingarleyfisskyldum mannvirkjum í Kópavogsbæ sé hægt að nálgast á kortaveg bæjarins.<br /> <br /> Athugasemdir Kópavogsbæjar voru kynntar kæranda þann 4. janúar 2019 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum við kæru sína í ljósi þeirra. Með erindi, dags. 8. janúar 2019, ítrekar kærandi þá afstöðu að gögn samkvæmt beiðni hans hafi ekki verið afhent. Kærandi tekur dæmi um kröfur byggingarfulltrúa um gögn til hans sjálfs en hann hafi ekki fengið að sjá álíka kröfur til annarra aðila eða hvaða gögnum þeir skiluðu inn. Umsóknaraðilum sé skylt að skila öllum gögnum í rafrænu formi og skrifleg samskipti séu til í póstfangi byggingarfulltrúa eða annarra starfsmanna bæjarins.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða samþykktir byggingarfulltrúa bæjarins í tilteknum málum. Undir meðferð málsins veitti Kópavogsbær kæranda aðgang að gögnum er bærinn kvað falla undir beiðni kæranda en kærandi telur að bærinn hafi ekki sinnt skyldu sinni til að afhenda öll fyrirliggjandi gögn.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að stjórnvald hefur afhent kæranda þau gögn sem hann óskar eftir telst ekki vera um að ræða synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti, þ. á m. hvort efni gagna kunni að einhverju leyti að vera rangt eða hvort gögn séu ekki fyrirliggjandi vegna þess að þau hafa ekki verið skráð í málaskrá stjórnvalds. Vísast í þessu sambandi einkum til æðri stjórnvalda, þ.e. í þessu tilfelli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Þjóðskjalasafns Íslands, umboðsmanns Alþingis og dómstóla.<br /> <br /> Í 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga segir að við meðferð mála þar sem taka eigi ákvörðun um rétt eða skyldu manna beri stjórnvöldum að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og séu ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Kópavogsbæjar að kæranda hafi verið veittur aðgangur að öllum gögnum sem skráð eru í málaskrá bæjarins vegna þeirra mála sem hann tilgreindi í beiðni sinni. Það er hins vegar ljóst að málin lúta að stjórnvaldsákvörðunum í skilningi 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hafi Kópavogsbær ekki haldið skráningu um öll gögn málanna í samræmi við skráningarskyldu upplýsingalaga, stjórnsýslulaga og laga um opinber skjalasöfn, er það ámælisvert. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hafa eftirlit með því. <br /> <br /> Þegar svo háttar hins vegar til að umbeðin gögn eða upplýsingar eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds að ræða í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Ekki verður annað ráðið af gögnum málsins en að Kópavogsbær hafi þegar veitt kæranda aðgang að þeim gögnum sem falli undir beiðnina og séu fyrirliggjandi í vörslum sveitarfélagsins. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 23. nóvember 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
806/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019 | Kærð var synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang að bréfi og fylgigögnum frá Félagi makrílveiðimanna. Synjunin var byggð á því að um væri að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsmanna í Félagi makrílveiðimanna sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að gögnin innihéldu slíkar upplýsingar og lagði fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 806/2019 í máli ÚNU 18110010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. nóvember 2018, kærði Landssamband smábátaeigenda ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 11. október 2018, um synjun beiðni um aðgang að bréfi og fylgigögnum frá Félagi makrílveiðimanna.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að efni bréfsins varði beiðni um flutning heimilda úr línu- og handfærakerfi. Í ljósi þess að Félag makrílveiðimanna hafi ekki samþykkt afhendingu til þriðja aðila, umbeðin gögn séu „lögfræðilegs eðlis“ og varði viðskiptahagsmuni einstaklinga og lögaðila í félaginu telji ráðuneytið að undanþága 9. gr. upplýsingalaga eigi við um þau.<br /> <br /> Í kæru segir að kærandi uni ekki niðurstöðu ráðuneytisins og óski þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði um ágreininginn með vísan til 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með bréfi, dags. 12. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins, dags. 22. nóvember 2018, segir að bréf og fylgigögn Félags makrílveiðimanna hafi borist ráðuneytinu þann 21. júní 2018. Um sé að ræða greinargerð þar sem óskað hafi verið upplýsinga og skýringa á stjórnvaldsreglum um stjórn veiða á makríl. Upplýsinganna hafi verið óskað svo lögmaður félagsins gæti lagt mat á tiltekið álitaefni. Færð séu lögfræðileg rök fyrir afstöðu félagsins til álitaefnisins. Ljóst sé að markmið Félags makrílveiðimanna sé að knýja fram breytingar á reglum um stjórn makrílveiða, mögulega með málsókn fyrir dómstólum. Samkvæmt framansögðu telji ráðuneytið að í greinargerðinni felist mikilvægir viðskiptahagsmunir félagsmanna sem óeðlilegt sé að þriðji aðili geti nýtt í sína þágu á þessu stigi málsins. Ráðuneytið telji ekki rétt að aðilar sem ekki tengjast málinu, en telji sínum hagsmunum mögulega raskað vegna málafylgju Félags makrílveiðimanna, kynni eða nýti sér slíka aðkeypta lögfræðilega greinargerð.<br /> <br /> Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 22. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í umsögn kæranda, dags. 5. desember 2018, kemur fram að kærandi gæti hagsmuna smábátaeigenda, þar með talinna aðila sem stunda færaveiðar á makríl en séu ekki í Félagi markílveiðimanna. Af þeim sökum telur kærandi að það geti skaðað hagsmuni félagsmanna sinna að þeim sé ekki að fullu kunnugt um erindi þar sem ráðuneytið sé knúið svara við túlkun á stjórnvaldsreglum um stjórn veiða á makríl. Kærandi mótmælir því að í greinargerðinni geti falist mikilvægir viðskiptahagsmunir félagsmanna Félags makrílveiðimanna þar sem hagsmunirnir séu ekki bundnir við félagsmennina heldur fjölmarga aðra og varði málefni sem snúi að nýtingu nytjastofna á Íslandsmiðum sem séu sameign íslensku þjóðarinnar.<br /> <br /> Kærandi mótmælir einnig þeirri röksemd ráðuneytisins að aðgangur að bréfum og álitsgerðum sé heftur þegar þær séu kostaðar. Ekki sé að finna ákvæði um þennan greinarmun í upplýsingalögum eða skýringum við 9. gr. frumvarps til laganna. Þetta hefði Félagi makrílveiðimanna átt að vera ljóst áður en það sendi erindi til ráðuneytis, m.a. með hótun um málsókn. Að lokum ítrekar kærandi að félagsmenn hans séu á makrílveiðum í návígi við félaga í Félagi makrílveiðimanna og eigi því beina hagsmuni af umfjöllun stjórnsýslunnar um stjórnvaldsreglur um stjórn veiða á makríl.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er félag sem gætir hagsmuna smábátaeigenda, til aðgangs að bréfi Félags makrílveiðimanna til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem óskað var upplýsinga og skýringa á reglum um stjórn veiða á makríl. Ákvörðun ráðuneytisins um synjun beiðni kæranda er byggð á því að um sé að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsmanna í Félagi makrílveiðimanna sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Vísað er til þess að samþykki félagsins fyrir að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingunum liggi ekki fyrir.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga er undantekning frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings. Í ákvæðinu segir orðrétt:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Um er að ræða bréf lögmanns, f.h. Félags makrílveiðimanna, til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 18. júní 2018. Bréfið er á sex tölusettum blaðsíðum þar sem fjallað er almennt um þróun veiða á makríl, því næst sett fram sjónarmið um stjórn fiskveiða á sviðinu og loks óskað eftir upplýsingum og skýringum frá ráðuneytinu sem varða einkum framsal aflaheimilda samkvæmt reglugerð nr. 315/2018.<br /> <br /> Hvorki ráðuneytið né Félag makrílveiðimanna, sem ráðuneytið leitaði til við meðferð beiðni kæranda, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, hafa rökstutt sérstaklega hvernig þær upplýsingar sem fram koma í bréfinu geti orðið Félagi makrílveiðimanna eða einstökum félagsmönnum þess skaðlegar ef þær verða gerðar opinberar. Hin kærða ákvörðun er fremur byggð á almennum hugleiðingum um að það sé „ekki rétt“ að þriðji aðili kynni eða nýti sér „aðkeypta lögfræðilega greinargerð“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga, skýringar við ákvæðið í frumvarpi til laganna og framkvæmd laganna í úrskurðum og dómum gefa engin tilefni til þess að skýra það svo rúmri skýringu. Það er þvert á móti eðlilegt að almenningur eigi rétt til aðgangs að upplýsingum um samskipti opinberra aðila annars vegar og hins vegar hagsmunaaðila. Einungis er réttlætanlegt að takmarka aðgang að slíkum gögnum þegar þau hafa að geyma upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál eða aðrar sambærilega viðkvæmar upplýsingar. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál koma engar upplýsingar fram í bréfinu sem lúta að svo veigamiklum hagsmunum að þær réttlæti undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum opinberra aðila.<br /> <br /> Í ljósi framangreindrar umfjöllunar er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði fyrir því að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er skylt að veita kæranda, Landssambandi smábátaeigenda, aðgang að bréfi Félags makrílveiðimanna til ráðuneytisins, dags. 18. júní 2018, sem hefur að geyma ósk um upplýsingar og skýringar á reglum um stjórn veiða á makríl.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
805/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019 | Kærð var synjun Grímsnes- og Grafningshrepps á beiðni um aðgang að upplýsingum um álögð fasteignagjöld fyrir frístundahús og lögbýli á ákveðnu tímabili. Af hálfu sveitarfélagsins kom fram að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi að ekki væri um að ræða synjun í skilningi 20. gr. upplýsingalaga og var kærunni því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 805/2019 í máli ÚNU 18110008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. nóvember 2018, kærði A ákvörðun sveitarstjórnar Grímsness- og Grafningshrepps um synjun á beiðni, dags. 8. ágúst 2018, um aðgang að upplýsingum um álögð fasteignagjöld, annars vegar fyrir frístundahús og hins vegar fyrir lögbýli fyrir árin 2016, 2017 og 2018.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 8. október 2018, kemur fram að beiðnin lúti ekki að tilteknu máli auk þess sem umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi. Í kæru kemur fram að kærandi telji sveitarfélagið hafa synjað beiðninni án nokkurs rökstuðnings.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. nóvember 2018, var Grímsnes- og Grafningshreppi kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins, dags. 23. nóvember 2018, kemur fram að samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga sé opinberum aðilum ekki skylt í tilvikum sem þessum að útbúa ný skjöl eða önnur gögn. Álagningarseðlar sveitarfélagsins séu opinberir vegna framangreindra ára. Umsögn sveitarfélagsins fylgdi afrit af álagningarreglum fasteignagjalda árin 2016-2018.<br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 26. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 11. desember 2018, er tekið fram að kærandi sé einungis að biðja um heildartölu gjalda, annars vegar fyrir frístundahús og hins vegar lögbýli.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um álögð fasteignagjöld í Grímsnes- og Grafningshreppi, annars vegar fyrir frístundahús og hins vegar fyrir lögbýli fyrir árin 2016-2018. Af hálfu sveitarfélagsins hefur komið fram að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þá er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna, en það á við þegar gögn eru afhent að hluta ef takmarkanir eiga við um aðra hluta þeirra. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að ýmsar upplýsingar um álögð fasteignagjöld hljóti að vera fyrirliggjandi í vörslum sveitarfélagsins. Fasteignaskattur er einn tekjustofna sveitarfélaga samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga og gefa sveitarfélög út greiðsluseðla til eigenda fasteigna á grundvelli laganna, sbr. einnig reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2005. Þá birtast upplýsingar um innheimtan fasteignaskatt í ársreikningum sveitarfélaga, þar á meðal í ársreikningum Grímsnes- og Grafningshrepps. Í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2017 kemur t.d. fram að tekjur sveitarsjóðs af fasteignasköttum hafi numið 424.128.000 kr. en ársreikningur fyrir árið 2018 hefur ekki verið birtur á vef sveitarfélagsins. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu ber að skilja hina kærðu ákvörðun á þann hátt að upplýsingarnar liggi ekki fyrir sundurliðaðar á þann hátt sem kærandi óskaði eftir með beiðni sinni, þ.e. annars vegar fyrir frístundahús og hins vegar fyrir lögbýli. Ekki er ástæða til að rengja þá fullyrðingu sveitarfélagsins að ekki liggi fyrir sundurliðaðar upplýsingar um álagðan fasteignaskatt fyrir árin 2016-2018 en það athugast að eðlilegt hefði verið að leiðbeina kæranda og upplýsa hann um að upplýsingar um heildartekjur sveitarfélagsins af fasteignasköttum fyrir fyrstu tvö árin hafi verið birtar opinberlega. Þá athugast einnig að meðferð beiðni kæranda var ekki í samræmi við málshraðareglu 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, en tveir mánuðir liðu frá því að beiðni barst og þar til henni var svarað án þess að kæranda hafi verið skýrt frá ástæðum tafa eða hvenær ákvörðunar væri að vænta, eins og áskilið er í ákvæðinu.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. upplýsingalaga að ræða. Því er óhjákvæmilegt að vísa kæru kæranda frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 6. nóvember 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
804/2019. Úrskurður frá 3. júlí 2019 | Kærð var afgreiðsla Þjóðskrár Íslands á beiðni Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi um aðgang að netföngum félagsmanna. Þjóðskrá vísaði til þess að gögnin væru ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, þar sem ekki væri til sérstök skrá yfir netföngin þó svo að þau væri að finna í gögnum í vörslum stofnunarinnar. Einnig vísaði Þjóðskrá til þess að óheimilt væri að veita aðgang að netföngunum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, þar sem netföng teldust til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga. Úrskurðarnefndin tók fram að þegar beiðni um upplýsingar nær til upplýsinga sem nauðsynlegt væri að vinna upp úr öðrum gögnum dugi jafnan ekki að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur beri stjórnvaldi að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna, svo hann geti sjálfur tekið þær saman. Úrskurðarnefndin taldi jafnframt að netföng einstaklinga teldust almennt ekki til viðkvæmra upplýsinga um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Þjóðskrá var því gert að veita kæranda aðgang að gögnum sem innihéldu netföng félagsmanna Siðmenntar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 3. júlí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 804/2019 í máli ÚNU 18050016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. maí 2018, kærði A lögmaður, f.h. Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Íslandi, ákvörðun Þjóðskrár Íslands, dags. 18. apríl 2018, um synjun beiðni um aðgang að netföngum þeirra sem hafa skráð sig í félagið hjá Þjóðskrá Íslands. Óskað var eftir fresti til að skila greinargerð með kærunni.<br /> <br /> Kærandi óskaði upphaflega aðgangs að netföngum félagsmanna með erindi, dags. 28. október 2016. Beiðninni var synjað þann 4. nóvember 2016 en sú ákvörðun var felld úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 724/2018 frá 9. febrúar 2018 og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. Þjóðskrá gaf kæranda kost á að tjá sig skriflega um málið og tók nýja ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar sem barst kæranda með erindi, dags. 18. apríl 2018.<br /> <br /> Samkvæmt hinni kærðu ákvörðun er hlutverk Þjóðskrár Íslands rakið í lögum nr. 54/1962. Það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að safna netföngum einstaklinga til opinberra nota eða miðlunar til þriðja aðila og því sé ekki heimilt að veita upplýsingar um netföng sem einstaklingar hafa veitt í tengslum við beiðnir um breytingar í skráningum í þjóðskrá. Upplýsingagjöf um netfang einstaklinga þjóni þeim tilgangi að Þjóðskrá Íslands geti haft samband við viðkomandi ef upplýsingar vanti til að ljúka og staðfesta skráningu umsóknar. Félagatöl trú- og lífsskoðunarfélaga séu eingöngu haldin hjá viðkomandi félögum, sbr. lög nr. 108/1999, en ekki hjá Þjóðskrá og stofnunin afli ekki staðfestingar á því hvort einstaklingur hafi verið skráður eða afskráður hjá slíku félagi.<br /> <br /> Næst er vikið að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga og kemur fram að upplýsingar um netföng einstaklinga birtist ekki opinberlega í þjóðskrá, ólíkt því sem gildi um nöfn og heimilisföng. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 704/2017 í þessu sambandi, þar sem fram komi m.a. að ekki sé hægt að líta svo á að upplýsingar sem gerðar hafa verið opinberar með lögmætum hætti falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þess að upplýsingar um netföng séu ekki opinberar upplýsingar sé það mat Þjóðskrár Íslands að ekki sé unnt að veita aðgang að netföngum sem einstaklingar noti í samskiptum sínum við stofnunina án þess að sérstakt samþykki þeirra komi til.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 25. maí 2018, var kæran kynnt Þjóðskrá Íslands og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Þjóðskrá var jafnframt upplýst um að kærandi hygðist koma á framfæri frekari röksemdum fyrir kæru sinni. Þær bárust þann 14. júní 2018.<br /> <br /> Kærandi segir upplýsingar og utanumhald um fjölda einstaklinga sem skráðir eru í trú- eða lífsskoðunarfélög vera hjá Þjóðskrá Íslands. Félögin sendi upplýsingar þangað og haldið sé utan um breytingar einstaklinga á skráningu. Þjóðskrá sé eina stofnunin sem haldi utan um þessar upplýsingar og miðli þeim til félaganna sjálfra og annarra aðila á borð við Hagstofuna. Beiðni kæranda lúti eingöngu að því að fá send netföng þeirra einstaklinga sem séu skráðir í félagið hjá Þjóðskrá. Kærandi hyggist nýta netföngin til að senda út fréttabréf tvisvar á ári með rafrænum hætti. Netföngin verði ekki nýtt til annars og verði ekki til almennrar dreifingar á nokkurn hátt. Þeir sem skrái sig eða sendi inn breytingar til Þjóðskrár geri það upplýst og meðvitað um að skráningin verði nýtt t.d. til að sýna fram á breytingar á skráningum og vitandi að skráningin verði send viðkomandi trú- og lífsskoðunarfélagi til að halda utan um félagatal. <br /> <br /> Kærandi telur að 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í málinu þar sem netföng séu ekki viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga, en vísað er til laga nr. 77/2000 í því samhengi, sem nú eru fallin brott. Einstaklingar séu ekki upplýstir um það með hvaða hætti upplýsingar sem krafist er við skráningu verði nýttar og geti sá sem skráir sig með þeim hætti ekki búist við öðru en að trú- eða lífsskoðunarfélagið sem viðkomandi skráir sig í fái upplýsingarnar. Tilgangur skráningarinnar sé að upplýsa Þjóðskrá og viðkomandi trú- eða lífsskoðunarfélagið um að einstaklingurinn vilji lýsa því yfir að hann vilji ganga í það og að félagið geti haft samband við hann á grundvelli skráningarinnar.<br /> <br /> Hvað varðar tilvísun Þjóðskrár til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 704/2017 telur kærandi málsatvik svo ólík að úrskurðurinn eigi ekki við. Kærandi sé skráð lífsskoðunarfélag og óski eingöngu eftir netföngum sinna félagsmanna. Stjórn kæranda hafi þá varúðarreglu að aðeins formaður og framkvæmdastjóri hafi aðgang að skrá um lista yfir skráða félaga. Félagsmenn geti afþakkað að fá póst ef þeir kjósi svo. Því næst er vikið að skilyrðum hinna brottföllnu laga nr. 77/2000 fyrir vinnslu persónuupplýsinga sem óþarft þykir að rekja frekar.<br /> <br /> Umsögn Þjóðskrár Íslands barst með bréfi, dags. 6. júlí 2018. Þar kemur fram að eitt af meginhlutverkum stofnunarinnar sé að annast almannaskráningu, útgáfu vottorða og skilríkja, sbr. 1. gr. laga nr. 54/1962. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laganna veiti Þjóðskrá upplýsingar um aðsetur manna og önnur atriði samkvæmt skrám sínum og gögnum eftir reglum sem ráðherra setur. Þjóðskráin sjálf, þ.e. almannaskráning, byggi á upplýsingum sem stofnuninni berist úr ýmsum áttum, bæði frá einstaklingum og opinberum aðilum. Samkvæmt 6. tölul. 1. mgr. 4. gr. laganna byggist almannaskráning m.a. á sérstökum upplýsingum presta þjóðkirkjunnar, forstöðumanna eða presta skráðra trúfélaga, forstöðumanna skráðra lífsskoðunarfélaga, einstaklinga sem starfi í þeirra umboði um menn. Þá er vísað til þess að í 9. gr. laga nr. 108/1999 sé kveðið á um úrsögn úr trúfélagi, lífsskoðunarfélagi og þjóðkirkjunni. Sóknargjöld greiðist til hlutaðeigandi félags samkvæmt lögum nr. 91/1987 en Fjársýsla ríkisins annist skiptingu gjaldsins. <br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár er næst vikið að hugtökunum „persónuupplýsingar“ og „vinnsla“ samkvæmt lögum nr. 77/2000, sem nú eru brottfallin, og færð fyrir því rök að miðlun upplýsinga um netfang falli undir gildissvið laganna. Þá er farið yfir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga og skýringar við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi til laganna. Tekið er fram að Þjóðskrá hafi ekki það hlutverk að safna netföngum einstaklinga til opinberra nota eða miðlunar til þriðja aðila. Þrátt fyrir að einn reitur eyðublaðs sé fyrir netfang umsækjanda haldi Þjóðskrá ekki sérstaklega utan um netföngin og þjóni upplýsingagjöf um netfang þeim tilgangi að Þjóðskrá geti haft samband við viðkomandi ef upplýsingar vanti og til þess að staðfesta umsókn eða breyta skráningu. Af þeim sökum telur stofnunin óheimilt að veita upplýsingar um netföng sem einstaklingar hafa veitt í tengslum við beiðnir um breytingar á skráningum sínum í þjóðskrá.<br /> <br /> Þjóðskrá er ósammála fullyrðingum kæranda er lúta að því að afhending netfanga uppfylli skilyrði persónuverndarlaga. Sú staða geti verið uppi að einstaklingur sé skráður í tiltekið trúfélag eða lífsskoðunarfélag í þjóðskrá en ekki skráður sem félagsmaður hjá félaginu á sama tíma. Ekki sé hægt að ganga út frá því að einstaklingur sem tilkynni um breytta skráningu samþykki að Þjóðskrá áframsendi viðkomandi félagi netfang sem einstaklingurinn gaf upp á eyðublaði Þjóðskrár. Stofnunin áréttar að núverandi form eyðublaðsins hafi fyrst verið tekið til notkunar um mitt ár 2016. Í nóvember 2014 hafi verið tekið upp það verklag að ef tilkynning um breytta skráningu barst með rafrænum hætti hafi tilkynnandi sjálfkrafa fengið tölvupóst um að skráningu væri lokið. Fyrir þann tíma hafi þess ekki verið krafist að einstaklingur sem tilkynnti um breytt trúfélag eða lífsskoðunarfélag upplýsti um netfang sitt. Þar af leiðandi búi Þjóðskrá ekki yfir upplýsingum um netföng þeirra sem tilkynntu um breytta skráningu fyrir nóvember 2014. Ef stofnuninni yrði gert að afhenda umbeðinn lista myndi slíkt kalla á umtalsverða vinnu fyrir stofnunina þar sem skoða yrði hverja skráningu fyrir sig, hvort sem tilkynning sé á rafrænu formi eða pappír. <br /> <br /> Þjóðskrá Íslands áréttar að stofnunin haldi ekki sérstaka skrá yfir netföngin þrátt fyrir að hafa upplýsingar um þau. Það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að halda utan um netföng og miðla þeim áfram. Netföng séu ekki opinberar upplýsingar sem stofnuninni beri að miðla áfram. Þjóðskrá telur sig heldur ekki geta orðið við beiðni úrskurðarnefndar um upplýsingamál um afrit þeirra gagna sem kæra lýtur að þar sem þau séu ekki aðgengileg án þeirrar vinnslu upplýsinga sem lýst er að framan.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. júlí 2018, var kæranda kynnt umsögn Þjóðskrár Íslands og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda. Meðferð málsins hefur tafist úr hófi vegna anna í störfum úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er lífsskoðunarfélag, sbr. lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög nr. 108/1999, til aðgangs að upplýsingum um netföng félagsmanna sinna í vörslum Þjóðskrár Íslands. Af hálfu Þjóðskrár hefur meðal annars komið fram að stofnunin haldi ekki sérstaka skrá yfir netföngin þó að þau sé að finna í gögnum í vörslum stofnunarinnar.<br /> <br /> Þessar röksemdir Þjóðskrár lúta einkum að því að umbeðnar upplýsingar séu ekki „fyrirliggjandi“ í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Af afmörkun ákvæðanna á upplýsingarétti almennings leiðir að almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda. Í athugasemdum við fyrrnefnda ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum beri þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt væri að vinna upp úr öðrum gögnum dugar því jafnan ekki að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna, svo hann geti sjálfur tekið þær saman, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018. <br /> <br /> Af gögnum málsins telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ljóst að Þjóðskrá Íslands hafi ekki í vörslum sínum skrá yfir netföng félagsmanna kæranda enda þótt jafnframt sé ljóst að stofnuninni sé með ýmsum aðgerðum kleift að vinna slíkt yfirlit úr fyrirliggjandi gögnum, þ.e. tilkynningum einstaklinga um breytta skráningu, bæði á rafrænu formi og pappírsformi. Samkvæmt framangreindu bar Þjóðskrá því að taka afstöðu til þess hvort kærandi ætti rétt á aðgangi að gögnunum sem hafa umbeðin netföng að geyma í stað þess að láta duga að vísa til þess að listi um þau væri ekki fyrirliggjandi. Í málum þar sem annmarki af þessu tagi veldur því að beiðni verður ekki talin hafa fengið efnislega meðferð á lægra stjórnsýslustigi hefur úrskurðarnefndin fellt ákvörðun úr gildi og vísað málinu aftur til nýrrar meðferðar hjá kærða. Eins og hér stendur á liggur hins vegar fyrir efnisleg afstaða Þjóðskrár til beiðni kæranda sem úrskurðarnefndinni er fært að endurskoða.<br /> <h2>2.</h2> Hin kærða ákvörðun um synjun beiðni kæranda byggðist efnislega á því að óheimilt væri að veita honum aðgang að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem netföng teljist til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur rétt að líta svo á að upplýsingaréttur kæranda ráðist af III. kafla upplýsingalaga, þar sem beiðnin varðar upplýsingar um skráða félagsmenn kæranda, og verður því kannað hvort Þjóðskrá hafi verið heimilt að takmarka aðgang kæranda á grundvelli 3. mgr. 14. gr. laganna. Samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang.<br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur m.a. fram að algengt sé að gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Tekið er fram að kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins. Aðgangur að gögnum verði aðeins takmarkaður ef talin sé hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.<br /> <br /> Röksemdir Þjóðskrár fyrir þeirri niðurstöðu að um sé að ræða upplýsingar um einkamálefni einstaklinga fléttast saman við umfjöllun um hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum. Það sé ekki meðal hlutverka hennar að safna netföngum einstaklinga til opinberra nota eða miðlunar til þriðja aðila. Þá er niðurstaða Þjóðskrár byggð á því að netföng séu ekki „opinberar upplýsingar“ og vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 704/2017 í því sambandi. Loks er vísað til skilyrða laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að upplýsingaréttur almennings tekur samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga til allra fyrirliggjandi gagna hjá aðilum sem falla undir gildissvið laganna, með þeim takmörkunum sem þar er mælt fyrir um. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til „allrar starfsemi“ stjórnvalda. Það getur því ekki staðið í vegi fyrir aðgangi kæranda að gögnum að það sé ekki lögmælt hlutverk Þjóðskrár að safna þeim. Í málinu liggur fyrir að þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir að fá að kynna sér er að finna í fyrirliggjandi gögnum í vörslum Þjóðskrár, þ.e. tilkynningum einstaklinga um að vera skráðir sem félagsmenn í kæranda í þjóðskrá. Hvað varðar tilvísun Þjóðskrár til ákvæða laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga takmarka þau ekki upplýsingarétt almennings sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018.<br /> <br /> Við mat á því hvort umbeðnar upplýsingar eru að efni til svo viðkvæmar að heimilt sé að takmarka aðgang kæranda að þeim á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að taka fram að það sé ekki mat nefndarinnar að netföng einstaklinga teljist almennt til viðkvæmra upplýsinga um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Netföng eru eðli málsins samkvæmt upplýsingar sem einstaklingar birta öðrum og nota í samskiptum sínum, eins og hér háttar til í samskiptum við stjórnvöld. Netföng geta hins vegar talist til viðkvæmra upplýsinga þegar þau birtast í ákveðnu samhengi, t.d. þegar þau gefa til kynna hver einstaklingur sé, sem annars nyti nafnleyndar.<br /> <br /> Eins og hér háttar til eru upplýsingar um netföng einstaklinga að finna á eyðublöðum sem þeir hafa sent til Þjóðskrár með ósk um að skrá sig í þjóðskrá sem félagsmann í kæranda. Á eyðublöðunum er því að finna upplýsingar um skráningu einstaklings í lífsskoðunarfélag, sem telst almennt til viðkvæmra upplýsinga um einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 563/2014. Sömu sjónarmið eiga hins vegar ekki við um rétt kæranda til aðgangs að slíkum gögnum, þar sem um er að ræða einstaklinga sem óska þess að vera skráðir í félagið. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér eyðublöð Þjóðskrár og telur að þar komi ekki fram upplýsingar sem geti talist viðkvæmar þegar um er að ræða aðgang trúfélagsins eða lífsskoðunarfélagsins sjálfs sem um ræðir, þannig að ekki sé um að ræða hættu á að einkahagsmunir skaðist ef félaginu verði veittur aðgangur að þeim. Er það því mat nefndarinnar að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum vegi við þessar aðstæður þyngra en hagsmunir sem mæla með því að þeim sé haldið leyndum í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds verður lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að veita kæranda, Siðmennt – félagi siðrænna húmanista á Íslandi, aðgang að skráningarbeiðnum þeirra einstaklinga sem skráðir eru í félagið.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Þjóðskrá Íslands ber að veita kæranda, Siðmennt – félagi siðrænna húmanista á Íslandi, aðgang að beiðnum einstaklinga, sem skráðir eru í þjóðskrá sem félagsmenn í félaginu, um skráningu í það.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
803/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019 | Kærð var afgreiðsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna á beiðni um upplýsingar um nemendur sem sótt hefðu nám í skipulagsfræðum erlendis á ákveðnu tímabili. Stofnunin hafði afhent kæranda upplýsingar þess efnis en hann taldi þær ófullnægjandi. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, var málinu vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 803/2019 í máli ÚNU 19040016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. apríl 2019, kærði A ófullnægjandi afgreiðslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, á beiðni kæranda um upplýsingar um nemendur sem sótt hafa nám í skipulagsfræðum erlendis á árabilinu 2008-2018.<br /> <br /> Kærandi óskaði upphaflega eftir framangreindum gögnum 15. desember 2018. Hann fékk gögnin loks afhend með tölvupósti, dags. 28. mars 2019. Í kæru kemur fram að listinn sem LÍN hafi afhent sé engan veginn tæmandi. Auk þess sé hann rangur og villandi. Ljóst sé að kærandi geti ekki nýtt sér gögnin þar sem þau séu ekki áreiðanleg.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 29. apríl 2019, var kæran kynnt LÍN og stofnuninni veittur frestur til að senda úrskurðarnefnd umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess farið á leit að LÍN léti úrskurðarnefnd í té afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn LÍN, dags. 6. maí 2019, kemur fram að þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir hafi verið teknar saman og sendar kæranda. Ekkert í kerfum sjóðsins gefi til kynna að umbeðnar upplýsingar séu ekki tæmandi. Þá er því hafnað að upplýsingarnar séu rangar og villandi. <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um afgreiðslu LÍN á beiðni kæranda um upplýsingar um nemendur sem sótt hafa nám í skipulagsfræðum erlendis á árabilinu 2008-2018. Kærandi telur að þær upplýsingar sem honum hafi verið afhentar séu rangar og villandi, auk þess sem þær séu ekki tæmandi.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að stjórnvald hefur afhent kæranda þau gögn sem hann óskar eftir telst ekki vera um að ræða synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti, þ. á m. hvort efni gagna kunni að einhverju leyti að vera rangt. Vísast í þessu sambandi einkum til æðri stjórnvalda, Þjóðskjalasafns Íslands, umboðsmanns Alþingis og dómstóla.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur hvorki forsendur til að rengja þá fullyrðingu LÍN að umbeðnar upplýsingar í málinu séu tæmandi, né að þær séu hvorki rangar né villandi. Af þessu leiðir að ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum að þessu leyti. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 14. apríl 2019, á hendur Lánasjóði íslenskra námsmanna er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
802/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019 | Kærð var synjun Hafrannsóknastofnunar á beiðni Landssambands smábátaeigenda um lista yfir þá aðila sem orsakað hefðu skyndilokanir á veiðisvæðum á árunum 2016 til 2018. Af gögnum máls mátti sjá að skipaskrárnúmer væru ekki skráð í gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar um skyndilokanir. Af þeim sökum teldust umbeðnar upplýsingar ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Þar sem ekki lægi fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, var málinu vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 802/2019 í máli ÚNU 19020016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. febrúar 2019 kærði Landssamband smábátaeigenda, LS, synjun Hafrannsóknastofnunar á beiðni samtakanna um lista yfir þá aðila sem hafa orsakað skyndilokanir á veiðisvæðum á árunum 2016 til 2018. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að 28. janúar 2019 hafi LS sent Fiskistofu beiðni um fyrrnefndan lista. Í svari stofnunarinnar, dags. 20. febrúar 2019, er vísað til þess að samkvæmt 4. mgr. 10. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands nr. 79/1997 taki Hafrannsóknastofnun ákvarðanir um slíkar lokanir og framsendi Fiskistofa því erindið til stofnunarinnar. Svar Hafrannsóknastofnunar við beiðni LS, einnig dags. 20. febrúar 2019, var að stofnuninni væri óheimilt að veita upplýsingarnar á grundvelli persónuverndarlaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 25. febrúar 2019, var kæran kynnt Hafrannsóknastofnun og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn stofnunarinnar, dags. 11. mars 2019, er annars vegar dregið í efa að heimilt sé að afhenda umbeðnar upplýsingar á grundvelli persónuverndarsjónarmiða og hins vegar vísað til þess að stofnunin hafi ekki aðgang að umbeðnum upplýsingum. Umsögninni fylgdi tafla sem sýnir 16 atriði sem skráð eru í gagnagrunn stofnunarinnar um skyndilokanir. Skipaskrárnúmer frá þeim fiskibát sem mælt er úr hafi aldrei verið skráð og enginn lykill sé til staðar sem tengi skyndilokunartöfluna við frekari upplýsingar. Því sé ekki hægt að rekja skyndilokanir til einstakra skipaskrárnúmera út frá þeim upplýsingum sem Hafrannsóknastofnun búi yfir.<br /> <br /> Umsögn Hafrannsóknastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekar athugasemdum í ljósi hennar. Kærandi skilaði ekki athugasemdum vegna umsagnarinnar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Hafrannsóknastofnunar á beiðni Landssambands smábátaeigenda um lista yfir þá aðila sem orsakað hafa skyndilokanir á veiðisvæðum á árunum 2016 til 2018. <br /> <br /> Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur til þeirra gagna sem fyrirliggjandi eru þegar beiðni um aðgang berst, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í fyrstu svaraði Hafrannsóknastofnun upplýsingabeiðni LS á þann veg að óheimilt væri að veita upplýsingarnar á grundvelli persónuverndarlaga en í umsögn stofnunarinnar vegna kæru LS kemur fram að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi enda séu þær ekki hluti af gagnagrunni stofnunarinnar um skyndilokanir. Af skoðun þeirra atriða sem fram koma í töflunni sem fylgdi umsögn stofnunarinnar og unnin er upp úr gagnagrunni stofnunarinnar um skyndilokanir er ljóst að skipaskrárnúmer koma þar ekki fram. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Hafrannsóknarstofnunar að ekki sé hægt að rekja skyndilokanir til einstakra skipaskrárnúmera út frá þeim upplýsingum sem Hafrannsóknastofnun búi yfir. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða. Því er óhjákvæmilegt að vísa kæru LS frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru Landssambands smábátaeigenda, dags. 20. febrúar 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
801/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019 | Kærð var synjun Íslandspósts ohf. á beiðni blaðamanns um aðgang að ákveðnum gögnum vegna eftirlitsnefndar sem komið hafði verið á fót vegna sáttar á milli Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts. Synjun Íslandspósts byggðist á því að eftirlitsnefndin væri hvorki stjórnvald né hluti af starfsemi Íslandspósts og heyrði því ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin komst að því að eftirlitsnefndin væri hluti af Íslandspósti. Synjun félagsins var felld úr gildi og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. Einum lið kærunnar var þó vísað frá þar sem fram hafði komið að engin gögn þar að lútandi lægju fyrir. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 801/2019 í máli ÚNU 19020006.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. desember 2018, óskaði A, blaðamaður, eftir aðgangi að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> 1. Fundargerðum eftirlitsnefndar með sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts ohf.<br /> 2. Beiðni Íslandspósts til eftirlitsnefndarinnar um sameiningu ePósts ehf. við móðurfélag sitt. <br /> 3. Svar eftirlitsnefndarinnar við beiðninni skv. 2. tölul. <br /> <br /> Gagnabeiðni kæranda var synjað með bréfi formanns eftirlitsnefndarinnar, dags. 31. janúar 2018. Var sú ákvörðun reist á því að þar sem eftirlitsnefndin væri ekki stjórnvald sem tæki ákvarðanir um rétt eða skyldu manna heyrði hún ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Eftirlitsnefndinni hefði verið komið á fót með sátt sem Íslandspóstur hefði gert við Samkeppniseftirlitið. Nefndin væri ekki hluti af fyrirtækinu Íslandspósti heldur væri tilnefning og skipun nefndarmanna aðeins hluti af skyldum Íslandspósts samkvæmt sáttinni. <br /> <br /> Kærandi kærði synjunina með erindi, dags. 13. febrúar 2019. Í kæru segir m.a. að ekki hafi verið tekin efnisleg afstaða til réttar kæranda til aðgangs að gögnunum þar sem beiðninni hafi verið synjað á þeim grundvelli að nefndin heyri ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Er farið fram á afhendingu gagnanna eða heimvísun málsins til Íslandspósts. Þá telur kærandi rök vera fyrir því að eftirlitsnefndin sé stjórnvald og falli sem slík undir upplýsingalög. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 13. febrúar 2019, var kæran kynnt Íslandspósti og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lyti að. Kæran var kynnt formanni eftirlitsnefndarinnar með bréfi, dags. 14. febrúar 2019. <br /> <br /> Í umsögn formanns eftirlitsnefndarinnar um kæruna, dags. 27. febrúar 2019, er ítrekað að eftirlitsnefndin sé ekki stjórnvald og því falli hún ekki undir ákvæði upplýsingalaga. Vegna þessa hafi ekki verið tekin efnisleg afstaða til þess hvort eftirlitsnefndinni sé skylt að afhenda gögnin ef hún yrði talin falla undir upplýsingalög. Í fundargerðum nefndarinnar komi eftir atvikum fram umræður nefndarmanna um stöðu og rekstur Íslandspósts og önnur viðkvæm málefni sem rétt kunni að vera að leynt fari. Þeir hlutar fundargerðanna séu m.a. undanþegnir upplýsingaskyldu á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Auk þess kemur fram að ekki liggi fyrir endanlegt svar eftirlitsnefndarinnar við beiðni Íslandpósts um afstöðu eftirlitsnefndarinnar til sameiningar ePósts og Íslandspósts. Því sé ekki unnt að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál það gagn. <br /> <br /> Umsögnin var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. mars 2019, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <h2>Niðurstaða</h2> <h3>1.</h3> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum eftirlitsnefndar með sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts, beiðni Íslandspósts til nefndarinnar um sameiningu ePósts við móðurfélag sitt og svar eftirlitsnefndarinnar við beiðninni. Beiðninni var synjað á þeim grundvelli að eftirlitsnefndin heyrði ekki undir upplýsingalög nr. 140/2012, enda væri hún hvorki stjórnvald né gæti hún talist hluti af starfsemi Íslandspósts. <br /> <br /> Eftirlitsnefnd með sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts var sett á fót á grundvelli ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017 frá 17. febrúar 2017. Í ákvörðuninni er ekki að finna ákvæði um framsal Samkeppniseftirlitsins á stjórnsýsluvaldi til nefndarinnar og eru því ekki forsendur til þess að líta á nefndina sem stjórnvald. Hins vegar þarf að taka afstöðu til þess hvort starfsemi eftirlitsnefndarinnar sé hluti af starfsemi Íslandspósts þannig að gögn sem verði til í starfsemi nefndarinnar falli undir lögin samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í því ákvæði segir að lögin taki til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Þau taki þó ekki til lögaðila, sem sótt hafa um eða fengið opinbera skráningu hlutabréfa samkvæmt lögum um kauphallir og dótturfélaga þeirra. <br /> <br /> Í 3. tölul. I. kafla ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017 kemur fram að Íslandspóstur hafi óskað eftir viðræðum um sátt við Samkeppniseftirlitið með það að markmiði að ljúka rannsókn og meðferð mála sem til meðferðar voru hjá Samkeppniseftirlitinu. Viðræðunum hafi lokið með sátt og grundvallist ákvörðunin á sáttinni. Þá eru tilgreind helstu ákvæði sáttarinnar sem varða skipulag samstæðunnar. Fram kemur m.a. að í henni sé kveðið á um stofnun sérstakrar eftirlitsnefndar sem fylgi sáttinni eftir, taki við kvörtunum og taki ákvarðanir í samræmi við fyrirmæli sáttarinnar. Sé nefndin hluti af skipulagi fyrirtækisins og skipuð af Íslandspósti. Þá er sett fram skýringarmynd um innra skipulag Íslandspósts þar sem eftirlitsnefndinni er skipaður staður til hliðar við stjórn Íslandspósts og lýtur hún því ekki boðvaldi stjórnar. Í 5. tölul. VII. kafla ákvörðunarinnar er fjallað nánar um eftirlitsnefndina en þar segir í þriðju málsgrein að þar sem um sé að ræða innra eftirlit hjá Íslandspósti sé eðlilegt að fyrirtækið eigi einn fulltrúa í nefndinni. <br /> <br /> Í ákvörðunarorði ákvörðunarinnar er efni sáttarinnar birt. Í 11. gr. sáttarinnar er fjallað sérstaklega um skipun eftirlitsnefndarinnar. Segir þar m.a. að Íslandspóstur skuli skipa eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttarinnar og skuli hún skipuð þremur mönnum en þar af skuli tveir vera óháðir Íslandspósti. Formaður nefndarinnar skuli vera óháður. Þá skuli fulltrúi Íslandspósts vera skipaður af stjórn félagsins og skuli hann að jafnaði vera framkvæmdastjóri hjá Íslandspósti eða í sambærilegri stöðu. Íslandspóstur tilnefni nefndarmenn en bera skuli tilnefningu tveggja óháðra nefndarmanna undir Samkeppniseftirlitið til samþykktar eða synjunar. Íslandspósti skuli vera heimilt, að fengnu samþykki stofnunarinnar, að afturkalla umboð hvers nefndarmanns enda séu málefnalegar ástæður fyrir því. <br /> <h3>2.</h3> Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017 skal Íslandspóstur tryggja að starfrækt sé eftirlitsnefnd um framkvæmd sáttar Íslandspósts og Samkeppniseftirlitsins. Er það markmið nefndarinnar að sinna innra eftirliti fyrirtækisins og tryggja að starfsemi þess sé í samræmi við ákvæði sáttarinnar. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2017, kemur skýrlega fram að eftirlitsnefndin teljist vera hluti af skipulagi Íslandspósts og er hún hluti af fyrirtækinu samkvæmt skipuriti sem birt var í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Er starfsemi nefndarinnar kostuð af Íslandspósti. Með vísan til þessa er óhjákvæmilegt annað en að líta svo á að eftirlitsnefndin sé hluti af lögaðilanum Íslandspósti. Af því leiðir að starfsemi nefndarinnar heyrir undir upplýsingalög samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna. Er þá einnig til þess að líta að þrátt fyrir að nefndin lúti ekki boðvaldi stjórnar Íslandspósts hefur stjórnin úrræði á grundvelli ákvæða sáttarinnar til þess að bregðast við telji hún nefndina ekki sinna þeim skyldum sem á henni hvíla samkvæmt ákvæðum sáttarinnar, sbr. 11. gr. hennar, sem og þeim skyldum sem leiða af lögum, þ. á m. ákvæðum upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu er Íslandspósti því skylt að tryggja að tekin verði afstaða til þess á grundvelli upplýsingalaga hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að fundargerðum eftirlitsnefndarinnar með sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts og beiðni Íslandspósts um sameiningu ePósts við móðurfélag sitt. <br /> <br /> Fram kemur í umsögn eftirlitsnefndarinnar að svar nefndarinnar við beiðni Íslandspósts um sameiningu ePósts við móðurfélag sitt sé ekki fyrirliggjandi. Verður því að vísa kærunni frá hvað varðar þann kærulið. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun Íslandspósts ohf. um að synja beiðni A, blaðamanns, um annars vegar aðgang að fundargerðum eftirlitsnefndar með sátt Samkeppniseftirlitsins og Íslandspósts ohf. og hins vegar beiðni Íslandspósts ohf. um sameiningu ePósts ehf. við móðurfélag sitt, er felld úr gildi og lagt fyrir félagið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. <br /> <br /> Kæru A, vegna synjunar Íslandspóst ohf. á beiðni um aðgang að svari eftirlitsnefndar um framkvæmd sáttar Íslandspóst ohf. og Samkeppniseftirlitsins við beiðni Íslandspósts ohf. um sameiningu ePósts ehf. við móðurfélag sitt, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
800/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019 | Kærð var afgreiðsla Grindavíkurbæjar á beiðni um upplýsingar um álagningu stöðuleyfis- og fasteignagjalda á tiltekin stakstæð hús í sveitarfélaginu. Af gögnum málsins mátti sjá að fyrirspurn kæranda hafði verið svarað. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, var málinu vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 800/2019 í máli ÚNU 19020005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. febrúar 2019, kærði A afgreiðslu Grindavíkurbæjar á beiðni hans um upplýsingar um það hvers vegna hvorki stöðuleyfis- né fasteignagjöld væru lögð á tiltekin stakstæð hús á lóð Lambhúskots í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Í kæru kemur fram að Grindavíkurbær hafi svarað fyrirspurnum kæranda en að svörin hafi verið ófullnægjandi. <br /> <br /> Kærandi óskaði upphaflega eftir framangreindum upplýsingum 22. nóvember 2018. Vegna tafa á afgreiðslu beiðni kæranda leitaði hann til úrskurðarnefndar með erindi, dags. 21. desember 2018. Í umsögn Grindavíkurbæjar til nefndarinnar, dags. 14. janúar 2019, kom fram að fyrirspurn kæranda hafði verið svarað 10. desember 2018. Var mál kæranda í kjölfarið fellt niður hjá úrskurðarnefnd, á þeim grundvelli að umbeðnar upplýsingar hefðu verið afhentar kæranda. <br /> <br /> Í kæru er vísað til þess að svör Grindavíkurbæjar frá 14. janúar 2019 byggist á ósönnum fullyrðingum, fölsuðum tilvitnunum auk rökleysu og svörum sem séu fyrirspurn kæranda óviðkomandi. Kærandi ítrekar svo ósk sína um að Grindavíkurbær svari efnislega framangreindri fyrirspurn sinni frá 22. nóvember 2018.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 13. febrúar 2019, var kæran kynnt Grindavíkurbæ og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Kærða var veittur framlengdur frestur til 7. mars 2019 til þess að skila umsögn um kæruna. Í umsögn Grindavíkurbæjar, dags. 4. mars 2019, kemur fram að öll gögn málsins sýni að fyrirspurn kæranda frá 22. nóvember 2018 hafi verið svarað á skýran hátt. Þá kemur fram að ákveðin atriði úr tölvupósti til kæranda, dags. 10. desember 2018, hafi verið leiðrétt með síðari tölvupósti, dags. 4. janúar 2019. Bent er á að ásakanir á hendur starfsfólki sveitarfélagsins heyri ekki undir valdsvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Því er hafnað að bæjarstjóri hafi falsað tilvitnun, enda hafi aðeins verið um að ræða orðalagsbreytingu á áður sendum tölvupósti.<br /> <br /> Umsögn Grindavíkurbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Kærandi skilaði ekki athugasemdum vegna umsagnarinnar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Grindavíkurbæjar á beiðni um upplýsingar varðandi stöðuleyfis- og fasteignagjöld, nánar tiltekið útskýringu á því hvers vegna slík gjöld hafi ekki verið lögð á stakstæð hús sem standa á lóð Lambhúsakots í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. <br /> <br /> Af gögnum málsins er ljóst að fyrirspurn kæranda var svarað af hálfu Grindavíkurbæjar 10. desember 2018. Samkvæmt upplýsingum sem fram komu í umsögn bæjarins frá 14. janúar 2019 sendi kærandi í framhaldi af því aðra fyrirspurn til bæjarins í tíu liðum, sem var svarað 4. janúar 2019.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Hvergi í gögnum málsins kemur fram að kæranda hafi verið synjað um aðgang að upplýsingum eða gögnum. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvort sveitarfélag standi með réttum hætti að álagningu og innheimtu opinberra gjalda. Vísast í því sambandi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og eftir atvikum umboðsmanns Alþingis.<br /> <br /> Af þessu leiðir að ekki liggur fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og verður því ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 11. febrúar 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
799/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019 | Kærð var synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um upplýsingar um tilfærslu listaverka í eigu bankans. Samkvæmt skýringum Seðlabankans lágu engin gögn fyrir í málinu og af þeirri ástæðu væri bankanum ómögulegt að verða við beiðni kæranda. Úrskurðarnefnd taldi ekki ástæðu til að draga þær skýringar í efa og var málinu því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 799/2019 í máli ÚNU 19020002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. febrúar 2019, kærði A synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um upplýsingar varðandi ákveðna tilfærslu listaverka í eigu bankans. <br /> <br /> Með beiðni, dags. 24. janúar 2019, óskaði kærandi eftir „aðgangi að og afriti af öllum gögnum og skjölum í vörslu Seðlabanka Íslands sem leiddu til þeirrar ákvörðunar að finna tilteknum listaverkum í eigu bankans annan stað, eftir því sem segir í fréttum í geymslu, þ. á m. málverkum eftir Gunnlaug Blöndal sem sýna naktar konur.“ Þá óskaði kærandi m.a. eftir gögnum og skjölum um hugsanlegar kvartanir, viðbrögð við þeim og ákvörðun eða niðurstöðu. <br /> <br /> Með erindi, dags. 1. febrúar 2019, synjaði Seðlabankinn beiðni kæranda. Til stuðnings synjuninni var annars vegar vísað til þess að ákvörðunin hefði verið tekin með hliðsjón af jafnréttisáætlun bankans. Samkvæmt áætluninni skyldi bregðast við ábendingum starfsmanna og ekki væri gerð krafa um að ábendingarnar væru skriflegar eða samtöl vegna þeirra skráð. Hins vegar vísaði bankinn til þagnarskylduákvæðis 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, sem meinaði bankanum að afhenda upplýsingar vegna málefna bankans og gerði honum ókleift að afhenda kæranda afrit af gögnum og skjölum sem vörðuðu ofangreinda ákvörðun bankans.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji þagnarskylduákvæði 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands vera almennt þagnarskylduákvæði, sem samkvæmt 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 takmarki ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum. Kærandi dregur þá ályktun af orðalagi svarbréfs bankans varðandi þagnarskyldu, að gögn og skjöl sem málið varða séu fyrirliggjandi þrátt fyrir að í bréfinu komi einnig fram að fátt ef nokkuð hafi verið skráð um umrædda ákvörðun. Samkvæmt 27. gr. upplýsingalaga beri bankanum skylda til þess að skrá málsatvik. Þá bendir kærandi á að ekki sé vísað til neins undanþáguákvæðis upplýsingalaga synjuninni til rökstuðnings og vekur hann athygli á því að skort hafi leiðbeiningar um kæruheimild í erindi bankans, sbr. 3. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 4. febrúar 2019, var kæran kynnt Seðlabanka Íslands og frestur veittur til að senda úrskurðarnefnd umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var óskað eftir að nefndinni yrðu afhent þau gögn sem kæran lyti að. Frestur var veittur til 19. febrúar 2019 en var að beiðni Seðlabankans framlengdur til 1. mars. Í umsögn bankans, dags. 1. mars, var vísað til svars bankans við beiðni kæranda og ítrekað að óþarfi væri að fjalla efnislega um kæruna enda lægju hvorki fyrir formlegar kvartanir né formleg ákvörðun. Ákvörðunin um að fjarlægja tiltekin listaverk hefði verið tekin eftir óformlegar ábendingar starfsmanna og óformlegar umræður á vinnustaðnum. <br /> <br /> Þá var áréttað að þótt umrædd gögn lægju fyrir væru þau háð þagnarskyldu, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Ákvæðið teldist vera sérstakt þagnarskylduákvæði, sem með gagnályktun frá ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 140/2012 gæti, eitt og sér, komið í veg fyrir að almenningi yrði veittur aðgangur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Því til stuðnings var vísað til túlkunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál á ákvæðinu í úrskurðum í málum A-324/2009, A-423/3012 og úrskurða nr. 582/2015 og 774/2019 auk dóms Hæstaréttar nr. 329/2012, þar sem því var slegið föstu að 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 væri sérstakt þagnarskylduákvæði. <br /> <br /> Í umsögn Seðlabankans var einnig vikið að skráningarskyldu 27. gr. upplýsingalaga, sem vísað var til í kæru. Bankinn benti á að tilfærsla málverka gæti ekki talist ákvörðun um rétt eða skyldu manna en samkvæmt 27. gr. laganna bæri stjórnvöldum að skrá m.a. upplýsingar um málsatvik, ákvarðanir og helstu forsendur þeirra við meðferð mála þar sem taka ætti ákvörðun um rétt eða skyldu manna.<br /> <br /> Umsögn Seðlabankans var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. mars 2019, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 1. mars, var því hafnað að það hefði verið skýrt af svarbréfi bankans frá 1. febrúar að umrædd gögn lægju ekki fyrir hjá bankanum. Hins vegar hefði ótvíræð fullyrðing þess efnis fyrst birst í umsögn bankans vegna kærunnar. Þá var umsögn bankans sögð byggjast á misskilningi á svarbréfi bankans en ekki sjálfstæðri rannsókn á mögulegri tilvist gagna sem vörðuðu málið. Kærandi dró niðurstöðu umsagnarinnar í efa, þ.e. að engum gögnum væri raunverulega til að dreifa í málinu. <br /> <br /> Í athugasemdum vék kærandi einnig að þagnarskylduákvæði 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands og vísaði til þess að það þyrfti að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort um almenna eða sérstaka þagnarskyldu væri að ræða enda færi það eftir samhengi gagna og skjala í málinu. Að óséðu væri því ekki hægt að segja til um hvort umrædd gögn væru varin aðgangi vegna þagnarskyldu. Kærandi var ósammála því að tilfærsla listaverkanna gæti ekki talist snerta rétt eða skyldu manna, það ylti á aðstæðum og taldi hann útskýringar Seðlabankans á þeim ófullnægjandi.<br /> <br /> Með erindi, dags. 4. júní 2019, fór úrskurðarnefnd þess á leit við Seðlabanka Íslands að upplýst yrði um það hvort nokkur þeirra gagna sem kæran lyti að lægju fyrir hjá bankanum. Í svari bankans var vísað til þess að gögn eða skjöl sem kæran lyti að, t.d. kvartanir, viðbrögð eða ákvörðun í málinu, teldust almennt formleg í starfsemi bankans og yrðu skráð með ákveðnum hætti, lægju þau fyrir. Þá var áréttað að ekki væri til að dreifa eiginlegri kvörtun né skriflegri eða skráðri ákvörðun og að tilfærsla umræddra málverka hefði verið ein af mörgum ákvörðunum sem teknar eru dag hvern innan bankans innan gefins ramma í starfsemi hans, án þess að þær séu skráðar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Seðlabanka Íslands á beiðni kæranda um upplýsingar er varða tilfærslu listaverka í eigu bankans. Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur til þeirra gagna sem fyrirliggjandi eru þegar beiðni um aðgang berst, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. <br /> <br /> Í skýringum Seðlabanka Íslands hefur komið fram að ákveðið hafi verið að fjarlægja tiltekin málverk eftir umræður og ábendingar starfsmanna, sem hafi hvorki verið skriflegar né skráðar sérstaklega. Af þeirri ástæðu hafnar bankinn því að nokkur gögn séu fyrirliggjandi um tilfærslu listaverkanna, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og telur hann sér af þeirri ástæðu ómögulegt að verða við beiðni kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær skýringar bankans. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki fyrir hendi og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða. Er því óhjákvæmilegt að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 3. febrúar 2019, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
798/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019 | Kærð var afgreiðsla Vegagerðarinnar á beiðni um tilteknar upplýsingar um vöruflutninga um hafnir Íslands og um eftirlit stofnunarinnar með skráningu slíkra upplýsinga. Vegagerðin kvaðst hafa afhent kæranda allar fyrirliggjandi upplýsingar. Úrskurðarnefnd taldi ekki ástæðu til að draga þá fullyrðingu í efa og vísaði því málinu frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 798/2019 í máli ÚNU 18110013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 7. nóvember 2018, kærði A afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni m.a. um tilteknar upplýsingar um lestað og losað magn gáma í höfnum Íslands.<br /> <br /> Í tölvupósti til Vegagerðarinnar, dags. 15. október 2018, lagði kærandi fram gagnabeiðni í fjórum liðum. Í fyrsta lagi var óskað eftir upplýsingum um lestað og losað magn í höfnum Íslands frá 2005-2017. Kærandi óskaði í öðru lagi eftir upplýsingum um það eftirlit sem Vegagerðin hefði með höfnum, bæði um nákvæmni upplýsinga samkvæmt 9. gr. laga um hafnir, nr. 61/2003, og að upplýsingar væru veittar tímanlega. Í þriðja lagi krafðist kærandi þess að Vegagerðin aflaði og veitti upplýsingar um vörur til stóriðju og vörur frá stóriðju frá þeim höfnum sem þjónustuðu stóriðju, og greindi frá þeim á vef sínum og í ársskýrslum. Í fjórða og síðasta lagi krafðist kærandi þess að Vegagerðin aflaði og veitti upplýsingar frá höfnum þar sem gámar væru fluttir um, um magn gáma um hverja höfn, og greindi frá því hvort gámur hefði verið tómur eða fullur þegar viðkomandi hreyfing átti sér stað. <br /> <br /> Kæranda barst svar frá Vegagerðinni, dags. 29. október 2018, með upplýsingum um flutninga um hafnir, útskýringum og töflu með tölulegum upplýsingum. Í kæru til úrskurðarnefndar segir kærandi að svar Vegagerðarinnar og þær upplýsingar sem fylgdu svarinu hafi verið ófullnægjandi. Svar við fyrsta lið beiðni kæranda hafi ýmist innihaldið rangar upplýsingar eða þær vantað. Hvað fjórða lið beiðninnar varðaði tók kærandi fram að þær upplýsingar sem honum hefðu borist og féllu undir þann lið hefðu verið ófullnægjandi. Loks umorðaði kærandi annan lið beiðninnar lítillega.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 16. nóvember 2018, var kæran kynnt Vegagerðinni og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vegagerðarinnar, dags. 30. nóvember 2018, er vísað til þess að kæranda hafi þegar verið svarað og honum afhentar efnislega allar þær upplýsingar sem hann hafi óskað eftir. Vegagerðin leggi þann skilning í kæruna að hún snúi að tveimur þáttum, sem falli undir liði 2 og 4 í upplýsingabeiðni kæranda. Annars vegar snúi hún að upplýsingum um fyrirmæli Vegagerðarinnar til hafna um upplýsingagjöf og tímanleg skil þeirra til stofnunarinnar, og það eftirlit sem stofnunin hafi gagnvart höfnum um nákvæmni upplýsinga. Hins vegar snúi hún að því að Vegagerðin afli og veiti upplýsingar frá höfnum þar sem gámar séu fluttir um, um magn gáma um höfn, og að þar sé greint frá því hvort gámur hafi verið tómur eða fullur þegar viðkomandi hreyfing átti sér stað. <br /> <br /> Varðandi fyrra atriðið kemur fram í umsögn Vegagerðarinnar að samkvæmt hafnalögum, nr. 61/2003, sé höfnum sem njóti ríkisstyrkja skylt að senda endurskoðaða ársreikninga árlega til Vegagerðarinnar sem og aðrar upplýsingar sem stofnunin kunni að óska eftir og snerti rekstur hafnarinnar. Vegagerðin óski árlega eftir upplýsingum frá öllum hafnarsjóðum og sendi út sérstakt eyðublað sem farið sé fram á að hafnarsjóðir skili útfylltu. Þá kemur fram að ekki sé gefinn ákveðinn frestur til svara, stofnunin yfirfari upplýsingarnar eftir því sem henni sé frekast unnt en bent er á að upplýsingarnar séu byggðar á bókhaldi hlutaðeigandi hafna sem Vegagerðin hafi ekki aðgang að. Þá vísar stofnunin til þess að hún hafi ekki sérstakar heimildir til að bregðast við berist upplýsingar ekki frá einstökum höfnum. <br /> <br /> Varðandi síðara atriðið kemur fram að stofnunin kalli eftir upplýsingum frá höfnum um magn gáma og upplýsingar um það hvort þeir hafi verið tómir eða ekki, og vísar stofnunin til eyðublaðs sem innheimt er í því samhengi. Misjafnt sé hvort hafnir skili þeim upplýsingum með fullnægjandi hætti en Vegagerðin gangi á eftir því að þeim sé skilað eins og kostur er. Vegagerðin vísar til þess að hún hafi þegar afhent kæranda allar upplýsingar, sem fyrirliggjandi séu um þessi atriði hjá stofnuninni. Það hvort upplýsingarnar séu fullnægjandi eða hvernig stofnunin bregðist við þegar hafnarsjóðir sendi stofnuninni ekki upplýsingar séu álitamál sem falli ekki undir úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. nóvember 2018, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. desember 2018, gerir hann þá kröfu að úrskurðarnefndin beiti sér fyrir því að Vegagerðin safni fullnægjandi upplýsingum um vöruflutninga um hafnir og fari yfir upplýsingarnar sem henni berist, til að ganga úr skugga um að upplýsingarnar séu eins réttar og kostur er. Kærandi lýsir því að upplýsingar þær sem Vegagerðin hafi veitt séu ófullkomnar og sumar jafnvel rangar. Kærandi fjallar um ósamræmi í skráningu á lestuðu og losuðu magni í höfnum sem flokkað er eftir vörutegundum. Hann vísar til þess að umræddar upplýsingar séu grundvöllur hafna á innheimtu vörugjalda og séu því allar líkur á að upplýsingarnar séu fyrirliggjandi og ekkert því til fyrirstöðu að Vegagerðin afli þeirra upplýsinga á grundvelli eftirlitsskyldu sinnar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Vegagerðarinnar á beiðni um upplýsingar um vöruflutninga í gegnum hafnir á Íslandi. <br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda en stjórnvöldum er hins vegar ekki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er.<br /> <br /> Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur stofnunin þegar afhent kæranda þær upplýsingar og gögn sem fyrirliggjandi eru hjá stofnuninni í skilningi 5. gr. upplýsingalaga og fallið geta undir gagnabeiðni hans. Úrskurðarnefnd hefur ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu Vegagerðarinnar. Samkvæmt því liggur ekki fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og verður því ekki hjá því komist að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Kærandi gerir þá kröfu að úrskurðarnefndin beiti sér fyrir því að Vegagerðin safni fullnægjandi upplýsingum um vöruflutninga um hafnir og fari yfir upplýsingarnar sem henni berist, til að ganga úr skugga um að upplýsingarnar séu eins réttar og kostur er. Það fellur utan valdsviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál að úrskurða um slíkt og verður því ekki tekin afstaða til þeirrar kröfu. Rétt er að taka fram að það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinni að öðru leyti lögbundnum skyldum sínum. Vísast í þessu sambandi einkum til æðri stjórnvalda, í þessu tilfelli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, og eftir atvikum umboðsmanns Alþingis.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 7. nóvember 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
797/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019 | Kærð var synjun Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. á beiðni um aðgang að lögfræðiáliti. Synjunin byggðist á því að um vinnugagn væri að ræða, sbr. 8. gr. upplýsingalaga, og að álitið gæti fallið undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sem heimilar takmörkun aðgangs að bréfaskriftum stjórnvalda við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt máli skuli höfðað. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði ofangreindra undanþága frá upplýsingarétti almennings ekki uppfyllt og var Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita því gert að veita aðgang að lögfræðiálitinu. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 797/2019 í máli ÚNU 18090014.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. september 2018, kærði A synjun Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. á beiðni um aðgang að gögnum. Þann 10. september 2018 óskaði kærandi eftir því að fá sent lögfræðiálit sem unnið var fyrir Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita vegna gistileyfa. Erindinu var svarað samdægurs og var kæranda synjað um aðgang að skjalinu á þeim grundvelli að um væri að ræða vinnugagn. Í kæru kemur m.a. fram að kærandi óski eftir álitinu á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita með bréfi, dags. 1. október 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita kemur fram að lögfræðiálitið hafi verið útbúið af lögmanni byggðasamlagsins. Álitið varði réttaráhrif breytingarreglugerða nr. 649/2019 og 686/2018 á reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Kærandi hafi sótt um rekstrarleyfi fyrir gististað á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald með síðari breytingum. Samkvæmt lögum sé Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita falið að veita umsögn um fyrirhugaða leyfisveitingu en leyfisveitandi er sýslumaður. Í umsögninni eigi m.a. að fjalla um hvort starfsemi sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála. <br /> <br /> Í umsögninni er synjun Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita rökstudd þannig að kærandi eigi ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og að takmarkanir 6.-10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eigi við um lögfræðiálitið. Aðallega er byggt á því að um sé að ræða vinnugagn, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna. Gagnið hafi verið útbúið af lögmanni Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita til eigin afnota og til undirbúnings vegna umsagna sem veittar eru á grundvelli laga nr. 85/2008. Skjalið hafi ekki verið sent öðrum. Í lögfræðiálitinu komi ekki fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls og ekki sé þar að finna lýsingu á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á því sviði sem um ræðir. Auk þess er byggt á því að samkvæmt efni lögfræðiálitsins kunni það að falla undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga enda liggi fyrir að ef dómsmál yrði höfðað vegna synjunar á rekstrarleyfi kunni álitið að vera lagt til grundvallar afstöðu Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita. <br /> <br /> Umsögn Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. október 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu reynir á rétt kæranda til aðgangs að lögfræðiáliti sem lögmaður vann fyrir Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. um réttaráhrif breytingarreglugerða nr. 649/2019 og 686/2018 á reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Kærandi krefst aðgangs að lögfræðiálitinu á grundvelli ákvæðis 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings en samkvæmt ákvæðinu er þeim sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. <br /> <br /> Synjun Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita er í fyrsta lagi byggð á því að heimilt sé að undanþiggja lögfræðiálitið upplýsingarétti almennings með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem það falli undir það að teljast vinnugagn, sbr. 8. gr. laganna. <br /> <br /> Í 1. málslið 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar, sem falla undir lögin skv. 2. og 3. gr., hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna ef þau hafi verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Í athugasemdum um 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir orðrétt:<br /> <br /> „Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins. Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur vinnugagn. Undantekningar eru þó gerðar varðandi síðastgreinda atriðið.“<br /> <br /> Af skilyrðinu um að gagn þurfi í reynd að vera undirbúningsgagn leiðir að lokaútgáfa skjals getur ekki talist vera vinnugagn í skilningi laganna. Þá kemur fram í athugasemdunum að gagn sé ekki vinnugagn ef það var útbúið af utanaðkomandi sérfræðingum. Álitsgerðin sem unnin var fyrir Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita geymir endanlega útgáfu á úttekt lögmanns sem starfaði fyrir byggðasamlagið sem utanaðkomandi sérfræðingur en ekki sem starfsmaður byggðasamlagsins. Þar af leiðandi er lögfræðiálitið ekki vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga sem heimilt er að undanþiggja frá upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 6. gr. laganna.<br /> <br /> Í öðru lagi telur Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita heimilt að undanþiggja lögfræðiálitið upplýsingarétti almennings með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sem heimilar stjórnvöldum að takmarka aðgang almennings að bréfaskiptum við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt máli skuli höfðað. <br /> <br /> Í 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til bréfaskipta við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 120/2012 stendur orðrétt: <br /> <br /> „Hér að baki býr það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Ber að túlka ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að umrædd bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið minnisblað frá 8. ágúst 2018 um réttaráhrif reglugerða nr. 649/2018 og 686/2018 um breytingar á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016. Efni þess lýtur að því hvort tilteknar reglugerðarbreytingar hafi þau réttaráhrif að heimilt sé að veita rekstrarleyfi í flokki II fyrir sumarhús í skipulögðum frístundabyggðum, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 85/2007. Lögfræðiálitið geymir ekki mat á því hvort höfða skuli dómsmál vegna réttarágreinings eða greiningu á slíkum ágreiningi. Þá er ekki um að ræða könnun á réttarstöðu stjórnvalds vegna nærliggjandi möguleika á málshöfðun. Eins og fram kemur í umsögn Umhverfis og tæknisviði Uppsveita er byggðasamlaginu falið að veita umsögn um fyrirhugaða leyfisveitingu þar sem m.a. er fjallað um hvort starfsemi sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála. Af efni álitsgerðarinnar má ráða að hennar hafi verið aflað í því skyni að kanna hvort tilteknar reglugerðarbreytingar hafi áhrif á meðferð slíkra stjórnsýslumála hjá byggðasamlaginu. Með vísan til framangreinds og í ljósi þess að túlka ber undantekningarákvæði upplýsingalaga þröngt er því ekki fallist á að Umhverfis og tæknisviði Uppsveita hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að álitsgerðinni með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar sem aðrar undanþágur frá upplýsingarétti almennings standa afhendingu gagnsins ekki í vegi er byggðasamlaginu skylt að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Umhverfis og tæknisviði Uppsveita bs. ber að veita kæranda, A, aðgang að minnisblaði frá 8. ágúst 2018 um réttaráhrif reglugerða nr. 649/2018 og 686/2018 um breytingar á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
796/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019 | Kærð var afgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands á beiðni um ýmis gögn er vörðuðu offitumeðferðir á Reykjalundi. Fram kom að SÍ hefði afhent kæranda ákveðin gögn í málinu en að engin önnur gögn sem heyrðu undir beiðni kæranda væru í vörslum stofnunarinnar. Úrskurðarnefndin taldi ekki ástæðu til að draga þá fullyrðingu í efa og vísaði málinu því frá. | <h1> Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 796/2019 í máli ÚNU 18090004. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 3. september 2018, kærði A afgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands („SÍ“) á beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi með tölvupósti, dags. 12. ágúst 2018, óskað eftir aðgangi að upplýsingum í átta tölusettum liðum:<br /> <br /> 1. Óskað var eftir nýjasta þjónustusamningi milli SÍ og Reykjalundar/SÍBS.<br /> 2. Kæmi það ekki fram í samningnum var óskað eftir upplýsingum um hlutfall og krónutölu af heildarupphæð þjónustusamningsins sem færi til reksturs offituteymis Reykjalundar.<br /> 3. Kæmi það ekki fram í samningnum var óskað eftir upplýsingum um það á hvaða lagaheimild hefði verið byggt við gerð þjónustusamningsins.<br /> 4. Óskað var eftir gögnum sem lögð voru til grundvallar því að aðferðir, meðferð og eftirfylgni offituteymis Reykjalundar/SÍBS byggðu á gagnreyndum aðgerðum, svo sem skylt væri, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 112/2008.<br /> 5. Óskað var eftir upplýsingum um hvort og þá hvaða sérfræðingar hefðu verið SÍ til ráðgjafar varðandi mat á því hvort aðferðir offituteymis Reykjalundar/SÍBS teldust gagnreyndar, sbr. 8. gr. og 1. mgr. 44. gr. laga nr. 112/2008. <br /> 6. Óskað var eftir skýrslum, úttektum, minnisblöðum eða öðrum gögnum sem sneru að árangursmati offitumeðferðar á Reykjalundi/SÍBS, sbr. 1. mgr. 45. gr. laga nr. 112/2008.<br /> 7. Óskað var eftir upplýsingum um það hvort SÍ hefði nýtt heimild 4. mgr. 45. gr. laga nr. 112/2008, og ef svo væri hversu marga skjólstæðinga eða sjúklinga af offitusviði Reykjalundar/SÍBS hefði verið haft samband við til að sinna eftirlitshlutverki SÍ.<br /> 8. Óskað var eftir upplýsingum um það hver eða hverjir hefðu tekið ákvörðun upphaflega um að offitumeðferð á Reykjalundi skyldi vera undanfari eða skilyrði fyrir því að komast í skurðaðgerð (magahjáveitu eða magaermi) á Landspítala.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 14. ágúst 2018, kemur fram að kæranda sé veittur aðgangur að samningi á milli SÍ og Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS, dags. 25. október 2012. Varðandi gagnreyndar aðferðir er tekið fram að Reykjalundur hafi sinnt offitumeðferð í tæp 20 ár en SÍ hafi tekið við samningagerð við Reykjalund af heilbrigðisráðuneytinu árið 2009. Sú ákvörðun að viðurkenna meðferðina hafi því verið tekin af heilbrigðisyfirvöldum áður en lög um sjúkratryggingar tóku gildi. Í ákvörðuninni er því næst fjallað almennt um meðferðina á Reykjalundi og eftirlit SÍ með henni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji SÍ hafa nánast engu svarað sem lúti að beiðni hans. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga eða rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Engu hafi verið sinnt um að benda á leiðir til að kæra ákvörðunina, fá hana endurskoðaða eða annað sem skylt sé að lögum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 7. september 2018, var SÍ kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lyti að.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst umsögn SÍ með bréfi, dags. 21. september 2018. Þar kemur fram að kæranda hafi verið veittur aðgangur að samningi milli SÍ og Reykjalundar, endurhæfingarstöðvar SÍBS, dags. 25. október 2012, ásamt samkomulagi um breytingu á honum og samkomulögum um framlengingar hans. Önnur gögn varðandi fyrirspurn kæranda liggi ekki fyrir hjá SÍ og honum hafi verið bent á hvert hann geti snúið sér varðandi frekari upplýsingar.<br /> <br /> Umsögn SÍ var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. október 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 10. október 2018, kemur meðal annars fram að hin kærða ákvörðun hafi ekki uppfyllt kröfur laga um meðferð beiðna um aðgang að gögnum og ekki hafi verið svarað nema að litlum hluta því sem um var beðið. Sama eigi við um síðari viðbrögð SÍ. Kærandi rekur því næst einstaka liði fyrirspurnar sinnar. Ekki hafi verið brugðist með fullnægjandi hætti við liðum 2, 4, 5, 6 og 8 og SÍ hafði brugðist skyldu sinni til að framsenda fyrirspurnir til réttra aðila innan stjórnsýslunnar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um meðferð SÍ á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Af hálfu SÍ hefur komið fram að stofnunin hafi afmarkað beiðni kæranda við samning milli stofnunarinnar við Reykjalund, dags. 25. október 2012, ásamt samkomulögum um breytingu og framlengingar hans. Ekki séu önnur gögn í vörslum SÍ sem falli undir beiðni kæranda.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að skylt sé, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þá er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna, en það á við þegar gögn eru afhent að hluta ef takmarkanir eiga við um aðra hluta þeirra. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að véfengja þá fullyrðingu SÍ að ekki séu önnur fyrirliggjandi gögn í vörslum stofnunarinnar sem varða beiðni kæranda en hann hefur fengið aðgang að. Samkvæmt framangreindu verður að leggja til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá SÍ í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <br /> Af hálfu kæranda hefur komið fram að SÍ hafi ekki framsent beiðni hans til viðeigandi aðila, svo sem skylt sé, en fyrir nefndinni hefur komið fram af hálfu SÍ að kæranda hafi verið leiðbeint um það hvar hann geti nálgast umbeðnar upplýsingar. Úrskurðarnefndin tekur fram að stjórnvöldum ber almennt að framsenda erindi, sem ekki snerta starfssvið þeirra, á réttan stað svo fljótt sem unnt er á grundvelli leiðbeiningarskyldu stjórnvalda, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 4. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Í stjórnsýslurétti er almennt gengið út frá því að það sé ekki sjálfgefið að ákvörðun teljist ógild, enda þótt málsmeðferðarreglur hafi verið brotnar. Til þess að svo sé verður brotið að fela í sér annmarka á meðferð málsins og annmarkinn verður enn fremur að teljast verulegur. Eins og málið liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál er það mat nefndarinnar að sá annmarki á hinni kærðu ákvörðun, að framsenda beiðni kæranda ekki til aðila sem kunna að geyma upplýsingar sem beiðnin lýtur að, teljist ekki nægilega verulegur til að hann leiði til ógildingar hennar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 3. september 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
795/2019. Úrskurður frá 14. júní 2019 | Kærð var synjun Landspítala-Háskólasjúkrahúss á beiðni um upplýsingar um framkvæmd magahjáveitu- og magaermisaðgerða á tilteknu tímabili. LSH kvað ekkert fyrirliggjandi gagn svara öllum þeim atriðum sem fyrirspurnin sneri að heldur þyrfti að sækja upplýsingarnar sérstaklega í sjúkraskrár sem væri óheimilt samkvæmt lögum um sjúkraskrár, nr. 55/2009. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, var málinu vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 14. júní 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 795/2019 í máli ÚNU 18080003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. ágúst 2018, kærði A ákvörðun Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH), dags. 17. júlí 2018, um að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn lækna sem framkvæmdu magahjáveitu- og magaermisaðgerðir á árunum 2006 til 2016, sundurliðað eftir árum, ráðningarsamband þeirra við LSH auk fastra launakjara sundurliðaðra á sama hátt eftir árum.<br /> <br /> Ákvörðun LSH var tekin í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018, þar sem beiðni kæranda var vísað til nýrrar meðferðar hjá spítalanum. Í síðari ákvörðun LSH kemur í fyrsta lagi fram að ekkert eitt skjal eða gagn hafi verið til hjá spítalanum sem veitt hafi getað svar við öllum þáttum fyrirspurnar kæranda við meðferð beiðni hans. Ekkert fyrirliggjandi gagn sé hjá spítalanum sem svari öllum þeim atriðum sem nú séu til umfjöllunar. Því næst er vikið að því hvort unnt sé að svara einstökum þáttum fyrirspurnarinnar, þ.e. nöfn þeirra lækna sem framkvæmdu umræddar aðgerðir, ráðningarsamband þeirra við LSH, starfssvið og föst launakjör.<br /> <br /> Varðandi starfssviðið tekur LSH fram að til að framkvæma aðgerðir af þessu tagi þurfi sérmenntun á sviði skurðlækninga, einkum á sviði kviðarhols og meltingarfæra. Aðgerðir af þessu tagi væru framkvæmdar á aðgerðarsviði, nánar tiltekið á kviðarhols- og þvagfæradeild og starfssvið læknanna væri kviðarholsskurðlækningar. Um nöfn viðkomandi lækna tekur LSH fram að upplýsingar séu fengnar úr sjúkraskrám sjúklinga, sem vistaðar séu í sérstökum gagnaskrám á tölvutæku formi. Unnt hafi verið að veita tölfræðilegar upplýsingar úr þessum tölvukerfum, þó að LSH hafi þurft að vinna þær sérstaklega til að koma þeim á form sem afhenda mætti kæranda. Öðru máli gegni hins vegar um kröfu kæranda um að upplýst verði um það hvaða læknar framkvæmdu aðgerðirnar og hvert ráðningarsamband hafi verið við LSH. Um sjúkraskrár ríki sérstök trúnaðarskylda og aðgangur að þeim sé varinn með sérstökum lögum nr. 55/2009. Til að staðreyna hvaða læknar framkvæmdu hverja aðgerð fyrir sig þurfi að fara inn í sjúkraskrá hvers sjúklings og kanna skráningu á aðgerð viðkomandi. Sú vinna sé tímafrek og LSH sé auk þess með öllu óheimill aðgangur að sjúkraskrám einstakra sjúklinga í þessum tilgangi. Þá bendir LSH sérstaklega á að samkvæmt greinargerð með frumvarpi sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 nái upplýsingaréttur almennings almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggi hjá stjórnvöldum. Á LSH liggi fyrir gögn um ráðningarsamband og launakjör einstakra starfsmanna greind eftir nöfnum viðkomandi starfsmanns.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun er vikið að efni 4. tölul. 6. gr., sbr. 7. gr., upplýsingalaga og færð fyrir því rök að jafnvel þó ekki liggi fyrir gögn um nöfn lækna sem framkvæmdu tilteknar aðgerðir, ráðningarsamband þeirra við spítalann og launakjör, væru slík gögn undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt ákvæðinu. Kæranda var hins vegar bent á að takmarka mætti beiðni við skurðlækna á kviðarhols- og þvagfæradeild spítalans.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji augljóst að í upphafi málsins hafi verið ákveðið að synja honum um umbeðnar upplýsingar og svo reynt með öllum ráðum að verja þá ákvörðun. Slíkt sé í andstöðu við eðlilega afgreiðslu þar sem stjórnvaldi beri að taka afstöðu til fyrirliggjandi gagna, hagsmuna og laga. Kærandi mótmælir þeirri staðhæfingu LSH að leyfi vísindasiðanefndar þurfi til að fletta megi í sjúkraskrám til að finna nöfn lækna sem hafa framkvæmt skurðaðgerðir. Samantekt nafna úr sjúkraskrám geti ekki talist vera vísindarannsókn. Þá segir kærandi það ekki rétt að fara þurfi inn í hverja einustu sjúkraskrá til að finna nöfnin. Forritin Saga og Askja geri það að verkum að hægt sé fyrirhafnarlaust að finna lækna sem gert hafi ákveðnar aðgerðir á ákveðnum tímum.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Ekki sé gerð sú krafa að allt sem fyrirspurn lúti að skuli rúmast í einu gagni. Gögnin séu til og liggi fyrir, ekki þurfi að útbúa ný gögn heldur aðeins safna saman upplýsingum sem þegar séu til í fyrirliggjandi gögnum. Máli sínu til stuðnings vísar kærandi til minnisblaðs forsætisráðuneytisins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 5. febrúar 2014, þar sem fjallað sé um 7. gr. upplýsingalaga og túlkun ákvæðisins. Þá bendir kærandi á grein um árangur magahjáveituaðgerða í Læknablaðinu, þar sem fram komi að klínískum upplýsingum um sjúklinga hafi verið safnað í gagnagrunn offituaðgerða sem sé hluti af sjúkraskrárkerfi LSH. Þá hafi upplýsinga verið aflað úr sjúkraskrám allra sem gengust undir aðgerðina á tilteknu tímabili.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 19. ágúst 2018, var LSH kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn LSH, dags. 31. ágúst 2018, er í upphafi vísað til þeirra röksemda sem fram komu í hinni kærðu ákvörðun. Hins vegar telur LSH nauðsynlegt að leiðrétta staðhæfingar kæranda í kæru. LSH hafnar kenningum kæranda um ástæður þess að spítalinn synjaði beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum. Hvað varðar tilvísanir kæranda til greinar lækna í Læknablaðinu bendir LSH á að í 12. gr. laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 komi fram að allur aðgangur að sjúkraskrám sé óheimill nema til hans standi lagaheimild samkvæmt lögum um sjúkraskrár eða öðrum lögum. Um aðgang að sjúkraskrám til vísindarannsókna fari hins vegar eftir lögum nr. 44/2014, þar sem gerður sé greinarmunur á gagnarannsóknum og rannsóknum á mönnum. Þá sé gerður greinarmunur á vísindasiðanefnd og siðanefndum heilbrigðisrannsókna, en þær síðarnefndu starfi innan heilbrigðisstofnana. LSH telur að hugtakið rannsókn beri að túlka rúmt, þannig að það taki til hvers konar könnunar, skoðunar eða annarrar öflunar upplýsinga án tillits til þess í hvaða tilgangi þeirra er aflað. Meginmáli skipti hvaðan upplýsinga sé aflað. Til að nálgast umbeðnar upplýsingar þurfi að safna þeim saman úr sjúkraskrám þeirra einstaklinga sem gengust undir aðgerðirnar og í ljósi ákvæða laga nr. 55/2009 verði það ekki gert nema til þess liggi sérstök heimild.<br /> <br /> LSH tekur fram að engu máli skipti þótt spítalinn hafi yfir að ráða sérútbúnum tölvukerfum, svo sem Sögu og Öskju, enda geri kærandi ekki greinarmun á getu LSH til að nálgast umbeðnar upplýsingar annars vegar og heimildum til að nálgast þær hins vegar. Þá sé réttur almennings til aðgangs að gagnaskrám utan við rétt almennings til upplýsinga samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. september 2018, var umsögn LSH kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum um kæruna í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 16. september 2018, kemur fram að kærandi fái ekki séð að umsögnin bæti nokkru við það sem áður hafi komið frá LSH. Kærandi mótmælir túlkun LSH á hugtakinu starfssamband í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Hugtakið vísi til réttar og skyldna starfsmanna sem seldir séu undir stjórnsýsluvald, sbr. athugasemdir við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til laganna og úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 748/2018.<br /> <br /> Kærandi andmælir fullyrðingu LSH að leyfi vísindasiðanefndar þurfi til að fara megi í sjúkraskrár og finna nöfn lækna. Kærandi kveðst hafa sent nefndinni fyrirspurn sem hafi staðfest að ekki væri um vísindarannsókn að ræða. Þá bendir kærandi á að upplýsingar um aðgerðalækna hljóti að liggja fyrir í öðrum gögnum en sjúkraskrám, t.d. í launabókhaldi og víðar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um nöfn lækna sem framkvæmdu magahjáveitu- og magaermisaðgerðir á árunum 2006 til 2016, sundurliðað eftir árum, ráðningarsamband þeirra við LSH auk fastra launakjara sundurliðaðra á sama hátt eftir árum. Hin kærða ákvörðun um synjun beiðni kæranda er byggð á því að umbeðnar upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem safna þurfi þeim saman úr sjúkraskrám sjúklinga.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að skylt sé ef þess sé óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þá er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna, en það á við þegar gögn eru afhent að hluta ef takmarkanir eiga við um aðra hluta þeirra. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. Þá kemur einnig fram að hafi sá, sem beiðni um upplýsingar er beint til, ekki fengið viðkomandi gagn afhent við meðferð máls en einvörðungu haft aðgang að upplýsingum úr því í gagnagrunni sem ekki tilheyrir honum sjálfum þá teljist gagn að jafnaði ekki fyrirliggjandi í þessu sambandi. <br /> <br /> Úrskurðarnefndinni þykir rétt að taka fram að í gildistíð eldri upplýsingalaga var fjallað um afhendingu upplýsinga úr gagnagrunnum og skrám, m.a. í máli nr. A-447/2012. Í því máli var ekki talið skylt að afhenda gögn úr gagnagrunni, m.a. þar sem umbeðnar upplýsingar tilheyrðu ekki tilteknu máli í skilningi þágildandi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í eldri upplýsingalögum var ekki að finna þá reglu sem 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hefur að geyma. Svo stjórnvaldi verði gert skylt að afhenda upplýsingar úr gagnagrunnum eða skrám þurfa þær upplýsingar nú aðeins að vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, hvort sem þær tilheyra tilteknu máli eða ekki. Því er ekki unnt að fallast á það með LSH að það komi sjálfkrafa í veg fyrir upplýsingarétt kæranda að umbeðnar upplýsingar sé að finna í gagnagrunni, eins og fram kemur í umsögn spítalans.<br /> <br /> Eins og málið liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir ljóst, að þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir aðgangi að, er að finna í sjúkraskrám sem LSH varðveitir á grundvelli laga um sjúkraskrár nr. 55/2009, sbr. einnig ákvæði laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 og laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu LSH að upplýsingarnar sé ekki að finna í öðrum gögnum í vörslum spítalans. LSH telur sér hins vegar óskylt að safna saman upplýsingum um lækna sem framkvæmt hafa tilteknar aðgerðir úr sjúkraskrám á grundvelli ákvæða upplýsingalaga og raunar óheimilt samkvæmt ákvæðum laga nr. 55/2009 og laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 44/2014.<br /> <br /> Eins og beiðni kæranda er sett fram, og þegar tekið er tillit til þess hvernig umbeðnar upplýsingar eru varðveittar í vörslum LSH, lýtur beiðnin að því að upplýsingum verði safnað saman úr mörgum fyrirliggjandi gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur margsinnis komist að þeirri niðurstöðu að í upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum felist ekki réttur til að útbúin verði ný gögn eða upplýsingar teknar saman úr fyrirliggjandi gögnum, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 698/2017 og 748/2018. Ekki skiptir máli í þessu sambandi þótt spítalinn geti búið til yfirlit um umbeðnar upplýsingar með sérstökum forritum en úrskurðarnefndin tekur fram að spítalanum kann að vera heimilt að afgreiða beiðni kæranda með því að búa slíkt yfirlit til, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður að leggja til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá LSH í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Að fenginni þessari niðurstöðu telur nefndin óþarft að taka afstöðu til þess hvort ákvæði laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 eða annarra laga takmarki rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum upplýsingum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 10. ágúst 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
794/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019 | Kærð var töf mennta- og menningarmálaráðuneytisins á afgreiðslu beiðni kæranda um rökstuðning og gögn vegna ráðningar í starf þjóðskjalavarðar. Kærandi var meðal umsækjenda um embættið og því aðili stjórnsýslumáls í skilningi stjórnsýslulaga. Þar sem um aðgang kæranda að upplýsingum um málið færi eftir stjórnsýslulögum, og félli þar af leiðandi utan gildissviðs upplýsingalaga, var kærunni vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 794/2019 í máli ÚNU 19050020. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. maí 2019, kærði A töf mennta- og menningarmálaráðuneytisins á afgreiðslu beiðni kæranda um rökstuðning og gögn vegna ráðningar í starf þjóðskjalavarðar.<br /> <br /> Með erindi til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 14. mars 2019, óskaði kærandi eftir rökstuðningi fyrir ráðningu í starf þjóðskjalavarðar. Jafnframt var óskað eftir afritum gagna hjá ráðuneytinu um ráðningarferlið auk annarra tiltekinna upplýsinga um ráðninguna. Kærandi ítrekaði erindið nokkrum sinnum.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Fyrir liggur í máli þessu að kærandi var meðal umsækjenda um stöðu embættis þjóðskjalavarðar. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls í skilningi stjórnsýslulaga. Um aðgang hans að upplýsingum sem tengjast því stjórnsýslumáli fer þar af leiðandi skv. 15.-19. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af því leiðir enn fremur að þegar um gagnabeiðni fer samkvæmt stjórnsýslulögum verður óhæfilegur dráttur á afgreiðslu máls, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, ekki kærður til úrskurðarnefndar. Kæra þessi fellur því utan gildissviðs upplýsingalaga og er óhjákvæmilegt að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A vegna tafa mennta- og menningarmálaráðuneytisins á afgreiðslu beiðni um gögn vegna umsóknar um starf þjóðskjalavarðar er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
793/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019 | Kærð var synjun Sýslumannsins á Vestfjörðum á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem sýndu fram á hver hefði fengið líftryggingarbætur eftir mann sem lést árið 1900. Kæran barst rúmlega fimm mánuðum eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefndin taldi skilyrði 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga ekki uppfyllt og var kærunni því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 793/2019 í máli ÚNU 19050016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. maí 2019, kærði A synjun Sýslumannsins á Vestfjörðum á beiðni hans um aðgang að gögnum sem sýndu fram á hver hafi fengið greiddar líftryggingabætur eftir B, sem fæddist árið 1878 og lést árið 1900.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir framangreindum gögnum með bréfi, dags. 16. október 2018. Áður hafði þjóðskjalavörður tjáð kæranda að gögnin lægju ekki fyrir hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Starfsmaður hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum hafði svo upplýst kæranda um að gögnin væru fyrirliggjandi hjá embættinu í geymslu í kjallara húss á Patreksfirði.<br /> <br /> Með svari Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 30. október 2018, var beiðni kæranda synjað. Í fyrsta lagi var vísað til 5. gr. reglugerðar um dánarskrár, gerðabækur og málaskrár nr. 136/1992, þar sem fram kemur að upplýsingar verði ekki veittar úr dánarskrá og eftirrit ekki látin af hendi af gögnum, sem sýslumaður hafi tekið við eða gert vegna dánarbús, nema sá sem leiti eftir slíku hafi lögvarinna hagsmuna að gæta að mati sýslumanns. Í öðru lagi var vísað til 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um að lögin gildi ekki um skipti á dánarbúum. Einnig var tekið fram að óvíst væri hvort þau gögn sem kærandi bæði um væru í vörslum embættisins þar sem engin heildstæð skrá væri til yfir eldri gögn sem færð voru í skjalageymslur embættisins í tíð þáverandi embættis sýslumannsins á Patreksfirði.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem sýna fram á hver fékk greiddar líftryggingabætur eftir B, sem fæddist árið 1878 og lést árið 1900. Meira en 30 ár eru frá því að gögnin urðu til. Fer því um aðgang að þeim eftir lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, sbr. 4. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 46. gr. laganna er mælt fyrir um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í 2. mgr. segir að um meðferð slíkra kærumála gildi ákvæði V. kafla upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum synjaði beiðni kæranda með bréfi dags. 30. október 2018 en kæra barst úrskurðarnefnd 16. maí 2019. Hún barst því rúmlega fimm mánuðum eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Sýslumannsins á Vestfjörðum til kæranda var honum þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 46. gr. laga um opinber skjalasöfn, né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. svo sem er áskilið er í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefndin skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt, enda þótt Sýslumaðurinn á Vestfjörðum hafi ekki leiðbeint kæranda um kærurétt og kærufrest. Í þessu sambandi athugast að almennur kærufrestur fyrir stjórnsýslukærur er þrír mánuðir, sbr. 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga, en kæran barst rúmum þremur mánuðum eftir það tímamark. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður því ekki talið afsakanlegt að kæra hafi ekki borist fyrr. Þá telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi veigamiklar ástæður sem mæla með því að kæran verði tekin til meðferðar, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, enda kemur niðurstaða þessi ekki í veg fyrir að kærandi geti óskað eftir þessum upplýsingum aftur við Sýslumanninn á Vestfjörðum og kært þá synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál innan lögbundins 30 daga kærufrests. Verður samkvæmt þessu ekki hjá því komist að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 10. maí 2019, á hendur Sýslumanninum á Vestfjörðum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
792/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019 | Blaðamaður kærði synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum sem vörðuðu rannsókn bankans á meintum brotum útgerðarfélagsins Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál. Úrskurðarnefndin fór yfir umbeðin gögn og taldi hafið yfir vafa að þau hefðu að geyma upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans og væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, sem gengi framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin staðfesti því synjun Seðlabanka Íslands. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 792/2019 í máli ÚNU 19030002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. mars 2019, kærði A, blaðamaður […], ákvörðun Seðlabanka Íslands um synjun beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með gagnabeiðni kæranda, dags. 11. febrúar 2019, var óskað eftir aðgangi að gögnum um rannsókn Seðlabanka Íslands á meintum brotum útgerðarfélagsins Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál. Nánar tiltekið var óskað eftir öllum fylgigögnum, tölvupóstum og öðrum skjölum sem fylgdu kæru Seðlabanka Íslands til embættis sérstaks saksóknara þann 10. apríl 2013, sem notuð voru til að undirbyggja og útskýra það mat bankans að embætti sérstaks saksóknara þyrfti að rannsaka viðskipti útgerðarinnar. Þá var einnig óskað eftir gögnum sem fylgdu kæru bankans til embættis sérstaks saksóknara þegar málið var endursent til ákæruvaldsins.<br /> <br /> Í ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 18. febrúar 2019, var vísað til þess að rík þagnarskylda hvíldi á starfsmönnum bankans samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, sbr. einnig 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992. Upplýsingarnar væru þess eðlis að þær vörðuðu málefni bankans og teldust því ekki opinberar upplýsingar. Var beiðni kæranda því hafnað.<br /> <br /> Kærandi telur að umbeðin gögn eigi brýnt erindi við almenning þar sem um sé að ræða viðskipti stærsta útgerðarfélags Íslands, næst stærsta beina kvótahafa og stærsta óbeina kvótahafa í gegnum hlutdeildarfélög. Seðlabankanum beri skylda til að afhenda fjölmiðlum gögnin svo hægt sé að greina almenningi frá þeim viðskiptaháttum Samherja sem lágu að baki rannsókn á fyrirtækinu. Hagsmunir almennings af því að fá fram öll gögn málsins séu mikilvægari en túlkun Seðlabanka Íslands á þagnarskylduákvæði í lögum um bankann. Líta megi á opinberun gagnanna sem ígildi þess að sannleiksnefnd yrði skipuð þar sem markmiðið væri í báðum tilfellum að opinbera sannleikann um mikilvægt mál. Þá bendir kærandi á að seðlabankastjóri hafi sjálfur sagt að hann væri ekki mótfallinn því að umbeðin gögn verði gerð opinber.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 7. mars 2019, var kæran kynnt Seðlabanka Íslands og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Í umsögn Seðlabankans, dags. 3. apríl 2019, er í upphafi fjallað um þagnarskylduákvæði laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 og laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Samkvæmt 15. gr. fyrrnefndu laganna séu þeir sem annist framkvæmd laganna bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fái vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þá hvíli rík þagnarskylda á starfsmönnum Seðlabankans um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001.<br /> <br /> Seðlabankinn byggir á því að um sérstök þagnarskylduákvæði sé að ræða, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 645/2016 varðandi 15. gr. gjaldeyrislaga og úrskurði nr. A-324/2009, A-423/2012, 582/2015 og 774/2019 varðandi 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands, sbr. einnig dóm Hæstaréttar Íslands í Hrd. 3. júní 2014 (329/2014). Umbeðnar upplýsingar teljist til upplýsinga um hagi viðskiptamanna bankans og falli því undir þagnarskylduna samkvæmt orðanna hljóðan. Þá bendir bankinn á að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Þá segi einnig í ákvæðinu að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í þessu felist takmörkun á upplýsingarétti almennings.<br /> <br /> Seðlabanki Íslands hafnar alfarið röksemdum kæranda sem lúta að því að hagsmunir almennings og opinberun sannleikans í málinu leiði til þess að veita beri aðgang að umbeðnum gögnum. Brot gegn þagnarskylduákvæðum gjaldeyrislaga og laga um Seðlabanka Íslands geti varðað refsingu með sektum eða fangelsi og því ljóst að stíga þurfi varlega til jarðar þegar óskað sé eftir aðgangi að upplýsingum sem teljast til trúnaðargagna. Þegar mat bankans sé á þá leið að umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu sé honum hreinlega skylt að synja beiðni um aðgang að þeim. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. apríl 2019, var umsögn Seðlabanka Íslands kynnt kæranda og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kæru sinnar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að gögnum í vörslu Seðlabanka Íslands sem varða rannsókn bankans á meintum brotum útgerðarfélagsins Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál. Ákvörðun bankans um synjun beiðni kæranda var byggð á þagnarskylduákvæðum laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 og laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Loks var í umsögn bankans vísað til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í 2. málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 fæli í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þá telst 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 einnig vera sérstakt þagnarskylduákvæði um hagi einstakra viðskiptamanna þeirra sem annast framkvæmd laganna, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 645/2016, 665/2016 og 694/2017.<br /> <br /> Seðlabanki Íslands hefur látið úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem bankinn afmarkaði beiðni kæranda við. Gögnin eiga það sameiginlegt að tilheyra málum í málaskrá Seðlabanka Íslands er varða rannsókn bankans á meintum brotum Samherja hf. og tengdra félaga á ákvæðum laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál og reglna settum með heimild í sömu lögum. Meðal gagnanna eru minnisblöð, rannsóknarskýrslur og lögfræðileg álit sem unnin voru af hálfu Seðlabankans en einnig gögn sem aflað var hjá lögaðilum með húsleitum á grundvelli laga nr. 87/1992, sbr. ákvæði laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, þar með talin samskipti, samningar og önnur gögn úr rekstri þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn og telur hafið yfir allan vafa að þau hafi að geyma upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands í skilningi 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992, sbr. einnig 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Þegar tekið er tillit til þess hvernig umbeðin gögn urðu til eða þeirra var aflað af hálfu bankans er það enn fremur mat nefndarinnar að þau séu öll undirorpin þagnarskyldu og ekki komi því til greina að gera Seðlabankanum að veita kæranda aðgang að þeim að hluta. Samkvæmt framangreindu eru gögnin undirorpin sérstakri þagnarskyldu sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna.<br /> <br /> Í tilefni af röksemdum kæranda er lúta að því að umbeðin gögn eigi erindi við almenning tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þagnarskylduákvæði laga um gjaldeyrismál og laga um Seðlabanka Íslands gera ekki ráð fyrir að slíkt mat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að gögnum sem falla að öðru leyti undir ákvæðin. Nægjanlegt er að upplýsingar varði hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands til að upplýsingaréttur almennings verði takmarkaður á grundvelli ákvæðanna umfram fyrirmæli upplýsingalaga. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun um synjun beiðni kæranda.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 18. febrúar 2019, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum um rannsókn Seðlabanka Íslands á meintum brotum útgerðarfélagsins Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
791/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019 | Kærleikssamtökin, f.h. A, kærðu afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum varðandi A. Kæranda höfðu verið afhent gögn um A en töldu að afhendingin hefði verið ófullnægjandi þar sem enn vantaði tiltekin gögn. Í umsögn Kópavogsbæjar vegna kærunnar kom fram að sveitarfélagið hefði þegar afhent öll fyrirliggjandi gögn sem féllu undir gagnabeiðni kæranda. Úrskurðarnefndin taldi ekki ástæðu til að draga þá fullyrðingu í efa og vísaði því málinu frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 791/2019 í máli ÚNU 19020011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 15. febrúar 2019, kærðu Kærleikssamtökin, f.h. A, ófullnægjandi afhendingu Kópavogsbæjar á gögnum sem vörðuðu A.<br /> <br /> Með erindi til Kópavogsbæjar, dags. 12. september 2018, fóru Kærleikssamtökin þess á leit, f.h. A, að afhent yrðu afrit allra gagna um hann frá öllum deildum sveitarfélagsins, að undanskildum gögnum frá velferðarsviði Kópavogsbæjar sem höfðu verið afhent í júní 2018. Kom fram að það vantaði skráðar færslur um samskipti A við B deildarstjóra, C sem hefði umsjón með umsóknum um félagslegt húsnæði og mögulega fleiri starfsmenn, s.s. vegna umsóknar félagsráðgjafa A varðandi niðurgreiðslu á leigu í Víðinesi. Beðið væri um alla samskiptasögu allra starfsmanna Kópavogsbæjar við A fyrir utan áður afhent gögn.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 5. nóvember 2018, var erindið ítrekað. Til viðbótar var óskað eftir afriti allra gagna um A hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar sem orðið hefðu til frá því gögn um hann voru afhent í júní 2018 og fram til 5. nóvember 2018.<br /> <br /> Með erindi, dags. 22. janúar 2019, kærðu Kærleikssamtökin, f.h. A, töf Kópavogsbæjar á afgreiðslu á gagnabeiðninni. Kæran var kynnt sveitarfélaginu með bréfi, dags. 26. janúar 2019, og frestur veittur til að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar. Meðfylgjandi erindi Kópavogsbæjar til kæranda, dags. 28. janúar 2019, voru afrit þeirra gagna sem vörðuðu A og ekki var þegar búið að afhenda. Í kjölfar afhendingarinnar var málið fellt niður hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 1. febrúar 2019.<br /> <br /> Í kæru Kærleikssamtakanna kemur fram að viss gögn sem samtökin tiltóku í erindum sínum til Kópavogsbæjar frá 12. september 2018 og 5. nóvember 2018 hefðu ekki verið meðal þeirra gagna sem Kópavogsbær hafði afhent kæranda. Væri þess farið á leit að þau gögn yrðu afhent.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 18. febrúar 2019, var kæran kynnt Kópavogsbæ og frestur veittur til að senda úrskurðarnefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess farið á leit að nefndinni yrðu afhent í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Kópavogsbæjar, dags. 5. mars 2019, kom fram að kæranda hefði áður verið afhent afrit allra gagna sem fyrir lægju hjá velferðarsviði bæjarins. Í tilefni kærunnar voru kæranda send afrit gagnanna að nýju. Með bréfi, dags. 13. mars 2019, var umsögn Kópavogsbæjar kynnt kæranda. Með tveimur erindum frá kæranda, dags. 21. mars 2019 og 5. apríl 2019, voru tilgreind ákveðin gögn sem óskað væri eftir en ekki hefði verið að finna í þeim gögnum sem þegar höfðu verið afhent. Kópavogsbær ítrekaði í bréfi, dags. 5. apríl 2019, að búið væri að afhenda öll gögn sem fyrir lægju og vörðuðu A.<br /> <br /> Með tölvupósti til Kópavogsbæjar, dags. 23. apríl 2019, óskaði úrskurðarnefndin skýringa á því hvort aðeins væri búið að afhenda fyrirliggjandi gögn um A hjá velferðarsviði bæjarins, eða hvort afhendingin hefði einnig tekið til annarra sviða. Í tölvupósti frá Kópavogsbæ, dags. 24. apríl 2019, kom fram að í kjölfar erindis úrskurðarnefndarinnar væri nú búið að afhenda öll gögn allra deilda Kópavogsbæjar sem fyrir lægju og vörðuðu A. Jafnframt var tiltekið að það væri að fullu viðurkennt af hálfu bæjarins að A ætti rétt á öllum upplýsingum og gögnum sem hann vörðuðu og fyndust hjá Kópavogsbæ.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Kæra þessa máls beinist að Kópavogsbæ. Samkvæmt gögnum málsins voru kæranda afhent öll fyrirliggjandi gögn sem vörðuðu A hjá velferðarsviði bæjarins. Kærandi taldi að ekki hefðu öll gögn sem óskað hefði verið eftir verið afhent. Í framhaldi af því var athugað hjá Kópavogsbæ hvort frekari gögn lægju fyrir hjá öðrum deildum bæjarins og þau svo afhent kæranda. Kom fram að öll fyrirliggjandi gögn hjá öllum deildum Kópavogsbæjar hefðu þá verið afhent.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Kópavogsbæjar að öll gögn sem liggja fyrir hjá bænum og varða A hafi verið afhent. Af því leiðir að ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum að þessu leyti. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Úrskurðarnefnd bendir kæranda á að það fellur ekki undir verksvið nefndarinnar að meta hvort skráningu upplýsinga hjá Kópavogsbæ kunni að vera ábótavant.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru Kærleikssamtakanna f.h. A, dags. 15. febrúar 2019, vegna afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni samtakanna um afrit af gögnum, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
790/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019 | Blaðamaður kærði afgreiðslu Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. á beiðni kæranda um gögn vegna kaupa félagsins á lögfræðiþjónustu á nánar tilgreindu tímabili. Á þeim tíma sem kæran barst var félagið undanþegið gildissviði upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna auk auglýsingar forsætisráðherra, nr. 1107/2015, og var málinu því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 790/2019 í máli ÚNU 19010008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. janúar 2019, kærði A, blaðamaður, töf Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf., ESÍ, á afgreiðslu beiðni kæranda um gögn vegna kaupa félagsins á lögfræðiþjónustu á nánar tilgreindu tímabili. Beiðnin hafi verið lögð fram sex mánuðum fyrr, og ítrekuð eftir að undanþága félagsins frá gildi upplýsingalaga hafi fallið úr gildi 15. desember 2018.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 29. janúar 2019, var kæran kynnt ESÍ og því beint til félagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið og ekki síðar en 13. febrúar 2019. Með bréfi til kæranda, dags. 13. febrúar 2019, sem jafnframt barst úrskurðarnefndinni, er rakið að ESÍ hafi verið veitt undanþága frá gildissviði upplýsingalaga með erindi forsætisráðherra, dags. 27. nóvember 2015, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt orðalagi erindisins skyldi undanþágan endurskoðuð eigi síðar en 15. desember 2018. Með erindi, dags. 13. desember 2018, hafi Seðlabanki Íslands formlega óskað eftir áframhaldandi undanþágu til handa ESÍ. Beiðnin væri enn til meðferðar hjá forsætisráðuneytinu og þar til niðurstaða lægi fyrir um hana gilti fyrri undanþága félagsins enn. Í því ljósi lægi ekki fyrir skylda ESÍ til að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna taka þau til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Þegar kæra þessi barst úrskurðarnefndinni var ESÍ að öllu leyti í eigu Seðlabanka Íslands og féll samkvæmt því undir 2. mgr. 2. gr.<br /> <br /> Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir: „Ef starfsemi lögaðila sem fellur undir 2. mgr. er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði getur ráðherra, að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórnar og umsögn Samkeppniseftirlitsins, ákveðið að hann skuli ekki falla undir gildissvið laga þessara eða dregið slíka ákvörðun til baka. Ráðuneytið skal halda opinbera skrá yfir þá lögaðila sem hafa fengið undanþágu samkvæmt málsgreininni, og skal undanþága einstakra aðila endurskoðuð á þriggja ára fresti. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein tekur gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.“<br /> <br /> Á grundvelli þessarar heimildar birti ráðherra auglýsingu nr. 1107/2015, þar sem m.a. ESÍ var veitt undanþága frá gildissviði upplýsingalaga. Skyldi undanþága félagsins endurskoðuð eigi síðar en 15. desember 2018. Í október 2017 var samþykkt á hluthafafundi að slíta ESÍ. Beiðni um áframhaldandi undanþágu barst frá Seðlabanka Íslands fyrir hönd ESÍ 13. desember 2018. Í mars 2019 var félagið afskráð úr hlutafélagaskrá. Í kjölfarið afturkallaði Seðlabankinn beiðni um áframhaldandi undanþágu til handa ESÍ.<br /> <br /> Í 3. gr. auglýsingar frá 16. maí 2019 um undanþágu lögaðila frá gildissviði upplýsingalaga, nr. 448/2019, kemur fram að undanþága ESÍ frá gildissviði laganna skuli falla brott. Þegar kæra barst úrskurðarnefnd 11. janúar 2019 var beiðni um undanþágu til handa ESÍ enn til skoðunar hjá forsætisráðuneytinu. Í samræmi við orðalag í auglýsingu nr. 1107/2015 um að undanþága ESÍ skuli endurskoðuð eigi síðar en 15. desember 2018 er ekki hægt að líta svo á að undanþágan hafi fallið brott þann dag. Á það sér jafnframt stoð í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að ráðherra geti ákveðið að lögaðili skuli ekki falla undir gildissvið laganna eða dregið slíka ákvörðun til baka. Samkvæmt orðanna hljóðan fellur undanþága lögaðila ekki brott nema með atbeina ráðherra. Því var undanþága ESÍ enn í gildi þegar kæran barst úrskurðarnefndinni. Töf ESÍ á afgreiðslu beiðni kæranda um gögn samkvæmt upplýsingalögum verður því ekki skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Er því ekki hjá því komist að vísa málinu frá nefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A á hendur Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
789/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019 | Kærð var afgreiðsla Tryggingastofnunar á beiðni kæranda um aðgang að persónuupplýsingum um sig. Í umsögn Tryggingastofnunar kom fram að stofnunin hefði veitt kæranda aðgang að öllum þeim gögnum sem hefðu að geyma upplýsingar um kæranda. Úrskurðarnefnd hafði ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Tryggingastofnunar að ekki hefðu verið frekari upplýsingar um kæranda í fórum stofnunarinnar þegar beiðni kæranda barst. Var málinu því vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 789/2019 í máli ÚNU 18100006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 14. október 2018, kærði A afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins („TR“) á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að þann 24. september 2018 hafi kærandi sent TR beiðni um aðgang að persónuupplýsingum um sig í gegnum „mínar síður“. TR hafi hafnað beiðninni á þeirri forsendu að stofnunin hafi engar persónuupplýsingar um kæranda. Kærandi hafi hins vegar undir höndum gögn úr vörslum TR sem innihaldi persónuupplýsingar um sig.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 16. október 2018, var kæran kynnt TR og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn TR, dags. 2. nóvember 2018, kemur fram að kærandi þiggi ekki bætur eða greiðslur frá stofnuninni og hafi ekki sótt um slíkt vegna sín. Engin gögn hafi því borist frá kæranda varðandi hann sjálfan og stofnunin hafi ekki tekið umsóknir til afgreiðslu. Því hafi TR engar upplýsingar um kæranda í kerfum stofnunarinnar. Hins vegar sé vísað til kæranda í gögnum sem borist hafa vegna umsóknar barnsmóður hans um umönnunargreiðslur með syni þeirra. Kærandi hafi fengið aðgang að þeim gögnum með ákvörðun TR, dags. 20. september 2018. Einnig hafi TR bent kæranda á að upplýsingar stofnunarinnar um hann komi fram á „mínum síðum“ stofnunarinnar, þ.e. um búsetu, fjölskylduaðstæður og þau bréf er stofnunin hafi sent honum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. nóvember 2018, var umsögn TR kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 3. desember 2018. Kærandi segir að TR hafi safnað viðkvæmum persónuupplýsingum um sig og þær birtist ekki á „mínum síðum“. Þess vegna óski kærandi eftir öllum upplýsingum um sig sem TR hafi undir höndum. TR hafi ekki reynt að takmarka umfang beiðninnar með neinum hætti eða reynt að finna flöt á því hvernig hægt sé að svara henni með einföldum hætti. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að persónuupplýsingum um hann í vörslum TR. Af hálfu TR hefur komið fram að stofnunin hafi veitt kæranda aðgang að gögnum sem hafi að geyma upplýsingar um kæranda með ákvörðun, dags. 20. september 2018. Einnig hafi TR bent kæranda á upplýsingar sem fram komi á svonefndum „mínum síðum“ sem kærandi hafi aðgang að hjá stofnuninni en að öðru leyti hafi TR engar upplýsingar um kæranda í kerfum stofnunarinnar.<br /> <br /> Réttur aðila til aðgangs að gögnum er varða hann sjálfan tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds á beiðni um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er í þessum tilvikum afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu TR að ekki hafi verið frekari upplýsingar um kæranda í fórum stofnunarinnar þegar beiðni kæranda barst. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 14. október 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
788/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019 | Kærð var afgreiðsla Tryggingastofnunar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem vörðuðu son hans. Í umsögn TR kom fram að stofnunin hefði þegar veitt kæranda aðgang að gögnunum að undanskildum þeim hluta þeirra sem stofnunin taldi varða einkamálefni barnsmóður kæranda. Úrskurðarnefnd hafði ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu að ekki höfðu verið frekari upplýsingar um son kæranda í fórum stofnunarinnar þegar beiðni kæranda barst. Úrskurðarnefndin vísaði því þeim hluta málsins frá. Einnig var deilt um hvort Tryggingastofnun skyldi veita kæranda upplýsingar varðandi son sinn jafnóðum og þær yrðu til eða þær bærust stofnuninni. Þar sem ekki væri um að ræða fyrirliggjandi gögn í skilningi upplýsingalaga var þeim hluta málsins einnig vísað frá úrskurðarnefnd. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 788/2019 í málum ÚNU 18100004 og 19030013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. október 2018, kærði A afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins („TR“) á beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Forsaga málsins er sú að kærandi óskaði eftir því með erindi, dags. 11. janúar 2018, að allar upplýsingar um son kæranda yrðu gerðar aðgengilegar á svokölluðum „mínum síðum“ kæranda. Þá óskaði kærandi eftir því að fá allan póst er varðaði son hans, svo kærandi yrði upplýstur um öll samskipti varðandi hann. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 756/2018 var lagt fyrir TR að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar, meðal annars þar sem stofnuninni hefði borið að meta hvort kærandi ætti rétt á aðgangi að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. september 2018, tók TR nýja ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda. Þar segir að stofnunin hafi óskað eftir afstöðu barnsmóður kæranda til beiðninnar í samræmi við 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Í svari hennar hafi komið fram að hún samþykkti einungis að veittur yrði aðgangur að læknisfræðilegum gögnum, umönnunarmötum og umönnunarkortum en ekki gögnum sem geti varðað hennar einkamálefni. Í ákvörðun TR kemur fram að stofnunin hafi áður birt kæranda á „mínum síðum“ umönnunarmöt og umönnunarkort. Stofnunin hafi því einnig ákveðið að veita kæranda aðgang að læknisfræðilegum gögnum sem hún hafi undir höndum varðandi son hans. TR hafi ekki önnur gögn sem varðað geti son kæranda undir höndum, heldur einungis gögn sem varði einkamálefni barnsmóður kæranda. Þá hafi komið fram af hálfu kæranda að hann væri ekki að biðja um aðgang að upplýsingum um barnsmóður sína. Eftir standi þá það álitamál og beiðni kæranda um að TR sendi honum allan póst vegna sonar hans jafnóðum. Til þess hafi stofnunin enga heimild þar sem sum þeirra gagna tilheyri einungis barnsmóður kæranda. Sem dæmi megi nefna greiðsluseðla frá TR til hennar. Stofnunin geti því ekki sent allan póst einnig til kæranda eða birt hann sjálfkrafa á „mínum síðum“ með vísan til 9. og 11. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Ákvörðun TR fylgdu leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál og rétt til að bera synjun á óheftum aðgangi að gögnum undir velferðarráðuneytið. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi skilji ekki ákvörðun TR og viti ekki hvernig hann eigi að kæra hana. Hann hafi einnig óskað eftir því að fá upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga þar sem TR hafi í sinni vörslu viðkvæmar persónuupplýsingar um sig sem séu rangar.<br /> <br /> Í síðari kæru kæranda, dags. 14. október 2018, segir að kærandi hafi sent TR beiðni í gegnum „mínar síður“ um aðgang að persónuupplýsingum um sig. TR hafi hafnað beiðninni á þeirri forsendu að stofnunin hefði engar persónuupplýsingar um kæranda. Kærandi hafi hins vegar undir höndum gögn úr vörslum TR sem innihaldi persónuupplýsingar um sig.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. október 2018, var TR kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn TR, dags. 2. nóvember 2018, kemur fram að stofnunin telji sig hafa veitt kæranda aðgang að öllum gögnum sem hún hafi undir höndum og varða son hans, þ.e. umönnunarmöt, umönnunarkort og læknisfræðilegar upplýsingar. TR hafi ekki önnur gögn sem varði son kæranda, heldur einungis gögn er varði einkamálefni barnsmóður kæranda sem hún samþykki ekki að sendar verði kæranda og kærandi hafi upplýst að hann óski ekki eftir aðgangi að. Synjun TR á beiðni kæranda um að senda honum framvegis jafnóðum öll bréf eða vottorð til og frá stofnuninni varðandi son hans, þ.e. um óheftan aðgang að gögnum sem enn eiga eftir að berast stofnuninni, sé kæranleg til velferðarráðuneytis eins og fram hafi komið í hinni kærðu ákvörðun. Það sé ekki á valdsviði úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um það hvort veita eigi kæranda aðgang að gögnum sem ekki hafi verið orðin til hjá TR þegar beiðni var lögð fram.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 12. nóvember 2018, var umsögn TR kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með bréfi, dags. 6. desember 2018. Þar kemur meðal annars fram að kærandi óski eftir því að fá eðlilegan aðgang að upplýsingum um barn sitt hjá TR. Í tilefni af þeirri fullyrðingu TR, sem fram kemur í umsögn stofnunarinnar, að barnsmóðir kæranda samþykki að veittur verði aðgangur að læknisfræðilegum gögnum, umönnunarmötum og umönnunarkortum tekur kærandi fram að þetta séu einmitt gögnin sem hann hafi óskað eftir. Hins vegar telur kærandi eðlilegt að hann sé upplýstur um réttindi sonar síns um leið og þau verði til. TR hafi upplýsingavef og auðvelt sé að setja upplýsingarnar þangað.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. mars 2019, framsendi félags- og barnamálaráðuneytið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál erindi kæranda til ráðuneytisins með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Í erindi ráðuneytisins til kæranda, dags. sama dag, kemur fram að framsendingin lúti að þeim hluta erindis kæranda sem varðar aðgang að tilteknum upplýsingum. Með vísan til framangreinds er ljóst að framsendingin varðar sama efni og kæra kæranda, dags. 5. október 2018.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu TR á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða son hans. Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að beiðni kæranda um aðgang að fyrirliggjandi gögnum hafi verið afmörkuð við umönnunarmöt, umönnunarkort og tiltekin læknisfræðileg gögn. Kæranda var veittur aðgangur að þessum gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en fram kemur að stofnunin hafi ekki undir höndum önnur gögn er varði son kæranda. Hvað varðar beiðni kæranda um að fá jafnóðum aðgang að gögnum, kemur fram í gögnum málsins að TR telji sér óheimilt að veita kæranda slíkan aðgang, þar sem þau kunni að hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni barnsmóður hans. <br /> <br /> Réttur aðila til aðgangs að gögnum er varða hann sjálfan tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds á beiðni um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er í þessum tilvikum afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn séu ekki til staðar og afhending þeirra komi af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu TR að ekki hafi verið frekari upplýsingar um son kæranda í fórum stofnunarinnar þegar beiðni kæranda barst. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti.<br /> <br /> Hvað varðar beiðni kæranda um að hann fái jafnóðum aðgang að gögnum um son hans er verði til eða berist TR í framtíðinni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að hér sé eðli málsins samkvæmt heldur ekki um að ræða gögn sem teljist fyrirliggjandi hjá TR í skilningi 1. mgr. 14. gr., sbr. 1. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður þessum hluta málsins því vísað jafnframt vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Úrskurðarnefndin tekur fram að telji kærandi að aðgangur hans að „mínum síðum“ sé ekki fullnægjandi og feli í sér brot gegn réttindum hans, getur hann leitað til annarra aðila með erindi þar að lútandi. Vísar nefndin einkum til félagsmálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis í þeim efnum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 5. október 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
787/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019 | Kærð var synjun umboðsmanns skuldara á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um skuldir fyrrverandi maka. Kæran barst rúmum þremur árum eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Úrskurðarnefnd taldi skilyrði ákvæðis 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, ekki vera uppfyllt þar sem hvorki teldist afsakanlegt að kæran hefði ekki borist fyrr né að veigamiklar ástæður mæltu með því að kæran yrði tekin til meðferðar. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 787/2019 í máli ÚNU 18080007. <br /> <h2>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h2> Með erindi, dags. 25. ágúst 2018, kærði A ákvörðun umboðsmanns skuldara um að synja beiðni hennar um aðgang að gögnum. Með erindi, dags. 16. febrúar 2015, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum um skuldir fyrrverandi maka. Bréfinu var synjað þann 17. febrúar 2015. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál átti í bréfaskiptum við kæranda og umboðsmann skuldara til þess að átta sig nánar á málsatvikum. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í þessum bréfaskiptum með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Samkvæmt gögnum málsins synjaði umboðsmaður skuldara beiðni kæranda með bréfi dags. 17. febrúar 2015 en kæra er dagsett 25. ágúst 2018. Kæran barst því rúmum þremur árum eftir að kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari umboðsmanns skuldara til kæranda var honum þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr., svo sem er áskilið er í 1. mgr. 19. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefndin skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt, enda þótt umboðsmaður skuldara hafi ekki leiðbeint kæranda um kærurétt og kærufrest. Í þessu sambandi athugast að almennur kærufrestur fyrir stjórnsýslukærur er þrír mánuðir, sbr. 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður því hvorki talið afsakanlegt að kæra hafi ekki borist fyrr, né að veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar í skilningi 28. gr. laganna. Verður því ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Úrskurðarnefndin tekur fram að kæranda er fært að leita aftur til umboðsmanns skuldara og leggja að nýju fram beiðni um umbeðin gögn.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 25. ágúst 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
786/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019 | Kærð var synjun sveitarfélags á beiðni kæranda um aðgang að lögfræðiáliti sem lagt var fram á fundi bæjarráðs. Kærandi hafði óskað eftir endurgreiðslu frá sveitarfélagsinu vegna meintrar ofgreiðslu opinberra gjalda og við afgreiðslu málsins hafði sveitarfélagið leitað álits lögfræðings. Úrskurðarnefnd taldi að sú ákvörðun sveitarfélagsins að hafna endurgreiðslukröfu kæranda teldist vera stjórnvaldsákvörðun. Því færi um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tilheyrðu stjórnsýslumálinu eftir ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Kæran féll þar af leiðandi utan gildissviðs upplýsingalaga og var henni vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 786/2019 í máli ÚNU 18070010. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 28. júlí 2018, kærði A synjun [sveitarfélagsins B] um aðgang að lögfræðiáliti sem lagt var fram á fundi bæjarráðs.<br /> <br /> Á fundi bæjarráðs [sveitarfélagsins], dags. 23. júlí 2018, var tekið fyrir bréf frá kæranda, þar sem óskað var eftir því að sveitarfélagið endurgreiddi kæranda ákveðna upphæð, sem dregin hafði verið af launum kæranda á nokkurra ára tímabili. Bæjarráð hafnaði kröfunni og tilkynnti kæranda um það með tölvupósti samdægurs. Kærandi óskaði sama dag eftir öllum gögnum sem legið hefðu til grundvallar ákvörðun bæjarráðs. Í tölvupósti frá [sveitarfélaginu], dags. 27. júlí 2018, kom fram að á fundi bæjarráðs hefði verið lagt fram bréf kæranda auk lögfræðiálits í tengslum við það. Lögfræðiálitið fæli í sér samskipti við lögfróða aðila, sem ekki væri skylt að afhenda. Var kæranda því synjað um aðgang að álitinu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 30. júlí 2018, var kæran kynnt [sveitarfélaginu] og frestur veittur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn [sveitarfélagsins], dags. 14. ágúst 2018, kom fram að málið snerist um greiðslur fasteignagjalda og þjónustugjalda, t.d. leikskóla- og tónskólagjalda. Kærandi héldi því fram að um ofgreiðslu fasteignagjalda væri að ræða og því ætti hann verulega fjárhæð inni hjá bænum. Kröfu kæranda var hafnað af bæjarráði á þeim grundvelli að staða kæranda á viðskiptareikningi bæjarins vegna fasteignagjalda væri 0 krónur. Að auki hefði [sveitarfélagið] gefið eftir kröfur gagnvart kæranda vegna vaxta og innheimtukostnaðar. Kærandi væri í verulegum vanskilum með fasteignagjöld á nokkurra ára tímabili. <br /> <br /> Í bréfi kæranda sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs hafði komið fram að ef ekki yrði orðið við kröfu kæranda um endurgreiðslu innan tíu daga yrði leitað til lögfræðistofu til innheimtu kröfunnar með auknum kostnaði fyrir sveitarfélagið. Af því tilefni leitaði [sveitarfélagið] álits hjá lögmanni sem veitt hefur bænum lögfræðilega ráðgjöf. Með vísan til 3. og 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga, teldi [sveitarfélagið] sér ekki skylt að afhenda kæranda tölvupóstssamskipti sveitarfélagsins við lögmanninn.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 19. ágúst 2018, var umsögn [sveitarfélagsins] kynnt kæranda og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 29. ágúst 2018, kom fram að kærandi hefði reiknað út að [sveitarfélagið] hefði oftekið af launum sínum. Þeir útreikningar hefðu verið afhentir sveitarfélaginu og hefðu ekki verið dregnir í efa. <br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að lögfræðiáliti sem varð til hjá [sveitarfélagi B] vegna kröfu kæranda um endurgreiðslu ofgreiddra opinberra gjalda. Synjun [sveitarfélagsins] var byggð á 3. og 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga.<br /> <br /> Ákvörðun [sveitarfélagsins] að hafna kröfu kæranda um endurgreiðslu ofgreiddra opinberra gjalda telst vera stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af þeirri ástæðu fer um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tilheyra stjórnsýslumálinu, þ.m.t. lögfræðiálitinu sem deilt er um í þessu máli, eftir ákvæðum stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. 15. gr. laganna kemur fram að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum sem mál varði.<br /> <br /> Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi því utan gildissviðs upplýsingalaga og verður því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 28. júlí 2018, vegna synjunar [sveitarfélagsins B] um aðgang að lögfræðiáliti sem lagt var fram á fundi bæjarráðs 23. júlí 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
785/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019 | Deilt var um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að samningi sveitarfélagsins við Íslenskar heilsulindir ehf. vegna könnunar á fýsileika þess að gert yrði baðlón í Vestmannaeyjum. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar kom fram að enginn slíkur samningur lægi fyrir. Umsögninni fylgdi bókun frá bæjarráði Vestmannaeyjabæjar þar sem fram kom að gert hefði verið samkomulag um samstarf við Íslenskar heilsulindir. Úrskurðarnefnd taldi að þrátt fyrir að gagnabeiðni kæranda hefði verið orðuð þannig að óskað væri eftir „samningi“ hefði kærandi í reynd átt við það samkomulag sem nefnt var í bókun bæjarráðs. Var því lagt fyrir Vestmannaeyjabæ að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 785/2019 í máli ÚNU 18070009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. júní 2018, kærði A afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um aðgang að samningi Vestmannaeyjabæjar og Íslenskra heilsulinda ehf. vegna könnunar á fýsileika þess að gert yrði baðlón í Vestmannaeyjum.<br /> <br /> Með erindi, dags. 25. maí 2018, óskaði kærandi eftir aðgangi að samningnum. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 5. júní 2018, kom fram að erindi kæranda ætti ekki við, þar sem Íslenskar heilsulindir ehf. væri einkafyrirtæki. Ef kærandi vildi frekari upplýsingar bæri honum að hafa samband við fyrirtækið.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 27. júlí 2018, var kæran kynnt Vestmannaeyjabæ og frestur veittur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. Vegna sumarleyfa hjá starfsfólki Vestmannaeyjabæjar var veittur viðbótarfrestur til 28. ágúst 2018.<br /> <br /> Í tölvupósti frá Vestmannaeyjabæ, dags. 23. ágúst 2018, kom fram að engin minnisblöð eða samningar lægju fyrir. Tölvupóstinum fylgdi bókun frá bæjarráði Vestmannaeyjabæjar. Þar kom fram að gert hefði verið samkomulag, dags. 24. maí 2018, um samstarf Vestmannaeyjabæjar og Íslenskra heilsulinda um framkvæmd fýsileikakönnunar að því er varðaði gerð baðlóns, heilsulindar, sjósundsaðstöðu og tengdra mannvirkja í Vestmannaeyjum.<br /> <br /> Með tölvupósti Vestmannaeyjabæjar til úrskurðarnefndar, dags. 8. maí 2019, fylgdi afrit af framangreindu samkomulagi Vestmannaeyjabæjar og Íslenskra heilsulinda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samkomulagi Vestmannaeyjabæjar og Íslenskra heilsulinda. Vestmannaeyjabær hefur bæði haldið því fram að gagnabeiðni kæranda eigi ekki við þar sem Íslenskar heilsulindir sé einkafyrirtæki, og að engin minnisblöð eða samningar liggi fyrir vegna samstarfs bæjarins við fyrirtækið.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd telur að þrátt fyrir að gagnabeiðni kæranda til Vestmannaeyjabæjar hafi verið orðuð þannig að óskað væri eftir „samningi“ bæjarins við Íslenskar heilsulindir hafi kærandi í reynd átt við það samkomulag, dags. 24. maí 2018, sem nefnt er í bókun bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar, um samstarf bæjarins og Íslenskra heilsulinda um framkvæmd fýsileikakönnunar að því er varðaði gerð baðlóns, heilsulindar, sjósundsaðstöðu og tengdra mannvirkja í Vestmannaeyjum.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda, líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, sbr. einnig 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Því verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Vestmannaeyjabæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 25. maí 2018, er vísað til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
784/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019 | Deilt var um þá ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja kæranda um aðgang að minnisblaði stýrihóps sem hafði farið fyrir viðræðum við íslenska ríkið um samning Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs. Vestmannaeyjabær vísaði til þess að minnisblaðið væri ekki opinbert og heyrði ekki undir upplýsingalög. Í ljósi þess að Vestmannaeyjabær væri stjórnvald sem heyrði undir upplýsingalög taldi úrskurðarnefnd ekki vafa leika á því að umrætt minnisblað félli undir lögin og því þyrfti að afgreiða ósk um aðgang að því í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Var því lagt fyrir Vestmannaeyjabæ að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 784/2019 í máli ÚNU 18070008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 19. júlí 2018, kærði A synjun Vestmannaeyjabæjar um aðgang að minnisblaði stýrihóps, sem fór af hálfu sveitarfélagsins fyrir viðræðum við íslenska ríkið um samning Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs.<br /> <br /> Kærandi óskaði eftir minnisblaðinu 12. júní 2018. Með bréfi, dags. 14. júní 2018, var honum synjað um aðgang að minnisblaðinu, þar sem það væri ekki opinbert og heyrði ekki undir upplýsingalög.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 27. júlí 2018, var kæran kynnt Vestmannaeyjabæ og frestur veittur til að senda umsögn um kæruna. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. Vegna sumarleyfa hjá starfsfólki Vestmannaeyjabæjar var viðbótarfrestur veittur til 28. ágúst 2018.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 23. ágúst 2018, bárust úrskurðarnefndinni umbeðin gögn í málinu. Ekki barst umsögn frá Vestmannaeyjabæ.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að minnisblaði stýrihóps, sem fór af hálfu sveitarfélagsins fyrir viðræðum við íslenska ríkið um samning Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs. Í minnisblaðinu er að finna lögfræðilega greiningu og ráðgjöf. Synjun Vestmannaeyjabæjar er byggð á því að minnisblaðið sé ekki opinbert og heyri ekki undir upplýsingalög.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Það er ljóst af gögnum málsins að minnisblaðið sem kærandi óskaði eftir er fyrirliggjandi hjá Vestmannaeyjabæ í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þess að Vestmannaeyjabær er stjórnvald sem heyrir undir upplýsingalög telur úrskurðarnefnd ekki vafa leika á því að umrætt minnisblað falli undir upplýsingalögin og því þurfi að afgreiða ósk um aðgang að því í samræmi við ákvæði laganna.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga skal ákvörðun um að synja skriflegri beiðni um aðgang að gögnum, í heild eða hluta, tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega. Í ákvörðun skal koma fram afstaða stjórnvalds til aukins aðgangs, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, og leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá segir í 3. mgr. 19. gr. að um málsmeðferð fari að öðru leyti eftir stjórnsýslulögum.<br /> <br /> Stjórnvöld sem hafa til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna, sbr. 6.-10. gr. þeirra.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist málsmeðferð sveitarfélagsins við töku hinnar kærðu ákvörðunar ekki ákvæðum upplýsingalaga. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir sveitarfélagið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 12. júní 2018, um aðgang að minnisblaði stýrihóps sem fór fyrir viðræðum við íslenska ríkið um samning Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs, er vísað til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
783/2019. Úrskurður frá 31. maí 2019 | Kærð var synjun Sorpu bs. á beiðni Íslenskra aðalverktaka hf. um gögn í tengslum við tilboð Ístaks hf. í innkaupaferli á vegum Sorpu sem kærandi tók einnig þátt í. Sorpa byggði á því að umbeðin gögn væru vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti kæranda. Úrskurðarnefndin féllst hvorki á að um vinnugögn væri að ræða né að þau fælu í sér mikilvægar upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál sem væru til þess fallnar að valda Ístaki tjóni. Var því lagt fyrir Sorpu að veita kæranda aðgang að gögnunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. maí 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 783/2019 í máli ÚNU 18070001.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. maí 2018, óskuðu Íslenskir aðalverktakar hf. eftir gögnum í tengslum við tilboð Ístaks hf. í innkaupaferli Sorpu bs. vegna „Sorpa Waste treatment plant WP02 Civil works“. Meðal þess sem kærandi óskaði eftir var tilboð Ístaks hf. og mat Sorpu á tilboðum. Með bréfi, dags. 17. maí 2018, veitti Sorpa kæranda aðgang að tilteknum gögnum en synjaði honum um aðgang að öðrum með vísan til viðskiptahagsmuna Ístaks. Með erindi, dags. 28. maí 2018, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum sem málið varðaði, en nánar tiltekið væri óskað eftir: 1) Tilboði Ístaks (án sundurliðunar tilboðsverðs) ásamt öllum fylgiskjölum, fylgibréfum og útskýringum; 2) Öllum minnisblöðum, skriflegum samskiptum og minnispunktum sem unnin hefðu verið um tilboðið og meðferð þess; 3) Samskiptum Sorpu og ráðgjafa félagsins við lægstbjóðanda eftir að tilboð hans barst og þar til ritað var undir samning við félagið áður en kærufrestur rann út. Tekið var fram að kærandi liti á bréf Sorpu, dags. 17. maí, sem synjun á afhendingu gagna undir lið 1 en að liðir 2-3 fælu í sér nýja upplýsingabeiðni. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. júní 2018, afhenti Sorpa kæranda umbeðin gögn að undanskildum tölvupóstum og minnispunktum sem urðu til vegna vinnu ráðgjafa við mat á tilboði Ístaks. Í bréfi Sorpu kemur fram að þau gögn séu fyrst og fremst vinnuskjöl í skilningi 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samskiptin og minnispunktarnir hafi eingöngu verið rituð til eigin nota við undirbúning mats og í gögnunum komi ekki fram ákvarðanir eða niðurstöður sem ekki komi fram í öðrum gögnum sem veittur hafi verið aðgangur að. Upplýsingaréttur aðila nái því ekki til þeirra gagna, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. og 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Íslenskir aðalverktakar kærðu synjun Sorpu með erindi, dags. 4. júlí 2018. Í kæru kemur m.a. fram að þar sem kærandi hafi verið tilboðsgjafi í útboði Sorpu fari um rétt hans til aðgangs að gögnunum samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Kærandi mótmælir því að gögnin séu vinnugögn enda hafi þau verið afhent öðrum. Ef um sé að ræða vinnugögn þá telji kærandi undanþágu 3. mgr. 8. gr. laganna eiga við. Í þeim gögnum sem kærandi hafi fengið afhent komi fram að Ístak hafi skilað með tilboði sínu viðauka þar sem fram hafi komið að tilboðið væri í samræmi við útboðsgögn og skilmála „except for the comments/exceptions as detailed on page 1 and 2 of this Appendix 12“. Þegar þetta sé skoðað nánar sjáist að tilboðið hafi vikið frá útboðsgögnum í nokkrum þáttum. Þau atriði séu bókuð í fundargerð skýringarfunda og virðist sem Ístak lýsi því yfir að félagið muni uppfylla skilyrðið um einangrun þrátt fyrir það sem segi í tilboði félagsins. Þetta telur kærandi sýna að þau gögn sem afhent hafi verið hafi ekki að geyma fullnægjandi upplýsingar um forsendur tilboðs Ístaks og mat á því. Einnig megi leiða líkur að því að minnispunktar sem varði mat ráðgjafa og samskipti tengd því hafi að geyma upplýsingar sem ekki komi fram annars staðar um hvernig tilboð Ístaks hafi verið talið uppfylla skilyrði útboðsgagna. Þá er vísað til þess að Sorpa hafi ekki byggt á því að lagareglur standi í vegi afhendingu gagnanna, en 11. gr. upplýsingalaga veiti heimild til að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt sé samkvæmt lögunum. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> <p>Með bréfi, dags. 10. júlí 2018, var kæran kynnt Sorpu bs. og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Í umsögn Sorpu um kæruna, dags. 10. ágúst 2018, segir m.a. að óskað sé eftir því að tekin verði afstaða til þess hvort kæran hafi borist að liðnum kærufresti skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga en ákvörðun Sorpu, dags. 6. júní, um synjun á aðgangi hafi verið send lögmanni kæranda með tölvupósti sama dag. Af því leiði að 30 daga kærufrestur hafi verið liðinn við lok 6. júlí 2018. <br /> <br /> Sorpa bs. segir þau gögn sem ekki hafi verið afhent vera tölvupósta sem urðu til í samningskaupaferlinu og hafi að geyma samskipti ráðgjafa og starfsmanna Sorpu. Í sumum tilvikum sé um að ræða drög að fundargerð eða minnisblaði til umræðu. Sorpa telur ljóst að í þessum gögnum felist einungis upplýsingar um samskipti um atriði sem komu til athugunar við yfirferð draga að fundargerð og minnisblaði, sem og við undirbúning funda og undirbúning samskipta við bjóðendur í samningskaupaferlinu. <br /> <br /> Umsögn Sorpu bs. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. ágúst 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 30. ágúst 2018, kemur m.a. fram að samskipti við utanaðkomandi ráðgjafa geti ekki verið vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, sbr. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 727/2018 og 709/2018. Þá ítrekar kærandi að Sorpa hafi ekki bent á að eitthvað sé því til fyrirstöðu að veita aðgang að gögnunum á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tölvupóstum sem fóru á milli Sorpu bs. og utanaðkomandi ráðgjafa vegna innkaupaferlis Sorpu. Um eru að ræða eftirfarandi gögn: <br /> <br /> 1. Tölvupóstssamskipti ásamt drögum að minnisblaði Mannvits, dags. 23. apríl 2018, efni: „ER: Drög að greinargerð“. <br /> 2. Tölvupóstur, dags. 24. apríl 2018, efni „GogJ-Staðan“.<br /> 3. Tölvupóstur, dags. 25. apríl 2018, efni: „GogJ“.<br /> 4. Tölvupóstssamskipti, dags. 25.-26. apríl 2018, efni „DRÖG Bréf til Ístaks“.<br /> 5. Tölvupóstssamskipti, dags. 26. apríl 2018, efni: „SV: Skýringarfundur m. Ístak – Upplegg“.<br /> 6. Tölvupóstur, dags. 20. apríl 2018, efni: „Fundargerð og minnisblað“ .<br /> 7. Tölvupóstssamskipti ásamt drögum að fundargerð, dags. 20. apríl 2018, efni: „fundargerð v. Ístaks – DRÖG“.<br /> 8. Tölvupóstssamskipti ásamt drögum að minnisblaði Mannvits, dags. 30. apríl 2018, efni: SV: Greinargerð um niðurstöðu samningskaupa“.<br /> 9. Tölvupóstur, dags. 1. maí 2018, efni: „ER: Greinargerð um niðurstöðu samningskaupa“.<br /> 10. Tölvupóstur, dags. 3. maí 2018, efni: „ER: Nöfn tengiliða“. <br /> Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðnings beiðni hans um aðgang að gögnunum. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eiga sömu sjónarmið við um innkaupaferli Sorpu bs. og útboð. Gögnin urðu til áður en gengið var til samninga vegna útboðsins. Kærandi var einn tilboðsgjafa og því verður réttur hans til aðgangs að gögnunum metinn samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>2.</h2> Kæra á synjun Sorpu, dags. 6. júní 2018, barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvupósti, dags. 4. júlí 2018, og barst hún því innan kærufrests. <br /> <br /> Sorpa byggir synjun sína á aðgangi að gögnunum á því að um séu að ræða vinnugögn sem undanskilin séu upplýsingarétti kæranda á grundvelli. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr., sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna ef þau hafi verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. <br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga, nr. 140/2012 kemur fram að til þess að skjal teljist vinnugagn þurfi þremur skilyrðum að vera fullnægt samkvæmt ákvæðinu. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Tekið er fram að í öðru skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur til vinnugagna. Af þessu leiðir að tölvupóstsamskipti og skjöl sem berast á milli utanaðkomandi sérfræðings og stjórnvalds eða lögaðila, verða ekki undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn, sbr. 5. tl. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, nema þau undanþáguákvæði sem tiltekin eru í niðurlagi 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 8. gr. eigi við um afhendingu gagnsins. Þau undanþáguákvæði eiga ekki við í því máli sem hér er til úrlausnar. <br /> <br /> Þau gögn sem Sorps afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál eru tölvupóstssamskipti frá tímabilinu 23. apríl 2018 til 3. maí 2018 ásamt viðhengjum. Með tölvupósti, dags. 23. apríl 2018, fylgir viðhengi með drögum að greinargerð vegna samningskaupanna, dagsett sama dag, sem merkt eru fyrirtækinu Mannviti hf. Með tölvupósti, dags. 26. apríl 2018, fylgir tafla með upplýsingum um breytingartillögur frá skilmálum útboðs og tillögur að viðbrögðum. Með tölvupósti, dags. 30. apríl 2018, fylgja drög að fundargerð frá fundi, dags. 27. apríl 2018. Með tölvupósti, dags. 30. apríl 2018, fylgja drög að greinargerð vegna niðurstöðu samningskaupa, dags. 30. apríl 2018. <br /> <br /> Þau gögn sem Sorpa afhenti nefndinni eru öll því marki brennd að hafa verið send á milli Sorpu og utanaðkomandi aðila. Því eru um að ræða gögn sem afhent hafa verið öðrum í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og verða þau þegar af þeirri ástæðu ekki talin vera vinnugögn í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Gögnin verða því ekki undanskilin upplýsingarétti kæranda á grundvelli 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin með tilliti til þess hvort rétt sé að afmá upplýsingar úr þeim með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í gögnunum er ekki að finna að finna mikilvægar upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál sem til þess eru fallnar að valda Ístaki tjóni verði kæranda veittur aðgangur að þeim. Er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum vegi þyngra en hagsmunir Ístaks af því að gögnin fari leynt. Er því ekki fallist á að Sorpu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að tölvupóstssamskiptunum eða viðhengjum með þeim. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Sorpu bs. ber að veita Íslenskum aðalverktökum hf. aðgang að tölvupóstum sem sendir voru á tímabilinu 23. apríl 2018 til 3. maí 2018, vegna innkaupaferlis vegna „Sorpu Waste treatment plant WP02 Civil works“ og viðhengjum með þeim. Nánar tiltekið ber Sorpu bs. að veita aðgang að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Tölvupóstssamskipti ásamt drögum að minnisblaði Mannvits, dags. 23. apríl 2018, efni: „ER: Drög að greinargerð“. <br /> 2. Tölvupóstur, dags. 24. apríl 2018, efni „GogJ-Staðan“.<br /> 3. Tölvupóstur, dags. 25. apríl 2018, efni: „GogJ“.<br /> 4. Tölvupóstssamskipti, dags. 25.-26. apríl 2018, efni „DRÖG Bréf til Ístaks“.<br /> 5. Tölvupóstssamskipti, dags. 26. apríl 2018, efni: „SV: Skýringarfundur m. Ístak – Upplegg“.<br /> 6. Tölvupóstur, dags. 20. apríl 2018, efni: „Fundargerð og minnisblað“ .<br /> 7. Tölvupóstssamskipti ásamt drögum að fundargerð, dags. 20. apríl 2018, efni: „fundargerð v. Ístaks – DRÖG“.<br /> 8. Tölvupóstssamskipti ásamt drögum að minnisblaði Mannvits, dags. 30. apríl 2018, efni: SV: Greinargerð um niðurstöðu samningskaupa“.<br /> 9. Tölvupóstur, dags. 1. maí 2018, efni: „ER: Greinargerð um niðurstöðu samningskaupa“.<br /> 10. Tölvupóstur, dags. 3. maí 2018, efni: „ER: Nöfn tengiliða“. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
782/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um fjölda þrotabúa sem tiltekinn lögmaður hefði fengið úthlutað á ákveðnu tímabili. Úrskurðarnefnd vísaði til athugasemda við 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í frumvarpinu sem varð að lögunum. Þar kæmi fram að undir gildissvið ákvæðisins féllu aðeins þeir aðilar sem falið væri að fara með stjórnsýslu og teldust til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins. Undir ákvæðið féllu því ekki aðrir opinberir aðilar á borð við dómstóla. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. apríl 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 782/2019 í máli ÚNU 19040001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 31. mars 2019, kærði A synjun Héraðsdóms Reykjavíkur á beiðni hans um aðgang að upplýsingum, m.a. um fjölda þrotabúa sem tiltekinn lögmaður hefði fengið úthlutað á ákveðnu tímabili.<br /> <br /> Með erindi til Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 8. janúar 2019, óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvaða þrotabú tiltekinn lögmaður hefði verið skipaður skiptastjóri í af hálfu dómstólsins síðastliðin tíu ár, hvenær lögmaðurinn hefði verið skipaður og upplýsingum um dagsetningar skiptaloka. <br /> <br /> Með erindi, dags. 4. febrúar 2019, synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur beiðni kæranda. Til stuðnings synjuninni var vísað til reglna dómstólasýslunnar um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum, nr. 9/2018. Enn fremur var vísað til 9. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, um rétt til aðgangs að gögnum í gjaldþrotamálum. Í 1. mgr. greinarinnar kæmi fram að við héraðsdómstóla skyldu haldnar skrár um beiðnir og kröfur samkvæmt lögunum þar sem fram kæmu upplýsingar um afdrif þeirra, svo og um dómsmál sem væru rekin eftir ákvæðum laganna. Samkvæmt 3. mgr. sömu greinar skyldi héraðsdómari veita þeim, sem þess krefðist og hann teldi hafa lögmætra hagsmuna að gæta upplýsingar úr skrám skv. 1. mgr. sömu greinar. Þar sem dómstóllinn teldi kæranda ekki hafa lögvarða hagsmuni af þeim upplýsingum sem hann óskaði eftir var beiðni hans um aðgang að gögnum hafnað.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndarinnar vísar kærandi til tölvupósts síns til dómstólsins, dags. 4. febrúar 2019, þar sem fram kemur m.a. að kærandi óski ekki eftir gögnum í gjaldþrotamálum, eins og fullyrt sé í svari dómstólsins, heldur upplýsingum um þau viðskipti sem beint hafi verið til nánar tilgreinds lögmanns með því að fela honum umsjón þrotabúa. Úthlutun þrotabús sé stjórnsýsluaðgerð sem almenningur hafi fyllsta rétt til að fá vitneskju um.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um fjölda þrotabúa sem tiltekinn lögmaður hefur fengið úthlutað á ákveðnu tímabili. Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum við greinina í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það leiði af orðalagi ákvæðisins að það sem ráði því hvort tiltekinn aðili falli undir ákvæðið sé formleg staða hans í stjórnkerfinu. Undir ákvæðið falli því einvörðungu þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljast til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins. Undir ákvæðið falli því ekki aðrir opinberir aðilar á borð við dómstóla. Með hliðsjón af þessu lítur úrskurðarnefndin svo á að gagnabeiðni kæranda til Héraðsdóms Reykjavíkur falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 31. mars 2019, vegna synjunar Héraðsdóms Reykjavíkur á beiðni um aðgang að gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
781/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019 | Kærðar voru tafir Seðlabanka Íslands á meðferð beiðni Samherja hf. um aðgang að gögnum. Í umsögn Seðlabanka Íslands kom fram að umbeðnar upplýsingar vörðuðu stjórnsýslumál kæranda hjá Seðlabankanum. Með vísan til 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga giltu lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Úrskurðarnefnd taldi að þar sem umbeðin gögn tilheyrðu stjórnsýslumálum sem til meðferðar voru hjá Seðlabanka Íslands og kærandi hefði verið aðili þeirra mála í skilningi stjórnsýslulaga, færi um aðgang að upplýsingum sem tengdust þeim eftir 15.-19. gr. stjórnsýslulaga. Kæran var því talin falla utan gildissviðs upplýsingalaga og henni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. apríl 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 781/2019 í máli ÚNU 18110016. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 20. nóvember 2018, kærði A, f.h. Samherja hf., tafir Seðlabanka Íslands á meðferð beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að Seðlabankinn hafi óskað eftir því með tveimur beiðnum, dags. 23. mars 2012, að Héraðsdómur Reykjavíkur veitti húsleitar- og haldlagningarheimildir á starfsstöðvum kæranda og fleiri lögaðila á Akureyri og í Reykjavík. Samkvæmt kröfum bankans hafi rannsókn hans einkum miðað að því að upplýsa hvort verð kæranda við útflutning til tengdra aðila væri í samræmi við það sem almennt tíðkast í viðskiptum óskyldra aðila. Kærandi hafi fengið afhent gögn í apríl 2012 sem hafi sýnt að ómögulegt væri annað en að útreikningur Seðlabanka á karfaverði byggðist á stærðfræðilegri skekkju. Frá þeim tíma hafi kærandi ítrekað óskað eftir afhendingu útreikninganna sjálfra. Seðlabankinn hafi ýmist látið hjá líða að svara kæranda eða sent önnur gögn en útreikningana.<br /> <br /> Með bréfi kæranda til bankaráðs Seðlabanka Íslands, dags. 20. ágúst 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um fjölda, númer og gögn í tilteknum málum í málaskrá Seðlabankans. Kærandi tekur fram að miklu máli skipti hvernig staðið hafi verið að rannsókn á hendur honum og tengdra aðila af hálfu Seðlabankans. Þegar kæra barst úrskurðarnefndinni hafi þrír mánuðir liðið án þess að beiðnin hafi verið afgreidd.<br /> <br /> Loks óskaði kærandi eftir því með tölvupósti, dags. 14. nóvember 2018, að fá afhent lögfræðiálit sem bankinn aflaði og sneri að máli kæranda. Þó ekki sé langt liðið frá beiðninni telur kærandi ekki líklegt að hún hljóti skjóta afgreiðslu í ljósi reynslunnar.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 26. nóvember 2018, var kæran kynnt Seðlabanka Íslands og því beint til bankans að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðna kæranda eigi síðar en þann 11. desember 2018.<br /> <br /> Í umsögn Seðlabanka Íslands, dags. 11. desember 2018, segir að í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga komi fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Fyrir liggi að umbeðnar upplýsingar varði stjórnsýslumál kæranda hjá Seðlabankanum. Engu að síður geti bankinn upplýst að Seðlabankinn hafi svarað kæranda með tölvupósti, dags. 22. nóvember 2018. Þar komi fram að bankinn hafi þegar afhent lögmanni kæranda lögfræðiálit sem vísað var til í fréttatilkynningu bankans. Hvað varðar beiðni um útreikninga á karfaverði hafi Seðlabankinn vísað til svarbréfs bankans, dags. 26. október 2017, í tilefni af gagnabeiðni, dags. 10. ágúst 2017. Jafnframt hafi Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þeirri niðurstöðu í máli nr. E-1523/2014 að upplýsingar sem lúti að öðrum útflytjendum séu undanþegnar upplýsingarétti aðila samkvæmt stjórnsýslulögum. Loks hafi bankinn útskýrt tilurð mála í málaskrá sinni.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 14. febrúar 2019, var umsögn Seðlabanka Íslands kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. febrúar 2019, kemur m.a. fram að umsögn Seðlabankans varðandi karfaútreikninga feli í sér útúrsnúninga og mótbárur bankans eigi ekki við. Beiðni kæranda snúi að útreikningum bankans þar sem stærðfræðileg villa komi fram en ekki hrágögnunum þar að baki. Þá hafi bankinn ekki útskýrt tilurð mála í málaskrá sinni með fullnægjandi hætti í ljósi fyrri svara hans. Loks er fallið frá þeim lið kærunnar sem varðar lögfræðiálit, þar sem kæranda hafi verið veittur aðgangur að því.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum mála og upplýsingum sem tengjast rannsóknum Seðlabanka Íslands á málefnum kæranda, einkum í tengslum við verð við útflutning kæranda til tengdra aðila. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir enn fremur að ákvarðanir um aðgang að gögnum á grundvelli stjórnsýslulaga verða ekki kærðar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur ber að beita sérstakri kæruheimild í 2. mgr. 19. gr. stjórnsýslulaga. Í máli þessu liggur fyrir að umbeðin gögn tilheyra stjórnsýslumálum sem voru til meðferðar hjá Seðlabanka Íslands og var kærandi aðili málanna í skilningi stjórnsýslulaga. Um aðgang hans að upplýsingum sem tengjast málunum fer því samkvæmt 15.-19. gr. stjórnsýslulaga. Í kæru er einnig byggt á því að kærandi eigi rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt framangreindu fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og verður því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru Samherja hf. á hendur Seðlabanka Íslands er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
780/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019 | Kærð var afgreiðsla Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um nöfn umsækjenda í ýmsar stöður hjá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að upplýsingarnar lægju ekki fyrir hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu. Þar sem ekki teldist um að ræða synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum var ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. apríl 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 780/2019 í máli ÚNU 18110015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 24. september 2018, kærði A svar Vestmannaeyjabæjar um að tiltekin gögn sem hann hafði farið fram á aðgang að lægju ekki fyrir.<br /> <br /> Með erindi til Vestmannaeyjabæjar, dags. 23. ágúst 2018, óskaði kærandi eftir nöfnum umsækjenda í ýmsar stöður hjá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. Með bréfi, dags. 17. september 2018, var kæranda tilkynnt að sveitarfélagið hefði ekki fengið upplýsingar um umsækjendur enn sem komið væri.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að bæjarstjóri haldi á eina hlutabréfi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Auk þess sé stjórn félagsins pólitískt kjörin af bæjarstjórn. Það verði því að teljast ótrúverðugt og nánast ómögulegt að bæjarstjóri og bæjaryfirvöld viti ekki hvað sé að gerast í félaginu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 16. nóvember 2018, var kæran kynnt Vestmannaeyjabæ og frestur veittur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Vestmannaeyjabæjar, dags. 26. nóvember 2018, kom fram að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. væri opinbert hlutafélag með sjálfstæða stjórn og starfandi framkvæmdastjóra. Þrátt fyrir að bæjarstjóri væri handhafi eina hlutabréfsins í félaginu væri starfsemi þess á ábyrgð stjórnar og stjórnenda félagsins, líkt og hjá öðrum opinberum hlutafélögum. Almennt væri ákveðið sjálfstæði slíkra félaga veitt í formi stofnfundargerða og eigendastefna. Meðan félagið starfaði án framkvæmdastjóra hefði bæjarfélagið ákveðið að senda upplýsingar um starfsemi félagsins þegar óskað var eftir þeim, en eftir að framkvæmdastjóri var ráðinn hefði þeim sem spyrðust fyrir um starfsemi félagsins verið beint til félagsins sjálfs. Eðlilegt væri að sjálfstætt starfandi félög og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga svöruðu sjálfar til um upplýsingar sem vörðuðu starfsemi þeirra.<br /> <br /> Hvað varðaði beiðni kæranda um nöfn umsækjenda um störf hjá félaginu hefði Vestmannaeyjabær ekki óskað eftir þeim upplýsingum við Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf. og félagið hefði sömuleiðis ekki sent bæjarfélaginu upplýsingarnar. Umbeðnar upplýsingar væru því ekki til í skjalasafni Vestmannaeyjabæjar, og hefði kæranda verið bent á það í fyrri bréfaskiptum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 27. nóvember 2018, var kæranda kynnt umsögn Vestmannaeyjabæjar og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Í umsögn kæranda, dags. 3. desember 2018, kom fram að bæjarfélaginu bæri að áframsenda viðkomandi erindi sín til Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Fór kærandi fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál áframsendi upplýsingar í umsögn Vestmannaeyjabæjar til rétts stjórnvalds með það í huga hvort á kæranda væru brotin lög um opinber skjalasöfn.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að nöfnum umsækjenda um ýmis störf hjá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. Vestmannaeyjabær heldur því fram að umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir hjá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Vestmannaeyjabæjar að umbeðnar upplýsingar um nöfn umsækjenda í ýmis störf hjá Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi ohf. séu ekki í fórum sveitarfélagsins. Af því leiðir enn fremur að ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum að þessu leyti. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin beinir því til kæranda að sjálfsagt sé að hann leggi inn nýja beiðni um þær upplýsingar sem deilt er um í þessu máli til Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Úrskurðarnefndin beinir því jafnframt til Vestmannaeyjabæjar að í samræmi við leiðbeiningarskyldu þá sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skuli sveitarfélagið framsenda erindi á réttan stað svo fljótt sem unnt sé, berist því skriflegt erindi sem ekki snertir starfssvið þess. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 24. september 2018, á hendur Vestmannaeyjabæ.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
779/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019 | Kærð var synjun Vegagerðarinnar á beiðni um aðgang að glærum sem starfsmaður Vegagerðarinnar hafði sýnt í tengslum við erindi sem hann hélt á erlendri ráðstefnu. Kærandi taldi að þar sem stofnunin hefði greitt kostnað vegna þátttöku starfsmannsins í ráðstefnunni hefði almenningur hagsmuni af því að fá að sjá glærurnar. Í umsögn Vegagerðarinnar kom fram að stofnunin teldi glærurnar vera eign starfsmannsins en ekki Vegagerðarinnar, og féllu því ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laganna. Taldi stofnunin engu skipta hvort starfsmaður hefði fengið heimild til að sinna endurmenntun í vinnutíma eða eftir atvikum fengið framlag vegna útlagðs kostnaðar. Úrskurðarnefndin taldi að þótt Vegagerðin teldist stjórnvald og heyrði undir gildissvið upplýsingalaga yrði að gera þá kröfu til þess að gagn í vörslum stjórnvalds væri í einhverjum tengslum við þá starfsemi sem færi fram á vegum þess. Væri þá til þess að líta að starfsfólk kynni að geyma á starfsstað ýmis gögn sem ekki tengdust starfi þeirra. Voru upplýsingalög því ekki talin ná til þeirra glæra sem starfsmaðurinn sýndi í tengslum við erindið á ráðstefnunni enda hefði þátttaka hans á ráðstefnunni ekki verið á vegum Vegagerðarinnar. Var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. apríl 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 779/2019 í máli ÚNU 18050022.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 30. maí 2018, kærði A synjun Vegagerðarinnar, dags. 3. maí 2018, á beiðni um aðgang að glærum sem tilgreindur starfsmaður Vegagerðarinnar sýndi í tengslum við erindi sem hann hélt á erlendri ráðstefnu. Synjun Vegagerðarinnar var byggð á því að glærurnar væru vinnugögn starfsmannsins. <br /> <br /> Í kæru segir m.a. að Vegagerðin hafi afhent kæranda ráðstefnugrein sem starfsmaðurinn ritaði í tengslum við ráðstefnuna en að honum hafi verið synjað um aðgang að glærum sem starfsmaðurinn sýndi í tengslum við erindi hans á ráðstefnunni. Þá segir að þar sem glærurnar hafi verið birtar opinberlega á ráðstefnunni geti þær ekki talist vinnugögn. Einnig er vísað til þess að í ársreikningum einkafyrirtækis starfsmannsins komi ekki fram bókfærður kostnaður vegna ráðstefnuþátttöku og af því verði ekki annað ráðið en að Vegagerðin hafi kostað starfsmanninn á ráðstefnuna. Þar sem þátttaka hans á ráðstefnunni hafi verið kostuð af almannafé hljóti þeir sem á því hafi áhuga að eiga rétt á því að sjá það sem á borð var borið fyrir ráðstefnuþátttakendur. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 11. júní 2018, var kæran kynnt Vegagerðinni og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Vegagerðarinnar, dags. 26. júní 2018, kemur m.a. fram að starfsmaðurinn hafi ekki komið fram á ráðstefnunni sem fulltrúi og starfsmaður Vegagerðarinnar. Vegagerðin líti svo á að þátttaka viðkomandi starfsmanns á ráðstefnunni hafi verið hluti af sí- og endurmenntun hans. Ekki hafi verið um að ræða erlent samstarf sem starfsmanninum hafi verið skylt að taka þátt í á vegum Vegagerðarinnar eða almennan hluta af daglegu starfi hans, heldur fagráðstefnu sem starfsmaður hafi sjálfur tekið ákvörðun um að sækja sem lið í endurmenntun sinni, með samþykki Vegagerðarinnar. Vegagerðin telur engu skipta hvort starfsmaður hafi fengið heimild til að sinna endurmenntun í vinnutíma eða eftir atvikum fengið framlag vegna útlagðs kostnaðar, s.s. vegna ferðakostnaðar, ráðstefnu- eða námskeiðsgjalda. Með vísan til þessa telur Vegagerðin að glærurnar séu eign starfsmannsins en ekki Vegagerðarinnar og falli því ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laganna. Í umsögninni kemur einnig fram að Vegagerðin hafi óskað eftir afstöðu starfsmannsins til afhendingar gagnanna. Starfsmaðurinn telji gögnin vera persónulega eign sína og heimili ekki afhendingu þeirra. Með umsögninni fylgdu umbeðnar glærur. <br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. júlí 2018, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust 9. júlí 2018. Þar segir m.a. að það að halda erindi á ráðstefnu geti tæplega talist vera sí- eða endurmenntun, heldur sé þar verið að miðla þekkingu til annarra og fyrirlesarinn því í raun fremur í hlutverki kennara en nemanda. Kærandi telji ástæðuna fyrir því að starfsmaðurinn vilji ekki veita sér aðgang að glærunum vera þá að þar séu notuð gögn sem í raun séu vinna kæranda. Kærandi hafi því mikla hagsmuni af því að geta kynnt sér glærurnar.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 14. mars 2019, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum Vegagerðarinnar vegna umbeðinna gagna í málinu, þar á meðal hvort gögnin væru vistuð í málaskrá stofnunarinnar eða hvort viðkomandi starfsmaður hefði einn haft umráð þeirra. Í svari Vegagerðarinnar, dags. 19. mars 2019, kom fram að glærurnar hefðu ekki verið vistaðar í málaskrá stofnunarinnar. Eftir að beiðni kæranda um afhendingu þeirra kom fram óskaði Vegagerðin eftir því við starfsmanninn að fá þær til skoðunar. Starfsmaðurinn sendi glærurnar með tölvupósti og óskaði eftir því að þær yrðu ekki afhentar kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Mál þetta lýtur að synjun Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um glærur sem starfsmaður stofnunarinnar sýndi í tengslum við erindi sem hann hélt á erlendri ráðstefnu. Synjun Vegagerðarinnar er byggð á því að glærurnar séu eign starfsmannsins og falli því ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laganna. <br /> <br /> Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til laganna er vísað til skýringa við ákvæði 1. gr. greinargerða með frumvarpi því sem varð að eldri upplýsingalögum, nr. 50/1996. Þar er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Fram kemur að af þessu leiði að gildissvið laganna sé afmarkað við starfsemi þeirra sem fari með stjórnsýslu og teljist til framkvæmdarvaldshafa samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Ekki skipti í grundvallaratriðum máli hvers eðlis sú starfsemi sé sem fram fari á vegum þessara aðila, heldur sé við afmörkun á gildissviði laganna fyrst og fremst litið til þess hvort viðkomandi aðili teljist samkvæmt formlegri stöðu sinni í stjórnkerfinu vera opinbert stjórnvald. <br /> <br /> Ekki er vafi á því að Vegagerðin telst vera stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Eins og ákvæðið er orðað verður þó að gera þá kröfu til þess að gagn í vörslum stjórnvalda sé í einhverjum tengslum við þá starfsemi sem fer fram á vegum stjórnvaldsins. Er þá til þess að líta að starfsfólk kann að geyma á starfsstað ýmis gögn sem ekki tengjast starfi þeirra. Vegagerðin staðhæfir að erindi starfsmannsins á ráðstefnunni hafi ekki verið haldið á þeirra vegum heldur starfsmannsins sjálfs og þá sem hluti af sí- og endurmenntun hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá staðhæfingu Vegagerðarinnar. Í því samhengi skal bent á skýringar Vegagerðarinnar til úrskurðarnefndarinnar um að umbeðin gögn hafi ekki verið vistuð í málaskrá stofnunarinnar heldur hafi þær aðeins verið í fórum viðkomandi starfsmanns.<br /> <br /> Samkvæmt þessu verður að líta svo á að upplýsingalög taki ekki til þeirra glæra sem starfsmaðurinn sýndi í tengslum við erindið á ráðstefnunni enda hafi þátttaka hans á ráðstefnunni ekki verið á vegum Vegagerðarinnar. Verður því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A, dags. 30. maí 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<!--[if gte mso 9]><xml> <o:OfficeDocumentSettings> <o:RelyOnVML/> <o:AllowPNG/> </o:OfficeDocumentSettings> </xml><![endif]--><!--[if gte mso 9]><xml> <w:WordDocument> <w:View>Normal</w:View> <w:Zoom>0</w:Zoom> <w:TrackMoves/> <w:TrackFormatting/> <w:HyphenationZone>21</w:HyphenationZone> <w:PunctuationKerning/> <w:ValidateAgainstSchemas/> <w:SaveIfXMLInvalid>false</w:SaveIfXMLInvalid> <w:IgnoreMixedContent>false</w:IgnoreMixedContent> <w:AlwaysShowPlaceholderText>false</w:AlwaysShowPlaceholderText> <w:DoNotPromoteQF/> <w:LidThemeOther>IS</w:LidThemeOther> <w:LidThemeAsian>JA</w:LidThemeAsian> <w:LidThemeComplexScript>X-NONE</w:LidThemeComplexScript> <w:Compatibility> <w:BreakWrappedTables/> <w:SnapToGridInCell/> <w:WrapTextWithPunct/> <w:UseAsianBreakRules/> <w:DontGrowAutofit/> <w:SplitPgBreakAndParaMark/> <w:EnableOpenTypeKerning/> <w:DontFlipMirrorIndents/> <w:OverrideTableStyleHps/> </w:Compatibility> <m:mathPr> <m:mathFont m:val="Cambria Math"/> <m:brkBin m:val="before"/> <m:brkBinSub m:val="--"/> <m:smallFrac m:val="off"/> <m:dispDef/> <m:lMargin m:val="0"/> <m:rMargin m:val="0"/> <m:defJc m:val="centerGroup"/> <m:wrapIndent m:val="1440"/> <m:intLim m:val="subSup"/> <m:naryLim m:val="undOvr"/> </m:mathPr></w:WordDocument> </xml><![endif]--><!--[if gte mso 9]><xml> <w:LatentStyles DefLockedState="false" DefUnhideWhenUsed="false" DefSemiHidden="false" DefQFormat="false" DefPriority="99" LatentStyleCount="375"> <w:LsdException Locked="false" Priority="0" QFormat="true" Name="Normal"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" QFormat="true" Name="heading 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 7"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 8"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="9" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="heading 9"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 6"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 7"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 8"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index 9"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 7"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 8"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toc 9"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Normal Indent"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="footnote text"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="annotation text"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="header"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="footer"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="index heading"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="35" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="caption"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="table of figures"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="envelope address"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="envelope return"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="footnote reference"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="annotation reference"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="line number"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="page number"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="endnote reference"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="endnote text"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="table of authorities"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="macro"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="toa heading"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Bullet"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Number"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Bullet 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Bullet 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Bullet 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Bullet 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Number 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Number 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Number 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Number 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="10" QFormat="true" Name="Title"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Closing"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Signature"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="1" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Default Paragraph Font"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text Indent"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Continue"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Continue 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Continue 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Continue 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="List Continue 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Message Header"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="11" QFormat="true" Name="Subtitle"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Salutation"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Date"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text First Indent"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text First Indent 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Note Heading"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text Indent 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Body Text Indent 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Block Text"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Hyperlink"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="FollowedHyperlink"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="22" QFormat="true" Name="Strong"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="20" QFormat="true" Name="Emphasis"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Document Map"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Plain Text"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="E-mail Signature"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Top of Form"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Bottom of Form"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Normal (Web)"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Acronym"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Address"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Cite"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Code"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Definition"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Keyboard"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Preformatted"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Sample"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Typewriter"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="HTML Variable"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Normal Table"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="annotation subject"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="No List"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Outline List 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Outline List 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Outline List 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Simple 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Simple 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Simple 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Classic 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Classic 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Classic 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Classic 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Colorful 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Colorful 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Colorful 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Columns 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Columns 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Columns 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Columns 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Columns 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 6"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 7"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Grid 8"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 4"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 5"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 6"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 7"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table List 8"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table 3D effects 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table 3D effects 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table 3D effects 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Contemporary"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Elegant"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Professional"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Subtle 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Subtle 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Web 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Web 2"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Web 3"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Balloon Text"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" Name="Table Grid"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Table Theme"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" Name="Placeholder Text"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="1" QFormat="true" Name="No Spacing"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" Name="Revision"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="34" QFormat="true" Name="List Paragraph"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="29" QFormat="true" Name="Quote"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="30" QFormat="true" Name="Intense Quote"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="60" Name="Light Shading Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="61" Name="Light List Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="62" Name="Light Grid Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="63" Name="Medium Shading 1 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="64" Name="Medium Shading 2 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="65" Name="Medium List 1 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="66" Name="Medium List 2 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="67" Name="Medium Grid 1 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="68" Name="Medium Grid 2 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="69" Name="Medium Grid 3 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="70" Name="Dark List Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="71" Name="Colorful Shading Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="72" Name="Colorful List Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="73" Name="Colorful Grid Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="19" QFormat="true" Name="Subtle Emphasis"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="21" QFormat="true" Name="Intense Emphasis"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="31" QFormat="true" Name="Subtle Reference"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="32" QFormat="true" Name="Intense Reference"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="33" QFormat="true" Name="Book Title"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="37" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Bibliography"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="39" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" QFormat="true" Name="TOC Heading"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="41" Name="Plain Table 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="42" Name="Plain Table 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="43" Name="Plain Table 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="44" Name="Plain Table 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="45" Name="Plain Table 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="40" Name="Grid Table Light"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="Grid Table 1 Light Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="Grid Table 2 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="Grid Table 3 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="Grid Table 4 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="Grid Table 5 Dark Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="Grid Table 6 Colorful Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="Grid Table 7 Colorful Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4 Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful Accent 1"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4 Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful Accent 2"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4 Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful Accent 3"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4 Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful Accent 4"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4 Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful Accent 5"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="46" Name="List Table 1 Light Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="47" Name="List Table 2 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="48" Name="List Table 3 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="49" Name="List Table 4 Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="50" Name="List Table 5 Dark Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="51" Name="List Table 6 Colorful Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" Priority="52" Name="List Table 7 Colorful Accent 6"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Mention"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Smart Hyperlink"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Hashtag"/> <w:LsdException Locked="false" SemiHidden="true" UnhideWhenUsed="true" Name="Unresolved Mention"/> </w:LatentStyles> </xml><![endif]--><!--[if gte mso 10]> <style> /* Style Definitions */ table.MsoNormalTable {mso-style-name:"Tafla - venjuleg"; mso-tstyle-rowband-size:0; mso-tstyle-colband-size:0; mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; mso-style-parent:""; mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt; mso-para-margin-top:0cm; mso-para-margin-right:0cm; mso-para-margin-bottom:10.0pt; mso-para-margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:"Calibri",sans-serif; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:"Times New Roman"; mso-bidi-theme-font:minor-bidi; mso-fareast-language:EN-US;} </style> <![endif]--> |
778/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019 | Kærð var ófullnægjandi afgreiðsla og synjun Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, á beiðni um gögn sem vörðuðu annars vegar kæranda sjálfan og hins vegar B. Í umsögn LÍN kom fram að öll gögn sem vörðuðu kæranda sjálfan og lægju fyrir hjá stofnuninni hefðu þegar verið afhent. Hvað varðaði gögn um B taldi LÍN að beiðni kæranda væri ekki nægjanlega vel afmörkuð í skilningi 15. gr. upplýsingalaga. Hvað varðaði gögn um kæranda sjálfan taldi úrskurðarnefndin ekki unnt að ráða að tekin hefði verið afstaða til hvers liðs gagnabeiðninnar fyrir sig. Vegna beiðni kæranda um gögn um B taldi úrskurðarnefndin að beiðni kæranda hefði verið nægjanlega vel afmörkuð. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti verulega á að tekin hefði verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Hin kærða ákvörðun var því felld úr gildi og lagt fyrir LÍN að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. apríl 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 778/2019 í máli ÚNU 18040009.<br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. apríl 2018, kærði A ófullnægjandi afgreiðslu og synjun Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, á beiðni um afhendingu gagna sem vörðuðu annars vegar kæranda og hins vegar B.<br /> <br /> Með tölvupósti til LÍN, dags. 3. október 2017, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem vörðuðu sig og til væru hjá stofnuninni frá árinu 2007 fram til þess dags. Með því væri m.a. átt við tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélög stofnunarinnar, þ.m.t. Gjaldskil ehf., sem vörðuðu hagsmuni sína, allar skráningar, nýskráningar, afskráningar og breytingar í málaskrá LÍN, og öll önnur gögn sem kynnu að varða hagsmuni sína, þ.m.t. um fyrningu krafna á hendur sér. Kærandi setti einnig fram samhljóða beiðni um gögn sem vörðuðu B. Tekið var fram að nauðsynlegt væri að gögnin bærust sem fyrst til að kærandi gæti haldið uppi fullnægjandi vörnum í dómsmáli LÍN á hendur sér. Kærandi ítrekaði beiðni sína með tölvupósti, dags. 30. nóvember 2017.<br /> <br /> Með erindi, dags. 19. janúar 2018, leitaði kærandi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna óhæfilegs dráttar LÍN á afgreiðslu beiðni sinnar um afhendingu gagna. Kæran var kynnt LÍN með bréfi, dags. 20. febrúar 2018, og frestur veittur til að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar.<br /> <br /> Í svarbréfi LÍN, dags. 9. mars 2018, var farið yfir beiðni kæranda um gögn frá 3. október 2017. Fyrri liður erindisins hefði snúið að gögnum sem vörðuðu kæranda sjálfan. Á sama tíma og erindi kæranda hefði borist LÍN hafi verið til meðferðar mál milli stofnunarinnar og kæranda fyrir héraðsdómstólum vegna ákvörðunar sýslumanns að stöðva aðfarargerð á hendur kæranda sem ábyrgðarmanni að námslánum B. Lögmenn beggja aðila hefðu annast gagnaöflun í málinu og framlagningu þeirra gagna fyrir dómi. Meðfylgjandi svarbréfi LÍN væru að nýju öll þau gögn sem lögð hafi verið fram fyrir dómi, en einnig öll afrit af bréfum til kæranda sem send hefðu verið með sjálfvirkum hætti úr innheimtukerfi stofnunarinnar vegna innheimtu námslána og yfirlita til ábyrgðarmanns frá árinu 2007. Þar með teldi LÍN sig hafa afhent kæranda öll gögn sem vörðuðu kæranda frá árinu 2007.<br /> <br /> LÍN nefndi í svarbréfi sínu að upp hefði komið misskilningur milli kæranda og LÍN varðandi beiðni um aðgang að gögnum, en gögn sem hafi verið til hjá stofnuninni varðandi umrætt mál og sneru að kæranda og hefðu ekki verið lögð fram af öðrum hvorum aðila við meðferð málsins hjá sýslumanni hefðu verið lögð fram við meðferð málsins fyrir héraðsdómstólum. LÍN taldi því lögmenn aðila hafa séð um samskipti vegna umræddrar beiðni kæranda um afhendingu gagna og afgreiðslu hennar.<br /> <br /> Hvað varðaði síðari lið erindis kæranda, sem sneri að afhendingu gagna sem vörðuðu B, væri ljóst að kærandi nyti ekki aðildar að málum sem vörðuðu B í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 væri hins vegar skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem vörðuðu tiltekið mál. Í samræmi við 1. mgr. 15. gr. sömu laga skyldi sá sem færi fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyrðu með nægjanlega skýrum hætti til að hægt væri, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga teldi LÍN ekki mögulegt að afmarka beiðni kæranda og yrði honum því veittur kostur á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Til að hægt væri að afgreiða beiðni yrði hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að hægt væri að finna þau mál sem upplýsinga væri óskað um, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá.<br /> <br /> Í kjölfarið var mál kæranda hjá úrskurðarnefndinni fellt niður með bréfi, dags. 12. mars 2018, þar sem erindi kæranda hefði verið svarað af LÍN og því ekki tilefni fyrir nefndina að aðhafast frekar í málinu. Kæranda var leiðbeint um að teldi hann að sér hefði ranglega verið synjað um aðgang að gögnum þyrfti hann að kæra synjunina sérstaklega til nefndarinnar og yrði málið þá tekið fyrir sem nýtt kærumál.<br /> <br /> Í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2018, tók kærandi fram að þau gögn sem hann fór upphaflega fram á hefðu enn ekki verið afhent í heild sinni. Í því samhengi nefndi hann að gögn úr lánakerfi LÍN, e-LÍNu, og gögn úr eldra lánakerfi stofnunarinnar lægju ekki fyrir, og ekki heldur tölvupóstssamskipti LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag sem varðað gætu kæranda. Kærandi hafnaði því að hann teldist ekki aðili að málum sem vörðuðu B. Hann hefði tekið á sig ábyrgð á tilteknum námslánum B á sínum tíma. Þar af leiðandi teldist hann hafa beina, verulega, sérstaka og lögvarða hagsmuni af úrlausn mála B og þar með af að fá aðgang að þeim upplýsingum sem vörðuðu mál B. Kærandi telur að í versta falli ætti hann rétt til aðgangs að gögnum sem vörðuðu mál B á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, þar sem fjallað er um upplýsingarétt aðila þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.<br /> <br /> Kærandi hafnaði því að gagnabeiðni sín væri ekki nægilega vel afmörkuð, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Hann vísaði sérstaklega til tölvupóstssamskipta LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag sem varðaði sig og B. Ekki yrði séð að leit að gögnum hvað þetta varðaði væri íþyngjandi fyrir stofnunina. Beiðnin væri enn fremur afmörkuð við málaskrárkerfi LÍN og þær upplýsingar sem þar væri að finna, annað hvort um sig eða B, en í afhentum gögnum væri ekki að sjá neitt úr slíku kerfi.<br /> <br /> Kærandi tók fram að upplýsingabeiðni sín væri ekki einskorðuð við gögn sem lytu að fyrningu krafna á hendur sér eða B, heldur einnig niðurfellingu mála hjá stofnuninni eða annað sem gæti haft áhrif á hagsmuni kæranda. Að lokum ítrekaði kærandi að afgreiðslu málsins yrði hraðað í ljósi yfirstandandi innheimtuaðgerða LÍN á hendur sér.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 24. apríl 2018, var kæran kynnt LÍN og frestur veittur til að senda nefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. LÍN var veittur viðbótarfrestur í málinu til og með 8. maí 2018.<br /> <br /> Í umsögn LÍN, dags. 8. maí 2018, voru fyrri svör stofnunarinnar ítrekuð sem fram komu í erindi LÍN til kæranda frá 9. mars 2018. Hvað varðaði staðhæfingu kæranda að ekki hefðu öll gögn sem vörðuðu sig verið afhent var tekið fram að e-LÍN væri nýtt útlánakerfi og kærandi hefði ekki verið aðili að neinum útlánum hjá stofnuninni frá því kerfið var tekið í gagnið. Þá hefðu báðir aðilar notið atbeina lögmanna við málareksturinn, sem hefðu séð um gagnaöflun og framlagningu gagna.<br /> <br /> Tölvupóstssamskiptum LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag taldi LÍN að skyldi ekki veita aðgang að með vísan til 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fram kemur að bréfaskipti stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu undanþegin upplýsingarétti. Afrit af samskiptunum fylgdu erindi LÍN til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Að því er varðaði beiðni kæranda um aðgang að gögnum um B ítrekaði LÍN fyrri sjónarmið sín um að kæranda hefði verið gefinn kostur á að afmarka gagnabeiðni sína nánar með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. LÍN bætti því svo við að ef kærandi afmarkaði beiðni sína nánar þyrfti stofnunin að meta hvort heimilt væri að afhenda umbeðin gögn á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þar sem fjallað er um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. maí 2018, var kæranda kynnt umsögn LÍN og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu LÍN á beiðni kæranda um gögn sem varða annars vegar hann sjálfan og hins vegar B frá árinu 2007 til þess dags sem beiðnin var sett fram. Fram hefur komið að kærandi gekkst á sínum tíma í sjálfskuldarábyrgð fyrir skuldabréf vegna námslána B hjá LÍN. Stofnunin höfðaði mál gegn kæranda vegna ákvörðunar sýslumanns að stöðva aðfarargerð á hendur kæranda vegna fjárnáms fyrir kröfu LÍN á hendur kæranda, sem ábyrgðarmanni að námslánum B. Í desember 2017 var kveðinn upp dómur í héraði þar sem ákvörðun sýslumanns var felld úr gildi og lagt fyrir hann að halda aðfarargerðinni áfram.<br /> <h2>2.</h2> Í fyrri hluta beiðni kæranda um gögn var óskað eftir öllum gögnum sem vörðuðu hann og til væru hjá stofnuninni frá árinu 2007 fram til þess dags sem beiðnin var sett fram. Voru þar m.a. nefnd tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélög stofnunarinnar, þ.m.t. Gjaldskil ehf., sem vörðuðu hagsmuni sína, skráningarupplýsingar í málaskrá LÍN og önnur gögn sem kynnu að varða hagsmuni kæranda. Með svari LÍN fylgdu þau gögn sem lögð höfðu verið fram í dómsmáli LÍN gegn kæranda vegna þeirrar ákvörðunar sýslumanns að stöðva aðfarargerð á hendur honum og nokkur bréf til kæranda úr innheimtukerfi stofnunarinnar. Var tekið fram í svarinu að með þessu teldi stofnunin sig hafa afhent öll gögn sem fyrir lægju hjá LÍN og vörðuðu kæranda allt aftur til ársins 2007. <br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kom fram að kæranda hefðu hvorki verið afhent gögn úr nýja lánakerfi LÍN, e-LÍNu, né úr eldra lánakerfi stofnunarinnar. Auk þess hefði hann ekki enn fengið aðgang að tölvupóstssamskiptum LÍN við innheimtufélag stofnunarinnar, sem varðað gætu sig. Í umsögn LÍN kom fram að e-LÍN væri nýtt lánakerfi og kærandi hefði ekki verið aðili að neinum útlánum hjá stofnuninni frá því það var tekið í gagnið. Kom svo fram að báðir aðilar hefðu notið atbeina lögmanna við málareksturinn, sem hefðu séð um gagnaöflun og framlagningu gagna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fallist á að afgreiðsla LÍN á beiðni kæranda um gögn varðandi hann sjálfan hafi verið fullnægjandi. Í svari stofnunarinnar til kæranda kom ekki fram hvort fyrir lægju tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélag stofnunarinnar sem varðað gætu hagsmuni kæranda á því tímabili sem hann tiltók í beiðni sinni, og ef svo væri, hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim. Þess í stað fylgdu umsögn LÍN til úrskurðarnefndarinnar tiltekin tölvupóstssamskipti LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag, sem fram kom í umsögninni að skyldu undanþegin aðgangi kæranda á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ekki kom hins vegar fram hvort um væri að ræða öll tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélagið sem varðað gætu kæranda eða hvort aðeins væri um að ræða hluta af þeim. Í svari LÍN til kæranda var í engu minnst á tölvupóstssamskiptin. Þar sem ekki liggur fyrir að kæranda hafi verið synjað um aðgang að þeim á lægra stjórnsýslustigi telur úrskurðarnefndin sér ekki fært að leggja efnislegt mat á gögnin og mögulegan rétt kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Í svari LÍN komu hvorki fram upplýsingar um þau gögn sem gætu legið fyrir um kæranda í málaskrá stofnunarinnar né hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim. Hvað varðar önnur gögn í vörslum LÍN sem gætu varðað hagsmuni kæranda nefndi hann sérstaklega í kæru sinni að hann óskaði upplýsinga úr lánakerfum stofnunarinnar, bæði úr nýrri og eldri kerfum. Í umsögn LÍN til úrskurðarnefndarinnar kom fram að eftir að nýtt lánakerfi hefði verið tekið í gagnið hefði kærandi ekki verið aðili að neinum útlánum hjá stofnuninni. Hins vegar var í engu vikið að því hvort finna mætti upplýsingar um kæranda í eldra lánakerfi LÍN, né hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu að hægt væri að afhenda honum þær.<br /> <h2>3.</h2> Síðari hluti beiðni kæranda til LÍN varðaði aðgang að gögnum sem vörðuðu B. Orðalag beiðninnar var samhljóða þeim hluta hennar sem sneri að gögnum um kæranda sjálfan og LÍN taldi afmarkaðan með fullnægjandi hætti. LÍN taldi hins vegar ekki mögulegt, á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga, að afmarka beiðni kæranda varðandi gögn B og veitti honum kost á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Kærandi var ósammála því að beiðni sín væri ekki nægilega vel afmörkuð.<br /> <br /> Í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga kemur fram að sá sem fari fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í 3. mgr. sömu greinar segir að beiðni megi vísa frá ef ekki sé talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í athugasemdum við 15. gr. í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum kemur fram að til að hægt sé að afgreiða beiðni verði hún að vera fram sett með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið þau mál sem lúta að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að beiðni kæranda um gögn sem varða B hafi uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru með ákvæði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda er í henni óskað allra gagna sem til eru hjá stofnuninni og varða B frá árinu 2007 til þess dags sem beiðnin var sett fram. Að auki er í framhaldinu útskýrt hvaða gögn komi til greina í því samhengi.<br /> <br /> Eins og rakið er hér að framan kom fram í umsögn LÍN, dags. 8. maí 2018, að taka yrði afstöðu til þess hvort heimilt væri að afhenda umbeðin gögn um B með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, yrði beiðnin afmörkuð með fullnægjandi hætti. Í tilefni af þessu bendir úrskurðarnefndin á að hér kann einnig að koma til skoðunar hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að einhverjum gagnanna á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ef svo er myndi ekki reyna á takmarkanir á upplýsingarétti skv. 9. gr. upplýsingalaga heldur skv. 3. mgr. 14. gr. laganna. <br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu skortir að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verulega á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, sbr. einnig 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Því verður að telja að beiðni kæranda, bæði varðandi gögn um sjálfan sig og um B, hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir LÍN að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Við þá afgreiðslu ber stofnuninni að fjalla um hvern og einn lið upplýsingabeiðninnar, taka afstöðu til þess hvaða gögn, ef nokkur, heyra undir viðkomandi lið og heimfæra álitaefnið undir viðeigandi ákvæði upplýsingalaga. Það sem athuga þarf sérstaklega er hvort tekin hafi verið afstaða til allra tölvupóstssamskipta við innheimtufélagið Gjaldskil ehf., og hugsanlega önnur innheimtufélög, eða einungis hluta þeirra, gagna um kæranda sem gætu legið fyrir í málaskrá stofnunarinnar og í eldra lánakerfi LÍN svo og gagna er varða B, sbr. umfjöllun um gögn þessi í tölul. 2 og 3 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggur að lokum áherslu á að meðferð málsins verði hraðað sem kostur er í ljósi þeirra tafa sem þegar hafa orðið á því að kærandi fái efnislega úrlausn í máli sínu.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 3. október 2017, er vísað til Lánastofnunar íslenskra námsmanna til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
777/2019. Úrskurður frá 5. apríl 2019 | Kærð var ófullnægjandi afgreiðsla og synjun Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, á beiðni um gögn sem vörðuðu annars vegar kæranda sjálfan og hins vegar B. Í umsögn LÍN kom fram að öll gögn sem vörðuðu kæranda sjálfan og lægju fyrir hjá stofnuninni hefðu þegar verið afhent. Hvað varðaði gögn um B taldi LÍN að beiðni kæranda væri ekki nægjanlega vel afmörkuð í skilningi 15. gr. upplýsingalaga. Hvað varðaði gögn um kæranda sjálfan taldi úrskurðarnefndin ekki unnt að ráða að tekin hefði verið afstaða til hvers liðs gagnabeiðninnar fyrir sig. Vegna beiðni kæranda um gögn um B taldi úrskurðarnefndin að beiðni kæranda hefði verið nægjanlega vel afmörkuð. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti verulega á að tekin hefði verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Hin kærða ákvörðun var því felld úr gildi og lagt fyrir LÍN að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 5. apríl 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 777/2019 í máli ÚNU 18040002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. apríl 2018, kærði A ófullnægjandi afgreiðslu og synjun Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, á beiðni um afhendingu gagna sem vörðuðu annars vegar kæranda og hins vegar B.<br /> <br /> Með tölvupósti til LÍN, dags. 3. október 2017, óskaði kærandi eftir öllum gögnum sem vörðuðu sig og til væru hjá stofnuninni frá árinu 2007 fram til þess dags. Með því væri m.a. átt við tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélög stofnunarinnar, þ.m.t. Gjaldskil ehf., sem vörðuðu hagsmuni sína, allar skráningar, nýskráningar, afskráningar og breytingar í málaskrá LÍN, og öll önnur gögn sem kynnu að varða hagsmuni sína, þ.m.t. um fyrningu krafna á hendur sér. Kærandi setti einnig fram samhljóða beiðni um gögn sem vörðuðu B. Tekið var fram að nauðsynlegt væri að gögnin bærust sem fyrst til að kærandi gæti haldið uppi fullnægjandi vörnum í dómsmáli LÍN á hendur sér. Kærandi ítrekaði beiðni sína með tölvupósti, dags. 30. nóvember 2017.<br /> <br /> Með erindi, dags. 1. febrúar 2018, leitaði kærandi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna óhæfilegs dráttar LÍN á afgreiðslu beiðni sinnar um afhendingu gagna. Kæran var kynnt LÍN með bréfi, dags. 6. febrúar 2018, og frestur veittur til að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar.<br /> <br /> Í svarbréfi LÍN, dags. 9. mars 2018, var farið yfir beiðni kæranda um gögn frá 3. október 2017. Fyrri liður erindisins hefði snúið að gögnum sem vörðuðu kæranda sjálfan. Á sama tíma og erindi kæranda hefði borist LÍN hafi verið til meðferðar mál milli stofnunarinnar og kæranda fyrir héraðsdómstólum vegna ákvörðunar sýslumanns að stöðva aðfarargerð á hendur kæranda sem ábyrgðarmanni að námslánum B. Lögmenn beggja aðila hefðu annast gagnaöflun í málinu og framlagningu þeirra gagna fyrir dómi. Meðfylgjandi svarbréfi LÍN væru að nýju öll þau gögn sem hafi verið lögð fram fyrir dómi, en einnig öll afrit af bréfum til kæranda sem send hefðu verið með sjálfvirkum hætti úr innheimtukerfi stofnunarinnar vegna innheimtu námslána og yfirlita til ábyrgðarmanns frá árinu 2007. Að auki fylgdi svarbréfinu nánar tilgreint erindi til kæranda auk yfirlits um framvindu skipta dánarbús. Þar með teldi LÍN sig hafa afhent kæranda öll gögn sem vörðuðu kæranda frá árinu 2007.<br /> <br /> LÍN nefndi í svarbréfi sínu að upp hefði komið misskilningur milli kæranda og LÍN varðandi beiðni um aðgang að gögnum, en gögn sem hafi verið til hjá stofnuninni varðandi umrætt mál sem sneru að kæranda og hefðu ekki verið lögð fram af öðrum hvorum aðila við meðferð málsins hjá sýslumanni hefðu verið lögð fram við meðferð málsins fyrir héraðsdómstólum. LÍN taldi því lögmenn aðila hafa séð um samskipti vegna umræddrar beiðni kæranda um afhendingu gagna og afgreiðslu hennar.<br /> <br /> Hvað varðaði síðari lið erindis kæranda, sem sneri að afhendingu gagna sem vörðuðu B, væri ljóst að kærandi nyti ekki aðildar að málum sem vörðuðu B í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 væri hins vegar skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem vörðuðu tiltekið mál. Í samræmi við 1. mgr. 15. gr. sömu laga skyldi sá sem færi fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyrðu með nægjanlega skýrum hætti til að hægt væri, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga teldi LÍN ekki mögulegt að afmarka beiðni kæranda og yrði honum því veittur kostur á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Til að hægt væri að afgreiða beiðni yrði hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að hægt væri að finna þau mál sem upplýsinga væri óskað um, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá.<br /> <br /> Í kjölfarið var mál kæranda hjá úrskurðarnefndinni fellt niður með bréfi, dags. 12. mars 2018, þar sem erindi kæranda hefði verið svarað af LÍN og því ekki tilefni fyrir nefndina að aðhafast frekar í málinu. Kæranda var leiðbeint um að teldi hann að sér hefði ranglega verið synjað um aðgang að gögnum þyrfti hann að kæra synjunina sérstaklega til nefndarinnar og yrði málið þá tekið fyrir sem nýtt kærumál.<br /> <br /> Í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2018, tók kærandi fram að þau gögn sem hann hafi upphaflega farið fram á hefðu enn ekki verið afhent í heild sinni. Í því samhengi nefndi hann að gögn úr lánakerfi LÍN, e-LÍNu, og gögn úr eldra lánakerfi stofnunarinnar lægju ekki fyrir, og ekki heldur tölvupóstssamskipti LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag sem varðað gætu kæranda. Kærandi hafnaði því að hann teldist ekki aðili að málum sem vörðuðu B. Hann hefði tekið á sig ábyrgð á tilteknum námslánum B á sínum tíma. Þar af leiðandi teldist hann hafa beina, verulega, sérstaka og lögvarða hagsmuni af úrlausn mála B og þar með af að fá aðgang að þeim upplýsingum sem vörðuðu mál B. Kærandi telur að í versta falli ætti hann rétt til aðgangs að gögnum sem vörðuðu mál B á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, þar sem fjallað er um upplýsingarétt aðila þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.<br /> <br /> Kærandi hafnaði því að gagnabeiðni sín væri ekki nægilega vel afmörkuð, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Hann vísaði sérstaklega til tölvupóstssamskipta LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag sem varðaði sig og B. Ekki yrði séð að leit að gögnum hvað þetta varðaði væri íþyngjandi fyrir stofnunina. Beiðnin væri enn fremur afmörkuð við málaskrárkerfi LÍN og þær upplýsingar sem þar væri að finna annað hvort um sig eða B, en í afhentum gögnum væri ekki að sjá neitt úr slíku kerfi.<br /> <br /> Kærandi tók fram að upplýsingabeiðni sín væri ekki einskorðuð við gögn sem lytu að fyrningu krafna á hendur sér eða B, heldur einnig niðurfellingu mála hjá stofnuninni eða annað sem gæti haft áhrif á hagsmuni kæranda. Að lokum ítrekaði kærandi að afgreiðslu málsins yrði hraðað í ljósi yfirstandandi innheimtuaðgerða LÍN á hendur sér.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 12. apríl 2018, var kæran kynnt LÍN og frestur veittur til að senda nefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. LÍN var veittur viðbótarfrestur í málinu til og með 8. maí 2018.<br /> <br /> Í umsögn LÍN, dags. 8. maí 2018, voru fyrri svör stofnunarinnar ítrekuð sem fram komu í erindi LÍN til kæranda frá 9. mars 2018. Hvað varðaði staðhæfingu kæranda að ekki hefðu öll gögn sem vörðuðu sig verið afhent var tekið fram að e-LÍN væri nýtt útlánakerfi og kærandi hefði ekki verið aðili að neinum útlánum hjá stofnuninni frá því kerfið var tekið í gagnið. Þá hefðu báðir aðilar notið atbeina lögmanna við málareksturinn, sem hefðu séð um gagnaöflun og framlagningu gagna.<br /> <br /> Tölvupóstssamskiptum LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag taldi LÍN að skyldi ekki veita aðgang að með vísan til 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fram kemur að bréfaskipti stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað séu undanþegin upplýsingarétti. Afrit af samskiptunum fylgdu erindi LÍN til úrskurðarnefndarinnar.<br /> <br /> Að því er varðaði beiðni kæranda um aðgang að gögnum um B ítrekaði LÍN fyrri sjónarmið sín um að kæranda hefði verið gefinn kostur á að afmarka gagnabeiðni sína nánar með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. LÍN bætti því svo við að ef kærandi afmarkaði beiðni sína nánar þyrfti stofnunin að meta hvort heimilt væri að afhenda umbeðin gögn á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þar sem fjallað er um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. maí 2018, var kæranda kynnt umsögn LÍN og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 28. maí 2018, áréttaði hann vegna röksemdar LÍN að takmarka skyldi aðgang að gögnum sem vörðuðu samskipti LÍN og nánar tilgreinds innheimtufélags á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga, að hann óskaði fyrst og fremst eftir aðgangi að samskiptum sem áttu sér stað áður en dómsmál var höfðað eða kom til athugunar. Beiðni kæranda væri ekki takmörkuð við ákveðið ártal heldur öll þau samskipti sem hefðu að geyma upplýsingar sem gætu varðað hagsmuni kæranda. Í dæmaskyni nefndi hann tölvupóstssamskipti milli B og Gjaldskila ehf. frá árinu 2014, vegna vitneskju um að einn ábyrgðarmaður að námslánum B væri enn skráður á vanskilaskrá þrátt fyrir fyrningu kröfunnar.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> <h2>1.</h2> Í máli þessu er deilt um afgreiðslu LÍN á beiðni kæranda um gögn sem varða annars vegar hann sjálfan og hins vegar B frá árinu 2007 til þess dags sem beiðnin var sett fram. Fram hefur komið að kærandi gekkst á sínum tíma í sjálfskuldarábyrgð fyrir skuldabréf vegna námslána B hjá LÍN. Stofnunin höfðaði mál gegn kæranda vegna þeirrar ákvörðunar sýslumanns að stöðva aðfarargerð á hendur kæranda vegna fjárnáms fyrir kröfu LÍN á hendur kæranda, sem ábyrgðarmanni að námslánum B. Í desember 2017 var kveðinn upp dómur í héraði þar sem ákvörðun sýslumanns var felld úr gildi og lagt fyrir hann að halda aðfarargerðinni áfram.<br /> <h2>2.</h2> Í fyrri hluta beiðni kæranda um gögn var óskað eftir öllum gögnum sem vörðuðu hann og til væru hjá stofnuninni frá árinu 2007 fram til þess dags sem beiðnin var sett fram. Voru þar m.a. nefnd tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélög stofnunarinnar, þ.m.t. Gjaldskil ehf., sem vörðuðu hagsmuni sína, skráningarupplýsingar í málaskrá LÍN og önnur gögn sem kynnu að varða hagsmuni kæranda. Með svari LÍN fylgdu þau gögn sem lögð höfðu verið fram í dómsmáli LÍN gegn kæranda vegna þeirrar ákvörðunar sýslumanns að stöðva aðfarargerð á hendur honum, nokkur bréf til kæranda úr innheimtukerfi stofnunarinnar og tvö erindi til viðbótar. Var tekið fram í svarinu að með þessu teldi stofnunin sig hafa afhent öll gögn sem fyrir lægju hjá LÍN og vörðuðu kæranda allt aftur til ársins 2007. <br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kom fram að kæranda hefðu hvorki verið afhent gögn úr nýja lánakerfi LÍN, e-LÍNu, né úr eldra lánakerfi stofnunarinnar. Auk þess hefði hann ekki enn fengið aðgang að tölvupóstssamskiptum LÍN við innheimtufélag stofnunarinnar, sem varðað gætu sig. Í umsögn LÍN kom fram að e-LÍN væri nýtt lánakerfi og kærandi hefði ekki verið aðili að neinum útlánum hjá stofnuninni frá því það var tekið í gagnið. Kom svo fram að báðir aðilar hefðu notið atbeina lögmanna við málareksturinn, sem hefðu séð um gagnaöflun og framlagningu gagna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fallist á að afgreiðsla LÍN á beiðni kæranda um gögn varðandi hann sjálfan hafi verið fullnægjandi. Í svari stofnunarinnar til kæranda kom ekki fram hvort fyrir lægju tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélag stofnunarinnar sem varðað gætu hagsmuni kæranda á því tímabili sem hann tiltók í beiðni sinni, og ef svo væri, hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim. Þess í stað fylgdu umsögn LÍN til úrskurðarnefndarinnar tiltekin tölvupóstssamskipti LÍN við nánar tilgreint innheimtufélag, sem fram kom í umsögninni að skyldu undanþegin aðgangi kæranda á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ekki kom hins vegar fram hvort um væri að ræða öll tölvupóstssamskipti LÍN við innheimtufélagið sem varðað gætu kæranda eða hvort aðeins væri um að ræða hluta af þeim. Í svari LÍN til kæranda var í engu minnst á tölvupóstssamskiptin. Þar sem ekki liggur fyrir að kæranda hafi verið synjað um aðgang að þeim á lægra stjórnsýslustigi telur úrskurðarnefndin sér ekki fært að leggja efnislegt mat á gögnin og mögulegan rétt kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Í svari LÍN komu ekki fram upplýsingar um þau gögn sem gætu legið fyrir um kæranda í málaskrá stofnunarinnar og hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að þeim. Hvað varðar önnur gögn í vörslum LÍN sem gætu varðað hagsmuni kæranda nefndi hann sérstaklega í kæru sinni að hann óskaði upplýsinga úr lánakerfum stofnunarinnar, bæði úr nýrri og eldri kerfum. Í umsögn LÍN til úrskurðarnefndarinnar kom fram að eftir að nýtt lánakerfi hefði verið tekið í gagnið hefði kærandi ekki verið aðili að neinum útlánum hjá stofnuninni. Hins vegar var í engu vikið að því hvort finna mætti upplýsingar um kæranda í eldra lánakerfi LÍN, og hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu að hægt væri að afhenda honum þær.<br /> <h2>3.</h2> Síðari hluti beiðni kæranda til LÍN varðaði aðgang að gögnum sem vörðuðu B. Orðalag beiðninnar var samhljóða þeim hluta hennar sem sneri að gögnum um kæranda sjálfan og LÍN taldi afmarkaðan með fullnægjandi hætti. LÍN taldi hins vegar ekki mögulegt, á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga, að afmarka beiðni kæranda varðandi gögn B og veitti honum kost á að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Kærandi var ósammála því að beiðni sín væri ekki nægilega vel afmörkuð.<br /> <br /> Í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga kemur fram að sá sem fari fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í 3. mgr. sömu greinar segir að beiðni megi vísa frá ef ekki sé talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í athugasemdum við 15. gr. í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum kemur fram að til þess að hægt sé að afgreiða beiðni verði hún að vera fram sett með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið þau mál sem lúta að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að beiðni kæranda um gögn sem varða B hafi uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru með ákvæði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda er í henni óskað allra gagna sem til eru hjá stofnuninni og varða B frá árinu 2007 til þess dags sem beiðnin var sett fram. Að auki er í framhaldinu útskýrt hvaða gögn komi til greina í því samhengi.<br /> <br /> Eins og rakið er hér að framan kom fram í umsögn LÍN, dags. 8. maí 2018, að taka yrði afstöðu til þess hvort heimilt væri að afhenda umbeðin gögn um B með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, yrði beiðnin afmörkuð með fullnægjandi hætti. Í tilefni af þessu bendir úrskurðarnefndin á að hér kunni einnig að koma til skoðunar hvort kærandi kunni að eiga rétt til aðgangs að einhverjum gagnanna á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ef svo væri myndi ekki reyna á takmarkanir á upplýsingarétti skv. 9. gr. upplýsingalaga heldur skv. 3. mgr. 14. gr. laganna. <br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu skortir að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verulega á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, sbr. einnig 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Því verður að telja að beiðni kæranda, bæði varðandi gögn um sjálfan sig og um B, hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir LÍN að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Við þá afgreiðslu ber stofnuninni að fjalla um hvern og einn lið upplýsingabeiðninnar, taka afstöðu til þess hvaða gögn, ef nokkur, heyra undir viðkomandi lið og heimfæra álitaefnið undir viðeigandi ákvæði upplýsingalaga. Það sem athuga þarf sérstaklega er hvort tekin hafi verið afstaða til allra tölvupóstssamskipta við innheimtufélagið Gjaldskil ehf., og hugsanlega önnur innheimtufélög, eða einungis hluta þeirra, gagna um kæranda sem gætu legið fyrir í málaskrá stofnunarinnar og í eldra lánakerfi LÍN svo og gagna sem varða B, sbr. umfjöllun um gögn þessi í tölul. 2 og 3 hér að framan.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggur að lokum áherslu á að meðferð málsins verði hraðað sem kostur er í ljósi þeirra tafa sem þegar hafa orðið á því að kærandi fái efnislega úrlausn í máli sínu.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Beiðni A, dags. 3. október 2017, er vísað til Lánastofnunar íslenskra námsmanna til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
776/2019. Úrskurður frá 12. mars 2019 | Kærð var ákvörðun Borgarbyggðar að synja kæranda um aðgang að gögnum vegna gistihúss sem rekið væri í næsta húsi við kæranda. Synjun Borgarbyggðar var m.a. byggð á 9. og 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi hélt því fram að um rétt sinn til aðgangs að gögnunum færi eftir 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem fjallað er um upplýsingarétt aðila máls. Úrskurðarnefndin fór yfir gagnabeiðni kæranda og komst að þeirri niðurstöðu að um rétt kæranda til aðgangs að þeim færi eftir 15. gr. stjórnsýslulaga. Slíkur ágreiningur yrði ekki borinn undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga. Var því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 12. mars 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 776/2019 í máli ÚNU 17120005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 27. desember 2017, kærði A synjun sveitarfélagsins Borgarbyggðar á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Mál þetta tengist leyfisveitingum Borgarbyggðar fyrir breytingum á húsnæði að [Y-götu nr. X] í Borgarnesi, en kærandi hefur aðsetur að [Y-götu nr. Z]. Haustið 2016 bárust sveitarfélaginu tvö erindi frá kæranda. Annað erindið, dags. 5. október 2016, var sent skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins þar sem óskað var eftir afritum ýmissa gagna. Hitt erindið, dags. 9. október 2016, var sent sveitarstjóra Borgarbyggðar en þar var óskað upplýsinga um erindi kæranda til sveitarfélagsins á tilteknu tímabili. Svari sem kæranda barst frá sveitarstjóra Borgarbyggðar, dags. 25. október 2016, fylgdu flest þau gögn sem kærandi hafði farið fram á en hluti þeirra var ekki afhentur því gögnin töldust ekki vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Var kæranda í því sambandi bent á kæruleið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. V. kafla upplýsingalaga.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. nóvember 2016, ítrekaði kærandi beiðni sína um framangreindar upplýsingar. Þar sem þær tengdust stjórnsýslumálum sem kærandi hefði stofnað til hjá sveitarfélaginu ætti hann rétt á þeim á grundvelli upplýsingaréttar aðila máls sem mælt er fyrir um í 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Upplýsingalög ættu ekki við í þessu máli. Kærandi ítrekaði svo beiðni um ýmis önnur gögn og upplýsingar sem hann hafði óskað eftir aðgangi að en hefðu enn ekki borist honum frá sveitarfélaginu.<br /> <br /> Erindi kæranda var lagt fyrir fund byggðarráðs Borgarbyggðar 17. nóvember 2016 og sveitarstjóra falið að svara því. Í bréfi sveitarstjóra, dags. 13. desember 2016, var farið yfir erindið og hverju atriði þess svarað. Kom þar fram hvaða gögn hefðu þegar verið afhent og hvaða erindi væru í vinnslu hjá skipulags- og byggingarfulltrúa. Einnig kom fram að tilgreind erindi til skipulags- og byggingarfulltrúa, sem nú hefði látið af störfum, hefðu ekki verið skráð hjá sveitarfélaginu og væri því ekki hægt að bregðast við þeim. Kæranda var bent á þann möguleika að endursenda erindin til sveitarfélagsins. <br /> <br /> Í bréfinu var beiðni kæranda um afhendingu gagna og samskipta byggingarfulltrúa sveitarfélagsins við lögmannsstofuna Pacta lögmenn hafnað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Beiðni kæranda um afrit af öllum tölvubréfum og bréflegum samskiptum frá 2013 til og með 2016 og þá sérstaklega frá 24. september 2015 til 1. nóvember 2016, á milli sveitarfélagsins og forráðamanna […], gistihússins sem rekið er í næsta húsi við kæranda að [Y-götu nr. X], var einnig hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga auk 15. gr. laganna vegna umfangs erindisins. Leiðbeint var um að synjun um afhendingu gagna væri kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Með bréfi til byggðarráðs Borgarbyggðar, dags. 11. janúar 2017, kvartaði kærandi yfir því að beiðni sín um aðgang að gögnum hefði verið afgreidd á grundvelli upplýsingalaga en ekki stjórnsýslulaga. Fór hann fram á að fulltrúar byggðarráðs sæju til þess að sveitarfélaginu yrði gert að afgreiða þau gögn er um ræddi á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. Á fundi byggðarráðs 26. janúar 2017 var afgreiðslu erindis kæranda frestað, en sveitarstjóra falið að undirbúa svar við því.<br /> <br /> Í bréfi til kæranda, dags. 2. febrúar 2017, kom fram að byggðarráð hygðist ekki taka afstöðu til túlkunar sveitarstjóra á því hvaða lög ættu við í málinu. Hins vegar teldi byggðarráð að hvort sem upplýsingalög eða stjórnsýslulög ættu við myndi það leiða til sömu niðurstöðu, þ.e. að synja kæranda um aðgang að gögnum með vísan til umfangs beiðninnar og einkahagsmuna annarra. Byggðarráð styddi því ákvörðun sveitarstjóra um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. Bréfið var undirritað af formanni byggðarráðs. Með erindi til umboðsmanns Alþingis, dags. 19. febrúar 2017, kvartaði kærandi m.a. yfir því að Borgarbyggð hefði ekki afgreitt beiðni sína um gögn á réttum lagagrundvelli.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 18. apríl 2017, benti kærandi á að ekki væri að sjá af fundargerðum byggðarráðs að ráðið hefði samþykkt svör formanns þess eða falið honum að svara kæranda og setti hann fram þá kröfu að byggðarráð afgreiddi erindi hans. Ítrekaði kærandi erindi sitt bréflega í júní og júlí sama ár.<br /> <br /> Með bréfi til Borgarbyggðar, dags. 10. október 2017, bað kærandi í fyrsta lagi um aðgang að bréfi frá Pacta lögmönnum sem lagt hafði verið fram á fundi byggðarráðs 4. október 2017 í tengslum við stjórnsýslukæru vegna [Y-götu nr. X]. Í öðru lagi bað hann um afrit allra bréfa, tölvupósta og upplýsinga um öll skráð samskipti Borgarbyggðar við eigendur […] frá ársbyrjun 2013 til 10. október 2017, sem sneru að [Y-götu nr. X og Y] í Borgarnesi. Í þriðja lagi bað hann um öll skráð samskipti og afrit allra tölvupósta og skjala sem tengdust samskiptum Borgarbyggðar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna kærðs rekstrarleyfis [Y-götu nr. X] í Borgarnesi. Beiðni kæranda var svarað með bréfi, dags. 31. október 2017, þar sem upp voru talin gögn í átta tölusettum liðum. Fylgdi afrit gagnanna svarbréfinu til kæranda.<br /> <br /> Með bréfi sveitarstjóra til kæranda, dags. 4. desember 2017, var vísað til erindis kæranda frá 18. apríl 2017 þar sem dregið hafði verið í efa að byggðarráð hefði samþykkt svör formanns ráðsins sem fram komu í erindi til kæranda frá 2. febrúar 2017. Fram kom að byggðarráð hefði bókað sérstaklega um athugasemdir kæranda á fundi sínum 23. nóvember 2017, á þá leið að þau sjónarmið sem fram hefðu komið í erindi til kæranda frá 2. febrúar 2017 og undirritað var af formanni byggðarráðs, nytu stuðnings ráðsins. Kom og fram í bréfi sveitarstjóra 4. desember 2017 að bréf hans væri ritað í framhaldi af og til staðfestingar á nefndri afgreiðslu ráðsins. Væru fyrri svör til kæranda ítrekuð.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 27. desember 2017, kemur fram að kæran sé lögð fram í samræmi við ábendingu umboðsmanns Alþingis til að kanna hvort málið sé tækt til úrskurðar hjá nefndinni.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 4. janúar 2018, var Borgarbyggð kynnt kæran og veittur frestur til 19. janúar 2018 til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Að beiðni Borgarbyggðar var fresturinn framlengdur til og með 15. febrúar 2018.<br /> <br /> Í umsögn Borgarbyggðar, dags. 15. febrúar 2018, gagnrýndi sveitarfélagið kæruna í málinu, sem væri óskýr og ruglingsleg, auk þess sem í henni kæmi ekki fram hvaða gögn væri farið fram á. Af þeirri ástæðu væri sveitarfélaginu erfitt að taka til varna. Hvað varðaði bréf kæranda til Borgarbyggðar, dags. 10. október 2017, þar sem óskað hefði verið eftir tilteknum gögnum var tekið fram að erindinu hefði ekki enn verið svarað af hálfu sveitarfélagsins. Af þeirri ástæðu væri ótímabært af hálfu kæranda að fara fram á að úrskurðarnefnd úrskurðaði um afhendingu þeirra gagna.<br /> <br /> Því næst var í umsögninni tekið fram að kæranda hafi láðst að tiltaka í kæru sinni að í svari frá sveitarstjóra Borgarbyggðar, dags. 13. desember 2016, við bréfi kæranda frá 6. nóvember 2016 hafi verið farið yfir öll eldri erindi kæranda og þeim svarað sem ekki hafði áður verið svarað. Sveitarfélagið teldi því að kærandi hefði þegar móttekið allar þær upplýsingar og gögn sem vörðuðu málið. Hvað varðaði þau gögn sem sveitarstjóri synjaði kæranda um aðgang að hafi honum verið leiðbeint um kæruleið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í stað þess að leita til nefndarinnar hafi kærandi hins vegar kvartað til byggðarráðs sveitarfélagsins og umboðsmanns Alþingis. Sveitarfélagið legði áherslu á það að afstaða þess til ágreiningsefnisins sem fram kom í bréfi til kæranda 13. desember 2016 hefði ekki breyst. Það væri því ekki rétt að í bréfi sveitarstjóra, dags. 4. desember 2017, hefði komið fram ný niðurstaða í málinu. Þegar kærandi hafi loksins lagt fram kæru til úrskurðarnefndar, dags. 28. desember 2017, hafi því verið liðið meira en ár frá því honum var kynnt ákvörðun sveitarfélagsins um að hafna kröfu hans um aðgang að gögnum. Kæran hafi þar af leiðandi ekki borist nefndinni innan lögboðins kærufrests, sbr. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Sveitarfélagið vakti jafnframt athygli á því að kærandi hefði, samhliða þeirri kæru sem hér væri til umfjöllunar, sent samhljóða kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Teldi sveitarfélagið að lögum samkvæmt gæti kærandi ekki verið með sama úrlausnarefnið til úrlausnar fyrir tveimur kærunefndum í einu. Í ljósi framangreindra atriða teldi sveitarfélagið eðlilegt að kannað yrði hvort kærunni skyldi vísa frá, í heild eða að hluta.<br /> <br /> Hvað varðaði efnislega umfjöllun um atriði kærunnar teldi sveitarfélagið að hún ætti að einskorðast við tvö atriði. Fyrra atriðið varðaði beiðni kæranda um ljósrit allra tölvusamskipta eigenda […] vegna [Y-götu nr. X] frá 2013 til og með 2016 og viðbótarbeiðni um afrit allra tölvubréfa og bréflegra samskipta forráðamanna […], eða fulltrúa þess, við stjórnsýslu Borgarbyggðar frá 24. september 2015 til 1. nóvember 2016. Kæranda var synjað um aðgang að gögnunum á grundvelli 9. gr. og 15. gr. upplýsingalaga. Sveitarfélagið teldi að samskipti eigenda gistihússins við stjórnsýslu sveitarfélagsins væru einkamál viðkomandi aðila. Breytingar innanhúss í fasteign vörðuðu nágranna engu og því hefðu nágrannar enga hagsmuni af því að fá gögn tengd breytingunum afhent.<br /> <br /> Sveitarfélagið taldi beiðni kæranda of umfangsmikla. Til að verða við beiðni kæranda þyrfti sveitarfélagið að kanna tölvupósthólf allra starfsmanna sinna. Við slíka yfirferð þyrfti að virða persónuvernd starfsmannanna, en óheimilt væri fyrir vinnuveitanda að skoða pósthólf starfsmanna án þeirra samþykkis. <br /> <br /> Síðara atriðið sem sveitarfélagið taldi að efnisleg umfjöllun um kæruna ætti að einskorðast við varðaði beiðni kæranda um aðgang að afritum allra gagna og samskipta byggingarfulltrúa sveitarfélagsins við lögmannsstofuna Pacta frá 1. september 2015 til 30. júní 2016 o.fl. Þeirri beiðni hefði einnig verið hafnað með vísan til 9. gr. og 15. gr. upplýsingalaga. Sveitarfélagið teldi samskipti viðkomandi lögmanns og byggingarfulltrúa bæjarins vera einkamál. Þar sem lögmannsstofan ynni ýmiss konar verk fyrir sveitarfélagið og krafa kæranda næði til allra samskipta viðkomandi aðila yrði ekki séð að öll þau gögn sem kærandi krefðist aðgangs að vörðuðu meinta hagsmuni hans. <br /> <br /> Einnig teldi sveitarfélagið að samskipti lögmannsins og byggingarfulltrúans væru að stórum hluta vinnugögn, sem fælu ekki í sér endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu málsins, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga. Lögmaður veitti lögfræðilega ráðgjöf með sama hætti og bæjarlögmaður myndi gera í stærri sveitarfélögum, en ráðgjöf bæjarlögmanns í formi minnisblaða eða tölvupósta myndi teljast til vinnugagna.<br /> <br /> Loks nefndi sveitarfélagið að ákvæði dönsku stjórnsýslulaganna, sem stjórnsýslulög nr. 37/1993 hafi að stórum hluta verið byggð á, um bréfaskipti stjórnvalda við sérfróða aðila hafi verið túlkað þannig af umboðsmanni danska þjóðþingsins að ákvæðið skyldi ná til bréfaskipta sem vörðuðu lögfræðileg álitaefni, óháð því hvort bein tengsl væru milli bréfaskiptanna og fyrirhugaðs dómsmáls. Teldi sveitarfélagið eðlilegt að efnislega samrýmanleg ákvæði stjórnsýslulaga hérlendis yrðu túlkuð með sama hætti og dönsku stjórnsýslulögin. Sömu sjónarmið hlytu jafnframt að gilda við túlkun á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 19. febrúar 2018, var kæranda kynnt umsögn Borgarbyggðar, og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<br /> <br /> Með tölvupóstum, dags. 17. september 2018, bárust úrskurðarnefndinni umbeðin gögn í málinu.<br /> <br /> Með erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. september 2018, var úrskurðarnefnd um upplýsingamál tjáð að kveðinn hefði verið upp úrskurður nefndarinnar í máli fyrir þeirri nefnd. Kærandi í málinu væri hinn sami og í þessu máli og sama beiðni um aðgang að gögnum hefði verið til umfjöllunar. Var niðurstaða nefndarinnar að leggja fyrir Borgarbyggð að taka beiðni kæranda um gögn frá 10. október 2017 til efnislegrar afgreiðslu án ástæðulauss dráttar, þar sem henni hefði ekki enn verið svarað. Að öðru leyti var málinu vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 27. september 2018, var úrskurðarnefnd um upplýsingamál upplýst um það að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hefði Borgarbyggð haft samband við nefndina og tjáð henni að erindi kæranda frá 10. október 2017 hefði í reynd verið svarað og honum send tiltekin gögn. Að sögn úrskurðarnefndarinnar væri það þvert á fullyrðingar lögmanns sveitarfélagsins sem fram kæmu í greinargerð hans. Sveitarfélagið hefði í samræmi við þetta óskað eftir því að málið yrði endurskoðað.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 15. október 2018, var úrskurðarnefndinni sent erindi Borgarbyggðar til kæranda, dags. 31. október 2017, og afrit þeirra gagna sem fylgdu svarinu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað að nýju upp úrskurð í máli kæranda 20. desember 2018, þar sem nefndin afturkallaði úrskurð sinn frá 21. september 2018 á grundvelli 1. tölul. 25. gr. stjórnsýslulaga, þar sem fyrri úrskurður byggði ranglega á því að erindi kæranda frá 10. október 2017 hefði ekki verið svarað. Úrskurðarnefndin taldi að svar sveitarfélagsins við erindinu, dags. 31. október 2017, teldist ekki vera fullnægjandi þar sem ekki fælist í svarinu afstaða til alls erindis kæranda. Í samræmi við það var niðurstaða nefndarinnar sú að leggja fyrir Borgarbyggð að taka til afgreiðslu án ástæðulauss dráttar þann hluta erindis kæranda frá 10. október 2017 um aðgang að gögnum sem fram kæmi í annarri efnisgrein erindisins. Að öðru leyti var málinu vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Með bréfi sveitarstjóra Borgarbyggðar, dags. 4. janúar 2019, var kæranda svarað í samræmi við niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hverjum lið erindis kæranda frá 10. október 2017 var svarað og honum látin í té afrit þeirra gagna sem fyrir lágu hjá sveitarfélaginu.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða gistihús að [Y-götu nr. X] í Borgarnesi, en kærandi hefur aðsetur að [Y-götu nr. Z]. Var kæranda m.a. synjað um aðgang að tilteknum gögnum á grundvelli 9. gr. og 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi heldur því fram að um rétt sinn til aðgangs að gögnunum fari eftir stjórnsýslulögum, nánar tiltekið 15. gr. þeirra, þar sem fjallað er um upplýsingarétt aðila máls.<br /> <br /> Mál þetta á sér nokkra forsögu. Kærandi hefur þrívegis lagt fram kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna leyfisveitinga Borgarbyggðar fyrir breytingum á húsnæði að [Y-götu nr. X]. Nýjasti úrskurðurinn var kveðinn upp 21. september 2018 í kærumáli nr. 93/2017, þar sem felld var úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Borgarbyggð um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi til að útbúa þrjár stúdíóíbúðir á neðri hæð [Y-götu nr. X] og breyta annarri hæð.<br /> <h2>2.</h2> Kærandi gerði kröfu um afhendingu ýmissa gagna á grundvelli stjórnsýslulaga í bréfi sínu til Borgarbyggðar 6. nóvember 2016. Hluta þeirrar kröfu var synjað af sveitarstjóra með bréfi, dags. 13. desember 2016, með vísan til 9. gr. og 15. gr. upplýsingalaga. Því mótmælti kærandi með bréfi, dags. 11. janúar 2017, og var því svarað af formanni byggðaráðs með bréfi, dags. 2. febrúar 2017, þar sem tekið var undir sjónarmið sveitarstjóra. Verður litið svo á að í bréfi kæranda frá 11. janúar hafi falist endurupptökubeiðni samkvæmt yfirskrift þess og að henni hafi verið hafnað með bréfi formannsins frá 2. febrúar 2017. Hélt þá sá kærufrestur áfram að líða sem hófst þegar ákvörðun sveitarstjóra um að synja kæranda um aðgang að gögnum, dags. 13. desember 2016, var tilkynnt kæranda, sbr. 4. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Þó að niðurstaðan yrði sú að um gagnabeiðni kæranda frá 6. nóvember 2016 færi eftir upplýsingalögum er ljóst að þegar kæra barst til úrskurðarnefndarinnar 27. desember 2017 var kærufrestur vegna efnislegrar afgreiðslu sveitarstjórans frá 13. desember 2016 liðinn, en samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga er hann 30 dagar frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun. Samkvæmt 2. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga er jafnframt óheimilt að sinna kæru sem berst meira en ári eftir að ákvörðun var tilkynnt aðila. Þar sem kæran barst nefndinni rúmu ári síðar verður afgreiðsla sveitarfélagsins á beiðni kæranda frá 6. nóvember 2016 ekki tekin til frekari skoðunar.<br /> <h2>3.</h2> Beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá 10. október 2017 var svarað af sveitarstjóra Borgarbyggðar 31. október 2017. Í svarinu voru tilgreind í átta liðum sjö bréf og einn tölvupóstur og afrit þeirra látin kæranda í té. Í fyrsta töluliðnum var tilgreint bréf það sem kærandi fór fram á í fyrstu efnisgrein sinni. Þar sem kærandi hafði fengið bréfið afhent þegar kæra barst úrskurðarnefndinni verður sá liður beiðninnar ekki tekinn til frekari skoðunar af hálfu nefndarinnar. Í töluliðum 2-8 voru talin upp samskipti milli Borgarbyggðar og forráðamanna hins umdeilda gistihúss, sem farið var fram á af hálfu kæranda í annarri efnisgrein erindis hans. Hins vegar fylgdu svarinu engar frekari skýringar og var hvorki tiltekið hvort öll umbeðin gögn væru afhent né færður rökstuðningur fyrir því ef svo hefði ekki verið, sbr. 19. gr. stjórnsýslulaga. Gat svar sveitarfélagsins til kæranda því ekki talist vera fullnægjandi, enda fólst ekki í því afstaða til alls erindis hans. Í því sambandi er rétt að benda á að kærandi bað ekki einungis um afrit allra bréfa og tölvupósta heldur líka um upplýsingar um öll skráð samskipti Borgarbyggðar við eigendur […] frá ársbyrjun 2013 til 10. október 2017. Að auki fór kærandi í þriðju efnisgrein erindis síns fram á gögn í tengslum við samskipti Borgarbyggðar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna kærðs rekstrarleyfis [Y-götu nr. X] í Borgarnesi. Sveitarfélagið tók heldur ekki afstöðu til þess liðar erindisins í svari sínu til kæranda.<br /> <br /> Þótt kæranda hafi verið svarað með bréfi, dags. 4. janúar 2019, hafði þeim hluta beiðninnar sem ekki hafði verið tekin afstaða til í bréfi Borgarbyggðar frá 31. október 2017 ekki enn verið svarað þegar kæra þessi barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þar sem ekki lá fyrir synjun um þann hluta erindisins á kærufresturinn sem kveðið er á um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga ekki við og verður málinu því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeirri ástæðu að kæran hafi verið of seint fram komin.<br /> <h2>4.</h2> Beiðni kæranda í erindi sínu frá 10. október 2017 hljóðaði m.a. á um afrit allra bréfa og tölvupósta, sem og upplýsingar um önnur samskipti sveitarfélagsins við eigendur gistihússins að [Y-götu nr. X]. Á þeim tíma var hann aðili að kærumáli nr. […] fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, sem varðar sama mál og upplýsingabeiðni hans varðaði að hluta eða í heild. Í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. […], sem varðar aðgang kæranda að sömu gögnum og til umfjöllunar eru í þessu máli, komst nefndin að þeirri niðurstöðu að kærandi teldist aðili málsins á sveitarstjórnarstigi í skilningi 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga og ætti rétt til aðgangs að gögnum á þeim grundvelli. Um þetta segir orðrétt í úrskurðinum:<br /> <br /> „Ákvarðanir þær sem kærandi hefur kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eru til komnar vegna afgreiðslu sveitarfélagsins á umsóknum um byggingarleyfi vegna húss á næstu lóð við kæranda. Þegar sótt er um byggingarleyfi til sveitarfélags er almennt sá einn aðili málsins sem sækir um leyfið. Hins vegar er ljóst að veiting byggingarleyfis getur snert lögvarða hagsmuni annarra aðila, einkum nágranna, og hefur kæranda verið játuð kæruaðild á þeim grundvelli að málum fyrir úrskurðarnefndinni vegna ákvarðana um slíkar leyfisveitingar, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Í nefndri lagagrein er kæruréttur til úrskurðarnefndarinnar bundinn við lögvarða hagsmuni rétt eins og almennt er gerð krafa um í stjórnsýslurétti og vísað er til í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að stjórnsýslulögum. Verður með hliðsjón af framangreindu að telja kæranda einnig aðila máls á sveitarstjórnarstigi í skilningi 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga og á hann þar með rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er varða þær þrjár afgreiðslur sem síðar var skotið til úrskurðarnefndarinnar.“<br /> <br /> Kærandi fór í erindi sínu frá 10. október 2017 einnig fram á upplýsingar um öll skráð samskipti og afrit allra tölvupósta sem tengdust samskiptum Borgarbyggðar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna kærðs rekstrarleyfis [Y-götu nr. X] í Borgarnesi. Það kærumál er til meðferðar hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en kærandi í því máli er hinn sami og í þessu máli. Kæran lýtur að ákvörðun Sýslumannsins á Vesturlandi um að synja kröfu kæranda um að fella úr gildi útgefið leyfi til […] til reksturs á gistiþjónustu í fjórum íbúðum við [Y-götu nr. X] í Borgarnesi. Þar sem kærandi nýtur aðildar að því kærumáli fer um rétt hans til aðgangs að gögnum í tengslum við það mál eftir 15. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Af öllu framangreindu leiðir að um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum hjá Borgarbyggð fer eftir 15. gr. stjórnsýslulaga. Slíkur ágreiningur verður ekki borinn undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Er því óhjákvæmilegt að vísa máli þessu frá úrskurðarnefndinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 27. desember 2017, vegna afgreiðslu Borgarbyggðar á beiðni um afhendingu gagna.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
775/2019. Úrskurður frá 12. mars 2019 | Heilbrigðisstofnun Suðurlands krafðist frestunar réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 772/2019 á meðan mál yrði borið undir dómstóla með vísan til 24. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin fór yfir röksemdir Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fyrir kröfunni og komst að þeirri niðurstöðu að skilyrði ákvæðisins væru ekki uppfyllt. Kröfunni var því hafnað. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 12. mars 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 775/2019 í máli ÚNU 19020003. <br /> <h2>Krafa um frestun réttaráhrifa og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 7. febrúar 2019, gerði A lögmaður þá kröfu, f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, HSU, að úrskurðarnefnd um upplýsingamál frestaði réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. 772/2019 í máli nr. ÚNU 18040011, sem kveðinn var upp 31. janúar 2019, með vísan til 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, enda hygðist HSU bera úrskurðinn undir dómstóla í samræmi við ákvæði 2. mgr. sömu greinar. Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að HSU bæri að veita B lækni aðgang að tveimur tilkynningum sem bárust stofnuninni um meint ástand hans í útkalli.<br /> <br /> Í erindinu kemur fram að af hálfu stofnunarinnar sé vísað til þess að málið varði mikilvæga einkahagsmuni, annarra en B, sem kunni að verða skertir með óbætanlegum hætti ef aðgangur verði veittur að umbeðnum gögnum í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu að verða skýrð af dómstólum. Stofnunin bendir á úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 577/2015 máli sínu til stuðnings. Þá bendir stofnunin á að ekki fáist séð að mál sem þetta hafi áður komið til kasta dómstóla.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 7. febrúar 2019, var C lögmanni, f.h. B, gefinn kostur á að senda umsögn um kröfuna og koma að rökstuðningi. Í umsögninni, dags. 14. febrúar 2019, er vísað til 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga og skýringa við ákvæðið í athugasemdum við frumvarpið sem varð að upplýsingalögum um að líta beri á ákvæðið sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á. B fái ekki séð að þær kringumstæður séu fyrir hendi í þessu máli að skilyrði til frestunar réttaráhrifa séu uppfyllt.<br /> <br /> B minnir á að atvik málsins hafi átt sér stað fyrir fjórum árum. Meðferð málsins fyrir dómstólum muni taka a.m.k. 12-18 mánuði og tefja málið enn frekar. Úrskurð úrskurðarnefndar í máli nr. 577/2015 telur B ekki hafa fordæmisgildi í þessu máli þar sem kringumstæður séu allt aðrar.<br /> <br /> Þeirri fullyrðingu HSU að mikilvægir einkahagsmunir annarra en B kunni að verða skertir með óbætanlegum hætti mótmælir hann sérstaklega. Öll meðferð HSU á máli B hafi verið með þeim hætti að honum sjálfum hafi aldrei verið sýnd nein tillitssemi og einkahagsmunir hans virtir að vettugi, sbr. niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í áliti hans í máli nr. 8715/2015. Meðal annars hafi það verið vinnubrögð HSU í máli B sem leiddu til þess að umboðsmaður Alþingis sá ástæðu til að funda með embætti landlæknis um þörf á verklagsreglum í sambærilegum málum. Atvik B varð þess einnig valdandi að hann sá sér ófært að halda áfram störfum hjá HSU; loforð um að hann fengi 100% stöðu hjá stofnuninni að nýju eftir að hafa tímabundið farið í 75% stöðu var ekki virt af yfirmönnum stofnunarinnar. B átti því ekki annarra kosta völ en að hætta störfum og fá fullt starf annars staðar. <br /> <br /> B heldur því fram að ef heilbrigðisstarfsmaður í útkalli telur að annar heilbrigðisstarfsmaður á staðnum sé í annarlegu ástandi beri honum að grípa strax inn í, bæði vegna öryggis sjúklingsins en einnig til að gefa viðkomandi starfsmanni kost á að láta reyna á hvort ástand hans sé í raun annarlegt. Með því að tilkynna um það eftir á, líkt og í þessu máli, sé viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður að bregðast starfsskyldum sínum.<br /> <br /> B gerir athugasemd við þá röksemd HSU að ef sá sem tilkynnir í máli af því tagi sem hér um ræðir njóti ekki nafnleyndar muni hann veigra sér við upplýsingagjöfinni. Í 1. mgr. 15. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 sé skýrt kveðið á um að heilbrigðisstarfsmanni sé óheimilt að starfa undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Í 2. mgr. 13. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 komi svo fram að ef grunur leiki á um að heilbrigðisstarfsmaður sé undir áhrifum áfengis eða vímuefna við störf sín sé landlækni heimilt að krefjast þess að hann gangist þegar í stað undir nauðsynlegar rannsóknir til að ganga úr skugga um hvort svo sé. Samkvæmt þessum ákvæðum eigi heilbrigðisstarfsmaður að hafa þá skynsemi að tilkynna tafarlaust um meint ástand samstarfsmanns og að löggjafinn hafi litið svo á að þá tilkynningarskyldu þyrfti hvorki að orða sérstaklega né veita þeim sem tilkynnti nafnleynd.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 26. febrúar 2019, var HSU kynnt umsögn í málinu og gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kröfu sinnar. Í athugasemdum HSU, dags. 6. mars 2019, er fordæmisgildi úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 577/2015 ítrekað því að þar hafi reynt á kringumstæður þar sem aðilar veittu upplýsingar í trausti þess að þeir nytu nafnleyndar. Féllst nefndin á að fresta réttaráhrifum úrskurðarins þar sem ætla mátti að loforð stjórnvalds um trúnað hefði haft áhrif á upplýsingagjöf viðkomandi aðila.<br /> <br /> Stofnunin hafnar þeim rökum B að öllum heilbrigðisstarfsmönnum beri skilyrðislaust og án tafar að gera athugasemdir á vettvangi við aðra heilbrigðisstarfsmenn hafi þeir grunsemdir um að háttsemi samstarfsmanna sinna sé brotleg gagnvart lögum. Þeim rökum B er einnig hafnað sem byggjast á því að þeir sem tilkynntu um meinta háttsemi hans hafi verið samstarfsmenn hans og telur að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar geti ekki byggst á slíkum ályktunum og forsendum.<br /> <br /> Að lokum ítrekar HSU sérstakt eðli þessa máls og að það varði mikilsverða almannahagsmuni. Stjórnendur heilbrigðisstofnana þurfi að geta tilkynnt og rannsakað kvartanir og ábendingar í tengslum við meinta brotlega hegðun heilbrigðisstarfsmanna. Til að þeir geti sinnt því hlutverki sínu þurfi þeir að vera upplýstir um meint brot. Ef aðilar sem tilkynna stjórnendum um grunsamlega hegðun heilbrigðisstarfsmanns njóti ekki nafnleyndar geti það leitt til þess að þeir veigri sér við upplýsingagjöfinni. <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt fyrir stjórnvald eða annan aðila að veita aðgang að gögnum geti hún, að kröfu viðkomandi, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til. Krafa þess efnis skal berast úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa HSU um frestun réttaráhrifa úrskurðar nr. 772/2019 barst innan þessa tímafrests.</p> <p>Í athugasemdum við 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í frumvarpi því sem varð að lögunum segir m.a.:</p> <p>„Í 1. mgr. 24. gr. er lagt til að lögbundin verði heimild fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar þegar nefndin hefur úrskurðað að aðgang skuli veita að upplýsingum. Sá sem úrskurður beinist gegn getur þá gert kröfu þess efnis með það fyrir augum að bera ágreiningsefnið undir dómstóla. Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar að með heimildarákvæðinu séu fyrst og fremst höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 575/2015, 577/2015, 628/2016 og 713/2017.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur rétt að árétta að ákvörðun um nýtingu heimildar til þess að fresta réttaráhrifum ræðst fyrst og síðast af mati á því máli sem um ræðir hverju sinni. Telji stjórnvald rétt að skjóta úrskurði nefndarinnar fyrir dómstóla til þess að láta reyna á hefðbundna túlkun þess á lögum eða venjubundna stjórnsýsluframkvæmd er því unnt að gera það með því að láta reyna á úrskurð nefndarinnar, hvort sem réttaráhrifum hans hefur verið frestað eða ekki.</p> <p>Í úrskurði sínum nr. 772/2019 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væru skilyrði til að undanþiggja aðgangi kæranda tilkynningar sem bárust HSU í kjölfar útkalls um meint ástand hans. Nefndin taldi að upplýsingaréttur kæranda samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga yrði almennt ekki takmarkaður nema á grundvelli 2. eða 3. mgr. 14. gr. sömu laga eða á grundvelli sérstaks þagnarskylduákvæðis, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þeir hagsmunir sem HSU taldi að mæltu gegn afhendingu gagnanna voru að upplýsingar um yfirvofandi hættu þyrftu að geta borist til aðila sem væru til þess bærir að meta hvort um raunverulega hættu væri að ræða og bregðast við með réttum hætti, og að afhending upplýsinganna gæti haft neikvæð áhrif á stöðu viðkomandi einstaklinga í þeirra samfélagi. Úrskurðarnefndin taldi að ekki stæðu rök til að takmarka aðgang kæranda að gögnunum af þessum ástæðum, sbr. 2. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þar sem ekki væri í gildi sérstakt lagaákvæði um nafnleynd þeirra sem legðu inn ábendingar um brot heilbrigðisstarfsmanns í starfi og stjórnvöld gætu ekki heitið trúnaði án lagaheimildar, var það ekki heldur talið hafa þýðingu að viðkomandi einstaklingum hefði verið heitið trúnaði.</p> <p>Rökstuðningur HSU fyrir kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurðarins er sá að verði umbeðin gögn afhent kunni mikilvægir einkahagsmunir að vera skertir með óbætanlegum hætti. Stofnunin bendir á úrskurð úrskurðarnefndar nr. 577/2015 máli sínu til stuðnings. Þar var fallist á frestun réttaráhrifa úrskurðar nr. 566/2015, en í þeim úrskurði hafði niðurstaðan verið sú að veita bæri kæranda aðgang að skýrslu um innra starfsumhverfi viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Það sem réði úrslitum um að fallist var á frestun réttaráhrifa var m.a. að nefndin taldi ekki útilokað að fullu að undir rekstri dómsmáls yrði niðurstaðan sú að hægt væri að rekja tiltekin efnisatriði skýrslunnar til ákveðinna nafngreindra einstaklinga, gagnstætt niðurstöðu nefndarinnar. Gæti það leitt til þess að ef upplýsingar, sem einar og sér teldust ekki réttlæta undanþágu frá upplýsingarétti, væru tengdar ákveðnum nafngreindum einstaklingum myndu þær verða að viðkvæmum upplýsingum um einkahagsmuni þeirra sem réttlætanlegt gæti talist að undanþiggja aðgangi samkvæmt upplýsingalögum.</p> <p>Í þessu máli telur nefndin að það sé hafið yfir vafa að þeir hagsmunir sem HSU telur að skuli koma í veg fyrir aðgang B að tilkynningum um meint ástand hans njóti ekki verndar ákvæða upplýsingalaga. Á það við, hvort sem upplýsingar þær sem fram koma í tilkynningunum séu tengdar tilteknum nafngreindum einstaklingum eða ekki. Úrskurðarnefndin telur niðurstöðu í úrskurði nefndarinnar nr. 577/2015 því ekki geta verið fordæmisgefandi fyrir þetta mál.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur ekkert komið fram er breytir því sem fram kemur í tilvitnuðum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál varðandi afhendingu tilkynninga sem bárust HSU í kjölfar útkalls um meint ástand B. Samkvæmt framangreindu er kröfu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 772/2019 frá 31. janúar 2019 hafnað.</p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Kröfu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar nr. 772/2019 frá 31. janúar 2019 er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
774/2019. Úrskurður frá 31. janúar 2019 | Kærð var ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um svokallaða fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Í umsögn Seðlabankans var rakið að ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands teldist til sérstaks þagnarskylduákvæðis annars vegar um hagi viðskiptamanna bankans og hins vegar málefni bankans sjálfs. Óhugsandi væri að líta öðruvísi á en svo að umbeðnar upplýsingar vörðuðu meira eða minna fjárhagsmálefni bæði einstaklinga og lögaðila sem sanngjarnt væri og eðlilegt að trúnaður skyldi ríkja um. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að það léki ekki vafi á því að umbeðnar upplýsingar vörðuðu hagi þeirra aðila sem þar væru nefndir, sem viðskiptamanna bankans í skilningi 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Þar sem gögnin væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt lögum næði réttur kæranda samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga ekki til þeirra samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna. Ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum var því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. janúar 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 774/2019 í máli ÚNU 18100005. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 11. október 2018, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um svokallaða fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Með beiðni, dags. 19. september 2018, óskaði kærandi annars vegar eftir upplýsingum um það hvaða einstaklingar og lögaðilar nýttu sér fjárfestingarleiðina og hins vegar um það hversu háar fjárhæðir hver og einn flutti til landsins í gegnum leiðina.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 11. október 2018, var beiðni kæranda synjað með vísan til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Ótvírætt yrði að telja að umbeðnar upplýsingar vörðuðu hagi viðskiptamanna bankans í skilningi ákvæðisins. Í kæru kemur fram að alls hafi farið fram 21 útboð samkvæmt fjárfestingarleiðinni frá febrúar 2012 til febrúar 2015. Alls hafi um 1.100 milljónir evra komið til landsins á grundvelli útboðanna og 794 innlendir aðilar hafi tekið þátt í þeim. Peningar innlendra aðila hafi numið 35% heildarfjárhæðarinnar sem kom inn í landið með þessari leið, en hún hafi tryggt allt að 20% afslátt af eignum sem keyptar voru á Íslandi. Þessir aðilar hafi fengið 72 milljarða króna fyrir gjaldeyri sem þeir hafi skipt í íslenskar krónur og nemi afslátturinn um 17 milljörðum króna. <br /> <br /> Kærandi vísar til þess að í skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sé fjallað um fjárfestingarleiðina og því meðal annars velt upp hvort hún hafi leitt til þess að hluti af fjármagni frá aflandssvæðum, sem orðið hafi til með ólögmætum hætti, hafi skilað sér til Íslands með gengisafslætti. Þá beri að benda á þá alvarlegu staðreynd að ekki virðist hafa átt sér stað nein upprunavottun á því fé sem fært var til landsins. Rökstuddur grunur sé um að af hluta fjárins hafi ekki verið greiddir réttmætir skattar hérlendis. Sá grunur hafi leitt til þess að aðilar sem nýttu sér leiðina séu til rannsóknar vegna gruns um skattaundanskot.<br /> <br /> Kærandi telur að færa megi rök fyrir því að fjárfestingarleiðin brjóti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar í ljósi þess að um hafi verið að ræða stjórnvaldsaðgerð sem hafi einungis staðið til boða fólki sem átti fyrst 50 þúsund evrur í lausu fé, og síðar 25 þúsund evrur, og einungis Íslendingum sem áttu fé erlendis. Þeim hafi staðið til boða að fá virðisaukningu á fé sitt í krafti þess að eiga fé erlendis. Þegar allt framangreint sé dregið saman liggi fyrir að almannahagsmunir leiði til þess að upplýst verði hverjum hafi staðið til boða að færa fé til landsins með þessum hætti. Upplýsingar sem fjölmiðlar hafi getað miðlað úr brotakenndri og takmarkaðri upplýsingagjöf Seðlabanka sýni að rökstuddur grunur sé á að fé sem ekki hafi verið greiddir réttmætir skattar af hafi verið færðir aftur inn í landið; fé sem mögulega ætti að vera eign kröfuhafa ákveðinna aðila hafi verið færðir inn í íslenskt efnahagslíf og að þröngum hópi landsmanna hafi verið fært tækifæri til að hagnast gríðarlega úr hendi stofnunar sem tilheyrir sannarlega stjórnsýslu Íslands.<br /> <br /> Almannahagsmunirnir séu enn ríkari í ljósi þess að stjórnsýslan hafi ekki sýnt af sér mikinn vilja og nær enga getu til að sinna eftirliti sem hún ætti að sinna. Þess vegna sé afar mikilvægt að fjölmiðlar fái tækifæri til þess að vinna þá vinnu sem stjórnvöld hafa ekki unnið. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með bréfi, dags. 12. október 2018, og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Seðlabanka Íslands, dags. 2. nóvember 2018, er forsaga málsins rakin. Kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um fjölda þátttakenda í fjárfestingarleið bankans í apríl 2016 og veittar hafi verið upplýsingar um fjölda tilboða og þátttakenda, heildarfjárhæðir og uppskiptingu innlendra og erlendra þátttakenda en beiðninni hafi verið synjað að öðru leyti. Kærandi hafi óskað öðru sinni eftir umbeðnum gögnum og kært synjun bankans til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að lögboðinn kærufrestur hafði runnið út. Í ljósi þessarar sögu ítreki Seðlabankinn að umbeðnar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001.<br /> <br /> Í umsögninni er ákvæðið rakið og fjallað um eðli sérstakra þagnarskyldureglna. Ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands teljist til sérstaks þagnarskylduákvæðis annars vegar um hagi viðskiptamanna bankans og hins vegar málefni bankans sjálfs. Úrskurðarnefndin hafi byggt á því að í ákvæðinu felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. úrskurði nr. A-324/2009, A-423/2012 og 582/2015. Þá hafi Hæstiréttur Íslands komist að sömu niðurstöðu í dómi Hæstaréttar nr. 329/2014. Þá bendir Seðlabankinn á að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari og sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Óhugsandi sé að líta öðruvísi á en svo að umbeðnar upplýsingar varði meira eða minna fjárhagsmálefni bæði einstaklinga og lögaðila sem sanngjarnt sé og eðlilegt að trúnaður skuli ríkja um.<br /> <br /> Seðlabankinn víkur sérstaklega að nokkrum atriðum sem kærandi tiltekur í kæru sinni. Bankinn hafnar þeirri fullyrðingu kæranda að ekki hafi átt sér stað upprunavottun á fé sem fært var til landsins í gegnum fjárfestingarleiðina, vísar því á bug að aðgerðir bankans hafi falið í sér brot á jafnræðisreglu og hafnar fullyrðingum kæranda þess efnis að upplýsingagjöf bankans hafi verið ábótavant. Bankinn hafi birt almennar upplýsingar um komandi gjaldeyrisútboð auk þess sem niðurstöður þeirra hafi verið kynntar sérstaklega á heimasíðu bankans. Þá hafi svar Seðlabankans til kæranda, dags. 13. janúar 2017, verið birt í heild sinni á heimasíðu bankans 16. janúar sama ár. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að upplýsingum um aðila sem nýttu sér svonefnda fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Ákvörðun bankans um synjun beiðni kæranda byggðist á því að umbeðnar upplýsingar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu skv. 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í ákvæðinu segir að bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í fjölmörgum úrskurðum lagt til grundvallar að ákvæðið feli í sér ákvæði um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, að því er varðar upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs. Að því er varðar síðarnefnda atriðið hefur úrskurðarnefndin miðað við að orðalagið „málefni bankans sjálfs“ verði ekki túlkað svo rúmt að hvers kyns upplýsingar um starfsemi Seðlabanka Íslands falli undir það lagaumhverfi eða reglur sem bankinn starfar eftir. Undir orðalagið geti hins vegar fallið upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varði starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem af tilliti til hagsmuna bankans sjálfs megi telja eðlilegt að leynt fari. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ekki komi heldur til greina að túlka orðalagið „allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans“ í 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands bókstaflega, enda kæmi það alfarið í veg fyrir að Seðlabanki Íslands gæti miðlað upplýsingum um málefni viðskiptamanna bankans, t.d. í skýrslum sínum og á vef bankans. Augljóst er að starfsemi Seðlabanka krefst þess að bankinn geti birt upplýsingar og veitt aðgang að gögnum sem varða hagi viðskiptamanna sinna í rúmum skilningi og fyrir liggur að bankinn birtir árlega ýmis gögn af því tagi. Hins vegar verður að telja eðlilegt að í báðum tilvikum, þ.e. bæði að því er varðar upplýsingar um sérstaka hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, sé litið svo á að upplýsingarnar skuli fari leynt samkvæmt lögum eða eðli máls og því eigi þagnarskylda ákvæðis 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands við um þær. Í ljósi þess hve fortakslaus hin sérstaka þagnarskylda er, kemur hún í veg fyrir að slíkar upplýsingar um viðskiptamenn bankans séu gerðar aðgengilegar samkvæmt upplýsingalögum, óháð hagsmunum almennings af því að fá að kynna sér þær.<br /> <h2>2.</h2> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðnar upplýsingar sem eru í formi lista yfir nöfn einstaklinga og lögaðila ásamt fjárhæðum sem hver aðili flutti til landsins eftir fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Að mati nefndarinnar leikur enginn vafi á því að upplýsingarnar varða hagi þeirra sem viðskiptamanna bankans í skilningi 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur því að umbeðnar upplýsingar í heild sinni falli undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Þar sem gögnin eru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt lögum nær réttur kæranda samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga ekki til þeirra samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 11. október 2018, að synja kæranda A um aðgang að upplýsingum um það hvaða einstaklingar og lögaðilar nýttu sér fjárfestingarleið bankans og hversu háar fjárhæðir hver og einn flutti til landsins eftir þeirri leið.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
773/2019. Úrskurður frá 31. janúar 2019 | Kærð var afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um annars vegar fundargerðir kjararáðs á tilteknu tímabili og hins vegar upplýsingar um ákveðnar launahækkanir í tengslum við ráðið. Fram kom af hálfu ráðuneytisins að gögnin væru ekki og hefðu ekki verið í vörslum ráðuneytisins. Ráðuneytið teldi því að ekki lægi fyrir synjun sem kæranleg væri til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi gögn málsins sýna að þegar beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum kjararáðs hefði verið sett fram hefði starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins unnið að frágangi skjalasafns kjararáðs í húsnæði á forræði Stjórnarráðsins. Nefndin teldi engum vafa undirorpið að gögnin hefðu þannig verið í vörslum ráðuneytisins á þessum tímapunkti og teldust þar af leiðandi fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Þar sem afgreiðsla ráðuneytisins á beiðni kæranda hefði ekki samrýmst ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga teldi nefndin hina kærðu ákvörðun vera haldna efnislegum annmörkum sem að mati nefndarinnar væru svo verulegir að ekki yrði hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. janúar 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 773/2019 í máli ÚNU 18110009. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 8. nóvember 2018, kærði A, blaðamaður, afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með beiðni kæranda, dags. 9. október 2018, var í fyrsta lagi óskað eftir aðgangi að fundargerðum kjararáðs frá ársbyrjun 2013 til þess dags er það var lagt niður og í öðru lagi upplýsingum um það hverra laun hefðu verið hækkuð umfram það sem kæmi fram í almennum úrskurði frá árinu 2011. Eftir frekari samskipti kæranda við fjármála- og efnahagsráðuneytið kom fram af hálfu ráðuneytisins í svari þann 8. nóvember 2018 að gögnin væru ekki og hefðu ekki verið í vörslum ráðuneytisins. Ráðuneytið væri því ekki í aðstöðu til að taka afstöðu til aðgangs að þeim. Unnið væri að frágangi skjalanna fyrir Þjóðskjalasafn og um aðgang að þeim færi eftir ákvæðum laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014.<br /> <br /> Kærandi segir í kæru sinni að honum hafi ekki verið leiðbeint um það hver hafi gögnin í sinni vörslu. Hugsanlega eigi fjármála- og efnahagsráðuneytið við að þau séu í vörslum kjararáðs en tilraunir til að beina beiðni til þess hafi ekki borið árangur. Kjararáð heyri undir ráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna í Stjórnarráðinu og sé beiðninni því beint þangað. Í tilefni af fullyrðingum ráðuneytisins um að unnið sé að frágangi skjalanna fyrir Þjóðskjalasafn segir kærandi að safnið hafi tímabundið hætt móttöku nýrra skjala. Ekki liggi fyrir hvenær því ástandi ljúki. Kærandi bendir á að samkvæmt 3. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 séu opinber skjalasöfn bær til að taka ákvörðun um aðgang að skjölum sem hafa verið afhent þeim. Í þessu tilfelli hafi skjöl hins vegar ekki verið afhent skjalasafni heldur sé unnið að undirbúningi afhendingar þeirra. Því beri fjármála- og efnahagsráðuneyti að taka ákvörðun um aðgang en ekki Þjóðskjalasafni. Að öðrum kosti gætu stjórnvöld komið sér undan því að afhenda gögn með því að ákveða að sífellt væri unnið að því að afhenda þau skjalasafni. Skjalasafnið gæti heldur ekki afgreitt beiðni um aðgang að gögnunum þar sem það hefði þau ekki í sinni vörslu.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. nóvember 2018, var kæran kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 27. nóvember 2018, kemur fram að ráðuneytið telji ekki liggja fyrir synjun sem kæranleg sé til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga, þar sem umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Því sé heldur ekki unnt að verða við beiðni nefndarinnar um afrit af gögnunum.<br /> <br /> Til nánari skýringar upplýsir ráðuneytið að eftir niðurlagningu kjararáðs og eiginlegri starfsemi þess lauk hafi vinna við frágang skjala til Þjóðskjalasafnsins hafist á vegum starfsmanns ráðsins í samræmi við áskilnað laga um opinber skjalasöfn. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi upplýst kæranda um hvernig fari með aðgang að gögnum ráðsins hjá safninu þegar flutningur þeirra hefði átt sér stað, sbr. niðurlag í forsendum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 746/2018.<br /> <br /> Af hálfu ráðuneytisins kemur fram að eftir að frágangi skjalanna var lokið í september 2018 hafi tilboði Þjóðskjalasafns um móttöku þeirra verið tekið af hálfu starfsmanns kjararáðs. Í nóvember, þegar starfsmaður kjararáðs hafi lokið störfum, hafi ráðuneytið tekið að sér að fylgja eftir afhendingu skjalasafns kjararáðs til Þjóðskjalasafns í samræmi við 12. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Safnið hafi hins vegar upplýst ráðuneytið í nóvember 2018 að það gæti ekki veitt skjalasafni kjararáðs móttöku vegna óvissu í húsnæðismálum og hefði ekki samþykkt nýjar afhendingar í um tíu til ellefu mánuði. Boði starfsmanns kjararáðs til Þjóðskjalasafns um afnot af húsnæði til tímabundinnar varðveislu gagna kjararáðs hafi ekki verið sinnt. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hyggist fylgja málinu eftir með vísan til yfirstjórnarvalds ráðherra en hafi ekki tekið ákvörðun um að taka gögnin í sínar vörslur.<br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. nóvember 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar.<br /> <br /> Í umsögn kæranda kemur í upphafi fram að honum hafi ekki borist formleg ákvörðun um rétt sinn til aðgangs að umbeðnum gögnum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eða Þjóðskjalasafni. Frá ráðuneytinu fáist það svar að gögnin séu ekki þar en þó sé unnið að afhendingu þeirra til Þjóðskjalasafns. Safnið segi hins vegar að gögnin séu hjá ráðuneytinu, þau séu aftarlega í röðinni þegar húsnæðisvandi safnsins leysist og ráðuneytinu beri að leysa úr málinu eftir upplýsingalögum. Kærandi telur hins vegar að honum hafi verið synjað um umbeðin gögn í reynd. Eftir standi að beiðninni sé enn ósvarað þótt um fimm mánuðir séu liðnir síðan hún hafi verið sett fram skriflega. Því verði að telja að beiðninni hafi verið synjað í reynd og því liggi fyrir kæranleg ákvörðun.<br /> <br /> Kærandi rekur ákvæði laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 sem hann segir bera með sér að um upplýsingarétt almennings fari annars vegar samkvæmt upplýsingalögum og hins vegar lögum um upplýsingarétt um umhverfismál fyrstu 30 árin frá því að skjal verður til en eftir það eftir lögum um opinber skjalasöfn. Umbeðin gögn hafi ekki náð tíu ára aldri en hins vegar sé ágreiningur um hver hafi skjölin í sinni vörslu. Í e-lið 5. tölul. 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 84/2017 segi enn að kjararáð heyri undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Það hljóti að þýða að þegar kjararáð var lagt niður hafi það flust til ráðuneytisins að ljúka frágangi gagnanna. Fyrir liggi að frá því að kjararáð var lagt niður með lögum nr. 60/2018 hafi starfsmaður ráðsins unnið að frágangi skjalasafnsins. Svar fjármála- og efnahagsráðuneytis beri með sér að á þeim tíma hafi viðkomandi enn verið starfsmaður ráðsins þó það hafi verið lagt niður. Ekki hafi verið hægt að senda erindi á ráðið sjálft en tilraunum til þess hafi lokið með sjálfvirkum endursendingum.<br /> <br /> Erfitt sé að fallast á það með ráðuneytinu að umbeðin gögn séu ekki í vörslum þess. Þegar kjararáð var lagt niður hafi starfsmanni þess verið boðin staða innan ráðuneytisins. Af umsögn þess megi ráða að undanfarna fimm mánuði hafi hlutverk hans verið það eitt að ganga frá skjalasafni kjararáðs. Ef það sé satt verði að telja að skjalaskráningu ráðsins hafi verið ábótavant á meðan það var til. Hins vegar liggi fyrir að Þjóðskjalasafn hafi ekki fengið gögnin afhent og geti því ekki tekið ákvörðun um afhendingu þeirra. Eftir standi ráðuneytið og kjararáð. Kjararáð sé augljóslega ekki bært til að taka slíka ákvörðun þar sem það hafi verið lagt niður og ráðuneytið standi því eitt eftir. Starfsmaður ráðuneytisins, sem áður var starfsmaður kjararáðs, hafi gögnin í sinni vörslu og telur kærandi beiðninni því réttilega beint að því.<br /> <br /> Kærandi bendir á að í niðurlagi umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins komi fram að það hyggist fylgja málinu eftir með vísan til yfirstjórnarvalds ráðherra en hafi ekki tekið ákvörðun um að taka gögnin í sínar vörslur. Sé þetta raunin verði þetta að teljast í andstöðu við markmið upplýsingalaga. Fallist úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þessa aðferð opni það fyrir að stjórnvöld séu lögð niður og hægt að láta gögn þeirra sitja á hakanum til þess eins að komast hjá því að taka ákvörðun. Ef gögnin teljast ekki í vörslum ráðuneytisins veltir kærandi því upp hver sé þá með þau.<br /> <br /> Með erindi, dags. 10. janúar 2019, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir frekari upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um starfssamband starfsmanns kjararáðs við ráðuneytið eftir að ráðið var lagt niður og staðsetningu umbeðinna gagna. Í svari ráðuneytisins, dags. 16. janúar 2019, kemur fram að almennt sé það svo þegar stofnun er lögð niður að einhverjum starfsmönnum hennar sé falinn frágangur vegna niðurlagningarinnar, gjarnan í tengslum við uppsagnarfrest þeirra. Starfssamband viðkomandi starfsmanns við ráðuneytið hafi hafist þann 1. september 2018 en hann hafi þó áfram unnið að frágangi á skrifstofu kjararáðs. <br /> <br /> Hvað staðsetningu umbeðinna gagna varði hafi þau verið í Skuggasundi 3 frá því um áramótin 2017-18, þegar kjararáð hafi fengið þar aðstöðu. Aðstaðan sé á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins og kjararáð og síðar ráðuneytið hafi staðið straum af leigukostnaði. Starfsmaðurinn hafi haft aðgang að gögnunum þar vegna frágangs og undirbúnings fyrir flutning þeirra til Þjóðskjalasafns Íslands frá því að lög um niðurlagningu ráðsins tóku gildi. Starfsmenn ráðuneytisins hafi ekki haft aðgang að gögnunum í tengslum við verkefni þess. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvort gögnin verði tekin í vörslur ráðuneytisins í krafti yfirstjórnunarvalds ráðherra, sbr. 12. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur loks fram að þann 15. janúar 2019 hafi gögnin verið flutt í geymslu í kjallara Arnarhváls, til að losa um aðstöðuna í Skuggasundi. Gögnin verði geymd þar til Þjóðskjalasafn geti veitt þeim viðtöku. Skjalaverðir ráðuneytisins hafi tekið við samskiptum við Þjóðskjalasafn vegna afhendingar gagnanna eftir að fyrrverandi starfsmaður kjararáðs hafi farið í leyfi.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem urðu til í starfsemi kjararáðs, sem hafði það verkefni að ákveða laun tiltekinna hópa fyrir hönd hins opinbera. Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við beiðni kæranda var ekki tekin afstaða til réttar hans til aðgangs að umbeðnum gögnum á þeirri forsendu að þau væru ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Því telur ráðuneytið ekki liggja fyrir synjun beiðni um aðgang að gögnum sem sé kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laganna. Eins og mál þetta er vaxið liggur fyrst og fremst fyrir úrskurðarnefndinni að taka afstöðu til þess hvort umbeðin gögn teljist fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu í skilningi ákvæðisins.<br /> <br /> Í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:<br /> <br /> „Sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.“<br /> <br /> Í skýringum við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga er hugtakið fyrirliggjandi útskýrt þannig að gagn teljist vera fyrirliggjandi ef það er til þegar beiðni um það kemur fram. Þá er það skilyrði að gagnið sé fyrirliggjandi hjá þeim sem fær beiðni um aðgang til afgreiðslu. Loks er tekið fram að það leiði af þeirri útvíkkun á rétti skv. 5. gr. sem felist í aðgangi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum án tengsla við tiltekin mál að almenningur geti átt rétt á aðgangi að slíkum gögnum jafnvel þótt þau hafi ekki verið felld undir tiltekið mál í málaskrá stjórnvalds.<br /> <br /> Þegar óskað er aðgangs að fyrirliggjandi gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir af ákvæðum IV. kafla laganna að þeim sem hefur beiðni til afgreiðslu ber að afmarka hana við gögn í vörslum sínum, sbr. 15.-16. gr., og taka rökstudda ákvörðun um rétt beiðanda til aðgangs að gögnunum, sbr. 19. gr. upplýsingalaga og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <h2>2.</h2> Kjararáð var lagt af með lögum nr. 60/2018 sem tóku gildi þann 23. júní 2018. Í 1. gr. laganna segir að eldri lög um kjararáð nr. 130/2016 með síðari breytingum falli úr gildi þann 1. júlí 2018. Samkvæmt ákvæðum laga nr. 60/2018 til bráðabirgða skyldi starfsmanni sem starfaði hjá kjararáði boðið að flytjast í starf hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eftir 1. júlí 2018. Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að fyrrverandi starfsmaður kjararáðs hafi unnið að frágangi skjala ráðsins frá þessum tímapunkti og að starfssamband starfsmannsins við ráðuneytið hafi hafist þann 1. september 2018. Gögnin hafi verið í húsnæði á forræði rekstrarfélags Stjórnarráðsins að Skuggasundi 3 fram til 15. janúar 2019, þegar þau voru færð í geymslu ráðuneytisins.<br /> <br /> Gögn málsins sýna þannig ljóslega að þegar beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum kjararáðs var sett fram, þann 9. október 2018, vann starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins að frágangi skjalasafns ráðsins í húsnæði á forræði Stjórnarráðsins. Við þessar aðstæður telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál engum vafa undirorpið að gögnin hafi verið í vörslum ráðuneytisins á þessum tímapunkti og þar af leiðandi fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í þessu sambandi skiptir engu hvort gögnin hafi verið skráð í málaskrá ráðuneytisins eða hvort aðrir starfsmenn þess hafi haft aðgang að þeim vegna verkefna ráðuneytisins. Ekki skiptir heldur máli þótt ráðuneytið hafi ekki tekið formlega ákvörðun um það hvort gögnin verði tekin í vörslur ráðuneytisins í krafti yfirstjórnarvalds ráðherra samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands. Stjórnvöld geta ekki einhliða ákveðið hvort gögn teljist í þeirra vörslum eða ekki, heldur verður að komast að niðurstöðu um það eftir almennum viðmiðum. Ber þannig að leggja áherslu á möguleika stjórnvalds til að nálgast og vinna með gögnin og sýna gögn málsins að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið á ýmsan hátt með skjöl kjararáðs, bæði fyrir tilstilli starfsmanns síns sem áður starfaði fyrir ráðið og með flutningi þeirra í janúar 2019. Myndi önnur niðurstaða leiða til þess að stjórnvöld gætu valið að vista gögn utan starfsstöðva sinna og láta hjá líða að sinna skráningarskyldu sinni samkvæmt lögum til að koma í veg fyrir að almenningur geti óskað eftir aðgangi að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Í stað þess að taka beiðni kæranda til efnislegrar meðferðar samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 lét fjármála- og efnahagsráðuneytið duga að vísa beiðninni frá á þeirri röngu forsendu að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <h2>3.</h2> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og fram hefur komið er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda hafi ekki samrýmst ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Er það því mat nefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar sem felur m.a. í sér að ráðuneytið taki afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til að fá aðgang að þeim gögnum sem hann hefur óskað eftir eða þá hluta þeirra.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 8. nóvember 2018, um að vísa frá beiðni kæranda um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
772/2019. Úrskurður frá 31. janúar 2019 | Kærð var synjun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á beiðni um aðgang að tveimur tilkynningum um meint ástand kæranda, sem er læknir, í útkalli. Í umsögn stofnunarinnar kom fram að bæði almanna- og einkahagsmunir mæltu gegn því að kæranda yrðu afhent umbeðin gögn. Meðal annars væri nauðsynlegt að aðilar sem hefðu grunsemdir um möguleg brot heilbrigðisstarfsfólks í starfi gætu upplýst rétta aðila um þær án þess að eiga á hættu að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður yrði upplýstur um nöfn þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að ekki stæðu rök til að synja kæranda um aðgang að umbeðnum tilkynningum, þar sem upplýsingalög innihéldu ekki heimild til að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli þeirra tilteknu hagsmuna sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands nefndi í umsögn sinni. Var því lagt fyrir stofnunina að veita kæranda aðgang að tilkynningunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 31. janúar 2019 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 772/2019 í máli ÚNU 18040011. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. apríl 2018, kærði A synjun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, HSU, á beiðni um aðgang að tveimur tilkynningum um meint ástand kæranda í útkalli.<br /> <br /> Aðfaranótt 30. maí 2015 var kærandi, læknir sem var á bakvakt […], kallaður út. Á vettvangi voru nokkrir aðilar, þar á meðal sjúkraflutningamenn og lögregla. Fáeinum dögum síðar barst HSU tilkynning frá einum þeirra um að kærandi hefði verið í annarlegu ástandi í útkallinu. Í framhaldi af því kannaði HSU málið nánar og fékk þá svipaðar upplýsingar frá öðrum aðila sem jafnframt hafði verið viðstaddur um nóttina, þ.e. að kærandi hefði ekki virst allsgáður.<br /> <br /> Forstjóri HSU ráðfærði sig við embætti landlæknis og í kjölfarið var ákveðið að vísa máli kæranda til formlegrar meðferðar embættisins, sbr. 10. og 13. gr. laga um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007. Var það gert með bréfi, dags. 4. júní 2015. Kærandi var upplýstur um þetta með bréfi dagsettu þann sama dag og honum tjáð að tilefni framangreindra tilkynninga varðaði við 15. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012.<br /> <br /> Með tölvupósti til HSU, dags. 12. júní 2015, gerði lögfræðingur Læknafélags Íslands, f.h. kæranda, athugasemdir við málsmeðferð stofnunarinnar í málinu. Kærandi kannaðist ekki við að hafa verið í annarlegu ástandi í útkallinu. Það sætti furðu að málið væri komið í þennan farveg án þess að kærandi væri upplýstur um málið og honum gefið tækifæri til að tjá sig um þær tilkynningar sem HSU höfðu borist áður en málið var sent landlækni.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. júní 2015, upplýsti landlæknir kæranda að embættið myndi fylgja málinu eftir á grundvelli lögbundinnar eftirlitsskyldu sinnar skv. III. kafla laga um landlækni og lýðheilsu. Óskað var umsagnar kæranda vegna málsins. Sama dag barst kæranda bréf frá HSU þar sem vinnuframlag hans var afþakkað frá og með 16. júní 2015. Yrði hann settur í launað leyfi um óákveðinn tíma. Eftir fund með landlækni 18. júní 2015, þar sem kærandi lagði fram greinargerð sína, var honum tilkynnt samdægurs að landlæknir teldi ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna málsins. Í kjölfar formlegs erindis landlæknis til kæranda þess efnis, dags. 22. júní 2015, tilkynnti HSU honum að leyfi hans væri lokið og bað hann að snúa aftur til starfa.<br /> <br /> Í kjölfarið tóku við samskipti milli Læknafélags Íslands, f.h. kæranda, og HSU, þar sem málsmeðferð HSU í málinu var áfram gagnrýnd. Að auki var þess óskað að HSU upplýsti um nöfn þeirra sem tilkynnt höfðu um meint ástand kæranda. Það fór að lokum svo að kærandi kvartaði til umboðsmanns Alþingis í nóvember 2015 vegna vinnubragða HSU í tengslum við tilkynningu forstjóra stofnunarinnar til landlæknis og ákvörðunar um að senda hann í launað leyfi frá störfum á meðan mál hans væri til athugunar hjá landlækni. Jafnframt sneri kvörtun hans að því að honum hefði verið synjað um aðgang að gögnum þar sem fram kæmi hverjir létu í té upplýsingar sem leiddu til tilkynningar HSU til landlæknis.<br /> <br /> Í áliti umboðsmanns Alþingis nr. 8715/2015, dags. 26. júní 2017, var komist að þeirri niðurstöðu að HSU hefði borið, á grundvelli óskráðra grundvallarreglna um rannsókn máls, að upplýsa málið betur með því að gefa kæranda kost á að tjá sig um þær upplýsingar sem bárust um meint ástand hans í útkallinu í maí 2015 og önnur atriði sem fjallað var um í málinu áður en tilkynning var send landlækni. <br /> <br /> Varðandi aðgang kæranda að tilkynningum aðila sem tilkynntu um meint ástand hans hafði HSU litið svo á að ákvörðun um að tilkynna mál kæranda til landlæknis teldist ekki vera stjórnvaldsákvörðun. Aftur á móti teldi stofnunin að um aðgang kæranda að gögnum málsins færi eftir stjórnsýslulögum nr. 37/1993, einkum 15.-17. gr. þeirra. Samkvæmt 17. gr. bæri að takmarka aðgang kæranda að gögnum málsins því hagsmunir hans af því að notfæra sér vitneskju úr þeim ættu að víkja fyrir mun ríkari almanna- og einkahagsmunum. Um takmörkun á rétti til aðgangs að gögnum samkvæmt stjórnsýslulögum og upplýsingalögum giltu sömu sjónarmið. Umboðsmaður tók fram að ákvörðun HSU hefði ekki verið tekin á réttum lagagrundvelli, heldur giltu upplýsingalög nr. 140/2012 um aðgang kæranda að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Þar sem kæruleiðir hefðu ekki verið tæmdar um gagnabeiðnina gæti umboðsmaður ekki tjáð sig um hana. Kærandi þyrfti að leggja aftur inn beiðni um gögnin á grundvelli upplýsingalaga, kæra synjun ef við ætti og bera svo málið aftur undir umboðsmann ef niðurstaða æðra stjórnvalds yrði honum í óhag. Þá fyrst gæti umboðsmaður tjáð sig efnislega um rétt kæranda til gagnanna.<br /> <br /> Kærandi sendi HSU í kjölfarið beiðni, dags. 23. nóvember 2017, á grundvelli upplýsingalaga um aðgang að tilkynningum þeirra aðila sem veitt höfðu upplýsingar um meint ástand kæranda, þ.m.t. að nöfnum þeirra. Kom þar einnig fram að kærandi teldi stofnunina með framgöngu sinni í málinu mögulega hafa valdið sér bótaskyldum álitshnekki og að hann áskildi sér rétt til að krefja HSU um greiðslu miskabóta vegna þess. Beiðninni var synjað með bréfi lögmanns HSU, dags. 21. mars 2018.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kærandi byggi kröfu sína um aðgang að tilkynningunum á III. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012, enda lúti hinar umbeðnu upplýsingar að honum sjálfum, þ.e. meintu ástandi hans í útkalli. Kærandi telur engan fót fyrir tilkynningunum og bendir á að samstarfsmennirnir virðist hafa verið á staðnum án þess að gera nokkuð, líkt og þeim hefði borið ef ástand hans hefði verið með þeim hætti sem fram kom í tilkynningunum. Lögreglan var á staðnum og ók á eftir kæranda frá heimili sjúklings að starfsstöð HSU. Kærandi telur útilokað að lögreglan hefði gefið honum leyfi til að setjast undir stýri hefði ástand hans virst óeðlilegt.<br /> <br /> Kærandi telur sig eiga verulega hagsmuni af því að fá að vita hverjir það voru sem tilkynntu um meint ástand hans. Hann telur að viðkomandi aðilar hefðu betur rætt grunsemdir sínar strax, því það hefði gert honum kleift að sanna að ekkert væri að ástandi hans. Mögulega hafi falist í tilkynningunum atlaga að mannorði kæranda og geti þær hugsanlega veitt kæranda rétt til að kæra þá sem tilkynntu hann fyrir rangar sakargiftir.<br /> <br /> Hvergi í lögum sé þeim sem tilkynna um ástand heilbrigðisstarfsmanns tryggð nafnleynd, enda sé eðlilegt að þeir sem beri fram svo alvarlegar ásakanir þurfi að svara fyrir þær. Í kærunni segir að lokum að kærandi mótmæli því að hagsmunir þeirra sem tilkynntu sig vegi þyngra en hagsmunir hans sjálfs, þar sem ekki verði betur séð en að niðurstaða umboðsmanns Alþingis sé sú að kærandi eigi ótvíræðan rétt til aðgangs að upplýsingum um tilkynningarnar og nöfn þeirra sem stóðu að þeim.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 24. apríl 2018, var kæran kynnt HSU og frestur veittur til 8. maí 2018 til að senda umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. Að beiðni HSU var frestur framlengdur til og með 31. maí 2018.<br /> <br /> Í umsögn HSU, dags. 1. júní 2018, er í upphafi gerð grein fyrir helstu málavöxtum. Síðan er rakið að kærandi hafi krafist afhendingar umbeðinna gagna með vísan til 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Honum hafi verið synjað um afhendingu með vísan til 3. mgr. 14. gr. sömu laga, þar sem stofnunin telji að hagsmunir sem mæli með því að gögnunum sé haldið leyndum vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá þau afhent.<br /> <br /> HSU telur að málið varði aðeins kröfu kæranda um að fá vitneskju um nöfn þeirra aðila sem tilkynntu kæranda til yfirstjórnar stofnunarinnar, þar sem hann hafi þegar verið upplýstur um efni tilkynninganna að öðru leyti. Stofnunin mótmælir þeirri túlkun kæranda á áliti umboðsmanns Alþingis að kærandi eigi ótvíræðan rétt til aðgangs að umbeðnum upplýsingum, og tekur fram að umboðsmaður hafi ekki fjallað efnislega um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum. Umbeðin gögn geymi upplýsingar um kæranda en einnig um einkamálefni þeirra sem tilkynntu um meint ástand hans, og að réttur kæranda til aðgangs ylti því á mati á gagnstæðum hagsmunum.<br /> <br /> Það er mat HSU að kærandi álíti hagsmuni sína annars vegar vera fjárhagslega, þar sem hann áskildi sér í gagnabeiðni til HSU að krefjast skaða- og miskabóta. Hins vegar álíti kærandi að upplýsingar þeirra sem tilkynntu um meint ástand hans hafi mögulega falið í sér aðför að mannorði hans og aðgangur að nöfnum þeirra geti gert honum kleift að leggja fram kæru á hendur þeim vegna rangra sakargifta.<br /> <br /> Stofnunin telur langsótt að þeir sem tilkynntu um meint ástand kæranda hafi brotið á honum með þeim hætti að hann geti átt rétt á greiðslu skaða- eða miskabóta úr þeirra hendi. Skilyrði almennu reglunnar um skaðabótaábyrgð séu ekki uppfyllt; háttsemi viðkomandi aðila hafi ekki verið saknæm heldur hafi þeir þvert á móti brugðist rétt við. Þeir hafi haft grunsemdir um að kærandi væri undir áhrifum vímugjafa og miðluðu þeim í trúnaði til þar til bærra aðila. Óumdeilt sé að það brot sem kærandi var grunaður um sé alvarlegt, sbr. 15. gr. laga um heilbrigðisstarfsfólk nr. 34/2012, en þar kemur fram að heilbrigðisstarfsmanni sé óheimilt að starfa undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Ef kærandi telji sig eiga rétt til skaða- eða miskabóta í kjölfar atburða í framhaldi af þeim tilkynningum sem um ræði í málinu eigi kröfur kæranda frekar að beinast að HSU.<br /> <br /> Varðandi þá málsástæðu kæranda að honum sé nauðsynlegt að fá aðgang að nöfnum þeirra sem tilkynntu um meint ástand hans til að geta kært þá fyrir rangar sakargiftir telur stofnunin hana langsótta þar sem fyrirliggjandi upplýsingar og gögn í málinu sýni augljóslega að þeir hafi ekki haft ásetning til rangrar skýrslugjafar. Upplýsingagjöfin hafi þvert á móti verið varfærnisleg og gefin í trúnaði til réttra aðila. Í umsögninni er því velt upp hvort raunverulegir hagsmunir kæranda af því að fá upplýsingarnar kunni að vera að svala forvitni sinni og eiga möguleika á að leita hefnda gagnvart viðkomandi aðilum með einhverjum hætti síðar meir. <br /> <br /> Stofnunin gerir einnig athugasemd við þau rök kæranda að rétt viðbrögð þeirra sem tilkynntu um meint ástand hans hefðu verið að gera athugasemdir við kæranda sjálfan á vettvangi. Réttmætar ástæður geti verið fyrir því að láta slíkt eiga sig og gera þess í stað athugasemdir við yfirmenn viðkomandi læknis í trúnaði, t.d. ef viðkomandi læknir sé í stöðu til að hafa áhrif á starfsaðstæður og -frama viðkomandi aðila. Jafnframt gæti það gert starfssamband milli aðila erfitt til framtíðar, auk þess sem að í litlu samfélagi geti slíkar athugasemdir haft neikvæð áhrif á samskipti utan vinnustaðar.<br /> <br /> HSU telur að bæði almannahagsmunir og einkahagsmunir þeirra sem tilkynntu um meint ástand kæranda mæli gegn afhendingu umbeðinna gagna. Almannahagsmunirnir séu fólgnir í því að upplýsingar um yfirvofandi hættu þurfi að geta borist til aðila sem séu til þess bærir að meta hvort um raunverulega hættu sé að ræða og bregðast við með réttum hætti. Almannahættan felist í mögulegum afleiðingum þess að heilbrigðisstarfsmaður sé undir áhrifum áfengis eða vímuefna við störf sín. Að mati stofnunarinnar sé nauðsynlegt að aðilar sem hafi grunsemdir um slíka háttsemi heilbrigðisstarfsfólks geti upplýst rétta aðila um þær án þess að eiga á hættu að viðkomandi starfsmaður verði upplýstur um nöfn þeirra. Ef ekki sé hægt að tryggja nafnleynd sé hætt við að fólk veigri sér við því að veita upplýsingar sem kunni að vera nauðsynlegar til að afstýra hættu. Að auki hafi forsvarsmenn HSU upplýst þá sem tilkynntu um meint ástand kæranda að fullum trúnaði yrði haldið um nöfn þeirra. Því til stuðnings er í umsögninni vísað til úrskurðar Persónuverndar í máli nr. 2014/1740 þar sem strætisvagnabílstjóri var ekki talinn eiga rétt á að fá upplýsingar um nöfn farþega sem hafði tilkynnt um háttsemi bílstjórans.<br /> <br /> Hvað varðar hagsmuni þeirra sem tilkynntu um meint ástand kæranda segir í umsögninni að þeir hafi upplýst þar til bæra aðila um grunsemdir sínar í góðri trú, í þeim tilgangi að afstýra mögulegri almannahættu, og að þeim hafi verið heitið trúnaði. Verði kærandi upplýstur um nöfn þeirra kunni það að hafa neikvæð áhrif á stöðu þeirra í samfélaginu og samskipti við aðra.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 21. júní 2018, var kæranda kynnt umsögn HSU og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kæru sinnar. Í athugasemdum kæranda, dags. 11. júlí 2018, er því mótmælt að hagsmunir þeirra sem tilkynntu um meint ástand hans af því að njóta nafnleyndar vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá að vita hverjir þeir séu. Mikilvægt sé að sá sem telji heilbrigðisstarfsmann ófæran til starfa tilkynni það tafarlaust til að hægt sé að grípa inn í meðferð sjúklings og þannig forða því að hann verði fyrir skaða, og til að mögulegt sé að ganga úr skugga um það sem fyrst hvort heilbrigðisstarfsmaður sé ófær til starfa, t.d. með því að taka úr honum blóðprufu. Það skipti máli fyrir heilbrigðisstarfsmann sem kvartað er undan að geta hreinsað sig af kvörtun reynist hún röng. Kærandi tekur fram að hefðu þeir sem tilkynntu um meint ástand hans ekki treyst sér til að ræða grunsemdir sínar beint við kæranda hefðu þeir getað snúið sér til lögreglu, sem var á staðnum í útkallinu.<br /> <br /> Kærandi telur það ekki hlutverk HSU að meta það hvort þeir sem tilkynntu um meint ástand hans kunni með háttsemi sinni að hafa brotið á kæranda þannig að hann eigi rétt til skaða- eða miskabóta, heldur sé það hlutverk dómstóla að komast að niðurstöðu um slíkt álitamál. Eins og málið horfi við kæranda hafi viðkomandi aðilar staðið að tilkynningum sínum með óboðlegum hætti, þ.e. með því að kvarta eftir á og gera kæranda þannig ókleift að sýna fram á að ekkert væri athugavert við ástand sitt. Kæranda hafi ekki verið sýnd nein tillitssemi af hálfu HSU heldur hafi hann fyrirvaralaust verið settur í leyfi. Það sé vandséð af hverju þeir sem tilkynntu um meint ástand kæranda eigi að njóta meiri tillitssemi en hann sjálfur fékk að njóta af hálfu HSU.<br /> <br /> Kærandi bendir á að ef þeir sem tilkynntu um meint ástand kæranda hefðu kosið að tilkynna málið til embættis landlæknis hefði kærandi í andmælaferlinu fengið að vita hverjir þeir væru. Það sé algild vinnuregla þegar kvartað sé yfir vinnubrögðum heilbrigðisstarfsmanna. Kærandi sjái því ekki af hverju þessir tilteknu aðilar eigi að njóta sérstakrar nafnleyndar þegar almenna reglan í heilbrigðisþjónustu sé sú að sá sem kvartað sé yfir fái að vita hver standi að baki kvörtuninni. Kærandi vísar því á bug að almannahagsmunir eigi að koma í veg fyrir að hann fái nöfn þessara aðila upplýst. Forsvarsmenn HSU þurfi að bera ábyrgð á því að hafa lofað þeim nafnleynd. <br /> <br /> Úrskurð Persónuverndar sem HSU vísar til í umsögn sinni telur kærandi ekki vera fordæmisgefandi í þessu máli, þar sem tilkynningin sem þar var til umfjöllunar hafi verið annars eðlis en þær sem deilt er um í þessu máli. Kærandi telur sig hafa ríka hagsmuni af því að vita hverjir tilkynntu um meint ástand sitt, vegna mögulegrar ábyrgðar þeirra á röngum sakargiftum. Hann telur fráleita þá fullyrðingu HSU að með tilkynningunum hafi tilgangurinn verið sá að afstýra almannahættu, þar sem í þessu máli hafi engin almannahætta verið til staðar. Að lokum tekur kærandi fram að hann telji að álit umboðsmanns Alþingis megi skilja á þann veg að hann eigi lögvarinn rétt á að fá að vita hverjir báru hann sökum. <br /> <br /> Með bréfum, dags. 2. janúar 2019, var óskað eftir afstöðu þeirra sem tilkynntu um ástand kæranda í útkallinu til afhendingar tilkynninganna. Í svörum beggja aðila er lagst gegn því að þær verði afhentar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að HSU hefði á grundvelli rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, verið rétt að kalla eftir afstöðu umræddra einstaklinga áður en það afgreiddi upplýsingabeiðni kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er læknir, til aðgangs að tveimur tilkynningum sem bárust HSU í kjölfar útkalls um að ástand hans í útkallinu hefði verið óeðlilegt. Kærandi óskaði eftir aðgangi að gögnunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem þau innihéldu upplýsingar um hann sjálfan. HSU synjaði honum um aðgang að tilkynningunum á grundvelli 3. mgr. 14. gr. sömu laga, því þær innihéldu jafnframt upplýsingar um einkamálefni annarra en kæranda og hagsmunir þeirra af því að upplýsingarnar færu leynt vægju þyngra en hagsmunir kæranda af að fá aðgang að þeim.<br /> <h2>2.</h2> Í áliti umboðsmanns Alþingis í máli kæranda komst hann að þeirri niðurstöðu að þar sem ákvörðun HSU að tilkynna mál kæranda til landlæknis teldist ekki stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, giltu stjórnsýslulög ekki um aðgang kæranda að umbeðnum gögnum í málinu heldur upplýsingalög. Var því beint til kæranda að leggja aftur inn beiðni um gögnin til HSU á grundvelli upplýsingalaga, sem hann og gerði líkt og áður er rakið.<br /> <br /> Gagnabeiðni kæranda var byggð á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, en í ákvæðinu segir að veita skuli aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan, óski hann eftir því. Úrskurðarnefnd hefur farið yfir þær tilkynningar sem deilt er um í málinu. Ljóst er að í þeim er eingöngu fjallað um kæranda sjálfan og meint ástand hans í útkalli. Beiðni kæranda er því réttilega heimfærð til 14. gr. upplýsingalaga og ber af þeirri ástæðu að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á afhendingu bréfanna á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins.<br /> <br /> Áður en lengra er haldið er vert að nefna að upplýsingaréttur aðila skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga verður að jafnaði ekki takmarkaður með öðrum hætti en sem fram kemur í 2. og 3. mgr. sömu greinar. Í 2. mgr. er fjallað um takmarkanir vegna almannahagsmuna en í 3. mgr. um takmarkanir vegna einkahagsmuna. Með gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga hefur einnig verið talið að lagaákvæði um sérstaka þagnarskyldu geti takmarkað rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þannig gæti sérstakt lagaákvæði um nafnleynd þeirra sem legðu inn ábendingar um brot heilbrigðisstarfsmanna í starfi takmarkað rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Slík ákvæði um nafnleynd er að finna í íslenskum lögum, sbr. t.d. 19. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 um nafnleynd tilkynnanda í barnaverndarmálum. Þar sem sambærilega reglu er ekki að finna varðandi þá tilkynningu sem mál þetta lýtur að verða takmarkanir á rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum tilkynningum aðeins byggðar á 2. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn sinni vísar HSU til almannahagsmuna sem mæli gegn afhendingu gagnanna, sem felist í því að upplýsingar um yfirvofandi hættu þurfi að geta borist til aðila sem séu til þess bærir að meta hvort um raunverulega hættu sé að ræða og bregðast við með réttum hætti. Stofnunin telur nauðsynlegt að þeir sem veiti slíkar upplýsingar njóti nafnleyndar, m.a. til að þeir veigri sér ekki við upplýsingagjöfinni. Í 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, er fjallar um takmarkanir á upplýsingarétti aðila vegna almannahagsmuna, er annars vegar vísað til gagna skv. 6. gr. upplýsingalaga og hins vegar gagna sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt skuli fara skv. 10. gr. laganna. Ljóst er að þeir almannahagsmunir sem HSU vísar til falla undir hvorugt ákvæðið. Þegar af þeirri ástæðu er ljóst að aðgangur kæranda að tilkynningunum verður ekki takmarkaður á grundvelli almannahagsmuna.<br /> <br /> Af hálfu HSU hefur komið fram að forsvarsmenn stofnunarinnar hafi upplýst þá sem tilkynntu um meint ástand kæranda um að fullum trúnaði yrði haldið um nöfn þeirra og að þeir hafi því verið í góðri trú um nafnleynd. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að sú meginregla gildir að upplýsingar og gögn stjórnvalda skulu vera aðgengileg nema takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við. Stjórnvöld geta ekki án lagaheimildar heitið trúnaði eða samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögunum. Við mat á því hvort aðgangur að tilteknum upplýsingum skuli veittur getur hins vegar haft þýðingu að þær hafi verið gefnar í trúnaði.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að tilkynningunum var synjað af HSU með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæli með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felst í því að vega skuli og meta þessa hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir eru að meginstefnu þeir sömu og um ræðir í 9. gr. laganna. Í þeirri grein er m.a. vísað til einka- eða fjárhagsmálefna einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Úrskurðarnefnd hefur farið yfir þær tilkynningar sem deilt er um í málinu. Þar er ekki að finna neinar upplýsingar sem talist geta varðað einka- eða fjárhagsmálefni viðkomandi einstaklinga. Af þeirri ástæðu standa ekki rök til að synja kæranda um aðgang að umbeðnum tilkynningum, og skal því veita honum aðgang að þeim í heild sinni.<br /> <h2> Úrskurðarorð:</h2> Heilbrigðisstofnun Suðurlands er skylt að afhenda kæranda A tvær tilkynningar um meint ástand hans, sem dagsettar eru 1. og 5. júní 2015, og bárust stofnuninni í kjölfar útkalls.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
771/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018 | Kærð var afgreiðslutöf Landsvirkjunar á beiðni kæranda um upplýsingar, m.a. í tengslum við samningsgerð við Íslenskar orkurannsóknir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að Landsvirkjun er meðal þeirra lögaðila sem eru undanþegnir upplýsingalögum á grundvelli 2. mgr. 3. gr. laganna og auglýsingu ráðherra nr. 600/2013. Var kæru því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 771/2018 í máli ÚNU 18100001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 29. september 2018, kærði A afgreiðslutöf Landsvirkjunar á beiðni kæranda um upplýsingar, m.a. í tengslum við samningsgerð stofnunarinnar við Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR.<br /> <br /> Með bréfi til Landsvirkjunar, dags. 31. júlí 2018, óskaði kærandi eftir afriti af samningi sem Landsvirkjun gerði við ÍSOR í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2012 um undanþágu ÍSOR frá tilteknu ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005. Kærandi óskaði jafnframt eftir rökstuðningi sem Landsvirkjun kynni að hafa sent Samkeppniseftirlitinu í aðdraganda þess máls, auk yfirlits yfir greiðslur Landsvirkjunar til ÍSOR samkvæmt þeim samningi sem gerður var. Auk þessa óskaði kærandi eftir upplýsingum og afritum af samningum og greiðslum vegna jarðfræðikorta á Austursvæði og mögulega víðar, sem getið væri um í öðrum nánar tilgreindum samningi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytis og ÍSOR frá apríl 2018.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Í umsögn Landsvirkjunar til úrskurðarnefndar, dags. 8. október 2018, er vísað til 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fram kemur að ef starfsemi lögaðila sé í samkeppni á markaði geti ráðherra ákveðið að slíkur lögaðili skuli ekki falla undir gildissvið upplýsingalaga. Fram kemur jafnframt að ráðherra skuli halda skrá yfir þá lögaðila sem hafi fengið slíka undanþágu. Í umsögninni er svo vísað til ákvörðunar forsætisráðuneytisins frá 28. júní 2016, þar sem stofnuninni var veitt undanþága frá gildissviði upplýsingalaga. Með vísan til þessa er Landsvirkjun undanþegin upplýsingalögum og því ekki skylt að fylgja ákvæðum laganna né að verða við fram kominni beiðni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Athugasemdir kæranda við umsögn Landsvirkjunar bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 16. október 2018. Þar tekur kærandi fram að hluti umbeðinna gagna í málinu hafi orðið til áður en undanþága forsætisráðuneytisins til handa Landsvirkjun kom til. Þar sem lög séu almennt ekki afturvirk, og með hliðsjón af þeirri ríku skyldu sem upplýsingalög nr. 140/2012 setji opinberum stofnunum og fyrirtækjum varðandi það að upplýsa almenning og hagsmunaaðila á samkeppnismarkaði um aðgerðir og fjárútlát opinberra aðila, þá verði ekki séð að undanþágan nái til þeirra samninga og þjónustukaupa sem urðu til milli Landsvirkjunar og ÍSOR á tímabilinu september 2012 og fram til 28. júní 2013. Því óskaði kærandi eftir því að Landsvirkjun yrði gert að afhenda sér þann rammasamning sem stofnunin gerði við ÍSOR í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2012 og þær greiðslur sem Landsvirkjun innti af hendi til ÍSOR frá gerð samningsins og fram til 28. júní 2013.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum. Samkvæmt 2. gr. laganna taka þau til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Það á við um Landsvirkjun.<br /> <br /> Í 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir: „Ef starfsemi lögaðila sem fellur undir 2. mgr. er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði getur ráðherra, að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórnar og umsögn Samkeppniseftirlitsins, ákveðið að hann skuli ekki falla undir gildissvið laga þessara eða dregið slíka ákvörðun til baka. Ráðuneytið skal halda opinbera skrá yfir þá lögaðila sem hafa fengið undanþágu samkvæmt málsgreininni, og skal undanþága einstakra aðila endurskoðuð á þriggja ára fresti. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein tekur gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.“<br /> <br /> Á grundvelli þessarar heimildar hefur ráðherra birt auglýsingu um undanþágur lögaðila frá upplýsingalögum, sbr. auglýsingu nr. 600/2013. Landsvirkjun er meðal þeirra lögaðila sem þar eru nefndir, og taka því upplýsingalög ekki til stofnunarinnar. Undanþága 2. mgr. 3. gr. laganna er skýr og óskilyrt. Afgreiðslutöf Landsvirkjunar á beiðni um gögn samkvæmt upplýsingalögum verður því ekki skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og verður því ekki hjá því komist að vísa málinu frá nefndinni. Það hefur ekki áhrif á niðurstöðuna að kærandi hafi síðar afmarkað beiðni sína við gögn sem til urðu áður en Landsvirkjun var veitt undanþága frá upplýsingalögum, enda er það lögaðilinn sjálfur sem er undanþeginn lögunum samkvæmt ákvörðun ráðherra en ekki einstök gögn í hans vörslu. Að öðrum kosti væri viðbúið að ákvæðið í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga næði ekki tilgangi sínum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A á hendur Landsvirkjun er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
770/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018 | Erlendur blaðamaður óskaði afrits af trúnaðarbréfi núverandi sendiherra Íslands í Palestínu. Utanríkisráðuneytið synjaði beiðninni með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að það er skilyrði takmörkunar upplýsingaréttar almennings á grundvelli 10. gr. upplýsingalaga að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Beiðni um upplýsingar verði ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur leiði af sér hættu á tjóni. Að mati nefndarinnar var ljóst að hagsmunir Íslands eða annarra ríkja gætu ekki skaðast af því að almenningur kynnti sér það sem fram kemur í hinu umbeðna bréfi og var því lagt fyrir utanríkisráðuneytið að veita kæranda aðgang að því. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 770/2018 í máli ÚNU 18070002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. júlí 2018, kærði A, blaðamaður i24 NEWS, ákvörðun utanríkisráðuneytis um synjun beiðni um aðgang að gögnum. Með beiðni, dags. 18. maí 2018, fór kærandi fram á aðgang að afriti trúnaðarbréfs eða kynningar á núverandi sendiherra Íslands í Palestínu (e. copy of the letter of credentials or introduction presented by the non-resident ambassador of Iceland to Palestine). Beiðninni var synjað með bréfi utanríkisráðuneytis, dags. 4. júlí 2018, með vísan til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru, dags. 5. júlí 2018, tók kærandi fram að hann teldi ráðuneytinu ekki rétt að beita 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga um umbeðin gögn. Trúnaðarbréf sé staðlaður þáttur í diplómatískum samskiptum, formsatriði sem innihaldi ekki viðkvæmar eða trúnaðarmerktar upplýsingar. Mörg utanríkisráðuneyti ríkja heimsins birti trúnaðarbréf að eigin frumkvæði og þessu til stuðnings fylgdi kærunni afrit af trúnaðarbréfi fulltrúa Evrópusambandsins á Vesturbakka Jórdan-árinnar og Gaza-ströndinni. Að mati kæranda hefur utanríkisráðuneytið ekki gert grein fyrir því hvað í bréfinu geti skaðað samskipti Íslands við Palestínu eða önnur ríki og ekki sé trúverðugt að birting bréfsins myndi hafa slík áhrif. Í þessu sambandi skipti miklu að upplýsingalög leyfi aðeins takmörkun á upplýsingarétti almennings á grundvelli 2. tölul. 10. gr. ef hún sé nauðsynleg í þágu almannahagsmuna. Því dugi ekki að vísa til þess að aðgangur að bréfinu gæti hugsanlega skaðað almannahagsmuni heldur beri utanríkisráðuneytið sönnunarbyrðina fyrir því að takmörkunin sé raunverulega nauðsynleg.<br /> <br /> Kærandi vísar til þess að ákvæði 10. gr. veiti stjórnvöldum ekki óheftan rétt til að takmarka aðgang að skjölum, heldur aðeins upplýsingum í þeim sem gætu skaðað almannahagsmuni ef aðgangur að þeim yrði veittur. Ef utanríkisráðuneytið sé á þeirri skoðun að trúnaðarbréfið innihaldi slíkar upplýsingar ætti það að birta bréfið en strika þær út. Það sé ótrúverðugt að allar upplýsingar í bréfinu geti skaðað hagsmuni Íslands.<br /> <br /> Næst víkur kærandi að ákvæði 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang. Af ákvörðun utanríkisráðuneytis virðist engin afstaða hafa verið tekin til þess hvort veita eigi kæranda slíkan aðgang. Loks kemur fram að kærandi telji ráðuneytið hafa brotið gegn málshraðareglunni við meðferð beiðninnar með vísan til 17. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 10. júlí 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dags. 3. ágúst 2018, eru málavextir raktir almennt. Þá kemur fram að trúnaðarbréf sendiherra innihaldi eitt æðsta og persónulegasta stig samskipta milli þjóðarleiðtoga. Þar fari þjóðarleiðtogi þess á leit, með vísan til vináttu og vinsamlegra samskipta landanna í milli, að þjóðarleiðtogi sendiríkisins fallist á fyrirsvarshlutverk tilnefnds sendiherra í sendiríkinu. Til þessa hafi ekki tíðkast að trúnaðarbréf íslenskra sendiherra séu birt opinberlega, þótt ráðuneytið og sendiráð hafi birt fréttatilkynningar um afhendingu þeirra.<br /> <br /> Þessu tengt bendir utanríkisráðuneytið á að með 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga sé, líkt og tiltekið sé í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð, verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki. Ljóst sé að varfærni sé eðlileg við skýringu á ákvæðinu. Reglan sé afar mikilvæg fyrir samskipti utanríkisþjónustunnar við önnur ríki, bæði á tvíhliða og marghliða grundvelli. Ótakmörkuð upplýsingagjöf um samskiptin sé til þess fallin að valda skaða í slíkum samskiptum, sem myndi hamla því að utanríkisþjónustan gæti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Hið lögbundna hlutverk sé fólgið í hagsmunagæslu fyrir Ísland og falli undir hugtakið „mikilvægir almannahagsmunir“ í skilningi 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Utanríkisráðuneyti dregur stórlega í efa fullyrðingu kæranda um að utanríkisráðuneyti margra landa deili trúnaðarbréfum með glöðu geði. Hún sé ekki studd neinum tilvísunum í lönd eða lagareglur og kærandi hafi ekki upplýst eftir hvaða leiðum honum áskotnaðist afrit þessa eina erlenda trúnaðarbréfs sem hann hefur lagt fram. Ráðuneytið minnir á mikilvægi þeirra hagsmuna að varðveita traust í samskiptum ríkja hvað meðferð gagna varðar óháð efni þeirra. Þessir hagsmunir séu mjög ríkir og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest, t.d. í úrskurði nr. A-326/2009, að það eitt að gera opinberar upplýsingar um hvað fram kemur í bréfaskiptum eða öðrum samskiptum við erlend ríki eða fjölþjóðastofnanir nægi til að draga úr trausti í samskiptum, óháð því hversu viðkvæmar upplýsingarnar séu í reynd.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. ágúst 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum um kæruna í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður erlends fjölmiðils, til aðgangs að trúnaðarbréfi sendiherra Íslands í Palestínu sem er í vörslum utanríkisráðuneytisins. Trúnaðarbréf (e. credentials, letters of credence) eru sendibréf frá þjóðhöfðinga sendiríkis til þjóðhöfðingja viðtökuríkisins þar sem upplýst er um tilnefningu sendiherra. Utanríkisráðuneytið hefur veitt úrskurðarnefndinni afrit af bréfinu í trúnaði á grundvelli 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Ákvörðun utanríkisráðuneytis um synjun beiðni kæranda byggir á 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þar kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Eins og fram kemur í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga eru þeir hagsmunir sem ákvæðinu er ætlað að vernda tvíþættir. Annars vegar er markmið þess að vernda stöðu íslenskra stjórnvalda við gerð samninga eða sambærilegra ráðstafana gagnvart erlendum aðilum. Hins vegar er tilgangur ákvæðisins sá að tryggja gagnkvæmt traust í samskiptum við ríki, fyrirsvarsmenn þeirra og fjölþjóðastofnanir, sem og traust í samskiptum innan fjölþjóðastofnana sem Ísland kann að eiga aðild að. Þegar litið er til efnis bréfsins sem um ræðir og röksemda ráðuneytisins fyrir ákvörðun sinni er ljóst að í málinu reynir á síðarnefnda markmiðið, þ.e. hvort aðgangur að skjalinu geti haggað þeim mikilvægu hagsmunum íslenskra stjórnvalda að traust ríki í samskiptum þeirra við erlend ríki.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að það er skilyrði takmörkunar upplýsingaréttar almennings á grundvelli 10. gr. að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Beiðni um upplýsingar verður ekki synjað með stoð í ákvæðinu nema aðgangur almennings leiði af sér hættu á tjóni. Í þessu sambandi athugast að hvorki í hinni kærðu ákvörðun né frekari rökstuðningi utanríkisráðuneytis eru leiddar líkur að því að tjón geti orðið af aðgangi kæranda að trúnaðarbréfinu. Þess í stað er lögð áhersla á það af hálfu ráðuneytisins að það eitt að gera opinberar upplýsingar um hvað fram kemur í bréfaskiptum eða öðrum samskiptum við erlend ríki eða fjölþjóðastofnanir nægi til að draga úr trausti í samskiptum, óháð því hvort viðkvæmar upplýsingar komi í reynd fram í samskiptunum. Er þessi afstaða studd við úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-326/2009. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál á svo víðtæk ályktun ekki stoð í efni 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til laganna eða tilvitnuðum úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Þó að tiltekin samskipti ríkja kunni að vera í eðli sínu svo viðkvæm að aðgangur almennings að þeim sé til þess fallinn að draga úr trausti í samskiptum ríkjanna gildir það ekki um öll milliríkjasamskipti. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-326/2009 var þvert á móti lagt mat á það hvort aðgangur almennings að umbeðnum gögnum myndi í reynd valda tjóni í tengslum við afmörkuð mál, samningsgerð eða aðra viðburði eða ákvarðanir. <br /> <br /> Þegar efni umbeðins trúnaðarbréfs er virt með tilliti til framangreindra sjónarmiða er að mati nefndarinnar ljóst að hagsmunir Íslands eða annarra ríkja geta ekki skaðast af því að almenningur fái aðgang að því. Um er að ræða almenna tilkynningu forseta Íslands til þjóðhöfðinga viðtökuríkis um tilnefningu sendiherra og þrátt fyrir að orðalag sé hástemmt er eðli bréfsins með þeim hætti að ekki verður beinlínis talið að um persónuleg samskipti sé að ræða. Í þessu sambandi bendir úrskurðarnefndin á að utanríkisráðuneytið hefur áður birt afrit trúnaðarbréfa, til að mynda á Facebook-síðu ráðuneytisins þann 5. desember 2012, þar sem birt er afrit trúnaðarbréfs, dags. 3. júní 2003, sem er að öllu leyti sambærilegs efnis og bréfið sem kærandi hefur beiðst aðgangs að. Myndinni fylgir eftirfarandi athugasemd ráðuneytisins: „Við vorum spurð að því fyrr í vikunni hvort það væri hægt að fá að sjá trúnaðarbréf. Svarið er, já.“<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að utanríkisráðuneyti hafi ekki sýnt fram á að almannahagsmunir réttlæti að aðgangur kæranda að umbeðnu bréfi sé takmarkaður á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður heldur ekki séð að önnur rök leiði til slíkrar takmörkunar. Ber því að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og gera utanríkisráðuneytinu að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Utanríkisráðuneytinu ber að veita kæranda, A, blaðamanni, aðgang að trúnaðarbréfi sendiherra Íslands í Palestínu, dags. 11. mars 2013.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
769/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018 | Blaðamaður óskaði upplýsinga hjá Íbúðalánasjóði um nöfn þeirra lögaðila sem tekið hafa leiguíbúðalán hjá stofnuninni. Af hálfu sjóðsins kom fram að hann teldi umbeðnar upplýsingar undirorpnar sérstakri þagnarskyldu skv. 1. mgr. 8. gr. f. laga um húsnæðismál nr. 44/1998 og því óheimilt að veita utanaðkomandi aðgang að þeim. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði til grundvallar að ákvæðið fæli í sér sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni lántakenda sjóðsins. Jafnvel þótt umbeðnar upplýsingar varði ekki viðskiptahagsmuni sem telja verði sanngjarnt og eðlilegt að fari leynt geri ákvæðið ekki ráð fyrir því að slíkt mat fari fram við ákvörðun um það hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að þeim. Nefndinni væri því nauðugur einn sá kostur að staðfesta hina kærðu ákvörðun. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 769/2018 í máli ÚNU 18060008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 12. júní 2018, kærði A, blaðamaður Stundarinnar, ákvörðun Íbúðalánasjóðs um synjun beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra lögaðila sem tekið hafa leiguíbúðalán hjá stofnuninni.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi hafi gert tilraunir til að fá upplýsingar frá Íbúðalánasjóði um það hvaða aðilar hafi tekið svokölluð leiguíbúðalán. Um ríkisstofnun sé að ræða sem veiti lánin í félagslegum eða samfélagslegum tilgangi, til að fjölga valmöguleikum á leigumarkaði. Horfa þurfi til þessa eðlis lánanna þegar tekin sé afstaða til þess hvort veita eigi upplýsingar um lántakendur. Ekki sé beðið um upplýsingar um einstaklinga. Almenningur eigi rétt á að vita hvaða lögaðilum Íbúðalánasjóður hafi lánað til að athuga hvort um misnotkun sé að ræða. Bent er á að nú þegar sé búið að greiða upp umtalsvert magn lánanna sem hafi því verið veitt til skamms tíma í raun en ekki langs tíma.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 5. júní 2018, er að finna svör við spurningum sem settar voru fram í beiðni kæranda. Hins vegar kemur fram að veittar séu almennar upplýsingar en ekki þær ítarlegu upplýsingar um nöfn lögaðila sem óskað hafi verið eftir. Það sé vegna þess að Íbúðalánasjóði sé hugsanlega ekki heimilt að veita ítarlegri upplýsingar um einstaka viðskiptamenn eða starfsmenn. Í báðum tilfellum sé hins vegar verið að skoða hvort hægt sé að veita þessar upplýsingar, enda telji sjóðurinn að það væri jákvætt skref að gera það.<br /> <br /> Kærandi bendir á að það séu í raun opinberar upplýsingar hverjir séu lántakendur, þar sem Íbúðalánasjóður taki veð á 1. veðrétti í eignunum sem keyptar eru. Þannig sé um að ræða opinberar, þinglýstar upplýsingar sem Íbúðalánasjóður geti hjálpað fjölmiðli að fjalla um með því að gefa upp nöfnin á lögaðilum sem um ræðir. Kærandi óski því ekki eftir upplýsingum sem séu háðar bankaleynd á borð við bankalán til fyrirtækja.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 13. júní 2018, var kæran kynnt Íbúðalánasjóði og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún beinist að.<br /> <br /> Í umsögn Íbúðalánasjóðs, dags. 27. júní 2018, segir að beiðni kæranda hafi verið synjað þar sem sjóðurinn teldi sér óheimilt að veita umbeðnar upplýsingar með vísan til 8. gr. f. í lögum um húsnæðismál nr. 44/1998. Það hafi verið metið svo að beiðnin lyti að upplýsingum um viðskiptamálefni viðkomandi félaga og félagasamtaka og því sé sjóðnum beinlínis óheimilt að miðla þeim nema til kæmi lagaskylda til að veita þær. Um sé að ræða sérákvæði um þagnarskyldu sem nái til upplýsinga er varða viðskiptamálefni lántaka sjóðsins. Ákvæðið byggi á og sé samhljóða 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 en úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ítrekað lagt til grundvallar í úrskurðum sínum að það sé sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Vísar sjóðurinn til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 682/2017 í þessu sambandi. Þá hafi einnig verið litið til niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í dómi réttarins frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014. Loks telur Íbúðalánasjóður að hafa beri í huga að 9. gr. upplýsingalaga takmarkar almennt upplýsingarétt almennings þegar um sé að ræða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni aðila. Umsögninni fylgdi afrit af umbeðnum upplýsingum, þ.e. yfirliti um lögaðila sem gera verður ráð fyrir að teljist til lántaka leiguíbúðalána.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. júlí 2018, var kæranda kynnt umsögn Íbúðalánasjóðs og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust ekki.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að upplýsingum um lögaðila sem tekið hafa svokölluð leiguíbúðalán hjá Íbúðalánasjóði. Ákvörðun sjóðsins um synjun beiðni kæranda byggði annars vegar á því að umbeðnar upplýsingar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu skv. 1. mgr. 8. gr. f. laga um húsnæðismál nr. 44/1998, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, en hins vegar á því að 9. gr. upplýsingalaga eigi við um þær.<br /> <br /> Í fyrrnefnda ákvæðinu segir að stjórnarmenn Íbúðalánasjóðs, forstjóri, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu sjóðsins séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni lántakenda sjóðsins, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. Ákvæðinu var bætt við lög um húsnæðismál með lögum nr. 84/2012 og er efnislega samhljóða 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að sé sérstakt ákvæði um þagnarskyldu en ekki almennt, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.<br /> <br /> Að framansögðu verður lagt til grundvallar að 1. mgr. 8. gr. f. laga um húsnæðismál nr. 44/1998 feli í sér sérstaka þagnarskyldu að því er varðar upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni lántakenda sjóðsins. Upplýsingar um að tiltekinn lögaðili hafi tekið lán teljast tvímælalaust til viðskiptamálefna hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að jafnvel þótt umbeðnar upplýsingar varði í þessu tilviki ekki viðskiptahagsmuni sem telja verður sanngjarnt og eðlilegt að fari leynt, með hliðsjón af hagsmunum almennings af því að fá upplýsingar um lánveitingar Íbúðalánasjóðs, þ.e. ráðstöfun opinberra hagsmuna, gerir 1. mgr. 8. gr. f. laga um húsnæðismál ekki ráð fyrir að slíkt mat fari fram við ákvörðun á því hvort almenningur eigi rétt til aðgangs að þeim. Nægjanlegt er að upplýsingar varði viðskiptahagsmuni lántakenda Íbúðalánasjóðs til að þær falli undir orðalag ákvæðisins. Þar sem réttur almennings til aðgangs að umbeðnum upplýsingum er skýrlega takmarkaður með sérstöku þagnarskylduákvæði er úrskurðarnefnd um upplýsingamál nauðugur einn sá kostur að staðfesta hina kærðu ákvörðun um synjun beiðni kæranda.<br /> <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Íbúðalánasjóðs um synjun beiðni kæranda, A blaðamanns, um aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra lögaðila sem tekið hafa leiguíbúðalán hjá stofnuninni.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
768/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018 | Kærð var ákvörðun embættis ríkisskattstjóra um synjun beiðni um aðgang að gögnum um samskipti ársreikningaskrár við Seðlabanka Íslands og dótturfélög á tilteknu tímabili. Undir meðferð málsins fyrir úrskurðarnefndinni kom fram af hálfu ríkisskattstjóra að engin gögn lægju fyrir um samskipti ársreikningaskrár við þau félög sem kærandi tilgreindi í fyrirspurn sinni. Var kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 768/2018 í máli ÚNU 18060002. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 4. júní 2018, kærði A synjun Ríkisskattstjóra (RSK) á beiðni um aðgang að gögnum varðandi samskipti ársreikningaskrár við Seðlabanka Íslands og dótturfélög hans á ákveðnu tímabili.<br /> <br /> Með bréfi til ársreikningaskrár RSK, dags. 28. mars 2018, óskaði kærandi eftir afriti af skriflegum samskiptum og bréfaskriftum milli ársreikningaskrár RSK og Austurbrautar ehf., EA fjárfestingafélags ehf., Seðlabanka Íslands og annarra dótturfélaga Seðlabankans en þeirra sem að framan greinir, frá árinu 2014 fram til þessa árs. Tilefni beiðninnar var sagnfræðirannsókn kæranda á ýmsum málefnum sem vörðuðu Seðlabanka Íslands.<br /> <br /> Í svari RSK, dags. 7. maí 2018, var vísað til hlutverks ársreikningaskrár í 2. tölul. 2. mgr. 2. gr. laga um ársreikninga nr. 3/2006. Tekið var fram að samkvæmt 3. mgr. 109. gr. sömu laga skyldi ársreikningaskrá veita aðgang að þeim gögnum sem skilaskyld væru til skrárinnar. Sá aðgangur næði hins vegar ekki til annarra þeirra upplýsinga sem skráin kynni að hafa undir höndum og lytu ekki með beinum hætti að birtingu ársreiknings. Þrátt fyrir að í lögum um ársreikninga væri ekki að finna ákvæði um þagnarskyldu teldi RSK að hliðsjón þyrfti að hafa af 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að því leyti sem ekki væru tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem gæta bæri trúnaðar um. Gögn sem RSK hefði undir höndum og gætu t.a.m. varðað lögbundið eftirlit ársreikningaskrár væru að mati RSK þess eðlis að sanngjarnt og eðlilegt væri að aðgangur að þeim væri takmarkaður með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, enda gætu þau varðað viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni félaganna. Með vísan til þessa var kæranda synjað um aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kæranda sé ekki ljóst hvernig 9. gr. upplýsingalaga geti átt við um samskipti vegna eftirlits ársreikningaskrár við lögaðila. Kærandi telur að ársreikningaskrá RSK beri að athuga hvort í umbeðnum gögnum sé að finna raunverulega viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Ekki nægi að segja almennum orðum að gögnin gætu innihaldið viðkvæmar upplýsingar, þar sem slíkt standist ekki mælikvarða 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. júní 2018, var RSK veittur frestur til að senda úrskurðarnefnd umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem beðið væri um í málinu.<br /> <br /> Í umsögn RSK, dags. 25. júní 2018, eru þau sjónarmið áréttuð sem synjun á beiðni kæranda byggðist á, þ.e. að gögn sem RSK hafi undir höndum og geti t.a.m. varðað lögbundið eftirlit ársreikningaskrár séu að mati RSK þess eðlis að sanngjarnt og eðlilegt sé að aðgangur að þeim sé takmarkaður með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, enda geti þau varðað viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni félaganna. RSK telur embættinu jafnframt óheimilt að veita upplýsingar um það hvort tiltekinn aðili hafi sætt eftirliti á grundvelli laganna eða ekki.<br /> <br /> Hvað varðaði beiðni úrskurðarnefndar um afrit af umbeðnum gögnum í málinu tók RSK fram að í tilviki því sem um ræddi lægju engin gögn fyrir um samskipti ársreikningaskrár við þau félög sem kærandi vísaði til í fyrirspurn sinni.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. júlí 2018, var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnar RSK. Frekari athugasemdir bárust ekki.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum hjá Ríkisskattstjóra varðandi samskipti ársreikningaskrár við Seðlabanka Íslands og dótturfélög hans frá árinu 2014 fram til þessa árs. Synjun RSK var rökstudd með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem umbeðin gögn gætu innihaldið viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem fjallað væri um í gögnunum. Hins vegar kom fram við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni að engin gögn lægju fyrir um samskipti ársreikningaskrár við þau félög sem nefnd voru í upplýsingabeiðni kæranda.<br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Ekki er ástæða til að draga í efa þá fullyrðingu RSK að í máli þessu liggi umbeðin gögn ekki fyrir. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 4. júní 2018, á hendur Ríkisskattstjóra.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
767/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018 | Kærð var synjun Landspítala á beiðni um aðgang að samningi við Orku náttúrunnar ohf. (ON) um rafhleðslustöðvar. Synjunin byggðist á því að um væri að ræða upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhagslega hagsmuni ON sem skyldu fara leynt skv. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að 9. gr. upplýsingalaga verndi fyrst og fremst lögaðila sem komið er á fót á einkaréttarlegum grunni en 4. tölul. 10. gr. verndi fjárhagslega hagsmuni fyrirtækja í opinberri eigu að því leyti sem þau eru í samkeppnisrekstri. Nefndin taldi enn fremur að Landspítali og ON hefðu ekki rökstutt sérstaklega hvernig upplýsingar sem fram koma í samningnum geti orðið ON skaðlegar, verði þær gerðar opinberar. Ekki var því talið að samkeppnishagsmunir fyrirtækisins af leynd væru svo ríkir að þeir réttlættu undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum opinberra aðila. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 767/2018 í máli ÚNU 18060001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 5. júní 2018, kærði A lögmaður, f.h. Ísorku ehf., synjun Landspítala á beiðni um aðgang að samningi spítalans við Orku náttúrunnar ohf. (ON) um rafhleðslustöðvar.<br /> <br /> Með tölvupósti til Landspítala, dags. 3. maí 2018, óskaði Ísorka eftir upplýsingum um samning spítalans við ON um uppsetningu og rekstur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla á fjórum starfsstöðvum spítalans. Var meðal annars óskað eftir upplýsingum um fjárhæðir samningsins, lengd hans, hvort tilboða hefði verið leitað víðar o.fl. <br /> <br /> Í svari Landspítala, dags. 4. maí 2018, kom fram að í samningnum fælist að Landspítali legði til nokkur bílastæði fyrir hleðslustöðvar en engar greiðslur kæmu frá spítalanum til ON vegna stöðvanna. Eini kostnaður spítalans væri að koma rafmagnstaugum að bílastæðunum en ON greiddi fyrir rafmagnsnotkunina. Fram kom að samningurinn væri gerður til fimm ára. Ekki var talin þörf á að leita tilboða frá fleiri aðilum þar sem engar greiðslur gengju milli Landspítala og ON og umfang kostnaðar við lagningu rafmagns að bílastæðunum væri lítið.<br /> <br /> Í svari Ísorku, dags. 4. maí 2018, var óskað eftir upplýsingum um það hvort Landspítali hygðist bjóða Ísorku eða öðrum rekstraraðilum að setja upp hleðslustöðvar og leggja til bílastæðanna rafmagnstaugar. Landspítali kvaðst í svari sínu, dags. 4. maí 2018, mundu koma upp hleðslustöðvum í áföngum; þegar reynsla væri komin á þau stæði sem þegar hefði verið ákveðið að koma upp, yrði þörfin endurmetin.<br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 8. maí 2018, gagnrýndi kærandi samninginn við ON þar sem hann takmarkaði aðkomu annarra aðila og skekkti samkeppnisstöðu á markaði til lengri tíma. Opinber stofnun væri með honum að veita fyrirtæki, sem væri í opinberri eigu, forskot á markaði. Þrátt fyrir að samningurinn væri, að sögn Landspítala, í tilraunaskyni væri hann gerður til fimm ára, sem að mati kæranda teldist langur tími. Ísorka benti á að kostnaður við lagningu raftauga að bílastæðunum gæti hæglega hlaupið á milljónum. Að auki teldust rafhleðslustæði í miðborg Reykjavíkur við fjölmennasta vinnustað borgarinnar án endurgjalds eða annarra kvaða til verðmæta fyrir ON. Með hliðsjón af þessu óskaði Ísorka eftir afriti af samningnum.<br /> <br /> Landspítali benti á með tölvupósti, dags. 8. maí 2018, að samningurinn kynni að innihalda viðkvæmar samkeppnisréttarlegar upplýsingar um ON og yrði beiðni um aðgang að samningnum borin undir fyrirtækið áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Með tölvupósti, dags. 30. maí 2018, var beiðni kæranda synjað þar sem ON legðist gegn afhendingu samningsins. Jafnframt var vísað til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðning synjuninni.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kærandi og ON séu í beinni samkeppni um uppsetningu og rekstur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Landspítali hafi gert samning við ON án þess að útboð færi fram og án þess að kanna kjör samkeppnisaðila á slíkum hleðslustöðvum. Landspítali sé opinber stofnun í eigu ríkisins og ON sé í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem sé í eigu Reykjavíkurborgar, Borgarbyggðar og Akraneskaupstaðar. Þannig sé um að ræða samning milli tveggja opinberra eininga sem sýsli með takmarkaða auðlind í opinberri eigu. Þar að auki sé með samningnum verið að ráðstafa opinberum hagsmunum. Mikilvægt sé að aðgangur að samningnum verði veittur til að veita viðeigandi aðhald og tryggja trúverðugleika þessara aðila.<br /> <br /> Jafnframt kemur fram í kærunni að þar sem samningurinn taki til vara og þjónustu sem Ísorka selji, og fyrirtækið sé í samkeppni við ON, megi leiða af því að upplýsingar í samningnum varði Ísorku verulega umfram aðra og megi því heimfæra rétt fyrirtækisins til aðgangs undir 14. gr. upplýsingalaga, sem fjallar um upplýsingarétt aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi 14. gr. upplýsingalaga. Þótt sá samningur sem þetta mál varðar lúti ekki að hefðbundnu útboði hnígi sömu rök til þess að Ísorka njóti réttar til aðgangs samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 11. júní 2018, var Landspítala kynnt kæran og veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Í umsögn Landspítala, dags. 28. júní 2018, er málavöxtum lýst þannig að í maí 2017 hafi spítalinn og Ísorka verið í samskiptum vegna hugmynda spítalans um að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Landspítala fannst þær fjárhæðir sem komu til skoðunar í því ferli vera helst til háar, þannig að horfið var frá frekari áformum um uppsetningu hleðslustöðva að sinni. Af þeirri ástæðu var ekki talin ástæða til að hafa samband við Ísorku á nýjan leik þegar ON bauðst til að setja upp hleðslustöðvar án kostnaðar fyrir Landspítala, sem tilraunaverkefni. Í ljósi þess að engar greiðslur skyldu inntar af hendi til ON var ekki talin þörf á að fara í útboðsferli og var þess í stað gengið til samninga við ON.<br /> <br /> Þegar kærandi óskaði eftir afriti af samningnum lagðist ON gegn því að það yrði gert, m.a. á þeim grundvelli að Ísorka og ON störfuðu bæði á raforkumarkaði og væru í virkri samkeppni hvort við annað. Í samningnum væri fjallað um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva þar sem getið væri um ýmsa þætti á borð við samskipta- og greiðslukerfi ON, ON-lykla og ON-app, kostnaðaráætlun, verð o.fl. Allt væru þetta atriði sem teldust varða mikilvæga fjárhagslega hagsmuni þeirra og því bæri að synja um aðgang að samningnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögninni er því hafnað að kjör samkeppnisaðila hafi ekki verið könnuð. Yfirlýsingar kæranda um brot á innkaupa- og samkeppnisreglum séu aðeins yfirvarp í þeim tilgangi að afla sér óréttmæts aðgangs að upplýsingum um viðskiptaleg kjör samkeppnisaðila. Tekið er fram að samráð og samstilltar aðgerðir keppinauta á markaði séu óheimilar og að slíkt endurómi í 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Varðandi þær röksemdir kæranda að um aðgang hans að samningnum skuli fara eftir 14. gr. upplýsingalaga segir í umsögninni að aðgangur að tilboðsgögnum í útboðum sé takmarkaður við gögn sem orðið hafa til áður en samningur er gerður. Hefði formlegt útboðsferli farið fram og kærandi tekið þátt í því, kynni hann að eiga rétt til aðgangs að gögnum sem aðrir þátttakendur í útboði hefðu lagt fram í því ferli á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Hins vegar hafi ekki verið um útboðsferli að ræða í þessu máli og því geti ekki komið til álita að kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að lokum kemur fram í umsögninni að þegar horft sé til þess að beiðni um afrit af samningi komi frá samkeppnisaðila ON, sem hvorki hafi látið reyna á réttmæti viðskipta Landspítala og ON fyrir kærunefnd útboðsmála né hjá yfirvöldum samkeppnismála, sé það mat spítalans að hagsmunir Ísorku af að fá aðgang að samningnum eigi að víkja fyrir hagsmunum viðsemjanda spítalans af að halda viðskiptakjörum þeim sem hann bjóði viðskiptavinum sínum leyndum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. júlí 2018, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Landspítala. Frekari athugasemdir bárust ekki.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi Landspítala við Orku náttúrunnar ohf. (ON) um uppsetningu og rekstur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla á fjórum starfsstöðvum spítalans. Synjun Landspítala á beiðni kæranda er byggð á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem samningurinn innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhagslega hagsmuni ON og skuli því fara leynt.<br /> <h2>2.</h2> Í kæru Ísorku er meðal annars byggt á því að upplýsingar sem fram komi í samningi Landspítala og ON varði kæranda í raun beint, þar sem samningurinn taki til vara og þjónustu sem Ísorka, sem sé í beinni samkeppni við ON, selji líka. Af þeirri ástæðu séu skilyrði uppfyllt til að um beiðni Ísorku fari eftir 14. gr. upplýsingalaga, en í ákvæðinu er fjallað um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Kærandi vísar til þess að úrskurðarnefnd hafi í úrskurðum sínum litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi 14. gr. upplýsingalaga þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum. Þótt í máli þessu hafi ekki farið fram hefðbundið útboð hnígi að mati kæranda rök til þess að hann skuli njóta réttar til aðgangs að samningi Landspítala við ON samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd getur ekki fallist á að atvikum þessa máls megi jafna til útboðs. Í útboði felst yfirleitt að leitað er tilboða frá fleiri en einum aðila í það verk sem boðið er út, samkvæmt sömu upplýsingum og innan sama frests. Slíkt sé ekki uppi á teningnum í þessu máli. Jafnvel þótt fallist yrði á að atvikum málsins mætti jafna til útboðs kemur það fram í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi 14. gr. upplýsingalaga þegar hann fari fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Beiðni um aðgang að endanlegum samningi verður samkvæmt því ekki byggð á 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um beiðni Ísorku um aðgang að samningi Landspítala og ON eftir 5. gr. upplýsingalaga, sem lýtur að rétti almennings til aðgangs að gögnum.<br /> <h2>3.</h2> Landspítali hefur byggt synjun á beiðni kæranda um aðgang að samningi spítalans við ON á 9. gr. upplýsingalaga, þar sem samningurinn innihaldi upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhagslega hagsmuni ON og skuli því fara leynt. Samkvæmt síðari málslið 9. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Ákvæðið tekur til hagsmuna hvers konar lögaðila sem komið hefur verið á fót á einkaréttarlegum grundvelli og eru í eigu einkaaðila. Þannig tekur það t.d. til sameignarfélaga, samvinnufélaga og hlutafélaga. Hins vegar verndar 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga viðskiptahagsmuni opinberra aðila, þar með talið einkaréttarlegra fyrirtækja sem eru í opinberri eigu.<br /> <br /> Orka náttúrunnar ohf. er opinbert hlutafélag í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Samkvæmt 1. gr. laga um Orkuveitu Reykjavíkur nr. 136/2013 er fyrirtækið í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. Þar sem Orka náttúrunnar er dótturfélag OR liggur fyrir að fyrirtækið er alfarið í opinberri eigu. Ljóst er m.a. af gögnum málsins að fyrirtækið er í samkeppni við aðra aðila, þar á meðal kæranda, um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla. Synjun Landspítala á aðgangi að samningi við ON hefði því með réttu átt að byggjast á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir að spítalinn hafi synjað beiðni kæranda á grundvelli 9. gr. laganna kemur það þó að mati úrskurðarnefndar ekki að sök þar sem þeir hagsmunir sem spítalinn vísar til, þ.e. mikilvægir fjárhagslegir hagsmunir ON, eru hinir sömu og 4. tölul. 10. gr. er ætlað að vernda. Í samræmi við framangreint verður leyst úr máli þessu á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>4.</h2> Í 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.“<br /> <br /> Í athugasemdunum kemur síðan fram að meginsjónarmiðið að baki ákvæðinu sé að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr, og að ákvæðið sé einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi að minnsta kosti þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi skal sú afstaða hafa verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurðar í máli nr. A-492/2013, auk úrskurða í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.<br /> <br /> Í umsögn Landspítala kemur fram að spítalinn meti það svo að í ljósi þess að beiðni um afrit af samningi komi frá samkeppnisaðila ON, sem hvorki hafi látið reyna á réttmæti viðskipta Landspítala og ON fyrir kærunefnd útboðsmála né hjá yfirvöldum samkeppnismála, eigi hagsmunir Ísorku af að fá aðgang að samningnum að víkja fyrir hagsmunum viðsemjanda spítalans af að halda viðskiptakjörum þeim sem hann bjóði viðskiptavinum sínum leyndum. Úrskurðarnefnd tekur fram að framangreind sjónarmið koma ekki til skoðunar við mat á því hvort heimilt sé að takmarka aðgang að tilteknum gögnum skv. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Það gefur auk þess augaleið að kærandi þurfi ekki að hafa leitað til kærunefndar útboðsmála eða yfirvalda samkeppnismála, þar sem í þessu máli er aðeins óskað eftir upplýsingum á grundvelli meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Í slíkum tilvikum skiptir það heldur ekki máli hver kærandi er og hvernig hann hyggist nota gögnin.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd hefur farið yfir samning Landspítala við Orku náttúrunnar ohf., dags. 27. apríl 2018. Samningurinn er á tveimur blaðsíðum og honum fylgja fjögur fylgiskjöl: yfirlitsmyndir af lóðum Landspítala með merkingu á staðsetningu hleðslustöðva, tæknilýsing fyrir viðkomandi tegund hleðslustöðvar, kostnaðaráætlun og tengimyndir. Ákvæði samningsins eru þrjú talsins: Í 1. og 2. gr. er fjallað um framlag og skyldur hvors samningsaðila um sig og í 3. gr. er fjallað um samningstímann.<br /> <br /> Hvorki Landspítali né ON hafa rökstutt sérstaklega hvernig þær upplýsingar sem fram koma í samningnum geti orðið ON skaðlegar, verði þær gerðar opinberar. Með hliðsjón af samningnum verður ekki talið að samkeppnishagsmunir fyrirtækisins af því að halda upplýsingunum leyndum séu svo ríkir að þeir réttlæti undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda og annarra aðila sem bundnir eru af ákvæðum upplýsingalaga. Í því sambandi skal m.a. nefnt að í samningnum kemur fram að Landspítali skuli tryggja rör að hleðslustöðvum frá götukassa. Slík framkvæmd felur óhjákvæmilega í sér ráðstöfun opinberra fjármuna en markmið upplýsingalaga er m.a. að gefa almenningi tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið.<br /> <br /> Í ljósi framangreindrar umfjöllunar er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði fyrir því að synja um afhendingu þessara gagna á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Skal kæranda því veittur aðgangur að samningi Landspítala og ON.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Landspítala er skylt að veita Ísorku ehf. aðgang að samningi Landspítala við Orku náttúrunnar ohf., dags. 27. apríl 2018, um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
766/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018 | Blaðamaður óskaði eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) um heildarkostnað stofnunarinnar af aðgerð á B árið 2011 þar sem græddur var í hann plastbarki. Synjun stofnunarinnar byggðist á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og þagnarskylduákvæði 51. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008. Úrskurðarnefndin tók fram að þessi ákvæði takmarki ekki ein og sér upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum en líta bæri til þeirra við skýringu ákvæða upplýsingalaga. Nefndin taldi enn fremur ljóst að upplýsingar um heildarkostnað vegna læknismeðferðar tiltekins einstaklings teljist til upplýsinga um viðkvæm einkamálefni hans sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Sjónarmið sem mæltu með leynd vægju mun þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi. Þá var það mat nefndarinnar að möguleikar kæranda sem starfsmanns fjölmiðils til að miðla upplýsingum um opinber málefni væru ekki skertir um of með synjun beiðninnar, þar sem umbeðnar upplýsingar hefðu takmarkað upplýsingagildi með hliðsjón af umfangsmiklum upplýsingum sem birst hafa opinberlega um málið. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 766/2018 í máli ÚNU 18040007. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 2. mars 2018, kærði A, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, synjun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á beiðni um upplýsingar um heildarkostnað stofnunarinnar af aðgerð á B árið 2011 þar sem græddur var í hann plastbarki.<br /> <br /> Með tölvupósti til Sjúkratrygginga Íslands, dags. 15. janúar 2018, óskaði kærandi eftir upplýsingum um heildarkostnað Sjúkratrygginga Íslands af aðgerðinni samkvæmt fjárhagslegu samkomulagi stofnunarinnar og Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi frá árinu 2011. Með svari, dags. 17. janúar 2018, var kæranda tjáð að SÍ gæti ekki tjáð sig um einstök mál vegna persónuverndar. Hins vegar var honum bent á skýrslu rannsóknarnefndar um málið, sem skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítala, en í skýrslunni væri að finna umfjöllun um aðkomu SÍ að málinu.<br /> <br /> Kærandi svaraði Sjúkratryggingum Íslands með tölvupósti, dags. 30. janúar 2018. Þar kom fram að kærandi teldi svar stofnunarinnar ófullnægjandi þar sem ekki kæmi fram á hvaða lagagrundvelli það væri byggt. Vísaði kærandi í því sambandi til V. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, um birtingu ákvörðunar, rökstuðning o.fl. Því næst tók kærandi fram að með vísan til markmiða upplýsingalaga nr. 140/2012 væri ljóst að málið varðaði almannahagsmuni; það samrýmdist markmiði laganna að upplýsa almenning um kostnað sem fallið hefði til vegna læknismeðferðarinnar og upplýsingar um slíkt brytu ekki gegn persónuvernd þess sem þegið hefði meðferðina. Um væri að ræða kostnaðarupplýsingar á grundvelli fjárhagslegs samkomulags SÍ og Karolinska háskólasjúkrahússins, sem vörðuðu meðferð opinberra fjármuna. Með afhendingu upplýsinganna ætti ekki að vera hægt að rekja þá læknismeðferð sem sjúklingurinn hefði hlotið, heldur aðeins að sjá heildarkostnaðinn sem fallið hefði til.<br /> <br /> Með svari SÍ, dags. 2. febrúar 2018, var fyrri afstaða stofnunarinnar ítrekuð. Tekið var fram að SÍ tæki þátt í kostnaði vegna læknismeðferðar sjúkratryggðra einstaklinga erlendis þegar ekki væri unnt að veita meðferð hér á landi. Upplýsingar um heilsuhagi einstaklinga væru viðkvæmar persónuupplýsingar, sbr. lög um persónuvernd, og teldi SÍ sér því ekki heimilt að veita upplýsingar um meðferðir sem einstakir sjúklingar hlytu eða kostnað vegna þeirra. Því næst var tekið fram að SÍ hefði ekki tekið þátt í kostnaði vegna sjálfrar plastbarkaígræðslunnar, en hefði hins vegar samþykkt að taka þátt í kostnaði vegna annarrar meðferðar sjúklingsins. Stofnunin teldi sér hvorki heimilt að veita upplýsingar um hvað fólst í þeirri meðferð né hver kostnaður vegna hennar hefði verið. Að lokum var tiltekið að SÍ hefði ekki greitt fyrir eftirmeðferð sjúklingsins á Landspítalanum.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 12. apríl 2018, var kæran kynnt SÍ og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn SÍ, dags. 26. apríl 2018, er vísað til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 þar sem fram komi að upplýsingar um heilsuhagi einstaklinga teljist viðkvæmar persónuupplýsingar og sérstök skilyrði gildi um vinnslu slíkra upplýsinga. Það geti verið mjög viðkvæmt mál fyrir veikan einstakling að almenningur fái upplýsingar um veikindi hans eða kostnað ríkisins vegna þeirra. Að því búnu er vísað til þagnarskylduákvæðis 51. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008, en þar sé kveðið á um að starfsfólki SÍ sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er það fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanns eða eðli máls. Því næst er tekið fram að þótt í máli þessu sé aðeins óskað eftir kostnaðarupplýsingum tengist þær óhjákvæmilega þeirri meðferð sem umræddur einstaklingur fékk. Á reikningum sem borist hafi SÍ komi fram lýsingar á þeirri meðferð sem sjúklingur hafi fengið hverju sinni. Að öðru leyti eru í umsögninni ítrekuð sjónarmið sem sett voru fram í hinni kærðu ákvörðun. Úrskurðarnefndinni var jafnframt afhentur einn reikningur sem stofnunin kvað falla undir beiðni kæranda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 2. maí 2018, var kæranda veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar SÍ. Athugasemdir bárust með bréfi, dags. 11. maí 2018. Þar er áréttað að ekki sé óskað eftir upplýsingum um sundurliðaðan kostnað við tiltekna læknismeðferð heldur eingöngu um heildarkostnað SÍ vegna læknismeðferðarinnar. Af þeirri ástæðu hafni kærandi þeirri fullyrðingu að um sé að ræða viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar heldur einungis upplýsingar um meðferð opinbers fjár. Málið hafi mikið verið til umfjöllunar í innlendum og erlendum fjölmiðlum, m.a. vegna mistaka sem gerð hafi verið í málinu. Með því að upplýsa um heildarkostnað við læknismeðferð í málinu sé varpað ljósi á kostnað íslenska ríkisins vegna þeirra mistaka. Að lokum kemur fram í umsögninni að Viðskiptablaðið telji að SÍ sé í lófa lagið að búa þannig um hnútana að upplýsingar um heildarkostnað verði afhentar án þess að hægt verði að sjá fyrir hvað var greitt.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um heildarkostnað SÍ í tengslum við læknismeðferð nafngreinds einstaklings. Ákvörðun stofnunarinnar um synjun beiðni kæranda byggðist á því að kostnaðarupplýsingarnar tengist óhjákvæmilega þeirri læknismeðferð sem viðkomandi einstaklingur fékk; þær varði því heilsuhagi hans og teljist þannig viðkvæmar persónuupplýsingar, sem stofnuninni sé óheimilt að veita aðgang að. Synjunin er m.a. rökstudd með vísan til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og 51. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008. Það athugast að hvorugur lagabálkurinn takmarkar upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 90/2018 og 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, en eftir atvikum er litið til ákvæða þeirra við skýringu ákvæða upplýsingalaga.<br /> <br /> Meginreglan um rétt almennings til aðgangs að gögnum kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er að finna takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið kemur fram í 1. málslið greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Samkvæmt framangreindri tilvitnun er ljóst að upplýsingar um heilsuhagi manna falla undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga, og er í því sambandi bent á að slíkar upplýsingar teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga skv. lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, sbr. 3. tölul. 3. gr. laganna. <br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar að upplýsingar um heildarkostnað vegna læknismeðferðar tiltekins einstaklings teljist án nokkurs vafa til upplýsinga um heilsuhagi hans og teljist jafnframt að öðru leyti til upplýsinga um viðkvæm einkamálefni hans sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Aðgangur óviðkomandi að slíkum upplýsingum hefði í för með sér að unnt væri að afla upplýsinga um veikindi tiltekinna einstaklinga og umfang þeirra, jafnvel þótt eingöngu væri veittur aðgangur að upplýsingum um heildarkostnað, líkt og kærandi hefur beiðst aðgangs að í máli þessu. Það hefur hvorki þýðingu fyrir þessa niðurstöðu að kostnaður ríkisins vegna læknismeðferðar feli í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna né að málið hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum, enda telur úrskurðarnefndin sjónarmið sem mæla með leynd vega mun þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að möguleikar kæranda sem starfsmanns fjölmiðils til að miðla upplýsingum um opinber málefni hafi ekki verið skertir um of með synjun beiðni hans. Er þar litið til þess að umbeðnar upplýsingar hafa takmarkað upplýsingagildi með hliðsjón af umfangsmiklum upplýsingum um málið sem birst hafa opinberlega.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að staðfesta beri ákvörðun SÍ um synjun á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um synjun beiðni A, blaðamanns, um aðgang að upplýsingum um heildarkostnað stofnunarinnar í tengslum við aðgerð á B árið 2011 þar sem græddur var í hann plastbarki.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> <br /> |
765/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018 | Deilt var um ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands um að synja kæranda um hluta skýrslu vegna kvörtunar um einelti sem sálfræðistofa vann fyrir safnið. Ákvörðun safnsins byggði einkum á því að um væri að ræða upplýsingar um einkamálefni annarra, sbr. 9. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir þá hluta skýrslunnar sem kæranda var synjað um aðgang að og lagði fyrir Þjóðskjalasafn að veita honum aðgang að þeim með útstrikunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 765/2018 í máli ÚNU 18040001. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 6. apríl 2018, kærði A synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni um afhendingu skýrslu vegna kvörtunar um einelti sem sálfræðistofan Líf og sál vann fyrir Þjóðskjalasafn Íslands árið 2014, án útstrikana.<br /> <br /> Með tölvupósti til Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 15. febrúar 2018, óskaði kærandi eftir að fá afhenta framangreinda skýrslu á þeim grundvelli að kærandi væri aðili málsins. Vísaði kærandi í því sambandi til 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en einnig 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 18. gr. laga um persónuvernd nr. 77/2000.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 9. mars 2018, var kæranda tjáð að ákvörðun um afhendingu skýrslunnar hefði verið tekin á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ekki yrði hins vegar veittur aðgangur að afmörkuðum hlutum skýrslunnar með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem stofnunin liti svo á að hagsmunir annarra af því að slíkur aðgangur yrði ekki veittur vægju þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim. <br /> <br /> Beiðni um afhendingu var ítrekuð við Þjóðskjalasafn með bréfi, dags. 20. mars 2018. Kærandi gerði þar athugasemdir við útstrikanir sem voru í afhentu eintaki skýrslunnar og að ekki kæmi fram að þær hefðu að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Svar Þjóðskjalasafns barst með bréfi, dags. 3. apríl 2018. Þar var tekið fram að þar sem umbeðin skýrsla væri ekki gagn í máli sem lokið hefði verið með ákvörðun um rétt eða skyldu kæranda í öndverðu, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, heyrði afgreiðsla málsins ekki undir 15. gr. þeirra laga. Að öðru leyti ítrekaði Þjóðskjalasafn þau sjónarmið sem fram komu í fyrra bréfi stofnunarinnar til kæranda og tók fram að sá hluti skýrslunnar sem ekki var afhentur innihéldi upplýsingar um einkamálefni annarra, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. apríl 2018, var kæran kynnt Þjóðskjalasafni Íslands og stofnuninni veittur frestur til að senda umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. <br /> <br /> Í umsögn Þjóðskjalasafns er atburðarás málsins innan stofnunarinnar rakin. Kærandi hóf þar störf árið 2012 og starfaði þar í tvö ár. Á meðan kærandi starfaði þar kvartaði hann undan einelti af hendi annars starfsmanns safnsins. Ákveðið var á grundvelli viðbragðsáætlunar stofnunarinnar við einelti og áreiti á vinnustað að fá fagaðila til að rannsaka hvort kvörtun kæranda ætti við rök að styðjast. Kærandi lét af störfum hjá stofnuninni á meðan rannsókninni stóð. Sálfræðistofan Líf og sál var fengin til að annast rannsóknina, sem gaf svo út skýrslu þar sem niðurstaðan var sú að ekki væri um einelti að ræða. Hins vegar var talið að eitt tilvik í frásögn kæranda teldist neikvæð og/eða niðurlægjandi framkoma af hálfu meints geranda. <br /> <br /> Kæranda var boðið að koma í Þjóðskjalasafn til að kynna sér niðurstöður skýrslunnar. Þar kynnti stofnunin m.a. vinnubrögð við rannsóknina og skýrsluna sjálfa með almennum hætti. Kærandi var ósáttur við hina munnlegu kynningu og kvartaði við stéttarfélag sitt. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins kynnti sér málið og gerði ekki athugasemdir við kynningu safnsins.<br /> <br /> Í umsögninni er fjallað um þau sjónarmið sem lágu til grundvallar þeim útstrikunum sem finna mátti í eintaki skýrslunnar sem kæranda var afhent. Tilgangur útstrikana í einu tilviki var að fjarlægja persónuauðkenni annarra starfsmanna en kæranda, en óþarft þótti að afhenda skýrsluna með þeim upplýsingum, þar sem um viðkvæm gögn væri að ræða í almennum skilningi. Nokkrar útstrikanir voru gerðar þar sem texti innihélt viðkvæmar persónulegar upplýsingar um aðra einstaklinga en kæranda. Textinn var hvorki talinn innihalda upplýsingar um meint einelti né um framgang kæranda í starfi, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 705/2017. Fáeinar útstrikanir vörðuðu tilmæli skýrsluhöfunda til stjórnenda varðandi starf þeirra til framtíðar og þótti rétt með vísan til framangreindra sjónarmiða að takmarka aðgang að slíkum upplýsingum. <br /> <br /> Loks var tekið fram að umbeðin skýrsla varðaði viðkvæm persónuleg málefni kæranda og annarra starfsmanna stofnunarinnar, bæði núverandi og fyrrverandi starfsmanna. Stofnunin teldi að einkahagsmunir annarra af því að halda upplýsingum í útstrikuðum texta leyndum vægju þyngra en hagsmunir kæranda af afhendingu, enda varðaði textinn hvorki meint einelti né framgang kæranda í starfi. Til stuðnings niðurstöðu sinni vísaði Þjóðskjalasafn að lokum til fyrri úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem reynt hefði á afhendingu skýrslna um rannsóknir sálfræðistofa á meintu einelti á vinnustöðum.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. maí 2018, var kæranda gefið færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Þjóðskjalasafns. Í bréfi frá kæranda, dags. 28. maí 2018, eru gerðar athugasemdir við nokkur atriði málavaxtalýsingar í umsögn Þjóðskjalasafns, þar á meðal að stofnunin hafi ekki ákveðið strax í upphafi að fylgja viðbragðsáætlun við einelti og áreiti á vinnustað heldur hafi kærandi þurft atbeina lögmanns sem Bandalag háskólamanna, BHM, útvegaði henni til að koma af stað rannsókn á kvörtun kæranda um einelti. Kærandi gerir einnig athugasemd við lýsingu Þjóðskjalasafns á kynningu niðurstaðna skýrslunnar o.fl.<br /> <br /> Kærandi segist ekki sammála þeirri túlkun Þjóðskjalasafns að 15. gr. stjórnsýslulaga eigi ekki við um afhendingu umbeðinna gagna. Þó að málinu hafi ekki lokið með stjórnvaldsákvörðun gagnvart kæranda, hafi verið um stjórnsýslumál að ræða sem komið var af stað og kærandi var aðili að. Hvað hinar útstrikuðu upplýsingar varðar telur kærandi stofnunina ekki hafa útskýrt á hvaða hátt þær geti talist viðkvæmar persónuupplýsingar eða upplýsingar sem af öðrum ástæðum væri rétt að undanþiggja aðgangi. Kæranda þykir sérstaklega ólíklegt að tilmæli skýrsluhöfunda til stjórnenda Þjóðskjalasafns geti talist persónuupplýsingar, og telur sig hafa hagsmuni af því að vita hvað komi þar fram. Kærandi nefnir fleiri atriði sem honum þykja óviðunandi, t.a.m. að strikað hafi verið yfir nöfn fundarmanna á fundi sem kærandi sat sjálfur.<br /> <br /> Með bréfum, dags. 23. október 2018, óskaði úrskurðarnefnd eftir afstöðu fimm einstaklinga sem getið er í skýrslunni til þess að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingum er varði viðkomandi. Fjórir þeirra svöruðu erindi úrskurðarnefndarinnar. Af þeim veittu tveir samþykki fyrir því að kærandi fengi aðgang að upplýsingum í skýrslunni er lúti að framburði þeirra. Hinir tveir lögðust gegn því að aðgangur yrði veittur. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að Þjóðskjalasafni hefði á grundvelli rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, verið rétt að kalla eftir afstöðu umræddra einstaklinga áður en það afgreiddi upplýsingabeiðni kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu vegna kvörtunar um einelti sem sálfræðistofan Líf og sál vann fyrir Þjóðskjalasafn Íslands árið 2014, án útstrikana. Synjun Þjóðskjalasafns um aðgang að skýrslunni án útstrikana er byggð á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Kærandi byggði beiðni sína um aðgang að skýrslunni til Þjóðskjalasafns á 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem kærandi væri aðili þess máls sem skýrslan félli undir. Gagnabeiðni kæranda var hins vegar afgreidd á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga á þeim grundvelli að umbeðin skýrsla væri ekki gagn í máli sem lokið hefði verið með ákvörðun um rétt eða skyldu kæranda, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, og þar með heyrði afgreiðsla málsins ekki undir 15. gr. þeirra laga.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga gilda lögin þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þegar metið er hvers konar ákvarðanir falli þar undir er m.a. horft til þess hvort ákvörðun sé beint út á við að borgurunum eða inn á við að starfsemi stjórnsýslunnar. Ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar teljast yfirleitt ekki til stjórnvaldsákvarðana. Þær geta talist það í vissum tilvikum, t.a.m. þegar teknar eru ákvarðanir sem beint er að opinberum starfsmönnum og varða mjög mikilvæg réttindi og skyldur þeirra. Ákvörðun Þjóðskjalasafns að láta sálfræðistofuna Líf og sál rannsaka kvörtun kæranda um meint einelti á vinnustað, og gögn sem urðu til í tengslum við þá ákvörðun líkt og skýrslan sem gefin var út í kjölfarið, telst ekki vera stjórnvaldsákvörðun og þar með getur kærandi ekki óskað aðgangs að gögnum á grundvelli stjórnsýslulaga. Heyrir málið því undir upplýsingalög og úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>2.</h2> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki aðeins þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varði hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008, A-294/2009 og A-466/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Í henni er fjallað um meint einelti í garð kæranda á vinnustað hans. Tilgangur skýrslunnar var að bregðast við ásökunum um að kærandi hefði verið lagður í einelti. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að skýrslan geymi upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt hans til aðgangs að skýrslunni eftir ákvæðum III. kafla laganna. Kemur í því ljósi næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda að henni.<br /> <br /> <h2>3.</h2> Þjóðskjalasafn styður synjun á beiðni kæranda um aðgang að skýrslunni án útstrikana við 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, þar sem stofnunin líti svo á að hagsmunir annarra af því að slíkur aðgangur verði ekki veittur vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim. Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum kemur fram að í aðstæðum líkt og þeim sem uppi eru í máli þessu sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. upplýsingalaga. Síðan segir orðrétt:<br /> <br /> „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. <br /> Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.“ <h2>4.</h2> <p>Skýrslan nefnist „Skýrsla vegna kvörtunar um einelti – Þjóðskjalasafn“. Hún er dagsett 4. júlí 2014 og er alls 30 blaðsíður að lengd að meðtalinni forsíðu og tveimur fylgiskjölum. Á forsíðu er tekið fram að skýrslan sé trúnaðarmál og að í henni sé að finna viðkvæmar persónurekjanlegar upplýsingar.<br /> <br /> Í gögnum málsins liggur fyrir að kæranda hefur verið afhent skýrslan, en strikað hefur verið yfir tiltekin atriði. Þeir hlutar skýrslunnar sem kærandi hefur ekki fengið aðgang að eru:</p> <p>1. Frásögn meints geranda, bls. 11-16, að hluta.<br /> 2. Samantekt frásagna samstarfsfólks, bls. 17-19, að hluta.<br /> 3. Svör B, bls. 19-20, að hluta.<br /> 4. Samantekt máls, bls. 20-21, að hluta.<br /> 5. Niðurstöður, bls. 22-26, að hluta.<br /> 6. Tillögur, bls. 28, að hluta. <br /> <br /> Í kaflanum „Frásögn meints geranda“ er farið yfir ýmis atvik tengd kæranda og samskiptum hans og meints geranda. Auk þess eru þar lýsingar á persónulegum upplifunum meints geranda. Í bréfi til úrskurðarnefndar lagðist hann gegn því að skýrslan yrði afhent kæranda án útstrikana. Var meðal annars vísað til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, og þess að skýrt hefði komið fram í upphafi viðtals við Líf og sál að það sem fram færi í viðtalinu yrði ekki birt meintum þolanda né öðrum.<br /> <br /> Tekið skal fram að þótt viðmælendum skýrsluhöfunda hafi verið heitið því að við þá yrði rætt í trúnaði getur það atriði þó ekki eitt út af fyrir sig staðið í vegi fyrir að aðrir fái aðgang að skýrslu samkvæmt upplýsingalögum. Við mat á því, hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, getur það hins vegar haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-28/1997, A-443/2012 og A-458/2012.<br /> <br /> Á nokkrum stöðum í frásögn meints geranda er að finna upplýsingar sem varða persónuleg málefni hans og verða að teljast viðkvæmar. Eins og atvikum er háttað í máli þessu er það mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir hans af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum hluta skýrslunnar vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að honum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið ber að afmá setningu í línu 3-4 í fyrstu heilu efnisgreininni á bls. 12 (línu 4-5 á blaðsíðunni), og þriðju efnisgrein á bls. 16 í heild sinni (línur 18-23 á blaðsíðunni). <br /> <br /> Á bls. 12-13 er umfjöllun um starfshóp þar sem strikað hefur verið yfir nöfn tveggja þeirra er sátu í starfshópnum. Jafnframt kemur þar fram að kærandi hafi verið hluti af starfshópnum. Þegar af þeirri ástæðu er ljóst að ekki standa rök til þess að takmarka aðgang kæranda að nöfnum starfsmannanna, og skal honum því veittur aðgangur að þeim.<br /> <br /> Í fyrri efnisgrein af tveimur á bls. 14 (línum 6-19 á blaðsíðunni) er fjallað um tvo nánar tilgreinda starfsmenn stofnunarinnar. Fyrir liggur að starfsmennirnir hafa veitt samþykki sitt fyrir því að kærandi fái aðgang að upplýsingum í skýrslunni sem þá varða. Hafi einstaklingar sem gögn varða lýst því yfir að þeir geri ekki athugasemd við að gögnin séu afhent þriðja aðila geta stjórnvöld almennt ekki synjað um aðgang að gögnunum með vísan til hagsmuna þessara einstaklinga. Því ber Þjóðskjalasafni að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Síðari efnisgreinin á bls. 14, sem lýkur í efstu línu á bls. 15, felst að mestu leyti í frásögn meints geranda af samskiptum kæranda við aðra starfsmenn stofnunarinnar. Frásögnin felur í sér lýsingu á atvikum þar sem kærandi sjálfur var þátttakandi. Að mati úrskurðarnefndar er ekki ástæða til að takmarka aðgang kæranda að efnisgreininni. Hins vegar er í efnisgreininni fjallað stuttlega um tvo starfsmenn stofnunarinnar. Annar þeirra lagðist gegn því að kærandi fengi aðgang að upplýsingum er vörðuðu sig. Ekki barst svar frá hinum starfsmanninum við afstöðubréfi úrskurðarnefndar til hans og liggur því ekki fyrir samþykki hans fyrir að upplýsingar er hann varði verði veittar kæranda. Þar koma fram upplýsingar um persónuleg einkamálefni viðkomandi starfsmanna, og telur úrskurðarnefnd að hagsmunir þeirra af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum setningum vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Því skal afmá annars vegar setningu í annarri línu efnisgreinarinnar (línu 21 á blaðsíðunni) og hins vegar setningu í áttundu línu efnisgreinarinnar (línu 27 á blaðsíðunni).<br /> <br /> Í fyrstu efnisgrein af þremur á bls. 15 og á einum stað í annarri efnisgrein á sömu blaðsíðu er aftur að finna umfjöllun um annan tveggja starfsmanna sem veitt hafa samþykki sitt fyrir því að kærandi fái aðgang að upplýsingum í skýrslunni hvað sig varði. Af þeirri ástæðu skal veita kæranda aðgang að þessum tveimur efnisgreinum í heild sinni. Í fyrstu efnisgrein á bls. 16 er aftur fjallað um sama starfsmann, nánar tiltekið í línum 9-13, og skal einnig veita kæranda aðgang að þeirri efnisgrein. <br /> <br /> </p> <h2>5.</h2> <p>Hvað varðar kafla skýrslunnar sem ber nafnið „Samantekt frásagna samstarfsfólks“ telur úrskurðarnefndin að 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga geti ekki komið í veg fyrir aðgang kæranda að þessum kafla skýrslunnar, en þar er almennt fjallað um það sem fram kom í viðtölum við ónafngreinda starfsmenn og einstök atvik ekki rakin. Þær upplýsingar sem fram koma í þessum köflum teljast að mati úrskurðarnefndar ekki varða einkahagsmuni þess sem þar er fjallað um með þeim hætti að þær skuli undanþegnar aðgangi kæranda, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Því skal kæranda veittur aðgangur að þessum kafla skýrslunnar án útstrikana. Sömu sjónarmið eiga við um kaflann sem ber heitið „Samantekt máls“, og skal því einnig veita kæranda aðgang að þeim kafla án útstrikana.<br /> <br /> Í kafla skýrslunnar með svörum B, hefur verið strikað yfir efnisgrein á bls. 20. Það er mat úrskurðarnefndar að hagsmunir þess starfsmanns sem þar um ræðir af því að ekki sé heimilaður aðgangur að efnisgreininni vegi þyngra en hagsmunir kæranda að fá aðgang að honum, sbr. ákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í þeim hluta skýrslunnar sem ber heitið „Niðurstöður“ eru efnisatriði málsins dregin saman og heimfærð upp á skilgreiningu á einelti. Í kaflanum er jafnframt að finna skáletraðar lýsingar á mati skýrsluhöfunda á hverju atriði fyrir sig. Kærandi hefur fengið aðgang að kaflanum að undanskildum nokkrum setningum á bls. 25, þar sem finna má mat skýrsluhöfunda á framgöngu meints geranda. Eins og atvikum þessa máls er háttað er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að réttur kæranda af því að fá aðgang að matinu vegi þyngra en hagsmunir meints geranda af því að leynd ríki um upplýsingarnar, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í þessu sambandi skal haft í huga að kærandi bar fram kvörtun yfir því að hann hefði sætt einelti og hefur hann því hagsmuni af því að vita hvernig niðurstaða í kvörtunarmálinu var fengin. <br /> <br /> Upplýsingar í þeim kafla sem ber yfirskriftina „Tillögur“ og strikað hefur verið yfir teljast að mati úrskurðarnefndarinnar ekki varða svo viðkvæm einkamálefni þess sem þar er fjallað um að hagsmunir viðkomandi vegi þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi að upplýsingunum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Verður því að heimila kæranda aðgang að þessum skýrsluhluta á grundvelli 1. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Samkvæmt öllu framansögðu er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú sem fram kemur í úrskurðarorði.<br /> <br /> </p> <h2>Úrskurðarorð:</h2> <p>Þjóðskjalasafni Íslands er skylt að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi hlutum skýrslunnar „Skýrsla vegna kvörtunar um einelti – Þjóðskjalasafn“, dags. 4. júlí 2014 sem honum var synjað um:<br /> 1. Kaflanum „Frásögn meints geranda“, bls. 12-16. Þó er stofnuninni skylt að afmá eftirfarandi efnisgreinar og setningar í kaflanum eins og hér segir:<br /> a. Afmá skal setningu í línu 3-4 í fyrstu heilu efnisgreininni á bls. 12.<br /> b. Afmá skal annars vegar setningu í annarri línu síðari efnisgreinar á bls. 14 (línu 21 á blaðsíðunni, hefst á orðinu „Við“ og endar á orðinu „ánægður“) og hins vegar setningu í áttundu línu hennar (línu 27 á blaðsíðunni, hefst á orðinu „Unga“ og endar á orðinu „garð“).<br /> c. Afmá skal þriðju efnisgrein á bls. 16 (línur 18-23 á blaðsíðunni).<br /> 2. Kaflanum „Samantekt frásagna samstarfsfólks“, bls. 17-19.<br /> 3. Kaflanum „Svör B“, bls. 19-20. Þó er stofnuninni skylt að afmá eftirfarandi efnisgrein eins og hér segir:<br /> a. Afmá skal fyrstu efnisgrein á bls. 20 (línur 1-3 á blaðsíðunni).<br /> 4. Kaflanum „Samantekt máls“, bls. 20-21.<br /> 5. Kaflanum „Niðurstöður“, bls. 22-26.<br /> 6. Kaflanum „Tillögur“, bls. 28.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
764/2018. Úrskurður frá 7. desember 2018 | Kærð var ákvörðun Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) um synjun beiðni um aðgang að samningum um rannsóknir á jarðhitasvæðum og reikningum sem gefnir voru út í tengslum við þær. Ákvörðun ÍSOR byggðist á 9. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að umbeðin gögn vörðuðu samkeppnisrekstur ÍSOR og að aðgangur að þeim gæti skaðað samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Var ákvörðun ÍSOR því staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 7. desember 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 764/2018 í máli ÚNU 18020017. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. febrúar 2018, kærði Stapi ehf. synjun Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR, á beiðni um aðgang að samningum um rannsóknir á tilgreindum jarðhitasvæðum og reikningum sem gefnir voru út í tengslum við rannsóknirnar.<br /> <br /> Með bréfi til ÍSOR, dags. 5. janúar 2018, óskaði kærandi eftir afritum af öllum tiltækum samningum sem ÍSOR hafði gert annars vegar við fyrirtækið Rarik ohf. og hins vegar fyrirtækið Norðurorku, með sérstöku tilliti til samninga um rannsóknir á jarðhitasvæðum við Hoffell í Nesjum við Hornafjörð og Ytri-Vík á Árskógsströnd. Jafnframt var óskað eftir afritum af öllum reikningum sem ÍSOR hafði sent áðurgreindum fyrirtækjum vegna vinnu á þessum svæðum frá árinu 2011 til dagsins í dag.<br /> <br /> Fram kom að kærandi setti beiðnina fram vegna undirbúnings formlegrar kæru til Samkeppniseftirlitsins, sem lyti að óeðlilegri stöðu ÍSOR í samkeppnislegu tilliti, þar sem stofnunin aflaði sér sjálfstæðra tekna í samkeppni við önnur atvinnufyrirtæki í landinu en væri aftur á móti undanþegin greiðslu tekjuskatts. Í kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar nefndi kærandi einnig að enginn tiltekinn rekstur ÍSOR væri aðskilinn frá öðrum samkeppnisrekstri eins og tíðkaðist hjá stofnunum sem að hluta til sinntu almenningsþjónustu en væru jafnframt í samkeppni við atvinnufyrirtæki.<br /> <br /> Með bréfi til kæranda frá ÍSOR, dags. 31. janúar 2018, var beiðni hans synjað með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, þar sem veitt er heimild til að takmarka aðgang almennings að gögnum um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Einnig var í bréfinu vísað til 9. gr. upplýsingalaga um að óheimilt væri að veita almenningi aðgang að gögnum er vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Að mati ÍSOR gæti afhending umbeðinna gagna skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu stofnunarinnar, sem væri í samkeppni við fyrirtæki á almennum markaði sem ekki þyrftu að gefa upp slíkar viðskiptaupplýsingar. Umbeðin gögn vörðuðu einnig fjárhagsleg málefni fyrirtækjanna RARIK og Norðurorku sem óheimilt væri að veita aðgang að.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 1. mars 2018, var kæran kynnt ÍSOR og stofnuninni veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana og frekari rökstuðningi. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn ÍSOR er dagsett 15. mars 2018. Í umsögninni er fyrst rakið að stofnunin hafi verið sett á laggirnar með lögum nr. 86/2003 um Íslenskar orkurannsóknir. Í 5. gr. þeirra laga hafi komið fram að stofnunin starfaði á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og skyldi afla sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfssviði stofnunarinnar. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að lögunum kæmi fram að þar sem stofnunin starfaði á samkeppnismarkaði væri lagt til að hún fengi ekki beinar fjárveitingar af fjárlögum. Í umsögninni er síðan tiltekið að þetta fyrirkomulag hafi gengið eftir og að ÍSOR hafi aldrei fengið fjárveitingar af fjárlögum.<br /> <br /> Að því búnu er tiltekið í umsögninni að í kæru Stapa ehf. gæti þess misskilnings að ÍSOR sé einungis að hluta til í samkeppnisrekstri en sinni jafnframt annarri starfsemi. Hið rétta sé að öll starfsemi ÍSOR flokkist sem samkeppnisrekstur. Sem dæmi um það megi nefna rannsóknir á jarðhitasvæðum hér á landi þar sem margir aðilar, jafnt innlendir sem erlendir, keppi um verkefni.<br /> <br /> Því næst kemur fram að ÍSOR telji ótvírætt að stofnuninni sé á grundvelli ákvæða 9. og 10. gr. upplýsingalaga heimilt að synja Stapa ehf. um aðgang að umbeðnum gögnum. Þannig segi í athugasemdum við 4. tölul. 10. gr. laganna í frumvarpi því sem varð að lögunum að markmiðið með frumvarpinu sé m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Óheftur aðgangur til upplýsinga geti á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína.<br /> <br /> Hvað 9. gr. upplýsingalaga varðar er tekið fram í umsögn ÍSOR að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi í mörgum úrskurðum sínum tekið fram að við úrlausn ágreinings um aðgang að gögnum opinberra aðila takist á hagsmunir viðkomandi fyrirtækja eða stofnana af því að halda upplýsingum um viðskipti sín leyndum, þar með talið fyrir samkeppnisaðilum, og svo hagsmunir almennings af því að fá að vita hvernig opinberum fjármunum eða opinberum hagsmunum sé ráðstafað. Í þessu máli sé hins vegar engu slíku til að dreifa. ÍSOR fái engar opinberar fjárveitingar, heldur sé stofnunin sjálfbær, stundi einungis samkeppnisrekstur og keppi um viðskipti á viðskiptalegum grundvelli við Stapa ehf. og marga aðra aðila. Þar að auki varði umbeðin gögn ekki kaup ÍSOR á vörum eða þjónustu, heldur sölu á rannsóknum, ráðgjöf og þjónustu til orkufyrirtækja sem einnig starfi á samkeppnismarkaði.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindum röksemdum krefst ÍSOR þess að synjun stofnunarinnar um aðgang Stapa ehf. að umbeðnum gögnum verði staðfest.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 19. mars 2018, gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda kost á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar. Athugasemdir bárust frá kæranda með bréfi, dags. 20. mars 2018. Þar kemur fram að kæranda þyki gæta ósamræmis milli þeirra röksemda sem fram komi í svarbréfi ÍSOR og ræðu forstjóra stofnunarinnar á nýliðnum ársfundi hennar. Að öðru leyti var í bréfinu að finna frekari rökstuðning fyrir kærunni með vísan til eldri úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningum um rannsóknir á tilgreindum jarðhitasvæðum og reikningum sem gefnir voru út í tengslum við rannsóknirnar. Synjun ÍSOR er að meginstefnu byggð á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en einnig á 9. gr. sömu laga. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd hefur farið yfir umbeðin gögn í málinu. Í fyrsta lagi eru samningar ÍSOR við Rarik ohf. í tengslum við jarðhitarannsóknir við Hoffell í Hornafirði, en þeir eru ellefu talsins. Þeir eru allir svipaðir að uppbyggingu og innihalda t.d. umfjöllun um markmið, verklýsingu, verkframvindu og verkskil auk sundurliðaðrar kostnaðaráætlunar um einstaka þætti verksins. Í öðru lagi eru reikningar, sem ÍSOR gaf út í tengslum við sama verkefni, en þeir eru 69 talsins. Þeir innihalda meðal annars lýsingu á þeirri þjónustu sem stofnunin veitti, magn, einingaverð og upphæð sem krafið var um. Í þriðja lagi eru samningar ÍSOR við Norðurorku í tengslum við jarðhitarannsóknir í Ytri-Vík á Árskógsströnd, en þeir eru þrír talsins. Uppbygging samninganna er áþekk samningum ÍSOR við Rarik ohf. og innihalda meðal annars umfjöllun um markmið, verklýsingu og kostnaðaráætlun. Í fjórða lagi eru svo reikningar sem ÍSOR gaf út í tengslum við það verkefni, en þeir eru 14 talsins. Uppbygging reikninganna er sambærileg þeim reikningum sem ÍSOR gaf út til Rarik ohf.<br /> <br /> <h2>2.</h2> Í 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi:<br /> <br /> „Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.<br /> <br /> Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats á því að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurðar í máli nr. A-492/2013, auk úrskurða í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga.<br /> <br /> ÍSOR starfar samkvæmt lögum um Íslenskar orkurannsóknir nr. 86/2003. Samkvæmt 1. gr. laganna er stofnunin sérstök ríkisstofnun sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra. Samkvæmt þessari grein laganna verður að líta svo á að framangreind stofnun sé stjórnvald í skilningi 1. mgr. 2. gr upplýsingalaga og lögin nái því til hennar. Hlutverk stofnunarinnar er samkvæmt 2. gr. að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála eftir því sem stjórn stofnunarinnar ákveður. Í 5. gr. laganna kemur svo fram að ÍSOR starfi á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði og afli sér tekna með sölu á rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og upplýsingum eða öðrum verkefnum á starfssviði ÍSOR. Þessi lagagrein verður ekki skilin öðruvísi en svo að fyrirtækinu, þótt í opinberri eigu sé, sé ætlað að standa sjálfstætt að fjáröflun til þess rekstrar sem það hefur með höndum lögum samkvæmt og þá án fjárframlaga úr ríkissjóði. Í rekstraryfirlitum í ársskýrslum fyrirtækisins síðustu sjö ára, sem úrskurðarnefndin hefur skoðað, eru rekstrartekjur ekki sérstaklega sundurgreindar og verður því ekki af þeim yfirlitum ráðið hvort eitthvert framlag úr ríkissjóði sé hluti þeirra en eðlilegt væri að geta slíks framlags sérstaklega í rekstraryfirlitunum væri því til að dreifa. Miðað við þessar rekstrartekjur verður heldur ekki séð að fyrirtækinu hafi verið nein þörf á ríkisframlagi til þess að halda starfsemi sinni gangandi. Því er haldið fram af hálfu ÍSOR að fyrirtækið fái engar opinberar fjárveitingar og sér úrskurðarnefndin, eins og málið liggur fyrir henni, ekki ástæðu til að draga þá fullyrðingu í efa. Með þetta í huga telur úrskurðarnefndin að líta verði svo á að rekstur ÍSOR, eins og honum hefur verið lýst hér að framan, feli ekki í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna í skilningi upplýsingalaga heldur sé um að ræða samkeppnisrekstur sem fyrirtækið verður að standa og falla með. Það myndi ugglaust skerða samkeppnisstöðu fyrirtækisins gagnvart fyrirtækjum sem upplýsingaskylda samkvæmt upplýsingalögum hvílir ekki á, yrði því gert að opinbera umbeðnar upplýsingar um rekstur sinn samkvæmt framangreindum lögum. Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því sú að ÍSOR hafi samkvæmt 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga verið heimilt að synja Stapa ehf. um aðgang að þeim upplýsingum sem það fyrirtæki bað um og því beri að staðfesta þá ákvörðun.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Staðfest er sú ákvörðun Íslenskra orkurannsókna að veita Stapa ehf. ekki aðgang að samningum fyrirtækisins við Rarik ohf. um rannsóknir á jarðhitasvæðum við Hoffell í Nesjum við Hornafjörð, samningum Íslenskra orkurannsókna við Norðurorku um rannsóknir á jarðhitasvæðum við Ytri-Vík á Árskógsströnd og reikningum sem Íslenskar orkurannsóknir hafa gefið út vegna vinnu á þessum svæðum frá árinu 2011 fram til 5. janúar 2018.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> <br /> |
763/2018. Úrskurður frá 28. september 2018 | Kærandi kærði ákvörðun Háskóla Íslands um synjun beiðni um aðgang að upplýsingum í tengslum við umsókn um starf lektors í heimspeki. Þar sem kærandi var meðal umsækjenda um starfið tók úrskurðarnefndin fram að um upplýsingarétt hans færi skv. stjórnsýslulögum. Var kæru því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. september 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 763/2018 í máli ÚNU 18080006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 22. ágúst 2018, kærði A synjun Háskóla Íslands á beiðni um aðgang að tilteknum upplýsingum í tengslum við umsókn hennar um starf lektors í heimspeki við sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.<br /> <br /> Atvik málsins eru þau að þann 1. mars 2018 var starf lektors í heimspeki við sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands auglýst laust til umsóknar. Kærandi var meðal umsækjenda um starfið. Með bréfi, dags. 29. júní 2018, var kæranda tilkynnt að B yrði boðið starfið. Með tölvupósti, dags. 17. júlí 2018, óskaði kærandi eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun um ráðstöfun starfsins. Sá rökstuðningur barst kæranda með tölvupósti, dags. 8. ágúst 2018. Með tölvupósti, dags. 13. ágúst 2018, óskaði kærandi því næst eftir frekari gögnum, m.a. í tengslum við mat á umsókn kæranda í ráðningarferlinu. Með tölvupósti, dags. 21. ágúst 2018, var kæranda afhentur hluti þeirra gagna sem óskað hafði verið eftir. Að öðru leyti var beiðninni synjað þar sem um vinnuskjöl væri að ræða og næði réttur til aðgangs þar með ekki til þeirra, sbr. nánar tilgreind ákvæði upplýsingalaga og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Að lokum var kæranda bent á að ákvörðun um synjun væri í þessu tilviki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kærandi óski eftir útprenti valnefndar af kennslukönnunum, gögnum sem kærandi sendi inn með umsókn sinni og upplýsingar um hvernig þau voru nýtt, auk annarra gagna sem notuð voru við lokaákvörðun um ráðningu í starfið.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Fyrir liggur í máli þessu að kærandi var meðal umsækjenda um starf lektors í heimspeki við sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls í skilningi stjórnsýslulaga. Um aðgang hans að upplýsingum sem tengjast því stjórnsýslumáli fer því skv. 15.-19. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu leiðir enn fremur að ákvarðanir um aðgang að gögnum á grundvelli stjórnsýslulaga verða ekki kærðar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur ber að beita sérstakri kæruheimild í 2. mgr. 19. gr. stjórnsýslulaga, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-538/2014. Því fellur kæra þessi utan gildissviðs upplýsingalaga og verður að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru A á hendur Háskóla Íslands er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> varaformaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
762/2018. Úrskurður frá 28. september 2018 | Starfsmaður fjölmiðils kærði ákvörðun Endurmenntunar Háskóla Íslands um synjun beiðni um upplýsingar um rekstrarkostnað og tap frá árinu 2011. Hin kærða ákvörðun byggðist á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og því ber að skýra það þröngri lögskýringu. Því næst fór nefndin í gegnum skilyrði beitingar ákvæðisins og komst að þeirri niðurstöðu að hagsmunir Endurmenntunar af því að umbeðnar upplýsingar færu leynt vægju ekki þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þeim. Var því lagt fyrir Endurmenntun að veita kæranda aðgang að upplýsingunum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. september 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð 762/2018 í máli ÚNU 18020008. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 19. febrúar 2018, kærði A synjun Endurmenntunar Háskóla Íslands á beiðni um aðgang að upplýsingum um annars vegar áætlaðan rekstrarkostnað Endurmenntunar Háskóla Íslands á hverju ári frá árinu 2011 og hins vegar rekstrarhagnað eða rekstrartap Endurmenntunar Háskóla Íslands á hverju ári frá árinu 2011. <br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins óskaði kærandi eftir tilteknum upplýsingum um Endurmenntun Háskóla Íslands með tölvupósti, dags. 27. nóvember 2017. Beiðninni var svarað með tölvupósti, dags. 4. desember 2017. Þann 6. desember 2017 óskaði kærandi svo eftir formlegu svari frá Endurmenntun um annars vegar áætlaðan rekstrarkostnað stofnunarinnar á hverju ári frá árinu 2011 og hins vegar rekstrarhagnað eða rekstrartap hennar á hverju ári frá árinu 2011.<br /> <br /> Eftir nokkur bréfaskipti við Endurmenntun var beiðni kæranda synjað með tölvupósti, dags. 22. janúar 2018, með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Fram kom að það sé mat stofnunarinnar að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur að upplýsingunum sé takmarkaður, þar sem um sé að ræða upplýsingar um viðskipti stofnunar í eigu ríkis sem sé í samkeppni við aðra, sbr. orðalag ákvæðisins. Endurmenntun sé fræðslu-, þróunar- og þjónustustofnun sem starfrækt sé af Háskóla Íslands, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 3. gr. og 23. gr. a laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. Stofnunin starfi á markaði fræðslu og endurmenntunar í samkeppni við aðra fræðsluaðila. Það sé mat stofnunarinnar að afhending upplýsinganna geti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu hennar, enda sé um að ræða upplýsingar sem samkeppnisaðilar stofnunarinnar þurfi ekki að birta og myndi hagnýting samkeppnisaðila á þeim gera stofnuninni ókleift að starfa á jöfnum grundvelli. Ákvæði 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga hafi einmitt verið sett til þess að koma í veg fyrir að aðilum á borð við Endurmenntun, sem keppi á markaði við einkaaðila, sé skylt að veita slíkar upplýsingar um stöðu sína, sbr. athugasemdir í greinargerð með frumvarpi laganna. Meginsjónarmiðið að baki ákvæðinu sé að opinberir aðilar geti staðið jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum. Í þessu sambandi sé sérstaklega tekið fram að markmið laganna sé m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Endurmenntun sé hins vegar alfarið rekin fyrir sjálfsaflafé, þ.e. njóti engra opinberra fjárframlaga, og þar með séu ekki fyrir hendi neinir hagsmunir almennings af því að gagnsæi ríki um ráðstöfun opinbers fjár. <br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að Endurmenntun sé fræðslu-, þróunar- og þjónustustofnun starfrækt af Háskóla Íslands, sbr. 3. málsl. 1. mgr. 3. gr. og 23. gr. a laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. Fyrir liggi að hún nýti sér m.a. starfsfólk Háskóla Íslands í sinni starfsemi. Þrátt fyrir að Endurmenntun haldi því fram að algjör aðskilnaður sé í rekstri Endurmenntunar og Háskóla Íslands, og að Endurmenntun starfi í samkeppnisumhverfi, þá birti Endurmenntun ekki sérstaklega ársreikning um starfsemi sína. Það hafi stofnunin ekki gert frá árinu 2011, en hafi hins vegar gert það fram að því. Síðan sú breyting hafi verið gerð hafi ekki verið fjárhagslegur aðskilnaður milli Endurmenntunar og Háskóla Íslands, sem sannarlega sé á fjárlögum, heldur séu einu aðgengilegu upplýsingar um rekstur Endurmenntunar að finna í ársreikningum Háskóla Íslands. Þess utan sé heimild til reksturs Endurmenntunar fengin úr lögum um opinbera háskóla. Það leiki enginn vafi á því að Háskóli Íslands fái rekstrarfé úr ríkissjóði.<br /> <br /> Fram kemur í kærunni að miklir samkeppnislegir hagsmunir standi til þess að upplýsingar um rekstur Endurmenntunar verði gerðar opinberar. Aðilar sem keppi við þjónustustofnunina á samkeppnismarkaði eigi sannarlega rétt á að þær séu gerðar opinberar. Það eigi almenningur allur einnig, þar sem réttur hans til að vita hvernig farið sé með almannafé sé ríkari en réttur þeirra sem reka þjónustustofnanir til að halda þeim upplýsingum leyndum. Þá sé einkennilegt, í ljósi þess að Endurmenntun segist ekki vera stofnun sem rekin sé í hagnaðarskyni, að hún beri fyrir sig framangreind rök fyrir því að veita ekki rekstrarupplýsingar. Þess utan sé fjarstæðukennt að halda því fram að ríkir almannahagsmunir standi til þess að halda upplýsingum um starfsemi þjónustustofnunar í eigu ríkisins frá almenningi. <br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 20. febrúar 2018, var Endurmenntun Háskóla Íslands kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Endurmenntunar Háskóla Íslands, dags. 5. mars 2018, er meðal annars vísað til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, og athugasemda við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögunum. Með ákvæðinu hafi löggjafinn ákveðið að stofnunum og fyrirtækjum í eigu ríkisins sé heimilt að reka starfsemi í samkeppni við einkaaðila á markaði. Almennt sé forsenda slíkrar samkeppni rekstrarlegur aðskilnaður milli viðkomandi stofnunar og ríkisins. Hugsunin sé einfaldlega sú að aðilar á markaði skuli standa jafnfætis í þessum efnum. Hin hliðin á þessum peningi sé svo að stofnanir eða fyrirtæki í eigu ríkisins, sem sé rekstrarlega aðskilin hinu opinbera, þurfi ekki að láta af hendi upplýsingar að því leyti sem þau séu í samkeppni við aðra, sbr. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, enda væri þá ekki jafnræði með þeim og einkaaðilum. Því fái ekki staðist að stofnunum og fyrirtækjum í eigu ríkisins, sem keppi við einkaaðila á rekstrarlegum jafnræðisgrundvelli, sé gert að láta af hendi viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar, sem samkeppnisaðilar geti kynnt sér, án þess að hin sama skylda hvíli á herðum viðkomandi samkeppnisaðila. Auðsætt sé að 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga sé ætlað að koma í veg fyrir slíka samkeppnisröskun. Að því er varði Endurmenntun sérstaklega sæki stofnunin heimild sína til rekstrar m.a. í 23. gr. a og 24. gr. laga um opinbera háskóla, nr. 85/2008. Í lögskýringargögnum með þeim lögum sé ótvírætt gert ráð fyrir tilvist stofnunarinnar og að hún starfi á samkeppnismarkaði.<br /> <br /> Þá er bent á að í ákvæði f.-liðar 2. mgr. 24. gr. laganna komi fram að háskóla sé heimilt að afla sér tekna til viðbótar við framlög skv. 1. mgr. (þ.e. fjárveiting á fjárlögum) með gjöldum fyrir fræðslu fyrir almenning en vísað er til athugasemda greinargerðar með frumvarpi til breytingalaga um opinbera háskóla nr. 50/2010. Sá bókhaldslegi aðskilnaður sem löggjafinn hafi gert ráð fyrir sé algjör í tilviki Endurmenntunar og Háskóla Íslands. Stofnunin þiggi engin framlög frá Háskóla Íslands en engu breyti í þessum efnum þótt kærandi hafi ranglega ýjað að því að Endurmenntun nýti starfsfólk Háskóla Íslands eða beri brigður á að ekki sé fjárhagslegur aðskilnaður á milli Háskóla Íslands, sem sé á fjárlögum líkt og aðrir háskólar, og Endurmenntunar. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að Endurmenntun hafni þeim rökum kæranda að miklir samkeppnislegir hagsmunir standi til þess að upplýsingar um rekstur Endurmenntunar verði gerðar opinberar. Hinir samkeppnislegu hagsmunir séu þvert á móti þeir að Endurmenntun láti ekki umbeðnar upplýsingar af hendi, eins og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga geri ráð fyrir og áréttað sé í lögskýringargögnum. Þá sé ekki um að ræða meðferð á almannafé. Uppruni rekstrarfjár sé nákvæmlega hinn sami og hjá öðrum samkeppnisaðilum, þ.e. af viðskiptum á samkeppnismarkaði. Auk þess er áréttað að engu máli skipti að Endurmenntun sé ekki rekin í hagnaðarskyni því ákvæði 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga geri engan lagalegan greinarmun að þessu leyti. <br /> <br /> Að lokum kemur fram að það að veita almenningi aðgang að upplýsingunum kunni að raska jafnræði á samkeppnismarkaði. Hagsmunum Endurmenntunar, sem sé stofnun í eigu Háskóla<br /> Íslands, væri stefnt í hættu. Slík ákvörðun myndi ekki þjóna hagsmunum almennings. Þá fái fullyrðing kæranda um að stofnunin hafi birt upplýsingar um rekstrarniðurstöðu fram til ársins 2011 ekki staðist. <br /> <br /> Umsögn Endurmenntunar Háskóla Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. mars 2018, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að upplýsingum annars vegar um áætlaðan rekstrarkostnað Endurmenntunar Háskóla Íslands á hverju ári frá árinu 2011 og hins vegar um rekstrarhagnað eða rekstrartap Endurmenntunar Háskóla Íslands á hverju ári frá árinu 2011. <br /> <br /> Ákvörðun Endurmenntunar Háskóla Íslands um synjun beiðninnar er byggð á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir eftirfarandi: <br /> <br /> <span class="blockqoude">Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.</span><br /> <br /> Ákvæðið felur í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra það þröngri lögskýringu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að til að stjórnvöld geti byggt takmörkun á upplýsingarétti á 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þurfi a.m.k. þremur skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa upplýsingarnar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi þarf sú afstaða, að samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og upplýsingarétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga, að hafa verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats. Um þetta má m.a. vísa til úrskurðar í máli nr. A-492/2013, auk úrskurða í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011, sem kveðnir voru upp í gildistíð eldri upplýsingalaga. Ljóst er að starfsemi Endurmenntunar Háskóla Íslands er í samkeppni við aðra aðila á sviði endur- og símenntunar háskólamenntaðs fólks og almennings hér á landi. Jafnframt er óumdeilt að umbeðnar upplýsingar í máli þessu tengjast þeirri starfsemi. Fyrstnefndu tvö skilyrði beitingar 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eru því uppfyllt um umbeðin gögn.<br /> <br /> Við mat á því hvort þriðja skilyrðinu sé fullnægt lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál til þess að Endurmenntun Háskóla Íslands er fræðslu-, þróunar- og þjónustustofnun starfrækt af Háskóla Íslands og aðildarfélögum, og lýtur yfirstjórn háskólaráðs samkvæmt 1. gr. reglna um Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands nr. 844/2001. Stofnunin sækir heimild sína til rekstrar meðal annars til 23. gr. a og 24. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. Í athugasemdum við hina síðarnefndu lagagrein í frumvarpi því er varð að lögum nr. 50/2010, sem breyttu lögum um opinbera háskóla, kemur fram að með hliðsjón af almennum samkeppnisreglum kunni að vera skylt að halda þeim þáttum í starfsemi opinberra háskóla sem varða fræðslu til almennings og endurmenntun aðskildum í bókhaldi frá kjarnastarfsemi skólanna, sem fjármögnuð sé með framlagi úr ríkissjóði skv. 1. mgr. 24. gr. laga um opinbera háskóla og styrkjum úr rannsóknarsjóðum. Af slíkum reglum leiði almennt að halda beri kostnaði af þeim þáttum í starfsemi ríkisaðila sem eru í samkeppni við einkaaðila aðskildum í bókhaldi frá lögbundinni kjarnastarfsemi sem skilgreina megi sem almannaþjónustu. Af hálfu Endurmenntunar hefur komið fram að sá bókhaldslegi aðskilnaður sem gert er ráð fyrir í framangreindum athugasemdum sé algjör í tilviki stofnunarinnar og Háskóla Íslands og að hún þiggi engin framlög frá skólanum.<br /> <br /> Jafnvel þótt stofnun í eigu ríkis, sem er í samkeppni við aðra, njóti ekki opinberra fjárframlaga getur það sjónarmið eitt og sér ekki leitt til þess að henni sé heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum með fortakslausum hætti á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Ljóst þarf að vera að samkeppnishagsmunir stofnunarinnar séu það verulegir í hverju tilviki að réttlætanlegt þyki að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Í þessu sambandi skal á það bent að markmið upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laganna, er ekki aðeins að tryggja gegnsæi við ráðstöfun opinberra hagsmuna heldur einnig að tryggja gegnsæi við stjórnsýslu almennt. Í athugasemdum við 4. tölul. 10. gr. í frumvarpi er varð að upplýsingalögum er annað markmiða laganna ítrekað, þ.e. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Sjónarmiðið um hvort verið sé að ráðstafa opinberum hagsmunum hefur því vægi þegar metið er hvort 4. tölul. 10. gr. geti átt við. Hins vegar þarf einnig að meta hvort mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur að umbeðnum gögnum verði takmarkaður.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd hefur farið yfir umbeðin gögn í málinu, sem líkt og áður hefur komið fram, samanstanda af upplýsingum annars vegar um rekstrarkostnað og hins vegar rekstrarhagnað eða rekstrartap hennar á hverju ári. Endurmenntun Háskóla Íslands hefur ekki rökstutt sérstaklega á hvaða samkeppnishagsmuni reyni í málinu eða hvernig viðkomandi upplýsingar geti orðið stofnuninni til tjóns, verði þær gerðar opinberar. Þrátt fyrir að ekki sé loku fyrir það skotið að það verði Endurmenntun til nokkurs óhagræðis, verði umbeðnar upplýsingar afhentar, verður ekki talið að samkeppnishagsmunir stofnunarinnar af því að halda upplýsingunum leyndum séu svo ríkir, einkum með hliðsjón af hagsmunum almennings af því að aðgangur verði veittur, að þeir réttlæti undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda og annarra aðila sem bundnir eru af ákvæðum upplýsingalaga. Það er því afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði fyrir því að synja um afhendingu þessara upplýsinga með vísan til 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Því er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Endurmenntun Háskóla Íslands sé skylt að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum, þ.e. upplýsingum um annars vegar áætlaðan rekstrarkostnað Endurmenntunar Háskóla Íslands á hverju ári frá árinu 2011 og hins vegar rekstrarhagnað eða rekstrartap Endurmenntunar Háskóla Íslands á hverju ári frá árinu 2011.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Endurmenntun Háskóla Íslands ber veita kæranda, A, aðgang að þeim gögnum sem fyrir liggja um annars vegar áætlaðan rekstrarkostnað Endurmenntunar Háskóla Íslands á hverju ári frá árinu 2011 og hins vegar rekstrarhagnað eða rekstrartap Endurmenntunar Háskóla Íslands á hverju ári frá árinu 2011.<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> varaformaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
761/2018. Úrskurður frá 28. september 2018 | Blaðamaður kærði meðferð embættis ríkissaksóknara á beiðni um upplýsingar um símhlustun. Af hálfu embættisins hafði komið fram að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi, heldur þyrfti að safna þeim saman úr fyrirliggjandi gögnum, og jafnframt féllu þær utan gildissviðs upplýsingalaga skv. 1. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin féllst á að beiðni kæranda tæki að öllu leyti til upplýsinga úr málum sem varði rannsóknarúrræði skv. lögum um meðferð sakamála. Því yrði upplýsingaréttur kæranda ekki byggður á upplýsingalögum skv. 1. mgr. 4. gr. þeirra og kæru vísað frá. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. september 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 761/2018 í máli ÚNU 18060003. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> <p>Með erindi, dags. 7. júní 2018, kærði A, blaðamaður Stundarinnar, ákvörðun embættis ríkissaksóknara um synjun beiðni um aðgang að gögnum er varða símhlustun. <br /> <br /> Í gagnabeiðni kæranda var óskað eftir svörum við spurningum í sex tölusettum liðum, svohljóðandi:</p> <ol> <li>Hversu oft hefur verið beðið um heimild til hlerunar frá ársbyrjun 2014, flokkað eftir tegundum brota sem til rannsóknar voru?</li> <li>Hversu oft á framangreindu tímabili hefur heimild verið veitt til símahlustunar á grundvelli laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, sundurgreint eftir þeim tegundum brota sem til rannsóknar voru, dómstólum sem veittu heimildina og lagaákvæðum sem vísað var til við rökstuðning beiðni?</li> <li>Hversu oft hefur verið synjað um heimild til hlerunar, sundurgreint eftir tegundum brota sem til rannsóknar voru og dómstólum?</li> <li>Hversu lengi stóð hlerun yfir í hverju tilviki, sundurgreint eftir tegundum brota sem til rannsóknar voru og dómstólum?</li> <li>Í hversu mörgum tilvikum þar sem hlerun var beitt var sá sem var hleraður ekki ákærður eða sýknaður ef ákært var, sundurliðað eftir brotategundum og dómstólum?</li> <li>Í ljósi breytinga sem voru gerðar á sakamálalögunum sem tóku gildi í upphafi árs 2017 og fólu í sér að kvaddur skyldi lögmaður til að gæta hagsmuna þess sem hleraður er, sbr. 2. mgr. 84. gr., hversu oft hefur, að kröfu ákæruvaldsins uppfylltri, lögmaðurinn kært úrskurð dómarans til æðra dóms?</li> </ol> <p>Fram kemur að dómsmálaráðherra hafi svarað sams konar fyrirspurn varðandi tímabilið 2008-2013 á Alþingi árið 2014.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 9. maí 2018, segir að embætti ríkissaksóknara hafi ekki á takteinum þær upplýsingar sem óskað sé eftir og leggja yrði í nokkra vinnu til að taka upplýsingarnar saman. Vegna annarra verkefna verði það ekki gert og fyrirspurninni verði því ekki svarað efnislega. Í kæru krefst kærandi þess að embættið veiti upplýsingarnar. Hin kærða ákvörðun sé röng þar sem embættið fari með eftirlit með símhlustunum skv. XI. kafla laga um meðferð sakamála. Í 3. málsl. 3. mgr. 85. gr. laganna segi að ríkissaksóknari skuli árlega gefa út skýrslu um framkvæmd eftirlits með símhlustunum og beitingu aðgerða skv. 80.-82. gr. Í ljósi þess geti 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga ekki átt við enda þurfi ekki að útbúa ný gögn til að svara fyrirspurninni. Loks eru gerðar athugasemdir við málsmeðferð embættis ríkissaksóknara. Ákvörðunin hafi ekki verið rökstudd og ekki gefnar leiðbeiningar um rétt til kæru.</p> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. júní 2018, var embætti ríkissaksóknara kynnt kæran og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæra beinist að.<br /> <br /> Í umsögn embættis ríkissaksóknara, dags 14. ágúst 2018, kemur í fyrsta lagi fram að hin kærða ákvörðun hafi ekki falið í sér synjun á beiðni um aðgang að gögnum. Skýrt komi fram að umbeðin gögn séu ekki til. Beiðni kæranda feli því í sér ósk um vinnslu upplýsinga upp úr öðrum fyrirliggjandi gögnum, þ.e. tölfræðivinnslu. Vísað er til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. 5. gr. Þessu til viðbótar gildi upplýsingalög ekki um rannsókn sakamála eða saksókn, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Öll gögn sem umbeðin tölfræðivinnsla byggi á séu gögn sakamála sem aflað hafi verið í tengslum við rannsóknir slíkra mála með heimildum í lögum um meðferð sakamála. Þau séu því undanþegin aðgangi almennings. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. júní 2018, var kæranda kynnt umsögn embættis ríkissaksóknara og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki barst svar við bréfinu.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara. <br /> <br /> Ríkissaksóknari hefur vísað til þess að beiðni kæranda beinist ekki að fyrirliggjandi gögnum í skilningi 1. og 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, heldur sé farið fram á að safnað sé saman upplýsingum úr öðrum fyrirliggjandi gögnum. Það sé embættinu hins vegar ekki skylt á grundvelli 3. málsl. ákvæðisins þar sem fram kemur að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. ákvæðisins. Um þessi rök er það að segja að þegar aðilum, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, berst beiðni um aðgang að upplýsingum ber þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Þegar svo háttar til að beiðnin nær samkvæmt efni sínu til upplýsinga sem nauðsynlegt væri að vinna upp úr öðrum gögnum dugar því jafnan ekki að synja beiðninni á grundvelli 3. málsl. 1. mgr. 5. gr. heldur ber að taka afstöðu til þess hvort beiðandi eigi rétt til aðgangs að gögnunum þar sem umbeðnar upplýsingar er að finna, svo hann geti sjálfur tekið þær saman, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 738/2018. Taka ber fram að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til að draga í efa þá fullyrðingu embættis ríkissaksóknara að tölfræði um beitingu úrræðanna sé ekki fyrirliggjandi hjá embættinu.<br /> <br /> Eins og hér háttar til verður að hafa hliðsjón af gildissviði upplýsingalaga skv. I. kafla laganna. Skv. 1. mgr. 4. gr. gilda lögin ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er síðan varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að rannsókn sakamála og saksókn séu undanskilin gildissviði upplýsingalaga og að um aðgang að slíkum gögnum fari eftir sérákvæðum laga um meðferð sakamála. Þá kemur jafnframt fram í athugasemdum við 6. gr. frumvarpsins að ákvæði 1. mgr. 4. gr. feli í sér að öll gögn mála á þessu sviði séu í heild sinni undanþegin upplýsingarétti. Þar sem beiðni kæranda tekur að öllu leyti til upplýsinga úr málum sem varða rannsóknarúrræði skv. lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008 verður réttur hans til aðgangs ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga skv. 1. mgr. 4. gr. þeirra. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa kæru kæranda frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Kæru kæranda, A, blaðamanns, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
760/2018. Úrskurður frá 28. september 2018 | Deilt var um ákvörðun velferðarráðuneytisins um synjun beiðni fréttamanns um aðgang að minnisblaði vegna umkvartana þriggja barnaverndarnefnda varðandi samskipti við Barnaverndarstofu. Ákvörðunin byggðist á því að um vinnugagn væri að ræða og að þar væri að finna upplýsingar um starfssamband fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu við ráðuneytið. Úrskurðarnefndin féllst á með ráðuneytinu að minnisblaðið uppfyllti skilyrði vinnugagnahugtaks 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en taldi að þar kæmu fram upplýsingar um atvik máls sem ekki væri að finna annars staðar, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna. Lagt var fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu að frátöldum hluta þess. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. september 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 760/2018 í máli ÚNU 18050015. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 17. maí 2018, kærði A, fréttamaður RÚV, ákvörðun velferðarráðuneytis um synjun beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Með beiðni kæranda, dags. 28. apríl 2018, óskaði kærandi eftir aðgangi að minnisblaði með niðurstöðu rannsóknar ráðuneytisins á störfum forstjóra Barnaverndarstofu vegna kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu, sem afhent var ráðherra áður en lúkning málsins var tilkynnt opinberlega. Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 14. maí 2018, var beiðninni synjað á grundvelli þess að minnisblaðið fæli ekki í sér endanlega niðurstöðu ráðuneytisins, heldur væri um að ræða vinnugagn, tekið saman fyrir ráðherra til að byggja niðurstöðu sína á. Vísað er til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í þessu samhengi. <br /> <br /> Þá er vísað til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga sem stendur að mati ráðuneytisins í vegi fyrir því að ráðuneytinu sé heimilt að afhenda minnisblaðið. Fjallað sé um starfssamband ráðherra og forstjóra Barnaverndarstofu þar sem m.a. séu reifaðar ávirðingar á hendur honum og starfsfólki undir hans stjórn og umfjöllun ráðuneytisins þar að lútandi. <br /> <br /> Loks vill ráðuneytið geta þess að ein þeirra umkvartana sem var til umfjöllunar hjá ráðuneytinu hafi varðað tiltekið mál einstaklings á sviði barnaverndar. Ráðuneytið hafi tekið það til sérstakrar skoðunar og ritað hafi verið sérstakt minnisblað í ljósi þess að þar séu rakin viðkvæm persónuleg málefni sem óheimilt sé að veita almenningi aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi óski eftir áliti úrskurðarnefndar um upplýsingamál á ákvörðun velferðarráðuneytis með vísan til 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 31. maí 2018, var velferðarráðuneyti kynnt kæran og veittur frestur til að senda úrskurðarnefnd um upplýsingamál umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Með erindi, dags. 14. júní 2018, upplýsti ráðuneytið að það teldi ekki þörf á frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni en fram kemur í hinni kærðu ákvörðun. Afrit af hinu umbeðna minnisblaði fylgdi erindinu.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að minnisblaði velferðarráðuneytisins er tengist umkvörtunum barnaverndarnefnda í garð forstjóra Barnaverndarstofu. Um upplýsingarétt kæranda fer samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.<br /> <h2>2.</h2> Af hálfu ráðuneytisins hefur í fyrsta lagi komið fram að 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga standi því í vegi að ráðuneytinu sé heimilt að veita kæranda aðgang að hinu umbeðna gagni, þar sem fjallað sé um starfssamband ráðherra og fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu. Þar séu reifaðar ávirðingar á hendur honum og starfsfólki undir hans stjórn og umfjöllun ráðuneytisins þar að lútandi. Um þetta er í fyrsta lagi að segja að Barnaverndarstofa er sjálfstæð stofnun, enda þótt hún heyri undir yfirstjórn ráðherra og ráðherra skipi forstjóra hennar. Forstjóri Barnaverndarstofu er því ekki starfsmaður ráðherra eða ráðuneytisins þannig að starfssamband teljist vera þeirra á milli í þeim skilningi sem rætt er um í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Ákvæðið tekur þó til forstjóra sem starfsmanns Barnaverndarstofu og þeirra sem þar starfa. <br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. laganna segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taki til skv. 2. gr. taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í athugasemdum við þessa grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> <span class="blockqoude">Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé að veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar sem starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</span><br /> <br /> Við úrlausn þessa máls reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði að öðru leyti starfssamband starfsmannsins og Barnaverndarstofu. Þegar tekin er afstaða til þessa atriðis verður að hafa í huga að ákvæði 7. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um aðgang almennings að upplýsingum og ber því að skýra það þröngt.<br /> <br /> Við mat á því hvort hið umbeðna minnisblað teljist varða starfssamband þeirra sem þar er fjallað um að öðru leyti verður enn fremur að horfa til þeirra sjónarmiða sem lýst er í lögskýringargögnum með ákvæði 7. gr. og rakin eru hér að framan. Af þeim sjónarmiðum verður ráðið að ákvæðinu sé að meginstefnu ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Telja verður ljóst að með þeirri skírskotun sé átt við ákvarðanir í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 711/2017.<br /> <br /> Þegar lagt er mat á hvers konar ákvarðanir falli undir 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga er meðal annars litið til þess hvort ákvörðun sé beint út á við að borgurunum eða inn á við að starfsemi stjórnsýslunnar. Ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar teljast yfirleitt ekki til slíkra ákvarðana. Þær geta hins vegar verið það í ákveðnum tilvikum, sbr. athugasemdir við 1. gr. frumvarps þess sem varð að stjórnsýslulögum, en þar eru í dæmaskyni nefndar ákvarðanir um skipun, setningu og ráðningu opinberra starfsmanna svo og lausn þeirra frá störfum og brottvikningu þeirra. Í fyrrnefndum athugasemdum við 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er svo vísað til IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, hvað varðar sambærileg dæmi um ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslu sem teljast ákvarðanir í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Í ljósi framangreinds verður að telja að hið umbeðna minnisblað lúti ekki að starfssambandi fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu við stofnunina að öðru leyti í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, þar sem þar eru ekki upplýsingar um ákvörðun í máli sem hann varðar í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <h2>3.</h2> Þá hefur komið fram af hálfu ráðuneytisins að minnisblað þess teljist til vinnugagna í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna, og endanleg niðurstaða þess í málunum hafi birst í bréfi til barnaverndarnefndanna sem um ræðir. <br /> <br /> Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Til þess að skjal teljist vinnugagn þarf því almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt samkvæmt ákvæðinu. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Gögn málsins gefa ekki annað til kynna en að minnisblað ráðuneytisins uppfylli síðastnefndu skilyrðin tvö. Í þessu sambandi skal tekið fram að það leiðir ekki eitt og sér til þess að minnisblaðið missi stöðu sína sem vinnugagn að það hafi verið afhent aðilum sem framkvæmdu úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun ráðuneytisins í kjölfar kvartana barnaverndarnefndanna, með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í skilyrðinu um að gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd felst að það hafi orðið til við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta tiltekins máls. Takmörkun 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga á upplýsingarétti almennings er enda studd þeim rökum að gögn sem verða til við slíkt ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Af þessu leiðir að gagn getur ekki talist vinnugagn ef það hefur í raun að geyma endanlega ákvörðun eða niðurstöðu um afgreiðslu máls. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir hið umbeðna gagn í ljósi framangreindra sjónarmiða. Í minnisblaði skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu til ráðherra, dags. 18. janúar 2018, er farið yfir kvartanir barnaverndarnefndanna þriggja, kröfu einnar þeirra um setningu staðgengils, kvartanir vegna framgöngu Barnaverndarstofu og viðbrögð stofnunarinnar, kröfu Barnaverndarstofu um að fram fari mat á hæfi skrifstofustjóra á skrifstofunni, fund ráðuneytisins með framkvæmdastjóra barnaverndar Reykjavíkur og kvörtun yfir ummælum forstjóra Barnaverndarstofu í fjölmiðlum. Þá er farið yfir hlutverk og ábyrgð ráðuneytisins í málinu og möguleg viðbrögð við kvörtununum. Gerðar eru tillögur til úrbóta til lengri og skemmri tíma og farið í stuttu máli yfir athugun ráðuneytisins á málinu sem tengdist barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar. Að lokum kemur fram að ljóst sé að ásakanirnar séu alvarlegar og þarfnist málið sérstakrar skoðunar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að hvergi í minnisblaðinu eru teknar endanlegar ákvarðanir um viðbrögð ráðuneytisins í málinu. Atvik þess eru reifuð og á stöku stað settar fram hugmyndir um hugsanleg viðbrögð. Að mati nefndarinnar uppfyllir minnisblaðið því skilyrði þess að teljast undirbúningsgagn í reynd. <br /> <br /> Á hinn bóginn ber að líta til þess að í bréfum ráðuneytisins til barnaverndarnefndanna þriggja, sem send voru eftir gerð minnisblaðsins, er ekki vikið að ávirðingum þeirra í garð forstjórans fyrrverandi og mati ráðuneytisins á efni þeirra. Eins og hér háttar til er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að minnisblaðið hafi því að geyma umfangsmiklar upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með þessu orðalagi sé einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum sé ekki að finna annars staðar, en kunni að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu séu einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þessi lýsing á að öllu leyti við um efni minnisblaðs skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu til ráðherra, dags. 18. janúar 2018. Enda þó minnisblaðið uppfylli öll formleg skilyrði þess að teljast til vinnugagns er um svo umfangsmiklar upplýsingar um atvik málsins að ræða, sem ekki koma fram í þeim bréfum er ráðuneytið kveður fela í sér endanlega niðurstöðu málsins, að ekki þykir rétt að takmarka aðgang almennings að því. Í ljósi allra atvika málsins að öðru leyti þykir almenningur eiga af því ríka hagsmuni að kynna sér þær upplýsingar sem þar koma fram. Bar því velferðarráðuneytinu að veita kæranda aðgang að því á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga að frátöldum þeim hluta minnisblaðsins sem ber yfirskriftina: „Tillögur að úrbótum til lengri og skemmri tíma“. Þar er að finna umfjöllun sem fellur að öllu leyti undir vinnugagnahugtakið eins og það er afmarkað í upplýsingalögum.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Velferðarráðuneytinu ber að veita kæranda, A, fréttamanni, aðgang að minnisblaði skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu til ráðherra, dags. 18. janúar 2018, að frátöldum þeim hluta minnisblaðsins sem ber yfirskriftina: „Tillögur að úrbótum til lengri og skemmri tíma“.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
759/2018. Úrskurður frá 28. september 2018 | Kærendur óskuðu eftir því að utanríkisráðuneytið veitti þeim aðgang að öllum gögnum borgaraþjónustumáls. Ráðuneytið synjaði beiðninni að hluta á þeim grundvelli að annars vegar væri um að ræða upplýsingar um viðkvæma einkahagsmuni einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, en hins vegar að heimilt væri að takmarka aðgang kærenda að upplýsingum um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að um upplýsingarétt kærenda færi eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fallist var á röksemdir ráðuneytisins varðandi hluta umbeðinna gagna en um önnur vísaði nefndin til þess að ekki væri um viðkvæma einkahagsmuni að ræða eða mikilvægir almannahagsmunir stæðu ekki til beitingar 2. tölul. 10. gr., sbr. 3. mgr. 14. gr., upplýsingalaga. Var því lagt fyrir utanríkisráðuneytið að veita kærendum aðgang að hluta skjalanna en hin kærða ákvörðun staðfest að öðru leyti. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. september 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 759/2018 í máli ÚNU 18040006. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 10. apríl 2018, kærðu A og B ákvörðun utanríkisráðuneytis, dags. 9. apríl 2018, um synjun beiðni um afrit allra gagna sem ráðuneytið hafði sent frá sér í tengslum við mál C og öll önnur gögn sem málið varðar. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærendur byggi upplýsingarétt sinn á meginreglu 5. gr. upplýsingalaga og benda á að undantekningar frá henni beri að skýra þröngt. Kærendur telja synjun á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga ekki standast þar sem engir mikilvægir almannahagsmunir hindri utanríkisráðuneytið í að veita umbeðnar upplýsingar. Vel sé hægt að veita þær án þess að gefa upp nöfn og netföng. Þá standist heldur ekki synjun á grundvelli öryggishagsmuna einstaklinga. Í samskiptum kærenda við ráðuneytið hafi komið skýrt fram að ekki sé beðið um nöfn eða aðrar upplýsingar um einkahagi heimildarmanna. Tilgangur kærenda sé að skoða hvernig ráðuneytið hafi unnið málið en ekki til að angra heimildarmenn.<br /> <br /> Af hálfu kærenda kemur fram að hver dagur skipti máli og það geti ráðið úrslitum um lausn málsins að haft sé samband við rétta aðila og málið rannsakað af kostgæfni. Ákvörðun um synjun beiðninnar sé ekki til þess fallin að auka traust almennings á stjórnsýslunni. Um óvenjulegar aðstæður sé að ræða þar sem umbeðnar upplýsingar geti haft verulega þýðingu. Í því ljósi vænti kærendur þess að málið verði sett í forgang hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi, dags. 12. apríl 2018, var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og veittur frestur til að senda úrskurðarnefndinni umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 3. maí 2018, eftir að frestur hafði verið framlengdur um eina viku. Þar kemur fram að samkvæmt 3. mgr. 1. gr. laga um utanríkisþjónustu Íslands nr. 39/1971 skuli hún veita ríkisborgurum vernd og aðstoð gagnvart erlendum stjórnvöldum, stofnunum og einstaklingum. Á þeim grundvelli hafi verið leitað til utanríkisþjónustunnar um liðsinni vegna máls C þann 7. mars 2018. Það sé mat utanríkisráðuneytisins að hluti gagna málsins teljist undanþeginn aðgangi á grundvelli 9. og 10. gr. upplýsingalaga. Annars vegar séu gögn undanþegin skv. 2. tölul. 10. gr. þar sem þau lúti að samstarfi og samskiptum við erlend ríki eða fjölþjóðastofnanir og hins vegar gögn undanþegin skv. 9. gr. upplýsingalaga þar sem þau varði einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Umsögninni fylgdi listi yfir gögn málsins, alls 102 tölusett skjöl, og er vísað til skjalanna í sömu röð í rökstuðningi ráðuneytisins.<br /> <br /> Tekið er fram að hugtakið „gagn“ í skilningi 5. gr. upplýsingalaga nái aðeins til gagna sem til eru og fyrirliggjandi á þeim tímapunkti sem beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á sama tíma. Engu að síður hafi ráðuneytið veitt kærendum aðgang að hluta gagna sem urðu til eftir 13. mars, þ.e. þess dags sem beiðnin var sett fram. Ráðuneytið telji sér heimilt að synja um aðgang að gögnum sem urðu til eftir þetta tímamark á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga (skjöl nr. 93-96). Þá er tekið fram að kærendum hafi verið veittur aðgangur að svokallaðri tímalínu (skjal nr. 99) sem gert hafi verið við upphaf borgaraþjónustumálsins þann 7. mars sl. Skjalið hafi verið uppfært nær daglega síðan og bætt hafi verið inn á það upplýsingum til að gefa skýrari mynd af samskiptum í málinu. <br /> <br /> Utanríkisráðuneytið tekur fram að hluti umbeðinna gagna snúi að upplýsingum sem aðilar á svæðinu létu því í té (skjöl nr. 1, 2, 5-9, 10, 13, 15, 18, 26-28, 33, 34, 37, 38, 40, 59-61, 63, 64, 66, 69, 97 og 100). Þeir séu staddir á átakasvæði með óljósum átakalínum þar sem raunveruleg hætta sé á að aðgangur að upplýsingum um þá geti stofnað þeim í hættu. Sérstök ástæða sé til að gæta að þessu við upplýsingagjöf um málið. Þetta eigi sérstaklega við um einstaklinga sem koma fyrir í tilteknum skjölum (skjöl nr. 5, 6, 7, 9, 10, 13, 15, 18, 26, 27, 28, 37, 38 og 66). Þegar stjórnarfar ríkja sé óstöðugt sé meiri hætta á að þeir sem fari með stjórnina telji slíka aðila starfa gegn hagsmunum sínum með afgerandi afleiðingum. Ráðuneytið telji því fulla ástæðu til að undanþiggja þessar upplýsingar aðgangi með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, ýmist að hluta eða í heild.<br /> <br /> Þá vísar utanríkisráðuneytið til þess að hluti umbeðinna gagna lúti að samskiptum íslenskra stjórnvalda við önnur ríki og alþjóðastofnanir, einkum Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) (skjöl nr. 10, 14, 17, 20, 21, 23, 30, 31, 33, 34, 36, 39, 42-46, 48-51, 53-57, 59, 60, 62, 65, 67, 70-77, 79-84, 86, 90 og 101). Alþjóðaráðið sé sjálfstæð stofnun sem einbeiti sér að hjálparstarfi á stríðssvæðum og útbreiðslu á þekkingu um Genfarsamningana. Starfsmenn ráðsins heimsæki stríðsfanga og fangelsi þar sem grunur leiki á að mannréttindabrot séu framin. Þá starfræki það einnig leitarþjónustu sem sameini fjölskyldur og ættingja sem hafa orðið viðskila vegna átaka. Nöfn fólks séu skráð í gagnabanka og svo sé unnið að því að leita uppi fjölskyldumeðlimi. Það sé mjög áríðandi fyrir starf Alþjóðaráðsins á vettvangi að ekki leiki vafi á hlutleysi samtakanna. Rauði kross Íslands hafi haft milligöngu um aðkomu Alþjóðaráðsins varðandi leit að C og sé tengiliður ráðsins við fjölskyldu hans. Rauði kross Íslands sé ekki í beinu samstarfi við íslensk stjórnvöld. Því telur ráðuneytið að skjöl er lúta að samskiptum við Alþjóðaráðið séu undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga (skjöl nr. 14, 20, 21, 42 og 53). Þá eigi sjónarmið um að upplýsingagjöf geti stofnað einstaklingum í hættu einnig við um starfsmenn ráðsins. <br /> <br /> Utanríkisráðuneytið víkur að tilgangi 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og mikilvægi ákvæðisins fyrir starfsemi utanríkisþjónustunnar. Ótakmörkuð upplýsingagjöf um samskipti við önnur ríki sé til þess fallin að valda skaða sem myndi hamla því að utanríkisþjónustan geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Vegna ummæla í greinargerð í frumvarpi til upplýsingalaga um að beiðni verði ekki synjað af þessum ástæðum nema hætta sé á tjóni tekur ráðuneytið fram að eins og hér stendur á yrði tjónið af upplýsingagjöfinni það að erlend ríki og fjölþjóðastofnanir myndu ekki treysta Íslandi fyrir viðkvæmum upplýsingum. Utanríkisþjónustan gæti því ekki reitt sig á upplýsingaöflun í gegnum þær leiðir í framtíðinni. Þá er minnt á að upplýsingabeiðni kærenda tengist flóknu máli frá alþjóðapólitísku sjónarmiði sem hafi tenginu við átakasvæði með óljósum átakalínum. Íslensk stjórnvöld hafi orðið að reiða sig á aðstoð annarra ríkja við upplýsingaöflun, enda sé ekkert íslenskt sendiráð í þessum heimshluta. Málið sé einnig flókið fyrir þau grann- og vinaríki sem látið hafi í té aðstoð. Það myndi bæði skaða samskipti Íslands við þessi ríki ef upplýsingar um þau yrðu afhentar og vera til ógagns fyrir aðstoð utanríkisþjónustunnar í máli C. Þessir hagsmunir séu mjög ríkir og hafi úrskurðarnefndin staðfest í úrskurðum sínum, t.d. nr. A-326/2009, að það eitt að gera opinberar upplýsingar í samskiptum við erlend ríki eða fjölþjóðastofnanir nægi til að draga úr trausti í samskiptum, óháð því hversu viðkvæmar upplýsingar sem fram koma í skjalinu eru í reynd. Eðli þessa máls og samskiptanna sé þannig að um þau verði að ríkja trúnaður, ella sé hætta á því að upplýsingaleiðirnar verði ekki aðgengilegar í framtíðinni, hvorki hvorki er varði þetta tiltekna mál né önnur sambærileg sem upp kunna að koma. Af orðalagi ákvæðis 10. gr. upplýsingalaga sé enn fremur ljóst að ekki einungis bein samskipti falli undir ákvæðið heldur einnig gögn þar sem um slík samskipti sé fjallað. Úrskurðarnefndin hafi staðfest þann skilning í fyrri úrskurðum sínum, sbr. t.d. úrskurð nr. A-342/2010.<br /> <br /> Umsögn utanríkisráðuneytis var kynnt kærendum með tölvupósti, dags. 15. maí 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdirnar bárust þann 23. maí 2018. Þar kemur í upphafi fram að kærendur geri athugasemd við vinnubrögð úrskurðarnefndarinnar hvað varðar viðbótarfrest sem utanríkisráðuneytinu var veittur til að skila umsögn um kæruna. Þá er minnt á að 5. gr. upplýsingalaga sé meginregla og undantekningar frá henni skuli skýra þröngt. Jafnframt kveði 3. tölul. 1. gr. upplýsingaga á um möguleika almennings og fjölmiðla til að veita stjórnsýslunni aðhald og 5. tölul. ákvæðisins á um það markmið að styrkja traust almennings á stjórnsýslunni. Kærendur segjast hafa ástæðu til að ætla að utanríkisráðuneytið hafi ekki gripið til þeirra ráða sem líklegust séu til að skila árangri í málinu. Ef það sé hins vegar rangt metið myndi það auka tiltrú kærenda og almennings á stjórnsýslunni að fá staðfestingu á því að ráðuneytið haldi vel á slíkum málum. Það sé því bersýnilega í samræmi við markmið laganna að veita kærendum eins rúman aðgang að gögnum og lögin leyfa.<br /> <br /> Varðandi rök utanríkisráðuneytisins sem snúa að 9. gr. upplýsingalaga taka kærendur fram, að þau hafi ekki farið fram á neinar persónuupplýsingar eða önnur gögn sem varða einkahagsmuni einstaklinga. Ef slík gögn sé að finna í fórum ráðuneytisins væri því í lófa lagið að afmá nöfn, netföng og aðrar slíkar upplýsingar. Kærendur skilja og fallast á þau rök að persónuupplýsingar um aðila á átakasvæðum sem hafa veitt upplýsingar geti stefnt þeim í voða væru þær gerðar opinberar. Kærendur ætlist ekki til þess að fá slíkar upplýsingar. Þeim nægi að fá upplýsingar á borð við „heimildarmaður innan tyrkneska hersins sem staddur var í Afrín í febrúarmánuði“, „heimildarmaður sem hefur tengsl við mannréttindasamtök sem eru starfandi á svæðinu“, „fjölmiðlamaður sem fylgst hefur náið með átökum í Afrín“ og þar fram eftir götum. Slíkar upplýsingar stofni engum í hættu en varpi ljósi á það hvernig málið hafi verið unnið.<br /> <br /> Um tilvísun ráðuneytisins til 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga ítreka kærendur að þessa undantekningu frá upplýsingarétti almennings beri að skýra þröngt. Kærendur segja rök ráðuneytisins fyrir þeirri hugmynd, að það stofni almannahagsmunum í hættu að veita upplýsingar um samskipti sín við Alþjóðaráð Rauða krossins, fráleit. Hvorki C né kærendur séu slíkir pólitískir áhrifavaldar að aðkoma Rauða krossins eða annarra mannaúðarsamtaka að máli hans sé til þess fallin að vekja vafa um hlutleysi samtakanna. Ef það sé hins vegar mat úrskurðarnefndarinnar að líkur séu á að almenningur álíti að með samskiptum sínum við stjórnvöld sé ráðið að lýsa yfir stuðningi við anarkisma, sjálfstjórnarbaráttu Kúrda, mannréttindi vegalausra, andspyrnu við glæpi Íslamska ríkisins gegn meintum villutrúarmönnum eða annað sem skýri för C til Sýrlands væri ráðuneytinu hægast að afmá upplýsingar um Alþjóðaráðið og setja þess í stað upplýsingar á borð við „hjálparstofnun“, „mannúðarsamtök“ eða annað í þá veru. Kærendur fallist hins vegar á að starfsmenn ráðsins eigi að njóta nafnleyndar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Kærendur taka fram að þau hafi ekki farið fram á ótakmarkaða upplýsingagjöf um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir heldur aðeins þær upplýsingar sem heimilt sé að veita. Ef ákvæði 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga yrði túlkað jafn rúmt og ráðuneytið telur eðlilegt, væri það nánast undanþegið upplýsingalögum. Hefði það verið ætlun löggjafans væri það tekið fram í lögum. Þá sé það mat ráðuneytisins að hætta sé á tjóni vegna upplýsingagjafar engum rökum stutt. Persónulegar vangaveltur starfsmanna ráðuneytisins um að ótilgreind ríki eða stofnanir myndu ekki treysta því ef það sinnti upplýsingaskyldu sinni samkvæmt lögum geti ekki haft þýðingu í málinu. Þá andmæla kærendur túlkun ráðuneytisins á úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-326/2009 og A-342/2010. Ekki sé um sambærileg mál að ræða. Loks er bent á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé ekki fulltrúi utanríkisráðuneytisins og beri að leggja til grundvallar meginreglu um upplýsingarétt almennings en ekki óskir stjórnvalda um að leynd skuli hvíla yfir vinnulagi þeirra. Nefndinni beri að leggja sjálfstætt mat á það hvort upplýsingar um samskipti við ríki og alþjóðastofnanir séu til þess fallnar að skaða traust ríkja til íslenskra stjórnvalda. Slík athugun þurfi að byggjast á rökum og staðreyndum en ekki hugboðum starfsmanna ráðuneytisins um viðbrögð stjórnvalda í öðrum löndum við framkvæmd upplýsingalaga á Íslandi.<br /> <br /> Með símtali, dags. 18. september 2018, aflaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál frekari skýringa á efni hluta umbeðinna gagna hjá starfsmanni utanríkisráðuneytisins. Þá fór nefndin þess á leit að utanríkisráðuneytið afhenti nefndinni fylgiskjöl nokkurra umbeðinna gagna og var orðið við þeirri beiðni með erindi, dags. 27. september 2018.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kærenda til aðgangs að öllum gögnum sem urðu til við meðferð utanríkisráðuneytisins á máli C á grundvelli 3. mgr. 1. gr. laga um utanríkisþjónustu Íslands fram að þeim tímapunkti sem beiðnin barst ráðuneytinu. Utanríkisráðuneytið afgreiddi beiðnina á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga og veitti kærendum aðgang að hluta umbeðinna gagna. Ráðuneytið synjaði kærendum hins vegar um aðgang að öðrum gögnum málsins, ýmist með vísan til 9. gr. eða 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að hún lítur svo á að um upplýsingarétt kærenda fari samkvæmt III. kafla upplýsingalaga þar sem fjallað er um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Áréttað er að til þess að upplýsingaréttur kaflans eigi við er vísað til þess að upplýsingar varði viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Með vísan til fjölskyldutengsla kærenda við C og þeirrar staðreyndar að kærendur vinna að sjálfstæðri upplýsingaöflun um afdrif hans þykja uppfyllt skilyrði þess að rýmri upplýsingaréttur III. kafla upplýsingalaga eigi við. Er þar einnig litið til þess að af gögnum málsins verður ráðið að kærendur óski m.a. aðgangs að umbeðnum gögnum í þeim tilgangi að kanna hvernig ráðuneytið hefði staðið að meðferð málsins til að geta hagað sínum eigin aðgerðum með skilvirkum hætti. <br /> <h2>2.</h2> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. ákvæðisins kemur fram að heimilt sé að takmarka þennan aðgang ef umbeðin gögn hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir beiðanda. Um er að ræða sambærilega reglu og utanríkisráðuneytið hefur byggt á varðandi synjun beiðni kærenda um hluta umbeðinna gagna (skjöl nr. 1, 2, 5-9, 10, 13, 15, 18, 26-28, 33, 34, 37, 38, 40, 59-61, 63, 64, 66, 69, 97 og 100).<br /> <br /> Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að um sé að ræða upplýsingar frá einstaklingum á átakasvæðum sem gæti verið bráð hætta búin ef upplýsingar um þá kæmust í rangar hendur. Því sé um að ræða upplýsingar um einkahagsmuni þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr., sbr. 3. mgr. 14. gr., upplýsingalaga en þetta eigi sérstaklega við um einstaklinga sem koma fyrir í tilteknum skjölum (skjöl nr. 5, 6, 7, 9, 10, 13, 15, 18, 26, 27, 28, 33, 34, 37, 38 og 66). Samkvæmt síðarnefnda ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur m.a. fram að algengt sé að gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Tekið er fram að kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins. Aðgangur að gögnum verði aðeins takmarkaður ef talin sé hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þennan hluta umbeðinna gagna með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Umtalsverður hluti þeirra felur í sér samskipti um málið við starfsfólk ræðisskrifstofa í Tyrklandi og Sýrlandi. Jafnvel þótt það sé í eðli sínu ekki viðkvæmt að slík samskipti fari fram eða hvaða einstaklingar gegni þessum störfum þykir hér verða að líta til þess að í þessum ríkjum ríkir afar ótryggt stjórnmálaástand. Minnstu grunsemdir, rökstuddar eður ei, um að tilteknir borgarar ríkjanna vinni að hagsmunum andstæðinga stjórnvalda geta vakið viðbrögð á borð við varðhald, fangelsisdóma og aðrar neikvæðar afleiðingar fyrir viðkomandi einstaklinga. Að mati úrskurðarnefndarinnar eiga þeir einstaklingar sem hér um ræðir því tvímælalaust hagsmuni af því að nöfn þeirra verði ekki sett í samhengi við málið, er varðar fyrst og fremst afdrif íslensks ríkisborgara sem tók þátt í sjálfsstjórnarbaráttu Kúrda við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Þegar þessir hagsmunir eru skoðaðir með hliðsjón af hagsmunum kærenda af því að fá aðgang að samskiptunum þykja hinir fyrrnefndu vega þyngra með hliðsjón af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hvað þann hluta gagnanna varðar sem tekur til þessara starfsmanna, þ.e. skjöl nr. 5, 6, 7, 9, 10, 13, 15, 18, 26, 27, 28, 33, 34, 37, 38, 40 og 66. Þeir hlutar skjala nr. 1 og 8 sem voru afmáðir við afhendingu þeirra til kærenda fjalla um hugsanlega upplýsingamiðlun blaðamanns sem staddur var á átakasvæðunum og verður sú ákvörðun staðfest með vísan til hagsmuna hans af því að stjórnvöld setji nafn hans ekki í samband við málið af sömu ástæðum. Þá þykja sambærileg sjónarmið eiga við um einstakling sem kemur fyrir í skjölum nr. 59 og 64 þótt gögn málsins beri með sér að hann hafi ekki verið staddur í heimalandi sínu þegar beiðni kærenda um aðgang að gögnum barst utanríkisráðuneytinu. Skjöl nr. 61, 63 og 69 lúta að samskiptum við íslenskan ríkisborgara sem er búsettur í Tyrklandi og hafði samband við íslensk stjórnvöld vegna málsins. Þykja hagsmunir viðkomandi af því að samskiptin fari leynt vega þyngra en hagsmunir kærenda af aðgangi eins og hér stendur á. Loks er skjal nr. 100 tímalína með nöfnum og yfirliti um samskipti við alla framangreinda einstaklinga sem eðlilegt er að fari leynt á grundvelli sömu sjónarmiða.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar eiga sömu sjónarmið hins vegar ekki við um skjöl nr. 2 og 97 þar sem aðeins er um að ræða slóðir á vefi sem opnir eru almenningi. Sama á við um skjal nr. 60 en það kemur til frekari skoðunar hér á eftir um röksemdir ráðuneytisins sem lúta að 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Vegna þeirra röksemda kærenda að unnt sé að skipta út upplýsingum um viðkomandi einstakling fyrir almennari upplýsingar um stöðu hans eða staðsetningu tekur úrskurðarnefndin fram að upplýsingaréttur almennings samkvæmt upplýsingalögum tekur almennt eingöngu til gagna sem eru fyrirliggjandi í vörslum aðila sem heyra undir lögin. Ekki er skylt að búa til ný skjöl eða breyta fyrirliggjandi skjölum í tilefni af beiðni um aðgang að þeim. Úrskurðarnefndin getur því ekki lagt fyrir ráðuneytið að framkvæma aðgerðir sem miða að því að tryggja einstaklingum sem fyrir koma í umbeðnum gögnum nafnleynd áður en þau yrðu afhent kærendum. Þá væri með því heldur ekki unnt að útiloka að aðrir áttuðu sig á því um hvern væri að ræða, e.t.v. með sömu afleiðingum og hinni kærðu ákvörðun var ætlað að koma í veg fyrir.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds verður lagt fyrir utanríkisráðuneytið að veita kærendum aðgang að fylgiskjölum nr. 2 og 97 með umsögn þess, dags. 3. maí 2018. Hins vegar verður staðfest ákvörðun utanríkisráðuneytisins um synjun beiðni kærenda um aðgang að skjölum nr. 5, 6, 7, 9, 10, 13, 15, 18, 26, 27, 28, 33, 34, 37, 38, 40, 59, 61, 63, 64, 66, 69 og 100 í sama lista og þess hluta skjala nr. 1 og 8 sem afmáður var skv. hinni kærðu ákvörðun.<br /> <h2>3.</h2> Af 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga leiðir að upplýsingaréttur aðila gildir ekki um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara skv. 10. gr. laganna, þ. á m. 2. tölul. sem utanríkisráðuneytið byggir á varðandi ákvörðun sína um synjun hluta umbeðinna gagna (skjöl nr. 14, 17, 20, 21, 23, 30, 31, 33, 34, 36, 39, 42-46, 48-51, 53-57, 59, 60, 62, 65, 67, 70-77, 79-84, 86, 90 og 101). Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að um sé að ræða samskipti þess við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir, einkum Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) (skjöl nr. 14, 20, 21, 42 og 53). <br /> <br /> Í 10. gr. upplýsingalaga er kveðið á um undanþágur frá upplýsingarétti almennings vegna mikilvægra almannahagsmuna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 140/2012 kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Tekið er fram að þessir hagsmunir séu tæmandi taldir, en hver töluliður sæti sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræðir.<br /> <br /> Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er ákvæði 2. tölul. 10. gr. skýrt á þann hátt að það eigi við um samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Tekið er fram að þeir hagsmunir sem hér sé verið að vernda séu tvenns konar. Annars vegar sé verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu Íslendinga. Hins vegar sé verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í samskiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.<br /> <br /> Þá er tekið fram:<br /> <br /> <span class="blockqoude">Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.</span><br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi sé rétt að undanþiggja samskipti sem fari fram á þeim vettvangi frá aðgangi almennings á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi m.a. tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu, sbr. t.d. fyrri úrskurð nefndarinnar nr. 701/2017. <br /> <br /> Þá er að mati úrskurðarnefndarinnar jafnframt rétt að líta til þess hvort samskiptin snúi að viðkvæmum málefnum, samskiptaleiðum sem hætta er á að lokist ef upplýsingar sem þaðan berast rata á almannavitorð, eða öðrum atriðum sem þykja raunverulega geta leitt til þess að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana á íslenskum stjórnvöldum glatist. Af hálfu kærenda hefur meðal annars komið fram að koma megi í veg fyrir að slíkir hagsmunir fari forgörðum með því að skipta út nafni viðkomandi stofnunar, ríkis eða starfsmanna þeirra fyrir almennari lýsingu. Um þetta gilda sömu sjónarmið og áður voru reifuð varðandi nöfn einstaklinga og lúta að því að úrskurðarnefndin hefur ekki valdheimildir til að gera utanríkisráðuneytinu skylt að framkvæma breytingar á umbeðnum gögnum áður en þau yrðu afhent kærendum. Þá myndu slíkar breytingar ekki koma í veg fyrir að þessar stofnanir eða ríki yrðu vör við að upplýsingar sem frá þeim kæmu hefðu ratað á almannavitorð og gæti það því haft sömu afleiðingar og hinni kærðu ákvörðun var ætlað að koma í veg fyrir.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umbeðin gögn með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum. Um samskipti við Alþjóðaráð Rauða krossins (skjöl nr. 14, 20, 21, 42 og 53) tekur úrskurðarnefndin fram að ekki sé um að ræða bein samskipti við erlenda starfsmenn ráðsins um málið heldur við millilið þess, starfsmann Rauða krossins á Íslandi. Efni samskiptanna er enn fremur með þeim hætti að engin hætta verður talin á tjóni af því að kærendum verði veittur aðgangur að þeim, þar sem þar koma ekki fram nokkrar viðbótarupplýsingar um atvik málsins. Verður því ekki talið að ríkir almannahagsmunir komi í veg fyrir aðgang kærenda að samskiptunum með hliðsjón af 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr., og ber utanríkisráðuneytinu að veita þeim aðgang á grundvelli meginreglu 1. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Sá hluti umbeðinna gagna sem hefur að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki er að mati úrskurðarnefndarinnar almennt af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða samskipti við stjórnvöld í Tyrklandi um afdrif C, þar með talin tölvuskeyti til starfsmanna sendiráða og ríkisstjórnar landsins og símtöl við þarlenda embættismenn (skjöl nr. 30, 43, 45, 50, 51, 60, 62, 65, 67 og 79). Undir þessa lýsingu falla einnig samskipti annarra ríkja, þ.e. Bretlands og Frakklands, við tyrknesk og sýrlensk stjórnvöld og frásagnir af þeim (skjöl nr. 56, 57, 74, 86 og 89). Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál var utanríkisráðuneytinu heimilt að beita takmörkunarheimild 2. tölul. 10. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr., upplýsingalaga um þessi samskipti, þar sem í öllum tilvikum er um að ræða samskiptaleiðir sem hætta er á að lokist til framtíðar ef þriðja aðila yrði veittur aðgangur að þeim. Þá þykir jafnframt rétt að heimila utanríkisráðuneytinu að synja um aðgang að skjölum nr. 48, 49 og 101, þar sem þau hafa fyrst og fremst að geyma yfirlit um samskiptin.<br /> <br /> Hins vegar lýtur hluti þeirra skjala sem hafa að geyma upplýsingar um samskipti við erlend ríki að samráði íslenskra stjórnvalda við önnur Norðurlönd, þ.e. norsk, sænsk, dönsk og finnsk stjórnvöld. Þessi hluti fjallar fyrst og fremst almennt um lög, reglur eða viðmið sem gilda á hinum Norðurlöndunum varðandi borgaraþjónustu við ríkisborgara sem taka þátt í vopnuðum átökum erlendis (skjöl nr. 31, 36, 39, 44, 46, 54, 55, 70, 71, 72, 73, 80 og 84). Skoðun nefndarinnar hefur leitt í ljós að ekki sé minnst á einstök mál nema í takmörkuðum mæli og þá aðeins þegar atvik þeirra séu að öllu leyti um garð gengin. Nefndin telur enga hættu á tjóni eða vantrausti í samskiptum ríkjanna þótt kærendum verði veittur aðgangur að þessum skjölum, að undanskildum kafla 2.1 í fylgiskjali skjals nr. 46, en norsk stjórnvöld gáfu skýrlega til kynna að um trúnaðarmál væri að ræða varðandi þennan afmarkaða hluta skjalsins. Af þessu má draga þá ályktun að það sem eftir stendur teljist ekki til trúnaðarupplýsinga. Verður ákvörðun utanríkisráðuneytis um synjun beiðni kæranda um aðgang að þessum hluta fylgiskjalsins staðfest með vísan til 2. tölul. 10. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr., upplýsingalaga. Þá telur úrskurðarnefndin einnig rétt að staðfesta hina kærðu ákvörðun varðandi skjöl nr. 82 og 83, en fram kemur að bresk stjórnvöld hafi farið fram á að trúnaðar yrði gætt um þau. Enda þótt það atriði geti ekki ráðið því eitt og sér hvort 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eigi við lítur nefndin til þess að um sé að ræða mun ítarlegri samantekt um breska ríkisborgara í þessum heimshluta en í tilviki Norðurlandanna, þ. á m. með tilvísunum til nafngreindra einstaklinga. <br /> <br /> Sömu sjónarmið og rakin voru almennt um skjöl sem tengjast Norðurlöndunum gilda um skjöl nr. 17 (frönsk stjórnvöld), 23 (bandarísk), 75 og 76 (þýsk, eftirfylgni eftir fund sem greint var frá opinberlega). Þá lúta skjöl nr. 77 og 81 strangt til tekið ekki að samskiptum ríkja í skilningi 2. tölul. 10. gr., sbr. 2. tölul. 2. mgr. 14. gr., upplýsingalaga og ekki verður talið að 3. mgr. 14. gr. komi í veg fyrir aðgang kærenda að hinu síðarnefnda.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds verður lagt fyrir utanríkisráðuneytið að veita kærendum aðgang að fylgiskjölum nr. 2, 14, 17, 20, 21, 23, 31, 36, 39, 42, 44, 46, 53, 54, 55, 70, 71, 72, 73, 75, 76, 77, 80, 81 og 84 við umsögn ráðuneytisins, dags. 3. maí 2018. Hins vegar verður staðfest ákvörðun utanríkisráðuneytisins um synjun beiðni kærenda um aðgang að skjölum nr. 30, 43, 45, kafla 2.1 í fylgiskjali skjals nr. 46, 48, 49, 50, 51, 60, 62, 65, 67 og 79 56, 57, 74, 82, 83, 86, 89 og 101.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Utanríkisráðuneytinu ber að veita kærendum, A og B, aðgang að fylgiskjölum nr. 2, 14, 17, 20, 21, 23, 31, 36, 39, 42, 44, 46 að frátöldum kafla 2.1 í fylgiskjali, 53, 54, 55, 70, 71, 72, 73, 75, 76, 77, 80, 81, 84 og 97 við umsögn ráðuneytisins, dags. 3. maí 2018.<br /> <br /> Ákvörðun ráðuneytisins um synjun beiðni kærenda um aðgang að fylgiskjölum við umsögn ráðuneytisins nr. 1 (að hluta), 5, 6, 7, 8 (að hluta), 9, 10, 13, 15, 18, 26, 27, 28, 30, 33, 34, 37, 38, 40, 43, 45, kafla 2.1 í fylgiskjali skjals nr. 46, 48, 49, 50, 51, 56, 57, 59, 60, 61, 62, 63, 64, 65, 66, 67, 69, 74, 79, 82, 83, 86, 89, 100 og 101 í sama lista er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
758/2018. Úrskurður frá 28. september 2018 | Deilt var um ákvörðun velferðarráðuneytisins um synjun beiðni blaðamanns um aðgang að tveimur minnisblöðum vegna umkvartana þriggja barnaverndarnefnda varðandi samskipti við Barnaverndarstofu. Ákvörðunin byggðist á því að um vinnugögn væri að ræða og að þar væri að finna upplýsingar um starfssamband fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu við ráðuneytið. Úrskurðarnefndin féllst á með ráðuneytinu að minnisblöðin uppfylltu skilyrði vinnugagnahugtaks 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga en taldi að í öðru þeirra kæmu fram upplýsingar um atvik máls sem ekki væri að finna annars staðar, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. laganna. Lagt var fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að þeim hluta annars minnisblaðsins en hin kærða ákvörðun var að öðru leyti staðfest. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. september 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 758/2018 í máli ÚNU 18030014. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 27. mars 2018, kærði A, blaðamaður Stundarinnar, ákvörðun velferðarráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að þann 27. febrúar 2018 hafi kærandi sent ráðuneytinu beiðni um aðgang að niðurstöðum þess varðandi samskipti á sviði barnaverndarnefnda. Ef ráðuneytið teldi persónuupplýsingar og trúnaðarmál vera að finna í niðurstöðunum var óskað eftir því að fá skjalið afhent með persónugreinanlegum upplýsingum afmáðum eftir því sem ráðuneytið teldi nauðsynlegt, sbr. 3. mgr. 5. gr upplýsingalaga.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 16. mars 2018, kemur fram að í bréfum velferðarráðuneytisins til þriggja barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu hafi verið gerð grein fyrir niðurstöðu vegna umkvartana þeirra varðandi samskipti við Barnaverndarstofu. Bréfin séu hin formlega niðurstaða málsins. Í hinu umbeðna minnisblaði, sem tekið hafi verið saman af sérfræðingum ráðuneytisins, sé fjallað um hvort efni standi til þess af hálfu ráðuneytisins að bregðast við umkvörtununum og með hvaða hætti. Minnisblaðið sé vinnugagn ráðuneytisins til að byggja formlegu niðurstöðuna á. Þar sé komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi átt sér stað brot í starfi. Vísað er til þess að minnisblaðið teljist til vinnugagna, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá hafi ein þeirra umkvartana sem var til umfjöllunar hjá ráðuneytinu varðað tiltekið mál einstaklings á sviði barnaverndar. Ráðuneytið hafi tekið það til sérstakrar skoðunar og ritað hafi verið sérstakt minnisblað í ljósi þess að þar séu rakin viðkvæm persónuleg málefni. Niðurstaða málsins hafi einnig verið að ekki hafi verið um að ræða brot í starfi. Þar sem um sé að ræða viðkvæm gögn um einkamálefni einstaklinga sé óheimilt að veita aðgang að því á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kærandi telur hina kærðu ákvörðun ranga. Í fyrsta lagi geti bréfin sem ráðuneytið sendi barnaverndarnefndunum og Barnaverndarstofu ekki með góðu móti talist niðurstaða stjórnvalds í kvörtunarmáli, enda sé þar ekki að finna neina reifun á umkvörtunum og málsatvikum, andmæli eða rökstuðning af neinu tagi. Því megi draga þá ályktun að hin raunverulega niðurstaða málsins komi fyrir í minnisblöðum ráðuneytisins og að þau hafi því ekki verið undirbúningsgögn í reynd.<br /> <br /> Þá kveði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga á um að stjórnvöld skuli afhenda vinnugögn þegar eftir þeim sé óskað ef þar komi fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Þá vilji kærandi velta því upp að standist synjun ráðuneytisins hljóti stjórnvöld að geta afgreitt nær hvaða mál sem er í formi vinnugagna eða óformlegra minnisblaða og vikið sér þannig hjá því að rækja upplýsingaskyldu sína gagnvart almenningi.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Kæran var kynnt velferðarráðuneytinu með bréfi, dags. 5. apríl 2018, og veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn velferðarráðuneytisins, dags. 13. apríl 2018, eru að mestu leyti endurtekin rök fyrir synjun beiðni kæranda sem komu fram í hinni kærðu ákvörðun. Þó kemur fram að ráðuneytið hafi metið það svo að ákvæði 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga standi því í vegi að ráðuneytinu sé heimilt að afhenda kæranda umbeðin gögn. Í minnisblöðunum sé fjallað um starfssamband ráðherra og forstjóra Barnaverndarstofu, en þar séu m.a. reifaðar ávirðingar á hendur honum og starfsfólki undir hans stjórn og umfjöllun ráðuneytisins þar að lútandi. Hafi það því verið mat ráðuneytisins að umbeðnar upplýsingar væru undanþegnar upplýsingarétti almennings.<br /> <br /> Umsögn velferðarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. apríl 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda.<br /> <h2>Niðurstaða<br /> 1.</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að minnisblöðum velferðarráðuneytisins er tengjast umkvörtunum barnaverndarnefnda í garð forstjóra Barnaverndarstofu. Um upplýsingarétt kæranda fer samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt ákvæðinu er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.<br /> <h2>2.</h2> Af hálfu ráðuneytisins hefur í fyrsta lagi komið fram að 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga standi því í vegi að ráðuneytinu sé heimilt að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum, þar sem fjallað sé um starfssamband ráðherra og fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu. Þar séu reifaðar ávirðingar á hendur honum og starfsfólki undir hans stjórn og umfjöllun ráðuneytisins þar að lútandi. Um þetta er í fyrsta lagi að segja að Barnaverndarstofa er sjálfstæð stofnun, enda þó hún heyri undir yfirstjórn ráðherra og ráðherra skipi forstjóra hennar. Forstjóri Barnaverndarstofu er því ekki starfsmaður ráðherra eða ráðuneytisins þannig að starfssamband teljist vera þeirra á milli í þeim skilningi sem rætt er um í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Ákvæðið tekur þó til forstjóra sem starfsmanns Barnaverndarstofu og þeirra sem þar starfa. <br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. laganna segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taki til skv. 2. gr. taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í athugasemdum við þessa grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> <span class="blockqoude">Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar sem starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</span><br /> <br /> Við úrlausn þessa máls reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði að öðru leyti starfssamband starfsmannsins og Barnaverndarstofu. Þegar tekin er afstaða til þessa atriðis verður að hafa í huga að ákvæði 7. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um aðgang almennings að upplýsingum og ber því að skýra það þröngt.<br /> <br /> Við mat á því hvort umbeðin gögn teljist varða starfssamband þeirra sem þar er fjallað um að öðru leyti verður enn fremur að horfa til þeirra sjónarmiða sem lýst er í lögskýringargögnum með ákvæði 7. gr. og rakin eru hér að framan. Af þeim sjónarmiðum verður ráðið að ákvæðinu sé að meginstefnu ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Telja verður ljóst að með þeirri skírskotun sé átt við ákvarðanir í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 711/2017.<br /> <br /> Þegar lagt er mat á hvers konar ákvarðanir falli undir 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga er meðal annars litið til þess hvort ákvörðun sé beint út á við að borgurunum eða inn á við að starfsemi stjórnsýslunnar. Ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar teljast yfirleitt ekki til slíkra ákvarðana. Þær geta hins vegar verið það í ákveðnum tilvikum, sbr. athugasemdir við 1. gr. frumvarps þess sem varð að stjórnsýslulögum, en þar eru í dæmaskyni nefndar ákvarðanir um skipun, setningu og ráðningu opinberra starfsmanna svo og lausn þeirra frá störfum og brottvikningu þeirra. Í fyrrnefndum athugasemdum við 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er svo vísað til IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, hvað varðar sambærileg dæmi um ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslu sem teljast ákvarðanir í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Í ljósi framangreinds verður að telja að hin umbeðnu minnisblöð lúti ekki að starfssambandi fyrrverandi forstjóra Barnaverndarstofu við stofnunina að öðru leyti í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, þar sem þar eru ekki upplýsingar um ákvörðun í máli sem hann varðar í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <h2>3.</h2> Þá hefur komið fram af hálfu ráðuneytisins að umbeðin gögn teljist til vinnugagna í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna, og endanleg niðurstaða þess í málunum hafi birst í bréfum til barnaverndarnefndanna sem um ræðir. <br /> <br /> Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Til þess að skjal teljist vinnugagn þarf því almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt samkvæmt ákvæðinu. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Gögn málsins gefa ekki annað til kynna en að umbeðin minnisblöð uppfylli síðastnefndu skilyrðin tvö. Í þessu sambandi skal tekið fram að það leiðir ekki eitt og sér til þess að minnisblöðin missi stöðu sína sem vinnugögn að þau hafi verið afhent aðilum sem framkvæmdu úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun ráðuneytisins í kjölfar kvartana barnaverndarnefndanna, með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í skilyrðinu um að gagn þurfi að vera undirbúningsgagn í reynd felst að það hafi orðið til við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta tiltekins máls. Takmörkun 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga á upplýsingarétti almennings er enda studd þeim rökum að gögn sem verða til við slíkt ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Af þessu leiðir að gagn getur ekki talist vinnugagn ef það hefur í raun að geyma endanlega ákvörðun eða niðurstöðu um afgreiðslu máls. Kæra kæranda er reist á því að þetta eigi við um minnisblöð velferðarráðuneytisins, enda sé ekki að finna neina reifun á umkvörtunum og málsatvikum, andmæli eða rökstuðning af neinu tagi í bréfum ráðuneytisins til barnaverndarnefndanna þriggja, sem það kveður fela í sér endanlega niðurstöðu málsins.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir minnisblöðin í ljósi framangreindra sjónarmiða. Í minnisblaði skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu til ráðherra, dags. 18. janúar 2018, er farið yfir kvartanir barnaverndarnefndanna þriggja, kröfu einnar þeirra um setningu staðgengils, kvartanir vegna framgöngu Barnaverndarstofu og viðbrögð stofnunarinnar, kröfu Barnaverndarstofu um að fram fari mat á hæfi skrifstofustjóra á skrifstofunni, fund ráðuneytisins með framkvæmdastjóra barnaverndar Reykjavíkur og kvörtun yfir ummælum forstjóra Barnaverndarstofu í fjölmiðlum. Þá er farið yfir hlutverk og ábyrgð ráðuneytisins í málinu og möguleg viðbrögð við kvörtununum. Gerðar eru tillögur til úrbóta til lengri og skemmri tíma og farið í stuttu máli yfir athugun ráðuneytisins á málinu sem tengdist barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar. Að lokum kemur fram að ljóst sé að ásakanirnar séu alvarlegar og þarfnist málið sérstakrar skoðunar við. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að hvergi í minnisblaðinu eru teknar endanlegar ákvarðanir um viðbrögð ráðuneytisins í málinu. Atvik þess eru reifuð og á stöku stað settar fram hugmyndir um hugsanleg viðbrögð. Að mati nefndarinnar uppfyllir minnisblaðið því skilyrði þess að teljast undirbúningsgagn í reynd. <br /> <br /> Á hinn bóginn ber að líta til þess að í bréfum ráðuneytisins til barnaverndarnefndanna þriggja, sem send voru eftir gerð minnisblaðsins, er ekki vikið að ávirðingum þeirra í garð forstjórans fyrrverandi og mati ráðuneytisins á efni þeirra. Eins og hér háttar til er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að minnisblaðið hafi því að geyma umfangsmiklar upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með þessu orðalagi sé einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum sé ekki að finna annars staðar, en kunni að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu séu einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þessi lýsing á að öllu leyti við um efni minnisblaðs skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu til ráðherra, dags. 18. janúar 2018. Enda þó minnisblaðið uppfylli öll formleg skilyrði þess að teljast til vinnugagns er um svo umfangsmiklar upplýsingar um atvik málsins að ræða, sem ekki koma fram í þeim bréfum er ráðuneytið kveður fela í sér endanlega niðurstöðu málsins, að ekki þykir rétt að takmarka aðgang almennings að því. Í ljósi allra atvika málsins að öðru leyti þykir almenningur eiga af því ríka hagsmuni að kynna sér þær upplýsingar sem þar koma fram. Bar því velferðarráðuneytinu að veita kæranda aðgang að því á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, að frátöldum þeim hluta minnisblaðsins sem ber yfirskriftina: „Tillögur að úrbótum til lengri og skemmri tíma“. Þar er að finna umfjöllun sem fellur að öllu leyti undir vinnugagnahugtakið eins og það er afmarkað í upplýsingalögum.<br /> <br /> Sömu sjónarmið eiga ekki að öllu leyti við um minnisblað velferðarráðuneytisins til ráðherra, dags. 6. febrúar 2018. Þar er fjallað um ábendingu um óeðlileg afskipti forstjóra Barnaverndarstofu af barnaverndarmáli í Hafnarfirði. Í kjölfarið var Barnaverndarstofu tilkynnt um niðurstöðu athugunarinnar með bréfi, dags. 27. febrúar 2018, og barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar einnig með bréfi sama dag. Eins og hér háttar til verður að telja að minnisblaðið hafi ekki að geyma umfangsmiklar upplýsingar um málsatvik sem ekki koma fram í endanlegri niðurstöðu málsins. Verður því að telja að velferðarráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að því á þeim grundvelli að um vinnugagn hafi verið að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sér þó ástæðu til að benda á að upplýsingar um efni minnisblaðsins, þ.m.t. bein tilvitnun í stóran hluta þess, hefur birst opinberlega í niðurstöðu óháðrar úttektar á málsmeðferð og efnislegri athugun ráðuneytisins í kjölfar kvartana barnaverndarnefndanna þriggja vegna Barnaverndarstofu og forstjóra hennar, dags. 6. júní 2018. Úttektin er birt á vef Stjórnarráðsins. Með hliðsjón af niðurstöðu nefndarinnar er ekki ástæða til að taka afstöðu til þess hvort 9. gr. upplýsingalaga komi í veg fyrir aðgang kæranda að minnisblaðinu.<br /> <br /> Það athugast að við töku hinnar kærðu ákvörðunar tók velferðarráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort kæranda skyldi veittur aukinn aðgangur að umbeðnum gögnum, sbr. ákvæði 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, svo sem skylt er skv. 2. mgr. ákvæðisins. Enda þótt fallist sé á það með ráðuneytinu að heimilt hafi verið að synja beiðni kæranda um aðgang að minnisblaðinu, dags. 6. febrúar 2018, kann því jafnframt að hafa verið heimilt að veita honum aðgang að því á grundvelli sjónarmiða um aukinn aðgang og markmiða upplýsingaréttar almennings, sbr. 1. gr. upplýsingalaga. Því er beint til ráðuneytisins að taka afstöðu til þessa atriðis við meðferð beiðna um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögunum í framtíðinni.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Velferðarráðuneytinu ber að veita kæranda, A, blaðamanni, aðgang að minnisblaði skrifstofu félagsþjónustu í velferðarráðuneytinu til ráðherra, dags. 18. janúar 2018 að frátöldum þeim hluta minnisblaðsins sem ber yfirskriftina: „Tillögur að úrbótum til lengri og skemmri tíma“.<br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
757/2018. Úrskurður frá 28. september 2018 | Kærð var ákvörðun Vegagerðarinnar um að synja beiðni um upplýsingar um kostnað stofnunarinnar vegna þátttöku starfsmanns á ráðstefnum erlendis á tilteknu tímabili. Ákvörðunin byggðist á því að upplýsingarnar vörðuðu starfssamband starfsmannsins og Vegagerðarinnar, sbr. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, og að um persónuupplýsingar væri að ræða sem 9. gr. laganna kæmi í veg fyrir að yrðu afhentar óviðkomandi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á þetta og lagði fyrir Vegagerðina að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. | <h1>Úrskurður</h1> Hinn 28. september 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 757/2018 í máli ÚNU 18030013. <br /> <h2>Kæra og málsatvik</h2> Með erindi, dags. 26. mars 2018, kærði Stapi ehf. synjun Vegagerðarinnar á beiðni um aðgang að upplýsingum um kostnað stofnunarinnar af þátttöku starfsmanns hennar á ráðstefnum erlendis á tilteknu tímabili.<br /> <br /> Með bréfi til Vegagerðarinnar, dags. 21. mars 2018, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum um kostnað Vegagerðarinnar af þátttöku A, strandverkfræðings á siglingasviði stofnunarinnar, á ráðstefnu í Liverpool á Englandi árið 2017. Enn fremur óskaði kærandi eftir sambærilegum kostnaðarupplýsingum í tengslum við þátttöku sama starfsmanns á ráðstefnum erlendis frá árinu 2013 fram til dagsins í dag. Til stuðnings beiðni sinnar vísaði kærandi m.a. til meginreglu um upplýsingarétt almennings sem fram kemur í 5. gr. upplýsingalaga og nánar tilgreindra úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Vegagerðin synjaði beiðni kæranda með tölvupósti, dags. 23. mars 2018, með vísan til 7. gr. upplýsingalaga um takmörkun á rétti almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna. Þar kæmi fram að réttur almennings til aðgangs að slíkum gögnum næði ekki til gagna í málum sem vörðuðu umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Þar sem umbeðnar upplýsingar tengdust starfssambandi starfsmanns og Vegagerðarinnar synjaði stofnunin kæranda því um aðgang að þeim.<br /> <br /> Í tölvupóstinum var svo tekið fram að hjá Vegagerðinni væru engar utanlandsferðir farnar nema þær hlytu umfjöllun hjá utanfararnefnd stofnunarinnar, sem jafnframt gæfi leyfi til ferðarinnar. Að auki þyrfti vegamálastjóri að samþykkja slíka ferð. Að lokum var svo nefnt að kostnaður við slíkar ferðir væri í föstum skorðum; greitt væri fargjald, dagpeningar samkvæmt útreikningi ferðakostnaðarnefndar ríkisins og svo ráðstefnugjald í þeim tilvikum sem þess gerðist þörf.<br /> <br /> Í kæru sinni til úrskurðarnefndar gerði kærandi athugasemd við að Vegagerðin rökstyddi ekki efnislega að ferðakostnaður stofnunarinnar vegna ráðstefnuþátttöku starfsmanna erlendis skyldi fara leynt. Honum þætti gagnrýnivert að opinber aðili synjaði um aðgang að slíkum upplýsingum og kæmi þannig í veg fyrir eðlilegt gagnsæi opinberrar starfsemi.<br /> <h2>Málsmeðferð</h2> Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 5. apríl 2018, var kæran kynnt Vegagerðinni og stofnuninni veittur frestur til að koma á framfæri umsögn um kæruna og frekari rökstuðningi. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.<br /> <br /> Umsögn Vegagerðarinnar er dagsett 17. apríl 2018. Í henni kemur fram að stofnunin hafi synjað um aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem lögin taki til nái ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.<br /> <br /> Því næst er tiltekið að almennt sé viðurkennt að tilteknir hagsmunir stjórnvalda og starfsmanna sem lúta meðal annars að því að varðveita traust og trúnað í starfssambandinu geti leitt til þess að réttmætt sé að takmarka þann upplýsingarétt almennings sem fram kemur í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. sömu laga taki réttur almennings ekki til gagna sem tengjast málefnum starfsmanna, sbr. 7. gr. laganna. Samkvæmt athugasemdum við 7. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum komi fram að með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti sé átt við gögn mála þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búi þar að baki að rétt sé að veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem hætta væri á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu teldi Vegagerðin að ákvörðun um að heimila starfsmanni að sækja ráðstefnu og greiða kostnað vegna hennar væri ákvörðun um réttindi starfsmannsins, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Undanþágur frá undantekningarreglu 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, sem fram kæmu í 2. mgr. sömu greinar, ættu ekki við í málinu. Var það enn fremur nefnt sérstaklega að kostnaður við ráðstefnuþátttöku gæti ekki talist til „fastra launakjara starfsmanns“ í skilningi 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Því næst kom fram að við ákvörðun Vegagerðarinnar að synja um aðgang að umbeðnum gögnum hefði verið litið til þess að um væri að ræða kostnað sem rekja mætti beint til ákveðins starfsmanns stofnunarinnar. Um væri að ræða persónuupplýsingar sem kynnu að falla undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. apríl 2018, gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda kost á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar. Þær bárust með bréfi, dags. 4. maí 2018. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur um málsatvik, málsástæður aðila og lagarök í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <h2>Niðurstaða</h2> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um kostnað Vegagerðarinnar af þátttöku starfsmanns stofnunarinnar á ráðstefnum erlendis á tilteknu tímabili. Synjun Vegagerðarinnar á beiðni kæranda um aðgang að gögnunum byggist aðallega á 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga en einnig á 9. gr. sömu laga.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. laganna segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taki til skv. 2. gr. taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í athugasemdum við þessa grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a.:<br /> <br /> <span class="pull-quote">Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar sem starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</span><br /> <br /> Við úrlausn þessa máls reynir á það hvort þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þær varði að öðru leyti starfssamband umrædds starfsmanns og Vegagerðarinnar. Þegar tekin er afstaða til þessa atriðis verður að hafa í huga að ákvæði 7. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um aðgang almennings að upplýsingum og ber því að skýra það þröngt.<br /> <br /> Við mat á því hvort umbeðin gögn teljist varða starfssamband þeirra sem þar er fjallað um að öðru leyti verður enn fremur að horfa til þeirra sjónarmiða sem lýst er í lögskýringargögnum með ákvæði 7. gr. og rakin eru hér að framan. Af þeim sjónarmiðum verður ráðið að ákvæðinu sé að meginstefnu ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Telja verður ljóst að með þeirri skírskotun sé átt við ákvarðanir í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 711/2017.<br /> <br /> Þegar lagt er mat á hvers konar ákvarðanir falli undir 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga er meðal annars litið til þess hvort ákvörðun sé beint út á við að borgurunum eða inn á við að starfsemi stjórnsýslunnar. Ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslunnar teljast yfirleitt ekki til slíkra ákvarðana. Þær geta hins vegar verið það í ákveðnum tilvikum, sbr. athugasemdir við 1. gr. frumvarps þess sem varð að stjórnsýslulögum, en þar eru í dæmaskyni nefndar ákvarðanir um skipun, setningu og ráðningu opinberra starfsmanna svo og lausn þeirra frá störfum og brottvikningu þeirra. Í fyrrnefndum athugasemdum við 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er svo vísað til IV. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, hvað varðar sambærileg dæmi um ákvarðanir um innri málefni stjórnsýslu sem teljast ákvarðanir í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður ekki talið að ákvörðun um að taka þátt í kostnaði við ráðstefnuþátttöku starfsmanns hjá stjórnvaldi teljist varða svo mikilvæg réttindi hans að slík ákvörðun geti talist ákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Af þeirri ástæðu geta gögn í slíku máli ekki heldur talist varða „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti byggð á því að umbeðin gögn innihaldi persónuupplýsingar, sem kunni að falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur undir höndum þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir í málinu. Um er að ræða yfirlit um kostnað sem Vegagerðin greiddi fyrir ráðstefnuþátttöku tiltekins starfsmanns á ákveðnu tímabili. Að mati nefndarinnar er í gögnunum ekki að finna upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Er hér litið til þess að um er að ræða upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna og umbeðin gögn hafa hvorki að geyma neinar upplýsingar sem nefndar eru í dæmaskyni í tilvitnuðum athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, né upplýsingar sambærilegar þeim viðkvæmu upplýsingum sem þar eru nefndar.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að veita beri kæranda aðgang að upplýsingum um kostnað stofnunarinnar af ráðstefnuþátttöku A erlendis frá árinu 2013 fram til dagsins í dag, þar með talið upplýsingum vegna ráðstefnu í Liverpool á Englandi árið 2017.<br /> <h2>Úrskurðarorð:</h2> Vegagerðinni ber að veita kæranda, Stapa ehf., aðgang að upplýsingum um kostnað stofnunarinnar af þátttöku A í ráðstefnum erlendis frá árinu 2013 fram til dagsins í dag, þar með talið upplýsingum vegna ráðstefnu í Liverpool á Englandi árið 2017.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
756/2018. Úrskurður frá 31. júlí 2018 | Kærandi óskaði eftir aðgangi að gögnum frá Tryggingastofnun um son kæranda. Í hinni kærðu ákvörðun kom m.a. fram að barnsmóðir kæranda væri aðili að málum hjá stofnuninni sem varði barnið en ekki kærandi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Tryggingastofnun hefði borið að meta hvort kærandi ætti rétt á aðgangi að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og lagði fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 31. júlí 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 756/2018 í máli ÚNU 18030004. <br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags. 11. mars 2018, kærði A synjun Tryggingastofnunar á beiðni um aðgang að gögnum. Með tölvupósti, dags. 11. janúar 2018, óskaði kærandi eftir því að allar upplýsingar um son kæranda væru aðgengilegar á svokölluðum „mínum síðum“ kæranda. Einnig óskaði kærandi eftir því að fá allan póst er varðaði son hans, svo kærandi yrði upplýstur um öll samskipti varðandi son sinn. Þann 1. febrúar 2018 svaraði Tryggingastofnun því að barnsmóðir kæranda væri viðskiptavinur Tryggingastofnunar og rétthafi greiðslna vegna sonar hennar og kæranda frá stofnuninni en ekki kærandi. Stofnuninni væri á grundvelli persónuverndarsjónarmiða ekki heimilt að veita kæranda óheftan aðgang að samskiptum stofnunarinnar og barnsmóður kæranda vegna greiðslna frá stofnuninni, þó að þau vörðuðu son kæranda. Fram kemur að Tryggingastofnun sé heimilt að veita kæranda afrit af ákvörðunum sem Tryggingastofnun hafi þegar tekið varðandi son hans, eins og umönnunarmötum og umönnunarkorti. Tryggingastofnun muni birta afrit af þeim á „mínum síðum“ kæranda. Ekki verði þó um sjálfkrafa birtingu að ræða heldur þurfi kærandi að óska eftir afriti af þeim hverju sinni. <br /> <br /> Með bréfi Tryggingastofnunar, dags. 9. febrúar 2018, var kæranda synjað um aðgang að gögnum sem varða son hans hjá stofnuninni. Í bréfinu kemur m.a. fram að við afhendingu gagna sem verði til við úrlausn stjórnsýslumála beri að horfa til þess hver sé aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 15.-17. gr. þeirra laga. Jafnframt er á það bent að umönnunargreiðslur séu greiddar til þess foreldris sem sé með skráð lögheimili barnsins hjá sér og sé það móðir barnsins sem sé aðili málsins hjá stofnuninni en ekki kærandi. Að öðru leyti fari um aðgang að upplýsingum hjá stjórnvöldum skv. upplýsingalögum nr. 140/2012 og um meðferð persónuupplýsinga skv. lögum nr. 77/2000. Með vísan til þessa sé Tryggingastofnun ekki heimilt að veita kæranda óheftan aðgang að gögnum sem varði son kæranda hjá stofnuninni og sé beiðni kæranda því synjað. <br /> <br /> Í kæru kemur m.a. fram að sonur kæranda hafi haft umönnunarkort frá árinu 2015 og hafi móðir hans fengið bætur vegna fötlunar hans. Kærandi hafi þó ekki vitað af því, þrátt fyrir að hann hafi sótt um kortið ásamt móðurinni. Fram kemur að kærandi og barnsmóðir hans séu með sameiginlega forsjá og jafna umgengni. Ekkert mæli gegn því að þessar upplýsingar séu aðgengilegar kæranda enda snúist þær um son hans en ekki móður barnsins. Vísað er til þess að í barnalögum nr. 76/2003 séu engin ákvæði um að upplýsingar til forsjárforeldris eigi með einhverju móti að vera takmarkaðar. Þá kemur m.a. fram að umönnunarkortið skipti miklu máli en það gefi drengnum ásamt einum fylgdarmanni m.a. ókeypis í sund. Kærandi telji að miðað við synjun Tryggingastofnunar virðist sonur kæranda aðeins vera fatlaður hjá móður, sem fái allan stuðning, en heilbrigður hjá föður sem fái engar upplýsingar, engan stuðning og sé ekki talinn vera aðili að málefnum sem varði greiningu og fötlun barnsins. <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Með bréfi, dags. 13. mars 2017, var kæran kynnt Tryggingastofnun og veittur kostur á að koma á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Tryggingastofnunar, dags. 11. apríl 2018, kemur m.a. fram að stofnuninni sé heimilt að inna af hendi umönnunargreiðslur til framfærenda fatlaðra og langveikra barna og taka aukinn þátt í greiðslu sjúkrakostnaðar ef andleg eða líkamleg hömlun barns hafi í för með sér tilfinnanleg útgjöld og sérstaka umönnun eða gæslu. Umönnunargreiðslur séu greiddar til þess foreldris sem sé með skráð lögheimili barnsins hjá sér enda litið svo á að það annist framfærslu barnsins. Barnsmóðir kæranda sé rétthafi umönnunargreiðslna með syni kæranda enda hafi barnið lögheimili hjá henni. Hún sé því viðskiptavinur Tryggingastofnunar og aðili máls hjá stofnuninni er varði umönnunargreiðslur með barni hennar. Eingöngu sé hægt að veita þeim sem teljist aðili máls aðgang að gögnum er málið varði. Ekki sé hægt að líta á kæranda sem aðila máls barnsmóður sinnar hjá stofnuninni þrátt fyrir að málið varði son hans og þau deili forsjá barnsins. Stofnuninni sé því ekki heimilt að veita kæranda óheftan aðgang að þeim gögnum og samskiptum sem eigi sér stað á milli stofnunarinnar og barnsmóður hans vegna greiðslna hennar frá stofnuninni með syni hans.<br /> <br /> Fram kemur að Tryggingastofnun hafi ákveðið að veita kæranda, sem forsjáraðila barnsins, afrit af umönnunarmötum sem gerð hafi verið vegna sonar hans og einnig afrit af umönnunarkorti sem veiti afslátt af læknisþjónustu fyrir son kæranda ásamt tilboðum eða afsláttum á fleiri stöðum, eins og t.d. í sund. Kærandi geti því notið þeirra afsláttarkjara sem umönnunarkortið veiti til jafns við móður barnsins. Tryggingastofnun telur sig hafa heimild til að veita kæranda, sem forsjáraðila barnsins, þessar upplýsingar og gögn en ekki sé hægt að verða við því að birta gögnin sjálfkrafa í framtíðinni heldur verði kærandi að óska eftir afriti af þeim hverju sinni. Tryggingastofnun geti ekki tryggt að ekki birtist einnig gögn sem varði persónulega hagi og einkamálefni barnsmóður hans og geti því ekki birt þessi gögn sjálfkrafa.<br /> <br /> Þá segir í umsögninni að Tryggingastofnun telji sig hafa veitt kæranda aðgang að þeim gögnum sem stofnuninni sé heimilt að veita er varði son hans og rétt til umönnunargreiðslna með honum. Önnur gögn, sem snúi að þessum rétti barnsmóður kæranda til umönnunargreiðslna, eins og umsókn og bréfaskipti stofnunarinnar við hana vegna málsins, varði einnig hana sjálfa og hennar persónulegu hagi og því hafi Tryggingastofnun ekki heimild til að veita kæranda aðgang að þeim með vísan til persónuverndarréttar. Þá séu læknisfræðileg gögn um barnið, eins og læknisvottorð sem berist Tryggingastofnun frá læknum barnsins til að meta rétt á greiðslum frá stofnuninni, viðkvæm gögn í skilningi persónuverndarréttar. Um sé að ræða gögn frá þriðja aðila og sé Tryggingastofnun ekki vörsluaðili þeirra gagna og hafi því ekki heimild til að afhenda þau gögn. <br /> <br /> Umsögninni fylgdi ekki afrit þeirra gagna sem kæranda var synjað um. <br /> <br /> Umsögn Tryggingastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 23. apríl 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 7. maí 2018, kemur m.a. fram að kærandi hafi ekki verið upplýstur um mat Tryggingastofnunar á fötlun sonar hans. Hann sé einungis að fara fram á að vera upplýstur um réttindi sonar hans. Kærandi sé ekki að óska eftir gögnum um aðila sem sé honum ótengdur. Þá sé markmiðið með umönnunargreiðslum það að aðstoða foreldra ef andleg og líkamleg hömlum barns hefur með sér tilfinnanleg útgjöld og sérstaka umönnun eða gæslu. Eðli málsins samkvæmt sé þessi kostnaður ekki síðri hjá því foreldri sem barn hefur ekki lögheimili hjá. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur um málsatvik, málsástæður aðila og lagarök í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <br /> <br /> <h3>Niðurstaða<br /> 1.</h3> Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að gögnum í vörslum Tryggingastofnunar. Í gagnabeiðni sinni, dags. 11. janúar 2018, óskaði kærandi eftir því að allar upplýsingar um son kæranda yrðu gerðar aðgengilegar á svokölluðum „mínum síðum“ kæranda. Einnig óskaði kærandi eftir því að hann fengi allan póst er varði samskipti um son sinn. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr., 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Það er því ekki á valdsviði úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um hvort Tryggingastofnun sé skylt að birta jafnóðum upplýsingar á sérstöku vefsvæði eða veita kæranda aðgang að gögnum sem ekki voru orðin til þegar gagnabeiðni kæranda barst. Í ljósi þessa verður litið svo á að kærandi hafi í gagnabeiðninni óskað eftir öllum fyrirliggjandi gögnum í vörslum Tryggingastofnunar er varði son hans.<br /> <h3>2.</h3> Í umsögn Tryggingastofnunar, dags. 11. apríl 2018, kemur fram að kæranda hafi verið veittur aðgangur að þeim gögnum sem stofnunin hafi talið heimilt að veita aðgang að. Stofnunin hafi aftur á móti synjað kæranda um aðgang að gögnum þar sem hann sé ekki aðili að stjórnsýslumáli er varði rétt barnsmóður hans til umönnunargreiðslna með syni þeirra. Þá varði önnur gögn, sem snúi að rétti barnsmóður kæranda til umönnunargreiðslna, eins og umsókn og bréfaskipti stofnunarinnar við hana vegna málsins, einkamálefni móður. Auk þess séu læknisfræðileg gögn um barnið viðkvæm gögn í skilningi persónuréttar. Um sé að ræða gögn frá þriðja aðila og hafi Tryggingastofnun ekki heimild til að afhenda þau gögn. <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nær til allra gagna sem fyrirliggjandi eru hjá aðila sem fellur undir lögin samkvæmt 2. og 3. gr. laganna, nema takmarkanir séu á því gerðar með lögum. Ekki skiptir því máli hvort gögnin hafi „borist frá þriðja aðila“. Þá kemur fram í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Aðili stjórnsýslumáls getur því ekki óskað eftir upplýsingum í málinu á grundvelli upplýsingalaga heldur gildir þá ákvæði 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um aðganginn. Þeir sem ekki eru aðilar að stjórnsýslumáli geta hins vegar óskað eftir gögnum sem tilheyra slíku máli á grundvelli upplýsingalaga. Tryggingastofnun var því skylt að meta þau gögn sem fallið gátu undir gagnabeiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga, þ. á m. hvort réttur kæranda til þeirra yrði felldur undir 1. mgr. 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings eða 1. mgr. 14. gr. laganna um upplýsingarétt aðila sjálfs. <br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga 140/2012 segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, áður 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum. Augljóst er að kærandi hefur hagsmuni af því umfram almenning að fá upplýsingar sem varða barn hans með beinum hætti, svo sem læknisfræðileg gögn sem og upplýsingar um barnið sem fram koma í samskiptum barnsmóður hans og Tryggingastofnunar. Er því ekki vafi á um að Tryggingastofnun hafi borið að meta rétt kæranda til aðgangs að slíkum gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr., með þeim takmörkunum sem greinir í lögum. <br /> <br /> Samkvæmt 4. gr. laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007 er Tryggingastofnun heimilt að inna af hendi umönnunargreiðslur til framfærenda fatlaðra og langveikra barna. Þá er stofnuninni heimilt að inna af hendi umönnunargreiðslur til framfærenda barna með alvarleg þroskafrávik, sem jafna má við fötlun, og barna með alvarleg hegðunarvandamál sem jafna má við geðræna sjúkdóma. Eins og ákvæðið er orðað verður ekki ráðið að réttur þessi sé bundinn við lögheimilisforeldri. Í ljósi þeirrar fullyrðingar kæranda að hann og barnsmóðir hans deili forræði og að umgengni barnsins við þau sé jöfn er því er ekki útilokað að kærandi geti átt rétt til bóta á grundvelli ákvæðisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur að sjálfsögðu ekki ákvörðun um slíkt heldur takmarkast umfjöllun nefndarinnar við upplýsingarétt kæranda. Nefndin telur hins vegar, í ljósi hugsanlegrar réttarstöðu kæranda sem forræðis- og umgengnisforeldris barnsins að ekki sé fyrirfram útilokað að hann geti, á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, átt rétt til upplýsinga um samskipti barnsmóður og Tryggingastofnunar varðandi umsókn um umönnunarbætur. Ekki er að sjá að Tryggingastofnun hafi metið hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eða hvort um rétt hans fari eftir 1. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <h3>3.</h3> Upplýsingaréttur aðila máls á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga lýtur m.a. takmörkunum á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur m.a. fram að algengt sé að gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Tekið er fram að kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins. Í athugasemdunum segir jafnframt um 3. mgr. 14. gr. að regla ákvæðisins byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir séu. Oft verði því að leita álits þess sem eigi andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar séu þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Samkvæmt þessu bar Tryggingastofnun að meta hvort hagsmunir kæranda til aðgangs að gögnunum vægju þyngra en hagsmunir annarra sem koma fyrir í gögnunum af því að þau fari leynt. Við það mat bar Tryggingastofnun m.a. að taka mið af 3. mgr. 5. gr. þar sem segir að ef ákvæði 6.-10. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Ljóst er að þetta skyldubundna mat, sem kveðið er á um í upplýsingalögum, fór ekki fram. Þá verður ekki séð að Tryggingastofnun hafi leitað eftir afstöðu barnsmóður kæranda til þess að kæranda verði veittur aðgangur að þeim gögnum sem varða hana, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. <br /> <h3>4.</h3> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og fram hefur komið er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að málsmeðferð Tryggingastofnunar við töku hinnar kærðu ákvörðunar hafi ekki samrýmst ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Er það því mat nefndarinnar að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Tryggingastofnun að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Ákvörðun Tryggingastofnunar, dags. 9. nóvember 2017, um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir Tryggingastofnun að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
755/2018. Úrskurður frá 31. júlí 2018 | Óskað var eftir álitsgerðar nefndar heilbrigðisráðherra um hæfni umsækjenda um embætti landlæknis. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti að ráðuneytinu hefði verið heimilt að synja beiðninni á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 31. júlí 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 755/2018 í máli ÚNU 18030003.<br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags. 6. mars 2018, kærði A, blaðamaður, synjun velferðarráðuneytisins á beiðni um aðgang að álitsgerð nefndar heilbrigðisráðherra til að meta hæfni umsækjenda um embætti landlæknis. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 2. mars. 2018, óskaði B, blaðamaður, eftir því við velferðarráðuneytið að sér yrðu sendar niðurstöður hæfnisnefndar um umsækjendur um stöðu landlæknis. Í beiðninni vísaði hann til þess að komið hefði fram í tilkynningu frá ráðuneytinu að tveir umsækjendur hefðu verið metnir hæfastir, þeirra á meðal Alma Möller. Óskaði B eftir því að fá upplýsingar um hver hinn umsækjandinn væri. A tók við málinu af B og ýtti á eftir viðbrögðum ráðuneytisins í símtali við aðstoðarmann heilbrigðisráðherra þann 5. mars. <br /> <br /> Beiðninni var svarað með tölvupósti, dags. 5. mars 2018. Þar vísaði ráðuneytið til fyrri samskipta og benti því næst á að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé skylt að veita almenningi upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur sé liðinn. Velferðarráðuneytið hafi birt upplýsingar þessa efnis í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þann 8. janúar 2018 um nöfn og starfsheiti þeirra sex sem sóttu um embætti landlæknis. Hins vegar taki réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssamband að öðru leyti. Meðal gagna í slíkum málum séu umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar sé rakið í skýringum við ákvæði 7. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 140/2012. Því sé velferðarráðuneytinu hvorki unnt að verða við beiðni kæranda um aðgang að niðurstöðu hæfnisnefndar um umsækjendur um embætti landlæknis né veita upplýsingar um hvaða umsækjanda hæfnisnefndin hafi metið jafnhæfan umsækjandanum sem ákveðið var að skipa í embættið.<br /> <br /> Eins og áður segir kærði kærandi framangreinda synjun velferðarráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 6. mars 2018. Í kærunni eru samskipti blaðamannanna við ráðuneytið stuttlega rakin og meðal annars tekið fram að upphaflega hafi B fengið jákvæð viðbrögð við beiðninni sem svo hafi verið hafnað.<br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Með bréfi, dags. 9. mars 2018, var kæran kynnt velferðarráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana.<br /> <br /> Í umsögn velferðarráðuneytisins, dags. 13. mars. 2018, segir m.a. að í athugasemdum við 6. gr. frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012 sé fjallað um tilteknar undantekningar frá rétti almennings til aðgangs að gögnum. Þá segir að í ljósi athugasemda við 4. tölul. 4. gr. sem fylgdu með frumvarpi því sem varð að eldri upplýsingalögum og athugasemda við 7. gr. í frumvarpi til gildandi upplýsingalaga telji ráðuneytið að því sé hvorki heimilt að veita aðgang að niðurstöðum hæfnisnefndar sem mat umsækjendur um embætti landlæknis né upplýsingar um það hvernig þeir röðuðust samkvæmt mati nefndarinnar.<br /> <br /> Fram kemur að velferðarráðuneytið hafi oft fengið óskir frá umsækjendum um embætti eða störf sem auglýst eru á þess vegum, um að nöfn þeirra verði ekki birt, þrátt fyrir að ákvæði upplýsingalaga um birtingu séu skýr hvað þetta varði. Meðal annars í því ljósi telji ráðuneytið að það kunni að vera viðkvæmt af hálfu umsækjenda um embætti eða störf ef birtar séu opinberlega upplýsingar um það hvernig þeir raðast innbyrðis eftir hæfni samkvæmt mati hæfnisnefndar. Það hafi komið til tals að veita upplýsingarnar að því gefnu að viðkomandi gæfi samþykki sitt. Hins vegar hafi verið horfið frá því þar sem upplýsingarnar feli óhjákvæmilega í sér ákveðnar upplýsingar um mat hæfnisnefndarinnar á hinum umsækjendunum fjórum.<br /> <br /> Auk þess kemur fram að við mat á því hvort orðið sé við beiðnum fjölmiðla eða almennings um aðgang að gögnum byggi ráðuneytið jafnan nálgun sína á því hvort heimilt sé að veita umbeðin gögn. Vinnureglan sé sú að veita aðgang að gögnum ef það sé heimilt, þótt það sé ekki endilega skylt samkvæmt lögum. Í umsögninni kemur fram að velferðarráðuneytið telji mikilvægt að fá úr því skorið hvaða gögnum því sé heimilt að veita aðgang að í málum sem þessum, hvort sem niðurstaða úrskurðarnefndarinnar feli í sér staðfestingu á ákvörðun ráðuneytisins í þessu máli eða felli hana úr gildi að hluta eða öllu leyti. <br /> <br /> Umsögn velferðarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. mars 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust. <br /> <h3>Niðurstaða</h3> Í máli þessu reynir á rétt almennings til aðgangs að álitsgerð nefndar heilbrigðisráðherra þar sem lagt er mat á hæfni umsækjenda um embætti landlæknis, skv. 2. gr. laga nr. 41/2007 um embætti landlæknis, sbr. 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Álitsgerðin var undirrituð 15. febrúar 2018 og skipaði ráðherra Ölmu Dagbjörtu Möller í embættið þann 1. apríl 2018. Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið heyra bæði undir upplýsingalög, sbr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í tilefni af því sem segir í kæru, að upphaflega hafi verið tekið vel í beiðni starfsbróður kæranda um umrædda álitsgerð, tekur úrskurðarnefndin fram að af gögnum málsins verði ráðið að ekki hafi verið tekin ákvörðun í málinu fyrr en með tölvupóstinum 5. mars 2018. Úrskurðarnefndin gengur þannig út frá því að kæranda hafi ekki verið birt ákvörðun í málinu, sbr. 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga og 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, fyrr en með því bréfi.<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga segir, að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfi hjá aðilum sem falli undir lögin taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í athugasemdum greinargerðar þeirri er fylgdi frumvarpi því er varð að gildandi upplýsingalögum segir m.a. um 1. mgr. 7. gr.:<br /> <br /> <span class="blockqoude">Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu [...] að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur [...]</span><br /> <br /> Í 2. mgr. 7. gr. laganna eru gerðar nokkrar undantekningar á framangreindri takmörkun á upplýsingarétti og m.a. kveðið á um að veita skuli upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn. Í máli þessu liggur fyrir að velferðarráðuneytið hefur þegar veitt þær upplýsingar.<br /> <br /> Engum vafa er undirorpið að álitsgerð hæfnisnefndar heilbrigðisráðherra frá 15. febrúar 2018 fellur undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, enda felur álitsgerðin í sér umsögn um umsækjendur. Telst hún því undanþegin upplýsingarétti almennings. Verður synjun velferðarráðuneytisins á beiðni kæranda því staðfest.<br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Ákvörðun velferðarráðuneytisins um synjun á beiðni kæranda, A, um aðgang að álitsgerð nefndar heilbrigðisráðherra til að meta hæfni umsækjenda um embætti landlæknis, dags. 15. febrúar 2008, er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
754/2018. Úrskurður frá 31. júlí 2018 | Landssamband smábátaeigenda kærði synjun Hagstofu Íslands á beiðni um upplýsingar um kennitölur tiltekinna fyrirtækja. Hagstofan sagði upplýsingarnar undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt lögum um stofnunina og opinbera hagskýrslugerð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að um sérstakt þagnarskylduákvæði væri að ræða og jafnframt að umbeðnar upplýsingar féllu undir ákvæðið. Var synjun Hagstofunnar á beiðni kæranda því staðfest. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 31. júlí 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 754/2018 í máli ÚNU 18020014. <br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags. 23. febrúar 2018, kærði Landssamband smábátaeigenda synjun Hagstofu Íslands, dags. 23. janúar 2018, á beiðni um aðgang að upplýsingum um kennitölur tiltekinna fyrirtækja, sem Hagstofan byggði tölfræðivinnslu um rekstur helstu greina sjávarútvegs á fyrir árið 2015.<br /> <br /> Atvik málsins eru þau að með bréfi, dags. 22. janúar 2018, óskaði kærandi eftir aðgangi að kennitölum allra fyrirtækja sem Hagstofan byggði áðurnefnda tölfræðivinnslu á og vörðuðu annars vegar báta minni en 10 brúttólestir og hins vegar báta á stærðarbilinu 10-200 brúttólestir. Hagstofa Íslands svaraði beiðninni með bréfi, dags. 23. janúar 2018, þar sem fram kom að kærandi vísaði líklega til tölfræðivinnslu í tengslum við útgáfu ritsins Hagur veiða og vinnslu og talnaefnis sem birt væri á vef Hagstofunnar undir fyrirsögninni Afkoma sjávarútvegs. Hagstofan taldi að ekki væri hægt að verða við beiðni kæranda og synjaði um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli að samkvæmt lögum um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007 ríkti trúnaður um allar upplýsingar sem Hagstofan safnaði til hagskýrslugerðar og snertu tiltekna einstaklinga eða lögaðila. Með afhendingu slíkra gagna væri brotið gegn ákvæðum þeirra laga.<br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 26. febrúar 2018, var Hagstofu Íslands kynnt kæran og veittur frestur til að senda úrskurðarnefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni.<br /> <br /> Umsögn Hagstofu Íslands barst þann 13. mars 2018. Þar var fyrst tekið fram að Hagstofan taki árlega saman yfirlit um rekstur helstu greina sjávarútvegs. Við gerð tölfræðinnar sé byggt á skattframtölum rekstraraðila en þar að auki afli Hagstofan ítarlegri upplýsinga beint frá fyrirtækjum í sjávarútvegi. Að því búnu var vísað til 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007 en þar stendur í 1. mgr.:<br /> <br /> <span class="blockqoude">Þagnarskylda ríkir um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Slíkar upplýsingar teljast trúnaðargögn og skulu þær einvörðungu notaðar til hagskýrslugerðar. Óheimilt er að afhenda þær öðrum stjórnvöldum, ákvæði annarra laga um aðgang stjórnvalda að gögnum víkja fyrir þessu ákvæði og þær lúta ekki aðgangi samkvæmt upplýsingalögum. Sama gildir um upplýsingar um einstaklinga og lögaðila í opinberum skrám sem Hagstofan nýtir til hagskýrslugerðar og upplýsingar sem verða til við samtengingu skráa skv. 9. gr. Þegar um stjórnsýsluupplýsingar er að ræða er Hagstofunni þó heimilt að veita hlutaðeigandi stjórnvaldi upplýsingar úr gögnum sem það hefur áður tekið þátt í að safna eða látið henni í té.</span><br /> <br /> Í umsögn Hagstofu kom einnig fram að samkvæmt 11. gr. laganna væri starfsfólki Hagstofu Íslands skylt, að viðlagðri refsiábyrgð, að halda trúnað og gæta fyllstu þagmælsku um öll trúnaðargögn sem unnið sé með á stofnuninni. Af þessu öllu mætti ráða að sú grunnregla gildi að hafi Hagstofan safnað upplýsingum til hagskýrslugerðar, og þær snerti einstaklinga eða lögaðila, gildi þagnarskylda. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd gaf kæranda færi á að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar með bréfi, dags. 16. mars 2018. Engar frekari athugasemdir bárust frá kæranda.<br /> <h3>Niðurstaða</h3> Í máli þessu er deilt um lögmæti synjunar Hagstofu Íslands á aðgangi kæranda að kennitölum tiltekinna fyrirtækja, sem Hagstofan byggði tölfræðivinnslu um rekstur helstu greina sjávarútvegs á fyrir árið 2015. Réttur kæranda til aðgangs að umræddum upplýsingum byggir á meginreglu um upplýsingarétt almennings sem kemur fram í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Hagstofa Íslands byggir ákvörðunina aðallega á 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, þar sem kveðið er á um þagnarskyldu er varðar allar þær upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr.“ Í síðari málslið 3. mgr. 4. gr. laganna er kveðið á um að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá því ákvæði verður litið svo á, eins og skýrt kemur fram í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga, að sérstök ákvæði laga um þagnarskyldu geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í athugasemdum við 4. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012. <br /> <br /> Í 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð stendur: „Þagnarskylda ríkir um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Slíkar upplýsingar teljast trúnaðargögn og skulu þær einvörðungu notaðar til hagskýrslugerðar. Óheimilt er að afhenda þær öðrum stjórnvöldum, ákvæði annarra laga um aðgang stjórnvalda að gögnum víkja fyrir þessu ákvæði og þær lúta ekki aðgangi samkvæmt upplýsingalögum. Sama gildir um upplýsingar um einstaklinga og lögaðila í opinberum skrám sem Hagstofan nýtir til hagskýrslugerðar og upplýsingar sem verða til við samtengingu skráa skv. 9. gr. Þegar um stjórnsýsluupplýsingar er að ræða er Hagstofunni þó heimilt að veita hlutaðeigandi stjórnvaldi upplýsingar úr gögnum sem það hefur áður tekið þátt í að safna eða látið henni í té.“<br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar að 1. mgr. 10. gr. laganna feli í sér reglu um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Sé litið til orðalags í 1. mgr. 10. gr. er varðar annars vegar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila og hins vegar upplýsingar um einstaklinga og lögaðila í opinberum skrám sem Hagstofan nýtir til hagskýrslugerðar, er ljóst að ákvæðinu er ætlað að vernda sömu hagsmuni og nefndir eru í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt þessu verður 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð skýrð til samræmis við 9. gr. upplýsingalaga að því leyti sem ekki eru í þeim tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem gæta ber trúnaðar um.<br /> <br /> Í 2. mgr. 1. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð er að finna skilgreiningu á opinberri hagskýrslugerð. Með henni er átt við starfsemi Hagstofunnar og annarra bærra ríkisstofnana sem lýtur að söfnun gagna til tölfræðilegrar úrvinnslu um landshagi Íslands og þjóðfélagsleg málefni, úrvinnslu gagnanna og miðlun tölfræðilegra upplýsinga til almennings, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda á grundvelli laga og í samræmi við fyrirmæli sett samkvæmt lögum þessum. Líkt og fram hefur komið tekur Hagstofa Íslands árlega saman yfirlit um rekstur helstu greina sjávarútvegs. Við gerð þeirrar tölfræði er byggt á skattframtölum rekstraraðila en þar að auki aflar Hagstofan ítarlegri upplýsinga beint frá fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þessi skilgreining á hagskýrslugerð er víðtæk og að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fellur söfnun kennitalna fyrirtækja, sem hluti af tölfræðivinnslu um rekstur helstu greina sjávarútvegs, augljóslega undir hana.<br /> <br /> Í 1. mgr. 10. gr. laga um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð kemur eins og áður segir skýrt fram að upplýsingarnar sem nefndar eru í því ákvæði lúti ekki aðgangi samkvæmt upplýsingalögum. Þessum málslið var bætt inn í ákvæðið með breytingalögum nr. 104/2013. Þar sem það er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kennitölur fyrirtækja sem deilt er um í máli þessu tilheyri hagskýrslugerð, auk þess sem orðalag ákvæðisins er skýrt og afdráttarlaust hvað aðgang samkvæmt upplýsingalögum varðar, er ljóst að kærandi á ekki rétt til aðgangs að þeim. Samkvæmt framangreindu verður hin kærða ákvörðun Hagstofu Íslands um synjun beiðni kæranda staðfest.<br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Ákvörðun Hagstofu Íslands um að synja beiðni kæranda, Landssambandi smábátaeigenda, um aðgang að kennitölum tiltekinna fyrirtækja, er staðfest.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
753/2018. Úrskurður frá 31. júlí 2018 | Félagasamtök óskuðu eftir upplýsingum um tekjur Isavia ohf. af gjaldskyldum bílastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í synjun Isavia var vísað til þess að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi auk þess sem þau væru undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem þau lytu að fjárhags- og viðskiptahagsmunum félagsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki unnt að ráða að tekin hefði verið afstaða til hvers liðs gagnabeiðninnar fyrir sig og óljóst hvaða gögn Isavia segði ekki fyrirliggjandi og hvaða gögn teldust undanþegin upplýsingarétti kæranda. Að mati úrskurðarnefndarinnar skorti verulega á að tekin hefði verið rökstudd afstaða til beiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir. Hin kærða ákvörðun var því felld úr gildi og lagt fyrir Isavia að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 31. júlí 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 753/2018 í máli ÚNU 18020004.<br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags. 8. febrúar 2018, kærðu félagasamtökin Samgöngufélagið töf á afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni um aðgang að gögnum. Með bréfi, dags. 21. apríl 2017, óskaði Samgöngufélagið eftir því við Isavia að upplýst yrði um tekjur sem Isavia hafi af gjaldskyldum bílastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Í beiðninni er tekið fram að óskað sé eftir því að upplýst verði um tekjur af afnotum þessara bílastæða síðastliðin þrjú almanaksár og jafnframt að sem nákvæmast verði upplýst hvernig þessum tekjum hafi verið varið. Auk þess óskist upplýst hver fjöldi gjaldskyldra bílastæða sé nú og breytingar á fjölda þeirra síðastliðin þrjú almanaksár. Enn fremur er spurt hver hafi tekið ákvörðun um þessa gjaldtöku á sínum tíma, í hvað formi ákvörðunin hafi verið og einnig hverju það sæti að gjaldtaka sé ekki viðhöfð á bílastæðum við aðra flugvelli í umráðum Isavia og tekjur sem við það fengjust nýttar t.d. til að leggja bílastæðin slitlagi þar sem þess væri þörf. Gagnabeiðnin var ítrekuð með tölvupósti, dags. 28. nóvember 2017. <br /> <br /> Kæran var kynnt Isavia með bréfi, dags. 13. febrúar 2018, og veittur frestur til afgreiðslu beiðninnar. Isavia svaraði kæranda með bréfi, dags. 21. febrúar 2018. Þar segir að Isavia veiti ekki upplýsingar um skiptingu tekna félagsins umfram það sem komi í ársreikningi og ársskýrslu félagsins sem aðgengileg sé á heimasíðu þess. Beiðninni sé því hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 enda um mikilvæga viðskiptahagsmuni að ræða. Þá sé áréttað að upplýsingalög veiti einungis rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum, að öðrum skilyrðum uppfylltum, en veiti ekki rétt til þess að gögn séu útbúin eða spurningum svarað. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 22. febrúar 2018, kærði Samgöngufélagið synjun Isavia á gagnabeiðninni. <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Með bréfi, dags. 26. febrúar 2018, var kæran kynnt Isavia og veittur kostur á að koma á framfæri og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Isavia, dags. 26. mars 2018, segir m.a. að í beiðni kæranda frá 21. apríl 2017 sé óskað eftir upplýsingum um ýmislegt er varði gjaldtöku á bílastæðum á Keflavíkurflugvelli og víðar, ákvarðanatöku þar um og ráðstöfun tekna. Ekki sé óskað eftir aðgangi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum heldur upplýsingum og útskýringum um mál er varði fjárhagsleg málefni Isavia. Upplýsingaréttur almennings á grundvelli upplýsingalaga nái einungis til fyrirliggjandi gagna en feli ekki í sér rétt til að gögn séu sérstaklega tekin saman eða útbúin. Þar að auki falli upplýsingar úr bókhaldi undir mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni, sbr. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Þess vegna hafi beiðni kæranda verið hafnað. Tekið er fram að þar sem upplýsingabeiðnin taki ekki til fyrirliggjandi gagna hjá kærða sé ekki um nein gögn að ræða til að afhenda úrskurðarnefndinni í trúnaði.<br /> <br /> Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 9. apríl 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 24. apríl 2018, kemur m.a. fram að öðru verði vart trúað en að upplýsingar um árlegar tekjur Isavia ohf. af bílastæðagjöldum séu tiltækar og fyrirliggjandi í gögnum, sem félagið varðveiti, annað hvort í sérstökum skjölum á pappír og eða á rafrænu formi. Ekki ætti því að þurfa að ráðast í sérstaka vinnu til að taka þessar upplýsingar saman eða útbúa. Sé einkennilegt að þær komi ekki fram í ársreikningum félagsins. Ef upplýsingarnar séu ekki tiltækar hljóti það að vekja spurningar um stjórnun og fjárreiður Isavia og kalla á sérstakar skýringar. <br /> <h3>Niðurstaða</h3> Í málinu er deilt um afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni kæranda um upplýsingar um tekjur Isavia af bílastæðum við Keflavíkurflugvöll. <br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun og í umsögn félagsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi auk þess sem þau séu undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Af svörum félagsins má þó ekki ráða að tekin hafi verið afstaða til hvers liðs gagnabeiðninnar fyrir sig. Þannig liggur ekki ljóst fyrir af svörum félagsins hvaða gögn með upplýsingum, sem fallið geta undir gagnabeiðni kæranda, eru fyrirliggjandi og eru að mati félagsins undanþegnar upplýsingarétti kæranda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og hvaða gögn eru ekki fyrirliggjandi. <br /> <br /> Þá er vísað til þess í umsögn Isavia til úrskurðarnefndarinnar að gagnabeiðni kæranda lúti að fjárhags- og viðskiptahagsmunum félagsins en ljóst er að sú fullyrðing á síður við um beiðni kæranda um upplýsingar um fjölda gjaldskyldra bílastæða og breytingar á fjölda þeirra síðastliðin þrjú almanaksár, hver hafi tekið ákvörðun um gjaldtöku á bílastæðum á sínum tíma og í hvaða formi hún hafi verið. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skortir verulega á að tekin hafi verið rökstudd afstaða til gagnabeiðni kæranda líkt og upplýsingalög gera ráð fyrir, sbr. einnig 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Því verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Isavia ohf. að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Við þá afgreiðslu ber félaginu að að fjalla um hvern og einn lið upplýsingabeiðninnar, taka afstöðu til þess hvaða gögn, ef nokkur, heyra undir viðkomandi lið og heimfæra álitaefnið undir viðeigandi ákvæði upplýsingalaga.<br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Beiðni Samgöngufélagsins, dags. 21. apríl 2017, er vísað til Isavia ohf. til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
752/2018. Úrskurður frá 31. júlí 2018 | Óskað var eftir aðgangi að upplýsingum í vörslum forsætisráðuneytisins er varða gerð gjaldeyrisskiptasamnings milli Kína og Íslands í júní 2010. Af hálfu forsætisráðuneytisins kom fram að kærandi hefði fengið aðgang að gögnum samkvæmt beiðninni en önnur væru ekki í vörslum ráðuneytisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu forsætisráðuneytisins og var kæru vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 31. júlí 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 752/2018 í máli ÚNU 18010007.<br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, mótteknu 25. janúar 2018, kærði A synjun forsætisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum. Þann 22. júní 2017 óskaði kærandi eftir aðgangi að eftirfarandi gögnum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993: <ol> <li>Öllum bréfum og tölvupóstum sem varða gjaldeyrisskiptasamning milli Kína og Íslands sem gerður var í júní árið 2010, og gengu milli forsætisráðuneytisins, annarra íslenskra stjórnvalda og kínverska stjórnvalda, áður en gjaldeyrisskiptasamningurinn var gerður.</li> <li>Öllum gögnum sem varða beiðnir um lán frá Kína eða gjaldeyrisskiptasamninga við sama ríki á árunum 2008-2010, þar á meðal beiðnir sem svarað var neitandi. Fram kemur í beiðninni að nafngreindur aðstoðarmaður forsætisráðherra hafi upphaflega haft þessi mál á sínu borði og verið í samskiptum við kæranda vegna lánabeiðna til Kína. Meðal umbeðinna gagna séu gögn sem tengjast för aðstoðarmannsins til Kína árið 2008.</li> <li>Öllum gögnum þar sem getið sé um kæranda.</li> </ol> Af gögnum málsins má ráða að kærandi hafi ítrekað erindið þann 5. júlí 2017. Þann 6. júlí 2017 svaraði forsætisráðuneytið kæranda með tölvupósti þar sem fram kom að gerð gjaldeyrisskiptasamningsins hafi verið á hendi Seðlabanka Íslands og ábyrgð á gagnavörslu vegna málsins þar með. Tekið er fram að ef kærandi óski upplýsinga frá Seðlabankanum verði hann að beina sérstakri upplýsingabeiðni til bankans. Sama gildi ef kærandi vilji óska gagna frá öðrum stjórnvöldum vegna málsins. Hvað forsætisráðuneytið varði hafi ráðuneytið látið framkvæma leit í málaskrá ráðuneytisins og engin gögn hafi fundist sem varða málið. Boðist var til að endurtaka leit í ágúst að loknum sumarleyfum ef óskað væri. <br /> <br /> Kærandi svaraði því með tölvupósti samdægurs að hann viti af hlutverki Seðlabankans við gerð samningsins en hann hafi áhuga á aðkomu forsætisráðuneytisins, sérstaklega aðstoðarmanns ráðherra, að málinu. Erfitt sé að trúa því að ekki sé til afrit gjaldeyrisskiptasamningsins í ráðuneytinu sem hafði efnahagsmál á sinni könnu á þessum tíma. Þá hljóti að vera til ýmis gögn um för aðstoðarmannsins til Kína í ágúst 2008 í ráðuneytinu. Þá liggi fyrir að Kínverjar hafi áður neitað umleitunum um gjaldeyrisskipti eða lán og ættu gögn um það jafnframt að finnast í ráðuneytinu. Ef gögnin séu ekki í málaskrá hljóti þau að vera í tölvupósti forsætisráðherra og aðstoðarmanns hans. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 26. september 2017, fór kærandi þess á leit að hann yrði látinn vita af því hvort frekari leit leiði umbeðin gögn í ljós. Þann 4. janúar 2018 tjáði ráðuneytið kæranda að ný leit hefði verið framkvæmd en niðurstaðan væri sú sama, þ.e. engin gögn er varði málið sem upplýsingabeiðnin beinist að finnist í málaskrá forsætisráðuneytisins. Í tölvupóstinum kemur fram að afhentir séu tveir tölvupóstar frá kæranda en ráðuneytið geti látið taka saman tölvupósta um málið sem borist hafi ráðuneytinu frá kæranda ef þess væri óskað. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að þótt ráðuneytið fullyrði að umbeðin gögn finnist ekki í málaskrá verði að telja að ríkari skyldur hvíli á stjórnvöldum til að framkvæma leit að upplýsingum í kjölfar upplýsingabeiðni á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Sú skylda feli m.a. í sér að leitað skuli í tölvupóstum starfsmanna þegar líkur séu á að upplýsingar séu þar að finna. Forsætisráðuneytið hafi farið með yfirstjórn efnahagsmála langt fram á árið 2009 og verði því að telja með nokkrum ólíkindum ef þar væru hvorki að finna gögn um einn mikilvægasta gjaldeyrisskiptasamning sem gerður hafi verið í kjölfar bankahrunsins né nokkur samskipti við kínversk stjórnvöld og Seðlabanka Íslands. Þess sé því krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fari fram á það, með hliðsjón af rannsóknarreglu stjórnsýslulaga, að ráðuneytið upplýsi um hvort leitað hafi verið í tölvupóstum starfsmanna og þáverandi ráðherra. <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Með bréfi, dags. 30. janúar 2018, var kæran kynnt forsætisráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna.<br /> <br /> Í umsögn forsætisráðuneytisins, dags. 16. febrúar 2018, segir m.a. að í tilefni af kærunni hafi ráðuneytið enn á ný látið framkvæma leit í málaskrá sinni. Niðurstaðan sé sú sama og áður, engin gögn er varði gerð gjaldeyrisskiptasamningsins hafi fundist.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. febrúar 2018, var umsögn ráðuneytisins kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 12. mars 2018, kemur m.a. fram að ráðuneytið hafi ekki svarað því hvort framkvæmd hafi verið leit í tölvupóstum tilgreindra embættismanna, en kærandi hafi haldið því fram að þar kunni gögnin að vera að finna. Auk þess hafi ráðuneytið ekki neitað því að nafngreindur aðstoðarmaður ráðherra hafi farið til Kína til slíkra þreifinga á árinu 2008. Er þess krafist að úrskurðarnefndin beini því til ráðuneytisins að framkvæma ítarlegri leit áður en tekin er afstaða til krafna kæranda. <br /> <h3>Niðurstaða</h3> Í málinu er deilt um afgreiðslu forsætisráðuneytisins á beiðni kæranda um öll gögn er varða gjaldeyrisskiptasamning Íslands og Kína sem gerður var í júní árið 2010, sbr. fyrsta lið gagnabeiðninnar, öll gögn sem varða beiðnir um lán frá Kína eða gjaldeyrisskiptasamninga við sama ríki á árunum 2008-2010, þ. á m. þau sem varða ferð tiltekins aðstoðarmanns ráðherra til Kína árið 2009, sbr. annan lið beiðninnar og öll gögn þar sem getið er um kæranda, sbr. þriðja lið beiðninnar. <br /> <br /> Í tölvupósti forsætisráðuneytisins til kæranda, dags. 4. janúar 2018, kemur fram að ráðuneytið hafi afhent kæranda afrit af tveimur tölvupóstum sem kærandi hafi sent ráðuneytinu og var kærandi upplýstur um að fleiri slíkir tölvupóstar væru fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Var boðist til þess að taka saman alla tölvupósta sem farið höfðu á milli kæranda og ráðuneytisins ef kærandi óskaði þess. Í ljósi þessa verður að líta svo á að forsætisráðuneytið hafi svarað beiðni kæranda að þessu leyti og að ekki liggi fyrir synjun sem kæranleg er til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 140/2012. Verður því að vísa kæru frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðandi þriðja lið beiðni kæranda. <br /> <br /> Hvað varðar fyrstu tvo liði gagnabeiðni kæranda fullyrðir forsætisráðuneytið að engin skjöl hafi fundist við leit í málaskrá þess en í gögnum málsins kemur fram að leitin hafi verið framkvæmd alls þrisvar sinnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að álykta öðruvísi en svo að ráðuneytið hafi látið framkvæma fullnægjandi leit að gögnum sem fallið geta undir beiðni kæranda. Þá hefur nefndin ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu forsætisráðuneytisins að ekki séu gögn í vörslum þess sem heyra undir gagnabeiðni kæranda samkvæmt fyrstu tveimur liðum hennar. <br /> <br /> Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Með þessu er ekki tekin afstaða til þess hvort forsætisráðuneytið eða einstakir starfsmenn þess hafi sinnt skyldum sínum um skráningu mála og varðveislu gagna, sbr. 26. og 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og 40. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna þessum skyldum með fullnægjandi hætti, einkum Þjóðskjalasafns Íslands, dómstóla og umboðsmanns Alþingis.<br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Kæru A, dags. 25. janúar 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> <br /> |
751/2018. Úrskurður frá 31. júlí 2018 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að reikningum sem gefnir voru út í tilefni af árshátíð Reykjanesbæjar árið 2017. Synjun bæjarins byggðist á því að um einka-, fjárhags- og viðskiptamálefni einstaklinga og lögaðila væri að ræða en úrskurðarnefndin féllst ekki á það. Hin kærða ákvörðun var því felld úr gildi og lagt fyrir Reykjanesbæ að veita kæranda aðgang að reikningunum en þó þannig að bankaupplýsingar einstaklinga yrðu afmáðar. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 31. júlí 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 751/2018 í máli ÚNU 18010002. <br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags. 10. janúar 2018, kærði A synjun Reykjanesbæjar á beiðni hans um aðgang að rafrænum endurritum greiddra reikninga vegna árshátíðar Reykjanesbæjar árið 2017.<br /> <br /> Kærandi lagði fram beiðni til Reykjanesbæjar, dags. 22. nóvember 2017, um aðgang að reikningunum. Í ákvörðun Reykjanesbæjar, dags. 11. desember 2017, var beiðni hans synjað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, en þar kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á, og að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að kærandi féllist ekki á röksemdir Reykjanesbæjar, þar sem ekki hefði verið sýnt fram á að gögnin innihéldu upplýsingar sem réttlættu synjun á beiðni hans; þar að auki mættu þeir sem ættu í viðskiptum við sveitarfélagið vera við því búnir að mæta samkeppni og átta sig á að upplýsingalög giltu um starfsemi hins opinbera.<br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Með bréfi, dags. 22. janúar 2018, gaf úrskurðarnefndin Reykjanesbæ kost á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Frestur var veittur til 6. febrúar 2018. Jafnframt óskaði nefndin eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. Umsögnin barst með bréfi, dags. 5. febrúar 2018. Afrit gagnanna barst úrskurðarnefndinni þann 1. mars 2018. Meðal gagnanna voru reikningar sem gefnir höfðu verið út af einstaklingum og lögaðilum vegna útseldrar þjónustu í tengslum við árshátíð sveitarfélagsins.<br /> <br /> Í umsögn Reykjanesbæjar var synjun beiðni um aðgang að gögnunum rökstudd með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Vísað var til athugasemda við lagagreinina í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, um að við mat stjórnvalds á því hvort upplýsingar sem gögn hefðu að geyma væru þess eðlis að rétt væri að undanþiggja þær aðgangi almennings yrði að taka mið af því hvort upplýsingarnar væru samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær ættu ekkert erindi við allan þorra manna.<br /> <br /> Því næst kom fram að þar sem sumir reikninganna væru útgefnir af einstaklingum en ekki lögaðilum, ættu ummæli úr 9. gr. um fjárhagsmálefni einstaklinga við í málinu, þ.e. að almennt væri óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggðist á sérstakri lagaheimild. Í tengslum við reikninga lögaðila kæmi fram í athugasemdunum að óheimilt væri að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Þar að auki lægi samþykki viðkomandi einstaklinga og lögaðila fyrir því að reikningar þeirra yrðu afhentir ekki fyrir.<br /> <br /> Að endingu stóð í umsögninni: „Vakin er athygli á því að framangreindir aðilar kunna að hafa mikla hagsmuni af því að umræddir reikningar verði ekki afhentir, með vísan til þess að nú styttist í að árshátíð kærða vegna ársins 2018 verði haldin. Það myndi setja aðra aðila í samkeppnisrekstri á svæðinu í óeðlilega stöðu ef fyrir liggja allar upplýsingar um verð og önnur kjör.“<br /> <br /> Kæranda var gefinn kostur með bréfi, dags. 13. febrúar 2018, að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Reykjanesbæjar. Frestur var veittur til 28. febrúar 2018. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.<br /> <h3>Niðurstaða</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að rafrænum endurritum greiddra reikninga vegna árshátíðar Reykjanesbæjar árið 2017. Reikningarnir voru gefnir út ýmist af einstaklingum eða lögaðilum vegna sölu á þjónustu í tengslum við árshátíðina. Reykjanesbær hefur synjað kæranda um aðgang að reikningunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. sömu laga. Í 9. gr. segir:<br /> <br /> <span class="blockqoude">Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</span><br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að í greininni megi finna nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> <span class="blockqoude">Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</span><br /> <br /> Að því er varðar takmörkun upplýsingalaga á aðgangi að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila segir í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum:<br /> <br /> <span class="blockqoude">Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.<br /> </span> <br /> Að því er varðar takmörkun að aðgangi að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, segir í athugasemdunum:<br /> <br /> <span class="blockqoude">Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.</span><br /> <br /> Eins og sjá má á framangreindu er 9. gr. upplýsingalaga ætlað að standa vörð um mikilvæga og viðkvæma viðskipta- og einkahagsmuni. Að því er varðar fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila er sérstök áhersla lögð á rétt almennings til upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur undir höndum þá reikninga sem beiðni kæranda lýtur að. Líkt og þegar hefur verið nefnt eru þeir útgefnir bæði af einstaklingum og lögaðilum í tilefni af vinnu listamanna á árshátíð Reykjanesbæjar, sem er opinber aðili. Reikningarnir geyma allir upplýsingar af svipuðu tagi, þ.e. lýsingu á þjónustunni sem veitt var auk upphæðar sem Reykjanesbær var krafinn um. Að mati úrskurðarnefndarinnar er í reikningunum hvorki að finna upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, né einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Er hér litið til þess að ekki er um neinar þær upplýsingar að ræða sem nefndar eru í dæmaskyni í tilvitnuðum athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, né upplýsingar sambærilegar þeim viðkvæmu upplýsingum sem þar eru nefndar. Úrskurðarnefndin tekur fram að þótt þar sé vísað til upplýsinga „um fjármál einstaklinga“ verður ekki talið að einstakur reikningur listamanns fyrir skemmtun á árshátíð gefi slíka innsýn í fjármál viðkomandi að að rétt sé að takmarka aðgang að honum og víkja þannig til hliðar upplýsingarétti almennings um ráðstöfun opinberra fjármuna. Með vísan til framangreinds verður hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Reykjanesbæ að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. Úrskurðarnefndin hefur þó lagt til grundvallar að sanngjarnt sé og eðlilegt að bankaupplýsingar einstaklinga, sem finna má á sumum reikninganna, fari leynt, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 661/2016 og 666/2016.<br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Reykjanesbæ ber að veita kæranda, A, aðgang að reikningum vegna árshátíðar bæjarins árið 2017, en áður skal afmá úr þeim bankaupplýsingar einstaklinga.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
750/2018. Úrskurður frá 31. júlí 2018 | Kærandi óskaði eftir aðgangi að upplýsingum í vörslum Vestmannaeyjabæjar sem vörðuðu hann sjálfan. Í svari bæjarins kom fram að ekkert mál væri skráð á kæranda en önnur mál varði hann ekki sérstaklega með þeim hætti að hann ætti rétt til aðgangs að upplýsingum um þau. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að verulega hefði skort á að beiðnin hefði verið tekin til fullnægjandi málsmeðferðar og afgreiðslu á grundvelli upplýsingalaga og lagði fyrir sveitarfélagið að taka hana til nýrrar meðferðar. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 31. júlí 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 750/2018 í máli ÚNU 17120002. <br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags. 8. desember 2017, kærði Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, f.h. A, synjun fjölskylduráðs Vestmannaeyja á beiðni um aðgang að gögnum. Með tölvupósti, dags. 3. október 2017, óskaði kærandi eftir afriti allra þeirra gagna sem fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar kynni að hafa undir höndum í tengslum við mál kæranda og sem berast myndu vegna þess. Þann 4. október 2017 svaraði Vestmannaeyjabær því að kærandi gæti hvorki talist aðili að barnaverndarmáli hjá fjölskylduráði Vestmannaeyjabæjar, þar sem hann hefði hvorki verið búsettur í Vestmannaeyjum á barnsaldri né væri hann skráður forráðamaður barns í Vestmannaeyjum. Kærandi svaraði þann 6. október 2017. Í svarbréfinu kemur fram að kærandi óski ekki eftir upplýsingum um hvort kærandi sé aðili máls. Óskað sé eftir afriti af öllum gögnum í vörslu barnaverndarnefndar sem varði kæranda. Þá taki beiðnin jafnframt til aðgangs að gögnum sem muni berast og varði hann. Kærandi óski t.d. eftir „afriti af samskiptum barnaverndarnefndarinnar við stjórnvöld, innlend sem erlend, þar með talið samskipti við yfirvöld í Bretlandi, eða aðra aðila, hér á landi eða erlendis“. <br /> <br /> Þann 10. nóvember 2017 svaraði Vestmannaeyjabær því til að ekkert mál væri skráð á kæranda. Fjölskylduráð bæjarins hefði enga heimild til að gefa upplýsingar um mál sem skráð væru á aðra aðila. Samdægurs ítrekaði kærandi beiðnina og vísaði m.a. til 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Með tölvupósti, dags. 11. október 2017, svaraði Vestmannaeyjabær því að fara þyrfti yfir gögn allra barnaverndarmálamála þar sem nafn kæranda kunni að birtast og hvaða gögn væri unnt að afhenda. Fyrirsjáanlegt væri að afmá þyrfti allar persónulegar upplýsingar í langflestum ef ekki öllum tilvikum og því mætti búast við að gögnin yrðu ákaflega sundurleit við lestur þeirra. Kærandi yrði látinn vita þegar nefndin hefði komist að niðurstöðu. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 17. október 2017, sendi kærandi Vestmannaeyjabæ umboð vegna aðgangs sambýliskonu kæranda og börnum hennar að gögnum er varði þau. Fram kemur í tölvupóstinum að þau hafi gefið leyfi fyrir því að ekki þurfi að afmá viðkvæmar upplýsingar um þau úr gögnum sem varði kæranda. <br /> <br /> Vestmannaeyjabær synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 9. nóvember 2017. Í ákvörðuninni segir m.a. að ekkert mál hafi verið stofnað hjá nefndinni vegna kæranda. Nafn kæranda megi þó finna í skjölum er varði mál einstaklinga, ýmist tengdum eða ótengdum beiðanda. Sveitarfélagið taldi málin ekki varða beiðanda sérstaklega með þeim hætti að hann ætti rétt til aðgangs að upplýsingum um þau. <br /> <br /> Í kæru kemur m.a. fram að þess sé aðallega krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamála leggi fyrir Vestmannaeyjabæ að afhenda kæranda afrit af öllum gögnum sem varði hann og sveitarfélagið hafi undir höndum. Til vara sé þess krafist að lagt verði fyrir Vestmannaeyjabæ að afhenda kæranda afrit af öllum gögnum vegna máls C og B, þannig að nafn kæranda sé ekki svert. Þá kemur fram að kærandi og náin vinkona kæranda, B, telji líklegt að málin lúti að henni eða börnum hennar og því hafi hún og dóttir hennar, C, gefið umboð til þess að afla afrita gagna í málum þeirra.<br /> <br /> Kærandi byggir rétt sinn til aðgangs að gögnunum á óskráðum reglum um aðgang að gögnum sem eru í vörslu stjórnvalda og varða beiðanda sérstaklega, ákvæðum stjórnsýslulaga, einkum 15. gr. og ákvæðum laga um persónuvernd nr. 77/2000. Þá er byggt á ákvæði 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 1. mgr. 5. gr. laganna. Að lokum er byggt á 1. mgr. 18. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 um upplýsingarétt hins skráða. <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Með bréfi, dags. 12. desember 2017, var kæran kynnt Vestmannaeyjabæ og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Vestmannaeyjabæjar, dags. 2. janúar 2018, kemur fram að kærandi hafi óskað eftir afriti af öllum gögnum sem fjölskylduráðið hafi undir höndum í tengslum við mál kæranda og muni berast vegna þess. Í beiðninni hafi verið vísað sérstaklega til allra gagna í tengslum við mál kæranda en ekki til allra gagna varðandi hann. Ákvörðun bæjarins hafi aðallega byggst á því að ekkert mál hafi verið stofnað vegna kæranda og hann því ekki aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga. Þó hafi einnig verið litið til þess að jafnvel þótt nafn kæranda komi fram í málum annarra einstaklinga varði það kæranda ekki sérstaklega þannig að hann eigi að mati nefndarinnar, rétt til afhendingar á þeim upplýsingum. Sveitarfélagið telji þó aðalkröfu kæranda vera í besta falli óskýra. <br /> <br /> Þá gerir Vestmannaeyjabær athugasemdir við varakröfu kæranda en sú krafa hafi ekki verið gerð í upphaflegri beiðni og því liggi ekki fyrir ákvörðun vegna hennar. Ekki hafi mátt skilja tölvupóst frá lögfræðingi á lögmannsstofu, sem fari með mál kæranda, með þeim hætti að sett hafi verið fram beiðni fyrir hönd annarra en kæranda. Þar sem slík beiðni hafi ekki verið lögð fyrir Vestmannaeyjabæ með formlegum hætti taki sveitarfélagið ekki efnislega afstöðu til varakröfunnar. <br /> <br /> Í umsögninni segir einnig að það sé mat Vestmannaeyjabæjar að kærandi teljist ekki aðili máls í skilningi barnaverndarlaga nr. 80/2002. Nafn hans komi fram í skjölum nefndarinnar vegna mála annarra og þá þannig að kærandi hafi ekki lögvarða hagsmuni, hvað þá ríka hagsmuni, af því að fá aðgang að þeim upplýsingum. Þá hafi barnaverndarnefnd einnig borist ábendingar varðandi kæranda frá nafnlausum tilkynnendum og telji nefndin ekki rétt að veita upplýsingar um þær, m.a. með vísan til 19. gr. barnaverndarlaga. Ítrekað er að efni þessara upplýsinga hafi ekki verið talið þess eðlis að rétt væri að stofna mál vegna þeirra. Þá kemur fram í umsögninni að ákvæði 5. og 14. gr. upplýsingalaga verði ekki skilin með þeim hætti að hægt sé að óska eftir öllum gögnum stjórnvalds þar sem nafn viðkomandi komi fram. Nefndin telur að kærandi hafi ekki sýnt fram á að hagsmunir hans séu slíkir að það réttlæti afhendingu allra gagna barnaverndarnefndar Vestmannaeyja eða fjölskylduráðs þar sem nafn kæranda komi fram. <br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjabæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. janúar 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. janúar 2018, kemur m.a. fram að kærandi hafi ríkar ástæður til þess að ætla að viðkvæmar persónuupplýsingar varðandi hann hafi verið sendar að tilefnislausu og án hans vitneskju frá barnaverndaryfirvöldum í Vestmannaeyjum til barnaverndaryfirvalda í [...]. Þær aðgerðir hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir kæranda. Kærandi telji að sending upplýsinganna hafi falið í sér alvarlega og tilefnislausa takmörkun á friðhelgi einkalífs hans, sem njóti verndar skv. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og 71. gr. stjórnarskrárinnar. Kærandi óski eftir því að fá afhent gögn sem varði hann persónulega og sveitarfélagið kunni að hafa undir höndum.<br /> <br /> Kærunni fylgdi lögmannsumboð frá B og C þar sem veitt er fullt og ótakmarkað umboð til að gæta réttar þeirra í tengslum við eftirfarandi: „Öflun og móttaka allra gagna, eða afrita gagna, frá barnaverndarnefnd Vestmannaeyja sem varða undirritaða“. Fram kemur að í umboðinu felist heimild til hvers konar ráðstafana sem lögmennirnir telji nauðsynlegar, þ. á m. til að höfða dómsmál ef þörf krefur og taka við og semja um greiðslur. Þá felist einnig í umboðinu heimild til að kalla eftir öllum gögnum sem þeir telji að máli geti skipt vegna þessa. <br /> <br /> Í málinu liggur fyrir að fulltrúi lögmanns kæranda óskaði eftir því með tölvupósti, dags. 18. október 2017, að B yrði veittur aðgangur að gögnum í málum barna sinna og C í eigin máli. <br /> <h3>Niðurstaða<br /> 1.</h3> Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að gögnum frá fjölskylduráði Vestmannaeyjabæjar sem varða kæranda sjálfan. Í beiðni sinni til Vestmannaeyjabæjar óskaði kærandi einnig eftir aðgangi að gögnum sem „muni berast og varði hann“. Í tilefni af þessu tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr., 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Það er því ekki á valdsviði úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um hvort Vestmannaeyjabæ sé skylt að afhenda kæranda gögn sem muni berast bænum í framtíðinni og ekki voru fyrirliggjandi þegar gagnabeiðni kæranda barst. Með vísan til framangreinds lýtur úrskurður þessi aðeins að beiðni kæranda um að fá afhent gögn frá fjölskylduráði Vestmannaeyjabæjar sem fyrir liggja og varða hann.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin veitir því athygli að nokkurs ruglings gætir í afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á þeim lagaákvæðum sem við eiga í málinu og um þau skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til þess að réttur til upplýsinga samkvæmt þeim virkjist. Af þessum sökum telur nefndin rétt að rekja stuttlega nokkur meginatriði, svo sem um lagaskil milli stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og upplýsingalaga nr. 140/2012 og um þýðingu þess að beiðandi hafi eða hafi ekki hagsmuni af því að fá að kynna sér þau gögn sem hann óskar eftir hjá stjórnvöldum.<br /> <br /> Samkvæmt gögnum málsins er ljóst að hjá fjölskylduráði Vestmannaeyjabæjar er fyrirliggjandi nokkur fjöldi gagna sem varðar kæranda að meira eða minna leyti. Hvað sem því líður er það afstaða Vestmannaeyjabæjar að kærandi sé ekki aðili neins máls hjá bænum í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þetta er þýðingarmikið þar sem réttur aðila máls til gagna í eigin stjórnsýslumáli er afar ríkur og fer um þann rétt samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga. Þá skiptir þetta einnig grundvallarmáli þar sem synjun stjórnvalds á beiðni aðila máls til gagna er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, en nefndin fjallar aðeins um synjun á afhendingu gagna á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Þar sem kærandi er ekki aðili þeirra mála sem gögnin tilheyra tekur við að skoða hvort hann eigi rétt til aðgangs að gögnunum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Sá sem óskar eftir gögnum hjá stjórnvöldum á grundvelli þeirra laga getur gert það án þess að sýna fram á nokkra hagsmuni eða tengsl við umbeðin gögn. Þannig fjallar 5. gr. upplýsingalaga um rétt „almennings“ til gagna hjá stjórnvöldum. Þegar af þessari ástæðu stenst ekki sú afgreiðsla stjórnvalds að synja kæranda um aðgang að gögnum á þeirri forsendu einni að hann hafi ekki sýnt fram á ríka hagsmuni af því að fá að kynna sér þau. Þegar beiðni berst um afhendingu á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga þarf stjórnvald með öðrum orðum að taka málið til afgreiðslu á grundvelli þeirra laga óháð því hvort viðkomandi eigi nokkurra hagsmuna að gæta af því að fá að kynna sér gögnin eða ekki.<br /> <br /> Í sumum tilfellum óska borgararnir eftir gögnum sem fjalla um þá sjálfa, enda þótt þeir séu ekki með aðilastöðu samkvæmt stjórnsýslulögum. Í 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er fjallað um þessi tilfelli. Í ákvæðinu þannig að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, áður 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, svo sem þegar gögnin nafngreina viðkomandi, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.<br /> <br /> Ástæða þess að miklu skiptir að stjórnvöld geri greinarmun á því hvort upplýsingabeiðni styðjist við 5. gr. upplýsingalaga eða 1. mgr. 14. gr. laganna er sú að réttur borgarans til gagna á grundvelli 1. mgr. 14. gr. er enn ríkari en réttur almennings til gagna á grundvelli 5. gr. Hvað sem því líður er upplýsingarétturinn í hvorugu tilfellinu takmarkalaus. <br /> <br /> Þegar beiðni er reist á 5. gr. upplýsingalaga þarf stjórnvald að taka til skoðunar hvort einhverjar takmarkanir á upplýsingaréttinum eigi við, einkum í 6.-10. gr. laganna. Upplýsingaréttur aðila máls á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga lýtur hins vegar einkum takmörkunum á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. <br /> <br /> Þegar stjórnvaldi berst beiðni um upplýsingar þarf það samkvæmt framangreindu að kanna á hvaða lagagrundvelli beiðnin er reist. Stjórnvald þarf jafnframt að afmarka skýrlega þau gögn sem heyra undir beiðni viðkomandi. Því næst þarf að leysa úr álitaefnum um rétt til aðgangs að hverju og einu gagni á grundvelli viðeigandi lagaákvæða. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga skal ákvörðun um að synja skriflegri beiðni um aðgang að gögnum, í heild eða hluta, tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega. Í ákvörðun skal koma fram afstaða stjórnvalds til aukins aðgangs, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, og leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá segir í 3. mgr. 19. gr. að um málsmeðferð fari að öðru leyti eftir stjórnsýslulögum.<br /> <h3>2.</h3> Í málinu liggur fyrir beiðni kæranda um þau gögn fjölskylduráðs Vestmannaeyja sem varða hann sjálfan með einum eða öðrum hætti. Jafnframt liggur fyrir að starfsmaður lögmannsstofu sem fór með mál kæranda tilkynnti með tölvupósti, dags. 17. október 2017, að B og C hefðu veitt samþykki sitt fyrir því að upplýsingar um þær yrðu ekki afmáðar úr gögnum sem varði kæranda. Sé þetta rétt, sem óþarft er að draga í efa, kann það að skipta miklu máli enda gera bæði 9. gr. upplýsingalaga sem og 3. mgr. 14. gr. laganna að tekið sé mið af hagsmunum og afstöðu þeirra annarra aðila sem umbeðin gögn kunna að varða. Hafi einstaklingar sem gögnin varða lýst því yfir að þeir geri ekki athugasemd við að gögnin séu afhent þriðja aðila geta stjórnvöld almennt ekki synjað um aðgang að gögnunum með vísan til hagsmuna þessara einstaklinga.<br /> <br /> Synjun Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda byggir á nokkrum sjónarmiðum. Í fyrsta lagi er vísað til þess að ekkert mál hafi verið stofnað hjá fjölskyldunefnd bæjarins vegna kæranda. Þessi ástæða fyrir synjun bæjarins stenst ekki. Eins og áður segir gera upplýsingalög ekki þá kröfu að þau gögn sem beiðandi óskar eftir tilheyri máli viðkomandi í stjórnsýslunni. Í öðru lagi vísar bærinn til þess að gögnin varði kæranda ekki sérstaklega með þeim hætti að hann eigi rétt til aðgangs að þeim. Þessi afstaða bæjarins stenst heldur ekki. Eins og vikið var að hér að framan þurfa borgararnir ekki að sýna nein tengsl við gögn eða eiga nokkra hagsmuni af því að fá gögn afhent til þess að geta borið fyrir sig 5. gr. upplýsingalaga. Þá verður ekki annað séð en að bærinn hafi undir höndum gögn þar sem fjallað er um kæranda og því miklar líkur á að um beiðni hans fari, allavega að einhverju leyti, eftir 14. gr. upplýsingalaga. Í þriðja lagi kemur fram af hálfu bæjarins að aðalkrafa kæranda sé óskýr. Um þetta er það að segja að þegar stjórnvald áttar sig ekki á því eftir hvaða gögnum borgarinn óskar eftir er því rétt, á grundvelli 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Í greininni segir að eftir atvikum beri stjórnvaldi að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum. Hvað sem þessu líður liggur fyrir að Vestmannaeyjabær hefur nú þegar borið kennsl á ýmis gögn sem bærinn telur að falli undir beiðni kæranda. Sú afstaða bæjarins að beiðnin hafi verið óskýr gat því ekki orðið grundvöllur að synjun hennar.<br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds skortir á að Vestmannaeyjabær hafi tekið beiðni kæranda til fullnægjandi málsmeðferðar og afgreiðslu á grundvelli 14. gr. og eftir atvikum 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er haldin annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Vestmannaeyjabæ að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. Við þá meðferð þarf Vestmannaeyjabær að afmarka þau gögn sem heyra undir beiðni kæranda með skýrum hætti og fjalla um þau á grundvelli ákvæða upplýsingalaga sem gera meðal annars ráð fyrir því að vegnir séu saman hagsmunir kæranda af því að fá gögnin afhent og hagsmunir þeirra annarra aðila sem gögnin fjalla um, sbr. eftir atvikum 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Ákvörðun Vestmannaeyjabæjar, dags. 9. nóvember 2017, um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir Vestmannaeyjabæ að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
749/2018. Úrskurður frá 31. júlí 2018 | Kærandi óskaði upplýsinga um það hvort skólastjóri grunnskóla á vegum Reykjavíkurborgar hefði sætt áminningu í starfi. Synjun Reykjavíkurborgar byggðist á því að upplýsingarnar vörðuðu málefni starfsmanna í skilningi 7. gr. upplýsingalaga. Þá teldist skólastjóri ekki til æðstu stjórnenda sveitarfélagsins í skilningi 3. mgr. 7. gr. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti ákvæði 7. gr. upplýsingalaga og athugasemda við ákvæðið í frumvarpi til laganna. Þar sem skýr ummæli í athugasemdunum þóttu leiða til þess að skólastjóri í grunnskóla á vegum Reykjavíkurborgar teldist ekki til æðstu stjórnenda í skilningi ákvæðisins var hin kærða ákvörðun staðfest. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 31. júlí 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 749/2018 í máli ÚNU 17110009. <br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags 30. nóvember 2017, kærði A synjun Reykjavíkurborgar á beiðni um aðgang að gögnum. Með tölvupósti, dags. 1. nóvember 2017, óskaði kærandi eftir upplýsingum í samræmi við 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga um hvort skólastjóri [...] hefði sætt áminningu í starfi eða ekki. Kæranda var synjað um upplýsingarnar samdægurs með þeim rökum að upplýsingarnar vörðuðu málefni einstakra starfsmanna. <br /> <br /> Í kæru kemur m.a. fram að óskað sé eftir því að skýrt svar komi um það hvort áminning á hendur skólastjóra [...] hafi farið fram eða ekki og ef hún hafi farið fram þá sé óskað eftir afriti af henni. Vísað er til 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 550/2014 þar sem safnstjóri taldist vera æðsti stjórnandi. Fram kemur að ekki verði annað séð en að skólastjóri teljist vera æðsti stjórnandi í skilningi 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Auk þess kemur fram að kærandi sé foreldri barns í [...] og að hafa beri sérstaklega í huga ákvæði 1. mgr. 18. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 um rétt foreldra til upplýsinga um skólastarf og skólagöngu barna sinna. <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Með bréfi, dags. 6. desember 2017, var kæran kynnt Reykjavíkurborg og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 20. desember 2017, segir m.a. að það sé mat skóla- og frístundasviðs að ekki sé heimilt að veita kæranda upplýsingar um framgang starfsmannsins í starfi eða starfssamband skóla- og frístundasviðs við skólastjóra [...] að öðru leyti. Vísað er til þess að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2014 taki réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Þá sé það mat skóla- og frístundasviðs að réttur til upplýsinganna verði ekki byggður á 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga þar sem skólastjórar grunnskóla Reykjavíkurborgar teljist ekki til æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar. Sú niðurstaða styðjist einkum við skýringar í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum og jafnframt við skýringar við ákvæði 56. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 sem og fyrirkomulag Reykjavíkurborgar á ráðningum skólastjóra grunnskóla. <br /> <br /> Þá er vísað til þess að samkvæmt 73. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar nr. 715/2013 ráði borgarráð starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá Reykjavíkurborg og veiti þeim lausn frá störfum. Í 10. gr. samþykktar fyrir skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar komi fram að borgarráð ráði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að fenginni tillögu borgarstjóra, til fimm ára í senn. Sviðsstjóri ráði skólastjóra leik- og grunnskóla og í aðrar stjórnunarstöður á skóla- og frístundasviði. Í viðauka 2.6 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, um embættisafgreiðslur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, komi fram í b.-lið 2. gr. að sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs sé heimilt að afgreiða ráðningu skólastjóra grunnskóla, sbr. 11. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008. Með vísan til þess að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs ráði skólastjóra en ekki borgarráð verði að telja að starf skólastjóra teljist ekki æðsta stjórnunarstaða hjá Reykjavíkurborg í skilningi 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Því sé er óheimilt að upplýsa almenning um réttarsamband skóla- og frístundasviðs við skólastjóra í grunnskólum Reykjavíkurborgar og því rétt að synja beiðni um upplýsingar um hvort skólastjóri [...] hafi hlotið áminningu. <br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. janúar 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, 15. janúar 2018, er m.a. vísað í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 550/2014 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að safnstjóri í Vestmannaeyjabæ teldist vera æðsti stjórnandi í skilningi 4. tölul. 7. gr. upplýsingalaga. Kærandi telji engan mun vera á stjórnskipunarlegri stöðu safnstjóra í Vestmannaeyjabæ og skólastjóra í grunnskóla í Reykjavíkurborg en athugasemdunum fylgdi samanburður á þessum tveimur stöðum. Fram kemur að samkvæmt skipuritum sveitarfélaganna séu millistjórnendur milli safnstjóra/skólastjóra og borgar/bæjarstjóra. Þá er m.a. vísað til 7. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 þar sem fram kemur að skólastjóri beri ábyrgð á starfi skólans gagnvart sveitarstjórn og geri tillögur til sveitarstjórnar um fyrirkomulag stjórnunar í grunnskóla. Skýr stjórnunarleg ábyrgð komi því fram í lögum um grunnskóla gagnvart sveitarstjórn. Auk þess komi fram með skýrum hætti í frumvarpi til upplýsingalaga að almennt skuli miðað við 56. gr. sveitarstjórnalaga og það því alls ekki algilt. Ætti þá að koma til skoðunar stjórnunarleg ábyrgð, t.d. skv. grunnskólalögum. Kærandi líti svo á að horfa þurfi til upplýsingaréttar almennings en ekki ráðningarforsendna sem ákvarðaðar eru af viðkomandi sveitarstjórnum. <br /> <h3>Niðurstaða</h3> Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að upplýsingum um það hvort skólastjóri í grunnskóla á vegum Reykjavíkurborgar hafi hlotið áminningu í starfi. Leyst er úr málinu á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, með þeim takmörkunum sem greinir í 6-10. gr. laganna. <br /> <br /> Í 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um rétt til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna. Í 1. mgr. greinarinnar segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem upplýsingalög taka til skv. 2. gr. taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. greinarinnar eru taldar upp upplýsingar um opinbera starfsmenn sem skylt er að veita þrátt fyrir 1. mgr. Í 3. mgr. segir að heimilt sé að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem æðstu stjórnendur hafa sætt, þar á meðal vegna áminninga og brottvísana, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir.<br /> <br /> Í athugasemdum við 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2012 segir m.a. eftirfarandi. <br /> <br /> „Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum. Í 3. mgr. er gert ráð fyrir því að heimild til að veita aðgang að upplýsingum í slíkum málum taki einvörðungu til æðstu stjórnenda.“<br /> <br /> Í málinu reynir því á hvort skólastjóri í grunnskóla á vegum Reykjavíkurborgar teljist til æðstu stjórnenda í skilningi 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í athugasemdum við 7. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2012 segir um afmörkun á því hvaða starfsmenn teljast vera æðstu stjórnendur sveitarfélags: <br /> <br /> „Hvað varðar æðstu stjórnendur sveitarfélags þykir almennt mega hafa hliðsjón af fyrirmælum VI. kafla sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, sem tóku gildi 1. janúar 2012, er fjallar um framkvæmdastjóra og aðra starfsmenn sveitarfélaga. Er þá átt við framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, eða oddvita þar sem ekki er starfandi framkvæmdastjóri, og þá starfsmenn sem sveitarstjórn ræður í helstu stjórnunarstöður, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 56. sveitarstjórnarlaga.“<br /> <br /> Í 56. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir að sveitarstjórn ráði starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá sveitarfélagi. Um ráðningu annarra starfsmanna annist framkvæmdastjóri, enda hafi sveitarstjórn ekki ákveðið annað í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins eða með almennum fyrirmælum. <br /> <br /> Í athugasemdum við 56. gr. í frumvarpi því er varð að sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 segir: <br /> <br /> „Sveitarstjórnin ræður starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður hjá sveitarfélagi og veitir þeim lausn frá störfum. Hér er aðeins um að ræða þá starfsmenn sveitarfélagsins sem raðast í æðstu stöður stjórnkerfisins og almennt mundi í hverju sveitarfélagi aðeins vera um að ræða framkvæmdastjórana og svo eftir atvikum fáa aðra lykilstjórnendur. Það er hins vegar misjafnt eftir stærð og stjórnskipulagi sveitarfélaganna hvaða aðilar teljast til æðstu stjórnenda. Í allra minnstu sveitarfélögunum gæti þannig verið að í þann flokk félli framkvæmdastjórinn og skólastjóri grunnskóla, en ekki aðrir. Í flestum sveitarfélögum mundi þó skólastjóri grunnskóla ekki falla í flokk æðstu stjórnenda.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 11. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla segir að um ráðningu skólastjóra og starfsfólks grunnskóla fari eftir ákvæðum sveitarstjórnarlaga og nánari fyrirmælum í samþykkt um stjórn sveitarfélags eftir því sem við á.<br /> <br /> Í 10. gr. samþykktar fyrir skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var í borgarstjórn 20. september 2011 með breytingum samþykktum í borgarstjórn 2. desember 2014 og 19. maí 2015, segir að borgarráð ráði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að fenginni tillögu borgarstjóra, til fimm ára í senn. Sviðsstjóri ráði skólastjóra leik- og grunnskóla og í aðrar stjórnunarstöður á skóla- og frístundasviði. <br /> <br /> Eins og fram kemur í athugasemdum við 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, er við afmörkun á því hvaða aðilar teljist til æðstu stjórnenda við það miðað að ráðning þeirra sé í höndum sveitarstjórnar. Tekið er fram að það sé misjafnt eftir stærð og stjórnskipulagi sveitarfélaga hvaða aðilar raðist í æðstu stöður stjórnkerfisins. Sérstaklega er tekið fram að í flestum sveitarfélögum myndi skólastjóri grunnskóla ekki falla í flokk æðstu stjórnenda, en svo geti hins vegar verið í allra minnstu sveitarfélögunum. Í ljósi þessa og athugasemda við 56. gr. í frumvarpi því er varð að sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 verður því að álykta sem svo að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs sé á meðal æðstu stjórnanda hjá Reykjavíkurborg en ekki skólastjóri leik- og grunnskóla. Þar af leiðandi veitir 3. mgr. 7. gr. upplýsingalaga ekki heimild til þess að veita upplýsingar um það hvort skólastjóri í grunnskóla hjá Reykjavíkurborg hafi hlotið áminningu í starfi. Þvert á móti er sveitarfélaginu óheimilt að upplýsa almenning um það hvort skólastjóri í grunnskóla hjá Reykjavíkurborg hafi hlotið áminningu í starfi, eins og tekið er fram í athugasemdum við 1. mgr. 7. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012. Var því Reykjavíkurborg rétt að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um hvort skólastjóri [...] hafi sætt áminningu í starfi. <br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Staðfest er synjun Reykjavíkurborgar, dags. 1. nóvember 2017, á beiðni kæranda um upplýsingar um hvort skólastjóri [...] hafi sætt áminningu í starfi. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
748/2018. Úrskurður frá 31. júlí 2018 | Kærandi óskaði aðgangs að yfirliti um greiðslur Reykjanesbæjar til tiltekinna aðila. Af hálfu bæjarins kom fram að slíkt yfirlit væri ekki fyrirliggjandi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á að ekki væri skylt að taka saman slíkt yfirlit á grundvelli upplýsingalaga. Kæru var því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 31. júlí 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 748/2018 í máli ÚNU 17110002.<br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags. 1. nóvember 2017, kærði A synjun Reykjanesbæjar, dags. 22. september 2017, á beiðni um aðgang að yfirliti greiðslna til Víkurfrétta, B og C á árunum 2010-2017. Í synjun Reykjanesbæjar kom fram að sundurliðað yfirlit greiðslna væri ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að þann 7. júlí 2017 hafi kærandi óskað eftir því að fá afhent sundurliðað yfirlit greiðslna til Víkurfrétta, B og C. Beiðninni hafi verið synjað þann 22. september 2017 á þeim grundvelli að slík skjöl lægju ekki fyrir hjá Reykjanesbæ. Samdægurs hafi kærandi sent Reykjanesbæ fyrirspurn um það hvort hægt væri að kalla fram viðskiptamann í bókhaldskerfi bæjarins og prenta út yfirlit. Spurningin hafi verið ítrekuð þann 25. september 2017, 28. september 2017, 29. september 2017 og 5. október 2017. Kærandi hafi loks fengið það svar að ekki væri vitað hvort hægt væri að leita eftir viðskiptamanni í bókhaldskerfi og enn fremur að gögnin væru ekki til. Kærandi segist ekki fallast á þá fullyrðingu Reykjanesbæjar að yfirlit um viðskiptamann sé ekki að finna í bókhaldskerfi bæjarins en í 6. gr. laga nr. 145/1995 segi að í fjárhagsbókhaldi eða sérstöku viðskiptamannabókhaldi, sem tengist fjárhagsbókhaldinu, skuli hafa reikninga yfir viðskipti við hvern viðskiptamann, önnur en þau þar sem hönd selur hendi. Þó sé heimilt að sameina óveruleg viðskipti á einn eða fáa reikninga. Að því gefnu að Reykjanesbær vinni eftir lögum og reglugerðum megi því telja víst að gögnin séu fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Kærandi sé ekki að biðja um tölulegar samantektir eða að ný skjöl séu útbúin heldur aðeins að fyrirliggjandi gögn séu kölluð fram og flutt út úr kerfinu. <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Með bréfi, dags. 7. nóvember 2017, var kæran kynnt Reykjanesbæ og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn Reykjanesbæjar, dags. 30. nóvember 2017, er vísað til þess að gögnin séu ekki fyrirliggjandi en samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé stjórnvöldum óskylt að útbúa ný gögn að beiðni almennings. Þá hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ítrekað staðfest, m.a. í úrskurði nr. A-181/2004 og A-424/2012, að í því felist að stjórnvaldi sé óskylt að taka saman gögn úr bókhaldi.<br /> <br /> Umsögn Reykjanesbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. desember 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust þann 10. desember 2017. Þar vísar kærandi m.a. til þess að í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-181/2004 og A-424/2012 hafi verið óskað eftir samantektum, jafnvel umfangsmiklum, um ákveðin mál og aðila. Kærandi geri sér grein fyrir því að slík upplýsingagjöf feli í sér sköpun nýrra gagna, en ekki sé verið að fara fram á neitt slíkt. Aðeins sé óskað eftir gögnum sem þegar séu fyrirliggjandi í skilningi laga og hægt sé að kalla fram auðveldlega úr bókhaldskerfi bæjarins með sama hætti og hægt sé að kalla fram ritvinnsluskjöl, tölvupósta og önnur tölvutæk skjöl þegar þeirra sé óskað. Með yfirliti eigi kærandi t.a.m. við lista sem kallaður sé fram úr bókhaldskerfi bæjarins með því að afmarka viðskiptamann og tímabil og biðja um flutning í töflureikni eða útprentun. Einnig geti verið um að ræða lista sem tekinn sé sem skjáskot af útlistun viðskiptamanns í bókhaldsforriti. Kærandi tekur fram að reynist það einfaldari lausn fyrir Reykjanesbæ að kalla fram endurrit hvers reiknings frá tímabilinu sé það kæranda að meinalausu. <br /> <h3>Niðurstaða</h3> Mál þetta lýtur að synjun Reykjanesbæjar á beiðni kæranda um yfirlit úr bókhaldskerfi til tiltekinna aðila á afmörkuðu tímabili. Beiðninni var synjað á þeim grundvelli að yfirlitið væri ekki fyrirliggjandi en vísað var til þess að sveitarfélaginu sé ekki skylt að undirbúa nýtt skjal fyrir kæranda. <br /> <br /> Af 1. mgr. 5. gr. upplýsinglaga nr. 140/2012 leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir 6.-10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns. Í athugasemdum við ákvæði 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma.<br /> <br /> Í málinu liggur fyrir að skjalið sem kærandi óskar eftir er ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu heldur þarf að búa það sérstaklega til svo unnt sé að afgreiða gagnabeiðni kæranda. Hér ræður ekki úrslitum þótt unnt sé að búa skjalið til með tiltölulega einfaldri aðgerð, t.d. með því að kalla fram slíkt yfirlit úr bókhaldskerfi. Úrskurðarnefndin tekur þó fram að sveitarfélaginu er heimilt að afgreiða gagnabeiðni kæranda með því að búa til skjal með slíku yfirliti, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, enda standi aðrar lagareglur ekki í vegi fyrir því, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður að leggja til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá Reykjanesbæ í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn Reykjanesbæjar tekur kærandi fram að ef það reynist einfaldara fyrir Reykjanesbæ að kalla fram endurrit hvers reiknings frá tilteknu tímabili sé það kæranda að meinalausu. Er hér um að ræða nýja gagnabeiðni sem kærandi þarf að beina til sveitarfélagsins. <br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Kæru A, dags. 1. nóvember 2017, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> |
747/2018. Úrskurður frá 31. júlí 2018 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í vörslum Matvælastofnunar um eftirlit stofnunarinnar með gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Kærandi hafði fengið aðgang að hluta umbeðinna gagna en um tilteknar upplýsingar í svonefndum landbótaáætlunum kom fram í hinni kærðu ákvörðun að um einkamálefni viðkomandi bónda væri að ræða. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögnin og komst að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt á áætlununum án útstrikana. Þá lagði nefndin fyrir Matvælastofnun að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar varðandi hluta gagnanna þar sem ekki hafði verið tekin fullnægjandi afstaða til upplýsingaréttar kæranda. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 31. júlí 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 747/2018 í máli ÚNU 17080003. <br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags. 24. ágúst 2017, kærði A ákvörðun Matvælastofnunar („MAST“) um synjun á beiðni um aðgang að upplýsingum um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Með beiðni, þann 18. maí 2017, var farið fram á aðgang að tilteknum gögnum er varða greiðslur og landnýtingu í tengslum við búvörusamning. Kærandi afmarkaði beiðni sína frekar með bréfi, dags. 30. júní 2017, en ákvörðun MAST barst kæranda með bréfi, dags. 28. júlí 2017.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að MAST hafi orðið við beiðni um yfirlit um fjölda sauðfjárbúa, stærð þeirra og sveitarfélög. Hins vegar hafi MAST ekki orðið við beiðni um nöfn búanna. Upplýsingar um heildargreiðslur samkvæmt búvörusamningi fyrir árin 2015 og 2016 hafi ekki verið sendar og sagt að þær væru ekki aðgengilegar. Þá hafi kærandi óskað upplýsinga um hvort bú uppfylltu landnýtingarþátt gæðastýringar í sauðfjárrækt en stofnunin hafi ekki afhent slíkan lista. MAST hafi hafnað beiðni um afrit af landbótaáætlunum á grundvelli einkahagsmuna framleiðendanna nema máð væru út nöfn búanna og fjölda fjár á þeim. <br /> <br /> Kærandi er ósammála forsendum MAST fyrir ákvörðuninni. Að baki beiðninni búi hagsmunir sem njóti lagaverndar samkvæmt lögum nr. 23/2006. Lagaskylda hvíli á MAST til að afla umbeðinna gagna, sbr. reglugerð nr. 1160/2013. Kærandi hafnar því að þau séu ekki aðgengileg en ef svo myndi reynast væri MAST skylt að benda á þann aðila sem hefði þær. Ekki geti verið um viðkvæma framleiðslu- eða viðskiptahagsmuni framleiðenda sauðfjár að ræða, enda sé ekki um samkeppnissvið að ræða auk þess sem málið varði skilyrði þess að fá álagsgreiðslur úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Meðal skilyrðanna séu mikilvægir þættir er varði umhverfið; beitarþol, ástand landsins, landnýtingu og landbætur. Kærandi vísar til tilskipunar 2003/4/EB og segir engar undantekningarheimildir hennar eiga við um umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Loks bendir kærandi á að MAST hafi ekki haft lagaheimild til að krefja hann upplýsinga um tilgang beiðninnar eða sýna fram á hagsmuni sína af aðgangi að gögnunum. Einungis hefði verið unnt að krefjast þannig rökstuðnings ef um væri að ræða rannsóknargögn skv. 33. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. MAST virðist hafa beint málsmeðferðinni í heild í þann farveg er VIII. kafli laganna fjallar um. Ekki hafi hins vegar verið tilefni til að leggja þann skilning í beiðnina að hún varðaði gögn sem undanþegin væru almennum upplýsingarétti. Kærandi óskar hins vegar eftir því að úrskurðarnefndin fjalli um hvort lögmætt hafi verið að hafna því að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum sem rannsakanda í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012, að því leyti sem þau kynnu að vera undanþegin almennum upplýsingarétti.<br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Kæran var kynnt MAST með bréfi, dags. 28. ágúst 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Umsögn stofnunarinnar barst þann 20. september 2017. Þar kemur fram að kærandi hafi óskað aðgangs að tilteknum gögnum varðandi framkvæmd búvörusamninga og gæðastýringar í sauðfjárrækt þann 18. maí 2017. Óskin hafi byggst á VIII. kafla upplýsingalaga og kæranda hafi því verið bent á að samkvæmt 1. mgr. 33. gr. laganna skyldi upplýst í hvaða tilgangi væri óskað eftir slíkum aðgangi. Kærandi hafi ekki svarað en þess í stað sent nýtt erindi, dags. 30. júní 2017, þar sem óskað hafi verið eftir sama aðgangi án þess að um rannsóknir væri að ræða. Kærandi hafi jafnframt tekið fram að hann liti svo á að hann væri aðili máls í ljósi stjórnsýslulaga. Í hinni kærðu ákvörðun hafnaði MAST því að kærandi teldist aðili máls. Beiðnin hafi því verið afgreidd á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga en höfð hliðsjón af lögum um upplýsingarétt um umhverfismál.<br /> <br /> MAST víkur næst að beiðni kæranda sem var í fimm liðum. Varðandi fyrsta liðinn segir MAST að þar sem kærandi hafi sagst ætla að kanna aðgengi að gögnunum hjá Byggðastofnun hafi stofnunin litið svo á að kærandi hafi hætt við að krefja hana um þau. Þó hafi verið ákveðið að senda kæranda skýrslu Byggðastofnunar um dreifingu sauðfjár og fjölda sauðfjár eftir sveitarfélögum samkvæmt haustskýrslum bænda árin 2015 og 2016. MAST telur rétt að geta þess að stofnunin hafi fyrirliggjandi upplýsingar um fjölda fjár, flokkaðar eftir nöfnum búa, sbr. IV. kafla laga nr. 38/2014 um búfjárhald. MAST og Hagstofu Íslands sé heimilt að nota upplýsingarnar og öðrum opinberum aðilum og leiðbeiningarmiðstöð skv. 1. gr. laga nr. 70/1998 sé heimilt að nota þær að fengnu leyfi MAST. <br /> <br /> Um annan liðinn kemur fram að kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um heildargreiðslur til búa, hvers fyrir sig, samkvæmt búvörusamningi fyrir sauðfjárrækt árið 2015 eða 2016, eftir því hvað væri aðgengilegast. Kærandi hafi verið upplýstur um að þessar upplýsingar væru ekki aðgengilegar þar sem flokka þyrfti og forrita hverja greiðslutegund fyrir sig eftir búsnúmerum til að geta orðið við beiðninni. Ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn þegar beiðni bærist um aðgang að ákveðnum gögnum. Stofnunin hafi hins vegar sent upplýsingar úr nýrri ársskýrslu um heildargreiðslur til allra búa vegna framleiðslu í gæðastýringu auk upplýsinga um greiðslumark og beingreiðslur.<br /> <br /> Undir þriðja lið beiðni kæranda var óskað eftir upplýsingum um hvort framleiðsla stæðist ákvæði landnýtingarþáttar gæðastýringar fyrir fjárflestu búin. MAST kveðst hafa afhent lista yfir fjölda búa sem uppfylltu ákvæðið, flokkuð eftir sveitarfélögum. Öll bú í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu standist ákvæði landnýtingarþáttar gæðastýringar.<br /> <br /> MAST afgreiddi fjórða lið beiðninnar, um aðgang að landbótaáætlunum fyrir umrædd bú, þannig að þær voru afhentar með útstrikunum þar sem strikað var yfir nafn og kennitölu framleiðanda og einnig upplýsingar um fjölda fjár á einstökum búum. Tekið var fram að takmörkunin byggðist á 9. gr. upplýsingalaga, en í umsögn MAST kemur fram að sum bú séu rekin á persónulegri kennitölu bóndans. Að áliti MAST sé stofnuninni ekki heimilt að upplýsa um fjölda fjár á einstökum lögbýlum þar sem um sé að ræða einkamálefni hlutaðeigandi bónda sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari og teljist sömuleiðis varða mikilvæga fjárhagsmuni ef stofnað hafi verið félag um búreksturinn. Við nánari yfirferð sé það hins vegar skoðun MAST að kærandi eigi rétt á aðild að nöfnum aðilanna en ekki kennitölum þeirra eða fjölda fjár. Úrskurðarnefndin hafi áður kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt að veita aðgang að upplýsingum um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum í formi styrkja eða óafturkræfra framlaga. Stofnunin telur að þótt kærandi eigi rétt á upplýsingum um grundvöll styrkjanna nái sá réttur ekki til upplýsinga um búfjáreign framleiðenda. Þeir séu skyldaðir til að veita MAST upplýsingar um búfjáreign sína á hverju hausti. Þær upplýsingar tengist grundvelli beingreiðslna með þeim hætti að til þess að fá óskertar beingreiðslur þurfi framleiðandi að eiga að lágmarki 0,7 vetrarfóðraðar kindur fyrir hvert ærgildi greiðslumarks. Grundvöllur gæðastýringarálags skv. reglugerð nr. 1160/2013 sé að framleiðendur uppfylli skyldur sínar samkvæmt III. og IV. kafla reglugerðarinnar og álag sé greitt á innlögn framleiðenda í sláturhús. Sauðfjáreign þurfi því ekki að haldast í hendur við greiðslumark. Upplýsingar um eignir einstaklinga og fyrirtækja, þ.m.t. búfjáreign, verði ekki veittar á grundvelli upplýsingalaga nema annað komi til, svo sem að þær tengist með beinum hætti úthlutun fjár úr opinberum sjóðum. <br /> <br /> Um fimmta lið beiðni kæranda kemur fram að kærandi hafi óskað eftir aðgangi að landbótaáætlunum varðandi afrétti og sameiginlega haga þar sem margir bæir reki fé á sameiginlegt haglendi. Stofnunin hafi svarað því á sama veg og fjórða lið.<br /> <br /> Umsögn MAST var kynnt kæranda með bréfi, dags. 21. september 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust með bréfi, dags. 23. september 2017. Þar hafnar kærandi því að MAST hafi verið óskylt að veita honum aðgang að gögnum þrátt fyrir að hann hafi sagst myndu biðja Byggðastofnun um þau, enda sé stjórnvaldi skylt að veita upplýsingar án skilyrða og leiðbeina ólöglærðum. Kærandi hafnar því jafnframt að ekki liggi fyrir hjá MAST eða öðrum aðila í skilningi laga nr. 23/2006 upplýsingar um heildargreiðslur til hvers bús, enda sé það skylda MAST að halda utan um greiðslurnar. Kærandi bendir á að honum hafi ekki verið veittar upplýsingar um hvert þeirra fjárflestu búa sem uppfylltu skilyrði gæðastýringar, þrátt fyrir það sem segi í andmælum MAST. Fjöldi búa í hverju sveitarfélagi svari ekki fyrirspurninni.<br /> <br /> Kærandi mótmælir því að fjöldi fjár á búi og nafn bús geti talist til einkamálefna með hliðsjón af því að um sé að ræða úthlutun skattfjár almennings. Ekki sé farið fram á kennitölur. Þá telur kærandi réttmætt af MAST að afhenda upplýsingar um afnot af afréttum og sameiginlegum högum. Loks ítrekar kærandi þau sjónarmið sem reifuð eru í kæru.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. Þá hefur meðferð málsins dregist óhæfilega vegna anna í störfum nefndarinnar. <br /> <h3>Niðurstaða<br /> 1.</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í vörslum MAST og lúta að eftirliti stofnunarinnar með gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu, nánar tiltekið: <ol> <li>Nöfnum og staðsetningu allra býla eða framleiðslueininga í sauðfjárframleiðslu sem hljóta greiðslur samkvæmt búvörusamningum, sundurliðað eftir ærgildum.</li> <li>Upplýsingum um heildargreiðslur til hvers bús fyrir sig samkvæmt búvörusamningi fyrir sauðfjárrækt fyrir árið 2015 eða 2016.</li> <li>Upplýsingum um hvort framleiðslan standist ákvæði landnýtingarþáttar gæðastýringarinnar árið 2015 eða 2016.</li> <li>Landbótaáætlunum fyrir búin vegna gæðastýringar.</li> <li>Landbótaáætlunum sem varða afrétti og sameiginlega haga þar sem margir bæir reka á sameiginlegt haglendi.</li> </ol> Kærandi hefur fengið aðgang að gögnum sem tengjast beiðninni en um önnur hefur komið fram af hálfu MAST að þau séu ýmist ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni eða fjalli um einkahagsmuni eigenda viðkomandi fjárbúa. <br /> <br /> Kærandi hefur vísað til þess að umbeðin gögn teljist til upplýsinga um umhverfismál og fari því um rétt hans til aðgangs að þeim samkvæmt ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006. Í 3. gr. laganna segir að með upplýsingum um umhverfismál sé átt við hvers kyns upplýsingar í rituðu, sjónrænu, heyranlegu, rafrænu eða einhverju efnislegu formi um: <ol> <li>ástand afmarkaðra þátta umhverfisins, svo sem andrúmslofts og lofthjúps, vatns, jarðvegs, lands, landslags og náttúruminja, þ.m.t. votlendis og strand- og hafsvæða, líffræðilegrar fjölbreytni og þátta hennar, þ.m.t. erfðabreyttra lífvera, og samspil milli þessara þátta,</li> <li>þætti á borð við efni, orku, hávaða, geislun eða úrgang, þ.m.t. geislavirkan úrgang og losun hvers kyns efna og þátta út í umhverfið sem hafa áhrif á eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti í umhverfinu sem um getur í 1. tölul.,</li> <li>ráðstafanir í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga á sviði umhverfismála sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti sem um getur í 1. og 2. tölul., auk kostnaðar- og ábatagreiningar eða annars konar hagkvæmnigreiningar sem notuð er í tengslum við ákvarðanir um slíkar ráðstafanir,</li> <li>ástandið að því er varðar heilbrigði manna og öryggi, þ.m.t. mengun í fæðukeðjunni, lífsskilyrði fólks, menningarminjar og mannvirki að svo miklu leyti sem þau verða eða líklegt er að þau verði fyrir áhrifum vegna ástands þeirra umhverfisþátta sem um getur í 1. tölul. eða vegna þeirra atriða sem um getur í 2. tölul.</li> </ol> Að mati úrskurðarnefndarinnar falla upplýsingar um landbótaáætlanir og nýtingu beitarlands augljóslega undir 1.-3. tl. ákvæðisins og eiga lög nr. 23/2006 því við um síðustu þrjá liði beiðni kæranda. Sama verður ekki sagt um fyrstu tvo liðina, en þeir lúta fyrst og fremst að greiðslum úr ríkissjóði til fjárbúa. Um rétt kæranda til aðgangs að slíkum upplýsingum fer eftir upplýsingalögum nr. 140/2012 og hefur kærandi sérstaklega tekið fram að beiðnin sé sett fram á grundvelli upplýsingaréttar almennings, sbr. 5. gr. laganna, en ekki ákvæða laganna um aðgang að gögnum í rannsóknarskyni, sbr. VIII. kafla laganna. Verður fjallað um rétt kæranda til aðgangs að gögnum undir hverjum lið beiðninnar hér á eftir.<br /> <h3>2.</h3> Af hálfu MAST hefur komið fram að stofnunin hafi litið svo á að þar sem kærandi hafi sagst ætla að kanna aðgengi að gögnum undir fyrsta lið beiðnarinnar hjá Byggðastofnun hafi hann hætt við að óska aðgangs að þeim hjá MAST. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ekkert í gögnum málsins gefur til kynna að kærandi hafi fallið frá beiðni sinni að þessu leyti. Upplýsingaréttur almennings er ekki takmarkaður við að leita upplýsinga hjá einu stjórnvaldi í einu og getur beiðandi haft réttmætar ástæður fyrir því að bera saman upplýsingar í vörslum tveggja eða fleiri opinberra aðila. <br /> <br /> Stjórnvöldum sem hafa til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun, sbr. 1. mgr. 19. gr. laganna. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Þar sem þessi hluti beiðni kæranda hefur ekki fengið þá efnislegu meðferð sem upplýsingalög áskilja verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir MAST að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h3>3.</h3> MAST hefur vísað til þess að upplýsingar undir öðrum lið beiðni kæranda séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Til að geta orðið við beiðninni þurfi að „flokka og forrita“ hverja greiðslutegund fyrir sig eftir búsnúmerum til að geta orðið við beiðninni, en upplýsingar um heildargreiðslur til hvers bús fyrir sig séu ekki aðgengilegar.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að MAST hafi yfir upplýsingum að ráða um greiðslur til hvers bús, sundurliðuðum eftir tegund greiðslnanna, en hafi ekki tekið þær saman í heildargreiðslur sem hvert bú fær. MAST hefur bent á að stofnuninni sé ekki skylt að taka saman upplýsingar í vörslum sínum eða búa til ný skjöl úr þeim en hins vegar virðist stofnunin ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að upplýsingum um þær einstöku greiðslur sem mynda heildartölurnar. Það getur ekki komið í veg fyrir rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um greiðslur úr opinberum sjóðum að aðili sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga hafi ekki lagt þær sérstaklega saman. Við meðferð beiðni kæranda bar MAST að bera kennsl á öll gögn í vörslum stofnunarinnar sem svarað geta þeim spurningum sem kærandi setti fram og taka svo afstöðu til réttar hans til aðgangs að þeim. Þar sem stofnunin hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim upplýsingum um greiðslur til sauðfjárbúa sem eru í vörslum stofnunarinnar, eftir atvikum aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, verður að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir MAST að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.<br /> <h3>4.</h3> Undir þriðja lið beiðni kæranda var óskað eftir upplýsingum um það hvort framleiðslan hefði staðist ákvæði landnýtingarþáttar gæðastýringar sauðfjárframleiðslu. Af hálfu MAST hefur komið fram að öll búin hafi staðist þennan þátt gæðastýringarinnar en hins vegar afhenti stofnunin honum einungis upplýsingar um fjölda búa eftir sveitarfélögum. Enda þótt upphafleg beiðni kæranda hafi ekki verið að öllu leyti skýr um það hvaða upplýsingum hann sóttist eftir verður að líta til þess að MAST veitti honum tækifæri til að afmarka beiðnina nánar með bréfi, dags. 7. júní 2017. Í svari kæranda, dags. 30. júní 2017, segir skýrlega að spurningin lúti að því hvort tiltekin bú hafi staðist ákvæði landnýtingarþáttar gæðastýringar, þ.e. fjárflestu búin. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ljóst að beiðni kæranda laut ekki eingöngu að fjölda þeirra búa sem stóðust þennan þátt gæðastýringar, heldur verður að skilja hana sem svo að óskað hafi verið nánari tilgreiningar á búunum. Af hálfu MAST hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort kærandi eigi rétt á nöfnum þeirra búa sem stóðust ákvæði landnýtingarþáttar gæðastýringar sauðfjárframleiðslu og verður því einnig að leggja fyrir stofnunina að taka þennan hluta beiðninnar til nýrrar meðferðar.<br /> <h3>5.</h3> Fjórði og fimmti liður beiðni kæranda taka til landbótaáætlanna sem eigendur einstakra búa hafa sent MAST vegna gæðastýringar sauðfjárframleiðslu, sbr. 2. mgr. 41. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Stofnunin afhenti kæranda afrit af áætlununum en afmáðar höfðu verið upplýsingar um nöfn búanna, kennitölur þeirra og fjölda fjár á búunum. Í umsögn MAST segir að við nánari skoðun hafi verið ákveðið að veita kæranda aðgang að nöfnum búanna og af hálfu kæranda hefur komið fram að hann sækist ekki eftir aðgangi að kennitölum þeirra. <br /> <br /> Eftir stendur því að taka afstöðu til réttar hans til aðgangs að upplýsingum um fjölda fjár á hverju búi, en synjun stofnunarinnar um það atriði byggðist á því að um væri að ræða upplýsingar um einkamálefni viðkomandi bónda sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006. Í fyrrnefnda ákvæðinu segir orðrétt:<br /> <br /> <span class="blockqoude">Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</span><br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> <span class="blockqoude">Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</span><br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni:<br /> <br /> <span class="blockqoude">Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.</span><br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað landbótaáætlanirnar með hliðsjón af þessum sjónarmiðum andspænis hagsmunum almennings af því að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um aðbúnað dýra og áhrif dýrahalds á umhverfið, sbr. 1. gr. upplýsingalaga og 1. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Í landbótaáætlunum er fjallað um sauðfjárhald búa og einstakra bænda með almennum hætti og beit dýranna í samhengi við gróðurfar og annað ástand lands, meðal annars með tilliti til þess hvort frekari landgræðslu sé þörf. Enda þótt upplýsingar um fjölda fjár á einstökum búum veiti nokkra vísbendingu um fjárhag búanna eða eigenda þeirra er ekki unnt að fallast á það með MAST að um sé að ræða atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu þeirra. Hér skiptir máli að ekki er beinlínis um samkeppnisrekstur að ræða þar sem mælt er fyrir um greiðslur til sauðfjárframleiðenda í sérstökum búvörusamningi. Þá er ekki að finna í áætlunum annars konar viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni manna, t.d. um meint brot gegn lögum um velferð dýra, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 691/2017. Er því að mati nefndarinnar engin hætta á því að búin eða bændurnir verði fyrir tjóni þótt almenningi verði veittur aðgangur að upplýsingum um fjölda fjár sem þeir halda. <br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verða hagsmunir kæranda af aðgangi að upplýsingum um fjölda dýra í hinum umbeðnu landbótaáætlunum taldir vega þyngra en hagsmunir þeirra sauðfjárframleiðenda sem koma fyrir í hinum áætlunum af því að upplýsingarnar fari leynt. Verður hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir MAST að veita kæranda aðgang að landbótaáætlununum án útstrikana.<br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Matvælastofnun ber að veita kæranda, A, aðgang að landbótaáætlunum sauðfjárbænda, sem kærandi hefur þegar fengið afhentar, án útstrikana.<br /> <br /> Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti felld úr gildi og lagt fyrir Matvælastofnun að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar hvað varðar: <ol> <li>Nöfn og staðsetningu allra býla eða framleiðslueininga í sauðfjárframleiðslu sem hljóta greiðslur samkvæmt búvörusamningum, sundurliðað eftir ærgildum.</li> <li>Upplýsingar um heildargreiðslur til hvers bús fyrir sig samkvæmt búvörusamningi fyrir sauðfjárrækt fyrir árið 2015 eða 2016.</li> <li>Upplýsingar um það hvort framleiðslan standist ákvæði landnýtingarþáttar gæðastýringarinnar árið 2015 eða 2016.</li> </ol> <p>Hafsteinn Þór Hauksson formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir </p> <p> Friðgeir Björnsson</p> |
746/2018. Úrskurður frá 27. júní 2018 | Starfsmaður fjölmiðils kærði synjun kjararáðs á beiðni um aðgang að fundargerðum þess á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skýrt af lokamálsl. 1. gr. laga um kjararáð nr. 130/2016 að kjararáð væri einn þeirra aðila sem falla undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt upplýsingalögum skipti ekki máli hvenær gögn hefðu orðið til og því hefði það ekki þýðingu þótt fundargerðirnar fjölluðu um mál eldri lög um kjararáð giltu um. Var það mat nefndarinnar að kjararáði hafi borið að afmarka beiðni kæranda við gögn í vörslum sínum, sbr. 5. og 15. gr. upplýsingalaga og taka afstöðu til réttar hans til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þar sem kjararáð mat ekki rétt kæranda til aðgangs var málsmeðferð ráðsins ekki talin samrýmast ákvæðum upplýsingalaga, þ. á m. 1. mgr. 19. gr. laganna og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ákvörðunin var þannig talin haldin efnislegum annmörkum sem voru að mati nefndarinnar svo verulegir að hún var felld úr gildi og lagt fyrir kjararáð að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 27. júní 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 746/2018 í máli ÚNU 18030010.<br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags. 15. mars 2018, kærði A, blaðamaður á B, ákvörðun kjararáðs um að synja beiðni hans um aðgang að fundargerðum ráðsins frá 1. janúar 2013. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kjararáð hafi hafnað beiðninni á þeim grundvelli að hún taki til gagna sem varði mál sem urðu til í tíð eldri laga um kjararáð nr. 47/2006 og samkvæmt þeim hafi kjararáð ekki heyrt undir framkvæmdavaldið. Þar með hafi stjórnsýslulög og upplýsingalög ekki gilt um störf ráðsins. Kærandi er ósammála þeirri niðurstöðu og vísar því til stuðnings til lokamálsliðar 1. gr. núgildandi laga um kjararáð nr. 130/2016. Þar segir að kjararáð skuli fylgja ákvæðum stjórnsýslulaga eftir því sem við á og ákvæðum upplýsingalaga. Því hefði ráðinu að minnsta kosti borið að veita aðgang að fundargerðum funda sem áttu sér stað eftir það tímamark þegar lögin tóku gildi, þ.e. 1. júlí 2017. Í öðru lagi fellst kærandi ekki á að kjararáð sé ekki stjórnvald. Ágreiningslaust sé að kjararáð sé rekið fyrir opinbert fé og hafi haft fjárlagalið merktan sér á tímabilinu sem um ræðir. Þá hafi ráðinu verið komið á fót með lögum. Lög nr. 47/2006 beri það með sér að um stjórnvald sé að ræða og lögskýringargögn styðji þá niðurstöðu. <br /> <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Með bréfi, dags. 16. mars 2018, var kjararáði kynnt kæran og óskað eftir því að ráðið sendi umsögn um hana. Veittur var frestur til 5. apríl 2018. Þá var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests afhent afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Kjararáð óskaði margsinnis eftir framlengingu frestsins og barst umsögn ráðsins þann 11. júní 2018. Þar kemur fram að kjararáð krefjist þess að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem hún falli utan gildissviðs upplýsingalaga og valdsviðs nefndarinnar. <br /> <br /> Kjararáð segist ekki starfa sérstaklega á vegum framkvæmdavaldsins heldur allra þriggja þátta ríkisvaldsins. Ráðinu sé ætlað að vera sjálfstætt í störfum sínum, ekki síst gagnvart framkvæmdavaldinu. Þetta sjáist glöggt af ákvæðum laga um kjararáð um skipan þess og eðli verkefna. Meginverkefni ráðsins sé að ákveða laun og starfskjör fyrir tiltekin störf en ekki nafngreinda einstaklinga. Störfin njóti sérstöðu ýmist vegna eðlis þeirra eða samkvæmt stjórnarskránni, t.d. störf dómara, enda ekki talið æskilegt að handhafi framkvæmdavaldsins fjalli um launakjör þeirra. Kjararáð sé því ekki stjórnsýslunefnd á vegum framkvæmdavaldsins sem tekur ákvarðanir um rétt eða skyldu manna og ákvarðanir og úrskurðir ráðsins séu ekki stjórnvaldsákvarðanir. Jafnvel þótt litið væri svo á að starfsemi kjararáðs teldist í eðli sínu vera stjórnsýsla að einhverju leyti sé að minnsta kosti ljóst að hún sé ekki sérstaklega á vegum framkvæmdavaldsins. Af ákvæðum laga um kjararáð og lögskýringargögnum verði ekki dregin önnur ályktun en sú að ráðið teljist ekki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í þeirri merkingu sem byggt sé á í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga nái eingöngu til stjórnsýslu sem sé sérstaklega á vegum framkvæmdavaldsins en hvorki til stjórnsýslu löggjafar- né dómsvalds. Þessu til stuðnings vísar kjararáð til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-381/2011 og álits umboðsmanns Aþingis í máli nr. 7064/2012 um lands- og yfirkjörstjórnir. <br /> <br /> Í umsögn kjararáðs er vikið að eldri lögum um ráðið nr. 47/2006 og núgildandi lögum nr. 130/2016. Ráðið kveðst ekki hafa tekið mál til meðferðar samkvæmt nýju lögunum en þau hafi ekki breytt stöðu og eðli þess. Lögin beri með sér að kjararáð skuli vera sjálfstætt, sbr. athugasemdir við 2. gr. frumvarps sem varð að lögum nr. 47/2006. Þá sé kveðið á um það í lögunum að kjararáð velji sér sjálft formann og varaformann auk þess sem ákvörðunum og úrskurðum þess verði ekki skotið annað en til dómstóla. <br /> <br /> Kjararáð segir ákvarðanir sínar beinast að tilteknum störfum en ekki nafngreindum einstaklingum. Ákvörðunin byggi á ytri hlutlægum þáttum sem varði starfið sjálft en ekki einstaklingsbundnum atriðum er snerti þann einstakling sem gegnir því. Sérstakar málsmeðferðarreglur séu tilgreindar í lögum um ráðið og kveðið á um að ráðið skuli birta úrskurði sína og ástæður fyrir þeim opinberlega. Slík ákvæði hefðu verið með öllu óþörf ef stjórnsýslulög hefðu gilt um ráðið. Þá stæðist það ekki kröfur um sjálfstæði dómsvaldsins að fela framkvæmdavaldinu ákvörðunarvald um laun og starfskjör dómara, sbr. dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. desember 2006 í máli nr. E-1939/2006. Þá er bent á ummæli í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 130/2016 um sérstöðu embættismannanna, ríkissáttasemjara, ríkissaksóknara, umboðsmanns Alþingis og saksóknara. <br /> <br /> Í umsögninni kemur fram að breytingar sem gerðar voru á 1. gr. frumvarps sem varð að lögum nr. 130/2016 taki af allan vafa um stöðu og eðli kjararáðs. Í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar með breytingatillögu á ákvæðinu við aðra umræðu segi að lagt sé til að tekið verði fram að kjararáð sé stjórnsýslunefnd sem ákveði laun og starfskjör þeirra sem taldir eru upp. Hins vegar hafi verið horfið frá þeirri ætlan að skilgreina ráðið sem stjórnsýslunefnd. Þá hefði ákvæði um að ráðið skuli fylgja stjórnsýslulögum eftir því sem við á og ákvæðum upplýsingalaga verið óþarft ef þessi lög hefðu frá upphafi gilt um störf þess. Hins vegar hafi ráðið leitast við í störfum sínum í tíð eldri laga að horfa til ákvæða stjórnsýslu- og upplýsingalaga eftir því sem við hafi átt. Því hafi kjararáð ekki gert athugasemdir við að umboðsmaður Alþingis hafi fjallað um störf þess, enda geti ábendingar hans verið til leiðsagnar. <br /> <br /> Kjararáð ítrekar að það hafi enn ekki tekið mál til meðferðar á grundvelli nýrra laga um ráðið nr. 130/2016. Beiðni kæranda lúti því að starfi kjararáðs samkvæmt eldri lögum nr. 47/2006, en upplýsingalögin gildi ekki um störf ráðsins á því tímabili sem beiðnin nær til. Þá gildi upplýsingalög heldur ekki um mál sem kjararáð skal ljúka samkvæmt eldri lögum, sbr. bráðabirgðaákvæði með nýju lögunum. Í öllu falli sé ljóst að upplýsingalög gætu eingöngu gilt um málsmeðferð samkvæmt eldri lögum frá 1. júlí 2017 þegar lög nr. 130/2016 tóku gildi. Í því sambandi yrði að líta til 3. mgr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Kjararáð telur ekki tilefni til að verða við ósk úrskurðarnefndar um upplýsingamál um afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Synjun ráðsins hafi ekki byggst á efnislegu mati á gögnunum líkt og upplýsingalög geri ráð fyrir. Af því leiði að úrskurðarnefndin geti ekki endurskoðað mat kjararáðs á þeim. <br /> <br /> Umsögn kjararáðs var kynnt kæranda með erindi, dags. 11. júní 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust þann 13. júní 2018 og þar færir kærandi rök fyrir því að kjararáð sé sjálfstæð stjórnsýslunefnd. Bent er á að kjararáð heyri stjórnskipulega undir fjármála- og efnahagsráðuneytið samkvæmt gildandi forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Sjálfstæði kjararáðs birtist í því að það velji sér formann og að úrskurðum þess verði ekki skotið til annarra stjórnvalda. Þetta sé áréttað í greinargerð með frumvarpi til eldri laga um kjararáð nr. 47/2006, þar sem m.a. komi fram að ákvarðanir og úrskurðir ráðsins séu endanleg á stjórnsýslustigi. Þá segi í athugasemdum við 4. mgr. 10. gr. að ráðið fari með endanlegt úrskurðarvald á stjórnsýslustigi. Kærandi bendir einnig á ummæli í umsögn Dómarafélags Íslands um frumvarpið. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda segir að þegar sjálfstæðum stjórnsýslunefndum sé komið á fót hafi tvær leiðir aðallega verið farnar. Annars vegar sú leið að tilgreina sérstaklega í lögum að hún sé sjálfstæð. Hin leiðin sé að kveða á um að úrskurðir hennar séu fullnaðarúrskurðir sem ekki verði bornir undir önnur stjórnvöld. Síðari hátturinn hafi verið hafður á í lögum nr. 47/2006. Yfirleitt þjóni sjálfstæðar stjórnsýslunefndir því hlutverki að vera úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi en það sé þó ekki algilt. Sem dæmi um nefndir sem hafa endanlegt úrskurðarvald á fyrsta stigi nefnir kærandi mannanafnanefnd og óbyggðanefnd. Þar sem ekki sé kveðið á um það með afgerandi hætti í lögunum eða greinargerð með þeim að kjararáð skuli vera einhvers konar lögbundinn gerðardómur hnígi rök í þá átt að ráðið sé sjálfstæð stjórnsýslunefnd. <br /> <br /> Kærandi rekur ákvæði 1. mgr. 2. gr. og 3. gr. laga um umboðsmann Alþingis nr. 85/1997. Umboðsmaður hafi tekið mál sem varði ráðið til skoðunar og hefði svo ekki verið ef ráðið væri ekki stjórnvald. Ekki sé að finna heimild í lögum um umboðsmann fyrir aðra til að færa sig undir starfssvið umboðsmanns með samþykki sínu. Þá séu ákvarðanir kjararáðs stjórnvaldsákvarðanir sem séu teknar einhliða, með skriflegum hætti og kveði með endanlegum hætti á um laun þess sem við á í hverju tilviki fyrir sig. Að baki hverju embætti standi ávallt einhver einstaklingur eða aðili. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1939/2006 geti ekki haft fordæmisgildi þar sem þær ákvarðanir voru teknar undir lögum nr. 120/1992. Því fyrirkomulagi hafi verið breytt með lögum nr. 47/2006. <br /> <br /> Kærandi telur ekki unnt að fallast á þá ályktun í umsögn kjararáðs að þarfleysa hefði verið að kveða á um að stjórnsýslu- og upplýsingalög giltu um ráðið í lögum nr. 130/2016 ef svo hefði verið í tíð fyrri laga. Í fyrsta lagi sé texta oft bætt við lög til að árétta gildandi réttarástand, til að mynda með lögfestingu nokkurra grundvallarreglna stjórnsýsluréttar með stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Í öðru lagi megi deila um það hvort staða kjararáðs hafi breyst við gildistöku nýju laganna. Tilvísun kjararáðs til nefndar um dómarastörf dugi ekki þar sem tekið sé af skarið um að sú nefnd skuli ekki teljast stjórnvald. Ef ætlun löggjafans hefði verið að skipa kjararáði utan framkvæmdarvaldsins hefði verið lítið mál að gera það með skýrum hætti í texta laga nr. 47/2006 eða greinargerð með frumvarpinu. <br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur af hálfu málsaðila. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <br /> <br /> <h3>Niðurstaða</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum kjararáðs á tímabilinu frá 1. janúar 2013 og þar til beiðni kæranda barst kjararáði. Af hálfu kjararáðs hefur komið fram að upplýsingalög nr. 140/2012 gildi ekki um störf ráðsins á tímabilinu sem beiðnin varðar þar sem um þau hafi farið eftir eldri lögum um kjararáð nr. 47/2006. Kjararáð sé ekki stjórnsýslunefnd á vegum framkvæmdavaldsins og því geti upplýsingalög ekki gilt um störf þess nema frá því að ný lög um kjararáð nr. 130/2016 tóku gildi. Af þessum sökum hafi ekki farið fram efnislegt mat á umbeðnum gögnum í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. <br /> <br /> Í lokamálsl. 1. gr. laga um kjararáð nr. 130/2016 segir að í störfum sínum skuli kjararáð fylgja ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993, eftir því sem við á, sem og ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður að skilja ákvæðið sem svo að kjararáð sé einn þeirra aðila sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. I. kafla laganna. Í þeim fyrirmælum laga að kjararáð skuli fylgja upplýsingalögum nr. 140/2012 felst ótvírætt að almenningur á rétt til aðgangs að gögnum í vörslum ráðsins í samræmi við ákvæði II. kafla laganna. Af 5. gr. leiðir að þegar þess er óskað er aðila, sem skylt er að veita upplýsingar samkvæmt lögunum, skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með tilteknum takmörkunum. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. <br /> <br /> Eins og réttur almennings til aðgangs að gögnum er afmarkaður í upplýsingalögum er fyrst og fremst gerður áskilnaður um að þau séu fyrirliggjandi hjá aðila sem fellur undir gildissvið laganna, þ.e. að þau séu í vörslum hans. Að meginstefnu skiptir engu máli hvenær umbeðin gögn urðu til eða hvenær þau bárust viðkomandi aðila sem skylt er að veita upplýsingar samkvæmt lögunum, sbr. 2. mgr. 35. gr. upplýsingalaga. Af framangreindu leiðir að eftir gildistöku laga nr. 130/2016 leikur enginn vafi á því að öll gögn í vörslum kjararáðs eru undirorpin ákvæðum upplýsingalaga og geta röksemdir ráðsins um meinta stjórnskipulega stöðu þess, hvort sem er fyrir eða eftir gildistöku laga nr. 130/2016, engu breytt í því sambandi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ef ætlun löggjafans við setningu laga nr. 130/2016 hefði verið að upplýsingaréttur almennings næði eingöngu til þeirra gagna sem yrðu til eða kæmust í vörslur kjararáðs eftir gildistöku laganna hefði verið eðlilegt að taka það skýrt fram, enda hafði þá verið í gildi ákvæði sambærilegt 2. mgr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 140/2016 allt frá gildistöku eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 þann 1. janúar 1997. Ekkert í lögskýringargögnum að baki lögum nr. 130/2016 færir stoð undir þá ályktun kjararáðs að upplýsingalögum hafi einungis verið ætlað að taka til gagna í málum sem tekin yrðu til meðferðar samkvæmt nýju lögunum. <br /> <br /> Af framangreindum ákvæðum laga leiðir enn fremur að kjararáði bar að afmarka beiðni kæranda við gögn í vörslum sínum, sbr. 5. og 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar hans til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt kæranda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Málsmeðferð kjararáðs við töku hinnar kærðu ákvörðunar samrýmdist því ekki ákvæðum upplýsingalaga, þ. á m. 1. mgr. 19. gr. laganna og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir kjararáð að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <br /> Það athugast að þann 11. júní 2018 samþykkti Alþingi lög um brottfall laga um kjararáð nr. 130/2016. Samkvæmt lögunum falla lög nr. 130/2016 úr gildi þann 1. júlí 2018. Þetta getur þó ekki hnikað framangreindri niðurstöðu nefndarinnar, enda umrædd lög enn í gildi og kjararáði mögulegt að fjalla um beiðni kæranda áður en störfum þess lýkur að fullu. Eftir það tímamark verður að ætla að um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum fari eftir lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, sbr. 1. mgr. 14. gr. og 5. mgr. 15. gr. laganna.<br /> <br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p> Beiðni kæranda, A, um aðgang að fundargerðum kjararáðs frá 1. janúar 2013 er vísað til kjararáðs til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir </p> <p> Friðgeir Björnsson</p> |
745/2018. Úrskurður frá 27. júní 2018 | Deilt var um rétt kæranda annars vegar til aðgangs að öllum úrskurðum sem dómsmálaráðuneytið hefur kveðið upp í umgengnismálum á grundvelli barnalaga nr. 76/2006 og hins vegar til aðgangs að úrskurðum sem lúta að deilumálum þar sem um er að ræða breytingu á umgengni sem ákveðin hefur verið með sátt fyrir dómi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með dómsmálaráðuneytinu að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að öllum úrskurðum ráðuneytisins með vísan til 1. tölul. 2. mgr. 15. gr. upplýsingalaga þar sem meðferð hennar var talin taka svo mikinn tíma eða krefjast svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Hins vegar taldi nefndin ekki sýnt fram á að beiðni kæranda um úrskurði þar sem um er að ræða breytingu á umgengni yrði felld undir ákvæðið. Var því lagt fyrir ráðuneytið að taka þann hluta beiðninnar til nýrrar meðferðar. | <h2>Úrskurður</h2> <br /> Hinn 27. júní 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 745/2018 í máli ÚNU 17090006. <br /> <br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <br /> Með erindi, dags. 26. september 2017, kærði A synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að eldri úrskurðum ráðuneytisins sem kveðnir höfðu verið upp á grundvelli barnalaga nr. 76/2003. <br /> <br /> Með tölvupósti til dómsmálaráðuneytisins, dags. 10. september 2017, óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum í þremur töluliðum. Í fyrsta lagi eftir öllum úrskurðum ráðuneytisins í umgengnismálum á grundvelli núgildandi barnalaga nr. 76/2003. Í öðru lagi eftir aðgangi að öllum úrskurðum sýslumanna í umgengnismálum á grundvelli núgildandi barnalaga. Í þriðja lagi óskaði hann eftir öllum úrskurðum ráðuneytisins og sýslumanna þar sem óskað hefði verið eftir að dómsátt yrði rofin og úrskurðað að nýju á grundvelli barnalaga. <br /> <br /> Fram kom að kærandi setti beiðnina fram í tilefni af því að fyrir lægi beiðni barnsmóður hans um að rjúfa dómsátt sem gerð hefði verið ári áður og að úrskurðað yrði um að umgengni hans og barnsins yrði verulega skert. Jafnframt var óskað eftir leiðbeiningum ráðuneytisins ef beiðnin væri ekki réttilega fram sett. Ennfremur gerði kærandi athugasemdir við að ráðuneytið hefði ekki birt umrædda úrskurði opinberlega þrátt fyrir að hafa lýst yfir áformum þess efnis í fyrra bréfi til hans árið 2015. Að lokum óskaði kærandi eftir skjótri afgreiðslu málsins. <br /> <br /> Kærandi ítrekaði beiðni sína með tölvupósti, dags. 13. september 2017. <br /> <br /> Dómsmálaráðuneytið svaraði kæranda með bréfi, dags. 20. september 2017. Þar er vísað til fyrri afgreiðslu ráðuneytisins á sambærilegri beiðni frá 29. mars 2016. Ítrekað er að ráðuneytið hafi ekki undir höndum aðra úrskurði sýslumanna á sviði barnalaga en þá sem kærðir hafi verið til ráðuneytisins. Ráðuneytinu sé því ekki unnt að verða við beiðni um afhendingu þeirra úrskurða sýslumanna sem ekki hafi verið kærðir til ráðuneytisins. Þá segir að í öllum úrskurðum ráðuneytisins er varði kærur í umgengnismálum á grundvelli barnalaga séu upplýsingar um persónulega hagi aðila og því óumdeilanlega um einkahagsmuni að ræða sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Er beiðni kæranda því hafnað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í svari ráðuneytisins til kæranda er því næst tekið fram að ef hreinsa ætti úr öllum úrskurðunum persónugreinanlegar upplýsingar, þá tæki slík meðferð langan tíma og krefðist mikillar vinnu, jafnvel þótt slíkt væri takmarkað við úrskurði ráðuneytisins í málum þar sem óskað hefði verið eftir að dómsátt yrði rofin. Beiðninni sé því jafnframt hafnað á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Að lokum er tekið fram í svari ráðuneytisins að vilji hafi staðið til þess af hálfu ráðuneytisins að birta úrskurði í umgengnis- og sifjamálum almennt að teknu tilliti til persónuverndarsjónarmiða. Því miður hafi ekki reynst unnt að hrinda vinnu við skoðun á því verkefni í framkvæmd í ráðuneytinu enda sé um mjög umfangsmikið verkefni að ræða og ráðuneytið hafi ekki haft yfir að ráða þeim mannafla sem nauðsynlegur sé til verksins. <br /> <br /> Kærandi kærði framangreinda niðurstöðu dómsmálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 26. september 2017. Í upphafi kærunnar segir að óskað sé eftir því að dómsmálaráðuneytinu verði gert að veita kæranda aðgang að úrskurðum ráðuneytisins í umgengnismálum sem kveðnir hafi verið upp á grundvelli laga nr. 76/2003. Þessu til viðbótar sé óskað eftir því að ráðuneytið veiti aðgang að öllum úrskurðum sem það hafi kveðið upp á grundvelli núgildandi barnalaga þar sem óskað hafi verið eftir að dómsátt sé rofin. Kærandi tekur fram að ekki sé gerð krafa um að fá afhentar persónugreinanlegar upplýsingar. <br /> <br /> Þá tekur kærandi fram að fallið sé frá beiðni um afhendingu úrskurða sem kveðnir hafi verið upp af sýslumönnum en ekki kærðir til ráðuneytisins, þar sem ráðuneytið hafi þá ekki undir höndum. <br /> <br /> Kærandi vísar til þess að mál hans og sonar síns sé til meðferðar hjá stjórnvöldum og að brotið sé á réttindum þeirra með því að neita um aðgang að umræddum upplýsingum. Vísað er til grundvallarsjónarmiða að baki setningu upplýsingalaga og mikilvægi þess að stjórnvöldum sé veitt aðhald varðandi það hvernig staðið sé að úrskurðum í umgengnismálum. Jafnframt vísar kærandi til sjónarmiða sem fram komu í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til breytinga á barnalögum þar sem fram komi hvatning til stjórnvalda til þess að leita leiða til að gera úrskurði sýslumanna og ráðuneytis aðgengilega. <br /> <br /> Í kærunni segir að hafa beri í huga að úrskurðir stjórnvalda í umgengnismálum séu ekki kæranlegir til dómstóla og því ekkert aðhald með úrskurðarframkvæmd ráðuneytisins. Þá er vísað til þess að úrskurðir kærunefndar barnaverndarmála, á grundvelli barnaverndarlaga, séu birtir opinberlega með ópersónugreinanlegum hætti. Einfalt sé fyrir ráðuneytið að birta úrskurði á grundvelli barnalaga með sama hætti. Að lokum er óskað eftir flýtimeðferð málsins. <br /> <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> <br /> Með bréfi, dags. 26. september 2017, var kæran kynnt dómsmálaráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Umsögn dómsmálaráðuneytisins er dagsett 12. október 2017. Þar eru áréttuð þau sjónarmið sem fram komu í synjun ráðuneytisins, einkum að úrskurðirnir varði umgengni við börn og að þar sé að finna upplýsingar sem teljist einkamálefni sem eðlilegt og sanngjarnt sé að leynt skuli fara. Því þyrfti að hreinsa úr úrskurðunum nöfn, kennitölur, heimilisföng, staðhætti og aðrar viðkvæmar upplýsingar, s.s. heilsufars- og fjárhagsupplýsingar áður en þeir yrðu afhentir óviðkomandi eða birtir almenningi. <br /> <br /> Í umsögninni er áréttað að á grundvelli athugasemda í greinargerð er fylgdi frumvarpi því er varð að barnalögum hafi ráðuneytið haft til skoðunar hvernig best yrði staðið að því að afmá viðkvæmar upplýsingar úr úrskurðunum svo unnt væri að birta þá almenningi. Þeirri vinnu sé hins vegar ekki lokið. <br /> <br /> Í umsögninni kemur fram að þeir úrskurðir sem beiðni kærandi taki til séu um eitt hundrað talsins og að mikil vinna yrði að yfirfara þá með tilliti til viðkvæmra einkahagsmuna. Ef einangra ætti vinnuna við úrskurði þar sem um sé að ræða breytingu á umgengni sem ákveðin hefði verið með sátt fyrir dómi, þyrfti að skoða alla úrskurðina til að komast að því á hvaða grundvelli umgengni var ákveðin í upphafi. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds sé það afstaða ráðuneytisins að ekki sé unnt að afhenda þá úrskurði sem óskað hafi verið eftir og beiðninni því synjað með vísan til 9. gr. og 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Umsögn ráðuneytisins fylgdu til upplýsinga tíu úrskurðir í umgengnismálum sem valdir voru af handahófi. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti kæranda umsögn dómsmálaráðuneytisins með bréfi, dags. 23. október 2017, og gaf honum kost á að koma á framfæri athugasemdum. Með tölvupósti sama dag ítrekaði kærandi fyrri sjónarmið. <br /> <br /> <h3>Niðurstaða</h3> <br /> <h3>1.</h3> <br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að öllum úrskurðum sem ráðuneyti dómsmála hefur kveðið upp í umgengnismálum á grundvelli barnalaga nr. 76/2003. Þá er sérstaklega óskað eftir þeim úrskurðum er lúta að deilumálum þar sem um er að ræða breytingu á umgengni sem ákveðin hefur verið með sátt fyrir dómi. Hér að neðan verður fyrst vikið að almennu beiðninni um aðgang að heildarúrskurðarframkvæmd ráðuneytisins. <br /> <br /> Beiðni kæranda er reist á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem segir m.a. að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6. – 10. gr. Sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. <br /> <br /> Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir m.a. að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. <br /> <br /> Fyrir liggur að dómsmálaráðuneytið hefur hina umbeðnu úrskurði undir höndum. Úrskurðirnir lúta að ákvörðun um umgengni foreldra við börnin sín á grundvelli barnalaga nr. 76/2003. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur engum vafa undirorpið að úrskurðirnir lúti að einkamálefnum þeirra einstaklinga sem um ræðir hverju sinni og að um sé að ræða einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Ráðuneytinu væri því óheimilt að afhenda úrskurðina án þess að fella úr þeim atriði er varða einkamálefni þau sem lýst er að framan. <br /> <br /> Það álitaefni sem liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál varðar því það hvort dómsmálaráðuneytinu sé skylt að fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar úr úrskurðunum og afhenda þá svo kæranda. <br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að ef ákvæði 6.–10. gr. laganna um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Með vísan til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd margsinnis kveðið á um að stjórnvöld skuli afhenda tiltekinn hluta umbeðins gagns eða lagt fyrir stjórnvöld að strika yfir ákveðnar upplýsingar og afhenda gagn þannig. <br /> <br /> Í þessu máli reynir hins vegar jafnframt á ákvæði 1. tölul. 2. mgr. 15. gr. þar sem segir að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Eins og áður segir telur ráðuneytið skilyrði þessa undantekningarákvæðis uppfyllt. <br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að til þess að skilyrðum ákvæðisins í 1. tölul. 2. mgr. 15. gr. sé fullnægt þurfi umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum að vera slíkur að vinna stjórnvalds eða annarra lögaðila sem lögin taka til við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. <br /> <br /> Í máli þessu er um það að ræða að kærandi óskar eftir að fá afhent eintak af öllum úrskurðum dómsmálaráðuneytisins í tilteknum málaflokki. Fyrir liggur að í öllum úrskurðunum er að finna viðkvæmar upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Til þess að unnt yrði að verða við beiðni kæranda yrði því að yfirfara alla úrskurðina gaumgæfilega og fjarlægja allar persónugreinanlegar upplýsingar. Úrskurðarnefndin tekur fram að í því sambandi væri ekki nægjanlegt að fjarlægja aðeins þær upplýsingar sem með beinum hætti gæfu til kynna um hvaða einstaklinga er að ræða, heldur einnig aðrar þær upplýsingar sem í samhengi við önnur atriði – hvort sem er í úrskurðunum sjálfum eða eftir atvikum í annarri opinberri umfjöllun – hefðu sömu áhrif og sviptu aðila málanna þannig þeirri friðhelgi sem lög gera ráð fyrir. <br /> <br /> Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins eru umbeðnir úrskurðir um eitt hundrað talsins. Miðað við þau sýnishorn sem ráðuneytið hefur sent nefndinni má ætla að heildarblaðsíðnafjöldi úrskurðanna sé á annað þúsund. Með vísan til þeirrar vinnu sem ráðast verður í áður en úrskurður um umgengni á grundvelli barnalaga er afhentur almenningi – sem ræðst ekki síst af eðli málaflokksins – telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að fallast verði á það með dómsmálaráðuneytinu að beiðni kæranda um afhendingu allra úrskurða sem ráðuneytið hefur kveðið upp í málaflokknum sé svo umfangsmikil að beita megi undantekningarreglu 1. tölul. 2. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og að ekki sé hægt að krefjast þess af ráðuneytinu að það verði við henni. Er synjun ráðuneytisins á þessum hluta beiðninnar því staðfest. <br /> <br /> Í máli þessu hafa bæði kærandi og ráðuneytið vísað til sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því er síðar varð að lögum nr. 61/2012, sem breyttu núgildandi barnalögum nr. 76/2003. Í athugasemdunum segir að „hvetja [megi] einnig til þess að ráðuneytið leiti leiða til að gera úrskurði sýslumanna og ráðuneytisins aðgengilega fyrir almenningi með einhverjum hætti. Æskilegt [sé] að foreldrar geti kynnt sér þá túlkun og þróun réttarins sem úrskurðir [beri] með sér. Við birtingu [verði] þó að sjálfsögðu að gæta þess að afmá öll þau atriði sem eðlilegt [sé] að leynt fari með tilliti til einkahagsmuna.“ <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er tilvitnaður texti ekki til marks um þá afstöðu löggjafans að almenningur eigi lögvarða kröfu til að fá í hendur alla úrskurði ráðuneytisins á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, heldur feli hann í sér þá hvatningu að leitast verði við að úrskurðirnir verði birtir með einhverjum hætti á grundvelli almennra réttaröryggissjónarmiða. Úrskurðarvald nefndarinnar tekur ekki til þess hvort stjórnvöld hafi brugðist með fullnægjandi hætti við þeirri hvatningu, heldur einvörðungu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að úrskurðarframkvæmdinni á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Umrædd sjónarmið í athugasemdunum fá því ekki breytt niðurstöðu nefndarinnar. <br /> <br /> <h3>2.</h3> <br /> Í beiðni sinni til dómsmálaráðuneytisins, og síðar í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, tiltekur kærandi jafnframt sérstaklega þá úrskurði er lúta að deilumálum þar sem um er að ræða breytingu á umgengni sem ákveðin hefur verið með sátt fyrir dómi. Af skýringum dómsmálaráðuneytisins verður ráðið að ekki liggi fyrir nákvæmur fjöldi þessara úrskurða en að þeir séu aðeins hluti allra þeirra úrskurða sem kveðnir hafi verið upp á grundvelli barnalaga og falli undir hina almennu beiðni kæranda sem fjallað hefur verið um hér að framan. Í umsögn dómsmálaráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar kemur jafnframt fram að ef einangra ætti afgreiðslu þess við þessa tilteknu úrskurði þyrfti að skoða alla úrskurðina. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst á að það útheimtir vissulega allnokkra vinnu af hálfu ráðuneytisins að skoða alla úrskurði sína á málefnasviðinu, sem eins og áður segir eru um hundrað talsins, með það fyrir augum að finna út hverjir þeirra lúta að málum þar sem óskað hefur verið eftir að dómsátt sé rofin. Umfangi þeirrar vinnu verður hins vegar að mati nefndarinnar alls ekki jafnað við að gaumgæfa alla úrskurði ráðuneytisins og fjarlægja úr þeim persónugreinanlegar upplýsingar, og getur ekki fallið undir undantekningarreglu 1. tölul. 2. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Það hvort ráðuneytinu beri skylda til þess að hreinsa þessa tilteknu úrskurði af persónugreinanlegum upplýsingum og afhenda kæranda hlýtur að ráðast af fjölda þeirra, þ.e. umfangi þeirrar vinnu sem ráðuneytið þyrfti að ráðast í við afhendingu þeirra. Fjöldi úrskurðanna liggur hins vegar ekki fyrir eins og áður segir. Það er því niðurstaða nefndarinnar að ráðuneytinu beri að taka þennan þátt í beiðni kæranda til nýrrar meðferðar, þ.e. aðgreina úrskurði þar sem um er að ræða breytingu á umgengni sem ákveðin hefur verið með sátt fyrir dómi, og taka í kjölfarið afstöðu til þess hvort ráðuneytinu sé fært að fjarlægja persónugreinanlegar upplýsingar úr þeim og afhenda eða hvort fjöldi þeirra sé slíkur að beiðnin falli eftir sem áður undir undantekningarákvæði 1. tölul. 2. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Er þessum hluta kærunnar því vísað til nýrrar afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins. <br /> <br /> Meðferð máls þessa hefur tafist vegna anna hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Nefndin biðst velvirðingar á þeirri töf og leggur um leið áherslu á að hinni nýju meðferð verði hraðað eins og kostur er hjá dómsmálaráðuneytinu. <br /> <br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <br /> Staðfest er ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, dags. 20. september 2017, um að synja beiðni kæranda um afhendingu allra úrskurða ráðuneytisins í umgengnismálum á grundvelli núgildandi barnalaga. <br /> <br /> Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins, dags. 20. september 2017, um að synja beiðni kæranda um afhendingu úrskurða ráðuneytisins á grundvelli barnalaga þar sem óskað er eftir því að dómsátt sé rofin, er felld úr gildi og vísað til nýrrar meðferðar hjá ráðuneytinu. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson <br /> formaður <br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson <br /> <br /> <br /> |
744/2018. Úrskurður frá 27. júní 2018 | Í málinu var deilt um rétt kæranda til aðgangs að rafrænni stjórnendahandbók Akureyrarbæjar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það að stjórnendahandbókin hefði að geyma vinnugögn í skilningi 5. mgr. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, þar sem gögnin voru ekki talin hafa orðið til við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta tiltekins máls. Hins vegar var fallist á að Akureyrarbæ hafi með vísan til 9. gr. upplýsingalaga verið heimilt að synja kæranda um aðgang að tilteknum undirsíðum um bókhaldskerfi og mannauðskerfi sveitarfélagsins vegna viðskiptahagsmuna seljanda kerfisins. | <h2>Úrskurður</h2> <br /> Hinn 27. júní 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 744/2018 í máli ÚNU 17060003. <br /> <br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <br /> Með erindi, dags. 12. júní 2017, kærði A synjun Akureyrarbæjar á beiðni um aðgang að stjórnendahandbók sveitarfélagsins. Kærandi óskaði eftir aðgangi að handbókinni með beiðni, dags. 5. apríl 2017, og var beiðnin ítrekuð með bréfum, dags. 27. apríl, 13. maí, 19. maí og 26. maí 2017. Með bréfi, dags. 31. maí 2017, var beiðninni synjað með vísan til 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem þau séu vinnugögn, sbr. 8. gr. laganna. Aðgangur að stjórnendahandbókinni sé takmarkaður við stjórnendur og næstráðendur hjá Akureyrarbæ. Í stjórnendahandbókinni sé að finna vinnugögn af ýmsu tagi, s.s. drög, dæmi, form, gátlista og leiðbeiningar um hvernig skuli vinna einstök mál sem stjórnendur hafi til eigin nota við undirbúning ákvörðunar og afgreiðslu mála. Um sé að ræða vinnugögn stjórnenda til notkunar í daglegum störfum sínum. Auk þessa sé í stjórnendahandbók efni sem þegar sé aðgengilegt á vef Akureyrarbæjar. <br /> <br /> Kærandi fór þess á leit við Akureyrarbæ með bréfi, dags. 31. maí 2017, að afstaða sveitarfélagsins til erindis kæranda yrði endurskoðuð. Þar hafnar kærandi því að gögnin séu vinnugögn heldur segi þau til um stefnu Akureyrarbæjar í starfsmannamálum. Þá séu gögnin ekki viðkvæm, snerti ekki hagsmuni einstaklinga og birting þeirra myndi ekki skaða hagsmuni sveitarfélagsins. Þá telur kærandi að í gögnunum komi fram upplýsingar um vinnureglur og stjórnsýsluframkvæmd í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Kæranda var svarað samdægurs um að afstaða sveitarfélagsins væri óbreytt. <br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál segist kærandi ekki geta fallist á að gögnin séu vinnugögn. Gögnin séu leiðbeiningar til stjórnenda um hvernig eigi að taka á málum við hinar ýmsu aðstæður. Þau séu liður í starfsmannastefnu bæjarins, þ.e. hvað yfirmenn eiga að gera þegar ákveðnar aðstæður koma upp og því sé um að ræða vinnureglur og gögn um stjórnsýsluframkvæmd, sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> <br /> Með bréfi, dags. 12. júní 2017, var kæran kynnt Akureyrarbæ og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. <br /> <br /> Í umsögn Akureyrarbæjar, dags. 13. júlí 2017, segir að stjórnendahandbókin sé aðgangsstýrður gagnagrunnur á heimasíðu Akureyrarbæjar á vegum stjórnsýslusviðs bæjarins. Gagnagrunnurinn sé eingöngu opinn fyrir stjórnendur (sviðsstjóra) og næstráðendur (forstöðumenn). Gagnagrunnurinn sé stjórnendum til aðstoðar í almennum stjórnunarstörfum. Þar sé að finna stefnur, samþykktir, verklagsreglur, leiðbeinandi skjöl, gátlista og eyðublöð og ýmis fleiri skjöl sem hinn almenni starfsmaður noti ekki í störfum sínum, s.s. vegna mannauðsmála, launamála og launavinnslu, fjárhags- og bókhaldsmála, innkaupa auk hugbúnaðar. Samtals séu 445 skjöl í stjórnendahandbókinni, fyrir utan forsíðu með fréttum og fræðsludagatali fyrir stjórnendur en hvert skjal geti verið fleiri en ein blaðsíða. Umfang skjala í gagnagrunninum sé því mjög mikið. Þá sé þar að finna gögn sem undanþegin séu upplýsingarétti svo sem vörukaupa- og þjónustusamningar, sem ekki sé unnt að veita aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja. <br /> <br /> Akureyrarbær tiltekur þrjár ástæður fyrir því að sveitarfélaginu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að handbókinni. Í fyrsta lagi sé handbókin rafrænn gagnagrunnur en ekki tiltekið gagn. Beiðni kæranda lúti því ekki að öllum gögnum tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga sé upplýsingarétturinn afmarkaður og feli ákvæðið í sér að beiðni verði að lúta að tilteknum gögnum eða öllum gögnum tiltekins máls. Upplýsingarétturinn geti hins vegar ekki tekið til aðgangs að skrám eða gagnagrunnum í heild sinni, þar sem það sé skilyrði að gagn sé til. Stjórnvald þurfi ekki að útbúa ný gögn samkvæmt upplýsingalögum. <br /> <br /> Í öðru lagi beri að synja um aðgang að stjórnendahandbókinni með vísan til þess að í gagnagrunni stjórnendahandbókar sé að finna vinnuskjöl skv. 8. gr. upplýsingalaga og upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja skv. 9. gr. laganna. Akureyrarbær byggir á því að líta verði til þess hvort skjöl gegni svipuðu hlutverki og vinnuskjöl í eiginlegum stjórnsýslumálum þegar skorið sé úr því hvort skjöl teljist vinnuskjöl í skilningi upplýsingalaga. Í gagnagrunninum sé að finna fjölda skjala sem öll séu rituð af starfsmönnum bæjarins, öll rituð til eigin afnota fyrir stjórnendur og mörg þeirra nýtt til undirbúnings ákvörðunar. Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hafi farið yfir skjöl gagnagrunnsins og talið 50 skjöl, sem Akureyrarbær telur að uppfylli skilyrði um að teljast vinnugögn. Skjölin séu flest þess efnis að þau séu notuð við stofnun ráðningarsambands, á starfsferli starfsmanns, s.s. vegna réttinda starfsmanns, eða til að bregðast við vegna frávika á starfstíma og vegna starfsloka. Þá séu í gagnagrunninum samningar við söluaðila á grundvelli útboðs og flýtilykill á rammasamninga Ríkiskaupa sem óheimilt sé að veita almenningi aðgang að en upplýsingarnar varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila skv. 9. gr. upplýsingalaga. Í gagnagrunninum sé einnig að finna leiðbeiningar sem varði SAP bókhaldskerfi og SAP mannauðskerfi sem séu aðgangsstýrðar að beiðni seljanda kerfisins, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækisins. Akureyrarbær segir að þar sem um gagnagrunn sé að ræða, og handbókin ekki til í bókarformi, sé ekki hægt að takmarka aðgang að tilteknum skjölum sem 8. og 9. gr. eigi við um, verði kæranda veittur rafrænn aðgangur að gagnagrunninum, með notendanafni og lykilorði. Því beri að synja kæranda um aðgang að gagnagrunninum. <br /> <br /> Í þriðja lagi beri að synja kæranda um aðgang með vísan til 1. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga þar sem segir að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar taki svo mikinn tíma eða krefjist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Kærandi hafi farið fram á að fá gögnin afhent rafrænt. Ekki sé hægt að afhenda kæranda notandanafn og lykilorð þar sem kærandi uppfylli ekki skilyrði aðgangs. Ef koma ætti til afhendingar þyrfti annað hvort að prenta út öll skjöl gagnagrunnsins eða búa til pdf.-skjal fyrir hvert skjal og senda kæranda rafrænt. Gera megi ráð fyrir því að blaðsíðufjöldi sem óskað er aðgangs að geti verið á milli 3.000-5.000. Ef afhenda eigi skjöl gagnagrunnsins rafrænt þurfi að búa til a.m.k. 445 pdf.-skjöl., en þá séu fréttir á forsíðu og fræðsludagatal ekki talin með. Á grundvelli umfangs beiðni kæranda sé henni því synjað með vísan til 1. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Að lokum segir í umsögninni að ef úrskurðarnefnd um upplýsingamál telji kæranda eiga rétt til aðgangs að gagnagrunninum geri sveitarfélagið þá kröfu að kæranda verði veittur tímabundinn rafrænn aðgangur í klukkustund í fundarherbergi Akureyrarbæjar, undir leiðsögn starfsmanns stjórnsýslusviðs, með þeim takmörkunum sem greinir í 8. og 9. gr. upplýsingalaga. Vísað er til 18. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að eftir því sem við verði komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði sem þau eru varðveitt á nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Með umsögn Akureyrarbæjar fylgdi aðgangs- og lykilorð svo úrskurðarnefndin gæti kynnt sér efni handbókarinnar. <br /> <br /> Umsögn Akureyrarbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 18. júlí 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 14. ágúst, kemur m.a. fram að kærandi telji rök Akureyrarbæjar um að synja beri um aðgang að gögnunum þar sem um sé að ræða gagnagrunn, vera hættuleg. Sveitarfélagið geti þá búið til hina ýmsu gagnagrunna og neitað almenningi aðgangi að gögnum í þeim. Þá kemur fram að stjórnendahandbókin hafi að geyma upplýsingar um stefnu bæjarins í starfsmannamálum, hvernig taka eigi stjórnvaldsákvarðanir sem og leiðbeiningar fyrir stjórnendur um réttindi starfsmanna. Það séu þessi gögn, auk annarra gagna sem snerti starfsmannastefnu bæjarins, sem kærandi hafi áhuga á. Kærandi óski ekki eftir aðgangi að bókhaldsgögnum bæjarins, bókhaldskerfum eða samningum sem bærinn telur að þurfi að fara leynt. Þá bendir kærandi á að sum gögn sem bærinn hafi synjað um aðgang að séu aðgengileg á internetinu. <br /> <br /> Kærandi segist gefa lítið fyrir þau rök bæjarins að það útheimti mikla vinnu að afrita gögnin og afhenda honum og bendir á að samkvæmt umsögn sveitarfélagsins hafi sviðsstjóri stjórnsýslusviðs þegar farið yfir grunninn. Ekki ætti að taka langan tíma að færa skjölin á USB-lykil og afhenda. Hvað form skjalanna varði geti kærandi tekið við þeim í formi skjala á sniðunum doc, pdf, odt, o.s.frv., og því sé óþarfi að umbreyta sniði þeirra. Kærandi hafnar því einnig að honum verði veittur tímabundinn aðgangur að gögnunum enda sé ljóst að það taki lengri tíma en klukkustund að lesa stjórnendahandbókina. Til málamynda segist kærandi óska eftir aðgangi að gögnum undir flipunum stoðþjónusta, launavinnsla og mannauðsstjórnun í stjórnunarhandbókinni. Óskað sé eftir aðgangi að gögnum sem ekki snerti einkahagsmuni einstaklinga, séu ekki viðkvæm og skaði ekki hagsmuni sveitarfélagsins. Einnig sé óskað eftir aðgangi að skjölum sem er að finna undir liðnum fjárhagsáætlanir. <br /> <br /> Með tölvupósti, dags. 22. maí 2018, fór úrskurðarnefnd um upplýsingamál þess á leit við Akureyrarbæ að bærinn tilgreindi nákvæmlega hvaða skjöl í stjórnendahandbókinni hann teldi falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Í svari bæjarins, dags. 8. júní 2018, kom í fyrsta lagi fram að ekki væri lengur flýtilykill á rammasamninga Ríkiskaupa eða samninga við söluaðila á grundvelli útboðs í handbókinni. Hins vegar væru mjög víða leiðbeiningar sem varði SAP bókhalds-, launa- og mannauðskerfið sem seljandi kerfisins hafi farið fram á að væru aðgangsstýrðar. Þá bendi Akureyrarbær á að öryggisins vegna sé nauðsynlegt að aðrir en stjórnendur hafi ekki aðgang að þessum leiðbeiningum. Tekið er sem dæmi að með leiðbeiningunum geti utanaðkomandi aðili gert breytingar í launakerfi sveitarfélagsins. <br /> <br /> Svarinu fylgdi afrit af bréfi Origo hf., seljanda SAP-kerfisins, þar sem afstöðu félagsins til aðgangs kæranda var lýst. Þar segir að félaginu sé mikilvægt að aðgengi að hugverki þess sé stýrt samkvæmt samningum og hefðum. Þetta eigi bæði við um aðgengi að kerfunum sjálfum, sértækum leiðbeiningum og frumkóða kerfanna. Félagið hafi fjárfest í gerð leiðbeininga sem séu reglulega uppfærðar og gefi því rétta mynd af eiginleikum kerfanna. <br /> <br /> Uppkvaðning úrskurðarins hefur dregist vegna anna í störfum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <br /> <br /> <h3>Niðurstaða</h3> <br /> <h3>1.</h3> <br /> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að stjórnendahandbók Akureyrarbæjar, sem vistuð er á rafrænu formi. <br /> <br /> Af hálfu bæjarins hefur m.a. komið fram að upplýsingaréttur kæranda geti ekki tekið til handbókarinnar á grundvelli 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, þar sem um gagnagrunn sé að ræða en ekki tiltekið gagn. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að í gildistíð eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 var upplýsingaréttur almennings ekki talinn ná til gagnagrunna þar sem þeir tilheyrðu ekki tilteknu máli, en lögin höfðu ekki að geyma þá reglu sem nú er í 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Svo stjórnvaldi verði gert skylt að afhenda upplýsingar úr gagnagrunnum eða skrám þurfa þær nú aðeins að vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, hvort sem þær tilheyra tilteknu máli eða ekki, sbr. til dæmis úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 706/2017. <br /> <br /> Akureyrarbær hefur fullt forræði á því efni sem skráð er í rafrænni stjórnendahandbók bæjarins. Tilteknir starfsmenn bæjarins geta nálgast handbókina hvenær sem er. Þannig er ekki um það að ræða að umbeðin gögn séu geymd í gagnagrunni sem utanaðkomandi aðili hefur forræði yfir eða stýrir aðgangi að, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar nr. 668/2017 frá 30. janúar 2017. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður því að leggja til grundvallar að stjórnendahandbókin teljist til fyrirliggjandi gagna í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt framangreindu var óheimilt að synja kæranda um aðgang að stjórnendahandbókinni á þeirri forsendu að hún teljist hluti af einhvers konar gagnagrunni sem upplýsingaréttur almennings samkvæmt upplýsingalögum nái ekki til. <br /> <br /> <h3>2.</h3> <br /> Sveitarfélagið hefur einnig vísað til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Í þessu sambandi nefnir Akureyrarbær að gera megi ráð fyrir því að blaðsíðufjöldi sem óskað er aðgangs að geti verið á milli 3.000-5.000. Ekki sé hægt að veita kæranda aðgang að handbókinni þar sem hann „uppfylli ekki skilyrði aðgangs“. Ef afhenda eigi skjöl gagnagrunnsins rafrænt þurfi að búa til a.m.k. 445 pdf.-skjöl. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að ákvæði 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga getur aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum, sbr. skýringar við ákvæðið í frumvarpi til laganna. Þar segir jafnframt að beiting hennar krefjist þess að umfang upplýsingabeiðni sé slíkt að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum þess til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Þá leiðir af 1. mgr. 18. gr. laganna að eftir því sem við verður komið skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði sem þau eru varðveitt á. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur Akureyrarbær ekki fært fram haldbærar skýringar á því hvers vegna ekki sé unnt að veita kæranda aðgang að handbókinni rafrænt, eftir atvikum með aðgangsstýringu, en í gögnum málsins kemur fram að sveitarfélagið noti slíka stýringu til að stjórna því hvaða notendur hafa aðgang að einstökum hlutum handbókarinnar. Þá verður að ætla að sveitarfélaginu sé að minnsta kosti fært að afrita texta handbókarinnar og afhenda kæranda á rafrænu formi, til að mynda á minnislykli, eða prenta hann út. Því gerist að mati nefndarinnar ekki þörf til að umbreyta henni í pdf.-skjöl, en úrskurðarnefndin tekur fram að Akureyrarbær hefur heldur ekki gert tilraun til að sýna fram á að vinnan við það myndi leiða til umtalsverðar skerðingar á möguleikum sveitarfélagsins til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Þá hefur úrskurðarnefndin hliðsjón af því að ef kostnaður hlýst af afhendingu handbókarinnar gera upplýsingalög ráð fyrir því að kærandi geti þurft að bera hluta hans. Verður því ekki fallist á að ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga réttlæti synjun Akureyrarbæjar á beiðni kæranda. <br /> <br /> <h3>3.</h3> <br /> Þá hefur Akureyrarbær borið fyrir sig að stjórnendahandbók sveitarfélagsins hafi að geyma vinnugögn í skilningi 5. mgr. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga. Að mati bæjarins eru 50 skjöl háð þessari takmörkun og flest þess efnis að þau séu nýtt við stofnun ráðningarsambands, á starfsferli starfsmanns, svo sem vegna réttinda hans eða til að bregðast við vegna frávika á starfstíma eða starfsloka. Þannig séu skjölin „drög, dæmi, form, gátlistar og leiðbeiningar“. <br /> <br /> Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Til þess að skjal teljist vinnugagn þarf því almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt samkvæmt ákvæðinu. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn í reynd, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Gögn málsins gefa ekki annað til kynna en að stjórnendahandbók Akureyrarbæjar uppfylli síðastnefndu skilyrðin tvö. <br /> <br /> Á hinn bóginn felst í skilyrðinu um að gagn sé undirbúningsgagn í reynd að það hafi orðið til við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta tiltekins máls, enda er takmörkun 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga á upplýsingarétti almennings studd þeim rökum að gögn sem verða til við slíkt ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Ákvæðið getur hins vegar ekki takmarkað rétt almennings til aðgangs að skjölum og sniðmátum sem eru útbúin almennt til notkunar við meðferð ótiltekinna mála af ákveðnum tegundum, enda er ekki um sömu hagsmuni að tefla í þeim tilvikum. Þetta sést til að mynda á því að sérstaklega er mælt fyrir um skyldu til að veita aðgang að vinnugögnum sem hafa að geyma lýsingu á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði, sbr. 4. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds og þess lögskýringarsjónarmiðs að skýra beri takmarkanir á upplýsingarétti almennings þröngt, með hliðsjón af meginreglu laganna um rétt til aðgangs, er ekki fallist á það með Akureyrarbæ að stjórnendahandbók bæjarins hafi að geyma vinnugögn í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga. <br /> <br /> <h3>4.</h3> <br /> Loks koma til skoðunar röksemdir Akureyrarbæjar sem lúta að því að stjórnendahandbókin hafi að geyma upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Í umsögn bæjarins kom fram að handbókin hefði að geyma samninga við söluaðila á grundvelli útboðs og flýtilykil á rammasamninga Ríkiskaupa en undir meðferð málsins upplýsti bærinn að þessar upplýsingar væru ekki lengur hluti af handbókinni. Eftir stendur að skera úr um það hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að leiðbeiningum sem varða SAP bókhaldskerfi og SAP mannauðskerfi með hliðsjón af mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum fyrirtækisins, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á og að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum varðandi mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í athugasemdum við 9. gr., í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, kemur eftirfarandi m.a. fram: <br /> <br /> <span class="blockqoude">„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“ </span> <br /> <br /> Þá kemur fram að ákvæðið feli í sér matskennda reglu um það hvenær rétt sé að halda upplýsingum leyndum. Við það mat beri að skoða hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að þær geti valdið því tiltekna fyrirtæki sem um ræði tjóni verði þær opinberar. Matið á hagsmunum fyrirtækjanna er því í miklum mæli tilviksbundið og niðurstaðan hverju sinni getur ráðist af þeim röksemdum sem viðkomandi fyrirtæki tefla fram. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þær undirsíður stjórnendahandbókarinnar og gögn sem Akureyrarbær hefur vísað sérstaklega á í þessu sambandi. Að mati nefndarinnar yrði hagsmunum bæjarins og Origo hf. almennt ekki teflt í tvísýnu þótt kæranda yrði veittur aðgangur að leiðbeiningum til stjórnenda sveitarfélagsins um hvernig nota skuli bókhalds- og mannauðskerfi sem notast er við. Er þar einnig höfð hliðsjón af hagsmunum almennings af því að geta kynnt sér hvernig stjórnsýsla sveitarfélagsins starfar, sbr. markmið upplýsingalaga í 1. gr. þeirra. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hins vegar ekki útilokað að samkeppnisaðilar Origo hf. geti hagnýtt sér einhverjar upplýsingar um kerfin sem fyrirtækið býður til sölu af hluta þeirra skjala sem Akureyrarbær hefur tilgreint. Þá dregur nefndin ekki í efa að utanaðkomandi aðilar geti í einhverjum tilvikum nýtt upplýsingarnar til að gera breytingar í launakerfi sveitarfélagsins. Með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum og þess lögskýringarsjónarmiðs að skýra beri takmarkanir frá upplýsingarétti almennings þröngt verður hins vegar að gera strangar kröfur til þess að skjal beri með sér að slík hætta sé raunverulega til staðar. <br /> <br /> Að virtu heildarmati á efni stjórnendahandbókarinnar verður fallist á það með Akureyrarbæ að heimilt sé að takmarka aðgang kæranda að hluta hennar, eins og nánar greinir í úrskurðarorði, en lagt er fyrir sveitarfélagið að veita kæranda aðgang að því sem eftir stendur á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þess ber að geta að upplýsingalög hafa ekki að geyma heimild til að takmarka aðgang beiðanda við tiltekinn stað eða tiltekinn tíma. Því eru engar forsendur til að verða við kröfum bæjarins um að kæranda verði veittur slíkur takmarkaður aðgangur að stjórnendahandbókinni. <br /> <br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <br /> Akureyrarbæ er skylt að veita kæranda, A, aðgang að stjórnendahandbók Akureyrarbæjar. Þó er Akureyrarbæ heimilt að takmarka aðgang að eftirfarandi gögnum: <br /> <br /> • Leiðbeiningum um samþykktarkerfi reikninga, dags. 1. mars 2013, undir síðunni „SAP bókhaldskerfi“ <br /> • Skjalinu „Skýrslur í SAP“, undir síðunni „SAP bókhaldskerfi“ <br /> • Skjölunum „Fjárhagsáætlanagerð, leiðbeiningar“, „Fjárhagsáætlanagerð, innsláttur“ og „Fjárhagsáætlanagerð, skýrsla“ undir síðunni „SAP bókhaldskerfi“ <br /> • Skjalinu „Ráðningarkerfi SAP – Leiðbeiningar fyrir stjórnendur“, undir síðunni „SAP mannauðskerfi“ <br /> • Skjalinu „Námskeiðskerfi SAP – Leiðbeiningar fyrir stjórnendur“, undir síðunni „SAP mannauðskerfi“ <br /> • Skjalinu „Námskeiðskerfi SAP – Skýrslur“, undir síðunni „SAP mannauðskerfi“ <br /> • Skjalinu „SAP: Skrifborð stjórnandans“, undir síðunni „SAP mannauðskerfi“ <br /> • Skjalinu „Launaáætlun í Listasmiðjunni“ <br /> • Handbókinni „Áætlanagerð í SAP fyrir notendur“ <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson <br /> formaður <br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> |
743/2018. Úrskurður frá 27. júní 2018 | Kærð var ákvörðun Landsnets hf. um að synja Orku náttúrunnar ohf. um upplýsingar varðandi kerfisframlag. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að upplýsingar um kerfisframlag í samningi Landsnets og Landsvirkjunar féllu undir 5. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 89/2004 þar sem kveðið er á um sérstaka kæruheimild til Orkustofnunar og úrskurðarnefndar raforkumála vegna synjunar á afhendingu upplýsinga er nauðsynlegar eru við mat á því hvort flutningsfyrirtæki fullnægi skyldum sínum við rekstur og kerfisstjórnun flutningskerfis og tryggi jafnræði við flutning raforku, sbr. einnig 1. mgr. 30. gr. laganna. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h2>Úrskurður</h2> <br /> Hinn 27. júní 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 743/2018 í máli ÚNU 16110004. <br /> <br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <br /> Með erindi til Landsnets hf., dags. 18. desember 2012, óskaði Orkuveita Reykjavíkur, móðurfélag Orku náttúrunnar ohf., eftir upplýsingum um útreikning og greiðslur á kerfisframlagi nýrra viðskiptavina flutningskerfisins. Í beiðninni segir að óskað sé eftir „öllum upplýsingum og forsendum (réttarheimildum, tilmælum, reglum, verklagsreglum, fyrirmælum, leiðbeiningum) um útreikning og greiðslur á kerfisframlagi nýrra viðskiptavina flutningskerfisins. Einnig var óskað eftir „upplýsingum um hvort kerfisframlags hafi verið krafist eða óskað vegna tenginga við flutningskerfið, hver staða þeirra mála er og loks samninga um kerfisframlag ef einhverjir eru“. <br /> <br /> Með erindi, dags. 11. nóvember 2016, kærði Orka náttúrunnar töf á afgreiðslu Landsnets á beiðninni. Í kæru kemur m.a. fram að í upphafi árs 2014 hafi kærandi tekið við starfsemi virkjana Orkuveitu Reykjavíkur og verkefnum sem þeim tengjast, m.a. sem lúta að tengingum virkjana fyrirtækisins við flutningskerfið í landinu og þar af leiðandi afgreiðslu mála er tengjast kerfisframlagi. <br /> <br /> Með erindi, dags. 14. nóvember 2016, var kæran kynnt Landsneti og veittur frestur til afgreiðslu erindisins. Í svari Landsnets, dags 28. nóvember 2016, kemur m.a. fram að Landsnet telji rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum hvorki reistan á upplýsingalögum né lögum nr. 23/3006. Vísað er til þess að samkvæmt 5. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003 sé Landsneti skylt að veita stjórnvöldum, viðskiptavinum og almenningi upplýsingar sem nauðsynlegar séu við mat á því hvort fyrirtækið fullnægi skyldum sínum við rekstur og kerfisstjórnun flutningskerfisins og tryggi jafnræði við flutning raforku. Þá sé í 8. mgr. sömu greinar kveðið á um að Landsnet skuli gæta jafnræðis við starfrækslu sína og trúnaðar um upplýsingar er varði viðskiptahagsmuni og aðrar þær upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Í 5. mgr. 9. gr. sé jafnframt kveðið á um að rísi ágreiningur um hvort fyrirtækinu sé skylt að veita upplýsingar skeri Orkustofnun úr og úrskurður Orkustofnunar sæti kæru til úrskurðarnefndar raforkumála. Með erindum, dags. 4. janúar 2017 og 9. nóvember 2017, ítrekaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni um afhendingu afrita af gögnum sem kæran laut að. Þau bárust þann 16. nóvember 2017. <br /> <br /> Kærandi kærði ákvörðun Landsnets með erindi, dags. 19. febrúar 2018. Þar kemur fram að kærandi reisi rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um kerfisframlag Landsnets á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006, upplýsingalögum og raforkulögum nr. 65/2003. Kærandi byggir í fyrsta lagi á því að Landsneti sé skylt á grundvelli laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 og upplýsingalaga að afhenda upplýsingar um kerfisframlag með vísan til 5. gr. laganna. Landsnet sé hlutafélag sem starfi á grundvelli laga nr. 75/2004, en hlutverk þess sé einkum að annast flutning raforku og kerfisstjórnum skv. ákvæðum III. kafla raforkulaga nr. 65/2003, sbr. 2. gr. laganna, auk þess sem félaginu sé heimilt að reka raforkumarkað. Þá sé félagið í eigu opinberra aðila. Landsnet falli því undir ákvæði 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006. Þessu til stuðnings er vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-486/2013 og nr. 638/2016. Auk þess taki upplýsingalög til Landsnets samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laganna. <br /> <br /> Kærandi telur upplýsingar um kerfisframlag, þ.e. hlutdeild viðskiptavinar í fjárfestingu vegna nýrrar tengingar eða styrkingar á flutnings- eða dreifikerfi, vera upplýsingar um umhverfismál í skilningi 3. tölul. 3. gr. laga 23/2006. Bent er á að kveðið sé á um kerfisframlag í samningum um tengingar aðila við flutningskerfi, t.d. í samningi Landsvirkjunar og Landsnets um tengingu Fljótsdalslínu 3 og 4 og samningi Landsnets við PCC Bakka Silicon hf. Þá feli ákvarðanataka um kerfisframlag í sér ráðstöfun í tengslum við löggjöf og/eða samning, nánar tiltekið að tekin sé afstaða til ráðstöfunar fjármuna á grundvelli ákvæða raforkulaga nr. 65/2003, sbr. 10. mgr. 12. gr. a. laganna. Kærandi kveðst því óska eftir upplýsingum um ráðstöfun fjármuna í tengslum við löggjöf eða samning sem hafi eða sé líkleg til að hafa áhrif á umhverfið, sbr. 3. tölul. 3. gr. laga nr. 23/2006. Engu máli skipti hvenær upplýsingarnar hafi orðið til eða hvenær þær hafi borist Landsneti, sbr. 2. mgr. 17. gr. laga nr. 23/2006. <br /> <br /> Í kæru eru gerðar athugasemdir við að Landsnet beri fyrir sig trúnaðarskyldur. Réttur almennings til upplýsinga á grundvelli laga nr. 23/2006 takmarkist af 6. gr. laganna, en þar undir falli t.d. upplýsingar fjárhagslegs eðlis og sem varði viðskiptahagsmuni fyrirtækja, sbr. einnig 8. mgr. 9. gr. laga nr. 65/2003 og 9. gr. upplýsingalaga. Til þess að þessar takmarkanir geti átt við verði að liggja fyrir að upplýsingarnar varði veigamikla framleiðslu- eða viðskiptahagsmuni og að birting þeirra geti valdið aðila óréttmætu tjóni. Í hinni kærðu ákvörðun sé ekki vísað til þess hvers kyns hagsmunir muni skerðast ef upplýsingarnar verði gerðar aðgengilegar. Kærandi telur hagsmuni af því að aðgangur verði veittur vega þyngra en hagsmunir Landsnets og viðsemjenda af því að upplýsingarnar lúti trúnaði. Þær varði lögbundið hlutverk Landsnets sem beri að lögum að gæta jafnræðis við rækslu þess hlutverks, þ.m.t. við mat á kerfisframlagi. Fallist nefndin á það með Landsneti að trúnaðarupplýsingar sé að finna í umbeðnum gögnum beri að veita aðgang að hluta þeirra, sbr. 9. gr. laga nr. 23/2006 og 3. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. <br /> <br /> Kærandi bendir á að þrátt fyrir skyldu skv. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga til að afla afstöðu eiganda einkahagsmuna beri Landsneti að leggja sjálfstætt mat þar á. Þá skipti ákvæði samnings sem kveði á um trúnaðarskyldu engu máli enda geti samningur ekki vikið skýrum ákvæðum laga um rétt til aðgangs að upplýsingum. Það eigi ekki að vera trúnaðarmál Landsnets og eins viðskiptavinar fyrirtækisins hvort og þá hvernig Landsnet uppfylli lögboðnar skyldur sínar. <br /> <br /> Kærandi telur Landsneti einnig vera skylt að veita aðgang að upplýsingunum á grundvelli upplýsingalaga. Landsnet hafi borið fyrir sig 3. mgr. 35. gr. laganna en af greininni leiði að upplýsingalög taki aðeins til gagna og upplýsinga í vörslu lögaðila sem orðið hafi til eftir gildistöku laganna. Það tímamark eigi hins vegar ekki við þegar viðkomandi aðila hafi verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun en þá sé rétturinn til aðgangs að gögnum ekki tengdur gildistöku laganna. Kærandi segir ákvörðunartöku um kerfisframlag vera stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærandi bendir einnig á að upplýsingar um kerfisframlag hafi áður verið gerðar aðgengilegar almenningi, sbr. upplýsingar um kerfisframlag í tengslum við samkomulag Landsnets og PCC Bakka Silicon hf. í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 638/2016. Sömu upplýsingar hafi einnig veittar Eftirlitsstofnun EFTA, sbr. ákvörðun stofnunarinnar nr. 206/15/COL í máli nr. 77190. Kærandi telur það ótæka niðurstöðu að í sumum tilvikum verði talið heimilt að afhenda upplýsingar um kerfisframlag en ekki í öðrum. <h3>Málsmeðferð</h3> <p> <br /> Með bréfi, dags. 20. febrúar 2018, var kæran kynnt Landsneti og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í umsögn Landsnets, dags. 9. mars 2018, segir m.a. að greiðsla kerfisframlags vegna Kárahnjúkavirkjunar sé byggð á samningi Landsnets og Landsvirkjunar um flutning rafmagns til álvers Alcoa-Fjarðaáls sf. frá 14. desember 2007. Í 33. gr. samningsins sé kveðið á um að efni hans, hvort sem er í heild eða að hluta, eða viðskiptalegar upplýsingar sem lagðar hafi verið fram í samræmi við ákvæði hans, skuli vera trúnaðarmál og að aðilum hans sé óheimilt að upplýsa um þær án þess að fá skriflegt samþykki gagnaðila. Landsnet hafi leitað afstöðu Landsvirkjunar til beiðni kæranda og hafi Landsvirkjun alfarið lagst gegn aðgangi þar sem kærandi væri samkeppnisaðili félagsins. Vegna þessarar afstöðu Landsvirkjunar og 8. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003 hafi Landsnet talið sér óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingunum. <br /> <br /> Landsnet hafnar því að upplýsingalög gildi um þær upplýsingar og gögn sem byggja á samningi félagsins og Landsvirkjunar frá 14. desember 2007. Af 3. mgr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 14/2012 leiði að lögin gildi aðeins um gögn og upplýsingar í vörslum lögaðila sem urðu til eftir gildistöku laganna þann 1. janúar 2013. Landsnet hafnar því að samningur félagsins og Landsvirkjunar hafi falið í sér stjórnvaldsákvörðun, heldur sé um að ræða samning milli tveggja aðila um ákveðin einkaréttarleg viðskipti þeirra á milli. <br /> <br /> Í umsögninni kemur einnig fram að telji úrskurðarnefndin kæranda eiga rétt til gagnanna á grundvelli upplýsingalaga sé Landsneti óheimilt að greina frá þeim upplýsingum sem byggja á samningi Landsnets og Landsvirkjunar á grundvelli 9. gr. laganna. Ekki sé hægt að jafna aðstæðum í máli úrskurðanefndarinnar nr. 638/2016 við aðstæður í þessu máli. Þar hafi Landvernd óskað aðgangs að upplýsingum vegna áhrifa jarðstrengs á umhverfið og annarra tæknilegra upplýsinga tengda mannvirkjum vegna flutnings raforku frá Kröflu að Bakka. Í málinu sem hér sé til umfjöllunar sé óskað eftir aðgangi að upplýsingum um fjárhæðir sem tengist samningi Landsnets og Landsvirkjunar og lúti að mikilvægum fjárhags- og viðskiptahagsmunum Landsvirkjunar. <br /> <br /> Landsnet telur kæranda ekki eiga rétt til upplýsinganna á grundvelli 3. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál. Þá sé jafnframt til þess að líta að um kerfisframlag gildi raforkulög nr. 65/2003 þar sem sérstaklega sé fjallað um rétt til upplýsinga. Kærandi verði að að styðjast við þá heimild. Ef upplýsingarnar verði taldar falla undir lög nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál sé engu að síður óheimilt að veita upplýsingarnar, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. þeirra laga. <br /> <br /> Umsögn Landsnets var kynnt kæranda með bréfi, dags. 12. mars 2018, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags 27. mars 2018, segir m.a. að með beiðninni hafi kærandi viljað staðreyna að lögbundið jafnræði gildi milli aðila við meðferð mála þegar tekin sé ákvörðun um kerfisframlag. Landsnet hafi ekki tekið afstöðu til beiðni kæranda heildstætt heldur látið duga að taka eingöngu afstöðu til beiðninnar hvað Landsvirkjun varði. Þetta hafi Landsnet gert þrátt fyrir að upplýsingabeiðni kæranda hafi verið víðtækari. Að auki hafi Landsnet ekki veitt kæranda aðgang að upplýsingum um kerfisframlag sem fjallað hafi verið um í samkomulagi Landsnets og PCC Bakka Silicon hf., þrátt fyrir að Landvernd og ESA hafi fengið aðgang að þeim samningi. Auk þess er tekið fram að samningsbundinn trúnaður gangi ekki framar lögbundnum rétti til upplýsinga. <br /> <br /> Í athugasemdunum kemur einnig fram að með kerfisframlagi sé tekin ákvörðun sem hafi áhrif á fjárhagslega hagsmuni þess sem ákvörðunin beinist að og einnig annarra sem tengdir eru flutningskerfinu og beri hugsanlega kostnað af þeirri tengingu. Tenging nýrra aðila við kerfið geti því haft veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni þeirra sem fyrir eru. Því sé eðlilegt að þeir geti með góðu móti glöggvað sig á forsendum sem Landsnet byggi á. <br /> <br /> Þá segir í athugasemdum kæranda að þagnarskylduákvæði 8. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2006 sé almenns eðlis og takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Ákvæðið geti því ekki veitt Landsneti ríkari rétt til að takmarka aðgang að upplýsingum en leiði af 9. gr. upplýsingalaga. Landsnet hafi ekki tilgreint að hvaða leyti Landsvirkjun verði fyrir tjóni ef aðgangur verði veittur að upplýsingunum. Landsnet hafi ekki sýnt fram á að hagsmunir viðsemjenda sinna eigi að vega þyngra við takmörkun á afhendingu upplýsinga en annarra aðila sem aðild eigi að þeim hagsmunum sem ráðstafað sé með kerfisframlaginu. Óumdeilt sé að ákvörðun Landsnets um kerfisframlag sé tekin í skjóli einkaréttar fyrirtækisins á rekstri flutningskerfisins. Þá beri að hafa í huga að samningur Landsnets og Landsvirkjunar sé frá árinu 2007 og því séu yfirgnæfandi líkur á að hagsmunirnir sem Landsnet vísi til séu ekki virkir lengur. <br /> <br /> Kærandi segir að orðalag 12. gr. a raforkulaga gefi ekki til kynna að samið sé um kerfisframlag á einkaréttarlegum grundvelli. Landsneti beri að tryggja gagnsæi, enda skuli fyrirtækið setja sérstakan netmála um kerfisframlag. Það leiði af orðalagi 12. gr. a að Landsneti beri að taka einhliða ákvörðun um kerfisframlag og að hún beinist að nýrri virkjun eða stórnotanda. Í þessu tilliti teljist Landsnet vera stjórnvald. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. Þá hefur meðferð málsins dregist óhæfilega af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna mistaka við málsmeðferð og anna í störfum nefndarinnar. Beðist er velvirðingar á þessum drætti. </p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p> </p> <h3>1.</h3> <p> <br /> Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum sem lúta að greiðslu kerfisframlags. Landsnet heldur því m.a. fram að málið heyri ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem kveðið sé á um sérstaka kæruheimild til Orkustofnunar og úrskurðarnefndar raforkumála í 5. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Í ákvæðinu er kveðið á um skyldu flutningsfyrirtækisins til upplýsingagjafar og segir þar orðrétt: <br /> <br /> <span class="blockqoude">„Flutningsfyrirtækinu er skylt að veita stjórnvöldum, viðskiptavinum og almenningi upplýsingar sem nauðsynlegar eru við mat á því hvort fyrirtækið fullnægi skyldum sínum við rekstur og kerfisstjórnun flutningskerfisins og tryggi jafnræði við flutning raforku. Rísi ágreiningur um hvort fyrirtækinu sé skylt að veita umbeðnar upplýsingar sker Orkustofnun úr. Úrskurður Orkustofnunar í þessu efni sætir kæru til úrskurðarnefndar raforkumála.“ </span><br /> <br /> Við gildistöku raforkulaga var ákvæði um upplýsingaskyldu flutningsfyrirtækisins í 5. tölul. 4. mgr. 9. gr. sem kvað á um skyldur flutningsfyrirtækisins við kerfisstjórnun. Í ákvæðinu sagði að í slíkri kerfisstjórn fælist m.a. að: „Veita stjórnvöldum, viðskiptavinum og almenningi upplýsingar sem nauðsynlegar eru við mat á því hvort fyrirtækið fullnægi skyldum sínum og til að tryggja jafnræði í viðskiptum með raforku.“ Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til raforkulaga nr. 65/2003 segir eftirfarandi: <br /> <br /> <span class="blockqoude">„Mikilvægt er að veittar verði góðar og ítarlegar upplýsingar um viðskipti með raforku. Almennar opinberar upplýsingar um raforkumarkaðinn stuðla að jafnræði í viðskiptum og virkni raforkumarkaðarins. Kaupendur og seljendur raforku geta þá tekið upplýstar ákvarðanir og óskað skýringa á mismunandi verði raforku milli tengipunkta, þ.e. afhendingarstaða. Eftirlitsaðilar þurfa einnig greinargóðar upplýsingar um raforkuviðskipti. Slík upplýsingaskylda veitir aðhald og dregur úr þörf á beinu eftirliti.“ </span><br /> <br /> Með 5. gr. laga nr. 89/2004 var 9. gr. raforkulaga breytt og ákvæðið um upplýsingaskyldu fært í nýja málsgrein sem varð að 5. mgr. 9. gr. laganna. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna segir m.a. eftirfarandi: <br /> <br /> <span class="blockqoude">„Þá er lagt til að upplýsingaskylda flutningsfyrirtækisins sé skýrð. Kveðið verði á um að flutningsfyrirtækinu sé skylt að veita stjórnvöldum, viðskiptavinum og almenningi upplýsingar sem nauðsynlegar eru við mat á því hvort fyrirtækið fullnægi skyldum sínum við rekstur og kerfisstjórnun flutningskerfisins og tryggi jafnræði við flutning raforku. Ákvæðinu er ætlað að tryggja gagnsæi og jafnan aðgang að flutningskerfinu, sem er forsenda þess að eðlileg samkeppni á raforkumarkaði komist á. Við skýringu þessa ákvæðis er rétt að hafa í huga að flutningsfyrirtækinu ber að gæta trúnaðar gagnvart viðskiptavinum sínum. Í því felst að gætt sé trúnaðar um upplýsingar er varða viðskiptahagsmuni og annað sem eðlilegt er að leynt fari. Þær upplýsingar sem hægt er að krefja flutningsfyrirtækið um eru upplýsingar er varða fyrirtækið sjálft og starfrækslu þess.“ </span><br /> <br /> Ákvæði um úrskurðarnefnd raforkumála er að finna í 30. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Í 1. mgr. segir að stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru af Orkustofnun á grundvelli laganna og varða gjaldskrá eða starfsemi flutningsfyrirtækisins eða dreifiveitna sæti kæru til úrskurðarnefndar raforkumála. <br /> <br /> Í 9. gr. raforkulaga er kveðið á um helstu skyldur flutningsfyrirtækis. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. skal flutningsfyrirtækið byggja flutningskerfið upp og hefur eitt heimild til að reisa ný flutningsvirki. Í 1.-6. tölul. 2. mgr. 9. gr. er nánar kveðið á um hvað felist í rekstri flutningskerfisins en samkvæmt 1. tölul. felst í því m.a. að tengja alla þá sem eftir því sækjast við flutningskerfið, enda uppfylli þeir tæknileg skilyrði fyrir því og greiði tengigjald samkvæmt ákvæðum gjaldskrár, sbr. ákvæði 12. gr. a. Í 4. mgr. 9. gr. eru tekin dæmi í 5. töluliðum um hvað felist í kerfisstjórnun flutningsfyrirtækisins. Í 6. mgr. 9. gr. segir að flutningsfyrirtækið skuli í samráði við raforkufyrirtæki setja reglur um kerfisstjórnunina sem ráðherra staðfestir. Í reglunum skuli m.a. kveðið nánar á um þau atriði sem tilgreind séu í 1.-4. tölul. 4. mgr. <br /> <br /> Í 12. gr. a er kveðið á um heimildir Landsnets til gjaldtöku. Segir þar í 1. mgr. að flutningsfyrirtækið skuli setja gjaldskrá vegna þjónustu sinnar í samræmi við tekjumörk skv. 12. gr, og skuli hún gilda annars vegar fyrir úttekt dreifiveitna frá flutningskerfi og hins vegar fyrir úttekt stórnotenda. Samkvæmt 3. mgr. greinarinnar skulu virkjanir sem tengjast flutningskerfinu um dreifiveitu greiða úttektargjald til flutningsfyrirtækisins samkvæmt því sem nánar greinir í ákvæðinu. Samkvæmt 8. mgr. 12. gr. a, skal flutningsfyrirtækið einnig setja gjaldskrá fyrir kerfisþjónustu og töp í flutningskerfinu sem tekur mið af kostnaði ásamt hæfilegri þóknun. Samkvæmt 10. mgr. 12. gr. a. skal krefjast greiðslu ef tenging nýrra virkjana eða stórnotenda við flutningskerfi veldur auknum kostnaði annarra notenda kerfisins. Með sama hætti skal taka tillit til þess ef tenging leiðir til hagkvæmari uppbyggingar eða nýtingar flutningskerfisins. Samkvæmt 11. mgr. skal setja nánari ákvæði um gjaldskrá í reglugerð auk þeirra atriða sem ákvæðið kveður á um. Á grundvelli reglugerðarheimildarinnar setti ráðherra reglugerð um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005. <br /> <br /> Í ákvæðum 16. gr. a.-c. reglugerðar nr. 1040/2005, sbr. reglugerð nr. 841/2016, er kveðið nánar á um kerfisframlag, aðferðafræði, forsendur og viðmið við útreikning þess. Segir þar í 3. mgr. 3. gr. að nánar skuli kveðið á um skilyrði vegna útreiknings kerfisframlags, samanber 16. gr. a, 16. gr. b og 16 gr. c, í reglum (netmála) sem flutningsfyrirtækið setji og ráðherra staðfesti, sbr. 6. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p> <br /> Í gagnabeiðni kæranda, dags. 18. desember 2012, var óskað eftir „öllum upplýsingum og forsendum (réttarheimildum, tilmælum, reglum, verklagsreglum, fyrirmælum, leiðbeiningum) um útreikning og greiðslur á kerfisframlagi nýrra viðskiptavina flutningskerfisins. Einnig var óskað eftir „upplýsingum um hvort kerfisframlags hafi verið krafist eða óskað vegna tenginga við flutningskerfið, hver staða þeirra mála er og loks samninga um kerfisframlag ef einhverjir eru“. Landsnet afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af samningi Landsnets og Landsvirkjunar, dags. 14. desember 2007, um flutning rafmagns til álvers Alcoa-Fjarðaráls, bréf Landsnets, dags. 7. febrúar 2014, um uppgjör vegna kerfisframlags og svarbréf Landsvirkjunar, dags. 10 febrúar 2014. Landsnet virðist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á öðrum gögnum er falla undir gagnabeiðnina. <br /> <br /> Landsnet var stofnað á grundvelli laga nr. 75/2004 til að annast raforkuflutning og kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum III. kafla raforkulaga nr. 65/2003. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að ganga út frá því að með lögunum séu Landsneti falin stjórnsýsluverkefni sem snúa að flutningskerfi raforku og sé félagið því stjórnvald í lagalegum skilningi hvað þessi verkefni áhrærir, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 15. janúar 2015 í máli nr. 854/2014. <br /> <br /> Af ákvæðum raforkulaga nr. 65/2003 og reglugerðar nr. 1040/2005, með síðari breytingum, leiðir að það er lögbundin skylda flutningsfyrirtækis að tengja nýjar virkjanir og stórnotendur við flutningskerfið og innheimta fyrir það kerfisframlag ef tengingin veldur auknum kostnaði annarra notenda kerfisins eða greiða notandanum kerfisframlag ef tengingin leiðir til hagkvæmari uppbyggingar eða nýtingar flutningskerfisins. Ákvörðun um kerfisframlag lýtur því með beinum hætti að rekstri flutningskerfisins. Í ljósi þessa er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að upplýsingar um greiðslu kerfisframlags séu upplýsingar sem lúta að lögboðnum skyldum flutningsfyrirtækis við rekstur flutningskerfisins. Þá sé jafnframt um að ræða upplýsingar sem nauðsynlegar eru við mat á því hvort Landsnet sinni þeirri skyldu að tryggja jafnræði við flutning raforku. Samkvæmt þessu verður ekki hjá því komist að líta svo á þær upplýsingar sem afhentar voru nefndinni og sem lúta að kerfisframlagi, séu upplýsingar af þeim toga sem falli undir 5. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Þá telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að eins og upplýsingabeiðni kæranda er orðuð verði að telja að önnur gögn sem fallið geti undir beiðnina séu einnig þess eðlis að ákvæði 5. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003 taki til þeirra. <br /> <br /> Það er enn fremur mat úrskurðarnefndarinnar að raforkulög beri að skoða í þessu samhengi sem sérlög gagnvart almennum ákvæðum upplýsingalaga og laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt almennings. Af því leiðir að ákvörðun flutningsfyrirtækis um að synja um aðgang að upplýsingum sem felldar verða undir 5. mgr. 9. gr. raforkulaga er ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem lögin mæla fyrir um sérstaka kæruleið í þessum tilvikum, sbr. einnig 1. mgr. 30. gr. laganna. Verður því ekki hjá því komist að vísa kæru kæranda frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p> <br /> Kæru Orku náttúrunnar, dags. 19. febrúar 2018, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson <br /> formaður <br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson </p> |
742/2018. Úrskurður frá 6. júní 2018 | Starfsmaður fjölmiðils kærði ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands um að synja beiðni um aðgang að styrktarsamningi hljómsveitarinnar við sjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA. Af hálfu Sinfóníuhljómsveitarinnar kom fram að GAMMA liti á samninginn sem upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins sem eðlilegt og sanngjarnt væri að færi leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd féllst ekki á þetta með hliðsjón af því að um ráðstöfun opinberra hagsmuna væri að ræða og lagði fyrir hljómsveitina að veita kæranda aðgang að samningnum í heild sinni. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 6. júní 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 742/2018 í máli ÚNU 17120004. <br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags. 21. desember 2017, kærði A, blaðamaður, ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands um synjun beiðni um aðgang að upplýsingum um styrktarsamning hljómsveitarinnar við sjóðsstýringarfyrirtækið GAMMA. Í kæru kemur fram að framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar hafi hafnað beiðninni á þeirri forsendu að efni samningsins sé trúnaðarmál á milli aðila. Kærandi telur hins vegar afar mikilvægt að fjárhagsleg tengsl einkaaðila við ríkisreknar stofnanir, einnig menningarstofnanir, séu uppi á borðum. Sérstakar ástæður þurfi að vera fyrir hendi til að leynd eigi að ríkja um þessi tengsl.<br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Með bréfi, dags. 21. desember 2017, var Sinfóníuhljómsveit Íslands kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Sinfóníuhljómsveitar Íslands, dags. 3. janúar 2018, kemur í upphafi fram að styrktaraðili hljómsveitarinnar, GAMMA, hafi birt á vef sínum frétt um styrkinn sem hljómsveitin nýtur samkvæmt umbeðnum samningi. Engin leynd hafi því hvílt yfir efni samningsins hvað það varðar. Fyrirtækið hafi viljað líta svo á að með afhendingu samningsins yrði veittur aðgangur að upplýsingum um fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins, sem eðlilegt og sanngjarnt sé að fari leynt samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar sem fyrirtækið hafi ekki viljað ljá samþykki sitt fyrir afhendingu samningsins telji Sinfóníuhljómsveit Íslands sér óheimilt að afhenda hann með vísan til ákvæðisins, þar sem áskilið sé samþykki þess er eigi í hlut.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. janúar 2018, var kæranda kynnt umsögn kærða og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, sem bárust þann 15. janúar 2018, kemur fram að hann telji erfitt að sjá hvernig upplýsingar sem fram kunni að koma í umbeðnum samningi geti falið í sér viðkvæmar og mikilvægar fjárhags- eða viðskiptaupplýsingar um GAMMA. Framkvæmdastjóri Sinfóníunnar hafi vísað til þess að upphæðir samningsins séu opinberar, líkt og þær séu aðalatriðið og annað aukaatriði. Frekari efnisatriði samningsins kunni að vera áhugaverð í opinberri umræðu. Þá minnir kærandi á að vega þurfi hagsmuni viðkomandi einkaaðila gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Vandséð sé hvernig trúnaðarhagsmunir einkafyrirtækisins sem hér um ræði geti vegið þyngra en hagsmunir almennings af því að fá upplýsingar um viðskiptasamband þess við ríkisstofnun.<br /> <h3>Niðurstaða</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að upplýsingum um styrktarsamning Sinfóníuhljómsveitar Íslands og GAMMA Capital Management hf. Sinfóníuhljómsveitin hefur afmarkað beiðni kæranda við afrit af samningnum, en synjun beiðninnar byggist á því að hann hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Í ákvæðinu segir orðrétt:<br /> <br /> <span class="blockqoude">„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</span><br /> <br /> Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:<br /> <br /> <span class="blockqoude">„Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“</span><br /> <br /> Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni:<br /> <br /> <span class="blockqoude">„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“</span><br /> <br /> Í rökstuðningi sínum fyrir hinni kærðu ákvörðun hefur Sinfónuhljómsveit Íslands fyrst og fremst vísað til þess að GAMMA Capital Management hf. hafi litið svo á að samningurinn hafi að geyma upplýsingar sem falli undir ákvæðið og hafi þar af leiðandi ekki veitt samþykki sitt fyrir afhendingu hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þessi röksemd getur ekki ein og sér leitt til þeirrar niðurstöðu að gögn falli undir 9. gr. upplýsingalaga, enda er það ekki í höndum þeirra einkaaðila sem um ræðir að meta hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að þau fari leynt. Að fenginni afstöðu fyrirtækisins bar Sinfóníuhljómsveit Íslands að framkvæma sjálfstætt mat á því hvort efni samningsins væri þess eðlis að rétt væri að undanskilja hann upplýsingarétti almennings. Við matið bar enn fremur að hafa hliðsjón af framanröktum sjónarmiðum um ráðstöfun opinberra hagsmuna. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit samningsins, sem er fjórar blaðsíður að lengd og hefur að geyma 11 tölusett samningsákvæði. Yfirskrift samningsins er: „Samstarfs- og kynningarsamningur“ og í 1. gr. segir að með honum verði GAMMA bakhjarl Sinfóníuhljómsveitar Íslands til fjögurra ára, eða út starfsárið 2019-20. Með samningnum skuldbindur fyrirtækið sig til að greiða tiltekna fjárhæð árlega sem skuli vera verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs. Í staðinn skulu firmamerki fyrirtækisins og auglýsingar þess birt með tilteknum hætti í kynningarefni hljómsveitarinnar, fyrirtækið fær miða á tónleika hennar og rétt til að fá hljóðfæraleikara hljómsveitarinnar til tónleikahalds. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er augljóst að samningurinn felur í sér verulega ráðstöfun opinberra hagsmuna, þar sem einkaaðila er með samningnum gert kleift að hagnýta sér ýmsa þætti í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem er ríkisstofnun og starfar á grundvelli laga, sbr. lög nr. 36/1982. <br /> <br /> Þegar einkaaðilar velja að styrkja opinbera aðila og áskilja sér með samningi endurgjald fyrir styrkinn verða þeir almennt að sæta því að upplýsingaréttur almennings taki til slíkra samningsákvæða með hliðsjón af þeim veigamiklu hagsmunum almennings að geta kynnt sér hvernig staðið er að samningsgerðinni og fá upplýsingar um endurgjaldið. Mikið þarf því til að koma svo fallist verði á að hagsmunir GAMMA af því að samningurinn fari leynt vegi þyngra en hagsmunir almennings af aðgangi að honum. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur samningurinn ekki að geyma neinar þær upplýsingar sem talist geta varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins nægjanlega til að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Verður ákvörðun Sinfóníuhljómsveitar Íslands um synjun beiðni kæranda því felld úr gildi og lagt fyrir hljómsveitina að veita kæranda aðgang að honum í heild sinni.<br /> <br /> Úrskurðarorð:<br /> Sinfóníuhljómsveit Íslands ber að veita kæranda, A, aðgang að samstarfs- og kynningarsamningi hljómsveitarinnar og GAMMA Capital Management hf., dags. 7. september 2016.<br /> <br /> <br /> <br /> Kjartan Bjarni Björgvinsson<br /> varaformaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
741/2018. Úrskurður frá 6. júní 2018 | Kærandi kærði afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lutu að því að beiðnunum hefði ekki verið svarað að liðnum 9-17 dögum frá dagsetningu þeirra og leit úrskurðarnefndin svo á að um væri að ræða kærur vegna óhóflegra tafa á meðferð þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Með hliðsjón af mati á efni beiðnanna og fjölda beiðna sem kærandi hefur beint til sveitarfélagsins komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væri um óhóflega töf á meðferð beiðnanna að ræða. Var kærunum því vísað frá úrskurðarnefndinni í einu lagi. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 6. júní 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 741/2018 í málum ÚNU 18030005, ÚNU 18030006, ÚNU 18030009, ÚNU 18040005, ÚNU 18040012, ÚNU 18040013, ÚNU 18040014, ÚNU 18050001, ÚNU 18050002, ÚNU 18050006, ÚNU 18050007, ÚNU 18050008, ÚNU 18050010, ÚNU 18050011, ÚNU 18050013, ÚNU 18050014 og ÚNU 18050020. <br /> <h3>Kærur, málsatvik og málsmeðferð</h3> Kærandi, A, hefur kært afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á nokkrum fjölda beiðna um aðgang að upplýsingum. Kærurnar lúta að því að beiðnunum hafi ekki verið svarað og verður að líta svo á að kærandi telji að bærinn hafi ekki fylgt sjónarmiðum um málshraða við afgreiðslu þeirra, sbr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Um er að ræða eftirfarandi mál:<br /> <br /> <span></span><span></span> <table border="0" cellspacing="0" cellpadding="0" style="border: none;"> <tbody> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; border-top: none; border-right: none; border-left: none; border-bottom-style: solid; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><strong><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Málsnr. ÚNU</span></strong></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; border-top: none; border-right: none; border-left: none; border-bottom-style: solid; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><strong><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Kæruefni</span></strong></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; border-top: none; border-right: none; border-left: none; border-bottom-style: solid; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><strong><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Dagar frá dags. beiðni til kæru</span></strong></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; border: none; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18030005</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; border: none; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Tilboð í endurbætur á loftræstikerfi í Safnahúsi</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; border: none; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">9</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18030006</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Starfsmannastefna Vestmannaeyjabæjar</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">9</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18030009</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Umsækjendur um auglýst starf</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">11</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18040005</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Samkomulag um eflingu eldvarna</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">9</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18040012</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Umsækjendur um auglýst starf</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">12</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18040013</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Umsækjendur um auglýst starf</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">11</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18040014</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Umsækjendur um auglýst starf</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">12</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18050001</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Umsækjendur um auglýst starf</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">10</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18050002</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Umsækjendur um auglýst starf</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">10</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18050006</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Umsækjendur um auglýst starf</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">10</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18050007</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Fundargerð bæjarstjórnarfundar</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">11</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18050008</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Umsækjendur um auglýst starf</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">11</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18050010</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Samningur um rekstur Herjólfs</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">14</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18050011</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Umsækjendur um auglýst starf</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">12</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18050013</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Ársreikningur bæjarsjóðs</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">14</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18050014</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Umsækjendur um auglýst starf</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">17</span></p> </td> </tr> <tr> <td valign="top" style="width: 104.65pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">18050020</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 262.25pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: justify;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">Málstefna Vestmannaeyjabæjar</span></p> </td> <td valign="top" style="width: 97.5pt; padding: 0cm 5.4pt; text-align: left;"> <p style="text-align: center;"><span style="font-size: 12pt; font-family: 'Times New Roman', serif;">9</span></p> </td> </tr> </tbody> </table> <br /> <br /> Með erindi, dags. 16. maí 2018, var óskað eftir upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ um meðferð upplýsingabeiðna frá kæranda. Svar barst þann 17. maí 2018.<br /> <h3>Niðurstaða</h3> Í máli þessu er deilt það hvort meðferð Vestmannaeyjabæjar á beiðnum kæranda um aðgang að gögnum samrýmist málshraðareglu stjórnsýslu- og upplýsingaréttar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal taka ákvörðun um það hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga leiðir að heimilt er að kæra óhæfilegan drátt á meðferð beiðni um aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 17. gr. í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að mikilsvert sé að beiðnir um aðgang að gögnum á grundvelli laganna verði ávallt afgreiddar fljótt og án ástæðulausra tafa. Þá er vikið að sjö daga reglu 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. og tekið fram að reynslan sýni að fleiri en ein ástæða geti valdið því að farið sé fram yfir þau tímamörk. Í fyrsta lagi kunni að vera flókið að leysa úr máli, í öðru lagi geti verið rétt að leita álits þess sem mál snertir en í þriðja lagi kunni önnur verkefni að hafa forgang þannig að úrlausn um beiðni verði að bíða.<br /> <br /> Við mat á því hvort Vestmannaeyjabær hefur afgreitt beiðnir kæranda í samræmi við málshraðareglu upplýsinga- og stjórnsýsluréttar verður að mati úrskurðarnefndarinnar í fyrsta lagi að líta til efnis beiðnanna. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera tiltölulega einfaldar og skýrt afmarkaðar. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að afgreiðsla hverrar beiðni gefi ekki tilefni til umfangsmikillar málsmeðferðar og Vestmannaeyjabæ ætti hæglega að vera unnt að afgreiða hverja þeirra innan sjö daga. Á hinn bóginn verður að hafa hliðsjón af því að kærandi hefur á sama tímabili beint miklum fjölda beiðna um aðgang að gögnum til bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ sendi kærandi alls 70 beiðnir um aðgang að gögnum á tímabilinu sem um ræðir, eða frá 1. mars 2018 til og með 17. maí 2018. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur kærandi við þessar aðstæður búist við því að afgreiðslutími hverrar beiðni verði lengri en ella, ekki síst þegar tekið er tillit til annarra verkefna sem sveitarfélögum eru falin með lögum. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þrátt fyrir að sveitarfélög beri almennt ábyrgð á því að haga starfsmannahaldi sínu með þeim hætti að unnt sé að afgreiða mál sem þeim berast innan eðlilegra tímamarka verður ekki með sanngirni ætlast til þess að Vestmannaeyjabær ráði starfsfólk, eftir atvikum tímabundið, til að bregðast við slíkum fjölda erinda frá einum og sama aðilanum. Þá verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að talsverður hluti beiðnanna snúi að gögnum sem almenningi eru þegar aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Ágreiningur aðila snýr því fremur að því hvort sveitarfélaginu kunni að vera skylt að aðstoða kæranda við að nálgast gögnin á grundvelli annarra laga, til að mynda laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, en beinlínis að rétti hans til aðgangs að þeim samkvæmt upplýsingalögum, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 674/2017. <br /> <br /> Með hliðsjón af öllu framangreindu er það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið tilefni til að kæra meðferð beiðnanna sem hér um ræðir til nefndarinnar að liðnum 9-17 dögum frá því að þær voru póstlagðar til sveitarfélagsins. Þar sem ekki var um óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðnanna að ræða í ljósi aðstæðna, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, verður kærum kæranda því vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Það athugast að Vestmannaeyjabær hefur ekki farið eftir þeirri reglu 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga að skýra kæranda frá ástæðum tafa á meðferð beiðnanna umfram sjö daga og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Því er beint til sveitarfélagsins að fylgja ákvæðinu við meðferð beiðna kæranda í framtíðinni. <br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Kærum kæranda í málum ÚNU 18030005, ÚNU 18030006, ÚNU 18030009, ÚNU 18040005, ÚNU 18040012, ÚNU 18040013, ÚNU 18040014, ÚNU 18050001, ÚNU 18050002, ÚNU 18050006, ÚNU 18050007, ÚNU 18050008, ÚNU 18050010, ÚNU 18050011, ÚNU 18050013, ÚNU 18050014 og ÚNU 18050020 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
740/2018. Úrskurður frá 6. júní 2018 | Farið var fram á endurupptöku máls sem lyktaði með uppkvaðningu úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 740/2018 þar sem ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun beiðni um aðgang að minnisblaði borgarlögmanns var staðfest með vísan til þess að það væri vinnugagn skv. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í beiðni um endurupptöku var vísað til þess að í úrskurði nefndarinnar væri sérstaklega tekið fram að fyrirmælum 11. gr. laganna um aukinn aðgang hefði ekki verið fylgt við meðferð beiðninnar. Úrskurðarnefndin tók fram að þetta brot á málsmeðferðarreglu 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga hefði ekki verið talið fela í sér nægjanlega verulegan annmarka til að réttlæta ógildingu ákvörðunar borgarinnar. Beiðni um endurupptöku málsins var því hafnað. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 6. júní 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 740/2018 í máli ÚNU 18040004. <br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags. 10. apríl 2018, fór A þess á leit að úrskurðarnefnd um upplýsingamál endurskoðaði úrskurð sinn nr. 734/2018 í máli ÚNU 17080002 sem kveðinn var upp þann 6. apríl 2018. Verður beiðni kæranda skilin á þann veg að hann óski endurupptöku málsins samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar var fjallað um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja kæranda um aðgang að minnisblaði frá borgarlögmanni um tiltekna fasteign. Komist var að þeirri niðurstöðu að borginni hafi verið heimilt að synja beiðninni með vísan til þess að minnisblaðið væri vinnugagn skv. 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í beiðni kæranda er vikið að niðurlagi úrskurðarins þar sem því var beint til Reykjavíkurborgar að gæta að því að taka afstöðu til réttar beiðanda til aukins aðgangs í framtíðinni, sbr. 1. og 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Kærandi segir þetta ekki verða skilið öðruvísi en að úrskurðarnefndin hafi metið það svo að Reykjavíkurborg hafi brotið upplýsingalög með ákvörðun sinni. Þrátt fyrir að lög hafi verið brotin við töku ákvörðunarinnar sé hún engu að síður staðfest í úrskurðarorði. <br /> <h3>Niðurstaða<br /> 1.</h3> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo: <br /> <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef: <br /> <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <h3>2.</h3> Í 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er að finna þá málsmeðferðarreglu að taka skuli sérstaka og rökstudda afstöðu til réttar beiðanda til aukins aðgangs að umbeðnum gögnum. Eins og fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 734/2018 liggur fyrir að Reykjavíkurborg fór ekki eftir þessari reglu við töku ákvörðunar um beiðni kæranda um aðgang að minnisblaði borgarlögmanns. Beiðni kæranda er reist á því að þessi annmarki á hinni kærðu ákvörðun eigi að leiða til þess að hún teljist ógildanleg.<br /> <br /> Í stjórnsýslurétti er almennt gengið út frá því að það sé ekki sjálfgefið að ákvörðun teljist ógild enda þó málsmeðferðarreglur hafi verið brotnar. Til þess að svo sé verður brotið að fela í sér annmarka á meðferð málsins og annmarkinn verður enn fremur að teljast verulegur. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í framkvæmd litið svo á að sá annmarki, að taka ekki sérstaka, rökstudda afstöðu til réttar beiðanda til aukins aðgangs, feli ekki í sér verulegan annmarka í þessum skilningi. Úrskurðarnefndin telur almennt fært að líta svo á að þegar ekki er vikið sérstaklega að auknum aðgangi í ákvörðun felist í því að kærði hafi ákveðið að veita beiðanda ekki slíkan aðgang. Með þessu er ekki dregið úr mikilvægi þess að fylgja ákvæðinu við meðferð beiðna um aðgang að upplýsingum, enda var skyldan sérstaklega áréttuð í úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Eins og atvikum málsins er háttað telur nefndin hins vegar ekki hafa verið til staðar ástæður til frekari aðgerða af hálfu nefndarinnar en þeirrar að finna að málsmeðferð Reykjavíkurborgar.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki séu skilyrði til endurupptöku máls sem lauk með úrskurði nr. 734/2018, sem kveðinn var upp þann 6. apríl 2018. Jafnframt er það mat úrskurðarnefndarinnar að ekki sé tilefni til að afturkalla úrskurðinn að frumkvæði nefndarinnar, sbr. 25. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Beiðni A um endurupptöku máls sem lauk með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 734/2018 í máli nr. ÚNU 17080002 frá 6. apríl 2018 er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
739/2018. Úrskurður frá 6. júní 2018 | Samtök umgengnisforeldra kærðu meðferð Þjóðskrár Íslands á beiðni þeirra um aðgang að nöfnum og kennitölum umgengnisforeldra á Íslandi. Af hálfu Þjóðskrár kom m.a. fram að stofnunin hefði ekki tekið upplýsingarnar saman og ef til þess kæmi þyrfti að framkvæma vinnslur þar sem keyrðar væru saman fleiri en ein skrá og margar samkeyrslur þar innan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði til grundvallar að Þjóðskrá hefði ekki í vörslum sínum skrá yfir umbeðnar upplýsingar, þó ljóst væri að stofnuninni væri með ýmsum aðgerðum kleift að sækja yfirlit úr skrám sínum um umgengnisforeldra. Fallist var á með Þjóðskrá að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og kæru kæranda vísað frá. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 6. júní 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 739/2018 í máli ÚNU 17090009. <br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags. 27. september 2017, framsendi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kæru A, f.h. samtaka umgengnisforeldra, á ákvörðun Þjóðskrár Íslands frá 12. september 2017 um að synja beiðni um aðgang að nöfnum og kennitölum umgengnisforeldra á Íslandi.<br /> <br /> Í kæru, dags. 13. september 2017, kemur fram að frá því að samtök umgengnisforeldra (áður samtök meðlagsgreiðenda) voru stofnuð hafi það verið baráttumál þeirra að fá umgengnisforeldra skráða í Þjóðskrá Íslands með þeim hætti að þeir verði rannsóknarhæfur þjóðfélagshópur. Í kjölfar fundar kæranda með Þjóðskrá og frekari samskipta, sem eru ítarlega rakin í kærunni, fór kærandi þess á leit með tölvupósti, dags. 30. ágúst 2017, að fá aðgang að upplýsingum um umgengisforeldra, þ.e. kennitölur þeirra. Í svari starfsmanns Þjóðskrár, dags. 1. september 2017, kemur m.a. fram að stjórnsýslusviði stofnunarinnar hafi verið falið að taka afstöðu til beiðninnar.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun, sem var tilkynnt kæranda með tölvupósti, dags. 12. september 2017, kemur fram að venslaskrá innihaldi upplýsingar um einstaklinga sem skráðir eru í þjóðskrá og foreldra þeirra samkvæmt gögnum sem Þjóðskrá berist á grundvelli laga. Í tilviki barna séu jafnframt skráð vensl við forsjármenn og í tilviki sameiginlegrar forsjár séu skráð vensl við lögheimilisforeldri auk þess sem börn séu vensluð við fósturforeldra. Þjóðskrá berist hins vegar ekki upplýsingar um umgengnisrétt foreldra. Í tilkynningu nr. S7873 til Persónuverndar um vinnslu persónuupplýsinga hafi sérstaklega verið tilgreint að upplýsingum úr skránni yrði ekki miðlað nema fyrir liggi útgefnar reglur eða reglugerð um miðlun þeirra. Þá segir að úrtakið sem óskað sé eftir innihaldi sömu upplýsingar og komi fram á fæðingarvottorðum. Beiðninni sé hafnað þar sem Þjóðskrá telji sig ekki hafa heimild til að afhenda eins víðtækar og viðkvæmar upplýsingar og óskað sé eftir. Loks kemur fram leiðbeining um kæruheimild til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins innan þriggja mánaða, sbr. 1. mgr. 26. og 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Í kæru til ráðuneytisins er vikið að hugtakinu umgengnisforeldri og því haldið fram að Þjóðskrá leggi rangan skilning í hugtakið. Þá hafi stofnunin virt að vettugi rannsóknarskyldu sína, leiðbeiningarskyldu og samræmingarreglu jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar, þar sem upplýsingar um einstæða foreldra séu aðgengilegar stofnunum, einkaaðilum, fræðimönnum og hagsmunaaðilum. Einnig gæti misræmis í ákvörðuninni í ljósi þess að kærandi hafi áður keypt nöfn og kennitölur einstæðra karlmanna á tilteknum aldri á tilteknu búsetusvæði. Farið er fram á að ráðherra ógildi ákvörðunina og vísi henni til nýrrar meðferðar eða breyti henni efnislega þannig að Þjóðskrá verði gert skylt að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar.<br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið tilkynnti kæranda um framsendingu kærunnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 27. september 2017. Þar segir m.a. að ráðuneytið líti svo á að erindi kæranda til Þjóðskrár feli í sér beiðni um afhendingu gagna. Um efnið fari eftir upplýsingalögum og í því ljósi telji ráðuneytið rétt að framsenda erindi kæranda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 3. október 2017, var Þjóðskrá Íslands tilkynnt að úrskurðarnefndin hefði tekið kæruna til meðferðar. Veittur var frestur til að koma á framfæri umsögn um hana og jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár, dags. 2. nóvember 2017, segir að eitt af meginhlutverkum Þjóðskrár Íslands sé að annast almannaskráningu, útgáfu vottorða og skilríkja, sbr. 1. gr. laga nr. 54/1962 um þjóðskrá og almannaskráningu. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laganna veiti Þjóðskrá upplýsingar um aðsetur manna og önnur atriði samkvæmt skrám sínum og gögnum eftir reglum sem ráðherra setur. Þjóðskráin sjálf, þ.e. almannaskráning, byggi á upplýsingum sem stofnuninni berist úr ýmsum áttum, bæði frá einstaklingum og opinberum aðilum. Á 143. löggjafarþingi 2013-2014 hafi Alþingi samþykkt þingsályktun um skráningu upplýsinga um umgengnisforeldra. Hugtakið sé hins vegar hvorki skilgreint í þingsályktuninni né í lögum. Það sé ekki hlutverk Þjóðskrár Íslands að móttaka eða skrá umgengnissamninga sem foreldrar barns hafa gert. Þjóðskrá hafi ekki undir höndum upplýsingar um hvort foreldrar hafi gert með sér samning um umgengni. <br /> <br /> Í umsögninni er rakið að Þjóðskrá hafi byrjað að skrá tengsl barna og foreldra í lok árs 2015 og birting upplýsinga úr skránni hafi hafist í apríl 2016 á Mínum síðum á Ísland.is. Í júní sama ár hafi Þjóðskrá sent tilkynningu um vinnslu persónuupplýsinga til Persónuverndar þar sem tilkynnt hafi verið um skráningu vensla, venslaskrá, sem innihaldi upplýsingar um einstaklinga sem skráðir eru í þjóðskrá og hverjir séu foreldrar þeirra samkvæmt lögum. Í tilkynningunni komi fram að upplýsingunum verði ekki miðlað áfram nema fyrir liggi útgefnar reglur eða reglugerð um miðlunina. Þá er vikið að hugtakinu „persónuupplýsingar“ í skilningi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 77/2000 og færð rök fyrir því að miðlun upplýsinga um vensl foreldra og barna falli undir gildissvið laganna. <br /> <br /> Þjóðskrá víkur næst að ákvæðum upplýsingalaga og bendir á að stjórnvöldum sé hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli laganna. Stofnunin haldi ekki sérstaka skrá yfir umgengnisforeldra. Þrátt fyrir að Þjóðskrá skrái ýmsar upplýsingar um vensl á milli foreldra og barna þeirra verði þeim upplýsingum ekki miðlað til þriðja aðila að óbreyttu. Til þess að svo geti orðið þurfi að koma til lagaheimildir og reglur um miðlun upplýsinganna. Þá hljóti upplýsingar um tengsl á milli barna og foreldra, þ.e. hvaða börn tiltekinn einstaklingur eigi, hljóti að teljast einkahagsmunir þess sem á í hlut. <br /> <br /> Í umsögn Þjóðskrár segir því næst að ef til þess kæmi að stofnunin tæki saman upplýsingar um umgengnisforeldra samkvæmt beiðni kæranda þyrfti að framkvæma flóknar vinnslur þar sem keyra þyrfti saman fleiri en eina skrá og margar samkeyrslur þar innan. Í fyrsta lagi þyrfti að keyra út sérstaka töflu yfir þá einstaklinga sem eiga börn. Í öðru lagi þyrfti að samkeyra þann lista við lögheimilishúsakóða foreldris og því næst við lögheimilishúsakóða hvers barns fyrir sig. Í þessari keyrslu gætu einnig verið ýmsar breytur sem gætu haft áhrif á niðurstöðuna, svo sem þegar börn séu í fóstri, hafi lögheimili hjá öðrum vandamönnum, o.s.frv. <br /> <br /> Umsögn Þjóðskrár Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. nóvember 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust með tölvupósti sama dag. Þar kemur fram að kærandi vilji árétta að hugtakið umgengnisforeldri sé lagalegt hugtak sem sé skýrlega útskýrt í barnalögum. Það sé ekki hlutverk beiðanda um upplýsingar að útskýra fyrir stjórnvaldi hvað felist í lagalegum hugtökum. Þá tekur kærandi fram að umgengnissamningar séu ekki skilyrði fyrir réttarstöðu umgengnisforeldra. Aðeins brot umgengnisforeldra hafi slíka samninga. Þá kveðst kærandi hafa keypt úrtak nafna og kennitalna einstæðra karlmanna, auk þess sem félagasamtökum sé heimilt að sækja upplýsingar um lögheimilisforeldra, ekki síst einstæða. Jafnræðisregla stjórnsýslulaga kveði á um að meðhöndla eigi sambærileg mál með sambærilegum hætti. Það sé því brot á jafnræðisreglu að heimila aðgang einkaaðila að upplýsingum um lögheimilisforeldra en hafna beiðnum um aðgang að upplýsingum um umgengnisforeldra. Þetta brjóti jafnframt gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. <br /> <br /> Kærandi tekur fram að beiðnin hafi einungis náð til þeirra upplýsinga sem séu til reiðu hjá Þjóðskrá. Stofnunin hafi lofað kæranda að upplýsingarnar verði allar aðgengilegar innan skamms og að vinnunni sé að mestu lokið. Loks kveður kærandi upplýsingar um kennitölur og nöfn umgengnisforeldra vera forsendur þess að hægt verði að gera tölfræðikannanir á þjóðfélagshópnum, sem búi við sérstök kjör og sérstaka réttarstöðu, sem sífellt meiri samstaða sé um að sé ranglát. Mikilvægt sé t.d. að gera kannanir á fjölda umgengnisforeldra sem hafa sætt umgengnistálmunum til að vita umfang vandans. Þá hafi löggjafinn samþykkt íþyngjandi lög um umgengnisforeldra hvað varðar meðlagsgreiðslur, stöðu gagnvart velferðarkerfinu og rétt til umgengni, án þess að hafa haldgóðar rannsóknir til að byggja samningu laganna á.<br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <br /> <h3>Niðurstaða</h3> Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands um nöfn og kennitölur umgengnisforeldra. Kærandi er félagasamtök sem hafa það að markmiði að standa vörð um réttindi umgengnisforeldra og barna þeirra. Af hálfu Þjóðskrár hefur meðal annars komið fram að stofnunin haldi ekki sérstaka skrá yfir umgengnisforeldra og að hugtakið sé ekki skilgreint með fastákveðnum hætti í lögum. Ef taka ætti saman upplýsingar um umgengnisforeldra eins og kærandi hefur skilgreint hugtakið í beiðni sinni þurfi að framkvæma samkeyrslu nokkurra skráa.<br /> <br /> Þessar röksemdir Þjóðskrá lúta að því að umbeðnar upplýsingar séu ekki „fyrirliggjandi“ í skilningi 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Af þessari afmörkun á upplýsingarétti almennings leiðir að almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda. Í athugasemdum við fyrrnefnda ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. <br /> <br /> Af gögnum málsins telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ljóst að Þjóðskrá Íslands hafi ekki í vörslum sínum skrá yfir umgengnisforeldra, eins og kærandi hefur sjálfur afmarkað hugtakið í samskiptum sínum við stofnunina. Fullyrðingar kæranda um hið gagnstæða eiga ekki stoð í öðrum gögnum málsins en kæru og athugasemdum hans við umsögn Þjóðskrár. Í samskiptum kæranda og starfsmanna Þjóðskrár kemur hins vegar að mati úrskurðarnefndarinnar skýrt fram að litið hafi verið svo á að um einhvers konar sérvinnslu á gögnum úr þjóðskrá yrði að ræða, sbr. til hliðsjónar V. kafla gjaldskrár Þjóðskrár Íslands nr. 120/2016.<br /> <br /> Hins vegar er að mati úrskurðarnefndarinnar ljóst að Þjóðskrá Íslands sé með ýmsum aðgerðum kleift að sækja yfirlit úr skrám sínum um þá sem eru í þeirri stöðu sem beiðni kæranda tekur til. Aðgerðirnar þyrfti jafnframt að yfirfara með hliðsjón af því hvort raunverulega sé um umgengnisforeldra að ræða í hverju tilviki, en ekki dugir í þessu skyni að vinna yfirlit um einstaklinga sem eiga börn sem ekki eiga lögheimili hjá þeim, þar sem hugsanlegt er að um fóstur sé að ræða eða aðrar sambærilegar aðstæður. Í ljósi framangreinds verður að fallast á það með Þjóðskrá Íslands að til að bregðast við beiðni kæranda þyrfti stofnunin að ráðast í umtalsverða vinnu sem er að umfangi verulega umfram þá aðgerð að veita honum aðgang að fyrirliggjandi gögnum í skilningi upplýsingalaga. Í þessu samhengi geta tilvísanir kæranda til þess að hann og aðrir hafi nálgast upplýsingar um aðra samfélagshópa úr vörslum Þjóðskrár engu breytt, enda er í þeim tilvikum annað hvort um að ræða upplýsingar sem eru sannarlega fyrirliggjandi eða fengnar með sérvinnslum úr Þjóðskrá. Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál að úrskurða um það hvort Þjóðskrá sé heimilt eða skylt að vinna slíkar sérvinnslur á grundvelli laga um þjóðskrá og almannaskráningu nr. 54/1962.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá Þjóðskrá Íslands í skilningi upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Því liggur ekki fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr 20. gr. upplýsingalaga og verður því ekki hjá því komist að vísa kæru frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Að fenginni þessari niðurstöðu er að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál óþarft að taka afstöðu til annarra málsástæðna aðila, þar á meðal hvort umbeðnar upplýsingar falli að hluta eða öllu leyti undir takmörkun 9. gr. upplýsingalaga á upplýsingarétti almennings. Í tilefni af þeim röksemdum Þjóðskrár að upplýsingarnar falli undir gildissvið laga um persónuvernd og miðlun persónuupplýsinga nr. 77/2000, og að upplýsingunum verði því ekki miðlað til þriðja aðila nema til komi lagaheimildir eða aðrar reglur um miðlunina, tekur úrskurðarnefndin þó fram að lögin takmarka ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 44. gr. laga nr. 77/2000. Upplýsingalög fela því í sér lagaheimild til miðlun persónuupplýsinga að nánari skilyrðum uppfylltum. Í ljósi niðurstöðu málsins að öðru leyti telur nefndin hins vegar ekki tilefni til að ógilda hina kærðu ákvörðun af þessari ástæðu.<br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Kæru A, f.h. samtaka umgengnisforeldra, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> |
738/2018. Úrskurður frá 6. júní 2018 | Kærð var ákvörðun Landspítala um að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um lækna sem framkvæmdu ákveðnar aðgerðir á sjúkrahúsinu. Landspítali vísaði til þess að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga, þrátt fyrir að þær væru til staðar í ýmsum skjölum og gögnum í vörslum spítalans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á þetta og vísaði beiðni kæranda til nýrrar meðferðar hjá Landspítala. | <h2>Úrskurður</h2> Hinn 6. júní 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 738/2018 í máli ÚNU 17070004.<br /> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með erindi, dags. 19. júlí 2017, kærði A synjun Landspítala á beiðni um aðgang að upplýsingum um lækna sem framkvæmt hefðu ákveðnar aðgerðir á sjúkrahúsinu. Í kæru kemur fram að kærandi hafi óskað eftir því með bréfi, dags. 24. maí 2017, að Landspítalinn veitti upplýsingar um skurðaðgerðir vegna offitu á árunum 2006-2016. Meðal annars hafi verið beðið um upplýsingar um lækna sem framkvæmdu aðgerðirnar og hvort þeir væru fast- eða lausráðnir. Kærandi kærði töf á afgreiðslu beiðnanna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem hann taldi óhóflega, en í kjölfarið fékk hann aðgang að hluta umbeðinna gagna. Þó hafi hann ekki fengið afhentar upplýsingar um læknana með vísan til 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þann 14. júlí 2017 ítrekaði kærandi beiðni um upplýsingar um nöfn læknanna og hvort þeir hefðu verið fastráðnir. Í beiðninni kemur fram að það sé Landspítala gagnlaust að bera fyrir sig 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem kærandi beiðist ekki aðgangs að upplýsingum sem taldar eru upp í ákvæðinu. Upplýsingar um nöfn lækna sem hafa framkvæmt aðgerðir geti ekki fallið undir starfssamband. Því til stuðnings vísar kærandi til athugasemda um 7. gr. upplýsingalaga í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga. Kærandi fer því fram á að Landspítali veiti honum aðgang að upplýsingum um nöfn og starfssvið lækna sem komu að magahjáveitu- og magaermisaðgerðum á árunum 2006-2016 og föst launakjör þeirra, sundurliðuð fyrir sama tímabil, með vísan til 2. og 3. tl. 2. mgr. 7. gr., sbr. 5. mgr. sömu greinar. Í kæru kemur fram að beiðninni hafi verið synjað þann 18. júlí 2017 en ódagsettur tölvupóstur með ákvörðun Landspítala fylgir kæru. <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Með bréfi, dags. 21. júlí 2017, var kæran kynnt Landspítala og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn spítalans, dags. 14. ágúst 2017, kemur fram að þann 24. maí 2017 hafi kærandi óskað eftir upplýsingum í fjórum liðum um tilteknar aðgerðir á tilteknu tímabili. Í svari Landspítala, dags. 14. júlí 2017, hafi kæranda verið bent á að þó svo að þessar upplýsingar væru til staðar í skrám og skjölum spítalans, þá væri ekki um að ræða fyrirliggjandi gögn í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012 og að til þess að svara erindinu væri nauðsynlegt að útbúa ný skjöl, umfram þá skyldu sem leiddi af 3. mgr. 5. gr. laganna. Því hvíldi ekki skylda á Landspítala að veita upplýsingarnar. Til þess að sýna góðan vilja hafi erindinu engu að síður verið svarað að hluta en veittar hafi verið upplýsingar um þrjá af fjórum liðum fyrirspurnar kæranda. Því hafi hins vegar verið hafnað að veita upplýsingar um lækna sem framkvæmdu aðgerðirnar og hvernig starfssambandi þeirra hafi verið háttað á tímabilinu. Landspítali hafi litið svo á að fyrirspurn kæranda varðaði starfssamband viðkomandi lækna við spítalann og skiptingu verkefna á milli starfsmanna. Því séu upplýsingarnar undanþegnar upplýsingaskyldu.<br /> <br /> Í umsögninni er tekið fram að í erindi kæranda, dags. 14. júlí 2017, hafi kærandi óskað eftir upplýsingum um nöfn læknanna og föst launakjör þeirra. Landspítali hafi litið svo á að um sömu fyrirspurn væri að ræða og áður hafi verið hafnað með tilliti til 1. mgr. 7. gr. laga nr. 140/2012 og að sú viðbót að óska jafnframt eftir upplýsingum um föst launakjör viðkomandi lækna gæti engu breytt um fyrri afstöðu spítalans. Varðandi upphaflega beiðni kæranda ítrekar Landspítali að kærandi hafi ekki átt rétt á upplýsingunum sem hann óskaði eftir en þær hafi ekki verið fyrirliggjandi. Þó svo að upplýsingarnar hafi verið til staðar í ýmsum skjölum og gögnum hafi þær ekki legið fyrir á því formi sem kærandi óskaði eftir. Til þess að svara fyrirspurninni hefði því verið nauðsynlegt að útbúa nýtt skjal þar sem upplýsingarnar væru dregnar saman. Vísað er til úrskurðar nefndarinnar nr. 459/2012 þar sem ríkisstofnun hafi verið talið óskylt að vinna upplýsingar úr bókhaldi sínu til að svara fyrirspurn. Þrátt fyrir þessa stöðu hafi Landspítali ákveðið að taka saman hluta af upplýsingunum sem farið var fram á. Spítalinn hafi hins vegar verið í fullum rétti til að taka ekki saman upplýsingar um nöfn lækna sem komu að aðgerðunum og að fjalla ekki á annan hátt um starfssamband þeirra við spítalann. Til frekari áréttingar á því hvers vegna þær upplýsingar voru ekki veittar hafi kæranda verið bent á að samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til upplýsinga um starfsmenn opinberra aðila ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.<br /> <br /> Umsögn Landspítala var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. ágúst 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 21. ágúst 2017, kemur m.a. fram að ljóst sé að upplýsingarnar hafi verið fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. Þá ítrekar kærandi sjónarmið sín um að hann eigi rétt til gagnanna á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 19. febrúar 2018, fór úrskurðarnefnd um upplýsingamál þess á leit við Landspítala að nefndinni yrðu afhent afrit umbeðinna gagna. Í bréfi spítalans til úrskurðarnefndarinnar, dags. 28. febrúar 2018, kemur m.a. fram að til að svara erindi kæranda væri nauðsynlegt að taka upplýsingarnar sérstaklega saman og að ekki væru forsendur til að vinna þær upplýsingar í tengslum við kæruna. Væri því ekki unnt að verða við erindi úrskurðarnefndarinnar. <br /> <br /> Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur um málsatvik, málsástæður og lagarök í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <br /> <h3>Niðurstaða</h3> Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að upplýsingum um nöfn og starfssvið lækna sem komu að magahjáveitu- og magaermisaðgerðum á Landspítala á árunum 2006-2016 og föst launakjör þeirra, sundurliðuð fyrir sama tímabil. Í umsögn spítalans, dags. 14. ágúst 2017, kemur fram að upplýsingarnar sem kærandi óskar eftir séu ekki fyrirliggjandi og til þess að svara erindinu þurfi að taka saman upplýsingar sem sé að finna í ýmsum skjölum. Þessi afstaða er ítrekuð í svarbréfi spítalans til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 28. febrúar 2017. <br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að skylt sé ef þess er óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þá er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna en það á við þegar gögn eru afhent að hluta ef takmarkanir eiga við um aðra hluta þeirra. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Eins og hér háttar til hefur komið fram af hálfu Landspítala að upplýsingarnar sem kærandi beiddist aðgangs að séu til staðar í ýmsum skjölum og gögnum í vörslum spítalans. Hins vegar séu þær ekki til staðar „á því formi“ sem kærandi óskar eftir. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki ljóst hvað átt er við með þessari fullyrðingu, en í beiðni kæranda var ekki vísað til þess að hann óskaði aðgangs að upplýsingunum á neinu sérstöku formi. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að þegar stjórnvöldum berst beiðni um aðgang að upplýsingum ber þeim að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. laganna, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að gögnunum með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. Þessum fyrirmælum hefur Landspítali ekki fylgt við afgreiðslu á beiðni kæranda, heldur gefið sér þær forsendur að kærandi óski þess að unnið verði með gögnin sem innihalda umbeðnar upplýsingar með einhverjum hætti áður en aðgangur að þeim yrði veittur. Þess í stað bar spítalanum að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að öllum gögnum sem innihalda þær upplýsingar sem beiðni hans nær til og eftir atvikum til aðgangs að hluta gagnanna. Í þessu felst að kanna þau skjöl og gögn sem spítalinn kveður innihalda upplýsingar um nöfn og starfssvið lækna sem komu að magahjáveitu- og magaermisaðgerðum á Landspítala á árunum 2006-2016 og föst launakjör þeirra, sundurliðuð fyrir sama tímabil, og taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Í þessu sambandi skal þess getið að úrskurður úrskurðarnefndarinnar nr. A-459/2012, sem Landspítali vísaði til í umsögn sinni um kæruna, hefur ekki fordæmisgildi hvað þetta varðar þar sem hann féll í tíð eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. Samkvæmt þeim lögum náði upplýsingaréttur almennings einungis til fyrirliggjandi gagna sem vörðuðu „tiltekið mál“. Þannig var ekki hægt að biðja um aðgang að öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili og réði það úrslitum í málinu. Samkvæmt gildandi upplýsingalögum gildir engin slík takmörkun og er nú nægjanlegt að upplýsingarnar liggi fyrir í gögnum í vörslum aðila sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga til að þær teljist fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. laganna.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist málsmeðferð Landspítala við töku hinnar kærðu ákvörðunar ekki ákvæðum 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Landspítala að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. <br /> <br /> Í tilefni af þeim röksemdum Landspítala sem lúta að því að upplýsingaréttur almennings nái ekki til upplýsinga um málefni starfsmanna í skilningi 7. gr. upplýsingalaga er athygli spítalans vakin á því að orðalagið „starfssambandið að öðru leyti“ í 1. mgr. ákvæðisins er skýrt nánar í athugasemdum við ákvæðið. Þannig er ekki um það að ræða að allar upplýsingar sem lúta að starfsmönnum séu sjálfkrafa undanskildar upplýsingarétti almennings, heldur kemur fram í athugasemdunum að með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti sé átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að fullyrða um það hvort umbeðin gögn uppfylla þennan áskilnað þar sem Landspítali hefur ekki orðið við beiðni nefndarinnar um afrit af umbeðnum gögnum, andstætt fyrirmælum 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Í ljósi niðurstöðu málsins að öðru leyti þótti hins vegar ekki ástæða til að ítreka beiðnina frekar en gert var.<br /> <br /> Meðferð máls þessa hefur tafist vegna anna í störfum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin biðst velvirðingar á þeirri töf og beinir því til Landspítala að nýrri meðferð málsins, þar sem tekið verði tillit til framangreindra sjónarmiða, verði hraðað eins og kostur er.<br /> <br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Ákvörðun Landspítala um að synja A um aðgang að upplýsingum um nöfn og starfssvið lækna sem komu að magahjáveitu- og magaermisaðgerðum á Landspítala á árunum 2006-2016 og föst launakjör þeirra, sundurliðuð fyrir sama tímabil, er felld úr gildi og lagt fyrir Landspítala að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson |
737/2018. Úrskurður frá 6. apríl 2018 | Ríkisútvarpið kærði ákvörðun Samgöngustofu um synjun beiðni um aðgang að upplýsingum um hergagnaflutninga á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að umbeðnar upplýsingar væru undirorpnar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt lögum um Samgöngustofu og staðfesti hina kærðu ákvörðun. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 6. apríl 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 737/2018 í máli ÚNU 17110001.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 1. nóvember 2017, kærði fréttastofa Ríkisútvarpsins ohf. ákvörðun Samgöngustofu um að synja beiðni félagsins um aðgang að upplýsingum um hergagnaflutninga á tímabilinu frá árinu 2011. Í beiðni kæranda, dags. 22. september 2017, var óskað eftir yfirlitum yfir flugferðir þar sem sótt var um heimild fyrir slíka flutninga, upplýsingum um flugfélögin sem um ræðir og upphafs- og áfangastað flugferðanna og dagsetningar þeirra. Eftir nokkur samskipti kæranda og Samgöngustofu var tekin ákvörðun, dags. 16. október 2017, um synjun beiðninnar.</p><p>Í hinni kærðu ákvörðun segir að Samgöngustofa hafi veitt þær upplýsingar að frá miðju ári 2013 hafi Air Atlanta verið veittar heimildir til flutnings hergagna í nokkur skipti. Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem á í hlut. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þá er vísað til 8. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála nr. 119/2012, en í 2. mgr. ákvæðisins segir að með gögn og aðrar upplýsingar sem Samgöngustofa aflar við eftirlit með flugstarfsemi eða af öðrum ástæðum skuli fara sem trúnaðarmál. Sama gildi um gögn sem rekstrarleyfishafar afhenda stofnuninni og varða rekstrarleyfi þeirra. Þá segir í 19. gr. laganna að starfsmenn Samgöngustofu séu bundnir þagnarskyldu.</p><p>Samgöngustofa óskaði afstöðu Air Atlanta til veitingar upplýsinga um upphafs- og áfangastað hverrar ferðar. Félagið lagðist gegn því að þær yrðu veittar þar sem um væri að ræða mikilvæga viðskiptahagsmuni félagsins. Upplýsingarnar geti verið hernaðarlega mikilvægar fyrir viðskiptavini félagsins, eiganda farms eða móttakanda hans. Afhending upplýsinga vegna lagaskyldu megi ekki verða til þess að þær rati til almennings.</p><p>Í kæru kemur fram að kærandi sé fjölmiðill og starfi á grundvelli laga nr. 38/2011 um fjölmiðla og sérlaga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Við úrlausn málsins þurfi að gæta að markmiðum upplýsingalaga og hlutverki fjölmiðla í því samhengi.</p><p>Af hálfu kæranda kemur fram að ákvæði 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 sé almennt þagnarskylduákvæði og takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Um þetta er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 626/2016. Því verði að meta hvort umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Ekki verði séð að umbeðnar upplýsingar uppfylli áskilnað ákvæðisins, enda hafi kærandi eingöngu óskað upplýsinga um hvaða flugfélög væri að ræða, hvaða flugferðir, dagsetningar þeirra og upphafs- og áfangastaði.</p><p>Um 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 segir kærandi að einnig sé um að ræða almennt ákvæði um þagnarskyldu þar sem ákvæðið tilgreini ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem gæta beri trúnaðar um. Ef komist verði að þeirri niðurstöðu að um sérstakt þagnarskylduákvæði sé að ræða verði það ekki skýrt öðruvísi en í fyrirliggjandi samhengi, en í lögskýringargögnum komi fram að ákvæðið sé sambærilegt eldra ákvæði 2. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006 um Flugmálastjórn Íslands. Ekki verði séð að ákvæðið hafi aðra og sérstaka merkingu umfram þá reglu sem nú gefi að líta í 19. gr. laga nr. 119/2012. Önnur niðurstaða gæti falið í sér að 19. gr. laga nr. 119/2012 væri orðin tóm, þar sem allar upplýsingar væru undanþegnar aðgangi á grundvelli 2. mgr. 8. gr., sbr. orðalagið: „sem Samgöngustofa aflar við eftirlit með flugstarfsemi eða af öðrum ástæðum“.</p><p>Til vara er þess krafist að kæranda verði veittur aðgangur að hluta umbeðinna gagna þannig að afmáður verði sá hluti sem heimilt telst að takmarka aðgang að, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 7. nóvember 2017, var Samgöngustofu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p><p>Í umsögn Samgöngustofu, dags. 1. desember 2017, er aðallega vísað til rökstuðnings sem fylgdi hinni kærðu ákvörðun. Bent er á að kæranda hafi ekki verið synjað um aðgang að upplýsingum um það hvaða flugrekendur hefðu sótt um og fengið heimildir til hergagnaflutninga á því tímabili sem beiðni kæranda tekur til. Ákvörðunin hafi því varðað yfirlit um flugferðir, upphafs- og áfangastað þeirra auk dagsetninga.</p><p>Í umsögninni eru að öðru leyti endurtekin þau sjónarmið sem fram koma í hinni kærðu ákvörðun en til viðbótar kemur fram það mat Samgöngustofu að 2. mgr. 8. gr. laga nr. 119/2012 feli í sér sérstakt þagnarskylduákvæði er lúti að verkefnum stofnunarinnar tengdum loftferðum.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda, sem er fjölmiðill, að upplýsingum í vörslum Samgöngustofu um hergagnaflutninga frá árinu 2011, nánar tiltekið um:</p><p><ol><li>Yfirlit um flugferðir þar sem heimild var veitt til hergagnaflutninga<br></li><li>Flugfélögin sem um ræðir<br></li><li>Upphafs- og áfangastaður flugferða<br></li><li>Dagsetningar flugferða<br></li></ol></p><p>Samgöngustofa hefur afmarkað beiðnina við bréf frá flugfélögum á tímabilinu þar sem óskað er heimildar fyrir hergagnaflutningum. Þar er ekki að finna upplýsingar um það hvort eða hvenær hver beiðni var samþykkt af hálfu Samgöngustofu. </p><p>Af hálfu Samgöngustofu hefur komið fram að kærandi hafi þegar fengið upplýsingar um það hvaða flugfélag um ræðir, þ.e. Air Atlanta. Af þessu tilefni er athygli stofnunarinnar vakin á því að fleiri flugfélög koma fyrir í þeim gögnum sem úrskurðarnefndin fékk afhent á grundvelli 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.</p><p>Ákvörðun Samgöngustofu um synjun beiðni kæranda byggist á því að stofnuninni sé óheimilt að veita aðgang að umbeðnum gögnum annars vegar á grundvelli 2. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 en hins vegar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í fyrrnefnda ákvæðinu segir orðrétt:</p><blockquote><p>Með gögn og aðrar upplýsingar, sem Samgöngustofa aflar við eftirlit með flugstarfsemi eða af öðrum ástæðum, skal fara sem trúnaðarmál. Það sama gildir um gögn sem rekstrarleyfishafar afhenda stofnuninni og varða rekstrarleyfi þeirra.</p></blockquote><p>Í 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 segir:</p><blockquote><p>Starfsmenn Samgöngustofu eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki, að viðlagðri ábyrgð, skýra óviðkomandi frá því sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hafa eftirlit með. Sama gildir um sjálfstæða sérfræðinga þegar þeir starfa á vegum Samgöngustofu]. Þagnarskylda helst þótt látið sé af störfum eða verksamningi ljúki.</p></blockquote><p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 626/2016 var komist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið feli í sér sérstakt þagnarskylduákvæði að því er varðar viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila. Að því leyti sem ákvæðið tilgreinir ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem beri að gæta trúnaðar um felur það hins vegar í sér almenna reglu um þagnarskyldu sem takmarkar ekki rétt til aðgangs samkvæmt upplýsingalögum eins og fram kemur í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Í þeim tilvikum verður þó að hafa hliðsjón af 2. málsl. 9. gr. laganna þar sem m.a. er kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sambærileg sjónarmið gilda um beitingu 2. mgr. 8. gr. laganna, sem felur að mati úrskurðarnefndarinnar í sér sérstakt þagnarskylduákvæði um gögn sem Samgöngustofa aflar við eftirlit með flugstarfsemi, sbr. 1. mgr. ákvæðisins.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að, sem eru eins og áður segir bréf frá flugrekendum þar sem óskað er heimildar Samgöngustofu fyrir hergagnaflutningum. Í hverri beiðni er að finna upplýsingar um gerð loftfars, flugdag, brottfarar- og áfangastað, brottfarar- og lendingartíma og einkennisstafi viðkomandi flugvalla. Þá er jafnan að finna upplýsingar um fyrirhugaðan farm og bæði sendanda hans og viðtakanda. Að mati úrskurðarnefndarinnar leikur enginn vafi á því að um er að ræða upplýsingar sem falla undir þagnarskylduákvæði 2. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 19. gr. laga nr. 119/2012 og lúta bæði að rekstri og viðskiptum viðkomandi flugrekenda og eftirliti Samgöngustofu með starfsemi þeirra.</p><p>Þótt fallist sé á það með kæranda að hann gegni sem fjölmiðill mikilvægu hlutverki til að veita stjórnvöldum aðhald, og þurfi þar af leiðandi að eiga ríka möguleika til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 1. gr. upplýsingalaga, er ekki unnt að líta framhjá því að umbeðnar upplýsingar eru undirorpnar sérstökum þagnarskylduákvæðum sem takmarka upplýsingarétt almennings umfram fyrirmæli upplýsingalaga, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun um synjun beiðni kæranda um aðgang að þeim.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Staðfest er ákvörðun Samgöngustofu, dags. 16. október 2017, um synjun beiðni fréttastofu Ríkisútvarpsins ohf. um aðgang að gögnum um hergagnaflutninga frá árinu 2011.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
733/2018. Úrskurður frá 6. apríl 2018 | Ríkisútvarpið ohf. kærði ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að synja beiðni um aðgang að gögnum í máli sem varðaði aðbúnað og meðferð dýra á tilteknu býli. Úrskurðarnefndin tók fram að með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga þyrfti að vega hagsmuni þeirra einstaklinga sem gögnin varða gegn hagsmunum almennings af því að þau yrðu birt opinberlega. Komist var að þeirri niðurstöðu að fyrrnefndu hagsmunirnir vægju þyngra á metunum og ákvörðun ráðuneytisins um synjun beiðninnar staðfest. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 6. apríl 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 733/2018 í máli ÚNU 17080001.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 10. ágúst 2017, kærði Ríkisútvarpið ohf. synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum í máli ráðuneytisins nr. ANR15090145. Með beiðni kæranda, dags. 8. maí 2017, var óskað eftir gögnum sem voru grundvöllur að tilteknum úrskurði viðskiptaráðuneytisins í máli einstaklinga sem nafngreindir voru í beiðninni. Í ákvörðun ráðuneytisins um synjun beiðninnar, dags. 11. júlí 2017, er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 691/2017 en í rökstuðningi úrskurðarnefndarinnar segði m.a. að ljóst væri að beiðandi hefði vitneskju um hverjir aðilar málsins væru og umbeðin gögn tilheyrðu. Ráðuneytið teldi hagsmuni aðila málsins af því að upplýsingar um viðkvæm persónuleg málefni færu leynt vega þyngra en almennir hagsmunir sem felist í aðgangi fjölmiðla að gögnum um aðbúnað dýra. Því væri staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um synjun á aðgangi að gögnunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga.</p><p>Í kæru kemur m.a. fram að í hinni kærðu ákvörðun sé ekki að finna efnislega umfjöllun um málið. Einungis sé vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál og komist að þeirri niðurstöðu að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið geti ekki veitt kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. Hvorki fengist séð að farið hafi fram mat á viðkomandi upplýsingum og hvort um sé að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi 9. gr. laga nr. 140/2012, né mat á því hvort hagsmunir aðila viðkomandi máls af því að viðkomandi upplýsingar færu leynt vegi þyngra en aðgangur kæranda, fjölmiðils, að upplýsingum um meðferð og aðbúnað dýra. Þá liggi ekkert fyrir um að viðkvæmar persónuupplýsingar sé að finna í gögnum málsins. Enn fremur hafi ekki átt sér stað samræður á milli kæranda og ráðuneytisins um hugsanlegar leiðir til að afmá viðkvæmar upplýsingar.</p><p>Kærandi telur upplýsingar um aðbúnað og meðferð dýra ekki falla undir þá vernd sem einstaklingar geti átt rétt á samkvæmt 9. gr. laga nr. 140/2012. Kærandi leiti ekki eftir upplýsingum um fjárhagslega eða félagslega stöðu, eða persónu þeirra aðila sem mál ráðuneytisins fjalli um. Kærandi telur hins vegar nauðsynlegt að fá upplýsingar um málsmeðferð í viðkomandi máli og aðgerðir eftirlitsaðila, svo sem héraðsdýralæknis og Matvælastofnunar, sem og kvartanir sem leiddu til málsins. Það sé kæranda hins vegar nauðsynlegt að fá aðgang að öllum málsgögnum, þó svo að viðkvæmar upplýsingar séu afmáðar, svo hægt sé að fara yfir og meta hvort eftirlitsaðilar hafi starfað í samræmi við skyldur sínar og þá hagsmuni sem þeim sé falið að vernda. Kærandi sé fjölmiðill sem gegni veigamiklu samfélagslegu hlutverki gagnvart bæði almenningi, í formi upplýsingamiðlunar, og hinu opinbera í formi eftirlits og aðhalds.</p><p>Kærandi telur að ef fallist yrði á rökstuðning ráðuneytisins fái eftirlitsaðilar verkfæri sem þeir geti beitt til þess að synja um aðgang að upplýsingum ef eitthvað varðandi málsmeðferð eða gögnum málsins kemur viðkomandi stofnun illa. Af þeim sökum verði að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau meti hvert tilvik fyrir sig og reyni eftir fremsta megni að veita upplýsingar er varði almannahag. Ekki fáist séð að ráðuneytið hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að afmá viðkvæmar upplýsingar úr gögnunum.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 15. ágúst 2017, var kæran kynnt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 30. ágúst 2017, kemur fram að þann 23. október 2015, hafi ráðuneytið kveðið upp úrskurð í máli ANR15090145, þar sem ákvörðun Matvælastofnunar um fyrirhugaða vörslusviptingu nautgripa á tilteknu lögbýli var staðfest. Matvælastofnun hafði gert ýmsar athugasemdir við aðbúnað búfjár á bænum og veitt umráðamönnum dýranna fresti til úrbóta en ekki hafi verið bætt úr. Að lokum tilkynnti Matvælastofnun um fyrirhugaða vörslusviptingu gripa á búinu á grundvelli l. mgr. 37. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra, þar sem aðbúnaður þeirra væri óviðunandi með tilliti til laganna. Málið varðaði því grun um refsiverða háttsemi, sbr. 45. gr. laga um velferð dýra. Við birtingu úrskurðarins hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafi átt sér stað þau mistök að nöfn og kennitölur málsaðila og nafn bæjarins voru birt en rétt hefði verið að fjarlægja persónugreinanlegar upplýsingar. Úrskurðurinn hafi verið óbreyttur á úrskurðavef stjórnarráðsins með þessum upplýsingum þegar beiðni kæranda um aðgang að gögnum barst ráðuneytinu.</p><p>Í umsögninni er vísað til þess að í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 691/2017 hafi úrskurðarnefndin staðfest að óheimilt sé að veita upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður um refsiverðan verknað, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Nefndin hafi tekið það sérstaklega fram að fjölmiðlar gegni mikilvægu hlutverki og að vega þurfi hagsmuni þeirra af því að fá aðgang að gögnum á móti hagsmunum aðilanna af því að þær fari leynt. Úrskurðarnefndin hafi talið ljóst að kærandi hefði vitneskju um hverjir teldust aðilar málanna og umbeðin gögn tilheyrðu. Því hafi nefndin talið hagsmuni aðila málsins, af því að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra færu leynt, vega þyngra en hagsmunir fjölmiðla af aðgangi að gögnunum.</p><p>Í umsögninni er tekið fram að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafi farið vel yfir málsgögnin áður en ákvörðun var tekin um að synja beiðni kæranda. Niðurstaðan hafi verið sú að þar sem nöfn og kennitölur aðilanna, ásamt nafni lögbýlisins, voru aðgengileg almenningi í lengri tíma myndi engu breyta þótt persónugreinanlegar upplýsingar væru afmáðar úr gögnum ráðuneytisins. Ekki sé loku fyrir það skotið að kærandi hafi þær undir höndum og því séu gögnin persónurekjanleg. Ráðuneytið hafi því metið það svo að hagsmunir málsaðila af því að upplýsingar um viðkvæm persónuleg málefni þeirra fari leynt vegi þyngra en almennir hagsmunir fjölmiðla af því að fá aðgang að gögnum um aðbúnað dýra og synjað kæranda um aðgang að gögnunum.</p><p>Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. september 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 20. september 2017, gerir kærandi athugasemd við að stjórnvöld ákveði að mælikvarði þess að gögn innihaldi upplýsingar um grun eða ákæru vegna refsiverðrar háttsemi sé að hugsanlega gætu aðgerðir viðkomandi eftirlitsstofnunar leitt til kæru til lögreglu og rannsóknar sem svo geti leitt til ákæru. Að mati kæranda er einungis hægt að tala um grun um refsiverða háttsemi, í skilningi upplýsingalaga og í tengslum við mat á því hvort um viðkvæmar persónuupplýsingar sé að ræða, ef háttsemin varði lögreglurannsókn og ákæru. Að öðrum kosti sé ekki hægt að tala um grun um refsiverða háttsemi sem geti varðað refsiábyrgð. Matvælastofnun fari ekki með lögregluvald og varði brot einungis refsiábyrgð að undangenginni kæru stofnunarinnnar til lögreglu, sbr. 6. mgr. 45. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013. Í því máli sem beiðni kæranda snýr að hafi aldrei komið fram hvort Matvælastofnun hafi kært þá háttsemi sem um ræðir til lögreglu eða ekki. Kærandi telur að verði fallist á að grunur um refsiverða háttsemi sé til staðar ef Matvælastofnun sé með mál til meðferðar muni allar eftirlitsstofnanir geta synjað um aðgang að upplýsingum þar sem nær alltaf geti hugsanlega verið um að ræða upplýsingar um grun um refsiverða háttsemi. Ef það liggi hins vegar fyrir að hegðunin leiði einungis til stjórnvaldsákvörðunar, en ekki kæru til lögreglu, varði háttsemin ekki refsiábyrgð og því geti slíkur grunur ekki verið til staðar.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er fjölmiðill, til aðgangs að gögnum í vörslum Matvælastofnunar um aðbúnað dýra á tilteknu lögbýli. Synjun stofnunarinnar á beiðni kæranda byggir á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en þar segir orðrétt:</p><blockquote><p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p></blockquote><p>Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p><blockquote><p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p></blockquote><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögn í máli ANR15090145. Gögnin eru einkum eftirlitsskýrslur, bréf og önnur samskipti er snúa að eftirliti starfsmanna Matvælastofnunar með dýrahaldi á tilteknu lögbýli á grundvelli laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Í tilvikum þar sem umráðamenn dýra gerast brotlegir við lögin hvílir ábyrgðin hjá þeim persónulega, þar með talin hugsanleg refsiábyrgð, sbr. 45. gr. laganna. Af framangreindu leiðir m.a. að einstakir starfsmenn fyrirtækja og eigendur lögbýla sem eru með dýrahald geti talist brotlegir í störfum sínum. Því er fallist á að um takmarkanir á rétti kæranda til aðgangs að gögnum fari samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að það sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar eru m.a. nefndar til sögunnar upplýsingar um það hvort maður hafi verið grunaður um refsiverðan verknað, sbr. b.-lið 8. tl. 1. mgr. 2. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Brot gegn lögum um velferð dýra nr. 55/2013 geta varðað sektum eða fangelsi allt að einu ári, sbr. 45. gr. laganna.</p><p>Í úrskurði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 23. október 2015, þar sem staðfest var ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu nautgripa, í málinu sem umbeðin gögn tilheyra, er vísað til 29. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013 og reglugerðar nr. 1065/2014 um velferð nautgripa. Samkvæmt g.-lið 1. mgr. 45. gr. þeirra laga varðar refsiábyrgð vanræksla á skyldum til að tryggja dýrum aðbúnað skv. 29. gr. eða stjórnvaldsfyrirmælum settum á grundvelli hennar. Því liggur fyrir að ákvörðun var tekin um vörslusviptingu með vísan til háttsemi sem er refsiverð samkvæmt lögum nr. 55/2013. Samkvæmt framangreindu er ljóst að upplýsingar sem finna má í umbeðnum gögnum varða einkamálefni einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.</p><p>Við mat á því hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingar af þessu tagi fari leynt á grundvelli ákvæðisins hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál haft hliðsjón af því að fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki við að stuðla að upplýstri umræðu í samfélaginu, þar á meðal um málefni er varða dýrahald. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 676/2017 var til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að fjölmiðill ætti rétt til aðgangs að upplýsingum um mál sem Matvælastofnun hafði til meðferðar vegna meintra brota á lögum nr. 55/2013, þó þannig að afmáðar væru upplýsingar sem gæfu til kynna hverjir aðilar málsins fyrir stofnuninni væru. Í málinu sem hér er til meðferðar, líkt og í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 691/2017, er hins vegar ljóst að kærandi hefur vitneskju um hverjir teljast aðilar málsins sem umbeðin gögn tilheyra. Þegar vegnir eru saman hagsmunir aðila málsins af því að upplýsingar um viðkvæm persónuleg málefni þeirra fari leynt á móti þeim almennu hagsmunum sem felast í því að fjölmiðlar fái aðgang að gögnum um aðbúnað dýra, þykja hinir fyrrgreindu vega þyngra eins og hér háttar til. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á synjun beiðni kæranda.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Staðfest er ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 11. júlí 2017, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum í máli nr. ANR15090145. </p><p> </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p><p> </p> |
732/2018. Úrskurður frá 6. apríl 2018 | Deilt var um synjun Orkustofnunar á beiðni Ungra umhverfissinna um aðgang að gögnum sem tengjast olíuleit á Drekasvæðinu. Stofnunin afmarkaði beiðnina við gögn um olíuleit tveggja fyrirtækja en vísaði til þess að upplýsingarnar væru undanþegnar upplýsingarétti almenning samkvæmt 26. gr. a laga nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolefnis. Úrskurðarnefndin túlkaði ákvæðið þannig að Orkustofnun væri heimilt að synja um aðgang að upplýsingum sem leyfishafar rannsóknar- og vinnsluleyfis afla og láta Orkustofnun í té á gildistíma leyfisins. Ákvörðun stofnunarinnar var því staðfest varðandi tiltekið fyrirtæki. Um annað fyrirtæki taldi nefndin að 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tl. 1. mgr. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál, kæmi í veg fyrir aðgang almennings, en í því tilviki var leyfið ekki lengur í gildi. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 6. apríl 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 732/2018 í máli ÚNU 17050012.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 31. maí 2017, kærðu félagasamtökin Ungir umhverfissinnar synjun Orkustofnunar, dags. 19. maí 2017, á beiðni um aðgang að gögnum sem tengjast olíuleit á Drekasvæðinu. Með tölvupósti, dags. 18. maí 2017, fór kærandi þess á leit við Orkustofnun að honum yrði veittur aðgangur að gögnum úr olíuleit á Drekasvæðinu á vegum CNOOC International o.fl. sé þeim til að dreifa og þá sérstaklega gögnum úr tvívíðum mælingum sem hafi farið fram síðustu ár. Þann 19. maí 2017 svaraði Orkustofnun kæranda því til að samkvæmt 26. gr. a laga nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolefnis væru upplýsingar í vörslum Orkustofnunar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt upplýsingalögum á gildistíma leitarleyfis eða rannsóknar og vinnsluleyfis. Orkustofnun gæti því ekki orðið við erindinu. Með tölvupósti sama dag óskaði kærandi eftir sömu gögnum fyrir leyfi Ithaca Petroleum & co., með vísan til þess að leit þess fyrirtækis væri lokið. Samdægurs svaraði Orkustofnun því að gögnin væru lokuð, a.m.k. næstu 5 árin.</p><p>Í kæru kemur m.a. fram að óskað sé eftir gögnunum með vísan í lög um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006, en ljóst sé að kolefnisleit- og vinnsla séu umhverfismál í ljósi loftslagsbreytinga, rasks á hafsbotni sem fylgi borunum (þ.m.t. tilraunaborunum) og hljóðmengunar við endurvarpsmælingar. Beiðninni hafi verið synjað með vísan til 26. gr. a laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolefnis, nr. 13/2001 en ekki hafi verið vísað til laga nr. 23/2006. Einnig hafi kærandi óskað eftir sams konar gögnum frá Ithaca Petroleum en það leitarleyfi sé ekki lengur í gildi eftir ákvörðun leyfishafa um að hætta leit sinni í janúar 2017. Beiðninni hafi verið hafnað án frekari rökstuðnings þrátt fyrir að í fyrri synjuninni hafi verið tekið fram að upplýsingarnar væru einungis undanþegnar aðgangi almennings á gildistíma leitarleyfis.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 2. júní 2017, var kæran kynnt Orkustofnun og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn Orkustofnunar, dags. 8. júní 2017, kemur fram að þar sem gögn um leyfisveitingar séu aðgengilegar almenningi á vef Orkustofnunar geri stofnunin ráð fyrir að einkum sé átt við gögn um tvívíðar mælingar sem farið hafi fram síðustu ár, eins og fram komi í kæru.</p><p>Í umsögninni vísar Orkustofnun til þess að samkvæmt 2. tl. 2. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 gildi lögin einvörðungu um upplýsingar í vörslum lögaðila sem hafi verið falið opinbert hlutverk eða veiti almenningi opinbera þjónustu hvað varðar umhverfi á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings við stjórnvöld og lögaðila sem gegni opinberu hlutverki eða veiti opinbera þjónustu sem varði umhverfið og lúti stjórn þeirra stjórnvalda. Hvorki CNOOC International né Ithaca Petroleum/Seabird Exploration séu slíkir lögaðilar og því veiti lög um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 kæranda ekki aðgang að gögnum sem þessir aðilar afli, vegna mögulegra viðskiptatækifæra og hagsmuna sinna, samkvæmt útboði til leitar-, rannsóknar og eftir atvikum vinnslu kolvetna á Drekasvæðinu. Breyti þar engu að hlutverk Orkustofnunar skv. 1. mgr. 25. gr. kolvetnislaga nr. 13/2001 sé að safna öllum upplýsingum um landgrunnið sem verði til við starfsemi samkvæmt lögunum. Þagnarskylda Orkustofnunar sé ótvíræð, sbr. 26. gr. a. laganna. Auk þess sé heimilt að kveða nánar á um þagnarskyldu í leyfi til leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis, sbr. 7. mgr. 26. gr. a, eins og gert hafi verið í leitarleyfi Seabird Exploration vegna mælinga fyrir Ithaca Petroleum til 10 ára frá árslokum þess árs sem mælingar voru gerðar. Nálgast megi leyfið á vef Orkustofnunar. Þagnarskylda gildi því enn um gögn Ithaca Petroleum. Leyfi CNOOC sé enn í gildi og því ríki þagnarskylda um þau gögn. Samkvæmt þessu beri að hafna kröfum kæranda í málinu með vísan til annars vegar 2. mgr. 2. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 og hins vegar 26. gr. a kolvetnislaga.</p><p>Hvað varði afhendingu gagnanna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál bendir Orkustofnun á að CNOOC hafi safnað þeim samkvæmt skilmálum sérleyfis til rannsókna og vinnslu kolvetnis haustið 2015, þ.e. 2700 km af tvívíðum endurkastsgögnum. Um sé að ræða afar umfangsmikil sérhæfð gögn sem einungis sé hægt að skoða með þar til gerðum hugbúnaði. Seabird Exploration hafi safnað 1004 km af tvívíðum endurkastsmælingum skv. leitarleyfi og samkomulagi við sérleyfishafann Ithaca Petroleum sumarið 2016. Með vísan til þessa dragi Orkustofnun í efa möguleika úrskurðarnefndarinnar til að kynna sér afrit af gögnunum. Hins vegar geti það gagnast nefndinni að fá aðstoð Orkustofnunar við að kynna sér gögnin og vinnslu þeirra hjá ÍSOR telji nefndin það nauðsynlegt.</p><p>Umsögn Orkustofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 12. júní 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir Ungra umhverfissinna bárust þann 19. júní 2017. Þar kemur m.a. fram að ekki sé óskað eftir gögnunum beint frá CNOOC International og Ithaca Petroleum/Seabird Exploration heldur frá Orkustofnun sem falli undir 1. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006. Stofnunin hafi það opinbera hlutverk að safna umbeðnum gögnum, sbr. 25. gr. laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolefnis nr. 13/2001. Skipti þá ekki máli hvort stofnunin sjái sjálf um mælingar eða afli gagnanna frá einkaaðila líkt og í þessu tilfelli enda eigi lög um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 m.a. við um upplýsingar sem aflað er í tilefni af opinberu hlutverki, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér eðli og efni umbeðinna gagna.</p><h3><b>Niðurstaða<br></b><b>1.</b></h3><p>Í málinu er deilt um aðgang kæranda að upplýsingum um tvívíðar endurkastsmælingar á landgrunni Drekasvæðisins sem aflað var annars vegar af fyrirtækinu Seabird Exploration fyrir Ithaca Petroleum og hins vegar af fyrirtækinu CNOOC International. Um er að ræða upplýsingar um ástand landgrunnsins og teljast þær því vera upplýsingar um umhverfismál, sbr. 1. tl. 3. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006. Gögnin eru í vörslum Orkustofnunar á grundvelli laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolefnis nr. 13/2001, sbr. einkum 25. gr. laganna. Ekki leikur vafi á því að stofnunin er stjórnvald sem fellur undir gildissvið laga nr. 23/2006, sbr. 1. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006. Fer því um aðgang kæranda að gögnum í vörslum stofnunarinnar eftir lögum um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006.</p><p>Í ákvæði 1. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006 kemur fram að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum á grundvelli laganna nái ekki til gagna sem undanþegin eru aðgangi skv. 4.-6. gr. upplýsingalaga. Af athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi til laga nr. 23/2006 má ráða að átt sé við upplýsingar sem undanþegnar voru upplýsingarétti á grundvelli eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 en ákvæði 6. gr. laga nr. 23/2006 hefur ekki verið breytt í því skyni að vísa til undanþáguákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012. Hins vegar verður að líta svo á að ákvæðið taki til þeirra upplýsinga sem nú eru undanskildar upplýsingarétti skv. 6.-10. gr. laga nr. 140/2012. Því koma undantekningarákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012 til skoðunar við mat á rétti kæranda til aðgangs að upplýsingunum.</p><h3><b>2.</b></h3><p>Í fyrsta lagi óskaði kærandi eftir aðgangi að tvívíðum endurkastsmælingum sem aflað var af félaginu CNOOC International. Synjun Orkustofnunar byggði á því að rannsóknar- og vinnsluleyfi félagsins væri enn í gildi og gögnin því undirorpin þagnarskyldu með vísan til 1. mgr. 26. gr. a laga nr. nr. 13/2001.</p><p>Í ákvæði 1. mgr. 26. gr. a kolvetnislaga nr. 13/2001 segir að upplýsingar, sem varðveittar eru af Orkustofnum samkvæmt lögunum, skuli vera undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt upplýsingalögum á gildistíma leitarleyfis eða rannsóknar- og vinnsluleyfis. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er um að ræða sérstakt ákvæði um þagnarskyldu, sem takmarkar rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006, sbr. gagnályktun frá 2. mgr. 4. gr. laganna. Í ákvæði 1. mgr. 26. gr. a laga nr. 13/2001 er hins vegar aðeins vísað til þess að upplýsingar skuli undanþegnar aðgangi samkvæmt upplýsingalögum en ekki er sérstaklega vísað til laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Þó kom ákvæðið inn í lög nr. 13/2001 með breytingalögum nr. 48/2007 og var því leitt í lög eftir gildistöku laga nr. 23/2006. Álitaefnið sem hér þarf að taka afstöðu til er hvort hugtakið „upplýsingalög“ verði skýrt þröngri lögskýringu þannig að það taki einungis til gildandi upplýsingalaga nr. 140/2012, eða hvort með því sé almennt átt við lagaákvæði sem tryggja almenningi rétt til aðgangs að upplýsingum í vörslum stjórnvalda, þar með talin lög um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er síðari túlkunarkosturinn nærtækari, enda eru upplýsingar sem Orkustofnun varðveitir samkvæmt lögum nr. 13/2001 fyrirsjáanlega að stórum hluta upplýsingar um umhverfismál í skilningi laga nr. 23/2006. Við úrlausn málsins lítur nefndin þó einnig til þess að þeir hagsmunir sem 1. mgr. 26. gr. a laga nr. 13/2001 er ætlað að vernda, þ.e. viðskiptahagsmunir leyfishafa, njóta einnig verndar 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006.</p><p>Með hliðsjón af framansögðu verður að túlka undantekningarákvæði 1. mgr. 26. gr. a laga nr. 13/2001 svo að Orkustofnun sé heimilt að synja um aðgang að upplýsingum um umhverfismál í skilningi laga nr. 23/2006 sem leyfishafar rannsóknarleyfis hafa aflað og látið Orkustofnun í té á gildistíma leitarleyfis eða rannsóknar- og vinnsluleyfis. Þar sem rannsóknar- og vinnsluleyfi CNOOC International var enn í gildi þegar kæranda var synjað um aðgang að upplýsingunum verður því fallist á að Orkustofnun hafi á þeim tíma verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim vísan til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 26. gr. a laga nr. 13/2001, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006.</p><h3><b>3.</b></h3><p>Í öðru lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tvívíðum endurkastsmælingum sem Seabird Exploration aflaði á rannsóknar- og vinnslusvæði leyfishafans Ithaca Petroleum. Orkustofnun vísar til þess að upplýsingarnar lúti þagnarskyldu á grundvelli trúnaðarákvæðis í leitarleyfi Seabird Exploration þar sem kveðið sé á um að upplýsingarnar séu undanþegnar aðgangi almennings í 10 ár frá árslokum þess árs sem mælingar voru gerðar. Vísað er til heimildar 7. mgr. 26. gr. a nr. 13/2001 til að kveða nánar á um þagnarskyldu í leitarleyfi. Leitarleyfi Seabird Exploration, dags. 20. maí 2016, er aðgengilegt á vef Orkustofnunar. Þar kemur fram í 8. gr. að upplýsingar sem aflað er á grundvelli leitarleyfisins skuli lúta trúnaði í 10 ár frá lokum þess árs sem upplýsinganna var aflað.</p><p>Í 7. mgr. 26. gr. a laga nr. 13/2001 segir að heimilt sé að kveða nánar á um þagnarskyldu í leyfi til leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis. Líta verður svo á að með ákvæðinu sé Orkustofnun heimilað að kveða nánar á um framkvæmd þagnarskyldunnar innan ramma laga nr. 23/2006. Þannig sé Orkustofnun t.a.m. heimilt að semja við rannsóknarleyfishafa um heimildir til rýmri aðgangs að og notkunar á rannsóknargögnum, sbr. 5. mgr. sömu greinar. Af orðalagi ákvæðisins verður hins vegar ekki ráðið að með því sé veitt heimild til að undanþiggja upplýsingar frá upplýsingarétti almennings í lengri tíma en kveðið er á um í 1. mgr. greinarinnar. Af ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. lög nr. 23/2006, leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema fyrir því sé skýr lagastoð. Stjórnvald getur því ekki vikið frá ákvæðum um upplýsingarétt almennings með því að heita þeim trúnaði sem látið hefur af hendi upplýsingar. Samkvæmt þessu skorti Orkustofnun því heimild til að kveða á um lengri þagnarskyldu en lög nr. 13/2001 heimila, en sú heimild miðast við gildistíma leitarleyfis eða rannsóknar og vinnsluleyfis skv. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 13/2001. Því verður að meta hvort undantekningarákvæði 6.-10. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006, komi í veg fyrir að kærandi eigi rétt til aðgangs að upplýsingunum á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2001 um upplýsingarétt almennings um umhverfismál.</p><p>Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í fylgibréfi með leitarleyfi fyrir Seabird Exploration, dags. 20 maí 2016, kemur fram að fyrirtækið fái leyfi til að leita að kolvetnum á því svæði sem rannsóknar- og vinnsluleyfi nr. 2013/2012 nái til en Ithaca Petrolum sé handhafi þess leyfis. Samkomulag hafi orðið á milli Seabird Exploration og Ithaca Petroleum um að fyrrnefnda fyrirtækið tæki að sér að uppfylla skyldur leyfis nr. 2013/2012 fyrir hönd Ithaca Petroleum.</p><p>Á fundi Orkustofnunar og starfsmanna úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 14. febrúar 2018 kom fram að Seabird Exploration sé leitarfyrirtæki sem taki að sér leit fyrir vinnslufyrirtæki eins og Ithaca Petroleum. Samningar hafi tekist milli fyrirtækjanna um að upplýsingarnar lúti leynd í 10 ár frá því þeirra var aflað, enda um að ræða mjög verðmætar upplýsingar og miklir viðskiptahagsmunir fólgnir í því að þær fari leynt. Algengt sé að leitarfyrirtæki semji um slíkan trúnað við vinnslufyrirtæki og því hafi Orkustofnun samþykkt trúnaðarskylduna og kveðið á um hana í leitarleyfinu. Þar sem upplýsingarnar séu mjög verðmætar liggi fyrir að félagið verði fyrir tjóni ef upplýsingarnar verði gerðar opinberar.</p><p>Eins og atvikum málsins er háttað telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál nægilega leiddar líkur að því að Seabird International geti orðið fyrir verulegu tjóni ef upplýsingarnar verða gerðar opinberar áður en trúnaðarskyldu samkvæmt leitarleyfi lýkur, þar sem fyrirtækið væri með því svipt möguleikum sínum til að skapa arð af þeirri fjárfestingu sem fyrirtækið hefur lagt í þær rannsóknir sem fyrr er lýst. Því er fallist á það með Orkustofnun að upplýsingarnar varði eins og hér stendur á mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun Orkustofnunar um synjun beiðni Ungra umhverfisverndarsinna um tvívíðar endurkastsmælingar sem aflað var af Seabird International.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Staðfest er synjun Orkustofnunar, dags. 19. maí 2017, á beiðni kæranda um aðgang að tvívíðum endurkastsmælingum sem aflað var af CNOOC International og Seabird Exploration fyrir hönd Ithaca Petroleum ehf. </p><p> </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> <br></p> |
735/2018. Úrskurður frá 6. apríl 2018 | Kærð var ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra um synjun beiðni um aðgang að upplýsingum um mannshvörf. Ákvörðunin byggðist fyrst og fremst á því að um væri að ræða upplýsingar um einkamálefni einstaklinga, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að af gögnum málsins mætti ráða að þessi röksemd gæti ekki átt við um öll gögnin sem kærandi krafðist aðgangs að. Embættið hefði því ekki gert grein fyrir því hvort unnt væri að veita kæranda aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Hin kærða ákvörðun var því felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 6. apríl 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 735/2018 í máli ÚNU 17090004.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 22. september 2017, kærði A ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra, dags. 7. september 2017, um synjun beiðni hans um aðgang að skrá um horfna menn. Í kæru kemur fram að kærandi sýni því fullan skilning að vissar upplýsingar skuli fara leynt í samræmi við 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en beiðni hans lúti einungis að öðrum upplýsingum sem í skránni sé að finna. Kærandi óskar fyrst og fremst eftir að fá aðgang að nöfnum fólks í skránni, allt frá 1930 eða svo langt aftur sem hún nær, ásamt fæðingardögum og árum og loks tímasetningum þeirra atburða þegar fólkið hvarf. Þá tekur beiðni kæranda einnig til annarra upplýsinga úr skránni, sem ekki geti talist viðkvæmar persónuupplýsingar. Kærandi hafnar því að beiðni hans sé ekki nægilega afmörkuð, eins og fram kemur í ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra, og telur jafnframt að embættið hafi ekki uppfyllt leiðbeiningarskyldu sem kveðið er á um í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 26. september 2017 var kæran kynnt embætti ríkislögreglustjóra og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði afhent afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að í trúnaði. Í umsögn embættis ríkislögreglustjóra, dags. 11. október 2017, kemur fram að upplýsingar um horfna menn sé að finna í vörslum ríkislögreglustjóra á þremur stöðum. Í fyrsta lagi séu elstu gögnin úr ýmsum áttum og í pappírsformi í möppum á skjalasafni embættisins. Í öðru lagi sé notaður PlassData hugbúnaðargrunnur til að halda utan um skráningu týndra einstaklinga. Í hann séu færðar læknisfræðilegar og persónubundnar upplýsingar, upplýsingar um aðstandendur og aðrar upplýsingar sem lögreglan aflar við rannsóknir. Í þriðja lagi séu upplýsingar færðar í LÖKE-kerfi um málsmeðferð lögreglu og sönnunargögn þegar einstaklingur hverfur og sönnunargögn. PlassData-grunnurinn sé enn í vinnslu og tilgangur hans sé að bera kennsl á lík eða líkamshluta þegar þau finnast og séu hluti af lögreglurannsókn.</p><p>Þá segir í umsögninni að gögnin hafi að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar og séu í mörgum tilvikum hluti af opnum lögreglurannsóknum, auk þess sem þar séu réttarmeinafræðilegar upplýsingar og sönnunargögn. Eðli málsins samkvæmt eigi þessar upplýsingar ekki erindi við almenning, sbr. 1. mgr. 4. gr. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá sé óheimilt að miðla slíkum upplýsingum til annarra en þeirra sem getið sé um í reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu nr. 322/2001. Þá segir í umsögninni að embættið hafi enn sem komið er ekki heildstæða skrá um efnið. Mikil vinna sé því framundan að færa þessar upplýsingar inn í PlassData gagnagrunninn. Hjá embættinu sé hins vegar til ópersónugreinanleg tölfræði um mannshvörf sem sjálfsagt sé að afhenda en eftir því hafi ekki verið leitað.</p><p>Umsögn embættis ríkislögreglustjóra var kynnt kæranda með erindi, dags. 19. október 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust þann 22. október 2017. Þar kemur fram að beiðnin snúi ekki að viðkvæmum persónuupplýsingum og þá hafi kærandi hvorki óskað eftir því að fá afhentar upplýsingar úr LÖKE eða PlassData í heilu lagi né heilar möppur úr skjalasafni. Þær upplýsingar um horfna menn, sem kærandi óski eftir að fá afhentar, séu eftirfarandi:</p><p><ol><li>Fullt nafn.<br></li><li>Fæðingardagur og ár.<br></li><li>Fæðingarstaður (ef tilgreindur er).<br></li><li>Tímasetning mannshvarfsins (dagur, mánuður og ár).<br></li><li>Staðsetning (hvaðan maðurinn hvarf eða hvar síðast sást til hans).</li></ol></p><p>Af hálfu kæranda kemur fram að þessar upplýsingar hafi í flestum eða öllum tilvikum þegar birst opinberlega í dagblöðum og geti af þeim sökum ekki átt að fara leynt. Þær séu hins vegar ekki aðgengilegar á einum stað nema hjá embætti Ríkislögreglustjóra.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum hjá embætti ríkislögreglustjóra um horfna menn á Íslandi. Ríkislögreglustjóri hefur vísað til þess að embættið hafi enn sem komið er ekki heildstæða skrá um þetta efni en upplýsingarnar liggi fyrir á þremur stöðum. Af ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda. Gagn telst vera fyrirliggjandi ef það er til þegar beiðni um það kemur fram. Stjórnvöldum er hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli ákvæðisins.</p><p>Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að beiðni kæranda sé ekki afmörkuð við tiltekin gögn eða tiltekið mál, en í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga segir að vísa megi beiðni frá ef ekki er talið mögulegt að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Ekki er unnt að fallast á það með ríkislögreglustjóra að ákvæðið eigi við enda liggur fyrir að embættinu var unnt að afmarka beiðni kæranda við þrjár skrár í vörslum þess.</p><p>Hin kærða ákvörðun var jafnframt studd við það að umbeðin gögn hefðu að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar, sem væri óheimilt að veita almenningi aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá væri stór hluti gagnanna hluti af rannsóknum sakamála en upplýsingalög gilda ekki um slík mál samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki ástæðu til að draga þessar fullyrðingar embættis ríkislögreglustjóra í efa, en ljóst má vera að hluti þeirra gagna sem kærandi óskar aðgangs að er undirorpinn þessum takmörkunum á upplýsingarétti almennings. Hins vegar er bent á að af gögnum málsins megi ráða að sömu sjónarmið eigi ekki við um alla hluta umbeðinna gagna. Þannig kemur fram í hinni kærðu ákvörðun að umbeðin gögn „innihaldi“ viðkvæmar persónuupplýsingar og að „stór hluti“ tilheyri rannsóknum sakamála. Þá segir berum orðum í umsögn embættisins að til sé ópersónuleg tölfræði um mannshvörf sem sjálfsagt sé að afhenda en eftir því hafi ekki verið leitað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að í beiðni kæranda um aðgang að gögnum er óskað eftir lista yfir mannshvörf en ekki er tekið fram að einungis sé óskað eftir persónugreinanlegum upplýsingum.</p><p>Samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er aðilum sem falla undir gildissvið laganna skylt að veita aðgang að þeim hlutum umbeðinna gagna sem ekki eru háðir takmörkunum samkvæmt 6.-10. gr. laganna. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur ríkislögreglustjóri ekki tekið nægilega skýra afstöðu til þess hvaða upplýsingar um mannshvörf embættinu er fært að afhenda kæranda og hverjar ekki. Ljóst liggur fyrir að í vörslum embættisins eru gögn um efnið sem hvorki teljast til gagna sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, né til upplýsinga um einkamálefni sem óheimilt er að veita aðgang að skv. 9. gr. laganna. Þá hefur embættið ekki gert grein fyrir því hvort því kunni að vera unnt að veita kæranda aðgang að upplýsingum úr gagnagrunnum sínum þannig að afmáðar séu slíkar upplýsingar á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist meðferð ríkislögreglustjóra við töku hinnar kærðu ákvörðunar ekki ákvæði 3. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir ríkislögreglustjóra að taka beiðni kæranda til nýrrar og lögmætrar meðferðar.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra, dags. 7. september 2017, um að synja beiðni kæranda, A, um aðgang að gögnum um mannshvörf er felld úr gildi og lagt fyrir ríkislögreglustjóra að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
736/2018. Úrskurður frá 6. apríl 2018 | Deilt var um ákvörðun Ríkisúvarpsins um að synja um aðgang að upplýsingum um samkomulag félagsins um greiðslu bóta við einstakling sem hafði höfðað meiðyrðamál í tilefni af fréttaflutningi þess. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að upplýsingaréttur almennings næði til skjalsins að undanskildum litlum hluta sem hún taldi fela í sér upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 6. apríl 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 736/2018 í máli ÚNU 17090007.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 25. september 2017, kærði A, blaðamaður Fréttablaðsins, synjun Ríkisútvarpsins ohf. (hér eftir RÚV) á beiðni um aðgang að sátt í máli RÚV og B. Með tölvupósti, dags. 25. september 2017, óskaði kærandi eftir upplýsingum frá RÚV varðandi það hvað sátt RÚV og B vegna stefnu hans á hendur fréttamönnum RÚV fól í sér, þar með talið hve háa greiðslu RÚV þurfti að greiða vegna málsins. Beiðninni var synjað samdægurs með vísan til þess að sáttin væri trúnaðarmál og að RÚV myndi ekki tjá sig frekar um efni hennar en það sem kæmi fram í tilkynningu lögmanns B.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 26. september 2017, var kæran kynnt RÚV og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Með tölvupósti, dags. 27. september 2017, svaraði RÚV því að félagið teldi sig þegar búið að veita kæranda upplýsingar. Meðfylgjandi var tölvupóstur RÚV til kæranda, dags. 25. september, þar sem fram kemur að lögmaður B hafi heimilað RÚV að upplýsa um þá fjárhæð sem félagið ætti að greiða vegna málsins. Um sé að ræða málskostnað og miskabætur, samtals að fjárhæð 2,5 milljónir króna. Með tölvupósti, dags. 27. september 2017, fór úrskurðarnefnd um upplýsingamál þess á leit við RÚV að félagið upplýsti hvort það teldi kæranda eiga rétt til aðgangs að afriti af samkomulaginu, sbr. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Umsögn RÚV barst þann 25. október 2017. Í umsögninni kemur fram að samkomulag hafi verið gert utan réttar um lyktir einkamáls sem B höfðaði á hendur RÚV og nánar tilgreindum fréttamönnum. Málið hverfist því um það hvort upplýsingalög nr. 140/2012 standi því í vegi að RÚV geti leyst úr ágreiningi fyrir dómstólum í almennu einkamáli með sátt, í þessu tilviki utan réttar, þannig að slík sátt sé bundin trúnaði, og svo sem algengt sé þegar lyktir dómsmála séu annars vegar. RÚV bendir á að aðilar dómsmála telji það oft þjóna hagsmunum sínum að leiða erfið og viðkvæm mál til lykta með samkomlagi sín á milli, sem feli í sér endanleg málalok og jafnframt þannig að þau séu bundin trúnaði. Ef ekki sé hægt að tryggja slíkan trúnað geti það, a.m.k. í einhverjum tilvikum, staðið slíkum málalyktum í vegi. Í þessu samhengi sé jafnframt þess að gæta, að þótt rekstur dómsmála fari alla jafna fram fyrir opnum tjöldum, í samræmi við meginreglu um opinbera málsmeðferð, þá séu hömlur á aðgangi almennings að gögnum dómsmáls. Um slíkan aðgang fari í grunninn eftir 14. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála en ekki upplýsingalögum. Þá hafi þegar verið upplýst um fjárhæð miskabóta og málskostnaðar sem samkomulagið fól í sér, ásamt því að lögmaður stefnanda sendi frá sér stutta fréttatilkynningu þar sem málalokum var lýst í samræmi við samkomulagið.</p><p>RÚV telur áhöld vera um hvort samkomulagið falli undir gildissvið upplýsingalaga, hvað þá þegar búið er að upplýsa um fjárhæðir. Sé þá haft í huga að lögin taki ekki til dómsmála almennt og ekki að sjá að það eitt að samkomulag sé gert utan réttar breyti neinu í því samhengi. Reyni því á lagaskil laga nr. 140/2012 annars vegar og laga nr. 91/1991 hins vegar, og málið að því leytinu til jafnvel fordæmisgefandi. Þá er tekið fram að RÚV telji eðlilegt að hinum aðila samkomulagsins sé gefinn kostur á að tjá sig um beiðnina, þ.m.t. hvort hann sé samþykkur því að aðgangur sé veittur að því í ljósi 9. gr. laga nr. 140/2012. Hafi því afrit af erindinu verið sent lögmanni stefnanda.</p><p>Umsögn RÚV var kynnt kæranda með bréfi, dags. 30. október 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Kærandi svaraði samdægurs. Í athugasemdum kæranda kemur m.a. fram að kæran byggi á því grundvallarsjónarmiði að fjölmiðlar gæti gagnsæis í sínum fréttaflutningi. Þetta eigi ekki síst við um ríkisrekinn fjölmiðil en tilveruréttur slíks reksturs hljóti að vera sá að þar séu fagleg sjónarmið höfð í fyrirrúmi. Málið snúi með beinum hætti að almannahagsmunum. Það geti ekki verið samningsatriði hvort fréttaflutningur sé réttur eða rangur. Ef frétt er röng eða vafasöm í einhverjum atriðum eigi almenningur rétt á því að vita það. Þá eigi fjölmiðill engan annan kost en að draga fréttina til baka eða leiðrétta hana og biðjast velvirðingar. Ef fréttastofa sjái ekkert athugavert við vinnubrögð sín, úrvinnslu og frétt hljóti hún að standa við hana. Fyrirspurnin um eðli samkomulagsins snúi að þessu. Engu skipti þó fengist hafi upplýsingar um fjárhæð miskabóta sem RÚV greiddi. Slík atriði geti ekki verið afstæð og samningsatriði milli lögmanna og þeirra sem reka fréttastofuna. Þetta snúi beinlínis að trúverðugleika fréttastofu allra landsmanna.</p><p>Með erindi, dags. 6. mars 2018, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu B til þess að aðgangur verði veittur að samkomulaginu. Engin svör bárust. </p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Í máli þessu er deilt um ákvörðun RÚV um að synja beiðni kæranda, sem er blaðamaður, um aðgang að samkomulagi sem félagið gerði við B í kjölfar meiðyrðamáls sem hann höfðaði gegn félaginu.</p><p>Ákvörðun RÚV er aðallega reist á því að sáttin falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 heldur lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 14. gr. þeirra laga. Í 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er fjallað um gildissvið laganna gagnvart öðrum lögum og þjóðréttarasamningnum. Segir þar m.a. í 2. mgr. að upplýsingalög gildi ekki um þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann, nauðungarsölu, greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti, né heldur um rannsókn sakamáls eða saksókn. Hvergi kemur þar fram að málsskjöl í einkamáli í vörslum þeirra sem falla undir upplýsingalög séu undanþegin upplýsingalögum. Í 1. og 5. mgr. 14. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er mælt fyrir um rétt þeirra, sem hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, til aðgangs að staðfestu eftirriti af málsskjölum og upplýsingum úr þingbók eða dómabók. Ákvæðið veitir því rétt til aðgangs að málsskjölum í einkamáli óháð því hvort aðili málsins fellur undir gildissvið upplýsingalaga. Standa því engin rök til þess að telja málsskjöl í einkamáli í vörslum aðila sem falla undir upplýsingalög nr. 140/2012 vera undanþegin gildissviði laganna. Verður því leyst úr aðgangi kæranda að sáttinni á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum er greinir í 6.–10. gr. laganna.</p><p>Í málinu kemur til skoðunar hvort 9. gr. upplýsingalaga standi því í vegi að aðgangur verði veittur að samkomulaginu en samkvæmt 1. málsl. ákvæðisins er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við ákvæði 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir að vega og meta þurfi umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verði að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skjalsins sem ber heitið „samkomulag“ og er dagsett 22. september 2017. Í samkomulaginu fellst RÚV á að greiða tiltekna upphæð í miskabætur og lögmannskostnað gegn því að felldar verði niður kröfur á hendur félaginu. Í 4. tl. samkomulagsins er tiltekið að það skuli teljast trúnaðarmál. Í því samhengi bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að það leiðir af ákvæðum upplýsingalaga að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli laga. Þeir sem falla undir upplýsingalög geta ekki vikið frá ákvæðum upplýsingalaga með því slíkum samningsákvæðum.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd litið til markmiða upplýsingalaga um aðhald að opinberum aðilum og gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna við skýringar á undantekningarákvæðum laganna. Í samkomulagi RÚV og B felst ráðstöfun á opinberu fé sem almenningur á ríkan rétt til að kynna sér. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekkert koma fram í texta samkomulagsins sem getur talist til einkamálefna einstaklinga sem komið geti í veg fyrir rétt almennings til aðgangs að henni. Er þar meðal annars horft til þess að greinargóðar upplýsingar um efni samkomulagsins hafa birst opinberlega, þ. á m. af hálfu RÚV. Þetta gildir þó ekki um lítinn hluta samkomulagsins, þar sem vikið er að hugsanlegum ráðstöfunum B í framtíðinni. Um þennan hluta þykja hagsmunir hans af því að upplýsingar fari leynt vega þyngra en takmarkaðir hagsmunir almennings af því að aðgangur að þeim verði veittur. Verður því lagt fyrir RÚV að veita kæranda aðgang að samkomulaginu eins og nánar greinir í úrskurðarorði.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Ríkisútvarpinu ohf. er skylt að veita kæranda, A, aðgang að samkomulagi félagsins og B, dags. 22. september 2017. Áður ber að afmá síðustu fjórar línurnar í 3. tölul. samkomulagsins.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
734/2018. Úrskurður frá 6. apríl 2018 | Deilt var um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja kæranda um aðgang að minnisblaði borgarlögmanns sem varðaði Hverfisgötu 41. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir efni minnisblaðsins og komst að þeirri niðurstöðu að það uppfyllti skilyrði upplýsingalaga til að teljast vinnugagn. Ákvörðun borgarinnar var því staðfest. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 6. apríl 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 734/2018 í máli ÚNU17080002.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 15. ágúst 2017, kærði A ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja honum um aðgang að minnisblaði borgarlögmanns, dags. 20. maí 2015, sem varðar Hverfisgötu 41. Ákvörðun sveitarfélagsins, dags. 18. júlí 2017, byggðist á því að minnisblaðið væri vinnugagn, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 16. ágúst 2017, var Reykjavíkurborg kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afritum af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn borgarinnar barst með bréfi, dags. 30. ágúst 2017, ásamt afriti af minnisblaði borgarlögmanns, dags. 20. maí 2015.</p><p>Í umsögninni kemur fram að borgarlögmaður hafi ritað minnisblaðið fyrir umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og það væri einungis ætlað til eigin nota. Í minnisblaðinu komi fram sjónarmið borgarlögmanns varðandi hugsanlegar heimildir í skipulagslöggjöf til að fella niður lóðaheimildir í gildandi deiliskipulagi. Minnisblaðið hafi ekki verið lagt fyrir fund umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar og hafi hvorki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu tiltekins máls né upplýsingar um staðreyndir sem ekki verði aflað annars staðar. Því sé ljóst að gagnið sé undanþegið upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá segir að ljóst sé að túlkun borgarlögmanns á skipulagslöggjöf og heimildum í deiliskipulagi geti ekki talist mikilvæg staðreynd máls, enda byggi sú túlkun á lögum og upplýsingum sem aðgengilegar séu öllum.</p><p>Þá hafnar borgin því að minnisblaðið hafi verið afhent öðrum í skilningi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga með tölvupósti lögfræðings umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar til formanns og nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 eigi kjörnir fulltrúar rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geti til umfjöllunar í sveitarstjórn. Þeim beri að gæta trúnaðar um það sem þeir verði áskynja í starfi sínu og leynt eigi að fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Jafnframt hafi minnisblaðið ekki að geyma upplýsingar um atvik máls sem ekki komi fram annars staðar eða tillögu að ákvörðun í tilteknu máli. Með vísan til framangreinds og fyrri úrskurða úrskurðarnefndarinnar, m.a. nr. 353/2011, telur Reykjavíkurborg að úrskurðarnefndinni beri að staðfesta hina kærðu ákvörðun.</p><p>Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. september 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 4. september 2017. Þar kemur fram að kærandi telji að líkur séu á því að minnisblað borgarlögmanns sé til þess fallið að varpa ljósi á ráðstöfun verulegra fjármuna en Reykjavíkurborg hafi ákveðið að greiða 63.000.000 kr. fyrir byggingarrétt á hinu friðaða húsi á Hverfisgötu 41. Þá segir að þar sem nefndarmanni í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar hafi verið afhent minnisblaðið hafi það verið afhent öðrum í skilningi 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, þar sem 1. mgr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 nái einungis til sveitarstjórnarmanna en ekki nefndarmanna eða nefndarfulltrúa.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Mál þetta varðar beiðni um aðgang að minnisblaði borgarlögmanns, dags. 20. maí 2015, varðandi Hverfisgötu 41. Kærandi byggir beiðni sína á upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt ákvæðinu lýtur meðal annars þeirri takmörkun að heimilt er að undanskilja vinnugögn samkvæmt 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga. Til þess að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt samkvæmt 1. mgr. 8. gr. Gagn þarf að vera undirbúningsgagn, það skal útbúið eða ritað af starfsmönnum stjórnvaldsins sjálfs og það má ekki hafa verið afhent öðrum. Skoðun úrskurðarnefndarinnar hefur leitt í ljós að minnisblað borgarlögmanns uppfyllir þessi skilyrði eftir orðanna hljóðan í 1. mgr. 8. gr., en á móti kemur að afhending þess til nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar getur ekki talist afhending til annarra, þar sem um er að ræða miðlun innan eins og sama stjórnvaldsins.</p><p>Enda þótt fallist verði á með Reykjavíkurborg að minnisblað borgarlögmanns uppfylli efnisleg skilyrði þess að teljast vinnugagn þarf að kanna hvort önnur rök standi til að veita almennan aðgang að því. Samkvæmt ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum að veita aðgang að vinnugögnum í vissum tilvikum. Þar segir orðrétt:</p><blockquote><p>Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef:</p><p><ol><li>þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,<br></li><li>þar koma fram upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,<br></li><li>þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,<br></li><li>þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.<br></li></ol></p></blockquote><p>Í greinargerð með frumvarpi því er varð að gildandi upplýsingalögum segir meðal annars í sérstökum athugasemdum við 8. gr.:</p><blockquote><p>Í 3. tölul. málsgreinarinnar kemur fram að veita skuli aðgang að vinnuskjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.</p></blockquote><p>Á vef Reykjavíkurborgar er að finna fundargerð fundar í borgarráði, dags. 8. nóvember 2016, þar sem meðal annars var tekið fyrir mál varðandi Hverfisgötu 41. Þar var óskað eftir því að ráðið samþykkti samning um kaup á byggingarrétti á lóðinni. Þar sem tillagan varðaði breytingu á fjárhagsáætlun borgarinnar var henni vísað til samþykktar í borgarstjórn, sbr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga. nr. 138/2011. Tillagan var samþykkt á fundi borgarstjórnar, dags. 15. nóvember 2016.</p><p>Meðal gagna málsins er tölvupóstur lögfræðings umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 8. júní 2015, þar sem meðal annars kemur fram að ekki sé hægt að fella niður gildandi heimildir er varði deiliskipulag að Hverfisgötu 41 bótalaust. Er þar vísað til niðurstöðu borgarlögmanns í minnisblaðinu sem kærandi krefst aðgangs að. Í minnisblaðinu er ekki að finna umfjöllun um önnur efnisatriði málsins en hugsanlega bótaskyldu og koma upplýsingarnar sem það hefur að geyma því annars staðar fram í skilningi 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þess að ekki var farin sú leið að láta reyna á bótaskyldu borgarinnar eru þau almennu sjónarmið sem rakin eru í minnisblaðinu að mati úrskurðarnefndarinnar ekki ómissandi til skýringar á ákvarðanatöku í málinu, sbr. athugasemdir við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu var Reykjavíkurborg heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að minnisblaðinu á þeirri forsendu að um vinnugagn væri að ræða í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga.</p><p>Það athugast að við töku hinnar kærðu ákvörðunar tók Reykjavíkurborg ekki afstöðu til þess hvort kæranda skyldi veittur aukinn aðgangur að umbeðnum gögnum, sbr. ákvæði 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, svo sem skylt er skv. 2. mgr. ákvæðisins. Enda þótt fallist sé á það með Reykjavíkurborg að heimilt hafi verið að synja beiðni kæranda um aðgang að minnisblaðinu leikur enginn vafi á því að borginni var jafnframt heimilt að veita honum aðgang að því á grundvelli sjónarmiða um aukinn aðgang og markmið upplýsingaréttar almennings, sbr. 1. gr. upplýsingalaga. Því er beint til Reykjavíkurborgar að taka afstöðu til þessa atriðis við meðferð beiðna um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögunum í framtíðinni.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Staðfest er ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 18. júlí 2017, um að synja A um aðgang að minnisblaði borgarlögmanns varðandi Hverfisgötu 41, dags. 20. maí 2015,.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> <br></p> |
727/2018. Úrskurður frá 15. mars 2018 | Kærð var synjun Lindarhvols ehf. á beiðni kæranda um aðgang að gögnum um söluferli félagsins á eignarhluta og tengdum kröfum í Klakka ehf. Kærandi kvaðst hafa tekið þátt í söluferlinu og byggði beiðni sína á III. kafla upplýsingalaga. Lindarhvoll ehf. veitti kæranda aðgang að hluta en um önnur gögn var ýmist vísað til þess að þau væru vinnugögn, hefðu að geyma upplýsingar um einkamálefni sem leynt skyldu fara eða fælu í sér bréfaskipti við sérfróða aðila í tengslum við dómsmál. Úrskurðarnefndin fór yfir umbeðin gögn með hliðsjón af þessum sjónarmiðum og komst að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti sem þátttakandi í söluferlinu ríkan rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum. Hin kærða ákvörðun var því felld úr gildi og lagt fyrir Lindarhvol ehf. að veita kæranda aðgang að þeim. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 15. mars 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 727/2018 í máli ÚNU 16120006.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 3. janúar 2017, kærði A hrl., f.h. Frigusar II ehf., synjun Lindarhvols ehf., á beiðni, dags. 24. nóvember 2016, um aðgang að fyrirliggjandi gögnum varðandi sölu Lindarhvols ehf. á eignarhluta og tengdum kröfum í Klakka ehf. Vísað var til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um rétt kæranda til aðgangs. Sérstaklega var óskað eftir eftirfarandi gögnum:</p><p><ol><li>Fundargerðum Lindarhvols ehf. þar sem fjallað er um sölu á eignarhluta í Klakka ehf. og tengdum kröfum.<br></li><li>Öllum bréfum og öðrum gögnum sem lágu fyrir á stjórnarfundum og lúta að málinu.<br></li><li>Öllum tölvupóstum, minnisblöðum og öðrum gögnum sem varða málið og sem send voru milli ráðgjafa Lindarhvols ehf., þ.m.t. samskipti við starfsmenn Íslaga hf. og stjórnar Lindarhvols ehf.<br></li><li>Afritum af tilboðum sem bárust í söluhlutinn og samantekt sem kynnt var stjórn, hafi málið verið lagt þannig fyrir stjórnina. <br></li><li>Skráðum samskiptum allra tilboðsgjafa við Lindarhvol ehf.<br></li></ol></p><p>Með erindi, dags. 20. desember 2016, kærði kærandi drátt á meðferð beiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með kæru fylgdi staðfesting Kviku banka hf., dags. 23. nóvember 2016, þar sem fram kom að bankinn hefði lagt fram tilboð fyrir hönd kæranda í eignarhluta í Klakka ehf. og tengda nauðasamningskröfu sem Lindarhvoll ehf. auglýsti til sölu.</p><p>Kæra kæranda var kynnt kærða með bréfi, dags. 2. janúar 2017, og veittur frestur til afgreiðslu beiðninnar. Svör Lindarhvols ehf. bárust þann 16. janúar 2017. Þar kemur fram að kæranda hafi verið svarað þann 20. desember 2016. Fram kemur m.a. að kærandi hafi fengið aðgang að hluta gagnanna á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en kærandi hafi ekki verið meðal þeirra aðila sem gerðu tilboð í söluferlinu og eigi því ekki rétt til aðgangs að gögnunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Félagið hafi hvorki skilað inn tilboði í eigin nafni né hafi annar aðili skilað inn tilboði fyrir hönd félagsins. Þá kemur fram að kæranda hafi verið synjað um aðgang að gögnum í 1.-3. tölul. gagnabeiðninnar þar sem þau falli undir undanþágu 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Þá hafi kæranda verið synjað um aðgang að gögnum í 4. og 5. tölul. gagnabeiðninnar þar sem þau falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Kærandi hafi fengið afhent öll þau gögn sem ekki lytu fyrrgreindum takmörkunum. Bent er á að mælt sé fyrir um þagnarskyldu stjórnarmanna Lindarhvols ehf., starfsmanna og ráðgjafa við framkvæmd starfa sinna í 4. málsl. 4. mgr. ákvæðis III til bráðabirgða við lög um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, sbr. lög nr. 24/2016. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 24/2016 komi fram að þar sem félagið hafi með höndum upplýsingar sem varða viðskipta- og einkamálefni sé mælt fyrir um þagnarskyldu þessara aðila. Því liggi fyrir tilgreining á þeim upplýsingum sem löggjafinn hafi talið að trúnaður skuli ríkja um í starfsemi Lindarhvols ehf. Með hliðsjón af því telji Lindarhvoll ehf. að samskipti við tilboðsgjafa og gögn og upplýsingar um tilboð hvers og eins falli undir 9. gr. upplýsingalaga og hafi þá verið litið til þess að upplýsingar um fjárhæðir tilboða og hæstbjóðanda hafi þegar verið veittar og birtar opinberlega.</p><p>Kærandi kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með erindi, dags. 3. janúar 2017. Kærandi krefst þess að honum verði veittur aðgangur að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar varði opið söluferli á nauðungarsamningskröfu og hlutafé í Klakka ehf. en kærandi hafi verið meðal tilboðsgjafa. Vísað er til þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi skýrt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga þannig að þátttakendur í opinberum útboðum eigi rétt til aðgangs að útboðsgögnum sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Þá hafi úrskurðarnefndin talið 14. gr. upplýsingalaga eiga við þegar um sé að ræða annars konar ráðstafanir á opinberum eignum og gæðum, svo sem þegar lögaðili í opinberri eigu óskar eftir tilboðum í leigurými og þegar um sé að ræða innkaup stjórnvalds samkvæmt rammasamningum. Kærandi telur sömu sjónarmið eiga við varðandi sölu Lindarhvols ehf. á eignum ríkisins. Tilboðsgjafar í eignarhlutinn hafi ríka hagsmuni af því að geta tryggt að rétt hafi verið staðið að ferlinu og að jafnræðis og hlutlægni hafi sannanlega verið gætt. Kærandi eigi því rétt til allra þeirra gagna sem ekki lúti takmörkun á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p><p>Í kæru er vísað til 4. mgr. ákvæðis III. til bráðabirgða við lög nr. 24/2016 þar sem fram kemur að Lindarhvoll ehf. skuli leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni við umsýslu, fullnustu og sölu þeirra verðmæta sem félagið fer með. Kærandi hafi gert margvíslegar athugasemdir við söluferlið. Ómögulegt sé fyrir kæranda og aðra tilboðsgjafa að tryggja að jafnræðis og hlutlægni hafi verið gætt við söluna án þess að fá nánari upplýsingar en kærði vill veita. Þá ríki ekki gagnsæi í söluferlinu ef aðrir tilboðsgjafar fái ekki aðgang að innsendum tilboðum til að geta staðfest að hæsta boði hafi í raun verið tekið.</p><p>Kærandi gerir athugasemdir við að Lindarhvoll ehf. hafi synjað honum um upplýsingar með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna. Ljóst sé að hluti umbeðinna gagna geti ekki talist vinnugögn en það eigi m.a. við um gögn er heyri undir 1., 4. og 5. tölul. gagnabeiðninnar og hluta af þeim upplýsingum sem óskað hafi verið eftir í 2. og 3. tölul. gagnabeiðninnar. Þetta eigi m.a. við um fundargerðir, bréf og tölvupóstsamskipti við tilboðsgjafa og aðra utanaðkomandi aðila og tilboð tilboðsgjafa. Í synjuninni sé auk þess ekki rökstutt hvaða fyrirliggjandi gögn séu vinnugögn og hver ekki. </p><p>Þá telur kærandi Lindarhvoli ehf. ekki stætt á að synja um aðgang að upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Kærandi áréttar að til þess að undanþágan eigi við verði að liggja fyrir að í umbeðnum gögnum séu að finna upplýsingar sem varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Kærandi telur ólíklegt að öll þau gögn sem kærandi óskaði eftir feli í sér svo mikilvægar viðskiptaupplýsingar um tilboðsgjafa að þau geti lotið leynd á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p><p>Að auki telur kærandi að hann eigi rétt til aðgangs að gögnunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Réttur hans til upplýsinga lúti því takmörkun á grundvelli 3. mgr. 14. gr. laganna og verði rétturinn því aðeins takmarkaður ef fjárhags- og viðskiptahagsmunir þriðja aðila eru sannanlega ríkari en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum. Kærandi hafi augljósa hagsmuni af því að vita hvort réttum reglum hafi verið fylgt við söluferlið.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 20. janúar 2017, var kæran kynnt Lindarhvoli ehf. og félaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p><p>Í umsögn Lindarhvols ehf., dags. 30. janúar 2017, kemur fram að með ákvæði til bráðabirgða III við lög um Seðlabanka Íslands sé kveðið á um móttöku og ráðstöfun svokallaðra stöðugleikaeigna. Skipan á ráðstöfun þessara eigna fari ekki fram með sama hætti og þegar hefðbundnar ríkiseignir séu seldar heldur eftir því sérstaka fyrirkomulagi á sviði einkaréttar sem kveðið væri á um í bráðabirgðaákvæðinu. Ríkisendurskoðun sé falið í 4. mgr. bráðabirgðaákvæðisins að hafa sérstakt eftirlit með framkvæmd samnings ráðherra við félagið auk þess sem efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd Alþingis sé ársfjórðungslega gerð grein fyrir framvindu við úrvinnslu eignanna. Tekið er fram að ákvæði upplýsingalaga taki til starfsemi Lindarhvols ehf. á grundvelli 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í starfsemi félagsins og þar með við allan undirbúning og meðferð mála fram að samningagerð væri farið eftir fyrirmælum bráðabirgðaákvæðis III laga um Seðlabanka Íslands og að ákvæði stjórnsýslulaga og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar séu lagðar til grundvallar eftir því sem við eigi hverju sinni.</p><p>Ítrekað er að kærandi hafi ekki verið á meðal þeirra aðila sem gerðu tilboð í kaup á nauðsamningskröfu Klakka ehf. Annar aðili hafi heldur ekki gert tilboð í nafni félagsins. Kvika banki hf. hafi vissulega skilað inn tilboði en í engu hafi þess verið getið að það væri fyrir hönd ónafngreinds viðskiptavinar. Því væri ekki mögulegt að líta svo á að kærandi sé aðili í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p><p>Kærði segir önnur gögn en þau sem þegar eru aðgengileg kæranda vera vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og þar með undanþegin upplýsingarétti kæranda með vísan til 5. tölul. 6. gr. laganna. Þá falli samskipti kærða við lögmann félagsins undir takmörkun 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Sérstaklega er vísað til þess að í kjölfar loka tilboðsfrests hafi verið tilefni til að kanna stöðu kærða í tengslum við möguleika á málshöfðun. Fyrir liggur að Kvika banki hf. skilaði öðru tilboði eftir að tímafrestir runnu út og gerði þegar í kjölfarið ýmsar athugasemdir við framkvæmd söluferlisins. Um þetta atriði er m.a. vísað til niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar í málinu A-515/2013.</p><p>Þá hafi kæranda verið synjað um aðgang að upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga en ákvæðið eigi við um gögn sem falli undir töluliði 4 og 5 í gagnabeiðninni. Vísað er til þagnarskylduákvæðis í 4. málsl. 4. mgr. ákvæðis III til bráðabirgða við lög nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, sbr. lög nr. 24/2015. Tekið er fram að þær upplýsingar sem almennt verði að telja skipta mestu um ráðstöfun á þeim hagsmunum sem hér um ræðir, þ.e. fjárhæðir þeirra þriggja gildu tilboða sem bárust í kröfuna og upplýsingar um þann aðila sem átti hæsta tilboðið, hafi þegar verið gerðar opinberar.</p><p>Umsögn Lindarhvols ehf. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. janúar 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 3. febrúar 2017, kemur fram að Kvika banki hf. hafi staðfest að bankinn hafi lagt tilboðið fram fyrir hönd kæranda. Kærandi væri því aðili í skilningi 14. gr. upplýsingalaga þar sem hann ætti einstakra hagsmuna að gæta af afhendingu gagnanna umfram almenning. Hvað varðar synjun Lindarhvols ehf. á beiðni um aðgang að gögnum undir 1.-3. tölul. gagnabeiðninnar bendir kærandi á að samskipti við starfsmenn Íslaga hf. geti almennt ekki talist til vinnugagna í þessum skilningi enda sé um að ræða gögn sem hafi verið afhent öðrum. Þá sé óljóst hvort B hrl., sem sá um söluferlið fyrir Lindarhvol ehf., sé starfsmaður félagsins eða hvort hann hafi sinnt störfum fyrir félagið sem verktaki. Eigi hið síðarnefnda við geti þau gögn sem hann útbjó fyrir Lindarhvol ehf. ekki talist til vinnugagna, sbr. athugasemdir við 8. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, þar sem fram komi að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. laganna. Vakin er athygli á því að í 3. tölul. gagnabeiðni sé sérstaklega beðið um tölvupósta, minnisblöð og önnur gögn sem send voru milli ráðgjafa Lindarhvols ehf. og félagsins.</p><p>Kærandi telur ljóst af orðalagi ákvæðis 4. málsl. 4. mgr. ákvæðis III til bráðabirgða við lög nr. 36/2001 að um sé að ræða almenna reglu um þagnarskyldu sem takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum sbr. 3. mgr. 4. gr. þeirra laga. Söluferlinu sé lokið og því vandséð hvernig aðgangur að upplýsingum í tilboðum geti valdið tilboðsgjöfum tjóni. Þá efast kærandi um að öll skráð samskipti tilboðsgjafa við Lindarhvol ehf., sbr. 5. tölul. gagnabeiðni, geymi upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni tilboðsgjafa. Kærandi fer fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál meti hvort þau gögn sem heyri undir 4. og 5. tölul. í gagnabeiðni og sem lúta að samskiptum tilboðsgjafa við kærða, þ. á m. afrit af tilboðum, geymi í raun slíkar upplýsingar.</p><p>Hvað varðar upplýsingar undir 3. og 4. tölul. í gagnabeiðni leggur kærandi sérstaka áherslu á að fá aðgang að upplýsingum sem staðfesta hvenær tilboð bárust kærða, bæði dagsetningu og nákvæma tímasetningu. Slíkar upplýsingar geti engan veginn talist til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna viðkomandi tilboðsgjafa og enn síður til vinnugagna. Þessar upplýsingar séu augljóslega fyrirliggjandi. Tekið er fram að nægjanlegt sé að fá afrit af tölvupóstum þar sem fram komi dagsetning og tímasetning eða þá póststimpill umslaga ef tilboð bárust ekki með tölvupóstum. Kærandi telur sig eiga rétt til þessara upplýsinga bæði á grundvelli 14. gr. og 5. gr. upplýsingalaga. Hafi þessar upplýsingar ekki borist úrskurðarnefnd um upplýsingamál fer kærandi fram á að nefndin kalli sérstaklega eftir þeim. Að lokum tekur kærandi fram að hann geti framvísað formlegu umboði frá Kviku banka ehf. til að afla upplýsinganna fyrir hönd bankans ef þess sé óskað.</p><p>Kærandi sendi frekari athugasemdir með bréfi, dags. 10. febrúar 2017. Þar kemur m.a. fram að kærandi krefjist aðgangs að öllum tilboðsgögnum að undanskildum þeim upplýsingum sem sannanlega séu til þess fallnar að valda tilboðsgjöfum tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Kærandi telur ljóst að fyrirvarar í tilboðum geti enga þýðingu haft fyrir tilboðsgjafa eftir að tilboði er tekið og kaupsamningur kemst á. Það eigi ekki síst við um þá fyrirvara sem kunni að vera í tilboðum tilboðsgjafa sem hafi ekki fengið tilboð sín samþykkt. Auk þess sér kærandi engin skynsamleg rök fyrir því að halda fyrirvörum í tilboðum hæstbjóðanda leyndum enda geti þeir haft áhrif á efni tilboðsins. Þá tekur kærandi fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi staðfest í bréfi til umboðsmanns Alþingis, dags. 31. janúar 2017, að allar stöðugleikaeignir sem Lindarhvoli hafi verið falin úrvinnsla á væru færðar ríkissjóði til eignar í ríkisreikningi, óháð því hvort þær væru í söluferli. Því sé ekki vafi á því að upplýsingabeiðni kæranda lúti að ráðstöfun á ríkiseignum.</p><p>Með bréfum, dags. 6. febrúar 2017, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu þeirra sem gerðu tilboð í söluhlutinn til þess að kæranda verði veittur aðgangur að umbeðnum gögnum. Með erindi, dags. 6. mars 2017, lagðist Ásaflöt ehf. gegn því að kærandi fengi aðgang að tilboðum þess og að upplýst verði um þátttöku félagsins í ferlinu. Ásaflöt ehf. telur umbeðnar upplýsingar og gögn falla undir þagnarskyldu samkvæmt lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, sbr. ákvæði til bráðabirgða III og 1. mgr. 35. gr. laganna en bæði ákvæðin feli í sér reglu um sérstaka þagnarskyldu. Þá telur félagið upplýsingarnar einnig undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Auk þess er vísað til þess að Lindarhvoll ehf. hafi heitið trúnaði við söluferlið en hann taki m.a. til þess að ekki verði veittar upplýsingar um aðra þátttakendur í ferlinu en þann sem gengið var til samninga við. Augljóst sé að upplýsingar um nöfn þátttakenda í ferlinu teljist viðkvæmar en það leiði m.a. af þeim fjárhagslegu skilyrðum sem sett hafi verið, þ.e. að kaupverð skyldi greitt í reiðufé við afhendingu. Að auki megi ráða í viðskiptaáætlanir og fjárhagslega stöðu félagsins verði veittur aðgangur að upplýsingunum. Félagið bendir á að kærandi geti ekki haft nokkra hagsmuni af því að fá aðgang að gögnum er varði það enda fyrirséð að kærandi muni ekki öðlast frekari innsýn í þau sjónarmið sem Lindarhvoll ehf. beitti þegar hæsta boði var tekið.</p><p>Í bréfi BLM fjárfestinga ehf., dags. 1. mars 2017, leggst félagið gegn því að kæranda verði veittur aðgangur að tilboði þess sem og öðrum gögnum í tengslum við sölu Lindarhvols ehf. M.a. er vísað til þess að upplýsingarnar falli undir þagnarskyldu samkvæmt lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, sbr. ákvæði til bráðabirgða III og 1. mgr. laganna. Ljóst sé að 4. mgr. ákvæðis bráðabirgða III í lögum nr. 36/2001 feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu. Þá hafi Lindarhvoll ehf. heitið fullum trúnaði við söluferlið en gert hafi verið ráð fyrir trúnaðaryfirlýsingum. Auk þess varði umbeðnar upplýsingar mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins og séu því undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt 9. gr. laganna. Kærandi hafi ekki verið meðal tilboðsgjafa og eigi því ekkert tilkall að lögum til slíkra upplýsinga.</p><p>Með bréfi, dags. 13. febrúar 2017, samþykkti Kvika banki ehf. að kærandi fengi aðgang að gögnum varðandi tilboð bankans í eignahluti bankans og tengda nauðasamningskröfu.</p><p>Óþarft þykir að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p><h3><b>Niðurstaða<br></b><b>1.</b></h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tengjast sölu Lindarhvols ehf. á eignarhluta og tengdum kröfum í Klakka ehf. Lindarhvoll ehf. er félag sem stjórnvöld settu á fót til að annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs, mótteknum samkvæmt III ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands.</p><p>Kærandi er einkahlutafélag sem kveðst hafa tekið þátt í söluferlinu og telur sig því eiga ríkari rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum samkvæmt III. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Þessi túlkun nefndarinnar á ákvæðinu á sér stoð í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 120/2014. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í opinberum innkaupum teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að gögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í innkaupaferlinu, sem verða til áður en gengið er til samninga við tiltekinn bjóðanda. Sömu sjónarmið eiga við um þá sem taka þátt í opinberum söluferlum.</p><p>Ágreiningur er á milli aðila málsins um hvort kærandi hafi raunverulega tekið þátt í söluferlinu, en hann kveður Kviku banka hf. hafa sent tilboð fyrir sína hönd. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ríkari réttur aðila til aðgangs að upplýsingum um hann sjálfan, skv. III. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012, verður almennt ekki framseldur öðrum. Þegar vafi leikur á því hvort sá sem beiðist upplýsinga á þessum grundvelli uppfylli skilyrði til þess verður að skera úr um það eftir almennum reglum um sönnun í stjórnsýslumálum. Eins og atvikum málsins er háttað er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi hafi sýnt nægjanlega fram á að tilboð Kviku banka hf. í eignarhluta í Klakka ehf. og tengda nauðasamningskröfu hafi verið sett fram fyrir hönd kæranda, enda er staðfesting bankans á því á meðal gagna málsins. Verður því lagt til grundvallar að tilboð Kviku banka hf. hefði bundið kæranda, ef það hefði verið samþykkt, og kærandi njóti því réttar til aðgangs að gögnum um söluferlið samkvæmt III. kafla upplýsingalaga.</p><h3><b>2.</b></h3><p>Með ákvæði III til bráðabirgða í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 38/2001 var lagt til að bankinn stofnaði félag til að annast umsýslu, fullnusta og sölu verðmæta sem ekki voru laust fé eða eignarhlutir í fjármálafyrirtækjum. Lindarhvoll ehf. var stofnað þann 15. apríl 2016 í þessu skyni. Samkvæmt ákvæðinu eru stjórnarmenn, framkvæmdastjóri, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu félagsins bundnir þagnarskyldu um atriði sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hér um almennt þagnarskylduákvæði að ræða, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Er þá litið til þess að ekki eru þar sérgreindar upplýsingar sem þagnarskylda á að ríkja um. Ekki verður því talið að ákvæðið takmarki rétt kæranda til aðgangs að gögnum umfram það sem upplýsingalög leyfa.</p><h3><b>3.</b></h3><p>Með beiðni kæranda var óskað eftir aðgangi að fyrirliggjandi gögnum í vörslum Lindarhvols ehf. sem varða sölu Lindarhvols ehf. á eignarhluta og tengdum kröfum í Klakka ehf., einkum:</p><p><ol><li>Fundargerðum Lindarhvols ehf. þar sem fjallað er um sölu á eignarhluta í Klakka ehf. og tengdum kröfum.<br></li><li>Öllum bréfum og öðrum gögnum sem lágu fyrir á stjórnarfundum og lúta að málinu.<br></li><li>Öllum tölvupóstum, minnisblöðum og öðrum gögnum sem varða málið og sem send voru milli ráðgjafa Lindarhvols ehf., þ.m.t. samskipti við starfsmenn Íslaga hf. og stjórnar Lindarhvols ehf.<br></li><li>Afritum af tilboðum sem bárust í söluhlutinn og samantekt sem kynnt var stjórn, hafi málið verið lagt þannig fyrir stjórnina. <br></li><li>Skráðum samskiptum allra tilboðsgjafa við Lindarhvol ehf.<br></li></ol></p><p> </p><p>Lindarhvoll ehf. hefur afmarkað beiðni kæranda við tiltekin gögn í vörslum félagsins. Um er að ræða eftirfarandi gögn:</p><p><ol><li>Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 20. október 2016.<br></li><li>Fundargerð fundar stjórnar Lindarhvols ehf., 18. október 2016.<br></li><li>Tölvupóstar B hrl. til stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 15. október 2016 og 16. október 2016.<br></li><li>Drög að minnisblaði B hrl., dags. 19. október 2016, sem lágu fyrir á stjórnarfundi Lindarhvols ehf., dags. 20. október 2016.<br></li><li>Afrit af þeim þremur tilboðum sem bárust innan tilboðsfrests.<br></li><li>Afrit af staðfestingum Lindarhvols ehf. á móttöku þeirra tilboða sem bárust innan tilboðsfrests.<br></li><li>Afrit af svarbréfum Lindarhvols ehf. til þeirra þriggja tilboðsgjafa sem skiluðu tilboðum innan tilboðsfrests.<br></li><li>Afrit af gögnum um samskipti við tilboðsgjafana þrjá.<br></li><li>Kaupsamningur um kaup á nauðasamningskröfum í Klakka ehf., dags. 1. nóvember 2016.</li></ol></p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að ætla að í vörslum Lindarhvols ehf. séu fleiri gögn sem falla undir gagnabeiðni kæranda. Félagið hefur afhent úrskurðarnefndinni afrit af þeim og verður farið yfir þau og rétt kæranda til aðgangs að þeim hér á eftir.</p><h3><b>4.</b></h3><p>Fyrst koma til skoðunar fundargerðir 10. og 11. fundar stjórnar Lindarhvols, dags. 18. og 20. október 2016. Af hálfu Lindarhvols ehf. hefur komið fram að kærandi hafi fengið aðgang að þeim hluta fundargerðar 11. fundar stjórnarinnar sem falli undir beiðni hans. Af efni fundargerðarinnar verður ráðið að átt sé við umræður undir 2. tölulið hennar. Undir 1. og 3. tölulið er ekki að finna aðrar umræður en um næsta stjórnarfund félagsins. Þá er ekkert í fundargerðinni sem úrskurðarnefndin telur að falli utan upplýsingaréttar kæranda samkvæmt 2. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verður því lagt fyrir Lindarhvol ehf. að veita kæranda aðgang að fundargerðinni í heild sinni á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins.</p><p>Í fundargerð stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 18. október 2016, er rætt um söluferli Klakka ehf. undir 3. tölulið ásamt tveimur öðrum. Af hálfu Lindarhvols ehf. hefur komið fram að félagið telji efni fundargerðarinnar til vinnugagna í skilningi 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin hefur áður tekið fram að fundargerðir kunni að teljast til vinnugagna, en þó eingöngu þegar þær (1) þær eru ritaðar af starfsmanni viðkomandi aðila (2) þær eru ekki afhentar öðrum heldur einvörðungu til eigin afnota fyrir starfsmenn og (3) þær eru notaðar með sama hætti og vinnuskjöl eru almennt notuð við meðferð mála. Í síðastnefnda skilyrðinu felst að fundargerðirnar séu undirbúningsgögn í reynd. Að þessu er vikið í athugasemdum við ákvæði 8. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum:</p><blockquote><p>Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Þá getur verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt.</p></blockquote><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fellur umfjöllun undir 3. tölulið fundargerðar stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 18. október 2016, ekki að þessari lýsingu á undirbúningsgögnum. Þar er ekki að finna umfjöllun um ólík sjónarmið sem vega þarf og meta eða gagnstæðar röksemdir sem taka þurfi tillit til við töku ákvörðunar. Þess í stað er farið yfir stöðu söluferlisins, framlögð tilboð og tekin ákvörðun um að síðara tilboð Kviku banka hf. hafi borist eftir lok tilboðsfrests. Að mati úrskurðarnefndarinnar ber umfjöllunin þess heldur merki að teknar hafi verið endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu máls, sbr. 1. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. tölul. 6. gr., sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr., en að um sé að ræða raunverulegt undirbúningsgagn. Í þessu sambandi hefur úrskurðarnefndin hliðsjón af því að takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum ber að skýra þröngt. Verður því lagt fyrir Lindarhvol ehf. að veita kæranda aðgang að þeim hluta fundargerðarinnar sem fellur undir beiðni hans, auk almennrar umfjöllunar í henni, eins og nánar greinir í úrskurðarorði.</p><h3><b>5.</b></h3><p>Lindarhvoll ehf. hefur borið fyrir sig að tölvupóstar frá B hrl., dags. 15. og 16. október 2016, teljist til vinnugagna í skilningi 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr., sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Sama gildir um minnisblað, dags. 19. október 2016, sem lá fyrir á fundi stjórnar félagsins þann 20. október 2016.</p><p>Í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga er tekið fram að vinnugögn séu gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í skýringum við ákvæðið er tekið fram að gagnið skuli ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og megi ekki hafa verið afhent öðrum. Í skilyrðinu felist það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljist ekki til vinnugagna í skilningi ákvæðisins. Af gögnum málsins telur úrskurðarnefndin ljóst að B hrl. sé utanaðkomandi sérfræðingur í þessum skilningi gagnvart Lindarhvoli ehf. Til að mynda eru tölvupóstarnir sendir af netfangi hans hjá lögmannsstofu og minnisblaðið ritað á bréfsefni hennar. Þá hefst minnisblaðið á orðunum: „Lindarhvoll ehf. hefur falið undirrituðum lögmanni...“. Loks er litið til þess að af hálfu Lindarhvols ehf. hefur komið fram að félagið telji 3. tölul. 6. gr., sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr., upplýsingalaga nr. 140/2012 eiga við um minnisblaðið, en þar er fjallað um bréfaskipti aðila sem falla undir upplýsingalög við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál sé höfðað. Samkvæmt framangreindu er ekki uppfyllt það skilyrði vinnugagna um tölvupóstana og minnisblaðið að þau séu rituð eða útbúin til eigin nota, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Eru því ekki skilyrði til að synja kæranda um aðgang að þeim á þessum grundvelli. Lindarhvoll ehf. hefur ekki vísað til annarra takmarkana upplýsingalaga á aðgangi kæranda að tölvupóstunum og hefur skoðun úrskurðarnefndarinnar ekki leitt slíkar takmarkanir í ljós. Ber því að veita kæranda aðgang að þeim á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p><p>Eins og áður segir hefur Lindarhvoll ehf. einnig synjað kæranda um aðgang að minnisblaðinu á grundvelli 3. tölul. 6. gr., sbr. 1. tölul. 2. mgr. 14. gr., upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að þessi takmörkun á upplýsingarétti almennings á samkvæmt orðalagi ákvæðisins einungis við þegar gagna er aflað til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort dómsmál skuli höfðað, sbr. athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga. Undanþágan tekur ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt, sbr. athugasemdir við ákvæðið í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga. Þar sem minnisblaðið ber ekki með sér að vera unnið í tengslum við rekstur dómsmáls verður heldur ekki fallist á það með Lindarhvoli ehf. að heimilt hafi verið að takmarka rétt kæranda til aðgangs að því á þessum grundvelli. Verður því lagt fyrir Lindarhvol ehf. að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu.</p><h3><b>6.</b></h3><p>Þá koma til skoðunar tilboð í söluhlutinn sem bárust Lindarhvoli ehf. innan tilboðsfrests og móttökustaðfestingum. Um er að ræða þrjú tilboð sem öll bárust föstudaginn 14. október 2016. Synjun Lindarhvols á beiðni kæranda um aðgang að þeim byggðist á 9. gr., sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, en samkvæmt síðarnefnda ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir m.a.:</p><blockquote><p>Algengt er á hinn bóginn að [...] gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram kemur beiðni um aðgang að slíkum gögnum er þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felst í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir eru að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins. </p><p>Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.</p></blockquote><p> Í athugasemdunum kemur einnig fram að þegar lögaðilar geri samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað sé opinberum hagsmunum, geti það haft mikið vægi að miklir hagsmunir standi til þess að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Að því leyti sem slíkar upplýsingar kunna að hafa áhrif á samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem semja við opinbera aðila um slíkar ráðstafanir eða taka þátt í útboðum vegna slíkra ráðstafana hefur úrskurðarnefndin miðað við að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni og að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Eins og áður segir gilda sömu sjónarmið um opinber söluferli.</p><p>Í ljósi þessa hafði kærandi hagsmuni af því að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum til að geta borið sig saman við aðra þátttakendur til að átta sig á því hvernig staðið var að ákvörðun um söluna. Þótt kærandi eigi mesta hagsmuni af því að fá aðgang að gögnum um þann aðila sem varð hlutskarpastur kann hann einnig að hafa gagn af því að sjá gögn annarra umsækjenda, til að öðlast frekari innsýn í þau skilyrði sem Lindarhvoll ehf. beitti við val á milli þeirra. Ekki er unnt að fallast á að upplýsingar um að tiltekinn lögaðili hafi tekið þátt í opinberu söluferli teljist til upplýsinga um einkamálefni hans í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga í ljósi framangreindra sjónarmiða. Því var Lindarhvoli ehf. ekki stætt á því að heita þátttakendum í söluferlinu trúnaði um þátttökuna. Félagið er bundið af ákvæðum upplýsingalaga og frá þeim verður ekki vikið með yfirlýsingum af þessu tagi.</p><p>Samkvæmt framangreindu þarf að vega hagsmuni kæranda af aðgangi að tilboðunum og móttökustaðfestingunum gegn hagsmunum bjóðenda af því að efni þeirra fari leynt. Við matið hefur úrskurðarnefndin m.a. hliðsjón af afstöðu þeirra, sem aflað var við meðferð málsins á grundvelli 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.</p><p>Boð Ásaflatar ehf. var sent með tölvupósti þann 14. október 2016. Tilboðið er tvær blaðsíður að lengd og á íslensku. Af hálfu félagsins hefur komið fram að ráða megi í viðskiptaáætlanir og fjárhagslega stöðu félagsins ef kæranda verði veittur aðgangur að tilboðinu. Skoðun úrskurðarnefndarinnar á skjalinu gefur ekki tilefni til að fallast á þetta. Engar upplýsingar eru um aðrar fyrirætlanir félagsins en að eignast hluti í Klakka og tilheyrandi nauðasamningskröfu. Þá telur úrskurðarnefndin upplýsingar um fyrirvara við tilboðið ekki vera þess eðlis að þær teljist til einkamálefna félagsins, þannig að leynd yfir þeim gangi framar hagsmunum kæranda af því að kynna sér upplýsingar um söluferlið. Ber Lindarhvoli ehf. því að veita kæranda aðgang að tilboði Ásaflatar ehf. á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Sama gildir um staðfestingu Lindarhvols ehf. á mótttöku tilboðsins, enda verður ekki séð að nokkur rök standi til þess að synja kæranda um aðgang að henni.</p><p>Sömu sjónarmið gilda að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál um tilboð BLM fjárfestinga ehf. Tilboðinu fylgja staðlaðir samningsskilmálar sem eru nokkuð umfangsmiklir en ekki verður séð að þeir hafi að geyma nokkur viðskiptaleyndarmál eða aðrar upplýsingar sem leynt eiga að fara á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Að minnsta kosti er að mati nefndarinnar ljóst að hagsmunir kæranda af því að geta lagt mat á það hvernig staðið var að vali tilboða vega eins og hér stendur á þyngra en hagsmunir BLM fjárfestinga ehf. af því að upplýsingarnar fari leynt.</p><p>Loks er tilboð kæranda sjálfs á meðal umbeðinna gagna. Enda þótt ætla verði að kærandi hafi í fórum sínum afrit af því getur hann engu að síður átt hagsmuni af því að staðreyna að Lindarhvoll ehf. hafi það í vörslum sínum og sama efnis. Jafnframt er ljóst að engar takmarkanir á upplýsingarétti kæranda eiga við um tilboðið. Verður því lagt fyrir Lindarhvol ehf. að veita kæranda aðgang að því og afritum af mótttökustaðfestingu á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p><h3><b>7.</b></h3><p>Næst verður skorið úr um rétt kæranda til aðgangs að afritum af svörum Lindarhvols ehf. til tilboðsgjafanna þriggja og öðrum samskiptum. Almennt verður að telja að kærandi geti átt af því hagsmuni að kynna sér hvernig samskiptum Lindarhvols ehf. við aðra tilboðsgjafa var háttað, enda geta slíkar upplýsingar veitt mikilvægar vísbendingar um það hvernig staðið var að söluferlinu. Hins vegar ber að staðfesta synjun Lindarhvols ehf. að því leyti sem í samskiptunum koma fyrir upplýsingar sem félaginu var heimilt að undanskilja á grundvelli 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr., upplýsingalaga.</p><p>Með tölvupóstum, dags. 20. október 2016, tilkynnti Lindarhvoll ehf. tilboðsgjöfum að þrjú tilboð hefðu borist og að gengið verði að einu þeirra. Með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin voru að framan um tilboðin sjálf er það mat úrskurðarnefndarinnar að Lindarhvoli ehf. hafi ekki verið heimilt að synja kæranda um aðgang að tilkynningunum. Úrskurðarnefndin fór yfir önnur samskipti Lindarhvols ehf. við tilboðsgjafa með hliðsjón af sömu sjónarmiðum og telur hagsmuni kæranda af aðgangi að þeim í öllum tilvikum vega þyngra en hagsmunir annarra tilboðsgjafa af því að þau fari leynt. Í því sambandi er meðal annars litið til þess að stærstur hluti samskiptanna er á milli Lindarhvols ehf. og Kviku banka, sem hefur samþykkt að kærandi fái aðgang að upplýsingum úr söluferlinu sem bankann varða. Þá er að mati nefndarinnar ekki að finna upplýsingar í samskiptunum um einkamálefni annarra tilboðsgjafa sem leynt eiga að fara á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því Lindarhvoli ehf. að veita kæranda aðgang að samskiptunum á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins, eins og nánar greinir í úrskurðarorði.</p><h3><b>8.</b></h3><p>Loks kemur til skoðunar endanlegur kaupsamningur um kaup á nauðasamningskröfum í Klakka ehf., dags. 1. nóvember 2016. Samningurinn er niðurstaða söluferilsins sem kærandi tók þátt í og hefur kærandi af því mikla hagsmuni að kynna sér hvernig staðið var að samningsgerðinni. Þá felur samningurinn í sér upplýsingar um umtalsverða ráðstöfun opinberra hagsmuna og eru heimildir stjórnvalda til að takmarka aðgang að slíkum upplýsingum þröngar. Skoðun úrskurðarnefndarinnar hefur ekki leitt í ljós að í samningnum komi fram viðkvæmar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni kaupanda eða annarra lögaðila í skilningi 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Verður því lagt fyrir Lindarhvol ehf. að veita kæranda aðgang að samningnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. laganna. Þetta á við þrátt fyrir ákvæði samningsins um gagnkvæman trúnað, enda geta opinberir aðilar ekki vikið frá fyrirmælum upplýsingalaga með samningum.</p><p> </p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Lindarhvoli ehf. ber að veita kæranda, Frigusi II ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum:</p><p><ol><li>Fundargerðum funda stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 18. og 20. október 2016.<br></li><li>Tölvupóstum B hrl. til stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 15. október 2016 og 16. október 2016.<br></li><li>Drögum að minnisblaði B hrl., dags. 19. október 2016, sem lágu fyrir á stjórnarfundi Lindarhvols ehf., dags. 20. október 2016.<br></li><li>Afritum af þeim þremur tilboðum sem bárust innan tilboðsfrests.<br></li><li>Staðfestingum Lindarhvols ehf. á móttöku þeirra tilboða sem bárust innan tilboðsfrests, dags. 14. október 2016.<br></li><li>Afritum af svörum Lindarhvols ehf. til þeirra þriggja tilboðsgjafa sem skiluðu tilboðum innan tilboðsfrests, dags. 20. október 2016.<br></li><li>Afritum af gögnum um samskipti við tilboðsgjafana þrjá, nánar tiltekið:<br>a. Tölvupóstsamskiptum Lindarhvols ehf. og Ásaflatar ehf., dags. 3. október 2016.<br>b. Tölvupóstsamskiptum Lindarhvols ehf. og Fjeldsted og Blöndal lögmannsstofu, f.h. BLM fjárfestinga ehf., dags. 3.-7. október 2016.<br>c. Tölvupóstsamskiptum Lindarhvols ehf. og Kviku banka ehf., dags. 10.-14. október 2016.<br>d. Tölvupóstsamskiptum Lindarhvols ehf. og Kviku banka ehf., dags. 17. október 2016.<br>e. Tölvupóstsamskiptum Lindarhvols ehf. og Kviku banka ehf., dags. 18. október 2016, ásamt fylgiskjali.<br>f. Tölvupóstsamskiptum Lindarhvols ehf. og Kviku banka ehf., dags. 14.-20. október 2016.<br>g. Tölvupóstsamskiptum Lindarhvols ehf. og Fjeldsted og Blöndal lögmannsstofu, f.h. BLM fjárfestinga ehf., dags. 20.-21. október 2016.<br>h. Tölvupóstsamskiptum Lindarhvols ehf. og Kviku banka ehf., dags. 7.-9. nóvember 2016.</li><li> Kaupsamningi um kaup á nauðasamningskröfum í Klakka ehf., dags. 1. nóvember 2016.<br></li></ol></p><p> </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> <br></p> |
729/2018. Úrskurður frá 15. mars 2018 | Deilt var um rétt foreldris til aðgangs að samræmdum könnunarprófum og úrlausnum barns í vörslum Menntamálastofnunar. Af hálfu stofnunarinnar kom fram að hún teldi 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á rétti almennings til aðgangs að gögnum um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf eiga við um umbeðin gögn. Úrskurðarnefndin rakti ákvæði laga og reglna um próf í grunnskólum og komst að þeirri niðurstöðu að engin þeirra kæmi í veg fyrir aðgang kæranda. Var hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Menntamálastofnun að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 15. mars 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 729/2018 í máli ÚNU 17070001.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 29. júní 2017, kærði A þá ákvörðun Menntamálastofnunar að synja honum um aðgang að samræmdum könnunarprófum sem lögð voru fyrir í stærðfræði og íslensku í september 2016. Í kæru fer kærandi jafnframt fram á aðgang að svörum dóttur sinnar og fyrirgjöf fyrir hverja spurningu í prófunum. Kærandi fór fram á aðgang að gögnunum með bréfum, dags. 18. maí 2017 og 12. júní 2017. Menntamálastofnun tók afstöðu til beiðninnar með bréfi, dags. 13. júní 2017, þar sem kæranda var synjað um aðgang að gögnunum. Í bréfinu kemur fram að stofnunin birti ekki prófspurningar samræmdra könnunarprófa.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 6. júlí 2017, var Menntamálastofnun kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn. Jafnframt var óskað eftir afritum af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn Menntamálastofnunar barst með bréfi, dags. 24. ágúst 2017, ásamt afritum af samræmdum könnunarprófum og fylgiskjali er varðar úrlausnir dóttur kæranda.</p><p>Í umsögninni kemur fram að stofnunin hafi í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið lokað fyrir aðgang að samræmdum prófum frá og með haustönn 2016. Að baki þeirri ákvörðun liggi tvær ástæður. Í fyrsta lagi hafi stofnunin unnið að innleiðingu rafrænna samræmdra könnunarprófa undanfarið ár og séu einstaklingsmiðuð próf endanlegt markmið þeirrar vinnu. Einungis sé mögulegt að leggja slík próf fyrir á rafrænu formi þar sem prófkerfið þurfi að geta fylgt getu nemandans eftir sjálfvirkt með því að leggja fyrir hann spurningu við hæfi. Þannig velji prófkerfið hærra hlutfall erfiðra prófspurninga fyrir nemendur sem sýni fram á góða hæfni en hærra hlutfall auðveldra prófspurninga fyrir nemendur þar sem hæfnina skorti. Í slíku umhverfi fari niðurstaðan eftir því hve þungum prófspurningum nemandi svari rétt en ekki hve mörgum hann svari rétt. Einstaklingsmiðuð próf byggi á mjög stórum banka af prófspurningum og hann sé í raun svo stór að ekki sé raunhæft að semja ný atriði fyrir hverja próflögn. Fjölbreytni þurfi að vera í því á hvaða hæfni prófspurningar reyni og um leið ákveðinn fjöldi prófspurninga sem reyni á sömu hæfni og séu svipaðar að þyngd. Í prófaumhverfi sem þessu séu prófatriði alla jafna notuð í nokkur ár og gerð opinber þegar notkun sé hætt. Til þess að unnt sé að ná markmiðinu um einstaklingsmiðuð próf sé nauðsynlegt að prófspurningarnar komi ekki fyrir augu almennings á þeim tíma sem þær séu í notkun.</p><p>Annar tilgangur með því að loka fyrir aðgang að prófspurningum sé að gefa stofnuninni kost á að gefa mynd af breytingum og framvindu námsárangurs íslenskra barna í samræmi við hlutverk stofnunarinnar, sbr. ákvæði b. og c.-liðar 1. mgr. 5. gr. laga um Menntamálastofnun nr. 91/2015. Á undanförnum árum hafi prófin einungis gefið upplýsingar um hvernig einstök sveitarfélög, landshlutar eða skólar standi í samanburði við aðra. Ekki séu til upplýsingar um það hvort nemendur eins árs standi sig betur eða verr en nemendur fyrri ára. Til þess að geta útbúið niðurstöður sem gefi mynd af breytingum yfir tíma verði að vera unnt að nota prófspurningar frá fyrra ári til að útbúa tengingu og stilla saman niðurstöður beggja ára.</p><p>Jafnframt kemur fram í umsögninni að fjallað sé nánar um framkvæmd prófanna í reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla nr. 173/2017. Stofnunin vísar til 2. og 3. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar í þessu sambandi.</p><p>Stofnunin telur að mikilvægir almannahagsmunir liggi að baki því að birta ekki prófspurningar úr samræmdum könnunarprófum enda sé allt íslenska grunnskólakerfið undir. Þá sé ljóst að fyrirhugað sé að leggja prófspurningarnar fyrir aftur en þær prófspurningar sem stofnunin endurnýti ekki séu gerðar opinberar. Með vísan til þessa telur stofnunin því að uppfyllt séu skilyrði 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og því sé stofnuninni heimilt að synja um aðgang að prófspurningunum.</p><p>Umsögn Menntamálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. ágúst 2017, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 12. september 2017. Þar tekur kærandi fram að þau próf sem hann óski eftir aðgangi að séu samræmd könnunarpróf en ekki einstaklingsmiðuð próf. Þá ítrekar kærandi beiðni sína um fullan aðgang að samræmdum prófum sem Menntamálastofnun lagði fyrir í stærðfræði og íslensku í september 2016 sem og fullan aðgang að svörum dóttur sinnar og fyrirgjöf fyrir hverja spurningu á prófunum.</p><h3><b>Niðurstaða<br></b><b>1.</b></h3><p>Mál þetta varðar beiðni um aðgang að samræmdum könnunarprófum sem lögð voru fyrir í september 2016 sem og að úrlausnum dóttur kæranda á umræddum prófum ásamt fyrirgjöf fyrir hverja spurningu.</p><p>Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvörðun um einkunnagjöf þegar um er að ræða einkunnir sem reiknast til lokaprófs, er ákvörðun í merkingu 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 21. gr. sömu laga. Í 39. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla er fjallað um samræmd könnunarpróf. Af ákvæði 39. gr. og ákvæðum reglugerðarinnar má ráða að samræmt könnunarpróf er ekki lokapróf í grunnskóla, heldur er um að ræða, eins og heiti prófsins gefur til kynna, próf sem lagt er fyrir í þeim tilgangi að kanna stöðu nemandans. Fer því um aðgang kæranda að prófunum eftir upplýsingalögum nr. 140/2012.</p><p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um skyldu þeirra sem heyra undir lögin að veita aðila aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan, sé þess óskað. Í athugasemdum við 14. gr. frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Ákvæðið hefur því verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur auðsýnt að upplýsingar um prófúrlausnir barns í grunnskóla varði foreldri með þeim hætti að það hafi sérstaka hagsmuni umfram almenning af því að fá aðgang að úrlausnunum.</p><p>Í 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. laga nr. 140/2012 segir að ákvæði 1. mgr. greinarinnar gildi ekki um gögn sem hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara skv. 10. gr. laganna. Menntamálastofnun styður synjun á beiðni kæranda við 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, væru þau á almannavitorði. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir að með prófum sé átt við hvers konar prófraunir sem opinberir aðilar standi fyrir. Augljóst sé að eigi próf að geta gefið óvilhalla niðurstöðu sé nauðsynlegt að halda öllum prófgögnum leyndum áður en próf er þreytt. Þá er tekið fram í 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna að veita skuli aðgang að gögnum þegar ráðstöfunum og prófum sé að fullu lokið nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar við skýringu á 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að sé prófi lokið og ekki fyrirhugað að leggja sama próf aftur í óbreyttri eða nær óbreyttri mynd beri að veita aðgang að því á grundvelli meginreglu 5. gr. upplýsingalaga. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 710/2017 og 662/2016. Af hálfu Menntamálastofnunar hefur komið fram að verði stofnuninni gert að afhenda prófspurningarnar verði ekki hægt að koma á einstaklingsmiðuðum samræmdum prófspurningum og þá muni stofnunin ekki geta gefið mynd af breytingum og framvindu námsárangurs íslenskra barna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki unnt að fallast á með stofnuninni að aðgangur almennings að samræmdu prófi, sem lagt var fyrir mikinn fjölda grunnskólabarna, geti haft þessi áhrif. Þá geta þessi sjónarmið í öllu falli ekki leitt til þess að vikið sé frá meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Úrskurðarnefndin telur ljóst af gögnum málsins að samræmdu könnunarprófin verði ekki lögð fyrir í óbreyttri eða nær óbreyttri mynd ár hvert og því geti þau samkvæmt orðanna hljóðan ekki talist fyrirhuguð í skilningi 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður því ekki fallist á að 2. tölul. 2. mgr. 14. gr., sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, komi í veg fyrir rétt kæranda til aðgangs að gögnunum. Því verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að prófúrlausnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem gerðar eru í lögum.</p><h3><b>2.</b></h3><p>Í synjun Menntamálastofnunar er einnig vísað til 2. mgr. og 3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla.</p><p>Í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla, sem sett var með stoð í 4. mgr. 39. gr. laga um grunnskóla segir:</p><blockquote><p>Menntamálastofnun skal birta opinberlega dæmi um prófatriði úr öllum námsgreinum og námsþáttum ásamt lýsingu á þeirri hæfni sem metin er. Þá skal Menntamálastofnun gera prófúrlausnir aðgengilegar fyrir skóla svo hægt sé að skoða svör nemenda. Skólinn afhendir foreldrum prófúrlausnir ef eftir því er óskað.</p></blockquote><p>Í 3. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar segir svo:</p><blockquote><p>Menntamálastofnun er ekki skylt að birta prófatriði samræmdra könnunarprófa hverju sinni enda séu þau endurnýtt við að þróa prófabanka fyrir einstaklingsmiðuð samræmd könnunarpróf.</p></blockquote><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál felur ákvæði 3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 í sér að Menntamálastofnun sé ekki skylt að birta að eigin frumkvæði prófatriði samræmdra könnunarprófa sé fyrirhugað að endurnýta prófatriðin við að þróa prófabanka. Hér verður hins vegar að hafa sérstaklega í huga að reglugerðarákvæðið getur ekki vikið til hliðar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum og leysir því ekki Menntamálastofnun undan þeirri skyldu sem lögin leggja henni á herðar. Því verður ekki fallist á það með Menntamálastofnun að 3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 standi í vegi fyrir aðgangi kæranda að prófspurningunum.</p><p>Í 3. mgr. 27. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir:</p><blockquote><p>Nemendur og foreldrar þeirra eiga rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og matstæki, þar með talið að skoða metin verkefni og prófúrlausnir. Þeir eiga jafnframt rétt á munnlegum skýringum á námsmati og að niðurstaða námsmats sæti endurskoðun innan grunnskólans. Slík endurskoðun telst ekki ígildi stjórnsýslukæru í skilningi stjórnsýslulaga.</p></blockquote><p>Í 2. mgr. 3. gr. laga um grunnskóla segir að foreldrar gæti hagsmuna barna sinna á skólaskyldualdri en foreldri samkvæmt lögunum teljist þeir sem fara með forsjá barns í skilningi barnalaga. Í 1. mgr. 19. gr. laganna segir svo að foreldrar beri ábyrgð á námi barna sinna og beri þeim að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við þau og kennara þeirra. Þá segir m.a. í 3. mgr. 18. gr. laganna að foreldrar skuli fylgjast með og styðja við skólagöngu barna sinna og námsframvindu. Til þess að foreldrar geti rækt hlutverk sitt samkvæmt framangreindum ákvæðum er ljóst að þeir verða að geta aflað sér upplýsinga um námsframvindu barna sinna.</p><p>Í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla er skýrt tekið fram að skóli afhendi foreldrum prófúrlausnir á samræmdum könnunarprófum sé eftir því óskað.</p><p>Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki vafa á því að það foreldri sem fer með forsjá barns eigi rétt á aðgangi að prófúrlausn barns síns. Sama á almennt við enda þótt foreldri fari ekki með forsjá barns en í 2. mgr. 52. gr. barnalaga nr. 76/2003 er kveðið á um rétt foreldris sem ekki hefur forsjá barns til aðgangs að skriflegum gögnum um barnið frá skólum og leikskólum. Samkvæmt 3. mgr. 52. gr. er þó heimilt að synja um upplýsingar ef hagsmunir foreldris af því að notfæra sér þær þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunum, þar á meðal ef telja verður að upplýsingagjöf sé skaðleg fyrir barn. Í athugasemdum um ákvæðið í greinargerð til laga nr. 76/2003 segir að það hafi verið tekið upp í barnalög með lögum nr. 23/1995 og sé skýrt í athugasemdum með frumvarpi til þeirra laga. Í almennum athugasemdum við frumvarp til laga nr. 23/1995 segir m.a. um 3. gr. frumvarpsins um upplýsingarétt foreldris sem ekki hefur forsjá barns, að foreldrið hafi réttmætt tilkall til að fylgjast með barni, heilsuhögum þess, þroskaferli, skólagöngu, uppeldi, félagslegri stöðu og þátttöku þess í félagsstarfi o.s.frv. Lögfesting á slíkum aðgangi foreldris að upplýsingum um hagi barns ætti m.a. að bæta hlut forsjárlausa foreldrisins sem verði þó að hafa aðgát er það neytir þessa réttar síns og sýna nærgætni. Þá er tekið fram að ákvæði 3. gr. hafi ekki síst gildi fyrir foreldri sem ekki geti notið hins venjubundna umgengnisréttar, t.d. vegna fjarlægðar frá barni, og geti ekki með þeim hætti kynnt sér hagi barns almennt með umgengni við það. Þá segir að verði 3. gr. frumvarpsins verði lögtekin sé þar með mótuð sú almenna regla sem sé þó ekki undantekningarlaus að það foreldri sem ekki nýtur forsjár eigi yfirleitt aðgang að persónuupplýsingum varðandi barnið til jafns við forsjárforeldrið. Enn fremur er tekið fram að ákvæði 3. mgr. 3. gr. frumvarpsins um heimild til að synja um upplýsingar sé sniðið að 17. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, en t.d. væri óheimilt að veita mjög viðkvæmar upplýsingar sem gætu verið skaðlegar fyrir barnið, t.d. spillt sambandi þess og foreldris. </p><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela upplýsingar um prófúrlausnir barns í samræmdum könnunarprófum í grunnskóla ekki í sér viðkvæmar upplýsingar sem skaðað geti barnið verði forsjárlausu foreldri veittur aðgangur að úrlausnunum. Nefndin telur því ekki skipta máli við mat á því hvort foreldri eigi rétt til aðgangs að prófúrlausn barns í grunnskóla hvort foreldrið hafi forsjá þess eða ekki. Að sama skapi telur nefndin takmörkunarákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga á upplýsingarétti aðila að upplýsingum ekki eiga við um rétt kæranda um aðgang að gögnunum. Loks verður ekki séð að Menntamálastofnun hafi synjað beiðni kæranda um aðgang að gögnum á grundvelli þeirra sjónarmiða sem lýst er í 3. mgr. 52. gr. barnalaga þannig að unnt sé að bera þá ákvörðun undir sýslumann samkvæmt 4. mgr. 52. gr. sömu laga. Synjun Menntamálastofnunnar er því réttilega borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p>Samkvæmt framangreindu verður því ekki fallist á það með Menntamálastofnun að heimilt sé að synja kæranda um aðgang að gögnunum.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Menntamálastofnun ber að veita kæranda, A, aðgang að samræmdum könnunarprófum í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir í september 2016 og úrlausnum barns hans á prófunum.</p><p> </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> <br></p> |
730/2018. Úrskurður frá 15. mars 2018 | Deilt var um rétt foreldris til aðgangs að samræmdum könnunarprófum og úrlausnum barns í vörslum Menntamálastofnunar. Af hálfu stofnunarinnar kom fram að hún teldi 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á rétti almennings til aðgangs að gögnum um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf eiga við um umbeðin gögn. Úrskurðarnefndin rakti ákvæði laga og reglna um próf í grunnskólum og komst að þeirri niðurstöðu að engin þeirra kæmi í veg fyrir aðgang kæranda. Var hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Menntamálastofnun að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. | <h3><b>Úrskurður</b></h3><p>Hinn 15. mars 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 730/2018 í máli ÚNU 17110005.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 9. nóvember 2017, kærði A synjun Menntamálastofnunar á beiðni um afrit af samræmdum könnunarprófum í íslensku og stærðfræði sem sonur hans þreytti 28. og 29. september 2017. Í synjun Menntamálastofnunar, dags. 9. nóvember 2017, segir að með vísan til 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga sé stofnuninni ekki heimilt að afhenda þau prófatriði sem nemandinn tók,. Þá kemur fram í synjun Menntamálastofnunar að kærandi eigi að geta fengið aðgang að svörum sonar síns í grunnskólanum hans. Þar eigi hann jafnframt að geta fengið upplýsingar um hvaða prófatriðum sonur hans hafi svarað rétt og rangt og ennfremur fái hann þar yfirlit yfir öll prófatriði og sýnispróf.</p><p><b>Málsmeðferð</b></p><p>Með bréfi, dags. 17. nóvember 2017, var Menntamálastofnun kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn. Jafnframt var óskað eftir afritum af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn Menntamálastofnunar barst með bréfi, dags. 1. desember 2017. Í umsögninni er vísað til rökstuðnings stofnunarinnar í umsögn við kæru í máli ÚNU 17070001, dags. 24. ágúst 2017, en hann eigi við í þessu máli.</p><p>Umsögn Menntamálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 5. desember 2017 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. desember 2017, segir að nokkuð ljóst sé að rök stofnunarinnar standist ekki, t.d. með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 710/2017. Þá segir að ekki sé fyrirhugað að leggja prófið fyrir aftur og að aukin vinna eða óþægindi fyrir stofnunina geti ekki vikið burt meginreglu 5. gr. upplýsingalaga.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Mál þetta varðar beiðni um aðgang úrlausnum sonar kæranda í samræmdum könnunarprófum sem lögð voru fyrir í september 2016 sem og að úrlausnum sonar kæranda á prófunum.</p><p>Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvörðun um einkunnagjöf þegar um er að ræða einkunnir sem reiknast til lokaprófs, er ákvörðun í merkingu 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 21. gr. sömu laga. Í 39. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla er fjallað um samræmd könnunarpróf. Af ákvæði 39. gr. og ákvæðum reglugerðarinnar má ráða að samræmt könnunarpróf sé ekki lokapróf í grunnskóla, heldur sé um að ræða, eins og heiti prófsins gefur til kynna, próf sem lagt er fyrir í þeim tilgangi að kanna stöðu nemandans. Fer því um aðgang kæranda að prófunum eftir upplýsingalögum nr. 140/2012.</p><p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um skyldu þeirra sem heyra undir lögin að veita aðila aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan, sé þess óskað. Í athugasemdum við 14. gr. frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Ákvæðið hefur því verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur auðsýnt að upplýsingar um prófúrlausnir barns í grunnskóla varði foreldri með þeim hætti að það hafi sérstaka hagsmuni umfram almenning af því að fá aðgang að úrlausnunum.</p><p>Í 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. laga nr. 140/2012 segir að ákvæði 1. mgr. greinarinnar gildi ekki um gögn sem hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eigi að fara skv. 10. gr. laganna. Menntamálastofnun styður synjun á beiðni kæranda við 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera, ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, væru þau á almannavitorði. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir að með prófum sé átt við hvers konar prófraunir sem opinberir aðilar standi fyrir. Augljóst sé að eigi próf að geta gefið óvilhalla niðurstöðu sé nauðsynlegt að halda öllum prófgögnum leyndum áður en próf er þreytt. Þá er tekið fram í 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna að veita skuli aðgang að gögnum þegar ráðstöfunum og prófum sé að fullu lokið, nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar við skýringu á 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að sé prófi lokið og ekki fyrirhugað að leggja sama próf fyrir aftur í óbreyttri eða nær óbreyttri mynd, beri að veita aðgang að því á grundvelli meginreglu 5. gr. upplýsingalaga. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 710/2017 og 662/2016. Af hálfu Menntamálastofnunar hefur komið fram að verði stofnuninni gert að afhenda prófspurningarnar verði ekki hægt að koma á einstaklingsmiðuðum samræmdum prófspurningum og þá muni stofnunin ekki geta gefið mynd af breytingum og framvindu námsárangurs íslenskra barna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki unnt að fallast á með stofnuninni að aðgangur almennings að samræmdu prófi, sem lagt var fyrir mikinn fjölda grunnskólabarna, geti haft þessi áhrif. Þá geta þessi sjónarmið í öllu falli ekki leitt til þess að vikið sé frá meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Úrskurðarnefndin telur ljóst af gögnum málsins að samræmdu könnunarprófin verði ekki lögð fyrir í óbreyttri eða nær óbreyttri mynd ár hvert og því geti þau samkvæmt orðanna hljóðan ekki talist fyrirhuguð í skilningi 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður því ekki fallist á að 2. tölul. 2. mgr. 14. gr., sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, komi í veg fyrir rétt kæranda til aðgangs að gögnunum. Því verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að prófúrlausnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem gerðar eru í lögum.</p><h3><b>2.</b></h3><p>Í synjun Menntamálastofnunar er einnig vísað til 2. mgr. og 3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla.</p><p>Í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla, sem sett var með stoð í 4. mgr. 39. gr. laga um grunnskóla segir:</p><blockquote><p>Menntamálastofnun skal birta opinberlega dæmi um prófatriði úr öllum námsgreinum og námsþáttum ásamt lýsingu á þeirri hæfni sem metin er. Þá skal Menntamálastofnun gera prófúrlausnir aðgengilegar fyrir skóla svo hægt sé að skoða svör nemenda. Skólinn afhendir foreldrum prófúrlausnir ef eftir því er óskað.</p></blockquote><p>Í 3. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar segir svo:</p><blockquote><p>Menntamálastofnun er ekki skylt að birta prófatriði samræmdra könnunarprófa hverju sinni enda séu þau endurnýtt við að þróa prófabanka fyrir einstaklingsmiðuð samræmd könnunarpróf.</p></blockquote><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál felur ákvæði 3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 í sér að Menntamálastofnun sé ekki skylt að birta að eigin frumkvæði prófatriði samræmdra könnunarprófa sé fyrirhugað að endurnýta prófatriðin við að þróa prófabanka. Hér verður hins vegar að hafa sérstaklega í huga að reglugerðarákvæðið getur ekki vikið til hliðar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum og leysir því ekki Menntamálastofnun undan þeirri skyldu sem lögin leggja henni á herðar. Því verður ekki fallist á það með Menntamálastofnun að 3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 standi í vegi fyrir aðgangi kæranda að prófspurningunum.</p><p>Í 3. mgr. 27. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir:</p><blockquote><p>Nemendur og foreldrar þeirra eiga rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og matstæki, þar með talið að skoða metin verkefni og prófúrlausnir. Þeir eiga jafnframt rétt á munnlegum skýringum á námsmati og að niðurstaða námsmats sæti endurskoðun innan grunnskólans. Slík endurskoðun telst ekki ígildi stjórnsýslukæru í skilningi stjórnsýslulaga.</p></blockquote><p>Í 2. mgr. 3. gr. laga um grunnskóla segir að foreldrar gæti hagsmuna barna sinna á skólaskyldualdri en foreldri samkvæmt lögunum teljist þeir sem fara með forsjá barns í skilningi barnalaga. Í 1. mgr. 19. gr. laganna segir svo að foreldrar beri ábyrgð á námi barna sinna og beri þeim að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við þau og kennara þeirra. Þá segir m.a. í 3. mgr. 18. gr. laganna að foreldrar skuli fylgjast með og styðja við skólagöngu barna sinna og námsframvindu. Til þess að foreldrar geti rækt hlutverk sitt samkvæmt framangreindum ákvæðum er ljóst að þeir verða að geta aflað sér upplýsinga um námsframvindu barna sinna.</p><p>Í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla er skýrt tekið fram að skóli afhendi foreldrum prófúrlausnir á samræmdum könnunarprófum sé eftir því óskað.</p><p>Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki vafa á því að það foreldri sem fer með forsjá barns eigi rétt á aðgangi að prófúrlausn barns síns. Sama á almennt við enda þótt foreldri fari ekki með forsjá barns en í 2. mgr. 52. gr. barnalaga nr. 76/2003 er kveðið á um rétt foreldris sem ekki hefur forsjá barns til aðgangs að skriflegum gögnum um barnið frá skólum og leikskólum. Samkvæmt 3. mgr. 52. gr. er þó heimilt að synja um upplýsingar ef hagsmunir foreldris af því að notfæra sér þær þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunum, þar á meðal ef telja verður að upplýsingagjöf sé skaðleg fyrir barn. Í athugasemdum um ákvæðið í greinargerð til laga nr. 76/2003 segir að það hafi verið tekið upp í barnalög með lögum nr. 23/1995 og sé skýrt í athugasemdum með frumvarpi til þeirra laga. Í almennum athugasemdum við frumvarp til laga nr. 23/1995 segir m.a. um 3. gr. frumvarpsins um upplýsingarétt foreldris sem ekki hefur forsjá barns, að foreldrið hafi réttmætt tilkall til að fylgjast með barni, heilsuhögum þess, þroskaferli, skólagöngu, uppeldi, félagslegri stöðu og þátttöku þess í félagsstarfi o.s.frv. Lögfesting á slíkum aðgangi foreldris að upp lýsingum um hagi barns ætti m.a. að bæta hlut forsjárlausa foreldrisins sem verði þó að hafa aðgát er það neytir þessa réttar síns og sýna nærgætni. Þá er tekið fram að ákvæði 3. gr. hafi ekki síst gildi fyrir foreldri sem ekki geti notið hins venjubundna umgengnisréttar, t.d. vegna fjarlægðar frá barni, og geti ekki með þeim hætti kynnt sér hagi barns almennt með umgengni við það. Þá segir að verði 3. gr. frumvarpsins lögtekin sé þar með mótuð sú almenna regla sem sé þó ekki undantekningarlaus að það foreldri sem ekki nýtur forsjár eigi yfirleitt aðgang að persónuupplýsingum varðandi barnið til jafns við forsjárforeldrið. Enn fremur er tekið fram að ákvæði 3. mgr. 3. gr. frumvarpsins um heimild til að synja um upplýsingar sé sniðið að 17. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, en t.d. væri óheimilt að veita mjög viðkvæmar upplýsingar sem gætu verið skaðlegar fyrir barnið, t.d. spillt sambandi þess og foreldris. </p><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela upplýsingar um prófúrlausnir barns í samræmdum könnunarprófum í grunnskóla ekki í sér viðkvæmar upplýsingar sem skaðað geti barnið verði forsjárlausu foreldri veittur aðgangur að úrlausnunum. Nefndin telur því ekki skipta máli við mat á því hvort foreldri eigi rétt til aðgangs að prófúrlausn barns í grunnskóla hvort foreldrið hafi forsjá þess eða ekki. Að sama skapi telur nefndin takmörkunarákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga á upplýsingarétti aðila að upplýsingum ekki eiga við um rétt kæranda um aðgang að gögnunum. Loks verður ekki séð að Menntamálastofnun hafi synjað beiðni kæranda um aðgang að gögnum á grundvelli þeirra sjónarmiða sem lýst er í 3. mgr. 52. gr. barnalaga þannig að unnt sé að bera þá ákvörðun undir sýslumann samkvæmt 4. mgr. 52. gr. sömu laga. Synjun Menntamálastofnunnar er því réttilega borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p>Samkvæmt framangreindu verður því ekki fallist á það með Menntamálastofnun að heimilt sé að synja kæranda um aðgang að gögnunum.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Menntamálastofnun ber að veita kæranda, A, aðgang að samræmdum könnunarprófum í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir í september 2017 og úrlausnum barns hans á prófunum.</p><p> </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
731/2018. Úrskurður frá 15. mars 2018 | Deilt var um rétt foreldris til aðgangs að samræmdum könnunarprófum og úrlausnum barns í vörslum Menntamálastofnunar. Af hálfu stofnunarinnar kom fram að hún teldi 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á rétti almennings til aðgangs að gögnum um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf eiga við um umbeðin gögn. Úrskurðarnefndin rakti ákvæði laga og reglna um próf í grunnskólum og komst að þeirri niðurstöðu að engin þeirra kæmi í veg fyrir aðgang kæranda. Var hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Menntamálastofnun að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 15. mars 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 731/2018 í máli ÚNU 17110008.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 27. nóvember 2017, kærði A þá ákvörðun Menntamálastofnunar að synja henni um aðgang að úrlausnum sonar síns á samræmdum könnunarprófum sem hann þreytti í september 2017. Kærandi fór fram á aðgang að gögnunum með bréfum, dags. 7. og 8. nóvember 2017. Í synjun Menntamálastofnunar, dags. 8. nóvember 2017 segir að stofnunin afhendi ekki niðurstöður prófanna með vísan til 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 6. desember 2017, var Menntamálastofnun kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn. Jafnframt var óskað eftir afritum af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn Menntamálastofnunar barst með bréfi, dags. 13. desember 2017. Í umsögninni er vísað til rökstuðnings stofnunarinnar í umsögn við kæru í máli ÚNU 17070001, dags. 24. ágúst 2017, en hann eigi við í þessu máli.</p><p>Umsögn Menntamálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 28. desember 2017 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.</p><h3><b>Niðurstaða<br></b><b>1.</b></h3><p>Mál þetta varðar beiðni um aðgang að úrlausnum sonar kæranda á samræmdum könnunarprófum sem þreytt voru í september 2017.</p><p>Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvörðun um einkunnagjöf, þegar um er að ræða einkunnir sem reiknast til lokaprófs, er ákvörðun í merkingu 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 21. gr. sömu laga. Í 39. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla er fjallað um samræmd könnunarpróf. Af ákvæði 39. gr. og ákvæðum reglugerðarinnar má ráða að samræmt könnunarpróf er ekki lokapróf í grunnskóla, heldur er um að ræða, eins og heiti prófsins gefur til kynna, próf sem lagt er fyrir í þeim tilgangi að kanna stöðu nemandans. Fer því um aðgang kæranda að prófunum eftir upplýsingalögum nr. 140/2012.</p><p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um skyldu þeirra sem heyra undir lögin að veita aðila aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan, sé þess óskað. Í athugasemdum við 14. gr. frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Ákvæðið hefur því verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur auðsýnt að upplýsingar um prófúrlausnir barns í grunnskóla varði foreldri með þeim hætti að það hafi sérstaka hagsmuni umfram almenning af því að fá aðgang að úrlausnunum.</p><p>Í 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. laga nr. 140/2012 segir að ákvæði 1. mgr. greinarinnar gildi ekki um gögn sem hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara skv. 10. gr. laganna. Menntamálastofnun styður synjun á beiðni kæranda við 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum, þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera, ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, væru þau á almannavitorði. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir að með prófum sé átt við hvers konar prófraunir sem opinberir aðilar standi fyrir. Augljóst sé að eigi próf að geta gefið óvilhalla niðurstöðu sé nauðsynlegt að halda öllum prófgögnum leyndum áður en próf er þreytt. Þá er tekið fram í 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna að veita skuli aðgang að gögnum þegar ráðstöfunum og prófum sé að fullu lokið nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar við skýringu á 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga að sé prófi lokið og ekki fyrirhugað að leggja sama próf fyrir aftur í óbreyttri eða nær óbreyttri mynd beri að veita aðgang að því á grundvelli meginreglu 5. gr. upplýsingalaga. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 710/2017 og 662/2016. Af hálfu Menntamálastofnunar hefur komið fram að verði stofnuninni gert að afhenda prófspurningarnar verði ekki hægt að koma á einstaklingsmiðuðum samræmdum prófspurningum og þá muni stofnunin ekki geta gefið mynd af breytingum og framvindu námsárangurs íslenskra barna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki unnt að fallast á það með stofnuninni að aðgangur almennings að samræmdu prófi, sem lagt var fyrir mikinn fjölda grunnskólabarna, geti haft þessi áhrif. Þá geta þessi sjónarmið í öllu falli ekki leitt til þess að vikið sé frá meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Úrskurðarnefndin telur ljóst af gögnum málsins að samræmdu könnunarprófin verði ekki lögð fyrir í óbreyttri eða nær óbreyttri mynd ár hvert og því geti þau samkvæmt orðanna hljóðan ekki talist fyrirhuguð í skilningi 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Verður því ekki fallist á að 2. tölul. 2. mgr. 14. gr., sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, komi í veg fyrir rétt kæranda til aðgangs að gögnunum. Því verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að prófúrlausnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem gerðar eru í lögum.</p><h3><b>2.</b></h3><p>Í synjun Menntamálastofnunar er einnig vísað til 2. mgr. og 3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla.</p><p>Í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla, sem sett var með stoð í 4. mgr. 39. gr. laga um grunnskóla, segir:</p><blockquote><p>Menntamálastofnun skal birta opinberlega dæmi um prófatriði úr öllum námsgreinum og námsþáttum ásamt lýsingu á þeirri hæfni sem metin er. Þá skal Menntamálastofnun gera prófúrlausnir aðgengilegar fyrir skóla svo hægt sé að skoða svör nemenda. Skólinn afhendir foreldrum prófúrlausnir ef eftir því er óskað.</p></blockquote><p>Í 3. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar segir svo:</p><blockquote><p>Menntamálastofnun er ekki skylt að birta prófatriði samræmdra könnunarprófa hverju sinni enda séu þau endurnýtt við að þróa prófabanka fyrir einstaklingsmiðuð samræmd könnunarpróf.</p></blockquote><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál felur ákvæði 3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 í sér að Menntamálastofnun sé ekki skylt að birta að eigin frumkvæði prófatriði samræmdra könnunarprófa sé fyrirhugað að endurnýta prófatriðin við að þróa prófabanka. Hér verður hins vegar að hafa sérstaklega í huga að reglugerðarákvæðið getur ekki vikið til hliðar upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum og leysir því ekki Menntamálastofnun undan þeirri skyldu sem lögin leggja henni á herðar. Því verður ekki fallist á það með Menntamálastofnun að 3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 173/2017 standi í vegi fyrir aðgangi kæranda að prófspurningunum.</p><p>Í 3. mgr. 27. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir:</p><blockquote><p>Nemendur og foreldrar þeirra eiga rétt á upplýsingum um niðurstöður mats, matsaðferðir og matstæki, þar með talið að skoða metin verkefni og prófúrlausnir. Þeir eiga jafnframt rétt á munnlegum skýringum á námsmati og að niðurstaða námsmats sæti endurskoðun innan grunnskólans. Slík endurskoðun telst ekki ígildi stjórnsýslukæru í skilningi stjórnsýslulaga.</p></blockquote><p>Í 2. mgr. 3. gr. laga um grunnskóla segir að foreldrar gæti hagsmuna barna sinna á skólaskyldualdri en foreldri samkvæmt lögunum teljist þeir sem fara með forsjá barns í skilningi barnalaga. Í 1. mgr. 19. gr. laganna segir svo að foreldrar beri ábyrgð á námi barna sinna og beri þeim að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við þau og kennara þeirra. Þá segir m.a. í 3. mgr. 18. gr. laganna að foreldrar skuli fylgjast með og styðja við skólagöngu barna sinna og námsframvindu. Til þess að foreldrar geti rækt hlutverk sitt samkvæmt framangreindum ákvæðum er ljóst að þeir verða að geta aflað sér upplýsinga um námsframvindu barna sinna.</p><p>Í 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla er skýrt tekið fram að skóli afhendi foreldrum prófúrlausnir á samræmdum könnunarprófum sé eftir því óskað.</p><p>Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki vafa á því að það foreldri sem fer með forsjá barns eigi rétt á aðgangi að prófúrlausn barns síns. Sama á almennt við enda þótt foreldri fari ekki með forsjá barns en í 2. mgr. 52. gr. barnalaga nr. 76/2003 er kveðið á um rétt foreldris sem ekki hefur forsjá barns til aðgangs að skriflegum gögnum um barnið frá skólum og leikskólum. Samkvæmt 3. mgr. 52. gr. er þó heimilt að synja um upplýsingar ef hagsmunir foreldris af því að notfæra sér þær þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunum, þar á meðal ef telja verður að upplýsingagjöf sé skaðleg fyrir barn. Í athugasemdum um ákvæðið í greinargerð til laga nr. 76/2003 segir að það hafi verið tekið upp í barnalög með lögum nr. 23/1995 og sé skýrt í athugasemdum með frumvarpi til þeirra laga. Í almennum athugasemdum við frumvarp til laga nr. 23/1995 segir m.a. um 3. gr. frumvarpsins um upplýsingarétt foreldris sem ekki hefur forsjá barns, að foreldrið hafi réttmætt tilkall til að fylgjast með barni, heilsuhögum þess, þroskaferli, skólagöngu, uppeldi, félagslegri stöðu og þátttöku þess í félagsstarfi o.s.frv. Lögfesting á slíkum aðgangi foreldris að upplýsingum um hagi barns ætti m.a. að bæta hlut forsjárlausa foreldrisins sem verði þó að hafa aðgát er það neytir þessa réttar síns og sýna nærgætni. Þá er tekið fram að ákvæði 3. gr. hafi ekki síst gildi fyrir foreldri sem ekki geti notið hins venjubundna umgengnisréttar, t.d. vegna fjarlægðar frá barni, og geti ekki með þeim hætti kynnt sér hagi barns almennt með umgengni við það. Þá segir að verði 3. gr. frumvarpsins lögtekin sé þar með mótuð sú almenna regla, sem sé þó ekki undantekningarlaus, að það foreldri sem ekki nýtur forsjár eigi yfirleitt aðgang að persónuupplýsingum varðandi barnið til jafns við forsjárforeldrið. Ennfremur er tekið fram að ákvæði 3. mgr. 3. gr. frumvarpsins um heimild til að synja um upplýsingar sé sniðið að 17. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, en t.d. væri óheimilt að veita mjög viðkvæmar upplýsingar sem gætu verið skaðlegar fyrir barnið, t.d. spillt sambandi þess og foreldris. </p><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fela upplýsingar um prófúrlausnir barns í samræmdum könnunarprófum í grunnskóla ekki í sér viðkvæmar upplýsingar sem skaðað geti barnið verði forsjárlausu foreldri veittur aðgangur að úrlausnunum. Nefndin telur því ekki skipta máli við mat á því hvort foreldri eigi rétt til aðgangs að prófúrlausn barns í grunnskóla hvort foreldrið hafi forsjá þess eða ekki. Að sama skapi telur nefndin takmörkunarákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga á upplýsingarétti aðila að upplýsingum ekki eiga við um rétt kæranda um aðgang að gögnunum. Loks verður ekki séð að Menntamálastofnun hafi synjað beiðni kæranda um aðgang að gögnum á grundvelli þeirra sjónarmiða sem lýst er í 3. mgr. 52. gr. barnalaga þannig að unnt sé að bera þá ákvörðun undir sýslumann samkvæmt 4. mgr. 52. gr. sömu laga. Synjun Menntamálastofnunnar er því réttilega borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p>Samkvæmt framangreindu verður því ekki fallist á það með Menntamálastofnun að heimilt sé að synja kæranda um aðgang að gögnunum.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Menntamálastofnun ber að veita kæranda, A, aðgang að samræmdum könnunarprófum í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir í september 2017 og úrlausnum barns hennar á prófunum.</p><p> </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> <br></p> |
728/2018. Úrskurður frá 15. mars 2018 | Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis um að synja beiðni um aðgang að gögnum um athugasemdir sem gerðar höfðu verið við söluferli Lindarhvols ehf. á eignarhluta og tengdum kröfum Klakka ehf. Synjunin byggðist á því að um væri að ræða upplýsingar um einkamálefni einstaklinga og fyrirtækja. Úrskurðarnefndin tók fram að kærandi hefði sem þátttakandi í söluferlinu veigamikla hagsmuni af því að kynna sér upplýsingar um það. Hins vegar bæri að vega hagsmuni kæranda gegn hagsmunum þeirra aðila sem getið er í gögnunum af því að þau fari leynt. Það var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir kæranda vægju þyngra á metunum og var hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að veita honum aðgang að umbeðnum gögnum. | <h3><b>Úrskurður</b></h3><p>Hinn 15. mars 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 728/2018 í máli ÚNU 17050002.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 9. maí 2017, kærði A hrl., f.h. Frigusar II ehf., ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja beiðni um aðgang að gögnum um söluferli Lindarhvols ehf. á eignarhluta og tengdum kröfum Klakka ehf.</p><p>Í kæru kemur fram að þann 15. febrúar 2017 hafi kærandi óskað eftir afriti af öllum samskiptum ráðuneytisins við Lindarhvol ehf. og Íslög ehf. í tengslum við söluferlið. Með bréfi, dags. 11. apríl 2017, var kæranda veittur aðgangur að umbeðnum gögnum að hluta en afmáðar höfðu verið upplýsingar úr þeim. Í bréfinu segir að þær varði einkalífsrétt og friðhelgi einstaklinga annars vegar og viðskipta- og fjárhagsmálefni lögaðila og einstaklinga hins vegar. Sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Kærandi krefst þess að honum verði veittur aðgangur að umbeðnum upplýsingum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar varði opið söluferli á nauðungarsamningskröfu og hlutafé í Klakka ehf. en kærandi hafi verið meðal tilboðsgjafa. Gögnin varði því kæranda í skilningi ákvæðisins og ráðuneytinu hafi verið skylt að meta hvort hagsmunir kæranda af aðgangi að umbeðnum gögnum vegi þyngra en hagsmunir þeirra sem þau varða. Kærandi leggur sérstaka áherslu á að honum verði veittur aðgangur að bréfi Lindarhvols ehf. til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 17. nóvember 2016.</p><p>Þá telur kærandi að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið óheimilt að halda því leyndu hverjir buðu í hlutinn. Almenningur eigi rétt á því að vita hverjir geri tilboð í ríkiseigur auk þess sem kærandi hafi sérstakra hagsmuna að gæta. Enga þýðingu geti haft fyrir aðra tilboðsgjafa að upplýst verði um nöfn þeirra, enda sé ferlinu lokið og tilkynnt hafi verið um hæstbjóðanda. Kærandi telur mikilvægt að haft sé í huga að í 4. mgr. ákvæðis III til bráðabirgða í lögum nr. 36/2001 sé sérstaklega tekið fram að við umsýslu, fullnustu og sölu verðmæta skuli Lindarhvoll ehf. leggja áherslu á gagnsæi. Í ljósi þessa telur kærandi að ríkir hagsmunir þurfi að standa til þess að upplýsingar í tengslum við söluna lúti leynd.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 11. maí 2017, var fjármála- og efnahagsráðuneyti kynnt kæran og veittur frestur til að senda úrskurðarnefndinni umsögn og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p><p>Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 14. júní 2017, segir að ekki sé sérstök þörf á því að flokka upplýsingar sem afmáðar voru úr umbeðnum gögnum eftir því hvort þær voru taldar varða einkamálefni einstaklinga (ærumeiðandi ummæli og aðdróttanir) eða fyrirtækja (aðkoma einstakra lögaðila, verðmæti eigna og verklag við tilboðsgerð). Æruvernd njóti verndar 71. gr. stjórnarskrárinnar. Ef ráðuneytið hefði ekki afmáð fullyrðingar í gögnunum sem vega að æru nafngreinda einstaklinga, þar á meðal dylgjur sem kunni að skerða aflahæfi þeirra, væri ráðuneytið mögulega að bera út ærumeiðingar í skilningi 234. gr. almennra hegningarlaga. Ráðuneytið telur að afhending upplýsinga um tilboðsgjafa, aðkomu þeirra og innra verklag og innri málefni lögaðila geti haft skaðleg áhrif á fyrirliggjandi og ný samningssambönd og viðskipti þessara félaga.</p><p>Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram að við afgreiðslu beiðninnar hafi það ekki tekið sérstaka afstöðu til þess hvort sú fullyrðing kæranda, að hann hafi tekið þátt í söluferlinu, standist. Þetta atriði hafi ekki haft áhrif á afgreiðslu beiðninnar þar sem upplýsingar um Kviku banka hafi ekki verið afmáðar úr gögnunum áður en kæranda var veittur aðgangur að þeim. Einu atriðin sem afmáð hafi verið hafi geymt upplýsingar sem ráðuneytið taldi sig óheimilt að veita aðgang að, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p><p>Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 21. júní 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 27. júní 2017, segir að dómstólar hafi játað mönnum rúmt tjáningarfrelsi um opinberar stofnanir og starfsemi þeirra. Starfsemi Lindarhvols ehf. varði málefni sem eigi fullt erindi til almennings. Starfsemin kunni enn fremur að kalla yfir sig harða gagnrýni og vera umdeild. Starfsmenn félagins verði því að sæta því að um störf þeirra sé fjallað þannig að unnt sé að veita starfseminni eðlilegt aðhald og nægjanlegt eftirlit. Því þurfi mikið til að koma svo að fjármála- og efnahagsráðuneytinu verði talið heimilt að synja um aðgang að gögnunum á grundvelli sjónarmiða um æruvernd.</p><p>Kærandi telur það ekki standast að upplýsingar um tilboðsgjafa séu viðskiptaleyndarmál og gangi þvert gegn því sem lagt hafi verið upp með þegar Lindarhvoll ehf. var stofnað. Samkvæmt vef félagsins muni sala og ráðstöfun eigna eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli þar sem gætt sé gagnsæis og jafnræðis bjóðenda. Kærandi hafi hins vegar haldið því fram að málsmeðferð félagsins í tengslum við söluna á hlutum í Klakka ehf. hafi á engan hátt verið í samræmi við lög nr. 24/2016, stjórnsýslulög og meginreglur stjórnsýsluréttar, stofnskjöl og innri reglur Lindarhvols ehf. og samning félagsins við ráðherra. Ákveðnar líkur séu á að trúnaðarupplýsingar hafi lekið í söluferlinu. Við sölumeðferðir Lindarhvols ehf. hafi þess yfirleitt verið gætt að salan væri í faglegri umsjón Ríkiskaupa eða leyfisskyldrar fjármálastofnunar. Í tilviki Klakka ehf. hafi hins vegar verið ákveðið að fela lögfræðilegum ráðgjafa Lindarhvols ehf. og stjórnarmanni í Klakka ehf. að sjá um söluna. Engin rök hafi verið færð fram fyrir því hvers vegna sú leið var farin. Kærandi kveður það meðal annars vera rök fyrir því að gagnsæis sé gætt við sölu ríkiseigna að komið sé í veg fyrir spillingu eða grunsemdir um spillingu.</p><p>Varðandi tilvísanir ráðuneytisins til upplýsinga um verklag og innri málefni lögaðila tekur kærandi fram að hann fari ekki fram á að fá afhentar mikilvægar fjárhags- og viðskiptaupplýsingar um lögaðila sem tóku þátt í tilboðunum heldur aðeins efni tilboðanna svo unnt sé að tryggja að réttum leikreglum hafi verið fylgt.</p><p>Loks telur kærandi skilning fjármála- og efnahagsráðuneytisins á efni 14. gr. upplýsingalaga ekki vera í samræmi við úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Þar hafi verið lagt til grundvallar að þátttakendur í opinberum útboðum eigi rétt til aðgangs að tilboðum annarra þátttakanda á grundvelli ákvæðisins þar sem þeir eigi einstaka hagsmuni umfram aðra af því að kynna sér á hvaða forsendum tilboðum var tekið. Kærandi telur sömu sjónarmið eiga við um opinber söluferli á ríkiseignum.</p><h3><b>Niðurstaða<br></b><b>1.</b></h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem tengjast sölu Lindarhvols ehf. á eignarhluta og tengdum kröfum í Klakka ehf. Lindarhvoll ehf. er félag sem stjórnvöld settu á fót til að annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs, mótteknum samkvæmt lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands.</p><p>Kærandi er einkahlutafélag sem kveðst hafa tekið þátt í söluferlinu og telur sig því eiga ríkari rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum samkvæmt III. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Þessi túlkun nefndarinnar á ákvæðinu á sér stoð í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 120/2014. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í opinberum innkaupum teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að gögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í innkaupaferlinu, sem verða til áður en gengið er til samninga við tiltekinn bjóðanda. Sömu sjónarmið eiga við um þá sem taka þátt í opinberum söluferlum.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ríkari réttur aðila til aðgangs að upplýsingum um hann sjálfan, skv. III. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012, verður almennt ekki framseldur öðrum. Þegar vafi leikur á því hvort sá sem beiðist upplýsinga á þessum grundvelli uppfyllir skilyrði til þess verður að skera úr um það eftir almennum reglum um sönnun í stjórnsýslumálum. Eins og atvikum málsins er háttað er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi hafi sýnt nægjanlega fram á að tilboð Kviku banka hf. í eignarhluta í Klakka ehf. og tengda nauðasamningskröfu hafi verið sett fram fyrir hönd kæranda, enda er staðfesting bankans á því á meðal gagna málsins. Verður því lagt til grundvallar að tilboð Kviku banka hf. hefði bundið kæranda, ef það hefði verið samþykkt, og kærandi njóti því réttar til aðgangs að gögnum um söluferlið samkvæmt III. kafla upplýsingalaga.</p><h3><b>2.</b></h3><p>Með beiðni kæranda var óskað eftir aðgangi að fyrirliggjandi gögnum í vörslum fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem varða sölu Lindarhvols ehf. á eignarhluta og tengdum kröfum í Klakka ehf.:</p><p><ol><li>Öllum bréfum, tölvupóstum og öðrum samskiptum ráðuneytisins við Lindarhvol ehf. og Íslög ehf. sem varða söluferli á eignarhluta og tengdum kröfum í Klakka ehf.<br></li><li>Sérstaklega var óskað eftir bréfum eða tölvupóstum frá ráðherra og skrifstofustjóra ráðuneytisins, B, til Lindarhvols ehf. eða Íslaga ehf. sem varða söluferlið.<br></li></ol></p><p>Ráðuneytið hefur afmarkað beiðnina við samskipti þess við Lindarhvol ehf. í tilefni af nafnlausu erindi sem gögn málsins bera með sér að hafi borist Fjármálaeftirlitinu. Fjármálaeftirlitið framsendi erindið til fjármála- og efnahagsráðuneytisins með bréfi, dags. 20. október 2016 og óskaði ráðuneytið í kjölfarið eftir afstöðu Lindarhvols ehf. til efnis þess. Í bréfi, dags. 17. nóvember 2016, var gerð grein fyrir söluferlinu og tekin afstaða til atriða sem fram komu í nafnlausa erindinu.</p><p>Synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að framangreindum gögnum byggðist á 9. gr., sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, en samkvæmt síðarnefnda ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir m.a.:</p><blockquote><p>Algengt er á hinn bóginn að [...] gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram kemur beiðni um aðgang að slíkum gögnum er þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felst í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir eru að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins. </p><p>Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.</p></blockquote><p> Í athugasemdunum kemur einnig fram að þegar lögaðilar geri samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað sé opinberum hagsmunum, geti það haft mikið vægi að miklir hagsmunir standi til þess að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Að því leyti sem slíkar upplýsingar kunna að hafa áhrif á samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem semja við opinbera aðila um slíkar ráðstafanir eða taka þátt í útboðum vegna slíkra ráðstafana hefur úrskurðarnefndin miðað við að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni og að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Eins og áður segir gilda sömu sjónarmið um opinber söluferli.</p><h3><b>3.</b></h3><p>Samkvæmt framangreindu er ljóst að kærandi hefur veigamikla hagsmuni af því að kynna sér upplýsingar um söluferlið sem hann tók þátt í, þar á meðal athugasemdir sem gerðar hafa verið við söluferlið og viðbrögð Lindarhvols ehf. við þeim. Hins vegar ber skv. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að vega hagsmuni kæranda gegn hagsmunum þeirra aðila sem getið er í umbeðnum gögnum af því að þau fari leynt.</p><p>Hin kærða ákvörðun byggir eins og áður segir á því að í gögnunum sé annars vegar að finna upplýsingar um einkamálefni einstaklinga og hins vegar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Um síðarnefndu hagsmunina telur fjármála- og efnahagsráðuneytið að afhending upplýsinga um tilboðsgjafa, aðkomu þeirra og innra verklag og innri málefni lögaðila geti haft skaðleg áhrif á fyrirliggjandi og ný samningssambönd og viðskipti þessara félaga. Fyrst og fremst er um að ræða staðhæfingar í hinu nafnlausa erindi um að atvik söluferlisins hafi verið með tilteknum hætti og athugasemdir Lindarhvols ehf. við staðhæfingarnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að jafnvel þótt einhverjar upplýsingar um starfsemi tiltekinna lögaðila sé að finna í umbeðnum gögnum telur hún ekki sýnt fram á að þær séu þess eðlis að það geti valdið þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Í það minnsta vega hagsmunir kæranda af því að kynna sér athugasemdir við söluferlið þyngra en hugsanlegir hagsmunir lögaðilanna af slíkri leynd. Sérstaklega skal tekið fram að ekki er unnt að fallast á að upplýsingar um að tiltekinn lögaðili hafi tekið þátt í opinberu söluferli teljist til upplýsinga um einkamálefni hans í skilingi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga í ljósi þess að um er að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna.</p><p>Hvað einkamálefni einstaklinga varðar hefur komið fram af hálfu ráðuneytisins að í umbeðnum gögnum sé að finna ærumeiðandi ummæli og aðdróttanir í garð nafngreindra einstaklinga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki unnt að fallast á þetta með ráðuneytinu. Um er að ræða athugasemdir við söluferlið og staðhæfingar um að meðferð trúnaðargagna hafi ekki verið sem skyldi. Enginn einstaklingur er nafngreindur í tengslum við síðarnefndu staðhæfingarnar. Þá verður ekki ráðið af efni nafnlausa erindisins að nokkur einstaklingur sé borinn sökum um refsiverða háttsemi heldur vakin athygli á atriðum sem bréfritari virðist telja vert að Fjármálaeftirlitið taki til nánari athugunar. Að mati úrskurðarnefndarinnar vega hagsmunir þeirra einstaklinga sem nafngreindir eru í umbeðnum gögnum eins og hér stendur á ekki þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að upplýsingum um athugasemdir sem gerðar hafa verið við söluferlið og viðbrögð stjórnvalda við þeim.</p><p>Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að í umbeðnum gögnum sé ekki að finna upplýsingar um einkamálefni í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga sem vikið geta til hliðar rétti kæranda til aðgangs að þeim samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins. Verður því lagt fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytinu að veita kæranda aðgang að þeim án útstrikana.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Fjármála- og efnahagsráðuneytinu ber að veita kæranda, Frigusi II ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum án útstrikana:</p><p><ol><li>Bréfi Fjármálaeftirlitsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 20. október 2016, ásamt fylgiskjölum.<br></li><li>Bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til Lindarhvols ehf., dags. 1. nóvember 2016.<br></li><li> Bréfi Lindarhvols ehf. til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 17. nóvember 2016.<br></li></ol></p><p> </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> <br></p> |
722/2018. Úrskurður frá 9. febrúar 2018 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum í vörslum Úrvinnslusjóðs um félagsmenn RR-skila, en kærandi kvaðst hafa í hyggju að krefja þá um endurgreiðslu kostnaðar. Upplýsingarnar var að finna í töflureiknisskjali sem hafði að geyma rúmlega 93.000 færslur. Úrskurðarnefndin taldi ekki unnt við þessar aðstæður að útiloka að það geti skaðað samkeppnis- eða viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem skjalið fjallað um að veita aðgang að því. Þá hefði skjalið ekki að geyma upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Var því fallist á það með Úrvinnslusjóði að skjalið hefði að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðilanna og synjun beiðni kæranda staðfest. Beiðninni var hins vegar vísað til nýrrar meðferðar hvað varðar aðgang að félagatali RR-skila, þar sem Úrvinnslusjóður hafði ekki afgreitt hana að því leyti. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 9. febrúar 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 722/2018 í máli ÚNU 17050009.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 18. maí 2017, kærði A, f.h. Samskila ehf., synjun Úrvinnslusjóðs, dags. 21. apríl 2017, á beiðni um aðgang að gögnum. Þann 17. febrúar 2017 óskaði kærandi eftir því að Umhverfisstofnun veitti aðgang að fyrirliggjandi gögnum um eftirfarandi atriði:</p><p><ol><li>Upplýsingar um hvað hver félagsmaður í RR-skilum flutti inn/framleiddi af raftækjum á árunum 2009, 2012, 2013 og 2014.<br></li><li>Lista yfir alla aðila sem voru félagar í RR-skilum á fyrrgreindum árum.<br></li></ol></p><p>Umhverfisstofnun áframsendi beiðnina til Úrvinnslusjóðs, sem synjaði kæranda um aðgang að gögnunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í kærunni kemur fram að félagsmenn RR-skila hafi ákveðið á fundi 29. maí 2015 að slíta félaginu og úthluta hreinni eign félagsins til 62 félagsmanna. Hæstiréttur hafi dæmt í máli nr. 812/2015 að vegna þessa hafi félagið ekki aðildarhæfi. Þá kemur fram að kærandi hafi í hyggju að krefja aðildarfyrirtæki RR-skila um greiðslu kostnaðar vegna umframkostnaðar kæranda vegna söfnunar hans á raftækjum og muni þá krefja hvert og eitt fyrirtæki sem voru aðilar að RR-skilum um greiðslu kostnaðar við umframsöfnun kæranda í réttu hlutfalli við innflutning/framleiðslu þess aðila á hverju ári á tímabilinu.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 19. maí 2017, var kæran kynnt Úrvinnslusjóði og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn Úrvinnslusjóðs, dags. 31. maí 2017, kemur fram að sjóðurinn telji sig ekki eiga hagsmuna að gæta varðandi það hvort aðgangur skuli veittur. Áður en ákvörðun um synjun var tekin hafi þótt rétt að gefa þeim 200 aðilum sem stærstan hlut eiga að máli kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Umsagnir þeirra sem létu sig málið varða hafi almennt verið neikvæðar. Fram kemur að helstu röksemdir þeirra séu raktar í hinni kærðu ákvörðun, dags. 21. apríl 2017. Þar kemur fram að umsagnaraðilarnir beri því við að upplýsingar um innflutning einstakra aðila, magn viðskipta og kaup á búnaði séu viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem ekki megi láta af hendi samkvæmt fyrirmælum 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá er því einnig borið við að miðlun umbeðinna upplýsinga kunni að brjóta í bága við ákvæði 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.</p><p>Umsögn Úrvinnslusjóðs var kynnt kæranda með bréfi, dags. 7. júní 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust.</p><h3><b>Niðurstaða<br></b><b>1.</b></h3><p>Mál þetta varðar beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum hjá Úrvinnslusjóði um það hverjir hafi átt aðild að RR-skilum á árunum 2009, 2012, 2013 og 2014 og hvað hver félagsmaður flutti inn eða framleiddi af raftækjum á tímabilinu. Af hálfu Úrvinnslusjóðs hefur beiðnin verið afmörkuð við skjal á töflureiknisformi þar sem magn raftækja er skráð eftir tollskrárnúmerum raftækjanna og kennitölum félagsmanna.</p><h3><b>2.</b></h3><p>Fyrst verður fjallað um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um það hvað hver félagsmaður í RR-skilum hafi flutt inn/framleitt af raftækjum á tímabilinu. Synjun Úrvinnslusjóðs á beiðni kæranda byggir á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en þar segir orðrétt:</p><blockquote><p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p></blockquote><p>Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p><blockquote><p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p></blockquote><p>Þá er enn fremur tiltekið í athugasemdunum:</p><blockquote><p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptarleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.</p></blockquote><p>Eins og áður segir er umbeðnar upplýsingar að finna í töflureiknisskjali sem úrskurðarnefndin hefur fengið afhent frá Úrvinnslusjóði. Upplýsingar um raftæki eru sundurliðaðar eftir ári, tollskrárnúmeri, kennitölu lögaðilans sem um ræðir og magni eða fjölda raftækja. Alls hefur skjalið að geyma rúmlega 93.000 færslur fyrir tímabilið sem kærandi tiltekur í beiðni sinni. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki hægt að útiloka við þessar aðstæður að það geti skaðað samkeppnis- eða viðskiptahagsmuni lögaðilanna að veita aðgang að svo umfangsmiklum upplýsingum um innflutning og framleiðslu þeirra á raftækjum á tímabilinu. Þá gerir framsetning og umfang skjalsins það að verkum að nánast ómögulegt er að skilja þær upplýsingar sem óhætt er að veita kæranda aðgang að frá þeim sem kunna að valda raski á samkeppnishagsmunum. Loks er litið til þess að upplýsingarnar varða ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna, heldur hefur Úrvinnslusjóður þær undir höndum á grundvelli eftirlitshlutverks síns samkvæmt lögum nr. 55/2003. Samkvæmt framangreindu verður fallist á það með Úrvinnslusjóði að skjalið hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ber því að staðfesta ákvörðun sjóðsins um synjun á beiðni kæranda um aðgang að skjalinu.</p><h3><b>3.</b></h3><p>Beiðni kæranda lýtur einnig að því að fá upplýsingar um það hverjir hafi átt aðild að RR-skilum á tímabilinu. Hvorki í hinni kærðu ákvörðun, dags. 21. apríl 2017 né í umsögn sjóðsins um kæru kæranda, dags. 31. maí 2107, er sérstaklega vikið að þessum hluta beiðninnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal ákvörðun um að synja beiðni um aðgang að gögnum, í heild eða hluta, sem borin hefur verið fram skriflega, tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega. Þar sem hluti beiðni kæranda hefur ekki fengið þá efnislegu meðferð sem upplýsingalög áskilja verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Úrvinnslusjóð að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Beiðni Samskila ehf. um aðgang að félagatali RR-skila fyrir árin 2009, 2011, 2012 og 2013 er vísað til Úrvinnslusjóðs til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p><p>Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p><br></p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
724/2018. Úrskurður frá 9. febrúar 2018 | Siðmennt kærði ákvörðun Þjóðskrár Íslands um synjun beiðni félagsins um aðgang að netföngum allra skráðra félagsmanna sinna. Ákvörðun Þjóðskrár byggði á því að um væri að ræða persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að í þeim lögum væri sérstaklega tekið fram að þau takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Var hin kærða ákvörðun því felld úr gildi og lagt fyrir Þjóðskrá að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 9. febrúar 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 724/2018 í máli ÚNU 17060009.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 23. febrúar 2017, kærði A f.h. Siðmenntar ákvörðun Þjóðskrár Íslands, dags. 4. nóvember 2016, um að synja beiðni félagsins um aðgang að gögnum. Beiðni kæranda lýtur að því að fá upplýsingar um netföng allra skráðra félagsmanna sinna.</p><p>Með bréfi, dags. 27. júní 2017, áframsendi innanríkisráðuneytið erindið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið líti svo á að synjun Þjóðskrár feli ekki í sér stjórnvaldsákvörðun í skilningi 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem kæranleg sé til ráðuneytisins á grundvelli laganna. Þá kemur fram að ekki verði byggt á kæruheimild 2. mgr. 19. gr. stjórnsýslulaga þar sem ekkert stjórnsýslumáli sé í gangi sem kærandi sé aðili að. Vísar ráðuneytið til þess að samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé heimilt að bera synjun um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál og í því ljósi telji ráðuneytið rétt að áframsenda erindi kæranda þangað.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 5. júlí 2017, var kæran kynnt Þjóðskrá Íslands og óskaði úrskurðarnefnd um uppýsingamál jafnframt eftir afriti af ákvörðun stjórnvaldsins í málinu. Með bréfi dags. 17. júlí 2017 var Þjóðskrá Íslands veittur frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p><p>Í umsögn Þjóðskrár Íslands, dags. 24. ágúst 2017, er tekið fram að miðlun upplýsinga um netföng falli undir gildissvið laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Þá segir að það sé mat stofnunarinnar að ekki sé unnt að miðla netföngum án þess að sérstakt samþykki komi til og kærandi geti hæglega óskað sjálfur eftir þessum upplýsingum frá félagsmönnum sínum.</p><p>Með bréfi, dags. 30. ágúst 2017, var kæranda sent afrit af umsögn Þjóðskrár Íslands og veittur kostur á því að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í bréfi, dags. 14. september 2017, kemur fram að kærandi telji röksemdir Þjóðskrár Íslands ekki standast skoðun. Tekur hann fram að enginn sé sjálfkrafa skráður í félagið heldur þurfi að óska eftir skráningu sérstaklega. Sé því ljóst að með því að gefa upp nafn, kennitölu, heimilisfang og netfang við skráningu sé viðkomandi aðili þar með að veita heimild til Þjóðskrár Íslands um að koma þeim upplýsingum áfram til félagsins, að aðildar sé óskað og að hlutfall skatttekna renni til félagsins. Þá ítrekar kærandi þá kröfu sína að Þjóðskrá Íslands verði gert að afhenda upplýsingar um netföng félagsmanna sinna.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er lífsskoðunarfélag, sbr. lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög nr. 108/1999, til aðgangs að upplýsingum um netföng félagsmanna sinna í vörslum Þjóðskrár Íslands.</p><p>Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal ákvörðun um að synja skriflegri beiðni um aðgang að gögnum, í heild eða hluta, tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega. Í ákvörðun skal koma fram afstaða stjórnvalds til aukins aðgangs, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, og leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá segir í 3. mgr. 19. gr. að um málsmeðferð fari að öðru leyti eftir stjórnsýslulögum.</p><p>Ákvæði 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefur að geyma almenna reglu stjórnsýsluréttar um stjórnsýslukæru en þar segir í 1. mgr. að aðila máls sé „heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju“. Þá er í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sérregla um kærur vegna synjunar upplýsingabeiðna en þar kemur fram að heimilt sé að bera þær synjanir „undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn“.</p><p>Af framangreindum ákvæðum laga leiðir að stjórnvöldum sem hafa til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna.</p><p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p><p>Synjun Þjóðskrár á beiðni kæranda byggðist á því að í afhendingu umbeðinna upplýsinga fælist miðlun persónuupplýsinga í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að í 2. mgr. 44. gr. laganna er sérstaklega tekið fram að þau takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Ákvörðun Þjóðskrár um að synja beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum getur því ekki átt stoð í ákvæðum laganna, enda þótt þau geti komið til skoðunar við túlkun ákvæða upplýsingalaga. Þetta gildir, þótt ekki hafi verið vísað til ákvæða upplýsingalaga til stuðnings beiðni kæranda, enda er það hlutverk stjórnvalda að afgreiða beiðnir um aðgang að gögnum í vörslum sínum á réttum lagagrundvelli.</p><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist málsmeðferð Þjóðskrár Íslands við töku hinnar kærðu ákvörðunar ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Þjóðskrá að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Ákvörðun Þjóðskrár Íslands, dags. 4. nóvember 2016, um að synja beiðni kæranda, Siðmenntar, félags siðrænna húmanista, um aðgang að gögnum er felld úr gildi og lagt fyrir Þjóðskrá að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
726/2018. Úrskurður frá 9. febrúar 2018 | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 9. febrúar kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 726/2018 í máli ÚNU 18010001.</p><h3><b>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</b></h3><p>Með erindi, dags. 2. janúar 2018, kærði A afgreiðslu skrifstofu Alþingis á beiðni hans um aðgang að gögnum. Beiðni kæranda snýr að tilteknum upplýsingum um akstursgjöld til alþingismanna.</p><p>Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita skrifstofu Alþingis kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja það frekar sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir meðal annars að undir ákvæðið falli einvörðungu þeir aðilar sem falið er að fara með stjórnsýslu og teljast til handhafa framkvæmdarvalds í ljósi þrískiptingar ríkisvaldsins. Undir ákvæðið falli ekki aðrir opinberir aðilar, t.d. dómstólar og stofnanir Alþingis. Eðlilegt kunni þó að vera að þessir aðilar hagi störfum sínum þannig að þeir fylgi sambærilegum reglum og fram koma í upplýsingalögum.</p><p>Að framansögðu er ljóst að starfsemi Alþingis og stofnana þess fellur utan gildissviðs upplýsingalaga. Það á við þótt Alþingi virðist í einhverjum mæli horfa til laganna þegar því berast beiðnir um afhendingu gagna. Þar sem ekki er unnt að óska aðgangs að gögnum hjá Alþingi á grundvelli laganna er heldur ekki unnt að kæra synjun Alþingis um afhendingu tiltekinna gagna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. þeirra. Með vísan til framangreinds ber að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Kæru A, dags. 2. janúar 2018, vegna afgreiðslu skrifstofu Alþingis á beiðni um aðgang að gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> <br></p> | |
723/2018. Úrskurður frá 9. febrúar 2018 | Kærð var meðferð Umhverfisstofnunar á beiðni um aðgang að gögnum um samning við Landsnet um eftirlit vegna framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröfulínu 4. Af hálfu Umhverfisstofnunar kom fram að kæranda hefði verið veittur aðgangur að þeim gögnum sem vörðuðu málið í vörslum stofnunarinnar. Þar sem réttur til aðgangs að gögnum nær eingöngu til fyrirliggjandi gagna var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 9. febrúar 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 723/2018 í máli ÚNU 17050010.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 22. maí 2017, kærði A, f.h. Landverndar, synjun Umhverfisstofnunar, dags. 8. maí 2017, á beiðni um aðgang að gögnum í vörslum stofnunarinnar. Þann 11. apríl 2017 fór kærandi þess á leit við stofnunina að veittur yrði aðgangur að gögnum um samning Landsnets og Umhverfisstofnunar um sérstakt eftirlit stofnunarinnar vegna framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Óskað var eftir afriti samningsins sjálfs auk allra gagna um framkvæmd eftirlitsins, annarra gagna málsins og lista yfir málsgögn. Með tölvupósti, dags. 19. apríl 2017, var kæranda veittur aðgangur að samningnum auk þess sem veittar voru upplýsingar um framkvæmd eftirlits með framkvæmdunum. Með tölvupósti, dags. 26. apríl 2017, ítrekaði kærandi beiðni sína um öll gögn málsins en ekki hafi borist listi úr málaskrá, gögn um samskipti við verkkaupa og verktaka á hans vegum svo sem tölvupóstssamskipti, skrá um símtöl eða önnur skráning vegna fyrirhugaðra eftirlitsferða. Slík gögn hljóti að vera fyrirliggjandi. Þá megi ætla að ráðleggingar til verkkaupa séu með einhverjum hætti skráðar. Einnig megi ætla að einhvers konar vinnustundabókhald liggi fyrir auk útgefinna reikninga. Samdægurs fékk kærandi sendan reikning vegna eftirlits sem Umhverfisstofnun sendi Landsneti. Með tölvupósti, dags. 5. maí 2017, ítrekaði kærandi gagnabeiðni sína. Með tölvupósti, dags. 8. maí 2017, svaraði Umhverfisstofnun kæranda því að ekki væri um fleiri gögn að ræða.</p><p>Í kæru er tekið fram að kærð sé synjun Umhverfisstofnunar um aðgang að lista yfir málsgögn og öllum gögnum máls vegna eftirlitssamnings stofnunarinnar við Landsnet frá 18. maí 2016 vegna Kröflulínu 4 og Þeistareykjalínu 1 sem ekki hafi verið afhent kæranda. Nánar tiltekið sé beðið um alla tölvupósta, munnleg og skrifleg samskipti við samningsaðila Umhverfisstofnunar, Landsnet og aðra aðila er málinu tengjast, þar með talið eftirlitsaðila Landsnets og verktaka Landsnets, auk annarra gagna um aðdraganda samningsins og framkvæmd hans á gildistíma hans.</p><p>Kærandi segist líta svo á að Umhverfisstofnun hafi synjað um afhendingu annarra gagna sem málinu tengjast en ekki sé unnt að fallast á að engin frekari gögn séu til. Það leiði af eðli máls að frekari gögn hljóti að finnast í einhverju formi, annað hvort hjá kæranda sjálfum eða hjá öðrum aðilum. Þannig hafi því í raun verið hafnað að afhenda kæranda m.a. málaskrá, tölvupósta, munnleg og skrifleg samskipti við leyfishafa, Landsnet og aðra aðila er málinu tengjast, auk annarra gagna sem tengjast málinu.</p><p>Kærandi byggir á því að öll gögn sem óskað var aðgangs að heyri undir lög nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál, sbr. 3. tl. 3. gr. laganna og að afhenda beri bæði gögn sem séu í fórum kærða sjálfs og annarra, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna. Kærandi telur að gögn málsins geti ekki verið undanþegin upplýsingarétti með vísan til ákvæða laga nr. 140/2012. Undanþága um vinnugögn geti ekki átt við heldur beri kærði skýlaus skylda bæði til að halda gögnum til haga og afhenda þau þegar um umhverfismál sé að ræða. Enga heimild sé að finna í lögum nr. 23/2006 til að afhenda ekki málaskrá og önnur gögn. Kærði hafi ekki skýrt af hverju kærandi hafi ekki fengið afhenta útprentun úr málaskrá eða önnur gögn. Því hafi aðeins verið haldið fram að gögnin væru ekki til. Kærða beri að halda skrá um mál og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg en um kærða gildi reglur IV. kafla laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn hvað varði skráningu, skjalastjórn og skjalavörslu. Þá gildi 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um kærða.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 24. maí 2017, var kæran kynnt Umhverfisstofnun og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p><p>Umsögn Umhverfisstofnunar er dagsett 13. júní 2017. Þar segir m.a. að Umhverfisstofnun hafi upplýst kæranda um að ákveðið hafi verið að víkja frá ákvæði samnings Umhverfisstofnunar og Landsnets um að skila skuli skýrslu eftir hverja eftirlitsferð. Einnig hafi verið gerð grein fyrir því að Umhverfisstofnun ráðgerði að nota svipuð vinnubrögð og við frágang við Kárahnjúkavirkjun, þ.e. að við lok jarðvinnu yrðu teknar saman ábendingar um hvað mætti betur fara. Að frágangi loknum muni fara fram umhverfisúttekt á vegum Landsnets þar sem unnt verði að koma á framfæri frekari ábendingum um frágang. Því liggi ekki fyrir eftirlitsskýrslur.</p><p>Tekið er fram að beiðni kæranda um lista yfir málsgögn hafi ekki verið gefinn gaumur en úr því hafi verið bætt. Ekki hafi verið stofnað mál í málaskrá stofnunarinnar um framkvæmd samningsins en hins vegar hafi verið stofnað mál um samningsgerðina og hafi öll gögn þess máls verið send kæranda. Umhverfisstofnun hafi sent kæranda þau skilaboð með tölvupósti, dags. 9. júní 2017, að skilningur stofnunarinnar á beiðni um skrá yfir símtöl væri að um væri að ræða yfirlit yfir símtöl úr síma sérfræðings til Landsnets. Ekki hafi borist athugasemdir við þennan skilning. Slíkt yfirlit sé ekki fyrirliggjandi hjá Umhverfisstofnun, sbr. 5. gr. laga nr. 23/2006. Þá kemur fram að Landvernd hafi þann 12. júní 2017 fengið senda verkskýrslu fyrir verkefnið sem keyrð hafi verið úr verkbókhaldskerfi Fjársýslu ríkisins. Auk þess hafi verið gerð grein fyrir framkvæmd eftirlitsins á fundi með Landvernd. Stofnunin telur því að veittar hafi verið munnlegar upplýsingar um eftirlitið. Þá upplýsir stofnunin að fundist hafi tvö tölvuskeyti sem varði samninginn og þau send kæranda þann 7. júní 2017. Haft hafi verið samband við byggingafulltrúa Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar og byggingafulltrúa Norðurþings til að kanna hvort einhver gögn væru þar að finna. Byggingafulltrúi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafi sagt samskipti einkum hafa verið í formi samtala fyrir utan punkta frá fundi, dags. 30. júní 2016. Ekki væru fyrirliggjandi gögn um framkvæmd eftirlitsins hjá Norðurþingi skv. upplýsingum byggingafulltrúa. Umhverfisstofnun geri ekki ráð fyrir að ítarlegri gögn finnist hjá öðrum. Tölvuskeyti, þar sem óskað hafi verið afstöðu viðkomandi sveitarfélaga til samningsins, hafi verið send kæranda þann 7. og 8. júní 2017. Þá hafi kærandi fengið senda aðra tölvupósta en þá sem tilheyrðu máli um undirbúning samningsins ásamt yfirliti úr málaskrá.</p><p>Umsögn Umhverfisstofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. júní 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.</p><p>Óþarft þykir að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Í málinu er deilt um afgreiðslu Umhverfisstofnunar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Í umsögn Umhverfisstofnunnar er því borið við að kæranda hafi verið afhent gögn eftir að kæra barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál og að engin frekari gögn séu fyrirliggjandi. </p><p>Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur til þeirra gagna sem fyrirliggjandi eru þegar beiðni um aðgang berst, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 og 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga nr. 23/2006 og 20. gr. laga nr. 140/2012 er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Umhverfisstofnunar að ekki séu önnur gögn í vörslum hennar sem heyra undir gagnabeiðni kæranda en þau sem þegar hafa verið afhent. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Nefndin tekur fram að með þessu er ekki tekin afstaða til þess hvort Umhverfisstofnun hafi sinnt skyldum sínum um skráningu mála og vistun gagna, sbr. 26. og 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Það kemur eftir atvikum í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinni þessum skyldum með fullnægjandi hætti, einkum æðri stjórnvalda, dómstóla og umboðsmanns Alþingis.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Kæru A, f.h. Landverndar, dags. 22. maí 2017, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p> |
721/2018. Úrskurður frá 9. febrúar 2018 | Kærð var töf sveitarfélags á afgreiðslu beiðni kæranda um aðgang að gögnum um landamerkjadeilu. Í svari kærða kom m.a. fram að engin formleg gögn væru til, enda hefði sveitarfélaginu aðeins borist afrit af gögnum dómsmáls sem eigandi lóðanna. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar kom fram að þessari aðstöðu verði ekki jafnað til þess að engin gögn liggi fyrir um deiluna. Var því lagt fyrir sveitarfélagið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 9. febrúar 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 721/2018 í máli ÚNU 17020008.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 20. febrúar 2017, kærði A afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um afhendingu gagna er varða landamerkjadeilu húseigenda í Vestmannaeyjum. Í kærunni segir að beiðni kæranda, dags. 9. febrúar 2017, hafi ekki verið svarað af hálfu sveitarfélagsins.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 10. mars 2017, óskaði ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir upplýsingum um stöðu málsins hjá sveitarfélaginu. Í svari sveitarfélagsins, dags. 14. mars 2017, kemur fram að sveitarfélagið sé ekki aðili að málinu að svo stöddu heldur sé það einungis að gæta sinna hagsmuna í málinu. Málið sé til meðferðar hjá dómstólum og því geti sveitarfélagið ekki látið af hendi tölvupósta sem farið hafi á milli lögfræðings og starfsmanna, enda ekki um opinber gögn að ræða.</p><p>Með bréfi, dags. 18. mars 2017, beindi ritari úrskurðarnefndarinnar þeirri fyrirspurn til sveitarfélagsins hvort kæranda hefði verið tilkynnt um þá aðstöðu í málinu sem sveitarfélagið teldi koma í veg fyrir aðgang hans að gögnunum. Í svari sveitarfélagsins, dags. 20. mars 2017, kemur fram að það hafi ekki verið ítarlega kynnt fyrir kæranda hvaða gögn liggi fyrir, enda séu engin formleg gögn til. Sveitarfélagið hafi fengið tölvupósta og afrit af bréfum milli deiluaðila þar sem það sé eigandi lóðanna. Við þær aðstæður eigi sveitarfélagið ekki hlut að málaferlunum heldur sé það einungis að fylgjast með og muni gæta hagsmuna sinna ef á þurfi að halda.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Mál þetta varðar afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum hjá sveitarfélaginu er varða deilur húseigenda í Vestmannaeyjum. Í svari sveitarfélagsins til kæranda, dags. 2. febrúar 2017, kemur fram að engin gögn liggi fyrir varðandi beiðni kæranda. Af skýringum þess fyrir úrskurðarnefndinni verður hins vegar ráðið að sveitarfélagið hafi gögn um málið undir höndum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að upplýsingalög nr. 140/2012 taka til allra fyrirliggjandi gagna hjá aðilum sem falla undir lögin með ákveðnum takmörkunum, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna. Þeirri aðstöðu, sem lýst er í umsögn sveitarfélagsins og varðar stöðu þess gagnvart deilu húseigendanna, verður ekki jafnað til þess að engin gögn liggi fyrir um deiluna.</p><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist málsmeðferð sveitarfélagsins við töku hinnar kærðu ákvörðunar ekki ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir sveitarfélagið að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Beiðni A, dags. 9. febrúar 2017, er vísað til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
725/2018. Úrskurður frá 9. febrúar 2018 | Landspítali-Háskólasjúkrahús fór þess á leit að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál sem lyktaði með úrskurði nr. 607/2016 frá 18. janúar 2016. Í úrskurði nefndarinnar kom fram að samkvæmt 2. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga verði beiðni um endurupptöku ekki tekin til greina eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því aðila var tilkynnt um ákvörðun, nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Þá verði mál ekki tekið upp ef ár er liðið nema veigamiklar ástæður mæli með því. Þar sem beiðnin barst tíu mánuðum eftir uppkvaðningu og samþykki gagnaðila fyrir endurupptöku lá ekki fyrr var henni hafnað. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 9. febrúar 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 725/2018 í máli ÚNU 17110007.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 22. nóvember 2017, fór Landspítali-Háskólasjúkrahús (LSH) þess á leit að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki að nýju upp mál nr. ÚNU 14100010 sem lyktaði með úrskurði nr. 607/2016 frá 18. janúar 2016. Þar var deilt um beiðni um aðgang að upplýsingum um starfsmenn LSH sem höfðu aðgang að og lásu sjúkraskýrslur látins eiginmanns kæranda í málinu á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að skýra bæri hugtakið sjúkraskrárupplýsingar, sbr. 4. tl. 1. mgr. 3. gr. laga um sjúkraskrár nr. 55/2009, rúmri skýringu þannig að umbeðin gögn teldust til sjúkraskrár mannsins. Um rétt kæranda færi því samkvæmt lögum um sjúkraskrár og var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p>Í beiðni LSH um endurupptöku kemur fram að enn standi yfir deilur um það hvert ákvörðunin sé kæranleg. Embætti landlæknis, sem hafi yfirumsjón með rafrænni sjúkraskrá á landsvísu, sé ósammála niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Sérfræðiálit yfirmanns sjúkraskrármála hljóti að vega þungt við ákvörðun um það hvaða upplýsingar teljist sjúkraskrárupplýsingar og hverjar ekki. Af því tilefni freisti LSH þess að fá málið endurupptekið með vísan til 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p><p>LSH kveðst ekki hafa hagsmuni af því að halda upplýsingunum frá beiðanda. Hins vegar skipti miklu að rétt sé staðið að málum sem þessum í samræmi við lög. Hagsmunir spítalans felist í því að kæruleiðir séu skýrar og byggðar á réttum forsendum og spítalinn geti leiðbeint einstaklingum um kærur á ákvörðunum hans.</p><p>Í beiðni LSH er vikið að úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-155/2002, sem úrskurðarnefndin vísaði til í úrskurði nr. 607/2016 því til stuðnings að skýra beri hugtakið sjúkraskrárupplýsingar rúmri skýringu. Þar hafi ágreiningurinn snúið að sjúkraskýrslum, hjúkrunarskýrslum, dagálum og ef til vill fleiri gögnum. Í dag sé hins vegar ljóst að öll þessi gögn séu hluti sjúkraskrár en það eigi hins vegar ekki við um kerfisupplýsingar. LSH kveður fært að líta til greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laga nr. 55/2009 þar sem fram kemur að skilgreiningunni sé ætlað að taka til allra gagna og upplýsinga sem aflað er við meðferð sjúklings og færð séu í sjúkraskrá. Skýrt komi því fram að hugtakið eigi við um upplýsingar sem sérstaklega séu færðar í sjúkraskrá. Kerfislegar upplýsingar sem „loggist“ sjálfkrafa falli því ekki þarna undir.</p><p>Beiðni LSH um endurupptöku fylgdi afrit af bréfaskiptum LSH og embættis landlæknis. Í bréfi embættisins, dags. 7. júlí 2016, kemur meðal annars fram sú afstaða að upplýsingar um það hverjir hafi aflað upplýsinga úr sjúkraskrá, hvenær og í hvaða tilgangi geti með engu móti talist til sjúkraskrárupplýsinga. Sjúkraskrárupplýsingar séu upplýsingar sem varði heilsufar og meðferð sjúklings. Þegar óskað sé eftir lista yfir aðila sem skoða eða fletta upp í tiltekinni sjúkraskrá þurfi að gera úttekt á innskráningu („loggunum“) heilbrigðisstarfsmanna inn í sjúkraskrárkerfið og ákveðna hluta kerfisins. Um sé að ræða stjórnunarhluta kerfisins sem snúi að eftirliti með aðgangi heilbrigðisstarfsmanna að sjúkraskrá. Með úttektinni sjáist hvaða einstaklingar hafi „loggað“ sig inn í sjúkraskrár en sjúkraskrárupplýsingar sjáist ekki. Um sé að ræða nöfn viðkomandi heilbrigðisstarfsmanna, starfsstétt og tímasetningar.</p><p>Ef listi yfir uppflettingar teldist til sjúkraskrárupplýsinga, líkt og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi komist að niðurstöðu um, telur embætti landlæknis nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn hefðu almennan aðgang að slíkum lista en svo sé hins vegar ekki. Listinn geti ekki talist til upplýsinga um heilsufar sjúklings eða verið nýttur í þágu meðferðar. Embætti landlæknis áréttar að tilgangurinn með rétti sjúklings til aðgangs sé til þess fallinn að hafa eftirlit með því hvort óviðkomandi fletti upp í sjúkraskrá sjúklings. Jafnframt er að mati landlæknis ljóst að réttur sjúklings til aðgangs að listanum eigi einungis við um sjúkling sjálfan en ekki aðstandanda en fjallað er um rétt aðstandenda til aðgangs að sjúkraskrá látins einstaklings í 15. gr. laga um sjúkraskrár.</p><p>Kærandi í máli nr. ÚNU 14100010 hafði samband símleiðis við ritara úrskurðarnefndarinnar og óskaði upplýsinga um stöðu málsins. Jafnframt kom fram að kærandinn teldi það vera tilgang LSH og embættis landlæknis með málinu að koma í veg fyrir að hún fengi aðgang að þeim gögnum sem hún sæktist eftir.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í 1. mgr. ákvæðisins segir:</p><blockquote><p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:</p><p><ol><li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br></li><li>íþyngjandi ákvörðun um boð og bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.<br></li></ol></p></blockquote><p>Þá segir í 2. mgr. ákvæðisins að eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölulið 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum sem ákvörðun skv. 2. tölulið 1. mgr. var byggð á, verði beiðni um endurupptöku máls ekki tekin til greina nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verði þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því.</p><p>Beiðni LSH um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 607/2016 barst um tíu mánuðum eftir uppkvaðningu hans. Úrskurðurinn var tilkynntur með bréfi sem var póstlagt til beggja aðila samdægurs. Því verður lagt til grundvallar að beiðnin hafi borist að liðnum þeim þriggja mánaða fresti sem 2. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 mælir fyrir um. Jafnframt er ljóst að ekki liggur fyrir samþykki annarra aðila málsins, þ.e. kæranda máls nr. 14100010, fyrir því að málið verði tekið til meðferðar á ný. Brestur því skilyrði til að verða við beiðni LSH. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur einnig fram að ekki er hægt að líta svo á að beiðni LSH leiði í ljós að úrskurður nr. 607/2016 hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða atvikum sem breyst hafi verulega frá uppkvaðningu, heldur snýr beiðnin að lögskýringum nefndarinnar.</p><p>Með vísan til þess sem að framan segir er hafnað beiðni LSH um endurupptöku máls ÚNU 14100010 sem lyktaði með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 607/2016.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Beiðni Landspítala-Háskólasjúkrahúss um endurupptöku máls nr. 14100010 og endurskoðun úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 607/2016 er hafnað.</p><p><br></p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p><br></p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
720/2018. Úrskurður frá 3. janúar 2018 | Kærandi óskaði aðgangs að gögnum sakamáls hjá embætti héraðssaksóknara. Úrskurðarnefndin tók fram að samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gildi lögin ekki um rannsókn sakamála eða saksókn. Þar sem beiðni kæranda lyti skýrlega að að slíkum gögnum var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 3. janúar 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 720/2018 í máli ÚNU 17110003.</p><h3><b>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</b></h3><p>Með erindi, dags. 2. nóvember 2017, kærði A synjun embættis héraðssaksóknara á beiðni hans um aðgang að tilteknum gögnum og upplýsingum varðandi rannsókn sakamáls gegn Thomas Frederik Møller Olsen.</p><p>Eins og þetta mál er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita embætti héraðssaksóknara kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Beiðni kæranda lýtur að rannsókn sakamáls sem dæmt er í héraðsdómi. Þá liggur fyrir að dóminum hefur verið áfrýjað. Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamála eða saksókn. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er síðan varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að rannsókn sakamála og saksókn séu undanskilin gildissviði upplýsingalaga og að um aðgang að slíkum gögnum fari eftir sérákvæðum laga um meðferð sakamála. Samhljóða ákvæði var í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Að mati nefndarinnar lýtur beiðni kæranda í heild sinni skýrlega að gögnum og upplýsingum um rannsókn sakamáls og saksókn í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verður því samkvæmt framangreindu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Kæru A, dags. 2. nóvember 2017, vegna synjunar embættis héraðssaksóknara á beiðni um aðgang að gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p> |
715/2018. Úrskurður frá 3. janúar 2018 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um kröfur til öruggs undirskriftarbúnaðar fyrir rafrænar undirskriftir, sem eru í vörslum Neytendastofu á grundvelli eftirlitshlutverks hennar. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að upplýsingarnar féllu undir sérstakt þagnarskylduákvæði 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 og staðfesti hina kærðu ákvörðun. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 3. janúar 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 715/2018 í máli ÚNU 16070001. </p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 4. júlí 2016, kærði A synjun Neytendastofu á beiðni um afhendingu gagna um staðfestingar frá þar til bærum aðilum um að kröfum til öruggs undirskriftarbúnaðar teljist fullnægt, einkum:</p><p><ol><li>Nafn þess sem veitti Auðkenni ehf. staðfestingu.<br></li><li>Hvenær staðfestingin var gerð.<br></li><li>Hvenær staðfestingin barst Neytendastofu.<br></li><li>Hvaða búnaður hafi hlotið staðfestingu.<br></li></ol></p><p>Kærandi óskaði eftir gögnunum með bréfi, dags. 1. júní 2016. Með bréfi, dags. 8. júní 2016, synjaði Neytendastofa beiðninni með vísan til þess að um væri að ræða viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem væru atvinnuleyndarmál. Þá kom fram að í úttektunum væri jafnframt að finna upplýsingar sem varði öryggi og uppfærslur undirskriftabúnaðar sem Auðkenni ehf. noti. Því krefðust mikilvægir almanna- og einkahagsmunir þess að aðgangur að gögnunum í heild eða að hluta væri takmarkaður, sem og tilgreining þeirra. Vísað var til 9. og 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í þessu sambandi.</p><p>Í kæru kemur fram að Neytendastofa hafi ekki tiltekið þær lágmarksupplýsingar sem kærandi hafi farið fram á að gerðar yrðu opinberar, þ.e. hvaða „þar til bærir aðilar“ hafi gefið út slíkar staðfestingar, hvenær slíkar staðfestingar voru gerðar, hvenær þær bárust Neytendastofu og til hvaða búnaðar staðfestingarnar nái. Þá hafi ekki verið rökstutt frekar hvers vegna jafnvel tilgreining gagnanna eða aðgangur að hluta þeirra stefni mikilvægum almanna- og einkahagsmunum í hættu. Kærandi segist hafna þeirri túlkun Neytendastofu að gögnin falli undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga en ólíklegt sé að þau varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Kærandi tekur fram að innihaldi hluti gagnanna slíkt efni eigi að veita aðgang að öðrum hlutum gagnanna og að lágmarki að upplýsa um þau fjögur atriði sem kærandi hafi farið fram á að upplýst yrði um. Þá hafnar kærandi því að gögnin geti fallið undir 3.tl. 10. gr. upplýsingalaga en Neytendastofa hafi ekki rökstutt hvernig efnahagslega mikilvægum hagsmunum ríkisins yrði stefnt í hættu ef gögnin væru opinber.</p><p>Kærandi telur þá afstöðu Neytendastofu að neita að upplýsa um hver hafi vottað að lausnir uppfylli skilyrði laga nr. 28/2001 um rafrænar undirskriftir ekki standast í ljósi þeirrar stöðu sem „fullgildar“ rafrænar undirskriftir njóti skv. lögunum. Tekið er fram að slíkar rafrænar undirskriftir hafi sömu réttaráhrif og undirskriftir á pappír og geti þær skuldbundið aðila á sama hátt. Öryggisveikleikar tengdir slíkum undirskriftum geti því skuldbundið aðila án samþykkis þeirra. Því hafi neytendur ríka hagsmuni af því að upplýst verði um hver hafi staðfest að slíkar lausnir uppfylli skilyrði laga nr. 28/2001. Þá kemur fram að lausnirnar séu ætlaðar almenningi sem þurfi að treysta á að bærir aðilar votti að þær samrýmist lögunum. Því telur kærandi að upplýsingar um það hverjir séu bærir til að staðfesta að kröfum sé fullnægt, hvenær staðfesting var gerð og hvenær Neytendastofu barst slík staðfesting sem og um hvaða búnað sé að ræða, séu grundvallarupplýsingar sem Neytendastofu beri að upplýsa.</p><p>Kærandi telur Neytendastofu vera í lófa lagið að upplýsa um þessi fjögur atriði án þess að mikilvægum hagsmunum sé stefnt í hættu. Að lokum tekur kærandi fram að þeir „þar til bæru aðilar“ sem vísað sé til í 9. gr. laga nr. 28/2001 eigi að koma fram í reglugerð sem ráðherrra setji um framkvæmd laganna. Því sé ekki unnt að líta svo á að nafn slíks aðila sé atvinnuleyndarmál. Þvert á móti sé nauðsynlegt að upplýsa um nafn þessa aðila svo hægt sé að átta sig á hvort viðkomandi lausn uppfylli skilyrði laganna. Hið sama eigi við um önnur atriði sem kærandi óski eftir upplýsingum um.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Kæran var kynnt Neytendastofu með bréfi, dags. 8. júlí 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p><p>Í umsögn Neytendastofu, dags. 19. ágúst 2016, segir að kæranda hafi tvívegis verið synjað um aðgang að umbeðnum gögnum, fyrst með bréfi, dags. 31. maí 2016, og síðar með bréfi, dags. 8 júní 2016. Í fyrrnefnda bréfinu hafi komið fram að Neytendastofa teldi að gögnin geymdu viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu Auðkennis ehf. og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Þá yrði að takmarka aðgang almennings að gögnunum með vísan til 3. tl. 10. gr. upplýsingalaga þar sem mikilvægir almannahagsmunir krefðust þess að aðgangur yrði takmarkaður, enda geymi gögnin upplýsingar um öryggi þeirra rafrænu skilríkjalausna sem neytendur nýti sér við rafrænar undirskriftir. Neytendastofa telur að afhending þeirra geti m.a. skaðað öryggi þeirra rafrænu skilríkjalausna sem íslenskir neytendur noti. Um sé að ræða gögn sem Neytendastofa hafi einungis aðgang að sem eftirlitsaðili og þá á starfstöð Auðkennis ehf. Þá vísar Neytendastofa til þess að í bréfi til kæranda, dags. 8. júní 2016, hafi komið fram að í úttektunum séu að finna upplýsingar um hugbúnað, örgjörva og samsetningu undirskriftarbúnaðar, auk upplýsinga sem varði öryggi og uppfærslur undirskriftarbúnaðar sem Auðkenni ehf. noti. Því krefðust mikilvægir almanna- og einkahagsmunir þess að bæði tilgreining gagnanna sem og aðgangur að þeim yrði takmarkaður, bæði í heild og að hluta, sbr. 9. gr. og 3. tl. 10. gr. upplýsingalaga.</p><p>Neytendastofa tekur fram að það sé mat stofnunarinnar að gögnin hafi að geyma upplýsingar um það hvort og hvernig búnaður Auðkennis ehf. uppfylli grunnkröfur laga nr. 28/2001 og reglugerðar um rafræn skilríki nr. 780/2011. Gögnin hafi að geyma ítarlegar kerfis- og búnaðarlýsingar á undirskriftarbúnaði Auðkennis ehf., tegund örgjörva, samsetningu og virkni og upplýsingar um hugbúnað. Þá hafi þau að geyma upplýsingar um uppfærslur í undirskriftarbúnaðinum, frávik og niðurstöður öryggisprófana sem framkvæmdar hafi verið af hinum þar til bærs aðila sem sé erlendur. Tekið er fram að fyrirtæki, sem gefi út fullgild rafræn skilríki, notist við mismunandi tegundir búnaðar og hugbúnaðar, auk þess sem uppfærslur og samsetning þeirra sé mismunandi eftir því við hvaða birgja þau eiga viðskipti. Neytendastofa telur þær upplýsingar vera atvinnuleyndarmál þeirra fyrirtækja sem gefa út rafræn skilríki og birgja þeirra.</p><p>Neytendastofa telur upplýsingarnar einnig falla undir ákvæði 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 sem sé sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 613/2016. Um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um viðskipti og rekstur Auðkennis ehf. Í gögnunum komi fram ítarlegar upplýsingar um undirskriftarbúnað fyrirtækisins og hverjir séu birgjar fyrirtækisins. Þá telur Neytendastofa opinberun upplýsinganna geta haft slæm áhrif á samkeppnisstöðu Auðkennis ehf., jafnvel þótt það sé eina fyrirtækið sem tilkynnt hafi um starfsemi af þessu tagi hér á landi. Tekið er fram að Neytendastofa hafi samþykkt að gögnin væru geymd á starfsstöð Auðkennis ehf., sbr. 5. mgr. 22. gr. reglugerðar 780/2011, þar sem þau innihaldi trúnaðarupplýsingar og varði öryggi undirskriftabúnaðar Auðkennis ehf. Að þessu virtu telur Neytendastofa að óheimilt sé samkvæmt 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 og 5. mgr. 22. gr. reglugerðar nr. 780/2011 að veita aðgang að þeim.</p><p>Allt að einu telur Neytendastofa að 2. málsliður 9. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Gögnin innihaldi ítarlegar upplýsingar um undirskriftarbúnað Auðkennis ehf. sem séu atvinnuleyndarmál fyrirtækisins og birgja þess. Opinberun þeirra væri til þess fallin að valda fyrirtækinu tjóni þar sem slíkar upplýsingar séu ótvírætt trúnaðarmál er varði rekstur og samkeppnishæfni Auðkennis ehf. Upplýsingarnar séu nýlegar og fjalli um undirskriftarbúnað sem sésé í notkun hjá fyrirtækinu og hafi grundvallarþýðingu fyrir allan rekstur og vöruframboð þess.</p><p>Neytendastofa bendir á að í kafla 5.7.2 í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 28/2001 komi fram að nauðsynlegt sé að samkeppnisstaða íslenskra vottunaraðila sé tryggð og starfsumhverfi þeirra hér á landi sé sem allra best. Neytendastofa telur að hagsmunir af leynd gagnanna vegi þyngra á metunum en þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum sé ætlað að tryggja. Telur Neytendastofa því að sanngjarnt og eðlilegt sé að þau fari leynt, sbr. 2. málslið 9. gr. upplýsingalaga.</p><p>Neytendastofa telur jafnframt að 3. töluliður 10. gr. laga nr. 28/2001 geti átt við gögnin. Neytendastofa bendir á að rafræn skilríki byggi á svokallaðri Íslandsrót sem sé í eigu og umsjá íslenska ríkisins. Íslenska ríkið hafi gert samning við fyrirtækið Auðkenni ehf. um að vera milliliður og gefa út skilríki til almennings. Auðkenni ehf. geti gert samninga við fleiri fyrirtæki um að verða milliliðir við útgáfu rafrænna skilríkja. Fullgild rafræn skilríki séu notuð til auðkenningar og fullgildrar undirritunar í fjölmörgum lögskiptum almennings við opinberar stofnanir, meðal annars til þess að auðkenna sig inn á opinbera vefi og þjónustusíður. Neytendastofa telur að það séu mikilvægir hagsmunir íslenska ríkisins að starfsumhverfi til útgáfu fullgildra rafrænna skilríkja sé sem allra best og að starfsemi þeirra aðila sem gefa út slík skilríki og starfrækja undirskriftabúnað sé traust og öryggi tryggt.</p><p>Neytendastofa telur að ekki sé unnt að veita aðgang að hluta gagnanna eða að tilgreina hver sé úttektaraðilinn. Ef veittar yrðu upplýsingar um hina „þar til bæru aðila“ eða nafn/gerð örgjörva þá væri óviðkomandi aðilum unnt að afla upplýsinga um gerð búnaðarins og/eða birgja Auðkennis ehf. sem væri atvinnuleyndarmál.</p><p>Neytendastofa tekur fram að óski úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir skoðun á gögnunum þá verði það aðeins gert á skrifstofu Neytendastofu.</p><p>Í umsögninni kemur einnig fram að Neytendastofa hafi leitað álits Auðkennis ehf.vegna kærunnar og er það meðfylgjandi umsögninni. Í áliti Auðkennis ehf., dags. 15. ágúst 2016, leggst fyrirtækið gegn því að aðgangur verði veittur að gögnunum. Kemur þar m.a. fram að staðfestingarnar sem óskað sé eftir aðgangi að innihaldi greinargóðar lýsingar á hluta þeirra vara sem notaðar séu í starfsemi Auðkennis ehf. og séu grundvöllur þess að fyrirtækið geti boðið fullgildar rafrænar undirskriftir sem þjónustu á íslenskum markaði. Auðkenni ehf. telur ekki unnt að afmá sérgreindar upplýsingar um vöru fyrirtækisins þar sem ljóst sé að á markaði séu ekki margar vörur sem fullnægi kröfum um öruggan undirskriftarbúnað og aðeins örfáar úttektir framkvæmdar á ári hverju. Því myndi alltaf vera auðvelt að fylla í eyðurnar með upplýsingum sem aðgengilegar eru á netinu.</p><p>Umsögn Neytendastofu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 24. ágúst 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í athugasemdum kæranda, dags. 7. september 2016, kemur fram að Neytendastofa kjósi að túlka upplýsingabeiðni kæranda með mun víðtækari hætti en hún gefi tilefni til. Kærandi telur að þessar staðfestingar, séu þær á annað borð til, innihaldi einhvers konar yfirlýsingu frá þar til bærum aðila um að tiltekinn búnaður uppfylli kröfur sem tilteknar eru í lögum. Svarbréf Neytendastofu bendi til þess að stofnunin túlki beiðni kæranda þannig að hún nái til mun víðtækari gagna en þeirra fjögurra atriða sem kærandi hafi tiltekið. Sé það raunin að þessar staðfestingar innihaldi hluta sem halda á leyndum beri skv. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga 140/2012 að veita aðgang að öðrum hlutum þeirra.</p><p>Kærandi telur útilokað að þau atriði sem hann óskaði sérstaklega eftir að upplýst yrði um flokkist á einhvern hátt undir viðkvæmar viðskiptaupplýsingar eða atvinnuleyndarmál. Þessu til stuðnings bendir kærandi á að í 9. gr. laga 28/2001 sé tekið fram að ráðherra geti í reglugerð kveðið á um slíka aðila. Þetta hafi ekki verið gert í reglugerð og því sé óljóst hvort einhver þar til bær aðili hafi yfirhöfuð staðfest að kröfum til búnaðarins sé fullnægt. Ljóst sé að nöfn þar til bærra aðila ættu að koma fram í reglugerð ráðherra og því engan veginn hægt að álykta að þau séu á einhvern hátt viðkvæmar viðskiptaupplýsingar eða atvinnuleyndarmál.</p><p>Þá bendir kærandi á að Auðkenni ehf. hafi áður gefið út opinberar yfirlýsingar um það hvaða aðilar hafi vottað öryggi lausna þeirra og er vísað til fréttar Auðkennis ehf. um að bandaríska netöryggisfyrirtækið NowSecure (áður viaForensics) hafi vottað öryggi rafrænna skilríkja Auðkennis ehf. í farsímum. Kærandi segir þessa yfirlýsingu sýna að Auðkenni ehf. líti ekki á upplýsingar um þá sem votta öryggi rafrænna skilríkja sem viðkvæmar viðskiptaupplýsingar eða atvinnuleyndarmál. Kærandi ítrekar að hann óski ekki eftir öllum þeim gögnum sem Neytendastofa hafi samþykkt að geymd séu á starfsstöð Auðkennis ehf. Kærandi hafi einungis óskað eftir afritum af staðfestingum þar til bærra aðila um að kröfum til öruggs undirskriftarbúnaðar teljist fullnægt.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ítrekaði beiðni sína um afrit af umbeðnum gögnum með bréfi, dags. 25. ágúst 2016. Með bréfi, dags. 16. september 2016, ítrekaði Neytendastofa fyrri afstöðu sína um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál skoðaði gögnin á starfsstöð Neytendastofu svo unnt væri að tryggja öryggi gagnanna. Tekið er fram að ef úrskurðarnefnd um upplýsingamál krefjist þess að fá aðgang að gögnunum utan starfstöðvar Neytendastofu sé stofnunin reiðubúin til að koma upp sérstöku gagnaherbergi með viðeigandi öryggisstillingum þar sem nefndarmenn og starfsmenn úrskurðarnefndarinnar einir hafi aðgang að gögnunum.</p><p>Með bréfi, dags. 20. september 2016, lýsti Auðkenni ehf. því yfir að fyrirtækið væri andvígt því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fengi afrit umbeðinna gagna. Í bréfinu kemur fram að Auðkenni ehf. telji ekki þörf á efnislegu mati á innihaldi einstakra skjala því samræmd beiting á sérstökum þagnarskylduákvæðum, þar á meðal 4. mgr. 20. gr. laga 28/2001, komi í veg fyrir þörf á efnislegri afstöðu.</p><p>Í bréfinu mótmælir Auðkenni ehf. þeirri túlkun úrskurðarnefndarinnar sem sett var fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 613/2016, að ákvæði 4. mgr. 20. gr. laga 28/2001 verði ekki túlkað svo rúmt að allar upplýsingar sem íslenskir vottunaraðilar láta stofnuninni í té teljist upplýsingar um viðskipti og rekstur viðkomandi aðila sem leynt skuli fara. Sú túlkun fari m.a. í bága við þá staðreynd að Auðkenni ehf. afhendi Neytendastofu engar aðrar upplýsingar en þær sem snúi beint að viðskiptum og rekstri þeirra þátta félagsins sem lúti eftirlitsskyldunni. Auðkenni ehf. telur að öll gögn sem sem það afhendi Neytendastofu séu þannig undanþegin upplýsingaskyldu upplýsingalaganna. Þá mótmælir Auðkenni ehf. þeirri ályktun sem dregin var í niðurstöðukafla úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 613/2016 um að skjal sem inniheldur staðfestingu þar til bærs aðila um að kröfum til öruggs undirskriftarbúnaðar teljist fullnægt, geymi einkum upplýsingar um það hvort Auðkenni ehf. hafi fengið slíka staðfestingu og þá frá hverjum. Tekið er fram að skjöl sem lögð séu fram til staðfestingar þess að Auðkenni ehf. uppfylli kröfur laga og reglna séu úttektarskjöl sem innihaldi lýsingar á því hvernig staðfestingu er náð fram. Skjölin séu rík af upplýsingum sem tengist beint viðskiptum og rekstri Auðkennis ehf. sem eftirlitsskylds vottunaraðila, tengdra aðila og eftir atvikum annarra. Auðkenni ehf. leggst harðlega gegn því að slík skjöl séu afhent þriðja aðila enda hvíli á Neytendastofu sú skylda að afhenda engum þau gögn sem Auðkenni ehf. hafi verið þvingað til að afhenda stofnuninni. Þá er því jafnframt andmælt að orðalagið „viðskipti og rekstur vottunaraðila, tengdra aðila eða annarra“, sem fram kemur í 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001, verði túlkað svo þröngt að einvörðungu upplýsingar um sambönd Auðkennis ehf. við viðskiptamenn þess, þau viðskiptakjör sem Auðkenni ehf. nýtur, álagning þess eða afkoma falli þar undir. Ljóst sé að ýmsar upplýsingar sem Auðkenni sé þvingað til þess að afhenda Neytendastofu vegna eftirlits stofnunarinnar með starfsemi Auðkennis ehf. varði rekstur félagsins án þess að í þeim skjölum séu viðskiptakjör eða aðrar fjárhagslegar upplýsingar. Lýsingar á kerfum eða rekstrareiningum einstakra kerfa varði t.d. augljóslega viðskipti og rekstur Auðkennis ehf., tengdra aðila eða annarra, án þess að nokkrar fjárhagstengdar upplýsingar komi þar fram.</p><p>Með tölvupósti, dags. 16. nóvember 2016, fór úrskurðarnefnd um upplýsingamál þess á leit við Neytendastofu að upplýst yrði á hvaða sniði umbeðin gögn væru. Sú fyrirspurn var ítrekuð með tölvupósti dags. 12. desember 2016. Neytendastofa svaraði fyrirspurninni með tölvupósti, dags. 6. janúar 2017, og lagði jafnframt til að úrskurðarnefndin fengi aðgang að gögnunum í gegnum sérstakt vefviðmót (rafrænt gagnaherbergi) þar sem unnt væri að skoða gögnin. Úrskurðarnefndin samþykkti þá tillögu með tölvupósti, dags. 9. janúar 2017. Eftir frekari samskipti úrskurðarnefndarinnar og Neytendastofu tilkynnti stofnunin nefndinni þann 22. júní 2017 að unnt væri að nálgast gögnin í rafrænu gagnaherbergi. Gagnaherbergið reyndist hins vegar lokað þegar starfsmenn úrskurðarnefndarinnar gerðu tilraun til að nálgast gögnin og tókst það ekki fyrr en í lok ágúst 2017.</p><p>Með bréfi, dags. 17. nóvember 2017, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Neytendastofa staðfesti að úrskurðarnefndin hefði fengið afrit af öllum gögnum sem kæra kæranda lýtur að. Þá var óskað eftir nánari skýringar um efni hluta gagnanna. Auðkenni ehf. var jafnframt gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum í ljósi fyrirspurnarinnar.</p><p>Meðferð málsins hefur dregist óhæfilega hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Ástæðurnar er fyrst og fremst að rekja til þess dráttar sem varð á því að úrskurðarnefndin fengi aðgang að umbeðnum gögnum, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þannig leið meira en eitt ár frá því að úrskurðarnefndin óskaði eftir þeim og þar til Neytendastofa varð við óskinni með því að koma upp sérstöku rafrænu gagnaherbergi, sem stofnunin kvað nauðsynlegt til að tryggja öryggi umbeðinna gagna. Það athugast sérstaklega að engin þörf var á þeirri ráðstöfun. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál á skýlausan rétt til afrita af öllum gögnum sem kæru varðar á grundvelli 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Nefndin ber sjálf ábyrgð á því að tryggja öryggi gagna í vörslum hennar. Neytendastofu var því ekki stætt á því að láta hjá líða að verða við kröfu nefndarinnar um afrit umbeðinna gagna innan tiltekins frests á þeirri forsendu að þörf væri á sérstökum öryggisráðstöfunum. Verður ekki hjá því komist að átelja harðlega þá meðferð sem beiðni úrskurðarnefndarinnar um afrit umbeðinna gagna hlaut hjá Neytendastofu.</p><h3><b>Niðurstaða<br></b><b>1.</b></h3><p>Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að staðfestingum sem Auðkenni ehf. hefur fengið á því að kröfum til öruggs undirskriftarbúnaðar fyrirtækisins teljist fullnægt og Neytendastofa hefur í vörslum sínum sem eftirlitsaðili á starfsemi Auðkennis ehf. sem vottunaraðila fyrir rafrænum undirskriftum á Íslandi, sbr. 18. gr. laga um rafrænar undirskriftir nr. 28/2001. Kærandi reisir rétt sinn til aðgangs að upplýsingunum á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings.</p><p>Í kæru afmarkar kærandi upplýsingabeiðni sína þannig að óskað sé upplýsinga um fjögur atriði sem komi fram í umbeðnum gögnum. Þau eru:</p><p><ol><li>Nafn þess sem veitti Auðkenni ehf. staðfestingu.<br></li><li>Hvenær staðfestingin var gerð.<br></li><li>Hvenær staðfestingin barst Neytendastofu.<br></li><li>Hvaða búnaður hafi hlotið staðfestingu.<br></li></ol></p><p>Neytendastofa hefur afmarkað beiðnina við tiltekin gögn í vörslum stofnunarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að ætla að önnur gögn í vörslum stofnunarinnar geymi upplýsingar um atriðin sem kærandi tiltekur í beiðni sinni.</p><h3><b>2.</b></h3><p>Neytendastofa telur óheimilt að veita aðgang að umbeðnum gögnum þar sem þau hafi að geyma upplýsingar sem falli undir þagnarskylduákvæði 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 og 9. gr. og 3. tl. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 segir orðrétt: </p><blockquote><p>Starfsmenn Neytendastofu eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð skýra óviðkomandi frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um viðskipti og rekstur vottunaraðila, tengdra aðila eða annarra. Sama gildir um sérfræðinga sem starfa fyrir Neytendastofu að eftirlitsstarfi samkvæmt lögum þessum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p></blockquote><p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 613/2016 var komist komist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið væri sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga og gildi um upplýsingar sem leynt eiga að fara um „viðskipti og rekstur“ þeirra aðila sem Neytendastofu er falið að hafa eftirlit með. Að því leyti sem ákvæðið tilgreinir ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem beri að gæta trúnaðar um felur það hins vegar í sér almenna reglu um þagnarskyldu sem takmarkar ekki rétt til aðgangs samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Að þessu leyti þarf einnig að hafa hliðsjón af 2. málslið 9. gr. upplýsingalaga við mat á efni umbeðinna gagna. </p><h3><b>3.</b></h3><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin sem Neytendastofa hefur afmarkað beiðni kæranda við. Þau eru einkum af tvennum toga. Í fyrsta lagi er um að ræða erindi frá Auðkenni ehf. til Neytendastofu þar sem gerð er grein fyrir búnaði sem fyrirtækið notar til að dreifa rafrænum skilríkjum til neytenda og ýmsum öðrum atriðum í rekstri félagsins. Í öðru lagi er meðal umbeðinna gagna nokkur fjöldi skýrslna og úttekta erlendra stofnana á búnaðinum sem Auðkenni ehf. hefur sent til Neytendastofu á grundvelli eftirlitshlutverks stofnunarinnar, sbr. VII. kafla laga nr. 28/2001. Það athugast að síðarnefndu skjölin eru flest eða öll aðgengileg almenningi á vefjum viðkomandi aðila. Hins vegar telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál unnt að fallast á það með Neytendastofu að tilgreining á þeim búnaði sem félagið notast við til að staðfesta rafrænar undirskriftir geti falið í sér upplýsingar um viðskipti og rekstur Auðkennis ehf. sem leynt eigi að fara í skilningi þagnarskylduákvæðis 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001. Skoðun úrskurðarnefndarinnar á hinum umbeðnu gögnum hefur ekki leitt í ljós að þau innihaldi aðrar upplýsingar en þær sem falla undir gildissvið ákvæðisins.</p><p>Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda, hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þar sem umbeðin gögn eru samkvæmt framangreindu undirorpin sérstakri þagnarskyldu verður staðfest ákvörðun Neytendastofu um að synja kæranda um aðgang að þeim.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Staðfest er ákvörðun Neytendastofu, dags. 8. júní 2016, um synjun á beiðni kæranda um aðgang að gögnum um staðfestingar um að kröfum til öruggs undirskriftarbúnaðar teljist fullnægt.</p><p><br></p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
717/2018. Úrskurður frá 3. janúar 2018 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um það hversu mörgum grísum var slátrað á tilteknu svínabúi árið 2016 úr vörslum Matvælastofnunar, sem synjaði beiðni á þeim grundvelli að um væri að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að ákvæðið væri undantekning frá meginreglu um upplýsingarétt almennings. Með hliðsjón af því að ýmsar upplýsingar um stærð búsins eru aðgengilegar almenningi og þeirri staðreynd að fyrirtækið rekur önnur svínabú taldi nefndin umbeðnar upplýsingar ekki lúta að mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum þess í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 3. janúar 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 717/2018 í máli ÚNU 17070003.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 8. júlí 2017, kærði A synjun Matvælastofnunar, dags. 23. júní 2017, á beiðni hennar um aðgang að gögnum um svínabúið að Melum. Beiðni kæranda var í fjórum liðum en Matvælastofnun veitti kæranda aðgang að gögnum undir fyrstu þremur töluliðunum. Eftir stendur beiðni kæranda undir þeim fjórða:</p><p>4. Hversu mörgum grísum var slátrað frá búinu á Melum árið 2016?</p><p>Matvælastofnun synjaði kæranda um aðgang að gögnunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í kæru er farið fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hnekki ákvörðun Matvælastofnunar og veiti kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem fjórði liður beiðninnar snýr að. Í kærunni segir að samkeppnis- og fjárhagshagsmunir Stjörnugríss hf. geti ekki gengið framar hagsmunum almennings af því að fá aðgang að umbeðnum upplýsingum. </p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 11. júlí 2017, var Matvælastofnun kynnt kæran og gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p><p>Í umsögn Matvælastofnunar, dags. 24. júlí 2017, segir að í 9. gr. upplýsingalaga komi skýrt fram að stjórnvöldum sé óheimilt að veita aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Eina undantekningin frá þessu sé gerð ef hlutaðeigandi fyrirtæki heimilar aðganginn. Matvælastofnun hafi metið það svo að upplýsingar um fjölda sláturgrísa á svínabúi á nýliðnu ári varði mikilvæga viðskiptahagsmuni svínabúsins. Rétt sé að hafa í huga að um samkeppnisframleiðslu sé að ræða. Umsögn Matvælastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 26. júlí 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 7. ágúst 2017. Kærandi telur að almannahagsmunirnir sem 5. gr. upplýsingalaga tryggi gangi að öllu leyti framar þeim sjónarmiðum sem Matvælastofnun hafi teflt fram í málinu. Vísar kærandi til eldri úrskurða úrskurðarnefndarinnar máli sínu til stuðnings og ítrekar kröfu sína um aðgang að fyrirliggjandi gögnum í vörslum Matvælastofnunar.</p><p>Með bréfi, dags. 26. júlí 2017, leitaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu þess aðila sem umbeðin gögn varða, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Með bréfi, dags. 4. ágúst 2017, tók lögmaður Stjörnugríss hf. undir niðurstöðu Matvælastofnunar. Gögnin varði mikilvæga fjárhags-, rekstrar- og viðskiptahagsmuni sem hvorki eigi erindi við samkeppnisaðila né almenning. Jafnframt segir að það samræmist hvorki markmiðum né gildissviði upplýsingalaga að veita aðgang að upplýsingum sem varði viðkvæma fjárhags- og viðskiptahagsmuni einkaaðila.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Mál þetta varðar varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslum Matvælastofnunar um fjölda grísa sem slátrað var á svínabúinu að Melum árið 2016. Synjun stofnunarinnar á beiðni kæranda byggir á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en þar segir orðrétt:</p><blockquote><p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p></blockquote><p>Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p><blockquote><p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p></blockquote><p>Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni:</p><blockquote><p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir máli að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.</p></blockquote><p>Úrskurðarnefndin hefur skoðað þau gögn sem Matvælastofnaði synjaði kæranda um aðgang að með hliðsjón af þessum sjónarmiðum. Við matið þykir skipta máli að fyrirtækið Stjörnugrís hf. rekur að minnsta kosti fjögur svínabú til viðbótar búinu að Melum. Þá eru ýmsar upplýsingar um stærð búsins á almannavitorði, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar Íslands frá 26. apríl 2012 í máli nr. 523/2011. Við þessar aðstæður telur nefndin að birting upplýsinga um fjölda grísa sem slátrað var á búinu árið 2016 geti ekki skaðað samkeppnisstöðu fyrirtækisins þannig að þær teljist lúta að mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum þess í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Í þessu sambandi leggur úrskurðarnefndin áherslu á að ákvæðið er undantekningarregla frá meginreglunni í 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum. Ber því að skýra fyrrnefnda ákvæðið þröngri lögskýringu. Þá verður að líta til þess markmiðs upplýsingalaga er lýtur að því að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum og möguleika þeirra til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af framangreindu ber að veita kæranda aðgang að gögnum hjá Matvælastofnun er lýtur að fjölda grísa sem var slátrað á búinu á Melum árið 2016.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Matvælastofnun ber að veita A aðgang að upplýsingum um fjölda grísa sem slátrað var á búinu á Melum árið 2016.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
716/2018. Úrskurður frá 3. janúar 2018 | Blaðamaður óskaði aðgangs að fundargerðum Stjórnstöðvar ferðamála úr vörslum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar var ákvörðun ráðuneytisins um synjun beiðninnar felld úr gildi og lagt fyrir það að taka hana til nýrrar meðferðar. Ráðuneytið synjaði beiðninni að nýju á þeirri forsendu að fundargerðirnar teldust til vinnugagna. Úrskurðarnefndin fór efnislega yfir fundargerðirnar og komst að þeirri niðurstöðu að hluti þeirra gæti fallið undir vinnugagnahugtak upplýsingalaga. Hins vegar væri þar einnig að finna almennar umræður um stöðu ferðamála á Íslandi, endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála hjá Stjórnstöðinni og upplýsingar um atvik mála sem ekki koma annars staðar fram. Þessar upplýsingar gætu ekki talist til vinnugagna. Úrskurðarnefndin lagði því fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að hluta fundargerðanna. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 3. janúar 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 716/2018 í máli nr. ÚNU 17010002.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 12. janúar 2017, kærði A synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á afhendingu fundargerða Stjórnstöðvar ferðamála.</p><p>Með tölvupósti, þann 21. mars 2016, óskaði kærandi eftir aðgangi að fundargerðum Stjórnstöðvar ferðamála frá stofnun hennar. Með tölvupósti, þann 22. mars 2016, var kæranda tilkynnt um synjun beiðninnar. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 660/2016 frá 30. nóvember 2016 var synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. Ráðuneytið tók beiðnina til meðferðar á ný og synjaði kæranda um aðgang með vísan til 5. tl. 6. gr., sbr. 1.-3. tl. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í ákvörðuninni kemur fram að hlutverk og tilgangur Stjórnstöðvar ferðamála sé að leggja traustan grunn að íslenskri ferðaþjónustu með því að samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir í samvinnu við stjórnsýslu, sveitarfélög, stoðkerfi greinarinnar, greinina sjálfa og aðra hagsmunaaðila. Stjórnstöðin geti gert tillögur til ríkisstjórnar og einstakra ráðherra um samhæfingu og framkvæmd verkefna er varða ferðaþjónustu og heyri undir ábyrgðarsvið þeirra. Á fundum stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála sé fyrst og fremst fjallað um mögulegar eða fyrirhugaðar aðgerðir er snerti ferðaþjónustuna í víðum skilningi. Slíkar aðgerðir séu á undirbúningsstigi þegar þær séu ræddar í stjórn og geti því verið að umræða á fundunum gefi ekki rétta mynd af endanlegum útfærslum einstakra aðgerða. Fundargerðirnar þjóni því samhæfingar- og undirbúningshlutverki fyrir tillögur sem Stjórnstöð ferðamála kunni síðan að senda einstökum ráðherrum. Þá sé einnig ljóst að fundargerðirnar séu unnar af stjórninni sjálfri og til nota við mögulega tillögugerð til einstakra ráðherra. Fundargerðirnar falli því undir skilyrði um vinnugögn sem fram komi í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þessa sé það einnig mat ráðuneytisins að 1. mgr. 11. gr. laganna eigi ekki við í þessu tilfelli.</p><p>Í ákvörðun ráðuneytisins er einnig tekið fram að iðnaðar- og viðskiptaráðherra sé formaður stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála. Ráðuneytið ljái stjórninni starfsmann sem sitji fundi hennar og riti fundargerðir. Fundargerðir stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála hafi borist ráðuneytinu á grundvelli þessa fyrirkomulags. Samkvæmt þessu verði að telja fundargerðirnar vinnugögn sem unnin hafi verið af nefnd sem sett var á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki, sem borist hafi ráðuneytinu á grundvelli þess að starfsmenn þess eigi sæti í stjórninni og sinni þar einnig ritarastörfum, sbr. 1.-3. tl. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.</p><p>Í ákvörðuninni kemur einnig fram að í fundargerðunum sé ekki að finna þau atriði sem tiltekin eru í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Vísað er til þess að staða og hlutverk stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála sé að gera tillögu til ríkisstjórnar og einstakra ráðherra um samhæfingu og framkvæmd verkefna er varði ferðaþjónustu, en ekki að taka eiginlegar ákvarðanir í þeim efnum. Því sé ekki að finna í fundargerðunum upplýsingar í tengslum við töku ákvarðana og sem fallið geti undir 1.-3. tl. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá kemur fram að þar sem stjórn Stjórnstöðvar ferðamála sé samhæfingarvettvangur og hafi ekki forystu eða ábyrgð á stjórnsýsluframkvæmd eða atvinnureglum geymi fundargerðirnar ekki upplýsingar sem heyra undir 4. tl. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 19. janúar 2017, var atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 2. febrúar 2017, er vísað til fyrri rökstuðnings frá 12. desember um að fundargerðir stjórnarinnar séu vinnugögn og undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1.-3. tl. 2. mgr. 8. gr. laganna. Þá kemur fram að Stjórnstöð ferðamála hafi verið komið á fót með formlegu samkomulagi ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar, frá 6. október 2015, og skipi forsætisráðherra 10 manna stjórn þar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nú ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gegni formennsku. Í samkomulaginu komi fram að ferðaþjónustan sé margslungin og að verkefni sem henni tengjast séu á forræði margra ráðuneyta, stofnana og sveitarstjórna. Í stað þess að sameina verkefnin undir sama ráðuneyti væri eðlilegt að Stjórnstöð ferðamála yrði starfrækt þvert á ráðuneytin með aðkomu helstu hagsmunaaðila. Hlutverk Stjórnstöðvar ferðamála samkvæmt samkomulaginu sé m.a. að gera tillögur til ríkisstjórnar og einstakra ráðherra um samhæfingu og framkvæmd verkefna er varði ferðaþjónustu og heyri undir ábyrgðarsvið þeirra. Þannig hafi Stjórnstöðin ekki formlegt stjórnsýsluvald og beri ekki ábyrgð á verkefnum sem tengist ferðaþjónustunni heldur sé henni ætlað að gegna samhæfingarhlutverki gagnvart öðrum stjórnvöldum sem beri ábyrgð á framkvæmd verkefna og stefnumótun í málaflokknum. Af þessu hlutverki leiði að það sem rætt sé á fundum stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála séu tillögur á vinnslustigi sem kunni ekki að gefa rétta mynd af þeim endanlegu tillögum sem Stjórnstöðin beini til þeirra stjórnvalda sem fari með stjórnsýsluhlutverk sem tengist málaflokknum.</p><p>Með umsögn ráðuneytisins fylgdu sex fundargerðir; dags. 3. nóvember 2015, 23. nóvember 2015, 3. mars 2016, 11. maí 2016, 21. júní 2016 og 21. júlí 2016.</p><p>Með bréfi, dags. 15. febrúar 2017, var kæranda sent afrit af umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og veittur kostur á því að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p><h3><b>Niðurstaða<br></b><b>1.</b></h3><p>Í málinu reynir á rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að fundargerðum Stjórnstöðvar ferðamála á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings með þeim takmörkunum sem koma fram í 6.-10. gr. laganna. Synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er byggð á því að fundargerðirnar séu vinnugögn og því undanskildar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna.</p><p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 660/2016 var komist að þeirri niðurstöðu að Stjórnstöð ferðamála væri nefnd í skilningi 2. tl. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga með vísan til þess hvernig henni var komið á fót og efnis samkomulags um stofnun hennar, ekki síst þess hlutverks að gera „tillögur til ríkisstjórnar og einstakra ráðherra um samhæfingu og framkvæmdir verkefna er varða ferðaþjónustu og heyra undir ábyrgðarsvið þeirra“. Þarf því að taka afstöðu til þess hvort fundargerðirnar hafi misst stöðu sína sem vinnugögn þegar af þeirri ástæðu að þær bárust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Skýringar ráðuneytisins á því hvernig fundargerðirnar komust í vörslur þess eru þær að starfsmaður ráðuneytisins hafi sinnt ritarastörfum fyrir nefndina auk þess sem ráðherra sé formaður nefndarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á þessar skýringar ráðuneytisins og telur því undantekningar 1.-3. tl. 2. mgr. 8. gr. frá því skilyrði að gagn megi ekki hafa borist öðrum, sbr. 2. ml. 1. mgr. 8. gr., eiga við. Verður því ekki talið að fundargerðirnar geti misst stöðu sína sem vinnugögn þegar af þeirri ástæðu að þær hafi borist frá Stjórnstöð ferðamála til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.</p><h3><b>2.</b></h3><p>Hugtakið vinnugagn er skilgreint í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt málsgreininni eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í fyrri úrskurðum lagt til grundvallar að fundargerðir stjórnsýslunefndar geti uppfyllt það skilyrði að teljast vinnugögn ef (1) þær eru ritaðar af nefndarmanni eða starfsmanni nefndar, (2) þær eru ekki afhentar öðrum heldur einvörðungu til eigin afnota fyrir nefndarmenn og aðra starfsmenn sem tilheyra sama stjórnvaldi, (3) þær eru notaðar með sama hætti og vinnuskjöl eru almennt notuð við meðferð mála. Vísast um þetta m.a. til úrskurðar nefndarinnar nr. 538/2014. Af 8. gr. upplýsingalaga leiðir að við mat á því hvort gagn teljist vinnugagn í skilningi 5. tl. 6. gr. laganna skal einkum litið til þess í hvaða skyni gagnið var útbúið og hvers efnis það er. Mat á því hvort efni skjals sé þess eðlis að skjalið teljist vera vinnugagn fer fram á grundvelli þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum við 8. gr. frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. mgr. ákvæðisins að stjórnvöldum sé falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Eins geti verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geymi lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skuli stefnt. Þegar stjórnvöld standi frammi fyrir slíkum verkefnum verði þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiði að það taki einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunni ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram komi nýjar upplýsingar. Í athugasemdunum er tekið fram að gögn sem til verði í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Því sé eðlilegt að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Enn fremur er tekið fram að þessi afmörkun á upplýsingaréttinum sé í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.</p><p>Í athugasemdum um 16. gr. í frumvarpi til stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir um vinnuskjöl að þau séu liður í ákvarðanatöku um mál og hafi oft að geyma vangaveltur um mál, uppkast að svari eða útskýringar á staðreyndum og kunni síðar að breytast við nánari skoðun.</p><p>Þrátt fyrir að fundargerð teljist vinnuskjal í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga getur réttur almennings til aðgangs náð til hennar, að hluta eða öllu leyti, ef hún lýtur að upplýsingum um atriði sem talin eru upp í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þar segir:</p><blockquote><p>Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef:</p><p></p><ol><li> þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,<br></li><li> þar koma fram upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,<br></li><li> þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,<br></li><li> þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.</li></ol><p></p></blockquote><p>Í athugasemdum um 3. mgr. 8. gr. segir eftirfarandi:</p><blockquote><p>Þrátt fyrir að stjórnvald, eða lögaðili sem fellur undir gildissvið laga þessara, kunni að hafa útbúið tiltekið gagn í eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er í 3. mgr. 8. gr. lagt til að aðgang beri að veita að gögnum sem annars teldust innri vinnuskjöl stjórnvalds í fjórum tilvikum. Í fyrsta lagi þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls. Þetta getur til að mynda átt við þegar stjórnsýslunefnd afgreiðir mál með vísun til minnisblaðs sem lagt hefur verið fyrir fund. Í öðru lagi er tekið fram í 2. tl. 3. mgr. 8. gr. að undantekningin taki ekki til upplýsinga sem stjórnvaldi var skylt að skrá skv. 27. gr. laganna. Í 3. tl. málsgreinarinnar kemur fram að veita skuli aðgang að vinnuskjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tl. 3. mgr. er að finna í stjórnsýslulögum. Að síðustu er svo lagt til í 4. tl. 3. mgr. 8. gr. að veita beri aðgang að vinnuskjölum ef þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Ef stjórnvald hefur tekið saman slíkar upplýsingar verður að telja mikilvægt að almenningur geti átt rétt á að kynna sér þær, enda skipta slíkar upplýsingar oft miklu um verklag stjórnvalds og grundvöll að töku einstakra ákvarðana.</p></blockquote><h3><b>3.</b></h3><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ekki sé fært að öllu leyti að fallast á skýringar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á hlutverki Stjórnstöðvar ferðamála og þær ályktanir sem ráðuneytið dregur af því að henni sé einungis falið að gera tillögur til stjórnvalda sem beri endanlega ábyrgð á töku ákvarðana í málaflokknum. Telja verður að ákvörðun Stjórnstöðvarinnar um að gera tillögu til annars stjórnvalds feli í sér endanlega afgreiðslu viðkomandi máls hjá Stjórnstöðinni í skilningi 1. tl. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Í þessu sambandi er rétt að taka fram að væri fallist á það með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að Stjórnstöðin taki engar ákvarðanir um lyktir mála myndi það jafnframt leiða til þess að engin gögn sem verða til í starfsemi hennar geti talist til vinnugagna, þar sem það er skilyrði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að vinnugögn séu útbúin við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.</p><p>Af ákvæði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að meta þarf heildstætt á grundvelli framangreindra sjónarmiða hvort fundargerðir Stjórnstöðvar ferðamála uppfylli það skilyrði að teljast í reynd vinnugagn. Teljist þær til vinnugagna að hluta eða öllu leyti þarf síðan að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur jafnframt mikilvægt að líta til þess að Stjórnstöð ferðamála var komið á fót með formlegri ákvörðun stjórnvalda og er rekin að umtalsverðu leyti fyrir opinbert fé. Hafa verður hliðsjón af markmiðum upplýsingalaga, til að mynda þeim að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum og möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni, við mat á því hvort meginregla 1. mgr. 5. gr. laganna um rétt til aðgangs skuli víkja fyrir takmörkunarákvæði 6. tl. 6., sbr. 8. gr. laganna, sem skýra ber þröngri lögskýringu.</p><p>Í fundargerð fyrsta fundar stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála, dags. 3. nóvember 2015, er að finna lýsingu á almennum umræðum fundarmanna um stöðu ferðamála á Íslandi. Að mati úrskurðarnefndarinnar geta slíkar upplýsingar ekki talist til vinnugagna í skilningi 5. tl. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem þær tilheyra ekki tilteknu máli sem verið er að undirbúa, sbr. 1. málslið ákvæðisins. Sömu sjónarmið eiga við um efni fundargerðar stjórnarinnar frá 21. júní 2016. Samkvæmt framangreindu verður lagt fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að veita kæranda aðgang að fundargerðum stjórnar Stjórnstöðvarinnar frá 3. nóvember 2015 og 21. júní 2016 í heild sinni. </p><p>Af orðalagi fundargerða af fundum stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála, dags. 23. nóvember 2015, 3. mars 2016, 11. maí 2016 og 21. júlí 2016, má hins vegar ráða að þar hafi stjórnin samþykkt að gera tilteknar tillögur að aðgerðum til annarra stjórnvalda. Í þeim tilvikum ber að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að beita 1. tl. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og leggja fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að veita kæranda aðgang að upplýsingum um endanlegar ákvarðanir um lyktir mála hjá Stjórnstöðinni. Þá er í þessum fundargerðum einnig að finna almennar umræður um ástand ferðamála í landinu og vangaveltur sem ekki geta talist til vinnugagna í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Loks er að finna ýmsar upplýsingar um stöðu mála hjá Stjórnstöð ferðamála og verkefni hennar sem úrskurðarnefndin telur ljóst að ekki komi fram annars staðar í skilningi 3. tl. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með hliðsjón af meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kærandi eigi rétt á aðgangi að þessum hlutum fundargerða stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála, dags. 23. nóvember 2015, 3. mars 2016, 11. maí 2016 og 21. júlí 2016.</p><p>Eftir stendur umfjöllun á stöku stað í fundargerðunum sem úrskurðarnefndin telur unnt að fallast á með ráðuneytinu að geti talist lýsa undirbúningi lykta máls hjá Stjórnstöðinni og því fallið undir hugtakið vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Um þessa hluta þykir jafnframt unnt að slá því föstu að skilyrði 3. mgr. 8. gr. laganna séu ekki uppfyllt. Verður því staðfest ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að þessum hluta fundargerðanna en, eins og áður segir, lagt fyrir ráðuneytið að veita kæranda aðgang að því sem eftir stendur með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga eins og nánar greinir í úrskurðarorði.</p><p>Í tilefni af þeim ummælum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í hinni kærðu ákvörðun að 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um aukinn aðgang eigi ekki við um fundargerðirnar tekur úrskurðarnefndin fram að heimild ákvæðisins má almennt beita þegar gögn snerta opinbera hagsmuni. Þagnarskyldureglur sem geta komið í veg fyrir aukinn aðgang er að meginstefnu að finna í öðrum lögum en upplýsingalögum, en jafnframt er einnig almennt óheimilt að veita almenningi aukinn aðgang að upplýsingum um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og lögaðila án samþykkis þeirra, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þannig getur það eitt og sér ekki komið í veg fyrir beitingu 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga að um sé að ræða vinnugögn í skilningi 6. tl. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur hafið yfir allan vafa að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafi verið heimilt að beita ákvæðinu um rétt kæranda til aðgangs að hinum umbeðnu fundargerðum. Í ljósi niðurstöðu málsins að öðru leyti þykja ekki efni til að ógilda hina kærðu ákvörðun og vísa henni til nýrrar meðferðar hjá ráðuneytinu af þessum sökum. Því er hins vegar beint til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að hafa hliðsjón af þessum sjónarmiðum við ákvörðun um það hvort beita beri heimild 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga um aukinn aðgang í framtíðinni.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ber að veita A aðgang að fundargerðum Stjórnstöðvar ferðamála, dags. 3. nóvember 2015, 23. nóvember 2015, 3. mars 2016 11. maí 2016, 21. júní 2016 og 21. júlí 2016. Áður er ráðuneytinu heimilt að afmá:</p><p></p><ol><li>Umfjöllun undir 3. tl. í fundargerð, dags. 23. nóvember 2015.<br></li><li>Umfjöllun undir c)-lið 1. tl., 3. tl. og 5. tl. fundargerðar, dags. 3. mars 2016.<br></li><li>Umfjöllun undir 2. tl. í fundargerð, dags. 11. maí 2016.<br></li><li>Umfjöllun undir 3. tl. í fundargerð, dags. 21. júlí 2016.<br></li></ol><p></p><p>Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.</p><p><br></p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p><p> </p> |
719/2018. Úrskurður frá 3. janúar 2018 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að starfslokasamningi Flóahrepps við fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla. Úrskurðarnefndin tók fram að af gögnum málsins mætti ráða að skólastjórinn samþykkti birtingu samningsins fyrir sitt leyti. Ekki yrði því séð að nokkrar takmarkanir ættu við um rétt kæranda til aðgangs að honum. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 3. janúar 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 719/2018 í máli ÚNU 17100003.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 5. október 2017, kærði A afgreiðslu Flóahrepps á beiðni um aðgang að starfslokasamningi við fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla sem kærandi lagði fram á sveitarstjórnarfundi hreppsins þann 11. september 2017. Í kæru segir að ekki hafi fengist fullnægjandi svar við fyrirspurninni þar sem tilteknar upplýsingar í samningnum hafi verið afmáðar. Með bréfi sveitarfélagsins til kæranda, dags. 14. september 2017, var honum synjað um aðgang að afmáða hlutanum þar sem óheimilt væri að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykkti sem í hlut ætti, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í ákvörðuninni segir enn fremur að ekki verði séð af fyrirspurn kæranda að fyrir liggi samþykki fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla fyrir afhendingunni. Því falli afmáði hluti samningsins undir ákvæðið.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 23. október 2017, var kæran send Flóahreppi og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Úrskurðarnefndin óskaði jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði. Í umsögn Flóahrepps, dags. 31. október 2017, kemur fram að fyrrverandi skólastjóri Flóaskóla hafi sett fram þá ósk með bréfi, dags. 24. september 2017, að öllum trúnaði um starfslokasamning hennar skyldi aflétt.</p><p>Ritari úrskurðarnefndarinnar hafði samband við sveitarstjóra Flóahrepps símleiðis þann 7. nóvember 2017 og spurði hvort skilja mætti umsögn sveitarfélagsins á þann veg að kærandi hefði þegar fengið aðgang að umbeðnum gögnum. Sveitarstjórinn staðfesti að svo væri ekki heldur væri óskað eftir úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málinu.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Mál þetta lýtur að synjun Flóahrepps á beiðni kæranda um aðgang að starfslokasamningi sveitarfélagsins við fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla. Sveitarfélagið afhenti kæranda starfslokasamninginn en afmáði fyrst 3. gr. samningsins sem hafði að geyma upplýsingar um peningagreiðslu sem sveitarfélagið greiddi skólastjóranum vegna uppsagnar ráðningarsamnings. Synjun sveitarfélagsins á beiðni kæranda, dags. 14. september 2017, byggði á því að samþykki skólastjórans lægi ekki fyrir í málinu. Við meðferð málsins hjá úrskurðarnefndinni hefur hins vegar komið í ljós að skólastjórinn hefur óskað eftir því fyrir sitt leyti að öllum trúnaði um starfslokasamning hennar við sveitarfélagið skuli aflétt.</p><p>Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt:</p><blockquote><p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p></blockquote><p>Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p><blockquote><p>Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p></blockquote><p>Að framansögðu er ljóst að Flóahreppi bar að framkvæma efnislegt mat á því hvort að efni samningsins, þar á meðal þess hluta sem sveitarfélagið afmáði, eigi að fara leynt á grundvelli framangreindra sjónarmiða. Af gögnum málsins er hins vegar ljóst að sveitarfélagið byggði ákvörðun sína eingöngu á því að samþykki þess aðila sem þau vörðuðu lægi ekki fyrir. Ekki er hins vegar ljóst af gögnum málsins hvort Flóahreppur skoraði á viðkomandi að upplýsa hvort hann teldi að upplýsingarnar ættu að fara leynt, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir 3. gr. starfslokasamningsins, sem var afmáð áður en sveitarfélagið afhenti kæranda samninginn. Í ljósi þess að skólastjórinn hefur samþykkt að almenningi verði veittur aðgangur að upplýsingunum, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, verður ekki séð að nokkrar takmarkanir eigi við um rétt kæranda til aðgangs á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna. Samkvæmt framangreindu ber að veita kæranda aðgang að samningnum í heild sinni.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Flóahreppi ber að veita A aðgang að starfslokasamningi sveitarfélagsins við fyrrverandi skólastjóra Flóaskóla, dags. 7. júlí 2017, í heild sinni.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> <br></p> |
718/2018. Úrskurður frá 3. janúar 2018 | Kærandi kærði ákvörðun Seðlabanka Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytisins um synjun beiðni um gögn um fjárfestingarleið bankans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði kærunni frá gagnvart ráðuneytinu þar sem umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá því í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá var kærufrestur 1. mgr. 22. gr. laganna talinn vera liðinn gagnvart Seðlabanka Íslands en kæranda bent á að honum væri fært að leita til bankans að nýju. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 3. janúar 2018 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 718/2018 í máli ÚNU 17100001.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 5. október 2017, kærði A afgreiðslu Seðlabanka Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um gögn.</p><p>Í kæru kemur fram að Seðlabanki Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi synjað kæranda um gögn er snúa að upplýsingum um hvaða einstaklingar og lögaðilar nýttu sér hina svokölluðu fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands á þeim tíma sem hún stóð til boða. Seðlabankinn synjaði beiðni kæranda með vísan til þagnarskylduákvæðis 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 með bréfi, dags. 13. janúar 2017.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 9. október 2017, var fjármála- og efnahagsráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Þess var jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði. Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 11. október 2017, kemur fram að erindi úrskurðarnefndarinnar virðist byggja á þeim skilningi að ráðuneytið hafi synjað kæranda um aðgang að gögnum. Hið rétta sé að í svari til kæranda komi fram að ráðuneytið búi ekki yfir umbeðnum upplýsingum. Þar sem ekki liggi fyrir synjun ráðuneytisins á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 telji ráðuneytið málið ekki heyra undir valdsvið nefndarinnar.</p><h3><b>Niðurstaða<br></b><b>1.</b></h3><p>Mál þetta lýtur annars vegar að afgreiðslu Seðlabanka Íslands á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum og hins vegar að afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um aðgang að sömu upplýsingum.</p><h3><b>2.</b></h3><p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Í umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 11. október 2017, kemur fram að ráðuneytið hafi ekki undir höndum umbeðnar upplýsingar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til að draga þá staðhæfingu í efa. Þar sem þau gögn sem kærandi óskaði eftir eru ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þessum hluta kærunnar er því vísað frá úrskurðanefnd um upplýsingamál.</p><h3><b>3.</b></h3><p>Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Seðlabanki Íslands synjaði beiðni kæranda með bréfi dags. 13. janúar 2017 en kæra er dagsett 5. október 2017. Kæran barst því tæplega níu mánuðum eftir að kærufrestur skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga rann út. Í svari Seðlabanka Íslands til kæranda var honum þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. svo sem er áskilið er í 1. mgr. 19. gr. laganna.</p><p>Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal vísa kæru frá ef hún berst að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr eða veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar. Eins og hér stendur á telur úrskurðarnefndin skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt, enda þótt Seðlabanki Íslands hafi ekki leiðbeint kæranda um kærurétt og kærufrest. Í þessu sambandi athugast að almennur kærufrestur fyrir stjórnsýslukærur er þrír mánuðir, sbr. 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga, en kæran barst tæplega hálfu ári eftir það tímamark. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður því hvorki talið afsakanlegt að kæra hafi ekki borist fyrr, né að veigamiklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til meðferðar í skilningi 28. gr. laganna. Verður því ekki hjá því komist að vísa þessum hluta kærunnar einnig frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Úrskurðarnefndin tekur fram að kæranda er fært að leita aftur til bankans og leggja að nýju fram beiðni um umbeðin gögn.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Kæru A, dags. 5. október 2017, á hendur Seðlabanka Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytinu er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p> |
714/2017. Úrskurður frá 13. desember 2017 | Óskað var eftir því að úrskurðarnefndin endurupptæki mál sem lyktaði með úrskurði nr. 696/2017. Í úrskurðinum komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að vísa bæri kæru kæranda frá á þeim grundvelli að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá Ríkisútvarpinu ohf. Úrskurðarnefndin tók fram að með úrskurðinum hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvort staðið hafi verið með réttum hætti að skráningu og varðveislu gagnanna hjá RÚV, heldur kæmi afhending þeirra ekki til greina á grundvelli upplýsingalaga. Beiðni um endurupptöku málsins var því hafnað. | <h3><b>Úrskurður</b></h3><p>Hinn 13. desember 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 714/2017 í máli ÚNU 17090008.</p><h3><b>Krafa um endurupptöku, málsatvik og málsmeðferð</b></h3><p>Með erindi, dags. 22. september 2017, óskaði A eftir endurupptöku máls nr. 16120004, sem lyktaði með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 696/2017 frá 27. júlí 2017. Beiðnin er byggð á 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í úrskurðinum komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að vísa bæri kæru kæranda frá á þeim grundvelli að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá Ríkisútvarpinu ohf. (hér eftir RÚV). Í beiðninni kemur fram að upplýsingalög nr. 140/2012 taki til RÚV. Á grundvelli laganna beri að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. laganna. Í beiðninni segir einnig að ekki verði séð að neinar takmarkanir eigi við í málinu. Kærandi segir Ríkisútvarpið hafa hafnað beiðninni á þeirri forsendu að umbeðin gögn væru ekki til staðar, og jafnvel þó þau væru til staðar væri óheimilt að afhenda þau vegna samkomulags við Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna. Kærandi telur að aðili sem heyri undir upplýsingalög geti ekki komið sér undan lagaskyldu með samkomulagi við þriðja aðila. Ef fallist væri á slík rök séu þessi lagaákvæði marklaus, þar sem aðili gæti fengið aðgang að gögnum, fjallað um þau og skilað þeim svo til baka og komið sér þar með undan upplýsingalögum. Ákvörðun um að nýta gögn með þeim hætti sem RÚV gerði feli það í sér að þau eigi að vera fyrir hendi eftir umfjöllunina og aðgengileg aðilum máls.</p><p>Kærandi segir ljóst að RÚV hafi haft gögnin undir höndum þegar umfjöllunin fór fram. Þau hafi þá verið fyrirliggjandi og ekki hægt að bera fyrir sig að svo hafi ekki verið. Kærandi krefst þess því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjalli um málið að nýju og krefji RÚV um gögnin á grundvelli skýrra lagafyrirmæla. Þar sem niðurstaðan kunni að verða borin undir dómstóla sé mikilvægt að fram komi skýr afstaða nefndarinnar til þess hvort RÚV geti skotið sér undan lagaskyldu með háttsemi á borð við þá sem stofnunin viðhafði í málinu.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo: </p><blockquote><p>Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef: </p><p><ol><li>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br></li><li>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.<br></li></ol></p></blockquote><p>Beiðni kæranda er fyrst og fremst byggð á því að RÚV hafi borið að varðveita gögnin sem hann beiddist aðgangs að og voru notuð til umfjöllunar í fréttaskýringaþætti sem félagið sýndi. RÚV geti ekki komið sér undan lagaskyldu með samkomulagi við þriðja aðila. Við rannsókn málsins, sem kærandi óskar eftir að verði endurupptekið, fór úrskurðarnefndin þess á leit við RÚV þann 13. desember 2016 að félagið sendi henni umsögn um kæru kæranda ásamt afritum af umbeðnum gögnum, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í umsögn RÚV, dags. 20. janúar 2017, kom fram að félagið hefði umbeðin gögn hvorki undir höndum né forræði yfir þeim. Því gæti RÚV ekki orðið við beiðni kæranda. Í tilefni af þessum skýringum ritaði úrskurðarnefndin annað bréf, dags. 14. júní 2017, þar sem óskað var eftir því að RÚV upplýsti um það hvers vegna umbeðin gögn væru ekki í vörslum félagsins eða veitti að öðru leyti nánari skýringar á umsögninni.</p><p>Í svari RÚV, dags. 16. júní 2017, kom fram að félagið hefði fengið aðgang að gögnum hjá þriðja aðila við vinnslu umfjöllunarinnar. Gögnin sem slík væru hins vegar ekki og hefðu ekki verið í vörslum RÚV, hvorki rafrænt né á pappírsformi umfram það sem birt var í þættinum. Loks hafði starfsmaður úrskurðarnefndarinnar samband við RÚV símleiðis þann 4. júlí 2017 og ræddi við skrifstofustjóra félagsins. Af svörum RÚV varð ekki ráðið að félagið hefði í vörslum sínum nokkur önnur gögn um kæranda en þau sem birtust í útsendingu Kastljóss, dags. 25. apríl 2016. Kærandi hefur ekki óskað eftir aðgangi að þættinum sjálfum heldur þeim gögnum sem umfjöllunin byggðist á. Að svo komnu máli taldi úrskurðarnefndin nægar forsendur fyrir því að slá því föstu í úrskurði sínum nr. 696/2017 að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá RÚV.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að niðurstaða nefndarinnar byggði á þeirri forsendu að RÚV kvað umbeðin gögn ekki vera í vörslum sínum. Líkt og kemur fram í úrskurðinum er úrskurðarvald nefndarinnar afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er, sbr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn séu ekki til staðar geta þau ekki talist fyrirliggjandi í þessum skilningi og ber að vísa kæru frá að því marki sem hún lýtur að slíkum gögnum. Með þessu er ekki tekin afstaða til þess hvort RÚV hafi sinnt skyldum sínum um skráningu mála og vistun gagna, sbr. 26. og 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna þessum skyldum með fullnægjandi hætti, einkum æðri stjórnvalda, dómstóla og umboðsmanns Alþingis.</p><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekkert fram komið um að úrskurður hennar nr. 696/2017 hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða að niðurstöður hans hafi byggst á atvikum sem breyst hafi verulega frá því að hann var kveðinn upp. Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar. Með vísan til framangreinds er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar nr. 696/2017 frá 27. júlí 2017.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Beiðni A um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 696/2017 er hafnað.</p><p> </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
711/2017. Úrskurður frá 13. desember 2017 | Kærð var ákvörðun Háskóla Íslands um að synja beiðni um aðgang að úrskurðum siðanefndar skólans þar sem fjallað var um 4. gr. starfsreglna siðanefndarinnar. Ákvörðun skólans var byggð á því að ákvarðanirnar hefðu að geyma upplýsingar um málefni starfsmanna skólans í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og einkamálefni sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt skv. 9. gr. laganna. Úrskurðarnefndin taldi ekki unnt að fallast á það með Háskóla Íslands að umfjöllun siðanefndar skólans í málunum teldist gögn um starfssambandið að öðru leyti í skilningi fyrrnefnda ákvæðisins. Nefndin fór hins vegar yfir ákvarðanirnar með hliðsjón af ákvæði 9. gr. upplýsingalaga og lagði fyrir skólann að veita kæranda aðgang að þeim að hluta. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 13. desember 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 711/2017 í máli ÚNU 17050001.</p><h3><b>Kæra og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 9. maí 2017, kærði A hrl., fyrir hönd B, ákvörðun Háskóla Íslands, dags. 27. apríl 2017, um að synja beiðni kæranda um aðgang að tilteknum úrskurðum siðanefndar skólans þar sem fjallað er um 4. gr. starfsreglna siðanefndarinnar.</p><p>Í kæru kemur fram að í febrúar 2017 hafi [...] sent kæru til siðanefndar Háskóla Íslands vegna kæranda. Þar sem kæran varðaði siðareglur Háskóla Íslands og sætti málsmeðferð á grundvelli starfsreglna siðanefndar óskaði kærandi eftir afriti af úrskurðum siðanefndarinnar í málum þar sem nefndin hafi tekin ákvörðun á grundvelli 4. gr. starfsreglna nefndarinnar og þá einkum í frávísunarmálum. Hinn 27. apríl 2017 voru kæranda afhent afrit af tilteknum úrskurðum en synjað um aðgang að úrskurðum nr. 1/2009, 1/2012, 3/2012, 1/2013, 3/2013, 2/2014, 3/2014 og 2/2016.</p><p>Kærandi reisir rétt sinn til aðgangs að þessum úrskurðum á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Telur kærandi það sæta furðu að Háskóli Íslands skuli synja um aðgang að úrskurðum siðanefndar skólans og þá sérstaklega í máli þar sem þeir hafi verulega þýðingu. Siðanefndinni sé ætlað að taka til meðferðar kærur sem lúti að því hvort brotið hafi verið gegn siðareglum Háskóla Íslands en slíkt geti haft áhrif á stöðu og orðspor starfsmanna skólans innan háskólasamfélagsins. Þeir sem kærðir séu hafi því mikla hagsmuni af því að fá aðgang að fyrri úrskurðum til að geta gert sér grein fyrir því hvernig starfsreglum nefndarinnar sé beitt í framkvæmd. Kærandi telur sig hafa mikla hagsmuni af því að fá aðgang að úrskurðunum enda hafi það mikla þýðingu fyrir mál hans hvernig siðanefndin beiti 4. gr. starfsreglna sinna í framkvæmd.</p><p>Kærandi bendir á að beiðni hans um aðgang hafi aðeins lotið að formkröfum siðanefndarinnar en ekki að efnisþáttum úrskurða nefndarinnar þar sem lýsing á einkahagsmunum aðila komi iðulega fram. Því ætti 9. gr. upplýsingalaga ekki að standa aðgangi kæranda í vegi. Vísað er til heimildar 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. 489/2013 og 651/2016. Þá telur kærandi hagsmuni sína af því að fá aðgang að ákvörðunum siðanefndar vega þyngra en hagsmuni viðkomandi aðila af því að kæranda verði ekki veittur aðgangur að þeim.</p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Kæran var send Háskóla Íslands til umsagnar með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 10. maí 2017. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p><p>Í umsögn Háskóla Íslands, dags. 25. maí 2017, kemur fram að ítarlega hafi verið farið yfir allar ákvarðanirnar sem óskað var aðgangs að. Sömu sjónarmiðum og aðferðafræði hafi verið beitt við mat á öllum ákvörðunum sem beiðnin lúti að. Að loknu því mati hafi niðurstaðan verið sú að veita kæranda aðgang að einni ákvörðun í heild sinni, aðgang að hluta að þremur ákvörðunum en synja um aðgang að átta ákvörðunum.</p><p>Í umsögninni er farið yfir þau rök sem lágu að baki þeirri ákvörðun að synja um aðgang að hverri og einni ákvörðun. Hvað varðar synjun á beiðni um aðgang að ákvörðun siðanefndarinnar í máli nr. 1/2009 kemur fram að ákvörðunin hafi að geyma viðkvæmar persónupplýsingar skv. b.-lið 8. tl. 2. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Með vísan til 9. gr. upplýsingalaga sé því óheimilt að veita almenningi aðgang að ákvörðuninni en sérstaklega sé tekið fram í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga að engum vafa sé undirorpið að viðkvæmar persónupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings.</p><p>Þá kemur fram að ákvarðanir siðanefndar í máli 3/2012 og 2/2014 geymi upplýsingar um trúar- og lífsskoðanir sem teljist til viðkvæmra persónupplýsinga skv. a-lið 8. tl. 2. gr. laga nr. 77/2000. Sé því óheimilt að veita aðgang að þeim, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Um ákvörðun siðanefndar í máli nr. 1/2013 segir að ákvörðunin hafi að geyma upplýsingar um heilsuhagi einstaklings sem teljist til viðkvæmra persónupplýsinga skv. c-lið 8. tl. 2. gr. laga nr. 77/2000 og því sé óheimilt að veita aðgang að henni sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p><p>Hvað varðar ákvarðanir nefndarinnar í málum nr. 1/2012, 3/2013, 2/2014 og 2/2016 þá hafi það verið niðurstaða Háskóla Íslands, eftir heildarmat á þeim upplýsingum sem fram koma í ákvörðununum, að þær hafi að geyma upplýsingar um viðkvæma einkahagsmuni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Sé því óheimilt að veita aðgang að þeim sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p><p>Í umsögninni er einnig tekið fram að ákvarðanirnar hafi í öllum tilvikum að geyma persónuupplýsingar um starfsmenn háskólans. Telur Háskóli Íslands því einsýnt að ákvarðanir siðanefndar, sem beiðnin taki til, séu gögn sem varði starfssamband viðkomandi starfsmanna við háskólann. Séu því ákvarðanirnar jafnframt undanþegnar upplýsingarétti almennings með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Tekið er fram að í þeim tilvikum þar sem fallist var á að veita aðgang að hluta hafi verið unnt að afmá allar persónugreinanlegar upplýsingar úr viðkomandi ákvörðunum svo ekki væri hægt að rekja þær til viðkomandi starfsmanna háskólans. Sé það í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 566/2015 þar sem fram komi að þau gögn um starfsmenn sem falli undir 7. gr. upplýsingalaga séu gögn sem hafi að geyma persónuupplýsingar um starfsmenn.</p><p>Þá er vísað til þess að tekin hafi verið afstaða til þess hvort veita ætti aðgang að hluta þeirra ákvarðana sem synjað var um með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að virtu heildarmati á þeim ákvörðunum sem beiðnin tekur til hafi niðurstaðan verið sú að ekki sé unnt að veita aðgang að hluta enda markist umfjöllun og niðurstaða siðanefndar í málunum af þeim upplýsingum sem undanþegnar séu upplýsingarétti. Ekki sé fært að skilja þær upplýsingar sem skólanum sé óheimilt að veita aðgang að frá þeim upplýsingum sem veita megi aðgang að með einföldum hætti.</p><p>Umsögn Háskóla Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. maí 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust þann 11. júní 2017. Þar kemur m.a. fram að ætla verði að þær upplýsingar sem að mati Háskóla Íslands falli undir a.-c. lið 8. gr. 2. gr. laga nr. 77/2000 séu þess eðlis að auðvelt sé að afmá þær með þeim hætti að viðkomandi ákvörðun beri ekki persónugreinanlegar upplýsingar með sér og að hið sama geti átt við um upplýsingar sem eftir atvikum kunni að falla undir 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ítrekað er að kærða beri skylda til þess að veita kæranda aðgang að þeim hluta gagns sem takmarkanir 6.-10. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna en vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 541/2014.</p><p>Kærandi telur það skipta máli í þessu samhengi að aðeins sé um að ræða beiðni um aðgang að takmörkuðum fjölda ákvarðana siðanefndarinnar. Þá lúti beiðni kæranda einvörðungu að afmarkaðri umfjöllun hverrar ákvörðunar, þ.e. umfjöllun nefndarinnar um beitingu formkrafna sem fram komi í 4. gr. starfsreglna siðanefndarinnar en í engu að efnisþáttum ákvarðananna. Tekið er fram að engar ákvarðanir siðanefndarinnar séu birtar opinberlega og af því leiði að kærandi hafi mikla hagsmuni af því að fá upplýsingar um beitingu 4. gr. starfsreglnanna í framkvæmd.</p><p>Kærandi telur að ekki séu færð sannfærandi rök fyrir því af hverju ekki sé unnt að veita honum aðgang að hluta þeirra einstöku ákvarðana sem málið varðar. Af málatilbúnaði kærða að dæma megi ráða að hann telji að ekki sé unnt að skilja upplýsingar sem undanskildar séu upplýsingarétti frá umbeðnum upplýsingum. Kærandi nefnir í dæmaskyni mál nr. 3/2012 og 3/2014 en skýring Háskólans fyrir ákvörðun sinni um synjun beiðninnar sé sú að ákvarðanirnar innihaldi upplýsingar um trúar- og lífsskoðanir sem falli undir a-lið 8. tl. 2. gr. laga nr. 77/2000. Kærandi telur að þessi tilvísun ein og sér geti ekki leitt til þeirrar niðurstöðu að ekki eigi að veita honum aðgang að hluta þesssara mála. Kærandi gerir ekki athugasemd við að hann fái ekki aðgang að nöfnum þeirra einstaklinga sem aðild hafi átt að málunum. Telur hann að öll þessi atriði geti verið svert úr ákvörðunum og aðrir hlutar afhentir.</p><p>Með bréfum, dags. 13. október 2017, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu þeirra aðila sem koma fyrir í þeim ákvörðunum sem kærandi óskar aðgangs að til afhendingar þeirra. Alls lögðust sjö gegn því að kæranda yrði veittur aðgangur, átta gerðu ekki athugasemdir við afhendinguna en ekki barst afstaða tveggja. Nánar verður gerð grein fyrir áhrifum afstöðu aðilanna í umfjöllun um hverja ákvörðun fyrir sig.</p><h3><b>Niðurstaða<br></b><b>1.</b></h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilteknum ákvörðunum siðanefndar Háskóla Íslands. Synjun Háskóla Íslands á beiðni kæranda um aðgang að ákvörðunum var byggð á 7. gr. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í 1. mgr. 7. gr. laganna segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taki til skv. 2. gr. taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í athugasemdum við þessa grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir m.a.:</p><blockquote><p>Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar sem starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.</p></blockquote><p>Þegar tekin er afstaða til þess hvort ákvarðanir siðanefndar Háskóla Íslands varði „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga verður að mati úrskurðarnefndar upplýsingamála að leggja heildstætt mat á atvik málsins. Eftir atvikum getur samþykki aðila málsins fyrir því að almenningi verði veittur aðgangur að ákvörðununum leitt til þeirrar niðurstöðu að engin þörf sé á að varðveita þann trúnað sem ákvæðinu er ætlað að tryggja. </p><p>Með vísan til atvika málsins er einnig nauðsynlegt að taka afstöðu til þess hvort þær ákvarðanir sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að hafi að geyma upplýsingar sem falla undir fyrri málslið 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en þar segir orðrétt:</p><blockquote><p>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.</p></blockquote><p> </p><h3><b>2.</b></h3><p>Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. a. laga nr. 63/2006, um háskóla, skulu háskólar setja sér siðareglur, m.a. um réttindi og skyldur starfsmanna. Ljóst er hins vegar að þær siðareglur sem siðanefnd Háskóla Íslands starfar eftir voru samþykktar af háskólafundi Háskóla Íslands 7. nóvember 2003. Á sama fundi voru einnig samþykktar „starfsreglur siðanefndar Háskóla Íslands“, en samkvæmt 1. gr. starfsreglnanna skal starfa við skólann siðanefnd sem úrskurðar um það hvort siðareglur skólans hafi verið brotnar.</p><p>Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. greindra reglna tekur siðanefnd við skriflegum kærum um meint brot á siðareglum frá nafngreindum aðilum innan eða utan Háskólans. Ekki er gert ráð fyrir því í reglunum að nefndin taki mál til meðferðar að eigin frumkvæði.</p><p>Í 2. til 9. gr. reglnanna er nánar kveðið á um nefndarskipun, málsmeðferð og hvernig fara skuli með niðurstöður nefndarinnar. Þannig kemur fram í 2. gr. reglnanna að formaður nefndarinnar sé skipaður af háskólaráði samkvæmt tilnefningu rektors. Þegar fram komi kæra um brot á siðareglum séu tveir menn skipaðir í siðanefnd til þess að fjalla um kæruna ásamt formanni. Í umboði háskólaráðs skipi rektor þessa tvo menn að fengnum tilnefningum formanns siðanefndar. Skipunartími formanns sé þrjú ár, en skipun annarra nefndarmanna taki einungis til fyrirliggjandi máls.</p><p>Samkvæmt 4. gr. reglnanna skal siðanefndin kanna hvort kæra snerti siðareglur Háskóla Íslands. Skal nefndin þá vísa frá kærum sem ekki varða siðareglurnar eða eru tilefnislausar. Þá segir að siðanefndin geti vísað kærum frá, ef um sé að ræða meint brot á lagareglum sem hægt sé að bera undir úrskurð stjórnvalda eða dómstóla.</p><p>Í 7. gr. reglnanna kemur meðal annars fram að siðanefnd mæli ekki fyrir um viðurlög við brotum sem hún kemst að niðurstöðu um, en skuli taka afstöðu til alvarleika brotsins og hvort telja megi að um endurtekið brot sé að ræða. Í 8. gr. kemur fram að siðanefnd skuli búa til útdrátt úr umfjöllun sinni og birta sem skýringu við viðkomandi ákvæði reglnanna á háskólavefnum. Þetta eigi þó ekki við ef ákveðið hefur verið að niðurstaða nefndarinnar sé trúnaðarmál.</p><p>Í 9. gr. starfsreglnanna segir að niðurstaða siðanefndar sé endanleg og verði henni ekki áfrýjað. Ef niðurstaða siðanefndar bendi til þess að um sé að ræða brot í starfi í skilningi laga skuli siðanefnd vekja athygli rektors á því. Siðanefnd sé enn fremur heimilt að benda rektor á annmarka á reglum sem gilda um Háskóla Íslands.</p><p>Þótt samkvæmt framangreindu sé kveðið á um það í lögum að háskólar setji sér siðareglur er ekkert fjallað um það í lögum að þar skuli starfa siðanefndir, skipun þeirra eða hlutverk. Siðanefndin starfar því á grundvelli samþykktar háskólafundar og verkefni hennar og hlutverk ákveðið með reglum, sem samþykktar voru á þeim vettvangi. Siðanefnd Háskóla Íslands er því ekki markað hlutverk með lögum.</p><p>Eins og rakið er hér að framan reynir við úrlausn þessa máls á það hvort úrskurðir siðanefndar Háskóla Íslands sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á þeim forsendum að þeir varði að öðru leyti starfssamband þeirra starfsmanna háskólans sem þar er fjallað um. Þegar tekin er afstaða til þessa atriðis verður að hafa í huga að ákvæði 7. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um aðgang almennings að upplýsingum og ber því að skýra það þröngt.</p><p>Við mat á því hvort umrædd gögn teljist varða starfssamband þeirra sem þar er fjallað um að öðru leyti verður enn fremur að horfa til þeirra sjónarmiða sem lýst er í lögskýringargögnum með ákvæði 7. gr. og rakin eru hér að framan. Af þeim sjónarmiðum verður ráðið að ákvæðinu sé að meginstefnu ætlað að takmarka aðgang að gögnum þar sem taka á ákvarðanir um ,,réttindi og skyldur þeirra starfsmanna“ sem í hlut eiga. Telja verður ljóst að með þeirri skírskotun sé átt við ákvarðanir í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p><p>Þegar litið er til þess að ekki er mælt fyrir um tilvist og hlutverk siðanefndar Háskóla Íslands í lögum nr. 23/2006, um háskóla, né öðrum settum lagareglum, verður að leggja til grundvallar að nefndin taki ekki ákvarðanir í málefnum starfsmanna sem falla undir ákvæði stjórnsýslulaga.</p><p>Með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin eru hér að framan um túlkun 7. gr. upplýsingalaga verður því ekki talið að umfjöllun siðanefndar Háskóla Íslands í þeim málum sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að falli undir gögn sem varða „starfssambandið að öðru leyti“ í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í þessu sambandi verður jafnframt að leggja áherslu á að málin sem um ræðir eiga það sammerkt að siðanefndin vísaði erindum kæranda frá og málefni sömu starfsmanna sættu ekki efnislegri umfjöllun af hálfu nefndarinnar. Þá verður heldur ekki séð af gögnum málsins að Háskóli Íslands hafi fjallað um sömu mál með tilliti til þess hvort teknar yrðu ákvarðanir í málefnum þeirra starfsmanna sem erindin beindust að á grundvelli laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.</p><h3><b>3.</b></h3><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur eins og fyrr segir að taka þurfi afstöðu til þess hvort þær ákvarðanir sem kæranda hefur verið synjað um aðgang að falli í heild eða að hluta undir takmörkunarákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í ákvörðun nr. 1/2009 er fjallað um meint brot starfsmanns HÍ á ákvæði 1.1.4. siðareglnanna um áreiðanleika. Um er að ræða úrlausn kæru er snýr að ályktunum sem komu fram í matsgerð prófessorsins og framburði hans fyrir dómi vegna sakamáls. Í ákvörðuninni er ekki að finna upplýsingar sem fallið geta undir b.-lið 8. tl. 2. gr. laga nr. 77/2000 en þar kemur hvorki fram með beinum hætti nafn hins sakaða né upplýsingar um sakamálið sem slíkt, þ. á m. hvort einstaklingur hafi verið grunaður, kærður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði eftir afstöðu aðila málsins til afhendingar ákvörðunarinnar til kæranda og lýstu báðir því yfir að þeir væru því ekki mótfallnir. Með hliðsjón af umfjöllun siðanefndarinnar í ákvörðuninni, niðurstöðu hennar og samþykki aðila málsins þykir ekki ástæða til að takmarka aðgang kæranda að henni á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Því ber Háskóla Íslands að veita kæranda aðgang að ákvörðuninni á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í ákvörðun nr. 1/2012 er fjallað um meint brot nefndarmanns í siðanefndinni, starfsmanns Háskóla Íslands, í tengslum við fyrra mál fyrir siðanefndinni. Kærandi í málinu taldi að viðkomandi nefndarmaður hefði brotið gegn ýmsum greinum siðareglnanna með því að dreifa óhróðri um sig. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál teljast upplýsingar um trúar- og lífsskoðanir aðila málsins í ákvörðuninni til upplýsinga um einkahagsmuni þeirra sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Sömu sjónarmið eiga við um efni og rökstuðning í ákvörðun siðanefndar Háskóla Íslands nr. 3/2012, þar sem fjallað var um meint brot starfsmanns skólans á siðareglum vegna framsetningar námsefnis sem notað var við kennslu. Þar sem ekki liggur fyrir samþykki aðila málanna tveggja þykir 9. gr. upplýsingalaga leiða til þess að Háskólanum hafi verið óheimilt að veita kæranda aðgang að ákvörðunum siðanefndar í þeim. Þessar upplýsingar er að finna svo víða í ákvörðununum að ekki verður talið fært að leggja fyrir Háskólann að veita kæranda aðgang að þeim að hluta með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að ekki skiptir máli í þessu samhengi þótt ýmsar upplýsingar um málin hafi birst opinberlega, til að mynda í fjölmiðlum. Verður því staðfest ákvörðun Háskóla Íslands um að synja kæranda um aðgang að ákvörðunum nr.1/2012 og 3/2012.</p><p>Ákvörðun siðanefndar Háskóla Íslands nr. 1/2013 hefur að geyma umfjöllun um meint brot starfsmanns Háskóla Íslands í tengslum við meðferð embættis landlæknis á kvörtunarmáli. Háskóli Íslands hefur fyrst og fremst vísað til þess að ákvörðunin hafi að geyma upplýsingar um heilsufar annars aðila málsins, sem séu viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd og persónuupplýsingar. Því falli þær undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin hefur óskað eftir afstöðu beggja aðila til þess að kæranda verði veittur aðgangur að ákvörðuninni og hefur sá aðili sem heilsufarsupplýsingar varða samþykkt birtingu þeirra fyrir sitt leyti. Með hliðsjón af umfjöllun siðanefndarinnar í ákvörðuninni, niðurstöðu hennar og samþykki aðila málsins þykir ekki ástæða til að takmarka aðgang kæranda að henni á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Því ber Háskóla Íslands að veita kæranda aðgang að ákvörðuninni á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í ákvörðun siðanefndar Háskóla Íslands nr. 3/2013 var leyst úr kæru á hendur starfsmanni Háskóla Íslands sem tengist ágreiningi um val á leiðbeinendum nemenda við ritun námsritgerða við tiltekna deild skólans. Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur ákvörðunin að ekki að geyma upplýsingar sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Ber Háskóla Íslands að veita kæranda aðgang að ákvörðuninni á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í því sambandi breytir engu þótt starfsmaðurinn sem um ræðir hafi lýst sig andvígan því að aðgangur verði veittur að ákvörðuninni.</p><p>Ákvörðun siðanefndarinnar nr. 2/2014 lýtur að kæru nemanda á hendur starfsmanni skólans vegna aðkomu hans að B.A.-verkefni nemandans. Úrskurðarnefndin hefur aflað afstöðu aðila málsins til þess að kæranda verði veittur aðgangur að ákvörðuninni og fyrir liggur samþykki nemandans en ekki starfsmannsins. Eins og atvikum er háttað þykir efni ákvörðunarinnar ekki lúta að upplýsingum sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Ber Háskóla Íslands að veita kæranda aðgang að ákvörðuninni á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í því sambandi breytir engu þótt starfsmaðurinn sem um ræðir hafi lýst sig andvígan því að aðgangur verði veittur að ákvörðuninni.</p><p>Í ákvörðun siðanefndarinnar nr. 3/2014 er fjallað um kæru starfsmanns Háskóla Íslands á hendur öðrum vegna ummæla í athugasemdakerfi fjölmiðils og á Facebook. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur óskað eftir afstöðu beggja til þess að kæranda verði veittur aðgangur að ákvörðuninni og hefur komið fram að þeir lýsa sig ekki andvíga því. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur því eins og hér stendur á að ákvörðunin hafi ekki að geyma upplýsingar sem Háskóla Íslands var heimilt eða skylt að takmarka aðgang kæranda að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Skoðun úrskurðarnefndarinnar hefur heldur ekki leitt í ljós aðrar röksemdir sem leiða til þeirrar niðurstöðu og verður því lagt fyrir skólann að veita kæranda aðgang að ákvörðuninni með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p><p>Ákvörðun siðanefndar Háskóla Íslands nr. 2/2016 lýtur að kæru einstaklings sem áður var nemandi við skólann á hendur tveimur starfsmönnum hans vegna framkvæmdar prófa og námsmats í tiltekinni námsgrein. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir efni ákvörðunarinnar með hliðsjón af afstöðu aðila málsins til þess að óviðkomandi verði veittur aðgangur að henni. Eins og atvikum er háttað fellst úrskurðarnefndin á það með Háskólanum að efni ákvörðunarinnar falli undir 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verður því ákvörðun Háskóla Íslands um synjun beiðni kæranda staðfest að þessu leyti.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Háskóla Íslands ber að veita kæranda, B, aðgang að ákvörðunum siðanefndar skólans nr. 1/2009, 1/2013, 3/2013, 2/2014 og 3/2014.</p><p> </p><p>Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.</p><p> </p><p> </p><p> </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p> |
712/2017. Úrskurður frá 13. desember 2017 | Úrskurðarnefndin endurupptók mál sem varðaði rétt kæranda til aðgangs að samantekt um öryggi fjarskipta sem fyrrverandi forsætisráðherra lét taka saman fyrir ríkisstjórnina. Eftir að nefndinni bárust nánari skýringar og gögn frá forsætisráðuneytinu taldi hún fært að leggja til grundvallar að umbeðin gögn hefðu sérstaklega verið tekin saman fyrir ráðherrafund í skilningi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ákvörðun forsætisráðuneytis um synjun beiðni kæranda var því staðfest. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 13. desember 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 712/2017 í máli ÚNU 17040004.</p><h3><b>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</b></h3><p>Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 670/2017 í máli nr. ÚNU 16090019, sem kveðinn var upp þann 30. janúar 2017, var staðfest synjun forsætisráðuneytis á beiðni A um aðgang að samantekt um síma og tölvur sem fyrrverandi ráðherra lét taka saman fyrir ríkisstjórnina. Í kjölfarið leitaði kærandi til umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu í áliti sínu, dags. 11. ágúst 2017 (UA 9258/2017), að málsmeðferð úrskurðarnefndarinnar hefði ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin féllst á beiðni kæranda um endurupptöku málsins á fundi sínum þann 11. september 2017.</p><p>Úrskurður úrskurðarnefndarinnar byggðist á því að takmörkun 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ætti við um samantektina sem kærandi beiddist aðgangs að, enda þótt nefndin hefði afrit hennar ekki undir höndum. Í áliti umboðsmanns var komist að þeirri niðurstöðu að hvergi í þeim gögnum sem nefndin hafði undir höndum hafi komið skýrlega fram að samantektin hafi verið tekin saman fyrir fund ráðherra eða ríkisstjórnar. Í því ljósi hafi verið brýnt fyrir nefndina að fá nánari skýringar frá ráðuneytinu um þetta atriði. Þá hafi nefndinni verið fær sú leið til rannsóknar málsins að biðja um afrit hennar.</p><p>Í ljósi þessara sjónarmiða ritaði úrskurðarnefndin bréf til forsætisráðuneytis, dags. 26. september 2017, og tilkynnti um endurupptöku málsins. Jafnframt var óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um eftirfarandi atriði:</p><p><ol><li>Hvort samantektin hafi verið gerð fyrir fund ráðherra.<br></li><li>Hvort samantektin hafi verið lögð fram á slíkum fundi og þá hvenær hann fór fram og hverjir voru viðstaddir. Jafnframt er óskað eftir afriti af dagskrá fundarins og fundargerð, liggi slík gögn fyrir.<br></li><li>Loks var óskað eftir afriti af hinu umbeðna gagni úr vörslum ráðuneytisins.</li></ol></p><p>Í svari forsætisráðuneytis, dags. 24. nóvember 2017, kom fram að samantekt um öryggi síma æðstu ráðamanna hafi verið lögð fram á fundi ríkisstjórnar þann 19. september 2014 í formi minnisblaðs. Fulltrúi ríkislögreglustjóra hafi síðan kynnt samantektina á ráðherrafundi sem haldinn hafi verið fyrir ríkisstjórnarfund þann 4. nóvember 2014. Svarinu fylgdi afrit af minnisblaðinu, fundargerð og dagskrá fundar ríkisstjórnar þann 19. september 2014, fundarboði sem sent var út í tilefni fundarins þann 4. nóvember 2014 og samantektinni sem kynnt var á fundinum. Loks var sú afstaða ráðuneytisins ítrekuð að um væri að ræða gögn sem tekin hefðu verið saman fyrir ráðherrafund í skilningi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 1. tölul. 10. gr. laganna.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að samantekt í vörslum forsætisráðuneytisins á grundvelli upplýsingaréttar almennings sem fjallað er um í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Aðgangur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga lýtur takmörkunum sem meðal annars er kveðið á um í 1. tölulið 6. gr. laganna, en forsætisráðuneytið synjaði beiðni kæranda á þeim grundvelli. Samkvæmt því ákvæði tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum eða gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. </p><p>Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. tölul. 6. gr. að undanþágan gildi um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri, hvort heldur sem það sé á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Í skýringum forsætisráðuneytisins kemur fram að hið umbeðna gagn hafi verið tekið saman fyrir slíkan fund.</p><p>Samkvæmt þeim gögnum sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur undir höndum var öryggi síma og talskipta æðstu ráðamanna rætt á fundi ríkisstjórnar þann 19. september 2014. Þá fengu ráðherrar í ríkisstjórninni nánari kynningu á þeim leiðum sem taldar voru færar til að tryggja öryggi síma á fundi sem fram fór að morgni 4. nóvember 2014, fyrir formlegan ríkisstjórnarfund. Eftir skoðun á fundargögnunum telur úrskurðarnefndin engan vafa leika á því að þau hafi sérstaklega verið tekin saman fyrir ráðherrafund í skilningi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá telur úrskurðarnefnd efni gagnanna einnig falla undir ákvæði 1. tölul. 10. gr. laganna um öryggi ríkisins. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta ákvörðun forsætisráðuneytisins um synjun beiðni kæranda.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Staðfest er ákvörðun forsætisráðuneytisins, dags. 16. september 2016, um að synja beiðni A um aðgang að samantekt um síma og tölvur sem fyrrverandi forsætsiráðherra lét gera.</p><p> </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p> |
713/2017. Úrskurður frá 13. desember 2017 | Isavia ohf. krafðist frestunar réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 709/2017 á meðan mál yrði borið undir dómstóla með vísan til 24. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin fór yfir röksemdir Isavia fyrir kröfunni og komst að þeirri niðurstöðu að skilyrði ákvæðisins væru ekki uppfyllt. Kröfunni var því hafnað. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 13. desember 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 713/2017 í máli ÚNU 17020006.</p><h3><b>Beiðni um frestun réttaráhrifa og málsatvik</b></h3><p>Með erindi, dags. 13. nóvember 2017, gerði Isavia ohf. þá kröfu að úrskurðarnefnd um upplýsingamál frestaði réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. 709/2017 í máli nr. ÚNU 17020006, sem kveðinn var upp 2. nóvember 2017, með vísan til 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að Isavia ohf. bæri að veita Kaffitári ehf. aðgang að hluta umbeðinna gagna sem vörðuðu samkeppni um leigurými á Keflavíkurflugvelli í mars 2014.</p><p>Í erindinu rekur Isavia ohf. þau atriði sem félagið telur að leiða eigi til þess að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað samkvæmt 24. gr. upplýsingalaga. Félagið vísar til stuðnings beiðninni til 70. gr. stjórnarskrárinnar um rétt sinn til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur fyrir dómi. Þá er af hálfu félagsins byggt á því að engar málefnalegar ástæður séu til að hafna beiðninni þar sem gögnin séu þriggja ára gömul og skipti Kaffitár ehf. ekki máli að því marki að félagið tapi rétti. Aftur á móti séu samkeppnishagsmunir þeirra sem gögnin varða miklir. Félagið vísar enn fremur til þess að verði beiðni um frestun réttaráhrifa hafnað sé félaginu ekki önnur leið fær en að láta reyna á úrskurð úrskurðarnefndarinnar í máli samkvæmt 13. kafla aðfararlaga nr. 90/1989. Í slíku máli séu réttarfarsleg úrræði takmörkuð þar sem aðeins yrði tekist á um hvort úrskurðurinn teldist gild aðfararheimild.</p><p>Af hálfu Isavia ohf. er því enn fremur haldið fram að aldrei hafi reynt á það í dómsmáli hver staða opinbers hlutafélags sé nákvæmlega gagnvart upplýsingalögum og hvort hún sé önnur en hefðbundinna stjórnvalda. Félagið sé einn þeirra aðila sem felldur hafi verið undir lögin árið 2012. Um þessa breytingu segi m.a. í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 að gæta þurfi að því að í breytingunni felist ekki sjálfkrafa að allar upplýsingar sem varða lögaðila, sem eru í eigu hins opinbera að 51% hluta eða meira, verði aðgengilegar almenningi. Af hálfu Isavia ohf. er einnig fullyrt að það sé álitaefni hvað í þessu felist og það kæmi sér vel fyrir aðila eins og félagið að fá afstöðu dómstóla til þess hver munurinn sé á opinberum stofnunum og fyrirtækjum í eigu hins opinbera, ef hann sé einhver. Í þessu sambandi sé fjöldi lögaðila í eigu hins opinbera undanþeginn gildissviði upplýsingalaga.</p><p>Að mati félagsins hafi það einnig gríðarlega þýðingu að fá niðurstöðu dómstóla um það hver sé réttur skilningur á hugtakinu vinnuskjöl í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Orðalagið og það sem fram komi í athugasemdum með frumvarpi til laganna fari ekki saman. Í athugasemdum við 8. gr. laganna komi m.a. fram að stjórnvöld geti þurft að undirbúa ýmsar ákvarðanir á borð við samninga við einkaaðila. Lög geymi ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þurfi að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar. Stjórnvöld þurfi því að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Gögn sem verði til í slíku ferli þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Eðlilegt sé því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt einnig sé heimilt að afhenda þau á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang, enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi.</p><p>Í beiðni Isavia ohf. eru talin upp þau þrjú skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt svo gagn sé vinnugagn, þ.e. að það sé í reynd undirbúningsgagn, það skuli ritað eða útbúið af starfsmönnum aðila sjálfs og að gagn hafi ekki verið afhent öðrum. Í athugasemdum við ákvæðið segi að í þriðja skilyrðinu felist m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi, t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, teljist það almennt ekki lengur vinnugagn. Undantekningar séu þó gerðar varðandi síðastgreinda atriðið. Frestbeiðandi segir ekki útskýrt nánar um hvers konar undantekningar geti verið að ræða.</p><p>Í beiðni um frestun réttaráhrifa er því haldið fram af hálfu Isavia ohf. að um sé að ræða tölvupósta sem gengu á milli frestbeiðanda og einkaaðila eftir að samkeppni lauk og eftir að tilkynnt hafi verið um töku tilboðs. Tölvupóstarnir uppfylli skilyrði um að vera vinnugögn samkvæmt almennum málskilningi, enda um að ræða gögn sem Isavia ohf. hafi útbúið til að leiða málið til endanlegra lykta með samningi við þá bjóðendur sem valdir hafi verið til samningsgerðar. Orðalag 1. mgr. 8. gr. um að gögn teljist ekki lengur vinnugögn ef þau hafi verið afhent öðrum fari ekki saman við orð athugasemda með frumvarpinu. Sérstakt verði að telja að eðli vinnuskjals breytist við það eitt að vera afhent þriðja aðila óháð efni þess. Í því að túlka 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af athugasemdunum við ákvæðið felist að finna út hverjar undantekningarnar séu.</p><p>Í beiðni Isavia ohf. er á því byggt að draga megi þá ályktun af athugasemdunum að félaginu sé heimilt að synja um aðgang að gögnum sem verða til eftir að samkeppnisferli lýkur og fram að þeim tíma er samningur liggur fyrir, enda sé um að ræða endanlega samningsgerð við einkaaðila. Félagið telur slíka lögskýringu samrýmast vel ákvæðum dönsku upplýsingalaganna, sem hafi verið fyrirmynd við gerð þeirra íslensku. Í beiðninni er því einnig haldið fram að skilgreining vinnugagna sé sambærileg í íslensku og dönsku lögunum og meginreglan samkvæmt þeim síðarnefndu sé að gögn missi „interne karakter“ við að vera afhent utanaðkomandi. Í 2. mgr. 23. gr. laganna sé þó eftirfarandi undantekningarákvæði:</p><blockquote><p>Stk. 2. Dokumenter omfattet af stk. 1, der afgives til udenforstående, mister deres interne karakter, medmindre afgivelsen sker af retlige grunde, til forskningsmæssig brug eller af andre lignende grunde.</p></blockquote><p>Samkvæmt þessu sé það ekki svo í öllum tilvikum að gögn sem afhent séu utanaðkomandi aðilum hætti að teljast innri gögn og hljóti að þurfa að meta hvert tilvik fyrir sig. Útfærsla dönsku laganna sé ítarlegri en þeirra íslensku varðandi gögn sem hafa verið afhent þriðja aðila.</p><p>Af hálfu Isavia ohf. er byggt á því að túlkun úrskurðarnefndarinnar á hugtakinu vinnugögn leiði til þess að honum sé skylt að afhenda öll gögn sem félagið sendir til einkaaðila, ráðgjafa og viðskiptavina nema ákvæði 9. gr. upplýsingalaga eigi við. Nefndin túlki ákvæðið óeðlilega þröngt. Þá hafi ekki verið gerð tilraun til að kalla eftir afstöðu þeirra aðila, sem gögnin varði, til þess hvort þeir telji sig verða fyrir tjóni ef þau yrðu afhent. Slík einföld fyrirspurn hefði samræmst rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og hefði ekki tafið afgreiðslu málsins hjá nefndinni.</p><p>Í erindinu kemur fram að Isavia ohf. telji sig hafa verið í fullum rétti til að strika út viðkvæmar viðskipta- og samkeppnisupplýsingar, svo sem sölu-, markaðs- og fjárfestingaáætlanir. Þessir hagsmunir séu ekki bara bundnir við Ísland. Ekki hafi áður reynt á skilning úrskurðarnefndar um upplýsingamál á erindi Samkeppniseftirlitsins til Kaffitárs, dags. 8. júlí 2016. Nefndin afgreiði sjónarmið sem þar komi fram á snubbóttan hátt. Það sé algengt að úrskurðaraðilar líti svo á að almenn löggjöf, þ.e. samkeppnislög eða jafnvel stjórnarskráin komi þeim lítið eða ekkert við. Af hálfu Isavia ohf. er lýst þeirri skoðun að nefnd af þessu tagi sé skylt að gaumgæfa mat sitt á grundvelli ákvæða samkeppnislaganna rétt eins og upplýsingalaga. Nánast ekkert sé fjallað um það í úrskurðinum að upplýsingaskipti geti falið í sér brot á ákvæði 10. gr. samkeppnislaga. Það sé grundvallaratriði í samkeppnisrétti að talin sé hætta á því að samkeppni geti raskast hafi keppinautar of miklar upplýsingar hver um annan sem lúti að verði, kostnaði, viðskiptakjörum eða viðskiptaáætlunum. Fyrirtæki með slíkar upplýsingar í höndunum geti séð fyrir hegðun keppinauta á markaði.</p><p>Af hálfu Isavia ohf. er einnig vísað til leiðbeiningarreglna framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en ákvæði 10. gr. samkeppnislaga sé að meginstofni í samræmi við 1. mgr. 53. gr. EES-samningsins og 101. gr. sáttmála um starfshætti Evrópusambandsins. Skýra skuli íslensk lög og reglur til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja að svo miklu leyti sem við eigi. Framangreindar leiðbeiningarreglur séu því hafðar til hliðsjónar við beitingu íslenskra samkeppnisyfirvalda og dómstóla á 10. gr. samkeppnislaga en úrskurðarnefndin hafi ekki gert tilraun til að túlka þessar mikilvægu reglur. Þá vísar Isavia ohf. til þess að félagið hafi skorað á nefndina að afla álits hjá Samkeppniseftirlitinu varðandi það hvort einstök gögn væru þess eðlis að samkeppnislög nr. 44/2005 setti afhendingu þeirra skorður. Telur félagið að slík álitsöflun hefði verið í anda 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt telur félagið að ríkari ástæða hefði verið til þess í ljósi þeirra ummæla nefndarinnar að hún hafi ekki forsendur til að meta þessi samkeppnissjónarmið eins og ítrekað komi fram í úrskurði nefndarinnar nr. 579/2015.</p><p>Isavia ohf. kveður úrskurðarnefndina hafa lagt mikið upp úr því að Kaffitár ehf. hafi ríka hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingum sem varði ráðstöfun opinberra gæða sem fyrirtækið sóttist sjálft eftir. Að mati félagsins virðist úrskurðarnefndin leggja að jöfnu hugtökin opinberir hagsmunir og opinber gæði en hvergi í upplýsingalögum eða athugasemdum sé fjallað um ráðstöfun opinberra gæða. Telur félagið mikilvægt að fá afstöðu dómstóla til þess hvort útleiga félagsins á húsnæði sínu í Leifsstöð feli í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna, sem víki til hliðar þeim hagsmunum sem 9. gr. upplýsingalaga eigi að verja. Þá telur félagið að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ekki tekið tillit til hagsmuna þeirra aðila sem gögnin stafi frá við mat sitt og umfjöllun um þá sé afar takmörkuð.</p><p>Í erindi Isavia ohf. er loks tekið fram að félagið telji fordæmisgildi málsins ótvírætt og gríðarlega viðskiptalega hagsmuni í húfi, bæði fyrir félagið sjálft sem og þá aðila sem tóku þátt í samkeppninni. Þótt frestur yrði veittur ætti það ekki að hafa neikvæð áhrif á hagsmuni Kaffitárs ehf. Þá telur félagið að synjun beiðni um frestun réttaráhrifa feli það í sér að Isavia ohf. verði svipt þeim grundvallarréttindum að bera ágreininginn á réttmætan hátt undir dómstóla, sbr. 70. gr. stjórnarskrárinnar.</p><h3><b>Niðurstaða<br></b><b>1.</b></h3><p>Mál þetta varðar beiðni Isavia ohf. um að réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 709/2017 verði frestað á meðan málið verði borið undir dómstóla, með vísan til 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í ákvæðinu segir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Skuli krafa þess efnis gerð eigi síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests. Ákvæði um frestun réttaráhrifa var áður í 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í athugasemdum við þá grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996, svo og í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, segir: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, og nú 24. gr. laga nr. 140/2012, eigi fyrst og fremst við um tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, annarra en þeirra sem falla undir gildissvið laganna, sem geta verið skertir með óbætanlegum hætti, verði aðgangur veittur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga, eins og þau kunni síðar að verða skýrð af dómstólum. </p><h3><b>2.</b></h3><p>Beiðni Isavia ohf. um frestun réttaráhrifa er í upphafi byggð á því að verði ekki á hana fallist neyðist frestbeiðandi til að láta reyna á úrskurðinn í máli samkvæmt 13. kafla aðfararlaga nr. 90/1989. Vísar félagið um það til þess að í slíku máli séu réttarfarsleg úrræði takmörkuð og því samræmist það betur 70. gr. stjórnarskrárinnar að heimila frestbeiðanda að reka almennt einkamál fyrir dómstólum.</p><p>Af þessu tilefni telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að taka fram að Isavia ohf. studdi kröfu sína um flýtimeðferð einkamáls, þar sem m.a. var ætlunin að krefjast ógildingar úrskurðar nefndarinnar nr. 579/2015, svipuðum rökum. Í dómi Hæstaréttar frá 16. september 2015 í máli nr. 576/2015 var kröfunni hafnað og í forsendum réttarins kemur m.a. fram að þótt meðferð mála samkvæmt lögum nr. 90/1989 sé um sumt einfaldari í sniðum en almennra einkamála geti aðili máls komið að öllum sömu málsástæðum um form- og efnisannmarka stjórnvaldsúrskurðar eins og í almennu einkamáli.</p><p>Með vísan til þess sem að framan er rakið getur úrskurðarnefnd upplýsingamála ekki fallist á þau sjónarmið sem lýst er í beiðni Isavia ohf. um frestun réttaráhrifa, að munur á málsmeðferð samkvæmt aðfararlögum nr. 90/1989 annars vegar og lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 hins vegar, réttlæti með nokkrum hætti frestun réttaráhrifa úrskurðar nefndarinnar nr. 709/2017.</p><h3><b>3.</b></h3><p>Af hálfu Isavia ohf. er því enn fremur haldið fram að þörf sé á því að dómstólar taki afstöðu til þess „hver munurinn [sé] á opinberum stofnunum og fyrirtækjum í eigu hins opinbera sem starfa á almennum markaði“ gagnvart upplýsingalögum, ef hann sé þá einhver. Í þessu sambandi leggur félagið áherslu á tilvísun í eftirfarandi ummæli í greinargerð, sem fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, þegar lögaðilar í eigu hins opinbera að 51% hluta eða meira voru felldir undir gildissvið laganna:</p><blockquote><p>Að því þarf þó að gæta að í þessu felst ekki sjálfkrafa að allar upplýsingar sem þessa lögaðila varða verði aðgengilegar almenningi. Áfram er byggt á þeirri reglu að vegna samkeppnishagsmuna sé heimilt að undanþiggja ýmsar upplýsingar aðgangsrétti almennings.</p></blockquote><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að samkvæmt upplýsingalögum gildir sú skýra regla um stjórnvöld og einkaréttarlega aðila í eigu hins opinbera að 51% hluta eða meira að almenningur eigi rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum þeirra, með tilteknum takmörkunum. Þannig gildir um báðar tegundir aðila að allar upplýsingar sem þá varða eru ekki sjálfkrafa aðgengilegar almenningi á grundvelli upplýsingalaga. Þá bendir nefndin á að í athugasemdum við ákvæði 2. gr. í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga segir m.a. eftirfarandi um afmörkun gildissviðs laganna gagnvart síðarnefndu aðilunum:</p><blockquote><p>Í 2. mgr. 2. gr. er lagt til að upplýsingalög skuli taka til allrar starfsemi einkaréttarlegra lögaðila sem teljast að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera, ríkisins eða sveitarfélaga. Ef þau skilyrði eru fyrir hendi leiðir af frumvarpsákvæðinu að upplýsingalög taka til allrar starfsemi slíkra lögaðila en ekki aðeins til þeirrar starfsemi þeirra sem talist getur til opinberrar stjórnsýslu í hefðbundinni merkingu. Í grundvallaratriðum má segja að þessi nálgun sé valin til einföldunar á afmörkun á gildissviði laganna. Einnig býr hér að baki sú röksemd að í slíkum lögaðilum eru almennt bundnir mikilvægir opinberir hagsmunir. Ekki er því ástæða í reynd til að afmarka gildissvið upplýsingalaga þröngt gagnvart þessum aðilum, og binda það einvörðungu við þau opinberu verkefni eða þjónustu, í þröngum skilningi, sem þeir sinna eða er falið að sinna.</p></blockquote><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur af hálfu Isavia ohf. ekki verið sýnt fram á það að staða félagsins í ljósi 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga feli í sér slíkt álitamál að nauðsynlegt sé að fresta réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar. Í því sambandi telur nefndin rétt að benda á að aðili dómsmáls, hvort heldur sem er í máli sem rekið er á grundvelli aðfararlaga eða samkvæmt almennum reglum um meðferð einkamála, hefur ávallt fullt tækifæri til að rengja túlkun nefndarinnar á einstökum ákvæðum upplýsingalaga fyrir dómstólum og freista þess að fá þeirri túlkun hnekkt á þeim vettvangi. Með hliðsjón af framangreindu telur nefndin umrædd sjónarmið Isavia ohf. ekki fela í sér sérstaka ástæðu fyrir frestun réttaráhrifa úrskurðar nefndarinnar samkvæmt 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><h3><b>4.</b></h3><p>Hvað varðar röksemdir Isavia ohf. um merkingu hugtaksins vinnuskjöl í skilningi upplýsingalaga leggur úrskurðarnefnd um upplýsingamál áherslu á það að takmarkanir frá meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs ber að skýra þröngri lögskýringu. Það á einnig við um ákvæði 5. tl. 6. gr., sbr. 8. gr. laganna. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. er það grundvallarskilyrði að vinnugögn þurfi að vera rituð „til eigin nota“. Þar segir jafnframt skýrum orðum í kjölfarið:</p><blockquote><p>Nú eru gögn afhent öðrum og teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.</p></blockquote><p>Sá skilningur sem fram kemur í erindi Isavia ehf., að tölvupóstsamskipti aðila sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga annars vegar og einkaaðila hins vegar geti talist til vinnugagna, er því einfaldlega ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Raunar verður ekki séð að nokkurt ákvæði upplýsingalaga, annarra laga eða lögskýringargagna rennir stoðum undir þann skilning sem félagið byggir á að þessu leyti.</p><p>Um þau ummæli í athugasemdum við ákvæði 2. mgr. 8. gr. sem frestbeiðandi leggur áherslu á tekur úrskurðarnefndin fram að undantekningar á því skilyrði að gögn megi ekki hafa verið afhent utanaðkomandi aðila eru tæmandi taldar í 1. og 2. mgr. 8. gr. laganna. Að þessu leyti er ekkert misræmi á milli athugasemda við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem undantekningarnar sem rætt er um í athugasemdunum koma fram í lagatextanum sjálfum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur Isavia ehf. heldur ekki hafa sýnt fram á að ákvæði 2. mgr. 23. gr. dönsku upplýsingalaganna geti hér nokkru breytt.</p><p>Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki sérstaka ástæðu til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar síns nr. 709/2017 í skilningi 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga í ljósi þessara röksemda Isavia ohf.</p><h3><b>5.</b></h3><p>Í erindi Isavia ohf. er næst vikið að beitingu 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, en félagið kveður úrskurðarnefnd um upplýsingamál túlka ákvæðið óeðlilega þröngt. Nefndin hafi lagt til grundvallar að meta skuli hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja að ætla megi að afhending upplýsinga sé til þess fallin að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni. Í úrskurði nr. 709/2017 hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál hins vegar ekki gert tilraun til að kalla eftir afstöðu fyrirtækjanna til þess hvort félögin teldu sig verða fyrir tjóni ef orðið yrði við afhendingu umbeðinna gagna. Slík fyrirspurn hefði samræmst rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p><p>Í þessu sambandi er rétt að taka fram að Isavia ohf. óskaði sjálft eftir afstöðu viðkomandi fyrirtækja til afhendingarinnar við meðferð beiðni Kaffitárs ehf. með vísan til 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Svör þessara aðila voru því á meðal gagna málsins fyrir úrskurðarnefndinni og því ljóst að engin þörf var á því að óska afstöðu þeirra öðru sinni.</p><p>Varðandi þá röksemd Isavia ohf. að mikilvægt sé að fá afstöðu dómstóla til þess hvort útleiga félagsins á húsnæði sínu í Leifsstöð feli í sér „ráðstöfun opinberra hagsmuna“, sem víki til hliðar þeim hagsmunum sem 9. gr. á að verja telur úrskurðarnefndin ekki að öllu leyti ljóst hvað félagið á við með tilvitnuðum ummælum. Í tilefni af þeim telur nefndin hins vegar nauðsynlegt að árétta að í athugasemdum við ákvæði 2. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir meðal annars um þá breytingu að lögin taki til einkaréttarlega lögaðila í opinberri eigu að 51% hluta eða meira:</p><blockquote><p>Í frumvarpinu er lagt til að miða eignarhluta opinberra aðila við 51% eða meira til samræmis við sjónarmið meiri hluta allsherjarnefndar þegar hún fjallaði um frumvarp sama efnis á 139. löggjafarþingi. Rökin að baki því hlutfalli eru fyrst og fremst þau að þegar eignarhluti tiltekins aðila í fyrirtæki hefur náð þeim mörkum verði að líta svo á að ákvarðanir um meðferð og stjórnun slíks fyrirtækis séu í reynd að umtalsverðu leyti ákvarðanir um ráðstöfun opinberra hagsmuna.</p></blockquote><p>Ljóst er að Isavia ohf. er opinbert hlutafélag sem er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins. Tilgangur félagsins er samkvæmt lögum nr. 76/2008 að annast rekstur, viðhald og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur það hafið yfir allan vafa að ráðstöfun og meðferð félagsins á eignum sínum telst til meðferðar opinberra hagsmuna. Að mati nefndarinnar er því engin þörf á að fresta réttaráhrifum úrskurðar nr. 709/2017 samkvæmt 24. gr. upplýsingalaga vegna þessa þáttar málsins.</p><h3><b>6.</b></h3><p>Í erindi Isavia ohf. er loks á því byggt að þörf sé á frestun réttaráhrifa úrskurðar nr. 709/2017 þar sem úrskurðarnefndin hafi ekki gætt nægilega að sjónarmiðum um samkeppnishagsmuni fyrirtækjanna sem umbeðin gögn varða með hliðsjón af ákvæði 10. gr. samkeppnislaga. Af erindi félagsins verður ráðið að það telji nefndina ekki hafa tekið nægilega skýra afstöðu til þess hvort ákvæði 10. gr. samkeppnislaga standi í vegi afhendingu þeirra gagna sem beiðnin lýtur að.</p><p>Af þessu tilefni telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að vekja athygli á því að í margnefndum úrskurði er sérstaklega tekið fram að við mat á því hvort umbeðnar upplýsingar skuli vera undanskildar upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga kunni að vera gagnlegt að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Þá eigi sömu sjónarmið við um beitingu 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Á þessum grundvelli leit úrskurðarnefndin til þess við mat sitt hvort birting umbeðinna gagna gæti raskað samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem þau varða, eða raskað eðlilegri samkeppni að öðru leyti. Nefndin féllst á það með Isavia ohf. í sumum tilvikum að afhending gagnanna gæti farið gegn mikilvægum samkeppnishagsmunum fyrirtækjanna og staðfesti niðurstöðu um synjun beiðni Kaffitárs ehf. um aðgang að þeim. Um önnur gögn leiddu sömu sjónarmið til þess að nefndin taldi ekki ástæðu til að ætla að samkeppnishagsmunum yrði raskað ef Kaffitári ehf. yrði heimilaður aðgangur að þeim.</p><p>Isavia ohf. leggur áherslu á að nefndin hafi ekki gert tilraun til að túlka leiðbeiningarreglur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem félagið kveður hafðar til hliðsjónar við beitingu íslenskra samkeppnisyfirvalda og dómstóla á 10. gr. samkeppnislaga. Félagið gerir hins vegar enga tilraun til að sýna fram á hvernig ákvæði þeirra geti leitt til annarrar niðurstöðu um einstök gögn eða umbeðin gögn í heild sinni en úrskurðarnefndin komst að í úrskurði sínum.</p><p>Í ljósi þessa skal þess getið að íslenskir dómstólar hafa hafnað kröfu Isavia ohf. um að afla ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu leiðbeiningarreglnanna, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands frá 5. febrúar 2016 í máli nr. 62/2016 þar sem fram kom í staðfestum úrskurði héraðsdóms að reglurnar séu hvorki hluti meginmáls EES-samningsins, viðauka eða bókana við hann, né gerð sem getið sé um í viðaukum við samninginn. Leiðbeiningarreglurnar varði beitingu reglna sem innleiddar voru í íslenskan rétt, m.a. með 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Íslenskir dómstólar séu bærir til þess að túlka og beita samkeppnisreglum sem eiga uppruna í evrópskum samkeppnisrétti.</p><p>Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Isavia ohf. hafi ekki með nokkrum hætti sýnt fram á að tilvist leiðbeiningarreglna framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um upplýsingaskipti geti haft þau áhrif að sérstök ástæða sé til að fresta réttaráhrifum úrskurðar nr. 709/2017 á meðan málið verði borið undir dómstóla.</p><h3><b>7.</b></h3><p>Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar nr. 709/2017, í máli ÚNU 17020006. Ber því að hafna kröfu Isavia ohf. þar að lútandi.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Kröfu Isavia ohf. um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar nr. 709/2017 frá 2. nóvember 2017 er hafnað.</p><p> </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
709/2017. Úrskurður frá 2. nóvember 2017 | Kaffitár ehf. kærði ákvörðun Isavia ohf. um synjun beiðni um aðgang að gögnum sem tengjast samkeppni um leigurými á Keflavíkurflugvelli í mars 2014 og ekki voru til umfjöllunar í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndarinnar nr. 579/2015 og 586/2015. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir rétt kæranda til aðgangs að gögnunum, lið fyrir lið, og taldi skylt á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að veita fyrirtækinu aðgang að hluta umbeðinna gagna. Um önnur gögn ýmist staðfesti nefndin ákvörðun Isavia, vísaði kæru frá eða lagði fyrir Isavia að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 2. nóvember 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 709/2017 í máli ÚNU 17020006. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 14. febrúar 2017, kærði Kaffitár ehf. ákvörðun Isavia ohf. um að synja kæranda um gögn er tengjast samkeppni um leigurými á Keflavíkurflugvelli í mars 2014. Úrskurðarnefndin hefur áður fjallað um ágreining sömu fyrirtækja um rétt kæranda til aðgangs að gögnum er varða umrædda samkeppni sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. 579/2015 og 586/2015. Í fyrra málinu var deilt um aðgang að öðrum gögnum en mál þetta lýtur að, en í því síðara var hafnað beiðni Isavia ohf. um endurupptöku fyrra málsins. </p><p>Eins og rakið er í fyrri úrskurðum efndi Isavia ohf. þann 19. mars 2014 til samkeppni til að bjóða út leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og að fyrirtækið hafi komið fram sem væntanlegur leigusali. Skiptist samkeppnin í tvö stig. Á fyrra stiginu, sem nefndist „Request for Qualification“ var kannað hvort þátttakendur uppfylltu þær kröfur um vörur, vörumerki, þekkingu, reynslu og fleira sem Isavia ohf. setti til þátttöku í samkeppninni. Þeim sem uppfylltu kröfur fyrirtækisins var svo boðið að taka þátt á seinna stigi samkeppninnar, sem nefndist „Request for Proposal“, og skila inn annars vegar tæknilegri og hins vegar fjárhagslegri tillögu. Átti fjárhagslegi hlutinn einungis að koma til skoðunar ef tæknilegi hlutinn yrði metinn fullnægjandi. Kærandi mun hafa skilað inn tvíþættum tillögum og komst í gegnum fyrra stig samkeppninnar í tilteknum flokkum hennar. Tæknilegur hluti tillögu kæranda var metinn fullnægjandi og kom fjárhagslegur hluti hennar til skoðunar. Með bréfi 21. ágúst 2014 tilkynnti Isavia ohf. á hinn bóginn kæranda að tillaga hans væri ekki fyrsti valkostur í samkeppninni og þann 1. október 2014 að ekki hefði verið gengið að tillögu hans í samkeppninni. Af gögnum þess máls sem hér er til skoðunar má ráða að Isavia ohf. hafi í kjölfarið gengið til samninga við fyrirtækin <a name="_Hlk489702368">Lagardère travel retail ehf. </a>og <a name="_Hlk490399162">Joe Ísland ehf. </a>Af gögnum málsins verður ráðið að í ferlinu öllu hafi jöfnum höndum verið vísað til fyrrnefnda fyrirtækisins með því nafni, heitinu Lagardère<i><b> </b></i>Services eða einfaldlega Lagardère. </p><p>Mál það sem hér er til skoðunar er til komið vegna beiðni kæranda í sjö liðum, dags. 5. desember 2016, um gögn. Var þess krafist að fá afhent eftirtalin gögn: </p><ol><li><p>Öll bréfa- og tölvupóstsamskipti ISAVIA ohf. við Joe Ísland ehf., Lagardère<i><b> </b></i>Services, SSP the Food Travel Experts og IGS ehf., í sex mánuði fyrir upphaf forvals, á milli 19. október 2013 og 19. mars 2014. </p></li><li><p>Öll bréfa- og tölvupóstsamskipti ISAVIA ohf. við sömu aðila, frá upphafi forvals þann 19. mars 2014 til loka forvals þann 22. apríl 2014. </p></li><li><p>Öll bréfa- og tölvupóstsamskipti ISAVIA ohf. við sömu aðila, frá lokum forvals þann 22. apríl 2014 til lokunar tilboða í seinni hluta samkeppninnar þann 25. júní 2014. </p></li><li><p>Öll bréfa- og tölvupóstsamskipti ISAVIA ohf. við sömu aðila, frá lokun tilboða þann 25. júní 2014 til dagsetninga samninga í kjölfar samkeppninnar. </p><ol><li><p>Beiðnin tekur til allra afrita bréfa- og tölvupóstsamskipta ISAVIA ohf. við ofangreinda fjóra aðila vegna samkeppninnar, hverju nafni sem þau nefnast, á umræddu tímabili. </p></li><li><p>Sérstaklega er óskað eftir afriti af bréfi ISAVIA ohf. til Lagardère Services, dags. 4. júlí 2014, sem vitnað er til í bréfi á fskj. 1.</p></li><li><p>Sérstaklega er óskað eftir afriti af bréfi ISAVIA ohf. til SSP the Food Travel Experts, dags. 4. júlí 2014, sem vitnað er til í bréfi á fskj. 2. </p></li></ol></li><li><p>Samninga ISAVIA ohf. við þá aðila sem hlutskarpastir urðu í þeim hluta samkeppninnar sem kærandi tók þátt í, þ.e. Lagardère Services og Joe Ísland, ásamt fylgigögnum og viðaukum við þá samninga. </p></li><li><p>Allar fundargerðir stjórnar ISAVIA ohf. frá 19. mars 2013 til dagsetninga samninga við Lagardère og Joe Ísland ehf. í kjölfar samkeppninnar. </p></li><li><p>Allar fundargerðir vegna funda ISAVIA ohf. með Lagardère, Joe Ísland ehf., SSP the Food Travel Experts og IGS ehf. frá 19. mars 2013 til dagsetninga samninga við Lagardère og Joe Ísland ehf. í kjölfar samskiptanna.</p></li></ol><p>Með hinni kærðu ákvörðun, dags. 16. janúar 2017, fékk kærandi afhent gögn sem Isavia ohf. taldi að félli undir beiðni kæranda. Tekið var fram að hluti umbeðinna gagna teldist til vinnugagna og væri undanþeginn upplýsingarétti á þeim grundvelli. Þá hefði Isavia ohf. í samræmi við upplýsingalög nr. 140/2012 og með hliðsjón af erindi Samkeppniseftirlitsins til Kaffitárs, dags. 8. júlí 2016, afmáð mikilvægar viðskiptaupplýsingar úr gögnunum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. </p><p>Í kæru eru málavextir raktir frá sjónarhóli kæranda. Rakið er að í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 579/2015 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að 14. gr. upplýsingalaga ætti við um rétt kæranda til gagna frá öðrum þátttakendum í samkeppninni, þ.m.t. öllum fjárhagslegum upplýsingum sem kæmu fram í tilboðum þeirra. Í úrskurðinum hafi verið staðfest að kærandi ætti rétt á aðgangi að tillögum og fylgigögnum annarra þátttakenda í þeim hluta samkeppninnar sem kærandi tók þátt í. Úrskurðarnefndin hafi einungis talið rétt að synja kæranda um aðgang að tæknilegum upplýsingum í glærusýningu eins bjóðanda. Kærandi hafi þurft að krefjast aðfarar til fullnustu úrskurðarins og hafi verið úrskurðað um aðfarahæfi hans í Héraðsdóms Reykjavíkur þann 14. júní 2015. </p><p>Við yfirferð á gögnum úr samkeppninni hafi vaknað spurningar hjá kæranda hvort framkvæmd samkeppninnar og val þátttakenda í kjölfar hennar stæðust grunnreglur íslensks útboðs- og stjórnsýsluréttar. Kærandi telji bréfaskipti Isavia ohf. við valda þátttakendur gefa til kynna að ekki hafi verið gætt jafnræðis á milli þátttakenda við málsmeðferð og val tilboða, m.a. vegna þess að völdum þátttakendum hafi verið veittur kostur á að leggja fram ný tilboð eftir að tilboðsfresti lauk. Með bréfi, dags. 5. desember 2016, hafi kærandi því óskað frekari gagna frá Isavia ohf., þ.m.t. samskipti fyrirtækisins við einstaka þátttakendur fyrir samkeppnina, meðan á henni stóð og fram að samningsgerð. </p><p>Í kæru kemur einnig fram að þann 17. janúar 2017 hafi Isavia ohf. afhent 458 bls. af gögnum úr samkeppninni. Af lestri þeirra gagna hafi kærandi orðið þess áskynja að Isavia ohf. hafi einungis orðið við gagnabeiðninni að hluta. Auk þess hafi Isavia ohf. synjað um aðgang að tilteknum upplýsingum úr gögnunum með því að afmá þær. Ekki hafi verið tilgreint með skýrum hætti hvaða gögnum væri haldið frá kæranda eða hvað réði því hvaða upplýsingar væru afmáðar í hverju og einu tilfelli. </p><p>Kærandi telur málsástæður Isavia ohf. fyrir synjun beiðninnar vera haldlausar. Í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 578/2015 og 586/2015 hafi verið staðfest að 14. gr. upplýsingalaga ætti við um gagnabeiðnir kæranda eftir samkeppnina en ekki 9. gr. laganna. Í úrskurðunum hafi heldur ekki verið fallist á að gögn tengd samkeppninni væru vinnugögn. Þá hafi málsástæðum um að í gagnaafhendingu fælist ólögmætt samráð skv. 10. gr. samkeppnislaga verið hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi komist að sömu niðurstöðu í endanlegum úrskurði nr. A-732/2015. Kærandi vísar einnig í úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 580/2015. </p><p>Kærandi segir það hafa sjálfstæða þýðingu fyrir þátttakanda í opinberri samkeppni að geta borið saman fjárhagslegar upplýsingar í tilboðum þátttakenda við fjárhagslegar upplýsingar sem komi fram í seinni tillögum, viljayfirlýsingum og samningum við sigurvegara samkeppninnar. Auk þess skipti máli að fá aðgang að samningsákvæðum sem gætu haft áhrif á verðmæti samninga. </p><p>Í kæru eru gerðar sérstakar athugasemdir við synjun Isavia ohf. á afhendingu upplýsinga fyrir hvern og einn lið í gagnabeiðninni. Um 1. tölulið gagnabeiðni segir kærandi að gögn málsins bendi til þess að Lagardère travel retail ehf. og Isavia ohf. hafi átt í töluverðum samskiptum fyrir upphaf samkeppninnar, eða í mars 2014. Lagardère travel retail ehf. hafi með tölvubréfi, dags. 17. mars 2014, óskað eftir fundi með starfsmönnum Isavia ohf. og flugfélagsins Icelandair við upphaf forvalstímans en svar Isavia ohf. við póstinum hafi hins vegar ekki verið afhent kæranda. </p><p>Um 2. tölulið gagnabeiðni tekur kærandi fram að með tölvupósti, dags. 26. mars 2014, hafi Lagardère travel retail ehf. beint sex spurningum með undirliðum til Isavia skömmu eftir upphaf forvals. Svör Isavia við spurningunum hafi hins vegar ekki verið afhent. </p><p>Athugasemdir kæranda við synjun kærða á beiðni um upplýsingar er heyra undir 3. tölulið gagnabeiðni eru eftirfarandi: </p><ul><li><p>Isavia ohf. hafi þann 22. apríl 2014 tilkynnt tilteknum þátttakendum að þeir hefðu öðlast þátttökurétt í seinni hluta samkeppninnar. Tölvubréf Isavia ohf. til þátttakenda vísi til viðhengdra bréfa sem ekki hafi verið afhent. </p></li><li><p>Samkvæmt tölvubréfi frá maí 2014 virðist Lagardère travel retail ehf. hafa sent ýmsar frekari fyrirspurnir til Isavia um samkeppnina en Isavia hafi ekki afhent svör félagsins við spurningunum. </p></li><li><p>Isavia hafi framlengt tilboðsfrestinn í samkeppninni en vísað hafi verið til þess í tilkynningu að beiðnir hefðu komið fram um framlengingu frestsins. Kærandi hafi aðeins fengið beiðni Lagardère travel retail ehf., dags. 14. maí, um framlengingu tilboðsfrests en óski eftir því að fá afhentar aðrar slíkar beiðnir hafi þær borist. Auk þess telur kærandi líklegt að frekari samskipti hafi átt sér stað á milli Isavia ohf. og Lagardère travel retail ehf. um framlengingu frests. Óskað er rannsóknar úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 á því hvort frekari samskipti hafi átt sér stað milli Isavia ohf. og Lagardère travel retail ehf. á milli 14. maí 2014 og 13. júní sem ekki hafi verið afhent kæranda. </p></li></ul><p>Athugasemdir kæranda við synjun kærða á beiðni um upplýsingar er heyra undir 4. tölulið gagnabeiðni eru eftirfarandi: </p><ul><li><p>Í bréfi Isavia ohf. til kæranda, dags. 21. ágúst 2014, hafi verið tilkynnt um að kærandi væri ekki fyrsti valkostur í samkeppninni. Ætla megi að hin fjögur fyrirtækin sem tóku þátt í þessum hluta samkeppninnar hafi fengið sambærilegt bréf. Óskað sé afhendingar á þeim bréfum. </p></li><li><p>Í tölvubréfi, dags. 16. september 2014 komi Joe Ísland ehf. á framfæri „nýjum tölum“ fyrir „departure lounge staðinn“ við Isavia ohf. en svar Isavia ohf. hafi ekki verið afhent kæranda. Kærandi segist eiga rétt á tölulegum upplýsingum sem þessum. Einnig hafi verið afmáðar tölulegar upplýsingar í tilboði á fylgiskjölum nr. 118-119. </p></li><li><p>Joe Ísland ehf. hafi sent tölvubréf milli 16. og 8. október 2014 þar sem settar hafi verið fram ýmsar fyrirspurnir. Svör Isavia ohf. við þeim tölvubréfum hafi ekki verið afhent. </p></li><li><p>Afmáðar hafi verið upplýsingar í tölvubréfi Lagardère travel retail ehf. til Isavia ohf., dags. 15. september 2014 en krafist sé afhendingar án útstrikunar. Með póstinum hafi fylgt viðhengi með tölulegum upplýsingum sem hafi verið afmáðar og sé krafist afhendingar án útstrikunar.</p></li><li><p>Isavia ohf. hafi með tölvubréfi dags. 23. desember 2014 beðið Joe Ísland ehf. um ársreikning og ábyrgðaryfirlýsingu frá þriðja aðila. Nöfn viðkomandi aðila hafi verið afmáð úr tölvupóstinum en krafist sé afhendingar tölvupóstsins án útstrikunar auk svars Joe Íslands ehf. með fylgigögnum. Tekið er fram að ársreikningar séu opinber gögn sem trúnaður geti ekki gilt um. </p></li><li><p>Afmáður hafi verið texti frá Lagardère travel retail ehf. í tölvubréfi dags. 15. september 2014. Krafist sé afhendingar gagnsins án útstrikunar. </p></li><li><p>Lagardère travel retail ehf. hafi sent nýtt tilboð í viðhengi með tölvupósti, dags. 15. september 2015. Stærstur hluti tilboðsins hafi verið afmáður, þ.m.t. allar fjárhagslegar og tölulegar upplýsingar. </p></li><li><p>Gögn málsins bendi til þess að fulltrúi Lagardère travel retail ehf. hafi verið í samskiptum við þrjá tilgreinda valnefndarmenn. Afhent hafi verið samskipti Lagardère travel retail ehf. við tvo þeirra en ekki við valnefndarmanninn Frank Grey. Krafist er afhendingar á öllum samskiptum þess nefndarmanns við Lagardère travel retail ehf. vegna samkeppninnar, allt frá því sex mánuðum fyrir upphaf forvals þann 19. október 2013 til dagsetninga samninga við Lagardère og Joe Ísland, dags 2. og 4. mars 2015, þ.m.t. tölvubréfum og fundargerðum. </p></li><li><p>Krafist er aðgangs að þeim upplýsingum sem afmáðar hafi verið í samningsdrögum Lagardère travel retail ehf. og Isavia ohf.</p></li></ul><p>Athugasemdir kæranda við synjun kærða á beiðni um upplýsingar er heyra undir 5. tölulið gagnabeiðni eru eftirfarandi: </p><ul><li><p>Krafist er afhendingar á sameiginlegri viljayfirlýsingu Isavia og Lagardère travel retail ehf., „Agreement of Intent“, dags. 9. september 2014, án útstrikunar. </p></li><li><p>Krafist er afhendingar á undirrituðum samningi Isavia ohf. og Lagardère travel retail ehf., dags. 4. mars 2015, án útstrikunar. Þá sé krafist afhendingar á viðauka 2, 4 og 5 án útstrikunar. </p></li><li><p>Krafist er afhendingar viljayfirlýsingar Isavia ohf. og Joe Íslands ehf., dags 15. september 2014, án útstrikunar. </p></li><li><p>Krafist er afhendingar á undirrituðum samningi Isavia ohf. og Joe Íslands ohf., dags. 2. mars 2015, og viðauka við samninginn án útstrikunar.</p></li></ul><p>Athugasemdir kæranda við synjun kærða á beiðni um upplýsingar er heyra undir 6. tölulið. gagnabeiðni eru þær að krafist sé aðgangs að þeim upplýsingum sem afmáðar voru í stjórnarfundargerðum sem afhentar voru kæranda. </p><p>Athugasemdir kæranda við synjun kærða á beiðni um upplýsingar er heyra undir 5. tölulið. gagnabeiðni eru eftirfarandi: </p><ul><li><p>Krafist er aðgangs að fundargerð fundar milli Isavia ohf. og Lagardère travel retail ehf., dags. 29. ágúst 2014 án útstrikunar. </p></li><li><p>Kærandi telur ótrúverðugt að aðeins ein fundargerð sé til af fundum Isavia ohf. með þátttakendum á tímabilinu og er varði samkeppnina. Í gögnum málsins sé t.d. víða vísað til funda með þátttakendum. </p></li></ul><p>Kærandi telur ljóst að Isavia ohf. hafi ekki afhent öll þau gögn sem tengjast samkeppninni og sem heyri undir gagnabeiðni kæranda. Því er óskað sjálfstæðrar rannsóknar úrskurðarnefndar um upplýsingamál á því hvaða gögn sem falli undir beiðni kæranda hafi ekki verið afhent og að Isavia ohf. verði gert að afhenda öll þau gögn sem falla undir beiðnina. </p><h3>Málsmeðferð</h3><h3>1.</h3><p>Með bréfi, dags. 1. mars 2017, var kæran kynnt Isavia ohf. og fyrirtækinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana og frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæra lyti að. </p><p>Með bréfi, dags. 2. mars 2017, óskaði lögmaður Isavia ohf. eftir því að fá ljósrit af fylgigögnum með kæru. Í bréfinu kemur fram að kærði telji sig hafa orðið við afhendingu allra umbeðinna gagna þann 17. janúar 2017. Auk þess sé kröfugerð kæranda mjög óskýr og telji kærði hana ekki fullnægja almennum reglum stjórnsýsluréttar um skýrleika kröfugerðar. Væri þeim tilmælum beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa kærunni frá eða skora á kæranda að senda nefndinni skýrari kröfugerð. Eins og kröfugerð kæranda væri háttað væri kærða vandi á höndum að svara kærunni. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi kæranda tölvubréf þann 3. mars 2017 og óskaði eftir afstöðu hans til þess sem þar kæmi fram. Kærandi sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál umsögn, dags. 8. mars 2017. Þar er því mótmælt að gagnabeiðnin sé ekki nógu skýr. Tekið er fram að Isavia ohf. hafi ekki tilgreint þau skjöl sem haldið var eftir og því væri nauðsynlegt að krefjast allra gagna sem málinu tengdust. </p><p>Umsögn Isavia ohf. er dagsett 6. apríl 2017. Þar kemur fram að þeim gögnum sem afhent hafi verið megi gróflega skipta í þrjá flokka. Í fyrsta lagi séu tölvupóstsamskipti starfsmanna kærða í tengslum við samkeppnina, í öðru lagi séu gögn sem tengist samningsviðræðum kærða við þá aðila sem hlutskarpastir urðu í veitingahluta samkeppninnar og í þriðja lagi sé um að ræða endanlega samninga við sömu aðila og fylgiskjöl. Hvað varði fyrsta flokkinn hafi gögn verið afhent að mestu án útstrikana. Nokkrar undantekningar hafi þó verið á þessu, einkum hvað varði viðkvæmar fjárhagsupplýsingar, s.s. upplýsingar um veltu, fjárfestingar og boð í veltutengt gjald. Hvað varði gögn í flokki tvö hafi nokkuð verið strikað út í þeim enda um að ræða viðræður um einkaréttarlega samninga þar sem tillögur að orðalagi hafi gengið á milli aðila. Þessi gögn væru vinnugögn og undanþegin upplýsingarétti. Þrátt fyrir að það væri mat kærða að stór hluti umbeðinna og afhentra gagna væru vinnugögn hafi félagið nýtt heimild 11. gr. upplýsingalaga og veitt aukinn aðgang að gögnunum. </p><p>Isavia ohf. ítrekar að félagið hafi afhent kæranda öll þau gögn sem óskað hafi verið eftir en strikað hafi verið yfir þann hluta gagnanna sem óheimilt sé að afhenda lögum samkvæmt. Öll skjöl hafi hins vegar verið afhent. Fram kemur að samningaviðræður hafi að hluta farið þannig fram að drög að samningi og fylgiskjölum hafi verið send á milli aðila með tillögum að breytingum sem sumar hafi verið samþykktar en aðrar ekki. Isavia ohf. telji þessi gögn vera vinnuskjöl í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012 enda um að ræða tillögur og vangaveltur um endanlegan texta í einkaréttarlegum samningi aðila. Strikað hafi verið yfir þessar tillögur og vangaveltur að hluta. Mikilvægt sé að árétta að um sé að ræða samningaviðræður sem hafi farið fram eftir að samkeppninni var lokið. Kærandi hafi ekki verið aðili að samningaviðræðunum og geti því ekki byggt rétt sinn á 14. gr. laganna um aðgang að gögnunum. Tekið er fram að endanlegir samningar og fylgiskjöl hafi verið afhentir kæranda og að einungis hafi verið strikað yfir viðkvæmar viðskipta- og samkeppnisupplýsingar sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna, svo sem sölu-, markaðs- og fjárfestingaáætlanir. </p><p>Isavia ohf. tekur fram, hvað varðar kröfu um aðgang að fundargerðum stjórnar Isavia ohf., að félagið hafi komið því á framfæri við lögmann kæranda þann 19. desember 2016, að beiðnin væri of almenn og hafi verið óskað eftir því að hún yrði afmörkuð frekar. Þann 20. desember hafi lögmaður kæranda afmarkað beiðnina á þann hátt að beiðst væri allra hluta fundargerða, „hverju nafni sem þeir nefnast og hvort sem þeir viðkvæmar fjárhags-, viðskipta- og samkeppnisupplýsingar þar sem það ætti við, varða samkeppnina beint eða óbeint (tilhögun samkeppni, forval, efnisval, frestir, bréfaskipti við bjóðendur, tilboð, einkunnagjöf, samningar í kjölfar samkeppni o.s.frv.“ Isavia ohf. kveðst hafa afhent umbeðin gögn samkvæmt þessari afmörkun. Óskað hafi verið eftir afstöðu Lagardère travel retail ehf. og Joe Ísland ehf. til afhendingar gagnanna þar sem þau innihaldi viðkvæmar viðskiptaupplýsingar um þau fyrirtæki. Bæði fyrirtækin hafi fallist á afhendingu að því gefnu að strikað yrði yfir þær. </p><p>Isavia ohf. bendir á að þar sem ekki sé um að ræða gögn sem varði kæranda, tilboð hans eða samskipti við hann, þá eigi 14. gr. upplýsingalaga ekki við í málinu heldur 5. gr. laganna. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 580/2015 þar sem þátttakandi í tæknilegum hluta samkeppni hafi átt rétt til tillögum annars þátttakanda er lutu að þeim hluta á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en rétt til aðgangs að tillögum í fjárhagslegum hluta samkeppninnar á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga þar sem hann hafi ekki verið þátttakandi í þeim hluta. </p><p>Isavia ohf. telur þau gögn sem varði samningaviðræður fyrirtækisins við rekstraraðila í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vera vinnugögn. Fyrst og fremst sé um að ræða drög að samningum sem hafi gengið á milli aðila til athugasemda. Endanlegir samningar hafi hins vegar verið afhentir með viðeigandi yfirstrikunum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Aðeins hafi verið strikað yfir viðkvæmustu upplýsingarnar. </p><p>Fram kemur í umsögninni að Isavia ohf. hafi þann 13. mars 2017 afhent kæranda fimm svarbréf Isavia ohf. til allra þátttakenda í samkeppninni sem öll væru dagsett 21. ágúst. Úrskurðarnefnd hafi verið sent afrit bréfanna. </p><p>Kærði gerir athugasemdir við einstaka liði í kærunni. Hvað varði fullyrðingu kæranda um að gögn málsins bendi til þess að Isavia hafi gefið a.m.k. tveimur þátttakendum kost á að aðlaga fyrri tilboð þá segir kærði það ekki vera rétt heldur hafi Isavia beðið Lagardère travel retail ehf.og SSP um að aðskilja tilboð um rekstur verslana og veitinga í tilboðum sínum svo hægt væri að meta tilboð þeirra í samræmi við önnur tilboð í samkeppninni, fyrir verslanir annars vegar og veitingastaði hins vegar. </p><p>Hvað varði fundargerðir stjórnar Isavia ohf. þá hafi fyrir þann 29. september 2014 verið haldnir samningafundir við þá sem valdir voru til samningaviðræðna. Fundargerðir hafi ekki verið ritaðar á þessum fundum en afrakstur þeirra hafi verið viljayfirlýsingarnar dags. 9. og 14. september. </p><p>Hvað varði 1. tölulið gagnabeiðni kæranda segist kærði aldrei hafa svarað tölvubréfi Lagardère travel retail ehf. þar sem óskað var eftir fundi. Allir umbeðnir tölvupóstar hafi verið afhentir. </p><p>Hvað varði tölvubréf Lagardère travel retail ehf. dags. 26. mars 2014, sbr. 2. tölulið gagnabeiðni, hafi bréfinu aldrei verið svarað með beinum hætti. Um sé að ræða spurningar frá Lagardère travel retail ehf. sem tekið hafi verið við í fyrirspurnarferli fyrri hluta forvalsins en allir þátttakendur hafi átt þess kost að senda inn fyrirspurnir til kærða. Spurningum og svörum hafi verið safnað saman í eitt skjal sem sent var til allra þátttakenda í ferlinu þann 31. mars 2014, þ. á m. til kæranda. </p><p>Varðandi 3. tölulið gagnabeiðninnar kveðst Isavia ohf. þegar hafa sent kæranda þau bréf sem send voru til hans og annarra þátttakenda þann 22. apríl 2014. Hvað varði fyrirspurnir Lagardère travel retail ehf. sem fram komi í tölvubréfum frá maí 2014 og svör við þeim, eigi það sama við og fram hafi komið varðandi fyrri hluta forvalsferlisins. Í seinni hluta ferlisins hafi þátttakendum verið gefinn kostur á að senda inn fyrirspurnir. Öllum fyrirspurnum ásamt svörum við þeim hafi verið safnað saman í eitt skjal sem sent hafi verið til þátttakanda þann 30. maí. Kærandi hafi þegar fengið skjalið afhent. </p><p>Varðandi gögn er tengist framlengingu á skilafresti rekur Isavia ohf. að fyrirtækið hafi fengið nokkrar munnlegar beiðnir frá þátttakendum um framlengingu á skilafresti. Þar sem svigrúm hafi myndast í tímaáætlun verkefnisins um eina viku hafi verið tekin ákvörðun um að leyfa umsækjendum að njóta þess. Lagardère travel retail ehf. hafi skilað sínum gögnum innan upphaflega frestsins. Engin frekari samskipti hafi átt sér stað milli Isavia ohf. og Lagardère travel retail ehf. um frestun skiladags eftir 14. maí 2014. Lagardère travel retail ehf. hafi ekki lagt fram aðra beiðni um frestun. </p><p>Hvað varði tölvubréf Joe Ísland ehf., dags. 7. maí 2014 og IGS, dags. 14. maí 2014, hafi Isavia ohf. talið rétt að afmá annars vegar nafn félags sem hafi ekki tekið þátt í samkeppninni og hins vegar ráðgjafarfyrirtækis sem IGS hafði ráðið. </p><p>Hvað varðar 4. tölulið í gagnabeiðni kæranda segist Isavia ohf. hafa, þann 13. mars 2017, sent kæranda bréf Isavia ohf. til hluta þátttakenda frá 21. ágúst 2014. Kærði hafi ekki svarað tölvubréfi Joe Ísland ehf. frá 16. september. Þann 15. september hafi samningaviðræður verið í gangi og þær hafi ekkert með mat á umsóknum að gera. Matsferli hafi lokið með bréfum sem send hafi verið út 21. ágúst 2014. Hvað varði aðgang að viðhengi sem fylgdi tölvubréfinu hafi verið afmáðar tölur sem sendar hafi verið í miðjum samningaviðræðum en Isavia ohf. hafi verið að reyna að semja um enn hagstæðari niðurstöðu fyrir félagið. Isavia ohf. segir sömu sjónarmið eiga við um beiðni um aðgang að ýmsum fjárhagslegum þáttum tilboðs Joe Íslands. </p><p>Hvað varði aðra þætti beiðni kæranda undir 4. tölulið telur Isavia ohf. öll umbeðin skjöl vera vinnuskjöl í skilningi 8. gr. upplýsingalaga auk þess sem afmáð hafi verið úr þeim fjárhagsupplýsingar sem sanngjarnt sé að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga auk þess sem upplýsingarnar séu viðkvæmar viðskiptaupplýsingar í skilningi samkeppnisréttar sbr. 10. gr. samkeppnislaga. Um sé að ræða tölvubréf sem hafi gengið á milli Isavia ohf. og einkaaðila eftir að samkeppni lauk og eftir að tilkynnt hafi verið um töku tilboðs. M.ö.o. hafi endanleg niðurstaða verið komin í ferlinu og því aðeins um að ræða samskipti í aðdraganda samningsgerðarinnar. Í tölvubréfunum komi ekki fram endanleg ákvörðun um við hverja skyldi samið enda hafi hún þegar legið fyrir, þ.e. með töku tilboða. Telja verði að tölvubréfin uppfylli skilyrði um að teljast vinnugögn enda um að ræða tölvubréf til að leiða samkeppnisferli sem þá hafði í raun breyst í samningsferli til endanlegra lykta, með samningi við þá bjóðendur sem valdir voru til samningsgerðar. </p><p>Isavia ohf. segir orðalag 1. mgr. 8. gr. um að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum, fari ekki saman við það sem komi fram í athugasemdum með 8. gr. frumvarpsins. Undantekningar séu gerðar varðandi það skilyrði. Sérstakt verði að telja að eðli vinnuskjals breytist við það eitt að vera afhent þriðja aðila, algerlega óháð efni þess, en slík túlkun hafi ekki stoð í athugasemdunum með frumvarpinu. Nauðsynlegt sé að skoða nánar hverjar undantekningarnar séu. Í sérstökum athugasemdum með 8. gr. frumvarps til upplýsingalaga komi fram að eðlilegt sé að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að gögnum sem verði til í ferli þegar samningar séu gerðir við einkaaðila, enda þurfi þá að vega og meta ýmis sjónarmið og gögn í slíku ferli sem endurspegli ekki endilega að hvaða niðurstöðu sé stefnt. Af þessari umfjöllun virðist helst koma til álita að Isavia ohf. sé heimilt að synja um aðgang að gögnum sem verði til eftir að samkeppnisferli lýkur og fram að þeim tíma er samningur liggur fyrir, enda um að ræða endanlega samningsgerð við einkaaðila. Þessi lögskýring samrýmist einnig vel ákvæðum dönsku upplýsingalaganna sem hafi verið höfð að fyrirmynd við samningu íslensku laganna, en í athugasemdum með frumvarpi að lögum nr. 140/2012 komi fram að samkvæmt dönsku upplýsingalögunum sé ekki talað um vinnuskjöl heldur „innri vinnugögn“ og að reglurnar um þau séu sambærilegar við reglurnar í íslensku upplýsingalögunum. Í dönsku upplýsingalögunum sé notast við hugtakið „interne documenter“ um vinnuskjöl. Meginreglan samkvæmt dönsku lögunum sé að gögn missi „interne karakter“ við að vera afhent utanaðkomandi aðilum. Í 2. mgr. 23. laganna sé þó undantekningarákvæði sem nái til þess þegar afhendingin sé af lögfræðilegum toga (retlige grunde), vegna vísindarannsókna eða af öðrum sambærilegum ástæðum. Það sé því ekki svo í öllum tilvikum að gögn sem afhent eru utanaðkomandi aðilum hætti að teljast „innri gögn“ heldur hljóti að þurfa að meta hvert tilvik fyrir sig. </p><p>Isavia ohf. fjallar sérstaklega um tölvubréf, dags. 7. október 2014, þar sem Lagardère travel retail ehf. þakkar tveimur íslenskum valnefndarmönnum sérstaklega fyrir traustið. Því sé alfarið vísað á bug að valnefndarmennirnir hafi verið í umfangsmiklum samskiptum við Lagardère travel retail ehf.. Á þessum tíma hafi verið búið að tilkynna niðurstöðu samkeppninnar og samningaviðræður hafnar við Lagardère travel retail ehf. Kærði tekur fram að hann hafi ekki undir höndum nein samskipti milli valnefndarmannsins Frank Gray og Lagardère travel retail ehf. enda hafi engin slík samskipti átt sér stað. Umræddur Frank Gray hafi komið að málinu sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. </p><p>Isavia ohf. segir óheimilt að afhenda fjárhagsupplýsingar sem óskað var eftir í 4. og 5. tölulið. gagnabeiðni kæranda með vísan til fyrri röksemda. </p><p>Hvað varðar 6. tölulið gagnabeiðninnar kveðst Isavia ohf. hafa afhent kæranda allar stjórnarfundargerðir þar sem fjallað hafi verið um samkeppnina. Ekkert hafi verið fjallað um þetta mál í fundargerðum stjórnar Isavia ohf. frá nóvember 2014 til mars 2015. Sérstakur fundur sem vísað hafi verið til í fundargerð stjórnarfundar þann 4. september 2014 hafi ekki verið haldinn. Hvað varði afmáðar upplýsingar úr tilteknum stjórnarfundargerðum þá lúti þær að fyrirtæki sem sé í skuld við kærða og því um að ræða upplýsingar sem séu algerlega óviðkomandi samkeppni. Upplýsingarnar séu viðkvæmar fjárhagsupplýsingar viðkomandi fyrirtækis. </p><p>Um gagnabeiðni kæranda samkvæmt 7. tölulið segir kærði engar aðrar fundargerðir vera fyrirliggjandi. Á samningafundum með aðilum hafi „Agreement of Intent“ verið jafngildi fundargerðar en niðurstaða fundarins hafi verið tekin saman með þeim hætti. Hvað varði afmáðar upplýsingar þá vísi kærði til fyrri röksemda varðandi vinnuskjöl og fjárhagsupplýsingar. Kærði ítrekar að ekkert hafi verið fjallað um samkeppnina í stjórn á þessu tímabili. Varðandi samskipti Isavia ohf. við þátttakendur á tímabilinu 5.-13. mars 2014 hafi enginn fundur verið haldinn með þátttakendum í forvalsferlinu. Kærði hafi ekki haldið fund með Lagardère travel retail ehf. heldur hafi fulltrúi Lagardère travel retail ehf. mætt í höfuðstöðvar kærða til að afhenda umsókn félagsins. Hvað varði aðra tölvupósta sem kærandi telji upp þá segir kærði að á þessu tímamarki hafi verið búið að tilkynna niðurstöður forvalsferlisins og samningafundir hafnir. Það sé því alls ekki óeðlilegt að samskipti við þá aðila hafi aukist á þeim tímapunkti. </p><p>Isavia ohf. kveðst hafa reynt að fylgja þeim sjónarmiðum sem fram komi í erindi Samkeppniseftirlitsins til Kaffitárs, dags. 8. júlí 2016. Þar sé fjallað um þær skorður sem 10. gr. samkeppnislaga setji miðlun mikilvægra viðskiptaupplýsinga. Þar komi fram að almennt séu upplýsingar varðandi verð og magn viðkvæmustu viðskiptaupplýsingarnar en að viðkvæmar upplýsingar geti einnig verið upplýsingar um viðskiptamannaskrár, framleiðslukostnað, framleiðslutölur, veltu, sölutölur, afkastagetu, vöruvöndun, markaðsáætlanir, áhættuliði, fjárfestingar, tækniaðferðir svo og rannsókna- og þróunarstarf og afrakstur þess. Isavia ohf. telur það geta vandað meðferð úrskurðarnefndar um upplýsingamál á málinu ef nefndin leiti álits Samkeppniseftirlitsins á því hvort einstök gögn sem málið fjalli um séu þess eðlis að samkeppnislög nr. 44/2005 setji afhendingu þeirra skorður. Sé af þeirri ástæðu skorað á úrskurðarnefndina að afla slíks álits hjá Samkeppniseftirlitinu. Rík ástæða sé til þess í ljósi ummæla nefndarinnar um að hún hafi ekki forsendur til þess að meta þessi sjónarmið eins og ítrekað hafi komið fram í úrskurði nefndarinnar nr. 579/2016. </p><h3>2.</h3><p>Umsögn Isavia ohf. var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. apríl, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 23. maí 2017, ítrekar kærandi að hann eigi rétt til aðgangs að gögnunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Því eigi ákvæði 9. gr. upplýsingalaga ekki við í málinu og ætti aðeins að koma til skoðunar hvort gögnin séu vinnugögn og þar með undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. töluliðar 6. gr. laganna. </p><p>Kærandi mótmælir því að kærða sé óheimilt að veita aðgang að þeim upplýsingum sem afmáðar voru. Í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 579/2015 og 586/2015 hafi málsástæðum um að afhending fjárhagsupplýsinga úr tilboðum bjóðenda bryti gegn lögum, þ.m.t. samkeppnislögum nr. 44/2005, verið hafnað. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi einnig hafnað málsástæðunni með þeirri athugasemd að hún væri „langsótt“. Áréttað er að valnefnd kærða hafi gefið bjóðendum einkunnir í fjárhagslegum þætti samkeppninnar fyrir fjóra aðskilda þætti. Af því leiði að upplýsingagjöf um fjárhagslega þætti samninganna, þ.m.t. þá þætti sem taki til framtíðaráætlana á leigutímanum eða breytingar á tilboðum í endanlegum samningum, sé bein forsenda þess að hægt sé að leggja mat á lögmæti einkunnagjafarinnar og samkeppninnar í heild sinni. Þá bendir kærandi á að hagsmunir opinberra fyrirtækja af því að halda leynd yfir ráðstöfun opinberra hagsmuna eða fjármuna víki að meginreglu fyrir hagsmunum almennings skv. 9. gr. upplýsingalaga. Þeir hagsmunir víki því einnig fyrir upplýsingarétti aðila skv. 14. gr. laganna. Auk þess hafi aðili að upplýsingamáli ekki lögvarða hagsmuni af því að halda leyndum upplýsingum um ákvarðanir sem kunni að vera ámælisverðar eða ólögmætar, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. 676/2017. </p><p>Kærandi mótmælir því að 14. gr. upplýsingalaga gildi ekki um rétt hans til upplýsinga eftir að búið sé að samþykkja tilboð annarra þátttakenda í samkeppninni. Í fyrsta lagi hafi samkeppninni ekki lokið fyrr en í mars 2015 þegar endanlegir samningar voru undirritaðir við Joe Ísland ehf. og Lagardère travel retail ehf. Ljóst sé af kafla 7.3. í skilmálum að samningalotan var hluti samkeppninnar. Í öðru lagi hafi komið fram í bréfi kærða til kæranda þann 21. ágúst 2014 að leitað yrði til hans ef samningar næðust ekki við sigurvegara samkeppninnar. Í þriðja lagi hafi komið fram í fyrrnefndum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að tryggja beri fullkomið gagnsæi um ákvarðanatöku í kjölfar samkeppninnar skv. 14. gr. upplýsingalaga. Þá undirstrikar kærandi að jafnvel þótt 14. gr. upplýsingalaga eigi ekki við þá beri að afhenda samninga sem gerðir voru í kjölfar samkeppninnar með trúnaðarupplýsingum ásamt viðaukum. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-233/2006 þar sem fram komi að almenningur eigi rétt á afhendingu samninga í kjölfar útboðs. </p><p>Kærandi mótmælir því að fjárhagslegir þættir tilboða séu viðkvæmar viðskipta- og samkeppnisupplýsingar fyrirtækja. Álit Samkeppniseftirlitsins, dags. 8. júlí 2016, hafi enga þýðingu hvað varði mat á þessu. </p><p>Ítrekað er að kærandi hafi sjálfstæða hagsmuni af því, sem þátttakandi í samkeppninni, að geta kannað hversu langt hafi verið gengið í því að veita Lagardère travel retail ehf. og Joe Ísland ehf. réttindi sem ekki hafi verið kveðið á um í skilmálum samkeppninnar og hafi ekki komið fram í tilboðum þeirra. Því sé kæranda nauðsynlegt að trúnaði sé aflétt af samningum kærða í heild sinni. Áréttað er að það sé sjálfstæð röksemd fyrir afléttingu trúnaðar af öllum fjárhagsupplýsingum að hægt sé að kynna sér hvernig opinberum gæðum sé úthlutað í samkeppnum af þessu tagi og hvernig farið sé með almannafé. Þannig geti það t.d. mögulega haft sjálfstæða þýðingu hvort samningaviðræður hafi raunverulega farið fram til hækkunar eða lækkunar þeirra tilboða sem skilað var eða hvort kærði hafi náð hagstæðum samningum eða ekki. Þá sé einnig mikilvægt að þátttakendur í samkeppnum hafi möguleika á að ganga úr skugga um að útboðsferli hafi verið eðlilegt. </p><p>Kærandi mótmælir því að úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 580/2015 sé fordæmi fyrir því að hann eigi ekki rétt til aðgangs að gögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Þá mótmælir kærandi því að tvíhliða skrifleg samskipti kærða við tvo sigurvegara samkeppninnar teljist „vinnuskjöl“ enda sé það í andstöðu við skýrt orðalag 8. gr. upplýsingalaga. Gögnin hafi ekki verið einungis til „eigin nota“ kærða heldur hafi þau verið afhent öðrum. Slík gögn teljist ekki vinnugögn en hugtakið sé túlkað þröngt sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 579/2015. </p><p>Kærandi telur þær fullyrðingar kærða að tiltekin gögn séu ekki fyrirliggjandi, vera ótrúverðugar, a.m.k. á köflum. Því er þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál óski a.m.k. formlegrar staðfestingar kærða á því að hann hafi leitað þeirra gagna sem hann er krafinn um. Kærandi telur nauðsynlegt að kærði staðfesti formlega að leitað hafi verið að samskiptum við einstaka bjóðendur í samkeppninni í tölvupósthólfi Frank Gray og/eða að Frank Gray sjálfur lýsi þessu yfir með formlegum hætti. </p><p>Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur um málsatvik, málsástæður aðila og lagarök í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Eins og að framan greinir var í beiðni kæranda frá 5. desember 2016 óskað eftir því að Isavia ohf. afhenti eftirfarandi gögn: </p><ol><li><p>Öll bréfa- og tölvupóstsamskipti ISAVIA ohf. við Joe Ísland ehf., Lagardère<i><b> </b></i>Services, SSP the Food Travel Experts og IGS ehf., í sex mánuði fyrir upphaf forvals, á milli 19. október 2013 og 19. mars 2014. </p></li><li><p>Öll bréfa- og tölvupóstsamskipti ISAVIA ohf. við sömu aðila, frá upphafi forvals þann 19. mars 2014 til loka forvals þann 22. apríl 2014. </p></li><li><p>Öll bréfa- og tölvupóstsamskipti ISAVIA ohf. við sömu aðila, frá lokum forvals þann 22. apríl 2014 til lokunar tilboða í seinni hluta samkeppninnar þann 25. júní 2014. </p></li><li><p>Öll bréfa- og tölvupóstsamskipti ISAVIA ohf. við sömu aðila, frá lokun tilboða þann 25. júní 2014 til dagsetninga samninga í kjölfar samkeppninnar. </p><ol><li><p>Beiðnin tekur til allra afrita bréfa- og tölvupóstsamskipta ISAVIA ohf. við ofangreinda fjóra aðila vegna samkeppninnar, hverju nafni sem þau nefnast, á umræddu tímabili. </p></li><li><p>Sérstaklega er óskað eftir afriti af bréfi ISAVIA ohf. til Lagardère Services, dags. 4. júlí 2014, sem vitnað er til í bréfi á fskj. 1.</p></li><li><p>Sérstaklega er óskað eftir afriti af bréfi ISAVIA ohf. til SSP the Food Travel Experts, dags. 4. júlí 2014, sem vitnað er til í bréfi á fskj. 2. </p></li></ol></li><li><p>Samninga ISAVIA ohf. við þá aðila sem hlutskarpastir urðu í þeim hluta samkeppninnar sem kærandi tók þátt í, þ.e. Lagardère Services og Joe Ísland, ásamt fylgigögnum og viðaukum við þá samninga. </p></li><li><p>Allar fundargerðir stjórnar ISAVIA ohf. frá 19. mars 2013 til dagsetninga samninga við Lagardère og Joe Ísland ehf. í kjölfar samkeppninnar. </p></li><li><p>Allar fundargerðir vegna funda ISAVIA ohf. með Lagardère, Joe Ísland ehf., SSP the Food Travel Experts og IGS ehf. frá 19. mars 2013 til dagsetninga samninga við Lagardère og Joe Ísland ehf. í kjölfar samskiptanna.</p></li></ol><p>Eftir samskipti við lögmann Isavia ohf. afmarkaði kærandi beiðni sína frekar að því er varðar 4. tölulið. Mun kærandi hafa fallist á að Isavia ohf. væri heimilt að halda eftir gögnum sem vörðuðu samkeppnina hvorki beint né óbeint. </p><p>Hin kærða ákvörðun var síðan tekin með bréfi lögmanns Isavia ohf., dags. 16. janúar 2017. Þar kemur fram að Isavia ohf. hafi tekið saman og farið yfir hin umbeðnu gögn og leitað afstöðu Lagardère travel retail ehf. og Joe Ísland ehf. til afhendingar þeirra. Isavia ohf. telur að réttur kæranda til aðgangs að gögnunum sé reistur á 5. gr. upplýsingalaga, enda sé ekki um að ræða gögn sem varði gagnabeiðanda, tilboð hans eða samskipti við hann. Þá séu gögn sem varði samningaviðræður Isavia ohf. við rekstraraðila í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vinnugögn sem séu undanþegin upplýsingarétti, en almenningur eða aðilar geti eftir atvikum átt rétt á aðgangi að endanlegum samningum við slíka rekstraraðila. Þrátt fyrir þetta hafi Isavia ohf. ákveðið að veita kæranda aukinn aðgang að hinum umbeðnu gögnum á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga að því marki sem aðrar reglur standi því ekki í vegi. </p><p>Isavia ohf. hafi farið yfir hin umbeðnu gögn og strikað yfir þær upplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Af hálfu Isavia ohf. er vísað til þess að komist hafi verið að þessari niðurstöðu með hliðsjón af áliti Samkeppniseftirlitsins sem fram komi í bréfi stofnunarinnar til kæranda, dags. 8. júlí 2016, þar sem fjallað sé almennt um 10. gr. samkeppnislaga og skorður á miðlun mikilvægra viðskiptaupplýsinga sem geti raskað samkeppni. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, kemur fram að fyrirtækið hafi leitað afstöðu Lagardère travel retail ehf. og Joe Ísland ehf. til afhendingar gagnanna. Bæði fyrirtækin hafi verið sátt við afhendingu gagnanna að því gefnu að strikað yrði yfir viðkvæmar fjárhags-, viðskipta- og samkeppnisupplýsingar þar sem það eigi við. </p><h3>2.</h3><p>Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 2. mars 2017, er þeim tilmælum beint til nefndarinnar að vísa kærunni frá eða skora á kæranda að senda nefndinni skýrari kröfugerð. Telur Isavia ohf. að fyrirtækið hafi orðið við gagnabeiðni kæranda og að það veki furðu að ákvörðun Isavia ohf. hafi verið kærð án þess að kærandi hafi fyrst beint erindi til Isavia ohf. með ósk um afhendingu þess sem ekki hafi verið afhent. Þá sé kröfugerð kæranda mjög óskýr og telji Isavia ohf. að hún fullnægi ekki „almennum reglum stjórnsýsluréttar um skýrleika kröfugerðar“. </p><p>Þegar hin kærða ákvörðun um synjun lá fyrir stóð kæranda til boða að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga eða að óska endurupptöku Isavia ohf. með vísan til 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Er heimild til kæru samkvæmt fyrrnefnda ákvæðinu ekki háð því að fyrst hafi verið leitað endurupptöku samkvæmt því síðarnefnda. Í ljósi þessa verða ekki gerðar athugasemdir við að kærandi hafi kært ákvörðun Isavia ohf. um synjun um aðgang að gögnum til úrskurðarnefndarinnar. </p><p>Af kæru er ljóst að kærandi gerir tvenns konar athugasemdir við afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Annars vegar telur kærandi að Isavia ohf. hafi verið óheimilt að synja honum um aðgang að þeim hlutum hinna umbeðnu gagna sem Isavia ohf. ákvað að strika yfir. Hins vegar að Isavia ohf. hafi í vörslum sínum gögn sem falli undir beiðni kæranda en fyrirtækið hafi hvorki kosið að afhenda kæranda né synja honum formlega um aðgang að. Er unnt að fjalla um kæruna í þeim búningi sem hún er og ekki tilefni til að úrskurðarnefndin leiðbeini kæranda um nákvæmari framsetningu kærunnar. Enn síður leiðir framsetning kærunnar til frávísunar hennar og er kröfu Isavia ohf. þar að lútandi því hafnað. </p><p>Á hinn bóginn athugast að samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er aðeins heimilt að bera synjun um aðgang að gögnum sem eru fyrirliggjandi hjá Isavia ohf. undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Að því marki sem í ljós er leitt að beiðni kæranda um gögn beinist að gögnum sem ekki eru fyrirliggjandi verður kæru vísað frá. </p><h3>3.</h3><p>Úrskurðarnefndinni hefur hvoru tveggja verið látin í té þau gögn sem Isavia ohf. afhenti kæranda, þar sem kæranda var synjað um aðgang að hluta umbeðinna gagna með því að strika yfir upplýsingar sem þar koma fram, og sömu gögn án útstrikana. </p><p>Isavia ohf. útbjó sérstök hefti með hinum umbeðnu gögnum sem eru blaðsíðumerkt og hafa hvoru tveggja kærandi og Isavia ohf. vísað til þessara blaðsíðutala í málatilbúnaði sínum. Verður hér á sama hátt vísað til tiltekinna blaðsíðna eftir því sem tilefni er til og til umræddra hefta sem málsgagna. </p><h3>4.</h3><p>Svo sem að framan greinir telur Isavia ohf. að réttur kæranda til afhendingar gagnanna verði ekki reistur á 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, er lýtur að rétti aðila að upplýsingum um hann sjálfan, heldur 5. gr. sömu laga um rétt almennings. Beiðni kæranda er reist á fyrrnefnda ákvæðinu. </p><p>Sambærilegur ágreiningur var uppi milli kæranda og Isavia ohf. í máli því er nefndin fjallaði um í úrskurði nr. 579/2015. Eins og þar er rakið er samkvæmt 1. mgr. 14. gr. skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014 og 570/2015. Eins og rakið er í úrskurði nefndarinnar nr. 579/2015 fer um upplýsingarétt bjóðanda samkvæmt 5. gr. eftir það tímamark. Í úrskurðinum komst nefndin að þeirri niðurstöðu að sömu sjónarmið ættu við um samkeppni þá er mál þetta lýtur að. </p><p>Fyrir liggur að þann 21. ágúst 2014 var kæranda tilkynnt að niðurstaða samkeppni um útleigu á leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar væri sú að hann væri ekki fyrsti valkostur Isavia ohf. og að aðeins yrði gengið til viðræðna við kæranda ef viðræður við þriðja aðila færu út um þúfur. Þann 1. október 2014 var kæranda tilkynnt að ekki hefði verið gengið að tillögu hans í samkeppninni heldur væri samningaviðræðum lokið við annað fyrirtæki. Af gögnum málsins verður ráðið að með bréfi, dags. 21. ágúst 2014, hafi kæranda verið tilkynnt um niðurstöðu samkeppninnar. Í samræmi við fyrri úrskurði nefndarinnar verður því að miða við að kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum er varða samkeppnina samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og urðu til fyrir það tímamark. Á hinn bóginn eigi kærandi rétt til aðgangs að gögnum er urðu til eftir það tímamark samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna. </p><h3>5.</h3><p>Ágreiningur kæranda og Isavia ohf. um hina kærðu ákvörðun er margþættur. Kærandi telur hvoru tveggja að Isavia ohf. hafi haldið eftir gögnum sem falli undir beiðni sína og gerir athugasemdir við að upplýsingar í hinum afhentu gögnum hafi í fjölda tilvika verið afmáðar. Að því er hið síðarnefnda varðar hefur Isavia ohf. vísað í hinni kærðu ákvörðun með almennum hætti til þess að hin umbeðnu gögn séu vinnugögn í skilningi 5. töluliðar 6. gr. sbr. 8. gr. upplýsingalaga og að veittur hafi verið aukinn aðgangur að þeim á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga. Þær upplýsingar sem hafi verið afmáðar falli á hinn bóginn undir 9. gr. laganna. Verður síðan ekki annað ráðið af bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, en að fyrirtækið byggi synjanir sínar um aðgang að umræddum upplýsingum jöfnum höndum á 5. tölulið 6. gr. sbr. 8. gr. og einnig 9. gr. upplýsingalaga. </p><p>Þar sem afgreiðsla kærunnar varðar fjölmörg tilvik þar sem reynir á tiltölulega sambærileg álitaefni telur úrskurðarnefndin rétt að gera grein fyrir nokkrum almennum sjónarmiðum sem hún leggur til grundvallar niðurstöðu sinni í málinu. </p><p>Í fyrsta lagi hefur kærandi í mörgum tilvikum fært fyrir því rök að Isavia ohf. búi yfir gögnum sem falli undir gagnabeiðni kæranda en Isavia ohf. hafi kosið að afhenda ekki. Neitar Isavia ohf. því ítrekað gagnvart úrskurðarnefndinni í bréfi sínu til nefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, að slík gögn sé að finna í gagnasafni fyrirtækisins. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi og er réttur samkvæmt hvoru tveggja 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. afmarkaður við gögn sem eru fyrirliggjandi hjá þeim aðilum sem falla undir gildissvið laganna. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds að ræða í skilningi upplýsingalaga. Af þessum sökum er kærum er beinast að slíkum afgreiðslum almennt vísað frá úrskurðarnefndinni. Á hið sama við þegar fyrir liggur, á þeim tímapunkti er nefndin fellir úrskurð sinn, að kærandi hefur fengið aðgang að umbeðnu gagni sem kæra lýtur að. </p><p>Í öðru lagi virðist það vera afstaða Isavia ohf. að hin umbeðnu gögn séu að mestu leyti vinnugögn í skilningi 5. töluliðar 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga. Er þetta afstaða fyrirtækisins þrátt fyrir að stærstur hluti gagnanna hafi sýnilega verið afhentur öðrum hvorum viðsemjenda þess, Lagardère travel retail ehf. eða Joe Ísland ehf., enda í flestum tilvikum um að ræða samskipti Isavia ohf. við þá. </p><p>Hefur Isavia ohf. í þessu samhengi bent úrskurðarnefndinni á að um sé að ræða samskipti milli Isavia ohf. og einkaaðila eftir að samkeppni lauk og eftir að tilkynnt hafði verði um töku tilboðs. Ráða megi af sérstökum athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum að ákveðnar undantekningar séu á 1. mgr. 8. gr. laganna er varði slík samskipti. Athugasemdirnar geri ráð fyrir að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að gögnum sem verði til í því ferli þegar samningar séu gerðir við einkaaðila, enda þurfi þá að vega og meta ýmis sjónarmið og gögn í slíku ferli sem endurspegli ekki endilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Heimilt sé að synja um aðgang að gögnum sem verði til eftir að samkeppnisferli ljúki og fram að þeim tíma er samningur liggi fyrir, enda um að ræða endanlega samningsgerð við einkaaðila. Þessi lögskýring sé í samræmi við ákvæði danskra upplýsingalaga sem hafi verið höfð að fyrirmynd við samningu íslensku laganna. Bendir Isavia ohf. í þessu samhengi á 2. mgr. 23. gr. dönsku upplýsingalaganna þar sem kveðið sé á að um að gögn sem afhent séu utanaðkomandi teljist ekki lengur vinnugögn nema „afhendingin sé af lögfræðilegum toga (retlige grunde), vegna vísindarannsókna eða af öðrum sambærilegum ástæðum“ svo sem fram kemur í bréfi Isavia til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017. Það sé því ekki svo í öllum tilvikum að gögn sem afhent séu utanaðkomandi aðilum hætti að teljast vinnugögn og meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. </p><p>Vegna þessa skal tekið fram að samkvæmt 5. tölulið 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna, svo sem nánar er afmarkað í 8. gr. laganna. Í 1. mgr. 8. gr. segir eftirfarandi: „Vinnugögn teljast þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Nú eru gögn afhent öðrum og teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.“ Skýrt er af sérstökum athugasemdum við ákvæðið að um er að ræða undantekningu frá meginreglu laganna um upplýsingarétt almennings. </p><p>Í athugasemdunum segir síðan eftirfarandi: </p><blockquote><p>Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins. Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur vinnugagn. Undantekningar eru þó gerðar varðandi síðastgreinda atriðið.</p></blockquote><p>Að því er varðar síðastgreinda skilyrðið virðist ljóst af skýringunum að vísað sé til þess að í lokamálslið 1. mgr. og í 2. mgr. 8. gr. eru ákvæði sem fela í sér útvíkkun í afmörkuðum tilvikum á gildissviði undantekningarinnar í 1. mgr. Eiga umrædd ákvæði um útvíkkun hugtaksins vinnugagn ekki við um þau gögn sem kærandi óskaði aðgangs að og er ekki vísað til þeirra af hálfu Isavia ohf. </p><p>Að mati úrskurðarnefndarinnar er orðalag 1. mgr. 8. gr. skýrt að því leyti að gagn getur aðeins talist vinnugagn ef það er útbúið af þeim aðila sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga og það hefur ekki verið afhent öðrum, nema að umrætt gagn falli undir þær útvíkkanir sem fram koma í lokamálslið 1. mgr. eða í 2. mgr. 8. gr. Gögn útbúin af starfsmönnum Isavia ohf. sem síðan hafa verið send til lögaðila eða einstaklinga sem ekki starfa fyrir Isavia ohf. teljast því „afhent öðrum“ og gögn sem fyrirtækinu berast frá öðrum geta ekki talist útbúin af því sjálfu sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Almenn ummæli í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga um 8. gr. sem vísað er til af hálfu Isavia ohf. lúta sýnilega að þeim undirstöðurökum sem búa að baki takmörkun á aðgangi að vinnugögnum, svo sem hugtakið verður skýrt sbr. framangreint, og þá bæði þegar um sé að ræða meðferð stjórnsýslumála og við gerð samninga við einkaaðila. Túlkun Isavia ohf. á umræddum skýringum haggar ekki skýru orðalagi ákvæðisins sjálfs. Annað orðalag ákvæða danskra upplýsingalaga um vinnugögn breytir heldur engu þar um. </p><p>Í þriðja lagi telur úrskurðarnefndin rétt að gera stuttlega grein fyrir almennum sjónarmiðum sem nefndin leggur til grundvallar við mat á því hvort heimilt sé að synja kæranda um aðgang að upplýsingum í gögnum með vísan til fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja sem fjallað er um í gögnunum. Eins og að framan greinir verður réttur kæranda til aðgangs að hinum umbeðnu gögnum ýmist reistur á 1. mgr. 5. gr. eða 1. mgr. 14. gr. eftir því hvort hin umbeðnu gögn urðu til áður en kæranda var tilkynnt að hann væri ekki fyrsti kostur Isavia ohf. sem viðsemjandi um leigu á verslunarrými í fríhöfn Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Svo sem rakið er í fyrri úrskurðum nefndarinnar vegna ágreinings kæranda og Isavia ohf. er réttur samkvæmt 1. mgr. 14. gr. ríkari en réttur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p><p>Samkvæmt 3. mgr. 14. gr. er heimilt að takmarka rétt aðila samkvæmt 1. mgr. 14. gr. til aðgangs að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Á hinn bóginn er heimilt að takmarka aðgang almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. á grundvelli mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna lögaðila með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Er óheimilt samkvæmt ákvæðinu að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Báðar umræddar lagagreinar fela í sér undantekningar frá þeim meginreglum sem felast í 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsinglaga. </p><p>Fram kemur í athugasemdum um 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga að óheimilt sé samkvæmt ákvæðinu að veita upplýsingar um „atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni“. Þá hefur verið við það miðað að við beitingu 9. gr. upplýsingalaga skuli metið hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla megi, með tilliti til aðstæðna í fyrirliggjandi máli, að það sé til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að upplýsingunum. Við matið verði að líta til þess hverju sinni hversu mikið tjónið geti orðið og hvaða líkur séu á því að það muni hljótast, verði upplýsingarnar veittar. </p><p>Á hinn bóginn segir í athugasemdum í frumvarpi til upplýsinglaga um 9. gr. að við mat á því hvort beita skuli heimildinni þurfi almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuni séu opinberar almenningi. Er sérstaklega tekið fram að þegar lögaðilar geri samninga við opinbera aðila, sem ráðstafi opinberum hagsmunum í þeim samningum, geti þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum. </p><p>Í samkeppni þeirri er mál þetta varðar þurftu þátttakendur að skila hvoru tveggja tæknilegri og fjárhagslegri tillögu til Isavia ohf. Í hinni fjárhagslegu tillögu þurfti meðal annars að koma fram fjárhagsáætlun til sjö ára um ætlaðar tekjur af sölu og rekstrarkostnað. Þá var ætlast til þess að þátttakendur tilgreindu tillögu sína þannig að greidd leiga væri sölutengd en með ákveðinni hlutfallslegri lágmarkstryggingu fyrir leigusala. Af þessum sökum innihéldu tillögur þátttakenda í hinum fjárhagslega hluta samkeppninnar hvoru tveggja upplýsingar um rekstraráætlanir þeirra til framtíðar og tilboð þeirra um leigugreiðslur til Isavia ohf. Eins og ráða má af framangreindu voru þessar upplýsingar nátengdar. Eftir að samningaviðræður hófust síðan milli Isavia ohf. og Lagardère Services og Joe Ísland ehf. urðu upplýsingar af þessum toga áfram grundvöllur viðræðnanna.</p><p>Í úrskurði nefndarinnar í máli 579/2015 var komist að þeirri niðurstöðu að kærandi ætti rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem fram komu í fjárhagslegum hluta tillögu annarra þátttakenda í þeim flokki samkeppninnar sem kærandi tók þátt í. Byggði nefndin á því að kærandi hefði ríka hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingunum sem vörðuðu á verulegan hátt ráðstöfun opinberra gæða sem hann sjálfur sóttist eftir. Á hinn bóginn var talið í úrskurði í máli 580/2015 að heimilt hafi verið að synja kæranda þess máls, sem ekki var þátttakandi í fjárhagslegum hluta samkeppninnar, um sambærileg gögn þess hluta, enda yrði réttur hans til aðgangs að gögnum reistur á 1. mgr. 5. gr. en ekki 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Var þá einkum miðað við að umræddar upplýsingar vörðuðu fyrirhugaðan rekstur annars þátttakanda og lytu að áætlunum til fjögurra ára svo sem áætlaðar tekjur og kostnað. Í umræddum gögnum urðu tillögur um leigugreiðslur ekki aðskildar frá fjárhagslegum áætlunum umrædds þátttakanda. </p><p>Þær fjárhagslegu upplýsingar sem einkum er fjallað um í máli þessu eru af sama toga og í framangreindum málum. Með vísan til alls framangreinds leggur úrskurðarnefndin til grundvallar úrlausn sinni að kærandi eigi sem fyrr, á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, rétt til aðgangs að fjárhagslegum tillögum er varða leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að því leyti sem þær urðu til meðan á samkeppninni stóð. Að því marki sem réttur kæranda verði reistur á 1. mgr. 5. gr. verði kæranda á hinn bóginn synjað um aðgang að upplýsingum er varða fjárhagslegar áætlanir annarra lögaðila um rekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í ljósi þeirra sjónarmiða sem fram koma í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga verður kæranda á hinn bóginn veittur aðgangur að upplýsingum um leigugjald til Isavia ohf., enda um að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna. </p><p>Í niðurstöðukafla hinnar kærðu ákvörðunar er til stuðnings þeirri niðurstöðu Isavia ohf. að afmá upplýsingar í afhentum gögnum á grundvelli 9. gr. tekið fram að Isavia ohf. hafi haft „hliðsjón“ af bréfi Samkeppniseftirlitsins til kæranda, dags. 8. júlí 2016. Umrætt bréf hefur verið látið úrskurðarnefndinni í té. Fjallaði Samkeppniseftirlitið þar almennt um þær hömlur sem kunna að vera á upplýsingaskiptum milli keppinauta á grundvelli 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 um bann við ólögmætu samráði og komst að þeirri niðurstöðu að hluti þeirra gagna, sem fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. 579/2015, gæti talist til mikilvægra og viðkvæmra viðskiptaupplýsinga í skilningi samkeppnisréttar. Verður ekki annað ráðið en að Isavia ohf. hafi haft hliðsjón af þessum sjónarmiðum þegar komist var að þeirri niðurstöðu að sumar þær upplýsingar sem komu fram í hinum umbeðnu gögnum vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að þótt vissulega kunni að vera gagnlegt við skýringu 9. gr. upplýsingalaga að líta til sjónarmiða um beitingu 10. gr. samkeppnislaga þá eru lagaákvæðin um margt ólík, svo sem ráða má af framangreindri umfjöllun um skýringu fyrrnefnda ákvæðisins, og verndarandlag ákvæðanna er ólíkt. Verður af þessum sökum ekki fullyrt að í öllum tilvikum yrði talið heimilt að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þótt komist yrði að þeirri niðurstöðu að þau væru „mikilvæg og viðkvæm“ þegar 10. gr. samkeppnislaga er beitt. </p><p>Í ljósi alls framangreinds verður í eftirfarandi umfjöllun tekin afstaða til kæru að því er varðar einstaka töluliði gagnabeiðni kæranda, dags. 5. desember 2016. </p><h3>6.</h3><p>Í 1. tölulið beiðni kæranda var af hans hálfu óskað eftir að fá afhent „[ö]ll bréfa- og tölvupóstsamskipti ISAVIA ohf. við Joe Ísland ehf., Lagardère<i><b> </b></i>Services, SSP the Food Travel Experts og IGS ehf., í sex mánuði fyrir upphaf forvals, á milli 19. október 2013 og 19. mars 2014“. </p><p>Kærandi bendir á að þau gögn sem hann hafi fengið afhent bendi til þess að fyrirtækið Lagardère travel retail ehf. hafi í upphafi samkeppninnar með tölvubréfi, dags. 17. mars 2014, óskað eftir kvöldverðarfundi með starfsmönnum Isavia ohf. og flugfélagsins Icelandair. Svar Isavia ohf. hafi ekki verið afhent kæranda og ítreki kærandi því beiðni sína. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, kemur fram að ósk Lagardère travel retail ehf. hafi aldrei verið svarað og að öll umbeðin tölvubréf hafi verið afhent. </p><p>Réttur kæranda verður reistur á 1. mgr. 14. gr., sbr. umfjöllun í 4. kafla hér að framan. Að mati úrskurðarnefndarinnar eru ekki efni til að vefengja þá fullyrðingu Isavia ohf. að ósk Lagardère travel retail ehf. um kvöldverðarfund hafi ekki verið svarað. Eins og hér háttar til verður að leggja til grundvallar að umrætt gagn sé ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Svo sem að framan greinir í 5. kafla er úrskurðarvald nefndarinnar afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi sbr. 20. gr. upplýsingalaga og er kærunni af þessum sökum vísað frá nefndinni að því er varðar 1. tölulið beiðni kæranda. </p><h3>7.</h3><p>Í 2. tölulið beiðni kæranda var af hans hálfu óskað eftir fá afhent „[ö]ll bréfa- og tölvupóstsamskipti ISAVIA ohf. við [Joe Ísland ehf., Lagardère<i><b> </b></i>Services, SSP the Food Travel Experts og IGS ehf.], frá upphafi forvals þann 19. mars 2014 til loka forvals þann 22. apríl 2014“. </p><p>Kærandi bendir á að samkvæmt tölvubréfi, dags. 26. mars 2014, virðist Lagardère travel retail ehf. hafa beint sex spurningum með undirliðum til Isavia ohf. skömmu eftir upphaf samkeppninnar. Isavia ohf. hafi á hinn bóginn ekki látið kæranda í té svör sín við umræddri fyrirspurn. </p><p>Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, kemur fram að öllum þátttakendum í samkeppninni hafi verið heimilt að senda inn fyrirspurnir vegna hennar. Hafi fyrirspurnum þátttakenda síðan verið svarað í heild sinni og svörin send til allra þátttakenda. Isavia ohf. bendir á að tiltekinn nafngreindur starfsmaður kæranda hafi fengið umrædd svör afhent. Þá verður bréf Isavia ohf. skilið á þann hátt að samhliða því að úrskurðarnefndinni voru send umrædd svör hafi kæranda verið látin þau í té á ný. Verður því að líta svo á að Isavia ohf. hafi afhent kæranda þau gögn er beiðni hans laut að þessu leyti að. Að því er varðar 2. tölulið gagnabeiðni kæranda er kæru hans af þessum sökum vísað frá nefndinni. </p><h3>8.</h3><p>Í 3. tölulið beiðni kæranda var af hans hálfu óskað eftir að fá afhent „[ö]ll bréfa- og tölvupóstsamskipti ISAVIA ohf. við [Joe Ísland ehf., Lagardère<i><b> </b></i>Services, SSP the Food Travel Experts og IGS ehf.], frá lokum forvals þann 22. apríl 2014 til lokunar tilboða í seinni hluta samkeppninnar þann 25. júní 2014“. </p><p>Undir þessum tölulið bendir kærandi í fyrsta lagi á að hann hafi ekki fengið afhent bréf Isavia ohf. til umræddra aðila þar sem þeim var tilkynnt um að þeir hefðu öðlast þátttökurétt í síðari hluta samkeppni fyrirtækisins. Af bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, má ráða að kæranda hafi nú verið látin í té umrædd bréf. Er kærunni því vísað frá nefndinni að þessu leyti. </p><p>Í öðru lagi bendir kærandi á að samkvæmt tölvubréfum frá maí 2014 virðist Lagardère travel retail ehf. hafa sent ýmsar frekari fyrirspurnir til Isavia ohf. um samkeppnina. Svör við þessum fyrirspurnum hafi ekki verið afhent kæranda. Af bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, má ráða að kæranda hafi nú verið látin í té umrædd svör. Er kærunni því vísað frá nefndinni að þessu leyti.</p><p>Í þriðja lagi rekur kærandi hvað afhent gögn beri með sér um samskipti þátttakenda við Isavia ohf. um veitingu frests til skila á tillögum í samkeppninni. Kærandi óskar eftir afhendingu annarra beiðna um fresti en frá Lagardère travel retail ehf. ef slíkar beiðnir hafi komið fram. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, kemur fram að nokkrar munnlegar beiðnir hafi komið frá þátttakendum um framlengingu á skilafresti. Um hafi verið að ræða óformlegar beiðnir frá fulltrúum mismunandi fyrirtækja. Af svörum Isavia ohf. má ráða að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá Isavia ohf. og hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að vefengja þau svör fyrirtækisins. Með vísan til 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og umfjöllunar í 5. kafla verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni. </p><p>Í fjórða lagi krefst kærandi þess að úrskurðarnefndin rannsaki hvort frekari samskipti hafi átt sér stað á milli Isavia ohf. og Lagardère á tímabilinu frá 14. maí til 13. júní 2014 sem ekki hafi verið afhent kæranda um framlengingu skilafrests. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, er áréttað að engin slík samskipti hafi átt sér stað. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið gögn málsins og hefur ekki forsendur til að vefengja svör Isavia ohf. að þessu leyti um að slík gögn sé ekki að finna í vörslum fyrirtækisins. Með vísan til þess sem að framan greinir um úrskurðarvald nefndarinnar verður kærunni því vísað frá henni.</p><p>Í fimmta lagi krefst kærandi þess að sér verði afhent tiltekin tölvubréf milli Isavia ohf. og Joe Ísland ehf., dags. 7. maí 2014, á bls. 56 í málsgögnum, og milli Isavia ohf. og IGS, dags. 14. maí 2014, á bls. 59 í málsgögnum, án yfirstrikana. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017 kemur fram að í tilviki fyrri tölvubréfanna hafi verið strikað yfir nafn félags sem að lokum tók ekki þátt í samkeppninni. Í síðara tilvikinu hafi verið afmáð nöfn ráðgjafafyrirtækis sem IGS hafi ráðið. </p><p>Í samræmi við umfjöllun í 4. kafla byggir réttur kæranda til aðgangs að gögnunum á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Umrædd tölvubréf voru ekki gerð af hálfu Isavia ohf. til eigin nota fyrirtækisins og teljast þau því ekki vinnugögn í skilningi 5. tölulið 6. gr. sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 3. mgr. 14. gr. er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um einkamálaefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Að mati úrskurðarnefndarinnar er vandséð hvaða hagsmunir umrædd fyrirtæki hafa að því að nöfnum þeirra sé haldið leyndum gagnvart kæranda. Verður því felld úr gildi synjun Isavia ohf. um afhendingu á hluta tölvubréfa á blaðsíðum 56 og 59 í hefti sem félagið tók saman og því gert að afhenda umrædd tölvubréf í heild sinni. </p><h3>9.</h3><p>Í 4. tölulið beiðni kæranda til Isavia ohf. var af hans hálfu óskað eftir að afhent yrðu „[ö] ll bréfa- og tölvupóstsamskipti ISAVIA ohf. við [Joe Ísland ehf., Lagardère<i><b> </b></i>Services, SSP the Food Travel Experts og IGS ehf.], frá lokun tilboða þann 25. júní 2014 til dagsetninga samninga í kjölfar samkeppninnar“. Kærandi áréttaði í beiðni sinni að hún tæki til „allra afrita bréfa- og tölvupóstsamskipta ISAVIA ohf. við ofangreinda fjóra aðila vegna samkeppninnar, hverju nafni sem þau nefnast, á umræddu tímabili“ og að sérstaklega væri óskað eftir afriti af bréfi Isavia ohf. til Lagardère travel retail ehf., dags. 4. júlí 2014, sem vitnað væri til í tilteknu bréfi og afriti af bréfi Isavia ohf. til SSP the Food Travel Experts, dags. 4. júlí 2014, sem vitnað væri til í tilteknu bréfi. </p><p>Vegna þessa töluliðar beiðni sinnar gerir kærandi athugasemd við að sér hafi ekki verið afhent ýmis tölvubréf sem hin afhentu gögn beri með sér að farið hafi á milli annars vegar Isavia ohf. og hins vegar viðsemjenda þess, Lagardère travel retail ehf. og Joe Ísland ehf. </p><p>Á þetta við um eftirfarandi athugasemdir kæranda á bls. 9 í kæru: </p><blockquote><p>Í tölvupóstum á milli 16. september 2014 og 8. október 2014 má sjá ýmsar fyrirspurnir Joe Ísland til ISAVIA (bls. 100-102 í ágripi). Svör ISAVIA við þeim tölvupóstum eru ekki afhent. Krafist er afrita svara ISAVIA við umræddum [fyrirspurnum].</p></blockquote><p>Þetta á einnig við um eftirfarandi athugasemd kæranda á sömu blaðsíðu kærunnar: </p><blockquote><p>Í tölvupósti, dags 7. október 2014, þakkar fulltrúi Lagardère tveimur íslenskum valnefndarmönnum, Hlyni Sigurðssyni og Hrönn Ingólfsdóttur, sérstaklega fyrir traustið sem þau hafa sýnt Lagardère (bls. 156 í ágripi). Samskipti Hlyns og Hrannar við Lagardère virðast enda hafa verið umfangsmikil, skv. þeim gögnum sem afhend hafa verið á fskj. 1. Þá þakkar fulltrúi Lagardère einum valnefndarmanni fyrir traustið, Frank Gray. Öðrum valnefndarmönnum, Stefáni Jónssyni og Sveinbirni Indriðasyni, er ekki þakkað sérstaklega. Samkvæmt þessu má ætla að Hlynur Sigurðsson, Hrönn Ingólfsdóttir og Frank Gray hafi verið í beinum samskiptum við Lagardère vegna samkeppninnar, en ISAVIA hafi þrátt fyrir þetta ekki afhent samskipti Frank Gray við Lagardère. Krafist er afhendingar á öllum samskiptum Frank Gray við Lagardère vegna samkeppninnar, allt frá því sex mánuðum fyrir upphaf forvals, þann 19. október 2013 til dagsetninga samninga við Lagardère og Joe Ísland, dags. 2. og 4. mars 2015, þ.m.t. tölvupósta og fundargerða.</p></blockquote><p>Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, er þessum athugasemdum svarað í einu lagi undir fyrirsögn sem vísar til blaðsíðutala í kæru, þ.e.a.s. „Bls. 9 (og efst á bls. 10)“. Færir Isavia ohf. þar rök fyrir því að umrædd tölvubréf, sem kærandi óski aðgangs að, séu vinnugögn í skilningi 5. töluliðar 6. gr. sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Eins og rakið er í 5. kafla er þessi afstaða fyrirtækisins ekki í samræmi við lög og verður því að fella úr gildi synjun Isavia ohf. um aðgang að gögnum er varðar 4. tölulið beiðni kæranda, enda ljóst að fyrirtækið lagði ranglega til grundvallar að umbeðin gögn væru vinnugögn. Gögnin hafa ekki verið látin úrskurðarnefndinni í té. Verður því ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi að þessu leyti og leggja fyrir Isavia ohf. að taka 4. tölulið beiðni kæranda til nýrrar efnismeðferðar að öðru leyti en því sem hér greinir á eftir. </p><h3>10.</h3><p>Að því er varðar 4. tölulið beiðni kæranda að öðru leyti er úrskurðarnefndinni unnt að taka afstöðu til kærunnar að því leyti sem hin umbeðnu gögn er falla undir þennan hluta beiðni kæranda hafa verið afhent nefndinni og fyrir liggur að Isavia ohf. hefur tekið afstöðu til afhendingar þeirra. </p><p>Kærandi hefur í niðurlagi umfjöllunar sinnar um afgreiðslu Isavia ohf. á 4. tölulið beiðni sinnar ítrekað kröfu sínar um afhendingu allra tölvupósta og bréfaskipta þátttakenda við Isavia ohf. á tilteknu tímabili, þ.e.a.s. frá 25. júní 2014 til 4. mars 2015. Í kærunni er síðan vikið að nánar tilteknum blaðsíðum í málsgögnum sem kærandi gerir sérstakar athugasemdir við að hafi verið afhentar með útstrikunum. Málsgögn bera hins vegar með sér að afmáðar hafi verið upplýsingar úr gögnum er falli undir 4. tölulið gagnabeiðni kæranda þrátt fyrir að kærandi hafi ekki gert sérstakar athugasemdir við það í kæru. Í ljósi þess að kærandi hefur í kæru ítrekað gagnabeiðnina að því er varðar þennan tölulið verður að líta svo á að kæra hans taki einnig til synjunar um aðgang að þessum upplýsingum. </p><p>Þannig er að finna á blaðsíðum 81 og 86-87 í málsgögnum tölvubréf milli Isavia ohf. og eins þátttakandans í samkeppninni sem ráða má af efni bréfanna að sé fyrirtækið NQ ehf. sem sér um veitingarekstur undir merkjum NORD í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kæranda var synjað um aðgang að upplýsingum um söluaukningu veitingastaðarins á tilteknum árabilum og veltu. Í samræmi við umfjöllun í 4. kafla verður við það miðað að réttur kæranda til aðgangs að umræddu gagni verði reistur á 5. gr. upplýsingalaga. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar um veltu og sölu umrædds veitingastaðar geti talist viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu NQ ehf. sem heimilt sé að synja almenningi aðgangi að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest ákvörðun Isavia ohf. um synjun hluta upplýsinga á blaðsíðum 81 og 86-87 í málsgögnum. </p><p>Þá er á blaðsíðum 106 og 107 að finna samskipti Isavia ohf. og Joe Ísland ehf. er varða verð á kaffi. Virðist síðarnefnda fyrirtækið hafa óskað þess að sala þess á kaffi yrði undanþegin stefnu Isavia ohf. um verðlagningu en því hafi verið tekið fálega af hálfu Isavia ohf. Var kæranda synjað um upplýsingar um verðlagningu Joe Ísland ehf. á kaffi. Umrædd tölvubréf voru ekki útbúin af Isavia ohf. til eigin nota fyrirtækisins og með vísan til umfjöllunar í 5. kafla geta þau ekki talist vinnugögn í skilningi 5. töluliðar 6. gr. sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Réttur kæranda til aðgangs að umræddum gögnum verður reistur á 5. gr. upplýsingalaga. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar um verðlagningu Joe Ísland ehf. á kaffi eða samskipti um lán á stólum og notkunar á matarsölubíl séu ekki það viðkvæmar upplýsingar að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að þeim. Verður Isavia ohf. því gert að afhenda kæranda umræddar upplýsingar. </p><p>Kærandi hefur tekið fram að hann geri ekki athugasemd við að sér hafi verið synjað um aðgang að þeim upplýsingum sem afmáðar hafa verið á blaðsíðu 123 í málsgögnum og mun úrskurðarnefndin því ekki taka afstöðu til þess hvort Isavia ohf. hafi verið heimilt að synja um aðgang að umræddu gagni í heild sinni. </p><p>Að öðru leyti og eins og að framan greinir gerir kærandi sérstakar athugasemdir við að afmáðar hafi verið upplýsingar úr tilteknum blaðsíðum í málsgögnum eða að tiltekin gögn hafi ekki verið afhent. Eru þær eftirfarandi: </p><p>Í fyrsta lagi bendir kærandi á að honum hafi ekki verið afhent bréf sem Isavia ohf. hafi sent þátttakendum í samkeppninni um að þeir væru ekki fyrsti kostur fyrirtækisins í samkeppninni en kærandi hafi fengið slíkt bréf sent til sín 21. ágúst 2014. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, kemur fram að kæranda hafi verið afhent umrædd bréf 13. mars 2017. Má ráða að kæranda hafi nú verið látin í té umrædd svör. Af málsgögnum verður ráðið að eitt þessara bréfa sé að finna á blaðsíðum 93 og 94 í málsgögnum og að kæranda hafi ekki verið veittur aðgangur að einkunnum þess þátttakanda sem fram komu í bréfinu. Úrskurðarnefndin hefur þegar tekið afstöðu til þess að kærandi eigi á grundvelli 1. mgr. 14. gr. rétt á aðgangi að einkunnum annarra þátttakenda í samkeppninni, sbr. úrskurð nefndarinnar 15. maí 2015 í máli nr. 579/2015. Verður Isavia ohf. því gert að afhenda blaðsíður 93 og 94 í heild sinni. </p><p>Í öðru lagi bendir kærandi á að með tölvubréfi, dags. 16. september 2014, frá Joe Ísland ehf. til Isavia ohf. hafi fyrrnefnda fyrirtækið komið á framfæri „nýjum tölum“. Kærandi hafi á hinn bóginn ekki fengið afhent svar Isavia ohf. við umræddu tölvubréfi. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, kemur fram að Isavia ohf. hafi ekki svarað umræddum tölvubréfi. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið gögn málsins og hefur ekki forsendur til að vefengja svör Isavia ohf. að þessu leyti um að slíkt svar sé ekki að finna í vörslum fyrirtækisins. Með vísan til þess sem greinir í 5. kafla um úrskurðarvald nefndarinnar verður kærunni vísað frá nefndinni að þessu leyti.</p><p>Í þriðja lagi telur kærandi að Isavia ohf. hafi verið óheimilt að synja kæranda um aðgang að þeim tölum sem fram komu í umræddu tölvubréfi Joe Ísland, dags. 16. september 2014 og finna má á blaðsíðu 99 í málsgögnum. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, er aðeins bent á að umræddar tölur hafi komið fram meðan á samningaviðræðum stóð milli fyrirtækisins og Joe Ísland ehf. </p><p>Í samræmi við umfjöllun í 4. kafla verður við það miðað að réttur kæranda til aðgangs að umræddu gagni verði reistur á 5. gr. upplýsingalaga. Umrætt tölvubréf var ekki útbúið af Isavia ohf. til eigin nota fyrirtækisins og með vísan til umfjöllunar í 5. kafla getur það ekki talist vinnugagn í skilningi 5. töluliðar 6. gr. sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Heimilt er að takmarka aðgang almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga að gögnum á grundvelli mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna lögaðila með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Ráða má að í töflu þeirri er kæranda var synjað um aðgang að, og fylgdi tölvubréfi Joe Ísland til Isavia ohf., megi sjá áætlanir fyrirtækisins um tekjur og ýmsa kostnaðarliði vegna reksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í samræmi við umfjöllun í 5. kafla er það mat úrskurðarnefndarinnar að slíkar áætlanir geta talist viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu Joe Ísland sem heimilt sé að synja almenningi aðgangi að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest synjun Isavia ohf. um afhendingu töflunnar, sem finna má á bls. 99 í málsgögnum. </p><p>Í fjórða lagi bendir kærandi á að sér hafi ekki verið veittur aðgangur að upplýsingum um fjárhagslega þætti tilboðs Joe Ísland ehf. sem fram komi á blaðsíðum 118 og 119 í málsgögnum. Er um að ræða upplýsingar af sama toga og fram koma á blaðsíðu 99 og fjallað er um hér að framan. Með vísan til þessa verður staðfest synjun Isavia ohf. um afhendingu þeirra taflna sem fram koma á blaðsíðu 118 og 119 í málsgögnum. </p><p> </p><p>Í fimmta lagi bendir kærandi á að í tölvubréfi Lagardère travel retail ehf. til Isavia ohf., dags. 15. september 2014, séu afmáðar upplýsingar á blaðsíðu 143 í málsgögnum. Af bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, verður ráðið að umræddar upplýsingar hafi verið afmáðar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. </p><p>Í samræmi við umfjöllun í 4. kafla verður við það miðað að réttur kæranda til aðgangs að umræddu gagni verði reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Umrætt tölvubréf var ekki útbúið af Isavia ohf. til eigin nota fyrirtækisins og með vísan til umfjöllunar í 5. kafla getur það ekki talist vinnugagn í skilningi 5. töluliðar 6. gr. sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið umrætt tölvubréf og fellst ekki á að þar komi fram nokkrar upplýsingar sem ástæða sé til að afmá á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Verður Isavia ohf. því gert að afhenda bls. 143. í málsgögnum í heild sinni. </p><p>Í sjötta lagi bendir kærandi á að umrætt tölvubréf hafi haft viðhengi þar sem finna megi breyttar fjárhagslegar forsendur tilboðs Lagardère travel retail ehf. og að þær hafi verið afmáðar. Um er að ræða gögn á bls. 144-148 í málsgögnum. Af bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, verður ráðið að umræddar upplýsingar hafi verið afmáðar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p><p>Réttur kæranda til aðgangs að umræddum gögnum verður reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <a name="_Hlk489704731">Umrætt tölvubréf var ekki útbúið af Isavia ohf. til eigin nota fyrirtækisins og með vísan til umfjöllunar í 5. kafla getur það ekki talist vinnugagn í skilningi 5. töluliðar 6. gr. sbr. 8. gr. upplýsingalaga. </a>Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið umrædd viðhengi. Á bls. 144 er að finna gagn með yfirskriftinni „Final Offer F&B + Delicatessen – Operational Plan“ og inniheldur töflu þar sem ráða má að sé að finna áætlanir fyrirtækisins um tekjur og ýmsa kostnaðarliði vegna reksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Með vísan til umfjöllunar í 5. kafla geta slíkar áætlanir að mati úrskurðarnefndarinnar talist viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu Lagardère travel retail ehf. sem heimilt er að synja almenningi aðgangi að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest synjun Isavia ohf. um afhendingu töflunnar, sem finna má á bls. 144 í málsgögnum. Á hinn bóginn er ekki að finna slíkar upplýsingar í skjali sem hefur titilinn „Addendum to LS-NQ Proposal – Key characteristics of concession agreement“ á bls. 145-148 í málsgögnum. Verður því felld úr gildi synjun Isavia ohf. að því leyti og fyrirtækinu gert að afhenda kæranda umræddar blaðsíður. </p><p>Í sjöunda lagi bendir kærandi á að með tölvubréfi, dags. 23. desember 2014, bað Isavia ohf. Joe Ísland um ársreikning þriðja aðila og ábyrgðaryfirlýsingu frá aðila hvers nafn hefur verið afmáð úr hinu afhenta tölvubréfi. Um er að ræða gögn á blaðsíðum 108-109 í málsgögnum. Kærandi krefst þess að tölvubréfið verði afhent í heild og viðhengi einnig auk svars Joe Ísland ehf. Af bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, verður ráðið að umræddar upplýsingar hafi verið afmáðar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p><p>Réttur kæranda til aðgangs að umræddum gögnum verður reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Umrætt tölvubréf var ekki útbúið af Isavia ohf. til eigin nota fyrirtækisins og með vísan til umfjöllunar í 5. kafla getur það ekki talist vinnugagn í skilningi 5. töluliðar 6. gr. sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar er engar þær upplýsingar að finna í tölvubréfum á bls. 108-109 í málsgögnum sem heimilt er að synja almenningi aðgangi að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Verður Isavia ohf. gert að afhenda kæranda umrædd tölvubréf í heild sinni. Isavia ohf. hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort svar Joe Ísland sé að finna í vörslum fyrirtækisins og hefur ekki látið úrskurðarnefndinni þau í té. Verður því að vísa beiðni kæranda að þessu leyti til nýrrar efnismeðferðar hjá Isavia ohf. </p><p>Í áttunda lagi bendir kærandi á að Isavia ohf. hafi afmáð hluta tölvubréfs frá Lagardère travel retail ehf. sem finna má á bls. 155-156 í málsgögnum. Kærandi krefst þess að tölvubréfið verði afhent í heild og viðhengi einnig. Af bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, verður ráðið að umræddar upplýsingar hafi verið afmáðar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. </p><p>Réttur kæranda til aðgangs að umræddum gögnum verður reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Umrætt tölvubréf var ekki útbúið af Isavia ohf. til eigin nota fyrirtækisins og með vísan til umfjöllunar í 5. kafla getur það ekki talist vinnugagn í skilningi 5. töluliðar 6. gr. sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Að mati úrskurðarnefndarinnar er engar þær upplýsingar að finna í tölvubréfinu á bls. 155 í málsgögnum sem heimilt er að synja almenningi aðgangi að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Verður Isavia ohf. gert að afhenda kæranda umrædd tölvubréf í heild sinni.</p><p>Í níunda lagi bendir kærandi á að afmáðar hafi verið upplýsingar í nýju tilboði Lagardère travel retail ehf. sem finna megi á bls. 165-170 í ágripi. Af viðbrögðum Isavia ohf. verður ráðið að um sé að ræða sama gagn og finna má á bls. 144-148 í málsgögnum. Úrskurðarnefndin hefur þegar fjallað um aðgang kæranda að þeim gögnum og vísast til þeirrar umfjöllunar. Staðfest er því synjun á afhendingu blaðsíðu 166 en Isavia ohf. gert að afhenda blaðsíður 167-170 í heild sinni. </p><p>Í tíunda lagi bendir kærandi á að afmáðar hafi verið upplýsingar í samningsdrögum Lagardère travel retail ehf. og Isavia ohf. sem finna megi á blaðsíðum 202, 206-207, 211-244 og 271-350 í málsgögnum. Kærandi krefst þess að gögnin verði afhent í heild. Af bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, verður ráðið að umræddar upplýsingar hafi verið afmáðar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. </p><p>Réttur kæranda til aðgangs að umræddum gögnum verður reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í framangreindu bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, kemur fram að þau samningsdrög er málið varði hafi verið send milli Isavia ohf. og viðsemjenda þess. Voru samningsdrögin því ekki útbúin af Isavia ohf. til eigin nota fyrirtækisins og með vísan til umfjöllunar í 5. kafla geta þau ekki talist vinnugagn í skilningi 5. töluliðar 6. gr. sbr. 8. gr. upplýsingalaga. </p><p>Á blaðsíðum 188-206 er að finna drög að samningi milli Isavia ohf. og Lagardère Services ehf. Á bls. 202 hafa upplýsingar um veltutengda leigu verið afmáðar í hinum afhentu gögnum sem tilgreindar eru í hlutfallstölum. Með vísan til umfjöllunar í 5. kafla felur slík útleiga í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna og var af þessum sökum ekki heimilt að synja kæranda um aðgang að umræddum upplýsingum. Á hinn bóginn var í viðauka á bls. 206 að finna áætlanir fyrirtækisins um sölutekjur og ýmsa kostnaðarliði vegna reksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að mati úrskurðarnefndarinnar og í samræmi við umfjöllun í 5. kafla geta slíkar áætlanir talist viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu Lagardère travel retail ehf. sem heimilt er að synja almenningi aðgangi að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til alls framangreinds skal Isavia ohf. afhenda kæranda bls. 202 í málsgögnum án yfirstrikana en staðfest er synjun fyrirtækisins að því er varðar bls. 206. </p><p>Á bls. 211-238 í málsgögnum er að fínna önnur drög að sama samningi. Með vísan til sömu sjónarmiða og rakin hafa verið hér að framan skal Isavia ohf. afhenda kæranda þessar blaðsíður í heild sinni og án yfirstrikana. Þó er staðfest synjun Isavia ohf. um afhendingu á blaðsíðum 237 og 238 í málsgögnum, enda um að ræða sambærilegar upplýsingar og áður hefur verið vikið að sbr. bls. 206 í málsgögnum. </p><p>Á bls. 239-244 í málsgögnum er að finna svokallað „Side Letter“ við samning Isavia ohf. og Lagardère travel retail ehf. og „Addendum to LS-NQ Proposal.“ Með vísan til þeirra sjónarmiða sem hér hafa verið rakin að framan eru ekki efni til að synja kæranda um aðgang að hluta umræddra skjala á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og skal Isavia ohf. afhenda kæranda þau án yfirstrikana.</p><p>Á bls. 256-258 í málsgögnum er að finna „Bókun sem GEV tók í OneNote“. Með vísan til þeirra sjónarmiða sem hér hafa verið rakin að framan eru ekki efni til að synja kæranda um aðgang að hluta umrædds skjals á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og skal Isavia ohf. afhenda kæranda það án yfirstrikanaað því undanskildu að yfirstrikanir á nöfnum mannauðsstjóra og fjármálastjóra á blaðsíðu 257 skulu standa, enda gerir kærandi ekki athugasemd við synjanir Isavia ohf. þar að lútandi.</p><p>Á bls. 267-295 í málsgögnum er að finna önnur drög að sama samningi milli Lagardère travel retail ehf. og Isavia ohf. Með vísan til sömu sjónarmiða og rakin hafa verið hér að framan skal Isavia ohf. afhenda kæranda þessar blaðsíður í heild sinni og án yfirstrikana. Þó er staðfest synjun Isavia ohf. um afhendingu á blaðsíðum 293 og 294 í málsgögnum, enda um að ræða sambærilegar upplýsingar og áður hefur verið vikið að, sbr. blaðsíður 206, 237 og 238 í málsgögnum. Af sömu ástæðum skal Isavia ohf. afhenda kæranda í heild og án yfirstrikana gögn á blaðsíðum 298-320 en staðfest er synjun á blaðsíðum 321 og 323. Einnig skal Isavia ohf. afhenda kæranda í heild og án yfirstrikana gögn á blaðsíðum 325-348 en staðfest er synjun Isavia ohf. á afhendingu á blaðsíðu 349.</p><h3>11.</h3><p>Í 5. tölulið beiðni kæranda til Isavia ohf. var af hans hálfu óskað eftir að afhentir yrðu samningar Isavia ohf. „við þá aðila sem hlutskarpastir urðu í þeim hluta samkeppninnar sem kærandi tók þátt í, þ.e. Lagardère Services og Joe Ísland, ásamt fylgigögnum og viðaukum við þá samninga“. </p><p>Í kæru bendir kærandi í fyrsta lagi á að Isavia ohf. hafi afhent sameiginlega viljayfirlýsingu Isavia ohf. og Lagardère travel retail ehf. sem beri heitið „Agreement of Intent“, dags. 9. september 2014 sem finna megi á bls. 353-359 í málsgögnum. Í fundargerð stjórnar Isavia ohf., dags. 29. september 2014, hafi stjórn samþykkt að ganga til samninga við bjóðendur „í samræmi við fyrirliggjandi viljayfirlýsingar“. Fjárhagslegar upplýsingar, þ.m.t. um upphæðir leigugreiðslna, hafi þó verið afmáðar úr sameiginlegu viljayfirlýsingunni. Krafist sé afhendingar umrædds gagns í heild. Í bréfi Isavia ohf. er vísað til þeirra sjónarmiða sem fyrirtækið lét í ljós varðandi 4. tölulið beiðni kæranda. </p><p>Réttur kæranda verður reistur á 1. mgr. 5. mgr. upplýsingalaga. Umrædd viljayfirlýsing er gerð á milli Isavia ohf. og Lagardère travel retail ehf. og getur því ekki talist vinnuskjal í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, enda skjalið ekki gert af Isavia ohf. til eigin nota sbr. umfjöllun í 5. kafla hér að framan. Þær fjárhagslegu upplýsingar sem fram koma í skjalinu og kæranda hefur verið synjað um aðgang að varða leiguverð. Með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin hafa verið í 5. kafla telur úrskurðarnefndin ekki að heimilt sé að takmarka aðgang að umræddum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þessa verður synjun Isavia ohf. þar að lútandi felld úr gildi og lagt fyrir fyrirtækið að afhenda kæranda viljayfirlýsingu þá er finna má á blaðsíðum 353-359 í málsgögnum. </p><p>Í öðru lagi bendir kærandi á að á blaðsíðum 362-388 í málsgögnum megi finna undirritaðan samning Isavia ohf. og Lagardère travel retail ehf., dags. 4. mars 2015. Kæranda virðist sem fjárhagslegar upplýsingar um leiguverð í tiltekinni samningsgrein hafi verið afmáðar. Þá hafi allar fjárhagslegar upplýsingar í viðauka 1 verið afmáðar og viðauki 2 hafi verið afmáður í heild sinni. Þá séu allar fjárhagslegar upplýsingar í viðauka 4 afmáðar og viðauki 5 í heild sinni. Þess er krafist að umrædd gögn séu afhent í heild sinni. Í bréfi Isavia ohf. er vísað til þeirra sjónarmiða sem fyrirtækið lét í ljós varðandi 4. tölulið beiðni kæranda. </p><p>Réttur kæranda verður reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Umræddur samningur er gerður á milli Isavia ohf. og Lagardère Services og getur því ekki talist vinnuskjal í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, enda skjalið ekki gert af Isavia ohf. til eigin nota sbr. umfjöllun í 5. kafla hér að framan. Þær fjárhagslegu upplýsingar sem fram koma í samningnum og viðaukum á blaðsíðum 360-384 og 386-388 í málsgögnum og kæranda hefur verið synjað um aðgang að varða leiguverð. Með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin hafa verið í 5. kafla telur úrskurðarnefndin ekki að heimilt sé að takmarka aðgang að umræddum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Á hinn bóginn verður staðfest synjun Isavia ohf. um afhendingu viðauka 4 sem finna má á bls. 385 sbr. fyrri afstöðu nefndarinnar er varðar blaðsíður 206, 237 og 238. </p><p>Í þriðja lagi bendir kærandi á að hann hafi fengið afhenta viljayfirlýsingu Isavia ohf. og Joe Ísland, dags. 15. september 2014, sem finna má á blaðsíðum 389-391 í málsgögnum og samning milli fyrir sömu fyrirtækja, dags. 2. mars 2015, á blaðsíðum 392-410 í málsgögnum. Kærandi krefst þess að fá umrædd gögn afhent í heild og án yfirstrikana. Í bréfi Isavia ohf. er vísað til þeirra sjónarmiða sem fyrirtækið lét í ljós varðandi 4. tölulið í beiðni kæranda. </p><p>Réttur kæranda til aðgangs að umræddum samningi og viðaukum verður reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Viljayfirlýsingin og samningurinn eru gerð á milli Isavia ohf. og Joe Ísland ehf. og geta því ekki talist vinnuskjöl í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, enda ekki gerð af Isavia ohf. til eigin nota sbr. umfjöllun í 5. kafla hér að framan. Umrædd gögn eru af sama toga og sambærilegur samningur milli Isavia ohf. og Lagardère travel retail ehf.og fjallað hefur verið um hér að framan. Þær fjárhagslegu upplýsingar sem fram koma í viljayfirlýsingunni, samningnum og viðaukum á blaðsíðum 389-391 og 392-409 varða leiguverð. Með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin hafa verið telur úrskurðarnefndin ekki að heimilt sé að takmarka aðgang að umræddum upplýsingum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Á hinn bóginn verður staðfest synjun Isavia ohf. varðandi afhendingu viðauka 4 sem finna má á blaðsíðu 410 í málsgögnum, sbr. fyrri afstöðu nefndarinnar er varðar blaðsíður 206, 237 og 238 og 385.</p><h3>12.</h3><p>Í 6. tölulið beiðni kæranda til Isavia ohf. var af hálfu kæranda óskað eftir að afhentar yrðu „[a]llar fundargerðir stjórnar ISAVIA ohf. frá 19. mars 2013 til dagsetninga samninga við Lagardère og Joe Ísland ehf. í kjölfar samkeppninnar“. </p><p>Í fyrsta lagi bendir kærandi á að samkvæmt þessu taki beiðni kæranda til allra fundargerða Isavia ohf. á tímabilinu frá 19. mars 2013 til 4. mars 2015. Þrátt fyrir þetta hafi engar stjórnarfundargerðir verið afhentar fyrir tímabilið frá nóvember 2014 til mars 2015. Vakin er athygli á að á stjórnarfundi Isavia ohf. þann 4. september 2014 hafi verið sagt berum orðum að samningar við sigurvegara samkeppninnar yrðu teknir til „umfjöllunar á sérstökum fundi áður en gengið verður endanlega frá þeim til undirritunar“. Því sé ljóst að stjórnarfundargerðir séu í vörslum Isavia ohf. sem varði samningsgerð við Joe Ísland og Lagardère travel retail ehf. í mars 2015 með beinum hætti og sem ekki hafi verið afhentar kæranda. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, kemur fram að allar fundargerðir stjórnar Isavia ohf. þar sem fjallað sé um samkeppnina hafi verið afhentar kæranda. Ekkert sé fjallað um málið í fundargerðum stjórnar Isavia ohf. frá nóvember 2014 til mars 2015. </p><p>Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi hafi í upphaflegri gagnabeiðni sinni, dags. 5. desember 2016, orðað beiðni sína um afhendingu fundargerða stjórna á þann hátt sem hér greinir að framan. Á hinn bóginn hafi Isavia ohf., með tölvubréfi dags. 19. desember 2016, lýst þeirri afstöðu sinni að sá hluti beiðninnar sem lyti að öllum fundargerðum stjórnar á tveggja ára tímabili væri of almennur með vísan til 15. gr. upplýsingalaga og nauðsynlegt væri að kærandi afmarkaði betur þann hluta beiðninnar, „t.d. við tiltekið mál“. Í kjölfar þess hafi kærandi fallist á, með tölvubréfi dags. 20. desember 2016, að afmarka beiðni sína þannig að afmá mætti þá hluta fundargerða stjórnar sem varðaði ekki umrædda samkeppni með neinum hætti. Á hinn bóginn áréttaði kærandi að hann óskaði allra hluta fundargerða, hverju nafni sem þeir nefnast og hvort sem þeir varða samkeppnina beint eða óbeint og nefndi í dæmaskyni tilhögun samkeppni, forval, efnisval, fresti, bréfaskipti við bjóðendur, tilboð, einkunnagjöf og samninga í kjölfar samkeppni. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að vefengja þá staðhæfingu Isavia ohf. að þær fundargerðir stjórnar félagsins sem kærandi hafi fengið afhentar séu þær einu sem falli undir beiðni kæranda í þeim búningi sem hún var í eftir tölvubréf hans, dags. 20. desember 2016. Að því leyti verður að telja að kæran falli utan kæruheimildar 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga og er henni af þessum sökum vísað frá. </p><p>Í kæru kemur á hinn bóginn fram sú krafa kæranda að allar fundargerðir stjórnar á umræddu tímabili séu afhentar svo sem fram kom í upphaflegri gagnabeiðni hans. Í bréfi kæranda til úrskurðarnefndarinnar, dags. 8. mars 2017, áréttar kærandi að honum sé nauðugur sá kostur að halda sig við upphaflegt orðalag gagnbeiðni sinnar. Hvað sem þessari afstöðu kæranda líður liggur fyrir að hin kærða ákvörðun laut í raun ekki að 6. tölulið upphaflegrar gagnabeiðni kæranda heldur að beiðninni í þeim búningi sem hún var í af hálfu kæranda í tölvubréfi hans til Isavia ohf, dags. 20. desember 2016. Getur kærandi ekki leitað afstöðu úrskurðarnefndarinnar til þess hvort Isavia ohf. hafi brugðist við beiðni sem hann sjálfur féll frá við afgreiðslu málsins hjá fyrirtækinu, enda fólst í hinni kærðu ákvörðun ekki að þessu leyti synjun í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. </p><p>Úrskurðarnefndin hefur á þessu stigi ekki forsendur til að leggja mat á þá afstöðu Isavia ohf., sem fram kom í tölvubréfi af hálfu fyrirtækisins til kæranda, dags. 19. desember 2016, að upphaflegur 6. töluliður gagnabeiðni kæranda, um beiðni um aðgang að öllum fundargerðum stjórnar á tilteknu tímabili, væri „of almennur með vísan til 15. gr. upplýsingalaga“. Á hinn bóginn vill nefndin árétta að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. nægir að sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreini þau „með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál“. Eins og greinir í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga fólu núgildandi lög í sér þá breytingu frá eldri upplýsingalögum nr. 50/1996 að ekki yrði lengur gerð krafa um að sá sem óskaði aðgangs að gögnum tilgreindi mál sem gögn tilheyrðu, heldur nægði að hann tilgreindi þau gögn sem hann óskaði að kynna sér eða efni þess máls sem gögnin tilheyrðu, með nægjanlega skýrum hætti til að unnt væri, án verulegrar fyrirhafnar að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Almennt verður t.a.m. að ætla að ef unnt er að afmarka leit í málaskrá við tiltekna gerð gagna, s.s. fundargerðir stjórnar, sé yfirleitt ekki þörf á því á grundvelli 1. mgr. 15. gr. að sá sem óski aðgangs að gögnum að öllum fundargerðum á tilteknu tímabili tilgreini frekar hvaða efnisatriði eigi að koma fram í umbeðnum fundargerðum. Þá er það aðeins í ýtrustu undantekningartilvikum sem heimilt er að hafna beiðni um gögn af því að meðferð beiðni tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni sbr. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. </p><p>Í öðru lagi bendir kærandi á að á blaðsíðum 413, 421 og 425 hafi Isavia ohf. afmáð tilteknar upplýsingar úr stjórnarfundargerðum og geti kærandi ekki gengið úr skugga um að afmáðir kaflar varði ekki samkeppnina beint eða óbeint. Er þess krafist að umrædd gögn verði afhent í heild og án yfirstrikana. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, kemur fram að þær upplýsingar sem hafi verið afmáðar séu um fyrirtæki sem Isavia ohf. eigi kröfu á og séu upplýsingarnar því alls óviðkomandi samkeppni þeirri er málið varði. Um sé að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar fyrir viðkomandi fyrirtæki. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær upplýsingar sem Isavia ohf. synjaði kæranda um aðgang að með afhendingu umræddra fundargerða og eru þær í samræmi við lýsingu Isavia ohf. og féllu ekki undir gagnabeiðni kæranda í þeim búningi sem hún var í eftir tölvubréf hans, dags. 20. desember 2016. Er kærunni því vísað frá að þessu leyti, enda fól umrædd afgreiðsla Isavia ohf. ekki í sér synjun á gagnabeiðni kæranda. </p><h3>13.</h3><p>Í 7. tölulið beiðni kæranda til Isavia ohf. var óskað eftir að afhentar yrðu „[a]llar fundargerðir vegna funda ISAVIA ohf. með Lagardère, Joe Ísland ehf., SSP the Food Travel Experts og IGS ehf. frá 19. mars 2013 til dagsetninga samninga við Lagardère og Joe Ísland ehf. í kjölfar samskiptanna“. </p><p>Kærandi bendir í fyrsta lagi á að Isavia ohf. hafi vegna þessa liðar beiðni kæranda aðeins afhent eina fundargerð. Um sé að ræða fundargerð vegna fundar Isavia ohf. og Lagardère travel retail ehf., dags. 29. ágúst 2014. Fundargerðin sé að mestu afmáð vegna trúnaðar og sé kæranda ómögulegt að átta sig á efni hennar. Verður ekki annað ráðið en að kærandi krefjist þess að sér verði veittur aðgangur að fundargerðinni í heild sinni. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar er vísað til þess að um sé að ræða vinnuskjal og viðkvæmar fjárhagsupplýsingar. </p><p>Réttur kæranda til aðgangs að fundargerðinni verður reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Fram kemur í fundargerðinni, sem að mestu er rituð á ensku, að hún sé vegna fundar þar sem fulltrúar Lagardère travel retail ehf. og Isavia ohf. áttu, hún hafi verið rituð af starfsmanni Isavia ohf. og að afrit hafi verið látið í té „participants“. Verður því að gera ráð fyrir að þótt fundargerðin hafi verið útbúin af Isavia ohf. þá hafi hún verið látin fulltrúm Lagardère í té. Telst hún því hafa verið „afhent öðrum“, sbr. orðalag 1. mgr. 8. gr. og uppfyllir því ekki lagaskilyrði til að teljast vinnugagn sem heimilt er að synja aðgangs að sbr. 5. tölulið 6. gr. upplýsingalaga svo sem nánar er fjallað um í 5. kafla. Að því er varðar 9. gr. upplýsingalaga hefur Isavia ohf. ekki útskýrt hvers vegna þær upplýsingar sem synjað er aðgangs að teljast viðkvæmar fjárhagsupplýsingar og getur úrskurðarnefndin ekki séð að svo sé. Verður af þessum sökum að fella úr gildi synjun Isavia ohf. um aðgang að hlutum fundargerðar þeirrar er finna má á blaðsíðum 457-458 í málsgögnum og skal Isavia ohf. afhenda kæranda gagnið í heild sinni.</p><p>Í öðru lagi telur kærandi það ótrúverðugt að umrædd fundargerð sé sú eina sem falli undir 7. tölulið gagnabeiðni kæranda og bendir á að í ýmsum tölvubréfum sem kærandi hafi fengið aðgang að sé vísað til funda Isavia ohf. með Lagardère travel retail ehf. og Joe Ísland ehf. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. apríl 2017, er á hinn bóginn áréttað að svo sé. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að vefengja staðhæfingu Isavia ohf. og verður því að vísa kærunni frá að þessu leyti sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. </p><p>Með vísan til alls framangreinds verður niðurstaða málsins svo sem segir í úrskurðarorði. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Isavia ohf. ber að veita kæranda, Kaffitári ehf., aðgang að eftirfarandi blaðsíðum, í heild sinni, í málsgögnum sem tekin hafa verið saman af Isavia ohf. vegna beiðni Kaffitárs ehf., dags. 5. desember 2016, um aðgang að gögnum: Blaðsíður 56, 59, 94, 106-107, 108-109, 143, 145-148, 155-156, 167-170, 202, 211-236, 239-244, 267-292, 298-320, 325-348, 353-359, 360-384, 386-388, 389-391, 392-409 og 457-458. Veita skal aðgang að blaðsíðum 256-258 í heild sinni að undanskildum nöfnum mannauðsstjóra og fjármálastjóra á blaðsíðu 257. </p><p>Staðfest er synjun Isavia ohf., dags. 16. janúar 2017, að því er varðar hluta þeirra upplýsinga sem fram koma á eftirfarandi blaðsíðum í málsgögnum sem tekin hafa verið saman vegna beiðni fyrirtækisins, dags. 5. desember 2016, um aðgang að gögnum: Blaðsíður 81, 86 og 87, 99, 118-119, 144, 166, 206, 237-238, 293-294, 321, 323, 349, 385 og 410.</p><p>Að því er varðar 4. tölulið beiðni kæranda, dags. 5. desember 2016, að öðru leyti er synjun Isavia ohf., dags. 16. janúar 2017, felld úr gildi og lagt fyrir fyrirtækið að taka beiðnina til nýrrar meðferðar. </p><p>Að öðru leyti er kæru Kaffitárs ehf. vísað frá nefndinni. </p><p> </p><p> </p><p> </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p> |
707/2017. Úrskurður frá 2. nóvember 2017 | Kærandi kærði afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um aðgang að ráðningarsamningi bæjarins við meindýraeyði. Í skýringum bæjarins kom fram að bærinn hefði ekki gert slíkan samning, heldur væri til kallaður sjálfstætt starfandi meindýraeyðir eftir þörfum. Þar sem beiðnin laut að gögnum sem ekki eru fyrirliggjandi hjá Vestmannaeyjabæ var kærunni vísað frá. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 2. nóvember 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 707/2017 í máli ÚNU 17030003. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 2. mars 2017, kærði A afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um gögn. Með bréfi, dags. 24. janúar 2017, óskaði kærandi eftir ráðningarsamningi sveitarfélagsins við meindýraeyði. Laut kæran til úrskurðarnefndarinnar að því að beiðninni hefði ekki verið sinnt.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 10. mars 2017, óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ um meðferð beiðni kæranda hjá sveitarfélaginu. Í bréfi sveitarfélagsins til nefndarinnar, dags. 14. mars 2017, kom fram að erindi kæranda hefði þegar verið svarað með bréfi, dags. 2. febrúar, þess efnis að engin gögn lægju fyrir hjá sveitarfélaginu er vörðuðu beiðnina. Segir í bréfi sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar að það sé enginn starfandi meindýraeyðir hjá sveitarfélaginu heldur sé kallaður til sjálfstætt starfandi meindýraeyðir eftir þörfum. Því sé enginn ráðningarsamningur fyrir hendi.</p><h3>Niðurstaða</h3><p>Mál þetta lýtur að afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að ráðningarsamningi sveitarfélagsins við meindýraeyði. </p><p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Í svari Vestmannaeyjabæjar til kæranda með bréfi dags. 2. febrúar 2017 kemur fram að þau gögn sem kærandi óskaði eftir séu ekki til. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til að draga í efa þá staðhæfingu. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 2. mars 2017, á hendur Vestmannaeyjabæ.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
708/2017. Úrskurður frá 2. nóvember 2017 | Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um gögn varðandi samþykkt og útgáfu framkvæmdaleyfis. Af hálfu Reykjavíkurborgar kom fram að kærandi hefði þegar fengið aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum sem tengdust málinu. Kærunni var því vísað frá. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 2. nóvember 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 708/2017 í máli ÚNU 17060006.</p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 23. júní 2017, kærði A afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni hennar um gögn sem talin voru upp í bréfi kæranda til borgarinnar þann 22. maí sl. Kærandi segist vera í forsvari fyrir íbúa í Rauðagerði sem hafi sérstaka hagsmuni af aðgangi að gögnum vegna framkvæmda við götuna. Í kærunni leggur kærandi áherslu á að fá upplýsingar um nefnd sem skipuð hafi verið af fyrrum samgöngustjóra Reykjavíkurborgar. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Þann 3. júlí 2017 var kæran send Reykjavíkurborg og borginni veittur kostur á að koma framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði afhent afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að í trúnaði. Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 10. júlí 2017, kemur fram að borgin hafi þegar afhent kæranda öll gögn sem lögð voru fram og byggt á við samþykkt og útgáfu framkvæmdarleyfis við Rauðagerði. Gögnin hafi bæði verið send rafrænt til kæranda þann 11. maí 2017 og þá hafi gögnin legið frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, þann 17. maí 2017. Ennfremur hafi Reykjavíkurborg sent tölvupóst til lögmanns íbúanna við Rauðagerði sama dag með gögnum sem kærandi hafi getað nálgast hjá lögmanninum. Þá segir í umsögninni að önnur gögn sem kærandi hafi óskað eftir séu annað hvort vinnuskjöl sem séu ekki sérstaklega skráð undir málinu og ekki aðgengileg eða séu ekki til. Þá kemur fram í umsögninni að engin formleg nefnd hafi verið skipuð af borginni um lagningu stíga eða um gerð manar við Rauðagerði. Íbúar við Rauðagerði hafi aftur á móti haft frumkvæði að þessum hópi og hafi hann alfarið verið á þeirra vegum. Segir í umsögninni að engar upplýsingar liggi fyrir hjá borginni um hópinn. Þá segir í umsögninni að með ákveðnum kröfum kæranda sé verið að krefja borgina um að búa til ný gögn sem borginni sé ekki skylt að gera samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. </p><p>Með umsögn Reykjavíkurborgar fylgdu eftirfarandi gögn, en í umsögninni er tekið fram að gögnin hafi þegar verið afhent kæranda:</p><p>[...]</p><p>Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. júlí 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.</p><p>Óþarft þykir að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p><h3>Niðurstaða</h3><p>Mál þetta lýtur að afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða framkvæmdarleyfi við Rauðagerði. Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum. Í umsögn Reykjavíkurborgar kemur fram að borgin hafi þegar afhent kæranda öll þau gögn sem byggt var á við samþykkt og útgáfu framkvæmdaleyfis við Rauðagerði en önnur gögn sem kærandi biðji um hafi ekki verið sérstaklega skráð undir málinu og séu ekki fyrirliggjandi hjá borginni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggur til grundvallar að með framansögðu eigi Reykjavíkurborg við að við vinnslu málsins hjá borginni hafi orðið til vinnugögn sem ekki hafi verið skráð eða haldið til haga og séu því ekki fyrirliggjandi hjá borginni. </p><p>Í 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga segir að við meðferð mála þar sem taka eigi ákvörðun um rétt eða skyldu manna beri stjórnvöldum að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega eða viðkomandi fær vitneskju um með öðrum hætti ef þær hafa þýðingu fyrir úrlausn mála og séu ekki að finna í öðrum gögnum þess. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 27. gr. á það sama við um helstu ákvarðanir um meðferð máls og helstu forsendur ákvarðana, enda komi þær ekki fram í öðrum gögnum máls. Í 2. mgr. 27. gr. segir að stjórnvöld skuli gæta þess að haldið sé til haga mikilvægum upplýsingum, m.a. samskipti við almenning og önnur stjórnvöld, svo sem með skráningu fundargerða eða minnisblaða. Í skýringum við 2. mgr. 27. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið feli aðeins í sér áréttingu á ólögfestri skyldu stjórnvalda til að tryggja eðlilega meðferð opinberra hagsmuna.</p><p>Það er óumdeilt að ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis er stjórnvaldsákvörðun í skilningi 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hafi Reykjavíkurborg ekki haldið skráningu um öll gögn málsins í samræmi við skráningarskyldu 27. gr. upplýsingalaga er það ámælisvert. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eða upplýsingar eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds að ræða í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að Reykjavíkurborg hafi þegar veitt kæranda aðgang að þeim gögnum sem falla undir beiðnina sem eru fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru A, dags. 23. júní 2017, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
706/2017. Úrskurður frá 2. nóvember 2017 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að vikulegum fréttapistlum forstjóra Lyfjastofnunar á tilteknu tímabili. Stofnunin synjaði kæranda m.a. um aðgang á þeirri forsendu að um væri að ræða gagnagrunn, en upplýsingaréttur almennings samkvæmt upplýsingalögum næði almennt ekki til slíkra gagna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að þetta hafi gilt í tíð eldri upplýsingalaga en samkvæmt núgildandi lögum nr. 140/2012 þurfi upplýsingar einungis að vera fyrirliggjandi, hvort sem þær tilheyri tilteknu máli eða ekki. Úrskurðarnefndin taldi fréttapistlana fyrirliggjandi hjá stofnuninni í skilningi laganna. Þá taldi úrskurðarnefndin Lyfjastofnun ekki hafa gert nægjanlega grein fyrir því hvernig aðrar takmarkanir á upplýsingarétti almennings gætu átt við um fréttapistlana. Hin kærða ákvörðun var því felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 2. nóvember 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 706/2017 í máli ÚNU 17060008. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 6. júlí 2017, kærði A ákvörðun Lyfjastofnunar um synjun beiðni um aðgang að vikulegum fréttapistlum forstjóra stofnunarinnar á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2016. </p><p>Í kæru kemur fram að beiðnin hafi verið lögð fram þann 8. febrúar 2017 og henni ekki svarað þrátt fyrir ítrekanir. Við fjórðu ítrekun hafi Lyfjastofnun svarað því að beiðnin yrði afgreidd í ágúst vegna anna og sumarleyfa. Kærandi segir hins vegar að ekki taki langan tíma að safna pistlunum saman og senda með tölvupósti. Kærandi telur sig eiga rétt á þeim samkvæmt upplýsingalögum.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt Lyfjastofnun með bréfi, dags. 11. júlí 2017, og vakin athygli á ákvæði 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Því var beint til stofnunarinnar að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eins fljótt og unnt væri og eigi síðar en þann 26. júlí 2017. Sá frestur var framlengdur til 21. ágúst 2017. Með bréfi, dags. sama dag, hafnaði Lyfjastofnun beiðni kæranda. </p><p>Lyfjastofnun kveður fréttapistlana birtast á innri vef stofnunarinnar. Innri vefurinn sé gagnagrunnur eða skrá sem stofnunin haldi til upplýsinga fyrir starfsmenn. Vefurinn sé ekki málaskrá og innihaldi ekki upplýsingar um erindi sem stofnuninni berist eða afgreiðslu þeirra. Samkvæmt almennum athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga nái réttur almennings til aðgangs að gögnum almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem liggi fyrir hjá stjórnvöldum. </p><p>Lyfjastofnun bendir á að samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 6. gr., sbr. 7. gr., upplýsingalaga nr. 140/2012 taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Kærandi óski eftir upplýsingum frá forstjóra til starfsmanna þar sem fjallað sé um innri málefni sem varði þá með einum eða öðrum hætti. Upplýsingarnar varði því starfssamband starfsmanna stofnunarinnar. Upplýsingagjöf til starfsmanna verði að vera óheft til að tryggja nálægð við forstjóra. Upplýsingarnar í fréttapistlunum séu skrifaðar fyrir starfsmenn stofnunarinnar en ekki aðra og komi í raun í staðinn fyrir lokaða starfsmannafundi. Að mati Lyfjastofnunar sé ekki að finna upplýsingar í umbeðnum gögnum sem falli undir 2.-4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá séu í pistlunum upplýsingar um einkamálefni einstaklinga og um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p><p>Með bréfi, dags. 30. ágúst 2017, var umsögnin kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust þann 4. september 2017. Kærandi mótmælir túlkun Lyfjastofnunar og telur að flest í fréttapistlunum skuli afhenda þeim sem þess óska. Kærandi minnir á 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem fram komi að eigi takmarkanir á upplýsingarétti við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.</p><p>Eftir nokkur samskipti ritara úrskurðarnefndarinnar við Lyfjastofnun komu fulltrúar hennar til fundar þann 31. október 2017 til að sýna afrit af umbeðnum gögnum og hvernig þau eru vistuð á innri vef stofnunarinnar.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar beiðni um aðgang að vikulegum fréttapistlum forstjóra Lyfjastofnunar sem vistaðir eru á innri vef stofnunarinnar. </p><p>Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal ákvörðun um að synja skriflegri beiðni um aðgang að gögnum, í heild eða hluta, tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega. Í ákvörðun skal koma fram afstaða stjórnvalds til aukins aðgangs, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, og leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá segir í 3. mgr. 19. gr. að um málsmeðferð fari að öðru leyti eftir stjórnsýslulögum. </p><p>Ákvæði 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefur að geyma almenna reglu stjórnsýsluréttar um stjórnsýslukæru en þar segir í 1. mgr. að aðila máls sé „heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju“. Þá er í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sérregla um kærur vegna synjunar upplýsingabeiðna en þar kemur fram að heimilt sé að bera þær synjanir „undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn“. </p><p>Af framangreindum ákvæðum laga leiðir að stjórnvöldum sem hafa til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. </p><p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild. </p><h3>2.</h3><p>Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að skylt sé ef þess er óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þá er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna en það á við þegar gögn eru afhent að hluta ef takmarkanir eiga við um aðra hluta þeirra. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja þannig að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. Þá kemur einnig fram að hafi sá, sem beiðni um upplýsingar er beint til, ekki fengið viðkomandi gagn afhent við meðferð máls en einvörðungu haft aðgang að upplýsingum úr því í gagnagrunni sem ekki tilheyrir honum sjálfum þá teljist gagn að jafnaði ekki fyrirliggjandi í þessu sambandi. </p><p>Úrskurðarnefndinni þykir rétt að taka fram að í gildistíð eldri upplýsingalaga var fjallað um afhendingu upplýsinga úr gagnagrunnum og skrám m.a. í máli nr. A-447/2012. Í því máli var ekki talið skylt að afhenda gögn úr gagnagrunni, m.a. þar sem umbeðnar upplýsingar tilheyrðu ekki tilteknu máli í skilningi þágildandi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í eldri upplýsingalögum var ekki að finna þá reglu sem 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hefur að geyma. Svo stjórnvaldi verði gert skylt að afhenda upplýsingar úr gagnagrunnum eða skrám þurfa þær upplýsingar nú aðeins að vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, hvort sem þær tilheyra tilteknu máli eða ekki. </p><p>Úrskurðarnefndin bendir á að Lyfjastofnun hefur fullt forræði á því efni sem hýst er á innri vef stofnunarinnar. Starfsmenn hennar geta nálgast fréttapistlana á vefnum hvenær sem er. Þannig er ekki um það að ræða að umbeðin gögn séu geymd í gagnagrunni sem utanaðkomandi aðili hefur forræði yfir eða stýrir aðgangi að, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar nr. 668/2017 frá 30. janúar 2017. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður því að leggja til grundvallar að fréttapistlarnir teljist til fyrirliggjandi gagna í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt framangreindu var óheimilt að synja kæranda um aðgang að fréttapistlunum á þeirri forsendu að þeir teldust hluti af gagnagrunni sem upplýsingaréttur almennings samkvæmt upplýsingalögum nái ekki til. </p><p>Lyfjastofnun bar því að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt kæranda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. </p><p>Lyfjastofnun hefur borið fyrir sig að fréttapistlarnir teljist í heild sinni til upplýsinga um málefni starfsmanna í skilningi 4. tl. 1. mgr. 6. gr., sbr. 7. gr., upplýsingalaga nr. 140/2012. Í rökstuðningi stofnunarinnar er hins vegar ekki gerð nægjanlega grein fyrir því hvernig þessi takmörkun getur átt við um pistlana. Í þessu samhengi er áréttað að um er að ræða undantekningu frá meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings sem skýra ber þröngri lögskýringu. Í athugasemdum við 7. gr. frumvarps er varð að upplýsingalögum er tekið fram að með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., sé átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Til mála er varða starfssambandið teljist t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að jafnvel þó einhverjar upplýsingar af þessum toga sé að finna í vikulegum fréttapistlum forstjóra Lyfjastofnunar getur 4. tl. 1. mgr. 6. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga, ekki átt við um þá alla. Skoðun úrskurðarnefndarinnar á fundi með starfsmönnum stofnunarinnar staðfesti þennan skilning. </p><p>Svipuð sjónarmið gilda um þær röksemdir Lyfjastofnunar sem lúta að því að fréttapistlarnir hafi að geyma upplýsingar um einkahagsmuni einstaklinga og fyrirtækja sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Í hinni kærðu ákvörðun er enginn reki gerður að því að lýsa því um hvaða hagsmuni er að tefla og hvaða aðilar geta átt hlut að máli. Þá er jafnframt ljóst að Lyfjastofnun hefur ekki skorað á þá að upplýsa hvort þeir telji að upplýsingarnar eigi að fara leynt, sbr. fyrirmæli 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.</p><h3>3.</h3><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist málsmeðferð Lyfjastofnunar við töku hinnar kærðu ákvörðunar ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Lyfjastofnun að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Ákvörðun Lyfjastofnunar, dags. 21. ágúst 2017, um að synja A um aðgang að vikulegum fréttapistlum forstjóra stofnunarinnar á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2016, er felld úr gildi og lagt fyrir Lyfjastofnun að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
710/2017. Úrskurður frá 2. nóvember 2017 | Kærð var ákvörðun Háskóla Íslands um synjun beiðni um aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann. Úrskurðarnefndin taldi ekki fært að fallast á með skólanum að prófið teldist fyrirhugað í skilningi 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Því var kærandi talinn eiga rétt á aðgangi samkvæmt meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 2. nóvember 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 710/2017 í máli ÚNU 17050006. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 16. maí 2017, kærði A þá ákvörðun Háskóla Íslands að synja honum um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum í námskeiðinu Örverufræði (LÍF201G). Kærandi fór fram á aðgang að gögnunum með bréfum, dags. 10. janúar 2017 og 30. janúar 2017. Háskóli Íslands tók afstöðu til beiðninnar með bréfi, dags. 19. apríl 2017, þar sem kæranda var synjað um aðgang að eldri prófum með vísan til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar kemur fram að fyrirkomulag prófsins sé með þeim hætti að stór hluti spurninganna á hverju prófi hafi verið lagður fyrir áður, sumar oft áður og mörgum sé aðeins breytt lítillega milli ára. Sé það því allt eins mögulegt að um sama prófið sé að ræða á milli ára, þ.e. að próf sem lagt verði fyrir í framtíðinni verði eins og próf sem lagt hefur verið fyrir áður eða lítillega breytt. Því myndi aðgangur að eldri prófum í námskeiðinu hafa það í för með sér að próf í námskeiðinu yrði þýðingarlaust eða næði ekki tilætluðum árangri þar sem það væri á almannavitorði, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 18. maí 2017, var Háskóla Íslands kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn. Jafnframt var óskað eftir afritum af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn Háskóla Íslands barst með bréfi, dags. 9. júní 2017, ásamt afritum af eldri prófum í námskeiðinu Örverufræði, dags. 2. maí 2012, 3. maí 2013, 29. apríl 2015, 2. mars 2016 og 28. apríl 2016.</p><p>Í umsögninni kemur fram að skólinn byggi á því að umrætt próf sé undanþegið upplýsingarétti vegna almannahagsmuna, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Sérstaklega er áréttað að fyrirkomulag prófsins sé með þeim hætti að spurningar þess hafi verið notaðar áður og Háskólinn hafi í hyggju að nota þær aftur í framtíðinni. Þá segir að yrði það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að veita aðgang að prófunum hefði það í för með sér að fyrirhuguð próf í námskeiðinu yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri þar sem þau væru á almannavitorði, sbr. 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Aðgangur að prófspurningum myndi því skerða árangur af síðari próftöku í námskeiðinu. Þá kemur fram að Háskóli Íslands telji skilyrði 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga ekki uppfyllt, enda sé enn um fyrirhugaðar ráðstafanir að ræða og prófum því ekki að fullu lokið. Jafnframt segir að Háskólinn veiti stúdentum í langflestum námskeiðum skólans aðgang að eldri prófum, jafnvel þegar það sé kostnaðarsamt fyrir skólann að hanna og þróa sambærileg próf á hverju ári. Það sé aðeins í tilvikum eins og hér um ræði, þar sem afhending krossaprófa myndi skerða árangur af síðari próftöku, að Háskólinn takmarki aðgang að prófum. Það sé gert á faglegum grundvelli til að tryggja gæði námsmats fyrir nemendur framtíðar.</p><p>Umsögn Háskóla Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. júní 2017, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 20. júní 2017. Þar kemur fram að kærandi telji umrædd próf ekki fyrirhuguð og með vísan til meginreglu 5. gr. sbr. 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga beri að veita aðgang að þeim. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Mál þetta varðar beiðni um aðgang að fyrirliggjandi eldri prófum í námskeiðinu Örverufræði sem kennt er í Háskóla Íslands. </p><p>Samkvæmt 1.mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Í umsögn sinni til úrskurðarnefndarinnar vísar Háskóli Íslands til 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga en þar er fjallað um takmarkanir á aðgangi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, væru þau á almannavitorði. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 40/2012 segir að með prófum sé átt við hvers konar prófraunir sem opinberir aðilar standi fyrir. Augljóst sé að eigi próf að geta gefið óvilhalla niðurstöðu sé nauðsynlegt að halda öllum prófgögnum leyndum áður en próf er þreytt. Takmörkunin er undantekning frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá er tekið fram í 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna að veita skuli aðgang að gögnum þegar ráðstöfunum og prófum sé að fullu lokið nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við. </p><p>Í umsögn Háskóla Íslands er því ekki haldið fram að nákvæmlega sama prófið sé lagt fyrir ár hvert í námskeiðinu heldur hafi hluti spurninganna verið notaður áður og verði notaður aftur í framtíðinni. Af þeim sökum er ekki unnt að fallast á það með skólanum að með því að veita aðgang að eldri prófum í námskeiðinu verði síðari próf þýðingarlaus eða skili ekki tilætluðum árangri í skilningi 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Ákvæðið er sem fyrr segir undantekning frá þeirri meginreglu að stjórnvöldum sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál eða tiltekin fyrirliggjandi gögn, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Aukin vinna við gerð nýrra prófa getur ekki vikið þeirri meginreglu sem birtist í 5. gr. upplýsingalaga. Af framangreindu leiðir að prófin sem kærandi krefst aðgangs að geta ekki talist fyrirhuguð í skilningi 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Því ber með vísan til meginreglu 5. gr., sbr. 2. tölul. 1. mgr. 12. gr., laganna að veita kæranda aðgang að þeim.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Háskóla Íslands ber að veita kæranda, A, aðgang að eldri fyrirliggjandi prófum í námskeiðinu Örverufræði (LÍF201G).</p><p> </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
704/2017. Úrskurður frá 11. september 2017 | Deilt var um aðgang að umsóknargögnum umsækjanda um uppreist æru. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að umsókn viðkomandi umsækjanda félli í heild sinni undir undanþáguákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Yrði því að taka afstöðu til þess hvort einstök gögn málsins kynnu að geyma upplýsingar um einkahagi sem óheimilt væri að afhenda samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Var það mat nefndarinnar að upplýsingar um símanúmer og netföng umsækjanda og votta auk heilsufarsupplýsinga sem fram kæmu í vottorðum, væru upplýsingar sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti var fallist á rétt kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum er fram komu í gögnunum. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 11. september 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 704/2017 í máli ÚNU 17060007.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi, dags. 26. júní 2017, kærði A, fréttamaður Ríkisútvarpsins, ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að synja beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Með beiðni kæranda, dags. 16. júní 2016, var farið fram á aðgang að afritum af gögnum sem B, áður […], lagði fram með beiðni um uppreist æru. Ráðuneytið synjaði beiðninni með tölvupósti og í meðfylgjandi rökstuðningi var meðal annars vísað til þess að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 væru allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ráðuneytið afhendi því ekki gögn er varði einstakar umsóknir um uppreist æru. Þá sé það mat ráðuneytisins að því sé ekki heimilt að birta nöfn þeirra einstaklinga sem hafa vottað góða hegðun einstakra umsækjenda um uppreist æru á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var kynnt dómsmálaráðuneyti með bréfi, dags. 3. júlí 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem hún lýtur að. Umsögnin barst þann 13. júlí 2017. Þar kemur meðal annars fram að skilyrði fyrir að veita uppreist æru sé að finna í 85. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ráðuneytið hafi birt fréttatilkynningu um málið á vef sínum þann 22. júní 2017. Að mati dómsmálaráðuneytisins hafa öll gögnin að geyma viðkvæmar persónulegar upplýsingar, sbr. 8. tl. 2. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Þessar upplýsingar falli jafnframt undir 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með vísan til athugasemda við síðarnefnda ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga séu umbeðin gögn upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að trúnaður ríki um. Jafnframt vísar ráðuneytið til þess að samþykki B liggi ekki fyrir vegna afhendingar gagnanna.</p> <p>Umsögn dómsmálaráðuneytis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 14. júlí 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 22. ágúst 2017. Í athugasemdunum er m.a. tekið fram að samkvæmt 85. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sé umsækjanda um uppreist æru skylt að færa sönnur á góða hegðun frá því að refsing fyrir brot var að fullu úttekin. Til staðfestingar á því skilyrði hafi ráðuneytið í fyrsta lagi byggt á upplýsingum úr sakaskrá, í öðru lagi upplýsingum úr málaskrá lögreglu og í þriðja lagi umsögnum a.m.k. tveggja umsagnaraðila til frekari staðfestingar á því að hegðun einstaklingsins hafi verið góð á tímabilinu. Þær upplýsingar sem kærandi óski eftir varði eingöngu þriðja atriðið, þ.e. aðgang að umsögnum sem afhentar voru ráðuneytinu til frekari staðfestingar á hegðun einstaklingsins ásamt þeim skjölum sem ráðuneytið hefur sjálft útbúið við afgreiðslu umsóknarinnar.</p> <p>Kærandi gerir athugasemdir við rökstuðning dómsmálaráðuneytisins fyrir því að óheimilt sé að afhenda upplýsingarnar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Ekki komi skýrt fram í málatilbúnaði ráðuneytisins einkahagsmuni hverra sé verið að vernda, þ.e. hvort átt sé við einstaklinginn sem fékk uppreist æru eða umsagnaraðilana sjálfa. Þá mótmælir kærandi því að upplýsingarnar teljist til viðkvæmra persónuupplýsinga í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Kærandi segist eiga erfitt með að henda reiður á því hvernig umsagnir umsagnaraðila um góða hegðun einstaklings, sem fengið hefur uppreist æru, geti talist einkamálefni þeirra sem hlut eiga að máli þegar slík umsögn sé þáttur í að uppfylla lagaáskilnað 85. gr. almennra hegningarlaga. Sama eigi raunar við um önnur skjöl sem ráðuneytið hafi sjálft útbúið við afgreiðslu umsóknarinnar. Kærandi telur að í þessu samhengi, þ.m.t. við framkvæmd hvers konar hagsmunamats, verði ekki horft fram hjá markmiðum upplýsingalaga, svo sem að auka möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum, möguleika fjölmiðla til miðlunar upplýsinga um opinber málefni og traust almennings á stjórnsýslunni, sbr. 1. gr. laganna. Þessi atriði eigi sér beina skírskotun í því máli sem hér um ræði, líkt og opinber umræða hafi borið glöggt með sér.</p> <p>Auk þess gerir kærandi athugasemd við tilvísun dómsmálaráðuneytisins til úrskurðar Persónuverndar í máli nr. 2014/911. Þar hafi það verið mat Persónuverndar að yfirlýsing um stuðning við tiltekinn framboðslista til kosninga til sveitarstjórna fæli í sér upplýsingar um stjórnmálaskoðanir og innihaldi þar af leiðandi viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi a-liðar 8. tl. 2. gr. laga um persónuvernd. Þær upplýsingar sem hér um ræði heyri ekki undir neinn stafliða 8. tl. 2. gr. laganna og fordæmisgildi úrskurðarins sé því ekkert.</p> <p>Þá gerir kærandi athugasemdir við tilvísun ráðuneytisins til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 16/1997. Þar hafi það verið niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að þrátt fyrir að upplýsingar um sakaferil og heilsuhagi væru upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt, sbr. 5. gr. þágildandi upplýsingalaga nr. 50/1996, félli umfjöllun um náðunarbeiðni og afgreiðsla á henni að öðru leyti ekki undir undantekningarreglu laganna. Hafi dómsmálaráðuneytinu verið gert skylt að veita kæranda aðgang að gögnum sem vörðuðu náðunarbeiðnina og afgreiðslu hennar.</p> <p>Með bréfum, dags. 19. júlí 2017, var óskað eftir því að einstaklingar sem koma fyrir í umbeðnum gögnum létu í ljós afstöðu sína til þess að gögnin verði gerð opinber. Með erindum, dags. 21. og 24. júlí 2017, lögðust þeir allir gegn því að aðgangur verði veittur að gögnunum.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda, sem er starfsmaður fjölmiðils, til aðgangs að gögnum í vörslum dómsmálaráðuneytis um ákvörðun þess um að veita einstaklingi uppreist æru. Nánar tiltekið laut beiðni kæranda að gögnum sem einstaklingurinn lagði fram með umsókn sinni.</p> <p>Í athugasemdum kæranda við umsögn dómsmálaráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærandi fari einnig fram á aðgang að þeim skjölum sem ráðuneytið útbjó sjálft við afgreiðslu umsóknarinnar. Þar sem ekki má ráða af beiðni kæranda að óskað hafi verið annarra gagna en þeirra sem einstaklingurinn lagði fram með umsókn sinni, verður í máli þessu aðeins leyst úr rétti kæranda til aðgangs að þeim gögnum, enda tekur synjun ráðuneytisins einungis til þeirra, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Gögnin sem mál þetta lýtur að eru umsókn um uppreist æru til innanríkisráðherra og forseta Íslands, ásamt bréfi Fangelsismálastofnunar um veitingu reynslulausnar, dags. 7. desember 2010, og vottorði þriggja nafngreindra einstaklinga um hegðun umsækjanda sem fylgdu umsókninni, dags. 4., 7. og 17. september 2014.</p> <p>Synjun dómsmálaráðuneytisins er eins og áður segir byggð á því að umbeðin gögn séu undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar sem ekki verður séð að sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu taki til mála sem varða uppreist æru verður að taka afstöðu til synjunar ráðuneytisins á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga en í fyrri málslið ákvæðisins segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“</p> </blockquote> <p>Af hálfu dómsmálaráðuneytis hefur komið fram að ekki liggi fyrir samþykki þess sem sótti um uppreist æru fyrir því að gögnin verði gerð aðgengileg almenningi. Hins vegar verður ekki ráðið af gögnum málsins að ráðuneytið hafi óskað afstöðu hans áður en hin kærða ákvörðun var tekin. Upplýsingalög nr. 140/2012 gera ráð fyrir því að áður en ákvörðun er tekin um aðgang að gögnum sem geta varðað einkahagsmuni geti stjórnvald skorað á þann sem upplýsingarnar varða að upplýsa hvort hann telji að þær eigi að fara leynt, sbr. 2. mgr. 17. gr. laganna. Þrátt fyrir þennan annmarka á meðferð beiðni kæranda þykja ekki efni til að ógilda hina kærðu ákvörðun, enda hefur úrskurðarnefndin bæði veitt þeim einstaklingi sem lagði fram umsókn um uppreist æru, svo og þeim einstaklingum sem létu í té vottorð í tengslum við þá umsókn, tækifæri til að lýsa afstöðu sinni. </p> <p>Fyrir liggur að hvorki einstaklingurinn sem umbeðin gögn varða, né þeir sem létu vottorð um hann af hendi, veita samþykki sitt fyrir því að gögnin verði gerð opinber. Af þeim sökum þarf að leggja mat á það hvort upplýsingarnar sem fram koma í gögnunum séu þess eðlis að þær séu undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. hvort þær hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Í því sambandi verður eftir atvikum að taka afstöðu til þess hvort slíkar upplýsingar sé aðeins að finna í hluta gagns, þannig að rétt sé að veita aðgang að þeim hluta gagnsins sem ekki hefur að geyma upplýsingar sem falla undir 9. gr. laganna, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í ákvæði 9. gr. upplýsingalaga eru ekki tilgreind þau sjónarmið sem líta ber til við mat á því hvort upplýsingar falli undir ákvæðið. Ákvæðið felur hins vegar í sér undanþágu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum og ber því að skýra þröngt eins og fram kemur í almennum athugasemdum við frumvarp það sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012. Þar er þó jafnframt tekið fram að ákvæði laganna séu almennt orðuð og áfram sé því nokkurt svigrúm til að móta þau nánar í framkvæmd.</p> <p>Um skýringu 9. gr. er síðan nánar fjallað í sérstökum athugasemdum við ákvæðið í frumvarpinu en þar er ákvæðinu lýst sem nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Er þar jafnframt rakið að augljóst sé að óheftur aðgangur almennings að öllum gögnum sem falli undir upplýsingalög kunni að rjúfa friðhelgi manna. Þar er þó um leið tekið sérstaklega fram að það myndi takmarka upplýsingaréttinn mjög ef allar upplýsingar sem snertu einkahagsmuni einstaklinga væru undanþegnar. Auk þess kemur fram í athugasemdunum að ekki hafi þótt ástæða til að víkja frá þeirri stefnu sem mótuð hafi verið með þágildandi upplýsingalögum nr. 50/1996, enda kynni annað að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti manna til einkalífs.</p> <p>Um mat stjórnvalda samkvæmt 9. gr. segir síðan í athugasemdunum:</p> <blockquote> <p>„Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“ </p> </blockquote> <p>Í framhaldinu er síðan vikið að því hvernig stjórnvöldum beri að meta umrædd sjónarmið en í athugasemdunum segir svo um það atriði:</p> <blockquote> <p><br /> „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“</p> </blockquote> <p>Þá er enn fremur tiltekið í athugasemdum við ákvæði 9. gr. að ,,undir 9. gr. [geti] fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar.“ Dæmi um slík tilvik væru „t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“</p> <h3>2.</h3> <p>Eins og áður er rakið eru þau gögn sem mál þetta lýtur að umsókn B um uppreist æru til innanríkisráðherra og forseta Íslands, dags. 17. september 2014, og bréf hans, dags. 8. apríl 2016, þar sem umsóknin er ítrekuð. Auk þess er um að ræða bréf Fangelsismálastofnunar um veitingu reynslulausnar, dags. 7. desember 2010, og vottorð þriggja nafngreindra einstaklinga um hegðun umsækjanda, dags. 4., 7. og 17. september 2014 sem öll fylgdu umsókninni.</p> <p>Þegar tekin er afstaða til þess hvort umrædd gögn hafi að geyma upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga verður samkvæmt því sem að framan er rakið að leggja á það mat hvort upplýsingarnar séu eftir almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Í því sambandi er vísað til þess í lögskýringargögnum að upplýsingar sem skilgreindar hafa verið sem viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, falli undir upplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Er þá meðal annars vikið sérstaklega að upplýsingum um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað.</p> <p>Ljóst er að með erindi því sem B beindi til innanríkisráðherra og forseta Íslands 17. september leitaði hann eftir uppreist æru á grundvelli 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.</p> <p>Um skilyrði fyrir uppreist æru manns er fjallað í 84. gr. og 85. gr. sömu laga en í 84. gr. segir svo:</p> <blockquote> <p>„Nú hefur maður hlotið í fyrsta sinn refsidóm fyrir brot, sem hefur skerðing borgararéttinda í för með sér, og refsing fer ekki fram úr 1 árs fangelsi þá nýtur hann að liðnum 5 árum frá því að refsing er að fullu úttekin, fyrnd eða uppgefin, allra réttinda, sem fást með uppreist á æru, enda hafi hann ekki sætt ákæru á þeim tíma fyrir brot, sem þyngri hegning liggur við en sektir.“</p> </blockquote> <p>Í ákvæði 85. gr. er síðan fjallað um það við hvaða aðstæður þeim sem hefur hlotið lengri en 1 árs fangelsisdóm er unnt að sækja um uppreist æru en ákvæðið er svohljóðandi:</p> <blockquote> <p>„Þegar liðin eru 2 ár af fresti þeim, sem í síðari málsgrein 84. gr. getur, og að fullnægðum öðrum skilyrðum, sem þar eru sett, getur forseti, ef dómfelldi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili, veitt honum uppreist æru. </p> <p>Forseti getur og veitt manni uppreist æru, þegar að minnsta kosti 5 ár eru liðin frá því að refsing hans er að fullu úttekin, fyrnd eða gefin upp, enda færi umsækjandi sönnur, sem gildar séu metnar, á það, að hegðun hans hafi verið góð umræddan tíma. </p> <p>Þegar sérstaklega stendur á, má veita uppreist æru, þó að refsitími sé svo langur sem í 2. mgr. segir, enda þótt ekki sé liðinn lengri tími en til er skilinn í 1. mgr.“</p> </blockquote> <p>Ákvæði 3. mgr. 85. gr. var leitt í hegningarlög nr. 19/1940 með 1. gr. laga nr. 36/1944. Í athugasemdum í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laga nr. 36/1944 er lagabreytingin rökstudd með þeim hætti að svo geti staðið á, „að tvímælis orki í áliti almennings“, hvort svipta beri mann réttindum samkvæmt 68. gr. alm. hegningarlaga óafturkallanlega í 5 ár“ samkvæmt 2. mgr. 85. gr. sömu laga, enda þótt hann hafi hegðað sér óaðfinnanlega eftir afplánun refsingar í full 2 ár, eins og tilskilið sé til uppreistar æru í 1. mgr. 85. gr. laganna. Af þeim sökum sé rétt að innleiða heimild til uppreist æru eftir skemmri tíma en 5 ár samkvæmt 2. mgr. 85. gr. Í athugasemdunum segir síðan að beiting slíkrar heimildar myndi „einkum koma til greina um svonefnd pólitísk brot og brot gegn valdstjórn, sem almenningur virðist líta talsvert öðruvísi á en t.d. auðgunarbrot, peningafals, brot gegn lífi manna og líkama o.s.frv.“ en „auðvitað [verði] að meta ástæður hverju sinni og beita heimildinni með allri varúð“ (Alþt. 1943, A-deild, bls. 317).</p> <p>Samkvæmt ákvæði 85. gr. almennra hegningarlaga er forseta Íslands, sem að formi til er æðsti embættismaður ríkisins, falið það vald að veita uppreist æru. Það leiðir hins vegar af fastmótaðri stjórnskipunarvenju að ráðherrar eru í reynd æðstu handhafar framkvæmdarvalds. Eiga þeir frumkvæði að því að framkvæma vald forseta, sbr. 13. gr. stjórnarskrárinnar, og bera að lögum sérstaka ábyrgð samkvæmt 14. gr. hennar á þeim stjórnarframkvæmdum sem heyra undir ráðuneyti þeirra. Samkvæmt e.-lið 11. töluliðar 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 71/2013 fór innanríkisráðuneytið með mál sem vörðuðu uppreist æru þann 6. september 2016, daginn sem B var veitt uppreist æru.</p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að innanríkisráðherra veitti B uppreist æru á grundvelli 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga. Af orðalagi ákvæðisins verður ráðið að ráðherra geti, þegar sérstaklega stendur á, vikið frá þeirri meginreglu sem sett er í 2. mgr. 85. gr. um að ekki sé unnt að veita uppreist æru fyrr en 5 ár eru liðin frá því að refsing hans er að fullu úttekin, fyrnd eða gefin upp, ef a.m.k. tvö ár eru liðin frá sama tímamarki.</p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 238. gr. almennra hegningarlaga hefur ákvörðun um uppreist æru þau réttaráhrif í för með sér að ekki er heimilt að bera mann sem sætt hefur refsidómi fyrir einhvern verknað, en síðar öðlast uppreist æru, framar þeim sökum, og leysir sönnun því ekki undan refsingu, er svo stendur á. Um réttaráhrifuppreistar æru er enn fremur fjallað í ýmsum öðrum lagaákvæðum, m.a. í 4. og 5. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis. Þannig er í 4. gr. þeirra laga sett það almenna skilyrði fyrir kjörgengi til Alþingis að viðkomandi hafi óflekkað mannorð. Samkvæmt 5. gr. sömu laga telst hins vegar enginn hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti „nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar“.</p> <p>Ljóst er að framangreind ákvæði 4. og 5. gr. laga nr. 24/2000 fela í sér nánari skilgreiningu á því almenna skilyrði sem sett er fyrir kjörgengi til Alþingis í 34. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Er þar kveðið á um að kjörgengur við kosningar til Alþingis sé hver sá ríkisborgari sem kosningarrétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð. Samsvarandi skilyrði og í ákvæðum 4. og 5. gr. laga nr. 24/2000 eru enn fremur sett fyrir kjörgengi einstaklinga til sveitarstjórna, sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 5/1998, um kosningar til sveitarstjórna.</p> <p>Af því leiðir að uppreist æru er í reynd skilyrði fyrir því að einstaklingur sem hefur verið dæmdur til refsingar fyrir glæp sem telst svívirðilegur að almenningsáliti og nemur lengra en eins árs fangelsi geti öðlast óflekkað mannorð að nýju og þar með kjörgengi til Alþingis og sveitarstjórna.</p> <p>Réttaráhrif þess að hafa óflekkað mannorð eru þó ekki einskorðuð við kjörgengi til Alþingis og sveitarstjórna. Óflekkað mannorð er auk þess sett sem almennt hæfisskilyrði í ýmsum lagaákvæðum til að fara með ákveðin réttindi. Í 3. tölul. 6. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn, er til dæmis sett það skilyrði fyrir því að geta öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður að viðkomandi hafi óflekkað mannorð og í 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur, er samsvarandi skilyrði fyrir því að vera löggiltur endurskoðandi.</p> <p>Þá er óflekkað mannorð jafnframt skilyrði fyrir því að lögum að geta gegnt margháttuðum trúnaðarstörfum fyrir hið opinbera, eins og að starfa sem framkvæmdastjóri eða stjórnarmeðlimur í Íbúðalánasjóði, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, gegnt samvarandi störfum hjá Samkeppniseftirlitinu, sbr. 3. mgr. 7. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 eða stjórnarmaður í Landsvirkjun, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 42/1983 um Landsvirkjun. Enn fremur er það skilyrði fyrir því að geta starfað sem framkvæmdastjóri eða í stjórn lífeyrissjóðs eða vátryggingafélags að viðkomandi hafi óflekkað mannorð, sbr. 1. mgr. 31. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 6. mgr. 59. gr. laga nr. 56/2010, um vátryggingarstarfsemi.</p> <p>Þar sem ekki er skilgreint hver hafi óflekkað mannorð í þeim ákvæðum sem hér er vitnað til öðrum en 5. gr. laga nr. 24/2000 og 3. gr. laga nr. 5/1998 verður að horfa til síðastnefndu ákvæðanna við skýringu og afmörkun á því hvað telst óflekkað mannorð. Af því leiðir að ákvörðun ráðherra um uppreist æru er ekki aðeins forsenda fyrir því að sá sem hefur verið dæmdur fyrir glæp sem telst svívirðilegur að almenningsáliti og nemur lengra en eins árs fangelsi geti öðlast kjörgengi til Alþingis og sveitarstjórna, heldur einnig fyrir því að viðkomandi geti gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hið opinbera og sótt um að öðlast ákveðin réttindi. Í því sambandi er rétt að taka fram að hafi einstaklingur verið sviptur tilteknum réttindum, eins og til dæmis að stunda starfsemi sem opinbert leyfi eða löggildingu þarf til að gegna, ótímabundið með refsidómi í sakamáli samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga verður hann almennt að bera undir dómstóla samkvæmt almennum reglum um meðferð sakamála hvort fella skuli réttindasviptinguna niður, sbr. 2. mgr. 68. a. gr. almennra hegningarlaga, þegar 5 ár eru liðin frá uppsögu dóms.</p> <p>Eins og rakið var hér að framan var gengið út frá því við setningu upplýsingalaga að upplýsingar um það hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað teldust almennt til einkamálefna sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt samkvæmt 9. gr. laganna. Við afmörkun á því hvaða upplýsingar falla undir ákvæðið verður þó að hafa í huga að um er að ræða undantekningarákvæði frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum. Þessu eðli sínu samkvæmt verður ákvæðið því skýrt þröngt. </p> <p>Við úrlausn þess máls sem hér liggur fyrir verður einnig að horfa til þess að almennt er ekki hægt líta svo á að upplýsingar sem gerðar hafa verið opinberar með lögmætum hætti séu upplýsingar um einkamálefni sem óheimilt sé að greina frá. Ljóst er að upplýsingar um að B hafi fengið uppreist æru hafa þegar verið gerðar aðgengilegar almenningi með dómi, sbr. dóm Hæstaréttar frá 15. júní 2017 í máli nr. 361/2017 og birtar á heimasíðu dómstólsins. Upphaflegur refsidómur yfir honum er enn fremur aðgengilegur á heimasíðu Hæstaréttar, sbr. dóm Hæstaréttar frá 15. maí 2008 í máli 539/2007. Af þeim sökum verður að telja ljóst að aukið svigrúm sé til mats á því hvort upplýsingar sem tengjast þessum tilteknu málum falli utan ákvæðis 9. gr. upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar álit setts umboðsmanns Alþingis frá 9. febrúar 2009 í máli nr. 5142/2007.</p> <p>Þegar tekin er afstaða til þess hvort ákvæði 9. gr. upplýsingalaga taki til umbeðinna gagna verður enn fremur að líta til þess að við setningu núgildandi upplýsingalaga var sérstaklega tekið fram að ekki væru efni til að víkja frá þeirri stefnu sem þegar hefði verið mörkuð um einkamálefni í gildistíð fyrri laga.</p> <p>Af þeim sökum er ekki unnt að horfa fram hjá þeirri túlkun sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði til grundvallar á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sem svarar til núgildandi ákvæðis 9. gr. upplýsingalaga, við mat á því hvort upplýsingar um refsidóm féllu undir einkamálefni sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 4. júlí 1997 í máli nr. A-16/1997. Í þeim úrskurði komst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þeirri niðurstöðu að gögn um meðferð dómsmálaráðuneytisins á umsókn einstaklings um náðun sem dæmdur hafði verið fyrir nauðgun samkvæmt 194. gr. almennra hegningarlaga, féllu ekki undir undanþágu um einkamálefni einstaklinga þrátt fyrir að tengjast úrlausn ráðuneytisins um réttaráhrif refsidóms. Gögn með upplýsingum um sakarferil einstaklingsins og heilsuhagi voru hins vegar talin falla undir 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Með hliðsjón af því sem að framan er rakið og þeim reglum sem gilda um uppreist æru og þeim réttaráhrifum sem fylgja slíkri ákvörðun, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál vandséð að sjónarmið um vernd viðkvæmra persónuupplýsinga eigi alls kostar við um þá ákvörðun ráðherra að veita þeim einstaklingi sem beiðni kæranda lýtur að uppreist æru samkvæmt 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga.</p> <p>Uppreist æru samkvæmt 3. mgr. 85. gr. felur eins og áður segir í sér að viðkomandi einstaklingi er í kjölfar umsóknar aftur veitt þau borgaralegu réttindi að geta gefið kost á sér til ýmissa opinbera trúnaðarstarfa í þágu almennings og að opinbert stjórnvald hafi metið það sem svo að hann ætti að hljóta þau réttindi fyrr en ráðgert er samkvæmt meginreglu 2. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga. Í ljósi þessara áhrifa ákvörðunarinnar er ekki að sjá hvernig upplýsingar um uppreist æru með þeim hætti sem hér hefur verið rakinn geti eftir almennum sjónarmiðum talist svo viðkvæmar að þær séu einkamálefni sem eigi ekkert erindi við þorra manna.</p> <p>Hér verður enn fremur að horfa til þess að með ákvörðun ráðherra um uppreist æru er dómfelldum einstaklingi ekki aðeins veitt aftur færi á að gegna ýmsum opinberum trúnaðarstörfum heldur felur ákvörðunin jafnframt í sér að æra viðkomandi einstaklings öðlast tiltekna og aukna refsivernd samkvæmt 2. mgr. 238. gr. almennra hegningarlaga, þannig að ekki er framar unnt að bera hann þeim sökum sem hann var dæmdur fyrir. Einboðið er að ákvæði 2. mgr. 238. gr. getur ekki haft tilskilin áhrif ef leynd ríkir um ákvörðun um uppreist æru á þeim forsendum að hún teljist einkamálefni þess sem nýtur góðs af ákvörðuninni samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Þá verður einnig að hafa í huga að hugtakið „æra“ í íslenskum rétti skírskotar öðrum þræði til álits annarra og samfélagsins og því vafa bundið hvort ákvörðun uppreist hennar, sem miðar orðalagi sínu samkvæmt við að rétta við æru viðkomandi í tilefni af refsidómi, geti eðli málsins samkvæmt talist einkamálefni þess sem í hlut á.</p> <p>Í samræmi við framangreint er það niðurstaða nefndarinnar að mál það sem lýtur að umsókn B um uppreist æru falli sem slíkt ekki í heild sinni undir undanþáguákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verður því að taka afstöðu til þess hvort einstök gögn málsins kunni að geyma upplýsingar um einkahagi sem óheimilt er að afhenda samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>4.</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögn málsins í því skyni að meta hvort rétt sé að undanþiggja þau upplýsingarétti almennings. Í fyrsta lagi er um að ræða umsókn til forseta Íslands og innanríkisráðherra, dags. 17. september 2014, um uppreist æru. Í skjalinu koma fram upplýsingar um hvaða refsidóm viðkomandi hlaut og fyrir hvaða brot. Þá kemur fram hvenær afplánun hafi lokið og beiðni sett fram um uppreist æru með vísan til 3. mgr. 85. gr. almennra hegningarlaga sem lagagrundvallar beiðninnar. Auk þess koma fram upplýsingar um nöfn þeirra sem rituðu vottorð sem fylgja með umsókninni. Að lokum koma fram persónuupplýsingar um umsækjanda, þ.e. kennitölu, heimilisfang og símanúmer.</p> <p>Með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin eru í 3. kafla hér að framan um uppreist æru telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ástæðu til þess að upplýsingar um refsidóminn fari leynt. Er þá jafnframt horft til þess að þessar upplýsingar hafa þegar verið gerðar aðgengilegar almenningi með lögmætum hætti, sbr. dóm Hæstaréttar frá 15. júní 2017 í máli nr. 361/2017 og dóm Hæstaréttar frá 15. maí 2008 í máli 539/2007, sem áður er vitnað til.</p> <p>Í samræmi við þau sjónarmið sem rakin eru í 3. kafla hér að framan um uppreist æru og áhrif hennar er það enn fremur mat úrskurðarnefndarinnar að upplýsingar um hvenær afplánun lauk og sótt var um uppreist æru séu ekki viðkvæmar upplýsingar um persónuleg málefni sem eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Er það því mat nefndarinnar að ekki sé ástæða til að halda þessum upplýsingum leyndum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í umsókninni er enn fremur að finna upplýsingar um heimilisfang, kennitölu og símanúmer umsækjanda. Eins og áður er rakið er almennt ekki hægt líta svo á að upplýsingar sem gerðar hafa verið opinberar með lögmætum hætti séu upplýsingar um einkamálefni sem óheimilt sé að greina frá. Upplýsingar um nöfn manna og kennitölu þeirra eru almennt aðgengilegar í Þjóðskrá samkvæmt ákvæði 1. mgr. 19. gr. laga nr. 54/1962 um þjóðskrá og almannaskráningu. Samkvæmt því ákvæði veitir Þjóðskrá Íslands upplýsingar um aðsetur manna og önnur atriði samkvæmt skrám sínum og gögnum eftir reglum sem ráðherra setur.</p> <p>Nú eru í gildi reglur nr. 112/1958 um útgáfu vottorða og veitingu upplýsinga úr Þjóðskrá, en í 1. mgr. 3. gr. þeirra reglna segir að Þjóðskrá veiti, gegn greiðslu, hverjum sem er upplýsingar um aðsetur manna samkvæmt skrám og öðrum gögnum sem hún hefur yfir að ráða. Í sama ákvæði kemur þó fram að Þjóðskrá geti orðið við tilmælum manns um að tilteknum einkaaðilum sé ekki veitt vitneskja um aðsetur hans, ef hann hefur að dómi Þjóðskrárinnar réttmæta og eðlilega ástæðu fyrir því að aðsetri hans sé haldið leyndu gagnvart þeim. Kemur þar jafnframt fram að ákvörðun um að leyna aðsetri á þennan hátt gildi þó aðeins fyrir eitt ár í senn.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindum ákvæðum laga nr. 54/1962 og reglna nr. 112/1958 er ekki unnt að líta svo á að upplýsingar um heimilisfang manns falli undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga í máli því sem hér um ræðir, enda hefur ekkert komið fram um að B hafi beint þeim tilmælum til Þjóðskrár um að aðsetri hans yrði haldið leyndu og að Þjóðskrá hafi tekið ákvörðun þar um. </p> <p>Að því er snertir aðgang að kennitölu umsækjanda þá er ekki fjallað sérstaklega um aðgang að kennitölum hjá Þjóðskrá í lögum nr. 54/1958 eða reglum sem settar hafa verið á grundvelli þeirra. Ljóst er þó að upplýsingar um kennitölur eru almennt aðgengilegar í rafrænni útgáfu Þjóðskrár og hafa verið það um langt skeið. Í 10. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, er þó sett sú sérstaka regla að notkun kennitölu sé heimil ef hún á sér sér málefnalegan tilgang og sé nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Í sama ákvæði er kveðið á um að Persónuvernd geti bannað eða fyrirskipað notkun kennitölu.</p> <p>Í gögnum þessa máls hefur ekkert komið fram um að Persónuvernd hafi bannað notkun kennitölu í tengslum við miðlun upplýsinga úr Þjóðskrá, hvorki hvað varðar B sérstaklega né almennt. Með vísan til þess að upplýsingar um kennitölu eru þegar aðgengilegar, rétt eins og slíkar upplýsingar hafa almennt verið um margra ára skeið hérlendis, og þess sjónarmiðs að ákvæði 9. gr. felur í sér undantekningarreglu frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga, verður að líta svo á að upplýsingar um kennitölu manns séu samkvæmt almennum sjónarmiðum ekki svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.</p> <p>Um símanúmer og netföng umsækjanda gegnir hins vegar öðru máli að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál, enda verður ekki ráðið af gögnum þessa máls að símanúmer eða netföng umsækjanda og votta, sem gefin eru upp í tengslum við umsókn um uppreist æru, hafi nokkru sinni verið gerð opinber. Verður af þeim sökum að staðfesta synjun dómsmálaráðuneytisins um að hafna beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um uppreist æru að því leyti sem hún tekur til þessara upplýsinga.</p> <p>Í bréfi umsækjanda koma einnig fram nöfn þeirra sem veittu vottorð um umsækjanda vegna beiðni hans um uppreist æru. Með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem rakin eru hér að framan um réttaráhrif ákvörðunar um uppreist æru verður ekki séð að nöfn þeirra einstaklinga sem veita umsögn um hegðun umsækjanda með það fyrir augum að hann geti á ný gefið kost á sér til opinberra trúnaðarstarfa séu upplýsingar um einkamálefni sem eigi ekkert erindi við þorra manna. Í því sambandi verður einnig að taka fram að af gögnum málsins verður ekkert ráðið um að umræddum einstaklingum hafi verið heitið trúnaði um vottorð sín eða þeir hafi á annan hátt haft réttmætar væntingar um að nöfn þeirra færu leynt.</p> <p>Í samræmi við framangreint verður dómsmálaráðuneytinu gert að veita kæranda aðgang að bréfi umsækjanda, dags. 17. september 2014, þar sem sótt er um uppreist æru að undanskildum upplýsingum um símanúmer umsækjanda.</p> <p>Í máli þessu er einnig deilt um aðgang að bréfi umsækjanda, dags. 8. apríl 2016, þar sem hann ítrekaði beiðni sína um uppreist æru. Með vísan til þeirra sjónarmiða sem fram koma í umfjöllun um umsóknarbréf umsækjandans, dags. 17. september 2014, er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki sé heimilt að undanþiggja bréfið upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, að undanskildum upplýsingum um símanúmer umsækjandans.</p> <p>Ágreiningur þessa máls lýtur einnig að rétti kæranda til aðgangs að þremur vottorðum nafngreindra manna sem lögð voru fram sem fylgigögn með umsókninni, en þau vottorð eru dagsett 4., 7. og 17. september 2014.</p> <p>Í þeim bréfum koma fram lýsingar á kynnum vottanna við umsækjanda. Þá eru í tveimur þeirra að finna lýsingu á persónu umsækjanda. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geyma vottorðin að ákveðnu leyti upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, meðal annars um heilsufar umsækjanda. Á það við um síðustu efnisgrein vottorðs, dags. 3. september 2014, áður en kemur að undirskrift bréfritara, svo og þriðju og fjórðu efnisgrein vottorðs frá 7. september 2014. Af þeim sökum er dómsmálaráðuneytinu þar af leiðandi óheimilt að veita almenningi aðgang að þeim á grundvelli 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber ráðuneytinu þó að veita aðgang að öðrum hlutum skjalsins.</p> <p>Í þriðja lagi er deilt um aðgang að tilkynningu Fangelsismálastofnunar ríkisins til umsækjanda, dags. 7. desember 2010, þar sem tilkynnt er um veitingu reynslulausnar. Þar sem upplýsingarnar sem þar koma fram lúta að því hvernig úttekt refsingar var háttað og lúta þannig að því að unnt sé að staðreyna með hvaða hætti umsækjandi um uppreist æru uppfylli lagaleg skilyrði fyrir slíkri ákvörðun er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál, með vísan til þeirra sjónarmiða sem rakin eru í 2. kafla hér að framan að þær upplýsingar sem koma fram í skjalinu séu ekki þess eðlis að rétt sé að undanskilja þær upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Er dómsmálaráðuneytinu gert skylt að afhenda kæranda tilkynninguna. </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Dómsmálaráðuneytinu er skylt að veita kæranda aðgang að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li> <p>Umsókn til forseta Íslands, dags. 17. september 2014, um uppreist æru. Þó ber ráðuneytinu að afmá upplýsingar um símanúmer umsækjandans.</p> </li> <li> <p>Bréfi umsækjanda, dags. 8. apríl 2016, þar sem umsókn er ítrekuð. Þó ber ráðuneytinu að afmá upplýsingar um símanúmer og netföng umsækjanda og votta.</p> </li> <li> <p>Vottorðum sem lögð voru fram með umsókninni. Þó ber ráðuneytinu að afmá síðustu efnisgrein vottorðs, dags. 3. september 2014, og þriðju og fjórðu efnisgrein vottorðs, dags. 7. september 2014.</p> </li> <li> <p>Tilkynningu Fangelsismálastofnunar ríkisins til umsækjanda, dags. 7. desember 2010, þar sem tilkynnt er um veitingu reynslulausnar.</p> </li> </ol> <p>Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.</p> <p> </p> <p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p> <p>varaformaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
700/2017. Úrskurður frá 11. september 2017 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að öllum gögnum er tengdust ákvörðun sveitarfélags um framkvæmdaleyfi vegna lagningar Kröflulínu 4. Leyst var úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli meginreglu 5. gr. laga 23/2006 um upplýsingarétt almennings um umhverfismál. Ekki var fallist á að gögnin væru vinnugögn enda höfðu þau borist á milli utanaðkomandi sérfræðings og sveitarfélagsins. Þá var ekki fallist á að minnisblað lögmanns félli undir undanþáguákvæði 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga. Þar sem engar undanþágur laga frá upplýsingarétti almennings þóttu eiga við um þau gögn, sem synjað var um aðgang að, var kveðið á um skyldu sveitarfélagsins til að afhenda kæranda gögnin. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 11. september 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 700/2017 í máli ÚNU 16110011. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 30. nóvember 2016, kærðu umhverfisverndarsamtökin Landvernd ákvörðun Skútustaðahrepps, dags. 31. október 2016, um að synja um afhendingu á hluta gagna sem tengjast framkvæmdaleyfi sem gefið var út þann 26. október 2016 fyrir Kröflulínu 4. </p><p>Í gagnabeiðni kæranda, dags. 26. október 2016, var óskað eftir afritum af framkvæmdaleyfi vegna lagningar Kröflulínu 4, fundargerð þar sem ákvörðun um leyfið var tekin, framkvæmdaleyfisumsókn og öllum fylgigögnum hennar, fundargerðum skipulagsnefndar og þeim gögnum sem sveitarfélagið og nefndir þess hefðu aflað vegna ákvörðunarinnar. Auk þess var beiðst aðgangs að öllum öðrum gögnum er málið varðaði, þ.m.t. tölvupóstum, munnlegum og skriflegum samskiptum við Landsnet hf. eða aðra. Með bréfi, dags. 31. október 2016, afhenti Skútustaðahreppur kæranda hluta umbeðinna gagna en hafnaði því að veita kæranda aðgang að öðrum á þeim grundvelli að þau væru vinnugögn. </p><p>Í kæru er byggt á því að öll umbeðin gögn falli undir lög um upplýsingar um umhverfismál nr. 23/2006, sbr. 3. tölul. 3. gr. laganna og geti kærandi ekki fallist á að gögnin geti verið undanþegin upplýsingarétti með vísan til ákvæða laga nr. 140/2012. Kærandi telur að óheimilt hafi verið að synja um aðgang að gögnum með vísan til þess að um séu að ræða vinnugögn þar sem enga heimild til slíkrar synjunar sé að finna í lögum nr. 23/2006. </p><p>Kærandi telur almenning hafa ríka hagsmuni af því að upplýst verði hvaða samskipti hafi átt sér stað milli kærða og annarra við undirbúning framkvæmdaleyfisins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafi fellt fyrra framkvæmdaleyfi úr gildi með úrskurði sínum nr. 46/2016. Almenningur hafi ríka hagsmuni af því að upplýst sé hvaða samskipti hafi farið fram milli kærða og annarra aðila á því rúmlega tveggja vikna tímabili sem liðið hafi frá því að leyfisveiting kærða var ógilt og þar til framkvæmdaleyfi var gefið út að nýju hinn 26. október 2016. </p><p>Kærandi telur að umbeðin gögn geti ekki talist vinnugögn í neinum skilningi, svo sem samskipti við framkvæmdaraðila og aðra aðila. Þau hafi ekki verið rituð eða útbúin til eigin nota. Þá telji kærandi að ákvæði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 geti átt við, einkum 2. tl., enda verði að ætla að skylda til skráningar skv. 1. mgr. 27. gr. laganna eigi við um a.m.k. einhverjar þær upplýsingar sem um ræðir. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 13. desember 2016, var kæran kynnt Skútustaðahreppi og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. </p><p>Umsögn Skútustaðahrepps er dagsett þann 23. desember 2016. Þar kemur fram að erindi kæranda um aðgang að gögnum hafi verið svarað án tafa og hafi öll gögn nema vinnugögn verið afhent. Þau gögn sem ekki hafi verið afhent hafi verið almennir tölvupóstar og tölvupóstsamskipti við lögmann. Í umsögninni er tekið fram að mikill fjöldi tölvupósta liggi fyrir á tímabilinu 11. til 26. október 2016. Þau sem ekki hafi verið afhent séu tölvupóstsamskipti við framkvæmdaraðila, kæranda, ráðuneyti og A, hrl., sem hafi verið sveitarfélaginu til ráðgjafar vegna málsins, þ.m.t. drög að bréfum og tillögum. </p><p>Í umsögninni kemur fram að ljóst sé að tölvupóstar framkvæmdaraðila geti ekki talist vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en undir hugtakið falli m.a. gögn nr. 8, 24, 25 og 26 á meðfylgjandi gagnalista. Önnur staða kunni að vera uppi varðandi samskipti við lögmann vegna málsins. Skútustaðahreppur sé ekki með umfangsmikið starfsmannahald. Vegna þessa hafi verið leitað til lögmanns til að aðstoða sveitarfélagið við afgreiðslu málsins. Sveitarfélagið líti svo á að samskipti vegna lögfræðilegra mála og gerð draga að bréfum og tillögum séu án nokkurs vafa hluti af vinnugögnum máls. Óeðlilegt væri að túlka slíka vinnu lögfræðings á vegum Skútustaðahrepps með öðrum hætti gagnvart upplýsingalögum en ef lögfræðingurinn væri starfsmaður sveitarfélags. </p><p>Tekið er fram í umsögninni að öll gögn og tölvupóstar sem A, hrl. hafi unnið fyrir Skútustaðahrepp uppfylli þau skilyrði að hafa verið til eigin nota fyrir hreppinn og unnin á vegum hans þótt um aðkeypta lögfræðivinnu hafi verið að ræða. Þá er tekið fram að það sé einungis í undantekningartilfellum sem í þessum samskiptum felist einhvers konar lögfræðileg álitaefni, sbr. t.d. gögn nr. 9 og 10, 23 og 27 í meðfylgjandi gagnalista þar sem fram komi sérstök greining lögmanns á úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. </p><p>Fram kemur að sveitarfélaginu telji sér ekki skylt að afhenda minnisblað nr. 40 í gagnalista með vísan til 3. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Minnisblaðið feli í sér mat á réttarstöðu sveitarfélagsins sem m.a. gæti reynt á í dómsmáli. Minnisblaðið hafi verið unnið þegar ekki lá fyrir hvort Landsnet hf. myndi óska eftir því að framkvæmdaleyfisumsókn yrði tekin fyrir að nýju. Þá er vísað til þess að gögn nr. 1-7, 11-22, 28-39 í gagnalista séu einungis til eigin nota fyrir stjórnvald og drög að bréfum og bókunum sem þegar liggi fyrir í endanlegri mynd. </p><p>Í umsögninni segir að leggja beri til grundvallar raunverulegt inntak samskipta og verkefna sem A, hrl. hafi verið falið að vinna að. Slíkt mat leiði til þess að gögnin teljist hefðbundin vinnugögn stjórnvalds en ekki sérstakar álitsgerðir. Vísað er til þess að vinna varðandi málsmeðferð, gerð draga að bréfum og bókunum falli í raun undir það sem almennt teljist hluti af störfum stjórnvalds. Munurinn sé einungis sá að um sé að ræða aðkeypta vinnu en ekki vinnu starfsmanna sveitarfélags. Það sem fram komi í samskiptunum og drögum sé ritað til eigin nota fyrir stjórnvald við undirbúnings ákvörðunar. Þá séu hlutar tölvupósta fulltrúa Skútustaðahrepps til A, hrl. einnig vinnugögn en í þeim felist í grunninn ósk um að tiltekin vinna sé unnin og umræða um málsmeðferð. Tekið er fram að í þessum gögnum komi ekkert fram sem falli undir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. </p><p>Með umsögninni fylgdi listi yfir þau gögn sem synjað var um aðgang að: </p><blockquote><p> </p><ol><li><p>„Tölvupóstur B til A o.fl. varðandi bréf til náttúruverndarnefndar o.fl.</p></li><li><p>Tölvupóstur A til C, um tillögu að bókun.</p></li><li><p>Tölvupóstur A til C, um tillögu að bókun.</p></li><li><p>Tölvupóstur A til C, um tillögu að bréfi til náttúrverndarnefndar.</p></li><li><p>Tölvupóstur A til C, um erindi til náttúrverndarnefndar.</p></li><li><p>Tölvupóstur A um tillögu að tímaplani. T-póstur oddviti.</p></li><li><p>Tölvupóstur A, þar sem framkvæmdaleyfisumsókn er framsend.</p></li><li><p>Tölvupóstur Landverndar vegna fundar.</p></li><li><p>Tölvupóstur A, varðandi skýringu úrskurðar o.fl.</p></li><li><p>Minnisblað um túlkun úrskurðar unnið af A.</p></li><li><p>Tölvupóstur A, drög að bréfi til Landsnets.</p></li><li><p>Tölvupóstsamskipti A og C, varðandi erindi til Landsnets.</p></li><li><p>Tölvupóstur A, með drögum að bréfi til Landsnets.</p></li><li><p>Drög að bréfi til Landsnets.</p></li><li><p>Tölvupóstur A varðandi bréf um rýni og kostnað af rýni á gögnum frá Landsneti.</p></li><li><p>Drög að bréfi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.</p></li><li><p>Tölvupóstur A varðandi bréf um rýni og kostnað af rýni á gögnum frá Landsneti.</p></li><li><p>Drög að bréfi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.</p></li><li><p>Tölvupóstur A, varðandi erindi UUA [úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála] um kæru vegna vegarslóða við Kröfluvirkjun.</p></li><li><p>Tölvupóstsamskipti A um málsmeðferð vegna umsagnar frá nvn. Þingeyinga.</p></li><li><p>Tölvupóstsamskipti A um málsmeðferð vegna umsagnar frá nvn. Þingeyinga.</p></li><li><p>Drög að bréfi til Landsnets.</p></li><li><p>Tölvupóstur A um athugasemdir v. hverfisverndar.</p></li><li><p>Tölvupóstsamskipti C og iðnaðarráðuneytis varðandi rýni á gögnum.</p></li><li><p>Tölvupóstar milli Landsnets og C með umsögn náttúruverndarnefndar.</p></li><li><p>Tölvupóstur Landsnets til C með svörum Landsnets.</p></li><li><p>Tölvupóstur A, varðandi vanhæfissjónarmið o.fl.</p></li><li><p>Tölvupóstur A, samantekt nokkurra gagna.</p></li><li><p>Tölvupóstur A, um drög að bókun.</p></li><li><p>Drög að bókun.</p></li><li><p>Tölvupóstur A vegna C, um rýni á gögnum frá Landsneti.</p></li><li><p>Tölvupóstur A um drög að bókun.</p></li><li><p>Drög að bókun.</p></li><li><p>Tölvupóstur A með samantekt á ýmsum gögnum málsins.</p></li><li><p>Tölvupóstur A, varðandi drög að bókun.</p></li><li><p>Drög að bókun.</p></li><li><p>Tölvupóstur A um rýni.</p></li><li><p>Tölvupóstsamskipti A og C, varðandi drög að bókun í fundargerð.</p></li><li><p>Tölvupóstur A, um upplýsingar á heimasíðu Skútustaðahrepps.</p></li><li><p>Minnisblað unnið af A vegna framkomins úrskurðar [úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála] í máli nr. 46/2016.“</p></li></ol></blockquote><p>Með erindi, dags. 2. janúar 2017, var umsögn Skútustaðahrepps kynnt kæranda og honum veittur kostur á að koma fram frekari athugasemdum. Þær bárust þann 18. janúar 2017. Í athugasemdunum segir m.a. að af umsögn kærða megi sjá að ekki hafi öll gögn verið afhent kæranda. Fram kemur að kærandi feli úrskurðarnefnd um upplýsingamál að meta hvort rétt sé að trúnaður ríki um samskipti sveitarfélagsins við lögmann. Í umsögn kærða væri hins vegar að finna samskipti kærða við ráðuneyti og starfsmenn framkvæmdaaðila sem kærandi geri kröfu um að fá afhent en engar undanþágur laga eigi við um aðgang að þeim gögnum. Auk þess kemur fram að kærandi vefengi að upptalning kærða á gögnum sem falli undir gagnabeiðni kæranda, sé tæmandi. Bendir kærandi í því samhengi á að sveitarstjórnarmenn hefðu fundað um málið fyrir auglýstan fund sveitarstjórnar þann 26. október 2016. </p><p>Með tölvupóstum, dags. 28. og 29. ágúst 2017, fór úrskurðarnefnd um upplýsingamál þess á leit við Skútustaðahrepp að upplýst yrði hvort kærandi hafi fengið afhent öll gögn sem sveitarfélagið teldi falla undir gagnabeiðni kæranda. Var sérstaklega óskað upplýsinga um hvort fyrirliggjandi væru gögn sem tengdust sveitarstjórnarfundi sem haldinn var þann 26. október 2016 eða óformlegum fundi sveitarstjórnarmanna sem haldinn var fyrir fundinn. Skútustaðahreppur svaraði samdægurs. Í svarbréfum Skútustaðahrepps kemur fram að á óformlegum fundi sem haldinn er fyrir sveitarstjórnarfund liggi fyrir sömu gögn og almennt liggi fyrir á væntanlegum sveitarstjórnarfundi. Þá er ítrekað að þau gögn sem upplýst hafi verið um séu þau gögn sem falli undir upplýsingabeiðni kæranda. </p><p>Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Skútustaðahrepps sem tengjast framkvæmdaleyfi sem gefið var út þann 26. október 2016 fyrir Kröflulínu 4. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur metið efni þeirra gagna sem Skútustaðahreppur afhenti nefndinni og telur þau að mestu geyma upplýsingar sem lúta að ráðstöfunum í tengslum við skipulags- og framkvæmdaáætlanir sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á afmarkaða þætti umhverfisins, sbr. 3. og 1. tölul. 3. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnunum á grundvelli meginreglu 5. gr. laga 23/2006 um upplýsingarétt almennings um umhverfismál með þeim takmörkunum sem greinir í 6. gr. laganna. </p><p>Í athugasemdum kæranda við umsögn Skútustaðahrepps, dags. 18. janúar 2017, kemur fram að kærandi vefengi að upptalning kærða á gögnum sem falli undir gagnabeiðni kæranda, sé tæmandi og er m.a. bent á að ekki hafi verið afhent gögn er tengjast óformlegum fundi sveitarstjórnarmanna sem haldinn var fyrir sveitarstjórnarfund dags. 26. október 2016. Skútustaðahreppur heldur því aftur á móti fram að kærandi hafi fengið öll gögn sem falli undir gagnabeiðnina. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Skútustaðahrepps. Verður því tekin afstaða til aðgangs að þeim gögnum sem Skútustaðahreppur afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p>Rök Skútustaðahrepps fyrir þeirri ákvörðun að synja kæranda um aðgang að gögnunum eru einkum þau að gögnin séu vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti. Í 1. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006 er tiltekið að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum taki ekki til gagna sem undanþegin eru aðgangi skv. 4.-6. gr. upplýsingalaga. Af athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi til laga nr. 23/2006 má ráða að átt sé við upplýsingar sem undanþegnar voru upplýsingarétti á grundvelli eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 en ákvæði 6. gr. laga nr. 23/2006 hefur ekki verið breytt í því skyni að vísa til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012. Líta verður svo á að ákvæðið taki til þeirra upplýsinga sem nú eru undanskildar upplýsingarétti skv. 6.-10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verður því tekin afstaða til þess hvort Skútustaðahreppi hafi verið heimilt að undanskilja gögnin upplýsingarétti almennings á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn, sbr. 5. tl. 6. gr., sbr. 8. gr. laga nr. 140/2012. </p><p>Í 1. málslið 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eru vinnugögn skilgreind sem þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar, sem falla undir lögin skv. 2. og 3. gr., hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málslið málsgreinarinnar er tekið fram að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna ef þau hafi verið afhent öðrum, nema afhending hafi verið til eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. </p><p>Í athugasemdum um 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir: </p><blockquote><p>„Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins. Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur vinnugagn. Undantekningar eru þó gerðar varðandi síðastgreinda atriðið“. </p></blockquote><p>Eins og ráða má af athugasemdunum er gagn ekki vinnugagn ef það var útbúið af utanaðkomandi sérfræðingum. Þá missir gagn stöðu sína sem vinnugagn ef það er afhent einkaaðila með einhverjum hætti. Af þessu leiðir að tölvupóstsamskipti og skjöl sem berast á milli utanaðkomandi sérfræðings og stjórnvalds verða ekki undanþegin upplýsingarétti á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn, sbr. 5. tl. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga, nema þau undanþáguákvæði sem tiltekin eru í niðurlagi 1. mgr. 8. gr. og 2. mgr. 8. gr. eigi við um afhendingu gagnsins. Engin heimild er fyrir því í upplýsingalögum að takmarka aðgang að gögnum á þeim grundvelli að sérfræðingurinn hafi sinnt störfum sem eðlilegt væri að starfsmaður aðila sem fellur undir gildissvið laganna sinnti. Þá er ljóst að tölvupóstar og gögn sem send voru einkafyrirtæki og ráðuneyti geta ekki talist vinnugögn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur því ekki fallist á það með Skútustaðahreppi að þau gögn sem synjað var um aðgang að séu vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og því undanskilin upplýsingarétti með vísan til 6. tl. 6. gr. laganna. </p><h3>2.</h3><p>Skútustaðahreppur ber því við í umsögn sinni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að heimilt sé að undanþiggja ódagsett minnisblað, unnið af A, hrl., vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 46/2016, (merkt nr. 40 í gagnalista) með vísan til 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sem heimilar stjórnvöldum að takmarka aðgang almennings að bréfaskiptum við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt máli skuli höfðað. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 140/2012 er tekið fram að að baki ákvæðisins búi það sjónarmið að hið opinbera geti, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Þá kemur fram að túlka beri ákvæðið þannig að það tryggi að hið opinbera standi ekki vegna upplýsingalaga höllum fæti í dómsmálum. Síðan segir orðrétt í athugasemdunum: </p><blockquote><p>„Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.“ </p></blockquote><p>Í minnisblaðinu er farið yfir helstu forsendur niðurstöðu tilvitnaðs úrskurðar og gerðar athugasemdir við einstaka liði úrskurðarins. Af efni minnisblaðsins verður ekki ráðið að það hafi að geyma mat á því hvort höfða skuli dómsmál vegna úrskurðarins heldur er um að ræða álitsgerð lögfræðings þar sem settar eru fram tillögur til aðgerða. Í ljósi þess að túlka ber undantekningarákvæði upplýsingalaga þröngt er því ekki fallist á að heimilt hafi verið að undanþiggja minnisblaðið aðgangi með vísan til 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><h3>3.</h3><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur metið efni þeirra gagna sem afhent voru úrskurðarnefndinni í því skyni að meta hvort aðrar undanþágur 6.-10. gr. laganna eigi við um þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum. Það er mat úrskurðarnefndarinnar að þrátt fyrir að í tölvupóstssamskiptum sé að finna tilvísanir til einkamálefna starfsmanns sveitarfélagsins falli þær hvorki undir undantekningarákvæði 7. gr. upplýsingalaga um málefni starfsmanna né séu svo viðkvæmar að 9. gr. upplýsingalaga standi aðgangi að þeim í vegi. Þá er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að engar aðrar takmarkanir 6.-10. gr. upplýsingalaga eigi við um efni þeirra gagna sem óskað er aðgangs að. Er því Skútustaðahreppi skylt að veita kæranda aðgang að öllum þeim gögnum sem synjað var um aðgang að. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Skútustaðahreppi ber að veita kæranda, Landvernd, aðgang að eftirfarandi gögnum:</p><ol><li><p>Tölvupóstsamskiptum, dags. 11.-13., 16., 18.-22., og 24.-25. október 2016.</p></li><li><p>Minnisblaði, ódagsettu, um túlkun úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, varðandi annmarka á áliti Skipulagsstofnunar, sbr. lið 4 í minnisblaði frá 10. október, ódags. </p></li><li><p>Drögum að bréfi til Landsnets hf., dags. 17. október og 20. október.</p></li><li><p>Drögum að bréfi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 19. október 2016. </p></li><li><p>Skjalinu „Drög að formála um mál á dagskrá: Umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4, dags. 18. mars. 2016“, sem fylgdi með tölvupóstum A, dags. 20., 22 og 24. október 2016.</p></li><li><p>Minnisblaði A, hrl. vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 46/2016, varðandi framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4, ódags.</p></li></ol><p> </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
705/2017. Úrskurður frá 11. september 2017 | Deilt var um aðgang kæranda að upplýsingum sem afmáðar höfðu verið úr sálfræðilegri greinargerð sem embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu lét útbúa í tilefni af kvörtun kæranda um meint einelti í sinn garð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi, með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, að réttur kæranda til aðgangs að framburði meintra gerenda og vitna um atvik sem snertu framgöngu hennar á vinnustað og meint einelti í garð kæranda vægi þyngra en hagsmunir sömu aðila af því leynd ríkti um framburð þeirra um atvik málsins. Úrskurðarnefndin taldi þó ekki að aðgangur kæranda samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga tæki til upplýsinga um rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, og upplýsinga sem umræddir starfsmenn tjáðu sálfræðingi um persónuleg einkamálefni sín og annarra en kæranda og lytu ekki að henni sjálfri eða framgöngu á vinnustað. Var því embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gert skylt að afmá slíkar upplýsingar áður en kæranda yrði veittur aðgangur að gögnunum. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 11. september 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 705/2017 í máli ÚNU 17020010. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 5. mars 2017, kærði A ákvörðun embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að synja beiðni kæranda um afhendingu sálfræðilegrar greinargerðar sem gerð var í tilefni af kvörtun kæranda um meint einelti gegn innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. </p><p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi orðið fyrir einelti á vinnustað sínum sem staðið hafi í nokkur ár og haft mikil áhrif á líf kæranda. Kærandi hafi kvartað við yfirmenn sína sem hafi kallað eftir aðkomu sálfræðings. Sálfræðingurinn hafi tekið viðtöl við meinta gerendur, kæranda og vitni að atburðarrásinni og komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um einelti að ræða heldur óæskilega hegðun af hálfu gerenda. Kærandi hafi í kjölfarið óskað eftir því að fá skýrsluna afhenta í þeim tilgangi að bera hana undir óháðan sálfræðing. </p><p>Beiðni kæranda var synjað með bréfi, dags. 10. febrúar 2017. Þar kemur fram að greinargerðin innihaldi mjög viðkvæmar persónuupplýsingar um stóran hóp starfsmanna. Um sé að ræða vitnisburð þeirra um meint einelti og samskipti starfsmanna. Þá væri það mat embættisins að ekki væri nægilegt að afmá nöfn hlutaðeigandi starfsmanna til að tryggja yfirlýstan trúnað við þá því þeir sem þekki vel til embættisins geti þrátt fyrir það auðveldlega gert sér grein fyrir um hvern sé verið að ræða. Tekið er fram að framangreint mat sé byggt á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Embættið meti það svo að hlutaðeigandi starfsmenn hafi verulega hagsmuni af því að ekki verði veittur aðgangur að vitnisburði þeirra þar sem fram komi upplýsingar um einkamálefni annarra og að embættið telji hagsmuni þeirra standa framar hagsmunum kæranda af því að fá aðgang að þessum hluta greinargerðarinnar. Auk þess hafi starfsmönnunum verið heitinn trúnaður um vitnisburðinn og að eina leiðin til að tryggja þann trúnað væri sú að takmarka aðgang að vitnisburði þeirra að öllu leyti. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu með bréfi, dags. 10. mars 2017, og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. </p><p>Í umsögn embættisins, dags. 24. mars 2017, segir að óskað hafi verið eftir vinnusálfræðilegri úttekt í kjölfar skriflegrar kvörtunar kæranda um einelti af hálfu samstarfsmanna. Í greinargerð sálfræðingsins um úttektina, dags. 3. október 2011, komi fram að kærandi hafi tilgreint sex meinta gerendur og hafi þeir allir orðið hluti af málinu auk níu vitna. Nöfn allra, ásamt niðurstöðum viðtala við þá, væru birt í skýrslunni. Tekið er fram að þann 25. nóvember 2016 hafi kæranda verið afhentur hluti greinargerðarinnar en synjað hafi verið um aðgang að þeim hluta sem lyti að framburðum og skýrslum starfsmanna embættisins. Um rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun er vísað til bréfs til kæranda dags. 10. febrúar. Auk þess er tekið fram að allir meintir gerendur og sjö úr hópi vitna séu enn í starfi. </p><p>Embættið telur greinargerðina innihalda mjög viðkvæmar persónuupplýsingar þar sem erfiðum og særandi samskiptum starfsmanna sé m.a. lýst. Það sé mat embættisins að þeir sem hafi tjáð sig um meint einelti og samskiptaerfiðleika við gerð úttektarinnar hafi verulega hagsmuni af því að aðgangur verði ekki veittur að vitnisburði þeirra og að hagsmunir þeirra vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá fullan aðgang að skýrslunni. Vísað er til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Auk þess hafi starfsmönnum verið heitinn fullur trúnaður um vitnisburðinn en með því að afhenda skýrsluna án takmarkana væri yfirlýstur trúnaður við viðkomandi rofinn. Tekið er fram að komist hafi verið að framangreindri niðurstöðu með hliðsjón af ráðleggingum Persónuverndar og í samráði við þann sálfræðing er vann skýrsluna og enn fremur með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-449/2012. </p><p>Meðfylgjandi umsögn embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fylgdu þeir hlutar skýrslunnar sem afhentir voru kæranda. Þeir eru eftirfarandi: </p><ol><li><p>Bls. 1-10 og bls. 24-26</p></li><li><p>Viðauki A/kynningarbréf, </p></li><li><p>Viðauki B/kynningarbréf og beiðni um upplýst samþykki. </p></li><li><p>Viðauki C/beiðni um upplýst samþykki vegna hljóðritunar </p></li><li><p>Viðauki D/vitnisburður A. </p></li></ol><p>Auk þess fylgdi með í trúnaði skýrslan í heild sinni, þ.e. greinargerð ásamt viðaukum. </p><p>Með erindi, dags. 27. mars 2017, var kæranda sent afrit af umsögn embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og veittur kostur á því að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Athugasemdir kæranda bárust og eru dags. 5. apríl 2017. Þar kemur fram að kærandi telur skýrsluna illa unna. Embættið vilji af augljósum ástæðum ekki að skýrslan fari til óháðs sálfræðings, enda sé kærandi fullviss um að annar sálfræðingur komist að annarri niðurstöðu en embættið. Kærandi segir málið hafa kostað sig mikið í lífinu, andlega sem og fjárhagslega og hafi kærandi ekki fengið stöður innan veggja embættisins vegna þessa máls þrátt fyrir að hann hafi verið hæfasti umsækjandi hverju sinni. Þá hafi yfirmenn kæranda lýst því yfir að kærandi fái aldrei stöðu vegna þessa máls. Þá tekur kærandi fram að tilgangur gagnabeiðninnar sé ekki að birta skýrsluna almenningi en kærandi geri sér fullkomlega grein fyrir að fara þurfi með skýrsluna sem trúnaðargagn. Skýrslunni verði aðeins deilt með sálfræðingi kæranda. Þá segir kærandi að yfirlýsing um trúnað hafi ekki virst skipta embættið máli þegar gerendur hafi fengið að lesa framburð vitna sem urðu vitni af hegðun þeirra gagnvart kæranda. Þá hafi fagráð einnig lesið skýrsluna. </p><p>Með bréfum, dags. 25. júlí 2017 og 8. ágúst 2017, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu 16 einstaklinga sem nafngreindir eru í skýrslunni til þess að kæranda verði veittur aðgangur að upplýsingum er varði viðkomandi. Tólf þeirra svöruðu erindi úrskurðarnefndarinnar. Af þeim veittu þrír samþykki fyrir því að kærandi fengi aðgang að upplýsingum í skýrslunni er lúti að framburði þeirra. Aðrir lögðust gegn því að aðgangur yrði veittur en m.a. var vísað til þess að starfsmenn hefðu tjáð sig í trúnaði. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar synjun embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni kæranda um aðgang að skýrslunni „Sálfræðileg greinargerð: Úttekt á meintu einelti innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu“, dags. 3. október 2011. Fram hefur komið af hálfu embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að kærandi hafi fengið aðgang að tilteknum köflum skýrslunnar. Kærandi hefur ekki mótmælt því að aðgangur hafi verið veittur að hluta skýrslunnar. Verður því í málinu aðeins tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að þeim hlutum skýrslunnar sem embættið hefur ekki afhent kæranda. Þeir eru: </p><ol><li><p>Viðbrögð meintra geranda eineltis gagnvart umkvörtunarefni A, bls. 11-15. </p></li><li><p>Framburður vitna bls. 15. </p></li><li><p>Niðurstöður úttektar bls. 15-23. </p></li><li><p>Vitnisburðir, viðaukar E-S. </p></li><li><p>„Facebook“ útprentun, viðauki D1</p></li><li><p>Tölvupóstur, viðauki D2.</p></li><li><p>„Facebook“ útprentun, viðauki O 1-5.</p></li></ol><h3>2.</h3><p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga 140/2012 segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, áður 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum. </p><p>Í skýrslunni er fjallað um samskipti kæranda við samstarfsmenn á vinnustað kæranda. Tilgangur skýrslunnar var að bregðast við kvörtun kæranda um að samstarfsmenn hefðu beitt hann einelti. </p><p>Í skýrslunni kemur fram sá sem annaðist gerð skýrslunnar sé sálfræðingur, en samkvæmt 21. tölul. 3. gr. laga nr. 34/2012, um heilbrigðisstarfsmenn, teljast sálfræðingar til heilbrigðisstarfsmanna, sbr. einnig 2. tölul. 2. gr. sömu laga. Fyrir liggur að umrædd skýrsla var ekki gerð í tengslum við heilbrigðisþjónustu við þá sem þar er fjallað um, sbr. 4. tölul. 2. gr. laga nr. 34/2012 og 1. tölul. 4. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Af þeim sökum verður ekki séð að ákvæði 17. gr. laga nr. 34/2012, sem fjallar um trúnað og þagnarskyldu löggiltra heilbrigðisstarfsmanna, taki til skýrslunnar.</p><p>Með hliðsjón af framangreindu og þar sem ljóst er að skýrslan geymir upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefndin að um aðgang kæranda fari eftir þeirri lagagrein og að öðru leyti eftir ákvæðum upplýsingalaga, sbr. III. kafla laganna. </p><p>Réttur aðila til aðgangs að upplýsingum er varða hann sjálfan er m.a. takmarkaður af 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Í málinu þarf því að taka afstöðu til þess hvort hagsmunir annarra sem nafngreindir eru í skýrslunni, af því að ummæli sem eftir þeim eru höfð lúti leynd, vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að geta kynnt sér ummælin. </p><p>Í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur m.a. fram að algengt sé að gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Tekið er fram að kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins. </p><p>Í athugasemdunum segir jafnframt um 3. mgr. 14. gr.: </p><blockquote><p>„Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.“</p></blockquote><p>Eins og fyrr er rakið snýst ágreiningur þess máls um aðgang kæranda að tilteknum köflum í „Sálfræðileg greinargerð: Úttekt á meintu einelti innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu“, dags. 3. október 2011. Kaflarnir sem um ræðir eru viðbrögð 1) Viðbrögð meintra gerenda eineltis gagnvart umkvörtunarefni A, bls. 11-15, 2) Framburður vitna bls. 15, 3) Niðurstöður úttektar bls. 15-23 og 4) Vitnisburðir, viðaukar E-S. Þá var kæranda synjað um aðgang að 5) Facebook“ útprentun í viðauki D1 með greinargerðinni, 6) tölvupósti í viðauka D2 og 7) Facebook“ útprentun, viðauki O 1-5.</p><p>Eins og fram hefur komið óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu þeirra, sem tjáðu sig við sálfræðinginn, til þess hvort þeir samþykktu að kæranda yrði veittur aðgangur að þeim hlutum skýrslunnar sem vörðuðu viðkomandi. Þrír þeirra, B, C og D, lýstu því yfir í bréfum til úrskurðarnefndarinnar, dags. 27. júlí, að þeir legðust ekki gegn því að það sem haft væri eftir þeim í skýrslunni yrði birt kæranda. Aðrir þeir sem svöruðu fyrirspurn úrskurðarnefndar um upplýsingamál lögðust gegn því að aðgangur yrði veittur að því sem haft var eftir þeim í skýrslunni. </p><p>Fyrir liggur að þeir sem fóru í viðtöl við gerð skýrslunnar var heitinn fullur trúnaður. Þótt viðmælendunum hafi verið heitið því að við þá yrði rætt í trúnaði getur það atriði eitt út af fyrir sig ekki staðið í vegi fyrir að aðrir fái aðgang að skýrslunni samkvæmt upplýsingalögum. Við mat á því, hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, getur það hins vegar haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 664/2016, 630/2016, A-28/1997, A-443/2012 og A-458/2012.</p><h3>3.</h3><p>Í kafla þeim sem ber yfirskriftina „Viðbrögð meintra geranda eineltis gagnvart umkvörtunarefni A“, er settur fram útdráttur á afstöðu meintra geranda með vísan til staðfests framburðar þeirra í viðaukum E, G, I, O, P, og R, sbr. bls. 11–15, í skýrslunni. </p><p>Í viðaukum F, H, J, K, L, M, N, Q og S eru staðfestir framburðir samstarfsfólks sem tjáði sig við sálfræðinginn sem vitni að atburðum á vinnustað. </p><p>Í þessum hluta skýrslunnar og tilvitnuðum viðaukum koma fram lýsingar samstarfsfólks kæranda á atvikum á vinnustað í tilefni af kvörtun kæranda vegna eineltis. </p><p>Eins og atvikum þessa máls er háttað er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að réttur kæranda af því að fá aðgang að framburði meintra gerenda og vitna um atvik sem snerta framgöngu hennar á vinnustað og meint einelti í hennar garð vegi þyngra en hagsmunir sömu aðila af því leynd ríki um framburð þeirra um atvik málsins. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að kærandi bar fram kvörtun yfir því að hún hefði sætt einelti og hefur hún því ríka hagsmuni af því hvernig niðurstaða í kvörtunarmáli hennar var fengin. </p><p>Í ljósi framangreinds ber því að veita kæranda aðgang að kaflanum „Viðbrögð meintra geranda eineltis gagnvart umkvörtunarefni A“, bls. 11-15. Úrskurðarnefndin telur að sama gildi um viðauka E til S sem hafa að geyma vitnisburði samstarfsmanna hennar. </p><p>Úrskurðarnefndin telur þó að aðgangur kæranda samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga taki ekki til upplýsinga um rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, og upplýsinga sem umræddir starfsmenn tjáðu sálfræðingi um persónuleg einkamálefni sín og annarra en kæranda og lúta ekki að henni sjálfri eða framgöngu á vinnustað. Áður en kæranda er veittur aðgangur að ofangreindum gögnum ber því að afmá upplýsingar úr fyrrnefndum kafla greinargerðarinnar og vitnisburðum sem lúta að rannsókn sakamáls eða hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra en kæranda eins og nánar greinir í úrskurðarorði.</p><p>Í kaflanum „Framburður vitna“, bls. 15, kemur fram að ekki sé birtur úrdráttur í greinargerðinni en að staðfestir vitnisburðir séu hjálagðir í viðaukum F, H, J, K, L, M, N, Q og S. Engar persónulegar upplýsingar koma fram í þessum hluta eða aðrar upplýsingar sem aðrir gætu átt hagsmuni af því að kærandi fái ekki aðgang að. Er því ekki ástæða til að synja kæranda um aðgang að honum. </p><p>Í kaflanum „Niðurstöður úttektar“, bls. 15-23, er sett fram greining sálfræðingsins á því hvort hann telji fullyrðingar kæranda um að tilteknir samstarfsmenn hafi lagt kæranda í einelti, eiga við rök að styðjast. Er þar m.a. vitnað í fullyrðingar kæranda um atvik er gefi til kynna einelti og svör meintra geranda og vitna er lúta að fullyrðingunni. Í fyrstu fimm efnisgreinum kaflans, bls. 15-16, kemur fram stutt almenn lýsing á þeim atburðum sem kærandi telur hafa verið uppsprettu eineltisins auk almennrar greiningar sálfræðingsins á viðhorfum samstarfsfólks gagnvart kæranda. Þar er ekki vitnað til framburðar einstaka nafngreindra einstaklinga heldur eru niðurstöður viðtala dregnar saman með almennum hætti. Þar á eftir er umfjöllunin sundurliðuð eftir meintum gerendum þar sem fyrst er sett fram fullyrðing kæranda um atvik sem kærandi telur til marks um einelti gegn sér og því næst greining sálfræðingsins í ljósi frásagna meintra geranda af sömu atvikum. </p><p>Kæranda var einnig synjað um aðgang að Facebook útprentun sem lögð var fram af kæranda, viðauki D1. Um er að ræða skjáskot af ummælum sem höfð voru uppi á Facebook síðu einstaklings og því birt opinberlega, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 20. nóvember 2014 í máli nr. 214/2014 og dóm réttarins frá 18. desember 2014 í máli nr. 215/2014. Í ljósi þessa þykja ekki skilyrði til að synja kæranda um aðgang að viðauka D1. </p><p>Þá var kæranda synjað um aðgang að viðauka D2. Um er að ræða tölvupóst sem […] varðstjóri sendi […] aðalvarðstjóra og framsendur var á tvo aðra samstarfsmenn. Í skýrslunni kemur fram að kærandi hafi framvísað tölvupóstinum en ekki liggur fyrir hvernig kærandi fékk póstsamskiptin í hendur. Tilgangur tölvupóstsendingarinnar var að setja fram kvörtun yfir tiltekinni háttsemi sem kærandi hafi átt að hafa haft uppi á tiltekinni svæðisstöð lögreglunnar. Í tölvupóstinum er sett fram lýsing á þessari meintu háttsemi og óvægnar lýsingar á persónu kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að eins og hér standi á eigi kærandi rétt á að fá að kynna sér efni umrædds tölvupósts og að sá réttur vegi þyngra en hagsmunir viðkomandi starfsmanns af því að þær upplýsingar sem þar koma fram, fari leynt. Er þá litið til þess að tölvupósturinn geymir alvarlegar ásakanir starfsmanns í stjórnunarstöðu á hendur kæranda og sem byggðar voru á sögusögnum um háttsemi kæranda í starfi. Er því ekki fallist á það með embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að tölvupóstinum. </p><p>Að lokum var kæranda synjað um aðgang að „Facebook“ útprentun, viðauka O 1-5. Um er að ræða nokkur skjáskot af „Facebook“-síðu kæranda og hefur kærandi því aðgang að þeim upplýsingum sem þar koma fram. Var því embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ekki heimilt að synja kæranda um aðgang að viðauka O 1-5. </p><p>Með vísan til þess sem að framan er rakið ber lögreglustjóranum í Reykjavík að veita kæranda aðgang að öllum þeim gögnum sem synjun embættisins 10. febrúar 2017 tók til. Þó er embættinu skylt að afmá ummæli sem höfð eru eftir meintum gerendum og vitnum í sálfræðilegri greinargerð og einstökum vitnisburðum sem henni fylgja og hafa að geyma upplýsingar um rannsókn sakamáls eða viðkvæmar persónuupplýsingar og nánar er greint í úrskurðarorði. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er skylt að veita A aðgang að eftirfarandi hlutum skýrslunnar „Sálfræðileg greinargerð: Úttekt á meintu einelti innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu“, dags. 3. október 2011“:</p><ol><li><p>Kaflanum „Viðbrögð meintra geranda eineltis gagnvart umkvörtunarefni A“ bls. 11-15. Þó er embættinu skylt að afmá eftirfarandi efnisgreinar og setningar í kaflanum eins og hér segir:</p><ol><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda í setningum 2 og 3 og alla setningu 4 í fyrstu efnisgrein kaflans „Afstaða […]“, bls. 11. </p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í fyrstu setningu efnisgreinar 1, síðustu setningu efnisgreinar 2, fyrstu setningu efnisgreinar 4 og fyrstu setningu efnisgreinar 5 á bls. 12. </p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í efnisgrein 2 í kaflanum „Afstaða […]“, bls. 13 og í efnisgreinum 2, 3 og 4 í kaflanum „Afstaða […]“ á sömu síðu. </p></li><li><p>Afmá skal fyrstu fjórar efnisgreinarnar á bls. 14 og fyrstu efnisgreinina í kaflanum „Afstaða […]“, bls. 14-15. </p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda í setningu 2 í efnisgrein 2 á bls. 15. </p></li></ol></li><li><p>Kaflanum „Framburður vitna“ bls. 15.</p></li><li><p>Kaflanum „Niðurstöður úttektar“, bls. 15-23. Þó er embættinu skylt að afmá eftirfarandi efnisgreinar og setningar í kaflanum eins og hér segir: </p><ol><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda í fyrstu efnisgrein kaflans bls. 15. </p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í fyrstu setningu efnisgreinar 3 í kaflanum „[…]“, bls. 17. </p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í efnisgrein fjögur á bls. 18. </p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í fyrstu efnisgreininni á bls. 19. Afmá skal síðustu tvær setningarnar í fyrstu efnisgrein kaflans „[…]“, bls. 19 og síðustu setninguna á sömu síðu. </p></li><li><p>Afmá skal alla bls. 20 að undanskildum efnisgreinum 4 og 5.</p></li><li><p>Afmá skal fyrstu tvær efnisgreinarnar á bls. 21. Fyrstu tvær efnisgreinarnar í kaflanum „[…]“, á sömu síðu. </p></li></ol></li><li><p>Viðaukum E-S sem geyma staðfesta framburði meintra geranda og vitna. Þó er embættinu skylt að afmá eftirfarandi efnisgreinar og setningar eins og hér segir:</p><ol><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda í setningu 5 í fjórðu efnisgrein bls. 1. í viðauka E. Afmá skal setningar 6-8 í sömu efnisgrein.</p></li><li><p>Afmá skal efnisgreinar 2 og 3 á bls. 1 í viðauka G. Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í efnisgrein 5 á sömu síðu.</p></li><li><p>Afmá skal efnisgreinar 2-6 á bls. 1 í viðauka H.</p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í síðustu setningu efnisgreinar 4 og í efnisgrein 5 á bls. 1 í viðauka I. Afmá skal alla efnisgrein 6 á bls. 1 í sama viðauka og alla bls. 2. Þá skal afmá fyrstu efnisgreinina og nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í annarri efnisgrein á bls. 3 í sama viðauka.</p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í efnisgrein 3 á bls. 1 í viðauka J og síðustu efnisgreinina á sömu síðu. </p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í efnisgrein 3 á bls. 1 í viðauka K. Afmá skal setningar 1 og 2 í efnisgrein 3. Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í efnisgrein 4. </p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í efnisgrein 4 á bls. 1 í viðauka L og alla setningu 3 í sömu efnisgrein. Þá skal afmá efnisgrein 6 á sömu síðu. Afmá skal nöfn annarra en kæranda í efnisgrein 7 á sömu síðu.</p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda í efnisgrein 4 á bls. 1 í viðauka M. </p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í síðustu setningu efnisgreinar 5 á bls. 1 í viðauka N og í efnisgrein 5 á bls. 2 í sama viðauka. </p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda í efnisgrein 4 og setningar 2 og 3 í sömu efnisgrein á bls. 1 í viðauka O. Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í efnisgrein 5 og setningar 2 og 3 í sömu efnisgrein á bls. 1 í sama viðauka. Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í síðustu setningu efnisgreinar 3 og setningu 3 í efnisgrein 4 á bls. 2 í sama viðauka. Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í efnisgrein 7 á bls. 2 í sama viðauka. </p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda í efnisgreinum 4, 5 og 7 í viðauka P. </p></li><li><p>Afmá skal efnisgrein 9 á bls 1 í viðauka Q. </p></li><li><p>Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í efnisgreinum 4-8 á bls. 1 í viðauka S. Afmá skal nöfn annarra en kæranda og viðmælanda í efnisgrein 2 á bls. 2 í sama viðauka. </p></li></ol></li><li><p>Viðauka D1.</p></li><li><p>Viðauka O 1-5.</p></li></ol><p> </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
702/2017. Úrskurður frá 11. september 2017 | Synjun úrskurðarnefndar lögmanna á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í máli tiltekins lögmanns var felld úr gildi og málinu vísað til úrskurðarnefndarinnar til nýrrar meðferðar. Synjun úrskurðarnefndar lögmanna var byggð á því að nefndinni væri óheimilt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að upplýsa hvort fyrirliggjandi væru gögn er heyrðu undir beiðni kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að úrskurðarnefnd lögmanna væri almennt óheimilt að staðfesta hvort mál hafi komið til kasta hennar heldur þyrfti að taka afstöðu til þess hverju sinni hvort 9. gr. upplýsingalaga komi í veg fyrir aðgang að gögnum mála. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 11. september 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 702/2017 í máli ÚNU 17020005. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 7. febrúar 2017, kærði A, blaðamaður, synjun úrskurðarnefndar lögmanna á beiðni um afhendingu gagna. Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi hafi ritað formanni úrskurðarnefndarinnar bréf, dags. 30. desember 2016, þar sem hann sagðist hafa upplýsingar um að tiltekinn hæstaréttarlögmaður hafi átt bréfaskipti við nefndina fyrir hönd annars hæstaréttarlögmanns vegna erinda sem nefndinni hefðu borist frá skjólstæðingum þess síðarnefnda. Í bréfinu fer kærandi þess á leit við nefndina að hún staðfesti hvort þessar upplýsingar séu réttar eða ekki. Þá óskar kærandi eftir upplýsingum um hvort nefndin hafi þegar úrskurðað vegna málsins og beiðist afrits af úrskurðinum liggi hann fyrir. Að auki óskar kærandi eftir afritum bréfaskipta vegna málsins.</p><p>Úrskurðarnefnd lögmanna svaraði erindi kæranda með bréfi dags. 29. janúar 2017. Í því kemur fram að beiðni kæranda um upplýsingar um hvort tiltekið mál hafi verið lagt fyrir nefndina og gögn þess hafi verið tekin fyrir á fundi nefndarinnar. Samþykkt hafi verið að hafna erindinu með vísan til trúnaðarsambands lögmanns og umbjóðanda, en lögmenn beri þagnarskyldu um hvaðeina sem þeim sé trúað fyrir í starfi sínu. Nefndin telji sanngjarnt og eðlilegt í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að upplýsingar sem henni berist um störf lögmanna fyrir umbjóðendur sína séu bundnar trúnaði. </p><p>Í kæru er tekið fram að kærandi sé ósáttur við afgreiðslu úrskurðarnefndar lögmanna og telji hagsmuni þeirra sem kunna í framtíðinni að þurfa lögfræðiaðstoð og rétt sömu aðila til upplýsinga vega þyngra en trúnaðarsamband lögmanns og umbjóðanda í þessu tilviki. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 15. febrúar 2017, var úrskurðarnefnd lögmanna kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. </p><p>Í umsögn úrskurðarnefndar lögmanna, dags. 1. mars 2017, kemur fram að lög nr. 77/1998 gildi um lögmenn. Í 22. gr. laganna sé mælt fyrir um sérstaka þagnarskyldu lögmanna og starfsmanna þeirra. Í siðareglum lögmanna, sem settar eru með stoð í 5. gr. laganna, komi fram í 17. gr. sú afdráttarlausa regla að lögmaður skuli aldrei án endanlegs dómsúrskurðar, sem beint sé að honum sjálfum, eða skýlauss lagaboðs, láta óviðkomandi aðilum í té gögn og upplýsingar sem lögmaðurinn hafi fengið í starfi um skjólstæðing sinn eða fyrrverandi skjólstæðing. Sama gildi m.a. um fulltrúa lögmanns og annað starfsfólk. Þá er bent á að í b.-lið 2. mgr. 119. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 sé þeim upplýsingum, sem lögmanni hafi verið trúað fyrir í starfi sínu um einkahagi manns, veitt sama vernd og t.d. upplýsingum um heimildamenn blaðamanns, sbr. a.-lið sama ákvæðis. </p><p>Í umsögninni kemur fram að úrskurðarnefnd lögmanna, sem starfi á grundvelli II. og V. kafla laga um lögmenn, líti svo á að þegar henni berist ágreiningsmál vegna starfa lögmanna, eigi sömu reglur um trúnað við varðandi einkahagi þeirra viðskiptamanna lögmanna sem í hlut eigi. Sé nefndinni því óheimilt að láta óviðkomandi í té upplýsingar sem varði umbjóðendur lögmanna, þ. á m. hvort þeir hafi leitað til lögmanns og þá hvaða lögmanns. </p><p>Einnig er bent á að í 43. gr. siðareglna lögmanna séu tilgreindar heimildir nefndarinnar til að nafngreina lögmann í úrskurði eða álitsgerð. Þessar reglur geri því ekki ráð fyrir að nefndin veiti upplýsingar um einstök mál nema í þeim tilvikum sem talin eru upp og þá þannig að úrskurður eða álitsgerð sé birt í heild sinni. Telji sá umbjóðandi lögmanns, sem hlut eigi að máli hverju sinni, rétt að birta opinberlega niðurstöður nefndarinnar eða aðrar upplýsingar um mál, yrði ekki annað séð en að slíkt væri almennt heimilt. Í umsögn nefndarinnar segir síðan: </p><p>„Það væri því í brýnni andstöðu við þær reglur sem liggja til grundvallar starfsemi úrskurðarnefndar lögmanna ef hún myndi almennt veita upplýsingar um þau mál sem henni berast eða svara fyrirspurnum af því tagi sem hér um ræðir. Því væri ekki raunhæft að svara fyrirspurnum eingöngu þegar t.d. unnt væri að staðfesta að enginn viðskiptamaður lögmanns hafi beint kvörtun vegna hans til nefndarinnar en neita svo að svara spurningum þegar slíkt væri um að ræða.“</p><p>Með umsögn úrskurðarnefnd lögmanna fylgdi bréf afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál í trúnaði. </p><p>Umsögn úrskurðarnefndar lögmanna var kynnt kæranda með bréfi, dags. 10. mars 2017, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í málinu er deilt um rétt kæranda, sem er blaðamaður, til aðgangs að gögnum í vörslum úrskurðarnefndar lögmanna. Synjun úrskurðarnefndar lögmanna var byggð á því að nefndinni sé óheimilt að upplýsa hvort gögn séu fyrirliggjandi er heyri undir gagnabeiðni kæranda.</p><p>Úrskurðarnefnd lögmanna er sjálfstæð úrskurðarnefnd sem leysir úr málum eftir ákvæðum laganna og starfar í tengslum við Lögmannafélag Íslands, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998. Samkvæmt ákvæðinu hefur úrskurðarnefndin lögsögu yfir lögmönnum sem starfa hér á landi í samræmi við ákvæði 2. mgr. 1. gr. laganna. Í ákvæðinu segir jafnframt að nefndin skuli skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara.</p><p>Af ákvæðum laga nr. 77/1998 verður enn fremur ráðið að til úrskurðarnefndar megi annars vegar bera upp ágreining milli lögmanns og umbjóðanda um rétt lögmannsins til endurgjalds fyrir störf sín eða fjárhæð þess, sbr. 1. mgr. 26. gr. Hins vegar er unnt að bera undir nefndina kvörtun á hendur lögmanni vegna háttsemi hans í starfi, sbr. 1. mgr. 27. gr. og hefur nefndin þá heimildir til að finna að vinnubrögðum eða háttsemi lögmanns eða veita honum áminningu, sbr. 2. mgr. 27. gr. laganna, og heimildir til þess að leggja fram tillögu um að réttindi lögmannsins verði felld niður tímabundið eða hann sviptur réttindum ef sakir eru miklar, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. </p><p>Samkvæmt framangreindu er úrskurðarnefnd lögmanna komið á fót með lögum og falið að taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga á grundvelli laga nr. 77/1998. Af þeim sökum verður að telja að úrskurðarnefndin sé stjórnvald og að ákvæði upplýsingalaga gildi því um starfsemi nefndarinnar, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.</p><p>Samkvæmt síðari málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga takmarka almenn ákvæði laga um þagnarskyldu ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður á hinn bóginn dregin sú ályktun að sérákvæði í lögum um þagnarskyldu geta takmarkað rétt almennings til aðgangs að gögnum, umfram þær takmarkanir sem fram koma í upplýsingalögunum sjálfum. Með sérstakri þagnarskyldureglu er almennt átt við lagareglu þar sem mælt er fyrir um að trúnaður skuli ríkja um nánar tilgreindar upplýsingar. </p><p>Ekki verður séð að ákvæði laga nr. 77/1998 hafi að geyma sérstaka þagnarskyldureglu er nái til starfa úrskurðarnefndar lögmanna. Ákvæði 22. gr. sömu laga mælir fyrir um sérstaka þagnarskyldureglu um það sem lögmanni og umbjóðanda hans fer á milli. Ekki verður séð að beiðni kæranda lúti að slíkum upplýsingum, heldur einvörðungu að því hvort hæstaréttarlögmaðurinn A hafi komið fram fyrir hönd hæstaréttarlögmannsins B gagnvart nefndinni. </p><p>Í ljósi þess að ekki eru fyrir hendi sérstakar þagnarskyldureglur sem takmarka rétt almennings til upplýsinga af því tagi sem beiðni kæranda lýtur að, verður að leysa úr beiðni kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum nefndarinnar á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 4. gr. þeirra laga. Um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum úrskurðarnefndar lögmanna fer því eftir 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. </p><p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi:</p><blockquote><p>„Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“</p></blockquote><p>Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni:</p><blockquote><p>„Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“ </p></blockquote><p>Af framangreindum athugasemdum við ákvæði 9. gr. upplýsingalaga verður ráðið að stjórnvöldum kunni að vera heimilt að hafna beiðni um aðgang að upplýsingum um að tiltekið mál nafngreinds einstaklings sé eða hafi komið til meðferðar þegar af þeirri ástæðu að upplýsingarnar um tilvist málsins teljist upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. </p><p>Í því máli sem hér er til úrlausnar fór kærandi í fyrsta lagi þess á leit við úrskurðarnefnd lögmanna að hún staðfesti hvort tiltekinn hæstaréttarlögmaður hefði átt bréfaskipti við nefndina fyrir hönd annars hæstaréttarlögmanns vegna erinda sem nefndinni hefðu borist frá skjólstæðingum þess síðarnefnda og hvort nefndin hafi þegar úrskurðað vegna málsins, og að hún afhenti honum afrit af úrskurðinum, ef svo væri.</p><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki talið að upplýsingar um það hvort úrskurðarnefnd lögmanna hafi borist erindi frá tilgreindum aðila og hvernig erindið hafi verið afgreitt, falli almennt undir upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Því er ekki hægt að fallast á það með úrskurðarnefnd lögmanna að nefndinni sé almennt óheimilt að staðfesta hvort mál hafi komið til kasta hennar. Telja verður að úrskurðarnefnd lögmanna geti því ekki vikið sér undan því að veita upplýsingar um hvaða mál séu eða hafi verið til meðferðar hjá nefndinni, nema beiðni um upplýsingar sé orðuð þannig að úrskurðarnefnd lögmanna geti ekki svarað henni án þess að veita þar með upplýsingar sem falla undir 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd lögmanna verður þá að taka sjálfstæða afstöðu til þess hverju sinni hvort sú sé raunin. </p><p>Í bréfi því er fylgdi umsögn úrskurðarnefndar lögmanna kom fram að nefndin hafi „að undanförnu“ ekki átt í neinum bréfaskiptum við þá lögmenn sem nafngreindir voru í beiðni kæranda, vegna erinda sem nefndinni hafi borist frá skjólstæðingum annars þeirra, enda hafi nefndinni ekki borist nein slík erindi síðastliðin tvö ár. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki séð að úrskurðarnefnd lögmanna hafi með þessari umsögn alfarið tekið fyrir að nefndin hafi undir höndum gögn með upplýsingum um þau atriði sem beiðni kæranda til nefndarinnar, dags. 30. desember 2016, laut að. Er því lagt fyrir úrskurðarnefnd lögmanna að afgreiða beiðni kæranda að þessu leyti að nýju, hafi svo ekki þegar verið gert. </p><p>Úrskurðarnefndin vekur í því sambandi athygli á að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laganna má vísa frá beiðni ef ekki er talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess kemur ber stjórnvaldi þó að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar, eftir atvikum með því að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að, í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum.</p><p>Með vísan til þess sem að framan er rakið verður að vísa máli þessu til nýrrar meðferðar hjá úrskurðarnefnd lögmanna þar sem tekin verði efnisleg afstaða til málsins með vísan til þeirra upplýsinga sem fyrir liggja í málinu, ef þær liggja á annað borð fyrir. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Beiðni kæranda, dags. 30. desember 2016, er vísað til nýrrar meðferðar hjá úrskurðarnefnd lögmanna. </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p><br></p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
701/2017. Úrskurður frá 11. september 2017 | Staðfest var synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að skýrsludrögum vegna úttektar Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með ráðuneytinu að líta mætti á skýrsludrögin sem „samskipti við fjölþjóðastofnun“ í skilningi 2. tl. 10. gr. upplýsingalaga. Vísað var til þess að nefndin hafi litið svo á að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi væri rétt að undanþiggja samskipti sem færu fram á þeim vettvangi frá aðgangi almennings á meðan samskiptin stæðu yfir. Var því fallist á með ráðuneytinu að því hafi verið heimilt að synja um aðgang að skýrsludrögunum þegar ákvörðun um það var tekin en í málinu lá fyrir að lokaútgáfa skýrslunnar var birt almenningi eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók málið til meðferðar. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 11. september 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 701/2017 í máli ÚNU 17010003. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 16. desember 2016, kærði A, hrl. synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang að drögum að úttekt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar er ber nafnið „OIE PVS Evaluation Iceland“. Kærandi óskaði eftir úttektinni með bréfi, dags. 7. desember 2016, með vísan til laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál en kærandi telur úttektina hafa geyma upplýsingar er varði heilbrigði manna, sbr. 4. tl. 3. gr. laganna. Ráðuneytið synjaði beiðni kæranda á þeim grundvelli að úttektin væri ófullgert vinnugagn og því undanskilin upplýsingarétti almennings á grundvelli 2. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006 og 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Fram kom í svari ráðuneytisins að skýrslan væri ókláruð og í umsagnarferli hjá íslenskum stjórnvöldum en lokaskýrslan yrði afhent ráðuneytinu þegar hún lægi fyrir. Ekki væri komin nákvæm dagsetning á afhendingu lokaskýrslunnar til íslenskra stjórnvalda. </p><p>Í kæru segist kærandi ekki getað tekið undir þann skilning ráðuneytisins að úttektin falli undir skilgreiningu hugtaksins vinnugögn skv. 8. gr. upplýsingalaga né gögn í vinnslu í skilningi 6. gr. laga nr. 23/2006. Hvorki ráðuneytið né undirstofnanir þess hafi ritað eða útbúið gögnin til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Þá sé staðan ekki sú að stjórnvald þurfi að taka matskennda ákvörðun og að verið sé að undirbúa hana. Bent er á að lög nr. 23/2006 séu innleiðing á tilskipun að EES-rétti. Evrópudómstóllinn hafi kveðið á um að reglur á sviði umhverfisréttar skuli skýra rúmt og því væri ekki heimilt að beita 6. gr. laga nr. 23/2006 með þeim hætti að „gögn í vinnslu“ nái yfir fleiri gögn en þau sem falli undir 8. gr. upplýsingalaga. </p><p>Kærandi segir ráðuneytið hafa tekið ákvörðun um það árið 2015 að óska eftir úttekt alþjóðasamtakanna á löggjöf, stjórnvaldsfyrirmælum og framkvæmd á sviði sem taki til stjórnsýslu, dýraheilbrigðis og matvælaöryggis, þar með talið hvernig eftirliti sé háttað á því sviði. Um sé að ræða óháða úttekt og valkvæða. Ríki sé frjálst að óska eftir úttektinni og sendi samtökin hóp sérfræðinga til að vinna úttektina. Sendinefnd sérfræðinga vinni drög að úttektarskýrslu og sendi viðkomandi ríki til umsagnar, innan eins eða tveggja mánaða frá því að ferð sendinefndarinnar lauk. Ríki geti svo gert athugasemd við þessi drög. Endanleg skýrsla sé svo send ríkinu sem taki ákvörðun um hvað það vilji gera við hana. </p><p>Í kæru kemur einnig fram að ráðuneytið hafi upplýst kæranda um að íslensk stjórnvöld hafi enn ekki lokið við að gera athugasemdir við skýrsludrög alþjóðasamtakanna. Ráðuneytið hafi hins vegar hvorki upplýst kæranda um eðli og umfang athugasemda sinna né greint kæranda frá því hvenær skýrsludrögin bárust frá alþjóðasamtökunum. Ráðuneytið hafi heldur ekki greint kæranda frá því hve langan tíma ráðuneytið muni taka sér til þess að gera athugasemdir við skýrsluna. Kærandi telur þann möguleika jafnvel vera fyrir hendi að alþjóðasamtökunum verði aldrei leyft að ljúka skýrslunni. Þetta sé í andstöðu við ákvæði 2. tl. 6. gr. laga nr. 23/2006, sem ráðuneytið hafi öðrum þræði byggt synjun sína á. </p><p>Kærandi fer þess á leit við úrskurðarnefnd um upplýsingamál að hún fjalli um lögmæti synjunar ráðuneytisins á að afhenda kæranda úttektina eða eftir atvikum drög hennar og hvort það sé lögmætt að greina kæranda ekki frá því hvort úttektin verði afhent á síðari stigum og þá hvenær. Þá telur kærandi að ráðuneytið geti borið ríkari skyldur til að birta skjalið á grundvelli 10. gr. laga nr. 23/2006 og 6. gr. siðareglna ráðherra sem settar voru 3. maí 2016. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var send atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til umsagnar með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 19. janúar 2017, og veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. </p><p>Í umsögn ráðuneytisins, dags. 2. febrúar 2017, kemur fram að upplýsingarnar, sem kæranda voru veittar í synjunarbréfi ráðuneytisins, hafi verið rýrar og að leitast sé við að bæta úr því í umsögninni. Fram kemur að eftir heimsókn Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar hafi liðið nokkrir mánuðir þar til drög að úttektarskýrslunni voru send íslenska ríkinu. Úttektin hafi verið framkvæmd í september og október árið 2015 og hafi Ísland fengið drögin send í lok mars árið 2016. Um leið og íslensk stjórnvöld hafi fengið drögin í hendur hafi verið ljóst að vinna þyrfti viðamiklar athugasemdir við þau. Í umsögninni upplýsir ráðuneytið að íslensk stjórnvöld hafi komið á framfæri öllum þeim athugasemdum sem þau teldu þörf á vegna skýrslunnar og hefðu athugasemdirnar verið sendar þann 27. janúar 2017. Athugasemdirnar væru fjölmargar eða hátt í 200 talsins. Í ljósi þess hversu viðamiklar og margar athugasemdir MAST væru, þá geti ráðuneytið ekki upplýst um hvenær telja megi líklegt að Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin gangi frá skýrslunni í endanlegu formi. Íslensk stjórnvöld hafi óskað eftir því að skýrslan verði fullgerð og muni þau á næstu vikum óska svara um hvenær vænta megi lokaeintaks skýrslunnar. </p><p>Í umsögninni er einnig tekið fram að íslensk stjórnvöld telji það ekki þjóna neinum tilgangi að birta drög skýrslunnar. Birting draganna yrði varhugaverð fyrir íslensk stjórnvöld því það myndi sýna kolranga mynd af kerfinu eins og það er í dag og hafa skaðleg áhrif á orðspor og kerfið á Íslandi. Birting skýrslunnar myndi því valda íslenskum stjórnvöldum tjóni. Auk þess vísar ráðuneytið til þess að í drögum skýrslunnar komi fram að efni hennar sé trúnaðarmál þar til ríki samþykki að birta skýrsluna. Ráðuneytið bendir á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi í fyrri úrskurðum veitt íslenskum stjórnvöldum nokkurt svigrúm ef gögn hafi að geyma upplýsingar og samskipti sem séu yfirstandandi og er í því sambandi vísað til úrskurða nefndarinnar nr. A-240/2007, A-246/2007, A-444-2012 og A-376/2011. Þá vísar ráðuneytið til úrskurðar nr. A-434/2012 sem það telur geyma skýrasta fordæmið í málinu. Með vísan til framangreinds telur ráðuneytið að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að drögum að úttektarskýrslunni þar sem drögin séu undanþegin aðgangi almennings að svo stöddu skv. 2. tl. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál A-434/2012. </p><p>Umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. febrúar 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust. </p><p>Með tölvupósti, dags. 16. júní 2017, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að ráðuneytið upplýsti um það hvort lokaeintak skýrslunnar lægi fyrir. Í svari ráðuneytisins, dags. 29. ágúst 2017, kom fram að lokaútgáfa skýrslunnar hafi verið birt á vef Stjórnarráðsins.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Í máli þessu er leyst úr rétti kæranda til aðgangs að drögum að úttektarskýrslu Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar „OIE PVS Evaluation Iceland“ sem eru í vörslum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Kærandi reisir rétt sinn til aðgangs að skýrslunni á lögum nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál en samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna er þeim stjórnvöldum sem falla undir gildissvið þeirra skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrrliggjandi upplýsingum um umhverfismál með þeim takmörkunum sem greinir í 6. gr. þeirra. </p><p>Í 3. gr. laga nr. 23/2006 kemur fram skilgreining á þeim upplýsingum sem teljast upplýsingar um umhverfismál. Með upplýsingum um umhverfismál er þannig átt við hvers kyns upplýsingar um: </p><ol><li><p>ástand afmarkaðra þátta umhverfisins, svo sem andrúmslofts og lofthjúps, vatns, jarðvegs, lands, landslags og náttúruminja, þ.m.t. votlendis og strand- og hafsvæða, líffræðilegrar fjölbreytni og þátta hennar, þ.m.t. erfðabreyttra lífvera, og samspil milli þessara þátta, </p></li><li><p>þætti á borð við efni, orku, hávaða, geislun eða úrgang, þ.m.t. geislavirkan úrgang og losun hvers kyns efna og þátta út í umhverfið sem hafa áhrif á eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti í umhverfinu sem um getur í 1. tölul., </p></li><li><p>ráðstafanir í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga á sviði umhverfismála sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti sem um getur í 1. og 2. tölul., auk kostnaðar- og ábatagreiningar eða annars konar hagkvæmnigreiningar sem notuð er í tengslum við ákvarðanir um slíkar ráðstafanir,</p></li><li><p>ástandið að því er varðar heilbrigði manna og öryggi, þ.m.t. mengun í fæðukeðjunni, lífsskilyrði fólks, menningarminjar og mannvirki að svo miklu leyti sem þau verða eða líklegt er að þau verði fyrir áhrifum vegna ástands þeirra umhverfisþátta sem um getur í 1. tölul. eða vegna þeirra atriða sem um getur í 2. tölul.</p></li></ol><p>Kærandi vísar til þess að efni skýrslunnar lúti að upplýsingum um umhverfismál þar sem um sé að ræða upplýsingar er varði heilbrigði manna, sbr. 4. tl. 3. gr. laga nr. 23/2006. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skýrsludraganna m.a. með það að markmiði að meta hvort efni hennar falli undir skilgreiningu á upplýsingum um umhverfismál. Eins og fram kemur í inngangi að skýrslunni á bls. 1 lýtur úttektin fyrst og fremst að framkvæmd dýralækninga á Íslandi. Úttektin beinist að þáttum á borð við mannauð, fjárveitingu og aðstöðu, tæknilega getu, stjórnkerfi, samskipti á milli þeirra sem starfa að dýraheilbrigði og aðgang að mörkuðum. Þrátt fyrir að þessi atriði kunni að hafa áhrif á dýraheilbrigði og þar með heilbrigði manna verður að líta svo á að efni skýrslunnar lúti hvorki með beinum hætti að þeim atriðum sem nefnd eru í 4. tl. 3. gr. laga nr. 23/2006 né að öðrum atriðum sem heyri til upplýsinga um umhverfismál, sbr. 1-3. tölul. 3. gr. laganna. Verður því leyst úr rétti kæranda til aðgangs á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. </p><h3>2.</h3><p>Synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að skýrsludrögunum er í fyrsta lagi byggð á því að um sé að ræða vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga en endanleg skýrsla liggi ekki fyrir. Skýrsludrögin séu því undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. </p><p>Í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. kemur fram að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Ef gögn eru afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. </p><p>Í þessu orðalagi 1. mgr. 8. gr. felast þrjú skilyrði, sem þurfa almennt öll að vera uppfyllt svo undantekningin eigi við. Í fyrsta lagi þarf gagn að vera undirbúningsgagn, þ.e. útbúið sem liður í undirbúningi að ákvörðun eða öðrum lyktum viðkomandi viðfangsefnis. Í öðru lagi þarf gagnið að vera útbúið af stjórnvaldi sjálfu og í þriðja lagi að gagnið sé og hafi verið einvörðungu til eigin afnota þess. Í síðastgreinda skilyrðinu felst að skjal má almennt ekki hafa borist öðrum en stjórnvaldinu eða lögaðilanum sem það bjó til.</p><p>Í málinu er deilt um skýrsludrög sem unnin voru af Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni og send ráðuneytinu. Eru því ekki uppfyllt þau skilyrði að gagnið hafi verið útbúið af ráðuneytinu og það sé einvörðungu til eigin afnota þess. Þegar af þeirri ástæðu verður ekki fallist á að skýrsludrögin séu vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga og undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. tl. 6. gr. laganna. </p><h3>3.</h3><p>Synjun ráðuneytisins er í öðru lagi byggð á því að drögin séu undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 2. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. </p><p>Í 10. gr. upplýsingalaga er kveðið á um undanþágur frá upplýsingarétti almennings vegna mikilvægra almannahagsmuna. Í athugasemdum um ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 140/2012 kemur fram að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Tekið er fram að þessir hagsmunir séu tæmandi taldir, en hver töluliður sæti sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræðir.</p><p>Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er ákvæði 2. tl. 10. gr. skýrt á þann hátt að það eigi við um samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Tekið er fram um að þeir hagsmunir sem hér sé verið að vernda séu tvenns konar. Annars vegar sé verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu Íslendinga. Hins vegar sé verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í samskiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.</p><p>Þá er tekið fram: </p><blockquote><p>„Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“</p></blockquote><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta megi á skýrsludrögin sem „samskipti við fjölþjóðastofnun“ í skilningi 2. tl. 10. gr. upplýsingalaga. Reynir því á hvort þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í því að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi standi því í vegi að almenningur eigi rétt til aðgangs að skýrslunni. </p><p>Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hefur vísað til úrskurðarframkvæmdar úrskurðarnefndar um upplýsingamál til stuðnings þess að fella eigi skýrsludrögin undir undanþáguákvæði 2. tl. 10. gr. upplýsingalaga. Í úrskurðum nefndarinnar nr. 240/2007, 246/2007 og 376/2011 voru samskipti við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna kærumála og athugunar stofnunarinnar felld undir ákvæðið m.a. með vísan til þess að stofnunin hafði ekki lokið umfjöllun sinni um málið. Í úrskurði nr. A-434/2012 voru heildarniðurstöður úttektar Flugöryggisstofnunar Evrópu á starfsemi Flugmálastjórnar Íslands felld undir ákvæðið með þeim rökum að úttektin væri fremur nýleg og að ætla mætti að stofnunin fylgdi eftir þeim ábendingum til Flugmálastjórnar Íslands sem þar kæmu fram. Var það niðurstaða nefndarinnar að Flugmálastjórn Íslands væri heimilt, að svo stöddu, að takmarka aðgang kæranda að úttektunum. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að til að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í alþjóðasamstarfi sé rétt að undanþiggja samskipti sem fari fram á þeim vettvangi frá aðgangi almennings á meðan samskiptin standa yfir. Þannig megi m.a. tryggja að samskipti geti farið fram frjálst og óhindrað. Við matið er litið til eðlis þessara samskipta og hvort líta megi á þau sem ófullgerð vinnugögn eða endanlega afgreiðslu. </p><p>Í málinu liggur fyrir að íslensk yfirvöld gerðu athugasemdir við skýrsludrögin og óskuðu eftir því að Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin fullvinni þau. Þá hefur lokaútgáfa skýrslunnar verið birt almenningi á vef Stjórnarráðsins. Með vísan til þessa fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafi þegar ákvörðun þess var tekin 16. desember 2016 verið heimilt að synja kæranda um aðgang að úttektinni. Verður hin kærða ákvörðun því staðfest.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Staðfest er synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 16. desember 2016, á beiðni A hrl. um aðgang að drögum að úttektarskýrslunni „OIE PVS Evaluation Iceland“.</p><p><br></p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p><br></p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
703/2017. Úrskurður frá 11. september 2017 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að þremur lögregluskýrslum um föður kæranda á grundvelli laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi kæranda ekki hafa einstaka hagsmuni umfram aðra að fá aðgang að skýrslunum. Var því fallist á það með Þjóðskjalasafni Íslands að rétt hafi verið að leysa úr beiðni kæranda á grundvelli V. kafla laga nr. 77/2014 um upplýsingarétt almennings. Þá var talið að Þjóðskjalasafni Íslands hafi verið rétt að synja kæranda um aðgang að skýrslunum með vísan til 1. mgr. 26. gr. laganna þar sem þær hefðu að geyma einkahagsmuni einstaklinga sem eðlilegt væri og sanngjarnt að færu leynt. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 11. september 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 703/2017 í máli ÚNU 17020011. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 4. apríl 2017, kærði A synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni um afrit af þremur lögregluskýrslum um föður kæranda. Í kæru rökstyður kærandi að hann hafi hagsmuni af því að fá skýrslurnar afhentar. Kærandi telur mikilvægt að fá að kynna sér efni þeirra til þess að átta sig betur á atburðum sem hafi haft mikil áhrif á fjölskyldulíf hans. Í kæru kemur fram að kærandi telji föður sinn hafa framið kynferðisbrot gagnvart systrum sínum. Kærandi telji líklegt að nöfn systra hans komi fram í skýrslunum. Markmið kæranda með því að fá aðgang að upplýsingum í lögregluskýrslum sé að fá staðfestingu á því sem hafi gerst en það sé hluti af bataferli kæranda sem hafi upplifað erfiða æsku. Tekið er fram að kærandi sé ekki að óska eftir aðgangi að upplýsingum um önnur nöfn sem fram komi í skýrslunni. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Vegna mistaka við skráningu í málaskrá var kæran fyrst kynnt Þjóðskjalasafni með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 7. júní 2017, og safninu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að.</p><p>Í umsögn Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 28. júní 2017, kemur fram að þrjár lögregluskýrslur hafi fundist frá árunum 1965-1973 vegna föður kæranda. Þjóðskjalasafnið hafi afgreitt gagnabeiðni kæranda á grundvelli V. kafla laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 um aðgang almennings að skjölum opinberra skjalasafna. Að mati Þjóðskjalasafns hafi ekki komið til álita að afgreiða beiðnina á grundvelli VI. kafla laganna um aðgang hins skráða að skjölunum. Ástæðan sé einkum sú að gögnin fjalli ekki með beinum hætti um kæranda, auk þess sem ekki hafi verið talið að kærandi hefði einstaklega hagsmuni af því umfram aðra að fá aðgang að gögnunum, sbr. sjónarmið í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 658/2016. </p><p>Tekið er fram að eðli málsins samkvæmt hafi gögnin að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar, sbr. t.d. b.-lið 8. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í skýrslunum sé að finna upplýsingar um föður kæranda og aðra einstaklinga. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014 sé Þjóðskjalasafninu óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari fyrr en 80 ár eru liðin frá því að gögnin urðu til. Undir það falli t.d. viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum nr. 77/2000 en einnig upplýsingar um vernd vitna, brotaþola og annarra sem fjallað sé um í skjölum hjá lögreglu. Að virtum þeim upplýsingum sem lögregluskýrslunar geymi hafi Þjóðskjalasafn Íslands komist að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að veita kæranda aðgang að þeim, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 77/2014. Þá kæmi ekki til álita að veita aðgang að hluta þeirra á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laganna. </p><p>Kæranda var kynnt umsögn Þjóðskjalasafns Íslands með bréfi, dags. 3. júlí 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í málinu reynir á lögmæti synjunar Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni um aðgang að þremur lögregluskýrslum sem varða föður kæranda. Skýrslurnar eru frá árunum 1965-1973 og því fer um aðgang að þeim samkvæmt ákvæðum laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn með vísan til 4. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Beiðni kæranda var afgreidd á grundvelli V. kafla laga um opinber skjalasöfn þar sem kveðið er á um upplýsingarétt almennings varðandi skjöl opinberra skjalasafna. Í VI. kafla laganna er hins vegar mælt fyrir um rétt aðila til aðgangs að skjölum um hann sjálfan. Sambærilegt ákvæði um rétt aðila til aðgangs að gögnum um sig sjálfan er að finna í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í framkvæmd hefur ákvæðið verið skýrt þannig að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingar varða hann sjálfan þannig að hann hafi einstaklega hagsmuni af því umfram aðra að fá aðgang að gögnunum. </p><p>Það kann að varða einstaklinga nokkru að fá upplýsingar um foreldra sína. Almennt verður þó ekki talið að einstaklingar hafi af því lögvarða hagsmuni umfram aðra að fá aðgang að slíkum upplýsingum, þótt undantekningar kunni vissulega að vera þar á, s.s. vegna erfðaréttar eða annarra sérgreindra og fyrirliggjandi atvika, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-283/2008, A-294/2009 og 648/2016. Þarf því að meta hvort sá sem beiðist gagna sem ekki varða hann sjálfan með beinum hætti hafi engu að síður lögvarða hagsmuni af því að um upplýsingarétt hans fari eftir 14. gr. upplýsingalaga og 30. gr. laga nr. 77/2014. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skýrslanna og röksemdir kæranda fyrir aðgang að þeim, í því skyni að meta hvort Þjóðskjalasafn Íslands hafi afgreitt beiðni kæranda á réttum lagagrundvelli. Í lögregluskýrslunum er hvergi vikið að kæranda eða atburðum sem varða hann eða því sem hann tilgreinir sem ástæðu gagnabeiðni sinnar. Þá er það mat nefndarinnar að þær röksemdir sem kærandi hefur sett fram í málinu leiði ekki til þess að hann verði talinn hafa einstaka hagsmuni umfram aðra að fá aðgang að skýrslunum. Var því Þjóðskjalasafni Íslands rétt að leysa úr beiðni kæranda á grundvelli V. kafla laga nr. 77/2014 um upplýsingarétt almennings. </p><p>Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 77/2014 er opinberu skjalasafni skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að skjölum þegar liðin eru 30 ár frá því að þau urðu til enda gildi ekki þær takmarkanir um skjalið sem fram koma í lögunum. Slíka takmörkun er að finna í 1. mgr. 26. gr. þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhags- og einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Sú vernd sem einstaklingar njóta til friðhelgis einkalífs nær einnig til þeirra sem látnir eru, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 648/2016. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni lúti að viðkvæmum einkamálefnum bæði föður kæranda og annarra, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Er það mat nefndarinnar að Þjóðskjalasafninu hafi verið rétt að synja kæranda um aðgang að skýrslunum í heild sinni með vísan til 1. mgr. 26. gr. laganna. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Staðfest er synjun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 20. mars 2017, á beiðni kæranda um aðgang að þremur lögregluskýrslum vegna föður hans. </p><p>Kjartan Bjarni Björgvinsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
695/2017. Úrskurður frá 27. júlí 2017 | Deilt var um afgreiðslu Þingeyjarsveitar á beiðni um afrit af öllum gögnum í tengslum við samning sveitarfélagsins við Landsnet hf. frá 26. september 2014 um fébætur vegna lagningar háspennulínu um jörðina Þeistareyki. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja þær staðhæfingar sveitarfélagsins að öll gögn hefðu verið afhent kæranda. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 27. júlí 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 695/2017 í máli ÚNU 16120002. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 6. desember 2016, kærðu umhverfisverndarsamtökin Landvernd afgreiðslu Þingeyjarsveitar á beiðni um afrit af öllum gögnum í tengslum við samning sveitarfélagsins við Landsnet hf. frá 26. september 2014 um fébætur vegna lagningar háspennulínu um jörðina Þeistareyki. </p><p>Í kæru kemur fram að hinn 29. september 2014 hafi sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samið við Landsnet um greiðslu vegna lagningar 220 kV loftlína og ljósleiðara. Samningurinn hafi verið nefndur samningur um fébætur og hafi Landsnet greitt sveitarfélaginu umsamda fjárhæð hinn 14. október 2014. Hinn 23. desember 2014 hafi Landsnet greitt sveitarfélaginu viðbótargreiðslu. Kærandi kveðst hafa hinn 19. október 2016 óskað eftir afriti af samningnum og upplýsingum um greiðslur. Þær upplýsingar hafi borist þann 21. október 2016 og hafi kærandi samdægurs óskað eftir samningi um viðbótargreiðsluna. Þann 3. nóvember 2016 hafi kæranda borist það svar að ekki lægi fyrir samkomulag um viðbótargreiðsluna en að hún væri í samræmi við fyrirvara í samningi kærða við Landsnet. Með bréfi, dags. 30. nóvember 2016, hafi kærandi óskað eftir öllum gögnum varðandi samninginn. Þann 1. desember 2016 hafi borist það svar frá sveitarstjóra að hann teldi sig hafa afhent kæranda öll gögn um samninginn. </p><p>Kærandi byggir rétt sinn til aðgangs að upplýsingum á 5. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál. Kærandi bendir á skyldu sveitarfélagsins til að halda skrá um mál og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg en kærði lúti reglum IV. kafla laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og ákvæði 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Bent er á að málið varði samninga og greiðslur upp á tæpar 30 milljónir króna og telur kærandi útilokað að slík samningsgerð hafi farið fram án þess að gögn hafi orðið til í kringum hana, svo sem fundarboð, tölvupóstar, dagbókarfærslur, minnisblöð o.s.frv. Kærandi byggir á því að svör kærða við beiðni um upplýsingar jafngildi synjun á afhendingu gagna, m.a. tölvupósta, munnlegra og skriflegra samskipta við viðsemjanda sinn, Landsnet og aðra aðila er málinu kunna að tengjast og allra annarra gagna í málinu. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt Þingeyjarsveit með bréfi, dags. 13. desember 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að í trúnaði. </p><p>Í umsögn Þingeyjarsveitar, dags. 20. desember 2016, kemur fram að sveitarfélagið hafi ekki synjað kæranda um gögn. Sveitarfélagið hafi hins vegar hafnað því að vinnugögn í tengslum við málið væru fyrirliggjandi. Vegna þessa sé eðlilegt að kærumálið verði fellt niður. Fram kemur að í júní 2014 hafi Landsnet haft samband við sveitarfélagið um gerð samnings um fébætur vegna háspennulína innan jarðarinnar Þeistareykja. Sveitarstjóri hafi átt fund með fulltrúum Landsnets þann 25. júní 2014 og hafi Landsnet sent Þingeyjarsveit fundargerð fundarins. Með tölvupóstum í september 2014 hafi verið ákveðið að koma á fundi þann 23. september 2014. Fulltrúar Landsnets og Þingeyjarsveitar hafi mætt til fundarins og hafi þar verið lögð fram drög að samningi um uppgjör fébóta og þinglýsanlegri yfirlýsingu. Ekki hafi verið skráð fundargerð. Eftir fundinn hafi Þingeyjarsveit borist undirrituð drög að samningi af hálfu Landsnets. Á sveitarstjórnarfundi, dags 2. október 2014, hafi verið bókað að Þingeyjarsveit hafi staðfest samninginn og sveitarstjóri undirritað gögnin í kjölfarið. Greiðslur hafi borist 14. október 2014 og viðbótargreiðsla þann 23. desember 2014, en viðbótargreiðslan sé vegna samningsákvæðis um hækkun greiðslna ef Landsnet greiddi öðrum aðilum hærra verð fyrir land. </p><p>Með umsögn Þingeyjarsveitar fylgdu eftirfarandi gögn, en í umsögninni er tekið fram að gögnin hafi þegar verið afhent kæranda: </p><ol><li>Tölvupóstsamskipti, dags 23. og 24. júní 2014, milli fulltrúa Landsnets og Þingeyjarsveitar</li><li>Fundargerð fundar, dags. 25. júní 2014, sem unnin hafi verið af fulltrúa Landsnets</li><li>Tölvupóstsamskipti, dags. 16-18. september 2014</li><li>Drög að samningi um uppgjör fébóta, send af fulltrúa Landsnets hf. </li><li>Drög að þinglýsanlegri yfirlýsingu, send af fulltrúum Landsnets hf. </li><li>Afrit undirritaðs samnings um uppgjör fébóta og yfirlýsingu dags. 26. september 2016</li><li>Fundarboð sveitarstjórnarfundar, dags. 2. október 2014</li><li>Fundargerð sveitarstjórnar, dags. 2. október 2014.</li><li>Tölvupóstsamskipti, dags. 6. október 2014 um sendingu gagnanna. </li></ol><p>Umsögn Þingeyjarsveitar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. janúar 2017, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 17. janúar 2017. Þar segist kærandi hafa móttekið gögn frá sveitarfélaginu en engin gögn hafi borist varðandi viðbótargreiðsluna. Tekið er fram að kærandi hafi óskað eftir afriti af samningi um viðbótargreiðsluna hinn 21. október 2016 og ítrekað fyrirspurnina þann 2. nóvember 2016. Um sé að ræða breytingu á samningi sem feli í sér meira en 50% hækkun bótagreiðslna. Kærandi segir ekkert hafa verið upplýst um viðbótargreiðsluna annað en fjárhæð hennar og dagsetningu. Forsendur útreikninga fjárhæðarinnar liggi ekki fyrir og ekki hafi verið afhent gögn sem orðið hafi til í tengslum við samskipti milli samningsaðila. Því geti kærandi ekki dregið kæru sína til baka. Í athugasemdunum lýsir kærandi því yfir að hann fallist á að þau gögn sem honum hafi verið send séu tæmandi að því er varði samningsgerðina, að undanskildum upplýsingum um viðbótargreiðsluna í desember 2014 og samningagerð um hana. </p><p>Með bréfi, dags. 6. júlí 2017, fór úrskurðarnefnd um upplýsingamál þess á leit við Þingeyjarsveit að upplýst yrði hvort önnur gögn væru fyrirliggjandi varðandi viðbótargreiðsluna en þau sem afhent voru kæranda og úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í bréfi lögmanns sveitarfélagsins, dags. 24. júlí, er ítrekað að upplýsingar um viðbótargreiðsluna hafi verið kynntar kæranda, þ.e. upplýsingar um fjárhæð og dagsetningu greiðslunnar. Ekki væru fyrirliggjandi gögn um útreikninga viðbótargreiðslunnar eða forsendur slíkra útreikninga. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Þingeyjarsveitar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem urðu til í tengslum við samning sveitarfélagsins við Landsnet hf. frá 26. september 2014. Kærandi hefur fallist á að sveitarfélagið hafi afhent gögn sem varði samningsgerðina að undanskildum gögnum um viðbótargreiðslu sem innt hafi verið af hendi í desember 2014. Sveitarfélagið telur sig aftur á móti hafa afhent öll fyrirliggjandi gögn er málinu tengjast. </p><p>Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum með þeim takmörkunum sem leiða af ákvæðum laganna. Stjórnvöldum er að jafnaði ekki skylt að afla sérstaklega upplýsinga til þess að láta almenningi þær í té eða útbúa gögn. Samkvæmt 15. gr. laga nr. 23/2006 er heimilt að bera synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að upplýsingum um umhverfismál undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Þá er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum skv. upplýsingalögum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn, sbr. 20. gr. laga nr. 140/2012 en hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. </p><p>Af hálfu Þingeyjarsveitar hefur komið fram að sveitarfélagið hafi afhent kæranda öll fyrirliggjandi gögn og upplýsingar er falla undir beiðni hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar sveitarfélagsins. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eða upplýsingar eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds að ræða í skilningi 1. mgr. 15. gr. laga nr. 23/2006 og 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru Landverndar, dags. 6. desember 2016, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
699/2017. Úrskurður frá 27. júlí 2017 | Kærð var synjun Þingvallaþjóðgarðs og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni kæranda um afhendingu gagna er varða kaup ríkisins á sumarhúsi á Valhallarstíg nyrðri 13 og niðurrif á því. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að hvorki Þingvallaþjóðgarður, Þingvallanefnd né íslenska ríkið geti talist eiga mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að gæta af því að upplýsingar um kaup hins opinbera á fasteign fari leynt í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Almenningur hafi hins vegar ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Var því lagt fyrir Þingvallaþjóðgarð að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að gagnabeiðni kæranda hafi meðal annars tekið til afrits af tilboði í niðurrif hússins og upplýsinga um hvernig stæði til að ganga frá lóðinni og nýta hana. Úrskurðarnefndin taldi ekki að öllu leyti ljóst hvort Þingvallanefnd hefði undir höndum gögn sem gætu veitt kæranda upplýsingar um þessi atriði. Var því lagt fyrir Þingvallanefnd að afgreiða beiðni kæranda að þessu leyti að nýju. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 27. júlí 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 699/2017 í máli ÚNU 17030004. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 15. mars 2017, kærði A, blaðamaður, synjun Þingvallaþjóðgarðs og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á beiðni um afhendingu gagna er varða kaup ríkisins á sumarhúsi á Valhallarstíg nyrðri 13 og niðurrif á því. </p><p>Með tölvupósti dags 10. febrúar 2017 óskaði kærandi eftir upplýsingum og gögnum frá Þingvallaþjóðgarði og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu varðandi framkvæmdir við niðurrif húss í þjóðgarðinum. Kærandi óskaði eftir því að honum yrði afhent afrit eftirfarandi gagna: </p><ol><li>Auglýsingar þar sem óskað var tilboða í verkefnið</li><li>Tilboð sem tekið var vegna verksins</li><li>Kaupsamningur vegna kaupa ríkisins á húsinu</li><li>Samskipti Þingvallaþjóðgarðs og ráðuneytis vegna kaupanna</li></ol><p>Þann 22. febrúar 2017 barst kæranda svar frá Þingvallanefnd þar sem fjallað var almennt um niðurrif hússins. Kærandi svaraði samdægurs og spurði hvort vænta mætti umbeðinna gagna. Þann 1. mars 2017 sendi kærandi umhverfis- og auðlindaráðuneytinu tölvupóst þar sem hann sagðist ekki hafa fengið svar við gagnabeiðninni og óskaði eftir því að ráðuneytið hlutaðist til um að honum yrði afhent gögnin. Ráðuneytið svaraði með tölvupósti þann 2. mars 2017 þar sem kæranda var bent á að ef hann teldi svör þjóðgarðsins ófullnægjandi væri sá möguleiki fyrir hendi að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þann 3. mars 2017 óskaði kærandi eftir því við ráðuneytið að það staðfesti að verið væri að synja honum um afhendingu gagna. Þann 6. mars 2107 sagði ráðuneytið að öll gögn sem óskað væri eftir væru í vörslu Þingvallaþjóðgarðs en ekki ráðuneytisins. Bent var á að Þingvallaþjóðgarði sé skylt að afhenda gögn nema undantekningar eigi við samkvæmt upplýsingalögum. Með fyrra erindi hefði ráðuneytið leitast við að uppfylla leiðbeiningarskyldu sína. </p><p>Í kæru er þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggi fyrir Þingvallaþjóðgarð að afhenda umbeðin gögn séu þau á annað borð til en tekið er fram að þjóðgarðsvörður hafi upplýst um að ekki hafi verið óskað tilboða í niðurrif hússins. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 20. mars 2017, var kæran kynnt þjóðgarðsverði og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Þess var jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði. </p><p>Umsögn Þingvallanefndar er dagsett 27. mars 2017. Þar kemur fram að þjóðgarðsvörður telji kaupsamning um Valhallarstíg 13 undanþeginn upplýsingarétti almennings á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem hann varði fjárhagsmálefni sem eðlilegt sé að leynt fari. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi litið svo á að komi opinberir aðilar fram eins og hverjir aðrir einkaaðilar við kaup og sölu fasteigna séu upplýsingar um kaup- og söluverð og upplýsingar um greiðsluskilmála þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt. Vísað er til úrskurðar nefndarinnar nr. A-90/2000 þessu til stuðnings. Hvað varðar samskipti ráðuneytis og þjóðgarðsins vegna kaupa á fasteigninni telur þjóðgarðsvörður að þau teljist til einkamálefna þjóðgarðsins sem eðlilegt sé að fari leynt, sbr. ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Um afrit af auglýsingu þar sem óskað er tilboða í niðurrif hússins og afrit af tilboði því er tekið var væri vísað til svars til kæranda, dags. 22. mars 2017. Eins og sjá megi af þeim samskiptum væru gögnin ekki fyrirliggjandi, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, en ekki sé gerð sú krafa að stjórnvald útbúi sérstaklega gögn vegna fyrirspurnar. Umsögn Þingvallanefndar fylgdu eftirfarandi gögn sem afhent voru úrskurðarnefnd um upplýsingamál í trúnaði: </p><ol><li>Kaupsamningur og afsal, dags. 29. apríl 2014</li><li>Bréf þjóðgarðsvarðar til forsætisráðuneytisins, dags. 11. febrúar 2014</li></ol><p>Umsögn Þingvallanefndar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. mars 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.</p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í málinu er deilt um rétt kæranda, blaðamanns, til aðgangs að upplýsingum um kaup íslenska ríkisins á fasteign innan Þingvallaþjóðgarðs. Af hálfu Þingvallanefndar, sem fer með yfirstjórn garðsins, er vísað til þess að um einkamálefni þjóðgarðsins sé að ræða í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af samhengi verður að ætla að átt sé við mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni samkvæmt 2. málslið ákvæðisins. Samkvæmt honum er stjórnvöldum óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur eftirfarandi m.a. fram:</p><blockquote><p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“</p></blockquote><p>Þingvallanefnd hefur vísað til þess að ákvæðið hafi verið túlkað þannig að þegar opinberir aðilar komi fram eins og hverjir aðrir einkaaðilar við kaup og sölu fasteigna geti upplýsingar um kaup- og söluverð og upplýsingar um greiðsluskilmála verið þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt í skilningi þess. Einkum er hér um að ræða nokkra úrskurði nefndarinnar frá fyrstu starfsárum hennar, til að mynda úrskurði nr. A-12/1997, A-34/1997, A-63/1998 og A-90/2000. Í öllum þessum málum var hins vegar fjallað um hagsmuni viðsemjenda hins opinbera af því að upplýsingar um viðskiptin færu leynt. Þingvallaþjóðgarður, Þingvallanefnd eða íslenska ríkið geta hins vegar ekki talist eiga mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að gæta af því að upplýsingar um kaup hins opinbera á fasteign fari leynt í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Almenningur hefur hins vegar ríka hagsmuni af því að geta kynnt sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna eins og úrskurðarnefndin hefur lagt áherslu á í úrskurðarframkvæmd sinni. Verður hin kærða ákvörðun því felld úr gildi að þessu leyti og lagt fyrir Þingvallaþjóðgarð að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum eins og nánar greinir í úrskurðarorði.</p><p>Af hálfu Þingvallanefndar hefur komið fram að ekki hafi verið óskað tilboða vegna þess verks að láta rífa húsið. Í umsögn nefndarinnar segir að vegna þessa séu umbeðin gögn ekki fyrirliggjandi að þessu leyti í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að gagnabeiðni kæranda hafi meðal annars tekið til afrits af tilboði í verkið og upplýsinga um hvernig ætlunin sé að ganga frá lóðinni og nýta hana. Ekki er að öllu leyti ljóst hvort Þingvallanefnd hafi undir höndum gögn sem geta veitt kæranda upplýsingar um þessi atriði, til að mynda verksamning við aðilann sem samið var við eða fundargerðir þar sem fjallað er um framkvæmdina. Er því lagt fyrir Þingvallanefnd að afgreiða beiðni kæranda að þessu leyti að nýju, hafi svo ekki þegar verið gert.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Þingvallanefnd ber að veita kæranda, A, blaðamanni, aðgang að kaupsamningi og afsali vegna kaupa á fasteign að Valhallarstíg nyrðri nr. 13, Bláskógabyggð, dags. 29. apríl 2014 og bréfi þjóðgarðsvarðar til forsætisráðuneytis, dags. 11. febrúar 2014.</p><p>Beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um heildarkostnað við niðurrif hússins, hvernig ætlunin sé að ganga frá lóðinni og nýta hana og afriti af því tilboði sem tekið var er vísað til nýrrar meðferðar hjá Þingvallanefnd.</p><p><b> </b></p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
696/2017. Úrskurður frá 27. júlí 2017 | Kærð var afgreiðsla Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem tengjast honum og notuð voru til umfjöllunar í Kastljóssþætti sem sýndur var í sjónvarpinu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi sig ekki hafa forsendur til að rengja þá fullyrðingu RÚV að gögnin væru ekki í vörslum félagsins heldur hafi félagið fengið aðgang að gögnum hjá þriðja aðila við vinnslu fréttarinnar. Var því kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 27. júlí 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 696/2017 í máli ÚNU 16120004. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 9. desember 2016, kærði A ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. (hér eftir RÚV) frá 26. október um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem tengjast honum og notuð voru til umfjöllunar í Kastljóssþætti sem sýndur var hinn [...]</p><p> Í kæru kemur fram að kærandi hafi óskað eftir upplýsingum frá Ríkisútvarpinu sem tengdust honum og félögum í hans eigu þann 12. október 2016 en verið synjað um upplýsingarnar. Fjallað hafi verið um kæranda og aðkomu hans að nokkrum félögum í þættinum. Þar hafi m.a. komið fram upplýsingar um fjárfestingar semsumar hverjar væru kæranda ókunnar og hann aldrei haft upplýsingar um. Vegna umfjöllunarinnar hafi kærandi þurft að segja starfi sínu lausu. Því sé einsýnt að upplýsingarnar varði mikilvæga einkahagsmuni kæranda. Hann hafi því óskað eftir aðgangi að gögnunum með vísan til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi telur mikilvægt að fá upplýsingarnar en um sé að ræða mikilvæga einkahagsmuni og upplýsingar sem hafi haft mikil áhrif á einkahagi hans. </p><p>Synjun RÚV var byggð á þeim rökum að Kastljós væri bundið af reglum samstarfs við Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Því væri Kastljósi óheimilt að láta gögn úr gagnagrunninum af hendi, þótt leyfilegt hafi verið að sýna þau í umfjölluninni og vísa til þeirra. Auk þess gæti RÚV ekki fallist á að lagaskylda hvíli á RÚV til að veita kæranda aðgang að upplýsingum og gögnum sem tengjast fréttavinnslu sem slíkri en önnur niðurstaða væri m.a. ósamþýðanleg eðli fjölmiðlunar, þar með talinni vernd heimildarmanna, sbr. m.a. 25. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Ef upplýsingalög nr. 140/2012 gætu yfirhöfuð átt við gerðu þau ráð fyrir margvíslegum takmörkunum á upplýsingarétti, svo sem um vinnugögn tengd frétta- og heimildavinnslu og einkahagsmuni annarra, líkt og hér geti átt við. Kærandi skrifaði RÚV samdægurs og tók fram að hafi afmörkun beiðninnar ekki verið nægilega skýr hafi hann verið að vísa til gagna um þau erlendu félög sem hann var talinn tengjast í umfjöllun Kastljóss, bæði upplýsinga um félögin sjálf og með hvaða hætti þau tengist kæranda. Kærandi fari ekki fram á afhendingu vinnugagna og þaðan af síður upplýsinga um heimildarmenn. Ekki hafi heldur verið hægt af umfjölluninni að dæma að gögnin tengdust einkahagsmunum annarra. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 13. desember 2016, var kæran kynnt RÚV og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Þess var jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði. </p><p>Umsögn RÚV er dagsett 20. janúar 2017. Þar kemur fram að ráða megi af kæruefni að kærandi geri ekki athugasemd við að hann fái ekki afhent gögn sem teljist til vinnugagna fréttastofu eða gögn sem varpað geti ljósi á heimildarmenn. Af því væri helst að skilja að beiðnin tæki til gagna sem varði þau erlendu félög sem hafi verið til umfjöllunar í Kastljósi og tengist kæranda. Í tilefni af því sé tekið fram að RÚV hafi hvorki undir höndum umbeðin gögn né forræði yfir þeim. Þegar af þeim ástæðum geti RÚV ekki orðið við beiðninni. </p><p>Umsögn RÚV var kynnt kæranda með bréfi, dags. 31. janúar 2017, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 1. febrúar 2017, kemur fram að kærandi geti ekki fallist á að RÚV hafi ekki umbeðin gögn undir höndum. Í þættinum hafi glögglega komið fram að Kastljós hafi haft ýmis gögn undir höndum og birt hluta þeirra í þættinum. Sú fullyrðing að RÚV hafi ekki gögnin undir höndum fái því engan veginn staðist, enda væri ekki hægt að birta gögn sem viðkomandi hefði ekki. Kærandi tekur fram að RÚV sé opinber stofnun sem falli undir upplýsingalögin. Umfjöllun hennar hafi haft mikil áhrif á persónulega hagi kæranda. Það varði kæranda því miklu að geta fengið gögnin. Það sé mikilvægt að þeir sem verði fyrir slíkri umfjöllun geti kannað þau gögn sem hún er byggð á og þar með metið sannleiksgildi hennar. </p><p>Með bréfi, dags. 14. júní 2017, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að RÚV veitti nefndinni nánari skýringar á umsögn félagsins og upplýsti af hvaða ástæðum umbeðin gögn væru ekki í vörslum félagsins. Svar RÚV barst þann 16. júní. Þar er áréttað að RÚV hafi hvorki haft umbeðin gögn undir höndum né forræði yfir þeim. Tekið er fram að RÚV hafi, við vinnslu þeirrar umfjöllunar sem væri uppspretta kærunnar, fengið aðgang að gögnunum hjá þriðja aðila. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1. </h3><p>Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. RÚV synjaði beiðni kæranda þann 26. október 2016 en kæran er dagsett 9. desember. Kæran barst því að liðnum kærufresti sbr. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Í svari RÚV til kæranda var honum þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. svo sem áskilið er í 1. mgr. 19. gr. laganna. Með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður kærunni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni þótt kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga hafi verið liðinn þegar kæran barst úrskurðarnefndinni. </p><h3>2. </h3><p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að skjölum sem birt voru í fréttaskýringaþætti sem sýndur var í ríkissjónvarpinu. RÚV hefur gefið úrskurðarnefnd um upplýsingamál þær skýringar að skjölin séu ekki í vörslum félagsins en það hafi fengið aðgang að gögnunum hjá þriðja aðila við vinnslu þáttarins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu RÚV. Því verður að líta svo á að þau skjöl sem mynduð voru og birt í þættinum séu ekki fyrirliggjandi hjá RÚV. </p><p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja í þessu tilviki, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, liggur ekki fyrir synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Verður því ekki hjá því komist að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><h3>Úrskurðarorð</h3><p>Kæru kæranda, A, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><p><br></p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
694/2017. Úrskurður frá 27. júlí 2017 | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 27. júlí 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 694/2017 í máli ÚNU 16120001. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 5. desember 2016, kærði A hrl., f.h. Rasks ehf., synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum. Með beiðni kæranda, dags. 14. september 2015, var óskað eftir aðgangi að gögnum í vörslum bankans um heimildir Klakka til útgreiðslu úr nauðasamningi til kröfuhafa en sérstaklega eftir gögnum tilgreindum í fjórum töluliðum. Seðlabankinn synjaði kæranda um afhendingu gagnanna með ákvörðun, dags. 29. október 2015, að frátöldu einu skjali sem bankinn sagði þegar hafa verið afhent. Bankinn taldi þann hluta beiðninnar sem tók til „allra álita, úrskurða, túlkana, tilmæla og hvaðeina sem bankinn hefði látið frá sér fara um heimildir Klakka til útgreiðslna úr nauðasamningi til kröfuhafa“ ekki nægilega skýran með tilliti til 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 645/2016 frá 20. september 2016 var lagt fyrir Seðlabankann að taka beiðni kæranda til nýrrar afgreiðslu að því er varðar framangreindan hluta hennar. Þann 7. nóvember 2016 tók bankinn ákvörðun um synjun beiðninnar á grundvelli þagnarskylduákvæða 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992.</p><p>Í kæru kemur fram að kærandi byggi á meginreglu 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 auk 5. gr. laganna um rétt til aðgangs að gögnum. Kærandi telur umbeðin gögn varða hann með beinum hætti þótt hann sé ekki aðili að málinu, en það varðar heimildir Klakka til útgreiðslna úr nauðasamningi. Kærandi sé hins vegar meðal kröfuhafa í Klakka og hafi því sérstaka hagsmuni af úrlausnum Seðlabanka Íslands um nauðasamning félagsins. Þá séu ekki rök fyrir því að takmarka upplýsingarétt hans með vísan til ákvæða laga um þagnarskyldu í lögum nr. 36/2001 og 87/1992. Ákvæðin séu ekki fortakslaus og heimili bankanum meðal annars að birta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum sem byggja á gjaldeyrislögum. Þá sé þagnarskylda ekki meðal þeirra atriða sem geti takmarkað heimild bankans til birtingar, sbr. 16. gr. d. laga nr. 87/1992. Engin atriði sem ákvæðið nefni séu til staðar. Kærandi ítrekar því kröfu sína um afhendingu gagnanna, en til vara krefst hann þess að þau verði afhent án persónugreinanlegra upplýsinga.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands með bréfi, dags. 13. desember 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að. Umsögn bankans og afrit umbeðinna gagna bárust þann 16. janúar 2017. Í umsögninni er forsaga málsins rakin og gerð stuttlega grein fyrir ágreiningsefninu. Fram kemur að Seðlabankinn hafi farið í gegnum gagnasöfn sín og tekið saman þau gögn sem tengjast útgreiðslum Klakka úr nauðasamningi umfram þau sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi þegar úrskurðað um. Um talsvert magn gagna sé að ræða og sé sumum málanna lokið en öðrum ekki. </p><p>Seðlabankinn leggur áherslu á þagnarskylduna sem hvíli á starfsmönnum bankans samkvæmt lögum nr. 36/2001 og nr. 87/1992. Ákvæðin séu sérstök þagnarskylduákvæði og geti því ein og sér komið í veg fyrir að almenningi verði veittur aðgangur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Um 15. gr. laga nr. 87/1992 vísar bankinn til úrskurða nr. 645/2016 og 665/2016. Þá vísar bankinn til þess að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila samkvæmt 2. máls. 9. gr. laga nr. 140/2012. </p><p>Seðlabanki Íslands hafnar röksemdum kæranda sem lúta að því að þagnarskylda bankans sé ekki fortakslaus með vísan til 16. gr. d. laga nr. 87/1992. Ákvæðið kveði á um heimild bankans til opinberrar birtingar upplýsinga en ekki skyldu. Birting fari ekki fram nema bankinn ákveði það sérstaklega og slík birting taki mið af þeirri ríku þagnarskyldu sem hvíli á bankanum. </p><p>Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. janúar 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi hennar. Þær bárust þann 1. febrúar 2017. Þar er meðal annars vikið að forsendum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 645/2016. Ekki fáist betur séð en að Seðlabanki Íslands hafi veitt úrskurðarnefndinni rangar upplýsingar um hvort rannsókn bankans á meintum brotum Klakka gegn gjaldeyrislögum hafi verið lokið. Bankinn hafi sent Klakka tilkynningu um niðurstöður rannsóknar, dags. 5. júní 2015, þar sem fram komi að bankinn hafi lokið rannsókn málsins. Umsögn Seðlabanka til úrskurðarnefndarinnar sé hins vegar dagsett 18. desember 2015. Þá virðist tilkynningin heldur ekki hafa borist úrskurðarnefndinni. Kærandi telur þannig að Seðlabanki Íslands hafi brotið gegn 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Kærandi tekur einnig fram að með tilkynningu Seðlabanka Íslands til Klakka, dags. 15. mars 2016, hafi mál á hendur félaginu verið fellt niður. Gögn samkvæmt fyrsta tölulið gagnabeiðninnar liggi því fyrir. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar beiðni um aðgang að gögnum í vörslum Seðlabanka Íslands. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á, líkt og í fyrri úrskurði nefndarinnar nr. 645/2016, að samkvæmt efni beiðninnar og stöðu kæranda gagnvart Seðlabankanum uppfylli hann skilyrði þess að með kæru hans verði farið samkvæmt ákvæðum 14. gr. upplýsingalaga. Seðlabanki Íslands byggir á því að takmarka beri aðgang kæranda að umbeðnum gögnum með vísan til ákvæða 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og 15. gr. laga nr. 87/1992 auk 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><h3>2.</h3><p>Í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 segir orðrétt:</p><blockquote><p>„Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p></blockquote><p>Í dómi Hæstaréttar Íslands 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 var komist að þeirri niðurstöðu að í ákvæðinu felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Með þessu er þó ekki sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Undir orðlagið „málefni bankans sjálfs“ kunna að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari. Nái þagnarskylda ákvæðisins ekki til ákveðinna tilvika geta aðrar undantekningar frá upplýsingarétti átt við, t.d. 6.-10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Í 15. gr. laga nr. 87/1992 segir:</p><blockquote><p>„Þeir sem annast framkvæmd þessara laga eru bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p></blockquote><p>Ákvæðið telst einnig vera sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsinglaga um hagi einstakra viðskiptamanna, sem ber þó eftir atvikum að túlka til samræmis við ákvæði 5. gr. upplýsingalaga með sama hætti og 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Að öðru leyti felur ákvæðið í sér almenna þagnarskyldu sem takmarkar ekki rétt til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 140/2012.</p><h3>3.</h3><p>Seðlabanki Íslands hefur látið úrskurðarnefndinni í té afrit af þeim gögnum sem bankinn telur falla undir beiðni kæranda. Meðal afritanna eru gögn sem úrskurðarnefndin hafði undir höndum við úrlausn eldra máls aðila, sem lyktaði með úrskurði nr. 645/2016. Vegna athugasemda kæranda við umsögn Seðlabanka Íslands tekur úrskurðarnefndin fram að tilkynning bankans um niðurstöður rannsóknar, dags. 5. júní 2015, er á meðal þeirra gagna sem úrskurðarnefndin hefur fengið afhent. </p><p>Gögnin eiga það sameiginlegt að lúta að greiðslum úr nauðasamningi Klakka til kröfuhafa og hlutverki Seðlabanka Íslands við framkvæmd laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Einkum er um að ræða eftirfarandi mál:</p><ul><li><p>Beiðni einstaklings til Seðlabanka Íslands um staðfestingu á heimilisfesti og stöðu </p></li><li><p>Beiðni Klakka til Seðlabanka Íslands um leiðbeiningar vegna greiðslna</p></li><li><p>Umsóknir Klakka og tengdra aðila til Seðlabanka Íslands um undanþágu frá ákvæðum laga nr. 87/1992</p></li><li><p>Rannsókn Seðlabanka á því hvort Klakki hafi framkvæmt fjármagnshreyfingar í bága við lög nr. 87/1992</p></li></ul><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin og telur þau öll falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og að hluta undir 15. gr. laga nr. 87/1992. Þar sem gögnin eru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt lögum nær réttur kæranda samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ekki til þeirra samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna. Þetta á við um svo stóran hluta gagnanna að ekki þykja efni til að beita ákvæði 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með því að leggja fyrir Seðlabanka Íslands að veita kæranda aðgang að hluta gagnanna á grundvelli þess lagaákvæðis.</p><p>Framangreint getur þó ekki átt við þann hluta umbeðinna gagna sem Seðlabanki Íslands hefur áður sent kæranda. Ekki heldur á það við gögn sem stafa frá kæranda, þar sem ekki verður talið að þau skuli fara leynt samkvæmt lögum eða eðli máls í skilningi 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og 15. gr. laga nr. 87/1992. Verður því lagt fyrir bankann að veita kæranda aðgang að þeim hluta skjalanna á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga um rétt aðila til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan, eins og nánar greinir í úrskurðarorði. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Seðlabanka Íslands ber að veita kæranda, Raski ehf., aðgang að eftirfarandi gögnum:</p><ul><li><p>Fylgiskjöl nr. 3 og 4 með bréfi B hdl. til Seðlabanka Íslands, dags. 5. mars 2015, beiðni um leiðbeiningar samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993</p></li><li><p>Fylgiskjöl nr. 3, 4 og 6 í Viðauka III með bréfi B hdl. til Seðlabanka Íslands, dags. 14. apríl 2015, erindi vegna tilkynningar um upphaf máls og beiðni um upplýsingar og gögn</p></li></ul><p>Að öðru leyti er hin kærða ákvörðun staðfest.</p><p><br></p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> | |
698/2017. Úrskurður frá 27. júlí 2017 | Kærð var afgreiðsla Bílastæðasjóðs Reykjavíkur á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum og gögnum um stöðumælasektir í Reykjavíkurborg. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leit svo á að beiðni kæranda lyti ekki að því að fá í hendur öll gögn um stöðumælasektir í vörslum Bílastæðasjóðs, heldur að upplýsingar yrðu teknar saman. Þar sem umbeðið gagn var ekki talið fyrirliggjandi var kæru kæranda vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <p></p><h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 27. júlí 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 698/2017 í máli ÚNU 17030002. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi er barst þann 3. mars 2017 kærði A afgreiðslu Bílastæðasjóðs Reykjavíkur á beiðni hans um aðgang að upplýsingum og gögnum um stöðumælasektir í Reykjavíkurborg á árinu 2016 eða nokkur ár aftur í tímann, eftir því hvað væri aðgengilegt. Með beiðninni, dags. 2. mars 2017, óskaði kærandi eftir upplýsingum frá Bílastæðasjóði um stöðumælasektir í töfluformi þar sem fram kæmu t.d. staðsetning, tímasetning, dagsetning, tegund og litur ökutækis, númer og staðsetning stöðumælis, þ.e. allar þær upplýsingar sem geymdar væru í tengslum við hverja sekt. </p><p>Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 3. mars 2017, segir að ekki sé hægt að senda sundurliðað yfirlit yfir öll gjöld en hins vegar yrði athugað hvort mögulegt væri birta heildarfjölda gjalda eftir mánuðum/árum á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Umbeðin gögn væru hins vegar ekki fyrirliggjandi hjá sjóðnum.</p><p>Í kæru krefst kærandi þess að ákvörðun Bílastæðasjóðs Reykjavíkur verði snúið við og umbeðin gögn afhent á þeirri forsendu að þau séu fyrirliggjandi. Segist kærandi byggja þá ályktun á þeirri staðreynd að stöðumælasektir hafi verið útbúnar með rafrænum hætti í nokkur ár. Á öllum stöðumælasektum komi m.a. fram upplýsingar um tegund stöðugjalds, dagsetningu, tímasetningu, tegund ökutækis, lit ökutækis, númer mælis, staðsetningu mælis og nánari skýring. Kærandi telur því ljóst að umbeðin gögn séu vistuð rafrænt og því fyrirliggjandi.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt Bílastæðasjóði Reykjavíkur með bréfi, dags. 10. mars 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Í umsögn Bílastæðasjóðs, dags. 24. mars 2017, er vísað til þess að um það bil eitt hundrað þúsund aukastöðugjöld séu lögð á ár hvert. Haldið sé utan um hvert og eitt mál á kennitölu eigenda bifreiða en ekki hafi verið tekið saman yfirlit yfir öll útgefin stöðvunarbrotagjöld í Reykjavík. Þá er einnig tekið fram að Bílastæðasjóður búi ekki yfir fyrirliggjandi gögnum sem innihaldi þær upplýsingar sem kærandi krefst og því sé hvorki möguleiki á að afhenda úrskurðarnefndinni né kæranda umbeðin gögn án þess að lögð yrði í það umtalsverð og kostnaðarsöm vinna sem raska myndi starfseminni. Kæranda hafi verið tjáð að ekki væri unnt að afhenda honum sundurliðað yfirlit yfir öll gjöld en honum þess í stað boðið að afmarka beiðni sína við yfirlit yfir heildarfjölda gjalda eftir mánuðum eða árum. Þess er krafist að annað hvort verði kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni eða ákvörðun um synjun beiðni kæranda staðfest. </p><p>Með erindi, dags. 11. apríl 2017, var umsögn Bílastæðasjóðs kynnt kæranda og honum veittur kostur á að koma fram frekari athugasemdum. Þær bárust þann 19. apríl 2017. Þar kemur fram að Bílastæðasjóður hafi ekki boðið kæranda að afmarka beiðni sína nánar, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Auk þess bendir kærandi á að upplýsingar um fjölda sekta og upphæðir þeirra liggi fyrir hjá Bílastæðasjóði en heildartekjur vegna sekta séu birtar í ársreikningum sjóðsins. Umbeðin gögn séu því fyrirliggjandi að hluta og á Bílastæðasjóði hvíli skylda skv. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga til að veita aðgang að þeim. Að lokum dregur kærandi það í efa að vinnan við að taka upplýsingarnar saman raski starfsemi Bílastæðasjóðs þar sem skylt sé að halda upplýsingunum til haga, sbr. lög nr. 3/2006 um ársreikninga. Kærandi ítreki því fyrri ósk sína um að Bílastæðasjóður afhendi sundurliðað yfirlit yfir stöðvunarbrotsgjöld í Reykjavík með þeim upplýsingum sem eru sannarlega fyrirliggjandi í rafrænum kerfum sjóðsins. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um álagningu stöðumælasekta í vörslum Bifreiðasjóðs Reykjavíkur. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að beiðni kæranda lúti ekki að því að fá í hendur öll gögn um stöðumælasektir í vörslum Bílastæðasjóðs, heldur að sjóðurinn taki saman í töfluformi upplýsingar úr þeim. Þannig segir orðrétt í beiðni kæranda að hann sé að „leita að töflu þar sem hver stöðumælasekt væri ein lína, og dálkarnir væru t.d. […]“.</p><p>Bílastæðasjóður hefur vísað til þess að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Af ákvæðinu leiðir að almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda. Stjórnvöldum er hins vegar hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum á grundvelli ákvæðisins. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að gagn teljist ekki fyrirliggjandi nema það hafi verið til þegar beiðni um aðgang að því kom fram. Af hálfu Bílastæðasjóðs hefur komið fram að haldið sé utan um hvert og eitt mál á kennitölu eigenda bifreiða. Sjóðurinn hafi ekki tekið saman yfirlit yfir öll útgefin stöðvunarbrotagjöld í Reykjavík. Ekki er ástæða til að draga þær skýringar Bílastæðasjóðs í efa. </p><p>Samkvæmt framangreindu verður lagt til grundvallar að umbeðin gögn kæranda séu ekki í vörslum Bílastæðasjóðs. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Því liggur ekki fyrir synjun á beiðni um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og verður því ekki hjá því komist að vísa kæru frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p>Í kæru sinni vísar kærandi til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem segir að stjórnvaldi beri að veita málsaðila leiðbeiningar og færi á að afmarka beiðni sína nánar áður en kæru verði vísað frá ef ekki er talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Með vísan til þeirrar niðurstöðu að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá Bílastæðasjóði verður ekki talið að skylt hafi verið að veita kæranda færi á að afmarka beiðni sína nánar á grundvelli ákvæðisins. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 3. mars 2017, á hendur Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar. </p><p><br></p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
697/2017. Úrskurður frá 27. júlí 2017 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um rannsókn á myglusveppum í tveimur sýnum úr gólfefnum í skólastjórabústað við Húnavallaskóla en skýrslan var í vörslum Fasteigna Húnavatnshrepps. Kærandi hafði haft búsetu í húsnæðinu sem skýrslan fjallaði um og fór því um rétt hans til aðgangs eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi engin rök hafa verið færð fram fyrir því að synja bæri kæranda um aðgang að skýrslunni. Var því synjunin felld úr gildi. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 27. júlí 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 697/2017 í máli ÚNU 17030001. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 1. mars 2017, kærði B hdl., f.h. A, meðferð Fasteigna Húnavatnshrepps ehf. á beiðni um aðgang að gögnum. </p><p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi gert leigusamning við Fasteignir Húnavatnshrepps þann 11. janúar 2015 um einbýlishús við Húnavallaskóla. Kærandi hafi neyðst til að flytja út úr íbúðinni vegna gruns um myglusvepp í byrjun mars 2015. Húnavatnshreppur hafi óskað eftir því að skoðunarmaður frá Frumherja skoðaði húsnæðið. Kærandi kveður skoðunina hafa leitt í ljós miklar rakaskemmdir í húsnæðinu. Þá hafi sýni verið tekin og send til Náttúrufræðistofnunar Íslands til greiningar. Niðurstöðurnar liggi fyrir en beiðni kæranda um aðgang að þeim hafi ekki verið svarað. Því sé óhæfilegur dráttur á meðferð beiðninnar kærður til úrskurðarnefndarinnar með vísan til 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt kærða með bréfi, dags. 10. mars 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði afhent afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að í trúnaði. Umsögnin barst þann 23. mars 2017. Þar kemur fram að kærandi hafi fengið afrit af fasteignaskoðunarskýrslu Frumherja nr. 3916/159, en hún sé eina skýrslan sem Fasteignir Húnavatnshrepps hafi látið gera vegna fasteignarinnar. Í framhaldinu hafi sveitarstjóri Húnavatnshrepps, sem er jafnframt framkvæmdastjóri Fasteigna Húnavatnshrepps, farið fram á það við Náttúrufræðistofnun Íslands að hún rannsakaði sýni úr gólfefni úr húsinu. Stofnunin hafi skilað greinargerð um rannsóknir sínar þann 1. apríl 2015. Mat viðtakanda skýrslunnar hafi verið að hún segði ekkert nýtt. Jafnframt sé það lagalegt álitamál hvort forræði á greinargerð stofnunarinnar sé hjá Fasteignum Húnavatnshrepps eða Húnavatnshreppi. Fasteignir Húnavatnshrepps hafi afhent kæranda öll gögn sem félagið telji eðlilegt að afhenda. Því sé því alfarið hafnað að láta kæranda í té greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands frá 1. apríl 2015.</p><p>Umsögn Fasteigna Húnavatnshrepps var kynnt kæranda með bréfi, dags. 27. mars 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með bréfi, dags. 10. apríl 2017. Þar kemur meðal annars fram að ekki sé ljóst hvað átt sé við með því að það sé lagalegt álitamál hvort forræði á greinargerð Náttúrufræðistofnunar sé hjá Fasteignum Húnavatnshrepps eða Húnavatnshreppi. Ljóst sé að skýrslan sé í vörslum Fasteigna Húnavatnshrepps og varði fasteign í eigu félagsins. Þá sé félagið í eigu Húnavatnshrepps.</p><p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur af hálfu málsaðila. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands um rannsókn á myglusveppum í tveimur sýnum úr gólfefnum í skólastjórabústað við Húnavallaskóla. Kæran varðaði upphaflega óhæfilegan drátt Fasteigna Húnavatnshrepps á meðferð beiðni kæranda, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en fyrir liggur að félagið hefur að minnsta kosti tekið ákvörðun um synjun beiðninnar undir meðferð málsins fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Af athugasemdum kæranda verður enn fremur ráðið að hann felli sig ekki við ákvörðunina og verður því úrskurðað um ágreininginn á grundvelli 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá er fram komið að kærandi hafi haft búsetu í húsnæðinu sem skýrslan fjallar um og þykir því fara um aðgang hans samkvæmt 14. gr. laganna um upplýsingarétt aðila.</p><p>Af hálfu Fasteigna Húnavatnshrepps hefur komið fram að það sé lagalegt álitamál hvort félagið hafi „forræði yfir skýrslunni“ eða sveitarfélagið Húnavatnshreppur. Fyrrnefnda félagið fellur undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 með vísan til 2. mgr. 2. gr. þeirra. Í málinu liggur fyrir að Náttúrufræðistofnun Íslands sendi skýrsluna til sveitarstjóra Húnavatnshrepps, sem er jafnframt framkvæmdastjóri Fasteigna Húnavatnshrepps og er félagið alfarið í eigu sveitarfélagsins. Þykir því nægilega sýnt fram á að skýrslan sé fyrirliggjandi hjá Fasteignum Húnavatnshrepps í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í þessu sambandi er tekið fram að skylda til að skrá upplýsingar um málsatvik og halda til haga mikilvægum upplýsingum, sbr. 1. og 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga, hvílir jafnt á félaginu og sveitarfélaginu. </p><p>Það athugast að Fasteignir Húnavatnshrepps hafa ekki fært önnur rök fyrir þeirri ákvörðun að synja kæranda um aðgang að skýrslunni en að hún „segði ekkert nýtt sem ekki stæði í fasteignaskoðunarskýrslu Frumherja [...]“. Þetta sjónarmið á sér ekki stoð í upplýsingalögum og hefur félagið ekki vísað til þess að aðrar undantekningar frá upplýsingarétti aðila eigi við um umbeðið gagn. Skoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur heldur ekki leitt slíkt í ljós. Verður því lagt fyrir Fasteignir Húnavatnshrepps að veita kæranda aðgang að skýrslunni.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Fasteignum Húnavatnshrepps ber að veita kæranda, A, aðgang að skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands, dags. 1. apríl 2015, með málsnúmerið 2015010010.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
693/2017. Úrskurður frá 27. júlí 2017 | Kærð var synjun velferðarráðuneytisins á synjun beiðni um aðgang að öllum gögnum í vörslum ráðuneytisins sem varði þjónustu kæranda og bárust ráðuneytinu á tilteknu tímabili. Ráðuneytið afhenti kæranda umbeðin gögn en synjaði um aðgang tilteknum bréfaskiptum með vísan til 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi hluta gagnanna heyra undir undanþáguákvæðið og staðfesti synjun ráðuneytisins á beiðni um aðgang að þeim. Úrskurðarnefndin féllst hins vegar ekki á að fylgiskjöl með bréfum féllu undir undanþáguákvæðið og taldi kæranda eiga rétt til aðgangs að þeim á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. | <p></p><h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 27. júlí 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 693/2017 í máli ÚNU 16110006. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 15. nóvember 2016, kærði A hdl. ákvörðun velferðarráðuneytisins, dags. 21. október 2016, um að synja Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (S.Á.Á.) um aðgang að gögnum. </p><p>Með beiðni kæranda, dags. 5. september 2016, var farið fram á aðgang að öllum minnisblöðum og gögnum í vörslum velferðarráðuneytisins sem varða kæranda og farið hafa á milli ráðuneytisins annars vegar og Sjúkratrygginga Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins hins vegar frá gildistöku laga nr. 112/2008. Þann 19. september 2016 upplýsti ráðuneytið kæranda um að ekki væri hægt að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál og gaf kæranda kost á að afmarka beiðnina nánar með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með bréfi, dags. 26. september 2016, voru umbeðin gögn nánar tilgreind og óskaði kærandi aðgangs að:</p><ol><li><p>Öllum bréfum, minnisblöðum eða tölvupóstum sem bárust ráðuneytinu/heilbrigðisráðherra/velferðarráðherra á tímabilinu 20. október 2008 til og með 1. september 2016 og varða þjónustusamninga sem gerðir hafa verið milli Sjúkratrygginga Íslands og S.Á.Á.</p></li><li><p>Öllum bréfum, minnisblöðum eða tölvupóstum sem bárust ráðuneytinu/heilbrigðisráðherra/velferðarráðherra frá Sjúkratryggingum Íslands á tímabilinu 20. október 2008 til 1. september 2016 og varða þjónustu S.Á.Á.</p></li></ol><p>Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 21. október 2016, segir að í september 2015 hafi kærandi höfðað mál á hendur ríkinu vegna meintra vanefnda á samningi aðila um áfengis- og vímuefnameðferð fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Aðgangi að gögnum sem liggi fyrir í tengslum við dómsmálið sé hafnað með vísan til 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Önnur umbeðin gögn fylgdu ákvörðuninni. </p><p>Í kæru kemur fram að beiðnin taki ekki til samskipta við sérfróða aðila sem ráðuneytið kunni að hafa leitað til í tilefni af málsókn kæranda. Synjun um að veita upplýsingar um aðra þætti málsins verði hins vegar ekki studd við ákvæði 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt velferðarráðuneytinu með bréfi, dags. 19. nóvember 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að í trúnaði. Umsögnin barst þann 12. desember 2016. Þar segir að kæranda hafi verið synjað um gögn um samskipti ríkisstofnana við embætti ríkislögmanns í tengslum við málaferlin. Ríkislögmaður fari með vörn einkamála sem höfðuð séu á hendur ríkinu samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 51/1985. Túlka beri ákvæði 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga þannig að tryggja eigi að hið opinbera standi ekki höllum fæti í dómsmálum vegna laganna. Þá komi fram í ritinu <i>Upplýsingalögin. Kennslurit </i>eftir Pál Hreinsson að ráðherra geti leitað ráða hjá ríkislögmanni við athugun á því hvort dómsmál verði höfðað án þess að almenningi verði veittur aðgangur að bréfaskiptunum. Ákvæðið taki einnig til bréfaskipta ríkislögmanns við önnur stjórnvöld. </p><p>Umsögn velferðarráðuneytisins var kynnt kæranda þann 14. desember 2016 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Í umsögn kæranda, dags. 27. desember 2016, kemur fram að sé lýsing ráðuneytisins á umbeðnum gögnum rétt, geri kærandi ekki athugasemdir við synjun um aðgang að þeim. Kærandi óski hins vegar eftir því að ráðuneytið leggi til skrá yfir öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir samkvæmt hinni upprunalegu beiðni, til að hægt sé að sjá hvaða gögn kærandi fái ekki aðgang að. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum velferðarráðuneytisins sem varða þjónustusamninga á milli kæranda og Sjúkratrygginga Íslands. Kærandi hefur fengið aðgang að umbeðnum gögnum ef frá eru talin samskipti opinberra aðila við ríkislögmann í tilefni af málshöfðun kæranda á hendur íslenska ríkinu. Um er að ræða eftirfarandi gögn:</p><ol><li><p>Bréf ríkislögmanns til velferðarráðuneytis, dags. 7. október 2015, ásamt fylgiskjölum</p></li><li><p>Bréf Sjúkratrygginga Íslands til ríkislögmanns, dags. 4. nóvember 2015, ásamt fylgiskjölum</p></li><li><p>Tölvupóstsamskipti starfsmanns ríkislögmanns og starfsmanna velferðarráðuneytisins, dags. 23. nóvember 2015, samtals þrír tölvupóstar</p></li></ol><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin og tekur fram að samskiptin varða öll framangreinda málshöfðun með einum eða öðrum hætti. Ekki er að finna önnur efnisatriði í þeim en í athugasemdum við ákvæði 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í frumvarpi til laganna segir að því verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða er aflað gagngert í þessu skyni. Því verður að leggja til grundvallar að velferðarráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að samskiptum þess og Sjúkratrygginga Íslands við ríkislögmann í tilefni af málshöfðun kæranda á hendur íslenska ríkinu á grundvelli 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Framangreint getur ekki átt við um öll fylgiskjöl bréfanna. Um flest fylgiskjölin gildir að þau stafa annað hvort frá kæranda eða hann er meðal viðtakanda þeirra. Úrskurðarnefndin tekur sérstaklega fram að ekki er hægt að ráða af efni eða framsetningu fylgiskjalanna hvert sé efni bréfaskipta ráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands við ríkislögmann. Verður því kæranda heimilaður aðgangur að fylgiskjölunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eins og nánar greinir í úrskurðarorði.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Velferðarráðuneytinu ber að veita kæranda, Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (S.Á.Á.), aðgang að eftirfarandi gögnum:</p><ul><li><p>Fylgiskjölum með bréfi ríkislögmanns til velferðarráðuneytis, dags. 7. október 2015 (Stefna og framlögð skjöl í máli S.Á.Á. gegn íslenska ríkinu)</p></li><li><p>Fylgiskjölum I, III, VI, VII, X og XI með bréfi Sjúkratrygginga Íslands til ríkislögmanns, dags. 4. nóvember 2015.</p></li></ul><p>Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti staðfest.</p><p><br></p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p></p> |
690/2017. Úrskurður frá 6. júlí 2017 | Kærð var synjun Akureyrarbæjar á aðgangi að launamiðum tiltekinna verktaka fyrir tiltekin ár en synjun sveitarfélagsins var reist á 9. gr. upplýsingalaga. Í málinu lá fyrir að sveitarfélagið hafði að eigin frumkvæði útbúið skjal með umbeðnum upplýsingum og sent þær með tölvupósti. Með hliðsjón af atvikum máls taldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál tækt að fjalla um hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að tölvupóstinum. Nefndin benti á að tölvupósturinn innibæri upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Var það niðurstaða nefndarinnar að ekkert í gagninu væri þess eðlis að heimilt væri að takmarka aðgang kæranda að þeim vegna hagsmuna þriðja aðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að tölvupóstinum. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 6. júlí 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 690/2017 í máli ÚNU 16110002. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 4. nóvember 2016, kærðu GV Gröfur ehf. synjun Akureyrarbæjar frá 6. október 2016 á beiðni fyrirtækisins, dags. 25. ágúst, um aðgang að launamiðum tiltekinna verktaka fyrir árin 2013 til 2015. Í kæru kemur m.a. fram að kærandi telji að sveitarfélagið hafi ekki staðið rétt að framkvæmd útboða á snjómokstri og smáverkum. Því hafi kærandi óskað upplýsinga um útboðin og hafi hann m.a. fengið afhentar vinnuskýrslur og útgefnar verkbeiðnir. Við samanburð á verkbeiðnum og vinnuskýrslum hafi kæranda grunað að hann hafi ekki fengið allar vinnuskýrslurnar afhentar. Kærandi segir að eina leiðin til að sannreyna hvort hann hafi fengið allar þær upplýsingarnar sem hann bað um sé að fá afhenta útgefna verktakamiða. Tilgangur beiðninnar sé að reyna að upplýsa og koma í veg fyrir spillingu við úthlutun verkefna af hálfu sveitarfélagsins. Beiðni kæranda er sett fram með vísan til 5. gr. upplýsingalaga og 14. gr. laganna en kærandi segir gögnin varða hagsmuni sína af því að geta sannreynt hvort Akureyrarbær hafi brotið gegn réttindum hans vegna útboðanna. Í kæru kemur einnig fram að kærandi hafi síðast tekið þátt í útboði bæjarins árið 2010. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 7. nóvember 2016, var kæran kynnt Akureyrarbæ og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Þess var jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði. </p><p>Umsögn Akureyrarbæjar barst úrskurðarnefndinni þann 25. nóvember 2016. Í umsögninni kemur m.a. fram að kærandi krefjist gagna um heildargreiðslur bæjarins til þeirra aðila sem tilgreindir séu í kæru fyrir tiltekin ár. Akureyrarbær telur vandséð að gagnabeiðnin varði „mál“ í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga en að það sé ljóst með vísan til orðlags ákvæðisins að beiðni um gögn verði að varða tiltekið mál. Kærandi geti því ekki byggt kröfu sína á ákvæðinu. </p><p>Þá kemur fram að Akureyrarbær telji „verktakamiðana“ ekki hafa að geyma upplýsingar um greiðslur til þessara aðila vegna vinnu á grundvelli útboða. Bærinn skilji hugtakið „verktakamiðar“ þannig að um sé að ræða upplýsingar sem veittar séu ríkisskattstjóra skv. 92. gr. laga nr. 90/2003 um heildargreiðslur frá bænum til þessara aðila. Akureyrarbær hafi ekki tiltæk gögn um greiðslur eingöngu á grundvelli útboða. Bent er á að skyldan til að afhenda gögn samkvæmt upplýsingalögum nái aðeins til fyrirliggjandi gagna. </p><p>Í umsögninni kemur einnig fram að Akureyrarbær telji „verktakamiðana“ geyma upplýsingar um heildargreiðslur sem ekki sé heimilt að veita öðrum aðgang að. Því séu ekki lagaskilyrði til þess að verða við beiðni kæranda. Gögnin lúti að mikilvægum fjárhagsupplýsingum viðkomandi aðila og séu því undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hvað varðar tilvísun kæranda til 14. gr. upplýsingalaga telur Akureyrarbær að kærandi geti ekki verið aðili máls í skilningi ákvæðisins þar sem kærandi hafi ekki tekið þátt í útboðum á snjómokstri eða smáverkaútboðum frá árinu 2010. Að lokum kemur fram að þeim verktökum sem hlut eiga að máli hafi verið sent formlegt erindi þar sem óskað hafi verið eftir afstöðu þeirra til afhendingar gagnanna. </p><p>Með umsögn Akureyrarbæjar fylgdi tölvupóstur A til B, fjármálastjóra, dags. 22. nóvember 2016, þar sem teknar hafa verið saman upplýsingar um greiðslur til þeirra verktaka sem beiðnin nær til. Fram kemur í tölvupóstinum að upplýsingarnar hafi verið unnar úr rafrænni skrá sem send var skattstjóra árin 2012-2015. </p><p>Umsögn Akureyrarbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. nóvember 2016, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 19. desember 2016, er m.a. tekið fram að öll jarðvinnuverktaka eigi að fara fram á grundvelli útboða. Ef verktökunum hafi verið greitt vegna verka sem ekki voru framkvæmd á grundvelli útboða þá sé það vegna þess að bærinn hafi sniðgengið eigin útboð. Gerð sé krafa um að Akureyrarbær afhendi afrit verktakamiðanna sem upplýsi um heildargreiðslur til verktakanna á tímabilinu og því sé engin þörf á upplýsinga- eða bókhaldsvinnslu af hálfu bæjarins. </p><p>Kærandi bendir einnig á það að Akureyrarbær hafi ekki borið því við að afrit verktakamiðanna séu ekki til. Kærandi óski annað hvort eftir afritum verktakamiða sem send voru skattyfirvöldum eða upplýsingum úr bókhaldi bæjarins um greiðslur til hvers aðila fyrir sig fyrir hvert ár, staðfestum af endurskoðanda bæjarins eða löggiltum endurskoðanda. Að lokum er tekið fram að greiðslur Akureyrarbæjar til þeirra aðila sem um ræði séu vegna þjónustu þeirra við bæinn á þriggja ára tímabili og því fari fjarri að um geti verið að ræða fjárhagsmálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Þvert á móti eigi viðskipti sveitarfélagsins að vera öllum opin. </p><p>Með bréfi, dags. 16. maí 2017, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir upplýsingum frá Akureyrarbæ um afstöðu þeirra verktaka sem haft hafi verið samband við vegna gagnabeiðninnar. Með bréfum, dags. 30. maí, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu sömu verktaka til þess að kæranda yrði veittur aðgangur. Var þess jafnframt óskað að upplýst yrði hvort og hvernig afhending afrits af gögnunum gæti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi aðila yrði aðgangur veittur. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bárust athugasemdir fimm verktaka. Í bréfi framkvæmdastjóra G. Hjálmarssonar hf., dags. 2. júní 2017, kemur fram að engin ástæða sé til þess að upplýsingarnar verði undanþegnar upplýsingarétti almennings. Í bréfi frá Árna Helgasyni ehf., dags. 6. júní 2017, er tekið fram að ekki sé fallist á að Akureyrarbær láti þessar upplýsingar af hendi en gögnin varði upplýsingar um tilboð sem fyrirtækið hafi gert Akureyrarbæ og séu trúnaðargögn. Í þeim séu til dæmis einingaverð sem ekki skuli gerð opinber til samkeppnisaðila. Í bréfi frá fyrirtækinu Skútabergi ehf. kemur fram að fyrirtækið telji upplýsingarnar varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Skútabergs, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Fyrirtækið sem óski eftir gögnum sé samkeppnisaðili Skútabergs og því sé ekki vilji til þess að veita umbeðnar upplýsingar. Í bréfi fjármálastjóra Finns ehf. dags. 13. júlí 2017, kemur fram að fyrirtækið telji óheimilt að veita aðgang að upplýsingunum. GV Gröfur ehf. sé einn helsti samkeppnisaðili félagsins og sé líklegt að tilgangur upplýsingabeiðninnar sé að klekkja á félaginu. Það sé í hæsta máta óeðlilegt að veita kæranda nokkrar fjárhagslegar eða aðrar upplýsingar sem lúti að starfsemi félagsins eða viðskiptum þess við Akureyrarbæ. Þá hafði C samband við úrskurðarnefnd um upplýsingamál og tjáði nefndinni munnlega að hann veitti ekki samþykki sitt fyrir því að upplýsingarnar yrðu gerðar opinberar. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1. </h3><p>Í máli þessu er deilt um hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að verktakamiðum sem Akureyrarbær sendi skattyfirvöldum vegna tíu verktaka á árunum 2013-2015. Samkvæmt skýringum bæjarins eru upplýsingarnar til en „ekki samandregnar í ákveðin afmörkuð gögn“. Hvað sem þessum skýringum sveitarfélagsins líður liggja umbeðnar upplýsingar fyrir samanteknar, sbr. tölvupóst A til B, fjármálastjóra, dags. 22. nóvember 2016.</p><p>Af ákvæðum 1. mgr. 5. gr., 1. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að skylda til afhendingar gagna nær aðeins til fyrirliggjandi gagna. Gagn telst vera fyrirliggjandi í skilningi upplýsinglaga ef það er til og í vörslum þess aðila sem beiðni beinist að, þegar beiðni um það kemur fram. Lögin skylda almennt ekki stjórnvöld, eða lögaðila sem falla undir þau, til að útbúa ný gögn. Í máli því sem hér er til úrlausnar liggur fyrir að Akureyrarbær hefur útbúið skjal þar sem teknar eru saman heildargreiðslur bæjarins til tiltekinna verktaka fyrir tiltekið tímabil, sbr. fyrrnefndan tölvupóst A til B, fjármálastjóra, dags. 22. nóvember 2016, þar sem teknar hafa verið saman upplýsingar um greiðslur til þeirra verktaka sem beiðnin nær til. Það má því telja ljóst að gögn sem beiðni kæranda um aðgang að voru í raun í vörslum Akureyrarbæjar þegar beiðni kæranda barst enda þótt þau kunni að hafa verið á víð og dreif meðal annarra gagna í vörslum bæjarins. Af hálfu bæjarins var hins vegar, að eigin frumkvæði, samið skjal það sem að framan er lýst. Með tilliti til þess og annarra atvika málsins þykir tækt að leysa efnislega úr hvort kærandi á rétt á aðgangi að tölvupóstinum og þeim upplýsingum sem þar koma fram. </p><h3>2.</h3><p>Akureyrarbær byggir á því að gagnabeiðnin varði ekki tiltekið mál í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með upplýsingalögum nr. 140/2012 var tilgreiningarregla upplýsingalaga rýmkuð en samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Því er ekki gerð krafa um að gögn tilheyri tilteknu máli. Beiðni kæranda nær til upplýsinga um greiðslur bæjarins til tiltekinna verktaka á tilteknum árum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að kærandi hafi með nægjanlega skýrum hætti tilgreint hvaða gögnum hann óskar aðgangs að svo unnt sé að taka beiðni hans til efnislegrar meðferðar. </p><h3>3.</h3><p>Kærandi telur sig eiga rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli meginreglu 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings og 14. gr. laganna um upplýsingarétt aðila ef gögn geyma upplýsingar um hann sjálfan. </p><p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skýrt ákvæðið svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Í úrskurðarframkvæmd hefur nefndin litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. 570/2015, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, A-432/2014 og A-541/2014. Í þessu máli liggur fyrir að kærandi var ekki þátttakandi í þeim útboðum sem gagnabeiðnin nær til. Þá telur nefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingarnar varði kæranda með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Verður réttur kæranda til aðgangs að gögnunum því ekki reistur á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í málinu verður því leyst úr því hvort kærandi eigi rétt til aðgangs á grundvelli meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. </p><h3>4.</h3><p>Synjun bæjarins er reist á því að um sé að ræða upplýsingar um fjárhagsmálefni þriðja aðila sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. laganna. Í 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila nema sá samþykki sem í hlut á. Í málinu liggur fyrir að forsvarsmenn fyrirtækisins G. Hjálmarssonar hf. leggjast ekki gegn því að upplýsingarnar verði gerðar opinberar. Með vísan til þeirrar afstöðu þykir ljóst að Akureyrarbæ bar að afhenda kæranda upplýsingar um greiðslur til fyrirtækisins sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Forsvarsmenn fyrirtækjanna Árni Helgason ehf., Skútaberg ehf., Finnur ehf. og C leggjast hins vegar gegn því að aðgangur að upplýsingum er varða þau verði veittur. Önnur fyrirtæki hafa ekki gefið upp afstöðu sína til afhendingar. Því þarf að meta hvort rétt sé að undanskilja þær upplýsingar sem lúta að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. </p><p>Við beitingu ákvæðis 9. gr. upplýsingalaga verður að hafa í huga að lögin gera ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það sé að það verði ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.</p><p>Umbeðin gögn fjalla um það hvernig Akureyrarbær hefur ráðstafað opinberum hagsmunum. Úrskurðarnefndin hefur í fyrri úrskurðum byggt á því að sjónarmiðið um það að upplýsingar um umsamið endurgjald fyrir kaup á þjónustu opinberra aðila skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 596/2015 og 635/2016. Er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ekkert í umbeðnum gögnum sé þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang kæranda að þeim vegna hagsmuna þriðja aðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Er því Akureyrarbæ skylt að afhenda kæranda tölvupóst A til B, fjármálastjóra, dags. 22. nóvember 2016, þar teknar hafa verið saman upplýsingar úr rafrænni skrá sem send var skattstjóra árin 2012-2015 um greiðslur til þeirra verktaka sem beiðnin nær til. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Akureyrarbæ er skylt að afhenda kæranda tölvupóst A til B, dags. 22. nóvember 2016, þar sem teknar hafa verið saman upplýsingar úr rafrænni skrá sem send var skattstjóra árin 2012-2015 um greiðslur til 10 tilgreindra verktaka. </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
688/2017. Úrskurður frá 6. júlí 2017 | Deilt var um aðgang að tilboðum fyrirtækis í gerð vefsíðna fyrir Reykjanesbæ sem synjaði um afhendingu gagnanna með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki að í gögnunum fælust upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni tilboðsgjafa að undanskildum upplýsingum um viðskiptamenn fyrirtækisins. Var því aðgangur veittur að hluta. Beiðni kæranda um tilboðsbeiðni sveitarfélagsins var vísað til nýrrar meðferðar þar sem ekki hafði verið tekin afstaða til aðgangs að því gagni. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 6. júlí 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 688/2017 í máli nr. ÚNU 16070007.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi, dags. 20. júlí 2016, kærði A synjun Reykjanesbæjar frá 6. júlí um afhendingu gagna er varða tilboðsumleitanir sveitarfélagsins vegna gerð þriggja vefsíðna. Í synjun Reykjanesbæjar á gagnabeiðninni kemur fram að leitað hafi verið eftir tilboðum hjá tveimur fyrirtækjum, Kosmos & Kaos og Stefnu. Reykjanesbær hafi leitað samþykkis fyrirtækjanna fyrir afhendingu tilboðanna. Kosmos & Kaos hafi ekki lagst gegn aðgangi en Stefna hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir því að tilboð fyrirtækisins væri gert opinbert. Í synjun Reykjanesbæjar kemur fram að þar sem Stefna hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir afhendingu gagnanna væri bænum óheimilt að veita aðgang að þeim, sbr. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Gögnin hafi að geyma upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins og gilti það sama um samning Reykjanesbæjar við Stefnu.</p> <p>Í kæru er farið fram á að Reykjanesbær afhendi þau gögn sem óskað hafi verið eftir í gagnabeiðni en þau eru:</p> <ol> <li> <p>„Allar tilboðsbeiðnir sem sendar voru út til fyrirtækja þegar þessir vefir voru síðast gerðir.“</p> </li> <li> <p>Svör allra fyrirtækja við tilboðsbeiðnum, utan þess tilboðs sem kærandi hafi fengið afhent.</p> </li> <li> <p>„Samningur Reykjanesbæjar við fyrirtækið/fyrirtækin sem hönnuðu, hýsa og uppfæra vefina.“</p> </li> </ol> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 2. ágúst 2016, var Reykjanesbæ kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn Reykjanesbæjar barst þann 6. september 2016. Samhliða afhenti Reykjanesbær úrskurðarnefndinni afrit af eftirfarandi gögnum í trúnaði:</p> <ol> <li> <p>Tilboð Stefnu ehf., dags. 27. maí 2015</p> </li> <li> <p>Tilboð Stefnu ehf., dags. 8 júlí 2015</p> </li> <li> <p>Kostnaðaráætlun Kosmos & Kaos</p> </li> </ol> <p>Í umsögn Reykjanesbæjar er sú afstaða ítrekuð að gögnin geymi mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem sendu tilboð til bæjarins og afhending þeirra því óheimil með vísan til 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Gögnin hafi að geyma viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu viðkomandi fyrirtækja og kynni afhending þeirra því að valda skaða þar sem samkeppnisaðilar gætu notfært sér upplýsingarnar. Gögnin séu þess eðlis að upplýsingar um þau til óviðkomandi gætu skaðað rekstrarfærni fyrirtækjanna. Því telji Reykjanesbær að hagsmunir fyrirtækjanna vegi þyngra en hagsmunir kæranda og almennings af því að fá aðgang að gögnunum. Þá komi ekki til greina að afhenda skjölin að hluta, þar sem þau geymi viðkvæmar upplýsingar í heild sinni.</p> <p>Umsögn Reykjanesbæjar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 8. september 2016, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með bréfi dags. 22. september 2016. Kærandi bendir á að hann hafi m.a. óskað eftir útsendum bréfum Reykjanesbæjar til fyrirtækja varðandi þessar þrjár vefsíður. Kærandi viti ekki hvaða upplýsingum Reykjanesbær hafi óskað eftir, en af svari sveitarfélagsins megi ráða að óskað hafi verið eftir upplýsingum um verð þjónustunnar, hæfni fyrirtækjanna og hugbúnað. Kærandi telur Reykjanesbæ ekki hafa fært fram rök fyrir synjun á afhendingu bréfanna. Varðandi upplýsingar um verð telur kærandi að aðeins geti verið um að ræða verð sem fyrirtækið leggi á þá þjónustu sem það bjóði Reykjanesbæ en ekki upplýsingar um hvernig fyrirtækin hagi samstarfi við önnur fyrirtæki eða hagi kaupum á vörum og þjónustu almennt. Um hæfni fyrirtækjanna tekur kærandi fram að hún sé ein helsta auglýsingavara fyrirtækja og ítarlega útlistuð á vefsíðum þeirra. Því væri erfitt að sjá hvernig slíkar upplýsingar geti talist til trúnaðargagna. Greinargóðar lýsingar á hugbúnaði sem fyrirtækin bjóða komi fram á vefsíðum fyrirtækjanna. Ef Reykjanesbær hafi ekki óskað eftir upplýsingum um viðskiptakjör vefhönnunarfyrirtækjanna við aðra aðila hljóti það að vera fyrirtækjunum meinalaust að gögnin komi fyrir augu almennings. Kærandi fer fram á aðgang að hluta umbeðinna gagna ef ekki teljist heimilt að veita aðgang að þeim í heild sinni. </p> <p>Með bréfi, dags. 12. maí 2017, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að Reykjanesbær afhenti nefndinni samning bæjarins við Stefnu ehf. Þann 23. maí 2017 barst nefndinni á ný gagnið „Tilboð Stefnu ehf. dags. 8 júlí 2015.“ Með bréfi, dags. 6 júní 2017, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Reykjanesbær upplýsti hvort gagnið væri samningurinn sem vísað var til í bréfi bæjarins til kæranda dags. 6. júlí 2016. Með tölvupósti, dags. 12. júní 2017, staðfesti Reykjanesbær að tilboðið væri jafnframt samningur aðila.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar beiðni um afhendingu gagna vegna tilboðsumleitana Reykjanesbæjar í tengslum við vefsíðugerð fyrir sveitarfélagið. Af kæru má ráða að kærandi hafi þegar fengið afhenta kostnaðaráætlun Kosmos & Kaos sem veitti samþykki sitt fyrir afhendingu hennar. Verður því ekki fjallað um rétt kæranda til aðgangs að kostnaðaráætluninni, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Ekki verður séð að Reykjanesbær hafi tekið afstöðu til beiðni kæranda um aðgang að tilboðsbeiðni Reykjanesbæjar sem send var fyrirtækjunum. Með vísan til 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga ber Reykjanesbæ að taka beiðni kæranda að þessu leyti til meðferðar, hafi svo ekki verið gert.</p> <p>Þá upplýsti Reykjanesbær úrskurðarnefndina um að skjalið „Tilboð Stefnu ehf. dags. 8 júlí 2015“ væri jafnframt sá samningur aðila sem vísað var til í synjunarbréfi bæjarins til kæranda. Í ljósi þessa verður tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að þeim gögnum sem Reykjanesbær afhenti úrskurðarnefndinni og sem kærandi hefur ekki nú þegar undir höndum en þau eru:</p> <ol> <li> <p>Tilboð Stefnu ehf. dags. 27. maí 2015</p> </li> <li> <p>Tilboð Stefnu ehf. dags. 8 júlí 2015</p> </li> </ol> <h3>2.</h3> <p>Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Reykjanesbær telur óheimilt að veita aðgang að gögnunum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þar kemur fram í 1. málsl. að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í 2. málsl. segir að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Fyrir liggur að Stefna ehf. samþykkir ekki að þau gögn sem stafa frá fyrirtækinu verði gerð opinber. Því reynir á hvort gögnin geymi upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Stefnu ehf. sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga verður að hafa í huga að lögin gera ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að tjón muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.</p> <h3>3.</h3> <p>Tilboð Stefnu, dags. 27. maí 2015 og 8. júlí 2015, eru nánast sama efnis fyrir utan kostnaðaráætlun. Þau innihalda m.a. útlistun á efni tilboðsins, og lýsingu á eiginleikum vefumsjónarkerfisins. Þá koma fram upplýsingar um það hvaða starfsmenn komi að uppsetningu vefsvæðisins og hvaða vefsíður fyrirtæki hafi unnið fyrir aðra viðskiptamenn. Einnig fylgja sundurliðaðar kostnaðaráætlanir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað gögnin með tilliti til þess að vega saman hagsmuni viðkomandi fyrirtækja af því að leynd sé haldið um gögnin annars vegar og hins vegar þá almannahagsmuni að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi.</p> <p>Í málum sem varða beiðnir um aðgang að einingaverði tilboða í opinberum útboðum aðila hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum af því að rétt sé staðið að framkvæmd þeirra. Þá hefur verið talið að almannahagsmunir standi til þess að veittur sé aðgangur að gögnum um ráðstöfun opinbers fjár, auk þess sem fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum. Þrátt fyrir að kærandi hafi ekki tekið þátt í tilboðsumleitan Reykjanesbæjar hefur hann hagsmuni af því að vita úr hvaða möguleikum sveitarfélagið hafði að velja við ákvörðun um að ráðstafa fjármunum. Í því sambandi ber að líta til þess að ferlið var ekki opinbert í þeim skilningi að öllum fyrirtækjum sem áhuga höfðu á að taka þátt í tilboðsumleitaninni stæði það jafnt til boða. Því var kæranda eða öðrum aðilum ekki unnt að vera eiginlegir þáttakendur í tilboðsumleitaninni. Því eiga framangreind sjónarmið um hagsmuni almennings við í málinu með áþekkum hætti, enda þó ekki sé um eiginlegt útboð að ræða.</p> <p>Fallast má á það með Reykjanesbæ að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti að einhverju leyti skaðað samkeppnisstöðu þeirra. Þá er ekki loku fyrir það skotið að slíkar upplýsingar kunni að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga. Þetta sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að geta þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem taka þátt í tilboðsumleitunum stjórnvalda eða gera samninga við stjórnvöld er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða hverju sinni að vera undir það búin að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum í tengslum við tilboðsumleitanir eða gerð samninga.</p> <h3>4.</h3> <p>Á stöku stað í hinum umbeðnu gögnum koma fram upplýsingar sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að eins og hér standi á geti talist til viðskiptaleyndarmála í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þ.e. upplýsingar um aðra viðskiptavini sem fyrirtækið Stefna ehf. tilgreindi í tilboðum sínum. Skoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur ekki leitt í ljós að í gögnunum komi fram aðrar upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eins og ákvæðið verður skýrt í ljósi þeirra sjónarmiða sem hér hafa verið rakin. Því verður ekki fallist á að heimilt hafi verið að takmarka rétt kæranda til aðgangs, sem hann nýtur samkvæmt meginreglu 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings, umfram þá hluta gagnanna sem áður var lýst, sbr. 3. mgr. ákvæðisins. Af framangreindu leiðir að Reykjanesbæ ber að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum að hluta eins og nánar greinir í úrskurðarorði.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Reykjanesbæ ber að afhenda kæranda A eftirfarandi gögn:</p> <ol> <li> <p>Tilboð Stefnu ehf., dags. 27. maí 2015, að undanskildum bls. 8-10.</p> </li> <li> <p>Tilboð Stefnu ehf., dags. 8. júlí 2015, að undanskildum bls. 8-10.</p> </li> </ol> <p>Beiðni kæranda um aðgang að upphaflegri tilboðsbeiðni Reykjanesbæjar er vísað til nýrrar meðferðar hjá Reykjanesbæ.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p>Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> |
691/2017. Úrskurður frá 6. júlí 2017 | Kærð var synjun Matvælastofnunar á beiðni blaðamanns um aðgang að gögnum um aðbúnað dýra á tilteknu lögbýli. Synjun stofnunarinnar var byggð á á 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ljóst að þær upplýsingar sem fram kæmu í gögnunum varði einkamálefni einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Þegar vegnir væru saman hagsmunir aðila málsins af því að upplýsingar um viðkvæm persónuleg málefni þeirra fari leynt á móti þeim almennu hagsmunum sem felast í því að fjölmiðlar fái aðgang að gögnum um aðbúnað dýra, þótti nefndinni hinir fyrrgreindu vega þyngra. Var því ákvörðun Matvælastofnunar um synjun beiðni kæranda staðfest. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 6. júlí 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 691/2017 í máli ÚNU 16120005. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 28. desember 2016, kærði A, blaðamaður ákvörðun Matvælastofnunar, dags. 30. nóvember 2016, um synjun beiðni kæranda um aðgang að gögnum um aðbúnað dýra sem haldin eru á tilteknu lögbýli. </p><p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi sent beiðni til stofnunarinnar þann 29. nóvember 2016. Í hinni kærðu ákvörðun var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að umbeðin gögn hefðu að geyma upplýsingar um einka- eða fjárhagsmuni einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi kveðst ekki fara fram á gögn um einkamálefni einstaklinga, heldur sé leitast við að fá vitneskju um aðfinnslur dýralækna á aðbúnaði dýra sem sé hluti af atvinnurekstri bús. Í skattalögum sé gerður skýr greinarmunur á heimilum fólks á bújörðum og starfsemi á lögbýlinu. Þá sé landbúnaður og framleiðsla landbúnaðarafurða, svo sem sauðfjárframleiðsla, skilgreind sem atvinnugrein og lúti sömu lögmálum og aðrar greinar.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt Matvælastofnun með bréfi, dags. 27. janúar 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn stofnunarinnar, dags. 13. febrúar 2017, segir að beiðni kæranda hafi verið afmörkuð við gögn, eftirlitsskýrslur, bréf og önnur samskipti sem snúa að eftirliti starfsmanna stofnunarinnar með dýrahaldi á bænum. Matvælastofnun fari með eftirlit með aðbúnaði dýra á grundvelli laga nr. 55/2013, áður laga nr. 103/2002. Dýrunum sé haldið á lögheimili einstaklinga. Einn ábúandinn sé skráður fyrir dýrunum og eignir, fé, innlegg og annað skráð á kennitölu hans. Þessi einstaklingur sé umráðamaður dýranna og persónulega ábyrgur fyrir aðbúnaði þeirra. </p><p>Í umsögn Matvælastofnunar er fjallað almennt um sjónarmið varðandi aðgang að gögnum sem verða til vegna eftirlits með dýrahaldi hjá einstaklingum. Þá segir að við eftirlit stofnunarinnar geti komið í ljós frávik vegna krafna um aðbúnað, umhirðu og fóðrun dýra eins og þeim er lýst í lögum og reglugerðum. Í umbeðnum gögnum komi fram upplýsingar um það hvort einstaklingar hafi eða hafi ekki gerst sekir um brot á lögum og reglugerðum. Upplýsingarnar snúi einnig að ýmsum fjárhagslegum þáttum og margvíslegum persónulegum upplýsingum, svo sem um félagsleg vandamál. Oft geti afskipti stofnunarinnar skýrst af vandamálum vegna heilsubrests eða áfengis- og vímuefnanotkunar. Í greinargerð með 9. gr. upplýsingalaga segi að allar upplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu undanþegnar aðgangi almennings. Matvælastofnun hafi því metið það svo að gögn er innihaldi upplýsingar um hvernig einstaklingar halda dýr og samskipti stofnunarinnar vegna slíkra mála falli undir 9. gr. laga nr. 140/2012.</p><p>Matvælastofnun tekur fram að úrskurðarnefndin hafi kveðið á um að upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður eða ákærður fyrir refsiverðan verknað teljist tvímælalaust til viðkvæmra persónuupplýsinga og að óheimilt sé að veita almenningi upplýsingar um hvort tiltekin háttsemi hafi veitt stofnunum tilefni til að kæra mál eða vísa því til saksóknar. Umboðsmaður Alþingis hafi komist að sömu niðurstöðu í áliti sínu nr. 5142/2007. Vert sé að hafa í huga að með því að afhenda takmarkaðan hluta af skýrslum um dýrahald einstaklinga sé með óbeinum hætti verið að veita upplýsingar sem falli undir 9. gr. upplýsingalaga. </p><p>Með erindi, dags. 10. mars 2017, var kæranda sent afrit af umsögn Matvælastofnunar og veittur kostur á því að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p><h3>Niðurstaða</h3><p>Mál þetta varðar beiðni blaðamanns um aðgang að gögnum í vörslum Matvælastofnunar um aðbúnað dýra á tilteknu lögbýli. Synjun stofnunarinnar á beiðni kæranda byggir á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en þar segir orðrétt:</p><blockquote><p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ </p></blockquote><p>Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi: </p><blockquote><p>„Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“ </p></blockquote><p>Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni:</p><blockquote><p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“</p></blockquote><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem Matvælastofnun taldi falla undir beiðni kæranda. Gögnin eru einkum eftirlitsskýrslur, gögn og önnur samskipti er snúa að eftirliti starfsmanna stofnunarinnar með dýrahaldi á tilteknu lögbýli á grundvelli laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Í tilvikum þar sem umráðamenn dýra gerast brotlegir við lögin hvílir ábyrgðin hjá þeim persónulega, þar með talin hugsanleg refsiábyrgð, sbr. 45. gr. laganna. Tekið er undir þau sjónarmið Matvælastofnunar að það leiði m.a. af framangreindu að einstakir starfsmenn fyrirtækja og eigendur lögbýla sem eru með dýrahald geti talist brotlegir í störfum sínum. Því er fallist á að um takmarkanir á rétti kæranda til aðgangs að gögnum fari samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að það sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar eru m.a. nefndar til sögunnar upplýsingar um það hvort maður hafi verið grunaður fyrir refsiverðan verknað, sbr. b-lið 8. tl. 1. mgr. 2. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Brot gegn lögum um velferð dýra nr. 55/2013 geta varðað sektum eða fangelsi allt að einu ári, sbr. 45. gr. laganna. </p><p>Samkvæmt framangreindu er ljóst að upplýsingar af þeim toga sem finna má í umbeðnum gögnum varða einkamálefni einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Við mat á því hvort sanngjarnt er og eðlilegt að upplýsingar af þessu tagi fari leynt á grundvelli ákvæðisins hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál haft hliðsjón af því að fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki við að stuðla að upplýstri umræðu í samfélaginu, þar á meðal um málefni er varða dýrahald. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 676/2017 frá 23. mars 2017 var til að mynda komist að þeirri niðurstöðu að fjölmiðill ætti rétt til aðgangs að upplýsingum um mál sem Matvælastofnun hafði til meðferðar vegna meintra brota á lögum nr. 55/2013, þó þannig að afmáðar væru upplýsingar sem gæfu til kynna hverjir aðilar málsins fyrir stofnuninni væru. Í málinu sem hér er til meðferðar er hins vegar ljóst að kærandi hefur vitneskju um hverjir teljast aðilar þeirra mála sem Matvælastofnun hefur haft til meðferðar og umbeðin gögn tilheyra. Þegar vegnir eru saman hagsmunir aðila málsins af því að upplýsingar um viðkvæm persónuleg málefni þeirra fari leynt á móti þeim almennu hagsmunum sem felast í því að fjölmiðlar fái aðgang að gögnum um aðbúnað dýra, þykja hinir fyrrgreindu vega þyngra eins og hér háttar til. Verður því ákvörðun Matvælastofnunar um synjun beiðni kæranda staðfest.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Staðfest er ákvörðun Matvælastofnunar, dags. 30. nóvember 2016, um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum um aðbúnað dýra sem haldin eru á tilteknu lögbýli.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
689/2017. Úrskurður frá 6. júlí 2017 | Kærð var synjun embættis landlæknis á beiðni um aðgang að samstarfssamningi embættisins, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og TM Software um þróun á hugbúnaði. Synjun embættisins var byggð á því að í samningnum kæmu fram upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni TM Software sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki hafa verið sýnt fram á að í samningnum kæmu fram upplýsingar sem væru til þess fallnar að valda fyrirtækinu tjóni yrði aðgangur veittur. Þá var litið til þess að upplýsingarnar lytu með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Nefndin taldi að þegar vegnir væru saman hagsmunir fyrirtæksins af því að efni samningsins færi leynt og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna, stæðu lagarök ekki til þess að heimilt væri að synja um aðgang að samningnum grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að samningnum í heild sinni. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 6. júlí 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 689/2017 í máli ÚNU 16090003.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi, dags. 8. september 2016, kærði Skræða ehf. synjun embættis landlæknis frá 11. ágúst 2016 á beiðni fyrirtækisins um aðgang að samstarfssamningi embættisins, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og TM Software (hér eftir skammstafað TMS) um þróun á hugbúnaði. Kærandi óskaði upphaflega eftir samningnum með beiðni dags. 15. október 2014 en var synjað um aðgang að honum með ákvörðun embættis landlæknis, dags. 31. október 2014. Kærandi kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 11. nóvember 2014. Með úrskurði nefndarinnar nr. 618/2016 var beiðninni vísað aftur til nýrrar meðferðar embættis landlæknis á þeim grundvelli að embættið hefði ekki lagt efnislegt mat á hvort kærandi ætti rétt til aðgangs að samstarfssamningnum á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p>Embætti landlæknis synjaði kæranda um aðgang að samningnum að nýju með bréfi, dags. 11. ágúst 2016. Þar er vísað til þess að óskað hafi verið eftir afstöðu TMS til afhendingar samningsins til kæranda og rökstuðnings fyrir því að synja beri um aðgang að honum. Rökstuðningur TMS er birtur í bréfinu. Í rökstuðningnum kemur fram að fyrirtækið samþykki ekki undir neinum kringumstæðum að samningurinn verði afhentur, hvorki í heild né að hluta. Í samningnum sé að finna upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni TMS auk viðkvæmra upplýsinga um tækni- og verkþekkingu fyrirtækisins sem teljist atvinnuleyndarmál þess. Komi því 9. gr. upplýsingalaga í veg fyrir aðgang að samningnum. TMS telur að miklu máli skipti að kærandi sé beinn samkeppnisaðili TMS. Í samningnum komi fram mikilvægar viðskiptaupplýsingar um höfundarétt TMS og atvinnuleyndarmál um tækni og virkni hugbúnaðarins. Þessar upplýsingar séu hugverkaréttindi TMS sem njóti lögverndar, m.a. skv. höfundalögum nr. 73/1972 og 16. gr. c. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðsetningu nr. 57/2005. Óeðlilegt væri ef fyrirtæki gætu hagnýtt sér upplýsingalög til þess að komast yfir mikilvægar upplýsingar um beinan samkeppnisaðila. Í rökstuðningi TMS er bent á að samningurinn uppfylli skilyrði 2. mgr. 39. gr. samnings um hugverkarétt í viðskiptum. Í fyrsta lagi sé efni samningsins leyndarmál þar sem það sé ekki almennt þekkt í tölvuhugbúnaðargeiranum. Í öðru lagi hafi samningurinn viðskiptalegt gildi fyrir TMS því hann sé leyndarmál fyrir samkeppnisaðilum TMS og í þriðja lagi hafi samningsaðilarnir gert eðlilegar ráðstafanir til að halda þeim leyndum, sbr. gagnkvæma trúnaðarskyldu aðila samningsins í grein 6.1 hans.</p> <p>Í rökstuðningi TMS kemur einnig fram að fyrirtækið líti svo á að samningurinn, einkum greinar 4.1, 4.2 og 4.3 séu atvinnuleyndarmál. Hagsmunir fyrirtækisins af því að halda upplýsingum sem þar komi fram leyndum, vegi því þyngra en þeir hagsmunir að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þessar greinar samningsins innihaldi m.a. áður óbirtar upplýsingar um verðlagningu á vöru í samkeppnisrekstri. Þá leggur TMS áherslu á að samningurinn fjalli um samstarf aðila en ekki einungis eina sölu. Í honum komi fram mat á því hve mikla fjármuni TMS muni að lágmarki leggja í verkefnið, þar sem greiðslur frá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu og embætti landlæknis standi ekki undir áætluðum þróunarkostnaði. Þá telur TMS að fylgiskjal nr. 1 með samningnum (verklýsing) innihaldi í heild sinni upplýsingar um atvinnuleyndarmál sem geti ekki talist upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna. Upplýsingarnar sem þar komi fram lýsi ekki endurgjaldi hins opinbera fyrir vörur eða þjónustu og skuli því vera undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum. Í fylgiskjalinu komi fram mikilvægar viðkvæmar upplýsingar um höfundarétt TMS og atvinnuleyndarmál um tækni og virkni hugbúnaðarins. Vísað er í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-422/2012, A-431/2012 og A-646/2012 sem fordæmi. Þá beri að horfa til þess að samningurinn hafi verið gerður stuttu áður en beiðni kæranda var lögð fram og því sé trúnaðargildi hans mikilvægara en ella gagnvart keppninautum TMS, sbr. forsendur niðurstöðu úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. A-422/2012.</p> <p>Í rökstuðningi TMS segir einnig að hafna beri kröfu kæranda um afrit að samningnum með vísan til 2. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga þar sem hugsanlegt sé að kærandi hafi lagt fram gagnabeiðni sína gagngert til að hafa áhrif á starfsemi TMS eða muni nota upplýsingarnar með ólögmætum hætti. Kærandi hafi krafist þess að fá afhent trúnaðargögn TMS í fjölmörgum málum fyrir samkeppnisyfirvöldum og gert þá kröfu að allir samningar TMS við velferðarráðuneytið verði lýstir ógildir. Að mati TMS er líklegt að kærandi hyggist nota samninginn til að skaða rekstur og orðspor TMS. Að lokum er tekið fram að þess sé krafist til vara að einstakir hlutar samningsins skuli ekki gerðir opinberir og þá einkum greinar 4.1-4.3 og fylgiskjal nr. 1 í heild sinni.</p> <p>Með ákvörðun embættis landlæknis, dags. 11. ágúst 2016, var beiðni kæranda synjað með vísan til rökstuðnings TMS. Fram kemur að embættið geri sjónarmið TMS að sínum. Þá er tekið fram að embættið meti það svo að upplýsingar sem fram komi í samningnum séu þess eðlis að 9. gr. upplýsingalaga komi í veg fyrir aðgang kæranda að þeim og að birting þeirra sé til þess fallin að valda fyrirtækinu tjóni. Samningurinn feli í heild í sér atvinnuleyndarmál og vegi hagsmunir TMS af því að halda efni hans leyndum, einkum gagnvart samkeppnisaðilum, þyngra en þeir hagsmunir að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Í samningnum sé að finna áður óbirtar upplýsingar um verðlagningu á vöru í samkeppnisrekstri auk þess sem samningurinn fjalli um samstarf aðila en ekki einungis beina sölu. Jafnframt séu upplýsingar í samningnum um hvað TMS muni sjálft leggja til verkefnisins auk viðkvæmra trúnaðar- og viðskiptaupplýsinga um höfundaréttarvarðar vörur framleiðenda og atvinnuleyndarmál um tækni og virkni hugbúnaðarins. Það sé því mat embættisins að upplýsingar sem fram komi í samningnum séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar séu þess eðlis að það geti komið niður á rekstrarfærni TMS og valdið tjóni, komist þær í hendur óviðkomandi aðila. Því væri synjað um aðgang að samningnum, bæði í heild og að hluta.</p> <p>Í kæru segir kærandi engin ný sjónarmið hafa komið fram í málinu. Þá ítrekar kærandi að ekki sé óskað eftir upplýsingum um atvinnuleyndarmál sem kunni að vera í samningnum. Markmið kæranda með gagnabeiðninni sé að ganga úr skugga um að lagaákvæðum varðandi opinbera stjórnsýslu og framkvæmd hennar hafi verið fylgt, sér í lagi lögum um opinber innkaup nr. 84/2007. Engin útboð hafi farið fram um lausnir fyrir rafrænar sjúkraskrár eða tengdar lausnir. Í kæru er tekið fram að eingöngu sé óskað eftir upplýsingum úr þeim hluta samnings er varði gildistíma hans og greiðsluupphæðir svo unnt sé að verðmeta samninginn til samræmis við kvaðir laga um opinber innkaup um útboðsskyldu. Þá telur kærandi að embætti landlæknis hafi við töku ákvörðunar sinnar ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni í samræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og meðalhófsreglu samkvæmt 12. gr. þeirra. Ekki megi ráða af hinni kærðu ákvörðun að embætti landlæknis hafi skoðað hvort unnt hafi verið að veita aðgang að hluta að samningnum. Kærandi telur andmæli TMS hafa athugasemdalaust verið lögð til grundvallar við ákvörðun embættisins um að synja kæranda um aðgang að gögnum.</p> <p>Þá bendir kærandi á að kaup opinberrar stofnunar á hugbúnaðarlausn geti aldrei talist einkamál þess fyrirtækis sem selur lausnina. Almenningur eigi rétt á upplýsingum um kaupin, s.s. um verð og aðrar fjárhagslegar skuldbindingar sem og tímalengd samninga. Kærandi hafi engar forsendur til að ætla að samningurinn varði annað en ráðstöfun opinbers fjármagns til kaupa á hugbúnaði.</p> <p>Kærandi bendir einnig á að TMS geri aðeins athugasemdir við að ákveðnum hlutum samningsins sé haldið leyndum en ekki samningnum í heild. Því sé mikilvægt að lagt sé mat á hvort ákveðnir hlutar samningsins kunni að flokkast sem atvinnuleyndarmál. Ekki séu gerðar athugasemdir við að þeim hlutum verði haldið leyndum.</p> <p>Auk þess gerir kærandi athugasemdir við fullyrðingar TMS um meintan brotavilja kæranda sem embætti landslæknis hafi gert athugasemdalaust að sínum. Enginn fótur sé fyrir slíkum ásökunum og engar upplýsingar hafi verið lagðar fram sem réttlæti að synjað verði um aðgang á grundvelli 2. tl. 4. mgr. 15. gr upplýsingalaga. Vísað er til úrskurðar nefndarinnar í máli A-560/2014 frá 17. nóvember 2014 þar sem nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að túlka bæri ákvæðið þröngt og gert þá kröfu að lögð væru fram haldbær gögn til stuðnings beitingu þess. Kærandi telji það sérstaklega ámælisvert að opinber stofnun skuli halda því fram að upplýsingabeiðni hafi verið lögð fram í ólögmætum tilgangi.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 15. september 2016, var kæran kynnt embætti landlæknis og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana.</p> <p>Umsögn embættis landlæknis er dagsett 14. október 2016. Þar kemur fram að embættið vísi til rökstuðnings í umsögn embættisins, dags. 12. desember 2015, og svari embættisins við beiðnum kæranda, dags. 11. ágúst 2016 og 31. október 2014. Embætti landlæknis fer fram á að kærandi fái samninginn ekki afhentan en verði ekki fallist á það gerir embættið þá kröfu að einstakir hlutar samningsins verði ekki gerðir opinberir og þá einkum greinar 4.1-4.3 í samningnum og fylgiskjal nr. 1. í heild sinni.</p> <p>Umsögn embættis landlæknis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 1. nóvember 2016, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 7. nóvember 2016, kemur fram að kærandi krefjist enn aðgangs að samningnum og ekkert í athugasemdum embættis landlæknis sé til þess fallið að breyta afstöðu fyrirtækisins í málinu.</p> <p>Með bréfi, dags. 12. maí 2017, óskaði úrskurðarnefndin eftir því við embætti landlæknis að það afhenti þau fylgiskjöl sem teldust hluti samningsins. Þau bárust nefndinni þann 24. maí 2017.</p> <h3>Niðurstaða </h3> <h3>1.</h3> <p>Í málinu reynir á rétt kæranda til aðgangs að samstarfssamningi embættis landlæknis, heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og TM Software (TMS) um þróun á hugbúnaði, dags. 14. febrúar 2013, ásamt tveimur fylgiskjölum með samningnum. Kærandi telur sig eiga rétt til aðgangs að samningnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings. Samkvæmt ákvæðinu er skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna.</p> <h3>2. </h3> <p>Í ákvörðun embættis landlæknis, dags. 11. ágúst 2016, er tekinn upp rökstuðningur TMS fyrir synjun á aðgangi að umbeðnum gögnum og vísað til þess að embættið geri þann rökstuðning að sínum. Í rökstuðningi TMS kemur fram að fyrirtækið telji að synja beri beiðni kæranda með vísan til 2. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um að beiðni megi í undantekningartilfellum hafna ef sterkar vísbendingar eru um að beiðni sé sett fram í ólögmætum tilgangi. Ekkert hefur komið fram í málinu sem styður þær fullyrðingar embættis landlæknis og TMS. Úrskurðarnefndin áréttar að það skiptir ekki máli í þessu sambandi hvort kærandi hafi látið reyna á rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum fyrir samkeppnisyfirvöldum og gert kröfu um að samningar TMS við velferðarráðuneytið yrðu ógiltir. Það getur ekki talist ólögmætur tilgangur í skilningi 2. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að sá sem beiðist aðgangs að gögnum ætli sér að nýta þau til stuðnings kröfum sínum fyrir stjórnvöldum. Verður því kæranda ekki synjað um aðgang að gögnunum á grundvelli ákvæðisins.</p> <h3>3.</h3> <p>Synjun embættis landlæknis á beiðni kæranda um afhendingu samningsins er einnig reist á því að samningurinn geymi upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni TMS sem sanngjarnt sé og eðlilegt sé að leynt fari og því sé óheimilt að veita aðgang honum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Fyrir liggur að TMS leggst gegn afhendingu samningsins.</p> <p>Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er stjórnvöldum óheimilt veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“</p> <p>Við mat á því hvort veita skuli aðgang að fjárhagslegum upplýsingum hefur úrskurðarnefndin lagt til grundvallar hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla megi að það væri til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtækjum tjóni, yrði aðgangur veittur að upplýsingunum. Er þá litið til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða. Enn fremur þarf að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, þ.e. hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja.</p> <h3>4.</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðins samnings auk fylgiskjala til þess að vega saman hagsmuni TMS af því að leynd sé haldið um þessi gögn annars vegar og hins vegar þá almannahagsmuni að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupi af þeim þjónustu, verk eða annað. Í þessum tilvikum takast á hagsmunir viðkomandi fyrirtækja af því að halda upplýsingum um viðskipti sín leyndum, þar með talið fyrir samkeppnisaðilum, og svo hagsmunir almennings af því að fá að vita hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað. Þá er rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða hverju sinni að vera undir það búnir að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga.</p> <p>Samningur TMS, embættis landlæknis og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um þróun á hugbúnaði, dags. 14. febrúar 2013, er fjórar bls. að lengd. Samningurinn geymir ákvæði um hlutverk aðilanna þar sem m.a. koma fram upplýsingar um hver leggi hvað til verkefnisins, verklag og verkefnisstjórn, tímaáætlun verkefnisins, greiðslur, gildistíma og önnur almenn samningsákvæði. Að auki eru í samningnum tilgreind tvö fylgiskjöl sem teljast hluti samningsins. Skjalið „Sjúklingaportall. Verklýsing, 11. janúar 2013“ geymir nákvæma lýsingu á verkefninu og skjalið „Tengiliðir aðila“ geymir nöfn, símanúmer og netföng tengiliða þeirra þriggja aðila sem standa að samningnum.</p> <p>Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar sem fram koma í samstarfssamningnum séu til þess fallnar að valda TMS tjóni verði þær gerðar opinberar. Þá lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Það er því niðurstaða nefndarinnar að þegar vegnir eru saman þeir hagsmunir sem TMS hefur af því að synjað verði um aðgang að samningnum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna hins vegar, standi lagarök ekki til þess að heimilt sé að synja um aðgang að samningnum í heild sinni á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til framangreinds og meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings ber embætti landlæknis að afhenda kæranda afrit af samstarfssamningi embættis landlæknis, heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og TM Software, dags. 27. desember 2012, auk beggja fylgiskjala við samninginn.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Embætti landlæknis ber að afhenda kæranda, Skræðu ehf., afrit af samstarfssamningi TM Software, embættis landlæknis og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, dags. 14. febrúar 2013, auk fylgiskjalanna „Sjúklingaportall. Verklýsing, 11. janúar 2013“ og „Tengiliðir aðila“.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
692/2017. Úrskurður frá 6. júlí 2017 | Kæru vegna synjunar á aðgangi að gögnum í vörslum Langanesbyggðar var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem sveitarfélagið afhenti kæranda gögnin eftir að kæra barst. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 6. júlí 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 692/2017 í máli ÚNU 17020007. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 21. febrúar 2017, kærði A, blaðamaður, synjun Langanesbyggðar á afhendingu gagna sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að sveitarfélaginu bæri að afhenda í úrskurði sínum nr. 662/2016 frá 30. nóvember 2016. Kærandi lagði fram beiðni um afhendingu gagnanna þann 28. desember 2016 og ítrekaði beiðnina þann 2. febrúar 2017. Sama dag barst bréf frá lögmanni Langanesbyggðar þar sem kæranda var tilkynnt að þar sem gögnin hafi ekki enn verið afhent aðila málsins væri ekki unnt að afgreiða beiðnina að svo stöddu. Í kæru er þess krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggi fyrir Langanesbyggð að afhenda strax umbeðin gögn. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 1. mars 2017, var kæran kynnt Langanesbyggð og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Með bréfi dags. 3. maí bárust þær skýringar frá Langanesbyggð að kærandi hafi fengið öll gögn afhent þann 22. febrúar 2017 og því væri ekki grundvöllur fyrir kærunni. Með bréfi dags. 8. maí 2017 var kæranda tilkynnt að þar sem aðgangur að umbeðnum gögnum hafi verið veittur yrði málið fellt niður hjá nefndinni nema rökstudd beiðni bærist frá kæranda um að meðferð þess yrði fram haldið. Kærandi mótmælti því að málið yrði fellt niður með bréfi, dags. 24. maí. Kærandi segir Langanesbyggð ítrekað hafa synjað ósk um afhendingu gagna sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi þó úrskurðað um að skyldu afhendast. Þar með hafi sveitarfélagið brotið gegn ákvæðum upplýsingalaga um aðgang almennings að upplýsingum. </p><p>Kærandi byggir jafnframt á því að Langanesbyggð hafi brotið gróflega ákvæði upplýsingalaga um málshraða. Langanesbyggð hafi allt fram til 21. febrúar 2017 ekki haft í hyggju að fara að upplýsingalögum. Rök Langanesbyggðar hafi verið algerlega ómálefnaleg. Kærandi hafi sent ítrekaðar beiðnir og áskoranir um afhendingu gagnanna og því hafi ekki verið önnur leið fær en að leita ásjár úrskurðarnefndarinnar. Kærandi telur það sérstaklega ámælisvert af hálfu lögmanns sveitarfélagsins að draga upp þá röngu mynd af atburðarásinni að kæra hafi borist eftir að sveitarfélagið afhenti gögnin. Því fari fjarri að kæran hafi verið lögð fram af tilefnislausu. Kærandi telur ótækt að aðilar í stjórnsýslunni temji sér þau vinnubrögð að tefja afhendingu gagna að eigin geðþótta með því að láta þau ekki af hendi fyrr en kæra kemur fram. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ætti að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir að þetta verði viðteknir starfshættir. Í ljósi þessa telur kærandi mikilvægt að úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti með formlegum hætti að Langanesbyggð hafi í reynd gerst brotleg við upplýsingalög með framgöngu sinni í þessu máli. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Mál þetta lýtur að afgreiðslu Langanesbyggðar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem sveitarfélaginu var gert skylt að veita aðgang að með fyrri úrskurði nefndarinnar með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Fyrir liggur að sveitarfélagið afhenti kæranda umbeðin gögn eftir að kærandi lagði fram kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. </p><p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá leiðir af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að til nefndarinnar er einnig heimilt að kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðni um upplýsingar samkvæmt lögum um upplýsingarétt almennings. Eins og staða málsins er nú verður ekki séð að fyrir liggi ágreiningur um framangreind atriði og af þeim sökum verður ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru A, blaðamanns, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
686/2017. Úrskurður frá 2. júní 2017 | Kæru vegna beiðni um upplýsingar um umsækjendur í starf við félagslega liðleiðslu fyrir börn og fullorðna hjá Vestmannaeyjabæ var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem Vestmannaeyjabær hafði gefið þær skýringar að enginn hafi sótt um starfið. Lá því ekki fyrir synjun á afhendingu gagna, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 2. júní 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 686/2017 í máli ÚNU 16110007.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi, dags. 10. nóvember 2016, kærði A afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um gögn. Með bréfi, dags. 1. nóvember 2016, óskaði kærandi eftir nöfnum þeirra sem sóttu um starf við félagslega liðsveislu fyrir börn og fullorðna. Erindi kæranda var svarað með bréfi dags. 4. nóvember þar sem fram kom að engar upplýsingar lægju fyrir um umsóknir í félagslega liðveislu. Í kæru segir kærandi það útilokað að engar upplýsingar liggi fyrir um umsóknir sem bárust um starf eftir að umsóknarfrestur fyrir starfið er liðinn. Er þess krafist að Vestmannaeyjabæ verði gert skylt að svara beiðni kæranda.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með bréfi dags. 22. nóvember 2016 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Þess var jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði.</p> <p>Í umsögn Vestmannaeyjabæjar, dags. 24. nóvember 2016, kemur fram að með svari bæjarins frá 1. nóvember um að „engar upplýsingar liggi fyrir um umsóknir í félagslega liðveislu“ hafi verið átt við að engar umsóknir um starf í félagslegri liðveislu hafi borist á þeim tíma sem erindinu var svarað.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta lýtur að afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf félagslegrar liðveislu. </p> <p>Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar kemur fram að í svari bæjarins til kæranda þess efnis að engin gögn væru fyrirliggjandi hjá bænum er féllu undir gagnabeiðnina hafi falist að enginn hafi sótt um starfið á þeim tíma sem beiðninni var svarað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til að draga í efa þá staðhæfingu. Þau gögn sem kærandi óskaði eftir lágu því ekki fyrir hjá Vestmannaeyjabæ þegar beiðni kæranda var svarað. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 10. nóvember 2016, á hendur Vestmannaeyjabæ.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
683/2017. Úrskurður frá 2. júní 2017 | Kærandi óskaði eftir gögnum í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands er varða Landsbanka Íslands. Úrskurðarnefnd tók fram að 1. mgr. 13. gr. nr. 87/1998 laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um Seðlabanka Íslands feli í sér sérstaka þagnarskyldu og takmarki þar af leiðandi aðgang almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Talið var að hluti umbeðinna gagna féllu undir þessar þagnarskyldureglur og þar af leiðandi ekki unnt að veita aðgang að þeim. Var því synjun Þjóðskjalasafns Íslands staðfest. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 2. júní 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 683/2017 í máli ÚNU 16060005. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 6. júní 2016, kærði A, hrl., f.h. Brit Insurance Ltd., QBE Insurance (Europe) Ltd., Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., Allianz Global Corporate & Specialty AG, Novae Syndicate 2007, Dan Re Syndicate 1400, QBE Syndicate 1886 og fleiri erlendra vátryggjenda („kærendur“) ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 6. maí 2016, um aðgang kærenda að gögnum. </p><p>Í kæru kemur fram að Landsbanki Íslands hf. hafi höfðað nokkur dómsmál á hendur kærendum til greiðslu úr svokallaðri stjórnendatryggingu. Vátryggingartímabili tryggingarinnar hafi verið ætlað að vera frá 1. febrúar 2008 til 1. febrúar 2009. Landsbankinn hafi krafist greiðslu úr tryggingunni á þeim grundvelli að hún ætti að bæta tjón sem hann hafi orðið fyrir vegna meintrar saknæmrar háttsemi fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna hans. Kærendur hafi hins vegar alfarið hafnað gildi tryggingarinnar og allri ábyrgð á grundvelli hennar þar sem þeir hafi ekki verið upplýstir um misferli og margvísleg brot sem framin hefðu verið af hálfu Landsbankans og starfsmanna hans fyrir töku tryggingarinnar. Þar að auki hafi þeim verið veittar rangar upplýsingar um fjölda atriða í umsóknareyðublaði fyrir trygginguna. Kærendur segjast vinna að öflun gagna um framangreind atriði og hyggjast leggja þau fram í dómsmálunum sem áður var getið.</p><p>Með beiðni kærenda, dags. 5. apríl 2013, var óskað eftir gögnum í tengslum við málareksturinn. Hlutar beiðninnar hafa áður komið til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni í úrskurðum nr. 588/2015 og 652/2016. Með hinni kærðu ákvörðun, dags. 6. maí 2016, tók Þjóðskjalasafn afstöðu til hluta beiðninnar og synjaði kærendum um aðgang að sex nánar tilgreindum gögnum. Þá vísaði safnið beiðni kærenda um aðgang að nánar tilgreindum gögnum frá, þar sem þau fyndust ekki í vörslum þess. Kærendur segjast ekki vera í stöðu til að vita hvort gögnin fyrirfinnist hjá Þjóðskjalasafni en áskilja sér rétt til að kæra þennan þátt síðar ef fram koma upplýsingar um það. Kæra kærenda tekur þannig til eftirfarandi liða í hinni upprunalegu beiðni:</p><ol><li><p>Gögn um stöðu eiginfjár Landsbanka Íslands á hverjum tíma á tímabilinu september 2007 til mars 2008</p></li><li><p>Yfirlit Landsbanka Íslands um hverjir flokkuðust sem aðilar tengdir Landsbanka, stærstu eigendur bankans og stærstu viðskiptavini hans frá byrjun árs 2007 til loka mars 2008</p></li><li><p>Fundargerð vegna innanhússfundar Fjármálaeftirlitsins frá 29. mars 2007</p></li><li><p>„Deed of assignment of loan receivable and assigned monies by Landsbanki Luxembourg S.A. in favour of Landsbanki Íslands hf. – Appendix 1“, dags. 3. október 2008</p></li><li><p>Fundargerð vegna fundar Seðlabanka Íslands og bankastjóra Landsbanka Íslands þann 30. mars 2008</p></li><li><p>Öll skrifleg samskipti milli Landsbanka Íslands hf. og Seðlabanka Íslands á tímabilinu janúar 2007 til mars 2008 og fundargerðir funda Landsbanka og Seðlabanka Íslands á sama tímabili</p></li></ol><p>Það athugast að í kæru er hvorki minnst á né fjallað um skjal undir d)-lið. Orðalag kæru að öðru leyti verður hins vegar ekki skilið á annan veg en að synjun beiðni kærenda um aðgang að skjalinu sé einnig kærð til úrskurðarnefndarinnar.</p><p>Kærendur krefjast þess aðallega að úrskurðarnefnd um upplýsingamál felli hina kærðu ákvörðun Þjóðskjalasafns úr gildi og heimili aðgang kærenda að fullu án útstrikana að öllum framangreindum gögnum. Til vara krefjast kærendur þess að úrskurðarnefndin felli hina kærðu ákvörðun Þjóðskjalasafns úr gildi og heimili aðgang kærenda að svo stórum hluta þeirra gagna, sem krafist er aðgangs að, og úrskurðarnefnd telur rétt á grundvelli upplýsingalaga.</p><p>Kærendur byggja beiðni sína á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Að mati kærenda getur 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 ekki takmarkað afhendingarskyldu samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, þar sem um almennt þagnarskylduákvæði sé að ræða. Jafnvel þótt ákvæðið yrði talið sérstakt, andstætt almennri lögskýringu, telja kærendur það engu breyta þar sem gagnabeiðni þeirra varðaði Landsbankann sjálfan sem nú sé í slitameðferð. Í þessu samhengi vísa kærendur til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 758/2009. Þar komi fram að ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 sé ætlað að vernda persónulega og viðskiptalega hagsmuni þeirra er viðskipti eiga við fjármálafyrirtæki, ekki hagsmuni fyrirtækjanna sjálfra. Þar sem Landsbankinn sé í slitameðferð hafi bankinn enga hagsmuni af því að fyrri viðskipti fari leynt. Til viðbótar vísa kærendur einnig til dóma Hæstaréttar í málum nr. 191/2013, 356/2013, 412/2013, 413/2013 og 809/2013. </p><p>Kærendur telja að 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 geti heldur ekki takmarkað skyldu til að veita upplýsingar og aðgang að umbeðnum gögnum, enda sé ákvæðið undantekning frá meginreglu upplýsingalaga um afhendingarskylduna. Þá segi í ákvæðinu að takmarkanir þess varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Landsbankinn hafi hins vegar enga virka eða mikilvæga hagsmuni af leynd gagna um rekstur hans fyrir mörgum árum þar sem hann sé í slitameðferð. Sönnunarbyrði um annað hvíli á Þjóðskjalasafninu. </p><p>Í kæru segir að rannsóknarnefnd Alþingis og fjölmiðlar hafi fjallað um flest eða öll umbeðin gögn. Hafi yfirleitt ríkt þagnarskylda um einhver þeirra geri hún það augljóslega ekki lengur af þessum sökum. Hins vegar þurfi kærendur engu að síður að fá afrit af frumgögnunum til að staðreyna efni þeirra og leggja fram sem sönnunargögn í dómsmálum. Af dómum Hæstaréttar megi ráða að það hafi þýðingu við mat á þagnarskyldu hvort upplýsingarnar hafi birst opinberlega. Kærendur færa loks fram andsvör við röksemdum Þjóðskjalasafns um einstök gögn sem þeir kröfðust aðgangs að, en þau eru að mestu samhljóða málsástæðum kærenda sem þegar eru raktar.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt Þjóðskjalasafni með bréfi, dags. 8. júní 2016, og veittur kostur á því að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir því að nefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að í trúnaði. Umsögn safnsins barst þann 27. júní 2016. Þar er forsaga rannsóknarnefndar Alþingis og laga nr. 142/2008 rakin. Samkvæmt 8. gr. laganna var skylt að koma fyrir nefndina til skýrslutöku ef hún krafðist þess. Nefndin hafði því heimild til að fá aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum, en í athugasemdum í frumvarpi er varð að lögum nr. 142/2008 komi fram að þagnarskylda víki undantekningarlaust fyrir skyldu til að láta nefndinni í té upplýsingar.</p><p>Um gögn um stöðu eiginfjár Landsbanka Íslands á tímabilinu september 2007 til mars 2008 tekur Þjóðskjalasafn fram að í vörslum safnsins séu fjórar skýrslur á töflureiknisformi, dagsettar 30. september 2007, 31. desember 2007, 31. mars 2008 og 30. júní 2008. Landsbankinn hafi sent skýrslurnar til Fjármálaeftirlitsins og þaðan hafi þær borist til Þjóðskjalasafns. Skýrslurnar innihaldi upplýsingar um viðskipti og rekstur Landsbanka Íslands, eftirlitsskylds aðila Fjármálaeftirlitsins. Af þeirri ástæðu hafi safnið synjað kærendum um aðgang á grundvelli 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Safnið hafi metið það svo að vegna efnis og samhengis skýrslnanna ættu takmarkanir á upplýsingarétti við um þær í heild og því hafi ekki komið til álita að veita aðgang að hluta skýrslnanna, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p><p>Þjóðskjalasafn synjaði kærendum um aðgang að yfirlitum um tengda aðila, stærstu eigendur og stærstu viðskiptavini Landsbanka Íslands á grundvelli 1. mgr., sbr. 2. mgr., 58. gr. laga nr. 161/2002 á þeim grundvelli að þau hefðu að geyma upplýsingar um viðskiptamálefni viðskiptamanna bankans, þ.e. um lánveitingar bankans til þeirra. Í vörslum safnsins væru þrjú ódagsett töflureiknisskjöl sem féllu undir þennan lið beiðni kærenda. Vegna efnis og samhengis skjalanna hefði ekki komið til álita að veita aðgang að þeim að hluta.</p><p>Varðandi fundargerð innanhússfundar Fjármálaeftirlitsins, dags. 29. mars 2007, tekur Þjóðskjalasafn fram að kærendur hafi þegar kært ákvörðun um aðgang að skjalinu. Vísað er til umsagnar safnsins um þá kæru.</p><p>Þjóðskjalasafn kveður skjalið „Deed of assignment of loan receivable and assigned monies by Landsbanki Luxembourg S.A. in favour of Landsbanki Íslands hf. – Appendix 1“ innihalda upplýsingar um viðskiptamenn Landsbankasamstæðunnar. Þar komi fram upphæðir lána viðskiptamanna, upphafs- og lokadagur og tryggingar fyrir þeim. Því hafi safnið synjað kærendum um aðgang á grundvelli 1., sbr. 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Ekki hafi komið til álita að veita kærendum aðgang að hluta.</p><p>Um fundargerð vegna fundar Seðlabanka Íslands og bankastjóra Landsbanka Íslands þann 30. mars 2008 segir Þjóðskjalasafn að hún innihaldi upplýsingar um stöðu og viðskipti bankans. Um sé að ræða upplýsingar um hagi viðskiptamanna Seðlabanka Íslands í skilningi 1. mgr. 35. gr. laga um bankann nr. 36/2001, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga og falli skjalið undir þagnarskylduákvæðið í heild en ekki að hluta.</p><p>Þjóðskjalasafn tekur fram að undir lið beiðni kærenda um öll skrifleg samskipti Landsbanka og Seðlabanka á tímabilinu janúar 2007 til mars 2008 og fundargerðir funda bankanna falli 17 skjöl. Þá hafi komið í ljós að skjalið sem safnið taldi nr. 18 í ákvörðun sinni sé sama skjalið og nr. 17 og undir lið e), þ.e. fundargerð vegna fundar Seðlabanka Íslands og bankastjóra Landsbanka Íslands þann 30. mars 2008. Að mati safnsins féllu upplýsingar í skjölunum allar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. </p><p>Í umsögn safnsins er vikið að skýringum á 1. og 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Þjóðskjalasafn vísar til þess að úrskurðarnefndin hafi staðfest það sjónarmið í úrskurði sínum nr. A-562/2014, að áskilnaður 5. mgr. verði skilinn á þann veg að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Utan við rekstur einkamála haldist þagnarskylda 1. mgr. 13. gr. um atriði sem varða eftirlitsskylda aðila sem eru gjaldþrota eða í þvinguðum slitum. Þá lítur safnið svo á að þagnarskylda sem á því hvílir gildi almennt óháð því hvort annar lögaðili hafi tekið yfir réttindi og skyldur upphaflega aðilans sem skjölin fjalla um. Hugsanleg umfjöllun fjölmiðla og birting skjala sem eru háð þagnarskyldu geti heldur ekki aflétt lögbundinni þagnarskyldu 9. gr. upplýsingalaga, 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002. Í þessu sambandi vísar safnið til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014. </p><p>Umsögn Þjóðskjalasafns var kynnt kærendum með bréfi, dags. 27. júní 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust með bréfi, dags. 11. júlí 2016. Kærendur taka fram að þeir byggi ekki á því að upplýsingarnar hafi orðið opinberar við það að þær voru sendar til Þjóðskjalasafns Íslands, heldur með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis og fjölmiðla. Hafi yfirhöfuð ríkt þagnarskylda eða leynd yfir gögnunum geri hún það ekki lengur.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta lýtur að lögmæti synjunar Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni kærenda um aðgang að gögnum í vörslum safnsins sem varða Landsbanka Íslands hf., nánar tiltekið eftirfarandi:</p><ol><li><p>Gögn um stöðu eiginfjár Landsbanka Íslands á hverjum tíma á tímabilinu september 2007 til mars 2008</p></li><li><p>Yfirlit Landsbanka Íslands um hverjir flokkuðust sem aðilar tengdir Landsbanka, stærstu eigendur bankans og stærstu viðskiptavini hans frá byrjun árs 2007 til loka mars 2008</p></li><li><p>Fundargerð vegna innanhússfundar Fjármálaeftirlitsins frá 29. mars 2007</p></li><li><p>„Deed of assignment of loan receivable and assigned monies by Landsbanki Luxembourg S.A. in favour of Landsbanki Íslands hf. – Appendix 1“, dags. 3. október 2008</p></li><li><p>Fundargerð vegna fundar Seðlabanka Íslands og bankastjóra Landsbanka Íslands þann 30. mars 2008</p></li><li><p>Öll skrifleg samskipti milli Landsbanka Íslands hf. og Seðlabanka Íslands á tímabilinu janúar 2007 til mars 2008 og fundargerðir funda Landsbanka og Seðlabanka Íslands á sama tímabili</p></li></ol><p>Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p><p><br> Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum. Samsvarandi skýringar var og að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.</p><h3>2.</h3><p>Fyrst verður skorið úr um rétt kærenda til aðgangs að gögnum um stöðu eiginfjár Landsbanka Íslands á tímabilinu september 2007 til mars 2008. Þjóðskjalasafn hefur afmarkað beiðni kærenda við fjórar skýrslur á töflureikniformi og var synjun safnsins á beiðni kærenda byggð á 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hefur orðasambandið „óviðkomandi aðilum“ verið skýrt með þeim hætti að átt sé við aðila sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að Fjármálaeftirlitið miðli upplýsingum til. Ljóst er að kærendur teljast til óviðkomandi aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en hins vegar er deilt um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laganna eigi við í málinu.</p><p>Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr., þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að LBI hf. (áður Landsbanki Íslands hf.) sé gjaldþrota í skilningi ákvæðisins. Í þessu samhengi getur engu breytt sú staðreynd að upphafleg krafa um slitameðferð hafi stafað frá skilanefnd og slitastjórn LBI hf., líkt og haldið er fram af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Sama gildir um fullyrðingar stofnunarinnar er lúta að því að LBI hf. hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum. Í 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er ekki gerður slíkur áskilnaður, enda verða bú fjármálafyrirtækja ekki tekin til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002. Þann 7. október 2008 tók Fjármálaeftirlitið yfir vald hluthafafundar í LBI hf. og vék stjórn hans frá. Um leið voru öll málefni hans sett undir skilanefnd, sem skipuð var í skjóli opinbers valds og var ætlað að leggja drög að aðgerðum til skuldaskila bankans. Verður að líta svo á að upp frá því hafi LBI hf. verið í aðstöðu sem leggja má að jöfnu við að hafin væru gjaldþrotaskipti á búi hans, og bankinn því í þvinguðum slitum í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</p><p>Það er skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að upplýst sé um atriði, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, við rekstur einkamála. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að skýra þennan áskilnað svo að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli ákvæða upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, verður ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. Ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ber að skýra með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, og getur í þessu samhengi engu breytt þótt kærendur hyggist leggja gögnin fyrir dóm í einkamálum sem þeir eru aðilar að. Öndverð skýring myndi leiða til þess að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri fyrir borð borin, þar sem almenningi væri í lófa lagið að krefjast aðgangs að gögnum sem þagnarskylda ákvæðisins ríkir um í þeim yfirlýsta tilgangi að leggja þau fyrir dóm í einkamáli. Samkvæmt framansögðu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að eins og á stendur þurfi að meta hvort umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, án tillits til þeirrar heimildar sem 5. mgr. ákvæðisins mælir fyrir um. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skýrslnanna, dags. 30. september 2007, 31. desember 2007, 31. mars 2008 og 30. júní 2008. Þær eru í formi töflureiknisskal en á fyrsta flipa er að finna almenna lýsingu á skjalinu. Þar kemur meðal annars fram að það sé ætlað fjármálafyrirtækjum vegna skýrslu um eiginfjárkröfu og áhættugrunn til Fjármálaeftirlitsins, sbr. reglur nr. 215/2007 og nr. 216/2007. Því er beint til fjármálafyrirtækja að fylla skjalið út í sérstöku skýrsluskilakerfi FME. Að teknu tilliti til þessa og efnis skýrslnanna að öðru leyti telur úrskurðarnefndin hafið yfir allan vafa að þær falli í heild sinni undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Ekki er að finna í þeim aðrar upplýsingar en um starfsemi Fjármálaeftirlitsins og viðskipti og rekstur eftirlitsskylda aðilans Landsbanka Íslands hf. Verður því að staðfesta ákvörðun Þjóðskjalasafns að þessu leyti, enda færðist þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu yfir á safnið þegar það veitti skýrslunum viðtöku.</p><h3>3.</h3><p>Þjóðskjalasafn afmarkaði beiðni kærenda um yfirlit Landsbanka Íslands um hverjir flokkuðust sem aðilar tengdir Landsbanka, stærstu eigendur bankans og stærstu viðskiptavini hans frá byrjun árs 2007 til loka mars 2008 við þrjú ódagsett töflureiknisskjöl. Synjun safnsins byggðist á 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, en samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins færist þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. yfir á þann sem tekur við upplýsingum og gögnum.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda ákvæðisins er því víðtækari, þ.e. gengur lengra, en þær takmarkanir sem 6.-10. gr. upplýsingalaga mæla fyrir um. Að því leyti sem ákvæðið tilgreinir ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 færist yfir á Þjóðskjalasafnið vegna upplýsinga sem stofnunin hefur tekið við, sbr. 2. mgr. greinarinnar.</p><p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umbeðin yfirlit. Listi yfir tengda aðila Landsbanka er töflureiknisskjal og inniheldur um 1.750 nöfn. Yfirlit um 100 stærstu hluthafa og lánþega er töflureiknisskjal á tveimur flipum. Þá inniheldur skjal með nafnið „Landsbankinn lánþegar master“ upplýsingar um tengda aðila, tengda einstaklinga og lýsingar á tengslunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að fallast á það með Þjóðskjalasafni að yfirlitin falli undir þá sérstöku þagnarskyldu sem 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 mælir fyrir um. Ákvörðun safnsins er því staðfest að þessu leyti og leiðir sama niðurstaða af 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><h3>4.</h3><p>Um fundargerð vegna innanhússfundar Fjármálaeftirlitsins frá 29. mars 2007 segir í hinni kærðu ákvörðun að um sé að ræða sama skjal og Þjóðskjalasafn tók ákvörðun um þann 6. apríl 2016 undir lið g). Ákvörðunin var einnig kærð til úrskurðarnefndarinnar. Í kæru segir að kærendur telji ekki þörf á að kæra sömu ákvörðunina á nýjan leik og vísa til málsástæðna og sjónarmiða sinna hvað það varðar í kæru sinni, dags. 6. maí 2016. Af þessum sökum verður ekki tekin afstaða til þess hér hvort kærendur eigi rétt til aðgangs að skjalinu.</p><h3>5.</h3><p>Skjalið „Deed of assignment of loan receivable and assigned monies by Landsbanki Luxembourg S.A. in favour of Landsbanki Íslands hf. – Appendix 1“ er dags. 3. október 2008 og tvær blaðsíður að lengd. Skjalið inniheldur yfirlit um lánssamninga tiltekinna viðskiptamanna bankans. Ákvörðun Þjóðskjalasafns um að synja beiðni kærenda um aðgang að skjalinu var reist á 1. mgr., sbr. 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 þar sem það hefði að geyma upplýsingar um viðskiptamenn Landsbankasamstæðunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skjalsins og telur efni til að fallast á það með Þjóðskjalasafni að það falli undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Skjalið hefur ekki að geyma aðrar upplýsingar en falla undir ákvæðið og kemur því ekki til álita að leggja fyrir safnið að veita kærendum aðgang að því að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><h3>6.</h3><p>Fundargerð vegna fundar Seðlabanka Íslands og bankastjóra Landsbanka Íslands þann 30. mars 2008 ber yfirskriftina „Fundarpunktar“ og er þrjár blaðsíður að lengd. Synjun Þjóðskjalasafns á beiðni kærenda um aðgang að fundargerðinni byggðist á þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. </p><p>Í dómi Hæstaréttar Íslands 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 var komist að þeirri niðurstöðu að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Með þessu er þó ekki sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Undir orðlagið „málefni bankans sjálfs“ kunna að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari. Þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu færðist yfir til Þjóðskjalasafns Íslands er það tók við upplýsingum frá rannsóknarnefnd Alþingis, sbr. 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008.</p><p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 582/2015 frá 15. maí 2015 var skorið úr um rétt almennings til aðgangs að skjalinu í vörslum Seðlabanka Íslands samkvæmt gagnabeiðni sem náði til allra fundargerða og minnisblaða frá fundum Landsbankans og Seðlabankans á tímabilinu janúar 2007 til 7. október 2008. Þar komst nefndin að þeirri niðurstöðu að þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 næði yfir gögnin, þar á meðal fundargerðina sem kærendur krefjast aðgangs að í máli þessu. Að mati nefndarinnar hafa ekki komið fram gögn eða sjónarmið í máli þessu sem leiða til annarrar niðurstöðu og verður ákvörðun Þjóðskjalasafns staðfest að þessu leyti.</p><h3>7.</h3><p>Loks er deilt um rétt kæranda til aðgangs að öllum skriflegum samskiptum milli Landsbanka Íslands hf. og Seðlabanka Íslands á tímabilinu janúar 2007 til mars 2008 og fundargerðum funda Landsbanka og Seðlabanka Íslands á sama tímabili. Af hálfu Þjóðskjalasafns hefur komið fram að beiðni kærenda hafi verið afmörkuð við 17 skjöl í vörslum safnsins. Í umsögn safnsins er enn fremur tekið fram að 18. skjalið hafi reynst vera hið sama og í þeim 17., og auk þess sama skjal og fjallað var um í 6. kafla hér að framan. Synjun safnsins á beiðni kærenda um aðgang að öðrum skjölum undir liðnum var studd við þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. </p><p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 582/2015 var sem fyrr segir skorið úr um rétt almennings til aðgangs að öllum fundargerðum og minnisblöðum frá fundum Landsbanka og Seðlabanka á tímabilinu janúar 2007 til 7. október 2008 í vörslum Seðlabankans. Með sömu beiðni var óskað eftir öllum bréfum, tölvupóstum, minnisblöðum og öðrum samskiptum bankanna tveggja á sama tímabili. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var sú að öll þessi gögn féllu undir þá sérstöku þagnarskyldu sem 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 mælir fyrir um. Að verulegu leyti er um að ræða sömu gögn í máli þessu, þ.e. fundargerðir, minnisblöð og bréfaskipti Landsbanka og Seðlabanka í aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008. Þar skiptast bankarnir á upplýsingum um stöðu mála og ræða hugsanlegar aðgerðir. Að einhverju leyti er fjallað um stöðu einstakra viðskiptamanna bankanna tveggja. Að mati úrskurðarnefndarinnar hafa ekki komið fram röksemdir sem leiða til annarrar niðurstöðu um rétt almennings til aðgangs að gögnunum og verður ákvörðun Þjóðskjalasafns staðfest að þessu leyti.</p><h3>8.</h3><p>Kærendur hafa haldið því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu Þjóðskjalasafnsins á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Staðfest er ákvörðun Þjóðskjalasafns, dags. 6. maí 2016, um synjun á beiðni kærenda um aðgang að gögnum í vörslum safnsins sem varða Landsbanka Íslands hf.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
687/2017. Úrskurður frá 2. júní 2017 | Beiðni kæranda um afrit af skjölum í vörslum embættis landlæknis sem varði hana sjálfa og nefni hana á nafn var vísað til embættisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu. Af skýringum embættis landlæknis varð ekki annað ráðið en að embættið hafi ekki framkvæmt leit í skjalavörslukerfi sínu í tilefni gagnabeiðninnar en ljóst var af skjölum sem fylgdu kæru sem og umsögn embættisins að kærandi hafi verið í samskiptum við embættið sem embættinu var skylt að halda til haga, sbr. t.d. 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 2. júní 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 687/2017 í máli ÚNU 16110008.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi, dags. 16. nóvember 2016, kærði A synjun embættis landlæknis á beiðni um afrit af öllum skjölum í vörslu embættisins sem varði kæranda. Í beiðni kæranda, dags. 30. september 2016, var vísað til til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í synjun embættis landlæknis frá 7. nóvember 2016 var vísað til þess að landlækni sé ekki kunnugt um að hjá embættinu séu til gögn um kæranda í skilningi ákvæðisins.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 22. nóvember 2016, var kæran kynnt embætti landlæknis og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.</p> <p>Í umsögn embættis landlæknis dags. 14. desember 2016 kemur fram að í svari embættisins við beiðni kæranda hafi ekki falist synjun á beiðni um upplýsingar. Kærandi hafi verið upplýst um að embættinu væri ekki kunnugt um að hjá því væru gögn í skilningi 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og væri sú afstaða ítrekuð. Embættið vísar einnig til 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um að sá sem fari fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyri með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Tekið er fram að nauðsynlegt sé að embættinu berist skýr beiðni um aðgang að tilteknum upplýsingum hjá embættinu svo hægt sé að afgreiða erindi kæranda. Þá vísar embættið til þess að ljóst sé að kærandi hafi þegar fengið aðgang að þeim skjölum er fylgdu beiðni hennar. Að lokum er tekið fram að í skjalavörslukerfi embættis landlæknis séu mál ekki skráð eftir því hvaða nöfn komi fram í málsskjölum heldur eftir aðila/aðilum máls og/eða málefnum. Því sé embættinu ekki fært að finna öll gögn er nefni kæranda á nafn, ef einhver séu til.</p> <p>Umsögn embættis landlæknis var kynnt kæranda með bréfi, dags. 2. janúar 2017, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 10. janúar 2017, segir að kærandi geti ekki fallist á þá fullyrðingu embættis landlæknis að ekkert finnist sem hana varði í skjalasöfnum embættisins. Kærandi segist vita til þess að embættið búi yfir fjölmörgum upplýsingar um hana sjálfa, þ. á m. tölvupósta. Auk þess nefnir kærandi sem dæmi að hún hafi átt fund með landlækni og verið lofað að fá fundargerð af fundinum. Kærandi telur að tvær útgáfur af þessari fundargerð eigi að liggja fyrir hjá embættinu. Þá tekur kærandi fram að hún hafi beðið um öll gögn sem hana varði en ekki gögn er varði tiltekin mál. Það séu engin rök að kærandi hafi þegar fengið gögn í einhverjum málum. Að lokum vísar kærandi til þess að hún hafi sent sams konar gagnabeiðni til annarra stjórnvalda og hafi ekkert þeirra gert kröfu um að beiðnin yrði nánar skýrð heldur einfaldlega afhent þau gögn sem lágu fyrir hjá þeim. Kærandi telur afsökun embættisins um að ekkert finnist vegna fyrirkomulags skjalavörslu þess vera yfirklór og tilefni til að taka skjalavörslu föstum tökum innan embættisins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Samkvæmt tilgreiningarreglu eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, 10. gr., eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 161/2006, bar beiðanda að tilgreina það mál sem hann óskaði eftir að kynna sér gögn úr. Með upplýsingalögum nr. 140/2012 tók ný regla gildi, sbr. 1. mgr. 15. gr. Þar segir að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Af ákvæðinu leiðir að til að hægt sé að afgreiða beiðni verði hún að vera fram sett með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið þau gögn sem kærandi óskar eftir. Úrskurðarnefndin telur að beiðni kæranda uppfylli kröfurnar sem gerðar eru með ákvæði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda er þar skýrlega óskað eftir öllum gögnum sem varða kæranda eða hún nefnd á nafn. Það athugast einnig að embætti landlæknis tilkynnti kæranda ekki um að beiðni hennar væri vísað frá á grundvelli 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, kæranda voru ekki veittar leiðbeiningar eða færi á að afmarka beiðni sína nánar og embætti landlæknis afhenti kæranda ekki lista yfir mál sem ætla mætti að beiðnin geti beinst að, í þeim tilgangi að gefa henni kost á að tilgreina þau gögn sem hún óski eftir. Af framangreindu leiðir að embætti landlæknis bar að taka beiðni kæranda til efnislegrar meðferðar á grundvelli upplýsingalaga. Í slíkri meðferð felst meðal annars að gera leit að gögnum sem beiðni kæranda getur varðað og taka ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðninni svo fljótt sem verða má, sbr. 1. mgr. 17. gr. laganna. Ákvörðun um synjun beiðni skal tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laganna.</p> <p>Í umsögn embættis landlæknis kemur fram að því sé ekki kunnugt um að hjá embættinu séu fyrirliggjandi gögn um kæranda. Þá kemur einnig fram að embættinu sé ekki fært að finna öll gögn er nefni kæranda á nafn þar sem mál séu ekki skráð eftir því hvaða nöfn komi fram í málsskjölum. Loks hefur nefndin hliðsjón af því að í umsögn embættis landlæknis kemur fram að svar þess við beiðni kæranda hafi ekki falið í sér synjun á beiðni um upplýsingar. Af þessum skýringum verður ekki annað ráðið að embættið hafi ekki framkvæmt leit í skjalavörslukerfi sínu, í tilefni af beiðni kæranda, að skjölum þar sem nafn kæranda kemur fram. Þá er ljóst af skjölum er fylgdu kæru sem og umsögn embættis landlæknis að kærandi hefur verið í samskiptum við embættið sem embættinu var skylt að halda til haga, sbr. t.d. 2. mgr. 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur beiðni kæranda ekki hlotið þá meðferð á fyrsta stjórnsýslustigi sem upplýsingalög nr. 140/2012 gera kröfu um. Annmarkarnir á meðferð beiðninnar eru svo verulegir að ekki verður hjá því komist að vísa henni aftur til embættisins til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Beiðni A um afrit af öllum skjölum í vörslu embættis landlæknis sem varða hana og nefni hana á nafn er vísað til embættis landlæknis til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
682/2017. Úrskurður frá 2. júní 2017 | Kærð var afgreiðsla Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni um aðgang að gögnum sem tengjast Landsbanka Íslands Úrskurðarnefndin taldi ýmis samskipti starfsmanna bankans og annarra lúta þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og taldi safnið bundið þagnarskyldunni samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins. Þá væri einnig að finna í umbeðnum gögnum upplýsingar sem vörðuðu mikilvæg einkamálefni sem sanngjarnt væri og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Staðfest var synjun Þjóðskjalasafnsins á beiðni um aðgang að öllum umbeðnum gögnum nema minnisblaði Fjármálaeftirlitsins frá nóvember 2008. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 2. júní 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 682/2017 í máli ÚNU 16050012. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 6. maí 2016, kærði A, hrl., fyrir hönd Brit Insurance Ltd., QBE Insurance (Europe) Ltd., Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., Allianz Global Corporate & Specialty AG, Novae Syndicate 2007, Dan Re Syndicate 1400, QBE Syndicate 1886 og fleiri erlendra vátryggjenda („kærendur“), ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 6. apríl 2016, um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum. </p><p>Í kæru kemur fram að Landsbanki Íslands hf. hafi höfðað nokkur dómsmál á hendur kærendum til greiðslu úr svokallaðri stjórnendatryggingu. Vátryggingartímabili tryggingarinnar hafi verið ætlað að vera frá 1. febrúar 2008 til 1. febrúar 2009. Landsbankinn hafi krafist greiðslu úr tryggingunni á þeim grundvelli að hún ætti að bæta tjón sem hann hafi orðið fyrir vegna meintrar saknæmrar háttsemi fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna hans. Kærendur hafi hins vegar alfarið hafnað gildi tryggingarinnar og allri ábyrgð á grundvelli hennar þar sem þeir hafi ekki verið upplýstir um misferli og margvísleg brot sem framin hefðu verið af hálfu Landsbankans og starfsmanna hans fyrir töku tryggingarinnar. Þar að auki hafi þeim verið veittar rangar upplýsingar um fjölda atriða í umsóknareyðublaði fyrir trygginguna. Kærendur segjast vinna að öflun gagna um framangreind atriði og hyggjast leggja þau fram í dómsmálunum sem áður var getið.</p><p>Með beiðni kærenda, dags. 5. apríl 2013, var óskað eftir gögnum í tengslum við málareksturinn. Hlutar beiðninnar hafa áður komið til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni í úrskurðum nr. 588/2015 og 652/2016. Með hinni kærðu ákvörðun, dags. 6. apríl 2016, tók Þjóðskjalasafn Íslands afstöðu til hluta beiðninnar og synjaði kærendum um aðgang að sjö nánar tilgreindum gögnum. Þá vísaði safnið beiðni kærenda um aðgang að nánar tilgreindum gögnum frá, þar sem þau fyndust ekki í vörslum þess. Kærendur segjast ekki vera í stöðu til að vita hvort gögnin fyrirfinnist hjá Þjóðskjalasafni en áskilja sér rétt til að kæra þennan þátt síðar ef fram koma upplýsingar um það. Kæra kærenda tekur þannig til eftirfarandi liða í hinni upprunalegu beiðni:</p><ol><li><p>Minnisblað Seðlabanka Íslands sem var sent erlendum seðlabankastjórum með bréfi, dags. 15. apríl 2008</p></li><li><p>Niðurstöðubréf Fjármálaeftirlitsins til Landsbanka Íslands hf., dags. 22. mars 2007</p></li><li><p>Bréf Landsbanka Íslands hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 30. apríl 2007, þar sem bankinn mótmælti bréfi eftirlitsins frá 22. mars 2007</p></li><li><p>Minnisblað Fjármálaeftirlitsins frá nóvember 2008, sem fjallar m.a. um hvernig Landsbanki Íslands hf. tengdi saman áhættur</p></li><li><p>Bréf lögmanns Björgólfs Guðmundssonar til rannsóknarnefndar Alþingis, dags. 22. janúar 2010</p></li><li><p>„Credit Review“, dags. 10. desember 2008</p></li><li><p>Minnisblað starfsmanns Fjármálaeftirlitsins í máli nr. 2005040012</p></li></ol><p>Kærendur krefjast þess aðallega að úrskurðarnefnd um upplýsingamál felli hina kærðu ákvörðun Þjóðskjalasafns úr gildi og heimili aðgang kærenda að fullu án útstrikana að öllum framangreindum gögnum. Til vara krefjast kærendur þess að úrskurðarnefndin felli hina kærðu ákvörðun Þjóðskjalasafns úr gildi og heimili aðgang kærenda að svo stórum hluta þeirra gagna, sem krafist er aðgangs að, og úrskurðarnefnd telur rétt á grundvelli upplýsingalaga.</p><p>Kærendur byggja beiðni sína á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Að mati kærenda getur 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 ekki takmarkað afhendingarskyldu samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, þar sem um almennt þagnarskylduákvæði sé að ræða. Jafnvel þótt ákvæðið yrði talið sérstakt, andstætt almennri lögskýringu, telja kærendur það engu breyta þar sem gagnabeiðni þeirra varðaði Landsbankann sjálfan sem nú sé í slitameðferð. Í þessu samhengi vísa kærendur til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 758/2009. Þar komi fram að ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 sé ætlað að vernda persónulega og viðskiptalega hagsmuni þeirra er viðskipti eiga við fjármálafyrirtæki, ekki hagsmuni fyrirtækjanna sjálfra. Þar sem Landsbankinn sé í slitameðferð hafi bankinn enga hagsmuni af því að fyrri viðskipti fari leynt. Til viðbótar vísa kærendur einnig til dóma Hæstaréttar í málum nr. 191/2013, 356/2013, 412/2013, 413/2013 og 809/2013. </p><p>Kærendur telja að 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 geti heldur ekki takmarkað skyldu til að veita upplýsingar og aðgang að umbeðnum gögnum, enda sé ákvæðið undantekning frá meginreglu upplýsingalaga um afhendingarskylduna. Þá segi í ákvæðinu að takmarkanir þess varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Landsbankinn hafi hins vegar enga virka eða mikilvæga hagsmuni af leynd gagna um rekstur hans fyrir mörgum árum þar sem hann sé í slitameðferð. Sönnunarbyrði um annað hvíli á Þjóðskjalasafninu. </p><p>Í kæru segir að rannsóknarnefnd Alþingis og fjölmiðlar hafi fjallað um flest eða öll umbeðin gögn. Hafi yfirleitt ríkt þagnarskylda um einhver þeirra geri hún það augljóslega ekki lengur af þessum sökum. Hins vegar þurfi kærendur engu að síður að fá afrit af frumgögnunum til að staðreyna efni þeirra og leggja fram sem sönnunargögn í dómsmálum. Af dómum Hæstaréttar megi ráða að það hafi þýðingu við mat á þagnarskyldu hvort upplýsingarnar hafi birst opinberlega. </p><p>Kærendur færa loks fram andsvör við röksemdum Þjóðskjalasafns um einstök gögn sem þeir kröfðust aðgangs að, en þau eru að mestu samhljóða málsástæðum kærenda sem þegar eru raktar. Varðandi gagn undir a)-lið mótmæla kærendur því að þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 takmarki rétt þeirra til aðgangs. Um gögn undir liðum d) og g) taka kærendur fram að 1. mgr. 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998 geti ekki talist sérákvæði um þagnarskyldu. Jafnvel þó svo væri eigi ákvæðið ekki við í málinu þar sem 5. mgr. 13. gr. laganna kveði á um að þagnarskyldan gildi ekki um eftirlitsskylda aðila sem eru gjaldþrota eða í slitameðferð. Þá taka kærendur fram að jafnvel þó að takmarkanir á upplýsingarétti þeirra verði taldar eiga við eigi þeir rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt Þjóðskjalasafni með bréfi, dags. 11. maí 2016, og veittur kostur á því að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir því að nefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að í trúnaði. Umsögn safnsins barst þann 1. júní 2016. Í umsögninni er forsaga rannsóknarnefndar Alþingis og laga nr. 142/2008 rakin. Samkvæmt 8. gr. laganna var skylt að koma fyrir nefndina til skýrslutöku ef hún krafðist þess. Nefndin hafði því heimild til að fá aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum, en í athugasemdum í frumvarpi er varð að lögum nr. 142/2008 komi fram að þagnarskylda víki undantekningarlaust fyrir skyldu til að láta nefndinni í té upplýsingar. </p><p>Um minnisblað Seðlabanka Íslands tekur Þjóðskjalasafn fram að þar sé fjallað um ýmis málefni í tengslum við tiltekna samninga sem Seðlabanki Íslands hafi verið með í vinnslu við aðra seðlabanka. Þá sé að nokkru fjallað um viðskiptamenn bankans. Mat safnsins hafi því verið að minnisblaðið hefði að geyma upplýsingar sem féllu undir 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Vegna efnis og samhengis þess hafi ekki verið talið fært að veita aðgang að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p><p>Þjóðskjalasafn telur niðurstöðubréf Fjármálaeftirlitsins til Landsbanka Íslands hf. falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Þá sé á stöku stað vísað í upplýsingar um viðskiptamenn Landsbanka, sem falli undir 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Takmarkanirnar eigi við um bréfið í heild en ekki einstaka hluta þess. Um gögn undir liðum c) og f) telur safnið að 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 komi í veg fyrir aðgang kærenda, þar sem fjallað sé um nafngreinda viðskiptamenn bankans. Þá sé safninu óheimilt að veita aðgang að bréfi undir lið e) á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, þar sem það hafi að geyma upplýsingar um fjárhags- og einkamálefni Björgólfs Guðmundssonar. Loks kemur fram í umsögn safnsins að kærendum hafi verið synjað um gögn undir liðum d) og g) á grundvelli 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</p><p>Í umsögn safnsins er vikið að skýringum á 1. og 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Þjóðskjalasafn vísar til þess að úrskurðarnefndin hafi staðfest það sjónarmið í úrskurði sínum nr. A-562/2014, að áskilnaður 5. mgr. verði skilinn á þann veg að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Utan við rekstur einkamála haldist þagnarskylda 1. mgr. 13. gr. um atriði sem varða eftirlitsskylda aðila sem eru gjaldþrota eða í þvinguðum slitum. Þá lítur safnið svo á að þagnarskylda sem á því hvílir gildi almennt óháð því hvort annar lögaðili hafi tekið yfir réttindi og skyldur upphaflega aðilans sem skjölin fjalla um. Hugsanleg umfjöllun fjölmiðla og birting skjala sem séu háð þagnarskyldu geti heldur ekki aflétt lögbundinni þagnarskyldu 9. gr. upplýsingalaga, 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002. Í þessu sambandi vísar safnið til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014. </p><p>Umsögn Þjóðskjalasafns var kynnt kærendum með bréfi, dags. 3. júní 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Þær bárust með bréfi, dags. 24. júní 2016. Kærendur taka fram að þeir byggi ekki á því að upplýsingarnar hafi orðið opinberar við það að þær voru sendar til Þjóðskjalasafns Íslands, heldur með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis og fjölmiðla. Hafi yfirhöfuð ríkt þagnarskylda eða leynd yfir gögnunum geri hún það ekki lengur. Kærendur vísa til þess að bréf Björgólfs Guðmundssonar virðist varða viðskipti við Landsbanka. Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga eigi einungis við þegar um er að ræða verulega ríka einka- og fjárhagslega hagsmuni einstaklinga. Slíkt eigi ekki við í þessu tilviki.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta lýtur að lögmæti synjunar Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni kærenda um aðgang að gögnum í vörslum safnsins sem varða Landsbanka Íslands hf., nánar tiltekið eftirfarandi:</p><ol><li><p>Minnisblað Seðlabanka Íslands sem var sent erlendum seðlabankastjórum með bréfi, dags. 15. apríl 2008</p></li><li><p>Niðurstöðubréf Fjármálaeftirlitsins til Landsbanka Íslands hf., dags. 22. mars 2007</p></li><li><p>Bréf Landsbanka Íslands hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 30. apríl 2007, þar sem bankinn mótmælti bréfi eftirlitsins frá 22. mars 2007</p></li><li><p>Minnisblað Fjármálaeftirlitsins frá nóvember 2008, sem fjallar m.a. um hvernig Landsbanki Íslands hf. tengdi saman áhættur</p></li><li><p>Bréf lögmanns Björgólfs Guðmundssonar til rannsóknarnefndar Alþingis, dags. 22. janúar 2010</p></li><li><p>„Credit Review“, dags. 10. desember 2008</p></li><li><p>Minnisblað starfsmanns Fjármálaeftirlitsins í máli nr. 2005040012</p></li></ol><p><br></p><p>Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p><p><br> Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum. Samsvarandi skýringar var og að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.</p><h3>2.</h3><p>Minnisblað Seðlabanka Íslands, dags. 15. apríl 2008, ber með sér að hafa verið sent til bankastjóra Seðlabanka Evrópu, Seðlabanka Bandaríkjanna, Seðlabanka Englands og seðlabönkum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Það er 13 blaðsíður að lengd og á ensku. Þjóðskjalasafn byggir synjun á beiðni kærenda um aðgang að skjalinu á 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. </p><p>Í dómi Hæstaréttar Íslands 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 var komist að þeirri niðurstöðu að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annað það sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Með þessu er þó ekki sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Undir orðlagið „málefni bankans sjálfs“ kunna að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari. Þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu færðist yfir til Þjóðskjalasafns Íslands er það tók við upplýsingum frá rannsóknarnefnd Alþingis, sbr. 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008.</p><p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 582/2015 frá 15. maí 2015 var meðal annars deilt um rétt almennings til aðgangs að minnisblaðinu, sem er í vörslum Seðlabanka Íslands. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að minnisblaðið félli undir þá sérstöku þagnarskyldu sem 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 mælir fyrir um, þar sem það hefði að geyma umfangsmiklar upplýsingar um fjárhagsleg málefni bankans, fjárhagslegar ráðstafanir hans og beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans, auk margvíslegra annarra upplýsinga sem telja mætti eðlilegt að færu leynt með hliðsjón af hagsmunum Seðlabankans sjálfs. Að mati nefndarinnar hefur ekkert komið fram í máli þessu sem breytir þeirri niðurstöðu og verður ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands staðfest að þessu leyti.</p><h3>3.</h3><p>Bréf Fjármálaeftirlitsins til Landsbanka Íslands hf., dags. 22. mars 2007, hefur að geyma niðurstöður athugunar eftirlitsins á áhættum og innra eftirliti bankans. Bréfið er þrjár blaðsíður að lengd og því fylgir viðhengi þar sem helstu athugasemdir eru teknar saman. Þjóðskjalasafn vísar synjun sinni til stuðnings til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 en til ákvæðis 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr., hvað varðar upplýsingar um einstaka viðskiptamenn Landsbanka Íslands hf. </p><p>Svarbréf Landsbanka til Fjármálaeftirlitsins er dags. 30. apríl 2007 og er tólf blaðsíður að lengd. Þjóðskjalasafn Íslands byggir ákvörðun sína um synjun beiðni kærenda á 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hefur orðasambandið „óviðkomandi aðilum“ verið skýrt með þeim hætti að átt sé við aðila sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að FME miðli upplýsingum til. Ljóst er að kærendur teljast til óviðkomandi aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en hins vegar er deilt um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laganna eigi við í málinu.</p><p>Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr., þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að LBI hf. (áður Landsbanki Íslands hf.) sé gjaldþrota í skilningi ákvæðisins. Í þessu samhengi getur engu breytt sú staðreynd að upphafleg krafa um slitameðferð hafi stafað frá skilanefnd og slitastjórn LBI hf., líkt og haldið er fram af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Sama gildir um fullyrðingar stofnunarinnar er lúta að því að LBI hf. hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum. Í 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er ekki gerður slíkur áskilnaður, enda verða bú fjármálafyrirtækja ekki tekin til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002. Þann 7. október 2008 tók Fjármálaeftirlitið yfir vald hluthafafundar í LBI hf. og vék stjórn hans frá. Um leið voru öll málefni hans sett undir skilanefnd, sem skipuð var í skjóli opinbers valds og var ætlað að leggja drög að aðgerðum til skuldaskila bankans. Verður að líta svo á að upp frá því hafi LBI hf. verið í aðstöðu sem leggja megi að jöfnu við að hafin væru gjaldþrotaskipti á búi hans, og bankinn því í þvinguðum slitum í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</p><p>Það er skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að upplýst sé um atriði, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, við rekstur einkamála. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að skýra þennan áskilnað svo að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli ákvæða upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, verður ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. Ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ber að skýra með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, og getur í þessu samhengi engu breytt þótt kærendur hyggist leggja gögnin fyrir dóm í einkamálum sem þeir eru aðilar að. Öndverð skýring myndi leiða til þess að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri fyrir borð borin, þar sem almenningi væri í lófa lagið að krefjast aðgangs að gögnum sem þagnarskylda ákvæðisins ríkir um í þeim yfirlýsta tilgangi að leggja þau fyrir dóm í einkamáli. Samkvæmt framansögðu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að eins og á stendur þurfi að meta hvort umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, án tillits til þeirrar heimildar sem 5. mgr. ákvæðisins mælir fyrir um. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda ákvæðisins er því víðtækari, þ.e. gengur lengra, en þær takmarkanir sem 6.-10. gr. upplýsingalaga mæla fyrir um. Að því leyti sem ákvæðið tilgreinir ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 færist yfir á Þjóðskjalasafnið vegna upplýsinga sem stofnunin hefur tekið við, sbr. 2. mgr. greinarinnar.</p><p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-524/2014 frá 1. apríl 2014 kom réttur almennings til aðgangs að báðum bréfunum úr vörslum Fjármálaeftirlitsins til skoðunar sem hluti af beiðni um öll gögn sem vörðuðu athugunina. Það var mat nefndarinnar að öll gögnin féllu undir þá sérstöku þagnarskyldu sem 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 mælir fyrir um. Þá félli sá hluti þeirra sem hefði að geyma upplýsingar um stöðu einstakra viðskiptamanna Landsbanka, viðskipti þeirra og áhættu bankans af viðskiptunum einnig undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin telur ekkert fram komið í máli þessu sem breyti niðurstöðunni og verður ákvörðun Þjóðskjalasafns um synjun beiðni kærenda staðfest að þessu leyti.</p><h3>4.</h3><p>Minnisblað Fjármálaeftirlitsins frá nóvember 2008 ber yfirskriftina: „Minnisblað vegna mótunar meginreglna/túlkunar um tengingu viðskiptamanna fjármálafyrirtækja vegna stórra áhættuskuldbindinga“ og er fimm blaðsíður að lengd. Minnisblaðinu fylgir viðauki á næstu sjö blaðsíðum. Úrskurðarnefndin hefur áður fjallað um rétt til aðgangs að minnisblaðinu frá Fjármálaeftirlitinu í úrskurðum nr. 573/2015 og 592/2015 og var niðurstaða nefndarinnar sú að réttur almennings næði til minnisblaðsins á fyrstu fjórum blaðsíðum skjalsins. Synjun Fjármálaeftirlitsins á aðgangi að viðaukanum var hins vegar staðfest. Telja verður að sömu sjónarmið gildi um rétt kærenda til aðgangs að minnisblaðinu í vörslum Þjóðskjalasafns.</p><p>Hvað varðar beiðni kærenda um minnisblað starfsmanns Fjármálaeftirlitsins í máli nr. 2005040012 kom beiðni um aðgang að sama skjali til umfjöllunar í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-524/2014 frá 1. apríl 2014. Við meðferð þess máls fékk úrskurðarnefndin ekki afhent skjal frá Fjármálaeftirlitinu sem svaraði til beiðni kærenda, heldur var lagt til grundvallar að um væri að ræða eitt af öðrum minnisblöðum sem tilheyrðu málinu. Úrskurðarnefndin hefur því ekki áður kynnt sér efni minnisblaðsins. Það er hins vegar mat nefndarinnar að það hafi að geyma upplýsingar um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur Landsbanka Íslands hf. og málefni viðskiptamanna bankans þannig að efni þess sé undirorpið þagnarskyldu ákvæðum 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga með þeim afleiðingum að staðfesta ber synjun Þjóðskjalasafns á beiðni kærenda um aðgang að því. Ekki eru efni til að leggja fyrir safnið að veita aðgang að skjalinu að hluta, þar sem það hefur ekki að geyma upplýsingar um önnur málefni en þagnarskylduákvæðin taka til.</p><h3>5.</h3><p>Skjalið „Credit Review“ er dags. 10. desember 2008 og ber með sér að stafa frá Landsbankanum í Lúxemborg. Það hefur að geyma yfirlit um lántökur tiltekins aðila, tryggingar og tillögur að aðgerðum. Þjóðskjalasafn byggir ákvörðun sína um synjun á beiðni kærenda á 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Skjalið hefur nær eingöngu að geyma upplýsingar um viðskipti nafngreindra viðskiptamenn Landsbanka og verður fallist á það með Þjóðskjalasafni að það sé í heild sinni undirorpið sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. </p><h3>6.</h3><p>Loks kemur til skoðunar bréf Björgólfs Guðmundssonar til rannsóknarnefndar Alþingis, dags. 22. janúar 2010. Bréfið er þrjár blaðsíður að lengd og hefur að geyma svör Björgólfs við tveimur spurningum rannsóknarnefndarinnar. Fallast verður á það með Þjóðskjalasafni að efni bréfins teljist einkamálefni hans í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um upplýsingagjöf hans til rannsóknarnefndar Alþingis. Takmörkun þessi á við um efni bréfsins í heild og verður safninu ekki gert að veita kærendum aðgang að því að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p><h3>7.</h3><p>Kærendur hafa haldið því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu Þjóðskjalasafnsins á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu, en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Þjóðskjalasafni Íslands ber að veita kærendum aðgang að minnisblaði Fjármálaeftirlitsins frá nóvember 2008 er ber titilinn: „Minnisblað vegna mótunar meginreglna/túlkunar um tengingu viðskiptamanna fjármálafyrirtækja vegna stórra áhættuskuldbindinga“ sem er fimm bls. að lengd. Staðfest er synjun Þjóðskjalasafns á beiðni kærenda um aðgang að viðauka við minnisblaðið.</p><p>Ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 6. apríl 2016, er að öðru leyti staðfest.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
685/2017. Úrskurður frá 2. júní 2017 | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 2. júní 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 685/2017 í máli ÚNU 16070008.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 28. júlí 216, kærði A hrl., f.h. Geiteyrar ehf. og Akurholts ehf., synjun Matvælastofnunar á beiðni um aðgang að gögnum sem varða útgáfu rekstrarleyfis nr. FE-1105 þann 6. maí 2016 fyrir Arnarlax ehf. um 10.000 tonna ársframleiðslu af erfðabreyttum norskum laxi í sjókvíum í Arnarfirði.</p> <p>Í kæru kemur fram að Matvælastofnun hafi gefið út rekstrarleyfi nr. FE-1105 án þess að auglýsa útgáfuna fyrirfram. Engum hafi því gefist tækifæri til athugasemda eða leiðbeininga varðandi útgáfu leyfisins og skilmála þess. Kærandi óskaði aðgangs að öllum gögnum sem lágu til grundvallar útgáfunnar með tölvupósti þann 20. júní 2016 sem var ítrekaður 29. júní, 30. júní og 1. júlí 2016. Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi hafi fengið hluta gagnanna afhentan en með tölvupóstum, dags. 30. júní og 4. júlí 2016, hafi Matvælastofnun tilkynnt að önnur gögn yrðu meðhöndluð sem trúnaðarmál með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var kynnt Matvælastofnun með bréfi, dags. 29. júlí 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að.</p> <p>Í umsögn Matvælastofnunar, dags. 9. ágúst 2016, kemur fram að rekstrarleyfi til Arnarlax ehf. hafi verið gefið út á grundvelli laga um fiskeldi nr. 71/2008 og gildi til 6. maí 20216. Fyrirtækið hafi lagt fram lögboðin gögn vegna umsóknarinnar en Matvælastofnun hafi einnig leitað umsagna vegna málsins, sbr. 7. gr. laganna. Í 14. gr. laganna sé fjallað um þagnarskyldu og vísað með almennum hætti til 18. gr. laga nr. 70/1996. Umbeðin gögn tengist þó ekki opinberu eftirliti með Arnarlaxi ehf. Upplýsingarnar í þeim snúi hins vegar að fjárhags- og viðskiptahagsmunum fyrirtækisins. Um sé að ræða eftirfarandi gögn:</p> <ol> <li> <p>Umsókn um rekstrarleyfi</p> </li> <li> <p>Rekstrarleyfi, dags. 6. maí 2016</p> </li> <li> <p>Upplýsingar um eignarhald á Arnarlaxi ehf.</p> </li> <li> <p>Upplýsingar um fagþekkingu starfsmanna og gæðakerfi Arnarlax ehf.</p> </li> <li> <p>Upplýsingar um eigin fjármögnun</p> </li> <li> <p>Rekstraráætlun vegna eldisins</p> </li> <li> <p>Umsagnir Fiskistofu, Veiðimálastofnunar, Hafrannsóknarstofnunar og sveitarfélagsins Vesturbyggðar</p> </li> <li> <p>Trygging frá TM hf. vegna starfsemi Arnarlax ehf. á eldissvæðinu</p> </li> <li> <p>Upplýsingar um eldisbúnað og vottun hans</p> </li> <li> <p>Álit Skipulagsstofnunar</p> </li> <li> <p>Matsskýrsla – mat á umhverfisáhrifum</p> </li> <li> <p>Gögn um burðarþol eldissvæðisins</p> </li> </ol> <p>Matvælastofnun vísaði kæranda á gögn undir töluliðum 10, 11 og 12. Undir rekstri málsins fyrir úrskurðarnefndinni ákvað stofnunin einnig að veita kæranda aðgang að gögnum undir töluliðum 1, 2 og 7. Önnur gögn telur stofnunin sér óheimilt að veita kæranda aðgang að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þau innihaldi upplýsingar um eignaraðild að fyrirtækinu, nöfn og starfsreynslu starfsmanna þess, tryggingaskilmála fyrirtækisins og eldisbúnað. Gögnin hafi jafnframt að geyma ítarlegar upplýsingar um rekstur og fjárhagsstöðu leyfishafa, þar með taldar upplýsingar um lán, eignarhald og viðskiptaskilmála og viðkvæmar upplýsingar varðandi rekstrarlegar ákvarðanir fyrirtækisins og áform þess í framtíðinni. Þá sé að finna í gögnunum upplýsingar um framleiðsluhætti fyrirtækisins, þ.e. hvaða búnaður til framleiðslunnar hafi verið keyptur, hvernig hann er notaður, settur saman og nýttur. Jafnframt sé að finna upplýsingar um aðila sem framleiði búnaðinn, persónuhagi og nöfn starfsmanna fyrirtækisins.</p> <p>Það er mat Matvælastofnunar að gögnin séu af því tagi að takmarka verði aðgang almennings að þeim með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Reglan hafi einmitt verið sett til að tryggja að fyrirtæki og lögaðilar þurfi ekki að óttast að upplýsingar sem þau afhenda opinberum aðilum verði gerðar opinberar. Ekki verði séð að réttur almennings til aðgangs vegi þyngra en réttur fyrirtækisins, sérstaklega þegar horft sé til eðlis þeirra og sjónarmiða í athugasemdum með 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Umsögn Matvælastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. ágúst 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 25. ágúst 2016 og þar eru kröfur kæranda ítrekaðar. Ekki verði séð hvernig umbeðin gögn geti fallið undir undanþáguákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Einnig er vísað til 1. og 5. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál.</p> <p>Þann 16. apríl 2017 ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til Arnarlax ehf. og tilkynnti fyrirtækinu að kæran væri til meðferðar hjá nefndinni. Þá var fyrirtækið innt eftir afstöðu sinni til þess hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að aðgangur yrði veittur að gögnunum. Í svari fyrirtækisins, dags. 8. maí 2017, segir að öll gögn sem kærandi óski aðgangs að hafi verið lögð fram í dómsmáli á milli Arnarlax ehf. og tiltekinna aðila. Fyrirtækið telur ljóst að um sömu aðila sé að ræða og því verði ekki séð að kærendur hafi lögvarða hagsmuni af kærumálinu. Óháð því telji fyrirtækið upplýsingar um eignarhald á félaginu, staðfestingu PwC á eigin fjármögnun félagsins og rekstaráætlun félagsins vegna fyrirhugaðs fiskeldis vera gögn sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þess. Því sé í öllu falli óheimilt að veita aðgang að þeim, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og 1. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða rekstrarleyfi Arnarlax ehf. til laxeldis í sjó í Arnarfirði.</p> <p>Í 3. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál er skilgreint hvers kyns upplýsingar teljist vera um umhverfismál í skilningi laganna. Kemur þar fram í 3. tölul. að ráðstafanir í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga á sviði umhverfismála sem hafa, eða líklegt er að hafi, áhrif á þá þætti sem um getur í 1. og 2. tölul., auk kostnaðar- og ábatagreiningar eða annars konar hagkvæmnigreiningar sem notuð er í tengslum við ákvarðanir um slíkar ráðstafanir, teljist til upplýsinga um umhverfismál.</p> <p>Hin umbeðnu gögn varða öll umsókn fyrirtækis um leyfi til að reka kynslóðaskipt sjókvíaeldi á laxi þar sem hámarkslífmassi er 10.000 tonn. Ljóst má vera að slík starfsemi er til þess fallin að hafa margþætt áhrif á umhverfið. Til viðbótar við úrgang sem stafar frá fiskeldi í sjókvíum er einnig talin hætta á því að erfðabreyttir fiskar sleppi úr þeim og erfðablandist þeim stofnum sem fyrir eru á svæðinu. Þá getur villtur fiskur smitast af laxalús sem jafnan er til staðar í og við sjókvíar í miklu magni. Að öllu framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að umbeðin gögn feli í sér upplýsingar um umhverfismál og að um aðgang að þeim fari eftir lögum nr. 23/2006.</p> <p>Af hálfu fyrirtækisins Arnarlax ehf. hefur komið fram að aðgangur að hluta umbeðinna gagna hafi verið veittur undir rekstri einkamáls fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Getur slík afhending engu breytt um rétt kæranda til aðgangs á grundvelli laga um upplýsingarétt almennings, enda er slíkur aðgangur ekki bundinn því skilyrði að beiðandi hafi lögvarða hagsmuni af honum.</p> <h3>2.</h3> <p>Synjun Matvælastofnunar á aðgangi að umbeðnum gögnum er byggð á því að um sé að ræða trúnaðarupplýsingar með vísan til 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila og einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Regla þessi var áður í 5. gr. laga nr. 50/1996.</p> <p>Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi til laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál segir m.a.:</p> <p>„Þegar óskað er aðgangs að upplýsingum hjá þeim stjórnvöldum sem undir 2. eða 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. falla, gæti hlutaðeigandi stjórnvald hafnað aðgangi að upplýsingunum, varði þær t.d. veigamikla framleiðslu- eða viðskiptahagsmuni þess, á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Það er skilyrði fyrir því að heimilt sé að halda upplýsingum sem varða veigamikla framleiðslu- eða viðskiptahagsmuni leyndum að upplýsingarnar séu almenningi ekki þegar aðgengilegar. Þá verður að liggja fyrir að verði aðgangur veittur að upplýsingunum sé það til þess fallið að valda hlutaðeigandi stofnun eða fyrirtæki óréttmætu tjóni.“</p> <p>Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir m.a.:</p> <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi.“</p> <p>Þegar tekið er tillit til þeirra gagna sem Matvælastofnun hefur veitt kæranda aðgang að undir rekstri málsins stendur eftir ágreiningur um rétt hans til eftirfarandi gagna og upplýsinga, samkvæmt sömu númeraröð og í kæru:</p> <ol> <li> <p>Upplýsingar um eignarhald á Arnarlaxi ehf.</p> </li> <li> <p>Upplýsingar um fagþekkingu starfsmanna og gæðakerfi Arnarlax ehf.</p> </li> <li> <p>Upplýsingar um eigin fjármögnun</p> </li> <li> <p>Rekstraráætlun vegna eldisins</p> </li> </ol> <ol> <li> <p>Ábyrgðaryfirlýsing frá TM hf. vegna rekstrarleyfisins, dags. 4. maí 2016</p> </li> <li> <p>Upplýsingar um eldisbúnað og vottun hans</p> </li> </ol> <p>Fjallað verður um skjölin í sömu röð hér á eftir.</p> <h3>3.</h3> <p>Leyfisumsókn Arnarlax ehf. fylgdi skjal þar sem taldir eru upp hluthafar í fyrirtækinu, fjöldi hluta sem hver þeirra er skráður fyrir og eignarhlutfall samkvæmt honum. Fyrir liggur að umtalsverðar breytingar hafa orðið á hluthafahópnum, til að mynda með sameiningu fyrirtækisins og Fjarðalax ehf., sem tilkynnt var um í lok maí 2016. Þegar vegnir eru saman hagsmunir almennings af aðgangi að upplýsingum um hluthafa í fyrirtækinu á tilteknum tímapunkti og hagsmunir Arnarlax ehf. af því að þær fari leynt þykir verða að leggja til grundvallar að lítil hætta sé á því að fyrirtækið verði fyrir tjóni, verði aðgangur veittur. Upplýsingarnar varði því ekki svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins að leynd um þær gangi framar lögbundnum rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt lögum um upplýsingarétt um umhverfismál. Þá er til þess að líta að lögaðilar sem óska þess að fá leyfi frá stjórnvöldum til að reka starfsemi sem hefur áhrif á umhverfið verða að vera undir það búnir að lög um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum gildi um slíkar ráðstafanir. Með hliðsjón af hinum ríka upplýsingarétti almennings er því fallist á rétt kæranda til aðgangs að skjalinu á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006.</p> <h3>4.</h3> <p>Við afgreiðslu umsóknarinnar kallaði Matvælastofnun eftir upplýsingum um það hvort búnaður sem nota átti til eldisins muni standast norskan staðal, NS9415:2009, fagþekkingu innan fyrirtækisins á eldi og gæðakerfi þess. Arnarlax ehf. veitti upplýsingarnar með tölvupósti, dags. 1. september 2015. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006 nái til hans á sömu forsendum og raktar voru um eignarhald á fyrirtækinu. Þá samrýmist það jafnframt markmiðum laganna, sbr. 1. gr. þeirra, að almenningur geti staðreynt þær kröfur sem gerðar eru til einkaaðila sem fá leyfi til rekstrar starfsemi af þessu tagi.</p> <p>Á einum stað í skjalinu koma fram upplýsingar um kaup Arnarlax ehf. á tilteknum vörum frá erlendum birgjum. Þær varða ekki hagsmuni almennings með sama hætti, heldur einungis kaup einkaaðila á nauðsynlegum vörum fyrir starfsemi sína. Úrskurðarnefndin telur að upplýsingar sem þessar geti aðrir samkeppnisaðilar nota við eigin rekstur og eðlilegt er að aðilar geti upplýst stjórnvöld um innkaup sín án þess að eiga á hættu að slíkar upplýsingar verði afhentar öðrum. Það er því niðurstaða nefndarinnar að afmá beri upplýsingarnar úr skjalinu áður en kæranda er veittur aðgangur að því á grundvelli 1. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, eins og nánar greinir í úrskurðarorði.</p> <p>Matvælastofnun kallaði einnig eftir staðfestingu á því að eigin fjármögnun eldisins væri a.m.k. 30%. Hún barst sem viðhengi með tölvupósti Arnarlax ehf., dags. 1. september 2015. Þar er eiginfjárhlutfalli fyrirtækisins lýst fyrir árin 2014 og 2015 ásamt mati endurskoðanda á þróun þess. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með Matvælastofnun að upplýsingarnar teljist til viðkvæmra upplýsinga um rekstrarstöðu fyrirtækisins og varði viðskiptahagsmuni þess í skilningi 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006. Verður því ákvörðun stofnunarinnar um að synja kæranda um aðgang að þeim staðfest.</p> <h3>5.</h3> <p>Leyfisumsókninni fylgdi ítarleg rekstraráætlun, dags. í ágúst 2015. Skjalið er 17 bls. að lengd og á ensku. Þar eru í upphafi raktar helstu staðreyndir og ályktanir sem áætlunin hvílir á, eignir félagsins og skuldir, upplýsingar um fjármögnun þess á þessum tímapunkti og áætlanir um fjármögnun í framtíðinni. Þá er mismunandi sviðsmyndum rekstursins lýst miðað við fyrirframgefnar forsendur og hugsanlega þróun mála á sviðinu, til að mynda þróun markaðsverðs á laxi.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál telst áætlunin tvímælalaust til viðkvæmra upplýsinga um rekstrar- og samkeppnisstöðu fyrirtækisins sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006. Enda þó almenningur hafi nokkra hagsmuni af aðgangi að skjalinu þykja þeir þurfa að víkja fyrir þeim hagsmunum Arnarlax ehf. að samkeppnisaðilar geti ekki kynnt sér áætlanir fyrirtækisins og forsendur þess fyrir tilteknum ráðstöfunum. Verður því ákvörðun Matvælastofnunar um að synja kæranda um aðgang að skjalinu staðfest.</p> <p>Leyfisumsókn Arnarlax ehf. fylgdi ábyrgðaryfirlýsing vegna tryggingar í tengslum við hið veitta rekstrarleyfi, dags. 4. maí 2016. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst einnig á það með Matvælastofnun að slík yfirlýsing teljist til upplýsinga um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006. Verður ákvörðun stofnunarinnar því einnig staðfest að þessu leyti.</p> <h3>6.</h3> <p>Leyfisumsókninni fylgdi skýrsla norska fyrirtækisins ROLI Certification AS um búnað Arnarlax ehf. og vottun hans. Skýrslan er 15 blaðsíður að lengd og á norsku. Einnig fylgdu skýrslur norska fyrirtækisins YesMaritime AS um uppsetningu búnaðarins og staðfestingar á ensku. Loks fylgdi skýrsla um plastbúr fyrirtækisins frá norska fyrirtækinu Akvasafe AS, sem er 9 bls. að lengd og á ensku.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur sem fyrr að upplýsingar um kaup einkaaðila á búnaði til nota í starfsemi sinnar geti talist til viðkvæmra upplýsinga um rekstur hans í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Eins og hér stendur á verður þó jafnframt að hafa hliðsjón af þeim mikilvægu hagsmunum almennings að geta kynnt sér upplýsingar um það hvernig laxeldisstarfsemi fyrirtækisins er hagað, kröfur sem gerðar eru til búnaðarins og vottun hans með hliðsjón af þeim stöðlum sem gilda almennt um starfsemina. Af lestri skýrslnanna verður ekki séð að hætt sé við því að Arnarlax ehf. verði fyrir tjóni, verði þær gerðar opinberar. Þaðan af síður verður talið að verulegt tjón geti hlotist af því að aðgangur verði veittur af þeim. Verður því ákvörðun Matvælastofnunar um að synja kæranda um aðgang að skýrslunum felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að veita aðgang að þeim á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Matvælastofnun ber að veita kæranda, Geiteyri ehf. og Akurholti ehf., aðgang að:</p> <ul> <li> <p>Skjalinu „Overview of Shareholders and Indirect Owners in the Company and Arnarlax“, ódags., sem fylgdi umsókn Arnarlax ehf. um rekstrarleyfi vegna fiskeldis, dags. 12. mars 2015</p> </li> <li> <p>Tölvupósti Víkings Gunnarssonar til Matvælastofnunar, dags. 1. september 2015, kl. 11:33, án viðhengja. Áður skal afmá setninguna: „eru keyptar af sama framleiðanda [...] group.“</p> </li> <li> <p>Skýrslu ROLI Certification AS; „Forankringsanalyse for en flytende oppdrettsenhet“, dags. 26. febrúar 2014</p> </li> <li> <p>Skýrslum YesMaritime AS; „Anchoring report“, dags. 22. apríl 2014 og 2. júlí 2015</p> </li> <li> <p>Skýrslu Akvasafe AS; „Technical note – plastic cages. Tjaldaneseyrar 2x3 65x65 grid“</p> </li> </ul> <p>Hin kærða ákvörðun Matvælastofnunar er að öðru leyti staðfest.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> | |
684/2017. Úrskurður frá 2. júní 2017 | Kærð var synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum varðandi ívilnunarsamning við Silicor Materials. Ráðuneytið hafði synjað um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli að gögnin vörðuðu mikilvæga fjarhags- eða viðskiptahagsmuni Silicor Materials, sbr. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun ráðuneytisins að hluta en taldi ekki sýnt fram á að sum gagnanna innihéldu trúnaðarupplýsingar sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi. Var því kveðið á um skyldu ráðuneytisins til að afhenda kæranda þau gögn. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 2. júní 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 684/2017 í máli ÚNU 16060006. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 7. júní 2016, kærði A hrl. ákvörðun iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins (nú atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis) um að synja beiðni hans um aðgang að gögnum varðandi Silicor Materials. </p><p>Þann 30. apríl 2015 birtist grein eftir kæranda í Morgunblaðinu. Þar kom fram að kærandi teldi óhjákvæmilegt að óska eftir upplýsingum frá íslenskum yfirvöldum, einkum atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Þess var óskað að ráðuneytið eða önnur yfirvöld birti kæranda og öðrum almenningi þær upplýsingar sem yfirvöld hafi aflað um feril, orðspor og stöðu fyrirtækisins Silicor Materials í tilefni af gagnrýni tiltekins manns á fyrirtækið og önnur gögn sem fyrirliggjandi væru hjá ráðuneytinu eða yfirvöldum. Þann 19. maí 2015 ritaði kærandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra bréf þar sem beiðnin var ítrekuð. Þá óskaði kærandi frekari gagna með bréfi, dags. 17. júní 2015. Þar kemur fram að þess sé óskað að kæranda verði veittur aðgangur að öllum gögnum er varða ívilnanasamning ráðuneytisins frá 26. september 2014 við Silicor Materials, þar á meðal allt er snertir undirbúning hans, gerð og framfylgd. Óskað er eftir öllum gögnum sem snerta málefnið með beinum eða óbeinum hætti óháð því hvenær þau komust í vörslu ráðuneytisins, þar á meðal fundargerðum, dagbókarfærslum, lista yfir málsgögn og öðrum samningum sem ráðuneytið kann að hafa gert.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kærandi kærði töf á meðferð beiðninnar til úrskurðarnefndarinnar þann 30. júlí 2015 þar sem erindum hans hefði ekki verið svarað. Með bréfi, dags. 1. júní 2016, veitti iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kæranda aðgang að hluta umbeðinna gagna. Hins vegar var kæranda tilkynnt að önnur gögn sem ráðuneytið hefði undir höndum yrðu ekki birt þar sem þau væru undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 6.-10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 7. júní 2016. Kæran var kynnt ráðuneytinu sama dag og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn.</p><p>Í umsögn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 23. júní 2016, segir að tekið sé undir sjónarmið sem fram komu í meðfylgjandi bréfi lögmanns Silicor Materials. Í bréfi Silicor Materials segir að beiðni kæranda varði meðal annars fjárfestakynningu og rekstraráætlun sem útbúnar voru fyrir mögulega fjárfesta og lánveitendur fyrirtækisins. Því hafi verið beint til ráðuneytisins að gögnin væru algert trúnaðarmál. Þá hafi allir sem afrit hafi fengið af þeim undirritað trúnaðaryfirlýsingu fyrir utan ráðuneytið. Eftirfarandi ástæður eru tilgreindar fyrir því að gögnin skuli fara leynt:</p><ol><li><p>„Upplýsingar um framleiðslukostnað, framlegð og framleiðsluaðferðir sem eru háðar einkaleyfi eru trúnaðarmál og viðskiptaleyndarmál Silicor. Það yrði mjög skaðlegt fyrir Silicor að slíkar upplýsingar verði gerðar opinberar eins og allir hljóta að skilja.</p></li><li><p>Innsýn Silicor og ráðgjafa félagsins um markaðinn til framtíðar er trúnaðarmál sem mjög óheppilegt væri að yrði opinberar og myndi aðgengi að slíkum upplýsingum geta skaðað starfsemi félagsins og stöðu á markaði.</p></li><li><p>Upplýsingar í fjárfestakynningu um viðskiptavini eru þess eðlis að mjög skaðlegt væri fyrir félagið að slíkar upplýsingar yrðu gerðar opinberar.</p></li><li><p>Ýmsar upplýsingar í fjárfestakynningu eru úr gögnum sem eru háðar trúnaði gagnvart þriðja aðila t.d. upplýsingar úr samningum við þriðja aðila sem vísað er til. Engar heimildir eru gagnvart slíkum aðilum til að opinbera upplýsingar úr slíkum samningum.</p></li><li><p>Upplýsingar um kostnað við ýmsa verkþætti eru einnig háðir trúnaði við ýmsa aðila sem óheppilegt væri að gera opinbert.</p></li><li><p>Mat Silicor á samkeppnisaðilum þ.e. þeim aðferðum sem þeir beita og því sem þeir framleiða í samanburði við Silicor væri mjög skaðlegt að yrði gert opinbert.</p></li><li><p>Fjárhagsupplýsingar um rekstur Silicor eru algjört trúnaðarmál og engan veginn eðlilegt að gera slíkar upplýsingar aðgengilegar vegna m.a. samkeppnisstöðu og fleiri ástæðna.</p></li><li><p>Efni sölusamninga á framleiðslu er háður trúnaði við ýmsa aðila og mjög óheppilegt er að slíkar upplýsingar yrðu gerðar opinberar.“</p></li></ol><p>Með bréfi, dags. 27. júní 2016, var umsögnin kynnt kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi hennar. Sama dag ítrekaði úrskurðarnefndin ósk sína til ráðuneytisins um afrit umbeðinna gagna með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 14/2012. Afritin bárust með tölvupósti þann 29. júní 2016. Í athugasemdum kæranda, dags. 12. júlí 2016, kom fram að hann hefði engu að bæta efnislega við kæru sína til nefndarinnar. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1. </h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum er varða ívilnanasamning íslenskra stjórnvalda við fyrirtækið Silicor Materials frá 26. september 2014, umfram þann hluta sem kærandi fékk afhentan með hinni kærðu ákvörðun, dags. 1. júní 2016. Um er að ræða eftirfarandi skjöl:</p><ol><li><p>Bréf Silicor Materials til B, dags. 28. febrúar 2014. </p></li><li><p>Application for incentives, umsókn með vísan til laga nr. 99/2010, dags. 31. desember 2013.</p></li><li><p>Additional information request. Bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til Silicor Materials Inc., dags. 5. febrúar 2014. </p></li><li><p>CH2MHILL: Engineer‘s Report. Solar-Grade Silicon Purification Technology Status and Readiness for 16,000 Metric ton Manufacturing Project. Dags. 12. júlí 2013.</p></li><li><p>Bréf Zachry Industrial Inc. til Silicor Materials, dags. 25. júní 2012. </p></li><li><p>Copy of LSSi Financial Model 2-28-14 (16k MT Iceland) – Mol Distribution.</p></li></ol><p>Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. laganna. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið byggir synjun sína á 9. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur í 1. málsl. að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í 2. málsl. segir að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p><p>Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga verður að hafa í huga að lögin gera ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það sé að það yrði ef aðgangur yrði veittur að upplýsingunum. Enn fremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.</p><h3>2. </h3><p>Í málinu er í fyrsta lagi deilt um aðgang að skjalinu „Bréf Silicor Materials til B, dags. 28. febrúar 2014“ en það telur tvær síður. Um er að ræða svar við bréfi ráðuneytisins dags. 5. febrúar 2014. Í bréfinu eru settar fram ástæður þess að nauðsynlegt sé að Silicor fái ívilnanir til þess að byggja sólarkísilverksmiðju á Íslandi. Ástæðurnar felast í samanburði á helstu áhrifaþáttum kostnaðar miðað við tvo valkosti, Ísland og Sádi-Arabíu. Ekki er um að ræða kostnaðaráætlun þar sem kostnaðarþættir eru sundurgreindir heldur áætlaða heildartölu kostnaðar. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru þær upplýsingar sem fram koma í skjalinu svo almennar að vandséð er hvernig Silicor Materials geti orðið fyrir tjóni ef upplýsingarnar verði gerðar aðgengilegar. Þá verður ekki séð hvernig samkeppnisaðilar geti nýtt sér upplýsingarnar til þess að veikja samkeppnissstöðu Silicor Material. Því er ekki fallist á það með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að hagsmunir fyrirtækisins geti vikið hagsmunum almennings af því að geta kynnt sér efni skjalsins og ber að veita kæranda aðgang að því. </p><p>Í öðru lagi er deilt um aðgang að skjalinu „Application for incentives, umsókn með vísan til laga nr. 99/2010, dags. 31. desember 2013.“ Skjalið telur 58 blaðsíður. Fyrstu þrjár síðurnar hafa að geyma staðlað umsóknarblað en á fyrstu síðu hafa verið fylltar inn grunnupplýsingar um Silicor Materials. Næstu tvær geyma texta með fyrirmælum ráðuneytisins til umsækjanda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sér ekki ástæðu til þess að þessum þremur blaðsíðum sé haldið leyndum enda koma þar hvergi fram upplýsingar sem telja má til trúnaðarupplýsinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Á því kærandi rétt á aðgangi að fyrstu þremur blaðsíðum skjalsins. </p><p>Meðfylgjandi staðlaða umsóknarblaðinu er minnisblað sem stafar frá Silicor, alls 56 síður með forsíðu sem ber heitið „Confidential Information Memorandum“. Í formála minnisblaðsins kemur fram að skjalið geymi upplýsingar um Silicor Materials, viðskiptastarfsemi þess, stefnumótunaráætlanir og aðrar upplýsingar sem gætu valdið fyrirtækinu tjóni yrðu upplýsingarnar gerðar aðgengilegar almenningi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni minnisblaðsins og fellst á það með atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að það hafi að geyma gögn um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Silicor Materials sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá telur nefndin að trúnaðarupplýsingar komi þar fram svo víða að ekki séu forsendur til þess að veita aðgang að hluta skjalsins. Þó telur nefndin að kærandi eigi rétt á aðgangi að kaflanum „Executive summary“, á bls. 3, þar sem gerður er samanburður á helstu áhrifaþáttum kostnaðar við framkvæmd verkefnisins miðað við tvö lönd. Um er að ræða sömu upplýsingar og fram koma í skjalinu „Bréf Silicor Materials til B“ og eiga sömu sjónarmið við þegar réttur kæranda til aðgangs er metinn. </p><p>Í þriðja lagi er deilt um aðgang að skjalinu „Additional information request“ sem stafar frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og er ein blaðsíða. Þar kemur fram beiðni ráðuneytisins til Silicor Materials um nánar tilteknar upplýsingar í kjölfar umsóknar Silicor Materials um ívilnanir. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geymir skjalið hvorki trúnaðarupplýsingar um Silicor Materials né aðrar upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ber ráðuneytinu því að veita kæranda aðgang að skjalinu á grundvelli 5. gr. laganna.</p><p>Í fjórða lagi er deilt um aðgang að skjalinu „Engineer‘s Report Solar-Grade Silicon Purification Technology Status and Readiness for 16,000 Metric ton Manufacturing Project“. Samantektin var útbúin af fyrirtækinu CH2M HILL fyrir Silicor Materials og telur 103 síður auk ótölusetts viðauka sem geymir upplýsingar um starfsfólk Silicor Material. Í inngangi að skýrslunni kemur fram að skýrslan hafi verið unnin að beiðni Silicor Material í því skyni að meta tækni- og framleiðsluáætlun fyrirhugaðs verkefnis. Eins kemur fram að skýrslan sé aðeins ætluð Silicor. Í skýrslunni koma víða fyrir upplýsingar um tækni og framleiðsluaðferðir Silicor Materials sem skert gætu samkeppnishæfni fyrirtækisins og valdið því tjóni yrðu upplýsingarnar á almannavitorði. Er því fallist á með ráðuneytinu að rétt hafi verið að synja kæranda um aðgang að skýrslunni á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þá eru trúnaðarupplýsingar það víða í skýrslunni að ekki er unnt að veita aðgang að hluta þess á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p><p>Í fimmta lagi er deilt um aðgang að skjalinu „Bréf Zachry Industrial Inc. til Silicor Materials“, dags. 25. júní 2012. Bréfið felur í sér kostnaðarmat sem Zachry Industrial gerði fyrir Silicor Material vegna fyrirhugaðrar verksmiðju. Tekið er fram á fyrstu síðu að um sé að ræða trúnaðarupplýsingar. Bréfinu fylgja tvö fylgiskjöl, „Summary of Estimate Development“ og „Budgetary Estimate Basis“. Um er að ræða mat þriðja aðila á fyrirhuguðu verkefni. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geymir skjalið í heild sinni upplýsingar sem lúta að mikilvægum fjárhags- og viðskiptahagsmunum Silicor og sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Er því staðfest synjun ráðuneytisins á aðgangi að skjalinu. </p><p>Að lokum er deilt um aðgang að skjalinu „Copy of LSSi Financial Model 2-28-14 (16k MT Iceland) – Mol Distribution.“ Um er að ræða fjölda excelskjala með ýmsum kostnaðarútreikningum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur engan vafa á því að þær upplýsingar sem þar koma fram séu þess eðlis að þær séu undanskildar upplýsingarrétti á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Er því staðfest synjun ráðuneytisins á aðgangi að skjalinu í heild sinni. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu er skylt að veita kæranda, A , aðgang að eftirfarandi gögnum: </p><ol><li><p>Skjalinu „Bréf Silicor Materials til B“, dags. 28. febrúar 2014. </p></li><li><p>Fyrstu þremur blaðsíðunum í skjalinu „Application for incentives, umsókn með vísan til laga nr. 99/2010“, dags. 31. desember 2013.</p></li><li><p>Blaðsíðu 3 í skjalinu „Confidential Information Memorandum“ sem fylgdi skjalinu „Application for incentives, umsókn með vísan til laga nr. 99/2010“, dags. 31. desember 2013.</p></li><li><p>Skjalinu „Additional information request“. Bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til Silicor Materials Inc., dags. 5. febrúar 2014. </p></li></ol><p>Að öðru leyti er hin kærða ákvörðun staðfest.</p><p><br></p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
681/2017. Úrskurður frá 26. apríl 2017 | Deilt var um aðgang fjölmiðils að starfslokasamningi sem Kirkjuráð gerði við fyrrverandi framkvæmdastjóra ráðsins. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn hefði að geyma upplýsingar um föst launakjör starfsmannsins og tilhögun starfsloka, sem almenningur ætti rétt á aðgangi að samkvæmt 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Því bæri Kirkjuráði að veita kæranda aðgang að samningnum. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 26. apríl 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 681/2017 í máli ÚNU 16110005. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 10. nóvember 2016, kærði A, blaðamaður, synjun Kirkjuráðs, dags. 23. september 2016, á beiðni um aðgang að starfslokasamningi Kirkjuráðs við fyrrverandi framkvæmdastjóra þess. Í kæru krefst kærandi þess að fá aðgang að starfslokasamningnum. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 14. nóvember 2016 var Kirkjuráði kynnt kæran og veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. </p><p>Í umsögn Kirkjuráðs, dags. 29. nóvember 2016, er tekið fram að gögn þau sem kærandi krefjist aðgangs varði starfssamband fyrrum framkvæmdastjóra í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og séu því undanþegin upplýsingarétti skv. 5. tölulið 6. gr. laganna. Jafnframt vísaði Kirkjuráð til 9. gr. upplýsingalaga. Kirkjuráð taldi að þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum varði mikilvæg einkamálefni þess starfsmanns sem í hlut á, sem sanngjarnt sé að fari leynt. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar rétt fjölmiðils til aðgangs að starfslokasamningi sem Kirkjuráð gerði við fráfarandi framkvæmdastjóra þann 23. september 2016. Samningurinn, sem er í átta liðum auk formála, kveður á um réttindi og skyldur aðila tímabilið 20. september 2016 til 30. september 2017. </p><h3>2.</h3><p>Í hinni kærðu ákvörðun er byggt á því að þar sem umbeðin gögn varði starfslok framkvæmdastjóra Kirkjuráðs falli þau undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og séu því undanþegin upplýsingarétti skv. 5. tl. 6. gr. laganna. Þá er vísað til þess að upplýsingarnar sem fram koma í umbeðnum gögnum varði mikilvæg einkamálefni þess starfsmanns sem í hlut á, sem sanngjarnt er að leynt fari. </p><p>Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Þá kveður 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði laganna, sem lúta að umsóknum um störf, framgangi í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í annarri málsgrein sama ákvæðis eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda. Þar er m.a. kveðið á um að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 7. gr. sé skylt að veita upplýsingar um föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda, sbr. 3. tl. annarrar málsgreinar. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að 7. gr. upplýsingalaga kemur fram að með föstum launakjörum sé „m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunna að liggja fyrir um föst laun starfsmanns. Rétturinn til aðgangs nær þannig til gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til.“</p><h3>3.</h3><p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni starfslokasamnings Kirkjuráðs við fyrrverandi framkvæmdastjóra þess. Lýtur efni hans að því hvernig starfslokum skuli háttað ásamt upplýsingum um fyrirkomulag fastra launagreiðslna. Því er um að ræða upplýsingar sem almenningur á rétt til aðgangs að samkvæmt því sem rakið var hér að framan, sbr. einnig úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 632/2016 og A-303/2009. </p><p>Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Kirkjuráði beri að afhenda kæranda starfslokasamning Kirkjuráðs við fyrrverandi framkvæmdastjóra ráðsins. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kirkjuráði ber að veita kæranda, A, aðgang að starfslokasamningi sem gerður var við fráfarandi framkvæmdastjóra þann 20. september 2016. </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
680/2017. Úrskurður frá 26. apríl 2017 | Deilt var um aðgang fjölmiðils að starfslokasamningi sem Kirkjuráð gerði við fyrrverandi framkvæmdastjóra ráðsins. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn hefði að geyma upplýsingar um föst launakjör starfsmannsins og tilhögun starfsloka, sem almenningur ætti rétt á aðgangi að samkvæmt 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Því bæri Kirkjuráði að veita kæranda aðgang að samningnum. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 26. apríl 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 680/2017 í máli ÚNU 16110003. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 11. nóvember 2016, kærði A, blaðamaður, synjun Kirkjuráðs á beiðni um aðgang að starfslokasamningi Kirkjuráðs við fyrrverandi framkvæmdastjóra þess. Í kæru krefst kærandi þess að fá aðgang að starfslokasamningnum. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæru kæranda var upphaflega beint að Biskupsstofu. Með bréfi dags. 14. nóvember 2016 var Biskupsstofu kynnt kæran og veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. </p><p>Í kjölfarið barst nefndinni bréf frá Kirkjuráði, dags. 30. desember 2016, þar sem fram kom að Biskupsstofa væri ekki réttur aðili að málinu. Starfssamband starfsmannsins sem málið snúist um hafi verið við Kirkjumálasjóð en Kirkjuráð fari með stjórn hans. Kirkjuráð áréttaði að gögnin sem kærandi krefst aðgangs að varði starfssamband fyrrum framkvæmdastjóra ráðsins í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þau séu því undanþegin upplýsingarétti skv. 5. tölulið 6. gr. laganna. Jafnframt vísaði Kirkjuráð til 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar sem fram koma í gögnunum varði mikilvæg einkamálefni þess starfsmanns sem í hlut á, sem sanngjarnt sé að fari leynt. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar rétt fjölmiðils til aðgangs að starfslokasamningi sem Kirkjuráð gerði við fráfarandi framkvæmdastjóra þann 23. september 2016. Samningurinn, sem er í átta liðum auk formála, kveður á um réttindi og skyldur aðila tímabilið 20. september 2016 til 30. september 2017. </p><h3>2.</h3><p>Í hinni kærðu ákvörðun er byggt á því að þar sem umbeðin gögn varði starfslok framkvæmdastjóra Kirkjuráðs falli þau undir 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og séu því undanþegin upplýsingarétti skv. 5. tl. 6. gr. laganna. Þá var vísað til þess að upplýsingarnar sem fram koma í umbeðnum gögnum varði mikilvæg einkamálefni þess starfsmanns sem í hlut á, sem sanngjarnt sé að leynt fari. </p><p>Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Þá kveður 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á um að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki almennt ekki til upplýsinga um þau málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði laganna, sem lúta að umsóknum um störf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í annarri málsgrein sama ákvæðis eru síðan ákveðnar og skýrt afmarkaðar undanþágur frá þessari reglu vegna starfsmanna stjórnvalda. Þar er m.a. kveðið á um að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 7. gr. sé skylt að veita upplýsingar um föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda, sbr. 3. tl. annarrar málsgreinar. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að 7. gr. upplýsingalaga kemur fram að með föstum launakjörum sé „m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunna að liggja fyrir um föst laun starfsmanns. Rétturinn til aðgangs nær þannig til gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til.“ </p><h3>3.</h3><p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni starfslokasamnings Kirkjuráðs við fyrrverandi framkvæmdastjóra þess. Lýtur efni hans að því hvernig starfslokum skuli háttað ásamt upplýsingum um fyrirkomulag fastra launagreiðslna. Því er um að ræða upplýsingar sem almenningur á rétt til aðgangs að samkvæmt því sem rakið var hér að framan, sbr. einnig úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 632/2016 og A-303/2009. </p><p>Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Kirkjuráði beri að afhenda kæranda starfslokasamning Kirkjuráðs við fyrrverandi framkvæmdastjóra ráðsins. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kirkjuráði ber að veita kæranda, A, aðgang að starfslokasamningi sem gerður var við fráfarandi framkvæmdastjóra þann 20. september 2016. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson </p> |
677/2017. Úrskurður frá 26. apríl 2017 | Deilt var um aðgang að gögnum um samþykki Íslands á nýjum aðildarríkjum að Norður-Atlantshafsbandalaginu í vörslum utanríkisráðuneytisins. Kærandi hafði fengið aðgang að gögnunum að hluta en af hálfu ráðuneytisins kom fram að sum þeirra hefðu ekki fundist í skjalasafni þess. Úrskurðarnefndin tók fram að úrskurðavald nefndarinnar sé afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðnum samkvæmt upplýsingalögum. Þegar svo hátti til að umbeðin gögn eru ekki til staðar teljist ekki vera um synjun að ræða. Kæru kæranda var því vísað frá nefndinni. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 26. apríl 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 677/2017 í máli ÚNU 16070005. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi þann 22. júlí 2016 kærði A meðferð utanríkisráðuneytis á beiðni sinni um aðgang að gögnum um samþykki Íslands á nýjum aðildarríkjum að Norður-Atlantshafsbandalaginu. </p><p>Samkvæmt tölvupóstsamskiptum sem fylgdu kærunni fékk kærandi upplýsingar sem tengdust beiðninni þann 5. janúar 2016, en í kjölfarið óskaði hann eftir því að fá afrit af orðsendingum íslenskra stjórnvalda til bandarískra, þar sem staðfestar eru fullgildingar á viðbótarsamningum við Norður-Atlantshafssamninginn. Í svari utanríkisráðuneytisins, dags. 22. febrúar 2016, kom fram að ekki hafi tekist að safna skjölunum saman. Kærandi ítrekaði beiðni sína þann 22. febrúar, 30. mars og 24. maí 2016 en kærði meðferð hennar til úrskurðarnefndarinnar þann 22. júlí 2016 eins og áður segir. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 25. júlí 2016. Þar kom fram að hafi beiðni kæranda ekki verið afgreidd væri því beint til ráðuneytisins að taka ákvörðun um afgreiðslu hennar eins fljótt og við verði komið og eigi síðar en þann 9. ágúst 2016. Þann 2. ágúst 2016 barst úrskurðarnefndinni afrit af tölvupósti ráðuneytisins til kæranda, dags. 29. júlí 2016, og fylgdu staðfestingar til bandarískra stjórnvalda í tilefni af aðild ýmissa ríkja að Norður-Atlantshafssamningnum frá árunum 1952-2009. Einnig kom fram að enn vantaði einhver skjöl en ástæða tafarinnar væri sú að beiðnin næði til skjala sem eru meira en hálfrar aldar gömul. Það myndi taka að minnsta kosti einn mánuð að finna þau. </p><p>Þann 16. ágúst 2016 hafði starfsmaður utanríkisráðuneytisins samband við úrskurðarnefnd um upplýsingamál í síma. Af hálfu ráðuneytisins kom fram að leit að umbeðnum gögnum stæði enn yfir, hún krefðist mikillar vinnu og óvíst væri um árangur. Starfsmaður úrskurðarnefndarinnar tilkynnti ráðuneytinu að málið yrði ekki fellt niður hjá nefndinni fyrr en kæranda hafi verið svarað og honum ýmist afhent umbeðin gögn eða synjað um þau. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði eftir upplýsingum um stöðu málsins hjá ráðuneytinu þann 8. mars 2017. Í svari ráðuneytisins sama dag kom fram að gögnin hefðu enn ekki fundist. Kærandi hafi fengið öll gögn sem fundust af því sem hann óskaði aðgangs að. Kæranda var tilkynnt um þetta með bréfi, dags. 10. mars 2017. Þar sem gögnin fyndust ekki yrði málið fellt niður hjá úrskurðarnefndinni, nema beiðni bærist frá kæranda um að málsmeðferðinni yrði haldið áfram. Þann 24. mars 2017 kom fram af hálfu kæranda að utanríkisráðuneytinu bæri skylda til að varðveita umbeðin gögn. Kærandi gerði því þá kröfu að ráðuneytið leiti allra ráða til að finna þau. Þá hafi ekkert komið fram um að ráðuneytið hafi leitað eftir gögnum hjá öðrum stofnunum. Kærandi mæltist til þess að það yrði gert og að gerð verði grein fyrir niðurstöðum þeirra fyrirspurna. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu háttar svo til að þau gögn, sem kærandi beiðist aðgangs að, hafa ekki fundist í vörslum utanríkisráðuneytisins. Af gögnum málsins verður ráðið að ráðuneytið hafi falið yfirskjalaverði að leita gagnanna. Leitin hafi borið nokkurn árangur og kærandi fengið aðgang að hluta þeirra þann 29. júlí 2016. Hluti gagnanna hafi hins vegar ekki fundist þrátt fyrir endurtekna leit. Af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að ástæða þess sé aldur gagnanna, en hluti þeirra hafi verið í vörslum þess í meira en hálfa öld. Ráðuneytið hefur hins vegar ekki synjað beiðni kæranda með vísan til 1. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem fram kemur að beiðni um aðgang að gögnum megi hafna í undantekningartilfellum ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki telst af þeim sökum fært að verða við henni. </p><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru ekki efni til að vefengja þá fullyrðingu utanríkisráðuneytisins að hluti umbeðinna gagna finnist ekki í vörslum þess. Eins og hér háttar til verður að leggja til grundvallar að sá hluti umbeðinna gagna sem ekki finnst sé ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. laganna að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. </p><p>Það athugast að samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn, sbr. núgildandi lög nr. 77/2014, áður lög nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands, er gert ráð fyrir því að skilaskyld skjöl séu afhent opinberu skjalasafni þegar þau hafa náð þrjátíu ára aldri. Frá þeim tímapunkti fer um aðgang að þeim samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn, sbr. 4. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Aldur þeirra skjala sem finnast ekki í vörslum utanríkisráðuneytisins liggur ekki fyrir með vissu. Allt að einu leiðir sama niðurstaða um frávísun kærunnar af ákvæði 1. mgr. 46. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. </p><p>Í tilefni af þeirri kröfu kæranda, að utanríkisráðuneytinu verði gert að leita eftir umbeðnum gögnum hjá öðrum stofnunum, tekur úrskurðarnefndin fram að samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum til fyrirliggjandi gagna. Þá gerir 1. mgr. 16. gr. laganna ráð fyrir því að beiðni um gögn sé beint til þess sem hefur gögnin í vörslu sinni, þegar um er að ræða mál þar sem ekki verður tekin stjórnvaldsákvörðun. Af þessum ákvæðum upplýsingalaga verður að draga þá ályktun að þau feli ekki í sér skyldu stjórnvalda til að leita gagna í vörslum annarra aðila sem falla undir gildissvið laganna. Hins vegar er þeim skylt til að framsenda beiðni um gögn ef ætla má að þau séu í vörslum annars aðila, með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur samkvæmt framangreindu ekki valdheimildir til að fallast á kröfu kæranda um að ráðuneytinu verði gert að leita eftir umbeðnum gögnum hjá öðrum stofnunum og verður henni því vísað frá nefndinni. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru A, dags. 22. júlí 2016, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
678/2017. Úrskurður frá 26. apríl 2017 | Kærð var afgreiðsla Sorpurðunar Vesturlands á afgreiðslu á beiðni um upplýsingar um magn laxafurða sem stofnunin tók til urðunar frá fiskeldi og skráningu um laxafurðir frá fiskeldi á tilteknu ári. Af hálfu stofnunarinnar kom fram að ekki væru til sundurliðaðar upplýsingar um urðaðan fiskúrgang eftir tegund. Úrskurðarnefndin tók fram að valdsvið hennar næði ekki til þess að skera úr um það hvort slík skráning samrýmdist reglugerð 738/2003. Kæru var vísað frá úrskurðarnefnd með vísan til þess að gögnin væru ekki fyrirliggjandi, sbr. 20. gr. upplýsingalaga. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 26. apríl 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 678/2017 í máli ÚNU 16090009. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með bréfi, dags. 20. september 2016, kærði Norður-Atlantshafslaxsjóðurinn afgreiðslu Sorpurðunar Vesturlands á beiðni, dags. 2. september 2016, um aðgang að upplýsingum. Í kæru var þess krafist að Sorpurðun Vesturlands upplýsti við hve miklu magni laxaafurða stofnunin tók við til urðunar frá fiskeldi á árinu 2016. Til vara var þess krafist að kæranda yrði látin í té skráning um laxaafurðir frá fiskeldi á árinu 2016. </p><p>Kærandi bar beiðni sína fram með bréfum, dags. 31. maí 2016 og 25. júlí 2016. Með bréfum, dags. 14. júní 2016 og 2. september 2016, svaraði Sorpurðun Vesturlands því til að umbeðnar upplýsingar lægju ekki fyrir. Í kæru er byggt á því að Sorpurðun Vesturlands beri að veita umbeðnar upplýsingar. Í því sambandi vísar kærandi til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi byggir enn fremur á því að um starfsemi Sorpurðunar Vesturlands fari eftir reglugerð nr. 738/2003. Því þurfi stofnunin að skrá gögn og flokka svo sem 11. gr. reglugerðarinnar áskilur. Því geti ekki staðist að umbeðin gögn séu ekki í vörslum stofnunarinnar.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 27. september 2016 var Sorpurðun Vesturlands kynnt kæran og veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. </p><p>Í umsögn Sorpurðunar Vesturlands, dags. 5. október 2016, var tekið fram að stofnunin starfi samkvæmt starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Í starfsleyfinu sé kveðið á um skráningu úrgangs í samræmi við flokkun þágildandi reglugerðar nr. 184/2002. Kerfið geri ekki ráð fyrir sundurgreiningu eftir tegundum þannig að hægt sé að greina úrgang af laxfiski frá öðrum fisktegundum. Upplýsingum um magn laxafurða í úrgangi hefði því ekki verið haldið sérstaklega til haga. Sorpurðun Vesturlands áréttaði að stofnunin hafi viðurkennt upplýsingaskyldu sína og afhent kæranda þau gögn sem til eru. </p><p>Umsögn Sorpurðunar Vesturlands var kynnt kæranda með bréfi, dags. 11. október 2016, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 24. október 2016. Kærandi ítrekaði að lagaskylda stæði til að flokka upplýsingar með þeim hætti sem rakið var í kæru. Þá telur kærandi að Sorpurðun Vesturlands geti ekki vikið sér hjá því að veita þessar upplýsingar með því að vísa til flokkunar skráninga ef hægt sé að taka umbeðin atriði saman og afhenda. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um það hversu miklu magni af laxaafurðum frá fiskeldi Sorpurðun Vesturlands tók á móti til urðunar á árinu 2016. Eins og rakið er að framan veitti Sorpurðun Vesturlands kæranda aðgang að yfirliti um úrgangsflokkun á tímabilinu janúar til apríl 2016. Af hálfu stofnunarinnar hefur hins vegar komið skýrt fram að ekki liggi fyrir nánari sundurgreining eftir dýrategundum. </p><p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja í þessu tilviki, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.</p><p>Nefndin tekur fram að ágreiningur um það, hvort skráning stofnunarinnar á þeim úrgangi sem hún urðar samræmist reglugerð nr. 738/2003, á undir aðra eftirlits- og úrskurðaraðila í stjórnsýslunni. Samkvæmt 4. gr. reglugerðarinnar annast Umhverfisstofnun eftirlit með framkvæmd hennar, veitir starfsleyfi fyrir urðunarstaði og hefur eftirlit með því að starfsleyfishafi fari eftir ákvæðum þess. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru Norður-Atlantshafslaxsjóðsins, dags. 20. september 2016, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
679/2017. Úrskurður frá 26. apríl 2017 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum frá Hagstofu Íslands um hvernig vísitala neysluverðs hefði reiknast ef ekki hefði komið til mistaka við útreikning hennar á árinu 2016 sem og allra gagna sem útreikningarnir hefðu byggst á. Úrskurðarnefndin vísaði beiðni um útreikning frá þar sem beiðnin lyti ekki að fyrirliggjandi gögnum. Þar sem ekki yrði séð að tekin hafi verið afstaða til beiðni um gögn sem útreikningar byggðust á, var þeim hluta upplýsingabeiðninnar vísað til nýrrar meðferðar hjá Hagstofu Íslands. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 26. apríl 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 679/2017 í máli ÚNU 16110001. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi þann 3. nóvember 2016 kærði A meðferð Hagstofu Íslands á beiðni um aðgang að gögnum um útreikning vísitölu neysluverðs frá mars 2016 til september 2016.</p><p>Í kæru kemur fram að af lestri fréttartilkynningar frá Hagstofunni, dags. 29. september 2016, megi vera ljóst að vísitala neysluverðs hafi verið of lágt skráð á tímabilinu. Kærandi gæti hagsmuna aðila sem hafi tekið vísitölutryggð lán á tímabilinu og hafi lent í beinu fjárhagslegu tjóni vegna mistakanna. Til að meta áhrif mistakanna sé nauðsynlegt að hafa til viðmiðunar hver vísitalan hefði átt að vera með réttu. Kærandi hafi því haft samband við Hagstofu Íslands og óskað eftir upplýsingum um það hver vísitala neysluverðs hefði verið ef mistökin hefðu ekki átt sér stað. Kæru fylgdi afrit af samskiptum kæranda og starfsmanns Hagstofunnar í kjölfar beiðninnar. Kærandi gerir þær kröfur að Hagstofunni verði gert að afhenda sér eftirfarandi gögn:</p><ol><li><p>Öll þau gögn sem útreikningar Hagstofu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar byggja á, vegna tímabilsins mars 2016 til september 2016.</p></li><li><p>Gögn sem sýna rétt reiknaða vísitölu neysluverðs til verðtryggingar fyrir tímabilið mars 2016 til september 2016.</p></li></ol><p>Kærandi byggir rétt sinn til aðgangs á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ekki fáist séð að takmarkanir 6.-10. gr. laganna eigi við um gögnin. Þá hafi Hagstofan ekki gefið skýringar á því hvers vegna undirgögn vísitölunnar verði ekki afhent. Kærandi telur ótrúverðugt að Hagstofan hafi ekki gögn sem sýni rétt reiknaða vísitölu neysluverðs fyrir tímabilið. Í frétt á heimasíðu stofnunarinnar sé tilgreint hver áhrifin hefðu verið á vísitölu í september 2016. Af því megi ætla að Hagstofan hafi að minnsta kosti upplýsingar um rétta vísitölu fyrir mánuðinn. Loks áréttar kærandi að verulegir almannahagsmunir standi til þess að almenningur hafi aðgang að upplýsingunum. Fjöldi lánasamninga grundvallist á vísitölu neysluverðs og nokkrar fjármálastofnanir hafi tilkynnt um að verðtryggðir samningar verði leiðréttir. Einstaklingar hafi ekki tækifæri til að sannreyna hvort slíkar leiðréttingar séu réttar. Þá verði einstaklingar sjálfir að hafa upplýsingar til að krefja aðrar fjármálastofnanir um leiðréttingar. Hagstofa Íslands beri lagalega skyldu til að birta vísitölu neysluverðs, skv. 11. gr. laga nr. 12/1995. Sú lagaskylda geti ekki verið uppfyllt með birtingu rangrar vísitölu.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt Hagstofu Íslands með bréfi, dags. 7. nóvember 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að í trúnaði.</p><p>Í umsögn Hagstofunnar, dags. 17. nóvember 2016, kemur fram að Hagstofan birti ekki ný gildi fyrir vísitölu neysluverðs fyrir tímabilið mars til september 2016. Vísitalan sem birt var gildi áfram þrátt fyrir að villa hafi fundist sem olli því að hún var vanmetin á tímabilinu. Hagstofan hafi greint frá villunni og útskýrt umfang hennar eins og kostur var. Upplýsingar sem stofnunin birti í fréttum um málið og þær sem komi fram í talnaefni á vef Hagstofunnar dugi kæranda til að komast að þeirri niðurstöðu sem hann leitar að. Þær upplýsingar sem kærandi fari fram á falli hins vegar ekki undir opinbera hagskýrslugerð og séu til þess fallnar að valda óvissu um opinberar niðurstöður sem í gildi séu. Vafi leiki á því hvort Hagstofunni sé heimilt að birta leiðrétt gildi fyrir vísitölu neysluverðs, en lög um vexti og verðtryggingu hafi ekki að geyma heimild til þess.</p><p>Hagstofan mótmælir því að hún hafi að minnsta kosti upplýsingar um það hver vísitalan hafi átt að vera í september 2016, líkt og kærandi heldur fram. Vísitalan hafi hækkað um 0,48% á milli mánaða og húsnæðisliðurinn hafi verið 0,27% hærri í sama mánuði vegna þess að þá hafi komið inn hækkun vegna hliðrunarinnar. Eingöngu sé um einfalda þríliðu að ræða þar sem 0,48-0,27 sé jafnt og 0,21. </p><p>Umsögn Hagstofunnar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 29. nóvember 2016, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 12. desember 2016. Þar kemur fram að kærandi telji þá fullyrðingu Hagstofu að hún hafi ekki umbeðin gögn undir höndum fráleita. Það myndi þýða að enginn starfsmaður hennar hafi reiknað rétta vísitölu eftir að mistökin komu í ljós. Slík vinnubrögð væru vítaverð. </p><p>Þá stangist fullyrðingin á við upplýsingar í fréttatilkynningu Hagstofunnar að tvennu leyti. Annars vegar komi fram í tilkynningunni að mánaðarbreytingin á milli mánaðanna ágúst og september 2016 hefði verið 0,21% án villunnar í stað 0,48%. Þar sé vísað til þess að birt vísitala í ágúst hafi verið 436,4 stig og 438,5 stig í september. Mismunurinn sé 0,48%. Samkvæmt fullyrðingu Hagstofunnar hafi rétt vísitala í ágúst þá átt að vera rétt reiknuð 438,5 stig / 1,0021 = 437,6 stig. Af þessu leiði að Hagstofan viti að rétt reiknuð vísitala fyrir ágúst 2016 hafi verið 437,6 stig. Kærandi kveðst hafa fengið sendar niðurstöður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um mistökin sem staðfesti útreikningana. Hins vegar komi fram í fréttatilkynningunni að áhrif villunnar á allan almenning séu hverfandi og fæstir lántakendur verði varir við breytinguna nema að litlu leyti. Eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að fullyrða slíkt nema hafa þekkingu á umfangi villunnar.</p><p>Kærandi gerir þá kröfu að niðurstaða nefndarinnar byggi á því að umbeðin gögn séu til staðar hjá Hagstofunni. Verði niðurstaða nefndarinnar önnur er á því byggt að krafa kæranda feli ekki í sér gerð nýrra skjala. Við útreikning Hagstofu á vísitölunni séu tiltekin gildi færð inn í töflureikni. Reikniformúlur sem séu þegar innbyggðar í skjalinu sjái til þess að niðurstaðan sé sýnd samstundis. Stjórnvaldið þurfi því ekki að útbúa nýtt skjal heldur að breyta forsendum í fyrirliggjandi skjali. Þessar breytingar séu sex tölur og taki því ekki meira en mínútu að framkvæma þær. Töflureiknir vísitölunnar teljist til gagna með vísan til umfjöllunar í frumvarpi til upplýsingalaga.</p><p>Kærandi bendir á að Hagstofan hafi áður leiðrétt vísitölu, t.d. vísitölu byggingarkostnaðar í apríl 2011. Báðar vísitölurnar séu notaðar við gerð verðtryggðra samninga og því ekki ástæða til stefnubreytingar. Kærandi efast um að stefnubreytingin standist 1. mgr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum frá Hagstofu Íslands um það hvernig vísitala neysluverðs hefði reiknast ef ekki hefði komið til mistaka við útreikning hennar á árinu 2016. </p><p>Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Af hálfu Hagstofu Íslands hefur skýrlega komið fram að gögn um það hver vísitala neysluverðs hefði orðið án mistakanna séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Þrátt fyrir að fallast megi á með kæranda að Hagstofu Íslands sé mögulegt að slá þau gögn sem vísitalan styðst við inn í töflureikni, til að fá út hver hún hefði orðið, eru ekki efni til að vefengja þær skýru staðhæfingar stofnunarinnar að niðurstöður slíks útreiknings liggi ekki fyrir hjá henni. </p><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ekki leitt til þess að stjórnvaldi sé skylt að framkvæma tiltekna útreikninga eða breytingar á skjölum í vörslum þess og afhenda þá beiðanda. Gildir þetta jafnvel þótt ætla megi að útreikningarnir eða breytingarnar krefjist lítillar vinnu. Eins og hér háttar til verður að mati nefndarinnar að leggja til grundvallar að gögn um það hvernig vísitala neysluverðs hefði reiknast tímabilið mars til september 2016, séu ekki fyrirliggjandi hjá Hagstofu Íslands í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. laganna að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.</p><p>Kærandi hefur einnig óskað eftir öllum gögnum sem útreikningar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar byggja á vegna sama tímabils. Af gögnum málsins verður ekki séð að Hagstofa Íslands hafi tekið afstöðu til þessa hluta beiðni kæranda. Með vísan til 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber Hagstofunni að taka beiðni kæranda að þessu leyti til meðferðar samkvæmt lögunum, hafi svo ekki verið gert.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Beiðni kæranda, A, um aðgang að gögnum sem útreikningar Hagstofu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar byggja á vegna tímabilsins mars 2016 til september 2016, er vísað til nýrrar meðferðar hjá Hagstofu Íslands.</p><p>Kæru kæranda er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
673/2017. Úrskurður frá 17. mars 2017 | Kærð var sú ákvörðun Reykjanesbæjar að synja kæranda um aðgang að gögnum um tilboðsumleitanir vegna nýrrar vefsíðu bæjarins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að í slíkum málum væri lögð áhersla á hagsmuni þeirra sem taka þátt í útboðum af því að rétt sé staðið að framkvæmd þeirra. Þá standi almannahagsmunir til þess að veittur sé aðgangur að gögnum um ráðstöfun opinbers fjár. Kærandi var talinn hafa hagsmuni af því að vita um hvaða möguleika sveitarfélagið hafði að velja við ákvörðun um að ráðstafa fjármunum. Aðgangur að hluta umbeðinna gagna var þó takmarkaður með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þ.e. upplýsingar um aðra viðskiptavini tveggja fyrirtækja sem sendu inn tilboð. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 17. mars 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 673/2017 í máli nr. ÚNU 16080001. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 20. júlí 2016, kærði A synjun Reykjanesbæjar frá 6. júlí um afhendingu gagna vegna tilboðsumleitana í tengslum við gerð nýrrar vefsíðu Reykjanesbæjar. Í kærunni kemur fram að kæranda hafi verið afhent kröfulýsing Reykjanesbæjar vegna tilboðanna en ekki eftirfarandi gögn: </p><ul><li><p>Tilboðsbeiðni Reykjanesbæjar sem send var fyrirtækjum, þ.e. afrit af bréfum sem send voru hverjum aðila</p></li><li><p>Umsögn Sjá ehf. um öll tilboð sem bárust og Reykjanesbær byggði ákvörðun sína á</p></li><li><p>Tilboð sem bárust frá öllum aðilum ásamt öllum fylgiskjölum </p></li></ul><p>Kærandi óskaði eftir aðgangi að gögnunum með tölvupósti þann 2. júní 2016 með vísan til ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar tiltók kærandi sérstaklega að þrátt fyrir að þágildandi 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 kvæði á um trúnaðarskyldu kaupenda kæmi sérstaklega fram í 3. mgr. að ákvæðið hefði ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. </p><p>Í ákvörðun Reykjanesbæjar frá 6. júlí 2016 kemur fram að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Reykjanesbæ sé óheimilt að veita aðgang að þeim með vísan til 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nema með samþykki þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga. Reykjanesbær hafi leitað eftir því samþykki en ekki fengið. Í synjun Reykjanesbæjar kemur jafnframt fram að fyrirtækjunum hafi verið send eftirfarandi fyrirspurn: „Óskað hefur verið eftir aðgangi að gögnum vegna kostnaðarmats fyrir nýjan vef Reykjanesbæjar. [...] Hvað segið þið?“ </p><p>Af svörum fyrirtækjanna fimm má ráða að Dacoda ehf. leggst ekki gegn afhendingu umbeðinna gagna. Stefna ehf. vísar til þess að gera megi umsögnina opinbera en lítur svo á að upplýsingar um upphæðir og efni tilboðs sé trúnaðarmál. Kosmos og Kaos ehf. vísar til þess að fyrirtækið líti svo á að þar sem um sé að ræða verðkönnun en ekki opinbert útboð þá sé þetta trúnaðarmál á milli aðila, Advania ehf. vísar til þess að þeirra pappírar séu algjört trúnaðarmál og Hugsmiðjan ehf. vill ekki að aðgangur verði veittur að sínu tilboði. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 2. ágúst 2016, var Reykjanesbæ kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Frestur Reykjanesbæjar var framlengdur vegna sumarleyfa og barst umsögn 31. ágúst. </p><p>Í umsögn Reykjanesbæjar er sú afstaða ítrekuð að gögnin geymi mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtæja sem um ræðir og afhending þeirra því óheimil með vísan til 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Um sé að ræða gögn sem geymi upplýsingar um hæfni fyrirtækjanna á þeirra starfssviði og hugbúnað sem fyrirtækin noti. Þá sé um að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu þeirra og sú hætta sé fyrir hendi að samkeppnisaðilar geti notfært sér upplýsingarnar. Er það afstaða Reykjanesbæjar að hagsmunir fyrirtækjanna af leynd vegi þyngra en hagsmunir kæranda og almennings af aðgangi að umræddum gögnum. </p><p>Samhliða umsögn afhenti Reykjanesbær úrskurðarnefndinni með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 afrit af eftirfarandi gögnum: </p><ol><li><p>Verðkönnun Reykjanesbæjar frá mars 2016</p></li><li><p>Samantekt verðkönnunar Reykjanesbæjar frá mars 2016</p></li><li><p>Tilboð Dacoda ehf. dags. 14. mars 2016</p></li><li><p>Tilboð Stefnu ehf. dags. 11. mars 2016</p></li><li><p>Tilboð Kosmos og Kaos ehf. ódags.</p></li><li><p>Verðmat Advania ehf. ódags.</p></li><li><p>Tilboð Hugsmiðjunnar ehf. ódags. </p></li></ol><p>Umsögn Reykjanesbæjar var kynnt kæranda með bréfi dags. 8. september 2016 og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum til 23. september. Frekari athugasemdir kæranda bárust með bréfi dags. 22. september. Kærandi gerir athugasemdir við þær staðhæfingar að þær upplýsingar sem birtast í gögnunum geti skaðað viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna. </p><p>Kærandi vísar til þess að í kröfulýsingu sé óskað eftir upplýsingum um þjónustu bjóðenda, verk- og tímaáætlun, viðmót kerfis o.fl. Kærandi telur að um sé að ræða upplýsingar um vöru sem vefhönnunarfyrirtækin eru að selja og bendir á að á vefsíðum fyrirtækjanna sé hægt að lesa sér til um kerfin. Þá geti upplýsingar um verð á þjónustu sem er boðin ekki skaðað viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna og verði fyriræki að vera viðbúin því að mæta samkeppni. Í kröfulýsingu sé jafnframt óskað upplýsinga um starfsmenn sem komið hafi að verkinu og fær kærandi ekki séð á hvaða hátt slíkar upplýsingar geti verið skaðlegar viðskiptahagsmunum fyrirtækjanna. Þá er í kröfulýsingu óskað eftir upplýsingum um leyfis- og uppfærslumál bjóðenda. Kærandi vísar til þess að þar sé væntanlega um að ræða upplýsingar sem lúti að viðskiptum Reykjanesbæjar og vefhönnunarfyrirtækjanna en viðskiptasambönd fyrirtækjanna við aðra aðila eða á hvaða kjörum þau kaupa vöru og þjónustu frá þeim aðilum. Ennfremur sé í kröfulýsingu óskað eftir upplýsingum um notendur á kerfinu og vísar kærandi til þess að vefhönnunarfyrirtæki birti mörg hver upplýsingar um viðskiptavini sína á vefsíðum sínum til marks um styrk sinn á markaði. Kærandi fær ekki séð hvernig upplýsingar um fjölda fyrirtækja sem eru í viðskiptum við vefhönnunarfyrirtækin beinlínis skaði viðskiptahagsmuni þeirra enda sé ekki óskað eftir upplýsingum um það á hvaða kjörum fyrirtækjunum býðst þjónusta. </p><p>Með bréfum, dags. 21. febrúar 2017, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál að nýju eftir afstöðu þeirra fyrirtækja sem umbeðin gögn lúta að. Í bréfunum var tekið fram að teldu fyrirtækin eitthvað standa aðgangi kæranda í vegi væri æskilegt að þau lýstu hvort og hvernig hann gæti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra. </p><p>Í svari Dacoda ehf. kom fram að af hálfu þess væri ekkert því til fyrirstöðu að birta gögnin. Af hálfu Advania ehf. kom fram að í tilboði fyrirtækisins til Reykjanesbæjar væru ítarlegar upplýsingar um grunnvirkni kerfis þess og hvernig það hyggist mæta kröfulýsingu. Þá komi fram upplýsingar um starfsmenn fyrirtækisins sem eigi ekki erindi til annarra en þeirra sem tilboðinu sé beint til. Loks sé nálgun Advania við verkefnið lýst, áfangaskiptingu og mati þess á tímafjölda og kostnaði við einstaka verkliði. Þessar upplýsingar byggi á áralangri vinnu við hugbúnaðargerð og geti því bæði skaðað fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins verulega, komist þær í hendur samkeppnisaðila. Í svari Stefnu ehf. lagðist fyrirtækið gegn því að gögn um fyrirtæki yrðu afhent þriðja aðila. Til vara var farið fram á að aðeins yrði upplýst um upphæð samtölu tilboðsins, enda innihaldi verðáætlun gögn sem varði innri ferla, kerfiseiningar og gögn sem eingöngu eigi erindi við tilvonandi viðskiptavini. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar beiðni um afhendingu gagna vegna tilboðsumleitana í tengslum við gerð nýrrar vefsíðu Reykjanesbæjar.<b> </b>Af gögnum málsins er ljóst að kærandi hefur fengið verðkönnun Reykjanesbæjar frá mars 2016 afhenta. Verður því ekki fjallað frekar um rétt kæranda til aðgangs að henni. </p><p>Ekki verður hins vegar séð að Reykjanesbær hafi tekið afstöðu til beiðni kæranda um aðgang að tilboðsbeiðni Reykjanesbæjar sem send var fyrirtækjum. Í samantekt verðkönnunar Reykjanesbæjar frá mars 2016 koma fram upplýsingar um það hvaða fyrirtækjum var boðið að gera tilboð vegna smíði og uppsetningu á nýjum vef fyrir Reykjanesbæ en hluti þeirra skilaði inn tilboðum. Með vísan til 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber Reykjanesbæ að taka beiðni kæranda að þessu leyti til meðferðar, hafi svo ekki verið gert. </p><p>Ber því að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að samantekt á verðkönnun Reykjanesbæjar frá mars 2016 og tilboðanna fimm. </p><h3>2.</h3><p>Af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Reykjanesbær byggir synjun sína á 9. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur í 1. málsl. að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í 2. málsl. segir að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. </p><p>Við beitingu ákvæðis 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga verður að hafa í huga að lögin gera ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni, verði þær gerðar opinberar. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það sé að það yrði aðgangur veittur að upplýsingunum. Ennfremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna. </p><h3>3.</h3><p>Í synjun Reykjanesbæjar á beiðni kæranda um afhendingu gagna frá 6. júlí 2016 liggur fyrir afstaða fyrirtækjanna fimm sem skiluðu inn tilboðum. Þá hafa frekari röksemdir komið fram af hálfu Advania ehf. og Stefnu ehf. í svörum þeirra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fyrirtækin Kosmos og Kaos ehf., Advania ehf. og Hugsmiðjan ehf. leggjast gegn afhendingu, Stefna ehf. leggst gegn afhendingu að hluta en Dacoda ehf. leggst ekki gegn afhendingu á þeim gögnum sem frá fyrirtækinu stafa. Með vísan til afstöðu þessara fyrirtækja til afhendingar þykir a.m.k. ljóst að Reykjanesbæ bar að afhenda kæranda tilboð Dacoda ehf., dags. 14. mars 2016, og þá hluta tilboðs Stefnu ehf., dags. 11. mars 2016, sem fyrirtækið lagðist ekki gegn afhendingu á og því getur synjun ekki grundvallast á 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Eftir stendur að taka afstöðu til þess hvort heimilt hafi verið að synja kæranda um afhendingu annarra gagna á grundvelli ákvæðisins. </p><p>Þau gögn sem um ræðir innihalda m.a. almennar upplýsingar um fyrirtækin, þjónustu sem þau veita, starfsmenn og reynslu þeirra, fyrri verk og kerfi sem notast er við í starfseminni. Þar sem um er að ræða tilboðsumleitan fylgja sundurliðaðar kostnaðaráætlanir og eftir atvikum skýringar á einstökum verkliðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað umrædd gögn með tilliti til þess að vega saman hagsmuni viðkomandi fyrirtækja af því að leynd sé haldið um gögnin annars vegar og svo þá almannahagsmuni að upplýsingar um fyrirhugaða ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi hins vegar. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupi af þeim þjónustu, verk eða annað. </p><p>Til þess ber að líta að í málum þar sem fjallað hefur verið um beiðnir um aðgang að einingaverði í tilboðum í útboðum aðila, er falla undir upplýsingalög, hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum af því að rétt sé staðið að framkvæmd þeirra. Þá hefur verið talið að almannahagsmunir standi til þess að veittur sé aðgangur að gögnum um ráðstöfun opinbers fjár, auk þess sem fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum og hafa í huga að upplýsingalög gilda um starfsemi hins opinbera, sbr. m.a. til hliðsjónar úrskurð í máli nr. A-552/2014. Þrátt fyrir að kærandi hafi ekki tekið þátt í tilboðsumleitan Reykjanesbæjar og ekki sé um að ræða útboð sem hann hefur haft aðild að á grundvelli laga um opinber innkaup nr. 120/2016, eða forvera þeirra laga, eða annarra regla sem sveitarfélagið hefur sett sér, hefur hann hagsmuni af því að vita um hvaða möguleika sveitarfélagið hafði að velja við ákvörðun um að ráðstafa fjármunum. Í því sambandi ber að líta til þess að ferlið var ekki opinbert í þeim skilningi að öllum fyrirtækjum sem áhuga höfðu á að taka þátt í tilboðsumleitaninni stóð það jafnt til boða. Því var kæranda eða öðrum aðilum ekki unnt að vera eiginlegir þáttakendur í þeirri tilboðsumleitan. Því eiga framangreind sjónarmið um hagsmuni almennings við í málinu með áþekkum hætti, enda þó ekki sé um eiginlegt útboð að ræða. </p><p>Fallast má á það með Reykjanesbæ að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti að einhverju leyti skaðað samkeppnisstöðu þeirra. Þá er ekki loku fyrir það skotið að slíkar upplýsingar kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, bæði ríkis og sveitarfélaga. Þetta sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að geta þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem taka þátt í tilboðsumleitunum stjórnvalda eða gera samninga við stjórnvöld er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða hverju sinni að vera undir það búin að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum í tengslum við tilboðsumleitanir eða gerð samninga. </p><h3>4.</h3><p>Á stöku stað í hinum umbeðnu gögnum koma fram upplýsingar sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að eins og hér standi á geti talist til viðskiptaleyndarmála í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þ.e. upplýsingar um aðra viðskiptavini sem fyrirtækin Stefna ehf. og Hugsmiðjan ehf. tilgreindu í tilboðum sínum. Skoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur ekki leitt í ljós að í gögnunum komi fram aðrar upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eins og ákvæðið verður skýrt í ljósi þeirra sjónarmiða sem hér hafa verið rakin. Því verður ekki fallist á að heimilt hafi verið að takmarka rétt kæranda til aðgangs, sem hann nýtur samkvæmt meginreglu 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings, umfram þá hluta gagnanna sem áður var lýst, sbr. 3. mgr. ákvæðisins. Af framangreindu leiðir að Reykjanesbæ ber að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum að hluta eins og nánar greinir í úrskurðarorði. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Reykjanesbæ ber að afhenda A eftirfarandi gögn:</p><ol><li><p>Samantekt verðkönnunar Reykjanesbæjar frá mars 2016.</p></li><li><p>Tilboð Dacoda ehf. dags. 14. mars 2016. </p></li><li><p>Tilboð Stefnu ehf. dags. 11. mars 2016, að undanskildum bls. 15-20.</p></li><li><p>Tilboð Kosmos og Kaos ehf. ódags.</p></li><li><p>Verðmat Advania ehf. ódags.</p></li><li><p>Tilboð Hugsmiðjunnar ehf. ódags., að bls. 4 undanskilinni. </p></li></ol><p>Beiðni kæranda um aðgang að upphaflegri tilboðsbeiðni Reykjanesbæjar er vísað til nýrrar meðferðar hjá Reykjanesbæ. <b> </b></p><p><b> </b></p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p><p> </p> |
672/2017. Úrskurður frá 17. mars 2017 | Deilt var um aðgang kæranda að gögnum í vörslum Þekkingarnets Þingeyinga sem varða fjölþjóðlegt verkefni. Kærandi vann að verkinu sem verktaki fyrir hönd Þekkingarnetsins en stjórn þess færðist síðar yfir til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Þekkingarnetsins um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum samræmdist ekki ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Annmarkarnir voru taldir svo verulegir að ekki væri hjá því komist að fella ákvörðunina úr gildi og leggja fyrir Þekkingarnet Þingeyinga að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 17. mars 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 672/2017 í máli ÚNU 16030001. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 22. mars 2016, kærði A ákvörðun Þekkingarnets Þingeyinga um að synja kæranda um aðgang að gögnum um fjölþjóðlegt verkefni sem kallað er CRISTAL (Creative Regions for Innovation, Skills, Technology, Accessibility and Learning). </p><p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi átt frumkvæði að verkefninu og unnið að því sem verktaki fyrir hönd Þekkingarnets Þingeyinga. Hún hafi jafnframt tekið að sér að sækja um styrk frá landsskrifstofu Erasmus+ og verkefnið hafi hlotið hæsta styrk sem skrifstofan úthlutaði í flokki samstarfsverkefna árið 2015. Í kjölfar ásakana um að hugmyndin að verkefninu væri höfundarréttarvarin hefði Þekkingarnetið ákveðið að segja sig frá verkefninu. Kærandi kveðst hafa fengið fundargerð stjórnar, dags. 24. nóvember 2015, þar sem ákvörðunin var tekin. Þar sé vísað til margvíslegra gagna sem kærandi hafi óskað aðgangs að. Gögn málsins bera með sér að beiðni kæranda, dags. 5. febrúar 2016, hafi verið ítrekuð með bréfi, dags. 2. mars 2016. Þekkingarnet Þingeyinga synjaði beiðni kæranda með bréfi dags. 7. mars 2016. Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að tímabundinn verksamningur kæranda og Þekkingarnets Þingeyinga hafi verið útrunninn þegar Þekkingarnetið sagði sig frá verkefninu. Framhald samstarfsins hafi alltaf verið háð fyrirvara um að Þekkingarnetið færi með stjórn CRISTAL-verkefnisins. Þar sem fyrir liggi að svo verði ekki séu engar forsendur fyrir samstarfinu. Því séu heldur ekki forsendur fyrir því að verða við ósk kæranda um afhendingu gagna, þar sem ekki verði séð að hún eigi lögvarða hagsmuni af slíkri afhendingu. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt Þekkingarneti Þingeyinga með bréfi, dags. 29. mars 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með bréfi er barst þann 25. apríl 2016 kom fram af hálfu Þekkingarnets Þingeyinga að þau gögn sem lytu að verkefninu væru „ekki þeirrar gerðar sem almenningur [geti] krafist aðgangs að í krafti laga nr. 140/2012“. Þá væri það afstaða Þekkingarnetsins að vinnugögn starfsmanna væru undanþegin upplýsingarétti, sbr. 8. gr. laganna. Þar á meðal mætti telja óformlegar samantektir á borð við þá sem framkvæmdastjóri hefði tekið saman um samtöl sín og samskipti við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og landskrifstofu Erasmus+. Þekkingarnetinu væri ómögulegt að afhenda munnlegar upplýsingar um samráð helstu aðila. Þá væri óafmarkað og upplýst hverjir væru „helstu aðilar“, sem kærandi vísaði til. Einnig væri óafmarkað til hverra væri vísað þegar rætt væri um afrit af póst- og bréfasamskiptum aðila verkefnisins. Loks segir í bréfinu að ekki liggi fyrir til hvaða samninga sé vísað; hvort átt sé við ráðningarsamninga, samninga um CRISTAL-verkefnið eða annarra samninga. Þekkingarnet Þingeyinga óski því eftir því að betur verði skilgreint og afmarkað að hvaða gögnum kæran lúti nákvæmlega. </p><p>Efni bréfsins var kynnt kæranda þann 27. apríl 2016 og óskað frekari athugasemda fyrir þann 10. maí 2016. Í athugasemdum kæranda, dags. 5. maí 2016, kemur fram að óskað sé eftir upplýsingum, gögnum eða greinargerðum er lúti að eftirfarandi þáttum: </p><ul><li><p>Aðkomu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands að umræddu Erasmus+ verkefni</p></li><li><p>Breytingum á umsóknaraðilum verkefnisins, þar með talið breytingum á verkefnisstýrandi stofnun („applicant“) og samstarfsaðilum („partners“) miðað við undirritaðan samning Þekkingarnetsins og landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi</p></li><li><p>Breytingum á tengiliðum („contact persons“) verkefnisins miðað við upphaflega umsókn</p></li><li><p>Breytingum sem gerðar hafi verið á verkefninu, þar með talið á fjármálahluta þess, miðað við undirritaðan samning Þekkingarnetsins og landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi</p></li><li><p>Framvindu CRISTAL-verkefnisins frá upphafi þess, 1. september 2015</p></li><li><p>Greinargerð um aðkomu Þekkingarnets Þingeyinga að breytingum á verkefninu með skýringum á ástæðum þess að Þekkingarnetið hafi séð ástæðu til breytinga á samningi við landsskrifstofu Erasmus+ á Íslandi </p></li></ul><p>Þann 10. ágúst 2016 ritaði úrskurðarnefndin bréf til Þekkingarnets Þingeyinga þar sem ósk um afrit umbeðinna gagna var ítrekuð. Vakin var athygli á því að aðgangur að gögnum samkvæmt upplýsingalögum sé ekki bundinn því skilyrði að sá sem beiðist aðgangs hafi lögvarða hagsmuni af honum. Upphafleg beiðni kæranda hafi náð til eftirtalinna gagna, sem vitnað var til í fundargerð stjórnar Þekkingarmiðstöðvar Þingeyinga, dags. 30. nóvember 2015. Þau voru: </p><ol><li><p>Umsóknargögn</p></li><li><p>Minnisblöð með upplýsingum um samskipti Þekkingarmiðstöðvar Þingeyinga við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og landskrifstofu Erasmus+</p></li><li><p>Afrit af póst- og bréfasamskiptum aðila verkefnisins</p></li><li><p>Samningar</p></li><li><p>Munnlegar upplýsingar um viðræður og samráð helstu aðila </p></li></ol><p>Með bréfi, dags. 29. ágúst 2016, barst umsögn Þekkingarnets Þingeyinga, ásamt afriti af umbeðnum gögnum. Þar kemur fram að Þekkingarnetið geri aðallega þá kröfu að beiðni kæranda um afhendingu gagna verði hafnað en til vara að einvörðungu verði fallist á hana að því marki sem framlögð skjöl feli í sér „afgreiðslu málefna“. Orðsendingar í tölvupóstum sem „einvörðungu lúti að upplýsingaskiptum eða tillögum“ verði undanskildar. Jafnframt verði „skilgreint út í hörgul af hálfu úrskurðarnefndar til hvaða skjala afhendingin nær“. </p><p>Í umsögninni er málsatvikum, eins og þau horfa við Þekkingarneti Þingeyinga, lýst ítarlega. Þá kemur fram að kærandi búi yfir þeim upplýsingum sem hún sækist eftir. Gögn sem feli í sér afgreiðslu máls og ákvarðanir hafi þegar verið afhentar kæranda eða hún hafi þau undir höndum vegna vinnu sinnar í samræmi við verksamning við Þekkingarnetið. Tölvupóstar og orðsendingar á milli Þekkingarnetsins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og landsskrifstofu Erasmus+ lúti að undirbúningi ákvarðanatöku, vinnslu tillagna og annarri vinnslu sem sé undanfari ákvarðana sem síðar hafi verið kynntar. Afhending þessara gagna varpi engu frekara ljósi á málavexti í þessum efnum, þessir tölvupóstar og orðsendingar séu sem slík vinnugögn í skilningi 8. gr. laga nr. 140/2012. </p><p>Af hálfu Þekkingarnetsins er áréttað að kærandi „standi gagnstætt því varðandi álitaefni er lúti að CRISTAL-verkefninu“. Hún hafi ekki leynt þeirri skoðun að hún telji rétt hafa verið á sér brotinn og að hún hafi orðið fyrir bótaskyldu tjóni af hendi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Kærandi telji sig þannig vart vera í hlutverki almennings í skilningi II. kafla laga nr. 140/2012, auk þess sem beiðni hennar falli vart að markmiðum 1. gr. laganna. Í ljósi þess sem liggi fyrir um framgöngu kæranda sé það mikið áhorfsmál hvort hún eigi rétt til nokkurrar afhendingar gagna tengdu því vandamáli sem skapaðist af hennar verkum. </p><p>Í umsögninni kemur fram að kærandi hafi þekkt til umsóknar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þar sem hún hafi unnið hana að einhverjum hluta. Þá hafi kærandi þekkt til afdrifa umsóknarinnar og einnig til samnings Þekkingarnets Þingeyinga við Erasmus+ og hún hafi fengið afhent eintak af breytingarsamningi sem undirritaður var 10. júní sl. Kærandi hafi væntanlega afrit þeirra tölvupósta sem henni hafi verið sendir og hún sent. Loks hafi Þekkingarnetið gert kæranda skriflega grein fyrir forsendum þess að ekki gat komið til frekara samstarfs. Vinnugögn stofnananna, er felist í tölvupóstsendingum sem áttu sér stað frá 20. október til 22. desember 2015, feli ekki í sér neinar upplýsingar sem kærandi geti krafist. </p><p>Þekkingarnet Þingeyinga áréttar að engin rök standi til þess að kæranda verði afhentir tölvupóstar sem lúti að vangaveltum og hugleiðingum einstakra starfsmanna um réttarstöðuna og hvernig best sé að bregast við þeirri stöðu sem upp hafi komið. Líkja megi slíkum skeytum við tveggja manna tal þar sem möguleikum er velt upp og þeir reifaðir án þess að á þeim verði síðar byggt. Slík gögn falli augljóslega að hugtaksskilyrðum vinnugagna í skilningi 8. gr. laga nr. 140/2012. Því er krafist til vara að Þekkingarnetinu verði ekki gert að afhenda önnur gögn en umsóknargögn og samninga við Erasmus+, formlegar tilkynningar til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, landskrifstofu Erasmus+, kæranda og erlendra samstarfsaðila og samning Þekkingarnets Þingeyinga við kæranda. </p><p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur af hálfu málsaðila. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. Þá hefur uppkvaðning úrskurðar í máli þessu dregist óhæfilega vegna anna hjá úrskurðarnefndinni. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að fyrirliggjandi gögnum er tengjast fjölþjóðlegu verkefni sem kærandi vann að sem verktaki hjá Þekkingarneti Þingeyinga. Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um upplýsingarétt aðila að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í athugasemdum við 14. gr. frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að því orðalagi að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Ákvæðið hefur því verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ræðst réttur kæranda til aðgangs að þeim gögnum sem hún hefur beiðst aðgangs að af fyrirmælum 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><h3>2.</h3><p>Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal ákvörðun um að synja skriflegri beiðni um aðgang að gögnum, í heild eða hluta, tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega. Í ákvörðun skal koma fram afstaða stjórnvalds til aukins aðgangs, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, og leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá segir í 3. mgr. 19. gr. að um málsmeðferð fari að öðru leyti eftir stjórnsýslulögum. </p><p>Ákvæði 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefur að geyma almenna reglu stjórnsýsluréttar um stjórnsýslukæru en þar segir í 1. mgr. að aðila máls sé „heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju“. Þá er í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sérregla um kærur vegna synjunar upplýsingabeiðna en þar kemur fram að heimilt sé að bera þær synjanir „undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn“. </p><p>Af framangreindum ákvæðum laga leiðir að stjórnvöldum sem hafa til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. </p><p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild. </p><h3>3.</h3><p>Hin kærða ákvörðun Þekkingarnets Þingeyinga er að meginstefnu byggð á því að samstarfi kæranda og Þekkingarnetsins sé lokið. Þannig hafi kærandi ekki „lögvarða hagsmuni“ af aðgangi að gögnunum. Úrskurðarnefndin áréttar af þessu tilefni að upplýsingaréttur almennings og aðila samkvæmt upplýsingalögum sé ekki bundinn því skilyrði að sá sem beiðist aðgangs að gögnum hafi lögvarða hagsmuni af honum. Hagsmunir beiðanda koma fyrst og fremst til umfjöllunar í tengslum við ákvæði sem takmarka upplýsingarétt, og þá í því samhengi að ákvarða hvort aðrir mikilsverðir hagsmunir standi honum í vegi. Hin kærða ákvörðun um að synja beiðni kæranda er ekki studd við nokkurt slíkt ákvæði. </p><p>Frekari röksemdir fyrir ákvörðuninni hafa hins vegar komið fram af hálfu Þekkingarnets Þingeyinga undir rekstri málsins fyrir úrskurðarnefndinni. Þannig hefur Þekkingarnetið fullyrt að gögn sem lúti að verkefninu séu „ekki þeirrar gerðar“ sem almenningur geti krafist aðgangs að í krafti upplýsingalaga. Af málatilbúnaði Þekkingarnetsins er ljóst að hér er einkum átt við að gögnin hafi stöðu vinnugagna samkvæmt 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 8. gr. sömu laga og 2. mgr. 14. gr. um takmörkun upplýsingaréttar aðila sjálfs. Í rökstuðningi Þekkingarnetsins fyrir úrskurðarnefndinni er hins vegar ekki gerð nægjanlega grein fyrir því hvernig umbeðin gögn falla að vinnugagnahugtakinu eins og það er afmarkað í upplýsingalögum. Þannig hefur ekki verið afmarkað af hálfu Þekkingarnetsins hvaða skjöl það séu nákvæmlega sem það telur vera vinnugögn, en úrskurðarnefndin telur augljóst að það geti ekki átt við um öll umbeðin gögn. Þá skortir á að tekin sé afstaða til þess hvort og þá hvernig gögnin uppfylli skilyrði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og hvort undantekningar 3. mgr. ákvæðisins eigi við. </p><p>Þekkingarnet Þingeyinga hefur stutt hina kærðu ákvörðun að hluta með sjónarmiðum um að kærandi hafi þegar aðgang að tilteknum gögnum eða upplýsingum. Þannig hafi kærandi þekkt til umsóknar sem hún hafi unnið að hluta og samnings Þekkingarnetsins við Erasmus+ og fengið afhent eintak af honum með áorðnum breytingum. Þá hafi kærandi væntanlega aðgang að tölvupóstum sem henni hafi verið sendir og hún sent. Engin tilraun er hins vegar gerð til að lýsa því hvernig þessi sjónarmið geti leitt til þess að réttur kæranda til aðgangs að umræddum gögnum verði takmarkaður. Almennt má ganga út frá því að enn minni nauðsyn standi til þess að takmarka aðgang kæranda að upplýsingum sem hún hafi þegar kynnt sér eða haft möguleika á að kynna sér. </p><p>Meðferð Þekkingarnets Þingeyinga á beiðni kæranda er að þessu og ýmsu öðru leyti því marki brennd að höfuðáhersla er lögð á fyrri samskipti kæranda og Þekkingarnets Þingeyinga. Þannig er ljóst að brugðist var við gagnabeiðninni með þeim hætti sem gert var vegna þess að hún kom frá kæranda en ekki öðrum einstaklingi. Til að mynda segir í umsögn Þekkingarnetsins að kærandi „standi gagnstætt“ því þar sem hún telji það hafa brotið gegn sér með þeim afleiðingum að hún hafi orðið fyrir bótaskyldu tjóni. Þá segir jafnframt að það sé „áhorfsmál“ hvort kærandi eigi rétt til afhendingar gagna tengdu „því vandamáli sem skapaðist af hennar verkum“. Að mati úrskurðarnefndarinnar geta þetta ekki talist málefnaleg sjónarmið við töku ákvörðunar um rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum.<b> </b></p><h3>4.</h3><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist málsmeðferð Þekkingarnets Þingeyinga við töku hinnar kærðu ákvörðunar ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Þekkingarnet Þingeyinga að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Ákvörðun Þekkingarnets Þingeyinga, dags. 7. mars 2016, um að synja A um aðgang að gögnum um fjölþjóðlega verkefnið CRISTAL, er felld úr gildi og lagt fyrir Þekkingarnetið að taka málið til nýrrar meðferðar.</p><p> </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
676/2017. Úrskurður frá 23. mars 2017 | Ríkisútvarpið kærði synjun Matvælastofnunar á beiðni um aðgang að hluta gagna um fjögur tiltekin mál sem stofnunin hafði til meðferðar. Matvælastofnun hafði afhent skýrslur og önnur gögn að undanskildum atriðum sem stofnunin taldi sér skylt að takmarka aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin leit til þess markmiðs upplýsingalaga er lýtur að því að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum og möguleika þeirra til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. tl. 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Niðurstaða nefndarinnar var sú að kærandi ætti rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum að undanskildum upplýsingum um samskipti fyrirtækis við erlenda birgja um kaup á tilteknum vörum. Þá var réttur kæranda til aðgangs að upplýsingum um dauða kýr á búi á Norðvesturlandi viðurkenndur, fyrir utan þann hluta gagnanna sem höfðu að geyma upplýsingar um einkahagsmuni bóndans og annarra sem komu að málinu. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 23. mars 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 676/2017 í máli ÚNU 16060012. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 16. júní 2016, kærði Ríkisútvarpið ohf. synjun Matvælastofnunar, dags. 20. maí 2016, á beiðni um aðgang að gögnum. Þann 30. mars 2016 óskaði kærandi eftir því að Matvælastofnun veitti kæranda aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um fjögur atriði sem meðal annars var fjallað um í starfsskýrslu Matvælastofnunar árið 2014. Óskað var eftir öllum gögnum (þar með talið myndum) um eftirfarandi mál: </p><ol><li><p>Alvarlegar athugasemdir á hænsnabúi sem vísað var til í starfsskýrslu MAST fyrir árið 2014. </p></li><li><p>Alvarlega athugasemd á svínabúi sem vísað var til í starfsskýrslu MAST fyrir árið 2014. </p></li><li><p>Aðbúnað, og eftir atvikum annað sem athugasemdir hafa verið gerðar við, á svínabúinu eða svínabúunum sem sýnd voru á myndum 12 til 15 í skýrslu MAST, „Eftirlit á gyltubúum, samantekt 2014“. </p></li><li><p>Dauða kýr á búi á Norðvesturlandi sem getið var um í fréttatilkynningu MAST þann 18. mars 2016. </p></li></ol><p>Í hinni kærðu ákvörðun var fallist á að veita kæranda aðgang að gögnum varðandi 1.-3. lið fyrirspurnar kæranda, en aðgangur að hluta gagna undir lið 1 og 2 var hins vegar takmarkaður með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Matvælastofnun synjaði kæranda um aðgang að gögnum hvað 4. liðinn varðaði með vísan til 9. gr. upplýsingalaga sem og laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. </p><p>Í kæru er óskað eftir sjálfstæðu mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál á því hvort og að hve miklu leyti þau gögn er varða fyrstu tvo liði fyrirspurnar kæranda falla undir 9. gr. laga nr. 140/2012. Þá telur kærandi ljóst af þeim gögnum sem Matvælastofnun hefur afhent að hluta að stofnunin hafi fjarlægt upplýsingar úr afhentum gögnum í mun ríkari mæli en efni stóðu til. Ekki verði séð hvernig fjöldi dýra á viðkomandi bæjum geti fallið undir undantekningarreglu 9. gr. upplýsingalaga í ljósi meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna. Þá er tiltekið að kæran verði að skoðast í ljósi þess að upplýsingabeiðnin snúi að málefnum sem varði bæði velferð dýra hér á landi sem og hagsmuni almennings, m.a. hvað matvælaframleiðslu áhræri. </p><p>Kærandi telur að mat Matvælastofnunar á fyrirliggjandi gögnum er snerta fjórða lið fyrirspurnarinnar hafi farið fram á röngum lagagrundvelli. Í kæru bendir kærandi á að um hafi verið að ræða aðila í atvinnustarfsemi og því verði mat á því hvort og að hvaða marki rétt væri að afhenda upplýsingar hvað hann varðar að fara fram á grundvelli þess hluta 9. gr. upplýsingalaga er snýr að fyrirtækjum en ekki einstaklingum. Kærandi bendir einnig á að upplýsingabeiðnin snúi ljóslega að upplýsingum sem varða „þorra manna“, enda hljóti almenningur að eiga almennt tilkall til upplýsinga um velferð dýra hér á landi. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 21. júní 2016 var Matvælastofnun kynnt kæran og veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. </p><p>Í umsögn Matvælastofnunar, dags. 7. júlí 2016, er tekið fram að ákvörðun stofnunarinnar um að synja kæranda aðgangi að annars vegar samskiptum við erlenda birgja um kaup á fóðurlínum fyrir alifuglaframleiðslu Brúneggja ehf. og hins vegar upplýsingum um fjölda dýra í húsakynnum hjá Brúneggjum ehf. og Höndlun ehf., byggist á 9. gr. upplýsingalaga. Matvælastofnun telur upplýsingar um fjölda dýra vera viðkvæm gögn sem snúi að samkeppnistöðu þeirra fyrirtækja sem eiga í hlut. Upplýsingar um birgja og upplýsingar er snúi að samskiptum aðila við birgja um verð á búnaði séu þess eðlis að samkeppnisaðilar geti notað þær við eigin rekstur. Eðlilegt sé að aðilar geti upplýst stofnunina um samskipti sín við birgja án þess að eiga það á hættu að slíkar upplýsingar verði afhentar öðrum. </p><p>Þá telur Matvælastofnun að staðfesta eigi ákvörðun stofnunarinnar er lúti að aðgangi að gögnum um meðferð bónda á kú í umdæmi héraðsdýralæknisins á Norðvesturlandi með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af því að í gögnunum sé að finna upplýsingar sem taldar eru upp í 8. tölulið 2. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga lítur Matvælastofnun svo á að óheimilt sé að afhenda kæranda umbeðin gögn. </p><p>Umsögn Matvælastofnunar var kynnt kæranda með bréfi dags. 18. júlí 2016 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Með símtali þann 21. júlí 2016 óskaði kærandi eftir upplýsingum um hver næstu skref í málsmeðferðar nefndarinnar væru. Starfsmaður nefndarinnar tjáði kæranda að nefndin myndi senda þeim aðilum sem gögnin varða bréf og óska eftir afstöðu þeirra til afhendingarinnar. Kærandi fór þess því næst á leit að meðferð málsins yrði frestað. </p><p>Þann 2. ágúst 2016 bárust athugasemdir kæranda við umsögn Matvælastofnunar. Kærandi telur það ekki standast að upplýsingar um fjölda dýra í húsakynnum hjá Brúneggjum ehf. og Höndlun ehf. geti talist til mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna. Upplýsingar um fjölda dýra geti ekki veitt innsýn inn í rekstur samkeppnisaðila á markaði enda sé þar ekki um að ræða upplýsingar um veltutölur, framleiðsluverð o.fl. Þá bendir kærandi á að eftirlit stofnunarinnar byggðist á ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra en ekki lögum nr. 93/1995 um matvæli. Því eigi upplýsingarnar erindi við almenning. </p><p>Hvað varðar fjórða lið beiðni kæranda ítrekar hann það sjónarmið sitt að gildissvið upplýsingalaga geti vart verið undirseld því hvort einstaklingur, sem stundar sannanlega atvinnurekstur, ákveði að koma atvinnurekstri sínum í form sjálfstæðs félags eða ekki. Þá fær kærandi ekki séð að meðferð einstaklinga á dýrum, í atvinnuskyni, geti talist til viðkvæmra persónuupplýsinga, eins og Matvælastofnun ámálgi. </p><p>Eftir að kærandi óskaði þess að meðferð málsins yrði fram haldið leitaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfum, dags. 4. janúar 2017, eftir afstöðu þeirra aðila sem kæran lýtur að til þess að aðgangur að gögnunum yrði veittur, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Með bréfi dags. 11. janúar 2017 tók Höndlun ehf. undir þau sjónarmið Matvælastofnunar að verði umræddar upplýsingar gerðar opinberar fái samkeppnisaðilar aðgang að upplýsingum um framleiðslugetu eins aðila á markaði sem telja verði óæskilegt í samkeppnisumhverfi. Þá tók Höndlun ehf. fram að upplýsingar um dýrafjölda sem Matvælastofnun hafi hafnað að afhenda séu ekki settar fram í samhengi við velferð eða aðbúnað dýra. Með bréfi dags. 19. janúar 2017 tók Brúnegg ehf. undir höfnun Matvælastofnunar á afhendingu gagnanna. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem honum var synjað um ýmist í heild eða að hluta. Upplýsingarnar sem synjað var um aðgang að snúa að samskiptum við erlenda birgja um kaup á fóðurlínum fyrir alifuglaframleiðslu Brúneggja ehf. og fjölda dýra í húsakynnum hjá Brúneggjum ehf. og Höndlun ehf. Þá neitaði Matvælastofnun að afhenda kæranda gögn er vörðuðu dauða kýr á norðvesturlandi. </p><h3>2. </h3><p>Fyrst verður fjallað um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um kaup á fóðurlínum fyrir alifuglaframleiðslu fyrirtækisins Brúneggja ehf. Þær er að finna í bréfi frá Brúneggjum ehf. dags. 4. nóvember 2015 og í tölvupóstum dags. 10. desember 2015, 7. janúar 2016, 11. janúar 2016, og 17. desember 2015. Þá var ekki veittur aðgangur að upplýsingum frá birgja og Tollstjóra er vörðuðu búnaðinn. </p><p>Hin kærða ákvörðun byggist á 9. gr. laganna, en þar segir orðrétt: </p><blockquote><p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ </p></blockquote><p>Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að 9. gr. frumvarpsins feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Þá segir eftirfarandi: </p><blockquote><p>„Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“ </p></blockquote><p> Þá er enn fremur tiltekið í greinargerðinni: </p><blockquote><p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“</p></blockquote><p> Upplýsingar er varða samskipti Brúneggja ehf. við erlenda birgja um kaup á tilteknum vörum verða að teljast til upplýsinga um atvinnu-, framleiðslu og viðskiptaleyndarmál. Hér verður að leggja mat á hagsmuni Brúneggja að halda þessum upplýsingum leyndum gegn hagsmunum kæranda að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefndin tekur fram að upplýsingarnar varði ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna, heldur einungis samskipti einkaaðila um kaup á nauðsynlegum vörum fyrir starfsemi sína. Tekið er undir það mat Matvælastofunar að upplýsingar sem þessar gætu aðrir samkeppnisaðilar notað við eigin rekstur. Eðlilegt er að aðilar geti upplýst stjórnvöld um samskipti sín við birgja án þess að eiga það á hættu að slíkar upplýsingar verði afhentar öðrum. Með hliðsjón af þessu er það niðurstaða nefndarinnar að umbeðin gögn varði mikilvæga viðskiptahagsmuni Brúneggja ehf. Ber því að staðfesta ákvörðun Matvælastofnunar um að synja kæranda um aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. </p><h3>3. </h3><p>Ákvörðun Matvælastofnunar um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða upplýsingar um fjölda dýra í húsakynnum hjá Brúneggjum ehf. og Höndlun ehf. byggist einnig á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að almenningur hafi ekki mikilvæga hagsmuni af því að þau séu aðgengileg. Þá tekur Matvælastofnun fram í umsögn sinni að upplýsingar um fjölda dýra séu að mati stofnunarinnar viðkvæm gögn sem snúi að samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem um ræðir. </p><p>Við mat á því hvort undanþiggja eigi upplýsingar til almennings samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga ber meðal annars að taka mið af því hvort þær séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Þá verður að skoða gagnabeiðni kæranda í því ljósi að hún var sett fram vegna alvarlegra athugasemda sem Matvælastofnun hafði gert við búrekstur viðkomandi fyrirtækja. Upplýsingar um fjölda dýra sem sætt hafa óviðunandi meðferð geta átt erindi við þorra manna, enda getur verið mikilvægt fyrir almenning að átta sig á umfangi slíkra brota. Þessi sjónarmið voru m.a. lögð til grundvallar í úrskurði nefndarinnar nr. A-163/2003 frá 10. júlí 2003. </p><p>Nefndin hefur skoðað þau gögn sem voru sérstaklega undanskilin aðgangi kæranda á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Nefndin fær ekki séð að upplýsingar um fjölda dýra í húsakynnum Brúneggja ehf. og Höndlun ehf. séu slíkar að þær geti skaðað samkeppnisstöðu þessara fyrirtækja í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Í öllu falli verður að skýra ákvæðið þröngri lögskýringu í ljósi meginreglu 1. mgr. 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Þá verður að líta til þess markmiðs upplýsingalaga er lýtur að því að styrkja aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum og möguleika þeirra til að miðla upplýsingum um opinber málefni, sbr. 3. og 4. tl. 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af þessu og með vísan til alls framangreinds ber að veita kæranda aðgang að þeim hluta umbeðinna gagna sem hefur að geyma upplýsingar um fjölda dýra í húsakynnum hjá Brúneggjum ehf. og Höndlun ehf. </p><h3>4. </h3><p>Matvælastofnun synjaði kæranda um aðgang að gögnum um dauða kú á tilteknu búi á Norðvesturlandi með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Stofnunin taldi að 1. málsl. ákvæðisins ætti við, enda hafi verið um að ræða málefni einstaklings en ekki fyrirtækis eða annars lögaðila, sbr. 2. málsl. ákvæðisins. </p><p>Upplýsingarnar varða einstakling sem grunaður var um að hafa brotið gegn lögum um velferð dýra nr. 55/2013. Í tilvikum þar sem umráðamenn dýra gerast brotlegir við áðurgreind lög hvílir ábyrgðin hjá þeim persónulega, þar með talin hugsanleg refsiábyrgð, sbr. 45. gr. laganna. Tekið er undir þau sjónarmið Matvælastofnunar að það leiði m.a. af framangreindu að einstakir starfsmenn fyrirtækja sem eru með dýrahald geti talist brotlegir í störfum sínum. Því er fallist á að um takmarkanir á rétti kæranda til aðgangs að gögnum undir fjórða lið beiðni hans fari samkvæmt 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. </p><p>Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að það sé engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar eru m.a. nefndar til sögunnar upplýsingar um það hvort maður hafi verið grunaður fyrir refsiverðan verknað, sbr. b-lið 8. tl. 1. mgr. 2. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Brot gegn lögum um velferð dýra nr. 55/2013 geta varðað sektum eða fangelsi allt að einu ári, sbr. 45. gr. laganna. Samkvæmt framangreindu er ljóst að upplýsingar af þeim toga sem finna má í umbeðnum gögnum varða einkamálefni einstaklings sem sanngjarnt er og eðlilegt fari leynt með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Eftir skoðun þeirra gagna sem Matvælastofnun taldi falla undir fjórða lið beiðni kæranda telur úrskurðarnefndin að aðgangur að þeim verði aðeins takmarkaður að hluta. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ber að veita kæranda aðgang að því sem eftir stendur. </p><p>Með vísan til framangreinds og þeirra röksemda er að ofan greinir er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Matvælastofnun beri að afhenda kæranda útprentun úr ábendingakerfi Matvælastofnunar og afgreiðslu héraðsdýralæknis Norðurlands vestra á ábendingunni, dags. 29. júní 2016, með útstrikunum eins og nánar greinir í úrskurðarorði. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Matvælastofnun er skylt að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum í skýrslu Matvælastofnunar vegna eftirlits 6. ágúst 2015 sem voru afmáðar við afhendingu hennar til kæranda á bls. 4. </p><p>Matvælastofnun er skylt að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum í skýrslu Matvælastofnunar vegna eftirlits 12. október 2015 sem voru afmáðar við afhendingu hennar til kæranda á bls. 3. </p><p>Matvælastofnun er skylt að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem koma fram í bréfi frá Brúneggjum ehf. dags. 4. nóvember 2015 og voru afmáðar við afhendingu þess til kæranda. </p><p>Matvælastofnun er skylt að veita kæranda aðgang að upplýsingum sem koma fram í bréfi Matvælastofnunar, dags. 8. mars 2016 og voru afmáðar við afhendingu þess til kæranda. </p><p>Matvælastofnun er skylt að afhenda kæranda útprentun úr ábendingakerfi Matvælastofnunar og afgreiðslu héraðsdýralæknis Norðurlands vestra, dags. 29. júní 2016. Áður skal þó afmá upplýsingar úr gögnunum eins og hér segir: </p><ol><li><p>Afmá skal nafn og símanúmer er kemur fram í dálkinum „ábending varðar“ í skjali úr ábendingakerfi Matvælastofnunar. </p></li><li><p>Afmá skal nafn aðila sem bar fram ábendinguna er kemur fram í dálkinum „lýsing á ábendingu“ í skjali úr ábendingakerfi Matvælastofnunar. </p></li><li><p>Afmá skal nafn bónda, heiti á býli og staðarheiti er kemur fram í dálkinum „lýsing á ábendingu“ í skjali úr ábendingakerfi Matvælastofnunar.</p></li><li><p>Afmá skal nöfn héraðsdýralæknis og búfjáreftirlitsmanns er koma fram í dálkinum „lýsing á framkvæmd úrlausnar“ í skjali úr ábendingakerfi Matvælastofnunar. </p></li><li><p>Afmá skal nafn bónda, heiti á býli hans og staðarheiti er kemur fram í dálkinum „lýsing á framkvæmd úrlausnar“ í skjali úr ábendingakerfi Matvælastofnunar.</p></li></ol><p> </p><p>Að öðru leyti er hin kærða ákvörðun staðfest. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Erna Indriðadóttir Friðgeir Björnsson</p> |
671/2017. Úrskurður frá 17. mars 2017 | Deilt var um aðgang kæranda að gögnum í vörslum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem varða fjölþjóðlegt verkefni. Kærandi vann að verkinu sem verktaki fyrir hönd Þekkingarnets Þingeyinga en stjórn þess færðist síðar yfir til Nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun miðstöðvarinnar um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum samræmdist ekki ákvæðum upplýsingalaga og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Annmarkarnir voru taldir svo verulegir að ekki væri hjá því komist að fella ákvörðunina úr gildi og leggja fyrir Nýsköpunarmiðstöð Íslands að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 17. mars 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 671/2017 í máli ÚNU 16070003. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 12. júlí 2016, kærði A ákvörðun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um að synja henni um aðgang að upplýsingum um fjölþjóðlegt verkefni sem kallað er CRISTAL (Creative Regions for Innovation, Skills, Technology, Accessibility and Learning). </p><p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi átt frumkvæði að verkefninu og unnið að því sem verktaki fyrir hönd Þekkingarnets Þingeyinga. Hún hafi jafnframt tekið að sér að sækja um styrk frá landskrifstofu Erasmus+ og verkefnið hafi hlotið hæsta styrk sem skrifstofan úthlutaði í flokki samstarfsverkefna árið 2015. Í kjölfar ásakana um að hugmyndin að verkefninu væri höfundarréttarvarin hefði Þekkingarnetið ákveðið að segja sig frá verkefninu. </p><p>Kærandi segir að samkvæmt greinargerð frá landskrifstofu Erasmus+, sem sé opinber umsýsluaðili styrkjanna hérlendis, hafi verið gerðar þær breytingar að hlutverk umsækjanda og stjórn verkefnisins hafi færst frá Þekkingarneti Þingeyinga til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Samkvæmt bréfi Þekkingarnetsins til kæranda hafi verið haft samráð við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um yfirtöku á verkefninu. Kærandi sendi því beiðni til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, dags. 30. júní 2016, þar sem farið var fram á aðgang að upplýsingum og gögnum sem sneru að samráði og samskiptum viðkomandi aðila. </p><p>Gögn málsins bera með sér að beiðni kæranda var synjað með bréfi dags. 7. júlí 2016. Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafi haft samband við Þekkingarnet Þingeyinga þann 19. október 2015 þegar af því fréttist að Þekkingarnetið hefði hlotið styrk fyrir CRISTAL-verkefnið. Nýsköpunarmiðstöðin hefði áður sótt um styrk hjá Evrópusambandinu og fengið samþykkt verkefni byggt á sömu hugmynd og með sama nafni. Þar sem engu samningssambandi sé til að dreifa milli kæranda og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands séu engar forsendur til frekari gagnaafhendingar. Gögnin séu ekki þeirrar gerðar sem almenningur geti krafist aðgangs að samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 auk þess sem erindið sé óljóst og óafmarkað. Þá er vísað til þess að kærandi hafi ekki lögvarða hagsmuni af afhendingunni. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt Nýsköpunarmiðstöð Íslands með bréfi, dags. 14. júlí 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með bréfi, dags. 25. júlí 2016, gerði Nýsköpunarmiðstöð Íslands grein fyrir ástæðum synjunarinnar. Hún helgist af þremur sjónarmiðum; í fyrsta lagi sé engu réttarsambandi til að dreifa, í öðru lagi séu vinnugögn er lúti að verkefninu ekki þeirrar gerðar að almenningur geti krafist aðgangs að þeim og í þriðja lagi liggi ekki fyrir hvaða gögn kærandi óski aðgangs að. </p><p>Kæranda var veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum í tilefni af bréfi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Með bréfi, dags. 4. ágúst 2016, vakti kærandi athygli á því meginmarkmiði upplýsingalaga að hver sem er geti fengið aðgang að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Í öðru lagi hafi enginn rökstuðningur fylgt fullyrðingum Nýsköpunarmiðstöðvarinnar um að vinnugögn er lúti að CRISTAL-verkefninu séu ekki þeirrar gerðar að almenningur geti krafist aðgangs að þeim. Í þriðja lagi ítrekaði kærandi að í upphaflegri beiðni komi skýrt fram að óskað væri gagna sem snúi að samráði Þekkingarnets Þingeyinga, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og landskrifstofu Erasmus+ um ákvarðanir sem teknar hafi verið vegna verkefnisins. Kærandi hafi ekki óskað aðgangs að öllum gögnum er snúi að verkefninu heldur þeim gögnum sem urðu til í aðdraganda ákvörðunar Þekkingarnetsins um að segja sig frá verkefnisstjórnunarhlutverki, ástæðum þess að svo var gert og í hverju samráðið fólst. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ítrekaði kröfu sína um afrit af umbeðnum gögnum með bréfi dags. 10. ágúst 2016. Þau bárust ásamt ítarlegri umsögn Nýsköpunarmiðstöð Íslands, dags. 31. ágúst 2016. Þar kemur fram að miðstöðin krefjist þess aðallega að kröfu kæranda um afhendingu gagna verði vísað frá úrskurðarnefndinni en til vara að henni verði hafnað. Til þrautavara er þess krafist að einvörðungu verði fallist á hana að því marki sem framlögð skjöl feli í sér „afgreiðslu málefna“. </p><p>Í umsögninni er málsatvikum eins og þau horfa við Nýsköpunarmiðstöð Íslands lýst ítarlega. Um frávísunarkröfuna kemur fram að kærandi standi gagnstætt Nýsköpunarmiðstöðinni um álitaefni er lúti að CRISTAL-verkefninu. Kærandi haldi því fram að á henni hafi verið brotinn réttur og hún orðið fyrir bótaskyldu tjóni. Nýsköpunarmiðstöðinni sýnist einboðið að verkefnið sem kærandi vann að fyrir Þekkingarnet Þingeyinga hafi farið gegn betri rétti Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, sbr. 1. og 3. gr. laga nr. 73/1972, enda engin heimild fyrirliggjandi til hagnýtingar gagna og hugverka Nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Kærandi sé þannig vart í hlutverki almennings í skilningi II. kafla laga nr. 140/2012 auk þess sem beiðni hennar falli vart að markmiðum sem skilgreind eru í 1. gr. laganna. Því sé mikið áhorfsmál hvort kærandi eigi rétt til afhendingar gagna tengdu því vandamáli sem skapaðist af verkum hennar. Krafa sem standi á svo ótraustum grunni sé ekki lögvarin fyrir íslenskum dómstólum með vísan til. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 og eigi heldur ekki að vera það fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><p>Um varakröfuna segir að kærandi hafi verið meðal starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þegar stofnunin vann að umsókn um styrk til verkefnisins. Hún hafi þannig þekkt til umsóknarinnar, sem hún vann að í nokkrum mæli. Þá þekki kærandi til samnings Þekkingarnets Þingeyinga við Erasmus+ vegna eigin vinnu og hafi fengið afhent eintak af breytingarsamningi við þann samning. Kærandi hafi væntanlega sjálf afrit þeirra tölvupósta sem henni hafi verið sendir og hún sent. Engar forsendur séu því til afhendingar þessara gagna til kæranda. Þá hafi Þekkingarnetið þegar gert kæranda skriflega grein fyrir forsendum þess að það vék úr hlutverki ábyrgðaraðila verkefnisins. Af þeim sökum sé engin þörf á afhendingu þeirra gagna. Gögn sem feli í sér afgreiðslu mála og ákvarðanir hafi þegar verið ýmist afhent kæranda eða hún hafi þau vegna tengsla við Þekkingarnet Þingeyinga. Tölvupóstar og orðsendingar frá 20. október 2015 til 22. desember 2015 á milli Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, Þekkingarnetsins og Landskrifstofu Erasmus+ lúti að undirbúningi ákvarðanatöku, vinnslu tillagna og öðrum undanfara ákvarðana sem hafi verið kynntar fyrir kæranda. Þessi gögn séu sem slík vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að fyrirliggjandi gögnum er tengjast fjölþjóðlegu verkefni sem kærandi vann að sem verktaki hjá Þekkingarneti Þingeyinga. Af gögnum málsins má ráða að Þekkingarnetið hafi tekið ákvörðun um að segja sig frá verkefninu og í kjölfarið hafi Nýsköpunarmiðstöð Íslands farið með yfirstjórn þess. Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um upplýsingarétt aðila að gögnum sem hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í athugasemdum við 14. gr. frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að með því orðalagi að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Ákvæðið hefur því verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ræðst réttur kæranda til aðgangs að þeim gögnum sem hún hefur beiðst aðgangs að af fyrirmælum 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><h3>2.</h3><p>Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal ákvörðun um að synja skriflegri beiðni um aðgang að gögnum, í heild eða hluta, tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega. Í ákvörðun skal koma fram afstaða stjórnvalds til aukins aðgangs, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, og leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá segir í 3. mgr. 19. gr. að um málsmeðferð fari að öðru leyti eftir stjórnsýslulögum. </p><p>Ákvæði 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefur að geyma almenna reglu stjórnsýsluréttar um stjórnsýslukæru en þar segir í 1. mgr. að aðila máls sé „heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju“. Þá er í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sérregla um kærur vegna synjunar upplýsingabeiðna en þar kemur fram að heimilt sé að bera þær synjanir „undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn“. </p><p>Af framangreindum ákvæðum laga leiðir að stjórnvöldum sem hafa til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna. </p><p>Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild. </p><h3>3.</h3><p>Hin kærða ákvörðun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, dags. 7. júlí 2016, er að meginstefnu byggð á því að engu réttarsambandi sé til að dreifa á milli kæranda og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þannig hafi kærandi ekki „lögvarða hagsmuni“ af aðgangi að umbeðnum gögnum. Úrskurðarnefndin áréttar af þessu tilefni að upplýsingaréttur almennings og aðila samkvæmt upplýsingalögum er ekki bundinn því skilyrði að sá sem beiðist aðgangs að gögnum hafi lögvarða hagsmuni af honum. Hagsmunir beiðanda koma fyrst og fremst til umfjöllunar í tengslum við ákvæði sem takmarka upplýsingarétt, og þá í því samhengi að ákvarða hvort aðrir mikilsverðir hagsmunir standi honum í vegi. Hin kærða ákvörðun um synjun beiðni kæranda er ekki studd við nokkurt slíkt ákvæði, heldur kemur fram að umbeðin gögn séu „ekki þeirrar gerðar sem almenningur getur krafist aðgangs að í krafti laga nr. 140/2012.“ </p><p>Frekari röksemdir fyrir ákvörðuninni hafa komið fram af hálfu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undir rekstri málsins fyrir úrskurðarnefndinni. Krafa um frávísun málsins er studd við sjónarmið sem tengjast fyrri samskiptum aðila. Þannig segir að í ljósi þess sem liggi fyrir um framgöngu kæranda sé „mikið áhorfsmál hvort hún eigi rétt til nokkurrar afhendingar gagna tengdu því vandamáli sem skapaðist af verkum hennar“. Kærandi sé þannig vart í hlutverki almennings í skilningi II. kafla laga nr. 140/2012 auk þess sem beiðni hennar falli vart að markmiðum sem skilgreind eru í 1. gr. þeirra. Að mati úrskurðarnefndarinnar geta þetta ekki talist málefnaleg sjónarmið við töku ákvörðunar um rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum. Þá hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands ekki gert nægilega grein fyrir því hvernig þau geti leitt til frávísunar málsins eða takmörkunar á upplýsingarétti kæranda. </p><h3>4.</h3><p>Varakrafa Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um að kæranda verði veittur takmarkaður aðgangur að umbeðnum gögnum er meðal annars studd þeim rökum að hluti þeirra feli í sér vinnugögn í skilningi 8. gr. laga nr. 140/2012, sbr. 2. mgr. 14. gr. laganna. Í rökstuðningi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar er hins vegar ekki gerð nægjanlega grein fyrir því hvernig umbeðin gögn falla að vinnugagnahugtakinu eins og það er afmarkað í upplýsingalögum. Þannig hefur ekki verið afmarkað hvaða skjöl það eru nákvæmlega sem Nýsköpunarmiðstöðin telur vera vinnugögn, en úrskurðarnefndin telur augljóst að það geti ekki átt við um öll umbeðin gögn. Þá skortir á að tekin sé afstaða til þess hvort og þá hvernig gögnin uppfylli skilyrði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og hvort undantekningar 3. mgr. ákvæðisins eigi við. </p><p>Þá hefur Nýsköpunarmiðstöðin stutt hina kærðu ákvörðun að hluta með sjónarmiðum um að kærandi hafi þegar aðgang að tilteknum gögnum eða upplýsingum. Þannig hafi kærandi þekkt til umsóknar sem hún hafi unnið að hluta og samnings Þekkingarnetsins við Erasmus+ og fengið afhent eintak af breytingu hans. Þá hafi kærandi væntanlega aðgang að tölvupóstum sem henni hafa verið sendir og hún sent. Engin tilraun er hins vegar gerð til að lýsa því hvernig þessi sjónarmið geta leitt til þess að réttur kæranda til aðgangs að umræddum gögnum verði takmarkaður. Almennt má ganga út frá því að enn minni nauðsyn standi til að takmarka aðgang kæranda að upplýsingum sem hún hafi þegar kynnt sér eða haft möguleika á að kynna sér. </p><h3>5.</h3><p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist málsmeðferð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands við töku hinnar kærðu ákvörðunar ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og hér stendur á verður að telja að beiðni kæranda hafi ekki fengið þá efnislegu meðferð á lægra stjórnsýslustigi sem úrskurðarnefndinni sé fært að endurskoða. Hin kærða ákvörðun er þannig haldin efnislegum annmörkum sem eru að mati nefndarinnar svo verulegir að ekki verður hjá því komist að fella hana úr gildi og leggja fyrir Nýsköpunarmiðstöð Íslands að taka málið til nýrrar og lögmætrar meðferðar. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Ákvörðun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, dags. 7. júlí 2016, um að synja A um aðgang að gögnum um fjölþjóðlega verkefnið CRISTAL, er felld úr gildi og lagt fyrir Nýsköpunarmiðstöðina að taka málið til nýrrar meðferðar.</p><p> </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p> |
675/2017. Úrskurður frá 17. mars 2017 | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 17. mars 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 675/2017 í máli ÚNU 17020004. </p><h3>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h3><p>Með erindi, dags. 2. febrúar 2017, kvartaði A yfir afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar. Kærandi óskaði eftir samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Í svari Vestmannaeyjabæjar til kæranda var vísað til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá var kæranda bent á vefslóð sveitarfélagsins þar sem hægt er að nálgast umbeðna samþykkt. Í kæru er þess krafist að Vestmannaeyjarbær verði gert að afhenda kæranda umbeðin gögn útprentuð. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. segir svo að séu gögn eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í máli þessu kemur því til álita hvort 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. leiði til þess að aðili hafi val um form umbeðinna gagna þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi. </p><p>Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, t.d. á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar. Í 2. mgr. 19. gr. laganna segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar séu aðgengilegar. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi sem varð að upplýsingalögum segir að ákvæðið þarfnist ekki sérstakrar skýringar. Séu gögn til að mynda þegar aðgengileg almenningi á tilgreindri vefsíðu beri að láta þeim sem óskar upplýsinga í té nægilega skýra vefslóð til að hann geti með tiltölulega einföldum hætti og án vafa nálgast upplýsingarnar. </p><p>Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna og úrskurð nefndarinnar nr. 598/2015 frá 1. október 2015. Vestmannaeyjabæ var því rétt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum með því að vísa á vef bæjarins, þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þau. Taka ber fram að kærandi kann að eiga rétt á aðstoð við að nálgast slík gögn á grundvelli annarra laga, til að mynda laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Samkvæmt framangreindu liggur ekki fyrir synjun Vestmannaeyjabæjar á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Verður því ekki hjá því komist að vísa kæru kæranda frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru A, dags. 2. febrúar 2017, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p><br></p> | |
674/2017. Úrskurður frá 17. mars 2017 | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 17. mars 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 674/2017 í máli ÚNU 17020001. </p><h3>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h3><p>Með erindi, dags. 24. janúar 2017, kvartaði A yfir afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar. Kærandi óskaði eftir fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar og stofnana bæjarins vegna ársins 2017. Í svari Vestmannaeyjabæjar, dags. 6. janúar 2017, var vísað til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá var kæranda bent á vef sveitarfélagsins þar sem hægt er að nálgast umbeðna fjárhagsáætlun. Í kæru er þess krafist að Vestmannaeyjarbær verði gert að afhenda kæranda umbeðin gögn útprentuð. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. segir svo að séu gögn eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í máli þessu kemur því til álita hvort 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. leiði til þess að aðili hafi val um form umbeðinna gagna þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi. </p><p>Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, t.d. á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar. Í 2. mgr. 19. gr. laganna segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar eru aðgengilegar. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi sem varð að upplýsingalögum segir að ákvæðið þarfnist ekki sérstakrar skýringar. Séu gögn til að mynda þegar aðgengileg almenningi á tilgreindri vefsíðu beri að láta þeim sem óskar upplýsinga í té nægilega skýra vefslóð til að hann geti með tiltölulega einföldum hætti og án vafa nálgast upplýsingarnar. </p><p>Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna og úrskurð nefndarinnar nr. 598/2015 frá 1. október 2015. Vestmannaeyjabæ var því rétt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum með því að vísa á vef bæjarins, þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast þau. Taka ber fram að kærandi kann að eiga rétt á aðstoð við að nálgast slík gögn á grundvelli annarra laga, til að mynda laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Samkvæmt framangreindu liggur ekki fyrir synjun Vestmannaeyjabæjar á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Verður því ekki hjá því komist að vísa kæru kæranda frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru A, dags. 24. janúar 2017, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><p> </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p> | |
667/2017. Úrskurður frá 30. janúar 2017 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um rannsókn um skimun fyrir góðkynja einstofna mótefnahækkun. Vísindasiðanefnd hafði synjað kæranda um aðgang á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 vegna fjárhagslegra hagsmuna Háskóla Íslands og ábyrgðarmanns rannsóknarinnar. Einnig vísaði vísindasiðanefnd til þess að gögnin lytu að samkeppnishagsmunum,s br. 4. tl. 1. mgr. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi gögnin ekki hafa að geyma upplýsingar um hagsmuni þessara aðila í þeim mæli að upplýsingaréttur almennings næði ekki til aðgangs að þeim og úrskurðaði að veita bæri kæranda aðgang að almennri umsókn fyrir rannsóknina og eftirfarandi bréfaskiptum vísindasiðanefndar og umsækjanda. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 30. janúar 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 667/2017 í máli ÚNU 16050017. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 25. maí 2016, kærði A synjun vísindasiðanefndar, dags. 18. maí 2016, á beiðni sinni um aðgang að rannsóknaráætlun um skimun fyrir góðkynja einstofna mótefnahækkun. Jafnframt var óskað eftir umfjöllun og afgreiðslu vísindasiðanefndar á rannsókninni. Gögn málsins bera með sér að vísindasiðanefnd fjallaði um rannsóknina dagana 8. og 26. apríl og gaf út leyfi fyrir henni í samræmi við 12. gr. laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 44/2014. </p><p>Beiðni kæranda var synjað með þeim röksemdum að Háskóli Íslands og B, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar, hefðu fjárhagslega hagsmuni af því hvort veittur yrði aðgangur að rannsóknaráætluninni. Þau hugverk sem til yrðu í rannsókninni verði eign Háskóla Íslands, B og styrkveitanda. Jafnframt kom fram að rannsóknin byggði á hugviti ábyrgðarmanns rannsóknarinnar, aðferðum og tilgátum um meðhöndlun á mergæxlum og skyldum sjúkdómum sem kynnu síðar að njóta einkaleyfisverndar og höfundarverndar. Vísindasiðanefnd taldi rannsóknaráætlunina því njóta verndar 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 vegna fjárhagslegra hagsmuna B, Háskóla Íslands og styrkveitanda. </p><p>Jafnframt vísaði nefndin til samkeppnisstöðu Háskóla Íslands. Á grundvelli 4. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 væri réttlætanlegt að víkja frá upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. gr. laganna þar sem rannsóknaráætlunin innihéldi ekki upplýsingar um hvernig opinberum fjármunum væri varið heldur upplýsingar sem gætu skaðað samkeppnisstöðu Háskóla Íslands. </p><p>Í kæru kemur fram að kærandi telur sig hugsanlega eiga rétt á aðgangi að gögnunum á grundvelli 14. gr. laga nr. 140/2012 sem aðili máls þar sem kærandi sé nokkuð örugglega meðal þeirra sem fyrirhugað er að gera rannsókn á. Einnig er óskað eftir aðgangi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 30. maí 2016, var vísindasiðanefnd kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði í trúnaði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn vísindasiðanefndar, dags. 13. júní 2016, kemur fram að nefndin hafi leitað eftir afstöðu B til afhendingar gagnanna og fylgdu athugasemdir hans umsögninni. </p><p>Vísindasiðanefnd áréttaði sjónarmið sem fram komu í hinni kærðu ákvörðun um fjárhagslega hagsmuni og fjallaði um stöðu Háskóla Íslands sem styrkþega á Íslandi og alþjóðavettvangi. Hagsmunirnir séu það veigamiklir að þeir réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga. Háskóli Íslands sé í samkeppni við einkaaðila sem almennt séu ekki skyldaðir til sambærilegrar upplýsingagjafar. Vísindasiðanefnd benti á að á vef rannsóknarinnar væri að finna upplýsingar er varði framkvæmd rannsóknarinnar og hagsmuni þátttakenda. </p><p>Vísindasiðanefnd telur að beiðni kæranda beri hvorki að afgreiða á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 né 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Gögnin varði kæranda ekki sérstaklega og verulega umfram aðra einstaklinga. Þá segi í 2. tölul. 2. mgr. 14. gr. laganna að ákvæðið gildi ekki um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara samkvæmt 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Loks taldi vísindasiðanefnd að ekki myndi þjóna neinum tilgangi að veita kæranda aðgang að hluta umbeðinna gagna í samræmi við 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá gæti það skaðað hagsmuni sem nefndin fjallaði um ef tilteknir hlutar rannsóknaráætlunarinnar yrðu gerðir opinberir. Það gæti boðið heim mistúlkun og enn fremur skaðað þá hagsmuni sem þeir fjalla um. Umsögn vísindasiðanefndar var kynnt kæranda með bréfi dags. 28. júní 2016 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Í máli þessu reynir á rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem varða rannsókn sem vísindasiðanefnd fjallaði um og veitti leyfi fyrir á grundvelli laga nr. 44/2014. Af hálfu kæranda er vísað til 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann. </p><p>Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, áður 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum. </p><p>Engar upplýsingar er að finna um kæranda í umbeðnum gögnum. Þá liggur fyrir að þátttaka í rannsókninni er valkvæð og fyrirhugað er að hún taki til mikils fjölda manna, eða um það bil 140.000 einstaklinga. Eins og hér stendur á er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að umbeðin gögn hafi ekki að geyma upplýsingar um kæranda sjálfan í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><h3>2.</h3><p>Réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum ákvarðast á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 1. mgr. ákvæðisins kemur fram að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Vísindasiðanefnd byggir á því að heimilt hafi verið að takmarka aðgang kæranda að umbeðnum gögnum á grundvelli 9. gr. og 4. tl. 10. gr. laganna. </p><p>Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á og að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Vísindasiðanefnd leitaði álits Háskóla Íslands og ábyrgðarmanns rannsóknarinnar, sem lögðust gegn birtingu gagna um rannsóknina. </p><p>Eins og áður segir afhenti vísindasiðanefnd úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af gögnum sem nefndin taldi falla undir beiðni kæranda. Um er að ræða eftirfarandi gögn: </p><ul><li><p>Almenn umsókn til vísindasiðanefndar fyrir rannsóknina „Skimun fyrir góðkynja einstofna mótefnahækkun“, dags. 2. febrúar 2016</p></li><li><p>Bréf vísindasiðanefndar til Háskóla Íslands og B, dags. 8. mars 2016</p></li><li><p>Bréf B til vísindasiðanefndar, dags. 8. apríl 2016</p></li><li><p>Bréf vísindasiðanefndar til Háskóla Íslands og B, dags. 26. apríl 2016 </p></li></ul><p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni gagnanna. Almenn umsókn til vísindasiðanefndar hefur að geyma tiltölulega ítarlega lýsingu á fyrirhugaðri rannsókn, tilgangi hennar og framkvæmd. Þar er einnig að finna nöfn meðrannsakenda, samstarfsaðila og styrktaraðila, fjallað um siðfræðileg sjónarmið og öflun samþykkis þátttakenda. Enda þótt fallast megi á það með vísindasiðanefnd að rannsóknaráætlanir af þessu tagi geti hugsanlega að hluta talist til gagna um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem standa að rannsókninni þá er enn óljóst hverjir þeir kunna að vera. Vera má að þeir komi síðar í ljós og þá verður það mál þess tíma. Þá er og hér til þess að líta að umfangsmikil gögn hafa verið birt opinberlega um rannsóknina, til að mynda á vef hennar. Þar er meðal annars að finna skjal sem er nefnt rannsóknaráætlun. Könnun úrskurðarnefndar um upplýsingamál leiddi í ljós að skjalið er að stórum hluta sama efnis og almenn umsókn til vísindasiðanefndar, sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Ekki verður séð að þær upplýsingar sem er að finna í umsókninni, en ekki áætluninni sem birt er á vef rannsóknarinnar, geti talist lúta að einka- eða fjárhagsmálefnum B eða fjárhags- eða viðskiptahagsmunum Háskóla Íslands þannig að hagsmunir þeirra réttlæti að vikið verði frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda. Samkvæmt framansögðu ber að veita kæranda aðgang að framangreindri umsókn. </p><p>Bréfaskipti vísindasiðanefndar og aðstandenda rannsóknarinnar á tímabilinu 8. mars til 26. apríl 2016 voru í tilefni af athugasemdum nefndarinnar við nokkra þætti umsóknarinnar. Athugasemdirnar er að finna í fyrsta bréfinu, dags. 8. mars 2016, og viðbrögð rannsakenda bárust með bréfi sem er dags. 8. apríl 2016. Ferlinu lyktaði þannig að vísindasiðanefnd samþykkti rannsóknaráætlun með bréfi dags. 26. apríl 2016 og veitti aðstandendum rannsóknarinnar heimild til aðgangs að tilteknum upplýsingum úr gagnagrunnum á heilbrigðissviði. </p><p>Rétt er að taka fram að í framangreindum bréfum er ekkert að finna sem talist getur varða einka- eða fjárhagsmálefni B eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Háskóla Íslands. Ljóst er að heildaryfirsýn yfir rannsóknaráætlunina eins og vísindasiðanefnd samþykkti hana í bréfi sínu frá 26. apríl 2016 verður ekki fengin nema með því að lesa saman umsóknina til nefndarinnar, athugasemdir nefndarinnar og viðbrögð umsækjanda við þeim. Í umsókninni kemur fram að bjóða eigi öllum Íslendingum sem eldri eru en 40 ára að taka þátt í skimunarrannsókn á góðkynja einstofna mótefnahækkun (MUGUS). Í gögnum málsins kemur hins vegar ekki skýrlega fram hvaða upplýsingar um rannsóknina muni fylgja boði um þátttöku í henni. Úrskurðarnefndin lítur svo á eins og mál þetta er vaxið og hvers efnis það er eigi almenningur rétt á því á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga að kynna sér á hvaða forsendum rannsóknin hvílir, hvernig ætlunin sé að standa að henni. Þá koma engin undantekningarákvæði frá greininni í veg fyrir þennan rétt, þar með talið undantekningarákvæði 4. tl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Niðurstaða nefndarinnar er því sú að kærandi eigi rétt á aðgangi að þeim þremur bréfum sem um er fjallað hér að framan svo og umsókninni til vísindasiðanefndar, dags. 2. febrúar 2016, eins og fyrr er greint frá. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Vísindasiðanefnd ber að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum: </p><ul><li><p>Almenn umsókn til vísindasiðanefndar fyrir rannsóknina „Skimun fyrir góðkynja einstofna mótefnahækkun“, dags. 2. febrúar 2016 </p></li><li><p>Bréf vísindasiðanefndar til Háskóla Íslands og B, dags. 8. mars 2016</p></li><li><p>Bréf B til vísindasiðanefndar, dags. 8. apríl 2016</p></li><li><p>Bréf vísindasiðanefndar til Háskóla Íslands og B, dags. 26. apríl 2016</p></li></ul><p> </p><p>Þorgeir Ingi Njálsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p> |
668/2017. Úrskurður frá 30. janúar 2017 | Kærð var synjun ríkisskattstjóra á beiðni um aðgang að gögnum sem kærandi vísaði til þess að ríkisskattstjóri fengi afhent beint frá ýmsum lögaðilum. Ríkisskattstjóri bar fyrir sig að upplýsingarnar tilheyri framtali kæranda og væru honum einum aðgengilegar þar til framtali er skilað. Fram að því væru þær vistaðar sjálfvirkt í gagnagrunni sem ríkisskattstjóri geti ekki kallað eftir gögnum úr. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi skýringar ríkisskattstjóra leiða til þess að upplýsingarnar teldust ekki fyrirliggjandi hjá embættinu í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með vísan til þess var málinu vísað frá nefndinni. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 30. janúar 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 668/2017 í máli ÚNU 16030002. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 23. mars 2016, kærði A synjun ríkisskattstjóra frá 7. mars s.á. á beiðni um aðgang að gögnum sem kæranda ber að telja fram á skattskýrslu. Kærandi vísar til þess að ýmsir lögaðilar sendi nú ríkisskattstjóra gögn beint, en framteljendur hafi áður fengið þau afhent. Vegna synjunar ríkisskattstjóra um afhendingu þessara gagna hafi kærandi þurft að afla þeirra beint hjá hlutaðeigandi lögaðilum. </p><p>Ríkisskattstjóri synjaði beiðni kæranda með bréfi dags. 7. mars 2016 þar sem fram kom að sundurliðun upplýsinganna sé ekki lengur til í þeirri mynd sem áður var. Upplýsingarnar séu hins vegar aðgengilegar á þjónustusíðu hvers og eins á vef ríkisskattstjóra. Þá segir að rafrænt framtal verði til úr þeim gögnum þegar það er opnað í fyrsta sinn. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 29. mars 2016 var ríkisskattstjóra kynnt kæran og veittur frestur til 12. apríl til að koma að umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ríkisskattstjóra barst 22. apríl 2016. </p><p>Í umsögn ríkisskattstjóra er forsaga málsins rakin með ítarlegum hætti og fjallað um fyrirkomulag rafræns skattframtals. Þar kemur m.a. fram að allar upplýsingar séu vistaðar í gagnagrunnum embættisins og gengið frá þeim þannig að um leið og framteljandi kalli á framtalsupplýsingar sé öllum gögnum safnað saman og „framtal“ búið til. Framtalið sé framteljanda einum aðgengilegt. Í lagalegum skilningi verði ekki um eiginlegt framtal að ræða fyrr en framteljandi hafi farið yfir upplýsingarnar, staðfest þær rafrænt og þar með staðið skil á skattframtali. Fram að því geti ríkisskattstjóri ekki framkallað gögn. Því geti ríkisskattstjóri ekki afhent sundurliðunarblað þar sem það verði ekki til fyrr en framtalið er opnað. </p><p>Í umsögninni tiltekur ríkisskattstjóri ennfremur að hann telji sér ekki skylt að útbúa umbeðnar upplýsingar fyrir kæranda og afhenda þær á pappír. Þá kemur fram að framteljandi beri sjálfur ábyrgð á því að framtal hans sé rétt og tekjur og eignir séu í samræmi við raunveruleikann. Til þess þurfi hver framteljandi að skrá tekjur sínar og eignir, halda frádráttarliðum til haga og leita upplýsinga til fjarmálafyrirtækja og stofnana. Ríkisskattstjóri hafi, þrátt fyrir þessar skyldur framteljenda, farið þá leið að færa upplýsingar rafrænt á framtal til að auðvelda framtalsgerðina. Jafnframt er tekið fram að hin síðustu ár hafi upplýsingar ekki lengur verið áritaðar á pappírsframtal, einkum vegna kostnaðar sem slíkt hafi í för með sér, af öryggisástæðum og með tilliti til ákvæða laga um þagnarskyldu. Framtal á pappírsformi sé ekki eins öruggt og rafrænt framtal. Vilji kærandi ekki notast við rafrænt viðmót hafi hann þann kost að halda upplýsingunum sjálfur til haga eða snúa sér til viðeigandi stofnana og fyrirtækja og óska eftir þeim. </p><p>Í tengslum við beiðni úrskurðarnefndarinnar um afhendingu afrita af gögnum er kæran lýtur að tiltekur ríkisskattstjóri að gögnin séu ekki tiltæk og verði fyrst til þegar framteljandi opnar fyrir aðgang að skattframtali sínu. Fram til þess tíma séu gögnin ekki til staðar í samandregnu formi og birtist ekki fyrr en framteljandi hefur sjálfur gert grein fyrir sér á þjónustusíðu sinni með rafrænum skilríkjum eða veflykli og opnað skattframtal viðkomandi árs. Ríkisskattstjóri hafi talið að formleg aðkoma að framtalsskilum og gögnum til grundvallar framtalsskilum hefjist fyrst þegar skattframtali hefur verið skilað. Því séu skattframtal, upplýsingar og tilheyrandi gögn í vörslu framteljanda og honum einum til ráðstöfunar þar til skattframtal hafi verið formlega sent til ríkisskattstjóra sem grundvöllur álagningar. </p><p>Samhliða umsögn afhenti ríkisskattstjóri úrskurðarnefndinni afrit af skattframtali kæranda vegna gjaldársins 2016 og tók fram að upplýsingarnar væru nú til í samandregnu formi í kjölfar tölvuvinnslu sem varð þegar kærandi skilaði framtali 2016. </p><p>Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi dags. 27. apríl 2016 og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum til 10. maí. Frekari athugasemdir kæranda bárust með bréfi þann dag. Kærandi fjallar í bréfinu ítarlega um sjónarmið ríkisskattstjóra og tiltekur m.a. sérstaklega að umrædd gögn sé að finna í gagnagrunni embættisins og einhver hljóti að hafa heimildir til að nálgast þau og prenta þau út í einhverri mynd. Því standist ekki að gögnin séu ekki aðgengileg. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Mál þetta varðar beiðni um afhendingu upplýsinga sem eru notaðar við gerð og skil skattframtala. Umrædd gögn voru áður send framteljendum en eru nú forskráð á rafræn skattframtöl og vistuð í gagnagrunni ríkisskattstjóra. </p><p>Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að skylt sé ef þess er óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þá er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna en það á við þegar gögn eru afhent að hluta ef takmarkanir eiga við um aðra hluta þeirra. Í athugasemdum við 1. mgr. 5. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram að orðin „fyrirliggjandi gögn“ beri m.a. að skilja sem svo að réttur til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum nái aðeins til þeirra gagna sem til eru og fyrir liggja á þeim tímapunkti þegar beiðni um aðgang er sett fram og í þeirri mynd sem þau eru á þeim tíma. Stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli upplýsingalaga. Þá kemur einnig fram að hafi sá, sem beiðni um upplýsingar er beint til, ekki fengið viðkomandi gagn afhent við meðferð máls en einvörðungu haft aðgang að upplýsingum úr því í gagnagrunni sem ekki tilheyrir honum sjálfum þá teljist gagn að jafnaði ekki fyrirliggjandi í þessu sambandi. Þá er ljóst af 27. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að teljist upplýsingar hafa þýðingu fyrir meðferð eða úrlausn máls samkvæmt ákvæðinu eigi stjórnvaldið að skrá þær og halda til haga í sinni eigin málaskrá eða tryggja sér afrit af viðeigandi upplýsingum úr gagnagrunninum til skráningar og vistunar með öðrum málsgögnum. Réttur til aðgangs að gögnum gæti þá eftir atvikum tekið til minnisblaðs sem skráð er á þeim grundvelli, eða útprentunar eða útdráttar upplýsinga úr viðkomandi gagnagrunni. Hið sama myndi eiga við ef upplýsingar úr tilteknum gögnum væru kynntar munnlega fyrir starfsmanni. </p><p>Úrskurðarnefndinni þykir rétt að taka fram að í gildistíð eldri upplýsingalaga var fjallað um afhendingu upplýsinga úr gagnagrunnum og skrám m.a. í máli nr. A-447/2012. Í því máli var ekki talið skylt að afhenda gögn úr gagnagrunni, m.a. þar sem umbeðnar upplýsingar tilheyrðu ekki tilteknu máli í skilningi þágildandi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í eldri upplýsingalögum var ekki að finna þá reglu sem 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hefur að geyma. Svo stjórnvaldi verði gert skylt að afhenda upplýsingar úr gagnagrunnum eða skrám þurfa þær upplýsingar nú aðeins að vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, hvort sem þær tilheyra tilteknu máli eða ekki. </p><p>Af hálfu ríkisskattstjóra hefur komið fram að vinnsla máls af hálfu embættisins hefjist ekki fyrr en skattframtali er skilað. Því sé ekki unnt að líta á umbeðnar upplýsingar sem fyrirliggjandi gögn sem varða tiltekið mál í skilningi 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Ber því að taka til skoðunar hvort upplýsingarnar geti flokkast til tiltekinna fyrirliggjandi gagna í skilningi 2. málsl. sama lagaákvæðis. </p><p>Ríkisskattstjóri hefur lýst því að tölvuvinnsla fari fram til að sækja upplýsingar úr þeim gagnagrunnum sem embættið notast við. Aðkoma framteljanda með rafrænum skilríkjum eða veflykli sé nauðsynleg svo tölvuvinnslan geti farið fram. Við þessa tölvuvinnslu verði gögnin tiltæk framteljanda en fram að þeim tíma séu þau ekki til staðar í samandregnu formi. Ríkisskattstjóri vísar til þess að gögnin verði embættinu ekki tiltæk fyrr en framteljandi hafi sent skattframtal til ríkisskattstjóra, sem verður grundvöllur álagningar. Fram að þeim tíma séu upplýsingarnar aðgengilegar framteljanda einum. Þá kemur einnig fram að framteljandi geti nálgast þessar upplýsingar beint frá aðilum sem skila upplýsingum í gagnagrunnana, eins og kærandi hefur raunar gert. Með vísan til alls þessa telur úrskurðarnefndin ekki unnt að líta svo á að þær upplýsingar sem kærandi óskar aðgangs að hafi verið fyrirliggjandi hjá embætti ríkisskattstjóra í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Það er enn fremur mat nefndarinnar að yrði ríkisskattstjóra gert að fallast á kröfu kæranda væri lögð á hann skylda til að útbúa gögn í ríkari mæli en skylt er skv. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p><p>Með vísan til þess sem að framan greinir um fyrirkomulag varðveislu og vinnslu viðkomandi upplýsinga teljast umbeðnar upplýsingar ekki fyrirliggjandi hjá ríkisskattstjóra í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og verður embættinu ekki gert á grundvelli laganna að útbúa þær sérstaklega fyrir kæranda. Á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum. Þar sem beiðni kæranda lýtur að upplýsingum sem eru ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga verður hún ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá úrskurðarnefndar um upplýsingamál. <b> </b></p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru A, dags. 23. mars 2016, á meðferð ríkisskattstjóra á beiðni um aðgang að upplýsingum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<b> </b></p><p><b> </b></p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p><p> </p> |
669/2017. Úrskurður frá 30. janúar 2017 | Deilt var um aðgang að gögnum í tengslum við athugun Lyfjastofnunar á afhendingu kæranda á lyfjum til tiltekinna heilbrigðisstofnana. Úrskurðarnefndin tók fram að ekki væri séð að Lyfjastofnun hefði tekið afstöðu til beiðni kæranda um hluta beiðninnar. Um önnur umbeðin gögn tók nefndin fram að kærandi væri tilgreindur í þeim og þau hefðu að geyma upplýsingar um hvernig hann afgreiði lyf. Kærandi var talinn eiga rétt til aðgangs á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sem ekki yrði takmarkaður vegna 3. mgr. ákvæðisins. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 30. janúar 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 669/2017 í máli nr. ÚNU 16070006. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 26. júlí 2016, kærði Félag atvinnurekenda f.h. Lyfjavers ehf. synjun Lyfjastofnunar á beiðni um aðgang að gögnum vegna athugunar Lyfjastofnunar á fyrirkomulagi við afhendingu lyfja hjá tilteknum heilbrigðisstofnunum. </p><p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi fengið í byrjun maí 2016 upplýsingar um að Lyfjastofnun hafi sent Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hvammstanga, bréf vegna lyfja sem afgreidd voru samkvæmt lyfseðli frá kæranda. Kærandi óskaði eftir afriti af bréfinu og var afhent afrit þess ásamt öðrum bréfum Lyfjastofnunar til þriggja annarra heilbrigðisstofnana. Í bréfunum eru gerðar athugasemdir við fyrirkomulag afhendingar lyfja samkvæmt lyfseðli frá kæranda og segir að tilefni athugunar Lyfjastofnunar sé ábendingar ónafngreindra aðila og upplýsingaöflun stofnunarinnar. Þá er í bréfunum vísað til þess að það sé mat Lyfjastofnunar að afhending lyfjanna feli í sér brot á 1. mgr. 20. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 og 2. mgr. 3. gr. reglugerðar um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir nr. 426/1997. Farið er fram á að afhendingu lyfja frá starfstöðvum viðkomandi heilbrigðistofnanna verði tafarlaust hætt. </p><p>Þann 12. maí 2016 óskaði kærandi eftir: <i>(i)</i> upplýsingum um þá sem sendu inn ábendingarnar, <i>(ii) </i>afritum af ábendingum og samskiptum við þá aðila, auk <i>(iii) </i>upplýsinga um það í hverju rannsókn Lyfjastofnunar á ábendingunum fólst og öllum skriflegum samskiptum þeim tengdum. Með tölvubréfi Lyfjastofnunar dags. 27. júní 2016 var kærandi upplýstur um að stofnunin teldi umbeðnar upplýsingar er féllu undir fyrstu tvo liðina varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og var beiðninni hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi fékk upplýsingar í tengslum við þriðja liðinn en engin gögn voru afhent. </p><p>Í kæru er málsgrundvelli lýst og kemur þar fram að kærandi telur fara um beiðni sína samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt aðila. Þar sé að finna upplýsingar sem varði kæranda umfram aðra og vísar kærandi í því sambandi til þess að hann hafi verið tilgreindur í bréfunum sem þegar hafi verið afhent. Þá er gerð grein fyrir þeirri afstöðu kæranda að undanþáguákvæði 6. til 10. gr. laganna eigi ekki við um gögnin. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 27. júlí 2016, var Lyfjastofnun kynnt kæran og veittur frestur til 12. ágúst til að koma að umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Fallist var á að veita stofnuninni viðbótarfrest til 19. ágúst og barst umsögn stofnunarinnar þann dag. </p><p>Í umsögn Lyfjastofnunar, dags. 19. ágúst 2016, kemur fram að stofnunin telur umbeðin gögn falla undir 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í gögnunum sé að finna upplýsingar um eftirlitsþega stofnunarinnar sem veittu henni upplýsingar í trúnaði. Þeir leggist gegn afhendingu, enda hafi ábendingar þeirra verið veittar í góðri trú um að trúnaður ríkti um hver hefði lagt þær fram. Að auki fjallar Lyfjastofnun ítarlega um það í umsögn sinni að fái kærandi aðgang að upplýsingunum sé jafnvægi á viðkvæmum og erfiðum samkeppnismarkaði raskað, kæranda til hagsbóta. </p><p>Þá kemur fram í umsögninni að í umbeðnum gögnum sé hvergi að finna upplýsingar þar sem fjallað sé um kæranda. Efnislega fjalli gögnin um ákveðna háttsemi sem þeir sem ábendingunum komu til Lyfjastofnunar hafi talið að tilteknar heilbrigðisstofnanir viðhefðu. Kærandi hafi þegar fengið öll gögn þar sem upplýsingar um kæranda sjálfan komi fram, sbr. upplýsingar sem Lyfjastofnun sendi kæranda með tölvupósti, dags. 27. júní 2016. Af þeim sökum telur Lyfjastofnun að ekki komi til greina að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga, þar sem greinin eigi einfaldlega ekki við um þær. Jafnframt tiltekur stofnunin að vegna annmarka á meðferð beiðni kæranda hafi stofnunin farið yfir gæðakerfi sitt og bætt úr því er varði synjun beiðni um aðgang að upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga. </p><p>Með umsögn Lyfjastofnunar fylgdu bréf þriggja nafngreindra aðila þar sem óskað er upplýsinga um lyfsöluleyfi tiltekinna heilbrigðisstofnana og athugasemdir gerðar við afhendingu og afgreiðslu þeirra á lyfjum. </p><p>Umsögn Lyfjastofnunar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 19. ágúst 2016, og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum til 5. september. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki.<b> </b></p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar beiðni um aðgang að tilteknum fyrirliggjandi gögnum vegna athugunar Lyfjastofnunar á fyrirkomulagi afhendingar lyfja hjá tilteknum heilbrigðisstofnunum. Upplýsingabeiðni kæranda er afmörkuð með eftirfarandi hætti í kæru: </p><p>I. Upplýsingar um hvaða aðilar sendu inn ábendingar til Lyfjastofnunar varðandi fyrirkomulag við afhendingu lyfja sem urðu grundvöllur að bréfasamskiptum Lyfjastofnunar við Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hvammstanga, Heilbrigðisstofnun Vesturlands Grundarfirði, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Norðurlands. </p><p>II. Afrit af viðkomandi ábendingum og öðrum samskiptum Lyfjastofnunar við aðilana sem sendu þær inn. </p><p>III. Öll gögn og upplýsingar sem geta varpað ljósi á hvað fólst í rannsókn Lyfjastofnunar á viðkomandi ábendingum og öllum skriflegum samskiptum þeim tengdum. </p><h3>2.</h3><p>Í tengslum við málið hefur Lyfjastofnun afhent úrskurðarnend um upplýsingamál bréf þriggja nafngreindra aðila þar sem óskað er upplýsinga um lyfsöluleyfi tiltekinna heilbrigðisstofnana og/eða athugasemdir gerðar við afhendingu og afgreiðslu þeirra á lyfjum. Bréfin falla undir liði I. og II. í beiðni kæranda. </p><p>Af gögnum málsins verður ekki ráðið að Lyfjastofnun hafi tekið afstöðu til afhendingar gagna undir III. lið beiðninnar, þ.e. að því er hún varðar „öll gögn og upplýsingar sem geta varpað ljósi á hvað fólst í rannsókn Lyfjastofnunar á viðkomandi ábendingum og öllum skriflegum samskiptum þeim tengdum“. Sama á við um gögn um önnur samskipti Lyfjastofnunar við þá sem sendu inn ábendingar, eins og tilgreint er í lið II. í gagnabeiðni kæranda. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal taka ákvörðun um það hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Lyfjastofnun ber því að taka afstöðu til beiðni kæranda um aðgang að framangreindum gögnum.</p><h3>3.</h3><p>Af hálfu Lyfjastofnunar hefur komið fram að ábendingar um fyrirkomulag afhendingar lyfja hafi komið fram í trausti þess að trúnaður ríkti um afhendingu þeirra. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að sú meginregla gildir að upplýsingar og gögn stjórnvalda skulu vera aðgengileg almenningi nema takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum nr. 140/2012 eða sérlögum eigi við. Stjórnvöld geta ekki án lagaheimildar heitið trúnaði eða samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt lögunum. Við mat á því hvort aðgangur að tilteknum upplýsingum skuli veittur getur hins vegar verið að það hafi þýðingu að þær hafi verið gefnar í trúnaði. </p><p>Ljóst er að kærandi er tilgreindur í bréfunum sem um ræðir og þau hafa að geyma upplýsingar um það hvernig kærandi afgreiðir lyf til heilbrigðisstofnana. Með vísan til þessa er ljóst að bréfin innihalda upplýsingar um kæranda sjálfan í skilningi 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og ber því að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á afhendingu bréfanna á grundvelli 1. mgr. ákvæðisins. Í 2. til 5. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er tiltekið í hvaða tilvikum unnt er að takmarka upplýsingarétt aðila. Takmörkun á grundvelli 9. gr. laganna um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarrra lögaðila er ekki þar á meðal. Aftur á móti er unnt, skv. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, að takmarka upplýsingarétt aðila hafi þau gögn sem um ræðir að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felst í því að vega skuli og meta þessa hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir eru að meginstefnu þeir sömu og um ræðir í 9. gr. laganna.<b> </b></p><p>Kærandi starfar á markaði þar sem fyrirtæki keppa um viðskipti heilbrigðisstofnana um lyfjafræðilega þjónustu. Samkvæmt 2. mgr. 38. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 ber stofnunum sem ekki hafa lyfjafræðing í þjónustu sinni, skv. 1. mgr. sama lagaákvæðis, að semja við utanaðkomandi lyfsöluleyfishafa eða sjúkrahúsapótek um lyfjafræðilega þjónustu, svo sem umsjón með öflun lyfja og eftirlit með notkun þeirra. Kærandi hefur gert slíka samninga sem staðfestir hafa verið af Lyfjastofnun. Kærandi hefur því ríka hagsmuni af því umfram aðra að fá afhent gögn er tengjast ábendingum er lúta með beinum hætti að störfum og starfsháttum hans. Verður að telja að hagsmunir hans af aðgangi að slíkum gögnum vegi þyngra en hagsmunir þeirra aðila sem koma á framfæri ábendingum við Lyfjastofnun af því að þau fari leynt. Að mati nefndarinnar hefur ekki verið færð stoð undir þær röksemdir Lyfjastofnunar að afhending ábendinganna til kæranda geti teflt í tvísýnu möguleikum þeirra sem þær rituðu til að koma síðar á viðskiptasambandi við heilbrigðisstofnanir. </p><p>Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að veita beri kæranda aðgang að þeim þremur bréfum sem hér um ræðir. Þá ber Lyfjastofnun að taka án tafar afstöðu til afhendingar annarra gagna sem geta fallið undir beiðni kæranda. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Lyfjastofnun ber að veita kæranda Lyfjaveri ehf. aðgang að bréfum þriggja nafngreindra aðila þar sem óskað er upplýsinga um lyfsöluleyfi tiltekinna heilbrigðisstofnana og athugasemdir gerðar við afhendingu og afgreiðslu þeirra á lyfjum. </p><p>Lyfjastofnun ber að taka afstöðu til beiðni kæranda um aðgang að eftirfarandi gögnum: </p><ul><li><p>Gögn sem geta varpað ljósi á það hvað fólst í rannsókn Lyfjastofnunar á ábendingum varðandi fyrirkomulag við afhendingu lyfja, sem urðu grundvöllur að bréfasamskiptum Lyfjastofnunar við Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hvammstanga, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Grundarfirði, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Norðurlands og öllum skriflegum samskiptum þeim tengdum</p></li><li><p>Gögn um önnur samskipti Lyfjastofnunar við aðilana sem sendu ábendingarnar </p></li></ul><p><b> </b></p><p><b> </b></p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p><p> </p> |
670/2017. Úrskurður frá 30. janúar 2017 | Kærð var afgreiðsla forsætisráðuneytis á beiðni um aðgang að samantekt um síma og tölvur sem fyrrverandi ráðherra lét taka saman fyrir ríkisstjórnina. Ráðuneytið studdi ákvörðun sína við 1. tl. 6. gr. og 1. tl. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar kom fram að ekki væru efni til að draga þær skýringar ráðuneytisins í efa að umbeðið gagn hafi verið tekið saman fyrir ráðherrafund, sbr. 1. tl. 6. gr. upplýsingalaga. Synjun forsætisráðuneytisins var því staðfest. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 30. janúar 2017 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 670/2017 í máli ÚNU 16090010. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 22. september 2016, kærði A afgreiðslu forsætisráðuneytisins, dags. 16. september 2016, á beiðni kæranda um aðgang að samantekt um síma og tölvur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, lét taka saman fyrir ríkisstjórnina. </p><p>Í synjun ráðuneytisins kemur fram að gögn ríkisstjórnar og gögn er varða öryggi ríkisins séu undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012, sbr. 1. tölul. 6. gr. og 1. tölul. 10. gr. laganna. Gögn er varða síma og tölvuöryggismál stjórnvalda falli m.a. þar undir. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 27. september 2016, var forsætisráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í umsögn forsætisráðuneytisins dags. 17. október 2016 var ítrekað að gögn sem tekin eru saman fyrir fundi ríkisstjórnar séu undanþegin upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. tölul. 6. gr. uppl., óháð efni þeirra. Að auki var bent á að stjórnvöld séu ekki skyldug til að taka afstöðu til aukins aðgangs sbr. 11. gr. upplýsingalaga þegar um slík gögn er að ræða. </p><p>Með bréfi, dags. 21. október 2016, var kæranda kynnt umsögn og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda kemur fram að hann telur þá túlkun ráðuneytisins, að „gögn ríkisstjórnar“ séu undanþegin upplýsingarétti án tillits til efnis þeirra, ranga. Þetta gildi aðeins um gögn sem séu sérstaklega tekin saman fyrir ríkisráðsfundi, ríkisstjórnarfundi eða ráðherrafundi. Kærandi telur að hvergi komi fram að umrædd samantekt hafi verið gerð fyrir þá fundi sem taldir eru upp í 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Kærandi telur túlkun ráðuneytisins á því að „gögn ríkisstjórnarinnar“ falli þar undir vera óeðlilega víða og í andstöðu við upplýsingalög. Auk þess sé ekki fyllilega ljóst hvað felist í hugtakinu. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að samantekt í vörslum forsætisráðuneytisins á grundvelli upplýsingaréttar almennings sem fjallað er um í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Aðgangur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga lýtur takmörkunum sem meðal annars er kveðið á um í 1. tölulið 6. gr. laganna, en forsætisráðuneytið synjaði beiðni kæranda á þeim grundvelli. Samkvæmt því ákvæði tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. </p><p>Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir um 1. tölul. 6. gr. að undanþágan gildi um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri, hvort heldur sem það sé á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Í skýringum forsætisráðuneytisins kemur fram að hið umbeðna gagn hafi verið tekið saman fyrir slíkan fund og hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að draga þær í efa. Með vísan til þessa verður staðfest ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að samantektinni. Að fenginni þessari niðurstöðu er óþarft að leysa úr því hvort heimilt hafi verið að synja beiðni kæranda á grundvelli 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Staðfest er ákvörðun forsætisráðuneytis, dags. 16. september 2016, um að synja beiðni kæranda um aðgang að samantekt um síma og tölvur sem fyrrverandi forsætisráðherra lét gera. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
663/2016. Úrskurður frá 30. desember 2016 | Kærð var ákvörðun Seðlabanka Íslands á beiðni erlendra tryggingarfélaga um gögn um Landsbanka Íslands. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að umbeðin gögn lytu sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, að undanskildri beiðni kærenda um aðgang að öllum skriflegum samskiptum á milli Seðlabanka og Landsbanka á tilteknu tímabili. Nefndin taldi Seðlabankann ekki hafa sýnt fram á að heimilt hefði verið að hafna beiðni kærenda að þessu leyti með vísan til þess að meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist fært að verða við henni. Beiðni kærenda var að þessu leyti vísað til nýrrar meðferðar hjá Seðlabankanum. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 30. desember 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 663/2016 í máli ÚNU 15080009. </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 11. ágúst 2015 kærði X hdl., f.h. Brit Insurance Limited, Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., QBE International Insurance Ltd. og fleiri erlendra vátryggjenda, afgreiðslu Seðlabanka Íslands á beiðni kærenda um gögn. Upphafleg gagnabeiðni kærenda, dags. 3. september 2013, var í 23 tölusettum liðum. Með bréfi, dags. 14. janúar 2014, tók Seðlabankinn ákvörðun um að vísa m.a. frá liðum 20 og 21 með vísan til þess að þeir væru ekki nægilega afmarkaðir. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 582/2015 var ákvörðunin felld úr gildi og lagt fyrir bankann að taka beiðni kærenda um aðgang að gögnum undir liðunum tveimur til nýrrar meðferðar. Þann 13. júlí 2015 tók bankinn nýja ákvörðun um að synja kærendum um aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, að frátöldum þremur skjölum. </p> <p>Í kæru kemur fram að gagnabeiðni kærenda hafi byggt á því að Landsbankinn hafi höfðað nokkur dómsmál á hendur þeim, þar sem bankinn taldi sig eiga kröfu á grundvelli svokallaðrar stjórnendatryggingar. Vátryggingartímabili tryggingarinnar hafi verið ætlað að vera frá 1. febrúar 2008 til 1. febrúar 2009. Landsbankinn hafi krafist greiðslu úr tryggingunni á þeim grundvelli að hún ætti að bæta tjón sem hann hafi orðið fyrir vegna meintrar saknæmrar háttsemi fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna hans. Kærendur hafi hins vegar alfarið hafnað gildi tryggingarinnar og allri ábyrgð á grundvelli hennar þar sem þeir hafi ekki verið upplýstir um misferli og margvísleg brot sem framin hefðu verið af hálfu Landsbankans og starfsmanna hans fyrir töku tryggingarinnar. Þar að auki hafi þeim verið veittar rangar upplýsingar um fjölda atriða í umsóknareyðublaði fyrir trygginguna. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og umfjöllun fjölmiðla hefur að mati kæranda leitt í ljós gríðarlegar misfellur og lögbrot í rekstri Landsbankans fyrir fall bankans haustið 2008. Kærendur segjast vinna að öflun gagna um framangreind atriði og hyggjast leggja þau fram í dómsmálunum sem áður var getið. </p> <p>Til stuðnings gagnabeiðni kærenda er vísað til 5. og 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærendur mótmæla því að ákvæði 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands takmarki rétt þeirra til aðgangs að umbeðnum gögnum. Ákvæðið sé almennt þagnarskylduákvæði og víki því fyrir skyldu til afhendingar gagna samkvæmt upplýsingalögum. Þessu til rökstuðnings vísa kærendur til þess að í greinargerð með upplýsingalögum segi að einkenni almennra þagnarskylduákvæða sé að ekki séu sérgreindar þær upplýsingar sem þagnarskyldan gildi um heldur aðeins „atriði“, „upplýsingar“ eða „það“ sem starfsmaður fái vitneskju um í starfi og leynt skuli fara. Kærendur telja ákvæði 35. gr. laga nr. 36/2001 falla að þessari lýsingu. </p> <p>Jafnvel þótt ákvæðið yrði talið sérstakt þagnarskylduákvæði telja kærendur að líta beri til þess að beiðni þeirra varði Landsbankann sjálfan, sem sé í slitameðferð. Bankinn hafi því ekki hagsmuni af því að fyrri viðskipti hans fari leynt, með vísan til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 758/2009. Þar hafi Hæstiréttur tekið fram um ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki að því sé ætlað að vernda persónulega og viðskiptalega hagsmuni þeirra sem eiga viðskipti við fjármálafyrirtæki. Ákvæðið sé sambærilegt við 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. </p> <p>Kærendur byggja á því að rannsóknarnefnd Alþingis og fjölmiðlar hafi þegar fjallað um þau mál sem óskað var upplýsinga og gagna um. Ef þagnarskylda hafi hvílt á umbeðnum gögnum geri hún það því augljóslega ekki lengur. Í þessu samhengi vísa kærendur til dóma Hæstaréttar frá 30. janúar 2014 í máli nr. 809/2013, frá 4. febrúar 2014 í máli nr. 807/2013 og frá 27. janúar 2014 í máli nr. 810/2013. </p> <p>Kærendur gera athugasemd við þá afstöðu Seðlabanka Íslands að ekki sé fært að verða við beiðni þeirra um aðgang að tölvupóstum á milli bankans og Landsbankans á tímabilinu janúar 2007 til mars 2008 með vísan til 1. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Fram hafi komið að tölvupóstarnir séu rúmlega 100 talsins og tölvupóstar séu jafnan stuttir. Ekki verði séð að stofnun eins og Seðlabankinn geti ekki ráðið við að fara yfir tölvupóstana án vandkvæða. Skilyrði 1. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga geti því ekki átt við um þá. </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 17. ágúst 2015, var Seðlabanka Íslands kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <p>Umsögn bankans barst 14. september 2015. Þar kemur fram að deilt sé um aðgang að 37 skjölum í málinu en að mestu sé um að ræða minnisblöð, minnispunkta af fundum og samskipti milli Seðlabanka Íslands og Landsbanka Íslands hf. um ýmis málefni þess síðarnefnda. Rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum Seðlabankans samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 um allt það sem varði hagsmuni viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og önnur atriði er starfsmennirnir fái vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara. Þagnarskyldan gildi nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu, eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Seðlabankinn vísar til þess að úrskurðarnefndin hafi talið það fela í sér reglu um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. A-324/2009, A-423/2012 og 582/2015. Jafnframt er vísað til dóms Hæstaréttar Íslands frá 3. júní 2015 í máli nr. 329/2014. Af hálfu Seðlabankans kemur einnig fram að ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 beri að skýra til samræmis við 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. </p> <p>Að mati Seðlabankans gefur dómur Hæstaréttar í máli nr. 758/2009 ekki vísbendingu um það hvernig leysa skuli úr fyrirliggjandi máli. Almennt þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 sé ekki sambærilegt sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 161/2002. Auk þess taki bankaleynd samkvæmt fyrrnefnda ákvæðinu eingöngu til upplýsinga er varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis. Ákvæði laga nr. 36/2001 taki hins vegar bæði til upplýsinga um viðskiptamenn Seðlabankans og bankans sjálfs. Þá færir Seðlabankinn fram röksemdir er lúta að því að umbeðin gögn séu ekki þegar opinber, líkt og kærendur halda fram. Þau hafi verið afhent rannsóknarnefnd Alþingis á grundvelli lagaskyldu og um þau fjallað í skýrslu nefndarinnar. Þetta geti ekki falið í sér að þau hafi verið gerð opinber. </p> <p>Loks kemur fram af hálfu Seðlabanka Íslands að tölvupóstarnir sem um ræðir séu ekki rúmlega 100 talsins, heldur eigi sú tala við um starfsmenn bankans á tímabilinu. Tölvupóstarnir skipti því þúsundum. Það myndi krefjast gríðarlegrar vinnu að fara í gegnum pósthólf starfsmanna yfir 15 mánaða tímabil og því telji bankinn sér ekki fært að verða við beiðni kærenda hvað tölvupóstana varðar, sbr. 1. tl. 4. mgr. 15. gr. laga nr. 140/2012. </p> <p>Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kærendum með bréfi, dags. 14. september 2015, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 30. september 2015. Þar segir að kærendur ítreki þá afstöðu að þagnarskylduákvæði 35. gr. laga nr. 36/2001 teljist almennt sem víki fyrir ákvæðum upplýsingalaga. Þá telji kærendur mikilvægt að LBI hf. hafi enga hagsmuni lengur því að umbeðin gögn fari leynt. Hins vegar geti dómsmál sem höfðuð hafi verið á hendur kærendum oltið á því hvort þeim takist að sanna vanrækta upplýsingaskyldu Landsbankans og fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna hans. Þá benda kærendur á að þagnarskylduákvæði 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands varði einungis „hagi viðskiptamanna“ hans. Sönnunarbyrðin um það hvort umbeðin gögn varði slíka hagi hvíli á bankanum sem hafi gögnin undir höndum. Skýra verði orðin þröngt, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 758/2009, en þar hafi ekki verið fallist á rýmkandi skýringu á sambærilegu ákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Um tölvupósta starfsmanna Seðlabanka Íslands segjast kærendur ekki vita hvernig málastjórnun bankans sé háttað en alla jafna séu tölvupóstar sem varða tiltekin mál sett inn í málaskrá viðkomandi stofnunnar. Því ætti að vera óþarft að leita í pósthólfum starfsmanna. </p> <p>Meðferð málsins hefur dregist óhæfilega af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna anna í störfum nefndarinnar. </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar aðgang kæranda að gögnum í vörslum Seðlabanka Íslands á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Synjun Seðlabanka Íslands um aðgang að umbeðnum gögnum er byggð á 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands en auk þess er vísað til 9. gr. upplýsingalaga. </p> <p>Í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 segir orðrétt: </p> <blockquote> <p>„Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“ </p> </blockquote> <p>Í dómi Hæstaréttar Íslands 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 var komist að þeirri niðurstöðu að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Með þessu er þó ekki sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Undir orðlagið „málefni bankans sjálfs“ kunna að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari. Vísast um þetta til úrskurða nefndarinnar nr. A-406/2012, 558/2014, 582/2015, 614/2016 og 645/2016. Nái þagnarskylda ákvæðisins ekki til ákveðinna tilvika geta aðrar undantekningar frá upplýsingarétti átt við, sbr. t.d. t.d. 6.-10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <h3>2.</h3> <p>Seðlabanki Íslands hefur afhent úrskurðarnefndinni 36 skjöl sem bankinn kveður hafa fundist í vörslum sínum og falli undir töluliði 20 og 21 í beiðni kærenda, dags. 11. ágúst 2015. </p> <p>Flest skjölin varða heimildir Landsbankans til að hafa sérstakan jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð og framlengingu þeirra af hálfu Seðlabanka Íslands. Einnig er um að ræða minnisblöð sem unnin voru í Seðlabankanum um samtöl starfsmanna hans við starfsmenn Landsbankans og erlend matsfyrirtæki en jafnframt um fjármögnun Landsbankans, ábyrgðir, skuldatryggingarálag, bindiskyldu, uppgjör í erlendum gjaldmiðlum og ýmis önnur atriði í starfsemi hans auk bréfaskipta bankanna tveggja um sömu efni. Þá er að finna á meðal umbeðinna gagna skjöl um álagspróf, þar á meðal um æfingu stjórnvalda á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum sem fór fram í september 2007 undir yfirskriftinni „Nordic Financial Crisis Exercise“. Loks telur Seðlabankinn greinargerðir bankans um markaðsaðstæður í aðdraganda efnahagshrunsins falla undir beiðni kærenda. </p> <p>Að mati nefndarinnar falla framangreind skjöl tvímælalaust undir þá sérstöku þagnarskyldureglu sem 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 mælir fyrir um. Þetta á við um svo stóran hluta skjalanna að ekki kemur til greina að leggja fyrir Seðlabanka Íslands að veita kærendum aðgang að þeim hluta sem eftir stendur. Samkvæmt framangreindu eru gögnin undirorpin sérstöku þagnarskylduákvæði sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun að þessu leyti. </p> <h3>3.</h3> <p>Kærendur óskuðu undir lið 20 í gagnabeiðni sinni eftir aðgangi að „öllum skriflegum samskiptum, á hvaða formi sem er, milli Landsbanka og Seðlabanka á tímabilinu janúar 2007 til mars 2008 og fundargerðum funda Landsbanka og Seðlabanka á sama tímabili. Með hinni kærðu ákvörðun var beiðninni synjað að því er varðar samskipti með tölvupósti þar sem það tæki of mikinn tíma og krefðist svo mikillar vinnu að Seðlabankinn teldi sér ekki fært að verða við beiðninni með vísan til 1. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>„Beiðni má í undantekningartilfellum hafna ef: </p> <p>1. meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki telst af þeim sökum fært að verða við henni [...]“</p> </blockquote> <p>Af orðalagi ákvæðisins og athugasemdum um það í frumvarpi til upplýsingalaga má ráða að það hafi að geyma afar þrönga undantekningarreglu sem aðeins verði beitt ef afgreiðsla upplýsingabeiðni muni „leiða til umtalsverðar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður lagt á það áherslu að fara verði fram raunverulegt mat á þeirri vinnu sem nauðsynleg er til að afgreiða beiðni og gera verði strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggja til þess að ákvæðinu verði beitt, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 551/2014. Þar var ekki talið duga í þessu samhengi að taka fram að leit í málaskrárkerfi stofnunar hefði skilað 1.800 niðurstöðum. Sama á við um þá málsástæðu Seðlabankans að starfsmenn hans hafi verið 100 talsins á tímabilinu sem beiðni kærenda tók til. </p> <p>Ekkert liggur fyrir í málinu sem gefur tilefni til að ætla að mat hafi farið fram á umfangi hinna umbeðnu gagna, þeirrar vinnu sem þyrfti að ráðast í til að verða við beiðni kærenda eða áhrifum þeirrar vinnu á starfsemi Seðlabanka Íslands, áður en ákvörðun var tekin um að verða ekki við henni. Loks hefur komið fram af hálfu kærenda að í stað þess að fara yfir tölvupósthólf allra starfsmanna á tímabilinu kunni að vera nægjanlegt að leita í málaskrárkerfi bankans til að verða við beiðni þeirra. </p> <p>Af framangreindu verður ekki betur séð en að ekki hafi farið fram sú vinna við afgreiðslu beiðni kærenda um aðgang að öllum tölvupóstsamskiptum milli Seðlabanka Íslands og Landsbankans á tímabilinu janúar 2007 til mars 2008 sem gerir úrskurðarnefnd um upplýsingamál fært að meta hvort Seðlabankanum sé heimilt að bera fyrir sig ákvæði 1. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verður því ekki komist hjá því að vísa beiðni kærenda til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu hjá bankanum. </p> <h3>4.</h3> <p>Loks hafa kærendur haldið því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014. Sama gildir um hugsanlega umfjöllun fjölmiðla um þau mál sem gagnabeiðni kærenda varðar. </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 13. júlí 2015, um að synja beiðni Brit Insurance Limited, Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., QBE International Insurance Ltd. og fleiri erlendra vátryggjenda um aðgang að öllum tölvupóstsamskiptum milli Seðlabanka Íslands og Landsbankans á tímabilinu janúar 2007 til mars 2008, er felld úr gildi og lagt fyrir bankann að taka málið til nýrrar meðferðar að því er þau varðar. </p> <p>Að öðru leyti er hin kærða ákvörðun staðfest. </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
664/2016. Úrskurður frá 30. desember 2016 | Deilt var um aðgang kærenda að skýrslu sem unnin var fyrir Grundarfjarðarbæ um meint einelti gegn þeim. Eldri upplýsingalög nr. 50/1996 giltu í málinu þar sem sveitarfélagið hafði færri en 1.000 íbúa, sbr. 4. mgr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir hvern hluta skýrslunnar fyrir sig og tók afstöðu til þess hvort sveitarfélaginu hefði verið heimilt að synja kærendum um aðgang á grundvelli 3. mgr. 9. gr. eldri upplýsingalaga vegna einkahagsmuna þeirra sem koma fyrir í skýrslunni. Niðurstaðan var sú að sveitarfélaginu beri að afhenda kærendum þá hluta skýrslunnar sem ekki geymdu upplýsingar um einkahagsmuni annarra einstaklinga eða þar sem hagsmunir kærenda að aðgangi væru meiri en hagsmunir einstaklinganna af því að upplýsingar færu leynt. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 30. desember 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 664/2016 í máli ÚNU 16010006. </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi, dags. 18. janúar 2016, kærði A hdl., f.h. B og C, ákvörðun Grundarfjarðarbæjar um aðgang að skýrslu sem varðar meint einelti og var gerð af fyrirtækinu Líf og Sál ehf. fyrir sveitarfélagið. Grundarfjarðarbær afhenti kærendum niðurstöðukafla skýrslunnar en synjaði um aðgang að skýrslunni í heild sinni. </p> <p>Í ákvörðun Grundarfjarðarbæjar kemur fram að engin nauðsyn standi til afhendingar í ljósi þess að niðurstaðan hafi verið sú að ekkert einelti hafi átt sér stað. Heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum við tilteknar aðstæður, sbr. 3. mgr. 9. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. Hagsmunir kærenda af því að fá skýrsluna í heild sinni vegi ekki þyngra en hagsmunir meintra gerenda sem tjáðu sig í trúnaði við sálfræðinga. Synjunin byggist á málefnalegum sjónarmiðum og kærendur hafi engin úrræði til að fá efni skýrslunnar endurskoðað. </p> <p>Í kæru segir að niðurstaða skýrslunnar geti ekki réttlætt að kærendum sé synjað um aðgang að henni. Hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að henni séu hins vegar miklir, t.d. til að geta sannreynt málavexti og lagt mat á það hvort tilefni sé til að dómkveðja matsmann. </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kærendur óskuðu eftir því að meðferð málsins fyrir úrskurðarnefndinni yrði frestað þar til viðbótarrökstuðningur og gögn bærust. Kæran var send til Grundafjarðarbæjar þann 13. mars 2016 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. </p> <p>Umsögn Grundafjarðarbæjar barst úrskurðarnefndinni þann 29. mars 2016. Þar kom fram að sveitarfélagið teldi að vísa bæri kærunni frá þar sem hún væri of seint fram komin. Til vara var þess krafist að synjun bæjarins yrði staðfest þar sem viðmælendur hefðu veitt upplýsingar í þeirri trú að þær yrðu ekki látnar berast öðrum en Grundarfjarðarbæ. Einnig vísaði bærinn til þeirrar skyldu sálfræðinga að gæta þagmælsku um atriði sem þeir fái vitneskju um í starfi sínu. Í skýrslunni sé að finna viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar sem falli í heild sinni undir 3. mgr. 9. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. Til þrautavara krafðist bærinn þess að synjað yrði um afhendingu á öllum þeim þáttum skýrslunnar og viðauka hennar sem fælu í sér viðkvæmar eða persónulegar upplýsingar um viðhorf viðmælenda höfunda skýrslunnar til kærenda eða annarra. </p> <p>Með bréfi, dagsettu 8. apríl 2016, var umsögn Grundafjarðarbæjar send kærendum og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina frekari athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnarinnar, til 22. apríl. </p> <p>Þann 22. apríl 2016 bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir kærenda. Þar kom meðal annars fram að þótt forsíða skýrslu væri merkt „trúnaðarmál“ leiddi það ekki til þess að heimilt væri að takmarka aðgang að henni. Þá yrði að gæta þess að þegar sveitarfélag fái aðstoð einkaaðila leiði það ekki til þessa að réttarstaða málsaðila verði önnur og lakari. Vegna 7. gr. reglugerðar um einelti nr. 1009/2015 beri atvinnurekanda að skrá allt sem tengist meðferð máls og veita hlutaðeigandi starfsmönnum upplýsingar meðan á meðferðinni stendur, að teknu tilliti til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. </p> <p>Þann 14. júlí 2016 ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til þeirra sem nafngreindir eru í skýrslunni og óskaði eftir afstöðu þeirra til þess að kæranda yrði veittur aðgangur að skýrslunni. Sex einstaklingar svöruðu erindi nefndarinnar, einn símleiðis og fimm með bréfi. Tveir samþykktu birtingu á sínum svörum en 4 lögðust gegn birtingu. </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar synjun Grundarfjarðarbæjar á að veita aðgang að skýrslu sálfræðistofunnar Lífs og sálar ehf., dags. 8. desember 2015, sem fjallar um meint einelti í garð kærenda. </p> <p>Í 4. mgr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996 haldi gildi sínu til 1. janúar 2016 gagnvart sveitarfélögum með íbúa undir 1.000 manns við gildistöku laganna. Lögin tóku gildi þann 1. janúar 2013. Íbúar Grundafjarðarbæjar voru 899 þann 1. janúar 2016 samkvæmt tölum frá upplýsingaveitu sveitarfélaga. Hin kærða ákvörðun var tekin í desember 2015. Samkvæmt framangreindu gilda eldri upplýsingalög nr. 50/1996 við meðferð málsins. </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 skal mál borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Ágreiningur er milli kærenda og Grundarfjarðarbæjar hvenær hin kærða ákvörðun var tekin, þar sem kærendur byggja á því að hún hafi legið fyrir þann 21. desember 2015. Að mati sveitarfélagsins lá endanleg ákvörðun fyrir þann 18. desember 2015. Jafnvel þótt miðað sé við síðarnefndu dagsetninguna bar síðasta dag 30 daga kærufrestsins, 17. janúar 2016, upp á sunnudag. Framlengdist 30 daga kærufrestur til næsta opnunardags þar á eftir, sbr. 2. mgr. 8. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og barst kæran því innan lögbundins frests 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þann 18. janúar 2016. </p> <h3>2.</h3> <p>Kærendum hefur verið synjað um aðgang að skýrslu fyrirtækisins Lífs og sálar ehf., dags. 8. desember 2015, umfram niðurstöðukafla hennar sem kærendur hafa fengið aðgang að. </p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. </p> <p>Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008, A-294/2009 og A-466/2012. </p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærendur hafa óskað aðgangs að. Í henni er fjallað um samskipti kærenda við starfsmenn Grundafjarðarbæjar og aðra. Tilefni skýrslunnar var úttekt á kvörtunum kærenda á einelti á vinnustað í Grundarfjarðarbæ. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að skýrslan geymi upplýsingar um kærendur í skilningi 1. mgr. 9. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. Fer því um rétt þeirra til aðgangs að skjalinu eftir ákvæðum III. kafla laganna. </p> <p>Í 1. mgr. 17. gr. laga um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 segir að starfsmenn í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem þeir komist að í starfi sínu um heilsufar sjúklings, ástand, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð ásamt öðrum persónulegum upplýsingum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að umbeðin skýrsla hefur ekki að geyma gögn um heilsufar annarra en kærenda. Þá verður að telja að hugtakið „aðrar persónulegar upplýsingar“ nái til sömu upplýsinga og lýst er í 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Því getur 1. mgr. 17. gr. laga nr. 34/2012 ekki breytt því að til þess að leysa úr málinu verður að leggja mat á það að hve miklu leyti Grundarfjarðarbæ var heimilt að takmarka aðgang kærenda að skýrslunni á grundvelli 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </p> <h3>3.</h3> <p>Skýrslan nefnist „Skýrsla vegna kvörtunar um einelti í Grundarfjarðarbæ“. Hún er dagsett 8. desember 2015 og er alls 61 blaðsíða að lengd að meðtalinni forsíðu. Skýrslunni fylgja svo ýmis fylgiskjöl. Á forsíðu er tekið fram að skýrslan sé trúnaðarmál og að í henni sé að finna viðkvæmar persónurekjanlegar upplýsingar. </p> <p>Skýrslan skiptist í eftirfarandi hluta: </p> <ul> <li> <p>Forsíða, efnisyfirlit og inngangur</p> </li> <li> <p>Aðdragandi málsins</p> </li> <li> <p>Málið í hnotskurn</p> </li> <li> <p>Kvartanir meintra þolenda</p> </li> <li> <p><em>Fylgiskjöl 2-8.</em> Svör meintra gerenda</p> </li> <li> <p><em>Fylgiskjal 9. </em>Afrit af yfirlýsingu vegna athugunarinnar</p> </li> <li> <p><em>Fylgiskjal 1</em>. Frásögn meintra þolenda</p> </li> <li> <p>Svör meintra gerenda tekin saman</p> </li> <li> <p>Samantekt á svörum annarra viðmælenda</p> </li> <li> <p>Greining máls</p> </li> <li> <p>Niðurstöður</p> </li> <li> <p>Tillögur </p> </li> </ul> <p>Verður nú fjallað um hvern og einn þessara hluta skýrslunnar og lagt mat á það hvort Grundarfjarðarbæ hafi verið heimilt að synja kærendum um aðgang að þeim. </p> <p><em>Forsíða, efnisyfirlit og inngangur </em></p> <p>Í inngangi er vinnubrögðum við skýrslugerðina lýst og fjallað um viðmið um einelti. Á bls. 3 kemur fram að viðmælendum skýrsluhöfunda hafi í upphafi verið greint frá því að frásagnir þeirra verði birtar í skýrslunni og að þeim yrði gefinn kostur á að lesa þær yfir. Þá kom fram að fullt tillit yrði tekið til athugasemda þeirra. Viðmælendum var jafnframt skýrt frá því að þeim væri ekki skylt að svara spurningum starfsmanna Lífs og sálar ehf.<s> </s> </p> <p>Ekki er að finna neinar upplýsingar um einkahagsmuni annarra á forsíðu, efnisyfirliti og inngangi á bls. 1-4. Því telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að kærendur hafi meiri hagsmuni af því að fá aðgang að þessum hluta skýrslunnar en þeir sem þar er fjallað um af því að hann fari leynt. </p> <p><em>Aðdragandi málsins</em></p> <p>Á eftir inngangi kemur kafli um aðdraganda málsins. Þar koma fram upplýsingar um samskipti starfsmanna Grundafjarðarbæjar við starfsfólk Lífs og sálar ehf. og eineltiskæru til Vinnueftirlitsins. Þá koma fram nöfn þeirra einstaklinga sem kærendur töldu vera gerendur og annarra sem voru taldir geta varpað ljósi á málið. </p> <p>Í þessum hluta skýrslunnar koma fram upplýsingar um nafngreinda aðila. Þar sem kærendur útbjuggu sjálfir lista með nöfnum þessara einstaklinga verður ekki fallist á það með Grundarfjarðarbæ að listinn teljist til upplýsinga um einkamálefni sem vegið geti þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá að kynna sér það sem þar kemur fram. Því er ekki fallist á það með Grundarfjarðarbæ að heimilt hafi verið að takmarka aðgang kærenda að þessum hluta skýrslunnar á grundvelli 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Verður því að heimila kærendum aðgang að honum á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </p> <p><em>Málið í hnotskurn</em></p> <p>Neðst á bls. 7 er að finna samantekt um helstu efnisatriði kvartana kærenda. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál stendur ekkert því í vegi að kærendur fái aðgang að þessum hluta skýrslunnar á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<em> </em></p> <p><em>Kvartanir meintra þolenda </em></p> <p>Á bls. 8-32 er kvörtunum kærenda lýst ítarlega. Jafnvel þótt stór hluti umfjöllunarinnar hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra byggir hún alfarið á frásögnum kærenda sjálfra. Því er ekki fallist á það með Grundarfjarðarbæ að heimilt sé að takmarka aðgang þeirra að kaflanum á grundvelli 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </p> <p><em>Svör meintra gerenda </em></p> <p>Á fylgiskjölum 2-8 (bls. 33-60) er að finna viðbrögð meintra gerenda og annarra við kvörtunum kærenda og svör þeirra við spurningum frá starfsmönnum Lífs og sálar ehf. </p> <p>Fram hefur komið að viðmælendum skýrsluhöfunda hafi verið heitið því að við þá yrði rætt í trúnaði. Þetta atriði getur þó ekki eitt út af fyrir sig staðið í vegi fyrir að aðrir fái aðgang að skýrslu samkvæmt upplýsingalögum. Við mat á því, hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, getur það hins vegar haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-28/1997, A-443/2012 og A-458/2012. </p> <p>Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir jafnframt um 3. mgr. 9. gr.: </p> <blockquote> <p>„Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.“</p> </blockquote> <p>Í málinu liggur fyrir að fjórir einstaklingar af þeim ellefu sem nafngreindir eru í inngangi skýrslunnar, og sem skýrsluhöfundar byggðu á upplýsingum frá, leggjast gegn því að kærandi fái aðgang að upplýsingum sem afmáðar voru úr skýrslunni. Tveir hafa hins vegar samþykkt að upplýsingar sem þá varða verði birtar kærendum, en ekki er að finna sérstaka lýsingu á viðbrögðum þeirra á fylgiskjölum 2-8. </p> <p>Í fylgiskjölum 2-8 koma fram ítarlegar lýsingar viðmælendanna á persónulegri upplifun þeirra af samskiptum við kærendur sem verða að teljast mjög viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni viðmælendanna. Kærendur hafa án vafa hagsmuni af því að kynna sér þær upplýsingar sem aflað var við skýrslugerðina. Það er hins vegar mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir viðmælendanna af því að ekki sé heimilaður aðgangur að þessum hluta skýrslunnar vegi, eins og sakir standa, þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að honum, sbr. ákvæði 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ber því að staðfesta synjun Grundarfjarðabæjar á því að veita kærendum aðgang að þessum hluta skýrslunnar. </p> <p><em>Yfirlýsing vegna athugunarinnar</em></p> <p>Á bls. 61 er afrit af yfirlýsingu sem var ætluð viðmælendum skýrsluhöfunda. Þar kemur fram að skýrslan verði afhent verkbeiðanda og starfsfólk Lífs og sálar ehf. muni ekki ræða skýrsluna við aðra. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál stendur ekkert í vegi fyrir því að kærendum verði heimilaður aðgangur að þessum hluta skýrslunnar á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </p> <p><em>Fylgiskjal 1. Frásögn meintra þolenda</em></p> <p>Í fylgiskjali 1 er frásögn kærenda af aðdraganda málsins. Ekki er fallist á það með Grundarfjarðarbæ að heimilt sé að takmarka aðgang kærenda að frásögninni þar sem hún stafar alfarið frá þeim sjálfum. </p> <p><em>Svör meintra gerenda tekin saman</em></p> <p>Á þessari blaðsíðu eru atriði sem kvartanir kærenda beindust að dregin saman ásamt svörum meintra gerenda. Ekki kemur fram hverjir svöruðu hverri spurningu og að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki hægt að rekja svörin til tiltekinna viðmælenda skýrsluhöfunda. Því verður ekki talið að um sé um svo viðkvæm einkamálefni viðmælendanna að hagsmunir þeirra vegi þyngra en hagsmunir kærenda af aðgangi að upplýsingunum sem varða þá sérstaklega, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Verður því að heimila kærendum aðgang að þessum skýrsluhluta á grundvelli 1. mgr. 9. gr. laganna. </p> <p><em>Samantekt á svörum annarra viðmælenda </em></p> <p>Í kjölfar samantektar á svörum meintra gerenda kemur stuttur kafli um svör annarra viðmælenda. Ekki kemur fram hverjir svöruðu og svörin eru ekki dregin saman. Að mati úrskurðarnefndarinnar stendur því ekkert í vegi fyrir aðgangi kærenda að þessum hluta skýrslunnar. </p> <p><em>Greining máls </em></p> <p>Í þessum hluta skýrslunnar eru efnisatriði málsins dregin saman og heimfærð upp á skilgreiningar á einelti. Fram koma ítarlegar lýsingar meintra gerenda á persónulegum upplifunum þeirra af samskiptum við kærendur og aðra sem verða að teljast viðkvæmar og lúta að einkamálefnum þeirra. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir viðmælendanna af því að lýsingarnar fari leynt séu, eins og hér stendur á, ríkari en hagsmunir kærenda af því að fá að kynna sér þær, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ber því að staðfesta synjun Grundarfjarðarbæjar á því að veita kærendum aðgang að þessum hluta skýrslunnar. Á stöku stað í kaflanum er þó að finna stuttar, skáletraðar lýsingar á mati skýrsluhöfunda sem heimila verður kærendum aðgang að á grundvelli 1. mgr. 9. gr. laganna. </p> <p><em>Niðurstöður og tillögur </em></p> <p>Í lok skýrslunnar eru helstu niðurstöður skýrsluhöfunda dregnar saman og gerðar tillögur til Grundarfjarðarbæjar um næstu skref í málinu. Bærinn hefur þegar veitt kærendum aðgang að niðurstöðukafla skýrslunnar. Kaflinn sem ber yfirskriftina <em>tillögur</em> hefur ekki að geyma upplýsingar um viðkvæm einkamálefni annarra nafngreindra einstaklinga en kærenda. Því er ekki fallist á það með Grundarfjarðarbæ að heimilt hafi verið að takmarka aðgang kærenda að þessum hluta skýrslunnar á grundvelli 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Verður því að heimila kærendum aðgang að honum á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Grundarfjarðarbæ ber að veita kærendum aðgang að eftirfarandi hlutum skýrslu Lífs og sálar ehf., dags. 8. desember 2015: </p> <ul> <li> <p><em>Forsíða, efnisyfirlit og inngangur</em></p> </li> <li> <p><em>Aðdragandi málsins </em></p> </li> <li> <p><em>Málið í hnotskurn</em></p> </li> <li> <p><em>Kvartanir meintra þolenda</em></p> </li> <li> <p><em>Fylgiskjal 9. Afrit af yfirlýsingu vegna athugunarinnar</em></p> </li> <li> <p><em>Fylgiskjal 1. Frásögn meintra þolenda</em></p> </li> <li> <p><em>Svör meintra gerenda tekin saman</em></p> </li> <li> <p>Eftirfarandi hlutar kaflans <em>greining máls:</em></p> <ul> <li> <p>Skilgreiningar á einelti á bls. 15 og efst á bls. 16</p> </li> <li> <p>Allur skáletraður texti á bls. 18-29</p> </li> </ul> </li> <li> <p><em>Samantekt á svörum annarra viðmælenda</em></p> </li> <li> <p><em>Tillögur </em> </p> </li> </ul> <p>Að öðru leyti er hin kærða ákvörðun staðfest. </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson </p> |
665/2016. Úrskurður frá 30. desember 2016 | Kærð var ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja kæranda um aðgang að andmælum Klakka ehf. við niðurstöðum rannsóknar bankans á greiðslum samkvæmt nauðasamningi, lista yfir gögn sem bankinn sendi úrskurðarnefndinni í tilefni af eldra kærumáli milli sömu aðila og loks bréfi bankans til fjármála- og efnahagsráðuneytis um nauðsyn til lagabreytinga um gjaldeyrismál. Úrskurðarnefndin vísaði kæru frá að því er varðaði beiðni um lista yfir gögn sem Seðlabanki sendi úrskurðarnefndinni, þar sem nefndin hafði þegar tekið afstöðu til aðgangs kæranda að gögnunum. Að öðru leyti var hin kærða ákvörðun staðfest með vísan til þess að umbeðin gögn væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 30. desember 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 665/2016 í máli ÚNU 16010002. </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 29. desember 2015 kærði lögmaður Rasks ehf. synjun Seðlabanka Íslands á afhendingu eftirfarandi gagna: </p> <blockquote> <p>„1) Andmæli Klakka ehf. við niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á greiðslum úr nauðasamningi til umbjóðanda míns. </p> <p>2) Listi yfir þau gögn sem Seðlabanki Íslands sendi úrskurðarnefnd upplýsingamála í tilefni af kæru umbjóðanda míns til nefndarinnar þann 7. okt. 2015. </p> <p>3) Bréf Seðlabanka Íslands til fjármála- og efnahagsráðuneytis dags. 21. maí 2015 um brýna nauðsyn til lagabreytinga á lögum um gjaldeyrismál ásamt tillögum að breytingum.“ </p> </blockquote> <p>Í kæru málsins er málsatvikum á fyrri stigum lýst. Þar kemur fram að með bréfi dags. 3. desember 2015 hafi Seðlabanki Íslands synjað um afhendingu umbeðinna gagna. Fram kemur að kærandi telur sig hafa sérstakra hagsmuna að gæta og þurfi á umbeðnum gögnum að halda vegna óvissu um réttarstöðu sína gagnvart fyrirtækinu Klakka ehf. og Seðlabanka Íslands. Í því sambandi er vísað til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og tekið fram að Rask ehf. hafi ríkari hagsmuni af upplýsingum um rannsókn Seðlabanka Íslands en hagsmunir Klakka ehf. af því að upplýsingunum verði haldið leyndum. </p> <p>Í kærunni er að öðru leyti vísað til sjónarmiða sem fram koma í fyrri greinargerðum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna eldra máls sem var til meðferðar fyrir nefndinni. Þann 20. september 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. 645/2016 í eldra málinu þar sem Seðlabanka Íslands var m.a. gert að taka beiðni Rasks ehf. um aðgang að „öllum álitum, úrskurðum, túlkunum, tilmælum og hvaðeina sem Seðlabankinn hefur látið frá sér fara um heimildir Klakka til útgreiðslna úr nauðasamningi til kröfuhafa“ til efnislegrar meðferðar að því leyti sem það var enn ógert. Kærunni var að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 11. janúar 2016 var Seðlabanka Íslands kynnt kæran og veittur frestur til 29. sama mánaðar til að koma að umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn Seðlabanka Íslands barst 12. febrúar 2016. Þar er vísað til fyrri samskipta við kæranda og til eldra máls fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þar er tiltekið að málið sé í raun framhald eldra máls sem þá beið úrskurðar nefndarinnar. Um beiðni kæranda um afhendingu gagna eins og hún er afmörkuð í kæru segir: </p> <blockquote> <p>„Upplýsingar samkvæmt 1. lið upplýsingabeiðni kæranda varða málefni viðskiptamanna bankans og teljast því ekki til opinberra upplýsinga, sbr. nánar 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Þá er bankanum óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila, sbr. nánar 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <p>Í 2. lið upplýsingabeiðni kæranda er óskað eftir gögnum sem segja má að sé þegar deilt um í fyrra máli aðila fyrir nefndinni, sbr. ofangreint. Seðlabanki Íslands telur rétt að nefndin úrskurði um það hvort, og þá að hvaða marki, bankanum sé rétt að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar í því máli en ekki fyrirliggjandi máli. </p> <p>Að lokum telur Seðlabanki Íslands að umbeðið gagn samkvæmt 3. lið upplýsingabeiðni kæranda varði málefni bankans og teljist því ekki til opinberra upplýsinga, sbr. nánar 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og 15. gr. laga nr. 87/1992. Jafnframt er umrætt minnisblað þess eðlis og efnis að ekki er hægt að láta það af hendi, sbr. nánar 3. og 5. tl. 10. gr. laga nr. 140/2012.“ </p> </blockquote> <p>Í kjölfarið tók bankinn fram að umbeðin gögn í heild sinni væru háð þagnarskyldu. Þá var fjallað ítarlega um ákvæði í lögum um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 og lögum um gjaldeyrismál nr. 87/1992 er lúta að þagnarskyldu og inntak 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með umsögninni fylgdi skjal þar sem Seðlabanki Íslands tók fram að gögn sem féllu undir annan tölulið kæru hefðu þegar verið afhent úrskurðarnefndinni vegna eldra máls. Afhent voru eftirfarandi gögn sem bankinn taldi falla undir fyrsta og þriðja tölulið kæru: </p> <blockquote> <p>„1) Andmæli Klakka ehf. ehf. við niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á greiðslum úr nauðasamningi til Rasks ehf. dags. 6. júlí 2015. </p> <p>2) Erindi Seðlabanka Íslands til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 21. maí 2015, um brýna nauðsyn til breytinga á lögum um gjaldeyrismál ásamt tillögum að breytingum.“</p> </blockquote> <p>Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með bréfi dags. 19. febrúar 2016 og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust þann 4. mars. Þar kemur m.a. fram að kærandi hafi frá september 2015 ítrekað óskað eftir aðgangi að gögnum er varða rannsókn Seðlabanka Íslands á greiðslum samkvæmt nauðasamningi Klakka ehf. til kæranda. Kærandi tók fram að vegna rannsóknarinnar hafi Klakki ehf. talið sér heimilt að halda eftir greiðslum til kæranda samkvæmt nauðasamningi. Kærandi telur það hafa verið gert vegna frumniðurstaðna rannsóknar Seðlabanka Íslands. Um rétt til upplýsinga vísar kærandi annars vegar til ákvæðis 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt aðila og hins vegar til ákvæðis 5. gr. sömu laga um rétt almennings til aðgangs að gögnum. </p> <p>Í tengslum við fyrsta tölulið upplýsingabeiðni kæranda sagði hann beiðnina falla undir 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem málið hafi líklega hafist vegna greiðslna Klakka ehf. til kæranda. Þar sem Klakki ehf. hafi mótmælt frumniðurstöðum um að greiðslurnar hafi verið í andstöðu við lög hafi kærandi sérstaka hagsmuni umfram aðra af afhendingu upplýsinga um það. </p> <p>Um annan tölulið upplýsingabeiðninnar segir m.a. að Seðlabanki Íslands hafi synjað um afhendingu á lista yfir þau gögn sem verið úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk afhent á fyrri stigum meðferðar eldra máls. Þeirri beiðni hafi verið hafnað en upplýst að úrskurðarnefndin hafi fengið afrit af fjórum erindum sem talið var að féllu undir upplýsingabeiðni kæranda í eldra máli. Kærandi telur að Seðlabanki Íslands hafi ekki tekið saman og afhent úrskurðarnefndinni öll þau gögn sem falla undir upplýsingabeiðni hans í eldra málinu eins og skylt er á grundvelli 2. máls. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Gerð er krafa um að Seðlabanka Íslands verði annars vegar gert að taka saman öll gögn er fyrri upplýsingabeiðni laut að og að kæranda verði afhentur listi yfir þau gögn sem afhent voru úrskurðarnefndinni vegna meðferðar eldra málsins. </p> <p>Kærandi vísar til þess m.a. í tengslum við þriðja lið upplýsingabeiðni sinnar að umræddu bréfi til fjármála- og efnahagsrsingabeiðni gert að taka saman öll gögn er fyrri uppluppltti mþrjJafnframt er umrætt minnisblað þess eðlis og efnis að ekki er áðuneytisins dags. 21. maí 2015 hafi verið miðlað til annarra stjórnvalda. Staðhæfingar um þagnarskyldu standist því ekki. </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar beiðni um afhendingu gagna í tengslum við rannsókn Seðlabanka Íslands á greiðslum samkvæmt nauðasamningi Klakka ehf. til kæranda. Líkt og í eldra máli aðila, sem lauk með úrskurði nr. 645/2016 frá 20. september sl., lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að samkvæmt efni beiðninnar og stöðu kæranda gagnvart Seðlabankanum uppfylli hann skilyrði þess að með kæru hans verði farið samkvæmt ákvæðum 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<strong> </strong></p> <p>Eins og fram hefur komið var beiðni kæranda afmörkuð með eftirfarandi hætti í kæru: </p> <blockquote> <p>„1) Andmæli Klakka ehf. við niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á greiðslum úr nauðasamningi til umbjóðanda míns. </p> <p>2) Listi yfir þau gögn sem Seðlabanki Íslands sendi úrskurðarnefnd upplýsingamála í tilefni af kæru umbjóðanda míns til nefndarinnar þann 7. okt. 2015. </p> <p>3) Bréf Seðlabanka Íslands til fjármála- og efnahagsráðuneytis dags. 21. maí 2015 um brýna nauðsyn til lagabreytinga á lögum um gjaldeyrismál ásamt tillögum að breytingum.“</p> </blockquote> <h3>2.</h3> <p>Fyrst verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að gögnum undir öðrum tölulið, þ.e. lista yfir gögn sem Seðlabanki Íslands sendi úrskurðarnefndinni í tilefni af kæru til nefndarinnar þann 7. október 2015. Eins og fram kemur í úrskurði nr. 645/2016 afhenti Seðlabanki Íslands úrskurðarnefndinni fjögur skjöl í tengslum við eldra mál kæranda fyrir nefndinni. Í úrskurðinum eru gögnin tilgreind og þar segir m.a.: </p> <blockquote> <p>„Í fyrsta lagi er um að ræða svar bankans við beiðni um túlkun á lögun nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Í öðru lagi er um að ræða tilkynningu til aðila um niðurfellingu máls er varðar meint brot gegn lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Í þriðja lagi liggur fyrir svar Seðlabankans við beiðni aðila um staðfestingu á réttarstöðu sinni með hliðsjón af 1. mgr. 1. gr. laga nr. 87/1992 og ákvæða nauðasamnings. Fjórða skjalið er tilkynning til lögmanns sama aðila um afstöðu bankans til þess hvort takmarkanir laga um gjaldeyrismál á fjármagnshreyfingum á milli landa standi í vegi fyrir útgreiðslu vegna nauðasamnings Klakka.“ </p> </blockquote> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 645/2016 er komist að þeirri niðurstöðu að öll þessi gögn falli undir þagnarskyldu sem 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 kveður á um. Þá var hluti gagnanna jafnframt talinn falla undir þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992. Úrskurðarnefndin vísaði kærunni frá að þessu leyti. Þá var Seðlabanka Íslands gert að taka beiðni kæranda um aðgang að „öllum álitum, úrskurðum, túlkunum, tilmælum og hvaðeina sem Seðlabankinn hefur látið frá sér fara um heimildir Klakka til útgreiðslna úr nauðasamningi til kröfuhafa“ til efnislegrar meðferðar að því leyti sem það var enn ógert. Undir það fellur m.a. skylda Seðlabanka Íslands að taka afstöðu til afhendingar lista yfir málsgögn á grundvelli 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <p>Samkvæmt framangreindu hefur nefndin þegar tekið afstöðu til aðgangs kæranda að þeim gögnum sem falla undir annan tölulið kærunnar og gert Seðlabankanum að taka eldri upplýsingabeiðni hans til efnislegrar meðferðar. Verður þessum þætti málsins því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <h3>3.</h3> <p>Næst ber að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að þeim gögnum sem falla undir fyrsta og þriðja tölulið kæru. Um er að ræða eftirfarandi gögn: </p> <p>1) Andmæli Klakka ehf. ehf. við niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á greiðslum úr nauðasamningi til Rasks ehf. dags. 6. júlí 2015. </p> <p>3) Bréf Seðlabanka Íslands til fjármála- og efnahagsráðuneytis dags. 21. maí 2015 um brýna nauðsyn til lagabreytinga á lögum um gjaldeyrismál ásamt tillögum að breytingum. </p> <p>Í umsögn sinni vísar Seðlabanki Íslands til þess að gögnin séu undanskilin upplýsingarétti á grundvelli þagnarskyldu og vísar í því sambandi til 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 og 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992. Að auki er vísað til 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hvað fyrra gagnið varðar og 3. og 5. tölul. 10. gr. sömu laga hvað varðar það síðara. </p> <p>Í 2. málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012. </p> <p>Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu með dómi frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 að 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 fæli í sér sérstaka þagnarskyldureglu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Með þessu er þó ekki sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Undir orðlagið „málefni bankans sjálfs“ kunna að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari. Vísast um þetta til úrskurða nefndarinnar nr. A-406/2012, 558/2014, 582/2015 og 645/2016. Aðrar undantekningar frá upplýsingarétti t.d. ákvæði 6. til 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 geta átt við, nái þagnarskylda ákvæðisins ekki til ákveðinna tilvika. </p> <blockquote> <p>Í 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 segir orðrétt: „Þeir sem annast framkvæmd þessara laga eru bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> </blockquote> <p> Ákvæðið telst einnig vera sérstakt þagnarskylduákvæði um hagi einstakra viðskiptamanna, sem ber þó eftir atvikum að túlka til samræmis við ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og á það sama við um 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Að öðru leyti felur ákvæðið í sér almenna þagnarskyldu sem takmarkar ekki rétt til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <p>Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að andmæli Klakka ehf. við niðurstöðum rannsóknar Seðlabanka Íslands á greiðslum samkvæmt nauðasamningi til Rasks ehf., dags. 6. júlí 2015, falli bæði undir þá þagnarskyldu sem 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 kveður á um og þagnarskylduákvæði 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992. Þá er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að erindi Seðlabanka Íslands til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 21. maí 2015, um brýna nauðsyn til breytinga á lögum um gjaldeyrismál, ásamt tillögum að breytingum, falli undir þá þagnarskyldu sem 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 kveður á um. </p> <p>Með vísan til þessa eru gögnin því undirorpin sérstökum þagnarskylduákvæðum sem ganga framar rétti til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Að mati nefndarinnar er svo stór hluti gagnanna undirorpinn þagnarskyldu að ekki kemur til greina að gera Seðlabankanum að afhenda þau að hluta. Verður því ekki hjá því komist að staðfesta hina kærðu ákvörðun að því er þessi gögn varðar. </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kærunni er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að því er varðar beiðni um lista yfir gögn sem Seðlabanki Íslands sendi úrskurðarnefndinni í tilefni af kæru til nefndarinnar þann 7. október 2015. </p> <p>Að öðru leyti er hin kærða ákvörðun staðfest. </p> <p><strong> </strong></p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður </p> <p> </p> <p>Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> |
666/2016. Úrskurður frá 30. desember 2016 | Úrskurðarnefnd um upplýsingamál felldi úr gildi ákvörðun Vestmannaeyjabæjar um að synja kæranda um aðgang að ráðningarsamningi sveitarfélagsins við framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lagði fyrir það að veita kæranda aðgang að samningnum. Áður skyldi afmá úr samningnum bankaupplýsingar starfsmannsins og upplýsingar um aðild hans að lífeyrissjóði. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 30. desember 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 666/2016 í máli ÚNU 16080005. </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi, dags. 3. ágúst 2016, kærði A afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans frá 10. febrúar 2016 um að fá afhent afrit af ráðningarsamningi sveitarfélagsins við framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs. Kæran varðaði afgreiðslutöf á beiðni kæranda en undir rekstri málsins fyrir úrskurðarnefndinni kom fram af hálfu sveitarfélagsins að beiðni kæranda hafi verið synjað. Synjun sveitarfélagsins var byggð á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Þann 15. ágúst 2016 var kæran send Vestmannaeyjabæ og sveitarfélaginu veittur kostur á að gera athugasemdir við hana. Úrskurðarnefndin óskaði jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar, dags. 26. október 2016, kom fram að Vestmannaeyjabær geti ekki orðið við erindi kæranda vegna þess að viðkomandi starfsmaður hafi ekki veitt heimild til þess að samningurinn yrði gerð opinber. Sveitarfélagið tók fram að í samningnum sé að finna persónulegar upplýsingar, t.d. upplýsingar um bankareikninga, lífeyrissjóð o.s.frv. </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar synjun Vestmannaeyjabæjar á beiðni um aðgang að ráðningarsamningi sveitarfélagsins við framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs. Sveitarfélagið byggir synjunina á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingar um málefni starfsmanna. Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram: </p> <blockquote> <p>„Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“ </p> </blockquote> <p>Í 2. mgr. 7. gr. er að finna undantekningar frá þessari reglu. Þar segir að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögunum eigi ekki við, sé þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn: </p> <ol> <li> <p>nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn,</p> </li> <li> <p>nöfn starfsmanna og starfssvið,</p> </li> <li> <p>föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda,</p> </li> <li> <p>launakjör æðstu stjórnenda,</p> </li> <li> <p>áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra. </p> </li> </ol> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með föstum launakjörum sé m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunna að liggja fyrir um föst laun starfsmanna. Undanþágur frá hinni almennu reglu, um að almenningur eigi ekki rétt til aðgangs að gögnum í málum er varða umsóknir í starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti sbr. 1. mgr. 7. gr., byggjast á þeirri forsendu að þrátt fyrir að upplýsingar um starfssamband geti talist til einkamálefna starfsmanns, fela ýmsir samningar stjórnsýslunnar við starfsmenn sína í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Það er því mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að synjun á aðgangi kæranda að umbeðnum ráðningarsamningi verði ekki reist á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <p>Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti byggð á því að ráðningarsamningurinn innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá sé uppi ágreiningur um gildissvið persónuverndarlaga gagnvart upplýsingalögum. Um síðarnefnda álitaefnið tekur nefndin fram að í 2. mgr. 44. gr. persónuverndarlaga nr. 77/2000 kemur fram að lögin takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir ráðningarsamning Vestmannaeyjabæjar við framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs bæjarins, sem var undirritaður þann 13. mars 2008. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um aðild starfsmannsins að lífeyrissjóði og bankaupplýsingar hans. Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í frumvarpi til laganna segir að engum vafa sé undirorpið að þar undir falli viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 77/2000. Hugtakið viðkvæmar persónuupplýsingar er skilgreint í 8. tölul. 2. gr. þeirra laga og þar eru meðal annars taldar upp upplýsingar um stéttarfélagsaðild. Þá verður að telja bankaupplýsingar og upplýsingar um lífeyrissjóðsaðild starfsmannsins til einka- og fjárhagsmálefna hans sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari. </p> <p>Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að veita beri kæranda aðgang að hinum umbeðna ráðningarsamningi. Áður ber að afmá upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni starfsmannsins eins og nánar greinir í úrskurðarorði. </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Vestmanneyjabær ber að veita kæranda, A, aðgang að ráðningarsamningi sveitarfélagsins við framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdarsviðs, dags. 13. mars 2008. Áður skal afmá úr samningnum bankaupplýsingar starfsmannsins og upplýsingar um aðild hans að lífeyrissjóði. </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> <p> </p> |
662/2016. Úrskurður frá 30. nóvember 2016 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um fyrirhugaða byggingu stórskipahafnar í Finnafirði við Bakkaflóa í vörslum sveitarfélagsins Langanesbyggðar. Sveitarfélagið synjaði beiðni kæranda með vísan til 5. og 6. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sem giltu áfram um sveitarfélög með færri en 1.000 íbúa. Úrskurðarnefndin taldi hvorki fært að fallast á það með sveitarfélaginu að gögnin vörðuðu samkeppnishagsmuni stofnana eða fyrirtækja í eigu sveitarfélagsins né að um væri að ræða fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf sem skiluðu ekki tilætluðum árangri ef upplýsingarnar yrðu veittar. Loks varð ekki við skoðun nefndarinnar séð að aðgangur almennings að gögnunum gæti skaðað hagsmuni þeirra einkaaðila sem koma að verkefninu, fyrir utan verkefnaáætlun. Var því fallist á rétt til kæranda að öðrum gögnum um framkvæmdina. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 30. nóvember 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 662/2016 í máli ÚNU 15120003. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 17. desember 2015 kærði Navitas ehf. ákvörðun sveitarfélagsins Langanesbyggðar um að synja kæranda um aðgang að eftirtöldum gögnum og upplýsingum sem kærandi hafði óskað eftir með bréfi til sveitarfélagsins dags. 12. október 2015: </p><ol><li><p>„Öllum samningum sem sveitarfélagið Langanesbyggð (eða forverar þess) hefur gert í tengslum við áform um stórskipahöfn í Finnafirði við Bakkaflóa, við þýska fyrirtækið Bremenports GbmH, EFLA verkfræðistofu, fjármálaráðuneytið, önnur ráðuneyti og eigendur lands í sveitarfélaginu Langanesbyggð.“ </p></li><li><p>„Öllum fundargerðum, minnisblöðum og dagbókarfærslum sveitarfélagsins Langanesbyggðar, er varða áform um stórskipahöfn í Finnafirði við Bakkaflóa, þar með talið gögnum er lúta að samningagerð sveitarfélagsins við Bremenports GmbH, EFLA verkfræðistofu og eigendum lands í sveitarfélaginu vegna framangreinds máls.“ </p></li><li><p>„Afritum af öllum samskiptum, þ.m.t. formlegum bréfaskriftum og tölvupóstum, milli sveitarfélagsins Langanesbyggðar og Bremenports GmbH, EFLA verkfræðistofu, fjármálaráðuneytisins og annarra ráðuneyta, vegna áforma um stórskipahöfn í Finnafirði við Bakkaflóa.“ </p></li></ol><p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi lengi unnið að undirbúningi þess að byggð verði hafnaraðstaða í Finnafirði í Bakkaflóa fyrir stór skip með það að markmiði að slík höfn þjónusti skip sem sigla hina svonefndu norðurleið, olíuleitarskip, og styðji við hugsanlega olíu- og gasvinnslu á svonefndu Drekasvæði norðaustur af Íslandi. Árið 2013 hafi verið tilkynnt að þýska fyrirtækið Bremenports myndi stofna fyrirtæki á Íslandi og standa að nauðsynlegum rannsóknum og athugunum í Finnafirði og mögulegri hafnargerð. Samkomulag hafi verið gert milli Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps um samstarf við Bremenports. Í maí 2014 hafi borist fregnir af því að skrifað hefði verið undir formlegan samning um efnið. Aðilar að þeim samningi muni vera áðurnefnd tvö sveitarfélög, Bremenports og verkfræðistofan EFLA. Kæranda sé kunnugt um að margvísleg samskipti hafi átt sér stað milli þessara aðila um málið. Þá hafi kæranda borist til eyrna að gerðir hafi verið samningar við landeigendur vegna verkefnisins. Einnig hafi verið gerðir samningar við ráðuneyti í tengslum við málið og auk þess hafi EFLA haldið kynningar um það. Í kæru er tekið fram að verulegir hagsmunir séu í húfi fyrir þann aðila sem fái heimild til að reisa og reka stórskipahöfn á svæðinu. Um sé að ræða samkeppnismál milli einkaaðila, sem margir stórir aðilar, innlendir sem erlendir, hafi sýnt áhuga. </p><p>Kærandi telur að í samkomulagi sveitarfélaganna og framangreindra fyrirtækja felist ýmis konar loforð og skuldbindingar sem opinberum aðilum sé ekki stætt á að gefa, lögum samkvæmt, án undangengis lögbundins ferils. Þannig sé hugsanlegt að sveitarfélögunum hafi verið skylt að efna til samkeppnisviðræðna á grundvelli 31. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 og tryggja þannig jafnræði milli þeirra aðila sem hugsanlega hefðu áhuga á að eiga samstarf við sveitarfélögin um verkefnið. Hefði þá verið skylt að birta opinbera útboðsauglýsingu. Ómögulegt væri hins vegar að ráða af takmörkuðum fréttaflutningi hvers eðlis samstarf þessara aðila sé, hvort sveitarfélögin væru að greiða fyrir þjónustu verkfræðistofunnar EFLU eða hvort þau hefðu skuldbundið sig með ívilnandi hætti gagnvart Bremenports hvað skipulag, framkvæmdaleyfi og annað varði. </p><p>Í svari Langanesbyggðar við gagnabeiðni Navitas ehf., dags. 23. október 2015, var beiðninni hafnað með vísan til 9. og 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 29. desember 2015, var Langanesbyggð kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði afhent afrit umbeðinna gagna í trúnaði. </p><p>Í umsögn Langanesbyggðar, dags. 10. febrúar 2016, kemur meðal annars fram að ákvæði upplýsingalaga nr. 50/2006 gildi um málið vegna 4. mgr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en frá því á árinu 2012 hafi íbúafjöldi í sveitarfélaginu verið á bilinu 510 til 530. Í umsögninni segir að þau gögn sem kæra lúti að varði mikilsverða almannahagsmuni íbúa Langanesbyggðar og nágrannasveitarfélagsins Vopnafjarðarhrepps. Sveitarfélögin hafi af því ríka hagsmuni að geta kannað fýsileika fjölnotahafnar í Finnafirði, án þess að þurfa að afhenda almenningi gögn sem verða til við þær rannsóknir, eða önnur gögn tengd þessari undirbúningsvinnu. Gögnin varði að miklu leyti mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra sem tengjast verkefninu sem aðilar hafi verið sammála um að trúnaður skuli gilda um. Gögnin séu því undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. og 6. gr. laga nr. 50/1996. </p><p>Þá er tekið fram að gögnin varði að miklu leyti viðskipti sem eðlilegt sé að aðgangur almennings sé takmarkaður að vegna mikilvægra almannahagsmuna á grundvelli 3. tölul. 6.gr. laga nr. 50/1996. Skylda Langanesbyggðar til að afhenda þær upplýsingar sem kæra lúti að myndi með verulegum hætti skerða samkeppnisstöðu sveitarfélagsins og þeirra lögaðila eða stofnana sem kynnu að koma fram í nafni þess varðandi rannsóknarvinnu og hugsanlega uppbyggingu hafnaraðstöðu. Þá telur Langanesbyggð að gögnin falli undir 4. tölul. 6. gr. laga nr. 50/1996 enda væri með afhendingu gagnanna verið að upplýsa um mál sem sé til skoðunar innan sveitarfélags og varði mikilvæga almannahagsmuni. Þessi vinna kynni að verða þýðingarlaus og næði ekki tilætluðum árangri væri hún á almannavitorði. Rík áhersla hafi verið lögð á að trúnaður gilti á milli samstarfsaðila. Rannsóknir og undirbúningsvinna vegna fjölnotahafnar í Finnafirði sé á viðkvæmu stigi þar sem lögð sé áhersla á að fullrannsaka fýsileika þess að reisa hafnaraðstöðu á svæðinu. Sú vinna sem unnin hafi verið fram til dagsins í dag kynni öll að ónýtast ef aðgangur almennings að upplýsingum um hana væri algjörlega óheftur. </p><p>Að lokum kemur fram að eðli þeirra löggerninga sem hafi verið gerðir vegna verkefnisins sé með þeim hætti að 5. og 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 girði fyrir það að Navitas ehf. geti átt tilkall til aðgangs að gögnum. Sama eigi við um öll þau samskipti og fundargerðir sem tengist málinu, enda hafi sveitastjórn að miklu leyti talið nauðsynlegt að fjalla um ýmsa þætti málsins á trúnaðarfundum. Hagsmunir sveitarfélagsins og samstarfsaðila þess af því að upplýsingunum sé haldið sem trúnaðarmáli séu mun meiri en hugsanlegir hagsmunir Navitas ehf. af því að fá gögnin afhent. </p><p>Umsögn Langanesbyggðar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. febrúar 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum Navitas ehf. við umsögn Langanesbyggðar kemur m.a. fram að engan málefnalegan rökstuðning sé að finna í bréfi sveitarfélagsins fyrir því hvers vegna gögnin falli undir undanþáguákvæði upplýsingalaga. Óumdeilt sé að sveitarfélagið hafi ráðstafað opinberum hagsmunum í málinu enda sé byggt á því í andsvörum þess að slíkir viðskiptahagsmunir séu í húfi fyrir þá einkaaðila sem hlut eiga að máli, viðsemjendur sveitarfélagsins, að rétt sé að synja um aðgang að gögnum um hvers eðlis þeir séu. Vísað er til úrskurðar nefndarinnar í máli nr. 596/2015 en röksemdir úrskurðarnefndarinnar fyrir aðgangi að gögnum eigi við í þessu máli. Sveitarfélagið Langanesbyggð hafi ekki á nokkurn hátt sýnt fram á það að gögn og upplýsingar sem kærandi óski aðgangs að séu svo mikilvægar, og varði svo mikilvæga viðskiptalega hagsmuni þeirra einkaaðila sem aðild eigi að samningunum, að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um það hvernig opinberum hagsmunum hafi verið ráðstafað skuli víkja fyrir hagsmunum fyrirtækjanna. Um samfélagslega mikilvægt mál sé að ræða og fjarri því að allir séu á eitt sáttir um ágæti áformanna. </p><p>Í athugasemdunum er því hafnað að ákvæði 4. tölul. 6. gr. laga nr. 50/1996 eigi við í málinu. Margoft hafi komið fram að búið sé að undirrita samninga milli fyrirtækjanna og sveitarfélagsins í málinu. Málið sé því ekki á vinnslustigi. Óskað hafi verið eftir aðgangi að þeim gögnum sem orðið hafi til í kjölfar þess að vinnslu málsins lauk, samningum og gögnum sem urðu til við vinnslu málsins (fundargerðum, samskiptum o.fl). Kærandi leggi áherslu á að hann hafi aðeins óskað eftir að fá að sjá samninga sveitarfélagsins við þá aðila sem um ræði en ekki rannsóknargögn eða önnur gögn sem orðið hafi við þá rannsóknarvinnu sem EFLA og Bremenports hafi verið að vinna. Um tilvísun sveitarfélagsins til 3. tölul. 6. gr. laga nr. 50/1996 segir í athugasemdum kæranda að Bremenports sé ekki fyrirtæki í eigu sveitarfélags í skilningi ákvæðisins þótt því yrði falið að reka hafnaraðstöðu fyrir sveitarfélagið. Sveitarfélagið eða stofnanir þess stundi engan þann samkeppnisrekstur við einkaaðila sem krefjist þess að þeim gögnum og upplýsingum sem beðið sé um sé haldið leyndum á grundvelli ákvæðisins. </p><p>Með bréfum, dags. 11. júlí 2016, fór úrskurðarnefnd um upplýsingamál þess á leit við EFLU hf. og Bremenports GmbH að félögin tvö upplýstu nefndina um afstöðu sína til aðgangs kæranda að umbeðnum gögnum. Svar Bremenports barst þann 25. ágúst 2016. Þar kemur fram að fyrirtækið telji sig ekki vera í stöðu til að samþykkja að þriðja aðila verði afhent gögn um verkefnið í Finnafirði. Í svari EFLU, dags. 12. september 2016, kemur fram að umbeðin gögn innihaldi viðkvæmar upplýsingar um mikilvæga viðskiptahagsmuni hlutaðeigandi aðila, þ.e. EFLU og Bremenports. Í beiðninni felist í raun óeðlileg upplýsingasöfnun um samkeppnisaðila kæranda vegna verkefnis sem kærandi hafi hug á að komast yfir og hafa hagnað af. Á þessu stigi sé afar mikilvægt að trúnaður ríki um öll gögn um verkefnið, einkum vegna þess að mikil samkeppni ríki á alþjóðlegum markaði fyrir stórskipahafnir. Bygging stórskipahafnar í Finnafirði komi til með að gjörbreyta flutningamarkaði í Evrópu og víðar. Veruleg hætta sé á samkeppnisröskun á alþjóðlegum mörkuðum með afhendingu gagnanna til þriðja aðila, enda geti samkeppnisaðilar hagnýtt sér upplýsingar um áform aðila sem hafi lagt áralanga vinnu og mikinn kostnað í verkefnið. Aðrir valkostir séu um höfn á þessum slóðum, þar með talið í Noregi. Samstarfsaðili kæranda, NorSea Group a/s, reki fjölda hafna þar í landi sem þjónusti olíu- og gasiðnað. Þá sé verkefnið á viðkvæmu stigi, þar sem verið sé að rannsaka möguleika á byggingu hafnarinnar og ræða við mögulega fjárfesta. Aðgangur almennings og samkeppnisaðila að samningum, viljayfirlýsingum, samskiptum og upplýsingum um tilhögun verkefnisins, fyrirhugaðar eða afstaðnar rannsóknir og hvers konar frekari upplýsingar um verkefnið sé til þess fallinn að draga úr áhuga fjárfesta. Afhending upplýsinganna geti ótvírætt leitt til mikils tjóns. Loks telur EFLA að almannahagsmunir komi í veg fyrir aðgang kæranda, sbr. 3. og 4. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Í málinu reynir á rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum sveitarfélagsins Langanesbyggðar vegna áforma um stórskipahöfn í Finnafirði við Bakkaflóa. Í 4. mgr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 haldi gildi sínu til 1. janúar 2016 gagnvart sveitarfélögum með íbúa undir 1.000 við gildistöku laganna. Lögin tóku gildi 1. janúar 2013 og var Langanesbyggð þá og er enn með færri en 1.000 íbúa. Beiðni kæranda barst Langanesbyggð fyrir þann 1. janúar 2016. </p><p>Þrátt fyrir að hin kærða ákvörðun sé dagsett 23. október 2015 bera gögn málsins með sér að erindi kæranda hafi verið tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 12. nóvember 2015 og oddvita verið falið að svara erindinu. Kærandi kveður hina kærðu ákvörðun hafa borist sér þann 26. nóvember 2015 og barst kæra til úrskurðarnefndarinnar þann 21. desember 2015. Þykir því rétt að leggja til grundvallar að ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 gildi í málinu og byggir réttur kæranda til aðgangs á ákvæði 3. gr. laganna. Jafnframt barst kæra innan 30 daga kærufrests 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </p><h3>2.</h3><p>Í 1. mgr. 3. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Í 6. gr. laganna er fjallað um heimildir til að takmarka aðgang almennings vegna almannahagsmuna. Sveitarfélagið Langanesbyggð hefur meðal annars borið fyrir sig að umbeðin gögn varði viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Því sé heimilt að takmarka aðgang kæranda að þeim með vísan til 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að þau einkafyrirtæki sem málið varðar, verkfræðistofan EFLA og þýska fyrirtækið Bremenports GbmH, eru hvorki í eigu ríkis né sveitarfélaga. Þá hefur ekki verið komið á fót stofnun eða fyrirtæki í tengslum við verkefnið sem sveitarfélagið á hlut í. Úrskurðarnefndin hefur þó lagt til grundvallar að ákvæðinu kunni að verða beitt um samkeppnishagsmuni sveitarfélags sjálfs, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar nr. A-148/2002. Nefndin telur Langanesbyggð hins vegar ekki hafa sýnt fram á að aðgangur kæranda að umbeðnum gögnum geti skaðað samkeppnisstöðu sveitarfélagsins eins og hér stendur á. Ekki er að finna upplýsingar í umbeðnum gögnum um rekstur hafnarinnar og þátttöku Langanesbyggðar í slíkum rekstri. Í þessu samhengi skiptir ekki máli þó að aðrir kunni að hafa hug á því að reisa stórskipahafnir á öðrum stöðum við Norður-Atlantshaf, þar sem að mati nefndarinnar er ekki hægt að jafna slíkum framkvæmdum við samkeppnisrekstur við sveitarfélagið Langanesbyggð eða aðra opinbera aðila hér á landi á þessu stigi. Sama gildir að breyttu breytanda um þá staðreynd að tiltekið fyrirtæki reki hafnir við strendur Noregs. </p><p>Þá hefur Langanesbyggð borið fyrir sig að hægt sé að fella umbeðin gögn undir 4. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þar sem með afhendingu þeirra yrði upplýst um mál sem sé til skoðunar innan sveitarfélags og varði mikilvæga almannahagsmuni. Þessi vinna kunni að verða þýðingarlaus og næði ekki tilætluðum árangri, væri hún á almannavitorði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að beiðni kæranda nær samkvæmt efni sínu til gagna sem hafa að geyma upplýsingar um áform um byggingu stórskipahafnar. Ekkert bendir til þess að aðgangur kæranda að gögnunum geti orðið til þess að þau tilteknu áform nái ekki fram að ganga. Röksemdir sveitarfélagsins virðast fyrst og fremst byggjast á því að rekstrarumhverfi hafnarinnar verði óhagstæðara eftir byggingu hennar fái samkeppnisaðilar aðgang að gögnunum. Slík sjónarmið lúta fremur að samkeppnishagsmunum, sbr. 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, eða hagsmunum einkaaðila sem koma að verkefninu, sbr. 5. gr. laganna. Samkvæmt framangreindu verður ekki fallist á það með Langanesbyggð að aðgangur kæranda að umbeðnum gögnum verði takmarkaður á grundvelli 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </p><h3>3.</h3><p>Loks koma til skoðunar þær röksemdir sveitarfélagsins að takmarka megi aðgang kæranda að umbeðnum gögnum með vísan til mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Langanesbyggð hefur afhent úrskurðarnefndinni afrit þeirra gagna sem sveitarfélagið telur falla undir beiðni kæranda. Nefndin tekur fram að umtalsverður hluti gagnanna fela í sér samskipti sveitarfélagsins og annarra opinberra aðila við kæranda sjálfan eða fyrirsvarsmann hans, samninga sem kærandi eða fyrirsvarsmaður hans eru aðilar að, kynningar sem stafa frá þeim o.s.frv. Engin rök standa til þess að takmarka aðgang kæranda að slíkum upplýsingum. </p><p>Við mat á því hvort þau gögn sem eftir standa geti fallið undir 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þarf að vega og meta þau með tilliti til þess hvort þær upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Við mat á því hvort gögn taki til mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja þarf að vega og meta hagsmuni viðkomandi lögaðila gagnvart hagsmunum almennings af því að fá aðgang að þeim. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, meðal annars þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang. Úrskurðarnefndin tekur fram að umbeðin gögn lúta með ýmsum hætti að ráðstöfun opinberra hagsmuna. </p><p>Með hliðsjón af framangreindu tekur nefndin fram að almennar upplýsingar um áform einkaaðila um byggingu stórskipahafnar í Finnafirði, í samstarfi við opinbera aðila, geti ekki talist fela í sér upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einkaaðilanna í skilningi 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Áform þessi hafa verið kynnt opinberlega og um þau fjallað í fjölmiðlum. Hins vegar getur verið að umbeðin gögn hafi á stöku stað að geyma upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem um ræðir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að hvorki sveitarfélagið Langanesbyggð né fyrirtækin sem standa að verkefninu hafa bent á dæmi um slíkar upplýsingar í umbeðnum gögnum, heldur lagt á það áherslu að trúnaður skuli ríkja um öll gögn um verkefnið. Á það sjónarmið getur nefndin ekki fallist eins og áður var rakið. </p><p>Langanesbyggð hefur flokkað umbeðin gögn í þrjá flokka; í fyrsta lagi samninga um verkefnið, viljayfirlýsingar o.fl., í öðru lagi fundargerðir þar sem fjallað er um verkefnið og í þriðja lagi formleg bréfaskipti og tölvupóstsamskipti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin með tilliti til þess hagsmunamats sem lýst var að framan og telur unnt að fallast á að aðgangur almennings að eftirfarandi gagni kunni að varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einkaaðila í skilningi 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996: </p><ul><li><p>Verkefnaáætlun með yfirskriftina: „FFPP Contract – bremenports task allocation“ (í íslenskri þýðingu skjalsins: „FFPP samningur – verkefnaúthlutun bremenports“), fylgiskjal með samstarfssamningi sem var undirritaður 20. maí 2014. </p></li></ul><p>Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Langanesbyggð hafi ekki verið heimilt að takmarka aðgang kæranda að umbeðnum gögnum, umfram framangreinda verkefnaáætlun. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Staðfest er synjun Langanesbyggðar á beiðni kæranda, Navitas ehf., um aðgang að skjali með yfirskriftina „FFPP Contract – bremenports task allocation“ og íslenskri þýðingu þess, sem fylgdi samstarfssamningi sem var undirritaður þann 20. maí 2014. </p><p>Að öðru leyti er hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir Langanesbyggð að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson </p><p> </p> |
659/2016. Úrskurður frá 30. nóvember 2016 | Blaðamaður kærði synjun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að veita honum aðgang að gögnum sem urðu til við meðferð fyrri upplýsingabeiðnar kæranda. Úrskurðarnefndin tók fram að þegar fyrri beiðnin var borin upp hafi stofnast stjórnsýslumál sem leysa þurfti úr á grundvelli stjónsýslulaga. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, taldi nefndin ekki hjá því komist að vísa kæru frá nefndinni. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 30. nóvember 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 659/2016 í máli ÚNU 15060001. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 3. júní 2015 kærði A, blaðamaður, meðferð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um aðgang að gögnum. Í beiðni kæranda, dags. 19. maí 2015, var farið fram á aðgang að öllum samskiptum og gögnum sem urðu til í tilefni af fyrri upplýsingabeiðni kæranda, sem fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 611/2016 frá 7. mars sl. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir: </p><ul><li><p>Öllum umræðum (e. discussion) um beiðnina, dags. 11. nóvember 2014, sem var ítrekuð dagana 12., 13., 14. og 16. nóvember og í síma þann 17. nóvember.</p></li><li><p>Öllum samskiptum sem tengjast beiðninni, hvort sem er með tölvupósti eða öðrum leiðum, og af hálfu allra starfsmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.</p></li><li><p>Öllum samskiptum sem tengjast beiðninni á milli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og annarra aðila, þ.m.t. forsætisráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og FBI.</p></li><li><p>Öllum samskiptum sem tengjast kæru kæranda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 2. desember 2014, bæði innanhússsamskiptum lögreglunnar og á milli nefndarmanna, starfsmanna nefndarinnar eða forsætisráðuneytisins annars vegar og lögreglunnar hins vegar.</p></li><li><p>Öllum samskiptum þar sem kærandi eða vinnustaður hans, [...], eru til umfjöllunar í tengslum við beiðnina eða kæruna. </p></li></ul><p>Gögn málsins bera með sér að kærandi hafi óskað eftir staðfestingu á móttöku beiðninnar þann 21. maí 2015 og barst staðfesting samdægurs. Þann 1. júní minnti kærandi á afgreiðslu beiðninnar og vísaði málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 3. júní 2015 eins og áður segir. Í kæru er vísað til 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kæranda hafi hvorki verið tilkynnt um ástæður tafa né hvenær ákvörðunar sé að vænta. Eins og á standi verði að líta á afgreiðslu lögreglunnar sem synjun beiðninnar. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með bréfi dags. 4. júní 2015 og beint til hennar að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eigi síðar en þann 18. júní 2015. Óskaðist ákvörðunin birt kæranda og nefndinni eigi síðar en kl. 16:00 þann dag. Erindi nefndarinnar var ítrekað þann 12. ágúst, 15. september og 20. október 2015. Nefndinni bárust staðfestingar á móttöku erindanna. Ritari nefndarinnar hringdi til lögreglunnar þann 4. nóvember 2015 og kom fram af hálfu starfsmanns lögreglunnar að málið væri í farvegi og svar bærist fljótlega. Þann 25. ágúst 2016 veitti úrskurðarnefnd um upplýsingamál lokafrest til afgreiðslu beiðninnar til 2. september 2016. </p><p>Með bréfi dags. 31. ágúst 2016 barst nefndinni bréf frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem átti eftir efni sínu við um fyrri beiðni kæranda. Þann 1. september 2016 vakti ritari úrskurðarnefndarinnar athygli á efni síðari beiðni kæranda, sem enn væri óafgreidd. Sama dag barst úrskurðarnefndinni afrit af tölvupósti lögreglunnar til kæranda þar sem fram kom að engin gögn væru fyrirliggjandi hjá lögreglunni samkvæmt beiðninni nema beiðnin sjálf. Loks bárust einnig samdægurs athugasemdir kæranda við afgreiðslu beiðninnar. Að mati kæranda getur það ekki staðist að engin gögn séu til um meðferð fyrri beiðni hans hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis komi fram af hálfu tveggja starfsmanna lögreglunnar þann 19. nóvember 2014 að erindi kæranda verði áframsent viðeigandi starfsmanni. Að minnsta kosti hljóti að vera til gögn um þessi samskipti, nema starfsmennirnir hafi einfaldlega sagt ósatt um meðferð beiðninnar. Kærandi telur að unnt sé að finna gögn undir beiðninni með einfaldri leit í tölvupósti þeirra starfsmanna lögreglunnar sem komu að málinu, til dæmis með orðunum [...].</p><p>Meðferð máls þessa hefur tafist óhæfilega. Ástæður tafanna má rekja til anna í störfum nefndarinnar, dráttar af hálfu lögreglunnar við að svara erindum úrskurðarnefndarinnar og loks dróst af hálfu kæranda að veita nefndinni nauðsynlegar skýringar á kæruefninu. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu er deilt um afgreiðslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um aðgang að gögnum sem urðu til við afgreiðslu fyrri gagnabeiðni kæranda. Ákvörðun um rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 er stjórnvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þegar kærandi bar fram fyrri beiðni sína um aðgang að gögnum stofnaðist mál í skilningi stjórnsýslulaga og nýtur kærandi aðildar að málinu og upplýsingaréttar samkvæmt 15. gr. laganna. </p><p>Samkvæmt framangreindu laut beiðni kæranda einvörðungu að gögnum sem urðu til í tilefni af gagnabeiðni hans til stjórnvalda en ekki að þeim gögnum sem fyrir voru í vörslum lögreglunnar og fyrri beiðni hans tók til. Kæran sem mál þetta lýtur að varðar því gögn úr fyrra stjórnsýslumáli kæranda, þar sem tekin var ákvörðun um réttindi hans og skyldur. Með síðari beiðni kæranda stofnaðist nýtt stjórnsýslumál sem leysa þurfti úr á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga. </p><p>Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Í 14. gr. þeirra er efnisregla um aðgang aðila að upplýsingum um sig sjálfan. Samkvæmt henni er skylt, sé þess óskað, að veita honum aðgang að fyrirliggjandi gögnum hafi þau að geyma upplýsingar um hann sjálfan, en það hefur verið talið geta átt við þótt þær séu ekki beinlínis um hann, heldur varði hann óbeint og snerti hagsmuni hans. Í athugasemdum við þessa grein, í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012, segir að þessi réttur takmarkist af gildissviði stjórnsýslulaga, sem eigi við þegar stjórnvöld taki ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þar segir m.a.: </p><blockquote><p> Meginreglan um upplýsingarétt, sem fram kemur í 5. gr. frumvarpsins, gildir án þess að sá sem í hlut á þurfi að sýna fram á nokkur tengsl við málið sem upplýsinga er óskað um. Slík tengsl geta þó verið fyrir hendi og gæti hlutaðeigandi þá í mörgum tilvikum byggt rétt sinn til að fá aðgang að upplýsingum á upplýsingarétti aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum. Sá réttur er hins vegar takmarkaður af gildissviði stjórnsýslulaga því að þau ná aðeins til þess þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, t.d. við ráðningar starfsmanna hjá hinu opinbera. Í öðrum tilvikum en þeim sem falla undir stjórnsýslulögin kunna einstaklingar og lögaðilar að eiga réttmæta hagsmuni umfram aðra af því að fá upplýsingar, sem varða þá sérstaklega, t.d. um mál þar sem engin stjórnvaldsákvörðun hefur verið eða verður nokkru sinni tekin.</p></blockquote><p>Af framangreindu leiðir að 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 á ekki við um þann sem nýtur réttar samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga. Kærandi var sem fyrr segir aðili að því stjórnsýslumáli sem beiðni hans lýtur að og nýtur hann því þess réttar. Þegar af þeirri ástæðu getur hann ekki borið ágreiningsmál þetta undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verður því að vísa kæru hans frá nefndinni. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Vísað er frá kæru A, dags. 3. júní 2015, vegna afgreiðslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um aðgang að gögnum. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p> |
661/2016. Úrskurður frá 30. nóvember 2016 | Fallist var á rétt kæranda til aðgangs að ráðningarsamningi sveitarfélags við slökkviliðsstjóra að undanskildum upplýsingum um aðild hans að stéttarfélagi, lífeyrissjóði og bankaviðskipti. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 30. nóvember 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 661/2016 í máli ÚNU 16060010. </p><h3>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h3><p>Með erindi, dags 4. ágúst 2016, kærði A synjun Vestmanneyjabæjar á beiðni hans, dags. 22. janúar 2016, um að fá afhent afrit af ráðningarsamningi sveitarfélagsins og slökkviliðsstjóra. Synjun sveitarfélagsins er byggð á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Með bréfi, dags. 15. ágúst, var kæran kynnt Vestmannaeyjabæ og sveitarfélaginu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Úrskurðarnefndin óskaði jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar, sem barst þann 25. október 2016, kom fram að bærinn geti ekki orðið við erindi kæranda vegna þess að viðkomandi starfsmaður hafi ekki veitt heimild til þess að gögnin yrðu gerð opinber. Sveitarfélagið tók fram að í samningnum sé að finna persónulegar upplýsingar, t.d. upplýsingar um bankareikninga, lífeyrissjóð o.s.frv. Þá kom fram að deilt sé um hvaða lög séu rétthærri, persónuverndarlög eða upplýsingalög. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Mál þetta varðar synjun Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að ráðningarsamningi sveitarfélagsins við slökkviliðsstjóra. Sveitarfélagið byggir synjunina á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir orðrétt: </p><blockquote><p>„Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.“ </p></blockquote><p>Í 2. mgr. 7. gr. er mælt fyrir um undanþágu frá þessu ákvæði. Þær eru eftirfarandi:</p><blockquote><p>„Þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögum þessum eiga ekki við er, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn: </p><ol><li><p>nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn, </p></li><li><p>nöfn starfsmanna og starfssvið, </p></li><li><p>föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda, </p></li><li><p>launakjör æðstu stjórnenda.“ </p></li></ol></blockquote><p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að með föstum launakjörum sé m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunna að liggja fyrir um föst laun starfsmanna. Undanþágur frá hinni almennu reglu, um að almenningur eigi ekki rétt til aðgangs að gögnum í málum er varða umsóknir í starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti sbr. 1. mgr. 7. gr., byggjast á þeirri forsendu að þrátt fyrir að upplýsingar um starfssamband geti talist til einkamálefna starfsmanns, fela ýmsir samningar stjórnsýslunnar við starfsmenn sína í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna. Það er því mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að synjun á aðgangi kæranda að umbeðnum ráðningarsamningi verði ekki reist á 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Hin kærða ákvörðun er að öðru leyti byggð á því að ráðningarsamningur slökkviliðsstjóra innihaldi viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá sé uppi ágreiningur um gildissvið persónuverndarlaga gagnvart upplýsingalögum. Um síðarnefnda álitaefnið tekur nefndin fram að í 2. mgr. 44. gr. persónuverndarlaga nr. 77/2000 kemur fram að lögin takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir ráðningarsamning slökkviliðsstjóra Vestmannaeyjabæjar. Þar koma meðal annars fram upplýsingar um stéttarfélagsaðild hans, aðild að lífeyrissjóði og bankaupplýsingar hans. Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í frumvarpi til laganna segir að engum vafa sé undirorpið að þar undir falli viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 77/2000. Hugtakið viðkvæmar persónuupplýsingar er skilgreint í 8. tölul. 2. gr. þeirra laga og þar eru meðal annars taldar upp upplýsingar um stéttarfélagsaðild. Þá verður að telja upplýsingar um bankaupplýsingar og lífeyrissjóð starfsmannsins til einka- og fjárhagsmálefna einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari. Með vísan til framangreinds ber að afmá slíkar upplýsingar úr hinum umbeðna samningi eins og nánar greinir í úrskurðarorði og veita síðan kæranda aðgang að honum. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Vestmanneyjabæ ber að veita kæranda, A, aðgang að ráðningarsamningi sveitarfélagsins við slökkviliðsstjóra, dags. 10. mars 2016. Áður skal afmá úr samningnum upplýsingar um aðild að stéttarfélagi, aðild að lífeyrissjóði og bankaupplýsingar. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p> |
660/2016. Úrskurður frá 30. nóvember 2016 | Deilt var um aðgang að fundargerðum Stjórnstöðvar ferðamála í vörslum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Ráðuneytið synjaði kæranda um aðgang með vísan til 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga um vinnugögn nefnda eða starfshópa. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að ákvæðið fjallaði fyrst og fremst um það hver hefði haft gögn undir höndum en ekki hvort þau gætu fallið undir hugtakið vinnugagn, sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna. Þar sem slíkt mat virtist ekki hafa farið fram hjá ráðuneytinu var hin kærða ákvörðun felld úr gildi og lagt fyrir það að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 30. nóvember 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 660/2016 í máli ÚNU 16040005. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi er barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann 22. apríl 2016, kærði A, blaðamaður, ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um synjun beiðni um aðgang að fundargerðum stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála. Upphafleg gagnabeiðni kæranda var send þann 21. mars 2016. Þar var óskað eftir fundargerðum stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála frá stofnun hennar. Þann 22. mars 2016 var beiðninni hafnað með svofelldum rökstuðningi: </p><blockquote><p>„Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum varðandi tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Samkvæmt 2. tl. 2. mgr. 8. gr. laganna eru vinnugögn nefnda eða starfshópa sem stjórnvöld hafa sett á fót með formlegri ákvörðun eða fastmótuðu hlutverki undanþegin upplýsingarétti. </p><p>Með vísan til framangreinds eru fundargerðir Stjórnstöðvar ferðamála undanþegnar upplýsingarétti en allar upplýsingar um stöðu verkefna hjá stjórnstöðinni er að finna á <a href="http://www.stjornstodin.is">www.stjornstodin.is</a>“ </p></blockquote><p>Með erindi sem barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann 22. apríl 2016, kærði A ákvörðun ráðuneytisins. Í kæru segir að fundargerðir hafi ávallt verið skilgreindar sem opinber gögn og óskað sé eftir því að úrskurðarnefndin skeri úr um hvort ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja um aðgang að þeim. </p><p>Með vísan til 8. tölul. 3. gr. forsetaúrskurðar nr. 71/2013, um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, sbr. 2. mgr. 3. gr. forsetaúrskurðar nr. 26/2016, sbr. áður 2. mgr. 3. gr. forsetaúrskurðar nr. 72/2013, fellur efni kærumálsins undir stjórnarfarslega ábyrgð iðnaðar- og viðskiptaráðherra. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 27. apríl 2016 var atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ráðuneytisins barst þann 10. maí 2016. Þar segir að Stjórnstöð ferðamála hafi verið stofnuð á grundvelli samkomulags milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samtaka ferðaþjónustunnar í kjölfar útgáfu Vegvísis í ferðaþjónustu í október 2015. Stjórnstöðin starfi til ársloka 2020 og muni á þeim tíma samhæfa aðgerðir og útfæra leiðir til að leggja traustan grunn undir íslenska ferðaþjónustu. Stjórnstöðin sé samráðsvettvangur og sé ekki ætlað að taka yfir ábyrgð og skyldur núverandi stjórnkerfis eða hagsmunasamtaka greinarinnar. Verkefnin séu skilgreind í vegvísinum og feli í sér samhæfingu og einföldun stjórnkerfis, fjármögnun innviða, náttúruvernd, faglega uppbyggingu greinarinnar og gæðastarf. Til að þetta náist þurfi heildstæða nálgun, farsæla samvinnu og samstillt átak allra þeirra sem að greininni koma. </p><p>Þá segir í umsögninni að Stjórnstöð ferðamála hafi verið stofnuð með formlegri ákvörðun, samkomulagi stjórnvalda og hagsmunaaðila, og forsætisráðherra hafi skipað stjórnina með formlegum hætti. Sérstaklega hafi verið horft til eftirfarandi texta úr frumvarpi til upplýsingalaga í athugasemdum um 8. gr.: </p><blockquote><p>„Mikilvægt er vegna þarfa nútímasamfélags að tryggja að hægt sé að undirbúa mál og ákvarðanir í samstarfi stjórnvalda. Reynslan sýnir að í slíkum starfshópum er gjarnan unnið að mikilvægum málefnum, stefnumótun eða viðbrögðum við aðstæðum sem kunna að koma upp í samfélaginu. Stjórnvöld verða að hafa nauðsynlega möguleika til samstarfs um slíka þætti.“</p></blockquote><p> Af þessu leiði sú afstaða ráðuneytisins að Stjórnstöð ferðamála sé starfshópur í skilningi 2. tl. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og fundargerðir hennar undanþegnar aðgangi. Umsögninni fylgdi afrit af umbeðnum fundargerðum sem voru þá þrjár talsins. </p><p>Með bréfi dags. 12. maí 2016 var kæranda kynnt umsögn ráðuneytisins og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að fundargerðum Stjórnstöðvar ferðamála frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er þeim sem falla undir gildissvið laganna almennt skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum þegar eftir slíkum aðgangi er leitað. Undantekningar frá þessum rétti koma fram í 6. til 10. gr. laganna. Ein þeirra nær til svonefndra vinnugagna, sbr. 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. laganna. </p><p>Í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga segir að vinnugögn séu gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í þessu orðalagi felast þrjú skilyrði, sem þurfa almennt öll að vera uppfyllt svo undantekningin eigi við. Í fyrsta lagi þarf gagn að vera undirbúningsgagn, þ.e. útbúið sem liður í undirbúningi að ákvörðun eða öðrum lyktum viðkomandi viðfangsefnis. Í öðru lagi þarf gagnið að vera útbúið af stjórnvaldi sjálfu og í þriðja lagi að gagnið sé og hafi verið einvörðungu til eigin afnota þess. Í síðastgreinda skilyrðinu felst að skjal má almennt ekki hafa borist út fyrir stjórnvaldið eða lögaðilann sem það bjó til, hvorki til annarra stjórnvalda né einkaaðila. </p><p>Í lokamálslið 1. mgr. 8. gr., 2. mgr. 8. gr. og 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga er að finna nánari útfærslu umræddrar undantekningar. Ákvæði 2. mgr. er svohljóðandi: </p><blockquote><p>„Til vinnugagna teljast einnig eftirtalin gögn, enda fullnægi þau að öðru leyti skilyrðum 1. mgr.: </p><ol><li><p>gögn sem berast milli stjórnvalda þegar eitt stjórnvald sinnir ritarastörfum eða sambærilegum störfum fyrir annað,</p></li><li><p>gögn sem unnin eru af nefndum eða starfshópum sem stjórnvöld hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki,</p></li><li><p>gögn sem send eru milli aðila skv. 2. tölul. og annarra stjórnvalda þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti.“</p></li></ol></blockquote><p>Ákvæði 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. felur í sér að gögn geta talist vinnugögn ef þau eru unnin af nefndum eða starfshópum sem stjórnvöld setja á fót, jafnvel þótt í þeim eigi sæti aðrir en starfsmenn stjórnvaldanna sjálfra. Önnur skilyrði þurfa hins vegar áfram að vera fyrir hendi. Þannig á 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. ekki við ef gögn eru ekki lengur einvörðungu til eigin afnota viðkomandi starfshóps, s.s. ef þau berast til þeirra aðila sem eiga fulltrúa í starfshópnum. Frá því er ein undantekning, sem fram kemur í 3. tölul., þegar stjórnvald hefur valið starfsmann sinn til að sitja sem fulltrúi í nefnd eða starfshópi samkvæmt 2. tölul. Við þær aðstæður missir gagn ekki stöðu sína sem vinnugagn þótt það fylgi starfsmanninum til viðkomandi stjórnvalds. Á sama hátt geta vinnugögn borist með starfsmanni frá stjórnvaldi til starfshópsins eða nefndarinnar, án þess að missa stöðu sína sem vinnugögn. Þetta er í samræmi við þann tilgang 2. og 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. að veita stjórnvöldum aukna möguleika til samráðs og samvinnu um mikilvæg málefni. </p><p>Af framangreindu leiðir að 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga hefur aðeins sjálfstæða þýðingu ef gögn hafa ekki borist út fyrir þann formlega starfshóp eða nefnd sem um ræðir. Í því tilviki er það jafnframt eðli málsins samkvæmt aðeins viðkomandi nefnd eða starfshópur eða bær starfsmaður þeirra sem getur tekið afstöðu til beiðni um aðgang að gögnum. Ef gagn hefur borist til stjórnvalds sem á aðild að starfshópnum eða nefndinni og óskað er aðgangs að því verður jafnframt að byggja synjun á 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. þegar skilyrði synjunar eru að öðru leyti uppfyllt. </p><h3>2.</h3><p>Stjórnstöð ferðamála var komið á fót með formlegu samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar, dags. 6. október 2015. Á grundvelli samkomulagsins skipaði forsætisráðherra tíu manna stjórn yfir stjórnstöðina. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra er formaður stjórnarinnar. </p><p>Með vísan til þess hvernig umræddri stjórnstöð var komið á fót og með vísan til efnis umrædds samkomulags, ekki síst þess hlutverks að gera „tillögur til ríkisstjórnar og einstakra ráðherra um samhæfingu og framkvæmdir verkefna er varða ferðaþjónustu og heyra undir ábyrgðarsvið þeirra“, er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að stjórn hennar teljist nefnd í skilningi 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Það breytir ekki þessari niðurstöðu þótt stjórnstöðinni sé ekki ætlað að taka yfir beina ábyrgð stjórnvalda enda er henni með formlegri ákvörðun falið að aðstoða og samhæfa önnur stjórnvöld í stjórnsýsluhlutverki sem þau hafa á sviði ferðamála, bæði hvað varðar stefnumörkun og ákvarðanatöku. </p><h3>3.</h3><p>Kærandi beindi beiðni um aðgang að fundargerðum stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála að atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu sem tók jafnframt hina kærðu ákvörðun. Með vísan til þess hvernig Stjórnstöð ferðamála var komið á fót, hvaðan fulltrúar í stjórn hennar koma og með vísan til hlutverks hennar verður hins vegar ekki litið svo á að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og stjórnstöðin séu eitt og sama stjórnvaldið, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-211/2005. Þar sem formaður stjórnar Stjórnstöðvar ferðamála er jafnframt atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefði synjun ráðuneytisins mögulega getað byggst á 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. en ekki 2. tölul. Af gögnum málsins verður hins vegar ekki úr því skorið með óyggjandi hætti. </p><p>Í máli þessu liggur fyrir að ráðuneytið hefur umbeðin gögn undir höndum og hefur synjað kæranda um aðgang með vísan til þess að þau séu vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Sá annmarki á hinni kærðu ákvörðun, að byggt er á 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga án nánari skýringa á því hvernig gagnið hafi borist ráðuneytinu, veldur því ekki einn og sér ógildingu hennar. </p><p>Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur í hinni kærðu ákvörðun og skýringum til úrskurðarnefndarinnar einvörðungu vísað til 2. tölul. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ákvæðið lýtur einungis að því hver hefur haft viðkomandi gagn undir höndum en ekki því hvort það uppfylli skilyrði 1. mgr. 8. gr. Ráðuneytið hefur enga afstöðu tekið til þess hvort efni hinna umbeðnu fundargerða sé með þeim hætti að þær geti talist til undirbúningsgagna. Líkt og úrskurðarnefndin hefur ítrekað lýst í eldri úrskurðum veltur það á heildstæðu mati hvort efni fundargerða teljist til vinnugagna. Af hinni kærðu ákvörðun er ekki unnt að ráða að slíkt mat hafi farið fram áður en kæranda var synjað um aðgang að þeim. </p><p>Ef skilyrði 1. mgr. 8. gr. eru uppfyllt ber við töku ákvörðunar um aðgang samkvæmt upplýsingalögum að taka afstöðu til þess hvort engu að síður beri að veita aðgang að gögnunum á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, aukinn aðgang samkvæmt 11. gr. laganna eða hvort veita eigi aðgang að hluta þeirra samkvæmt 3. mgr. 5. gr. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið tók ekki afstöðu til neins þessara atriða við töku hinnar kærðu ákvörðunar. Með vísan til framangreinds er ljóst að fullnægjandi grundvöllur var ekki lagður að hinni kærðu ákvörðun. Þar sem framangreindir annmarkar lúta bæði að rannsókn málsins, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sem og ófullnægjandi heimfærslu til laga, sbr. 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, verður að telja þá svo verulega að rétt sé að fella ákvörðun ráðuneytisins úr gildi og fela því að taka málið á ný til meðferðar. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 22. mars 2016, um að synja kæranda, A, um aðgang að fundargerðum Stjórnstöðvar ferðamála, er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p> |
657/2016. Úrskurður frá 31. október 2016 | Kærð var afgreiðsla sýslumannsins í Vestmannaeyjum á beiðni um aðgang að upplýsingum um fjölda þinglýstra húsaleigusamninga og kaupsamninga um húsnæði á tilteknu tímabili. Af hálfu sýslumanns kom fram að upplýsingar um fjölda samninga væru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu. Úrskurðarnefndin tók fram að af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiði að almenningur eigi rétt til upplýsinga í fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda, en stjórnvöldum sé hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum sínum samkvæmt lögunum. Kæru kæranda var því vísað frá. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 31. október 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 657/2016 í máli ÚNU 16010008. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi er barst 20. janúar 2016 kærði A afgreiðslu sýslumannsins í Vestmannaeyjum á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um fjölda þinglýstra húsaleigusamninga og kaupsamninga um húsnæði á tilteknu tímabili, þ.e. frá árinu 2011 til 1. desember 2015. </p><p>Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 11. janúar 2016, segir að samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skuli sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í 3. mgr. sömu greinar segi að vísa megi beiðni frá ef ekki sé talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum telji sér því ekki skylt að veita upplýsingar samkvæmt fyrsta og öðrum lið beiðni kæranda, enda afmarkist beiðnin ekki við tiltekið mál eða gögn sem hægt sé að afmarka og afla upplýsinga um án verulegrar fyrirhafnar. Um aðra liði beiðninnar kom fram að sýslumaðurinn hefði umbeðnar upplýsingar ekki í vörslum sínum. Gögn málsins bera með sér að þeir liðir hafi verið áframsendir Þjóðskrá Íslands, sem hafi svarað öllum liðum upphaflegu beiðninnar með bréfi dags. 20. janúar 2016. Í kæru segir að kærandi leggi fyrsta og annan lið ákvörðunar sýslumannsins í Vestmannaeyjum í úrskurð nefndarinnar. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 21. janúar 2016 var kæran kynnt sýslumanninum í Vestmannaeyjum og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Í umsögn sýslumannsins, dags. 27. janúar 2016, segir að til þess af afla svara við fyrirspurnum er komu fram í fyrsta og öðrum lið beiðni kæranda hefði þurft að fara handvirkt yfir hvert einasta skjal sem móttekið hefur verið til þinglýsingar frá árinu 2010 til 1. desember 2016 og því sé ómögulegt án verulegrar fyrirhafnar að veita svör við fyrirspurnunum. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p><h3>Niðurstaða</h3><p>Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að beiðni kæranda er skýr og hefur sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hvorki veitt kæranda leiðbeiningar né gefið honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Að mati nefndarinnar er því ekki hald í þeirri málsástæðu sýslumannsins að ekki hafi verið unnt að afgreiða beiðni kæranda á grundvelli 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Af hálfu sýslumannsins í Vestmannaeyjum hefur hins vegar komið fram að ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar um fjölda þinglýstra húsaleigusamninga eða kaupsamninga um íbúðarhúsnæði, sem þinglýst var á tímabilinu sem beiðni kæranda laut að. Af áskilnaði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að almenningur á rétt til upplýsinga í fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda, en stjórnvöldum er hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum sínum samkvæmt lögunum. Samkvæmt framangreindu tók beiðni kæranda samkvæmt fyrsta og öðrum lið til upplýsinga sem upplýsingaréttur almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær ekki til og verður kæru hans vísað frá af þeirri ástæðu. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru A vegna afgreiðslu sýslumannsins í Vestmannaeyjum, á beiðni um upplýsingar um þinglýsta húsaleigusamninga og kaupsamninga um húsnæði frá árinu 2011 til 1. desember 2015, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
658/2016. Úrskurður frá 31. október 2016 | Kærð var afgreiðsla Borgarskjalasafns á beiðni um upplýsingar um kæranda sjálfan, en kærandi hafði fengið afhent gögn þar sem afmáðar voru upplýsingar um aðra einstaklinga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að Borgarskjalasafn hefði vegið hagsmuni þessara einstaklinga gegn hagsmunum kæranda að fá aðgang að upplýsingunum og leiddi skoðun nefndarinnar ekki annað í ljós en að matið samræmdist ákvæðum 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014. Hin kærða ákvörðun var því staðfest. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 31. október 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 658/2016 í máli ÚNU 16040001. </p><h3>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h3><p>Þann 30. mars 2016 kom A í afgreiðslu forsætisráðuneytis og óskaði eftir að bera fram munnlega kæru á afgreiðslu Borgarskjalasafns á beiðni hans um gögn. Með erindi dags. 26. apríl 2016 var Borgarskjalasafni kynnt kæran og óskað eftir nánari upplýsingum um hina kærðu ákvörðun. Beiðni nefndarinnar var ítrekuð með símtali þann 2. júní 2016. </p><p>Í umsögn Borgarskjalasafns, dags. 6. júní 2016, segir að kærandi hafi komið í afgreiðslu safnsins þann 1. mars 2016 og fyllt út eyðublað vegna umsóknar um aðgang að öllum gögnum í vörslum safnsins sem varða hans mál, einkum vistun kæranda að Silungapolli, heimavist Laugarnesskóla, Laugarási í Biskupstungum og Hróarsdal í Skagafirði. Kærandi hafi fyrst fengið afhent skjöl frá safninu árið 2010 eftir ítarlega leit. Síðar sama ár hafi kærandi aftur óskað eftir afritum sömu skjala. Árið 2011 hafi kærandi óskað í þriðja sinn eftir afhendingu gagna. Til öryggis hafi leit verið endurtekin en engin fleiri gögn hafi fundist. Sömu gögn hafi því verið afhent í þriðja sinn. Við leit í kjölfar beiðni kæranda 1. mars 2016 hafi sömu gögn fundist og engar vísbendingar um að fleiri væru til. Beiðni kæranda hafi ekki verið synjað, heldur hafi kærandi fengið aðgang að öllum gögnum sem fundust á safninu um hann sjálfan, sbr. 1. mgr. 30. gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Í hluta skjalanna sé fjallað um einkamálefni annarra einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Aðgangur hafi verið veittur en upplýsingarnar afmáðar, sbr. 2. og 3. mgr. 30. gr. laganna. Þá hafi lítill hluti gagna sem fundust verið afmáður, til að mynda færslur í fundargerðum Barnaverndarnefndar sem varða mál annarra fjölskyldna og nöfn þriðju aðila í lögregluskýrslum eða á nafnalistum. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Borgarskjalasafns sem fjalla um hann sjálfan á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Réttur kæranda til aðgangs að slíkum gögnum er meðal annars takmarkaður af 3. mgr. 14. gr., en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang. Í framkvæmd hefur ákvæðið verði skýrt þannig að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingar varða hann sjálfan þannig að hann hafi einstaklega hagsmuni af því umfram aðra að fá aðgang að gögnunum. </p><p>Borgarskjalasafn er héraðsskjalasafn sem fellur undir lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Um beiðni kæranda gilda því jafnframt ákvæði VI. kafla laganna, en í 1. mgr. 30. gr. kemur fram að opinberu skjalasafni sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum um hann þegar liðin eru 30 ár frá því að þau urðu til, enda gildi ekki þær takmarkanir um skjalið sem fram koma í 27. og 28. gr. laganna. Öll gögn sem fundust við leit Borgarskjalasafns urðu til fyrir það tímamark. Einnig er heimilt skv. 2. mgr. 30. gr. laganna að takmarka aðgang aðila að skjölum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að skjölum. Framangreint ákvæði er þannig samhljóða ákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Borgarskjalasafn hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af þeim gögnum sem fundust á safninu og falla undir beiðni kæranda og auðkennt sérstaklega hvaða upplýsingar voru afmáðar úr eintökum skjalanna sem kærandi hefur fengið afhent. Skoðun nefndarinnar hefur leitt í ljós að á stöku stað hafa nöfn annarra en kæranda verið afmáð úr skjölunum. Nöfn einstaklinga í skjölum á borð við þau er kærandi hefur beiðst aðgangs að, þar á meðal lista um börn á vistheimilum og lögregluskýrslur, teljast tvímælalaust til upplýsinga um einkamálefni viðkomandi. Með hinni kærðu ákvörðun hefur Borgarskjalasafn vegið hagsmuni þessara einstaklinga gegn þeim hagsmunum kæranda að fá aðgang að upplýsingunum og hefur skoðun nefndarinnar ekki leitt annað í ljós en að matið samræmist ákvæðum 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 2. mgr. 30. gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Verður hin kærða ákvörðun því staðfest. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Staðfest er ákvörðun Borgarskjalasafns, dags. 4. mars 2016, að synja kæranda, A, um aðgang að gögnum um sig, umfram þann hluta sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson </p><p> </p> |
656/2016. Úrskurður frá 31. október 2016 | Deilt var um aðgang eins aðila, að rammasamningi um innkaup vegna hjúkrunarheimila á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins, að gögnum um samskipti og samráð við aðra rammasamningshafa. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það með Framkvæmdasýslu ríkisins að umbeðin gögn hefðu að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins eða einkamálefni annarra sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi, utan hluta sem fjallaði m.a. um fyrri notendur og kaupendur þeirra vara sem rammasamningshafar buðu Framkvæmdasýslunni til kaups hverju sinni. Því var fallist á rétt kæranda til aðgangs að þeim hluta sem eftir stóð. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 31. október 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 656/2016 í máli ÚNU 15110007. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 19. nóvember 2015 kærði A, f.h. Öryggismiðstöðvar Íslands hf., synjun Framkvæmdasýslu ríkisins á beiðni um aðgang að gögnum. Í kæru segir að kærandi hafi verið meðal bjóðenda í útboðum á vegum Framkvæmdasýslunnar. Við yfirferð útboðsgagna hafi komið upp grunur um óeðlileg og ólögmæt vinnubrögð við framkvæmd þriggja útboða vegna búnaðarkaupa fyrir þrjú ný hjúkrunarheimili. Hjá kæranda hafi vaknað grunsemdir um að kröfulýsingar hefðu verið skrifaðar með það í huga að hygla einum bjóðanda umfram aðra þar sem svo virðist sem höfundur kröfulýsinganna sé starfsmaður annars bjóðanda. Kærandi hafi því krafið Framkvæmdasýslu ríkisins um öll gögn um samskipti og samráð við aðra bjóðendur í útboðinu með bréfi dags. 27. apríl 2015.</p><p>Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 28. október 2015, segir að Framkvæmdasýsla ríkisins hafi tekið umbeðin gögn saman. Um sé að ræða öll gögn sem Framkvæmdasýslan sendi rammasamningshöfum og sem rammasamningshafar sendu til baka, þar á meðal tilboð, lýsing á búnaði og tæknilegar upplýsingar á íslensku og ensku. Rammasamningshöfum hafi verið gefinn kostur á að tjá sig um beiðni kæranda og fimm svör hefðu borist af níu. Þar af legðust þrír aðilar alfarið gegn afhendingu. Með vísan til þess og 9. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hefði Framkvæmdasýslan ákveðið að synja um aðgang að umbeðnum gögnum. </p><p>Í kæru segir að kærandi telji kærða skylt að afhenda umbeðnar upplýsingar samkvæmt II. kafla upplýsingalaga, meðal annars 5. gr. Þá geti 9. gr. laganna ekki komið í veg fyrir aðgang. Upplýsingarnar séu nauðsynleg forsenda þess að almenningur geti fylgst með því að vel sé farið með almannafé og að málefnaleg sjónarmið ráði ferð við opinber innkaup, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-316/2009. </p><p>Kærandi bendir einnig á að þar sem hann hafi verið meðal bjóðenda í útboðinu teljist hann vera aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga. Samkvæmt 15. gr. laganna eigi hann rétt á að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varða. Undanþáguákvæði 17. gr. stjórnsýslulaga eigi ekki við. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 1. desember 2015 var Framkvæmdasýslu ríkisins kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. </p><p>Í umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 22. desember 2015, segir meðal annars að samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gildi lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um aðgang að gögnum á grundvelli stjórnsýslulaga verði ekki kærðar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hins vegar hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál litið svo á að þátttakandi í útboði teljist aðili máls í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum sem verða til áður en gengið er til samninga við tiltekinn bjóðanda. Upplýsingaréttur samkvæmt 1. mgr. 14. gr. sé ríkari en 5. gr. en sæti hins vegar takmörkunum samkvæmt 2. og 3. mgr. </p><p>Framkvæmdasýslan vísar til þess að samkvæmt 2. tl. 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga þurfi ekki að veita aðgang að gögnum sem hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eigi að fara samkvæmt 10. gr. Það geti skaðað stöðu hins opinbera á almennum útboðsmarkaði ef þeim sem þátt taka í útboði sé veittur ótakmarkaður aðgangur að tilboðum annarra þátttakenda. Slíkt geti leitt til þess að framvegis tækju færri þátt í útboðum. Framkvæmdasýslan telur því að samkeppnishagsmunir og hagsmunir ríkisins og skattgreiðenda af því að hafa ætíð val um bestu tilboðin gangi framar hagsmunum kæranda af því að fá aðgang að umbeðnum gögnum. </p><p>Þá vísar Framkvæmdasýsla ríkisins til þess að meta þurfi í hverju tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að það að veita aðgang að þeim ylli því tjóni, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í þessu tilviki hafi þrír af níu rammasamningshöfum alfarið lagst gegn því að umbeðin gögn verði birt. Í gögnunum sé að finna upplýsingar um einingaverð og kostnaðaráætlanir auk þess sem þar sé að finna sértækar upplýsingar um söluvörur þeirra. Með vísan til þess að innkaup samkvæmt rammasamningi um búnað fyrir hjúkrunarheimili séu enn í gangi og verði í gangi á næstu árum telur Framkvæmdasýslan að viðskipta- og samkeppnishagsmunir rammasamningshafa vegi þyngra en hagsmunir annarra af aðgangi að umbeðnum gögnum. Ákvörðun Framkvæmdasýslunnar hafi jafnframt byggst á því að aðgangur að hluta myndi raska jafnræði rammasamningshafa í fyrirhuguðum innkaupum sem ekki er lokið. Með vísan til meginreglna útboðsréttar um jafnræði bjóðenda, sbr. 14. gr. laga nr. 84/2007, væri það mat Framkvæmdasýslunnar að annað hvort verði gögn allra rammasamningshafa afhent öllum eða engin. </p><p>Í umsögninni kemur fram að Framkvæmdasýslan hafi, eftir nánari athugun, metið það þannig að hægt sé að veita aðgang að hluta umbeðinna gagna. Þau eru sérstaklega auðkennd í afriti sem nefndin fékk afhent. Tekið er fram að þar sé ekkert sem gefi til kynna að Framkvæmdasýslan hafi skrifað kröfulýsingar með það fyrir augum að hygla einum bjóðanda umfram aðra. Þar sem það hafi verið meginmarkmið kæranda að sannreyna það, en ekki að leitast eftir að fá upplýsingar um einingaverð, kostnaðaráætlanir og fleira, sé ljóst að hagsmunir annarra rammasamningshafa af því að gögnin fari leynt vegi þyngra en hagsmunir kæranda. </p><p>Umsögn Framkvæmdasýslunnar var kynnt kæranda með bréfi dags. 29. desember 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 13. janúar 2016, kemur fram að staða rammasamningshafa við innkaup Framkvæmdasýslunnar sé sambærileg stöðu aðila við þátttöku í hefðbundnu útboði og sömu rök leiði til þess að kærandi njóti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Kærandi hafi einstaka og verulega hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Til vara byggir kærandi á 5. gr. upplýsingalaga.</p><p>Kærandi mótmælir því að heimilt sé að takmarka aðgang að umbeðnum gögnum vegna mikilvægra almannahagsmuna og samkeppnisstöðu ríkisins. Ákvæði 10. gr. upplýsingalaga feli í sér undantekningu frá meginreglu 5. gr. um aðgang almennings. Þannig verði að liggja fyrir að almannahagsmunum yrði raskað ef aðgangur að gögnunum yrði ekki takmarkaður. Til þess sé einnig að líta að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum. Þá mótmælir kærandi því einnig að aðgangur verði takmarkaður með vísan til þess að þau geymi upplýsingar um einkamálefni annarra, sbr. 3. mgr. 14. og 9. gr. upplýsingalaga. </p><p>Um afhendingu hluta umbeðinna gagna kemur fram að kærandi telji þar ekki koma fram upplýsingar sem honum séu nauðsynlegar til að gæta hagsmuna sinna og varpi ekki ljósi á það hvort rétt hafi verið staðið að innkaupum af hálfu Framkvæmdasýslunnar. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að öllum gögnum um samskipti Framkvæmdasýslu ríkisins og samráð við aðra bjóðendur um innkaup á grundvelli rammasamnings um búnað fyrir hjúkrunarheimili í framhaldi af útboði Ríkiskaupa nr. 15530. Samkvæmt gögnum málsins eru rammasamningshafar níu talsins og er kærandi þar á meðal. Innkaup samkvæmt rammasamningnum eru yfirstandandi. </p><p>Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um rétt hans til aðgangs að gögnunum en samkvæmt ákvæði 1. mgr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann. Úrskurðarnefndin hefur skýrt ákvæðið svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Þessi túlkun nefndarinnar styðst við afdráttarlaust orðalag í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur til að mynda litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en gengið er til samninga við tiltekinn bjóðanda. Eins og hér stendur á þykir rétt að leggja til grundvallar að um rétt eins rammasamningshafa til aðgangs að samskiptum Framkvæmdasýslu ríkisins við aðra fari eftir 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og er réttur kæranda því ríkari en réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna. </p><h3>2.</h3><p>Réttur aðila til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga lýtur takmörkunum sem m.a. fram koma fram í 3. mgr. 14. gr. laganna þar sem kveðið er á um að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd þeirra. Jafnframt standi almannahagsmunir til þess að veittur sé aðgangur að gögnum er varði ráðstöfun opinberra fjármuna. Þá sé rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Sömu sjónarmið gilda um aðgang eins rammasamningshafa að gögnum um aðra og innkaup á grundvelli samningsins. Þó verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort aðgang að slíkum upplýsingum beri að takmarka á grundvelli upplýsingalaga. Eins og fram kemur í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur við það mat einkum til skoðunar hvort hætta sé á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Í athugasemdunum kemur einnig fram að aðila verði ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um það hvort aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki unnt að fallast á það með Framkvæmdasýslu ríkisins að aðgangur kæranda verði takmarkaður á grundvelli ákvæða 10. gr. upplýsingalaga. Sér í lagi verður ekki talið að réttur kæranda verði takmarkaður með vísan til 3. töluliðar 10. gr., þar sem heimilað er að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Telur úrskurðarnefndin að birting hinna umbeðnu upplýsinga sé ekki til þess fallin að skaða efnahag ríkisins þannig að það varði mikilvæga hagsmuni þess í skilningi ákvæðisins. </p><h3>3.</h3><p>Í málinu er óumdeilt að kærandi hefur fengið umbeðin gögn afhent að hluta. Eftir stendur því að ákvarða rétt kæranda til þess hluta sem hann hefur ekki fengið afhentan. Það athugast að umtalsverður hluti þeirra gagna sem kærandi hefur ekki fengið aðgang að eru samskipti Framkvæmdasýslu ríkisins við kæranda sjálfan, tilboð hans í einstök útboð og skjöl sem hann hefur sjálfur lagt fram. Ekki verður séð að nokkur rök standi til þess að takmarka aðgang kæranda að þeim hluta umbeðinna gagna. </p><p>Þau gögn sem eftir standa má almennt flokka eftir efni þeirra á eftirfarandi hátt: </p><ul><li><p>Upplýsingar frá Framkvæmdasýslu ríkisins um tæknilegar kröfur samkvæmt útboðslýsingum</p></li><li><p>Uppdrættir af hjúkrunarheimilum og herbergjaskipan innan þeirra</p></li><li><p>Almennar lýsingar frá Framkvæmdasýslu ríkisins um framgang þeirra verkefna sem rammasamningurinn fjallar um</p></li><li><p>Fyrirspurnir frá þátttakendum um einstök atriði útboða og svör Framkvæmdasýslu ríkisins</p></li><li><p>Upplýsingar um tilboð einstakra rammasamningshafa í örútboð, þar á meðal um:</p><ul><li><p>framboð rammasamningshafa og tæknilega getu lausna þeirra, t.d. kynningarefni frá framleiðendum og staðfestingar og vottanir á því að vörur standist tilteknar kröfur eða uppfylli tiltekna staðla</p></li><li><p>heildarfjárhæðir tilboða</p></li><li><p>einingaverð tilboða í formi töflureiknisskjals frá Framkvæmdasýslu ríkisins sem rammasamningshafi hefur fyllt út</p></li><li><p>staðfestingar á gengi erlendra gjaldmiðla sem miðað var við</p></li><li><p>reikningar sem rammasamningshafar sendu Framkvæmdasýslu ríkisins í kjölfar innkaupa </p></li></ul></li></ul><p>Um alla liðina nema þann síðasta, upplýsingar um tilboð einstakra rammasamningshafa, gildir að Framkvæmdasýslu ríkisins hefur ekki rökstutt sérstaklega hvernig það gæti valdið einstökum rammasamningshöfum tjóni eða gengið gegn opinberum hagsmunum að kæranda verði veittur aðgangur að gögnum samkvæmt þeim. Umfjöllun í umsögn Framkvæmdasýslunnar tekur fyrst og fremst til þeirra hagsmuna rammasamningshafa að tilboð þeirra fari leynt með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, einkum upplýsingar um einingaverð, kostnaðaráætlanir og sértækar upplýsingar um söluvörur þeirra. Þá sé innkaupum ekki lokið og myndi það raska jafnræði rammasamningshafa í fyrirhugðum innkaupum að veita kæranda aðgang. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að hér vegast á tvenns konar andstæðir hagsmunir, þ.e. hagsmunir þátttakanda í útboðum á grundvelli rammasamnings að geta staðreynt að rétt sé staðið að framkvæmd þeirra gegn þeim hagsmunum annarra þátttekanda að upplýsingar um tilboð þeirra og starfsemi fari leynt. Samkvæmt þeim sjónarmiðum sem áður var lýst vega hinir fyrrnefndu hagsmunir þyngra við ráðstöfun opinbers fjár, nema veruleg hætta sé á því að tjón valdist af því að upplýsingar verði gerðar aðgengilegar. Þá er einnig rétt að líta til þess að jafnvel þótt rammasamningur aðila sé enn í gildi er þeim einstöku innkaupum sem gögnin fjalla um lokið. </p><p>Óumdeilt er að kærandi hefur fengið aðgang að heildarfjárhæðum tilboða annarra rammasamningshafa við framkvæmd einstakra innkaupa. Að því er varðar einingaverð hefur Framkvæmdasýsla ríkisins aðeins vísað til þess að aðgangur samkeppnisaðila að því sé almennt til þess fallinn að valda tjóni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst því ekki á að heimilt sé að takmarka aðgang kæranda að einingaverði tilboða. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst ekki á það með Framkvæmdasýslu ríkisins að heimilt sé að takmarka aðgang kæranda að upplýsingum um framboð annarra rammasamningshafa og tæknilega getu þeirra lausna sem þeir buðu til að uppfylla kröfu einstakra útboða á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Í flestum tilvikum er um að ræða kynningarefni frá framleiðendum vara, sem unnt er að nálgast á vefsíðum þeirra með einfaldri leit. Þá hefur kærandi hagsmuni af því að hafa möguleika á að staðreyna að rétt hafi verið staðið að vali tilboða með hliðsjón af kröfum útboðslýsinga. </p><p>Við skoðun nefndarinnar á umbeðnum gögnum kom í ljós að hluti þeirra hefur að geyma upplýsingar sem nefndin telur heimilt að takmarka aðgang kæranda að með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar er einkum um að ræða upplýsingar um aðra notendur og fyrri kaupendur þeirra vara sem rammasamningshafar buðu Framkvæmdasýslu ríkisins, athugasemdir rammasamningshafa við framkvæmd útboða og aðrar upplýsingar um starfsemi þeirra sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Verður því staðfest ákvörðun Framkvæmdasýslu ríkisins um synjun á aðgangi kæranda að þeim, en Framkvæmdasýslu ríkisins ber að afhenda kæranda þá hluta sem eftir standa eins og nánar greinir í úrskurðarorði. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Staðfest er synjun Framkvæmdasýslu ríkisins á aðgangi kæranda, Öryggismiðstöðvar Íslands hf., að eftirfarandi gögnum: </p><ul><li><p>Tölvupóstsamskiptum B og C dags. 11. apríl 2014 kl. 14:57, 15:22, 15:26, 15:32, 16:13, 15. apríl kl. 17:10 og 3. júní kl. 8:30. </p></li></ul><ul><li><p>Tölvupósti C til B dags. 17. nóvember 2014 kl. 14:42 ásamt fylgiskjali. </p></li></ul><ul><li><p>Tölvupósti D til C kl. 16:59 ásamt fylgiskjölum. </p></li><li><p>Almennum upplýsingum um Fastus ehf., stofndag og starfsemi (fylgiskjal með tölvupóstum starfsmanns Fastusar ehf. til Framkvæmdasýslu ríkisins). </p></li></ul><p>Framkvæmdasýslu ríkisins ber að veita kæranda aðgang að öðrum gögnum um samskipti og samráð við rammasamningshafa vegna útboða samkvæmt rammasamningi um búnað fyrir hjúkrunarheimili, sem gerður var í framhaldi af útboði Ríkiskaupa nr. 15530. Áður skal þó afmá: </p><ul><li><p>Upplýsingar um fyrri kaupendur vara og notendur þeirra úr eftirfarandi skjölum:</p><ul><li><p>Örútboð – listi sendur út 23. janúar 2014.</p></li><li><p>Örútboð – Nesvellir, hjúkrunarheimili. Loftdýnur og hnakkastólar. </p></li><li><p>Útboð loftlyftukerfi – FSR v/ Hrafnistu Nesvöllum. Forsendur örútboðs. Upplýsingar um notendur Arjo Maxi Sky loftlyftukera.</p></li><li><p>Örútboð – búnaður fyrir hjúkrunarheimili á Eskifirði. Upplýsingar um notendur Völker rúma og Söru 3000 standlyftara.</p></li><li><p>Tölvupóstur E til F, dags. 14. apríl 2014 kl. 12:26. Setning sem hefst á orðunum „Var einmitt að fá...“.</p></li><li><p>Örútboð á vegum FSR - Búnaður fyrir hjúkrunarheimili á Fljótsdalshéraði. Upplýsingar um notendur Völker rúma.</p></li><li><p>Örútboð á vegum FSR – Búnaður fyrir hjúkrunarheimili á Fljótsdalshéraði. Kafli 2-5. </p></li><li><p>Lýsing á boðnum rúmum, dýnum, náttborðum og hjólavögnum. Fylgiskjal við tölvupóst G til C, dags. 18. desember 2013 kl. 16:44. Setningin: „Höfum við selt rúm [...] Ísland.“</p></li><li><p>Lýsing á boðnum rúmum, dýnum, náttborðum og fylgihlutum. Fylgiskjal við tölvupóst G til C, dags. 8. apríl 2014 kl. 15:55. Setning sem hefst á orðunum: „Eirberg ehf. hóf að flytja inn...“. </p></li></ul></li></ul><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
654/2016. Úrskurður frá 31. október 2016 | A kærði afgreiðslu Háskóla Íslands á beiðni um aðgang að gögnum. Kæranda var veittur aðgangur að gögnum tiltekinna námskeiða í eina viku. Kærandi óskaði eftir bindandi úrskurði um rétt sinn til aðgangs samkvæmt upplýsingalögum. Ekki var efnislegur ágreiningur um rétt kæranda til aðgangs heldur hvort Háskóla Íslands hafi verið heimilt að takmarka aðganginn við eina viku. Úrskurðarnefndin tók fram að upplýsingalög nr. 140/2012 hefðu ekki að geyma reglu um að stjórnvald taki ákvörðun um hvort veita skuli afrit eða gögn sýnd. Háskóla Íslands bar því að afhenda kæranda afrit af gögnunum án takmarkana. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 31. október 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 654/2016 í máli ÚNU 16010011. </p><h3>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h3><p>Með erindi er barst 25. janúar 2016 kærði A afgreiðslu Háskóla Íslands á beiðni um aðgang að gögnum. Með upphaflegri gagnabeiðni, dags. 18. janúar 2016, fór kærandi fram á gögn tiltekinna námskeiða við skólann. Eftir að kæra í málinu var kynnt Háskóla Íslands með bréfi, dags. 1. febrúar 2016, bera gögn málsins með sér að kæranda hafi verið veittur aðgangur að umbeðnum gögnum til skoðunar í eina viku. Með erindi, dags. 25. febrúar 2016, beiddist kærandi þess að málsmeðferð yrði haldið áfram þar sem hann óskaði eftir bindandi úrskurði um rétt sinn til aðgangs samkvæmt upplýsingalögum. Líta verður svo á að kæruefnið lúti að því að kærandi telji Háskóla Íslands óheimilt að takmarka aðgang að umbeðnum gögnum í tiltekinn tíma, eða eina viku. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tilkynnti Háskóla Íslands að meðferð málsins yrði haldið áfram með erindi dags. 6. mars 2016 og veitti skólanum kost á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Í umsögn skólans, dags. 11. mars 2016, segir að samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga sé heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Einföld lögskýring leiði til þess að engin heimild sé til að bera samþykki fyrir beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefndina, enda krefjist engir hagsmunir sem lögin verndi slíkrar niðurstöðu. Auk þess verði að draga í efa að það standist lögmætisreglu íslensks stjórnsýsluréttar að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði í málum þar sem fullur aðgangur hefur verið veittur að gögnum. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum námskeiða við Háskóla Íslands. Af gögnum málsins verður að draga þá ályktun að enginn ágreiningur sé uppi um efnislegan rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum, enda hefur komið fram af hálfu Háskólans að kærandi hafi þegar fengið „fullan aðgang“ að þeim. Einskorðast kæruefnið því við það álitamál hvort skólanum hafi verið heimilt að takmarka aðgang kæranda þannig að hann stæði í eina viku, en að þeim tíma loknum hefði kærandi ekki aðgang að umbeðnum gögnum. </p><p>Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 4. mgr. laga nr. 161/2006, skyldu stjórnvöld taka ákvörðun um hvort gögn, sem heimilt var að veita aðgang að, skyldu sýnd eða veitt af þeim ljósrit eða afrit. Eftir því sem við varð komið var stjórnvöldum þó skylt samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins, ef þess var óskað, að láta í té ljósrit eða afrit af gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau voru varðveitt á. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi til laganna sagði að ákvæði 1. mgr. bæri að skoða með hliðsjón af 2. mgr. Þá segir í athugasemdum við 4. gr. frumvarps til laga nr. 161/2006, að þeim fyrirvara sé haldið með orðunum „eftir því sem við verður komið“ að ekki séu í vegi sérstakar hindranir við að veita afrit eða ljósrit af gögnum. Þannig geti skjöl t.d. verið þannig útlits að ógerlegt sé að ljósrita þau. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál skýrði framangreind ákvæði á þann hátt í gildistíð laga nr. 50/1996 að ef engar slíkar hindranir ættu við bæri kærða að verða við beiðni um að fá afhent afrit af umbeðnum gögnum, sbr. t.d. úrskurð nr. A-299/2009 og A-371/2011. </p><p>Í 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er fjallað um afhendingu gagna og gjaldtöku. Í 1. mgr. ákvæðisins segir að eftir því sem við verði komið skuli veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi. Upplýsingalög nr. 140/2012 hafa samkvæmt framangreindu ekki að geyma reglu um að stjórnvald taki ákvörðun um hvort veita skuli afrit eða gögn sýnd, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-527/2014. Þá er ekki að finna vísbendingar í lögskýringargögnum um að ætlun löggjafans hafi verið að þrengja þá reglu sem gilti í tíð eldri upplýsingalaga, að sérstakar hindranir þurfi til að stjórnvald geti látið duga að sýna gagn í stað þess að afhenda afrit. Samkvæmt framangreindu ber Háskóla Íslands að verða við beiðni kæranda um að fá afhent afrit af þeim gögnum sem hann hefur óskað aðgangs að án takmarkana. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Háskóla Íslands ber að afhenda kæranda, A, afrit af gögnum eftirfarandi námskeiða við skólann: </p><ul><li><p>LÖG107F Íslenskur skattaréttur – almennur hluti (kennt á haustmisseri 2015)</p></li><li><p>LÖG131F Íslenskur skattaréttur – sérstakur hluti (kennt á haustmisseri 2015)</p></li><li><p>LÖG 103F Félagaréttur I (kennt á haustmisseri 2015)</p></li></ul><p> </p><p>Þorgeir Ingi Njálsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
653/2016. Úrskurður frá 31. október 2016 | Kærð var afgreiðsla Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni um aðgang að gögnum sem tengjast Kaupþingi banka. Úrskurðarnefndin taldi ýmis samskipti starfsmanna bankans og annarra lúta þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og taldi safnið bundið þagnarskyldunni samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins. Þá væri einnig að finna í umbeðnum gögnum upplýsingar sem vörðuðu mikilvæg viðskipta- og fjárhagsmálefni bankans sjálfs sem sanngjarnt væri og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Um skjalið „Liquidity Risk – template – 18 months – SEPT all currencies SENT.xls“ tók nefndin fram að áður hefði verið fjallað um rétt almennings til aðgang að því. Skjalið hefði að geyma upplýsingar sem háðar væru þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 31. október 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 653/2016 í máli ÚNU 14120008. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 5. nóvember 2014, kærði A afgreiðslu Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni hans, f.h. Brit Insurance Limited, Great Lakes Reinsurance Plc., Chubb Insurance Company of Europe SE, Aspen Insurance UK Limited og fleiri erlendra vátryggingarfyrirtækja, um aðgang að gögnum um Kaupþing banka. </p><p>Í upphaflegri gagnabeiðni, dags. 4. nóvember 2011, var óskað eftir aðgangi að tilteknum gögnum og skjölum sem tengjast bankanum, sem rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum við gerð skýrslu sinnar. Þjóðskjalasafn Íslands synjaði beiðninni en með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-480/2013 frá 3. maí 2013 var tilteknum atriðum beiðninnar vísað til nýrrar afgreiðslu hjá safninu. Með bréfi dags. 26. nóvember 2014 tók safnið ákvörðun um að synja kærendum um aðgang að eftirfarandi gögnum: </p><ul><li><p>Tölvubréfi frá B til [...] kl. 16:55, 14. ágúst 2007.</p></li><li><p>Bréfi frá C til D, Kaupþingi, 30. júní 2008.</p></li><li><p>Tölvubréfi frá starfsmanni Kaupþings banka til starfsmanns Kaupthing Singer & Friedlander (KSF), 17. september 2008 kl. 11:59.</p></li><li><p>Tölvubréfi frá E, forstöðumanni fjárstýringar Kaupþingssamstæðunnar til starfsmanns KSF, 22. september 2008 kl. 13:00 og 13:17.</p></li><li><p>Tölvubréfi frá starfsmanni Kaupþings til starfsmanns KSF, 22. september 2008 kl. 23:09.</p></li><li><p>Tölvubréfi innan KSF, 29. september 2008 kl. 19:08.</p></li><li><p>Tölvubréfi frá starfsmanni Kaupþings banka til rannsóknarnefndar Alþingis, 17. desember 2009.</p></li><li><p>Gögnum frá Fjármálaeftirlitinu „Liquidity Risk – template – 18 months – SEPT all currencies SENT.xls, 31. ágúst 2008. </p></li></ul><p>Kærendur telja ákvörðunina ekki vera í samræmi við ákvæði upplýsingalaga, sérstaklega 3. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Þjóðskjalasafni hafi verið rétt að veita aðgang að þeim hluta umbeðinna gagna sem ekki fela í sér upplýsingar sem lúta takmörkunum laganna. Þá leggja kærendur áherslu á að 9. gr. upplýsingalaga beri að túlka þröngt þar sem takmörkun ákvæðisins sé undantekning frá meginreglu um aðgang að gögnum. Markmið ákvæðisins sé að vernda tiltekna viðskipta- og samkeppnishagsmuni lögaðila þegar slíkar upplýsingar séu sérstaklega viðkvæmar og opinberun þeirra geti haft verulega neikvæð áhrif á starfsemi, viðskipti og samkeppnisstöðu lögaðilans. Þá sé ekki útilokað að veita beri upplýsingar sem geti leitt til tjóns, þar sem fara þurfi fram hagsmunamat, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 455/1999. Í þessu máli séu þær aðstæður uppi að Kaupþing og tengd félög, þar á meðal KSF, hafi sömu stöðu og gjaldþrota félög og hafi því engra viðskiptahagsmuna að gæta. Í þessu samhengi vísa kærendur til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. A-544/2014. Í 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 komi fram undantekningarregla frá sérstökum þagnarskylduákvæðum laganna. </p><p>Kærendur færa fram röksemdir um hvert umbeðinna gagna en þær eru að mestu samhljóða því sem áður er fram komið. Kærendur taka fram að með því að afmá þá hluta skjalanna sem hafa að geyma nafn viðskiptaaðila og persónugreinanlegar upplýsingar megi vel afhenda aðra hluta þeirra. Í mörgum tilfellum séu viðskiptaaðilarnir jafnvel ekki lengur til. Loks segja kærendur að upplýsingarnar sem beiðnin snúi að hafi þegar verið gerðar opinberar beint eða óbeint í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ríkir almannahagsmunir liggi því að baki aðgangi að þeim. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 23. desember 2014, var Þjóðskjalasafni kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit þeirra gagna sem hún lýtur að. Umsögn safnsins barst þann 2. febrúar 2015 ásamt afriti af umbeðnum gögnum. Þar er tekið fram að rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið komið á fót með lögum nr. 142/2008. Hlutverk hennar hafi verið að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða og leggja mat á það hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi, eftirlit með henni og hverjir kynnu að bera ábyrgð á því. Í 5. mgr. 17. gr. laganna sé tekið fram að gögn rannsóknarnefndarinnar skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands en um aðgang að þeim fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Nefndinni hafi verið fengnar víðtækar heimildir til upplýsingaöflunar með lögunum. Öllum hafi verið skylt að verða við kröfu hennar um að vita upplýsingar óháð þagnarskyldu. </p><p>Þjóðskjalasafn vísar til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-546/2014, A-544/2014, A-562/2014 og A-547/2014. Að áliti safnsins er túlkun þess á 9. gr. upplýsingalaga í samræmi við sjónarmið sem úrskurðarnefndin leggur til grundvallar í úrskurðunum. Í tengslum við umfjöllun kærenda um 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 telur safnið rétt að benda á að úrskurðarnefndin hafi staðfest það sjónarmið að áskilnaður ákvæðisins sé skilinn á þann veg að átt sé við gagnaöflun sem fer fram innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og að beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum verði ekki jafnað við rekstur einkamáls. Þá telji nefndin að utan við rekstur einkamála haldist þagnarskylda samkvæmt 1. mgr ákvæðisins um atriði sem varðar eftirlitsskyldan aðila sem er gjaldþrota og í þvinguðum slitum. Safnið telji ekki haldbært að túlka 9. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af undantekningu 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 á þann veg að löggjafinn hafi metið hagsmuni gjaldþrota félags minni en félags í rekstri. Þvert á móti hafi löggjafinn metið hagsmuni fyrrnefndu félaganna þannig að gagnaöflun þurfi að vera innan ramma laga nr 91/1991 til að aflétta þagnarskyldu. Þá lítur Þjóðskjalasafn svo á að þagnarskylda sem hvíli á safninu gildi almennt um upplýsingar óháð því hvort annar lögaðili hafi tekið yfir réttindi og skyldur upphaflega aðilans sem skjöl fjalla um. Þá geti hugsanleg umfjöllun fjölmiðla og birting skjala ekki aflétt þagnarskyldu 9. gr. upplýsingalaga, 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-562/2014 og til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014. </p><p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur af hálfu málsaðila. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. Þá hefur uppkvaðning úrskurðar í máli þessu dregist óhæfilega vegna anna í störfum úrskurðarnefndarinnar. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar aðgang kærenda að gögnum um Kaupþing banka á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Upphafleg beiðni kærenda var sett fram á grundvelli eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 en eftir að úrskurðarnefndin vísaði henni til nýrrar meðferðar hjá Þjóðskjalasafni var ákvörðun tekin eftir upplýsingalögum nr. 140/2012, sem þá höfðu tekið gildi. Í 9. gr. laganna segir orðrétt: </p><blockquote><p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ </p></blockquote><p>Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum. Samsvarandi skýringar var og að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda ákvæðisins er því víðtækari, þ.e. gengur lengra, en þær takmarkanir sem 6.-10. gr. upplýsingalaga mæla fyrir um. Að því leyti sem ákvæðið tilgreinir ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 færist yfir á Þjóðskjalasafnið vegna upplýsinga sem stofnunin hefur tekið við, sbr. 2. mgr. greinarinnar. </p><p>Eins og að framan greinir hafa þau gögn er úskurðurinn lýtur að verið afmörkuð með eftirfarandi hætti: <b> </b></p><ol><li><p>Tölvubréf frá B til [...] kl. 16:55, 14. ágúst 2007.</p></li><li><p>Bréf frá C til D, 30. júní 2008.</p></li><li><p>Tölvubréf frá starfsmanni Kaupþings banka til starfsmanns Kaupthing Singer & Friedlander (KSF), 17. september 2008 kl. 11:59.</p></li><li><p>Tölvubréf frá E, forstöðumanni fjárstýringar Kaupþingssamstæðunnar til starfsmanns KSF, 22. september 2008 kl. 13:00 og 13:17.</p></li><li><p>Tölvubréf frá starfsmanni Kaupþings til starfsmanns KSF, 22. september 2008 kl. 23:09.</p></li><li><p>Tölvubréf innan KSF, 29. september 2008 kl. 19:08.</p></li><li><p>Tölvubréf frá starfsmanni Kaupþings banka til rannsóknarnefndar Alþingis, 17. desember 2009.</p></li><li><p>Gögn frá Fjármálaeftirlitinu „Liquidity Risk – template – 18 months – SEPT all currencies SENT.xls, 31. ágúst 2008. </p></li></ol><p>Fjallað verður um gögnin í sömu röð og hér greinir og skorið úr um rétt kærenda til aðgangs að þeim. </p><h3>2.</h3><p>Tölvubréf frá B til [...] var sent þann 14. ágúst 2007 kl. 16:55 og er tvær blaðsíður á lengd. Bréfið er sent til lánanefndar stjórnar Kaupþings banka vegna fyrirhugaðrar lánveitingar til tiltekins félags sem tengdist fyrirhuguðum viðskiptum bankans. Afrit sem úrskurðarnefndin fékk afhent hefur einnig að geyma svör tveggja meðlima lánanefndar. Úrskurðarnefndin fellst á það með Þjóðskjalasafni að efni skjalsins falli í heild sinni undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og er safnið bundið þagnarskyldunni með sama hætti samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins. Þá er einnig að finna í skjalinu upplýsingar sem varða mikilvæg viðskipta- og fjárhagsmálefni bankans sjálfs sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar sem þagnarskyldan á við um efni skjalsins í heild kemur ekki til álita að Þjóðskjalasafni verði gert að afhenda það að hluta samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p><h3>3.</h3><p>Bréf C til D hjá Kaupþing banka í Lúxemborg er dagsett 30. júní 2008, er tvær blaðsíður að lengd og á ensku. Eins og fram kemur í hinni kærðu ákvörðun er rætt um áhættur Kaupþings og tryggingar vegna lána hjá Seðlabankanum í Lúxemborg. Fallist er á það með safninu að um sé að ræða upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni bankans sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þetta á við um allt efni bréfsins og kemur því ekki til álita að Þjóðskjalasafninu verði gert að afhenda það að hluta samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p><h3>4.</h3><p>Næst verður vikið að tölvubréfum á milli starfsmanna Kaupþingssamstæðunnar, einkum á milli starfsmanna Kaupþings banka annars vegar og Kaupthing Singer & Friedlander hins vegar. Tölvubréf starfsmanns Kaupþings banka til starfsmanns Kaupthing Singer & Friedlander þann 17. september 2008 er á einni blaðsíðu, á ensku og hefur tímastimpilinn 6:59 í afriti sem úrskurðarnefndin hefur undir höndum en ekki 11:59 eins og tilgreint er í beiðni kærenda. Þá er einnig að finna tölvubréf á milli sömu starfsmanna kl. 11:32 sama dag. </p><p>Tölvubréf frá starfsmanni Kaupþings banka til starfsmanns Kaupthing Singer & Friedlander, dags. 22. september 2008 kl. 13:00 og 13:17, er að finna á meðal annarra tölvupóstsamskipta á tveimur blaðsíðum og á ensku. Tölvubréf frá starfsmanni Kaupþings til starfsmanns Kaupthing Singer & Friedlander sama dag kl. 23:09 fylgir með svari þess síðarnefnda, er ein blaðsíða á lengd og á ensku. Loks er tölvubréf innan Kaupthing Singer & Friedlander, dags. 29. september 2008 kl. 19:08, á meðal viðbragða viðtakenda þess á þremur síðum og á ensku.</p><p>Öll tölvubréfin eiga það sameiginlegt að innihalda umfjöllun um fyrirhugaða fjármálagerninga Kaupþingssamstæðunnar, einkum endurhverf verðbréfakaup, aðrar aðgerðir í starfsemi samstæðunnar og stöðu á fjármálamörkuðum. Fallist er á það með Þjóðskjalasafni að heimilt sé að takmarka aðgang kærenda að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í heild sinni. Því komi ekki til álita að gera Þjóðskjalasafni að veita aðgang að þeim að hluta samkvæmt 3. mgr. 5. gr. laganna. </p><h3>5.</h3><p>Í tölvubréfi starfsmanns Kaupþings banka til starfsmanns rannsóknarnefndar Alþingis, dags. 17. desember 2009, er að finna svar þess fyrrnefnda við viðbótarspurningum í kjölfar skýrslugjafar hjá nefndinni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur dregið þá ályktun af öðrum málum sem lotið hafa að skýrslugjöf fyrir rannsóknarnefndinni að þeim einstaklingum sem gáfu skýrslur fyrir rannsóknarnefndinni hafi gjarnan verið heitið trúnaði um upplýsingagjöf þeirra. Þótt þetta atriði standi ekki eitt og út af fyrir sig í vegi fyrir aðgangi almennings að skýrslunum telur úrskurðarnefndin að við mat á því, hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, geti það haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um. Sömu sjónarmið eiga við um svör við viðbótarspurningum nefndarmanna með tölvubréfi. </p><p>Í bréfinu er rætt um tiltekna fjármálagerninga Kaupþings banka, Kaupthing Singer & Friedlander og viðskiptavina samstæðunnar. Fallist er á það með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni starfsmannsins í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöf til nefndarinnar. Takmarkanir á aðgangi að bréfinu eiga við um það í heild og verður Þjóðskjalasafni því ekki gert að veita kærendum aðgang að henni að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<b> </b></p><h3>6.</h3><p>Loks er deilt um rétt kærenda til aðgangs að skjali sem stafar frá Fjármálaeftirlitinu; „Liquidity Risk – template – 18 months – SEPT all currencies SENT.xls“. Úrskurðarnefndin hefur áður tekið afstöðu til réttar almennings til aðgangs að skjalinu í úrskurði nr. A-547/2014 frá 24. júlí 2014, þá í vörslum Fjármálaeftirlitsins. Þar taldi nefndin tölulegar upplýsingar um lausafjárstöðu fjármálafyrirtækis á tilteknum tímapunkti teljast til viðkvæmra upplýsinga um viðskipti og rekstur þess. Skjalið hefði því að geyma upplýsingar sem háðar væru þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í máli þessu eru ekki komin fram sjónarmið sem leiða til þess að framangreind ákvæði verði túlkuð með öðrum hætti og er Þjóðskjalasafn bundið þagnarskyldu á grundvelli 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. </p><h3>7.</h3><p>Kærendur hafa haldið því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu Þjóðskjalasafnsins á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem sé háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014. </p><p>Samkvæmt framangreindu verður hin kærða ákvörðun Þjóðskjalasafns staðfest. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Staðfest er ákvörðun Þjóðskjalasafns, dags. 26. nóvember 2014, um að synja kærendum um aðgang að eftirfarandi gögnum: </p><ul><li><p>Tölvubréfi frá B til [...] kl. 16:55, 14. ágúst 2007.</p></li><li><p>Bréfi frá C til D, Kaupþingi, 30. júní 2008.</p></li><li><p>Tölvubréfi frá starfsmanni Kaupþings banka til starfsmanns Kaupthing Singer & Friedlander (KSF), 17. september 2008 kl. 11:59.</p></li><li><p>Tölvubréfi frá E, forstöðumanni fjárstýringar Kaupþingssamstæðunnar til starfsmanns KSF, 22. september 2008 kl. 13:00 og 13:17.</p></li><li><p>Tölvubréfi frá starfsmanni Kaupþings til starfsmanns KSF, 22. september 2008 kl. 23:09.</p></li><li><p>Tölvubréfi innan KSF, 29. september 2008 kl. 19:08.</p></li><li><p>Tölvubréfi frá starfsmanni Kaupþings banka til rannsóknarnefndar Alþingis, 17. desember 2009.</p></li><li><p>Gögnum frá Fjármálaeftirlitinu „Liquidity Risk – template – 18 months – SEPT all currencies SENT.xls, 31. ágúst 2008.</p></li></ul><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p> |
655/2016. Úrskurður frá 31. október 2016 | Miðbaugur ehf. kærði afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni um aðgang að gögnum varðandi samkeppni um verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Úrskurðarnefndin taldi að samkeppnin fæli ekki í sér hefðbundið útboð. Engu að síður var kærandi talinn njóta réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum eins og þátttakendur í útboðum. Úrskurðarnefndin tók fram að loforð stjórnvalds um trúnað gangi ekki framar ákvæðum upplýsingalaga um aðgang. Umbeðin gögn voru ekki talin hafa að geyma mikilvægar fjárhags-eða viðskiptaupplýsingar sem leynt skyldu fara. Kærandi hefði hins vegar hagsmuni af aðgangi, meðal annars til að geta lagt mat á hvernig framkvæmd samkeppninnar var háttað. Isavia var gert að afhenda kæranda tæknilega tillögu annars þátttakanda og einkunnir fyrir hana. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 31. október 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 655/2016 í máli ÚNU 15090008. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 15. september 2015 kærði Miðbaugur ehf. synjun Isavia ohf. dags. 31. ágúst s.á. á beiðni kæranda um aðgang að tilboðsgögnum Gleraugnamiðstöðvarinnar vegna forvals um leigu á verslunar- og veitingaaðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem fram fór árið 2014. Gögn málsins benda til þess að ætlun Isavia ohf. með umræddri samkeppni hafi verið að bjóða út leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði flugstöðvarinnar og að fyrirtækið hafi komið fram sem væntanlegur leigusali. Samskipti um ferlið fóru fram á ensku en Isavia ohf. kynnti það undir nafninu „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“. Hefðbundið er að nota orðin „útboð“ og „forval“ þegar verkkaupi eða kaupandi leitar skriflegra tilboða frá væntanlegum seljendum verks, vöru eða þjónustu. Framangreint ferli Isavia ohf. miðaði á hinn bóginn að því að fyrirtækið kæmi sjálft fram sem leigusali. Í ljósi þessa mun úrskurðarnefndin fjalla um umrætt ferli sem „samkeppni“ og að framlög þeirra sem tóku þátt hafi verið „tillögur“. </p><p>Synjun Isavia ohf. á gagnabeiðni kæranda var reist á því að Gleraugnamiðstöðin hafi lagst gegn afhendingu gagnanna og væri það mat Isavia að upplýsingar sem lytu að þátttakendum í samkeppninni og tilboðum þeirra teljist til mikilvægra einkamálefna þeirra, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Væri félaginu því óheimilt að afhenda þær öðrum auk þess sem trúnaði hafi verið heitið um gögnin. </p><p>Í kæru er þess krafist að Isavia verði gert að afhenda kæranda einkunnir og tilboðsgögn er snúa að tillögu Gleraugnamiðstöðvarinnar í samkeppninni. Nánar tiltekið er þess krafist að Isavia verði gert að afhenda kæranda einkunnir Gleraugnamiðstöðvarinnar í samkeppninni auk tillagna og fylgiskjala. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 580/2015 þar sem Isavia var gert að afhenda Gleraugnamiðstöðinni tiltekin gögn er tengdust umsókn kæranda í samkeppninni. </p><p>Krafa kæranda til aðgangs er reist á 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í kæru er vísað til þess að kærandi og Gleraugnamiðstöðin hafi verið einu þátttakendurnir í tilteknum flokki samkeppninnar en þar hafi Gleraugnamiðstöðin lotið í lægra haldi. Því yrði ekki séð með hvaða hætti einkahagsmunir Gleraugnamiðstöðvarinnar gætu skaðast yrði kæranda veittur aðgangur að gögnunum. Auk þess er vísað til jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem fram kemur að við úrlausn mála skuli stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. Tekið er fram að Gleraugnamiðstöðinni hafi þegar verið veittur aðgangur að gögnum er varði tilboð Miðbaugs í samkeppninni. Ekki verði séð að nokkur rök leiði til þess að niðurstaðan eigi að vera önnur í máli kæranda. Að lokum vísar kærandi til þess að hinar umbeðnu upplýsingar varði ráðstöfun opinberra gæða. Úrskurðarnefndin hafi margsinnis staðfest að réttur til aðgangs að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna og gæða sé ríkur og að skýra verði allar takmarkanir á rétti til slíkra upplýsinga þröngt, sbr. t.d. ÚNU nr. 224/2006. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 24. september 2015 var kæran kynnt Isavia og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði afhent afrit umbeðinna gagna í trúnaði. </p><p>Í umsögn Isavia ohf. um kæru kæranda dags. 8. október 2015 er vísað til þess að Gleraugnamiðstöðin hafi bæði skilað inn tæknilegri og fjárhagslegri tillögu. Þar sem tæknilega tillagan hafi ekki náð skilgreindri lágmarkseinkunn hafi fjárhagslega tillagan ekki verið skoðuð í samræmi við reglur samkeppninnar heldur endursend óopnuð. Isavia hafi því aðeins undir höndum tæknilega tillögu Gleraugnamiðstöðvarinnar og einkunnir fyrir hana. Vísað er til þess að í umræddum gögnum séu upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem gögnin stafa frá og félaginu sé því óheimilt að afhenda þau, sbr. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá eigi félagið einnig hagsmuni af því og rétt til að gæta trúnaðar um gögnin auk þess sem mikill vafi leiki á að afhending þeirra samræmist 10. gr. samkeppnislaga. Um frekari rökstuðning vísar Isavia ohf. til umsagna félagsins um fyrri kærur vegna framangreindrar samkeppni en þau sjónarmið sem þar komi fram eigi einnig við í máli þessu. </p><p>Umsögn Isavia var kynnt kæranda með bréfi, dags. 15. október 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust. </p><p>Með bréfi dags. 23. júní 2016 ítrekaði úrskurðarnefndin þá beiðni sína að nefndinni yrði látin í té afrit gagnanna í trúnaði. Tæknileg tillaga Gleraugnamiðstöðvarinnar og einkunnir fyrir hana bárust úrskurðarnefndinni með tölvupósti þann 24. júní 2016. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1. </h3><p>Í máli þessu krefst kærandi að fá aðgang að einkunnum og tilboðsgögnum Gleraugnamiðstöðvarinnar í samkeppni Isavia um leigu á verslunar- og veitingaaðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en kærandi var á meðal þátttakenda í samkeppninni. Í umsögn Isavia kemur fram að félagið hafi í vörslum sínum tæknilega tillögu Gleraugnamiðstöðvarinnar og einkunnir fyrir hana en fjárhagsleg tillaga félagsins hafi verið endursend félaginu óopnuð. Þar sem réttur til gagna samkvæmt upplýsingalögum nær aðeins til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, reynir því í máli þessu hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að tæknilegri tillögu Gleraugnamiðstöðvarinnar og einkunnum fyrir hana. </p><h3>2. </h3><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt það til grundvallar að þátttakendur í opinberum útboðum eigi rétt til aðgangs að útboðsgögnum sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014, 570/2015, 578/2015, 579/2015 og 580/2015. Samkeppni sú sem mál þetta tekur til var ekki hefðbundið útboð enda leitaði Isavia ohf. ekki skriflegra tilboða í verk, vöru eða þjónustu sem fyrirtækið ætlaði sér að kaupa heldur kom það sjálft fram sem leigusali verslunarrýmis. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður talið að að þátttakendur í slíkri samkeppni njóti njóti sama réttar til aðgangs og þátttakendur í hefðbundnu útboði, sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 578/2015, 579/2015 og 580/2015. Um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum fer því eftir 14. gr. upplýsingalaga. </p><h3>3. </h3><p>Í umsögn Isavia er vísað til þess að óheimilt sé að afhenda gögnin þar sem þau varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Gleraugnamiðstöðvarinnar, sbr. 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá samþykki Gleraugnamiðstöðin ekki að gögnin verði afhent auk þess sem Isavia hafi heitið trúnaði um upplýsingarnar. </p><p>Samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Í málinu reynir því á hvort fjárhags- eða viðskiptahagsmunir Gleraugnamiðstöðvarinnar standi gegn því að kæranda verði veittur aðgangur að umræddum gögnum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. </p><p>Í athugasemdum við ákvæði 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalagalaga nr. 140/2012 segir um 3. mgr. greinarinnar að þegar fram komi beiðni um upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni. Annars vegar reyni á hagsmuni þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. laganna. </p><p>Í athugasemdum við 9. gr. laganna í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum verði að meta saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. </p><p>Að því leyti sem slíkar upplýsingar kunna að hafa áhrif á samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem semja við opinbera aðila um ráðstafanir sem varða opinbera hagsmuni eða taka þátt í útboðum vegna slíkra ráðstafana, hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál miðað við að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Þrátt fyrir að um sé að ræða samkeppni um leiguhúsnæði en ekki hefðbundið útboð er engu að síður um að ræða ráðstöfun gæða sem teljast til opinberra hagsmuna. Í ljósi þessa hefur kærandi hagsmuni af því að fá aðgang að gögnum til að geta borið sig saman við aðra þátttakendur í samkeppninni til þess að hann gæti áttað sig á því hvernig staðið var að mati Isavia ohf. Þá verða fyrirtæki sem sækjast eftir því að fá ráðstafað til sín opinberum gæðum að vera undir það búin að upplýsingalög gildi um slíkar úthlutanir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að taka fram að loforð stjórnvalds um trúnað um gögn í vörslu þess gengur ekki framar þeim ákvæðum upplýsingalaga sem leiða til þess að aðgangur skuli heimilaður, þ.e.a.s. að loforð stjórnvalda eru marklaus fari þau í bága við ákvæði upplýsingalaga um upplýsingaskyldu þeirra. </p><p>Við mat á því hvort fjárhags- eða viðskiptahagsmunir standi upplýsingarétti skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga í vegi, sbr. 3. mgr. 14. gr. og 9. gr. laganna, hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál við það miðað að metið skuli hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla megi, með tilliti til aðstæðna í fyrirliggjandi máli, að það sé til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að upplýsingunum. Við matið verður að líta til þess hverju sinni hversu mikið tjónið geti orðið og hvaða líkur séu á því að það muni hljótast, verði upplýsingarnar veittar. </p><p>Úrskurðarnefnd fékk afhent tæknilega tillögu Gleraugnamiðstöðvarinnar og einkunnir fyrir hana og hefur yfirfarið gögnin. Tæknilegur hluti tillögu Gleraugnamiðstöðvarinnar er 10 blaðsíður að meðtaldri forsíðu. Á blaðsíðum 2-7 koma fram almennar upplýsingar um félagið auk lýsingar á tillögunni, þ. á m. upptalning á helstu söluvörum, verðlagsstefna og kynningaráætlun sem inniber fjárhagsáætlun. Á blaðsíðum 8-10 eru ljósmyndir sem sýna götumyndir og myndir sem teknar eru í verslun Sun Shop á Kaupmannahafnarflugvelli. Þá fylgja 5 einkunnablöð vegna tillögu Gleraugnamiðstöðvarinnar þar sem gefnar eru einkunnir á bilinu frá einum upp í tíu vegna mismunandi matsþátta. </p><p>Í umsögn Isavia ohf. kemur ekki fram hvaða upplýsingar í gögnunum eigi að fara leynt vegna fjárhags- og viðskiptahagsmuna Gleraugnamiðstöðvarinnar. Engan rökstuðning er þar að finna um hvernig upplýsingarnar geti valdið Gleraugnamiðstöðinni tjóni verði aðgangur að þeim veittur. Þá verður ekki séð að Isavia hafi tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að beita 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og veita aðgang að þeim hlutum skjals sem takmarkanir á upplýsingarétti eiga ekki við. </p><p>Að mati úrskurðarnefndarinnar geyma hvorki tæknileg tillaga Gleraugnamiðstöðvarinnar né einkunnir félagsins í samkeppninni mikilvægar fjárhags- eða viðskiptaupplýsingar sem leynt skuli fara. Þar er ekki að finna upplýsingar um sambönd Gleraugnamiðstöðvarinnar við viðskiptaskiptamenn fyrirtækisins sem virðast til þess fallnar að skaða hagsmuni þess, þau viðskiptakjör sem fyrirtækið nýtur, álagningu þess eða afkomu. Ekki verður séð að hætta sé á að tjón skapist fyrir Gleraugnamiðstöðina ef kæranda er veittur aðgangur að gögnunum. Þar af leiðandi verður ekki talið að heimilt sé að takmarka aðgang kæranda að gögnunum á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. laganna. </p><p>Kærandi hefur hagsmuni af því að fá upplýsingar um tillögur og einkunnir Gleraugnamiðstöðvarinnar meðal annars til að geta lagt mat á það hvernig framkvæmd hennar var háttað. Úrskurðarnefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að sá réttur verði ekki skertur með vísan til þess að fjárhags- eða viðskiptahagsmunir standi aðgangi að gögnunum í vegi. Þá hefur Isavia engan veginn rökstutt hvernig 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 leiðir til þess að synja beri kæranda um aðgang að gögnunum. Verður Isavia ohf. því gert að að veita kæranda aðgang að tæknilegri tillögu og einkunnum Gleraugnamiðstöðvarinnar í samkeppninni eins og nánar greinir í úrskurðarorðum. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Isavia ohf. skal afhenda Miðbaugi ehf. tæknilega tillögu Gleraugnamiðstöðvarinnar og einkunnir fyrir hana í samkeppninni „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“. </p><p> </p><p>Þorgeir Ingi Njálsson</p><p>varaformaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
652/2016. Úrskurður frá 31. október 2016 | Kærð var sú ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja um aðgang að skýrslum nafngreindra einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Þagnarskylda. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 31. október 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 652/2016 í máli ÚNU 14110006. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi þann 2. mars 2014 kærði A, fyrir hönd Brit Insurance Limited, Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., QBE International Insurance Ltd. og fleiri erlendra vátryggjenda, afgreiðslu Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni kærenda um aðgang að gögnum. </p><p>Upphafleg gagnabeiðni kærenda var dags. 5. apríl 2013 í 47 tölusettum liðum. Kærendur óskuðu meðal annars aðgangs að skýrslum 28 nafngreindra einstaklinga fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Með hinni kærðu ákvörðun, dags. 7. október 2014, var tekin afstaða til skýrslna 16 þeirra, en fjallað var um skýrslur hinna 12 í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 588/2015 frá 28. ágúst 2015. Þjóðskjalasafn synjaði kærendum um aðgang að flestum skýrslnanna á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, 5. mgr. 17. gr. laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða nr. 142/2008, 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2008 og 1. og 2. mgr. 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998. Þjóðskjalasafn byggði tilvísanir sínar til annarra ákvæða en 9. gr. upplýsingalaga á gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna. Þá vísaði safnið frá beiðni um aðgang að tveimur skýrslum þar sem þær fyndust ekki. </p><p>Í kæru kemur fram að Landsbanki Íslands hf. hafi höfðað nokkur dómsmál á hendur kærendum til greiðslu úr svokallaðri stjórnendatryggingu. Vátryggingartímabili tryggingarinnar hafi verið ætlað að vera frá 1. febrúar 2008 til 1. febrúar 2009. Landsbankinn hafi krafist greiðslu úr tryggingunni á þeim grundvelli að hún ætti að bæta tjón sem hann hafi orðið fyrir vegna meintrar saknæmrar háttsemi fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna hans. Kærendur hafi hins vegar alfarið hafnað gildi tryggingarinnar og allri ábyrgð á grundvelli hennar þar sem þeir hafi ekki verið upplýstir um misferli og margvísleg brot sem framin hefðu verið af hálfu Landsbankans og starfsmanna hans fyrir töku tryggingarinnar. Þar að auki hafi þeim verið veittar rangar upplýsingar um fjölda atriða í umsóknareyðublaði fyrir trygginguna. Kærendur segjast vinna að öflun gagna um framangreind atriði og hyggjast leggja þau fram í dómsmálunum sem áður var getið. </p><p>Kærendur byggja beiðni sína á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Að mati kærenda getur 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 ekki takmarkað afhendingarskyldu samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, þar sem um almennt þagnarskylduákvæði sé að ræða. Jafnvel þótt ákvæðið yrði talið sérstakt, andstætt almennri lögskýringu, telja kærendur það engu breyta þar sem gagnabeiðni þeirra varðaði Landsbankann sjálfan sem nú sé í slitameðferð. Í þessu samhengi vísa kærendur til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 758/2009. Þar komi fram að ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 sé ætlað að vernda persónulega og viðskiptalega hagsmuni þeirra er viðskipti eiga við fjármálafyrirtæki, ekki hagsmuni fyrirtækjanna sjálfra. Þar sem Landsbankinn sé í slitameðferð hafi bankinn enga hagsmuni af því að fyrri viðskipti fari leynt. Til viðbótar vísa kærendur einnig til dóma Hæstaréttar í málum nr. 191/2013, 356/2013, 412/2013, 413/2013 og 809/2013. </p><p>Kærendur telja að 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 geti heldur ekki takmarkað skyldu til að veita upplýsingar og aðgang að umbeðnum gögnum, enda sé ákvæðið undantekning frá meginreglu upplýsingalaga um afhendingarskylduna. Þá segi í ákvæðinu að takmarkanir þess varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Landsbankinn hafi hins vegar enga virka eða mikilvæga hagsmuni af leynd gagna um rekstur hans fyrir mörgum árum þar sem hann sé í slitameðferð. Sönnunarbyrði um annað hvíli á Þjóðskjalasafninu. </p><p>Í kæru segir að rannsóknarnefnd Alþingis og fjölmiðlar hafi fjallað um flest eða öll umbeðin gögn. Hafi yfirleitt ríkt þagnarskylda um einhver þeirra geri hún það augljóslega ekki lengur af þessum sökum. Hins vegar þurfi kærendur engu að síður að fá afrit af frumgögnunum til að staðreyna efni þeirra og leggja fram sem sönnunargögn í dómsmálum. Af dómum Hæstaréttar megi ráða að það hafi þýðingu við mat á þagnarskyldu hvort upplýsingarnar hafi birst opinberlega. Kærendur færa fram andsvör við röksemdum Þjóðskjalasafns um einstakar skýrslur sem þeir kröfðust aðgangs að, en þau eru að mestu samhljóða málsástæðum kærenda sem þegar eru raktar. Um þær skýrslur sem Þjóðskjalasafn kvað ekki fyrirliggjandi segjast kærendur áskilja sér rétt til að kæra þann þátt málsins ef síðar komi fram upplýsingar sem benda til annars. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var send Þjóðskjalasafni Íslands til umsagnar með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 7. nóvember 2014. Umsögn safnsins barst þann 2. desember 2014. Þar kemur fram að við afgreiðslu erindisins hafi Þjóðskjalasafn haft til hliðsjónar sjö úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem lúta að aðgangi að skýrslum einstaklinga fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 skuli færa gögn nefndarinnar á Þjóðskjalasafn og um aðgang að þeim fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. </p><p>Í umsögninni er forsaga rannsóknarnefndar Alþingis og laga nr. 142/2008 rakin. Samkvæmt 8. gr. laganna var skylt að koma fyrir nefndina til skýrslutöku ef hún krafðist þess. Nefndin hafði því heimild til að fá aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum, en í athugasemdum í frumvarpi er varð að lögum nr. 142/2008 komi fram að þagnarskylda víki undantekningarlaust fyrir skyldu til að láta nefndinni í té upplýsingar. Að mati Þjóðskjalasafns eru ákvæði laganna um víðtæka skyldu einstaklinga til að láta í té upplýsingar til þess fallin að hafa áhrif á mat á því hvort sanngjarnt sé gagnvart einstaklingum, sem skýrslurnar veittu, að efni þeirra verði gert opinbert. </p><p>Þjóðskjalasafn telur takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna koma í veg fyrir aðgang kærenda að skýrslunum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Mat skýrslugjafa eða opinská umfjöllun hans um tiltekin atriði og svör við spurningum út frá eigin hyggjuviti eða upplifunum, þar sem trúnaði er heitið, telst einkamálefni hans að dómi Þjóðskjalasafns. Þá vekur safnið athygli á því að þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki sé ætlað að vernda þriðja aðila, í þessu tilviki viðskiptamenn þeirra fyrirtækja sem skýrslugjafar störfuðu hjá. Ákvæðið sé sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga og gildi óháð því hvort annar lögaðili hafi tekið yfir réttindi og skyldur upphaflega aðilans. Þá breyti því heldur ekki hvort upplýsingarnar hafi verið birtar, beint eða óbeint, allt að einu sé Þjóðskjalasafninu óheimilt að veita aðgang að upplýsingum sem falla undir ákvæðið. </p><p>Þjóðskjalasafn telur að rétt að benda á að í 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 segi skýrt að heimilt sé við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskyldan gildi annars um. Þessi undantekning gildi ekki við afgreiðslu Þjóðskjalasafnsins á beiðni kærenda. Loks vekur safnið athygli á dómi Hæstaréttar Íslands frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014, þar sem ekki hafi verið fallist á aðgang að skýrslum tiltekinna starfsmanna Seðlabanka Íslands fyrir rannsóknarnefnd Alþingis á grundvelli upplýsingalaga. </p><p>Umsögn Þjóðskjalasafns var kynnt kærendum með bréfi dags. 3. desember 2014 og þeim veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 2. febrúar 2015. Kærendur ítrekuðu þá afstöðu sína að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki og 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi teljist almenn þagnarskylduákvæði en ekki sérstök. Þá mótmæltu kærendur því að skýrslugjöfum fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið heitið trúnaði, enda hafi hvergi komið fram að sú hafi verið raunin. Kærendur sögðust ósammála því að 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 eigi ekki við um gagnabeiðni sína. Hún hafi verið lögð fram í tilefni af einkamálum sem rekin séu á hendur þeim og skilyrði ákvæðisins væru því uppfyllt. Loks mótmæla kærendur því að dómur Hæstaréttar frá 2. júní 2014 í máli nr. 329/2014 hafi fordæmisgildi. Þagnarskylduákvæði laga um Seðlabanka Íslands sé alls ekki sambærilegt ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. </p><p>Með bréfum dags. 10. og 11. október 2016 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu 14 þeirra einstaklinga, sem kæran lýtur að, til þess hvort þeir teldu eitthvað því til fyrirstöðu að því er varðar einkahagsmuni þeirra að veita kærendum aðgang að skýrslu þeirra fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Ekki tókst að óska eftir afstöðu eins þeirra. Alls bárust svör frá 13 skýrslugjöfum. Tólf lögðust gegn afhendingu skýrslu sinnar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis með vísan til þess að þær teldust til einka- og fjárhagsmálefna sinna. Þá kom fram að skýrslugjöfum hefði verið heitið trúnaði og þeir tekið mið af því við skýrslugjöfina. Af hálfu G kom fram að ekkert er varði einkahagsmuni hans sé því til fyrirstöðu að veita aðgang að skýrslu hans fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Með vísan til 1. og 3. mgr. 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir óþarft að rekja efni svara skýrslugjafa frekar. Meðferð máls þessa hefur tafist óhæfilega vegna anna í störfum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta lýtur sem fyrr segir að lögmæti synjunar Þjóðskjalasafns Íslands á aðgangi kærenda að skýrslum sextán einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, nánar tiltekið: </p><ol><li><p>Skýrsla B frá 15. október 2009.</p></li><li><p>Skýrsla C frá 8. janúar 2010.</p></li><li><p>Skýrsla D frá 23. október 2009.</p></li><li><p>Skýrsla E frá 7. október 2009.</p></li><li><p>Skýrslur F frá 6. nóvember og 30. desember 2009.</p></li><li><p>Skýrsla G frá 9. nóvember 2009.</p></li><li><p>Skýrsla H frá 12. maí 2009.</p></li><li><p>Skýrsla I frá 23. september 2009.</p></li><li><p>Skýrsla J frá 14. september 2009.</p></li><li><p>Skýrsla K frá 23. september 2009.</p></li><li><p>Skýrsla L og M frá 24. ágúst 2009.</p></li><li><p>Skýrsla N frá 7. september 2009.</p></li><li><p>Skýrsla O frá 5. október 2009.</p></li><li><p>Skýrslur P frá 19. ágúst, 27. ágúst og 2. september 2009.</p></li><li><p>Skýrsla Q frá 20. ágúst 2009. </p></li></ol><p>Kærendur byggja heimild sína til aðgangs að skýrslunum einkum á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ákvörðun Þjóðskjalasafns byggir hins vegar á því að upplýsingaréttur kærenda samkvæmt ákvæðinu sé takmarkaður af 9. gr. laganna, auk þagnarskylduákvæða 58. gr. laga nr. 161/2002 og 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni litið á 58. gr. laga nr. 161/2002 og 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sem sérstök ákvæði um þagnarskyldu, og geti þau því takmarkað upplýsingarétt almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, sbr. gagnályktun af 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna. Ákvæðin ber að skýra til samræmis við 9. gr. upplýsingalaga að því leyti sem ekki eru í þeim tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem gæta ber trúnaðar um. </p><p>Skýrslurnar urðu til við starfsemi rannsóknarnefndar Alþingis sem starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 142/2008 var öllum skylt að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að láta í té upplýsingar, gögn og skýringar sem hún fór fram á. Samkvæmt 3. mgr. 6. gr. sömu laga var skylt að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að veita upplýsingar þótt þær væru háðar þagnarskyldu. Í 1. mgr. 8. gr. var sérstaklega tekið fram að sérhverjum væri skylt að koma fyrir nefndina til skýrslutöku krefðist hún þess. Brot á þeirri skyldu að veita nefndinni upplýsingar gat skv. 11. gr. varðað refsingu. </p><p>Eins og kunnugt er skilaði rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem gerð var opinber í samræmi við ákvæði IV. kafla laga nr. 142/2008 þar sem birtar voru upplýsingar sem fram komu við skýrslutökur og nefndin taldi nauðsynlegt að almenningur hefði aðgang að. Í 4. mgr. 4. gr. laganna kemur fram að þagnarskylda nefndarmanna og þeirra er unnu að rannsókninni stæði því ekki í vegi að rannsóknarnefndin gæti birt upplýsingar sem annars teldust háðar þagnarskyldu, ef nefndin teldi slíkt nauðsynlegt til að rökstyðja niðurstöður sínar. Í ákvæðinu kemur fram að nefndin skyldi því aðeins birta upplýsingar um persónuleg málefni einstaklinga, þ.m.t. fjármál þeirra, að verulegir almannahagsmunir af því að birta upplýsingarnar vægju þyngra en hagsmunir þess einstaklings sem í hlut ætti. </p><p> Framangreind ákvæði laga nr. 142/2008 mæla fyrir um víðtækar skyldur einstaklinga til að láta rannsóknarnefnd Alþingis í té upplýsingar og eru til þess fallin að hafa áhrif á mat á því hvort sanngjarnt sé, gagnvart þeim einstaklingum sem skýrslurnar veittu, að efni þeirra verði gert opinbert. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur dregið þá ályktun af öðrum málum sem lotið hafa að skýrslugjöf fyrir rannsóknarnefndinni að þeim einstaklingum sem gáfu skýrslur fyrir rannsóknarnefndinni hafi gjarnan verið heitið trúnaði um upplýsingagjöf þeirra. Þótt þetta atriði standi ekki eitt og út af fyrir sig í vegi fyrir aðgangi almennings að skýrslunum telur úrskurðarnefndin að við mat á því, hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, geti það haft áhrif ef þær hafi verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla megi að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um. </p><h3>2.</h3><p>Verður nú vikið nánar að hinum umbeðnu skýrslum og komist að niðurstöðu um það hvort efni þeirra sé þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim með vísan til framanrakinna ákvæða um þagnarskyldu. </p><p>Skýrsla B er dagsett 15. október 2009 og er 20 blaðsíður að lengd. B var [...] haustið 2008. Í skýrslunni ræðir hann almennt um viðskipti bankans fram að efnahagshruni, stöðu bankans á markaði og lýsir sýn sinni á íslensk og alþjóðleg efnahagsmál. Fram koma lýsingar á samskiptum hans við samstarfsmenn innan bankans, samskiptum og viðskiptum bankans við önnur fjármálafyrirtæki og stjórnvöld og upplýsingar um kaupréttarsamninga starfsmanna bankans. Á stöku stað lýsir hann viðskiptum og stöðu tilgreindra viðskiptamanna bankans. Fallist er á það með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni B í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá er að finna í skýrslunni upplýsingar sem falla undir þagnarskyldu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild og verður Þjóðskjalasafni því ekki gert að veita kærendum aðgang að henni að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p><p>Skýrsla C er dagsett 8. janúar 2010 og er 51 blaðsíða að lengd. C var [...] haustið 2008. Í skýrslunni rekur C aðkomu sína að rekstri Landsbankans og stöðu bankans frá einkavæðingu og fram að hruni með ítarlegum hætti, samskiptum sínum við starfsmenn bankans, stjórnendur annarra fjármálafyrirtækja og íslensk og erlend stjórnvöld. Á stöku stað er að finna upplýsingar um viðskipti tiltekinna viðskiptamanna bankans. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni C í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá er að finna í skýrslunni upplýsingar sem falla undir þagnarskyldu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild.</p><p>Skýrsla D er dagsett 23. október 2009 og er 27 blaðsíður að lengd. D var [...] haustið 2008. Hún ræðir um hlutabréfaviðskipti [...], vöxt þeirra og önnur atriði í starfsemi Landsvaka fram til haustsins 2008. Á stöku stað koma viðskipti viðskiptamanna Landsvaka til umfjöllunar. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að efni skýrslunnar teljist til einkamálefna D í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá er að finna í skýrslunni upplýsingar sem falla undir þagnarskyldu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild. </p><p>Skýrsla E er dagsett 7. október 2009 og er 18 blaðsíður að lengd. E var [...] haustið 2008 og var ráðinn [...] 2008. Efni skýrslunnar lýtur einkum að starfsemi síðarnefnda félagsins og aðgerðum í rekstri þess veturinn 2008-2009. Í skýrslunni er viðskiptum sjóða Landsvaka lýst, samskiptum E við samstarfsmenn, stjórnvöld og aðra og upplifun hans af starfseminni. Þá er málefnum viðskiptamanna Landsvaka lýst á stöku stað. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að efni skýrslunnar teljist til einkamálefna E í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá er að finna í skýrslunni upplýsingar sem falla undir þagnarskyldu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild. </p><p>Skýrsla F er dagsett 6. nóvember 2009 og er 19 blaðsíður að lengd. F var [...] haustið 2008 og [...]. Skýrslan lýtur einkum að starfsemi síðarnefnda félagsins. F lýsir stöðu og starfsemi Landsvaka, fjárfestingarstefnu sjóða félagsins, samskipti við stjórnvöld, þar á meðal Fjármálaeftirlitið og aðgerðir í aðdraganda og kjölfar efnahagshrunsins. Á stöku stað koma til umfjöllunar málefni einstakra viðskiptamanna Landsvaka. Í skýrslu F, dags. 30. desember 2009, sem er einnig 19 blaðsíður að lengd, er rætt um viðskipti, starfsemi og aðgerðir Landsbankans í alþjóðlegu samhengi í aðdraganda efnahagshrunsins. Umfjöllun um viðskipti og hagsmuni tiltekinna viðskiptamanna bankans er óveruleg. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslnanna teljist einkamálefni F í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá er að finna í skýrslunni dags. 6. nóvember 2009 upplýsingar sem falla undir þagnarskyldu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Í ljósi efnis skýrslnanna og samhengis eiga takmarkanir á aðgangi við um þær í heild. </p><p>Skýrsla G er dagsett 9. nóvember 2009 og er 10 blaðsíður að lengd. G var [...] haustið 2008. Í skýrslunni ræðir G um viðskipti bankans í aðdraganda efnahagshrunsins, einkum við erlend fjármálafyrirtæki. Af hálfu G hefur komið fram að hann samþykki að almenningi verði veittur aðgangur að skýrslunni, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Hins vegar hefur skýrslan að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni gamla Landsbankans og annarra lögaðila, sbr. 2. málsl. ákvæðisins. Þá er að finna í skýrslunni upplýsingar sem falla undir þagnarskyldu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild. </p><p>Skýrsla H er dagsett 12. maí 2009 og er 76 blaðsíður að lengd. H var [...] haustið 2008. Í skýrslunni lýsir H upplifun sinni af aðdraganda erfiðleika og falls íslensku bankanna á opinskáan hátt, þrengingum á markaði og aðgerðum og viðskiptum sem bankinn framkvæmdi, samskiptum sínum við starfsmenn bankans, íslensk og erlend stjórnvöld og fulltrúa þeirra og málefni ýmissa tiltekinna viðskiptamanna bankans. Fallist er á það með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni H í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá er að finna í skýrslunni upplýsingar sem falla undir þagnarskyldu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild og verður Þjóðskjalasafni því ekki gert að veita kærendum aðgang að henni að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p><p>Skýrsla I er dagsett 23. september 2009 og er 54 blaðsíður að lengd. I var [...] haustið 2008. Í skýrslunni lýsir I upplifun sinni á starfsemi og stjórn Landsvaka, sjóðum og vexti þeirra, sambandi Landsvaka við Landsbanka og hlutverki sjóðsstjóra. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að efni skýrslunnar teljist til einkamálefna I í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá er að finna í skýrslunni upplýsingar sem falla undir þagnarskyldu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild. </p><p>Skýrsla J er dagsett 14. september 2009 og er 29 blaðsíður að lengd. J gegndi starfi [...] haustið 2008. Í skýrslunni ræðir J um starfsemi Landsbankans þar í landi, samskipti við erlend stjórnvöld og viðskipti og málefni einstakra viðskiptamanna bankans. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að efni skýrslunnar teljist til einkamálefna J í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá er að finna í skýrslunni upplýsingar sem falla undir þagnarskyldu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild. </p><p>Skýrsla K er dagsett 23. september 2009 og er 18 blaðsíður að lengd. K var [...] haustið 2008. Í skýrslunni er að finna umfjöllun um kaupréttarsamninga starfsmanna, þróun á íslenskum hlutabréfamarkaði í aðdraganda efnahagshrunsins og málefni tiltekinna viðskiptamanna bankans. Loks lýsir K eigin fjárhagsstöðu í skýrslunni. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að efni skýrslunnar teljist til einkamálefna hans í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá er að finna í skýrslunni upplýsingar sem falla undir þagnarskyldu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild. </p><p>L og M gáfu skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis þann 24. ágúst 2009 og er skýrslan 11 blaðsíður að lengd. Haustið 2008 var L [...] og M [...]. Í skýrslunni eru þeir spurðir um fundi í fjármálanefnd Landsbankans. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að efni skýrslunnar teljist til einkamálefna þeirra L og M í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild. </p><p>Skýrsla N er dagsett 7. september 2009 og er 21 blaðsíða að lengd. N gegndi starfi [...] haustið 2008. N ræðir hlutverk og starfsskyldur [...] og starfsemi bankans frá hans sjónarhorni. Á einum stað ræðir N um málefni tiltekins viðskiptamanns bankans. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að efni skýrslunnar teljist til einkamálefna N í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá er að finna í skýrslunni upplýsingar sem falla undir þagnarskyldu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild. </p><p>Skýrsla O er dagsett 5. október 2009 og er 174 blaðsíður að lengd. O var [...] haustið 2008. Í skýrslunni er starfsemi stofnunarinnar í aðdraganda efnahagshrunsins lýst með ítarlegum hætti. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fellur efni skýrslunnar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Þá er einnig að finna upplýsingar sem teljast til einkamálefna O í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild. </p><p>Skýrslur P eru dagsettar 19. ágúst, 27. ágúst og 2. september 2009 og eru 142, 157 og 196 blaðsíður að lengd. P var [...] haustið 2008. Í skýrslunum lýsir P starfsemi bankans í aðdraganda efnahagshrunsins með ítarlegum hætti, innri málefnum bankans, aðstæðum í íslenskum efnahagsmálum, samskiptum sínum við starfsmenn bankans og annarra fjármálafyrirtækja og stjórnvöld. Þá er vikið að málefnum tiltekinna viðskiptamanna bankans. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist til einkamálefna P í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að teknu tillit til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá falla hlutar skýrslunnar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild. </p><p>Skýrsla Q er dagsett 20. ágúst 2009 og er 106 blaðsíður að lengd. Q var [...] haustið 2008. Í skýrslunni ræðir Q um starfsemi bankans í aðdraganda efnahagshrunsins, samskipti sín við samstarfsmenn og stjórnvöld. Á stöku stað koma málefni einstakra viðskiptamanna bankans til umfjöllunar. Fallist er á það með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist til einkamálefna Q í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tillit til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá falla hlutar skýrslunnar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild. </p><p>Samkvæmt því sem að framan er rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að staðfesta beri synjun Þjóðskjalasafns Íslands á aðgangi kærenda að umbeðnum skýrslum í heild. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni Brit Insurance Limited, Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., QBE International Insurance Ltd. og fleiri erlendra vátryggjenda um aðgang að eftirfarandi skýrslum er staðfest: </p><ol><li><p>Skýrslu B frá 15. október 2009.</p></li><li><p>Skýrslu C frá 8. janúar 2010.</p></li><li><p>Skýrslu D frá 23. október 2009.</p></li><li><p>Skýrslu E frá 7. október 2009.</p></li><li><p>Skýrslum F frá 6. nóvember og 30. desember 2009.</p></li><li><p>Skýrslu G frá 9. nóvember 2009.</p></li><li><p>Skýrslu H frá 12. maí 2009.</p></li><li><p>Skýrslu I frá 23. september 2009.</p></li><li><p>Skýrslu J frá 14. september 2009.</p></li><li><p>Skýrslu K frá 23. september 2009.</p></li><li><p>Skýrslu L og M frá 24. ágúst 2009.</p></li><li><p>Skýrslu N frá 7. september 2009.</p></li><li><p>Skýrslu O frá 5. október 2009.</p></li><li><p>Skýrslum P frá 19. ágúst, 27. ágúst og 2. september 2009.</p></li><li><p>Skýrslu Q frá 20. ágúst 2009. </p></li></ol><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
645/2016. Úrskurður frá 20. september 2016 | Einkahlutafélag kærði afgreiðslu Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum um niðurstöðu bankans á ætluðum brotum annars á lögum nr. 87/1992 vegna greiðsla úr nauðasamningi. Kærandi hafði óskað eftir aðgangi að „öllum álitum, úrskurðum, túlkunum, tilmælum og hvaðeina sem bankinn hafi látið frá sér fara“ um heimildir til útgreiðslna úr nauðasamningi félagsins en einnig nánar tilgreindum gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankanum bæri að afgreiða fyrri beiðnina efnislega en kæru var vísað frá úrskurðarnefndinni um önnur gögn þar sem þau væru undirorpin sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og 15. gr. laga nr. 87/1992. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 20. september 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 645/2016 í máli ÚNU 15100004. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 19. nóvember 2015 kærði Raskur ehf. afgreiðslu Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að gögnum um einkahlutafélagið Klakka. Með bréfi dags. 14. september 2015 óskaði kærandi eftir öllum álitum, úrskurðum, túlkunum, tilmælum og hvaðeina sem bankinn hafi látið frá sér fara um heimildir Klakka til útgreiðslna úr nauðasamningi til kröfuhafa, en sérstaklega eftirfarandi gögnum: </p><ol><li>Gögnum um niðurstöðu rannsóknar Seðlabanka Íslands á ætluðum brotum Klakka á lögum nr. 87/1992 vegna greiðslna úr nauðasamningi til Rasks ehf. </li><li>Gögnum um afstöðu Seðlabanka Íslands til útgreiðslna Klakka á grundvelli nauðasamnings að undangengnum framsölum milli innlendra og erlendra kröfuhafa. </li><li>Úrskurðum Seðlabanka Íslands um heimild Klakka til að greiða kröfuhöfum sem áður höfðu verið skilgreindir sem erlendir kröfuhafar.</li><li>Umsögn og/eða minnisblaði Seðlabanka Íslands sem send voru efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og/eða fjármála- og efnahagsráðuneytinu í tengslum við setningu laga nr. 27/2015 og varða m.a. breytingu á dagsektarákvæðum laga nr. 87/1992. </li></ol><p>Í gagnabeiðni kæranda er tekið fram að kærandi hafi fengið framseldar kröfur úr nauðasamningi Klakka frá móðurfélagi sínu. Seðlabankinn hafi í kjölfarið hafið rannsókn á því hvort í framsölunum fælust fjármagnshreyfingar á milli landa sem brytu í bága við ákvæði laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál og komist að þeirri frumniðurstöðu að svo væri. Þá hafi Klakki upplýst að Seðlabankinn hafi úrskurðað sérstaklega um heimild félagsins til að greiða tveimur erlendum kröfuhöfum. Af þessu tilefni færi Raskur þess á leit við Seðlabankann að félaginu verði afhent öll álit, úrskurði, túlkanir, tilmæli og annað sem bankinn hafi látið frá sér fara um heimildir Klakka til útgreiðslna úr nauðasamningi til kröfuhafa. </p><p>Þann 7. október 2015 kærði kærandi drátt Seðlabanka Íslands á meðferð beiðninnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kæru kemur fram að Seðlabanki Íslands hafi með bréfi þann 5. október upplýst að enn væri unnið að málinu og leitast yrði við að svara erindinu sem fyrst. Kæranda væri hins vegar nauðsynlegt að skjóta málinu til úrlausnar úrskurðarnefndar um upplýsingamál með vísan til 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem erindi hans hafi ekki verið svarað. </p><p>Kæran var kynnt Seðlabankanum með bréfi úrskurðarnefndarinnar þann 14. október 2015 og veittur frestur til að taka ákvörðun um afgreiðslu hennar. Með bréfi, dags. 29. október 2015, tók Seðlabankinn afstöðu til beiðni kæranda. Í svarbréfi Seðlabankans kemur meðal annars fram að Seðlabankinn telji þann hluta gagnabeiðni kæranda, sem varðar öll álit, úrskurði, túlkanir, tilmæli og hvaðeina sem bankinn hafi látið frá sér fara um heimildir Klakka til útgreiðslna úr nauðasamningi til kröfuhafa, ekki nægilega skýran með tilliti til 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Starfsmenn bankans hafi unnið að mörgum málum vegna Klakka sem séu bæði ólík að efni og eðli. Auk þess sé sumum þessara mála lokið en öðrum ekki. Með þetta í huga sé ómögulegt fyrir bankann að átta sig á við hvað væri átt. </p><p>Hvað varðar gögn sem falla undir fyrsta lið beiðninnar tók Seðlabankinn fram að rannsókn á ætluðum brotum Klakka gegn lögum nr. 87/1992 vegna greiðslna úr nauðasamningi til Rasks væri ekki lokið og því engum niðurstöðum til að dreifa. Seðlabankinn hafi þegar afhent kæranda afrit af tilteknu minnisblaði en það sé niðurstaða bankans að önnur gögn sem bankinn hafi fundið í skrám sínum séu háð þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, 15. gr. gjaldeyrislaga nr. 87/1992 og 2. málsl. 9. gr. laga nr. 140/2012. </p><p>Kærandi kærði ákvörðun Seðlabankans til úrskurðarnefndarinnar þann 19. nóvember 2015 eins og áður segir. Í kærunni er sett fram sú krafa að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geri bankanum skylt að afhenda þau gögn sem tilgreind eru í kæru, að hluta eða að öllu leyti. </p><p>Kærandi telur sig eiga rétt til aðgangs að gögnunum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga sem mælir fyrir um rétt aðila til aðgangs að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Þá reisir kærandi rétt sinn á meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Kærandi telur að umbeðin gögn hljóti a.m.k. að hluta, að falla undir gildissvið 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þannig hljóti þau gögn sem óskað er eftir í 2. tölul. að geyma upplýsingar um kæranda sjálfan en um sé að ræða rannsókn Seðlabanka Íslands á greiðslu Klakka til kæranda. Klakki hafi upplýst kæranda um að Seðlabankinn hafi tilkynnt félaginu um frumniðurstöður rannsóknarinnar og því veki furðu þær fullyrðingar bankans um að engum niðurstöðum sé til að dreifa. Auk þess sé ekki útilokað að önnur gögn sem óskist afhent hafi einnig að geyma upplýsingar um kæranda. Tekið er fram að kærandi sé á meðal kröfuhafa í Klakka og hafi því sérstaka hagsmuni af úrlausnum Seðlabanka Íslands um nauðasamning Klakka. Sé réttur kæranda að aðgangi að gögnunum því ríkari en réttur almennings. </p><p>Kærandi tekur fram að hann telji upplýsingabeiðnina nægjanlega vel afmarkaða en hún varði einungis úrlausnir Seðlabanka Íslands um heimildir Klakka til greiðslna úr nauðasamningi. Beiðnin nái því til tiltekinna gagna sem varði einn aðila. Hvað varðar tilvísun Seðlabankans til þagnarskylduákvæða 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og 15. gr. laga nr. 87/1992 er bent á að þau gögn sem óskað sé eftir í þriðja tölulið virðist ekki háð þagnarskyldu í skilningi ákvæðanna. Fremur sé þar um að ræða gögn um almenna afstöðu Seðlabankans til tiltekinnar tegundar lögskipta. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar dags. 1. desember 2015 var Seðlabankanum kynnt kæran og gefinn kostur á að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. </p><p>Umsögn Seðlabankans er dagsett þann 18. desember 2015. Þar kemur meðal annars fram að Seðlabankinn líti svo á að sama synjun bankans hafi verið kærð tvívegis til nefndarinnar. Hvað varðar gagnabeiðni kæranda er tekið fram að bankinn telji beiðni um öll gögn í vörslum bankans um heimildir Klakka til greiðslna úr nauðasamningi ekki nægilega skýra með tilliti til 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem segi að upplýsingabeiðni þurfi að varða tiltekið mál. Innan bankans sé unnið að talsverðum fjölda mála tengdum Klakka sem séu ólík að efni og eðli. Auk þess sé sumum þessara mála lokið en öðrum ekki. </p><p>Að því er varðar fyrsta tölulið í gagnabeiðninni tekur Seðlabankinn fram að rannsókn á áætluðum brotum Klakka gegn ákvæðum gjaldeyrislaga nr. 87/1992 sé ólokið. Óskað sé eftir upplýsingum um niðurstöðu í rannsóknarmáli á hendur Klakka en slíkum gögnum sé ekki til að dreifa þótt ýmis málsgögn liggi fyrir. Niðurstaða í málinu fáist ekki fyrr en andmælaferli sé lokið og bankinn hafi tekið stjórnvaldsákvörðun. </p><p>Í umsögn Seðlabankans kemur enn fremur fram að bankinn meti það svo að umbeðin gögn séu í heild háð þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, 15. gr. laga nr. 87/1992 og 2. málsl. 9. gr. laga nr. 140/2012. Vísað er til þess að bæði úrskurðarnefnd um upplýsingamál og Hæstiréttur Íslands hafi talið 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 fela í sér sérstakt þagnarskylduákvæði sem eitt og sér geti komið í veg fyrir að almenningi verði veittur aðgangur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Um frekari sjónarmið og rökstuðning bankans hvað þetta varðar er vísað til umfjöllunar á fyrri stigum málsins. </p><p>Varðandi annan lið beiðninnar er tekið fram að Klakka hafi verið gefinn kostur á að koma að andmælum í málinu og geti verið að kærandi sé að vísa til bréfs þess efnis. Þá er tekið fram að í upplýsingabeiðni kæranda og kæru sé óskað eftir upplýsingum um niðurstöðu í rannsóknarmáli á hendur Klakka en slíkum gögnum sé ekki til að dreifa þótt ýmis málsgögn liggi fyrir. Niðurstaða í málinu fáist ekki fyrr en bankinn hafi tekið stjórnvaldsákvörðun. Að lokum sé það mat bankans að umbeðin gögn í heild sinni séu háð þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, 15. gr. laga nr. 87/1992 og 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Seðlabanki hafni kröfu kæranda um að honum verði veittur aðgangur að umbeðnum upplýsingum þar sem þær varði hagi viðskiptamanna bankans og sumpart málefni bankans sjálfs en slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, sbr. einnig 15. gr. laga nr. 87/1992. </p><p>Með umsögn Seðlabankans fylgdu fjögur skjöl sem bankinn fann í skrám sínum og telur að falli að öðrum og þriðja lið gagnabeiðni kæranda. Þá hafi Seðlabanki Íslands þegar afhent kæranda minnisblað samkvæmt fjórða tölulið beiðninnar. </p><p>Umsögn Seðlabanka Íslands var kynnt kæranda með bréfi dags. 29. desember 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar beiðni um aðgang að gögnum í vörslum Seðlabanka Íslands. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að samkvæmt efni beiðninnar og stöðu kæranda gagnvart Seðlabankanum uppfylli hann skilyrði þess að með kæru hans verði farið samkvæmt ákvæðum 14. gr. upplýsingalaga. </p><p>Í fyrsta lagi ber að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að „öllum álitum, úrskurðum, túlkunum, tilmælum og hvaðeina sem [Seðlabankinn] hafi látið frá sér fara um heimildir Klakka til útgreiðslna úr nauðasamningi til kröfuhafa.“ Af hálfu bankans hefur komið fram að hann telji beiðnina ekki nægilega skýra til að unnt sé að taka afstöðu til hennar, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Samkvæmt tilgreiningarreglu eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, 10. gr., eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 161/2006, bar beiðanda að tilgreina þau gögn sem hann óskaði eftir að kynna sér. Með upplýsingalögum nr. 140/2012 tók ný tilgreiningarregla gildi, sbr. 1. mgr. 15. gr. Þar segir að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að tilgreining kæranda sé nægjanlega skýr til að uppfylla það skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að hægt sé, án verulegar fyrirhafnar, að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Samkvæmt orðalagi gagnabeiðninnar er óskað eftir öllum gögnum í vörslum bankans er varða heimildir til útgreiðslna samkvæmt nauðasamningi tiltekins félags. Því er Seðlabankanum skylt að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim gögnum er bankinn hefur látið frá sér fara og tengjast heimildum Klakka til útgreiðslna úr nauðasamningi til kröfuhafa. </p><h3>2.</h3><p>Í öðru lagi óskaði kærandi eftir gögnum um niðurstöðu rannsóknar Seðlabankans í tilteknu máli sem varðar meint brot Klakka gegn gjaldeyrislögum nr. 87/1992 vegna greiðslna Klakka úr nauðasamningi til Rasks. Samkvæmt orðalagi í kæru verður að skilja þennan lið beiðninnar svo að hann sé bundinn við gögn um niðurstöðu rannsóknarinnar en taki ekki til þeirra gagna sem niðurstaðan kann að byggja á. Slík gögn kunna hins vegar að falla undir aðra liði beiðninnar. </p><p>Í umsögn Seðlabankans er tekið fram að slíkri niðurstöðu sé ekki til að dreifa og hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að telja þá staðhæfingu Seðlabankans ranga. Í athugasemdum kæranda kemur fram að Klakka hafi verið tilkynnt um niðurstöðu frumrannsóknar á meintum brotum félagsins. Í gögnum málsins fyrir úrskurðarnefndinni liggur ekki fyrir að Seðlabankinn hafi tilkynnt um niðurstöðu slíkrar frumrannsóknar og hefur úrskurðarnefndinni ekki verið látið í té afrit gagns um slíka tilkynningu. Því verður að vísa kæru frá hvað varðar afhendingu gagna um niðurstöðu rannsóknar Seðlabankans á meintum brotum Klakka gegn gjaldeyrislögum nr. 87/1992. </p><h3>3.</h3><p>Í málinu liggja fyrir gögn sem Seðlabankinn telur falla undir annan og þriðja lið beiðni kæranda. Annars vegar er um að ræða gögn um afstöðu Seðlabanka Íslands til útgreiðslna Klakka á grundvelli nauðasamnings að undangengnum framsölum milli innlendra og erlendra kröfuhafa. Hins vegar er um að ræða afrit af úrskurðum bankans um heimild Klakka til að greiða kröfuhöfum sem áður hefðu verið skilgreindir sem erlendir kröfuhafar. Í umsögn sinni vísar Seðlabankinn til þess að gögnin séu undanskilin upplýsingarétti á grundvelli 1. mgr. 35. gr. laga 36/2001 og nr. 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992. </p><p>Í dómi Hæstaréttar Íslands 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 var komist að þeirri niðurstöðu að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Með þessu er þó ekki sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Undir orðlagið „málefni bankans sjálfs“ kunna að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari. Vísast um þetta til úrskurða nefndarinnar nr. A-406/2012, 558/2014 og 582/2015. Nái þagnarskylda ákvæðisins ekki til ákveðinna tilvika geta aðrar undantekningar frá upplýsingarétti átt við, t.d. 6.-10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Í 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992 segir orðrétt: </p><blockquote><p>„Þeir sem annast framkvæmd þessara laga eru bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p></blockquote><p> Ákvæðið telst einnig vera sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsinglaga um hagi einstakra viðskiptamanna, sem ber þó eftir atvikum að túlka til samræmis við ákvæði 5. gr. upplýsingalaga með sama hætti og 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Að öðru leyti felur ákvæðið í sér almenna þagnarskyldu sem takmarkar ekki rétt til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 140/2012. </p><p>Úrskurðarnefndin hefur undir höndum fjögur skjöl sem Seðlabankinn telur falla undir gagnabeiðni kæranda og hefur kynnt sér efni þeirra. Í fyrsta lagi er um að ræða svar bankans við beiðni um túlkun á lögun nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Í öðru lagi er um að ræða tilkynningu til aðila um niðurfellingu máls er varðar meint brot gegn lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Í þriðja lagi liggur fyrir svar Seðlabankans við beiðni aðila um staðfestingu á réttarstöðu sinni með hliðsjón af 1. mgr. 1. gr. laga nr. 87/1992 og ákvæða nauðasamnings. Fjórða skjalið er tilkynning til lögmanns sama aðila um afstöðu bankans til þess hvort takmarkanir laga um gjaldeyrismál á fjármagnshreyfingum á milli landa standi í vegi fyrir útgreiðslu vegna nauðasamnings Klakka. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að öll þessi gögn falli undir þá þagnarskyldu sem 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 kveður á um. Þá fellur hluti gagnanna jafnframt undir þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992. Að mati nefndarinnar er svo stór hluti gagnanna undirorpinn þagnarskyldu að ekki kemur til greina að gera Seðlabankanum að afhenda þau að hluta. Samkvæmt framangreindu eru gögnin undirorpin sérstökum þagnarskylduákvæðum sem ganga framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Verður því ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti. </p><h3>4.</h3><p>Loks hefur komið fram af hálfu Seðlabankans að bankinn hafi afhent kæranda gagn sem falli undir fjórða tölulið gagnabeiðninnar, þ.e. minnisblað sem varðar m.a. breytingu á dagsektarákvæðum laga nr. 87/1992. Í kæru til úrskurðarnefndarinnar er þessi liður ekki tekinn upp í afmörkun á kæruefni og verður því að líta svo á að afgreiðsla bankans hafi ekki verið kærð til nefndarinnar, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><h3>5.</h3><p>Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því sú að Seðlabankanum beri að afgreiða þá þætti í beiðni kæranda, Rasks ehf., sem ekki hafa verið teknir til efnislegrar meðferðar af hálfu bankans, í samræmi við það sem segir í niðurlagi 1. töluliðar hér að framan og úrskurðarorði. Kæru er að öðru leyti vísað frá nefndinni. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Seðlabankanum ber að taka beiðni kæranda, Rasks ehf., um aðgang að „öllum álitum, úrskurðum, túlkunum, tilmælum og hvaðeina sem Seðlabankinn hefur látið frá sér fara um heimildir Klakka til útgreiðslna úr nauðasamningi til kröfuhafa“ til efnislegrar meðferðar að því leyti sem það er enn ógert. </p><p>Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
647/2016. Úrskurður frá 20. september 2016 | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 20. september 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 647/2016 í máli ÚNU 15100011. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 22. október 2015 kærði Íslenska gámafélagið ehf. synjun Sorpu bs. (hér eftir Sorpa) á að afhenda upplýsingar um samningsaðila og lægstbjóðanda í útboði nr. 071502, „Þjónusta við grenndarstöðvar fyrir pappírsefni, plast og gler“. Í kæru kemur fram að kærandi hafi verið einn bjóðenda í útboðinu. Kærandi hafi óskað eftir aðgangi að tilboði Gámaþjónustunnar hf. og fylgigögnum hennar með bréfi, dags. 9. október 2015 og vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-409/2012 og A-251/2014. Sorpa hafi synjað beiðni um afhendingu gagnanna með bréfi dags. 16. október með vísan til þess að það væri ekki hlutverk Sorpu að afhenda samkeppnisaðilum viðkvæmar upplýsingar eða hafa frumkvæði að slíku, sér í lagi gegn mótmælum lægstbjóðanda í málinu. Það væri mat Sorpu að slíkt gæti raskað samkeppni og gæti því verið á skjön við samkeppnislög. </p><p>Í kæru er þess krafist að fá afhent öll gögn sem lágu til grundvallar við mat á hæfi og hæfni bjóðandans Gámaþjónustunnar hf. í útboðinu sem og vali tilboðs. Ljóst megi vera af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-409/2012 að skýlaus skylda standi til að afhenda bjóðanda í útboði öll tilboðsgögn þess sem samið var við enda sé um að ræða upplýsingar sem varða bjóðandann sjálfan, sbr. 9. gr. laga nr. 50/1996, nú 14. gr. laga nr. 140/2012. Kærandi segir að í úrskurðinum hafi því verið slegið föstu að upplýsingarétturinn væri sterkari en þagnarskylduákvæði útboðsgagna. </p><p>Kærandi bendir einnig á, með vísan til úrskurðar nr. A-541/2014, að þau gögn sem Gámaþjónustan hf. lagði fram í útboðinu innihéldu ekki upplýsingar um einkamálefni annarra, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í tilvitnuðum úrskurði væri farið gaumgæfilega í gegnum gögnin og lagt mat á það hvort um væri að ræða upplýsingar um einkamálefni annarra. Niðurstaðan hafi verið að svo væri ekki. Þá væri einnig rakið í tilvitnuðum úrskurði sjónarmið vaðandi það hvort eðlilegt væri að tilboðsgjafi í útboði geti fengið nákvæmar upplýsingar um samkeppnisaðila með því að fá aðgang að upplýsingum um ný og nákvæm einingaverð samkvæmt tilboði. Nefndin hafi áréttað að sjónarmiðið væri að vissu marki lögfest í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup en kveðið væri á um það í 3. mgr. sömu greinar að ákvæði 1. mgr. greinarinnar hefði ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Af athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 84/2007 yrði ráðið að 1. mgr. 17. gr. feli í sér almennt þagnarskylduákvæði sem takmarki ekki rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. þeirra. </p><p>Í kæru er tekið fram að Sorpu beri að fara eftir lögum og afhenda gögn sem gert sé lögmætt tilkall til og búið sé að meta og úrskurða um. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 570/2015 þar sem kveðið sé á um það með afdráttarlausum hætti að Sorpu beri að afhenda umkrafin gögn. Verði að telja úrskurðinn fordæmisgefandi í málinu. </p><p>Með kæru fylgdi bréf Sorpu til Íslenska gámafélagsins ehf. þar sem kæranda er tilkynnt um að gengið verði til samninga við Gámaþjónustuna hf. Í skjalinu er gerður samanburður aðaltilboða þar sem fram kemur heildartilboðsverðs bjóðenda, með og án virðisaukaskatts. Þá kemur fram kostnaðaráætlun Sorpu og hlutfall heildarkostnaðar hvers bjóðanda af kostnaðaráætluninni í prósentum talið. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 28. október 2015, var Sorpu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í umsögn Sorpu, dags. 13. nóvember 2015, er áréttað að Sorpa hafi hafnað afhendingu gagna sem lægstbjóðandi hafi afhent í trúnaði. Í gögnunum séu upplýsingar sem varði fjárhags- og viðskiptahagsmuni Gámaþjónustunnar hf. Hvorki væri eðlilegt né sanngjarnt að Sorpa veitti aðgang að gögnum samkeppnisaðila sem hún hafi heitið trúnaði um enda væri það væntanlega óheimilt samkvæmt útboðslögum. Fyrir liggi að Gámaþjónustan hf. hafi mótmælt afhendingu gagnanna sem innihaldi m.a. upplýsingar um einingaverð fyrirtækisins í útboðinu og nöfn birgja en þær upplýsingar séu sérlega viðkvæmar og eigi ekkert erindi til samkeppnisaðila. </p><p>Tekið er fram að kærandi og Gámaþjónustan hf. eigi í harðri samkeppni á útboðsmarkaði Sorpu og sveitarfélaga. Útboðin séu aðferð til að ná hagstæðum kjörum fyrir umbjóðendur og standi reyndar oft lagaskylda til að fara útboðsleið þegar opinberir aðilar kaupi verk, vöru eða þjónustu. Þá heiti Sorpa tilboðsgjöfum trúnaði um upplýsingar sem þeir veiti í útboðum. Í umsögninni kemur fram að Sorpa telji úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafa gengið langt í að veita aðgang að upplýsingum samkeppnisaðila í útboðum þrátt fyrir fullyrðingar bjóðenda um að þær séu viðkvæmar viðskiptaupplýsingar. Hafi aðgangur verið veittur á grunni almannahagsmuna og gagnsæis. Sorpa telji miklu nær að segja að með afhendingu gagnanna sé verið að koma til móts við sérhagsmuni, hér kæranda. Sumir telji að komin sé leið til að ná viðskiptaupplýsingum „bakdyramegin“ með aðstoð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í ósamræmi við efni samkeppnislaga, m.a. um bann við verðsamráði og inntaki laga um opinber innkaup. </p><p>Í umsögninni er fjallað um upplýsingarétt samkvæmt III. kafla upplýsingalaga. Kærandi sé þó ekki að krefjast upplýsinga sem varði hann sjálfan heldur þriðja aðila en tengslin séu ekki önnur en að sá samkeppnisaðili hafi einnig tekið þátt í útboðinu. Ef litið sé til 9. gr. upplýsingalaga hafi Sorpa ekki heimild til að veita aðgang að upplýsingum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis. Upplýsingar Gámaþjónustunnar hf., sérstaklega um einingaverð og birgja, geti nýst samkeppnisaðila í öðrum sambærilegum útboðum opinberra aðila og um leið skaðað Gámaþjónustuna hf. </p><p>Þá kemur fram að Sorpa telji augljóst að hagsmunir Gámaþjónustunnar hf. standi til þess að trúnaður ríki um einingaverð og önnur atriði í tilboðinu sem dugðu til þess að ná samningi og að ekki eigi að færa upplýsingarnar samkeppnisaðila. Sorpa og aðrir opinberir aðilar hafi áhyggjur af því að túlkanir úrskurðarnefndar geti stórskaðað útboðsmarkað því að fyrirtæki taki síður þátt þegar búast megi við að trúnaðarupplýsingar verði afhentar samkeppnisaðila. Að lokum er vakin athygli á 17. gr. laga um opinber innkaup. </p><p>Með umsögn Sorpu fylgdi tölvupóstur framkvæmdastjóra Gámaþjónustunnar hf. til starfsmanns Sorpu þar sem því er lýst yfir að Gámaþjónustan hf. sé mótfallin því að gögnin verði afhent samkeppnisaðila. Í póstinum kemur fram að það sé hefð fyrir því að tilboðsskrá með einingarverði sé meðhöndluð sem trúnaðarmál milli aðila enda komi þar fram upplýsingar sem geti raskað samkeppni. </p><p>Umsögn Sorpu var kynnt kæranda með bréfi dags. 22. nóvember 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda segist hann mótmæla þeirri fullyrðingu Sorpu að félaginu sé ekki heimilt að afhenda umbeðin gögn þar sem Gámaþjónustan hf. hafi lagst gegn því. Þá telur kærandi ekki rétt að umbeðin gögn geymi viðkvæmar upplýsingar sem varði fjárhags- og viðskiptahagsmuni Gámaþjónustunnar hf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi í fjölmörgum úrskurðum sínum úrskurðað á þá leið að þótt veittur yrði aðgangur að gögnunum skaðaði það ekki hagsmuni viðkomandi fyrirtækis, viðskiptakjör, álagningu eða afkomu. Vísar kærandi til m.a. úrskurðar nr. 570/2014, sem hann telur fordæmisgefandi í þessu máli enda álitaefnin þau sömu eða mjög sambærileg. Þá vísar kærandi til úrskurðar nr. A-409/2012 en hann telur 4. kafla í niðurstöðuhluta úrskurðarins hafa fordæmisgildi fyrir málið. </p><p>Hvað varðar tilvísun Sorpu til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hafnar kærandi því að hagsmunir Gámaþjónustunnar hf. af því að halda upplýsingunum leyndum vegi þyngra en hagsmunir kæranda af gagnsæi útboðsins við meðferð opinberra fjármuna. Þá telur kærandi mikilvægi þeirra upplýsinga sem koma fram á tilboðsblöðum vera mjög takmarkað eftir opnun tilboða. Þannig séu þær tölur sem settar séu fram með sundurliðum hætti ekki mikilvægir hagsmunir eftir opnun tilboða enda útboðinu lokið og upplýst hver bauð lægst. Ekkert hefðist upp úr því að rýna í tölurnar eftir opnun tilboða. Hins vegar sé mikilvægt að sjá hvort kröfum um hæfi bjóðenda og eiginleika tilboða samkvæmt útboðsgögnum hafi verið mætt og þær rétt metnar. </p><p>Kærandi segist eiga rétt til upplýsinganna á grundvelli 14. gr. laga nr. 140/2014, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. A-409/2012. Þá er sérstaklega á það bent að lögum um opinber innkaup nr. 84/2007 hafi verið breytt með lögum nr. 58/2013. Breytingarnar hafi falið í sér aukið gagnsæi og aukna skilvirkni í meðferð kærumála. Af breytingunum megi sjá að löggjafinn hafi aukið gagnsæi í opinberum innkaupum og lagt auknar kröfur á kaupendur við val á tilboðum og veitingu upplýsinga um tilboð sem tekið sé. Megi þannig segja að ákveðin líkindi séu með markmiðum upplýsingalaga og laga um opinber innkaup sem væru að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri. Grundvöllur þessara markmiða sé að veita bjóðendum upplýsingar um það hvort mat á tilboðum og tilboðsgjöfum hafi verið lögum samkvæmt. </p><p>Kærandi segir úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-472/2013 styrkja kröfu sína um að fá afhent öll gögn sem lágu til grundvallar við mat á hæfi bjóðanda og mat á því tilboði sem tekið var. Þá vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 570/2015 varðandi þau rök Sorpu að 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 standi afhendingu í vegi. Í úrskurðinum hafi úrskurðarnefndin tekið rökstudda afstöðu til þessara sjónarmiða og hafnað þeim. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Í málinu reynir á rétt kæranda til aðgangs að gögnum í útboði þar sem kærandi var einn bjóðenda. Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðnings beiðni hans um aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Þessi túlkun nefndarinnar á ákvæðinu á sér skýra stoð í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 120/2014. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að gögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en gengið er til samninga við tiltekinn bjóðanda. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, A-432/2014 og A-541/2014. </p><p>Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi var meðal tilboðsgjafa í því útboði er mál þetta lýtur að. Þá hefur nefndin kynnt sér hin umbeðnu gögn og er ljóst að þau urðu til áður en gengið var til samninga um það verkefni sem útboðið náði til. Kærandi nýtur því réttar til aðgangs að umbeðnum gögnum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Er réttur kæranda því ríkari en almennings sem á rétt til aðgangs að gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laganna. </p><h3>2.</h3><p>Af hálfu Sorpu er meðal annars vísað til þess að þátttakendum í útboðinu hafi verið heitið trúnaði. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvald getur því ekki vikið frá ákvæðum þeirra með því að heita þeim trúnaði sem látið hefur af hendi upplýsingar. Slíkt verður ekki gert nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Hefur það því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt tilboðsgjöfum hafi verið heitið trúnaði. </p><p>Þá vísar Sorpa til þess að það sé almennt óeðlilegt að tilboðsgjafi í útboði geti fengið nákvæmar upplýsingar um einingaverð sem samkeppnisaðili leggi til grundvallar tilboði sínu. Af þessu tilefni áréttar úrskurðarnefndin að löggjafinn hefur að vissu marki lögfest sjónarmiðið í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Samkvæmt því ákvæði er kaupanda óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar en til slíkra upplýsinga teljast einkum tækni- og viðskiptaleyndarmál auk þeirra atriða í tilboði sem leynt skulu fara. Á hinn bóginn er sérstaklega kveðið á um í 3. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 að ákvæði 1. mgr. 17. gr. hafi „ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga“. Af athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 84/2007 verður ráðið að 1. mgr. 17. gr. laganna feli í sér almennt þagnarskylduákvæði sem takmarki ekki rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum sbr. 3. mgr. 4. gr. þeirra laga. </p><h3>3.</h3><p>Í ljósi alls framangreinds kemur til skoðunar hvort synjun Sorpu eigi sér stoð í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar er kveðið á um að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. </p><p>Úrskurðarnefndin hefur fengið í hendur afrit af umbeðnum gögnum, nánar tiltekið: </p><ol><li><p>Skjalinu „B.2. Tilboðsblað“ sem merkt er með blaðsíðunúmeri 27 </p></li><li><p>Tilboðskrá fyrir liði 1.6.1-1.6.5. </p></li><li><p>Skjalinu „Aðaltilboð“ </p></li></ol><p>Í fyrsta lagi er deilt um aðgang að skjalinu „B.2. Tilboðsblað“, sem telur eina síðu. Þar kemur fram nafn bjóðanda og almennar upplýsingar um hann ásamt heildarupphæð tilboðsins sem einnig er sundurliðuð eftir verði með og án virðisaukaskatts. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur skjalið ekki að geyma upplýsingar sem leynt skuli fara á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Er Sorpu því skylt að veita kæranda aðgang að skjalinu. </p><p>Í öðru lagi er deilt um aðgang að tilboðsskrá fyrir liði 1.6.1.–1.6.5 í útboðinu. Þar er sett fram sundurliðun fyrir hvern verklið ásamt heildarupphæð tilboðs sem einnig er sundurliðuð eftir verði með og án virðisaukaskatts. Þar sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að þeim upplýsingum er ekki ástæða til að synja honum um aðgang að þeim. Í skjalinu kemur einnig fram einingaverð fyrir hvern verkþátt og liggur fyrir að Gámaþjónustan hf. er mótfallin því að þær upplýsingar verði gerðar aðgengilegar kæranda. </p><p>Í málum þar sem fjallað hefur verið um beiðnir um aðgang að einingaverði í tilboðum útboða á vegum aðila er falla undir upplýsingalög hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál almennt komist að þeirri niðurstöðu að veita beri aðgang á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 9. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. Nefndin hefur lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd útboðanna. Þá standa almannahagsmunir til þess að veittur sé aðgangur að gögnum er varða ráðstöfun opinberra fjármuna. Rétt er að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Þrátt fyrir þessi almennu sjónarmið verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort aðgang að slíkum upplýsingum beri að takmarka á grundvelli upplýsingalaga. Eins og fram kemur í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur við það mat einkum til skoðunar hvort hætta sé á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Í athugasemdunum kemur einnig fram að aðila verði ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um það hvort aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki að sýnt hafi verið fram á að hagsmunum Gámaþjónustunnar hf. sé hætta búin þótt kærandi fái aðgang að tilboðsskrá vegna útboðsins. Er því Sorpu skylt að veita kæranda aðgang að henni. </p><p>Í þriðja og síðasta lagi er deilt um aðgang að skjalinu „Aðaltilboð“. Þar koma fram a) almennar upplýsingar um bjóðanda, fyrirtæki hans og starfslið, b) nöfn og starfsreynsla lykilstarfsmanna, sem að verkinu koma, c) skrá yfir helstu vélar, tæki og búnað, d) upplýsingar um gæðakerfi fyrirtækis bjóðanda e) afrit af starfsleyfi, f) staðfesting á því hvar gámar samkvæmt tilboðinu eru í notkun, g) staðfesting á vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi bjóðanda h) yfirlýsing banka um vilyrði fyrir framkvæmdatryggingu, i) áritaðir ársreikningar Gámaþjónustunnar hf. árin 2013, 2014 og 2015 j) staðfesting lífeyrissjóðs um greiðslu iðgjalda og k) staðfesting á því að opinber gjöld hafi verið greidd. </p><p>Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þær upplýsingar sem fram koma í skjalinu, að undanskilinni yfirlýsingu um framkvæmdatryggingu, séu fremur almenns eðlis auk þess sem þar eru að finna upplýsingar sem almennt teljast til opinberra upplýsinga. Verður ekki séð að hagsmunum Gámaþjónustunnar hf. sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að þeim. Í gögnunum, að undanskildum h-lið, er ekki að finna upplýsingar um sambönd Gámaþjónustunnar hf. við viðskiptamenn fyrirtækisins sem virðast til þess fallnar að skaða hagsmuni þess, þau viðskiptakjör sem fyrirtækið nýtur, álagningu þess eða afkomu. Að því er varðar möguleika á því að Gámaþjónustan hf. verði fyrir tjóni vegna mögulegs aðgangs kæranda að hinum umbeðnu gögnum hefur fyrst og fremst verið vísað til þess að aðgangur samkeppnisaðila að einingaverði fyrirtækis sé almennt til þess fallinn að valda því tjóni. </p><p>Úrskurðarnefndin lítur svo á að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum vegi í þessu tilviki þyngra en hagsmunir Gámaþjónustunnar hf., enda varða gögnin ráðstöfun opinberra hagsmuna og hagsmuni kæranda af því að rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum í útboðinu. Hins vegar þykir kærandi ekki hafa nægilega ríka hagsmuni til að fá aðgang að yfirlýsingu um vilyrði viðskiptabanka Gámaþjónustunnar fyrir framkvæmdatryggingu. Er það því mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Sorpu sé skylt að veita kæranda aðgang að skjalinu „Aðaltilboð“ að undanskildum þeim upplýsingum sem fram koma undir h-lið. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Sorpu bs. er skylt að veita kæranda, Íslenska gámafélaginu hf., aðgang að eftirfarandi gögnum í útboði nr. 071502; „Þjónusta við grenndarstöðvar fyrir pappírsefni, plast og gler“: </p><ol><li><p>B.2. Tilboðsblaði</p></li><li><p>Tilboðsskrá fyrir liði 1.6.1.-1.6.5.</p></li><li><p>Aðaltilboði að undanskildum upplýsingum undir h-lið skjalsins. </p></li></ol><p>Staðfest er synjun Sorpu bs. á aðgangi kæranda að yfirlýsingu um vilyrði viðskiptabanka Gámaþjónustunnar hf. fyrir framkvæmdatryggingu. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson </p><p> </p> | |
646/2016. Úrskurður frá 20. september 2016 | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 20. september kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 646/2016 í máli ÚNU 15100010. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 22. október 2015, kærði Íslenska gámafélagið ehf. synjun Dalvíkurbyggðar, dags. 16. október 2015, á beiðni um gögn og upplýsingar um samningsaðila og lægstbjóðanda í útboði Dalvíkurbyggðar: „Sorphirða í Dalvíkurbyggð og þjónusta við endurvinnslustöðvar 2015-2020“. Í kæru er þess krafist að Dalvíkurbyggð verði gert að afhenda kæranda gögn og upplýsingar um Gámaþjónustu Norðurlands hf. í útboðinu en tilboði þess félags hafi verið tekið. </p><p>Með bréfi, dags. 8. október 2015, fór kærandi þess á leit við Dalvíkurbyggð að honum yrðu afhent öll þau gögn sem lágu til grundvallar við mat á hæfi og hæfni bjóðandans Gámaþjónustu Norðurlands ehf. og vali tilboðs, þar með talin tilboðsskrá og önnur gögn sem talin eru upp í útboðsgögnum. Í bréfinu er vísað til þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi í fjölmörgum úrskurðum úrskurðað að bjóðanda í útboði sé heimilt að fá aðgang að tilboðsgögnum þess bjóðanda sem valið var að semja við í sama útboði en vísað er sérstaklega til úrskurða nefndarinnar nr. A-409/2012 og A-541/2014. </p><p>Dalvíkurbyggð synjaði gagnabeiðni kæranda með bréfi dags. 16. október 2015. Þar kemur fram að Dalvíkurbyggð meti það svo að samkeppnishagsmunir þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í útboðinu gangi framar hagsmunum kæranda af því að fá gögnin afhent. Afhending umbeðinna gagna geti haft óeðlileg áhrif á niðurstöðu útboða þar sem samkeppnisaðilar geti nýtt sér þessar nákvæmu upplýsingar um tilboð gagnaðila sér í hag. Þá líti Dalvíkurbyggð svo á að gögnin séu undanskilin upplýsingarétti á grundvelli 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Tekið er fram að Dalvíkurbyggð hafi leitað eftir afstöðu Gámaþjónustu Norðurlands ehf. til beiðninnar og hefði félagið ekki veitt samþykki sitt fyrir afhendingu gagnanna sem hefðu að geyma upplýsingar um viðskiptamálefni félagsins. </p><p>Í kæru tekur kærandi fram að hann telji 9. gr. upplýsingalaga ekki eiga við í málinu þar sem um sé að ræða upplýsingar um kæranda sjálfan þar sem hann hafi verið þátttakandi í útboðinu. Því hafi Dalvíkurbyggð átt að afgreiða beiðnina á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í kæru segir að ljóst megi vera af úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-409/2012 að skýlaus skylda sé að afhenda bjóðanda í útboði öll tilboðsgögn þess sem samið var við, enda sé um að ræða upplýsingar um bjóðandann sjálfan. Í umræddum úrskurði hafi því verið slegið föstu að upplýsingarétturinn sé sterkari en þagnarskylduákvæði útboðsgagna. </p><p>Í kæru bendir kærandi einnig á að þau gögn sem bjóðandinn, Gámaþjónusta Norðurlands ehf., hafi lagt fram í útboðinu séu ekki þess eðlis að þau innihaldi upplýsingar um einkamálefni annarra sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og úrskurð nefndarinnar nr. A-541/2014. Í úrskurðinum sé farið gaumgæfilega í gegnum þau gögn sem Gámaþjónustan hf. lagði fram og lagt mat á það hvort um væri að ræða upplýsingar um einkamálefni annarra. Niðurstaðan hafi verið að svo væri ekki. Þá væri einnig rakið í úrskurðinum sjónarmið varðandi það hvort eðlilegt sé að tilboðsgjafi í útboði geti fengið nákvæmar upplýsingar samkeppnisaðila með því að fá aðgang að upplýsingum um ný og nákvæm einingaverð sem viðkomandi leggi til grundvallar tilboði sínu. Nefndin hafi áréttað að umrætt sjónarmið væri að vissu marki lögfest í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Hins vegar sé sérstaklega kveðið á um það í 3. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 að ákvæði 1. mgr. 17. gr. laganna hafi ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Dalvíkurbyggð var kynnt kæran með bréfi, dags. 28. október 2015, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. </p><p>Í umsögn Dalvíkurbyggðar kemur fram að sveitarfélagið byggi synjun sína um aðgang að þeim gögnum sem óskað var eftir á því að samkeppnishagsmunir þeirra aðila sem þátt tóku í útboðinu gangi framar hagsmunum kæranda til þess að fá gögnin afhent. Leitað hafi verið eftir afstöðu Gámaþjónustu Norðurlands ehf. sem hafi ekki heimilað afhendingu gagnanna. Í umsögninni kemur einnig fram að Dalvíkurbyggð eigi erfitt með að átta sig á því á hverju kærandi byggi kröfu sína þegar kröfugerðin bendi til þess að krafist sé allra upplýsinga og gagna er varða annan aðila en kæranda sjálfan. Þó sé tilgreint í rökstuðningi að um sé að ræða gögn sem varða kæranda sjálfan. </p><p>Dalvíkurbyggð heldur því fram að í gögnunum sé að finna upplýsingar um einkamálefni Gámaþjónustu Norðurlands ehf. og sé því óheimilt að veita aðgang að þeim hvort sem horft sé til 9. gr. eða 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Eðli málsins samkvæmt séu í gögnunum mikilvægar fjárhagslegar upplýsingar sem geti skaðað samkeppnisstöðu Gámaþjónustu Norðurlands ehf. komist þær í hendur samkeppnisaðila félagsins. </p><p>Í umsögninni er tekið fram að Dalvíkurbyggð hafni því að dómur Hæstaréttar í máli nr. 472/2015 hafi fordæmisgildi í málinu. Niðurstaðan í þeim dómi sé að öllu leyti í samræmi við takmörkunarákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og umfjöllun í greinargerð með frumvarpi til laganna. Ljóst sé að heildstætt mat verði að fara fram hverju sinni og skoða þurfi hvert mál sérstaklega áður en hægt sé að skera úr um það hvort hagsmunir þess sem óskar aðgangs að gögnum séu ríkari en þess sem gæti orðið fyrir tjóni verði gögnin afhent. Í framangreindu máli Hæstaréttar hafi mat á aðstæðum aldrei farið fram, eðli málsins samkvæmt, þar sem gögnin voru aldrei lögð fyrir dóminn. </p><p>Dalvíkurbyggð telur ljóst að verði gögnin afhent komi það niður á hagsmunum Gámaþjónustu Norðurlands ehf. og því sé ekki unnt að afhenda kæranda umbeðin gögn. Þá telur Dalvíkurbyggð að hagsmunir sveitarfélagsins, og í raun allra opinberra aðila sem standa að útboðum á vörum og þjónustu, séu að miklu leyti fyrir borð bornir verði niðurstaðan sú að kærandi eigi rétt á fullum aðgangi að gögnunum þar sem samkeppnisstaða á markaði muni raskast verulega. Áhrif þessa yrðu ekki einungis bundin við Dalvíkurbyggð og íbúa sveitarfélagsins heldur almenning allan. Í þessu samhengi þurfi að horfa til þess hver séu almennt talin markmið að baki opnum útboðum og samkeppnishæfum markaði, sbr. m.a. 1. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup og 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Verði niðurstaða málsins á þann veg að sveitarfélaginu verði gert að láta af hendi umbeðin gögn megi vænta þess að fyrirtæki ýmist haldi að sér höndum þegar kemur að útboðum af þessu tagi eða nýti sér þau til þess að komast yfir trúnaðarupplýsingar um keppinauta sína á markaði, jafnvel með framsetningu málamyndatilboða. </p><p>Þá tekur Dalvíkurbyggð fram að sveitarfélagið telji ekki lagastoð fyrir því að hægt sé að skylda opinberan aðila til þess að afhenda gögn af því tagi sem hér um ræði, algjörlega óháð þeim afleiðingum sem það hafi í för með sér. Upplýsingalögin geri ráð fyrir að fram fari heildstætt mat á þeim gögnum sem um ræði hverju sinni en við það mat hljóti að koma til skoðunar þau sjónarmið sem rakin hafi verið. Þessu til stuðnings vísar Dalvíkurbyggð til niðurstöðu Evrópudómstólsins í máli nr. T-536/11 frá 8. júlí 2015 sem varðaði almennt útboð innan Evrópusambandsins. Í málinu hafi Evrópudómstólinn m.a. lagt það til grundvallar að aðgangur að gögnum sem þessum sé ekki án takmarkana heldur verði að meta þau í hvert sinn m.t.t. hagsmuna annarra þátttakenda í útboðinu og hagsmuna almennings. Að mati Dalvíkurbyggðar hafi réttarframkvæmdin hér á landi og meðferð ágreiningsmála fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál gengið of langt í því skyni að vernda hagsmuni tilboðsgjafa í útboði sem ekki er með lægsta tilboðið í því skyni að hann geti gengið úr skugga um að rétt hafi verið staðið að útboðinu. Dalvíkurbyggð heldur því fram að þessi réttarframkvæmd sé í andstöðu við gildandi réttarframkvæmd á EES svæðinu og dóma Evrópudómstólsins þar sem áherslan hefur verið á samanburð á þeim hagsmunum sem vegast á. </p><p>Þá kemur fram að Dalvíkurbyggð byggi synjun sína einnig á 17. gr. laga um opinber innkaup. Öllum bjóðendum hafi í útboðsgögnum verið heitið trúnaði og allir hafi þeir skilað inn gögnum í trúnaði. Dalvíkurbyggð sé því skv. 1. mgr. 17. gr. laganna beinlínis óheimilt að láta af hendi umbeðin gögn enda verði að telja að þau falli undir verndarandlag greinarinnar. Dalvíkurbyggð telur að 3. mgr. 17. gr. breyti engu í þessu samhengi enda sé með vísan til alls þess sem rakið er í umsögninni allsendis óvíst hvort sú skylda hvíli á Dalvíkurbyggð að afhenda umbeðin gögn. Dalvíkurbyggð telur synjun sína á afhendingu umbeðinna gagna réttmæta og að ekki séu lagaskilyrði fyrir því að úrskurða á annan veg. Við mat á þeim hagsmunum sem rekist á í málinu verði, auk þeirra atriða sem þegar hafi verið bent á, að horfa til þess að kærandi og Gámaþjónusta Norðurlands ehf. hafi í gegnum tíðina átt í harðri samkeppni á sérhæfðum markaði. Sú röskun sem orðið geti á þeim markaði komi til með að hafa neikvæð áhrif á almenning allan og komi hún í veg fyrir að opinberir aðilar nái fram þeim markmiðum sem að er stefnt með opnum útboðum. Til þess væri að líta að verðsamráð séu ólögleg og verði að ætla að Íslenska gámafélaginu ehf. og Gámaþjónustu Norðurlands ehf. væri óheimilt að skiptast á upplýsingum um verðlagningu og uppbyggingu þjónustu hvors annars. Sé því fráleitt að kærumál sem þetta geti opnað boðleiðir fyrirtækja til að skiptast á upplýsingum. </p><p>Umsögn Dalvíkurbyggðar var kynnt kæranda með bréfi dags. 22. nóvember 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 8. desember 2014, segist kærandi hafna því að afstaða Gámaþjónustu Norðurlands ehf. hafi áhrif á skyldu sveitarfélagsins skv. upplýsingalögum til afhendingar á gögnum. Þá hafi gögnin ekki að geyma viðkvæmar upplýsingar sem varði fjárhags- og viðskiptahagsmuni Gámaþjónustu Norðurlands ehf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi í fjölmörgum úrskurðum sínum úrskurðað á þá leið að þótt veittur yrði aðgangur að umræddum gögnum skaði það ekki hagsmuni viðkomandi fyrirtækis, viðskiptakjör, álagningu eða afkomu. Vísar kærandi til m.a. úrskurðar nr. 570/2014, frá 21. janúar 2015, sem hann telur fordæmisgefandi í þessu máli enda álitaefnin þau sömu eða sambærileg. Þá vísar kærandi einnig til úrskurðar nr. A-409/2012 frá 22. mars 2012 en hann telur 4. kafla í niðurstöðuhluta úrskurðarins hafa fordæmisgildi fyrir málið. Eins er því hafnað að hagsmunir Gámaþjónustu Norðurlands ehf. af því að halda upplýsingunum leyndum séu meiri en hagsmunir kæranda af gagnsæi útboðsins, stjórnsýslunnar og meðferð opinberra fjármuna. </p><p>Kærandi segir synjun Dalvíkurbyggðar vera í andstöðu við grundvallarmarkmið upplýsingalaga nr. 140/2012. Ef ekki sé upplýst hvort besti bjóðandi í útboði hafi verið hæfur, sé það tómt mál að gera hæfiskröfur yfirleitt, þar sem hægt yrði að fara á svig við hæfiskröfurnar og velja hagstæðasta tilboðið óháð hæfi bjóðandans. Þá er bent á að mikilvægi þeirra upplýsinga sem koma fram á tilboðsblöðum sé mjög takmarkað eftir opnun tilboða. Þannig séu þær tölur sem settar séu fram með sundurliðuðum hætti ekki mikilvægir hagsmunir eftir opnun tilboða enda útboðinu þá lokið. Ekkert hefðist þannig upp úr því að rýna í tölurnar eftir opnun tilboða. Hins vegar væri mikilvægt að sjá hvað væri nákvæmlega sett fram og hvort þeim kröfum sem gerðar hafi verið um hæfi bjóðenda og eiginleika tilboða samkvæmt útboðsgögnum hafi verið mætt og þær rétt metnar. </p><p>Þá tekur kærandi fram að hann telji sig eiga rétt til upplýsinganna á grundvelli 14. gr. laga nr. 140/2014 en um það er vísað til úrskurðar nefndarinnar nr. A-409/2012. Kærandi telur auk þess að úrskurður nefndarinnar nr. A-472/2013 styrki kröfu hans um að fá afhent öll gögn sem lágu til grundvallar við mat á hæfi bjóðenda og mat á því tilboði sem tekið var, enda hafi úrskurðurinn falið í sér að afhenda bæri öll þau gögn sem lágu til grundvallar við val kaupanda á umræddu útboði. Hvað varðar tilvísun Dalvíkurbyggðar til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. 570/2015 þar sem úrskurðarnefnd hafi tekið rökstudda afstöðu til þessa sjónarmiðs. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1. </h3><p>Í málinu er deilt um rétt kæranda til tilboðsgagna í útboði á vegum Dalvíkurbyggðar. Úrskurðarnefndin fékk send afrit eftirtalinna gagna: </p><ol><li><p>Útboðs- og verklýsing, tilboðsblað</p></li><li><p>Minnisblað Eflu dags. 22. júní 2015</p></li><li><p>Tilboðsskrá</p></li><li><p>Tilboð Gámaþjónustu Norðurlands ehf. ásamt fylgiskjölum. </p></li></ol><p>Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um rétt hans til aðgangs að gögnunum en samkvæmt ákvæði 1. mgr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann. Úrskurðarnefndin hefur skýrt ákvæðið svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Þessi túlkun nefndarinnar á ákvæðinu á sér skýra stoð í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 120/2014. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en gengið er til samninga við tiltekinn bjóðanda. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar nr. A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, A-432/2014 og A-541/2014. Að öðru leyti, þ.e. eftir það tímamark, fer um upplýsingarétt bjóðanda skv. 5. gr. upplýsingalaga nema annað komi til.</p><p>Kærandi var meðal tilboðsgjafa í því útboði er mál þetta lýtur að. Gögn þau sem úrskurðarnefndinni hafa verið látin í té og mál þetta lýtur að bera það með sér að þau voru útbúin áður en gengið var til samninga um verkefnið sem útboðið náði til. Kærandi nýtur því réttar til aðgangs að þeim á grundvelli ákvæðis 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og er réttur hans því ríkari en réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna.</p><h3>2.</h3><p>Í umsögn Dalvíkurbyggðar er vísað til 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup og þess að þátttakendum í útboðinu hafi verið heitið trúnaði til stuðnings synjunar á aðgangi að umbeðnum gögnum. </p><p>Í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup er kveðið á um trúnaðarskyldu kaupanda í útboði um upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Í ákvæðinu kemur fram að til slíkra upplýsinga teljast einkum tækni- og viðskiptaleyndarmál auk þeirra atriða í tilboði sem leynt skulu fara. Í 3. mgr. 17. gr. laganna er hins vegar sérstaklega kveðið á um að ákvæði 1. mgr. 17. gr. hafi ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Af athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 84/2007 verður ráðið að 1. mgr. 17. gr. laganna feli í sér almennt þagnarskylduákvæði sem takmarki ekki rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum sbr. 3. mgr. 4. gr. þeirra laga. </p><p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvald getur því ekki vikið frá ákvæðum þeirra með því að heita þeim trúnaði sem látið hefur af hendi upplýsingar. Hefur það því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt Dalvíkurbyggð hafi heitið tilboðsgjöfum trúnaði. </p><h3>3.</h3><p>Réttur aðila til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga lýtur takmörkunum sem m.a. fram koma fram í 3. mgr. 14. gr. laganna þar sem kveðið er á um að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Í málinu reynir því á hvort hagsmunir Gámaþjónustu Norðurlands ehf. af því að gögnin fari leynt vegi þyngra en réttur kæranda til aðgangs að gögnunum. </p><p>Dalvíkurbyggð telur samkeppnishagsmuni þáttakenda í útboðinu ganga framar hagsmunum kæranda af afhendingu gagnanna. Afhending umbeðinna gagna muni hafa óeðlileg áhrif á niðurstöðu útboða þar sem samkeppnisaðilar geti nýtt sér þessar nákvæmu upplýsingar um tilboð gagnaðila sér í hag.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd þeirra. Jafnframt standi almannahagsmunir til þess að veittur sé aðgangur að gögnum er varði ráðstöfun opinberra fjármuna. Þá sé rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Þrátt fyrir þessi almennu sjónarmið verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort aðgang að slíkum upplýsingum beri að takmarka á grundvelli upplýsingalaga. Eins og fram kemur í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur við það mat einkum til skoðunar hvort hætta sé á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Í athugasemdunum kemur einnig fram að aðila verði ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um það hvort aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni.</p><h3>4.</h3><p>Á meðal þeirra gagna sem úrskurðarnefndinni voru látin í té er útboðs- og verklýsing, tilboðsblað frá maí 2015. Um er að ræða gagn sem afhent var öllum þátttakendum í útboðinu, þ. á m. kæranda. Því er ljóst að kærandi hefur þegar fengið gagnið afhent. Verður því ekki séð að rök standi til þess að það fari leynt á grundvelli framangreindra takmarkana á rétti til aðgangs kæranda samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í máli þessu er í öðru lagi deilt um aðgang að minnisblaði Eflu verkfræðistofu, dags. 22. júní 2015. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram heildarupphæð kostnaðaráætlunar Dalvíkurbyggðar, heildarupphæð þeirra tilboða sem bárust frá kæranda og Gámaþjónustu Norðurlands ehf. og hlutfall þeirrar fjárhæðar af kostnaðaráætlun sveitarfélagsins. Þá koma fram athugasemdir Eflu vegna yfirferðar yfir tilboðsskrá beggja tilboða. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geymir umrætt minnisblað ekki upplýsingar sem skaðað geta hagsmuni Gámaþjónustu Norðurlands ehf. eða Dalvíkurbyggðar þannig að vikið geti til hliðar upplýsingarétti kæranda skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Er því ekki fallist á að rétt hafi verið að synja kæranda um aðgang að minnisblaðinu. </p><p>Í þriðja lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilboðsskrá þar sem finna má samanburð á einingarverði samkvæmt tilboði Gámaþjónustu Norðurlands ehf. annars vegar og Íslenska gámafélagsins hins vegar. Í málum þar sem fjallað hefur verið um beiðnir um aðgang að einingaverði í tilboðum útboða á vegum aðila er falla undir upplýsingalög hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál almennt komist að þeirri niðurstöðu að veita beri aðgang á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og samsvarandi ákvæðis eldri upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar nr. 570/2015, A-541/2014 og A-472/2013. Í þessum málum hefur úrskurðarnefndin lagt til grundvallar að meta beri hverju sinni hvort aðgangur að einingaverði bjóðanda leiði til þess að bjóðandi verði fyrir tjóni. Í því máli sem hér er til úrlausnar er það mat nefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að líklegt sé að Gámaþjónusta Norðurlands ehf. verði fyrir tjóni við það að kærandi fái aðgang að upplýsingum um einingaverð félagsins í tilboðinu. Í röksemdum sínum hefur Dalvíkurbyggð fyrst og fremst vísað til almennra samkeppnishagsmuna bjóðenda í útboði af því að aðrir bjóðendur fái ekki aðgang að tilboðsgögnum. Með hliðsjón af fyrrnefndum skýringum við 14. gr. upplýsingalaga í lögskýringargögnum nægja slíkar röksemdir ekki til þess að synja um aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur því svo á að ekki séu skilyrði til að víkja frá þeirri úrskurðarframkvæmd að veita beri kæranda aðgang að einingaverði í tilboðsgögnum. Er það því mat úrskurðarnefndarinnar að kærandi eigi rétt til aðgangs að tilboðsskrá vegna útboðsins. </p><p>Í fjórða lagi er deilt um rétt kæranda til aðgangs að tilboði Gámaþjónustu Norðurlands ehf. vegna umrædds útboðs. Þau gögn sem stafa frá Gámaþjónustu Norðurlands ehf. vegna útboðsins eru tilboðsblað sem geymir almennar upplýsingar um bjóðanda og tilboðsskrá þar sem fram koma upplýsingar um sundurliðun tilboðsupphæðar, þ.á m. um einingaverð. Þá er um að ræða fylgiskjöl með tilboði í stafliðum A-L. Fylgiskjölin eru m.a. staðfestingar á skuldastöðu bjóðanda hjá hinu opinbera, vottorð úr fyrirtækjaskrá, upplýsingar um tengiliði bjóðenda vegna samskipta um tilboð og nöfn og starfsreynslu lykilstarfsmanna sem að verkinu koma, almenn lýsing á starfsemi bjóðanda, starfsleyfi Tollstjóra og upplýsingar um vottun. Þá fylgir með efnislýsing fyrir girðingu á endurvinnslustöð ásamt lýsingu frá framleiðsluaðila girðingarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni tilboðsgagna Gámaþjónustu Norðurlands. Af gögnunum verður ekki ráðið að hagsmunum Gámaþjónustu Norðurlands ehf. sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að þeim. Í hinum umbeðnu gögnum er ekki að finna neinar þær upplýsingar um sambönd Gámaþjónustu Norðurlands ehf. við viðskiptamenn fyrirtækisins sem virðast til þess fallnar að skaða hagsmuni þess, þau viðskiptakjör sem fyrirtækið nýtur, álagningu þess eða afkomu. Að því er varðar möguleika á því að Gámaþjónusta Norðurlands ehf. verði fyrir tjóni vegna mögulegs aðgangs kæranda að hinum umbeðnu gögnum hefur Dalvíkurbyggð aðeins vísað til þess að aðgangur samkeppnisaðila að gögnunum sé almennt til þess fallinn að valda því tjóni. Í máli þessu lítur úrskurðarnefndin svo á að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum vegi þyngra en hagsmunir Gámaþjónustu Norðurlands ehf. af því að gögnunum verði haldið leyndum, enda varða gögnin m.a. ráðstöfun opinberra hagsmuna og hagsmuni kæranda af því að rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum í útboðinu. Í ljósi þessa fellst nefndin ekki á að neita beri kæranda aðgangi að útboðsgögnum Gámaþjónustu Norðurlands ehf. vegna útboðsins „Sorphirða í Dalvíkurbyggð og þjónusta við endurvinnslustöð 2015-2020.“ </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Dalvíkurbyggð skal afhenda kæranda, Íslenska Gámafélaginu ehf., útboðs- og verklýsingu, minnisblað Eflu verkfræðistofu, dags. 22. júní 2015, og tilboðsskrá og tilboðsgögn Gámaþjónustu Norðurlands ehf. vegna útboðs í verkið „Sorphirða í Dalvíkurbyggð og þjónusta við endurvinnslustöð 2015-2020“. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p><p> </p> | |
649/2016. Úrskurður frá 20. september 2016 | Ríkisskattstjóri afturkallaði bindandi álit og fjarlægði það af vef embættisins. Kærandi krafðist aðgangs að álitinu en beiðninni var synjað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að hið umbeðna gagn væri fyrirliggjandi hjá ríkisskattstjóra í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Ekki var fallist á að um vinnugagn væri að ræða þar sem það hafði verið birt öðrum og kæranda heimilaður aðgangur. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 20. september 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 649/2016 í máli ÚNU 15120001. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 7. desember 2015 kærði A synjun ríkisskattstjóra á afhendingu á bindandi áliti embættisins nr. 02/15 sem birt hafi verið á vef þess en síðar afturkallað. </p><p>Í kæru kemur fram að þann 22. apríl 2015 hafi ríkisskattstjóri gefið út bindandi álit nr. 02/15. Það álit hafi verið afturkallað og í kjölfar þess verið gefið út nýtt álit nr. 02/15 sem var annars efnis. Kærandi hafi óskað eftir afriti af álitinu í upphaflegri mynd þann 13. maí 2015. Kærandi hafi ítrekað fyrirspurnina dagana 5. og 9. september 2015. Þann 9. september hafi ríkisskattstjóri synjað beiðninni. </p><p>Kærandi telur sig eiga rétt á aðgangi að hinu umbeðna gagni á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Kærandi styður kröfu sína þeim rökum að þar sem um sé að ræða skjal sem áður hefur verið birt opinberlega standi engin efni til þess að synja um aðgang að því. Ekki skipti máli þótt álitið hafi verið fellt úr gildi. Gagnið innihaldi hvorki einkamál né annað sem leynt skuli fara enda komi nöfn málsaðila ekki fram í slíkum álitum og kærandi geri enga kröfu um afléttingu nafnleyndar. Einungis sé krafist afhendingar álitsins í þeirri mynd sem það var birt á vef ríkisskattstjóra þann 22. apríl 2015. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 10. desember 2015 var ríkisskattstjóra kynnt kæran og veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. </p><p>Í umsögn ríkisskattstjóra dags. 7. janúar 2016 er tekið fram að kærandi óski eftir aðgangi að ákvörðun stjórnvalds sem síðar var afturkölluð gagnvart nafngreindum álitsbeiðanda. Ríkisskattstjóri líti svo á að með afturköllun sinni hafi ákvörðun þessi verið ógilt, sbr. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af þeim sökum sé hið umbeðna gagn ekki fyrirliggjandi endanlegt gagn í tilteknu máli enda hafi í kjölfar afturköllunarinnar verið tekin ný stjórnvaldsákvörðun sem birt hafi verið opinberlega. Hið umbeðna gagn sé þannig ekki til í stjórnsýslulegum skilningi að öðru leyti en því að geta frá og með afturköllun talist til ófullburða vinnugagns sem liður í undirbúningi endanlegrar ákvörðunar, hvað svo sem allri birtingu líði, hvort heldur fyrir málsaðila eða síðar skv. 8. gr. laga nr. 91/1998. Þar sem ákvörðunin hafi verið afturkölluð teljist hið umbeðna gagn ekki lengur til afhendingarskyldra gagna tiltekins máls, sbr. orðalag 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í umsögninni er bent á að álitið sem kæran tekur til hafi verið afturkallað og það uppfylli því ekki skilyrði birtingar skv. 8. gr. laga nr. 91/1998. Þá telur ríkisskattstjóri að afhending á álitinu geti skapað ruglingshættu kæmist það í almenna umferð. </p><p>Umsögn ríkisskattstjóra var kynnt kæranda með bréfi dags. 13. janúar 2016 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 1. febrúar 2016. Þar bendir kærandi á að hið umbeðna gagn hljóti að vera til í skilningi upplýsingalaga en annað væri líklega brot gegn 1. mgr. 24. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn. Þá bendir kærandi á að gagnið hafi verið birt opinberlega af hálfu ríkisskattstjóra og verið aðgengilegt á vefsvæði embættisins um nokkurra daga skeið. Sumir borgarar landsins gætu því haft gagnið undir höndum. Þá sé ekki um að ræða vinnugagn enda hafi verið um að ræða stjórnvaldsákvörðun sem síðar hafi verið endurskoðuð. Einnig kemur fram að þótt niðurstaðan hafi ekki lengur þýðingu fyrir skattaframkvæmd hafi hún þýðingu sem heimild um stjórnsýsluframkvæmd. Þá hafi það hingað til ekki staðið í vegi fyrir birtingu ýmissa ákvarðana stjórnvalda að þær séu fallnar úr gildi eða leystar af hólmi með nýjum ákvörðunum. Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að afhenda hið umbeðna gagn með því að nafnhreinsa það. Ekki sé gerð krafa um afléttingu nafnleyndar heldur aðeins óskað eftir gagninu í þeirri mynd sem það var birt á vef ríkisskattstjóra. Þá bendir kærandi á að upplýsingalög geri ráð fyrir því að hægt sé að afhenda gögn með þeim hætti að persónugreinanlegar upplýsingar séu afmáðar. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu reynir á rétt kæranda til aðgangs að bindandi áliti ríkisskattstjóra sem var birt og síðar afturkallað. Er því um að ræða fyrirliggjandi gagn í vörslum stjórnvalds sem réttur almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur til, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. </p><p>Í umsögn ríkisskattstjóra er vísað til þess að að líta megi á hið umbeðna gagn sem vinnugagn þar sem það hafi verið afturkallað og nýtt gefið út. Vinnugögn eru undanþegin upplýsingarétti skv. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í 1. málsl. 8. gr. kemur fram að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 2. málsl. ákvæðisins kemur fram það skilyrði að gögn teljist ekki lengur til vinnugagna hafi þau verið afhent öðrum nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. </p><p>Í athugasemdum við 8. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir orðrétt:</p><blockquote><p>„Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins. Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins. Í þriðja skilyrðinu, þ.e. að gagn hafi ekki verið afhent öðrum, felst það m.a. að hafi skjal verið afhent einkaaðila eða stjórnvaldi t.d. með tölvupósti eða öðrum hætti, telst það almennt ekki lengur vinnugagn. Undantekningar eru þó gerðar varðandi síðastgreinda atriðið.“</p></blockquote><p>Fyrir liggur að álit ríkisskattstjóra var birt almenningi áður en það var afturkallað. Þegar af þeirri ástæðu getur hið umbeðna gagn ekki talist vera vinnugagn. Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni álitsins sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Er það mat úrskurðarnefndarinnar að engar þær takmarkanir sem kveðið er á um í 6.-10. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir aðgangi almennings að álitinu. Því er ríkisskattstjóra skylt að veita kæranda aðgang að því. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Ríkisskattstjóra ber að veita kæranda, A, aðgang að skjalinu „bindandi álit 02/15“ sem birt var á vef embættisins en síðar afturkallað. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
651/2016. Úrskurður frá 20. september 2016 | Óskað var eftir skýrslum tiltekins starfslaunaþega í vörslum stjórnar listamannalauna. Beiðninni var synjað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem þær hefðu að geyma einkahagsmuni starfslaunaþegans. Úrskurðarnefndin tók fram að almenningur eigi ríkan rétt til aðgangs að gögnum um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Sá réttur verði hins vegar almennt að víkja fyrir þeim hagsmunum listamanna að upplýsingar um verk í vinnslu og ófullkomin verk, hugmyndir að verkum, ferlum við sköpun listverka og afstöðu listamanna til verka sinna séu ekki á almannavitorði, sbr. 71. og 73. gr. stjórnarskrárinnar. Staðfest var synjun stjórnar listamannalauna á þeim hluta skýrslnanna sem hafa að geyma slíkar upplýsingar en kæranda heimilaður aðgangur að því sem eftir stendur. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 20. september 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 651/2016 í máli ÚNU 16010013. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 27. janúar 2016 kærði A, blaðamaður, meðferð stjórnar listamannalauna á beiðni um aðgang að skýrslum starfslaunaþegans B. Upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 20. janúar, var synjað með tölvupósti þann 27. janúar. Þar segir að í skýrslunum komi fram upplýsingar sem varði einkahagsmuni og beiðninni sé því hafnað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Í kæru segir að samkvæmt 1. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009 veiti Alþingi árlega fé af fjárlögum til að launa listamenn í þeim tilgangi að efla listsköpun í landinu. Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 834/2009 sé gert ráð fyrir að um tiltekið listrænt verkefni sé að ræða sem umsækjanda um starfslaun beri að lýsa í hnitmiðaðri greinargerð um verkið. Þá beri starfslaunaþega að gefa skýrslu um þau störf sem hann hefur sótt um starfslaun fyrir, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 57/2009 og 7. gr. reglugerðarinnar. Starfslaunaþega beri því að uppfylla tiltekin skilyrði og skyldur vegna starfslauna sem stjórn listamannalauna beri að hafa eftirlit með að séu uppfyllt. Kærandi segir að gögnin séu nauðsynleg til þess að almenningur og fjölmiðlar geti lagt betur mat á það hvort sú gagnrýni sem fram hefur komið eigi rétt á sér hvað varðar þennan tiltekna starfslaunaþega, launasjóðinn og skipulag listamannalauna almennt. </p><p>Í kæru segir að upplýsingarnar séu ekki einkamálefni í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Starfslaunum sé úthlutað á grundvelli umsóknar vegna tiltekins listræns verkefnis sem starfslaunaþega ber að starfa að og gera grein fyrir framgangi þess. Samkvæmt lögunum megi fella starfslaunin niður, starfi launþegi ekki að verkefninu. Með því að leggja fram umsókn um að hljóta starfslaun frá hinu opinbera vegna tiltekins listræns verkefnis, geti starfslaunaþegi ekki gert ráð fyrir því að gagnvart almenningi ríki fullkomin leynd yfir þeim verkefnum sem starfslaun eru veitt fyrir. Um sé að ræða opinbera styrkveitingu og almenningur og fjölmiðlar eigi rétt á að veita hinu opinbera aðhald varðandi það hvort fjármunum hins opinbera sé varið í samræmi við lög og reglur. Ef gögnin innihalda upplýsingar um einkamálefni telur kærandi að engu að síður beri að afhenda þau, þó þannig að upplýsingar um einkamálefni verði afmáðar. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags.1. febrúar 2016 var stjórn listamannalauna kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit þeirra gagna sem kæran lýtur að. Í umsögninni segir að stjórn listamannalauna líti svo á að hafna beri beiðni kæranda vegna þess að skýrslur starfslaunaþega séu trúnaðarmál sem ekki sé heimilt að afhenda þriðja aðila með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Skýrslurnar innihaldi hugmyndir að verkum í vinnslu og það geti skaðað framvindu þeirra ef þær verði gerðar opinberar. Þannig lúti trúnaðurinn bæði að einkamálum og fjárhagslegum hagsmunum, með opinberri birtingu geti fótunum verið kippt undan útgáfu með því að aðrir gætu nýtt sér hugmyndir eða spillt fyrir framgangi þeirra. Hér sé um verulega hagsmuni einstaklings að ræða sem hefur lífsviðurværi sitt af ritstörfum sem starfslaunasjóður styrki. </p><p>Stjórn listamannalauna bendir jafnframt á að þegar starfslaunaþegar skila inn skýrslum standi þeir í þeirri trú að um trúnaðargögn sé að ræða og þeir sem borið hafa ábyrgð á starfsemi sjóðsins og séð um umsýslu hans hafi haft sama skilning. Ekkert í lögum um listamannalaun eða reglugerð sjóðsins gefi styrkþegum til kynna að upplýsingar kunni að verða gerðar opinberar. </p><p>Með bréfi dags. 14. júlí 2016 ákvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál að leita álits viðkomandi starfslaunaþega á því að aðgangur að umbeðnum gögnum verði veittur, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í umsögn hans kemur fram að hann álíti skýrslur og umsóknir um starfslaun innihalda upplýsingar sem ekki eigi erindi til almennings. Upplýsingar um starfslaun, fjárhæð og tímalengd séu opinberar og aðgengilegar hverjum sem er. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt til aðgangs að skýrslum tiltekins starfslaunaþega í vörslum stjórnar listamannalauna vegna launasjóðs rithöfunda. Synjun stjórnarinnar var byggð á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, en í ákvæðinu segir: </p><blockquote><p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ </p></blockquote><p> Sá einstaklingur sem í hlut á hefur lagst gegn afhendingu umbeðinna gagna. Synjun á beiðni kæranda fær því aðeinst staðist að fyrir liggi að upplýsingarnar sem þar koma fram varði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklingsins sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í athugasemdum við ákvæði 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir að vega og meta þurfi umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verði að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. </p><p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni umbeðinna gagna. Öll innihalda þau umfjöllun um ráðstöfun opinberra hagsmuna í formi starfslauna rithöfundar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd litið til markmiða upplýsingalaga um aðhald að stjórnvöldum og gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna við skýringar á undantekningarákvæðum laganna. Í þessu samhengi tekur nefndin fram að ýmsar upplýsingar um starfslaun listamanna eru þegar aðgengilegar almenningi, þar á meðal hversu mörgum mánaðarlaunum hver listamaður fær úthlutað í hvert sinn. Þá eru einnig aðgengilegar upplýsingar um fjárhæð starfslauna og aðra tilhögun úthlutunar á vef stjórnar listamannalauna. </p><p>Hins vegar er það mat nefndarinnar að hinn ríki réttur almennings til aðgangs að gögnum er varða ráðstöfun opinberra hagsmuna verði almennt að víkja fyrir þeim hagsmunum listamanna að upplýsingar um verk í vinnslu og ófullkomin verk, hugmyndir að verkum, ferlum við sköpun listverka og afstöðu listamanna til verka sinna séu ekki á almannavitorði. Slíkar upplýsingar tengjast náið persónu viðkomandi listamanna og öðrum hagsmunum sem eru sérstaklega verndaðir með 71. gr. og 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Þá er að mati nefndarinnar einnig að finna upplýsingar um aðra einkahagsmuni starfslaunaþega í skýrslunum, svo sem lýsingar á ferðalögum og öðrum persónulegum upplifunum. Því er staðfest synjun stjórnar listamannalauna á þeim hluta umbeðinna gagna sem hafa að geyma slíkar upplýsingar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Á hinn bóginn verður kæranda heimilaður aðgangur að öðrum hlutum umbeðinna gagna á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. ákvæðisins, eins og nánar greinir í úrskurðarorði. </p><p>Það athugast að frá árinu 2013 hefur eyðublað framvinduskýrslna verið því marki brennt að þar koma nær eingöngu fram upplýsingar sem lúta framangreindri takmörkun á upplýsingarétti almennings. Ef slíkar upplýsingar yrðu afmáðar úr skýrslunum er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kæranda yrði ekki hald í aðgangi að því sem eftir stæði. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Stjórn listamannalauna ber að afhenda kæranda, A, eftirfarandi gögn: </p><ol><li><p>Skýrslum um störf starfslaunaþegans B árin 1997, 1999 og 2002, dags. 12. desember 1997, 1. desember 1999, 11. og 12. nóvember 2002 (eyðublöð án fylgiskjala).</p></li><li><p>Skýrslum um störf starfslaunaþegans B árin 2000, 2004, 2005, 2006, 2007 og 2008, dags. 14. desember 2000, 17. nóvember 2004, 15. nóvember 2005, 1. október 2006, 2. október 2007 og 2. október 2008 (eyðublöð), þó þannig að afmáðar verði upplýsingar sem fram koma í reitunum: „Upplýsingar um framgang verkefnis/verkefna á árinu.“</p></li><li><p>Skýrslum um störf starfslaunaþegans B árin 2011 og 2012, ódags., þó þannig að afmáðar verði upplýsingar sem fram koma í reitunum: „Hnitmiðuð greinargerð um verkefni sem vinna á að á starfslaunatímanum“, „Náms- og starfsferill umsækjanda, viðurkenningar og verðlaun“ og „Framvinduskýrsla“. </p></li></ol><p>Að öðru leyti er hin kærða ákvörðun staðfest.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
644/2016. Úrskurður frá 20. september 2016 | Deilt var um rétt erlendra tryggingarfélaga til gagna um í vörslum Þjóðskjalasafns Íslands. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti synjun safnsins á beiðni um aðgang að CAMELS-mati á Kaupþingi frá maí 2008, tölvubréf einstaklings til rannsóknarnefndar Alþingis og skjal frá Kaupthing Singer Friedlander, ýmist á grundvelli 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga. Fallist var á rétt kærenda til aðgangs að bréfi þáv. stjórnarformanni Kaupþings til forsætisráðherra frá apríl 2008. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 20. september 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 644/2016 í máli ÚNU 14110003. </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 5. nóvember 2014 kærði A afgreiðslu Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni hans, f.h. Brit Insurance Limited, Great Lakes Reinsurance Plc., Chubb Insurance Company of Europe SE, Aspen Insurance UK Limited og fleiri erlendra vátryggingarfyrirtækja, um aðgang að gögnum um Kaupþing banka. </p> <p>Í upphaflegri gagnabeiðni, dags. 4. nóvember 2011, var óskað eftir aðgangi að tilteknum gögnum og skjölum sem tengjast bankanum, sem rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum við gerð skýrslu sinnar. Þjóðskjalasafn Íslands synjaði beiðninni en með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-480/2013 frá 3. maí 2013 var tilteknum atriðum beiðninnar vísað til nýrrar afgreiðslu hjá safninu. Með bréfi dags. 7. október 2014 tók safnið ákvörðun um að synja kærendum um aðgang að eftirfarandi gögnum: </p> <ul> <li> <p>CAMELS mat Kaupþings, maí 2008</p> </li> <li> <p>Bréf frá C til Geirs H. Haarde, dags. 9. apríl 2008</p> </li> <li> <p>Tölvubréf frá B til rannsóknarnefndar Alþingis, dags. 25. janúar 2010</p> </li> <li> <p>Grunngögn frá Kaupþingi banka um Anvil Repo Cash 2008 10 03 CO (2).xls. Skjal frá KSF sem sýnir að REPO fór áfram til þriðja aðila </p> </li> </ul> <p>Kærendur telja ákvörðunina ekki vera í samræmi við ákvæði upplýsingalaga, sérstaklega 3. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Varðandi CAMELS-matið sé um að ræða mat á stöðu banka, nánar tiltekið fjármagnsþörf (capital adequacy), eignir (assets), stjórnun (management capability), tekjur (earnings), lausafjárstöðu (liquidity) og mat á því hversu viðkvæmur bankinn sé fyrir áhættubreytingum á markaði eða vegna vaxta (sensitivity). Kærendur telja slíka skýrslu ekki í heild geta snúið að málefnum viðskiptamanna Kaupþingsbanka, sbr. 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Kærendur leggja áherslu á að upplýsingar er varða bankann sjálfan lúti ekki sömu þagnarskyldusjónarmiðum og viðskiptamenn hans. Kærendur telja sömu sjónarmið eiga við um beiðni sína um grunngögn frá Kaupþingi banka um Anvil Repo Cash. </p> <p>Um bréf C til Geirs H. Haarde, dags. 9. apríl 2008, kemur fram í kæru að kærendur telja túlkun Þjóðskjalasafns á 9. gr. upplýsingalaga ranga. Samkvæmt lýsingu á efni bréfsins fáist ekki séð að það innihaldi nokkrar upplýsingar um fjárhagsmálefni eða einkamálefni. Bréfið standi ekki í tengslum við tiltekna hagsmuni C hjá stjórnvöldum sem varði einkamálefni hans eða fjármál. Þá bendi ekkert til þess að C hafi ætlað eða mátt ætla að bréfið væri sent á grundvelli trúnaðar. Bréfið til forsætisráðherra hafi að geyma almennar hugleiðingar um ástand í samfélaginu og væri það langt til seilst ef slík samskipti yrðu skilgreind sem einkamálefni viðkomandi einstaklings. Loks mótmæla kærendur því að líta beri á tölvubréf frá B til rannsóknarnefndar Alþingis með sama hætti og skýrslur sem nefndin tók af nafngreindum einstaklingum. </p> <p>Kærendur telja vel fært að afmá þá hluta umbeðinna gagna sem hafa að geyma nafn viðskiptaaðila og persónugreinanlegar upplýsingar. Í mörgum tilvikum séu viðskiptaaðilarnir jafnvel ekki lengur til. Verði því að veita aðgang að stærstum hluta þeirra skjala sem synjað var um með hinni kærðu ákvörðun. Upplýsingarnar hafi auk þess þegar verið gerðar opinberar beint eða óbeint í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 7. nóvember 2014 var kæran kynnt Þjóðskjalasafni Íslands og veittur kostur á að koma á framfæru umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit þeirra gagna sem kæra lýtur að. Umsögn safnsins barst þann 2. desember 2014. Þar er tekið fram að rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið komið á fót með lögum nr. 142/2008. Hlutverk hennar hafi verið að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða og leggja mat á það hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi, eftirlit með henni og hverjir kynnu að bera ábyrgð á því. Í 5. mgr. 17. gr. laganna sé tekið fram að gögn rannsóknarnefndarinnar skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands en um aðgang að þeim fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. </p> <p>Um CAMELS-mat á Kaupþingi banka segir Þjóðskjalasafn skjalið hafa að geyma heildarmat á stöðu bankans vorið 2008. Þar komi fram upplýsingar um fjárhagsstöðu bankans og um stærstu viðskiptamenn hans. Að mati safnsins fellur skjalið undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Því hafi kærendum verið synjað um aðgang á grundvelli 2. mgr. ákvæðisins, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hafi það verið mat safnsins að takmarkanirnar ættu við um skjalið í heild en ekki einstaka hluta þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þjóðskjalasafn telur skjalið einnig hafa að geyma upplýsingar sem falla undir 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. </p> <p>Þjóðskjalasafnið kveðst hafa metið bréf C til Geirs H. Haarde á þá leið að um væri að ræða efni sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færi leynt, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Takmarkanir á aðgangi ættu við um bréfið í heild. </p> <p>Hvað tölvubréf B til rannsóknarnefndarinnar varðar kemur fram að það sé hluti af samskiptum [...] um málefni sem fjallað var um við skýrslutöku fyrir nefndinni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest í úrskurðum sínum tiltekin sjónarmið við beitingu 9. gr. upplýsingalaga um skýrslur rannsóknarnefndar Alþingis af nafngreindum einstaklingum. Safnið telur sömu sjónarmið eiga við um tölvubréfið þar sem það sé framhald og frekari útskýring á skýrslutökunni. Þá telur safnið rétt að ítreka að tekið var tillit til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti við skýrslugjöfina og trúnaðar sem skýrslugjöfum var að jafnaði heitið. Þannig geti mat skýrslugjafa eða opinská umfjöllun hans og svör við spurningum út frá eigin hyggjuviti eða upplifunum, þar sem trúnaði er heitið, talist einkamálefni hans eftir heildarmat á þeim upplýsingum sem beiðni taki til. Þá hafi öllum verið skylt að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að láta í té upplýsingar, gögn og skýringar að viðlagðri refsiábyrgð, sbr. 11. gr. laga nr. 142/2008. </p> <p>Þjóðskjalasafn kveður grunngögn frá Kaupþingi banka um Anvil Repo Cash hafa að geyma upplýsingar um málefni viðskiptamanna Kaupþings banka í skilningi þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Safnið hafi synjað kærendum um aðgang með vísan til 2. mgr. ákvæðisins, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Takmarkanirnar eigi við um skjalið í heild, sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna. </p> <p>Umsögn Þjóðskjalasafns var kynnt kærendum með bréfi dags. 3. desember 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust athugasemdir frá kærendum. Meðferð málsins hefur dregist óhæfilega af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna anna í störfum nefndarinnar. </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar aðgang kærenda að gögnum um Kaupþing banka á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Upphafleg beiðni kærenda var sett fram á grundvelli eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 en eftir að úrskurðarnefndin vísaði henni til nýrrar meðferðar hjá Þjóðskjalasafni var ákvörðun tekin eftir upplýsingalögum nr. 140/2012, sem þá höfðu tekið gildi. Í 9. gr. laganna segir orðrétt: </p> <blockquote> <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> </blockquote> <p>Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum. Samsvarandi skýringar var og að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda ákvæðisins er því víðtækari, þ.e. gengur lengra, en þær takmarkanir sem 6.-10. gr. upplýsingalaga mæla fyrir um. Að því leyti sem ákvæðið tilgreinir ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 færist yfir á Þjóðskjalasafnið vegna upplýsinga sem stofnunin hefur tekið við, sbr. 2. mgr. greinarinnar. </p> <p>Eins og að framan greinir hafa þau gögn er úskurðurinn lýtur að verið afmörkuð með eftirfarandi hætti: </p> <ul> <li> <p>CAMELS mat Kaupþings, maí 2008</p> </li> <li> <p>Bréf frá C til Geirs H. Haarde, dags. 9. apríl 2008</p> </li> <li> <p>Tölvubréf frá B til rannsóknarnefndar Alþingis, dags. 25. janúar 2010</p> </li> <li> <p>Grunngögn frá Kaupþingi banka um Anvil Repo Cash 2008 10 03 CO (2).xls. Skjal frá KSF sem sýnir að REPO fór áfram til þriðja aðila </p> </li> </ul> <p>Verður nú fjallað um gögnin í sömu röð.<strong> </strong></p> <h3>2.</h3> <p>CAMELS-athugun fer fram af hálfu stjórnvalda sem hafa eftirlit með fjármálastarfsemi í því skyni að meta stöðu fjármálafyrirtækja. Athugunin dregur nafn sitt af þeim þáttum sem kannaðir eru, þ.e. eigið fé (capital), eignir (assets), stjórnun (management), arðsemi (earnings), lausafjárstaða (liquidity) og næmni fyrir áhættu á markaði (sensitivity to market risks). Niðurstaðan úr matinu gefur til kynna hversu viðkvæmt fjármálafyrirtæki er fyrir sveiflum og nýtist í mati á áhættustigi rekstursins. </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður fjallað um rétt almennings til aðgangs að niðurstöðum mats á íslenskum bönkum vorið 2008, sjá úrskurð nr. 562/2014 frá 17. desember 2014 um aðgang að mati á Glitni banka í vörslu Fjármálaeftirlitsins. Þar komst nefndin að þeirri niðurstöðu að matið varðaði mikilvæg viðskipta- og fjárhagsmálefni bankans og væri þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002. Þetta var jafnframt talið eiga við um svo stóran hluta matsins að ekki var talið koma til greina að leggja fyrir Fjármálaeftirlitið að veita aðgang að hluta þess á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p> <p>Nefndin hefur kynnt sér niðurstöður CAMELS-mats á Kaupþingi banka og telur sömu sjónarmið eiga við um það. Fyrir liggur að matið stafar frá Fjármálaeftirlitinu og færðist þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 yfir á rannsóknarnefnd Alþingis er hún tók við því á grundvelli 1. mgr. 6. gr. laga nr. 142/2008, sbr. 3. mgr. ákvæðisins. Í matinu er víða fjallað um fjárhagsmálefni viðskiptamanna bankans og njóta þær upplýsingar verndar 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga. Þá er fallist á með Þjóðskjalasafni að svo stór hluti skjalsins sé undirorpinn framangreindum þagnarskylduákvæðum að ekki komi til greina að leggja fyrir Þjóðskjalasafnið að veita aðgang að því að hluta.<strong> </strong></p> <h3>3.</h3> <p>Næst verður leyst úr rétti kærenda til aðgangs að bréfi C til þáv. forsætisráðherra, Geirs H. Haarde, dags. 9. apríl 2008. Í bréfinu lýsir C tilteknum sjónarmiðum um vanda sem þá steðjaði að íslenskum fjármálamarkaði og óskaði eftir fundi með ráðherra til að kynna þau frekar. Af hálfu Þjóðskjalasafns hefur komið fram að synjun á beiðni kærenda um aðgang að bréfinu hafi byggst á 9. gr. upplýsingalaga þar sem um væri að ræða einkamálefni C sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færi leynt. </p> <p>Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga segir að engum vafa sé undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd séu allar undanþegnar aðgangi almennings samkvæmt ákvæðinu. Aðrar upplýsingar sem geti talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunni einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Þar undir geti til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúti beinlínis að öryggi þeirra. Undir ákvæðið geti fallið upplýsingar um það hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. </p> <p>Skoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál á bréfinu leiddi ekki í ljós að það hefði að geyma upplýsingar af því tagi sem hér hefur verið lýst. Um er að ræða almennar hugleiðingar um stöðu fjármálamarkaðarins og tillögur að aðgerðum stjórnvalda til að bæta úr stöðunni. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur bréfið ekki að geyma upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og verður því að heimila kærendum aðgang að því á grundvelli 5. gr. laganna.<strong> </strong></p> <h3>4.</h3> <p>Í tölvubréfum B til nefndarmanna rannsóknarnefndar Alþingis, dags. 25. janúar 2010, er að finna frekari skýringar í kjölfar skýrslugjafar hans til nefndarinnar. Í skjalinu er einnig að finna svör nefndarmannsins Sigríðar Benediktsdóttur. B gegndi stöðu [...] og lýsir meðal annars í bréfinu tilteknum aðgerðum bankans og samskiptum við breska fjármálaeftirlitið (FSA). Fallist er á það með Þjóðskjalasafni að efni bréfsins teljist einkamálefni B í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um upplýsingagjöf hans til rannsóknarnefndar Alþingis. Takmörkun á aðgangi á við um samskipti B við rannsóknarnefndina og starfsmenn hennar í heild og verður safninu því ekki gert að veita kærendum aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <strong> </strong></p> <h3>5.</h3> <p>Loks kemur til skoðunar réttur kærenda til aðgangs að skjali sem ber heitið „Anvil Repo Cash 2008 10 03 CP (2).xls“. Skjalið er í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sagt stafa frá KSF, og hafa að geyma grunngögn frá Kaupþingi sem sýni að REPO hafi farið áfram til þriðja aðila. Úrskurðarnefnd hefur farið yfir skjalið sem er töflureiknisskjal á fimm flipum. Tveir þeirra, „Charts“ og „Report“ hafa að geyma ófullkomnar töflur og gröf sem virðast byggja á upplýsingum úr öðrum skjölum. Einn flipinn, „Reference“, inniheldur ekki aðrar upplýsingar en heiti mánaða og gengi nokkurra gjaldmiðla gagnvart breska pundinu. Á flipanum „Securities“ er að finna nöfn aðila sem bera með sér að vera viðskiptamenn bankans og upplýsingar um tryggingar þeirra. Loks er á flipanum „Active trades“ að finna ýmsa fjármálagerninga viðskiptamanna bankans, fjárhæðir og upphafs- og lokadagsetningar ásamt tillögum að aðgerðum. Að mati úrskurðarnefndarinnar er skjalið í heild undirorpið trúnaði samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 þar sem um er að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhagslega hagsmuni viðskiptamanna Kaupþings og eftir atvikum Kaupthing Singer & Friedlander. Það er jafnframt mat úrskurðarnefndarinnar að þagnarskyldan eigi við um svo stóran hluta skjalsins að ekki komi til greina að kærendum verði heimilaður aðgangur að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p> <h3>6.</h3> <p>Kærendur hafa haldið því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu Þjóðskjalasafnsins á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014. </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Þjóðskjalasafni Íslands ber að veita kærendum aðgang að bréfi C til forsætisráðherra, dags. 9. apríl 2008. </p> <p>Staðfest er synjun Þjóðskjalasafns Íslands á aðgangi kærenda að niðurstöðum CAMELS-mats á Kaupþingi banka frá maí 2008, tölvupóstsamskiptum B og starfsmanna rannsóknarnefndar Alþingis, dags. 25. janúar 2008 og skjalinu „Anvil Repo Cash 2008 10 03 CP (2).xls“. </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> <p> </p> |
650/2016. Úrskurður frá 20. september 2016 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tollstjóri safnaði um hann við komu til landsins á Keflavíkurflugvelli. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að umbeðin gögn lytu að rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að teknu tilliti til hlutverks tollstjóra samkvæmt 4. mgr. 9. gr. lögreglulaga og 183. gr. tollalaga. Kæru var því vísað frá úrskurðarnefndinni. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 20. september 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 650/2016 í máli ÚNU 16010012. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 19. janúar 2016 kærði A, f.h. B, synjun tollstjóra á beiðni um aðgang að gögnum um afskipti embættisins af kæranda við komu til Íslands frá [...]. </p><p>Í kæru segir að óskað hafi verið eftir öllum gögnum sem tollstjóri hefði safnað eða skráð um kæranda vegna málsins þann [...]. Afskiptin hefðu falist í því að leitað hafi verið í farangri kæranda og á honum sjálfum án þess að neitt ólöglegt kæmi fram. Þá hafi hann jafnframt verið spurður persónulegra spurninga um vímuefnanotkun. Tollvörður hafi tjáð kæranda að engin skýrsla yrði skráð um afskiptin. Nokkrum vikum síðar hafi kærandi mætt til skýrslugjafar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem borið hafi verið undir hann að tollayfirvöld hafi haft afskipti af honum. Af þessu megi ráða að tollstjóri hafi áframsent lögreglu gögn, m.a. mjög persónuleg, um afskipti af kæranda og því einnig ljóst að tollstjóri hafi í vörslum sínum gögn um afskiptin. </p><p>Beiðni kæranda var synjað með tölvupósti þann 11. janúar 2016. Þar var vísað á lögreglu um afhendingu gagnanna. Kærandi kveður lögreglu ekki hafa afhent nein gögn um afskipti tollstjóra. Kærandi kveður rétt að beina beiðninni til tollstjóra með vísan til 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga. Ekki verði séð að embættið geti vísað ábyrgðinni til lögreglu og ekki verði heldur séð að takmarkanir upplýsingalaga eigi við gögnin. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 1. febrúar 2016 var tollstjóra kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum. </p><p>Í umsögn tollstjóra dags. 8. mars 2016 segir að beiðni kæranda hafi í upphafi verið vísað til lögreglu þar sem embættið taldi ekki á sínu forræði að veita umbeðnar upplýsingar. Ástæða þess hafi verið sú að lögreglan hafi óskað eftir upplýsingunum vegna máls sem sé til meðferðar. </p><p>Tollstjóri kveður umbeðnar upplýsingar hafa verið skráðar í dagbók tollgæslu um afskipti af kæranda við komu til landsins frá [...]. Þá sé í vörslum tollstjóra einnig að finna upplýsingar um afhendingu þeirra til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingarnar séu hluti af greiningarstarfi tollstjóra sem sé eitt af lögbundnum hlutverkum embættisins, sbr. 8. tl. 40. gr. tollalaga. Nauðsynlegt sé að slíkar upplýsingar fari leynt og séu þær undanþegnar upplýsingaskyldu samkvæmt persónuverndarlögum, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þar komi t.d. fram að 18. gr. laganna gildi ekki um vinnslu persónuupplýsinga sem varða almannaöryggi, landvarnir, öryggi ríkisins og starfsemi ríkisins á sviði refsivörslu, auk þess sem einnig eigi við sjónarmið um almannaöryggi, landvarnir og öryggi ríkisins. </p><p>Í umsögn tollstjóra kemur fram að umbeðin gögn hafi að geyma skjámyndir af gagnagrunnum sem tollgæslan vinni með og þar sé einnig að finna vísbendingar um hvernig unnið er með upplýsingar í greiningarstarfi. Afhending slíkra upplýsinga myndi stefna í hættu vinnu við að tryggja öryggi ríkisins. Tollstjóri, löglærðir fulltrúar hans og tollverðir fari með lögregluvald samkvæmt 4. tl. 9. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Að mati embættis tollstjóra falla umbeðin gögn undir undantekningarákvæði 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga þar sem þau geymi upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni, sbr. 10. gr. laganna, einkum 1. tl. Fallist úrskurðarnefnd ekki á þau sjónarmið gerir tollstjóri þá varakröfu að kæranda verði veittur aðgangur að greinargerð um efnislegt innihald gagnanna þar sem af þeim sé hægt að sjá upplýsingar um hvað sé skráð við leit á farþegum. Þá sé í gögnunum mynd af farþegaupplýsingum sem Tollstjóri hafi aðgang að á grundvelli 3. mgr. 30. gr. og 51. gr. a. tollalaga nr. 88/2005. Þær kunni að hafa viðskiptalegt gildi fyrir flugfélag, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. </p><p>Umsögn tollstjóra var kynnt kæranda með bréfi dags. 13. mars 2016 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda, dags. 18. mars 2016, er fjallað um skilyrði 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Að mati kæranda hefur umsögn tollstjóra aðeins að geyma almennar hugleiðingar þess efnis að aðgangur geti skaðað tiltekna almannahagsmuni á þeim grundvelli að skjámyndir sem sýni persónulegar upplýsingar um kæranda afhjúpi starfsaðferðir tollstjóra. Af athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga verði ráðið að slík sjónarmið dugi ekki til að koma í veg fyrir aðgang. Um 1. tl. 1. mgr. 10. gr. segir kærandi mikilvægt að hafa í huga að ákvæðið taki einungis til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn og út á við. Vandséð sé hvernig eftirlit með vöruinnflutningi geti fallið þar undir. Loks segir kærandi að hafa verði til hliðsjónar að tollverðir hafi sagt ósatt um skráningu á umbeðnum upplýsingum. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum tollstjóra um afskipti embættisins af kæranda á Keflavíkurflugvelli. Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum er tekið fram að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála. Samkvæmt 4. mgr. 9. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 fara tollstjóri, löglærðir fulltrúar hans og tollverðir með lögregluvald á sínu starfssviði og þegar þeir annast eða aðstoða við löggæslu. Í 1. mgr. 183. gr. tollalaga nr. 88/2005 segir að tollstjóri annist rannsókn brota gegn refsiákvæðum laganna að svo miklu leyti sem slík rannsókn sé ekki í höndum lögreglu. Skuli hann hvenær sem þess gerist þörf hefja rannsókn út af rökstuddum grun eða vitneskju um refsivert brot. Samkvæmt 4. mgr. fer um rannsókn eftir lögum um meðferð sakamála. </p><p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni umbeðinna gagna og telur hafið yfir vafa að þau lúti að rannsóknum sakamála í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til hlutverks embættis tollstjóra samkvæmt framangreindum lagaákvæðum. Því verður réttur til aðgangs að þeim ekki reistur á ákvæðum upplýsingalaga og ber að vísa kæru vegna synjunar tollstjóra frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><p>Það athugast að í afriti umbeðinna gagna, sem úrskurðarnefndin fékk afhent á grundvelli 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, var búið að afmá nöfn starfsmanna tollstjóra og lögreglu sem komu að málinu. Til þess stóð engin heimild, þar sem afhendingarskylda ákvæðisins nær til allra þeirra gagna sem kæra tekur til. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru A, f.h. B, vegna synjunar tollstjóra á beiðni um aðgang að gögnum um afskipti embættisins af kæranda þann [...], er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
648/2016. Úrskurður frá 20. september 2016 | Kærð var synjun innanríkisráðuneytisins á beiðni kærenda um gögn um skilnað foreldra sinna. Um aðgang að gögnunum fór eftir lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, sbr. 4. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tók fram að í málinu vægjust á annars vegar hagsmunir kærenda af því að fá afhent gögn um skilnað foreldra sinna, þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um kærendur sjálfa, og hins vegar sjónarmið um friðhelgi einkalífs foreldra þeirra, sem báðir eru látnir. Eins og á stóð taldi nefndin hagsmuni kærenda nægjanlega ríka til að heimila þeim aðgang að umbeðnum gögnum. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 20. september 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 648/2016 í máli ÚNU 15110002. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 30. október 2015 kærði A synjun innanríkisráðuneytisins á afhendingu afrits af gögnum um skilnað foreldra sinna. Í kæru er tekið fram að systkini kærenda séu „til í að setja sína kennitölu með sem undirskrift“ og fylgja nöfn þeirra og kennitölur. Tekið er fram í kæru að foreldrar kærenda séu látnir og það sé systkinunum mikils virði að fá aðgang að skilnaðargögnunum. Ekki standi til að gera gögnin opinber heldur muni kærendur halda gögnunum fyrir sig. </p><p>Gagnabeiðni kærenda er dags. 9. september 2015. Þar kemur fram að kærendur vilji skoða skjöl um sig sjálf. Þá er sérstaklega óskað eftir afritum af skjölum um skilnað foreldra kærenda. Innanríkisráðuneytið svaraði fyrirspurninni þann 17. september þar sem fram kemur að beiðni þurfi að koma frá kærendum eða undirritað umboð frá þeim um afhendingu á þessum gögnum, svo að ráðuneytið geti tekið beiðnina til skoðunar. Þann 15. september 2015 sendi A, ein kærenda, skriflega gagnabeiðni til ráðuneytisins. </p><p>Beiðninni var synjað með bréfi dags. 5. október 2015 með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Umbeðin gögn hafi að óverulegu leyti að geyma upplýsingar um A sem erfitt sé að aðgreina með nákvæmum hætti frá öðrum viðkvæmum upplýsingum sem snerti einkamálefni annarra. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Innanríkisráðuneytinu var kynnt kæran með bréfi dags. 12. nóvember 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Með bréfi dags. 30. nóvember 2015 upplýsti innanríkisráðuneytið að það teldi ekki ástæðu til að senda nefndinni frekari rökstuðning. Með bréfi dags. 10. desember 2015 veitti úrskurðarnefndin A kost á að koma á framfæri frekari athugasemdum í málinu. Engar athugasemdir bárust. </p><p>Þann 4. ágúst 2016 hafði starfsmaður úrskurðarnefndarinnar samband við A í því skyni að sannreyna hvort systkini hennar væru aðilar að gagnabeiðninni. Alls bárust staðfestingar þess efnis frá þremur systkinum A; B, C og D. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í málinu reynir á rétt kærenda til aðgangs að gögnum um skilnað foreldra sinna. Meira en 30 ár eru frá því að gögnin urðu til. Fer því um aðgang að þeim eftir lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, sbr. 4. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Til álita kemur hvort réttur til aðgangs að gögnunum fari samkvæmt 1. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn þar sem mælt er fyrir um rétt aðila til aðgangs að skjölum um hann sjálfan með þeim takmörkunum sem kveðið er á um í lögunum. Sambærilegt ákvæði er að finna í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en í framkvæmd hefur ákvæðið verið skýrt þannig að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingar varða hann sjálfan þannig að hann hafi einstaklega hagsmuni af því umfram aðra að fá aðgang að gögnunum. </p><p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni gagnanna en þar meðal annars fjallað um forræði yfir kærendum og aðstæður á heimili þeirra í æsku. Verður því að líta svo á að gögnin geymi upplýsingar um kærendur og fer því um aðgang að þeim eftir 30. gr. laga nr. 77/2014. </p><p>Réttur kærenda til aðgangs að gögnunum er meðal annars takmarkaður af 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014. Þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að skjölum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang. Sambærilega takmörkun er að finna í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í málinu reynir því á hvort hagsmunir foreldra kærenda, sem nú eru látnir, og þeirra systkina kærenda sem ekki hafa staðfest aðild sína að málinu, vegi þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að gögnunum. </p><p>Í 71. gr. stjórnarskrárinnar er mælt fyrir um að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Samkvæmt 2. mgr. 71. gr. má ekki gera rannsókn á skjölum manns eða sambærilega skerðingu á einkalífi hans nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Ákvæðið er ekki bundið því skilyrði að sá sem rannsóknin varðar sé á lífi. Verður því að telja að foreldrar kærenda heitnir njóti þeirrar verndar æru og friðhelgi einkalífs sem ákvæðið mælir fyrir um. Samkvæmt 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar má með sérstakri lagaheimild takmarka friðhelgi einkalífs ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Telja verður að 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 30. gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 mæli fyrir um slíkar heimildir. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umbeðinna gagna. Öll fjalla þau um foreldra kærenda og lög- og samskipti þeirra fyrir og eftir lögskilnað. Gögnin teljast því varða einkamálefni einstaklinga. </p><p>Ákvæði 3. mgr. 9. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sem svarar til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, hefur verið skýrt á þá leið að sá sem beiðist aðgangs að gögnum um einkamálefni annarra þurfi að sýna fram á sérstaka lögvarða hagsmuni af því að kynna sér þau. Úrskurðarnefndin telur að skýra beri 2. mgr. 30. gr. laga um opinber skjalasöfn með sama hætti. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-294/2009 féllst nefndin á að gögn um heilsufar afa og ömmu kæranda í málinu, sem voru látin þegar hann beiddist aðgangs, gætu varpað ljósi á hæfi þeirra til að ráðstafa tilteknum eignum sínum, en kærandi í málinu var lögerfingi þeirra þegar ráðstöfunin var gerð. Í málinu sem hér er til úrlausnar hafa kærendur hins vegar ekki vísað til þess að þeir hafi aðra hagsmuni af aðgangi að umbeðnum gögnum en að aðgangur geti orðið til þess að þeir gætu lokið ótilgreindum persónulegum málum. </p><p>Í máli þessu vegast á annars vegar hagsmunir kærenda af því að fá afhent gögn um skilnað foreldra sinna, þar sem fram koma ýmsar upplýsingar um kærendur sjálfa, og hins vegar sjónarmið um friðhelgi einkalífs foreldra þeirra, sem báðir eru látnir. Þótt hjónaskilnaður sé alla jafna viðkvæmt mál þeirra sem í hlut eiga getur hann ekki að öllu leyti talist einkamálefni. Má þar sem dæmi nefna að skrá þarf hjúskaparstétt opinberri skráningu og sömuleiðis hvernig ákveðnum eignum er ráðstafað. Lögerfingjar geta einnig í ákveðnum tilvikum átt lögvarinna hagsmuna að gæta bæði þegar skilnaður fer fram og síðar. Enda þótt kærendur hafi ekki rökstutt beiðni sína með öðrum rökum en þeim að umbeðinn aðgangur að gögnum geti orðið til þess að þeir geti lokið ótilgreindum persónulegum málum þykir úrskurðarnefndinni, eins og málum er hér háttað, að ákvæði 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eigi ekki að koma í veg fyrir aðgang þeirra að umbeðnum gögnum. Ber því innanríkisráðuneytinu að heimila þeim aðgang að gögnunum. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Innanríkisráðuneytinu ber að afhenda kærendum, A, B, C og D, gögn um skilnaðarmál foreldra þeirra, sem fylgdu bréfi ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 30. nóvember 2015. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
643/2016. Úrskurður frá 29. ágúst 2016 | Kærð var synjun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum á beiðni um afrit af lögregluskýrslum og dagbók lögreglu. Kæru var vísað frá á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að lögin gilda ekki um rannsókn sakamála. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 29. ágúst 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 643/2016 í máli ÚNU 16080007. </p><h3>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h3><p>Með erindi dags. 10. ágúst 2016 kærði A synjun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum á afhendingu annars vegar afrits af lögregluskýrslum í Vestmannaeyjum í málum sem kærð voru dagana 30. júlí til 2. ágúst og hins vegar afrits af dagbók lögreglu sömu daga. </p><p>Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Þá þykir óþarft að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum er tekið fram að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála. Í gagnabeiðni kæranda er óskað gagna sem lúta að rannsóknum lögreglu í sakamálum en um slíkar rannsóknir fer eftir 2. þætti laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Er því ekki um að ræða gögn sem heyra undir valdsvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál með vísan til 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Er kæru vegna synjunar á afhendingu afrits af lögregluskýrslum og dagbók lögreglu því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru A vegna synjunar lögreglustjórans í Vestmannaeyjum á afhendingu afrits af lögregluskýrslum í Vestmannaeyjum í málum sem kærð voru dagana 30. júlí til 2. ágúst og afrits af dagbók lögreglu sömu daga, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p> |
641/2016. Úrskurður frá 29. ágúst 2016 | Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum innanríkisráðuneytis um bálför ömmu sinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að rétturinn ákvarðaðist af 14. gr. upplýsingalaga með vísan til þess að löggjöf gerði ráð fyrir aðkomu kæranda að ákvörðuninni sem umbeðin gögn fjölluðu um. Kærandi var talinn eiga ríkari hagsmuni af aðgangi en umsækjendur af því að gögn færu leynt og aðgangur veittur. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 29. ágúst 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 641/2016 í máli ÚNU 15110009. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 23. nóvember 2015 kærði A afgreiðslu innanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum um ömmu hans. Í kæru segir að þann 5. október 2015 hafi kærandi farið þess á leit að ráðuneytið veitti aðgang að gögnum er varða hennar hinstu ósk um jarðsetningu eða bálför. Kærandi kveðst hafa fengið takmörkuð gögn frá Útfararstofu Kirkjugarðanna um málið. Þar sé að finna afrit af svari frá ráðuneytinu við umsókn foreldra kæranda um dreifingu ösku ömmu kæranda við […]. Kærandi segist hafa miklar efasemdir um að nokkur gögn séu til um þessa ósk. Hann segir andlega heilsu ömmu sinnar ekki hafa verið góða hin síðari ár og að líklegra sé að hún hafi viljað vera jarðsett hjá eiginmanni sínum.</p><p>Í ákvörðun innanríkisráðuneytisins, dags. 10. nóvember 2015, er vísað til 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Óskað hafi verið afstöðu foreldra kæranda með bréfi dags. 19. október 2015 en svör hafi ekki borist. Að mati ráðuneytisins sé umsókn um dreifingu ösku upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari og heyri þar af leiðandi undir 9. gr. laga nr. 140/2012. Beiðni kæranda sé þar af leiðandi hafnað. </p><p>Kærandi fellst ekki á þær röksemdir innanríkisráðuneytisins að um einkamál sé að ræða. Þar sem ættartengslin séu sterk geti kærandi ekki talist til almennings. Í þessu samhengi vísar kærandi til laga um veitingu dvalarleyfis. Þar séu ömmur og afar flokkuð sem ættmenni en ekki almenningur. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 3. desember 2015 var innanríkisráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að í trúnaði. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 6. janúar 2016, segir að það telji umsókn um öskudreifingu vera einkamálefni einstaklings, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, og heyri þar af leiðandi undir 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Jafnvel þótt kærandi sé ættmenni þeirra sem stóðu að beiðni um öskudreifingu geti hann ekki talist vera aðili máls í skilningi upplýsingalaga. Þar sem ekki hafi borist samþykki frá þeim sem stóðu að málinu hafi ráðuneytið ekki talið forsendur til að veita aðgang að gögnum málsins. </p><p>Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur um málsatvik, málsástæður og lagarök í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu er deilt um aðgang kæranda að gögnum um bálför ömmu sinnar. Innanríkisráðuneytið hefur afgreitt beiðnina á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sem kveður á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda og byggðist synjun ráðuneytisins á aðgangi kæranda á 9. gr. laganna. Kærandi hefur meðal annars borið því við að hann geti ekki talist til almennings í skilningi ákvæðanna en af hálfu ráðuneytisins hefur komið fram að hann geti ekki talist aðili máls „í skilningi upplýsingalaga“. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur tilefni til að árétta að enda þótt kærandi sé ekki aðili þess stjórnsýslumáls er um ræðir, og eigi því ekki rétt á aðgangi að gögnum þess á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, getur réttur hans til aðgangs ákvarðast af 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar segir í 1. mgr. að skylt sé, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Eins og leiða má af athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 og framkvæmd ákvæðisins í úrskurðum úrskurðarnefndarinnar, nær það ekki eingöngu til upplýsinga um aðila sjálfan, heldur dugir til að þær varði hann sérstaklega og verulega umfram aðra. Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi sé lögerfingi hinnar látnu og geti því haft lögvarða hagsmuni af skiptum dánarbús hennar. Enn fremur segir í 3. mgr. 2. gr. laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 að þegar ekki sé vitað um vilja látins manns sem sjálfráða var ákveði eftirlifandi maki og niðjar hins látna hvort lík skuli greftrað eða brennt. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna segir að fyrst beri að leita eftir afstöðu eftirlifandi maka (sambúðaraðila) og niðja (kjörniðja). Séu þau á einu máli skuli fara eftir afstöðu þeirra ef ekki skal greftra lík. Þar sem fyrir liggur að kærandi er niðji hinnar látnu, og löggjöfin gerir sérstaklega ráð fyrir aðkomu hans að þeirri ákvörðun sem gagnabeiðni hans snýr að, þykir mega leggja til grundvallar að gögnin varði kæranda sérstaklega og verulega umfram aðra. Réttur hans til aðgangs að þeim ákvarðast því af 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Þá kemur til álita hvort innanríkisráðuneytinu hafi verið heimilt að takmarka rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum með vísan til einkahagsmuna, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, en ákvæðið er skylt 9. gr. laganna sem ráðuneytið byggði synjun sína á. Þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. </p><p>Innanríkisráðuneytið hefur vísað til þess að umsókn um dreifingu ösku hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings og ekki hafi borist samþykki umsækjenda, þ.e. foreldra kæranda. Í athugasemdum við 3. mgr. 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að yfirlýsing þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta sé ekki ein og sér nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar. Sama gildir um skort á svörum við áskorun um að láta í ljós afstöðu til aðgangs kæranda. Þá segir einnig í athugasemdunum að aðila verði ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. </p><p>Eins og mál þetta er vaxið er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hagsmunir kæranda af aðgangi að gögnum um umsókn um dreifingu ösku ömmu sinnar vegi þyngra en hagsmunir umsækjenda af því að þeim verði haldið leyndum. Hér skiptir og máli að af hálfu umsækjenda hefur aðgangi kæranda ekki verið mótmælt. Verður því fallist á rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum eins og nánar greinir í úrskurðarorði. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Innanríkisráðuneytinu ber að veita kæranda, A, aðgang að gögnum um dreifingu ösku B, er lést þann […]. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p> |
642/2016. Úrskurður frá 29. ágúst 2016 | Ritstjóri fjölmiðils kærði synjun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um netföng og vinnusímanúmer hjá starfsmönnum á ákærusviði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri skylt að birta almenningi slíkar upplýsingar á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og staðfesti synjun lögreglunnar. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 29. ágúst 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 642/2016 í máli ÚNU 16040004. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 13. apríl 2016 kærði A, ritstjóri fjölmiðilsins B, ákvörðun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að hafna því að gefa upp netföng og vinnusímanúmer hjá starfsmönnum á ákærusviði. Afrit hinnar kærðu ákvörðunar fylgdi kæru en hún var send með tölvupósti þann 12. apríl 2016. Þar kemur fram af hálfu starfsmanns lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að samkvæmt yfirmanni ákærusviðs geti kærandi hvorki fengið netföng ákærenda né bein símanúmer. Kærandi segir ákvörðunina torvelda störf fjölmiðla enda geri hún þeim erfiðara fyrir að kalla eftir upplýsingum, án þess að efnisleg rök séu fyrir hendi, þar sem fyrir liggi að fjölmiðlar hafi rétt á viðkomandi upplýsingum. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 19. apríl 2016, var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kynnt kæran og gefinn kostur á að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ítrekaði erindi sitt með bréfi, dags. 2. júní 2016, og veitti embættinu frest til 10. júní til að svara erindi úrskurðarnefndarinnar. Umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. júní 2016, barst úrskurðarnefndinni þann 10. sama mánaðar. Í umsögninni kemur fram að samkvæmt verklagsreglum embættisins séu það stjórnendur þess sem svari fjölmiðlum varðandi málefni sem þar væru til meðferðar nema þeir feli öðrum að svara fjölmiðlum. Því væru símanúmer starfsmanna ekki gefin upp til utanaðkomandi. Stjórnendur hjá embættinu hafi það hlutverk að svara fjölmiðlum fyrir hönd embættisins, veita upplýsingar og vera almennt í forsvari. Tekið er fram að sömu sjónarmið eigi við varðandi netföng starfsmanna. Þá kemur fram að ritari ákærusviðs annist það að afla upplýsinga og láta af hendi ákærur. Lögreglan telur að krafa kæranda um upplýsingar og netföng varði engan veginn rétt til upplýsinga eða með hvaða hætti embættið greiði fyrir því að upplýsingar séu veittar. Það sé óumdeilt að fjölmiðlar og fleiri eigi rétt á afriti af ákærum og láti embættið slíkt af hendi um leið og þess sé kostur. Aðgangur að upplýsingum og þeim starfsmönnum sem láti ákærur af hendi sé greiður og aðgengilegur. Er því mótmælt að nefndin verði við kröfu kæranda. </p><p>Umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var kynnt kæranda með bréfi, dags. 10. júní 2016, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í málinu reynir á rétt fjölmiðils til aðgangs að upplýsingum um netföng og vinnusímanúmer opinberra starfsmanna, sem starfa á ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á grundvelli meginreglu 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings. </p><p>Í ákvæði 1. mgr. 7. gr. laganna er sett fram sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taka til, taki ekki til gagna í málum sem varði umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í 2. mgr. 7. gr. er að finna undanþágur í 5. töluliðum frá þessari meginreglu vegna starfsmanna stjórnvalda. Kemur þar meðal annars fram í 2. tölul. 2. mgr. greinarinnar að skylt sé að veita upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið. Ekki er að finna ákvæði sem leggur þá skyldu á stjórnvöld að upplýsa almenning um netföng eða vinnusímanúmer einstakra starfsmanna. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að líta svo á að netföng starfsmanna og vinnusímanúmer falli undir gögn um starfssambandið í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Enda þótt mörg stjórnvöld kjósi að birta slíkar upplýsingar um starfsmenn sína verður að telja þeim heimilt að velja sjálf fyrirkomulag slíkrar upplýsingagjafar, sbr. m.a. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest synjun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni kæranda um netföng og vinnusímanúmer starfsmanna á ákærusviði. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Staðfest er ákvörðun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. apríl 2016, um að synja beiðni A f.h. B um aðgang að gögnum um netföng og símanúmer starfsmanna á ákærusviði. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p><p> </p> |
638/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016 | Deilt var um aðgang Landverndar að samningi Landsnets hf. við PCC Bakka Silicon hf. um flutning raforku án útstrikana. Úrskurðarnefnd taldi aðgang að samningnum fara eftir lögum um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006. Talið var að kærandi ætti rétt til aðgangs að upplýsingum er tengjast tímasetningum á afhendingu raforku með vísan til þess að hluti upplýsinganna væru þegar opinberar auk þess sem ekki yrði séð að þær vörðuðu mikilvæga viðskiptahagsmuni PCC sem til þess væru fallnar að valda tjóni yrði aðgangur veittur. Þá taldi úrskurðarnefndin kæranda eiga rétt til aðgangs að upplýsingum um getu flutningsmannvirkja og skammhlaupsafl en ekki hafi verið sýnt fram á aukna hættu gegn öryggis- eða almannahagsmunum yrði aðgangur veittur og ekki yrði séð að önnur takmörkunarákvæði frá upplýsingarétti stæðu aðgangi í vegi. Úrskurðarnefndin staðfesti synjun Landsnets að aðgangi að upplýsingum um móðurfélagstryggingu PCC í samningnum með vísan til 1. tölul. 6. gr. um upplýsingarétt um umhverfismál, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og 8. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Að lokum staðfesti úrskurðarnefndin synjun Landsnets á upplýsingum um áætlaðan kostnað vegna flutningsmannvirkja með vísan til viðskiptahagsmuna Landsnets en taldi ekki nægilega sýnt fram á að undanskilja mætti upplýsingar um áætlaða upphæð sparnaðar Landsnets vegna styrkingar flutningskerfisins og áætlað kerfisframlag PCC vegna framkvæmdanna, frá upplýsingarétti almennings. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 12. ágúst 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 638/2016 í máli ÚNU 15060005. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 25. júní 2015 kærði Landvernd synjun Landsnets hf. á að veita samtökunum aðgang að tilteknum upplýsingum í samningi Landsnets við PCC Bakka Silicon hf. frá 19. mars 2015.</p><p>Með erindi dags. 22. apríl 2015 óskaði Landvernd eftir afriti af samningi Landsnets hf. (hér eftir kallað Landsnet) við PCC Bakka Silicon hf. (hér eftir kallað PCC) um flutning raforku ásamt fylgiskjölum er teldust hluti hans. Beiðnin var sett fram á grundvelli laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál. Með bréfi, dags. 29. maí 2015, veitti Landsnet kæranda aðgang að hluta samningsins í samræmi við 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 9. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál. Í bréfinu kemur fram að ákveðnar trúnaðarupplýsingar hafi verið afmáðar úr samningnum með tilliti til hagsmuna PCC og Landsnets en það hafi verið gert í samráði við PCC. Vísað var til þess að afmáðar hafi verið upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni PCC og Landsnets, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Þar að auki hefðu ákveðnar upplýsingar verið afmáðar með tilliti til almannahagsmuna, sbr. 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Að lokum beri Landsneti að gæta trúnaðar gagnvart viðskiptavinum sínum um upplýsingar er varði viðskiptahagsmuni og annað sem leynt eigi að fara, sbr. 8. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Þá var tekið fram að þrátt fyrir að vísað væri til upplýsingaréttar í umhverfismálum væri með því ekki viðurkennt að umbeðinn samningur feli í sér upplýsingar um umhverfismál í skilningi laganna en aðgangur hafi verið veittur að á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Kæran er sem fyrr segir reist á lögum um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006. Kærandi segir upplýsingar um þörf á flutningsgetu þess mannvirkis sem Landsnet hafi hug á að byggja frá Kröflu til Bakka um Þeistareyki vera upplýsingar um umhverfismál í skilningi laganna. Sú þörf varði álitamálið um það hvernig mannvirkin þurfi að vera úr garði gerð tæknilega og sjónrænt. Það sé því umhverfismál hvort skoða þurfi áhrif jarðstrengs á umhverfið á leiðinni frá Kröflu til Bakka um Þeistareyki til samanburðar við þá loftlínulausn sem hönnuð var á sínum tíma fyrir Alcoa með tífalda flutningsþörf í huga miðað við þá þörf sem nú liggur fyrir. Um þetta fjalli samningurinn. Til vara vísar Landvernd til upplýsingalaga kröfu sinni til stuðnings. </p><p>Kærandi krefst þess að Landsneti verði gert að afhenda samninginn án þess að má út neinar aðrar upplýsingar en þær er geti skaðað mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni PCC með rökstuddum hætti og hagsmunir almennings af því að fá upplýsingarnar séu ekki ríkari. Almenningur hafi ríka hagsmuni af aðgangi að ýmsum tæknilegum upplýsingum er máðar hafi verið úr samningsafritinu sem afhent var kæranda. Þær upplýsingar geti verið ríkur þáttur í að upplýsa almenning um hversu raunhæfur sá valkostur sé sem Landsnet hafni að umhverfismeta, þ.e. að leggja umrædda flutningslínu í jörð á tilteknum hlutum leiðarinnar frá Kröflu að Bakka. Eigi það t.a.m. við um upplýsingar um skammhlaupsafl (short-circuit power) í töflu í grein 8.1. í samningnum og athugasemdir í töflu 2 í viðauka 1. Það sama eigi við um upplýsingar um hámarksafl eða uppsett afl í tveimur töflum í viðauka 3. Landvernd telur að engin leið sé til að geta sér til um hvaða fjárhags- eða viðskiptahagsmunir, hvað þá sjónarmið um öryggi ríkisins eða varnarmál, geti réttlætt að þessum mikilvægu tæknilegu upplýsingum sé haldið frá almenningi. </p><p>Kærandi tekur fram að áætlun um kerfisframlag í töflu 4 í viðauka 1 geti með engu móti talist slíkar fjárhags- eða viðskiptaupplýsingar að leynt eigi að fara skv. raforkulögum nr. 23/2006. Umræddar tölur séu áætlanir á lögbundnum greiðslum PCC samkvæmt raforkulögum og það gangi beinlínis gegn skyldum Landsnets ef þær verði ekki gerðar opinberar, sbr. 12. gr. a. laga nr. 65/2003 og ákvæði raforkutilskipunar ESB um að gjaldskrár skuli vera opnar, hlutlægar og gagnsæjar. Landsneti sé óheimilt að leyna þessum lögbundnu gjöldum enda stundi Landsnet lögbundna starfsemi og ekki samkeppnisrekstur. Engir lögmætir hagsmunir PCC geti rutt þessum sjónarmiðum úr vegi en fyrirtækið verði að sæta því að flutningsgjaldskrá sé lögbundin og opin líkt og í öllum öðrum EES-ríkjum. </p><p>Kærandi segist geta fallist á það að á meðan útboð hefur ekki farið fram á þeim búnaði sem listaður er í töflu 1 í viðauka 5 geti aðgangur að upplýsingum haft neikvæð áhrif á niðurstöðu útboðs. Kærandi telur hins vegar að Landsnet verði að rökstyðja ástæðu þess að almenningi séu ekki veitt gögn sem þessi. Þá segist kærandi ekki vefengja það að fjárhæð og aðrir skilmálar móðurfélagsábyrgðar kunni að vera upplýsingar sem falli ekki undir lög nr. 23/2006. Samtökin ítreki hins vegar að allar raftæknilegar upplýsingar falli undir lögin. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæra Landverndar var send Landsneti til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 29. júní 2015, og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að, í trúnaði.</p><p>Í umsögn Landsnets, dags. 17. júlí 2015, er því hafnað að kæranda verði veittur aðgangur að þeim upplýsingum í samningnum sem afmáðar voru áður en samningurinn var afhentur kæranda. Tekið er fram að um sé að ræða eftirfarandi upplýsingar og hagsmuni: </p><ul><li><p>Upplýsingar um móðurfélagstryggingu, sbr. gr. 10.4. í samningnum og viðauka 6 við hann. Tekið er fram að upplýsingarnar varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni PCC.</p></li><li><p>Upplýsingar um „ramp-up“ (uppkeyrslutíma verksmiðjunnar) sem fram koma á bls. 4, 6, og 10 og í viðauka 2. Tekið er fram að upplýsingarnar varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni PCC. </p></li><li><p>Upplýsingar um áætlaðan kostnað, sbr. töflu 4 í viðauka 1 og töflu 1 í viðauka 5. Landsnet segir upplýsingarnar vera vinnugögn, þær varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Landsnets hf. auk þess sem almannahagsmunir standi því í vegi að upplýsingarnar verði gerðar opinberar. </p></li><li><p>Upplýsingar er tengjast getu kerfisins, sbr. tafla í gr. 8.1, athugasemdir við töflu 2 í viðauka 1 og töflur í viðauka 3. Tekið er fram að upplýsingarnar eigi að fara leynt vegna almannahagsmuna. </p></li></ul><p>Auk þess tekur Landsnet fram að verði ekki fallist á að framangreindar upplýsingar lúti leynd þá fari félagið fram á það að úrskurðarnefnd um upplýsingamál meti hvert og eitt atriði og veiti einungis aðgang að þeim hluta upplýsinganna sem nefndin telji ekki háðar takmörkunum á upplýsingarétti. </p><p>Landsnet mótmælir því að samningurinn við PCC falli undir það að vera „upplýsingar um umhverfismál“ í skilningi laga um upplýsingarétt um umhverfismál en um sé að ræða viðskiptasamning. Í samningnum sé ekki að finna upplýsingar um ástand afmarkaðra þátta umhverfisins eða þætti sem líklegt er að áhrif hafi á slíka þætti, sbr. 1. og 2. tölul. 3. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Þá komi ekki fram neinar upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir, áætlanir eða samninga sem líklegt sé að áhrif hafi á slíka þætti eða greiningar á kostnaði, ábata eða hagkvæmni sem nýttar verði í tengslum við ákvarðanir um slíkar ráðstafanir. Hinar umbeðnu upplýsingar lúti að ákvörðunum sem séu viðskiptalegs eðlis, þ.e. flutningi kærða á raforku til PCC og framkvæmd þess verkefnis. Framkvæmd verkefnisins rúmist alfarið innan þeirra framkvæmda sem þegar séu fyrirhugaðar og hafi það því ekki áhrif á umhverfið með rýmri hætti en þegar hafi verið gert ráð fyrir. </p><p>Landsnet hafnar aðgangi að upplýsingum um kostnaðaráætlun sem fram koma í töflu 4 í viðauka 1 og töflu 1 í viðauka 5 fyrst og fremst á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnugögn, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Auk þess taki réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um umhverfismál ekki til efnis sem er í vinnslu eða ófullgerðra skjala eða gagna, sbr. 2. tölul. 6. gr. laga nr. 23/2006. Kostnaðaráætlunin sé undirbúningsgagn, enda sé um að ræða áætlun sem hafi verið útbúin af Landsneti og sem hafi ekki verið afhent öðrum en viðsemjanda. Í henni komi hvorki fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls né upplýsingar sem stjórnvaldi sé skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr. upplýsingalaga. Til stuðnings þess að upplýsingarnar teljist til vinnugagna er vísað til niðurstöðu úrskurðarnefndar í úrskurði nr. A-522/2014. Þá er bent á að í athugasemdum um 6. gr. í greinargerð með frumvarpi til laga um upplýsingarétt um umhverfismál segir að þar sem ekki sé gerð krafa um að skjal sé ritað til eigin afnota geti undantekningin tekið til skýrslna, skráa og gagnagrunna ef ætlunin er að slíkt verði almenningi aðgengilegt eftir að það hefur verið fullgert eða þegar vinnslan er komin á ákveðið stig. Ekkert sé því til fyrirstöðu að veita aðgang að þessum upplýsingum þegar kostnaður liggur endanlega fyrir. Kostnaðaráætlanirnar falli þar af leiðandi undir 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. </p><p>Landsnet telur sér óheimilt að veita aðgang að nánar tilteknum upplýsingum vegna ákvæða 9. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál þar sem upplýsingarnar snerti mikilvægar fjárhags- og viðskiptaupplýsingar. Landsneti sé þannig óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingum um móðurfélagstryggingu sem fram koma í gr. 10.4. og viðauka 6 við samninginn þar sem upplýsingarnar varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni PCC. Vísað er til úrskurða nefndarinnar nr. A-133/2001 og A-228/2006. </p><p>Auk þess segir Landsnet að félaginu sé óheimilt að veita upplýsingar um upphleðslutíma PCC sem komi fram á bls. 4, 6 og 10 í samningnum og í viðauka 2 þar sem upplýsingarnar varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni PCC. Upplýsingarnar gefi til kynna hvenær áætlað sé að starfsemi PCC hefjist og svokallað „Start-up Plan“. Því varði þær samkeppnishagsmuni PCC. Landsnet telur raunverulega hættu vera á því að samkeppnisaðilar PCC geti stillt af verð sitt og reynt að ná inn viðskiptum áður en PCC hefji starfsemi, verði upplýsingarnar aðgengilegar. Slíkt myndi leiða til tjóns fyrir PCC í formi færri viðskiptasamninga. Þá hafi úrskurðarnefndin fallist á að upplýsingar sem þessar séu undanþegnar upplýsingarétti sbr. úrskurður nr. A-133/2001. </p><p>Landsnet telur að kostnaðaráætlanir sem fram koma í töflu 4 í viðauka 1 og töflu 1 í viðauka 5 við samninginn feli í sér upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Landsnets. Unnt sé að lesa úr upplýsingunum þann kostnað sem Landsnet þurfi að leggja í verkið samkvæmt samningnum en það geti haft verðmyndandi áhrif við útboð. Við framkvæmd útboða á vegum Landsnets sé líklegt að upplýsingarnar verði notaðar til að stilla af tilboð og því fái Landsnet ekki jafn hagstæð tilboð í verkið. Slíkt leiði óhjákvæmilega til töluverðs tjóns fyrir Landsnet og PCC sem hafi hagsmuni af því að kostnaður við framkvæmdir verði sem minnstur. </p><p>Landsnet tekur fram að ekki verði séð að almenningur hafi yfir höfuð nokkra hagsmuni af því að fá aðgang að umbeðnum upplýsingum. Slíkir hagsmunir væru í það minnsta aldrei meiri en hagsmunir PCC og Landsnets af því að upplýsingarnar verði ekki gerðar opinberar. Því til stuðnings er á það bent að í kæru sé leitað fyrst og fremst eftir því að veittar verði upplýsingar um getu kerfisins en Landsnet hafi hafnað aðgangi að þeim á grundvelli öryggissjónarmiða. </p><p>Þá er tekið fram að í 8. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003 sé kveðið á um að flutningsfyrirtæki skuli gæta trúnaðar um upplýsingar er varða viðskiptahagsmuni og aðrar upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Landsnet telji að minnsta kosti eðlilegt að upplýsingar er varða móðurfélagsábyrgð og „ramp-up“ PCC verði ekki gerðar opinberar. </p><p>Í umsögninni heldur Landsnet því að auki fram að upplýsingar um kostnaðaráætlun sem koma fram í töflu 4 í viðauka 1 og töflu 1 í viðauka 5 séu undanskildar upplýsingarétti almennings á grundvelli 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Landsnet starfi á samkeppnismarkaði og kunni það að raska samkeppni á markaði almennt ef félaginu verði gert að veita almenningi aðgang að upplýsingum um áætlaðan sundurliðaðan kostnað og verðlagningu við ákveðna framkvæmd. Ef almenningi verði veittur aðgangur að slíkum upplýsingum sé unnt að nota þær til þess að stilla tilboð af þegar til útboðs komi með þeim afleiðingum að félagið fái ekki jafn hagstæð tilboð í útboðinu. </p><p>Landsnet hafnar því að gerðar verði opinberar upplýsingar er varða getu kerfisins sem fram koma í töflu í gr. 8.1. í samningnum, athugasemdum við töflu 2 í viðauka 1 og töflum í viðauka 3 með vísan til 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Hinar umbeðnu upplýsingar gefi til kynna hvers konar kerfi sé um að ræða og geti þriðji aðili hæglega nýtt sér þær til að skemma eða eiga við kerfið með einhverjum hætti. Ef einhver eigi við kerfið verði öryggi mikil hætta búin. Verði að telja að hætta á ákveðnu svæði á landinu varði öryggi ríkisins. Því standi mikilvægir almannahagsmunir gegn því að upplýsingarnar verði gerðar opinberar. </p><p>Að lokum er tekið fram að fallist úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á röksemdir Landsnets fyrir synjun á aðgangi að einhverju eða öllu leyti sé þess krafist að upplýsingarnar verði ekki afhentar kæranda á meðan Landsnet tekur ákvörðun um það hvort krafist verði ógildingar á úrskurði nefndarinnar fyrir dómstólum. </p><p>Umsögn Landsnets var kynnt Landvernd með erindi nefndarinnar þann 6. ágúst 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum við kæruna í ljósi hennar. Í athugasemdum Landverndar, dags. 4. september 2015, er tekið fram að athugasemdir Landverndar varði einkum upplýsingar um áætlaðan kostnað og getu flutningskerfisins en að öðru leyti sé vísað til rökstuðnings í kæru. </p><p>Í fyrsta lagi telur kærandi ljóst að deiluefnið falli undir lög nr. 23/2006 en einkum er vísað til 3. tölul. 3. gr. laganna. Efni samningsins sé líklegt til að hafa áhrif á umhverfi í skilningi ákvæðisins endi fjalli samningurinn um framkvæmd sem ávallt sé skylt að umhverfismeta skv. lögum nr. 106/2000. Samkvæmt því umhverfismati sem gert var fyrir háspennulínur til álvers Alcoa sem þá var fyrirhugað á Bakka, voru umhverfisáhrif loftlína fyrst og fremst á þá þætti umhverfis sem varða land og landslag, þ.e. áhrif flutnings orku á þá þætti en vísað er til 1. og 2. tölul. 3. gr. laga nr. 23/2006. Auk þess verði sú framkvæmd að leggja loftlínur að byggjast á áætlunum sem þurfi að umhverfismeta skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana (sbr. kerfisáætlun og skipulagsáætlanir). </p><p>Enn fremur eigi síðari málsliður 3. tölul. 3. gr. laga nr. 23/2006 við, en hann mæli fyrir um kostnaðar- og ábatagreiningar eða annars konar hagkvæmnigreiningar sem notaðar séu í tengslum við ákvarðanir um ráðstafanir, þ.m.t. samninga, sem hafa eða eru líklegir til að hafa áhrif á afmarkaða þætti umhverfisins. Ákvæði samnings Landsnets við PCC geymi slíka kostnaðargreiningu. Aðgangur almennings að umræddum kostnaðargreiningum sé stór þáttur í því að almenningur geti myndað sér skoðun á því hvort fyrirhuguð framkvæmd Landsnets, andlag samningsins við PCC, sé eini kosturinn sem komi til greina. Samanburður við aðra umhverfisvænni kosti á flutningi raforku til PCC sé lykilatriði. </p><p>Kærandi bendir á að kostnaður sé einn þeirra þátta í framkvæmd flutningsmannvirkja raforku sem áhrif hafi á það hvaða kostur sé valinn. Þannig segi í þingsályktun nr. 11/144 um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína að í ákveðnum tilvikum skuli leggja jarðstreng til að vernda umhverfi, þó hann sé 1,5 sinnum dýrari í lagningu. Af þessu verði skýrlega ráðið að kostnaðarupplýsingar í tilviki flutningslína raforku séu upplýsingar um umhverfismál. </p><p>Kærandi hafnar því að upplýsingar um kostnaðartöflur í töflu 4 í viðauka 1 og töflu 1 í viðauka 5 við samninginn séu vinnugögn í skilningi laga nr. 23/2006. Umræddar kostnaðartölur séu hluti af samningi Landsnets við þriðja aðila en ekki sé um að ræða gögn til undirbúnings stjórnvaldsákvörðunar. Ekkert af þeim skilyrðum laga sem Landsnet vísi til séu uppfyllt til þess að líta megi á að umræddur hluti samnings séu vinnugögn. Þá hafi skilyrðið í 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, um að upplýst skuli um hvenær gögn séu tilbúin, ekki verið uppfyllt. </p><p>Kærandi fellst á að aðeins séu veittar upplýsingar um heildarviðbótarkostnað og/eða kostnað við svokallaða niðurspenningu, sem greint sé frá í töflu 1 í viðauka 5 við samninginn. Hins vegar verði að gera skýran greinarmun á þeim upplýsingum sem fram komi í töflu 4 í viðauka 1 við samninginn annars vegar og þeim upplýsingum er fram komi í töflu 1 í viðauka 5 hins vegar. Í töflu 4 í viðauka 1 sé að finna mikilvægar upplýsingar um umhverfismál en þar sé sett fram kostnaðaráætlun um heildarframkvæmdina með loftlínum. Mikilvægt sé að geta borið þær upplýsingar saman við þann valkost að leggja 132KV jarðstreng sömu leið en sá kostur sé umhverfisvænni. Ekkert af þeim rökum sem Landsnet hafi teflt fram eigi við um upplýsingar í töflu 4 í viðauka 1 við samninginn. Af fyrstu tölunni sem Landsnet hafi máð úr töflu heildarkostnaðar verði ekkert ráðið um einstaka verkþætti sem boðnir verði út. Þá verði ekki heldur séð að næstu tvær tölur í töflunni varði með svo einstaklega tilgreindum hætti kostnað við einstaka þætti að unnt sé að haga tilboðum í samræmi við þær tölur. Áætluð samtala allrar fjárfestingarinnar séu ekki upplýsingar sem sæti takmörkun frá upplýsingarétti almennings. Þá séu síðustu tvær tölurnar byggðar á útreikningi á því hver áætlaður sparnaður Landsnets verði af framkvæmdinni vegna styrkinga á flutningskerfinu annars vegar og hins vegar sé um að ræða áætlað kerfisframlag PCC. Þar sem kerfisframlag sé lögbundið skv. 12. gr. a raforkulaga nr. 65/2003 sé óheimilt að halda upplýsingum um framlagið leyndum. Þar sem almenningur hafi mikla hagsmuni af upplýsingum um hvernig fjárfest sé fyrir fé sem almenningi sé gert að greiða fyrir raforkuflutning haldi kærandi fast við kröfu sína um að allar tölur í töflu 4 í viðauka 1 verði afhentar. Varðandi upplýsingar í töflu 1 í viðauka 5 tekur kærandi fram að samtökin fallist á að fá einungis aðgang að samtölu kostnaðarþátta í töflu 1 í viðauka 5. Tekið er fram að þar sem gjald vegna niðurspenningar sé lögbundið gjald sé Landsneti ekki stætt á því að leyna upplýsingum um áætlaðan heildarkostnað til útreiknings á því. </p><p>Kærandi hafnar því að 4. tölul. 10. gr. geti átt við um starfsemi Landsnets þar sem fyrirtækið sé ekki í samkeppnisrekstri. Þá er því hafnað að upplýsingarnar geti varðað öryggi ríkisins. </p><h3>Niðurstaða </h3><h3>1. </h3><p>Í máli þessu er deilt um aðgang að upplýsingum í samningi sem gerður var þann 19. mars 2015 á milli Landsnets og fyrirtækisins PCC Bakka Silicon. Samningurinn er á ensku og ber heitið „Agreement concerning transmission of electricity between Landsnet hf. and PCC Bakki Silicon hf.“ </p><p>Kærandi krefst aðgangs að samningnum í heild sinni á grundvelli laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006, einkum á grundvelli 3. tölul. 3. gr. laganna. Landsnet mótmælir því að samningurinn falli undir lögin þar sem í samningnum sé ekki að finna upplýsingar um ástand afmarkaðra þátta umhverfisins eða þætti sem líklegt er að áhrif hafi á slíka þætti, sbr. 1. og 2. tölul. 3. gr. laganna. </p><p>Landsnet var stofnað með lögum nr. 54/2007 en samkvæmt 1. gr. laganna skal félagið annast raforkuflutning og kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum raforkulaga nr. 65/2003. Er því um að ræða lögaðila sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu sem varðar umhverfið á grundvelli laga, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 6. júní 2013 í máli nr. A-616/2016 og A-486/2013. Þá er um að ræða samning sem verður til í tilefni af hinu opinbera hlutverki eða þjónustu Landsnets sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006. </p><p>Í 3. gr. laga nr. 23/2006 er skilgreint hvers kyns upplýsingar teljist vera um umhverfismál í skilningi laganna. Kemur þar fram í 3. tölul. að ráðstafanir í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga á sviði umhverfismála sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti sem um getur í 1. og 2. tölul. 3. gr., auk kostnaðar- og ábatagreiningar eða annars konar hagkvæmnigreiningar sem notuð er í tengslum við ákvarðanir um slíkar ráðstafanir, teljist til upplýsinga um umhverfismál. Hið umbeðna gagn er samningur um flutning raforku um flutningslínu sem reisa skal samkvæmt samningnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að um sé að ræða ráðstöfun sem skilgreiningar 3. tölul. 3. gr. laga nr. 23/2006 nái til og þar af leiðir að sú ráðstöfun, þ.e. framangreindur samningur, fellur undir lögin í heild sinni.</p><h3>2. </h3><p>Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006 er þeim stjórnvöldum sem falla undir 2. gr. laganna skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál með þeim takmörkunum sem greinir í 6. gr. þeirra. </p><p>Synjun Landsnets á aðgangi að tilteknum upplýsingum í skýrslunni er byggð á því að um sé að ræða trúnaðarupplýsingar. Þar með sé Landsneti óheimilt að veita kæranda aðgang að upplýsingunum sbr. 1. tölul. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Í ákvæði 1. tölul. 6. gr. laga nr. 23/2006 kemur fram að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum á grundvelli laganna nái ekki til gagna sem undanþegin eru aðgangi skv. 4-6. gr. upplýsingalaga. Af athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi til laga nr. 23/2006 má ráða að átt sé við upplýsingar sem undanþegnar voru upplýsingarétti á grundvelli eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 en ákvæði 6. gr. laga nr. 23/2006 hefur ekki verið breytt í því skyni að vísa til undanþáguákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012. Hins vegar verður að líta svo á að ákvæðið taki til þeirra upplýsinga sem nú eru undanskildar upplýsingarétti skv. 6.-10. gr. laga nr. 140/2012.</p><p>Auk þess vísar Landsnet til 8. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003 þar sem kveðið er á um trúnaðarskyldu flutningsfyrirtækis en ákvæðið er svohljóðandi: </p><blockquote><p>„Flutningsfyrirtæki skal gæta jafnræðis við starfrækslu sína og trúnaðar um upplýsingar er varða viðskiptahagsmuni og aðrar þær upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.“</p></blockquote><p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laga nr. 65/2003 kemur fram að trúnaðarskylda flutningsfyrirtækis sé afar mikilvæg í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrirtækið hefur aðgang að. Tekið er fram að ráðherra geti í samningi við flutningsfyrirtækið eða á grundvelli 9. mgr. kveðið nánar á um hvaða reglum skuli fylgja í því sambandi. </p><p>Í 10. gr. reglugerðar um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005, með síðari breytingum, er nánar mælt fyrir um trúnaðarskyldu flutningsfyrirtækis. Kemur þar fram að flutningsfyrirtækið, þ.e. Landsnet í þessu tilviki, skuli hafa aðgang að öllum upplýsingum hjá vinnslufyrirtækjum, dreifiveitum og raforkusölum sem nauðsynlegar eru til að fyrirtækið geti rækt hlutverk sitt. Skal flutningsfyrirtækið gæta trúnaðar um upplýsingar sem fyrirtækið fær í hendur og varða viðskiptahagsmuni og aðrar þær upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Ber flutningsfyrirtækinu að setja sér verklagsreglur um stjórnun upplýsingaöryggis. Skal starfsmönnum flutningsfyrirtækisins gert að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir muni gæta fyllsta trúnaðar um upplýsingar sem þeir fá í starfi sínu. Sams konar reglugerðarákvæði er að finna í 9. gr. reglugerðar um kerfisstjórnun í raforkukerfinu nr. 513/2003. </p><p>Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. laga nr. 23/2006 tekur réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um umhverfismál ekki til upplýsinga sem sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu ná yfir. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“, eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012. Samsvarandi skýringar var og að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að 8. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003 feli í sér sérstakt ákvæði um þagnarskyldu sem gengur framar ákvæðum 6.-10. gr. upplýsingalaga. Af orðalagi 8. mgr. 9. gr. raforkulaga sem nánar er skýrt í 10. gr. fyrrnefndrar reglugerðar um framkvæmd raforkulaga má ráða að hin sérstaka þagnarskylda gildi um viðskiptaupplýsingar sem fyrirtækið fær í hendur, þ.e. upplýsingar sem varða viðskiptahagsmuni viðskiptamanna flutningsfyrirtækis. </p><p>Með þessu er þó ekki sagt að allar upplýsingar sem varða viðskiptamenn Landsnets hf. falli undir þagnarskylduna. Undir orðalagið kunna að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir viðskiptamanna Landsnets og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari. Að því leyti sem ákvæði 8. mgr. 9. gr. laga nr. 65/2003 tilgreinir ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um, felur ákvæðið í sér almenna reglu um þagnarskyldu sem takmarkar ekki rétt til aðgangs samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Í þeim tilvikum verður þó að hafa hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tölul. 6. gr. laga nr. 23/2006, við mat á því hvort upplýsingar séu undanþegnar upplýsingarétti. </p><p>Í athugasemdum um 6. gr. í frumvarpi til laga nr. 23/2006 kemur fram: </p><blockquote><p>„Þegar óskað er aðgangs að upplýsingum hjá þeim stjórnvöldum sem undir 2. eða 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. falla, gæti hlutaðeigandi stjórnvald hafnað aðgangi að upplýsingunum, varði þær t.d. veigamikla framleiðslu- eða viðskiptahagsmuni þess, á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Það er skilyrði fyrir því að heimilt sé að halda upplýsingum sem varða veigamikla framleiðslu- eða viðskiptahagsmuni leyndum að upplýsingarnar séu almenningi ekki þegar aðgengilegar. Þá verður að liggja fyrir að verði aðgangur veittur að upplýsingunum sé það til þess fallið að valda hlutaðeigandi stofnun eða fyrirtæki óréttmætu tjóni.“</p></blockquote><h3>3. </h3><p>Fyrst kemur til skoðunar hvort Landsneti beri að veita aðgang að upplýsingum í samningi við PCC sem tengjast tímasetningum á afhendingu raforku en Landsnet telur sér óheimilt að veita aðgang að upplýsingunum þar sem þær varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptaupplýsingar PCC. Því er haldið fram að aðgangur að upplýsingunum gæti skaðað samkeppnishagsmuni PCC. </p><p>Á bls. 4, í kafla þar sem tekin eru saman helstu efni samningsins, eru afmáðar upplýsingar um hvaða mánuð og ár flutningur á raforku hefst til verksmiðjunnar (hvenær upphleðslutími hennar hefst), hvaða ár sé fyrst áætlað að auka framleiðslugetu verksmiðjunnar og tvöfalda þannig raforkunotkun hennar og hvenær áætlað er að fyrst verði unnt að taka ákvörðun um að auka framleiðslugetu verksmiðjunnar. </p><p>Á blaðsíðu 6 í samningnum, í orðskýringakafla samningsins, eru afmáðar upplýsingar um nákvæma dagsetningu á fyrstu afhendingu raforku, dagsetningu afhendingartíma á fullri raforku og í hvaða mánuði og á hvaða ári flutningur á raforku hefst. Í grein 6.4. samningsins á bls 9 eru afmáðar upplýsingar um hvenær prófun á ýmsum svæðum verksmiðjunnar hefjist með raforku frá Húsavíkurbæ. Á bls. 10 eru afmáðar í töflu upplýsingar um hvenær tilkynna beri um seinkun á þjónustu samkvæmt samningnum og hvenær fyrst sé unnt að beita viðurlögum vegna seinkunar. </p><p>Í viðauka 2 við samninginn sem hefur yfirskriftina „Start-up Plan“ hafa verið afmáðar upplýsingar um nákvæma dagsetningu fyrsta flutningsdags raforku (þ.e. upphleðslutíma) og heildarmagn raforku sem flutt verður, í megavöttum talið. Þá eru afmáðar upplýsingar um nákvæma dagsetningu fyrsta flutningsdags raforku, dagsetningu fyrir svokallaðan annan fasa raforkuflutnings og heildarmagn flutningsgetu á raforku fyrir þessar dagsetningar. Að lokum er afmáð nákvæm dagsetning afhendingartíma fullrar raforku auk upplýsinga um heildarmagn raforkuflutnings á þeim tíma. </p><p>Hvað varðar upplýsingar um dagsetningu fyrir fyrstu afhendingu raforku er til þess að líta að þegar Landsnet afhenti Landvernd samninginn að hluta, hafði þegar verið gert opinbert að áætlað væri að raforkuafhending hæfist í nóvember 2017, m.a. í frétt á vef Landsnets dags. 25. mars 2015. Þá koma upplýsingar um nákvæma dagsetningu á fyrsta flutningi raforku fram í frétt á vef Landsnets frá 29. apríl 2016 þar sem sagt er að gert sé ráð fyrir að afhending raforku á Bakka geti hafist eigi síðar en 1. nóvember 2017. Þá er til þess að líta að í frumvarpi til laga um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi nr. 52/2013 kemur fram að stefnt sé að því að kísilverið nái hámarksafköstum árið 2018 og að það verði stækkað árið 2020. Í frumvarpinu kemur einnig fram að kísilverið muni þurfa um það bil 52MW af orku.</p><p>Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar sem afmáðar hafa verið á bls. 4, 6, 9, 10 og í viðauka 2 við samninginn lúti að viðskiptahagsmunum PCC sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt skuli fara, sbr. 8. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Þær upplýsingar sem þar koma fram og ekki hafa þegar verið gerðar aðgengilegar almenningi snúa einkum að því hlutverki Landsnets skv. samningnum að flytja raforku til PCC á Bakka. Þrátt fyrir að slíkar upplýsingar gætu einnig gefið vísbendingar um hvenær áætlað er að PCC hefji framleiðslu og auki við hana verður ekki talið að félagið hafi af því næga hagsmuni að upplýsingunum verði haldið leyndum. Þá telur nefndin að ekki hafi verið sýnt fram á að samkeppnishagsmunir eða aðrir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir PCC verði fyrir skaða ef fyrrnefndar upplýsingar verði gerðar aðgengilegar almenningi. Er ekki á það fallist að þær upplýsingar sem afmáðar hafa verið úr samningnum og tengjast tímasetningum varðandi flutning á raforku verði undanskildar upplýsingarétti almennings, hvorki á grundvelli 8. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003 né 1. tölul. 6. gr. laga nr. 23/2006, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Er því Landsneti skylt að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem afmáðar voru á bls. 4, 6, 9, 10 og í viðauka 2 við samninginn. </p><h3>4. </h3><p>Einnig er deilt um aðgang kæranda að upplýsingum um getu fyrirhugaðra flutningsmannvirkja. Í gr. 8.1 á bls. 11-12 í samningnum, töflu 2 í viðauka 1 við samninginn og í viðauka 3 eru afmáðar upplýsingar um heildarflutningsgetu kerfisins (e. total power limits/nominal power) og áætlað skammhlaupsafl (e. short-circuit power).</p><p>Landsnet telur 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tölul. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál standa því í vegi að aðgangur að upplýsingunum verði veittur. Er það rökstutt svo að þriðji aðili geti nýtt sér upplýsingarnar til að skemma eða eiga við kerfið með einhverjum hætti og gæti það ógnað öryggi svæða sem rafmagni er veitt til auk nálægra svæða. </p><p>Ákvæði 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga mælir fyrir um takmarkanir á upplýsingarétti almennings þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Í athugasemdum um ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að með upplýsingum um öryggi ríkisins sé eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Tiltekið er að upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geti fallið hér undir.</p><p>Úrskurðarnefndin telur að ekki hafi verið sýnt fram á að auknar líkur séu á því að öryggishagsmunum eða öðrum almannahagsmunum verði frekar stefnt í hættu fram yfir þá hættu sem annars kann að vera fyrir hendi, séu þessar upplýsingar gerðar aðgengilegar. Hér má og geta þess að á vef Landsnets er að finna upplýsingar um skammhlaupsafl að því er snertir alla afhendingarstaði fyrirtækisins, 77 talsins, þar á meðal Fjarðarál og ALCAN. Þá verður ekki talið að upplýsingarnar séu undanskildar upplýsingarétti á grundvelli annarra ákvæða laga, hvorki á grundvelli þagnarskylduákvæðis raforkulaga, sbr. 3. tölul. 6. gr. laga nr. 23/2006 né á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 1. tölul. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Er því Landsneti skylt að veita aðgang að samningsákvæðum um skammhlaupsafl sem afmáð hafa verið úr samningnum á bls. 11-12, töflu 2 í viðauka 1 og töflum í viðauka 3. </p><h3>5. </h3><p>Einnig er deilt um hvort upplýsingar um móðurfélagstryggingu PCC séu undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 1. tölul. 6. gr. laga nr. 23/2006, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<i> </i>Á blaðsíðu 12 í samningnum eru afmáðar upplýsingar um heildarupphæð ábyrgðar samkvæmt móðurfélagstryggingu kaupanda raforkunnar. Auk þess eru afmáðar upplýsingar í viðauka 6 þar sem sett eru fram drög að skilmálum móðurfélagstryggingar. </p><p>Úrskurðarnefndin fellst á að upplýsingar um ábyrgð móðurfélags samningsaðila vegna efnda á samningi séu mikilvægar fjárhags- og viðskiptaupplýsingar PCC sem leynt skuli fara en sú niðurstaða verður bæði leidd af 8. mgr. 9. gr. raforkulaga og 1. tölul. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Er því staðfest sú ákvörðun Landsnets að afmá upplýsingarnar úr samningnum. </p><h3>6. </h3><p>Í töflu 4 í viðauka 1 við samninginn eru afmáðar upplýsingar um kerfisframlag PCC. Um er að ræða upplýsingar um áætlaðan kostnað vegna þeirra framkvæmda sem Landsnet skuldbindur sig til að ráðast í á grundvelli samningsins og það kerfisframlag sem PCC þarf að greiða vegna framkvæmdanna. Þar eru settar fram upplýsingar um áætlaðan kostnað vegna þriggja kostnaðarliða ásamt áætlaðri heildarupphæð. Í töflu 1 í viðauka 5 við samninginn eru afmáðar upplýsingar um áætlaðan kostnað vegna búnaðar sem afla verður vegna efnda samningsins.</p><p>Í rökstuðningi fyrir synjun á aðgangi að upplýsingunum vísar Landsnet til þess að upplýsingarnar í töflu 4 í viðauka 1 við samninginn og í töflu 1 í viðauka 5 geti haft verðmyndandi áhrif við útboð verði þær gerðar opinberar. Þar af leiðandi standi mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir Landsnets og PCC því í vegi að aðgangur verði veittur að upplýsingunum. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með Landsneti að á meðan útboð hefur ekki farið fram vegna þeirra framkvæmda sem getið er um í töflu 4 í viðauka 1 við samninginn og töflu 1 í viðauka 5, geti aðgangur að upplýsingunum haft verðmyndandi áhrif sem séu til þess fallin að valda Landsneti tjóni. Úrskurðarnefndin fellst því á að takmarka megi rétt almennings til aðgangs að þeim upplýsingum á grundvelli 1. tölul. 6. gr. laga nr. 23/2006, sbr. 9. gr. laga nr. 140/2012. Hins vegar telur úrskurðarnefndin ekki nægilega sýnt fram á að undanskilja megi upplýsingar um áætlaða upphæð sparnaðar Landsnets vegna styrkingar flutningskerfisins og áætlað kerfisframlag PCC vegna framkvæmdanna, sem fram koma í töflu 4 í viðauka 1 við samninginn vegna viðskiptahagsmuna PCC eða Landsnets. Ekki er um að ræða upplýsingar sem geta haft verðmyndandi áhrif á útboð og ekki verður séð að upplýsingarnar geti á annan hátt skaðað viðskiptahagsmuni Landsnets eða PCC verði þær gerðar opinberar. </p><p>Úrskurðarnefndin fellst að auki ekki á að 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 standi því í vegi að veita megi aðgang að áætlaðri upphæð sparnaðar Landsnets vegna styrkingar flutningskerfisins og áætluðu kerfisframlagi PCC vegna framkvæmdanna sem fram koma í töflu 4 í viðauka 1 við samninginn enda verður ekki talið að þær hafi áhrif á samkeppnisstöðu Landsnets. </p><p>Er það því niðurstaða nefndarinnar að Landsneti sé skylt að veita kæranda aðgang að upplýsingum um áætlaða upphæð sparnaðar Landsnets vegna styrkingar flutningskerfisins og áætlað kerfisframlag PCC vegna framkvæmdanna sem fram kemur í töflu 4 í viðauka 1, eins og nánar greinir í úrskurðarorðum. </p><p>Loks er ekki unnt að fallast á að samningurinn sé vinnugagn og þar með undanskilinn upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða samning sem þegar hefur verið undirritaður. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar í þessu sambandi að vinnugögn teljast þau gögn sem stjórnvöld hafa ritað eða útbúið til eigin nota. Getur samningurinn því ekki talist vinnugagn. </p><h3>7. </h3><p>Að svo stöddu eru ekki skilyrði til að fallast á kröfu Landsnets um frestun á réttaráhrifum úrskurðar skv. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 140/2012, sbr. 15. gr. laga nr. 23/2006.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Landsneti hf. er skylt að veita kæranda, Landvernd, aðgang að upplýsingum í samningnum „Agreement concerning transmission of electricity between Landsnet hf. and PCC Bakki Silicon hf.“, dags. 19. mars 2015 sem afmáðar voru við afhendingu hans til kæranda á bls. 4, 6, 9, 10 og í viðauka 2 við samninginn.</p><p>Landsneti hf. er skylt að veita kæranda aðgang að upplýsingum sem afmáðar voru á bls. 11-12. Þá er Landsneti skylt að veita kæranda aðgang að upplýsingum sem koma fram í töflu 2 í viðauka 1 við samninginn og upplýsingum um heildargetu kerfisins í viðauka 3. </p><p>Staðfest er synjun Landsnets hf. á aðgangi kæranda að þeim upplýsingum sem afmáðar voru á bls. 12 í samningnum og í viðauka 6 við samninginn og sem lúta að ábyrgðum móðurfélags PCC. </p><p>Staðfest er synjun Landsnets hf. á aðgangi kæranda að upplýsingum er finna má í töflu 4 í viðauka 1 við samninginn og töflu 1 í viðauka 5 við samninginn. Þó er Landsneti hf. skylt að veita kæranda aðgang að upplýsingum um áætlaða upphæð sparnaðar vegna styrkingar flutningskerfisins og áætlað kerfisframlag PCC í töflu 4 í viðauka 1 við samninginn.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
639/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016 | Kærð var synjun innanríkisráðuneytisins á afhendingu greinargerðar um fjárhagslegt samband ríkis og kirkju en gagnabeiðnin var reist á 5. gr. upplýsingalaga. Innanríkisráðuneytið bar því við að um væri að ræða gagn sem tekið hafi verið saman fyrir ráðherrafund og væri það því undanskilið aðgangi á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að þótt greinargerðin bæri ekki skýrlega með sér að hafa sérstaklega verið tekin saman fyrir ráðherrafund hefði nefndin ekki forsendur til þess að draga skýringar ráðuneytisins í efa. Var því synjun ráðuneytisins staðfest. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 12. ágúst 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 639/2016 í máli ÚNU 15080002. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 4. ágúst 2015 kærði A þá ákvörðun innanríkisráðuneytisins að synja um afhendingu greinargerðar um fjárhagslegt samband ríkis og kirkju. Í kæru er tekið fram að greinargerðin hafi verið unnin af B, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, fyrir ráðuneytið að beiðni ráðherra. Kæranda var synjað um afhendingu greinargerðarinnar með tölvupósti dags. 22. maí 2015 með þeim rökum að greinargerðin væri enn vinnuskjal innan ráðuneytisins og að ekki væri unnt að afhenda hana á þessu stigi málsins. Með tölvupóstum dags. 15. maí, 22. júní og 30. júní fór kærandi þess aftur á leit við innanríkisráðuneytið að honum yrði afhent skýrslan og krafðist þess að ráðuneytið tæki afstöðu til þess hvort kærandi ætti aukinn rétt til aðgangs að skýrslunni. Með bréfi ráðuneytisins dags. 14. júlí 2015 var beiðni kæranda hafnað á þeirri forsendu að greinargerðin væri gagn sem útbúið hafi verið fyrir ráðherrafundi vegna stefnumótunar og samráðs um sóknargjöld. Greinargerðin væri því undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Var þá kæranda jafnframt leiðbeint um rétt sinn til að bera málið undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Í kæru vísar kærandi meðal annars til þess að ákvæði 6. gr. upplýsingalaga mæli fyrir um undanþágur frá almennum rétti almennings til aðgangs að upplýsingum og beri því að túlka þau þröngt. Þá geti gögn ekki fallið undir ákvæði 1. tölul. 6. gr. laganna nema þau hafi gagngert verið búin til framlagningar á ráðherrafundum. Ekki væri unnt að túlka ákvæðið með þeim hætti að gagn falli sjálfkrafa undir undanþáguna við það eitt að það væri lagt fram á fundi ríkisstjórnar eða ráðherra en um það er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 24. september 2011 í máli A-130/2001. Kærandi telur ekki sýnt fram á að greinargerðin hafi sérstaklega verið útbúin fyrir fund ríkisstjórnar eða ráðherra og því geti undanþága 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga ekki átt við í málinu. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 11. ágúst 2015 var innanríkisráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði í trúnaði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 25. ágúst 2015, kemur fram að greinargerðin sé gagn sem heyri undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í ráðuneytinu fari fram vinna í tengslum við stefnumótun um sóknargjöld sem feli m.a. í sér að haft sé samráð við aðra ráðherra. Ráðherra hafi óskað eftir að greinargerðin yrði tekin saman við undirbúning málsins og sé hún eitt af þeim gögnum sem ráðherrar hafi til viðmiðunar við vinnu sína sem m.a. fari fram á fundum ráðherra. Réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til gagna sem tekin hafi verið saman fyrir slíka fundi, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Tekið er fram að við stefnumótun um sóknargjöld sé mikilvægt að ráðherra sé gefið færi á að undirbúa ákvarðanir sínar í málinu og að almenningi verði ekki veittur aðgangur að greinargerðinni á meðan málið sé enn til vinnslu og athugunar hjá ráðherrum. </p><p>Umsögn innanríkisráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi dags. 30. ágúst 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda vegna umsagnar innanríkisráðuneytisins, dags. 15. september 2015, er m.a. dregið í efa að umrædd skýrsla sé gagn sem tekið hafi verið saman fyrir ríkisráðs- eða ríkisstjórnarfundi. Alltaf sé mögulegt að nýta skýrslur sem unnar eru fyrir stjórnsýsluna við stefnumótun og hægt sé að nota tilvísun til 1. tölul. 6. gr. sem eftiráskýringu til að komast hjá því að birta slíkar skýrslur. Þá verði að túlka lagaákvæði sem skerða rétt almennings þröngt, einkum vegna þess að engar réttmætar ástæður geti verið fyrir því að leyna því fyrir skattgreiðendum eða þeim sem greiða félagsgjald fyrir félagsaðild hvers eðlis greiðsla þeirra er. Auk þess ætti að veita aðgang að þeim hlutum skýrslunnar sem ekki væru undanþegnir upplýsingarétti, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p><p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p><h3>Niðurstaða</h3><p>Í máli þessu reynir á rétt kæranda til aðgangs að greinargerð um fjárhagsleg samskipti ríkisins og rétthafa sóknargjalda á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings. </p><p>Aðgangur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga lýtur takmörkunum sem meðal annars er kveðið á um í 1. tölulið 6. gr. laganna en ráðuneytið synjaði beiðni kæranda á þeim grundvelli. Samkvæmt því ákvæði tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum eða gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. </p><p>Í athugasemdum við 1. tölul. 6. gr. í greinargerð frumvarps til laga nr. 140/2012 er tekið fram að tilgangur reglunnar sé fyrst og fremst sá að vernda möguleika þeirra stjórnvalda sem í ákvæðinu eru nefnd til pólitískrar stefnumörkunar og samráðs. Þá segir orðrétt: </p><blockquote><p>„Undanþágan gildir um öll gögn sem undirbúin eru fyrir fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður. Mikilvægir almannahagsmunir búa að baki því að stjórnvöldum sé gefið færi til stefnumótunar og undirbúnings mikilvægra ákvarðana, þar á meðal til að ræða leiðir í því efni sem ekki eru fallnar til vinsælda og til að höndla með viðkvæmar upplýsingar. Þrátt fyrir að einnig búi ríkir almannahagsmunir að baki því sjónarmiði að starfsemi stjórnvalda sé gegnsæ og opin verður á sama tíma að tryggja möguleika stjórnvalda til leyndar í því skyni að varðveita hagsmuni ríkisins og almennings“. </p></blockquote><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér greinargerðina sem ber heitið „Greinargerð um fjárhagsleg samskipti ríkisins og rétthafa sóknargjalda frá gildistöku laga nr. 91/1987 um sóknargjöld“. Í skýringum innanríkisráðuneytisins kemur fram að greinargerðin hafi verið tekið saman fyrir ráðherrafund í skilningi 1. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga. Þótt greinargerðin beri ekki skýrlega með sér að hafa sérstaklega verið tekin saman fyrir ráðherrafund hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til þess að draga skýringar ráðuneytisins í efa. Með vísan til þessa verður staðfest ákvörðun innanríkisráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að greinargerðinni. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Staðfest er synjun innanríkisráðuneytisins um aðgang kæranda að greinargerðinni „Greinargerð um fjárhagsleg samskipti ríkisins og rétthafa sóknargjalda frá gildistöku laga nr. 91/1987 um sóknargjöld“.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
640/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016 | Deilt var um aðgang að gögnum sem vörðuðu gjafsóknarbeiðni fyrrum eiginkonu kæranda í dómsmáli á milli þeirra. Talið var að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum færi eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að réttur fyrrum eiginkonu kæranda til þess að efni gagnanna færi leynt, vægi þyngra en réttur kæranda til aðgangs og staðfesti synjun ráðuneytisins með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 12. ágúst 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 640/2016 í máli ÚNU 15090013. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 21. september 2015 kærði A synjun innanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum sem varða gjafsóknarbeiðni B en í kæru kemur fram að B sé fyrrum eiginkona A. </p><p>Í gagnabeiðni kæranda til innanríkisráðuneytisins dags. 28. júlí 2015 var þess farið á leit að það upplýsti um það hvort B hafi verið veitt gjafsókn vegna máls sem hún hafi höfðað gegn kæranda fyrir dómi. Óskað var eftir því að ráðuneytið upplýsti kæranda um það hvort umsókn um gjafsókn fyrir Hæstarétti hafi borist ráðuneytinu og hvort slík umsókn hafi hlotið afgreiðslu í gjafsóknarnefnd. Jafnframt var óskað eftir afritum af framlögðum gögnum vegna umsóknarinnar auk allra gagna sem hafi orðið til í ráðuneytinu eða hjá öðrum starfsmönnum sem komið hafi að umfjöllun eða afgreiðslu umsóknarinnar. Auk þess var óskað eftir upplýsingum um niðurstöðu nefndarinnar, lægi hún fyrir. </p><p>Innanríkisráðuneytið svaraði fyrirspurn kæranda með bréfi dags. 24. ágúst 2015. Þar segir að óskað hafi verið eftir afstöðu B til beiðni kæranda með bréfi dags. 12. ágúst. Í svari lögmanns B hafi verið lagst gegn því að ráðuneytið yrði við beiðni kæranda um aðgang að gjafsóknarbeiðninni ásamt fylgiskjölum. Ráðuneytið meti það svo að beiðni um gjafsókn, ásamt upplýsingum sem fram komi í gögnum slíks máls, feli í sér upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Því yrði að hafna beiðni kæranda um afrit af gjafsóknarbeiðni og fylgiskjölum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Kæranda var hins vegar sent ljósrit af eigin skattframtölum með vísan til 14. gr. upplýsingalaga. </p><p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að innanríkisráðuneytið sé kært fyrir heimildarlausa meðhöndlun á viðkvæmum fjárhagsupplýsingum kæranda og dreifingu þeirra með því að taka á móti afriti af skattframtölum kæranda og leggja þau með gögnum málsins án samþykkis kæranda. Einnig kemur fram að kærandi óski eftir því að hlutast verði til um að innanríkisráðuneytið svari efnislega erindi hans til ráðuneytisins, dags. 28. júlí 2015 varðandi gjafsóknarbeiðni B. Í kæru er spurt hvort til séu verklagsreglur varðandi fylgigögn sem fylgja erindum til ráðuneytisins eða hvort það sé ákvörðun starfsmanna í hvert sinn hvaða gögn séu send. Þá er tilefni kærunnar rakið. Þar vekur kærandi m.a. athygli á því að innanríkisráðuneytið telji kæranda hafa stöðu almennings við afgreiðslu gagnabeiðninnar. Bendir kærandi í því samhengi á að í gögnunum séu upplýsingar sem snerti kæranda, þar á meðal skattframtöl hans. Þá kemur fram í kæru að kærandi hafi óskað eftir rökstuðningi frá innanríkisráðuneytinu hvernig samþykkt beiðni B um gjafsókn samrýmist reglum um gjafsókn en erindi hans hafi ekki verið svarað. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi kæranda bréf þann 23. september 2015. Þar var kæranda leiðbeint um að ágreiningur um meðhöndlun gagna eigi ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 heldur önnur stjórnvöld og eftir atvikum almenna dómstóla. Bent var á að samkvæmt 2. mgr. 37. gr. laga nr. 77/2000 úrskurði Persónuvernd í ágreiningsmálum sem kunna að koma upp um vinnslu persónuupplýsinga. Þá var tekið fram að úrskurðarnefnd um upplýsingmál hafi lagt til grundvallar að beiðni stjórnvalds um að svara tilteknum spurningum geti almennt ekki talist vera beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Hins vegar sé ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld afhendi gögn sem kunni að geyma svör við spurningunum að uppfylltum öðrum skilyrðum fyrir afhendingu gagna í vörslum stjórnvalda, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar nr. 572/2015 frá 2. mars 2015. Bent var á að samkvæmt 2. gr. laga nr. 85/1997 sé það hlutverk umboðsmanns Alþingis að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins og geti kærandi kvartað til umboðsmanns, sbr. 4. gr. laganna telji hann sig hafa verið beittan rangsleitni af hálfu aðila sem fellur undir lögin. Þá var kæranda leiðbeint um að borgarar hafi jafnan þann kost að höfða mál fyrir dómstólum til ógildingar á ákvörðun stjórnvalds.</p><p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 23. gr. september 2015, var innanríkisráðuneytinu kynnt kæran og gefinn kostur á að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Í umsögn ráðuneytisins, dags. 6. október 2015, er vísað til fyrri rökstuðnings og ítrekað að það hafi verið niðurstaða ráðuneytisins að efni tiltekinna gagna málsins væru þess eðlis að þau ættu undir einkalíf og fjárhagsmálefni þess sem upplýsingarnar varði, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Umsögninni fylgdi afrit af umbeðnum gögnum. </p><p>Umsögn innanríkisráðuneytisins var kynnt kæranda með bréfi dags. 8. október 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda dags. 23. október 2015 kemur fram að engar nýjar upplýsingar er varði málið komi fram í umsögn ráðuneytisins. Því hafi enn ekki verið svarað hvaða gögn hafi verið lögð fram sem réttlættu gjafsókn. </p><p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1. </h3><p>Í máli þessu reynir hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að gögnum er varða gjafsóknarbeiðni B á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Önnur kæruefni sem fram koma í kæru um meðhöndlun ráðuneytisins á upplýsingum um kæranda, beiðni kæranda um rökstuðning til ráðuneytisins varðandi gjafsóknarbeiðnina auk fyrirspurnar um verklagsreglur heyra ekki undir valdsvið nefndarinnar með vísan til 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Er því kæru vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál hvað varðar önnur kæruefni en synjun ráðuneytisins á gögnum sem lúta að gjafsóknarbeiðninni. </p><h3>2. </h3><p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um skyldu þeirra sem heyra undir lögin að veita aðila aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan, sé þess óskað. Í athugasemdum við 14. gr. frumvarps til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Ákvæðið hefur því verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. </p><p>Í málinu er óskað eftir gögnum er varða beiðni um gjafsókn í dómsmáli sem rekið var á milli kæranda og fyrrum eiginkonu hans um opinber skipti á búi þeirra. Í gögnunum koma fram upplýsingar um kæranda sjálfan auk þess sem líta verður svo á að kærandi hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra til aðgangs að gögnunum. Kærandi á því rétt til aðgangs að gögnunum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem kveðið er á um í 3. mgr. sömu greinar og er réttur kæranda til aðgangs ríkari en réttur almennings samkvæmt. 1. mgr. 5. gr. laganna. </p><p>Í 3. mgr. 14. gr. kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Í athugasemdum um ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga er tiltekið að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins. Þá er tekið fram að aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila verði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verði að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Einnig kemur fram að regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verði því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar sé þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.</p><p>Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að erfitt sé að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Fram kemur að undir 9. gr. geti fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu. Þá er tekið fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þannig sé t.d. almennt óheimilt að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur með vísan til athugasemda við 9. gr. upplýsingalaga að þeim sem undir upplýsingalög falla sé almennt óheimilt að veita upplýsingar um hvort tiltekinn einstaklingur hafi sótt um gjafsókn í dómsmáli og á hvaða forsendum. Þrátt fyrir að kærandi hafi vitneskju um að umsækjandi hafi fengið gjafsókn í máli aðila felst í þessari takmörkun á upplýsingarétti að óheimilt er að afhenda umsóknargögnin sjálf sem og önnur gögn sem tengjast umsókninni. Þá er til þess að líta að í gögnunum koma fram einka- og fjárhagsupplýsingar um umsækjanda gjafsóknar sem eðlilegt er að leynt fari. Er það því mat úrskurðarnefndarinnar að réttur B til þess að gögnum sem tengjast umsókn hennar um gjafsókn verði haldið leyndum, sé ríkari en réttur kæranda til aðgangs að gögnunum. Var innanríkisráðuneytinu því rétt að synja kæranda um afhendingu gagnanna. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Staðfest er ákvörðun innanríkisráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að gögnum sem varða gjafsóknarbeiðni B. </p><p>Kæru er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
637/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016 | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 12. ágúst 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 637/2016 í máli nr. ÚNU 15050005.</p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 21. maí 2015 kærði Hópferðamiðstöðin ehf. afgreiðslu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á beiðni um afhendingu gagna í tengslum við málarekstur í kjölfar útboðs til almenningssamgangna í almenningsvagnakerfi á Suður-, Suðaustur- og Vesturlandi árin 2012-2018.</p><p>Með bréfi dags. 5. maí 2015 ítrekaði lögmaður Hópferðarmiðstöðvarinnar ehf. við lögmann Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga áskorun um framlagningu gagna sem hafði áður verið lögð fram í dómsmáli reknu milli aðila. Vísað er til áskorunarinnar þar sem óskað er afhendingar tiltekinna gagna í fimm stafliðum og tekið fram að gögnin skyldu vera staðfest af endurskoðanda. Þá er þremur stafliðum bætt við áskorunina. Því er um að ræða beiðni um afhendingu gagna í átta stafliðum. Í bréfinu er m.a. vísað til skyldu til afhendingar gagna á grundvelli II. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 og tekið fram að ef sú skylda yrði ekki uppfyllt yrði málið kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. </p><p>Í kæru málsins er málsatvikum á fyrri stigum lýst með ítarlegum hætti; útboðinu, meðferð málsins fyrir kærunefnd útboðsmála og málarekstri í kjölfarið. Mál þetta fellur að hluta saman við áskoranir um framlagningu gagna fyrir dómi. Hvað varðar skyldu stjórnvalda til afhendingar gagna á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 er vísað til þess að engin rök hnígi til þess að umbeðnar upplýsingar skuli vera undanþegnar upplýsingaskyldu enda séu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ekki á samkeppnismarkaði sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna. Þá tekur kærandi fram að hann eigi sérstaka lögvarða hagsmuni af aðgangi að gögnum sem þátttakandi í tilvitnuðu útboði með vísan til 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og um sé að ræða ríkari rétt til aðgangs að gögnum en á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laganna. Jafnframt telur kærandi að allar upplýsingar sem óskað er aðgangs að liggi fyrir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og megi með auðveldum hætti draga út úr fjárhagsbókhaldi þeirra án tilkostnaðar.</p><p>Kærandi krefst þess í kæru að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði að kærða verði gert að afhenda sér eftirtalin gögn, staðfest af endurskoðanda:</p><ol><li><p>„Upplýsingar um umfang pöntunarkaupa, sbr. gr. A.4.1. í útboðsgögnum, á árinu 2012.</p></li><li><p>Upplýsingar um endurgjald það sem kærði greiddi Hópbílum fyrir ofangreind pöntunarkaup á árinu 2012.</p></li><li><p>Upplýsingar um umfang pöntunarkaupa, sbr. gr. A.2.1. í útboðsgögnum, á árinu 2013.</p></li><li><p>Upplýsingar um endurgjald það sem kærði greiddi Hópbílum fyrir ofangreind pöntunarkaup á árinu 2013.</p></li><li><p>Upplýsingar úr bókhaldi kærða um heildarendurgjald sem Hópbílum hefur verið greitt vegna þjónustu þeirra á árinu 2012 og 2013.</p></li><li><p>Upplýsingar um umfang pöntunarkaupa, sbr. gr. A.4.1. í útboðsgögnum, á árinu 2014.</p></li><li><p>Upplýsingar um endurgjald það sem kærði greiddi Hópbílum fyrir ofangreind pöntunarkaup á árinu 2014.</p></li><li><p>Upplýsingar um bókhald kærða um heildarendurgjald sem Hópbílum hefur verið greitt vegna þjónustu þeirra á árinu 2014.“</p></li></ol><p>Um kæruheimild er vísað til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og tekið fram að ekki liggi fyrir formleg synjun á afhendingu umbeðinna upplýsinga þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um afhendingu þeirra. Með því hafi Samtök sunnlenskra sveitarfélaga farið á svig við skyldur sínar með vísan til 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem fram kemur að ef afgreiðsla máls dregst óhæfilega sé heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 26. maí 2015 var Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga kynnt kæran og veittur frestur til 9. næsta mánaðar til að koma að umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn við kæruna barst 4. júní 2015.</p><p>Í umsögn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga er ítarlega fjallað um samskipti aðila á fyrri stigum. Fram kemur að kæranda hafi aldrei verið synjað um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 en kærandi hafi skorað á Samtök sunnlenskra sveitarfélaga að leggja fram tilteknar upplýsingar í máli sem rekið er fyrir dómi. Samtökunum hafi því eðli máls samkvæmt borið að svara þeirri áskorun á þeim vettvangi. Beri því m.a. af þeim sökum að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fram kemur að kærandi hafi fengið umbeðnar upplýsingar og þær verði jafnframt lagðar fram í áðurnefndu dómsmáli. Þrátt fyrir það er fjallað um það til hvað gagna upplýsingabeiðni kæranda tekur, þ.e. hvort einvörðungu um sé að ræða upplýsingar er lúta að undirliggjandi útboði eða einnig annarra útboða. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga taka þó fram að þeim sé með öllu óskylt á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 að verða við þeim kröfum að upplýsingar sem kærandi óskar aðgangs að séu staðfestar sérstaklega af endurskoðanda. </p><p>Umsögn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var kynnt kæranda með bréfi dags. 8. júní 2015 og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum til 22. júlí 2015. Frekari athugasemdir kæranda bárust 16. júní 2015. Þar kemur m.a. fram að skylt sé að afhenda upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, óháð því hvort dómsmál sé rekið, þar sem áskoranir liggi frammi um afhendingu sömu upplýsinga. Verði því málinu ekki vísað frá á þeim grundvelli. Kærandi tekur fram að hann telji það nauðsynlegt að upplýsingarnar séu staðfestar af löggiltum endurskoðanda, til þess að tryggt sé að þeim sem þær taki saman láist ekki, fyrir mistök eða aðrar sakir, að taka saman þá tölulegu þætti sem óskað sé upplýsinga um. Tekið er fram að telji úrskurðarnefndin kröfu kæranda um staðfestingu endurskoðanda ekki rúmast innan heimilda upplýsingalaga sé kærandi reiðubúinn að falla frá þeim þætti kröfu sinnar og krefst til vara allra umbeðinna upplýsinga án staðfestingar endurskoðanda. Kærandi vísar til stafliðanna átta í kæru og að kæran sé það gagn sem marki upphaf málsins og sé til þess ætlast að þær upplýsingar verði afhentar sundurgreindar til samræmis við þá stafliði. Þá er tiltekið að eðli máls samkvæmt beri Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga að bregðast við í samræmi við framsetningu kærunnar, enda gangi hún lengra en sú áskorun sem lögð hafi verið fram á fyrri stigum. Jafnframt er tiltekið að þau gögn sem þegar hafa verið afhent séu ekki framsett í samræmi við kæru málsins. Ekki sé unnt að greina sundur hvernig samtölur skiptast á milli ára og m.a. sé vikist undan að svara tilteknum atriðum. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál skrifaði Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga bréf dags. 8. júní 2016 vegna þess sem fram kemur í umsögn kærða frá 4. júní 2015 um að upplýsingabeiðni kæranda hafi ekki fengið efnislega meðferð á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Vegna þessa vakti úrskurðarnefndin athygli kærða á því að skv. 1. mgr. 17. gr. laganna beri stjórnvaldi að taka ákvörðun um hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Því var beint til kærða að taka ákvörðun um afgreiðslu upplýsingabeiðninnar eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en miðvikudaginn 8. júní 2016. Ef í þeirri afgreiðslu fælist synjun á afhendingu einhverra gagna var þess óskað að þau gögn yrðu afhent úrskurðarnefndinni innan sama frests. Viðbótarfrestur var veittur til 4. júlí 2016 og barst úrskurðarnefndinni bréf kærða þann dag. </p><p>Í bréfi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga kemur m.a. fram að umbeðnar upplýsingar hafi verið afhentar í tengslum við rekstur dómsmáls sem rekið er á milli aðila. Úrskurðarnefndin óskaði í kjölfarið símleiðis eftir frekari skýringum þar sem fram kom að engin frekari gögn væru til hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga sem féllu undir upplýsingabeiðni kæranda eins og hún er sett fram í kæru og kærandi telji sér ekki skylt að útbúa gögn sérstaklega fyrir kæranda eða eftir atvikum fá þau staðfest af endurskoðanda. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar beiðni um afhendingu gagna í tengslum við málarekstur í kjölfar útboðs um almenningssamgöngur í almenningsvagnakerfi á Suður-, Suðaustur- og Vesturlandi árin 2012-2018. </p><p>Þrátt fyrir að kærandi hafi ekki með skýrum hætti beint beiðni um upplýsingar til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga heldur einvörðungu vísað til ákvæða upplýsingalaga í niðurlagi bréfs frá 5. maí 2015, sem laut að samskiptum vegna áskorunar í dómsmáli reknu á milli aðila, mátti Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga vera ljóst að bréfið fól í sér ósk um afhendingu gagna á grundvelli laganna. Bar Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga því með vísan til 1. mgr. 17. gr. laganna að taka ákvörðun á grundvelli þeirra svo fljótt sem unnt var. Bar að afgreiða beiðnina innan sjö daga frá móttöku hennar ellegar skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar væri að vænta. </p><p>Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa upplýst að umbeðnar upplýsingar hafi verið afhentar í tengslum við rekstur dómsmáls milli aðila. Hafi beiðni því verið afgreidd þrátt fyrir tilvísun í bréfi dags. 4. júní 2015 til þess að upplýsingabeiðni kæranda hafi ekki fengið efnislega meðferð samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Þá hefur komið fram að þau telji sér ekki skylt að útbúa gögn sérstaklega fyrir kæranda eða eftir atvikum fá þau staðfest af endurskoðanda. </p><h3>2.</h3><p>Heimilt er að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá leiðir af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að unnt er að kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu upplýsingabeiðni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Beiðni kæranda er afmörkuð með eftirfarandi hætti í kæru:</p><blockquote><p>„[Ú]rskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði að kærða verði gert að afhenda sér eftirtalin gögn, sem staðfest séu af endurskoðanda:</p><ol><li><p>Upplýsingar um umfang pöntunarkaupa, sbr. gr. A.4.1. í útboðsgögnum, á árinu 2012.</p></li><li><p>Upplýsingar um endurgjald það sem kærði greiddi Hópbílum fyrir ofangreind pöntunarkaup á árinu 2012.</p></li><li><p>Upplýsingar um umfang pöntunarkaupa, sbr. gr. A.2.1. í útboðsgögnum, á árinu 2013.</p></li><li><p>Upplýsingar um endurgjald það sem kærði greiddi Hópbílum fyrir ofangreind pöntunarkaup á árinu 2013.</p></li><li><p>Upplýsingar úr bókhaldi kærða um heildarendurgjald sem Hópbílum hefur verið greitt vegna þjónustu þeirra á árinu 2012 og 2013.</p></li><li><p>Upplýsingar um umfang pöntunarkaupa, sbr. gr. A.4.1. í útboðsgögnum, á árinu 2014.</p></li><li><p>Upplýsingar um endurgjald það sem kærði greiddi Hópbílum fyrir ofangreind pöntunarkaup á árinu 2014.</p></li><li><p>Upplýsingar um bókhald kærða um heildarendurgjald sem Hópbílum hefur verið greitt vegna þjónustu þeirra á árinu 2014.“ </p></li></ol></blockquote><h3>3.</h3><p>Af 1. mgr. 5. gr. upplýsinglaga nr. 140/2012 leiðir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. en málsgreinin tekur til þeirrar skyldu að veita aðgang að öðrum hlutum gagns ef takmarkanir á grundvelli 6.-10. gr. eiga aðeins við um hluta gagns. Þetta ákvæði á einnig við um upplýsingarétt aðila á grundvelli 14. gr. laganna sbr. 5. mgr. greinarinnar.</p><p>Af gögnum málsins og samskiptum við aðila er ljóst að þau gögn eða þær upplýsingar sem óskað er aðgangs að eru ekki fyrirliggjandi hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga heldur er óskað upplýsinga sem kærandi telur að megi með auðveldum hætti draga út úr fjárhaldsbókhaldi samtakanna án tilkostnaðar auk þess sem sú krafa er gerð að upplýsingarnar séu staðfestar af endurskoðanda. </p><p>Gagn telst vera fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalga nr. 140/2012 ef það er til þegar beiðni um það kemur fram. Lögin skylda almennt ekki stjórnvöld, eða lögaðila sem falla undir þau, að útbúa ný gögn. Umbeðin gögn eru því ekki fyrirliggjandi, að frátöldum þeim upplýsingum sem sérstaklega hafa verið teknar saman í tengslum við rekstur dómsmáls á milli aðila og hafa þegar verið afhentar kæranda. </p><h3>4.</h3><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur ekki afstöðu til beiðni um upplýsingar eða gögn sem kunna að vera fyrir hendi hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga sem falla ekki undir kæruna, þ.m.t. óendurskoðuð gögn sem kunna að innihalda eitthvað af þeim upplýsingum sem óskað er aðgangs að. Kærandi getur beint kröfu um afhendingu þeirra gagna til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sbr. ákvæði IV. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012. Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga er skylt að taka afstöðu til slíkrar beiðni innan sjö daga sbr. 1. mgr. 17. gr. laganna ellegar skýra frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta og afhenda öll fyrirliggjandi gögn svo fremur sem undanþáguákvæði laganna eiga ekki við.</p><p>Rétt þykir að tiltaka að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál sbr. 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Heimilt er á grundvelli 3. mgr. sömu greinar að vísa beiðni frá ef ekki er talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess kemur ber að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Eftir atvikum ber stjórnvaldi að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum. Er þessari reglu í raun ætlað að árétta þá leiðbeiningarskyldu sem hvílir á stjórnvöldum á grundvelli 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Hvílir sú skylda á Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga jafnt sem öðrum stjórnvöldum. </p><p>Með vísan til alls framangreinds er ljóst að Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga er ekki skylt á grundvelli ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 að útbúa gögn sérstaklega fyrir kæranda og ekki eru fyrir hendi gögn sem falla undir upplýsingabeiðni kæranda eins og henni er markaður farvegur annars vegar í bréfi kæranda til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga dags. 5. maí 2015 og hins vegar í kæru dags. 21. maí 2015. Verður því ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni með vísan til 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. </p><h3>Úrskurðarorð</h3><p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru Hópferðamiðstöðvarinnar ehf., dags. 21. maí 2015, á hendur Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> | |
635/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016 | Í málinu var deilt um rétt A til afrits af öllum samningum sem Menntamálastofnun hafði gert við B á tilteknu tímabili um gerð námsefnis í tónmennt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi A eiga rétt til aðgangs á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga að samningum um efni sem A ætti höfundarétt að. Var réttur A til afrits af samningunum talinn ríkari en réttur B á því að efni samninganna yrði haldið leyndu. Kærandi var talinn eiga rétt til aðgangs að öðrum samningum við B á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Ekki var talið að 9. gr. laganna stæði aðgangi í vegi. Var því fallist á rétt A til afrits af öllum samningum stofnunarinnar við B. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 12. ágúst 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 635/2016 í máli ÚNU 15040007. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi er barst þann 27. apríl 2015 kærði A afgreiðslu Námsgagnastofnunar (nú Menntamálastofnunar) á beiðni um afrit af samningum sem stofnunin hefur gert við B frá og með árinu 1985. </p><p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi sent beiðni sína með tölvupóstum dags. 30. janúar, 10. febrúar, 4. mars, 10. mars og 27. mars 2015. Þá er tildrögum beiðninnar lýst. Á árunum 1970-1985 hafi fjórir höfundar unnið að samningu námsefnis í tónmennt sem Námsgagnastofnun gaf síðan út. Í desember 2014 hafi verið gert samkomulag milli stofnunarinnar annars vegar og höfundanna fjögurra hins vegar um greiðslu þóknunar fyrir afnot af námsefninu. Einnig samþykkti Námsgagnastofnun að greiða þremur höfundanna fyrir endurútgáfu á tilteknu efni sem stofnunin gaf út í tveimur heftum árin 2009 með höfundanafni B. Kærandi segir ekki hafa verið aflað leyfis fyrir útgáfunni hjá höfundum og brotið hafi verið gegn einkarétti höfundar til eintakagerðar skv. 3. gr. höfundalaga. Enn fremur geti verið álitamál hvort sæmdarréttur höfundanna samkvæmt 4. gr. laganna hafi verið brotinn. Samkvæmt samantekt á útgefnu námsefni höfundanna hafi það verið endurskoðað og endurútgefið frá árinu 1985 af B. Efnið hafi einungis verið skráð í Gegni með hans nafni. Hins vegar hafi verið gerður einn verksamningur við kæranda árið 1985 um samningu á allra síðustu bókinni í námsefnisgerðinni. Því sé rökrétt að ætla að samningar sem Námsgagnastofnun hafi gert frá árinu 1985 hafi verið við alla höfunda efnisins, eða að annarra höfunda sé þar getið sem meðhöfunda og samráðsaðila um námsefnið. </p><p>Í gagnabeiðni kæranda dags. 30. janúar 2015 er vísað til þess að kærandi eigi rétt á aðgangi að þeim samningum þar sem nafn hennar sé getið. Í gagnabeiðni kæranda dags. 10. mars er auk þess vísað til þess að kærandi eigi rétt á aðgangi að samningunum þar sem hún sé meðhöfundur að efninu sem samningarnir fjalla um. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var kynnt Menntamálastofnun með bréfi dags. 28. apríl 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Erindi úrskurðarnefndarinnar var ítrekað með bréfi dags. 6. ágúst 2015. Með tölvupósti þann 13. ágúst 2015 fór rekstrarstjóri Menntamálastofnunar þess á leit að veittur yrði frekari frestur til 19. ágúst 2015 og var fallist á beiðnina sama dag. Lögmaður stofnunarinnar fór þess á leit með tölvupósti þann 7. september 2015 að fresturinn yrði framlengdur til 17. september 2015. Í svari ritara úrskurðarnefndarinnar kom fram að ef umsögn stofnunarinnar bærist ekki fyrir þann dag mætti vænta þess að málið yrði tekið til úrskurðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna.</p><p>Umsögn Menntamálastofnunar barst þann 17. september 2015 og afrit umbeðinna gagna degi síðar. Í umsögninni er forsaga málsins rakin. Þá er tekið fram að það sé afstaða Menntamálastofnunar að beiðni kæranda sé þýðingarlaus enda hafi hún ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn hennar. Því til viðbótar telji Menntamálastofnun að ekki sé heimilt að verða við beiðninni vegna 9. gr. upplýsingalaga. Samningarnir varði fjárhagsleg málefni þeirra einstaklinga sem tilgreindir væru í erindi kæranda og væri skylt að hafna beiðninni enda lægi ekki fyrir samþykki þeirra sem í hlut eiga. </p><p>Með umsögn Menntamálastofnunar fylgdi afrit af samkomulagi, dags. 17. desember 2014, á milli Námsgagnastofnunar og fimm höfunda, þar á meðal kæranda. Í samkomulaginu kemur fram að höfundar hafi unnið heildstætt námsefni til nota fyrir 1.-5. bekk grunnskóla en það samanstandi af kennslubók, vinnubók, kennsluleiðbeiningum, söngvasafni og hlustunarefni. Þá kemur fram að Námsgagnastofnun samþykki að greiða þremur höfundum, kæranda meðtöldum, fyrir endurútgáfu á Tónmennt, 1. hefti, söngvasafni, Tónmennt, 2. hefti, söngvasafni og Tónmennt, 3. hefti, söngvasafni en þar sé um að ræða útgáfu á Söngvasafni 1 og Söngvasafni 2. Þá kemur fram að aðilar samkomulagsins séu sammála um að höfundarnir eigi óskoraðan höfundarrétt á efninu. </p><p>Umsögn Menntamálastofnunar var kynnt kæranda með bréfi dags. 22. september 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum kæranda dags. 28. september 2015 kemur m.a. fram að í upplýsingalögum sé ekki gerð krafa um að þeir sem óski eftir gögnum sýni fram á lögvarða hagsmuni til þeirra. Þá er því hafnað að samningur sem hún hafi gert við stofnunina komi í veg fyrir aðgang hennar að gögnunum. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði bréf til B dags. 6. júní 2016 og óskaði eftir afstöðu hans til þess að afrit af samningunum yrðu afhent kæranda. Svar barst nefndinni með bréfi dags 26. júní 2016. Þar kemur fram að B sé andvígur því að upplýsingarnar sé veittar enda tilgangur beiðni óljós og bæði sanngjarnt og eðlilegt að fjárhagsmálefni hans séu ekki borin á torg. </p><p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila frekar en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p><h3>Niðurstaða </h3><h3>1. </h3><p>Í máli þessu reynir á rétt kæranda til aðgangs að öllum samningum sem Námsgagnastofnun (nú Menntamálastofnun) hefur gert við B um breytingar og endurskoðun á námsefni í tónmennt frá árinu 1985. Í málinu liggur fyrir að B samþykkir ekki að kærandi fái aðgang að samningunum. Kærandi vísar hins vegar til þess að samningarnir taki til efnis sem hún eigi höfundarrétt að. </p><p>Úrskurðarnefndin hefur undir höndum þá samninga sem Námsgagnastofnun (nú Menntamálastofnun) hefur gert við B á árunum 1985-2011. Um er að ræða eftirfarandi samninga: </p><ol><li>Verksamningur dags. 5. júlí 1985 vegna söfnunar efnis í kennslubók í tónmennt handa 2. bekk. Þess er getið að meðhöfundur að efninu sé A. </li><li>Verksamningur nr. 1032 dags. 29. júní 1989 um samningu vinnubókar með Tónmennt, 3. hefti. Tekið er fram í samningnum að auk þess skuli B taka þátt í undirbúningsvinnu við gerð hlustunarefnis og kennsluleiðbeininga í samvinnu við A. </li><li>Samningur nr. 1195 dags. 9. nóvember 1990 um samantekt kennsluleiðbeininga með Tónmennt, 3. hefti. </li><li>Samningur nr. 1196 dags. 10. desember 1990 um útgáfurétt Námsgagnastofnunar á vinnubók með Tónmennt, 3. hefti. </li><li>Samningur nr. 1179 dags. 3. október 1990 um útgáfurétt á bókinni Tónmennt, 3. hefti.</li><li>Verksamningur nr. 1342 dags. 7. ágúst 1992 um gerð hljómbands sem hluta af námsefninu Tónmennt, 3. hefti. </li><li>Útgáfusamningur nr. 1196 dags. 29. nóvember 2000 um námsefnið Tónmennt, 3. hefti, verkefnahefti. </li><li>Útgáfusamningur nr. 1179 dags. 6. desember 2000 um námsefnið Tónmennt, 3. hefti. </li><li>Höfundasamningur nr. 2785 dags. 19. desember 2002 um samningu heftis um blús og rokktónlist. </li><li>Samkomulag nr. 2994 dags. 27. febrúar 2004 um útgáfu og dreifingarétt á námsefninu Tónmennt, 3. hefti, verkefnahefti. </li><li>Viðaukasamningur nr. 3633 við samning nr. 2785 dags. 19. nóvember 2007 vegna bókarinnar Hljóðspors. </li><li>Höfundasamningur nr. 3728 dags. 5. september 2008 um endurskoðun námsefnisins Tónmennt, 1. 2. og 3. hefti. Samkvæmt samningnum skal höfundur safna saman efni í Söngvasafn I. </li><li>Höfundasamningur nr. 3929 dags 5. nóvember 2009 um endurskoðun Tónmennt 4. og 5. hefti. Samkvæmt samningum skal höfundur safna saman efni í Söngvasafn II. </li><li>Höfundasamningur nr. 4066 dags 6. maí 2010 um námsefnið Hljóðspor. </li><li>Verksamningur nr. 4218 dags. 10. mars 2011 við B, C og D vegna endurskoðunar á Tónmennt 1.-2. bekkjar grunnskóla. </li></ol><h3>2.</h3><p>Í 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um upplýsingarétt aðila að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Sambærileg regla var áður í 9. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum um 14. gr. í frumvarpi til laga nr. 140/2012 kemur fram að reglan byggist á þeirri óskráðu meginreglu íslensks réttar að einstaklingar og lögaðilar eigi rétt til aðgangs að gögnum sem eru í vörslu stjórnvalda og varða þá sérstaklega enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Þá er tekið fram að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Sé það í samræmi við hina óskráðu meginreglu íslensks réttar sem og þá framkvæmd sem hafi fest sig í sessi um beitingu 9. gr. gildandi upplýsingalaga. Þá segir að þurft geti, ólíkt því sem við á um beitingu II. kafla laganna, að líta til ástæðna þess að aðili óskar upplýsinga.</p><p>Líta verður svo á að kærandi eigi rétt á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að þeim samningum sem taka til efnis sem kærandi á höfundarrétt að enda verður þá að líta svo á að samningurinn geymi upplýsingar sem varða kæranda sérstaklega og verulega umfram aðra. Samningar þeir sem tilgreindir eru í tölul. 1-8, 10, 12-13 og 15 bera það með sér að vera um efni sem Menntamálastofnun hefur viðurkennt að sé höfundarverk kæranda, sbr. samkomulag dags. 17. desember 2014. Kærandi á því rétt til aðgangs að þeim samningum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur hins vegar ekki forsendur til að leggja til grundvallar að höfundarsamningur nr. 2785 (9. tölul.), viðaukasamningur nr. 3633 við samning nr. 2785 (11. tölul.) og höfundarsamningur nr. 4066 (14. tölul.) varði höfundarverk kæranda. Verður aðgangur kæranda að þessum samningum því ekki reistur á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og fer um aðgang að þeim samkvæmt meginreglu 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings. </p><p>Réttur aðila til upplýsinga um sig sjálfan, sem kveðið er á um í 14. gr. upplýsingalaga er ríkari en réttur almennings samkvæmt 5. gr. Í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. </p><p>Í athugasemdum um ákvæði 14. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þá segir orðrétt: </p><blockquote><p>„Þegar fram kemur beiðni um aðgang að slíkum gögnum er þannig líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felst í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir eru að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 9. gr. frumvarpsins.“</p></blockquote><p>Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þá samninga sem lúta að höfundarverki kæranda, sbr. tölul. 1-8, 10, 12-13 og 15 hér að framan. Í samningunum má finna hefðbundin ákvæði verk-, útgáfu- og höfundasamninga. Þar eru ekki að finna upplýsingar sem taka til viðkvæmra einkamálefna og takmarkað geta þann rétt sem kærandi nýtur samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Menntamálastofnun verður því gert að veita kæranda aðgang að þeim samningum eins og nánar greinir í úrskurðarorði. </p><h3>3.</h3><p>Eins og fyrr segir verður skorið úr rétti kæranda til aðgangs að samningum undir töluliðum 9, 11 og 14 hér að framan á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um upplýsingarétt almennings. Í málinu reynir á hvort einka- eða fjárhagsmálefni B standi því í vegi að kærandi fái aðgang að þessum þremur samningum, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. </p><p>Upplýsingar um greiðslur samkvæmt samningum teljast til upplýsinga um fjárhagsmálefni samningsaðila. Í því felst þó ekki sjálfkrafa að rétt sé á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga að halda upplýsingunum leyndum. Í athugasemdum um 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 er tekið fram að ákvæði 9. gr. feli í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að umræddar upplýsingar varða með beinum hætti ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingunum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum viðsemjenda stjórnvalda og sveitarfélaga, enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi beinu tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið að upplýsingar um umsamið endurgjald hins opinbera til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst ekki á að þær upplýsingar sem fram koma í höfundasamningum nr. 2785 dags. 19. desember 2002, nr. 3633 dags. 19. nóvember 2007 og nr. 4066 dags. 6. maí 2010 séu þess eðlis að 9. gr. upplýsingalaga geti komið í veg fyrir aðgang kæranda að þeim eða að þær séu til þess fallnar að valda tjóni yrðu þær gerðar opinberar. Í því tilliti er bent á að upplýsingaréttur almennings er sérstaklega ríkur þegar um er að ræða gögn er varða ráðstöfun opinberra fjármuna. Með vísan til framangreinds verður Menntamálastofnun gert að veita kæranda aðgang að þeim eins og greinir í úrskurðarorði.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Menntamálastofnun ber að veita kæranda, A, aðgang að eftirfarandi gögnum:</p><ol><li>Verksamningur dags. 5. júlí 1985 vegna söfnunar efnis í kennslubók í tónmennt handa 2. bekk. </li><li>Verksamningur nr. 1032 dags. 29. júní 1989 um samningu vinnubókar með Tónmennt, 3. hefti. </li><li>Samningur nr. 1195 dags. 9. nóvember 1990 um samantekt kennsluleiðbeininga með Tónmennt, 3. hefti. </li><li>Samningur nr. 1196 dags. 10. desember 1990 um útgáfurétt Námsgagnastofnunar á vinnubók með Tónmennt, 3. hefti. </li><li>Samningur nr. 1179 dags. 3. október 1990 um útgáfurétt á bókinni Tónmennt, 3. hefti.</li><li>Verksamningur nr. 1342 dags. 7. ágúst 1992 um gerð hljómbands sem hluta af námsefninu Tónmennt, 3. hefti. </li><li>Útgáfusamningur nr. 1196 dags. 29. nóvember 2000 um námsefnið Tónmennt, 3. hefti, verkefnahefti. </li><li>Útgáfusamningur nr. 1179 dags. 6. desember 2000 um námsefnið Tónmennt, 3. hefti. </li><li>Höfundasamningur nr. 2785 dags. 19. desember 2002 um samningu heftis um blús og rokktónlist. </li><li>Samkomulag nr. 2994 dags. 27. febrúar 2004 um útgáfu og dreifingarétt á námsefninu Tónmennt, 3. hefti, verkefnahefti. </li><li>Viðaukasamningur nr. 3633 við samning nr. 2785 dags. 19. nóvember 2007 vegna bókarinnar Hljóðspors. </li><li>Höfundasamningur nr. 3728 dags. 5. september 2008 um endurskoðun námsefnisins Tónmennt, 1. 2. og 3. hefti. </li><li>Höfundasamningur nr. 3929 dags 5. nóvember 2009 um endurskoðun Tónmennt 4. og 5. hefti. </li><li>Höfundasamningur nr. 4066 dags 6. maí 2010 um námsefnið Hljóðspor. </li><li>Verksamningur nr. 4218 dags. 10. mars 2011 við B, C og D vegna endurskoðunar á Tónmennt 1.-2. bekkjar grunnskóla. </li></ol><p><br></p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
634/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016 | Deilt var um rétt erlendra tryggingafélaga til aðgangs að gögnum um Landsbanka Íslands í vörslum Fjármálaeftirlitsins. Úrskurðarnefndin hefur áður fjallað um aðra liði beiðninnar en í þessu máli var skorið úr um rétt til aðgangs að fundargerðum vegna vettvangsathugunar FME á bankanum í september 2007. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða upplýsingar sem féllu undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og vísaði kæru frá. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 12. ágúst 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 634/2016 í máli ÚNU 14110007. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 7. nóvember 2014 kærði Viðar Lúðvíksson hrl. fyrir hönd Brit Insurance Ltd., QBE Insurance (Europe) Ltd., Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., Allianz Global Corporate & Specialty AG, Novae Syndicate 2007, Dan Re Syndicate 1400 og QBE Syndicate 1886 („kærendur“) ákvörðun Fjármálaeftirlitsins („FME“) dags. 8. október 2014 um að synja beiðni kærenda um aðgang að gögnum.</p><p>Upphafleg gagnabeiðni kærenda, dags. 5. apríl 2013, var í 27 liðum. Fjallað hefur verið um ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um rétt kærenda til aðgangs að gögnum undir liðum nr. 1-11 í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 551/2014, liðum nr. 12, 13, 14, 16, 20, 23, 26 og 27 í úrskurði nr. A-524/2014 og liðum nr. 15, 17, 19, 24 og 25 í úrskurði nr. 592/2015. Með bréfi Fjármálaeftirlitsins til kærenda dags. 25. júní 2014 var óskað eftir því að liður 22 yrði afmarkaður betur, en hann tók til fundargerða vegna vettvangsathugunar FME á Landsbanka Íslands hf. í september 2007. Í bréfi FME segir meðal annars að ein vettvangsathugun hafi farið fram í september 2007 í tengslum við útlánaáhættu bankans. Með bréfi dags. 1. september 2014 afmörkuðu kærendur beiðni sína nánar. Þar segir að í kafla 16.5.7.7 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé fjallað um skýrslu FME um athugun á útlánaáhættu hjá Landsbankanum. Athugunin hafi farið fram á fundum í síðari hluta septembermánaðar 2007. Beiðni kærenda taki til fundargerða af þessum fundum. Þá sé ljóst að finna megi vísbendingar um efni og dagsetningar fundargerðanna í heimildaskrá skýrslu um athugun á útlánaáhættu Landsbankans, dags. í febrúar 2008, einkum heimild nr. 65; „Tölvupóstsamskipti Fjármálaeftirlitsins og Landsbankans frá september 2007 til janúar 2008 vegna útlánaskoðunarinnar.“ Þann 8. október 2014 synjaði Fjármálaeftirlitið beiðninni með vísan til 13. gr. laga nr. 87/1998 og 8. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í kæru segir að mikilvægt sé að hafa í huga að markmiðið með endurskoðun upplýsingalaga, sbr. athugasemdir er fylgdu frumvarpi til laga nr. 140/2012, hafi verið að auka upplýsingarétt almennings. Kærendur telja að þær undantekningar frá upplýsingarétti, sem fram koma í 6.-10. gr. laganna, eigi ekki við í málinu og benda á að túlka beri þær þröngt og með hliðsjón af meginreglu um aukinn aðgang, sbr. 1. mgr. 11. gr. þeirra. </p><p>Kærendur telja þagnarskylduákvæði 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998 ekki standa því í vegi að Fjármálaeftirlitið afhendi gögnin. Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga takmarki almenn ákvæði annarra laga um þagnarskyldu ekki rétt til aðgangs samkvæmt lögunum. Kærendur telja að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 verði að teljast almennt í þessari merkingu. Í þessu samhengi er bent á athugasemdir við ákvæðið í frumvarpi er varð að lögum nr. 87/1998, þar sem fram kemur að í ákvæðinu sé að finna „almennt þagnarskylduákvæði“. Þá telja kærendur að jafnvel þótt komist verði að öndverðri niðurstöðu, leiði 5. mgr. 13. gr. laganna til þess að þagnarskyldan gildi ekki um gögn sem varða Landsbankann, þar sem hann sé bæði gjaldþrota og í þvinguðum slitum. Kærendur vísa til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-524/2014 í þessu samhengi og dóma Hæstaréttar frá 16. janúar 2014 í málunum nr. 191/2013, 356/2013, 359/2013, 412/2013 og 413/2013.</p><p>Kærendur fallast ekki á þau rök FME að skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 séu ekki uppfyllt, þar sem upplýsinga sé ekki aflað við rekstur einkamála. Óumdeilt sé að einkamál séu rekin á hendur kærendum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Kærendur vinni að því að afla umbeðinna gagna til að styðja þær málsástæður sem þeir byggja á í málunum. Ef það hefði verið ætlun löggjafans að ákvæðið ætti einungis við þegar óskað væri eftir gögnum undir lögum um meðferð einkamála hefði ákvæðið verið orðað á þann hátt. Þá hafna kærendur því að 9. gr. upplýsingalaga komi í veg fyrir aðgang þeirra að umbeðnum gögnum. Landsbanki sé í slitameðferð og hafi því enga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni varðandi afhendingu þeirra. Sönnunarbyrði um það hvíli á Fjármálaeftirlitinu.</p><p>Kærendur telja að jafnvel þótt þagnarskylda hafi ríkt um einhver þeirra umbeðnu gagna, sé svo ekki lengur þar sem fjölmiðlar og rannsóknarnefnd Alþingis hafi fjallað um þau opinberlega. Loks benda kærendur á að skv. 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga teljist gögn ekki lengur til vinnugagna eftir að þau hafi verið afhent öðrum nema þau hafi einungis verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Þá komi fram undanþágur í 3. tl. 2. mgr. 8. gr. sem mæli fyrir um afhendingu vinnugagna í fjórum töluliðum. Kærendur byggja á því að skýra verði 8. gr. þröngt. Þá sé ljóst að rannsóknarnefnd Alþingis hafi haft gögnin undir höndum og því búið að afhenda þau öðrum. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 10. nóvember 2014 var kæran kynnt Fjármálaeftirlitinu og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að í trúnaði. Umsögn FME barst þann 1. desember 2014. Þar segir meðal annars að stofnunin telji að upplýsingar sem sé að finna í umbeðnum gögnum varði ekki meðferð opinberra hagsmuna. Því er jafnframt mótmælt að kærandi eigi sérstaka og lögvarða hagsmuni af því að fá aðgang að gögnunum. Þar sem beiðnin hafi verið afgreidd með hliðsjón af 5. gr. upplýsingalaga eigi hvorki að skipta máli hver biðji um gögnin né í hvaða tilgangi.</p><p>FME telur óumdeilt að 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sé sérstakt þagnarskylduákvæði sem sé víðtækara, þ.e. gangi lengra, en þær takmarkanir sem kveðið er á um í 9. gr. upplýsingalaga. Þetta hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfest í úrskurðum sínum og Hæstiréttur Íslands um 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 í dómi í máli nr. 329/2014. Ákvæðið sé sams konar og 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Þá telur stofnunin beiðni kæranda ekki uppfylla skilyrði 5. mgr. 13. gr., þar sem LBI hf. hafi verið tekið til slita á grundvelli 3. tölul. 2. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002, sé enn í slitameðferð og hafi því ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þá sé ekki hægt að skýra ákvæði 5. mgr. 13. gr. svo rúmt að það taki til almennra upplýsingabeiðna sem beint sé til FME, jafnvel þótt sá sem lagt hafi beiðnina fram sé aðili að einkamáli fyrir dómi. Í þessu samhengi er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-524/2014.</p><p>FME mótmælir röksemdum kæranda varðandi 9. gr. upplýsingalaga. Ákvæðið geri ekki ráð fyrir því að önnur sjónarmið gildi um skýringu ákvæðisins þegar fjármálafyrirtæki er í slitameðferð. Þá er bent á að synjun stofnunarinnar byggðist fyrst og fremst á 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna, auk 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Þá ítrekar FME þá afstöðu að afhending gagna til rannsóknarnefndar Alþingis og opinber birting upplýsinga í skýrslu nefndarinnar geti ekki aflétt sérstakri þagnarskyldu starfsmanna FME skv. 13. gr. laga nr. 87/1998 og öðrum takmörkunum sem upplýsingalög gera ráð fyrir, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-547/2014 og dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014.</p><p>Í umsögn FME segir að umbeðin gögn í málinu séu tvö minnisblöð stofnunarinnar um það sem fram fór á tveimur fundum með fulltrúum Landsbankans dagana 9. og 15. október 2007. Minnisblöðin séu sannarlega vinnuskjöl í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, hafi ekki verið afhent öðrum og hafi ekki að geyma upplýsingar sem 3. mgr. ákvæðisins mæli fyrir um. Bent er á að þau hafi verið afhent rannsóknarnefnd Alþingis á grundvelli lagaskyldu, sbr. lokamálslið 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 6. gr. laga nr. 142/2008.</p><p>Umsögn FME var kynnt kærendum með bréfi dags. 3. desember 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 30. janúar 2015. Þar segir meðal annars að andstætt fullyrðingum FME sé þvert á móti umdeilt að 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sé sérstakt þagnarskylduákvæði. Því er mótmælt að dómur Hæstaréttar í máli nr. 329/2014 hafi fordæmisgildi í málinu þar sem þagnarskylduákvæði laga um Seðlabanka Íslands sé alls ekki sambærilegt ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Kærendur mótmæla því jafnframt að 5. mgr. 13. gr. sé undantekning frá sérstakri þagnarskyldu og því beri að skýra ákvæðið þröngt. Þagnarskylduákvæðið sé þvert á móti undanþága frá meginreglu um rétt almennings til upplýsinga og beri því að skýra 1. mgr. þröngt. Kærendur fallast heldur ekki á að 5. mgr. 13. gr. sé heimildarákvæði af þeirri ástæðu að orðið „heimilt“ sé að finna í því. Skylda til afhendingar sé ótvíræð samkvæmt upplýsingalögum.</p><p>Kærendur ítreka þá afstöðu sína að LBI hf. sé gjaldþrota og/eða í þvinguðum slitum í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Ef LBI hf. hafi verið í þeirri stöðu á tímabilinu 7. október til 22. apríl 2009 að jafna mætti til gjaldþrotaskipta, sbr. dóma sem nefndir voru í kæru, telja kærendur stöðuna varla hafa batnað þegar lög 44/2009 tóku gildi og mæltu fyrir um skipan slitastjórna. Loks telja kærendur að 58. gr. laga nr. 161/2002 verði að teljast almennt þagnarskylduákvæði.</p><p>Vegna mikils fjölda mála sem bíður úrlausnar hjá úrskurðarnefndinni hefur uppkvaðning úrskurðar í máli þessu dregist.</p><h3>Niðurstaða</h3><p>Mál þetta varðar beiðni kærenda um aðgang að gögnum í fórum FME um Landsbanka Íslands hf. Í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, segir orðrétt:</p><blockquote><p>„Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.“</p></blockquote><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hefur orðasambandið „óviðkomandi aðilum“ verið skýrt með þeim hætti að átt sé við aðila sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að FME miðli upplýsingum til. Ljóst er að kærendur teljast til óviðkomandi aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en hins vegar er deilt um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laganna eigi við í málinu.</p><p>Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr., þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að LBI hf. (áður Landsbanki Íslands hf.) sé gjaldþrota í skilningi ákvæðisins. Í þessu samhengi getur engu breytt sú staðreynd að upphafleg krafa um slitameðferð hafi stafað frá skilanefnd og slitastjórn LBI hf., líkt og haldið er fram af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Sama gildir um fullyrðingar stofnunarinnar er lúta að því að LBI hf. hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum. Í 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er ekki gerður slíkur áskilnaður, enda verða bú fjármálafyrirtækja ekki tekin til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002. Þann 7. október 2008 tók Fjármálaeftirlitið yfir vald hluthafafundar í LBI hf. og vék stjórn hans frá. Um leið voru öll málefni hans sett undir skilanefnd, sem skipuð var í skjóli opinbers valds og var ætlað að leggja drög að aðgerðum til skuldaskila bankans. Verður að líta svo á að upp frá því hafi LBI hf. verið í aðstöðu sem leggja má að jöfnu við að hafin væru gjaldþrotaskipti á búi hans, og bankinn því í þvinguðum slitum í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</p><p>Það er skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að upplýst sé um atriði, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, við rekstur einkamála. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að skýra þennan áskilnað svo að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli ákvæða upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, verður ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. Ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ber að skýra með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, og getur í þessu samhengi engu breytt þótt kærendur hyggist leggja gögnin fyrir dóm í einkamálum sem þeir eru aðilar að. Öndverð skýring myndi leiða til þess að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri fyrir borð borin, þar sem almenningi væri í lófa lagið að krefjast aðgangs að gögnum sem þagnarskylda ákvæðisins ríkir um í þeim yfirlýsta tilgangi að leggja þau fyrir dóm í einkamáli. Samkvæmt framansögðu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að eins og á stendur þurfi að meta hvort umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, án tillits til þeirrar heimildar sem 5. mgr. ákvæðisins mælir fyrir um. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur jafnframt að ekki hafi verið sýnt fram á að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum, eða eftirfarandi fréttaflutningi fjölmiðla, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu Fjármálaeftirlitsins á grundvelli laga nr. 87/1998 fallið niður. </p><p>Undir lið 22 í gagnabeiðni kærenda, dags. 5. apríl 2013, óskuðu kærendur aðgangs að fundargerðum vegna vettvangsathugunar FME á Landsbankanum í september 2007. Stofnunin hefur afmarkað beiðni kærenda við tvö gögn, minnisblöð um það sem fram fór á fundum starfsmanna hennar með fulltrúum Landsbankans dagana 9. og 15. október 2007. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir skjölin, sem eru hvort um sig ein blaðsíða að lengd. Þar er lýst samskiptum fulltrúa FME og Landsbankans og afhendingu gagna og upplýsinga í tilefni af athugun stofnunarinnar. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er tvímælalaust um að ræða upplýsingar um starfsemi FME og viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila sem leynt á að fara í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Umbeðin gögn eru því undirorpin sérstöku þagnarskylduákvæði sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012, sbr. gagnályktun frá síðari málslið 3. mgr. 4. gr. laganna. Þykir því ekki ástæða til að fjalla um það hvort efni þeirra falli undir undantekningarákvæði 6.-10. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu verður því ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru Brit Insurance Ltd., QBE Insurance (Europe) Ltd., Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., Allianz Global Corporate & Specialty AG, Novae Syndicate 2007, Dan Re Syndicate 1400 og QBE Syndicate 1886, dags. 7. nóvember 2014, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
636/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016 | Deilt var um rétt erlendra tryggingafélaga til aðgangs að gögnum í tveimur töluliðum um Landsbanka Íslands í vörslum Fjármálaeftirlitsins. Úrskurðarnefndin hefur áður fjallað um aðra töluliði beiðninnar en í þessu máli var skorið úr um rétt til aðgangs að gögnum um rannsóknir FME á bankanum og kærur til lögregluyfirvalda. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að hugtakið „rannsókn“ væri ekki nægilega afmarkað í beiðni kærenda til að hún uppfyllti tilgreiningarreglu 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá væri FME óheimilt að veita upplýsingar um kærur til lögreglu á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Var kæru því vísað frá. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 12. ágúst 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 636/2016 í máli ÚNU 15040010. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 30. apríl 2015 kærði A hrl. fyrir hönd Brit Insurance Ltd., QBE Insurance (Europe) Ltd., Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., Allianz Global Corporate & Specialty AG, Novae Syndicate 2007, Dan Re Syndicate 1400 og QBE Syndicate 1886 („kærendur“) ákvörðun Fjármálaeftirlitsins („FME“) dags. 31. mars 2015 um aðgang að gögnum í tveimur liðum.</p><p>Upphafleg gagnabeiðni kærenda, dags. 5. apríl 2013, var í 27 liðum. FME synjaði um aðgang að gögnum í liðum nr. 12, 13, 14, 16, 20, 23, 26 og 27, en leyst var úr kæru vegna synjunarinnar í úrskurði nefndarinnar nr. A-524/2014. Um rétt kærenda til aðgangs að gögnum undir liðum nr. 15, 17, 18, 19, 24 og 25 var fjallað í úrskurði nefndarinnar nr. 592/2015. Í úrskurði nr. 551/2014 var ákvörðun FME um að vísa frá beiðni um aðgang að gögnum í liðum nr. 1-11 felld úr gildi og málinu vísað til nýrrar afgreiðslu stofnunarinnar. Með bréfi dags. 31. mars 2015 var að nýju tekin afstaða til hluta af liðum nr. 7 og 9 og er sú ákvörðun kærð í máli þessu. Undir lið nr. 7 var óskað eftir afritum af öllum kærum, stjórnvaldssektum, ákvörðunum FME og sáttum sem varða Landsbanka Íslands hf. Undir lið nr. 9 var óskað eftir afritum af öllum gögnum varðandi rannsóknir FME á bankanum, þar með talið vinnuskjölum, minnisblöðum og niðurstöðum eftirlitsins. Um báða töluliðina gildir að óskað var eftir gögnum á tímabilinu júlí 2007 til og með mars 2008.</p><p>Í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að við nýja meðferð beiðni kærenda hafi FME flokkað hana eftir atriðum sem fram komu stafliðum a) til zz) í afmörkun kærenda dags. 27. maí 2013. Eftirfarandi afmörkun gæti átt við um 7. og 9. tl. beiðninnar:</p><blockquote><p>c) Athuganir FME á hugsanlegum brotum í starfsemi og rekstri Landsbanka Íslands hf.</p><p>n) Markaðsmisnotkun og/eða möguleg markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands hf.</p><p>p) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn ákvæðum hlutafélagalaga</p><p>q) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki</p><p>r) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti</p><p>s) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn ákvæðum laga um ársreikninga</p><p>t) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn lögum um bókhald</p><p>u) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði</p><p>y) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn reglum sem varðað geta hvers konar stjórnvaldssektum og/eða refsingum</p><p>ee) Brot og/eða meint brot Landsbanka Íslands hf. gegn reglum um stórar áhættur (stórar áhættuskuldbindingar) sbr. 30. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki</p></blockquote><p>Í ákvörðun FME segir að stofnunin telji sig þegar hafa tekið afstöðu til töluliða 7 og 9 í beiðni kærenda að svo miklu leyti sem þeir varða mögulegar kærur til embættis sérstaks saksóknara. FME vísar í þessu sambandi til ákvörðunar sinnar, dags. 6. október 2014, um aðgang kærenda að gögnum undir 11. tölulið beiðninnar. Mögulegt sé að FME hafi ekki afgreitt þann þátt beiðninnar sem lýtur að vinnugögnum og minnisblöðum í 9. tl. og mögulegar kærur til annarra lögregluyfirvalda en sérstaks saksóknara í 7. tl. Því sé tekin afstaða til þeirra þátta í hinni kærðu ákvörðun. FME telur sér óheimilt að veita upplýsingar um hvaða mál séu eða hafi verið til rannsóknar hjá stofnuninni og hvaða mál hafi verið kærð eða vísað til lögregluyfirvalda með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Ef stofnunin tæki afstöðu til beiðni um aðgang að slíkum gögnum væri um leið verið að upplýsa um hvort tiltekinn aðili hafi verið grunaður um eða kærður fyrir refsiverðan verknað. Í þessu samhengi vísar FME til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-524/2014. </p><p>Kærendur segjast vera ósammála niðurstöðu FME í hinni kærðu ákvörðun. Undir tölulið 7 hafi einnig verið óskað eftir afritum af öllum stjórnvaldssektum, ákvörðunum FME og sáttum sem varði Landsbanka. Ekki virðist tekin afstaða til þessara þátta í ákvörðun eftirlitsins. Þá benda kærendur á að með orðinu „rannsóknir“ í 9. tl. hafi verið átt við hvers konar rannsóknir sem FME framkvæmdi í tengslum við Landsbanka en stofnunin hafi kosið að líta svo á að einungis hafi verið óskað eftir gögnum um sakamálarannsóknir. Kærendur vísa til afmörkunar sinnar á lið 9, dags. 27. maí 2013, þar sem fram kemur að við eftirlit FME með starfsemi Landsbanka Íslands hf. hafi orðið til gögn hjá stofnuninni í formi vinnuskjala, minnisblaða o.fl. Að því marki sem kærendum hafi ekki þegar verið veittur aðgangur að slíkum gögnum sé óskað aðgangs að þeim. </p><p>Kærendur telja undantekningar frá upplýsingarétti sem fram koma í 6.-10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ekki eiga við í málinu og benda á að túlka ber þær þröngt og með hliðsjón af meginreglu laganna um aukinn aðgang almennings að gögnum, sbr. 1. mgr. 11. gr. laganna. Sönnunarbyrðin um að ákvæðin eigi við hvíli á FME. Kærendur mótmæla þeim skilningi FME á beiðninni að hún falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Kærendur telja ljóst að gögnin varði ekki saksókn og heyri ekki undir rannsókn sakamáls, enda fari slík rannsókn fram hjá sérstökum saksóknara eða öðrum ákæruembættum. Kærendur eru ósammála því að ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 standi því í vegi að FME sé heimilt að veita upplýsingar um hvaða mál séu eða hafi verið til rannsóknar hjá stofnuninni og hvaða mál hafi verið kærð eða vísað til lögregluyfirvalda. Í fyrsta lagi sé ákvæðið almennt ákvæði um þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga en jafnvel þó svo væri ekki kveði 5. mgr. 13. gr. á um að þagnarskyldan gildi ekki um eftirlitsskylda aðila í slitameðferð. Skilyrði ákvæðisins um að upplýsingar séu veittar við rekstur einkamála sé uppfyllt í tilfelli kærenda þar sem óumdeilt sé að mál séu rekin á hendur þeim fyrir dómstólum. Kærendur hafna því að 9. gr. upplýsingalaga geti komið í veg fyrir aðgang þeirra að umbeðnum gögnum þar sem Landsbanki hafi enga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni af því að þau fari leynt. Loks byggja kærendur á því að umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis og fjölmiðla um gögnin leiði til þess að þau séu þegar opinber. Hafi yfirleitt ríkt þagnarskylda um einhver þeirra geri hún það augljóslega ekki lengur, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands frá 30. janúar 2014 í máli nr. 809/2013. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 4. maí 2015 var FME kynnt kæran og veittur kostur á að senda úrskurðarnefnd um upplýsingamál umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að í trúnaði. Umsögn FME barst þann 19. maí 2015. Þar segir í upphafi að afgreiðsla stofnunarinnar, dags. 31. mars 2015, hafi eingöngu lotið að mögulegum kærum til annarra lögregluyfirvalda en sérstaks saksóknara í 7. tl. og að vinnugögnum og minnisblöðum í 9. tl. að svo miklu leyti sem þau gögn varði mögulegar kærur til lögregluyfirvalda. Ekki fylgdu afrit þeirra gagna sem kæra lýtur að en í umsögn kemur fram að þar sem FME hafi ekki tekið afstöðu til gagnabeiðni kærenda séu engin gögn undir í málinu sem hægt sé að afhenda.</p><p>FME krefst þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísi kærunni frá þar sem upplýsingalög gildi ekki um rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 140/2012. Kærur FME til lögregluyfirvalda og gögn sem tengist þeim falli undir ákvæðið í þeim tilfellum þar sem FME sé með lögum falin rannsókn sakamála. Um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga nr. 88/2008 um rannsókn sakamála. Í 52. gr. laganna komi fram að rannsókn sakamála sé í höndum lögreglu nema öðruvísi sé mælt fyrir í lögum. Það eigi til dæmis við um brot á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 1. mgr. 112. gr. c. Kæra FME geti borist til lögregluyfirvalda á hvaða stigi rannsóknar sem er. Gert sé ráð fyrir að FME fari með frumrannsókn sakamála og sé lögð sú skylda á stofnunina að vísa málum til lögregluyfirvalda ef meint brot sé meiri háttar, skv. 112. gr. d. laga nr. 161/2002, sbr. einnig 12. gr. laga nr. 87/1998. Að öðrum kosti sé því lokið með stjórnvaldsákvörðun FME. Í 3. mgr. 112. gr. c. laga nr. 161/2002 sé kveðið á um að með kæru FME skuli fylgja afrit þeirra gagna sem grunur um brot er studdur við. Þá gildi ákvæði IV.-VII. kafla stjórnsýslulaga ekki um ákvörðun FME að kæra brot til lögreglu. Upplýsingaréttur almennings geti vart falið í sér víðtækari rétt til aðgangs að gögnum en felst í upplýsingarétti aðila máls, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga. </p><p>Umsögn FME var kynnt kærendum með bréfi dags. 19. maí 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar. Í athugasemdum kærenda, dags. 2. júní 2015, er lögð áhersla á þá afmörkun gagnabeiðninnar sem fram kom í kæru. Í hinni kærðu ákvörðun komi fram að beiðnin geti beinst að þeim gögnum sem talist geta til málsgagna við rannsókn sakamála. Hins vegar hafi verið átt við hvers konar rannsóknir sem FME framkvæmdi á Landsbankanum á tímabilinu. Kærendur telja ályktun FME ekki rétta og beri því að vísa ákvörðun varðandi tölulið 9 aftur til stofnunarinnar til nýrrar ákvörðunar og heimila kærendum aðgang að umræddum gögnum. Að öðru leyti er vísað til röksemda í kæru.</p><p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. Þá hefur meðferð málsins tafist vegna anna í störfum úrskurðarnefndarinnar.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Í máli þessu er deilt um rétt kærenda til aðgangs að gögnum í vörslum FME í tveimur liðum sem voru orðaðir með eftirfarandi hætti í upphaflegri gagnabeiðni kærenda dags. 5. apríl 2013:</p><blockquote><p>7. Afrit af öllum kærum, stjórnvaldssektum, ákvörðunum FME og sáttum sem varða Landsbanka.</p><p>9. Afrit af öllum gögnum varðandi rannsóknir FME á Landsbanka, þar með talið vinnuskjölum, minnisblöðum og niðurstöðum FME.</p></blockquote><p>Af hálfu FME hefur komið fram að með hinni kærðu ákvörðun hafi beiðni kærenda um framangreind gögn verið afgreidd að hluta, þ.e. að svo miklu leyti sem 7. tl. nær til mögulegra kæra til annarra lögregluyfirvalda en sérstaks saksóknara og 9. tl. til vinnugagna og minnisblaða sem varða mögulegar kærur til lögregluyfirvalda. Þá hafi beiðni kærenda eftir töluliðunum verið afgreidd í samræmi við nánari afmörkun kærenda, dags. 27. maí 2013, þannig að þeir nái til eftirfarandi stafliða:</p><blockquote><p>c) Athuganir FME á hugsanlegum brotum í starfsemi og rekstri Landsbanka Íslands hf.</p><p>n) Markaðsmisnotkun og/eða möguleg markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands hf.</p><p>p) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn ákvæðum hlutafélagalaga</p><p>q) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki</p><p>r) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti</p><p>s) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn ákvæðum laga um ársreikninga</p><p>t) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn lögum um bókhald</p><p>u) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingasjóði</p><p>y) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn reglum sem varðað geta hvers konar stjórnvaldssektum og/eða refsingum</p><p>ee) Brot og/eða meint brot Landsbanka Íslands hf. gegn reglum um stórar áhættur (stórar áhættuskuldbindingar) sbr. 30. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki</p></blockquote><p>Þessi afmörkun FME hefur ekki sætt andmælum af hálfu kærenda, utan að þeir telja FME ekki hafa sinnt beiðni sinni um afrit af öllum gögnum um rannsóknir stofnunarinnar á Landsbankanum á tímabilinu júlí 2007 til og með mars 2008. Með orðinu „rannsóknir“ í 9. tölulið beiðninnar hafi ekki eingöngu verið átt við rannsóknir sakamála heldur hvers konar rannsóknir sem stofnunin framkvæmdi á tímabilinu. </p><p>Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-531/2014. </p><p>Fjármálaeftirlitið er stjórnvald sem fylgist með starfsemi eftirlitsskyldra aðila, sbr. 2. gr. laga nr. 87/1998, og athugar rekstur þeirra svo oft sem þurfa þykir, sbr. 1. mgr. 9. gr. laganna. Eðli málsins samkvæmt fara dag hvern fram ýmsar athuganir og kannanir af hálfu FME á starfsemi eftirlitsskyldra aðila, þar á meðal á Landsbankanum á tímabilinu júlí 2007 til mars 2008, án þess að þær geti beinlínis talist til rannsókna sakamála. Ekki er að finna skilgreiningu á hugtakinu „rannsókn“ í löggjöf sem unnt er að styðjast við og af gagnabeiðni kærenda, sbr. einnig afmörkun hennar dags. 27. maí 2013, verður ráðið að hugtakið sé notað í afar víðtækri merkingu. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppfyllir beiðni kærenda um afrit allra gagna varðandi aðrar rannsóknir FME á Landsbanka en sakamálarannsóknir á tilteknu tímabili, sbr. 9. tl. beiðni þeirra, ekki skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efni máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að FME sé mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekin mál án verulegrar fyrirhafnar. Verður kæru vísað frá að því er þennan hlut málsins varðar.</p><h3>2.</h3><p>Eftir stendur að skera úr um rétt kærenda til aðgangs að gögnum undir töluliðum 7 og 9 að því leyti sem þeir varða mögulegar kærur FME til lögregluyfirvalda. </p><p>Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: </p><blockquote><p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p></blockquote><p><br> Í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum, segir:</p><blockquote><p><br> „Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.“</p></blockquote><p><br> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hefur orðasambandið „óviðkomandi aðilum“ verið skýrt með þeim hætti að átt sé við aðila sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að FME miðli upplýsingum til. Ljóst er að kærendur teljast til óviðkomandi aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en hins vegar er deilt um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laganna eigi við í málinu.</p><p>Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr., þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram. Það er skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að upplýst sé um atriði, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, við rekstur einkamála. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að skýra þennan áskilnað svo að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, verður ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. Ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ber að skýra með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga og getur í þessu samhengi engu breytt þó kærendur hyggist leggja gögnin fyrir dóm í einkamálum sem þeir eru aðilar að. Öndverð skýring myndi leiða til þess að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri fyrir borð borin, þar sem almenningi væri í lófa lagið að krefjast aðgangs að gögnum sem þagnarskylda ákvæðisins ríkir um í þeim yfirlýsta tilgangi að leggja þau fyrir dóm í einkamáli. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að eins og á stendur þurfi að meta hvort umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, án tillits til þeirrar heimildar sem 5. mgr. ákvæðisins mælir fyrir um.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun um beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir nefndina. Af ákvæðum 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. laganna leiðir að upplýsingaréttur tekur til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tiltekinna mála. Þá geta upplýsingar um hvort tiltekið mál, er snertir ákveðna einstaklinga, sé eða hafi verið til meðferðar hjá stjórnvaldi fallið undir 9. gr. upplýsingalaga, til að mynda þegar málið varðar viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra. Upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður eða ákærður fyrir refsiverðan verknað teljast tvímælalaust til viðkvæmra persónuupplýsinga, sbr. t.d. b.-lið 8. tl. 2. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. </p><p>Af efnisreglu 9. gr. upplýsingalaga og þeim sjónarmiðum sem ákvæðið byggir á leiðir samkvæmt framangreindu að FME er ekki heimilt að veita almenningi upplýsingar um hvort tiltekin háttsemi hafi veitt stofnuninni tilefni til að kæra eða vísa máli til lögregluyfirvalda. Sama niðurstaða leiðir af þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Verður því staðfest ákvörðun FME um að taka ekki afstöðu til beiðni kærenda um aðgang að gögnum undir töluliðum 7 og 9 í beiðni þeirra að því leyti sem þeir varða mögulegar kærur til lögregluyfirvalda. Er þessum hluta kærumálsins því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál og málinu því í heild sinni, sbr. niðurstöðu í lok 1. tl. hér að framan.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að ekki hafi verið sýnt fram á að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum, eða eftirfarandi fréttaflutningi fjölmiðla, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu FME á grundvelli laga nr. 87/1998 eða 9. gr. upplýsingalaga fallið niður.</p><p>Það athugast að umsögn FME fylgdi ekki afrit umbeðinna gagna sem nefndin óskaði eftir á grundvelli 2. málsl. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í skýringum stofnunarinnar segir að þar sem ekki hafi verið tekin afstaða til beiðni kærenda um aðgang að gögnum séu engin gögn undir í málinu sem hægt sé að afhenda. Í þessu samhengi áréttast að skylda stjórnvalda til að afhenda úrskurðarnefndinni afrit er óháð mati þeirra á efni gagnanna. Í hinni kærðu ákvörðun var ekki tekin afstaða til beiðninnar á þeirri forsendu að stofnuninni væri óheimilt að veita upplýsingar um hvort umbeðin gögn væru til eða ekki. Sömu sjónarmið gilda ekki um afhendingu afrita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, heldur ber að láta nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæra lýtur að og eru fyrirliggjandi. Með hliðsjón af úrslitum málsins að öðru leyti þótti hins vegar ekki tilefni til að ítreka ósk úrskurðarnefndarinnar um afrit umbeðinna gagna.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru Brit Insurance Ltd., QBE Insurance (Europe) Ltd., Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., Allianz Global Corporate & Specialty AG, Novae Syndicate 2007, Dan Re Syndicate 1400 og QBE Syndicate 1886, dags. 30. apríl 2015, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p><br></p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
629/2016. Úrskurður frá 29. júlí 2016 | Kærð var synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um afrit af gögnum. Kæru var vísað frá úrskurðarnefndinni hvað varðar gögn í vörslum Isavia sem urðu til fyrir gildistöku upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 35. gr. laganna. Þá var kæru vísað frá hvað varðar umbeðin gögn sem urðu til eftir 1. janúar 2013 með vísan til þess að gögnin væru ekki fyrirliggjandi sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. | <h3>Úrskurður</h3><p>Hinn 29. júlí 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 629/2016 í máli ÚNU 14060003. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 17. júní 2014 kærði A synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda dags. 26. maí 2014 um afrit allra skjala sem varði greiðslur af viðskiptakorti Isavia fyrir utanlandsferðir stjórnar og framkvæmdstjórnar Isavia, þar með talinna endurrita af viðskiptayfirliti Icelandair á árunum 2010-2014 og upplýsingar um ferðir stjórnenda Isavia á sama tímabili, t.d. hverjir hafi farið í tilteknar ferðir sem taldar væru fram á viðskiptayfirliti Icelandair og snerti stjórn eða stjórnendur Isavia, hvenær þær ferðir sem viðskiptayfirlitið nær til voru farnar, hvert, hver áfangastaðurinn var og hvenær viðkomandi sneri aftur til landsins. </p><p>Isavia synjaði beiðni kæranda þann 28. maí 2014. Í rökstuðningi Isavia fyrir synjun á beiðni kæranda er vísað til þess að upplýsingalög nr. 140/2012 veiti, hvað Isavia varði, einungis aðgang að gögnum í vörslum félagsins sem orðið hafi til eftir 1. júlí 2012, auk þess sem upplýsingar um greiðslur af viðskiptakorti varði fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Isavia og séu upplýsingarnar því undanþegnar upplýsingarétti skv. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá séu samantekin gögn um ferðir einstakra starfsmanna eða stjórnarmanna félagsins ekki fyrirliggjandi hjá Isavia. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 5. október 2015 var kæra kæranda kynnt Isavia og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði afhent afrit umbeðinna gagna í trúnaði.</p><p>Í umsögn Isavia dags. 12. október er vísað til fyrri rökstuðnings og tekið fram að upplýsingalög veiti einungis aðgang að gögnum í vörslum Isavia sem orðið hafi til eftir 1. júlí 2013. Í umsögninni er áréttað að félagið hafi hvorki tekið saman skjöl eða skjal um utanlandsferðir stjórnar og framkvæmdastjórnar félagsins né greiðslur af viðskiptakorti fyrir slíkar ferðir. Þá hafi heldur ekki verið tekin saman skjöl eða skjal um það hverjir hafi farið hvert og hvenær. Tekið er fram að Isavia sé ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi sem ekki hafi þegar verið tekin saman, sbr. t.d. A-459/2012. </p><p>Með erindi dags. 19. október 2015 var umsögn Isavia kynnt kæranda og veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust. </p><p>Með erindi dags. 14. júní 2016 óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari skýringum á því hvort sá rökstuðningur Isavia að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi ætti einnig við um viðskiptayfirlit Icelandair. Svar Isavia barst úrskurðarnefndinni með tölvupósti dags. 23. júní 2016. Þar kemur fram að ekki sé til að dreifa viðskiptayfirliti vegna viðskipta við Icelandair um farmiðakaup, hvorki vegna stjórnenda né annarra starfsmanna félagsins og ekki hafi verið tekin saman sérstök gögn um þessi kaup.</p><p>Meðferð málsins hefur dregist óhæfilega af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna mistaka við skráningu kæru. Biðst nefndin velvirðingar á því.</p><h3>Niðurstaða </h3><h3>1.</h3><p>Með 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 var gildissvið upplýsingalaga víkkað á þann hátt að lögin tækju til allrar starfsemi lögaðila sem væru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Samkvæmt 3. mgr. 35. gr. laganna gilda ákvæði þeirra aðeins um þau gögn og upplýsingar í vörslu lögaðila skv. 2. mgr. 2. gr. sem urðu til eftir gildistöku laganna, nema þegar viðkomandi lögaðila hafi verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun. Af ákvæði 3. mgr. 35. gr. leiðir að í máli þessu nær réttur kæranda til aðgangs að gögnum í vörslum Isavia aðeins til þeirra gagna sem til urðu eftir að lög nr. 140/2012 tóku gildi, þ.e. frá og með 1. janúar 2013. Verður því að vísa kæru frá úrskurðarnefndinni hvað varðar þann hluta gagnabeiðninnar sem snýr að gögnum sem urðu til fyrir 1. janúar 2013. </p><h3>2. </h3><p>Í málinu reynir á rétt kæranda til upplýsinga á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings en samkvæmt ákvæðinu er skylt að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en upplýsingalög skylda ekki þá sem undir lögin heyra til að útbúa ný skjöl eða gögn í ríkara mæli en leiðir af 3. mgr. 5. gr. laganna. Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. </p><p>Í umsögn Isavia um kæruna er tekið fram að ekki séu fyrirliggjandi gögn um utanlandsferðir æðstu stjórnenda eða greiðslur af viðskiptakorti fyrir slíkar ferðir. Þá hafi ekki verið tekin saman gögn um ferðir einstakra starfsmanna eða stjórnarmanna félagsins. Isavia hefur auk þess upplýst að viðskiptayfirlit vegna viðskipta við Icelandair sé ekki fyrirliggjandi hjá félaginu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þær staðhæfingar Isavia. Með vísan til þessa liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Því verður að vísa frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru vegna synjunar á afhendingu afrita af öllum skjölum sem varða greiðslur af viðskiptakorti Isavia fyrir utanlandsferðir stjórnar og framkvæmdstjórnar Isavia, þar með talinna endurrita af viðskiptayfirliti Icelandair og upplýsingar um ferðir stjórnenda Isavia. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 17. júní 2014, á hendur Isavia ohf. </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
630/2016. Úrskurður frá 29. júlí 2016 | Í málinu var deilt um afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni um skýrslu um eineltisásakanir á hendur kæranda og tölvupóstsamskiptum sem tengdust málinu. Kærandi hafði fengið aðgang að hluta umbeðinna upplýsinga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti synjun Reykjavíkurborgar á afhendingu skýrslunnar án útstrikana með vísan til þess að hagsmunir skýrslugjafa af því að ekki væri heimilaður aðgangur að umræddum hluta skýrslunnar vægju þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að honum sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hins vegar ætti kærandi rétt til aðgangs að tölvupóstsamskiptum er tengdust kvörtun um einelti án útstrikana með vísan til 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og þess að kærandi væri aðili að tölvusamskiptunum. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 29. júlí 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 630/2016 í máli ÚNU 15010006. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 19. janúar 2015, barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra A vegna ákvörðunar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Í kvörtuninni kemur fram að óskað sé eftir afhendingu allra gagna sem varða eineltisásakanir á hendur kæranda og vísar kærandi til upptalningar gagna í ákvörðun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar frá 19. desember 2014. </p><p>Með ákvörðun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar var kæranda veittur aðgangur að gögnum á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 með þeim rökum að kærandi hefði hagsmuni af þeim upplýsingum sem fram kæmu í gögnunum. Var kæranda þar með veittur aðgangur að skýrslu vegna kvörtunar um einelti í skóla B, dags. 26. september 2014, en með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 var strikað yfir atriði þar sem þóttu koma fram mjög viðkvæmar upplýsingar um meintan þolanda, vitni, samstarfsmenn og nemendur. Auk skýrslunnar var veittur aðgangur að gögnum er tengjast samskiptum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og skóla B við kæranda er málinu tengjast. Með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 var einnig strikað yfir atriði þar sem fram þóttu koma mjög viðkvæmar persónuupplýsingar varðandi þann einstakling sem lagði fram kvörtun um einelti, samstarfsmenn og nemendur.</p><p>Í ákvörðun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir orðrétt:</p><blockquote><p>„Í skýrslunni er að finna viðkvæmar persónulegar upplýsingar. [...] Það er mat skóla- og frístundasviðs að hluti umræddrar skýrslu þar sem rakin er frásögn meints þolanda komi fram upplýsingar sem teljast mjög viðkvæmar. Jafnframt hafa verið afmáðar úr gögnunum umfjöllun um viðkvæmar persónulegar upplýsingar sem geta varðað lýsingar starfsmanna á samskiptum, persónulegri reynslu og tilfinningum fólks eða umfjöllun um einstaklinga sem eru umbjóðanda yðar óviðkomandi. Jafnframt er það mat skóla- og frístundasviðs að hagsmunir þeirra einstaklinga sem um ræðir af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum hluta skýrslunnar vegi þyngra en hagsmunir umbjóðanda yðar af því að fá aðgang að honum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.“</p></blockquote><p>Í kæru kemur fram að málið snerti orðstír kæranda, frama í starfi, starfsmöguleika og þá virðingu sem kærandi njóti sem kennari. Kæranda sé nauðsyn að geta hreinsað sig af ásökunum um einelti. Af þessum sökum verði að telja að hagsmunir kæranda af því að fá afrit frekari gagna en veitt hafi verið séu svo mikilsverðir að aðrir hagsmunir, s.s. vegna einkamálefna annarra, verði að víkja fyrir þeim. Kærandi geri því kröfu um að honum verði veittur aðgangur að öllum gögnum málsins án þess að yfir þau hafi verið strikað. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Kæran var send til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 20. janúar 2015 og frestur veittur til 5. febrúar 2015 til þess að koma á framfæri umsögn um kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni í samræmi við 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þann 2. febrúar og aftur þann 12. febrúar fór skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar þess á leit við úrskurðarnefndina að veittur yrði frekari frestur til til að veita umsögn um málið. Umsögn Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni þann 25. febrúar 2015. Varðandi þau gögn sem synjað var um aðgang að segir orðrétt:</p><p>„Takmarkaður var aðgangur að inngangi <i>Skýrslunnar</i> þar sem fram koma nöfn einstaklinga sem Líf og sál átti viðtal við og sem taldir voru geta varpað ljósi á málsatvik og aðstæður. [...] Í sérdeild skóla B þar sem bæði meintur þolandi og meintur gerandi starfa eru 5 kennarar, tveir þroskaþjálfar og 2 stuðningsfulltrúar. Um er að ræða fámennan hóp sem starfar náið saman að kennslu og stuðningi við nemendur með sérþarfir. [...] Ljóst er að upplýsingar um viðmælendur hefðu mjög slæm áhrif á starfsandann bæði í sérdeildinni og í skólanum. Gera má ráð fyrir að þeir starfsmenn hefðu ekki tjáð sig hefðu þeir vitað að afhenda ætti upplýsingar um nöfn þeirra eða það sem fram kom í umsögn þeirra. Það er mat skóla- og frístundasviðs að hagsmunir þeirra einstaklinga sem um ræðir af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum hluta skýrslunnar vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að honum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.“ Mati sínu til stuðnings vísaði skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar meðal annars til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-466/2012 og A-421/2012.</p><p>Um aðgang að frásögn meints þolanda í umræddri skýrslu vísaði skóla- og frístundasvið einnig til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 með þeim rökum að í frásögn hans komi fram viðkvæmar upplýsingar er varða tilfinningar og persónulega upplifun hans af samskiptum við meintan geranda. Um aðgang að „Samantekt frásagna samstarfsfólks“ í skýrslu Lífs og sálar ehf. er vísað til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 með sömu rökum og að framan greinir um inngang skýrslunnar. </p><p>Fram kemur að veittur hafi verið aðgangur að tölvuskeyti, dags 22. maí 2011 með þeirri takmörkun að strikað hefði verið yfir persónulegt atriði starfsmanns skóla- og frístundasviðs sem væri málinu og kæranda óviðkomandi. Væri það mat skóla- og frístundasviðs að hagsmunir einstaklingsins sem um ræðir af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum hluta skýrslunnar vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að honum, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. </p><p>Með bréfi, dagsettu 2. mars 2015, var kæranda sent afrit umsagnar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina frekari athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnarinnar, til 16. mars.</p><p>Þann 19. mars 2015 bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir kæranda, dags. 16. mars. Upplýsti kærandi að tilgangur gagnaöflunar sinnar væri hugsanleg málshöfðun kæranda á hendur Reykjavíkurborg vegna ásakana um einelti. Því væri um brýna persónulega og fjárhagslega hagsmuni kæranda að ræða.</p><p>Þann 14. júní 2016 ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til þeirra sem nafngreindir eru í inngangi skýrslunnar og skýrsluhöfundar ræddu við eða byggðu á gögnum frá, og óskaði eftir afstöðu þeirra til þess að kæranda yrði veittur aðgangur að þeim hlutum skýrslunnar sem afmáðir höfðu verið. Af þeim sjö einstaklingum sem nefndin sendi slíkt bréf svöruðu fimm, tveir símleiðis og þrír með bréfi. Allir þeir sem svöruðu lögðust gegn því að kæranda yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. </p><p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar synjun Reykjavíkurborgar um að veita aðgang að hluta skýrslu sálfræðistofunnar Lífs og sálar ehf. dags. 26. september 2014 í tilefni ásakana um einelti af hálfu kæranda og hluta tölvupóstsamskipta skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og kæranda dags. 21. maí 2014. Gögnin hafa verið afhent úrskurðarnefndinni og hefur hún kynnt sér efni þeirra.</p><p>Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. sömu laga, þ.e. synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að gögnum eða afhendingu þeirra á því formi sem óskað er, borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. </p><p>Ákvörðun Reykjavíkurborgar er dagsett 19. desember 2014 og var hún kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál 19. janúar 2015, þ.e. 31 degi seinna. Þar sem 18. janúar 2015 bar upp á sunnudag lengdist fresturinn til næsta opnunardags þar á eftir, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 37/1993 og telst kæran því hafa borist úrskurðarnefndinni innan lögbundins kærufrests, sbr. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><h3>2.</h3><p>Kæranda hefur verið synjað um aðgang að tilteknum hlutum skýrslu fyrirtækisins Lífs og sálar ehf., dags. 26. september 2014. Fram hefur komið af hálfu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar að kærandi hafi fengið aðgang að forsíðu skýrslunnar, hluta inngangs, „Frásögn meints geranda A, sérkennara í skóla B“, „Samantekt máls“, „Niðurstöður kvörtunar um einelti í skóla B“ og „Tillögur“. Því hefur ekki verið mótmælt af hálfu kæranda að hún hafi fengið aðgang að þessum köflum skýrslunnar.</p><p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.</p><p>Ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, áður 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. t.d. úrskurði úrskurðarnefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008, A-294/2009 og A-466/2012.</p><p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Í henni er fjallað um samskipti kæranda við samstarfsmenn á fyrri vinnustað kæranda. Tilgangur skýrslunnar var að bregðast við ásökunum um að kærandi hefði lagt samstarfsmann sinn í einelti. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að umrætt skjal geymi upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt hans til aðgangs að skjalinu eftir ákvæðum III. kafla laganna. Kemur í því ljósi, og með vísan til röksemda Reykjavíkurborgar í málinu, næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 14. gr. geti takmarkað aðgang kæranda að skýrslunni.</p><h3>3. </h3><p>Skýrslan nefnist „Skýrsla vegna kvörtunar um einelti í skóla B“. Hún, er dagsett 26. september 2014 og er alls 31 blaðsíða að meðtalinni forsíðu. Á forsíðu hennar er tekið fram að skýrslan sé trúnaðarmál og að í henni sé að finna viðkvæmar persónurekjanlegar upplýsingar.</p><p>Þeir hlutar skýrslunnar sem kærandi hefur ekki fengið aðgang að eru;</p><p>1. Inngangur, bls. 1 að hluta til (kærandi fékk ekki aðgang að upptalningu yfir þá sem skýrsluhöfundar ræddu við).</p><p>2. Frásgögn meints þolanda, bls. 2-10.</p><p>3. Samantekt frásagna samstarfsfólks, bls. 17-18 að hluta til (strikað var yfir atriði sem þóttu viðkvæm).</p><p>4. Samantekt máls, bls. 18 að hluta til (strikað var yfir nafn samstarfsmanns).</p><p>Aðgangur að gögnum verður aðeins takmarkaður á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga ef hætta er talin á því að einstaklingshagsmunir verði fyrir skaða og verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.</p><p>Í inngangi skýrslunnar á bls. 1 kemur fram að málsaðilum hafi í upphafi verið greint frá því að frásögn þeirra í viðtali við starfsmenn Lífs og sálar ehf. yrði birt í skýrslunni og að þeim yrði gefinn kostur á að lesa yfir uppkast af þeirri endursögn sem birt yrði. Þá kom fram að fullt tillit yrði tekið til athugasemda þeirra. Öðrum viðmælendum hafi verið greint frá því að ekkert yrði haft eftir þeim undir nafni nema í samráði við þá. Frásagnir þeirra væru í vörslu Lífs og sálar ehf. og yrði engum veittur aðgangur að þeim nema til kæmi dómsúrskurður. Viðmælendum var jafnframt skýrt frá því að þeim væri ekki skylt að svara spurningum starfsmanna Lífs og sálar ehf. </p><p>Þótt viðmælendunum hafi verið heitið því að við þá yrði rætt í trúnaði getur það atriði eitt út af fyrir sig ekki staðið í vegi fyrir að aðrir fái aðgang að skýrslunni samkvæmt upplýsingalögum. Við mat á því, hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, getur það hins vegar haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-28/1997, A-443/2012 og A-458/2012.</p><p>Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir jafnframt um 3. mgr. 14. gr.: „Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.“ Í málinu liggur fyrir að fimm einstaklingar af þeim sjö sem nafngreindir eru í inngangi skýrslunnar og sem skýrsluhöfundar ræddu við eða byggðu á gögnum frá, leggjast gegn því að kærandi fái aðgang að þeim upplýsingum sem afmáðar voru úr skýrslunni. </p><p>Kærandi hefur þegar fengið aðgang að inngangi á bls. 1 í skýrslunni og forsíðu hennar að því undanskildu að nöfn skýrslugjafa hafa verið afmáð. Það mál sem hér um ræðir varðar ásakanir um einelti. Umbeðin skýrsla inniheldur afar viðkvæmar upplýsingar og varðar persónulegar upplifanir og tilfinningar fólks. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur eðlilegt með hliðsjón af einkahagsmunum þeirra aðila sem hafa tjáð sig um eineltisásakanir kæranda á hendur öðrum starfsmönnum vinnustaðarins að nöfn þeirra séu ekki aðgengileg kæranda, sbr. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-466/2012. Er því staðfest synjun Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um aðgang að inngangi skýrslunnar án útstrikana.</p><h3>4.</h3><p>Í skýrslunni eru raktar frásagnir meints þolanda á bls. 2-10 og síðan kæranda sjálfs, meints geranda, á bls. 10-17. Í lok skýrslunnar er síðan að finna samantekt frásagna samstarfsfólks á bls. 17-18, samantekt máls og niðurstöður á bls. 18-29. Á blaðsíðu 30 eru settar fram tillögur til úrbóta. Kæranda hafa þegar verið afhentir þeir kaflar skýrslunnar sem bera heitin „Frásögn meints geranda A, sérkennara í skóla B“, „Samantekt máls“, „Niðurstöður kvörtunar um einelti í skóla B“ og „Tillögur“ og tekur úrskurðarnefndin því ekki afstöðu til afhendingar þessara kafla skýrslunnar.</p><p>Að öðru leyti koma fram í skýrslunni á bls. 2-10 og 17-18, ítarlegar lýsingar meints þolanda og einstakra samstarfsmanna kæranda á persónulegri upplifun þeirra af samskiptum við kæranda sem verða að teljast mjög viðkvæmar. Kærandi hefur án vafa hagsmuni af því að kynna sér þær upplýsingar sem með þessum hætti var aflað og lúta m.a. að honum. Eins og atvikum er háttað í máli þessu er það hins vegar mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir þeirra einstöku starfsmanna sem um ræðir af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum hluta skýrslunnar vegi, eins og sakir standa, þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að honum, sbr. ákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því að staðfesta synjun Reykjavíkurborgar á því að veita kæranda aðgang að þessum hluta skýrslunnar. </p><h3>5.</h3><p>Mál þetta lýtur í öðru lagi að samskiptum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og skóla B við kæranda er tengjast málinu. Í umsögn Reykjavíkurborgar dags. 25. febrúar 2015 kemur fram að skóla- og frístundasvið hafi með bréfi sama dags veitt aðgang án takmarkana að tölvuskeytum dags 22. nóvember 2012, 16. janúar 2013 og 13. febrúar 2013. Hins vegar liggur ekki fyrir að veittur hafi verið aðgangur án útstrikana að tölvuskeyti dags. 21. maí 2014 þar sem strikað hefur verið yfir upplýsingar sem tengjast tilteknum starfsmanni. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að kærandi er aðili að tölvusamskiptunum, þ.e. viðtakandi þess tölvupósts sem ákveðið var að afmá upplýsingar úr. Í athugasemdum við ákvæði 14. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum segir um 3. mgr. að aðgangur að gögnum verði því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verði ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Enda þó fallast megi á með skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að upplýsingarnar sem máðar voru í tölvuskeytinu myndu almennt falla undir einkamálefni annarra en kæranda þykja í ljósi framangreinds ekki vera til staðar hagsmunir sem mæla með því að þeim verði haldið leyndum sem vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Staðfest er synjun Reykjavíkurborgar, dags. 19. desember 2014 á beiðni kæranda um aðgang að skýrslu Lífs og sálar ehf., dags. 26. september 2014.</p><p>Reykjavíkurborg ber að veita kæranda aðgang að tölvupóstsamskiptum kæranda, skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og skóla B er tengjast kvörtun um einelti án útstrikana. </p><p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson<br></p><p></p> |
632/2016. Úrskurður frá 29. júlí 2016 | Kærð var synjun Þingeyjarsveitar á afhendingu starfslokasamnings við fráfarandi skólastjóra. Leyst var úr málinu á grundvelli eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 sbr. 4. mgr. 35. gr. laga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að samkvæmt skýrri og fastmótaðri framkvæmd eldri upplýsingalaga hefðu 3. og 5. gr. laganna verið skýrðar svo að veita skuli aðgang að upplýsingum um föst launakjör opinberra starfsmanna, ráðningarsamningum og öðrum samningum sem geymdu upplýsingar um fastar greiðslur. Var það niðurstaða nefndarinnar að Þingeyjarskóla hafi verið óheimilt að synja kæranda um afhendingu starfslokasamningsins. | <h3>Úrskurður</h3><p>Hinn 29. júlí 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 632/2016 í máli nr. ÚNU 15060002.</p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 10. júní 2015 kærði A synjun Þingeyjarsveitar á aðgangi að starfslokasamningi sveitarfélagsins og B fráfarandi skólastjóra Þingeyjarskóla dags. 25. febrúar 2015.</p><p>Upplýsingabeiðni kæranda til Þingeyjarsveitar, sem er ódagsett, var svarað af hálfu lögmanns sveitarfélagsins með bréfi dags. 29. maí 2015. Í bréfinu kemur fram að ekki sé unnt að verða við upplýsingabeiðninni þar sem starfslokasamningurinn varði bæði einka- og fjárhagsmálefni fráfarandi skólastjóra sem sveitarfélaginu sé ekki heimilt að veita aðgang að án samþykkis hennar. Í því sambandi er vísað til ákvæðis 5. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.</p><p>Í kæru málsins kemur fram að sveitarfélagið hafi í desember 2014 sameinað tvær starfsstöðvar Þingeyjarskóla og auglýst eftir nýjum skólastjóra í kjölfarið og gert starfslokasamning við fráfarandi skólastjóra. Starfslokasamningur sé einstaklingsbundinn samningur sem fjalli um föst kjör fráfarandi skólastjóra í ákveðinn tíma. Þau laun séu greidd með opinberum fjármunum og hafi almennir skattgreiðendur augljósa hagsmuni af aðgangi að umræddum gögnum. Fram kemur að kærandi telji óeðlilegt að stjórnvald geti ráðstafað almennum fjármunum að geðþótta. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 16. júní 2015, var Þingeyjarsveit kynnt kæran og veittur frestur til 1. júlí til að koma að umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn sveitarfélagsins barst þann dag ásamt afriti af umbeðnum gögnum.</p><p>Í umsögn Þingeyjarsveitar kemur fram að sveitarfélagið óski þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun sveitarfélagsins um synjun afhendingar starfslokasamningsins. Fyrir liggi að fráfarandi skólastjóri sé ekki samþykk afhendingu hans. Einkahagsmunir fráfarandi skólastjóra um að halda efni samningsins leyndu séu ríkari en hagsmunir kæranda af aðgangi. </p><p>Sveitarfélagið vísar til ákvæðis 5. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 og tiltekur að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi fallist á afhendingu ráðningasamninga og starfslokasamninga ef í þeim komi fram upplýsingar um föst kjör starfsmanna. Af því leiði að ef aðrar upplýsingar en föst kjör starfsmanna komi fram í samningi, s.s. launafjárhæðir eða greiðslur vegna sérstakra ástæðna, skuli slíkir samningar vera undanþegnir afhendingu. Í því sambandi er vísað til úrskurðar nefndarinnar í máli nr. 393/2011 frá 14. desember 2011.</p><p>Umsögn Þingeyjarsveitar var kynnt kæranda og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum til 22. júlí 2015. Frekari athugasemdir bárust ekki. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar beiðni um afhendingu á starfslokasamningi sem gerður var af Þingeyjarsveit við fráfarandi skólastjóra Þingeyjarskóla 25. febrúar 2015. Samningurinn, sem er í ellefu liðum auk formála, kveður á um réttindi og skyldur aðila tímabilið 20. janúar 2015 til og með 31. júlí 2016. </p><p>Í 4. mgr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 haldi gildi sínu til 1. janúar 2016 gagnvart sveitarfélögum með íbúa undir 1.000 við gildistöku laganna. Lögin tóku gildi 1. janúar 2013 og var Þingeyarsveit þá og er enn með færri en 1.000 íbúa. Kæra málsins barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál fyrir 1. janúar 2016 og verður leyst úr málinu á grundvelli eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.</p><h3>2.</h3><p>Í 1. mgr. 3. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að stjórnvöldum sé „skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Í 5. gr. þeirra laga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. </p><p>Eðli máls samkvæmt teljast upplýsingar um launakjör fyrrverandi skólastjóra Þingeyjarskóla til upplýsinga um fjárhagsmálefni hennar. Í því felst þó ekki sjálfkrafa að rétt sé á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga að halda þeim leyndum. Samkvæmt skýrri og fastmótaðri framkvæmd eldri upplýsingalaga, sem á sér m.a. stoð í athugasemdum sem fylgdu 5. gr. frumvarpsins að lögunum, hafa 3. og 5. gr. laganna verið skýrðar svo að sé óskað aðgangs að gögnum um laun opinberra starfsmanna skuli veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem nái til fastra launakjara þeirra, þ.á m. ráðningarsamningum og öðrum ákvörðunum og samningum sem kunni að liggja fyrir um föst laun þeirra. Rétturinn til aðgangs nær þannig til gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Hins vegar er vegna ákvæðis 1. málsliðar 5. gr. laganna óheimilt að veita aðgang að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns hvort sem þau eru hærri en föst laun hans, t.d. sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri af einhverjum ástæðum, t.d. vegna launafrádráttar af sérstökum ástæðum. Má um framangreindar skýringar t.d. vísa til úrskurðar nefndarinnar í máli nr. A-303/2009 er laut m.a. að afhendingu starfslokasamnings við fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins auk úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-393/2011, A-277/2008, A-214/2005 o.fl. svo og álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5103/2007.</p><h3>3.</h3><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umrædds samnings. Lýtur efni hans að því hvernig starfslokum skuli háttað, hverjar vinnuskyldur fyrrverandi skólastjóra skuli vera á tímabilinu 25. febrúar 2015 til og með 31. júlí 2016 ásamt upplýsingum um fyrirkomulag fastra launagreiðslna. Því er um að ræða upplýsingar sem almenningur á rétt til aðgangs að samkvæmt því sem rakið var hér að framan.</p><p>Í ljósi framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Þingeyjarskóla hafi verið óheimilt að synja kæranda um afhendingu starfslokasamnings við fyrrum skólastjóra Þingeyjarskóla.</p><h3>Úrskurðarorð</h3><p>Þingeyjarsveit ber að afhenda kæranda, A, starfslokasamning sem gerður var af Þingeyjarsveit við B fráfarandi skólastjóra Þingeyjarskóla 25. febrúar 2015.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> |
633/2016. Úrskurður frá 29. júlí 2016 | Deilt var um afhendingu þriggja samninga Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar við Thorsil ehf. Úrskurðarnefndin taldi samningana fjalla um umhverfismál í skilningi 3. tölul. 3. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 þar sem þeir lytu að þeirri ráðstöfun Reykjanesbæjar að leigja lóð undir kísilmálmsmiðju í bænum ásamt skyldum ráðstöfunum. Úrskurðarnefndin féllst ekki á að þær upplýsingar sem fram kæmu í samningunum vörðuðu svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Thorsil ehf. að leynd um efni samninganna gengi framar lögbundnum rétti almennings til aðgangs að upplýsingunum. Var því fallist á rétt kæranda til aðgangs að samningunum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 29. júlí 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 633/2016 í máli ÚNU 15070008. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 14. júlí 2015 kærði A synjun Reykjanesbæjar á afhendingu samninga Thorsil ehf. við Reykjaneshöfn og Reykjanesbæ. Í gagnabeiðni kæranda dags. 3. júní 2015 var óskað eftir afriti allra samninga sem bæjarfélagið hefði gert við Thorsil ehf. Í svari bæjarins dags. 30. júní 215 var beiðninni synjað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og þess að Thorsil ehf. hefði ekki samþykkt að samningarnir yrðu afhentir kæranda. Í kæru er tekið fram að gagnabeiðni kæranda styðjist við upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 17. júlí var Reykjanesbæ kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði í trúnaði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn Reykjanesbæjar, dags. 8. ágúst 2015, kemur fram að synjun á beiðni kæranda hafi byggst á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt ákvæðinu sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila nema með samþykki þess sem í hlut á. Í samningunum væru ákvæði sem væru fjárhagsleg og geymdu viðkvæmar upplýsingar um rekstur fyrirtækisins. Gæti það skaðað mjög viðskiptalega hagsmuni Thorsil að ef upplýst væri um samninga félagsins við Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn. Thorsil hafi hafnað því að heimila Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn að afhenda samningana. Með umsögn Reykjanesbæjar fylgdu eftirfarandi samningar: </p><ol><li><p>„Samningur um leyfisveitingar og gjaldtöku vegna fyrirhugaðs kísilvers Thorsils ehf. að Berghólabraut nr. 4 við Helguvíkurhöfn“ dags. 13. maí 2014. </p></li><li><p>„Lóðar- og hafnarsamningur á milli Reykjaneshafnar og Thorsil ehf“ dags. 11. apríl 2014 ásamt viðaukum A og B við samninginn. Með samningnum fylgir Viðauki I við við samninginn, dags. 28. nóvember 2014 og Viðauki III við samninginn dags. 1. júlí 2015. </p></li><li><p>„Samkomulag um skilmála fyrir lóðarleigusamning á milli Reykjanesshafnar, Reykjanesbæjar og Thorsil ehf“ dags. 21. október 2013. </p></li></ol><p>Umsögn Reykjanesbæjar var kynnt kæranda með bréfi dags. 11. ágúst 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust. </p><p>Með bréfi dags. 20. júní 2016 fór úrskurðarnefnd um upplýsingamál þess á leit við Reykjanesbæ að bærinn afhenti nefndinni „Viðauka II“ við „Lóðar- og hafnarsamning á milli Reykjaneshafnar og Thorsil ehf.“ og „Viðhengi nr. 1“ við „Samkomulag um skilmála fyrir lóðaleigusamning á milli Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Thorsil ehf.“<i> </i>auk annarra fylgiskjala sem kunna að fylgja með samningunum og ekki hafi verið afhent nefndinni. Umbeðin gögn bárust nefndinni með tölvupósti dags. 29. júní. </p><p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1. </h3><p>Mál þetta lýtur að lögmæti synjunar Reykjanesbæjar á aðgangi kæranda að þremur samningum á milli bæjarfélagsins og einkahlutafélagsins Thorsil ehf. </p><p>Í kæru er vísað til upplýsingaréttar samkvæmt lögum um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 og til upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að eins og hér stendur á verði að telja umbeðna samninga fjalla um umhverfismál í skilningi 3. tölul. 3. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 þar sem samningarnir lúta að þeirri ráðstöfun Reykjanesbæjar að leigja lóð undir kísilmálmsmiðju í bænum ásamt skyldum ráðstöfunum tengdum leyfisveitingum og gjaldtöku. Að mati úrskurðarnefndarinnar er um að ræða samninga sem hafa eða hafa líklega áhrif á umhverfisþætti sem taldir eru upp í 1. og 2. tölul. 3. gr. laganna. </p><p>Upplýsingaréttur almennings samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006 sætir takmörkunum sem kveðið er á um í 6. gr. laga nr. 23/2006. Í 1. tölul. ákvæðisins kemur fram að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum á grundvelli laganna nái ekki til gagna sem undanþegin eru aðgangi skv. 4-6. gr. upplýsingalaga. Af athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi til laga nr. 23/2006 má ráða að átt sé við upplýsingar sem undanþegnar voru upplýsingarétti á grundvelli eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 en ákvæði 6. gr. laga nr. 23/2006 hefur ekki verið breytt í því skyni að vísa til undanþáguákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012. Hins vegar verður að líta svo á að ákvæðið taki til þeirra upplýsinga sem nú eru undanskildar upplýsingarétti skv. 6.-10. gr. laga nr. 140/2012.</p><p>Reykjanesbær byggir synjun sína á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem fram kemur að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í málinu liggur fyrir að Thorsil ehf. leggst gegn afhendingu samninganna. </p><p>Við beitingu ákvæðis 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tl. 6. gr. laga nr. 23/2006, verður að hafa í huga að lögin gera ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni verði þær gerðar opinberar. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að það muni verða ef aðgangur er veittur að upplýsingunum. Ennfremur verður að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir þann lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi lögaðila af því að upplýsingunum sé haldið leyndum eða þeir hagsmunir sem meginreglu laga um upplýsingarétt um umhverfismál er ætlað að tryggja. Við mat á hagsmunum almennings skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.</p><h3>2. </h3><p>Í samningi um leyfisveitingar og gjaldtöku vegna fyrirhugaðs kísilvers Thorsils ehf. að Berghólabraut nr. 4 við Helguvíkurhöfn dags. 13. maí 2014 er kveðið á um fyrirkomulag álagningar og innheimtu gatnagerðargjalda, fasteignaskatts auk gjalda vegna skipulags og byggingarleyfis. Ná samningarnir þannig fyrst og fremst til þess hvað kemur í hlut Reykjanesbæjar úr hendi Thorsils hf. fyrir það sem bærinn lætur félaginu í té vegna hinna fyrirhuguðu framkvæmda og þá hvernig opinberum hagsmunum er ráðstafað að þessu leyti. Í 4. kafla samningsins er tekið fram að samningsaðilar skuli halda fullkominn trúnað um efni samningsins. Til þess er þó að líta að Reykjanesbær er bundinn af ákvæðum upplýsingalaga og laga um upplýsingarétt um umhverfismál og getur ekki undanskilið gögn frá ákvæðum laganna með yfirlýsingu um trúnað. </p><p>Í samkomulagi um skilmála fyrir lóðarleigusamningi á milli Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Thorsil ehf. frá 21. október 2013 sem og í lóðar- og hafnarsamningi milli Reykjaneshafnar og Thorsil ehf. dags. 11. apríl 2014 ásamt viðaukum, er kveðið á um skilmála fyrir leigu á lóð í eigu hafnarinnar til Thorsil ehf. Samkvæmt 2. gr. hafnarreglugerðar fyrir Reykjaneshöfn nr. 982/2005 er Reykjanesbær eigandi Reykjaneshafnar og er því ljóst að báðir samningarnir lúta að ráðstöfun opinberra eigna eins og fyrr er getið.</p><p>Úrskurðarnefnd hefur yfirfarið umrædda samninga og telur ekki að þær upplýsingar sem þar koma fram varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Thorsils ehf. að leynd um efni samninganna skuli ganga framar lögbundnum rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt lögum um upplýsingarétt um umhverfismál. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa samningarnir ekki geyma upplýsingar um viðskiptasambönd, viðskiptavini, kjör, álagningu eða afkomu Thorsil ehf. sem eru til þess fallnar að skaða hagsmuni félagsins verði aðgangur að þeim veittur. Er því ekki fallist á að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að samningunum vegna 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tl. 6. gr. laga nr. 23/2006. Þá er til þess að líta að lögaðilar sem óska þess að fá ráðstafað til sín opinberum gæðum að vera undir það búnir að upplýsingalög gildi um slíkar ráðstafanir. Með hliðsjón af hinum ríka upplýsingarétti almennings þegar um er að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna er því fallist á rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006 eins og nánar greinir í úrskurðarorði. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Reykjanesbæ ber að afhenda kæranda samningana „Samningur um leyfisveitingar og gjaldtöku vegna fyrirhugaðs kísilvers Thorsils ehf.“, dags. 13. maí 2014, „Samkomulag um skilmála fyrir lóðarleigusamning á milli Reykjaneshafnar, Reykjanesbæjar og Thorsil ehf.“, dags. 21. október 2013 auk viðhengis 1 við samninginn og „Lóðar- og hafnarsamning milli Reykjaneshafnar og Thorsil ehf.“ dags. 11. apríl 2014 ásamt viðaukum A og B og viðaukum nr. I, II og III við samninginn. </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
631/2016. Úrskurður frá 29. júlí 2016 | Kærð var synjun grunnskóla á aðgangi að nafnlausu bréfi foreldra barna í bekk sonar kæranda til skólans. Í bréfinu voru að því er virðist frásagnir fjögurra barna af samskiptum við son kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að hagsmunir barnanna sem haft var eftir í bréfinu, af því að upplýsingar um líðan þeirra, tilfinningar og heilsu færu leynt, væru ríkari en þeir hagsmunir sem kærendur kynnu að hafa af aðgangi að bréfinu. Var því staðfest synjun skólans á afhendingu bréfsins með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 29. júlí 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 631/2016 í máli nr. ÚNU 15040009.</p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 27. apríl 2015 kærðu A og B þá ákvörðun skóla C að synja þeim um aðgang að ódagsettu og nafnlausu bréfi foreldra barna í bekk sonar þeirra til skólans sem afhent var skólanum í nóvember 2014. </p><p>Kærendur fóru fram á aðgang að bréfinu með bréfi, dags. 19. janúar 2015, og tiltóku að þar sem bréfið varðaði son þeirra með beinum hætti ættu þau með vísan til 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og til vara 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 rétt á aðgangi að því. </p><p>Skóli C tók afstöðu til beiðni kærenda með bréfi, dags. 10. mars 2015, þar sem fram kemur að þeir sem rituðu bréfið féllust ekki á afhendingu þess þar sem bréfið væri ritað til skólans og ætti ekki erindi annað. Einhverjir foreldrar hefðu þó boðist til að hitta kærendur á fundi, þar sem kærendur gætu lesið bréfið og rætt um efni þess. Tiltekið var að ef kærendur vildu aðgang að bréfinu þyrftu þeir að fara með málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p><p>Í kæru málsins kemur fram að kærendur telji bréfið varða þau og son þeirra með beinum hætti og hafi verið sent skólanum í kjölfar atviks sem tengist þeim og syni þeirra. Skólastjóri hafi upplýst þau um bréfið í nóvember 2014 en það hafi ekki verið afhent þar sem bréfritarar veittu ekki samþykki sitt fyrir afhendingu þess. Kærendur vísa til ákvæðis 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og taka fram að synjun skólans virðist byggja á 3. mgr. þess ákvæðis. Kærendur telja að bréfið innihaldi einvörðungu upplýsingar um þau og son þeirra og vísa þar að auki til þess að bréfið sé nafnlaust. Þá geti andstaða bréfritara ein og sér ekki verið nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar. Kærendur tiltaka að verði ekki fallist á afhendingu bréfsins á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 byggi þeir einnig á 5. gr. sömu laga. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 4. maí 2015 var skóla C kynnt kæran og veittur frestur til 18. sama mánaðar til að koma að umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn skóla C barst 15. maí 2015 ásamt afriti af umbeðnu gagni.</p><p>Í umsögn skóla C kemur fram að miklir erfiðleikar hafi verið í bekk sonar kærenda og bréfritara. Skólastýra skólans hafi í kjölfar símtala við foreldra í bekknum óskað eftir bréfinu sem mál þetta varðar svo unnt væri að taka á máli bekkjarins af festu. Fram kemur að bréfið hafi borist skólanum í nóvember 2014 og sé nafnlaust og óundirritað. Í kjölfar beiðni um afhendingu hafi tilteknir foreldrar gengist við því að hafa skrifað bréfið og væru þeir mótfallnir afhendingu þess til kærenda. Er það afstaða skólans að bréfið innihaldi viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni þeirra nemenda sem vísað er til í bréfinu og hafa orðið fyrir áreitni. Í bréfinu sé áhrifum hennar lýst og upplýsingar um líðan barnanna komi fram. Hvað líðan barnanna varðar sé meðal annars fjallað um upplifun og ótta þeirra í garð sonar kærenda. Þó að engin nöfn séu tilgreind í bréfinu viti allir þeir sem að málinu koma hverjir eigi í hlut. Tekið er fram að þar sem bréfið varði samskipti ungra barna sem þurfi leiðbeiningu og stuðning sé mikilvægt að trúnaður sé tryggður. Vísað er til ákvæðis 3. mgr. 14. gr. sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sem heimildar til takmörkunar á aðgangi að bréfinu. Jafnframt er á það bent að skv. 2. mgr. 12. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 hvíli þagnarskylda á starfsfólki grunnskóla um hagi barna og foreldra þeirra sem það fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna eða eðli máls. </p><p>Umsögn skóla C var kynnt kærendum og þeim veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum til 1. júní 2015. Þær bárust 30. maí 2015 og er þar ítrekuð sú afstaða kærenda að þeir eigi rétt á aðgangi að bréfinu á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Telja kærendur að um einkahagsmuni sonar þeirra sé að ræða sem vegi þyngra en hagsmunir ónafngreindra aðila í bréfi sem sé óundirritað. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar beiðni foreldra um aðgang að ódagsettu og nafnlausu bréfi annarra foreldra barna í bekk sonar þeirra í skóla C sem afhent var skólanum í nóvember 2014. </p><p>Kærendur telja bréfið varða einkahagsmuni þeirra og sonar þeirra og vísa til ákvæðis 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í ákvæðinu er tiltekið að skylt sé, ef þess er óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Réttur til aðgangs að slíkum gögnum er meðal annars takmarkaður af 3. mgr. 14. gr., en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang. Í framkvæmd hefur ákvæði 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verið skýrt þannig að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingar varða hann sjálfan þannig að hann hafi einstaklega hagsmuni af því umfram aðra að fá aðgang að gögnunum. Foreldar geta til að mynda haft slíka hagsmuni þegar um er að ræða gögn sem innihalda upplýsingar um börn þeirra. </p><h3>2.</h3><p>Við meðferð málsins var úrskurðarnefnd um upplýsingamál afhent bréfið sem um ræðir. Það var ritað af foreldrum sem höfðu áhyggjur af málefnum í bekk barna þeirra og sonar kærenda. Í bréfinu eru frásagnir að því er virðist fjögurra barna af samskiptum sínum við son kærenda auk lýsinga á upplifun þeirra og í einhverjum tilvikum ótta gagnvart syni kærenda. Þrátt fyrir að um sé að ræða nafnlaust óundirritað bréf liggur fyrir hvaða foreldrar rituðu það. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur því að auðvelt sé að para saman lýsingu hvers barns fyrir sig og bréfritara og þar með komast að því hvaða barn á í hlut hverju sinni.</p><p>Fyrir liggur að höfundar bréfsins eru því mótfallnir að það sé afhent kærendum. Vegna þess hvernig skóli C leysti úr beiðni kærenda bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að ákvæði 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 felur í sér útfærslu á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og er stjórnvöldum til áminningar um að eðlilegt kunni að vera að leita afstöðu þess sem upplýsingar varðar, bæði af tilliti til viðkomandi aðila, en einnig í því skyni að upplýsa mál. Nefndin áréttar hins vegar að synjun um afhendingu gagna getur ekki ein og sér byggst á afstöðu þeirra aðila sem geta haft hagsmuni af afhendingu gagnanna þó að rétt geti verið og skylt að kanna afstöðu þeirra.</p><p>Sem fyrr sagði er heimilt samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að takmarka aðgang aðila að gögnum hafi þau jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Að mati úrskurðarnefndar varða þær upplýsingar sem fram koma í bréfinu nægjanlega ríka einkahagsmuni þeirra barna sem um ræðir til að heimilt sé að takmarka aðgang kærenda að bréfinu. Hagsmunir þeirra barna sem um ræðir af því að upplýsingar um líðan þeirra, tilfinningar og heilsu fari leynt eru ríkari en þeir hagsmunir sem kærendur kunna að hafa af afhendingu bréfsins. Skóla C var því heimilt að synja kærendum um aðgang að bréfinu með vísan til ákvæðis 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><h3>Úrskurðarorð</h3><p>Staðfest er ákvörðun skóla C um að synja kærendum A og B um aðgang að ódagsettu og nafnlausu bréfi foreldra barna í bekk sonar þeirra til skólans sem afhent var skólanum í nóvember 2014. </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> |
628/2016. Úrskurður frá 6. júlí 2016 | Endurmenntun Háskóla Íslands krafðist frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 622/2016 sem kveðinn var upp 7. júní 2016. Úrskurðarnefndin benti á að í úrskurðarframkvæmd nefndarinnar hefði verið lagt til grundvallar að með heimildarákvæði 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga væru fyrst og fremst höfð í huga tilvik þar sem í húfi séu tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. Úrskurðarnefndin taldi ekkert hafa komið fram í málinu sem gæti breytt mati nefndarinnar í máli því sem lauk með úrskurði nr. 622/2016. Var því kröfunni hafnað. | <p></p><p></p><h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 6. júlí 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 628/2016 í máli nr. ÚNU 16060013.</p><h3><b>Beiðni um frestun réttaráhrifa og málsatvik</b></h3><p>Með tölvubréfi, dags. 20. júní 2016, sendi A, f.h. Endurmenntunar Háskóla Íslands, kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 622/2016 sem kveðinn var upp 7. júní 2016. Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að Endurmenntun Háskóla Íslands bæri að veita B aðgang að fyrri hluta prófs í námskeiðinu Ferðaþjónusta, áhrif ferðamennsku og umhverfi, sem lagt var fyrir 11. desember 2014. Í málinu taldi úrskurðarnefndin að ekki væri lagaheimild til að undanþiggja umbeðinn prófhluta upplýsingarétti almennings og að 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga gæti ekki átt við um prófhlutann þar sem ekki stæði til að leggja hann fyrir aftur. Því væri ekki um að ræða fyrirhugað próf í skilningi ákvæðisins.</p><p>Í bréfi Endurmenntunar Háskóla Íslands kemur fram að farið sé fram á frestun réttaráhrifa í ljósi þess að verði fyrri hluti prófsins afhentur væri um að ræða það stóran hluta af viðkomandi gagnabanka að í raun mætti jafna því við afhendingu fyrirhugaðs prófs. </p><h3><b>Málsmeðferð</b></h3><p>Með bréfi, dags. 21. júní 2016, var B gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kröfuna. Í svari hennar, dags. 22. júní 2016, kemur meðal annars fram að Endurmenntun Háskóla Íslands hafi fallist á að veita fyrrum nemanda í námskeiðinu aðgang að prófinu. Þá hafi Endurmenntun Háskóla Íslands ekki fært fram nein rök í málinu sem ekki hafi legið fyrir þegar úrskurður nr. 622/2016 var kveðinn upp. Er því mótmælt að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað.</p><h3><b>Niðurstaða</b></h3><p>Í 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt fyrir stjórnvald eða annan aðila að veita aðgang að gögnum geti hún, að kröfu viðkomandi, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til. Krafa þess efnis skal berast úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa Endurmenntunar Háskóla Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar nr. 622/2016 barst innan þessa tímafrests.</p><p>Í athugasemdum við 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 í frumvarpi því sem varð að lögunum segir m.a.:</p><p></p><p></p><blockquote><p></p><p></p><p>„Í 1. mgr. 24. gr. er lagt til að lögbundin verði heimild fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar þegar nefndin hefur úrskurðað að aðgang skuli veita að upplýsingum. Sá sem úrskurður beinist gegn getur þá gert kröfu þess efnis með það fyrir augum að bera ágreiningsefnið undir dómstóla. Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á“. </p><p></p><p></p></blockquote><p></p><p></p><p> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar að með heimildarákvæðinu séu fyrst og fremst höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. Vísast um þetta m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. 557/2015 og 575/2015, en úrskurða nr. A-78/1999C, A-117/2001B, A-233/2006B, A-277/2008B, A-328B/2010 B-438/2012 og B-442/2012 um ákvæði 18. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.</p><p>Í úrskurði sínum nr. 622/2016 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ekki væru skilyrði til að undanþiggja umbeðinn prófhluta upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem ekki væri um að ræða fyrirhugað próf. Rökstuðningur Endurmenntunar Háskóla Íslands fyrir kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurðarins er sá að verði umbeðinn hluti prófsins afhentur sé um að ræða það stóran hluta af viðkomandi gagnabanka að í raun megi jafna því við afhendingu fyrirhugaðs prófs. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur ekkert komið fram er breytir því sem fram kemur í tilvitnuðum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál varðandi afhendingu prófhlutans. Þá er og til þess að líta að ákvæði 5. tölul. 10. gr. geymir undanþágu frá upplýsingarétti almennings og ber því að túlka ákvæðið þröngt. Úrskurðarnefndin hefur í úrskurðarframkvæmd lagt það til grundvallar að próf, sem lagt hefur verið fyrir, verði ekki undanskilið upplýsingarétti á grundvelli ákvæðisins nema fyrirhugað sé að leggja nákvæmlega sömu spurningar fyrir þá sem þreyta sams konar próf síðar, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum A-73/1999 og A-160/2003. Því hefur ekki verið borið við að til standi að leggja umrætt próf fyrir aftur.</p><p>Samkvæmt framangreindu er kröfu Endurmenntunar Háskóla Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 622/2016, frá 7. júní 2016, hafnað.</p><h3><b>Úrskurðarorð:</b></h3><p>Kröfu Endurmenntunar Háskóla Íslands, um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar nr. 622/2016, frá 7. júní 2016, er hafnað.</p><p><br></p><p>Þorgeir Ingi Njálsson</p><p>varaformaður</p><p><br></p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p></p><p></p> |
627/2016. Úrskurður frá 7. júní 2016 | Í málinu kærði A meðferð Landsbankans hf. á áskorun um framlagningu gagna í einkamáli aðila. Kæru kæranda var vísað frá þar sem upplýsingalög taka ekki til Landsbankans sbr. auglýsing nr. 600/2013. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 7. júní 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 627/2016 í máli ÚNU 16050016.</p><h3>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h3><p>Með erindi dags. 20. maí 2016 kærði A meðferð Landsbankans hf. á áskorun um framlagningu gagna, dags. 15. mars 2016, í einkamáli aðila nr. E-145/2016 fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Í kærunni kemur fram að kærandi telji sig eiga fullan rétt til þeirra skjala og gagna sem um ræðir, enda varði þau viðskipti aðila. Synjun bankans sé hins vegar órökstudd. Kærandi styður kröfu sína við ákvæði 2. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og kveður rökstuddan grun fyrir því að ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ákvæði laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki hafi verið brotin. Þá vísar kærandi til ákvæða siðasáttmála, siðareglna og reglna Landsbankans um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur um málsatvik, málsástæður og lagarök í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefndin enn fremur óþarft að beita heimild 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til að veita Landsbankanum hf. kost á að láta nefndinni í té rökstutt álit á málinu eða afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að.</p><h3>Niðurstaða</h3><p>Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum. Samkvæmt 2. gr. taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Það á við um Landsbankann hf.</p><p>Í 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir:</p><blockquote><p>„Ef starfsemi lögaðila sem fellur undir 2. mgr. er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði getur ráðherra, að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórnar og umsögn Samkeppniseftirlitsins, ákveðið að hann skuli ekki falla undir gildissvið laga þessara eða dregið slíka ákvörðun til baka. Ráðuneytið skal halda opinbera skrá yfir þá lögaðila sem hafa fengið undanþágu samkvæmt málsgreininni, og skal undanþága einstakra aðila endurskoðuð á þriggja ára fresti. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein tekur gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.“</p></blockquote><p>Á grundvelli þessarar heimildar hefur ráðherra birt auglýsingu um undanþágur lögaðila frá upplýsingalögum, sbr. auglýsingu nr. 600/2013. Landsbankinn hf. er meðal þeirra lögaðila sem þar eru nefndir. Upplýsingalög nr. 140/2012 taka því ekki til bankans. Undanþága 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er skýr og óskilyrt. Afstöðu Landsbankans til beiðni um gögn samkvæmt upplýsingalögum verður því ekki skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá nefndinni.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru A á hendur Landsbankanum hf. er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
621/2016. Úrskurður frá 7. júní 2016 | A kærði synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni um aðgang að upplýsingum um gögn sem lágu til grundvallar samþykkis stofnunarinnar á réttindatöflu Lífverks, lífeyrissjóðs verkfræðinga. Deilt var um aðgang að tveimur gögnum, tryggingarfræðilegri úttekt og minnisblaði án útstrikana. Undir rekstri málsins afhenti FME kæranda úttektina og var kæru því vísað frá hvað það gagn varðaði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi enga lagaskyldu standa til afhendingar minnisblaðsins en FME hafði afhent kæranda minnisblaðið að hluta á grundvelli 11. gr. laga nr. 140/2012 með því að afmá nafn þess starfsmanns sem vann skjalið. Var staðfest synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að upplýsingum um nafn starfsmanns er ritaði umbeðið minnisblað. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 7. júní 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 621/2016 í máli ÚNU 15030002.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi þann 3. mars 2015 kærði A synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni um aðgang að upplýsingum um gögn sem liggja til grundvallar samþykki stofnunarinnar á nýrri réttindatöflu Lífsverks (Lífeyrissjóðs verkfræðinga) sem gilda eigi frá 1. janúar 2015.</p> <p>Í kæru kemur fram að beiðni kæranda hafi lotið að gögnum í átta töluliðum. Fjármálaeftirlitið hafi veitt aðgang að gögnum í 1.-3., 5., 7. og 8. tölulið að fullu með vísan til 5. og 11. gr. upplýsingalaga en synjað um aðgang að gagni í þeim fjórða með vísan til 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá hafi FME veitt aðgang að gagni í sjötta tölulið að hluta með því að afmá nafn þess starfsmanns sem vann það. Töluliðirnir tveir voru orðaðir með eftirfarandi hætti í beiðni kæranda:</p> <blockquote><p>„4. Tryggingafræðileg úttekt á áhrifum breyting [svo] á samþykktum sjóðsins á getu hans til að greiða lífeyri (fylgigagn með umsagnarbeiðni).</p><p>6. Minnisblað FME, dags. 10. desember 2014, vegna umsagnarbeiðni [fjármála- og efnahags-] ráðuneytisins.“</p></blockquote> <p>Kærandi fer fram á að synjun Fjármálaeftirlitsins verði felld úr gildi og kærandi fái afhent afrit af tryggingarfræðilegu úttektinni og þeim forsendum sem hún byggist á. Jafnframt er farið fram á að ákvörðun um að afmá nafn starfsmanns sem vann minnisblað dags. 10. desember 2014 verði felld úr gildi og kærandi fái afhent minnisblaðið án útstrikana.</p> <p>Kærandi telur að hvorki þagnarskylda samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998 né takmarkanir á upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum eigi við um umbeðin gögn. Um sé að ræða ákvörðun sem varði sjóðsfélaga alla og umbeðin gögn séu ekki með neinum persónulegum upplýsingum um sjóðsfélaga lífeyrissjóðsins, varði ekki rekstarupplýsingar í samkeppnisrekstri og geti því ekki fallið undir almenna þagnarskyldu Fjármálaeftirlits um rekstur fjármálafyrirtækja. Ákvarðanir sem þessar eigi að vera gegnsæjar og sjóðsfélögum kunnar. Enn fremur er bent á 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem fram kemur að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum.</p> <p>Kærandi segir að ekki verði séð að takmarkanir eigi við samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Skýra þurfi ákvæðið til samræmis við 8. tölulið 2. gr. laga um persónuvernd nr. 77/2000. Ekkert af því sem þar sé talið upp eigi við í máli þessu. Loks er rökum Fjármálaeftirlits um að minnisblað undir sjötta tölulið beiðni kæranda sé vinnugagn mótmælt. Minnisblaðið hafi verið afhent ráðuneyti sem umsögn og hafi því verið afhent öðrum í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Ráðuneytið sé ekki eftirlitsaðili á grundvelli lagaskyldu, enda sé Fjármálaeftirlitið eftirlitsaðili með lífeyrissjóðum samkvæmt 45. gr. laga nr. 129/1997. </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 6. mars 2015 var Fjármálaeftirliti kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn Fjármálaeftirlitsins, dags. 23. mars 2015, er í upphafi vikið að því að beiðni kæranda hafi lotið að gögnum sem lágu til grundvallar samþykkis Fjármálaeftirlits á nýrri réttindatöflu Lífsverks. Fjármálaeftirlitið hafi leiðbeint kæranda um að ráðherra staðfesti breytingar á samþykktum lífeyrissjóða samkvæmt 1. mgr. 28. gr. laga nr. 129/1997. Samkvæmt ákvæðinu eigi ráðherra að afla umsagnar Fjármálaeftirlitsins. Kæranda hafi verið bent á framangreint í tölvupósti þann 9. febrúar 2015. Fjármálaeftirlitið hafi því afgreitt beiðnina á þann hátt að beðið væri um gögn sem lágu til grundvallar umsögn stofnunarinnar. Óskað hafi verið sjónarmiða ráðuneytisins varðandi afgreiðslu Fjármálaeftirlits en engin hafi borist. Fjármálaeftirlitið bendir í þessu samhengi á að í 16. gr. upplýsingalaga sé gert ráð fyrir að beiðni um aðgang að gögnum sé beint til þess sem tekið hefur ákvörðun í málinu.</p> <p>Fjármálaeftirlitið kveðst hafa óskað eftir afstöðu Lífsverks til þess að kæranda yrði afhent gagn undir tölulið 4 í beiðni hans. Með hliðsjón af afstöðu Lífsverks afhenti Fjármálaeftirlitið kæranda gagnið þann 23. mars 2015. Með hliðsjón af því að gagnið hefur verið afhent krefst Fjármálaeftirlitið þess að þessum þætti kærunnar verði vísað frá.</p> <p>Um minnisblað Fjármálaeftirlitsins undir tölulið 6 í beiðni kæranda kemur fram í umsögn stofnunarinnar að hún telji það vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Minnisblaðið hafi verið útbúið af starfsmanni þess, til eigin nota til að undirbúa gerð umsagnar til ráðuneytisins. Minnisblaðið hafi aldrei verið afhent ráðuneytinu. Ekki komi þar fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu málsins heldur sé hana að finna í umsögn Fjármálaeftirlitsins til ráðuneytisins, dags. 12. desember 2014, sem stofnunin afhenti kæranda. Fjármálaeftirlitið kveðst hafa afhent kæranda umrætt minnisblað að hluta á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga sem kveður á um heimild til að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt upplýsingalögum. Þar sem starfsmaðurinn sem nafngreindur er í minnisblaðinu tók ekki ákvörðun um endanlega afgreiðslu málsins hafi þótt málefnalegt að afmá nafn starfsmannsins. Fjármálaeftirlitið gerir þá kröfu að synjun stofnunarinnar í þessum hluta málsins verði staðfest.</p> <p>Með bréfi dags. 24. mars 2015 var kæranda kynnt umsögn Fjármálaeftirlitsins vegna kærunnar og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.</p> <h3><b>Niðurstaða</b></h3> <p>Í máli þessu er deilt um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að synja beiðni um aðgang að gögnum í tveimur töluliðum. Undir rekstri málsins hefur Fjármálaeftirlitið veitt kæranda aðgang að gögnum undir fjórða tölulið beiðni hans, þ.e. tryggingafræðilegri úttekt á áhrifum breytinga á samþykktum lífeyrissjóðsins Lífsverks. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á aðgangi að gögnum í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kæru er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni minnisblaðs sem kærandi krefst aðgangs að undir lið 6 í gagnabeiðni hans. Af hálfu Fjármálaeftirlitsins hefur komið fram að minnisblaðið hafi verið útbúið af starfsmanni þess, til eigin nota og hafi ekki verið afhent öðrum. Úrskurðarnefndin hefur ekki ástæðu til að draga þessar skýringar í efa. Það er jafnframt mat nefndarinnar að ekkert skilyrði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga standi til afhendingar minnisblaðsins. Verður því fallist á með Fjármálaráðuneyti að um vinnugagn sé að ræða sem réttur almennings taki ekki til samkvæmt 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga. Í máli þessu háttar svo til að Fjármálaeftirlitið hefur veitt kæranda aðgang að hluta skjalsins á grundvelli 1. mgr. 11. gr. laganna. Með vísan til framangreinds verður synjun stofnunarinnar staðfest hvað varðar þá hluta skjalsins sem kæranda hefur ekki verið veittur aðgangur að eins og nánar greinir í úrskurðarorði.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins, dags. 18. febrúar 2015, á beiðni A um aðgang að upplýsingum um nafn starfsmanns er ritaði minnisblað stofnunarinnar dags. 10. desember 2014 um umsagnarbeiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna breytingar á samþykktum Lífsverks lífeyrissjóðs.</p> <p>Kæru kæranda er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
625/2016. Úrskurður frá 7. júní 2016 | A, blaðamaður, kærði ákvörðun utanríkisráðuneytisins um að synja um aðgang að upplýsingum um tvö erindi frá bandarískum stjórnvöldum um B. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi erindin falla undir ákvæði 1. mgr. 2. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þar af leiðandi yrði réttur til aðgangs að gögnunum ekki byggður á upplýsingalögum nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna. Kæru var því vísað frá nefndinni. | <h2><b>Úrskurður</b></h2><p>Hinn 7. júní 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 625/2016 í máli ÚNU 15100002.</p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 13. október 2015 kærði A, blaðamaður, ákvörðun utanríkisráðuneytisins um að synja henni um aðgang að upplýsingum um tvö erindi frá bandarískum stjórnvöldum um B.</p><p>Í kæru segir að í kjölfar þess að fjölmiðlar í Noregi og víðar fjölluðu um erindi bandarískra yfirvalda til þarlendra stjórnvalda um handtöku og framsal B hafi kærandi sent beiðni um upplýsingar til utanríkisráðuneytisins þann 2. september 2015. Eftir nokkrar ítrekanir hafi ráðuneytið upplýst þann 21. september að tvær orðsendingar af því tagi hefðu borist ráðuneytinu í júní og júlí 2013 en beiðni um aðgang að þeim hafnað með vísan til upplýsingalaga og laga um meðferð sakamála. Kærandi sendi þá aðra fyrirspurn til ráðuneytisins þann 22. september 2015 þar sem fram kom að hér á landi stæði hvorki yfir rannsókn á sakamáli þar sem B kæmi við sögu né saksókn gegn honum. Þá stæðu ekki hagsmunir til þess að synja beiðni um upplýsingarnar þar sem erindin væru af sama toga og bárust Noregi og öðrum Norðurlöndum. Utanríkisráðuneytið synjaði beiðni kæranda um að endurskoða afstöðu sína þann 25. september 2015.</p><p>Kærandi byggir í fyrsta lagi á því að hér á landi standi ekki yfir rannsókn á máli eða saksókn þar sem B kemur við sögu. Í öðru lagi hafi B verið ákærður fyrir glæpi í Bandaríkjunum og á þeim grundvelli hafi þarlend stjórnvöld sent Norðurlöndunum erindi þar sem óskað er eftir því að hann verði sendur aftur til Bandaríkjanna ef hann ferðist til viðkomandi landa. Þessi erindi virðist ekki af þeim toga að það varði ríka hagsmuni að halda þeim leyndum. Í þriðja lagi varði almannahagsmuni að fjallað sé um málið og upplýst hvað bandarísk stjórnvöld hafi farið fram á og á hvaða forsendum. Enn fremur hver viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafi verið. Gjörðir B séu umdeildar en uppljóstranir hans hafi vakið heimsbyggðina til meðvitundar um umfangsmikla upplýsingasöfnun eftirlitsstofnana í Bandaríkjunum og á Bretlandi. Verulegir hagsmunir verði að liggja því til grundvallar að hamla frekari umfjöllun og umræðu um málið. Loks segir kærandi að svo virðist vera sem í erindunum sé að finna viðkvæmar persónupplýsingar. Strika megi yfir þær líkt og NRK hafi gert.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 14. október 2015 var utanríkisráðuneytinu kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir því að ráðuneytið sendi afrit af þeim gögnum er kæran lýtur að. Afrit af umbeðnum gögnum fylgdu ekki umsögn ráðuneytisins dags. 28. október 2015. Í skýringum ráðuneytisins kom fram að það teldi umbeðin gögn falla utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 140/2012 á grundvelli 1. mgr. 4. gr. laganna. Þá var vísað til þagnarskyldu samkvæmt 8. og 9. gr. laga nr. 77/2000. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði utanríkisráðuneyti annað bréf dags. 1. nóvember 2015 þar sem fram kom að nefndin hefði lagt til grundvallar að hún hefði mat um það hvort gögn falli utan gildissviðs upplýsingalaga. Afhendingarskylda til nefndarinnar samkvæmt 2. mgr. 22. gr. laganna væri þannig óháð mati stjórnvalds á því. Þá takmarki ákvæði laga nr. 77/2000 ekki rétt til aðgangs sem mælt er fyrir í upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 44. gr. fyrrnefndu laganna. Eftir frekari bréfaskipti bárust afrit umbeðinna gagna með bréfi utanríkisráðuneytis dags. 7. desember 2015.</p><p>Í umsögn utanríkisráðuneytisins kemur meðal annars fram að ráðuneytið telji umbeðnar orðsendingar falla undir ákvæði 1. mgr. 2. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt ákvæðinu taki gildissvið laganna til erinda frá erlendum yfirvöldum um aðgerðir hér á landi í tengslum við sakamál. Að þessu athuguðu teldi ráðuneytið leiða af 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að umbeðin gögn féllu utan við gildissvið upplýsingalaga og yrði því ekki leyst úr beiðni um aðgang að þeim á grundvelli þeirra.</p><p>Umsögn utanríkisráðuneytis var kynnt kæranda með bréfi dags. 10. desember 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 27. desember 2015. Kærandi telur langsótt að umbeðnar orðsendingar varði meðferð sakamála þar sem þær séu handtöku- og framsalsbeiðnir erlendra ríkja. Það hljóti að varða hagsmuni borgara að það sé uppi á borðum hvernig yfirvöld haga sér í framsalsmálum. Það eigi ekki síst við í þessu tilviki þar sem umræða standi yfir um afstöðu yfirvalda til uppljóstrara og Evrópuþingið hafi samþykkt ályktun þar sem aðildarríki eru hvött til að koma í veg fyrir framsal B. Kærandi hafnar þeim rökum ráðuneytisins sem lúta að því að um persónuupplýsingar sé að ræða. Hægur leikur sé að sverta út þær upplýsingar sem varða persónu B en sú staðreynd að bandarísk yfirvöld falist eftir aðstoð við að koma höndum yfir hann geti ekki talist til persónuupplýsinga.</p><p>Kærandi ítrekar sjónarmið í kæru um að stjórnvöld þurfi að hafa ríkar ástæður til að neita fjölmiðlum og almenningi um aðgang að upplýsingum sem þessum. Hæpið sé að íslensk upplýsingalög nái til beiðna erlendra stjórnvalda sem varða sakamál með svo óbeinum hætti, þ.e. varði hvorki rannsóknarhagsmuni né aðra hagsmuni. Þau skjöl sem NRK hafi birt um handtöku og framsal B séu ekki merkt leyniskjöl heldur „unclassified“. Kærandi tekur fram að ekki hafi gefist kostur á að svara öllum röksemdafærslum ráðuneytisins þar sem farið var fram á að ákveðin sjónarmið yrðu ekki kynnt kæranda. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur um málsatvik, málsástæður aðila og lagarök í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p><h3>Niðurstaða</h3><p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum er tekið fram að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála. Þá er tekið fram í 2. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 að meðferð erinda frá erlendum dómstólum og yfirvöldum um aðgerðir hér á landi í tengslum við sakamál sæti meðferð samkvæmt sakamálalögum.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni orðsendinganna er kærandi krefst aðgangs að í máli þessu. Við mat á því hvort þær séu í tengslum við sakamál í skilningi 2. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 þykir rétt að líta til skýringa við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi til laganna. Þar segir að í fyrri málslið 1. mgr. sé gert ráð fyrir að mál sem eigi rætur að rekja til kröfu eða beiðni frá erlendum ríkjum, ýmist um framsal sakamanna, fullnustu erlendra refsidóma eða aðgerðir hér á landi í tengslum við sakamál, sæti meðferð samkvæmt lögunum. </p><p>Með vísan til þess sem að framan segir er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að réttur til aðgangs að þeim gögnum er kærandi hefur krafist aðgangs að verði ekki byggður á upplýsingalögum nr. 140/2012. Verður því ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru A, dags. 13. október 2015, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
623/2016. Úrskurður frá 7. júní 2016 | Viðskiptaráð Íslands kærði þá ákvörðun embættis tollstjóra að hafna beiðni um aðgang að upplýsingum um skiptingu tekna ríkisins vegna aðfluttra vara. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki ástæðu til að draga í efa að einu gögnin sem tollstjóri hefði undir höndum og féllu undir upplýsingabeiðni kæranda væru tollskjöl sem hefðu að geyma upplýsingar um aðflutningsgjöld sem íslenska ríkið innheimti af innfluttum vörum. Þá taldi úrskurðarnefndin engan vafa á því að tollskjölin væru háð sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 188. gr. tollalaga nr. 88/2005. Var því kæru Viðskiptaráðs vísað frá nefndinni. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 7. júní 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 623/2016 í máli ÚNU 15040002.</p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi, dags. 2. apríl 2015, kærði Viðskiptaráð Íslands ákvörðun embættis tollstjóra, dags. 3. mars 2015, að hafna beiðni um aðgang að upplýsingum um skiptingu tekna ríkisins vegna aðfluttra vara síðustu fjóra ársfjórðunga áður en beiðnin var lögð fram.</p><p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi fyrst í október 2015 óskað eftir gögnum um tekjur ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum flokkuðum eftir tegund (virðisaukaskattur, tollur eða önnur gjöld) og tollskrárnúmeri. Beiðninni hafi verið vísað til Hagstofu Íslands, Fjársýslu ríkisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og loks tollstjóra. Í ákvörðun tollstjóra hafi beiðninni verið hafnað vegna þess að umbeðnar upplýsingar lægju ekki fyrir hjá embættinu og vinna þyrfti þær sérstaklega. Þá taldi embættið að lesa mætti úr gögnunum upplýsingar um einstök fyrirtæki eða flokka fyrirtækja og því gengi afhending slíkra upplýsinga gegn 188. gr. tollalaga nr. 88/2005. Kærandi telur hvoruga röksemdina standast. Fram komi í skriflegu svari frá Hagstofu Íslands að gögnin séu fyrirliggjandi. Þá hefði kærandi óskað eftir því að gögnin væru afhent með ópersónugreinanlegum hætti svo þagnarskylda yrði ekki rofin. Það mætti bæði gera með því að afmá upplýsingar sem rekja mætti til einstakra aðila eða afhenda gögnin með annarri sundurliðun en á einstök tollskrárnúmer.</p><p>Kærandi er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku viðskiptalífi, stofnuð 1917 í þeim tilgangi að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum óháð atvinnugreinum eða stærð fyrirtækja. Það sé skoðun aðildarfélaga ráðsins að hagfellt rekstrarumhverfi fyrirtækja sé þeirra stærsta hagsmunamál. Það veiti stjórnvöldum því aðhald þegar kemur að opinberum tekjum og útgjöldum. Til að ráðinu sé unnt að gæta þessara hagsmuna þurfi upplýsingar um skattheimtu og útgjöld stjórnvalda að liggja fyrir opinberlega. Kærandi vinni að greiningu á skattheimtu hérlendis í formi aðflutningsgjalda.</p><p>Í kæru er samskiptum kæranda við stjórnvöld lýst. Kærandi hafi fengið veður af því í október 2014 að Hagstofa Íslands, Fjársýsla ríkisins og embætti tollstjóra hefðu umbeðin gögn undir höndum. Í máli starfsfólks hafi komið fram að tollstjóri tæki þessi gögn saman og sendi Hagstofu Íslands. Þegar kærandi hafi óskað eftir því að fá gögnin afhent frá tollstjóra hafi honum verið vísað til fjármála- og efnahagsráðuneytisins og tjáð að leyfi frá ráðuneytinu þyrfti að liggja fyrir til afhendingar. Eftir ítrekanir hafi skrifstofustjóri í ráðuneytinu sent kæranda tölvupóst þann 27. nóvember 2015 með lista yfir tollskrárnúmer sem báru vörugjöld árið 2013 ásamt upplýsingum um tekjur ríkissjóðs af þeim. Kærandi svaraði og tók fram að óskað væri eftir gögnum um tekjur ríkissjóðs flokkaðar eftir tegund og tollskrárnúmerum en ekki aðeins vörugjöldum. Ráðuneytið hafi ekki svarað ítrekuninni.</p><p>Þann 1. desember 2015 kærði kærandi þær tafir sem orðið höfðu á meðferð beiðninnar hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með bréfi úrskurðarnefndarinnar til kæranda fylgdi umsögn ráðuneytisins þar sem meðal annars kom fram að ráðuneytið teldi sig ekki bært til að taka ákvörðun um það hvort tollstjóra bæri að veita aðgang að umbeðnum upplýsingum. Kærandi óskaði þá eftir leiðbeiningum hjá ráðuneytinu og rekstrar- og upplýsingatæknisviði tollstjóra varðandi það hvernig heppilegast væri að afmarka beiðnina til að skýrt væri hvaða upplýsinga væri óskað eftir. Í samtali við starfsmann tollstjóra hafi komið fram að um það bil einn dag tæki að flokka gögnin þannig að ekki væru viðkvæmar upplýsingar að finna í þeim. Í tölvupósti til kæranda dags. 2. mars 2015, sem fylgdi kæru, kemur fram að fyrirspurnin sé umfangsmikil og embættið myndi ekki senda tölur frá sér fyrr en búið væri að yfirfara þær vel.</p><p>Kærandi sendi því næst erindi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 3. mars 2015 þar sem færðar voru röksemdir fyrir afhendingarskyldu stjórnvalda á umbeðnum gögnum og óskaði samþykkis ráðuneytisins á því að tollstjóri tæki þau saman og afhenti kæranda. Síðar sama dag fékk kærandi tölvupóst frá starfsmanni tollstjóra þar sem fram kom að ráðuneytið hefði vísað erindi kæranda til embættisins. Þar kemur fram að fyrst sé því til að svara að umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir hjá embættinu og þyrfti að vinna þær sérstaklega. Þá sé að mati tollstjóra ekki fært að sundurliða álögð aðflutningsgjöld niður á einstök tollskrárnúmer þar sem í mörgum tilvikum væri hægt að rekja upplýsingar til ákveðinna fyrirtækja. Beiðninni væri því hafnað.</p><p>Kærandi byggir í fyrsta lagi á því að rangt sé að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi. Á grundvelli 191. gr. tollalaga skuli tollstjóri skila upplýsingum til Hagstofu Íslands um aðflutningsgjöld. Þá hafi starfsmaður Hagstofu Íslands staðfest að gögnin séu fyrirliggjandi. Kærandi bendir á það að ný upplýsingalög feli í sér auknar skyldur stjórnvalda til að finna það mál eða þau gögn sem falli efnislega undir málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Kærandi telur að tollstjóri eigi við að vinna þurfi gögnin með einhverjum hætti áður en hægt sé að afhenda þau. Kærandi hefur sýnt þessu skilning og boðist til að greiða vinnuna, sem tæki um einn dag samkvæmt bréfi tollstjóra til kæranda. Ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga geti ekki átt við í þessu tilviki.</p><p>Kærandi mótmælir því að 188. gr. tollalaga geti komið í veg fyrir afhendingu þar sem hægt sé að rekja upplýsingar til einstakra manna eða fyrirtækja. Starfsmaður Hagstofunnar hafi lýst því yfir að hún teldi gögnin ekki innihalda slíkar upplýsingar. Kærandi bendir á að ekki sé tilgreint hvaða fyrirtæki eigi í hlut, hver fjöldi fyrirtækjanna sem um ræðir sé, ekki gefnar upplýsingar um fjölda viðskipta sem hafa átt sér stað eða um nokkrar aðrar upplýsingar um einstök viðskipti eða viðskiptamenn. Í ársreikningum fyrirtækja, sem eru opinberir, megi auk þess finna upplýsingar um verðmæti birgða fyrirtækja og kostnað vegna vörukaupa á hverju ári. Þá nefnir kærandi að fjármálaráðuneytið hafi afhent ítarlega sundurliðun á tekjum ríkissjóðs vegna vörugjalda, aðgreinda eftir 660 einstökum tollskrárnúmerum. Þar komi fram tollverð, þyngd og rúmmál innfluttra vara, álögð upphæð, upplýsingar um undanþágur og gjaldfærð upphæð. Ráðuneytið hafi því ekki talið slíkar upplýsingar falla undir þagnarskyldu 188. gr. tollalaga.</p><p>Kærandi bendir jafnframt á að hann hafi óskað eftir því að upplýsingar sem rekja megi til einstakra manna eða fyrirtækja verði afmáðar eða gögnin flokkuð með þeim hætti að ekki sé hægt að lesa slíkar upplýsingar úr þeim. Loks færir kærandi rök fyrir því að tekjur ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum falli ekki undir upplýsingar sem leynt skuli fara í skilningi 188. gr. tollalaga og bendir á 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga sem kveður á um rétt til aðgangs að hluta skjals.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 9. apríl 2015 var kæran kynnt embætti tollstjóra og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að. Umsögn tollstjóra barst þann 4. maí 2015. Þar kemur fram að gögnin sem kærandi vísi til séu unnin af upplýsingatæknifyrirtækinu Advania sem sjái um hugbúnað embættisins. Fyrirtækið vinni gögnin og sendi til Hagstofu án aðkomu tollstjóra. Gögnin hafi því ekki verið fyrirliggjandi sem slík hjá embættinu.</p><p>Tollstjóri kveður gögnin vera með þeim hætti að í ákveðnum tilvikum sé hægt að rekja upplýsingar beint til fyrirtækja, eins og áður hefur komið fram. Þau falli því að mati tollstjóra undir þagnarskylduákvæði 188. gr. tollalaga og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Tollstjóri fellst ekki á þau rök kæranda að starfsmaður Hagstofunnar telji upplýsingarnar ekki viðkvæmar. Hugsanlega hafi starfsmaðurinn átt við að gögnin innihaldi engin nöfn eða aðrar augljóslega persónugreinanlegar upplýsingar. Það sé rétt, en engu að síður megi lesa úr gögnunum viðkvæmar upplýsingar. Ljóst sé að ef aðeins eitt fyrirtæki flytji inn vöru undir tilteknu tollskrárnúmeri felist í skjalinu mjög nákvæmar upplýsingar um innkaup viðkomandi fyrirtækis, sem gætu nýst aðilum sem vilji sækja inn á sama markað. Séu fyrirtækin t.d. tvö geti annað fyrirtækið lesið úr tölunum innflutning samkeppnisaðilans. Þá mótmælir tollstjóri rökum kæranda sem lúta að því að hægt sé að lesa úr gögnum um aðflutningsgjöld upplýsingar sem hvort sem er megi finna í ársreikningum sem séu opinber gögn. Ársreikningar feli ekki í sér upplýsingar um magn innflutnings á tiltekinni vöru.</p><p>Um afrit skjalsins sem kæra lýtur að vísaði tollstjóri til Hagstofu Íslands, sem hefði það í vörslu sinni. Eftir frekari bréfaskipti við Hagstofu Íslands og embætti tollstjóra óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því þann 30. maí 2016 að embættið upplýsti hvort skjalið væri yfirhöfuð fyrirliggjandi hjá því. Í svari tollstjóra dags. 31. maí 2016 og símtali ritara úrskurðarnefndarinnar við lögfræðing á tollasviði embættisins sama dag kom skýrt fram að samantektin sem kæra lýtur að hefði verið unnin af Advania á grundvelli samnings við embætti tollstjóra og send Hagstofu Íslands án aðkomu þess. Skjalið væri því ekki fyrirliggjandi hjá embættinu og upplýsingarnar sem það hefur að geyma einungis í vörslum tollstjóra í formi fjölda einstakra tollskýrslna og annarra tollskjala.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um gögn í vörslum embættis tollstjóra um tekjur ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum flokkuðum eftir tegund. Fyrir liggur að einu gögnin sem embætti tollstjóra hefur undir höndum, og falla undir upplýsingabeiðni kæranda, eru tollskýrslur og önnur tollskjöl. Jafnframt liggur fyrir að skjal sem hefur að geyma samantekt þeirra upplýsinga sem kærandi krefst aðgangs að var unnið af einkaaðila á grundvelli samnings við tollstjóra og sent Hagstofu Íslands án aðkomu embættisins á grundvelli 191. gr. tollalaga nr. 88/2005. Í málinu liggur ekki fyrir ákvörðun Hagstofu eða einkaaðilans, sbr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, um rétt kæranda til aðgangs að skjalinu.</p><p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu embættis tollstjóra að skjalið sé ekki í vörslum þess. Verður því ekki hjá því komist að vísa kæru kæranda frá að því er varðar beiðni um aðgang að skjalinu.</p><h3>2.</h3><p>Kemur þá til skoðunar réttur kæranda til aðgangs að þeim gögnum í vörslum embættis tollstjóra sem beiðni hans laut að, þ.e. tollskjölum sem hafa að geyma upplýsingar um aðflutningsgjöld sem íslenska ríkið innheimtir af innfluttum vörum. </p><p>Í 2. málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.</p><p>Af hálfu embættis tollstjóra hefur verið vísað til 1. mgr. 188. gr. tollalaga nr. 88/2005. Ákvæðið hljóðar svo:</p><blockquote><p>„Starfsmönnum tollstjóra ber þagnarskylda um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfs síns og leynt skulu fara vegna lögmætra almanna- og einkahagsmuna. Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir. Einnig tekur þagnarskylda til upplýsinga er varða starfshætti tollstjóra, þ.m.t. fyrirhugaða tollrannsókn, og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum tollstjóra eða eðli máls.“</p></blockquote><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Úrskurðarnefndin telur enn fremur engan vafa á því að tollskjöl sem verða til við innflutning einstaklinga og lögaðila og eru í vörslum embættis tollstjóra falli undir ákvæðið. Verður réttur til aðgangs að þeim því ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga. Þar sem umbeðin gögn eru háð sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 188. gr. tollalaga nr. 88/2005 ber einnig að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru Viðskiptaráðs Íslands, dags. 2. apríl 2015, vegna synjunar embættis tollstjóra á beiðni um gögn um tekjur ríkissjóðs af aðflutningsgjöldum flokkuðum eftir tegund er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
626/2016. Úrskurður frá 7. júní 2016 | RÚV kærði synjun Samgöngustofu á beiðni um aðgang að skoðunarskýrslum tiltekins báts fyrir árin 2000 til 2015, bréfaskiptum og tölvupóstsamskiptum í tengslum við eftirlit á bátnum sem og upplýsingum um hugsanleg afskipti Samgöngustofu/Siglingastofnunar varðandi bátinn fyrir sama árabil. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði til þess að almenningur hefði ríka hagsmuni af því að geta fylgst með lögbundnu eftirliti með öryggi skipa og báta. Nefndin taldi hin umbeðnu gögn ekki falla undir sérstakrar þagnarskyldureglu Samgöngustofu skv. 19. laga nr. 119/2012 þar sem í gögnunum væru ekki að finna mikilvægar rekstrar- og viðskiptaupplýsingar eftirlitsskyldra aðila. Þá taldi nefndin 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ekki standa í vegi fyrir því að aðgangur yrði veittur að gögnunum en þó bæri að afmá nafn starfsmanns tiltekins eftirlitsaðila úr gögnum málsins með vísan til 1. málsl. 9. gr. laganna. Eins var því hafnað að 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga tæki til gagnanna en ekki var talið að afhending á gögnunum leiddi til þess að rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa yrði þýðingarlaus eða skilaði ekki tilætluðum árangri yrðu upplýsingarnar gerðar opinberar. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 7. júní 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 626/2016 í máli ÚNU 15100009.</p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 20. október 2015 kærði Ríkisútvarpið ohf. („RÚV“) synjun Samgöngustofu á aðgangi að skoðunarskýrslum bátsins Jóns Hákons BA (áður Höfrungs) fyrir árin 2000 til 2015, bréfaskiptum og tölvupóstsamskiptum í tengslum við eftirlit á bátnum sem og upplýsingum um hugsanleg afskipti Samgöngustofu/Siglingastofnunar varðandi bátinn fyrir sama árabil. Með bréfi dags. 5. október 2015 synjaði Samgöngustofa um afhendingu umbeðinna gagna með þeim rökstuðningi að ekki væri heimilt að afhenda þau á meðan rannsókn stæði yfir á slysi er varð á bátnum Jóni Hákoni BA. Vísað var til 5. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í kæru krefst kærandi þess að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og að Samgöngustofu verði gert skylt að veita RÚV aðgang að umbeðnum gögnum í heild eða að hluta. Kærandi telur að að hann eigi lögbundinn rétt á aðgangi að umbeðnum gögnum hjá Samgöngustofu á grundvelli upplýsingaréttar almennings, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p><p>Að mati kæranda getur rannsókn á slysi því er varð á Jóni Hákoni BA ekki fallið undir 5. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Ákvæðið taki einkum til fyrirhugaðra ráðstafana en ekki ráðstafana og prófana á þegar orðnum atburðum. Kærandi vísar til þess að allar takmarkanir á meginreglunni um aðgengi að gögnum hjá stjórnvöldum beri að túlka þröngt. Ákvæði 10. gr. laganna mæli þannig fyrir um þröngar takmarkanir á upplýsingarrétti almennings þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess. Í athugasemdum við ákvæðið komi fram að upplýsingabeiðni verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu en þeir séu þar tæmandi taldir. Væri þar og sérstaklega áréttað að heimild ákvæðisins til að takmarka aðgang að gögnum væri bundin því skilyrði að gögnin sjálf hafi að geyma upplýsingar um þá hagsmuni sem njóta eigi verndar. Í öllu falli sé ljóst að kærandi eigi rétt á aðgangi að hluta af umbeðnum gögnum með vísan til 3. mgr. 5. gr. laganna enda standi líkur til þess að í hluta þeirra sé jafnframt að finna upplýsingar sem falli ekki undir 5. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012. Í hinni kærðu ákvörðun hafi engin afstaða verið tekin til þess hvort rétt hefði verið að veita aðgang að hluta af gögnunum.</p><p>Að lokum telur kærandi að hin kærða ákvörðun sé haldin þeim annmarka að hún taki í engu mið af 1. mgr. 11. gr. laga nr. 140/2012 þar sem meginreglan um aukinn aðgang að gögnum er lögfest. Af 2. mgr. sömu lagagreinar leiði að þegar stjórnvald afgreiðir beiðni um aðgang að gögnum og synjar um aðgang, þá skuli í rökstuðningi jafnframt taka afstöðu til þess af hverju ekki var talið tilefni til að beita heimildinni um aukinn aðgang, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Í því felist í reynd að viðkomandi stjórnvaldi beri, áður en synjað er um aðgang að gögnum sem ekki er með beinum hætti skylt að synja um aðgang að, ávallt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort eitthvað standi því í vegi að upplýsingarnar séu veittar, þ.m.t. að hluta, og láta aðila máls í té útskýringu á því hver afstaðan sé.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 2. nóvember 2015, var Samgöngustofu kynnt kæran og stofnuninni veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p><p>Í umsögn Samgöngustofu, dags. 16. nóvember 2015, kemur fram að synjun stofnunarinnar á aðgangi að umræddum gögnum hafi byggst á því að umbeðin gögn væru hluti af rannsókn á alvarlegu slysi og rétt væri að veita ekki aðgang að gögnunum á meðan á rannsókn stæði. Vísað hefði verið til 5. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012 þar sem líta mætti svo á að í rannsókninni fælust ákveðnar ráðstafanir, þ.e. viðbrögð við alvarlegu atviki. Rétt væri að rannsóknarnefnd samgönguslysa fengi að vinna málið í góðu tómi. Þá væri ekki við öðru að búast en að afhenda mætti gögnin eftir að rannsókn málsins væri lokið.</p><p>Þá er tekið fram að rannsókn málsins sé í höndum sjálfstæðrar stjórnsýslunefndar, rannsóknarnefndar samgönguslysa sem starfi samkvæmt lögum nr. 18/2013 og reglugerð nr. 763/2013. Samgöngustofa sé ekki þátttakandi í þeirri rannsókn og hafi þannig takmarkaðar forsendur til að leggja mat á upplýsingarnar og gildi þeirra fyrir rannsóknina. Þannig sé illmögulegt fyrir stofnunina að leggja mat á eðli umræddra gagna og áhrif þess að fjölmiðlar fjalli um þau. Niðurstaða rannsóknarinnar liggi ekki fyrir og telji stofnunin það óvarlegt að afhenda gögn sem m.a. væru til skoðunar hjá nefndinni og í ljósi væntanlegra niðurstaðna hennar. Samgöngustofa hafi ekki forsendur til að leggja mat á hvert eðli umbeðinna gagna verði þegar niðurstaða rannsóknar liggi fyrir og hvort þau verði þá talin falla undir takmörkunarákvæði upplýsingalaga. Það sé því ekki óeðlilegt að stofnunin haldi að sér höndum við afhendingu umræddra gagna á meðan rannsókn málsins standi yfir. Þá er bent á að rannsóknarnefnd samgönguslysa sé bundin þagnarskyldu í störfum sínum og mikilvægi þess að rannsóknarnefndin fái vinnufrið til að ljúka störfum áður en gögn er varði rannsóknina verði afhent fjölmiðlum og öðrum á grundvelli upplýsingalaga.</p><p>Auk þess vísar Samgöngustofa til þess að hin umbeðnu gögn varði sjóslys þar sem maður fórst. Þegar af þeirri ástæðu verði að ætla að gögn tengd rannsókninni séu viðkvæm í eðli sínu og beri þá að líta til 9. gr. laga nr. 140/2012. Um sé að ræða upplýsingar sem sanngjarnt geti verið og eðlilegt að leynt fari, a.m.k. þangað til rannsókn málsins lýkur. Verði þá að líta til hagsmuna hins látna og aðstandenda hans. Væri það sanngjörn og eðlileg krafa að umrædd gögn fari ekki í dreifingu á meðan á rannsókn málsins stæði.</p><p>Að lokum telur Samgöngustofa að fara verði fram mat á þeim hagsmunum sem undir eru í málinu. Bent var á að í ákvörðun stofnunarinnar þann 5. nóvember 2015 hafi aðeins falist tímabundin höfnun á aðgangi gagna. Ætla verði að hagsmunum af opinni og gagnsærri stjórnsýslu sé ekki ógnað við það að fresta aðgangi að gögnum fram að lokum rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa með vísan til þeirra hagsmuna sem reifaðir hefðu verið af tímabundinni synjun á aðgangi að gögnum.</p><p>Með umsögn Samgöngustofu fylgdu skoðunarskýrslur fyrir Höfrung fyrir árin 2005-2012 og árið 2014. Þá fylgdi tölvupóstur, dags. 12. maí 2011, frá starfsmanni Skipaskoðunar til starfsmanna Siglingastofnunar. Auk þess var úrskurðarnefndinni látið í té afrit af bréfaskiptum Samgöngustofu við fyrrum eiganda bátsins og tiltekinn eftirlitsaðila vegna athugasemda við eftirlit bátsins. Með bréfi til Samgöngustofu, dags. 7. apríl, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Samgöngustofa léti nefndinni í té skoðunarskýrslur fyrir árin 2000-2005, 2013 og 2015 eða gæfi skýringar á því hvers vegna umræddar skýrslur séu ekki á meðal gagna málsins. Með tölvupósti, dags. 11. apríl 2016, óskaði Samgöngustofa eftir vikufresti til að afhenda gögnin og var sá frestur veittur. Skýrslur fyrir árin 2000, 2002, 2004 og 2005 bárust með bréfi dags. 13. maí 2016. Í bréfinu er tekið fram að engar skoðunarskýrslur séu til fyrir önnur ár þar sem engin skoðun hafi farið fram. Þá fylgdi með haffærisskírteini fyrir bátinn, útgefið þann 16. mars 2004.</p><p>Umsögn Samgöngustofu var kynnt kæranda með bréfi dags. 1. desember 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í athugasemdum RÚV við umsögn Samgöngustofu, dags. 10. desember 2015, er tekið fram að ekki verði annað ráðið en að Samgöngustofa reisi synjun sína á nýjum lagagrundvelli, þ.e. 9. gr. laga nr. 140/2012. Af erindi Samgöngustofu verði einna helst ráðið að verið sé að vernda hagsmuni hins látna og aðstandenda hans. RÚV andmælir því að Samgöngustofa geti reist synjun á nýjum lagagrundvelli. Þá bendir RÚV á að í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 komi fram að stjórnvaldi sé ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafi að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verði að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Í erindi Samgöngustofu sé ekki leitast við að rökstyðja sérstaklega að svo sé ástatt um umbeðnar upplýsingar, heldur þvert á móti látið við það sitja að halda því fram að það væri „sanngjörn og eðlileg krafa“ að gögnin færu ekki í dreifingu, það væri „illmögulegt fyrir SGS að leggja mat á eðli umræddra gagna og áhrif þess að þau færu í umfjöllun fjölmiðla“ og „því ekki óeðlilegt að stofnunin haldi að sér höndum við afhendingu umræddra gagna á meðan að rannsókn málsins stendur yfir.“ Kærandi telur að hinar umbeðnu upplýsingar séu ekki, hvorki að hluta og hvað þá í heild sinni, svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Var einnig bent á að hinn látni hafi verið háseti og ekki gert út bátinn. Því stoði ekki fyrir Samgöngustofu að vísa til 9. gr. laga nr. 140/2012.</p><p>Þá vísar kærandi til þess að sú staðreynd að rannsóknarnefnd samgönguslysa hafi til rannsóknar slys sem varð á bátnum firri kæranda ekki rétti til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Beiðnin snúi að Samgöngustofu, ekki rannsóknarnefnd samgönguslysa. Í öllu falli geti takmörkun aldrei tekið til fleiri gagna en þeirra sem séu sérstaklega undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 27. gr. laga nr. 18/2013.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi bréf dags. 14. mars 2015 til fyrirtækis sem annaðist eftirlit með bátnum Jóni Hákoni BA, þar sem óskað var eftir afstöðu félagsins til afhendingar gagnanna. Svar barst ekki frá félaginu.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1. <b> </b> </h3><p>Í málinu er deilt um aðgang að skoðunarskýrslum Siglingastofnunar, Skipaskoðunar og Frumherja vegna eftirlits á bátnum Jóni Hákoni BA (áður Höfrungi BA-60) sem Samgöngustofa framkvæmdi á grundvelli 3. kafla laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003. Á meðal þeirra gagna málsins sem Samgöngustofa lét úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té eru skoðunarskýrslur fyrir bátinn frá árunum 2000, 2002, 2004-2012 og 2014. Í skýrslunum koma fram upplýsingar um þá skoðun sem framkvæmd var og niðurstöður skoðunaraðila um ástand bátsins á þeim tímum sem skoðunin var framkvæmd. Einnig er deilt um aðgang að tölvupósti, dags. 12. maí 2011, frá starfsmanni Skipaskoðunar til starfsmanna Siglingastofnunar þar sem skoðunarskýrsla frá árinu 2011 er send sem viðhengi. Í póstinum eru nefnd þau atriði sem athugasemdir voru gerðar við í skoðuninni. Þá er deilt um afrit af haffærisskírteini fyrir bátinn, útgefið þann 16. mars 2004. Að lokum er deilt um aðgang að bréfaskiptum Samgöngustofu við eftirlitsaðila vegna athugasemda við eftirlit með bátnum.</p><h3>2. <b> </b> </h3><p>Í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að þegar farið er fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun skal beiðni beint til þess sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skal beiðni beint til þess aðila sem hefur gögnin í vörslu sinni.</p><p>Í 2. gr. laga um rannsókn samgönguslysa nr. 18/2013 er kveðið á um gildissvið laganna. Í athugasemdum við 2. gr. í greinargerð með frumvarpi til laganna er tekið fram að rannsóknarnefnd samgönguslysa sé eiginleg rannsóknarnefnd samkvæmt orðanna hljóðan en ekki formleg stjórnsýslunefnd og falli hún því utan gildissviðs stjórnsýslulaga. Þá er tiltekið að ákvarðanir nefndarinnar séu ekki stjórnvaldsákvarðanir, enda varði þær ekki réttindi og skyldur aðila og verði því ekki kærðar til æðra stjórnvalds. Samgöngustofu bar því að meta sjálfstætt hvort veita ætti kæranda aðgang að gögnunum og gat ekki vikið sér frá þeirri skyldu með því að vísa til þess að gögnin væru í höndum rannsóknarnefndar samgönguslysa. </p><h3><b>3. </b></h3><p>Lagareglur um rétt almennings til upplýsinga hjá opinberum aðilum krefjast þess gjarnan af stjórnvöldum, þ. á m. úrskurðarnefnd um upplýsingamál, að þau framkvæmi mat á gagnstæðum hagsmunum. Annars vegar þeim hagsmunum sem einstaklingur, lögaðili eða stjórnvöld kunna að hafa af því að upplýsingar séu undanþegnar aðgangi almennings og hins vegar hagsmunum almennings af því að fá viðkomandi upplýsingar. Í máli því sem hér um ræðir er tekist á um aðgang að gögnum er varða lögbundið opinbert eftirlit með öryggi skipa og báta. Almenningur hefur af því ríka hagsmuni að geta fylgst með slíku eftirliti.</p><p>Samkvæmt 19. gr. laga nr. 119/2012 eru starfsmenn Samgöngustofu bundnir þagnarskyldu og mega þeir ekki, að viðlagðri ábyrgð, skýra óviðkomandi frá því sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um „rekstur eða viðskipti“ aðila sem þeir hafa eftirlit með. Af orðalagi ákvæðisins má leiða að það feli í sér sérstaka þagnarskyldu Samgöngustofu er varði upplýsingar um rekstur eða viðskipti eftirlitsskyldra aðila. Slíkar upplýsingar eru því undanþegnar aðgangi almennings á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna. Að því leyti sem ákvæðið tilgreinir ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem beri að gæta trúnaðar um felur það í sér almenna reglu um þagnarskyldu sem takmarkar ekki rétt til aðgangs samkvæmt upplýsingalögum eins og fram kemur í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Í þeim tilvikum verður þó að hafa hliðsjón af 2. málsl. 9. gr. laganna þar sem m.a. er kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.</p><p>Ákvæði 19. gr. laga nr. 119/2012 verður ekki túlkað svo rúmt að allar upplýsingar sem eftirlitsskyldir aðilar láta stofnuninni í té teljist upplýsingar um „rekstur eða viðskipti“ viðkomandi aðila sem leynt skuli fara í skilningi ákvæðisins. Úrskurðarnefndin lítur svo á að markmið ákvæðisins sé að koma í veg fyrir að rekstrar- og viðskiptaupplýsingar sem eftirlitsskyldir aðilar veita Samgöngustofu lögum samkvæmt verði gerðar opinberar með þeim afleiðingum að þeir verði fyrir tjóni. Verður því að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort skjal geymi slíkar upplýsingar. Ekki verður talið að umbeðin gögn geymi upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila sem leynt skuli fara í skilningi 19 gr. laga nr. 119/2012, enda koma þar ekki fram upplýsingar um sambönd hins eftirlitsskylda aðila við viðskiptamenn hans, viðskiptakjör hans, álagningu eða afkomu. Þá verður ekki séð að mikilvægum hagsmunum útgerðarfélags bátsins sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að þeim.</p><p>Í umsögn Samgöngustofu var einnig á því byggt að hagsmunir einstaklinga kunni að standa því í vegi að aðgangur yrði veittur að gögnunum, sbr. 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umbeðin gögn og þar koma ekki fram upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu. Því stendur 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ekki í vegi fyrir aðgangi að þeim. Þó verður ekki talið að almenningur hafi næga hagsmuni af því að aðgangur verði veittur að nafni þess starfsmanns eftirlitsaðilans sem framkvæmdi skoðun á björgunarbáti Jóns Hákons BA (þá Höfrungs BA). Ber því að afmá nafn hans úr gögnum málsins með vísan til 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga eins og nánar greinir í úrskurðarorði.</p><p>Synjun Samgöngustofu var einnig reist á 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem veitt er heimild til að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi gögnin að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera sem yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst ekki á að afhending á hinum umbeðnu gögnum hafi þau áhrif á rannsókn rannsóknarnefndarinnar að rannsóknin verði þýðingarlaus eða skili ekki tilætluðum árangri verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Er því ekki fallist á að gögnin verði undanskilin upplýsingarétti á grundvelli 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p><p>Af framangreindu leiðir að Samgöngustofu ber að veita kæranda aðgang að þeim eins og nánar greinir í úrskurðarorði.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Samgöngustofu ber að veita kæranda, Ríkisútvarpinu ohf., aðgang að skoðunarskýrslum bátsins Jóns Hákons BA (áður Höfrungur BA-60) fyrir árin 2000, 2002, 2004-2012 og 2014.</p><p>Samgöngustofu ber að veita kæranda aðgang að tölvupósti, dags. 12 júní 2011, frá Skipaskoðun til Siglingastofnunar vegna skoðunarskýrslu frá árinu 2011 og haffærisskírteini fyrir bátinn, útgefnu þann 16. mars 2004.</p><p>Samgöngustofu ber að veita kæranda aðgang að bréfaskiptum stofnunarinnar við fyrrum eiganda bátsins og eftirlitsaðila vegna athugasemda við eftirlit á bátnum. Þó skal afmá nafn starfsmanns eftirlitsaðilans úr gögnum málsins, sbr. bréf til Siglingastofnunar dags. 25. júní 2009 og bréf Siglingastofnunar til eftirlitsaðilans dags. 5. júní 2009 og 3. júlí 2009.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
624/2016. Úrskurður frá 7. júní 2016 | Kærð var afgreiðsla Akranesskaupstaðar á beiðni um upplýsingar í tengslum við breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Akranesi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki forsendur til þess að rengja þá fullyrðingu kaupstaðarins að kæranda hafi verið afhent öll þau gögn er lytu að deiliskipulagsbreytingunni. Þar sem ekki lá fyrir synjun stjórnvalds á beiðni til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum var kæru kæranda vísað frá nefndinni. | <h2> ÚRSKURÐUR</h2><p>Hinn 7. júní 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 624/2016 í máli nr. ÚNU 15070007.</p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 10. júlí 2015 kærði VER ehf. afgreiðslu Akraneskaupstaðar á beiðni fyrirtækisins um upplýsingar í tengslum við breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Akranesi en Faxaflóahafnir höfðu samkvæmt upplýsingum frá Akraneskaupstað óskað eftir þeirri breytingu 24. október 2013.</p><p>Með tölvubréfi dags. 20. febrúar 2015 fór kærandi fram á aðgang að gögnum. Samkvæmt gögnum málsins voru nokkur samskipti milli kæranda og kærða fram til 13. apríl 2015 þar sem m.a. kemur fram að kærði telur sig hafa afhent kæranda öll gögn málsins en kærandi telur svo ekki hafa verið. </p><p>Í kæru málsins kemur fram að ítrekað hafi verið óskað aðgangs að öllum gögnum. Fyrst hafi ekkert verið afhent en í kjölfar eftirreksturs hafi einhver gögn borist. Þó hafi vantað gögn frá forvinnslu málsins eða upplýsingar um þarfagreiningu vegna deiliskipulagsbreytingarinnar. Kærandi telur öll gögn málsins vera „allar fundargerðir og líka þau gögn sem (líklega) hafa verið lögð fram með fundarboðum (fundargögn), samskipt[i] við Faxaflóahafnir, arkitekta“ auk annarra gagna. Þá telur kærandi að væntanlega hafi einnig verið unnin einhver undirbúningsvinna eða greining áður en deiliskipulagstillagan var gerð í formi skýrslu eða samantektar.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 17. júlí 2015 var Akraneskaupstað kynnt kæran og veittur frestur til 31. sama mánaðar til að koma að umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Frestur var framlengdur til 14. ágúst 2015 og barst umsögn kærða þann dag.</p><p>Í umsögn Akraneskaupstaðar kemur fram að í málakerfi sveitarfélagsins sé haldið utan um málið er lýtur að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Akranesi undir málsnúmerinu 13010176. Kæranda hafi verið afhent öll gögn þess máls 24. apríl 2015 og tekið fram að deiliskipulagsferlinu hafi þó ekki verið lokið. Þá kemur fram að það mál sé ekki tengt öðru máli undir málsnúmerinu 1406089 í málakerfinu þrátt fyrir að málsmeðferð málanna beggja blandist að hluta til saman. Síðara málið lýtur að beiðni kæranda frá 11. júní 2014 um stækkun lóðar að Faxabraut 7. Vegna þessa kunni það að vera að í síðara málinu séu einhver gögn sem kærandi hafi ekki undir höndum og hafi því öll gögn þess máls verið afhent kæranda í kjölfar kærunnar. Jafnframt kemur fram að í hvorugu málanna séu gögn sem falli undir undanþágur samkvæmt upplýsingalögum og því hafi öll gögn verið afhent kæranda.</p><p>Umsögn Akraneskaupstaðar var kynnt kæranda og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með bréfi dags. 21. ágúst 2015 þar sem fram kemur að kærandi ítreki beiðni sína um aðgang að öllum gögnum málsins. Þá kemur fram að það sé ótrúverðugt að Faxaflóahafnir hafi sent inn tillögu til Akraneskaupstaðar að breytingu á deiliskipulagi, án ástæðu og hún samþykkt án skoðunar, greiningar eða útskýringar fyrir nefndarfólk í fundarboðum. Ennfremur sé það einkennilegt að ekki hafi verið getið um það í lýsingu að verið væri að stækka byggingarreitinn fyrir hús sem þegar hafi verið byggt. Einnig segir að það sem fram komi í svari Akraneskaupstaðar um að inn í málsmeðferðina blandist umsókn um stækkun lóðarinnar að Faxabraut 7 sé sérstakt, þar sem kærandi hafi aldrei sótt um stækkun þeirrar lóðar eða annarrar á Akranesi eða óskað aðgangs að gögnum vegna stækkunar lóðar. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Mál þetta varðar beiðni um aðgang að gögnum í tengslum við breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Akranesi. Kæran er dagsett 10. júlí 2015 en í gögnum málsins má sjá samskipti milli aðila vegna málsins frá 20. febrúar, þegar upplýsingabeiðni kæranda kom fram, og fram til 13. apríl 2015. </p><p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.</p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér afrit af þeim gögnum er kærandi hefur fengið aðgang að. Af þeim verður ekki séð að forsendur standi til að rengja þá fullyrðingu Akraneskaupstaðar að kæranda hafi verið afhent öll gögn er lúta að breytingum á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Akranesi. Af því leiðir ennfremur að ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum að þessu leyti. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p>Að auki þykir rétt að taka fram að í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er svohljóðandi ákvæði: „Mál skv. 1. mgr. 20. gr. skal borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun.“ Í athugasemdum við þetta ákvæði í frumvarpi er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Í 1. mgr. er tilskilið að kæra til nefndarinnar skuli vera skrifleg og jafnframt er ákveðinn 30 daga kærufrestur. Þessi frestur er mun styttri en sá þriggja mánaða frestur sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Þykir það sjálfsagt vegna þess að yfirleitt er það hagur þess sem upplýsinga óskar að fá eins skjóta úrlausn og kostur er.“ Í einhverjum tilvikum kann það að vera afsakanlegt að kæra komi fram að liðnum umræddum fresti en þar sem í þessu máli liggur ekki fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum þykir ekki ástæða til að taka afstöðu til þess hvort vísa hefði átt kærunni frá á þessum grundvelli.</p><h3>Úrskurðarorð</h3><p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru VER ehf. dags. 10. júlí 2015 á hendur Akraneskaupstað.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> |
622/2016. Úrskurður frá 7. júní 2016. | A kærði þá ákvörðun Endurmenntunar Háskóla Íslands að synja beiðni um aðgang að krossaspurningum í fyrri hluta prófs í námskeiði á vegum stofnunarinnar en A reisti rétt sinn til aðgangs á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Synjun Endurmenntunar var byggð á 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að ákvæðið takmarkaði rétt til aðgangs að krossaspurningunum þar sem prófið hefði þegar verið lagt fyrir og ekki væri fyrirhugað að leggja það fyrir aftur í óbreyttri mynd. Var því Endurmenntun Háskóla Íslands gert að veita kæranda aðgang að krossaprófinu. | <h2>ÚRSKURÐUR</h2><p>Hinn 7. júní 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 622/2016 í máli ÚNU 15060004.</p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 24. júní 2015 kærði A þá ákvörðun Endurmenntunar Háskóla Íslands að synja henni um aðgang að prófi í námskeiðinu Ferðaþjónusta, áhrif ferðamennsku og umhverfi sem lagt var fyrir 11. desember 2014.</p><p>Kærandi fór fram á aðgang að gögnunum með bréfi dags. 3. júní 2015. Endurmenntun Háskóla Íslands tók afstöðu til beiðninnar með bréfi dags. 22. sama mánaðar þar sem fram kom að prófið samanstæði af tveimur hlutum. Fyrri hluti prófsins (I. HLUTI) innihélt 30 jafngildar krossaspurningar, samtals 60% af lokaeinkunn. Síðari hluti (II. HLUTI) prófsins sem var 40% af lokaeinkunn innihélt ritgerðarspurningu þar sem gefnir voru tveir valkostir.</p><p>Kæranda var veittur aðgangur að síðari hluta prófsins en með vísan til 5. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 var kæranda synjað um aðgang að fyrri hluta prófsins, þar sem um væri að ræða krossaspurningar „sem eru hluti af gagnabanka í land- og ferðamálafræði og leiðsögunámi Endurmenntunar HÍ sem nýttur er með kerfisbundnum hætti frá ári til árs.“</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 29. júní 2015 var Endurmenntun Háskóla Íslands kynnt kæran og veittur frestur til 13. júlí til að koma að umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Vegna sumarleyfa var frestur framlengdur til 19. ágúst og barst umsögn Endurmenntunar Háskóla Íslands þann dag ásamt afritum af umbeðnum gögnum.</p><p>Í umsögn Endurmenntunar Háskóla Íslands kemur fram að sjónarmið að baki 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga eigi við um krossapróf úr gagnabönkum námskeiða og að afhending þeirra myndi koma niður á magni og gæðum námsmats í viðkomandi námskeiði. Fram kemur í umsögninni að próffræðileg rök liggi að baki því að takmarka aðgang að krossaspurningum í prófum sem þessum, enda þurfi að nota spurningar oftar en einu sinni svo unnt sé að átta sig á gæðum þeirra. Því séu flest krossapróf blanda af nýjum og gömlum spurningum. Þá kemur fram að með góðum krossaprófum sé auðveldara að uppfylla kröfur um sambærileg próf frá einu ári til annars eða frá lokaprófi að sjúkraprófi. Prófið innihaldi upplýsingar sem fram koma í námsefni viðkomandi námskeiðs og því ekki verið að leyna upplýsingum sem eiga erindi við almenning. Jafnframt segir að óskorðað aðgengi að spurningum myndi gera það ókleift fyrir kennara að þróa spurningar og móta og sú hætta sé fyrir hendi að nemendur þrói gagnabanka um viðkomandi námskeið þar sem prófspurningum yrði safnað kerfisbundið.</p><p>Umsögn Endurmennturnar Háskóla Íslands var kynnt kæranda og kæranda veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með bréfi dags. 27. ágúst 2015 og kemur þar m.a. fram að frá árinu 2010 hafi námsmat í því námskeiði sem um ræðir einkennst af tilraunastarfsemi og hafi námsmatið verið með ýmsum hætti. Því sé ekki rétt að gagnabanki sem nefndur er í umsögn Endurmenntunar Háskóla Íslands sé nýttur kerfisbundið frá ári til árs.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Mál þetta varðar beiðni um aðgang að prófi sem lagt var fyrir 11. desember 2014 í námskeiðnu Ferðaþjónusta, áhrif ferðamennsku og umhverfi á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Um er að ræða fyrri hluta prófsins (I. HLUTI) þar sem kæranda hefur verið afhentur síðari hluti prófsins (II. HLUTI).</p><h3>2.</h3><p>Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Í umsögn sinni til úrskurðarnefndarinnar hefur Endurmenntun Háskóla Íslands vísað til 5. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga til stuðnings niðurstöðu sinni um að synja kæranda um aðgang að fyrri hluta prófsins. Í ákvæðinu er fjallað um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um „fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði[.]“</p><p>Umrædd takmörkun er undantekning frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra þröngt. Með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ er vísað til þess að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingunum myndi skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðunum. Þá skal á grundvelli 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga veita aðgang að þeim gögnum sem 5. tölul. 10. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið nema aðrar takmarkanir samkvæmt lögunum eigi við.</p><h3>3.</h3><p>Þó að almannahagsmunir geti staðið til þess að stjórnvöld sem sinna kennslu hafi svigrúm til þess að þróa og móta kennslu og prófspurningar leiðir af áskilnaði 10. gr. upplýsingalaga að aðgangur að slíkum gögnum verður ekki takmarkaður nema efni þeirra sé þess eðlis að opinberun þeirra myndi raska almannahagsmunum eða önnur ákvæði upplýsingalaga eigi við. </p><p>Því hefur ekki verið haldið fram af hálfu Endurmenntunar Háskóla Íslands að það próf sem hér um ræðir sé eins frá ári til árs, heldur að afhending krossaspurninganna komi niður á gæðum námsmats viðkomandi námskeiðs, enda sé um að ræða spurningar úr gagnabanka sem nýttur sé kerfisbundið frá ári til árs. Ekki er unnt að fallast á að aðgangur að krossaspurningunum sé til þess fallinn að skerða gæði námsmats viðkomandi námskeiðs, eða að afhending spurninganna sé til þess fallin að skerða árangur af síðari próftöku með sama sniði í sama námskeiði. Í 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga er gert ráð fyrir því að próf sé fyrirhugað og ljóst er að ef upplýsingar um innihald fyrirhugaðs prófs væru opinberar gæti slíkt próf verið þýðingarlaust eða ekki skilað þeim árangri sem sóst væri eftir. Það próf sem hér um ræðir hefur verið lagt fyrir og því hefur ekki verið haldið fram að fyrirhugað sé að leggja það fyrir aftur, heldur einvörðungu að einhverjar krossapurningar verði notaðar aftur enda hluti af spurningum úr gagnabanka. Af framangreindu leiðir að umrætt próf er ekki fyrirhugað og því ber með vísan til meginreglu 5. gr. sbr. 2. tölul. 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga að veita kæranda aðgang að prófinu.</p><h3>Úrskurðarorð</h3><p>Endurmenntun Háskóla Íslands ber að veita kæranda, A, aðgang að fyrri hluta (I. HLUTI) prófsins í námskeiðinu Ferðaþjónusta, áhrif ferðamennsku og umhverfi sem lagt var fyrir 11. desember 2014.</p><p>Þorgeir Ingi Njálsson</p><p>varaformaður</p><p>Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> |
620/2016. Úrskurður frá 7. júní 2016 | Kærð var ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun beiðni um afhendingu gagna er vörðuðu tilboð tveggja bjóðenda í verðfyrirspurn borgarinnar. Reykjavíkurborg taldi óheimilt að veita aðgang að tilboðum bjóðenda, sundurliðuðum fyrir hvern afmarkaðan hluta verðfyrirspurnarinnar, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar sem kærandi var meðal tilboðsgjafa var réttur hans til aðgangs að gögnunum reistur á 14. gr. upplýsingalaga. Ekki var talið að þær upplýsingar sem fram kæmu í tilboði umræddra bjóðenda gætu valdið bjóðendum tjóni fengi kærandi aðgang að þeim. Þá taldi nefndin hagsmuni kæranda af því að fá aðgang að gögnunum vega þyngra en hagsmunir umræddra bjóðenda af því að upplýsingunum yrði haldið leyndum. Var því fallist á að Reykjavíkurborg bæri að afhenda kæranda umbeðin tilboð. Kæru um afhendingu annarra gagna og upplýsinga sem lágu til grundvallar við mat á tilboðunum var vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem Reykjavíkurborg hafði þegar afhent umrædd gögn. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 7. júní 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 620/2016 í máli ÚNU 14120002.</p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 18. nóvember 2014 kærði Hirzlan ehf. synjun innkaupadeildar Reykjavíkurborgar á beiðni um afhendingu gagna er varða tilboð þátttakenda í verðfyrirspurn nr. 13331. Í kæru gerir kærandi þá kröfu að innkaupadeild Reykjavíkurborgar verði gert að afhenda þau gögn og upplýsingar sem lágu til grundvallar við mat á tilboði AJ vörulistans ehf. og Pennans ehf. í umræddri verðfyrirspurn en aðeins tilboðum frá þessum aðilum hafi verið tekið.</p><p>Með erindi dags. 3. nóvember 2014 óskaði kærandi m.a. eftir því að fá afrit af tilboðum, sundurliðuðum, fyrir hvern afmarkaðan hluta verðfyrirspurnar Reykjavíkurborgar nr. 13331 frá þeim aðilum sem voru þátttakendur í verðfyrirspurninni. Erindinu var svarað með bréfi dags. 18. nóvember 2014 þar sem beiðninni var synjað á þeim grundvelli að gögnin innihaldi viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem eðlilegt sé að leynt fari. Reykjavíkurborg væri því óheimilt að veita aðgang að umbeðnum upplýsingum skv. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p><p>Í kæru byggir kærandi rétt sinn til aðgangs á gögnunum á 5. gr. og 14. gr. upplýsingalaga. Ákvæði 14. gr. hafi verið skýrt svo að það taki ekki einvörðungu til upplýsinga um kæranda sjálfan heldur einnig til upplýsinga sem varða viðkomandi á þann hátt að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að fá aðgang að gögnunum, umfram aðra. Kærandi telur að hann sem þátttakandi í verðfyrirspurn kærða teljist vera aðili í skilningi 14. gr. laga nr. 140/2012.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 21. apríl 2015 var kæran kynnt Reykjavíkurborg og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði afhent afrit umbeðinna gagna í trúnaði.</p><p>Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 30. apríl 2015, kemur fram að kröfu kæranda verði að skilja svo að átt sé við fyrirtækið Á. Guðmundsson ehf. en ekki AJ vörulistann þar sem engu tilboði hafi verið tekið frá síðarnefnda fyrirtækinu. Þá er tekið fram að ekki sé lagst gegn afhendingu þeirra gagna sem kæran taki til en að kæranda hafi verið veittar þær upplýsingar sem hann óski eftir með tölvupósti, dags. 23. október 2014. Þar hafi komið fram við hvaða aðila yrði samið, hvaða húsgögn yrðu fyrir valinu og hvert verð þeirra væri. Einu upplýsingarnar sem hafi legið til grundvallar við mat á tilboðum og fylgdu ekki framangreindum tölvupósti hafi verið myndir af viðkomandi vörum en myndirnar séu öllum aðgengilegar á vefsíðum bjóðenda. Þar sem þegar hafi verið orðið við kröfum kæranda beri að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Með umsögninni fylgdu gögn sem bjóðendur tóku saman og sendu kærða sem hluta af tilboði sínu.</p><p>Umsögn Reykjavíkurborgar var kynnt kæranda með bréfi, dags. 4. maí 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1. <b> </b> </h3><p>Í málinu er deilt um aðgang að tilboðsgögnum frá tveimur bjóðendum vegna innkaupa Reykjavíkurborgar á skrifstofuhúsgögnum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en kærandi var á meðal tilboðsgjafa. Ákvæði 14. gr. hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur t.d. litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda, sbr. t.d. A-418/2012. Sömu sjónarmið eiga við þegar um er að ræða verðfyrirspurn vegna opinberra innkaupa sem framkvæmd er á grundvelli innkaupareglna Reykjavíkurborgar frá 8. maí 2014. </p><p>Af kæru má ráða að hún taki til allra þeirra gagna sem innkaupadeildin hefur undir höndum frá umræddum bjóðendum og sem lágu til grundvallar ákvörðunartöku innkaupadeildarinnar um að taka tilboði þessara tveggja aðila, þ.m.t. afrit af tilboðum bjóðanda, sundurliðuðum fyrir hvern afmarkaðan hlut verðfyrirspurnar Reykjavíkurborgar eins og tekið er fram í upphaflegri gagnabeiðni kæranda. Þar af leiðandi verður ekki litið svo á að kærandi hafi þegar fengið umbeðnar upplýsingar eins og Reykjavíkurborg heldur fram. </p><h3>2. <b> </b> </h3><p>Í 3. mgr. 14. gr. kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.</p><p>Í málum þar sem fjallað hefur verið um beiðnir um aðgang að einingaverðum í tilboðum útboða á vegum aðila er falla undir upplýsingalög hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál almennt komist að þeirri niðurstöðu að veita beri aðgang á grundvelli 9. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 14. gr. núgildandi upplýsingalaga, en þessar lagagreinar eru sama efnis. Hefur nefndin lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd útboðanna og að almannahagsmunir standi til þess að veittur sé aðgangur að gögnum er varði ráðstöfun opinberra fjármuna. Þá sé rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera.</p><p>Þrátt fyrir þessi almennu sjónarmið verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort takmarka beri aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga. Í upplýsingalögum er gert ráð fyrir að metið sé í hverju tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið getur orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram.</p><p>Í málinu liggur fyrir að þeir bjóðendur sem tilteknir eru í kæru leggjast gegn því að upplýsingarnar verði gerðar opinberar en af kæru má ráða að átt sé við þá aðila sem tilboði var tekið frá, þ.e. Pennann ehf. og Á. Guðmundsson ehf. Í tölvupósti frá Pennanum ehf. til Reykjavíkurborgar dags, 14. nóvember 2014 kemur fram að Penninn telji það óeðlilegt að samkeppnisaðilar fyrirtækisins fái afrit af tilboðum þess og þar með upplýsingar um framsetningu fyrirtækisins á tilboðum. Í tölvupósti frá Á. Guðmundssyni ehf. til Reykjavíkurborgar, dags. 17. nóvember 2014, er tekið fram að fyrirtækið veiti Reykjavíkurborg ekki heimild til að birta gögn úr verðfyrirspurninni og að fyrirtækið telji óheimilt að birta einingarverð bjóðenda.</p><p>Úrskurðarnefndin telur ekki að þær upplýsingar sem fram koma í tilboði umræddra bjóðenda séu þess efnis að það geti valdið þeim tjóni fái kærandi aðgang að þeim. Í hinum umbeðnu tilboðsgögnum er ekki að finna upplýsingar um sambönd umræddra bjóðenda við viðskiptamenn fyrirtækisins sem virðast til þess fallnar að skaða hagsmuni þess, þau viðskiptakjör sem fyrirtækið nýtur, álagningu þess eða afkomu. Lítur úrskurðarnefndin svo á að hagsmunir kæranda, af því að fá aðgang að gögnunum, vegi þyngra en hagsmunir umræddra bjóðenda af því að upplýsingunum verði haldið leyndum enda varða gögnin m.a. ráðstöfun opinberra fjármuna og hagsmuni kæranda af því að rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum í umræddum innkaupum Reykjavíkurborgar. </p><h3>3. <b> </b> </h3><p>Í umsögn Reykjavíkurborgar er tekið fram að kæranda hafi þegar verið veittar þær upplýsingar sem lágu til grundvallar við mat á tilboðunum að undanskildum myndum af vörunum sem þegar séu öllum aðgengilegar. Þar sem ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds á afhendingu gagna verður því að vísa kæru frá hvað varðar þær upplýsingar sem þegar hafa verið veittar sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 140/2012. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Reykjavíkurborg ber að afhenda kæranda tilboð Á. Guðmundssonar ehf. og tilboð Pennans ehf. í skrifstofuhúsgögn samkvæmt verðfyrirspurn Reykjavíkurborgar nr. 13331.</p><p>Kæru kæranda um afhendingu þeirra gagna og upplýsinga sem lágu til grundvallar við mat á tilboði Á. Guðmundssonar ehf. og tilboð Pennans ehf. í verðfyrirspurn nr. 13331 er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
619/2016. Úrskurður frá 4. maí 2016 | A kærði tvær ákvarðanir utanríkisráðuneytisins á beiðnum um aðgang að gögnum um Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO). Af hálfu ráðuneytisins kom fram að hluti gagnanna væri ekki í vörslum þess. Þau gögn sem eftir stæðu væru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum á grundvelli 2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki efni til að rengja mat ráðuneytisins og vísaði kærunum frá nefndinni. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 4. maí 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 619/2016 í málum nr. ÚNU 15020001 og 15040001.</p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 30. janúar 2015 kærði A synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni um afhendingu tiltekinna gagna um Norður- Atlantshafsbandalagið (NATO). </p><p>Með bréfi, dags. 5. febrúar 2015, óskaði úrskurðarnefndin eftir frekari skýringum á kæru ásamt afriti af gagnabeiðni til utanríkisráðuneytisins og svari ráðuneytisins. Erindi úrskurðarnefndarinnar var ítrekað með bréfi, dags. 31. mars 2015. Umbeðin gögn bárust með bréfi, dags. 8. apríl 2015. </p><p>Með erindi, dags. 22. október 2014, fór kærandi þess á leit við utanríkisráðuneytið að honum yrðu afhent gögn og upplýsingar sem tilgreind voru í nokkrum töluliðum og varða aðild Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO). Gagnabeiðnin var ítrekuð með bréfi kæranda, dags. 14. nóvember 2014. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir synjun á beiðni kæranda, dags. 2. janúar 2015, tók ráðuneytið fram að ekki hafi verið unnt að svara fyrirspurn kæranda m.a. þar sem engin gögn væru til í ráðuneytinu um nokkur þeirra mála sem kærandi hafi beðið um. Þá væru gögn sem snéru að „Protocol“ Norður-Atlantshafsbandalagsins bundin trúnaði með vísan til 1. og 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. einnig sjónarmið að baki 4. gr. sömu laga. Varðandi ósk kæranda um skýrslur frá fundum á vegum yfirherstjórnar NATO (Supreme Headquarters Allied Powers, SHAPE) benti ráðuneytið á að fundir á vegum SHAPE á umræddu tímabili skiptu hundruðum og fjölluðu eðli máls samkvæmt um mikinn fjölda málefna sem mörg hver væru bundin trúnaði. </p><p>Í kæru er krafist aðgangs eða afrits af eftirfarandi gögnum:</p><ol><li><p>„NATO „Protocol“-um fyrir Ísland.“</p></li><li><p>Öllum skýrslum og gögnum um Supreme Headquarters Allied Powers Europe, SHAPE, síðustu 7 ára. </p></li><li><p>Öllum skýrslum og gögnum um „Allied Clandestine Committee (ACC)“ síðustu 7 ára. </p></li><li><p>Öllum skýrslum og gögnum um „Allied Clandestine Cooperations Groups ACCG“ síðustu 7 ára.</p></li><li><p>Gögnum yfir „alla ACC NATO fundi sem haldnir voru í Brussel frá 23.-24. október 1990, október 1991 og til dagsins í dag.“</p></li><li><p>„AFNORTH-data listanum („Headquarters Allied Forces Northern Europe“) eða þennan lista („AFNORTH-data“) yfir alla einstaklinga sem skráðir hafa verið gegn eða á móti NATO á Norðurlöndum (eða bara allan listann).“</p></li></ol><p>Með erindi dags. 26. mars 2015 kærði A synjun utanríkisráðuneytisins um afhendingu annarra tiltekinna gagna um NATO. Sú gagnabeiðni var send utanríkisráðuneytinu með bréfi dags. 12. febrúar 2015 þar sem beiðst var aðgangs að eftirfarandi gögnum um Norður- Atlantshafsbandalagið: </p><ol><li><p>Öllum skýrslum og minnisblöðum frá Supreme Commander Allied Powers Europe (SACEUR) síðustu 7 ára. </p></li><li><p>Öllum skýrslum og minnisblöðum frá „NATO Nuclear Planning Grúppunni“ síðustu 7 ára. </p></li><li><p>Öllum skýrslum og minnisblöðum frá öllum NATO flugvöllum eins og t.d. Buchel, Ghedi Torre, Kleine Brogel, Volkel, o.s.frv. síðustu 7 árin fram til þess tíma er kæran var lögð fram. </p></li><li><p>Öllum skýrslum og minnisblöðum sem „notast var við til þess að réttlæta þetta NATO stríð gegn Líbýu.“</p></li><li><p>Öllum gögnum og minnisblöðum sem „notast var við til að réttlæta þetta NATO stríð gegn Súdan“ árið 2006.</p></li><li><p>Minnisblöðum (eða gögnum) um NATO-Pentagon áætlun, sem gefin var út u.þ.b. 10 dögum eftir 11. september 2001. </p></li></ol><p>Svar barst frá ráðuneytinu með bréfi dags. 19. mars 2015. Þar kemur fram að ráðuneytinu telji sér óheimilt að afhenda kæranda þau gögn sem það kynni að hafa í fórum sínum og snerta kjarnavopn í Evrópu þar sem gögnin væru bundin trúnaði. Var því til stuðnings vísað til 1. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012. Þá væru allar skýrslur og minnisblöð sem snerti NATO Nuclear Planning Group, sbr. 2. tölul. í gagnabeiðni kæranda, bundnar trúnaði samkvæmt sama ákvæði. Varðandi 4. tölul. í gagnabeiðni kæranda var því svarað að þátttaka NATO í Lýbíu hafi verið til að framfylgja ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hvað varðar 5. tölul. gagnabeiðninnar er tekið fram að NATO hafi ekki verið þátttakandi í stríði gegn Súdan árið 2006 og varðandi 6. tölul. segist ráðuneytið ekki kannast við neina „NATO-Pentagon“ áætlun. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Báðar kærurnar voru kynntar utanríkisráðuneytinu með bréfum dags. 9. apríl 2015 og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um þær og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðununum. Þess var jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði. Með tölvupósti, dags. 22. apríl 2015 óskaði utanríkisráðuneytið eftir fresti til 6. maí til að senda inn umsögn. Ráðuneytinu var veittur umbeðinn frestur sama dag. </p><p>Umsagnir utanríkisráðuneytisins um kærur í þessum tveimur málum sem hlotið hafa númerin ÚNU nr. 15020001 og ÚNU nr. 15040001 bárust með bréfum dags. 21. maí 2015. Þar sem bæði málin varða ágreining sömu aðila um aðgang að sambærilegum gögnum ákvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál að fjalla um þau í einu lagi. </p><p>Umsagnir ráðuneytisins eru nánast efnislega samhljóða. Í umsögnunum kemur fram að ráðuneytið telji eftir nánari greiningu á gagnabeiðnum kæranda að úrskurðarnefnd um upplýsingamál beri að vísa kærunni frá þar sem upplýsingalög gildi ekki um þau umbeðnu gögn sem fyrirliggjandi væru í ráðuneytinu. Var vísað til 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt ákvæðinu gilda upplýsingalög ekki um upplýsingar sem trúnaður ríkir um samkvæmt þjóðréttarsamningum sem Ísland á aðild að. </p><p>Í umsögnunum vísar ráðuneytið í fyrsta lagi til þess Ísland hafi á vettvangi Norður- Atlantshafsbandalagsins undirritað hinn 20. mars 1997 samninginn „Samningur milli aðila að Norður-Atlantshafssamningnum um upplýsingaöryggi“ og hafi hann tekið gildi gagnvart Íslandi þann 23. febrúar 2013. Efni samningsins hafi verið tekið upp í íslenskan rétt með ákvæði 2. mgr. 24. gr. varnarmálalaga nr. 34/2008 og hefði ráðherra sett reglugerð nr. 959/2012 um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála, með stoð í lögunum. Í reglugerðinni væri m.a. að finna ítarleg ákvæði í II. kafla, sbr. 5.-13. gr., um trúnaðarflokkun, geymslu, meðferð og miðlun trúnaðarflokkaðra upplýsinga. </p><p>Í öðru lagi rökstuddi ráðuneytið frávísunarkröfu sína með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-342/2012 frá 29. júlí 2010, en í því máli hafi úrskurðarnefndin talið að upplýsingalögin giltu ekki um fundargerð fundar Mannvirkjasjóðsnefndar NATO, dags. 16. maí 2008, þar sem efni skjalsins félli undir þagnarskyldureglu fyrrnefnds samnings um upplýsingaöryggi. Væru gögnin því undanskilin upplýsingarétti á grundvelli lokamálsliðar 2. mgr. 2. gr. þágildandi upplýsingalaga, sbr. nú 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p><p>Í umsögn ráðuneytisins er tekið fram að öll gögn sem tiltekin eru í kæru og fyrirliggjandi eru í ráðuneytinu hafi verið trúnaðarflokkuð. Með vísan til fyrrnefnds samnings um upplýsingaöryggi beri því að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni en um sé að ræða þjóðréttarsamning sem Ísland eigi aðild að og fjalli um trúnað á NATO-upplýsingum. Tekið er fram að í vissum tilvikum sé heiti skjalanna einnig trúnaðarmál og því ekki hægt að senda forsíður eða titla á þeim skjölum sem um ræðir. </p><p>Að lokum taldi ráðuneytið að jafnvel þótt talið yrði að upplýsingalög ættu við í málinu væri gagnabeiðnin of víðtæk til að samrýmst geti hugtakinu „tiltekið mál“ í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Bent var á að í þremur tilfellum væri óskað eftir aðgangi að öllum gögnum frá síðustu 7 árum sem varði tiltekið málefni og í einu tilfelli væri beðið um gögn varðandi fundi allt frá árinu 1990 eða síðustu 25 árin. Ráðuneytið teldi að svo víðtæk beiðni um aðgang að gögnum gæti ekki talist „tiltekið mál“ í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá væri kæran í málinu óskýr og fæli í sér órökstuddar staðhæfingar sem ekki fái staðist. </p><p>Með umsögnum ráðuneytisins fylgdi samningurinn milli aðila að Norður-Atlantshafssamningnum um upplýsingaöryggi (e. Agreement between the Parties to the North Atlantic Treaty for the Security of Information) frá 6. mars 1997, á íslensku og ensku. Þá fylgdi yfirlit frá vörsluaðila samningsins, utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, um samninginn, uppfært þann 23. febrúar 2013. </p><p>Umsagnir utanríkisráðuneytisins voru kynntar kæranda með bréfi dags. 26. maí 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 29. júní 2016, og eru þar gerðar athugasemdir í einu lagi um báðar kærurnar. Kærandi kveðst vera ósammála því að yfirvöld breiði yfir allar upplýsingar um eftirlit og gæslu með því að merkja gögnin sem „leyndarmál“. Ekki væri hægt að átta sig á málum hvað varði eftirlit og öryggi með kjarnorkuvopnum NATO þegar öllum beiðnum væri svarað á þá leið að gögnin væru merkt trúnaðarmál. Það hlyti að vera hægt að veita aðgang að gögnunum eða hluta þeirra til þess að gefa fólki sem finnist því ógnað svör um öryggi og eftirlit.</p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Í máli þessu reynir á rétt kæranda til aðgangs að gögnum er varða Norður-Atlatnshafsbandalagið en beiðni um aðgang var sett fram á grundvelli upplýsingarréttar almennings, sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p><p>Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Af ákvæðinu leiðir að til að hægt sé að afgreiða beiðni verði hún því að vera fram sett með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið þau mál sem lúta að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Úrskurðarnefndin telur að beiðni kæranda uppfylli ákvæði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda lýtur hún að afmörkuðum upplýsingum sem tengjast Norður-Atlantshafssamstarfinu á ákveðnu árabili. Með upplýsingalögum nr. 140/2012 var tilgreiningarregla upplýsingalaga rýmkuð en skv. 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. er veittur réttur til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum án tengsla við tiltekið mál. </p><h3>2. </h3><p>Í svari ráðuneytisins, dags. 2. janúar 2015, við fyrri gagnabeiðni kæranda er tekið fram að mörg hina umbeðnu gagna, þ.á m. gögn sem kærandi nefni „Clandestine“ aðgerðir og skyld mál, séu ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Í svarbréfi ráðuneytisins, dags. 19. mars 2015, við síðari gagnabeiðni kæranda er tekið fram að engin gögn séu til um þátttöku NATO í stríði gegn Súdan né sé ráðuneytinu kunnugt um „NATO-Pentagon“ áætlun. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki ástæðu til þess vefengja þessar staðhæfingar ráðuneytisins. </p><p>Úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. laganna að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Því verður að vísa kæru frá hvað varðar gögn sem tilgreind voru í 3. og 4. tölul. kæru frá 30. janúar 2015 og 5. og 6. tölul. í kæru frá 26. mars 2015. </p><h3>3.</h3><p>Í 4. gr. laga nr. 140/2012 er kveðið á um gildissvið upplýsingalaga gagnvart öðrum lögum. Samkvæmt 2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna gilda upplýsingalög ekki um upplýsingar sem trúnaður skal ríkja um samkvæmt þjóðréttarsamningum sem Ísland á aðild að. Ákvæðið var einnig að finna í eldri upplýsingalögum nr. 50/1996 en í athugasemdum um ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi til laganna sagði: </p><blockquote><p>„Þá kann Ísland að hafa gengist undir skuldbindingar gagnvart öðrum ríkjum í þjóðréttarsamningum þess efnis að tilteknum gögnum verði haldið leyndum umfram það sem gert er ráð fyrir í þessum lögum. Vegna slíkra skuldbindinga að þjóðarétti þykir nauðsynlegt að taka af skarið um það að lögin gildi ekki ef öðru vísi er fyrir mælt í þjóðréttarsamningum sem íslenska ríkið á aðild að.“</p></blockquote><p>Ísland undirritaði Norður-Atlantshafssamninginn (e. North Atlantic Treaty) hinn 4. apríl 1949 og tók samningurinn gildi gagnvart Íslandi þann 24. ágúst sama ár. Á þeim vettvangi undirgekkst Ísland síðar samninginn „Samningur milli aðila að Norður-Atlantshafssamningnum um upplýsingaöryggi“ eins og áður segir. Í formála að samningnum kemur fram það markmið að vernda og tryggja öryggi trúnaðarflokkaðra upplýsinga sem stjórnvöld aðila að Norður-Atlantshafssamningum skiptast á. Samkvæmt 1. gr. samningsins skulu aðilar að honum meðal annars vernda og tryggja öryggi tiltekinna trúnaðarflokkaðra upplýsinga sem stafa frá NATO eða sem aðildarríki sendir NATO. Samkvæmt lið iv. í 1. gr. samningsins skuldbinda aðilar sig til að birta ekki öðrum en þeim sem eru aðilar að NATO upplýsingar sem skilgreindar eru í 1. gr., án samþykkis upprunaaðila. Kveðið er á trúnaðarflokkun upplýsinga í <a name="OLE_LINK1">3. mgr. 23. gr. varnarmálalaga nr. 34/2008, sbr. reglugerð nr. 959/2012 um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála. </a>Af þessu leiðir að gögn sem hafa verið felld undir trúnaðarskyldu fyrrnefnds þjóðréttarsamnings um upplýsingaöryggi, eru undanskilin rétti almennings til aðgangs á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laganna. </p><h3>4.</h3><p>Utanríkisráðuneytið synjaði kæranda um afhendingu gagnanna á þeim grundvelli að öll hin umbeðnu skjöl sem fyrirliggjandi væru í ráðuneytinu væru trúnaðarflokkuð. Í báðum kærum þessa máls eru þau gögn sem kærandi óskar aðgangs að skilmerkilega tilgreind og bera það með sér að vera gögn sem felld verða undir títtnefndan þjóðréttarsamning. Telur úrskurðarnefndin því óhætt að fallast á þá staðhæfingu ráðuneytisins að umbeðin gögn séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 2. málsl. 2. mgr. 4. gr. Þar sem valdsvið úrskurðarnefndarinnar afmarkast við beiðni um aðgang að gögnum sem falla undir upplýsingalögin, sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, ber að vísa kærum kæranda frá nefndinni að því leyti er þær varða gögn sem eru fyrirliggjandi hjá utanríkisráðuneytinu sem og þeim hluta kæranna sem ná til gagna sem þar er ekki að finna, eins og að framan er greint. </p><h3>Úrskurðarorð</h3><p>Kærum A dags. 30. janúar 2015 og 26. mars 2015 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p> |
616/2016. Úrskurður frá 4. maí 2016 | Deilt var um synjun Landsnets hf. á beiðni um afrit af skýrslu um jarðstrengi. Landsnet bar fyrir sig að skýrslan hefði að geyma upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni sem leynt skyldu fara samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á það með Landsneti að tilteknar upplýsingar í skýrslunni gætu haft verðmyndandi áhrif þegar kæmi til útboðs vegna framkvæmdarinnar. Synjun var því staðfest hvað þær upplýsingar varðar en kæranda veittur aðgangur að skýrslunni að öðru leyti. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 4. maí 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 616/2016 í máli ÚNU 15040006. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 23. mars 2015 kærðu umhverfisverndarsamtökin Landvernd synjun Landsnets hf. á beiðni samtakanna um afrit af skýrslu á ensku um jarðstrengi. Landsnet hafnaði gagnabeiðni kæranda með bréfi dags. 24. mars 2015 á þeim grundvelli að í skýrslunni væri að finna upplýsingar er varði fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins og annarra aðila, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Kæran barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann 23. apríl 2015. </p><p>Fram kemur í kæru að Landvernd viti ekki titil hinnar umbeðnu skýrslu. Landsnet hafi birt samantekt hennar eða útgáfu á íslensku undir heitinu „Lagning jarðstrengja á hærri spennum í raforkuflutningskerfinu“. Í inngangi að íslensku skýrslunni sé minnst á enska útgáfu en um sé að ræða niðurstöðu rannsóknarverkefnis frá árinu 2014. </p><p>Í kæru er byggt á því að skýrslan falli undir 3. tölul. 3. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál. Ljóst sé að skýrslan í heild geti ekki verið undanþegin upplýsingarétti um umhverfismál þar sem íslensk útgáfa eða samantekt af skýrslunni hafi verið gerð opinber. Þá segir kærandi óljóst hvaða meintu mikilvægu fjárhags- eða viðskiptahagsmunir standi aðgangi í vegi eða þá hverra. Ekki sé um að ræða viðskiptasamning heldur fræðilega úttekt. Kærandi bendir á að undir hugtakið upplýsingar um umhverfismál falli kostnaðar- og ábatagreiningar og annars konar hagkvæmnigreiningar sem notaðar eru í tengslum við stefnumörkun, áætlanagerð, samninga og ákvarðanir sem hafa áhrif eða eru líklegar til að hafa áhrif á umhverfið, sbr. 3. tölul. 3. gr. laganna. Skýrslan geymi því óneitanlega upplýsingar um umhverfismál. Auk þess hafi Landsnet ekki vísað til þess að það hafi neytt heimildar í 2. mgr. 6. gr. laganna til að skora á þann sem upplýsingarnar varða að upplýsa hvort efni þeirra varði viðkvæma framleiðslu- eða viðskiptahagsmuni sem njóta eigi leyndar. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi, dags. 27. apríl 2015, var kæran kynnt Landsneti og fyrirtækinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Þess var jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði. Umsögn Landsnets barst úrskurðarnefndinni með bréfi dags. 27. maí 2015. Í umsögninni tekur Landsnet fram að aðgangi að skýrslunni sé fyrst og fremst hafnað á þeim grundvelli að </p><p>um sé að ræða vinnugögn, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál og 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Þá falli skýrslan undir undanþáguákvæði 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál en fullgert eintak skýrslunnar sé íslenska skýrslan sem hafi þegar verið birt. Auk þess sé skýrslan vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Í umsögninni er tekið fram að þrátt fyrir að utanaðkomandi sérfræðingar hafi komið að rannsóknarvinnu vegna gerðar skýrslunnar hafi starfsmenn Landsnets útbúið og unnið ensku útgáfu skýrslunnar en skýrlega megi sjá á forsíðu hennar að skýrslan stafi frá Landsneti. Enska útgáfan hafi hvorki verið útbúin af öðrum aðilum fyrir hönd Landsnets né afhent öðrum. </p><p>Þá telur Landsnet hluta skýrslunnar vera undanskilinn upplýsingarétti á grundvelli 9. og 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga en umræddar upplýsingar séu sérstaklega auðkenndar með gulri yfirstrikun í afriti sem úrskurðarnefndinni var látið í té. Tekið er fram að það kynni að raska samkeppni á markaði almennt ef Landsneti bæri að veita almenningi aðgang að upplýsingum um áætlaðan sundurliðaðan kostnað og verðlagningu við ákveðna framkvæmd. Ef Landsneti yrði gert að afhenda slíkar upplýsingar væru verulegar líkur á því að fyrirtækið fengi ekki jafn hagstæð tilboð í útboði. Því væru það tvímælalaust mikilvægir hagsmunir Landsnets að ákveðnar kostnaðar- og verðupplýsingar, sem fram komi í skýrslunni verði ekki gerðar opinberar. Aðgangur að upplýsingunum gæti haft í för með sér verulegt tjón fyrir Landsnet og væru hagsmunir almennings af því að slíkar upplýsingar yrðu gerðar opinberar afar takmarkaðir. Vísað er til þess að í viðauka B við skýrsluna sé að finna kostnaðaráætlun sem sé eingöngu til afnota fyrir Landsnet sem lið í því að vega og meta hvert og eitt tilboð. Viðaukinn hafi ekki verið afhentur öðrum og teljist því vera vinnugagn. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-522/2014 þessu til stuðnings. Þá bendir Landsnet á að til þess að áætla kostnað við framkvæmdir hafi verið nauðsynlegt að fá upplýsingar frá utanaðkomandi aðilum um ýmsa kostnaðarliði. Með því að gera verðupplýsingar viðkomandi aðila, sem starfi á samkeppnismarkaði, opinberar væru verulegar líkur á því að þeir yrðu fyrir tjóni. Samkeppnisaðilar þeirra hefðu þá tækifæri til að kynna sér uppgefið verð þessara þátta og forsendur fyrir verðlagningunni sem myndi gera þeim kleift að undirbjóða viðkomandi aðila þegar til útboðs kæmi. </p><p>Að lokum tekur Landsnet fram að verði ekki fallist á að um vinnugögn sé að ræða og ekki fallist á kröfu um að einungis verði veittur aðgangur að skýrslunni að hluta sé þess krafist að upplýsingarnar verði ekki afhentar kæranda á meðan Landsnet tekur ákvörðun um það hvort krafist verði ógildingar úrskurðarins fyrir dómstólum. </p><p>Umsögn Landsnets var kynnt kæranda með bréfi dags. 28. maí 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í svari kæranda, dags. 26. júní 2015, er því hafnað að um sé að ræða vinnugögn. Fulljóst sé að tilgangur íslensku útgáfu skýrslunnar hafi verið að veita almennar upplýsingar um helstu niðurstöður en skýrslan sjálf væri á ensku. Þá sé óheimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum um umhverfismál á þeim grundvelli að þau séu vinnugögn. Lög nr. 23/2006 séu innleiðing á tilskipun nr. 2003/4/EB en 4. gr. tilskipunarinnar geymi tæmandi upptalningu á heimilum undanþágum frá upplýsingarétti í umhverfismálum. Þeirra á meðal séu ekki vinnugögn. Varðandi þá málsástæðu Landsnets að um sé að ræða mikilvægar fjárhags- eða viðskiptaupplýsingar segist kærandi ekki í aðstöðu til að meta hvort svo sé. Að öðru leyti vísar kærandi til rökstuðnings í kæru. </p><h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3><p>Í máli þessu er deilt um aðgang að skýrslu er ber heitið High Voltage Underground Cables in Iceland á grundvelli 5. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt almennings um umhverfismál. Samkvæmt 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. er stjórnvöldum sem falla undir lögin skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál með þeim takmörkunum sem greinir í 6. gr. þeirra. Ekki er um það deilt að Landsnet heyri undir 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna, sbr. einnig úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-486/2013. </p><p>Í 3. gr. laga nr. 23/2006 er skilgreint hvers kyns upplýsingar teljist vera um umhverfismál í skilningi laganna. Kemur þar fram í 3. tölul. að ráðstafanir í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga á sviði umhverfismála sem hafa, eða líklegt er að hafi, áhrif á þá þætti sem um getur í 1. og 2. tölul., auk kostnaðar- og ábatagreiningar eða annars konar hagkvæmnigreiningar sem notuð er í tengslum við ákvarðanir um slíkar ráðstafanir, teljist til upplýsinga um umhverfismál. Hið umbeðna gagn er skýrsla þar sem settar eru fram niðurstöður greiningar á hagkvæmni ólíkra valkosta við lagningu flutningslína fyrir jarðorku. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að líta svo á að skýrslan feli í sér upplýsingar um umhverfismál og að um aðgang að henni fari eftir lögum nr. 23/2006. </p><h3>2.</h3><p>Landsnet synjaði kæranda um aðgang að skýrslunni meðal annars á þeim grundvelli að skýrslan væri vinnugagn. Hún væri þar af leiðandi undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006 en samkvæmt ákvæðinu tekur réttur almennings til aðgangs að upplýsingum ekki til gagna sem undanþegin eru aðgangi skv. 4-6. gr. upplýsingalaga. Af athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi til laga nr. 23/2006 má ráða að átt sé við upplýsingar sem undanþegnar voru upplýsingarétti á grundvelli eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 en ákvæði 6. gr. laga nr. 23/2006 hefur ekki verið breytt í því skyni að vísa til undanþáguákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012. Hins vegar verður að líta svo á að ákvæðið taki til þeirra upplýsinga sem nú eru undanskildar upplýsingarétti skv. 6.-10. gr. laga nr. 140/2012. </p><p>Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012 eru vinnugögn undanþegin upplýsingarétti en samsvarandi reglu var að finna í 3. tölul. 4. gr. laga nr. 50/1996. Í 1. mgr. 8. gr. laganna eru vinnugögn skilgreind sem gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar sem heyra undir upplýsingalög hafi ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Jafnframt segir að hafi gögn verið afhent öðrum teljist þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. </p><p>Í athugasemdum við 8. gr., í því frumvarpi sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 er eftirfarandi tekið fram: </p><blockquote><p> „Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins. Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins.“</p></blockquote><p> Á baksíðu forsíðu umbeðinnar skýrslu er ritstjóri hennar sagður vera nafngreindur starfsmaður EFLU, verkfræðistofu. Tekið er fram að höfundar skýrslunnar séu fjórir tilgreindir aðilar auk Landsnets, en einkennismerki þeirra koma einnig fram á forsíðu skýrslunnar. Eins koma fram upphafsstafir nafna þeirra starfsmanna samstarfsaðila Landsnets sem hafi yfirfarið skýrsluna. Í ljósi þessa er hvorki unnt að fallast á það með Landsneti að skýrslan sé alfarið unnin af starfsmönnum félagsins né að hún hafi ekki verið afhent öðrum, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þegar af þeirri ástæðu verður ekki fallist á það að skýrslan sé vinnugagn og þar með undanskilin upplýsingarétti almennings um umhverfismál á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006. Þá er ekki fallist á það með Landsneti að umrædd skýrsla sé gagn í vinnslu eða ófullgert skjal í skilningi 2. tölul. 6. gr. laganna. </p><h3>3.</h3><p>Synjun Landsnets á aðgangi að tilteknum upplýsingum í skýrslunni er byggð á því að um sé að ræða trúnaðarupplýsingar með vísan til 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 9. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila og einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Regla þessi var áður í 5. gr. laga nr. 50/1996. </p><p>Í athugasemdum við 6. gr. í frumvarpi til laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál segir m.a.: </p><blockquote><p>„Þegar óskað er aðgangs að upplýsingum hjá þeim stjórnvöldum sem undir 2. eða 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. falla, gæti hlutaðeigandi stjórnvald hafnað aðgangi að upplýsingunum, varði þær t.d. veigamikla framleiðslu- eða viðskiptahagsmuni þess, á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Það er skilyrði fyrir því að heimilt sé að halda upplýsingum sem varða veigamikla framleiðslu- eða viðskiptahagsmuni leyndum að upplýsingarnar séu almenningi ekki þegar aðgengilegar. Þá verður að liggja fyrir að verði aðgangur veittur að upplýsingunum sé það til þess fallið að valda hlutaðeigandi stofnun eða fyrirtæki óréttmætu tjóni.“</p></blockquote><p>Landsnet telur sér óheimilt að veita aðgang að upplýsingum sem fram koma á bls. 52, 72, 73 og 74 í skýrslunni og öllum viðauka B. Í athugasemdum Landsnets við kæru kæranda er tekið fram að ákvörðun um það hvaða upplýsingar yrðu afmáðar hafi verið tekin í samráði við þá aðila er upplýsingarnar varða. </p><p>Á bls. 52 í skýrslunni koma fram upplýsingar frá þriðja aðila um áætlaðan kostnað við kaup eða leigu á stálplötum og vegna meðhöndlunar þeirra á framkvæmdastað. Einnig kemur fram áætlaður kostnaður vegna lagningar bráðabirgðavegs að framkvæmdastað. Á blaðsíðu 72 kemur fram áætlaður kostnaður við að flytja jarðveg til Íslands en byggt er á upplýsingum frá þremur íslenskum fyrirtækjum. Þá koma fram upplýsingar um áætlaðan kostnað við að flytja jarðveginn til framkvæmdastaðar, þ.m.t. áætlað lágmarksverð og áætlað hámarksverð. Á blaðsíðu 73 kemur fram áætlaður kostnaður vegna flutnings tiltekins jarðefnis innanlands. Þá kemur fram heildarkostnaður þess að nota umrætt jarðefni fyrir tvo tilgreinda staði. Á blaðsíðu 74 kemur fram áætlað einingaverð vegna kaupa á öðru jarðefni. Í viðauka B er sett fram sundurliðuð kostnaðaráætlun vegna lagningar flutningslína fyrir raforku miðað við þrjá tilgreinda staði. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með Landsneti að á meðan útboð hefur ekki farið fram vegna þeirra framkvæmda sem fjallað er um í skýrslunni geti aðgangur að upplýsingunum haft verðmyndandi áhrif sem séu til þess fallin að valda Landsneti tjóni. Þá geta upplýsingarnar einnig haft verðmyndandi áhrif á útboð þeirra aðila sem veittu Landsneti þær verðupplýsingar sem fram koma í skýrslunni. Í ljósi þess að um er að ræða mikilvæga viðskiptahagsmuni Landsnets og þeirra aðila sem veittu Landsneti umræddar kostnaðarupplýsingar fellst úrskurðarnefndin á að takmarka megi rétt almennings til aðgangs að þeim á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. laga nr. 23/2006, sbr. 9. gr. laga nr. 140/2012. </p><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að skýrslan falli ekki að öðru leyti undir takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögum nr. 23/2006.</p><p>Ekki eru skilyrði til að fallast á kröfu Landsnets um frestun á réttaráhrifum úrskurðar skv. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 140/2012. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Landsnet ber að veita kæranda aðgang að skýrslunni High Voltage Underground Cables in Iceland. Þó ber að staðfesta ákvörðun um synjun aðgangs að þeim upplýsingum sem Landsnet hefur sérstaklega merkt á bls. 52, 72, 73 og 74 í skýrslunni og öllum viðauka B með henni. </p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p><p> </p> |
618/2016. Úrskurður frá 4. maí 2016 | Kærð var ákvörðun embættis landlæknis um að hafna beiðni um aðgang að gögnum sem varða samning embættisins, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og TV-Software um VERU – heilsuvef. Kærandi byggði á því að ekki hefði farið fram mat á því hvort heimilt væri að veita aðgang að umbeðnum gögnum að hluta og að landlæknir hefði ekki metið efnislega hvort 9. gr. upplýsingalaga ætti við heldur byggt á því að aðrir aðilar samningsins hefðu ekki samþykkt að aðgangur yrði veittur. Af hálfu landlæknis kom fram að þetta mat væri í höndum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðarnefndin féllst ekki á þau sjónarmið og felldi ákvörðun landlæknis úr gildi. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 4. maí 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 618/2016 í máli ÚNU 14110009. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 11. nóvember 2014 kærði Skræða ehf. ákvörðun embættis landlæknis frá 31. október 2014 þar sem hafnað var beiðni um aðgang að gögnum sem varða samning um VERU – heilsuvef. </p><p>Í kæru segir að kærandi hafi með erindi dags. 15. október 2014 óskað upplýsinga um kaup embættisins á tölvukerfinu VERA. Tilurð beiðninnar megi rekja til fréttar af vefjum embættisins og velferðarráðuneytis dagana 9. og 10. október 2014 þar sem segir að kerfið hafi verið tekið í notkun. Hins vegar liggi ekki fyrir frekari upplýsingar um samninginn sem standi að baki. Kærandi tekur fram að hann hafi áður borið sambærilega synjun stjórnvalda undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. úrskurði nr. A-422/2012 og A-497/2013. </p><p>Beiðni kæranda var synjað með erindi dags. 31. október 2014. Ákvörðunin byggir á því að um sé að ræða samstarfssamning embættis landlæknis, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og TM-Software. Þar segir að í samræmi við 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hafi embættið óskað eftir samþykki framangreindra aðila fyrir því að veita aðgang að umbeðnum samningi. Báðir hafi hafnað því að leyfa afhendingu á samningnum.</p><p>Kærandi telur að með hinum umbeðna samningi hafi verið brotið gegn samkeppnislegri stöðu hans á markaði með rafrænar sjúkraskrár. Sökum þeirrar leyndar sem hvíli á samningnum geti kærandi ekki metið hvort kaupin hafi verið útboðsskyld á grundvelli laga um opinber innkaup. Það sé óumdeilt að einkaaðilar þurfi að þola takmörkun varðandi upplýsingar um viðskipti við hið opinbera þar sem greitt er fyrir vörur eða þjónustu með almannafé. Ríkar ástæður þurfi að standa til þess að upplýsingaréttur verði takmarkaður í slíkum málum. Í þessu samhengi vísar kærandi til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-74/1999, A-133/2001, A-229/2006 og A-552/2014.</p><p>Kærandi bendir á að í hinni kærðu ákvörðun hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvort unnt sé að veita aðgang að hluta samningsins í samræmi við ákvæði 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi vísar kærandi til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. A-377/2001. Úrskurðurinn staðfesti jafnframt að fara þurfi fram mat á því hvort hagsmunir almennings séu slíkir í hverju tilfelli að heimilt sé að veita aðgang að umbeðnum gögnum. Ekki virðist liggja fyrir slíkt mat af hálfu embættis landlæknis, heldur vísað til afstöðu TM-Software og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Embættið hafi því ekki virt rannsóknarskyldu sem á því hvíli samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. </p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 14. nóvember 2014 var embætti landlæknis kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði í trúnaði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn embættisins, dags. 12. desember 2014, kemur fram að synjun á beiðni kæranda hafi byggst á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt ákvæðinu sé embætti landlæknis óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila nema með samþykki þess sem í hlut á.</p><p>Embætti landlæknis vill taka fram að það hafi ávallt sýnt ábyrgð í framkvæmd innkaupa og fylgt lögum um opinber innkaup í hvívetna. Þá sé fyrirtækjum á einkamarkaði, þar með töldum kæranda, ekki ætlað að sjá um eftirlit með framkvæmd innkaupa opinberra stofnana með því að fá aðgang að tækni- og viðskiptaleyndarmálum samkeppnisaðila.</p><p>Hvað fullyrðingar kæranda um að embætti landlæknis hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita aðgang að hluta samningsins, í samræmi við 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, segir í umsögninni að það komi í hlut úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kveða á um slíkt. Þar sem aðilar sem hlut áttu að máli hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir afhendingu hafi embættinu verið óheimilt að veita aðgang, hvort sem var í heild eða að hluta. Um röksemdir kæranda er lúta að rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar segir í umsögn landlæknis að það sé ekki á hendi embættisins að sinna slíkri rannsóknarskyldu og meta einstaka viðskiptahagsmuni fyrirtækja í samanburði við hagsmuni almennings eða keppinauta slíkra fyrirtækja af því að fá viðskiptaupplýsingar um samning afhentar. Telur embætti landlæknis að slíkt hagsmunamat skuli einungis framkvæmt af úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem hafi endanlegt forræði í þessum málaflokki og reynslu til að bera saman hagsmuni af þessum toga.</p><p>Með umsögn embættis landlæknis fylgdi afrit af afstöðu TM Software til aðgangs kæranda að umbeðnum samningi. Þar er í upphafi lögð áhersla á að fjölmörg atriði í hinum umbeðna samningi séu atvinnuleyndarmál í eigu TM Software. Um skilgreiningu á hugtakinu atvinnuleyndarmál er vísað til greinargerðar er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012, 16. gr. c. í lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og TRIPS samnings frá 15. apríl 1994 (Trade-Related Aspects of Intellectual Property Rights). Efni samningsins uppfylli skilyrði samningsins þar sem (i) efni samningsins sé ekki almennt þekkt í tölvuhugbúnaðargeiranum, (ii) samningurinn sé leyndarmál fyrir samkeppnisaðilum TM Software og (iii) þeir sem hafi samninginn undir höndum hafi gert eðlilegar ráðstafanir til að halda honum leyndum, sbr. gagnkvæma trúnaðarskyldu í tilteknu ákvæði samningsins. </p><p>TM Software telur hagsmuni fyrirtækisins af því að samningurinn fari leynt, einkum greinar 4.1-4.3, vegi þyngra en þeir hagsmunir að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þessi tilteknu ákvæði innihaldi m.a. áður óbirtar upplýsingar um verðlagningu á vöru í samkeppnisrekstri. Samningurinn fjalli um samstarf aðila en ekki einungis beina sölu. Þar komi fram hvað fyrirtækið muni leggja í verkefnið að lágmarki, þar sem greiðslur frá Embætti landlæknis og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins standi ekki undir áætluðum þróunarkostnaði. Þá innihaldi fylgiskjal 1 („Verklýsing“) einungis upplýsingar um atvinnuleyndarmál en ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þær lýsi ekki endurgjaldi hins opinbera og skuli því vera undanþegnar upplýsingarétti almennings. Fordæmi séu fyrir því að slíkar upplýsingar séu undanþegnar upplýsingaskyldu, sbr. úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-422/2012, A-431/2012 og A-/464/2012. Þá beri að horfa til þess að stuttur tími sé liðinn frá því að samningurinn var gerður, eða þann 14. febrúar 2013, og því sé mikilvægara en ella að hann fari leynt, sbr. úrskurð nr. A-422/2012.</p><p>TM Software telur að sterkar vísbendingar séu um að beiðni um gögn hafi verið sett fram í ólögmætum tilgangi, sbr. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá gerir fyrirtækið til vara kröfu um að einstakir hlutar samningsins verði ekki gerðir opinberir, sér í lagi greinar 4.1-4.3 og fylgiskjal 1. Fari svo að úrskurðarnefnd úrskurði um aðgang kæranda að samningnum er farið fram á að þessar greinar og fylgiskjal 1 verði strikuð út í heild sinni. </p><p>Umsögn embættis landlæknis var kynnt kæranda með bréfi dags. 15. desember 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 9. janúar 2015. Kærandi telur umsögn embættis landlæknis ekki til þess fallna að breyta afstöðu kæranda. Kærandi mótmælir öllu því sem þar kemur fram, að því leyti sem það samræmist ekki málatilbúnaði kæranda. </p><p>Þá er sérstaklega vikið að því sem fram kemur í umsögn embættis landlæknis um tilgang kæranda með gagnabeiðni sinni. Þar sé vísað til 2. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga og fyrri samskipta kæranda við opinbera aðila í öðrum óskyldum málum. Kærandi hafnar þessum málatilbúnaði. Það verði að teljast ámælisverð hegðun hjá opinberum aðila að bera kæranda svo þungum sökum án þess að fótur sé fyrir þeim. Kærandi telur álitamál um hæfi embættisins til að fjalla um mál er varða Skræðu ehf., m.a. með vísan til 6. tl. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærandi bendir einnig á að 2. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga sé undantekningarregla sem túlka skuli þröngt. Beiting ákvæðisins skuli grundvallast á haldbærum upplýsingum. Loks ítrekar kærandi að gagnabeiðnin hafi ekki varðað viðskiptalega hagsmuni samkeppnisaðila á markaði með rafrænar sjúkraskrár eða háttsemi þeirra fyrirtækja á nokkurn hátt. Beiðnin grundvallist á þeim sjónarmiðum að tryggt sé að embætti landlæknis hafi í einu og öllu gætt að þeim skyldum sem á embættinu hvíla. </p><p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Mál þetta varðar synjun embættis landlæknis á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um kaup á tölvukerfi. Í hinni kærðu ákvörðun, dags. 13. október 2014, kemur fram að embætti landlæknis hafi afmarkað beiðni kæranda við samstarfssamning embættisins, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og TM-Software. Landlæknir hafi óskað eftir samþykki heilsugæslunnar og TM Software fyrir því að veita kæranda aðgang að samningnum. Þar sem báðir aðilar hafi hafnað aðgangi kæranda geti embættið ekki orðið við beiðni kæranda.</p><p>Kærandi hefur byggt á því að embætti landlæknis hafi ekki tekið fullnægjandi afstöðu til gagnabeiðni sinnar. Í fyrsta lagi kveður kærandi landlækni ekki hafa tekið ákvörðun um aðgang að hluta, svo sem skylt sé samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í öðru lagi byggir kærandi á því að rannsóknarregla stjórnsýsluréttar hafi verið brotin, þar sem ekki hafi farið fram mat á því hvort efni umbeðinna gagna eigi undir 9. gr. upplýsingalaga, heldur einvörðungu byggt á því að þeir aðilar sem gögnin varða hafi ekki samþykkt að kæranda verði veittur aðgangur.</p><p>Í umsögn embættis landlæknis kemur fram um þessar málsástæður kæranda að það sé hvorki í verkahring embættisins að framkvæma mat á viðskiptahagsmunum fyrirtækja í samanburði við hagsmuni almennings af því að aðgangur sé veittur, né á því hvort veita skuli aðgang að slíkum gögnum að hluta. Slíkt mat komi í hlut úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem hafi endanlegt forræði í þessum málaflokki og reynslu til að framkvæma matið. </p><p>Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal ákvörðun um að synja skriflegri beiðni um aðgang að gögnum, í heild eða hluta, tilkynnt skriflega og rökstudd stuttlega. Í ákvörðun skal koma fram afstaða stjórnvalds til aukins aðgangs, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, og leiðbeiningar um rétt til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá segir í 3. mgr. 19. gr. að um málsmeðferð fari að öðru leyti eftir stjórnsýslulögum. </p><p>Ákvæði 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefur að geyma almenna reglu stjórnsýsluréttar um stjórnsýslukæru en þar segir í 1. mgr. að aðila máls sé „heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju“. Þá er í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sérregla um kærur vegna synjunar upplýsingabeiðna en þar kemur fram að heimilt sé að bera þær synjanir „undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem [úrskurði] um ágreininginn“. </p><p>Af framangreindum ákvæðum laga leiðir að stjórnvöldum sem hafa til meðferðar beiðni um aðgang að upplýsingum ber að afmarka beiðnina við gögn í vörslum sínum, sbr. 15. gr. upplýsingalaga, og taka afstöðu til réttar beiðanda til aðgangs að þeim með rökstuddri ákvörðun. Þessi skylda nær bæði til þess að meta rétt beiðanda til aðgangs að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæma mat á ólíkum hagsmunum sem vega þarf saman við beitingu á undantekningarákvæðum laganna, þar á meðal 9. gr. upplýsingalaga. Því standast ekki þær fullyrðingar embættis landlæknis að það komi í hlut úrskurðarnefndar um upplýsingamál að meta efnislegan rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Meginmarkmiðið með kæruheimildum til úrskurðarnefndarinnar er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p><p>Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmist málsmeðferð embættis landlæknis við töku hinnar kærðu ákvörðunar því ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga. Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir landlækni að taka málið til nýrrar meðferðar.</p><p>Vegna mikils fjölda mála fyrir úrskurðarnefndinni hefur mál þetta dregist nokkuð og biðst nefndin velvirðingar á því. Beinir nefndin því til embættis landlæknis að flýta meðferð málsins eins og kostur er.</p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Ákvörðun embættis landlæknis um að synja Skræðu ehf. um aðgang að samstarfssamningi embættisins, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og TM Software um tölvukerfið VERU, er felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka málið til nýrrar meðferðar.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
617/2016. Úrskurður frá 4. maí 2016 | A kærði ákvörðun Tollstjóra um synjun beiðni um upplýsingar um tollflokksnúmer tiltekinna bifreiða. Tollstjóri bar fyrir sig að embættinu væri óheimilt að afhenda upplýsingarnar með vísan til 9. gr. upplýsingalaga og 188. gr. tollalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að líta bæri á síðarnefnda ákvæðið sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu sem gengi framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum eftir upplýsingalögum og vísaði kæru kæranda frá. | <h2>Úrskurður</h2><p>Hinn 4. maí 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 617/2016 í máli ÚNU 15050002. </p><h3>Kæra og málsatvik</h3><p>Með erindi dags. 12. maí 2015 kærði A ákvörðun embættis Tollstjóra um synjun beiðni um upplýsingar um tollflokksnúmer tiltekinna bifreiða sem aðrir aðilar höfðu flutt til landsins. Kærandi óskaði eftir því með tölvupósti þann 16. apríl 2015 að embættið staðfesti að tilteknar bifreiðar hefðu verið tollflokkaðar í tollflokk 8704. Þann 28. apríl tilkynnti embætti Tollstjóra kæranda um að það teldi sér óheimilt að veita aðgang að umbeðnum upplýsingum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Jafnframt var bent á þagnarskyldu samkvæmt 188. gr. tollalaga nr. 88/2005.</p><p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi í huga innflutning bifreiða og telji sér rétt og skylt að afla sér allra upplýsinga sem þurfa þykir vegna þess. Kærandi hafi óskað eftir því í nóvember 2014 við starfsmann Tollstjóra að fá staðfestingu á tollflokksnúmeri tiltekinnar bifreiðar þar sem til stæði að flytja aðra af sömu gerð til landsins. Svar hafi borist þar sem tollflokksnúmerið var tilgreint. Eftir að ágreiningur hafi komið upp um tollflokkun annarrar bifreiðar hafi kærandi óskað eftir því að embætti Tollstjóra upplýsti um flokkun annarra sambærilegra bifreiða samkvæmt fastanúmeri þeirra, en beiðninni hafi verið hafnað. Kærandi segir að ágreiningi um tollflokkun umræddrar bifreiðar hafi verið vísað til yfirskattanefndar, en það mál tengist ekki almennri upplýsingaskyldu embættis Tollstjóra. </p><p>Kærandi hafnar því að 9. gr. upplýsingalaga eigi við þar sem eingöngu hafi verið óskað eftir staðfestingu á almennu tollflokksnúmeri á vöru sem þegar hefði verið flutt til landsins. Starfsmaður tollstjóra hafi tjáð kæranda símleiðis að hann ætti ekki rétt á aðgangi að upplýsingunum þar sem hann væri ekki eigandi viðkomandi bifreiða. Hugsanlegt væri að eigendur bifreiðanna gætu fengið aðgang að upplýsingunum. Kærandi segir embættið ekki hafa brugðist við beiðnum fjögurra eigenda sambærilegra bifreiða sem fram komu í kjölfar símtalsins.</p><h3>Málsmeðferð</h3><p>Með bréfi dags. 16. maí 2015 var kæran kynnt embætti Tollstjóra og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði afhent afrit umbeðinna gagna í trúnaði.</p><p>Í umsögn Tollstjóra, dags. 12. júní 2015, er tekið fram að kærandi sé ekki skráður innflytjandi þeirra bifreiða sem hann óskaði upplýsinga um. Tollstjóri telji upplýsingarnar varða einkahagsmuni innflytjenda bifreiðanna og falla þar af leiðandi undir 9. gr. upplýsingalaga. Tollflokkun varnings sé á ábyrgð innflytjanda eða tollmiðlara eftir atvikum, sbr. 32. og 33. gr. tollalaga. Eitt af hlutverkum Tollstjóra sé álagning og innheimta tolla og annarra skatta og gjalda sem greiða ber við tollafgreiðslu vöru. Nauðsynlegt sé að vara sé tollflokkuð með réttum hætti svo á hana séu lögð rétt gjöld. Telji kærandi að bifreiðar hafi verið ranglega tollafgreiddar er hann hvattur til að koma slíkum ábendingum á framfæri við embættið. Embættinu beri eins og öðrum stjórnvöldum að hafa jafnræðissjónarmið í huga og gæta þess að greidd séu sömu gjöld af sams konar vöru.</p><p>Tollstjóri vísar einnig til ákvæðis 188. gr. tollalaga, sem taki til lögmætra einkahagsmuna og upplýsinga sem eðlilegt sé að leynt skuli fara, svo sem upplýsingar um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Með vísan til þessa skýra þagnarskylduákvæðis telur Tollstjóri sér skylt að hafna beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum.</p><p>Embætti Tollstjóra vekur athygli á því að kærandi getur óskað eftir bindandi áliti um tollflokkun vöru, sem afgreiðist innan 30 daga. Ákvörðun Tollstjóra um bindandi tollflokkun sé bindandi gagnvart fyrirspyrjanda og tollayfirvöldum í sex ár frá birtingardegi. Einnig geti Tollstjóri veitt almennar upplýsingar um rétta tollflokkun með tölvupósti.</p><p>Loks telur Tollstjóri fullyrðingar kæranda um að eigendur fjögurra bifreiða hafi óskað eftir staðfestingu á tollflokkun þeirra ekki tengjast þessu máli. Embættið tjái sig ekki um einstök mál annarra aðila.</p><p>Umsögn embættis Tollstjóra var kynnt kæranda með bréfi, dags. 16. júní 2015, og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 25. júní. Þar segir að ekki sé um að ræða fjárhagslegar, persónulegar eða aðrar upplýsingar sem skaðað geti eigendur eða innflytjendur umræddra vara, heldur opinber gögn sem embætti Tollstjóra hafi áður sent frá sér. Í þessu samhengi vísar kærandi til framlagðra gagna um samskipti við starfsmann embættisins. </p><p>Kærandi segir eigendur allra bifreiðanna sem um ræðir jafnframt vilja afla sér umbeðinna upplýsinga til staðfestingar á tollflokkun sinna bifreiða. Því standist ekki sú fullyrðing Tollstjóra að málefni þeirra tengist ekki máli þessu. Kærandi telur það skjóta skökku við að embætti Tollstjóra bjóði upp á bindandi álit um tollflokkun, enda sé embættið orðið dómari í eigin sök þegar kemur að ákvörðun um ágreining um tollflokkun. Loks vísar kærandi til gilda embættis Tollstjóra, trausts, samvinnu og framsækni.</p><p>Með tölvupósti þann 18. nóvember 2015 sendi kærandi afrit af úrskurði yfirskattanefndar í máli gegn embætti Tollstjóra. </p><h3>Niðurstaða</h3><p>Mál þetta varðar gögn um tollflokkun fjögurra bifreiða í vörslum embættis Tollstjóra. Kærandi óskaði upphaflega eftir upplýsingum um hvernig þær hefðu verið tollflokkaðar, en Tollstjóri afmarkaði beiðnina við aðflutningsskýrslur úr tollakerfi embættisins. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér afrit skýrslnanna. Þar kemur meðal annars fram sendingarnúmer, tegund bifreiðar, nettóþyngd, upprunaland og tollskrárnúmer. Fastanúmer hverrar bifreiðar er ekki tilgreint á skýrslunni.</p><p>Í 188. gr. tollalaga nr. 88/2005 segir að starfsmenn tollstjóra beri þagnarskyldu um þau atvik sem þeim verði kunn í starfi sínu eða vegna starfs síns og leynt skuli fara vegna lögmætra almanna- og einkahagsmuna. Ákvæðið er efnislega eins og 141. gr. fyrri tollalaga nr. 55/1987, sem samsvaraði 1. mgr. 121. gr. tollalaga nr. 120/1976 og áður 34. gr þeirra laga.</p><p>Í 2. málsl. ákvæðisins segir orðrétt: </p><blockquote><p>„Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir.“ </p></blockquote><p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að því er varði innflutningsskýrslur tiltekinna ökutækja sem embætti Tollstjóra hefur í vörslum sínum. Upplýsingar sem skýrslurnar hafa að geyma fjalla um viðskipti einstakra manna eða fyrirtækja, þ.e. innflutningsaðila bifreiðanna. Sérstök þagnarskylduákvæði í lögum ganga framar ákvæðum upplýsingalaga. Ákvæði 1. mgr. 188. gr. laga nr. 88/2005 kemur þar með í veg fyrir að almenningi verði veittur aðgangur að aðflutningsskýrslum nánar tilgreindra bifreiða á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur meint samþykki núverandi eigenda bifreiðanna engu breytt um þessa niðurstöðu og verður ekki hjá því komist að vísa kæru kæranda frá nefndinni. </p><h3>Úrskurðarorð:</h3><p>Kæru A, dags. 12. maí 2015, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p><p> </p><p>Hafsteinn Þór Hauksson</p><p>formaður</p><p> </p><p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p><p> </p><p> </p><p> </p> |
614/2016. Úrskurður frá 7. mars 2016 | Kærð var synjun Seðlabanka Íslands um aðgang að gjaldeyrisskiptasamningi Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Kína. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi upplýsingar í samningnum heyra undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands sem væri sérstök þagnarskylduregla. Þar sem trúnaðarupplýsingar kæmu mjög víða fram í samningnum væri ekki unnt að veita aðgang að þeim hlutum skjalsins sem sérstök þagnarskylda náði ekki til, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Var því ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h2>Úrskurður </h2> <p>Hinn 7. mars 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 614/2016 í máli ÚNU 15010008.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 19. janúar 2015 kærði A synjun Seðlabanka Íslands um aðgang að gjaldeyrisskiptasamningi Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Kína. Þess var krafist að úrskurðarnefndin legði það fyrir bankann að afhenda afrit af samningnum. Kæran var sett fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um rétt almennings að gögnum í vörslum stjórnvalda.</p> <p>Með erindi, dags. 13. janúar 2015, óskaði kærandi eftir afriti af gjaldeyrisskiptasamningi á milli Íslands og Kína og var ítrekun beiðninnar send þann 15. janúar 2015. Svar barst með tölvupósti frá Seðlabanka Íslands þann 15. janúar þar sem tekið var fram að samningurinn í heild væri ekki birtur opinberlega.</p> <p>Í rökstuðningi kæru er vísað til þess markmiðs upplýsingalaga nr. 140/2012 að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, m.a. í þeim tilgangi að styrkja aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum, sbr. 3. tölul. 1. gr. laganna. Þá er vísað til þess að þjóðréttarsamningar sem Ísland á aðild að séu ekki undanskildir nema kveðið sé sérstaklega á um að trúnaður skuli gilda um samningana, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna. Seðlabanki Íslands hefði ekki borið fyrir sig slíkan trúnað þegar farið var fram á að samningurinn yrði látinn kæranda í té. Ennfremur er vísað til þeirrar meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt til almennings að fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 20. janúar 2015 var kæran kynnt Seðlabankanum og stofnuninni veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Með tölvupósti dags. 4. febrúar 2015 óskaði Seðlabankinn eftir frekari fresti til að verða við beiðni úrskurðarnefndarinnar og var hann veittur sama dag.</p> <p>Seðlabanki Íslands sendi úrskurðarnefndinni umsögn um málið, dags. 13. febrúar 2015 ásamt afriti af umbeðnum samningi. Í umsögninni kemur fram að Seðlabankinn líti svo á að rík trúnaðarskylda hvíli á aðilum samningsins, líkt og við eigi um aðra sambærilega samninga milli Seðlabanka Íslands og viðskiptamanna hans. Auk þess varði samningurinn fjárhagslega mikilvæga hagsmuni íslenska ríkisins. Þessu til stuðnings er vísað til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Upplýsingar þær sem kærandi óski eftir séu þess eðlis að þær varði hagi viðskiptamanna bankans og jafnframt málefni bankans sjálfs og teljist því ekki til opinberra upplýsinga.</p> <p>Þá vísaði Seðlabankinn til þess að samkvæmt gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 140/2012 geti sérstök þagnarskylduákvæði, ein og sér, komið í veg fyrir að almenningi verði veittur aðgangur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Bent er á að í úrskurðum nefndarinnar í málum nr. A-324/2009 frá 22. desember 2009 og A-423/2012 frá 18. júní 2012 hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu að ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 væri sérstakt ákvæði um þagnarskyldu. Þá er vísað til dóms Hæstaréttar frá 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 væri sérstakt ákvæði um þagnarskyldu sem gengi framar reglum um upplýsingarétt eftir II. og III. kafla upplýsingalaga.</p> <p>Í umsögn Seðlabankans er tekið fram að skv. 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Varði það ekki eingöngu Seðlabanka Íslands miklu að umbeðnar upplýsingar haldist leyndar heldur ekki síður gagnaðila bankans að gjaldeyrisskiptasamningnum, þ.e. Seðlabanka Kína.</p> <p>Þá bendir Seðlabankinn á að skv. 2. tölul. 10. gr. laga nr. 140/2012 sé heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir og að skv. 3. tölul. sama ákvæðis sé heimilt að takmarka aðgang almennings að nánar tilgreindum gögnum, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Með hliðsjón af eðli upplýsinganna, þ.e. að um sé að ræða viðkvæman gagnkvæman samning á milli Seðlabanka Íslands annars vegar og Seðlabanka Kína hins vegar um gjaldeyrisskipti, er snert geti efnahagslega hagsmuni íslenska ríkisins telur bankinn ljóst að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að þeim á grundvelli nefndra tölul. í 10. gr. laga nr. 140/2012.</p> <p>Að lokum telur Seðlabankinn ekki unnt að veita aðgang að þeim hlutum skjalsins sem trúnaður ríki ekki um, sbr. 3. mgr. 5. gr. uppl. Þar standi í vegi eðli umbeðinna gagna og það að mjög víða í gjaldeyrisskiptasamningnum væri að finna trúnaðarupplýsingar.</p> <p>Umsögn Seðlabankans var kynnt kæranda með bréfi dags. 18. febrúar 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Með bréfi, dags. 20. febrúar 2015, ítrekaði kærandi fram komin sjónarmið sín og kröfur.</p> <h3>Niðurstaða</h3><h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar aðgang kæranda að gögnum í vörslum Seðlabanka Íslands á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Synjun Seðlabanka Íslands um aðgang að umbeðnum gögnum er byggð á 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands en auk þess er vísað til 9. gr. og 2. og 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 segir orðrétt:</p> <p>„Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p>Í dómi Hæstaréttar Íslands 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 var komist að þeirri niðurstöðu að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til upplýsinga sem varða hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Með þessu er þó ekki sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Undir orðlagið „málefni bankans sjálfs“ kunna að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari. Vísast um þetta til úrskurða nefndarinnar nr. A-406/2012, 558/2014 og 582/2015. Nái þagnarskylda ákvæðisins ekki til ákveðinna tilvika geta aðrar undantekningar frá upplýsingarétti átt við, sbr. t.d. t.d. 6.-10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <h3>2.</h3> <p>Umbeðið skjal er gjaldeyrisskiptasamningur á milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Kína sem undirritaður var þann 9. júní 2010. Í samningnum er kveðið á um skilmála fyrir kaupum eða sölu á gjaldeyri, þar sem m.a koma fram upplýsingar um skilyrði slíkra viðskipta og vaxtakjör. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál nær þagnarskylda 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 til upplýsinga sem varða mikilvæg fjárhagsleg málefni bankans og að sumu leyti upplýsingar um hagi viðskiptamanns hans, enda er um að ræða tvíhliða samning. Er því ekki ástæða til að taka afstöðu til þess hvort aðrar undanþágur upplýsingalaga nr. 140/2012 taki til gagnanna. Þá er fallist á það með Seðlabanka Íslands að ekki sé unnt að veita aðgang að þeim hlutum skjalsins sem sérstök þagnarskylda nær ekki til, sbr. 3. mgr. 5. gr upplýsingalaga þar sem trúnaðarupplýsingar koma mjög víða fram í samningnum. Samkvæmt framangreindu er umbeðinn gjaldeyrisskiptasamningur undirorpinn sérstöku þagnarskylduákvæði sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Verður því ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru A, dags. 19. janúar 2014, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> |
615/2016. Úrskurður frá 7. mars 2016 | Kærð var afgreiðsla embættis landlæknis á beiðni kæranda um upplýsingar varðandi stofnanir sem sinna fíkniefnameðferð. Hvað varðaði fyrirspurnir kæranda um upplýsingar um fjölda skráðra atvika og kvartana taldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ástæðu til að draga í efa þá fullyrðingu embættis landslæknis að hinar umbeðnu upplýsinga væru ekki fyrirliggjandi. Lá því ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá hafði fyrirspurn um upplýsingar um framkvæmd embættisins á gæðaeftirliti á fíknimeðferð verið svarað með því að vísa til fyrirliggjandi upplýsinga á heimasíðu embættisins, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Var því kæru málsins vísað frá úrskurðarnefndinni í heild sinni. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 7. mars 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 615/2016 í máli ÚNU 15020006.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi A, er barst þann 17. febrúar 2015, var kærð synjun embættis landlæknis á beiðni um upplýsingar.</p> <p>Samkvæmt gögnum málsins óskaði kærandi með erindi dags. 14. febrúar 2014 eftir svörum við spurningum í 9 tölusettum liðum. Landlæknir svaraði þann 22. október 2014. Kærandi taldi svarið ekki fullnægjandi og ítrekaði fyrri beiðni sína með bréfi dags. 22. október 2014, auk þess að senda frekari spurningar. Þeirri fyrirspurn var svarað af hálfu embættis landlæknis með bréfi dags. 5. nóvember 2014. Í kjölfarið sendi kærandi kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem kærð var afgreiðsla landlæknis á eftirfarandi spurningum:</p> <p>Spurning 2: „Hversu mörg atvik skráðu umræddar stofnanir/aðilar á tímabilinu 2009-2013 í heild?“</p> <p>Spurning 6: „Hversu margar kvartanir bárust Embætti landlæknis á tímabilinu 2009-2013 í heild vegna stofnana/aðila sem veita fíknimeðferð/afvötnun samkvæmt 12. gr. laga um Embætti landlæknis eða sambærilegum ákvæðum eldri laga?“</p> <p>Spurning 9: „Hvernig háttar Embætti landlæknis gæðaeftirliti sínu með stofnunum/aðilum sem veita fíknimeðferð/afvötnun?“</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send landlækni þann 18. febrúar 2015 og veittur frestur til þess að koma á framfæri umsögn um kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðunum sínum í samræmi við 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Embætti landlæknis svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dagsettu 24. apríl 2015. Þar segir orðrétt:</p> <blockquote> <p>„Embætti landlæknis tekur saman árlega yfirlit yfir fjölda atvika í heilbrigðisþjónustu og birtir þær fyrir Landspítala og síðan allar aðrar stofnanir saman. Ekki eru teknar saman tölur og birtar fyrir minni stofnanir því að þá er um að ræða tiltölulega fá atvik. Ef embættið ætti að sinna beiðni A um atvik fyrir stofnanir sem sinna fíknimeðferð þyrfti að vinna þær sérstaklega og upplýsingalög nr. 140/2012, 5. gr., kveða á um að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. gr.“</p> </blockquote> <p>Með bréfi, dagsettu 28. apríl 2015, var kæranda sent afrit af umsögn Embættis landlæknis og gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina frekari athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnarinnar, til 12. maí 2015. Athugasemdir kæranda bárust þann 11. maí 2015. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h4>Niðurstaða</h4> <h3>1.</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins.</p> <p>Embætti landlæknis svaraði síðara erindi kæranda með bréfi dagsettu 5. nóvember 2014. Kæra barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál 17. febrúar 2015. Kæran barst því að liðnum kærufresti 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Í svari landlæknis til kæranda var honum þó hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna líkt og áskilið er í 1. mgr. 19. gr. laganna. Með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður kærunni því af þessum sökum ekki vísað frá úrskurðarnefndinni þótt kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga hafi verið liðinn þegar kæran barst úrskurðarnefndinni 12. febrúar 2014.</p> <h3>2.</h3> <p>Kærandi hefur í fyrsta lagi óskað eftir upplýsingum um hversu mörg atvik nánar tilgreindar stofnanir/aðilar skráðu á tímabilinu 2009-2013 í heild og í öðru lagi hversu margar kvartanir bárust embætti landlæknis á sama tímabili. Í svari landlæknis frá 25. febrúar 2014 sagði: „Þar sem um tiltölulega fá atvik er að ræða á minni stofnunum og einstökum deildum er ekki mögulegt að gefa upplýsingar um tölur atvika eftir mismunandi stofnunum eða mismunandi deildum Landspítala.“ Í umsögn landlæknis segir auk þess að „[e]f embættið ætti að sinna beiðni [kæranda] [...] þyrfti að vinna þær sérstaklega“. Um þetta vísar landlæknir til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Embætti landlæknis hefur borið því við að þau gögn sem kærandi óskaði eftir liggi ekki fyrir. Úrskurðarnefndin hefur ekki ástæðu til að draga þá staðhæfingu í efa. Með vísan til þessa liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi <a name="OLE_LINK1"></a>1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <h3>3.</h3> <p>Auk framangreindra spurninga óskaði kærandi upplýsinga um það hvernig landlæknisembættið háttaði gæðaeftirliti sínu með stofnunum/aðilum sem veita fíknimeðferð/afvötnun. Í svari landlæknis frá 25. febrúar 2014 er þeirri spurningu svarað með því að vísa til fyrirliggjandi upplýsinga á heimasíðu embættisins. Samkvæmt 2. mgr. 19. gr. er heimilt að afgreiða beiðni um aðgang að gögnum með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi án þess að gögnin séu afhent. Kæranda var því ekki synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Með vísan til alls framangreinds ber að vísa kæru málsins frá úrskurðarnefndinni í heild sinni. </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 17. febrúar 2015, á hendur embætti landlæknis. </p><p><br></p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
612/2016. Úrskurður frá 7. mars 2016 | Kærandi kærði þá ákvörðun innanríkisráðuneytisins að birta ekki opinberlega úrskurði í kærumálum í umgengnismálum. Þar sem ekki var um að ræða synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. var kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 7. mars 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 612/2016 í máli ÚNU 14120010.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 28. desember 2014 kærði A þá ákvörðun innanríkisráðuneytisins að birta ekki opinberlega úrskurði í kærumálum í umgengnismálum.</p> <p>Þann 5. september 2014 sendi kærandi erindi til innanríkisráðuneytisins þar sem hann óskaði eftir leiðbeiningum um hvar hann gæti nálgast úrskurði ráðuneytisins í umgengnismálum. Fyrirspurnin var ítrekuð með erindum dags. 1. október 2014 og 13. október 2014. Svar ráðuneytisins við fyrirspurninni barst þann 14. október 2014 en þar kom fram að úrskurðir ráðuneytisins í sifjamálum væru ekki birtir þar sem í þeim væru iðulega viðkvæmar persónuupplýsingar sem ekki ættu erindi við almenning.</p> <p>Í kæru er þess óskað að innanríkisráðuneytinu verði gert að birta alla úrskurði í umgengnismálum sem gerðir hafi verið á grundvelli laga nr. 76/2003 með síðari breytingum. Þessu til viðbótar er óskað eftir því að innanríkisráðuneytið „birti alla úrskurði um umgengni sem eru enn í gildi.“</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 29. desember 2014 var kæran kynnt innanríkisráðuneytinu og því veittur frestur til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Umsögn ráðuneytisins, dags. 16. janúar 2015, barst nefndinni þann 19. janúar s.á. Þar kemur m.a. fram að ráðuneytið telji það ekki á valdsviði úrskurðarnefndar um upplýsingamál að mæla fyrir um opinbera birtingu niðurstaðna í kærumálum sem til meðferðar hafi verið. Synjun stjórnvalds á beiðni um að birta opinberlega úrskurði sína í kærumálum geti ekki talist jafngilda synjun á aðgangi að gögnum í skilningi upplýsingalaga. Þá telji ráðuneytið að kærandi í málinu hafi ekki óskað eftir aðgangi að gögnunum í skilningi upplýsingalaga og því hafi ráðuneytið ekki tekið afstöðu til þess hvernig slík beiðni yrði afgreidd.</p> <p>Með bréfi dags. 21. janúar 2015 var kæranda gefinn kostur á að tjá sig um umsögn ráðuneytisins. Það gerði hann með bréfi, dags. 26. janúar 2015. Þar fór kærandi fram á að ráðuneytinu verði annað hvort gert að birta úrskurði í umgengnismálum eða afhenda sér þá þannig að hann gæti kynnt sér efni þeirra og úrskurðarframkvæmd í málaflokknum.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum sem óskað er eftir á grundvelli upplýsingalaga undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að synjun innanríkisráðuneytis um að birta opinberlega úrskurði í tilteknum málaflokki verður ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar.</p> <p>Líkt og fram kemur í umsögn innanríkisráðuneytisins, dags. 16. janúar 2015, hefur ráðuneytið ekki tekið afstöðu til þess hvernig beiðni um aðgang að úrskurðunum á grundvelli upplýsingalaga yrði afgreidd heldur aðeins til þess hvort birta skuli úrskurðina á netinu. Liggur því ekki fyrir synjun stjórnvalds að aðgangi að gögnum í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga sem kæranleg er til úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur tilefni til þess að vekja athygli kæranda á því að honum er frjálst að leita til ráðuneytisins með beiðni um afrit af úrskurðum í umgengnismálum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Synjun á slíkri beiðni yrði svo eftir atvikum kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru A vegna synjunar innanríkisráðuneytisins á beiðni um opinbera birtingu úrskurða í umgengnismálum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p><p><br></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> |
611/2016. Úrskurður frá 7. mars 2016 |
A óskaði eftir gögnum í vörslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Úrskurðarnefndin taldi gögnin bera það með sér að vera rannsóknargögn í sakamáli eins og lögreglan héldi fram að þau væru. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn, sbr. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, var málinu vísað frá nefndinni. | <p> </p> <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 7. mars 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 611/2016 í máli ÚNU 14050001.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst með tölvupósti þann 2. desember 2014 kæra A á afgreiðslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni hans dags. 11 nóvember 2014 um aðgang að:</p> <ul> <li> <p>Afriti af beiðni bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) dagsettri 12. júní 2013, sem gefin var út í samræmi við samning Evrópuráðsins um netglæpi og fól í sér beiðni til íslenskra yfirvalda um að safna gögnum um „Silk Road“ netþjóninn sem hýstur var hér á landi. Vísað er til skjalsins í minnisblaði dags. 5. september 2013 gefnu út af saksóknara í Suður New York.</p> </li> <li> <p>Afriti af upplýsingum um netþjóninn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lét FBI í té.</p> </li> <li> <p>Afriti af lagalegum álitsgerðum, úrskurðum eða öðrum lagalegum heimildum fyrir leit á netþjóninum.</p> </li> <li> <p>Afriti af öllum samskiptum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og FBI varðandi tímasetningu leitarinnar.</p> </li> <li> <p>Öllum samskiptum við FBI þann 29. júlí 2013.</p> </li> <li> <p>Öllum öðrum gögnum er varða „Silk Road“ rannsóknina.</p></li></ul> <p>Kærandi óskaði aðgangs að umbeðnum gögnum með tölvupósti til ríkislögreglustjóra 7. nóvember 2014. Hann sendi sömu beiðni til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 11. nóvember 2014. Hann ítrekaði beiðnina 12. og 13. nóvember. Kærandi sendi svo annað bréf þann 14. nóvember þar sem hann kvartaði yfir því að hafa ekki fengið svör og óskaði staðfestingar á að erindi sitt væri til meðferðar. Þann 19. nóvember barst kæranda svar við erindi sínu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem tekið var fram að það hafi verið tekið til meðferðar en ekki væri að vænta svars innan viku. Þann 1. desember ritaði kærandi tölvupóst þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um stöðu málsins en fékk engin svör.</p> <p>Kærandi byggir kæru sína á því að dráttur á meðferð erindis hans feli í raun sér synjun á beiðninni.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p> </p> <p>Með bréfi dags. 12. desember 2014 sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæruna til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og veitti embættinu frest til 5. janúar til að koma að athugasemdum eða afgreiða beiðnina. Auk þess var óskað eftir því að nefndinni yrðu látin afrit umbeðinna gagna í té til skoðunar.</p> <p>Þann 5. janúar 2015 barst svar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem tekið var fram að um rannsókn sakamáls væri að ræða sem ekki væri lokið og því ómögulegt að verða við beiðninni. Kæranda var tilkynnt um þetta með bréfi dags 8. janúar 2015. Svar hans barst 9. febrúar sama ár. Þar véfengir kærandi að rannsókn sé enn í gangi og vísar til fyrri yfirlýsinga lögreglu í þeim efnum.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum er tekið fram að um aðgang að gögnum í slíkum málum fari að sérákvæðum laga um meðferð sakamála. Þá er tekið fram í 2. gr. sakamálalaga nr. 88/2008 að meðferð erinda frá erlendum dómstólum og yfirvöldum um aðgerðir hér á landi í tengslum við sakamál sæti meðferð samkvæmt sakamálalögum. </p> <p>Eins og að framan er rakið óskaði úrskurðarnefndin eftir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu léti henni í té afrit þeirra gagna sem kærandi óskar aðgangs að, eins og stjórnvaldi sem fær slíka beiðni í hendur frá úrskurðarnefndinni er skylt, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, telji nefndin nauðsynlegt að hafa viðkomandi gögn undir höndum við afgreiðslu máls. Í kæru þessa máls eru þau gögn sem kærandi óskar aðgangs að skilmerkilega tilgreind og bera það með sér að vera rannsóknargögn í sakamáli eins og lögreglan heldur fram að þau séu. Úrskurðarnefndin telur ekki ástæðu til þess að draga þá fullyrðingu í efa. Af þessum sökum telur nefndin ekki ástæðu til að halda því til streitu að fá gögnin í hendur þótt hún eigi lögbundinn rétt til þess og telur óhætt í þessu tilviki að afgreiða málið án þess að skoða gögnin sérstaklega. </p> <p>Með vísan til þess sem að framan segir er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að réttur til aðgangs að þeim gögnum er kærandi hefur krafist aðgangs að verði ekki byggður á upplýsingalögum nr. 140/2012. Verður því ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni. </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru A dags. 2. desember 2014 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
613/2016. Úrskurður frá 7. mars 2016 | Kærð var synjun Neytendastofu um aðgang að gögnum er vörðuðu rafrænar skilríkjalausnir en gagnabeiði kæranda var sett fram í 4. töluliðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi stofnunina ekki hafa sýnt fram á að efni skjalsins skjalinu „Svar Auðkennis ehf. vegna ábendingar um vísbendingar um öryggisgalla í rafrænum skilríkjalausnum Auðkennis ehf.“, sem beiðst var í 2. tölul. gagnabeiðni, væri þess eðlis að leynt ætti að fara og var kæranda því veittur aðgangur að skjalinu. Hins vegar taldi úrskurðarnefndin að tvö fylgiskjöl með skjalinu væru háð þagnarskyldu á grundvelli 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 og var kæru vegna synjunar á aðgangi að þeim því vísað frá nefndinni. Þá taldi úrskurðarnefndin að rökstuðningur fyrir synjun Neytendastofu að gögnum samkvæmt 1, 3. og 4. í gagnabeiðni kæranda samræmdist ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga og 22. gr. stjórnsýslulaga. Var því ákvörðunin felld úr gildi hvað varðaði þá töluliði í gagnabeiðni og lagt fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar meðferðar þar sem rökstudd afstaða væri tekin til hvers gagns fyrir sig. | <h2>Úrskurður </h2> <p>Hinn 7. mars 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 613/2016 í máli ÚNU 14120011.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 29. desember 2014 kærði A synjun Neytendastofu um aðgang að gögnum um rafrænar skilríkjalausnir Auðkennis ehf.</p> <p>Beiðni kæranda um aðgang var lögð fram með bréfi dags. 23. október 2014 þar sem kærandi óskaði eftir því að fá afhent „öll þau gögn sem Neytendastofa hefði um málið, þar með talið niðurstöður þess, sé málinu lokið af hálfu Neytendastofu“. Þann 30. október 2014 var beiðninni synjað með vísan til þess að samkvæmt 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001, sbr. lög nr. 50/1996, væru gögn sem varði starfsemi vottunaraðila og útgáfu fullgildra rafrænna skilríkja bundin trúnaði af hálfu eftirlitsaðila, þ.e. Neytendastofu. Með bréfi Neytendastofu fylgdi skjalið „Kröfur til öruggs undirskriftarbúnaðar“ en jafnframt vísaði stofnunin til „ákvæða gildandi laga og reglugerða um nánari kröfur sem gerðar [væru] til starfsemi vottunaraðila og annarra krafna sem gerðar [væru] í Evrópurétti og íslenskum lögum um umgjörð fullgildra rafrænna undirskrifta.“</p> <p>Með bréfi dags. 3. nóvember 2014 lagði kærandi aftur fram beiðni um aðgang að gögnum varðandi rafrænar skilríkjalausnir Auðkennis ehf. og afmarkaði beiðnina nánar. Óskað var eftir aðgangi að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li> <p>Afritum af staðfestingum þar til bærra aðila sem Neytendastofu hefur borist frá Auðkenni ehf. á grundvelli liðar 4.4. í 22. gr. reglugerðar nr. 780/2011.</p> </li> <li> <p>Svörum Auðkennis ehf. (dags. 24. september 2014) varðandi erindi kæranda til Neytendastofu um alvarlegan öryggisgalla í lausn Auðkennis ehf.</p> </li> <li> <p>Upptalningu á því hver nákvæmlega séu þau „önnur kröfuskjöl“ sem vísað er til í svari Neytendastofu til kæranda vegna ábendingar um alvarlegan öryggisgalla í lausn Auðkennis ehf. Væru þessi kröfuskjöl ekki aðgengileg annars staðar var óskað eftir afritum af þeim.</p> </li> <li> <p>Upptalningu á því hvaða prófanir eða úttektir, ef einhverjar, Neytendastofa hafi af eigin frumkvæði gert eða látið gera á öryggi lausna Auðkennis ehf. á sviði rafrænna skilríkja. Hafi slíkar prófanir eða úttektir átt sér stað var einnig óskað eftir afritum af þeim skjölum sem til væru um þær.</p></li></ol> <p>Með bréfi, dags. 22. desember 2014 var beiðninni synjað í heild sinni með vísan til þess að umbeðin gögn væru trúnaðargögn sem undanþegin væru upplýsingarétti skv. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 6. gr. sömu laga. Auk þess var vísað til þess að á Neytendastofu hvíldi „rík trúnaðarskylda varðandi gögn sem eðli máls samkvæmt ættu að fara leynt varðandi „viðskipti og rekstur vottunaraðila, tengdra aðila eða annarra“, sbr. 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001, um rafrænar undirskriftir og því óheimilt að afhenda óviðkomandi aðilum.“</p> <p>Í rökstuðningi fyrir kæru kemur fram að Neytendastofa hafi ekki tiltekið til hvaða töluliða í 10. gr. og 6. gr. laga nr. 140/2012 synjun væri byggð á. Varðandi 10. gr. laganna teldi kærandi það ólíklegt að umbeðin gögn geymi þær upplýsingar sem lagagreinin tiltekur. Á sama hátt yrði ekki séð að 6. gr. laganna hafi þýðingu varðandi umbeðin gögn en Neytendastofa hafi ekki haldið því fram í svari sínu að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá teldi kærandi að upplýsingar um hvort búnaður Auðkennis ehf. uppfylli lagaskilyrði fyrir vottun gætu ekki fallið undir það að vera upplýsingar sem leynt ættu að fara um viðskipti og rekstur vottunaraðila. Gera yrði þá kröfu um að hin umbeðnu gögn væru metin hvert fyrir sig með tilliti til þess hvort veita beri aðgang að þeim. </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 6. janúar 2015 var kæran kynnt Neytendastofu og stofnuninni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Þess var jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði. Umsögn Neytendastofu, dags. 28. janúar barst úrskurðarnefndinni þann 29. sama mánaðar. Í umsögninni var ítrekað að umbeðin gögn væru trúnaðargögn og þar með undanþegin upplýsingarétti, skv. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. og 6. gr. sömu laga. Auk þess hvíldi rík trúnaðarskylda á Neytendastofu á grundvelli 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001. Væri Neytendastofu því óheimilt að afhenda gögnin. Þessu til viðbótar benti Neytendastofa á að tekið væri fram í 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 að brot á trúnaðarskyldu væri að viðlagðri refsiábyrgð og hvíldi því sérstaklega rík þagnarskylda á starfsmönnum stofnunarinnar um atriði sem eiga undir lög nr. 28/2001. Með umsögn Neytendastofu fylgdi afrit af bréfi Auðkennis ehf. til Neytendastofu, dags. 24. september 2014, auk fylgiskjalanna „Viðauki B: Samningur við fjarskiptafyrirtæki og „Rammasamningur milli Auðkennis og XX.“ Önnur gögn sem tilgreind voru í gagnabeiðni kæranda bárust nefndinni ekki.</p> <p>Umsögn Neytendastofu var kynnt kæranda með bréfi dags. 3. febrúar 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í svari kæranda, dags. 9. febrúar 2015, segir í fyrsta lagi að kærandi hafni því að 6. eða 10. gr. laga nr. 140/2012 eigi við um umbeðnar upplýsinga en í umræddum lagagreinum væri ekki neitt það að finna sem umbeðin gögn gætu fallið undir. Þá næði þagnarskylda skv. 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 eingöngu til þeirra atriða sem leynt eiga að fara um viðskipti og rekstur vottunaraðila. Ákvæðið feli ekki í sér að allt það sem snúi að vottunaraðila eigi að fara leynt og þyrfti því að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort þau innihaldi eitthvað um viðskipti og rekstur vottunaraðila sem eðlilegt sé að leynt fari. Tekið var fram að ef hluti gagnanna innihaldi slíkar upplýsingar eigi að gefa aðgang að öðrum hlutum gagnanna. Þá setti kærandi fram efasemdir um að stofnunin hafi látið úrskurðarnefndinni í té öll gögn sem að beiðninni sneri. Sem dæmi var bent á það að ekki virtist vera um neitt gagn að ræða með titli sem ótvírætt gæti fallið að 1. lið beiðninnar um afrit af staðfestingum þar til bærra aðila sem Neytendastofu hafi borist frá Auðkenni ehf. á grundvelli liðar 4.4. í 22. gr. reglugerðar nr. 780/2011.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta lýtur að beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem nánar eru tilgreind í fjórum töluliðum. Þegar beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum er sett fram í mörgum liðum ber stjórnvaldi að afgreiða hvern lið fyrir sig og meta í hverju tilfelli hvort rétt sé að veita aðgang að umbeðnum gögnum. Í afgreiðslu Neytendastofu, dags. 22. desember 2014, var beiðninni synjað í heild sinni á þeim grundvelli að umbeðin gögn væru trúnaðargögn og undanþegin upplýsingarétti með vísan til 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 og 10., sbr. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>2. </h3> <p>Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Neytendastofa synjaði beiðni kæranda með vísan til þess að upplýsingarnar væru háðar þagnarskyldu í skilningi 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001, með síðari breytingum en í ákvæðinu segir orðrétt:</p> <p>„Starfsmenn Neytendastofu eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð skýra óviðkomandi frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um viðskipti og rekstur vottunaraðila, tengdra aðila eða annarra. Sama gildir um sérfræðinga sem starfa fyrir Neytendastofu að eftirlitsstarfi samkvæmt lögum þessum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p>Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar kemur að samspili einstakra þagnarskylduákvæða í lögum annars vegar og ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 hins vegar, skiptir því máli hvort þagnarskylduákvæðin teljist almenn eða sérstök.</p> <p>Í umfjöllun við 4. gr. í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að það einkenni sérstök þagnarskylduákvæði að þær upplýsingar sem þagnarskyldan taki til séu sérgreindar. Fari þá eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga.“ Í umfjölluninni er ennfremur tekið fram að ef upplýsingar séu tilgreindar með skýrum hætti beri að skýra þau til samræmis við ákvæði 6.-10. gr. frumvarpsins að því leyti sem slíkum ákvæðum sé ætlað að vernda sömu hagsmuni og að svo miklu leyti sem hægt sé. </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga sem gildi um „viðskipti og rekstur“ þeirra aðila sem tilteknir séu skv. ákvæðinu og sem Neytendastofu sé falið að hafa eftirlit með. Að því leyti sem ákvæðið tilgreinir ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem beri að gæta trúnaðar um felur það í sér almenna reglu um þagnarskyldu sem takmarkar ekki rétt til aðgangs samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Í þeim tilvikum verður þó að hafa hliðsjón af 2. málsl. 9. gr. upplýsingalaga þar sem m.a. er kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.</p> <p>Ákvæði 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 verður ekki túlkað svo rúmt að allar upplýsingar sem vottunaraðilar eða aðrir láta stofnuninni í té teljist upplýsingar um „viðskipti og rekstur“ viðkomandi aðila sem leynt skuli fara í skilningi 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001. Úrskurðarnefndin lítur svo á að markmið 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 sé að koma í veg fyrir að rekstrar- og viðskiptaupplýsingar sem vottunaraðilar, tengdir aðilar eða aðrir veita Neytendastofu lögum samkvæmt verði gerðar opinberar með þeim afleiðingum að þeir hljóti skaða af. Verður því að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort skjal geymi slíkar upplýsingar. Ef takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta skjals skal veita aðgang að öðrum hlutum þess.</p> <h3>3.</h3> <p>Neytendastofa sendi úrskurðarnefndinni afrit af því gagni sem tiltekið er í 2. tölul. gagnabeiðni, þ.e. „Svar Auðkennis ehf. vegna ábendingar um vísbendingar um öryggisgalla í rafrænum skilríkjalausnum Auðkennis ehf.“ Fyrir úrskurðarnefndinni liggur því að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að umræddu skjali.</p> <p>Í skjalinu koma fram andsvör og skýringar Auðkennis ehf. við ábendingu kæranda um öryggisgalla í rafrænum skilríkjalausnum félagsins. Í skjalinu er fjallað um þær prófanir sem Auðkenni ehf. framkvæmdi í samræmi við ábendingar kæranda og niðurstöður þeirra prófana. Þá eru sett fram andsvör við skilgreiningu kæranda á hugtökunum „undirskriftargögn“ og „öruggur undirskriftarbúnaður“. Að lokum er með almennum hætti fjallað um öryggi þeirra lausna sem Auðkenni býður upp á. Af umræddu gagni verður engan veginn ráðið að það geymi upplýsingar um viðskipti og rekstur vottunaraðila sem leynt skuli fara í skilningi 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001, enda eru þar engar upplýsingar um sambönd félagsins við viðskiptamenn þess, þau viðskiptakjör sem félagið nýtur, álagningu þess eða afkomu. Þá verður ekki séð að mikilvægum hagsmunum Auðkennis ehf. sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að þeim. Verður því synjun á afhendingu umrædds gagns hvorki byggð á 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 né á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Synjun Neytendastofu á gagnabeiðni kæranda var í öðru lagi studd við 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. og 6. gr. sömu laga en í synjuninni var hvorki vísað til tiltekinna töluliða né er þar rökstutt af hverju umrædd ákvæði takmarki aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Í tilvitnaðri 10. gr. er fjallað um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna og eru undanþágur frá upplýsingaskyldu taldar upp í 6 töluliðum. Í 6. gr. laganna eru tilgreind í 5 töluliðum þau gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti samkvæmt ákvæðinu. Ekki verður séð að það skjal sem úrskurðarnefndinni var afhent varði mikilvæga almannahagsmuni í skilningi 10. gr. upplýsingalaga né verður ráðið að það falli undir þær undanþágur frá upplýsingaskyldu sem tilgreindar eru í 6. gr. laganna. Neytendastofa hefur ekki fært nokkur rök fyrir því að takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt tilvitnuðum ákvæðum eigi við umrætt skjal. Í ljósi þessa fellst nefndin ekki á að synja beri kæranda um aðgang að því gagni sem tilgreint var í 2. tölul. gagnabeiðni og ber Neytendastofu því að afhenda kæranda umbeðið gagn.</p> <h3>4.</h3> <p>Með skjalinu „Svar Auðkennis ehf. vegna ábendingar um vísbendingar um öryggisgalla í rafrænum skilríkjalausnum Auðkennis ehf.“ fylgdu tvö fylgiskjöl: „Samningur við fjarskiptafyrirtæki“ og „Rammasamningur milli Auðkennis og viðskiptavinar um þjónustu.“ Fallast má á með Neytendastofu að fylgiskjölin séu háð þagnarskyldu á grundvelli 4. mgr. 20. gr. laga nr. 28/2001 en um er að ræða drög að samningum Auðkennis ehf. við viðskiptaaðila félagsins. Telja verður að upplýsingar um samningsskilmála eftirlitsskylds aðila við viðskiptaaðila þess falli undir það að vera upplýsingar um viðskipti og rekstur félags sem leynt skulu fara í skilningi fyrrnefnds ákvæðis. Umrædd gögn falla því undir hina sérstöku þagnarskyldureglu framangreindrar lagagreinar laga nr. 28/2001 sem gengur framar ákvæðum upplýsingalaga og af þeim sökum ná ákvæði upplýsingalaga ekki til deiluefnisins. Kæru vegna synjunar á aðgangi að þeim ber því að vísa frá nefndinni.</p> <h3>5. </h3> <p>Í 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er lögð sú lagaskylda á stjórnvöld að láta nefndinni í té afrit af fyrirliggjandi gögnum sem kæra lýtur að. Úrskurðarnefndinni hafa ekki borist þau gögn sem tilgreind voru í 1., 3. og 4. tölul. í gagnabeiðni kæranda en í svarbréfi Neytendastofu við bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 28. janúar 2015, var því ekki borið við að gögnin væru ekki í fórum stofnunarinnar. Ef stjórnvald afhendir ekki úrskurðarnefndinni umbeðin gögn á nefndin erfiðara um vik með að sinna því lögboðna hlutverki sínu að endurskoða mat stjórnvalds á því hvort gögn séu undanþegin upplýsingarétti. Hins vegar verður ekki talið að stjórnvald geti komist hjá því að ákvörðun þeirra um synjun afhendingar verði endurskoðuð með því að afhenda úrskurðarnefndinni ekki þau gögn sem kæra lýtur að.</p> <p>Í gagnabeiðni kæranda var skv. 1. tölul. beiðninnar óskað eftir afritum af staðfestingum þar til bærra aðila sem Neytendastofu hafi borist frá Auðkenni ehf. á grundvelli liðar 4.4. í 22. gr. reglugerðar nr. 780/2011 um rafrænar undirskriftir. Í reglugerðarákvæðinu er kveðið á um þau lágmarksgögn sem fylgja skuli tilkynningu til Neytendastofu um starfsemi vottunaraðila, þar á meðal staðfestingu þar til bærs aðila um að kröfum til öruggs undirskriftarbúnaðar teljist fullnægt, sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 28/2001. Af fyrirmælum liðar 4.4. í 22. gr. reglugerðar nr. 780/2011 má draga þá ályktun að skjalið geymi einkum upplýsingar um það hvort Auðkenni ehf. hafi fengið slíka staðfestingu og þá frá hverjum.</p> <p>Í 3. tölul. í gagnabeiðni kæranda var óskað eftir lista yfir „önnur kröfuskjöl“ sem vísað var til í svari Neytendastofu til kæranda auk afrita af þeim skjölum, væru þau ekki aðgengileg annars staðar. Beiðnin var sett fram í kjölfar svarbréfs Neytendastofu, dags. 30. október 2014, þar sem stofnunin vísar til þess að þeir áhættuþættir sem kærandi tiltaki í upphaflegri ábendingu sinni falli utan þeirrar „kerfisáhættu sem að lög nr. 28/2001, reglugerð nr. 780/2011, stöðlum og öðrum kröfuskjölum er ætlað að vernda og falla undir opinbert eftirlit stofnunarinnar.“ Af svari Neytendastofu má ráða að með „öðrum kröfuskjölum“ sé átt við staðla eða reglur sem stofnunin vinnur eftir við framkvæmd eftirlitshlutverks síns.</p> <p>Í 4. tölul. í gagnabeiðni kæranda var óskað eftir lista yfir prófanir eða úttektir sem Neytendastofa hafi að eigin frumkvæði gert eða látið gera á öryggi lausna Auðkennis ehf. á sviði rafrænna skilríkja og afrit af slíkum prófunum eða úttektum væru þær til.</p> <p>Enginn rökstuðningur fylgdi synjun Neytendastofu á aðgangi kæranda að gögnum samkvæmt 1, 3. og 4. tölulið í gagnabeiðni kæranda annar en sá að hin umbeðnu gögn væru trúnaðargögn. Að mati nefndarinnar samræmist málsmeðferð Neytendastofu við töku hinnar kærðu ákvörðunar ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga og 22. gr. stjórnsýslulaga. Verður því ekki hjá því komist að fella ákvörðun Neytendastofu um að synja aðgangi að skjölum þeim sem tilgreind voru úr gildi varðandi tölul. 1, 3. og 4. í gagnabeiðni kæranda og leggja fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar meðferðar þar sem rökstudd afstaða er tekin til hvers gagns fyrir sig.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Neytendastofu ber að afhenda kæranda skjalið „Svör Auðkennis ehf. varðandi erindi kæranda til Neytendastofu um alvarlegan öryggisgalla í lausn Auðkennis ehf“, dags. 24. september 2014.</p> <p>Kæru á synjun Neytendastofu um aðgang að fylgiskjölunum „Samningur við fjarskiptafyrirtæki“ og „Rammasamningur milli Auðkennis og viðskiptavinar um þjónustu“ er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Ákvörðun Neytendastofu um að synja beiðni A um aðgang að gögnum skv. 1., 3. og 4. tölul. í gagnabeiðni kæranda er felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar meðferðar. Umræddir hlutar beiðninnar lúta nánar tiltekið að eftirfarandi atriðum:</p> <ul> <li> <p>„Afritum af staðfestingum þar til bærra aðila sem Neytendastofu hefur borist frá Auðkenni ehf. á grundvelli liðar 4.4. í 22. gr. reglugerðar nr. 780/2011.“</p> </li> <li> <p>„Upptalningu á því hver nákvæmlega séu þau „önnur kröfuskjöl“ sem vísað er til í svari Neytendastofu til kæranda vegna ábendingar um alvarlegan öryggisgalla í lausn Auðkennis ehf. Væru þessi kröfuskjöl ekki aðgengileg annars staðar var óskað eftir afritum af þeim.“</p> </li> <li> <p>„Upptalningu á því hvaða prófanir eða úttektir, ef einhverjar, Neytendastofa hafi af eigin frumkvæði gert eða látið gera á öryggi lausna Auðkennis ehf. á sviði rafrænna skilríkja. Hafi slíkar prófanir eða úttektir átt sér stað var einnig óskað eftir afritum af þeim skjölum sem til væru um þær.“</p> </li> </ul> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> |
607/2016. Úrskurður frá 18. janúar 2016 | Kærandi óskaði eftir gögnum um hvaða starfsmenn Landspítala-Háskólasjúkrahúss hefðu haft aðgang að og skoðað sjúkraskrá eiginmanns hennar heitins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að hugtakið sjúkraskrárupplýsingar yrði að skýra rúmt. Umbeðin gögn voru talin falla undir hugtakið. Þar sem um aðgang að sjúkraskrám fer samkvæmt lögum um sama efni var málinu vísað frá nefndinni. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 18. janúar 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 607/2016 í máli ÚNU 14100010.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags 30. október 2014 kærði A synjun Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) á beiðni um aðgang að upplýsingum um starfsmenn LSH sem höfðu aðgang að og lásu sjúkraskýrslur B heitins, eiginmanns kæranda, dagana 28. september til 13. október 2011.</p> <p>Beiðni kæranda um aðgang var lögð fram með bréfi dags. 15. maí 2014. Þann 19. júní 2014 var beiðninni synjað með vísan til þess að upplýsingarnar fælu ekki í sér eiginlegar sjúkraskrárupplýsingar í skilningi laga nr. 55/2009 um sjúkraskrár. Jafnframt félli beiðnin utan upplýsingalaga þar sem sérstaklega væri kveðið á um aðgang að sjúkraskrám og tengdum upplýsingum í lögum um sjúkraskrár.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæra kæranda var send LSH þann 26. nóvember 2014 og óskað eftir umsögn ásamt afritum af gögnum málsins. Þann 17. desember 2014 barst umsögn LSH þar sem fram komu sjónarmið spítalans um að aðgangur að upplýsingunum ætti ekki undir upplýsingalög. Kæranda var send umsögn LSH dags. 23. desember 2014 og boðið að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna málsins. Frekari athugasemdir bárust frá kæranda með tölvupósti þann 9. janúar 2015.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur til meðferðar synjanir á beiðnum um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2011 sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna. Samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna takmarka sértæk þagnarskylduákvæði laga rétt til aðgangs samkvæmt lögunum. Í 12. gr. laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 kemur fram að aðgangur að sjúkraskrám sé óheimill nema samkvæmt ákvæðum laganna eða annarra laga. Jafnframt er sérstaklega kveðið á um það í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að um aðgang sjúklings að sjúkraskrá fari eftir lögum um sjúkraskrár. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur þetta leiða til þess að synjun á aðgangi að slíkum gögnum verði ekki borin undir úrskurðarnefndina. Fyrir úrskurðarnefndinni liggur að leysa úr því hvort upplýsingar um þá starfsmenn sem hafa aðgang að og opna sjúkraskýrslur sjúklinga teljist til sjúkraskrár þeirra.</p> <p>Í 4. tl. 1. mgr. 3. gr. gildandi laga um sjúkraskrár nr. 55/2009 er hugtakið sjúkraskrárupplýsingar skilgreint sem „Lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgentmyndir, línurit og mynd- og hljóðupptökur sem innihalda upplýsingar er varða heilsufar sjúklings og meðferð hans hjá heilbrigðisstarfsmanni eða heilbrigðisstofnun og aðrar nauðsynlegar persónuupplýsingar.“ Í 5. tl. ákvæðisins er hugtakið sjúkraskrá skilgreint sem safn sjúkraskrárupplýsinga.</p> <p>Í úrskurði nr. A-155/2002 frá 8. nóvember 2002 hafði úrskurðarnefndin til skoðunar aðgang að sjúkraskrá og sjúkraskrárupplýsingum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að almennt orðuð og rúm skilgreining á hugtakinu sjúkraskrá leiddi til þess að skýra yrði hugtakið rúmt. Skilgreining sjúkraskrárhugtaksins í lögum nr. 55/2009 er áþekk skilgreiningu hugtaksins í reglugerð nr. 227/1991, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál byggði niðurstöðu úrskurðar nr. A-155/2002 á. Af greinargerð er fylgdi frumvarpi að lögunum verður ekki dregin sú ályktun að ætlunin hafi verið að breyta skýringu á hugtakinu frá því sem gilti í tíð eldri laga um sjúkraskrár nr. 74/1997. Að teknu tilliti til þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þau gögn sem kærandi óskar eftir aðgangi að teljist til sjúkraskrár B heitins. Um rétt kæranda til aðgangs að þeim fer því samkvæmt lögum um sjúkraskrár, sbr. nú lög nr. 55/2009. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki tekið afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að gögnunum samkvæmt þeim lögum. Verður því ekki hjá því komist að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru A á synjun Landspítala háskólasjúkrahúss um aðgang að upplýsingum um hvaða starfsmenn hafi haft aðgang að og lesið sjúkraskrár B á nánar tilteknu tímabili er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál</p> <p> <br /> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
608/2016. Úrskurður frá 18. janúar 2016 | Kærandi óskaði eftir kynningu sem flutt var á dánarmeinafundi á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi um eiginmann hennar heitinn. Að sögn LSH var kynningin ekki vistuð á spítalanum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál voru ekki efni til að vefengja þá staðhæfingu og var málinu því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 18. janúar 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 608/2016 í máli ÚNU 14100024.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst þann 20. október 2014 kæra A á synjun Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH) um aðgang að kynningu sem flutt var á dánarmeinafundi (MM fundi) í nóvember 2011 um B heitinn.</p> <p>Kærandi óskaði gagnanna fyrst með erindi dags. 7. janúar 2013. Með bréfi dags. 14. janúar 2013 greindi aðstoðarframkvæmdastjóri lækninga á LSH kæranda frá því að ekkert slíkt gagn lægi fyrir hjá spítalanum. Dánarmeinafundir væru haldnir með þeim hætti að læknir héldi stutta kynningu á tilfelli einstaklings, nafnlaust. Viðstaddir geti rætt tilfellið og hvað megi læra af því. Kynningarnar væru ekki formbundnar og oftast munnlegar. Hins vegar útbyggju sumir læknar glærur eða minnispunkta en spítalinn aflaði hvorki slíkra gagna sérstaklega né héldi utan um þá. Gagnið sem kærandi óskaði eftir væri ekki til hjá LSH.</p> <p>Þann 18. febrúar 2014 sendi kærandi kæru til velferðarráðuneytisins í þremur liðum. Ráðuneytið tók tvo liði til skoðunar en vísaði kæru á synjun LSH um aðgang að kynningu af dánarmeinafundi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi dags. 15. október 2014. Kæran barst úrskurðarnefndinni þann 20. október 2014 eins og áður segir. </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 3. desember 2014 sendi úrskurðarnefndin LSH kæruna til umsagnar. Umsögn spítalans barst þann 7. janúar 2015. Þar segir í upphafi að eins og fram komi í bréfum LSH til kæranda og velferðarráðuneytisins sé umbeðin kynning ekki vistuð á spítalanum. Upplýsingar úr kynningunni sé allar að finna annars staðar, þ.e. í sjúkraskrá viðkomandi sjúklings. Skilyrði þess að stjórnvaldi verði gert skylt að afhenda gögn á grundvelli upplýsingalaga sé að um fyrirliggjandi gögn sé að ræða. LSH telur að jafnvel þó umbeðin gögn væru geymd á spítalanum bæri honum ekki skylda til að afhenda þau. Þessi ályktun er studd við 9. gr. upplýsingalaga. Kynningar af því tagi sem kærandi óski eftir innihaldi viðkvæmar upplýsingar um heilsuhagi einstaklinga sem geti verið persónugreinanlegar þrátt fyrir að nafns eða kennitölu sé ekki getið.</p> <p>Í umsögn LSH segir að á spítalanum séu haldnir svokallaðir MM (mortality and morbidity) fundir þar sem sjúkratilfelli séu rædd á opinskáan og hreinskilinn hátt án persónugreiningar. Fundina sitji aðeins læknar sem bundnir séu trúnaðar- og þagnarskyldu. Tilgangur fundanna sé að fara yfir stök sjúkratilfelli og skapa umræðu um þau, kynna ný eða sjaldgæf tilfelli sem ekki hafi komið fyrir áður eða sérstaklega flókin mál. Deildarlækni sé falið að sjá um kynningu, þ.e. fara yfir staðreyndir máls, sjúkdómsgreiningar og hvað hafi verið aðhafst. Viðkomandi deildarlæknir sæki upplýsingar í sjúkraskrá sjúklings og vinni kynningu út frá því sem þar kemur fram. Yfirleitt sé um munnlega kynningu að ræða en deildarlæknar ákveði sjálfir hvort þeir skrifi hjá sér minnispunkta, hafi glærukynningu eða annað slíkt. Engar fundargerðir séu færðar og engum gögnum dreift á fundunum. Fundirnir séu hluti af gæðakerfi spítalans og ætlaðir til að efla gæði, meðferðarúrræði og öryggi sjúklinga almennt. Gögnin séu unnin úr sjúkraskrá með heimild í 17. gr. laga um sjúkraskrár nr. 55/2009. Gögn sem unnin séu fyrir fundina teljist ekki hluti af sjúkraskrá sjúklings og geti því hvorki sjúklingar né aðrir farið fram á aðgang að þeim á grundvelli sjúkraskrárlaga.</p> <p>Loks kemur fram að LSH telji undirbúningsgögn á borð við kynningar af MM fundum til vinnugagna í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Kynningarnar séu aðeins útbúnar til eigin nota, til að taka saman staðreyndir varðandi mál sem þegar sé að finna í öðrum gögnum spítalans og mögulegar hugrenningar deildarlæknis sem samdi kynninguna. Engin af undanþágum 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin.</p> <p>Kæranda var kynnt umsögn LSH með bréfi dags. 9. janúar og veitt tækifæri á að koma að frekari athugasemdum. Þær bárust þann 4. febrúar 2015. Þar segir í upphafi að þegar B heitinn hneig niður á heimili sínu eftir útskrift af skurðdeild [...] hafi kærandi ekki haft hugmynd um hvað hefði gerst. Enginn hafi útskýrt fyrir B eða kæranda hvaða sjúkdómi hann væri haldinn. Vinur B heitins, svæfingalæknir á spítalanum, hafi fyrst heyrt nafn sjúkdómsins nefnt á dánarmeinafundi í nóvember 2011. Þegar kærandi leitaði upplýsinga um sjúkdóminn í kjölfarið hafi komið í ljós að hann væri mjög hættulegur. Kærandi hafi viljað nálgast kynningu af fundinum vegna möguleika á því að hann hefði verið notaður til að hvítþvo skurðlækninn sem bar ábyrgð á meðferð B heitins. Deildarlæknir sem sá um kynninguna hafi sagt kæranda að eintak af henni væri vistað á heimasvæði deildarinnar. Kærandi hafi skrifað báðum yfirlæknum skurðdeilda, sem vísað hafi á vörslumann sjúkraskráa hjá LSH. Vörslumaðurinn hafi ítrekað neitað kæranda um kynninguna en þegar velferðarráðuneytið hafi beðið um eintak hafi spítalinn upplýst að hún væri ekki lengur til.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Nefndin getur því aðeins lagt úrskurð á mál að þau gögn, eða að minnsta kosti þær upplýsingar, sem óskað er eftir aðgangi að, séu í vörslum aðila sem falla undir lögin. Af hálfu LSH hefur komið fram að engin gögn séu í vörslu spítalans af MM fundi um meðferð B heitins sem haldinn var í nóvember 2011. Þetta kemur meðal annars fram í bréfi aðstoðarframkvæmdastjóra lækninga á spítalanum til kæranda dags. 14. janúar 2013. Kærandi vísar til þess að deildarlæknir sem sá um kynningu á fundinum hafi tjáð henni í síma að hann teldi kynninguna vistaða á heimasvæði skurðdeildar á spítalanum. Ekkert annað er fram komið í málinu sem gefur tilefni til að efast um þá staðhæfingu LSH að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá spítalanum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður því að leggja til grundvallar að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verður því ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru A á synjun Landspítala-Háskólasjúkrahúss um aðgang að kynningu frá dánarmeinarfundi í nóvember 2011 um B er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
610/2016. Úrskurður frá 18. janúar 2016 | Kærandi óskaði eftir ýmsum gögnum og fundargerðum frá Fjármálaeftirlitinu tengdum uppsögn sinni og málaferlum gegn stofnuninni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttaði að 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri sérstök þagnarskylduregla og þar af leiðandi var ekki unnt að veita aðgang að þeim gögnum er féllu undir hana. Þá var kæru vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að því leyti sem hún varðaði ákvarðanir sem voru teknar samkvæmt stjórnsýslulögum eða ekki kærðar innan 30 daga kærufrests upplýsingalaga. Hins vegar var felld úr gildi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að afhenda ekki tiltekin gögn á þeirri forsendu að kærandi hefði þau þegar undir höndum. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 18. janúar 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 610/2016 í máli ÚNU 14090008.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 25. september 2014 kærði A ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að nánar tilgreindum upplýsingum. Þann 17. mars 2014 óskaði kærandi eftir afritum af fundargerðum stjórnar Fjármálaeftirlitsins og gögnum lögðum fyrir stjórnina þar sem fjallað var um málefni tengd honum frá 1. janúar 2010 til dagsetningar gagnabeiðninnar. Kærandi óskaði jafnframt eftir afritum af skráningu mála er vörðuðu hann í málaskrá Fjármálaeftirlitsins og dagbókarfærslum þeim tengdum, ásamt sundurliðun á tímaskráningu starfsmanna vegna mála sem tengd væru honum. Að lokum krafðist kærandi sundurliðaðra upplýsinga og afrita reikninga vegna kostnaðar við vinnu B, embættis ríkislögmanns, C eða lögmannsstofunnar Landslaga í málum tengdum honum.</p> <p>Fjármálaeftirlitið svaraði kæranda með bréfi dags. 20. mars 2014 þar sem fram kom að ekki væri fært að afgreiða beiðni hans innan sjö daga frests upplýsingalaga. Þann 22. apríl 2014 var orðið við beiðni kæranda um afrit af skráningu allra mála í málaskrá er vörðuðu hann. Jafnframt óskaði Fjármálaeftirlitið eftir því að hann afmarkaði beiðni sína með því að tilgreina nánar úr hvaða málum hann óskaði eftir gögnum.</p> <p>Með bréfi dags. 12. maí 2014 útlistaði kærandi nánar beiðni sína. Kærandi kvaðst óska eftir aðgangi að eftirfarandi gögnum:</p> <blockquote> <ul> <li> <p>„Afrit af fundum stjórnar Fjármálaeftirlitsins þar sem fjallað er um málefni tengd mér á tímabilinu 1. janúar 2010 til dagsetningar bréfs þessa – óháð málsnúmeri.</p> </li> <li> <p>Afrit af gögnum sem lögð voru fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins vegna málefna mér tengdum á sama tímabili og nefnt er að ofan – óháð málsnúmeri.</p> </li> <li> <p>Afriti af þeim gögnum þar sem minnst er á nafn mitt, vikið með öðrum hætti að persónu minni (beint eða óbeint) eða vikið (beint eða óbeint) að störfum stjórnar Íslenska lífeyrissjóðsins í eftirfarandi málum:</p> </li> </ul> <ul> <li> <p>2008-12-0035</p> </li> <li> <p>2011-01-0281</p> </li> <li> <p>2011-01-0282</p> </li> <li> <p>2013-01-0021</p> </li> </ul> <ul> <li> <p>Afrit af öllum gögnum eftirfarandi mála <u>:</u></p> </li> </ul> <ul> <li> <p>2010-01-0248: Eftirlit 2010 – Lsj. verkfræðinga.</p> </li> <li> <p>2010-08-0010: Kvörtun [A] til umboðsmanns Alþingis.</p> </li> <li> <p>2010-08-0056: Ákvörðun um hæfi [A].</p> </li> <li> <p>2011-01-0232: Stefna IG á hendur D f.h. FME.</p> </li> <li> <p>2011-07-0030&2012-06-0116: Erindi UA v. [A].</p> </li> <li> <p>2012-02-0061: Beiðni UA um upplýsingar varðandi mál [A].</p> </li> <li> <p>2013-02-0024: Skaðabótakrafa – [A] vegna ákv. FME.</p> </li> <li> <p>2013-05-0047: Stefna [A] – skaðabótamál.</p> </li> </ul> <ul> <li> <p>Upplýsingar um heildar-tímaskráningu starfsmanna Fjármálaeftirlitsins vegna allra þeirra mála sem tilgreind eru í næsta punkti hér að ofan, sundurliðað eftir málum og árum.</p> </li> <li> <p>Sundurliðaðar upplýsingar og afrit af reikningum vegna beins útlagðs kostnaðar Fjármálaeftirlitsins vegna allra mála tengdum mér á árunum 2010-2014, en þar má nefna án þess að um tæmandi talningu sé að ræða:</p> </li> </ul> <ul> <li> <p>Kostnað vegna vinnu [B], hdl.</p> </li> <li> <p>Kostnað vegna vinnu embættis ríkislögmanns.</p> </li> <li> <p>Kostnað vegna vinnu [C], löggilts skjalaþýðanda.</p> </li> <li> <p>Kostnað vegna vinnu lögmannsstofunnar Landslaga.</p> </li> <li> <p>Annan kostnað.“</p> </li> </ul> </blockquote> <p>Þann 21. maí 2014 sendi Fjármálaeftirlitið kæranda bréf þar sem útlistað var á hvaða grundvelli kærandi gæti átt rétt á gögnunum. Var honum tilkynnt að beiðnin væri umfangsmikil og meðferð málsins færi fram úr 7 daga fresti upplýsingalaga. Jafnframt yrði hver liður beiðni kæranda afgreiddur fyrir sig í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-475-2013.</p> <p>Þann 16. júlí 2014 tilkynnti Fjármálaeftirlitið kæranda að afgreiddir hefðu verið fimm liðir í beiðni hans. Nánar tiltekið hefði verið orðið við beiðni kæranda um aðgang að gögnum í málum 2011-01-0281, 2013-01-0021, 2011-01-0282, 2012-02-0061 og 2012-06-0116 að öllu leyti eða hluta.</p> <p>Með bréfi dags. 1. september 2014 tilkynnti Fjármálaeftirlitið kæranda að stofnunin hefði orðið við beiðni hans um afrit af fundargerðum þar sem fjallað var um hann og gögn sem lögð voru fyrir stjórn við sama tilefni. Kærandi fékk afhenta að fullu þá hluta fundargerða 318., 319., 320., 321., 322., 324. og 325. fundar stjórnar Fjármálaeftirlitsins er stofnunin taldi varða kæranda ásamt fylgigögnum. Minnst var á kæranda í sjö öðrum fundargerðum á tímabilinu sem kærandi tiltók í beiðni sinni, en stofnunin taldi hann ekki hafa verið aðili viðkomandi mála samkvæmt stjórnsýslulögum. Var því farið með aðgang kæranda eftir ákvæðum upplýsingalaga en ekki stjórnsýslulaga. Ákvörðun um aðgengi að þeim gögnum var tekin 4. september 2014. Í ákvörðuninni voru ákvæði upplýsingalaga rakin áður en hver fundargerð ásamt fylgigögnum var tekin sérstaklega til skoðunar.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Þann 29. september var Fjármálaeftirlitinu kynnt kæran og veittur frestur til 15. október 2014 til að koma að umsögn og afritum af gögnum sem kæran lýtur að. Þann 13. október 2014 barst umsögn Fjármálaeftirlitsins ásamt afritum af umbeðnum gögnum.</p> <p>Í umsögn Fjármálaeftirlitsins kemur fram að stofnunin mótmæli þeirri staðhæfingu að beiðni kæranda hafi ekki verið sinnt. Málsmeðferð Fjármálaeftirlitsins hafi í einu og öllu fylgt ákvæðum upplýsingalaga og stjórnsýslulaga. Þá hafi kæranda verið tilkynnt í upphafi að málsmeðferð færi fram úr lögbundnum fresti. Fjármálaeftirlitið tók fram að eftir heildstætt mat á gögnum málsins teldi það að réttur kæranda til aðgangs að þeim miðaðist við 5. gr. upplýsingalaga en ekki 14. gr. Í ljósi þess að flest gögnin innihaldi upplýsingar um starfsemi Fjármálaeftirlitsins sem leynt eigi að fara í ljósi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 hafi verið rétt að hafna kæranda um aðgang að þeim. Kæranda hafi þó verið veittur aðgangur að þeim gögnum sem ekki höfðu að geyma slíkar upplýsingar.</p> <p>Umsögn Fjármálaeftirlitsins var send til kæranda og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 3. nóvember 2014. Þar kemur fram að kærandi telji stofnunina ekki hafa orðið við beiðnum sínum að ýmsu leyti. Til að mynda hafi upplýsingar um útlagðan kostnað Fjármálaeftirlits vegna mála tengdum honum ekki verið veittar og heldur ekki upplýsingar um tímaskráningar starfsmanna stofnunarinnar. Kærandi áréttar að frestur upplýsingalaga til að afgreiða gagnabeiðni sé 7 dagar. Kærandi telur Fjármálaeftirlitið túlka upplýsingarétt afar þröngt. Þá telur kærandi vísanir Fjármálaeftirlitsins til þess að upplýsingarnar varði dómsmál, sem stofnunin sé aðili að, undanskot, enda sé dómsmálunum lokið og gögnin verði ekki notuð í öðrum dómsmálum. Þar af leiðandi geti þau ekki talist vinnugögn. Jafnframt geti fundargögn og álit sérfræðinga sem lögð voru fyrir fundi engan veginn talist vinnuskjöl sem leynt skuli fara. </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar gögn í vörslum Fjármálaeftirlitsins sem varða kæranda með einum eða öðrum hætti. Beiðni kæranda var upphaflega í fimm liðum en eftir frekari upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu með bréfi dags. 22. apríl 2014 afmarkaði kærandi beiðni sína frekar í sex liðum.</p> <p>Líkt og áður segir afgreiddi Fjármálaeftirlitið hvern lið beiðninnar fyrir sig. Með bréfi dags. 16. júlí 2014 var tekin ákvörðun um aðgang kæranda að málum nr. 2011-01-0281, 2013-01-0021, 2011-01-0282, 2012-02-0061 og 2012-06-0116 í málaskrá Fjármálaeftirlitsins. Kæranda var leiðbeint um 30 daga kærufrest 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar kæra í máli þessu barst þann 25. september 2014 var kærufrestur er varðar þau gögn því liðinn. Verður því ekki hjá því komist að vísa þeim hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Þann 20. nóvember 2015 sendi kærandi úrskurðarnefndinni afrit af bréfi frá Fjármálaeftirlitinu dags. 9. nóvember 2015 þar sem tekin var afstaða til réttar hans til aðgangs að þeim gögnum sem eftir stóðu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði kæranda grein fyrir því að ef hann óskaði þess að bera ákvörðunina undir úrskurðarnefndina yrði kæran tekin fyrir undir nýju málsnúmeri.</p> <h3>2.</h3> <p>Fjármálaeftirlitið tók ákvarðanir um aðgang að 14 nánar tilgreindum fundargerðum stjórnar stofnunarinnar ásamt fylgigögnum 1. og 4. september 2014. Um er að ræða fundargerðir og gögn af eftirtöldum fundum stjórnarinnar:</p> <ol> <li> <p>318. fundur, dags. 14. júlí 2010</p> </li> <li> <p>319. fundur, dags. 27. júlí 2010</p> </li> <li> <p>320. fundur, dags. 6. ágúst 2010</p> </li> <li> <p>321. fundur, dags. 13. ágúst 2010</p> </li> <li> <p>322. fundur, dags. 20. ágúst 2010</p> </li> <li> <p>324. fundur, dags. 27. ágúst 2010</p> </li> <li> <p>325. fundur, dags. 31. ágúst 2010</p> </li> <li> <p>374. fundur, dags. 11. janúar 2012</p> </li> <li> <p>377. fundur, dags. 29. febrúar 2012</p> </li> <li> <p>400. fundur, dags. 20. mars 2013</p> </li> <li> <p>402. fundur, dags. 8. maí 2013</p> </li> <li> <p>403. fundur, dags. 22. maí 2013</p> </li> <li> <p>410. fundur, dags. 11. desember 2013</p> </li> <li> <p>411. fundur, dags. 22. janúar 2014</p> </li> </ol> <p>Kæra barst þann 25. september og eru ákvarðanirnar tvær því kærðar innan frests 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Í fyrri ákvörðuninni dags. 1. september 2010 var tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að gögnum undir liðum nr. 1-7. Sú ákvörðun var tekin á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og á því ekki undir úrskurðarnefndina skv. 2. mgr. 4. gr., sbr 1. mgr. 20. gr. laganna Er því þeim hluta kærunnar einnig vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h3>3.</h3> <p>Fyrir úrskurðarnefndinni liggur því að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að gögnum funda undir liðum nr. 8-14 að framan ásamt fylgigögnum, sbr. ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 4. september. 2014. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að upplýsingar sem varða dómsmál sem kærandi var aðili að og hugsanleg viðbrögð Fjármálaeftirlitsins við málarekstrinum varði kæranda sérstaklega. Kærandi hefur réttmæta hagsmuni umfram aðra af því að kynna sér gögnin enda þótt hann hafi ekki talist aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga. Réttur kæranda til aðgangs að gögnunum ræðst þar af leiðandi af 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að gögnum þeim sem varða kæranda byggir á því að þau hafi að geyma upplýsingar sem leynt eigi að fara í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Í fyrsta og öðrum málslið 1. mgr. 13. gr. segir eftirfarandi: „Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði sbr. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Eins og beiðni kæranda hefur verið afmörkuð hér að framan lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að þau gögn sem kærandi biður um aðgang að varði starfsemi Fjármálaeftirlitsins sjálfs en hvorki viðskipti né rekstur eftirlitsskyldra aðila. Samkvæmt því ber úrskurðaranefndinni að taka afstöðu til þess hvort þessi gögn eigi að fara leynt samkvæmt þeim málsliðum 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sem rakin eru hér að framan eða veita beri aðgang að þeim þar sem málsgreinin nái ekki til þeirra.</p> <p>Upplýsingar um dómsmál sem Fjármálaeftirlitið á aðild að myndu jafnan fjalla um starfsemi þess í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og allar líkur á að stofnuninni bæri að veita aðgang að upplýsingum um hver þau væru þar sem ekki verður sé að þær upplýsingar ættu að fara leynt. Umræður stjórnar Fjármálaeftirlitsins um hvort og þá hvernig eigi að bregðast við dómum sem stofnunin á aðild að sem og skýrslur sem að þeim lúta geta hins vegar haft að geyma upplýsingar sem eðlilegt er að leynt fari bæði fyrir hugsanlegt framhald málsins, sé þeim möguleika til að dreifa, og eins um hugsanlegar afleiðingar þeirra ráða sem stofnunin kann að geta gripið til. Þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu fellur hins vegar ekki sjálfkrafa á slíkar upplýsingar, heldur verður að meta í hverju tilviki hvort þær eigi að fara leynt eða ekki. Rétt er að benda á að þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu helst jafnvel þótt viðkomandi dómsmálum sé lokið.</p> <p>Á 374. fundi var til umræðu dómur í máli kæranda gegn Fjármálaeftirlitinu. Fundargögn voru afrit af dóminum og minnisblað um tillögur til stjórnar um næstu skref. Í minnisblaðinu, dags. 9. janúar 2012, er farið rækilega yfir niðurstöður dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli kæranda gegn stofnuninni og gerðar tillögur til stjórnar um framhaldið. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að slíkar upplýsingar um starfsemi Fjármálaeftirlitsins falli undir 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Enda þótt takmörkun sérstakra þagnarskylduákvæða gangi lengra en ákvæði upplýsingalaga er hér einnig höfð hliðsjón af því við skýringu 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að hið umbeðna minnisblað er útbúið til eigin nota og hefur ekki verið afhent öðrum, sbr. 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Á 377. fundi var til umfjöllunar sama mál og á 374. fundi með ítarlegri hætti. Fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins var lagt minnisblað um tillögu stjórnar um áfrýjun dóms í máli kæranda gegn stofnuninni ásamt álitsgerð þar sem fjallað var ítarlega um niðurstöðu dómsins og forsendur hans með hliðsjón af gögnum málsins. Kæranda var veittur aðgangur að dagskrárlið í fundargerðinni er varðaði mál hans, inngangsorðum fundargerðarinnar og kafla sem bar heitið „fundargögn“. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa aðrir hlutar fundargerðar fundarins og fundargögn að geyma upplýsingar um starfsemi Fjármálaeftirlitsins sem leynt eiga að fara í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 með sama hætti og rakið var um gögn af 374. fundi.</p> <p>Á 400. fundi var til umfjöllunar álit umboðsmanns Alþingis í máli kæranda. Fundarmenn fengu afrit af bréfaskiptum Rökstóla ehf. f.h kæranda við Fjármálaeftirlitið, afrit af áliti umboðsmanns og minnisblað útbúið af Fjármálaeftirlitinu. Kæranda var veittur aðgangur að dagskrárlið í fundargerð er varðaði mál hans ásamt minnisblaðinu þar sem það hefði ekki að geyma upplýsingar sem leynt ættu að fara í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Hins vegar taldi Fjármálaeftirlitið ekki ástæðu til að afhenda kæranda önnur fundargögn þar sem ætla mætti að hann hefði þau þegar undir höndum.</p> <p>Á 411. fundi var rædd möguleg áfrýjun í bótamáli kæranda gegn Fjármálaeftirlitinu. Kæranda var veittur aðgangur að þeim hluta fundargerðarinnar er varðaði hann ásamt inngangsorðum fundargerðarinnar og kaflanum fundargögn. Hins vegar var honum synjað um aðgang að minnisblaði sem lagt var fyrir fundinn. Þar var farið yfir stöðu Fjármálaeftirlitsins í kjölfar þess að tekin var ákvörðun um að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms í máli nr. [...] til Hæstaréttar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur aðra hluta fundargerðarinnar en kæranda var veittur aðgangur að og minnisblaðið falla undir þagnarskyldu 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 þar sem um er að ræða upplýsingar um starfsemi Fjármálaeftirlitsins sem leynt eiga að fara.</p> <p>Á 402., 403. og 410. fundi kom nafn kæranda fyrir undir lið sem bar heitið skýrsla forstjóra. Á 402. fundi var skýrslan ekki lögð fyrir en hún var meðal fylgigagna á 403. og 410. fundi. Kæranda var veittur var aðgangur að þeim liðum fundargerðanna sem vörðuðu kæranda ásamt inngangsorðum og þeim hluta skýrslunnar er varðaði kæranda. Leggja verður til grundvallar að kærandi hafi fengið aðgang að þeim hlutum fundargerðanna er beiðni hans tók til og eru því ekki efni til að taka ákvörðun Fjármálaeftirlitsins til endurskoðunar að þessu leyti.</p> <h3>4.</h3> <p>Fjármálaeftirlitið taldi ekki þörf á að veita kæranda aðgang að tilteknum gögnum þar sem kærandi hefði þau þegar undir höndum. Nánar tiltekið er um að ræða afrit af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. [...], sbr. lýsingu á fundi 374 hér að framan, bréfaskipti Rökstóla ehf. f.h. kæranda og Fjármálaeftirlitsins og álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. [...], sbr. lýsingu á fundi 400 hér að framan. Það athugast að upplýsingalög nr. 140/2012 hafa ekki að geyma heimild til að synja eða vísa frá beiðni um aðgang að gögnum á þessum grundvelli. Í þeim tilvikum þar sem upplýsingarnar eru þegar aðgengilegar almenningi er nægjanlegt að tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti unnt er að nálgast þær, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Fjármálaeftirlitinu ber að veita A aðgang að eftirfarandi fundargögnum af 374. og 400. fundi stjórnar stofnunarinnar; dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. [...], bréfaskiptum Rökstóla ehf. f.h. kæranda og Fjármálaeftirlits og áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. [...].</p> <p>Að öðru leyti er staðfest ákvörðun Fjármálaeftirlitsins dags. 4. september 2014 um að synja kæranda um aðgang að fundargerðum og gögnum af 374., 377. og 411. fundi stjórnar stofnunarinnar.</p> <p>Kæru A dags. 25. september 2014 er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> <br /> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> <p> </p> |
606/2016. Úrskurður frá 18. janúar 2016 | Kærendur kröfðust aðgangs að samningi Rannsóknarmiðstöðvar Íslands (Rannís) við sjálfboðaliðasamtökin Seeds og samstarfsaðila þeirra, Concordia, um fræðsluferð fyrir fullorðið fólk. Annar kæranda var þátttakandi í ferðinni. Kærendur nutu því réttar til aðgangs á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Rannís bar því við að samningurinn væri trúnaðarmál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi stofnunina ekki hafa sýnt fram á að efni samningsins væri þess eðlis að leynt ætti að fara og var kærendum því veittur aðgangur að honum. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 18. janúar 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 606/2016 í máli ÚNU 14100006.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 13. október 2014 kærðu A og B ákvörðun Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) dags. 21. september 2014 um að synja þeim um aðgang að afriti af samningi miðstöðvarinnar við sjálfboðasamtökin Seeds Iceland og samstarfsaðila þess Concordia um fræðsluferð fyrir fullorðið fólk.</p> <p>Gagnabeiðni kærenda barst Rannís með tölvupósti þann 15. september 2014. Þar segir meðal annars að kærendur sætti sig við að atriði sem einungis varði fjárhagslega stöðu eða getu Seeds verði afmáð. Í svari Rannís dags. 21. september 2014 segir að stofnunin haldi trúnað um upplýsingar sem hún fær frá umsækjendum og þátttakendum í verkefnum. Rannís telji sér ekki heimilt að afhenda afrit af samningnum. Kærendum hafi hins vegar verið bent á að leita beint til Seeds um afrit.</p> <p>Í kæru kærenda segir að umbeðinn samningur varði fræðsluferð sem kostuð hafi verið af Evrópusambandinu. Verkefnið „Grundtvig – Active Senior, Greening Nature (50+)“ hafi staðið frá 30. ágúst til 10. september 2014 í Frakklandi og annar kærenda hafi tekið þátt. Þátttakendur hafi hins vegar ekki fengið upplýsingar um rétt sinn eða hvað fólst í þátttöku í verkefninu. Enginn annar samningur hafi verið gerður um ferðina og ekkert annað skjal sé til um kostnaðarþátttöku, húsnæði, fæði, skipulag, fyrirheiti, skyldur, öryggi og réttindi. Ef samningurinn hafi að geyma viðskiptaleyndarmál sem ekki varði möguleika aðila til að efna skuldbindingar sínar við þátttakendur sé sjálfsagt að strika yfir þær.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var kynnt Rannís með bréfi dags. 14. október 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði. Í umsögn stofnunarinnar dags. 4. nóvember 2014 segir að kærendur hafi óskað eftir afriti af undirrituðum samningi á milli Landskrifstofu ESB og Seeds um sjálfboðaverkefni sem Seeds hafi fengið styrk til að vinna. Samningurinn sé á stöðluðu formi, þar sem einungis sé bætt við nafni styrkþega, heiti verkefnis, upphæðum, greiðslufyrirkomulagi og dagsetningum. Umsókn styrkþega liggi til grundvallar styrkveitingu. Þar sé að finna lýsingu á verkefninu, hvernig styrkþegi hyggist vinna það og í samstarfi við hverja.</p> <p>Rannís kveðst líta svo á að allar styrkumsóknir sem stofnuninni berast séu trúnaðarmál sem ekki sé heimilt að afhenda þriðja aðila. Rannís taki árlega á móti nokkur þúsund umsóknum frá lögaðilum og einstaklingum í ólíka sjóði. Meginreglan sé að opinberar aðilar séu bundnir trúnaði varðandi umsóknir sem þeim berast. Úrskurður nefndarinnar hljóti að taka mið af reglunni sem og þeim afleiðingum sem það hefði ef allir sem tengjast styrktum verkefnum með einhverjum hætti eða hafa beina hagsmuni gætu óskað eftir umsóknargögnum.</p> <p>Í nánari útskýringum Rannís kemur fram að stofnunin reki Landskrifstofu fyrir menntaáætlun ESB á grundvelli útnefningar mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Skrifstofan starfi í samræmi við árlegan rekstrarsamning við framkvæmdastjórn ESB, þar sem fram komi það fjármagn sem skrifstofan fái til úthlutunar í styrki, hvernig það skiptist á milli verkefnaflokka og eftir hvaða reglum skrifstofunni beri að fara. Hluti af þeim samningi séu bindandi leiðbeiningar fyrir starfsemi allra landskrifstofa, „Guide for National Agencies“ sem stýri öllu starfi skrifstofunnar. Þar sé sú skylda lögð á herðar landskrifstofa að tryggja trúnað allra gagna í upplýsingakerfum sínum og að virða tilskipanir og reglugerðir ESB um vernd persónuupplýsinga, jafnt umsækjenda sem styrkþega. Einn verkefnisflokkurinn, fullorðinsfræðsla, heiti Grundtvig í menntaáætlun ESB frá 2007 til 2013. Árið 2013 hafi Landskrifstofan úthlutað nokkrum styrkjum, m.a. til Seeds. Í samningi um verkefnið sé kveðið á um styrkupphæð, fjölda sjálfboðaliða og almenna umgjörð verkefnisins.</p> <p>Rannís lýsir málsatvikum með þeim hætti að annar kærenda hafi haft samband í byrjun september 2014 vegna aðbúnaðar eiginkonu sinnar sem hefði verið við sjálfboðaliðastörf í Frakklandi. Jafnframt hefði kærandi óskað eftir afriti af samningi við Seeds. Af tölvupóstsamskiptum í september, sem Landskrifstofan hafi fengið afrit af, væri ljóst að Seeds og samstarfsaðili í Frakklandi hefðu brugðist við kvörtunum um aðbúnað. Landskrifstofan hafi látið Seeds vita að Rannís hefði hafnað ósk um afrit af samningnum en bent á að Seeds væri frjálst að láta kærendur fá afrit. Engin viðbrögð hafi borist frá Seeds. Kæran tengist þeirri ósk kærenda að fá upplýsingar um skuldbindingar Seeds gagnvart sjálfboðaliðum sem þeir velji til starfa í verkefni. Afstaða Rannís byggir á því að samningur Landskrifstofunnar sé við Seeds en ekki þá einstaklinga sem voru valdir. Landskrifstofunni beri því að halda trúnað um samninginn.</p> <p>Umsögn Rannís var kynnt kærendum með bréfi dags. 14. nóvember 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 4. desember 2014. Kærendur fjalla sérstaklega um stjórnsýslureglur ESB þar sem lögð sé áhersla á gagnsæi. Aðgengi og gagnsæi gagna og ákvarðana sé meginstef allrar stjórnsýslu ESB um eigin ákvarðanir og kröfur til aðildarríkja og stofnana sem starfa í nafni sambandsins. Í athugasemdum kærenda eru rakin ákvæði leiðbeininganna „Guide for National Agencies“. Þar komi orðið „transparent“ fyrir í samhengi við mikilvægi þess að allar ákvarðanir og upplýsingar um þær skuli vera gagnsæjar í þágu eftirfylgni, aðhalds, eftirlits og hagsmuna hlutaðeigandi og fulls jafnræðis aðila. Kærendur telja mikilvægt að gerður sé greinarmunur á umsókn sem ekki leiðir til samnings annars vegar og samnings hins vegar sem Rannís gerir sem umboðsaðili ESB. Samningurinn feli í sér réttindi og skyldur óbreyttra borgara sem hvergi koma að samningsgerðinni. Umsóknin sé hluti opinbers samnings um úthlutun verðmæta í nafni ESB á grundvelli EES-samningsins.</p> <p>Með bréfi dags. 2. desember 2015 var óskað eftir afstöðu Seeds og Concordia til þess hvort félögin teldu eitthvað því til fyrirstöðu að veita kærendum aðgang að umbeðnum gögnum. Teldu fyrirtækin svo vera væri æskilegt að því væri lýst í bréfi til úrskurðarnefndarinnar með skýrum hætti. Veittur var frestur til svara til 15. desember 2015 en hann var síðar framlengdur til 21. desember 2015. Ekki bárust skrifleg viðbrögð við erindum úrskurðarnefndarinnar.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af því við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar rétt kærenda til aðgangs að samningi Rannsóknamiðstöðvar Íslands við samtökin Seeds um styrkveitingu vegna sjálfboðaverkefnis. Samningurinn er hluti af starfsemi Landskrifstofu menntaáætlunar Evrópusambandsins, sem Rannís sinnir samkvæmt tilnefningu frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum.</p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að annar kæranda tók þátt í sjálfboðastarfinu sem hinn umbeðni samningur fjallar um. Kærendur njóta því réttar til aðgangs að umræddum gögnum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Réttur kærenda er ríkari en almennings sem á rétt til aðgangs að gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laganna. </p> <p>Af hálfu Rannís er meðal annars vísað til þess að stofnunin líti á samninga um styrkveitingar sem trúnaðarmál. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvald getur því ekki vikið frá ákvæðum þeirra með því að heita trúnaði eða flokka tiltekin gögn sem trúnaðarmál. Slíkt verður ekki gert nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Hefur það því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt Rannís hafi litið á samning stofnunarinnar við Seeds og Concordia sem trúnaðarmál.</p> <p>Þá byggir Rannís á því að leiðbeiningarreglur Evrópusambandsins fyrir starfsemi landskrifstofa, „Guide for National Agencies“ leggi skrifstofunni þá skyldu á herðar að tryggja trúnað allra gagna í upplýsingakerfum sínum og að virða tilskipanir og reglugerðir ESB um vernd persónuupplýsinga. Stofnunin hefur hins vegar ekki lagt reglurnar fram eða vísað til tiltekinna ákvæða þeirra í þessu sambandi. Hvað sem því líður geta leiðbeiningarreglur af þessu tagi ekki vikið ákvæðum upplýsingalaga um rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá íslenskum stjórnvöldum.</p> <p>Enda þó Rannís hafi ekki vísað til undanþáguákvæða upplýsingalaga til stuðnings hinnar kærðu ákvörðunar þörf á að kanna hvort niðurstaðan eigi sér stoð í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þar er kveðið á um að heimilt sé að „takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum“.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni samnings Rannís við Seeds, dags. 23. ágúst 2013. Samningurinn er 19 tölusettar blaðsíður og á ensku. Umsókn Seeds fylgir sem viðauki undir heitinu: „Lifelong Learning Programme – Grundtvig – Application Form 2013 for Senior Volunteering Projects“. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafa hvorki samningurinn né viðauki hans að geyma upplýsingar um viðskiptasambönd, viðskiptavini, kjör, álagningu eða afkomu Seeds eða samstarfsaðilans Concordia sem eru til þess fallnar að skaða hagsmuni þeirra. Í ljósi þessa fellst úrskurðarnefndin ekki á að neita beri kærendum um aðgang að umbeðnum gögnum.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Rannís ber að afhenda kærendum, A og B, samning dags. 23. ágúst 2013 við Seeds um styrkveitingu vegna sjálfboðaverkefnisins „Grundtvig – Active Senior, Greening Nature (50+)“ ásamt viðauka.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
605/2016. Úrskurður frá 18. janúar 2016 | Kærandi krafðist þess að Ríkisútvarpið ohf. veitti honum aðgang að sundurliðuðum starfslokasamningum og greiðslum tengdum þeim til tiltekinna stjórnenda RÚV árin 2013 og 2014. Samkvæmt 18. gr. laga um félagið nr. 23/2013 skyldu eldri upplýsingalög nr. 50/1996 gilda um starfsemi þess. Úrskurðarnefndin taldi að teknu tilliti til lögskýringargagna að um rétt kæranda til aðgangs færi eftir upplýsingalögum nr. 140/2012. Við mat á því hvaða gögnum kærandi átti rétt á aðgangi að þurfti að meta hverjir væru æðstu stjórnendur RÚV í skilningi 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin lagði til grundvallar að svonefndir framkvæmdastjórar félagsins féllu ekki undir hugtakið. Var því staðfest synjun RÚV á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 18. janúar 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 605/2016 í máli ÚNU 15020007.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 23. febrúar 2015 kærði A synjun Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) á beiðni um aðgang að sundurliðun á starfslokasamningum og greiðslum tengdum þeim til æðstu stjórnenda RÚV árin 2013 og 2014.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi óskað eftir umbeðnum upplýsingum vegna umfjöllunar blaðsins um hækkun á rekstrargjöldum vegna yfirstjórnar RÚV. Samkvæmt rekstrarreikningi félagsins hafi þau aukist úr tæpum 238 milljónum króna árið 2013 í tæpar 336 milljónir árið 2014. RÚV hafi hins vegar synjað kæranda um aðgang að upplýsingunum þar sem félagið teldi sér einungis skylt að veita upplýsingar um launakjör stjórnar og útvarpsstjóra. Kærandi vísar hins vegar til þess að á heimasíðu RÚV sé ekki gerður greinarmunur á útvarpsstjóra og öðrum stjórnendum. Óskað er eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál feli RÚV að afhenda kæranda umbeðna starfslokasamninga eða upplýsi um þá og geri grein fyrir uppgjöri og heildargreiðslum til framkvæmdastjóra RÚV á umræddu tímabili.</p> <p>Í tölvupóstsamskiptum sem fylgdu kæru er meðal annars að finna rökstuðning fyrir ákvörðun RÚV. Þar segir að í 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé sérstaklega kveðið á um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna aðila sem lögin taka til. Í 4. mgr. 7. gr. segi að veita beri upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda og rétturinn ekki takmarkaður við föst launakjör. RÚV hafi því látið af hendi upplýsingar um starfslokauppgjör fyrrverandi útvarpsstjóra og heildartölu fyrir hóp annarra sem um var spurt. Í ljósi lögskýringargagna að baki 7. gr. upplýsingalaga verði ekki annað séð en að RÚV sé óheimilt að veita upplýsingar um aðra starfsmenn félagsins en útvarpsstjóra. Í því sambandi er vísað til 9. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 25. febrúar 2015 var RÚV kynnt kæran og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að í trúnaði. Veittur var frestur til 10. mars 2015. Beiðnin var ítrekuð 26. maí, 15. september og 4. nóvember 2015 og að nýju þann 6. janúar 2016. Í umsögn RÚV er barst þann 14. janúar 2016 segir að við töku ákvörðunar um synjun beiðni kæranda hafi verið litið til 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af lögskýringargögnum um ákvæðið megi ráða að gengið sé út frá því að æðstu stjórnendur hjá ríkinu séu forstöðumenn ríkisstofnana. RÚV hafi því látið af hendi upplýsingar um starfslokakjör fyrrverandi útvarpsstjóra og heildarfjárhæð fyrir þann hóp annarra starfsmanna sem beiðni kæranda laut að. Með umsögninni fylgdi yfirlit um greiðslur til fyrrverandi starfsmanna félagsins.</p> <p>Umsögn RÚV var kynnt kæranda með erindi þann 15. janúar 2016 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum um kæruna í ljósi hennar. Með erindi sama dag ítrekaði kærandi sjónarmið sem fram komu í kæru.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Í máli þessu er deilt um aðgang að upplýsingum um starfslokasamninga RÚV við tiltekna starfsmenn sína á árunum 2013 og 2014. Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að lögin taki til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Í 2. mgr. 18. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013 segir að upplýsingalög nr. 50/1996 gildi um starfsemi RÚV. Upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi þann 1. janúar 2013. Í ljósi þess að lög nr. 23/2013 tóku gildi þann 22. mars 2013 ber fyrst að leysa úr því álitaefni hvort 2. mgr. 18. gr. laganna feli það í sér að beita beri ákvæðum eldri upplýsingalaga um aðgang að upplýsingum í vörslum RÚV.</p> <p>Í fyrsta lagi er til þess að líta að upplýsingalög nr. 50/1996 eru fallin úr gildi, sbr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá er ekki að finna vísbendingar í lögskýringargögnum að baki lögum nr. 23/2013 um þá fyrirætlun að ákvæði laga nr. 50/1996 giltu áfram um RÚV ólíkt því sem við eigi um aðra lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Í almennum athugasemdum við greinargerð er fylgdi frumvarpi til laganna segir að kveðið hafi verið á um að upplýsingalög nr. 50/1996 giltu um starfsemi RÚV í eldri lögum um félagið nr. 6/2007. Með því hafi verið tryggt að almenningur gæti fengið aðgang að gögnum mála í samræmi við ákvæði laganna. Í sérstökum athugasemdum við 18. gr. frumvarpsins segir meðal annars að ákvæði 2. mgr. sé samhljóða 2. mgr. 12. gr. gildandi laga um RÚV nr. 6/2007. Þau sjónarmið sem þar koma fram þykja til merkis um að ætlun löggjafans hafi verið að gildandi upplýsingalög hverju sinni myndu taka til starfsemi RÚV.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður því að leggja til grundvallar að tilgreining á númeri eldri upplýsingalaga í 2. mgr. 18. gr. laga nr. 23/2013 hafi orðið fyrir mistök. Því verður leyst úr rétti kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2014 í samræmi við fyrirmæli 2. mgr. 2. gr. þeirra laga. </p> <h3>2.</h3> <p>Í kæru kemur fram að starfstitlar þeirra starfsmanna sem upplýsingabeiðni kæranda tók til komi fram á vef RÚV undir fyrirsögninni „Stjórnendur RÚV“. Ásamt útvarpsstjóra er um að ræða störf framkvæmdastjóra rekstrar-, fjármála- og tæknisviðs, framkvæmdastjóra samskipta-, þróunar- og mannauðssviðs, vef- og nýmiðlastjóra, skrifstofustjóra, fréttastjóra og dagskrárstjóra Rásar 1, Rásar 2 og Sjónvarps. Saman eru þessir starfsmenn nefndir framkvæmdastjórar RÚV. Eins og mál þetta liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál þarf að taka afstöðu til þess hvort þessir starfsmenn teljist til æðstu stjórnenda félagsins hverju sinni í skilningi 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Ekki er að finna skýra vísbendingu í greinargerð er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 um hvaða starfsmenn teljist til æðstu stjórnenda lögaðila sem falla undir lögin. Almennt teljast framkvæmdastjórar hlutafélaga til æðstu stjórnenda þeirra, sbr. t.d. IX. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995. Til þess er hins vegar að líta að orðið framkvæmdastjóri er notað í lögum nr. 2/1995 um starfsmann sem ráðinn er af stjórn félags, sbr. 1. mgr. 65. gr. laganna. Félagsstjórn og framkvæmdastjóri fara með stjórn hlutafélags og annast framkvæmdastjóri daglegan rekstur þess skv. 1. og 2. mgr. 68. gr. laga nr. 2/1995.</p> <p>Í 11. gr. laga nr. 23/2013 er hlutverki útvarpsstjóra lýst með þeim hætti að hann sé framkvæmdastjóri RÚV, hafi daglegan rekstur þess með höndum og sé æðsti yfirmaður allrar dagskrárgerðar. Þá ráði útvarpsstjóri aðra starfsmenn RÚV, en stöður stjórnenda skuli auglýsa opinberlega. Stjórn RÚV ræður útvarpsstjóra og leysir hann frá störfum, sbr. 2. tl. 10. gr. laga nr. 23/2013. Ekki er kveðið á um stöður eða hlutverk annarra stjórnenda félagsins en útvarpsstjóra og stjórnarmanna í lögum nr. 23/2013.</p> <p>Af framangreindu verður ráðið að útvarpsstjóri teljist til æðstu stjórnenda RÚV hverju sinni en ekki þeir stjórnendur aðrir sem beiðni kæranda tók til. Í þessu sambandi þykir ekki skipta máli að þeir séu nefndir framkvæmdastjórar félagsins á vef þess eða að þar sé ekki gerður greinarmunur á þeim og útvarpsstjóra, líkt og kærandi byggir á. Af þeim sökum nær upplýsingaréttur almennings einungis til upplýsinga um nöfn og starfssvið þeirra, sbr. 1. tl. 4. mgr. 7. gr. upplýsingalaga en ekki þeirra upplýsinga sem lýst er í 2. tl. ákvæðisins.</p> <p>Verður því ekki hjá því komist að staðfesta synjun RÚV á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um starfslokasamninga annarra starfsmanna félagsins en útvarpsstjóra, en af gögnum málsins verður ráðið að kærandi hafi þegar fengið umbeðnar upplýsingar er varða fyrrverandi útvarpsstjóra.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Staðfest er synjun Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni A um aðgang að upplýsingum um starfslokasamninga annarra starfsmanna félagsins en útvarpsstjóra árin 2013 og 2014.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> <br /> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> <p> </p> |
609/2016. Úrskurður frá 18. janúar 2016 | Kærandi óskaði eftir gögnum í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands er vörðuðu Kaupþing banka og Seðlabanka Íslands. Gögnin höfðu að miklu leyti orðið til eða komist í vörslu stjórnvalda í tenglsum við athugun rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008. Úrskurðarnefnd tók fram að 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 feli í sér sérstaka þagnarskyldu og takmarki þar af leiðandi aðgang almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 9. gr. s.l. Nefndin tók þó fram að allar hugsanlegar upplýsingar er varði Seðlabankann falli ekki sjálfkrafa þar undir heldur taki ákvæðið meðal annars til upplýsinga um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari. Umbeðnar upplýsingar voru taldar falla undir þagnarskylduna. Jafnframt var það ekki talið breyta hagsmununum sem lágu til grundvallar leynd gagnanna að þau höfðu að ýmsu leyti verið notuð við gerð skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 18. janúar 2016 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 609/2016 í máli ÚNU 13120008.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 14. desember 2013 kærði A ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands dags. 15. nóvember 2013 um rétt til aðgangs að gögnum og skjölum, sem tengjast Kaupþingi banka.</p> <p>Gagnabeiðni kærenda, dags. 4. nóvember 2011, var sett fram á grundvelli 3. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985 og 5. mgr. 17. gr. laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða nr. 142/2008. Óskað var eftir aðgangi að öllum gögnum og skjölum sem tengdust Kaupþingi, hvort sem væri á rafrænu eða prentuðu formi, sem rannsóknarnefnd Alþingis aflaði eða hafði undir höndum í tengslum við gerð skýrslu sinnar. Beiðninni fylgdi viðhengi þar sem sérstaklega voru tilgreind gögn sem óskað var eftir að Þjóðskjalasafn gerði aðgengileg.</p> <p>Þjóðskjalasafn synjaði beiðni kærenda með vísan til 1. mgr. 2. gr. eldri upplýsingalaga en úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði tilteknum liðum hennar aftur til safnsins til efnislegrar umfjöllunar með úrskurði nefndarinnar nr. A-480/2013 frá 3. maí 2013. Með hinni kærðu ákvörðun Þjóðskjalasafns dags. 15. nóvember 2013 var kærendum veittur aðgangur að tilteknum gögnum en synjað um aðgang að gögnum undir eftirfarandi liðum:</p> <ul> <li> <p>Fundur bankastjórnar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins með stjórnendum bankanna, dags. 25. apríl 2008.</p> </li> <li> <p>Fundur Seðlabanka Íslands með Kaupþing banka, dags. 13. febrúar 2008.</p> </li> <li> <p>Fundur Seðlabanka Íslands með Yves Mersch, Nicolas Weber og Frank Bisdorff, dags. 4. júlí 2008.</p> </li> <li> <p>Kynning á lánaumsókn Exista fyrir lánanefnd stjórnar Kaupþings banka hf. og fundargerð lánanefndar stjórnar Kaupþings banka hf., dags. 12. febrúar 2007.</p> </li> <li> <p>Lánaumsókn til lánanefndar Kaupþingssamstæðunnar, dags. 20. desember 2007, þar sem fjallað er um málefni Giftar fjárfestingafélags.</p> </li> <li> <p>Lánaumsókn til lánanefndar stjórnar Kaupþings banka hf., dags. 30. janúar 2008, þar sem fjallað er um málefni Oscatello fjárfestingafélags.</p> </li> <li> <p>Minnisblað Ingimundar Friðrikssonar, dags. 13. október 2008.</p> </li> </ul> <p>Að mati Þjóðskjalasafns féllu gögn af fundum Seðlabanka Íslands í heild sinni undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Með vísan til ákvæðisins, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 var beiðni kærenda um aðgang að þeim hafnað. Sama átti að mati Þjóðskjalasafns við um minnisblað Ingimundar Friðrikssonar dags. 13. október 2008.</p> <p>Þjóðskjalasafn synjaði kærendum um aðgang að kynningu á lánaumsókn Exista og umbeðnum lánaumsóknum með vísan til þess að þessi gögn féllu í heild sinni undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. 58. gr., 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Loks kom fram í hinni kærðu ákvörðun að ársreikningar Kaupþings frá árunum 2005 til 2008 og síðustu tveir árshlutareikningar ársins 2008 hafi ekki fundist á Þjóðskjalasafni þrátt fyrir ítarlega leit.</p> <p>Í kæru segir að synjun Þjóðskjalasafns Íslands sé í andstöðu við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga og ákvæði upplýsingalaga, sér í lagi 3. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Rétt hefði verið að veita aðgang að hluta umbeðinna fundargerða. Synjun safnsins megi skipta í þrjá hluta, þ.e. í fyrsta lagi á aðgangi að fundargerðum Seðlabanka Íslands, í annan stað að lánaumsóknum og upplýsingum um lánveitingar Kaupþings banka og í þriðja lagi minnisblaði Ingimundar Friðrikssonar.</p> <p>Um fyrsta liðinn taka kærendur fram að þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 sé tvíþætt og innifeli bæði almenna og sérstaka þagnarskyldu. Almenni hlutinn snúi að því að tilteknir starfsmenn bankans lúti þagnarskyldu um „önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls“. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi lýst sérstaka hlutanum sem þeim hluta er varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs. Skýra verði umfang sérstaka hluta þagnarskyldunnar þröngt í ljósi meginsjónarmiða að baki stjórnsýslulaga og upplýsingalaga. Hugtakið málefni bankans geti þannig ekki varðað hvers konar málefni er varði fjármálaumhverfi heimsins eða Íslands, heldur verði gagnið að varða Seðlabanka Íslands sérstaklega. Að mati kærenda gefur lýsing Þjóðskjalasafns Íslands á fundargerðunum til kynna að umfjöllun þeirra geti ekki talist heyra undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði sem snúi að málefnum bankans sjálfs. Sama eigi við um lýsingu safnsins á minnisblaði Ingimundar Friðrikssonar.</p> <p>Kærendur mótmæla því að lánaumsóknir og fundargerðir lánanefndar Kaupþingssamstæðunnar falli í heild sinni undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Eyða megi út eða strika yfir persónugreinanlegar upplýsingar, þ.e. nöfn viðskiptamanna bankans. Gögnin hafi að geyma ýmsar upplýsingar sem skipti kærendur máli. Í mörgum tilvikum séu viðskiptaaðilar ekki lengur til og því engir sérstakir hagsmunir til að vernda.</p> <p>Loks taka kærendur fram að upplýsingarnar sem beiðnin sneri að hafi verið gerðar opinberar beint eða óbeint í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Trúnaðarreglur og þagnarskylda geti því ekki gilt um þær burtséð frá því hvort svo hafi verið á einhverjum tímapunkti. Þá sé Kaupþing undir stjórn skilanefndar og hafi enga hagsmuni af því að umbeðin gögn fari leynt. Takmarkanir 6.-10. gr. upplýsingalaga eigi því ekki við um þau.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Þjóðskjalasafni Íslands til umsagnar með bréfi úrskurðarnefndarinnar dags. 5. október 2015, en mistök við skráningu erindis kærenda ollu því að það var ekki gert fyrr. Umsögn safnsins barst þann 20. október 2015 ásamt afritum af umbeðnum gögnum. Í umsögninni er fjallað um lög 142/2008 og hlutverk rannsóknarnefndar Alþingis. Í 5. mgr. 17. gr. komi fram að gögn sem aflað var vegna rannsóknarinnar skuli færð á Þjóðskjalasafn, og um aðgang að þeim fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Samkvæmt 9. gr. laganna sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þá geti sérákvæði laga um þagnarskyldu takmarkað rétt til aðgangs að lögum, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Í málinu komi helst til greina þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, 1. og 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. </p> <p>Þjóðskjalasafn nefnir að rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið fengnar víðtækar heimildir til upplýsingaöflunar í þágu rannsóknar sinnar með lögum nr. 142/2008. Í 6. gr. laganna sé kveðið á um skyldu til að verða við kröfu nefndarinnar að láta í té upplýsingar og skyldu einstaklinga til að mæta fyrir nefndina til að veita upplýsingar óháð því hvort þær væru háðar þagnarskyldu.</p> <p>Varðandi þá málsástæðu kærenda að Þjóðskjalasafn hafi ekki veitt aðgang að hluta umbeðinna fundargerða tekur stofnunin fram að þetta atriði hafi sérstaklega verið tekið til athugunar við efnislegt mat á þeim. Þrátt fyrir að oft sé nægjanlegt að afmá nöfn og önnur persónugreinanleg auðkenni, þannig að upplýsingar sem eftir standa verði ekki raktar til viðkomandi aðila, hafi sú leið ekki verið fær. Bróðurpartur þeirra upplýsinga sem fram koma í hverri fundargerð fyrir sig vísi beint eða óbeint til þess viðskiptamanns Kaupþings banka hf. sem var til umfjöllunar á viðkomandi fundi.</p> <p>Þjóðskjalasafn mótmælir fullyrðingum kærenda sem lúta að því að safnið hafi sagt fundargerðir Seðlabanka Íslands innihalda „almennar upplýsingar um vanda íslenska bankakerfisins.“ Safnið fellst á þá túlkun kærenda að ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 geymi bæði almennt og sérstakt þagnarskylduákvæði. Hún breyti því þó ekki að innihald fundargerðanna og minnisblaðs Ingimundar Friðrikssonar sé með þeim hætti að upplýsingarnar varði hagi viðskiptamanna Seðlabankans og Seðlabankann sjálfan.</p> <p>Þjóðskjalasafn tekur fram að ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 gildi um upplýsingar sem fram komi í gögnum rannsóknarnefndar Alþingis óháð því hvort annar lögaðili hafi tekið yfir réttindi og skyldur upphaflega aðilans. Þá geti sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum ekki leitt til þess að sérstök þagnarskylda yfir því falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014 og úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-546/2014. Loks er efni umbeðinna gagna rakið stuttlega og gerð grein fyrir ákvörðun safnsins um rétt kærenda til aðgangs að hverju þeirra. Með vísan til 1. og 3. mgr. 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir óþarft að rekja efni umsagnar Þjóðskjalasafns frekar.</p> <p>Umsögn Þjóðskjalasafns var kynnt kærendum með bréfi dags. 28. október 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 18. nóvember 2015. Kærendur telja rétt að hafa í huga að 9. gr. upplýsingalaga beri að túlka þröngt þar sem takmörkun ákvæðisins sé undantekning frá meginreglu laganna um aðgang að gögnum, sbr. greinargerð með frumvarpi til laganna. Kærendur ítreka að ef eingöngu hluti skjals fellur undir 9. gr. sé rétt að veita aðgang að öðrum hlutum þess.</p> <p>Kærendur telja rétt að veita aðgang að hluta fundargerðar, jafnvel þó eingöngu sé staðfest að fundur hefði átt sér stað, hvar hann hefði verið og hvenær hann hefði byrjað og endað. Þessar upplýsingar hafi þýðingu fyrir kærendur. Leggja beri áherslu á meginreglu upplýsingalöggjafar á Íslandi að veita beri almenningi aðgang að gögnum og skjölum hjá stjórnvöldum. Þá sé hægt að veita aðgang að hluta skjals þannig að fram komi hverjir hafi sótt tiltekna fundi lánanefndar og þess háttar. Um minnisblað Ingimundar Friðrikssonar segja kærendur að það sé eðlisólíkt fundargerðum og gögnum frá lánanefndum Kaupþings. Lítið svigrúm sé til að takmarka aðgang að minnisblaðinu, sérstaklega í ljósi erinda sem Ingimundur hafi síðar haldið um orsakir hrunsins og málefni er varði Seðlabankann.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar aðgang kærenda að gögnum um Kaupþing banka hf. og Seðlabanka Íslands á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Heimild kærenda til að kæra synjun Þjóðskjalasafns er að finna í 20. gr. upplýsingalaga.</p> <blockquote> <p>Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> </blockquote> <p>Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum. Samsvarandi skýringar var og að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. <br /> <br />Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda ákvæðisins er því víðtækari, þ.e. gengur lengra, en þær takmarkanir sem 6.-10. gr. upplýsingalaga mæla fyrir um. Að því leyti sem ákvæðið tilgreinir ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um felur það í sér almenna reglu um þagnarskyldu sem takmarkar ekki rétt til aðgangs samkvæmt upplýsingalögum. Í þeim tilvikum verður þó að hafa hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga við mat á því hvort upplýsingar séu undanþegnar upplýsingarétti.</p> <p>Í dómi Hæstaréttar Íslands 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 var komist að þeirri niðurstöðu að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til alls sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Með þessu er þó ekki sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Orðalagið „málefni bankans sjálfs“ verður ekki túlkað svo rúmt að þar falli undir hvers kyns upplýsingar um það lagaumhverfi eða reglur sem Seðlabanki Íslands starfar eftir. Undir orðalagið kunna að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari. Vísast um þetta til úrskurða nefndarinnar nr. A-406/2012, 558/2014 og 582/2015. </p> <p>Þagnarskylda samkvæmt framangreindum lagaákvæðum færist yfir á Þjóðskjalasafnið vegna upplýsinga sem stofnunin hefur tekið við.</p> <h3>2.</h3> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 582/2015 frá 15. maí 2015 var meðal annars fjallað um rétt til aðgangs að tveimur þeirra þriggja fundargerða sem kærendur krefjast aðgangs að. Í málinu var deilt um ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja erlendum vátryggingafélögum um aðgang að gögnum í 23 töluliðum. Komist var að þeirri niðurstöðu að fundargerðir af fundi bankastjórnar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins með stjórnendum bankanna, dags. 25. apríl 2008, og fundi Seðlabanka Íslands með Yves Mersch o.fl. dags. 4. júlí 2008, væru háðar þeirri sérstöku þagnarskyldu sem 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 kveður á um. Niðurstaðan byggðist á því að þær hefðu að geyma umfangsmiklar upplýsingar um fjárhagsleg málefni Seðlabankans og viðskiptamanns hans Landsbanka Íslands hf., en sömu sjónarmið eiga við um Kaupþing banka, fjárhagslegar ráðstafanir Seðlabankans, beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans og undirbúning þeirra og aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari. Með vísan til þess hversu víða í gögnunum upplýsingar koma fram sem undanþegnar eru upplýsingarétti taldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendu til þess að kveða á um skyldu til að veita kærendum aðgang að hluta þeirra.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru ekki komnar fram röksemdir í máli þessu sem leiða til öndverðrar niðurstöðu um rétt kærenda til aðgangs að fundargerðunum. Þá eiga sömu sjónarmið við um fundargerð af fundi bankastjórnar Seðlabankans með Kaupþingi dags. 13. febrúar 2008. Þar sem allar fundargerðirnar lúta trúnaðarskyldu skv. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, sem er sérstakt þagnarskylduákvæði, taka upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til þeirra. Ber af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <h3>3.</h3> <p>Kæra kæranda lýtur í öðru lagi að kynningu á lánaumsóknum viðskiptamanna Kaupþings sem teknar voru fyrir á fundum lánanefndar stjórnar bankans og fundargerðum þeirra. Þjóðskjalasafn afmarkaði beiðni kærenda við eftirfarandi gögn í vörslum safnsins:</p> <ul> <li>Kynning á lánaumsókn Exista fyrir lánanefnd stjórnar Kaupþings banka hf., dags. 12. febrúar 2007. Skjalið er glærusýning, átta glærur á ensku.</li> <li>Fundargerð 13. fundar lánanefndar stjórnar Kaupþings banka hf., dags. 12. febrúar 2007. Skjalið er tvær blaðsíður að lengd og á ensku.</li> <li>Fundargerð 26. fundar lánanefndar stjórnar Kaupþings banka hf., dags. 30. janúar 2008. Skjalið er ein blaðsíða að lengd og á ensku.</li> <li>Fundargerð 581. fundar lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf., dags. 20. desember 2007. Skjalið er tvær blaðsíður að lengd og á ensku.</li> </ul> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-546/2014 var fjallað um rétt til aðgangs að fundargerðum lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf. og lánanefndar stjórnar bankans. Meðal umbeðinna fundargerða í málinu var fundargerð 26. fundar lánanefndar stjórnar Kaupþings banka hf., dags. 30. janúar 2008.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leit til þess að fundargerðirnar innihéldu upplýsingar um umsóknir viðskiptamanna bankans um lánaviðskipti ásamt afstöðu lánanefnda bankans til lánveitingar og rökstuðningi fyrir henni. Einu málin á dagskrá fundanna eru fyrirliggjandi lánsumsóknir viðskiptamanna og umfjöllun um önnur atriði í rekstri þeirra eða viðskiptum við bankann. Umfjöllun um hvern viðskiptamann inniheldur fleiri eða færri af eftirtöldum upplýsingum; upplýsingar um skuldastöðu, markverð atriði í rekstri hans, fyrri lánveitingar frá bankanum ásamt rökstuðningi fyrir því hvort veita eigi lán eða ekki. Þá eru kjör væntanlegrar lánveitingar rakin og hugsanleg áhrif hennar á rekstur viðskiptamanns. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að fundargerðir lánanefnda Kaupþings banka hefðu tvímælalaust að geyma upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni þeirra viðskiptamanna bankans sem koma til umfjöllunar hverju sinni. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eiga allar þessar röksemdir við um þær fundargerðir lánanefnda Kaupþings sem kærendur krefjast aðgangs að í máli þessu, sem og kynningu á lánsumsókn sem lögð var fyrir fund lánanefndar stjórnar Kaupþings þann 12. febrúar 2007. Upplýsingarnar njóta því verndar 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Kærendur leggja áherslu á að unnt sé að afmá upplýsingar úr umbeðnum gögnum og veita aðgang að því sem eftir stendur með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin tekur undir með Þjóðskjalasafni að þessi leið sé ekki fær. Upplýsingarnar sem framangreind þagnarskylduákvæði taka til eru ekki bundnar við nöfn þeirra viðskiptamanna sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Jafnvel þótt öll nöfn viðskiptamanna bankans verði afmáð er mögulegt að rekja þær greinargóðu upplýsingar um rekstur og fjárhagsmálefni þeirra, sem eftir standa, til viðskiptamannanna. Það er jafnframt mat úrskurðarnefndarinnar ef ætti að afmá allar þagnarskyldar upplýsingar úr gögnunum stæði svo lítið eftir að ákvæði 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga ætti ekki við, sbr. skýringar við ákvæðið í frumvarpi til laganna. Loks verður að líta til þess að öll gögn um lánveitingar Kaupþings banka hf. fjalla um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni bankans. Jafnvel þótt þagnarskylda 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 veiti ekki vernd gegn því að upplýsingar séu veittar er varða fjármálafyrirtækið sjálft gildir þagnarskylda 9. gr. upplýsingalaga um slíkar upplýsingar. Verður því samkvæmt framansögðu ekki fallist á það með kærendum að Þjóðskjalasafni hafi borið að veita aðgang að hluta umbeðinna gagna samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt framangreindu verður staðfest synjun Þjóðskjalasafns um aðgang kærenda að fundargerðum lánanefnda Kaupþings banka og lánsumsókn sem lögð var fyrir 13. fund lánanefndar stjórnar bankans þann 12. febrúar 2007.</p> <h3>4.</h3> <p>Eftir stendur að taka afstöðu til réttar kærenda til aðgangs að minnisblaði Ingimundar Friðrikssonar, dags. 13. október 2008. Skjalið ber yfirskriftina „Minnisatriði úr samskiptum við seðlabanka á árinu 2008 og fleira“, er 14 tölusettar blaðsíður að lengd og á íslensku. Efst á fyrstu síðu er að finna tilgreininguna „Drög að vinnuskjali til eigin nota“.</p> <p>Í drögunum er farið ítarlega yfir viðræður um gjaldeyrisskiptasamninga við erlenda seðlabanka á árinu 2008 og samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Seðlabanka Evrópu, innlend og erlend stjórnvöld og íslensku viðskiptabankana. Meðal annars eru til umfjöllunar aðgerðir Seðlabankans til að bregðast við því ástandi sem upp var komið í íslensku efnahagslífi. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál nær þagnarskylda 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 yfir upplýsingarnar sem fram koma í minnisblaðsdrögunum. Er því ekki ástæða til að taka afstöðu til þess hvort um vinnugagn sé að ræða í skilningi 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin telur ekki efni til þess að kveða á um skyldu Þjóðskjalasafns til þess að veita kærendum aðgang að hluta minnisblaðsins þar sem þagnarskyldar upplýsingar koma fram svo víða að lítið sem ekkert stæði eftir væru þær afmáðar. Þar sem minnisblaðið lýtur trúnaðarskyldu skv. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, sem er sérstakt þagnarskylduákvæði, taka upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til þess. Ber af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <h3>5.</h3> <p>Loks hafa kærendur haldið því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014.</p> <p>Það athugast að í hinni kærðu ákvörðun kemur fram að ársreikningar Kaupþings banka og tveir umbeðinna árshlutareikninga hafi ekki fundist í vörslum Þjóðskjalasafns. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur kæru kærenda og athugasemdir þeirra ekki gefa tilefni til að taka þá afgreiðslu safnsins til skoðunar.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Staðfest er synjun Þjóðskjalasafns frá 15. nóvember 2013 um aðgang kærenda að fundargerðum lánanefnda Kaupþings banka og lánsumsókn sem lögð var fyrir 13. fund lánanefndar stjórnar bankans þann 12. febrúar 2007.</p> <p>Kæru kærenda er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
603/2015. Úrskurður frá 30. nóvember 2015 |
Kærandi kvartaði yfir að Vestmannaeyjabær hefði í engu sinnt beiðni sinni um aðgang að aðgang að samþykkt um hunda- og kattahald í Vestmannaeyjum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að Vestmannaeyjabær hefði fallist á beiðni kæranda 25. febrúar 2015 enda þó bréf þess efnis hefði verið stílað á vitlaust heimilisfang. Var það hvorki talið fela í sér synjun né drátt á meðferð máls sem réttlætti kæru til úrskurðarnefndarinnar. Var málinu því vísað frá nefndinni. | <p> </p> <h2>Úrskurður</h2> <p> </p> <p>Hinn 30. nóvember 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 603/2015 í máli ÚNU 15100003.</p> <p> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p> </p> <p>Með erindi dags. 20. september 2015, er barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann 12. október 2015, kærði A meðferð Vestmannaeyjabæjar á beiðni um aðgang að samþykkt um hunda- og kattahald í Vestmannaeyjum. Í kæru segir að erindinu hafi í engu verið svarað og þess sé krafist að bæjaryfirvöld verði úrskurðuð til að taka afstöðu til erindisins.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p> </p> <p>Með bréfi dags. 19. október 2015 vakti úrskurðarnefnd um upplýsingamál athygli kæranda á því að beiðni hans um samþykkt um hunda- og kattahald í Vestmannaeyjum hefði þegar komið til meðferðar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. ÚNU15020005. Málið var fellt niður í kjölfar þess að fram kom af hálfu Vestmannaeyjabæjar að kæranda hefði verið sent afrit af samþykktinni með bréfi dags. 25. febrúar 2015. Með hliðsjón af því var kæranda tilkynnt að málið yrði fellt niður í málaskrá úrskurðarnefndarinnar nema fram kæmi beiðni um að meðferð þess yrði fram haldið.</p> <p> </p> <p>Með bréfum dags. 23. og 28. október 2015 vakti kærandi athygli úrskurðarnefndarinnar á því að bréf Vestmannaeyjabæjar dags. 25. febrúar 2015 væri stílað á rangt heimilisfang. Á þessum tíma hefði kærandi dvalið á sjúkrahúsi. Þar sem umbeðin gögn hefðu ekki borist kæranda væru skilyrði fyrir málsmeðferð fyrir úrskurðarnefndinni uppfyllt.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá leiðir af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að unnt er að kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu upplýsingabeiðni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Af gögnum málsins verður að leggja til grundvallar að Vestmannaeyjabær hafi tekið ákvörðun um að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum með erindi dags. 25. febrúar 2015. Af bréfinu er jafnframt ljóst að það er stílað á annað heimilisfang en lögheimili kæranda. Slík mistök við afhendingu umbeðinna gagna geta þó ekki talist fela í sér synjun á beiðni nema í undantekningartilvikum. Verður að telja rökréttara að beiðandi leiti til stjórnvalds um nýja afhendingu í tilvikum sem þessum í stað þess að beina kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þar sem ekki liggur fyrir synjun Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, form sem þau skuli afhent á eða drátt á afgreiðslu beiðni verður ekki hjá því komist að vísa kæru kæranda frá úrskurðarnefndinni með vísan til 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p> </p> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 20. september 2015, á hendur Vestmannaeyjabæ.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p> </p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
600/2015. Úrskurður frá 30. nóvember 2015 | Kærandi krafðist þess að Borgarskjalasafn Reykjavíkur léti honum í té minnispunkta Barnahúss vegna skýrslu sem tekin var af dóttur hans ásamt skýrslu Barnahúss, vegna greiningar og meðferðar hennar. Jafnframt fór hann fram á aðgang að öllum gögnum umgengnismáls fyrir sýslumanni án yfirstrikana. Móðir fór með forræði stúlkunnar. Úrskurðarnefndin taldi kröfu um aðgang að öllum gögnum fyrir sýslumanni og barnaverndarnefnd ekki eiga undir sig þar sem kærandi væri aðili stjórnsýslumáls sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Hins vegar hafi Borgarskjalasafn skilgreint hugtakið foreldri of þröngt og því ekki tekið afstöðu til hugsanlegrar aðildar kæranda að málinu hvað varðar minnispunkta og skýrslu Barnahúss á réttum forsendum. Var því ákvörðun Borgarskjalasafns um synjun felld úr gildi og lagt fyrir safnið að taka málið til meðferðar að nýju að þessu leyti. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 30. nóvember 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 600/2015 í máli ÚNU 14090001.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með tölvupósti dags. 3. júlí 2014 tilkynnti A úrskurðarnefnd um upplýsingamál að hann þyrfti að kæra afgreiðslu stjórnvalds á gagnabeiðni en óskað væri leiðbeininga frá úrskurðarnefndinni um form og efni kærunnar. Eftir frekari samskipti við ritara úrskurðarnefndarinnar lagði kærandi fram endanlega kæru, dags. 25. september 2014. Þar segir að kærði sé Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Kærandi hafi óskað aðgangs að gögnum sem hann hafi fengið afhent með miklum yfirstrikunum. Þá krefjist kærandi aðgangs að minnispunktum Barnahúss vegna rannsóknarviðtals/skýrslutöku fyrir dómi, merkt [...], dags. 5. desember 2004, sem einnig sé merkt dóttur kæranda, B, ásamt skýrslu Barnahúss vegna greiningar og meðferðar nr. [...] án yfirstrikana.</p> <p>Í upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 13. maí 2014, segir að þann 22. desember 2004 hafi kærandi óskað eftir því að sýslumaðurinn í Reykjavík úrskurðaði um umgengni hans við dóttur, en móðir færi með forsjá hennar. Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi sent barnaverndarnefnd Reykjavíkur bréf þann 14. mars 2005 þar sem fram komi að ágreiningur væri um umgengni. Þá segi í bréfinu að mál sé til meðferðar í Barnahúsi og barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Sýslumaður hafi farið þess á leit að barnaverndarnefnd kannaði hagi og aðstæður foreldra og barns og hlutaðist til um að ná samkomulagi milli aðila um tilhögun umgengni. Ef samkomulag næðist ekki óskaði sýslumaður þess að nefndin léti honum í té rökstuddar tillögur um hvernig umgengni barna við föður verði best hagað. Kærandi kveður nefndina hafa lagt til að engin umgengni yrði knúin fram þar sem það þjónaði ekki hagsmunum barnsins. Í gagnabeiðni kæranda er óskað eftir afritum allra gagna málsins, þar sem hann hafi stöðu aðila í skilningi 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ekki sé óskað eftir aðgangi að gögnum eftir 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 en aðilahugtakið hafi verið skýrt með rýmri hætti í upplýsinga- og stjórnsýslulögum en barnaverndarlögum.</p> <p>Kærunni fylgdi afrit af hinni kærðu ákvörðun Borgarskjalasafns, dags. 3. júní 2014. Þar segir að fundist hafi skjöl sem varða mál dóttur kæranda hjá Barnavernd Reykjavíkur sem nái yfir tímabilið 2001 til 2006. Í hluta skjalanna sé fjallað um einkamálefni annarra einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, og hafi þær verið afmáðar úr skjölunum sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna. </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var kynnt Borgarskjalasafni með bréfi dags. 1. október 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn safnsins, dags. 17. október 2014, er í upphafi tekið fram að kærandi hafi farið þess á leit við Barnavernd Reykjavíkur að honum yrði afhent afrit af öllum gögnum er varði barnaverndar- og umgengismál vegna dóttur hans. Barnavernd Reykjavíkur hafi framsent erindið til Borgarskjalasafns með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Starfsmaður safnsins hafi gert leit vegna beiðninnar dagana 2. og 3. júní 2014 og kæranda afhent afrit gagna, þó með þeim takmörkunum sem leyfi í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í gögnunum hafi mátt finna gögn er fjölluðu um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar af því tagi hafi verið afmáðar úr skjölunum.</p> <p>Hvað varðar kröfu kæranda um aðgang að minnispunktum Barnahúss vegna rannsóknarviðtals/skýrslutöku fyrir dómi segir að kæranda hafi verið synjað um aðgang þar sem hann teljist ekki aðili málsins í skilningi barnaverndarlaga. Af gögnum málsins megi ráða að móðir hafi farið ein með forsjá dóttur kæranda þegar viðtalið fór fram. Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 sé með hugtakinu foreldrar að jafnaði átt við þá sem fara með forsjá barns. Því eigi kærandi ekki rétt á að fá upplýsingarnar á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga né á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga þar sem ekki verði séð að upplýsingarnar varði hann sjálfan.</p> <p>Borgarskjalasafn segir hluta þeirra gagna er fjalla um umgengnismál varðandi dóttur kæranda hafa að geyma upplýsingar um einkamál barnsmóður hans sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Í hluta gagnanna komi einnig fram viðkvæmar persónuupplýsingar um dóttur kæranda og hafi þær verið afmáðar á grundvelli 3. mgr. 14. gr. laganna, þar sem talið var að hagsmunir hennar sem mæli með því að upplýsingunum sé haldið leyndum vægju þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim. Til hliðsjónar hafi safnið haft reglu 2. mgr. 45. gr. barnaverndarlaga, þar sem segi að barnaverndarnefnd geti með rökstuddum úrskurði takmarkað aðgang aðila að tilteknum gögnum ef hún telji að það geti skaðað hagsmuni barns og samband þess við foreldra eða aðra. Einnig vísar safnið til 75. gr. barnalaga nr. 76/2003 þar sem heimild er til að takmarka aðgang aðila að gögnum er veita upplýsingar um afstöðu barns ef ætla má að það geti reynst barni skaðlegt eða sambandi barns og foreldris.</p> <p>Umsögn Borgarskjalasafns fylgdi afrit þeirra skjala sem kæranda var veittur aðgangur að, svo og þeirra sem synjað var um aðgang að. Safnið tekur fram að mistök hafi átt sér stað við gagnaafritun við afgreiðslu málsins í júní. Ekki hafi fundist afrit af afgreiðslunni svo málið hafi verið tekið til nýrrar afgreiðslu vegna kærumálsins. Tekið er fram að sami starfsmaður hafi afgreitt málið og á grundvelli sömu sjónarmiða en ekki sé hægt að vera fullviss um að um nákvæmlega sömu afgreiðslu sé að ræða.</p> <p>Umsögn Borgarskjalasafns var kynnt kæranda með bréfi dags. 14. nóvember 2014 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Óskað var eftir því að þær bærust eigi síðar en þann 5. desember 2014. Kærandi fór þess á leit með tölvupósti að veittur yrði viðbótarfrestur til athugasemda og var hann veittur til 15. janúar 2015. Fresturinn var framlengdur frekar að beiðni kæranda og bárust athugasemdirnar með bréfi dags. 17. mars 2015. Þar er í upphafi vikið að rétti kæranda til aðgangs að minnispunktum Barnahúss vegna rannsóknarviðtals/skýrslutöku fyrir dómi. Kærandi mótmælir þeirri afstöðu Borgarskjalasafns að hann eigi ekki aðild að málinu. Túlkun Borgarskjalasafns á hugtakinu foreldri sé of þröng og eigi ekki við rök að styðjast, sbr. álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5186/2007. Kærandi bendir á að barnaverndarlögum hafi verið breytt árið 2011. Í nefndaráliti félags- og tryggingamálanefndar komi fram að breyting hafi verið gerð á orðalagi 3. mgr. 3. gr. þar sem börnum gæti verið mismunað þar sem réttur til umgengni við foreldra sé ekki lögbundinn nema um kynforeldri sé að ræða. Mikilvægt hafi verið að breyta orðnotkun í lögunum þannig að barn hafi sama rétt til umgengni við foreldri sitt sama hvort um sé að ræða kynforeldri eða ekki. Kærandi byggir á því að breyting á orðalagi ákvæðisins hafi ekki verið til þess að breyta aðild að málum. Lagabreytingin geti ekki haft áhrif á þá túlkun umboðsmanns Alþingis að aðilahugtakið verði ekki túlkað svo þröngt að aðeins geti verið um foreldri sem fari með forsjá barns að ræða.</p> <p>Hvað rétt kæranda til aðgangs að öllum gögnum umgengnismálsins varðar segir kærandi ljóst að hann sé aðili máls samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 14. gr. laganna. Undantekningu 3. mgr. frá meginreglu um aðgang beri að túlka þröngt. Kærandi bendir á að í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi er varð að upplýsingalögum komi fram að aðila verði ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda tjóni. Kærandi krefst aðgangs að skjölunum á þeim grundvelli að hann sé faðir stúlkunnar og eigi rétt á því að fá aðgang að öllu því er stendur í þeim. Þá hafi ekki verið vísað til þess að dóttir kæranda hafi hafnað því að honum verði veittur aðgangur að skjölunum, en jafnvel þó svo væri myndi það ekki fela í sér nægjanlega ástæðu til að synja beiðninni.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 1. mgr. 20. gr. laganna borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun. Enda þótt endanleg kæra í máli þessu hafi ekki komið fram fyrr en 25. september 2014, eða 115 dögum eftir dagsetningu hinnar kærðu ákvörðunar, 3. júní 2014, ber að taka til skoðunar hvort hún skuli tekin til meðferðar á grundvelli 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærandi kom í móttöku Stjórnarráðshússins á lokadegi 30 daga frestsins og óskaði leiðbeininga um form og efni kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Ritari úrskurðarnefndarinnar var ekki við þennan dag vegna sumarleyfis. Eins og áður greinir tilkynnti kærandi úrskurðarnefndinni sama dag með tölvupósti að hann þyrfti að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefndina. Tölvupóstsamskipti kæranda og ritara úrskurðarnefndarinnar frá þessum tímapunkti og fram að framlagningu endanlegrar kæru fólu í sér nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar í skilningi 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með þessum röksemdum og einnig með vísan til þess að Borgarskjalasafn hefur ekki byggt á því að vísa beri kærunni frá á þessum grundvelli þykir afsakanlegt að hún hafi ekki borist fyrr í skilningi 1. tl. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <h3>2.</h3> <p>Þegar hin kærða ákvörðun var tekin höfðu tekið gildi lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn sem taka m.a. til Borgarskjalasafns. Samkvæmt 46. gr. laganna er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun á beiðni um aðgang að skjölum samkvæmt lögunum. Hvorki er vísað til laganna í gagnabeiðni kæranda né í hinni kærðu ákvörðun. Þá getur upplýsingaréttur samkvæmt V. og VI. kafla laganna ekki tekið til umbeðinna gagna þar sem ekki eru liðin 30 ár frá því að þau urðu til, sbr. 1. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 30. gr. laganna. Því ber að leysa úr því hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <h3>3.</h3> <p>Mál þetta varðar annars vegar aðgang kæranda að gögnum máls fyrir sýslumanni og barnaverndaryfirvöldum um umgengni kæranda við dóttur sína og hins vegar að minnispunktum Barnahúss vegna rannsóknarviðtals/skýrslutöku fyrir dómi, merkt [...], dags. 5. desember 2004 og skýrslu Barnahúss vegna greiningar og meðferðar nr. [...] án yfirstrikana.</p> <p>Barnavernd og barnaverndarnefnd Reykjavíkur starfa á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í 38. gr. laganna kemur fram að um könnun barnaverndarmáls og málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd gilda ákvæði stjórnsýslulaga með þeim frávikum sem greinir í lögunum. Þá gilda stjórnsýslulög um málsmeðferð sýslumanns í umgengnismálum, sbr. 2. mgr. 1. gr., sbr. gagnályktun frá 1. mgr. 2. gr., stjórnsýslulaga, 1. mgr. 71. gr. og 1. mgr. 75. gr. barnalaga nr. 76/2003.</p> <p>Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Í skýringum við ákvæði þetta í frumvarpi sem varð að upplýsingalögum er tekið fram að eðlilegt sé, til þess að taka af allan vafa, að upplýsingalög gildi ekki um slíkan aðgang. Þegar aðili máls óskar aðgangs að gögnum sem varða ákvarðanir stjórnvalds um rétt eða skyldu í máli hans fer um aðgang að þeim samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaganna, en þar segir í upphafi 1. mgr. að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varði. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ljóst að kærandi taldist aðili umgengnismálsins í skilningi stjórnsýslulaga, eins og kom raunar þegar fram í hinni kærðu ákvörðun.</p> <p>Í 20. gr. upplýsingalaga kemur fram að undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé hægt að bera ágreining um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Undir úrskurðarnefndina verður hins vegar ekki borinn ágreiningur um aðgang að gögnum á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af framangreindu leiðir að um rétt kæranda til aðgangs að gögnum um umgengnismál vegna barns síns fer eftir 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Slíkur ágreiningur verður ekki borinn undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-477/2013 frá 12. apríl 2013. Er því óhjákvæmilegt að vísa þessum hluta kæru kæranda frá úrskurðarnefndinni.</p> <h3>4.</h3> <p>Um þann hluta kæru kæranda er varðar barnaverndarmál dóttur hans hefur Borgarskjalasafn byggt á því að kærandi eigi hvorki rétt til aðgangs að gögnum þess á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga né 14. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða minnispunkta Barnahúss sem vegna rannsóknarviðtala/skýrslutöku fyrir dómi, merkt [...], dags. 5. desember 2004 og skýrslu Barnahúss vegna greiningar og meðferðar nr. [...]. Safnið vísar til þess að samkvæmt 3. mgr. 3. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 sé með hugtakinu foreldrar að jafnaði átt við þá sem fara með forsjá barns. Þar sem móðir hafi farið ein með forsjá dóttur kæranda geti hann því ekki talist aðili málsins.</p> <p>Sambærilegt álitaefni kom til úrlausnar umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5186/2007. Í bréfi umboðsmanns til Barnaverndar Reykjavíkur dags. 9. nóvember 2009 kom fram að hann teldi ekki fært að túlka aðilahugtak barnaverndarmála með þeim hætti að útiloka aðild annarra en þeirra sem fara með forsjá barna. Umboðsmaður taldi að ef leggja ætti til grundvallar þá fortakslausu afstöðu til aðildar að barnaverndarmálum, sem fram kemur í ákvörðun Borgarskjalasafns í því máli sem hér er til úrlausnar, þyrfti að koma til skýr og ótvíræð afstaða í lögunum sjálfum. Á þeim tímapunkti sem umboðsmaður ritaði bréfið taldi hann slíkri afstöðu ekki til að dreifa í gildandi barnaverndarlögum.</p> <p>Ákvæði 3. mgr. 3. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 var breytt með lögum nr. 80/2011 þann 21. júní 2011. Eftir breytinguna hljómar ákvæðið svo:</p> <blockquote> <p>„Með foreldrum er átt við foreldra skv. I. kafla barnalaga. Í lögum þessum er með foreldrum einnig að jafnaði átt við þá sem fara með forsjá barns. Um inntak forsjár fer samkvæmt ákvæðum barnalaga.“</p> </blockquote> <p>Með breytingunni var foreldrahugtak ákvæðisins víkkað út og nær nú yfir þá sem teljast foreldrar barns, þ.e. móðir eða faðir þess, samkvæmt I. kafla barnalaga, enda þó viðkomandi hafi ekki forsjá með því. Af þessu leiðir að ekki stenst sú ályktun Borgarskjalasafns að aðild kæranda að barnaverndarmáli dóttur sinnar sé útilokuð þar sem hann hafi ekki haft forsjá með henni. Þegar Borgarskjalasafn tók ákvörðun um rétt kæranda til aðgangs að gögnum málsins bar safninu að leysa úr aðild hans á grundvelli heildstæðs mats á hagsmunum og tengslum við úrlausnarefnið, sbr. til hliðsjónar fyrrnefnt bréf umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5186/2007. Við matið bar safninu að huga að því hvort og þá hvaða áhrif hugsanlegar ákvarðanir eða beiting úrræða barnaverndaryfirvalda kynnu að hafa eða hefðu þegar haft á réttindi og skyldur kæranda, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þar sem þetta mat fór ekki fram hjá Borgarskjalasafni við meðferð gagnabeiðni kæranda hefur ekki farið fram sú vinna við afgreiðslu málsins sem gerir úrskurðarnefndinni kleift að meta hvort ágreiningur um aðgang að umbeðnum gögnum verði borinn undir nefndina. Gagnabeiðni kæranda hefur því ekki hlotið þá umfjöllun á fyrsta stjórnsýslustigi sem kæruheimild 20. gr. upplýsingalaga og almennar reglur stjórnsýsluréttar um kæruheimildir gera ráð fyrir. Verður því ekki komist hjá því að vísa beiðni kæranda að þessu leyti til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu Borgarskjalasafns.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Ákvörðun Borgarskjalasafns dags. 3. júní 2014 um að synja beiðni A um aðgang að minnispunktum Barnahúss vegna rannsóknarviðtals/skýrslutöku fyrir dómi merkt [...], dags. 5. desember 2004 og skýrslu Barnahúss vegna greiningar og meðferðar nr. [...] án yfirstrikana er felld úr gildi og lagt fyrir safnið að taka málið til nýrrar meðferðar.</p> <p>Kæru A er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
604/2015. Úrskurður frá 30. nóvember 2015 |
Óskað var endurupptöku tveggja mála úrskurðarnefndarinnar frá 2008 og 2015 ásamt því að óskað var eftir að því að úrskurðarnefndin aðstoðaði við að fá Borgarskjalasafn að gera leit að tilteknum gögnum. Síðarnefndu kröfunni var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál með vísan til hlutverks og valdsviðs nefndarinnar. Hvað varðar kröfu um endurupptöku úrskurða komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að ekkert væri fram komið sem benti til þess að þeir hefðu byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum. Þá hefðu atvik ekkibreyst svo verulega frá fyrri ákvarðanartöku að réttlætti endurupptöku málanna. Var þeirri kröfu því hafnað. | <p> </p> <h2>Úrskurður</h2> <p> </p> <p>Hinn 30. nóvember 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 604/2015 í máli ÚNU 15110006.</p> <p> </p> <h3>Krafa um endurupptöku máls, málsatvik og málsmeðferð</h3> <p> </p> <p>Þann 28. ágúst 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. 589/2015 þar sem staðfest var synjun Borgarskjalasafns á beiðni A um aðgang að gögnum í vörslu Borgarskjalasafns. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-283/2008 var einnig staðfest synjun Borgarskjalasafns á sambærilegri beiðni. Með tölvupósti þann 1. september 2015 tilkynnti kærandi úrskurðarnefndinni að hann hefði athugasemdir við úrskurð nr. 589/2015 og óskaði leiðbeininga um hvert mætti beina þeim. Ritari úrskurðarnefndarinnar leiðbeindi kæranda um heimildir til að bera úrskurði hennar undir dómstóla og beiðast endurupptöku eða afturköllunar eftir VI. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p> </p> <p>Með bréfi dags. 11. nóvember 2015 óskaði kærandi þess í fyrsta lagi að úrskurðarnefndin aðstoði við að fá Borgarskjalasafn til að gera allsherjarleit að gögnum og upplýsingum um afskipti félagsmálayfirvalda og barnaverndarnefndar af lífi kæranda og móður hans með hliðsjón af þeim stöðum sem móðir hans bjó á eftir 1954. Í öðru lagi óskaði kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp mál sem lyktaði með úrskurði nr. A-283/2008 og að úrskurðarnefndin aðstoðaði kæranda við að fá upplýsingar um foreldra sína frá 1954 til 1970 með sömu aðferð. Loks óskaði kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál endurskoðaði úrskurði sína frá 2008 og 2015.</p> <p> </p> <p>Í beiðni kæranda kemur fram að þann 5. desember 2013 hafi hann óskað eftir því við Borgarskjalasafn Reykjavíkur að fá aðgang að afritum af skjölum er varða afskipti barnaverndarnefndar og félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar af sér í bernsku, þ.e. frá 1954 til 1970. Í svari safnsins dags. 6. ágúst 2014 segi að ítarleg leit hafi verið gerð og kæranda veittur aðgangur að gögnum sem fundust en upplýsingar um aðra sem eðlilegt er að leynt fari væru afmáðar. Kærandi kveðst hafa farið á Borgarskjalasafn þann 17. október 2014, eftir að hann skaut ákvörðuninni til úrskurðarnefndarinnar. Lögfræðingur safnsins hafi tjáð honum að hann hefði fengið aðgang að öllum skjölum sem fundust. Í tölvupósti til kæranda dags. sama dag bað lögfræðingur safnsins kæranda um upplýsingar um systkini sín og móður til að unnt væri að gera aðra leit að gögnum. Að mati kæranda gefur tölvupósturinn til kynna að mikið vanti í þau skjöl sem fundust upprunalega. Síðari leitin hafi hins vegar ekki farið fram.</p> <p> </p> <p>Kærandi vísar til þess að í úrskurði nr. 589/2015 hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál endursagt efni þeirra gagna sem hann fékk ekki aðgang að. Að mati kæranda eru upplýsingalög skýr um að annað hvort sé veittur aðgangur eða ekki. Úrskurðarnefndin hafi því farið út fyrir valdsvið sitt með því að birta lýsingu á innihaldi gagnanna. Í öllu falli beri úrskurðarnefndinni og Borgarskjalasafni ekki saman, þar sem lögfræðingur safnsins hafi sagt kæranda hafa fengið aðgang að öllum gögnum sem fundust. Kærandi áréttar að meginmarkmið upplýsingalaga sé að veita aðgang að upplýsingum. Gögn um foreldra kæranda geti ekki skaðað þau. Það sé vandséð að endursögn úrskurðarnefndarinnar á efni gagnanna valdi minni skaða en myndi leiða af aðgangi kæranda að þeim.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p> </p> <p>Samhliða beiðni kæranda um endurupptöku á úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-283/2008 og 589/2015 hefur hann farið þess á leit að úrskurðarnefndin „aðstoði [kæranda] við að fá Borgarskjalasafn til að gera allsherjarleit að gögnum og upplýsingum um [kæranda] með því að fylgja þeim stöðum sem móðir [kæranda] bjó á eftir 1954 [...] til að afla upplýsinga um afskipti félagsmálayfirvalda og barnaverndarnefndar af lífi hennar og [kæranda]“</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá leiðir af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að unnt er að kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu upplýsingabeiðni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur sem úrskurðaraðili á öðru stjórnsýslustigi hvorki valdheimildir né úrræði til að leggja fram beiðni um upplýsingar á fyrsta stjórnsýslustigi eða hafa afskipti af afgreiðslu slíkrar beiðni. Eru því ekki lagaskilyrði til að taka til meðferðar beiðni um slíkt og verður þeim hluta erindis kæranda vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <h3>2.</h3> <p> </p> <p>Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo: </p> <p> </p> <blockquote> <p>„Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef: </p> <p> </p> <ol> <li> <p>ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða</p> </li> <li> <p>íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“</p> </li> </ol> </blockquote> <p> </p> <p>Þá segir í 2. mgr. ákvæðisins að eftir að þrír mánuðir eru liðnir frá því að aðila var tilkynnt um ákvörðun skv. 1. tölulið 1. mgr., eða aðila var eða mátti vera kunnugt um breytingu á atvikum sem ákvörðun skv. 2. tölulið 1. mgr. var byggð á, verði beiðni um endurupptöku máls ekki tekin til greina nema að fengnu samþykki frá öðrum aðilum málsins. Mál verði þó ekki tekið upp að nýju ef ár er liðið frá fyrrgreindum tímamörkum nema veigamiklar ástæður mæli með því. Kærandi hefur með beiðni sinni m.a. óskað endurupptöku á rúmlega sjö ára gömlum úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-283/2008.</p> <p> </p> <p>Í beiðni kæranda um endurupptöku úrskurða nr. A-283/2008 og 589/2015 er í fyrsta lagi vísað til þess að forsendur þeirra fari ekki saman við þá fullyrðingu lögfræðings Borgarskjalasafns, í samtali á safninu þann 17. október 2014, að kærandi hafi fengið aðgang að öllum gögnum sem fundust við leit samkvæmt gagnabeiðnum hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að misvísandi upplýsingagjöf stjórnvalds til þess sem óskar aðgangs að gögnum geti í einhverjum tilvikum valdið því að eftirfarandi úrskurður úrskurðarnefndarinnar teljist byggður á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik í skilningi 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p> </p> <p>Í gögnum máls nr. ÚNU 14090003, sem lyktaði með úrskurði nr. 589/2015, er meðal annars að finna tölvupóstsamskipti kæranda og starfsmanns Borgarskjalasafns í kjölfar töku hinnar kærðu ákvörðunar. Með tölvupósti dags. 12. ágúst 2014 óskaði kærandi skýringa á því að hann hefði ekki fengið aðgang að skjölum um heimsóknir barnaverndarnefndar þar til hann var tólf ára gamall, en um það bil tíu ára eyða virtist vera í hinum afhentu gögnum. Í svari starfsmanns safnsins dags. 13. ágúst 2014 segir:</p> <p> </p> <blockquote> <p>„Svarið liggur býst ég við einmitt í því sem þú segir; ef heimsóknin var vegna annars heimilisfólks er þér óheimill aðgangur að þeim gögnum skv. lögum. Lögin (upplýsingalög og lög um Þjóðskjalasafn) heimila þér einungis aðgang að þeim gögnum sem varða þitt mál, ekki t.d. mál systkina ef um slíkt var að ræða. Aðgangur að gögnum varðandi foreldra ákvarðast m.t.t. þess hvernig þau tengjast þínu máli.“</p> </blockquote> <p> </p> <p>Af svarinu verður ekki annað ráðið en að kæranda hafi mátt vera ljóst að Borgarskjalasafn hefði í vörslum sínum önnur gögn um fjölskyldu kæranda en honum var veittur aðgangur að. Orð lögfræðings safnsins í október 2014 um að kærandi hafi fengið aðgang að öllum gögnum sem fundust verður að skilja á þann veg að átt hafi verið við gögn sem svöruðu til gagnabeiðna hans, þ.e. „öllum gögnum sem til séu um hans mál“. Er því ekki unnt að fallast á með kæranda að misræmis gæti á milli upplýsingagjafar Borgarskjalasafns og forsendna úrskurða úrskurðarnefndar um uppplýsingamál nr. A-293/2008 og 589/2015, sem geti leitt til þess að þeir byggist á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik. </p> <p> </p> <p>Beiðni kæranda er öðrum þræði reist á því að ummæli í tölvupósti lögfræðings Borgarskjalasafns dags. 17. október 2014 gefi til kynna að mikið vanti í þau skjöl sem fundust í fórum safnsins. Þar er kærandi beðinn að veita frekari upplýsingar um systkini sín og búsetu móður áður en frekari leit verði gerð að gögnum. Kærandi kveður leitina hins vegar ekki hafa farið fram. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 589/2015 er meðal annars vikið að málsástæðum kæranda er lúta að því að fullyrðingar Borgarskjalasafns um að fleiri gögn hafi ekki fundist séu ótrúverðugar. Í niðurstöðukafla hans segir meðal annars að safnið hafi afhent úrskurðarnefndinni ljósrit af öllum gögnum sem safnið kveður hafa fundist við leitina og að ekki séu efni til að draga í efa þá fullyrðingu Borgarskjalasafns að önnur gögn hafi ekki fundist er varða kæranda og fjölskyldu hans.</p> <p> </p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur það ekki áhrif á þessa niðurstöðu að Borgarskjalasafn hafi verið reiðubúið að framkvæma aðra leit að gögnum með hliðsjón af viðbótarupplýsingum frá kæranda eftir að hann skaut fyrri afgreiðslu safnsins til úrskurðarnefndarinnar. Nærtækast er að líta svo á að kærandi hafi lagt fram nýja og ítarlegri beiðni um aðgang að gögnum á fundi með starfsfólki Borgarskjalasafns þann 17. október 2014. Athugasemdir við meðferð þeirrar beiðni geta ekki valdið því að úrskurðir úrskurðarnefndar um upplýsingamál um rétt kæranda til aðgangs samkvæmt fyrri gagnabeiðnum teljist byggðir á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða atvikum sem breyst hafa verulega frá því að þeir voru kveðnir upp. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru því enn ekki efni til að draga í efa að ekki hafi fundist önnur gögn í vörslu Borgarskjalasafns við leit samkvæmt gagnabeiðnum kæranda en úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði til hliðsjónar við uppkvaðningu úrskurða nr. A-283/2008 og 589/2015.</p> <p> </p> <p>Kærandi byggir beiðni um endurupptöku í þriðja lagi á því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi farið út fyrir valdheimildir sínar með því að endursegja efni gagna sem kærandi fékk ekki aðgang að. Um rökstuðning úrskurða í stjórnsýslumálum gildir sú regla að þegar ákvörðun byggist á mati skal greina frá þeim meginsjónarmiðum sem ráðandi voru við matið, sbr. 1. mgr. 22. gr. stjórnsýslulaga. Þar sem ástæða er til skal einnig rekja í stuttu máli upplýsingar um málsatvik sem höfðu verulega þýðingu við úrlausn málsins, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál sker úr um rétt til aðgangs að gögnum er mikilvægt að aðilar máls geti kynnt sér þær forsendur sem úrskurðurinn byggist á. Í því skyni er nauðsynlegt að lýsa gögnum sem rétt þykir að takmarka aðgang að. Endursögn úrskurðarnefndar um upplýsingamál á efni umbeðinna gagna fer fram í þeim tilgangi að bera þau saman við undantekningarákvæði upplýsingalaga svo málsaðilum sé ljóst að hvaða leyti ákvæðin taka til þeirra. Endursögnin er hins vegar ekki svo nákvæm að með henni séu veittar upplýsingar sem synjað er um aðgang að, enda væri staðfesting synjunar stjórnvalds þá tilgangslaus. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál takmarkar þannig efni rökstuðnings eftir því sem nauðsynlegt er til að forðast birtingu upplýsinga um einkamálefni einstaklinga, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Auk þess eru nöfn einstaklinga afmáð úr úrskurðum hennar áður en þeir eru birtir almenningi. Við uppkvaðningu og birtingu úrskurða nr. A-283/2008 og 589/2015 var gætt að framangreindum sjónarmiðum. Eru því ekki efni til að fallast á með kæranda að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi farið út fyrir valdheimildir sínar með efni rökstuðnings í málunum tveimur.</p> <p> </p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því ekkert fram komið um að úrskurðir hennar nr. A-283/2008 og 589/2015 hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða að niðurstöður þeirra hafi byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að þeir voru kveðnir upp. Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurðum hennar séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða í ljós slíkar vísbendingar.</p> <p> </p> <p>Með vísan til þess sem að framan segir er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-283/2008 og 589/2015.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p> </p> <p>Beiðni A um aðstoð við að fá Borgarskjalasafn til að gera leit að gögnum og upplýsingum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Beiðni A um endurupptöku úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-283/2008 og 589/2015 er hafnað.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p> </p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> <p> </p> |
602/2015. Úrskurður frá 30. nóvember 2015 |
Kvartað var yfir synjun Landsbankans á aðgangi að nánar tilgreindum upplýsingum. Kærandi byggði kröfu sína um aðgang að gögnum á að Landsbankinn væri í ríkiseigu. Landsbankinn synjaði á þeim grundvelli að upplýsingalög ættu ekki við um bankann. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að skv 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga sbr. auglýsingu nr. 600/2013 væri Landsbankinn undanþeginn ákvæðum upplýsingalaga. | <p>Úrskurður</p> <p>Hinn 30. nóvember 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 602/2015 í máli ÚNU 15030001.</p> <h3>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h3> <p> Með erindi dags. 2. mars 2015 sem barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál 3. mars. 2015 kærði A afstöðu Landsbankans til gagnabeiðni sinnar til bankans dags. 20. febrúar 2015. Í beiðninni krefst kærandi þess að fá aðgang að gögnum sem vitnað var til í tölvupósti bankans til kæranda þann 24. mars 2010, lánaákvörðun bankans tengda umsókn kæranda um hækkun heimildar á kreditkorti sínu og lánaákvörðun vegna framlengingar yfirdráttarláns.</p> <p>Í kæru sinni krefst kærandi þess að fá fullt og ótakmarkað aðgengi að tölvupóstum starfsmanna bankans, samskipti starfsmanna bankans í samskiptaforriti á veraldarvefnum eða innri vef bankans, fundargerðum lánanefndar og skráningum í verkbókhald útlána að því leyti er það varðar beiðni kæranda um framlengingu yfirdráttarheimildar á bankareikning sinn og beiðni kæranda um tímabundna hækkun á kreditkorti sínu. Jafnframt óskar kærandi eftir sömu gögnum varðandi beiðni B eignarhaldsfélags um lán. Kærandi krefst einnig aðgangs að tölvupóstum starfsmanna, samskiptum starfsmanna, fundargerðum og minnisblöðum er varða fund kæranda í bankanum 19. mars 2010. Þá krefst kærandi að lokum yfirlits yfir það hvernig aðgangsheimildum tiltekinna starfsmanna sé háttað að upplýsingum er varða kæranda ásamt yfirliti yfir nýtingu allra starfsmanna á þeim heimildum frá árinu 2009.</p> <p>Í umsögn Landsbankans dags. 12. mars 2015, sem barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann 19. mars 2015, er fjallað um gildissvið upplýsingalaga gagnvart bankanum. Er þar byggt á því að bankinn sé undanþeginn ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Kæranda var kynnt efni umsagnarinnar og gefið tækifæri til að koma að frekari athugasemdum með bréfi dags. 19. mars 2015. Það gerði kærandi með bréfi dags. 3. apríl 2015. Þar tók kærandi meðal annars fram að undanþágan sem Landsbankinn nyti frá upplýsingalögum væri byggð á samkeppnissjónarmiðum. Gæti sú undanþága því að teknu tilliti til vilja löggjafans ekki átt við um gögn sem væru til hjá bankanum og beindust í engu að samkeppnishagsmunum. Óþarft þykir að rekja frekar það sem fram kemur um málsatvik, málsástæður aðila og lagarök í gögnum málsins með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum. Samkvæmt 2. gr. taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Það á við um Landsbankann hf.</p> <p>Í 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir:</p> <blockquote> <p>„Ef starfsemi lögaðila sem fellur undir 2. mgr. er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði getur ráðherra, að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórnar og umsögn Samkeppniseftirlitsins, ákveðið að hann skuli ekki falla undir gildissvið laga þessara eða dregið slíka ákvörðun til baka. Ráðuneytið skal halda opinbera skrá yfir þá lögaðila sem hafa fengið undanþágu samkvæmt málsgreininni, og skal undanþága einstakra aðila endurskoðuð á þriggja ára fresti. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein tekur gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.“</p> </blockquote> <p>Á grundvelli þessarar heimildar hefur ráðherra birt auglýsingu um undanþágur lögaðila frá upplýsingalögum, sbr. auglýsingu nr. 600/2013. Landsbankinn hf. er meðal þeirra lögaðila sem þar eru nefndir. Upplýsingalög nr. 140/2012 taka því ekki til bankans. Undanþága 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er skýr og óskilyrt. Afstöðu Landsbankans til gagnabeiðni kæranda verður því ekki skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá nefndinni.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru A á hendur Landsbankanum hf. er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson<br>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> |
601/2015. Úrskurður frá 30. nóvember 2015 | Kvartað var yfir synjun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um aðgang að verklagsreglum um símahlustanir frá 2010, ódagsettum leiðbeiningum vegna sérstakra rannsóknarúrræða í LÖKE, þremur skýrslum innri endurskoðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og skýrslum um framkvæmd símahlustana o.fl. Kærandi taldi að þau fælu í sér upplýsingar um almenna verkferla innan lögreglunnar og væri því ómögulegt að líta á að þau fælu í sér upplýsingar er varða öryggi ríkisins eða varnarmál í skilningi 1. tl. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin yfirfór gögnin og veitti aðgang að ýmsum fylgiskjölum sem innihéldu ekki upplýsingar sem leynt áttu að fara en að öðru leyti var synjun lögreglustjórans staðfest. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 30. nóvember 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 601/2015 í máli ÚNU 14120006.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 8. desember 2014 kærði A hdl., f.h. B hrl., ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 28. nóvember 2014, þar sem beiðni um aðgang að gögnum um framkvæmd símahlustana lögreglu var synjað.</p> <p>Í upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 30. maí 2014, var óskað eftir gögnum um framkvæmd símahlustana, þar með talið hvers konar skýrslum um framkvæmd, verklagsreglum eða leiðbeiningum um a) tengingu við símkerfið, b) verklag við hlustun símtala, auðkenningu þeirra, endurritun og skráningu og c) verklag við vistun og eyðingu hljóðskráa o.s.frv. Sérstaklega var tekið fram að ekki væri óskað upplýsinga um meðferð eða afgreiðslu einstakra mála eða persónugreinanlegra upplýsinga. Hins vegar var þess óskað að slíkar upplýsingar yrðu veittar með afhendingu hluta gagna ef slíkt ætti við. Með bréfi dags. 6. ágúst 2014 synjaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu beiðninni. Í nóvember 2014 fór kærandi þess á leit að ákvörðunin yrði endurskoðuð en með bréfi dags. 28. nóvember 2014 var beiðninni synjað að nýju.</p> <p>Í rökstuðningi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 6. ágúst 2014 segir að undir beiðni kæranda falli verklagsreglur um símahlustanir nr. V014-2010 og ódagsettar leiðbeiningar vegna sérstakra rannsóknarúrræða í LÖKE sem tölvurannsókna- og rafeindadeild LRH hafi tekið saman og sent út vegna breytinga á LÖKE 1. mars 2013. Þá gæti einnig fallið undir beiðnina þrjár skýrslur innri endurskoðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, skýrsla frá febrúar 2008 um framkvæmd símhlustana, notkun eftirfararbúnaðar o.fl., skýrsla frá febrúar 2012 um framkvæmd símahlustana o.fl. samkvæmt XI. kafla sakamálalaga og skýrsla um framkvæmd símahlustana o.fl. samkvæmt XI. kafla sakamálalaga frá mars 2014.</p> <p>Þá segir í ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að öll framangreind gögn fjalli með einum eða öðrum hætti um framkvæmd og fyrirkomulag rannsóknarúrræða samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 gildi lögin ekki um rannsókn sakamála eða saksókn og því falli framangreind gögn ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Hins vegar hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál túlkað ákvæðið rúmt og því hafi einnig verið skoðað hvort takmarka eigi aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt öðrum ákvæðum upplýsingalaga. Fram komi í greinargerð með frumvarpi er varð að lögum nr. 50/1996 að undir ákvæði, sem svarar til 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, gætu fallið upplýsingar um skipulag löggæslu.</p> <p>Að sögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu geyma umbeðnar verklagsreglur ítarlegar upplýsingar um skipulag lögreglu við rannsóknir sakamála og beitingu tiltekinna rannsóknarúrræða, hlutverk einstakra starfsmanna, samskipti við fjarskiptafyrirtæki, vörslu og eyðingu gagna, tilkynningar o.fl. Leiðbeiningarnar séu sama marki brenndar auk þess sem þar sé að finna skýringarmyndir úr lögreglukerfinu LÖKE. Þá fjalli skýrslur innri endurskoðunar frá 2008, 2012 og 2014 með ítarlegum hætti um framkvæmd símhlustana o.fl. hjá embættinu. Að mati lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu geyma öll framangreind gögn ítarlegar og nákvæmar upplýsingar um skipulag löggæslu í tengslum við rannsóknir sakamála sem ekki sé rétt eða eðlilegt að séu á allra vitorði. Beiðninni var því synjað með vísan til 1. tl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Í kæru segir að kærandi krefjist þess að úrskurðað verði að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sé skylt að afhenda eftirfarandi gögn:</p> <ol> <li>Verklagsreglur um símahlustanir nr. V014-2010 og ódagsettar leiðbeiningar vegna sérstakra rannsóknarrúrræða í LÖKE sem tölvurannsókna- og rafeindadeild LRH tók saman og sendi út vegna breytinga á LÖKE 1. mars 2013.</li> <li>Þrjár skýrslur innri endurskoðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.</li> <li>Skýrsla frá því í febrúar 2008 um framkvæmd símahlustana, notkun eftirfararbúnaðar o.fl.</li> <li>Skýrsla um framkvæmd símahlustana o.fl. skv. XI. kafla sakamálalaga dagsett í febrúar 2012.</li> <li>Skýrsla um framkvæmd símahlustana o.fl. skv. XI. kafla sakamálalaga dagsett í mars 2014.</li> </ol> <p>Að mati kæranda fæst afstaða lögreglustjórans til aðgangs að umbeðnum gögnum ekki staðist. Upplýsingarnar varði almenna verkferla en ekki rannsókn einstakra sakamála. Þá virðist ómögulegt að líta svo á að 1. tl. 10. gr. upplýsingalaga eigi við um gögnin. Þeirra sé óskað þar sem þær séu taldar mikilsverðar í umfangsmikilli opinberri umræðu sem nú stendur yfir um réttaröryggi borgaranna gagnvart símahlustunum. Símahlustun fari fram á grundvelli úrskurðar sem kveðinn sé upp að þolandanum fjarstöddum og allt fyrirkomulag miðist við að hann verði einskis var. Verklag við símahlustun geti því ekki með rýmstu skýringu ákvæðisins ógnað öryggi ríkisins eða raskað framkvæmd símahlustana.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 12. desember 2014 var kæran kynnt lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Þess var jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði. Umsögn og afrit umbeðinna gagna bárust úrskurðarnefndinni þann 6. janúar 2014. Þar kemur fram að í greinargerð með frumvarpi til fyrri upplýsingalaga nr. 50/1996 segi að undir hliðstætt ákvæði 1. mgr. 10. gr. laga nr. 140/2012 geti fallið upplýsingar um skipulag löggæslu. Umbeðin gögn hafi að geyma ítarlegar upplýsingar um skipulag lögreglu við rannsóknir sakamála og beitingu tiltekinna rannsóknarúrræða, hlutverk einstakra starfsmanna, samskipti við fjarskiptafyrirtæki, vörslu og eyðingu gagna, tilkynningar og fleira. Þar sé að finna ítarlegar og nákvæmar upplýsingar um skipulag löggæslu sem ekki sé rétt eða æskilegt að séu á allra vitorði. Loks segir í umsögninni að þær skýrslur sem taldar voru upp í töluliðum 3-5 í kæru séu þær sömu og vísað sé til undir öðrum tölulið. Einungis sé um að ræða nánari tilgreiningu á skýrslunum.</p> <p>Umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var kynnt kæranda með bréfi dags. 8. janúar 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Í svari kæranda, dags. 30. janúar 2015, segir meðal annars að upplýsingar um framkvæmd og verklag við símahlustun geti ekki varðað almannaöryggi þar sem einungis sé óskað upplýsinga um hvernig að aðgerðinni sé staðið. Slíkar upplýsingar breyti engu um rannsókn lögreglu í einstökum málum. Kærandi vísar til þess að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi tekið framkvæmd símahlustana til skoðunar í máli nr. 25198/02 (Iordachi o.fl. gegn Moldavíu). Samkvæmt dómstólnum skuli setja lágmarks réttaröryggisreglur í löggjöf til þess að sporna við því að vald samkvæmt heimildum til símahlustunar sé misnotað. Þar skuli koma fram reglur og ferlar við að skoða, nota og geyma gögnin sem aflað er, reglur um meðferð gagna, afhendingu þeirra og eyðingu. Á Íslandi séu hins vegar ekki í gildi neinar reglur um þessi atriði. Þvert á móti virðist ríkið og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu telja upplýsingarnar vera ríkisleyndarmál þar sem almannahagsmunir krefjist þess að slíkar upplýsingar séu ekki á vitorði almennings. Loks ítrekar kærandi að símahlustun fari fram á grundvelli úrskurðar sem kveðinn sé upp að þolandanum fjarstöddum. Allt fyrirkomulagið miðist við að hann verði einskis var. Verklag við símahlustun geti ekki ógnað öryggi ríkisins, raskað framkvæmd símahlustana eða ógnað mikilvægum almannahagsmunum á nokkurn hátt.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar synjun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni kæranda um að fá aðgang að gögnum um símahlustanir. Af gögnum málsins verður ráðið að deilt sé um aðgang kæranda að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li> <p>Verklagsreglur um símahlustanir nr. V014-2010 og ódagsettum leiðbeiningum vegna sérstakra rannsóknarrúrræða í LÖKE sem tölvurannsókna- og rafeindadeild LRH tók saman og sendi út vegna breytinga á LÖKE 1. mars 2013.</p> </li> <li> <p>Skýrslu frá því í febrúar 2008 um framkvæmd símahlustana, notkun eftirfararbúnaðar o.fl.</p> </li> <li> <p>Skýrslu um framkvæmd símahlustana o.fl. skv. XI. kafla sakamálalaga dagsetta í febrúar 2012.</p> </li> <li> <p>Skýrslu um framkvæmd símahlustana o.fl. skv. XI. kafla sakamálalaga dagsetta í mars 2014.</p> </li> </ol> <p>Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu tók ákvörðun um aðgang kæranda að umbeðnum gögnum með bréfi dags. 6. ágúst 2014. Kæra málsins barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann 10. desember 2014 og kemur því til álita hvort hún hafi borist innan kærufrests 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi fór þess á leit að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu staðfesti ákvörðun sína með bréfi dags. 10. nóvember 2014. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður beiðni kæranda um staðfestingu fyrri ákvörðunar jafnað til nýrrar beiðni um aðgang eins og hér stendur á. Af svari embættisins dags. 28. nóvember 2014 verður jafnframt ráðið að hún hafi verið afgreidd á sömu forsendum. Nýr 30 daga kærufrestur hófst því þegar ákvörðun embættisins barst kæranda og er kæran því komin fram innan kærufrests 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>2.</h3> <p>Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars borið því við að umbeðin gögn falli utan gildissviðs upplýsingalaga þar sem þau varði rannsókn sakamáls eða saksókn í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur túlkað reglu ákvæðisins með þeim hætti að það eigi einungis við í tilvikum þegar um er að ræða gögn sem tilheyra tilteknu máli sem er til rannsóknar eða saksóknar á grundvelli laga um meðferð sakamála, sbr. til hliðsjónar úrskurð nr. A-469/2012 um ákvæði 2. mgr. 2. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. Í ákvæðinu felst því ekki að upplýsingalög taki ekki almennt til upplýsinga um starfsemi lögreglu og ákæruvalds.</p> <p>Umbeðin gögn hafa að geyma upplýsingar um verklag lögreglu en ekki tiltekin mál sem eru eða hafa verið til meðferðar sem sakamál. Því verður ekki fallist á þá afstöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að þau falli utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <h3>3.</h3> <p>Synjun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var studd við 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, en af rökstuðningnum verður ráðið að átt sé við 1. tölul. ákvæðisins. Þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál.</p> <p>Enda þótt ákvæðið feli í sér undantekningu frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 5. gr. laganna, um rétt almennings til aðgangs að gögnum, er tekið fram í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum að skýra beri ákvæðið tiltölulega rúmt. Er vísað til þess að ákvæðinu sé ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni og berist upplýsingar þeim tengdar út geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þá kemur fram í athugasemdunum að með öryggi ríkisins í skilningi 1. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga sé meðal annars vísað til þess hlutverks ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og að skipulag löggæslu kunni að falla þar undir. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur látið úrskurðarnefndinni í té afrit af umbeðnum gögnum, þ.e. verklagsreglum um símahlustanir, leiðbeiningarreglum um símahlustanir og þremur skýrslum innri endurskoðunar embættisins um framkvæmd símahlustana ásamt fylgiskjölum.</p> <p>Verklagsreglur nr. V014-2010, dags. 7. desember 2010, eru fjórar tölusettar blaðsíður að lengd. Reglurnar fjalla um framkvæmd þvingunarráðstafana sem lýst er í 81. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, þ.e. hlustun eða upptöku á símtölum eða öðrum fjarskiptum við síma, tölvu eða annars konar fjarskiptatæki. Þar er lýst verklagi við hlustun, þar á meðal form beiðna um hlustun, samskipti við fjarskiptafyrirtæki, aðgang að gögnum sem verða til við hlustun, vörslu og eyðingu gagna, eftirlit og endurskoðun.</p> <p>Leiðbeiningar vegna sérstakra rannsóknarúrræða í LÖKE eru fimm blaðsíður að lengd. Gögn málsins bera með sér að tölvurannsókna- og rafeindadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið leiðbeiningarnar saman og dreift vegna breytinga á LÖKE, upplýsingakerfi lögreglu, þann 1. mars 2013. Stærstur hluti leiðbeininganna eru skjámyndir úr LÖKE ásamt tilmælum um hvernig skuli skrá símahlustanir í kerfið.</p> <p>Skýrslur innri endurskoðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um framkvæmd símahlustana, notkun eftirfararbúnaðar o.fl. frá febrúar 2008, febrúar 2012 og mars 2014 eru í sömu röð 16, 21 og 17 tölusettar blaðsíður að lengd. Umfjöllunarefnið er athuganir innri endurskoðunar á framkvæmd símahlustana og utanumhald skjala og skráninga með það að markmiði að tryggja að farið sé að reglum og fyrirmælum sem gilda um hlustanir. Farið er afar ítarlega yfir framkvæmd símahlustana hjá embættinu og loks gerðar tillögur að úrbótum í sérstökum niðurstöðukafla í lokin. Skýrslunum fylgja önnur gögn, til að mynda flæðirit og yfirlit um fjölda úrskurða um hlustanir á tilteknum tímabilum.</p> <p>Umbeðin gögn eiga það sameiginlegt að geyma lýsingar á verklagi lögreglu þegar upp koma alvarleg mál á sviði löggæslu þar sem beita þarf íþyngjandi rannsóknarúrræðum. Reglurnar hafa því að geyma upplýsingar um skipulag löggæslu og varða öryggi ríkisins. Verði almenningi veittur aðgangur að verklagsreglum lögreglu og skýrslum innri endurskoðunar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um framkvæmd þeirra kann það að nýtast þeim sem hyggjast fremja eða hafa framið alvarleg afbrot og draga úr fælingarmætti lögreglunnar. Þá er ekki unnt að útiloka að ýmsar tæknilegar upplýsingar um kerfi sem lögreglan notar við framkvæmd úrræðanna geti nýst til að brjótast inn í þau eða torvelda störf lögreglu með öðrum hætti. Opinberun gagnanna kann því að vera til þess fallin að raska almannahagsmunum að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Við slíkar aðstæður ber að takmarka rétt almennings til aðgangs á grundvelli 1. töluliðs 10. gr. upplýsingalaga, einkum með hliðsjón af skýrum vísbendingum í lögskýringargögnum um að túlka beri ákvæðið rúmt, sbr. til að mynda úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-432/2012 og A-529/2014. Þá var aðgangur veittur að skýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-541/2014, meðal annars með þeim rökstuðningi að hún fjallaði um liðna atburði og ekki upplýsingar um skipulag ráðstafana sem geti orðið þýðingarlausar, eða ekki skilað tilætluðum árangri, verði þær á almannavitorði. Samkvæmt því sem að framan er rakið verður staðfest ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að synja kæranda um aðgang að framangreindum gögnum með vísan til ákvæðisins. </p> <p>Ekki þykir fært að túlka ákvæði 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þrengra en hér er lagt til grundvallar með vísan til sjónarmiða sem fram koma í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu, sem kærandi hefur vísað til og varða túlkun á 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Kröfur sem sáttmálinn gerir til löggjafar um símahlustun geta ekki haft áhrif á aðgang almennings að verklagsreglum og framkvæmdaskýrslum lögreglu, sem ekki hafa hlotið þá þinglegu meðferð sem 44. gr. stjórnarskrárinnar gerir til löggjafar.</p> <h3>4.</h3> <p>Líkt og áður greinir eru ýmis fylgiskjöl með skýrslum innri endurskoðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um framkvæmd símahlustana. Framangreindur rökstuðningur á ekki við um efni þeirra allra og verður því að kanna sérstaklega rétt kæranda til aðgangs að þeim sem eru annars eðlis en verklagsreglur, leiðbeiningar og skýrslur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um símahlustanir.</p> <p>Með fyrstu skýrslunni frá febrúar 2008 fylgdi yfirlit um fjölda dómsúrskurða árin 2006 og 2007 um hlustanir og fjölda mála. Skjalið er tafla á einni blaðsíðu þar sem mál hafa verið flokkuð eftir ári, embætti og hvort um sé að ræða hlustunar- eða framhaldsúrskurð. Á fylgiskjali með skýrslunum frá febrúar 2012 og mars 2014 er að finna yfirlit um mál sem tengjast úrskurðum um símahlustun hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu árin 2011-2013. Loks fylgir skýrslunni frá mars 2014 ódagsett svar upplýsinga- og áætlanadeildar embættisins við fyrirspurn frá innri endurskoðun þar sem óskað var eftir upplýsingum um fjölda verkefna er tengdust sértækum rannsóknarúrræðum.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekki að finna í yfirlitunum eða svarinu upplýsingar sem eru þess eðlis að ráðstafanir geti orðið þýðingarlausar eða ekki skilað tilætluðum árangri, verði þær á almannavitorði. Ekki verður séð að takmörkun aðgangs að þessum gögnum sé nauðsynleg til að vernda mikilvæga almannahagsmuni, innra eða ytra öryggi ríkisins, hún sé nauðsynleg til að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni eða hindra að upplýsingar þeim tengdar berist út þar sem það geti haft afdrifaríkar afleiðingar. Af þessum sökum eru ekki skilyrði til að takmarka aðgang þeim á grundvelli 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og ber að veita kæranda aðgang að þeim á grundvelli 5. gr. laganna.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er skylt að veita kæranda aðgang að fylgiskjali II við skýrslu innri endurskoðunar um framkvæmd símahlustana, notkun eftirfararbúnaðar o.fl. frá febrúar 2008, fylgiskjali I við skýrslu með sama heiti frá febrúar 2012 og fylgiskjölum I, II og IV við skýrslu með sama heiti frá mars 2014.</p> <p>Að öðru leyti er staðfest synjun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 28. nóvember 2014, á beiðni kæranda um aðgang að gögnum um framkvæmd símahlustana.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
593/2015. Úrskurður frá 1. október 2015 | A kærði ákvörðun Samgöngustofu um að synja honum um aðgang að gögnum varðandi atvinnuleyfi til leigubílstjóra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti ákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og tók fram að undir ákvæðið falli einna helst upplýsingar um leyfisumsóknir sem taka til afar persónulegra málefna umsækjandans. Sömu sjónarmið ættu ekki við um opinbera leyfisveitingu til að starfa sem leigubílstjóri. Lagt var fyrir Samgöngustofu að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum að undanskildum upplýsingum um kennitölur viðkomandi einstaklinga, enda gildi sérregla 10. gr. laga nr. 77/2000 um notkun þeirra. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 1. október 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 593/2015 í máli ÚNU 14100007.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi þann 13. október 2014 kærði A ákvörðun Samgöngustofu um að synja honum um aðgang að gögnum varðandi atvinnuleyfi til leigubílstjóra. Í kæru kemur fram að þann 2. september 2014 hafi kærandi óskað eftir aðgangi að eftirfarandi upplýsingum frá Samgöngustofu:</p> <ol> <li>Afrit af lista yfir útgefin atvinnuleyfi samkvæmt lögum nr. 134/2001, til leigubílstjóra annars vegar og forfallabílstjóra hins vegar.</li> <li>Afrit af verklagsreglum, reglum eða öðrum leiðbeiningum sem leigubifreiðastöðvum ber að fylgja þegar þær taka ákvarðanir um veitingu undanþága frá akstri eigin bifreiðar.</li> <li>Afrit af skýrslum, samantektum eða listum hvers kyns sem innihalda tölulegar upplýsingar um veitingu undanþága frá akstri eigin bifreiðar árin 2012 og 2013.</li> </ol> <p>Kærandi segir Samgöngustofu hafa synjað beiðninni þann 9. september 2014. Kærandi hafi óskað eftir því að ákvörðunin yrði endurskoðuð og þann 17. september hafi stjórnvaldið afhent tvo nafnalista með nöfnum leyfishafa samkvæmt fyrsta lið gagnabeiðni kæranda. Hvað annan lið beiðninnar varðaði hafi Samgöngustofa vísað til þess að einu fyrirliggjandi gögnin af þessu tagi væru lög og reglugerðir, en engin gögn væru tiltæk sem svöruðu til þriðja liðsins.</p> <p>Í kjölfarið kveðst kærandi hafa óskað eftir nákvæmari gögnum en nafnalistarnir höfðu að geyma, þ.e. lista úr gagnagrunni Samgöngustofu um nafn, kennitölu, heimilisfang, bifreiðastöð og kallnúmer leigubifreiðastjóra. Stofnuninni beri að skrá slíkar upplýsingar í gagnagrunn samkvæmt 11. gr. reglugerðar um leigubifreiðar nr. 397/2003. Þann 30. september 2014 hafi kæranda verið synjað um gögnin án nokkurs rökstuðnings. Kærandi segist því hafa farið fram á rökstuðning, sem hafi borist þann 13. október 2014. Kærandi mótmælir því að 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 komi í veg fyrir aðgang að umbeðnum gögnum, þar sem einkahagsmunir umræddra einstaklinga séu ekki í húfi. Þá telur kærandi það ekki stríða gegn lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga að veita aðgang að kennitölum leyfishafa, enda sé það málefnalegt og nauðsynlegt að nýta kennitölu til að aðgreina leyfishafa frá öðrum samnefndum einstaklingum. Þannig sé örugg persónugreining tryggð, sbr. 1. gr. laga nr. 77/2000. Loks telur kærandi að jafnvel þótt ekki verði fallist á rétt til aðgangs að kennitölum eigi engu að síður að veita aðgang að heimilisföngum leyfishafa.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var kynnt Samgöngustofu með bréfi dags. 14. október 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að í trúnaði. Umsögn Samgöngustofu barst þann 15. desember 2014.</p> <p>Þar kemur í upphafi fram að gagnasöfnun Samgöngustofu á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 397/2003 fari fram í eftirlitstilgangi en ekki til upplýsinga fyrir utanaðkomandi aðila. Stofnunin safni persónulegum upplýsingum um atvinnuleyfishafa og forfallabílstjóra til að veita þeim eftirlit og styðja við útgáfu atvinnuleyfa. Samgöngustofa telur hins vegar óheimilt samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að veita almenningi aðgang að slíkum upplýsingum á grundvelli 5. gr. laganna. Samgöngustofa telur upplýsingar um kennitölu, heimilisfang, bifreiðastöð og kallnúmer leigubifreiðastjóra og forfallabílstjóra falla undir hugtakið persónuupplýsingar samkvæmt ákvæðum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í 10. gr. laganna sé að finna ákvæði um kennitölur, en þar segi að notkun kennitölu sé heimil eigi hún sér málefnalegan tilgang og sé nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Samgöngustofa vísar til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-525/2014, þar sem sé að finna skýra afstöðu gagnvart framlagningu upplýsinga um kennitölur einstaklinga. Þar komi fram að þótt upplýsingar um kennitölur séu ekki viðkvæmar eigi þær ekki erindi við þá sem ekki þurfa á þeim að halda. Kærandi hafi ekki sýnt fram á að kennitölur umræddra einstaklinga séu honum nauðsynlegar og ekki tekið fram í hvaða tilgangi gagnabeiðni hans var sett fram.</p> <p>Samgöngustofa segir í umsögn sinni að fallast megi á með kæranda að hann eigi rétt til aðgangs að skráðum heimilisföngum, enda sé um að ræða upplýsingar sem séu almennar og aðgengilegar, til dæmis í símaskrá. Stofnunin tekur þó fram að gagnagrunnur hennar sé ekki stöðugt samkeyrður við þjóðskrá. Upplýsingar um starfsstöð atvinnuleyfishafa og forfallabílstjóra falli hins vegar undir 9. gr. laga nr. 77/2000, enda sé um persónulegar upplýsingar að ræða sem ekki sé sanngjarnt að miðlað sé frá stjórnsýslustofnun sem nýtir upplýsingarnar til eftirlits og útgáfu atvinnuleyfa. Stofnunin telur það ekki samræmast tilgangi gagnasöfnunarinnar eða réttlætanlegt að stofnunin miðli upplýsingum um hvar atvinnuleyfishafar eða forfallabílstjórar starfa, enda starfi þeir hjá einkafyrirtækjum sem ætla má að eigi að hafa val um hvort og hvaða upplýsingar séu veittar um starfsmenn þeirra.</p> <p>Umsögn Samgöngustofu var send kæranda til frekari athugasemda með bréfi dags. 15. desember 2014. Þær bárust þann 9. janúar 2015. Kærandi tekur fram að gagnabeiðni hans hafi ekki verið lögð fram í gamni, heldur hafi hún tiltekinn tilgang. Kærandi óskaði eftir upplýsingunum til að geta persónugreint handhafa atvinnuleyfa með öruggum hætti. Leigubifreiðaakstur sé samkeppnismarkaður en lúti þó ýmsum samkeppnishamlandi reglum á borð við fjöldatakmarkanir. Ein af reglunum sé að lágmarksfjöldi leyfishafa sem þurfi til að stofna leigubifreiðastöð sé 10. Ætla megi að tvær stærstu stöðvarnar á markaði séu með nærri 90% markaðshlutdeild hvað varði þá þjónustu sem þær veita. Því sé ljóst að mikilvægt sé fyrir samkeppni á markaðnum að hægt sé með vissu að persónugreina leyfishafa.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum um leyfishafa samkvæmt lögum um leigubifreiðar nr. 134/2001. Eins og kæra er sett fram verður að telja að ágreiningur sé um rétt kæranda til aðgangs að þrenns konar upplýsingum um leyfishafa, í fyrsta lagi kennitölur þeirra, í öðru lagi heimilisföng þeirra og í þriðja lagi starfsstöð þeirra. Enda þótt Samgöngustofa hafi ekki afhent úrskurðarnefndinni afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði þykir nægjanlega í ljós leitt hvers eðlis þau eru til að skera megi úr um rétt kæranda til aðgangs að þeim.</p> <p>Eins og fram kemur í almennum athugasemdum með því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum, þótt í 2. mgr. 13. gr. segi að stjórnvöld skuli vinna markvisst að því að gera skrár yfir mál, lista yfir málsgögn og gögnin sjálf jafnóðum aðgengileg með rafrænum hætti. Þetta á við um gagnagrunna og skrár, enda gangi birtingin ekki gegn einka- eða almannahagsmunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að synjun Samgöngustofu í máli þessu er ekki byggð á umræddu ákvæði, né heldur því að umbeðin gögn hafi ekki verið fyrirliggjandi, heldur því að þær upplýsingar sem um er beðið teljist viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga nr. 77/2000 og skuli fara leynt skv. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga segir m.a. að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að meginregla 5. gr. laganna gildir óháð því hvort sá sem biður um gögn sýni fram á tengsl við gögnin eða að hann hafi af því sérstaka hagsmuni að fá þau. Verður því ekki talið að það hafi áhrif á rétt kæranda þótt hann hafi ekki sagt beiðnina vera setta fram til annars en til að kynna sér hverjir hafi fengið leyfi samkvæmt lögum nr. 134/2001. Sá réttur sætir hins vegar takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Ef þær takmarkanir eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. </p> <p>Í 9. gr. segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem eigi í hlut. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir í athugasemdum við 9. gr.: </p> <blockquote> <p>„Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“ </p> </blockquote> <p> Leyfisumsóknirnar sem þarna eru taldar upp í dæmaskyni eiga það sameiginlegt að taka til afar persónulegra málefna umsækjandans. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta sömu sjónarmið ekki átt við um opinbera leyfisveitingu til að starfa sem leigubílstjóri. Í umsögn Samgöngustofu kemur fram það mat stofnunarinnar að umbeðnar upplýsingar teljist til persónuupplýsinga samkvæmt ákvæðum laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það. Hins vegar má skipta persónuupplýsingum í tvo flokka, annars vegar viðkvæmar persónuupplýsingar og hins vegar almennar. Í 8. tölul. 2. gr. laganna er afmarkað hvaða upplýsingar teljast viðkvæmar og út frá því má gagnálykta um hvaða persónuupplýsingar eru almennar. Þótt umbeðnar upplýsingar um leyfishafa samkvæmt lögum nr. 134/2001 hafi að geyma almennar persónuupplýsingar, í skilningi laga nr. 77/2000, eru þær ekki viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi þeirra laga, og verða ekki af þeirri ástæðu taldar falla undir 6.–10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Í 10. gr. laga nr. 77/2000 er hins vegar sérregla um notkun á kennitölum. Segir að hún sé háð því að hún eigi sér málefnalegan tilgang og sé nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Að baki býr sú hugsun að þótt upplýsingar um kennitölur séu ekki viðkvæmar eigi þær ekki erindi við þá sem ekki þurfi á þeim að halda. Í athugasemdum við 9. gr., í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012, segir m.a.: </p> <blockquote> <p>„Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“</p> </blockquote> <p>Enda þótt kennitölur teljist ekki til viðkvæmra persónuupplýsingar í skilningi laga nr. 77/2000 gildir um þær sérregla 10. gr. þeirra laga og verða kennitölur af þeirri ástæðu taldar falla undir 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að synjun Samgöngustofu á beiðni kæranda um upplýsingar um leyfishafa samkvæmt lögum nr. 134/2001 hafi ekki verið lögmæt. Því beri stofnuninni að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar að undanskildum upplýsingum um kennitölur viðkomandi einstaklinga. </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Samgöngustofu ber að verða við beiðni A um að fá aðgang að upplýsingum um heimilisföng, starfsstöðvar og kallnúmer atvinnuleyfishafa og forfallabílstjóra samkvæmt lögum nr. 134/2001.</p> <p>Staðfest er synjun Samgöngustofu á beiðni kæranda um að fá aðgang að upplýsingum um kennitölur atvinnuleyfishafa og forfallabílstjóra samkvæmt lögum nr. 134/2001.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Símon Sigvaldason</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
599/2015. Úrskurður frá 1. október 2015 | Kærð var afgreiðsla Vestmannaeyjabæjar á beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf fulltrúa á bæjarskrifstofu. Í umsögn bæjaryfirvalda kom fram að fyrirspurn kæranda hefði ekki borist. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að í ljósi þess að kæran væri handskrifuð á sama blað og kærandi segði vera upphaflega gagnabeiðni væri vandséð að Vestmannaeyjabær hafi haft beiðnina undir höndum. Ekki gæti því verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða í skilningi 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kæru kæranda var því vísað frá. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 1. október 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 599/2015 í máli ÚNU 15080007.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi sem barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann 7. ágúst 2015 kærði A afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um nöfn umsækjenda um starf fulltrúa á bæjarskrifstofu. Kæra málsins er ein handskrifuð blaðsíða. Á efri hluta síðunnar virðist vera að finna upphaflega gagnabeiðni, sem er dagsett 20. júlí 2015, stíluð á bæjarráð Vestmannaeyja og undirrituð af kæranda. Á neðri hluta síðunnar hefur svo verið rituð önnur dagsetning, 31. júlí 2015, og því næst póstfang úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá segir að „ofangreindu erindi“ hafi í engu verið svarað. Kærandi krefst þess að Vestmannaeyjabær verði úrskurðaður til að taka afstöðu til erindisins.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með bréfi dags. 11. ágúst 2015. Var því beint til bæjarins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eins fljótt og við verði komið og eigi síðar en þann 25. ágúst 2015. Í svari bæjarins, dags. 20. ágúst 2015, segir að kæran sé rituð á blað sem virðist vera fyrirspurn til bæjarráðs Vestmannaeyja sem aldrei hafi borist. Það hljóti að teljast óeðlilegt að kæra sé rituð á blað sem kærandi telji sig hafa sent bænum.</p> <p>Með bréfi dags. 30. ágúst 2015 var kæranda kynnt afstaða Vestmannaeyjabæjar. Þar sem bærinn hefði ekki fengið beiðnina til meðferðar væri synjun stjórnvalds á aðgangi að gögnum ekki til að dreifa. Því væru ekki skilyrði til frekari málsmeðferðar af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kærandi mótmælti afstöðu úrskurðarnefndarinnar með bréfi dags. 2. september 2015. Þar segir meðal annars að engar sannanir séu lagðar fram þess efnis að umrætt bréf hafi ekki borist.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í máli þessu er deilt um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefndina. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þá leiðir af 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að til nefndarinnar er einnig heimilt að kæra óhæfilegan drátt á afgreiðslu beiðni um upplýsingar samkvæmt upplýsingalögum. Af kæru er ljóst að kærandi telur að Vestmannaeyjabær hafi dregið óhæfilega að afgreiða beiðni hans um nöfn umsækjenda um starf fulltrúa á bæjarskrifstofu. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur hins vegar komið fram að bærinn hafi ekki móttekið beiðnina. Í ljósi þess að kæran er rituð á sama handskrifaða blað og kærandi kveður vera upphaflega gagnabeiðni er vandséð að Vestmannaeyjabær hafi haft beiðnina undir höndum og átt þess kost að taka afstöðu til hennar. Þegar af þessari ástæðu getur ekki verið um óhæfilegan drátt á meðferð málsins að ræða í skilningi 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Verður því ekki hjá því komist að vísa kæru kæranda frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru A, dags. 31. júlí 2015, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Símon Sigvaldason</p> <p> </p> <p> </p> |
597/2015. Úrskurður frá 1. október 2015 | Kvartað var yfir afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um störf. Í umsögn bæjaryfirvalda kom fram að beiðni kæranda hefði verið óljós og henni ekki svarað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti ákvæði upplýsingalaga og tók fram að aðilum sem falla undir lögin væri ekki í sjálfsvald sett hvort þeir svari beiðnum um aðgang að upplýsingum eftir lögunum. Beiðni kæranda var því vísað aftur til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 1. október 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 597/2015 í máli ÚNU 14100016.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 14. október 2014 kvartaði A yfir afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar. Í kæru kemur fram að bærinn hafi auglýst eftir umsækjendum um 15% starf stuðningsfulltrúa við Hraunbúðir, dvalarheimili aldraðra, og félagsráðgjafa í 50%-100% stöðu. Kærandi hafi óskað eftir nöfnum umsækjenda en bærinn hafi ekki svarað erindinu.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með bréfi dags. 28. október 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í umsögn bæjarins dags. 18. nóvember 2014 segir að upphafleg fyrirspurn kæranda hafi verið óljós og henni ekki svarað. Úrskurðarnefndin kynnti kæranda umsögnina með bréfi dags. 8. desember 2014, en bréfið var endursent vegna breyttrar búsetu kæranda. Eftir að upplýsingar bárust um nýtt aðsetur hans var umsögnin send að nýju með bréfi dags. 24. mars 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 20. apríl 2015. Þar segir meðal annars að kærandi óski eftir því að úrskurðað verði hvort skylt sé að afhenda umbeðnar upplýsingar útprentaðar í stað þess að vísað sé á vef bæjarins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um gögn um nöfn umsækjenda um tiltekin störf. Vestmannaeyjabær hefur borið því við að upphafleg beiðni kæranda hafi verið óljós og því ekki unnt að svara henni. Úrskurðarnefndinni hefur ekki borist afrit af beiðninni og getur því ekki tekið afstöðu til þess hvort skilyrði upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efnis máls sem þau tilheyra hafi verið uppfyllt. Um kæruheimild vísast til 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p>Í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að beiðni megi vísa frá ef ekki er talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess kemur ber að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Þá ber samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laganna að taka ákvörðun um hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skuli skýra frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Stjórnvöldum er þannig ekki í sjálfsvald sett hvort þau svari beiðnum um aðgang að upplýsingum eftir lögunum. Meðferð Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda samrýmdist að þessu leyti hvorki upplýsingalögum né leiðbeiningarskyldu stjórnvalda, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og áður segir hefur úrskurðarnefndin ekki fengið afrit af beiðni kæranda og hefur því ekki forsendur til að úrskurða um rétt hans til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Verður því ekki hjá því komist að vísa málinu aftur til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu.</p> <p>Það athugast að samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Í máli þessu hefur Vestmannaeyjabær ekki afhent umbeðin gögn. Því er ekki fyrir að fara synjun á beiðni kæranda um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Ekki eru því skilyrði til að taka til meðferðar þá kröfu kæranda um að úrskurðað verði um skyldu Vestmannaeyjabæjar til að afhenda umbeðnar upplýsingar útprentaðar.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Beiðni A um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um störf stuðningsfulltrúa við Hraunbúðir og félagsráðgjafa er vísað til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Símon Sigvaldason</p> <p> </p> <p> </p> |
595/2015. Úrskurður frá 1. október 2015 | A kærði meðferð Vestmannaeyjabæjar á beiðni um aðgang að gögnum. Í umsögn bæjaryfirvalda kom fram að beiðnin hefði verið þess eðlis að ekki hefði verið unnt að svara henni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að stjórnvöldum væri ekki í sjálfsvald sett hvort þau svari beiðnum um aðgang að upplýsingum eftir upplýsingalögum nr. 140/2012 og vísaði málinu aftur til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 1. október 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 595/2015 í máli ÚNU 14100013.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 14. október 2014 kvartaði A yfir afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar um biðlista eftir félagslegu húsnæði annars vegar og leiguhúsnæði fyrir eldri borgara hins vegar. Í kæru kemur fram að Vestmannaeyjabær hafi ekki svarað beiðninni. Beri bæjaryfirvöld það fyrir sig að upplýsingarnar séu ekki til hljóti það að teljast brot á lögum um Þjóðskjalasafn og héraðsskjalasöfn.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með bréfi dags. 28. október 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í umsögn bæjarins dags. 18. nóvember 2014 segir að upphaflegt erindi kæranda hafi verið þess eðlis að ekki hefði verið unnt að svara því. Kærandi hafi áður fengið munnleg svör frá félagsráðgjafa um úthlutun á félagslegum íbúðum. Úrskurðarnefndin kynnti kæranda umsögnina með bréfi dags. 8. desember 2014, en bréfið var endursent vegna breyttrar búsetu kæranda. Eftir að upplýsingar bárust um nýtt aðsetur hans var umsögnin send að nýju með bréfi dags. 24. mars 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 14. apríl 2015. Þar kemur meðal annars fram að upphafleg fyrirspurn kæranda hafi náð yfir biðlista eftir dvöl á dvalarheimili aldraðra, barnaheimilum, félagslegu húsnæði og húsnæði fyrir aldraða. Kærandi líti svo á að erindi sínu sé enn ósvarað.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í máli þessu er deilt um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um gögn um biðlista eftir félagslegu húsnæði og leiguhúsnæði fyrir eldri borgara. Vestmannaeyjabær hefur borið því við að upphafleg beiðni kæranda hafi verið óljós og því ekki unnt að svara henni. Úrskurðarnefndinni hefur ekki borist afrit af beiðninni og getur því ekki tekið afstöðu til þess hvort skilyrði upplýsingalaga um tilgreiningu gagna eða efnis máls sem þau tilheyra hafi verið uppfyllt. Um kæruheimild vísast til 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p>Í 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að beiðni megi vísa frá ef ekki er talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess kemur ber að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Þá ber samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laganna að taka ákvörðun um hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skuli skýra frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Stjórnvöldum er þannig ekki í sjálfsvald sett hvort þau svari beiðnum um aðgang að upplýsingum eftir lögunum. Meðferð Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda samrýmdist að þessu leyti hvorki upplýsingalögum né leiðbeiningarskyldu stjórnvalda, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eins og áður segir hefur úrskurðarnefndin ekki fengið afrit af beiðni kæranda og hefur því ekki forsendur til að úrskurða um rétt hans til aðgangs að umbeðnum upplýsingum. Verður því ekki hjá því komist að vísa málinu aftur til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Beiðni A um aðgang að upplýsingum um biðlista eftir félagslegu húsnæði og leiguhúsnæði fyrir eldri borgara er vísað til Vestmannaeyjabæjar til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Símon Sigvaldason</p> <p> </p> <p> </p> |
596/2015. Úrskurður frá 1. október 2015 | Kærð var afgreiðsla Vestmannaeyjabæjar á beiðni um aðgang að samningi bæjarins um rekstur upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn. Bærinn afhenti kæranda samninginn undir rekstri upphaflega kærumálsins fyrir úrskurðarnefndinni með þeirri takmörkun að strikuð hafði verið út sú upphæð sem greidd var fyrir reksturinn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að útstrikuðu upplýsingarnar væru ekki þess eðlis að 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 gæti komið í veg fyrir aðgang kæranda að þeim. Þær væru ekki til þess fallnar að valda umræddu fyrirtæki tjóni. Með hliðsjón af hinum ríka upplýsingarétti almennings þegar um er að ræða ráðstöfun opinberra hagsmuna var fallist á rétt kæranda til aðgangs að samningnum í heild sinni. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 1. október 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 596/2015 í málum ÚNU 14100015, ÚNU 15070011 og ÚNU 15080013.</p> <h3>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Með erindi dags. 14. október 2014 kvartaði A yfir afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um samning bæjarins við Pennann Eymundsson um rekstur upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn. Fram kom að Vestmannaeyjabær hefði ekki svarað beiðninni. Kæran var kynnt kærða með bréfi dags. 28. október 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í umsögn bæjarins dags. 18. nóvember 2014 sagði að erindi sama efnis hefði borist frá kæranda þann 29. júlí 2013 og því hefði verið svarað þann 6. ágúst 2013. Ekki væri talin ástæða til að svara að nýju. Úrskurðarnefndin kynnti kæranda umsögnina með bréfi dags. 8. desember 2014, en bréfið var endursent vegna breyttrar búsetu kæranda. Eftir að upplýsingar bárust um nýtt aðsetur hans var umsögnin send að nýju með bréfi dags. 24. mars 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 14. apríl 2015. Þar kemur meðal annars fram að kærandi óski eftir því að úrskurðað verði hvort skylt sé að afhenda umbeðin gögn útprentuð á pappír.</p> <p>Kærandi mun hafa sent Vestmanneyjabæ aðra gagnabeiðni þann 15. maí 2015. Afrit beiðninnar hefur ekki borist úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Með bréfi dags. 7. júlí 2015 afhenti bærinn kæranda afrit af samningi við Eymundsson vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn sem ber með sér að gilda til 31. apríl 2012. Með bréfi dags. 7. ágúst 2015 tilkynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda að nefndinni hefði borist afrit af svari bæjarins. Ekki væru því efni til að halda áfram meðferð málsins fyrir nefndinni. Með bréfum dags. 17. júlí og 13. ágúst 2015 kærði kærandi afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar að nýju. Kærandi telur samninginn sem Vestmanneyjabær afhenti ekki veita þær upplýsingar sem um var beðið. Samningurinn hafi gilt til 31. apríl 2012, en enn sé rekin upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Þar sem ekki sé samningslaust gerir kærandi þá kröfu að bærinn verði úrskurðaður til að veita aðgang að gildandi samningi. Þar að auki sé ekki að finna tölur í eldri samningnum sem upplýsa um kostnað bæjarins af framkvæmd hans.</p> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með bréfi dags. 24. ágúst 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Þá var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar kom fram að upplýsingaþjónusta við ferðamenn færi fram á grundvelli samningsins sem kærandi fékk afrit af. Í símtali ritara úrskurðarnefndarinnar við framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs bæjarins kom fram að upplýsingar um kostnað af framkvæmd samningsins hefðu hins vegar verið afmáðar á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í máli þessu er deilt um rétt kæranda til aðgangs að samningi Vestmannaeyjabæjar við Pennann Eymundsson um rekstur upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn í sveitarfélaginu. Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur komið fram að samningur sem gilti til ársins 2012 hafi ekki verið endurnýjaður. Hins vegar hafi rekstur miðstöðvarinnar verið framkvæmdur áfram á grundvelli hans. Ekki er því stoð fyrir þeirri fullyrðingu kæranda að Vestmannaeyjabær hafi synjað honum um aðgang að gildandi samningi. Kröfum hans í þá veru verður því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Stendur þá eftir að skera úr rétti kæranda til aðgangs að þeim hlutum samningsins sem hafa að geyma upplýsingar um kostnað Vestmannaeyjabæjar af samningnum.</p> <p>Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.</p> <p>Vestmannaeyjabær hefur byggt synjun á aðgangi að þeim hluta umbeðins samnings sem hefur að geyma kostnaðarupplýsingar á 9. gr. upplýsingalaga, nánar tiltekið á því að í umræddum gögnum komi fram upplýsingar sem varði mikilvæg fjárhags- eða viðskiptamálefni Pennans Eymundsson. Í 9. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo:</p> <blockquote> <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“</p> </blockquote> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Ber ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja.</p> <p>Í máli þessu ber því að leysa úr því hvort viðskiptahagsmunir sem fjallað er um í kostnaðarhluta umbeðins samnings standi í vegi fyrir afhendingu hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að umræddar upplýsingar varða með beinum hætti ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingunum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum viðsemjenda stjórnvalda og sveitarfélaga, enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi beinu tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið að upplýsingar um umsamið endurgjald hins opinbera til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Hefur í því sambandi einnig verið litið til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum.</p> <p>Úrskurðarnefnd fellst ekki á að þær upplýsingar sem fram koma í umræddum samningi séu þess eðlis að 9. gr. upplýsingalaga geti komið í veg fyrir aðgang kæranda að þeim eða að þær séu til þess fallnar að valda umræddu fyrirtæki tjóni yrðu þær gerðar opinberar. Í því tilliti er bent á að upplýsingaréttur almennings er sérstaklega ríkur þegar um er að ræða gögn er varða ráðstöfun opinberra fjármuna. Í ljósi þessa hagsmunamats ber Vestmannaeyjabæ að afhenda kæranda afrit af samningnum í heild sinni, án útstrikana.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Vestmannaeyjabæ er skylt að veita kæranda, A, aðgang að samningi bæjarins við Pennann Eymundsson um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Vestmannaeyjum í heild sinni, án útstrikana.</p> <p>Kæru kæranda er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Símon Sigvaldason</p> <p> </p> <p> </p> |
594/2015. Úrskurður frá 1. október 2015 | Kærð var afgreiðsla Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar um leiguverð á fermetra í félagslegu húsnæði og þjónustuíbúðum fyrir aldraða í sveitarfélaginu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki ástæðu til að draga í efa þá fullyrðingu bæjaryfirvalda að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi. Beiðni kæranda var því vísað frá. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 1. október 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 594/2015 í máli ÚNU 14100008.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 10. október 2014 kærði A afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar um leiguverð á fermetra í félagslegu húsnæði annars vegar en hins vegar í þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Kærandi segir engin svör hafa borist en ekki kemur fram hvenær gagnabeiðnin var sett fram. Loks segir kærandi að ef bæjaryfirvöld beri það fyrir sig að ekki séu til gögn um málið sé slíkt væntanlega brot á lögum um Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfn.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 20. október 2014 var Vestmannaeyjabæ kynnt kæran og gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Umsögn Vestmannaeyjabæjar barst þann 15. desember 2014, en þar segir að upplýsingar varðandi beiðni kæranda liggi ekki fyrir. Sveitarfélagið myndi þurfa að leggjast í talsverða vinnu til að veita umbeðnar upplýsingar. Kæranda var kynnt umsögn Vestmannaeyjabæjar með bréfi dags. 17. desember 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi hennar. Engar athugasemdir bárust frá kæranda innan frestsins sem veittur var.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta lýtur að afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um aðgang að leiguverði á fermetra í félagslegu húsnæði annars vegar og í þjónustuíbúðum fyrir aldraða hins vegar. Verður að skilja beiðni kæranda á þann veg að átt sé við húsnæði sem er á forræði Vestmanneyjabæjar. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar kemur fram að ómögulegt sé að afhenda umbeðnar upplýsingar þar sem þær séu ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Úrskurðarnefndin hefur ekki ástæðu til að draga í efa þá staðhæfingu.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þau gögn sem kærandi óskaði eftir liggja ekki fyrir hjá Vestmanneyjabæ. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 10. október 2014, á hendur Vestmannaeyjabæ. </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Símon Sigvaldason</p> |
592/2015. Úrskurður frá 1. október 2015 | A kærði meðferð Fjármálaeftirlitsins á beiðni nokkurra erlendra tryggingafélaga um aðgang að gögnum sem tengdust LBI hf. Fjármálaeftirlitið hafði vísað frá beiðni um aðgang að gögnum undir þremur liðum gagnabeiðni kærenda, þar sem þau væru ekki fyrirliggjandi hjá stjórnvaldinu. Kærendur gerðu ekki athugasemdir við ákvörðunina hvað einn liðinn varðaði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki ástæðu til að draga í efa að gögn undir eftirstandandi liðunum tveimur væru ekki fyrirliggjandi hjá stjórnvaldinu og staðfesti hina kærðu ákvörðun að þessu leyti.
Þá synjaði FME kærendum um aðgang að gögnum undir þremur liðum gagnabeiðni þeirra á grundvelli 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á aðgang kærenda að hluta minnisblaðs sem áður var um fjallað í úrskurði nr. 573/2015 en staðfesti synjun Fjármálaeftirlitsins á aðgangi að öðrum umbeðnum gögnum. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 1. október 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 592/2015 í máli ÚNU 14070004.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með bréfi dags. 19. júlí 2014 kærði A fyrir hönd Brit Insurance Ltd., QBE Insurance (Europe) Ltd., Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., Allianz Global Corporate & Specialty AG, Novae Syndicate 2007, Dan Re Syndicate 1400 og QBE Syndicate 1886 („kærendur“) afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins („FME“) dags. 25. júní 2014, á beiðni um aðgang að gögnum. </p> <p>Upphafleg gagnabeiðni kærenda, dags. 5. apríl 2013, var í 27 liðum. FME synjaði um aðgang að gögnum í liðum nr. 12, 13, 14, 16, 20, 23, 26 og 27, en leyst var úr kæru kærenda vegna synjunarinnar í úrskurði nefndarinnar nr. A-524/2014. FME tók ákvörðun þann 11. október 2013 að vísa beiðni kærenda um aðgang að liðum nr. 1-11 frá stofnuninni, en leyst var úr kæru kærenda vegna þeirrar afgreiðslu í úrskurði nefndarinnar nr. 551/2014. Með bréfi dags. 25. júní 2014 tók FME ákvörðun um aðgang kærenda að eftirtöldum gögnum eftir liðum nr. 15, 17-19, 22, 24 og 25 í gagnabeiðni þeirra:</p> <blockquote> <p>„15. Drög að fundargerð fundar bankastjórnar og FME með stjórnendum bankanna þann 25. apríl 2008, líklega kl. 15:00-15:45, með tilvísunarnúmer SI 47404, sbr. kafla 7.6.2 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.</p> <p>17. Minnisblað FME frá nóvember 2008, sem fjallar m.a. um hvernig Landsbanki tengdi saman áhættur, sbr. 8.6.5.5.1.2 kafla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.</p> <p>18. Minnisblað FME „nr. 2“, sbr. 8.6.5.5.1.1 kafla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.</p> <p>19. Viðbótarpróf FME á útlánaáhættu á eiginfjárhlutföll fjármálafyrirtækja á árinu 2008, sbr. 16.4.2.2 kafla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.</p> <p>22. Fundargerð vegna vettvangsathugunar FME á Landsbanka í september 2007.</p> <p>24. Fundargerð fundar Seðlabanka Íslands, FME og bankastjóra Landsbanka þann 4. mars 2008.</p> <p>25. Athugasemdir og fyrirspurnir FME í febrúar 2008 vegna kaupa sjóðsins „Fyrirtækjabréf Landsvaka“ á skuldabréfi útgefnu af B, í janúar 2005 að fjárhæð kr. 400 milljónir.“</p> </blockquote> <p>Með hinni kærðu ákvörðun vísaði FME beiðni kæranda frá hvað liði 15, 18 og 24 varðaði, þar sem gögnin væru ekki fyrirliggjandi hjá stjórnvaldinu. FME synjaði kærendum um aðgang að gögnum undir liðum 17, 19 og 25. Óskað var eftir því að beiðni kærenda um gögn eftir lið 22 yrði afmörkuð betur þannig að stofnunin gæti tengt hana við tiltekna fundargerð. Kærendur krefjast þess aðallega að úrskurðarnefnd um upplýsingamál felli hina kærðu ákvörðun úr gildi hvað varðar liði nr. 15, 17, 19, 24 og 25 og heimili aðgang þeirra að öllum gögnum sem talin eru upp í þeim. Til vara er þess krafist að aðgangur kærenda verði heimilaður að svo stórum hluta gagnanna sem úrskurðarnefnd telur rétt á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að kæra kærenda tekur ekki til aðgangs að gögnum undir liðum 18 og 22 í gagnabeiðni þeirra, en að auki segir í kæru að kærendur séu ekki í aðstöðu til að gera athugasemdir við afstöðu FME hvað lið 24 varðar.</p> <p>Í kæru kemur fram að gagnabeiðni kærenda byggi á því að Landsbankinn hefði höfðað tiltekin dómsmál á hendur þeim fyrir héraðsdómi. Bankinn teldi sig eiga kröfu á hendur kærendum á grundvelli svonefndar stjórnendatryggingar sem bankinn hefði keypt í byrjun árs 2008. Vátryggingartímabili tryggingarinnar hafi verið ætlað að vera frá 1. febrúar 2008 til 1. febrúar 2009. Landsbankinn hafi krafist greiðslu úr tryggingunni á þeim grundvelli að hún eigi að bæta tjón sem bankinn teldi sig hafa orðið fyrir vegna meintrar saknæmrar háttsemi fyrrverandi stjórnenda hans. Kærendur kveðjast hins vegar hafna greiðsluskyldu vegna þess að þeir hafi ekki verið upplýstir um misferli og margvísleg brot af hálfu Landsbanka og starfsmanna hans. Öll slík atriði skipti miklu máli við mat vátryggjenda á áhættu. Þá hafi skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og umfjöllun fjölmiðla leitt í ljós gríðarlegar misfellur og lögbrot í rekstri bankans, auk þess sem bankinn hafi sjálfur viðurkennt slík brot. Kærendur vinni því að gagnaöflun í tengslum við framangreind dómsmál sem Landsbanki Íslands hf. hafi höfðað á hendur þeim til heimtu greiðslu úr stjórnendatryggingunni. </p> <p>Til stuðnings gagnabeiðni kærenda vísa þeir til 5. og 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál ef eftir því er óskað. Fram komi í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að lögunum að eldri upplýsingalög nr. 50/1996 hafi verið endurskoðuð með það að markmiði að auka upplýsingarétt almennings. Kærendur telja að undantekningar frá upplýsingarétti almennings, sem fram koma í 6.-10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, eigi ekki við í málinu og túlka beri þær þröngt með hliðsjón af meginreglu laganna um aukinn aðgang almennings að gögnum, sbr. 1. mgr. 11. gr. laganna. Sönnunarbyrðin um að undantekningarákvæðin eigi við hvíli á stjórnvöldum, í þessu tilviki FME, og vafi þar að lútandi skýrður kærendum í hag.</p> <p>Þá vísa kærendur til laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998 og benda á að lagaákvæði um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til að veita FME upplýsingar og aðgang að gögnum, sbr. 3. mgr. 9. gr. laganna, þeirri ályktun til stuðnings að FME hafi umrædd gögn undir höndum. Þá eru kærendur ósammála þeim rökstuðningi FME að ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 standi því í vegi að FME sé skylt að afhenda stóran hluta þeirra gagna sem kærendur óskuðu eftir. Kærendur telja að ákvæði 1. mgr. 13. gr. verði að teljast almennt þagnarskylduákvæði miðað við þá lýsingu sem fram kemur í greinargerð með upplýsingalögunum, enda séu ekki sérgreindar í ákvæðinu þær upplýsingar sem þagnarskylda gildir um. Þá komi fram í athugasemdum við 12. gr. frumvarps er varð að lögum nr. 87/1998 að greinin hafi að geyma almennt þagnarskylduákvæði. Jafnvel þótt ákvæðið yrði talið sérákvæði um þagnarskyldu telja kærendur að það eigi ekki við í málinu. Landsbankinn sé bæði gjaldþrota og í þvinguðum slitum í skilningi 5. gr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og því sé heimilt við rekstur þeirra einkamála sem rekin séu á hendur kærendum að upplýsa um atriði sem þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. myndi annars gilda um.</p> <p>Kærendur telja einsýnt að bankinn hafi verið gjaldþrota þar sem hann gat ekki staðið í skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra féllu í gjalddaga og ekki var sennilegt að greiðsluörðugleikar myndu líða hjá innan skamms. Að mati kærenda breytir engu í þessu samhengi þótt bankinn verði ekki tekinn til svokallaðrar gjaldþrotameðferðar, heldur slitameðferðar. Að mati kærenda er vandséð hvernig FME gæti haldið því fram að Landsbanki væri gjaldfær. Þessu til stuðnings vísa kærendur til dóma Hæstaréttar Íslands frá 16. janúar 2014 í málum nr. 191/2013, 356/2013, 359/2013, 412/2013 og 413/2013. Þá mótmæla kærendur þeirri afstöðu FME að skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 séu ekki uppfyllt þar sem ekki sé farið fram á að upplýsingar verði veittar við rekstur einkamála. Kærendur segja óumdeilt að einkamál séu rekin á hendur þeim fyrir héraðsdómi. Kærendur hafi óskað aðgangs að umbeðnum gögnum til að styðja málsástæður sínar í málunum. Ef skilningur FME væri lagður til grundvallar væri vandséð hvenær skilyrðið teldist uppfyllt, og engan áskilnað af þessu tagi sé að finna í ákvæðinu eða greinargerð með lögum nr. 11/2000, sem færði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 í núverandi mynd. Ákvæðið eigi ekki við um fjármálafyrirtæki í hefðbundnum rekstri, heldur aðeins þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða í þvinguðum slitum. Ekki verði séð hvers vegna gjaldþrota fjármálafyrirtæki þurfi sérstaka vernd þegar óskað er upplýsinga í tengslum við einkamál, en ekki þegar óskað er eftir skýrslum fyrir dómi. Lögskýring FME er að mati kærenda órökrétt að þessu leyti.</p> <p>Í kæru er byggt á því að þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 taki einungis til gagna eða upplýsinga sem varða viðskiptahagsmuni viðskiptavina fjármálafyrirtækis, en ekki fjármálafyrirtækisins sjálfs, sem sé auk þess gjaldþrota. Þá geti 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ekki komið í veg fyrir aðgang kærenda að umbeðnum gögnum þar sem Landsbanki hafi enga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni af því að þau fari leynt. Sönnunarbyrðin um það efni hvíli á FME. Loks telja kærendur að jafnvel þótt þagnarskylda hafi ríkt um einhver umbeðin gögn, sé svo ekki lengur þar sem fjölmiðlar og rannsóknarnefnd Alþingis hafi fjallað um þau opinberlega. Loks telja kærendur að FME hafi brotið rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem stjórnvaldið hafi ekki rannsakað hvort og með hvaða hætti umbeðin gögn voru gerð opinber í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.</p> <p>Um lið 15 í gagnabeiðni sinni segja kærendur að óskað hafi verið eftir aðgangi að drögum að fundargerð með tilvísunarnúmerið SI 47404. FME hafi hins vegar vísað til tilvísunarnúmersins SI 474404, og kunni það að vera skýring þess að gagnið fannst ekki. Um lið 17 vísa kærendur til fyrrgreindra röksemda um þýðingu 1. og 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002 en að auki telja þeir að 8. gr. upplýsingalaga geti ekki átt við. Gögn teljist ekki lengur til vinnugagna eftir að þau hafi verið afhent öðrum. Ljóst sé af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að nefndin hafði minnisblaðið undir höndum og því hafi það verið afhent öðrum. Um liði 19 og 25 vísa kærendur til þeirra röksemda sem áður var gerð grein fyrir.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 28. júlí 2014 var kæran kynnt FME og stjórnvaldinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði í trúnaði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Í umsögn FME, dags. 21. ágúst 2014, segir að stofnunin telji sig hafa afhent kærendum öll þau gögn sem heimilt er samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002 sbr. 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sem og 1. mgr. 8. og 9. gr. sömu laga. FME fer því fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafni kröfum kærenda og staðfesti ákvörðun stofnunarinnar.</p> <p>FME segir óumdeilt að 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði sem sé víðtækari, þ.e. gangi lengra, en þær takmarkanir sem kveðið er á um í 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin hafi staðfest það m.a. í úrskurðum nr. A-524/2014, A-544/2014 og A-547/2014. Þá hafi Hæstiréttur Íslands kveðið á um að 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, sem er sams konar ákvæði og 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, teljist sérstakt þagnarskylduákvæði sem gangi framar reglum um upplýsingarétt, sbr. dóm réttarins í máli nr. 329/2014.</p> <p>Í umsögn FME kemur fram að ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sé undantekning frá hinni sérstöku þagnarskyldu sem hvíli á starfsmönnum þess, skv. 1. mgr. 13. gr., og beri því að skýra það þröngt. Að mati FME getur Landsbankinn (LBI hf.) ekki talist gjaldþrota í skilningi 5. mgr., þar sem félagið sé í slitameðferð og hafi því ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þessu til stuðnings hafi LBI hf. enn heimild til að stunda leyfisskylda starfsemi samkvæmt 3. mgr. 9. gr. laga nr. 161/2002 og sé enn undir sérstöku eftirliti FME samkvæmt 101. gr. a. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 87/1998. Hvað tilvísun kærenda til dóma Hæstaréttar Íslands varðar bendir FME á að þar hafi rétturinn einungis fjallað um stöðu og hlutverk skilanefndar LBI hf. á tímabilinu 7. október 2008 til 22. apríl 2009, þegar lög nr. 44/2009 tóku gildi og mæltu fyrir um skipan slitastjórna.</p> <p>Þá telur Fjármálaeftirlitið að ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 heimili aðeins þeim, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, að upplýsa fyrir dómi um atriði sem háð eru þagnarskyldu og varða eftirlitsskyldan aðila sem er gjaldþrota eða í þvinguðum slitum. Ákvæðið geti ekki tekið til almennra upplýsingabeiðna til Fjármálaeftirlitsins, jafnvel þó að sá sem lagði beiðnina fram sé aðili að einkamáli fyrir dómi. Í þessu tilviki geti kærendur skorað á LBI hf. að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Fjármálaeftirlitið telur jafnframt að 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 feli í sér heimild, en ekki skyldu. Ákvæðið leggi það því í hendur Fjármálaeftirlitsins að meta í sérhverju tilviki hvort tilefni sé til að víkja frá sérstöku þagnarskyldu 1. mgr. 13. gr. laganna. </p> <p>Varðandi 58. gr. laga nr. 161/2002 telur Fjármálaeftirlitið óumdeilt að ákvæðið teljist sérstakt þagnarskylduákvæði sem gangi lengra en takmarkanir 9. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu færist á FME vegna upplýsinga sem stofnunin hefur tekið við. FME áréttar að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um viðskiptamenn fjármálafyrirtækis sé metinn með hliðsjón af 58. gr. laga nr. 161/2002, en kærendum hafi ekki verið synjað um aðgang að gögnum um viðskipti og rekstur LBI hf. á grundvelli ákvæðisins. Þá geti hvorki afhending gagna til rannsóknarnefndar Alþingis né birting upplýsinga í skýrslu sömu nefndar aflétt hinni sérstöku þagnarskyldu starfsmanna Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998, bankaleynd samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002 og þeim takmörkunum sem upplýsingalög gera ráð fyrir. Hvað varðar lið 15 í gagnabeiðni kærenda segir FME að tilvísunarnúmer umbeðinnar fundargerðar hafi verið ranglega tilgreint í ákvörðun stofnunarinnar. Framkvæmd hafi verið ítarleg leit í málaskrá stofnunarinnar með réttu tilvísunarnúmeri.</p> <p>Umsögn FME var kynnt kærendum með bréfi dags. 25. ágúst 2014 og þeim veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 12. september 2014. Þar kemur meðal annars fram að þvert á fullyrðingu FME sé umdeilt hvort 13. gr. laga nr. 87/1998 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði. Sama gildir um ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002. Þá er því mótmælt að dómur Hæstaréttar frá 2. júní 2014 í máli nr. 329/2014 hafi fordæmisgildi í þessu máli. Þagnarskylduákvæði laga um Seðlabanka Íslands sé ekki sambærilegt ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Kærendur mótmæla því að 5. mgr. 13. gr. sé undantekning frá reglu 1. mgr. Þvert á móti sé ákvæði 1. mgr. undantekning frá meginreglu um upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum.</p> <p>Kærendur telja ekki standast að 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sé heimildarákvæði, svo sem FME heldur fram. FME sé skylt að veita aðgang að gögnum að tilteknum skilyrðum uppfylltum samkvæmt upplýsingalögum. Ekki sé hægt að fallast á þann skilning að þar sem orðið „heimilt“ komi fyrir í ákvæðinu geti FME sjálft ákveðið hvenær það sinni skyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum. Kærendur telja að ekki skipti máli þótt tilteknir dómar Hæstaréttar fjalli um stöðu LBI hf. á tilteknu tímabili. Hafi staða bankans verið slík að henni mátti jafna til gjaldþrotaskipta á tímabilinu sé ljóst að hún hafi ekki batnað þegar lög nr. 44/2009 tóku gildi. Loks hafna kærendur því að það geti haft áhrif að LBI hf. hafi enn takmarkað leyfi frá FME til að stunda starfsemi. Slík leyfi geti gjaldþrota bankar einnig fengið.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar beiðni kærenda í sjö liðum um aðgang að gögnum í fórum FME um Landsbanka Íslands hf. Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p>Í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, segir orðrétt:</p> <blockquote> <p> <br /> „Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.“</p> </blockquote> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hefur orðasambandið „óviðkomandi aðilum“ verið skýrt með þeim hætti að átt sé við aðila sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að FME miðli upplýsingum til. Ljóst er að kærendur teljast til óviðkomandi aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en hins vegar er deilt um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laganna á við í málinu.</p> <p>Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr., þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram. Þagnarskyldan gildi þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að LBI hf. (áður Landsbanki Íslands hf.) sé gjaldþrota í skilningi ákvæðisins. Í þessu samhengi getur engu breytt sú staðreynd að upphafleg krafa um slitameðferð hafi stafað frá skilanefnd og slitastjórn LBI hf., líkt og haldið er fram af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Sama gildir um fullyrðingar stofnunarinnar er lúta að því að LBI hf. hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum. Í 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er ekki gerður slíkur áskilnaður, enda verða bú fjármálafyrirtækja ekki tekin til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002. Þann 7. október 2008 tók Fjármálaeftirlitið yfir vald hluthafafundar í LBI hf. og vék stjórn hans frá. Um leið voru öll málefni hans sett undir skilanefnd, sem skipuð var í skjóli opinbers valds og var ætlað að leggja drög að aðgerðum til skuldaskila bankans. Verður að líta svo á að upp frá því hafi LBI hf. verið í aðstöðu sem leggja má að jöfnu við að hafin væru gjaldþrotaskipti á búi hans, og bankinn því í þvinguðum slitum í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</p> <p>Það er skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að upplýst sé um atriði, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, við rekstur einkamála. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að skýra þennan áskilnað svo að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli ákvæða upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, verður ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. Ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ber að skýra með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, og getur í þessu samhengi engu breytt þó kærendur hyggist leggja gögnin fyrir dóm í einkamálum sem þeir eru aðilar að. Öndverð skýring myndi leiða til þess að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri fyrir borð borin, þar sem almenningi væri í lófa lagið að krefjast aðgangs að gögnum sem þagnarskylda ákvæðisins ríkir um í þeim yfirlýsta tilgangi að leggja þau fyrir dóm í einkamáli. Samkvæmt framansögðu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að eins og á stendur þurfi að meta hvort umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, án tillits til þeirrar heimildar sem 5. mgr. ákvæðisins mælir fyrir um.</p> <p>Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig lagt til grundvallar að ákvæði 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu færist yfir á FME vegna upplýsinga sem það hefur tekið við.</p> <h3>2.</h3> <p>Líkt og áður greinir vísaði FME beiðni kærenda um gögn samkvæmt liðum 15, 18 og 24 í gagnabeiðni þeirra frá stofnuninni þar sem þau væru ekki fyrirliggjandi. Í kæru kemur fram að ekki sé ástæða til að kæra ákvörðun FME um lið 18, en jafnframt að kærendur hafi ekki forsendur til að gera athugasemdir við afgreiðslu stofnunarinnar á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lið 24. Þá er ekki kærð sú afgreiðsla FME á beiðninni að stofnunin óskaði nánari afmörkunar á lið 22. Eftir stendur að kærendur telja sennilegt að fundargerð undir lið 15 hafi ekki fundist hjá FME þar sem ranglega hafi verið farið með tilvísunarnúmer hennar við leitina. Að mati úrskurðarnefndarinnar hafa komið fram nægilegar skýringar af hálfu FME á þessu misræmi og ekki ástæða til að draga í efa þá fullyrðingu að fundargerðin sé ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni. Sama niðurstaða á við um afgreiðslu FME á beiðni kærenda eftir lið 24. Verður því staðfest sú ákvörðun FME að vísa beiðni kærenda um gögn undir liðum 15 og 24 í gagnabeiðni kærenda frá stofnuninni með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna.</p> <h3>3.</h3> <p>Umsögn FME um kæru kærenda fylgdu afrit af umbeðnum gögnum undir liðum 17, 19 og 25 í gagnabeiðninni. Verður skorið úr rétti kærenda til aðgangs að þeim í sömu röð hér á eftir.</p> <p>Undir lið 17 í gagnabeiðni óskuðu kærendur aðgangs að minnisblaði vegna mótunar meginreglna/túlkunar um tengingu viðskiptamanna fjármálafyrirtækja vegna stórra áhættuskuldbindinga. Um er að ræða sama gagn og skorið var úr um rétt almennings til aðgangs að í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 573/2015 frá 2. mars 2015. Með vísan til þess rökstuðnings sem þar kemur fram verður fallist á að kærendur eigi rétt til aðgangs að fyrstu fjórum blaðsíðum minnisblaðsins, en synjun FME á aðgangi kærenda að viðauka þess staðfest.</p> <p>Liður 19 í gagnabeiðni kærenda tók til viðbótarprófs FME á útlánaáhættu á eiginfjárhlutföll fjármálafyrirtækja á árinu 2008. Skjalið er ein blaðsíða, dagsett í júní 2008 og á ensku. Þar koma fram eiginfjárhlutföll bankanna Kaupþings, Landsbanka, Glitnis og Straums og aðrar upplýsingar sem tengjast hlutföllunum. Úrskurðarnefndin hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að tölulegar upplýsingar um eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækis á tilteknum tímapunkti teljist til viðkvæmra upplýsinga um viðskipti og rekstur þess, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. A-544/2014. Verður því fallist á með FME að skjalið hafi að geyma upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og ákvörðun stofnunarinnar um að synja kærendum um aðgang að því staðfest.</p> <p>Loks beiddust kærendur undir lið 25 í gagnabeiðni sinni aðgangs að athugasemdum og fyrirspurnum FME í febrúar 2008, vegna kaupa sjóðsins „Fyrirtækjabréf Landsvaka“ á skuldabréfi útgefnu af B, í janúar 2005 að fjárhæð kr. 400 milljónir.“ FME hefur afmarkað beiðnina við fjögur gögn, bréf FME til Landsvaka hf. dags. 25. febrúar 2008, svarbréf Landsvaka hf. dags. 14. mars 2008, tölvupóstsamskipti á milli FME og Landsbankans þann 1. apríl 2008 og bréf FME til Landsvaka hf. dags. 8. apríl 2008. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið framangreind gögn og telur þau öll háð þeirri sérstöku þagnarskyldu sem 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 mælir fyrir um, þar sem þau fjalla öll um starfsemi FME, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og tengdra aðila sem eðlilegt er að fari leynt. Þá er jafnframt að finna í þeim upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækja í merkingu 1. mgr., sbr. 2. mgr., 58. gr. laga nr. 161/2002.</p> <h3>4.</h3> <p>Kærendur hafa haldið því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum og vísar til þeirra, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu FME á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, þurfi þeir að gefa skýrslu fyrir dómi, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014. Þá getur hugsanleg umfjöllun fjölmiðla um málið ekki aflétt þeirri þagnarskyldu sem hvílir á FME samkvæmt framangreindum þagnarskylduákvæðum upplýsingalaga, laga nr. 87/1998 og 161/2002. Getur úrskurðarnefndin því ekki fallist á það með kærendum að FME hafi vanrækt rannsóknarskyldur sínar í því sambandi, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Fjármálaeftirlitinu ber að veita Brit Insurance Ltd., QBE Insurance (Europe) Ltd., Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., Allianz Global Corporate & Specialty AG, Novae Syndicate 2007, Dan Re Syndicate 1400 og QBE Syndicate 1886 aðgang að minnisblaði stofnunarinnar frá nóvember 2008 er ber titilinn: „Minnisblað vegna mótunar meginreglna/túlkunar um tengingu viðskiptamanna fjármálafyrirtækja vegna stórra áhættuskuldbindinga.“ Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni kærenda um aðgang að viðauka við minnisblaðið.</p> <p>Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni kærenda um aðgang að viðbótarprófi FME á útlánaáhættu á eiginfjárhlutföll fjármálafyrirtækja á árinu 2008 og athugasemdum og fyrirspurnum FME í febrúar 2008, vegna kaupa sjóðsins „Fyrirtækjabréf Landsvaka“ á skuldabréfi útgefnu af B, í janúar 2005 að fjárhæð kr. 400 milljónir.“</p> <p>Staðfest er sú ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að vísa frá beiðni kærenda um drög að fundargerð fundar bankastjórnar og FME með stjórnendum bankanna þann 25. apríl 2008 og fundargerð fundar Seðlabanka Íslands, FME og bankastjóra Landsbanka þann 4. mars 2008.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir </p> <p> </p> <p>Símon Sigvaldason</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
598/2015. Úrskurður frá 1. október 2015 | A kærði þá afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um aðgang að fundargerð fundar bæjarstjórnar, að vísa á vefslóð þar sem fundargerðina var að finna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti ákvæði 1. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga og athugasemdir við þau í frumvarpi til laganna. Af athugasemdunum var talið mega álykta að 2. málsliður 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga yrði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. A kærði jafnframt afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um aðgang að samningi bæjarins við meindýraeyði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki ástæðu til að draga í efa fullyrðingar bæjaryfirvalda um að enginn slíkur samningur liggi fyrir hjá bænum. Kæru A var því í heild sinni vísað frá. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 1. október 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 598/2015 í máli ÚNU 14100018.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 1. október 2014 kvartaði A yfir afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni um upplýsingar. Í kæru segir að kærandi hafi óskað eftir fundargerð fundar bæjarstjórnar þann 11. september 2014 og ráðningarsamningi bæjarstjórnar við meindýraeyði bæjarins. Hvorugu erindinu hafi verið svarað. Þann 22. október 2014 barst úrskurðarnefndinni annað erindi frá kæranda þar sem kvartað var yfir því að Vestmannaeyjabær hefði ekki svarað beiðni um ráðningarsamning bæjarins við meindýraeyði.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var kynnt Vestmannaeyjabæ með bréfi dags. 28. október 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Í umsögn bæjarins dags. 18. nóvember 2014 segir að erindi kæranda hafi verið svarað þann 14. nóvember 2014. Umsögninni fylgdi afrit af bréfi bæjarins til kæranda, þar sem fram kemur að fundargerðir bæjarstjórnar séu aðgengilegar á vefnum <a href="http://www.vestmannaeyjar.is/"> <u>http://www.vestmannaeyjar.is</u></a> . Ekki er vikið að samningi bæjarins við meindýraeyði.</p> <p>Úrskurðarnefndin kynnti kæranda umsögnina með bréfi dags. 8. desember 2014, en bréfið var endursent vegna breyttrar búsetu kæranda. Eftir að upplýsingar bárust um nýtt aðsetur hans var umsögnin send að nýju með bréfi dags. 24. mars 2015 og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 20. apríl 2015. Þar segir meðal annars að kærandi óski eftir því að úrskurðað verði hvort skylt sé að afhenda umbeðnar upplýsingar útprentaðar í stað þess að vísað sé á vef bæjarins.</p> <p>Þann 1. júlí 2015 barst úrskurðarnefndinni afrit af gagnabeiðni kæranda til Vestmannaeyjabæjar, dags. 16. júlí 2015, þar sem óskað var aðgangs að samningi bæjarins við meindýraeyði. Jafnframt var óskað eftir síðustu fundargerð bæjarráðs. Málið fékk málsnúmerið ÚNU 15070001 í málaskrá úrskurðarnefndarinnar. Þann 20. júlí 2015 barst úrskurðarnefndinni afrit af svarbréfi bæjarins til kæranda. Þar kemur fram að starfandi verkefnastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sinni meindýravörnum þegar óskað er eftir. Jafnframt fylgdi afrit af síðustu fundargerð bæjarráðs. Með bréfi dags. 24. júlí 2015 var kæranda tilkynnt að ekki væru efni til að halda áfram meðferð máls nr. ÚNU 15070001 þar sem gagnabeiðni kæranda, dags. 16. júlí 2015, hefði verið afgreidd af hálfu Vestmannaeyjabæjar.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Eins og rakið er að framan laut kæra kæranda upphaflega að því að Vestmannaeyjabær hefði dregið óhóflega að svara beiðni kæranda um aðgang að samningi bæjarins við meindýraeyði og fundargerð bæjarstjórnar dags. 11. september 2014. Af bréfi Vestmannaeyjabæjar, dags. 20. júlí 2015, verður ráðið að enginn sérstakur samningur liggi fyrir um meindýravarnir hjá bænum.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tilteknu formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Verður því ekki hjá því komist að vísa kæru kæranda frá úrskurðarnefndinni að því leyti sem hún varðar beiðni hans um aðgang að samningi Vestmannaeyjabæjar við meindýraeyði.</p> <p>Eftir stendur hins vegar að leysa úr kröfu kæranda um að Vestmannaeyjabæ sé skylt að afhenda fundargerð bæjarstjórnar dags. 11. september 2014 á pappírsformi, í stað þess að vísa á vef bæjarins. Fyrir liggur að kærandi hefur ekki aðgang að tölvu.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. segir svo að þegar gögn eru eingöngu varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. Í máli þessu kemur því til álita hvort 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. leiði til þess að aðili hafi val um form umbeðinna gagna þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi.</p> <p>Í athugasemdum við 18. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir að séu upplýsingar þegar aðgengilegar almenningi, t.d. á vef stjórnvaldsins eða á annarri vefslóð, sé almennt fullnægjandi að vísa á upplýsingarnar þar. Í 2. mgr. 19. gr. laganna segir að þegar beiðni um aðgang að gögnum sé afgreidd með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar séu þegar aðgengilegar almenningi, og án þess að umbeðin gögn séu afhent, skuli tilgreina nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar eru aðgengilegar. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi sem varð að upplýsingalögum segir að ákvæðið þarfnist ekki sérstakrar skýringar. Séu gögn til að mynda þegar aðgengileg almenningi á tilgreindri vefsíðu beri að láta þeim sem óskar upplýsinga í té nægilega skýra vefslóð til að hann geti með tiltölulega einföldum hætti og án vafa nálgast upplýsingarnar.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði ekki túlkaður á þá leið að ákvæðið leggi þá skyldu á stjórnvöld að afhenda gögn á því formi sem aðili óskar eftir þegar þau eru þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. laganna. Vestmannaeyjabæ var því rétt að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að fundargerð bæjarstjórnar með því að vísa á vef bæjarins, þar sem unnt er með einföldum hætti að nálgast hana. Taka ber fram að kærandi kann að eiga rétt á aðstoð við að nálgast slík gögn á grundvelli annarra laga, til að mynda laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Verður samkvæmt framangreindu ekki hjá því komist að vísa kæru kæranda frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru A, dags. 1. október 2014, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Símon Sigvaldason</p> |
590/2015. Úrskurður frá 28. ágúst 2015 | A kærði ákvörðun Borgarskjalasafns þar sem synjað var um aðgang að gögnum í vörslu safnsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að hefðu að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014 og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og staðfesti hina kærðu ákvörðun. | <p></p> <h2>Úrskurður</h2> <p></p> <p>Hinn 28. ágúst 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 590/2015 í máli ÚNU 14100004.</p> <p></p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með erindi mótt. 13. október 2014 kærði A afgreiðslu Borgarskjalasafns á beiðni hennar um gögn. Af gögnum málsins má ráða að kærandi hafi fyllt út eyðublað hjá safninu vegna umsóknar um aðgang að trúnaðargögnum um sig. Með bréfi dags. 14. ágúst tilkynnti Borgarskjalasafn kæranda að fundist hefðu skjöl frá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og Barnavernd Reykjavíkur á tímabilinu 1953-1963. Hluti skjalanna hefði að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt væri að færu leynt, sbr. 9. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p></p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi sætti sig ekki við það hversu mikið sé um útstrikanir í umbeðnum gögnum. Gerð sé krafa um að fá gögnin í upphaflegri mynd. Ef gögnin varði aðeins aðra einstaklinga sé kæranda ekki þörf á aðgangi.  </p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Kæran var kynnt Borgarskjalasafni með bréfi dags. 14. október 2014 og safninu gefinn kostur á að veita umsögn um hana. Í umsögn Borgarskjalasafns kemur fram að kærandi hafi fyllt út eyðublað í afgreiðslu safnsins þann 5. maí 2014 og sótt um aðgang að gögnum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Þann 30. júní 2014 hafi safnið tilkynnt kæranda að mál hennar myndi tefjast sökum mikils málafjölda. Starfsmaður safnsins hafi gert leit vegna umsóknarinnar þann 14. ágúst og fundið spjöld yfir mál kæranda og foreldra í spjaldskrá Barnavernarnefndar. Afrit þeirra gagna hafi verið afhent kæranda, þó með þeim takmörkunum sem mælt sé fyrir um í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í hluta skjalanna sé fjallað um einkamálefni annarra einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Þær upplýsingar hafi verið afmáðar úr skjölunum.</p> <p></p> <p>Borgarskjalasafn segir að einnig hafi fundist möppur á nafni móður og föður kæranda, þar sem fjallað var um kæranda auk annarra. Safnið hafi afhent kæranda afrit af þeim gögnum er vörðuðu hana sjálfa, en synjað um aðgang að gögnum er vörðuðu aðra. Um væri að ræða gögn um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari með vísan til 9. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Borgarskjalasafn hafi veitt kæranda aðgang að öllum gögnum sem fundust á safninu og vörðuðu hana sjálfa. Haldið hafi verið eftir gögnum um aðrar fjölskyldur í gjörðabókum Barnarverndarnerndar auk barnaverndarmála sem vörðuðu systkini kæranda. Þá hafi verið haldið eftir gögnum um einkamál foreldra kæranda sem réttur kæranda sem lögerfingja nái ekki til. Umsögn Borgarskjalasafns fylgdi bæði afrit þeirra gagna sem kærandi fékk afhent og þeirra sem synjað var um.</p> <p></p> <p>Með bréfi dags. 31. október 2014 var kæranda kynnt umsögn Borgarskjalasafns og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 11. nóvember 2014. Þar er ítrekuð sú afstaða kæranda að ekki sé óskað eftir upplýsingum um aðra en hana, foreldra hennar og fólk sem haft hafi afskipti af henni sem barni og unglingi.</p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p></p> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum um sig í fórum Borgarskjalasafns Reykjavíkur á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Réttur kæranda til aðgangs að slíkum gögnum er meðal annars takmarkaður af 3. mgr. 14. gr., en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang. Í framkvæmd hefur ákvæðið verði skýrt þannig að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingar varða hann sjálfan þannig að hann hafi einstaklega hagsmuni af því umfram aðra að fá aðgang að gögnunum.</p> <p></p> <p>Borgarskjalasafn er héraðsskjalasafn sem fellur undir lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Um beiðni kæranda gilda því jafnframt ákvæði VI. kafla laganna, en í 1. mgr. 30. gr. kemur fram að opinberu skjalasafni sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum um hann þegar liðin eru 30 ár frá því að þau urðu til, enda gildi ekki þær takmarkanir um skjalið sem fram koma í 27. og 28. gr. laganna. Öll gögn sem fundust við leit Borgarskjalasafns urðu til fyrir það tímamark. Einnig er heimilt skv. 2. mgr. 30. gr. laganna að takmarka aðgang aðila að skjölum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að skjölum. Framangreint ákvæði er þannig samhljóða ákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p></p> <p>Við meðferð málsins fyrir úrskurðarnefndinni afhenti Borgarskjalasafn nefndinni ljósrit af öllum gögnum sem safnið kveður hafa fundist við leit að gögnum um kæranda, ásamt ljósritum af þeim hluta sem kæranda var afhentur. Úrskurðarnefndin hefur farið vandlega yfir muninn á gagnasöfnunum tveimur. Borgarskjalasafn hefur einkum undanskilið upplýsingar með tveimur aðferðum, annars vegar með því að sleppa afhendingu einstakra skjala í heild sinni, og hins vegar með því að afrita einungis þann hluta sem safnið telur varða kæranda í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p></p> <p>Gögnin sem Borgarskjalasafn takmarkaði aðgang kæranda að með hinni kærðu ákvörðun skiptast í þrjá flokka. Í fyrsta lagi er lítið eitt af gögnum um foreldra kæranda sem urðu til fyrir fæðingu hennar. Í öðru lagi fjallar lítill hluti gagnanna um foreldra kæranda og/eða systkini hennar án þess að kæranda sé getið að nokkru. Þau hafa flest að geyma upplýsingar um félagsleg og fjárhagsleg vandamál þeirra og er því um að ræða gögn um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari með vísan til 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur kærandi ekki sýnt fram á að hún eigi sérstaka og lögvarða hagsmuni af aðgangi að slíkum gögnum, sem vegi þyngra en hagsmunir foreldra hennar og systkina af því að þeim sé haldið leyndum.</p> <p></p> <p>Loks felldi Borgarskjalasafn út upplýsingar úr fundargerðum Barnaverndarnefndar Reykjavíkurborgar. Á slíkum fundum eru eðli máls samkvæmt rædd málefni ýmissa fjölskyldna og hefur Borgarskjalasafn við meðferð sína á beiðni kæranda gætt þess að veita kæranda einungis aðgang að upplýsingum er varða hana sjálfa í samræmi við beiðni hennar. Upplýsingar í fundargerðum sem Borgarskjalasafn takmarkaði aðgang kæranda að varða allar einkamálefni annarra einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari með vísan til 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014. Með vísan til framangreinds verður hin kærða ákvörðun staðfest.</p> <p></p> <p>Það athugast að samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal taka ákvörðun um það hvort orðið verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Í máli þessu liðu átta vikur frá því að kærandi lagði fram gagnabeiðni sína og þar til tilkynnt var um að meðferð hennar myndi tefjast. Málsmeðferð Borgarskjalasafns var að þessu leyti ekki í samræmi við upplýsingalög nr. 140/2012.</p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p></p> <p>Staðfest er sú ákvörðun Borgarskjalasafns Reykjavíkur að synja kæranda, A, um aðgang að gögnum um sig, umfram þann hluta sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að.</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p></p> <p>formaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> |
588/2015. Úrskurður frá 28. ágúst 2015 | Kærð var sú ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja um aðgang að skýrslum tólf einstaklinga fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Synjun staðfest. | <p></p> <h2>Úrskurður</h2> <p></p> <p>Hinn 28. ágúst 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 588/2015 í máli ÚNU 14020017.</p> <p></p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með erindi þann 2. mars 2014 kærði A, fyrir hönd Brit Insurance Limited, Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., QBE International Insurance Ltd. og fleiri erlendra vátryggjenda, afgreiðslu Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni kærenda um aðgang að gögnum.</p> <p></p> <p>Upphafleg gagnabeiðni kærenda var dags. 5. apríl 2013 og í 47 tölusettum liðum. Kærendur óskuðu meðal annars aðgangs að skýrslum 28 nafngreindra einstaklinga fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Með hinni kærðu ákvörðun, dags. 28. janúar 2014, var kærendum synjað um aðgang að 12 þeirra á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, 5. mgr. 17. gr. laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða nr. 142/2008, 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2008 og 1. og 2. mgr. 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998. Þjóðskjalasafn byggði tilvísanir sínar til annarra ákvæða en 9. gr. upplýsingalaga á gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. laganna.</p> <p></p> <p>Í kæru kemur fram að Landsbanki Íslands hf. hafi höfðað nokkur dómsmál á hendur kærendum til greiðslu úr svokallaðri stjórnendatryggingu. Vátryggingartímabili tryggingarinnar hafi verið ætlað að vera frá 1. febrúar 2008 til 1. febrúar 2009. Landsbankinn hafi krafist greiðslu úr tryggingunni á þeim grundvelli að hún ætti að bæta tjón sem hann hafi orðið fyrir vegna meintrar saknæmrar háttsemi fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna hans. Kærendur hafi hins vegar alfarið hafnað gildi tryggingarinnar og allri ábyrgð á grundvelli hennar þar sem þeir hafi ekki verið upplýstir um misferli og margvísleg brot sem framin hefðu verið af hálfu Landsbankans og starfsmanna hans fyrir töku tryggingarinnar. Þar að auki hafi þeim verið veittar rangar upplýsingar um fjölda atriða í umsóknareyðublaði fyrir trygginguna. Kærendur segjast vinna að öflun gagna um framangreind atriði og hyggjast leggja þau fram í dómsmálunum sem áður var getið.</p> <p></p> <p>Kærendur byggja beiðni sína á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í athugasemdum með lögunum komi fram að eldri upplýsingalög nr. 50/1996 hafi verið endurskoðuð með það að markmiði að auka upplýsingarétt almennings. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nái réttur til aðgangs að gögnum í fyrsta lagi til allra gagna sem mál varða, þ.m.t. endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að þau hafi borist viðtakanda. Í öðru lagi nái réttur til aðgangs til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Undanþágur frá upplýsingarétti almennings eigi ekki við, þar sem þær beri að skýra þröngt með hliðsjón af meginreglu um afhendingarskyldu.</p> <p></p> <p>Að mati kærenda getur 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 ekki takmarkað skylduna þar sem um almennt þagnarskylduákvæði sé að ræða. Jafnvel þó ákvæðið yrði talið sérstakt, andstætt almennri lögskýringu, telja kærendur það engu breyta þar sem gagnabeiðni þeirra varðaði Landsbankann sjálfan sem nú sé í slitameðferð. Í þessu samhengi vísa kærendur til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 758/2009. Þar komi fram að ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 sé ætlað að vernda persónulega og viðskiptalega hagsmuni þeirra er viðskipti eiga við fjármálafyrirtæki, ekki hagsmuni fyrirtækjanna sjálfra. Þar sem Landsbankinn sé í slitameðferð hafi bankinn enga hagsmuni af því að fyrri viðskipti fari leynt. Til viðbótar vísa kærendur einnig til dóma Hæstaréttar í málum nr. 191/2013, 356/2013, 412/2013, 413/2013 og 809/2013.</p> <p></p> <p>Kærendur telja að 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 geti heldur ekki takmarkað skyldu til að veita upplýsingar og aðgang að umbeðnum gögnum, enda sé ákvæðið undantekning frá meginreglu upplýsingalaga um afhendingarskylduna. Þá segi í ákvæðinu að takmarkanir þess varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Landsbankinn hafi hins vegar enga virka eða mikilvæga hagsmuni af leynd gagna um rekstur hans fyrir mörgum árum þar sem hann sé í slitameðferð. Sönnunarbyrði um annað hvíli á Þjóðskjalasafninu.</p> <p></p> <p>Í kæru segir að rannsóknarnefnd Alþingis og fjölmiðlar hafi fjallað um flest eða öll umbeðin gögn. Hafi yfirleitt ríkt þagnarskylda um einhver þeirra geri hún það augljóslega ekki lengur af þessum sökum. Hins vegar þurfi kærendur engu að síður að fá afrit af frumgögnunum til að staðreyna efni þeirra og leggja fram sem sönnunargögn í dómsmálum. Af dómum Hæstaréttar megi ráða að það hafi þýðingu við mat á þagnarskyldu hvort upplýsingarnar hafi birst opinberlega. Loks færa kærendur fram andsvör við röksemdum Þjóðskjalasafns um einstakar skýrslur sem þeir kröfðust aðgangs að, en þau eru að mestu samhljóða málsástæðum kærenda sem þegar eru raktar. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til að rekja þau frekar, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Kæran var send Þjóðskjalasafni Íslands til umsagnar með bréfi úrskurðarnefndarinnar dags. 4. mars 2014. Umsögn safnsins barst þann 24. sama mánaðar. Þar kemur fram að við afgreiðslu erindisins hafi Þjóðskjalasafn haft til hliðsjónar sjö úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem lúta að aðgangi að skýrslum einstaklinga fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 skuli færa gögn nefndarinnar á Þjóðskjalasafn og um aðgang að þeim fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Í umsögninni er forsaga rannsóknarnefndar Alþingis og laga nr. 142/2008 rakin. Samkvæmt 8. gr. laganna var skylt að koma fyrir nefndina til skýrslutöku ef hún krafðist þess. Nefndin hafði því heimild til að fá aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum, en í athugasemdum í frumvarpi er varð að lögum nr. 142/2008 komi fram að þagnarskylda víki undantekningarlaust fyrir skyldu til að láta nefndinni í té upplýsingar. Að mati Þjóðskjalasafns eru ákvæði laganna um víðtæka skyldu einstaklinga til að láta í té upplýsingar til þess fallin að hafa áhrif á mat á því hvort sanngjarnt sé gagnvart einstaklingum, sem skýrslurnar veittu, að efni þeirra verði gert opinbert.</p> <p></p> <p>Þjóðskjalasafn telur takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna koma í veg fyrir aðgang kærenda að skýrslunum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Mat skýrslugjafa eða opinská umfjöllun hans um tiltekin atriði og svör við spurningum út frá eigin hyggjuviti eða upplifunum, þar sem trúnaði er heitið, telst einkamálefni hans að dómi Þjóðskjalasafns. Þá vekur safnið athygli á því að þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki sé ætlað að vernda þriðja aðila, í þessu tilviki viðskiptamenn þeirra fyrirtækja sem skýrslugjafar störfuðu hjá. Ákvæðið sé sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga og gildi óháð því hvort annar lögaðili hafi tekið yfir réttindi og skyldur upphaflega aðilans. Þá breyti því heldur ekki hvort upplýsingarnar hafi verið birtar, beint eða óbeint, allt að einu sé Þjóðskjalasafninu óheimilt að veita aðgang að upplýsingum sem falla undir ákvæðið.</p> <p></p> <p>Þjóðskjalasafn telur að lokum rétt að benda á að í 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 segi skýrt að heimilt sé við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskyldan gildi annars um. Þessi undantekning gildi ekki við afgreiðslu Þjóðskjalasafnsins á beiðni kærenda.</p> <p></p> <p>Umsögn Þjóðskjalasafns var kynnt kærendum með bréfi dags. 25. mars 2014 og þeim veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 11. apríl 2014. Kærendur ítrekuðu þá afstöðu sína að 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki og 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi teljist almenn þagnarskylduákvæði en ekki sérstök. Þá mótmæltu kærendur því að skýrslugjöfum fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið heitið trúnaði, enda hafi hvergi komið fram að sú hafi verið raunin. Loks sögðust kærendur ósammála því að 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 eigi ekki við um gagnabeiðni sína. Hún hafi verið lögð fram í tilefni af einkamálum sem rekin séu á hendur þeim og skilyrði ákvæðisins væru því uppfyllt.</p> <p></p> <p>Með bréfum dags. 29. júlí 2015 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu þeirra tólf einstaklinga, sem kæran lýtur að, til þess hvort þeir teldu eitthvað því til fyrirstöðu að því er varðar einkahagsmuni þeirra að veita kærendum aðgang að skýrslu þeirra fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Með bréfi dags. 5. ágúst 2015 var frestur til svara framlengdur til 14. ágúst 2015. Alls bárust svör frá 11 þeirra. Allir lögðust þeir gegn afhendingu skýrslu sinnar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis með vísan til þess að þær teldust til einka- og fjárhagsmálefna sinna. Þá kom fram að skýrslugjöfum hefði verið heitið trúnaði og þeir tekið mið af því við skýrslugjöfina. Með vísan til 1. og 3. mgr. 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir óþarft að rekja efni svarbréfanna frekar.</p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p></p> <h3>1.</h3> <p></p> <p>Mál þetta lýtur sem fyrr segir að lögmæti synjunar Þjóðskjalasafns Íslands á aðgangi kærenda að skýrslum tólf einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, nánar tiltekið:</p> <p></p> <ol> <li> <p>Skýrsla B frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrsla C frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrsla D frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrsla E frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrsla F frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrsla G frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrsla H dags. [...].</p> </li> <li> <p>Skýrsla I dags. [...].</p> </li> <li> <p>Skýrsla J dags. [...].</p> </li> <li> <p>Skýrsla K dags. [...].</p> </li> <li> <p>Skýrsla L frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrsla M frá [...].</p> </li> </ol> <p></p> <p>Kærendur byggja heimild sína til aðgangs að skýrslunum einkum á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ákvörðun Þjóðskjalasafns byggir hins vegar á því að upplýsingaréttur kærenda samkvæmt ákvæðinu sé takmarkaður af 9. gr. laganna, auk þagnarskylduákvæða 58. gr. laga nr. 161/2002 og 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd sinni litið á 58. gr. laga nr. 161/2002 og 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sem sérstök ákvæði um þagnarskyldu, og geti þau því takmarkað upplýsingarétt almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, sbr. gagnályktun af 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laganna. Ákvæðin ber að skýra til samræmis við 9. gr. upplýsingalaga að því leyti sem ekki eru í þeim tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem gæta ber trúnaðar um.</p> <p></p> <p>Skýrslurnar urðu til við starfsemi rannsóknarnefndar Alþingis sem starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 142/2008 var öllum skylt að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að láta í té upplýsingar, gögn og skýringar sem hún fór fram á. Samkvæmt 3. mgr. 6. gr. sömu laga var skylt að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að veita upplýsingar þótt þær væru háðar þagnarskyldu. Í 1. mgr. 8. gr. var sérstaklega tekið fram að sérhverjum væri skylt að koma fyrir nefndina til skýrslutöku krefðist hún þess. Brot á þeirri skyldu að veita nefndinni upplýsingar gat skv. 11. gr. varðað refsingu.</p> <p></p> <p>Eins og kunnugt er skilaði rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem gerð var opinber í samræmi við ákvæði IV. kafla laga nr. 142/2008 þar sem birtar voru upplýsingar sem fram komu við skýrslutökur og nefndin taldi nauðsynlegt að almenningur hefði aðgang að. Í 4. mgr. 4. gr. laganna kemur fram að þagnarskylda nefndarmanna og þeirra er unnu að rannsókninni stóð því ekki í vegi að rannsóknarnefndin gæti birt upplýsingar sem annars töldust háðar þagnarskyldu, ef nefndin taldi slíkt nauðsynlegt til að rökstyðja niðurstöður sínar. Í  ákvæðinu kemur fram að nefndin skyldi því aðeins birta upplýsingar um persónuleg málefni einstaklinga, þ.m.t. fjármál þeirra, að verulegir almannahagsmunir af því að birta upplýsingarnar vægju þyngra en hagsmunir þess einstaklings sem í hlut ætti.</p> <p></p> <p>Framangreind ákvæði laga nr. 142/2008 mæla fyrir um víðtækar skyldur einstaklinga til að láta rannsóknarnefnd Alþingis í té upplýsingar og eru til þess fallin að hafa áhrif á mat á því hvort sanngjarnt sé, gagnvart þeim einstaklingum sem skýrslurnar veittu, að efni þeirra verði gert opinbert.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur dregið þá ályktun af öðrum málum sem lotið hafa að skýrslugjöf fyrir rannsóknarnefndinni að þeim einstaklingum sem gáfu skýrslur fyrir rannsóknarnefndinni hafi gjarnan verið heitið trúnaði um upplýsingagjöf þeirra. Þótt þetta atriði standi ekki eitt og út af fyrir sig í vegi fyrir aðgangi almennings að skýrslunum telur úrskurðarnefndin að við mat á því, hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, geti það haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um.</p> <p></p> <h3>2.</h3> <p></p> <p>Verður nú vikið nánar að hinum umbeðnu skýrslum og komist að niðurstöðu um hvort efni þeirra sé þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim með vísan til framanrakinna ákvæða um þagnarskyldu.</p> <p></p> <p>Skýrsla B er dagsett [...] og er 21 blaðsíða að lengd. B var [...]. Í skýrslunni ræðir B meðal annars um hlutverk og störf [...] innan [...] fyrir bankahrun og viðhorf stjórnenda bankans til þeirra. Meðal annars eru rakin samskipti B við tiltekna aðila [...]. Þá ræðir B mat sitt á ýmsum atriðum í starfsemi [...] og innan fjármálakerfisins, m.a. um vinnubrögð stjórnvalda. Loks er að finna umfjöllun um samskipti [...]. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni B í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá er að finna í skýrslunni upplýsingar sem falla undir þagnarskyldu 1., sbr. 2., mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Það athugast að við skoðun úrskurðarnefndarinnar varð ekki séð að skýrslan hefði að geyma upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna [...] í þeim mæli að á þær félli þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 2. mgr. ákvæðisins, líkt og Þjóðskjalasafn byggði á. Þetta breytir þó ekki þeirri niðurstöðu í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p></p> <p>Skýrsla C er dagsett [...] og er 13 blaðsíður að lengd. C var [...]. Í skýrslunni ræðir C meðal annars um mat sitt á hlutabréfamarkaði fyrir bankahrun, fjárfestingarstefnu [...] og samskipti sín við aðila innan [...] þar að lútandi. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni C í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar. Hvorki er að finna í skýrslunni upplýsingar sem falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr., sbr. 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 né 1. mgr., sbr. 2. mgr., 13. gr. laga nr. 87/1998.</p> <p></p> <p>Skýrsla D er dagsett [...] og er 44 blaðsíður að lengd. D var [...]. Í skýrslunni ræðir D meðal annars mat sitt á fjárfestingarstefnu [...], áhættuflokkun [...], kaupaukakerfi starfsmanna og lýsir samskiptum og tengslum [...]. Þá ræðir D um samskipti sín við stjórnvöld, einkum og sér í lagi Fjármálaeftirlitið. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni D í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Einnig er að finna á stöku stað upplýsingar sem falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr., sbr. 2. mgr., 13. gr. laga nr. 87/1998. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p></p> <p>Skýrsla E er dagsett [...] og er 43 blaðsíður að lengd. E var [...]. Í skýrslunni er að finna mat E á stefnumótun og innri málefnum [...], til dæmis atriðum sem tengjast kaupréttarsamningum. Þá er að finna afstöðu E til tiltekinna aðila innan [...], annarra hluta fjármálakerfisins og lýsingar á persónulegum samskiptum hans við þá. Þá er á stöku stað að finna upplýsingar um persónuleg fjármál E sjálfs. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni E í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p></p> <p>Skýrsla F er dagsett [...] og er 40 blaðsíður að lengd. F var [...]. Í skýrslunni ræðir F meðal annars mat sitt á ýmsum atriðum innan fjármálakerfisins, stöðu [...] fyrir haustið 2008 og aðgerðum stjórnvalda, þar á meðal Seðlabanka Íslands. Þá er einnig fallist á með Þjóðskjalasafninu að í skýrslunni sé að finna aðrar upplýsingar sem teljast til viðkvæmra persónuupplýsinga um hann sjálfan. Fallist er á með safninu að efni skýrslunnar teljist í heild einkamálefni F í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Á stöku stað er að finna upplýsingar um viðskiptamenn [...] sem falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr., sbr. 2. mgr., 58. gr. laga nr. 161/2002. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p></p> <p>Skýrsla G er dagsett [...] og er 24 blaðsíður að lengd. G var [...]. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um einstök viðskipti og málefni tiltekinna viðskiptamanna [...] fyrir bankahrun. Þá fjallar G um mat sitt á ýmsum atriðum í rekstri [...]. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni G í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá fellur hluti efnisatriða hennar undir þagnarskylduákvæði 1. mgr., sbr. 2. mgr., 58. gr. laga nr. 161/2002. Af þeim sökum skiptir ekki máli þó nefndinni hafi ekki borist svar við bréfi hennar til G dags. 29. júlí 2015. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p></p> <p>Skýrsla H er dagsett [...] og er 7 blaðsíður að lengd. H var [...]. Þar ræðir H [...] skömmu fyrir aldamót og álit hans á samskiptum [...] við stjórnvöld, innlend sem erlend. Þá ræðir hann um samskipti sín við nafngreinda einstaklinga um stöðu bankanna haustið 2008. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni H í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p></p> <p>Skýrsla I er dagsett [...] og er 23 blaðsíður að lengd. I var [...]. Þar ræðir I um launakjör sín fyrir bankahrun og samskipti sín við stjórnvöld um rekstur [...]. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni I í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá er jafnframt á stöku stað að finna upplýsingar um starfsemi Fjármálaeftirlitsins og samskipti við [...] sem falla undir þagnarskyldu 1. mgr., sbr. 2. mgr., 13. gr. laga nr. 87/1998. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p></p> <p>Skýrsla J er dagsett [...] og er 14 blaðsíður að lengd. J var [...]. Í skýrslunni ræðir J launakerfi [...], kaupréttarsamninga starfsmanna, kaupaukakerfi og mat hans á kerfinu í heild. Loks ræðir J um laun tveggja nafngreindra starfsmanna [...]. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni J í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p></p> <p>Skýrsla K er dagsett [...] og er 13 blaðsíður að lengd. K var [...]. K ræðir upplifun sína af fjármálakerfinu og störf sín fyrir [...]. Þá hefur stór hluti skýrslunnar að geyma upplýsingar um viðskipti og málefni tiltekinna viðskiptamanna [...]. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni K í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá hefur skýrslan einnig að geyma upplýsingar sem falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr., sbr. 2. mgr., 58. gr. laga nr. 161/2002. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p></p> <p>Skýrsla L er dagsett [...] og er 33 blaðsíður að lengd. L var [...]. Í skýrslunni ræðir L meðal annars um starfsemi [...], lánveitingar og fleiri atriði. Þá er einnig að finna í skýrslunni upplýsingar um viðskipti og málefni tiltekinna viðskiptamanna [...]. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar teljist einkamálefni L í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjarðar sem gilti um skýrslugjöfina. Þá hefur skýrslan einnig að geyma upplýsingar sem falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr., sbr. 2. mgr., 58. gr. laga nr. 161/2002. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p></p> <p>Skýrsla M er dagsett [...] og er 21 blaðsíða að lengd. M sat í stjórn [...]. Í skýrslunni ræðir hann verklag [...] fyrir bankahrun og samskipti [...]. Þá koma fram upplýsingar um málefni sem tekin voru fyrir á fundum stjórnar [...]. Einnig ræðir M mat sitt á ýmsum atriðum innan fjármálakerfisins í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Fallist er á með Þjóðskjalasafni að efni skýrslunnar falli undir þagnarskylduákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 1. mgr., sbr. 2. mgr., 13. gr. laga nr. 87/1998. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p></p> <p>Samkvæmt því sem að framan er rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að í þessu máli beri að staðfesta beri í heild synjun Þjóðskjalasafns Íslands um umbeðinn aðgang að upplýsingum.</p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p></p> <p>Synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni Brit Insurance Limited, Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., QBE International Insurance Ltd. og fleiri erlendra vátryggjenda um aðgang að eftirfarandi skýrslum er staðfest:</p> <p></p> <ol> <li> <p>Skýrslu B frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrslu C frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrslu D frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrslu E frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrslu F frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrslu G frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrslu H dags. [...].</p> </li> <li> <p>Skýrslu I dags. [...].</p> </li> <li> <p>Skýrslu J dags. [...].</p> </li> <li> <p>Skýrslu K dags. [...].</p> </li> <li> <p>Skýrslu L frá [...].</p> </li> <li> <p>Skýrslu M frá [...].</p> </li> </ol> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p></p> <p>formaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                        Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> <p><br /> </p> |
591/2015. Úrskurður frá 28. ágúst 2015 | A kærði þá ákvörðun ríkisskattstjóra að synja um aðgang að upplýsingum um endurgreiðslu virðisaukaskatts til Innheimtustofnunar sveitarfélaga á tilteknu tímabili. Ríkisskattstjóri byggði synjunina á 9. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál rakti forsögu síðarnefnda ákvæðisins og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að túlka ákvæðið þannig að það mælti fyrir um sérstaka þagnarskyldu um umbeðnar upplýsingar. Þar sem engar þagnarskyldar upplýsingar voru taldar koma fyrir í yfirliti ríkisskattstjóra um endurgreiddan virðisaukaskatt var fallist á rétt kæranda til aðgangs að því. | <p></p> <h2>Úrskurður</h2> <p></p> <p>Hinn 28. ágúst 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 591/2015 í máli ÚNU 14020007.</p> <p></p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með bréfi dags. 16. febrúar 2014 kærði A þá ákvörðun ríkisskattstjóra að synja honum um aðgang að upplýsingum um endurgreiðslu virðisaukaskatts til Innheimtustofnunar sveitarfélaga á árunum 2007 til 2012. Í kæru kemur fram að ríkisskattstjóri hafi synjað honum um aðgang með vísan til 9. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988.</p> <p></p> <p>Í kæru segir að af ársreikningi Innheimtustofnunar megi sjá að stofnunin fái endurgreiddan virðisaukaskatt af sérfræðiþjónustu skv. 3. mgr. 42. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Kærandi kveður endurgreiðsluna byggja á því að verktakar í innheimtustarfsemi innheimti virðisaukaskatt af meðlagsgreiðendum. Þessir innheimtuaðilar útbúi svo reikninga til Innheimtustofnunar fyrir vinnu sína með virðisaukaskatti, en stofnunin fái hann endurgreiddan frá ríkissjóði. Kærandi segir meðlagsgreiðendur eiga rétt til að fá upplýsingar um fjárhæðir endurgreiðslnanna. Ekki sé hægt að fallast á þær röksemdir sem synjun ríkisskattsjóra byggði á, þar sem Innheimtustofnun sé ekki á skrá hjá embættinu sem lögaðili eða rekstraraðili. Stofnunin sé opinber þjónustuaðili og upplýsingar um endurgreiðslufjárhæðir virðisaukaskatts séu ekki persónugreinanlegar hjá embætti ríkisskattstjóra.</p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Kæran var send ríkisskattstjóra með bréfi dags. 18. mars 2014 og embættinu veittur kostur á að koma á framfæri umsögn. Hún barst þann 31. mars 2014. Þar er í upphafi áréttað að umbeðnar upplýsingar varði fjárhagsmálefni Innheimtustofnunar sveitarfélaga og að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum skattayfirvalda. Þagnarskylduákvæði 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt hafi að geyma sérstaka þagnarskyldureglu sem gangi framar rétti almennings til að fá upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Því falli umbeðin gögn utan gildissviðs upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Umsögn ríkisskattstjóra fylgdi ekki afrit af umbeðnum gögnum, svo sem úrskurðarnefndin hafði óskað eftir með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Með bréfi dags. 26. janúar 2015 var kæranda kynnt umsögn ríkisskattstjóra og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda. Úrskurðarnefndin og ríkisskattstjóri áttu í bréfaskiptum um skilyrði 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga sem lauk með því að ríkisskattstjóri kom til fundar við nefndina þann 15. maí 2015. Í kjölfarið sendi stjórnvaldið bréf dags. 20. maí 2015 sem innihélt upplýsingar um endurgreiddan virðisaukaskatt til Innheimtustofnunar sveitarfélaga.</p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p></p> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um gögn um endurgreiddan virðisaukaskatt til Innheimtustofnunar sveitarfélaga.</p> <p></p> <p>Í 2. málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.</p> <p></p> <p>Af hálfu ríkisskattstjóra hefur verið vísað til 1. mgr. 44. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Hún hljóðar svo: </p> <p></p> <p>„Skatt- og tollyfirvöldum, starfsmönnum þeirra og erindrekum er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í starfi sínu um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Þagnarskyldan helst þó að starfsmenn þessir láti af starfi sínu.“</p> <p></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varðar upplýsingar sem skattyfirvöld hafa undir höndum um tekjur og efnahag einstakra manna og fyrirtækja. Á hinn bóginn er til þess að líta að í máli þessu er deilt um aðgang að upplýsingum um endurgreiðslur til Innheimtustofnunar sveitarfélaga, sem komið var á fót með lögum nr. 54/1971. Í 42. gr. laga nr. 50/1988 er kveðið á um rétt ákveðinna aðila til endurgreiðslu virðisaukaskatts og gera verður ráð fyrir því að réttur Innheimtustofnunar sveitarfélaga til endurgreiðslu í því tilviki sem hér um ræðir fari eftir 5. tl. 1. mgr. 42. gr. þeirra laga. Kemur þá til álita hvort upplýsingar um endurgreiðslu virðisaukaskatts falli undir hina sérstöku þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988 og þá sérstaklega í því sambandi hvort Innheimtustofnun sveitarfélaga geti talist „fyrirtæki“ í skilningi 1. mgr. 44. gr. laganna þar sem þagnarskyldan er bundin við fyrirtæki og einstaklinga samkvæmt lagaákvæðinu.</p> <p></p> <p>Í 1. gr. laga nr. 54/1971 segir að Innheimtustofnun sveitarfélaga skuli vera sameign allra sveitarfélaga landsins. Hlutverk stofnunarinnar er samkvæmt 3. gr. að innheimta hjá meðlagsskyldum foreldrum meðlög sem Tryggingastofnun hefur greitt forráðamönnum barna þeirra. Lög nr. 54/1971 gera þannig ekki ráð fyrir að stofnunin stundi rekstur í samkeppni við atvinnufyrirtæki, en það er skilyrði þess að stofnun sveitarfélaga teljist skyld til að innheimta virðisaukaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð, sbr. 4. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 50/1988.</p> <p></p> <p>Við mat á því hvort 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988 verði talin mæla fyrir um sérstaka þagnarskyldu, er takmarkar rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum skv. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, ber að mati úrskurðarnefndarinnar að líta til markmiðsákvæðis 1. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því er með lögunum stefnt að því að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, m.a. í þeim tilgangi að styrkja upplýsingarétt, tjáningarfrelsi, möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum og traust almennings á stjórnsýslunni. Upplýsingalög byggja á þeirri meginreglu að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi, sbr. einnig athugasemdir við 9. gr. frumvarps þess er varð að lögunum. Af þessu leiðir að gera verður strangar kröfur til skýrleika lagaákvæða sem takmarka aðgengi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna.</p> <p></p> <p>Ákvæði um þagnarskyldu skattyfirvalda og starfsmanna þeirra hafa verið í íslenskum lögum um langt skeið. Árið 1913 var lagt fyrir Alþingi frumvarp til sérstakra laga um skattanefndir, sem hafði að geyma ákvæði um þagnarskyldu nefndarmanna. Frumvarpið var dregið til baka eftir að frumvarp um fasteignaskatt var fellt á þinginu. Á 28. löggjafarþingi 1917 voru svo samþykkt lög um breyting á og viðauka við eldri lög nr. 23/1877 um tekjuskatt. Í 7. gr. laganna var að finna þagnarskylduákvæði sem var svohljóðandi: „Skýrslum þeim um efnahag gjaldþegna, er skattanefndarmenn fá vitneskju um í starfa sínum, skulu þeir halda leyndum fyrir öllum úti í frá.“ Brot gegn ákvæðinu varðaði sektum nema þyngri refsing lægi við samkvæmt öðrum lögum og skyldi þeim brotlega vikið tafarlaust frá störfum.</p> <p></p> <p>Ákvæði um þagnarskyldu skattanefndarmanna var fært í horf, er svipar til núgildandi ákvæðis, með 47. gr. laga um tekjuskatt og eignaskatt frá 20. maí 1921. Þar segir í 1. mgr.: „Skattanefndarmönnum og yfirskattanefndarmönnum er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um embættis- og sýslunarmenn, að skýra óviðkomandi mönnum frá því, er þeir komast að, sökum starfa síns, um efnahag skattþegna.“ Af orðalagi ákvæðisins er ljóst að það náði eingöngu til upplýsinga um þá sem skattskyldir voru samkvæmt lögunum, en samkvæmt 4. gr. laganna skyldu undanþegin öllum tekjuskatti sveitarfélög og bæjarfélög, og enn fremur sjóðir, félög og stofnanir er ekki ráku atvinnu. Þessu til viðbótar kom fram í sérstökum athugasemdum við 44.-50. gr. frumvarpsins að skattanefndarmönnum og öðrum, sem um framtalsskýrslur fjölluðu, væri bannað að skýra óviðkomandi mönnum frá nokkru því, sem þeir yrðu vísari við starf sitt um efnahag manna. Af þessu þykir ljóst að ákvæðinu í upphaflegri mynd var ekki ætlað að leiða af sér þagnarskyldu um efnahag sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu er ekki höfðu atvinnurekstur með höndum, svo sem gildir um Innheimtustofnun sveitarfélaga í máli þessu.</p> <p></p> <p>Í lögum um tekjuskatt og eignarskatt nr. 40/1978 var ákvæðið samhljóða utan að orðið „skattþegnar“ breyttist í „skattaðilar“. Sama gilti um lög um sama efni nr. 75/1981. Að mati nefndarinnar getur þessi orðalagsbreyting ekki haft í för með sér að gildissvið ákvæðisins hafi verið víkkað út. Í sérstökum athugasemdum við 42. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 50/1988 (nú 44. gr.) segir loks það eitt að hún sé í samræmi við gildandi ákvæði laga um tekjuskatt og eignarskatt (þ.e. nr. 75/1981) og þarfnist ekki skýringa.</p> <p></p> <p>Að mati nefndarinnar er því ekkert í forsögu ákvæðisins eða lögskýringargögnum sem gefur til kynna að orðalagið „viðskipti einstakra manna og fyrirtækja“ í 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988 beri að skilja svo rúmt að það nái yfir Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem hvorki er fyrirtæki í venjubundnum skilningi né skattskyldur aðili samkvæmt lögum nr. 50/1988. Því verður þagnarskylda ákvæðisins ekki talin ná yfir upplýsingar um endurgreiðslu virðisaukaskatts til stofnunarinnar. Ekki er því unnt að fallast á með ríkisskattstjóra að umbeðin gögn séu undanþegin gildissviði upplýsingalaga þar sem á þeim hvíli sérstök þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu.</p> <p></p> <p>Það athugast sérstaklega að í bréfi ríkisskattstjóra til úrskurðarnefndarinnar, dags. 20. maí 2015, var að finna yfirlit um endurgreiddan virðisaukaskatt til Innheimtustofnunar sveitarfélaga sem bar með sér að vera unnið upp úr öðrum fyrirliggjandi gögnum í fórum embættis ríkisskattstjóra. Af þessu tilefni er áréttað að samkvæmt 1. tl. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum til allra gagna sem mál varða. Hafi ríkisskattstjóri unnið framangreint yfirlit upp úr öðrum gögnum sem eru fyrirliggjandi hjá stjórnvaldinu er ekki unnt að útiloka að kærandi eigi rétt á aðgangi að þeim ef aðrar takmarkanir eiga ekki við um þau, og eftir atvikum að hluta sbr. 3. mgr. 5. gr. laganna.  Hins vegar ber þess hér að gæta að beiðni kæranda samkvæmt hljóðan sinni nær einvörðungu til þess að fá aðgang að upplýsingum um endurgreiddan virðisaukaskatt á árunum 2007 til 2012, en ekki til einstakra skjala sem kunna að geyma hluta þeirra upplýsinga sem um er beðið. Eins og málið liggur fyrir nefndinni verður að byggja á því að umbeðnar upplýsingar sé að finna í framangreindu yfirliti ríkisskattstjóra enda þótt þær séu efalaust byggðar á umsóknum Innheimtustofnunar sveitarfélaga um endurgreiðslu virðisaukaskatts og afgreiðslu þeirra. Nær því niðurstaða nefndarinnar einvörðungu til þessa skjals. Enda þótt yfirlit þetta kunni að hafa verið samið eftir að beiðni kæranda barst ríkisskattstjóra þykir það ekki skerða rétt kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum sem yfirlitið hefur að geyma eins og mál þetta er í pottinn búið. </p> <p></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur undanþágur frá upplýsingarétti almennings, sbr. 6.-10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, ekki eiga við um um þær upplýsingar sem yfirlitið hefur að geyma. Í þessu samhengi áréttast sérstaklega að nefndin telur ekki efni til að skýra 9. gr. laganna með þeim hætti að Innheimtustofnun sveitarfélaga teljist til „fyrirtækja eða annarra lögaðila“ í skilningi ákvæðisins, með vísan til rökstuðnings um skýringu 1. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988 að framan. Engar upplýsingar sem fram koma í yfirlitinu er unnt að rekja til annarra aðila en Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Ber því að fallast á rétt kæranda til aðgangs að því á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p></p> <p>Ríkisskattstjóra ber að veita kæranda aðgang að yfirliti ríkisskattstjóra frá 20. maí 2015  um endurgreiðslu virðisaukaskatts til Innheimtustofnunar sveitarfélaga árin 2007 til 2012.</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p></p> <p>formaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                        Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> <p> </p> |
589/2015. Úrskurður frá 28. ágúst 2015 | A kærði ákvörðun Borgarskjalasafns þar sem synjað var um aðgang að gögnum í vörslu safnsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að hefðu að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014 og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og staðfesti hina kærðu ákvörðun. | <p></p> <h2>Úrskurður</h2> <p></p> <p>Hinn 28. ágúst 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 589/2015 í máli ÚNU 14090003.</p> <p></p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með erindi dags. 3. september 2014 kærði A ákvörðun Borgarskjalasafns dags. 6. ágúst 2014, þar sem kæranda var synjað um aðgang að upplýsingum. Kærandi óskaði upphaflega með tölvupósti dags. 5. desember 2013 eftir skjölum sem kynnu að vera í vörslum safnsins um sig persónulega frá fæðingu. Daginn eftir fyllti kærandi út eyðublað hjá safninu þar sem fram kemur að óskað sé eftir ljósritum af öllum gögnum sem til séu um hans mál. Í reitinn „tímabilið“ er ritað árabilið 1954-1970. Í hinni kærðu ákvörðun segir að leitað hafi verið ítarlega á safninu og fundist hafi skjöl frá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og Barnavernd Reykjavíkur frá árunum 1955-1961. Einnig hafi fundist lítilræði af skjölum frá árinu 1989 sem fylgi með. Fram kemur að í hluta skjalanna sé fjallað um einkamálefni annarra einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, og þær hafi verið afmáðar með vísan til 3. mgr. 14. gr. sömu laga.</p> <p></p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi geti ekki fellt sig við að nánast allar upplýsingar sem gætu verið tiltækar safninu eigi að fara leynt. Ef það dygði í þessu samhengi að vísa til þess að upplýsingar varði foreldra þyrfti safnið varla að leita að upplýsingum um börn, þar sem allar upplýsingar um börn varði einnig aðra. Að auki sé tilgangur upplýsingalaga að tryggja aðgang að upplýsingum en takmarkanir á þeim rétti séu undantekningarreglur. Kærandi telur að Borgarskjalasafn beiti undantekningu laganna of frjálslega.</p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Með bréfi dags. 18. september 2014 var kæran kynnt Borgarskjalasafni og því gefinn kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Umsögnin barst þann 2. október 2014. Þar kemur í upphafi fram að leit að upplýsingum samkvæmt beiðni kæranda hafi leitt í ljós takmarkað magn gagna. Þó hafi fundist spjald yfir mál föður og móður kæranda í spjaldskrá Barnaverndarnefndar, þar sem vísað var í tvær lögregluskýrslur, gjörðabók nefndarinnar og heimiliseftirlitsskýrslur frá árinu 1956. Kærandi hafi fengið afrit þessara gagna með þeim takmörkunum sem greinir í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í hluta þeirra skjala er fundust í gjörðabók nefndarinnar sé fjallað um einkamálefni annarra einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Þá hafi fundist mál á nafni föður kæranda vegna fjárhagsaðstoðar Félagsmálastofnunar. Kærandi hafi ekki fengið aðgang að þeim gögnum þar sem þau hafi ekki varðað hann persónulega, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Borgarskjalasafn segir að kærandi hafi fengið aðgang að öllum gögnum sem fundust á safninu og vörðuðu hann sjálfan. Ekki hafi þurft að afmá nema mjög lítinn hluta þeirra gagna sem fundust. Ekki hafi komið til greina að veita aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni föður kæranda, en þau hafi meðal annars varðað vanskil, kröfur um nauðungaruppboð, læknisvottorð, skattframtal, umsóknir um framfærslustyrk, álagningarseðla og afrit af bréfaskiptum við ríkisskattstjóra. Loks vill Borgarskjalasafn benda á úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 29. júlí 2008 nr. A-283/2008. Þar sé fjallað um kæru kæranda vegna fyrri ákvörðunar Borgarskjalasafns um að synja honum um aðgang að fjárhagsupplýsingum um föður hans. Ekki verði séð að málsástæður kæranda hafi breyst frá fyrri afgreiðslu og að Borgarskjalasafn búi ekki yfir frekari upplýsingum um kæranda eða fjölskyldu hans frá því að úrskurðurinn gekk. Umsögninni fylgdi afrit af þeim gögnum sem kærandi fékk aðgang að og eins þeim sem haldið var eftir.</p> <p></p> <p>Umsögn Borgarskjalasafns var kynnt kæranda með bréfi dags. 3. október 2014 og honum veittur kostur á að gera frekari athugasemdir. Þær bárust þann 9. október 2014. Kærandi áréttar að í beiðni hans hafi ekki falist ósk um upplýsingar sem þegar hafi verið synjað um. Kærandi óski upplýsinga um mál sem sannanlega snerti sig, hvort sem þær snerti einnig foreldra hans eða systkini. Fullyrðingar Borgarskjalasafns um að ekki sé að finna fleiri upplýsingar um kæranda séu ótrúverðugar, þar sem kærandi muni eftir heimsóknum barnaverndarnefndar á heimili sitt í barnæsku.</p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p></p> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum um sig í fórum Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Kærandi óskaði upphaflega með tölvupósti eftir „skjölum sem kunna að vera í vörslum [safnsins] varðandi [kæranda] persónulega frá fæðingu.“ Í eyðublaði sem kærandi fyllti út hjá safninu kemur fram að óskað sé eftir „öllum gögnum um [kæranda]“ og „öllum gögnum sem til eru í Borgarskjalasafni um hans mál“.</p> <p></p> <p>Skilja verður beiðni kæranda á þann veg að óskað sé eftir öllum fyrirliggjandi gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Réttur kæranda til aðgangs að slíkum gögnum er meðal annars takmarkaður af 3. mgr. 14. gr., en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang. Í framkvæmd hefur ákvæðið verði skýrt þannig að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingar varða hann sjálfan þannig að hann hafi einstaklega hagsmuni af því umfram aðra að fá aðgang að gögnunum.</p> <p></p> <p>Borgarskjalasafn er héraðsskjalasafn sem fellur undir lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Um beiðni kæranda gilda því jafnframt ákvæði VI. kafla laganna, en í 30. gr. kemur fram að opinberu skjalasafni er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum um hann þegar liðin eru 30 ár frá því að þau urðu til, enda gildi ekki þær takmarkanir um skjalið sem fram koma í 27. og 28. gr. laganna. Óumdeilt er að 30 ára frestur ákvæðisins er liðinn í tilviki umbeðinna gagna. Einnig er heimilt skv. 2. mgr. 30. gr. laganna að takmarka aðgang aðila að skjölum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að skjölum. Framangreint ákvæði er þannig samhljóða ákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p></p> <p>Við meðferð á beiðni kæranda hefur Borgarskjalasafn leitað gagna um fjölskyldu hans á tímabilinu 1954-1970. Safnið hefur afhent úrskurðarnefndinni ljósrit af öllum gögnum sem safnið kveður hafa fundist við leitina, ásamt ljósritum af þeim hluta þeirra sem kæranda var afhentur. Ekki eru efni til að draga í efa þá fullyrðingu Borgarskjalasafns að ekki hafi fundist önnur gögn við leitina er varða kæranda og fjölskyldu hans. Þá er einnig til þess að líta að í máli þessu er ekki deilt um aðgang kæranda að öðrum gögnum en þeim sem fjallað var um í úrskurði úrskurðarnefndarinnar frá 29. júlí 2008 nr. A-283/2008. Þar var leyst úr beiðni kæranda á grundvelli II. kafla eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 um upplýsingarétt almennings. Komist var að þeirri niðurstöðu að Borgarskjalasafni hafi verið rétt að takmarka aðgang kæranda á grundvelli fyrri málsl. 5. gr. laganna.</p> <p></p> <p>Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi þann 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Um gagnabeiðni kæranda gilda því ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012 sem og ákvæði laga nr. 77/2014.</p> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þau gögn sem fundust á Borgarskjalasafni um fjölskyldu kæranda. Sá hluti gagnanna, sem Borgarskjalasafn synjaði kæranda um aðgang að, fjallar ekki með beinum hætti um kæranda sjálfan, heldur foreldra hans. Gögnin urðu til á meðan kærandi var ólögráða og bjó á heimili foreldra sinna. Fallast má á með kæranda að hann kunni að hafa af því hagsmuni umfram aðra að fá slík gögn í hendur. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að gögnin hafa nánast einvörðungu að geyma upplýsingar um einkamálefni foreldra kæranda, einkum heilsufar þeirra og fjárhagsmálefni. Því þarf að vega hagsmuni kæranda af því að fá aðgang að upplýsingunum gagnvart hagsmunum foreldra hans af því að aðgangur hans verði takmarkaður.</p> <p></p> <p>Í 71. gr. stjórnarskrárinnar er mælt fyrir um að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Samkvæmt 2. mgr. 71. gr. má ekki gera rannsókn á skjölum manns eða sambærilega skerðingu á einkalífi hans nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Ákvæðið er ekki bundið því skilyrði að sá sem rannsóknin varðar sé á lífi. Verður því að telja að foreldrar kæranda heitin njóti þeirrar verndar æru og friðhelgi einkalífs sem ákvæðið mælir fyrir um. Samkvæmt 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar má með sérstakri lagaheimild takmarka friðhelgi einkalífs ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Telja verður að 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 30. gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 mæli fyrir um slíkar heimildir.</p> <p></p> <p>Ákvæði 3. mgr. 9. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sem svarar til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, hefur verið skýrt á þá leið að sá sem beiðist aðgangs að gögnum um einkamálefni annarra þurfi að sýna fram á sérstaka lögvarða hagsmuni af því að kynna sér þau. Úrskurðarnefndin telur að skýra beri 2. mgr. 30. gr. laga um opinber skjalasöfn með sama hætti. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-294/2009 féllst nefndin á að gögn um heilsufar afa og ömmu kæranda í málinu, sem voru látin þegar hann beiddist aðgangs, gætu varpað ljósi á hæfi þeirra til að ráðstafa tilteknum eignum sínum, en kærandi í málinu var lögerfingi þeirra þegar ráðstöfunin átti sér stað. Í málinu sem hér er til úrlausnar hefur kærandi hins vegar ekki vísað til þess að hann hafi aðra hagsmuni af aðgangi að umbeðnum gögnum en að kynna sér aðstæður á bernskuheimili sínu.</p> <p></p> <p>Þegar vegnir eru saman hagsmunir kæranda af því að fá afhent gögn um viðkvæm einkamálefni foreldra sinna, og hagsmunir foreldra hans af því að þau fari leynt, verður að telja að Borgarskjalasafni hafi verið rétt að takmarka aðgang kæranda að þeim, samanber 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014 og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ber því að staðfesta hina kærðu ákvörðun.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p></p> <p>Staðfest er sú ákvörðun Borgarskjalasafns að synja kæranda, A, um aðgang að gögnum um kæranda persónulega frá fæðingu, umfram þann hluta sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að.</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p></p> <p>formaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> <p> </p> |
587/2015. Úrskurður frá 31. júlí 2015 | Með úrskurði nr. A-493/2013 felldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ákvörðun landlæknis um synjun á beiðni A um aðgang að gögnum úr gildi og lagði fyrir embættið að taka málið til nýrrar meðferðar. Í kjölfarið tók embættið nýja ákvörðun sem A felldi sig ekki við. Annars vegar taldi A að landlæknir hefði haldið eftir gögnum umfram afhendingarskyldu, en landlæknir bar fyrir sig að þau væru háð þagnarskyldu eftir 8. og 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar taldi A að landlækni hefði verið óheimilt að gera tilteknar breytingar á skrám úr tölvukerfi embættisins áður en þær voru afhentar á geisladiski. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál sýndi landlæknir ekki fram á nauðsyn breytinga á rafrænu sniði umbeðinna gagna, auk þess sem rökstuðningi hinnar kærðu ákvörðunar væri ábótavant. Vegna eðlis umbeðinna gagna varð að vísa beiðni kæranda á ný til löglegrar meðferðar hjá landlækni. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 31. júlí 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 587/2015 í máli ÚNU 14100022.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með úrskurði nr. A-493/2013 felldi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ákvörðun landlæknis, um synjun á beiðni A um aðgang að gögnum, úr gildi að hluta og lagði fyrir embættið að taka málið til nýrrar meðferðar. Í kjölfar úrskurðarins tók embættið nýja ákvörðun í málinu og afhenti gögn þann 21. október 2014. Gögn málsins bera með sér að kærandi hafi gert athugasemdir við afhendinguna og talið gögn vanta. Með bréfi dags. 7. nóvember 2014 útskýrði embætti landlæknis nánar hvaða gögn voru afhent og hverjum var haldið eftir. Í bréfinu var beiðni kæranda afmörkuð með þeim hætti að óskað væri eftir aðgangi að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li> <p>„Gögn sem eru 300 MB að umfangi og um er að ræða tölvupóstsamskipti á milli stofnana sem sýsla með lyfjatölfræði (100 MB útpóstur og 198 MB innpóstur) og eru vistuð á H-drifi undir Lyfjamál, og þar í undirmöppu um gæðavandamál.</p> </li> <li> <p>Lýsingar á því hvernig fylgst var með gæðum gagna í grunninum áður en villurnar fundust, og einnig á hvernig fylgst er með gæðunum nú, ef slíkar lýsingar eru til.</p> </li> <li> <p>Fundargerð frá fundi heilbrigðisupplýsingasviðs og sviðs eftirlits og gæða, sem og aðrar fundargerðir varðandi þessi villumál, sem og af fundum með Sjúkratryggingum Íslands og öðrum systurstofnunum sem sýsla með lyfjatölfræði, ef við á.“</p> </li> </ol> <p>Landlæknir afhenti kæranda tölvupóstsamskipti undir fyrsta liðnum fyrir utan þau sem embættið taldi fela í sér vinnugögn samkvæmt 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga í skilningi 9. gr. laganna. Alls voru afhentir 189 tölvupóstar af 242. Beiðni kæranda samkvæmt öðrum liðnum var vísað frá þar sem um væri að ræða verkferla sem ekki væru fyrirliggjandi hjá embættinu. Um þriðja liðinn sagði embættið að ein fundargerð frá fundi heilbrigðisupplýsingasviðs og sviðs eftirlits og gæða fjallaði ekki um villumál í lyfjagagnagrunni heldur almennt um samstarf sviðanna. Ekki væru til aðrar fundargerðir en sú sem þegar hafi verið afhent.</p> <p>Með erindi þann 12. nóvember 2014 kærði kærandi síðari afgreiðslu embættis landlæknis á gagnabeiðni sinni. Í kæru kemur fram að kærandi telji að einungis hafi lítill hluti umbeðinna gagna verið afhentur, auk þess sem embættið hafi breytt þeim skrám sem afhentar voru. Kærandi vísar sérstaklega til þess að í tölvupósti sínum til landlæknis, dags. 11. febrúar 2013, komi fram að öll gögn sem hún vistaði um málið sé að finna í tiltekinni möppu. Því fer kærandi fram á að fá öll gögn um málið afhent til og með dagsetningu tölvupóstsins á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, og eftir þann tíma á grundvelli 14. gr. laganna.</p> <p>Hvað viðkvæmar persónuupplýsingar varðar telur kærandi hugsanlegt að í tölvupóstsamskiptunum sé að finna upplýsingar um veikindi starfsmanns embættis landlæknis. Kærandi kveðst hins vegar vita til þess að viðkomandi einstaklingur hafi sent embættinu staðfestingu þess efnis að afhenda megi öll tölvupóstsamskipti á milli hans og kæranda.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 17. nóvember 2014 kynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæruna fyrir embætti landlæknis og veitti kost á að koma á framfæri athugasemdum. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að í trúnaði. Umsögn embættisins barst þann 5. desember 2014. Þar kemur fram að mappan „Lyfjamál“ hafi verið búin til fyrir lyfjateymi landlæknis á H-drifi þann 10. ágúst 2011. Tilgangur hennar hafi verið að tryggja öryggi viðkvæmra gagna sem unnið hafi verið með í eftirliti með ávísunum ávanabindandi lyfja. Því hafi mappan verið staðsett á tilteknu öryggissvæði í tölvukerfi embættisins. Mappan hafi verið aðgangsstýrð og aðeins þeir starfsmenn sem starfi við lyfjaeftirlit hafi haft aðgang að henni. Undirmappan „Gæðavandamál“ hafi verið búin til þann 22. ágúst 2012 og undir henni séu tvær möppur. Annars vegar sé um að ræða möppuna „Utpostur-villur“ og hins vegar „Innpostur-villur“. Kærandi hafi útbúið þessar möppur sem þáverandi starfsmaður lyfjateymis embættisins, án vitneskju annarra starfsmanna. Á þessu svæði hafi fundist gögn sem innihalda viðkvæmar upplýsingar sem aðeins séu ætluð starfsmönnum lyfjateymis. Landlæknir kveður kæranda hafa látið af störfum áramótin 2012-2013.</p> <p>Embætti landlæknis segir að þann 21. október 2014 hafi kæranda verið afhent tiltekin gögn úr málaskrárkerfi embættisins. Gerð sé nánari grein fyrir gögnunum í bréfi embættisins til kæranda dags. 7. nóvember 2014. Nú fari kærandi fram á að fá afrit af gögnum undir áðurnefndum möppum. Efni þeirra séu hlutar af tölvupóstum ásamt viðhengjum sem kærandi fékk og sendi sem starfsmaður embættisins. Landlæknir kveður tölvupóst sjaldan vistaðan á H-drifi. Tölvupóstar sem varði tiltekin mál séu vistaðir í málaskrárkerfi embættisins undir hverju máli fyrir sig. Annar tölvupóstur sé vistaður í póstforriti. Landlæknir segir að 235 tölvupóstar í möppunum tveimur séu einnig í málaskrárkerfinu. Kærandi hafi þegar fengið afrit af 189 af þessum 235 tölvupóstum.</p> <p>Embætti landlæknis kveðst nú hafa tekið afrit af tölvupóstum og öðrum skjölum úr möppunum tveimur, þ.e. þeim sem kærandi hafi ekki verið búin að fá aðgang að. Afritin sé að finna á geisladiski sem úrskurðarnefndinni barst með umsögn landlæknis. Að sögn embættisins eru útprentuð gögn mörg þúsund blaðsíður að umfangi. Landlæknir ítrekar þau sjónarmið sem fram komu í bréfi til kæranda dags. 7. nóvember 2014, einkum um 8. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Jafnframt telji embættið að umbeðin gögn varði ekki tiltekið mál eða tiltekin mál hjá embættinu.</p> <p>Umsögn landlæknis var kynnt kæranda með bréfi dags. 15. desember 2014 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 9. janúar 2015. Þar kemur fram að kærandi hafi skilið það sem svo að mappan „Lyfjamál“ hafi verið ætluð fyrir gögn sem lyfjaávísanaeftirlitsteymið vann með óháð því hversu viðkvæm eða rýniþolin þau væru. Kærandi kveðst hafa vistað gögnin í möppunni þar sem málaskráin hafi átt það til að valda vandræðum.</p> <p>Varðandi afhendingu 189 tölvupósta af 235 segir kærandi að embætti landlæknis hafi afhent Word-skjal sem sagt hafi verið innihalda þá. Þá hafi kærandi fengið Excel-skrár sem embættið segi hafa fylgt tölvupóstunum. Hins vegar sé hver einasta Excel-skrá með breytingadagsetningu á árinu 2014. Kærandi sjái ekki nauðsyn þess að embættið breyti skrám til að koma þeim á færri síður á útprenti og það bjóði heim hættu á því að skrár taki breytingum. Hvað tölvupóstana varðar hafi kærandi þegar bent á að í einn þeirra vanti mynd. Þá hafi kærandi tekið eftir fleiri breytingum á Excel-skránum án þess að þær verði raktar frekar.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta fjallar um aðgang að gögnum hjá embætti landlæknis. Í bréfi embættisins dags. 7. nóvember 2014, þar sem gerð er grein fyrir hinni kærðu ákvörðun, er gagnabeiðni kæranda afmörkuð með þeim hætti að óskað sé aðgangs að gögnum í þremur liðum. Þessari afmörkun hefur ekki verið andmælt af hálfu kæranda og verður fjallað um rétt kæranda til aðgangs að gögnum undir hverjum tölulið fyrir sig í sömu röð og í ákvörðun landlæknis dags. 7. nóvember 2014.</p> <h3>2.</h3> <p>Embætti landlæknis afmarkaði beiðni kæranda þannig að í fyrsta lagi væri óskað aðgangs að „gögnum sem eru 300 MB að umfangi og um er að ræða tölvupóstsamskipti á milli stofnana sem sýsla með lyfjatölfræði (100 MB útpóstur og 198 MB innpóstur) og eru vistuð á H-drifi undir Lyfjamál, og þar í undirmöppu um gæðavandamál.“</p> <p>Líkt og áður greinir var fjallað um aðgang kæranda að tölvupóstsamskiptunum í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-493/2013 frá 16. ágúst 2013. Lagt var til grundvallar að úrskurðarnefndin hefði ekki forsendur til að leggja mat á hvort embætti landlæknis væri skylt að veita kæranda aðgang að þeim, þar sem virtist hafa farið fram mat á efni þeirra gagna sem kærandi óskaði eftir aðgangi að. Einkum og sér í lagi var litið til þess að embætti landlæknis synjaði kæranda um aðgang á þeirri forsendu að um vinnugögn væri að ræða, án þess að þau væru metin með hliðsjón af skilyrðum 5. tl. 6. gr., sbr. 8. gr., upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Í kjölfar úrskurðarins afhenti embætti landlæknis kæranda geisladisk sem það kvað innihalda 189 tölvupósta, sem safnað hefði verið saman í Word-skjal og 85 viðhengi. Embættið sagði að gögnin hefðu verið afrituð úr málaskrárkerfi embættisins, en ekki beint úr póstforritinu Outlook. Ekki væri heldur hægt að afrita tölvupósta beint úr málaskrárkerfinu nema að fá til þess þjónustuaðila. Slíkt hefði haft í för með sér kostnað sem kærandi hefði þurft að bera. Við vinnsluna fjarlægði embættið myndir, þar sem það taldi ekki þörf á að senda hverja mynd oftar en einu sinni. Þá hafi einhver viðhengi verið löguð til svo þau kæmu betur út á prenti til að fækka blaðsíðum.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði sem þau eru varðveitt eftir því sem við verður komist. Að mati úrskurðarnefndarinnar hefur embætti landlæknis ekki fært fullnægjandi rök fyrir þeim breytingum á rafrænu sniði umbeðinna tölvupósta sem áttu sér stað við meðferð beiðni kæranda. Landlæknir hefur enga grein gert fyrir því hvers vegna ekki var unnt að afrita umbeðin tölvupóstsamskipti úr möppunum sem kærandi tilgreindi í beiðni sinni, í stað þess að sækja þau í málaskrárkerfi embættisins og sameina í eitt skjal. Embættið hafði fyrrnefnda háttinn á við afhendingu tölvupóstsamskiptanna til úrskurðarnefndarinnar og því ljóst að tæknilegir örðugleikar standa ekki í vegi fyrir afhendingu á því formi sem þau eru varðveitt á.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál samræmdist málsmeðferð embættis landlæknis við töku hinnar kærðu ákvörðunar að þessu leyti ekki 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá athugast að landlæknir kvað kostnað koma í veg fyrir beina afritun tölvupósta úr málaskrárkerfinu, sem kærandi hefði þurft að bera. Að mati nefndarinnar bar landlækni að upplýsa kæranda um þetta og veita honum færi á að bera kostnaðinn sem af hefði hlotist, sbr. 2. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <h3>3.</h3> <p>Í kæru er einnig fundið að rökstuðningi embættis landlæknis fyrir hinni kærðu ákvörðun. Þrátt fyrir að synjun beiðni um aðgang að gögnum skuli rökstudd „stuttlega“ samkvæmt ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verður að gera ríkari kröfur til rökstuðnings í ákveðnum tilvikum. Þetta á sér í lagi við þegar fyrri ákvörðun um sama efni hefur verið felld úr gildi og vísað aftur til lögmætrar meðferðar stjórnvaldsins, á þeirri forsendu að ekki hafi farið fram mat á efni umbeðinna gagna. Um skyldu til rökstuðnings verður einnig vísað til 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins skal í rökstuðningi greina frá þeim meginsjónarmiðum sem ráðandi voru við mat, að því marki sem ákvörðun byggist á mati. Eftir 2. mgr. skal rekja í stuttu máli upplýsingar um þau málsatvik sem höfðu verulega þýðingu við úrlausn málsins þar sem ástæða er til.</p> <p>Ákvæði 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefur að geyma almenna reglu stjórnsýsluréttar um stjórnsýslukæru en þar segir í 1. mgr. að aðila máls sé „heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju“. Þá er í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sérregla um kærur vegna synjunar upplýsingabeiðna en þar kemur fram að heimilt sé að bera þær synjanir „undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem [úrskurði] um ágreininginn“. Meginmarkmiðið með framangreindum kæruheimildum er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið að öðrum kosti ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p>Í eftirfarandi rökstuðningi embættis landlæknis fyrir hinni kærðu ákvörðun, dags. 7. nóvember 2014, segir í upphafi að embættið hafi haldið eftir gögnum sem skilgreind væru sem vinnugögn. Í umfjöllun um tölvupóstsamskiptin segir að farið hafi fram „viðamikil greining“ á þeim 242 tölvupóstum sem féllu undir gagnabeiðni kæranda. Eftir stutta lýsingu á efni ákvæða 8. og 9. gr. upplýsingalaga segir einfaldlega að kæranda hafi verið afhentir tölvupóstar sem ekki falla undir ákvæðin. Í umsögn embættis landlæknis um athugasemdir kæranda er látið duga að vísa til framangreindrar umfjöllunar í rökstuðningi stjórnvaldsins dags. 7. nóvember 2014.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er þessi rökstuðningur ófullnægjandi, og hin kærða ákvörðun sama marki brennd og sú fyrri. Við skoðun úrskurðarnefndarinnar kom í ljós að stór hluti tölvupóstsamskiptanna hefur augljóslega ekki að geyma vinnugögn í skilningi upplýsingalaga, þ.e. þau geta ekki talist rituð eða útbúin við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Á hinn bóginn getur úrskurðarnefndin sem fyrr ekki útilokað að hluti samskiptanna hafi að geyma vinnugögn eða upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Hér skiptir miklu að umbeðin gögn, bæði tölvupóstsamskiptin sjálf og viðhengin sem fylgja, eru að stórum hluta torskilin öðrum en þeim sem hafa menntun og reynslu á sviði lyfja- og læknisfræði. Því er nauðsynlegt að beiðni kæranda hljóti vandaða efnislega umfjöllun hjá embætti landlæknis, sem býr yfir sérfræðiþekkingu á þessu sviði. Af ákvörðun landlæknis hefði þurft að vera ljóst hvaða mælikvörðum var beitt til að ákvarða hvaða hlutar tölvupóstanna fælu í sér vinnugögn eða upplýsingar um einkamálefni annarra. Embætti landlæknis hefur hins vegar enga grein gert fyrir muninum á þeim hluta tölvupóstsamskiptanna sem kærandi fékk aðgang að í kjölfar fyrri úrskurðarins og þeim sem haldið var eftir. Í þessu skyni hefði dugað að lýsa þeirri greiningu sem embættið kvað hafa farið fram á efni tölvupóstsamskiptanna með hliðsjón af skilyrðum 8. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar samræmist málsmeðferð embættis landlæknis við töku hinnar kærðu ákvörðunar því ekki ákvæði 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga og 22. gr. stjórnsýslulaga. Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi og leggja fyrir landlækni að taka málið til nýrrar meðferðar að þessu leyti.</p> <h3>4.</h3> <p>Beiðni kæranda, eins og hún var afmörkuð af embætti landlæknis, tók í öðru lagi til „lýsinga á því hvernig fylgst var með gæðum gagna í grunninum áður en villurnar fundust, og einnig á hvernig fylgst er með gæðunum nú, ef slíkar lýsingar eru til.“ Í þriðja lagi óskaði kærandi eftir „fundargerð frá fundi heilbrigðisupplýsingasviðs og sviðs eftirlits og gæða, sem og aðrar fundargerðir varðandi þessi villumál, sem og af fundum með Sjúkratryggingum Íslands og öðrum systurstofnunum sem sýsla með lyfjatölfræði, ef við á.“</p> <p>Af hálfu embættisins hefur komið fram að lýsingar eða verkferlar af því tagi sem kærandi krafðist aðgangs að séu ekki fyrirliggjandi hjá embættinu. Sama gildir um aðrar fundargerðir en þá sem kærandi vísaði sérstaklega til. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til að draga staðhæfingar embættis landlæknis í efa. Því liggur ekki fyrir synjun stjórnvaldsins á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verður því ekki hjá því komist að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <p>Hvað varðar þá fundargerð sem kærandi tiltók sérstaklega, þ.e. fundargerð frá fundi heilbrigðisupplýsingasviðs og sviðs eftirlits og gæða, vísaði embætti landlæknis til þess að hún fjallaði ekki um villumál í lyfjagagnagrunni. Fundargerðin fjallaði að sögn landlæknis almennt um samstarf sviðanna tveggja, verkferla og þess háttar. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að ekki er unnt að skilja gagnabeiðni kæranda á þann hátt að hún taki einungis til upplýsinga um villumál í lyfjagagnagrunni embættis landlæknis. Sú staðreynd að umbeðið gagn tengist ekki öðrum upplýsingum sem kærandi óskar aðgangs að getur ekki komið í veg fyrir aðgang að því. Beiðni kæranda hefur ekki hlotið efnislega meðferð að þessu leyti og ber því einnig að vísa henni á ný til löglegrar meðferðar hjá landlækni.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Ákvörðun embættis landlæknis um að synja A um aðgang að tölvupóstsamskiptum, sem vistuð eru á H-drifi embættisins undir möppunni „Lyfjamál“, og þar í undirmöppu um „Gæðavandamál“ (100 MB útpóstur og 198 MB innpóstur), er felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka málið til nýrrar meðferðar.</p> <p>Ákvörðun embættis landlæknis um að synja kæranda um aðgang að fundargerð frá fundi heilbrigðisupplýsingasviðs og sviðs eftirlits og gæða um samstarf sviðanna, verkferla og annað er felld úr gildi og lagt fyrir embættið að taka málið til nýrrar meðferðar.</p> <p>Kærunni er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p><br /> </p> |
585/2015. Úrskurður frá 31. júlí 2015 | Isavia ohf. krafðist þess aðallega að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál nefndarinnar nr. ÚNU 15020004, sem lyktaði með úrskurði nr. 580/2015. Til vara fór fyrirtækið þess á leit að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til að verða við kröfum fyrirtækisins. | <p></p> <h2>Úrskurður</h2> <p></p> <p>Hinn 31. júlí 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 585/2015 í máli nr. ÚNU15050006.</p> <p></p> <h3>Beiðni um endurupptöku og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með erindi 26. maí 2015 var af hálfu Isavia ohf. aðallega gerð sú krafa að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál nefndarinnar nr. ÚNU 14100011 og ÚNU 15020004 sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 579/2015 og 580/2015. Í erindinu er vísað til 1. töluliðar 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er lýtur að rétti aðila máls til að mál verði tekið til meðferðar á ný ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik. Þá er til vara gerð krafa um frestun réttaráhrifa úrskurðanna ef ekki verður fallist á endurupptöku þeirra.  Varðar úrskurður þessi beiðni fyrirtækisins varðandi mál nefndarinnar nr. ÚNU 15020004 sbr. úrskurð nr. 580/2015.</p> <p></p> <p>Í úrskurði nefndarinnar nr. 580/2015 er fjallað um rétt Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. til aðgangs að gögnum í samkeppni sem Isavia ohf. efndi til um leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Var Isavia ohf. gert að afhenda kæranda einkunnir fyrirtækisins Miðbaugs ehf. en það fyrirtæki var það eina sem tók þátt í sama flokki samkeppninnar og Gleraugnamiðstöðin ehf. Þá var Isavia ohf. gert á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga að afhenda Gleraugnamiðstöðinni tæknilegan hluta tillögu Miðbaugs ehf. Á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga var Isavia ohf. gert að afhenda fjárhagslegan hluta tillögunnar að blaðsíðum 4-6 undanskildum en talið var að Isavia ohf. hefði verið heimilt að synja um aðgang að umræddum blaðsíðum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Í beiðni Isavia ohf. kemur fram að úrskurðarnefndin hafi ekkert skoðað eða metið það grundvallaratriði að um leið og þau gögn sem fyrirtækinu hafi verið gert að afhenda komist í hendur Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. geti þau auðveldlega komist í hendur samkeppnisaðila Isavia ohf., þ.e. rekstraraðila annarra flugvalla í Evrópu. Tilgangur Isavia ohf. með samkeppni um útleigu í húsnæðinu í „Leifsstöð“ sé að hámarka arðsemi húsnæðisins, í þeim tilgangi að fyrirtækið sé betur í stakk búið til að keppa við samkeppnisaðila sína um flugfarþega. Þegar sá markaður sé skoðaður og skilgreindur þurfi að hafa það í huga að það sé þekkt í samkeppnisrétti að einungis litlar sveiflur í gæðum þjónustu og verði hennar geti leitt til verulegra breytinga í farþegafjölda frá einum flugvelli til annars. Þetta eigi einnig við um millilendingar flugfélaga, en flugfarþegar á leið í frí, séu einkum viðkvæmir fyrir verðlagsbreytingum. Aðgangur að gögnum sem varði mikilvægar viðskiptaákvarðanir á sviði verslunar í flugstöðinni eigi hvorki að vera opinn fyrir kærendur né almenning og falli því undir undanþáguheimild 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum 3. mgr. 14. gr. sömu laga. Í úrskurðinum fjalli nefndin ekkert um að gögn og upplýsingar af því tagi sem kærendur geri kröfu um að fá afhent gætu auðveldlega skaðað samkeppnisstöðu Isavia ohf. Þegar af þeirri ástæðu sé full ástæða til að taka hvort heldur er aðalkröfu eða varakröfu fyrirtækisins til greina.</p> <p></p> <p>Þá vísar Isavia ohf. til þess að nefndin hafi sniðgengið þau sjónarmið sem fram komi í 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Vísar fyrirtækið einkum til a og b liða 2. mgr. lagaákvæðisins um áhrif á verð, afslætti, álagningu eða önnur viðskiptakjör og takmörkun eða stýringu á framleiðslu, mörkuðum, tækniþróun eða fjárfestingu. Samkeppnislög geri ráð fyrir að hvers konar aðgerðir sem hafi það að markmiði eða geti af leitt, að samráð stofnist séu bannaðar. Þannig þurfi ekki að liggja fyrir annarlegur tilgangur þess sem óski eftir gögnum heldur sé nægjanlegt að hætta sé á því að veiting aðgangs að gögnunum hafi í för með sér að samkeppni sé raskað.</p> <p></p> <p>Hafi 1. mgr. 10. gr. samkeppnislaga að geyma almennt bann við öllum samningum og samskiptum milli keppinauta sem hafi það að markmiði eða af þeim leiði að samkeppni sé á einhvern hátt raskað. Í 2. mgr. ákvæðisins sé nánar kveðið á um til hvaða aðgerða bann 1. mgr. taki til. Þegar keppinautar skiptist á upplýsingum um verð, afslætti eða önnur viðskipti sé almennt litið svo á að það geti fallið undir bannreglu 10. gr.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. bendir á að upplýsingaskipti, þ. á m. upplýsingagjöf, hvort heldur er samkvæmt frjálsum vilja markaðsaðila eða á grundvelli fyrirskipunar stjórnvalds geti falið í sér brot á ákvæði 10. gr. samkeppnislaga Talin sé ákveðin hætta á því að samkeppni raskist ef keppinautar hafi of miklar upplýsingar hver um annan sem lúti að verði, kostnaði, viðskiptakjörum eða viðskiptaáætlunum. Hin skaðlegu áhrif sem slík upplýsingaskipti geti mögulega haft séu aðallega fólgin í því að fyrirtæki geti með slíkar upplýsingar í höndum séð fyrir hegðun hvers annars á markaði og samhæft hegðunina. Upplýsingaskipti um gildandi verð og viðskiptakjör keppinauta geti fallið undir bannreglu 10. gr. Gögn sem varði áætlanir og kostnað séu sérstaklega viðkvæm gögn í þessu sambandi.</p> <p></p> <p>Þá er bent á að nánari reglur um samvinnu eða samskipti keppinauta sé að finna í leiðbeiningarreglum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en ákvæði 10. gr. samkeppnislaga sé að meginstofni til í samræmi við 1. mgr. 53. gr. EES samningsins og 101. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins sbr. áður 81. gr. Rómarsáttmálans. Eins og kunnugt sé skuli samkvæmt 3. gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið skýra íslensk lög og reglur, að svo miklu leyti sem við eigi, til samræmis við EES samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Séu framangreindar leiðbeiningarreglur því hafðar til hliðsjónar við beitingu íslenskra samkeppnisyfirvalda og dómstóla á 10. gr. samkeppnislaga.</p> <p></p> <p>Sérstaklega sé fjallað um upplýsingaskipti sem raska samkeppni í 2. kafla í framangreindum leiðbeiningarreglum framkvæmdastjórnarinnar. Samkvæmt reglunum taki 101. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, sbr. 10. gr. samkeppnislaga, aðallega til miðlunar á gögnum er varði stefnumörkun fyrirtækja. Þannig sé óheimilt að skiptast á eða afhenda gögn sem eyða óvissu milli keppinauta um áætlanir og framtíðarhegðun á markaði. Ekki sé nauðsynlegt að um gagnkvæm skipti upplýsinga sé að ræða, heldur geti einhliða afhending slíkra gagna farið gegn bannreglu samkeppnislaga þar sem slíkt geti eytt óvissu og leitt til samstilltra aðgerða. Samkeppnisreglurnar séu túlkaðar með þeim hætti að með því að taka við slíkum upplýsingum frá keppinauti taki fyrirtæki óhjákvæmilega tillit til upplýsinganna og lagi hegðun sína á markaði að þeim. Brot gegn 10. gr. sé hins vegar ávallt tvíhliða þannig að bæði þau fyrirtæki sem eigi í hlut, sem afhendi upplýsingarnar og sem taki við þeim, gerist sek um brot á 10. gr. ef viðkvæmar upplýsingar fari á milli, auk þess sem milligönguaðili geti átt hlutdeild í brotinu.</p> <p></p> <p>Varðandi efni gagnanna geti gögn sem leiðbeiningarreglurnar geri ráð fyrir að raski samkeppni m.a. fjallað um verð (t.d. raunverð, afslætti, hækkanir eða lækkanir á verði eða endurgreiðslur), lista yfir viðskiptavini, framleiðslukostnað, magnupplýsingar, veltu og sölu, afkastagetu, eiginleika, markaðsáætlanir, áhættu, fjárfestingar, vöruþróun, tæknilegar upplýsingar og rannsóknar- og þróunarferla og niðurstöður þeirra.</p> <p></p> <p>Að mati Isavia ohf. sé mjög mikið magn upplýsinga um framangreint í þeim gögnum sem félaginu hafi verið gert að afhenda með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Telur fyrirtækið verulega hættu á því að afhending umræddra gagna muni bæði skerða verulega viðskiptalega hagsmuni þeirra fyrirtækja sem í hlut eigi auk þess sem allar líkur séu til þess að afhending þeirra muni fela í sér brot á bannreglu 10. gr. samkeppnislaga. Við slíku broti liggi eins og kunnugt sé þung stjórnsýsluviðurlög samkvæmt 37. gr. samkeppnislaga, þar sem heimilt sé að sekta brotlegt fyrirtæki um allt að 10% af heildarveltu síðasta rekstrarárs. Tekið sé fram að við veltumiðin skuli litið til heildarveltu þeirrar samstæðu sem umrætt fyrirtæki starfi í. Þá verði ekki framhjá því litið að samkvæmt f lið 41. gr. a samkeppnislaga sé „upplýsingagjöf um þau atriði sem fram koma í a-e liðum“ ákvæðisins refsiverð fyrir einstaklinga og varði samkvæmt lögunum að hámarki sex ára fangelsi.</p> <p></p> <p>Ítrekað sé í þessu sambandi að það firri fyrirtæki ekki ábyrgð samkvæmt 10. gr. samkeppnislaga að upplýsingagjöfin fari fram í gegnum þriðja aðila. Þá sé ekki útilokað samkvæmt samkeppnislögum að Isavia ohf. ætti hlutdeild í brotinu. Isavia ohf. hyggist leiða í ljós að verulegur hluti þeirra gagna sem félaginu sé gert að afhenda falli undir 10. gr. samkeppnislaga. Telji nefndin ekki útilokað, að leitt verði í ljós við endurupptöku eða í dómsmáli að meðal þeirra gagna sem úrskurðurinn taki til kunni að njóta verndar upplýsingalaga, beri henni að fresta réttaráhrifum hennar, sbr. nálgun nefndarinnar í úrskurðum í málum A-577/2015 og A-233/2006.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. bendir einnig á að það varði samkeppnishagsmuni fyrirtækisins til framtíðar að geta haldið nauðsynlegan trúnað við þátttakendur í samkeppnum. Tilboð þátttakenda hafi m.a. haft að geyma upplýsingar um skulda- og eignastöðu, álagningarstöðu og viðskiptaáætlanir. Þessar upplýsingar geri félaginu kleift að meta fjárhagslega getu og styrk þátttakenda í forvali og sýna fram á það hvernig þeir hyggjast greiða þá veltutengdu leigu sem þeir buðu í forvalinu.</p> <p></p> <p>Að mati Isavia ohf. séu þessar upplýsingar um þátttakendur í forvalinu alls eðlisólíkar upplýsingar sem bjóðendur í hefðbundnum útboðum veita. Þannig feli upplýsingar sem veittar séu í hefðbundnum útboðum, varðandi kaup á vöru eða þjónustu, ekki í sér upplýsingar um langtíma rekstur. Þá veiti þær ekki upplýsingar um tekjur, rekstraráætlanir, arðsemi og annað tengt rekstri þeirra líkt og þátttakendur þurftu að upplýsa um í forvalssamkeppninni til að hægt væri að leggja mat á boð þeirra um veltutengda leigu. Því byggi Isavia ohf. á því að tilvísun nefndarinnar til afhendingar gagna í hefðbundnum útboðum eigi ekki við í þeim málum sem til umfjöllunar séu. Þá hafi Isavia ohf. verulega hagsmuni af því að geta haldið aftur samkeppni um húsaleigu, t.a.m. í fyrirhugaðri viðbyggingu við „Leifsstöð“, þar sem gætt verði trúnaðar um þátttakendur og gögn þeirra. Annars sé mögulegt að færri aðilar séu reiðubúnir að taka þátt í samkeppni sem geti leitt til verri niðurstöðu fyrir fyrirtækið og flugvallargesti almennt sem neytendur.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. heldur því fram að rannsóknarregla 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hafi verið brotin við meðferð nefndarinnar á málunum tveimur. Í úrskurði 580/2015 taki nefndin fram að tilvísanir Isavia ohf. og Miðbaugs ehf. til ætlaðra viðkvæmra viðskiptaupplýsinga séu fremur almennar og að einhverju marki sé óljóst hvernig opinberun gagnanna gæti leitt til tjóns fyrir Miðbaug ehf.</p> <p></p> <p>Ljóst sé að nefndinni hafi borið að fullnægja skilyrðum rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins og ganga á eftir því að þær upplýsingar sem nefndin teldi vanta yrðu útvegaðar. Bagalegt sé að slíkt hafi ekki verið gert í ljósi þess að samkvæmt upplýsingalögum sé m.a. nauðsynlegt að meta andstæða hagsmuni aðila, hugsanlegt tjón og ætlað umfang þess, af því að afhenda upplýsingar til þess að unnt sé að taka ákvörðun um hvort heimilt sé að synja aðgangi að gögnum. Bent er á að hagsmunamat samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga sé lögbundið og geti úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki vikið sér undan þeirri lagaskyldu að skoða umbeðin gögn og meta efni þeirra sjálfstætt í ljósi hagsmuna aðila, annars vegar beiðanda og hins vegar þeirra sem gögnin eiga eða gögnin fjalla um. Ekki verði séð að nefndin geti vísað til þess að þar sem hún hafi ekki forsendur til að meta gögnin og meta þýðingu þeirra sé beiðanda veittur aðgangur að þeim. Gangi slík niðurstaða bæði gegn rannsóknarreglu og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar. Þá fái Isavia ohf. ekki annað séð en að úrskurðarnefndin telji sig bundna af málsforræðisreglu einkamálalaga en ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Samkvæmt rannsóknarreglunni hafi nefndinni borið að óska eftir umræddum gögnum til að upplýsa málið að fullu en ekki að úrskurða á meðan þessi atriði lágu ekki fyrir.</p> <p></p> <p>Þá sé einnig að finna augljósar rangfærslur í umræddum úrskurði nefndarinnar. Vísar Isavia ohf. til þess að í úrskurðinum taki nefndin þá afstöðu að rök standi til þess að kærendur, sem þátttakendur í samkeppninni, njóti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum með sama hætti og þátttakendur í hefðbundnum útboðum. Nefndin komist að þeirri niðurstöðu „þvert á niðurstöðu Kærunefndar útboðsmála sbr. úrskurð í máli nr. 14/2014“. Þá komist nefndin að þessari niðurstöðu þrátt fyrir að kærendur hafi ekki sýnt fram á að þeir eigi lögvarða hagsmuni af því að fá upplýsingarnar. Mögulegur skaðabótaréttur þátttakenda í samkeppni af þessu tagi, þar sem öllum hafi verið heitið fullum trúnaði, verði ekki leiddur af almennum reglum. Slík niðurstaða fari þvert á afdráttarlausa niðurstöðu þeirrar kæruefndar sem hafi það hlutverk að lögum að fjalla um útboðsmál. Einnig sé bent á að af úrskurði 580/2015 megi ráða að nefndin hafi farið út fyrir valdsvið sitt og gert reka að því að meta á hvaða sjónarmiðum Isavia ohf. byggði val sitt á þeim aðilum sem sóttust eftir leiguhúsnæði, en slíkt sé í höndum kærunefndar útboðsmála ef svo beri undir.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. bendir á að í þeim málum sem „talið hafi verið að reglur um opinber innkaup eigi við, enda þótt lögin gildi ekki um starfsemina“, hafi ávallt verið um að ræða stjórnvald sbr. ÁTVR í áliti umboðsmanns Alþingis nr. 136/1989 en ekki opinbert hlutafélag og kaup á þjónustu. Þannig séu bæði starfsemi og félagaformið ólíkt og málin ekki fordæmisgefandi fyrir opinbert hlutafélag sem auglýsi húsnæði til leigu, eins og kærunefnd útboðsmála hafi staðfest. Í þessu felist að þegar engin ráðstöfun verði á opinberum fjármunum eigi ekki sömu sjónarmið við um hagsmuni aðila máls eða almennings af gögnunum. Mikill misskilningur sé ríkjandi hjá nefndinni varðandi þennan hátt, „þ.e. að verið sé að ráðstafa opinberum hagsmunum“. Í niðurstöðukafla nefndarinnar sé þessu ítrekað haldið fram í beinni andstöðu við fyrirliggjandi úrskurð kærunefndar útboðsmála.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. bendir á að misræmi sé milli úrskurðanna nr. 579/2015 og 580/2015. Í fyrrnefnda málinu, er varði beiðni Kaffitárs ehf., sé Isavia ohf. gert að afhenda gögn veitingaaðila sem séu algjörlega sambærileg gögnum sem undanskilin hafi verið í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. Samkvæmt jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eigi sambærileg tilvik að fá sambærilega meðferð hjá stjórnvöldum og ósambærileg tilvik að fá ósambærilega meðferð. Isavia ohf. telji að þessari grundvallarreglu hafi ekki verið fylgt við málsmeðferð nefndarinnar. Varði slíkur efnisannmarki raunverulega ógildingu ákvörðunar, „enda um að ræða brot á öryggisreglu í skilningi stjórnsýsluréttar“.</p> <p></p> <p>Þá hafi því verið slegið föstu í dómaframkvæmd að Isavia ohf. sé ekki bundið af stjórnsýslulögum sbr. dóm Hæstaréttar Íslands 22. desember 2014 í máli nr. 326/2014. Fyrir liggi að upplýsingalög gildi um starfsemi Isavia ohf. Ekki fari fram hefðbundið mat á því hvort veita eigi aðgang að gögnum s.s. ef um stjórnvald væri að ræða. Gögnin sem aðilar í samkeppninni hafi sent inn séu gríðarlega mismunandi að umfangi. Ekki sé um að ræða gögn sem urðu til hjá Isavia ohf. eða stjórnvöldum heldur viðskiptagögn sem ekki séu gögn sem upplýsingalögum sé ætlað að opna aðgang að. Ekkert í gögnunum varði opinbera hagsmuni. Málið varði leigu á húsnæði sem Hæstiréttur Íslands hafi þegar komist að niðurstöðu um að Isavia ohf. sé frjálst að ráðstafa eftir hentisemi sinni, sbr. dóm réttarins frá 29. apríl 2004 í máli nr. 465/2003.</p> <p></p> <p>Fyrir liggi að þeir aðilar sem buðu í húsaleigu hafi ekki tekið þátt í opinberu útboði og hafi útbúið tilboðsgögn sín þannig ekki með það í huga að þau gætu komist í hendur samkeppnisaðila. Við mat á því hvort veita skuli aðgang að fjárhagslegum upplýsingum hafi úrskurðarnefndin lagt til grundvallar hvort um væri að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla mætti að það væri til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtækjum tjóni, yrði aðgangur veittur að upplýsingunum. Við matið yrði að líta til þess hverju sinni hversu mikið tjónið gæti orðið og hvaða líkur væru á að það myndi hljótast yrðu upplýsingarnar veittar. Kærandi hafi ekki sýnt fram á hverjir hinir lögvörðu hagsmunir hans séu. Hagsmunir hans af því að fá aðgang að gögnum með upplýsingunum geti ekki talist slíkir að réttlætt geti að gengið yrði á hagsmuni annarra, en samkeppnisaðilar þessara fyrirtækja hafi eindregið lýst yfir andstöðu sinni við því að gögnin verði afhent til keppinauta þeirra.</p> <p></p> <p>Verði ekki fallist á beiðni Isavia ohf. um endurupptöku málsins á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga sé með vísan til sömu sjónarmiða gerð krafa um frestun á réttaráhrifum úrskurðarins samkvæmt 24. gr. upplýsingalaga. Fyrir liggi að mati Isavia ohf. að ekki sé útilokað að leitt verði í ljós undir rekstri dómsmálanna að í þeim gögnum sem úrskurðir nefndarinnar taki til séu gögn sem kunni að njóta verndar upplýsingalaga. Fordæmisgildi málsins sé ótvírætt auk þess sem árétta beri að gríðarlegir viðskiptalegir hagsmunir séu í húfi, bæði fyrir Isavia ohf. og þá aðila sem tekið hafi þátt í umræddri samkeppni um húsaleigu. Þá verði ekki horft framhjá því að fallist nefndin ekki á frestun réttaráhrifa sé Isavia ohf. svipt þeim grundvallarrétti sem bæði einstaklingar og lögaðilar njóti samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar. Með vísan til þess, þeirra hagsmuna sem í húfi séu og fordæmisgildis úrskurðanna telji Isavia ohf. að fullrar sanngirni verði ekki gætt gagnvart fyrirtækinu nema nefndin fallist a.m.k. á að fresta réttaráhrifum úrskurðanna.</p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Með tölvubréfi 27. júlí 2015 lýsti Gleraugnamiðstöðin ehf. því yfir að fyrirtækið teldi ekki nauðsynlegt að koma að sjónarmiðum vegna beiðni Isavia ohf. um endurupptöku og frestun réttaráhrifa. Teldi fyrirtækið að beiðni Isavia ohf. ætti ekki við nokkur rök að styðjast. </p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p></p> <h3>1.</h3> <p></p> <p>Mál þetta varðar beiðni Isavia ohf. um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál endurupptaki mál nr. ÚNU 15020004 sem lyktaði með úrskurði nr. 580/2015. Varðaði málið beiðni Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. um aðgang að tilteknum gögnum í vörslum Isavia ohf. Síðarnefnda fyrirtækið vísar til 24. gr. stjórnsýslulaga beiðni sinni til stuðnings. Verði ekki fallist á endurupptöku óskar fyrirtækið þess að réttaráhrifum framangreinds úrskurðar verði frestað á meðan málið verði borið undir dómstóla með vísan til 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p></p> <h3>2. </h3> <p></p> <p>Svo sem að framan greinir er erindi Isavia ohf. reist á 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. lagagreinarinnar er kveðið á um að eftir að stjórnvald hafi tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt eigi „aðili máls“ rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný að uppfylltum skilyrðum sem tilgreind eru í tveimur töluliðum. Samkvæmt fyrri töluliðinum skal taka mál á ný til meðferðar ef „ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik“ en samkvæmt þeim síðari ef „íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin“.</p> <p></p> <p>Í samræmi við orðalag 24. gr. stjórnsýslulaga sem og almenn sjónarmið um gildissvið stjórnsýslulaga fjallar ákvæðið um rétt „aðila máls“ til endurupptöku máls. Hefur verið við það miðað að hugtakið taki til þeirra sem eigi beinna, verulegra, sérstakra og lögvarinna hagsmuna að gæta við úrlausn máls. Almenna reglan er að stjórnvöld sem taka ákvarðanir á fyrsta stjórnsýslustigi teljist ekki aðilar að málum í þessum skilningi er varða kærur til æðra stjórnvalds vegna umræddra ákvarðana sbr. álit umboðsmanns Alþingis frá 17. desember 2003 í máli nr. 3852/2003. Er þessi niðurstaða reist á því sjónarmiði að helsta markmið stjórnsýslulaga er að tryggja sem best réttaröryggi borgaranna í samskiptum við stjórnvöld og að opinberir aðilar hafi sjaldnast þá hagsmuni að þeim sé þörf á að öðlast þau réttindi sem aðilum máls er veitt samkvæmt stjórnsýslulögum.</p> <p></p> <p>Fyrir liggur að Isavia ohf. er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins en ekki stjórnvald. Úrskurður í máli úrskurðarnefndarinnar nr. 580/2015 laut að kæru Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. á ákvörðun Isavia ohf. á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Skyldur Isavia ohf. samkvæmt lögunum eru allsherjarréttarlegs eðlis og var hin kærða ákvörðun stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga sbr. ummæli í athugasemdum við 1. gr. frumvarps til stjórnsýslulaga. Hníga því rök til þess að Isavia ohf. hafi ekki verið aðili þess stjórnsýslumáls er lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 580/2015. Þá verður ekki séð að í beiðni Isavia ohf. séu dregnar fram nýjar upplýsingar sem ekki lágu fyrir við meðferð málsins fyrir úrskurðarnefndinni, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga, heldur vísar fyrirtækið í raun til þess að annmarkar hafi verið á meðferð úrskurðarnefndarinnar, eða styður ákvörðun þá sem úrskurðarnefndin felldi úr gildi með nýjum rökum. Ekki verður séð að Isavia ohf. vísi beiðni sinni til stuðnings til 2. töluliðar 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p></p> <p>Með vísan til framangreinds er ljóst að möguleg endurupptaka málsins verður ekki reist á ákvæðum stjórnsýslulaga um endurupptöku. Í stjórnsýslurétti er á hinn bóginn viðurkennt að stjórnvaldi kunni á ólögfestum grundvelli að vera skylt að taka mál upp að nýju ef fyrir liggur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð máls eða efni þeirra ákvörðunar sem tekin var. Þá ber úrskurðarnefndinni að bregðast við erindum er henni berast. Með vísan til þessa telur úrskurðarnefndin ástæðu til að úrskurða um það hvort slíkir annmarkar hafi verið á meðferð nefndarinnar á umræddu máli að ástæða sé til að taka málið upp að nýju.</p> <p></p> <h3>3.</h3> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar að hin kærða ákvörðun Isavia ohf. var tekin 8. janúar 2015. Þar er vísað til þess að Gleraugnamiðstöðin ehf. ætti ekki rétt á aðgangi að hinum umbeðnu gögnum með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvörðun Isavia ohf. kom fram að ástæðan væri sú að hinar umbeðnu upplýsingar um Miðbaug ehf., starfsemi fyrirtækisins og fjárhagslega hagsmuni og tilboð fyrirtækisins fælu í sér upplýsingar, s.s. viðskiptaáætlun og fjárhagslegt tilboð, sem teldust til viðkvæmra fjárhagslega hagsmuna fyrirtækisins. Það væri því mat Isavia ohf. að þau gögn sem kærandi óskaði eftir og lytu að tilboðum annarra aðila en hans sjálfs og mati félagsins á þeim teldust til mikilvægra einkamálaefna þess fyrirtækis sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hagsmunir Miðbaugs ehf. og Isavia ohf. af því að trúnaður ríkti um þær upplýsingar væru ríkari en hagsmunir kæranda af að fá þær afhentar.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. kom að frekari athugasemdum til nefndarinnar með bréfi 24. mars 2015. Þar kom fram að það væri mat Isavia ohf. að upplýsingarnar sem lytu að Miðbaugi ehf. teldust til mikilvægra einkamálefna fyrirtækisins og vísaði Isavia ohf. í þessu samhengi bæði til 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá áréttaði Isavia ohf. að ekki hefði verið um að ræða útboð á grundvelli laga um opinber innkaup og að sá skilningur hefði verið staðfestur af kærunefnd útboðsmála. Þau sjónarmið sem átt gætu við um upplýsingarétt vegna opinberra útboða ættu því ekki við í málinu. Þá kom fram að Isavia ohf. teldi að líta yrði til þess að félagið sjálft hefði hagsmuni af því að geta haldið samkeppni sem þessa þar sem trúnaðar væri gætt um þátttakendur og þeirra gögn „eins og gengur og gerist á þeim samkeppnismarkaði“ sem félagið starfaði á. Að öðrum kosti mætti leiða líkur að því að færri aðilar hefðu séð sér fært að taka þátt í forvalinu sem hefði getað leitt til verri niðurstöðu fyrir félagið og komið í veg fyrir að það gæti sinnt hlutverki sínu á sem hagkvæmastan hátt. Teldi Isavia ohf. að hagsmunir Miðbaugs ehf. og Isavia ohf. sjálfs væru ríkari en hagsmunir kæranda af að fá umbeðin gögn afhent.</p> <p></p> <p>Að þessu sinni byggir Isavia ohf. á því fyrir nefndinni, auk framangreinds, að 4. töluliður 10. gr. upplýsingalaga standi því í vegi að Gleraugnamiðstöðin ehf. geti fengið aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Þar að auki vísar fyrirtækið til 10. gr. samkeppnislaga með þeim hætti sem nánar verður gerð grein fyrir hér síðar.</p> <p></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er falið að taka afstöðu til þess hvort synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum hafi verið lögmæt miðað við þann lagagrundvöll sem hún eru reistar á. Getur það því ekki talist annmarki á úrskurði úrskurðarnefndarinnar komist stjórnvald eða lögaðili á lægra stjórnsýslustigi að þeirri niðurstöðu, að gengnum úrskurði nefndarinnar, að réttara hefði verið af þess hálfu að synja beiðni um aðgang að gögnum á öðrum grundvelli en gert var í kærðri ákvörðun.</p> <p></p> <p>Þá skal það tekið fram að það er þess aðila sem tekur ákvörðun um afhendingu eða synjun umbeðinna gagna á grundvelli upplýsingalaga að sjá til þess að mál sé nægjanlega rannsakað í skilningi 10. gr. stjórnsýslulaga áður en ákvörðun er tekin. Það er því slíks aðila að sjá til þess að úrskurðarnefndin hafi undir höndum fullnægjandi gögn sem renna stoðum undir þær röksemdir sem synjun um afhendingu gagna er reist á. Er þetta meginreglan við meðferð mála fyrir úrskurðarnefndinni þótt nefndin kunni sjálf í undantekningartilvikum að grípa til augljósra rannsóknaraðgerða ef þær hafa ekki verið framkvæmdar af hálfu aðila sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga, svo sem átti við í því máli sem hér er til umfjöllunar, þar sem Isavia ohf. lét hjá líða að kanna afstöðu Miðbaugs ehf. til beiðni Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf.</p> <p></p> <p>Eins rakið er í bréfi úrskurðarnefndarinnar 13. mars 2015 til Isavia ohf. hvíldi sú skylda á fyrirtækinu vegna meðferðar málsins fyrir nefndinni að sýna fram á að réttlætanlegt hefði verið að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti. Var fyrirtækinu bent á að úrskurðarnefndin hefði jafnan úrskurðað að slíkir aðilar skyldu afhenda kærendum umbeðin gögn þegar nefndin hefði ekki haft forsendur til að slá því föstu að rétt hefði verið að synja kærendum um aðgang að þeim. Leiðbeindi nefndin því Isavia ohf. að afhenda afrit af þeim gögnum er mál Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. laut að svo nefndinni væri unnt að taka afstöðu til röksemda Isavia ohf.   </p> <p></p> <p>Af öllu framangreindu leiðir að nýjar röksemdir, sem jafnvel byggja á nýjum lagagrundvelli, geta haft takmarkaða þýðingu við úrlausn á beiðni um endurupptöku á máli fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál þegar slík beiðni kemur frá stjórnvaldi eða lögaðila sem fellur undir gildissvið laganna. Þá hvílir sú skylda fyrst og fremst á slíkum aðila að sjá til þess að úrskurðarnefndin hafi fullnægjandi upplýsingar til að því verði slegið föstu að vikið skuli frá meginreglu upplýsingalaga um að veita skuli aðgang að umbeðnum gögnum.</p> <p></p> <h3>4.</h3> <p></p> <p>Í I. kafla beiðni Isavia ohf. til nefndarinnar um endurupptöku kemur fram sú afstaða fyrirtækisins að úrskurðarnefndin hafi „ekkert skoðað eða metið það grundvallaratriði að um leið og þau gögn sem [Isavia ohf.] er gert að afhenda eru komin í hendur kæranda geta þau auðveldlega komist í hendur samkeppnisaðila [Isavia ohf.]; þ.e. rekstraraðila annarra flugvalla í Evrópu“. Tilgangur Isavia ohf. „með samkeppni um útleigu í húsnæðinu í Leifsstöð“ sé að „hámarka arðsemi húsnæðisins, í þeim tilgangi að vera betur í stakk [búið] til að keppa við samkeppnisaðila sína um flugfarþega“.</p> <p></p> <p>Þá segir:</p> <p></p> <p>„Þegar sá markaður er skoðaður og skilgreindur þarf að hafa það í huga að það er þekkt í samkeppnisréttinum að einungis litlar sveiflur í gæðum þjónustu og verði hennar geta leitt til verulegra breytinga í farþegafjölda frá einum flugvelli til annars. Þetta á einnig við um millilendingar flugfélaga, en flugfarþegar á leið í frí (e. leisure passangers) eru einkum viðkvæmir fyrir verðbreytingum. Aðgangur að gögnum sem varða mikilvægar viðskiptaákvarðanir á sviði verslunar í flugstöðinni á hvorki að vera opinn fyrir kærendur eða almenning og fellur því undir undanþáguheimild 4. tl. 10. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum 3. mgr. 14. gr. sömu laga.“</p> <p></p> <p>Í þessu samhengi er staðhæft að í úrskurði nefndarinnar hafi ekkert verið fjallað um að gögn eða upplýsingar af því tagi sem kærendur gerðu kröfu um að fá afhent gætu auðveldlega skaðað samkeppnisstöðu Isavia ohf.</p> <p></p> <p>Ekki verður séð að Isavia ohf. hafi fyrr vísað til 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga vegna meðferðar málsins fyrir úrskurðarnefndinni. Í umsögn Isavia ohf. 24. mars 2015 var einkum vísað til hagsmuna annarra þátttakenda af því að Gleraugnamiðstöðinni ehf. yrði synjað um aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Þó var vísað til þess að Isavia ohf. teldi að líta yrði „til þess að félagið sjálft hefur hagsmuni af því að geta haldið forval sem þetta þar sem gætt er trúnaðar um þátttakendur og þeirra gögn eins og gengur og gerist á þeim samkeppnismarkaði sem félagið starfar. Að öðrum kosti má leiða líkur að því að færri aðilar hefðu séð sér fært að taka þátt í forvalinu sem hefði getað leitt til verri niðurstöðu fyrir félagið og komið í veg fyrir að það gæti sinnt hlutverki sínu á sem hagkvæmastan hátt“.</p> <p></p> <p>Að því marki sem draga mátti ályktanir af umræddum ummælum í umsögn Isavia ohf. var brugðist við þeim af hálfu nefndarinnar í 7. kafla úrskurðar 580/2015 þar sem tekið var fram að í ljósi þess hvaða sjónarmið gætu komið til skoðunar við beitingu 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hefði það ekki sjálfstæða þýðingu þótt Isavia ohf. hefði heitið þátttakendum í samkeppninni trúnaði, enda væri fyrirtækið bundið af ákvæðum upplýsingalaga og gæti ekki vikið frá ákvæðum þeirra með yfirlýsingum sínum til þátttakendanna. Þá komu til skoðunar hagsmunir Isavia ohf. af því að trúnaður ríkti um tillögur þátttakenda í því skyni að sem flestir þátttakendur tækju þátt í samkeppnum fyrirtækisins í 6. kafla úrskurðar nr. 580/2015. Fjallaði nefndin um þýðingu þessa sjónarmiðs við beitingu 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga þótt Isavia ohf. hefði hvorki vikið að umræddu lagaákvæði í hinni kærðu ákvörðun né fyrir úrskurðarnefndinni. Í þeirri umfjöllun hafði úrskurðarnefndin vart tilefni til að fjalla um hvort opinberun gagnanna kynni að raska samkeppnisstöðu Isavia ohf. gagnvart öðrum flugvallarrekendum með hliðsjón af ákvæðinu, enda hafði fyrirtækið hvorki vísað til lagaákvæðisins né sjónarmiðsins gagnvart nefndinni. Með vísan til þeirra sjónarmiða sem fram koma í 2. kafla hér að framan verður ekki fallist á með Isavia ohf. að skortur á umfjöllun um sjónarmiðið teljist efnislegur annmarki á úrskurði nefndarinnar.</p> <p></p> <p>Í öllu falli er samkvæmt 4. tölulið 10. gr. upplýsingalaga heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar „mikilvægir almannahagsmunir krefjast“, enda hafi þau að geyma upplýsingar um „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra“. Svo sem greinir í úrskurði nefndarinnar nr. 580/2015 hefur úrskurðarnefndin miðað við að umræddri undantekningarheimild verði aðeins beitt sé a.m.k. þremur skilyrðum fullnægt.</p> <p></p> <p>Í fyrsta lagi skuli starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í úrskurði nefndarinnar nr. 580/2015 var komist að þeirri niðurstöðu að þessu skilyrði væri ekki fullnægt varðandi það sjónarmið Isavia ohf. að ríkti ekki trúnaður um tillögur þátttakenda í samkeppnum um leigurými mætti leiða líkur að því að færri aðilar sæju sér fært að taka þátt sem leiddi til minni arðsemi fyrirtækisins. Bent var á að, með vísan til þeirra laga sem gilda um starfsemi Isavia ohf. og Keflavíkurflugvallar, að fyrirtækið starfaði í skjóli einkaréttar hvað varðaði rekstur félagsins að þessu leyti. Vísast til umfjöllunar nefndarinnar í 6. kafla úrskurðarins um þetta atriði. </p> <p></p> <p>Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem óskað er eftir að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans og í þriðja lagi þurfa þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir að vera það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti til aðgangs að umræddum upplýsingum. Hvað varðar þriðja skilyrðið verður af athugasemdum um 4. tölulið 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga ráðið að ákvæðinu sé ætlað að takmarka aðgang almennings sem kynni að skaða samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði.</p> <p></p> <p>Af framangreindu leiðir að hagsmunir Isavia ohf. vegna samkeppni fyrirtækisins við erlenda flugvallarrekendur kunna aðeins að réttlæta takmarkanir á upplýsingarétti á grundvelli 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga ef hinar umbeðnu upplýsingar varða beinlínis starfsemi fyrirtækisins sem telst til samkeppnisrekstrar þess og að afhending þeirra til Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. beinlínis skaðaði samkeppnisstöðu Isavia ohf.</p> <p></p> <p>Í beiðni Isavia ohf. um endurupptöku er ekki útskýrt hvernig afhending hinna umbeðnu gagna kann að raska samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Að hluta virðist sem fyrirtækið eigi við að opinberun upplýsinganna kynni að gagnast samkeppnisflugvöllum beint til að mæta samkeppni Isavia ohf. með þeim afleiðingum að flugfarþegar hætti að nota Keflavíkurflugvöll á ferðalögum sínum og noti þess í stað flugvelli erlendis. Á hinn bóginn virðist sem Isavia ohf. eigi við að tilgangur fyrirtækisins sé að „hámarka arðsemi“ rekstrar þess í umræddri samkeppni og af því leiði að fyrirtækinu sé heimilt að takmarka aðgang að öllum upplýsingum sem kunni að draga úr arðsemi án tillits til þess hvort upplýsingarnar varði í raun samkeppnisrekstur fyrirtækisins eða kunni að raska honum. Hvað fyrra sjónarmiðið varðar hefur fyrirtækið hvorki vísað til tiltekinna upplýsinga í hinum umbeðnu gögnum né útskýrt frekar hvernig slíkar upplýsingar kynnu að leiða til framangreindrar niðurstöðu. Hið síðara uppfyllir sýnilega ekki skilyrði 4. töluliðar 10. gr. um að opinberun upplýsinganna skaði samkeppnisstöðu fyrirtækisins. </p> <p></p> <p>Að öllu þessu virtu telur nefndin að Isavia ohf. hafi með umfjöllun sinni um þýðingu 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga hvorki tekist að sýna fram á að efnislegir annmarkar hafi verið á úrskurði nefndarinnar nr. 580/2015 né að skilyrðum lagaákvæðisins hafi verið fullnægt til að synja Gleraugnamiðstöðinni ehf. um aðgang að hinum umbeðnu gögnum á grundvelli þess.</p> <p></p> <h3>5.</h3> <p></p> <p>Í II. kafla beiðni Isavia ohf. um endurupptöku úrskurðar nr. 580/2015 kemur fram að fyrirtækið vilji „leyfa sér að vísa til sjónarmiða sem nefndin hefur alveg sniðgengið og koma fram í 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, einkum a og b lið 2. mgr. um áhrif á verð, afslætti, álagningu eða önnur viðskiptakjör og takmörkun eða stýringu á framleiðslu, mörkuðum, tækniþróun eða fjárfestingu“. Bendir fyrirtækið á að „upplýsingaskipti, þ. á m. upplýsingagjöf, hvort heldur er samkvæmt frjálsum vilja markaðsaðila eða á grundvelli fyrirskipunar stjórnvalds geta falið í sér brot á ákvæði 10. gr“. Að mati Isavia ohf. sé mjög mikið magn upplýsinga að finna í þeim gögnum sem fyrirtækinu hafi verið gert að afhenda Gleraugnamiðstöðinni ehf. sem geti raskað samkeppni. Telur fyrirtækið „verulega hættu á því að afhending umræddra gagna muni bæði skerða verulega viðskiptalega hagsmuni þeirra fyrirtækja sem í hluta eiga, auk þess sem allar líkur eru til þess að afhending þeirra muni fela í sér brot á bannreglu 10. gr. samkeppnislaga“. Hyggist félagið leiða í ljós að verulegur hluti þeirra gagna sem félaginu sé gert að afhenda falli undir 10. gr. samkeppnislaga.</p> <p></p> <p>Þegar hefur verið rakið að hin kærða ákvörðun var reist á því að heimilt hefði verið að synja Gleraugnamiðstöðinni ehf. um aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til einkahagsmuna annarra þátttakenda í samkeppni Isavia ohf. um leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fyrir úrskurðarnefndinni vísaði Isavia ohf. jöfnum höndum til 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Isavia ohf. telur óumdeilt að fyrirtækið falli undir gildissvið upplýsingalaga og að leysa hafi átt úr beiðni Gleraugnamiðstöðarinnar ehf. á grundvelli þeirra laga. Raunar kemur sú afstaða Isavia ohf. fram í beiðni fyrirtækisins um endurupptöku að öll umfjöllun úrskurðarnefndarinnar sem lúti að því að Isavia ohf. hafi með einhverjum hætti gefið í skyn að ekki hafi átt að leysa úr beiðni Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. á grundvelli upplýsingalaga feli í sér sjálfstæðan annmarka á úrskurði nefndarinnar, nánar tiltekið vegna brots á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga, sem leiða eigi til ógildingar hans.   </p> <p></p> <p>Af þessum sökum er alls óljóst á hvaða lagagrundvelli Isavia ohf. byggir framangreint sjónarmið um þýðingu 10. gr. samkeppnislaga við meðferð málsins. Eins og fram kemur af hálfu fyrirtækisins taka upplýsingalög til Isavia ehf., beiðni Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. og þeirra gagna er málið varðar. Sjónarmiðið verður því ekki skilið þannig að 10. gr. samkeppnislaga feli í sér að víkja eigi frá ákvæðum upplýsingalaga vegna beiðni Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. eða að fyrrnefnda ákvæðið hafi einhvers konar forgangsáhrif gagnvart síðarnefndu lögunum. Á hinn bóginn hefur Isavia ohf. ekki vísað til þess hvernig umrætt ákvæði samkeppnislaga hefur þýðingu við beitingu undantekningarreglna upplýsingalaga og verður ekki séð hvernig sjónarmið Isavia ohf. er lúta að ólögmætu samráði samkeppnisaðila geti haft þýðingu við beitingu 9. gr. eða 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í öllu falli felst ekki í 10. gr. samkeppnislaga skýr regla um að tilteknar upplýsingar séu undanþegnar ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Verður af þessum sökum ekki talið að Isavia ohf. hafi með umfjöllun sinni um 10. gr. samkeppnislaga sýnt fram á að verulegir annmarkar hafi verið á úrskurði nefndarinnar nr. 580/2015. </p> <p></p> <h3>6.</h3> <p></p> <p>Í III. kafla beiðni Isavia ohf. kemur fram að það séu samkeppnishagsmunir fyrirtækisins til framtíðar að geta haldið nauðsynlegan trúnað við þátttakendur í samkeppninni. Tilboð þátttakenda hafi m.a. haft að geyma upplýsingar um skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir. Að mati Isavia ohf. sé um að ræða eðlisólíkar upplýsingar sem bjóðendur í hefðbundnum útboðum veiti. Því byggi Isavia ohf. „á því að tilvísun nefndarinnar til afhendingar gagna í hefðbundnum útboðum eigi ekki við í þeim málum sem hér eru til umfjöllunar“. Þá hafi Isavia ohf. verulega hagsmuni af því að geta haldið aftur samkeppni um húsaleigu þar sem gætt sé trúnaðar um þátttakendur og gögn þeirra. Annars sé mögulegt að færri aðilar séu reiðubúnir að taka þátt í samkeppni sem geti leitt til verri niðurstöðu fyrir fyrirtækið og flugvallargesti almennt sem neytendur.</p> <p></p> <p>Svo virðist sem Isavia ohf. vilji með umfjölluninni gera tvenns konar athugasemdir við úrskurð nefndarinnar nr. 580/2015. Annars vegar sé það annmarki á úrskurðinum að nefndin vísi til þess að málið kunni á einhvern hátt að vera sambærilegt málum er varði afhendingu gagna í hefðbundnum útboðum, enda séu hagsmunir þátttakenda í samkeppnum Isavia ohf. aðrir af því að halda gögnunum leyndum en í hefðbundnum útboðum. Hins vegar séu það hagsmunir Isavia ohf. að geta haldið trúnað við þátttakendur í samkeppnum um útleigu á rými í flugstöðvum.</p> <p></p> <p>Varðandi fyrri athugasemdina skal það áréttað að í 3. kafla úrskurðar nefndarinnar í máli nr. 580/2015 var fjallað um gildissvið 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Rakið var að nefndin hefði í fyrri úrskurðum sínum litið svo á að þátttakendur í útboðum teldust til „aðila máls“ í skilningi ákvæðisins þegar farið væri fram á aðgang að útboðsgögnum. Tekið var fram að þótt samkeppni Isavia ohf. hefði ekki verið hefðbundið útboð leiddu sömu rök til þess að Gleraugnamiðstöðin ehf. nyti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga eins og þátttakendur slíkra útboða. Verður ekki annað ráðið en að í beiðni Isavia ohf. um endurupptöku sé vísað til þessarar umfjöllunar nefndarinnar. Ljóst er að hún laut að tengslum Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. við hin umbeðnu gögn en ekki hagsmunum annarra þátttakenda af því að gögnunum yrði haldið leyndum. Mat af síðara taginu framkvæmdi nefndin síðan í köflum 8 og 9. Þar vísaði nefndin ekki til þess að hin umbeðnu gögn væru sambærileg gögnum í hefðbundnum útboðum.</p> <p></p> <p>Varðandi síðari athugasemdina benti úrskurðarnefndin á í 7. kafla úrskurðar í máli 580/2015 að það hefði ekki sjálfstæða þýðingu þótt Isavia ohf. hefði heitið þátttakendum í samkeppni þeirri er málið laut að trúnaði. Þá hafnaði nefndin því í 6. kafla úrskurðarins að hagsmunir Isavia ohf. af því að mögulega kynnu fleiri að taka þátt í samkeppnum sem þessum ef leynd ríkti um gögnin. Var rakið í úrskurðinum að Isavia ohf. starfrækti alla stærstu flugvelli landsins og að flug til og frá Íslandi færi aðeins um þá flugvelli. Þá hefði fyrirtækið eitt heimild til að reka fríhafnarsvæði í tengslum við mikilvægasta millilandaflugvöll landsins. Að því marki sem fullyrt yrði að opinber aðili starfaði í skjóli einkaréttar teldi úrskurðarnefndin að svo ætti við um framangreindan rekstur Isavia ohf. Tók nefndin því fram að hinar umbeðnu upplýsingar yrðu ekki undanþegnar upplýsingarétti með vísan til 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga, þótt Isavia ohf. hefði ekki vísað til umrædds lagaákvæðis við meðferð málsins. Hvað varðar áhrif þess ákvæðis vísast að öðru leyti til 2. kafla hér að framan.</p> <p></p> <p>Í beiðni Isavia ohf. um endurupptöku málsins koma því að þessu leyti ekki fram neinar nýjar upplýsingar eða sjónarmið sem úrskurðarnefndin hefur ekki fjallað um áður. Þá hefur fyrirtækið ekki leitt í ljós að annmarkar hafi verið á meðferð úrskurðarnefndarinnar í málinu. Leiðir umfjöllun Isavia ohf. í III. kafla beiðni fyrirtækisins því ekki til endurupptöku málsins. </p> <p></p> <h3>7.</h3> <p></p> <p>Í IV. kafla beiðni Isavia ohf. um endurupptöku er byggt á því að úrskurðarnefndin hafi brotið gegn 10. gr. stjórnsýslulaga sem fjallar um rannsókn máls. Er vísað til þess að í úrskurði nefndarinnar nr. 580/2015 taki nefndin fram að tilvísanir Isavia ohf. og Miðbaugs ehf. til ætlaðra viðkvæmra persónuupplýsinga séu fremur almennar og að einhverju marki sé óljóst hvernig opinberun gagnanna gæti leitt til tjóns fyrir Miðbaug ehf.</p> <p></p> <p>Þá segir:</p> <p></p> <p>„Ljóst er að nefndinni bar að fullnægja skilyrðum rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins og ganga á eftir því að þær upplýsingar sem nefndin teldi vanta yrðu útvegaðar. Bagalegt er að slíkt hafi ekki verið gert í ljósi þess að samkvæmt upplýsingalögum er m.a. nauðsynlegt við beitingu 9. gr. upplýsingalaga að fram fari mat á andstæðum hagsmunum aðila og hugsanlegu tjóni og ætluðu umfangi þess, af því að afhenda upplýsingar, til þess að unnt sé að taka ákvörðun um hvort heimilt sé að synja aðgangi að gögnum. Hagsmunamat samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er lögbundið og getur úrskurðarnefnd um upplýsingamál  ekki vikið sér undan þeirri lagaskyldu að skoða umbeðin gögn og meta efni þeirra sjálfstætt í ljósi hagsmuna aðila, annars vegar beiðanda og hins vegar þeirra sem gögnin eiga eða gögnin fjalla um. Ekki verður séð að nefndin geti vísað til þess að þar sem hún hafi ekki forsendur til að meta gögnin og þýðingu þeirra sé beiðanda veittur aðgangur að þeim. Gengur slík niðurstaða gegn bæði rannsóknarreglu og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar.“</p> <p></p> <p>Af þessu tilefni skal það áréttað að upplýsingalög eru reist á þeirri meginreglu að veita skuli aðgang að umbeðnum gögnum og eru undanþágur frá meginreglunni skýrðar þröngt. Er það þess aðila sem synjar afhendingu umbeðinna gagna á grundvelli laganna að sjá til þess að mál sé nægjanlega rannsakað í skilningi 10. gr. stjórnsýslulaga áður en ákvörðun er tekin. Af þessum sökum hvíldi sú skylda á Isavia ohf.,  eins rakið er í bréfi úrskurðarnefndarinnar 13. mars 2015 til Isavia ohf. vegna meðferðar málsins fyrir nefndinni, að sýna fram á að réttlætanlegt hefði verið að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti. Var fyrirtækinu bent á að úrskurðarnefndin hefði jafnan úrskurðað að slíkir aðilar skyldu afhenda kærendum umbeðin gögn þegar nefndin hefði ekki haft forsendur til að slá því föstu að rétt hefði verið að synja kærendum um aðgang að þeim.</p> <p></p> <p>Við meðferð máls þess sem lyktaði með úrskurði nr. 580/2015 kom fram af hálfu Isavia ohf. að fyrirtækið hefði ekki kannað hver afstaða Miðbaugs ehf. væri til beiðni Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. Af þessum sökum óskaði úrskurðarnefndin eftir slíkri afstöðu. Var þess óskað að fyrirtækið tæki afstöðu til þess hvort eitthvað stæði því í vegi að Gleraugnamiðstöðinni ehf. yrði veittur aðgangur að hinum umbeðnu gögnum. Teldi fyrirtækið svo vera væri æskilegt að því væri lýst með skýrum hætti og tekin afstaða til þess af hvaða ástæðum afhending gagnanna bryti í bága við 9. eða 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og „[e]inkum að hvaða leyti það varðaði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni“ fyrirtækisins að gögnin færu leynt. Þá sagði:</p> <p></p> <p>„Í þessu samhengi er mikilvægt að fá upplýsingar um það hvort ætla megi að afhending gagnanna til Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. eða almennings sé til þess fallin að valda Miðbaugi ehf. tjóni. Í því tilviki mætti gera grein fyrir hversu mikið tjónið gæti orðið og hvaða líkur séu á að það myndi hljótast. Mikilvægt er í þessu samhengi að fram komi hvaða tilteknu upplýsingar það eru sem fyrirtækið telur að ekki megi veita aðgang að, enda kynni afhending þeirra að valda tjóni. Þá er þess óskað að fyrirtækið upplýsi hvort aðrir hagsmunir þess standi því í vegi að veittur sé aðgangur að gögnunum.“  </p> <p></p> <p>Eins og úrskurður nefndarinnar nr. 580/2015 ber með sér fór nefndin yfir hin umbeðnu gögn og mat þær upplýsingar sem þar komu fram með hliðsjón af röksemdum Isavia ohf. og Miðbaugs ehf. í samkeppninni. Að gefnum þeim forsendum sem úrskurðarnefndin hafði til að leggja mat á upplýsingar af því tagi sem beiðnin laut að taldi nefndin að hvorki Isavia ohf. né Miðbaugur ehf. hefðu náð að sýna fram á að skilyrði 3. mgr. 14. gr. væru uppfyllt til að synja Gleraugnamiðstöðinni ehf. um aðgang að gögnunum í heild sinni. Sér í lagi lægi ekki fyrir að aðrir þátttakendur gætu orðið fyrir tjóni ef upplýsingarnar yrðu afhentar. Ber í þessu samhengi að hafa í huga að úrskurðarnefndin hafði leiðbeint Miðbaugi ehf. fremur ítarlega um það hvaða upplýsingar þyrftu að koma fram í umsögnum þeirra til að undanþáguheimildir þær sem Isavia ohf. hafði vísað til ættu við. Af hálfu nefndarinnar hafði málið því verið rannsakað nægjanlega vel en gögnin sem rannsóknin skilaði studdu ekki niðurstöðu hinnar kærðu ákvörðunar.</p> <p></p> <p>Loks skal tekið fram að alfarið má vera ljóst af 8. kafla og 9. kafla úrskurðar nr. 580/2015 að nefndin framkvæmdi mat það sem kveðið er á um í 9. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. </p> <p></p> <p>Með vísan til alls framangreinds telur nefndin að hún hafi ekki brotið gegn rannsóknarskyldu þeirri sem hvíldi á nefndinni á grundvelli 10. gr. stjórnsýslulaga. Var að þessu leyti ekki annmarki á meðferð málsins sem kann að leiða til endurupptöku málsins.</p> <p></p> <h3>8.</h3> <p></p> <p>Í V. kafla beiðni Isavia ohf. er vikið að því að úrskurðarnefndin hafi talið Gleraugnamiðstöðina ehf. aðila máls í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga „með sama hætti og þátttakendur í hefðbundnum útboðum“. Komist nefndin að þessari niðurstöðu þvert á niðurstöðu kærunefndar útboðsmála sbr. úrskurð þeirrar nefndar í máli nr. 14/2014 og þrátt fyrir að Gleraugnamiðstöðin ehf. hafi ekki sýnt fram á að fyrirtækið ætti lögvarða hagsmuni af því að fá upplýsingarnar. Um þetta segir í beiðninni:</p> <p></p> <p>„Mögulegur skaðabótaréttur þátttakenda í samkeppni af þessu tagi, þar sem öllum var heitið fullum trúnaði, verður ekki leiddur af almennum reglum. Slík niðurstaða færi þvert á afdráttarlausa niðurstöðu þeirrar kærunefndar sem hefur það hlutverk að lögum að fjalla um útboðsmál.“</p> <p></p> <p>Megi ráða að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi fari út fyrir valdsvið sitt og gert reka að því að meta á hvaða sjónarmiðum Isavia ohf. byggði val sitt á þeim aðilum sem sóttust eftir leiguhúsnæði, en slíkt sé í höndum kærunefndar útboðsmála ef svo beri undir.</p> <p></p> <p>Þá segir í beiðni Isavia ohf.:</p> <p></p> <p>„Í þeim málum sem talið hefur verið að reglur um opinber innkaup eigi við, enda þótt lögin gildi ekki um starfsemina, hefur ávallt verið um að ræða stjórnvald (sbr. t.d. ÁTVR í áliti Umboðsmanns Alþingis nr. 136/1989) en ekki opinbert hlutafélag og kaup á þjónustu. Þannig er bæði starfsemi og félagaformið ólíkt og málin ekki fordæmisgefandi fyrir opinbert hlutafélag sem auglýsir húsnæði til leigu, eins og Kærunefnd útboðsmála staðfesti. Í þessu felst að þegar engin ráðstöfun verður á opinberum fjármunum eiga ekki sömu sjónarmið við um hagsmuni aðila máls eða almennings af gögnunum. Mikill misskilningur er ríkjandi hjá nefndinni varðandi þennan þátt, þ.e. að verið sé að ráðstafa opinberum hagsmunum. Í niðurstöðuköflum nefndarinnar er þessu ítrekað haldið fram í beinni andstöðu við fyrirliggjandi úrskurð Kærunefndar útboðsmála.“</p> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin telur ekki fyllilega ljóst til hvaða hluta úrskurðar nefndarinnar nr. 580/2015 er vísað með framangreindri umfjöllun Isavia ohf. Þannig virðist fyrirtækið finna samtímis að því að úrskurðarnefndin hafi álitið Gleraugnamiðstöðina ehf. „aðila“ í skilningi 1. mgr. 14. gr., sbr. fyrri hluta umfjöllunarinnar, sbr. 3. kafla umrædds úrskurðar, en jafnframt að nefndin hafi gengið út frá því við beitingu 3. mgr. 14. gr. að samkeppni um leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fæli í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna, sbr. 8. kafla úrskurðarins. Virðist þessum efnisatriðum slegið saman í beiðni Isavia ohf.</p> <p></p> <p>Varðandi fyrra atriðið skal það áréttað að í hinni kærðu ákvörðun var beinlínis byggt á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga sem felur í sér undantekningu frá 1. mgr. sömu lagagreinar. Þá var hvorki miðað við í úrskurði nefndarinnar að reglur laga nr. 84/2007 um opinber innkaup hefðu tekið til umræddrar samkeppni né að af þeirri niðurstöðu leiddi að kærandi nyti réttar samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þvert á móti var beinlínis tekið fram að samkeppnin hefði ekki verið hefðbundið útboð. Engu að síður taldi nefndin að sömu rök og þegar um væri að ræða hefðbundin útboð leiddu til þess að kærandi nyti réttar samkvæmt 1. mgr. 14. gr., enda hefði nefndin áður miðað við að þátttakendur í slíkum útboðum gætu reist rétt sinn til aðgangs að gögnum á grundvelli þess lagaákvæðis. Í báðum tilvikum væri um það að ræða að þátttakendur óskuðu eftir aðgangi að upplýsingum sem vörðuðu þá sérstaklega og verulega umfram aðra sbr. ummæli í frumvarpi til upplýsingalaga. Röksemdafærsla nefndarinnar var þannig ekki háð því að reglur um opinber innkaup tækju til samkeppni Isavia ohf., enda var sýnilega ekki gengið út frá þeirri forsendu í úrskurði hennar.</p> <p></p> <p>Varðandi seinna atriðið virðist Isavia ohf. hafna því að útleiga á leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar feli í sér ráðstöfun á opinberum hagsmunum. Því hafi sjónarmiðið ekki átt að hafa þýðingu við beitingu 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga svo sem gert var af hálfu úrskurðarnefndarinnar. Vísar Isavia ohf. sérstaklega til úrskurðar kærunefndar útboðsmála nr. 14/2014 í þessu samhengi. Rétt er að taka fram að þótt úrskurðarnefndin telji að umræddur úrskurður hafi takmarkaða þýðingu við skýringu og beitingu upplýsingalaga fær nefndin ekki betur séð en að niðurstaða umrædds úrskurðar hafi fyrst og fremst verið sú að þar sem Isavia ohf. hefði með samkeppninni ekki ætlað sér að inna af hendi fjárhagslegt endurgjald í skiptum fyrir verðmæti, en ekki komið fram sem kaupandi verks, vöru eða þjónustu í skilningi 1. mgr. 4. gr. laga um opinber innkaup, giltu umrædd lög ekki um samkeppnina. Með öðrum orðum hafi kærunefndin bent á að Isavia ohf. hafi komið fram sem seljandi og hafi því ekki staðið til að félagið léti af hendi eða ráðstafaði opinberu fé. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður tæplega gagnályktað frá úrskurðinum á þann hátt að það sé afstaða kærunefndar útboðsmála að með umræddu ferli hafi ekki staðið til að ráðstafa opinberum hagsmunum.</p> <p></p> <p>Án tillits til umrædds úrskurðar er ljóst að það er lögbundið verkefni Isavia ohf. að reka Flugstöð Leifs Eiríkssonar og verslanir í flugstöðinni. Er félaginu sérstaklega heimilað með lögum að gera samninga við aðra aðila til að þessum verkefnum sé sinnt á sem hagkvæmastan hátt. Isavia ohf. er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er stærsta flugstöð landsins og stendur við mikilvægasta millilandaflugvöll landsins sem fjölmargir ferðamenn fara um á hverju ári. Þá kemur eftirfarandi fram í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga um 2. mgr. 2. gr. Laganna, en í ákvæðinu er kveðið á um að lögin taki til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera eins og á við um Isavia ohf.:</p> <p></p> <p>„Rökin að baki því hlutfalli eru fyrst og fremst þau að þegar eignarhluti tiltekins aðila í fyrirtæki hefur náð þeim mörkum verði að líta svo á að ákvarðanir um meðferð og stjórnun slíks fyrirtækis séu í raun að umtalsverðu leyti ákvarðanir um ráðstafanir opinberra hagsmuna.“    </p> <p></p> <p>Með vísan til alls framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að unnt hafi verið að líta svo á að samkeppni sem miðaði að því að semja um leiguréttindi verslunarrýmis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi miðað að „ráðstöfun á opinberum hagsmunum“. Geti „opinberir hagsmunir“ verið annars konar gæði en opinbert fé. Þá hafi verið rétt að taka mið af því við mat á hagsmunum Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. af því að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum við beitingu 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Að öllu þessu virtu telur úrskurðarnefndin að ekkert hafi komið fram í V. kafla beiðni Isavia ohf. sem leiði til þess að ástæða sé til að taka mál það sem lyktaði með úrskurði nr. 580/2015 upp að nýju.</p> <p></p> <h3>9.</h3> <p></p> <p>Í VI. kafla beiðni Isavia ohf. um endurupptöku kemur fram að fyrirtækið álíti að misræmis gæti innan úrskurðar nefndarinnar nr. 580/2015. Bent er á að Isavia ohf. hafi verið gert að afhenda Gleraugnamiðstöðinni ehf. fjárhagslega tillögu Miðbaugs ehf. að blaðsíðum 4-6 undanskildum. Með þessu „féllst nefndin á að veita aðgang að upplýsingum í fjárhagslegu tilboði Miðbaugs ehf. um sölu fyrsta árið, leigugjald sem fyrirtækið bauð Isavia og lágmarksleigu“. Séu þetta sömu upplýsingar og komi fram á þeim blaðsíðum sem nefndin hafi talið undanþegnar upplýsingarétti. Svo virðist sem niðurstaða nefndarinnar byggi á ónógum upplýsingum um gögn máls og sé a.m.k. ekki nægilega skýr til að Isavia ohf. geti áttað sig á hvað eigi nákvæmlega eigi að afhenda. Þessi atriði beri að skýra með endurupptöku málsins.</p> <p></p> <p>Vegna beiðni Isavia ohf. um endurupptöku málsins hefur úrskurðarnefndin farið á ný yfir fjárhagslegt tilboð Miðbaugs ehf. í samkeppni um leigu á rými til verslunarreksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Á blaðsíðu 3 koma fram upplýsingar þær sem tilgreindar eru í beiðni Isavia ohf. Sér í lagi koma þar fram áætlun fyrirtækisins um sölu á fyrsta ári leigutímans og tilboð um leigu og lágmarksleigu. Umræddar upplýsingar koma einnig fram á blaðsíðum 4 til 6 sem úrskurðarnefndin taldi rétt að synja Gleraugnamiðstöðinni um aðgang að á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, enda taldist fyrirtækið ekki þátttakandi að þessum hluta samkeppninnar. Ljóst er að misritun varð af hálfu nefndarinnar þegar blaðsíða 3 í gagninu var ekki undanskilin upplýsingarétti á sama hátt og síðurnar þrjár sem á eftir koma. Með vísan til 2. mgr. 23. gr. stjórnsýslulaga hefur úrskurðarnefndin ákveðið að leiðrétta úrskurð nr. 580/2015 að þessu leyti.  </p> <p></p> <h3>10.  </h3> <p></p> <p>Í beiðni Isavia ohf. um endurupptöku er VIII. kafli í heild sinni eftirfarandi:</p> <p></p> <p>„Því hefur verið slegið föstu í dómaframkvæmd að Isavia ohf. sé ekki bundið af stjórnsýslulögum, sbr. hrd. í máli nr. 326/2014. Fyrir liggur að upplýsingalög eiga hins vegar við um starfsemi Isavia. Ekki fer fram hefðbundið mat á því hvort veita eigi aðgang að gögnum s.s. ef um stjórnvald væri að ræða. Gögnin sem aðilar í samkeppninni sendu inn eru gríðarlega mismunandi að umfangi. Ekki er um að ræða gögn sem urðu til hjá Isavia eða stjórnvöldum heldur viðskiptagögn sem ekki eru gögn sem upplýsingalögum er ætlað að opna aðgang að. Ekkert í gögnunum varðar opinbera hagsmuni. Málið varðar leigu á húsnæði sem Hæstiréttur hefur þegar komist að niðurstöðu um að Isavia sé frjálst að ráðstafa eftir hentisemi sinni, sbr. hrd. 465/2003.“</p> <p></p> <p>Þá er IX. kafli beiðninnar í heild sinni svohljóðandi:</p> <p></p> <p>„Fyrir liggur að þeir aðilar sem buðu í húsaleigu tóku ekki þátt í opinberu útboði og útbjuggu tilboðsgögn sín þannig ekki með það í huga að þau gætu komist í hendur samkeppnisaðila. Við mat á því hvort veita skuli aðgang að fjárhagslegum upplýsingum hefur úrskurðarnefndin lagt til grundvallar hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla megi að það sé til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að upplýsingunum. Við matið verði að líta til þess hverju sinni hversu mikið tjónið geti orðið og hvaða líkur séu á að það muni hljótast, verði upplýsingarnar veittar. Hvorugur kærenda í úrskurðum nr. 579 eða 580 hefur sýnt fram á það hverjir hinir lögvörðu hagsmunir þeirra eru. Hagsmunir Kaffitárs og Gleraugnamiðstöðvarinnar af því að fá aðgang að gögnum með upplýsingunum geta ekki talist slíkir að réttlætt geti að gengið sé á hagsmuni annarra, en samkeppnisaðilar þessara fyrirtækja.“</p> <p></p> <p>Með framangreindum efnisgreinum endurtekur Isavia ohf. að mestu leyti sjónarmið sem látin voru í ljós við meðferð máls þess sem nú er óskað endurupptöku á. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur túlkað upplýsingalög svo að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum í vörslum aðila sem falla undir upplýsingalög á grundvelli 2. mgr. 2. gr. laganna og stjórnvalda sem falla undir þau með vísan til 1. mgr. sömu lagagreinar. Þá hefur nefndin miðað við að lögin taki til gagna sem útbúin hafa verið af öðrum en þeim aðilum sem falla undir gildissvið laganna að því gefnu að umrædd gögn séu í vörslum slíkra aðila. Svo sem að framan greinir telur úrskurðarnefndin ljóst að ráðstöfun á leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar feli í sér ráðstöfun á opinberum hagsmunum en löggjafinn hefur gert ráð fyrir að í slíkum tilvikum sé upplýsingaréttur ríkari en ella. Taldi úrskurðarnefndin einnig að Gleraugnamiðstöðin ehf. ætti hagsmuni af því að fá aðgang að hluta hinna umbeðnu gögnum m.a. til að öðlast innsýn í þau efnislegu sjónarmið sem Isavia ohf. beitti í samkeppninni, enda lægi fyrir að þau hefðu ekki verið skráð með neinum hætti af fyrirtækinu. Vísast að öðru leyti til þeirra sjónarmiða sem rakin eru í úrskurði nefndarinnar hvað þetta varðar. Verður ekki séð að ítrekanir Isavia ohf. á sjónarmiðum sem þegar hafi verið látin í ljós og úrskurðarnefndin hefur tekið afstöðu til geti leitt til endurupptöku málsins. </p> <p></p> <h3>11.</h3> <p></p> <p>Í beiðni Isavia ohf. kemur fram að verði ekki fallist á kröfu um endurupptöku sé með vísan til sömu sjónarmiða gerð krafa um frestun á réttaráhrifum úrskurðarins. Sérstök ástæða sé til að fresta réttaráhrifum. Fyrir liggi að ekki sé útilokað að leitt verði í ljós undir rekstri dómsmáls að „í þeim gögnum sem úrskurðir nefndarinnar taka til séu gögn sem kunni að njóta verndar upplýsingalaganna“. Vísar Isavia ohf. í þessu samhengi til úrskurða nefndarinnar nr. A-577/2015 og A-233/2006. Fordæmisgildi málsins sé ótvírætt auk þess sem gríðarlegir viðskiptalegir hagsmunir séu í húfi, bæði fyrir Isavia ohf. og þá aðila sem tóku þátt í umræddri samkeppni um húsaleigu. Fallist nefndin ekki á frestun réttaráhrifa sé Isavia ohf. svipt þeim grundvallarrétti sem einstaklingar og lögaðilar njóti samkvæmt 70. gr. stjórnaskrárinnar.</p> <p></p> <p>Í 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Skuli krafa þess efnis gerð eigi síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests. Ákvæði um frestun réttaráhrifa var áður í 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í athugasemdum við þá grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996, svo og í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, segir: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“</p> <p></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, og nú 24. gr. laga nr. 140/2012, eigi fyrst og fremst við um tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila annarra en þeirra sem falla undir gildissvið laganna, sem geta verið skertir með óbætanlegum hætti, verði aðgangur veittur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga, eins og þau kunni síðar að verða skýrð af dómstólum. Að mati nefndarinnar hafa ekki komið fram upplýsingar sem sýna fram á að slíkir hagsmunir séu í húfi. Þá er til þess að líta að beiðni Isavia ohf. um frest á réttaráhrifum er að verulegu leyti reist á sjónarmiðum um að Isavia ohf. hefði verið unnt að byggja synjun á beiðni Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. á öðrum lagagrundvelli en Isavia ohf. gerði. Í þessu samhengi bendir úrskurðarnefndin á að dómstólar hafa álitið að stjórnvaldsákvarðanir sem haldnar eru efnislegum annmörkum séu ógildanlegar þótt niðurstöður þeirra kunni að vera réttar á öðrum efnislegum grundvelli sbr. dóm Hæstaréttar Íslands 31. mars 2011 í máli nr. 626/2010 og dóm réttarins 16. maí 2012 í máli nr. 593/2011. Er því vandséð að fallist yrði á dómkröfur stjórnvalda eða lögaðila sem falið er að taka stjórnvaldsákvarðanir er lúta að því að reisa slíkar ákvarðanir viðkomandi aðila á nýjum lagagrundvelli. Loks gefa ábendingar Isavia ohf. um ætlaða annmarka á úrskurði nefndarinnar ekki tilefni til að ætla að sérstök ástæða til að fresta réttaráhrifum úrskurðarins.</p> <p></p> <p>Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar nr. 580/2015, í máli ÚNU 15050006. Ber því að hafna kröfu Isavia ohf. þar að lútandi.</p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p></p> <p>Kröfu Isavia ohf. um endurupptöku máls nr. ÚNU 15020004 er hafnað.</p> <p></p> <p>Kröfu Isavia ohf. um um frestun á réttaráhrifum úrskurðar 580/2015 er hafnað.</p> <p><br /> </p> <p>Úrskurðarorð úrskurðar nefndarinnar nr. 580/2015 er leiðrétt og skal vera svohljóðandi: Isavia ohf. skal afhenda Gleraugnamiðstöðinni ehf. einkunnir og tillögu Miðbaugs ehf. í samkeppninni „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“ að undanskildum blaðsíðum 3 til 6, að báðum síðum meðtöldum, í gagninu „Financial Proposal. Request for Proposal at Keflavik Airport. Stage 2“. Að öðru leyti er kæru Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p><br /> </p> <p></p> <p>Þorgeir Ingi Njálsson</p> <p></p> <p>varaformaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p> </p> |
586/2015. Úrskurður frá 31. júlí 2015 | Isavia ohf. krafðist þess aðallega að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál nefndarinnar nr. ÚNU 14100011, sem lyktaði með úrskurði nr. 579/2015. Til vara fór fyrirtækið þess á leit að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til að verða við kröfum fyrirtækisins. | <p></p> <h2>Úrskurður</h2> <p></p> <p>Hinn 31. júlí 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 586/2015 í máli ÚNU 15050006.</p> <p></p> <h3>Beiðni um endurupptöku og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með erindi 26. maí 2015 var af hálfu Isavia ohf. aðallega gerð sú krafa að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki upp að nýju mál nefndarinnar nr. ÚNU 14100011 og ÚNU 14020004 sbr. úrskurði nefndarinnar nr. 579/2015 og 580/2015. Í erindinu er vísað til 1. töluliðar 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er lýtur að rétti aðila máls til að mál verði tekið til meðferðar á ný ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik. Þá er til vara gerð krafa um frestun réttaráhrifa úrskurðanna ef ekki verður fallist á endurupptöku þeirra.  Varðar úrskurður þessi beiðni fyrirtækisins varðandi mál nefndarinnar nr. ÚNU 14100011 sbr. úrskurð nr. 579/2015.</p> <p></p> <p>Í úrskurði nefndarinnar nr. 579/2015 er fjallað um rétt Kaffitárs ehf. til aðgangs að gögnum í  samkeppni sem Isavia ohf. efndi til um leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia ohf. var gert að afhenda lista yfir þátttakendur í samkeppninni sem og lista yfir einkunnir þeirra á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Þá var fyrirtækinu á sama lagagrundvelli gert að afhenda tillögur og fylgigögn tilgreindra fjögurra fyrirtækja sem tóku þátt í samkeppninni að tilteknum blaðsíðum undanteknum. Var hluta kæru Kaffitárs ehf. vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <p></p> <p>Í beiðni Isavia ohf. kemur fram að úrskurðarnefndin hafi ekkert skoðað eða metið það grundvallaratriði að um leið og þau gögn sem fyrirtækinu hafi verið gert að afhenda komist í hendur Kaffitárs ehf. geti þau auðveldlega komist í hendur samkeppnisaðila Isavia ohf., þ.e. rekstraraðila annarra flugvalla í Evrópu. Tilgangur Isavia ohf. með samkeppni um útleigu í húsnæðinu í „Leifsstöð“ sé að hámarka arðsemi húsnæðisins í þeim tilgangi að fyrirtækið sé betur í stakk búið til að keppa við samkeppnisaðila sína um flugfarþega. Þegar sá markaður sé skoðaður og skilgreindur þurfi að hafa það í huga að það sé þekkt í samkeppnisrétti að einungis litlar sveiflur í gæðum þjónustu og verði hennar geti leitt til verulegra breytinga í farþegafjölda frá einum flugvelli til annars. Þetta eigi einnig við um millilendingar flugfélaga en flugfarþegar á leið í frí séu einkum viðkvæmir fyrir verðlagsbreytingum. Aðgangur að gögnum sem varði mikilvægar viðskiptaákvarðanir á sviði verslunar í flugstöðinni eigi hvorki að vera opinn fyrir kærendur né almenning og falli því undir undanþáguheimild 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum 3. mgr. 14. gr. sömu laga. Í úrskurðinum fjalli nefndin ekkert um að gögn og upplýsingar af því tagi sem kærendur geri kröfu um að fá afhent gætu auðveldlega skaðað samkeppnisstöðu Isavia ohf. Þegar af þeirri ástæðu sé full ástæða til að taka hvort heldur er aðalkröfu eða varakröfu fyrirtækisins til greina.</p> <p></p> <p>Þá vísar Isavia ohf. til þess að nefndin hafi sniðgengið þau sjónarmið sem fram komi í 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Vísar fyrirtækið einkum til a og b liða 2. mgr. lagaákvæðisins um áhrif á verð, afslætti, álagningu eða önnur viðskiptakjör og takmörkun eða stýringu á framleiðslu, mörkuðum, tækniþróun eða fjárfestingu. Samkeppnislög geri ráð fyrir að hvers konar aðgerðir sem hafi það að markmiði eða geti leitt til að samráð stofnist séu bannaðar. Þannig þurfi ekki að liggja fyrir annarlegur tilgangur þess sem óski eftir gögnum heldur sé nægjanlegt að hætta sé á því að veiting aðgangs að gögnunum hafi í för með sér að samkeppni sé raskað.</p> <p></p> <p>Hafi 1. mgr. 10. gr. samkeppnislaga að geyma almennt bann við öllum samningum og samskiptum milli keppinauta sem hafi það að markmiði eða af þeim leiði að samkeppni sé á einhvern hátt raskað. Í 2. mgr. ákvæðisins sé nánar kveðið á um til hvaða aðgerða bann 1. mgr. taki. Þegar keppinautar skiptist á upplýsingum um verð, afslætti eða önnur viðskipti sé almennt litið svo á að það geti fallið undir bannreglu 10. gr.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. bendir á að upplýsingaskipti, þ. á m. upplýsingagjöf, hvort heldur er samkvæmt frjálsum vilja markaðsaðila eða á grundvelli fyrirskipunar stjórnvalds, geti falið í sér brot á ákvæði 10. gr. samkeppnislaga. Talin sé ákveðin hætta á því að samkeppni raskist ef keppinautar hafi of miklar upplýsingar hver um annan sem lúti að verði, kostnaði, viðskiptakjörum eða viðskiptaáætlunum. Hin skaðlegu áhrif sem slík upplýsingaskipti geti mögulega haft séu aðallega fólgin í því að fyrirtæki geti með slíkar upplýsingar í höndum séð fyrir hegðun hvers annars á markaði og samhæft hegðunina. Upplýsingaskipti um gildandi verð og viðskiptakjör keppinauta geti fallið undir bannreglu 10. gr. Gögn sem varði áætlanir og kostnað séu sérstaklega viðkvæm gögn í þessu sambandi.</p> <p></p> <p>Þá er bent á að nánari reglur um samvinnu eða samskipti keppinauta sé að finna í leiðbeiningarreglum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en ákvæði 10. gr. samkeppnislaga sé að meginstofni til í samræmi við 1. mgr. 53. gr. EES samningsins og 101. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins sbr. áður 81. gr. Rómarsáttmálans. Eins og kunnugt sé skuli samkvæmt 3. gr. laga um Evrópska efnahagssvæðið skýra íslensk lög og reglur, að svo miklu leyti sem við eigi, til samræmis við EES samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Séu framangreindar leiðbeiningarreglur því hafðar til hliðsjónar við beitingu íslenskra samkeppnisyfirvalda og dómstóla á 10. gr. samkeppnislaga.</p> <p></p> <p>Sérstaklega sé fjallað um upplýsingaskipti sem raska samkeppni í 2. kafla í framangreindum leiðbeiningarreglum framkvæmdastjórnarinnar. Samkvæmt reglunum taki 101. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, sbr. 10. gr. samkeppnislaga, aðallega til miðlunar á gögnum er varði stefnumörkun fyrirtækja. Þannig sé óheimilt að skiptast á eða afhenda gögn sem eyða óvissu milli keppinauta um áætlanir og framtíðarhegðun á markaði. Ekki sé nauðsynlegt að um gagnkvæm skipti upplýsinga sé að ræða, heldur geti einhliða afhending slíkra gagna farið gegn bannreglu samkeppnislaga þar sem slíkt geti eytt óvissu og leitt til samstilltra aðgerða. Samkeppnisreglurnar séu túlkaðar með þeim hætti að með því að taka við slíkum upplýsingum frá keppinauti taki fyrirtæki óhjákvæmilega tillit til upplýsinganna og lagi hegðun sína á markaði að þeim. Brot gegn 10. gr. sé hins vegar ávallt tvíhliða þannig að bæði þau fyrirtæki sem eigi í hlut, sem afhendi upplýsingarnar og sem taki við þeim, gerist sek um brot á 10. gr. ef viðkvæmar upplýsingar fari á milli, auk þess sem milligönguaðili geti átt hlutdeild í brotinu.</p> <p></p> <p>Varðandi efni gagnanna geti gögn sem leiðbeiningarreglurnar geri ráð fyrir að raski samkeppni m.a. fjallað um verð (t.d. raunverð, afslætti, hækkanir eða lækkanir á verði eða endurgreiðslur), lista yfir viðskiptavini, framleiðslukostnað, magnupplýsingar, veltu og sölu, afkastagetu, eiginleika, markaðsáætlanir, áhættu, fjárfestingar, vöruþróun, tæknilegar upplýsingar og rannsóknar- og þróunarferla og niðurstöður þeirra.</p> <p></p> <p>Að mati Isavia ohf. sé mjög mikið magn upplýsinga um framangreint í þeim gögnum sem félaginu hafi verið gert að afhenda með úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Telur fyrirtækið verulega hættu á því að afhending umræddra gagna muni bæði skerða verulega viðskiptalega hagsmuni þeirra fyrirtækja sem í hlut eigi auk þess sem allar líkur séu til þess að afhending þeirra muni fela í sér brot á bannreglu 10. gr. samkeppnislaga. Við slíku broti liggi eins og kunnugt sé þung stjórnsýsluviðurlög samkvæmt 37. gr. samkeppnislaga, þar sem heimilt sé að sekta brotlegt fyrirtæki um allt að 10% af heildarveltu síðasta rekstrarárs. Tekið sé fram að við veltumiðin skuli litið til heildarveltu þeirrar samstæðu sem umrætt fyrirtæki starfi í. Þá verði ekki framhjá því litið að samkvæmt f lið 41. gr. a samkeppnislaga sé „upplýsingagjöf um þau atriði sem fram koma í a-e liðum“ ákvæðisins refsiverð fyrir einstaklinga og varði samkvæmt lögunum að hámarki sex ára fangelsi.</p> <p></p> <p>Ítrekað sé í þessu sambandi að það firri fyrirtæki ekki ábyrgð samkvæmt 10. gr. samkeppnislaga að upplýsingagjöfin fari fram í gegnum þriðja aðila. Þá sé ekki útilokað samkvæmt samkeppnislögum að Isavia ohf. ætti hlutdeild í brotinu. Isavia ohf. hyggist leiða í ljós að verulegur hluti þeirra gagna sem félaginu sé gert að afhenda falli undir 10. gr. samkeppnislaga. Telji nefndin ekki útilokað, að leitt verði í ljós við endurupptöku eða í dómsmáli að meðal þeirra gagna sem úrskurðurinn taki til kunni að njóta verndar upplýsingalaga, beri henni að fresta réttaráhrifum hennar, sbr. nálgun nefndarinnar í úrskurðum í málum A-577/2015 og A-233/2006.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. bendir einnig á að það varði samkeppnishagsmuni fyrirtækisins til framtíðar að geta haldið nauðsynlegan trúnað við þátttakendur í samkeppnum. Tilboð þátttakenda hafi m.a. haft að geyma upplýsingar um skulda- og eignastöðu, álagningarstöðu og viðskiptaáætlanir. Þessar upplýsingar geri félaginu kleift að meta fjárhagslega getu og styrk þátttakenda í forvali og sýna fram á það hvernig þeir hyggjast greiða þá veltutengdu leigu sem þeir buðu í forvalinu.</p> <p></p> <p>Að mati Isavia ohf. séu þessar upplýsingar um þátttakendur í forvalinu alls eðlisólíkar upplýsingum sem bjóðendur í hefðbundnum útboðum veiti. Þannig feli upplýsingar sem veittar séu í hefðbundnum útboðum, varðandi kaup á vöru eða þjónustu, ekki í sér upplýsingar um langtíma rekstur. Þá veiti þær ekki upplýsingar um tekjur, rekstraráætlanir, arðsemi og annað tengt rekstri þeirra líkt og þátttakendur þurftu að upplýsa um í forvalssamkeppninni til að hægt væri að leggja mat á boð þeirra um veltutengda leigu. Því byggi Isavia ohf. á því að tilvísun nefndarinnar til afhendingar gagna í hefðbundnum útboðum eigi ekki við í þeim málum sem til umfjöllunar séu. Þá hafi Isavia ohf. verulega hagsmuni af því að geta haldið aftur samkeppni um húsaleigu, t.a.m. í fyrirhugaðri viðbyggingu við „Leifsstöð“, þar sem gætt verði trúnaðar um þátttakendur og gögn þeirra. Annars sé mögulegt að færri aðilar séu reiðubúnir að taka þátt í samkeppni sem geti leitt til verri niðurstöðu fyrir fyrirtækið og flugvallargesti almennt sem neytendur.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. heldur því fram að rannsóknarregla 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hafi verið brotin við meðferð nefndarinnar á málunum tveimur. Í úrskurði 579/2015 taki nefndin fram að af hálfu Isavia ohf. og þeirra aðila sem tóku þátt í samkeppninni í flokki Kaffitárs ehf. hafi hvorki verið bent á hvar ætlaðar viðkvæmar viðskiptaupplýsingar væri að finna í hinum umbeðnu gögnum né hvers vegna opinberun þerra væri til þess fallin að valda tjóni eða hversu mikið slíkt tjón gæti orðið.</p> <p></p> <p>Ljóst sé að nefndinni hafi borið að fullnægja skilyrðum rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins og ganga á eftir því að þær upplýsingar sem nefndin teldi vanta yrðu útvegaðar. Bagalegt sé að slíkt hafi ekki verið gert í ljósi þess að samkvæmt upplýsingalögum sé m.a. nauðsynlegt að meta andstæða hagsmuni aðila, hugsanlegt tjón og ætlað umfang þess, af því að afhenda upplýsingar til þess að unnt sé að taka ákvörðun um hvort heimilt sé að synja aðgangi að gögnum. Bent er á að hagsmunamat samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga sé lögbundið og geti úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki vikið sér undan þeirri lagaskyldu að skoða umbeðin gögn og meta efni þeirra sjálfstætt í ljósi hagsmuna aðila, annars vegar beiðanda og hins vegar þeirra sem gögnin eiga eða gögnin fjalla um. Ekki verði séð að nefndin geti vísað til þess að þar sem hún hafi ekki forsendur til að meta gögnin og meta þýðingu þeirra sé beiðanda veittur aðgangur að þeim. Gangi slík niðurstaða bæði gegn rannsóknarreglu og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar. Þá fái Isavia ohf. ekki annað séð en að úrskurðarnefndin telji sig bundna af málsforræðisreglu einkamálalaga en ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Samkvæmt rannsóknarreglunni hafi nefndinni borið að óska eftir umræddum gögnum til að upplýsa málið að fullu en ekki að úrskurða á meðan þessi atriði lágu ekki fyrir.</p> <p></p> <p>Þá sé einnig að finna augljósar rangfærslur í umræddum úrskurði. Komi t.d. fram að nefndin skilji málsástæður Isavia ohf. ekki öðruvísi en svo að byggt sé á því að beiðnin falli utan gildissviðs upplýsingalaga vegna þeirrar málsástæðu fyrirtækisins að gögnin varði einkaréttarlegan gerning sem hafi ekki falið í sér að opinbert fé hafi verið látið af hendi. Isavia ohf. mótmæli hins vegar hvergi í gögnum málsins að upplýsingalög eigi við heldur „tengist þessi málsástæða um útlát opinbers fjármagns því hvort reglur útboðsréttar eigi við eða ekki, og þar með hvort um beiðnina fari eftir 9. og 10. gr. upplýsingalaga eða samkvæmt 14. gr. laganna“. Þessi rangfærsla í úrskurðinum veki upp réttmætar efasemdir um það hvort gætt hafi verið að rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga, enda ljóst að málsástæðan hafi ekki verið skoðuð með fullnægjandi hætti eða a.m.k. misskilin verulega. Rannsóknarreglan teljist öryggisregla stjórnsýsluréttarins og brot á henni leiði almennt til ógildingar úrskurðar.</p> <p></p> <p>Þá vísar Isavia ohf. til þess að í umræddum úrskurði taki nefndin þá afstöðu að rök standi til þess að kærendur, sem þátttakendur í samkeppninni, njóti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum með sama hætti og þátttakendur í hefðbundnum útboðum. Nefndin komist að þeirri niðurstöðu „þvert á niðurstöðu Kærunefndar útboðsmála sbr. úrskurð í máli nr. 14/2014“. Þá komist nefndin að þessari niðurstöðu þrátt fyrir að kærendur hafi ekki sýnt fram á að þeir eigi lögvarða hagsmuni af því að fá upplýsingarnar. Mögulegur skaðabótaréttur þátttakenda í samkeppni af þessu tagi, þar sem öllum hafi verið heitið fullum trúnaði, verði ekki leiddur af almennum reglum. Slík niðurstaða fari þvert á afdráttarlausa niðurstöðu kærunefndar sem hafi það hlutverk að lögum að fjalla um útboðsmál. Einnig sé bent á að af úrskurðinum megi ráða að nefndin hafi farið út fyrir valdsvið sitt og gert reka að því að meta á hvaða sjónarmiðum Isavia ohf. byggði val sitt á þeim aðilum sem sóttust eftir leiguhúsnæði, en slíkt sé í höndum kærunefndar útboðsmála ef svo beri undir.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. bendir á að í þeim málum sem „talið hafi verið að reglur um opinber innkaup eigi við, enda þótt lögin gildi ekki um starfsemina“, hafi ávallt verið um að ræða stjórnvald, sbr. ÁTVR í áliti umboðsmanns Alþingis nr. 136/1989, en ekki opinbert hlutafélag og kaup á þjónustu. Þannig séu bæði starfsemi og félagaformið ólíkt og málin ekki fordæmisgefandi fyrir opinbert hlutafélag sem auglýsi húsnæði til leigu, eins og kærunefnd útboðsmála hafi staðfest. Í þessu felist að þegar engin ráðstöfun verði á opinberum fjármunum eigi ekki sömu sjónarmið við um hagsmuni aðila máls eða almennings af gögnunum. Mikill misskilningur sé ríkjandi hjá nefndinni varðandi þennan hátt, „þ.e. að verið sé að ráðstafa opinberum hagsmunum“. Í niðurstöðukafla nefndarinnar sé þessu ítrekað haldið fram í beinni andstöðu við fyrirliggjandi úrskurð kærunefndar útboðsmála.</p> <p></p> <p>Bent er á í beiðni Isavia ohf. að í úrskurði nefndarinnar í máli nr. 579/2015 gæti ákveðins misræmis. Þannig sé kveðið á um það í úrskurðarorðum nefndarinnar að afhenda eigi Kaffitári öll gögn m.a. Lagardere Services, að undanskildum glærum 59 til 88 í glærukynningu. Í úrskurðinum sé þetta rökstutt með því að gögnin varði skipulag þeirra verslana sem Lagardere Services hyggist reka á fríhafnarsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Af gögnum málsins verði ráðið „að kærandi tók ekki þátt í þeim flokkum samkeppninnar er glærurnar varða og hefur því ekki nægilega ríka hagsmuni í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 á að kynna sér umræddar upplýsingar“. Af hálfu Isavia ohf. er bent á að glærur nr. 1 til 58 lúti einnig að þessum flokkum samkeppninnar, þ.e. verslanahlutanum sem Kaffitár ehf. tók ekki þátt í. Því ætti með sömu rökum og hér að framan að undanþiggja allar glærur frá 1-58 í úrskurðarorði nefndarinnar.</p> <p></p> <p>Þá segir í beiðninni: „Auk þess mælir nefndin fyrir um að afhenda skuli öll fylgigögn Lagardere (fjárhagslegt tilboð)“. Þar sé að finna sömu upplýsingar og fram komi á glærum 59-88 sem hafi verið undanþegin afhendingu. Í úrskurðarorðinu felist að þessu leyti þversögn. Þar sem annars vegar sé takmarkaður aðgangur að tilteknum skjölum sem hafi að geyma upplýsingar en á hinn bóginn sé veittur aðgangur að þessum sömu upplýsingum með því að veita aðgang að fylgigögnum. Sé Isavia ohf. í raun ógerlegt að framfylgja úrskurðarorðinu og annars vegar afhenda þau gögn sem um sé beðið og á sama tíma gæta trúnaðar um þau gögn sem félaginu hafi verið afhent.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. bendir á að misræmi sé milli úrskurðanna tveggja. Í máli Kaffitárs ehf. sé Isavia ohf. gert að afhenda gögn veitingaaðila sem séu algjörlega sambærileg gögnum sem undanskilin hafi verið í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. Samkvæmt jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eigi sambærileg tilvik að fá sambærilega meðferð hjá stjórnvöldum og ósambærileg tilvik að fá ósambærilega meðferð. Isavia ohf. telji að þessari grundvallarreglu hafi ekki verið fylgt við málsmeðferð nefndarinnar. Varði slíkur efnisannmarki raunverulega ógildingu ákvörðunar, „enda um að ræða brot á öryggisreglu í skilningi stjórnsýsluréttar“.</p> <p></p> <p>Þá hafi því verið slegið föstu í dómaframkvæmd að Isavia ohf. sé ekki bundið af stjórnsýslulögum sbr. dóm Hæstaréttar Íslands 22. desember 2014 í máli nr. 326/2014. Fyrir liggi að upplýsingalög gildi um starfsemi Isavia ohf. Ekki fari fram hefðbundið mat á því hvort veita eigi aðgang að gögnum s.s. ef um stjórnvald væri að ræða. Gögnin sem aðilar í samkeppninni hafi sent inn séu gríðarlega mismunandi að umfangi. Ekki sé um að ræða gögn sem orðið hafi til hjá Isavia ohf. eða stjórnvöldum heldur viðskiptagögn sem ekki séu gögn sem upplýsingalögum sé ætlað að opna aðgang að. Ekkert í gögnunum varði opinbera hagsmuni. Málið varði leigu á húsnæði sem Hæstiréttur Íslands hafi þegar komist að niðurstöðu um að Isavia ohf. sé frjálst að ráðstafa eftir hentisemi sinni, sbr. dóm réttarins frá 29. apríl 2004 í máli nr. 465/2003.</p> <p></p> <p>Fyrir liggi að þeir aðilar sem buðu í húsaleigu hafi ekki tekið þátt í opinberu útboði og hafi þannig ekki útbúið tilboðsgögn sín með það í huga að þau gætu komist í hendur samkeppnisaðila. Við mat á því hvort veita skuli aðgang að fjárhagslegum upplýsingum hafi úrskurðarnefndin lagt til grundvallar hvort um væri að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla mætti að það væri til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtækjum tjóni, yrði aðgangur veittur að upplýsingunum. Við matið yrði að líta til þess hverju sinni hversu mikið tjónið gæti orðið og hvaða líkur væru á að það myndi hljótast yrðu upplýsingarnar veittar. Kærandi hafi ekki sýnt fram á hverjir hinir lögvörðu hagsmunir hans séu. Hagsmunir hans af því að fá aðgang að gögnum með upplýsingunum geti ekki talist slíkir að réttlætt geti að gengið yrði á hagsmuni annarra, en samkeppnisaðilar þessara fyrirtækja hafi eindregið lýst yfir andstöðu sinni við það að gögnin verði afhent til keppinauta þeirra.</p> <p></p> <p>Verði ekki fallist á beiðni Isavia ohf. um endurupptöku málsins á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga sé með vísan til sömu sjónarmiða gerð krafa um frestun á réttaráhrifum úrskurðarins samkvæmt 24. gr. upplýsingalaga. Fyrir liggi að mati Isavia ohf. að ekki sé útilokað að leitt verði í ljós undir rekstri dómsmálanna að í þeim gögnum sem úrskurðir nefndarinnar taki til séu gögn sem kunni að njóta verndar upplýsingalaga. Fordæmisgildi málsins sé ótvírætt auk þess sem árétta beri að gríðarlegir viðskiptalegir hagsmunir séu í húfi, bæði fyrir Isavia ohf. og þá aðila sem tekið hafi þátt í umræddri samkeppni um húsaleigu. Þá verði ekki horft framhjá því að fallist nefndin ekki á frestun réttaráhrifa sé Isavia ohf. svipt þeim grundvallarrétti sem bæði einstaklingar og lögaðilar njóti samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar. Með vísan til þess, þeirra hagsmuna sem í húfi séu og fordæmisgildis úrskurðanna, telji Isavia ohf. að fullrar sanngirni verði ekki gætt gagnvart fyrirtækinu nema nefndin fallist a.m.k. á að fresta réttaráhrifum úrskurðanna.</p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Af hálfu Kaffitárs ehf. var þann 8. júní rituð umsögn vegna beiðni Isavia ohf. um endurupptöku úrskurðar nefndarinnar nr. 579/2015 og frestun réttaráhrifa hans. Mótmælti Kaffitár ehf. beiðni Isavia ohf. í heild sinni. Bent er á að í beiðni Isavia ohf. sé byggt á 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku máls. Af orðalagi þess ákvæðis sé ljóst að ekki geti komið til endurupptöku stjórnvaldsákvörðunar nema röng málsatvik hafi verið lögð til grundvallar úrlausn máls og að þau málsatvik hafi ráðið úrslitum í málinu. Telur Kaffitár ehf. að hvorugt skilyrðanna hafi verið uppfyllt í málinu. Í erindi Isavia ohf. sé alfarið vísað til þess að fyrirtækið sé ósammála röksemdum úrskurðarnefndarinnar. Með öðrum orðum vísi Isavia ohf. alfarið til málsástæðna en ekki málsatvika.</p> <p></p> <p>Undantekningarreglunni í 24. gr. stjórnsýslulaga verði því aðeins beitt að rangar eða ófullnægjandi upplýsingar um atvik máls hafi að öllum líkindum leitt til rangrar niðurstöðu um lögfræðileg atriði. Ekki sé farið rangt með nein málsatvik, hvað þá málsatvik sem ráðið hafi úrslitum. Þegar af þeirri ástæðu beri að hafna endurupptökubeiðninni. Þá bendir Kaffitár ehf. á að meginreglan sé sú að stjórnvaldsákvarðanir séu endanlegar og því séu endurupptökureglur 24. gr. stjórnsýslulaga undantekningarreglur sem skýra beri þröngt. Þá séu endurupptökuheimildir enn þrengri þegar um sé að ræða mál sem fleiri en einn eigi aðild að sem eigi andstæðra hagsmuni að gæta eins og eigi við í málinu. Ákvörðun um endurupptöku væri m.ö.o. í senn ívilnandi gagnvart Isavia ohf. og íþyngjandi gagnvart Kaffitári ehf. Beri því að hafna endurupptökubeiðninni.</p> <p></p> <p>Þá er tekið fram að í bréfi Isavia ohf. séu engin rök færð fyrir því að heimild 2. töluliðar 1. mgr. 24. gr. eigi við. Í sjálfu sér þurfi það ekki að koma á óvart, enda fjarstæðukennt að halda því fram að „atvik“ hafi breyst „verulega“ á þeirri einu viku sem leið frá birtingu úrskurðarins þar til Isavia ohf. lagði fram endurupptökubeiðni sína. Því geti 2. töluliður ekki komið til álita sem grundvöllur endurupptöku.  Kaffitár ehf. tekur fram að erindi Isavia ohf. feli í sér tilraun til að fá úrskurðarnefndina til að breyta um skoðun á röksemdum sem nefndin hafi þegar tekið afstöðu til.</p> <p></p> <p>Svo virðist sem því  sé haldið fram af hálfu Isavia ohf.  að 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 eigi við í málinu. Ákvæði greinarinnar eigi að koma í veg fyrir afhendingu gagna til Kaffitárs, af þeirri ástæðu að gögn útboðsins geti komist í hendur rekstraraðila annarra flugvalla í Evrópu. Þeir aðilar séu samkeppnisaðilar Isavia ohf. Slíkt geti brotið gegn ákvæðum 10. gr. samkeppnislaga um ólögmætt samráð. Kaffitár ehf. bendir í fyrsta lagi á að upplýsingalög séu sérlög gagnvart samkeppnislögum. Sjónarmiða um ólögmætt samráð keppinauta sé hvergi getið í upplýsingalögum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál beri að byggja úrskurði sína á upplýsingalögum en ekki samkeppnislögum. Að öðrum kosti færi nefndin út fyrir valdsvið sitt. Úrskurðarnefndin geti ekki farið út fyrir sérsvið sitt og lagt mat á erindi sem eigi heima á borðum innlendra eða erlendra samkeppnisyfirvalda.</p> <p></p> <p>Í öðru lagi, verði gögnin afhent Kaffitári samkvæmt úrskurðarorði, en ekki „erlendum rekstraraðilum flugvalla“. Getgátur Isavia ohf. um atburðarás í kjölfar afhendingar til Kaffitárs ehf. séu þýðingarlausar að upplýsingalögum.</p> <p></p> <p>Í þriðja lagi tæki 10. gr. samkeppnislaga samkvæmt orðalagi sínu aldrei til þess þegar einn opinber aðili skyldar annan opinberan aðila til að afhenda gögn. Gildissvið greinarinnar afmarkist við samráð milli samkeppnisaðila.</p> <p></p> <p>Í fjórða lagi séu réttindi Kaffitárs til gagnanna ekki undanþæg vegna eigin samkeppnishagsmuna Isavia ohf. Í 14. gr. upplýsingalaga komi fram tvær undantekningar frá upplýsingaskyldu. Þær sé að finna í annarri og þriðju málsgrein lagagreinarinnar. Hvorug þessara málsgreina geri ráð fyrir að eigin hagsmunir opinbers aðila standi í vegi fyrir afhendingu gagna.</p> <p></p> <p>Í fimmta lagi séu röksemdir Isavia ohf.  um brot gegn 10. gr. samkeppnislaga í besta falli óskýrar. Hvorki þjónustu- né vörumarkaðir séu skilgreindir, eins og gert sé ráð fyrir í 5. tölulið 4. gr. laganna. Landfræðilegi markaðurinn sé ekki skilgreindur heldur. Engin rannsókn á markaðsstyrk hafi farið fram. Ekkert liggi því fyrir um það hverjir markaðir málsins séu, hverjir starfi á þeim, hver markaðshlutdeild þeirra sé né hvort hún sé undir viðmiðunarhlutdeild 13. gr. laganna á þeim mörkuðum sem máli skipti. Þá sé ekki útskýrt í erindi Isavia ohf. með hvaða hætti afhending gagna hefði samkeppnishamlandi „markmið“ eða „áhrif“ í skilningi 10. gr. samkeppnislaga. Beri því að hafna röksemdunum. Þá vísist til þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi þegar tekið afstöðu til þess að 10. gr. samkeppnislaga komi ekki í veg fyrir afhendingu gagnanna og vísist til þeirra sjónarmiða.</p> <p></p> <p>Í bréfi Isavia ohf. sé því haldið fram að afhending gagna frá öðrum þátttakendum í útboðinu brjóti gegn 10. gr. samkeppnislaga, af þeirri ástæðu að um samkeppnisaðila Kaffitárs ehf. sé að ræða. Málsástæðan sé ekki útskýrð frekar. Mótmælir Kaffitár ehf. þessu og vísar til framangreindra sjónarmiða um gildissvið upplýsingalaga gegn samkeppnislögum, nauðsyn markaðsskilgreininga, mælinga markaðsstyrks o.s.frv. Ómálefnalegt væri að byggja niðurstöðu í upplýsingamáli á almennum og órökstuddum staðhæfingum Isavia ohf. um annað réttarsvið. Þá sé undirstrikað að úrskurðarnefnd hafi þegar tekið afstöðu til þess að 10. gr. samkeppnislaga komi ekki í veg fyrir afhendingu gagnanna.</p> <p></p> <p>Þá vísist til þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi hingað til litið svo á að þátttakandi í útboði teljist aðili máls í skilningi 14. gr. upplýsingalaga, þegar hann fari fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verði til áður en að til samninga sé gengið við tiltekinn bjóðanda. Vísist um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014 og 570/2015.</p> <p></p> <p>Þátttakendur í útboðum séu, eðli málsins samkvæmt, samkeppnisaðilar á tíma útboðsins. Ættu ofangreindar málsástæður Isavia ohf. við rök að styðjast hefði úrskurðarnefndin ítrekað brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga með ofangreindum úrskurðum um afhendingu gagna frá einum samkeppnisaðila til annars. Augljóst megi vera að slíkt standist engan veginn. Bendir Kaffitár ehf. á að fyrirtækið bjóði ekki upp á neina þjónustu í flugstöðvum lengur. Það telji sig ekki vera í sérstakri samkeppni við umrædd fyrirtæki nú um stundir og ekki hafa neina samkeppnislega hagsmuni af því að fá umrædd gögn afhent. Hagsmunir fyrirtækisins af afhendingu gagnanna séu þeir að geta gengið úr skugga um lögmæti útboðsferlisins, metið hvort að ráðstöfun opinberra hagsmuna hafi verið staðið með forsvaranlegum hætti o.s.frv. Kaffitár ehf. mótmælir því að afhending gagnanna hafi samkeppnishamlandi markmið eða áhrif, sbr. 10. gr. samkeppnislaga.</p> <p></p> <p>Í umsögn Kaffitárs ehf. er síðan rakið að í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndar undir rekstri málsins frá 10. nóvember 2014. hafi því verið haldið fram að nauðsynlegt væri vegna framtíðarsamkeppnishagsmuna Isavia ohf. að geta heitið þátttakendum trúnaði um upplýsingar í útboðum. Úrskurðarnefndin hafi hafnað rökunum í ítarlegu máli í úrskurði nefndarinnar og þetta atriði geti því ekki réttlætt endurupptöku málsins. Kaffitár ehf. sé sammála úrskurðinum og vísi til hans um efnið. Þó sé sérstaklega undirstrikað að Kaffitár ehf. telji röksemdafærsluna fráleita. Aukið gagnsæi sé einmitt til þess fallið að auka þátttöku í útboðum, þar sem þátttakendur geti gengið úr skugga um að staðið sé að ferlinu með lögmætum hætti.</p> <p></p> <p>Þá er vísað til þess að tvær undantekningar séu á upplýsingaskyldu samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga.  Hvorug geri ráð fyrir að eigin hagsmunir opinbers aðila standi í vegi fyrir afhendingu gagna. Ólögmætt væri að brjóta réttindi á kæranda, til þess eins að fjölga þátttakendum í útboðum Isavia ohf. í framtíðinni. Upplýsingalög séu m.ö.o. ekki undanþæg vegna eigin viðskiptahagsmuna Isavia ohf.</p> <p></p> <p>Af hálfu Isavia ohf. sé því  haldið fram að úrskurðarnefndin hafi brotið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga. Í úrskurðinum sé að finna „augljósar rangfærslur“ á borð við að Isavia ohf. mótmæli því að upplýsingalög eigi við. Málsástæður um „útlát“ opinbers fjármagns tengist því einungis hvort reglur útboðsréttar eigi við eða ekki og þar með því hvort um beiðnina fari „eftir 9. og 10. gr. upplýsingalaga eða samkvæmt 14. gr. laganna“. Ekki sé sérstaklega rökstutt með hvaða hætti meintur skortur á rannsókn hafði áhrif á niðurstöðu málsins. Kaffitár ehf. bendir á að í rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga segi að stjórnvald skuli sjá til þess að mál sé „nægjanlega“ upplýst áður en tekin er ákvörðun í því. Það fari eftir atvikum hvers máls fyrir sig hvenær mál teljist nægjanlega" upplýst. Í greinargerð með lögunum segi þannig eftirfarandi:</p> <p></p> <p>„Áður en hægt er að taka stjórnvaldsákvörðun í máli verður að undirbúa málið og rannsaka með það að markmiði að afla nauðsynlegra upplýsinga um málsatvik. Í rannsóknarreglunni felst m.a. sú skylda stjórnvalds að sjá til þess, að eigin frumkvæði, að málsatvik stjórnsýslumáls séu nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. í reglunni felst hins vegar ekki að stjórnvald þurfi sjálft að afla allra upplýsinga (...) Það fer eftir eðli stjórnsýslumáls, svo og réttarheimild þeirri sem verður grundvöllur ákvörðunar, hvaða upplýsinga stjórnvald þarf sjálft að afla svo að rannsókn máls teljist fullnægjandi.“</p> <p></p> <p>Kaffitár ehf. bendir á að í bréfi til úrskurðarnefndar frá 10. nóvember 2014 samþykkti Isavia ohf. að 14. gr. laganna ætti við um rétt Kaffitárs ehf. til umræddra gagna. Megi því vera augljóst að nefndin hafi ekki skyldu til að rannsaka málið með tilliti til lagagreina sem Isavia ohf. byggði ekki á. Þaðan af síður sé um „rangfærslu“ í úrskurðinum að ræða eða „verulegan misskilning“. </p> <p></p> <p>Þá sé með öllu óljóst hvaða málsatvik eða gögn hafi ekki verið rannsökuð eða hvaða áhrif hin meintu brot á rannsóknarskyldu hefðu haft á úrslit málsins. Isavia ohf. hefði verið í lófa lagið að tilgreina þau gögn eða málsatvik sem það óskaði eftir rannsókn á undir rekstri málsins, en gerði það ekki. Við slíkar aðstæður geti ekki verið um brot á rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga að ræða. Um þetta vísast til nýlegs dóms fjölskipaðs Hæstaréttar í máli nr. 364/2014, Landspítali gegn Stefáni Einari Matthíassyni. Þar segi:</p> <p></p> <p>„Áfrýjandi heldur því fram að nefndin hafi ekki gætt rannsóknarskyldu samkvæmt 3. mgr. 7. gr. laga nr. 10/2008, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en hann hefur þó ekki bent á hverra frekari gagna hefði átt að afla við meðferð málsins fyrir nefndinni að öðru leyti en því að henni hefði verið rétt að gefa honum kost á að láta gera skriflega samantekt þeirra, sem tóku ákvörðun um ráðningu í starfið, um mat sitt á umsækjendunum á grundvelli viðtala við þau. Áfrýjanda hefði verið í lófa lagið að afla slíkra gagna að eigin frumkvæði, en ekki verður það talið til annmarka á málsmeðferð kærunefndarinnar.“</p> <p></p> <p>Þá haldi Isavia ohf. því fram að úrskurðarnefndin telji sig „bundna af málsforræðisreglu einkamálalaga en ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga“. Í þessari staðhæfingu felist það einkennilega viðhorf að hlutlaust stjórnvald eigi að rannsaka mál fyrir hönd annars aðila af tveimur að stjórnsýslumáli, án þess að eftir því sé sérstaklega óskað og án þess að málsástæðu sé einu sinni haldið fram af hálfu þess aðila. Þetta sé augljóslega rangt. Þar að auki sé það mat nefndarinnar að 14. gr. laganna eigi við um rétt Kaffitárs ehf. til gagna efnislega rétt og samræmist fyrri úrskurðum nefndarinnar, nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A- 409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014 og 570/2015.</p> <p></p> <p>Einnig segi í bréfi Isavia ohf. að rannsóknarreglan teljist „öryggisregla“ stjórnsýsluréttarins og brot á henni leiði „til ógildingar úrskurðar“. Því sé  m.ö.o. ekki haldið fram að meint brot leiði til þess að fallast beri á endurupptöku skv. 24. gr. stjórnsýslulaga. Ógilding og endurupptaka séu tvö mismunandi hugtök. Hið fyrra taki til þess að úrskurður verði felldur úr gildi, án frekari málsmeðferðar, en hið seinna taki til þess að úrskurður verði felldur úr gildi og mál rekið upp á nýtt. Málsástæður Isavia ohf. um brot á  rannsóknarreglu, sem leiði til ógildingar, séu þannig þýðingarlausar fyrir úrlausn máls um endurupptöku.</p> <p></p> <p>Kaffitár ehf. telur reyndar ljóst að rannsókn nefndarinnar á málinu hafi í allan stað verið til fyrirmyndar og í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Þannig hafi verið aflað sjónarmiða frá Isavia ohf., Kaffitári ehf. og öllum hagsmunaðilum undir rekstri málsins, innlendum sem erlendum. Ljóst sé að úrskurðað hafi verið að vel ígrunduðu máli, eftir nákvæma skoðun gagna útboðsins og eftir athugun á viðhorfum allra viðkomandi til afhendingar. Sú skoðun hafi leitt til þess að fallist var á afhendingu að hluta en synjað um afhendingu annarra gagna.</p> <p></p> <p>Í umsögn Kaffitárs ehf. er rakið að Isavia ohf. haldi því fram að Kaffitár ehf. hafi ekki „sýnt fram á lögvarða hagsmuni“ af því að fá gögn málsins afhent. Þetta sé í ósamræmi við afstöðu Isavia ohf. undir rekstri málsins, þar sem félagið féllst á að 14. gr. upplýsingalaga ætti við um rétt Kaffitárs ehf. til gagna. Hagsmunir Kaffitárs ehf. af afhendingu gagna séu augljósir og margsinnis sé búið að úrskurða um að þátttakendur í útboðum hafi ríka hagsmuni af gagnaafhendingu. Málsástæðunni sé því mótmælt.</p> <p></p> <p>Þá haldi Isavia ohf. því nú fram að „mögulegur skaðabótaréttur“ verði ekki „leiddur af almennum reglum“ þar sem öllum þátttakendum í samkeppni Isavia ohf. hafi verið heitið „fullum trúnaði“. Því beri að synja um afhendingu gagna. Þessi málsástæða sé með öllu fráleit. Þátttakendur í útboðum geti ekki sýnt fram á skaðabótaskyldu útboðshaldara fyrirfram, þ.e. áður en þeir fá gögn útboða afhent. Afhending gagna sé þvert á móti nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að leggja mat á hvort skaðabótaskylda sé fyrir hendi. Þá víki loforð Isavia ohf. um trúnað gagnvart þátttakendum fyrir fortakslausum ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá hafi loforð Isavia ohf. um trúnað gagnvart þátttakendum enga efnislega þýðingu við mat á skaðabótaskyldu Isavia ohf. gagnvart Kaffitári ehf. Slík loforð gætu því aldrei staðið í vegi fyrir gagnaafhendingu.</p> <p></p> <p>Þá er áréttað að hagsmunir Kaffitárs ehf. af afhendingu gagna einskorðist ekki við mögulegan rétt til skaðabóta gagnvart Isavia ohf. Félagið hafi sjálfstæða hagsmuni af því að ganga úr skugga um að takmörkuðum opinberum gæðum hafi verið ráðstafað með forsvaranlegum hætti í útboði sem félagið tók þátt í og varðaði gríðarlega fjárhagslega hagsmuni félagsins. Þá hafi félagið almenna hagsmuni af því að ganga úr skugga um að lögum hafi verið fylgt í útboðinu. Þessir hagsmunir nægi einir og sér til að réttlæta afhendingu gagna, óháð því hvort fyrirtækið eigi skaðabótakröfu á hendur Isavia ohf.</p> <p></p> <p>Þá sé því mótmælt að svokölluð „viðskiptagögn“ séu undanþegin upplýsingalögum. Nákvæma skilgreiningu á því hvaða gögn falli undir hugtakið sé ekki að finna í bréfi Isavia ohf. og sé því óljóst hvaða gögn sé átt við. Enga reglu sé heldur að finna í upplýsingalögum sem undanskilji „viðskiptagögn“. Hafi fjölmargir úrskurðir gengið um afhendingu gagna bjóðenda í útboðum, þ.m.t. „víðskiptagagna“, t.d. nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014 og 570/2015. Gögn úr útboðum séu, eðli málsins samkvæmt, gögn sem séu viðskiptalegs eðlis. Ómögulegt sé að mynda sér skoðun á því hvort val á tilboðum hafi verið forsvaranlegt án „viðskiptagagna“. Þá haldi Isavia ohf. því nú fram að það sé „mikill misskilningur“ hjá nefndinni að verið sé að ráðstafa „opinberum hagsmunum“. Þó sé ekki rökstutt í hverju misskilningurinn felist. Telur Kaffitár ehf. rétt að benda á að augljóst sé að Isavia ohf. sé í 100% eigu íslenska ríkisins. Með útboðinu hafi verið ráðstafað mjög eftirsóttum og takmörkuðum gæðum, leiguplássi í „Leifsstöð“, á samningstímabili þar sem gert er ráð fyrir mikilli aukningu ferðamanna. Rekstur Kaffitárs ehf. í Leifsstöð hafi verið mjög arðbær og horfur verið á því að hann hefði orðið enn arðbærari, hefði fyrirtækið orðið hlutskarpast í útboðinu. Um sé að ræða augljóst fjárhagslegt hagsmunamál, bæði fyrir þátttakendur og Isavia ohf. sjálft. Þá vísast til úrskurðar nefndarinnar í heild sinni um þetta atriði. Þá haldi Isavia ohf. því fram að fara beri öðruvísi með málefni opinberra hlutafélaga en stjórnvalda. Þessum andmælum hafi Isavia ohf. einnig haldið fram undir rekstri málsins, en úrskurðarnefnd hafnað með afgerandi hætti. Tekur Kaffitár ehf. að öllu leyti undir forsendur nefndarinnar. Gildissvið upplýsingalaganna miðist við hvort fyrirtæki sé í eigu ríkisins að 51% hluta eða meira, sbr. 2. mgr. 2. gr. þeirra. Mælikvarðinn sé þannig ekki hvort félagið teljist „stjórnvald“ í skilningi stjórnsýslulaga. Engar undanþágur komi heldur fram í lögunum, sem taki til opinberra hlutafélaga almennt eða Isavia ohf. sérstaklega. Fyrirtækið sé í 100% eigu ríkisins og sé þegar af þeirri ástæðu bundið af upplýsingalögum með nákvæmlega sama hætti og önnur fyrirtæki sem undir lögin falli. Þá séu áréttuð fyrri andmæli við því að tilvitnaður úrskurður kærunefndar útboðsmála á grundvelli laga nr. 84/2007 um opinber innkaup hafi leiðsagnargildi um skyldu til gagnaafhendingar skv. upplýsingalögum nr. 140/2012.</p> <p></p> <p>Í umsögn Kaffitárs ehf. er rakið að í bréfi Isavia ohf. segi að það gæti „misræmis“ í nálgun úrskurðarnefndar um það hvaða gögn Isavia ohf. beri að afhenda og hvaða gögnum halda megi eftir. Ekki sé þó útskýrt nákvæmlega í hverju „misræmið“ felist. Er málsástæðunni því mótmælt sem rangri. Þá sé því haldið fram að Isavia ohf. sé í raun ógerlegt að framfylgja úrskurðarorðinu vegna hins meinta misræmis. Kaffitár ehf. mótmæli þessu. Úrskurðarorðin séu fullkomlega skýr um hvaða gögn beri að afhenda. Athugasemdir Isavia ohf. einskorðist hins vegar við ætlað misræmi um forsendur afhendingar, en ekki úrskurðarorð. Þegar af þeirri ástæðu sé enginn ómöguleiki til staðar. Loks vísar Kaffitár ehf. til þess að fyrirtækið hafi ekki fengið umrædd gögn afhent. Það geti því ekki lagt sjálfstætt mat á staðhæfingar um misræmi. Vísar fyrirtækið því til forsendna úrskurðarins um þetta atriði. Ákvæði 1. töluliðar 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga taki ekki til málsástæðna um ósamræmi, heldur einungis rangra málsatvika sem ráði úrslitum um niðurstöðu stjórnsýslumáls.</p> <p></p> <p>Í umsögn Kaffitárs ehf. er rakið að í erindi Isavia ohf. segi að það sé „ósamræmi“ milli úrskurða mála nr. 579/2015 og 580/2015. Því sé haldið fram að Isavia ohf. sé gert að afhenda gögn í máli Kaffitárs ehf. sem undanskilin hafi verið í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. Frekari rökstuðning fyrir hinu meinta ósamræmi milli úrskurðanna sé ekki að finna í bréfinu. Ekki er tiltekið nákvæmlega hvaða gögn er átt við í hvoru máli fyrir sig. Beri þegar af þeirri ástæðu að hafna málsástæðunni.</p> <p></p> <p>Þá kunni málsatvik, málsástæður, kröfugerðir eða gögn málanna að vera mismunandi. Málin kunni m.ö.o. að vera mismunandi vaxin og því fyllilega réttlætanlegt að afhenda öðrum aðila gögn, en ekki hinum. Í slíku þurfi ekki að felast brot á jafnræði aðila. Þá sé vandséð hvernig meint brot á jafnræðisreglu gagnvart Gleraugnamiðstöðinni ehf. gætu leitt til þess að ívilnandi ákvörðun gagnvart Kaffitári ehf. yrði endurupptekin. Þá taki Kaffitár ehf. fram að fyrirtækið hafi ekki fengið umrædd gögn afhent og geti því ekki lagt sjálfstætt mat á staðhæfingar um misræmi. Í öllu falli taki endurupptökuheimildin ekki til málsástæðna um meint ósamræmi, heldur einungis rangra málsatvika sem ráði úrslitum um niðurstöðu stjórnsýslumáls.</p> <p></p> <p>Kaffitár ehf. ítrekar fyrri mótmæli sín við staðhæfingum Isavia ohf. um að sams konar „viðskiptagögn“ séu undanþegin upplýsingalögum. Þá fari skylda til afhendingar gagna ekki eftir því hvort um sé að ræða „stjórnvald“ í skilningi stjórnsýslulaga. Vísast til framangreindrar umfjöllunar um 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá vísist til forsendna úrskurðar þessa máls.</p> <p></p> <p>Hvað varði tilvísun Isavia ohf. til dóms Hæstaréttar Íslands 29. apríl 2004 í máli nr. 465/2003 hafi Isavia ohf. byggt á dóminum undir rekstri málsins fyrir úrskurðarnefndinni. Úrskurðarnefnd hafi hafnað því að dómurinn ætti við. Hann fjalli að engu leyti um skyldu til afhendingar gagna samkvæmt upplýsingalögum.</p> <p></p> <p>Þá áréttar Kaffitár ehf. að loforð Isavia ohf. til þátttakenda um trúnað leysi fyrirtækið ekki undan skyldu til gagnaafhendingar skv. upplýsingalögum. Komi skýrt fram í úrskurði málsins að það skipti engu máli um skyldu til gagnaafhendingar hvaða nafn ferlinu væri gefið, þ.e. hvort notað væri orðið „útboð“ , „samkeppni“ eða annað. Úrskurðarnefnd sé þegar búin að leggja mat á það hvort upplýsingahagsmunir Kaffitárs ehf. eða trúnaðarhagsmunir þriðju aðila vegi þyngra m.t.t. afhendingar á hverju og einu gagni. Endurupptökuheimild stjórnsýslulaga taki ekki til málsástæðna um að niðurstaða matsins hafi verið röng. Endurupptökuheimildin taki einungis til rangra málsatvika sem ráði úrslitum um niðurstöðu stjórnsýslumáls.</p> <p></p> <p>Af öllu framangreindu megi sjá að niðurstaða í úrskurði málsins hafi að engu leyti byggst á röngum upplýsingum í skilningi 1. töluliðar 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga. Þá sé ljóst að þótt rangar upplýsingar hefðu verið lagðar til grundvallar, hafi þær ekki ráðið úrslitum um niðurstöðu málsins. Því séu lagaskilyrði fyrir endurupptöku ekki fyrir hendi. Engin rök séu færð fyrir „breyttum“ málsatvikum skv. 2. tölulið 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga og komi því endurupptaka á þeim grunni ekki til skoðunar.</p> <p></p> <p>Varðandi frestun réttaráhrifa skv. 24. gr. upplýsingalaga bendir Kaffitár ehf. á að rökstuðningur í bréfi Isavia ohf. um frestun réttaráhrifa sé afar knappur. Þar segi að byggt sé á „nákvæmlega sömu“ sjónarmiðum og fyrir endurupptöku, án þess þó að útskýrt sé nánar hvernig málsástæður um endurupptöku eiga við um frestun réttaráhrifa. Þegar af þessari ástæðu beri að hafna beiðninni, enda séu allt önnur lagaskilyrði fyrir frestun réttaráhrifa samkvæmt 24. gr. upplýsingalaga en endurupptöku skv. 24. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p></p> <p>Þá sé regla 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um frestun réttaráhrifa úrskurða úrskurðarnefndar undantekningarregla, sbr. orðalag greinarinnar sjálfrar um að „sérstök ástæða“ þurfi að koma til frestunar. Heimildin sé þröngt skýrð í framkvæmd. Nefndin hafi hingað til lagt til grundvallar að með heimildarákvæði 24. gr. upplýsingalaga hafi fyrst og fremst verið höfð í huga tilvik, þar sem í húfi eru „mikilvægir“ hagsmunir, ekki síst „hagsmunir einkaaðila“, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau „kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum“. Vísast um þetta til úrskurðar nefndarinnar nr. 575/2015, en úrskurða nr. A-78/1999C, A-17/2001B, A-277/2008B, A-328B/201O B-438/2012 og B-442/2012 um sams konar ákvæði 18. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. Frestunarheimildinni virðist einungis hafa verið beitt tvisvar af nefndinni, í málum nr. 575/2015 og A-233/2006B. í ellefu tilvikum hafi frestunarkröfum verið hafnað. Í bréfi Isavia ohf. sé sérstaklega byggt á umræddum tveimur úrskurðum um frestun. Þó sé einungis vísað til úrskurðanna með almennum hætti, en ekki rökstutt sérstaklega af hverju Isavia ohf. telji þá hafa fordæmisgildi fyrir þetta mál. Mótmæli Kaffitár ehf. því að úrskurðirnir hafi nokkuð fordæmisgildi. Í úrskurði nr. 575/2015 hafi verið „vafi“ uppi um það hvort hægt væri að rekja einstök efnisatriði sérfræðiskýrslu til tiltekinna nafngreindra einstaklinga. Því hafi verið eðlilegt að fresta réttaráhrifum úrskurðar um afhendingu gagnsins tímabundið, þ.e. meðan að rekið yrði dómsmál. Ekkert sambærilegt eigi við í þessu máli. Þegar hafi verið upplýst um það hverjir þátttakendur voru í þeim hluta útboðsins sem varði Kaffitár ehf. Því væri aldrei hægt að vernda nafnleysi viðkomandi fyrirtækja með rekstri dómsmáls um skyldu Isavia ohf. til afhendingar upplýsinga. Málið sé þannig ósambærilegt máli nr. 575/2015 í grundvallaratriðum. Í eldri úrskurðinum, nr. A-233/2006B, hafi því tímabundið verið frestað að afhenda samning, vegna trúnaðarhagsmuna annars samningsaðilans. Upplýsingabeiðendur hafi hins vegar ekki verið aðilar máls, heldur almenningur í skilningi upplýsingalaga. Þeir upplýsingahagsmunir sem vegnir hafi verið gegn trúnaðarhagsmunum, hafi þ.a.l. verið mun minni en í þessu máli. Ágreiningslaust hafi verið undir rekstri þessa máls að ákvæði upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings ættu ekki við, sbr. bréf Isavia ohf. til úrskurðarnefndar frá 20. nóvember 2014. Þar sem úrskurður nr. A233/2006B fjalli ekki um frestun réttaráhrifa vegna afhendingar til aðila máls skv. 14. gr. upplýsingalaga, hafi úrskurðurinn ekkert fordæmisgildi.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. beri  fyrir sig að aðrir þátttakendur í útboðinu hafi mikla hagsmuni af því að kærandi fái ekki aðgang að gögnum um fjármál þeirra, tillögum um verðlag, vöruframboð og öðrum þeim gögnum sem tengist fjárhagslegum hluta útboðsins. Þeir hagsmunir vegi þyngra en upplýsingahagsmunir aðila máls, skv. 14. gr. upplýsingalaga. Kaffitár ehf. telji sérstaka ástæðu til að mótmæla þessum staðhæfingum. Vísist um þetta til ítarlegra forsendna úrskurðarins þar sem lagt hafi verið mat á þessa hagsmuni og komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingahagsmunir vægju þyngra.</p> <p></p> <p>Þó sé rétt að undirstrika sérstaklega að tilboð þátttakenda voru metin á grundvelli fjárhagslegra gagna,  sbr. m.a. gr. 7.4.2. og 8.2. í útboðslýsingu fyrir seinni hluta útboðsins. Af því leiði að ómögulegt sé að ganga úr skugga um hvort niðurstaða útboðsins hafi verið málefnaleg, nema með afhendingu og skoðun fjárhagslegra gagna. Aðgangur að gögnum um fjárhagslega hlutann sé enn mikilvægari í ljósi þess að engin önnur gögn virðist vera til staðar til útskýringar á einkunnargjöf Isavia ohf. Samkvæmt framansögðu sé ljóst að fengi Kaffitár ehf. ekki fjárhagsleg gögn annarra þátttakenda til skoðunar væri fyrirtækinu algerlega ókleift að bera saman tilboð og ganga úr skugga um lögmæti útboðsins. Af þessu leiði að upplýsingahagsmunir af afhendingu fjárhagslegra gagna séu mun þyngri á metunum en trúnaðarhagsmunir. Þá sé því mótmælt að afhending gagnanna skaði aðra þátttakendur í tilboðinu.</p> <p></p> <p>Afhending fjárhagslegra gagna til annarra aðila útboðs eftir opnun tilboða sé nokkuð sem allir þátttakendur í útboðum kannist við og megi búast við. Afhending slíkra gagna sé að öllu leyti eðlileg. Þá telji Kaffitár ehf. sig raunar ekki vera samkeppnisaðila fyrirtækjanna, a.m.k. ekki nú um stundir, sbr. framangreint. Fyrirtækið ætli alls ekki að nota umræddar upplýsingar í samkeppnishamlandi tilgangi og vandséð hvernig það væri yfir höfuð mögulegt. Megintilgangurinn með afhendingu gagnanna sé að gera Kaffitári ehf. kleift að meta það hvort málefnalega hafi verið staðið að mati tilboða, eins og almennt gerist í útboðum. Vandséð sé að slíkt skaði aðra þátttakendur með nokkrum hætti, hvað þá með óafturkræfum hætti.</p> <p></p> <p>Þá telur Kaffitár ehf. að engin „vafaatriði“ séu uppi sem réttlæti frestun. Minnt er á að gögn málsins varði það hvort staðið hafi verið forsvaranlega að úthlutun takmarkaðra gæða í útboði á vegum félags sem sé í 100% eigu íslenska ríkisins. Áréttað sé að margsinnis hafi verið úrskurðað um afhendingu gagna í sambærilegum aðstæðum. Því geti  skylda til afhendingar ekki verið háð neinum „vafa“, sbr. úrskurði nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014 og 570/2015. Ekki sé réttlætanlegt að fresta afhendingu gagnanna vegna reksturs máls fyrir dómi. Það geti ekki heldur réttlætt frestun réttaráhrifa að um opinbert hlutafélag sé að ræða en ekki stjórnvald. Að mati Kaffitárs ehf. séu engin sérstök vafatriði uppi tengd því að um opinbert hlutafélag sé að ræða. Enginn vafi geti leikið á því að gildissvið laganna, skv. reglu 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, miðist við eignarhald ríkisins á stofnunni, en ekki því hvort að um stjórnvald sé að ræða skv. stjórnsýslulögum.</p> <p></p> <p>Þá séu málsástæður Isavia ohf. varðandi brot gegn samkeppnislagaákvæðum um ólögmætt samráð keppinauta í senn órökstuddar og efnislega fráleitar. Enginn vafi geti leikið á því að þær séu rangar. Þá kæmu þær aldrei til skoðunar í máli sem rekið er samkvæmt upplýsingalögum. Kvörtunum vegna samkeppnislagabrota beri að beina til samkeppnisyfirvalda. Þá hafi nefndin í fjölmörgum tilvikum úrskurðað um afhendingu gagna eftir útboð, án þess að slíkt hafi talist ólögmætt samráð af hálfu nefndarinnar. Röksemdir af þessu tagi geti því ekki verið ástæða fyrir frestun réttaráhrifa úrskurðarins.</p> <p></p> <p>Kaffitár ehf. Telur sig eiga brýna hagsmuni af tafarlausri afhendingu. Undirstrikað sé að Isavia ohf. hafi verið einstaklega tregt til að veita upplýsingar um útboðsferlið. Fyrirtækið hafi synjað m.a.s. úrskurðarnefndinni um afhendingu einkunnarblaða vegna tillagna annarra þátttakenda. Þá virðast brögð hafa verið að því að Isavia ohf. hafi eytt gögnum útboðsins, með ólögmætum hætti, sbr. tiltekinn hluta úrskurðar málsins. Eyðing Isavia ohf. á gögnum útboðsins sé hvorki til þess fallin að styrkja trú Kaffitárs ehf. á lögmæti útboðsferlisins né á því að fyrirtækið fái öll gögn afhent að loknum rekstri dómsmáls. Kaffitár ehf. telji eyðingu gagnanna ólögmæta og mögulega refsiverða. Í ljósi þessa telji Kaffitár ehf. sérstaklega mikilvægt að tryggja afhendingu gagna við fyrsta tækifæri. Tryggja verði að Isavia ohf. gefist ekki frekara tækifæri á að hagræða gögnum útboðsins eða eyða þeim meðan mál sé rekið fyrir dómstólum.</p> <p></p> <p>Að lokum áréttar Kaffitár ehf. að þátttakendur í útboðinu geti hvorki metið stöðu sína né leitað réttar síns án afhendingar útboðsgagna. Eigi það sérstaklega við um fjárhagslega hlutann. Synjun um afhendingu jafngildi í raun staðfestingu þess að bjóðendur eigi að vera algerlega réttindalausir í útboði sem fari fram á vegum fyrirtækis sem sé í 100% eigu íslenska ríkisins. Endurteknir tilburðir til að leyna því hvað hafi ráðið vali á tilboðum, séu í brýnni andstöðu við helstu meginreglur upplýsingalaga. Þá kunni eyðing á gögnum útboðsins að fela í sér ólögmæta og refsiverða háttsemi samkvæmt lögum nr. 77/2014. Í ljósi framangreinds sé ljóst að hagsmunir Kaffitárs ehf. af afhendingu gagnanna séu langtum meiri en hagsmunir Isavia ohf. eða annarra þátttakenda af trúnaði. Sérstakir hagsmunir séu einnig af tafarlausri afhendingu þeirra. Að mati Kaffitárs ehf. sé margsinnis búið að úrskurða um afhendingu gagna við sambærilegar aðstæður og í þessu máli. Því geti enginn vafi leikið á skyldu til afhendingar gagnanna. Engin ástæða sé því til frestunar á réttaráhrifum. Um sé að ræða undantekningarreglu sem skýra beri þröngt. Með hliðsjón af framansögðu beri að hafna alfarið kröfu Isavia ohf. um beitingu undantekningarreglu 24. gr. upplýsingalaga um frestun réttaráhrifa. Til vara sé þess óskað að frestun réttaráhrifa taki einungis til lítils hluta umræddra gagna.</p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3><br /> </h3> <h3>1.</h3> <p></p> <p>Mál þetta varðar beiðni Isavia ohf. um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál endurupptaki mál nr. ÚNU 14100011 sem lyktaði með úrskurði nr. 579/2015. Varðaði málið beiðni Kaffitárs ehf. um aðgang að tilteknum gögnum í vörslum Isavia ohf. Síðarnefnda fyrirtækið vísar til 24. gr. stjórnsýslulaga beiðni sinni til stuðnings. Verði ekki fallist á endurupptöku óskar fyrirtækið þess að réttaráhrifum framangreinds úrskurðar verði frestað á meðan málið verði borið undir dómstóla með vísan til 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p></p> <h3>2. </h3> <p></p> <p>Svo sem að framan greinir er erindi Isavia ohf. reist á 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. lagagreinarinnar er kveðið á um að eftir að stjórnvald hafi tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt eigi „aðili máls“ rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný að uppfylltum skilyrðum sem tilgreind eru í tveimur töluliðum. Samkvæmt fyrri töluliðinum skal taka mál á ný til meðferðar ef „ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum málsatvik“ en samkvæmt þeim síðari ef „íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin“.</p> <p></p> <p>Í samræmi við orðalag 24. gr. stjórnsýslulaga sem og almennra sjónarmiða um gildissvið stjórnsýslulaga fjallar ákvæðið um rétt „aðila máls“ til endurupptöku. Hefur verið við það miðað að hugtakið taki til þeirra sem eigi beinna, verulegra, sérstakra og lögvarinna hagsmuna að gæta við úrlausn máls. Almenna reglan er að stjórnvöld sem taka ákvarðanir á fyrsta stjórnsýslustigi teljist ekki aðilar að málum í þessum skilningi er varða kærur til æðra stjórnvalds vegna umræddra ákvarðana sbr. álit umboðsmanns Alþingis frá 17. desember 2003 í máli nr. 3852/2003. Er þessi niðurstaða reist á því sjónarmiði að helsta markmið stjórnsýslulaga er að tryggja sem best réttaröryggi borgaranna í samskiptum við stjórnvöld og að opinberir aðilar hafi sjaldnast þá hagsmuni að þeim sé þörf á að öðlast þau réttindi sem aðilum máls er veitt samkvæmt stjórnsýslulögum.</p> <p></p> <p>Fyrir liggur að Isavia ohf. er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins en ekki stjórnvald. Úrskurður í máli úrskurðarnefndarinnar nr. 579/2015 laut að kæru Kaffitárs ehf. á ákvörðun Isavia ohf. á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Skyldur Isavia ohf. samkvæmt lögunum eru allsherjarréttarlegs eðlis og var hin kærða ákvörðun stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga sbr. ummæli í athugasemdum við 1. gr. frumvarps til stjórnsýslulaga. Hníga því rök til þess að Isavia ohf. hafi ekki verið aðili þess stjórnsýslumáls er lyktaði með úrskurði nefndarinnar nr. 579/2015. Þá verður ekki séð að í beiðni Isavia ohf. séu dregnar fram nýjar upplýsingar sem ekki lágu fyrir við meðferð málsins fyrir úrskurðarnefndinni, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga, heldur vísar fyrirtækið í raun til þess að annmarkar hafi verið á meðferð úrskurðarnefndarinnar eða styður ákvörðun þá sem úrskurðarnefndin felldi úr gildi með nýjum rökum. Ekki verður séð að Isavia ohf. vísi beiðni sinni til stuðnings til 2. töluliðar 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p></p> <p>Með vísan til framangreinds er ljóst að möguleg endurupptaka málsins verður ekki reist á ákvæðum stjórnsýslulaga um endurupptöku. Í stjórnsýslurétti er á hinn bóginn viðurkennt að stjórnvaldi kunni á ólögfestum grundvelli að vera skylt að taka mál upp að nýju ef fyrir liggur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð máls eða efni þeirra ákvörðunar sem tekin var. Þá ber úrskurðarnefndinni að bregðast við erindum er henni berast. Með vísan til þessa telur úrskurðarnefndin ástæðu til að úrskurða um það hvort slíkir annmarkar hafi verið á meðferð nefndarinnar á umræddu máli að ástæða sé til að taka málið upp að nýju.</p> <p></p> <h3>3.</h3> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar að hin kærða ákvörðun Isavia ohf. var tekin 22. september 2014. Þar er vísað til þess að Kaffitár ehf. ætti ekki rétt á aðgangi að hinum umbeðnu gögnum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Í ákvörðun Isavia ohf. kom fram að ástæðan væri sú að hinar umbeðnu upplýsingar vörðuðu „important financial or commercial interests of the participants in the pre-qualification process“. Í umsögn Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar 10. nóvember 2014 var síðar viðurkennt að réttara hefði verið að vísa í þessu samhengi til 14. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið hefðu hagsmunir annarra þátttakenda í samkeppninni réttlætt synjun á beiðni kæranda með vísan til 3. mgr. nefndrar lagagreinar. Á hinn bóginn vísaði Isavia ohf. til þess í umsögninni að Kaffitár ehf. ætti ekki sambærilega hagsmuni og þátttakendur í opinberum útboðum og að ekki yrðu gerðar jafn miklar kröfur til Isavia ohf. á grundvelli upplýsingalaga og hefðbundinna stjórnvalda, enda væri fyrirtækið í samkeppnisrekstri.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. kom að frekari athugasemdum til nefndarinnar með bréfi 6. febrúar 2015. Þar kom fram að veiting aðgangs að hinum umbeðnu gögnum gæti talist samráð sem bryti í bága við samkeppnislög án þess að það væri rökstutt frekar. Þá varðaði það samkeppnishagsmuni Isavia ohf. að geta haldið nauðsynlegan trúnað við þátttakendur í samkeppni eins og þeirri er málið laut að auk þess sem þátttakendum hefði verið heitið trúnaði. Tekið var fram að málið varðaði einkaréttarlegan gerning. Þrátt fyrir að Isavia ohf. hefði á fyrri stigum málsins fallist á að réttur Kaffitárs ehf. yrði reistur á 14. gr. upplýsingalaga var í bréfinu 6. febrúar 2015 tekið fram að réttur kæranda samkvæmt nefndu ákvæði tæki aðeins til gagna um hann sjálfan. Tillögur annarra þátttakenda væru aðskiljanlegar þeim gögnum málsins er vörðuðu kæranda og gæti kærandi því ekki átt rétt á hinum umbeðnu gögnum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Fram kom í erindi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar að fyrirtækið hefði ekki rannsakað hver afstaða annarra þátttakenda en Kaffitárs ehf. væri til beiðni fyrirtækisins og hvort þeir teldu hagsmuni sína standa í vegi fyrir afhendingu hinna umbeðnu gagna.</p> <p></p> <p>Að þessu sinni byggir Isavia ohf. á því fyrir nefndinni, auk framangreinds, að 4. töluliður 10. gr. upplýsingalaga standi því í vegi að Kaffitár ehf. geti fengið aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Þar að auki vísar fyrirtækið til 10. gr. samkeppnislaga með þeim hætti sem nánar verður gerð grein fyrir hér síðar.</p> <p></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er falið að taka afstöðu til þess hvort synjun á beiðni um aðgang hafi verið lögmæt miðað við þann lagagrundvöll sem hún er reist á. Getur það því ekki talist annmarki á úrskurði úrskurðarnefndarinnar komist stjórnvald eða lögaðili á lægra stjórnsýslustigi að þeirri niðurstöðu, að gengnum úrskurði nefndarinnar, að réttara hefði verið af þess hálfu að synja beiðni um aðgang að gögnum á öðrum grundvelli en gert var í kærðri ákvörðun.</p> <p></p> <p>Þá skal það tekið fram að það er þess aðila sem tekur ákvörðun um afhendingu eða synjun umbeðinna gagna á grundvelli upplýsingalaga að sjá til þess að mál sé nægjanlega rannsakað í skilningi 10. gr. stjórnsýslulaga áður en ákvörðun er tekin. Það er því slíks aðila að sjá til þess að úrskurðarnefndin hafi undir höndum fullnægjandi gögn sem renna stoðum undir þær röksemdir sem synjun um afhendingu gagna er reist á. Er þetta meginreglan við meðferð mála fyrir úrskurðarnefndinni þótt nefndin kunni sjálf í undantekningartilvikum að grípa til augljósra rannsóknaraðgerða ef þær hafa ekki verið framkvæmdar af hálfu aðila sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga, svo sem átti við í því máli sem hér er til umfjöllunar, þar sem Isavia ohf. lét hjá líða að kanna afstöðu annarra þátttakenda til beiðni Kaffitárs ehf.</p> <p></p> <p>Eins og rakið er í bréfi úrskurðarnefndarinnar 13. febrúar 2015 til Isavia ohf. hvíldi sú skylda á fyrirtækinu vegna meðferðar málsins fyrir nefndinni að sýna fram á að réttlætanlegt hefði verið að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti. Var fyrirtækinu bent á að úrskurðarnefndin hefði jafnan úrskurðað að slíkir aðilar skyldu afhenda kærendum umbeðin gögn þegar nefndin hefði ekki haft forsendur til að slá því föstu að rétt hefði verið að synja kærendum um aðgang að þeim. Leiðbeindi nefndin því Isavia ohf. um að afhenda afrit af þeim gögnum er mál Kaffitárs ehf. laut að svo nefndinni væri unnt að taka afstöðu til röksemda Isavia ohf.   </p> <p></p> <p>Af öllu framangreindu leiðir að nýjar röksemdir, sem jafnvel byggja á nýjum lagagrundvelli, geta haft takmarkaða þýðingu við úrlausn beiðni um endurupptöku á máli fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál þegar slík beiðni kemur frá stjórnvaldi eða lögaðila sem fellur undir gildissvið laganna. Þá hvílir sú skylda fyrst og fremst á slíkum aðila að sjá til þess að úrskurðarnefndin hafi fullnægjandi upplýsingar til að því verði slegið föstu að vikið skuli frá meginreglu upplýsingalaga um að veita skuli aðgang að umbeðnum gögnum.</p> <p></p> <h3>4.</h3> <p></p> <p>Í I. kafla beiðni Isavia ohf. til nefndarinnar um endurupptöku kemur fram sú afstaða fyrirtækisins að úrskurðarnefndin hafi „ekkert skoðað eða metið það grundvallaratriði að um leið og þau gögn sem [Isavia ohf.] er gert að afhenda eru komin í hendur kæranda geta þau auðveldlega komist í hendur samkeppnisaðila [Isavia ohf.]; þ.e. rekstraraðila annarra flugvalla í Evrópu“. Tilgangur Isavia ohf. „með samkeppni um útleigu í húsnæðinu í Leifsstöð“ sé að „hámarka arðsemi húsnæðisins, í þeim tilgangi að vera betur í stakk [búið] til að keppa við samkeppnisaðila sína um flugfarþega“.</p> <p></p> <p>Þá segir:</p> <p></p> <p>„Þegar sá markaður er skoðaður og skilgreindur þarf að hafa það í huga að það er þekkt í samkeppnisréttinum að einungis litlar sveiflur í gæðum þjónustu og verði hennar geta leitt til verulegra breytinga í farþegafjölda frá einum flugvelli til annars. Þetta á einnig við um millilendingar flugfélaga, en flugfarþegar á leið í frí (e. leisure passangers) eru einkum viðkvæmir fyrir verðbreytingum. Aðgangur að gögnum sem varða mikilvægar viðskiptaákvarðanir á sviði verslunar í flugstöðinni á hvorki að vera opinn fyrir kærendur eða almenning og fellur því undir undanþáguheimild 4. tl. 10. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum 3. mgr. 14. gr. sömu laga.“</p> <p></p> <p>Í þessu samhengi er staðhæft að í úrskurði nefndarinnar hafi ekkert verið fjallað um að gögn eða upplýsingar af því tagi sem kærendur gerðu kröfu um að fá afhent gætu auðveldlega skaðað samkeppnisstöðu Isavia ohf.</p> <p></p> <p>Ekki verður séð að Isavia ohf. hafi fyrr vísað til 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga vegna meðferðar málsins fyrir úrskurðarnefndinni. Í umsögn Isavia ohf. 10. nóvember 2014 var einkum vísað til hagsmuna annarra þátttakenda af því að Kaffitári ehf. yrði synjað um aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Þó var vísað til þess að Isavia ohf. teldi að líta yrði „til þess að félagið sjálft hefur hagsmuni af því að geta haldið forval sem þetta þar sem gætt er trúnaðar um þátttakendur og þeirra gögn eins og gengur og gerist á þeim samkeppnismarkaði sem félagið starfar. Að öðrum kosti má leiða líkur að því að færri aðilar hefðu séð sér fært að taka þátt í forvalinu sem hefði getað leitt til verri niðurstöðu fyrir félagið og komið í veg fyrir að það gæti sinnt hlutverki sínu á sem hagkvæmastan hátt.“ Framar í umsögninni var starfsemi Isavia ohf. lýst svo: „Isavia stundar rekstur á samkeppnismarkaði, þar á meðal rekstur Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Hluti af rekstri flugstöðvarinnar er að leigja út húsnæði til verslunar- og veitingareksturs í brottfararsal flugstöðvarinnar.“</p> <p></p> <p>Í bréfi Isavia ohf. til nefndarinnar 6. febrúar 2015 er á nokkrum stöðum vísað til sjónarmiða er varða samkeppnishagsmuni eða samkeppni. Þannig kom fram að fyrirtækið væri „opinbert hlutafélag sem starfar á samkeppnismarkaði“ en í beinu framhaldi var tekið fram að „[k]rafa kæranda lýtur að því að fá aðgang að gögnum um samkeppnisaðila sína“. Þá sagði að veiting aðgangs að gögnunum „gæti þar að auki varðað við ákvæði samkeppnislaga þar sem það gæti talist til samráðs“. Einnig sagði: „Þá varðar það klárlega samkeppnishagsmuni [Isavia ohf.] að geta haldið nauðsynlegan trúnað við þátttakendur í forvali því sem hér er rætt um.“ </p> <p></p> <p>Framangreind ummæli í umsögn og bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar voru nokkuð dreifð í erindum fyrirtækisins til úrskurðarnefndarinnar og var efni þeirra óljóst. Var t.a.m. ekki skýrt til hvers Isavia ohf. vísaði þegar staðhæft var að synja hefði mátt Kaffitári ehf. um aðgang að hinum umbeðnu gögnum þar sem Isavia ohf. starfaði á „samkeppnismarkaði“, enda óljóst til hvaða lagagrundvallar var vísað. Komu framangreind sjónarmið til skoðunar í úrskurði nefndarinnar á þrenns konar hátt eftir því hvernig skilja mátti ummæli fyrirtækisins. Í fyrsta lagi komu til skoðunar hagsmunir Isavia ohf. af því að trúnaður ríkti um tillögur þátttakenda í því skyni að sem flestir þátttakendur tækju þátt í samkeppnum fyrirtækisins. Um þetta sjónarmið var fjallað í sjötta kafla úrskurðar 579/2015 og þá í samhengi við 4. tölulið 10. gr. upplýsingalaga, þótt Isavia ohf. hefði hvorki vikið að umræddu lagaákvæði í hinni kærðu ákvörðun né fyrir úrskurðarnefndinni. Í öðru lagi kom til skoðunar hvort sjónarmið um ætlað ólöglegt samráð samkvæmt samkeppnislögum stæði í vegi fyrir því að veittur yrði aðgangur að gögnunum og kom þetta sjónarmið til skoðunar í sjöunda kafla úrskurðarins. Fjallaði úrskurðarnefndin þar um það hvort sjónarmiðið leiddi til þess að upplýsingaréttur kærenda yrði takmarkaður á grundvelli 2. töluliðar 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Í þriðja lagi komu til skoðunar hagsmunir annarra þátttakenda af því að upplýsingarnar um þá yrðu ekki afhentar Kaffitári ehf., enda raskaði það samkeppnisstöðu. Að þessu sjónarmiði var vikið í köflum átta til fjórtán er vörðuðu mat samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.  </p> <p></p> <p>Á hinn bóginn hafði úrskurðarnefndin vart tilefni til að fjalla um það hvort opinberun gagnanna kynni að raska samkeppnisstöðu Isavia ohf. gagnvart öðrum flugvallarrekendum með hliðsjón af 4. tölulið 10. gr. upplýsingalaga, enda hafði fyrirtækið hvorki vísað til lagaákvæðisins né sjónarmiðsins gagnvart nefndinni. Með vísan til þeirra sjónarmiða sem fram koma í 2. kafla hér að framan verður ekki fallist á með Isavia ohf. að skortur á umfjöllun um sjónarmiðið teljist efnislegur annmarki á úrskurði nefndarinnar.</p> <p></p> <p>Í öllu falli er samkvæmt 4. tölulið 10. gr. upplýsingalaga heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar „mikilvægir almannahagsmunir krefjast“, enda hafi þau að geyma upplýsingar um „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra“. Svo sem greinir í úrskurði nefndarinnar nr. 579/2015 hefur úrskurðarnefndin miðað við að umræddri undantekningarheimild verði aðeins beitt sé a.m.k. þremur skilyrðum fullnægt.</p> <p></p> <p>Í fyrsta lagi skuli starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í úrskurði nefndarinnar nr. 579/2015 var komist að þeirri niðurstöðu að þessu skilyrði væri ekki fullnægt varðandi það sjónarmið Isavia ohf. að ríkti ekki trúnaður um tillögur þátttakenda í samkeppnum um leigurými mætti leiða líkur að því að færri aðilar sæju sér fært að taka þátt sem leiddi til minni arðsemi fyrirtækisins. Bent var á, með vísan til þeirra laga sem gilda um starfsemi Isavia ohf. og Keflavíkurflugvallar, að fyrirtækið starfaði í skjóli einkaréttar hvað varðaði rekstur félagsins að þessu leyti. Vísast til umfjöllunar nefndarinnar í 6. kafla úrskurðarins um þetta atriði.</p> <p></p> <p>Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem óskað er eftir að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem teljist til samkeppnisrekstrar hans og í þriðja lagi þurfa þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir að vera það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti til aðgangs að umræddum upplýsingum. Hvað varðar þriðja skilyrðið verður af athugasemdum um 4. tölulið 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga ráðið að ákvæðinu sé ætlað að takmarka aðgang almennings sem kynni að skaða samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði.</p> <p></p> <p>Af framangreindu leiðir að hagsmunir Isavia ohf. vegna samkeppni við erlenda flugvallarrekendur kunna aðeins að réttlæta takmarkanir á upplýsingarétti á grundvelli 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga ef hinar umbeðnu upplýsingar varða beinlínis starfsemi fyrirtækisins sem telst til samkeppnisrekstrar þess og að afhending þeirra til Kaffitárs ehf. beinlínis skaðaði samkeppnisstöðu Isavia ohf.</p> <p></p> <p>Í beiðni Isavia ohf. um endurupptöku er ekki útskýrt hvernig afhending hinna umbeðnu gagna kunni að raska samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Að hluta virðist sem fyrirtækið eigi við að opinberun upplýsinganna kynni að gagnast samkeppnisflugvöllum beint til að mæta samkeppni Isavia ohf. með þeim afleiðingum að flugfarþegar hætti að nota Keflavíkurflugvöll á ferðalögum sínum og noti þess í stað flugvelli erlendis. Á hinn bóginn virðist sem Isavia ohf. eigi við að tilgangur fyrirtækisins sé að „hámarka arðsemi“ rekstrar þess í umræddri samkeppni og af því leiði að fyrirtækinu sé heimilt að takmarka aðgang að öllum upplýsingum sem kunni að draga úr arðsemi þess, án tillits til þess hvort upplýsingarnar varði í raun samkeppnisrekstur fyrirtækisins eða kunni að raska honum. Hvað fyrra sjónarmiðið varðar hefur fyrirtækið hvorki vísað til tiltekinna upplýsinga í hinum umbeðnu gögnum né útskýrt frekar hvernig slíkar upplýsingar kynnu að leiða til framangreindrar niðurstöðu. Hið síðara uppfyllir sýnilega ekki skilyrði 4. töluliðar 10. gr. um að opinberun upplýsinganna skaði samkeppnisstöðu fyrirtækisins. </p> <p></p> <p>Að öllu þessu virtu telur nefndin að Isavia ohf. hafi með umfjöllun sinni um þýðingu 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga hvorki tekist að sýna fram á að efnislegir annmarkar hafi verið á úrskurði nefndarinnar nr. 579/2015 né að skilyrðum lagaákvæðisins hafi verið fullnægt til að synja Kaffitári ehf. um aðgang að hinum umbeðnu gögnum á grundvelli þess.</p> <p></p> <h3>5.</h3> <p></p> <p>Í II. kafla beiðni Isavia ohf. um endurupptöku úrskurðar nr. 579/2015 kemur fram að fyrirtækið vilji „leyfa sér að vísa til sjónarmiða sem nefndin hefur alveg sniðgengið og koma fram í 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, einkum a og b lið 2. mgr. um áhrif á verð, afslætti, álagningu eða önnur viðskiptakjör og takmörkun eða stýringu á framleiðslu, mörkuðum, tækniþróun eða fjárfestingu“. Bendir fyrirtækið á að „upplýsingaskipti, þ. á m. upplýsingagjöf, hvort heldur er samkvæmt frjálsum vilja markaðsaðila eða á grundvelli fyrirskipunar stjórnvalds geta falið í sér brot á ákvæði 10. gr“. Að mati Isavia ohf. sé mjög mikið magn upplýsinga að finna í þeim gögnum sem fyrirtækinu hafi verið gert að afhenda Kaffitári ehf. sem geti raskað samkeppni. Telur fyrirtækið „verulega hættu á því að afhending umræddra gagna muni bæði skerða verulega viðskiptalega hagsmuni þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga, auk þess sem allar líkur eru til þess að afhending þeirra muni fela í sér brot á bannreglu 10. gr. samkeppnislaga“. Hyggist félagið leiða í ljós að verulegur hluti þeirra gagna sem félaginu sé gert að afhenda falli undir 10. gr. samkeppnislaga.</p> <p></p> <p>Þegar hefur verið rakið að hin kærða ákvörðun var reist á því að heimilt hefði verið að synja Kaffitári ehf. um aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til einkahagsmuna annarra þátttakenda í samkeppni Isavia ohf. um leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í ákvörðun Isavia ohf. var vísað til 9. gr. upplýsingalaga en síðar vísaði fyrirtækið með sínum hætti til 3. mgr. 14. gr. sömu laga. Isavia ohf. telur óumdeilt að fyrirtækið falli undir gildissvið upplýsingalaga og að leysa hafi átt úr beiðni Kaffitárs ehf. á grundvelli þeirra laga. Raunar kemur sú afstaða Isavia ohf. fram í beiðni fyrirtækisins um endurupptöku að öll umfjöllun úrskurðarnefndarinnar sem lúti að því að Isavia ohf. hafi með einhverjum hætti gefið í skyn að ekki hafi átt að leysa úr beiðni Kaffitárs ehf. á grundvelli upplýsingalaga feli í sér sjálfstæðan annmarka á úrskurði nefndarinnar, nánar tiltekið vegna brots á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga, sem leiða eigi til ógildingar hans.   </p> <p></p> <p>Af þessum sökum er alls óljóst á hvaða lagagrundvelli Isavia ohf. byggir framangreint sjónarmið um þýðingu 10. gr. samkeppnislaga við meðferð málsins. Eins og fram kemur af hálfu fyrirtækisins taka upplýsingalög til Isavia ehf., beiðni Kaffitárs ehf. og þeirra gagna er málið varðar. Sjónarmiðið verður því ekki skilið þannig að 10. gr. samkeppnislaga feli í sér að víkja eigi frá ákvæðum upplýsingalaga vegna beiðni Kaffitárs ehf. eða að fyrrnefnda ákvæðið hafi einhvers konar forgangsáhrif gagnvart síðarnefndu lögunum. Á hinn bóginn hefur Isavia ohf. ekki vísað til þess hvernig umrætt ákvæði samkeppnislaga hefur þýðingu við beitingu undantekningarreglna upplýsingalaga og verður ekki séð hvernig sjónarmið Isavia ohf. er lúta að ólögmætu samráði samkeppnisaðila geti haft þýðingu við beitingu 9. gr. eða 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í öllu falli felst ekki í 10. gr. samkeppnislaga skýr regla um að tilteknar upplýsingar séu undanþegnar ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Verður af þessum sökum ekki talið að Isavia ohf. hafi með umfjöllun sinni um 10. gr. samkeppnislaga sýnt fram á að verulegir annmarkar hafi verið á úrskurði nefndarinnar nr. 579/2015. </p> <p></p> <h3>6.</h3> <p></p> <p>Í III. kafla beiðni Isavia ohf. kemur fram að það séu samkeppnishagsmunir fyrirtækisins til framtíðar að geta haldið nauðsynlegan trúnað við þátttakendur í samkeppninni. Tilboð þátttakenda hafi m.a. haft að geyma upplýsingar um skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir. Að mati Isavia ohf. sé um að ræða eðlisólíkar upplýsingar sem bjóðendur í hefðbundnum útboðum veiti. Því byggi Isavia ohf. „á því að tilvísun nefndarinnar til afhendingar gagna í hefðbundnum útboðum eigi ekki við í þeim málum sem hér eru til umfjöllunar“. Þá hafi Isavia ohf. verulega hagsmuni af því að geta haldið aftur samkeppni um húsaleigu þar sem gætt sé trúnaðar um þátttakendur og gögn þeirra. Annars sé mögulegt að færri aðilar séu reiðubúnir að taka þátt í samkeppni sem geti leitt til verri niðurstöðu fyrir fyrirtækið og flugvallargesti almennt sem neytendur.</p> <p></p> <p>Svo virðist sem Isavia ohf. vilji með umfjölluninni gera tvenns konar athugasemdir við úrskurð nefndarinnar nr. 579/2015. Annars vegar sé það annmarki á úrskurðinum að nefndin vísi til þess að málið kunni á einhvern hátt að vera sambærilegt málum er varði afhendingu gagna í hefðbundnum útboðum, enda séu hagsmunir þátttakenda í samkeppnum Isavia ohf. aðrir af því að halda gögnunum leyndum en í hefðbundnum útboðum. Hins vegar séu það hagsmunir Isavia ohf. að geta haldið trúnað við þátttakendur í samkeppnum um útleigu á rými í flugstöðvum.</p> <p></p> <p>Varðandi fyrri athugasemdina skal það áréttað að í 3. kafla úrskurðar nefndarinnar í máli nr. 579/2015 var fjallað um gildissvið 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Rakið var að nefndin hefði í fyrri úrskurðum sínum litið svo á að þátttakendur í útboðum teldust til „aðila máls“ í skilningi ákvæðisins þegar farið væri fram á aðgang að útboðsgögnum. Tekið var fram að þótt samkeppni Isavia ohf. hefði ekki verið hefðbundið útboð leiddu sömu rök til þess að Kaffitár ehf. nyti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga eins og þátttakendur í slíkum útboðum. Verður ekki annað séð en að í beiðni Isavia ohf. um endurupptöku sé vísað til þessarar umfjöllunar nefndarinnar. Ljóst er að hún laut að tengslum Kaffitárs ehf. við hin umbeðnu gögn en ekki hagsmunum annarra þátttakenda af því að gögnunum yrði haldið leyndum. Mat af síðara taginu framkvæmdi nefndin síðan í köflum 8 til 14. Þar vísaði nefndin ekki til þess að hin umbeðnu gögn væru sambærileg gögnum í hefðbundnum útboðum.</p> <p></p> <p>Varðandi síðari athugasemdina benti úrskurðarnefndin á í 8. kafla úrskurðar nr. 579/2015 að það hefði ekki sjálfstæða þýðingu þótt Isavia ohf. hefði heitið þátttakendum í samkeppni þeirri er málið laut að trúnaði. Þá hafnaði nefndin því í 6. kafla úrskurðarins að hagsmunir Isavia ohf. af því að mögulega kynnu fleiri að taka þátt í samkeppnum sem þessum ef leynd ríkti um gögnin. Var rakið í úrskurðinum að Isavia ohf. starfrækti alla stærstu flugvelli landsins og að flug til og frá Íslandi færi aðeins um þá flugvelli. Þá hefði fyrirtækið eitt heimild til að reka fríhafnarsvæði í tengslum við mikilvægasta millilandaflugvöll landsins. Að því marki sem fullyrt yrði að opinber aðili starfaði í skjóli einkaréttar teldi úrskurðarnefndin að það ætti við um framangreindan rekstur Isavia ohf. Tók nefndin því fram að hinar umbeðnu upplýsingar yrðu ekki undanþegnar upplýsingarétti með vísan til 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga, þótt Isavia ohf. hefði ekki vísað til umrædds lagaákvæðis við meðferð málsins. Hvað varðar áhrif þess ákvæðis vísast að öðru leyti til 2. kafla hér að framan.</p> <p></p> <p>Í beiðni Isavia ohf. um endurupptöku málsins koma því að þessu leyti ekki fram neinar nýjar upplýsingar eða sjónarmið sem úrskurðarnefndin hefur ekki fjallað um áður. Þá hefur fyrirtækið ekki leitt í ljós að annmarkar hafi verið á meðferð úrskurðarnefndarinnar í málinu. Leiðir umfjöllun Isavia ohf. í III. kafla beiðni fyrirtækisins því ekki til endurupptöku málsins. </p> <p></p> <h3>7.</h3> <p></p> <p>Í IV. kafla beiðni Isavia ohf. um endurupptöku er byggt á því að úrskurðarnefndin hafi brotið gegn 10. gr. stjórnsýslulaga sem fjallar um rannsókn máls. Er vísað til þess að í úrskurði nefndarinnar nr. 579/2015 sé „á nokkrum stöðum að finna tilvísanir til þess að nefndin hafi ekki haft forsendur til að meta tiltekin atriði“. Telur Isavia ohf. að umræddar tilvísanir gefi „til kynna að nefndin hafi talið að vantað hafi á upplýsingar til þess að unnt væri að meta tiltekin atriði“. Hefði slíkt „átt að vera tilefni til frekari upplýsingaöflunar af hálfu nefndarinnar, enda ber nefndinni að sjá til þess að mál séu nægilega rannsökuð áður en ákvörðun er tekin“.</p> <p></p> <p>Þá segir eftirfarandi:</p> <p></p> <p>„Þá tekur nefndin einnig fram í úrskurði 579/2015 varðandi Kaffitár ehf. að af hálfu Isavia og þeirra aðila sem tóku þátt í samkeppninni í flokki Kaffitárs ehf. hafi hvorki verði bent á hvar ætlaðar viðkvæmar viðskiptaupplýsingar séu að finna í hinum umbeðnu gögnum, né hvers vegna opinberun þeirra væri til þess fallin að valda tjóni eða hversu mikið slíkt tjón gæti orðið.“</p> <p></p> <p>Segir síðan:</p> <p></p> <p>„Ljóst er að nefndinni bar að fullnægja skilyrðum rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins og ganga á eftir því að þær upplýsingar sem nefndin teldi vanta yrðu útvegaðar. Bagalegt er að slíkt hafi ekki verið gert í ljósi þess að samkvæmt upplýsingalögum er m.a. nauðsynlegt við beitingu 9. gr. upplýsingalaga að fram fari mat á andstæðum hagsmunum aðila og hugsanlegu tjóni og ætluðu umfangi þess, af því að afhenda upplýsingar, til þess að unnt sé að taka ákvörðun um hvort heimilt sé að synja aðgangi að gögnum. Hagsmunamat samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er lögbundið og getur úrskurðarnefnd um upplýsingamál  ekki vikið sér undan þeirri lagaskyldu að skoða umbeðin gögn og meta efni þeirra sjálfstætt í ljósi hagsmuna aðila, annars vegar beiðanda og hins vegar þeirra sem gögnin eiga eða gögnin fjalla um. Ekki verður séð að nefndin geti vísað til þess að þar sem hún hafi ekki forsendur til að meta gögnin og þýðingu þeirra sé beiðanda veittur aðgangur að þeim. Gengur slík niðurstaða gegn bæði rannsóknarreglu og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar.“</p> <p></p> <p>Af þessu tilefni skal það áréttað að upplýsingalög eru reist á þeirri meginreglu að veita skuli aðgang að umbeðnum gögnum og eru undanþágur frá meginreglunni skýrðar þröngt. Er það þess aðila sem synjar afhendingu umbeðinna gagna á grundvelli laganna að sjá til þess að mál sé nægjanlega rannsakað í skilningi 10. gr. stjórnsýslulaga áður en ákvörðun þess er tekin. Af þessum sökum hvíldi sú skylda á Isavia ohf.,  eins og rakið er í bréfi úrskurðarnefndarinnar 13. febrúar 2015 til Isavia ohf. vegna meðferðar málsins fyrir nefndinni, að sýna fram á að réttlætanlegt hefði verið að undanþiggja umbeðin gögn upplýsingarétti. Var fyrirtækinu bent á að úrskurðarnefndin hefði jafnan úrskurðað að slíkir aðilar skyldu afhenda kærendum umbeðin gögn þegar nefndin hefði ekki haft forsendur til að slá því föstu að rétt hefði verið að synja kærendum um aðgang að þeim.</p> <p></p> <p>Við meðferð máls þess sem lyktaði með úrskurði nr. 579/2015 kom fram af hálfu Isavia ohf. að fyrirtækið hefði ekki kannað hver afstaða annarra þátttakenda væri til beiðni Kaffitárs ehf. Af þessum sökum óskaði úrskurðarnefndin eftir slíkri afstöðu. Í bréfum nefndarinnar sem rituð voru á íslensku var þess óskað að umrædd fyrirtæki tækju afstöðu til þess hvort eitthvað stæði því í vegi að Kaffitári ehf. yrði veittur aðgangur að hinum umbeðnu gögnum. Teldu fyrirtækin svo vera væri æskilegt að því væri lýst með skýrum hætti og tekin afstaða til þess af hvaða ástæðum afhending gagnanna bryti í bága við 9. eða 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og „[e]inkum að hvaða leyti það varðaði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni“ umræddra fyrirtækja að gögnin færu leynt. Þá sagði:</p> <p></p> <p>„Í þessu samhengi er mikilvægt að fá upplýsingar um það hvort ætla megi að afhending gagnanna til Kaffitárs ehf. eða almennings sé til þess fallin að valda [fyrirtækjunum] tjóni. Í því tilviki mætti gera grein fyrir hversu mikið tjónið gæti orðið og hvaða líkur séu á að það myndi hljótast. Mikilvægt er í þessu samhengi að fram komi hvaða tilteknu upplýsingar það eru sem fyrirtækið telur að ekki megi veita aðgang að, enda kynni afhending þeirra að valda tjóni.“</p> <p></p> <p>Í bréfum sem nefndin ritaði á ensku til þeirra fyrirtækja sem gáfu upp erlenda tengiliði sagði eftirfarandi:</p> <p></p> <p>„If it is the opinion of […] that the request should be denied it is preferable the company describes clearly how this conclusion is compatible with article 9 or article 14 paragraph 3 of the Icelandic Information Act. In this context it is important that the company discloses if it is probable that it would be damaged if Kaffitár´s ehf. request should be granted, how realistic this probability is and how much the damage could be. It is also important that the company refers as specifically as possible to information that should not be disclosed to Kaffitár ehf. or any other member of the public.”      </p> <p></p> <p>Eins og úrskurður nefndarinnar nr. 579/2015 ber með sér fór nefndin yfir hin umbeðnu gögn og mat þær upplýsingar sem þar komu fram með hliðsjón af röksemdum Isavia ohf. og annarra þátttakenda í samkeppninni. Að gefnum þeim forsendum sem úrskurðarnefndin hafði til að leggja mat á upplýsingar af því tagi sem beiðnin laut að taldi nefndin að hvorki Isavia ohf. né þátttakendur í samkeppninni hefðu náð að sýna fram á að skilyrði 3. mgr. 14. gr. væru uppfyllt til að synja Kaffitári um aðgang að gögnunum í heild sinni. Sér í lagi lægi ekki fyrir að aðrir þátttakendur gætu orðið fyrir tjóni ef upplýsingarnar yrðu afhentar. Ber í þessu samhengi að hafa í huga að úrskurðarnefndin hafði leiðbeint þátttakendunum fremur ítarlega um það hvaða upplýsingar þyrftu að koma fram í umsögnum þeirra til að undanþáguheimildir þær sem Isavia ohf. hafði vísað til ættu við. Af hálfu nefndarinnar hafði málið því verið rannsakað nægjanlega vel en gögnin sem rannsóknin skilaði studdu ekki niðurstöðu hinnar kærðu ákvörðunar.</p> <p></p> <p>Loks skal tekið fram að alfarið má vera ljóst af köflum 8 til 14 í úrskurði nr. 579/2015 að nefndin framkvæmdi mat það sem kveðið er á um í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. </p> <p></p> <p>Með vísan til alls framangreinds telur nefndin að hún hafi ekki brotið gegn rannsóknarskyldu þeirri sem hvíldi á nefndinni á grundvelli 10. gr. stjórnsýslulaga. Var að þessu leyti enginn sá annmarki á meðferð málsins sem kann að leiða til endurupptöku málsins.</p> <p></p> <h3>8.</h3> <p></p> <p>Í IV. kafla beiðni Isavia ohf. er auk framangreinds vísað til þess að „rangfærslur“ í úrskurði nr. 579/2015 veki upp „réttmætar efasemdir um það hvort gætt hafi verið rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga“ þar sem tiltekin málsástæða Isavia ohf. hafi ekki verið skoðuð með fullnægjandi hætti. Í þessu samhengi er bent á að í úrskurðinum kemur fram í 2. kafla að tilvísanir Isavia ohf. um að málið hafi varðað „einkaréttarlegan gerning sem hafi ekki falið í sér að opinbert fé hafi verið látið af hendi“ verði ekki skilin öðruvísi en svo að fyrirtækið telji að beiðni Kaffitárs ehf. félli utan gildissviðs upplýsingalaganna. Í beiðni Isavia ohf. um endurupptöku málsins kemur fram að Isavia ohf. hafi hvergi í gögnum málsins mótmælt því að upplýsingalög ættu við heldur „tengist þessi málsástæða um útlát opinbers fjármagns því hvort reglur útboðsréttar eigi við eða ekki, og þar með hvort um beiðnina fari eftir 9. og 10. gr. upplýsingalaga eða samkvæmt 14. gr. laganna“.</p> <p></p> <p>Með umræddri umfjöllun í úrskurði nefndarinnar nr. 579/2015 var áréttað að upplýsingalög giltu sem endranær þegar aðilar sem falla undir gildissvið laganna gerðu einkaréttarlega gerninga og þótt ekki væri reitt af hendi opinbert fé. Að öðru leyti verður ekki betur séð en að það sjónarmið sem Isavia ohf. telur sig hafa ætlað að setja fram með umræddum ummælum hafi komið til úrlausnar nefndarinnar þegar úrskurður var kveðinn upp. Ekki var því ástæða til að frekari „rannsókn“ færi fram á því hvað raunverulega fólst í umsögn Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar.</p> <p></p> <h3>9.</h3> <p></p> <p>Í V. kafla beiðni Isavia ohf. er vikið að því að úrskurðarnefndin hafi talið Kaffitár ehf. aðila máls í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga „með sama hætti og þátttakendur í hefðbundnum útboðum“. Komist nefndin að þessari niðurstöðu þvert á niðurstöðu kærunefndar útboðsmála sbr. úrskurð þeirrar nefndar í máli nr. 14/2014 og þrátt fyrir að Kaffitár ehf. hafi ekki sýnt fram á að fyrirtækið ætti lögvarða hagsmuni af því að fá upplýsingarnar. Um þetta segir í beiðninni:</p> <p></p> <p>„Mögulegur skaðabótaréttur þátttakenda í samkeppni af þessu tagi, þar sem öllum var heitið fullum trúnaði, verður ekki leiddur af almennum reglum. Slík niðurstaða færi þvert á afdráttarlausa niðurstöðu þeirrar kærunefndar sem hefur það hlutverk að lögum að fjalla um útboðsmál.“</p> <p></p> <p>Megi ráða að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi fari út fyrir valdsvið sitt og gert reka að því að meta á hvaða sjónarmiðum Isavia ohf. byggði val sitt á þeim aðilum sem sóttust eftir leiguhúsnæði, en slíkt sé í höndum kærunefndar útboðsmála ef svo beri undir.</p> <p></p> <p>Þá segir í beiðni Isavia ohf.:</p> <p></p> <p>„Í þeim málum sem talið hefur verið að reglur um opinber innkaup eigi við, enda þótt lögin gildi ekki um starfsemina, hefur ávallt verið um að ræða stjórnvald (sbr. t.d. ÁTVR í áliti Umboðsmanns Alþingis nr. 136/1989) en ekki opinbert hlutafélag og kaup á þjónustu. Þannig er bæði starfsemi og félagaformið ólíkt og málin ekki fordæmisgefandi fyrir opinbert hlutafélag sem auglýsir húsnæði til leigu, eins og Kærunefnd útboðsmála staðfesti. Í þessu felst að þegar engin ráðstöfun verður á opinberum fjármunum eiga ekki sömu sjónarmið við um hagsmuni aðila máls eða almennings af gögnunum. Mikill misskilningur er ríkjandi hjá nefndinni varðandi þennan þátt, þ.e. að verið sé að ráðstafa opinberum hagsmunum. Í niðurstöðuköflum nefndarinnar er þessu ítrekað haldið fram í beinni andstöðu við fyrirliggjandi úrskurð Kærunefndar útboðsmála.“</p> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin telur ekki fyllilega ljóst til hvaða hluta úrskurðar nefndarinnar nr. 579/2015 er vísað með framangreindri umfjöllun Isavia ohf. Þannig virðist fyrirtækið samtímis finna að því að úrskurðarnefndin hafi álitið Kaffitár ehf. „aðila“ í skilningi 1. mgr. 14. gr., sbr. fyrri hluta umfjöllunarinnar, sbr. 3. kafla umrædds úrskurðar, en jafnframt að nefndin hafi gengið út frá því við beitingu 3. mgr. 14. gr. að samkeppni um leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fæli í sér ráðstöfun opinberra hagsmuna, sbr. 8. kafla úrskurðarins. Virðist þessum efnisatriðum slegið saman í beiðni Isavia ohf.</p> <p></p> <p>Varðandi fyrra atriðið skal það áréttað að í umsögn Isavia ohf. 10. nóvember 2014 um kæru Kaffitárs ehf. til nefndarinnar féllst Isavia ohf. á að rétt væri að beita 1. mgr. 14. gr. um rétt Kaffitárs ehf. í málinu. Þá var í úrskurði nefndarinnar hvorki miðað við að reglur laga nr. 84/2007 um opinber innkaup hefðu tekið til umræddrar samkeppni né að af þeirri niðurstöðu leiddi að kærandi nyti réttar samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þvert á móti var beinlínis tekið fram að samkeppnin hefði ekki verið hefðbundið útboð. Engu að síður taldi nefndin að sömu rök og þegar um væri að ræða hefðbundin útboð leiddu til þess að kærandi nyti réttar samkvæmt 1. mgr. 14. gr., enda hefði nefndin áður miðað við að þátttakendur í slíkum útboðum gætu reist rétt sinn til aðgangs að gögnum á grundvelli þess lagaákvæðis. Í báðum tilvikum væri um það að ræða að þátttakendur óskuðu eftir aðgangi að upplýsingum sem vörðuðu þá sérstaklega og verulega umfram aðra sbr. ummæli í frumvarpi til upplýsingalaga. Röksemdafærsla nefndarinnar var þannig ekki háð því að reglur um opinber innkaup tækju til samkeppni Isavia ohf., enda var sýnilega ekki gengið út frá þeirri forsendu í úrskurði hennar.    </p> <p></p> <p>Varðandi seinna atriðið virðist Isavia ohf. hafna því að útleiga á leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar feli í sér ráðstöfun á opinberum hagsmunum. Því hafi sjónarmiðið ekki átt að hafa þýðingu við beitingu 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga svo sem gert var af hálfu úrskurðarnefndarinnar. Vísar Isavia ohf. sérstaklega til úrskurðar kærunefndar útboðsmála nr. 14/2014 í þessu samhengi. Rétt er að taka fram að þótt úrskurðarnefndin telji að umræddur úrskurður hafi takmarkaða þýðingu við skýringu og beitingu upplýsingalaga fær nefndin ekki betur séð en að niðurstaða umrædds úrskurðar hafi fyrst og fremst verið sú að þar sem Isavia ohf. hefði með samkeppninni ekki ætlað sér að inna af hendi fjárhagslegt endurgjald í skiptum fyrir verðmæti, en ekki komið fram sem kaupandi verks, vöru eða þjónustu í skilningi 1. mgr. 4. gr. laga um opinber innkaup, giltu umrædd lög ekki um samkeppnina. Með öðrum orðum hafi kærunefndin bent á að Isavia ohf. hafi í samkeppninni komið fram sem seljandi og hafi því ekki staðið til að félagið léti af hendi eða ráðstafaði opinberu fé. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður tæplega gagnályktað frá úrskurðinum á þann hátt að það sé afstaða kærunefndar útboðsmála að með umræddu ferli hafi ekki staðið til að ráðstafa opinberum hagsmunum.</p> <p></p> <p>Án tillits til umrædds úrskurðar er ljóst að það er lögbundið verkefni Isavia ohf. að reka Flugstöð Leifs Eiríkssonar og verslanir í flugstöðinni. Er félaginu sérstaklega heimilað með lögum að gera samninga við aðra aðila til að þessum verkefnum sé sinnt á sem hagkvæmastan hátt. Isavia ohf. er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er stærsta flugstöð landsins og stendur við mikilvægasta millilandaflugvöll landsins sem fjölmargir ferðamenn fara um á hverju ári. Þá kemur eftirfarandi fram í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga um 2. mgr. 2. gr. laganna en í ákvæðinu er kveðið á um að lögin taki til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera eins og á við um Isavia ohf.:</p> <p></p> <p>„Rökin að baki því hlutfalli eru fyrst og fremst þau að þegar eignarhluti tiltekins aðila í fyrirtæki hefur náð þeim mörkum verði að líta svo á að ákvarðanir um meðferð og stjórnun slíks fyrirtækis séu í raun að umtalsverðu leyti ákvarðanir um ráðstafanir opinberra hagsmuna.“    </p> <p></p> <p>Með vísan til alls framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að unnt hafi verið að líta svo á að samkeppni sem miðaði að því að semja um leiguréttindi verslunarrýmis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi miðað að „ráðstöfun á opinberum hagsmunum“. Geti „opinberir hagsmunir“ verið annars konar gæði en opinbert fé. Þá hafi verið rétt að taka mið af því við mat á hagsmunum Kaffitárs ehf. af því að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum við beitingu 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Að öllu þessu virtu telur úrskurðarnefndin að ekkert hafi komið fram í V. kafla beiðni Isavia ohf. sem leiði til þess að ástæða sé til að taka mál það sem lyktaði með úrskurði nr. 579/2015 upp að nýju.</p> <p></p> <h3>10.</h3> <p></p> <p>Í VI. kafla beiðni Isavia ohf. um endurupptöku kemur fram að fyrirtækið álíti að misræmis gæti innan úrskurðar nefndarinnar nr. 579/2015 sem og á milli umrædds úrskurðar og úrskurðar nefndarinnar nr. 580/2015 er varðar beiðni Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. um aðgang að gögnum frá sömu samkeppni.</p> <p></p> <p>Þannig hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu í fyrrnefnda úrskurðinum að ekki skyldi veita aðgang að tilteknum gögnum sem varði skipulag þeirra verslana sem Lagardere Services hyggist reka á fríhafnarsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með vísan til þess að Kaffitár ehf. hefði ekki tekið þátt í þeim flokkum samkeppninnar er glærurnar vörðuðu og hefði ekki nægilega ríka hagsmuni í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga til að kynna sér þær. Um er að ræða glærur 59 til 88 í glærukynningu fyrirtækisins sem var hluti af gögnum þess í umræddri samkeppni. Bendir Isavia ohf. á að glærurnar sem á undan komu, þ.e.a.s. 1-58 varði sömu flokka. Ætti með sömu rökum að undanþiggja þær allar upplýsingarétti kæranda. Auk þess „mælir nefndin fyrir um að afhenda skuli öll fylgigögn Lagardere (fjárhagslegt tilboð)“. Sé þar að finna sömu upplýsingar og fram koma á glærum 59-88 sem voru undanþegnar afhendingu. Telur Isavia ohf. að í úrskurðaroðinu felist „að þessu leiti þversögn“. Segir eftirfarandi um þetta atriði í beiðni fyrirtækisins: „Þar sem annars vegar er takmarkaður aðgangur að tilteknum skjölum sem hafa að geyma upplýsingar en hins vegar veittur aðgangur að þessum sömu upplýsingum með því að veita aðgang að fylgigögnum. Er Isavia þannig í raun ógerlegt að framfylgja úrskurðarorðinu og annars vegar afhenda þau gögn sem um er beðið og á sama tíma gæta trúnaðar um þau gögn sem félaginu hafa verið afhent.“ </p> <p></p> <p>Í 11. kafla úrskurðar nr. 579/2015 fjallaði úrskurðarnefndin um tillögu Lagardere Services í samkeppninni. Eins og þar kemur fram var svokallaður tæknilegur hluti tillögu fyrirtækisins á formi glærukynningar og voru glærurnar alls 432 talsins. Taldi nefndin að veita bæri aðgang að fyrstu 55 glærunum með vísan til þess að þar væri fjallað um ýmis vörumerki sem fyrirtækið hygðist bjóða til sölu í verslun sinni, almenn stefnumið verslana fyrirtækisins, lýsingar á öðrum verslunum þess erlendis, drög að uppsetningu mögulegra verslana á fríhafnarsvæðinu auk óljósra upplýsinga um samskipti fyrirtækisins við þau fyrirtæki sem framleiða umrædd vörumerki. Á glærum 56 til 58 komu síðan fram hugmyndir fyrirtækisins um verð sem það kynni að bjóða fyrir vörur og þjónustu í verslunum sínum. Eins og fram kom í úrskurðinum taldi nefndin að upplýsingarnar væru afar almennar. Hvað varðar allar þessar glærur taldi nefndin, að gefnum þeim forsendum sem hún hafði til að leggja mat á gögnin, að ekki lægi fyrir að Lagardere Services yrði fyrir tjóni þótt veittur yrði aðgangur að þessum hlutum glærukynningarinnar. Eins og fram kemur í úrskurðinum taldi nefndin á hinn bóginn að þær upplýsingar sem fram kæmu á glærum 59 til 88 væru annars eðlis, enda væru þær sértækari og fjölluðu um innra skipulag þeirra verslana sem fyrirtækið hygðist reka á fríhafnarsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Sýnilega var rökstuðningur nefndarinnar því annar varðandi hagsmuni Lagardere Services af því að halda glærum 59-88 leyndum en varðandi glærurnar sem á undan komu. Verður hvorki séð að misræmi sé í umfjöllun nefndarinnar um umrædda hluta kynningarinnar né að nokkur vandkvæði séu fyrir Isavia ohf. að „framfylgja úrskurðarorðinu“ hvað þetta varðar.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. lét úrskurðarnefndinni tillögu Lagardere Services í té á rafrænu formi. Fram kemur í úrskurði 579/2015 að nefndin taldi sig geta ráðið af gögnunum að fjárhagslegur hluti tillögunnar kæmi fram á sex skjölum. Koma titlar umræddra skjala fram í úrskurðinum. Eins og að framan greinir telur Isavia ohf. að í umræddum skjölum komi fram upplýsingar sem fyrirtækinu hafi verið heimilt að synja að því leyti sem þær komu fram í glærum 59 til 88 í tæknilegum hluta tillögu fyrirtækisins. </p> <p></p> <p>Í fyrsta lagi var um að ræða skjalið „Financial Proposal – Commercial opportunities at Keflavik Airport“ sem undirritað er af hálfu Lagardere Services 11. júlí 2014. Rafrænt heiti skjalsins er „Iceland Tender_Alternative Financial offer_11072014“. Úrskurðarnefndin fær ekki séð að í skjalinu sé að finna þær upplýsingar sem fram koma á glærum 59 til 88 í tæknilegum hluta tillögu fyrirtækisins.</p> <p></p> <p>Í öðru lagi er um að ræða skjalið „Financial Proposal – Commercial Opportunities at Keflavik Airport“ sem er óundirritað en var látið úrskurðarnefndinni í té rafrænt undir heitinu „1.1 LS Financial Proposal_Introduction“. Úrskurðarnefndin fær ekki séð að í skjalinu sé að finna þær upplýsingar sem fram koma á glærum 59 til 88 í tæknilegum hluta tillögu fyrirtækisins.</p> <p></p> <p>Í þriðja lagi skjalið „Financial Proposal Offer 1 (4-year Speciality + 7 year F&B) en rafrænt heiti skjalsins er „1.2 LS Financial Proposal Offer 1_Global offer+Speciality retail“. Skjalið er undirritað af hálfu Lagardere Services 13. júní 2014. Úrskurðarnefndin fær ekki séð að í skjalinu sé að finna þær upplýsingar sem fram koma á glærum 59 til 88 í tæknilegum hluta tillögu fyrirtækisins.</p> <p></p> <p>Í fjórða lagi skjalið „Financial Proposal Offer 2 (7-year Speciality + 7-year F&B)“. Rafrænt heiti skjalsins er „1.4 LS Financial Proposal Offer 2_Global offer+Specialty retail“. Skjalið er undirritað af hálfu Lagardere Services 13. júní 2014. Úrskurðarnefndin fær ekki séð að í skjalinu sé að finna þær upplýsingar sem fram koma á glærum 59 til 88 í tæknilegum hluta tillögu fyrirtækisins.</p> <p></p> <p>Í fimmta lagi og sjötta lagi skjöl sem bera yfirskriftina „Appendix 4: Financial Proposal Form“. Rafræn heiti skjalanna eru „1.3 LS Financial Proposal Offer 1_FandB“ og „1.5 LS Financial Proposal Offer 2_FandB“. Fær úrskurðarnefndin ekki séð að í skjölunum sé að finna sömu upplýsingar og koma fram á glærum 59 til 88 í tæknilegum hluta tillögu fyrirtækisins.</p> <p></p> <p>Skýrlega er kveðið á um í forsendum úrskurðarins að afhenda beri umrædd gögn. Þá kemur fram í úrskurðarorði að Isavia ohf. beri að afhenda Kaffitár ehf. tillögur og fylgigögn Lagardere Services að undanskildum glærum 59 til 88 í glærukynningu sem inniheldur tæknilegan hluta tillögu fyrirtækisins.</p> <p></p> <p>Að öllu framangreindu virtu verður ekki séð að nokkur vandkvæði séu fyrir Isavia ohf. að „framfylgja úrskurðarorðinu“ hvað þetta varðar. Hefur fyrirtækið ekki sýnt fram á að annmarkar hafi verið á úrskurði nefndarinnar að þessu leyti. Gefur VI. kafli beiðni Isavia ohf. því ekki tilefni til að málið verði tekið upp að nýju.</p> <p></p> <h3>11.</h3> <p></p> <p>Í VII. kafla beiðni Isavia ohf. um endurupptöku segir að misræmi sé milli úrskurða nefndarinnar nr. 579/2015 og 580/2015. Varðaði fyrra málið beiðni Kaffitárs ehf. en hið síðara beiðni Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. en bæði fyrirtækin tóku þátt í samkeppni um leigu á rými til verslunar- eða veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í beiðni Isavia ohf. segir eftirfarandi: „Í máli Kaffitárs er Isavia gert að afhenda gögn veitingaaðila sem eru algerlega sambærileg gögnum sem undanskilin voru í máli Gleraugnamiðstöðvarinnar. Samkvæmt jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eiga sambærileg tilvik að fá sambærilega meðferð hjá stjórnvöldum og ósambærileg tilvik að fá ósambærilega meðferð.“ Telur Isavia ohf. að reglunni hafi ekki verði fylgt í málsmeðferð nefndarinnar.</p> <p></p> <p>Með úrskurði nefndarinnar nr. 580/2015 var staðfest sú niðurstaða Isavia ohf. að synja Gleraugnamiðstöðinni ehf. um aðgang að tilteknum blaðsíðum í fjárhagslegum hluta tillögu fyrirtækis sem tók þátt í sama flokki samkeppninnar og Gleraugnamiðstöðin ehf. Í úrskurði nr. 579/2015 var Isavia ohf. á hinn bóginn gert að afhenda Kaffitári ehf. sambærilegar upplýsingar í tilboðum annarra þátttakenda. Eins og skýrt kemur fram í úrskurði nr. 580/2015 varð réttur kæranda þess máls til umrædds gagns reistur á 5. gr. upplýsingalaga, enda leit úrskurðarnefndin svo á að kærandi hefði ekki verið þátttakandi í fjárhagslegum hluta samkeppninnar. Á hinn bóginn er skýrt í úrskurði 579/2015 að réttur kæranda var reistur á 1. mgr. 14. gr. laganna varðandi sambærileg gögn en kærandi tók í því tilviki þátt í umræddum hluta samkeppninnar. Málin tvö voru því ekki að öllu leyti sambærileg. Af þessum sökum telur úrskurðarnefndin að hún hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar með mismunandi meðferð málanna tveggja.</p> <p></p> <h3>12.  </h3> <p></p> <p>Í beiðni Isavia ohf. um endurupptöku er VIII. kafli í heild sinni eftirfarandi:</p> <p></p> <p>„Því hefur verið slegið föstu í dómaframkvæmd að Isavia ohf. sé ekki bundið af stjórnsýslulögum, sbr. hrd. í máli nr. 326/2014. Fyrir liggur að upplýsingalög eiga hins vegar við um starfsemi Isavia. Ekki fer fram hefðbundið mat á því hvort veita eigi aðgang að gögnum s.s. ef um stjórnvald væri að ræða. Gögnin sem aðilar í samkeppninni sendu inn eru gríðarlega mismunandi að umfangi. Ekki er um að ræða gögn sem urðu til hjá Isavia eða stjórnvöldum heldur viðskiptagögn sem ekki eru gögn sem upplýsingalögum er ætlað að opna aðgang að. Ekkert í gögnunum varðar opinbera hagsmuni. Málið varðar leigu á húsnæði sem Hæstiréttur hefur þegar komist að niðurstöðu um að Isavia sé frjálst að ráðstafa eftir hentisemi sinni, sbr. hrd. 465/2003.“</p> <p></p> <p>Þá er IX. kafli beiðninnar í heild sinni svohljóðandi:</p> <p></p> <p>„Fyrir liggur að þeir aðilar sem buðu í húsaleigu tóku ekki þátt í opinberu útboði og útbjuggu tilboðsgögn sín þannig ekki með það í huga að þau gætu komist í hendur samkeppnisaðila. Við mat á því hvort veita skuli aðgang að fjárhagslegum upplýsingum hefur úrskurðarnefndin lagt til grundvallar hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla megi að það sé til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að upplýsingunum. Við matið verði að líta til þess hverju sinni hversu mikið tjónið geti orðið og hvaða líkur séu á að það muni hljótast, verði upplýsingarnar veittar. Hvorugur kærenda í úrskurðum nr. 579 eða 580 hefur sýnt fram á það hverjir hinir lögvörðu hagsmunir þeirra eru. Hagsmunir Kaffitárs og Gleraugnamiðstöðvarinnar af því að fá aðgang að gögnum með upplýsingunum geta ekki talist slíkir að réttlætt geti að gengið sé á hagsmuni annarra, en samkeppnisaðilar þessara fyrirtækja.“</p> <p></p> <p>Með framangreindum efnisgreinum endurtekur Isavia ohf. að mestu leyti sjónarmið sem látin voru í ljós við meðferð máls þess sem nú er óskað endurupptöku á. Í úrskurði nefndarinnar nr. 579/2015 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að sömu takmarkanir giltu um aðgang að gögnum í vörslum aðila sem féllu undir upplýsingalög á grundvelli 2. mgr. 2. gr. laganna og stjórnvalda sem féllu undir þau með vísan til 1. mgr. sömu lagagreinar. Þá komst nefndin að þeirri niðurstöðu að lögin tækju til gagna sem útbúin hefðu verið af öðrum en þeim aðilum sem féllu undir gildissvið laganna að því gefnu að umrædd gögn væru í vörslum slíkra aðila. Svo sem að framan greinir telur úrskurðarnefndin ljóst að ráðstöfun á leigurými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar feli í sér ráðstöfun á opinberum hagsmunum en löggjafinn hefur gert ráð fyrir að í slíkum tilvikum sé upplýsingaréttur ríkari en ella. Taldi úrskurðarnefndin einnig að Kaffitár ehf. ætti hagsmuni af því að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum m.a. til að öðlast innsýn á þau efnislegu sjónarmið sem Isavia ohf. beitti í samkeppninni, enda lægi fyrir að þau hefðu ekki verið skráð með neinum hætti af fyrirtækinu. Vísast að öðru leyti til þeirra sjónarmiða sem rakin eru í úrskurði nefndarinnar hvað þetta varðar. Verður ekki séð að ítrekanir Isavia ohf. á sjónarmiðum sem þegar hafi verið látin í ljós og úrskurðarnefndin hefur tekið afstöðu til geti leitt til endurupptöku málsins. </p> <p></p> <h3>13.</h3> <p></p> <p>Í beiðni Isavia ohf. kemur fram að verði ekki fallist á kröfu um endurupptöku sé með vísan til sömu sjónarmiða gerð krafa um frestun á réttaráhrifum úrskurðarins. Sérstök ástæða sé til að fresta réttaráhrifum. Fyrir liggi að ekki sé útilokað að leitt verði í ljós undir rekstri dómsmáls að „í þeim gögnum sem úrskurðir nefndarinnar taka til séu gögn sem kunni að njóta verndar upplýsingalaganna“. Vísar Isavia ohf. í þessu samhengi til úrskurða nefndarinnar nr. A-577/2015 og A-233/2006. Fordæmisgildi málsins sé ótvírætt auk þess sem gríðarlegir viðskiptalegir hagsmunir séu í húfi, bæði fyrir Isavia ohf. og þá aðila sem tóku þátt í umræddri samkeppni um húsaleigu. Fallist nefndin ekki á frestun réttaráhrifa sé Isavia ohf. svipt þeim grundvallarrétti sem einstaklingar og lögaðilar njóti samkvæmt 70. gr. stjórnaskrárinnar.</p> <p></p> <p>Í 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Skuli krafa þess efnis gerð eigi síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests. Ákvæði um frestun réttaráhrifa var áður í 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í athugasemdum við þá grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996, svo og í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, segir: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“</p> <p></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, og nú 24. gr. laga nr. 140/2012, eigi fyrst og fremst við um tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila annarra en þeirra sem falla undir gildissvið laganna, sem geta verið skertir með óbætanlegum hætti, verði aðgangur veittur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga, eins og þau kunni síðar að verða skýrð af dómstólum. Að mati nefndarinnar hafa ekki komið fram upplýsingar sem sýna fram á að slíkir hagsmunir séu í húfi. Þá er til þess að líta að beiðni Isavia ohf. um frest á réttaráhrifum er að verulegu leyti reist á sjónarmiðum um að Isavia ohf. hefði verið unnt að byggja synjun á beiðni Kaffitárs ehf. á öðrum lagagrundvelli en fyrirtækið gerði. Í þessu samhengi bendir úrskurðarnefndin á að dómstólar hafa álitið að stjórnvaldsákvarðanir sem haldnar eru efnislegum annmörkum séu ógildanlegar þótt niðurstöður þeirra kunni að vera réttar á öðrum efnislegum grundvelli sbr. dóm Hæstaréttar Íslands 31. mars 2011 í máli nr. 626/2010 og dóm réttarins 16. maí 2012 í máli nr. 593/2011. Er því vandséð að fallist yrði á dómkröfur stjórnvalda eða lögaðila sem falið er að taka stjórnvaldsákvarðanir er lúta að því að reisa slíkar ákvarðanir viðkomandi aðila á nýjum lagagrundvelli. Loks gefa ábendingar Isavia ohf. um ætlaða annmarka á úrskurði nefndarinnar ekki tilefni til að ætla að sérstök ástæða til að fresta réttaráhrifum úrskurðarins.</p> <p></p> <p>Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar nr. 579/2015, í máli ÚNU 14100011. Ber því að hafna kröfu Isavia ohf. þar að lútandi.</p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p></p> <p>Kröfu Isavia ohf. um endurupptöku máls nr. ÚNU 14100011 er hafnað.</p> <p></p> <p>Kröfu Isavia ohf. um frestun á réttaráhrifum úrskurðar 579/2015 er hafnað.</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Þorgeir Ingi Njálsson</p> <p></p> <p>varaformaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p> </p> |
579/2015. Úrskurður frá 15. maí 2015 | Kaffitár ehf. kærði afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni um aðgang að gögnum varðandi samkeppni um verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Úrskurðarnefndin taldi að samkeppnin fæli ekki í sér hefðbundið útboð. Engu að síður var kærandi talinn njóta réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum eins og þátttakendur í útboðum. Úrskurðarnefndin vísaði til athugasemda í frumvarpi til upplýsingalaga um 3. mgr. 14. gr. um að vega skuli og meta gagnstæða hagsmuni þess sem upplýsinga óskar og annarra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga hagsmuni af því að tilteknum atriðum sé haldið leyndum. Kærandi var talinn hafa hagsmuni af því að fá upplýsingar um nöfn, einkunnir og tillögur þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í samkeppninni, meðal annars til að geta lagt mat á það hvernig framkvæmd hennar var háttað. Úrskurðarnefndin áréttaði jafnframt að fyrirtæki sem leita eftir því að fá ráðstafað opinberum gæðum verði að vera undir það búin að upplýsingalög gildi um slíkar úthlutanir. Einnig væri eðlilegt að fyrirtæki á samkeppnismarkaði séu undir það búin að fá ekki hæstu einkunnir í samkeppnum sem þau taka þátt í og ólíklegt þau verði fyrir tjóni þótt upplýst verði að þau verði ekki fyrir valinu í samkeppnum eða hvaða einkunnir þau hljóta fyrir tillögur sínar. Isavia ohf. var því gert að að veita kæranda aðgang að nöfnum, tillögum og einkunnum annarra þátttakenda í samkeppninni að undanskildum gögnum sem vörðuðu flokka samkeppninnar sem kærandi tók ekki þátt í. | <p></p> <h3>Úrskurður</h3> <p></p> <p>Hinn 15. maí 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 579/2015 í máli ÚNU 14100011.  </p> <p></p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með erindi 20. október 2014 kærði Kaffitár ehf. afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni fyrrnefnda félagsins um aðgang að gögnum varðandi samkeppni þess síðarnefnda vegna verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 76/2008 er Isavia ofh. meðal annars ætlað að annast uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, þ.m.t. rekstur verslana með tollfrjálsrar vörur á flugvallarsvæðinu. Gögn málsins benda til þess að með umræddri samkeppni hafi það verið ætlun Isavia ohf. að bjóða út leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði flugstöðvarinnar og að fyrirtækið hafi komið fram sem væntanlegur leigusali. Samskipti um ferlið fóru öll fram á ensku en Isavia ohf. kynnti það undir nafninu „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“.  </p> <p></p> <p>Ágreiningur er milli kæranda og Isavia ohf. varðandi það hvaða orð skuli nota til að lýsa umræddu ferli. Hefur sá ágreiningur ekki þýðingu fyrir úrlausn máls þessa er varðar upplýsingarétt kæranda á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Hefðbundið er að nota orðin „útboð“ og „forval“ þegar verkkaupi eða kaupandi leitar skriflegra tilboða frá væntanlegum seljendum verks, vöru eða þjónustu. Framangreint ferli Isavia ohf. miðaði á hinn bóginn að því að fyrirtækið kæmi sjálft fram sem leigusali. Í ljósi þessa og þess ágreinings sem ítrekað kemur fram í gögnum málsins um orðanotkun mun úrskurðarnefndin fjalla um umrætt ferli sem „samkeppni“ og að framlög þeirra sem tóku þátt hafi verið „tillögur“. </p> <p></p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að 19. mars 2014 hafi Isavia ohf. efnt til samkeppninnar og að hún hafi skipst í tvö stig. Á fyrra stiginu, sem nefndist „Request for Qualification“ skyldi kannað hvort þátttakendur uppfylltu þær kröfur um vörur, vörumerki, þekkingu, reynslu og fleira sem Isavia ohf. gerði til þátttöku í samkeppninni. Þeim sem uppfylltu kröfur fyrirtækisins var svo boðið að taka þátt á seinna stigi samkeppninnar, sem nefndist „Request for Proposal“, og skila inn annars vegar tæknilegri og hins vegar fjárhagslegri tillögu. Átti fjárhagslegi hlutinn einungis að koma til skoðunar ef tæknilegi hlutinn yrði metinn fullnægjandi. Kærandi mun hafa skilað inn tvíþættum tillögum og komst í gegnum fyrra stig samkeppninnar. Tæknilegur hluti tillögu kæranda var metinn fullnægjandi og kom fjárhagslegur hluti hennar því til skoðunar.  </p> <p></p> <p>Með bréfi 21. ágúst 2014 tilkynnti Isavia ofh. kæranda að tillaga hans væri ekki fyrsti valkostur í samkeppninni. Með tölvupósti 29. ágúst 2014 óskaði kærandi eftir frekari upplýsingum og gögnum, bæði um eigin tillögu og tilboð annarra. Þann 5. september 2014 sendi Isavia ohf. kæranda útfyllt einkunnablöð vegna tilboðs hans sjálfs. Á blöðunum komu fram einkunnir á bilinu frá einum upp í tíu vegna mismunandi matsþátta. Einkunnirnar voru ekki rökstuddar á einkunnablöðunum. Þá fékk kærandi upplýsingar um það hvar tillaga hans féll í röð þátttakenda sem tóku þátt í sömu flokkum samkeppninnar og hann sjálfur. Á hinn bóginn voru honum hvorki kynnt nöfn þessara þátttakenda né hvaða einkunnir þeir fengu í samkeppninni.   </p> <p></p> <p>Með tölvupósti 16. september óskaði kærandi eftir frekari gögnum frá Isavia ohf. Í fyrsta lagi óskaði hann eftir því að afhent yrðu gögn sem útskýrðu eða rökstyddu nánar einkunnagjöf tilboðs kæranda sjálfs, í öðru lagi óskaði hann eftir gögnum um það hverjir aðrir væru þátttakendur í samkeppninni, í þriðja lagi tillagna annarra bjóðenda og í fjórða lagi gagna um hvaða einkunnir önnur tilboð hefðu fengið.  </p> <p></p> <p>Beiðni kæranda um aðgang að gögnum var hafnað með bréfi 22. september 2014. Í ákvörðun Isavia ohf. var vísað til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Það væri mat fyrirtækisins að umbeðin gögn vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskipskiptahagsmuni þátttakenda í samkeppninni. Þann 1. október 2014 var kæranda tilkynnt að ekki hefði verið gengið að tillögu hans í samkeppninni. </p> <p></p> <p>Í kæru er rakið að aðrir þátttakendur í samkeppninni hafi lýst því yfir að framkvæmd samkeppninnar hafi verið ólögmæt og að þeir ætli að leita réttar síns fyrir dómstólum. Loks hafi Samtök verslunar og þjónustu gagnrýnt skort á gagnsæi og upplýsingum í tengslum við útboðið og krafist nánari skýringa frá Isavia ohf. Kærandi telur ljóst að upplýsingalög nr. 140/2012 taki til Isavia ohf. enda sé félagið að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 76/2008 um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Kærandi telur sig njóta allra hefðbundinna réttinda þátttakenda í útboði, skv. grunnreglum útboðs- og stjórnsýsluréttar, óháð því hvort lög nr. 84/2007 um opinber innkaup eða stjórnsýslulög nr. 37/1993 eigi við og óháð því hvaða nafn Isavia ohf. hafi gefið ferlinu. Þá séu hagsmunir kæranda af gagnaafhendingu nákvæmlega þeir sömu og hagsmunir bjóðenda í öðrum útboðum. Vísar kærandi í þessu sambandi til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-532/2014 og A-552/2014. Almannhagsmunir af gagnsæi við meðferð opinberra fjármuna séu einnig þeir sömu.  </p> <p></p> <p>Kærandi álítur að aðgangur hans að hinum umbeðnu gögnum lúti ákvæðum 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, enda hafi úrskurðarnefndin litið svo á að þátttakandi í útboði teljist aðili máls í skilningi lagagreinarinnar, og kærandi hafi verið beinn þátttakandi í útboði Isavia ohf. og sé ekki almenningur í skilningi 9. gr. laganna. Kærandi vísar til úrskurðar nefndarinnar í máli nr. A-532/2014. Synjun á beiðni kæranda hafi því augljóslega verið reist á ólögmætum sjónarmiðum. Þegar af þessari ástæðu beri að fallast á kröfugerð kæranda.  </p> <p></p> <p>Kærandi bendir á að Isavia ohf. hafi alfarið neitað að upplýsa kæranda um það hverjir aðrir bjóðendur séu. Kærandi geti því ekki leitað samþykkis þeirra fyrir gagnaafhendingu. Skylda til að leita eftir afstöðu þriðja aðila fyrir gagnaafhendingu hvíli þar af leiðandi á Isavia ohf. en ekki á kæranda. Að öðrum kosti gæti Isavia ohf. komið í veg fyrir afhendingu gagna með því einu að neita að upplýsa um það hverjir hefðu sent fyrirtækinu gögnin og gera þeim sem óska eftir gögnum þannig ómögulegt að leita samþykkis sjálfir. Engin gögn beri með sér að Isavia ohf. hafi leitað eftir afstöðu annarra þátttakenda í samkeppninni. Því sé hin kærða ákvörðun ólögmæt.  </p> <p></p> <p>Þá byggir kærandi á því að hagsmunir hans af því að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum vegi þyngra en trúnaðarhagsmunir annarra þátttakenda í samkeppninni. Því er mótmælt sem röngu og ósönnuðu að trúnaður gildi um gögnin, enda sé sú staðhæfing órökstudd af hálfu Isavia ohf. Svo virðist sem alfarið sé um að ræða eigin afstöðu Isavia ohf. og ekki hafi verið leitað afstöðu annarra þátttakenda í samkeppninni. Raunar virðist aðrir þátttakendur almennt vera ósáttir við það hve litlar upplýsingar hafi verið veittar um samkeppnina. Þá hafi úrskurðarnefndin lagt ríka áherslu á hagsmuni þeirra sem taki þátt í útboðum af því að rétt sé staðið að framkvæmd þeirra. Í slíkum málum hafi útboðshöldurum verið gert að afhenda tilboð annarra bjóðenda, tilboðsblöð og önnur fylgigögn, þar sem upplýsingahagsmunir hafi verið taldir vega þyngra en trúnaðarhagsmunir. Vísar kærandi til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-532/2014 og A-552/2014. Umræddir úrskurðir varði sambærileg gögn og í þessu máli, þ.e. upplýsingar um aðra þátttakendur, tilboð þeirra o.s.frv. Enginn vafi leiki því á fordæmisgildi þeirra. Kærandi telur einnig að almannahagsmunir standi til þess að þátttakendum sé veittur aðgangur að gögnunum. Samkeppnin hafi lotið að ráðstöfun opinberra hagsmuna og það séu því almannahagsmunir að fullkomið gagnsæi ríki um útboðið.  </p> <p></p> <p>Kærandi vísar einnig til þess að upplýsingahagsmunir vegi þyngra eftir að tilboðum hafi verið skilað í útboðum. Grunnreglur útboðsréttar eigi við um samkeppnina, óháð gildissviði laga um opinber innkaup og laga um framkvæmd útboða. Í áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 136/1989 hafi einkafyrirtæki kvartað yfir því að hafa verið synjað um þátttöku í lokuðu útboði ÁTVR. Umboðsmaður byggði á því að grunnreglur útboðsréttar og reglur um vandaða stjórnsýsluhætti ættu alltaf við í útboðum. Val bjóðenda í útboði ætti þannig að byggjast á skýrum og málefnalegum grundvelli sem tryggði jafnræði og kæmi í veg fyrir tortryggni og handahóf. Val á fyrirtækjum hefði ekki verið til þess fallið að girða fyrir tortryggni um geðþóttaákvarðanir. Þessi sjónarmið hafi verið áréttuð frekar í seinni álitum umboðsmanns, sbr. mál hans nr. 2264/1997 og 1489/1995.  </p> <p></p> <p>Þá gildi ákveðnar grunnreglur stjórnsýsluréttar um alla samninga hins opinbera þótt stjórnsýslulög nr. 37/1993 gildi ekki um þá. Um það hvernig almennt sé talið rétt að standa að útboðum vísar kærandi til hliðsjónar til laga um framkvæmd útboða nr. 65/1993 og laga um opinber innkaup nr. 84/2007. Í báðum þessum lögum séu upplýsingahagsmunir taldir vega þyngra en trúnaðarhagsmunir eftir skil tilboða, vegna sjónarmiða um jafnræði bjóðenda og gagnsæi í útboðum. Til hliðsjónar vísar kærandi til 6. gr. laga nr. 65/1993 og 16. gr. sömu laga. Af ákvæðum laganna sé ljóst að bjóðendur í útboðum geti almennt ekki metið hvort val tilboða af hálfu útboðshaldara sé málefnalegt nema með því að bjóðendur hafi upplýsingar um tilboðin. Afstaða löggjafans sé sú að eðlilegt sé að trúnaður gildi um tilboð fram til skila, en eftir það vegi upplýsingahagsmunir þyngra, enda væri ómögulegt fyrir bjóðanda að ganga úr skugga um að útboð hafi verið málefnalegt án upplýsinga um önnur tilboð. Ljóst sé að Isavia ohf. sé engin vörn í því að lög um opinber innkaup og lög um framkvæmd útboða eigi ekki við um samkeppni fyrirtækisins á grundvelli þess að um leigusölu en ekki kaup væri að ræða. Sömu grunnreglur eigi við um upplýsingahagsmuni kæranda samkvæmt upplýsingalögum og grunnreglum útboðs- og stjórnsýsluréttar.  </p> <p></p> <p>Kærandi tekur sérstaklega fram að þar sem Isavia ohf. hafi neitað því alfarið að upplýsa um hverjir tóku þátt í samkeppninni, í hvaða flokki hver og einn hafi boðið, hverjar dagsetningar tillagna eða fylgigagna hafi verið, dagsetningar einkunnablaða vegna þeirra tillagna o.s.frv. Kæranda sé því ókleift að tilgreina gögnin sem hann krefjist aðgangs að með nákvæmari hætti en í kærunni greini. Kæranda sé nauðugur einn kostur, vegna háttsemi Isavia ohf., að orða kröfu um afhendingu gagna mjög rúmt. Í ákvörðun Isavia ohf. komi ekki annað fram en að öll umkrafin gögn séu til í vörslum fyrirtækisins og því megi gera ráð fyrir að svo sé.  </p> <p></p> <p>Af þessum sökum krefst kærandi þess að synjun Isavia ohf. 22. september 2014 um afhendingu umbeðinna gagna verði hrundið og að Isavia ohf. verði gert að afhenda kæranda þau.  </p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Með bréfi 21. október 2014 var Isavia ohf. gefinn kostur á að tjá sig um kæruna. Þá var þess einnig óskað að úrskurðarnefndinni yrði í trúnaði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.  </p> <p></p> <p>Í svari fyrirtækisins 10. nóvember 2014 er áréttað að samkeppnin er málið lúti að falli ekki undir lög nr. 84/2007 um opinber útboð samkvæmt bráðabirgðaúrskurði kærunefndar útboðsmála frá 9. september 2014. Þá hafi Hæstiréttur Íslands, í málum er vörðuðu val á leigjendum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2002, komist að þeirri niðurstöðu að það væri undir rekstraraðila flugstöðvarinnar komið hvort og að hvaða marki öðrum aðila væri falið að annast þjónustu við farþega í flugstöðinni og einnig að af því leiddi að slíkum aðila væri heimilt að ákveða sjálfum það húsnæði í fríhöfninni sem tekið væri til notkunar undir verslunarrekstur eða þjónustu, svo og að ákveða hvaða vörur eða þjónusta væru teknar þar til sölumeðferðar. Vísar kærandi til dóma Hæstaréttar 1. september 20013 í máli nr. 327/2003 og 29. apríl 2004 í máli nr. 465/2003. Þá sé Isavia ohf. opinbert hlutafélag en ekki opinbert stjórnvald. Því fari ekki um samkeppnina samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993.  </p> <p></p> <p>Í umsögn Isavia ohf. kemur fram að fyrirtækið telji sig falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Með vísan til markmiða laganna og ummæla í lögskýringargögnum telur fyrirtækið eðlilegt að túlka ákvæði upplýsingalaga þannig að opinberu hlutafélagi á borð við Isavia ohf. sé veitt meira svigrúm við mat um það hvaða gögn skuli afhent en þegar opinber stjórnvöld séu annars vegar, enda sé um að ræða félag í samkeppnisrekstri en ekki opinbera stjórnsýslu. Isavia ohf. er sammála kæranda um að réttara væri að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga en 9. gr. laganna. </p> <p></p> <p>Að því er varðar rökstuðning fyrir einkunnum sem tillögum kæranda voru veittar vísar Isavia ohf. til þess að ekki sé um að ræða ósk um aðgang að tilgreindum fyrirliggjandi gögnum, heldur sé verið að krefja félagið um rökstuðning fyrir mati valnefndar félagsins vegna samkeppninnar. Samkeppnin lúti hvorki lögum um opinber innkaup né stjórnsýslulögum og eigi kærandi því ekki rétt á sérstökum rökstuðningi auk þess sem kærumál vegna slíks eigi ekki undir úrskurðarnefndina.  </p> <p></p> <p>Varðandi upplýsingar um aðra þátttakendur, tilboð þeirra og fylgigögn sé um að ræða upplýsingar um umrædd fyrirtæki, starfsemi þeirra og fjárhagslega hagsmuni, s.s. eiginfjárstöðu, skuldastöðu o.s.frv. Þá sé einnig um að ræða tillögur fyrirtækjanna sem feli í sér ýmsar upplýsingar eins og viðskiptaáætlun og fjárhagslegt tilboð sem verði að teljast til viðkvæmra viðskiptalegra hagsmuna. Tilboð hafi verið send inn í tilteknum flokkum og hafi sá sem skilaði hæsta tilboði í hverjum flokki verið valinn til samninga. Drög að samningum liggi nú fyrir og gefið hafi verið upp hvaða aðila hafi verið samið við. Isavia ohf. telur að þessar upplýsingar teljist til einkamálefna annarra þátttakenda í samkeppninni sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hagsmunir þeirra af að trúnaður ríki um þær upplýsingar séu ríkari en hagsmunir kæranda af því að fá þær afhentar.  </p> <p></p> <p>Við mat á hagsmunum verði einnig að leggja mat á hagsmuni kæranda af því að fá gögnin afhent. Í því samhengi skipti máli hvers konar ferli hafi verið um að ræða. Ferlið eigi ekki undir lög um opinber innkaup. Þátttakendur í slíkum útboðum eigi lögbundinn rétt til þess að farið sé að reglum laga um opinber innkaup við framkvæmd útboða og geti mögulega átt rétt á skaðabótum sé það ekki gert. Hagsmunir þátttakenda í slíkum útboðum af því að fá afhent gögn geti því verið annars konar og meiri en við á um þá samkeppni er mál þetta varðar. Isavia ohf. sé frjálst að ráðstafa umræddu húsnæði á þann hátt sem það telji best í samræmi við lögbundið hlutverk sitt. Hér sé því ekki um að ræða sömu hagsmuni þátttakenda og um væri að ræða opinbert útboð samkvæmt lögum um opinber útboð. Þeir úrskurðir sem vísað sé til af hálfu kæranda varði beiðnir þátttakenda í opinberum útboðum um aðgang að gögnum. Á því og samkeppni Isavia ohf. sé grundvallarmunur og sé því þar af leiðandi hafnað að umræddir úrskurðir hafi fordæmisgildi í málinu.  </p> <p></p> <p>Þá telur Isavia ohf. að félagið hafi hagsmuni af því að geta haldið samkeppni eins og þessa, þar sem gætt sé trúnaðar um þátttakendur og þeirra gögn eins og gangi og gerist á þeim samkeppnismarkaði sem Isavia ohf. starfi. Að öðrum kosti megi leiða líkur að því að færri aðilar hefðu séð sér fært að taka þátt í forvalinu sem hefði getað leitt til verri niðurstöðu fyrir félagið og komið í veg fyrir að það gæti sinnt hlutverki sínu á sem hagkvæmastan hátt. Í þessu samhengi vísar Isavia ohf. til ummæla í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga þess efnis að í þeirri breytingu að fella opinber hlutafélög undir lögin fælist ekki sjálfkrafa að allar upplýsingar þeirra aðila skyldu gerðar aðgengilegar.  </p> <p></p> <p>Að því er varðar einkunnablöð annarra þátttakenda í samkeppninni vísar Isavia ohf. til þess að um sé að ræða vinnugögn, þ.e.a.s. matsblöð sem hver og einn nefndarmaður í valnefnd forvaldsins fyllti út við mat á tæknilegum hluta tilboðs þátttakenda. Tekin hafi verið ákvörðun um að afhenda kæranda í upplýsingaskyni þau matsblöð sem vörðuðu hann sjálfan þrátt fyrir að um væri að ræða vinnugögn. Vinnugögn séu almennt undanskilin gildissviði upplýsingalaga, sbr. 5. tölulið 6. gr. laganna, auk þess sem þau rök sem fram komi í umfjöllun um upplýsingar um aðra þátttakendur, tilboð þeirra og fylgigögn eigi að sjálfsögðu einnig við í þessu tilviki. Það sé því mat Isavia ohf. að umrædd gögn séu vinnugögn í skilningi upplýsingalaga og séu því undanskilin gildissviði þeirra. Félagið hyggist ekki veita aukinn aðgang sbr. 11. gr. upplýsingalaga, enda væri það í bága við hagsmuni þeirra þátttakenda sem um ræðir.  </p> <p></p> <p>Í umsögn Isavia ohf. er síðan fjallað um þau gögn sem þegar hafa verið afhent kæranda en þar er einkum um að ræða allar fundargerðir matsnefndar samkeppninnar með einni yfirstrikun, excel-skjal með einkunnum kæranda og stöðu hans miðað við aðra þátttakendur í sama flokki að loknu mati auk matsblaða þar sem fram komu sundurliðaðar einkunnir einstakra valnefndarmanna fyrir tæknilega tillögu kæranda. Þessu til viðbótar hafi Isavia ohf. átt fund með kæranda þar sem ítarlega hafi verið farið yfir tillögu hans og þau sjónarmið sem lágu til grundvallar við mat á henni. Var úrskurðarnefndinni látið í té skjal sem Isavia ohf. tók saman og sýndi einkunnir allra þátttakenda í þeim flokki sem kærandi tók þátt í. Nöfn annarra þátttakenda voru strikuð út í skjalinu. Kæranda hefði verið látið sambærilegt skjal í té en þó þannig að einkunnir annarra en kæranda hefðu verið strikaðar út. Skjalið væri afhent nefndinni í trúnaði en Isavia ohf. gerði ekki athugasemd við að kæranda yrði afhent skjalið.  </p> <p></p> <p>Kærandi gerði athugasemdir við umsögn Isavia ohf. með bréfi 5. desember 2014. Þar er bent á að athugasemdir Isavia ohf. verði ekki skildar öðruvísi en að enginn rökstuðningur sé til hjá félaginu um þær einkunnir sem gefnar voru tillögum í samkeppninni. Í upphafi hafi kæranda á hinn bóginn verið synjað um aðgang að slíkum rökstuðningi með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Þá hafnar kærandi því að veita beri Isavia ohf. meira svigrúm við beitingu ákvæða upplýsingalaga en öðrum þeim sem falla undir gildissvið laganna. Ef fallist yrði á rök fyrirtækisins fæli það í sér niðurstöðu sem ætti sér enga stoð í orðalagi upplýsingalaga.  </p> <p></p> <p>Að því er varðar ágreining kæranda og Isavia ohf. um það í hvers konar ferli umrædd samkeppni hafi verið sett bendir kærandi á að í umsögn Isavia ohf. sé ekki að finna neina umfjöllun um efnislegan mun á útboðsferli Isavia ohf. og hefðbundnu útboðsferli. Um sé að ræða hreinan útúrsnúning af hálfu Isavia ohf. Munurinn felist einungis í því að í ferli Isavia ohf. hafi fyrirtækið komið fram sem leigusali en ekki kaupandi. Að öllu öðru leyti sé ferlið sambærilegt og hagsmunir þátttakenda í útboðinu af afhendingu gagna sambærilegir og almennt gerist í útboðum á vegum hins opinbera. </p> <p></p> <p>Kærandi mótmælir tilvísunum Isavia ohf. til dóma Hæstaréttar Íslands við meðferð kærumálsins, enda virðist Isavia ohf. telja að af dómunum leiði að þátttakendur í samkeppninni eigi engan rétt til gagna frá félaginu samkvæmt upplýsingalögum. Þessum skilningi hafnar kærandi, enda fjalli hvorugur dómanna um upplýsingalög eða það álitaefni sem uppi sé í málinu.  </p> <p></p> <p>Kærandi bendir á að í umsögn Isavia ohf. sé ekki tilgreint hverjir nefndir trúnaðarhagsmunir nákvæmlega séu, hvernig þeir tengist hverri og einni tillögu eða þátttakanda. Þá virðist Isavia ohf. ekki hafa óskað afstöðu annarra þátttakenda til þess hvort þeir samþykki að upplýst verði um þátttöku þeirra eða tillögu í samkeppninni. Engin gögn hafi heldur verið lögð fram um trúnaðarhagsmunina. Kærandi byggir þar af leiðandi á því að ætlaðir trúnaðarhagsmunir annarra þátttakenda séu ekki til staðar eða að þeir séu að minnsta kosti með öllu ósannaðir. Sönnunarbyrðin um þessi atriði hvíli á Isavia ohf., enda hafi félagið í engu upplýst kæranda um þau.  </p> <p></p> <p>Þá bendir kærandi á að í 14. gr. sé ekki gert ráð fyrir að eigin hagsmunir aðila sem falli undir gildissvið upplýsingalaga kunni að réttlæta undanþágur á upplýsingarétti samkvæmt ákvæðinu. Þegar af þeirri ástæðu beri að hafna þeirri málsástæðu að eigin hagsmunir Isavia ohf. réttlæti synjun. Þá er því hafnað að hagsmunir Isavia ohf. kynnu að raskast enda sé staðhæfing fyrirtækisins þar að lútandi ósönnuð en annars sé meira gegnsæi fremur til þess fallið að fjölga þátttakendum.  </p> <p></p> <p>Kærandi hafnar því að heimilt hafi verið að synja honum um aðgang að einkunnablöðum annarra þátttakenda með vísan til þess að um væri að ræða vinnugögn. Skýra beri hugtakið „vinnugögn“ þröngt enda sé um að ræða undantekningarákvæði frá meginreglu upplýsingalaga um aðgang að gögnum í vörslum hins opinbera. Vísar kærandi í þessu samhengi til úrskurða í málum nefndarinnar nr. A-169/2004 og A-244/2007. Fram komi í 3. tölulið 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga að veita skuli aðgang að skjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi sé einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum sé ekki að finna annars staðar, en kunni að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki reglunni séu einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim sökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Vart verði um það deilt að einkunnir annarra þátttakenda séu upplýsingar um mikilvægar staðreyndir máls, enda sé um sjálfan grundvöll ákvörðunar um val tilboða að ræða. Upplýsingar um einkunnir tilboða komi heldur ekki fram annars staðar og geti þar af leiðandi ekki talist vinnugögn.  </p> <p></p> <p>Einnig minnir kærandi á að óumdeilt sé að 14. gr. upplýsingalaga gildi um rétt hans til gagna. Í því felist að kærandi hafi jafnmikinn rétt til einkunna tilboða annarra bjóðenda og hann á til eigin einkunna. Isavia ohf. hafi afhent honum einkunnablöð vegna hans eigin tilboðs og þá ekki talið skjölin vera vinnugögn. Kærandi telur að Isavia ohf. hafi einungis ákveðið undir rekstri málsins að einkunnablöðin væru vinnugögn til þess að verjast því að þurfa að afhenda þau. Loks bendir kærandi á að afhending Isavia ohf. á tilteknum gögnum til kæranda breyti engu um réttmæti synjunar á afhendingu annarra gagna. </p> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin ritaði Isavia ohf. bréf 20. janúar 2015. Þar kom fram að nefndin teldi ástæðu til að leita skýringa eða afstöðu Isavia ohf. vegna tiltekinna atriða. Þess var í fyrsta lagi óskað að Isavia ohf. upplýsti hvort að á vegum fyrirtækins hefði verið útbúið gagn eða gögn sem vörpuðu ljósi á þær einkunnir sem einstakar tillögur fengu í ferlinu. Óskaði nefndin í þessu sambandi sérstaklega eftir því að upplýst yrði hvort að í skjalasafni fyrirtækisins væri að finna gagn eða gögn þar sem fram kæmu þau sjónarmið sem réðu því að tilteknar tillögur fengu þær einkunnir sem raunin varð. Í öðru lagi var ítrekuð ósk nefndarinnar um að henni yrðu afhent þau gögn er málið lyti að. Í þriðja lagi var þess óskað að Isavia ohf. upplýsti hvort fyrirtækið hefði leitað afstöðu annarra þátttakenda til þess hvort þeir teldu eitthvað vera því til fyrirstöðu að orðið yrði við beiðni kæranda. Hefðu slík samskipti átt sér stað var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té afrit af þeim.  </p> <p></p> <p>Isavia ohf. brást við fyrirspurnum úrskurðarnefndarinnar með bréfi 6. febrúar 2015. Þar voru áréttuð ýmis atriði sem þegar höfðu komið fram í umsögn fyrirtækisins vegna kærunnar. Fram kom að forvalsferlið hefði í raun verið þríþætt. Fyrsti hluti þess hefði verið nefndur „Request for Qualification“ með fundi fyrir áhugasama aðila þar sem þeim buðust að kaupa forvalsgögn fyrsta hluta ferlisins. Gafst öllum tækifæri á að taka þátt í þessum hluta ferlisins. Umsóknir hefðu verið metnar af sérstakri forvalsnefnd. Hver og einn nefndarmaður mat hvern aðila og fyllti út matsblað. Bar honum að leggja þau sjónarmið sem fram komu í svokölluðu „Pre-Qualification“-skjali til grundvallar mati sínu. Vegin meðaltalseinkunn hvers fyrirtækis fyrir sig var svo reiknuð út. Þeir sem náðu lágmarkseinkunn í þessum hluta var síðan boðið að taka þátt í öðrum hluta forvaldsins sem var nefndur „Request for Proposal“. Á grundvelli skjals um þennan hluta gátu aðilar sent inn tilboð.  </p> <p></p> <p>Matsferlið í þessum síðari hluta var á þá leið að tillögur voru sendar inn í tveimur aðskildum umslögum. Annars vegar var um að ræða tæknilega tillögu og hins vegar fjárhagslega tillögu. Forvalsnefndin hefði síðan haldið fund þar sem tæknilegar tillögur hvers fyrirtækis voru opnaðar og hver og einn nefndarmaður mat tillögurnar á grundvelli þeirra sjónarmiða sem fram komu á svokölluðu „Request for Proposal“-skjali á þar til gert matsblað. Vegin meðaltalseinkunn hvers fyrirtækis hefði síðan verið reiknuð út. Forsendan fyrir því að fjárhagsleg tilboð aðila væru opnuð var sú að tæknileg tillaga hans næði 60% í einkunn. Ef tæknilega tilboðið hlaut lægri einkunn en 60% var fjárhagslega tilboðið endursent óopnað.  </p> <p></p> <p>Því næst hafi fjárhagslegar tillögur þeirra sem náðu lágmarkseinkunn fyrir tæknilegu tillögurnar verið opnaðar. Tillögurnar hafi verið metnar af hverjum nefndarmanni fyrir sig, þær ræddar og nefndin gefið eina sameiginlega einkunn fyrir fjárhagslegu tillöguna. Að lokum hafi verið reiknuð út meðaltals einkunn fyrir fjárhagslegu tillöguna og tæknilegu tillöguna til að gefa heildareinkunn fyrirtækisins. Að þessu loknu hafi tekið við þriðji hluti forvalsferlisins sem fól í sér samningaviðræður. Gengið hafi verið til samningaviðræðna við þann aðila sem fékk hæstu einkunn í hverjum vöruflokki.  </p> <p></p> <p>Í bréfi Isavia ohf. kemur fram sú afstaða fyrirtækisins að þar sem ekki væri um að ræða gögn sem hafi orðið til hjá því eða stjórnvöldum heldur viðskiptagögn væri upplýsingalögum ekki ætlað að ná til þeirra. Það samræmdist ekki markmiðum laganna að veita aðgang að gögnunum. Markmið þeirra sé að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu við meðferð opinberra hagsmuna. Mál þetta varði á hinn bóginn leigu á húsnæði sem Hæstiréttur Íslands hafi þegar komist að niðurstöðu um að fyrirtækinu sé frjálst að ráðstafa „eftir hentisemi sinni“ eins og það er orðað í bréfi Isavia ohf. Ekkert í meðferð málsins lúti að því að styrkja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi, möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum, möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni eða traust almennings á stjórnsýslunni. Þannig næði réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum ekki til þessara gagna.  </p> <p></p> <p>Þá áréttar Isavia ohf. að fyrirtækið sé opinbert hlutafélag sem starfi á samkeppnismarkaði og krafa kæranda lúti að því að fá aðgang að gögnum um samkeppnisaðila sína en slík gögn teljist til gagna um fjárhagsmálefni sem eðlilegt sé að leynt fari.  Veiting aðgangs að gögnunum gæti talist samráð sem bryti í bága við samkeppnislög. Þá varði það klárlega samkeppnishagsmuni Isavia ohf. að geta haldið nauðsynlegan trúnað við þátttakendur í samkeppni eins og þessari. Það séu hagsmunir Isavia ohf. að geta haldið samkeppni sem þessa þar sem gætt sé trúnaðar. Að öðrum kosti megi leiða líkur að því að færri aðilar hefðu séð sér fært að taka þátt í forvalinu sem hefði getað leitt til verri niðurstöðu fyrir félagið. Í þessu samhengi er vísað til þess að í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga komi skýrt fram að í þeirri breytingu að fella opinber hlutafélög undir upplýsingalögin felist ekki sjálfkrafa að allar þær upplýsingar sem séu í vörslum slíkra aðila verði gerðar aðgengilegar. Þá hafi verið kveðið á um það í forvalsgögnum að farið yrði með tillögur og önnur gögn sem aðilar legðu fram sem trúnaðargögn.  </p> <p></p> <p>Isavia ohf. bendir síðan á að ferlið sem um ræðir hafi ekki falið í sér að innt yrði af hendi opinbert fé til einkaréttarlegra aðila, andstætt því sem hafi átt við í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-237/2006. Málið varði einkaréttarlegan gerning að öllu leyti.  </p> <p></p> <p>Að því er varðar þær fyrirspurnir sem fram komu í bréfi úrskurðarnefndarinnar er í bréfi Isavia ohf. upplýst að ekki hefðu verið útbúin nein sérstök gögn sem vörpuðu ljósi á einkunnir einstaka tilboða umfram það sem fram kom á matsblöðum valnefndarmanna. Varðandi beiðni úrskurðarnefndarinnar um að gögn málsins yrðu afhent nefndinni kom fram að tekið hefði verið saman vinnuskjal fyrir forvalsnefndina sem var listi yfir alla umsækjendur á báðum stigum forvalsins. Þeir sem hafi tekið þátt í fyrri hluta forvalsins hafi aðeins skilað inn rafrænum gögnum. Gögnum þátttakenda úr þeim hópi hafi verið eytt. Hluti þeirra þátttakenda sem komust á seinna stig forvalsins hafi ekki skilað gögnum. Sá hluti þátttakenda sem skilaði gögnum en komst ekki í gegnum síu seinna stigsins, sem var 60% stigagjöf, hafi fengið fjárhagsleg gögn sín endursend óopnuð. Þá hafi nokkur hluti þátttakenda sem ekki var valinn óskað eftir að gögnum þeirra væri skilað. Hafi það verið gert og rafrænum gögnum þeirra eytt. Sá hluti þátttakenda sem komust í gegnum allt ferlið hafi ekki óskað eftir að gögnum yrði skilað. Gögnum þeirra aðila sem verið sé að ljúka samningum við verði hluti hvers samnings en gögnum annarra aðila verði eytt.  </p> <p></p> <p>Þá segir í bréfinu að framangreindur listi hafi verið tekinn saman sem vinnuskjal forvalsnefndarinnar. Hann hafi að geyma viðkvæmar upplýsingar að því marki að fjöldi umsækjenda hafi ekki viljað að upplýst yrði um þátttöku þeirra í forvalinu. Þetta leiði meðal annars af stigskiptingu forvalsins og viðmiðun við 60% við mat á tæknilegu tilboði, þannig að það mat sé í sjálfu sér dómur yfir umsókninni og geti orðið álitshnekkir fyrir þá sem ekki hafi komist áfram.  </p> <p></p> <p>Varðandi beiðni úrskurðarnefndarinnar um að fá aðgang að tilboðum annarra þátttakenda en kæranda kom fram í bréfinu að um væri að ræða umfangsmikil og viðkvæm gögn. Héldi úrskurðarnefndin fast við kröfu sína um að fá að skoða gögnin var þess farið á leit við nefndina að þeirri skoðun yrði hagað með tilteknum hætti. Einnig kom fram í bréfinu að einkunnablöð einstakra valefndarmanna hvað varðaði aðra bjóðendur en kæranda yrðu ekki afhent, en slík gögn væru aðeins vinnugögn sem hvorki hefðu að geyma sérstakan rökstuðning eða endanlega niðurstöðu máls, sbr. 5. tölulið 1. mgr. 6. gr. sbr. 8. gr. upplýsingalaga.  </p> <p></p> <p>Loks var í bréfinu rakið að eftir að upplýsingabeiðni kærenda hefði borist hefði Isavia ohf. metið þau gögn sem óskað var eftir aðgangi að með tilliti til þess hvaða gögn væri skylt að afhenda og svo hvaða gögn væri heimilt að afhenda. Isavia ohf. hafi ekki kannað sérstaklega afstöðu annarra bjóðenda til þess hvort heimilt væri að afhenda tilboð þeirra eða önnur gögn sem vörðuðu þá, enda hafi legið ljóst fyrir eftir fyrrgreint mat á gögnunum að um væri að ræða mikilvæg fjárhags- og viðskiptamálefni aðilanna, auk þess sem sérstökum trúnaði hefði verið heitið um gögnin frá upphafi. </p> <p></p> <p>Þá áréttaði Isavia ohf. að kærandi gæti á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga aðeins óskað eftir upplýsingum um gögn er vörðuðu hann sjálfan. Tilboð annarra væru aðskiljanleg þeim gögnum málsins er vörðuðu kæranda og væri ekkert í umræddum tilboðum annarra sem fjallaði um, hefði að geyma upplýsingar um, eða snerti hann sérstaklega á nokkurn hátt. Gæti kærandi því ekki átt rétt á aðgangi að þeim gögnum á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Þá ætti kærandi ekki rétt á gögnunum á grundvelli 5. gr. laganna vegna takmarkana á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, sbr. 2. málslið 1. mgr. 9. gr. laganna. Þá komi ekki til greina að afhenda kæranda upplýsingar um einkunnir annarra þátttakenda, enda „ljóst að þá væri komin upp sambærileg staða og ef kærandi fengi hreinlega beinan aðgang að tilboðum annarra“.  </p> <p></p> <p>Þann 13. febrúar 2015 ritaði úrskurðarnefndin Isavia ohf. bréf að nýju. Var þar ítrekuð ósk nefndarinnar um að gögn málsins yrðu afhent nefndinni til að unnt væri að kveða upp úrskurð í málinu. Þann 23. sama mánaðar var nefndinni veittur aðgangur að gögnunum. Í kjölfarið ritaði úrskurðarnefndin Isavia ohf. bréf 18. mars sama ár. Var þar vikið að því að nefndinni hefði verið veittur aðgangur að tillögum tilgreindra fimm þátttakenda í því ferli er málið lyti að. Á hinn bóginn mætti ráða af gögnum málsins að í vörslum Isavia ohf. væri enn að finna tillögur sem ekki hefðu verið látnar nefndinni í té. Þann 24. sama mánaðar svaraði Isavia ohf. fyrirspurn nefndarinnar og upplýsti að þær tillögur sem nefndinni hefðu verið afhentar væru þær sem skilað hefði verið inn í „sama flokki“ og kærandi gerði.   </p> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin ritaði bréf til þessara fjögurra þátttakenda í samkeppninni 18. og 19. mars 2015. Þar var óskað afstöðu þeirra til beiðni kæranda. Þann 24. mars 2015 var af hálfu Joe Íslands ehf. tekin afstaða til bréfs nefndarinnar. Þar hafnaði fyrirtækið því, á grundvelli 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, að kæranda yrði veittur aðgangur að tillögu fyrirtækisins, enda væri þar að finna upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þess. Eðli málsins samkvæmt hefði fyrirtækið lagt fram í ferlinu mikið af viðkvæmum gögnum þar sem m.a. mætti finna nákvæmar lýsingar á „viðskiptamódeli“ fyrirtækisins, auk sölu- og kostnaðaráætlana hans. Ljóst væri að það væri til þess fallið að valda Joe Ísland ehf. tjóni ef slíkar upplýsingar og gögn, m.a. um fjárhagsmálefni hans, kæmust í hendur samkeppnisaðila. Starfsemi Joe Ísland ehf. byggði á sérleyfissamningi (svokölluðu „franchise) við Joe & The Juice A/S og því sérstaka viðskiptamódeli sem það félag hefði mótað og byggt starfsemi sína á. Með samningnum hefði Joe Ísland ehf. rétt til þess að reka veitingastaði undir merkjum félagsins. Staðirnir hefðu notið mikilla vinsælda hér á landi og á alþjóðavísu vegna þeirra sérstöðu sem þeir hefðu skapað sér. Augljóst væri að ef almenningar eða samkeppnisaðilar fyrirtækisins fengju aðgang að gögnum og upplýsingum hvað þetta varðaði væri það til þess fallið að valda fyrirtækinu miklu tjóni, sérstaklega vegna þeirrar sérstöðu sem fyrirtækið teldi sig hafa á innlendum og erlendum markaði. Þá er vísað til þess að í samningi Joe Ísland ehf. við Joe & Juice A/S væri að finna sérstakt ákvæði um trúnaðarskyldu um allan rekstur Joe & Juice á Íslandi. Með því að samþykkja aðgang að gögnum hvað þetta varðar væri fyrirtækið að brjóta þá trúnaðarskyldu, sem eitt og sér gæti valdið tjóni.   </p> <p></p> <p>Þann 25. mars 2015 tók fyrirtækið IGS ehf. afstöðu til beiðni kæranda. Þar kom fram það mat fyrirtækisins að kærandi ætti ekki rétt á aðgangi að gögnum þess á grundveli 14. gr. upplýsingalaga, enda væri ekki fjallað um kæranda sjálfan í gögnunum. Ætti kærandi rétt á grundvelli þess ákvæðis bæri að synja um aðgang með vísan til 3. mgr. 14. gr. laganna. Hagsmunir kæranda lytu fyrst og fremst að því að fá aðgang að eigin gögnum og gögnum þess aðila sem gengið var til samninga við en ekki hefði verið samið við IGS ehf. Þannig gæti kærandi metið hvort forvalið hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum og þar með hvort hann hyggist grípa til frekari aðgerða í kjölfarið. Kærandi hafi á hinn bóginn ekki sömu hagsmuni af því að bera forvalsgögn sín saman við forvalsgögn IGS ehf. af augljósum ástæðum. Til viðbótar við framangreint telur fyrirtækið að umbeðin gögn séu undanþegin upplýsingarétti vegna einkahagsmuna þess á grundvelli 9. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í gögnunum sé að finna viðkvæmar upplýsingar er varði fjárhagsleg málefni fyrirtækisins og aðra einkahagsmuni. Um sé að ræða viðskiptalegar upplýsingar, aðkeyptar hugmyndir er varði hugsanlegar útfærslur á viðskiptarekstri og annars konar ráðgjöf til fyrirtækisins. Mikil verðmæti liggi í gögnunum. Þar sem þau muni ekki nýtast fyrirtækinu í umræddri samkeppni hyggist félagið nýta þær hugmyndir sem þar komi fram til að koma upp sambærilegri starfsemi síðar. Það myndi því skekkja samkeppnisstöðu IGS ehf. gríðarlega ef veittur yrði aðgangur að gögnunum. Til að mynda sé áætlað að stækka Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með færi líklega fram önnur samkeppni vegna veitingareksturs. Fari svo að veittur verði aðgangur að forvalsgögnum IGS ehf. liggi fyrir að þau muni ekki nýtast félaginu með sama hætti í slíku forvali. Tjón IGS ehf. gæti meðal annars falist í því að samkeppnisaðilar hagnýti sér upplýsingarnar  í eigin þágu.  </p> <p></p> <p>Þann 31. mars 2015 tók Lagardere Services afstöðu til beiðni kæranda. Þar kom fram að fyrirtækið teldi að tillögur þess til Isavia ohf. innihéldu viðkvæmar upplýsingar um fjárhagslega og viðskiptalega hagsmuni. Í þessu samhengi voru nefndar verðhugmyndir fyrirtækisins, viðskiptaáætlun, heildarskuldir í samanburði við eignir, hönnun, skipulag og markaðssetning. Þá hafi trúnaði verið heitið um tillögurnar. Að mati fyrirtækisins væri ótakmarkaður aðgangur að upplýsingunum líklegur til að skaða samkeppnisstöðu þess. Einnig væri slíkur aðgangur til þess fallinn að ýta undir ólögmætt samráð á markaði fyrirtækisins og kæranda og bryti þar með gegn 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Loks myndi kærandi fá ósanngjarnt forskot gagnvart Largardere Services, enda gæti kærandi þannig fengið aðgang að áætlunum fyrirtækisins um verðlag. Myndu samkeppnisaðilar fyrirtækisins fá upplýsingar um það og starfsemi þess á alþjóðavettvangi.  </p> <p></p> <p>Af hálfu úrskurðarnefndarinnar var frekari fyrirspurnum beint til Isavia ohf. með tölvubréfi 30. mars 2015 sem meðal annars lutu að því hvers vegna nefndinni hefði ekki verið veittur aðgangur að tilteknum tillögum í samkeppninni. Erindinu var svarað með tölvubréfi degi síðar. Þar var áréttað að umræddar tillögur hefðu ekki verið lagðar fram í sama flokki og kærandi hefði lagt fram tillögur í.   </p> <p></p> <h3>Niðurstaða<br /> </h3> <h3>1.</h3> <p></p> <p>Í beiðni kæranda frá 16. september 2014 var þess óskað að Isavia ohf. afhenti í fyrsta lagi gögn sem útskýrðu eða rökstyddu nánar einkunnagjöf tilboðs kæranda sjálfs, í öðru lagi gögn um það hverjir aðrir væru eða hefðu verið þátttakendur í samkeppninni, í þriðja lagi tillögur annarra þátttakenda ásamt fylgigögnum um fjárhagslega og tæknilega þætti og í fjórða lagi gögn um hvaða einkunnir aðrar tillögur hefðu fengið. Beiðni kæranda var hafnað með bréfi 22. sama mánaðar. Mál þetta er til komið vegna kæru á þeirri ákvörðun.  </p> <p></p> <p>Eins og að framan greinir laut samkeppni Isavia ohf., sú er kærandi tók þátt í, að leigu verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í kynningarefni samkeppninnar voru tilgreindir mismunandi flokkar verslunar og þjónustu. Þess var óskað í kynningarefninu að skilgreint yrði í tillögum þátttakenda í hvaða flokka þær væru lagðar fram.  Að því er varðar synjun Isavia ohf. á beiðni kæranda um aðgang að tillögum annarra þátttakenda í samkeppninni verður ráðið af bréfum Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar frá 6. febrúar og 24. mars 2015, svo og þeim gögnum sem úrskurðarnefndinni var upphaflega veittur aðgangur að, að fyrirtækið hafi litið svo á að beiðni kæranda hafi aðeins lotið að tillögum fjögurra aðila sem sendu inn tillögu í sama flokki og kærandi, þ.e. „FB-1: Coffee shop“. </p> <p></p> <p>Beiðni kæranda 16. september 2014 tók til tillagna „annarra þátttakenda“ (e. „other bidders“) og var því ekki ljóst að hún tæki aðeins til tillagna þátttakenda í sama flokki og kæranda. Fyrir liggur að nokkur samskipti áttu sér stað milli kæranda og Isavia ohf. um það leyti sem beiðni kæranda var sett fram og áttu fulltrúar eða fulltrúi kæranda meðal annars fund með Isavia ohf. vegna málsins. Úrskurðarnefndin telur ekki útilokað að skilningur Isavia ohf. á inntaki beiðni kæranda kunni að hafa mótast af þessum samskiptum. Þá útilokar orðalag beiðninnar ekki að inntak hennar hafi verið það sem Isavia ohf. áleit en ljóst er að tilefni var til að fá skýra afstöðu kæranda til þessa atriðis á meðan málið var til meðferðar hjá Isavia ohf., sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Allt að einu er ljóst að Isavia ohf. tók ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að tillögum annarra þátttakenda í sama flokki samkeppninnar og kærandi tók þátt í og lýtur kæran, og þar með mál þetta, því aðeins að aðgangi kæranda að þeim tillögum en ekki öðrum.   </p> <p></p> <p>Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar 6. febrúar 2015 kemur fram að nokkrar þeirra tillagna sem fyrirtækinu bárust hafi verið endursendar þátttakendum og afritum þeirra eytt úr skjalasafni þess. Ekki er ljóst hvort um hafi verið að ræða gögn sem Isavia ohf. taldi að féllu undir beiðni kæranda. Af þessu tilefni skal á það bent að samkvæmt 3. mgr. 22. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn er afhendingarskyldum aðilum skylt að varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg í samræmi við reglur þar að lútandi. Í 4. mgr. sömu lagagreinar er einnig kveðið á um að sá sem beri ábyrgð á skjalastjórn og skjalavörslu skuli grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að vernda skjöl afhendingarskylds aðila fyrir ólöglegri eyðileggingu, breytingu og óleyfilegum aðgangi. Þá er samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laganna óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali í skjalasöfnum þeirra aðila sem falla undir 1. eða 2. mgr. 14. gr. nema það sé gert á grundvelli samþykktar þjóðskjalavarðar. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 telst Isavia ohf. til afhendingarskylds aðila í skilningi laganna.  </p> <p></p> <p>Hvað sem líður mikilvægi þeirra ákvæða, sem ætlað er að tryggja fullnægjandi skráningu og vistun upplýsinga hjá hinu opinbera, er ljóst að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun í skilningi 20. gr. að ræða. Að því marki sem beiðni kæranda kann að hafa lotið að gögnum sem hefur verið eytt úr vörslum Isavia ohf. áður en fyrirtækið tók ákvörðun sína er  ljóst að úrskurðarvald úrskurðarnefndarinnar tekur ekki til synjunar á afhendingu slíkra gagna.  </p> <p></p> <h3>2.</h3> <p></p> <p>Í bréfi Isavia ohf. 6. febrúar 2015 kemur meðal annars fram að umbeðin gögn varði einkaréttarlegan gerning sem ekki hafi falið í sér að opinbert fé væri látið af hendi. Verða tilvísanir fyrirtækisins til þessara sjónarmiða ekki skilin öðruvísi en svo að Isavia ohf. telji að af þessum sökum falli beiðni kæranda utan gildissviðs upplýsingalaga.  </p> <p></p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til „allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera“. Í síðari málslið 2. mgr. 2. gr. og 3. mgr. 2. gr. er að finna undantekningar frá þessari reglu en þær eiga ekki við um Isavia ohf. Gögn þau er mál þetta lýtur að urðu til eftir gildistöku upplýsingalaga 1. janúar 2013 og falla þau því ekki utan gildissviðs laganna á grundvelli 3. mgr. 35. gr. þeirra. Af framangreindu, og þá sér í lagi á grundvelli tilvísunar 2. mgr. 2. gr. til „allrar starfsemi“ þeirra lögaðila sem fjallað er um í ákvæðinu, leiðir að upplýsingalög taka til gagna er varða „einkaréttarlega gerninga“ sem og annarra gagna. Þá er sérstaklega tekið fram í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga að það leiði af ákvæðinu „að upplýsingalög taka til allrar starfsemi slíkra lögaðila en ekki aðeins til þeirrar starfsemi þeirra sem talist getur til opinberrar stjórnsýslu í hefðbundinni merkingu“. Breyta ályktanir Isavia ohf. um markmið upplýsingalaga engu um þessa niðurstöðu.  </p> <p></p> <h3>3.</h3> <p></p> <p>Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðnings beiðni hans um aðgang að gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014 og 570/2015. Að öðru leyti, þ.e. eftir það tímamark, fari um upplýsingarétt bjóðanda skv. 5. gr. upplýsingalaga. </p> <p></p> <p>Samkeppni sú sem mál þetta tekur til var ekki hefðbundið útboð, enda leitaði Isavia ohf. ekki skriflegra tilboða í verk, vöru eða þjónustu sem fyrirtækið ætlaði sér að kaupa heldur kom það sjálft fram sem leigusali verslunarrýmis. Engu að síður leiða sömu rök til þess að kærandi, sem þátttakandi í umræddri samkeppni, njóti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum eins og þátttakendur í hefðbundnum útboðum.  </p> <p></p> <p>Gögn þau sem úrskurðarnefndinni hafa verið látin í té og mál þetta lýtur að<u>, og munu vera í vörslum Isavia ohf.,</u> bera það með sér að þau hafa verið útbúin áður en gerðir voru leigusamningar við tiltekin fyrirtæki á grundvelli samkeppninnar. Í ljósi þessa verður réttur kæranda til aðgangs að gögnunum reistur á 14. gr. upplýsingalaga og verður ekki fallist á að framangreind sjónarmið sem haldið hefur verið fram af hálfu Isavia ohf. leiði til þess að þau séu undanskilin gildissviði upplýsingalaga.  </p> <p></p> <h3>4.</h3> <p></p> <p>Af hálfu Isavia ohf. hefur hin kærða ákvörðun meðal annars verið rökstudd með því að hin umbeðnu gögn hafi ekki verið útbúin af fyrirtækinu eða stjórnvöldum og falli því utan gildissviðs upplýsingalaga. Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að skylt sé, ef þess er óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Af orðalaginu „fyrirliggjandi gögnum“ leiðir að réttur samkvæmt ákvæðinu nær ekki aðeins til gagna sem fyrirtæki sem bundið er af ákvæðum upplýsingalaga hefur útbúið sjálft, heldur einnig til gagna sem aðrir hafa útbúið en eru í vörslum viðkomandi fyrirtækis.  </p> <p></p> <h3>5.</h3> <p></p> <p>Í beiðni kæranda var meðal annars óskað eftir að afhent yrðu gögn sem útskýrðu eða rökstyddu nánar þá einkunn sem gefin var tilboði kæranda. Eins og að framan er rakið var hálfu úrskurðarnefndarinnar farið fram á það með bréfi 20. janúar 2015, að Isavia ohf. upplýsti hvort á vegum fyrirtækisins hefði verið útbúið gagn eða gögn sem vörpuðu ljósi á þær einkunnir sem einstakar tillögur fengu í ferlinu. Í þessu sambandi var þess sérstaklega óskað að upplýst yrði hvort í skjalasafni fyrirtækisins væri að finna gagn eða gögn þar sem fram kæmu þau sjónarmið sem réðu því að tilteknar tillögur fengu þær einkunnir sem raunin varð. Í svari Isavia ohf. 6. febrúar 2015 kemur fram að slík gögn hafi ekki verið útbúin. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefndin ljóst að beiðni kæranda beindist að þessu leyti ekki að fyrirliggjandi gögnum í skilningi 14. gr. upplýsingalaga en stjórnvöldum eða lögaðilum sem falla undir lögin er ekki skylt að útbúa ný gögn. Isavia ohf. var því rétt að bregðast við beiðni kæranda að þessu leyti með því að vísa henni frá. Með vísan til þessa verður þessum hluta kærunnar vísað frá úrskurðarnefndinni. </p> <p></p> <h3>6.</h3> <p></p> <p>Af hálfu Isavia ohf. hefur verið vísað til þess að mikilvægt sé fyrir fyrirtækið að geta haldið samkeppni eins og þá er mál þetta lýtur að án þess að þátttakendur geti síðar fengið aðgang að gögnum er varða samkeppnina og þá meðal annars umsóknir annarra þátttakenda. Er hvað þetta varðar vísað til þess að Isavia ohf. starfi á samkeppnismarkaði. Ríki ekki trúnaður um tillögur þátttakenda megi leiða líkur að því að færri aðilar <u>sæju</u> sér fært að taka þátt í slíkum samkeppnum. Afleiðingar þess yrðu þær að Isavia ohf. byðust lakari kjör en ella.  </p> <p></p> <p>Samkvæmt 2. tölulið 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga gildir 1. mgr. sömu lagagreinar ekki um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara samkvæmt 10. gr. laganna. Af  4. tölulið þeirrar lagagreinar leiðir að þetta á við um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra“.  </p> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin hefur miðað við að umræddri undantekningarheimild verði aðeins beitt sé a.m.k. þremur skilyrðum fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem óskað er eftir að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti til aðgangs að umræddum upplýsingum. Er fyrsta skilyrðið meðal annars reist á því að í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið sé einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verði því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.  </p> <p></p> <p>Isavia ohf. var stofnað 1. maí 2010 með sameiningu opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. Við samrunann yfirtók Isavia ohf. öll réttindi og allar skuldbindingar yfirteknu félaganna sem kveðið er á um í lögum nr. 102/2006 um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands og lögum nr. 76/2008 um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 153/2009 um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 102/2006 annast félagið rekstur og uppbyggingu flugvalla og er í því skyni heimilt að gera hvers konar samninga við aðra aðila til að ná tilgangi sínum á sem hagkvæmastan hátt. Á grundvelli 1. mgr. 4. gr. laga nr. 76/2008 er félaginu meðal annars ætlað að annast rekstur verslana með tollfrjálsar vörur á Keflavíkurflugvelli.  </p> <p></p> <p>Ljóst er að á framangreindum lagagrundvelli starfrækir Isavia ohf. alla stærstu flugvelli landsins og flug til og frá Íslandi fer aðeins um þá flugvelli. Þá hefur Isavia ohf. eitt heimild til að reka fríhafnarsvæði í tengslum við mikilvægasta millilandaflugvöll landsins en mál þetta varðar samkeppni fyrirtækisins vegna útleigu rýmis á því svæði. Að því marki sem fullyrt verður að opinber aðili starfi í skjóli einkaréttar telur úrskurðarnefndin að svo eigi við um framangreindan rekstur Isavia ohf. Verður því ekki talið að gögn sem innihalda upplýsingar um viðskipti Isavia ohf. vegna útleigu á rými á fríhafnarsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar verði undanþegin upplýsingarétti með vísan til 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga.  </p> <p></p> <h3>7.</h3> <p></p> <p>Af hálfu Isavia ohf. og eins þátttakanda í samkeppni þeirri er mál þetta lýtur að hefur verið vísað til þess að opinberun hinna umbeðnu upplýsinga kynni að leiða til brota á 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 þar sem lagt er bann við samstilltum aðgerðum fyrirtækja sem hafa það að markmiði eða sem leiða af sér að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað.  </p> <p></p> <p>Samkvæmt 2. tölulið 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga má í undantekningarvikum hafna beiðni um aðgang að upplýsingum ef „sterkar vísbendingar eru um að beiðni sé sett fram í ólögmætum tilgangi“. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að því verði aðeins beitt í ýtrustu undantekningartilvikum. Þá verði almennt að liggja fyrir haldbærar upplýsingar um að sá sem óski upplýsinganna muni nota þær með ólögmætum hætti. Úrskurðarnefndin telur ekkert benda til þess að kærandi hafi óskað eftir hinum umbeðnu gögnum til að grípa til samstilltra aðgerða með samkeppnisaðilum sínum til að raska samkeppni. Verður beiðni kæranda því ekki synjað á grundvelli 2. töluliðar 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.  </p> <p></p> <h3>8.</h3> <p></p> <p>Samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Af öllu framangreindu leiðir að fyrir úrskurðarnefndinni liggur að fjalla um hvort Isavia ohf. hafi verið heimilt að takmarka aðgang kæranda í fyrsta lagi að gögnum um hverjir voru þátttakendur í samkeppninni er málið lýtur að, í öðru lagi tillögum þeirra ásamt fylgigögnum og í þriðja lagi einkunnum þeirra.  </p> <p></p> <p>Í málinu reynir á hvort fjárhags- eða viðskiptahagsmunir annarra þátttakenda í samkeppninni standi gegn því að kæranda verði veittur aðgangur að umræddum gögnum. Í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 3. mgr. 14. gr. að þegar fram komi beiðni um aðgang að upplýsingum um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. laganna.  </p> <p></p> <p>Í athugasemdunum kemur einnig fram að þegar lögaðilar geri samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað sé opinberum hagsmunum, geti það haft mikið vægi að miklir hagsmunir standi til þess að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Að því leyti sem slíkar upplýsingar kunna að hafa áhrif á samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem semja við opinbera aðila um slíkar ráðstafanir eða taka þátt í útboðum vegna slíkra ráðstafana hefur úrskurðarnefndin miðað við að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni og að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Vegna ábendinga Isavia ohf. þess efnis að samkeppnin er mál þetta lýtur að hafi ekki verið hefðbundið útboð skal það tekið fram að engu að síður var um að ræða ráðstöfun gæða sem teljast til opinberra hagsmuna. Í ljósi þessa hafði kærandi hagsmuni af því að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum til að geta borið sig saman við aðra þátttakendur í samkeppninni til að átta sig á hvernig staðið var að mati Isavia ohf. Þótt kærandi eigi mesta hagsmuni af því að fá aðgang að gögnum um þann aðila sem varð hlutskarpastur í samkeppninni kann hann einnig að hafa gagn af því að sjá gögn annarra umsækjenda, ef fyrir liggja einkunnir þeirra í samkeppninni, til að öðlast frekari innsýn á þau efnislegu sjónarmið sem Isavia ohf. beitti, enda liggur fyrir að þau hafa ekki verið skráð með neinum hætti af fyrirtækinu.     </p> <p></p> <p>Í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga segir einnig eftirfarandi um 14. gr.: „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður hverju sinni.“ Þá er tekið fram að reglan byggist á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir séu. Oft verði því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar sé þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.  </p> <p></p> <p>Réttur aðila til upplýsinga um sig sjálfan, sem kveðið er á um í 14. gr. upplýsingalaga, er eðli máls samkvæmt ríkari en réttur almennings samkvæmt 5. gr. en inntak réttarins kann þó að ráðast af atvikum hverju sinni. Heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum samkvæmt síðarnefnda ákvæðinu á grundvelli mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna lögaðila með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Fram kemur í athugasemdum um 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga að óheimilt sé samkvæmt ákvæðinu að veita upplýsingar um „atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni“.  </p> <p></p> <p>Þá hefur verið við það miðað að við beitingu 9. gr. upplýsingalaga skuli metið hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla megi, með tilliti til aðstæðna í fyrirliggjandi máli, að það sé til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að upplýsingunum. Við matið verði að líta til þess hverju sinni hversu mikið tjónið geti orðið og hvaða líkur séu á því að það muni hljótast, verði upplýsingarnar veittar.  </p> <p></p> <p>Í ljósi alls framangreinds er ljóst að við mat á því hvort heimilt væri að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga var Isavia ohf. nauðsynlegt að leggja mat á efni gagnanna og hvort opinberun þeirra upplýsinga sem þar koma fram væri til þess fallin að skaða hagsmuni annarra þátttakenda í samkeppninni. Þrátt fyrir þetta var hvergi í ákvörðun Isavia ohf. 22. september 2014 eða umsögn fyrirtækisins til úrskurðarnefndarinnar 10. nóvember 2014 vikið að því hvers efnis þær upplýsingar væru sem kæmu fram í hinum umbeðnu gögnum og hagsmunir annarra kærenda stæðu til að upplýsingaréttur kæranda yrði takmarkaður. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar 6. febrúar 2015 kom á hinn bóginn fram að þær upplýsingar sem um ræddi væru um „fjárhags- og viðskiptamálefni fyrirtækjanna“ og í þessu samhengi var nefnt að tillögur þátttakendanna geymdu upplýsingar um „skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir“. Ekki var nánar tilgreint hvar í hinum umbeðnu gögnum þessar upplýsingar væri að finna. Fram kom í sama bréfi að Isavia ohf. hafði ekki aflað umsagnar annarra þátttakenda um beiðni kæranda.  </p> <p></p> <p>Af þessum sökum óskaði úrskurðarnefndin eftir því að aðrir þátttakendur í samkeppni þeirri er mál þetta lýtur að tækju meðal annars afstöðu til þess að hvaða leyti það varðaði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra að gögnin sem kærandi óskaði eftir færu leynt. Tekið var fram að mikilvægt væri að fá upplýsingar um það hvort ætla mætti að afhending gagnanna til kæranda væri til þess fallin að valda fyrirtækjunum tjóni. Þá var þess óskað að gerð yrði grein fyrir hversu mikið tjónið gæti orðið og hvaða líkur væru á að það myndi hljótast. Mikilvægt væri að fram kæmi hvaða tilteknu upplýsingar það væru sem fyrirtækin teldu að ekki mætti veita aðgang að, enda kynni afhending þeirra að valda tjóni. Þrír þátttakenda lögðust gegn því að veittur yrði aðgangur að tillögum þeirra og fylgigögnum en nánar verður gerð grein fyrir röksemdum þeirra hér síðar.  </p> <p></p> <p>Í ljósi alls framangreinds er ljóst að ekki skiptir máli þótt Isavia ohf. hafi heitið þátttakendum í samkeppni þeirri er málið lýtur að trúnaði. Er fyrirtækið bundið af ákvæðum upplýsingalaga og getur ekki vikið frá ákvæðum þeirra með yfirlýsingum sínum til þátttakenda.  </p> <p></p> <p>Þá hefur Isavia ohf. vísað til þess að sérstök sjónarmið skuli gilda við beitingu upplýsingalaga þegar um er að ræða gögn í vörslum fyrirtækisins. Telur fyrirtækið að túlka beri ákvæði laganna þannig að fyrirtækinu sé virt/veitt meira svigrúm við mat á því hvaða gögn skuli afhent en þegar um sé að ræða opinber stjórnvöld. Í þessu samhengi hefur fyrirtækið vísað til athugasemda í frumvarpi til upplýsingalaga er varða þá breytingu sem fólst í nýjum upplýsingalögum nr. 140/2012 að lögin tækju til einkaréttarlegra lögaðila í eigu hins opinbera að 51% hluta eða meira. Hefur fyrirtækið vísað til þess að í athugasemdunum segi að að því þurfi „þó að gæta að í þessu felst ekki sjálfkrafa að allar upplýsingar sem þessa lögaðila varða verði aðgengilegar almenningi“. Úrskurðarnefndin vekur athygli á að hvorki í ákvæðum upplýsingalaga né lögskýringargögnum er gert ráð fyrir að lögunum skuli beitt öðruvísi um lögaðila sem falla undir lögin á grundvelli 2. mgr. 2. gr. laganna en stjórnvöld samkvæmt 1. mgr. 2. gr. þeirra. Þvert á móti fela ummæli þau sem vísað hefur verið til af hálfu Isavia ohf. í sér þá afstöðu löggjafans að sömu takmarkanir skuli gilda um aðgang að upplýsingum hjá þessum aðilum.  </p> <p></p> <p>Loks skal þess getið að 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 1. mgr. 14. gr. laganna um rétt aðila til aðgangs að upplýsingum.  </p> <p></p> <h3>9.</h3> <p></p> <p>Kærandi hefur óskað eftir gögnum sem upplýsa hverjir tóku þátt í samkeppni um útleigu á rými til verslunar- og veitinga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í umsögn Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar frá 10. nóvember 2014 virðist sem þessi afstaða fyrirtækisins hafi fyrst og fremst verið reist á því sjónarmiði að samkeppnin hefði ekki talist hefðbundið útboð sem félli undir lög um opinber innkaup og að Isavia ohf. hefði ríka hagsmuni af því að geta haldið samkeppni þar sem þessum upplýsingum yrði haldið leyndum. Að því er fyrra sjónarmiðið varðar vísast til fyrri umfjöllunar um gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 í málinu sem verður ekki afmarkað með hliðsjón af gildissviði laga nr. 84/2007. Um síðara sjónarmiðið vísast til þess að Isavia ohf. var ekki heimilt að takmarka aðgang að gögnum málsins með vísan til 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga sbr. 2. mgr. 14. gr. laganna eins og rakið er hér að framan. </p> <p></p> <p>Í bréfi Isavia ohf. frá 6. febrúar 2015 kemur fram að upplýsingar um nöfn annarra þátttakenda í samkeppninni teljist viðkvæmar. Leiði það af stigskiptingu samkeppninnar en tæknilegir hlutar tillagna hafi þurft að ná tiltekinni lágmarkseinkunn til að komast á síðara stig samkeppninnar. Það mat sé í því „í sjálfu sér dómur yfir umsókninni“ og geti „leitt til álitshnekkis fyrir þá sem ekki komust áfram“. Hvorki af hálfu Isavia ohf. né þátttakenda í samkeppninni hafa komið fram önnur sjónarmið þess efnis að það sé til þess fallið að valda þátttakendunum tjóni ef nöfn þeirra yrðu gerð opinber.  </p> <p></p> <p>Kærandi hefur hagsmuni af því að fá upplýsingar um nöfn þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í samkeppninni til þess meðal annars að geta lagt mat á það hvernig framkvæmd hennar var háttað. Þá verða lögaðilar sem óska þess að fá ráðstafað til sín opinberum gæðum að vera undir það búnir að upplýsingalög gildi um slíkar úthlutanir eins og að framan er rakið. Loks verður að teljast afar ólíklegt að fyrirtæki á samkeppnismarkaði kunni að verða fyrir tjóni þótt fyrir liggi að þau verði ekki fyrir valinu í samkeppni sem þeirri er málið lýtur að og eðlilegt að fyrirtæki á samkeppnismarkaði séu undir slíka niðurstöðu búin.  Verður Isavia ohf. því gert að að veita kæranda aðgang að gögnum um það hverjir tóku þátt í samkeppninni.  </p> <p></p> <h3>10.</h3> <p></p> <p>Í beiðni kæranda frá 16. september 2014 var einnig óskað eftir einkunnum sem tillögur annarra þátttakenda hluti.  </p> <p></p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að einkunnir mismunandi tillagna í samkeppninni hafi fengist með því að einstakir valnefndarmenn hafi gefið tillögunum einkunnir á þar til gerð matsblöð þar sem fram hafi komið þau sjónarmið sem leggja átti til grundvallar við matið. Síðan hafi lokaeinkunnir fyrir hvert og eitt sjónarmið verið reiknaðar út sem meðaltal samanlagðra einkunna sem valnefndarmenn gáfu.  </p> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin hefur fengið afhent matsblöð vegna tillögu kæranda og hefur kynnt sér hvernig þau eru úr garði gerð. Þá er ljóst að af hálfu Isavia ohf. var útbúinn listi yfir lokaeinkunnir mismunandi tillagna þar sem einkunnirnar eru sundurliðaðar eftir mismunandi sjónarmiðum. Kæranda var afhendur slíkur listi í því skyni að hann gerði sér grein fyrir því hvar tillaga hans hefði staðið í samanburði við aðrar tillögur, en þar höfðu verið afmáðar upplýsingar um nöfn annarra þátttakenda sem og einkunnir þeirra. Þessi framkvæmd Isavia ohf. hefur aðeins verið skýrð svo í bréfi fyrirtækisins til úrskurðarnefndarinnar 6. febrúar 2015 að ef kærandi fengi upplýsingar um einkunnir annarra þátttakenda gæti hann „skoðað þær í samhengi við forvalsgögn og sitt eigið tilboð“ og væri „ljóst að þá væri komin upp sambærileg staða og ef kærandi fengi hreinlega beinan aðgang að tilboðum annarra“.  </p> <p></p> <p>Isavia ohf. hefur neitað að afhenda úrskurðarnefndinni einkunnablöð vegna tillagna annarra þátttakenda en kæranda og hefur vísað til þess að um sé að ræða vinnugögn sem hvorki hafi að geyma sérstakan rökstuðning eða endanlega niðurstöðu máls sbr. 5. tölulið 1. mgr. 6. gr. sbr. 8. gr. upplýsingalaga.  </p> <p></p> <p>Eins og að framan greinir verður við mat á því hvort heimilt er að synja um aðgang að gögnum á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að leggja mat á það hvort hagsmunir þess sem upplýsingarnar varða vegi þyngra en hagsmunir aðila sem óskar aðgangs að þeim. Við það mat ber að leggja mat á upplýsingarnar sem slíkar og þegar um er að ræða upplýsingar sem varða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að meta hvort aðgangur að þeim sé til þess fallinn að valda öðrum tjóni <u>en aðila sem óskar aðgangs að gögnunum</u>. Verður aðila ekki synjað um aðgang að gögnum um hann sjálfan á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda slíku tjóni. Framangreint sjónarmið sem beitt var af hálfu Isavia ohf. ber þess merki að fyrirtækið hafi álitið að hinar umbeðnu einkunnir væru til þess fallnar að veita kæranda vísbendingar um inntak tillagna annarra þátttakenda og að opinberun slíkra vísbendinga gæti ein og sér raskað hagsmunum annarra þátttakenda.  </p> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin fellst ekki á með Isavia ohf. að aðgangi að einkunnum annarra þátttakenda í samkeppninni verði jafnað við þá stöðu að kæranda yrði veittur að fullu aðgangur að tillögum þeirra. Að því leyti sem Isavia ohf. kann að hafa álitið að sömu sjónarmið giltu um þessar upplýsingar og um nöfn annarra þátttakenda, sbr. umfjöllun í kafla 6 hér að framan, álítur úrskurðarnefndin að sömu sjónarmið mæli með því að kæranda verði veittur aðgangur að lista með einkunnum einstakra tilboða, enda má ætla að fyrirtæki á samkeppnismarkaði séu almennt undir það búin að fá ekki hæstu einkunnir í samkeppnum sem þau taka þátt. Verður Isavia ohf. því gert að afhenda kæranda slíkan lista, enda ljóst að hann er fyrirliggjandi í gögnum fyrirtækisins. Beiðni kæranda beindist ekki að einkunnablöðum einstakra valnefndarmanna og kemur því ekki til skoðunar hvort Isavia ohf. hafi verið heimilt að synja um aðgang að þeim.  </p> <p></p> <h3>11.</h3> <p></p> <p>Fyrirtækið Lagardere Services tók þátt í samkeppni þeirri er mál þetta lýtur að og var kæranda synjað um aðgang að tillögu fyrirtækisins og fylgigögnum hennar. Eins og að framan er rakið verður bréf Isavia ohf. frá 6. febrúar 2015 skilið svo að synjun fyrirtækisins hafi verið á því reist að tillaga Lagardere Services og fylgigögn hafi innihaldið „skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir“ fyrirtækisins. Af hálfu Lagardere Services hefur verið vísað til þess að gögnin innihaldi verðáætlanir, viðskiptaáætlun, upplýsingar um heildarskuldir andspænis heildareignum, hönnun, skipulag og markaðssetningu (e. „proposed price levels, business plan, total debt to total assets, design, layout and branding“). Af hálfu Isavia ohf. og Lagardere Services hefur hvorki verið bent á hvar umræddar upplýsingar er að finna í hinum umbeðnu gögnum né hefur verið rökstutt nánar hvers vegna opinberun upplýsinganna væri til þess fallin að valda fyrirtækinu tjóni eða hversu mikið slíkt tjón gæti orðið. Þá lúta sjónarmið Isavia ohf. og Lagardere Services í raun að því að aðgangur að gögnum af tiltekinni tegund sé almennt til þess fallinn að valda tjóni. </p> <p></p> <p>Í kjölfar samkeppninnar var samið við fyrirtækið um meðal annars leigu á rými til veitingareksturs á fríhafnarsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Kærandi hafði því ríka hagsmuni af því að fá aðgang að tillögu fyrirtækisins og fylgigögnum hennar. Umrædd gögn hafa verið látin úrskurðarnefndinni í té.  </p> <p></p> <p>Tæknilegur hluti tillögunnar er á formi glærukynningar og eru glærurnar alls 432 talsins. Fyrsti hluti kynningarinnar varðar tillögu fyrirtækisins um rekstur smásölu á fríhafnarsvæði Leifs Eiríkssonar. Er fjallað um ýmis vörumerki sem fyrirtækið hugðist bjóða til sölu í verslun sinni, almenn stefnumið verslana fyrirtækisins, lýsingar á öðrum verslunum þess erlendis, drög að uppsetningu mögulegra verslana á fríhafnarsvæðinu auk óljósra upplýsinga um samskipti fyrirtækisins við þau fyrirtæki sem framleiða umrædd vörumerki. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að taka undir þá afstöðu Isavia ohf. og Lagardere Services að hætta sé á að síðarnefnda fyrirtækið verði fyrir tjóni verði veittur aðgangur að þessum hluta glærukynningarinnar sem inniheldur fyrstu 55 glærur hennar.  </p> <p></p> <p>Á glærum 56 til 58 er fjallað um verðáætlanir Lagardere Services vegna tillagna fyrirtækisins í nokkrum flokkum samkeppninnar. Þær upplýsingar sem þar koma fram eru afar almennar og hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að taka undir þá afstöðu Isavia ohf. og Lagardere Services að hætta sé á að síðarnefnda fyrirtækið verði fyrir tjóni verði veittur aðgangur að þessum hluta glærukynningarinnar. Var Isavia ohf. því ekki rétt að synja um aðgang að þessum hluta glærukynningarinnar.  </p> <p></p> <p>Á glærum 59 til 88 er á hinn bóginn að finna sértækari upplýsingar um skipulag markaðssetningar, mannauðsmála og markaðsrannsókna. Umræddar upplýsingar varða fyrirhugað innra skipulag þeirra verslana sem Lagardere Services hyggst reka á fríhafnarsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi tók ekki þátt í þeim flokkum samkeppninnar er glærurnar varða og hefur því ekki nægilega ríka hagsmuni í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 á að kynna sér umræddar upplýsingar. Var Isavia ohf. því rétt að synja kæranda um aðgang að umræddum glærum.  </p> <p></p> <p>Frá og með glæru 89 er fjallað um tæknilegan hluta tillögu Lagardere Services um rekstur veitingaþjónustu í fríhöfn flugstöðvarinnar. Til og með glæru 100 er í þessum hluta tillögunnar aðeins að finna almennar upplýsingar um annan veitingarekstur fyrirtækisins sem og almennar upplýsingar um Ísland og Keflavíkurflugvöll. Að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki hætta á að hagsmunum Lagardere Services verði raskað þótt veittur verði aðgangur að þessum upplýsingum og var Isavia ohf. því ekki rétt að synja kæranda um aðgang að þeim. </p> <p></p> <p>Á glærum 101 til 103 er fjallað um markaðsrannsókn sem Lagardere Services vann í maí árið 2012 um væntingar flugfarþega til veitingasölu á flugvöllum. Þótt um sé að ræða rannsókn sem fyrirtækið vann til nota í eigin markaðsstarfi telur úrskurðarnefndin að kærandi hafi það ríka hagsmuni á að fá aðgang að upplýsingum í tilboði þess fyrirtækis er samið var við að lokinni samkeppni Isavia ohf. að óheimilt hafi verið að synja honum um aðgang að henni á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hið sama á við um greiningu fyrirtækisins á farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll og greiningu á mismunandi forsendum sem fyrirtækið hyggst nota við rekstur mismunandi gerðir veitingastaða í flugstöðinni en umræddar upplýsingar koma fram á glærum 104 til 110.  </p> <p></p> <p>Á glærum 111 til 122 er að finna almennar upplýsingar um þá veitingastaði sem fyrirtækið hyggst reka á fríhafnarsvæðinu og drög að skipulagi þeirra. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að taka undir þá afstöðu Isavia ohf. og Lagardere Services að hætta sé á að síðarnefnda fyrirtækið verði fyrir tjóni verði veittur aðgangur að þessum hluta glærukynningarinnar. Var Isavia ohf. því ekki rétt að synja um aðgang að þessum hluta glærukynningarinnar.  </p> <p></p> <p>Á glærum 123 til 143 er að finna sérstakar upplýsingar sem varða innra skipulag fyrirhugaðs reksturs Lagardere Services. Úrskurðarnefndin telur að kærandi hafi það ríka hagsmuni á að fá aðgang að upplýsingum í tillögum þess fyrirtækis er samið var við að lokinni samkeppni Isavia ohf. að óheimilt hafi verið að synja honum um aðgang að þessum hluta tillögunnar á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. </p> <p></p> <p>Á glærum 144 til 163 er að finna upplýsingar um einn þeirra veitingastaða sem Lagardere Services hyggst reka á fríhafnarsvæði Leifs Eiríkssonar. Upplýsingarnar eru það almennar að úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að fallast á það mat Isavia ohf. og Largardere Services að hagsmunum síðarnefnda fyrirtækisins yrði ógnað yrði veittur aðgangur að umræddum gögnum. Þá verður talið að kærandi hafi það ríka hagsmuni á að fá aðgang að upplýsingum í þeirri tillögu sem varð hlutskörpust í samkeppninni að óheimilt hafi verið að synja honum um aðgang að þeim verðáætlunum sem fram koma á glærum 166 til 172, markaðsáætlun fyrirtækisins á glærum 173 til 178, upplýsingum um mannauðsmál á glærum 179 til 188 og hönnun og skipulag á glærum 189 til 197. Með vísan til sömu sjónarmiða var einnig óheimilt að synja kæranda um aðgang að glærum 198 til 397 er varða sambærilegar upplýsingar um aðra veitingastaði sem Lagardere Services hyggst reka á fríhafnarsvæðinu. Loks er á glærum 398 til 432 að finna myndir sem eiga sér samsvaranir á öðrum glærum og þegar hefur verið vikið að og veita bar kæranda aðgang að.  </p> <p></p> <p>Í ljósi alls framangreinds bar Isavia ohf. að veita kæranda aðgang að glærukynningu sem innihélt tæknilegan hluta tillögu Lagardere Services undir yfirskriftinni „Technical Proposal for Retail and Food & Beverage Commercial Opportunities at Keflavik Airport“ að undanskildum glærum 59 til 88.    </p> <p></p> <p>Meðal þeirra gagna sem kæranda var synjað um aðgang að er skýrsla endurskoðanda Lagardere Services sem inniheldur ýmsar fjárhagslegar upplýsingar um fyrirtækið. Hvorki af hálfu Isavia ohf. né Lagardere Services hefur verið bent á tilteknar upplýsingar í skýrslunni sem nauðsynlegt sé að halda leyndum til að vernda hagsmuni síðarnefnda fyrirtækisins. Hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að taka undir þá afstöðu fyrirtækjanna að hætta sé á að Lagardere Services verði fyrir tjóni verði veittur aðgangur að skýrslunni. Verður Isavia ohf. því gert að afhenda skýrsluna „Lagardere Services. Fiscal year ended 31 December 2012. Report by the statutory auditor on the combined financial statements“. Á hið sama við um sambærilegar skýrslur sem unnar voru vegna áranna 2011 og 2013.  </p> <p></p> <p>Þá kemur til skoðunar hvort heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að upplýsingablaði um helstu stjórnendur Lagardere Services en blaðið ber yfirskriftina „Largardere Services Principal Officers“. Þar er mynd af sjö stjórnendum fyrirtækisins ásamt helstu bakgrunnsupplýsingum um þá. Engar þær ástæður sem nefndar hafa verið af hálfu Isavia ohf. og Lagardere Services vegna synjunar Isavia ohf. eiga við um umrætt upplýsingablað. Verður Isavia ohf. því gert að afhenda kæranda upplýsingablaðið. Hið sama á við um gögnin „Certificate of good standing“, „Statement of Registered Claims and Publications“ og „Kbis excerpt“.  </p> <p></p> <p>Fjárhagslegur hluti tillögu Lagardere Services kemur fram í sex skjölum sem bera yfirskriftina „Financial Proposal“ í einhverju formi. Í skjölunum koma fram mikilvægar fjárhagslegar upplýsingar er varða fyrirhugaðan rekstur fyrirtækisins sem byggja á áætlunum þess til sjö ára svo sem áætlaðar tekjur og kostnað. Þá koma fram tilboð fyrirtækisins um hlutfall sölutekna sem greitt verði í leigu og lágmarksfjárhæð leigugreiðslna. Þótt um sé að ræða viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar er varða fyrirhugaðan rekstur Lagardere Services á fríhafnarsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er ljóst að þær skiptu einnig verulegu máli í þeirri samkeppni sem kærandi tók þátt í. Kærandi hefur ríka hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingunum sem varða á verulegan hátt ráðstöfun opinberra gæða sem hann sjálfur sóttist eftir. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefndin að Isavia ohf. hafi verið óheimilt að synja kæranda um aðgang að skjölunum sem vörðuðu tillögu Lagardere Services vegna veitingareksturs. Isavia ohf. ber því að afhenda kæranda skjölin „Financial Proposal – Commercial opportunities at Keflavik Airport“ sem undirritað er af hálfu Lagardere Services 11. júlí 2014, „Financial Proposal – Commercial Opportunities at Keflavik Airport“ sem er óundirritað en var látið úrskurðarnefndinni í té rafrænt undir heitinu „1.1 LS Financial Proposal_Introduction“. Verður þetta einnig talið eiga við um skjöl sem bera yfirskriftirnar „Financial Proposal Offer 1 (4-year Speciality + 7 year F&B), „Financial Proposal Offer 2 (7-year Speciality + 7-year F&B)“ og tvö skjöl sem bera yfirskriftina „Appendix 4: Financial Proposal Form“. Þótt sum þessara skjala innihaldi upplýsingar um fjárhagslega tillögu Lagardere Services í öðrum flokkum en kærandi tók þátt verða umræddar tillögur ekki skildar öðruvísi en svo að þær hafi verið lagðar fram í einu lagi sem heild í fleiri en einum flokki. Verður því að líta svo á að kærandi hafi hagsmuni af því að kynna sér tillögurnar í heild og bar Isavia ohf. því að afhenda kæranda skjölin öll.  </p> <p></p> <p>Með vísan til alls framangreinds verður Isavia ohf. gert að afhenda tillöguna og fylgigögn eins og nánar greinir í úrskurðarorði.  </p> <p></p> <h3>12.</h3> <p></p> <p>Fyrirtækið Joe Ísland ehf. tók þátt í samkeppni þeirri er mál þetta lýtur að. Eins og að framan er rakið verður bréf Isavia ohf. frá 6. febrúar 2015 skilið sem svo að synjun fyrirtækisins hafi verið á því reist að tillaga Joe Ísland ehf. og fylgigögn innihaldi „skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir“ fyrirtækisins. Af hálfu Joe Ísland ehf. hefur verið vísað til þess að tillagan innihaldi „viðskiptamódel“ fyrirtækisins auk sölu- og kostnaðaráætlana þess. Af hálfu Isavia ohf. og Joe Ísland ehf. hefur hvorki verið vísað til þess hvar umræddar upplýsingar er að finna í hinum umbeðnu gögnum né hefur verið rökstutt nánar hvers vegna opinberun upplýsinganna væri til þess fallin að valda fyrirtækinu tjóni eða hversu mikið slíkt tjón gæti orðið.  </p> <p></p> <p>Í kjölfar samkeppninnar var samið við fyrirtækið um meðal annars leigu á rými til veitingareksturs á fríhafnarsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Kærandi hafði því ríka hagsmuni af því að fá aðgang að tillögu fyrirtækisins og fylgigögnum hennar. Umrædd gögn hafa verið látin úrskurðarnefndinni í té. Gögnin eru sambærileg þeim gögnum sem þegar hefur verið fjallað um vegna tillögu Lagardere Services. Með vísan til þeirra sjónarmiða og að gefnum þeim forsendum sem úrskurðarnefndin hefur til að leggja mat á réttmæti sjónarmiða Isavia ohf. og Joe Ísland ehf. verður talið að ekki hafi verið heimilt að takmarka rétt kæranda til aðgangs að tillögu Joe Ísland ehf. og fylgigögnum hennar.  </p> <p></p> <p>Með vísan til alls framangreinds verður Isavia ohf. gert að afhenda tillöguna og fylgigögn eins og nánar greinir í úrskurðarorði.  </p> <p></p> <h3>13.</h3> <p></p> <p>Fyrirtækið IGS ehf. tók þátt í samkeppni þeirri er mál þetta lýtur að en ekki var samið við það í kjölfar hennar. Eins og að framan er rakið verður bréf Isavia ohf. frá 6. febrúar 2015 skilið svo að synjun fyrirtækisins hafi verið á því reist að tillaga IGS ehf. og fylgigögn innihaldi „skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir“ fyrirtækisins. Af hálfu IGS ehf. hefur verið vísað til þess að hagsmunir félagsins af því að halda umræddum upplýsingum leyndum vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá upplýsingarnar afhentar. Í því sambandi skipti máli að ekki var gerður samningur við IGS um leigu á aðstöðu undir veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í kjölfar forvalsins. Hagsmunir kæranda hljóti fyrst og fremst að snúa að því að bera sín eigin forvalsgögn saman við gögn þess aðila sem gengið var til samninga við í kjölfar forvalsins. Þannig gæti kærandi metið hvort forvalið hafi byggt á ómálefnalegum sjónarmiðum og þar með hvort hann hyggist grípa til frekari aðgerða í kjölfarið til að leita réttar síns. Kærandi hafi hins vegar ekki sömu hagsmuni af því að bera forvalsgögn sín saman við forvalsgögn IGS ehf. af augljósum ástæðum. Í gögnunum sé að finna viðkvæmar upplýsingar sem varða fjárhagleg málefni IGS og aðra einkahagsmuni félagsins. Um sé að ræða viðskiptalegar upplýsingar, aðkeyptar hugmyndir er varða hugsanlegar útfærslur á veitingarekstri og annars konar ráðgjöf til félagsins. Mikil verðmæti liggi í gögnunum og þar sem þau muni ekki nýtast IGS ehf. í kjölfar forvals Isavia ohf. hyggist félagið nýta þær hugmyndir sem þar koma fram til að koma upp sambærilegri starfsemi síðar. Það myndi því skekkja samkeppnisstöðu IGS ehf. gríðarlega ef veittur yrði aðgangur að gögnunum. Til að mynda sé áætlað að stækka Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með færi líklega fram annað forval vegna veitingareksturs. Fari svo að veittur yrði aðgangur að forvalsgögnum IGS liggi fyrir að þau munu ekki nýtast félaginu með sama hætti í slíku forvali. Tjón IGS gæti meðal annars falist í því að samkeppnisaðilar hagnýti sér upplýsingarnar vegna veitingareksturs í þeirra eigin þágu. Af hálfu Isavia ohf. og IGS ehf. hefur hvorki verið vísað til þess hvar umræddar upplýsingar er að finna í hinum umbeðnu gögnum né hefur verið rökstutt nánar hvers vegna opinberun upplýsinganna væri til þess fallin að valda fyrirtækinu tjóni eða hversu mikið slíkt tjón gæti orðið. </p> <p></p> <p>Umrædd gögn hafa verið látin úrskurðarnefndinni í té. Gögnin eru sambærileg þeim gögnum sem þegar hefur verið fjallað um vegna tillögu Lagardere Services og Joe Ísland ehf. Eins og að framan er rakið var ekki samið við IGS ehf. í kjölfar þeirrar samkeppni er mál þetta lýtur að. Eru hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að tillögu fyrirtækisins og fylgigögnum hennar því ekki þeir sömu og vegna tillagna Lagardere Services og Joe Ísland ehf.  Af gögnum málsins verður á hinn bóginn ráðið að mat Isavia ohf. á þeim tillögum sem fram komu í samkeppninni var margþætt og ekki liggur að fullu ljóst fyrir hvaða sjónarmið réðu því við hvaða fyrirtæki var samið að henni lokinni. Þá veita tillögurnar innsýn í það hvað réði einkunnagjöf valnefndar Isavia ohf. en engin gögn liggja fyrir um hvaða sjónarmið réðu einkunnagjöfinni. Í ljósi þessa hefur kærandi nokkra hagsmuni af því að kynna sér tillögur þeirra fyrirtækja sem ekki var samið við.  </p> <p>Tillögur IGS ehf. eru sýnilega háðar aðstæðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í því rými er samkeppnin laut að og þeim forsendum sem Isavia ohf. gaf vegna hennar. Er því óljóst að hversu miklu leyti samkeppnisaðilar IGS ehf. geta nýtt sér tillögur fyrirtækisins. Þá hafa ekki verið lögð fram gögn um mögulega stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sem vísað er til í erindi IGS ehf. Úrskurðarnefndin hefur því ekki forsendur til að komast að þeirri niðurstöðu að sú fjártjónshætta sem kynni að skapast vegna aðgangs kæranda að tillögu IGS ehf. sé slík að réttlætanlegt sé að takmarka aðgang hans á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. </p> <p></p> <p>Með vísan til alls framangreinds verður Isavia ohf. gert að afhenda tillöguna og fylgigögn eins og nánar greinir í úrskurðarorði.  </p> <p></p> <h3>14.</h3> <p></p> <p>Fyrirtækið SSP the Food Travel Experts tók þátt í samkeppni þeirri er mál þetta lýtur að en ekki var samið við fyrirtækið í kjölfar hennar. Eins og að framan er rakið verður bréf Isavia ohf. frá 6. febrúar 2015 skilið svo að synjun fyrirtækisins hafi verið á því reist að tillaga SSP the Food Travel Experts og fylgigögn innihaldi „skulda- og eignastöðu, álagningarstefnu og viðskiptaáætlanir“ fyrirtækisins. Fyrirtækið sjálft hefur á hinn bóginn ekki brugðist við fyrirspurnum úrskurðarnefndarinnar varðandi það hvort það leggist gegn beiðni kæranda. Í ljósi þess að fyrirtækið hefur ekki látið í ljós andstöðu sína við að kæranda verði veittur aðgangur að gögnum samkvæmt beiðni kæranda og með vísan til þeirra sjónarmiða sem hér hafa verið rakin að framan um tillögur annarra þátttakenda, sem eru sambærilegar tillögu SSP the Food Travel Experts, verður Isavia ohf. gert að afhenda tillöguna og fylgigögn eins og nánar greinir í úrskurðarorði.  </p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p></p> <p>Kæru Kaffitárs ehf. vegna synjunar Isavia ohf. á afhendingu rökstuðnings vegna einkunna sem Kaffitár ehf. hlaut í samkeppninni „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“ er vísað frá úrskurðarnefndinni.  </p> <p></p> <p>Isavia ohf. ber að afhenda Kaffitár ehf. lista yfir þátttakendur í sömu samkeppni sem og lista yfir einkunnir þeirra.  </p> <p></p> <p>Isavia ohf. ber að afhenda Kaffitár ehf. tillögur og fylgigögn Lagardere Services, Joe Ísland ehf., IGS ehf. og SSP the Food Travel Experts í sömu samkeppni að undanskildum glærum 59 til 88 í glærukynningu Lagardere Services sem inniheldur tæknilegan hluta tillögu fyrirtækisins.  </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Þorgeir Ingi Njálsson</p> <p></p> <p>varaformaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
583/2015. Úrskurður frá 15. maí 2015 | B kærði synjun embættis ríkislögreglustjóra á beiðni um upplýsingar um hvaða einstaklingum hefur verið veitt leyfi til að kalla sig byssusmið og á hvaða forsendum. Í umsögn ríkislögreglustjóra kom fram að embætti ríkislögreglustjóra hafi veitt einum einstaklingi slíkt leyfi. Ríkislögreglustjóri kvaðst hafa synjað kæranda um aðgang að upplýsingum um nafn þess einstaklings sem hlotið hefði leyfið, á þeim forsendum að kærandi væri ekki aðili að máli í skilningi 15. gr. stjórnsýslulaga. Jafnframt teldi embættið að 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ætti við þar sem um einkamálefni einstaklings væri að ræða. Úrskurðarnefndin tók fram að upplýsingalög nr. 140/2012 gilda ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þar sem kærandi taldist ekki aðili að máli í skilningi 15. gr. stjórnsýslulaga, færi því um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum upplýsingum eftir ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að umbeðin gögn innihéldu ekki upplýsingar um rekstur, fjárhagsmálefni eða viðskipti þess einstaklings sem fékk útgefið leyfisbréf. Ekki var því unnt að líta svo á að nokkrar upplýsingar sem þar koma fram gætu skert samkeppnisstöðu hans við byssusmíði í atvinnuskyni. Var hin kærða ákvörðun því felld út gildi og lagt fyrir embætti ríkislögreglustjóra að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. | <p></p> <h2>Úrskurður</h2> <p></p> <p>Hinn 15. maí 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 583/2015 í máli ÚNU 14050008. </p> <p></p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með bréfi dags. 26. maí 2014 kærði A hrl., f.h. B, synjun embættis ríkislögreglustjóra á beiðni um upplýsingar um hvaða einstaklingum hefur verið veitt leyfi til að kalla sig byssusmið og á hvaða forsendum. </p> <p></p> <p>Í upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 23. janúar 2014, kom fram að kærandi stundaði nám í byssusmíði við vopnasmíðaskóla í Liege í Belgíu á árunum 1992 til 1995. Í kjölfarið fékk hann leyfi ráðherra til að kalla sig byssusmið. Kærandi fékk spurnir af því að fleiri einstaklingum hefði verið veitt sambærilegt leyfi og óskaði eftir afritum af leyfisbréfum þeirra. Ríkislögreglustjóri synjaði beiðninni með bréfi dags. 28. apríl 2014. Þar kom fram að umbeðnar upplýsingar yrðu ekki veittar á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem kærandi teldist ekki aðili máls. Þá taldi embættið upplýsingarnar undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <p></p> <p>Sem fyrr segir kærði kærandi synjun ríkislögreglustjóra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi dags. 26. maí 2014. Í kæru segir að kærandi muni vera sá eini á Íslandi sem lokið hefur námi í byssusmíði. Þrátt fyrir það virðist fleiri einstaklingar hafa fengið leyfi til að nota starfsheitið byssusmiður. Kærandi telur að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki verið rétt að synja um aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Ekki sé að finna röksemdir fyrir þeirri niðurstöðu í ákvörðun ríkislögreglustjóra, heldur eingöngu vísað almennt til ákvæðisins og álita umboðsmanns Alþingis án frekari tilgreiningar. Ekki verði hins vegar séð að um sé að ræða gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi ákvæðisins. Í því samhengi bendir kærandi á að til séu opinberar skrár um fjölda starfsstétta, t.d. lögmenn og endurskoðendur. Þá telur kærandi jafnframt að hagsmunir almennings standi til þess að veittur verði aðgangur að upplýsingum um hverjir hafa leyfi til að kalla sig byssusmið, og vegi þyngra en hagsmunir viðkomandi aðila á því að slíkum upplýsingum sé haldið leyndum. Miklu skipti að öryggi skotvopna og þeirra sem meðhöndla þau sé eins og best verður á kosið. Loks segist kærandi eiga beinna persónulegra hagsmuna að gæta af því að fá aðgang að framangreindum upplýsingum með vísan til ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og  stjórnsýsluréttarins. </p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Með bréfi dags. 3. júní 2014 var kæran kynnt ríkislögreglustjóra og embættinu veittur frestur til að koma að umsögn. Jafnframt var óskað eftir því að nefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn ríkislögreglustjóra barst þann 23. júní 2014. Þar kemur fram að veiting leyfa til að framleiða skotvopn, skotfæri, sprengiefni eða skotelda í atvinnuskyni hafi færst frá dómsmálaráðuneyti til embættisins við gildistöku vopnalaga nr. 16/1998. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laganna sé aðeins heimilt að veita slíkt leyfi til einstaklings sem hafi skotvopnaleyfi og sýni að öðru leyti fram á hæfni sína til framleiðslunnar. Með breytingu á lögunum þann 23. mars 2007 hafi lögreglustjórum verið falið að veita leyfin. Ríkislögreglustjóri bendir á að samkvæmt 1. mgr. 37. gr. reglugerðar nr. 787/1998 um skotvopn, skotfæri o.fl. sé með framleiðslu átt við tilbúning, samsetningu, endurbætur og viðgerðir á skotvopnum. Því falli starfsemi byssusmiða undir 4. gr. vopnalaga. Þar sem byssusmíði sé ekki löggilt iðngrein á Íslandi geti ekki komið til slíkrar viðurkenningar frá iðnfræðsluyfirvöldum. </p> <p></p> <p>Í umsögninni kemur einnig fram að embætti ríkislögreglustjóra hafi veitt einum einstaklingi leyfi til að kalla sig byssusmið. Embættið hafi einnig farið þess á leit við lögreglustjóra og innanríkisráðuneytið að stjórnvöldin veittu upplýsingar um fjölda útgefinna leyfa til að nota starfsheitið byssusmiður. Í kjölfarið hafi embættið fengið upplýsingar um að alls hafi tólf leyfi verið veitt og leiðbeint kæranda um að beina erindi til þeirra stjórnvalda sem fara með leyfisveitinguna samkvæmt lögum.  </p> <p></p> <p>Ríkislögreglustjóri kveðst hafa synjað kæranda um aðgang að þeim upplýsingum sem voru fyrirliggjandi hjá embættinu, um nafn þess einstaklings sem hlotið hefði leyfi þess til að starfa sem byssusmiður, á þeim forsendum að kærandi væri ekki aðili að máli í skilningi 15. gr. stjórnsýslulaga. Jafnframt hefði embættið talið að 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ætti við þar sem um einkamálefni einstaklings væri að ræða. Engin ákvæði sé að finna í lögum eða reglugerð um hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að öðlast viðurkenningu sem byssusmiður. Tekið hafi verið mið af námi og/eða reynslu í renni- og byssusmíði.  </p> <p></p> <p>Með bréfi dags. 25. júní 2014 var umsögn ríkislögreglustjóra kynnt kæranda og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Engar athugasemdir bárust frá kæranda. Þann 7. apríl 2015 óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu þess einstaklings, sem umbeðin gögn fjalla um, til afhendingar gagnanna. Með tölvupósti þann 13. apríl 2015 hafnaði viðkomandi því að upplýsingar um hann verði látnar af hendi.  </p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p></p> <p>Í máli þessu er deilt um aðgang að tveimur skjölum í fórum embættis ríkislögreglustjóra. Um er að ræða viðurkenningu embættisins á réttindum einstaklings til starfa við byssusmíði (leyfisbréf) og tilkynningu sem fylgdi leyfisbréfinu. Embætti ríkislögreglustjóra veitti leyfið á grundvelli 2. mgr. 4. gr. vopnalaga nr. 16/1998, en ákvæðinu hefur nú verið breytt á þann veg að lögreglustjórar fari með leyfisveitingarvaldið.</p> <p></p> <p>Embætti ríkislögreglustjóra hefur borið fyrir sig að kærandi geti ekki talist aðili að máli í skilningi 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Af því tilefni skal tekið fram að upplýsingalög nr. 140/2012 gilda ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þar sem kærandi telst ekki aðili að máli í skilningi 15. gr. stjórnsýslulaga, fer því um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum upplýsingum eftir ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012. Umbeðin gögn hafa ekki að geyma upplýsingar um kæranda sjálfan í skilningi 14. gr. upplýsingalaga og ræðst réttur kæranda til aðgangs því af upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. gr. laganna. Samkvæmt ákvæðinu er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. </p> <p></p> <p>Eftir stendur að taka afstöðu til þess hvort ákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, takmarki rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Í ákvæðinu segir: </p> <p></p> <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ </p> <p></p> <p>Sá einstaklingur sem í hlut á hefur lagst gegn afhendingu umbeðinna gagna. Synjun á beiðni kæranda um aðgang að leyfisbréfi hans til starfa við byssusmíði fær því aðeins staðist að fyrir liggi að upplýsingarnar sem þar komi fram varði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklingsins sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.  </p> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umbeðin gögn. Þau innihalda ekki upplýsingar um rekstur, fjárhagsmálefni eða viðskipti þess einstaklings sem fékk útgefið leyfisbréf. Ekki er unnt að líta svo á að nokkrar upplýsingar sem þar koma fram geti skert samkeppnisstöðu hans við byssusmíði í atvinnuskyni. </p> <p></p> <p>Í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir í athugasemdum við 9. gr.: </p> <p></p> <p>„Undir 9. gr. geta fallið upplýsingar um hvort tiltekið mál er snertir ákveðinn einstakling sé eða hafi verið til meðferðar. Dæmi um slík tilvik væru t.d. upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi lagt fram umsókn um leyfi til að ættleiða barn, umsókn um fjárhagsaðstoð frá félagsmálastofnun eða umsókn um fóstureyðingu.“ </p> <p></p> <p>Leyfisumsóknirnar sem þarna eru taldar upp í dæmaskyni eiga það sameiginlegt að taka til afar persónulegra málefna umsækjandans. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál geta sömu sjónarmið ekki átt við um opinbera leyfisveitingu til að starfa sem byssusmiður og verður fallist á með kæranda að almenningur eigi rétt á að kynna sér hverjir hljóta slíkar viðurkenningar á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með vísan til alls framangreinds ber að fella hina kærðu ákvörðun embættis ríkislögreglustjóra og leggja fyrir stjórnvaldið að afhenda kæranda umbeðin gögn eins og nánar greinir í úrskurðarorði. </p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p></p> <p>Embætti ríkislögreglustjóra ber að afhenda B viðurkenningu á réttindum til starfa við byssusmíði ásamt tilkynningu til leyfishafa dags. 21. apríl 2006. </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p></p> <p>formaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p> </p> |
582/2015. Úrskurður frá 15. maí 2015 | Brit Insurance Limited, Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., QBE International Insurance Ltd. og fleiri erlendir vátryggjendur kærðu afgreiðslu Seðlabanka Íslands á beiðni um gögn í í 23 tölusettum liðum. Seðlabanki Íslands tók ákvörðun um að synja kærendum um aðgang að gögnum undir öllum liðunum með bréfi dags. 14. janúar 2014, að frátöldum liðum 2, 7, 8, 14 og 19. Um þá liði segir í ákvörðun Seðlabankans að gögn undir þeim hafi ekki fundist hjá bankanum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki ástæðu til að draga þá staðhæfingu í efa. Því var ekki talin liggja fyrir synjun stjórnvaldsins á afhendingu gagna undir þessum liðum í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. laganna, og þessum hluta kærunnar vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Seðlabankinn taldi sér ekki fært að afgreiða liði nr. 20 og 21 í gagnabeiðni kærenda, þar sem þeir væru óskýrir og illa afmarkaðir sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin lagði til grundvallar að kærendur hefði afmarkað liðina nægjanlega til að Seðlabanka Íslands hafi verið fært að afgreiða þá efnislega, að minnsta kosti að hluta. Synjun bankans byggði að öðru leyti á því að gögnin féllu undir þagnarskylduákvæði í lögum um Seðlabanka Íslands. Jafnframt bæri að líta til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál lét nærri að öll framangreind gögn í liðum 1, 3-5, 10, 11, 13, 15-18, 22, 23 og 9 teldust háð þeirri sérstöku þagnarskyldu sem 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 kveður á um, enda hefðu þau að geyma umfangsmiklar upplýsingar um fjárhagsleg málefni bankans og viðskiptamanns hans Landsbanka Íslands hf., fjárhagslegar ráðstafanir Seðlabankans, beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans og undirbúning þeirra og margvíslegar aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari með hliðsjón af hagsmunum Seðlabankans sjálfs. Úrskurðarnefndin lagði þó fyrir Seðlabankann að veita kærendum aðgang að tveimur skjölum sem voru almennari að efni til. | <p></p> <h2> Úrskurður</h2> <p></p> <p>Hinn 15. maí 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 582/2015 í máli ÚNU 14020006.  </p> <p></p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með bréfi dags. 12. febrúar 2014 kærði A, f.h. Brit Insurance Limited, Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., QBE International Insurance Ltd. og fleiri erlendra vátryggjenda, afgreiðslu Seðlabanka Íslands á beiðni kærenda um gögn.  </p> <p></p> <p>Upphafleg gagnabeiðni kærenda, dags. 3. september 2013, var í 23 tölusettum liðum. Seðlabanki Íslands tók ákvörðun um að synja kærendum um aðgang að gögnum undir öllum liðunum með bréfi dags. 14. janúar 2014, að frátöldum liðum 2, 7, 8, 14 og 19. Um þá liði segir í ákvörðun Seðlabankans að gögn undir þeim hafi ekki fundist hjá bankanum. Synjun bankans byggði að öðru leyti á því að gögnin féllu undir þagnarskylduákvæði í lögum um Seðlabanka Íslands. Jafnframt bæri að líta til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <p></p> <p>Í kæru kemur fram að gagnabeiðni kærenda hefði byggt á því að Landsbankinn hefði höfðað nokkur dómsmál á hendur þeim, þar sem bankinn teldi sig eiga kröfu á grundvelli svokallaðrar stjórnendatryggingar. Vátryggingartímabili tryggingarinnar hafi verið ætlað að vera frá 1. febrúar 2008 til 1. febrúar 2009. Landsbankinn hafi krafist greiðslu úr tryggingunni á þeim grundvelli að hún ætti að bæta tjón sem hann hafi orðið fyrir vegna meintrar saknæmrar háttsemi fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna hans. Kærendur hafi hins vegar alfarið hafnað gildi tryggingarinnar og allri ábyrgð á grundvelli hennar þar sem þeir hafi ekki verið upplýstir um misferli og margvísleg brot sem framin hefðu verið af hálfu Landsbankans og starfsmanna hans fyrir töku tryggingarinnar. Þar að auki hafi þeim verið veittar rangar upplýsingar um fjölda atriða í umsóknareyðublaði fyrir trygginguna. Kærendur segjast vinna að öflun gagna um framangreind atriði og hyggjast leggja þau fram í dómsmálunum sem áður var getið.  </p> <p></p> <p>Til stuðnings gagnabeiðni kærenda er vísað til 5. og 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærendur mótmæla því að ákvæði 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands takmarki rétt þeirra til aðgangs að umbeðnum gögnum. Ákvæðið sé almennt þagnarskylduákvæði og víki því fyrir skyldu til afhendingar gagna samkvæmt upplýsingalögum. Þessu til rökstuðnings vísa kærendur til þess að í greinargerð með upplýsingalögum segi að einkenni almennra þagnarskylduákvæða sé að ekki séu sérgreindar þær upplýsingar sem þagnarskyldan gildi um heldur aðeins „atriði“, „upplýsingar“ eða „það“ sem starfsmaður fái vitneskju um í starfi og leynt skuli fara. Kærendur telja ákvæði 35. gr. laga nr. 36/2001 falla að þessari lýsingu.  </p> <p></p> <p>Jafnvel þótt ákvæðið yrði talið sérstakt þagnarskylduákvæði telja kærendur að líta beri til þess að beiðni þeirra varði Landsbankann sjálfan, sem sé í slitameðferð. Bankinn hafi því ekki hagsmuni af því að fyrri viðskipti hans fari leynt, með vísan til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 758/2009. Þar hafi Hæstiréttur tekið fram um ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki að því sé ætlað að vernda persónulega og viðskiptalega hagsmuni þeirra sem eiga viðskipti við fjármálafyrirtæki. Ákvæðið sé sambærilegt við 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Þá benda kærendur á dóma Hæstaréttar í málum nr. 191/2013, 356/2013, 359/2013, 412/2013 og 413/2013 þar sem rétturinn slái því föstu að hinum þvinguðu slitum sem Landsbankinn sé í megi jafna til gjaldþrotaskipta. </p> <p></p> <p>Kærendur byggja á því að rannsóknarnefnd Alþingis og fjölmiðlar hafi þegar fjallað um þau mál sem óskað var upplýsinga og gagna um. Ef þagnarskylda hafi hvílt á umbeðnum gögnum geri hún það því augljóslega ekki lengur. Í þessu samhengi vísa kærendur til dóms Hæstaréttar frá 30. janúar 2014 í máli nr. 809/2013. Í forsendum réttarins komi fram að bú tiltekins fyrirtækis hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta, skuldaskil Landsbanka stæðu yfir og því væru ekki sömu hagsmunir og annars hefðu verið tengdir þeim trúnaðarupplýsingum sem deilt var um. Kærendur telja sömu sjónarmið eiga við um beiðni þeirra um aðgang að gögnum hjá Seðlabanka Íslands þar sem þau hafi þegar verið gerð opinber. Seðlabanki Íslands beri sönnunarbyrðina fyrir því að gögnin séu ekki þegar opinber. </p> <p></p> <p>Í kæru er fundið að því að Seðlabanki Íslands hafi svarað beiðni kærenda í heilu lagi en ekki hverjum lið fyrir sig. Ekki sé rakið hvernig öll umbeðin gögn falli undir þagnarskyldu 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Með vísan til almennra reglna stjórnsýsluréttarins telja kærendur að Seðlabanka hafi verið skylt að fjalla um hvern lið beiðninnar fyrir sig. Loks byggja kærendur á því að undantekningar frá upplýsingarétti almennings, sem fram koma í 6.-10. gr. upplýsingalaga, eigi ekki við í málinu. Þær beri að túlka þröngt með hliðsjón af meginreglu laganna um aukinn aðgang að gögnum, sbr. 1. gr. þeirra. Sönnunarbyrðin um að undantekningarákvæðin eigi við hvíli á stjórnvöldum, í þessu tilviki Seðlabanka Íslands og vafi skuli skýrður kærendum í hag. </p> <p></p> <p>Með hliðsjón af öllu framangreindu krefjast kærendur þess aðallega að úrskurðarnefnd um upplýsingamál felli ákvörðun Seðlabanka Íslands úr gildi og heimili aðgang kærenda að umbeðnum gögnum án útstrikana. Til vara krefjast kærendur þess að ákvörðun Seðlabanka Íslands verði felld úr gildi og úrskurðarnefndin heimili aðgang að umbeðnum gögnum að svo stórum hluta þeirra sem hún telur rétt á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Kæran var kynnt Seðlabanka Íslands þann 17. febrúar 2014 og honum veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Umsögnin barst þann 20. mars 2014. Þar kemur í upphafi fram að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum Seðlabankans um allt það sem varði hagsmuni viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og önnur atriði er starfsmennirnir fái vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara. Þagnarskyldan gildi nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu, eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. </p> <p></p> <p>Seðlabankinn byggir á því að Landsbanki Íslands teljist tvímælalaust til viðskiptamanna bankans, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-305/2009 frá 25. júní 2009. Málefni slíkra lögaðila falli undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Seðlabankinn vísar til þess að úrskurðarnefndin hafi talið það fela í sér reglu um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. úrskurði nr. A-324/2009 og A-423/2012.  </p> <p></p> <p>Þar sem kærendur fjalli ítrekað um hagsmuni Landsbanka Íslands af því að leynd sé haldið yfir umbeðnum gögnum bendir Seðlabankinn á að hinu sérstaka þagnarskylduákvæði sé ætlað að ná bæði yfir viðskiptamenn bankans og málefni bankans sjálfs. Þá hafnar Seðlabanki Íslands þeirri fullyrðingu kærenda að dómur Hæstaréttar í máli nr. 758/2009 gefi vísbendingu um hvernig leysa skuli úr málinu. Ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2001 sé ekki sambærilegt ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, þar sem bankaleynd samkvæmt fyrrnefnda ákvæðinu taki aðeins til upplýsinga er varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækis. </p> <p></p> <p>Þá byggir Seðlabanki Íslands sem fyrr á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt ákvæðinu sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Skýra beri ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 til samræmis við ákvæðið. </p> <p></p> <p>Seðlabankinn tekur fram að hver og einn þeirra 23 liða sem fram koma í gagnabeiðni kærenda hafi verið skoðaður sérstaklega. Gögn undir liðum 1, 3, 4, 5, 9, 16, 17 og 18 séu að stærstum hluta fremur minnispunktar af fundum en eiginlegar fundargerðir. Þar af leiðandi taki réttur almennings ekki til þeirra, sbr. 5. tl. 6. gr. laga nr. 140/2012, sbr. einnig 1. mgr. 8. gr. sömu laga. Fundargerð vegna fundar dags. 14. febrúar 2008, undir lið 9, hafi þó ekki fundist í skrám bankans. Ekki sé hægt að verða við beiðni kærenda um gögn samkvæmt liðum 2, 7, 8, 14 og 19 þar sem gögnin séu annað tveggja ekki til í skrám bankans eða gagnabeiðni kærenda svo óskýr að ekki sé hægt að átta sig á því hverju sé óskað eftir.  </p> <p></p> <p>Seðlabankinn segir að vegna mistaka hafi láðst að taka fram í hinni kærðu ákvörðun að gögn undir lið nr. 6 í gagnabeiðni kærenda séu ekki til í skrám bankans. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segi enda að fulltrúar bankans hafi ekki verið á umræddum fundi. Seðlabankinn bendir einnig á að liðir 10 og 11 taki til eins og sama gagnsins. Gögn undir lið 13 séu vinnugögn sbr. 5. tl. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8.gr., upplýsingalaga. Loks telur Seðlabankinn liði 20 og 21 í gagnabeiðni kærenda mjög óskýra og illa afmarkaða, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Enn fremur sé ljóst að þeir skarist við aðra liði í beiðninni. Niðurstaða Seðlabankans sé sú að öll þau gögn sem beiðnin lúti að séu háð þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001.  </p> <p></p> <p>Þá færir Seðlabankinn fram röksemdir er lúta að því að umbeðin gögn séu ekki þegar opinber, líkt og kærendur halda fram. Þau hafi verið afhent rannsóknarnefnd Alþingis á grundvelli lagaskyldu og um þau fjallað í skýrslu nefndarinnar. Loks bendir bankinn á að brot gegn 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 geti varðað refsingu með sektum eða fangelsi. Þar sem mat bankans hafi verið á þá leið að umbeðin gögn falli undir þagnarskylduákvæðið geti hann ekki annað en synjað kærendum um aðgang að þeim.  </p> <p></p> <p>Umsögn Seðlabankans var kynnt kærendum þann 21. mars 2014 og þeim veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kæru sinnar. Þær bárust þann 10. apríl 2014. Þar kemur meðal annars fram að kærendur telji að ákvæði 35. gr. laga nr. 36/2001 varði aðeins „hagi viðskiptamanna“ Seðlabanka Íslands og skýra beri orðalagið þröngt með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 758/2009. Þagnarskylda hvíli því aðeins á Seðlabanka Íslands að því er varðar hagi viðskiptamanna en ekki um hvaðeina sem varði þá.</p> <p></p> <p>Kærendur mótmæla fullyrðingum Seðlabankans sem lúta að því að fundargerðir séu að stærstum hluta minnispunktar af fundum. Skýrt komi fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að um fundargerðir sé að ræða. Þar að auki geti stjórnvöld ekki skotið sér undir upplýsingaskyldu með því að færa fundargerðir í punktaformi fremur en samfelldri frásögn. Þá mótmæla kærendur einnig þeirri málsástæðu Seðlabankans að liðir 20 og 21 í gagnabeiðni þeirra séu óskýrir og illa afmarkaðir. Liðirnir kunni að varða mikið magn af gögnum en í upplýsingalögum sé ekki að finna neina takmörkun á magni þeirra gagna sem óskað er eftir. Kærendur mótmæla því að liðirnir séu ekki í samræmi við ákvæði 5. og 15. gr. upplýsingalaga.  </p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p></p> <p>Mál þetta varðar synjun Seðlabanka Íslands á beiðni kærenda um aðgang að gögnum í 23  töluliðum. Fram hefur komið af hálfu Seðlabankans að gögn undir liðum 2, 6, 7, 8, 14 og 19 séu ekki til í fórum bankans, auk fundargerðar af fundi bankans með bankastjórum Landsbanka þann 14. febrúar 2008 undir lið 9. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til að draga þá staðhæfingu í efa. Því liggur ekki fyrir synjun stjórnvaldsins á afhendingu gagna undir þessum liðum í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. laganna, sjá nánar úrskurð úrskurðarnefndarinnar nr. 572/2015. Verður því ekki hjá því komist að vísa þessum hluta kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <p></p> <h3>2.</h3> <p></p> <p>Seðlabankinn taldi sér ekki fært að afgreiða liði nr. 20 og 21 í gagnabeiðni kærenda, þar sem þeir væru óskýrir og illa afmarkaðir sbr. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af umsögn Seðlabankans má ráða að gögn undir liðunum tveimur hafi ekki verið tekin saman og kannað hvort á þau falli þagnarskylda samkvæmt ákvæðum laga nr. 36/2001, upplýsingalögum nr. 140/2012 eða öðrum reglum. Af sömu ástæðum hefur Seðlabankinn ekki afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af umbeðnum gögnum í trúnaði og nefndin hefur því ekki átt kost á að leggja mat á hvort kærendur eigi rétt á aðgangi að þeim. Liðirnir voru orðaðir með eftirfarandi hætti í gagnabeiðni kærenda: </p> <p></p> <p>20. Öll skrifleg samskipti, á hvaða formi sem er (þ.m.t. tölvupóstar, bréf, minnisblöð, skýrslur o.fl.), milli Landsbanka og Seðlabanka á tímabilinu janúar 2007 til mars 2008 og fundargerðir funda Landsbanka og Seðlabanka á sama tímabili. </p> <p></p> <p>21. Afrit af öllum skýrslum, minnisblöðum o.fl. hjá Seðlabanka er varða Landsbanka. </p> <p></p> <p>Báðir liðirnir taka til nánar tiltekinna gagna sem varða einn tiltekinn aðila, Landsbanka Íslands hf., og á ákveðnu tímabili hvað fyrri liðinn varðar. Enda þótt orðalag beggja liðanna sé bæði almennt og víðtækt verður að leggja til grundvallar að þeir séu nægjanlega afmarkaðir til að Seðlabanka Íslands hafi verið fært að afgreiða þá efnislega, að minnsta kosti að hluta, í skilningi 1. og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Seðlabankinn hefur heldur ekki afhent kærendum lista yfir mál sem ætla megi að beiðnin geti beinst að, sbr. 3. mgr. 15. gr. laganna. Bankinn hefur ekki borið fyrir sig að meðferð beiðninnar tæki of mikinn tíma eða krefjist of mikillar vinnu til að fært teljist að verða við henni, sbr. 1. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að beiðni kærenda um gögn samkvæmt liðum nr. 20 og 21 hafi ekki hlotið þá umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi sem kæruheimild 20. gr. upplýsingalaga og almennar reglur stjórnsýsluréttar gera ráð fyrir. Verður því að vísa beiðni kærenda að þessu leyti til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu Seðlabanka Íslands. </p> <p></p> <h3>3.</h3> <p></p> <p>Eftir stendur að skera úr um rétt kærenda til aðgangs að gögnum undir liðum 1, 3-5, 10-13, 15-18, 22, 23 og 9 að hluta. Þeir eru orðaðir með eftirfarandi hætti í upphaflegri gagnabeiðni þeirra: </p> <p></p> <p>1. Allar fundargerðir og minnisblöð frá öllum fundum (i) Landsbanka og Seðlabanka og (ii) Landsbanka og Seðlabanka og/eða Seðlabanka Evrópu á tímabilinu frá og með janúar 2007 til 7. október 2008, og öll bréf, tölvupósta, minnisblöð og önnur samskipti (i) milli Landsbanka og Seðlabanka og (ii) milli Landsbanka og Seðlabanka og/eða Seðlabanka Evrópu á sama tímabili. Sérstaklega er óskað eftir fundargerðum og minnisblöðum frá fundi sem fyrirsvarsmenn Landsbanka munu hafa átt með fulltrúum Seðlabanka og/eða Seðlabanka Evrópu og/eða Seðlabanka Lúxemborgar í lok apríl 2008. </p> <p></p> <p>3. Fundargerð frá fundum Landsbanka og/eða forsvarsmönnum íslensku bankanna með Davíð Oddssyni, þáverandi seðlabankastjóra, dags. 25. apríl 2008. Á þeim fundi Davíðs með forsvarsmönnum allra bankanna mun hann hafa sagt að hluti bréfanna sem lögð hefðu verið að veði væru „abnormal, artificial“, sbr. kafla 7.6.2 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. </p> <p></p> <p>4. Fundargerð frá fundum Seðlabanka (Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra) m.a. með Yves Merch, seðlabankastjóra Seðlabanka Lúxemborgar, dags. 4. júlí 2008. Á þeim fundi mun Yves hafa látið í ljós að staðan væri sú að enginn banki vildi hafa íslensku bankana sem mótaðila í samningum, sbr. kafla 7.6.2.2 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. </p> <p></p> <p>5. Fundargerð frá fundi bankastjórnar og Fjármálaeftirlitsins með stjórnendum bankanna, dags. 25. apríl 2008, sbr. kafla 7.6.2 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. </p> <p></p> <p>9. Fundargerð frá fundi Seðlabanka með bankastjórum Landsbanka, dags. 12. janúar, 8. febrúar, 14. og 31. júlí 2008. </p> <p></p> <p>10. Fundargerð frá fundi Mervyn King, Seðlabanka og Landsbanka í mars 2008.</p> <p></p> <p>11. Fundargerð frá fundi Davíðs Oddssonar, Ingimundar Friðrikssonar með Mervyn King, 3. mars 2008, sbr. bls. 4 í viðauka 11 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. </p> <p></p> <p>12. Mat/skýrsla Moody‘s sem rætt var um á fundi Seðlabanka með bankastjórum Landsbanka þann 8. febrúar 2008, og sem meðal annars er fjallað um í Landsdómsmáli nr. 3/2011, Alþingi gegn Geir H. Haarde. </p> <p></p> <p>13. Öll gögn í tengslum við áformaða sameiningu Landsbanka og Glitnis banka hf., m.a. hvers konar greiningu á kostum sameiningar og þær upplýsingar sem stjórn og aðrir starfsmenn Landsbanka lögðu fram, sem rætt er m.a. um í Landsdómsmáli nr. 3/2011, Alþingi gegn Geir H. Haarde. </p> <p></p> <p>15. Minnisblað Seðlabanka sem var sent erlendum seðlabankastjórum með bréfi, dags. 15. apríl 2008, sbr. kafla 7.6.2 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í því minnisblaði benti Seðlabanki sérstaklega á að merki væru um að skuldatryggingarálög bankanna gæfu ekki rétta mynd af fjármögnunarkostnaði bankanna. </p> <p></p> <p>18. Fundargerð af fundi bankastjórnar Seðlabankans með bankastjórum Landsbanka, dags. 8. febrúar 2008.  </p> <p></p> <p>22. Yfirlit yfir öll lán, þ.m.t. veðlán, endurhverf lán, útistandandi lán o.fl., sem Seðlabanki veitti stefnanda eða voru útistandandi af hálfu stefnanda gagnvart Seðlabanka á tímabilinu nóvember 2006 til 7. október 2008, sbr. meðal annars kafla 7.6.1 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. </p> <p></p> <p>23. Yfirlit yfir fjárhagslega stöðu Landsbanka í bókum, gögnum, minnisblöðum og samskiptum við eða innan Seðlabanka á tímabilinu eða fyrir tímabilið nóvember 2006 til 7. október 2008. </p> <p></p> <p>Seðlabankinn hefur fyrst og fremst vísað til þess að umbeðin gögn falli undir 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001, en jafnframt að á þau falli þagnarskylda samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá telur bankinn gögn samkvæmt liðum nr. 1, 3, 4, 5, 16, 17, 18 og 9 að hluta fela í sér minnispunkta fremur en fundargerðir. Því sé um vinnugögn að ræða í skilningi 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna. Í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 segir: </p> <p></p> <p>„Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur þau atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p></p> <p>Í dómi Hæstaréttar Íslands 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 var komist að þeirri niðurstöðu að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til alls sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Það athugast að ákvæðið hefur ekki að geyma áskilnað þess efnis að viðskiptamaðurinn sem um ræðir sé gjaldfær, enda þótt slík sjónarmið geti skipt máli við mat á því hvort umbeðin gögn falli undir þagnarskylduna sem það mælir fyrir um.  </p> <p></p> <p>Af framangreindu leiðir að ekki er unnt að fallast á með kærendum að ákvæðið taki einungis til hagsmuna viðskiptamanna Seðlabanka Íslands, heldur verður að líta svo á að gögn og upplýsingar um málefni bankans sjálfs geti einnig fallið undir ákvæðið. Með þessu er þó ekki sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Orðalagið „málefni bankans sjálfs“ verður ekki túlkað svo rúmt að þar falli undir hvers kyns upplýsingar um það lagaumhverfi eða reglur sem Seðlabanki Íslands starfi eftir. Undir orðalagið kunna að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari. Vísast um þetta í dæmaskyni til úrskurða nefndarinnar nr. A-406/2012 og 558/2014.  </p> <p></p> <p>Loks verður að gæta að því, ef þagnarskylda ákvæðisins nær ekki til ákveðinna tilvika, hvort aðrar undantekningar frá upplýsingarétti eigi við sbr. t.d. 6.-10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.  </p> <p></p> <h3>4.</h3> <p></p> <p>Líkt og áður greinir afhenti Seðlabankinn úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af umbeðnum gögnum með bréfi dags. 19. mars 2014, ef frá eru talin gögn samkvæmt liðum 2, 6, 7, 8, 14, 19, 20, 21 og 9 að hluta. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir gögnin, sem voru afhent útprentuð í tveimur heftum. Meðal gagna undir lið 1 eru fundargerðir bankastjórnar Seðlabanka Íslands með fulltrúum Landsbankans á tímabilinu 11. maí 2007 til og með 5. október 2008. Fundargerðirnar innihalda yfirlit um það sem fram fór á fundunum í stikkorðastíl, en þar var fyrst og fremst fjallað um stöðu bankanna tveggja og hugsanlegar aðgerðir í aðdraganda íslenska efnahagshrunsins haustið 2008. Einnig er um að ræða bréfaskipti bankastjórnarinnar við Landsbankann um samnorræna stöðugleikaæfingu sem fram fór á tímabilinu 20.-25. september 2007 og um lausafjárskýrslur og gjaldeyrisjöfnuð Landsbankans. Þá falla einnig undir lið 1 almennir skilmálar um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands, yfirlýsing um veðsetningu Landsbankans á tilteknum reikningi dags. 25. mars 2008 og samningar um heimildir og uppgjörstryggingar Landsbankans í stórgreiðslukerfi og jöfnunarkerfi fjölgreiðslumiðlunar Seðlabankans. </p> <p></p> <p>Undir lið 3 afhenti Seðlabankinn afrit af fundargerð frá fundi bankastjórnar, Fjármálaeftirlitsins og stjórnenda bankanna dags. 25. apríl 2008. Sama fundargerð fylgdi undir lið 5. Undir lið 4 var að finna fundargerð af fundi Seðlabankans með fjármálaeftirliti Lúxemborgar þann 4. júlí 2008. Liður 9 innihélt sem fyrr segir fundargerðir af fundum bankastjórnar Seðlabankans og Landsbankans dagana 12. janúar 2008, 8. og 14. febrúar 2008 og 14. og 31. júlí 2008, en fundargerð fundarins 14. febrúar 2008 var að sögn ekki fyrirliggjandi hjá Seðlabankanum. Fundargerðirnar sem eftir standa er einnig að finna á meðal þeirra gagna sem Seðlabankinn afhenti úrskurðarnefndinni undir lið 1.  </p> <p></p> <p>Seðlabankinn afmarkaði beiðni kærenda undir liðum 10 og 11 við tvö gögn, annars vegar minnisblað um fund sem bankastjórn Seðlabankans átti með aðalbankastjóra Bank of England, Mervyn King, en hins vegar bréf seðlabankastjóra til King. Bæði gögnin eru dags. 5. mars 2008 og lýsa því sem fram fór á fundinum í megindráttum. Undir lið 12 afhenti Seðlabankinn skýrslu eða samantekt matsfyrirtækisins Moody‘s sem ber heitið „Iceland‘s AAA Ratings at a Crossroads“. Skjalið er 7 tölusettar blaðsíður að lengd og á ensku.  </p> <p></p> <p>Skjal undir lið 13 er einblöðungur, ódags., og ber yfirskriftina „Útfærsla á hugmynd Glitnis um samruna Landsbanka og Glitnis“. Undir lið 15 er að finna eitt skjal, titlað „Background Memorandum“, sem ber með sér að hafa verið sent bankastjórum seðlabanka Bandaríkjanna, Englands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar auk bankastjóra Seðlabanka Evrópu. Skjalið er 12 tölusettar blaðsíður að lengd, á ensku, og inniheldur umfjöllun um íslensk efnahagsmál, fjármálakerfið og skiptisamninga á milli seðlabanka. Fundargerðir sem Seðlabankinn afhenti úrskurðarnefndinni undir liðum 16, 17 og 18 er jafnframt að finna undir lið 1. </p> <p></p> <p>Undir lið 22 afhenti Seðlabanki Íslands fjölmörg yfirlit um stöðu daglána og veðlána Landsbankans hjá Seðlabanka Íslands á tilteknum dagsetningum tímabilið 1. janúar 2006 til 31. desember 2008. Loks afhenti Seðlabankinn Excelskjal undir lið 23 sem ber heitið „Gjaldeyrisjöfnuður bindiskyldra fjármálafyrirtækja, viðskiptabankar, Landsbanki Íslands“. Skjalið inniheldur upplýsingar um bæði nústöðu og framvirka stöðu eigna og skulda í tilteknum gjaldmiðlum, sem reiknuð er upp í jöfnuð gjaldeyriseigna og gjaldeyrisskulda á tilteknum dagsetningum frá nóvember 2006 til september 2008. </p> <p></p> <h3>5.</h3> <p></p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál lætur nærri að öll framangreind gögn í liðum 1, 3-5, 10, 11, 13, 15-18, 22, 23 og 9  séu háð þeirri sérstöku þagnarskyldu sem 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 kveður á um, enda hafa þau að geyma umfangsmiklar upplýsingar um fjárhagsleg málefni bankans og viðskiptamanns hans Landsbanka Íslands hf., fjárhagslegar ráðstafanir Seðlabankans, beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans og undirbúning þeirra og margvíslegar aðrar upplýsingar sem telja má eðlilegt að leynt fari með hliðsjón af hagsmunum Seðlabankans sjálfs. Að fenginni þessari niðurstöðu er ekki ástæða til að fjalla um þær málsástæður Seðlabankann er lúta að því að gögnin teljist að hluta vinnugögn í skilningi 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </p> <p></p> <p>Með vísan til þess hversu víða í gögnunum þær upplýsingar koma fram sem undanþegnar eru upplýsingarétti hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendu til þess að kveða á um skyldu Seðlabanka Íslands til þess að veita kærendum aðgang að hluta þeirra, að undanskildum almennum skilmálum um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands, sem var að finna undir lið 1 í gagnabeiðni kærenda. Í inngangi skilmálanna kemur fram að þeir byggi á lögum nr. 36/2001, reglum um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands, reglum um viðskiptareikninga við Seðlabanka Íslands og lögum um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir nr. 46/2005. Skilmálunum sé ætlað að lýsa því réttarsambandi sem ríkir milli Seðlabanka Íslands og fjármálafyrirtækja vegna viðskipta þeirra, hvernig samningur kemst á og hvernig boðskipti fara fram, kröfur Seðlabankans til fjárhagslegra tryggingarráðstafana og vörslur þeirra, vanefndir, úrræði vegna vanefnda, við hvaða aðstæður Seðlabankanum er heimilt að neita fjármálafyrirtæki um viðskipti og um upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækisins gagnvart Seðlabankanum. Enda þótt skilmálarnir séu undirritaðir af hálfu Landsbanka Íslands hf. má ráða af efni þeirra að um almenna, staðlaða skilmála sé að ræða. Skjalið hefur því að geyma greinargóða lýsingu á vinnureglum Seðlabanka Íslands á þessu sviði, í það minnsta á þeim tímapunkti sem það var undirritað af fulltrúum bankanna tveggja. Með hliðsjón af því hve almenn umfjöllunin er verður ekki fallist á að upplýsingarnar sem skjalið hefur að geyma eigi að fara leynt skv. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 með hliðsjón af hagsmunum Seðlabankans eða viðskiptamanns hans, Landsbankans. Ber því að veita kærendum aðgang að skjalinu á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 4. tl. 3. mgr. 8. gr. laganna.  </p> <p></p> <h3>6.</h3> <p></p> <p>Loks hafa kærendur haldið því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014. Sama gildir um hugsanlega umfjöllun fjölmiðla um þau mál sem gagnabeiðni kærenda varðar. </p> <p></p> <p>Á hinn bóginn varð úrskurðarnefndin þess áskynja að gagn undir lið 12 í gagnabeiðni kærenda, skýrsla eða samantekt matsfyrirtækisins Moody‘s, er aðgengilegt á heimasíðu Seðlabankans án útstrikana. Þegar af þessari ástæðu er ekki hægt að fallast á að sanngjarnt sé og eðlilegt að það fari leynt í skilningi 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 eða annarra réttarreglna. Ber því að heimila kærendum aðgang að skjalinu. </p> <p></p> <p>Með hliðsjón af öllu framangreindu verður ákvörðun Seðlabankans um að synja beiðni kærenda um aðgang að umbeðnum gögnum ýmist staðfest, felld úr gildi eða kæru kærenda vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál eins og nánar greinir í úrskurðarorði. </p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p></p> <p>Seðlabanka Íslands ber að veita kærendum, Brit Insurance Limited, Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., QBE International Insurance Ltd. og fleiri erlendum vátryggjendum, aðgang að skjölunum: „Viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands – Almennir skilmálar“, dags. 25. maí 2008 og „Iceland‘s AAA Ratings at a Crossroads“, dags. í janúar 2008.</p> <p></p> <p>Staðfest er ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja kærendum um aðgang að gögnum undir liðum nr. 1, 3, 4, 5, 9 að frátaldri fundargerð fundar dags. 14. febrúar 2008, 10, 11, 13, 15, 16, 17, 18, 22 og 23 í gagnabeiðni kærenda.  </p> <p></p> <p>Ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja kærendum um aðgang að gögnum undir liðum nr. 20 og 21 í gagnabeiðninni er felld úr gildi og lagt fyrir bankann að taka málið til nýrrar meðferðar. </p> <p></p> <p>Að öðru leyti er kærunni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <p></p> <p>  </p> <p></p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p></p> <p>formaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p> </p> |
580/2015. Úrskurður frá 15. maí 2015 | Gleraugnamiðstöðin ehf. kærði afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni um aðgang að gögnum varðandi samkeppni um verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Úrskurðarnefndin taldi að samkeppnin fæli ekki í sér hefðbundið útboð. Engu að síður var kærandi talinn njóta réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum eins og þátttakendur í útboðum. Úrskurðarnefndin vísaði til athugasemda í frumvarpi til upplýsingalaga um 3. mgr. 14. gr. um að vega skuli og meta gagnstæða hagsmuni þess sem upplýsinga óskar og annarra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga hagsmuni af því að tilteknum atriðum sé haldið leyndum. Kærandi var talinn hafa hagsmuni af því að fá upplýsingar um einkunn og tillögu annars þátttakanda í samkeppninni, meðal annars til að geta lagt mat á það hvernig framkvæmd hennar var háttað. Úrskurðarnefndin áréttaði jafnframt að fyrirtæki sem leita eftir því að fá ráðstafað opinberum gæðum verði að vera undir það búin að upplýsingalög gildi um slíkar úthlutanir. Einnig væri eðlilegt að fyrirtæki á samkeppnismarkaði séu undir það búin að fá ekki hæstu einkunnir í samkeppnum sem þau taka þátt í og ólíklegt þau verði fyrir tjóni þótt upplýst verði hvaða einkunnir þau hljóta fyrir tillögur sínar. Isavia ohf. var því gert að að veita kæranda aðgang að tillögu og einkunnum annars þátttakanda í samkeppninni að undanskildum gögnum sem voru talin hafa að geyma mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni hans. | <p></p> <h2>Úrskurður</h2> <p></p> <p>Hinn 15. maí 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 580/2015 í máli ÚNU 15020004. </p> <p></p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með erindi 6. febrúar 2015 kærði Gleraugnamiðstöðin ehf. afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni fyrrnefnda fyrirtækisins um aðgang að gögnum varðandi samkeppni þess síðarnefnda vegna verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 76/2008 er Isavia ohf. meðal annars ætlað að annast uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, þ.m.t. rekstur verslana með tollfrjálsrar vörur á flugvallarsvæðinu. Gögn málsins benda til þess að ætlun Isavia ohf. með umræddri samkeppni hafi verið að bjóða út leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði flugstöðvarinnar og að fyrirtækið hafi komið fram sem væntanlegur leigusali. Samskipti um ferlið fóru öll fram á ensku en Isavia ohf. kynnti það undir nafninu „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“. </p> <p></p> <p>Hefðbundið er að nota orðin „útboð“ og „forval“ þegar verkkaupi eða kaupandi leitar skriflegra tilboða frá væntanlegum seljendum verks, vöru eða þjónustu. Framangreint ferli Isavia ohf. miðaði á hinn bóginn að því að fyrirtækið kæmi sjálft fram sem leigusali. Í ljósi þessa mun úrskurðarnefndin fjalla um umrætt ferli sem „samkeppni“ og að framlög þeirra sem tóku þátt hafi verið „tillögur“.  </p> <p></p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að 19. mars 2014 hafi Isavia ohf. efnt til samkeppninnar og að hún hafi skipst í tvö stig. Á fyrra stiginu, sem nefndist „Request for Qualification“, skyldi kannað hvort þátttakendur uppfylltu þær kröfur um vörur, vörumerki, þekkingu, reynslu og fleira sem Isavia ohf. gerði til þátttöku í samkeppninni. Þeim sem uppfylltu kröfur fyrirtækisins var svo boðið að taka þátt á seinna stigi samkeppninnar, sem nefndist „Request for Proposal“, og skila inn annars vegar tæknilegri og hins vegar fjárhagslegri tillögu. Af hálfu Isavia ohf. sá sérstök nefnd um að leggja mat á tillögur þátttakenda í samkeppninni.  Átti fjárhagslegi hlutinn einungis að koma til skoðunar ef tæknilegi hlutinn yrði metinn fullnægjandi í þeim skilningi að hann fengi tiltekna lágmarkseinkunn matsnefndar. Munu fjárhagslegir hlutar tillagnanna aðeins hafa verið opnaðir af hálfu Isavia ohf. í þeim tilvikum sem tæknilegur hluti náði lágmarkseinkunn en ella voru fjárhagslegu hlutarnir endursendir þátttakendum óopnaðir. Þá mun samkeppnin hafa skipst í efnislega flokka eftir gerð verslunar og þjónustu.  </p> <p></p> <p>Kærandi skilaði inn tvíþættum tillögum og komst í gegnum fyrra stig samkeppninnar í flokki hennar sem tilgreindur var SR-7. Á hinn bóginn verður af gögnum málsins ráðið að haustið 2014 hafi kæranda verið tilkynnt að tæknilegur hluti tillögu hans hafi ekki verið metinn fullnægjandi og að fjárhagslegur hluti hennar hafi því ekki komið til skoðunar.  </p> <p></p> <p>Með bréfi 11. desember 2014 var af hálfu kæranda óskað eftir að Isavia ohf. afhenti kæranda tilboð og fylgiskjöl allra þátttakenda samkeppninnar í flokki hennar sem tilgreindar var SR-7 sem og öll þau gögn sem Isavia ohf. hefði undir höndum sem vörðuðu val á tilboðum í umræddum flokki. Í beiðni kæranda var vísað til 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 14/2012. Fram kemur í gögnum málsins að þann 22. október 2014 var kæranda veittur aðgangur að einkunnum sem lutu að tæknilegum hluta tillögu hans.  </p> <p></p> <p>Með bréfi 8. janúar 2015 brást Isavia ohf. við beiðni kæranda. Í bréfinu er rakið að þátttakendur í samkeppninni hafi sent Isavia ohf. ýmis gögn vegna hennar. Um væri að ræða upplýsingar um fyrirtækin sjálf, starfsemi þeirra og fjárhagslega hagsmuni og tilboð fyrirtækjanna sem fælu í sér upplýsingar, s.s. viðskiptaáætlun og fjárhagslegt tilboð, yrði að telja til viðkvæmra fjárhagslegra hagsmuna. Það væri því mat Isavia ohf. að þau gögn sem kærandi óskaði eftir og lytu að tilboðum annarra aðila en hans sjálfs og mati félagsins á þeim teldust til mikilvægra einkamálefna þeirra aðila sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Hagsmunir þeirra og Isavia ohf. af því að trúnaður ríkti um þær upplýsingar væru ríkari en hagsmunir kæranda af að fá þær afhentar. Aðgangi að gögnunum væri því hafnað. Að því er varðaði gögn er snertu tillögu kæranda sjálfs kom fram í bréfi Isavia ohf. að kæranda hefðu þegar verið afhent, umfram lagaskyldu, einkunnir fyrir tæknilegan hluta tillögu kæranda. Kæranda hefði verið veittur aðgangur að matsblöðum matsnefndarmanna vegna hans sjálfs á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga. Þá var kæranda veittur aðgangur að excel-skjali þar sem fram komu einkunnir kæranda samanborið við hinn þátttakandann í flokki SR-7. </p> <p></p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi krefjist aðgangs að tilteknum upplýsingum og gögnum. Í fyrsta lagi „öllum gögnum og upplýsingum sem varða mat tilboða í útboði Isavia um verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, nefnt „Commercial Opportunities at Keflavik Airport““. Í öðru lagi „[ö]llum upplýsingum sem lágu að baki þeim forsendum sem mat tilboða fór eftir“. Væri „þannig óskað eftir upplýsingum um það hvernig valforsendur voru nánar útfærðar og hvað lá til grundvallar mati á þeim“. Með þessu væri „t.d., en ekki eingöngu, óskað eftir upplýsingum um það hvað matshópur hafði til hliðsjónar og leiðbeiningar við mat á þeim forsendum að vörur stæðust þarfir viðskiptavina og gæðakröfur (e. customers needs and standard of quality) og að verðlagning væri nægjanlega góð (e.good enough) o.s.frv.“ Í þriðja lagi kom fram að óskað væri eftir „[ö]llum upplýsingum sem lágu að baki mati á“ tillögu kæranda. Væri þannig óskað eftir „upplýsingum um það hvernig valforsendur voru nánar útfærðar og hvað lá til grundvallar mati á þeim stigafjölda“ sem kærandi fékk. Í fjórða lagi væri óskað eftir „upplýsingum um stigafjölda annarra tilboða í útboðinu, sundurliðað eftir valforsendum, og rökstuðningi fyrir einkunnagjöf þeirra“. Í fimmta lagi upplýsinga „um það hvers vegna bjóðendur, sem valdir voru til samningsgerðar, og tilboð þeirra hlutu fleiri stig“ en kærandi og tillaga hans, „sundurliðað eftir valforsendum“. Væri í þessu samhengi „óskað eftir upplýsingum um það hvað var talið betra í tilboðum, sem voru valin, en í tilboðum“ kæranda. Þá væri einnig óskað eftir að upplýsingarnar yrðu „sundurliðaðar eftir valforsendum, í hverjum flokki fyrir sig“. Í sjötta lagi var óskað eftir „[u]pplýsingum um það hvort einkunnagjöf var sú sama fyrir öll tilboð, þ.e. hvort einstakar valforsendur voru metnar til sama stigafjölda óháð því hvers konar verslun eða vörur var að ræða hverju sinni“. </p> <p></p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji ljóst að upplýsingalög gildi um starfsemi Isavia ohf. sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, enda taki fyrirtækið á móti beiðnum á grundvelli upplýsingalaga á heimasíðu sinni. Þá verði réttur kæranda reistur á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga sbr. nánar tiltekna úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Beiðni kæranda hafi verið sett fram með skýrum hætti í samræmi við 15. gr. laganna. Réttur til aðgangs taki til allra gagna tiltekins máls, óháð því hvort máli sé lokið eða ekki og óháð því hvort gagnið liggi aðeins fyrir í drögum eða í endanlegri mynd. Þessi réttur sé lögbundinn og verði ekki takmarkaður nema á grundvelli undanþáguákvæða 6.-10. gr. laganna. Umrædd gögn séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga. </p> <p></p> <p>Kærandi telur að ekkert af undanþáguákvæðum 6.-10. gr. laganna eigi við um þau gögn sem kærandi hafi óskað eftir aðgangi að, enda byggi synjun Isavia ohf. ekki á því að gögnin séu undanþegin upplýsingarétti með vísan til þessara ákvæða.  </p> <p></p> <p>Loks vísar kærandi til þess að hinar umbeðnu upplýsingar varði ráðstöfun opinberra gæða. Upplýsingarnar séu forsenda þess að kæranda sé gert fært að átta sig á því hvernig staðið var að mati tilboða í samkeppninni og geti þar með fullvissað sig um að jafnræði allra þátttakenda hafi verið virt. Úrskurðarnefndin hafi margsinnis staðfest að réttur til aðgangs að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna og gæða sé ríkur og að skýra verði allar takmarkanir á rétti til slíkra upplýsinga þröngt, eins og t.d. komi fram í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-224/2006.  <strong> </strong></p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Með bréfi 12. febrúar 2015 var Isavia ohf. gefinn kostur á að tjá sig um kæruna. Þá var þess einnig óskað að úrskurðarnefndinni yrði í trúnaði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. </p> <p></p> <p>Í svari fyrirtækisins 23. febrúar er vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga skuli mál samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laganna borið skriflega undir úrskurðarnefndina innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun. Eins og fram komi í kæru hafi erindi kæranda verið svarað 8. janúar 2015 en í því bréfi hafi kæranda verið leiðbeint um kærufrest. Kærufrestur hafi því runnið út 7. febrúar. Þrátt fyrir að kæra sé dagsett degi fyrr beri hún skýrt með sér með stimpli úrskurðarnefndarinnar að hún hafi ekki verið móttekin fyrr en 10. sama mánaðar. Isavia ohf. fari því fram á að kærunni verði vísað frá á þeim grundvelli að hún hafi borist að liðnum kærufresti sbr. meginreglu 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Fallist úrskurðarnefndin ekki á frávísun sé þess óskað að Isavia ohf. verði gefinn kostur á að svara efnislega áður en nefndin taki hana til efnislegrar afgreiðslu.  </p> <p></p> <p>Þann 13. mars 2015 ritaði úrskurðarnefndin Isavia ohf. bréf þess efnis að kæra málsins hefði verið móttekin í tölvupósti 6. febrúar 2014 en þann 10. sama mánaðar hefði bréf frá kæranda sem innihélt kæruna verið fært til skráningar í skjalasafn nefndarinnar. Þá var ítrekuð beiðni um að nefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæra málsins laut að svo unnt væri að fella úrskurð í málinu. Þá var Isavia ohf. gefinn kostur á að svara kærunni efnislega. Sama dag var af hálfu kæranda tekin afstaða til umsagnar Isavia ohf. Var þar bent á að kæran hefði verið send úrskurðarnefndinni með tölvupósti áður en kærufrestur var liðinn. Þá var þess krafist að málið yrði þegar tekið til úrskurðar.</p> <p></p> <p>Með bréfi 24. mars 2014 brást Isavia ohf. við erindi úrskurðarnefndarinnar. Þar kom fram að tveir aðilar hefðu sent inn tillögur í samkeppnina í flokki „Optical (SR-7)“. Kærandi hefði verið annar þeirra og ekki náð tilskilinni lágmarkseinkunn fyrir tæknilega tillögu sína. Hefði fjárhagsleg tillaga hans því verið endursend óopnuð. Gengið hefði verði til samninga við hinn þátttakandann í flokknum. Það væri mat Isavia ohf. að upplýsingar sem lytu að þátttakendum í umræddri samkeppni teldust til mikilvægra einkamálefna þeirra, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og að félaginu væri beinlínis óheimilt að afhenda þær öðrum. Sömu sjónarmið ættu við ef 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga tæki til beiðni kæranda. Eins og fram hefði komið í svarbréfi Isavia ohf. til kæranda 8. janúar 2015 innihéldu þau gögn sem óskað hefði verið eftir ýmsar upplýsingar um það fyrirtæki sem um ræddi, starfsemi þess og fjárhagslega hagsmuni. Þá innihéldu tillögur í forvalinu ýmsar upplýsingar, svo sem viðskiptaáætlun og fjárhagslegt tilboð, sem yrðu að teljast til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna. Við mat á hagsmunum yrði m.a. að leggja mat á hagsmuni kæranda af því að fá gögnin afhent. Í því samhengi skipti miklu máli hvers konar ferli hefði verið um að ræða. Isavia ohf. vildi því árétta að ekki hefði verið um að ræða útboð á grundvelli laga um opinber innkaup enda ekki um að ræða kaup á vöru, verki eða þjónustu heldur ráðstöfun leiguhúsnæðis til rekstrar. Þessi skilningur hafi verið staðfestur af kærunefnd útboðsmála í máli 14/2014. Þau sjónarmið sem átt gætu við um upplýsingarétt vegna opinberra útboða ættu því ekki við í þessu tilfelli. </p> <p></p> <p>Þá kom fram í erindi Isavia ohf. að fyrirtækið teldi að líta yrði til þess að félagið sjálft hefði hagsmuni af því að geta haldið samkeppni sem þessa þar sem gætt væri trúnaðar um þátttakendur og þeirra gögn eins og gengi og gerðist á þeim samkeppnismarkaði sem félagið starfaði. Að öðrum kosti mætti leiða líkur að því að færri aðilar hefðu séð sér fært að taka þátt í forvalinu sem hefði getað leitt til verri niðurstöðu fyrir félagið og komið í veg fyrir að það gæti sinnt hlutverki sínu á sem hagkvæmastan hátt. Í þessu samhengi væri rétt að vísa til ummæla í frumvarpi því sem varð að lögum m. 140/2012 þar sem skýrt komi fram að í þeirri breytingu að fella opinber hlutafélög undir upplýsingalögin fælist ekki sjálfkrafa að allar upplýsingar þeirra aðila skyldu gerðar aðgengilegar. </p> <p></p> <p>Isavia ohf. teldi því að hagsmunir þess aðila sem tók ásamt kæranda þátt í forvalinu í flokki Optical (SR-7) og Isavia ohf. af því að trúnaður ríki um tilboð hans væru ríkari en hagsmunir kæranda af að fá þau gögn afhent. Að öllu framangreindu virtu og með hliðsjón af því markmiði upplýsingalaga að tryggja gegnsæi stjórnsýslu og gegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna væri það niðurstaða Isavia ohf. að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnum með þeim upplýsingum sem um ræði væru ekki slíkir að réttlætt gæti að gengið yrði á hagsmuni annarra, þ.e. annarra þátttakenda í forvalinu og Isavia ohf., af því að þau séu ekki afhent. Á grundvelli þessara sjónarmiða hefði ósk kæranda um aðgang að upplýsingum verið synjað og stæði það mat Isavia ohf. óhaggað. Rétt væri þó að benda á að félagið hefði afhent, umfram lagaskyldu, matsblöð valnefndarmanna og töflu sem sýndi einkunnir kæranda og þess sem valinn var fyrir tæknileg tilboð þeirra. Þar sem samningum væri lokið væri ekki lengur þörf fyrir trúnað um það hverja samið var við og fylgdi listi yfir þá í fylgiskjali með svari þessu. </p> <p></p> <p>Þegar svar Isavia ohf. lá fyrir hafði fyrirtækið þegar veitt úrskurðarnefndinni aðgang að öllum tilboðsgögnum vegna samkeppninnar.  </p> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin ritaði bréf til Miðbaugs ehf. 20. apríl 2015 en Isavia ohf. samdi við fyrirtækið í kjölfar samkeppni þeirrar er mál þetta lýtur að. Voru kærandi og Miðbaugur ehf. einu fyrirtækin sem tóku þátt í flokki SR-7 í samkeppninni. Með bréfinu var óskað eftir afstöðu Miðbaugs ehf. til beiðni kæranda. Þann 4. maí sama ár var erindinu svarað af hálfu Miðbaugs ehf. Þar kom fram að þau gögn sem afhent hefðu verið í tengslum við tillögu fyrirtækisins hefðu verið afhent sem trúnaðargögn. Hafi fyrirtækið því talið sig geta treyst því að samkeppnisaðilum yrðu ekki afhent gögnin, en kærandi væri í beinni samkeppni við Miðbaug ehf. um sölu gleraugna.  </p> <p></p> <p>Í bréfinu er rakið að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita aðgang að gögnum sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari. Telji fyrirtækið að svo hátti til í máli kæranda. Hagsmunir Miðbaugs ehf. séu augljósir af því að þau gögn sem afhent voru í tengslum við umrætt útboð verði ekki afhent samkeppnisaðila. Verði að telja, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, að hagsmunir Miðbaugs ehf. af því að halda þeim upplýsingum sem Isavia ohf. voru veittar vegna samkeppninnar fyrir sig og frá kæranda vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá þær afhentar.  </p> <p></p> <p>Af hálfu Miðbaugs ehf. er rakið að fyrirtækið hafi í um 16 ár starfað með allt öðrum hætti en hefðbundnar gleraugnaverslanir. Þannig sé fyrirtækið eina gleraugnaverslun í heiminum, svo vitað sé til, sem hafi markaðssett sig sem gleraugnaverslun með 15 mínútna sérsmíði á gleraugum á brottfararsvæði í alþjóðlegri flugstöð. Í gögnum málsins séu því meðal annars viðkvæmar upplýsingar um hvernig rekstrarfyrirkomulagi þessu sé háttað. Þar að auki fylgi umsókn fyrirtækisins mjög ítarlegar áætlanir um söluherferðir, fjárhagslegar áætlanir og söluáætlanir. Samkvæmt greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sé óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Telji Miðbaugur ehf. auðséð að þau gögn sem til greina komi að afhenda innihaldi slíkar upplýsingar og því sé óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim. Í versta falli gæti afhending gagnanna leitt til þess að rekstur Miðbaugs ehf. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar leggist af með því fjárhagslega tjóni sem því myndi fylgja.  </p> <p></p> <p>Loks kemur fram í erindi Miðbaugs ehf. að ekki verði séð að rök leiði til þess að aðila sem einnig lagði inn umsókn vegna samkeppninnar, en ekki var samið við, verði veittur aðgangur að upplýsingum úr umsókn samkeppnisaðila. Markmið upplýsingalaga sé að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna. Afhending framangreindra gagna samræmist ekki því markmiði. Hagsmunir samkeppnisaðila af því að komast í allar upplýsingar samkeppnisaðila séu vissulega miklir en það séu ekki hagsmunir sem upplýsingalögum sé ætlað að vernda. Við það megi bæta að kærandi sé hluti af erlendu gleraugnaversluninni Profil Optik sem starfi á alþjóðlegum mörkuðum. Upplýsingalögum sé ekki ætlað að vernda réttindi slíkra samkeppnisaðila til að komast yfir viðskiptaleyndarmál annarra aðila á sama markaði til þess að nýta sér slíka þekkingu í hagnaðarskyni. Verði kæranda veittur aðgangur að þeim gögnum sem hann hafi óskað eftir muni það óneitanlega nýtast honum í öðrum útboðum í framtíðinni, þvert á hagsmuni Miðbaugs ehf. Bendir fyrirtækið í þessu samhengi á að Isavia ohf. semji aðeins til sjö ára í senn. Miðbaugur ehf. hafi lagt mikinn tíma og mikla fjármuni í umrætt umsóknarferli. Það sé því í meira lagi ósanngjarnt að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. Á grundvelli alls framangreinds og samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga telji Miðbaugur ehf. að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að þeim gögnum sem afhent voru í tengslum við samkeppni Isavia ohf.  </p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p></p> <p>Í beiðni kæranda frá 11. desember 2014 var þess óskað að Isavia ohf. léti kæranda í té „tilboð og fylgiskjöl, allra þátttakenda í útboðinu sem buðu í flokk SR-7 sem og öll þau gögn sem Isavia hefði undir höndum og vörðuðu val á tilboði í umræddum flokki.  </p> <p></p> <h3>2.</h3> <p></p> <p>Hin kærða ákvörðun var tekin 8. janúar 2015. Kærandi kærði ákvörðunina 6. febrúar sama ár og barst kæran úrskurðarnefndinni í tölvupósti sama dag. Kæran var síðan móttekin bréflega 10. sama mánaðar. Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga skal synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum borin skriflega undir úrskurðarnefndina innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun. Í samræmi við 2. mgr. 8. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 rann umræddur frestur út 9. febrúar 2015. Frestur kæranda til að kæra synjun Isavia ohf. var því ekki runninn út þegar tölvupóstur hans til nefndarinnar var móttekinn. Verður kærunni þar af leiðandi ekki vísað frá með vísan til 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.   </p> <p></p> <h3>3.</h3> <p></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi 14. gr. upplýsingalaga þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014 og 570/2015. Að öðru leyti, þ.e. eftir það tímamark, fari um upplýsingarétt bjóðanda skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Samkeppni sú sem mál þetta lýtur að var ekki hefðbundið útboð, enda leitaði Isavia ohf. ekki skriflegra tilboða í verk, vöru eða þjónustu sem fyrirtækið ætlaði sér að kaupa heldur kom það sjálft fram sem leigusali ákveðins verslunarrýmis. Engu að síður leiða sömu rök til þess að kærandi, sem þátttakandi í umræddri samkeppni, njóti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum með sama hætti og þátttakendur í hefðbundnum útboðum. </p> <p></p> <p>Á hinn bóginn var þátttöku kæranda í samkeppninni lokið er honum var tilkynnt að tæknilegur hluti tillögu hans hefði ekki hlotið þá lágmarkseinkunn sem áskilin var til að komast á síðara stig samkeppninnar. Fjárhagslegir hlutar tillagna voru ekki opnaðir fyrr en eftir það tímamark og aðeins í þeim tilvikum þar sem tæknilegir hlutar voru taldir fullnægjandi. Í ljósi þessa og uppbyggingar samkeppninnar naut kærandi réttar samkvæmt 1. mgr. 14. gr. til gagna er vörðuðu tæknilegan hluta samkeppninnar en samkvæmt 1. mgr. 5. gr. til fjárhagslegs hluta hennar.   </p> <p></p> <h3>4.</h3> <p></p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi krefjist aðgangs að tilteknum upplýsingum og gögnum en kröfur kæranda eru að nokkru leyti frábrugðnar beiðni hans til Isavia ohf. 11. desember 2014 sem var synjað með hinni kærðu ákvörðun. Meðal annars krefst kærandi þess fyrir úrskurðarnefndinni að sér verði afhentar allar upplýsingar „sem lágu að baki þeim forsendum sem mat tilboða fór eftir“, upplýsingar „um það hvernig valforsendur voru nánar útfærðar og hvað lá til grundvallar mati á þeim [...] t.d., en ekki eingöngu [...] um það hvað matshópur hafði til hliðsjónar og leiðbeiningar við mat á þeim forsendum að vörur stæðust þarfir viðskiptavina og gæðakröfur (e. customers needs and standard of quality) og að verðlagning væri nægjanlega góð (e.good enough) o.s.frv.“, „[ö]llum upplýsingum sem lágu að baki mati á“ tillögu kæranda [þ. á m.] upplýsingum um það hvernig valforsendur voru nánar útfærðar og hvað lá til grundvallar mati á þeim stigafjölda“ kæranda,  upplýsingum „um það hvers vegna bjóðendur, sem valdir voru til samningsgerðar, og tilboð þeirra hlutu fleiri stig“ en kærandi og tilboð hans „sundurliðað eftir valforsendum“, „upplýsingum um það hvað var talið betra í tilboðum, sem voru valin, en í tilboðum“ kæranda „sundurliðuðum eftir valforsendum [...] í hverjum flokki fyrir sig“ og „rökstuðningi fyrir einkunnagjöf“ annarra tillagna. Loks var óskað eftir „[u]pplýsingum um það hvort einkunnagjöf var sú sama fyrir öll tilboð, þ.e. hvort einstakar valforsendur voru metnar til sama stigafjölda óháð því hvers konar verslun eða vörur var að ræða hverju sinni“.  </p> <p></p> <p>Framangreindar kröfur kæranda verða ekki skildar öðruvísi en svo en hann fari fram á að úrskurðarnefndin hlutist til um að kæranda verði látin í té gögn sem varpi ljósi á þær einkunnir sem tillögur kæranda og Miðbaugs ehf. fengu í samkeppninni, enda þótt slíks hafi ekki beinlínis verið óskað í beiðni kæranda sem var synjað með hinni kærðu ákvörðun. Á hinn bóginn telur úrskurðarnefndin að gagn eða gögn með slíkum rökstuðningi félli undir beiðnina að því leyti sem hún lyti að því að kærandi fengi „öll þau gögn sem Isavia hefur undir höndum sem varða val á tilboði í umræddum flokk“.  </p> <p></p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að Isavia ohf. álíti sig hafi látið úrskurðarnefndinni í té öll þau gögn sem fyrirtækið telur að falli undir beiðni kæranda. Þá hefur Isavia ohf. upplýst úrskurðarnefndina ítrekað, vegna meðferða annarra kærumála er varða sömu samkeppni, að rökstuðningur sá sem kærandi krefst aðgangs að fyrir úrskurðarnefndinni hafi ekki verið útbúinn og að slík gögn sé ekki að finna í skjalasafni fyrirtækisins. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefndin sýnt að kæra kæranda til nefndarinnar beindist að þessu leyti ekki að fyrirliggjandi gögnum í skilningi 1. mgr. 5. gr. eða 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt upplýsingalögum er stjórnvöldum eða lögaðilum sem falla undir lögin er ekki skylt að útbúa ný gögn. Með vísan til þessa verður þessum hluta kærunnar vísað frá úrskurðarnefndinni.  </p> <p></p> <h3>5.</h3> <p></p> <p>Í beiðni kæranda til Isavia ohf. 11. september 2014 var þess krafist að kæranda yrðu afhent tilboð og fylgiskjöl allra þátttakenda samkeppninnar í flokki SR-7. Í kæru krafðist kærandi þess að sér yrði veittur aðgangur að „[ö]llum gögnum og upplýsingum sem varða mat tilboða í útboði Isavia um verslunar og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar“. Í beiðni kæranda var þess óskað að kæranda yrðu afhent „öll þau gögn sem Isavia hefur undir höndum sem varða val á tilboði í umræddum flokk“. Auk þess sem þegar hefur verið rakið um kröfugerð kæranda fyrir nefndinni var í kærunni farið fram á að honum yrðu afhentar upplýsingar um stigafjölda annarra tilboða í útboðinu, sundurliðað eftir valforsendum. </p> <p></p> <p>Í ljósi þess hvernig beiðni kæranda til Isavia ohf. og kröfugerð hans fyrir úrskurðarnefndinni eru úr garði gerðar, þeim gögnum úr skjalasafni Isavia ohf. sem fyrirtækið hefur afhent úrskurðarnefndinni og fyrirtækið álítur að falli undir beiðni kæranda og þess sem að framan greinir um kröfur kæranda, að því leyti sem þær lúta að rökstuðningi fyrir niðurstöðu samkeppninnar sem ekki liggur fyrir í vörslum Isavia ohf., telur úrskurðarnefndin að mál þetta lúti efnislega að annars vegar einkunnum annarra þátttakenda samkeppninnar í flokki SR-7 og hins vegar að tillögum þeirra.   </p> <p></p> <p>Fram er komið að kærandi og Miðbaugur ehf. voru einu þátttakendurnir í þessum flokki samkeppninnar. Isavia ohf. hefur fyrir úrskurðarnefndinni lýst þeirri afstöðu sinni að ekki sé ástæða til að halda nafni Miðbaugs ehf. leyndu fyrir kæranda.   </p> <p></p> <h3>6.</h3> <p></p> <p>Af hálfu Isavia ohf. hefur verið vísað til þess að mikilvægt sé fyrir fyrirtækið að geta haldið samkeppni eins og þá er mál þetta lýtur að án þess að þátttakendur geti síðar fengið aðgang að gögnum er varða hana og þá meðal annars tillögum annarra þátttakenda. Er í þessu samhengi vísað til þess að Isavia ohf. starfi á samkeppnismarkaði. Ríki ekki trúnaður um tillögur þátttakenda megi leiða líkur að því að færri aðilar <u>sæju</u> sér fært að taka þátt í slíkum samkeppnum. Afleiðingarnar yrðu þær að Isavia ohf. byðust lakari kjör en ella.  </p> <p></p> <p>Samkvæmt 2. tölulið 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga gildir 1. mgr. sömu lagagreinar ekki um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara samkvæmt 10. gr. laganna. Af  4. tölulið þeirrar lagagreinar leiðir að þetta á við um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra“. Ákvæði þetta takmarkar einnig rétt almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.  </p> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin hefur miðað við að umræddri undantekningarheimild verði aðeins beitt sé a.m.k. þremur skilyrðum fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti til aðgangs að umræddum upplýsingum. Er fyrsta skilyrðið meðal annars reist á því að í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að það sé einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verði því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.  </p> <p></p> <p>Isavia ohf. var stofnað 1. maí 2010 með sameiningu opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. Við samrunann yfirtók Isavia ohf. öll réttindi og allar skuldbindingar yfirteknu félaganna sem kveðið er á um í lögum nr. 102/2006 um stofnun hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands og lögum nr. 76/2008 um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 153/2009 um samruna opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 102/2006 annast félagið rekstur og uppbyggingu flugvalla og er í því skyni heimilt að gera hvers konar samninga við aðra aðila til að ná tilgangi sínum á sem hagkvæmastan hátt. Á grundvelli 1. mgr. 4. gr. laga nr. 76/2008 er félaginu meðal annars ætlað að annast rekstur verslana með tollfrjálsar vörur á Keflavíkurflugvelli.  </p> <p></p> <p>Ljóst er að á framangreindum lagagrundvelli starfrækir Isaia ohf. alla stærstu flugvelli landsins og að flug til og frá Íslandi fer aðeins um þá flugvelli. Þá hefur Isavia ohf. eitt heimild til að reka fríhafnarsvæði landsins í tengslum við mikilvægasta millilandaflugvöll landsins en mál þetta varðar samkeppni fyrirtækisins vegna útleigu rýmis á því svæði. Að því marki sem fullyrt verður að opinber aðili starfi í skjóli einkaréttar telur úrskurðarnefndin að svo eigi við um framangreindan rekstur Isavia ohf. Verður því ekki talið að gögn sem innihalda upplýsingar um viðskipti Isavia ohf. vegna útleigu á rými á fríhafnarsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar verði undanþegin upplýsingarétti með vísan til 4. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga. </p> <p></p> <h3>7.</h3> <p></p> <p>Samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Réttur almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt 5. gr. laganna sætir á hinn bóginn meðal annars takmörkunum á grundvelli 9. gr. þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.   </p> <p></p> <p>Í málinu reynir á hvort fjárhags- eða viðskiptahagsmunir annarra þátttakenda í samkeppninni standi gegn því að kæranda verði veittur aðgangur að annars vegar einkunnum Miðbaugs ehf. í samkeppninni og hins vegar að tillögum fyrirtækisins. Í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 3. mgr. 14. gr. að þegar fram komi beiðni um upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. laganna.  </p> <p></p> <p>Í athugasemdunum kemur einnig fram að þegar lögaðilar geri samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað sé opinberum hagsmunum, geti það haft mikið vægi að miklir hagsmunir standi til þess að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Að því leyti sem slíkar upplýsingar kunna að hafa áhrif á samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem semja við opinbera aðila um slíkar ráðstafanir eða taka þátt í útboðum vegna slíkra ráðstafana hefur úrskurðarnefndin miðað við að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Vegna ábendinga Isavia ohf. þess efnis að samkeppnin er mál þetta lýtur að hafi ekki verið hefðbundið útboð skal það tekið fram að engu að síður var um að ræða ráðstöfun gæða sem teljast til opinberra hagsmuna.  </p> <p></p> <p>Eins og að framan greinir var aðeins tæknilegur hluti tillögu kæranda metinn í samkeppninni, enda náði tillagan ekki tiltekinni lágmarkseinkunn. Þótt ráða megi af gögnum málsins að einkunnir sem tillaga kæranda fékk hafi komið til vegna mats á tillögunni einni, án tillits til þess hvernig tillaga Miðbaugs ehf. var úr garði gerð, telur úrskurðarnefndin að kærandi hafi hagsmuni af því að kynna sér einkunnir og tillögu Miðbaugs í því skyni að átta sig á því hvernig staðið var að mati Isavia ohf. Í þessu samhengi ber að líta til þess að aðgangur kæranda að hinum umbeðnu gögnum er honum mikilvægur til að öðlast frekari innsýn á þau efnislegu sjónarmið sem Isavia ohf. beitti í samkeppninni, enda liggur fyrir að þau hafa ekki verið skráð af fyrirtækinu.     </p> <p></p> <p>Í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga segir einnig eftirfarandi um 14. gr.: „Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Aðila verður því ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður hverju sinni.“ Þá er tekið fram að reglan byggi á því að við hagsmunamatið sé ljóst hverjir verndarhagsmunirnir séu. Oft verði því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar sé þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.  </p> <p></p> <p>Réttur sá sem kveðið er á um í 14. gr. upplýsingalaga, um rétt aðila til upplýsinga um sig sjálfan, er eðli máls samkvæmt ríkari en réttur almennings samkvæmt 5. gr. en inntak réttarins kann þó að ráðast af atvikum hverju sinni. Heimilt er að takmarka aðgang almennings samkvæmt síðarnefnda ákvæðinu að gögnum á grundvelli mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna lögaðila með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Fram kemur í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga að óheimilt sé samkvæmt ákvæðinu að veita upplýsingar um „atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni“.  </p> <p></p> <p>Þá hefur verið við það miðað að við beitingu 9. gr. upplýsingalaga skuli metið hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla megi, með tilliti til aðstæðna í fyrirliggjandi máli, að það sé til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að upplýsingunum. Við matið verði að líta til þess hverju sinni hversu mikið tjónið geti orðið og hvaða líkur séu á því að það muni hljótast, verði upplýsingarnar veittar. </p> <p></p> <p>Í ljósi alls framangreinds er ljóst að við mat á því hvort heimilt væri að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga var Isavia ohf. nauðsynlegt að leggja mat á efni gagnanna og hvort opinberun þeirra upplýsinga sem þar koma fram væri til þess fallin að skaða hagsmuni annarra þátttakenda í samkeppninni. Í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar 24. mars 2015 kom fram að þær upplýsingar sem um ræddi væru um „starfsemi og fjárhagslega hagsmuni“ Miðbaugs ehf. Þá innihéldi tillaga fyrirtækisins „ýmsar upplýsingar svo sem viðskiptaáætlun og fjárhagslegt tilboð“. Ekki var nánar tilgreint hvar í hinum umbeðnu gögnum þessar upplýsingar var að finna. Af gögnum málsins verðu ráðið að Isavia ohf. hafi ekki aflað umsagnar Miðbaugs ehf. um beiðni kæranda.  </p> <p></p> <p>Af þessum sökum óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Miðbaugur ehf. tæki meðal annars afstöðu til þess að hvaða leyti það varðar mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins að gögnin sem kærandi óskaði eftir færu leynt. Tekið var fram að mikilvægt væri að fá upplýsingar um það hvort ætla mætti að afhending gagnanna til kæranda væri til þess fallin að valda fyrirtækinu tjóni. Þá var þess óskað að gerð yrði grein fyrir hversu mikið tjónið gæti orðið og hvaða líkur væru á að það myndi hljótast. Mikilvægt væri að fram kæmi hvaða tilteknu upplýsingar það væru sem fyrirtækið teldi að ekki mætti veita aðgang að, enda kynni afhending þeirra að valda tjóni. Miðbaugur ehf. lagðist gegn því að veittur yrði aðgangur að tillögu fyrirtækisins og fylgigögnum hennar en nánar verður gerð grein fyrir röksemdum fyrirtækisins hér síðar.  </p> <p></p> <p>Í ljósi alls framangreinds er ljóst að ekki skiptir máli þótt Isavia ohf. hafi heitið þátttakendum í samkeppni þeirri er málið lýtur að trúnaði. Er fyrirtækið bundið af ákvæðum upplýsingalaga og getur ekki vikið frá ákvæðum þeirra með yfirlýsingum sínum til þátttakenda.  </p> <p></p> <h3>8.</h3> <p></p> <p>Fyrir úrskurðarnefndinni gerir kærandi meðal annars þá kröfu að honum verði veittar upplýsingar um stigafjölda annarra tilboða í útboðinu og að þær verði sundurliðaðar eftir valforsendum. Isavia ohf. hefur fyrir úrskurðarnefndinni fallist á að ekki sé ástæða til að halda leyndu nafni þess fyrirtækis sem samið var við í kjölfar samkeppninnar, þ.e.a.s. Miðbaugs ehf. Af gögnum málsins, sem og gögnum annarra mála fyrir úrskurðarnefndinni er varða sömu samkeppni, má ráða að í vörslum Isavia ohf. sé til listi sem inniheldur yfirlit yfir einkunnir allra þátttakenda.  </p> <p></p> <p>Kærandi hefur hagsmuni af því að fá upplýsingar um einkunnir Miðbaugs ehf. til þess meðal annars að geta lagt mat á það hvernig framkvæmd samkeppninnar var háttað. Hvorki af hálfu Isavia ohf. né Miðbaugs ehf. hefur verið vísað til þess sérstaklega að nauðsynlegt sé að halda einkunnum síðarnefnda fyrirtækisins leyndum á grundvelli 9. gr. eða 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.  Sér úrskurðarnefndin því ekki hvaða sjónarmið kunna að réttlæta að synja kæranda um aðgang að einkunnunum á grundvelli 9. gr. eða 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eftir því hvor lagagreinin á við. Verður Isavia ohf. því gert að að veita kæranda aðgang að einkunnum Miðbaugs ehf. í samkeppninni eins og nánar greinir í úrskurðarorðum.  </p> <p></p> <h3>9.</h3> <p></p> <p>Kærandi hefur óskað þess að fá aðgang að tillögu og fylgiskjölum Miðbaugs ehf. í samkeppni þeirri er mál þetta lýtur að. Kærandi var þátttakandi í tæknilegum hluta samkeppninnar og nær réttur hans samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga því til þessa hluta tillögu Miðbaugs ehf. Á hinn bóginn var kærandi ekki þátttakandi í fjárhagslegum hluta samkeppninnar og nýtur hann því réttar samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna til þess hluta tillögu Miðbaugs ehf.  </p> <p></p> <p>Eins og að framan greinir var í bréfi Isavia ohf. til úrskurðarnefndarinnar 24. mars 2015 vísað til þess að þær upplýsingar sem fram kæmu í tillögu Miðbaugs væru um „starfsemi og fjárhagslega hagsmuni“ þess fyrirtækis. Þá innihéldi tillaga fyrirtækisins „ýmsar upplýsingar svo sem viðskiptaáætlun og fjárhagslegt tilboð“. Ekki var nánar tilgreint hvar í hinum umbeðnu gögnum þessar upplýsingar var að finna. Af bréfi Miðbaugs ehf. 4. maí 2015 til úrskurðarnefndarinnar má ráða að fyrirtækið telji að í hinum umbeðnu gögnum komi að þessu leyti fram viðkvæmar upplýsingar um einstakt rekstrarfyrirkomulag fyrirtækisins, en fyrirtækið sé eina gleraugnaverslunin í heiminum, svo vitað sé til, sem hafi markaðssett sig sem gleraugnaverslun með 15 mínútna sérsmíði á gleraugum á brottfararsvæði í alþjóðlegri flugstöð. Þar að auki fylgi tillögu fyrirtækisins mjög ítarlegar áætlanir um söluherferðir, fjárhagslegar áætlanir og söluáætlanir. Þá er vísað til þess að í „versta falli“ kunni afhending gagnanna að leiða til þess að rekstur Miðbaugs ehf. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar leggist af með því fjárhagslega tjóni sem því myndi fylgja.   </p> <p></p> <p>Tæknilegur hluti tillögu Miðbaugs ehf. er 31 blaðsíða. Auk inngangs og lýsingar á innihaldi tillögunnar koma á fyrstu átta síðum þessa hluta tillögunnar fram almennar upplýsingar um starfsemi Miðbaugs ehf. Á síðum níu til tólf er að finna lista yfir vörumerki sem boðin hafa verið til sölu í verslunum fyrirtækisins, myndir af verslunum og einkennisklæðnaði sölustarfsmanna. Að öðru leyti koma fram í gagninu sýnishorn af markaðsefni fyrirtækisins þar sem fram koma vörumerki og þjónusta sem í boði séu í verslun fyrirtækisins. Einnig er að finna yfirlýsingar af hálfu viðskiptaaðila Miðbaugs ehf. um að fyrirtækið sé umboðsaðili eða fulltrúi umræddra gleraugnaframleiðanda á Íslandi.  </p> <p></p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar eru gögnin fremur almenns eðlis. Þótt fram komi í tæknilegum hluta tillögunnar að Miðbaugur ehf. bjóði upp á sérstæða þjónustu að því er varðar sérsmíði á gleraugum á brottfararsvæði í alþjóðlegri flugstöð er þjónustunni ekki lýst þar frekar. Virðist raunar sem fyrirtækið sjálft hafi kynnt þjónustuna með sama hætti opinberlega í auglýsingaskyni. Fær úrskurðarnefndin því ekki séð að um sé að ræða viðskiptaleyndarmál sem heimilt sé að synja kæranda um aðgang að. </p> <p></p> <p>Að gefnum þeim forsendum sem úrskurðarnefndin hefur til að leggja mat á gögnin, í ljósi þeirra almennu sjónarmiða sem fram hafa komið af hálfu Isavia ohf. og Miðbaugs ehf., verður því ekki talið að tæknilegur hluti tillögu Miðbaugs ehf. innihaldi svo ítarlegar áætlanir að hætta sé á að fyrirtækið verði fyrir tjóni ef veittur verði aðgangur að honum. Kærandi hefur ríka hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingunum sem varða á verulegan hátt ráðstöfun opinberra gæða sem hann sjálfur sóttist eftir. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefndin að Isavia ohf. hafi verið óheimilt að synja kæranda um aðgang að tæknilegum hluta tillögu Miðbaugs ehf. </p> <p></p> <p>Fjárhagslegur hluti tillögu Miðbaugs ehf. hefur að geyma mikilvægar fjárhagslegar upplýsingar er varða fyrirhugaðan rekstur fyrirtækisins sem byggja á áætlunum þess til fjögurra ára svo sem áætlaðar tekjur og kostnað. Þá koma fram tilboð fyrirtækisins um hlutfall sölutekna sem greitt verði í leigu og lágmarksfjárhæð leigugreiðslna. Um er að ræða viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar er varða fyrirhugaðan rekstur Miðbaugs ehf. á fríhafnarsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Ætla má að samkeppnisaðilar sem hefðu upplýsingarnar undir höndum fengju mikilvæga innsýn í rekstur Miðbaugs ehf. og ættu auðveldara með keppa við fyrirtækið á samkeppnismarkaði. Þótt tilvísanir Isavia ohf. og Miðbaugs ohf. til þessara upplýsinga séu fremur almennar og að einhverju marki sé óljóst hvernig opinberun gagnanna gæti leitt til tjóns fyrir Miðbaug ehf. telur úrskurðarnefndin nægjanlega sýnt fram á að umræddur hluti tillögu Miðbaugs ehf. hafi að geyma mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Verður því staðfest sú ákvörðun Isavia ohf. að synja kæranda um aðgang að blaðsíðum 4 til 6 í fjárhagslegum hluta tillögu Miðbaugs ehf. Verður ekki talið að þessi hluti tillögunnar innihaldi að öðru leyti upplýsingar sem rétt sé að leynt fari á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Verður Isavia ohf. því gert að afhenda gagnið eins og nánar greinir í úrskurðarorði.   </p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p></p> <p>Isavia ohf. skal afhenda Gleraugnamiðstöðinni ehf. einkunnir og tillögu Miðbaugs ehf. í samkeppninni „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“ að undanskildum blaðsíðum 4 til 6, að báðum síðum meðtöldum, í gagninu „Financial Proposal. Request for Proposal at Keflavik Airport. Stage 2“. Að öðru leyti er kæru Gleraugnamiðstöðvarinnar ehf. vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Þorgeir Ingi Njálsson</p> <p></p> <p>varaformaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p> </p> |
578/2015. Úrskurður frá 15. maí 2015 | Drífa ehf. kærði afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni um aðgang að gögnum varðandi samkeppni um verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Úrskurðarnefndin taldi að samkeppnin fæli ekki í sér hefðbundið útboð. Engu að síður var kærandi talinn njóta réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum eins og þátttakendur í útboðum. Úrskurðarnefndin vísaði til athugasemda í frumvarpi til upplýsingalaga um 3. mgr. 14. gr. um að vega skuli og meta gagnstæða hagsmuni þess sem upplýsinga óskar og annarra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga hagsmuni af því að tilteknum atriðum sé haldið leyndum. Kærandi var talinn hafa hagsmuni af því að fá upplýsingar um einkunnir þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í samkeppninni, meðal annars til að geta lagt mat á það hvernig framkvæmd hennar var háttað. Úrskurðarnefndin áréttaði jafnframt að fyrirtæki sem leita eftir því að fá ráðstafað opinberum gæðum verði að vera undir það búin að upplýsingalög gildi um slíkar úthlutanir. Einnig væri eðlilegt að fyrirtæki á samkeppnismarkaði séu undir það búin að fá ekki hæstu einkunnir í samkeppnum sem þau taka þátt í og ólíklegt þau verði fyrir tjóni þótt upplýst verði hvaða einkunnir þau hljóta fyrir tillögur sínar. Isavia ohf. var því gert að að veita kæranda aðgang að einkunnum annarra þátttakenda í samkeppninni. | <p></p> <h2>Úrskurður</h2> <p></p> <p>Hinn 15. maí 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 578/2015 í máli ÚNU 14100002.  </p> <p></p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með erindi 3. október 2014 kærði Drífa ehf. afgreiðslu Isavia ohf. á beiðni fyrrnefnda félagsins um aðgang að gögnum varðandi samkeppni þess síðarnefnda vegna verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 76/2008 er Isavia ohf. meðal annars ætlað að annast uppbyggingu Keflavíkurflugvallar og rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, þ.m.t. rekstur verslana með tollfrjálsrar vörur á flugvallarsvæðinu. Gögn málsins benda til þess að með umræddri samkeppni hafi það verið ætlun Isavia ohf. að bjóða út leigu á aðstöðu fyrir verslunar- og veitingarekstur í húsnæði flugstöðvarinnar og að fyrirtækið hafi komið fram sem væntanlegur leigusali. Samskipti um ferlið fóru öll fram á ensku en Isavia ofh. kynnti það undir nafninu „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“.  </p> <p></p> <p>Hefðbundið er að nota orðin „útboð“ og „forval“ þegar verkkaupi eða kaupandi leitar skriflegra tilboða frá væntanlegum seljendum verks, vöru eða þjónustu. Framangreint ferli Isavia ohf. miðaði á hinn bóginn að því að fyrirtækið kæmi sjálft fram sem leigusali. Í ljósi þessa mun úrskurðarnefndin fjalla um umrætt ferli sem „samkeppni“ og að framlög þeirra sem tóku þátt hafi verið „tillögur“.  </p> <p></p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að 19. mars 2014 hafi Isavia ohf. efnt til samkeppninnar og að hún hafi skipst í tvö stig. Á fyrra stiginu, sem nefndist „Request for Qualification“, skyldi kannað hvort þátttakendur uppfylltu þær kröfur um vörur, vörumerki, þekkingu, reynslu og fleira sem Isavia ohf. gerði til þátttöku í samkeppninni. Þeim sem uppfylltu kröfur fyrirtækisins var svo boðið að taka þátt í seinna stigi samkeppninnar, sem nefndist „Request for Proposal“, og skila inn annars vegar tæknilegri og hins vegar fjárhagslegri tillögu. Átti fjárhagslegi hlutinn einungis að koma til skoðunar ef tæknilegi hlutinn yrði metinn fullnægjandi. Kærandi mun hafa skilað inn tvíþættum tillögum og komist í gegnum fyrra stig samkeppninnar. Tæknilegur hluti tillögu kæranda var metinn fullnægjandi og kom fjárhagslegur hluti hennar til skoðunar.  </p> <p></p> <p>Með bréfi 21. ágúst 2014 tilkynnti Isavia ohf. kæranda að fyrirtækið hefði gengið til samninga við annan þátttakanda í samkeppninni. Með bréfi 26. ágúst 2014 óskaði kærandi eftir frekari upplýsingum og rökstuðningi. Þann 5. september 2014 sendi Isavia ohf. kæranda útfyllt einkunnablöð vegna tillögu hans sjálfs. Á blöðunum komu fram einkunnir á bilinu frá einum upp í tíu vegna mismunandi matsþátta. Einkunnirnar voru ekki rökstuddar á einkunnablöðunum. Þá fékk kærandi upplýsingar um það hvar tillaga hans féll í röð þátttakenda sem tóku þátt í sömu flokkum samkeppninnar og hann sjálfur. Á hinn bóginn voru honum hvorki kynnt nöfn þessara þátttakenda né hvaða einkunnir þeir fengu í samkeppninni.   </p> <p></p> <p>Kærandi ritaði Isavia ohf. bréf 10. september 2014. Þar er bent á að Isavia ohf. hafi ekki veitt allar þær upplýsingar sem kærandi hefði óskað eftir. Í þessu ljósi var óskað eftir að Isavia ohf. léti kæranda í fyrsta lagi í té ítarlegan rökstuðning fyrir því hvernig mat á tillögum fór fram og hvernig stig til þeirra hefðu verið ákvörðuð með hliðsjón af valforsendum. Væri þannig óskað eftir upplýsingum um það hvernig valforsendur hefðu verið nánar útfærðar og hvað hefði legið til grundvallar mati á þeim. Óskað væri eftir að skýrt yrði hvernig gefin hefðu verið stig fyrir forsendur á borð við það hvernig vörur mættu þörfum viðskiptavina og gæðakröfum og hvort verðlagning væri nægjanlega góð, eða með hvaða hætti þær hefðu annars verið metnar. Í öðru lagi var óskað staðfestingar á þeim skilningi kæranda á veittum upplýsingum að tillaga hans hefði ávallt verið í neðsta sæti í öllum flokkum, fyrir utan tæknilegt mat í tilteknum flokki þar sem tilboð kæranda virtist hafa verið í þriðja sæti af fimm tilögum. Í þriðja lagi var óskað upplýsinga um hvort einkunnagjöf hefði verið sú sama fyrir öll tilboð. Í þessu samhengi var spurt hvort „Product, brand, concept“ hefðu verið metin til sama stigafjölda óháð því hvort um væri að ræða verslun og vörur með útivistarföt, minjagripi eða blöndu af þessu tvennu. Í fjórða lagi var ítrekuð ósk um að upplýst yrði hvaða bjóðendur og tilboð fengu hæstu einkunnir og hefðu verið valin til samningsgerðar. Í fimmta lagi var óskað eftir að upplýst yrði um stigafjölda annarra tilboða og rökstuðningi fyrir einkunnagjöf, sundurliðað eftir valforsendum með sama hætti og óskað hefði verið vegna tillögu kæranda. Í sjötta lagi var ítrekuð beiðni um að rökstutt yrði sérstaklega hvers vegna þeir þátttakendur sem hefðu verið valdir hefðu hlotið hærri einkunnir en kærandi og að slíkur rökstuðningur yrði sundurliðaður eftir valforsendum. Í sjöunda lagi var þess óskað að Isavia ohf. upplýsti hvaða lög og reglur fyrirtækið teldi að giltu um samkeppnina.   </p> <p></p> <p>Beiðni kæranda var hafnað með bréfi 16. september 2014. Þar kom fram að farið væri með þær upplýsingar sem fram komu í samkeppninni sem trúnaðargögn. Myndi Isavia ohf. ekki afhenda þátttakendum önnur gögn en þegar hefðu verið afhent. Eins og fram kæmi í forvalsgögnum hefðu tillögur sem sendar voru inn allar verið metnar með sama hætti og val þátttakenda til samningaviðræðna byggt á einkunnagjöf í hverjum flokki fyrir sig þannig að þeir sem hefðu hlotið hæstu einkunn hefði verið boðið að ganga til samninga.  </p> <p></p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi krefjist aðgangs að tilteknum upplýsingum og gögnum. Í fyrsta lagi „öllum gögnum og upplýsingum sem varða mat tilboða í útboði Isavia um verslunar- og veitingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, nefnt „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“. Í öðru lagi „[ö]llum upplýsingum sem lágu að baki þeim forsendum sem mat tilboða fór eftir“. Væri „þannig óskað eftir upplýsingum um það hvernig valforsendur voru nánar útfærðar og hvað lá til grundvallar mati á þeim“. Með þessu væri „t.d., en ekki eingöngu, óskað eftir upplýsingum um það hvað matshópur hafði til hliðsjónar og leiðbeiningar við mat á þeim forsendum að vörur stæðust þarfir viðskiptavina og gæðakröfur (e. customers needs and standard of quality) og að verðlagning væri nægjanlega góð (e. good enough) o.s.frv.“ Í þriðja lagi kom fram að óskað væri eftir „[ö]llum upplýsingum sem lágu að baki mati á“ tillögu kæranda. Væri þannig óskað eftir „upplýsingum um það hvernig valforsendur voru nánar útfærðar og hvað lá til grundvallar mati á þeim stigafjölda“ sem kærandi fékk. Í fjórða lagi væri óskað eftir „upplýsingum um stigafjölda annarra tilboða í útboðinu, sundurliðað eftir valforsendum, og rökstuðningi fyrir einkunnagjöf þeirra“. Í fimmta lagi upplýsinga „um það hvers vegna bjóðendur, sem valdir voru til samningsgerðar, og tilboð þeirra hlutu fleiri stig“ en kærandi og tillaga hans, „sundurliðað eftir valforsendum“. Væri í þessu samhengi „óskað eftir upplýsingum um það hvað var talið betra í tilboðum, sem voru valin, en í tilboðum“ kæranda. Þá væri einnig óskað eftir að upplýsingarnar yrðu „sundurliðaðar eftir valforsendum, í hverjum flokki fyrir sig“. Í sjötta lagi var óskað eftir „[u]pplýsingum um það hvort einkunnagjöf hefði verið sú sama fyrir öll tilboð, þ.e. hvort einstakar valforsendur voru metnar til sama stigafjölda óháð því hvers konar verslun eða vörur var að ræða hverju sinni“.</p> <p></p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji ljóst að upplýsingalög gildi um starfsemi Isavia ohf. sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, enda taki fyrirtækið á móti beiðnum á grundvelli upplýsingalaga á heimasíðu sinni. Þá telur kærandi að hann hafi óskað eftir aðgangi að gögnum tiltekins máls, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, þ.e. tilteknu útboðsferli Isavia ohf. Beiðni kæranda hafi verið sett fram með skýrum hætti í samræmi við 15. gr. laganna. Réttur til aðgangs taki til allra gagna tiltekins máls, óháð því hvort máli sé lokið eða ekki og óháð því hvort gagnið liggi aðeins fyrir í drögum eða í endanlegri mynd. Þessi réttur sé lögbundinn og verði ekki takmarkaður nema á grundvelli undanþáguákvæða 6.-10. gr. laganna. Umrædd gögn séu fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga.  </p> <p></p> <p>Kærandi telur að ekkert af undanþáguákvæðum 6.-10. gr. laganna eigi við um þau gögn sem kærandi hafi óskað eftir aðgangi að, enda byggi synjun Isavia ohf. ekki á því að gögnin séu undanþegin upplýsingarétti með vísan til þessara ákvæða. Þá geti Isavia ohf. ekki samið sig undan upplýsingaskyldu sinni með því að heita þeim trúnaði sem afhenda stofnuninni gögn sem síðar er óskað aðgangs að. Vísar kærandi í þessu samhengi til úrskurða úrskurðarnefndarinnar í málum nr. A-299/2009 og A-278/2008.  </p> <p></p> <p>Loks vísar kærandi til þess að hinar umbeðnu upplýsingar varði ráðstöfun opinberra gæða. Upplýsingarnar séu forsenda þess að kæranda sé gert fært að átta sig á því hvernig staðið var að mati tilboða í samkeppninni og þar með fullvissað sig um að jafnræði allra þátttakenda hafi verið virt. Úrskurðarnefndin hafi margsinnis staðfest að réttur til aðgangs að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna og gæða sé ríkur og að skýra verði allar takmarkanir á rétti til slíkra upplýsinga þröngt  eins og t.d. komi fram í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-224/2006.  </p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Með bréfi 7. október 2014 var Isavia ohf. gefinn kostur á að tjá sig um kæruna. Þá var þess einnig óskað að úrskurðarnefndinni yrði í trúnaði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.  </p> <p></p> <p>Í svari fyrirtækisins 17. október 2014 er bent á að í bréfum kæranda til Isavia ohf. sé hvergi óskað eftir aðgangi að fyrirliggjandi gögnum í vörslu félagsins. Óskað hafi verið eftir „upplýsingum" um stöðu mála“, „rökstuðningi“, „skýringum“ og „sundurliðun“. Flestar spurningar kæranda lúti að því að afla skýringa við því hvað hafi legið að baki þeim stigum sem tillögu kæranda voru gefin í mati valnefndar samkeppninnar og hvernig aðrir þátttakendur voru metnir í samanburði. Sé kærandi að krefjast þess að Isavia ohf. rökstyðji niðurstöðuna. </p> <p></p> <p>Af þessum sökum sé það fjarri sanni að óskað hafi verið eftir aðgangi að fyrirliggjandi gögnum í vörslum félagsins og hvað þá að slíkri ósk hafi verið synjað. Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga beri að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. laganna. Ekki sé skylt samkvæmt lögunum að útbúa ný skjöl. Samkvæmt 15. gr. laganna skuli sá sem fari fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Heimilt sé samkvæmt 20. gr. að bera synjun um aðgang samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Af þessu leiði að ekki sé hægt í kæru til úrskurðarnefndarinnar að setja fram beiðni um aðgang að gögnum sem ekki hafi áður verið beint að þeim aðila sem óskað er eftir að afhendi gögnin.  </p> <p></p> <p>Í kæru séu settar fram í kröfugerð óskir um aðgang að gögnum sem ekki hafi verið settar fram áður. Nægi þar að nefna fyrsta lið kröfugerðarinnar þar sem krafist sé aðgangs að „öllum gögnum og upplýsingum sem varða mat tilboða“ í forvalinu. Þessari beiðni hafi ekki verið áður beint að Isavia og því ekki hægt að kæra meinta synjun til úrskurðarnefndarinnar.</p> <p></p> <p>Isavia ohf. hafi leitast við að svara spurningum kæranda og hafi komið til móts við ósk um upplýsingar með því að afhenda félaginu, umfram lagaskyldu, annars vegar sérstaklega tiltekið skjal sem sýni einkunnir sem tilboðum þess voru gefnar og stöðu þess miðað við aðra þátttakendur (í hvaða sæti tilboðin höfnuðu) og hins vegar vinnugögn (matsblöð) þar sem fram komu sundurliðað einkunnir einstakra valnefndarmanna fyrir tæknileg tilboð (Technical Proposal) félagsins. Þessu til viðbótar hafi Isavia ohf. átt fund með fulltrúum kæranda þar sem leitast hafi verið við að svara spurningum hans og skýra enn frekar þau sjónarmið sem lágu að baki mati á tilboðunum. Engar óskir um aðgang að tilgreindum fyrirliggjandi gögnum hafi komið fram og því hafi engum slíkum óskum verið synjað. Um þetta vísist til bréfasamskipta milli kæranda og Isavia ohf. </p> <p></p> <p>Þá er áréttað að kærandi eigi engan tiltekinn rétt á rökstuðningi vegna ákvarðana Isavia ohf., enda fyrirtækið ekki stjórnvald og ekki um stjórnvaldsákvarðanir að ræða. Að auki ættu kærumál vegna slíks, ef grundvöllur væri fyrir þeim, ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <p></p> <p>Að öllu framangreindu virtu sé það því krafa Isavia ohf. að úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísi málinu frá þar sem það falli utan verksviðs hennar. Komist úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að taka beri kæruna til efnislegrar skoðunar áskilji félagið sér rétt til að koma að frekari umsögn og gögnum. </p> <p></p> <p>Kærandi gerði athugasemdir við umsögn Isavia ohf. með bréfi 10. nóvember 2014. Þar er því mótmælt að Isavia ohf. hyggist aðeins fjalla um hluta málsins og áskilji sér rétt til að fjalla um efnishlið þess síðar.  Kærandi krefst þess aðallega að úrskurðarnefndin beini því til Isavia ohf. að senda nefndinni sem allra fyrst athugasemdir um allar hliðar málsins, þ.e. einnig efnisatriði. Í framhaldinu verði svo úrskurðað um málið í heild sinni, eftir atvikum að fengnum athugasemdum kæranda við umsögn Isavia ohf. um efnisatriði. Til vara krefst kærandi þess að úrskurðarnefndin hafni frávísunarkröfu Isavia ohf. Að því frágengnu krefst kærandi þess að ákvörðun Isavia ohf. um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum verði felld úr gildi og lagt fyrir fyrirtækið að afgreiða beiðni hans með lögmætum hætti. </p> <p></p> <p>Varðandi gildissvið upplýsingalaga kemur fram í athugasemdum kæranda að Isavia ohf. sé opinbert hlutafélag sem komið hafi verið á fót með lögum nr. 76/2008. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laganna skuli allt hlutafé þess vera í eigu íslenska ríkisins og sala þess og ráðstöfun sé óheimil. Fjármálaráðherra fari með hlut ríkisins í félaginu, en innanríkisráðherra beri ábyrgð á faglegri stefnumótun þess í samvinnu við stjórn. Isavia ohf. hafi lögákveðinn tilgang, en samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 76/2008 sé hann að annast rekstur, viðhald og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og annarrar starfsemi sem sé í beinum tengslum við flugrekstur, rekstur flugvalla og flugstöðvar og sem nauðsynlegt sé að sé innan haftasvæðis flugverndar. Telur kærandi ljóst að Isavia ohf. sjái um alla stjórnsýslu í rekstri Keflavíkurflugvallar. Félaginu hafi verið komið á fót með lögum, starfsemi þess sé lögmælt og félagið hafi með höndum framkvæmdarvald á flugvallarsvæðinu. Kærandi telji því einsýnt að beiðni um aðgang að upplýsingum hjá Isavia ohf. eigi undir upplýsingalögin með vísan til 1. og 2. mgr. 2. gr. þeirra. Þá sé jafnframt ljóst að samkvæmt 3. gr. laganna taki þau til einkaaðila, hvort sem þeir séu í opinberri eigu eða ekki, að því leyti sem þeim hafi með lögum verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun eða sinna þjónustu sem kveðið sé á um í lögum að stjórnvald skuli sinna. Kærandi telji því einsýnt að málið eigi undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál með vísan til 20. gr. laganna. Þetta hafi nefndin meðal annars staðfest með úrskurðum nr. A-535/2014 og A-545/2014. </p> <p></p> <p>Þá beri Isavia ohf. fyrir sig að kærandi hafi ekki óskað eftir aðgangi að fyrirliggjandi gögnum í vörslu félagsins, heldur aðeins „upplýsingum, rökstuðningi, skýringum og sundurliðun“. Virðist fyrirtækið byggja á því að ákvæði 5. og 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði skýrð með því móti að félaginu sé aðeins skylt að verða við gagnabeiðni þar sem þau skjöl sem óskað er aðgangs að séu tilgreind nákvæmlega. Sú skýring sé ekki rétt, enda ómögulegt fyrir kæranda að vita nákvæmlega hvaða skjöl <u>varnaraðili</u> hefur undir höndum. Markmið upplýsingalaga náist ekki ef borgarar þurfi að þekkja nákvæmlega þær upplýsingar sem þeir óski aðgangs að. Samkvæmt 15. gr. upplýsingalaga sé nægjanlegt að tilgreina efni þess máls sem gögn tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að sá sem gagnabeiðni beinist að geti afmarkað þau við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Í upphaflegri gagnabeiðni kæranda, dags. 26. ágúst 2014, séu efnisatriði málsins rakin ítarlega og þær hliðar þess sem umbeðin gögn varði tilteknar sérstaklega. Ekki skipti máli í því samhengi þótt rætt sé um upplýsingar, skýringar, rökstuðning eða sundurliðanir, allt að einu hafi Isavia ohf. borið að yfirfara gagnabeiðnina, afmarka hana við þau gögn sem til séu í fórum þess og að því búnu taka rökstudda afstöðu til aðgangs kæranda að þeim. Isavia ohf. verði að bera hallann af því að sú vinna hafi ekki farið fram með fullnægjandi hætti, og beri því að fallast á beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. </p> <p></p> <p>Í þessu samhengi áréttar kærandi að samkvæmt 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga megi vísa beiðni frá ef ekki sé talið mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Isavia ohf. hafi ekki borið þessa reglu fyrir sig við meðferð málsins heldur hafi beiðninni verið synjað með vísan til þess að trúnaður ríkti um gögnin, sbr. bréf félagsins dags. 2. október 2014. Því sé ljóst að félagið geti ekki borið fyrir sig á þessu stigi að upphafleg gagnabeiðni kæranda hafi ekki fullnægt tilgreiningarreglu 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Að því sögðu sé rétt að árétta að beiðni kæranda sé engu að síður vel afmörkuð og skýr. Isavia ohf. megi vera alveg ljóst hvaða gögnum sé óskað eftir og hvaða mál þau varði. Beiðnin lúti öll að mati tilboða sem bárust í útboði Isavia ohf. nefnt „Commercial Opportunities at Keflavik Airport". Þá sé jafnframt ljóst að Isavia ohf. hafi borið að afhenda kæranda lista yfir mál sem ætla megi að beiðni hans gæti beinst að. Enginn slíkur listi hafi verið afhentur kæranda áður en beiðninni var synjað. Ekki verði heldur séð að Isavia ohf. hafi tekið fullnægjandi afstöðu til nánari afmörkunar beiðninnar, sem kærandi hafi sett fram í bréfi sínu dags. 10. september 2014. Um þetta vísar kærandi meðal annars til úrskurðar nefndarinnar í máli nr. A-551/2014 þar sem meðal annars sé fundið að slíku verklagi. Kærandi telur í alla staði ljóst að telji nefndin málið ekki í þeim farvegi að hægt sé að taka efnislega afstöðu til kærunnar, sé ófullnægjandi afgreiðslu Isavia ohf. um að kenna. Því leyfi kærandi sér að setja fram þá varakröfu að ákvörðun Isavia ohf. um að synja honum um aðgang að umbeðnum gögnum verði felld úr gildi og málinu vísað aftur til félagsins til lögmætrar efnismeðferðar. </p> <p></p> <p>Loks víkur kærandi að því að Isavia ohf. telji að í kæru séu settar fram óskir um aðgang að gögnum sem fyrirtækinu hafi ekki borist áður. Kærandi telur að til sanns vegar megi færa að orðalag einstakra liða sé ekki nákvæmlega það sama í upphaflegri gagnabeiðni kæranda annars vegar og í kæru hins vegar. Það merki hins vegar ekki að efnislegt inntak þeirra hafi breyst. Í því tilviki sem Isavia ohf. nefni sé til að mynda bent á að í gagnabeiðni kæranda var óskað eftir „ítarlegum rökstuðningi fyrir því hvernig mat á tilboðum fór fram“, „upplýsingum um það hvernig valforsendur voru nánar útfærðar“ og „að skýrt verði hvernig gefin voru stig fyrir tilteknar forsendur útboðsins eða hvernig þær voru metnar með öðrum hætti“. Kærandi telur ljóst að efnislegt inntak gagnabeiðni sinnar sé það sama og í kröfum hans um aðgang að upplýsingum og gögnum eins og þær séu settar fram í kæru. Isavia ohf. hafi ekki rökstutt þessa málsástæðu sína frekar en með framangreindu dæmi og verði að bera hallann af því. Með vísan til framangreinds fer kærandi fram á að málið fái sem fyrst efnismeðferð hjá úrskurðarnefndinni.  </p> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin ritaði Isavia ohf. bréf 18. mars 2015. Þar kom fram að nefndin teldi ástæðu til að leita skýringa eða afstöðu Isavia ohf. vegna tiltekinna atriða. Þess var í fyrsta lagi óskað að Isavia ohf. upplýsti hvort á vegum fyrirtækins hefði verið útbúið gagn eða gögn sem vörpuðu ljósi á þær einkunnir sem einstakar tillögur fengu í ferlinu. Óskaði nefndin í þessu samhengi sérstaklega eftir því að upplýst yrði hvort í skjalasafni fyrirtækisins væri að finna gagn eða gögn þar sem fram kæmu þau sjónarmið sem réðu því að tilteknar tillögur fengu þær einkunnir sem raunin varð.  </p> <p></p> <p>Í öðru lagi var þess óskað óskað að Isavia ohf. upplýsti hvaða sjónarmið lágu að baki ákvörðun fyrirtækisins um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um það hverjir hefðu verið valdir til samningsgerðar í kjölfar þeirrar samkeppni er málið lyti að og á hvaða lagagrundvelli það hafi verið gert. Þá var þess óskað að nefndinni yrðu látnar hinar umbeðnu upplýsingar í té sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Væri það afstaða Isavia ohf. að hagsmunir umræddra þátttakenda í ferlinu réttlættu að kæranda hefði verið synjað um aðgang að upplýsingunum var þess óskað að upplýst yrði hvort Isavia ohf. hefði aflað afstöðu þeirra til beiðni kæranda að þessu leyti.  </p> <p></p> <p>Í þriðja lagi var þess óskað að Isavia ohf. upplýsti hvaða sjónarmið hafi legið að baki ákvörðun fyrirtækisins um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um fjölda stiga sem aðrar tillögur fengu í samkeppninni og á hvaða lagagrundvelli það hafi verið gert. Þá var þess óskað að nefndinni yrðu látnar hinar umbeðnu upplýsingar í té sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Væri það afstaða Isavia ohf. að hagsmunir annarra þátttakenda í ferlinu réttlæti að kæranda hafi verið synjað um aðgang að upplýsingunum var þess óskað að upplýst yrði hvort Isavia ohf. hefði aflað afstöðu þeirra til beiðni kæranda að þessu leyti.  </p> <p></p> <p>Isavia ohf. var veittur frestur til <u>tiltekins dags</u> til að bregðast við erindi úrskurðarnefndarinnar. Loks tók nefndin fram að teldi Isavia ohf. ástæðu til að bregðast frekar við kærunni efnislega skyldi það gert innan sama frests.  </p> <p></p> <p>Isavia ohf. brást við fyrirspurnum úrskurðarnefndarinnar með bréfi 24. mars 2015. Þar var upplýst að engin gögn væru til í skjalasafni félagsins þar sem fram kæmu þau efnislegu sjónarmið sem réðu því að tilteknar tillögur eða tilboð fengu þær einkunnir sem raunin varð umfram þau gögn sem þegar hefðu verið afhent. Mat tilboða hefði farið þannig fram að fimm manna valnefnd hefði fengið tillögur þátttakenda í hendur. Tilboðum hefði verið skilað í tvennu lagi, annars vegar tæknilegu tilboði og hins vegar fjárhagslegu tilboði. Ákveðna lágmarkseinkunn hefði þurft fyrir tæknilega tilboðið til þess að fjárhagslega tilboðið yrði opnað, að öðrum kosti hafi það verið endursent óopnað. Valnefndin hefði metið tæknilegu tilboðin þannig að hver valnefndarmaður hefði farið yfir þau sjálfstætt og gefið þeim einkunnir, sbr. matsblöð vegna tillögu kæranda sem hefðu verið afhent. Einkunnir valnefndarmanna hefðu svo verið vegnar saman og endanleg einkunn fyrir hvern þátt fengin með því að taka meðaltal einkunna valnefndarmannanna fimm. Við mat sitt hefðu valnefndarmenn byggt á þeim sjónarmiðum og forsendum sem skýrt komi fram í forvalsgögnum. Fjárhagslegu tilboðin hefðu verið metin á svipaðan hátt en þó þannig að nefndin hefði farið sameiginlega yfir gögnin en hver valnefndarmaður síðan gefið sína einkunn. Engin gögn hefðu verið tekin saman um hvað að baki mati hvers valnefndarmanns bjó. Valnefndarmenn hafi mögulega skrifað einhverja minnispunkta. Isavia ohf. sé ekki sérstaklega kunnugt um það og séu slík gögn til séu þau ekki í eigu eða vörslu félagsins. </p> <p></p> <p>Þá var vikið að fyrirspurn nefndarinnar um það hvaða sjónarmið hafi legið til grundvallar því að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um hverjir hefðu verið valdir til samningagerðar og hversu mörg stig þeir hlutu. Það væri afstaða Isavia ohf. að upplýsingar sem lytu að öðrum þátttakendum og tilboðum þeirra teldust til mikilvægra einkamálefna þeirra, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og að félaginu væri beinlínis óheimilt að afhenda þær. Sömu sjónarmið ættu við ef þetta væri metið á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. ummæli í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 140/2012. Hagsmunir þeirra aðila af því að trúnaður ríkti um tilboð þeirra væru ríkari en hagsmunir kæranda af að fá þau gögn afhent. </p> <p></p> <p>Við mat á hagsmunum yrði einnig að leggja mat á hagsmuni kæranda af því að fá gögnin afhent. Í því samhengi skipti miklu máli um hvers konar ferli var að ræða. Isavia ohf. vildi því ítreka að ekki hefði verið um að ræða útboð á grundvelli laga um opinber innkaup enda hefði ekki verið um að ræða kaup á vöru, verki eða þjónustu heldur ráðstöfun leiguhúsnæðis fyrir rekstur. Þessi skilningur hefði verið staðfestur af kærunefnd útboðsmála í máli A-14/2014. Þau sjónarmið sem átt gætu við um upplýsingarétt vegna opinberra útboða ættu því ekki við í þessu tilfelli. Þá teldi Isavia ohf. að líta yrði til þess að félagið sjálft hefði hagsmuni af því að geta haldið forval sem þetta þar sem gætt væri trúnaðar um þátttakendur og þeirra gögn eins og gengi og gerðist á þeim samkeppnismarkaði sem félagið starfaði. Að öðrum kosti mætti leiða líkur að því að færri aðilar hefðu séð sér fært að taka þátt í forvalinu sem hefði getað leitt til verri niðurstöðu fyrir félagið og komið í veg fyrir að það gæti sinnt hlutverki sínu á sem hagkvæmastan hátt. Í þessu samhengi væri rétt að vísa til ummæla í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 140/2012 þar sem skýrt kæmi fram að í þeirri breytingu að fella opinber hlutafélög undir upplýsingalögin fælist ekki sjálfkrafa að allar upplýsingar þeirra aðila skyldu gerðar aðgengilegar. Að öllu framangreindu virtu og með hliðsjón af því markmiði upplýsingalaga að tryggja gegnsæi stjórnsýslu oggegnsæi við meðferð opinberra hagsmuna væri það niðurstaða Isavia ohf. að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnum með þeim upplýsingum sem um ræðir væru ekki slíkir að réttlætt geti að gengið væri á hagsmuni annarra, þ.e. annarra þátttakenda í forvalinu og Isavia ohf. af því að þau séu ekki afhent. Þetta væru nánar tiltekið þau sjónarmið sem hefðu legið því til grundvallar að kæranda var synjað um aðgang að upplýsingum um hverjir hefðu verið valdir til samningsgerðar og hvaða einkunnir þeir hlutu. Rétt væri þó að taka fram að legið hefði fyrir í nokkurn tíma hvaða aðilar þetta væru auk þess sem það hefði legið fyrir og verið upplýst að þeim sem hlutu hæstu einkunnir í hverjum flokki í forvalinu var boðið að ganga til samninga við félagið. Þar sem samningum væri lokið væri ekki lengur þörf fyrir trúnað um það hverja samið var við og fylgdi listi yfir þá í fylgiskjali með svari þessu. Afstaða Isavia ohf. væri að öðru leyti óbreytt hvað þetta varðaði. </p> <p></p> <p>Loks var vikið að fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar er laut að þeim sjónarmiðum sem lágu að baki ákvörðun Isavia ohf. um að synja kæranda um aðgang að upplýsingum um stigafjölda annarra tillagna. Í svari Isavia ohf. kemur fram að trúnaður um gögn sé mikilvægur þáttur í þeirri samkeppni er málið varðaði. Tilboðum hefði verið skipt niður í flokka og tilboðí hverjum flokki hafi ekki verið mörg. Sem dæmi var nefnt að einungis þrír aðilar gerðu tilboð í flokknum „Outerwear (SR-6)“. Það væri því mat Isavia að með því að gefa upp einkunnir annarra tilboða, jafnvel þó nafn viðkomandi fyrirtækis væri haldið leyndu, væri verið að gefa fjárhags- og viðskiptaupplýsingar sem auðvelt væri að rekja fyrir þá sem þekktu til. Það væri því mat félagsins að það væri beinlínis óheimilt að afhenda slík gögn, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, auk þess sem það væri í bága við þann trúnað sem heitið var í forvalinu. Ekki hefði verið leitað eftir afstöðu annarra þátttakenda til afhendingar gagnanna. </p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p></p> <p>Í beiðni kæranda frá 10. september 2014 var þess óskað að Isavia ohf. léti kæranda í fyrsta lagi í té ítarlegan rökstuðning fyrir því hvernig mat á tillögum fór fram og hvernig stig til þeirra hefðu verið ákvörðuð með hliðsjón af valforsendum eins og nánar var útskýrt í beiðninni. Í öðru lagi var óskað staðfestingar á þeim skilningi kæranda á veittum upplýsingum að tillaga hans hefði ávallt verið raðað í neðsta sæti í öllum flokkum, fyrir utan tæknilegt mat í tilteknum flokki þar sem tilboð kæranda virtist hafa verið í þriðja sæti af fimm tilögum. Í þriðja lagi var óskað upplýsinga um hvort einkunnagjöf hefði verið sú sama fyrir öll tilboð eins og nánar var útskýrt í beiðninni. Í fjórða lagi var þess óskað að upplýst yrði hvaða bjóðendur og tilboð fengu hæstu einkunnir og hefðu verið valin til samningsgerðar. Í fimmta lagi stigafjölda annarra tilboða og rökstuðningi fyrir einkunnagjöf, sundurliðað eftir mismunandi valforsendum. Í sjötta lagi var þess óskað að rökstutt yrði sérstaklega hvers vegna þeir þátttakendur sem hefðu verið valdir hefðu hlotið hærri einkunnir en kærandi og að slíkur rökstuðningur yrði sundurliðaður eftir valforsendum. Í sjöunda lagi var þess óskað að Isavia ohf. upplýsti hvaða lög og reglur fyrirtækið teldi að giltu um samkeppnina.  </p> <p></p> <p>Af hálfu kæranda er vísað til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðnings beiðni hans um aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum en í þeirri lagagrein er fjallað um upplýsingarétt almennings. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Er þessi skýring meðal annars reist á ummælum í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem fram kemur að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ sé vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-307/2009, A-377/2011, A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, 532/2014, 541/2014 og 570/2015. Að öðru leyti, þ.e. eftir það tímamark, fari um upplýsingarétt bjóðanda skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Samkeppni sú sem mál þetta lýtur að var ekki hefðbundið útboð, enda leitaði Isavia ohf. ekki skriflegra tilboða í verk, vöru eða þjónustu sem fyrirtækið ætlaði sér að kaupa heldur kom það sjálft fram sem leigusali. Engu að síður leiða þau rök sem að framan er lýst til þess að kærandi, sem þátttakanda í umræddri samkeppni, njóti réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum eins og þátttakendur í hefðbundnum útboðum. </p> <p></p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi krefjist aðgangs að tilteknum upplýsingum og gögnum en kröfur hans eru að nokkru leyti frábrugðnar beiðni hans til Isavia ohf. 10. september 2014 sem var synjað með hinni kærðu ákvörðun. Í kæru krefst kærandi þess í fyrsta lagi að sér verði veittur aðgangur að „öllum gögnum og upplýsingum sem varða mat tilboða í útboði Isavia um verslunar- og veitingareksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, nefnt „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“. Úrskurðarnefndin fellst ekki á að efnislegt inntak þessarar kröfu kæranda hafi komið fram í beiðni hans 10. september sl. að því leyti sem í beiðninni var óskað eftir „ítarlegum rökstuðningi fyrir því hvernig mat á tilboðum fór fram“, „upplýsingum um það hvernig valforsendur voru nánar útfærðar“ og að „skýrt verði hvernig gefin voru stig fyrir tilteknar forsendur eða hvernig þær voru metnar með öðrum hætti“, eins og haldið er fram af hálfu kæranda. Að mati nefndarinnar varðar umrædd krafa tiltekin gögn sem ekki var vikið að í beiðni kæranda til Isavia ohf. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Isavia ohf. hefur ekki synjað kæranda um aðgang að þeim gögnum sem fram koma í fyrsta kröfulið hans fyrir úrskurðarnefndinni og verður kröfunni því vísað frá.  </p> <p></p> <p>Þá krafðist kærandi þess fyrir úrskurðarnefndinni að sér yrðu afhentar allar upplýsingar „sem lágu að baki þeim forsendum sem mat tilboða fór eftir“, upplýsingar „um það hvernig valforsendur voru nánar útfærðar og hvað lá til grundvallar mati á þeim [...] t.d., en ekki eingöngu [...] um það hvað matshópur hafði til hliðsjónar og leiðbeiningar við mat á þeim forsendum að vörur stæðust þarfir viðskiptavina og gæðakröfur (e. customers needs and standard of quality) og að verðlagning væri nægjanlega góð (e.good enough) o.s.frv.“, „[ö]llum upplýsingum sem lágu að baki mati á“ tillögu kæranda [þ. á m.] upplýsingum um það hvernig valforsendur voru nánar útfærðar og hvað lá til grundvallar mati á þeim stigafjölda“ kæranda,  upplýsingum „um það hvers vegna bjóðendur, sem valdir voru til samningsgerðar, og tilboð þeirra hlutu fleiri stig“ en kærandi og tilboð hans „sundurliðað eftir valforsendum“, „upplýsingum um það hvað var talið betra í tilboðum, sem voru valin, en í tilboðum“ kæranda „sundurliðuðum eftir valforsendum [...] í hverjum flokki fyrir sig“ og „rökstuðningi fyrir einkunnagjöf“ annarra tillagna. Loks var óskað eftir „[u]pplýsingum um það hvort einkunnagjöf var sú sama fyrir öll tilboð, þ.e. hvort einstakar valforsendur voru metnar til sama stigafjölda óháð því hvers konar verslun eða vörur var að ræða hverju sinni. </p> <p></p> <p>Eins og að framan greinir óskaði úrskurðarnefndin þess undir meðferð málsins að Isavia ohf. upplýsti hvort á vegum fyrirtækisins hefði verið útbúið gagn eða gögn sem vörpuðu ljósi á þær einkunnir sem einstakar tillögur fengu í ferlinu. Óskaði nefndin í þessu samhengi sérstaklega eftir því að upplýst yrði hvort í skjalasafni fyrirtækisins væri að finna gagn eða gögn þar sem fram kæmu þau sjónarmið sem réðu því að tilteknar tillögur fengu þær einkunnir sem raunin varð. Í svari Isavia ohf. 24. mars 2015 kemur fram að slík gögn hafi ekki verið útbúin. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefndin ljóst að beiðni kæranda og kæra hans til nefndarinnar beindist að þessu leyti ekki að fyrirliggjandi gögnum í skilningi 14. gr. upplýsingalaga en stjórnvöldum eða lögaðilum sem falla undir lögin er ekki skylt að útbúa ný gögn. Isavia ohf. var því rétt að bregðast við beiðni kæranda að þessu leyti með því að vísa henni frá. Með vísan til þessa verður þessum hluta kærunnar vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <p></p> <p>Í beiðni kæranda til Isavia ohf. 10. september 2014 var eins og að framan greinir óskað eftir að upplýst yrði hvaða bjóðendur og tilboð fengu hæstu einkunnir og hefðu verið valin til samningsgerðar. Með hinni kærðu ákvörðun var beiðninni synjað. Þann 24. mars 2015 upplýsti Isavia ohf. úrskurðarnefndina um að fyrirtækið teldi ekki lengur ástæðu til að halda því leyndu hvaða þátttakendur hefðu verið valdir til samningsgerðar. Á hinn bóginn hefur kærandi ekki fyrir úrskurðarnefndinni gert kröfu um að synjun Isavia ohf. verði að þessu leyti felld úr gildi og að honum verði veittur aðgangur að umræddum upplýsingum. Fyrir úrskurðarnefndinni liggur því ekki að fjalla um þennan hluta synjunar Isavia ohf. </p> <p></p> <p>Fyrir úrskurðarnefndinni gerir kærandi þá kröfu að honum verði veittar upplýsingar um stigafjölda annarra tilboða í útboðinu og að þær verði sundurliðaðar eftir valforsendum. Af hálfu Isavia ohf. hefur verið vísað til þess að þátttakendum í samkeppninni hafi verið heitið trúnaði. Þá má ráða að fyrirtækið telji að einkunnirnar varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuna umræddra þátttakenda. Af gögnum málsins, sem og gögnum annarra mála fyrir úrskurðarnefndinni er varða sömu samkeppni, má ráða að í vörslum Isavia ohf. sé til listi sem inniheldur yfirlit yfir einkunnir allra þátttakenda.  </p> <p></p> <p>Eins og að framan greinir á kærandi rétt til aðgangs að gögnum er varða umrædda samkeppni á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Því er ljóst að ekki skiptir máli  við úrlausn máls þessa að Isavia ohf.hafi heitið þátttakendum trúnaði. Fyrirtækið er bundið af ákvæðum upplýsingalaga og getur ekki vikið frá ákvæðum þeirra með yfirlýsingum sínum til þátttakenda.  </p> <p>Í málinu reynir á hvort fjárhags- eða viðskiptahagsmunir annarra þátttakenda í samkeppninni standi gegn því að kæranda verði veittur aðgangur að umræddum gögnum. Í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 3. mgr. 14. gr. að þegar fram komi beiðni um aðgang að upplýsingum um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum er þá varða sé haldið leyndum. Kjarni reglunnar í 3. mgr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir séu að meginstefnu hinir sömu og liggi að baki 9. gr. laganna. </p> <p></p> <p>Í athugasemdunum kemur einnig fram að geri lögaðilar samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað sé opinberum hagsmunum, geti það haft mikið vægi að miklir hagsmunir standi til þess að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Að því leyti sem slíkar upplýsingar kunna að hafa áhrif á samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem semja við opinbera aðila um slíkar ráðstafanir eða taka þátt í útboðum vegna slíkra ráðstafana hefur úrskurðarnefndin miðað við að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. Vegna ábendinga Isavia ohf. þess efnis að samkeppnin er mál þetta lýtur að hafi ekki verið hefðbundið útboð skal það tekið fram að engu að síður var um að ræða ráðstöfun gæða sem teljast til opinberra hagsmuna. Í ljósi þessa hafði kærandi hagsmuni af því að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum til að geta borið sig saman við aðra þátttakendur í samkeppninni til þess að hann gæti áttað sig á því hvernig staðið var að mati Isavia ohf.     </p> <p></p> <p>Réttur aðila til upplýsinga um sig sjálfan, sem kveðið er á um í 14. gr. upplýsingalaga, er eðli máls samkvæmt ríkari en réttur almennings samkvæmt 5. gr., en inntak réttarins kann þó að ráðast af atvikum hverju sinni. Heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum samkvæmt síðarnefnda ákvæðinu á grundvelli mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna lögaðila með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Fram kemur í athugasemdum um 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga að óheimilt sé samkvæmt ákvæðinu að veita upplýsingar um „atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni“.  </p> <p></p> <p>Þá hefur verið við það miðað að við beitingu 9. gr. upplýsingalaga skuli metið hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla megi, með tilliti til aðstæðna í fyrirliggjandi máli, að það sé til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að upplýsingunum. Við matið verði að líta til þess hverju sinni hversu mikið tjónið geti orðið og hvaða líkur séu á því að það muni hljótast, verði upplýsingarnar veittar.  </p> <p></p> <p>Kærandi hefur hagsmuni af því að fá upplýsingar um einkunnir þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í samkeppninni, til þess meðal annars að geta lagt mat á það hvernig framkvæmd hennar var háttað. Þá verða fyrirtæki sem leita eftir því að fá ráðstafað til sín opinberum gæðum að vera undir það búin að upplýsingalög gildi um slíkar úthlutunar eins og að framan er rakið. Einnig er eðlilegt að fyrirtæki á samkeppnismarkaði séu undir það búin að fá ekki hæstu einkunnir í samkeppnum sem þau taka þátt í og ólíklegt verður að telja að þau kunni að verða fyrir tjóni þótt upplýst verði hvaða einkunnir þau hljóta fyrir tillögur sínar. Verður Isavia ohf. því gert að að veita kæranda aðgang að einkunnum annarra þátttakenda í samkeppninni eins og nánar greinir í úrskurðarorðum. Rétt er að taka fram að eins og mál þetta liggur fyrir úrskurðarnefndinni hefur hún ekki talið sérstakt tilefni til þess að leita álits þeirra fyrirtækja, sem sóttu um að fá sömu aðstöðu leigða og kærandi, á því hvort þau væru mótfallin afhendingu þeirra gagna sem kæranda er veittur aðgangur að.  </p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p></p> <p>Isavia ohf. skal afhenda Drífu ehf. upplýsingar um einkunnir annarra þátttakenda í samkeppninni „Commercial Opportunities at Keflavik Airport“. Að öðru leyti er kæru Drífu ehf. vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <p></p> <p><br /> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Þorgeir Ingi Njálsson</p> <p></p> <p>varaformaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p> </p> |
584/2015. Úrskurður frá 15. maí 2015 | A kærði synjun Reykjavíkurborgar á beiðni um aðgang að leyfissamningum um tiltekinn hugbúnað og reikningum tengdum þeim. Kærandi hafði fengið aðgang að umbeðnum gögnum en upplýsingar um einingarverð og magntölur höfðu verið afmáðar af þeim með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Heildarfjárhæðir höfðu ekki verið afmáðar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál skoðaði umbeðin gögn með tilliti til hagsmuna viðkomandi félaga af því að leynd væri haldið um þessi gögn annars vegar og hins vegar þeirra almannahagsmuna að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Það var afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hefði verið sýnt fram á að umræddar upplýsingar nái til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að þær væru sérstaklega til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni yrðu þær gerðar opinberar, þótt eitthvert óhagræði gæti fylgt því að kærandi fái aðgang að þeim. Þá leit nefndin til þess að um væri að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Úrskurðarnefndin lagði því fyrir Reykjavíkurborg að afhenda kæranda afrit af umbeðnum gögnum. | <p></p> <h2>Úrskurður </h2> <p></p> <p>Hinn 15. maí 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 584/2015 í máli ÚNU 14080005.</p> <p></p> <h3>Kæra</h3> <p></p> <p>Hinn 21. ágúst 2014 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra, dagsett sama dag, frá A yfir synjun Reykjavíkurborgar á beiðni hans um aðgang að leyfissamningum varðandi tiltekinn hugbúnað og reikningum tengdum þeim. Í kærunni segir m.a.:  </p> <p></p> <p>„Þann 14. apríl 2014 óskaði ég eftir að fá afhenta frá Reykjavíkurborg leyfissamninga varðandi hugbúnað frá nokkrum framleiðendum og reikninga tengdum þeim á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga frá 2012. Þann 25. júlí 2014 fékk ég svar þar sem orðið var við beiðninni að hluta. Var mér tilkynnt að hluti gagnana yrði afmáður til að vernda mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annara lögaðila með vísan í 9. gr. upplýsingalaga. Ekki fylgdi með hvort það var gert að ósk eins eða fleiri seljenda hugbúnaðarins. Þær upplýsingar sem voru afmáðar eru sundurliðun reikninga (magntölur, einingarverð og upphæð) og upphæð virðisaukaskatts. […] Ég óska eftir því að fá afmáðu upplýsingarnar afhentar byggt á þeim rökum að magntölur og upphæð virðisaukaskatts falla líklegast ekki undir undantekningarákvæði 1. mgr. 9. gr upplýsingalaga.“<strong> </strong></p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Með bréfi, dags. 25. ágúst 2014, gaf úrskurðarnefndin Reykjavíkurborg kost á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Frestur til þess var veittur til 15. september. Jafnframt var óskað afhendingar á afritum af umræddum gögnum. Svarbréf Reykjavíkurborgar barst, dags. 15. september. Í því segir m.a.:  </p> <p></p> <p>„Með tölvubréfi, dags. 14. apríl óskaði kærandi eftir því við Reykjavíkurborg að fá afhenta samninga varðandi kaup á hugbúnaði frá þremur tilteknum framleiðendum auk reikninga sem gefnir hafa verið út á grundvelli þeirra. […] Þegar öll gögn höfðu verið tekin saman var viðkomandi aðilum, umboðsaðilum, viðkomandi framleiðanda og útgefanda umbeðinna reikninga, send tilkynning um að til stæði að afhenda umbeðin gögn.[…]  Svör bárust frá öllum þremur aðilum og óskuðu tveir þeirra eftir því að afhendingu á umbeðnum gögnum yrði alfarið hafnað á þeim forsendum að í gögnunum komi fram upplýsingar um verð á hugbúnaðarleyfum, tegund þeirra, gildistíma samninga og aðrar upplýsingar sem gætu skaðað samkeppnisstöðu viðkomandi, ef þær yrðu gerðar opinberar. </p> <p></p> <p>Þegar athugasemdir höfðu borist lagði Reykjavíkurborg sjálfstætt mat á það hvort umbeðin gögn ættu undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga í heild eða að hluta. Niðurstaða þess mats var að upplýsingar í gögnunum væru ekki þess eðlis að girt yrði fyrir um afhendingu þeirra í heild sinni. Hins vegar væru upplýsingar um einingarverð og magntölur þess eðlis að þær vörðuðu mikilvæga viðskiptahagsmuni sem sanngjarnt væri að færu leynt.[…]. Tekið skal fram að heildarfjárhæð hvers og eins samnings og reiknings var ekki afmáð.[…]. Í gögnunum koma fram einingarverð og magntölur sem endurspegla þau afsláttarkjör sem Reykjavíkurborg nýtur hjá viðkomandi fyrirtækjum við kaup á hugbúnaði og hugbúnaðarleyfum. Að mati Reykjavíkurborgar eru upplýsingarnar það viðkvæmar að þær gætu raskað samkeppnishæfni fyrirtækjanna með ósanngjörnum hætti, ef þær yrðu afhentar...“ </p> <p></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gaf kæranda kost á að tjá sig um svar Reykjavíkurborgar og í bréfi hans, dags. 19. september 2014, segir m.a.: </p> <p></p> <p>„Þetta mál snýst um tvær tegundir leyfissamninga. Annars vegar hýsingar- og rekstrarþjónustu sem leiga Reykjavíkurborgar á launa- og mannauðskerfi frá Advania fellur undir og hinsvegar notenda- og kerfishugbúnað sem allir hinir leyfissamningarnir í þessu máli falla undir. Ég bendi á þennan mun þar sem markaðsaðstæður eru mismunandi í flokkunum og ég mundi vilja tekið mið af því í úrskurði nefndarinnar. </p> <p></p> <p>Sá markaður sem launa- og mannauðskerfið keppir á er frekar virkur með nokkrar mismunandi vörur í samkeppni og ætla má að samkeppnisstaða Advania gæti versnað ef boðin einingarverð kæmu í ljós. En á móti má ætla að Reykjavíkurborg sem opinber stofnun hafi þurft að halda útboð við kaup á þessari vöru og þar að leiðandi munu samkeppnisaðilar Advania getað séð, notandi gögn úr útboðinu og heildarverð á reikningum frá Reykjavíkurborg, magn og einingarverð. Því óska ég eftir því að fá úr því skorið hvort Reykjavíkurborg er heimilt að afmá magn, einingaverð og heildarverð reikningsliða í þeim gögnum sem þeir afhentu varðandi leigu á launa- og mannauðskerfi frá Advania. </p> <p></p> <p>Notenda- og kerfishugbúnaðurinn sem leyfissamingarnir í þessu máli eiga við um eru hilluvara. Verð vörunnar og afslættir eru nokkuð vel þekktar stærðir og eini verulegi munurinn er álagning endursöluaðilans. Því tel ég ólíklegt að birting magntalna, einingarverðs og heildarverðs ákveðinna liða muni skaða samkeppnisstöðu viðkomandi fyrirtækja að því marki að það vegi meira en réttur almennings að vita um notkun opinberra fjármuna. Því óska ég eftir því að fá úr því skorið hvort Reykjavíkurborg er heimilt að afmá magn, einingaverð og heildarverð reikningsliða í þeim gögnum sem þeir afhentu varðandi annan hugbúnað en launa- og mannauðskerfið. </p> <p></p> <p>Reykjavíkurborg bendir á að ákvæði 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum stjórnvalda, meðal annars til að gera þeim kleift að fylgjast með ráðstöfun opinberra fjármuna. Það að afhenda eingöngu heildarfjárhæðir gerir það ómögulegt fyrir almenning að meta hvort verið er að ráðstafa opinberum fjármunum á ábyrgan hátt þar sem ekkert samhengi fylgir með tölunum. Til dæmis ef stofnun greiðir milljón krónur fyrir hugbúnað sem settur er á allar tölvur þá er ekki hægt að vita hvort það sé dýr hugbúnaður án þess að vita hvort hugbúnaðurinn fór á 5, 50 eða 500 tölvur. Því tel ég að hagsmunir almennings séu meiri en viðskiptahagsmunir fyrirtækjana að fela þær. </p> <p></p> <p>Reykjavíkurborg gerir ekki athugasemdir við ósk mína um að upphæð virðisaukaskatts á heildartölu sé sýnileg í gögnunum og því óska ég aftur eftir því að þær upplýsingar séu ekki afmáðar í afhentum gögnum.“  </p> <p></p> <p>Með framangreindu bréfi Reykjavíkurborgar, dags. 15. september 2014, fylgdu umfangsmikil gögn. Þar sem ekki var skýrt með hvaða hætti gögnin hefðu verið afhent kæranda var þess óskað með bréfi dags. 28. október 2014  að Reykjavíkurborg myndi lista upp þau gögn sem hann hefði fengið og senda nefndinni afrit af gögnunum eins og þau litu út þegar kærandi fékk þau í hendur.  </p> <p></p> <p>Svarbréf barst frá Reykjavíkurborg, 4. nóvember 2014. Þar segir m.a.: </p> <p></p> <p>„Vísað er til fyrri samskipta vegna kæru frá A vegna meints brots Reykjavíkurborgar á upplýsingalögum, nú síðast bréfs yðar dags. 28. október sl. Í bréfinu óskið þér annars vegar eftir lista yfir þau skjöl sem afhent voru kæranda og hins vegar eftir því að fá send afrit af þeim gögnum eins og þau litu út þegar kærandi fékk þau í hendur. Er hvort tveggja hér meðfylgjandi. Vegna mistaka voru fylgiskjöl tölvubréfs til kæranda, dags. 25.7.2014 (sjá 3. lið neðar) ekki með í sendingu til úrskurðarnefndarinnar 15.9. sl. og er beðist velvirðingar á því. </p> <p></p> <p></p> <p></p> <p>1. Meðfylgjandi tölvubréf Reykjavíkurborgar til kæranda, dags. 28.4.2014. </p> <p>2. Tölvubréf  Reykjavíkurborgar til kæranda, dags. 24.6.2014 ásamt eftirtöldum fylgiskjölum sem send voru í 6 PDF-skjölum til kæranda og á pappírsformi til úrskurðarnefndarinnar  (þessi skjöl eru ekki meðfylgjandi þar sem þau voru send nefndinni 15.9. sl.)</p> <p></p> <p>a. Afrit af bréfi Advania til Reykjavíkurborgar, dags. 19.6.2014</p> <p></p> <p>b. Afrit af tölvubréfi til Advania, dags. 23.6.2014</p> <p></p> <p>c. Afrit af tölvubréfi Advania til Reykjavíkurborgar (E.Ó.), dags. 20.6.2014</p> <p></p> <p>d. Afrit af tölvubréfi Reykjavíkurborgar til Advania, dags. 16.6.2014</p> <p></p> <p>e. Afrit af tölvubréfi Reykjavíkurborgar til Crayon, dags. 16.6.2014</p> <p></p> <p>f. Afrit af tölvubréfi Reykjavíkurborgar til Miracle, dags. 16.6.2014</p> <p></p> <p>g. Afrit af tölvubréfi Reykjavíkurborgar til Nýherja, dags. 16.6.2014</p> <p></p> <p>h. Afrit af tölvubréfi Reykjavíkurborgar til Opinna kerfa, dags. 16.6.2014 </p> <p></p> <p>3. Meðfylgjandi tölvubréf  Reykjavíkurborgar til kæranda, dags. 25.7.2014 ásamt eftirtöldum fylgiskjölum:</p> <p></p> <p>i. Skjöl tengd hugbúnaði frá IBM í einu PDF-skjali, 33 bls., nánar til tekið:</p> <p></p> <p>i. Afrit af 6 bls. skjali frá IBM, dags. 23.7.2009</p> <p></p> <p>ii. Afrit af skjali frá IBM, dags. 6.3.2014 (IBM Order Ref. Date)</p> <p></p> <p>iii. Afrit af skjali frá IBM, dags. 29.11.2013</p> <p></p> <p>iv. Afrit af skjali frá IBM, dags. 16.8.2013</p> <p></p> <p>v. Afrit af skjali frá IBM, dags. 30.10.2013</p> <p></p> <p>vi. Afrit af skjali frá IBM, dags. 29.11.2013</p> <p></p> <p>vii. Afrit af skjali frá IBM, dags. 28.12.2012 (Site 7045660)</p> <p></p> <p>viii.. Afrit af skjali frá IBM, dags. 28.12.2012 (Site 7358742)</p> <p></p> <p>ix. Afrit af reikningi frá Nýherja, dags. 11.03.2014</p> <p></p> <p>x. Afrit af reikningi frá IBM, dags. 6.3.2014</p> <p></p> <p>xi. Afrit af 13 öðrum reikningum frá Nýherja, dags. 30.11.2009 til 31.12.2013</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>j. Skjöl tengd hugbúnaði frá Microsoft í einu PDF-skjali, 80 bls., nánar til tekið:</p> <p></p> <p>i. Afrit af bréfi frá Microsoft, dags. 2.3.2010 og tilheyrandi samningsskjölum, samtals 16 bls.</p> <p></p> <p>ii. Afrit af bréfi frá Microsoft, dags. 20.8.2010 og tilheyrandi samningsskjölum, samtals 25 bls.</p> <p></p> <p>iii. Afrit af samningsskjölum frá Microsoft, dags. 23. júní 2011, samtals 10 bls.</p> <p></p> <p>iv. Afrit af 14 reikningum frá A gain (A Gain Crayon og nú Crayon), dags. 30.11.2009  til 4.7.2014.</p> <p></p> <p>v. Afrit af 8 reikningum frá Opnum kerfum, dags. 12.07.2010 til 25.07.2014</p> <p> </p> <p></p> <p>k. Skjöl tengd hugbúnaði frá Oracle í einu PDF-skjali, 75 bls., nánar til tekið:</p> <p></p> <p>i. Afrit af reikningi frá Oracle, dags. 24.4.2009</p> <p></p> <p>ii. Afrit af 4 reikningum frá Miracle, dags. 25.3.2011 til 13.4.2014</p> <p>iii. Afrit af fjölmörgum (70 bls.) reikningum frá Skýrr og síðar Advania, dags. 01.02.2009 til 01.07.2014.“ </p> <p></p> <p>Framangreind gögn voru þannig flokkuð eftir vörumerkjum eða tegundum hugbúnaðar, en ekki eftir söluaðilum/viðsemjendum Reykjavíkurborgar. Ljóst er að fleiri aðilar en einn selja búnað frá sömu framleiðendum og því taldi nefndin þörf á nánari skýringum. Þann 2. desember 2014 beindi hún þeim spurningum til Reykjavíkurborgar hvort sá skilningur hennar væri réttur að 1) um væri að ræða gögn tengd viðskiptum við Advania hf., Opin kerfi hf. og Nýherja hf., 2) að Advania hf. geri ekki athugasemdir við að kærandi fengi umbeðin gögn, 3) að Nýherji hf. og Opin kerfi hf. hafi lagst gegn afhendingu og 4) hvort Félag atvinnurekenda (FA) hafi svarað fyrir hönd Opinna kerfa hf., en þá var óskað afrits af umsögn FA. </p> <p></p> <p>Svar barst með tölvupósti hinn 12. desember 2014.  Þar er fyrstu spurningunni svarað á þá leið að gögnin tengist viðskiptum við fjögur félög, þ.e. Advania hf., Opin kerfi hf., Nýherja hf. og Miracle ehf. Hinum þremur spurningunum er svarað með eftirfarandi hætti: </p> <p></p> <p>„2. Advania staðfesti með tölvupósti til Reykjavíkurborgar, dags. 8. júlí 2014, að félagið gerði ekki athugasemd við það að Reykjavíkurborg afhenti þau gögn sem fylgdu tölvupósti Reykjavíkurborgar frá 16. júní 2014. Í þeim pósti fylgdu ekki myndir af reikningum frá Advania, aðeins yfirlit yfir kostnað ásamt samningsskjölum. Ég mun strax í kjölfar þessara svara framsenda þér tölvupóstinn sem ég sendi Advania 16. júní 2014 ásamt öllum fylgiskjölum. Þannig sjáið þið nákvæmlega hvað fór okkur á milli á þessum tíma. Í tölvupósti Advania, dags. 8. júlí, er settur sérstakur fyrirvari við afhendingu annarra gagna en þeirra sem fóru til Advania, sbr. hér: „Advania gerir ekki athugasemd við að Reykjavíkurborg afhendi þau gögn sem fylgdu tölvupósti Reykjavíkurborgar frá 16. júní 2014. Komi til þess að frekari gagna er óskað af hálfu fyrirspyrjanda, eða annarra aðila, í tengslum við umrædda samninga eða aðra samninga á milli Advania og Reykjavíkurborgar, áskilur Advania sér fullan og ótakmarkaðan rétt til þess að koma að athugasemdum við afhendingu slíkra gagna, í samræmi við 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.“</p> <p></p> <p>3. Við staðfestum þennan tölvupóst frá Nýherja, dags. 20. júní 2014, og innihald hans skv. því sem fram kemur í spurningunni.</p> <p></p> <p>4. Við staðfestum að Félag atvinnurekenda svaraði fyrir hönd Opinna kerfa hf. með bréfi 25. júní 2014. Ég mun strax í kjölfar þessara svara senda þér bréfið ásamt tilheyrandi tölvupóstsamskiptum.“</p> <p></p> <p>Að fengnum framangreindum svörum ákvað nefndin að óska sjálf eftir afstöðu hlutaðeigandi aðila, þ.e. Nýherja hf., Opinna kerfa hf., Advania hf. og Miracle ehf. Það gerði hún með bréfum dags. 12. desember 2014 og 7. janúar 2015. Spurt var hvaða gögn/upplýsingar það væru nákvæmlega sem félögin vildu ekki að kærandi fengi og hvers vegna.   </p> <p></p> <h3>1.</h3> <p></p> <p>Hinn 9. janúar 2015 barst svarbréf frá B hdl., f.h. Advania hf.   Þar segir m.a.:  </p> <p></p> <p>„Með tölvupósti frá Reykjavíkurborg dags. 16. júní 2014 var Advania hf. tilkynnt um að Reykjavíkurborg hefði til meðferðar beiðni um afhendingu á samningum og reikningum vegna þeirra samninga frá og með árinu 2009 til og með ársins 2014. Um var að ræða tiltekna samninga vegna Oracle hugbúnaðar og reikninga á tímabilinu 2009 fram til þess dags. sem tölvupósturinn var sendur. Gögn þessi eru hjálögð.  </p> <p></p> <p>Advania hf. svaraði erindi Reykjavíkurborgar með tölvupósti 8. júlí 2014 og gerði ekki athugasemd við afhendingu þeirra gagna sem fylgdu umræddum tölvupósti. Advania hf. áskildi sér þó rétt til að gera athugasemdir ef til kæmi um önnur gögn en fylgdu tölvupóstinum. </p> <p></p> <p>Advania hf. ítrekar ofangreinda afstöðu að því er varðar þau gögn sem fylgdu erindi Reykjavíkurborgar dags. 16. júní 2014 og eru hjálögð.</p> <p></p> <p>Þannig er ekki gerð athugasemd við afhendingu þessara gagna. Komi til þess að frekari gagna sé óskað af hálfu fyrirspyrjanda, eða annarra aðila, í tengslum við umrædda samninga eða aðra samninga á milli Advania hf. og Reykjavíkurborgar, áskilur Advania hf. sér fullan og ótakmarkaðan rétt til þess að koma að athugasemdum við afhendingu slíkra gagna, í samræmi við 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.“ </p> <p></p> <p>Frekari skýringar bárust frá lögmanninum með tölvupósti þann 12. febrúar 2015. Þar segir:  </p> <p></p> <p>„Í framhaldi af samtali okkar áðan staðfesti ég hér með að Advania gerir ekki athugasemdir við afhendingu þeirra gagna sem fylgdu neðangreindum tölvupósti frá 7. janúar 2015. Við þekkjum ekki til að um önnur gögn sé að ræða, en áskiljum okkur rétt til að koma að athugasemdum varðandi afhendingu slíkra gagna ef svo ber undir. “ </p> <p></p> <h3>2.</h3> <p></p> <p>Hinn 12. janúar 2015 barst svarbréf frá Lögfræðistofu Reykjavíkur fyrir hönd Nýherja hf., sem er endursöluaðili fyrir hugbúnaðarleyfi frá IBM Denmark ApS.  Í bréfinu segir m.a.:  </p> <p></p> <p>„Allar tölulegar upplýsingar í gögnunum, sem vísað er til og Reykjavíkurborg hefur synjað um aðgegni að, varða viðkvæma og mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni umbj. míns og því er umbj. minn mjög mótfallinn því að veittur verði aðgangur að þeim. </p> <p></p> <p>Líkt og aðrir samningar við stórnotendur hugbúnaðarleyfa eru umræddir samningar við Reykjavíkurborg sérsniðnir að þörfum borgarinnar og eiga sér ekki hliðstæðu við aðra samninga. Samningar af þessum toga byggja á mismunandi forsendum og aðferðafræði. T.a.m. eru sumir samninganna um notendaleyfi að hugbúnaði sem eingöngu má nota við kennslu, aðrir byggja á gagnamagni og enn aðrir á fjölda netþjóna og útstöðva. Verðgrunnurinn er mismunandi eftir eðli og tímalengd samninganna. Engin sérstök verðskrá er í gildi hjá eiganda hugbúnaðarleyfanna gagnvart stórnotendum heldur byggja öll verð á sérstökum tilboðum, sem eru sniðin að aðstæðum og þörfum hvers notanda. </p> <p></p> <p>Vegna þessa eru allar tölulegar upplýsingar til þess fallnar að valda misskilningi komist þau í hendur utanaðkomandi aðila og reyndar ólíklegt er að þær komi þeim að nokkru gagni nema ítarlegar upplýsingar fylgi frá umbj. mínum. Þær upplýsingar hefðu hins vegar einnig að hafa að geyma viðkvæm viðskiptaleyndarmál, sem ekki er eðlilegt að veita utanaðkomandi aðila. </p> <p></p> <p>Umbj. minn stendur í harðri samkeppni um sölu hugbúnaðarleyfa til stórnotenda og komist umrædd gögn í hendur utanaðkomandi aðila er líklegt að upplýsingarnar verði notaðar gegn honum í þeirri samkeppni með ósanngjörnum hætti. </p> <p></p> <p>Erfitt er að meta það tjón sem umbj. minn getur hugsanlega orðið fyrir ef umræddar upplýsingar eru veittar utanaðkomandi aðila. Augljóslega er hægt að nota upplýsingarnar til þess að undirbjóða verð og hagræða tilboðum samkeppnisaðila í þeim tilgangi að skerða stöðu umbj. míns á umræddum markaði. Það yrði með ósanngjörnum hætti þar sem umbj. minn hefur ekki aðgang að verðupplýsingum samkeppnisaðila. Einnig gætu upplýsingarnar verið notaðar af öðrum viðskiptavinum umbj. míns til þess að knýja á um lækkun hugbúnaðarleyfa. Í öllu falli er veruleg hætta á því að samkeppnisstaða umbj. míns á markaðnum myndi veikjast og markaðshlutdeild minnka. Tjónsáhættan verður því að teljast veruleg.“ </p> <p></p> <p>Hinn 12. febrúar 2015 áréttaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál ósk sína um svar við þeirri spurningu hvaða gögn/upplýsingar það væru nákvæmlega sem fyrirtækið leggðist gegn að yrðu afhent. Þau bárust með tölvupósti þann 19. febrúar. Þar segir m.a.: </p> <p></p> <p>„Meðfylgjandi eru þau gögn sem tengjast málinu.   </p> <p></p> <p>· Verðfyrirspurn frá Reykjavíkurborg með nákvæmri lýsingu á hugbúnaðnum, magni og dagsetningum.</p> <p></p> <p>· Afrit af reikningi til Reykjavíkurborgar.</p> <p></p> <p>·  Staðfesting á kaupunum (ígildi samnings) heildarupphæð tilgreind fór fram með eftirfarandi hætti:<br /> Tilvísun í mál R14100100</p> <p></p> <p>V.t. Nýherji hf.</p> <p></p> <p>Þann 9.október kl.14:30 var haldinn opnunarfundur vegna verðfyrirspurnar Reykjavíkurborgar nr. 13330 „IBM hugbúnaðarleyfi“</p> <p></p> <p>Kaupandi hefur samþykkt að ganga að tilboði Nýherja hf. að upphæð 6.783.540 og er nú kominn á samningur á grundvelli verðfyrirspurnargagna og tilboðs Nýherja hf. “</p> <p>Með tölvupóstinum fylgdi annars vegar afrit af verðfyrirspurn frá Reykjavíkurborg og hins vegar afrit af reikningi nr. 91130605,  vegna „beiðni 01394 v. verðfyrirsp.“,  heildarupphæð 6.817.883,- </p> <p></p> <h3>3.</h3> <p></p> <p>Hinn 20. janúar 2015 barst svarbréf frá Miracle. Þar segir: </p> <p></p> <p>„Fékk bréf frá þér vegna synjunar Reykjavíkurborgar á afhendingu upplýsinga.  Þú spyrð um tvennt, hvað við viljum ekki að sé afhent og af hverju. </p> <p></p> <p>Fyrirspurnin sneri að samningum milli hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle og Reykjavíkurborgar.  Miracle lagðist ekki gegn því að þetta yrði afhent, þó einhver þeirra leyfa sem Reykjavíkurborg notar hafi verið keypt af Miracle, enda eru verðlistar og afsláttartöflur stóru hugbúnaðarbirgjanna (Oracle, Microsoft, IBM ofl.) yfirleitt aðgengilegir á netinu sem og samningsskilmálar. </p> <p></p> <p>Hér er til að mynda hægt að finna verð á öllum vörum Oracle: https:// […]“</p> <p></p> <h3>4.</h3> <p></p> <p>Hinn 9. febrúar 2015 barst svarbréf frá Opnum kerfum hf.  Þar segir: </p> <p></p> <p>Við höfum náð niðurstöðu í þetta mál og þökkum kærlega veittan frest og viðbótarfrest.  Þykir miður hve þetta tafðist.  Áhyggjur starfsmanna voru helst af því að veita upplýsingar um eitthvað sem gæti orðið fordæmisgefandi síðar þar sem Opin kefi telja sig hafa vissa „uppskrift af árangri“ í sölu á búnaði til einkafyrirtækja og opinberra stofnanna.   </p> <p></p> <p>Niðurstaða félagsins er að hafna að svo komnu máli að veita frekari upplýsingar og vísa í fyrri rökstuðning sem er hjálagður.  Til ítrunar og tengt spurningum úrskurðarnefndar þá er bent á eftirfarandi:   </p> <p></p> <p>1. Mikil samkeppni ríkir um Microsoft samninga og þá aðallega hvernig þeir eru samansettir.</p> <p></p> <p>2.  Samsetning og útfærsla Opinna kerfa á þessum samningum er lausnaframboð sem veitir félaginu forskot á þessum samkeppnismarkaði.</p> <p></p> <p>3.  Árleg velta félagsins í sölu sambærilegra hugbúnaðarsamninga er tæplega 500 Mkr.  Með því að veita upplýsingar varðandi magntölur, einingaverð, upphæðir og vsk væri verið að veita upplýsingar sem eru mikilvægir fjárhags og viðskiptahagsmunir því þá getur fengist innsýn í hvernig félagið stillir upp sínu lausnaframboði og sínum tilboðum.</p> <p></p> <p>4. Kærandi vill meina að hagsmunir söluaðila skaðist ekki ef afmáðu upplýsingarnar verði birtar.  Þvert á móti er það mat félagsins að þessar afmáðu upplýsingar eru lykilinn af lausnaframboði félagsins og muni því skaða það.</p> <p></p> <p>5. Lausnaframboð og nálgun Opinna kerfa hverju sinni er viðskiptaleyndarmál félagsins og oftar en ekki tæknileg útfærsla félagsins á lausn sem nær oft til þjónustu og búnaðar.   </p> <p></p> <p>6. Hlutverk embættismanna hlýtur að vera hverju sinni að tryggja að hagkvæmasta og besta lausnin sé ávallt valin. </p> <p></p> <p>7. Hagmunir almennings að mati Opinna kerfa felast ekki í sundurliðun einstaka reikninga heldur er kærandi nú þegar búinn að fá heildartölur umbeðinna reikninga og það dugir að mati félagsins.    </p> <p></p> <p>8. Ítreka skal að Opin kerfi vinna undantekningalaust samkvæmt þeim útboðsreglum sem gilda hverju sinni, hvort sem um er að ræða á vegum hins opinbera eða einkafyrirtækja.“ </p> <p></p> <p>Hinn 12. febrúar 2015 áréttaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál ósk sína um svar við þeirri spurningu hvaða gögn/upplýsingar það væru nákvæmlega sem fyrirtækið legðist gegn að kærandi fengi. Þau gögn bárust boðsend hinn 19. febrúar 2015. Um er að ræða 8 reikninga, þ.e.: </p> <p></p> <p>Reikningur nr. 594321, merktur vegna skólasamnings RVK, samtals kr. 36.945.042,-</p> <p></p> <p>Reikningur nr. 594322, merktur vegna skólasamnings 2. hluti, samtals kr. 1.422.115,-</p> <p></p> <p>Reikningur nr. 641355, merktur beiðni nr. 01394, samtals kr. 1.635.008,-</p> <p></p> <p>Reikningur nr. 641356, merktur beiðni nr. 01393, samtals kr. 9.201.691,-</p> <p></p> <p>Reikningur nr. 671239, merktur beiðni nr. 01390, samtals kr. 1.618.199,-</p> <p></p> <p>Reikningur nr. 674955, merktur beiðni nr. 5510022, samtals kr. 8.400.051,-</p> <p></p> <p>Reikningur nr. 709451, merktur beiðni MSR, samtals kr. 2.151.569,-</p> <p></p> <p>Reikningur nr. 714901, merktur beiðni 5510022 Skólasamningur, samtals kr. 13.308.144,- </p> <p></p> <p>Sama dag beindi úrskurðarnefndin fyrirspurn til fyrirtækisins um hvort þetta væri tæmandi talning á þeim gögnum sem það vildi ekki að yrðu afhent. Í svari sem barst sama dag segir: </p> <p></p> <p>„Það staðfestist hér með að þetta eru allir Microsoft reikningar til borgarinnar á tímabilinu sem um var að ræða.  Veit ekki til þess að fyrirspurnin hafi tengst öðrum reikningum frá OK?“       </p> <p></p> <p>Úrskurðarnefndin tók málið fyrir á fundi sínum þann 2. mars 2015. Ákveðið var að árétta við fyrirtækið að beiðni kæranda taki til annarra gagna en reikninga, þar á meðal leyfissamninga við Reykjavíkurborg. Fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar var áréttuð í því ljósi. Í svari sem barst 13. mars 2015 kom fram að fyrirtækið legðist gegn því að fleiri gögn yrðu opinberuð en áður hefur verið gert. <strong> </strong></p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p></p> <p>Mál þetta varðar beiðni um aðgang að leyfissamningum varðandi hugbúnað frá nokkrum framleiðendum og tengdum reikningum. Umbeðin gögn voru afhent kæranda þann 25. júlí 2014, en þó þannig að áður höfðu upplýsingar um einingarverð og magntölur verið afmáðar af þeim. Heildarfjárhæðir höfðu ekki verið afmáðar. </p> <p></p> <p>Af hálfu Reykjavíkurborgar hefur komið fram að ástæða þess að umræddar upplýsingar um einingarverð og magntölur voru afmáðar sé sú að þær sýni hverra afsláttarkjara Reykjavíkurborg nýtur hjá viðkomandi fyrirtækjum og gæti það skaðað samkeppnisstöðu þeirra ef þær yrðu gerðar opinberar.  </p> <p></p> <p>Í 1. máls. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að stjórnvöldum sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum um tiltekin mál með þeim takmörkum sem greini í 6.-10. gr. laganna. Í 9. gr. kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á og að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum varðandi mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í athugasemdum við 9. gr., í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, kemur eftirfarandi m.a. fram:  </p> <p></p> <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“ </p> <p></p> <p>Þá kemur fram að ákvæðið feli í sér matskennda reglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum. Við það mat beri að skoða hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að þær geti valdið því tiltekna fyrirtæki sem um ræði tjóni verði þær opinberar. Matið á hagsmunum fyrirtækjanna er því í miklum mæli tilviksbundið og niðurstaðan hverju sinni getur ráðist af þeim röksemdum sem viðkomandi fyrirtæki tefla fram.  </p> <p></p> <p>Í máli þessu koma við sögu hagsmunir fjögurra fyrirtækja. Af hálfu tveggja þeirra, Advania hf og Miracle ehf.,  eru ekki gerðar athugasemdir við afhendingu gagna til kæranda. Af hálfu Opinna kerfa hf. hefur komið fram að fyrirtækið leggist gegn frekari afhendingu gagna en þegar hefur átt sér stað. Af hálfu Nýherja hf. hefur komið fram að félagið leggist gegn því að kærandi fái annars vegar afrit af verðfyrirspurn frá Reykjavíkurborg og hins vegar afrit af tilteknum reikningi vegna Lotus Domino og IBM Domino búnaðar. </p> <p></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað umrædd gögn m.t.t. þess að vega saman hagsmuni viðkomandi félaga af því að leynd sé haldið um þessi gögn annars vegar og svo þá almannahagsmuni að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi hins vegar. Á þetta reynir sérstaklega þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, sem fela í sér að hið opinbera kaupir af þeim þjónustu, verk eða annað. Í þessum tilvikum takast á hagsmunir viðkomandi fyrirtækja af því að halda upplýsingum um viðskipti sín leyndum, þar með talið fyrir samkeppnisaðilum, og svo hagsmunir almennings af því að fá að vita hvernig opinberum fjármunum er ráðstafað. Með hliðsjón af tilgangi upplýsingalaga og meginreglu 5. gr. um upplýsingarétt almennings er tilhneigingin fremur sú að veita beri aðgang að upplýsingunum í slíkum tilvikum, þrátt fyrir hagsmuni hinna einkaréttarlegu fyrirtækja sem samkvæmt upplýsingalögunum, verða að vera mikilvægir fjárhags-eða viðskiptahagsmunir.  </p> <p></p> <p>Við framangreint hagsmunamat verður að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Enn fremur þarf að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi nú fyrir rekstur fyrirtækjanna, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þeirra á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, þ.e. hagsmunir fyrirtækjanna eða þeir hagsmunir sem meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja.</p> <p></p> <p>Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti að einhverju leyti skaðað samkeppnisstöðu þeirra og kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríki eða sveitarfélög. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða hverju sinni að vera undir það búnir að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga.  </p> <p></p> <p>Í umræddum skjölum koma fram upplýsingar sem hugsanlega geta varðað einhverja viðskiptahagsmuni þeirra hlutafélaga sem eiga hlut að máli. Í þeim er m.a. að finna upplýsingar um hið selda, um verð og afsláttarkjör. </p> <p></p> <p>Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að umræddar upplýsingar nái til svo mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna að þær séu sérstaklega til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni verði þær gerðar opinberar þótt eitthvert óhagræði kunni að geta fylgt því að kærandi fái aðgang að þeim. Þá lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Það er því niðurstaða nefndarinnar að þegar vegnir eru saman þeir hagsmunir sem Nýherji hf. og Opin kerfi hf. hafa af því að synjað sé um aðgang að þeim gögnum sem þau hafa tilgreint annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna hins vegar standi lagarök ekki til þess að heimilt sé að synja um aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þau sjónarmið sem rakin eru í bréfum þeirra, dags. 12. janúar og 9. febrúar 2015 breyta ekki þessari afstöðu nefndarinnar. </p> <p></p> <p>Með vísan til framangreinds og meginreglu 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings ber Reykjavíkurborg að afhenda kæranda afrit af gögnum svo sem í úrskurðarorði greinir.</p> <p></p> <p>Að fenginni ofangreindri niðurstöðu þykir ekki ástæða til að fjalla um aðrar málsástæður sem hafðar hafa verið uppi vegna málsins. <strong> </strong></p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p></p> <p>Reykjavíkurborg ber að afhenda A: </p> <p></p> <p> 1.</p> <p></p> <ol type="a"> <li>Afrit af bréfi Advania til Reykjavíkurborgar, dags. 19.6.2014</li> <li>Afrit af tölvubréfi til Advania, dags. 23.6.2014</li> <li>Afrit af tölvubréfi Advania til Reykjavíkurborgar (E.Ó.), dags. 20.6.2014</li> <li>Afrit af tölvubréfi Reykjavíkurborgar til Advania, dags. 16.6.2014</li> <li>Afrit af tölvubréfi Reykjavíkurborgar til Crayon, dags. 16.6.2014</li> <li>Afrit af tölvubréfi Reykjavíkurborgar til Miracle, dags. 16.6.2014</li> <li>Afrit af tölvubréfi Reykjavíkurborgar til Nýherja, dags. 16.6.2014</li> <li>Afrit af tölvubréfi Reykjavíkurborgar til Opinna kerfa, dags. 16.6.2014</li> </ol> <p></p> <p> 2. </p> <p></p> <p>a. Skjöl tengd hugbúnaði frá IBM í einu PDF-skjali, 33 bls., nánar til tekið:</p> <p></p> <ol type="i"> <li>Afrit af 6 bls. skjali frá IBM, dags. 23.7.2009</li> <li>Afrit af skjali frá IBM, dags. 6.3.2014 (IBM Order Ref. Date)</li> <li>Afrit af skjali frá IBM, dags. 29.11.2013</li> <li>Afrit af skjali frá IBM, dags. 16.8.2013</li> <li>Afrit af skjali frá IBM, dags. 30.10.2013</li> <li>Afrit af skjali frá IBM, dags. 29.11.2013</li> <li>Afrit af skjali frá IBM, dags. 28.12.2012 (Site 7045660)</li> <li>Afrit af skjali frá IBM, dags. 28.12.2012 (Site 7358742)</li> <li>Afrit af reikningi frá Nýherja, dags. 11.3.2014</li> <li>Afrit af reikningi frá IBM, dags. 6.3.2014</li> <li>Afrit af 13 öðrum reikningum frá Nýherja, dags. 30.11.2009 til 31.12.2013</li> </ol> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>b. Skjöl tengd hugbúnaði frá Microsoft í einu PDF-skjali, 80 bls., nánar til tekið:</p> <p></p> <ol type="i"> <li>Afrit af bréfi frá Microsoft, dags. 2.3.2010 og tilheyrandi samningsskjölum, samtals 16 bls.</li> <li>Afrit af bréfi frá Microsoft, dags. 20.8.2010 og tilheyrandi samningsskjölum, samtals 25 bls.</li> <li>Afrit af samningsskjölum frá Microsoft, dags. 23. júní 2011, samtals 10 bls.</li> <li>Afrit af 14 reikningum frá A gain (A Gain Crayon og nú Crayon), dags. 30.12.2009  til 4.7.2014.</li> <li>Afrit af 8 reikningum frá Opnum kerfum, dags. 12.7.2010 til 25.7.2014</li> </ol> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>c. Skjöl tengd hugbúnaði frá Oracle í einu PDF-skjali, 75 bls., nánar til tekið:</p> <p></p> <ol type="i"> <li>Afrit af reikningi frá Oracle, dags. 24.4.2009</li> <li>Afrit af 4 reikningum frá Miracle, dags. 25.3.2011 til 13.4.2014</li> <li>Afrit af fjölmörgum (70 bls.) reikningum frá Skýrr og síðar Advania, dags. 1.2.2009 til 1.7.2014.“</li> </ol> <p></p> <p> </p> <p> </p> <p></p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p></p> <p>formaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Friðgeir Björnsson                                                                                            Sigurveig Jónsdóttir</p> <p> </p> |
581/2015. Úrskurður frá 15. maí 2015 | A kærði afstöðu Sparisjóðs Vestmannaeyja til gagnabeiðna sinna til sjóðsins. Óskað var eftir upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf sparisjóðsstjóra, starfslokasamning fráfarandi sparisjóðsstjóra, dagsetningu stjórnarfundar þar sem nýr sparisjóðsstjóri var ráðinn, stofnfjáreigendur sjóðsins og afkomu dóttursjóða. Úrskurðarnefndin vísaði til ákvæðis 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Á grundvelli þess hefði ráðherra birt tvær auglýsingar um undanþágur lögaðila frá upplýsingalögum. Sparisjóður Vestmanneyja og Landsbankinn hf. væru báðir meðal þeirra lögaðila sem þar eru nefndir. Upplýsingalög nr. 140/2012 tækju því ekki til þeirra. Þegar af þeirri ástæðu taldi úrskurðarnefndin ekki unnt að skjóta afstöðu þessara aðila til gagnabeiðna kæranda til nefndarinnar og málinu vísað frá nefndinni. | <p></p> <h3>Úrskurður</h3> <p></p> <p>Hinn 15. maí 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 581/2015 í máli ÚNU 15010007.  </p> <p></p> <h3>Kæra, málsatvik og málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Með erindi sem barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann 19. janúar 2015 kærði A afstöðu Sparisjóðs Vestmannaeyja til gagnabeiðna sinna til sjóðsins, sem hann kvað úrskurðarnefndina hafa undir höndum. Með bréfi dags. 21. janúar 2015 var kæranda tilkynnt að nefndin hefði ekki undir höndum nein slík skjöl. Þann 30. janúar 2015 sagði kærandi að hans eintak hefði farið forgörðum og óskaði eftir því að úrskurðarnefndin leitaði til sparisjóðsins um afrit. Ritari úrskurðarnefndarinnar hafði samband við Sparisjóð Vestmannaeyja, sem sendi nefndinni upphaflegar gagnabeiðnir kæranda og svarbréf sparisjóðsins, dags. 30. janúar 2015.  </p> <p></p> <p>Bréf kæranda til Sparisjóðs Vestmannaeyja eru fjögur talsins, en eiginlegar beiðnir um gögn og upplýsingar er að finna í bréfum dags. 18. desember 2014 og 5. janúar 2015. Í þeirri fyrrnefndu er óskað eftir upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf sparisjóðsstjóra og starfslokasamning fráfarandi sparisjóðsstjóra. Eftir þeirri síðarnefndu er farið fram á upplýsingar um dagsetningu stjórnarfundar þar sem nýr sparisjóðsstjóri var ráðinn, stofnfjáreigendur sjóðsins og afkomu dóttursjóða.  </p> <p></p> <p>Í svarbréfi Sparisjóðs Vestmannaeyja til kæranda, dags. 30. janúar 2015, kemur fram að sjóðurinn hafi móttekið framangreind bréf kæranda. Hvað fyrri beiðni kæranda varðar er tekið fram að stjórn hafi ákveðið að birta ekki nöfn umsækjenda um stöðu sparisjóðsstjóra. Ekki hafi verið gerður starfslokasamningur við fráfarandi sparisjóðsstjóra heldur hafi ákvæði ráðningarsamnings verið uppfyllt. Um síðari beiðni kæranda segir að skrifað hafi verið undir ráðningarsamning við núverandi sparisjóðsstjóra á stjórnarfundi þann 18. desember 2014. Tíu stærstu stofnfjáreigendur séu tilgreindir í ársreikningi Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem aðgengilegur sé á heimasíðu sjóðsins. Sparisjóðurinn eigi ekki dótturfélög en varðandi fjárhagsupplýsingar vísist í ársreikninga sjóðsins á heimasíðu. Loks kemur fram að Sparisjóður Vestmannaeyja sé undanþeginn ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Kærandi ritaði úrskurðarnefndinni bréf þann 17. febrúar 2015 og ítrekaði kæru sína með vísan til eignarhalds Sparisjóðs Vestmannaeyja. Þann 20. apríl 2015 barst annað erindi frá kæranda þar sem fram kom að óskað væri eftir úrskurði þess efnis að hann gæti krafist gagna frá sjóðnum, sem Landsbankinn hefði yfirtekið. Um rök fyrir skyldunni vísaði kærandi til þess hver ætti meiri hluta í sjóðnum. </p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p></p> <p>Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt þeim lögum. Samkvæmt 2. gr. taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Það á bæði við um Sparisjóð Vestmannaeyja og Landsbankann hf., en fjármálafyrirtækin tvö voru sameinuð með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þann 29. mars 2015.  </p> <p></p> <p>Í 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir:</p> <p></p> <p>Ef starfsemi lögaðila sem fellur undir 2. mgr. er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði getur ráðherra, að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórnar og umsögn Samkeppniseftirlitsins, ákveðið að hann skuli ekki falla undir gildissvið laga þessara eða dregið slíka ákvörðun til baka. Ráðuneytið skal halda opinbera skrá yfir þá lögaðila sem hafa fengið undanþágu samkvæmt málsgreininni, og skal undanþága einstakra aðila endurskoðuð á þriggja ára fresti. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein tekur gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.</p> <p></p> <p>Á grundvelli þessarar heimildar hefur ráðherra birt tvær auglýsingar um undanþágur lögaðila frá upplýsingalögum, sbr. auglýsingar  nr. 600/2013 og nr. 1211/2013. Sparisjóður Vestmanneyja og Landsbankinn hf. eru báðir meðal þeirra lögaðila sem þar eru nefndir. Upplýsingalög nr. 140/2012 taka því ekki til þeirra. Þegar af þeirri ástæðu er ekki unnt að skjóta afstöðu þessara aðila til gagnabeiðna kæranda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá nefndinni. </p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p></p> <p>Beiðnum A um aðgang að upplýsingum og gögnum frá Sparisjóði Vestmannaeyja er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p></p> <p>formaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p> </p> |
576/2015. Úrskurður frá 23. mars 2015 | A kærði þá ákvörðun Lyfjastofnunar Íslands að synja honum um aðgang að vísindarannsóknaniðurstöðum vegna markaðsleyfis á bóluefnum og/eða fyrir notkun á innihaldsefnum í bóluefnum. Upphafleg synjun stofnunarinnar byggðist á því að beiðni kæranda varðaði ekki stjórnsýslumál sem kærandi var aðili að. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að Lyfjastofnun hefði borið að afgreiða beiðnina á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Jafnvel þó afgreiðsla stofnunarinnar hafi verið ófullnægjandi að þessu leyti kom fram undir rekstri málsins að stofnunin hafi ekki í vörslum sínum þau gögn sem kærandi krafðist aðgangs að. Málinu var því vísað frá nefndinni. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 23. mars 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 576/2015 í máli ÚNU 13110005.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindum dags. 5. og 21. nóvember 2013 kærði A þá ákvörðun Lyfjastofnunar Íslands að synja honum um aðgang að vísindarannsóknaniðurstöðum vegna markaðsleyfis á bóluefnum og/eða fyrir notkun á innihaldsefnum í bóluefnum.</p> <p>Í upphaflegri gagnabeiðni kæranda dags. 25. október 2013 var óskað eftir gögnum í 16 tölusettum liðum. Með bréfi dags. 1. nóvember 2013 tilkynnti Lyfjastofnun kæranda að ekki væri tilefni til að taka beiðnina til efnislegrar meðferðar, þar sem kærandi teldist ekki aðili máls í skilningi 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærandi bar ákvörðun Lyfjastofnunar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi dags. 5. nóvember 2013.</p> <p>Þann 11. nóvember 2013 sendi kærandi aðra gagnabeiðni til Lyfjastofnunar þar sem óskað var að nýju eftir afritum af vísindarannsóknaniðurstöðum og/eða mati sem stofnunin styðjist við varðandi magn innihaldsefna í bóluefnum. Óskað var eftir gögnum í 13 tölusettum liðum. Kærandi ítrekaði síðari gagnabeiðni sína þann 15. nóvember 2013 en með bréfi dags. 19. nóvember 2013 tilkynnti Lyfjastofnun kæranda að ekki væri tilefni til að taka beiðnina til efnislegrar meðferðar á sömu forsendum og áður. Með bréfi dags. 21. nóvember 2013 bar kærandi síðari ákvörðun stofnunarinnar undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ákveðið að fjalla um kærur kæranda í einu kærumáli enda eru aðilar þeir sömu og gagnabeiðnir kæranda lúta að sömu eða sambærilegum gögnum.</p> <p>Með bréfi dags. 21. nóvember 2013 var Lyfjastofnun kynnt efni kæranna og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn stofnunarinnar barst þann 13. desember 2013. Þar kemur fram að kærandi hafi sent nokkuð mörg erindi til stofnunarinnar, sem eigi það sammerkt að vera almenns eðlis og varða sömu eða svipuð álitaefni. Fyrirspurnirnar hafi ekki varðað ákveðin stjórnsýslumál sem heyri undir Lyfjastofnun og kærandi ekki átt aðild að. Spurt hafi verið um lyf sem hafa svokallað miðlægt markaðsleyfi, sem gefin eru út af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir aðildarríki þess eftir mat Lyfjastofnunar Evrópu. Ákvörðun um að veita tilteknu lyfi markaðsleyfi sé að því búnu innleidd í EFTA-ríkjunum innan 30 daga án frekari skoðunar af hálfu íslenskra stjórnvalda. Að sögn Lyfjastofnunar byggir þetta fyrirkomulag á innleiðingu tilskipunar 2001/83 í EES-samninginn. Stofnunin hafi því bent kæranda á að hafa samband við Lyfjastofnun Evrópu, óski hann frekari upplýsinga, þar sem stofnunin búi ekki yfir umbeðnum upplýsingum. Þá hafi stofnunin ekki bolmagn til að rannsaka einstök lyf eða bóluefni, heldur reiði sig á evrópskt samstarf um mat á tilkynningum um ætlaðar aukaverkanir lyfja.</p> <p>Með bréfi dags. 16. desember 2013 var kæranda kynnt umsögn Lyfjastofnunar og veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum, eigi síðar en 16. janúar 2014. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi þann 30. desember 2013. Þar kemur fram að upphafleg ákvörðun Lyfjastofnunar standist ekki, þar sem engu skipti hvort einstaklingur sem biður um aðgang að gögnum undir þessum málaflokki sé aðili málsins í skilningi 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá séu þær skýringar Lyfjastofnunar, að hún búi ekki yfir umbeðnum gögnum, ótrúverðugar. Í því samhengi segir kærandi að embætti landlæknis hafi bent kæranda á að óska gagnanna hjá stofnuninni.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar beiðnir kæranda um aðgang að niðurstöðum rannsókna sem hann ætlar að Lyfjastofnun styðjist við varðandi það hversu mikið magn tiltekinna innihaldsefna megi nota í bóluefni. Stofnunin tók beiðnir kæranda ekki til efnislegrar skoðunar í upphafi á þeirri forsendu að þær hafi ekki varðað stjórnsýslumál sem kærandi var aðili að. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að hafi stofnuninni verið ljóst að kærandi gæti ekki reist beiðni sína á stjórnsýslulögum hefði hún átt að afgreiða hana á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Af leiðbeiningarskyldu sem hvílir á stjórnvöldum leiðir jafnframt að sé grundvöllur gagnabeiðni óljós beri stjórnvaldi að leiðbeina borgaranum um þessi efni. Enda þótt upphafleg afgreiðsla Lyfjastofnunar á gagnabeiðnum kæranda hafi verið ófullnægjandi að þessu leyti hefur komið fram undir rekstri málsins að stofnunin hafi ekki í vörslum sínum þær rannsóknaniðurstöður sem kærandi krefst aðgangs að.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Af þessu leiðir að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Lyfjastofnunar að umbeðnar rannsóknaniðurstöður séu ekki í fórum stofnunarinnar. Af því leiðir ennfremur að ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum að þessu leyti. Samkvæmt framangreindu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kærum A, dags. 5. og 21. nóvember 2013, á hendur Lyfjastofnun.</p> <p><br /> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> |
577/2015. Úrskurður frá 23. mars 2015 | A gerði þá kröfu fyrir hönd Háskóla Íslands að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki upp að nýju mál nr. ÚNU 13120003 sem lyktaði með úrskurði nr. 566/2015 á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt væru forsendur til að afturkalla úrskurðinn. Loks var þess óskað að úrskurðarnefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðarins á meðan málið yrði borið undir dómstóla. Úrskurðarnefndin féllst ekki á röksemdir kæranda er lutu að því að ekki hefði verið tekin afstaða til þess hvort upplýsingar í umbeðinni skýrslu vörðuðu B umfram aðra í skilningi 14. gr. upplýsingalaga. Þá var heldur ekki fallist á það með kæranda að nefndin hefði ekki uppfyllt rannsóknarskyldu sem á henni hvíldi skv. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Loks féllst nefndin ekki á að henni hafi verið skylt að veita kæranda kost á að koma á framfæri frekari röksemdum um aðgang B á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Var því kröfu kæranda um endurupptöku málsins hafnað. Hins vegar leit nefndin til þess að af gögnum málsins mátti ráða að þeim starfsmönnum kæranda sem skýrslan fjallaði um hafi verið heitið trúnaði um upplýsingagjöf þeirra. Þótt þetta atriði gæti ekki eitt og sér staðið í vegi fyrir aðgangi þriðja aðila að skýrslunni taldi nefndin ekki hægt að útiloka að hægt væri að rekja einstök efnisatriði hennar til tiltekinna nafngreindra einstaklinga. Taldi nefndin því rétt eins og á stóð að gefa kæranda möguleika á sönnunarfærslu af því tagi fyrir dómstólum og féllst á frestun réttaráhrifa úrskurðarins. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 23. mars 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 577/2015 í máli ÚNU 15010010.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi dags. 28. janúar 2015 gerði A þá kröfu fyrir hönd Háskóla Íslands að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki upp að nýju mál nr. ÚNU 13120003, sem lyktaði með úrskurði nr. 566/2015, á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt væru forsendur til að afturkalla úrskurðinn. Loks var þess óskað að úrskurðarnefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðarins á meðan málið yrði borið undir dómstóla.</p> <p>Í úrskurði nr. 566/2015 frá 21. janúar var leyst úr rétti B til aðgangs að skýrslu, dags. 20. nóvember 2013, sem unnin var af fjórum sérfræðingum hjá Lífi og sál, sálfræðistofu ehf. Skýrslan var unnin fyrir Háskóla Íslands og fjallaði um innra starfsumhverfi viðskiptafræðideildar skólans. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að skýrslan hefði að geyma umfjöllun um B og var kæra hans því afgreidd á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Hvorki var fallist á þá málsástæðu Háskóla Íslands að skýrslan teldist vinnugagn í skilningi 8. gr. laganna né að hún hefði að geyma upplýsingar um einkamálefni starfsmanna skólans þannig að hagsmunir viðkomandi vægju þyngra en hagsmunir B af því að fá aðgang að henni. Því voru ákvæði 7. gr. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga ekki talin standa í vegi fyrir aðgangi B að skýrslunni.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Þann 29. janúar 2015 veitti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda, þ.e. Háskóla Íslands, frest til að koma að frekari rökstuðningi fyrir kröfum sínum. Hann barst með bréfi þann 18. febrúar 2015. Þar kemur fram að kröfur kæranda séu í fyrsta lagi byggðar á því að úrskurðarnefndin hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort skilyrði 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 séu uppfyllt að því er varðar beiðni B um aðgang að skýrslu Lífs og sálar. Í athugasemdum með ákvæðinu í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segi að með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ sé vísað til þess að upplýsingarnar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra. Því geti þurft að líta til ástæðna þess að aðili óski upplýsinga. Ekki hafi verið talið nægjanlegt að hans sé eingöngu getið í viðkomandi gögnum, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. A-362/2011. Kærandi byggir á því að upplýsingar í skýrslu Lífs og sálar varði B ekki sérstaklega umfram aðra, þar sem hún hafi verið unnin til að skoða aðstæður þeirra starfsmanna sem þá störfuðu við viðskiptafræðideild skólans. B hafi hins vegar ekki verið starfsmaður deildarinnar þegar skýrslan var unnin. Að mati kæranda hefur úrskurður nefndarinnar ekki að geyma rökstuðning um hvaða hagsmuni B hafi af aðgangi að skýrslunni.</p> <p>Þá bendir kærandi á að í athugasemdum við 14. gr. frumvarps er varð að upplýsingalögum komi einnig fram að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé því líklegt að reyni á andstæða hagsmuni þess sem óskar aðgangs annars vegar, en hins vegar þeirra sem eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum um þá sé haldið leyndum. Oft verði að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta. Úrskurðarnefndin hafi hins vegar ekki leitað eftir afstöðu þeirra starfsmanna sem tekið var viðtal við.</p> <p>Kærandi fellst ekki á það mat nefndarinnar að ekki sé hægt að bera kennsl á eða rekja einstök efnisatriði skýrslunnar til tiltekinna einstaklinga. Í inngangi segi sérstaklega að staðkunnugir muni vita við hverja sé átt í nokkrum tilvikum. Því sé sérstaklega hvatt til að farið verði með efni skýrslunnar sem trúnaðarmál. Það sé sérstaklega mikilvægt að stofnanir ríkisins geti notað tæki á borð við vinnustaðagreiningar til að taka á mögulegum vandamálum sem upp geti komið. Greiningarnar nái ekki tilgangi sínum nema fullur trúnaður ríki. Kærandi áréttar að skýrslan snúist ekki um B og varði ekki hagsmuni hans sem fyrrverandi starfsmanns, heldur hafi tilgangurinn með gerð hennar verið að byggja deildina upp til framtíðar. Kærandi vekur sérstaka athygli á því að óskað hafi verið eftir skýrslunni rúmlega tveimur mánuðum eftir að B lét af störfum við skólann.</p> <p>Þá byggir kærandi á því að meðferð málsins hafi verið ábótavant með tilliti til 14. gr. upplýsingalaga. Beiðni B um aðgang að skýrslunni hafi ekki verið reist á ákvæðinu, og kærandi hafi fyrst fengið vitneskju um að hann teldi sig eiga aðgang að skýrslunni á þessum grundvelli eftir uppkvaðningu úrskurðarins. Kærandi hafi eingöngu vikið að ákvæðinu í umsögn sinni til að skýra þá afstöðu að skýrslan varði ekki upplýsingar um B í skilningi þess. Ekki hafi verið tilefni til að setja fram röksemdir til stuðnings því að ákvæðið ætti ekki við í málinu eða til vara að undanþágur ákvæðisins ættu við. Þá bendir kærandi á að úrskurðarnefndin óskaði ekki eftir upplýsingum frá kæranda um hvort vísað sé til B í skýrslunni.</p> <p>Kærandi telur forsendur endurupptöku vera fyrir hendi með vísan til 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Stjórnvöldum kunni að vera skylt að endurupptaka mál á grundvelli ólögfestra reglna, svo sem ef lagalegar forsendur ákvörðunar hafa breyst verulega frá því að hún var tekin. Einnig kunni rökstuddar vísbendingar um verulegan annmarka á málsmeðferð stjórnvalds að leiða til þess að því sé skylt að taka mál upp að nýju. Þar sem rannsókn málsins hafi verið ábótavant, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga, verði að telja skilyrði endurupptöku fyrir hendi. Kæranda hafi ekki gefist tækifæri til að koma sjónarmiðum að í framhaldi af beiðni B til nefndarinnar um að fá aðgang að skýrslunni á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Þá hafi ekki verið gætt að andmælarétti þeirra starfsmanna sem tekin voru viðtöl við, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga, enda verði að líta svo á að þeir eigi einstaklegra og verulegra hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Að minnsta kosti hefði þurft að leita eftir afstöðu þeirra á grundvelli 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Kærandi telur framangreindar málsástæður einnig leiða til þess að skilyrði afturköllunar séu fyrir hendi þar sem ákvörðun nefndarinnar verði að teljast ógildanleg með vísan til 2. tl. 25. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p>Kærandi óskar þess, verði ekki fallist á endurupptöku málsins eða afturköllun úrskurðar nefndarinnar nr. 566/2015, að réttaráhrifum hans verði frestað samkvæmt 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga. Í málinu séu bæði í húfi mikilvægir hagsmunir kæranda og þeirra starfsmanna sem viðtöl voru tekin við undir vinnslu skýrslunnar. Þessir hagsmunir gætu verið skertir með óbætanlegum hætti ef veittur yrði aðgangur að skýrslunni í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kunna að verða skýrð af dómstólum. Viðtölin hafi snúist um afar viðkvæm persónuleg málefni starfsmanna kæranda, meðal annars líðan í starfi og viðhorf til samstarfsmanna. Ein forsenda þess að starfsmennirnir ræddu við sálfræðingana sem unnu skýrsluna hafi verið sú að gætt yrði eðlilegs trúnaðar eins og skylt sé í samskiptum sálfræðings og skjólstæðings samkvæmt lögum.</p> <p>Með bréfi dags. 19. febrúar 2015 var rökstuðningur kæranda sendur B og honum veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum. Þær bárust þann 27. febrúar 2015. Þar kemur fram að ekki sé unnt að fallast á það með kæranda að tilgangur skýrslunnar hafi verið að meta aðstæður þeirra starfsmanna sem þá störfuðu við deildina, enda hefði annars ekki verið ástæða til umfjöllunar um B. Því hljóti upplýsingar í skýrslunni að varða hann umfram aðra. Hagsmunir hans tengist einkum tveimur málum sem séu til meðferðar hjá Umboðsmanni Alþingis. Upplýsingar úr skýrslunni geti nýst honum til að styrkja málflutning sinn um að málefnaleg sjónarmið hafi ekki ráðið för við töku ákvarðana skólans í málunum tveimur. Þá kveðst B hafa í hyggju að fara með bæði málin fyrir dómstóla. Loks tengist hagsmunir hans því að hann hyggist kvarta undan einelti á vinnustaðnum. Upplýsingar í skýrslunni geti styrkt fullyrðingar hans um það.</p> <p>Um þá málsástæðu kæranda að starfsmönnum hafi verið heitið trúnaði við gerð skýrslunnar segir B að þeim hafi verið lofað að ekki yrði hægt að rekja einstök efnisatriði til þeirra, en ekki því að þriðji aðili fengi ekki aðgang að skýrslunni. Þá eigi kærandi ekki að hafa sjálfdæmi um það hvaða gögnum hann veitir aðgang að. Loks segir B ekki stoða fyrir kæranda að bera fyrir sig að farið hafi verið með skýrsluna sem trúnaðarmál, þar sem ástæða þess sé neikvæð umfjöllun skýrslunnar um stjórnendur deildarinnar.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar kröfu kæranda um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál endurupptaki mál nr. ÚNU 13120003, sem lyktaði með úrskurði nr. 566/2015, með vísan til 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá telur kærandi forsendur til þess að nefndin afturkalli úrskurðinn með vísan til 25. gr. stjórnsýslulaga. Verði ekki fallist á endurupptöku eða afturköllun óskar kærandi þess að réttaráhrifum úrskurðar nr. 566/2015 verði frestað á meðan málið verði borið undir dómstóla með vísan til 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <h3>2.</h3> <p>Til stuðnings kröfu kæranda um endurupptöku málsins er vísað til þess í upphafi að úrskurðarnefndin hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort það skilyrði 14. gr. upplýsingalaga sé uppfyllt að B hafi einstaklega eða verulega hagsmuni af því að fá aðgang að umbeðinni skýrslu. Ekki er unnt að fallast á þetta með kæranda, enda er sérstaklega tekið fram í úrskurði nefndarinnar að í skýrslunni sé fjallað sérstaklega um B og beri því að afgreiða kæru hans á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Kærandi byggir á því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ekki uppfyllt rannsóknarskyldu, sem á henni hvílir skv. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem ekki hafi verið leitað eftir afstöðu þeirra starfsmanna sem tekið var viðtal við. Í úrskurði nr. 566/2015 lagði nefndin til grundvallar að ekki væri unnt að rekja einstök efnisatriði skýrslunnar til tiltekinna nafngreindra starfsmanna, og þar með væri ekki að finna upplýsingar í henni um einkamálefni annarra í skilningi 3. mgr. 14. gr. Þegar af þeirri ástæðu var nefndinni ekki skylt að leita afstöðu starfsmanna kæranda til afhendingar skýrslunnar á grundvelli 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Loks verður ekki séð að meðferð málsins hafi verið ábótavant þar sem kærandi hafi ekki verið upplýstur um að kæra B hafi verið afgreidd á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. Í upphaflegri gagnabeiðni B til kæranda var hvorki vísað til ákvæða 5. gr. né 14. gr. upplýsingalaga, og sama gildir um kæru hans til úrskurðarnefndarinnar. Kæranda mátti hins vegar ljóst vera að umbeðið gagn hefði að geyma upplýsingar um B, þar sem hann hafði það undir höndum. Í umsögn kæranda dags. 29. ágúst 2014 kemur einnig skýrt fram að kærandi telji skilyrði ákvæðisins ekki uppfyllt um aðgang B að skýrslunni, þar sem hún varði ekki upplýsingar um hann í skilningi ákvæðisins. Er af þessum sökum ekki unnt að líta svo á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi verið skylt á grundvelli rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að veita kæranda kost á að koma á framfæri frekari röksemdum um skilyrði ákvæðisins.</p> <p>Með vísan til framangreinds verður kröfu kæranda um endurupptöku máls nr. ÚNU 13120003 synjað. Á sömu forsendum er heldur ekki unnt að fallast á með kæranda að forsendur standi til afturköllunar úrskurðar nefndarinnar nr. 566/2015.</p> <h3>3.</h3> <p>Þá kemur til skoðunar hvort skilyrði 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 séu uppfyllt til að réttaráhrifum úrskurðar nr. 566/2015 verði frestað á meðan kærandi ber málið undir dómstóla samkvæmt nánari skilyrðum ákvæðisins.</p> <p>Í 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Skuli krafa þess efnis gerð eigi síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafan sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests. Ákvæði um frestun réttaráhrifa var áður í 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í athugasemdum við þá grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996, svo og í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, segir: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðarframkvæmd lagt til grundvallar að með heimildarákvæðinu hafi fyrst og fremst verið höfð í huga tilvik, þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. Vísast um þetta til úrskurðar nefndarinnar nr. 575/2015, en úrskurða nr. A-78/1999C, A-117/2001B, A-233/2006B, A-277/2008B, A-328B/2010 B-438/2012 og B-442/2012 um ákvæði 18. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. Jafnframt geta haft þýðingu önnur sjónarmið á borð við það hvort nefndin hafi byggt niðurstöðu sína á atriðum sem eru háð vafa, eins og kærandi heldur fram að eigi við um þá ályktun að ekki sé hægt að rekja einstök efnisatriði skýrslu Lífs og sálar til tiltekinna nafngreindra einstaklinga.</p> <p>Í þessu sambandi telur úrskurðarnefndin rétt að hafa hliðsjón af því að af gögnum málsins má draga þá ályktun að einstaklingum, sem tóku þátt í viðtölum sem skýrslan byggir á, hafi verið heitið trúnaði um upplýsingagjöf þeirra. Vísast um þetta til úrskurðar nefndarinnar nr. A-233/2006B. Þótt þetta atriði geti ekki eitt og út af fyrir sig staðið í vegi fyrir því að þriðja aðila verði veittur aðgangur að skýrslunni á grundvelli upplýsingalaga telur úrskurðarnefndin að við mat á því hvort fresta beri réttaráhrifum úrskurðarins hafi áhrif ef ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf starfsmannanna í sálfræðiviðtölum og hvernig þeir völdu að tjá sig um þá þætti sem þeir voru spurðir um. Enda þótt nefndin hafi í úrskurði sínum ályktað að ekki sé hægt að rekja efnisatriði skýrslunnar til tiltekinna nafngreindra einstaklinga þykir ekki hægt að útiloka að fullu að leitt verði í ljós undir rekstri dómsmáls að gagnstæð niðurstaða eigi við. Það skjal sem krafist er aðgangs að er nokkuð sérstaks eðlis. Þótt það hafi ekki verið sérstaklega leitt í ljós er samt ekki útilokað að tilurð þess og notkun skili ekki tilætluðum árangri sé veittur aðgangur að því, eins og haldið er fram af Háskóla Íslands, sbr. ákvæði 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga. Telur nefndin því rétt eins og hér stendur á að gefa kæranda möguleika á sönnunarfærslu af því tagi og fellst á frestun réttaráhrifa úrskurðar nr. 566/2015.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kröfu Háskóla Íslands um endurupptöku máls nr. ÚNU 13120003 er hafnað.</p> <p>Fallist er á frestun réttaráhrifa úrskurðar 566/2015 enda beri Háskóli Íslands málið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu þessa úrskurðar og óski eftir að það hljóti flýtimeðferð.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Þorgeir Ingi Njálsson</p> <p>varaformaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
574/2015. Úrskurður frá 2. mars 2015 | A kærði, f.h. Tryggingamiðstöðvarinnar hf., ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að hafna beiðni félagsins um aðgang að gögnum um Glitni hf. FME bar fyrir sig 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en kærandi taldi 5. mgr. sömu greinar leiða til þess að FME bæri að afhenda umbeðin gögn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál túlkaði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 með þeim hætti að ákvæðið heimilaði miðlun gagna fyrir dómi innan ramma laga um meðferð einkamála, en gæti ekki vikið sérstakri þagnarskyldu 1. mgr. þegar um er að ræða beiðni um afhendingu gagna á grundvelli upplýsingalaga. Nefndin taldi umbeðin gögn hafa að geyma upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og staðfesti því synjun FME á beiðni kæranda um aðgang að þeim. | <p></p> <h2>ÚRSKURÐUR  </h2> <p></p> <p>Hinn 2. mars 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 574/2015 í máli ÚNU 14020012.</p> <p></p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með kæru dags. 25. febrúar 2014 kærði A, f.h. Tryggingamiðstöðvarinnar hf., ákvörðun Fjármálaeftirlitsins („FME“) dags. 27. janúar 2014, um að hafna beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Upphafleg gagnabeiðni kæranda dags. 1. júní 2012 laut að gögnum í 26 töluliðum, en FME vísaði beiðninni frá á þeim grundvelli að hún væri of almenn til að hægt væri að taka hana til efnislegrar úrlausnar. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-475/2013 var ákvörðuninni vísað til nýrrar afgreiðslu FME hvað liði nr. 13-17, 19-23 og 25 varðaði en kærunni vísað frá að öðru leyti. Hin kærða ákvörðun varðar rétt kæranda til aðgangs að gögnum undir liðum 22, 23 og 25, en FME synjaði um aðgang að þeim 27. janúar sem fyrr segir. Liðirnir eru orðaðir með eftirfarandi hætti í gagnabeiðni kæranda:</p> <p></p> <p>„22. Bréf FME til Glitnis í ágúst 2007, þar sem FME varaði m.a. sérstaklega við þeirri gríðarlegu hættu, sem Glitni stafaði af lánum og fyrirgreiðslu til tengdra aðila.</p> <p></p> <p>23. Afrit af gögnum í tengslum við könnun FME á útlánareglum Glitnis, mitt árið 2007.</p> <p></p> <p>25. Skýrslu FME varðandi Glitni frá febrúar 2008.“</p> <p></p> <p>Í málavaxtalýsingu kæranda kemur fram að upphafleg gagnabeiðni hans hafi verið lögð fram í tilefni af málaferlum vegna stjórnendatryggingar sem Glitnir banki keypti fyrir stjórnendur bankans vorið 2008. Vátryggingartímabilinu var að sögn kæranda ætlað að vera frá 1. maí 2008 til 1. maí 2009. Kærandi hefur alfarið hafnað gildi tryggingarinnar, meðal annars á þeim grundvelli að Glitnir hafi brotið gegn reglum um upplýsingaskyldu. Þannig hafi kærandi ekki verið upplýstur um misferli í starfsemi bankans og brot sem framin hefðu verið af hálfu bankans og starfsmanna hans. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og umfjöllun fjölmiðla leiddi að mati kæranda í ljós gríðarlegar misfellur og lögbrot í rekstri Glitnis fyrir fall bankans haustið 2008. Í kæru kemur fram að kærandi hyggist leggja umbeðin gögn fram í framangreindum dómsmálum.</p> <p></p> <p>Í ákvörðun FME dags. 27. janúar 2014 sagði um lið 22 að stofnunin hefði farið yfir öll útsend bréf sem voru stíluð á Glitni í ágústmánuði 2007. Í einu þeirra væri minnst á viðskipti við tengda aðila og var kæranda afhent afrit þess. Stofnunin afmarkaði beiðni kæranda um gögn samkvæmt liðum 23 og 25 þannig að hún tæki til athugunar hennar á útlánaáhættu hjá Glitni, mál nr. 2007060080 í málaskrá stofnunarinnar, sem lauk með skýrslu í febrúar 2008. FME taldi heimilt að veita kæranda aðgang að forsíðu skýrslunnar, efnisyfirliti með útstrikunum og köflunum „Inngangur“ og „Helstu niðurstöður“. Þá taldi FME heimilt að afhenda bréf sem fóru á milli aðila án fylgiskjala, nokkur tölvupóstsamskipti og eitt minnisblað. Að öðru leyti hefðu umbeðin gögn að geyma upplýsingar sem leynt eiga að fara um viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila, tengdra aðila og annarra samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Þá væri einnig í þeim að finna upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna eftirlitsskylds aðila sem væru háðar þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.</p> <p></p> <p>Kærandi byggir rétt sinn til aðgangs að hinum umbeðnu gögnum á 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt meginreglunni sem birtist í ákvæðinu er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál eða tilteknum fyrirliggjandi gögnum ef eftir því er óskað. Kærandi áréttar að undanþágur í 6.-10. gr. laganna beri að skýra þröngt samkvæmt almennum lögskýringarreglum.</p> <p></p> <p>Í kæru kemur fram að þar sem FME hafi afhent bréf dags. 16. ágúst 2007, sem liður 22 í gagnabeiðni kæranda laut að, sé ekki ástæða til að kæra meðferð stofnunarinnar á beiðni kæranda samkvæmt liðnum. Sama gildi um lið 25, þar sem Glitnir hafi lagt alla skýrsluna fram í dómsmáli sem bankinn höfðaði gegn fyrrverandi stjórnendum bankans, einum eiganda hans og kæranda til réttargæslu. Eftir standi því að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að þeim gögnum undir lið nr. 23 sem FME hefur ekki þegar veitt honum aðgang að.</p> <p></p> <p>Kærandi hafnar því að sérstök þagnarskylduákvæði í 13. gr. laga nr. 87/1998 eigi við um gögnin sem hann óskar aðgangs að. Af 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga leiði að almenn ákvæði annarra laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Kærandi byggir á því að 13. gr. laga nr. 87/1998 hafi að geyma almennt ákvæði um þagnarskyldu, þar sem ekki sé að finna sérgreiningu á þeim upplýsingum sem þagnarskyldan taki til. Þá vísar kærandi til athugasemda er fylgdu frumvarpi er varð að lögum nr. 87/1998, þar sem fram komi að greinin hafi að geyma almennt þagnarskylduákvæði. Með hliðsjón af framangreindu geti ákvæðið því ekki takmarkað rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum.</p> <p></p> <p>Byggt er á því í kæru að jafnvel þótt ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 verði talið sérstakt þagnarskylduákvæði leiði 5. mgr. 13. gr. til þess að þagnarskyldan gildi ekki um hin umbeðnu gögn. Kærandi telur að Glitnir banki sé bæði gjaldþrota og í þvinguðum slitum í skilningi ákvæðisins og því sé heimilt við rekstur þeirra einkamála sem rekin eru á hendur kæranda að upplýsa um atriði sem þagnarskylda skv. 1. mgr. 13. gr. myndi annars gilda um. Í þessu samhengi vísar kærandi til þess að Glitnir hafi verið gjaldþrota þegar hann gat ekki staðið í skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra féllu í gjalddaga, og ekki var sennilegt að greiðsluörðugleikar bankans myndu líða hjá í bráð. Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sé nægjanlegt að eftirlitsskyldur aðili sé gjaldþrota, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið tekinn til formlegrar gjaldþrotameðferðar. Að mati kæranda ber FME sönnunarbyrðina af því mati að bankinn geti ekki talist gjaldþrota í skilningi ákvæðisins, en vandséð er hvernig stofnunin geti haldið því fram að hann sé gjaldfær.</p> <p></p> <p>Jafnframt bendir kærandi á að FME hafi tekið yfir vald hluthafafundar Glitnis með ákvörðun þann 7. október 2008 vegna knýjandi fjárhags- og rekstrarörðugleika bankans. Í kjölfarið hafi bankinn verið tekinn til slitameðferðar með úrskurði þann 22. nóvember 2010. Þrátt fyrir að lög hafi gert ráð fyrir því að beiðni um slitameðferð kæmi frá skilanefnd og slitastjórn Glitnis hafi bankinn ekki átt annarra kosta völ, og því telur kærandi hafið yfir allan vafa að bankinn sé í þvinguðum slitum í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Í þessu skyni vísar kærandi til dóma Hæstaréttar frá 16. janúar 2014 í málum nr. 191/2013, 356/2013, 359/2013, 412/2013 og 413/2013, þar sem skýrt komi fram að Hæstiréttur telji að jafna megi þvinguðum slitum Landsbanka Íslands hf. til gjaldþrotaskipta. Glitnir sé í sömu stöðu og Landsbankinn að þessu leyti.</p> <p></p> <p>Kærandi mótmælir því að skilyrði 5. mgr. 13. gr. um að upplýsingar séu veittar um atriði „við rekstur einkamála“ sé ekki uppfyllt. Óumeilt sé að mál séu rekin á hendur kæranda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ef skilningur FME yrði lagður til grundvallar yrði vandséð hvenær skilyrðið teldist uppfyllt.</p> <p></p> <p>Kærandi fjallar sérstaklega um þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 í kæru sinni. Að mati kæranda er ákvæðið almennt og tekur aðeins til vitneskju sem varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækisins. Kærandi telur umbeðin gögn ekki varða viðskipti eða einkamálefni viðskiptamanna Glitnis sem leynt eigi að fara, og ákvæðið komi því ekki í veg fyrir aðgang kæranda að þeim. Að mati kæranda staðfesti dómur Hæstaréttar í máli nr. 758/2009 að ákvæðinu sé fyrst og fremst ætlað að vernda viðskiptahagsmuni viðskiptavinar fjármálafyrirtækis en ekki fyrirtækisins sjálfs.</p> <p></p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji að umbeðin gögn hafi þegar verið gerð opinber með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis og fjölmiðla. Í því samhengi vísar kærandi til dóms Hæstaréttar frá 30. janúar 2014 í máli nr. 809/2013. Varnaraðila var gert að svara spurningu sóknaraðila um eignarhald á 5% hlut í Givenshire Equities Ltd. þar sem 3. mgr. 53. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var talin eiga við. Kærandi vísar til þess að í forsendum Hæstaréttar segi að bú tiltekins fyrirtækis hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta, skuldaskil Landsbankans stæðu yfir, og því væru ekki sömu hagsmunir og annars væru tengdir þeim trúnaðarupplýsingum sem spurningin laut að og varnaraðilinn kynni að búa yfir vitneskju um. Þá segi einnig í dóminum að upplýsingarnar sem spurningin tengdist hefðu birst opinberlega í gögnum á borð við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Sömu sjónarmið eigi við um Glitni.</p> <p></p> <p>Þá hafi FME  brotið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga með því að kanna ekki hvort eða með hvaða hætti umrædd gögn gætu verið háð þagnarskyldu eða hvernig þau hafi verið gerð opinber í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eða með öðrum hætti. </p> <p></p> <p>Kærandi telur að 9. gr. upplýsingalaga geti ekki leyst FME undan skyldu til afhendingar gagnanna. Þar sem Glitnir sé í slitameðferð hafi hann enga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni varðandi það hvort umbeðin gögn verði afhent eða ekki.</p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Kæran var kynnt FME með bréfi dags. 26. febrúar 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um hana. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit þeirra gagna sem kæran lýtur að. Umsögn FME barst þann 19. mars 2014 ásamt fylgiskjölum. Þá fylgdi umsögninni minnislykill með afritum af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p></p> <p>Í umsögn FME er vísað til sömu röksemda og fram komu í ákvörðun stofnunarinnar. Stofnunin tekur fram að upplýsingarnar í hinum umbeðnu gögnum lúti ekki með beinum hætti að ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þá er áréttað að beiðni kæranda var sett fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Því eigi ekki að skipta máli hver biður um gögnin eða í hvaða tilgangi með hliðsjón af þeim hluta kærunnar sem virðist fjalla um lögvarða hagsmuni. Í þessu sambandi telur stofnunin jafnframt að ekki sé ljóst af gildissviði upplýsingalaga hvort úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti tekið til meðferðar beiðni um upplýsingar á grundvelli 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</p> <p></p> <p>FME lítur svo á að ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002 séu sérstök ákvæði um þagnarskyldu sem ganga lengra en 9. gr. upplýsingalaga með vísan til áralangrar framkvæmdar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá mótmælir stofnunin skýringum kæranda á 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Ákvæðið sé undantekning frá hinni sérstöku þagnarskyldu sem hvíli á starfsmönnum FME samkvæmt 1. mgr. og beri því að skýra þröngt. Þá sé um heimildarákvæði að ræða sem varði eingöngu upplýsingar sem eru þagnarskyldar samkvæmt 1. mgr. Það taki því ekki til upplýsinga sem eru háðar bankaleynd samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002. Þá tekur FME fram að Glitnir hf. sé enn í slitameðferð og enn undir eftirliti stofnunarinnar samkvæmt 101. gr. a. laganna. FME telur beiðni kæranda ekki uppfylla skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, þ.e. annars vegar að eftirlitsskyldur aðili sé gjaldþrota eða þvinguð slit fari fram, og hins vegar að upplýsingar séu veittar við rekstur einkamáls.</p> <p></p> <p>FME hafnar því að hafa brotið gegn 10. gr. stjórnsýslulaga. Þá vísar stofnunin til þess að þagnarskyldu gagnvart rannsóknarnefnd Alþingis var sérstaklega aflétt með lögum. Sú undanþága nái ekki til FME og upplýsinga sem stofnunin afhenti rannsóknarnefndinni. Hvað vísun kæranda til dóms Hæstaréttar frá 30. janúar 2014 í máli nr. 809/2013 varði sé bent á að spurningarnar sem þar voru til umfjöllunar lutu að félagi sem naut bankaleyndar skv. 58. gr. laga nr. 161/2002 og hafði á þeim tíma verið tekið til gjaldþrotaskipta. Stofnunin telur því að dómurinn geti ekki gert það að verkum að FME beri að afhenda þau gögn sem kæra kæranda lýtur að.</p> <p></p> <p>Umsögn FME var kynnt kæranda með bréfi dags. 20. mars 2014 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust þann 4. apríl 2014. Þar er í upphafi fjallað um markmið upplýsingalaga og komist að þeirri niðurstöðu að skýra beri „meðferð opinberra hagsmuna“ með rúmum hætti með vísan til 1. gr. upplýsingalaga og athugasemda sem fylgdu frumvarpi til laganna. Þá hafnar kærandi þeirri málsástæðu FME að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti ekki tekið málið til meðferðar með vísan til gildissviðs upplýsingalaga. Í 2. gr. laganna segi að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda.</p> <p></p> <p>Kærandi mótmælir skýringum FME á 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Um almenna þagnarskyldureglu sé að ræða, en ekki sérstaka eins og stofnunin heldur fram. Þá sé það undanþága frá meginreglunni um rétt almennings til upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum. Því beri heldur að skýra 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 þröngri skýringu. Kærandi telur ljóst að Glitnir sé gjaldþrota í skilningi 5. mgr. ákvæðisins og vísar til rökstuðnings í kæru auk skilgreiningar hugtaksins í íslenskri orðabók. Þá skipti ekki máli að Glitnir óskaði sjálfur eftir slitameðferð á grundvelli 3. tl. 2. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002 þar sem það hafi ekki verið  vilji framkvæmdastjóra, stjórnar eða hluthafafunda bankans, heldur hafi Fjármálaeftirlitið tekið yfir rekstur hans.</p> <p></p> <p>Varðandi hitt skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, að upplýsingar séu veittar við rekstur einkamáls, segir kærandi óumdeilt að rekin séu einkamál á hendur sér, þar á meðal mál sem Glitnir hefur höfðað. Ákvæðið hafi ekki að geyma áskilnað þess efnis að það eigi bara við um skýrslutökur starfsmanna FME fyrir dómi, enda hefði ákvæðið verið orðað öðruvísi ef sú hefði átt að vera raunin. Þá standi úrræði til öflunar gagna eftir lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 sjálfstætt og haggi ekki rétti kæranda til öflunar gagna eftir upplýsingalögum. Kærandi mótmælir þeirri skýringu FME að 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 eigi ekki við þar sem ákvæðið sé heimildarákvæði. Orðið „heimilt“ sé notað til að undirstrika að viðkomandi gögn séu ekki háð þagnarskyldu, heldur sé heimilt að afhenda þau. Skyldan til afhendingar sé síðan ótvíræð samkvæmt upplýsingalögum.</p> <p></p> <p>Kærandi mótmælir því að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Glitnis sem enn séu virkir. Í hverju tilfelli verði að fara fram mat á því hvort um mikilvæga hagsmuni sé að ræða. Kærandi tekur fram um ákvæði 3. mgr. 9. gr. laga nr. 161/2002 að það varði þau tilfelli þegar FME hefur afturkallað starfsleyfi fjármálafyrirtækis en bráðabirgðastjórn, slitastjórn eða skiptastjóri fái heimild til að annast áfram tiltekna leyfisbundna starfsemi. Glitnir hafi því ekki hefðbundið starfsleyfi fjármálafyrirtækis heldur mjög takmarkað leyfi sem sé nauðsynlegt vegna bústjórnar og ráðststafana á hagsmunum búsins. Glitnir hafi ekki með höndum bankastarfsemi eða bankaviðskipti, og sönnunarbyrðin um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Glitnis hvíli á FME.</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p></p> <h3>1.</h3> <p></p> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum um Glitni hf. Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p></p> <p>Í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum segir orðrétt: „Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.“</p> <p></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laganna teljist sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hefur orðasambandið „óviðkomandi aðilum“ verið skýrt með þeim hætti að átt sé við aðila sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að FME miðli upplýsingum til. Ljóst er að kærandi telst til óviðkomandi aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en hins vegar er deilt um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laganna á við í málinu.</p> <p></p> <p>Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr., þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram. Þagnarskyldan gildi þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila. Með ákvörðun FME dags. 7. október 2008 tók stofnunin yfir vald hluthafafundar Glitnis og vék félagsstjórn bankans frá störfum. Um leið voru öll málefni bankans sett undir skilanefnd, sem skipuð var í skjóli opinbers valds og var ætlað að leggja drög að aðgerðum til skuldaskila bankans.</p> <p></p> <p>Það er skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að upplýst sé um atriði, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, við rekstur einkamála. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að skýra þennan áskilnað svo að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli ákvæða upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, verður ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. Ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ber að skýra með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, og getur í þessu samhengi engu breytt þó kærandi hyggist leggja gögnin fyrir dóm í einkamálum sem hann er aðili að. Öndverð skýring myndi leiða til þess að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri fyrir borð borin, þar sem almenningi væri í lófa lagið að krefjast aðgangs að gögnum sem þagnarskylda ákvæðisins ríkir um í þeim yfirlýsta tilgangi að leggja þau fyrir dóm í einkamáli.</p> <p></p> <p>Samkvæmt framansögðu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að eins og á stendur þurfi að meta hvort umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, án tillits til þeirrar heimildar sem 5. mgr. ákvæðisins mælir fyrir um.</p> <p></p> <p>Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig lagt til grundvallar að ákvæði 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu færist yfir á FME vegna upplýsinga sem það hefur tekið við.</p> <p></p> <h3>3.</h3> <p></p> <p>Af afmörkun FME á umbeðnum gögnum, ákvörðun stofnunarinnar og kæru kæranda er ljóst að beiðni kæranda um aðgang að gögnum samkvæmt liðum nr. 22 og 25 hefur ýmist verið afgreidd eða kærandi fengið aðgang að gögnunum með öðrum hætti. Eftir stendur því að ákvarða rétt kæranda til aðgangs að gögnum samkvæmt lið nr. 23, þ.e. afritum af gögnum í tengslum við könnun FME á útlánareglum Glitnis um mitt árið 2007. FME hefur afmarkað beiðnina við mál nr. 2007060080 í málaskrá stofnunarinnar, sem lauk með skýrslu um útlánaáhættu hjá Glitni banka hf. í febrúar 2008. Með ákvörðun stofnunarinnar dags. 27. janúar 2014 var kæranda veittur aðgangur að hluta gagnanna, þ.e. bréfum á milli aðila án fylgiskjala, nokkrum tölvupóstsamskiptum og einu minnisblaði. Þau gögn sem eftir standa eru meðal annars tölvupóstar á milli bankans og FME, stutt minnisblöð FME og önnur gögn um útlán bankans og tengd atriði sem FME aflaði hjá bankanum á grundvelli eftirlitsheimilda stofnunarinnar.</p> <p></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin og telur þau öll hafa að geyma upplýsingar um viðskipti og rekstur Glitnis, eftirlitsskylds aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, og starfsemi FME í tengslum við eftirlit stofnunarinnar með félaginu og Glitni banka hf. Að þessum upplýsingum frátöldum eru efnisatriði gagnanna fá sem engin. Að mati nefndarinnar eru upplýsingarnar þess eðlis að sanngjarnt og eðlilegt er að þær fari leynt í skilningi ákvæðisins, eins og það verður skýrt með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga. Þá hafa gögn sem FME aflaði hjá Glitni um útlán, framvirka samninga, eignir og ábyrgðir að geyma umfangsmiklar upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni nafngreindra viðskiptamanna bankans.</p> <p></p> <p>Hvergi er að finna upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna í hinum umbeðnu gögnum. Þagnarskyldar upplýsingar er sem fyrr segir að finna svo víða í gögnunum að ekki eru efni til að veita kæranda aðgang að þeim að. Með vísan til 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sbr. 9. gr. upplýsingalaga og 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 verður synjun FME á beiðni kæranda um aðgang að gögnunum staðfest.</p> <p></p> <h3>4.</h3> <p></p> <p>Kærandi hefur haldið því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum og vísa til þeirra, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu FME á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, þurfi þeir að gefa skýrslu fyrir dómi, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014. Þá getur hugsanleg umfjöllun fjölmiðla um málið ekki aflétt þeirri þagnarskyldu sem hvílir á FME samkvæmt framangreindum þagnarskylduákvæðum upplýsingalaga, laga nr. 87/1998 og 161/2002. Getur úrskurðarnefndin því ekki fallist á það með kæranda að FME hafi vanrækt rannsóknarskyldur sínar í því sambandi, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p></p> <p>Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni Tryggingamiðstöðvarinnar hf. um aðgang að afritum af gögnum í tengslum við könnun FME á útlánareglum Glitnis (nr. 2007060080 í málaskrá Fjármálaeftirlitsins), umfram þau sem þegar hafa verið afhent kæranda.</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p></p> <p>formaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> <p> </p> |
575/2015. Úrskurður frá 2. mars 2015 | A gerði þá kröfu f.h. Sorpu bs. að úrskurðarnefnd um upplýsingamál frestaði réttaráhrifum úrskurðar nr. 570/2015 á meðan málið yrði borið undir dómstóla. Krafan byggði á því að upplýsingarnar væru bundnar trúnaði samkvæmt ákvæði í útboðslýsingu á grundvelli 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að heimildarákvæði 24. gr. upplýsingalaga væri undantekning sem aðeins yrði beitt þegar sérstaklega stendur á. Ákvæðið eigi fyrst og fremst við þegar í húfi eru mikilvægir hagsmunir sem geta verið skertir með óbætanlegum hætti ef aðgangur yrði veittur að umbeðnum gögnum. Að mati nefndarinnar benti ekkert til þess að slíkir hagsmunir væri í húfi og kröfu kæranda því hafnað. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 2. mars 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 575/2015, í máli ÚNU 15010011.<br /> </p> <h3>Krafa</h3> <p>Með bréfi, dags. 28. janúar 2015, gerði A, f.h. Sorpu bs., þá kröfu, með vísun til 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að úrskurðarnefnd um upplýsingamál myndi fresta réttaráhrifum úrskurðar nr. 570/2015, í máli ÚNU 14020004, meðan málið yrði borið undir dómstóla. Í kröfunni segir m.a.:</p> <p>„Umbjóðandi LEX telur að honum sé óheimilt að afhenda umbeðnar upplýsingar með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, auk þess sem upplýsingarnar séu bundnar trúnaði samkvæmt ákvæði í útboðslýsingu á grundvelli 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Þau gögn sem um ræðir innihalda viðkvæmar upplýsingar um núgildandi einingaverð og tæknilegar upplýsingar um starfsemi Efnamóttökunnar hf., en afhending slíkra viðkvæmra upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni til samkeppnisaðila stríðir að mati umbjóðanda LEX gegn 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Hvað varðar ákvæði um trúnað sérstaklega er vísað til þess að takmarkanir upplýsingalaga á trúnaði skv. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup geta aðeins rúmast innan þess ramma sem upplýsingalögin setja. Þar sem umræddar upplýsingar eru að mati umbjóðanda LEX undanþegnar upplýsingaskyldu skv. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga þá hafi raunar verið heimilt og rétt að heita bjóðendum trúnaði í útboðsskilmálum. Er þessi afstaða í samræmi við túlkun kærunefndar útboðsmála að því er varðar samspil 17. gr. laga um opinber innkaup annars vegar og takmarkanir á upplýsingarétti skv. upplýsingalögum hins vegar. Í úrskurðaframkvæmd þeirrar nefndar hefur verið fallist á að synja um aðgang gagna í málum sambærilegum þessu máli, á þeim grundvelli að um væri að ræða upplýsingar um mikilvæga einkahagsmuni þess sem upplýsingarnar vörðuðu. Vísast í þessu sambandi til úrskurða nr. 3/2006 og nr. 26/2009. Með niðurstöðu sinni í þessu máli hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál gert framangreindar niðurstöður kærunefndar útboðsmála að engu. Í þessu samhengi verður aukinheldur ekki framhjá því litið að allir þátttakendur í því útboði sem hér er fjallað um, þar með talið kærandi, afhentu tilboðsskrár í trúnaði. Beiðni kæranda um afhendingu þessara gagna nú skýtur því nokkuð skökku við.<br /> </p> <p>Telur umbjóðandi LEX að ekki hafi farið fram fullnægjandi atviksbundið hagsmunamat í máli þessu samkvæmt 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, auk þess sem ekki hafi verið færð fullnægjandi rök fyrir því í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í málinu, þrátt fyrir að byggt hafi verið á því ákvæði í málatilbúnaði umbjóðanda LEX.</p> <p>Í 3. mgr. 14. gr., sbr. 9. gr., upplýsingalaga felst að framkvæma þarf sérstakt mat á hagsmunum þess sem um upplýsingar biður á grundvelli 14. gr. laganna annars vegar og þess sem upplýsingarnar varða hins vegar. Í athugasemdum frumvarps til upplýsingalaga að því er 14. gr. laganna varðar kemur fram að kjarni reglunnar í 3. mgr. 14. gr. felist í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni. Telur umbjóðandi LEX að skírskotun til almennra hagsmuna af því að njóta upplýsingaréttar á grundvelli upplýsingalaga nægi ekki í þessu samhengi. Meira þurfi að koma til.<br /> </p> <p>Umbjóðandi LEX fullyrðir að fullnægjandi hagsmunamat á grundvelli 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga hafi ekki farið fram. Í niðurstöðu úrskurðar nr. 570/2015 er í engu vikið að hugsanlegum sérstökum hagsmunum kæranda af því að fá upplýsingarnar afhentar. Umbjóðandi LEX ítrekar að vísun til almennra sjónarmiða um hagsmuni þess sem biður um gögn dugi ekki til. Sérstaklega er bent á að í málatilbúnaði kæranda fyrir úrskurðarnefnd kom fram að félagið hefði „<em>það sem vinnureglu að óska eftir aðgangi að þeim tilboðum sem gengið er að í útboðum sem kærandi sé ekki lægstbjóðandi í. Þetta sé gert til að auka gagnsæi í útboðum og opinberum innkaupum</em>“. Ekki er vísað til þess að kærandi hafi sérstaka hagsmuni af afhendingu umbeðinna gagna. Í þessu sambandi er sérstaklega á það bent að í máli nr. A-402/2012, sem kærandi byggir m.a. á, grundvallaðist afhending upplýsinga á því að kærandi hafði fært rök fyrir því að ólögmætt hefði verið að ganga til samninga við tiltekinn aðila í viðkomandi útboði þar sem fyrir lægi að sá aðili uppfyllti ekki kröfur útboðsskilmála. Leit úrskurðarnefndin í málinu svo á að hagsmunir kæranda hafi vegið þyngra en hagsmunir þess aðila sem gögnin vörðuðu, enda hafi þeir lotið að því að rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum í <em>umræddu</em> útboði. Slík atvik eru ekki til staðar í máli því sem hér er til meðferðar.</p> <p>Aukinheldur telur umbjóðandi LEX að afhending hlutaðeigandi gagna muni skaða verulega samkeppni, þar sem um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar bjóðanda í útboði er að ræða. Hyggst umbjóðandi LEX því óska ógildingar þess úrskurðar sem hér er vikið að.</p> <p>Um efnislegar röksemdir vísast nánar til málatilbúnaðar umbjóðanda LEX fyrir úrskurðarnefnd.</p> <p>Samkvæmt 24. gr. upplýsingalaga er frestun réttaráhrifa bundin því skilyrði að úrskurðarnefnd um upplýsingamál telji sérstaka ástæðu til þess að réttaráhrifum verði frestað. Umbjóðandi LEX telur að þetta skilyrði sé uppfyllt í málinu. Í því sambandi er bent á að verði réttaráhrifum úrskurðarins ekki frestað og kæranda afhent gögn samkvæmt úrskurðarorðum þá er réttur umbjóðanda LEX til að bera málið undir dómstóla gerður þýðingarlaus, enda hafa þá gögnin og upplýsingar samkvæmt þeim komist til vitundar kæranda og tilgangur fyrirhugaðrar málsóknar umbjóðanda LEX fyrir borð borinn. Til viðbótar þá er ljóst að í þessu tilviki eru í húfi mikilvægir viðskiptahagsmunir þess einkaaðila sem upplýsingarnar varða, og gætu þeir hagsmunir verið skertir með óbætanlegum hætti, ef kæranda verður veittur aðgangur að umbeðnum gögnum. Ljóst er að dómstólar hafa fram til þessa ekki tekið afstöðu til túlkunar á 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eða samspils hennar við 17. gr. laga um opinber innkaup. Er það því nauðsynlegt að umbjóðandi LEX fái tækifæri til að bera túlkun úrskurðarnefndar undir dómstóla, og að réttaráhrifum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 570/2015 verði frestað á meðan þau málaferli standa yfir.“</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 2. febrúar 2015, gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál B kost á að koma á framfæri athugasemdum. Þær bárust með bréfi, dags. 16. febrúar 2015. Þar segir m.a.:</p> <p>„Tekið skal fram að ekki fæst séð að þau sjónarmið sem teflt er fram í kröfu lögmanns Sorpu bs. réttlæti eða rökstyðji kröfu um frestun réttaráhrifa. Vísast því varðandi þau kjarnaatriði sem deilt er um, til kæru umbj .míns, dags. 11. febrúar 2014 og úrskurðar nr. 570/2015, og öll þau sjónarmið sem þar koma fram ítrekuð. Umbj. minn vill þó árétta eftirfarandi atriði:</p> <ol> <li> <p>Umbj. minn mótmælir rökum lögmanns Sorpu bs. um heimildarleysi til afhendingar á umbeðnum gögnum með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007, segir að kaupanda sé óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljast einkum tækni- og viðskiptaleyndarmál auk þeirra atriða í tilboði sem leynt skulu fara. Í 3. mgr. ákvæðsins segir að ákvæði 1. mgr. hefur ekki áhrif á skyldu opinberra aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Ganga þannig upplýsingalögin og upplýsingagjöf skv. þeim framar en trúnaðarskylda skv. lögum um opinber innkaup. Þá fjallar nefndin um inntak gagnanna í úrskurði sínum og kemst að þeirri niðurstöðu að þau innhaldi ekki neitt sem getur flokkast sem tækni- eða viðskiptaleyndarmál. Á þannig greinin ekki við hvað það varðar.</p> </li> <li> <p>Lögmaður Sorpu bs. vill meina að úrskurðarnefndin hafi ekki framkvæmt atviksbundið hagsmunamat skv. 3. mgr. 14. gr. laga nr. 140/2012. Þessu er umbj. minn ósammála og vísar til umfjöllunar í 5. tl. í úrskurði nr. 570/2015. Þar kemur fram að réttur umbj. míns byggist á grundvelli 1. mgr. 14. gr. laga nr. 140/2012 sem er meginreglan um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Af umfjöllun í 5. tl. í niðurstöðum úrskurðar nr. 570/2015, má sjá að framkvæmt er ítarlegt atviksbundið mat og hefur það mat leitt til þeirrar niðurstöðu að umbj. minn eigi að fá aðgang að umbeðnum upplýsingum sem fjalla um hann sjálfan.</p> </li> <li> <p>Lögmaður Sorpu bs. vill meina að umbj. minn njóti einungis almennra hagsmuna af því að fá umræddar upplýsingar og það eitt og sér nægi ekki til. Umbj. minn vil vekja athygli á því að hann hafi sérstakra og mikilvægra hagsmuna að gæta af því að fá aðgang að umbeðnum upplýsingum. Stafar sú þörf af mikilvægi þess að geta gengið úr skugga um hvort viðkomandi bjóðandi hafi haft raunverulegt hæfi og hæfni til að bjóða í verkið og semja um verktökuna. Eina leiðin til að skera úr um hvort umræddur bjóðandi sem samið var við hafi verið hæfur og haft nægilega hæfni, er að skoða þau gögn sem viðkomandi bjóðandi lagði fram til samræmis við kröfur útboðsgagna og laga um opinber innkaup nr. 84/2007. Krafa umbj. míns um aðgang að umbeðnum gögnum er til að kanna hvort umrætt útboð hafi farið fram lögum og útboðsgögnum samkvæmt. Er því mjög miklir hagsmunir að baki beiðni umbj. míns um aðgengi að umræddum gögnum.</p> </li> </ol> <p>Að öðru leyti en þegar hefur verið rakið, er öðrum rökum og fullyrðingum lögmanns Sorpu bs. mótmælt.“</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar kröfu Sorpu bs. um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fresti réttaráhrifum úrskurðar nr. 570/2015, í máli ÚNU 14020004, meðan málið verði borið undir dómstóla. Sú krafa er studd þeim rökum að félaginu sé, vegna 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, ekki heimilt að afhenda umbeðnar upplýsingar og að úrskurðarnefndin hafi ekki framkvæmt atviksbundið hagsmunamat samkvæmt því ákvæði. Þá séu upplýsingarnar bundnar trúnaði samkvæmt ákvæði í útboðslýsingu á grundvelli 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Þessi afstaða sé í samræmi við túlkun kærunefndar útboðsmála um samspil 17. gr. laga um opinber innkaup og takmarkanir á upplýsingarétti skv. upplýsingalögum.  Þar sem afhending á þeim muni skaða samkeppni verulega, því um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar bjóðanda í útboði sé að ræða, hyggist Sorpa bs. óska ógildingar umrædds úrskurðar með dómi.</p> <p>Af hálfu Íslenska gámafélagsins hf. hefur hins vegar m.a. verið bent á að ákvæði 17. gr. laga nr. 84/2007 hafi ekki áhrif á skyldu opinberra aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga því þau gangi framar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi framkvæmt atviksbundið hagsmunamat skv. 3. mgr. 14. gr. laga nr. 140/2012, og komist að þeirri niðurstöðu að félagið eigi að fá umbeðinn aðgang. Krafa félagsins sé gerð til að kanna hvort umrætt útboð hafi farið löglega fram lögum og hafi því mikla hagsmunir af því að fá hann.</p> <p>Í úrskurði sínum, nr. 570/2015, í máli ÚNU 14020004, er m.a. byggt á því að kærandi eigi, sem tilboðsgjafi í viðkomandi útboði, rétt til aðgangs samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Sá réttur sé lögbundinn og verði ekki takmarkaður nema á grundvelli laganna og stjórnvald geti ekki vikið frá þeim með því að lofa þeim, sem látið hafi upplýsingar af hendi, trúnaði um þær nema þær falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup segi sérstaklega í 3. mgr. að það ákvæði hafi ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Að því er varði takmörkunarákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga verði að skoða hvort hætta sé á að einkahagsmunir skaðist verði aðila veittur aðgangur að viðkomandi upplýsingum. Nefndin hafi farið yfir þær en ekki talið svo vera og því fallist á að veita bæri aðgang að þeim.</p> <p>Í 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Skuli krafa þess efnis gerð eigi síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests. Ákvæði um frestun réttaráhrifa var áður í 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í athugasemdum við þá grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996, svo og í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, segir: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að 18. gr. upplýsinglaga nr. 50/1996, og nú 24. gr. laga nr. 140/2012, eigi fyrst og fremst við um tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem geta verið skertir með óbætanlegum hætti, verði aðgangur veittur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga, eins og þau kunni síðar að verða skýrð af dómstólum. Að mati nefndarinnar hefur ekkert komið fram um að slíkir hagsmunir séu í húfi.</p> <p>Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar nr. 570/2015, í máli ÚNU 14020004. Ber því að hafna kröfu Sorpu bs. þar að lútandi.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kröfu Sorpu bs. um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar nr. 570/2015, frá 21. janúar 2015, í máli ÚNU 14020004, er hafnað.</p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                       Friðgeir Björnsson</p> |
571/2015. Úrskurður frá 2. mars 2015 | A kærði afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni um svör við tilteknum spurningum. Spurningarnar lutu að bótagreiðslum sveitarfélagsins til nafngreindra einstaklinga vegna skerðingar á lóð við Vatnsendablett. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði til grundvallar að beiðni kæranda næði ekki til þess að fá aðgang að fyrirliggjandi gögnum í samræmi við ákvæði 5. og 15. gr. upplýsingalaga. Kærunni var því vísað frá. | <h2>Úrskurður</h2> <p>Hinn 2. mars 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 571/2015 í máli ÚNU 13050005.</p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi 24. maí 2013 kvartaði A til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, f.h. B, vegna afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni um svör við tilteknum spurningum. Í kvörtuninni er vísað til þess að samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga  nr. 50/1996 hvíli sú skylda á Kópavogsbæ að svara spurningunum. Var farið þess á leit að Kópavogsbæ yrði falið að afgreiða fyrirspurnirnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið með erindi þetta sem kæru á afgreiðslu Kópavogsbæjar með vísan til 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sbr. 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Í kærunni kemur fram að þann 12. september 2001 hafi verið gert samkomulag um bætur vegna skipulagsbreytinga og skerðingar á lóð […] við Vatnsendablett í Kópavogi. Kærandi hafi allt frá árinu 2004 óskað eftir að fá samkomulag sitt við Kópavogsbæ tekið upp. Hann telji að hann hafi gert samkomulagið undir miklum þrýstingi og að allar aðstæður hafi verið honum óhagfelldar. Vegna þess vilji hann fá upplýsingar um það hvers vegna sveitarfélagið greiddi ákveðnar bætur með þeim hætti sem gert var en ekki til hans. Frá árinu 2009 hafi Kópavogsbær gengið til samninga við aðila sem voru í sambærilegri stöðu og kærandi og greitt þeim mun hærri bætur en kærandi fékk. Í kærunni kemur fram að þann 7. desember 2012 hafi kærandi beint fyrirspurnum í sjö liðum til Kópavogsbæjar. Þær voru eftirfarandi:</p> <ol> <li>Hvers vegna voru C greiddar bætur í formi fimm byggingalóða auk greiðslna fyrir gróður?</li> <li>Hvers vegna var D greiddar bætur í formi parhúsalóðar og peningagreiðslu?</li> <li>Hvers vegna var E greiddar bætur í formi byggingaréttar fyrir 46 íbúðir og 8.960.000 króna í peningum?</li> <li>Hvers vegna voru bætur til F greiddar með samningi 23. okt. 2002 teknar upp 9. júní 2010 og bætt við þær eingreiðslu upp á kr. 10.250.000 í „viðbótar-skaðabætur“ auk viðbótarbyggingaréttar?</li> <li>Hvers vegna voru bætur til E skv. samningi frá 4. nóvember 2002 teknar upp 15. júlí 2010 og greiddar viðbótarbætur til viðbótar við ríkulegar bætur sem áður voru greiddar?</li> <li>Hvernig voru „viðbótarskaðabætur“ til F í júlí 2010 reiknaðar út?</li> <li>Hvernig var viðbótargreiðsla í júlí 2010 til E reiknuð út?</li> </ol> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi 3. júní 2013 var Kópavogsbær upplýstur um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði borist kæra málsins. Vakin var athygli sveitarfélagsins á að samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 bæri stjórnvaldi að taka ákvörðun um, hvort það yrði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða mætti. Enn fremur skyldi skýra þeim, sem færi fram á aðgang að gögnum, frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta, hefði beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Þá bæri að tilkynna skriflega synjun beiðni sbr. 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Hefði beiðni kæranda ekki þegar verið afgreidd væri því beint til sveitarfélagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu hennar eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en mánudaginn 10. júní 2013. Kysi sveitarfélagið að synja kæranda um aðgang að gögnunum var sveitarfélaginu gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæru málsins og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun innan sömu tímamarka sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með bréfum 29. júlí 2013, 11. febrúar og 6. maí 2014 og tölvubréfi 26. janúar 2015 ítrekaði úrskurðarnefndin tilmæli sín til Kópavogsbæjar.</p> <p>Kópavogsbær brást við beiðni kæranda 28. janúar 2015. Þar er rakið að í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 komi fram að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. Sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki sé þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. Í 3. mgr. 5. gr. segi að að ef ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Kópavogsbær telji að beiðni kæranda varði ekki aðgang að fyrirliggjandi gögnum og að svar við beiðninni fæli í sér að Kópavogsbær útbyggi ný skjöl. Í því ljósi verði að hafna beiðni kæranda um aðgang að nánar tilteknum upplýsingum um greiðslu bóta til einstakra aðila. Þá er beðist velvirðingar á töfum á afgreiðslu beiðninnar.   </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í fyrirspurn kæranda 7. desember 2012 var óskað svara við tilteknum spurningum svo sem að framan er rakið. Þá giltu upplýsingalög nr. 50/1996 en ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Hin kærða ákvörðun Kópavogsbæjar var tekin 28. janúar 2015 og var því eðli máls samkvæmt reist á efnisákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Beiðni kæranda er reist á 1. mgr. 5. gr. laganna er lýtur að rétti almennings til aðgangs að gögnum. Þar kemur fram að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildi þegar óskað sé aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Tekið er fram í 3. málslið að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr. þar sem kveðið er á um að ef ákvæði 6.-10. gr. eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess.</p> <p>Beiðni kæranda er sett fram í formi spurninga sem hann óskar eftir svörum við frá Kópavogsbæ. Með tilliti til þessa treystir úrskurðarnefndin sér ekki til að líta svo á að beiðnin nái til þess að fá aðgang að gögnum í samræmi við ákvæði 5. og 15. gr. upplýsingalaga. Hins vegar væri því ekkert til fyrirstöðu, þrátt fyrir það hvernig beiðnin er sett fram, að Kópavogsbær afhenti kæranda gögn sem kynnu að hafa að geyma svör við spurningum hans að uppfylltum öðrum skilyrðum fyrir afhendingu gagna í vörslum stjórnvalda.</p> <p>Fyrstu fimm fyrirspurnir kæranda til Kópavogsbæjar lutu að þeim efnislegu röksemdum sem sveitarfélagið hefði lagt til grundvallar ákvörðun bóta til tiltekinna einstaklinga. Síðari fyrirspurnirnar tvær lutu að þeim tölulegu forsendum eða útreikningum sem bjuggu að baki ákvörðun bóta til tveggja þessara einstaklinga. Í ákvörðun Kópavogsbæjar er skýrt tekið fram að umræddum spurningum verði ekki svarað án þess að sveitarfélagið tæki saman ný skjöl. Er því ljóst að umræddar upplýsingar er ekki að finna í fyrirliggjandi gögnum í vörslum sveitarfélagsins.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildi um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Kæranda var ekki synjað um aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Með vísan til framangreinds ber að vísa kæru málsins frá úrskurðarnefndinni. </p> <p>Það athugast að beiðni kæranda 7. desember 2012 var ekki afgreidd fyrr en 28. janúar 2015 eða rúmlega tveimur árum eftir að beiðnin barst sveitarfélaginu þrátt fyrir að úrskurðarnefndin mæltist margsinnis til þess að tekin yrði ákvörðun í málinu. Meðferð Kópavogsbæjar á beiðni kæranda braut því gróflega gegn 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Vísað er frá kæru B á hendur Kópavogsbæ, dags. 24. maí 2013.</p> <p> </p> <p><br /> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
573/2015. Úrskurður frá 2. mars 2015 | A kærði, f.h. Tryggingamiðstöðvarinnar hf., ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að hafna beiðni félagsins um aðgang að gögnum um Glitni hf. FME bar fyrir sig 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en kærandi taldi 5. mgr. sömu greinar leiða til þess að FME bæri að afhenda umbeðin gögn. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál túlkaði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 með þeim hætti að ákvæðið heimilaði miðlun gagna fyrir dómi innan ramma laga um meðferð einkamála, en gæti ekki vikið sérstakri þagnarskyldu 1. mgr. þegar um er að ræða beiðni um afhendingu gagna á grundvelli upplýsingalaga. Nefndin taldi umbeðin gögn hafa að geyma upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Nefndin staðfesti því synjun FME á beiðni kæranda um aðgang að þeim utan minnisblaðs sem talið var fela í sér lýsingu á vinnureglum stjórnvalds í skilningi 4. tl. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. | <p></p> <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Hinn 2. mars 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 573/2015 í máli ÚNU 14030005.</p> <p></p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með kæru dags. 26. mars 2014 kærði A, f.h. Tryggingamiðstöðvarinnar hf., ákvörðun Fjármálaeftirlitsins („FME“) dags. 25. febrúar 2014, um að hafna beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Upphafleg gagnabeiðni kæranda dags. 1. júní 2012 laut að gögnum í 26 töluliðum, en FME vísaði beiðninni frá á þeim grundvelli að hún væri of almenn til að hægt væri að taka hana til efnislegrar úrlausnar. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-475/2013 var ákvörðuninni vísað til nýrrar afgreiðslu FME hvað liði nr. 13-17, 19-23 og 25 varðaði en kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni að öðru leyti. Kæran, sem dags. er 26. mars 2014, náði einvörðungu  til gagna undir liðum 17, 19 og 21, í upphaflegri gagnabeiðni kæranda en FME  synjaði um aðgang að þeim 25. febrúar 2014 sem og öðrum liðum sem nefndin hafði vísað til stofnunarinnar til nýrra afgreiðslu. Liðirnir þrír eru orðaðir með eftirfarandi hætti</p> <p></p> <p>„17. Afrit af öllum gögnum í tengslum við athugasemdir FME varðandi útvistun áhættustýringar Glitnis sjóða, sbr. 14.6.3.2 kafla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis</p> <p></p> <p>19. Minnisblað FME frá nóvember 2008 er varðar m.a. skilgreiningu Glitnis á áhættum bankans, sbr. 8.6.5.5.3.1 kafla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, og önnur gögn í tengslum við þennan ágreining og samskipti Glitnis og FME</p> <p></p> <p>21. Skýrsla FME um vettvangsathugun hjá Glitni í maí 2008, sbr. 14.11 kafla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis“</p> <p></p> <p>Í málavaxtalýsingu kæranda kemur fram að upphafleg gagnabeiðni hans hafi verið lögð fram í tilefni af málaferlum vegna stjórnendatryggingar sem Glitnir banki keypti fyrir stjórnendur bankans vorið 2008. Vátryggingartímabilinu var að sögn kæranda ætlað að vera frá 1. maí 2008 til 1. maí 2009. Kærandi hefur alfarið hafnað gildi tryggingarinnar, meðal annars á þeim grundvelli að Glitnir hafi brotið gegn reglum um upplýsingaskyldu. Þannig hafi kærandi ekki verið upplýstur um misferli í starfsemi bankans og brot sem framin hefðu verið af hálfu bankans og starfsmanna hans. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og umfjöllun fjölmiðla hefur að mati kæranda leitt í ljós gríðarlegar misfellur og lögbrot í rekstri Glitnis fyrir fall bankans haustið 2008. Í kæru kemur fram að kærandi hyggist leggja umbeðin gögn fram í framangreindum dómsmálum.</p> <p></p> <p>Í ákvörðun FME dags. 25 febrúar 2014 sagði um lið nr. 17 að gögn varðandi athugasemdir um útvistun áhættustýringar Glitnis sjóða hf. (nú Íslandssjóða hf.) væri að finna undir málsnúmerinu 2008060081 í skjalaskráningarkerfi stofnunarinnar. Að mati stofnunarinnar innihalda öll gögnin upplýsingar um starfsemi eftirlitsskylds aðila sem leynt eiga að fara í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, og kæranda var því synjað um aðgang að þeim.</p> <p></p> <p>FME tók fram að umbeðið minnisblað undir lið nr. 19 fjallaði annars vegar um þágildandi ákvæði laga nr. 161/2002 um stórar áhættuskuldbindingar en hins vegar um túlkanir FME á tilteknum hugtökum tengdum þeim. Kæranda var synjað um aðgang að minnisblaðinu á grundvelli 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga annars vegar og 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga hins vegar. Þá synjaði FME kæranda um aðgang að viðaukum minnisblaðsins á grundvelli 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga og 58. gr. laga nr. 161/2002.</p> <p></p> <p>FME veitti kæranda aðgang að forsíðu, efnisyfirliti og fyrstu tveimur köflum skýrslu stofnunarinnar um vettvangsathugun hjá Glitni hf. í maí 2008, sem kærandi fór fram á aðgang að undir lið nr. 21 í gagnabeiðni sinni. Stofnunin synjaði kæranda hins vegar um aðgang að öðrum hlutum skýrslunnar með vísan til 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Kærandi byggir rétt sinn til aðgangs að hinum umbeðnu gögnum á 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt meginreglunni sem birtist í ákvæðinu er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál eða tilteknum fyrirliggjandi gögnum ef eftir því er óskað. Kærandi áréttar að undanþágur í 6.-10. gr. laganna beri að skýra þröngt samkvæmt almennum lögskýringarreglum.</p> <p></p> <p>Kærandi hafnar því að sérstök þagnarskylduákvæði í 13. gr. laga nr. 87/1998 eigi við um gögnin sem hann óskar aðgangs að. Af 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga leiði að almenn ákvæði annarra laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Kærandi byggir á því að 13. gr. laga nr. 87/1998 hafi að geyma almennt ákvæði um þagnarskyldu, þar sem ekki sé að finna sérgreiningu á þeim upplýsingum sem þagnarskyldan taki til. Þá vísar kærandi til athugasemda er fylgdu frumvarpi er varð að lögum nr. 87/1998, þar sem fram komi að greinin hafi að geyma almennt þagnarskylduákvæði. Með hliðsjón af framangreindu geti ákvæðið því ekki takmarkað rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum.</p> <p></p> <p>Byggt er á því í kæru að jafnvel þótt ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 verði talið sérstakt þagnarskylduákvæði leiði 5. mgr. 13. gr. til þess að þagnarskyldan gildi ekki um hin umbeðnu gögn. Kærandi telur að Glitnir banki sé bæði gjaldþrota og í þvinguðum slitum í skilningi ákvæðisins og því sé heimilt við rekstur þeirra einkamála sem rekin eru á hendur kæranda að upplýsa um atriði sem þagnarskylda skv. 1. mgr. 13. gr. myndi annars gilda um. Í þessu samhengi vísar kærandi til þess að Glitnir hafi verið gjaldþrota þegar hann gat ekki staðið í skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra féllu í gjalddaga, og ekki hafi verið sennilegt að greiðsluörðugleikar bankans myndu líða hjá í bráð. Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sé nægjanlegt að eftirlitsskyldur aðili sé gjaldþrota þrátt fyrir að hann hafi ekki verið tekinn til formlegrar gjaldþrotameðferðar. Að mati kæranda ber FME sönnunarbyrðina fyrir því mati að bankinn geti ekki talist gjaldþrota í skilningi ákvæðisins en vandséð sé hvernig stofnunin geti haldið því fram að hann sé gjaldfær.</p> <p></p> <p>Jafnframt bendir kærandi á að FME hafi tekið yfir vald hluthafafundar Glitnis með ákvörðun þann 7. október 2008 vegna knýjandi fjárhags- og rekstrarörðugleika bankans. Í kjölfarið hafi bankinn verið tekinn til slitameðferðar með úrskurði þann 22. nóvember 2010. Þrátt fyrir að lög hafi gert ráð fyrir því að beiðni um slitameðferð kæmi frá skilanefnd og slitastjórn Glitnis hafi bankinn ekki átt annarra kosta völ og því telur kærandi hafið yfir allan vafa að bankinn sé í þvinguðum slitum í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Í þessu skyni vísar kærandi til dóma Hæstaréttar frá 16. janúar 2014 í málum nr. 191/2013, 356/2013, 359/2013, 412/2013 og 413/2013, þar sem skýrt komi fram að Hæstiréttur telji að jafna megi þvinguðum slitum Landsbanka Íslands hf. til gjaldþrotaskipta. Glitnir sé í sömu stöðu og Landsbankinn að þessu leyti.</p> <p></p> <p>Kærandi mótmælir því að skilyrði 5. mgr. 13. gr. um að upplýsingar séu veittar um atriði „við rekstur einkamála“ sé ekki uppfyllt. Kærandi segir óumdeilt að mál séu rekin á hendur kæranda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ef skilningur FME yrði lagður til grundvallar væri vandséð hvenær skilyrðið teldist uppfyllt.</p> <p></p> <p>Kærandi fjallar sérstaklega um þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 í kæru sinni. Að mati kæranda er ákvæðið almennt og tekur aðeins til vitneskju sem varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækisins. Kærandi telur umbeðin gögn ekki varða viðskipti eða einkamálefni viðskiptamanna Glitnis sem leynt eigi að fara og ákvæðið komi því ekki í veg fyrir aðgang kæranda að þeim. Að mati kæranda staðfestir dómur Hæstaréttar í máli nr. 758/2009 að ákvæðinu sé fyrst og fremst ætlað að vernda viðskiptahagsmuni viðskiptavinar fjármálafyrirtækis en ekki fyrirtækisins sjálfs.</p> <p></p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji að umbeðin gögn hafi þegar verið gerð opinber með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis og fjölmiðla. Í því samhengi vísar kærandi til dóms Hæstaréttar frá 30. janúar 2014 í máli nr. 809/2013. Varnaraðila var gert að svara spurningu sóknaraðila um eignarhald á 5% hlut í Givenshire Equities Ltd. þar sem 3. mgr. 53. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála var talin eiga við. Kærandi vísar til þess að í forsendum Hæstaréttar segi að bú tiltekins fyrirtækis hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta, skuldaskil Landsbankans stæðu yfir, og því væru ekki sömu hagsmunir og annars hefðu verið tengdir þeim trúnaðarupplýsingum sem spurningin laut að og varnaraðilinn kynni að búa yfir vitneskju um. Þá segi einnig í dóminum að upplýsingarnar sem spurningin tengdist hefðu birst opinberlega í gögnum á borð við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Sömu sjónarmið eigi við um Glitni.</p> <p></p> <p>Þá hafi FME  brotið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga með því að kanna ekki hvort eða með hvaða hætti umrædd gögn gætu verið háð þagnarskyldu eða hvernig þau hafi verið gerð opinber í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eða með öðrum hætti. </p> <p></p> <p>Kærandi telur að 9. gr. upplýsingalaga geti ekki leyst FME undan skyldu til afhendingar gagnanna. Þar sem Glitnir sé í slitameðferð hafi hann enga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni varðandi það hvort umbeðin gögn verði afhent eða ekki.</p> <p></p> <p>Loks telur kærandi að 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga geti ekki komið í veg fyrir aðgang hans að umbeðnum gögnum. Þar sem hann hefur ekki aðgang að gögnunum telur hann sig hvorki geta tekið afstöðu til þess hvort ákvæðið á við né eitthvert þeirra skilyrða sem talin eru upp í 3. mgr. 8. gr. Sönnunarbyrðin hljóti því að hvíla á FME og verður að mati kæranda að gera ríkar kröfur til stofnunarinnar í þeim efnum.</p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Kæran var kynnt FME með bréfi dags. 7. apríl 2014 og því veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit þeirra gagna sem kæran lýtur að. Umsögn FME barst þann 6. maí 2014 ásamt fylgiskjölum. Einnig fylgdi umsögninni afrit af gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p></p> <p>Í umsögn FME er í upphafi vísað til þeirra röksemda sem fram koma í synjunarbréfi stofnunarinnar dags. 25. febrúar 2014. Stofnunin tekur fram að upplýsingarnar í hinum umbeðnu gögnum lúti ekki með beinum hætti að ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þá er áréttað að beiðni kæranda hafi verið sett fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Því eigi ekki að skipta máli hver biðji um gögnin eða í hvaða tilgangi með hliðsjón af þeim hluta kærunnar sem virðist fjalla um lögvarða hagsmuni.</p> <p></p> <p>FME lítur svo á að ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002 séu sérstök ákvæði um þagnarskyldu sem gangi lengra en 9. gr. upplýsingalaga með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar nr. A-524/2014. Stofnunin hafnar skýringum kæranda á 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og tekur fram að ákvæðið sé heimildarákvæði sem varði eingöngu upplýsingar sem séu þagnarskyldar samkvæmt 1. mgr. Það taki því ekki til upplýsinga sem teljist háðar bankaleynd samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002. Þá tekur FME fram að Glitnir hf. sé enn í slitameðferð og enn undir eftirliti stofnunarinnar samkvæmt 101. gr. a. laganna. Skýra beri 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 líkt og í úrskurði nefndarinnar nr. A-524/2014, þ.e. á þann veg að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga um meðferð einkamála.</p> <p></p> <p>FME hafnar því að hafa brotið gegn stjórnsýslulögum. Þá vísar stofnunin til þess að þagnarskyldu gagnvart rannsóknarnefnd Alþingis var sérstaklega aflétt með lögum. Sú undanþága nái ekki til FME og upplýsinga sem stofnunin afhenti rannsóknarnefndinni. Hvað vísun kæranda til dóms Hæstaréttar frá 30. janúar 2014 í máli nr. 809/2013 varðar er bent á að spurningarnar sem þar voru til umfjöllunar hafi lotið að félagi sem naut bankaleyndar skv. 58. gr. laga nr. 161/2002 og hafði á þeim tíma verið tekið til gjaldþrotaskipta. Stofnunin telur því að dómurinn geti ekki gert það að verkum að FME beri að afhenda þau gögn sem kæra kæranda lýtur að.</p> <p></p> <p>Umsögn FME var kynnt kæranda með bréfi dags. 15. desember 2014 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með bréfi dags. 14. janúar 2015. Þar kemur fram að skýra beri „meðferð opinberra hagsmuna“ með rúmum hætti með vísan til athugasemda sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga. Kærandi hafnar jafnframt skýringum FME á 1. og 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Að mati kæranda mælir 1. mgr. fyrir um almenna þagnarskyldu en ekki sérstaka. Þá sé ákvæðið undantekning frá meginreglu um rétt almennings til upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum. Því ber að mati kæranda að skýra það þröngri lögskýringu. Þá fellst kærandi ekki á þann skilning FME að þar sem orðið „heimilt“ sé notað í 5. mgr. 13. gr., geti stofnunin sjálf ákveðið hvenær það sinni skyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum og hvenær ekki. Orðið sé þvert á móti notað til að undirstrika að viðkomandi gögn séu ekki háð þagnarskyldu og skyldan til afhendingar þeirra sé ótvíræð samkvæmt upplýsingalögum.</p> <p></p> <p>Kærandi vísar til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-524/2014, þar sem lagt var til grundvallar að NBI hf. sé gjaldþrota í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Hins vegar telur kærandi að um misskilning sé að ræða hjá nefndinni þar sem segir að beiðni um afhendingu gagna verði ekki jafnað til reksturs einkamáls í skilningi ákvæðisins. Í því máli hafi kærendur ekki haldið þessu fram, heldur að þeir stæðu í málarekstri eftir lögum um meðferð einkamála og teldu sig þurfa umbeðin gögn til framlagningar í þeim. Ef það hefði verið ætlun löggjafans að binda ákvæði 5. mgr. við aðgang að gögnum undir rekstri einkamála, sem rekin eru samkvæmt lögum um meðferð einkamála, hefði ákvæðið að mati kæranda verið orðað á þann veg. Ekkert í ákvæðinu sjálfu eða lögskýringargögnum gefi tilefni til svo þröngrar túlkunar. Kærandi getur heldur ekki fallist á þær röksemdir sem fram koma í úrskurði nefndarinnar að önnur skýring leiði til þess að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 yrði fyrir borð borin. Ákvæði 5. mgr. eigi einungis við þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða í þvinguðum slitum. Ekki séu sömu hagsmunir af þagnarskyldu við þær aðstæður.</p> <p></p> <p>Athugasemdir kæranda voru kynntar fyrir FME með bréfi dags. 14. janúar 2015. Þann 21. janúar 2015 lýsti stofnunin því yfir að hún teldi ekki tilefni til frekari andsvara, utan að bent var á dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. janúar 2015 í máli nr. E-3876/2014.</p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p></p> <h3>1.</h3> <p></p> <p>Synjunarbréf FME er dagsett þann 25. febrúar 2014 en kæra barst þann 28. mars sama ár, eða 31 degi síðar. Því þarf að taka afstöðu til þess hvort kæran hafi borist innan kærufrests 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga en þar segir að mál skuli borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun.</p> <p></p> <p>Upphaf kærufrests stjórnvaldsákvarðana er almennt miðað við það þegar tilkynning um ákvörðun berst aðila, sbr. t.d. sérstakar athugasemdir við 27. gr. frumvarps þess er varð að stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Samkvæmt þessu sjónarmiði barst kæran innan 30 daga kærufrests ef synjunarbréf FME kom til kæranda í fyrsta lagi þann 26. febrúar 2014. Miðað við að bréfið hafi verið póstlagt þann 25. febrúar verður að telja sennilegt að það hafi borist kæranda í fyrsta lagi daginn eftir. Með hliðsjón af framangreindu, og þeirri staðreynd að FME hefur ekki borið fyrir sig í málinu að kæran hafi borist utan kærufrests skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, þykir verða að leggja til grundvallar að málið hafi verið borið undir úrskurðarnefndina innan kærufrestsins.</p> <p></p> <h3>2.</h3> <p></p> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum um Glitni hf. Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p></p> <p>Í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum segir orðrétt: „Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.“</p> <p></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laganna teljist sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hefur orðasambandið „óviðkomandi aðilum“ verið skýrt með þeim hætti að átt sé við aðila sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að FME miðli upplýsingum til. Ljóst er að kærandi telst til óviðkomandi aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en hins vegar er deilt um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laganna á við í málinu.</p> <p></p> <p>Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr., þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram. Þagnarskyldan gildi þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila. Með ákvörðun FME dags. 7. október 2008 tók stofnunin yfir vald hluthafafundar Glitni og vék félagsstjórn bankans frá störfum. Um leið voru öll málefni bankans sett undir skilanefnd, sem skipuð var í skjóli opinbers valds og var ætlað að leggja drög að aðgerðum til skuldaskila bankans.</p> <p></p> <p>Það er skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að upplýst sé um atriði, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, við rekstur einkamála. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að skýra þennan áskilnað svo að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli ákvæða upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, verður ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. Ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ber að skýra með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, og getur í þessu samhengi engu breytt þó kærandi hyggist leggja gögnin fyrir dóm í einkamálum sem hann er aðili að. Öndverð skýring myndi leiða til þess að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri fyrir borð borin, þar sem almenningi væri í lófa lagið að krefjast aðgangs að gögnum sem þagnarskylda ákvæðisins ríkir um í þeim yfirlýsta tilgangi að leggja þau fyrir dóm í einkamáli. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður því að leggja til grundvallar að  5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 eigi við Glitni banka með þeim hætti að upplýsinga sem bankann varðar og þagnarskylda hvílir á verði einungis krafist undir rekstri einkamáls á grundvelli þeirra lagareglna sem sá rekstur lýtur.</p> <p></p> <p>Að mati nefndarinnar hefur kærandi ekki hnekkt þessari skýringu með röksemdum, sem lúta að því að gjaldþrota fjármálafyrirtæki sé ekki þörf á réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Lög um meðferð einkamála gera ráð fyrir því að skjöl sem hafa að geyma atriði sem hlutaðeigandi væri óskylt eða óheimilt að bera vitni um verði lögð fyrir dómara í trúnaði og gegn þagnarskyldu, sbr. t.d. 1. mgr. 69. gr. laga nr. 91/1991. Þá er unnt að krefjast þess að trygging verði sett fyrir tjóni sem afhending skjals kann að baka aðila, sbr. 2. mgr. sama ákvæðis. Hvað vitnaskýrslur varðar er vitni rétt að skorast undan því að svara spurningu ef ætla má að í svari þess geti falist játning eða vísbending um að það hafi framið refsiverðan verknað eða atriði sem valdi því siðferðislegum hnekki eða tilfinnanlegu fjárhagstjóni, sbr. 3. mgr. 52. gr. laga nr. 91/1991. Dómari getur einnig undanþegið vitni frá því að upplýsa um leyndarmál varðandi viðskipti þess eða sambærileg atriði ef hagsmunir þess af leyndinni eru verulega ríkari en hagsmunir aðila af vitnisburðinum, sbr. 4. mgr. sama ákvæðis. Loks er dómara rétt að umorða, laga og skýra spurningar og koma í veg fyrir að vitni svari sýnilega tilgangslausum spurningum fyrir sakarefnið, sbr. 2. mgr. 56. gr. laga nr. 91/1991. Engin slík réttarvernd er til staðar fyrir aðila sem hefur hagsmuni af því að gögn, sem þagnarskylda 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ríkir um, verði ekki afhent almenningi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Þessi atriði leiða til þess að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að tækt er að álykta af orðalagi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, að upplýst sé um atriði „við rekstur einkamála“, að utan slíks málareksturs haldist þagnarskylda 1. mgr. um atriði sem varða eftirlitsskyldan aðila sem er gjaldþrota eða í þvinguðum slitum. Ekki dugir í því samhengi að fram komi í almennri gagnabeiðni til stjórnvalda að umbeðnar upplýsingar verði notaðar við slíkan málarekstur.  </p> <p></p> <p>Samkvæmt framansögðu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að eins og á stendur þurfi að meta hvort umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, án tillits til þeirrar heimildar sem 5. mgr. ákvæðisins mælir fyrir um.</p> <p></p> <p>Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig lagt til grundvallar að ákvæði 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu færist yfir á FME vegna upplýsinga sem það hefur tekið við.</p> <p></p> <h3>3.</h3> <p></p> <p>Áður var gerð grein fyrir afmörkun FME á umbeðnum gögnum samkvæmt liðum 17, 19 og 21 í upphaflegri gagnabeiðni kæranda og þeim hluta þeirra sem kæranda var veittur aðgangur að. Eftir stendur að ákvarða rétt kæranda til aðgangs að eftirfarandi gögnum:</p> <p></p> <p>Liður 17</p> <p></p> <p>1. Skýrsla innri endurskoðunar Glitnis sjóða hf. frá ágúst 2007</p> <p></p> <p>2. Fyrirspurn FME til Glitnis sjóða hf., tölvupóstur dags. 22. júlí 2008</p> <p></p> <p>3. Svar Glitnis sjóða hf. við fyrirspurninni, tölvupóstur dags. 26. júlí 2008</p> <p></p> <p>4. Svar Glitnis sjóða hf. við drögum að skýrslu FME, dags. 1. september 2008</p> <p></p> <p>5. Skýrsla innri endurskoðanda Glitnis sjóða hf. frá mars 2009</p> <p></p> <p>6. Liður II í kafla 3.5 í skýrslu FME um athugun á óhæði hjá Glitni sjóðum hf. frá mars 2009</p> <p></p> <p>7. Greinargerð Glitnis sjóða hf. vegna skýrslu FME frá júlí 2009</p> <p></p> <p>8. Skýrsla Deloitte um úrbætur og aðgerðir vegna skýrslu FME frá ágúst 2009</p> <p></p> <p>9. Samningur milli Íslandsbanka hf. og Íslandssjóða hf. frá maí 2009</p> <p></p> <p>10. Samningur milli Íslandsbanka hf. og Íslandssjóða hf. frá september 2009</p> <p></p> <p>Liður 19</p> <p></p> <p>11. Minnisblað FME frá nóvember 2008, sem vísað er til í kafla 8.6.5.5.3.1 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis</p> <p></p> <p>12. Viðauki við minnisblað FME</p> <p></p> <p>13. Gögn og samskipti í tengslum við ágreining FME og Glitnis um skilgreiningu á áhættum bankans</p> <p></p> <p>Liður 21</p> <p></p> <p>14. Skýrsla FME um vettvangsathugun hjá Glitni hf. í maí 2008 að frátöldum köflum 1 og 2, forsíðu og efnisyfirliti.</p> <p></p> <h3>4.</h3> <p></p> <p>Umbeðin gögn undir lið nr. 17 í gagnabeiðni kæranda snúa að athugasemdum FME varðandi útvistun áhættustýringar Glitnis sjóða hf., sem var dótturfélag Glitnis banka hf. Félagið sætti eftirliti FME samkvæmt 2. gr. laga nr. 87/1998 og taldist þannig eftirlitsskyldur aðili í skilningi 1. mgr. 13. gr. laganna. Gögnunum má skipta í þrennt þannig að í fyrsta lagi er um að ræða skýrslur FME og innri endurskoðunar Glitnis um óhæði og áhættustjórnun í rekstri Glitnis sjóða hf., í öðru lagi samskipti stofnunarinnar við bankann í tilefni af skýrslunum og loks tveir samningar á milli Íslandsbanka hf. og Glitnis sjóða hf. frá árinu 2009, en síðarnefnda félagið nefndist þá Íslandssjóðir hf.</p> <p></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin og telur þau öll hafa að geyma umfangsmiklar upplýsingar um viðskipti og rekstur Glitnis sjóða hf., eftirlitsskylds aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, og starfsemi FME í tengslum við eftirlit stofnunarinnar með félaginu og Glitni banka hf. Að mati nefndarinnar eru upplýsingarnar þess eðlis að sanngjarnt og eðlilegt er að þær fari leynt í skilningi ákvæðisins, eins og það verður skýrt með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga. Hvergi er að finna upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna í hinum umbeðnu gögnum. Þagnarskyldar upplýsingar er að finna svo víða í gögnunum að ekki eru efni til að veita kæranda aðgang að þeim að hluta. Með vísan til 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga verður synjun FME á beiðni kæranda um aðgang að gögnunum staðfest.</p> <h3><br /> </h3> <h3>5.</h3> <p></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni minnisblaðs FME frá nóvember 2008, sem kærandi krafðist aðgangs að undir lið nr. 19 í upphaflegri gagnabeiðni sinni. Það ber heitið „Minnisblað vegna mótunar meginreglna/túlkunar um tengingu viðskiptamanna fjármálafyrirtækja vegna stórra áhættuskuldbindinga“ og er tíu tölusettar blaðsíður að lengd ásamt viðauka. Á fyrstu fjórum blaðsíðunum er m.a. gerð grein fyrir markmiðum reglna nr. 216/2007 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum og túlkunum á hugtökunum „yfirráð“ og „fjárhagsleg tengsl“ í skilningi 2. gr. reglnanna. Ekki er minnst á viðskipti og rekstur tiltekinna eftirlitsskyldra aðila í umfjölluninni eða raunveruleg dæmi um beitingu reglnanna. Með vísan til framangreinds verður að telja að minnisblaðið hafi ekki að geyma upplýsingar sem eru háðar þagnarskyldu samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Jafnvel þó fallast verði á með FME að um vinnugagn sé að ræða í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga verður að líta til þess að það hefur að geyma greinargóða lýsingu á vinnureglum FME á umræddu sviði, sbr. 4. tl. 3. mgr. ákvæðisins. Með hliðsjón af því hve almenn umfjöllunin er verður heldur ekki fallist á að upplýsingarnar eigi að fara leynt skv. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, þar sem þær snúi að „starfsemi FME“. Ákvæðið verður ekki túlkað svo rúmt að allar upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar sæti þagnarskyldu, einkum með hliðsjón af því markmiði upplýsingalaga að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu, sbr. 1. gr. laganna. Ber því að veita kæranda aðgang að minnisblaði stofnunarinnar frá því í nóvember 2008 á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p></p> <p>Sömu sjónarmið eiga ekki við um viðauka við minnisblaðið. Þar er að finna ítarlegar skýringar og skýringarmyndir á tengslum, viðskiptum og rekstri nafngreindra aðila, bæði eftirlitsskyldra aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og viðskiptamanna þeirra, sbr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Með vísan til þessara ákvæða og 9. gr. upplýsingalaga verður synjun FME á aðgangi kæranda að viðaukanum staðfest. Ekki eru efni til að veita kæranda aðgang að hluta viðaukans þar sem lítið sem ekkert stæði eftir að þagnarskyldar upplýsingar væru strikaðar út.</p> <p></p> <p>Í ákvörðun FME dags. 25. febrúar 2014 kemur loks fram að önnur gögn og samskipti í tengslum við skilgreiningar á áhættum Glitnis  banka hf. liggi ekki fyrir hjá stofnuninni. Beiðni kæranda var því vísað frá stofnuninni að þessu leyti. Með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga verður sú ákvörðun staðfest.</p> <p></p> <h3>6.</h3> <p></p> <p>FME framkvæmdi vettvangsathugun hjá Glitni hf. í maí 2008, en skýrsla um athugunina er dagsett í mars 2009. Kærandi hefur þegar fengið aðgang að forsíðu skýrslunnar, efnisyfirliti og fyrstu tveimur köflunum. Aðrir hlutar skýrslunnar hafa að geyma umfjöllun um tengsl Glitnis sjóða hf. við Glitni banka hf. og athugasemdir FME þar að lútandi. Athugasemdirnar byggja fyrst og fremst á þágildandi lögum og reglum um fjármálafyrirtæki og leiðbeinandi tilmælum FME nr. 5/2003. Þær eru svo dregnar saman í lok hvers kafla og gerðar tillögur að úrbótum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur umfjöllunin í heild sinni að geyma upplýsingar um starfsemi FME og viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Með vísan til  rökstuðnings hér að framan um aðgang kæranda að gögnum samkvæmt lið nr. 17 í gagnabeiðni hans verður synjun FME um aðgang að skýrslunni staðfest, umfram þá hluta sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að.</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <h3>7.</h3> <p></p> <p>Kærandi hefur haldið því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum og vísar til þeirra, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu FME á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, þurfi þeir að gefa skýrslu fyrir dómi, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014. Þá getur hugsanleg umfjöllun fjölmiðla um málið ekki aflétt þeirri þagnarskyldu sem hvílir á FME samkvæmt framangreindum þagnarskylduákvæðum upplýsingalaga, laga nr. 87/1998 og 161/2002. Getur úrskurðarnefndin því ekki fallist á það með kæranda að FME hafi vanrækt rannsóknarskyldur sínar í því sambandi, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p></p> <p>Fjármálaeftirlitinu ber að veita Tryggingamiðstöðinni hf. aðgang að minnisblaði stofnunarinnar frá nóvember 2008 er ber titilinn: „Minnisblað vegna mótunar meginreglna/túlkunar um tengingu viðskiptamanna fjármálafyrirtækja vegna stórra áhættuskuldbindinga.“ Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni Tryggingamiðstöðvarinnar hf. um aðgang að viðauka við minnisblaðið. Kærunni er vísað frá að því er varðar aðgang kæranda að öðrum gögnum og samskiptum í tengslum við ágreining Glitnis og Fjármálaeftirlitsins um sama efni.</p> <p></p> <p>Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni Tryggingamiðstöðvarinnar hf. um aðgang að gögnum í tengslum við athugasemdir stofnunarinnar varðandi útvistun áhættustýringar Glitnis sjóða og skýrslu um vettvangsathugun hjá Glitni í maí 2008, umfram þá hluta hennar sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að.</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p></p> <p>formaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <p></p> <p> </p> <p> </p> |
572/2015. Úrskurður frá 2. mars 2015 | A kvartaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins á beiðni um aðgang að yfirliti um starfsleyfi lánastofnana frá 19. mars 2007. Af hálfu FME kom fram að skjalið fyndist ekki hjá stofnuninni þrátt fyrir víðtæka leit. Undir meðferð málsins hjá nefndinni kom fram af hálfu kæranda að hann hefði aflað yfirlitsins sjálfur og komið því á framfæri við FME. Því væru engar hindranir til staðar til að aðgangur yrði veittur. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að þegar umbeðin gögn eru ekki til staðar hjá stjórnvaldi telst ekki vera um synjun að ræða í skilningi 20. gr. upplýsingalaga. Þar sem umbeðið gagn var ekki til hjá FME þegar beiðni kæranda barst stofnuninni var málinu vísað frá nefndinni. | <p></p> <h2>Úrskurður</h2> <p></p> <p>Hinn 2. mars 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 572/2015 í máli ÚNU 14020013.</p> <p></p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p></p> <p>Með erindi 25. febrúar 2014 kvartaði A til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins á beiðni hans um aðgang að yfirliti yfir starfsleyfi lánastofnana frá 19. mars 2007.  </p> <p></p> <p>Í kærunni kemur fram að 22. janúar 2014 óskaði kærandi þess að fá umrætt yfirlit afhent en tengil á það hafi mátt sjá í frétt á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins frá 19. mars 2007 án þess þó að yfirlitið væri aðgengilegt. Þann 30. janúar 2014 hafi kæranda svo verið tilkynnt að ekki væri unnt að afhenda skjalið þar sem það fyndist ekki þrátt fyrir víðtæka leit. Kærandi telur skýringar Fjármálaeftirlitsins vera fyrirslátt, enda hljóti gagnið að finnast í vörslum stofnunarinnar. Að öðrum kosti hefði stofnunin orðið uppvís að því að eyða gagninu og þannig reynt að leyna því og tilvist þess fyrir almenningi.</p> <p></p> <p>Meðal gagna málsins er svar Fjármálaeftirlitsins 30. janúar 2014 til kæranda. Þar kemur fram að hið umbeðna skjal finnist ekki miðað við umbeðna dagsetningu. Ástæðan sé sú að skjalið hafi síðar verið uppfært en það hafi ekki verið vistað í upprunalegri mynd. Var kæranda bent á hvernig finna mætti skjalið eins og það var 9. maí 2007 auk yfirlits yfir breytingar á starfsleyfi og heiti fjármálafyrirtækja frá 1. júlí til 30. júní 2009. Þá var upplýst að Fjármálaeftirlitið ynni að því að birta lista yfir starfsleyfi lánastofnana sem fyrirhugað væri að birta á vefsíðu stofnunarinnar innan skamms. Þá væri ekki unnt að upplýsa hvernig hin umbeðnu gögn hefðu verið fjarlægð eða hvenær það hefði verið gert. Ástæða þess að skjalið hefði verið fjarlægt væri sú að það hefði ekki verið uppfært í samræmi við þær breytingar sem höfðu orðið á starfsheimildum einstakra lánastofnana auk þess sem einstakar upplýsingar höfðu riðlast til. Hefði Fjármáleftirlitið því ákveðið að fjarlægja listann af vefsíðu sinni. Þá liggur fyrir tölvupóstur frá sama degi til kæranda þar sem þau skjöl sem vísað var til í fyrri tölvupósti voru send kæranda og ítrekað að sú útgáfa sem kærandi óskaði aðgangs að fyndist ekki hjá stofnuninni. Þá var kæranda leiðbeint um heimild til að kæra meðferð málsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. </p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p></p> <p>Þann 24. mars 2014 ritaði kærandi úrskurðarnefndinni bréf. Þar kom fram að kærandi hefði sjálfur aflað hins umbeðna yfirlits og komið því á framfæri við Fjármálaeftirlitið til að bæta því þann missi sem stofnunin virtist hafa orðið fyrir þegar skjalið glataðist úr vörslum þess. Í ljósi þess að Fjármáleftirlitið hefði skjalið nú óumdeilanlega undir höndum, væri þess óskað að stofnunin endurskoðaði fyrri ákvörðun sína um hina framangreindu beiðni kæranda, enda væri ekkert sem hindraði það lengur að veittur yrði aðgangur að því.</p> <p></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p></p> <p>Eins og að framan greinir óskaði kærandi eftir að Fjármálaeftirlitið afhenti sér yfirlit yfir starfsleyfi lánastofnana frá 19. mars 2007 en umrætt yfirlit mun hafa verið birt sem sérstakt skjal á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins.</p> <p></p> <p>Kærandi hefur í erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál 24. mars 2014, sem einnig var sent til Fjármálaeftirlitsins, lýst þeirri afstöðu sinni að ekkert sé því nú til fyrirstöðu að Fjármálaeftirlitið afhendi honum hið umbeðna yfirlit, enda sé það nú í vörslum stofnunarinnar. Að því leytinu til sem erindinu var beint til Fjármálaeftirlitsins verður að álíta að í því hafi falist beiðni um endurupptöku í skilningi 2. töluliðar 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Verði kæranda í kjölfar nýrrar afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins synjað um aðgang að yfirlitinu verður honum unnt að kæra synjunina til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál.</p> <p></p> <p>Kærandi hefur á hinn bóginn ekki fallið frá kæru sinni til úrskurðarnefndarinnar á fyrirliggjandi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að synja honum um aðgang að umbeðnu yfirliti. Fyrir úrskurðarnefndinni liggur því að endurskoða ákvörðun Fjármálaeftirlitsins sem reist var á þeirri forsendu að yfirlitið væri ekki að finna í vörslum stofnunarinnar.</p> <p></p> <p>Í þessu samhengi vísast til þess að samkvæmt 26. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 fer að ákvæðum laga um Þjóðskjalasafn Íslands um skráningu mála, skjalaskrár og aðra vistun gagna. Samkvæmt 3. mgr. 22. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn er afhendingarskyldum aðilum skylt að varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg í samræmi við reglur þar að lútandi. Í 4. mgr. sömu lagagreinar er einnig kveðið á um að sá sem beri ábyrgð á skjalastjórn og skjalavörslu skuli grípa til viðeigandi ráðstafana til þess að vernda skjöl afhendingarskylds aðila fyrir ólöglegri eyðileggingu, breytingu og óleyfilegum aðgangi. Þá er samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laganna óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali í skjalasöfnum þeirra aðila sem falla undir 1. eða 2. mgr. 14. gr. nema það sé gert á grundvelli samþykktar þjóðskjalavarðar. Samkvæmt 3. tölulið 1. mgr. 14. gr. laganna telst Fjármáleftirlitið til afhendingarskylds aðila í skilningi laganna.</p> <p></p> <p>Hvað sem líður mikilvægi þeirra ákvæða, sem ætlað er að tryggja fullnægjandi skráningu og vistun upplýsinga hjá hinu opinbera, er ljóst að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti, einkum æðri stjórnvalda, dómstóla og umboðsmanns Alþingis. Í ljósi þess að það gagn sem kærandi óskar aðgangs að hjá Fjármálaeftirlitinu var ekki til hjá stofnuninni þegar beiðni kæranda barst stofnuninni verður samkvæmt framangreindu ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p></p> <p><strong> </strong></p> <p></p> <p>Kæru A, dags. 25. febrúar 2014, er vísað frá nefndinni.</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p></p> <p>formaður</p> <p></p> <p> </p> <p></p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> |
567/2015. Úrskurður frá 21. janúar 2015 | A kærði, f.h. Samtaka meðlagsgreiðenda, synjun Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni samtakanna um að fá upplýsingar um a) fjölda öryrkja sem greiða meðlög, b) um hve margir meðlagsgreiðndur séu með fulla örorku eða á endurhæfingalífeyri og c) um hve mikið sé um millifærslu barnalífeyris til meðlagsþega. Af hálfu TR kom fram að þessar upplýsingar lægju ekki fyrir nema á ófullgerðu skjali, er telja yrði til vinnugagns. Úrskurðarnefndin skoðaði skjalið, féllst á að um vinnugagn væri að ræða og staðfesti synjunina. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 21. janúar 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 567/2015 í máli ÚNU 14030012.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Þann 2. maí 2014 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá [A f.h.] Samtaka meðlagsgreiðenda. Í henni segir m.a.: <br /> <br /> „Samtök meðlagsgreiðenda leituðu svara hjá TR af hverju 800 milljón króna munur var milli þess sem TR greiddi út í meðlögum og Innheimtustofnun (IS) greiddi til þeirra af innheimtum meðlögum auk framlag Jöfnunarsjóðs.  Kemur í ljós að helmingur þessarar upphæðar verður til vegna innheimtu meðlaga af erlendum ríkisborgurum.  Helmingur hins vegar verður til, skv. meðfylgjandi svörum frá TR, vegna skuldajöfnunar barnalífeyris meðlagsgreiðenda með öorku upp í meðlagsgreiðslur.  Ef það er gefið að meðlagsgreiðendur með örorku eignist jafn mörg börn og aðrir reiknuðu samtökin með að 8,5-9% meðlagsgreiðenda væru öryrkjar.<br /> <br /> Þess vegna sendum við fyrirspurn, fyrst til stjórnar TR um fjölda öryrkja sem greiða meðlög (allt er meðfylgjandi).  Svo ítrekuðum við fyrirspurnina við C, og að endingu töluðum við við B, sem sér um tölfræðilega úrvinnslu fyrir stofnunina.  Hann var mjög hjálpfús og tók saman tölfræði um þetta.  Eins og heyrist í meðfylgjandi hljóðupptöku af símtali mínu við hann, þá segir hann mér niðurstöðunar að mestu leyti, þ.e. að 10,6% meðlagsgreiðnda séu með fulla örorku eða á endurhæfingalífeyri.  Þar við bætast þeir, sem reyndar eru ekki margir, sem sæta millifærslu barnalífeyris til meðlagsþega, en slíkt vinnulag er orðið úrelt.  Þannig að talan er enn hærri.</p> <p>Skjalið fer til forstjóra TR.  Þegar ég hringi í B til að reka á eftir upplýsingunum er mér tjáð, af honum og fjármálastjóra TR, að vafi leiki á hvort TR þurfi að veita upplýsingar sem ekki eru til reiðu, skv. upplýsingalögum.  Ég benti þeim á að upplýsingarnar séu til reiðu sbr. meðfylgjandi hljóðupptöku, og ef þeir vildu beita fyrir sér þessu ákvæði upplýsingalaga, hefðu þeir átt að gera það áður en þeir tóku saman upplýsingarnar.  Málið fer til forstjóra TR sem synjar beiðninni, á grundvelli þess að beiðnin sé ekki nægilega afmörkuð.  Því skal hins vegar til haga haldið, séu símtöl mín við kerfisstjóra athuguð, að fullur skilningur er milli okkar hvers er umbeðið og hvers ekki.  Ég vísa hér í að munnlegar beiðnir og munnleg svör eru jafngild og skrifleg.<br /> <br /> Ég lít því svo á að TR hafi þegar svarað fyrirspurnum samtakanna að nokkru, en ekki að öllu leyti.  Vilji forstjóri TR ekki láta umræddar upplýsingar af hendi, verður hann að leita heimilda til þess í upplýsingalögum, auk þess að afturkalla stjórnsýsluákvörðun sína að upplýsa samtökin um fjölda meðlagsgreiðenda sem sæta skuldajöfnun barnalífeyris.  Eins og fyrr segir liggja þær upplýsingar fyrir.<br /> <br /> Kæra okkar til úrskurðarnefndar upplýsingamála lýtur að synjun forstjórans á beiðni samtakanna um upplýsingar um fjölda meðlagsgreiðenda sem sæta skuldajöfnun barnalífeyris á móti meðlagsgreiðslum vegna örorku eða/og endurhæfingarlífeyris, á það einnig við um þá sem sæta millifærslum barnalífeyris til meðlagsþega og hvaða tagi sem er.  <br /> <br /> Óska samtökin auk þess eftir áliti úrskurðarnefndar hvort munnlegt svar kerfisstjóra TR um fjölda meðlagsgreiðenda með örorku og á endurhæfingalífeyri, sé formlegt svar TR þótt munnlegt sé.<br /> <br /> Athugið að hægt er að hlusta á hljóðupptökur í VLC spilara.“<br /> Sama dag barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál viðauki við framangreinda kæru. Þar segir m.a.: <br /> <br /> Ég vísa í fyrri póst minn þar sem ég sendi inn formlega kæru vegna synjunar og afgreiðslu forstjóra Tryggingastofnunar við ítrekuðum beiðnum mínum um að fá upplýsingar um fjölda meðlagsgreiðenda sem sæta skuldajöfnun barnalífeyris vegna örorku og endurhæfingalífeyris.<br /> <br /> Svo vill til að ég er að læra fyrir próf í stjórnsýslurétti og er einmitt að blaða í hefti […] um upplýsingarétt.  Segir þar m.a. um tilgreiningarregluna sem forstjórinn styðst við við synjun á beiðni samtakanna, eins og fylgigögn kæru segja:<br /> <br /> „3. mgr. 15. gr. uppl. felur í sér að áður en stjórnvaldi er heimilt að vísa frá máli vegna þess að beiðnin telst of ótilgreind þá beri að veita málsaðila leiðbeiningu og gefa honum tækifæri á að afmarka beiðni sína nánar.  Stjórnvaldi ber einnig að afhenda aðila máls lista yfir mál, sem ætla má að beiðni hans geti beinst að, í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir gögnum sbr. A-500/2013.“  <br /> <br /> Í því máli segir "..en úrskurðarnefndin taldi beiðnina ekki hafa verið svo almenna að ekki hafi verið unnt að afgreiða hana efnislega a.m.k. að hluta til".<br /> <br /> Okkur í samtökunum miðsbýður sérstaklega þessi framkoma forstjórans, ekki bara vegna þess að hún er bersýnilega ólögleg, heldur, að við vorum búnir að fá upplýsingarnar í símtali eins og fylgigögn sýna.  Einnig skv. samtali við B, sem sagði yfirstjórn telja áhöld á hvort beiðnin samræmdist ákvæðum upplýsingalaga um hvort stjórnvaldi væri skylt að "vinna ný gögn" fyrir samtökin.  Þegar við bentum á að þegar væri búið að afla gagnanna og gera skjölin, breyttu þau málflutningi sínum og beittu fyrir sér tilgreiningarreglunni, sem er bara önnur tegund af þvælu.<br /> <br /> Allt þetta bendir til þess að stofnunin sé að reyna hvað hún getur að koma í veg fyrir að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar.  Þetta eru trakteringar sem samtökin eru því miður of vel kunnug úr stjórnsýslunni, þegar kemur að upplýsingum um fjárhagslega og félagslega hagi meðlagsgreiðenda.  Er þetta til þess fallið að ala á tortryggni út í stjórnsýsluna, og skapa grunn fyrir grunsemdir að hún hafi ýmislegt að fela þegar kemur að högum meðlagsgreiðenda.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Tryggingastofnun ríkisins til athugasemda með bréfi, dags. 2. maí 2014. Umsögn barst með bréfi dags. 21. maí 2014. Í því segir m.a.:<br /> <br /> „Þann 7. maí barst Tryggingastofnun kæra samtaka meðlagsgreiðenda sbr. bréf úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kæran <em>„lýtur að synjun forstjórans um beiðni samtakanna um upplýsingar um fjölda meðlagsgreiðenda sem sæta skuldajöfnun barnalífeyris á móti meðlagsgreiðslum vegna örorku eða/og endurhæfingarlífeyris og á það einnig við um þá sem sæta millifærslum barnalífeyris til meðlagsþega og hvaða tagi sem er.“ </em><br /> <br /> Málavextir eru þeir að kærandi hefur sent til starfsmanna Tryggingastofnunar yfir tug fyrirspurna frá því í desember sl. og nú síðast um miðjan apríl. Spurningarnar varða ýmsar fjöldatölur meðlagsgreiðenda og örorkulífeyrisþega, fjárhæðir, skuldajöfnun o.fl. Leitast hefur verið við að svara erindum kæranda eftir bestu getu. Lang flestar umræddra upplýsinga lágu ekki fyrir og ekki stóð til að vinna þær úr grunngögnum vegna starfsemi stofnunarinnar. Hér hefur því talsverð vinna verið innt af hendi sérstaklega fyrir kæranda. Fjölmargir starfsmenn hafa komið að þeirri vinnu og farið hefur verið í gagnakeyrslur á tölvukerfum með tilheyrandi kostnaði. Við meðferð gagnanna nú í apríl var ljóst að ýmsir annmarkar voru á úrvinnslu gagnanna og túlkun, álitaefnin voru þess eðlis að ekki þótti gerlegt að fara í þá vinnu. Ekki hafði áður verið unnið með umrædd gögn hjá TR og því hefði þurft að setja umtalsverða vinnu í frekari úrvinnslu þeirra og túlkun.<br /> <br /> Þegar hér var komið sögu var það mat forstjóra að stofnunin gæti ekki leyft sér að starfsmenn eyddu meiri tíma en þegar hafði verið gert í verkefnið. Verkefni sem stofnuninni bar ekki skylda til að sinna. Því var ákveðið að ekki yrði frekari vinna lögð í að afla og vinna umrædd gögn. Þau liggja því ekki fyrir og þegar af þeirri ástæðu getur Tryggingastofnun því miður ekki orðið við beiðni úrskurðarnefndar um upplýsingamál, að fá gögnin afhent.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 nær skylda stjórnvalda eingöngu til þess að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Stjórnvöldum ber skv. því ekki að afhenda umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Meðfylgjandi eru hins vegar fjölmargir tölvupóstar milli aðila með fyrirspurnum kæranda og svörum Tryggingastofnunar.<br /> <br /> Þess skal getið að þegar kærandi fékk þær upplýsingar að ekki yrði um frekari vinnu að ræða fyrir hann af hálfu stofnunarinnar birti hann símtal við starfsmanna á youtube til marks um að gögnin lægju fyrir. Ef grannt er hlustað kemur einmitt fram í svari starfsmannsins að það þurfi að skoða gögnin frekar áður en hægt verði að afhenda þau. Kærandi hvorki upplýsti starfsmanninn um upptökuna né fékk samþykki hans fyrir birtingunni. Slíkt er ekki eingöngu ólöglegt heldur væntanlega einnig refsivert.“<br /> <br /> Umsögnin var send kæranda til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 28. maí 2014. Svar hans barst með tölvupósti, dags. 2. júní 2014. Þar segir:<br /> <br /> „Ég bregst við vegna greinargerðar Tryggingastofnunar vegna stjórnsýslukæru sem er á ykkar borðum.  <br /> <br /> Ég vil byrja á að nefna að framganga forstjórans, er sem fyrr, ómálefnaleg í alla staði.  Blandar hún saman óskyldum málum og fer rangt með staðreyndir.<br /> <br /> Eins og ég sagði í kærunni, hafði kerfisstjóri TR safnað saman umbeðnum upplýsingum.  Einu upplýsingarnar sem vafi var um laut að þeim örfáu sem sættu svokallaðri millifærslu barnalífeyris í meðlagsgreiðslur barnsmóður.  Tölurnar um þá sem sættu skuldajöfnun vegna örorku og endurhæfingalífeyri lágu fyrir og óumdeildar, sbr. samtal mitt við kerfisstjórann sem er væntanlega á ykkar borðum.  Þá þegar þær tölur lágu fyrir, fóru upplýsingarnar m.a. til forstjóra og fjármálastjóra.  Í samtali mínu við fjármálastjóra, og kerfisstjóra, átti að synja hluta beiðnarinnar á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laga um fyrirliggjandi gögn, og var þar um að ræða þeir örfáu sem sættu umræddri millifærslu.  Hins vegar tjáðu þessir aðilar mér að ég myndi áreiðanlega fá hin gögnin.  Ég sagði þessum aðilum að þeir gætu ekki synjað beiðninni á þessum forsendum þar sem gögnin lágu fyrir, sbr. samtal mitt við kerfisstjórann.  Þá breytti forstjórinn um málflutning og synjaði beiðni um umræddar upplýsingar á grundvelli tilgreiningarreglunnar.  Sem er fráleitt í ljósi samtals míns við kerfisstjórann.  Þannig að yfirmenn TR hafa orðið tvísaga um ástæður synjunar, en í báðum tilfellum auðhrekjanlegar.  Samkvæmt upplýsingarétti ber stjórnvaldi að láta þessar upplýsingar af hendi.  Ef þeir hafa málstað til að verja um þá örfáu sem sæta millifærslu barnalífeyris, þurfa þeir engu að síður að láta af hendi þær upplýsingar sem þeir hafa undir höndum.<br /> <br /> Um er að ræða mikilvægar upplýsingar því þær varpa ljósi á fjölda meðlagsgreiðenda sem búa við örorku.  Ef tölur kerfisstjórans standast  jafngildir það því að yfir 11% meðlagsgreiðenda séu með örorku eða endurhæfingarlífeyri.  Slíkar tölur eru rosalegar og margfalt fleiri en gildir um aðra þjóðfélagshópa. Upplýsingarnar hafa því mikið gildi fyrir samtökin, meðlagsgreiðendur og samfélagið allt.  Hins vegar eru meðlagsgreiðendur undanskildir allri hagskýrslugerð þar sem við erum ósýnilegir í kerfinu og færðir til bókar sem barnslausir einstaklingar í þjóðskrá, -sem er mannréttindabrot út af fyrir sig.<br /> <br /> Er þetta ekki í fyrsta skipti sem forstjóri hótar undirrituðum fangelsisvist vegna baráttu samtakanna fyrir mannréttindum meðlagsgreiðenda.  Stóri sannleikurinn í þessu er sá að við höfum komist að snoðir um margt misjafnt í stjórnsýslu og fjárreiðum Innheimtustofnunar. Um sumt hefur umboðsmaður Alþingis ályktað, og starfar stofnunin fyrir þá náð okkar, að við höfum ekki efnt til fjöldalögsókna á hendur Innheimtustofnun og starfsmanna hennar vegna lögbrota við innheimtur meðlaga.  Sumar af þeim upplýsingum sem við höfum fengið hvað það varðar, höfum við náð í gegnum TR, enda virðir IS öll lög stjórnsýsluréttarins að vettugi í störfum sínum þ.á.m. upplýsingalög (eins og þið vitið um mál D).<br /> <br /> Vill ég segja þau lokaorð að þegar forstjóri hótar refsingu fyrir hönd annars í skjóli stjórnsýsluvalds, er um valdsníðslu að ræða, og brottrekstrarsök. Þessi feluleikur ýmissa stofnana með upplýsingar sem eru aðgengilegar um alla aðra þjóðfélagshópa styrkir grun okkar um það að stjórnsýslan á Íslandi hefur vonda samvisku þegar kemur að skiptum hennar við meðlagsgreiðendur.  Nægir þar að nefna tvírukkun meðlaga, sífelld og viðvarandi brot á málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga við innheimtur meðlaga, hótanir í garð meðlagsgreiðenda og atvinnurekenda þeirra og svo lengi fram eftir götunum.  Í reynd eru lögbrotin þvílík, að nær væri að stinga silkihúfunum í fangelsi.“.<br /> <br /> Hinn 16. september 2014 sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til TR. Þar segir m.a.: <br /> <br /> „Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísar til fyrri bréfaskipta vegna kæru frá Samtökum meðlagsgreiðenda á synjun yðar um aðgang að tölfræðigögnum, þ.e. um „fjölda meðlagsgreiðenda sem sæta skuldajöfnun barnalífeyris á móti meðlagsgreiðslum vegna örorku eða/og endurhæfingarlífeyris og [...] sæta millifærslum barnalífeyris til meðlagsþega af hvaða tagi sem er“.<br /> <br /> Umsagnar yðar um framangreinda kæru var óskað með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 2. maí 2014. Svar barst með bréfi, dags. 21. maí. Þar segir að umrædd gögn liggi ekki fyrir og að þegar af þeirri ástæðu geti Tryggingastofnun ekki orðið við beiðninni.<br /> <br /> Hins vegar hefur kærandi sent nefndinni hljóðritun símtals við starfsmann stofnunarinnar og má af því ráða að viss tölfræðigögn, slík er hann biður um, séu til hjá stofnuninni. Af þeirri ástæðu er nefndinni þörf nánari svara og skýringa frá yður. Af hennar hálfu hefur, með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, því verið ákveðið að fara fram á að þér afhendið henni í trúnaði afrit af umræddum gögnum.<br /> <br /> Jafnramt er óskað eftir því að þér rökstyðjið nánar, eftir atvikum með vísan til viðeigandi ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012, það sem fram hefur komið af yðar hálfu og eftir atvikum hvort um sé að ræða ófullgerð drög sem telja megi til vinnugagna í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Er þess farið á leit að svör og ofangreind gögn berist nefndinni ekki síðar en 10. október næstkomandi.“<br /> <br /> Svar barst með bréfi TR, dags. 9. október 2014. Þar segir m.a.: <br /> <br /> „Ítrekað er svar stofnunarinnar frá 21. maí 2014 þar sem fram kemur að gögn þau sem um er að ræða eru ófullgerð og því ekki tilbúin til afhendingar. Gögnin hafa ekki verið rýnd og leiðrétt eða sett í rétt samhengi. Þau geta því verið röng eða í besta falli verulega villandi og eru því alls ekki birtingarhæf. Farið var fram á að afrit af gögnunum væru afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál í trúnaði með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. […] Eins og áður segir er um að ræða ófullgerð gögn sem telja má til vinnugagna í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Ákveðið var að vinna ekki frekar með þau og eru þau því ekki fullunnin hjá stofnuninni.“<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um að fá frá Tryggingastofnun ríkisins upplýsingar um a) fjölda öryrkja sem greiða meðlög, b) um hve margir meðlagsgreiðndur séu með fulla örorku eða á endurhæfingalífeyri og c) um hve mikið sé um millifærslu barnalífeyris til meðlagsþega.<br /> <br /> Af hálfu Tryggingastofnunar ríkisins hefur komið fram að þegar beiðni kæranda hafi borist hafi verið hafist handa við að taka vissar upplýsingar saman. Þær liggi fyrir sem ófullgert gagn, er telja verði til vinnugagns í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur borist umrætt skjal, en það fylgdi með bréfi TR til nefndarinnar, dags. 9. október 2014. Eftir athugun á því telur nefndin það bera með sér að vera ófullgerð drög. Því megi fallast megi á það með TR að um vinnugögn sé að ræða. Slík gögn eru, samkvæmt 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaganna, undanþegin meginreglum laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Með vísan til þess telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að staðfesta megi synjun Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni kæranda. <br /> <br /> Af hálfu Tryggingastofnunar hefur komið fram að að öðru leyti séu ekki til fyrirliggjandi gögn með þeim upplýsingum sem kærandi æski. Samkvæmt 11. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.–10. gr. Sama gildi sé óskað aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 3. mgr., en á grundvelli hennar geti að vissu marki þurft að útbúa nýtt gagn, eigi ákvæði 6.–10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti við um hluta gagns. Í athugasemdum við 5. gr., í því frumvarpi er varð að lögum nr. 140/2012, segir að gagn teljist ekki vera fyrirliggjandi nema það sé til þegar beiðni um það kemur fram. Þar sem ekki liggur fyrir að það eigi við í máli þessu verður ekki frekar um það fjallað, enda tekur kæruheimild 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 einungis til skjala sem synjað hefur verið um aðgang að. Eðli máls samkvæmt þurfa þau því að hafa orðið til áður en upplýsingabeiðni er sett fram.<br /> <br /> Að lokum skal, vegna óskar kæranda, sbr. bréf hans dags. 2. maí 2014, um álit nefndarinnar á því hvort „hvort munnlegt svar kerfisstjóra TR um fjölda meðlagsgreiðenda með örorku og á endurhæfingalífeyri, sé formlegt svar TR þótt munnlegt sé“, tekið fram að það fellur ekki undir hennar verksvið, eins og það er afmarkað í 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að svara slíkum fyrirspurnum. Verður því ekki fjallað um það frekar.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Tryggingastofnunar ríkisins, á beiðni Samtaka meðlagsgreiðenda um gögn, sem kærð var til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 2. maí 2014.. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
568/2015. Úrskurður frá 21. janúar 2015 | A kærði synjun forsætisráðuneytisins á beiðni hans um að fá aðgang að tillögum ráðgjafahóps um aðferðir við losun fjármagnshafta. Ráðuneytið hafði í fyrsta lagi vísað til þess að aðgangsréttur almennings tæki ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hefðu verið saman fyrir slíka fundi. Fyrir lá hins vegar að þessu gagni hafði verið dreift til utanaðkomandi aðila og því taldi úrskurðarnefndin ekki hafa verið heimilt að synja um aðgang á þessum grundvelli. Ráðuneytið hafði í öðru lagi vísað til þess að takmarka yrði aðganginn vegna almannahagsmuna og sjónarmiða um öryggi og sjálfstæði ríkisins, en nefndin taldi þessi sjónarmið, eins og þau voru sett fram, ekki heldur geta stutt synjun ráðuneytisins. Hins vegar féllst nefndin á að um væri að ræða upplýsingar um mögulegar ráðstafanir, sem kynnu að verða þýðingarlausar, eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, yrðu þær á almannavitorði, og ákvað af þeirri ástæðu að staðfesta synjun ráðuneytisins. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 21. janúar 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 568/2015 í máli ÚNU 14050011. <br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi  27. maí 2014 kærði A afgreiðslu forsætisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að tillögum ráðgjafahóps sem forsætisráðherra skipaði 27. nóvember 2013 til að gera tillögur um einstaka skref og áætlun um losun fjármagnshafta til ráðherranefndar um efnahagsmál. <br /> <br /> Í kærunni er rakið að kærandi hafi 7. maí 2014 óskað eftir aðgangi að umræddum tillögum. Beiðnin hafi verið reist á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Yrði ráðuneytið ekki að fullu við beiðninni væri óskað rökstuðnings og aðgangi að öðrum hlutum tillagnanna en þeim sem ráðuneytið teldi heimilt og nauðsynlegt að undanskilja aðgangi. Óskað var upplýsinga um hvort tillögunum hefði, í heild eða að hluta, verið miðlað víðar en til ráðherranefndar um efnahagsmál, og þá hvert og í hvaða tilgangi. Með beiðninni fylgdi greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta frá 17. mars 2014 þar sem fjallað var um umræddan ráðgjafahóp. <br /> <br /> Forsætisráðuneytið svaraði erindinu 15. maí 2014 og synjaði beiðninni. Vísað var til þess að samkvæmt 1. tölulið 6. gr. upplýsingalaga væru fundargerðir ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreinar á ráðherrafundum og gögn sem tekin hefðu verið saman fyrir slíka fundi undanþegin rétti almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með vísan til þessa „sbr. jafnframt til hliðsjónar“ 3. tölulið 10. gr. sömu laga var beiðninni hafnað. <br /> <br /> Í kærunni er bent á að forsætisráðuneytið hafi ekki svarað því hvort umbeðnum gögnum hafi verið miðlað víðar heldur en til ráðherranefndar um efnahagsmál, og þá hvert og í hvaða tilgangi. Af dómaframkvæmd verði ráðið að þótt gögn sem hafi verið tekin saman fyrir ráðherrafundi kunni að vera undanþegin meginreglunni um aðgang á grundvelli 1. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga geti sú undanþága fallið niður sé gögnunum miðlað víðar. Vísar kærandi í þessu samhengi til dóms Hæstaréttar frá 14. mars 2002 í máli nr. 397/2001. Þá færi forsætisráðuneytið engin rök fyrir því að undanþága 3. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga eigi við, en kærandi eigi eðli málsins samkvæmt erfitt með að meta hvort svo sé án aðgangs að umbeðnum gögnum.  <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi 3. júní 2014 var forsætisráðuneytinu gefinn kostur á að veita úrskurðarnefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun. Forsætisráðuneytið brást við erindinu með bréfi 24. júní 2014. Þar er því hafnað að undanþága frá upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga falli niður þótt hinum umbeðnu gögnum kunni að hafa verið miðlað víðar en til ráðherra. Í umsögn ráðuneytisins kemur fram að unnið sé að áætlun um afnám gjaldeyrishafta samkvæmt sérstakri áætlun sem samþykkt hafi verið í ríkisstjórn og í ráðherranefnd um efnahagsmál. Eins og fram komi í greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framgang þeirrar áætlunar 17. mars 2014 hafi stjórnvöld komið upp sérstöku stjórnskipulagi sem samanstandi auk ríkisstjórnar og ráðherranefndar um efnahagsmál af sérstakri stýrinefnd sem fari með yfirstjórn verkefnisins, verkefnisstjórn sem starfi á vegum stýrinefndar og samráðsnefnd þingflokka þar sem sæti eigi fulltrúar allra flokka á Alþingi. Loks hafi umræddur hópur utanaðkomandi ráðgjafa unnið að tillögum þeim sem óskað sé aðgangs að. Einungis framangreindir aðilar hafi fengið kynningu á tillögum ráðgjafanna til ráðherranefndarinnar. Sú meðferð gagnanna haggi því ekki að gögnin falli undir undantekningarákvæði 1. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga, enda hafi kynning tillagnanna verið bundin við þau stjórnvöld og aðila í stjórnkerfinu sem nauðsynlega þurfi á upplýsingunum að halda, sbr. áætlun um afnám hafta. Að mati ráðuneytisins veiti framangreint lagaákvæði fullnægjandi heimild til að synja um aðgang að umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins kemur einnig fram að synjun um aðgang verði þó jafnframt, ef á reyni, byggð á ákvæðum 3. og 5. tölulið 10. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 1. tölulið sama ákvæðis. Óumdeilt sé að gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir séu í því fólgnir fyrir íslenska ríkið, og þar með almenning, að vel takist til við afnám gjaldeyrishafta. Ein forsenda þess að það megi takast sé að stjórnvöldum séu tryggð eðlileg starfsskilyrði til verksins. Mikilvægur þáttur í því sé að stjórnvöld sem að málinu komi geti í trúnaði skipst á gögnum og tillögum sem málið varða. Umræddar tillögur ráðgjafahóps ráðherranefndar um efnahagsmál um mögulegar leiðir til úrlausnar séu nú til athugunar af hálfu stjórnvalda og skoðist þar sem mikilvæg trúnaðargögn. Gögnin falli þannig ótvírætt undir takmörkunarheimild 3. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga þar sem mælt sé fyrir um heimild til að takmarka aðgang að gögnum sem hafi að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, enda krefjist almannahagsmunir þess. Eðli verkefnisins, um afnám gjaldeyrishafta, sé slíkt að það gæti veikt stöðu og hagsmuni íslenskra stjórnvalda, m.a. í viðræðum við aðila sem hagsmuna eiga að gæta á gjaldeyrismarkaði, yrðu fyrirætlanir stjórnvalda og mögulegar leiðir til úrlausnar, sbr. hinar umbeðnu tillögur ráðgjafanna, á almannavitorði. Slíkt gæti einnig rýrt gildi tillagnanna sem slíkra með þeim hætti að ólíklegra yrði talið að þær myndu skila tilætluðum árangri, ef opinberar væru, ef ákvörðun yrði tekin um að fylgja þeim. Það sé mat ráðuneytisins að upplýsingarnar falli þannig einnig undir takmörkunarheimild 5. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í þessu samhengi bendir ráðuneytið á að í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga segi í athugasemdum við 10. gr. um 5. tölulið að með ráðstöfunum á vegum hins opinbera sé m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum. Ákvæðið geti þannig í sumum tilvikum verndað sömu hagsmuni og ákvæði 3. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga. <br /> Loks segir í umsögn forsætisráðuneytisins að efnahagslegir hagsmunir íslenska ríkisins og almennings af því að vel takist til við afnám gjaldeyrishafta séu það veigamiklir að líta megi svo á að þeir varði öryggi og sjálfstæði ríkisins í skilningi 1. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga. Mikilvæg forsenda þess að unnt sé að ná farsælli niðurstöðu sé að stjórnvöldum séu tryggð eðlileg starfsskilyrði til verksins. Beiting lagaheimilda til takmörkunar á upplýsingarétti almennings sé nauðsynleg í því skyni. <br /> <br /> Þann 8. júlí 2014 gaf úrskurðarnefndin kæranda færi á að koma á framfæri athugasemdum vegna umsagnar forsætisráðuneytisins. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni 30. júlí 2014. Bent er á að í umsögn forsætisráðuneytisins komi fram að hin umbeðnu gögn hafi verið kynnt fyrir ríkisstjórn og ráðherranefnd um efnahagsmál en auk þess sérstakri stýrinefnd sem fari með yfirstjórn áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, verkefnisstjórn sem starfi á vegum stýriefndarinnar og samráðsnefnd þingflokka þar sem sæti eigi fulltrúar allra flokka á Alþingi. Þá komi fram í greinargerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins 17. mars 2014 að í umræddri stýrinefnd sitji meðal annarra seðlabankastjóri og að nefndarfundi sæki meðal annarra sérfræðingar úr Seðlabankanum og að í umræddri verkefnisstjórn sitji meðal annarra fulltrúar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Samkvæmt þessu hafi tillögunum verið miðlað til ýmissa aðila utan ríkisstjórnar og stjórnarráðsins. Að mati kæranda leiði af því að tillögurnar séu ekki lengur undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga. Kærandi eigi erfitt að meta hvort hin umbeðnu gögn séu þess eðlis að þau verði undanþegin aðgangi á grundvelli 1., 3. eða 5. töluliða 10. gr. upplýsingalaga. Bent er á að um undanþáguákvæði sé að ræða sem verði aðeins beitt þegar nauðsyn krefji og þá aðeins um þá hluta gagna sem þau eigi við um. Þá hafi forsætisráðuneytið ekki vísað til 1. eða 5. töluliða 10. gr. upplýsingalaga í ákvörðun sinni um að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi tilefni til að óska frekari skýringa frá forsætisráðuneytinu varðandi þau sjónarmið sem fram höfðu komið og sendi ráðuneytinu því bréf, dags. 20. október 2014. Svar ráðuneytisins til nefndarinnar barst 10. nóvember 2014. Ekki er nauðsynlegt að gera sérstaka grein fyrir þeim að öðru leyti en því sem fram kemur í niðurstöðukafla hér á eftir.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Í beiðni kæranda til forsætisráðuneytisins 7. maí 2014  var óskað eftir aðgangi að „tillögum ráðgjafahóps sem forsætisráðherra skipaði 27. nóvember 2013 til að gera tillögur um einstök skref og áætlun um losun fjármagnshafta til ráðherranefndar um efnahagsmál“. Eins og að framan greinir var kæranda synjað um aðgang að hinum umbeðnu tillögum með vísan til 1. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga en einnig með „hliðsjón“ af 3. tölulið 10. gr. laganna. Við meðferð málsins fyrir úrskurðarnefndinni hefur ráðuneytið einnig vísað til 1., 3.  og 5. töluliða sömu lagagreinar. Forsætisráðuneytið hefur látið úrskurðarnefndinni í té glærukynningu ráðgjafahópsins.<br /> <br /> Í athugasemdabréfi 10. nóvember 2014 til úrskurðarnefndarinnar kemur fram sú afstaða að beiðni kæranda hafi í raun aðeins lotið að ákveðnum hlutum glærukynningarinnar. Réttur kæranda til aðgangs á gögnum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga en þar er fjallað um rétt almennings til aðgangs að „gögnum“. Glærukynningin sem úrskurðarnefndinni var látin í té með bréfi forsætisráðuneytisins, dags. 24. júní 2014,  ber heitið „Losun hafta á fjármagnshreyfingar. Tillögur ráðgjafahóps til ráðherranefndar um efnahagsmál“. Í niðurlagi bréfsins segir eftirfarandi: „Meðfylgjandi í sérstöku umslagi, til skoðunar fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál eingöngu, eru þau trúnaðargögn sem beðið er aðgangs að í málinu.“ Úrskurðarnefndin telur að miða verði við að hin kærða ákvörðun hafi lotið að umræddri glærukynningu allri. Með vísan til þess verður litið svo á að mál þetta lúti að því hvort ráðuneytinu hafi verið skylt að veita kæranda aðgang að glærukynningunni „Losun hafta á fjármagnshreyfingar. Tillögur ráðgjafahóps til ráðherranefndar um efnahagsmál“ í heild eða að hluta. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Synjun forsætisráðuneytisins var fyrst og fremst reist á 1. tölulið 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Eins og greinir í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga gildir ákvæðið um alla fundi þar sem saman koma tveir eða fleiri ráðherrar hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar aðstæður. Fyrir liggur að hin umbeðna glærukynning var útbúin fyrir ráðherranefnd um efnahagsmál. Á hinn bóginn er ljóst að gagninu hefur einnig verið dreift til sérstakrar stýrinefndar sem fer með yfirstjórn þess verkefnis að afnema gjaldeyrishöft, verkefnisstjórnar sem starfar fyrir stýrinefndina sem og samráðsnefndar þeirra þingflokka sem eiga sæti á Alþingi. <br /> <br /> Í dómi Hæstaréttar frá 14. mars 2002 í máli nr. 397/2001 fjallaði rétturinn um hvaða þýðingu það hefði að sú takmörkunarregla sem nú kemur fram í 1. tölulið 6. gr. upplýsingalaga hefði þegar gagn, sem tekið hefði verið saman fyrir ráðherrafund, hefði verið sent til annarra aðila en gagnið var upphaflega ætlað. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu að undanþágureglan hefði ekki lengur átt við um gagnið sem málið laut að eftir að stjórnvöld höfðu í verki fengið því annað hlutverk og þannig í raun veitt að því ríkari aðgang en upphaflega var ætlunin. <br /> <br /> Glærukynning sú sem mál þetta lýtur að var tekin saman fyrir ráðherranefnd um efnahagsmál en síðar dreift til fleiri aðila sem ekki eru taldir upp í 1.  tölulið 6. gr. upplýsingalaga. Kynningunni var því fengið annað hlutverk en að vera aðeins kynning fyrir ráðherranefndina. Var forsætisráðuneytinu af þessum sökum ekki heimilt að takmarka aðgang að kynningunni á grundvelli 1. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Í ákvörðun forsætisráðuneytisins 15. maí 2014 var synjað um afhendingu kynningarinnar með vísan til 3. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga „til hliðsjónar“. Þá hefur ráðuneytið auk þess bent úrskurðarnefndinni á að heimilt hafi verið að synja um aðgang á grundvelli 1. og 5. töluliðar sömu lagagreinar. Umrædd lagaákvæði eru svohljóðandi: <br /> <br /> Heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um:1. öryggi ríkisins eða varnarmál,[...]<br /> 3. efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins,<br /> [...]<br /> 5. fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.<br /> <br /> Þessu til rökstuðnings segir eftirfarandi í bréfi ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar:<br /> <br /> „Óumdeilt er að gríðarlega miklir efnahagslegir hagsmunir eru í því fólgnir fyrir íslenska ríkið og þar með almenning, að vel takist til við afnám gjaldeyrishafta. Ein forsenda þess að það megi takast er að stjórnvöldum séu tryggð eðlileg starfsskilyrði til verksins. Mikilvægur þáttur í því er að stjórnvöld sem að málinu koma geti í trúnaði skipst á gögnum og tillögum sem málið varðar. Umræddar tillögur ráðgjafahóps ráðherranefndar um efnahagsmál um mögulegar leiðir til úrlausnar sem eru nú til athugunar af hálfu stjórnvalda og skoðast þar sem mikilvæg trúnaðargögn. Gögnin falla þannig ótvírætt undir takmörkunarheimild 3. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem mælt er fyrir um heimild til að takmarka aðgang að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins enda krefjist almannahagsmunir þess.“     *<br /> <br /> Þá segir: <br /> <br /> „Eðli verkefnisins, um afnám gjaldeyrishafta, er slíkt að ef fyrirætlanir stjórnvalda og mögulegar leiðir til úrlausnar, sbr. tillögur ráðgjafanna, væru á almannavitorði gæti það veikt stöðu og hagsmuni íslenskra stjórnvalda m.a. í viðræðum við aðila sem hagsmuna eiga að gæta á gjaldeyrismarkaði. Slíkt gæti þannig rýrt gildi tillagnanna sem slíkra með þeim hætti að ólíklegra yrði talið að þær myndu skila tilætluðum árangri, ef opinberar væru, ef ákvörðun yrði tekin um að fylgja þeim. Er það mat ráðuneytisins að upplýsingar falli þannig einnig undir takmörkunarheimild 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga þar sem mælt er fyrir um heimild til að takmarka aðgang almennings að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera ef talið er að þau yrðu þýðingarlaus eða að þau myndu ekki skila tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.“ <br /> <br /> Í þessu samhengi er í bréfi ráðuneytisins vísað til ummæla í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga. Loks segir eftirfarandi í bréfinu: <br /> <br /> „Efnahagslegir hagsmunir íslenska ríkisins og almennings af því að vel takist til við afnám gjaldeyrishafta eru það veigamiklir að líta má svo á að þeir varði öryggi og sjálfstæði ríkisins í skilningi 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga. Mikilvæg forsenda þess að unnt sé að ná farsælli niðurstöðu er eins og áður segir að stjórnvöldum séu tryggð eðlileg starfsskilyrði til verksins. Beiting lagaheimilda til takmörkunar á upplýsingarétti almennings er nauðsynleg í því skyni.“<br /> <br /> Framangreindar skýringar forsætisráðuneytisins verða ekki skildar öðruvísi en svo að sama sjónarmið búi að baki þeirri afstöðu ráðuneytisins að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að hinni umbeðnu kynningu á grundvelli hvoru tveggja 1. og 3. töluliða 10. gr. upplýsingalaga – þ.e. að mikilvægir efnahagslegir hagsmunir séu í húfi fyrir íslenska ríkið vegna afnáms fjármagnshafta og þar með fyrir almenning. Því beri að tryggja stjórnvöldum sem vinni að þessu markmiði „eðlileg starfsskilyrði“. Í því felist að þessi stjórnvöld geti í trúnaði skipst á gögnum og tillögum sem málið varðar. <br /> <br /> Í athugasemdum um 10. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 segir meðal annars eftirfarandi: <br /> <br /> „Með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ er vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Þessir hagsmunir eru tæmandi taldir, en hver töluliður sætir sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræðir.“<br /> <br /> Í beinu framhaldi segir síðan: <br /> <br /> „Heimild 10. gr. til að takmarka aðgang almennings og fjölmiðla að gögnum er bundin því skilyrði að gögnin sjálf hafi að geyma upplýsingar um þá hagsmuni sem njóta eiga verndar. Ef í gögnunum er jafnframt að finna upplýsingar sem ekki snerta þessa hagsmuni er stjórnvaldi almennt skylt að veita aðgang að þeim hluta þeirra.“<br /> <br /> Af framangreindum ummælum í frumvarpi til upplýsingalaga verður ráðið að þótt gögn innihaldi upplýsingar um málaflokka sem tengjast öryggi ríkisins eða efnahagslega mikilvægum hagsmunum ríkisins standi 1. eða 3. töluliður 10. gr. laganna því ekki í vegi að veittur sé aðgangur að þeim nema fyrir liggi að það raski mikilvægum almannahagsmunum. Við þetta mat skiptir máli hvers eðlis upplýsingarnar eru sem finna má í þeim gögnum sem óskað er aðgangs að. Eins og að framan greinir var synjun forsætisráðuneytisins, að því er varðaði 1. og 3. tölulið 10. gr. upplýsingalaga, aðeins byggð á sjónarmiðum um að tryggja þyrfti stjórnvöldum sem vinna að afnámi gjaldeyrishafta „eðlileg starfsskilyrði“ en að engu var vikið að efni þeirrar kynningar er beiðni kæranda laut að. Gátu þessi sjónarmið, eins og þau voru sett fram, því ekki stutt þá niðurstöðu ráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að gagninu á þessum lagagrundvelli. <br /> <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Eins og að framan greinir var einnig vísað til þess í bréfi forsætisráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar 24. júní 2014 að synjun ráðuneytisins mætti styðja við 5. tölulið 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. <br /> <br /> Úrskurðarnefndinni hefur verið látin í té glærukynning sú er beiðni kæranda laut að. Er þar fjallað um ýmis atriði er varða þá stöðu sem uppi er vegna hafta á hreyfingum fjármagns frá landinu. Af kynningunni er ljóst að stjórnvöld standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að grípa til ráðstafana til að bregðast við þeirri stöðu. Umrædd kynning hefur að geyma glærur sem flestar eru tölusettar. Eftir að hafa kynnt sér efni þeirra gaumgæfilega telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að fallast verði á það með forsætisráðuneytinu að þar komi fram upplýsingar um mögulegar ráðstafanir á vegum hins opinbera, sem kynnu að verða þýðingarlausar, eða skiluðu ekki tilætluðum árangri, ef þær væru á almannavitorði. Er þannig m.a. fjallað um  mismunandi ráðstafanir, sem íslenska ríkið kann að grípa til vegna þeirrar stöðu sem uppi er, og afstöðu höfunda til þeirra. Verður því fallist á með forsætisráðuneytinu að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að þessum glærum með vísan til 5. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í ljósi þess að hin umbeðnu gögn eru að meginstofni upplýsingar sem undanþegnar eru upplýsingarétti, og hversu nátengdar glærurnar eru innbyrðis, hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendu til þess að kveða á um skyldu kærða til þess að veita kæranda aðgang að hluta kynningarinnar á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Staðfest er ákvörðun forsætisráðuneytisins, dags. 15. maí 2014, um að synja A um aðgang að tillögum ráðgjafahóps sem forsætisráðherra skipaði 27. nóvember 2013 til að gera tillögur um einstaka skref og áætlun um losun fjármagnshafta til ráðherranefndar um efnahagsmál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <br /> |
569/2015. Úrskurður frá 21. janúar 2015 | Félag atvinnurekenda kærði synjun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á beiðni félagsins um gögn, m.a. gögn tengd ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Ráðuneytið taldi kærufrest félagsins vera útrunninn, og að ekki væru skilyrði til að verða við kröfunni. Úrskurðarnefndin féllst ekki á það. Því var tekin efnisleg afstaða til málsins. Af hálfu félagsins hafði í fyrsta lagi verið vísað til réttar sem það hefði samkvæmt stjórnsýslulögum, en nefndin kvað það ekki heyra undir sitt valdsvið að skera úr um hvort það ætti rétt samkvæmt þeim lögum. Félagið hafði í öðru lagi vísað til þess að það nyti réttar skv. 14. gr. upplýsingalaga. Nefndin taldi svo ekki vera. Í þriðja lagi hafði það vísað til ákvæða um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Af hálfu ráðuneytisins hafði verið talið að takmarka bæri aðgang almennings vegna viðskiptahagsmuna þeirra er ættu hlut að máli. Úrskurðarnefndin taldi ekki verða með góðu móti ráðið að hagsmunum þeirra væri hætta búin þótt félaginu yrði veittur aðgangur að gögnunum og ákvað að veita bæri aðganginn. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 21. janúar 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 569/2015 í máli nr. ÚNU 14060002.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Hinn 10. júní 2014, barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra, dagsett sama dag, frá Félagi atvinnurekenda vegna meints brots atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á upplýsingalögum. Þar segir m.a.: <br /> <br /> „Kærandi er einn þeirra aðila sem tilgreindur er í 4. mgr. 87. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (hér eftir „búvörulög“) sem ráðgjafarnefnd ráðherra um inn- og útflutning landbúnaðarvara ber að leita til þegar nefndin gerir tillögu m.a. um úthlutun tollkvóta samkvæmt 65. gr. og 65. gr. A búvörulaga. Kærandi hefur þannig þá sérstöku stöðu að vera umsagnaraðili nefndarinnar enda hafa félagsmenn kæranda umtalsverða hagsmuni af því að rétt sé staðið að málum við úthlutun slíkra tollkvóta. […] Í tilefni af nýlegri útgáfu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á reglugerð nr. 381/2014 um úthlutun á opnum tollkvótum á ógerilsneyddri lífrænni mjólk (sjá fylgiskjal nr. 2) og því skyni að gæta þeirra mikilvægu hagsmuna, sem koma hér til skoðunar, óskaði kærandi eftir öllum gögnum og upplýsingum sem lágu til grundvallar umræddri úthlutun og þá tillögu ráðgjafanefndarinnar (sjá fylgiskjal nr. 1).  <br /> […]<br /> Samkvæmt 5. gr. reglugerðarinnar þá sótti hún stoð sína í 65. gr. A búvörulaga.  Í tilefni af útgáfu framangreindrar reglugerðar, og þess að miklir hagsmunir eru fólgnir í því að ákvarðanir ráðgjafanefndarinnar séu byggðar á málefnalegum sjónarmiðum þannig að jafnræðis sé gætt, þá óskaði kærandi eftir öllum gögnum og upplýsingum sem lágu til grundvallar umræddri úthlutun og þá framangreindri tillögu ráðgjafanefndarinnar (sjá fylgiskjal nr. 3). Kærandi vísaði í því skyni til 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 (hér eftir „stjórnsýslulög“). Með bréfi dagsettu 8. maí 2014 veitti kærði kæranda aðgang að hluta þeirra gagna sem lágu til grundvallar úthlutun almenns tollkvóta á ógerilsneyddri lífrænni mjólk (sjá fylgiskjal nr. 4). Með vísan til 9. gr. upplýsingalaga hafnaði kærði þó aðgangi að upplýsingum „um stöðu og horfur á markaði að því er varðar lífræna mjólk í tengslum við undirbúning úthlutunar tollkvóta“ enda innihalda þau gögn upplýsingar um viðskiptakjör og því talin varða viðskiptahagsmuni aðila.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 12. júní 2014, gaf úrskurðarnefndin atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kost á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Frestur til þess var veittur til 5. júlí. Jafnframt var óskað afhendingar á afritum af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Svarbréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er dags. 25. júní. Með því fylgdi ákvörðun ráðuneytisins, dags. 8. maí 2014. Með henni var fallist á beiðni félagsins um aðgang að öðrum gögnum en þeim er ráðuneytið taldi falla undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Í bréfinu segir m.a.: <br /> <br /> „Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun. Í bréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 8. maí 2014, var kæranda leiðbeint um nefndan kærufrest. […] Ráðuneytið telur, með hliðsjón af 8. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að kæra hefði þurft að berast nefndinni í allra síðasta lagi þann 10. júní 2014. Ákvörðun ráðuneytisins var því ekki borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga. Í ljósi þess að kæra vegna ákvörðunarinnar barst að kærufresti liðnum telur ráðuneytið að vísa eigi kæru Félags atvinnurekenda frá. <br /> […]<br /> [Ekki var] óskað eftir afstöðu kæranda til umræddrar úthlutunar né heldur er kærandi nefndinni til ráðgjafar að öðru leyti því að kærandi hefur tækifæri, líkt og aðrir umsagnaraðilar, til að koma á framfæri upplýsingum svo auknar líkur verði á því að nefndin byggi tillögur sínar á réttum upplýsingum. Ráðuneytið telur stöðu kæranda sem lögbundins umsagnaraðila ekki jafna stöðu aðila máls, líkt og kærandi heldur fram. […] Við rannsókn á stöðu á markaði að því er varðar lífræna mjólk aflaði nefndin upplýsinga frá þeim aðilum sem starfa á innanlandsmarkaði. Gögnin hafa ekki að geyma neinar upplýsingar um kæranda né heldur upplýsingar sem varða hann sérstaklega og verulega umfram aðra. Því er ljóst að kærandi getur ekki byggt beiðni sína um upplýsingar á 14. gr. upplýsingalaga.[…]<br /> [Tollkvótum] er ávallt úthlutað með reglugerðum og ekki til tiltekinna aðila, sé ekki um stjórnvaldsákvörðun að ræða í skilningi stjórnsýslulaga heldur stjórnvaldsfyrirmæli. Við úthlutun slíkra tollkvóta er stjórnsýslufyrirmælum beint til ótiltekins fjölda aðila og er öllum frjálst að flytja inn vörur innan tollkvóta í þeim tilfellum. Í ljósi þess telur ráðuneytið kæranda ekki geta byggt upplýsingabeiðni á 15. gr. stjórnsýslulaga. <br /> […]<br /> Þær viðskiptaupplýsingar sem viðkomandi aðilar afhenda nefndinni eru afhentar í trausti þess að þær upplýsingar verði ekki opinberar, enda hættan þá sú að samkeppnisaðilar eða aðrir aðilar hagnýti þær. Upplýsingarnar sem kæranda var synjað um aðgang að geyma upplýsingar er varða viðskiptakjör þeirra aðila sem í hlut eiga. Ráðuneytið telur að umræddar upplýsingar séu viðskiptaupplýsingar í skilningi 9. gr. upplýsingalaga sem óheimilt er að veita almenningi aðgang að.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gaf kæranda kost á að tjá sig um svar kærða og í bréfi hans, dags. 14. ágúst 2014, segir m.a.: <br /> <br /> „Í umsögn kærða kemur fram að hann telji kæruna of seint fram komna, þ.e. eftir þann kærufrest sem tilgreindur er í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 (hér eftir upplýsingalög) og því eigi að vísa kærunni frá. Kærandi hafnar umræddri röksemd og telur að kæran hafi borist innan lögmælts frest. <br /> […]<br /> Gagnabeiðni kæranda byggir á 14. gr. upplýsingalaga. […] Það er lögbundið hlutverk kæranda að tryggja að ákvarðanir ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara séu byggðar á réttum forsendum, sbr. 4. mgr. 87. gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum nr. 99/1993. […] Kærandi getur ekki gegnt framangreindu hlutverki sínu nema hafa undir höndum þær forsendur sem liggja til grundvallar ákvörðun nefndarinnar.[…]<br /> Í umsögn kærða kemur fram að hann telji að úthlutun á þeim tollkvóta sem um ræðir, þ.e. frystri ógerilsneyddri lífrænni mjólk, feli ekki í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Öllum sé frjálst að flytja inn umrædda vöru á þeim kjörum sem um ræðir í reglugerð nr. 381/2014 um úthlutun á opnum tollkvótum á ógerilsneyddri lífrænni mjólk. […] Í þeim tilvikum þegar almennum tollkvótum er úthlutað á grundvelli umsóknar eins tiltekins fyrirtækis og varðar einungis hagsmuni þess, eða mjög afmarkaðs hóps fyrirtækja, þá felur sú úthlutun í sér úthlutun takmarkaðra gæða. Því eru hagsmunir kæranda af því að fá umræddar upplýsingar þeim mun ríkari.<br /> […]<br /> Að endingu telur kærandi að skoða þurfi röksemdir kærða í tengslum við eðli þeirra upplýsinga sem um ræðir og á hvaða grunni þær hafa verið afhentar. Vísar kærði í því skyni til þess að um sé að ræða viðskiptaupplýsingar sem afhentar séu í trausti þess að þær upplýsingar verði ekki gerðar opinberar, enda sé hætta á að bæði samkeppnisaðilar og aðrir geti hagnýtt sér þær. Enn fremur telur kærði að upplýsingarnar varði viðskiptakjör þeirra aðila sem í hlut eiga og því eigi að synja kæranda um aðgang að þeim. Kærandi vísar til þeirra sjónarmiða sem fram koma í kæru og áréttar að hagsmunir þeirra aðila sem upplýsingarnar varða gangi ekki framar þeim hagsmunum kæranda að fá aðgang að fyrrgreindum gögnum. Í tengslum við þá röksemd kærða að upplýsingarnar séu afhentar í trausti þess að þær verði ekki afhentar öðrum er ljóst að synjun á aðgangi að umræddum gögnum getur ekki byggst á þeim grunni.“ <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bréf, dags. 1. október 2014, og fór þess á leit að ráðuneytið myndi lista upp þau gögn, sem höfðu fylgt með bréfi þess, dags. 25. júní 2014, og  greina á milli þeirra skjala sem Félagi atvinnurekenda hefðu verið afhent og þeirra sem annað hvort hefðu ekki verið afhent, eða þá verið afhent með útstrikunum.<br /> <br /> Í svarbréfi ráðuneytisins, dags. 7. október 2014, segir m.a.:<br /> <br /> „Í þeim gögnum sem afhent hafa verið kæranda er að finna fundargerðir Ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara. Fundargerðirnar voru afhentar þannig að yfirstrikað var yfir tilteknar upplýsingar sem ráðuneytið telur að séu undanþegnar upplýsingarétti skv. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Með bréfi ráðuneytisins dags. 26. júní 2014 láðist að afhenda yður fundargerðirnar óyfirstrikaðar. Beðist er velvirðingar á því en meðfylgjandi bréfi þessu eru fundargerðir Ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara, óyfirstrikaðar og merktar sem trúnaðarmál.Ráðuneytið bendir á að þau gögn sem að mati ráðuneytisins eru undanþegin upplýsingarétti séu ávallt stimpluð "Trúnaðarmál" í hægra horni hvers skjals, áður en þau eru send til yðar. Var þess tryggilega gætt þegar gengið var frá gögnum til yðar í júní sl. Meðfylgjandi eru gögnin að nýju listuð upp og flokkuð með skýrum hætti:<br /> <br /> Gögn undanþegin upplýsingarétti skv. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012:<br /> 1. T-póstur KÚ ehf. dags. 19.02.2014.<br /> 2. T-póstur KÚ ehf. dags. 19.02.2014.<br /> 3. T-póstur KÚ ehf. dags. 03.04.2014.<br /> 4. Tilboð/Offer Eimskips dags. 03.04.2014.<br /> 5. T-póstur Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) dags. 19.03.2014.<br /> 6. Fundargerð 540. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 06.12.2013.<br /> 7. Fundargerð 541. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 17.12.2013.<br /> 8. Fundargerð 543. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 13.01.2014.<br /> 9. Fundargerð 545. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 23.01.2014.<br /> 10. Fundargerð 547. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 03.02.2014.<br /> 11. Fundargerð 548. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 07.02.2014.<br /> 12. Fundargerð 554. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 24.03.2014.<br /> 13. Fundargerð 555. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 04.04.2014.<br /> 14. Fundargerð 557. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 15.04.2014.<br /> <br /> Gögn sem veittur hefur verið aðgangur að skv. ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012:<br /> 1. Bréf ANR dags. 08.05.2014.<br /> 2. T-póstur ANR dags. 09.05.2014.<br /> 3. Fundargerð 540. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 06.12.2013.<br /> 4. Fundargerð 541. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 17.12.2013.<br /> 5. Fundargerð 543. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 13.01.2014.<br /> 6. Fundargerð 545. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 23.01.2014.<br /> 7. Fundargerð 547. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 03.02.2014.<br /> 8. Fundargerð 548. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 07.02.2014.<br /> 9. Fundargerð 554. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 24.03.2014.<br /> 10. Fundargerð 555. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 04.04.2014.<br /> 11. Fundargerð 557. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 15.04.2014.<br /> 12. T-póstur KÚ ehf. dags. 22.02.2013.<br /> 13. Bréf ANR dags. 02.01.2014.<br /> 14. T-póstur KÚ ehf. dags. 04.12.2013.<br /> 15. T-póstur ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara dags. 16.01.2014.<br /> 16. T-póstur ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara dags. 23.01.2014.<br /> 17. Bréf Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) dags. 06.02.2014.<br /> 18. T-póstur ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara dags. 17.02.2014.<br /> 19. T-póstur ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara dags. 19.03.2014.<br /> 20. T-póstur ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara dags. 25.03.2014.<br /> 21. T-póstur KÚ ehf. dags. 25.03.2014.<br /> 22. T-póstur ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara dags. 07.04.2014.<br /> 23. T-póstur Neytendasamtakanna dags. 07.04.2014.<br /> 24. T-póstur Samtaka verslunar og þjónustu dags. 09.04.2014.<br /> 25. T-póstur Bændasamtaka Íslands dags. 11.04.2014.<br /> 26. Könnun á notkun búfjáráburðar af hefðbundnum búum við vottaða lífræna ræktun dags. 20.12.2013.<br /> 27. T-póstur Landssambands kúabænda dags. 13.04.2014 með umsögn v/tillögu um almenna heimild til innflutnings með opnum tollkvótum á frystri og ógerilsneyddri, lífrænni mjólk, dags. 10.04.2014.<br /> 28. T-póstur ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarafurða dags. 15.04.2014.<br /> 29. T-póstur ANR dags. 05.05.2014.<br /> 30. T-póstur Félags atvinnurekenda dags. 28.04.2014.<br /> <br /> Með bréfum dags. 28. október 2014 gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál KÚ ehf., Eimskipum hf. og Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði kost á að tjá um það hvort veita ætti kæranda aðgang að tilgreindum tölvupóstum. Með bréfi, dags. 31. október 2014, lýstu Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði þeirri afstöðu sinni að ekkert væri því til fyrirstöðu að veita aðganginn.  Með tölvupósti, dags. 3. desember 2014 lýsti Kú ehf. einnig þeirri afstöðu sinni að ekkert væri því til fyrirstöðu að veita aðganginn. Með bréfi, dags. 26. nóvember 2014, lýstu Eimskip hf. afstöðu sinni. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Gagnið sem hér um ræðir er tilboð sem Eimskip gerði ákveðnum viðskiptavini í tiltekinn flutning. Tilboðið er vandlega merkt trúnaðarmál. Milli aðila er því gildandi sérstök trúnaðarskylda sem kemur í veg fyrir að veita megi aðgang að upplýsingunum, nema báðir aðilar samþykki. Upplýsingarnar varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Eimskips, en varða á sama tíma ekki ráðstöfun opinberra hagsmuna að því er séð verður. Því eiga þessar upplýsingar ekki erindi við allan þorra manna og verður að teljast bæði eðlilegt og sanngjarnt að um upplýsingar sem þessar gildi trúnaður. Í þessu máli á undanþágan ekki við. Eimskip getur því ekki samþykkt að aðgangur sé veittur að tilboðinu.“<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar ákvörðun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 8. maí 2014. Kæra vegna hennar barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál hinn 10. júní 2014. Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Í 1. mgr. 22. gr. segir að slíkt mál skuli borið undir nefndina innan 30 daga frá því að þeim, sem fór fram á aðgang að gögnum, var tilkynnt um ákvörðun. Í 8. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir:<br /> <br /> „Þar sem kveðið er á um frest í lögum telst sá dagur, sem fresturinn er talinn frá, ekki með í frestinum. Ef lokadagur frests er almennur frídagur lengist fresturinn til næsta opnunardags þar á eftir. Að öðru leyti ber að telja frídaga með sem eru innan frestsins þegar fresturinn er reiknaður.“<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að sá  30 daga frestur, sem veittur er í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, rann út þann 8. júní 2014. Þann dag bar upp á hvítasunnudegi. Dagurinn þar á eftir var annar í hvítasunnu. Því var lokadagur kærufrestsins næsti opnunardagur þar á eftir, þ.e. 10. júní 2014. Kæran sem um ræðir barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann dag og telst þar með hafa borist innan lögmælts kærufrests. Eru af þeim sökum ekki skilyrði til að verða við kröfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að vísa kröfu kæranda frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál á grundvelli 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Kærandi hefur m.a. vísað til 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Sú grein varðar rétt aðila máls til aðgangs að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Þótt vera kunni ágreiningur um hvort þau gögn, sem beðið er um aðgang að, tengist máli þar sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið tekur stjórnvaldsákvarðanir, og sé skylt að veita aðgang að gögnum samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga, heyrir það ekki undir valdsvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr slíkum ágreiningi. Verður því ekki tekið afstaða til þess hvort kærandi eigi hugsanlega rétt til aðgangs að einhverjum gögnum á grundvelli þeirra laga.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Á hinn bóginn heyrir það undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál að skera úr því hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að umræddum gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Hann byggir kröfu sína aðallega á 14. gr. þeirra laga. Samkvæmt henni er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum, hafi þau að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Þetta ákvæði hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjallar um hann sjálfan, heldur einnig þau tilvik þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnum. <br /> <br /> Kemur þá til skoðunar hvort hann hafi slíka stöðu og teljist vera aðili í skilningi 14. gr. upplýsingalaga. Kærandi hefur vísað til þess að hann hafi það lögbundna hlutverk að tryggja að ákvarðanir ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara séu byggðar á réttum forsendum, sbr. 4. mgr. 87. gr. laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum nr. 99/1993. Hefur hann m.a. bent á að í ummælum atvinnuveganefndar, í nefndaráliti við frumvarp til laga nr. 160/2012, sem breyttu lögum nr. 99/1993 (úthlutun tollkvóta og fóðursjóður), sé vikið að því að vinna ráðgjafarnefndarinnar verði liður í undirbúningi fyrir töku stjórnvaldsákvörðunar og því fari vel á því að helstu hagsmunaaðilar fái möguleika á að koma nauðsynlegum upplýsingum til ráðgjafarnefndarinnar svo auknar líkur verði á að hún byggi tillögur sínar á réttum forsendum. Kærandi kveðst ekki geta gegnt framangreindu hlutverki sínu nema hafa undir höndum þær forsendur sem hafi legið til grundvallar ákvörðun nefndarinnar.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður hvorki talið að umrædd ráðgjafarnefnd hafi stöðu stjórnsýslunefndar, í skilningi 1. gr. stjórnsýslulaga, né að kærandi hafi, í tengslum við umrætt umsagnarverkefni, með höndum lögboðið hlutverk í þeim skilningi að honum sé þörf á umræddum upplýsingum í þeim tilgangi að geta rækt það með lögmætum hætti, tekið réttar ákvarðanir eða að öðru leyti uppfyllt skyldur er lög leggi á hann. Er því ekki fallist á að líta beri á hann sem aðila í skilningi 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Kærandi hefur til vara vísað til 5. gr. upplýsingalaga. Þar segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sem varði tiltekið mál – en með þeim takmörkunum er greini í 6.–10. gr. <br /> <br /> Af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hefur verið vísað til þeirra takmarkana er fram koma í 9. gr. laganna. Þar segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> </p> <h3>4.1.</h3> <p>Mál þetta varðar  í fyrsta lagi fundargerðir nefndar skv. 87. gr. laga nr. 99/1993, dags. 6. desember 2013, 17. desember 2013, 13. janúar 2014, 23. janúar 2014, 3. febrúar 2014, 7. febrúar 2014, 24.mars 2014, 4. apríl 2014 og 15. apríl 2014, þ.e. skjöl sem merkt eru nr. 6-14 hér að framan og kærði hefur neitað kæranda aðgangi að. <br /> <br /> Í framangreindum fundargerðum koma fram upplýsingar sem hugsanlega geta varðað einhverja viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli en um lögaðila er að ræða. Upplýsingalögin gera ráð fyrir því að metið sé í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ. á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, þ.e. hagsmunir viðkomandi fyrirtækis eða þeir hagsmunir sem meginreglu 5. gr. upplýsingalaga, um aðgang almennings að gögnum, er ætlað að tryggja. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ekki með góðu móti ráðið að hagsmunum þeirra sem fjallað er um sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að þeim og þess vegna fellst nefndin ekki á að synja beri kæranda um aðgang að þeim.<br /> <br /> </p> <h3>4.2.</h3> <p>Í öðru lagi varðar mál þetta tölvupósta frá Kú ehf. til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 19. febrúar 2014 og 3. apríl 2014; tölvupóst Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, dags. 19. mars 2014 og tilboð/Offer Eimskips, dags. 3. apríl 2014. Umsagna hlutaðeigandi aðila hefur verið aflað. Að því er varðar umrædda tölvupósta hefur því ekki verið andmælt að kærandi fái þá og í því ljósi telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki vera efni til að synja um aðgang að þeim enda ekkert í tölvupóstunum að finna sem annars gæti leitt til þess að synja bæri um aðgang að þeim.<br /> Hins vegar hefur því verið andmælt af hálfu Eimskipa hf. að kæranda verði afhent afrit af tilboði, dags. 3. apríl 2014, en tilboðið nær til flutnings á  ákveðnu magni af lífrænni, frosinni mjólk og nemur tilboðið í flutninginn tæpum ISK 100.000. Eimskip hafa í fyrsta lagi vísað til þess að gagnið sé merkt sem trúnaðarmál. Af því tilefni þykir úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að taka fram að slíkar merkingar á skjölum, eða loforð um trúnað, ganga  ekki framar ákvæðum upplýsingalaga sem eftir atvikum leiða til þess að aðgangur að þeim skuli heimilaður.  Í öðru lagi hafa Eimskip talið upplýsingarnar varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni sína. Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaganna er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í hverju tilviki þarf að skoða hvort skilyrði þessa ákvæðis séu uppfyllt. Við það mat skiptir meginmáli hvort ætla megi að afhending til kæranda sé til þess fallin að valda Eimskipum tjóni og hvort umrædd viðskipti séu um garð gengin og hafi verið efnd. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekkert sem bendir til að líkur séu á að eitthvert tjón myndi hljótast þótt kærandi fengi afrit af tilboðinu og verður því ekki fallist á að synja beri um aðgang að því.<br /> <br /> Samkvæmt því sem að framan segir ber kærða, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, að veita kæranda, Félagi atvinnurekenda, aðgang að þeim skjölum sem upp eru talin í úrskurðarorði.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kærða, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, ber að veita kæranda, Félagi atvinnurekenda, aðgang að eftirtöldum skjölum:<br /> <br /> 1. T-póstur KÚ ehf. dags. 19.02.2014.<br /> 2. T-póstur KÚ ehf. dags. 19.02.2014.<br /> 3. T-póstur KÚ ehf. dags. 03.04.2014.<br /> 4. Tilboð/Offer Eimskips dags. 03.04.2014.<br /> 5. T-póstur Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) dags. 19.03.2014.<br /> 6. Fundargerð 540. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 06.12.2013.<br /> 7. Fundargerð 541. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 17.12.2013.<br /> 8. Fundargerð 543. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 13.01.2014.<br /> 9. Fundargerð 545. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 23.01.2014.<br /> 10. Fundargerð 547. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 03.02.2014.<br /> 11. Fundargerð 548. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 07.02.2014.<br /> 12. Fundargerð 554. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 24.03.2014.<br /> 13. Fundargerð 555. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 04.04.2014.<br /> 14. Fundargerð 557. fundar ráðgjafarnefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara 15.04.2014.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Friðgeir Björnsson                                                                                            <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> |
570/2015. Úrskurður frá 21. janúar 2015 | Íslenska gámafélagið hf. kærði synjun Sorpu bs. á beiðni hlutafélagsins um að fá aðgang að gögnum varðandi útboð á verki byggðasamlagsins. Til skoðunar kom hvort niðurstaða Sorpu bs. ætti sér stoð í ákvæði um takmörkun aðgangs vegna hagsmuna annarra, einkum hvort takmarka bæri aðgang að upplýsingum um einingaverð. Úrskurðarnefndin fór yfir gögnin en taldi ekki verða ráðið að hagsmunum annarra væri hætta búin þótt kæranda yrði veittur umbeðinn aðgangur. Var því ákveðið að Sorpu bs. beri að afhenda kæranda útboðsgögn Efnamóttökunnar hf. vegna útboðs í verkið „Viðtaka spilliefna af endurvinnslustöðvum 2014-2018“. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 21. janúar kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 570/2015 í máli ÚNU 14020004. <br /> <span><br /> </span></p> <h3><span>Kæra og málsatvik</span></h3> <span>Með erindi 11. febrúar 2014 kærði Íslenska gámafélagið hf. afgreiðslu Sorpu bs. á beiðni fyrirtækisins um aðgang að gögnum varðandi tilboð í útboði á verki byggðasamlagsins. <br /> </span><span><br /> Í kærunni er rakið að kæranda hafi þann 9. janúar 2014 verið synjað um aðgang að gögnum og upplýsingum um samningsaðila og lægstbjóðanda í útboðinu „Viðtaka spilliefna af endurvinnslustöðvum 2014-2018“. Fram kemur í kærunni að Efnamóttakan hf. hafi verið lægstbjóðandi í útboðinu og hafi Sorpa bs. gengið til samninga við það fyrirtæki. Þá hafi kærandi verið einn bjóðenda í útboðinu. Í kærunni er þess krafist að Sorpu bs. verði gert að afhenda kæranda gögn og upplýsingar um Efnamóttökuna hf. í umræddu útboði.  Af gögnum málsins verður ráðið að útboðið fór fram í desember 2013. </span> <p>Meðal gagna málsins er hin kærða ákvörðun Sorpu bs. Þar kemur fram að kærandi hafi þann 30. desember 2013 óskað eftir aðgangi að tilboði Efnamóttökunnar hf. og fylgigögnum í umræddu útboði. Með ákvörðuninni var kæranda veittur aðgangur að svokölluðu tilboðsblaði Efnamóttökunnar hf. í útboðinu. Á hinn bóginn var kæranda synjað um aðgang að svokallaðri tilboðsskrá þar sem fram kemur einingarverð tilboðsgjafa. Einnig önnur fylgiskjöl þar sem m.a. koma fram tæknilegar upplýsingar um meðhöndlun efna. Í ákvörðuninni kemur fram að Sorpa bs. telji sér óheimilt að veita aðgang að umræddum gögnum án samþykkis Efnamóttökunnar hf. vegna mikilvægra viðskiptahagsmuna fyrirtækisins. Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi hafi í kjölfarið ítrekað beiðni sína en að Sorpa bs. hafi ítrekað fyrri afstöðu sína með tölvupósti 4. febrúar 2014. <br /> <br /> Í kæru er vísað til þess að úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-409/2012 hafi fordæmisgildi fyrir mál þetta en í því máli hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu að á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 bæri að afhenda tilboð og öll fylgigögn vegna útboðs.  <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi 12. febrúar 2014 var Sorpu bs. gefinn kostur á að tjá sig um kæruna. Í svari byggðasamlagsins til úrskurðarnefndarinnar 4. mars sama ár er vísað til þess að kæranda hafi verið afhent tilboðsblað Efnamóttökunnar hf. vegna umrædds útboðs. Þar komi fram heildarfjárhæð sem boðin var. Sorpa bs. telji sér aftur á móti óheimilt að afhenda tilboðsskrá þar sem fram komi einingaverð tilboðsgjafa svo og aðrar upplýsingar tilboðsgjafa en þ. á m. séu tæknilegar upplýsingar um hvernig Efnamóttakan hf. hyggist standa að verki. Gögnin hafi verið afhent Sorpu bs. sem trúnaðargögn og fyrir liggi að Efnamóttakan hf. samþykki ekki afhendingu þeirra. Efnamóttakan hf. og kærandi séu í samkeppni um móttöku spilliefna og gerðu bæði félögin tilboð í útboði Sorpu bs. um viðtöku spilliefna frá endurvinnslustöðvum. <br /> <br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að veita aðgang að gögnum sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Telur Sorpa bs. að svo sé háttað í þessu máli. Í útboði skipti einkum tvennt máli fyrir bjóðanda. Í fyrsta lagi hvaða einingaverð hann treystir sér að bjóða og í öðru lagi lýsing á því hvernig hann ætli að standa að verki þannig að fullnægjandi sé fyrir verkkaupa. Hagsmunir hans séu augljósir af því að þessar upplýsingar séu ekki afhentar strax að loknu útboði til samkeppnisaðila. Verði að telja, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, að hagsmunir Efnamóttökunnar hf. af því að halda upplýsingum sem þessum fyrir sig og frá samningsaðila vegi þyngra en hagsmunir samkeppnisaðila að fá þær afhentar. <br /> <br /> Í svari Sorpu bs. er rakið að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi í ýmsum úrskurðum sínum talið að afhenda beri einingaverð en tekið fram, sbr. niðurstöðu í máli A-472/2013, að almenna ályktun um afhendingu upplýsinga um einingaverð megi ekki draga af niðurstöðu í viðkomandi máli. Í því máli hafi komið fram að einingaverðin voru úr næstum þriggja ára gömlu útboði þegar þeirra var krafist. Þá megi nefna úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-442/2012 um að ekki væri skylt að afhenda upplýsingar sem teldust nógu nákvæmar til að vitneskja um þær gæti mögulega skaðað viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækis. <br /> <br /> Þá telur Sorpa bs. að spyrja megi hvers vegna aðilar sem einnig hafi boðið í verk, en hafi síðan ekki hlotið verkið, eigi að fá allar upplýsingar úr tilboði samkeppnisaðila, einingaverð og hvernig ætlunin sé að standa að og vinna verk. Heildarverð sé það sem skipti bjóðanda og verkkaupa mestu máli. Ef öðrum bjóðendum sé veittur aðgangur að „uppbyggingu tilboðs“, einingarverða og fleiri upplýsinga fái viðkomandi aðgang að upplýsingum sem muni nýtast honum í komandi útboðum t.d. varðandi það hver „þolmörk“ samkeppnisaðilans séu. Þetta sé ekki það gagnsæi sem sé markmiðið með upplýsingalögum. Vissulega megi segja að hagsmunir samkeppnisaðila sem verði undir í útboði séu verulegir að því að komast í allar upplýsingar samkeppnisaðila, en það séu ekki hagsmunir sem upplýsingalögum sé ætlað að vernda. Umbeðin gögn séu 26 blaðsíður eða veruleg að umfangi og því ljóst að bjóðendur leggi í verulega vinnu við gerð þeirra. Það sé ósanngjarnt að veita kæranda aðgang að gögnunum og því heimilt að halda þeim leyndum sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um einingaverð skipti ekki máli við mat á gegnsæi og hvort rétt sé staðið að samningsgerð á grundvelli útboðs.<br />  <br /> Kærandi gerði athugasemdir við umsögn Sorpu bs. með bréfi 1. apríl 2014. Kærandi telur Efnamóttökuna hf. ekki vera aðila málsins og hafi því ekkert um það að segja hvort gögn sem lögð séu fram í útboði séu afhent öðrum aðilum útboðsins. Kærandi hafi það sem vinnureglu að óska eftir aðgangi að þeim tilboðum sem gengið er að í útboðum sem kærandi sé ekki lægstbjóðandi í. Þetta sé gert til að auka gagnsæi í útboðum og opinberum innkaupum. Þá telur kærandi að réttur hans verði reistur á 14. gr. upplýsingalaga og sé réttur hans því sterkari en þau sjónarmið sem teflt sé fram af hálfu Sorpu bs. Þá áréttar kærandi að úrskurður nefndarinnar í máli nr. 409/2012 hafi fordæmisgildi í málinu en um sé að ræða sambærileg gögn og fjallað var um í því máli. Einnig er bent á að þær tölur sem fram komi í hinum umbeðnu gögnum varði ekki mikilvæga hagsmuni eftir að tilboð hafi verið opnuð. Einnig er bent á að lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup hafi verið breytt með lögum nr. 58/2013 en af breytingunum megi ráða að löggjafinn hafi viljað auka gagnsæi í opinberum innkaupum. Með breytingunum hafi löggjafinn lagt aukna áherslu á að kröfur séu gerðar til kaupenda við val á tilboðum og að veita upplýsingar um það tilboð sem tekið var. Megi þannig segja að ákveðin líkindi séu með markmiðum upplýsingalaga og lögum um opinber innkaup um að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup og stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri. Kærandi telur einnig að úrskurður nefndarinnar í máli nr. A-472/2013 styrki kröfu hans um að fá hin umbeðnu gögn afhent. Á hinn bóginn hafi úrskurður í máli nr. A-442-2012 takmarkað gildi enda hafi atvik þar verið önnur.  <br /> <br /> Með bréfi 2. desember 2014 óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu Efnamóttökunnar hf. til beiðni kæranda. Í bréfi nefndarinnar var sérstaklega vísað til þess að með hliðsjón af 9. og 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga væri mikilvægt að fá upplýsingar um það hvort ætla mætti að afhending gagnanna til kæranda eða almennings væri til þess fallin að valda Efnamóttökunni hf. tjóni. Í því tilviki mætti gera grein fyrir hversu mikið tjónið gæti orðið og hvaða líkur væru á að það myndi hljótast. Þá væri þess óskað að fyrirtækið upplýsti hvort aðrir hagsmunir þess stæðu því í vegi að veittur yrði aðgangur að gögnunum. <br /> <br /> Í svari fyrirtækisins 13. sama mánaðar kemur fram að það hafi látið í ljós afstöðu sína vegna meðferðar málsins hjá Sorpu bs. Telur Efnamóttakan hf. að Sorpu bs. sé með öllu óheimilt að afhenda tilboðsskrá eða önnur fylgigögn. Í fyrsta lagi hafi það verið sérstaklega tekið fram í útboðsgögnum að tilboðsskrá skyldi vera trúnaðarmál á milli verkkaupa og bjóðanda. Í öðru lagi telji fyrirtæki það skaðlegt sínum viðskiptahagsmunum að opinbera einstök einingaverð sem unnið sé með. Í þriðja lagi er bent á að Ríkiskaup hafi nýverið tekið þá afstöðu formlega að slíkar upplýsingar yrðu ekki afhentar nema úrskurðarnefnd um upplýsingamál kveði upp úrskurð þar að lútandi. Í fjórða lagi er bent á að úrskurður nefndarinnar í máli nr. A-472/2013 hafi ekki fordæmisgildi, enda sé í honum tekið fram að umbeðnar upplýsingar séu þriggja ára gamlar. Efnamóttakan hf. bendir á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi með umræddum úrskurði og öðrum hliðstæðum í máli nr. A-442/2012 tekið sér vald til að ákveða hvaða tilboðsgögn megi afhenda og hver ekki. Þetta komi mörgum á óvart sem lengi hafi starfað á útboðsmarkaði, þar sem um áratuga skeið hafi verið ófrávíkjanleg regla að tilboð og þá sérstaklega tilboðsskrár væru trúnaðargögn milli verkkaupa og bjóðanda. Illu heilli hafi í hvorugu þessara tilvika verið látið á það reyna fyrir dómstólum hvort þessi lagatúlkun nefndarinnar fái staðist, enda sé staðan sú að sá aðili sem upplýsingarnar varði geti ekki vísað úrskurði nefndarinnar til dómstóla. Verkkaupi beri hins vegar ábyrgð á því að brjóta trúnað við tilboðsgjafa og gæti bakað sér skaðabótaábyrgð með afhendingu umræddra gagna. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi hafi þann 30. desember 2013 óskað eftir aðgangi að tilboði Efnamóttökunnar hf. og fylgigögnum þess í útboðinu „Viðtaka spilliefna af endurvinnslustöðvum 2014-2018“.  Þá óskaði kærandi eftir auknum upplýsingum væri „um undirverktöku eða [heimild] til undirverktöku að ræða“. Sorpa bs. hefur látið úrskurðarnefndinni í té útboðsgögn Efnamóttökunnar hf. og af því verður ekki annað ráðið en að byggðasamlagið telji að umrædd gögn séu þau sem óskað hafi verið eftir af hálfu kæranda. Í ljósi þessa lýtur mál þetta að synjun Sorpu bs. á beiðni kæranda um aðgang að útboðsgögnum Efnamóttökunnar hf. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Kærandi óskaði upphaflega eftir hinum umbeðnu gögnum 30. desember 2013 og var beiðninni hafnað 9. janúar 2014. Í svari sveitarfélagsins til kæranda var honum hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna. Með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður kærunni því ekki vísað frá þótt kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga hafi verið liðinn þegar kæran barst úrskurðarnefndinni 12. febrúar 2014.<br />  <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðnings beiðni hans um aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013, A-432/2014 og A-541/2014. <br /> <br /> Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi var meðal tilboðsgjafa í því útboði er mál þetta lýtur að. Þá hefur nefndin kynnt sér hin umbeðnu gögn og er ljóst að þau urðu til áður en gengið var til samninga um það verkefni sem útboðið náði til. Kærandi nýtur því réttar til aðgangs að umræddum gögnum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Er réttur kæranda því ríkari en almennings sem á rétt til aðgangs að gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Af hálfu Sorpu bs. og Efnamóttökunnar hf. er meðal annars vísað til þess að þátttakendum í útboðinu hafi verið heitið trúnaði. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvald getur því ekki vikið frá ákvæðum þeirra með því að heita þeim trúnaði sem látið hefur af hendi upplýsingar. Slíkt verður ekki gert nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Hefur það því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt byggðasamlagið hafi heitið tilboðsgjöfum trúnaði í útboðslýsingu sinni.<br />  <br /> Sorpa bs. hefur vísað til þess að það sé almennt séð óeðlilegt að tilboðsgjafi í útboði geti fengið nákvæmar upplýsingar um samkeppnisaðila með því að fá aðgang að upplýsingum um nýtt og nákvæmt einingarverð sem viðkomandi leggi til grundvallar tilboði sínu. Af þessu tilefni áréttar úrskurðarnefndin að löggjafinn hefur að vissu marki lögfest umrætt sjónarmið í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Samkvæmt því ákvæði er kaupanda óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsinga en til slíkra upplýsinga teljast einkum tækni- og viðskiptaleyndarmál auk þeirra atriða í tilboði sem leynt skulu fara. Á hinn bóginn er sérstaklega kveðið á um í 3. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 að umrætt ákvæði 1. mgr. 17. gr. hafi „ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga“. Af athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 84/2007 verður ráðið að 1. mgr. 17. gr. laganna feli í sér almennt þagnarskylduákvæði sem takmarki ekki rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum sbr. 3. mgr. 4. gr. þeirra laga. <br /> <br /> </p> <h3>5.</h3> <p>Í ljósi alls framangreinds kemur til skoðunar hvort niðurstaða Sorpu bs. eigi sér stoð í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en þar er kveðið á um að heimilt sé að „takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum“.<br /> <br /> Gögn þau sem beiðni kæranda lýtur að eru útboðsgögn Efnamóttökunnar hf. vegna umrædds útboðs. Í tilboðsskrá er að finna upplýsingar um það einingaverð sem miðað var við í tilboði fyrirtækisins. Þá er í gögnunum að finna almennar upplýsingar um tilboðsgjafa og lýsingu á væntanlegri meðhöndlun efna sem tekið yrði við frá verkkaupa ásamt nöfnum líklegra móttökuaðila endurvinnsluefna og förgunarefna, skrá yfir tæki og búnað, upplýsingar um reynslu tilboðsgjafa og starfsleyfi frá Reykjavíkurborg. <br /> <br /> Í umsögnum Sorpu bs. og Efnamóttökunnar hf. kemur fram að hagsmunir Efnamóttökunnar hf. standi einkum til þess að takmarkaður verði aðgangur að framangreindu tilboðsblaði þar sem fram kemur einingaverð fyrirtækisins í umræddu útboði. Í málum þar sem fjallað hefur verið um beiðnir um aðgang að einingaverðum í tilboðum útboða á vegum aðila er falla undir upplýsingalög hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál almennt komist að þeirri niðurstöðu að veita beri aðgang á grundvelli 9. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 14. gr. núgildandi upplýsingalaga, en þessar lagagreinar eru sama efnis. Hefur nefndin lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd útboðanna og að almannahagsmunir standi til þess að veittur sé aðgangur að gögnum er varði ráðstöfun opinberra fjármuna. Þá sé rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. <br /> <br /> Þrátt fyrir þessi almennu sjónarmið verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort aðgang að slíkum upplýsingum beri að takmarka á grundvelli upplýsingalaga. Eins og fram kemur í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur við það mat einkum til skoðunar hvort hætta sé á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Í athugasemdunum kemur einnig fram að aðila verði ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um það hvort aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þær upplýsingar sem beiðni kæranda lýtur að. Af gögnunum verður ekki ráðið að hagsmunum Efnamóttökunnar hf. sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að þeim. Í hinum umbeðnu gögnum er ekki að finna upplýsingar um sambönd Efnamóttökunnar hf. við viðskiptamenn fyrirtækisins sem virðast til þess fallnar að skaða hagsmuni þess, þau viðskiptakjör sem fyrirtækið nýtur, álagningu þess eða afkomu. Þá hefur Efnamóttakan hf. ekki vísað til þess að lýsingar á starfsaðferðum fyrirtækisins við viðtöku spilliefna séu viðskiptaleyndarmál. Að því er varðar möguleika á því að Efnamóttakan hf. verði fyrir tjóni vegna mögulegs aðgangs kæranda að hinum umbeðnu gögnum hafa Sorpa bs. og Efnamóttakan hf. aðeins vísað til þess að aðgangur samkeppnisaðila að einingaverðum fyrirtækis sé almennt til þess fallinn að valda því tjóni. Í ljósi þessa fellst nefndin ekki á að neita beri kæranda aðgangi að útboðsgögnum Efnamóttökunnar hf. vegna útboðsins „Viðtaka spilliefna af endurvinnslustöðvum 2014-2018“. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Sorpu bs. ber að afhenda kæranda útboðsgögn Efnamóttökunnar hf. vegna útboðs í verkið „Viðtaka spilliefna af endurvinnslustöðvum 2014-2018“. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> </p> <br /> |
566/2015. Úrskurður frá 21. janúar 2015 | A kærði ákvörðun Háskóla Íslands um að veita honum ekki aðgang að skýrslu sem hafði verið unnin af sjálfstætt starfandi sérfræðingum utan skólans, þ.e. skýrslu um innra starfsumhverfi viðskiptafræðideildar. Því hafði í fyrsta lagi verið haldið fram að um vinnugagn væri að ræða, en úrskurðarnefndin féllst ekki á það. Í öðru lagi hafði því verið haldið fram að skýrslan hefði að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra en kæranda. Úrskurðarnefndin athugaði skýrsluna. Hún taldi að almennt væri ekki, af þeim upplýsingum einum sem þar koma fram, þ.e. án þess að viðbótarupplýsingar kæmu til, unnt að bera kennsl á eða rekja einstök efnisatriði til tiltekinna nafngreindra einstaklinga, jafnvel þótt einhverjir staðkunnugir kynnu að geta getið sér til um slík tengsl. Á stöku stað væru þó slíkar upplýsingar, þ.e. persónuupplýsingar, en þær væru hvorki viðkvæmar né að öðru leyti þess eðlis að telja mætti hagsmuni viðkomandi, af því að upplýsingunum væri haldið leyndum, vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim. Því varð niðurstaðan sú að háskólanum bæri að veita A aðgang að skýrslunni. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 21. janúar 2015 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 566/2015 í máli ÚNU 13120003. <br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsmeðferð</h3> <p>Hinn 27. nóvember 2013 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál svohljóðandi kæra frá A:<br /> <br /> „Á dagskrá deildarfundar viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands sl. föstudag var liður sam bar heitið:Niðurstöður og tillögur frá Líf og Sál verða kynntar (sjá viðhengi merkt […]“.  Í samræmi við upplýsingalög óska ég eftir að fá afrit af ofangreindri skýrslu og/eða öðrum gögnum frá Lífi og sál sem kynning deildarforseta B byggðist á.  Með tölvupósti dags. í dag 27. nóv. (sjá viðhengi merkt „tölvupósturfráIH27112013“) vísar B í 8. gr. laga nr. 140/2012 og fullyrðir  að umbeðin gögn séu undanþegin upplýsingarétti. Ég tel að þau gögn sem ég fór fram á að fá aðgang að séu ekki undanþegin upplýsingarétti skv. 8. grein laga nr. 140/2012 enda ekki vinnugögn „sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls" heldur skýrsla gerð af þriðja aðila um stöðu mála.“<br /> <br /> Í viðhengi var bréf frá B, dags. 27. nóvember 2013, og segir þar: „Umbeðin gögn eru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.“<br /> <br /> Eftir nokkur bréfaskipti við kæranda var HÍ ritað bréf og umsagnar leitað. Svar barst með bréfi, dags. 29. ágúst 2014. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „…Áðurnefnd skýrsla var vegna athugunar á innra starfsumhverfi viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Allir starfsmenn sem teknir voru í viðtal vegna athugunarinnar skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem m.a. kom fram að viðtalið við þá væri hluti af áðurnefndri athugun og að í skýrslunni sem send yrði verkbeiðanda myndi nafn þeirra ekki koma fram og ekki yrði heldur vitnað beint í frásögn þeirra. Skýrslan var því byggð upplýsingum sem voru gefnar í trausti þess að farið yrði með þær sem trúnaðarmál. Reynt var að gæta þess að ekki yrði hægt að rekja svör til einstaklinga, en þó var ekki hægt að koma í veg fyrir að staðkunnugir gætu getið sér til um hvaðan einstaka viðhorf kæmu. Það skal tekið fram að enginn starfsmaður fékk aðgang að ofangreindri skýrslu heldur var niðurstaða hennar kynnt fyrir þeim á fundi. <br /> <br /> Í skýrslunni kemur fram niðurstaða vinnustaðagreiningar en þær eru greiningartæki til að kanna hug starfsmanna til vinnustaðar og er m.a. ætlað að greina velferð starfsmanna og líðan á vinnustað. Þær eru tæki sem hjálpa til við að búa til gott vinnuumhverfi og bregðast við því sem betur má fara svo starfsmönnum líði sem best á vinnustað sínum. Slíkar greiningar eru mjög mikilvægar fyrir vinnustaði, bæði á almennum vinnumarkaði og hinum opinbera. Mikilvægt er fyrir stofnanir ríkisins að hægt sé að gera slíkar greiningar án þess að eiga á hættu að þau gögn sem þar verða til verði gerð opinber enda getur ýmislegt komið þar fram sem eðli máls samkvæmt er mjög viðkvæmt. Greiningar sem þessar ná ekki tilgangi sínum nema fullur trúnaður ríki. Mikilvægt er að hjá stofnunum ríkisins sé stunduð nútíma mannauðsstjórnun og að þær séu samkeppnishæfar um starfsmenn og geti laðað til sín og haldið hjá sér hæfu starfsfólki. Starfsmenn þurfa að hafa ákveðið öryggi í starfi og mikilvægt er að trúnaður sé varðveittur í vinnusambandinu. Slíkt væri ekki til staðar ef skylt væri að afhenda gögn sem þessi og þá væri mikil hætta á að starfsemi stofnana ríkisins kæmist í uppnám væri það niðurstaðan og þeim jafnvel gert erfitt að sinna lögbundnu hlutverki sínu. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu getur skýrsla sú sem A óskar eftir aðgangi að talist vinnugagn í skilningi 8. gr. Þá er ljóst að skýrslan  varðar starfssamband starfsmanna viðskiptafræðideildar við Háskóla Íslands. Því er það afstaða Háskóla Íslands að upplýsingalögin taki ekki til hennar, sbr. 1. mgr. 7. gr. og 8. gr. laganna. Auk þess er í áðurnefndri skýrslu umfjöllun um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari og er því óheimilt að veita honum aðgang að henni, sbr. 9. gr. laganna. Sjá einnig sjónarmið t.d. í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 458/2012.<br /> <br /> Það skal tekið fram að starfslok A hjá Háskóla Íslands voru 1. september 2013 en þá var endanlegt uppgjör til hans vegna starfs hans. Skýrsla sú sem hann biður um aðgang að var unnin í október og nóvember 2013. A var því ekki starfsmaður Háskóla Íslands á þeim tíma. Ekki var tekið viðtal við hann við gerð hennar. Skýrslan varðar ekki upplýsingar um A í skilningi 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br />   <br /> Samkvæmt framangreindu er því ljóst að A á ekki rétt á aðgangi að áðurnefndri skýrslu samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012.“<br /> <br /> Kæranda var boðið að tjá sig um framangreinda umsögn Háskóla Íslands. Svar barst með tölvupósti, dags. 18. september 2014. Þar segir:<br /> <br /> „Ljóst er að beiðni minni um gögn var hafnað á grundvelli 8. greinar upplýsingalaga nr. 140/2012 og einskis annars (sbr. "Umbeðin gögn eru undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 8. grein upplýsingalaga nr. 140/2012"). Í 8. greininni kemur fram að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2 og 3. gr. hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Skýrsla sú sem ég óskaði eftir er rituð af Sálfræðiþjónustunni Líf og sál en ekki HÍ eins og viðurkennt er í bréfi HÍ.  Skýrslan getur því ekki talist vinnugagn í skilningi 8. greinar upplýsingalaga.  Skólanum ber því að afhenda mér skýrsluna sbr. 5. grein laganna. Tilvitnun í 9. grein, sem ekki var notuð sem rök fyrir upphaflegri höfnun, fellur auk þess um sjálfa sig vegna þess að "... í skýrslunni sem send yrði verkbeiðanda myndi nafn þeirra ekki koma fram og ekki yrði heldur vitnað beint í frásögn þeirra. Skýrslan er því byggð á upplýsingum sem voru gefnar í trausti þess að farið yrði með þær sem trúnaðarmál. Reynt var að gæta þess að ekki yrði hægt að rekja svör til einstaklinga, en þó var ekki hægt að koma í veg fyrir að staðkunnugir gætu getið sér til um hvaðan einstaka viðhorf kæmi". <br /> <br /> Vek sérstaka athygli á trúnaðinum gagnvart þeim sem gáfu upplýsingarnar og lokum síðustu setningar í tilvitnuninni. Ef staðkunnugir gætu getið sér til um hvaðan einstaka viðhorf kæmi þá á það bæði við hvað varðar verkkaupa, sem lofaði trúnaði (og ber því að tryggja hann gagnvart viðkomandi), og mig. Þessi rök fyrir höfnun aðgangs að skýrslunni halda því ekki vatni. <br /> <br /> Þess utan þá kveður 9. greinin á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Ofangreind skýrsla tekur  hvorki á einka- eða fjárhagsmálefnum einstaklinga.<br /> <br /> Hvenær starfslok mín hjá HÍ voru skiptir heldur ekki máli enda skylt að veita almenningi þessi gögn skv. 5. gr. upplýsingalaga. “<br /> <br /> Með bréfi, dags. 30. október 2014, var þess m.a. óskað að Háskóli Íslands tilgreindi hvar í skýrslunni hann teldi vera persónuupplýsingar sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Svar barst með bréfi, dags. 14. nóvember 2014. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna taki ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Ljóst er að ofangreind skýrsla inniheldur upplýsingar sem varða starfssamband starfsmanna viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands enda þar fjallað um starfsumhverfi þeirra. Eins og fram kom í fyrra bréfi eru vinnustaðagreiningar greinartæki til að kanna hug starfsmanna til vinnustaðar og er m.a. ætlað að greina velferð starfsmanna og líðan á vinnustað. Þær eru tæki til að hjálpa til við að búa til gott vinnuumhverfi og bregðast við því sem betur má fara. Þessar greiningar eru mjög mikilvægar fyrir vinnustaði og þær ná ekki tilgangi sínum nema fullur trúnaður ríki. Starfsmenn þurfa að hafa ákveðið öryggi í starfi og mikilvægt er að ákveðinn trúnaður sé varðveittur í vinnusambandinu. Þeim starfsmönnum sem tóku þátt í vinnustaðagreiningunni var heitið trúnaði. Upplýsingar sem hafðar eru eftir þeim í skýrslunni voru gefnar í trúnaði og má ætla að það loforð hafi haft áhrif á það hvernig þeir ákváðu að tjá sig um það sem þeir voru spurðir um. Ekki er hægt að útiloka að vinnustaðagreiningar geti leitt til ákvarðana um réttindi og skyldur starfsmanna, þ.e. að rannsókn hefjist vegna hugsanlegs brots á starfskyldum starfsmanns eða starfsmanna. Samkvæmt framangreindu inniheldur skýrslan upplýsingar sem varða starfssamband starfsmanna viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og er því óheimilt að veita aðgang að henni samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Skýrslan í heild varðar starfssamband framangreindra starfsmanna og er því óheimilt að veita aðgang að hluta hennar samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 9. gr. laganna segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Eins og kom fram í fyrra bréfi var skýrsla sú sem fjallað er um í þessu í máli vegna athugunar á innra starfsumhverfi viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og fengust upplýsingarnar í viðtölum við starfsmenn deildarinnar sem gefnar voru í trausti þess að farið yrði með þær sem trúnaðarmál. Þó reynt væri að gæta þess að ekki væri hægt að rekja svör til einstaklinga er ekki hægt að koma í veg fyrir að staðkunnugir geti getið sér til um hvaðan einstaka viðhorf koma en það kæmi sér mjög illa fyrir deildina og háskólann í heild ef skýrslan yrði gerð opinber. Líta ber til þess að starfsmönnum sem tóku þátt í vinnustaðagreiningunni var heitið trúnaði eins og áður hefur komið fram. Þessar upplýsingar voru því gefnar í trúnaði og má ætla að það loforð hafi haft áhrif á það hvernig starfsmenn viðskiptafræðideildar ákváðu að tjá sig um það sem þeir voru spurðir um. Í vinnustaðagreiningum kemur fram persónuleg afstaða starfsmanna til ýmissa hluta sem eru fyrir þá viðkvæmar upplýsingar eðli máls samkvæmt. Upplýsingarnar í skýrslunni eru því þess eðlis að sanngjarnt og eðlilegt er að þær fari leynt samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Einnig er ljóst að hagsmunir þeirra starfsmanna sem tóku þátt í vinnustaðagreiningunni af því að skýrslan verði ekki gerð opinber vega þyngra en þeir hagsmunir sem meginreglu 5. gr. er ætlað að tryggja. Mikill meirihluti ofangreindrar skýrslu inniheldur upplýsingar sem óheimilt er að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Eini hluti skýrslunnar sem hugsanlega er heimilt að veita aðgang að samkvæmt 9. gr. er inngangur hennar en hann er mjög lítill hluti skjalsins í heild. Þær upplýsingar sem halda ber eftir eru því miklu meira en helmingur skýrslunnar. Því er ekki heimilt að veita aðgang að skýrslunni, sbr. athugasemdir með 3. mgr. 5. gr. frumvarpsins. <br /> <br /> Áréttað er að starfslok A voru 31. júlí 2013 en þá rann tímabundinn ráðningarsamningur hans út. Ofangreind skýrsla var unnin í október og nóvember 2013. A var því ekki starfsmaður Háskóla Íslands á þeim tíma og ekki var tekið viðtal við hann við gerð hennar.“ <br /> <br /> Eftir samtal við kæranda hinn 25. nóvember 2014 barst, síðar sama dag, svohljóðandi tölvupóstur frá honum: <br /> <br /> „Vísa í meðfylgjandi tölvupóst sem áður hefur verið sendur nefndinni. Í ljósi þess að mín er getið í umræddri skýrslu (sem fyrrverandi starfsmanns) fer ég fram á að fá afrit af henni bæði á grundvelli 5. og 14. greinar upplýsingalaga.“<br /> <br /> Hinn 27. desember kom nýr tölvupóstur frá kæranda þar sem hann kveðst hafa fengið afrit af bréfi sem lögfræðingur starfsmannasviðs HÍ  hafi sent umboðsmanni Alþingis. Hann vitnar í bréfið, sem hann telur bera með sér að vísað sé til skýrslu Lífs og Sálar ehf. Hann segir m.a.:<br /> <br /> „Ég þarf að bregðast við ofangreindu, þ.e. senda umboðsmanni Alþingis athugasemdir fyrir 5. jan. nk. Til þess að geta gert það þarf ég að fá afrit (eða eintak) af skýrslu Lífs og Sálar. Hér er þá komin viðbótarástæða fyrir því að ég fái afrit af henni.“<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar skýrslu, dags. 20. nóvember 2013, sem unnin var af fjórum sérfræðingum hjá sálfræðistofunni Lífi og sál ehf., fyrir Háskóla Íslands. Hún heitir: <em>Skýrsla vegna athugunar á innra starfsumhverfi viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands (HÍ).</em><br /> <br /> Af hálfu kæranda hefur í fyrsta lagi verið vísað til 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar segir að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildi sé óskað aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þá hefur kærandi vísað til þess að hann sé sá fyrrverandi starfsmaður sem fjallað sé um í framangreindri skýrslu og eigi því einnig sérstakan og ríkari aðgangsrétt samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. laganna segir að skylt sé, verði þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum hafi þau að geyma upplýsingar um hann. Í athugasemdum við þessa grein, í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012, segir að sú regla sem fram komi í greininni byggist á þeirri óskráðu meginreglu íslensks réttar að einstaklingar og lögaðilar eigi rétt til aðgangs að gögnum í vörslu stjórnvalda sem varði þá sérstaklega enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi.  Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur engum vafa undirorpið að í skýrslunni sé fjallað sérstaklega um kæranda eins og hann heldur í  raun fram og því beri að afgreiða kæru hans á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga gildir ákvæði 1. mgr. sömu lagagreinar ekki um gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti samkvæmt 6. gr., þ. m.t. vinnugögn. Háskóli Íslands hefur vísað til þess að um vinnugagn sé að ræða. Af því tilefni þykir rétt að fara nokkrum orðum um ákvæði laganna um slík gögn.<br /> <br /> Í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga segir að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. hafi ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Jafnframt segir að hafi gögn verið afhent öðrum teljist þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í athugasemdum við 8. gr., í því frumvarpi sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, segir m.a.:<br /> <br /> „Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins. Í öðru skilyrðinu felst það m.a. að gögn sem útbúin eru af utanaðkomandi sérfræðingum, svo sem verktökum, fyrir stjórnvald teljast ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. frumvarpsins.“<br /> <br /> Sú skýrsla sem mál þetta varðar uppfyllir ekki það skilyrði að hafa verið rituð eða útbúin af starfsmönnum Háskólans sjálfs og verður, þegar af þeirri ástæðu, ekki á það fallist að líta megi á hana sem vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Af hálfu HÍ hefur einnig verið vísað til þess að skýrslan hafi að geyma upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, og falli undir 9. gr. laganna. Þar sem kærandi byggir mál sitt á 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 getur 9. gr. laganna hins vegar ekki komið til skoðunar heldur ber að taka tillit til þeirra undantekningarákvæða um aðgangsrétt sem í 14. gr. er að finna, sbr. í þessu tilviki ákvæði 3. mgr. 14. gr. þ.e. hafi gögn „jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum“ en á þessum grundvelli er heimilt að synja um aðgang að gögnum falli beiðnin undir ákvæði 14. gr. upplýsingalaga. Niðurstaða máls verður þannig ekki byggð bæði á undantekningarákvæðum 14. gr. og 9. gr. í senn.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þá skýrslu sem málið varðar. Í inngangi að henni segir m.a.: <br /> <br /> „Öllum starfsmönnum deildarinnar 35 að tölu voru boðin einstaklingsviðtöl við starfsmenn Lífs og sálar og þáðu 34 það. Í viðtölunum undirrituðu starfsmennirnir skjal þar sem fram kom að þeim væri kunnugt um tilgang viðtalsins, hlutverk undirritaðra og meðferð þeirra upplýsinga sem aflað yrði (sjá fylgiskjal 1). Í fylgiskjali 2 gefur að líta þær spurningar sem lagðar voru fyrir starfsmenn. […] Hér á eftir er stuttur útdráttur úr því helsta sem fram kom í viðtölum við starfsmenn viðskiptafræðideildar. Reynt er að gæta þess að ekki sé hægt að rekja svör til einstaklinga, en þó er ekki hægt að koma í veg fyrir að staðkunnugir geti getið sér til um hvaðan einstaka viðhorf koma. Sama á við um gagnrýni í garð einstaklinga. Engin nöfn eru nefnd í skýrslunni, en staðkunnugir munu vita við hverja er átt í nokkrum tilvikum. Af þessum sökum er sérstaklega hvatt til að farið verði með efni skýrslunnar sem trúnaðarmál.“<br /> <br /> Sem fyrr sagði er heimilt samkvæmt 3. mgr. 14. gr. „að takmarka aðgang aðila að gögnum hafi þau jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.“ Að mati úrskurðarnefndar eru umræddar upplýsingar um deildar-/sviðsforseta, einstaka stjórnendur og rekstrarstjóra hvorki viðkvæmar persónuupplýsingar né að öðru leyti þess eðlis að telja megi hagsmuni þeirra af því að upplýsingunum sé haldið leyndum, vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að skýrslunni. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er almennt ekki, af þeim upplýsingum einum sem koma fram í skýrslunni, þ.e. án þess að viðbótarupplýsingar komi til, unnt að bera kennsl á eða rekja einstök efnisatriði til tiltekinna nafngreindra einstaklinga, jafnvel þótt einhverjir staðkunnugir kunni að geta getið sér til um slík tengsl. Á stöku stað eru þó slíkar upplýsingar, ekki aðeins þar sem fjallað er um fyrrverandi starfsmann, sem ljóslega er kærandi sjálfur, heldur einnig þar sem fjallað er um deildar-/sviðsforseta, einstaka stjórnendur og rekstrarstjóra. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að efni skýrslunnar sé þess eðlis að þær upplýsingar sem þar koma fram sé ekki unnt að fella undir undantekningarákvæði 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að taka fram að loforð stjórnvalds um trúnað um gögn í vörslu þess gengur ekki framar þeim ákvæðum upplýsingalaga sem leiða til þess að aðgangur skuli heimilaður, þ.e.a.s. að loforð stjórnvalda eru marklaus fari þau í bága við ákvæði upplýsingalaga um upplýsingaskyldu þeirra.<br /> <br /> Af hálfu HÍ hefur loks verið vísað til þess að samkvæmt ákvæðum 7. gr. upplýsingalaga taki aðgangsréttur almennings ekki til  málefna starfsmanna. Í þeirri grein er gert ráð fyrir að réttur almennings geti náð til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna, þó ekki gagna í málum varðandi umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Það er skilningur úrskurðarnefndar um upplýsingamál að átt sé við gögn er hafi að geyma persónuupplýsingar um einstaka starfsmenn. Hefur þegar verið tekin afstaða til aðgangs að slíkum upplýsingum í skýrslunni og engu við það að bæta. Þá má nefna að þær undantekningar frá 1. mgr., sem eru í 2. mgr., varða aðeins nánar tilgreindar upplýsingar og þar sem sú skýrsla sem mál þetta varðar, hefur ekki að geyma slíkar upplýsingar, þarfnast það ekki frekari umfjöllunar. Telja verður, eins og fyrr segir, að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að skýrslunni vegi þyngra en hagsmunir þeirra starfsmanna sem sérfræðingar Lífs og sálar ehf. ræddu við, sbr. 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd upplýsingamála að Háskóla Íslands sé, samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, skylt að veita kæranda aðgang að skýrslu, dags. 20. nóvember 2013, sem unnin var af fjórum sérfræðingum hjá sáfræðistofunni Lífi og sál, ehf., fyrir Háskóla Íslands.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Háskóla Íslands ber að verða við beiðni A um að fá aðgang að skýrslu, dags. 20. nóvember 2013, sem unnin var af fjórum sérfræðingum hjá Lífi og sál, sálfræðistofu ehf., fyrir Háskóla Íslands.<br /> <br /> <br /> Þorgeir Ingi Njálsson, varaformaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                  <br /> <br /> Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
564/2014. Úrskurður frá 17. desember 2014 | A kærði afgreiðslu forsætisráðuneytisins á beiðni hennar um aðgang að minnisblaði ráðherranefndar um ríkisfjármál, sem hafi verið lagt fram á ráðherrafundi. Að sögn ráðuneytisins hafði hið umbeðna gagn verið tekið saman fyrir nefnd ráðherra eða ráðherrafund. Úrskurðarnefndin taldi sig ekki hafa forsendur til að draga það í efa. Varð því að staðfesta ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 17. desember kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-564/2014 í máli ÚNU 14080003.<br />  <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi 8. ágúst 2014 kærði A afgreiðslu forsætisráðuneytisins sama dag á beiðni hennar um aðgang að minnisblaði ráðherranefndar um ríkisfjármál, sem mun hafa verið lagt fram á ráðherrafundi 21. febrúar 2012 og fjallað um mögulega sölu á ríkisfyrirtækjum.  <br /> <br /> Í gögnum málsins kemur fram að kærandi óskaði 27. júlí 2014 eftir aðgangi að umræddu minnisblaði og að beiðninni var synjað 8. ágúst 2014. Í kæru kemur fram að kærandi sé blaðamaður og að tilefni beiðninnar hafi verið að fjalla um tiltekið málefni á opinberum vettvangi. Skipti það almannahag máli að fá upplýsingar um það efni sem kærandi hygðist fjalla um. Í synjun forsætisráðuneytisins kemur fram að hún sé reist á 1. tölulið 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, enda séu gögn ráðherranefnda undanþegin upplýsingarétti almennings. <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi 13. ágúst 2014 var forsætisráðuneytinu gefinn kostur á að veita úrskurðarnefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun. Ráðuneytið brást við erindinu með bréfi 29. sama mánaðar. Ítrekað var að synjun ráðuneytisins styddist við 1. tölulið 6. gr. upplýsingalaga. Að auki var bent á að stjórnvöld væru ekki skyldug til að taka afstöðu til aukins aðgangs sbr. 11. gr. upplýsingalaga þegar um slík gögn væri að ræða. Upplýsingabeiðni kæranda lyti skýrlega að skjali í vörslum stjórnvalda sem undanþegið væri upplýsingarétti almennings samkvæmt upplýsingalögum óháð efni þess. <br /> <br /> Með bréfi 8. september 2014 var kæranda gefinn kostur á að gera athugasemdir við umsögn forsætisráðuneytisins. Slíkar athugasemdir bárust ekki.  <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í beiðni kæranda frá 27. júlí 2014 var óskað aðgangs að minnisblaði ráðherranefndar um ríkisfjármál sem mun hafa verið lagt fram á ráðherrafundi 21. febrúar 2012 og fjallaði um mögulega sölu á ríkisfyrirtækjum. Beiðni kæranda er reist á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt almennings. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram að ekki skipti máli hvert sé tilefni þess að óskað er aðgangs að gögnum á grundvelli þess. Hefur það því ekki sérstaka þýðingu við úrlausn málsins að kærandi sé blaðamaður og hyggist fjalla um málefni sem varði almannahag.   <br /> <br /> Aðgangur samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga lýtur takmörkunum sem meðal annars er kveðið á um í 1. tölulið 6. gr. laganna, en ráðuneytið synjaði beiðni kæranda á þeim grundvelli. Samkvæmt því ákvæði tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og gagna sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í skýringum forsætisráðuneytisins kemur fram að hið umbeðna gagn hafi verið tekið saman fyrir nefnd ráðherra eða ráðherrafund í skilningi 1. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til þess að draga þær skýringar í efa. Með vísan til þessa verður staðfest ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðni kæranda um aðgang að minnisblaðinu. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun forsætisráðuneytisins um aðgang kæranda að minnisblaði ráðherranefndar um ríkisfjármál sem lagt var fram á ráðherrafundi 21. febrúar 2012 um mögulega sölu á ríkisfyrirtækjum. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> </p> <div> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </div> |
565/2014. Úrskurður frá 17. desember 2014 | A gerði kröfu um endurupptöku máls og endurskoðun úrskurðar í því, en málinu hafði lokið með vísun til þess að a) kvörtun yfir að erindi hefði ekki verið svarað væri ekki á rökum reist og b) að kærufrestur væri runninn út. Við umfjöllun um endurupptökukröfuna leit nefndin til þess að þótt hún hefði, í tilteknu bréfi til kæranda, mátt vera skýrari varðandi kærufrestsinn hafi það ekki valdið A nokkrum réttarspjöllum, og gæti auk þess ekki vikið til hliðar skýru lagaákvæði um frestinn. Þá hefði ekkert komið fram um að úrskurðurinn hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða að á honum væru verulegir annmarkar að lögum. Með vísan til þess varð að hafna kröfunni. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 17. desember 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 565/2014, í máli ÚNU 14100020.</p> <div> <br /> <h3>Krafa um endurupptöku máls</h3> Þann 28. október 2014 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál krafa frá A um endurupptöku máls ÚNU 14070003 og endurskoðun úrskurðar 540/2014. Þar segir m.a.: <br /> <br /> „Krafist er endurupptöku máls ÚNU14070003 sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál afgreiddi þann 8. október 2014 með úrskurði nr. 540/2014, þar sem kæru í málinu var vísað frá nefndinni.<br /> <br /> II. Málsatvik<br /> <br /> Hinn 10. júní 2014 afhenti undirritaður fjármálaeftirlitinu (“FME”) beiðni um aðgang að nánar tilgreindum gögnum. Hinn 18. júní 2014 sendi FME undirrituðum bréf þar sem var tilkynnt að afgreiðsla á gagnabeiðninni myndi fyrirsjáanlega tefjast. Hinn 7. júlí 2014 þegar undirrituðum hafði ekki borist svar frá FME við framangreindri beiðni beindi undirritaður kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál dags. þann sama dag. Hinn 8. júlí eða degi síðar barst undirrituðum bréf frá FME sem hafði að geyma svar dags. 4. júlí við framangreindri gagnabeiðni þar sem henni var synjað í meginatriðum, en þó veitt ákveðin svör um að hin umbeðnu gögn hefðu ekki að geyma upplýsingar er varða undirritaðan. Hinn 22. júlí sendi úrskurðarnefndin undirrituðum afrit af bréfi til FME þar sem óskað var eftir afstöðu stofnunarinnar til kæru undirritaðs. Hinn 11. ágúst 2014 sendi nefndin undirrituðum bréf þar sem kom fram að nefndinni hefði borist afrit frá FME af framangreindu svari við gagnabeiðni undirritaðs, og jafnframt sagði þar að: “Ef þér fellið yður ekki við efni svarsins er þess óskað að þér gerið nefndinni grein fyrir því sérstaklega. Hafi það ekki verið gert fyrir 20. þ.m. má vænta þess að málið verði fellt niður.” Samkvæmt þessum fyrirmælum nefndarinnar beindi undirritaður erindi til nefndarinnar sem var móttekið í forsætisráðuneytinu hinn 20. ágúst þar sem undirritaður hélt kæru sinni til streitu og gerði ítarlega grein fyrir kröfum sínum. Hinn 25. ágúst sendi nefndin FME bréf þar sem óskað var eftir afstöðu stofnunarinnar til kæru undirritaðs. Hinn 8. september sendi nefndin undirrituðum bréf með afriti af erindi FME þar sem krafist var frávísunar málsins. Hinn 12. september 2014 sendi undirritaður nefndinni erindi þar sem kröfu um frávísun var hafnað og færð rök fyrir því að taka ætti kæruna til efnislegrar meðferðar. Hinn 8. október kvað nefndin upp úrskurð nr. 540/2014 um frávísun málsins, aðallega á þeim grundvelli að tilskilinn kærufrestur hefði verið liðinn þegar erindi undirritaðs dags. 20. ágúst 2014 barst nefndinni.<br /> <br /> III. Málsástæður og lagarök </div> <div> <br /> Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál á þá leið að vísa málinu frá byggist á því að um tvær aðskildar kærur hafi verið að ræða, og er því haldið fram í úrskurðinum að sú síðari hafi borist hinn 20. ágúst eða rúmum sex vikum eftir að hin kærða ákvörðun hafi borist undirrituðum. Þetta er hins vegar rangt og hafnar undirritaður því alfarið að um tvær aðskildar kærur hafi verið að ræða. Hið rétta er að í erindi sínu dags. 11. ágúst 2014 gaf nefndin undirrituðum kost á því að koma frekari athugasemdum á framfæri ef undirritaður felldi sig ekki við efni svars FME, eigi síðar en 20. ágúst, sem undirritaður gerði á þeim degi. Þar var ekki um nýja kæru að ræða af hálfu undirritaðs, heldur var áréttað að hinni upphaflegu kæru dags. 7. júlí 2014 skyldi haldið til streitu.<br /> <br /> Undirritaður vekur athygli á því að nefndin hefur ekki tekið neina efnislega afstöðu til þeirrar kæru þrátt fyrir að hún hafi verið komin fram innan þess kærufrests sem kveðið er á um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Undirritaður fær ekki séð á hvaða forsendum nefndinni gæti hafa verið heimilt að vísa þeirri löglega framkomnu kæru frá án efnislegrar meðferðar. Jafnvel þó að svo væri litið á að um tvær aðskildar kærur væri að ræða hefur hin upphaflega kæra þannig ekki hlotið neina efnislega meðferð af hálfu nefndarinnar. Hinsvegar mótmælir undirritaður því harðlega að um tvær aðskildar kærur sé að ræða, enda var hið síðara erindi dags. 20. ágúst ekki kæra heldur var um að ræða viðbótarathugasemdir vegna hinnar upphaflegu kæru dags. 7. júlí 2014, sem var komið á framfæri í samræmi við leiðbeiningar nefndarinnar hvað varðar tímafresti.<br /> <br /> Undirritaður bendir á að enga heimild er að finna í lögum nr. 140/2012 til þess að slíta mál sem er til afgreiðslu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í tvennt, og líta á tvö mismundandi erindi vegna sama máls sem tvær aðskildar kærur. Undirritaður telur að þar sé um gerræðislega ákvarðanatöku að ræða sem byggist á röngum forsendum og sé engin heimild fyrir í þeim lögum sem eigi við um málið og afgreiðslu þess. Jafnframt ítrekar undirritaður að hann fylgdi til hlítar leiðbeiningum nefndarinnar um tímafresti vegna viðbótarathugasemda, en svo virðist sem nefndin hafi engu að síður byggt frávísun sína á því að undirritaður hafi fylgt þeim leiðbeiningum. Þannig voru það í raun leiðbeiningar nefndarinnar sjálfar sem hún kaus svo að byggja frávísun málsins á, en þetta er með öllu óásættanlegt og eru slík vinnubrögð ekki aðeins óvönduð heldur beinlínis ólögleg.Undirritaður telur að með frávísun málsins hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál gert afdrifarík mistök, og að sú ákvörðun hafi byggst á ófullnægjandi og röngum upplýsingum um málsatvik sem hafi valdið spjöllum á rétti undirritaðs til að fá úrlausn um kæru sína sem var löglega fram komin. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 30/1993 á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt, m.a. sbr. 1. tl. ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik. Þetta á einmitt við um þau málsatvik sem hér hafa verið rakin, enda var afgreiðsla málsins byggð á ófullnægjandi og röngum upplýsingum. Þær röngu upplýsingar voru nánar tiltekið þær að um tvær aðskildar kærur hafi verið að ræða, en það er ekki rétt heldur var aðeins um eina kæru að ræða, líkt og sjá má af því að málið hefur aðeins hlotið eitt málsnúmer hjá nefndinni, en ekki tvö.<br /> <br /> IV. Áskorun<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gefst nú kostur á að bæta fyrir þau mistök sem gerð hafa verið og endurskoða hina ólögmætu afgreiðslu á kæru undirritaðs sem hér hefur verið rakin, með því að endurupptaka málið í samræmi við 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga. Undirritaður krefst þess að það verði gert, og að málið fái raunverulega afgreiðslu og efnislega úrlausn af hálfu nefndarinnar. Undirritaður vill trúa því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi fullan hug á að stunda vönduð vinnubrögð og skila af sér niðurstöðum í samræmi við lög sem um það gilda. Er hér með skorað á nefndina að standa undir þeim væntingum, ásamt lögboðnum skyldum sínum. Loks er þess óskað að nefndin geri undirrituðum grein fyrir afstöðu sinni til kröfu þessarar um endurupptöku, eigi síðar en þann 6. nóvember nk. eða innan níu daga, en það er jafn langur frestur og sá sem nefndin veitti undirrituðum með erindi sínu þann 1. ágúst 2014, til að gera nánari athugasemdir.“ </div> <div> <br /> </div> <h3>Niðurstaða</h3> <div> Mál ÚNU 14070003 varðaði tvær kærur. Sú fyrri, sem dags. er 7. júlí 2014, laut að því að Fjármálaeftirlitið hefði ekki svarað beiðni kæranda um gögn. Við meðferð málsins hjá nefndinni kom í ljós að beiðninni hafði verið svarað, þ.e. með ákvörðun FME dags. 4. júlí 2014. Hún hafði þó ekki borist kæranda fyrr 8. júlí, þ.e. eftir að hann hafði lagt inn kæru til úrskurðarnefndarinnar. Þar sem fyrir lá að beiðni kæranda hafði verið svarað var kæru þar að lútandi vísað frá nefndinni. Sú seinni laut að efni ákvörðunarinnar, frá 4. júlí 2014, en þar sem kæran hafði ekki borist fyrr en að liðnum kærufresti, þrátt fyrir að kæranda hefði verið leiðbeint um kærurétt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, varð einnig að vísa henni frá.<br /> <br /> Nánar tiltekið voru atvik þau að eftir að nefndinni hafði borist svar frá Fjármálaeftirlitinu, með bréfi dags. 6. ágúst 2014, þess efnis að upplýsingabeiðni kærenda hefði verið svarað, veitti nefndin honum, með bréfi dags. 11. ágúst, frest til 20. ágúst til að gera athugasemdir við efni svars FME. Var tekið fram að hefðu engin svör borist frá honum fyrir þann dag mætti vænta þess að málið yrði fellt niður. Þá var athygli hans vakin á því að hinn 24. júlí 2014 hefði verið kveðinn upp úrskurður um umrædd gögn, og hann mætti nálgast á vef nefndarinnar.<br /> <br /> Eins og áður er rakið sendi úrskurðarnefnd um upplýsingmál kæranda bréf, dags. 11. ágúst 2014, þar sem honum var veitt færi á að koma sjónarmiðum í málinu á framfæri. Það voru mistök af hálfu nefndarinnar að taka ekki skýrt fram í bréfi sínu að ekki væri annað séð en að kærufrestur til nefndarinnar vegna ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins, dags. 4. júlí 2014, væri þegar runninn út. Þessi mistök virðast hafa valdið því að kærandi sendi nefndinni ítarlegt bréf með efnislegum sjónarmiðum sínum í málinu. Þessi misskilningur milli nefndarinnar og kæranda olli honum þó engum réttarspjöllum og getur ekki orðið til þess að víkja skýru ákvæði 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sem kveður á um að kæra skuli borin skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun. </div> <div> <br /> Þá telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekkert vera fram komið í beiðni um endurupptöku máls ÚNU 14070003, og endurskoðun úrskurðar 540/2014, er styðji að hann hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, eða að á úrskurðinum séu verulegir annmarkar að lögum. Með vísan til þess verður að hafna beiðni kæranda um endurupptöku máls ÚNU 14070003 og endurskoðun úrskurðar 540/2014.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að lokum rétt að benda kæranda á að fyrir liggur úrskurður nefndarinnar um aðgang almennings að þeim gögnum sem hann hefur óskað eftir. Honum er heimilt að snúa sér á ný til Fjármálaeftirlitsins og setja fram nýja beiðni um aðgang að þeim. <br /> <br /> <h3>Úrskurðarorð</h3> Beiðni A, dags. 28. október 2014, um endurupptöku máls ÚNU 14070003, og endurskoðun úrskurðar 540/2014, er hafnað.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                  </div> <div> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </div> |
561/2014. Úrskurður frá 17. desember 2014 | A kærði synjun Ríkisskattstjóra (RSK) á beiðni hans um gögn um innsendan fjármagnstekjuskatt frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Af hálfu RSK var vísað til 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi það vera ákvæði um sérstaka þagnarskyldu og þ.a.l. féllu gögnin ekki undir upplýsingalög. Var málinu vísað frá. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 17. desember 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-561/2014 í máli ÚNU 13120004.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Þann 2. desember 2013 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A vegna synjunar Ríkisskattstjóra (RSK) á beiðni hans um gögn um innsendan fjármagnstekjuskatt frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Með fylgdi tölvubréf frá kæranda til RSK, dags. 28. nóvember 2013, þar sem hann útskýrir beiðni sína og að hún lúti ekki að upplýsingum um einstaka greiðendur heldur því hvaða fjárhæð „fjármagnstekjuskatts Innheimtustofnun [skili] til RSK af innistæðum reikninga eins og þeir ligg[i] fyrir í ársreikningi fyrir árin 2007 til 2012“. Kemur fram að hann vilji fá þetta sundurliðað niður á þá bankareikninga sem notaðir séu í ársskýrslum.<br /> <br /> Með kærunni fylgdi einnig svar RSK, dags. 29. nóvember 2013. Þar er vísað til þess að upplýsingalög nr. 140/2012 hafi að geyma all nokkur ákvæði sem takmarki rétt almennings til upplýsinga, hvort heldur varðar hagsmuni ríkisins eða takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Er því næst vitnað sérstaklega til 1. mgr. 9. gr. laganna í þessu sambandi og sagt að með hliðsjón af henni sé beiðninni synjað. <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send RSK til athugasemda með bréfi, dags. 3. desember 2013. Umsögn RSK barst með bréfi dags. 10. janúar 2014. Í því segir m.a.:<br /> <br /> „Í kæru vísar kærandi til þess að sú stofnun sem upplýsingabeiðni hans lýtur að sé sameign skattgreiðenda í öllum sveitarfélögum landsins og að hún taki við fjárframlögum frá skattgreiðendum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Tilvitnuð 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga eigi þannig ekki við um erindi kæranda<br /> <br /> Ríkisskattstjóri áréttar það sem fram kemur í synjuninni. Þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir varða fjárhagsmálefni Innheimtustofnunar sveitarfélaga og í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2012 segir svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“Framangreindu til viðbótar vill ríkisskattstjóri leggja áherslu á að samkvæmt 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, hvílir rík þagnarskylda á starfsmönnum skattyfirvalda. Í tilvitnuðu ákvæði kemur fram að ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd sé bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Umrædd þagnarskylda helst þótt menn láti af störfum.<br /> <br /> Þagnarskylda samkvæmt tilvitnuðu ákvæði er þó upphafin í þeim tilvikum, þar sem sérákvæði laga víkja þagnarskyldu skattyfirvalda til hliðar. Ákvæði þess efnis er m.a. að finna í 98. gr. laga nr. 40/1978, sem er grunnur núgildandi laga, nr. 90/2003, um tekjuskatt, þar sem kveðið er á um skyldu ríkisskattstjóra til að leggja fram og hafa til sýnis álagningar- og skattskrár, þar sem tilgreindir eru þeir skattar og gjöld sem á hvern gjaldanda hafa verið lagðir. Álagningarskrár vegna þeirra ára sem hér um ræðir hafa þegar verið lagðar fram og sama á við um skattskrár að undanskilinni skattskrá vegna álagningar 2013, en sú skrá mun lögð fram á yfirstandandi ári. Telja verður þannig að lög standi ekki til að upplýst verði frekar um atriði er varða fjárhagsleg málefni Innheimtustofnunar sveitarfélaga en síðastgreint lagaákvæði mælir skýrlega fyrir um, þann takmarkaða tíma sem álagningar- og skattskrár skulu liggja frammi til sýnis.<br /> <br /> Þagnarskylduákvæði 117. gr. tekjuskattslaga hefur að geyma sérstaka þagnarskyldureglu, sbr. tilvitnað ákvæði 98. gr., sem gengur framar mögulegum rétti almennings til að fá upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga og falla umbeðin gögn því utan gildissviðs þeirra laga. Af kærunni verður ekki ráðið hvort um er að ræða einhver þau atvik er varða kæranda persónulega eða hvort að kærandi telji sig vera í nokkurs konar eftirlitshlutverki og að hann þurfi umbeðnar upplýsingar til að sinna því hlutverki sínu. Af þessu tilefni bendir ríkisskattstjóri á að almennum borgurum er almennt ekki ætlað með virkum hætti, nema þeir séu sérstaklega tilkallaðir, að fylgja eftir verklagi eða annarri starfsemi stjórnvalda frá degi til dags umfram það sem finna má í stjórnsýslulögum eða upplýsingalögum. Ríkisskattstjóri telur því að það sé beinlínis óheimilt að upplýsa einstaka borgara eða gefa þeim nákvæmar skýrslur um stöðu einstakra tiltekinna mála, hvað þá fjölda atriða sem lögum samkvæmt ber einungis að gera tilteknum aðilum grein fyrir, svo sem ríkisendurskoðun eða hlutaðeigandi ráðuneyti eða öðrum þar til bærum aðilum.<br /> <br /> Að síðustu bendir ríkisskattstjóri á að kærandi getur leitað eftir því að Innheimtustofnun sveitarfélaga afhendi honum umbeðnar upplýsingar.“<br /> <br /> Umsögnin var send kæranda til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 21. janúar 2014. Svar hans barst með bréfi, dags. 27. janúar 2014. Þar segir:<br /> <br /> „Embætti ríkisskattstjóra fer ekki með eftirlitshlutverk af starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga sem ekki er á skrá hjá embættinu um rekstraraðila eða sem lögaðili. Þannig skilar Innheimtustofnun hvorki skattskýrslum vegna rekstrar eða ársreikningum, fyrir embættið, að skoða og endurskoða. Starfsmenn ríkisskattstjóra eru því lausir undan ábyrgð allra mála sem tengjast lagaábyrgð, hvaða nöfnum sem það nefnist, í rekstri embættis ríkisskattstjóra, gagnvart Innheimtustofnun sveitarfélaga.<br /> <br /> Rekstrarhagnaður Innheimtustofnunar áranna 2007 til 2012 er 452.091.559,- milljónir […] Ég undirritaður á rétt á því að fá að vita hver þessi peningaupphæð fjármagnstekjuskatts er sem meðlagsgreiðandi og sem skattgreiðandi vil ég fá að vita hver þessi peningaupphæð er […]“.<br /> <br /> Með bréfi til RSK, dags. 4. febrúar 2014, ítrekaði nefndin ósk sína um afrit af þeim gögnum sem málið varðar. Í svari RSK, dags. 12. febrúar, segir m.a.: <br /> <br /> „Þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir að fá afhentar er að finna á skattframtölum sem Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur sent ríkisskattstjóra á grundvelli 1. mgr. 90. gr. um tekjuskatt. Alveg er ljóst að þær upplýsingar sem fram koma á framtölunum falla undir þagnarskylduákvæði 117. gr. sömu laga og falla þar með utan við gildissvið laga nr. 140/2012.<br /> <br /> Enda þótt fullur skilningur sé hjá ríkisskattstjóra á að nefndin eigi ríkan rétt til þeirra upplýsinga, sem falla undir ótvíræðan upplýsingarétt almennings, þá er ástæða til að benda á að samkvæmt framangreindri beiðni er farið fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu afhent skattframtöl, fylgiskjöl framtala og vinnugögn framtala, sem samkvæmt skýru ákvæði 8. og 9. gr. upplýsingalaga eru gögn sem ótvírætt eru undanþegin upplýsingarétti.<br /> <br /> Ríkisskattstjóri óskar því eftir, vegna ítrekunar nefndarinnar, að nefndin upplýsi hvort skilningur hennar á tilvitnuðu ákvæði 2. málsl. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga sé með þeim hætti að nefndin eigi rétt á gögnum til skoðunar sem trúnaðargögnum, þótt þau falli utan við ákvæði upplýsingalaga samkvæmt skilgreiningu laganna.<br /> <br /> Telji úrskurðarnefnd um upplýsingamál að nefndin eigi í krafti 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, rétt á að fá öll gögn skattyfirvalda afhent, sem mögulega gætu tengst kærumáli þessu, þrátt fyrir að um sé að ræða framtalsgögn og vinnugögn vegna skattframtala tiltekins lögaðila sem varin eru af þagnarskylduákvæði 117. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, þá leyfir ríkisskattstjóri sér að fara fram á að sá skilningur verði staðfestur. Sömuleiðis telur ríkisskattstjóri mikilvægt að yrði slíkt raunin væri óhjákvæmilegt að leita viðhorfa Persónuverndar á afhendingu slíkra gagna sem ríkur trúnaður er áskilinn um og væri einnig í andstæð ákvæðum 117. gr. tekjuskattslaga.“<br /> <br /> Með bréfi, dags. 19. nóvember 2014, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál nánari skýringa frá ríkisskattstjóra. Í bréfinu vísaði nefndin til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um skyldu til að láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að, enda falli sá er kæra beinist að undir gildissvið laganna. Í bréfi nefndarinnar sagði svo m.a.: <br /> <br /> „[…] Samkvæmt framangreindu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál engan vafa leika á um rétt hennar til þess að óska eftir þeim gögnum sem falla undir beiðni kæranda í máli þessu. Hvað sem þessu líður telur nefndin þó rétt, áður en lengra er haldið, að óska eftir upplýsingum um hvort sá skilningur nefndarinnar sé réttur að einu gögnin sem embætti ríkisskattstjóra hefur undir höndum, og falla undir upplýsingabeiðni kæranda, séu skattframtöl einstaklinga sem Innheimtustofnun sveitarfélaga hafi sent ríkiskattstjóra.“<br /> <br /> Svar barst með bréfi ríkisskattstjóra, dags. 26. nóvember 2014. Í bréfinu segir m.a.: <br /> <br /> „Af ofangreindu tilefni staðfestir ríkisskattstjóri að þær upplýsingar sem stofnunin hefur undir höndum um fjármagnstekjuskatt sem á innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið lagður eru skattframtöl innheimtustofnunarinnar sjálfrar, hvort sem er á pappír eða á rafrænu formi.“ <br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um að fá frá Ríkisskattstjóra (RSK) um gögn um innsendan fjármagnstekjuskatt frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Fyrir liggur að einu gögnin sem ríkisskattstjóri hefur undir höndum, og falla undir upplýsingabeiðni kæranda, eru skattframtöl.Í 2. málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Af hálfu RSK hefur verið vísað til 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Hún hljóðar svo: <br /> <br /> „Ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila. Hið sama gildir um þá er veita þessum aðilum aðstoð við starf þeirra eða á annan hátt fjalla um skattframtöl. Þagnarskyldan helst þótt menn þessir láti af störfum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í framangreindum skilningi, að því er varði þær upplýsingar um tekjur og efnahag skattaðila. Nefndin telur engan vafa leika á að skattframtöl sem einstaklingar eða lögaðilar skila til Ríkisskattstjóra falli undir umrætt lagaákvæði. Verður réttur til aðgangs að þeim því ekki byggður á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar sem gögn málsins lúta öll trúnaðarskyldu skv. 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sem er sérstakt þagnarskylduákvæði, taka upplýsingalög nr. 140/2012 ekki til þeirra. Ber af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru A, dags. 2. desember 2013, vegna synjunar Ríkisskattstjóra (RSK) á beiðni hans um gögn um innsendan fjármagnstekjuskatt frá Innheimtustofnun sveitarfélaga er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson</p> |
562/2014. Úrskurður frá 17. desember 2014 | A kærði, f.h. Tryggingamiðstöðvarinnar hf., ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, um að hafna beiðni félagsins um aðgang að gögnum um Glitni hf. FME bar fyrir sig 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Nefndin taldi það vera sérstakt þagnarskylduákvæði og, að með óviðkomandi aðilum væri átt við aðila sem ekki væri gert ráð fyrir í lögum að FME miðlaði upplýsingum til. Það ætti við um kæranda og að Glitnir nyti réttarverndar samkvæmt ákvæðinu. Var því staðfest synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni Tryggingamiðstöðvarinnar hf. um aðgang að afritum af gögnum er tengjast rannsókn og athugasemdum Fjármálaeftirlitsins vegna CAMELS mats á starfsemi Glitnis | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 17. desember 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-562/2014 í máli ÚNU 14030007.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með kæru dags. 18. mars 2014 kærði A, f.h. Tryggingamiðstöðvarinnar hf., ákvörðun Fjármálaeftirlitsins („FME“) dags. 17. febrúar 2014, um að hafna beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Upphafleg gagnabeiðni kæranda dags. 1. júní 2012 laut að gögnum í 26 töluliðum, en FME vísaði beiðninni frá á þeim grundvelli að hún væri of almenn til að hægt væri að taka hana til efnislegrar úrlausnar. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-475/2013 var ákvörðuninni vísað til nýrrar afgreiðslu FME hvað liði nr. 13-17, 19-23 og 25 varðaði. Með hinni kærðu ákvörðun veitti FME kæranda aðgang að hluta gagna undir lið nr. 16, en synjaði aðgangi að öðrum. Liður nr. 16 var orðaður með eftirfarandi hætti:<br /> <br /> „16. Afrit af öllum gögnum er tengjast rannsókn og athugasemdum FME vegna CAMELS mats á starfsemi Glitnis sem framkvæmt var í maí 2008.“<br /> <br /> Í málavaxtalýsingu kæranda kemur fram að upphafleg gagnabeiðni hans hafi verið lögð fram í tilefni af málaferlum vegna stjórnendatryggingar sem Glitnir banki keypti fyrir stjórnendur bankans vorið 2008. Kærandi hefur alfarið hafnað gildi tryggingarinnar, meðal annars á þeim grundvelli að Glitnir hafi brotið gegn reglum um upplýsingaskyldu. Þannig hafi kærandi ekki verið upplýstur um misferli í starfsemi bankans og brot sem framin hefðu verið af hálfu bankans og starfsmanna hans. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og umfjöllun fjölmiðla hafi að mati kæranda leitt í ljós gríðarlegar misfellur og lögbrot í rekstri Glitnis fyrir fall bankans haustið 2008. Í kæru kemur fram að kærandi hyggist leggja umbeðin gögn fram í framangreindum dómsmálum.<br /> <br /> Í bréfi FME, dags. 17. febrúar 2014, kom fram að niðurstöður CAMELS athugunarinnar væri að finna í máli nr. 2008040001 í málaskrá stofnunarinnar. FME taldi heimilt að afhenda niðurstöðurnar að hluta, þ.e. 1. kafla og undirkafla hans um styrkleika og veikleika, með útstrikunum. Þá afhenti FME tölvupóst stofnunarinnar til Glitnis dags. 16. apríl 2008. Fram kom að önnur gögn í máli nr. 2008040001 vörðuðu ekki CAMELS athugun FME. Þá sagði einnig að haldinn hafi verið fundur með Glitni þann 19. maí 2008. Gögn um hann væru vistuð undir númerinu 2008050033 í málaskrá stofnunarinnar. FME taldi heimilt að afhenda minnisblað um yfirlit yfir þau mál sem stofnunin vildi taka upp á fundinum, tilteknar glærur úr glærukynningu Glitnis og önnur gögn sem bankinn afhenti á fundinum, samtals fimm glærur á þremur blaðsíðum. FME taldi hins vegar að CAMELS athugunin, reglubundin skýrsluskil bankans, viðauki minnisblaðsins og aðrar glærur frá Glitni hefðu að geyma upplýsingar sem leynt ættu að fara samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Þar væri einnig að finna upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna eftirlitsskylds aðila sem væru háðar þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> Kærandi byggir rétt sinn til aðgangs að hinum umbeðnu gögnum á 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt meginreglunni sem birtist í ákvæðinu er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál eða tilteknum fyrirliggjandi gögnum ef eftir því er óskað. Kærandi áréttar að undanþágur í 6.-10. gr. laganna beri að skýra þröngt samkvæmt almennum lögskýringarreglum.<br /> <br /> Kærandi hafnar því að sérstök þagnarskylduákvæði í 13. gr. laga nr. 87/1998 eigi við um gögnin sem hann óskar aðgangs að. Af 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga leiði að almenn ákvæði annarra laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Kærandi byggir á því að 13. gr. laga nr. 87/1998 hafi að geyma almennt ákvæði um þagnarskyldu, þar sem ekki sé að finna sérgreiningu á þeim upplýsingum sem þagnarskyldan taki til. Ákvæðið takmarki því ekki rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Byggt er á því í kæru að jafnvel þótt ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 verði talið sérstakt þagnarskylduákvæði leiði 5. mgr. 13. gr. til þess að þagnarskyldan gildi ekki um hin umbeðnu gögn. Kærandi telur að Glitnir banki sé bæði gjaldþrota og í þvinguðum slitum í skilningi ákvæðisins og því sé heimilt við rekstur þeirra einkamála sem rekin eru á hendur kæranda að upplýsa um atriði sem þagnarskylda skv. 1. mgr. 13. gr. myndi annars gilda um. Í þessu samhengi vísar kærandi til þess að Glitnir hafi verið gjaldþrota þegar hann gat ekki staðið í skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra féllu í gjalddaga, og ekki hafi verið sennilegt að greiðsluörðugleikar bankans myndu líða hjá í bráð. Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sé nægjanlegt að eftirlitsskyldur aðili sé gjaldþrota, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið tekinn til formlegrar gjaldþrotameðferðar. Að mati kæranda ber FME sönnunarbyrðina af því mati að bankinn geti ekki talist gjaldþrota í skilningi ákvæðisins.</p> <div> <br /> Jafnframt bendir kærandi á að FME hafi tekið yfir vald hluthafafundar Glitnis með ákvörðun þann 7. október 2008 vegna knýjandi fjárhags- og rekstrarörðugleika bankans. Í kjölfarið hafi bankinn verið tekinn til slitameðferðar með úrskurði þann 22. nóvember 2010. Þrátt fyrir að lög hafi gert ráð fyrir því að beiðni um slitameðferð kæmi frá skilanefnd og slitastjórn Glitnis hafi bankinn ekki átt annarra kosta völ, og því telur kærandi hafið yfir allan vafa að bankinn sé í þvinguðum slitum í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Kærandi mótmælir þeirri afstöðu FME að skilyrði ákvæðisins um að upplýsingar séu veittar við rekstur einkamála sé ekki uppfyllt í tilfelli gagnabeiðni kæranda. Þar sem tilefni gagnabeiðninnar var að afla gagna við rekstur einkamála fyrir dómi er skilyrðið uppfyllt að mati kæranda. </div> <div> <br /> Kærandi mótmælir því að skilyrði 5. mgr. 13. gr. um að upplýsingar séu veittar um atriði „við rekstur einkamála“ sé ekki uppfyllt. Óumdeilt sé að mál séu rekin á hendur kæranda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ef skilningur FME yrði lagt til grundvallar yrði vandséð hvenær skilyrðið teldist uppfyllt.<br /> <br /> Kærandi fjallar sérstaklega um þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 í kæru sinni. Að mati kæranda er ákvæðið almennt og tekur aðeins til vitneskju sem varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækisins. <span>Kærandi telur umbeðin gögn ekki varða viðskipti eða einkamálefni viðskiptamanna Glitnis sem leynt eigi að fara, og ákvæðið komi því ekki í veg fyrir aðgang kæranda að þeim. </span> </div> <div> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji að umbeðin gögn hafi þegar verið gerð opinber með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis og fjölmiðla. Kærandi segist engu að síður þurfa að fá afrit af frumgögnunum til að staðreyna efni þeirra og leggja fram sem sönnunargögn í dómsmálum. Þá hafi FME  brotið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga með því að kanna ekki hvort eða með hvaða hætti umrædd gögn gætu verið háð þagnarskyldu eða hvernig þau hafi verið gerð opinber í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eða með öðrum hætti.  <br /> <br /> Loks telur kærandi að 9. gr. upplýsingalaga geti ekki komið í veg fyrir aðgang hans að umbeðnum gögnum. Þar sem Glitnir sé í slitameðferð hafi hann enga virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni varðandi það hvort umbeðin gögn verði afhent eða ekki.<br /> <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> </div> <div> Kæran var kynnt FME með bréfi dags. 25. mars 2014 og veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit þeirra gagna sem kæran lýtur að. Umsögn FME barst þann 30. apríl 2014 ásamt fylgiskjölum. Einnig fylgdi umsögninni afrit af gögnum sem kæran lýtur að, þ.e. gögn undir númerunum 2008040001 og 2008050033 í málaskrá stofnunarinnar.<br /> <br /> Í umsögn FME er í upphafi áréttað að umbeðnar upplýsingar lúti ekki með beinum hætti að meðferð opinberra hagsmuna, með vísan til markmiða upplýsingalaga. Þá líti stofnunin svo á að ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002 séu sérstök þagnarskylduákvæði sem gangi lengra en 9. gr. upplýsingalaga. Að svo miklu leyti sem ákvæðin mæli ekki með beinum og skýrum hætti fyrir um að gæta beri trúnaðar um tiltekin gögn séu þau metin út frá 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Því næst er fjallað um skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. FME byggir á því að um sé að ræða undantekningu frá hinni sérstöku þagnarskyldu sem hvílir á starfsmönnum stofnunarinnar samkvæmt 1. mgr., og beri því að skýra ákvæðið þröngt. Þá sé ákvæðið enn fremur heimildarákvæði og varði eingöngu upplýsingar sem eru þagnarskyldar samkvæmt 1. mgr. Það taki því ekki til upplýsinga sem teljast háðar bankaleynd samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002. FME tekur fram að Glitnir hafi verið tekinn til slita að kröfu skilanefndar og slitastjórnar Glitnis á grundvelli 3. tl. 2. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002 og sé enn í slitameðferð. Þá vísar FME til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-524/2014, þar sem nefndin hafi skýrt ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 með þeim hætti að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga um meðferð einkamála. Þá hafi nefndin jafnframt talið að þagnarskylda 1. mgr. haldi gildi sínu gagnvart aðilum sem teljast gjaldþrota í skilningi 5. mgr., með vísan til úrskurðar nr. A-462/2012.<br /> <br /> FME hafnar því að hafa brotið gegn 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 með því að kanna ekki hvort umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis geri það að verkum að afhenda beri umbeðin gögn. Líta beri til þess að þagnarskyldu rannsóknarnefndarinnar var sérstaklega aflétt með lögum. Sú undanþága geti hins vegar ekki náð til FME og upplýsinga sem afhentar voru nefndinni en ekki birtar opinberlega í skýrslu hennar.<br /> <br /> Umsögn FME var kynnt kæranda með bréfi dags. 7. maí 2014 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með bréfi dags. 14. maí 2014. Varðandi markmið upplýsingalaga tekur kærandi fram að í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna komi fram að skýra eigi orðalagið „meðferð opinberra hagsmuna“ með rúmum hætti og lögunum sé ekki bara ætlað að auka gagnsæi um þá opinberu hagsmuni sem hefðbundin stjórnvöld fara með á hverjum tíma.<br /> <br /> Kærandi er ósammála þeirri lögskýringu FME að skýra beri 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 þröngt, þar sem ákvæðið sé undantekning frá hinni sérstöku þagnarskyldu sem hvíli á starfsmönnum stofnunarinnar samkvæmt 1. mgr. sömu greinar. Í fyrsta lagi sé þagnarskyldan almenn, en í annan stað sé það undanþága frá meginreglu um rétt almennings til upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum. Því beri þvert á móti að skýra ákvæði 1. mgr. 13. gr. þröngt. Kærandi fellst heldur ekki á að orðið „heimilt“ í 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 merki að FME geti ákveðið sjálft hvenær það sinni skyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum. Orðinu sé ætlað að undirstrika að viðkomandi gögn séu ekki háð þagnarskyldu, heldur sé heimilt að afhenda þau. Skyldan til afhendingar sé ótvíræð samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Kærandi telur ljóst að Glitnir banki hf. teljist gjaldþrota í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Sérstaklega er vísað til þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi lagt til grundvallar í úrskurði nr. A-524/2014 að NBI hf. sé gjaldþrota í skilningi ákvæðisins, en Glitnir sé í sömu stöðu. Þar hafi nefndin hins vegar talið að skilyrði ákvæðisins um „rekstur einkamála“ hafi ekki verið uppfyllt, þar sem skýra beri þennan áskilnað svo að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna sem beint er til stjórnvalds á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga verði ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. Kærandi telur að ef það hefði verið ætlun löggjafans að binda ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 við aðgang að gögnum innan ramma laga um meðferð einkamála, þá væri ákvæðið einfaldlega orðað á þann veg. Ekkert í ákvæðinu eða lögskýringargögnum gefi tilefni til svo þröngrar túlkunar. Ekki sé hægt að fallast á þær röksemdir sem fram koma í úrskurðinum að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. væri fyrir borð borin ef hin þrönga skýring yrði ekki lögð til grundvallar. Í því samhengi eigi 5. mgr. einungis við þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða í þvinguðum slitum. Ekki séu sömu hagsmunir af þagnarskyldu þegar fjármálafyrirtæki er komið í þrot, og ákvæði 5. mgr. því eðlilegt. Þá verði ekki séð hvers vegna gjaldþrota fjármálafyrirtæki þyrfti sérstaka vernd þegar óskað væri upplýsinga frá fyrirtækinu í tengslum við einkamál, en ekki þegar óskað væri eftir skýrslum fyrir dómi.<br /> <br /> Varðandi 10. gr. stjórnsýslulaga tekur kærandi fram að stjórnsýslulögin taki til ákvarðana stjórnvalda og FME sé óumdeilanlega stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga. Málsmeðferð FME við ákvarðanir um aðgang að gögnum fari einnig eftir stjórnsýslulögum og beri FME því að virða rannsóknarregluna í 10. gr. laganna. Þá sé í gildi óskráð meginregla í stjórnsýslurétti um rannsóknarskyldu stjórnvalda, sem tæki þá til FME auk ákvæða stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Loks bendir kærandi á að gagnabeiðni sín byggi að mestu á skýrum upplýsingum um gögn sem fengnar eru beint úr opinberri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Kærandi telji hins vegar nauðsynlegt að afla þeirra grunngagna sem rannsóknarnefndin studdist við við gerð skýrslunnar. Hafi leynd hvílt á gögnunum eigi hún ekki við lengur með hliðsjón af umfjöllun nefndarinnar og fjölmiðla. <br /> <br /> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum um Glitni hf. Synjun FME er dagsett þann 17. febrúar 2014 en kæra barst þann 18. mars sama ár. Kæran er því komin fram innan kærufrests skv. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum segir orðrétt: „Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laganna teljist sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hefur orðasambandið „óviðkomandi aðilum“ verið skýrt með þeim hætti að átt sé við aðila sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að FME miðli upplýsingum til. Ljóst er að kærandi telst til óviðkomandi aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en hins vegar er deilt um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laganna á við í málinu.<br /> <br /> Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr., þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram. Þagnarskyldan gildi þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að Glitnir hf. falli undir ákvæðið. Með ákvörðun FME dags. 7. október 2008 tók stofnunin yfir vald hluthafafundar Glitnis og vék félagsstjórn bankans frá störfum. Um leið voru öll málefni bankans sett undir skilanefnd, sem skipuð var í skjóli opinbers valds og var ætlað að leggja drög að aðgerðum til skuldaskila bankans. Verður að líta svo á að upp frá því hafi Glitnir verið í aðstöðu sem leggja má að jöfnu við að hafin væru gjaldþrotaskipti á búi hans, og bankinn falli því undir 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.<br /> <br /> Það er skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að upplýst sé um atriði, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, við rekstur einkamála. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að skýra þennan áskilnað svo að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli ákvæða upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, verður ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. Öndverð skýring myndi leiða til þess að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri fyrir borð borin, þar sem almenningi væri í lófa lagið að krefjast aðgangs að gögnum sem þagnarskylda ákvæðisins ríkir um í þeim yfirlýsta tilgangi að leggja þau fyrir dóm í einkamáli. <br /> <br /> Að mati nefndarinnar hefur kærandi ekki hnekkt þessari skýringu með umfjöllun í athugasemdum sínum, sem lýtur að því að gjaldþrota fjármálafyrirtæki sé ekki þörf á réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Lög um meðferð einkamála gera ráð fyrir því að skjöl sem hafa að geyma atriði sem hlutaðeigandi væri óskylt eða óheimilt að bera vitni um verði lögð fyrir dómara í trúnaði og gegn þagnarskyldu, sbr. t.d. 1. mgr. 69. gr. laga nr. 91/1991. Þá er unnt að krefjast þess að trygging verði sett fyrir tjóni sem afhending skjals kann að baka aðila, sbr. 2. mgr. sama ákvæðis. Hvað vitnaskýrslur varðar er vitni rétt að skorast undan því að svara spurningu ef ætla má að í svari þess geti falist játning eða vísbending um að það hafi framið refsiverðan verknað eða atriði sem valdi því siðferðislegum hnekki eða tilfinnanlegu fjárhagstjóni, sbr. 3. mgr. 52. gr. laga nr. 91/1991. Dómari getur einnig undanþegið vitni frá því að upplýsa um leyndarmál varðandi viðskipti þess eða sambærileg atriði ef hagsmunir þess af leyndinni eru verulega ríkari en hagsmunir aðila af vitnisburðinum, sbr. 4. mgr. sama ákvæðis. Loks er dómara rétt að umorða, laga og skýra spurningar og koma í veg fyrir að vitni svari sýnilega tilgangslausum spurningum fyrir sakarefnið, sbr. 2. mgr. 56. gr. laga nr. 91/1991. Engin slík réttarvernd er til staðar fyrir aðila sem hefur hagsmuni af því að gögn, sem þagnarskylda 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ríkir um, verði ekki afhent almenningi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Þessi atriði leiða til þess að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að tækt er að álykta af því orðalagi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, að upplýst sé um atriði „við rekstur einkamála“, að utan slíks málareksturs haldist þagnarskylda 1. mgr. um atriði sem varða eftirlitsskyldan aðila sem er gjaldþrota eða í þvinguðum slitum. Ekki dugir í því samhengi að fram komi í almennri gagnabeiðni til stjórnvalda að umbeðnar upplýsingar verði notaðar við slíkan málarekstur.  <br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að eins og á stendur þurfi að meta hvort umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, án tillits til þeirrar heimildar sem 5. mgr. ákvæðisins mælir fyrir um.<br /> <br /> Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig lagt til grundvallar að ákvæði 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu færist yfir á FME vegna upplýsinga sem það hefur tekið við.<br /> <br /> <h3>2.</h3> Sem fyrr segir hefur FME afmarkað gagnabeiðni kæranda þannig að um sé að ræða gögn undir númerunum 2008040001 og 2008050033 í málaskrá stofnunarinnar og veitt kæranda aðgang að nokkrum þeirra að hluta. Þá kom fram að hluti gagna undir málsnúmerinu 2008040001 vörðuðu ekki CAMELS athugunina. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór yfir gögn undir númerunum tveimur og sér ekki ástæðu til að gera athugasemd við afmörkun FME. Eftir stendur að skera úr um rétt kæranda til aðgangs að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 2008040001 („Viðbúnaður Glitnir“):<br /> <br /> Niðurstöður CAMELS athugunar án útstrikana.<br /> <br /> 2008050033 („Markmiðsfundur með Glitni banka hf. – 2008“):<br /> <br /> Viðauki við minnisblað 19. maí 2008.<br /> <br /> Glærur af fundinum 19. maí 2008 nr. 4-5, 8-16, 18, 20-34, 36-40, 44-45, 48 og 51.<br /> <br /> <h3>3.</h3> CAMELS athugun fer fram af hálfu stjórnvalda sem hafa eftirlit með fjármálastarfsemi í því skyni að meta stöðu fjármálafyrirtækja. Athugunin dregur nafn sitt af þeim þáttum sem kannaðir eru, þ.e. eigið fé (capital), eignir (assets), stjórnun (management), arðsemi (earnings), lausafjárstaða (liquidity) og næmni fyrir áhættu á markaði (sensitivity to market risks). Niðurstaðan úr matinu gefur til kynna hversu viðkvæmt fjármálafyrirtæki er fyrir sveiflum og nýtist FME í mati á áhættustigi rekstursins. Niðurstöður FME um stöðu eftirlitsskylds aðila undir þessum formerkjum hafa eðli málsins samkvæmt að geyma umfangsmiklar upplýsingar um viðskipti og rekstur hans. Efnisatriði í niðurstöðum CAMELS könnunarinnar sem FME framkvæmdi á Glitni árið 2008 fléttast saman við upplýsingar um eignastöðu hans, lausafjárstöðu og helstu áhættur í rekstrinum sem gerir það að verkum að  sérstök þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 á við um þær. Í niðurstöðunum er einnig að finna upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni ýmissa nafngreindra viðskiptamanna Glitnis á stöku stað. Ekki er fjallað um ráðstöfun opinberra hagsmuna með beinum hætti í niðurstöðum FME.<br /> <br /> Að áliti úrskurðarnefndar um upplýsingamál er samkvæmt framangreindu um að ræða gagn sem varðar mikilvæg viðskipta- og fjárhagsmálefni bankans, eftirlitsskylds aðila samkvæmt 2. gr. laga nr. 87/1998, og er þess eðlis að sanngjarnt er og eðlilegt að þau fari leynt sbr. 9. gr. upplýsingalaga, 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002. Þagnarskylda Glitnis samkvæmt síðastnefnda ákvæðinu færðist til FME þegar stofnunin tók við gögnunum samkvæmt 2. mgr. Þetta á við um svo stóran hluta gagnanna að ekki kemur til greina að leggja fyrir FME að veita aðgang að þeim að hluta umfram það sem stofnunin hefur þegar gert. <br /> <br /> Sömu sjónarmið eiga við um viðauka við minnisblað FME sem unnið var fyrir fund stofnunarinnar með Glitni þann 19. maí 2008 sem hefur að geyma samantekt á niðurstöðum CAMELS athugunarinnar. Einnig er fallist á með FME að glærur bankans af fundinum séu háðar sömu þagnarskyldu, þar sem þær hafa bæði að geyma ítarlegar upplýsingar um stöðu bankans á þessum tímapunkti og upplýsingar um viðskipti og rekstur nafngreindra viðskiptamanna hans á stöku stað.<br /> <br /> <h3>4.</h3> Kærandi hefur haldið því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum og vísa til þeirra, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu FME á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, þurfi þeir að gefa skýrslu fyrir dómi, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014. Þá getur hugsanleg umfjöllun fjölmiðla um málið ekki aflétt þeirri þagnarskyldu sem hvílir á FME samkvæmt framangreindum þagnarskylduákvæðum upplýsingalaga, laga nr. 89/1998 og 161/2002.<br /> <br /> <h3>Úrskurðarorð</h3> Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni Tryggingamiðstöðvarinnar hf. um aðgang að afritum af gögnum er tengjast rannsókn og athugasemdum Fjármálaeftirlitsins vegna CAMELS mats á starfsemi Glitnis sem framkvæmt var í maí 2008, umfram þau sem þegar hafa verið afhent kæranda.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> </div> |
563/2014. Úrskurður frá 17. desember 2014 | D kærði, f.h. félagsins Nemendur & Trú, afgreiðslu Reykjavíkurborgar á beiðni félagsins um aðgang að umsögnum um reynslu af reglum um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög. Nefndin taldi þessar umsagnir hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar og, fyrir utan eina umsögn sem viðkomandi einstaklingur hafði samþykkt að yrði miðlað, var ákveðið að ekki bæri að miðla þeim í heild. Þó skyldi miðla þeim eftir að persónuauðkenni (s.s. nafn/netfang/símnúmer) hefðu verið afmáð. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 17. desember kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-563/2014 í máli ÚNU 14070005.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi 21. júlí 2014 kærði [D] f.h. félagsins Nemendur & Trú, afgreiðslu Reykjavíkurborgar  8. sama mánaðar á beiðni félagsins um aðgang að umsögnum um reynslu af reglum um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög. Þann 11. ágúst kærði félagið ákvörðun 6. sama mánaðar er laut að sömu beiðni. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að við endurskoðun reglna Reykjavíkurborgar um samskipti trú- og lífskoðunarfélaga við grunnskóla, leikskóla og frístundaheimili í desember 2012 hafi Reykjavíkurborg óskað eftir umsögnum um reynslu af reglunum frá því að þær voru settar í október 2011. Kærandi sé félag sem standi vörð um trúfrelsi nemenda. Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi hafi 28. maí 2014 óskað eftir gögnum í tengslum við umsagnir við endurskoðun reglnanna. Beiðnin hafi verið reist á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þann 20. júní 2014 tók Reykjavíkurborg ákvörðun um að afhenda kæranda afrit af hluta þeirra gagna er beiðnin laut að. Þar kom fram að þar sem upplýsingar um trúarbrögð teldust til viðkvæmra persónuupplýsinga yrði að óskað þess að þeir einstaklingar er veittu umsagnir upplýstu hvort umsagnir hvers og eins þeirra skyldu njóta verndar samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar umsagnirnar lægju fyrir myndi kæranda vera gerð grein fyrir niðurstöðunni. <br /> <br /> Með ákvörðun 8. júlí 2014 var kæranda veittur aðgangur að umsögnum þriggja einstaklinga sem það höfðu samþykkt. Á hinn bóginn var kæranda synjað um aðgang að umsögnum fjögurra einstaklinga sem vildu að umsagnir þeirra nytu trúnaðar. Kærði kærandi ákvörðunina til úrskurðarnefndarinnar 21. júlí 2014. Í ákvörðun Reykjavíkurborgar kom fram að enn væri beðið svara frá 13 einstaklingum sem veitt höfðu umsögn. Þegar afstaða þeirra lægi fyrir yrði kæranda gerð grein fyrir niðurstöðunni. <br /> <br /> Þann 6. ágúst 2014 tók Reykjavíkurborg þriðju ákvörðun sína vegna beiðni kæranda. Þar kom fram að tveir einstaklingar til viðbótar hefðu tekið afstöðu til beiðni kæranda og samþykkt að honum yrðu veittur aðgangur að umsögnum þeirra. Þar sem ekki hefðu borist svör frá öðrum umsagnaraðilum var kæranda synjað um aðgang að umsögnum þeirra. Með tölvupósti tilkynnti kærandi úrskurðarnefndinni um ákvörðun Reykjavíkurborgar 6. ágúst 2014 en staðfesti síðar við úrskurðarnefndina að kæra hans tæki til einnig hennar.<br />  <br /> Í kæru kemur fram sú afstaða kæranda að umsagnir um reynslu af settum reglum geti vart talist til viðkvæmra persónuupplýsinga enda hafi ekki verið beðið um trúarafstöðu í umsögnum heldur eingöngu um afstöðu til þess hvernig reglurnar hefðu reynst. Kærandi telji að Reykjavíkurborg hljóti að lúta sömu lögum og Alþingi sem birti umsagnir um breytingar á lögum um trúfélög á vef Alþingis. Slíkar umsagnir hafi ekki talist vera til viðkvæmra persónuupplýsinga sem beri að halda leyndum. Því ættu umsagnir um reglur Reykjavíkurborgar við endurskoðun reglna um samskipti trú- og lífsskoðunarfélaga við grunnskóla, leikskóla og frístundaheimili að lúta sömu lögum. Þar sem Reykjavíkurborg hafi byggt endurskoðun sína á innsendum umsögnum skjóti það skökku við að halda umsögnunum leyndum.  <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi 22. júlí 2014 var Reykjavíkurborg gefinn kostur á að veita úrskurðarnefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun. Þá var þess óskað að hin umbeðnu gögn yrðu afhent úrskurðarnefndinni. Reykjavíkurborg brást við erindinu með bréfi 20. ágúst 2014. Í bréfinu er rakið að kæranda hafi verið veittur aðgangur að umsögnum þrettán stofnana og félaga. Af bréfinu verður ráðið að tuttugu einstaklingar hafi veitt umsagnir sem beiðni kæranda lúti að. Níu þeirra hafi tekið afstöðu til þess hvort veita ætti kæranda aðgang að umsögnum þeirra. Kæranda hafi verið veittur aðgangur að umsögnum fimm einstaklinga sem hafi samþykkt það en synjað að aðgangi fjögurra einstaklinga sem óskuðu eftir að umsagnir þeirra lytu trúnaði. Þá hafi ellefu einstaklingar ekki svarað erindum Reykjavíkurborgar og liggi því ekki fyrir afstaða þeirra til þess hvort veita skuli kæranda aðgang að umsögnum þeirra. Kæranda var því synjað um aðgang að fimmtán umsögnum. <br /> <br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar kemur fram að synjun á beiðni kæranda hafi verið reist á 1. málslið 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í hinum umbeðnu upplýsingum séu upplýsingar um trúarskoðanir umsagnaraðila sem teljist einkamálefni einstaklinga sem séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli upplýsingalaga. Vísar Reykjavíkurborg í þessu samhengi til athugasemda í frumvarpi til upplýsingalaga og ákvæða laga um persónuvernd nr. 77/2000. Reykjavíkurborg fallist ekki á þá fullyrðingu kæranda að umsagnir um reynslu af settum reglum geti ekki talist til viðkvæmra persónuupplýsinga vegna þess að ekki hafi verið beðið um trúarafstöðu með umsögnunum, enda beri umsagnirnar vissulega með sér vísbendingar um trúarafstöðu umsagnaraðilanna. Fyrir liggi samþykki fimm einstaklinga fyrir því að aðgangur að umsögunum þeirra sé heimilaður, en fjórir einstaklingar hafi synjað slíkum aðgangi. Þar sem ekki hafi fengist svar frá ellefu einstaklingum, þrátt fyrir ítrekun fyrirspurnar, telji Reykjavíkurborg ljóst að skilyrðum 9. gr. upplýsingalaga um ótvírætt samþykki sé ekki fullnægt hvað þá einstaklinga varðar og því óheimilt með öllu að veita aðgang að umsögnum þeirra. <br /> <br /> Hvað varðar samanburð kæranda á birtingu umsagna á vefsíðu Alþingis við meðferð á frumvarpi um breytingar á lögum um trúfélög, telur Reykjavíkurborg þá umfjöllun ekki eiga við, enda virðist umsagnaraðilar um það frumvarp hafa verið félög og stofnanir, en ekki einstaklingar eins og eigi við um þær umsagnir sem kæran lúti að. Með vísan til alls þessa telji Reykjavíkurborg ekki forsendur fyrir því að verða við beiðni kæranda um aðgang að þeim gögnum sem málið varði umfram þann aðgang sem þegar hafi verði veittur.   <br /> <br /> Með bréfi 25. ágúst 2014 var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar og umsagnar Reykjavíkurborgar. Kærandi gerði athugasemdir 5. september 2014 við umsögn Reykjavíkurborgar. Þar er því mótmælt að meðferð Alþingis á umsögnum vegna frumvarps um breytingu á lögum um trúfélög sé ósambærileg endurskoðun reglna Reykjavíkurborgar er málið lúti að. Bendir kærandi á að rúmur fjórðungur umsagna um breytingar á lögum um trúfélög sem birtar voru á heimasíðu Alþingis vegna umrædds frumvarps hafi verið frá einstaklingum. Því sé ljóst að samanburður á aðgengi almennings að umsögnum um breytingar á lögum um trúfélög og að umsögnum um reglur Reykjavíkurborgar sé fyllilega við hæfi. Reglur Alþingis varðandi aðgang almennings að innsendum erindum séu til þess gerðar að tryggja gegnsæi í starfsháttum. Á Alþingi sé réttur almennings til aðgangs að innsendum gögnum tryggður, ef ekki áður en umfjöllun hefst, þá eftir að afgreiðslu lýkur. Stjórn kæranda telji athugavert að umsagnir sem lagðar voru til grundvallar upplýstri ákvörðun Reykjavíkurborgar séu ekki hæfar til að nota sem opinber gögn ákvörðunum til stuðnings. Þar sem stjórn félagsins hafi ekki áhuga á persónuupplýsingunum sem slíkum heldur málefnalegum sjónarmiðum og rökstuðningi óski félagið eftir því til vara að fá gögnin afhent en að persónugreinanlegur hluti þeirra verði afmáður.  <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Með ákvörðunum 8. júlí og 6. ágúst 2014 var kæranda synjað um aðgang að fimmtán umsögnum einstaklinga sem veittar voru vegna endurskoðunar á reglum Reykjavíkurborgar um samskipti trú- og lífsskoðunarfélaga við grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila. Umsagnirnar hafa verið látnar úrskurðarnefndinni í té í trúnaði. Eru fjórtán þeirra í nafni eins einstaklings en ein í nafni tveggja. <br /> <br /> Réttur kæranda er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en synjun Reykjavíkurborgar á 1. málslið 9. gr. sömu laga. Samkvæmt síðarnefnda ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við umrædd ákvæði í frumvarpi til upplýsingalaga kemur meðal annars fram að stjórnvöldum sé ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verði að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Þá er meðal annars tekið fram að upplýsingar um stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð séu undanþegnar upplýsingarétti. <br /> <br /> Í hinum umbeðnu umsögnum var að finna upplýsingar um afstöðu umsagnaraðila til reglna Reykjavíkurborgar um samskipti trú- og lífsskoðunarfélaga við grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila. Umsagnirnar hafa ekki aðeins að geyma upplýsingar um afstöðu umsagnaraðilanna til þess hvernig samskiptum umræddra félaga og stofnana Reykjavíkurborgar skuli háttað heldur gefa þær í öllum tilvikum til kynna hver þeirra persónulega afstaða er til einstakra trúarbragða eða trúarbragða almennt. Í ljósi framangreindra ummæla í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga um upplýsingar um stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð einstaklinga teljast slíkar lífsskoðanir einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, enda teljast þær til viðkvæmra persónuupplýsinga í skilningi a-liðar 8. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000. Á hið sama við um upplýsingar sem fram koma í mörgum umsagnanna um samskipti einstakra umsagnaraðila við stofnanir Reykjavíkurborgar vegna lífsskoðana þeirra. <br /> <br /> Af gögnum málsins verður ráðið að Reykjavíkurborg hafi auglýst almennt eftir umsögnum vegna endurskoðunar á framangreindum reglum og allur almenningur hafi átt tækifæri á að skila slíkum umsögnum. Samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að hluta gagns ef takmarkanir samkvæmt 6.-10. gr. eiga aðeins við um aðra hluta þess. Af reglunni leiðir að veita ber kæranda aðgang að hinum umbeðnu umsögnum að því marki sem unnt er án þeirra upplýsinga sem tengja umsagnirnar við tiltekna einstaklinga. Ber því að veita aðgang að umsögnunum eftir því sem nánar er vikið að í úrskurðarorði. <br /> <br /> Ein umsagnanna var send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 6. desember 2012. Í tilefni af beiðni kæranda beindi Reykjavíkurborg þeirri fyrirspurn til sendanda umsagnarinnar, [A], hvort þess væri óskað að umsögnin nyti leyndar. Með tölvupósti 10. júlí 2014 brást [A] við erindinu. Þar sagði eftirfarandi: „Ég óska þess ekki að umsögn mín um reglur Reykjavíkurborgar um samskipti trúar- og lífsskoðunarfélaga við grunnskóla, leikskóla og frístundaheimili njóti verndar.“ Verður að líta svo á að sendandi umræddrar umsagnar hafi veitt samþykki fyrir sitt að umsögnin verði afhent kæranda. Var Reykjavíkurborg því ekki rétt að synja kæranda um aðgang að henni á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Ber því að afhenda kæranda umrædda umsögn. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 6. desember 2012 klukkan 20:12. Þó ber að afmá nafn og netfang sendanda á þeim stöðum þar sem þau koma fram. <br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 6. desember 2012 klukkan 23:13. Þó ber að afmá nafn og netfang sendanda á þeim stöðum þar sem þau koma fram. Þá ber að afmá hluta fyrstu setningar umsagnarinnar frá og með orðunum „Ég hef“ fram að orðunum „og fyrir hver jól“, enda gefa þau til kynna hver viðkomandi einstaklingur sé. <br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 5. desember 2012 klukkan 14:46. Þó ber að afmá nafn og netfang sendanda á þeim stöðum þar sem þau koma fram. <br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 7. desember 2012 klukkan 09:42. Þó ber að afmá nafn og netfang sendanda á þeim stöðum þar sem þau koma fram. Þá ber jafnframt að afmá starfsheiti, heimilisfang, símanúmer og vefslóð sem fram koma í lok tölvupóstsins auk tilgreiningu á barnafjölda sendanda. Þá ber að afmá nafn tiltekinnar kirkju sem fram kemur í tölvupóstinum. <br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 6. desember 2012 klukkan 23:52. Þó ber að afmá nafn og netfang sendanda á þeim stöðum þar sem þau koma fram. Þá ber að afmá nafn leikskóla sem fram kemur í upphafi tölvupóstsins. <br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 6. desember 2012 klukkan 22:19. Þó ber að afmá nafn og netfang sendanda á þeim stöðum þar sem þau koma fram. Þá ber að afmá heimilisfang sendanda sem fram kemur í lok tölvupóstsins auk nafns tiltekins leikskóla sem fram kemur á tveimur stöðum og tiltekinnar kirkju sem fram kemur á einum stað. <br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 4. desember 2012 klukkan 23:31. Þó ber að afmá nafn og netfang sendanda á þeim stöðum þar sem þau koma fram. <br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 6. desember 2012 klukkan 23:06. Þó ber að afmá nafn og netfang sendanda á þeim stöðum þar sem þau koma fram. Þá ber að afhenda nafn fyrirtækis og símanúmer í lok tölvupóstsins. Á eftir orðunum „[þ]etta á sérstaklega við í leikskóla“ kemur nafn hverfis innan sviga sem ber að afmá.<br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 5. desember 2012 klukkan 12:41. Þó ber að afmá nafn og netfang sendanda á þeim stöðum þar sem þau koma fram. Þá ber að afmá starfsheiti sendanda í lok tölvupóstsins. <br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 5. desember 2012 klukkan 11:48. Þó ber að afmá nafn og netfang sendanda á þeim stöðum þar sem þau koma fram. Þá ber að afmá starfsheiti sendanda í lok tölvupóstsins. <br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 29. nóvember 2012 klukkan 13:36. Þó ber að afmá nafn og netfang sendanda á þeim stöðum þar sem þau koma fram. Afmá ber setningu þar sem fram kemur að sendandi eigi tiltekið mörg börn í tilteknum skólum í Reykjavíkurborg. Þá skal afmá nafn tiltekinnar kirkju sem fram kemur í umsögninni. <br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 7. desember 2012 klukkan 14:35. Þó ber að afmá nafn og netfang sendanda á þeim stöðum þar sem þau koma fram. Afmá skal nafn leikskóla sem fram kemur í upphafi tölvupóstsins sem og aldur og kyn barns sendanda sem tilgreint er á sama stað. Þá skal afmá í þriðju efnisgrein umsagnarinnar nafn safns sem þar kemur fram. <br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 6. desember 2012. Umsögnin er í raun sú sama og send var borginni 5. desember 2012 klukkan 11:48 og fjallað hefur verið um hér að framan en nafn þess umsagnaraðila er skrifað undir umsögnina auk sendandans. Afmá skal nöfn og netföng beggja umsagnaraðila þar sem þau koma fram. <br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 6. desember 2012 klukkan 22:46. Afmá ber nöfn beggja umsagnaraðila. Þá skal afmá nöfn hverfis sem sendendur búa í auk grunnskóla og kirkju sem nefnd eru í umsögninni. <br /> <br /> Afhenda ber kæranda umsögn A sem send var Reykjavíkurborg í tölvupósti 6. desember 2012. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
560/2014. Úrskurður frá 17. nóvember 2014 | Félag sjúkraþjálfara kærði afgreiðslu landlæknis á beiðni þess um upplýsingar um þá sem höfðu starfað fyrir embættið á tilteknu tímabili. Nefndin taldi kæranda hafa átt rétt á upplýsingum um föst launakjör starfsmanna og æðstu stjórnenda og að landlækni hafi verið skylt að veita honum upplýsingar um nöfn og starfssvið þeirra og um föst launakjör. Ekki væri þó skylt að veita upplýsingar um menntun starfsmannanna eða stéttarfélagsaðild. Það varð því niðurstaða nefndarinnar að leggja fyrir landlækni að veita kæranda aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra starfsmanna sem störfuðu hjá embættinu á árunum 2011, 2012 og 2013 - og um föst launakjör þeirra og starfssvið. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 17. nóvember kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 560/2014 í máli ÚNU 14050006.<br />  <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi 21. maí 2014 kærði Félag sjúkraþjálfara afgreiðslu landlæknis á beiðni félagsins 13. nóvember 2013 um upplýsingar um nöfn þeirra sem hefðu starfað fyrir embætti landslæknis á árunum 2011, 2012 og 2013. Í beiðninni var einnig óskað eftir upplýsingum um starfssvið eða starfsheiti viðkomandi starfsmanna, menntun, föst launakjör og stéttarfélag. Fram kemur í gögnum sem fylgdu kærunni að embætti landslæknis hafi brugðist við beiðninni 16. janúar 2014 og látið félaginu í té upplýsingar sem embættið taldi að að féllu undir beiðni kæranda. Í tölvupósti kæranda 27. sama mánaðar til embættis landlæknis kom fram að afhent gögn væru ekki í samræmi við beiðni félagsins, enda hefðu aðeins verið afhentar upplýsingar um heildarlaun starfsmanna BHM við embættið, án orlofs og desemberuppbótar. Degi síðar var erindi kæranda svarað á þann veg að frekari gögn yrðu ekki afhent. Kærandi ítrekaði erindi sitt við embætti landlæknis 14. mars og 14. apríl 2014 en ekki liggur fyrir í gögnum málsins að því hafi verið svarað. <br /> <br /> Í kærunni er þess óskað að úrskurðarnefndin taki ákvörðun landlæknis til meðferðar og úrskurði um réttmæti kröfu kæranda um að umbeðnar upplýsingar verði afhentar.<br />    <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi 11. júní 2014 var landlækni gefinn kostur á að veita úrskurðarnefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun. Þann 18. sama mánaðar var af hálfu landlæknis brugðist við erindinu. Í umsögn embættisins kom fram að kæranda hefðu verið afhentar sömu upplýsingar og teknar hefðu verið saman fyrir BHM vegna beiðni þess félags sem ekki hefði lotið að sömu atriðum og fram komu í beiðni kæranda. Ekki hefðu komið tilmæli frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til forstöðumanna ríkisstofnanna um það hversu ítarlegar upplýsingar ætti að afhenda stéttarfélögum. Þær upplýsingar sem kæranda hefðu verið veittar gæfu raunsanna mynd af kjörum þeirra starfsmanna embættisins sem væru félagar í BHM. Ekki hefði þótt réttlætanlegt að afhenda kæranda svo viðkvæmar upplýsingar sem ráðningarsamningar allra starfsmanna embættis landlæknis fælu í sér, enda hefðu á þessum tíma ekki komið nein tilmæli frá forsætisráðuneytinu eða fjármála- og efnahagsráðuneytinu þess efnis að stofnunum bæri að afhenda ráðningarsamninga allra starfsmanna þeirra eða að öðrum kosti að vinna úr þeim gögnum nafnalista með upplýsingum um launakjör. Í erindi kæranda hafi ekki verið óskað eftir upplýsingum um tiltekna nafngreinda starfsmenn heldur alla starfsmenn sem starfa eða hafa starfað hjá embættinu á árunum 2011, 2012 og 2013. Þá er í umsögn embættisins vísað til ráðgjafar frá forsætisráðuneytinu þess efnis að embættinu bæri ekki skylda til að útbúa ný gögn. Erindi kæranda fæli í sér umtalsverða vinnu þar sem ekki lægju fyrir á einum stað allar þær upplýsingar sem óskað væri eftir. Embættið teldi sér ekki fært að afhenda kæranda ráðningarsamninga núverandi og fyrrverandi starfsmanna sinna, enda væru þar upplýsingar sem ekki ættu erindi við almenning svo sem bankaupplýsingar. Þá væru ráðningarsamningarnir ekki í öllum tilvikum réttir þar sem nokkrir einstaklingar hefðu sótt sér viðbótarmenntun. <br /> <br /> Þann 8. júlí 2014 gaf úrskurðarnefndin kæranda færi á að koma á framfæri athugasemdum vegna umsagnar landlæknis. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni 29. júlí 2014. Þar kemur fram að kæranda hafi ekki þótt þörf á að nafngreina alla starfsmenn landlæknis í erindinu og að embættið hafi ekki gert athugasemd við afmörkun beiðninnar í kjölfar þess að hún barst. Dregur kærandi í efa að þær launaupplýsingar sem óskað sé eftir liggi ekki fyrir á einum stað og að það feli í sér umtalsverða vinnu að taka þær saman. Þá kemur fram í athugasemdum kæranda að félagið muni ekki sækjast eftir að fá afrit af ráðningarsamningum starfsmanna landlæknis í stað þeirra upplýsinga sem óskað hefur verið eftir, enda sé fram komið að þeir séu ekki í öllum tilvikum réttir. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Af hálfu landlæknis var brugðist við beiðni kæranda 16. janúar 2014 með afhendingu gagna sem áður höfðu verið afhent öðru félagi vegna beiðni þess til embættisins. Hin afhentu gögn hafa verið látin úrskurðarnefndinni í té og er ljóst að þar er ekki um að ræða þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir. Kærandi ítrekaði beiðni sína 27. janúar sama ár en degi síðar tilkynnti embætti landlæknis kæranda að frekari gögn yrðu ekki afhent. Embættið brást ekki við frekari ítrekunum kæranda 14. mars og 14. apríl sama ár. Hvorki í svörum landlæknis 16. janúar 2014 né 28. sama mánaðar var kæranda leiðbeint um heimild til kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eða frest til slíkrar kæru, sbr. 1. mgr. 20. gr. og 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, en slíkt er skylt samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laganna. Með vísan til 1. málsliðar 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er því afsakanlegt að kæran hafi ekki borist fyrr en að liðnum kærufresti og verður henni því ekki vísað frá úrskurðarnefndinni af þeim sökum.   <br /> <br /> Beiðni kæranda 13. nóvember 2013 var svofelld: „Hér með fer Félag sjúkraþjálfara fram á að fá upplýsingar um launakjör starfsmanna stofnunarinnar, skv. 7. gr. upplýsingalaga [...] nr. 140/2012. farið er fram á upplýsingar um nöfn starfsmanna og starfssvið/starfsheiti, menntun, föst launakjör og stéttarfélag. Farið er fram á að upplýsingarnar nái yfir árin 2011, 2012 og 2013.“ <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Af ákvæðinu leiðir að til að hægt sé að afgreiða beiðni verði hún því að vera fram sett með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið þau mál sem lúta að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Úrskurðarnefndin telur að beiðni kæranda uppfylli ákvæði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda lýtur hún að afmörkuðum upplýsingum er varða starfsmenn landlæknis á ákveðnu árabili. <br /> <br /> Réttur kæranda til aðgangs að gögnum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. sömu laga tekur sá réttur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Frá þeirri reglu eru undantekningar sem meðal annars koma fram í 2. mgr. 7. gr. laganna. Samkvæmt 3. málslið þess lagaákvæðis er skylt að veita almenningi upplýsingar um föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda. Þá er skylt að veita almenningi upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda og launakjör þeirra samkvæmt 4. töluliðar sama lagaákvæðis.  <br /> <br /> Samkvæmt framangreindum ákvæðum hvílir sú skylda á þeim aðilum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga að veita upplýsingar um föst launakjör starfsmanna sé þeirra óskað en almenningur á rýmri rétt á aðgangi að upplýsingum launakjör æðstu stjórnenda. Eins og kemur fram í athugasemdum um 3. tölulið 2. mgr. 7. gr. í frumvarpi núgildandi upplýsingalaga nær rétturinn til gagna um föst launakjör starfsmanna, þar á meðal ráðningarsamninga og öðrum ákvörðunum og samningum sem kunna að liggja fyrir um föst laun þeirra. Rétturinn til aðgangs nær þannig til gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Á hinn bóginn er óheimilt að veita aðgang að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns hvort sem þau eru hærri en föst laun hans, t.d. sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri af einhverjum ástæðum, svo sem vegna launafrádráttar af sérstökum ástæðum. Sem fyrr segir er réttur almennings til aðgangs að gögnum um laun æðri stjórnenda rýmri. <br /> <br /> Í ljósi alls framangreinds átti kærandi rétt á að fá upplýsingar um föst launakjör starfsmanna landlæknis á grundvelli 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. að því er varðar almenna starfsmenn embættisins en á grundvelli 4. töluliðar sömu lagagreinar að því er varðar æðstu stjórnendur þess. Umræddur réttur skv.  2. mgr. 7. gr. lýtur að nánar tilgreindum „upplýsingum“ en ekki að tilteknum gögnum í fórum stjórnvalda. Eins og rakið er í úrskurði nefndarinnar frá 1. apríl 2014 í máli nr. A-520/2014 er stjórnvaldi því ekki skylt, í tilefni af beiðni um upplýsingar samkvæmt 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, að afhenda gögn eins og ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunna að liggja fyrir um föst laun starfsmanns eða gögn sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaður á rétt til, kjósi það fremur að útbúa og veita aðgang að öðru gagni þar sem upplýsingar þær sem tilgreindar eru í ákvæðinu koma fram. Embætti landlæknis var unnt og því skylt að verða við beiðni kæranda annað hvort með því að safna saman þeim gögnum sem fyrir liggja um föst launakjör umræddra starfsmanna og  strika út þær upplýsingar sem óheimilt er að birta eða með því að útbúa nýtt gagn með hinum umbeðnu upplýsingum.  <br /> <br /> Það er því niðustaða úrsukrðarnefndar um upplýsingamál að landlækni hafi skv. 2. og 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga verið skylt að veita kæranda upplýsingar um nöfn og starfssvið þeirra starfsmanna sem störfuðu hjá embættinu á umræddu árabili og föst launakjör en ekki um menntun þeirra eða stéttarfélagsaðild. <br /> <br /> Af hálfu landlæknis hefur meðal annars verið vísað til þess að það fæli í sér umtalsverða vinnu að safna saman hinum umbeðnu upplýsingum. Kemur því til skoðunar hvort embættinu hafi verið heimilt að synja kærendum um aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga en ákvæðið er svofellt: <br /> <br /> Beiðni má í undantekningartilfellum hafna ef: 1. meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki telst af þeim sökum fært að verða við henni,  <br /> <br /> Af orðalagi ákvæðisins og athugasemdum um það í frumvarpi til upplýsingalaga má ráða að 1. töluliður 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga hafi að geyma afar þrönga undantekningarreglu sem aðeins verður beitt ef afgreiðsla upplýsingabeiðni muni „leiða til umtalsverðar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum“. Landlæknisembættið hefur látið úrskurðarnefndinni í té 57 ráðningarsamninga sem falla undir beiðni kæranda og gefur fjöldi þeirra til kynna umfang þeirra upplýsinga sem óskað er eftir. Verður það ekki talið slíkt að umtalsverð skerðing yrði á möguleikum landlæknis til að sinna lögbundum hlutverkum sínum þótt orðið yrði við beiðni kæranda. <br /> <br /> Í ljósi alls framangreinds var ákvörðun landlæknis um að bregðast við beiðni kæranda 13. nóvember 2013  með því að afhenda kæranda þau gögn sem veitt voru BHM í tilefni af beiðni þess félags ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Bar embættinu að veita þær upplýsingar sem óskað var eftir og skylt var að veita samkvæmt 2., 3. og 4. málslið 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Verður því lagt fyrir landlækni að veita kæranda aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra starfsmanna sem störfuðu hjá embættinu á árunum 2011, 2012 og 2013, föst launakjör þeirra og starfssvið. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Lagt er fyrir landlækni að veita kæranda aðgang að upplýsingum um nöfn þeirra starfsmanna sem störfuðu hjá embættinu á árunum 2011, 2012 og 2013, föst launakjör þeirra og starfssvið.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður  <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                                                                      <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> </p> <br /> |
558/2014. Úrskurður frá 17. nóvember 2014 | A kærði synjun Seðlabanka Íslands á að verða við beiðni hans um aðgang að greiningu bankans á greiðslujöfnuði Íslands. Bankinn hafði synjað kæranda um aðgang að greiningunni, m.a. á grundvelli lagaákvæða um þagnarskyldu. Nefndin féllst á að þagnarskyldan ætti við. Þá taldi hún, að með vísan til þess hversu víða í gögnunum væru upplýsingar undanþegnar upplýsingarétti, að ekki væru forsendur til að leggja fyrir bankann að veita kæranda aðgang að hluta þeirra. | <h3><strong>Úrskurður</strong></h3> <span>Hinn 17. nóvember kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 558/2014 í máli ÚNU 14050010.</span> <h3><strong>Kæra og málsatvik</strong></h3> <span>Með erindi 27. maí 2014 kærði A afgreiðslu Seðlabanka Íslands 14. sama mánaðar á beiðni hans um aðgang að greiningu bankans á greiðslujöfnuði Íslands.</span> <p>Í kærunni er rakið að kærandi hafi 7. maí 2014 óskað eftir aðgangi að umræddri greiningu. Beiðnin hafi verið reist á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Yrði bankinn ekki að fullu við beiðninni væri óskað rökstuðnings og aðgangi að öðrum hlutum greiningarinnar en þeim sem bankinn teldi heimilt og nauðsynlegt að undanskilja aðgangi. Óskað var upplýsinga um hvort hinni umbeðnu greiningunni hefði, í heild eða að hluta, verið miðlað víðar en til ríkisstjórnarinnar, og þá hvert og í hvaða tilgangi.</p> <p>Í synjun Seðlabankans er vísað til þess að bankinn geri skýrslur um greiðslujöfnuð í samræmi við hlutverk sitt og á grundvelli laga. Með ákvörðun seðlabankastjóra 6. janúar 2014 hafi verið skipaður vinnuhópur innan bankans sem hafi fengið það hlutverk að vinna að gerð greiðslujafnaðaráætlana. Seðlabanki Íslands hafi kynnt niðurstöður vinnuhópsins fyrir einstaka ráðherrum í ríkisstjórn Íslands, ráðgjafanefnd um afnám fjármagnshafta og stýrinefnd um afnám fjármagnshafta en í þeirri nefnd sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi. Auk þess hafi fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fengið kynningu á efninu. Þá kemur fram að greiðslujafnaðargreiningin byggi á trúnaðargögnum um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu Íslands sem bankinn safnaði til hagskýrslugerðar. Seðlabanki Íslands annist opinbera hagskýrslugerð á grundvelli laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Nánar tiltekið var vísað til 3., 4., 30. og 31. gr. laganna. Þá kemur fram að lög nr. 163/2007 um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð eigi við um upplýsingasöfnun og hagskýrslugerð Seðlabankans eftir því sem við eigi. Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 ríki þagnarskylda um allar upplýsingar sem Hagstofan safni til hagskýrslugerðar og snerti tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Í ákvörðun Seðlabanka Íslands kemur fram að það sama gildi um upplýsingar sem bankinn safni í sama tilgangi. Slíkar upplýsingar teljist trúnaðargögn og skuli þær einvörðungu notaðar til hagskýrslugerðar.</p> <p>Í synjun Seðlabanka Íslands er einnig vísað til þess að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum seðlabankans um allt það sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða sé skylt að veita lögum samkvæmt.. Í þessu samhengi er vísað til 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Hinar umbeðnu upplýsingar séu meðal annars notaðar til hagskýrslugerðar og því háðar þagnarskyldu nema úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telur að 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 geti ekki átt við um hið umbeðna gagn, en ákvæðið gildi samkvæmt orðum sínum um upplýsingar sem Hagstofan safni til hagskýrslugerðar og snerti tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Hvorki í þeim lögum né lögum nr. 36/2001 komi fram að ákvæðið gildi um upplýsingar sem Seðlabankinn safni. Þá komi sérstaklega fram í 3. málslið málsgreinarinnar að Hagstofunni sé óheimilt að afhenda öðrum stjórnvöldum slíkar upplýsingar. Verði að telja ólíklegt að í umbeðinni greiningu komi fram upplýsingar af þessu tagi. Þá komi ekki fram í bréfi Seðlabankans að í umbeðinni greiningu séu upplýsingar af því tagi sem 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 eða 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 taki til, heldur aðeins að greiningin byggi á trúnaðargögnum. Eðli máls samkvæmt hljóti efnahagslegar greiningar bankans í grunninn að byggjast á upplýsingum um viðskiptamálefni einstakra lögaðila og einstaklinga. Þótt þær upplýsingar kunni að vera undanþegnar aðgangi feli það ekki í sér að greining sem byggist á slíkum upplýsingum sé undanþegin aðgangi. Seðlabankinn hafi enda þegar viðurkennt það í verki með því að birta margvíslegt efni um greiðslujöfnuð Íslands líkt og getið sé í hinni kærðu ákvörðun. Þar komi einnig fram að bankinn hafi kynnt niðurstöður umbeðinnar greiðslujafnaðargreiningar fyrir margvíslegum aðilum, þar á meðal aðilum utan stjórnsýslunnar, sem samrýmist því varla að í þeim séu viðkvæmar trúnaðarupplýsingar. Því sé síðan loks við að bæta að jafnvel þótt einhverjar upplýsingar sem undanþegnar væru aðgangi á grundvelli 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 eða 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 kæmu fram í greiningunni sjálfri bæri seðlabankanum ekki að synja um aðgang að greiningunni í heild, heldur eingöngu þeim hlutum hennar þar sem slíkar upplýsingar koma fram sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. </p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <span>Með bréfi 3. júní 2014 var Seðlabanka Íslands gefinn kostur á að veita úrskurðarnefndinni umsögn um kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun. Þá var þess óskað að hin umbeðnu gögn yrðu afhent úrskurðarnefndinni. Bankinn brást við erindinu með bréfi 27. júní 2014. Þar er vísað til þess að á grundvelli laga geri bankinn ýmsar áætlanir um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins. Greiðslujafnaðargreining Seðlabanka Íslands byggi á trúnaðargögnum, en um sé að ræða viðkvæmar markaðstengdar upplýsingar sem bankinn safni á grundvelli hagskýrslugerðar. Einnig byggi greiningin á forsendum úr spám bankans sem snerti grundvöll peningastefnu Íslands. Með ákvörðun seðlabankastjóra 6. janúar 2014 hafi verið skipaður vinnuhópur innan bankans sem hafi fengið það hlutverk að vinna að gerð greiðslujafnaðaráætlana. Við meðferð umræddra trúnaðargagna hafi lögum nr. 163/2007 um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og innri reglum bankans verið fylgt að öllu leyti. Meðlimir vinnuhópsins hafi verið bundnir afar ríkum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir höfðu aðgang að vegna verkefnisins.</span> <p>Í umsögn Seðlabanka Íslands er rakið að í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 163/2007 komi fram að Hagstofa Íslands sé sjálfstæð stofnun sem heyri undir ráðherra og vinni að opinberri hagskýrslugerð samkvæmt lögunum. Í 2. mgr. sama ákvæðis segi svo að með opinberri hagskýrslugerð sé átt við starfsemi Hagstofu Íslands og annarra bærra ríkisstofnana sem lúti að söfnun gagna til tölfræðilegrar úrvinnslu um landshagi Íslands og þjóðfélagsleg málefni, úrvinnslu gagnanna og miðlun tölfræðilegra upplýsinga til almennings, fyrirtækja, stofnana og stjórnvalda á grundvelli laga og í samræmi við fyrirmæli sett samkvæmt lögunum. Seðlabanki Íslands annist opinbera hagskýrslugerð á grundvelli ákvæða laga nr. 36/2001 en lög nr. 163/2007 eigi við um upplýsingasöfnun og hagskýrslugerð bankans eftir því sem við eigi. Verklagsreglur í evrópskri hagskýrslugerð hafi verið teknar upp í EES-samninginn en í því felist að mælst sé til að verklagsreglurnar gildi fyrir íslensk stjórnvöld, Hagstofu Íslands og aðrar opinberar stofnanir sem fáist við opinbera hagskýrslugerð hér á landi. Í verklagsreglunum segi í skilgreiningarkafla að hagskýrsluyfirvöld merki, í hverju ríki, hagstofu ríkisins og aðrar hagskýrslustofnanir, sem séu ábyrgar fyrir því að taka saman og miðla evrópskum hagskýrslum, og í Evrópusambandinu, hagstofu Evrópusambandsins. Samkvæmt þessu gildi verklagsreglurnar um hagskýrslugerð Seðlabanka Íslands.  </p> <p>Þá vísar Seðlabanki Íslands til þess að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum bankans um allt það sem varði hagi viðskiptamanna hans og málefni bankans sjálfs, svo og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um starfi í sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 37/2001. Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 ríki síðan þagnarskylda um allar upplýsingar sem Hagstofa Íslands safni til hagskýrslugerðar og snerti tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Slíkar upplýsingar teljist trúnaðargögn og skuli þær einvörðungu notaðar til hagskýrslugerðar. Með hliðsjón af 2. mgr. 1. gr. laganna og einnig ákvæðum laga nr. 36/2001 sé ljóst að ákvæðið nái einnig til annarra hagskýrsluyfirvalda, þar með talið, en þó ekki einvörðungu, Seðlabanka Íslands. Í 1. mgr. 10. gr. segi einnig að óheimilt sé að afhenda upplýsingarnar öðrum stjórnvöldum, ákvæði annarra laga um aðgang stjórnvalda að gögnum víki fyrir ákvæðinu og þær lúti ekki aðgangi samkvæmt upplýsingalögum. Í ljósi þessa og vegna eðlis hinna umbeðnu upplýsinga sé ljóst að aðgangur að þeim eigi ekki undir upplýsingalög. Þegar af þeirri ástæðu beri að hafna kröfu kæranda um aðgang að þeim.</p> <p>Í umsögn Seðlabankans er vikið að því að niðurstöður greiðslujafnaðargreiningarinnar hafi verið kynntar aðilum utan bankans. Fram kemur að þær hafi verið kynntar einstaka ráðherrum í ríkisstjórn Íslands, ráðgjafanefnd um afnám fjármagnshafta, stýrinefnd um afnám fjármagnshafta og fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Með hliðsjón af eðli greiningar á greiðslujöfnuði og ekki síður hlutverki framangreindra aðila sé eðlilegt að bankinn hafi kynnt niðurstöður sínar fyrir þeim. Samkvæmt 22. gr. laga nr. 36/2001 sé yfirstjórn bankans í höndum fjármála- og efnahagsráðherra auk bankaráðs og samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laganna skuli bankinn stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Með þetta í huga sé ljóst að upplýsingar um greiðslujöfnuð Íslands eigi erindi við ákveðna ráðherra í ríkisstjórn Íslands auk ráðgjafa þeirra.</p> <p>Einnig kemur fram í umsögninni að ein meginregla verklagsreglna í evrópskri hagskýrslugerð varði trúnaðarkvaðir við hagskýrslugerð, þ.e. 5. meginregla reglnanna, en í henni segir að það þurfi að vera fyllilega tryggt að friðhelgi gagnaveitanda sé virt, að farið sé með upplýsingar sem þeir veita sem trúnaðarmál og þær eingöngu notaðar til hagskýrslugerðar.</p> <p>Þá er í umsögn Seðlabanka Íslands bent á að samkvæmt 2. málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga sé kveðið á um að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu megi hins vegar ætla að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að almenningi verði veittur aðgangur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Úrskurðarnefndin hafi byggt á því að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna sbr. úrskurði í málum nr. A-324/2009 frá 22. desember 2009 og einnig nr. A-423/2012 frá 18. júní 2012. Þá er einnig vísað til þess að í dómi Hæstaréttar Íslands 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 hafi verið komist að sömu niðurstöðu. Loks er bent á að samkvæmt 3. tölulið 10. gr. upplýsingalaga sé heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Með hliðsjón af eðli upplýsinganna, þ.e. um sé að ræða viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sem snerta grundvöll peningastefnu Íslands, sé ljóst að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að þeim.</p> <p>Með vísan til þess að aðgangur að upplýsingum sem Seðlabankinn safnaði til hagskýrslugerðar lyti ekki upplýsingalögum sbr. 3. málslið 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 hafnaði bankinn ósk úrskurðarnefndarinnar um að fá hinar umbeðnu upplýsingar afhentar í trúnaði.</p> <p>Þann 8. júlí 2014 gaf úrskurðarnefndin kæranda færi á að koma á framfæri athugasemdum vegna umsagnar Seðlabanka Íslands. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni 30. júlí 2014. Bent er á að ummæli í lögskýringargögnum styðji ekki þá túlkun Seðlabanka Íslands að 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 taki til bankans. Þá hafi bankinn sjálfur miðlað hinum umbeðnu gögnum til aðila utan bankans, en það hefði honum verið óheimilt samkvæmt umræddu ákvæði. Því bendi framkvæmd bankans ekki til þess að álitið hafi verið að hann væri bundinn af ákvæðinu. Kærandi viðurkennir að hann eigi erfitt með að meta hvort réttlætanlegt sé að synja um aðgang á grundvelli 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 eða 3. tölulið 10. gr. upplýsingalaga. Atvik bendi þó ekki til þess að ákvæðin eigi við. Seðlabankinn hafi sjálfur kynnt margvíslegum aðilum, þar á meðal aðilum utan stjórnsýslunnar, umbeðin gögn, og hafi áður birt opinberlega margvíslegt efni um greiðslujöfnuð Íslands. Þá áréttar kærandi að greina verði á milli efnahagslegra greininga Seðlabankans og þeim gögnum sem slíkar greiningar byggjast á. Þótt greiningar bankans byggist í grunninn á trúnaðargögnum um viðskiptamálefni einstakra lögaðila og einstaklinga feli það ekki í sér að greingarnar séu sjálfkrafa einnig trúnaðargögn. Loks er bent á að í synjun Seðlabankans á beiðni kæranda hafi ekki verið vísað til 3. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga eins og gert sé í umsögn til úrskurðarnefndarinnar.</p> <p>Úrskurðarnefndin ritaði Seðlabankanum bréf 12. ágúst og 20. október 2014 þar sem þess var óskað á ný að hin umbeðnu gögn yrðu afhent nefndinni. Seðlabankinn brást við erindinu 31. sama mánaðar og afhenti nefndinni gögnin í trúnaði. Þá var eftirfarandi tekið fram: Í fyrsta lagi fæli hin umbeðna greining hvorki í sér opinbera afstöðu seðlabankans né sérfræðinga hans til framtíðarhorfa um greiðslujöfnuð Íslands. Í þeim vinnuhópi sem hefði fengið það verkefni að vinna greininguna hefðu til að mynda verið sérfræðingar sem höfðu ólíka sýn á greiðslujafnaðarvanda Íslands. Í öðru lagi hefði glærusýningin aðeins að geyma minnisatriði sem stuðst var við þegar sérfræðingar bankans kynntu efnið fyrir áðurnefndum aðilum. Í þriðja lagi fæli sviðsmyndin sem sett væri fram í glærusýningunni ekki í sér spá um líklegustu þróun greiðslujafnaðar, heldur álag á gjaldeyrisforða að því gefnu að mjög takmörkuð endurfjármögnun skulda ætti sér stað. Slíkar sviðsmyndir yrðu fljótt óraunsæjar vegna þess að því sem haldið væri óbreyttu í sviðsmyndunum gæti í raun ekki haldist óbreytt. Þessir fyrirvarar kæmu ekki fram í skjalinu og gæti það því valdið verulegum misskilningi. Í fjórða lagi vildi bankinn benda á að upphafleg beiðni kæranda kæmi til af því að einn, eða fleiri, af þeim sem fengu aðgang að skjalinu og kynningu á því hafi rofið trúnað um efni þess. Þetta hefði gerst þótt öllum þeim sem fengu kynninguna hefði verið bent á að slíkur trúnaður ríkti um gögnin. Að mati bankans væri afar óheppilegt ef almenningur gæti notað trúnaðarbrest sem þennan til þess að knýja opinbera aðila til að afhenda vinnuskjöl sem ættu ekki erindi við almenning og gætu í versta falli valdið alvarlegum misskilningi kæmust þau í almenna dreifingu. Í fimmta lagi ítrekaði Seðlabanki Íslands að umbeðnar upplýsingar lytu ekki aðgangi samkvæmt upplýsingalögum sbr. 3. málslið 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 auk þess sem upplýsingarnar væru háðar þagnarskyldu á grundvelli 1. mgr. sömu lagagreinar og 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Í sjötta lagi væri heimilt að takmarka aðgang almennings að umbeðnum upplýsingum með vísan til 2. málsliðar 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga annars vegar og 3. töluliðar 10. gr. laganna hins vegar.      </p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <h3>1.</h3> <span>Í beiðni kæranda frá 7. maí 2014 var óskað aðgangs að óbirtri greiningu Seðlabanka Íslands á greiðslujöfnuði Íslands. Vísað var til þess fjölmiðlar hefðu fjallað um greininguna og að Seðlabanki Íslands hefði kynnt hana fyrir ríkisstjórn Íslands sbr. efni fréttar sem birtist í Morgunblaðinu 11. mars sama ár. Seðlabankinn hefur látið úrskurðarnefndinni í té þá glærusýningu sem notuð var til kynningar á greiningunni fyrir einstökum ráðherrum í ríkisstjórninni og ráðgjöfum þeirra. Verður að álíta að umrædd kynning sé eina gagnið í vörslum bankans sem fellur undir beiðni kæranda. Í kynningunni er fjallað um greiningu Seðlabanka Íslands á greiðslujöfnuði. Af kynningunni verður ráðið að í því skyni að framkvæma greininguna hafi starfsmenn Seðlabankans haft aðgang að víðtækum gagnagrunni þar sem fram hafi komið eignir og skuldir ýmissa aðila.  </span> <p>Í umsögn Seðlabanka Íslands til úrskurðarnefndarinnar er vísað til þess að aðgangur að þeim upplýsingum sem fjallað er um í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 sé undanþeginn upplýsingalögum og tekið fram að úrskurðarnefndin starfi samkvæmt þeim lögum. Við meðferð málsins og með vísan til þessa var því í fyrstu hafnað af hálfu Seðlabanka Íslands að hin umbeðnu gögn yrðu afhent úrskurðarnefndinni. Af þessum sökum áréttar úrskurðarnefndin að beiðni kæranda til Seðlabanka Íslands var reist á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og var henni synjað. Slíkar synjanir er heimilt að bera undir úrskurðarnefndina í samræmi við 1. mgr. 20. gr. laganna. Með lögum hefur nefndinni því verið falið það verkefni að skera úr um skyldu Seðlabanka Íslands til að afhenda hina umbeðnu kynningu.   </p> <h3>2.</h3> <span>Seðlabankinn synjaði kæranda um aðgang að hinu umbeðna gagni meðal annars með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð. Ákvæðið er svofellt:</span> <p>Þagnarskylda ríkir um allar upplýsingar sem Hagstofan safnar til hagskýrslugerðar og snerta tilgreinda einstaklinga eða lögaðila. Slíkar upplýsingar teljast trúnaðargögn og skulu þær einvörðungu notaðar til hagskýrslugerðar. Óheimilt er að afhenda þær öðrum stjórnvöldum, ákvæði annarra laga um aðgang stjórnvalda að gögnum víkja fyrir þessu ákvæði og þær lúta ekki aðgangi samkvæmt upplýsingalögum. Sama gildir um upplýsingar um einstaklinga og lögaðila í opinberum skrám sem Hagstofan nýtir til hagskýrslugerðar og upplýsingar sem verða til við samtengingu skráa skv. 9. gr. Þegar um stjórnsýsluupplýsingar er að ræða er Hagstofunni þó heimilt að veita hlutaðeigandi stjórnvaldi upplýsingar úr gögnum sem það hefur áður tekið þátt í að safna eða látið henni í té.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi að lögum nr. 163/2007 segir meðal annars eftirfarandi:</p> <p>Þetta er meginregla við opinbera hagskýrslugerð í flestum ríkjum. Hún byggist á ákvæðum í grundvallarreglum Sameinuðu þjóðanna sem hafa verið tekin upp í hagstofulög margra þjóða, í verklagsreglur í evrópskri hagskýrslugerð og í íslensku verklagsreglurnar frá 9. júní 2006.</p> <p>Í samræmi við orðalag ákvæðisins tekur þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 aðeins til upplýsinga sem Hagstofa Íslands safnar til hagskýrslugerðar. Í ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum kemur fram að umrædd greiðslujafnaðargreining byggi á trúnaðargögnum sem bankinn hafi sjálfur safnað til hagskýrslugerðar. Því er ljóst að þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 á ekki við um þau gögn sem kærandi óskaði afrits af. Í því samhengi skiptir ekki máli þótt kveðið sé á um það í 2. mgr. 1. gr. laganna að með opinberri hagskýrslugerð sé átt við starfsemi Hagstofunnar og „annarra bærra ríkisstofnanna“, enda nær þagnarskyldan aðeins til slíkrar hagskýrslugerðar Hagstofunnar.</p> <h3>3.</h3> <span>Í synjun Seðlabanka Íslands á beiðni kæranda var auk þess vísað til 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Umrætt ákvæði er svohljóðandi:</span> <p>Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> <p>Í 2. málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga eins og segir í almennum athugasemdum frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.</p> <p>Í dómi Hæstaréttar Íslands 3. júní 2014 í máli nr. 329/2014 var komist að þeirri niðurstöðu að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að þagnarskyldan sé sérgreind með þeim hætti að hún nái til alls sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þá hefur úrskurðarnefndin miðað við að ekki verði sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Slíkt verði að meta í hverju tilviki fyrir sig en nái þagnarskyldan ekki til ákveðinna tilvika verði að gæta að því hvort undantekningar frá upplýsingarétti eigi við sbr. 6.-10. gr. laganna. Að því er varðar orðalag ákvæðisins um „málefni bankans sjálfs“ hefur úrskurðarnefndin miðað við að það verði ekki túlkað svo rúmt að þar falli undir hvers kyns upplýsingar um það lagaumhverfi eða reglur sem Seðlabanki Íslands starfi eftir. Undir orðalagið kunni að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir bankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem af tilliti til hagsmuna bankans sjálfs megi telja eðlilegt að leynt fari. Vísast um þetta einkum til úrskurðar nefndarinnar frá 17. febrúar 2012 í máli nr. A-406/2012. Þá hefur nefndin talið að upplýsingar sem kunni að auðvelda sniðgöngu á lögum sem bankinn hefur eftirlit með falli undir þagnarskylduna sbr. úrskurð nefndarinnar frá 7. nóvember 2013 í máli nr. A-503/2013 og upplýsingar um viðskipti bankans og viðskiptamenn hans sbr. úrskurð nefndarinnar frá 28. júní 2012 í máli nr. A-435/2012 og frá 22. desember 2009 í máli nr. 323/2009.</p> <p>Seðlabanki Íslands hefur samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 36/2001 það að meginmarkmiði að stuðla að stöðugu verðlagi. Þá skal hann samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, enda telji hann það ekki ganga gegn meginmarkmiði sínu samkvæmt 1. mgr. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna skal bankinn stuðla að fjármálastöðugleika. Í 2. mgr. 4. gr. kemur fram að hann skuli sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem varðveita gjaldeyrisvarasjóð og að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Í 1. mgr. 29. gr. laganna kemur fram að til þess að sinna framangreindum hlutverkum geti bankinn milliliðalaust aflað upplýsinga frá þeim sem eru í viðskiptum við hann auk fyrirtækja í greiðslumiðlun og annarra fyrirtækja eða aðila sem lúta opinberu eftirliti með starfsemi sinni. Þá er öllum skylt samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar að láta bankanum í té þær upplýsingar sem hann þarf á að halda til hagskýrslugerðar. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. gerir bankinn skýrslur og áætlanir um peningamál, greiðslujöfnuð, gengis- og gjaldeyrismál og annað sem hlutverk og stefnu bankans varðar.</p> <p>Eins og að framan greinir hefur úrskurðarnefndinni verið látin í té glærukynning sú sem beiðni kæranda beinist að. Glærurnar eru 32 talsins og er þar fjallað um svokallaða greiðslujafnaðargreiningu sem bankinn hefur unnið að gefnum ákveðnum forsendum. Settar eru fram ólíkar „sviðsmyndir“, þ.e.a.s. metið er hvernig ólíkar forsendur hafa mismunandi áhrif á tiltekna þætti. Á all mörgum glærum er fjallað um spá sérfræðinga bankans um áhrif á það sem kallað er „forði“ en ganga má út frá að um sé að ræða gjaldeyrisvarasjóð bankans sbr. áðurgreinda 2. mgr. 4. gr. laga nr. 36/2001. Þessar upplýsingar varða mikilvæg fjárhagsleg málefni Seðlabanka Íslands sem falla undir þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og eru þessar glærur því undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Á öðrum glærum er vikið að forsendum greiningarinnar. Þar koma m.a. fram upplýsingar um fyrirætlanir Seðlabanka Íslands varðandi gjaldeyrisútboð. Á sama hátt og að framan greinir eru þessar upplýsingar undanþegnar upplýsingarétti almennings með vísan til 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001.</p> <p>Á stöku stað í greiningunni er vikið að þörf tilgreindra lögaðila á fjármagni á næstu árum. Gagnvart úrskurðarnefndinni hefur Seðlabankinn hvorki útskýrt með skýrum hætti hvernig umræddra upplýsinga var aflað né á hvaða lagagrundvelli það var gert. Bankinn hefur þó ítrekað vísað til þess að í gerð hinnar umbeðnu skýrslu hafi falist hagskýrslugerð. Eins og að framan greinir er Seðlabanka Íslands meðal annars falið að lögum að annast hagskýrslugerð og hefur bankinn sérstakar heimildir til að afla upplýsinga í þeim tilgangi. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að draga í efa að umræddum upplýsingum hafi verið aflað þeim hætti. Hér að framan hefur verið vikið að 1. mgr. 10. gr. laga nr. 163/2007 um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, þar sem fjallað er um þagnarskyldu Hagstofu Íslands vegna upplýsinga sem sú stofnun safnar til hagskýrslugerðar, en ákvæðið á samkvæmt orðanna hljóðan ekki við um Seðlabanka Íslands. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að umræddum lögum kemur fram að umrædd regla sé meginregla við opinbera hagskýrslugerð í flestum ríkjum sem byggist á ákvæðum í grundvallarreglum Sameinuðu þjóðanna sem hafi verið tekin upp í hagstofulög margra þjóða.</p> <p>Af öllu framangreindu leiðir að ganga verður út frá því að þeirra upplýsinga sem fram koma á umræddum stað í kynningunni hafi verið aflað til hagskýrslugerðar en slík skýrslugerð er meðal verkefna Seðlabanka Íslands. Tekur 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 því til upplýsinganna, enda ber að skýra ákvæðið til samræmis við þá meginreglu sem löggjafinn hefur viðurkennt að gildi um hagskýrslugerð sbr. áðurnefnd ummæli í frumvarpi til laga nr. 163/2007. Enn fremur er til þess að líta að umræddar upplýsingar eru mikilvægar forsendur þess mats sem fram annars staðar í kynningunni en eins og fram er komið er sá hluti hennar undanþeginn upplýsingarétti kæranda.</p> <p>Með vísan til þess hversu víða í gögnunum þær upplýsingar koma fram sem undanþegnar eru upplýsingarétti hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendu til þess að kveða á um skyldu Seðlabanka Íslands til þess að veita kæranda aðgang að hluta þeirra.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds verður staðfest sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja kæranda um aðgang að þeim glærum sem notaðar voru til kynningar á hinni umbeðnu greiðslujafnaðargreiningu.</p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <span>Staðfest er ákvörðun bankans um að synja kæranda um aðgang að glærum kynningarinnar „Greiðslujafnaðartækið. Trúnaðarmál. Aðferðafræði, forsendur og niðurstaða“.  <br /> <br /> </span> <p><span>Hafsteinn Þór Hauksson, </span><span>formaður</span></p> <p><span>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     <br /> <br /> Friðgeir Björnsson</span><br /> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
559/2014. Úrskurður frá 17. nóvember 2014 | A kærði meðferð skattrannsóknarstjóra á beiðni hans um aðgang að lista frá breskum yfirvöldum - þ.e. lista yfir tíu Íslendinga sem tengdust svokölluðum skattaskjólum. Mun listinn upphaflega hafa komið frá ICIJ, sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur rannsóknarblaðamanna, en það voru bresk skattyfirvöld sem létu skattrannsóknarstjóra fá hann. Það gerðu þau á grundvelli 25. gr. þágildandi tvísköttunarsamning Íslands og Bretlands. Nefndin taldi þá grein samningsins fela í að trúnaður hvíldi á upplýsingunum, enda yrði að líta á samninginn sem þjóðréttarsamning í skilningi 2. ml. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Því giltu lögin ekki um umrædd gögn. Af þeirri ástæðu varð að vísa málinu frá nefndinni. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 17. nóvember kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 559/2014 í máli ÚNU 14060001. <br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi 10. júní 2014 kærði A meðferð skattrannsóknarstjóra á beiðni hans 14. apríl sama ár um aðgang að lista frá breskum yfirvöldum með nöfnum tíu Íslendinga sem tengdust svokölluðum skattaskjólum. Í beiðni kæranda var sérstaklega vísað til fréttar frá sama degi þar sem fram kom að skattrannsóknarstjóri hefði fengið slíkan lista frá breskum yfirvöldum. Um væri að ræða hluta gagna sem bresk yfirvöld hefðu fengið aðgang að hjá ICIJ sem væri alþjóðlegur samstarfsvettvangur rannsóknarblaðamanna. Í beiðni kæranda var vísað til þess að samkvæmt fréttinni hefðu umrædd gögn verið afhent erlendum yfirvöldum auk þess sem ICIJ, sem væri einkaaðili, hefði þau undir höndum. Ljóst væri að fjölmargir aðilar aðrir en skattrannsóknarstjóri hefðu umrædd gögn undir höndum og því gætu ákvæði laga er vörðuðu þagnarskyldu ekki átt við, auk þess sem jafnræðissjónarmið lytu þar með að því að öðrum einkaaðilum yrði veittur sambærilegur aðgangur að þeim. Þá teldi kærandi að einnig væru rök fyrir því að upplýsingar á borð við þær sem umrædd gögn hefðu að geyma, gætu verið með þeim hætti að þær ættu erindi við almenning, sem réttlætti einnig aðgang að þeim.<br />  <br /> Í kærunni kemur fram að kæranda hafi ekki borist svör við beiðninni og meðferð skattrannsóknarstjóra sé því hvorki í samræmi við 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 né 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Var þess krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að skattrannsóknarstjóra væri skylt að veita kæranda aðgang að hinu umbeðna gagni. <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar 12. júní 2014 var athygli skattrannsóknarstjóra vakin á því að samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga bæri stjórnvaldi að taka ákvörðun um, hvort það yrði við beiðni um aðgang að gögnum, svo fljótt sem verða mætti. Enn fremur skyldi skýra þeim, sem færi fram á aðgang að gögnum, frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta, hefði beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Þá bæri að tilkynna skriflega synjun beiðni samkvæmt 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Hefði beiðni kæranda ekki þegar verið afgreidd væri því beint til skattrannsóknarstjóra að taka ákvörðun um afgreiðslu hennar eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 1. júlí 2014. Þess var óskað að ákvörðunin yrði birt kæranda og nefndinni eigi síðar en klukkan 16 sama dag. Kysi skattrannsóknarstjóri að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum, óskaði nefndin einnig að sér yrði látið í té afrit af gagninu innan sama frests. Í því tilviki væri skattrannsóknarstjóra gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni innan sömu tímamarka. <br /> <br /> Skattrannsóknarstjóri brást við erindi kæranda með bréfi 26. júní 2014. Þar kemur fram að bresk skattyfirvöld hafi afhent skattrannsóknarstjóra hin umbeðnu gögn á grundvelli samnings Íslands og Bretlands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir skattundanskot og samnings um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum. Umræddir samningar hafi að geyma ákvæði sem takmarki afhendingu gagna sem fengin séu á þeim grundvelli, sbr. 25. gr. tvísköttunarsamnings Íslands og Bretlands og 2. mgr. 4. gr. samnings um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum. Upplýsingalög nr. 140/2012 gildi því ekki um upplýsingar sem trúnaður skuli ríkja um samkvæmt þjóðréttarsamningum sem Ísland eigi aðild að, sbr. 2. málslið 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þegar af þessari ástæðu standi lög gegn því að verða við beiðni kæranda. <br /> <br /> Sama dag ritaði skattrannsóknarstjóri úrskurðarnefndinni bréf þar sem nefndinni var gert kunnugt um afgreiðslu á erindi kæranda. Auk þeirra sjónarmiða sem fram koma í svari skattrannsóknarstjóra til kæranda var í bréfinu til úrskurðarnefndarinnar vísað til þess að rík þagnarskylda hvíli á skattyfirvöldum og þ. á m. skattrannsóknarstjóra. Í þessu samhengi var vísað til 1. mgr. 117. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Þau gögn sem beiðni kæranda lyti að bæru með sér nöfn og aðrar persónuupplýsingar einstaklinga og lögaðila sem með einum eða öðrum hætti væru tengd viðskiptum í skattaskjólum. Yrði vart annað séð en að umrædd gögn teldust til upplýsinga sem undanþáguákvæði 9. gr. upplýsingalaga tæki til. Þá kynnu umræddar upplýsingar að leiða til þess að skattrannsóknarstjóri hæfi rannsókn á skattskilum þeirra aðila sem um ræddi, sbr. 2. mgr. 103. gr. laga nr. 90/2003. Væri viðbúið að það leiddi til rannsóknarspjalla að upplýst væri um þau gögn eða þá aðila sem þau gögn vörðuðu áður en til slíkrar rannsóknar væri stofnað eða ákvörðun tekin um hvort forsendur stæðu til slíkra aðgerða. Í þessu sambandi væri bent á að um rannsóknir skattrannsóknarstjóra giltu ákvæði laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. <br /> <br /> Í bréfi skattrannsóknarstjóra er að lokum vikið að því sjónarmiði kæranda að fjölmargir aðrir aðilar en skattrannsóknarstjóri hafi umræddan lista undir höndum og því geti ákvæði laga er varði þagnarskyldu ekki átt við, auk þess sem jafnræðissjónarmið lúti þar með að því að öðrum einkaaðilum verði veittur sambærilegur aðgangur að þeim. Vegna þessa telji skattrannsóknarstjóri ástæðu til að taka fram að embættinu sé ekki kunnugt um að upplýsingar þær sem um ræði hafi verið gerðar opinberar, hvorki hér á landi né annars staðar. Svo sem fram komi í bréfi breskra skattyfirvalda til skattrannsóknarstjóra séu þau gögn sem afhent hafi verið breskum yfirvöldum mikil að vöxtum og sá listi sem fenginn hafi verið íslenskum yfirvöldum sé gerður í kjölfar úrvinnslu breskra skattyfirvalda á þeim. Með bréfi skattrannsóknarstjóra voru hin umbeðnu gögn látin úrskurðarnefndinni í té í trúnaði. <br /> <br /> Í erindi kæranda til úrskurðarnefndarinnar 14. júlí 2014 kemur fram að hann felli sig ekki við afgreiðslu skattrannsóknarstjóra á beiðni sinni til embættisins. Í erindinu kemur fram að kærandi telji synjun skattrannsóknarstjóra of seint fram komna til að taka megi hana gilda. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skuli taka ákvörðun um það hvort verða skuli við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skuli skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Umrædd skilyrði hafi bersýnilega ekki verið uppfyllt og fresturinn hafi því aldrei framlengst. Telur kærandi að skattrannsóknarstjóra hafi ekki verið heimilt samkvæmt gildandi lögum að synja beiðninni rúmum tveimur mánuðum eftir að lögboðinn frestur til þess rann út. Þá hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál framlengt frest skattrannsóknarstjóra til að taka afstöðu til beiðni kæranda eftir að málsmeðferð skattrannsóknarstjóra var kærð til nefndarinnar. Kærandi telur að þetta hafi ekki verið heimilt, enda sé enga stoð fyrir slíkri tilslökun að finna í upplýsingalögum. <br /> <br /> Þá hafnar kærandi því að 25. gr. tvísköttunarsamnings Íslands og Bretlands eigi við í málinu eins og haldið sé fram af hálfu skattrannsóknarstjóra, enda fjalli umrætt ákvæði um aðstoð við innheimtu skatta, en 24. gr. samningsins fjalli um skipti á upplýsingum. Þá geti 2. mgr. 4. gr. samnings um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum ekki átt við í málinu, enda hafi umrætt ákvæði verið fellt á brott með sérstakri bókun við samninginn. Auk þess eigi ákvæðið aðeins við um notkun upplýsinga sem sönnunargagna í sakamáli. Einnig mótmælir kærandi því að tvísköttunarsamningar komi í veg fyrir að heimilt sé að veita aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Ljóst sé af þeirri frétt sem kærandi hafi vísað í beiðni sinni til stuðnings að hin umbeðnu gögn séu hvorki upprunnin frá erlendum skattyfirvöldum né íslenskum, heldur erlendum samtökum sem hljóti sem slík að teljast til einkaaðila. Umræddir samningar eigi ekki við um slík samtök og nái því ekki yfir gögn frá þeim. Auk þess hafi komið fram að þau hafi verið birt af þeim aðila nú þegar og sé því ljóst að ótilteknum fjölda einkaaðila í hinum ýmsu löndum hafi verið veitur aðgangur að gögnunum nú þegar. Í þessu samhengi vísar kærandi einnig til þess að gildissvið upplýsingalaga sé ekki takmarkað við að allar upplýsingar sem talist geta heyrt undir þjóðréttarsamninga séu undanskildar því, heldur aðeins þær sem trúnaður skuli ríkja um. Ekki liggi fyrir í málinu að umrædd gögn séu trúnaðarmál. Í ákvæðum tvísköttunarsamnings Íslands og Bretlands frá 1991 komi fram að fara skuli með upplýsingar sem mótteknar séu sem trúnaðarmál á sama hátt og upplýsingar sem aflað sé samkvæmt innlendri löggjöf. Þannig sé skilyrði þess að þetta eigi við að um sé að ræða trúnaðarmál en ekki liggi fyrir í þessu máli að svo sé. Jafnframt komi þar fram að ákvæðið skuli í engu tilviki skýra þannig að það leggi á aðildarríki skyldu til að framkvæma stjórnarráðstafanir sem víkja frá löggjöf eða stjórnvenju þess sjálfs eða hins aðildarríkisins. Þannig fáist ekki séð að ákvæðið leggi þá skyldu á íslensk stjórnvöld að víkja frá ákvæðum upplýsingalaga. Þá segi í ákvæði tvísköttunarsamningsins að nota megi upplýsingar sem mótteknar séu í samningsríki í öðrum tilgangi ef nota megi slíkar upplýsingar í slíkum tilgangi samkvæmt lögum beggja samningsríkjanna og bært stjórnvalds þess ríkis sem leggi til upplýsingarnar heimili slíka notkun. Ekki liggi fyrir neitt um það í málinu hvort gætt hafi verið að neinu þessara atriða við afgreiðslu og synjun beiðni kæranda. Aftur á móti geti umrædd gögn varla talist til upplýsinga sem njóti sérstakrar verndar eða áskilnaðar um trúnað samkvæmt íslenskum lögum, þar sem þau séu upprunnin og birt utan íslenskrar lögsögu. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í beiðni kæranda frá 14. apríl 2014 var óskað eftir lista frá breskum yfirvöldum með nöfnum tíu Íslendinga sem tengdust svokölluðum skattaskjólum. Munu nöfnin hafa komið fram í skjölum ICIJ sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur rannsóknarblaðamanna. Í frétt sem kærandi vísaði til í beiðni sinni til skattrannsóknarstjóra kemur fram að ICIJ hafi birt niðurstöður rannsóknarverkefnis um skattaskjól. Bresk yfirvöld munu hafa fengið aðgang að gögnum ICIJ og meðal annars unnið hinn umbeðna lista úr þeim. Skattrannsóknarstjóri hefur látið úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té listann vegna meðferðar málsins auk bréfs breskra tollayfirvalda til skattrannsóknarstjóra vegna afhendingar á listanum.<br /> <br /> Beiðni kæranda frá 14. apríl 2014 um aðgang að framangreindum lista er reist á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Skattrannsóknarstjóri brást ekki við beiðninni fyrr en rúmlega tveimur mánuðum síðar eða 26. júní 2014. Telur kærandi meðal annars að veita eigi sér aðgang að listanum þar sem meðferð skattrannsóknarstjóra hafi brotið gegn reglu upplýsingalaga um málshraða. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga skal ákvörðun um það hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum tekin „svo fljótt sem verða má“. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá mótöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Kæranda var ekki gert kunnugt um tafir á meðferð málsins innan þess frests sem mælt er fyrir um í ákvæðinu. Bréf skattrannsóknarstjóra til úrskurðarnefndarinnar 26. júní 2014 verður ekki skilið á annan veg en að mistök hafi orðið hjá embætti skattrannsóknarstjóra sem ollu töfunum. Við meðferð málsins var því hvorki tekin ákvörðun svo fljótt sem verða mátti né var kæranda skýrt frá ástæðum tafanna þrátt fyrir áskilnað 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga þar að lútandi. Voru því annmarkar á meðferð skattrannsóknarstjóra á beiðni kæranda er lúta að málshraða. Slíkir annmarkar leiða almennt séð ekki einir og sér til ógildingar stjórnvaldsákvarðana sbr. dóm Hæstaréttar Íslands 20. september 2001 í máli nr. 114/2001 sem birtur er í dómasafni réttarins 2001 bls. 2917. Verður skattrannsóknarstjóra því ekki gert að afhenda hin umbeðna lista vegna annmarka er varða málshraða, enda liggur ekki fyrir þeir hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins.  <br /> <br /> Með bréfi 28. nóvember 2013 létu bresk skattyfirvöld skattrannsóknarstjóra í té listann sem kærandi óskar aðgangs að. Í bréfi skattrannsóknarstjóra til úrskurðarnefndarinnar og síðara bréfi breskra skattyfirvalda 11. febrúar 2014 kemur fram að gögnin séu afhent í samræmi við 25. gr. þágildandi tvísköttunarsamning Íslands og Bretlands (Samningur milli ríkisstjórnar Lýðveldisins Íslands og ríkisstjórnar Sameinaða konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður-Írlands til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og söluhagnað af eignum) en síðari samningur milli landanna um sama efni, sem vísað er til af hálfu kæranda, hafði þá ekki tekið gildi. Í umræddu ákvæði samningsins segir eftirfarandi í 1. tölulið: <br /> <br /> Bær stjórnvöld í aðildarríkjunum skulu skiptast á þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru vegna framkvæmdar ákvæða samnings þessa eða innlendrar löggjafar aðildarríkjanna varðandi þá skatta sem samningurinn tekur til að því leyti sem viðkomandi skattlagning er í samræmi við samninginn, einkum til að koma í veg fyrir svik og til að auðvelda framkvæmd lagaákvæða sem sporna við því að komist verði hjá skattlagningu. Allar upplýsingar mótteknar af aðildarríki skal með fara sem trúnaðarmál á sama hátt og upplýsingar sem aflað er samkvæmt innlendri löggjöf þess ríkis og skal eingöngu gera kunnar aðilum eða stjórnvöldum (þar með töldum dómstólum og framkvæmdaraðilum) sem hafa með höndum ákvörðun eða innheimtu á þeim sköttum eða fullnustu- eða ákæruvald varðandi þá skatta sem samningurinn tekur til. <br /> <br /> Verður 2. málsliður ákvæðisins ekki skilinn öðruvísi en að trúnaðar hvíli á þeim upplýsingum sem íslensk skattayfirvöld taka við á grundvelli þess. Þá er ljóst samkvæmt framangreindu að af hálfu breskra skattyfirvalda var hinn umbeðni listi látinn íslenskum yfirvöldum í té með vísan til 25. gr. tvísköttunarsamnings ríkjanna og í trúnaði. <br /> <br /> Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um upplýsingar sem trúnaður skal ríkja um samkvæmt þjóðréttarsamningnum sem Ísland á aðild að. Á tvísköttunarsamning Íslands og Bretlands verður að líta sem þjóðréttarsamning í skilningi 2. ml. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Trúnaður á grundvelli 25. gr. tvísköttunarsamnings Íslands og Bretlands frá 1991 og 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er óháður því að upplýsingar kunna að vera kunnar öðrum en þeim stjórnvöldum sem í hlut eiga. Af þessum sökum gilda upplýsingalög nr. 140/2012 ekki um umrædd gögn og er málinu því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Beiðni A um aðgang að lista frá breskum yfirvöldum með nöfnum tíu Íslendinga sem tengjast skattaskjólum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                                                                      <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </p> <br /> |
539/2014. Úrskurður frá 8. október 2014 | Tryggingamiðstöðin hf. kærði þá ákvörðun FME að synja félaginu um aðgang að upplýsingum um Glitni. Gagnabeiðnin tengdist málaferlum vegna stjórnendatryggingar, sem Glitnir keypti fyrir stjórnendur bankans vorið 2008, en kærandi hafði hafnað gildi tryggingarinnar, m.a. vegna meints brots á reglum um upplýsingaskyldu. Úrskurðarnefndin taldi umrædd gögn lúta reglum um sérstaka þagnarskyldu, en sú skylda færðist yfir á FME vegna upplýsinga sem það tæki við, og staðfesti því synjun FME um að veita aðgang að gögnunum. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 8. október 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 539/2014 í máli ÚNU 13110009.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 28. nóvember 2013 kærði [A] fyrir hönd Tryggingamiðstöðvarinnar hf. („kærandi“) ákvörðun Fjármálaeftirlitsins („FME“) dags. 29. október 2013 um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum í þremur töluliðum:<br /> <br /> 13. Afrit af kæru FME til sérstaks saksóknara, dags. 8. júní 2009.<br /> 14. Afrit af kæru FME til sérstaks saksóknara, dags. 4. desember 2009.<br /> 15. Öll gögn í tengslum við ákvörðun FME dags. 20. desember 2007, þess efnis að sekta Glitni banka um 15 milljónir króna.<br /> <br /> Upphafleg gagnabeiðni kæranda dags. 1. júní 2012 laut að gögnum í 26 töluliðum, en FME vísaði beiðninni frá á þeim grundvelli að hún væri of almenn til að hægt væri að taka hana til efnislegrar úrlausnar. Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-475/2013 var ákvörðuninni vísað til nýrrar afgreiðslu FME hvað liði nr. 13-17, 19-23 og 25 varðaði. FME synjaði beiðni kæranda um aðgang að gögnum í liðum nr. 13, 14 og 15 með hinni kærðu ákvörðun.<br /> <br /> Kæran var kynnt FME með bréfi dags. 2. desember 2013 og stofnuninni veittur kostur á að koma að umsögn. Jafnframt var óskað eftir því að FME léti nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Umsögn FME barst þann 23. desember 2013 ásamt afriti af umbeðnum gögnum. Þann 13. janúar 2014 var umsögn FME kynnt kæranda og honum veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. Þann 10. febrúar 2014 barst nefndinni erindi kæranda í tilefni af nýjum dómum Hæstaréttar, en athugasemdir við umsögn FME bárust þann 14. sama mánaðar. <br /> <br /> </p> <h3>Málsástæður aðila</h3> <p>Í málavaxtalýsingu kæranda kemur fram að upphafleg gagnabeiðni hans hafi verið lögð fram í tilefni af málaferlum vegna stjórnendatryggingar sem Glitnir banki keypti fyrir stjórnendur bankans vorið 2008. Kærandi hefur alfarið hafnað gildi tryggingarinnar, meðal annars á þeim grundvelli að Glitnir hafi brotið gegn reglum um upplýsingaskyldu. Þannig hafi kærandi ekki verið upplýstur um misferli í starfsemi bankans og brot sem framin hefðu verið af hálfu bankans og starfsmanna hans. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis og umfjöllun fjölmiðla hafi að mati kæranda leitt í ljós gríðarlegar misfellur og lögbrot í rekstri Glitnis fyrir fall bankans haustið 2008. Í kæru kemur fram að kærandi hyggist leggja umbeðin gögn fram í framangreindum dómsmálum.<br /> <br /> Synjun FME, dags. 29. október 2013, byggðist fyrst og fremst á þagnarskylduákvæðum 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í bréfi stofnunarinnar kemur fram að hún telji 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ekki eiga við um Glitni hf., þar sem félagið væri hvorki gjaldþrota né í þvinguðum slitum.<br /> <br /> Um liði nr. 13 og 14 í gagnabeiðni kæranda segir í ákvörðun FME að með vísan til 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 telji stofnunin sér óheimilt að veita upplýsingar um hvaða mál séu eða hafi verið til rannsóknar hjá stofnuninni og hvaða mál stofnunin hafi kært eða vísað til embættis sérstaks saksóknara. Slíkar upplýsingar gætu beinlínis skaðað rannsókn, og eftir atvikum saksókn, væru þær gerðar opinberar. Fram kom að tæki FME afstöðu til beiðni kæranda um aðgang að slíkum gögnum væri um leið verið að upplýsa um hvort mál, sem varða aðila sem tilgreindir eru í beiðninni, séu eða hafi verið til rannsóknar hjá stofnuninni og embætti sérstaks saksóknara. Beiðni kæranda var því synjað, einnig með vísan til 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <div> <br /> Í ákvörðun FME um synjun aðgangs að gögnum upplýsti stofnunin um öll gögn sem féllu undir lið nr. 15 í upplýsingabeiðni kæranda, en þau eru eftirfarandi:<br /> • Fimm bréf FME til Glitnis dags. 5. september 2007, 7. september 2007, 11. september 2007, 6. nóvember 2007 og 20. desember 2007. Síðasta bréfinu fylgir afrit af fundargerð stjórnar FME dags. 18. desember 2007.<br /> • Þrjú minnisblöð FME.<br /> • Þrjú bréf Glitnis banka hf. til FME dags. 6. september 2007, 18. september 2007 og 14. nóvember 2007. Með bréfinu dags. 6. september 2007 fylgdu afrit af kaupsamningum um hluti í kæranda.<br /> • Afrit af frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu dags. 6. september 2007.<br /> <br /> FME veitti kæranda aðgang að bréfum stofnunarinnar til Glitnis dags. 5. september 2007, 11. september 2007, 6. nóvember 2007 og 20. desember 2007 ásamt hluta fundargerðarinnar sem fylgdi bréfi dags. 6. september 2007, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Fram kom að synjað væri um aðgang að óverulegum hluta fundargerðarinnar með vísan til 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, þar sem vísað væri í ótengt mál og málsaðili nafngreindur. Þá veitti FME kæranda aðgang að afriti af frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu.<br /> <br /> FME synjaði kæranda um aðgang að bréfi dags. 7. september 2007, þar sem það hefði að geyma upplýsingar sem varði starfsemi FME sem leynt eigi að fara skv. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Fjallað sé um meint tengsl á milli eigenda kæranda á þessum tíma án þess að umfjöllunin feli í sér ákvörðun stofnunarinnar. Að mati FME kom ekki til greina að veita aðgang að skjalinu að hluta, skv. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá synjaði FME kæranda um aðgang með vísan til 5. tl. 6. gr., sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, þar sem um minnisblöð væri að ræða sem geymdu ekki upplýsingar af þeim toga sem 3. mgr. 8. gr. mælir fyrir um.<br /> <br /> Loks var kæranda synjað um aðgang að bréfum Glitnis hf. til FME ásamt fylgigögnum á grundvelli 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sbr. 9. gr. upplýsingalaga, þar sem þau hefðu að geyma upplýsingar sem vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni bankans. Fram kom að bréfin varði ekki með neinum hætti ráðstöfun opinberra hagsmuna. FME teldi mikilvægt að eftirlitsskyldir aðilar geti komið á framfæri andmælum, þegar stofnunin hefur til skoðunar að leggja á þá viðurlög, án þess að eiga á hættu að sjónarmið þeirra og gögn verði gerð opinber í málum sem þessum. <br /> <br /> Kærandi byggir rétt sinn til aðgangs að hinum umbeðnu gögnum á 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt meginreglunni sem birtist í ákvæðinu er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál eða tilteknum fyrirliggjandi gögnum ef eftir því er óskað. Kærandi áréttar að undanþágur í 6.-10. gr. laganna beri að skýra þröngt samkvæmt almennum lögskýringarreglum.<br /> <br /> Kærandi hafnar því að sérstök þagnarskylduákvæði í 13. gr. laga nr. 87/1998 eigi við um gögnin sem kærandi óskar aðgangs að. Af 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga leiði að almenn ákvæði annarra laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Kærandi byggir á því að 13. gr. laga nr. 87/1998 hafi að geyma almenn ákvæði um þagnarskyldu og takmarki því ekki rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Byggt er á því í kæru að jafnvel þótt ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 verði talið sérstakt þagnarskylduákvæði leiði 5. mgr. 13. gr. til þess að þagnarskyldan gildi ekki um hin umbeðnu gögn. Kærandi telur að Glitnir banki sé bæði gjaldþrota og í þvinguðum slitum í skilningi ákvæðisins og því sé heimilt við rekstur þeirra einkamála sem rekin eru á hendur kæranda að upplýsa um atriði sem þagnarskylda skv. 1. mgr. 13. gr. myndi annars gilda um. Í þessu samhengi vísar kærandi til þess að Glitnir hafi verið gjaldþrota þegar hann gat ekki staðið í skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra féllu í gjalddaga, og ekki hafi verið sennilegt að greiðsluörðugleikar bankans myndu líða hjá í bráð. Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sé nægjanlegt að eftirlitsskyldur aðili sé gjaldþrota, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið tekinn til formlegrar gjaldþrotameðferðar. Að mati kæranda ber FME sönnunarbyrðina af því mati að bankinn geti ekki talist gjaldþrota í skilningi ákvæðisins.<br /> <br /> Jafnframt bendir kærandi á að FME hafi tekið yfir vald hluthafafundar Glitnis með ákvörðun þann 7. október 2008 vegna knýjandi fjárhags- og rekstrarörðugleika bankans. Í kjölfarið hafi bankinn verið tekinn til slitameðferðar með úrskurði þann 22. nóvember 2010. Þrátt fyrir að lög hafi gert ráð fyrir því að beiðni um slitameðferð kæmi frá skilanefnd og slitastjórn Glitnis hafi bankinn ekki átt annarra kosta völ, og því telur kærandi hafið yfir allan vafa að bankinn sé í þvinguðum slitum í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Kærandi mótmælir þeirri afstöðu FME að skilyrði ákvæðisins um að upplýsingar séu veittar við rekstur einkamála sé ekki uppfyllt í tilfelli gagnabeiðni kæranda. Þar sem tilefni gagnabeiðninnar var að afla gagna við rekstur einkamála fyrir dómi er skilyrðið uppfyllt að mati kæranda.<br /> <br /> Kærandi fjallar sérstaklega um þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 í kæru sinni. Að mati kæranda er ákvæðið almennt og tekur aðeins til vitneskju sem varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna fjármálafyrirtækisins. Kærandi telur umbeðin gögn ekki varða viðskipti eða einkamálefni viðskiptamanna Glitnis sem leynt eigi að fara, og ákvæðið komi því ekki í veg fyrir aðgang kæranda að þeim.<br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi telji að umbeðin gögn hafi þegar verið gerð opinber með umfjöllun Rannsóknarnefndar Alþingis og fjölmiðla. Kærandi segist engu að síður þurfa að fá afrit af frumgögnunum til að staðreyna efni þeirra og leggja fram sem sönnunargögn í dómsmálum. Þá hafi FME  brotið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga með því að kanna ekki hvort eða með hvaða hætti umrædd gögn gætu verið háð þagnarskyldu eða hvernig þau hafi verið gerð opinber í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis eða með öðrum hætti. </div> <div> <br /> Um liði 13 og 14 í upprunalegri gagnabeiðni kæranda segir í kæru að óskað hafi verið eftir tveimur kærum FME til embættis sérstaks saksóknara. Kæra undir lið nr. 13 hafi lotið að upplýsingaskyldu Glitnis og varðað veitingu söluréttar á hlutum í Glitni og viðskipti með hluti í kæranda haustið 2007. Kæra í lið nr. 14 hafi meðal annars lotið að kaupum Stíms ehf. á hlutum í Glitni og FL Group hf. og öðrum tengdum gerningum. Kærandi mótmælir því að 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 leiði til þess að FME sé óheimilt að veita aðgang að gögnum undir þessum liðum. Þá telur kærandi vísun FME til 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga ekki standast, þar sem augljóslega sé hvorki um að ræða ráðstafanir á vegum hins opinbera, sem yrðu þýðingarlausar ef þær væru á almannavitorði, né próf á vegum hins opinbera.<br /> <br /> Kærandi telur að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, eins og ákvæðið verður skýrt með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, komi ekki í veg fyrir aðgang að gögnum undir lið nr. 15 í gagnabeiðni sinni. Hafa beri í huga að Glitnir sé gjaldþrota og í slitameðferð og hafi engra hagsmuna að gæta varðandi það að ekki verði upplýst um viðskipti og rekstur bankans sem áttu sér stað fyrir meira en fimm árum. Kærandi hafnar því einnig að 9. gr. upplýsingalaga eigi að koma í veg fyrir aðgang að gögnunum á sömu forsendum.<br /> <br /> Kærandi áréttar að gögn teljist ekki til vinnugagna eftir að þau hafi verið afhent öðrum samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nema þau hafi einungis verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Þá bendir kærandi á undanþágur í 3. mgr. 8. gr., en þar sem kærandi þekkir ekki umrædd gögn getur hann ekki sagt til um hvort þær eigi við.<br /> <br /> </div> <div> Kærandi mótmælir sérstaklega þeirri málsástæðu FME að hætt væri við því að eftirlitsskyldir aðilar myndu ekki nýta andmælarétt sinn ef það kæmi til skoðunar að veita aðgang að gögnum þar sem andmælaréttur er nýttur. Þetta sjónarmið geti ekki haft áhrif á rétt kæranda til aðgangs að bréfum Glitnis til FME, þar sem Glitnir er í slitameðferð og hafi enga hagsmuni af leynd lengur. Það komi því ekki til skoðunar í málinu hvort veita eigi aðgang að andmælum banka í hefðbundinni bankastarfsemi.  </div> <div> <br /> Í umsögn sinni vísar FME til þeirra röksemda sem fram komu í ákvörðun stofnunarinnar dags. 29. október 2013. Því næst er fjallað um skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. FME byggir í fyrsta lagi á því að skilyrði greinarinnar um að eftirlitsskyldur aðili sé gjaldþrota eða þvinguð slit fari fram séu ekki uppfyllt í tilviki Glitnis hf. Stofnunin vísar til þess að löggjafinn hafi gert viðamiklar breytingar á XII. kafla laga nr. 161/2002 með lögum nr. 44/2009. Þegar fjármálafyrirtæki er tekið til slita að kröfu stjórnar eða bráðabirgðastjórnar er að mati FME ekki um þvinguð slit að ræða. Þá leiði slitameðferð fjármálafyrirtækis ekki sjálfkrafa til þess að fyrirtækið teljist gjaldþrota. Samkvæmt 103. gr. a. laga nr. 161/2002 geti slitameðferð fjármálafyrirtækis lokið með mismunandi hætti, allt eftir því hvort takist að ljúka greiðslu allra viðurkenndra krafna á hendur fyrirtækinu eða ekki. Þegar fyrir liggur að eignir fjármálafyrirtækisins nægi ekki til að standa að fullu við skuldbindingar þess, og sýnt þykir að ekki sé hægt að ljúka slitum þess með gerð nauðasamnings, beri slitastjórn að krefjast þess að bú fjármálafyrirtækisins verði tekið til gjaldþrotaskipta skv. 4. mgr. 103. gr. a. laga nr. 161/2002. Þar sem Glitnir hf. sé enn í slitameðferð, og hafi ekki verið tekinn til gjaldþrotaskipta, teljist fyrirtækið ekki gjaldþrota í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Loks bendir FME á að Glitnir hafi enn heimild til að stunda leyfisskylda starfsemi, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 161/2002 og sæti enn sérstöku eftirliti stofnunarinnar samkvæmt 101. gr. a. sömu laga.<br /> <br /> FME byggir einnig á því að skilyrði ákvæðisins um að upplýsingar séu veittar við rekstur einkamáls sé ekki uppfyllt. Ekki sé hægt að skýra ákvæðið svo rúmt að það taki til almennra upplýsingabeiðna sem beint sé til FME, jafnvel þótt sá sem lagði beiðnina fram sé aðili að einkamáli fyrir dómi. Bent er á að gagnaöflun í einkamálum fyrir dómi fari fram samkvæmt ákvæðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Aðili að einkamáli getur beint áskorun til gagnaðila um að leggja fram gögn, og ákveðin réttaráhrif fylgja því ef ekki er orðið við henni. </div> <div> <br /> Um liði 13 og 14 í gagnabeiðni kæranda tekur FME fram að brot á tilteknum lögum á fjármálamarkaði sæti eingöngu rannsókn lögreglu að undangenginni kæru stofnunarinnar, sbr. t.d. 112. gr. d. laga nr. 161/2002 og 148. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Verkefni FME, sem felast í rannsóknum sakamála samkvæmt framangreindum sérákvæðum í lögum, falli því utan gildissviðs upplýsingalaga með vísan til undantekningarreglunnar í niðurlagi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. </div> <div> <br /> FME tekur fram að stofnunin hafi farið yfir bréf Glitnis hf. undir lið 15 í gagnabeiðni kæranda og komist að þeirri niðurstöðu að þau hafi að geyma upplýsingar sem bundnar væru trúnaði skv. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá bendir stofnunin á að markmið upplýsingalaga sé að tryggja gagnsæi í stjórnsýslu og veita almenningi tækifæri til að hafa eftirlit með ráðstöfun opinberra hagsmuna. FME fær hins vegar ekki séð að innihald bréfa sem hafi að geyma andmæli við mögulegri íþyngjandi ákvörðun stjórnvalds varði starfsemi stjórnvaldsins og ráðstöfun þess á opinberum hagsmunum.<br /> <br /> Sem fyrr greinir kom kærandi að viðbótarathugasemdum við umsögn FME með bréfi dags. 12. febrúar 2014. Þar kemur meðal annars fram að í athugasemdum við 12. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 87/1998 (nú 13. gr. sömu laga) segi að í greininni sé að finna almennt þagnarskylduákvæði. Kærandi hafnar því fullyrðingum FME þess efnis að ákvæðið teljist sérstakt þagnarskylduákvæði sem víki ákvæðum upplýsingalaga til hliðar. </div> <div> <br /> </div> <div> Þá mótmælir kærandi skýringum FME á efni og inntaki 5. mgr. 13. gr. laganna. Glitnir teljist gjaldþrota í skilningi ákvæðisins þar sem hann skuldi umfram eignir. Einnig sé ljóst að bankinn sé í þvinguðum slitum, enda hafi það ekki verið vilji framkvæmdastjóra, stjórnar eða hluthafafundar bankans að hann yrði tekinn til slitameðferðar á sínum tíma. Óumdeilt sé að kærandi sé aðili að einkamálum, þar á meðal þeim sem Glitnir hefur höfðað á hendur honum bæði beint og til réttargæslu. Þetta þýðir að mati kæranda að eftirlitsskyldur aðili, sem er gjaldþrota og í þvinguðum slitum, reki einkamál á hendur honum, og skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 séu því uppfyllt. Kærandi hafnar því að ákvæðið feli aðeins í sér heimild, en ekki skyldu, til að veita aðgang að umbeðnum gögnum. Orðið „heimilt“ sé notað til að undirstrika að gögnin séu ekki háð þagnarskyldu, en um rétt kæranda til aðgangs fari svo eftir ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Að mati kæranda getur engu skipt þó Glitnir hafi heimild til að stunda leyfisskylda starfsemi og sæti enn sérstöku eftirliti FME. Í hverju tilviki fyrir sig verði að fara fram mat á því hvort um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni sé að ræða. Til að mynda geti aðili í gjaldþrotaskiptum haft með höndum rekstur, t.d. fengið úthlutað virðisaukaskattsnúmeri, en slíkar staðreyndir breyti því ekki að hann teljist gjaldþrota. Þá bendir kærandi á að Glitnir hafi ekki hefðbundið starfsleyfi fjármálafyrirtækis, heldur mjög takmarkað leyfi sem er nauðsynlegt vegna bústjórnar og ráðstöfunar á hagsmunum búsins.<br /> <br /> Kærandi hafnar röksemdum FME sem lúta að því að verkefni stofnunarinnar á sviði sakamála falli utan við gildissvið upplýsingalaga með vísan til undantekningarreglu í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Ákvæðið feli í sér undantekningu frá meginreglu um upplýsingarétt og beri því að skýra þröngt. Auk þess fari FME hvorki með rannsókn sakamála né saksókn, heldur sendi ábendingar til viðeigandi embætta ef grunur er um saknæma háttsemi. <br /> <br /> </div> <div> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum um Glitni hf. Í fyrsta lagi er um að ræða kærur eða tilvísanir FME til embættis sérstaks saksóknara í liðum 13 og 14 í gagnabeiðni kæranda. Í öðru lagi er farið fram á aðgang að öllum gögnum um tiltekna ákvörðun FME er varðar bankann. <br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum segir orðrétt:<br /> <br /> „Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laganna teljist sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hefur orðasambandið „óviðkomandi aðilum“ verið skýrt með þeim hætti að átt sé við aðila sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að FME miðli upplýsingum til. Ljóst er að kærandi telst til óviðkomandi aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en hins vegar er deilt um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laganna á við í málinu.<br /> <br /> Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr., þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram. Þagnarskyldan gildi þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að Glitnir hf. sé gjaldþrota í skilningi ákvæðisins. Í þessu samhengi getur engu breytt sú staðreynd að upphafleg krafa um slitameðferð hafi stafað frá skilanefnd og slitastjórn bankans, líkt og haldið er fram af hálfu FME. Sama gildir um málsástæður er lúta að því að bankinn hafi ekki verið tekinn til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum. Í 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er ekki gerður slíkur áskilnaður, enda verða bú fjármálafyrirtækja ekki tekin til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002. <br /> <br /> Með ákvörðun FME dags. 7. október 2008 tók stofnunin yfir vald hluthafafundar Glitni og vék félagsstjórn bankans frá störfum. Um leið voru öll málefni bankans sett undir skilanefnd, sem skipuð var í skjóli opinbers valds og var ætlað að leggja drög að aðgerðum til skuldaskila bankans. Verður að líta svo á að upp frá því hafi Glitnir verið í aðstöðu sem leggja má að jöfnu við að hafin væru gjaldþrotaskipti á búi hans, og bankinn gjaldþrota í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.<br /> <br /> Það er skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að upplýst sé um atriði, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, við rekstur einkamála. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að skýra þennan áskilnað svo að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli ákvæða upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, verður ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. Ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ber að skýra með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, og getur í þessu samhengi engu breytt þó kærandi hyggist leggja gögnin fyrir dóm í einkamálum sem hann er aðili að. Öndverð skýring myndi leiða til þess að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri fyrir borð borin, þar sem almenningi væri í lófa lagið að krefjast aðgangs að gögnum sem þagnarskylda ákvæðisins ríkir um í þeim yfirlýsta tilgangi að leggja þau fyrir dóm í einkamáli. Samkvæmt framansögðu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að eins og á stendur þurfi að meta hvort umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, án tillits til þeirrar heimildar sem 5. mgr. ákvæðisins mælir fyrir um.<br /> <br /> Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig lagt til grundvallar að ákvæði 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu færist yfir á FME vegna upplýsinga sem það hefur tekið við.<br /> <br /> <h3>2.</h3> Liðir 13 og 14 í gagnabeiðni kæranda taka sem fyrr segir til kæra FME til embættis sérstaks saksóknara. Af hálfu FME hefur komið fram að stofnunin telji sér óheimilt að veita upplýsingar um hvaða mál séu eða hafi verið til rannsóknar hjá stofnuninni og hvaða mál stofnunin hafi kært eða vísað til embættis sérstaks saksóknara. Ef stofnunin tæki afstöðu til beiðni um slík gögn væri FME um leið að upplýsa um hvort mál sem varða þá aðila sem beiðnin tilgreinir séu eða hafi verið til rannsóknar hjá stofnuninni og embætti sérstaks saksóknara.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að upplýsingar um hvort tiltekið mál, er snertir ákveðna einstaklinga, sé eða hafi verið til meðferðar hjá stjórnvaldi geta fallið undir 9. gr. upplýsingalaga, til að mynda þegar málið varðar viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra. Upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður eða ákærður fyrir refsiverðan verknað teljast tvímælalaust til viðkvæmra persónuupplýsinga, sbr. t.d. b.-lið 8. tl. 2. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. <br /> <br /> </div> <div> Af efnisreglu 9. gr. upplýsingalaga og þeim sjónarmiðum sem ákvæðið byggir á leiðir samkvæmt framangreindu að Fjármálaeftirlitinu er ekki heimilt að veita almenningi upplýsingar um hvort tiltekin háttsemi hafi veitt stofnuninni tilefni til að kæra eða vísa málinu til embættis sérstaks saksóknara. Sama niðurstaða leiðir af þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Synjun FME á aðgangi kæranda að gögnum í liðum 13 og 14 í gagnabeiðni hans verður því staðfest.<br /> <br /> <h3>3.</h3> Sem fyrr greinir hefur FME veitt kæranda aðgang að hluta þeirra gagna sem falla undir lið 15 í gagnabeiðni hans. Eftir stendur að skera úr um rétt kæranda til aðgangs að eftirfarandi gögnum:<br /> • Bréf FME til Glitnis dags. 7. september 2007.<br /> • Minnisblöð FME dags. 31. október 2007, 28. nóvember 2007 og 5. desember 2007.<br /> • Bréf Glitnis banka hf. til FME dags. 6. september 2007 ásamt fylgiskjali, 18. september 2007 og 14. nóvember 2007.<br /> <br /> FME synjaði kæranda um aðgang að bréfi stofnunarinnar til Glitnis dags. 7. september 2007 á grundvelli 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Bréfið hefði að geyma umfjöllun um meint tengsl á milli eigenda kæranda á þessum tíma, án þess að fela í sér ákvörðun stofnunarinnar. <br /> <br /> </div> <div> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni bréfsins. Það er ein blaðsíða á lengd og hefur að geyma lýsingu á tengslum tiltekinna félaga og Glitnis. Við mat á tengslum er meðal annars litið til aðkomu nafngreindra einstaklinga að rekstri félaganna og bankans, eignarhaldi þeirra og stjórnarsetu. Að því búnu er dregin ályktun af tengslunum með tilliti til fyrirhugaðra kaupa bankans á eignarhlutum í kæranda. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fellur efni bréfsins undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sem og 9. gr. upplýsingalaga. Þá falla upplýsingar um einstaka viðskiptamenn bankans undir þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002. Samkvæmt framangreindu verður synjun FME á aðgangi að bréfinu staðfest. Bréfið hefur ekki að geyma nein efnisatriði umfram framangreinda lýsingu, svo ekki kemur til álita að veita aðgang að bréfinu að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Synjun FME á aðgangi kæranda að minnisblöðum stofnunarinnar byggðist á 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna. Að mati FME hafa þau ekki að geyma upplýsingar af þeim toga sem 3. mgr. 8. gr. mælir fyrir um.  </div> <div> <br /> Fyrsta minnisblaðið, dags. 31. október 2007, er á punktaformi. Þar kemur fram samandregin afstaða Glitnis samkvæmt bréfi bankans til FME dags. 18. september 2007, auk þess sem starfsmaður stofnunarinnar hefur ritað minnispunkta undir fyrirsögninni: „Til íhugunar við úrlausn málsins“. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er tvímælalaust um vinnugagn að ræða í skilningi 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga, og ekki verður séð að nokkurt skilyrði 3. mgr. 8. gr. sé uppfyllt um efni þess.<br /> <br /> </div> <div> Síðari minnisblöðin tvö bera með sér að vera unnin í aðdraganda 159. stjórnarfundar FME, sem fram fór þann 18. desember 2007. Þau eru dagsett 28. nóvember og 5. desember 2007 og eru nokkurn veginn samhljóða. Minnisblöðin eru unnin í aðdraganda ákvörðunar FME um að sekta Glitni um 15 milljónir króna, en bankanum var tilkynnt um ákvörðunina með bréfi dags. 20. desember 2007. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er um vinnugögn að ræða í skilningi 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga. Minnisblöðin hafa ekki að geyma upplýsingar umfram þær sem ráða má af fundargerð stjórnar FME dags. 18. desember 2007, þar sem endanleg ákvörðun FME var tekin. Því verður ekki séð að skilyrði 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga séu uppfyllt til að kæranda verði heimilaður aðgangur að minnisblöðunum.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður ákvörðun FME um að synja kæranda um aðgang að minnisblöðum FME dags. 31. október 2007, 28. nóvember 2007 og 5. desember 2007 staðfest. </div> <div> <br /> Eftir stendur að skera úr um rétt kæranda til aðgangs að þremur bréfum Glitnis til FME ásamt fylgiskjölum. Bréfin eru liður í samskiptum stofnunarinnar og Glitnis í kjölfar töku ákvörðunar FME um að leggja stjórnvaldssekt á bankann eins og áður er lýst. Um er að ræða svarbréf bankans við bréfum stofnunarinnar, en kæranda var veittur aðgangur að þeim síðarnefndu með hinni kærðu ákvörðun. Synjun FME er á því byggð að bréfin hafi að geyma upplýsingar um starfsemi eftirlitsskylds aðila sem leynt eigi að fara með vísan til 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá byggði stofnunin á því að líkur væru á að aðilar nýttu sér ekki andmælarétt sinn ef til greina kæmi að gera sjónarmið hans og meðfylgjandi gögn opinber síðar. <br /> <br /> </div> <div> Umbeðin bréf eru í vörslum FME á grundvelli eftirlits- og valdbeitingarheimilda stofnunarinnar, sbr. III. kafla laga nr. 87/1998. Þegar FME bárust umbeðin bréf féll þagnarskylda á starfsmenn stofnunarinnar að því leyti sem bréfin hafa að geyma efni sem fellur undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laganna.<br /> <br /> Bréfin hafa að geyma lýsingu Glitnis, eftirlitsskylds aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, á sjónarmiðum sínum í aðdraganda íþyngjandi ákvörðunar FME. Í bréfunum fer bankinn yfir aðdraganda, efni og eðli viðskipta sinna um kaup á hlutum í kæranda og kemur á framfæri eigin mati á réttarstöðu sinni. Fram koma fyrirætlanir bankans um að grípa til tiltekinna ráðstafana, auk þess sem fjallað er um samskipti stofnunarinnar og bankans með tilliti til þess hvernig þau megi bæta. Í bréfunum er ekki fjallað um ráðstöfun opinberra hagsmuna með neinum hætti. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál fellur efni bréfanna undir þá sérstöku þagnarskyldu sem 13. gr. laga nr. 87/1998 mælir fyrir um, eins og hún verður skýrð með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, bæði að því er varðar umfjöllun sem lýtur að starfsemi FME annars vegar og viðskiptum eftirlitsskylds aðila, tengdra aðila og annarra hins vegar. <br /> <br /> <h3>4.</h3> Kærandi hefur haldið því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum og vísa til þeirra, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu FME á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014.<br /> <br /> </div> <div> Kærandi hefur að mati úrskurðarnefndarinnar ekki sýnt fram á að umfjöllun fjölmiðla um þau gögn sem hann krafðist aðgangs að valdi því að þagnarskylda FME sé fallin niður. Með hliðsjón af framangreindu er heldur ekki unnt að fallast á það með kæranda að FME hafi vanrækt rannsóknarskyldur sínar, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> </div> <div> <h3>Úrskurðarorð</h3> Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni Tryggingamiðstöðvarinnar hf. um aðgang að afritum af kærum Fjármálaeftirlitsins til embættis sérstaks saksóknara dags. 8. júní 2009 og 4. desember 2009 og gögnum Fjármálaeftirlitsins í tengslum við ákvörðun stofnunarinnar dags. 20. desember 2007.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Símon Sigvaldason<br /> </div> |
538/2014. Úrskurður frá 8. október 2014 | B kærði þá ákvörðun framkvæmdanefndar búvörusamninga að synja honum um afrit af fundargerðum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að þótt fundargerð teldist vera vinnuskjal gæti bókun í henni átt að vera aðgengileg almenningi, að hluta eða öllu leyti, ef hún hefði að geyma endanlega niðurstöðu um afgreiðslu mála. Það ætti að hluta til við í þessu tilviki. Því lagði nefndin fyrir framkvæmdanefnd búvörusamninga að afhenda kæranda afrit af tveimur fundargerðum. Synjun um aðgang að einni fundargerð var staðfest. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 8. október 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 538/2014 í máli ÚNU 14040009.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með bréfi dags. 22. apríl 2014 kærði [A], f.h. [B] („kærandi“) ákvörðun framkvæmdanefndar búvörusamninga þann 16. apríl 2014, um að synja kæranda um afrit af fundargerðum nefndarinnar. <br /> <br /> Í atvikalýsingu kæranda kemur fram að hann er sauðfjárbóndi á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann fór þess á leit við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með bréfi dags. 9. apríl 2014 að fá afrit af öllum fundargerðum framkvæmdanefndar búvörusamninga frá árinu 2013, en það ár var samþykkt tillaga þess efnis að ásetningshlutfall sauðfjár fyrir almanaksárið 2014 skyldi vera að lágmarki 0,65 á hvert ærgildi greiðslumarks á lögbýli. Samkvæmt auglýsingu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 20. september 2013, sem birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 23. september 2013, ákvað ráðherra að tillögu framkvæmdanefndarinnar að hækka ásetningshlutfall sauðfjár í 0,65 á hvert ærgildi, en á árinu 2013 hafði ásetningshlutfallið verið 0,6. Kærandi kveður þessa breytingu hafa haft nokkur áhrif á búrekstur sinn, og því hafi hann talið mikilvægt að fá upplýsingar um hvaða forsendur hefðu legið að baki tillögu framkvæmdanefndarinnar.<br /> <br /> Framkvæmdanefnd búvörusamninga synjaði beiðni kæranda með bréfi dags. 16. apríl 2014. Þar kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Til að skjal teljist vinnugagn þurfi þrjú skilyrði að vera uppfyllt; gagn þurfi að vera undirbúningsgagn, ritað af starfsmanni stjórnvalds og ekki afhent öðrum. Þar sem fundargerðir framkvæmdanefndar búvörusamninga uppfylli skilyrðin telji nefndin þær falla undir hugtakið vinnugagn. Loks kemur fram að undantekningar 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í þessu tilfelli og kæranda því synjað um aðgang að fundargerðunum.<br /> <br /> Kærandi byggir á því í kæru að fundargerðir geti ekki talist undirbúningsgögn og vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Fundargerð sé ætlað að lýsa því sem fram fer á fundum nefndarinnar. Í því sambandi dugi ekki að hún sé rituð af starfsmanni stjórnvalds og ekki afhent öðrum. Kærandi bendir á að fundargerðir annarrar nefndar, verðlagsnefndar búvara hafi verið afhentar öðrum og ekki verði séð að nokkur munur sé á fundargerðum þessara tveggja nefnda. Upplýsingalögum nr. 140/2012 sé ætlað að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, m.a. í þeim tilgangi að styrkja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi almennings, möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi og veita stjórnvöldum aðhald. Meginreglan sé sú skv. 5. gr. laganna að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Allar undantekningar frá meginreglunni beri að túlka þröngt.<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var kynnt framkvæmdanefndinni með bréfi dags. 28. apríl 2014 og henni veittur kostur á að koma á framfæri umsögn um kæruna. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit þeirra gagna sem kæran lýtur að. Umsögn framkvæmdanefndarinnar barst þann 19. maí 2014 ásamt fylgiskjölum. Að auki lét framkvæmdanefndin nefndinni í té afrit þriggja fundargerða í trúnaði. <br /> <br /> Í umsögn framkvæmdanefndar búvörusamninga, dags. 16. maí 2014, er í upphafi fjallað um mun á fundargerðum framkvæmdanefndarinnar og verðlagsnefndar búvara. Í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum („búvörulög“) er fjallað um báðar nefndirnar. Framkvæmdanefndin bendir á að hún sé samráðsvettvangur þeirra aðila sem standa að svokölluðum búvörusamningum sem mælt er fyrir um í 30. gr. búvörulaga.<br /> <br /> Verðlagsnefnd búvöru starfi samkvæmt IV. kafla laganna, en henni sé m.a. falið að taka ákvarðanir um afurðaverð til búvöruframleiðslu og verð búvara í heildsölu. Verðlagsnefnd taki þar af leiðandi ákvarðanir um endanlega afgreiðslu mála. Með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga beri því að afhenda fundargerðir verðlagsnefndar búvöru, og þær séu aðgengilegar á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.<br /> <br /> </p> <p>Framkvæmdanefnd búvörusamninga bendir á að ráðherra ákveði árlegt ásetningshlutfall að fengnum tillögum nefndarinnar skv. 3. mgr. 39. gr. laga nr. 99/1993. Með auglýsingu nr. 842/2013 um hlutfall ársins 2014 hafi ráðherra ákveðið að hækka það úr 0,6 á ærgildi í 0,65. Tillaga nefndarinnar hafi verið kynnt ráðherra munnlega af formanni framkvæmdanefndar búvörusamninga, og fundargerðir nefndarinnar fyrir árið 2013 hafi ekki verið afhentar ráðherra eða ráðuneytinu þegar tillagan var kynnt ráðherra.<br /> <br /> Að mati framkvæmdanefndarinnar eru fundargerðir hennar undirbúningsgögn sem rituð eru til eigin nota og innihalda vangaveltur nefndarmanna um tiltekin mál sem búvörulög og búvörusamningar gera ráð fyrir að nefndin fjalli um. Þær séu eingöngu afhentar og birtar nefndarmönnum en ekki ráðherra, ráðuneytinu eða öðrum. Þá innihaldi fundargerðirnar að jafnaði ekki endanlega afgreiðslu máls. Í tilviki tillögu um ásetningshlutfall sauðfjár hafi verið um vangaveltur nefndarmanna að ræða, enda sé ákvörðun um endanlega afgreiðslu málsins í höndum ráðherra en ekki nefndarinnar skv. 3. mgr. 39. gr. búvörulaga. Þá sé ekki að finna upplýsingar í fundargerðunum um atvik máls sem ekki komi annars staðar fram. Fyrir hafi legið ályktun aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda þann 4. apríl 2013, um að hlutfallið yrði hækkað úr 0,6 í 0,75 á næstu þremur árum. Fundargerðir og ályktanir aðalfundar þeirra samtaka séu birtar á heimasíðu þeirra og aðgengilegar almenningi. <br /> <br /> Umsögn framkvæmdanefndar búvörusamninga var kynnt kæranda með bréfi dags. 19. maí 2014 og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust með bréfi dags. 12. júní 2014. Í athugasemdum kæranda kemur fram að hafa verði í huga að nefndin starfi samkvæmt ákvæðum búvörulaga og henni sé fengið verulegt ákvörðunarvald varðandi framleiðslu og greiðslumark sauðfjárafurða svo dæmi sé tekið. Þrátt fyrir að nefndin sé vissulega samráðsvettvangur aðila sem standa að búvörusamningum þýði það ekki að nefndin geti sjálf ákveðið að fundargerðir hennar skuli teljast vinnugögn.<br /> <br /> Kærandi telur að ákvarðanir og tillögur framkvæmdanefndarinnar snerti þá sem starfa í landbúnaði og eiga beina hagsmuni af því hvernig framkvæmd búvörusamninga sé háttað. Kærandi segir tillögu framkvæmdanefndarinnar hafa haft umtalsverð áhrif á búrekstur sinn, og því megi í raun segja að hann sé aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga. Kærandi telur það liggja fyrir með hliðsjón af umsögn framkvæmdanefndarinnar að í hinum umbeðnu fundargerðum sé í einhverjum tilvikum fjallað um og teknar ákvarðanir um endanlega afgreiðslu máls. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar aðgang kæranda að þremur fundargerðum framkvæmdanefndar búvörusamninga frá árinu 2013. Nánar tiltekið er um að ræða fundi nefndarinnar nr. 408-410, sem haldnir voru 24. júní 2013, 11. september 2013 og 9. október 2013. Það athugast að gagnabeiðni kæranda var beint að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, en formaður framkvæmdanefndar búvörusamninga er jafnframt starfsmaður ráðuneytisins. Þar sem framkvæmdanefndin afgreiddi beiðni kæranda með bréfi á bréfsefni ráðuneytisins og tók hana til efnislegrar meðferðar kemur þetta atriði ekki í veg fyrir að fjallað verði um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum fundargerðum fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna, en hugtakið er skýrt nánar í 8. gr. laganna. Þar segir að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Ef gögn eru afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í 3. mgr. 8. gr. er að finna undantekningar frá þessari reglu, en þar segir að afhenda beri vinnugögn ef þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, fram koma upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá samkvæmt 1. mgr. 27. gr. laganna eða upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram, og ef fram kemur lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.<br /> <br /> Í 2. og 3. tl. 2. mgr. 8. gr. er vikið að nefndum og starfshópum sem stjórnvöld hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki. Í 2. tl. ákvæðisins er tekið sérstaklega fram að gögn sem unnin eru af slíkum nefndum eða hópum geti talist til vinnugagna, enda sé skilyrðum 1. mgr. 8. gr. að öðru leyti uppfyllt. Í 3. tl. 1. mgr. 8. gr. er jafnframt sérstaklega tekið fram að gögn sem send séu milli aðila skv. 2. tl. og annarra stjórnvalda þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti geti einnig talist til vinnugagna.<br /> <br /> Framkvæmdanefnd búvörusamninga er skipuð fulltrúum þeirra aðila sem standa að samningum sem fjallað er um í 30. gr. búvörulaga nr. 99/1993 með síðari breytingum. Hlutverk nefndarinnar er nánar skilgreint í ákvæðum búvörusamninganna, en einnig í ákvæðum búvörulaga. Tveir nefndarmanna eru tilnefndir af stjórnvöldum og er annar þeirra formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn eru tilnefndir af Bændasamtökum Íslands, Samtökum garðyrkjubænda, Landssamtökum sauðfjárbænda og Landssambandi kúabænda. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður því lagt til grundvallar að framkvæmdanefnd búvörusamninga sé nefnd sem stjórnvöld hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki, sbr. 2. tl. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að fundargerðir stjórnsýslunefndar geti uppfyllt það skilyrði að teljast vinnuskjöl ef (1) þær eru ritaðar af nefndarmanni eða starfsmanni nefndar og (2) þær eru ekki afhentar öðrum heldur einvörðungu til eigin afnota fyrir nefndarmenn og aðra starfsmenn sem tilheyra sama stjórnvaldi, (3) þær eru notaðar með sama hætti og vinnuskjöl eru almennt notuð við meðferð mála. Mat á því hvort síðastgreinda skilyrðið er uppfyllt fer fram á grundvelli þeirra sjónarmiða sem fram komu í athugasemdum við 8. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 en þar segir:<br /> <br /> „Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Þá getur verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Er þessi afmörkun á upplýsingaréttinum í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga sem og ákvæði gildandi upplýsingalaga og reyndar einnig reglur um upplýsingarétt í dönsku og norsku upplýsingalögunum.“<br /> <br /> Þegar metið er hvort fundargerð stjórnsýslunefndar er notuð með sama hætti og vinnuskjöl eru almennt notuð við meðferð mála verður að leggja heildstætt mat á efni hennar á grundvelli framangreindra sjónarmiða. <br /> <br /> Jafnvel þótt fundargerð teljist vinnuskjal getur bókun í fundargerð um tiltekið mál engu að síður verið aðgengileg almenningi, að hluta eða öllu leyti, á grundvelli undantekningar þeirrar, sem fram kemur í 1. tl. 3. mgr. 8. gr. laganna, en þar segir: „Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls.” Á grundvelli þessa ákvæðis hefur verið veittur aðgangur að upplýsingum úr fundargerðum sem hafa að geyma endanlega niðurstöðu um afgreiðslu mála. Í athugasemdum við 8. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir:<br /> <br /> </p> <p>„Þrátt fyrir að stjórnvald, eða lögaðili sem fellur undir gildissvið laga þessara, kunni að hafa útbúið tiltekið gagn í eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er í 3. mgr. 8. gr. lagt til að aðgang beri að veita að gögnum sem annars teldust innri vinnuskjöl stjórnvalds í fjórum tilvikum. Í fyrsta lagi þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls. Þetta getur til að mynda átt við þegar stjórnsýslunefnd afgreiðir mál með vísun til minnisblaðs sem lagt hefur verið fyrir fund. Í öðru lagi er tekið fram í 2. tölul. 3. mgr. 8. gr. að undantekningin taki ekki til upplýsinga sem stjórnvaldi var skylt að skrá skv. 27. gr. laganna. Í 3. tölul. málsgreinarinnar kemur fram að veita skuli aðgang að vinnuskjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.“<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umbeðnar fundargerðir. Af þeim er ljóst að (1) þær eru ritaðar af nefndarmanni/starfsmanni og (2) virðast efni sínu samkvæmt ætlaðar til eigin nota nefndarinnar. Samkvæmt umsögn framkvæmdanefndar búvörusamninga hafa fundargerðirnar aldrei verið birtar öðrum en nefndarmönnum. Ekki er ástæða til að draga réttmæti þessa svars í efa. (3) Í fundargerðum 408. og 409. funda nefndarinnar, dags. 24. júní og 11. september 2013, er meðal annars að finna umræður nefndarmanna um hvers efnis tillaga til ráðherra um ásetningshlutfall sauðfjár skuli vera almanaksárið 2014. Fram kemur að drög að auglýsingu ráðherra séu lögð fyrir nefndina og umræðum um kosti í stöðunni lýst. Loks er að finna niðurstöður framkvæmdanefndarinnar um ásetningshlutfall sem ákveðið var að leggja til við ráðherra. Málið var ekki á dagskrá 410. fundar framkvæmdanefndarinnar samkvæmt fundargerð dags. 9. október 2013.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu verður að leggja til grundvallar að umbeðnar fundargerðir séu vinnugögn framkvæmdanefndarinnar í skilningi 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Hins vegar er fallist á það með kæranda að fundargerðir funda nr. 408 og 409 hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu málsins af hendi framkvæmdanefndar búvörusamninga, og fram komi upplýsingar um atvik máls sem hvorki koma fram í auglýsingu ráðherra dags. 20. september 2013 né annars staðar. Framkvæmdanefnd búvörusamninga hefur ekki haldið því fram í málinu að aðrar takmarkanir upplýsingalaga eigi við um aðgang almennings að fundargerðum funda nr. 408 og 409, og skoðun nefndarinnar hefur ekki leitt slíkt í ljós. <br /> <br /> Með vísan til 1. og 3. tl. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga verður því fallist á að framkvæmdanefnd búvörusamninga beri að veita kæranda aðgang að fundargerðum funda nr. 408 og 409, dags. 24. júní og 11. september 2013. Synjun framkvæmdanefndarinnar um aðgang kæranda að fundargerð 410. fundar nefndarinnar dags. 9. október 2013 verður staðfest með vísan til 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Framkvæmdanefnd búvörusamninga skal afhenda kæranda, [B], afrit af fundargerðum funda nefndarinnar nr. 408 og 409, dags. 24. júní og 11. september 2013. Synjun framkvæmdanefndar búvörusamninga á aðgangi kæranda að fundargerð fundar nefndarinnar nr. 410, dags. 9. október 2013, er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir<br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> </p> |
541/2014. Úrskurður frá 8. október 2014 | Í framhaldi af ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál, um að endurupptaka mál varðandi kæru [A] yfir þeirri ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að synja um aðgang að skýrslu sem ber heitið: „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“ var málið tekið til úrskurðar að nýju. Eftir nýja yfirferð á efni skýrslunnar varð það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að veita bæri aðgang að henni, en með þeim takmörkunum sem taldar eru upp í úrskurðarorði. Í úrskurðinum er ekki tekin afstaða til þess hluta skýrslunnar sem kærandi hafði þegar fengið í hendur (um uppl. sem höfðu birst í fjölmiðlum). | <h3>Úrskurður</h3> <span>Hinn 8. október 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 541/2014 í máli ÚNU 14060004.</span> <h3>I. <br /> Efni máls<br /> 1.</h3> <p>Forsaga máls þessa er sú að þann 28. desember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. A-469/2012 í máli ÚNU 12100003 vegna kæru [A] yfir þeirri ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að synja henni um aðgang að skýrslu sem ber heitið: „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011.“ Í úrskurðarorðinu segir: „Beiðni [A], dags. 15. september 2012, er vísað til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til nýrrar meðferðar og afgreiðslu á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.“ Hinn 4. janúar 2013 synjaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu beiðninni á ný.<br /> <br /> Synjun lögreglustjórans var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 16. janúar 2013 (mál ÚNU 13010005) og lauk meðferð þess máls með úrskurði nr. A-489/2013, dags. 3. júlí 2013. Í honum var synjun lögreglustjórans staðfest, en þó þannig að veita skyldi aðgang að köflum sem heita „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“ og að tiltekinni umfjöllun um kæranda.<br /> <br /> Kærandi kvartaði yfir þessum úrskurði til umboðsmanns Alþingis. Með bréfi, dags. 8. apríl 2013, gerði nefndin umboðsmanni grein fyrir því að hún væri reiðubúin til að endurupptaka málið, bærist henni ósk þess efnis frá kæranda. Hinn 23. júní 2013 barst slík ósk (mál ÚNU 14060004) og hefur úrskurður þessi að geyma nýja niðurstöðu um skyldu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til að afhenda umrædda skýrslu.  <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu var, með bréfi dags. 25. júní 2014, gefinn kostur á að koma að rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Í svari sínu, dags. 8. júlí 2014, vísar hann til þess sem hann sagði í tölvupósti sínum til kæranda, hinn 4. janúar 2013, en sá póstur hljóðar svo:<br /> <br /> „Með tölvupósti 16. september sl. senduð þér embættinu beiðni í tölvupósti um afhendingu á samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011. Umræddri beiðni var hafnað 17. september sl. með vísan til þess að þar sem um væri að ræða samantekt sem unnin var upp úr skráningum í málaskrá lögreglu væri ekki unnt að senda yður umrædda samantekt.<br /> <br /> Hinn 16. október sl. kærðuð þér framangreinda synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með úrskurði 28. desember sl. var beiðni yðar vísað til embættisins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál er það niðurstaða nefndarinnar að ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn, eigi ekki við í máli þessu þar sem framangreind samantekt sé ekki gagn í tilteknu máli, þó svo að hún geymi upplýsingar um verklag lögreglunnar og upplýsingar úr fjölda mála sem augljóst er að hafi verið til rannsóknar eða annarrar meðferðar hjá lögreglu og ákæruvaldi eftir atvikum, sem sakamál. <br /> <br /> Þá kemst nefndin einnig að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið heimilt að synja yður um aðgang að umræddri samantekt einvörðungu á þeim grundvelli að þar væri að finna upplýsingar sem falli undir reglugerð nr. 322/2001 um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu, í ljósi þess að upplýsingalög geti falið í sér lagaheimild til miðlunar persónuupplýsinga ef skylt sé að láta af hendi gögn á grundvelli þeirra laga. Taka þurfi afstöðu til þess hvort lagaheimild til afhendingar umbeðins gagns sé að finna í upplýsingalögum og þá eftir atvikum hvort synjun á aðgangi að því yrði byggð á ákvæðum þeirra laga.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu var það niðurstaða nefndinnar að embættið hefði ekki afgreitt beiðni yðar á réttum lagagrundvelli. Var beiðni yðar því vísað á ný til meðferðar embættisins.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindri niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál er beiðni yðar um afhendingu samantektar á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011 tekin á ný til meðferðar og afgreiðslu á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að samantektin sem hér um ræðir  sé rúmar 270 bls. að lengd og þar sé í upphafi fjallað almennt um tilurð hennar og skipulag lögreglunnar vegna mótmæla eða óeirða. Meginhluti samantektinnar fjalli hins vegar sérstaklega um afmörkuð mótmæli eða skipulag og aðgerðir vegna þeirra. Þar sé iðulega vikið að einstökum persónum, lögreglumönnum eða þeim sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af og eftir atvikum er einnig fjallað um það hvort tilteknir einstaklingar voru teknir höndum, ákærðir eða dæmdir fyrir refsiverða háttsemi.<br /> <br /> Í ljósi þessa efnis samantektarinnar og þeirra viðkvæmu persónuupplýsinga sem þar er að finna um fjölda einstaklinga er beiðni yðar hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Fram kemur í lögskýringargögnum að engum vafa sé undirorpið að undir þetta ákvæði falli þær persónuupplýsingar sem taldar eru upp í tilgreindu ákvæði laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, þar á á meðal upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað.<br /> <br /> Þá er beiðninni jafnframt hafnað með vísan til 1. tl. 6. gr. upplýsingalaga, með hliðsjón af því að þar er að finna upplýsingar um skipulag löggæslu í tengslum við mótmæli og óeirðir. Þá er einnig til þess að líta að framangreind samantekt fellur undir 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga enda er hér um að ræða vinnuskjal sem eingöngu var ritað til eigin afnota innan embættisins og hefur það ekki farið til annarra stjórnvalda. Umrædd samantekt er því einnig undanþegin upplýsingarétti með hliðsjón af þessu ákvæði upplýsinga.<br /> <br /> Með hliðsjón af öllu framansögðu er beiðni yðar um aðgang að samantekinni synjað. Heimilt er að bera synjun þessa undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga, sbr. 14. og 16. gr. upplýsingalaga.“<br /> <br /> Hinn 7. febrúar 2013 barst nefndinni ákvörðun lögreglustjórans, með hliðsjón af nýjum upplýsingalögum, sem tóku gildi sama dag og úrskurðarnefndin kvað upp fyrri úrskurð sinn í málinu, þ.e. úrskurð A-469/2012. Þar segir m.a.: <br /> <br /> „Í ljósi þessa efnis samantektarinnar og þeirra viðkvæmu persónuupplýsinga sem þar er að finna um fjölda einstaklinga er beiðni yðar hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Fram kemur í lögskýringargögnum með fyrri upplýsingalögum, en ákvæðið er óbreytt í nýjum lögum, að engum vafa sé undirorpið að undir þetta ákvæði falli þær persónuupplýsingar sem taldar eru upp í tilgreindu ákvæði laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, þar á meðal upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Sama kemur fram í frumvarpi að gildandi lögum í umfjöllun um þessa grein. Þá er beiðninni jafnframt hafnað með vísan til 1. tl. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, með hliðsjón af því að þar er að finna upplýsingar um skipulag löggæslu í tengslum við mótmæli og óeirðir. Þá er einnig til þess að líta að framangreind samantekt fellur undir 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna, enda er hér um að ræða vinnugagn sem eingöngu var ritað til eigin afnota innan embættisins og hefur það ekki farið til annarra stjórnvalda. Umrædd samantekt er því einnig undanþegin upplýsingarétti með hliðsjón af þessu ákvæði upplýsingalaga.“<br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. ágúst 2014, var kæranda gefinn kostur á að gera frekari athugasemdir í ljósi svars lögreglustjóra, dags. 8. júlí 2014. Engar athugasemdir bárust.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3>II. <br /> Niðurstaða<br /> 1.</h3> <p>Mál þetta varðar skýrslu sem heitir „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“. Hún er rúmar 270 blaðsíður að lengd. Í fyrstu tveimur köflum hennar, aftur að blaðsíðu 10, er fjallað almennt um tilurð hennar og skipulag löggæslu vegna mótmæla eða óeirða. Frá og með blaðsíðu 10 og aftur að blaðsíðu 270 er fjallað sérstaklega um afmörkuð mótmæli og skipulag og aðgerðir vegna þeirra. Þar er að finna persónuupplýsingar um þá lögreglumenn sem voru við störf hverju sinni, um borgara sem voru á vettvangi mótmæla og lögregla hafði í sumum tilvikum afskipti af og um fleiri einstaklinga.<br /> <br /> Umfjöllun um einstök mótmæli er misjöfn að efni og umfangi en er þó í flestum tilvikum stutt og vel afmörkuð. Fram kemur hvaða lögreglumenn voru við störf, með vísun til upphafsstafa í nöfnum þeirra og lögreglunúmers. Þá er lýst skipulagi lögregluaðgerða, tímalengd þeirra og atvikum, metið hvernig til tókst, vitnað í ummæli nokkurra lögreglumanna sem tóku þátt og gerð grein fyrir gagnrýni og viðhorfum annarra, s.s. fjölmiðla. Umfjöllun um hver mótmæli er skipt upp í skýrt afmarkaða undirkafla sem heita: „Lögreglumenn við störf“, „Skipulag“, „Tímalengd aðgerða“, „Atvikalýsing“, „Hvernig til tókst“, „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“ og „Gagnrýni. Viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla“. Í þeim síðastnefndu eru teknar upp orðréttar tilvitnanir í umfjöllun fjölmiðla um einstök mótmæli.<br /> <br /> Með skýrslunni fylgja þrjú fylgiskjöl. Hið fyrsta er einskonar greiningarlykill þar sem lögreglunúmer eru tengd við nöfn lögreglumanna, starfsheiti og vinnustaði. Fylgiskjal nr. II hefur að geyma tölfræðiupplýsingar. Fylgiskjal nr. III er bréf [...] til dómstjórans við Héraðsdóm Reykjavíkur.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Samkvæmt 1. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er markmið þeirra að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, m.a. í þeim tilgangi að styrkja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi, sbr. 1. tölul. ákvæðisins, möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, sbr. 2. tölul., aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum, sbr. 3. tölul. og traust almennings á stjórnsýslunni, sbr. 5. tölul. Til samræmis segir í 1. mgr. 5. gr. laganna að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál og tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Þessi skylda sætir þeim takmörkunum sem greinir í 6. – 10. gr. laganna. Af 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiðir að hafi aðeins hluti skjals að geyma upplýsingar sem falli undir þær takmarkanir skuli ábyrgðaraðili athuga hvort veita megi aðgang að öðrum hlutum þess. Í athugasemdum að baki þessu ákvæði, í lögskýringargögnum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 140/2012, kemur fram að í ákvæðinu felist að veita eigi aðgang að hluta gagns sé hægt, með tiltölulega einföldum hætti, að skilja þær upplýsingar sem falla undir undantekningar, frá þeim upplýsingum sem veita skuli aðgang að. Þar skipti máli hversu víða þær upplýsingar, sem ekki sé skylt að veita aðgang að, komi fram og hversu stór hluti gagnsins verði þá ekki afhentur. Almennt megi miða við að ef þær upplýsingar sem halda megi eftir komi fram í meira en helmingi skjals þurfi ekki að veita aðgang að öðrum hlutum þess. (Alþt., 141. lþ., þskj. 223). <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umrædda skýrslu með tilliti til þessa. Í henni er fjallað sérstaklega og með aðgreindum hætti um hver einstök mótmæli. Í umfjöllun um sum þeirra eru engar persónuupplýsingar, í skilningi 1. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000, og reynir þá ekki á takmörkunarreglu 9. gr. upplýsingalaga. Í umfjöllun um önnur koma ýmsar persónuupplýsingar fram, s.s. um nöfn einstaklinga sem tóku þátt í mótmælum. Þær eru þó ekki víða og auðvelt er að aftengja umfjöllun persónuauðkennum, s.s. nafni og kennitölu, og gera hana ópersónugreinanlega. <br /> <br /> Að framangreindu virtu er það niðurstaða nefndarinnar að unnt sé að veita aðgang að skýrslunni með takmörkunum í samræmi við 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Framangreind skylda sætir sem áður segir takmörkun samkvæmt 6. – 10. gr. laganna. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu byggir synjun sína í fyrsta lagi á þeirri takmörkun sem fram kemur í 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., þ.e. að umrædd skýrsla sé vinnugagn, í öðru lagi á 9. gr. um takmarkanir vegna einkahagsmuna og í þriðja lagi á 10. gr. um takmarkanir vegna almannahagsmuna.<br /> <br /> </p> <h3>3.1.</h3> <p>Í 8. gr. upplýsingalaga lagnna er útskýrt hvaða gögn teljist til vinnugagna. Þar segir í 1. mgr.:</p> <p><br /> „Vinnugögn teljast þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Nú eru gögn afhent öðrum og teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.“<br /> <br /> Samkvæmt tilvitnuðu ákvæði verður gagn aðeins talið vinnugagn hafi það verið ritað eða útbúið við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Á þessu skilyrði er hnykkt í greinargerð er fylgdi frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins.“<br /> <br /> Hvorki verður af umræddri skýrslu, né af öðrum gögnum máls þessa, ráðið að henni hafi verið ætlað að undirbúa ákvörðun eða aðrar lyktir máls innan lögreglunnar. Þegar af þeirri ástæðu fellst úrskurðarnefndin ekki á skýrslan teljist vinnugagn. Af því leiðir að ástæðulaust er að úrskurðarnefndin taki afstöðu til annarra skilyrða sem rakin eru hér að framan og fram koma í umræddu ákvæði upplýsingalaga og greinargerðinni er fylgdi frumvarpi til þeirra. Það er því niðurstaða nefndarinnar að synjun um aðgang kæranda að skýrslunni geti ekki byggst á 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. laganna.<br /> <br /> </p> <h3>3.2.</h3> <p>Lögreglustjórinn hefur í öðru lagi vísað til 10. gr. upplýsingalaga. Í 1. tölul. hennar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum, þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Þá er í 5. tölul. ákvæði um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera sem yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.</p> <p>Í athugasemdum að baki 1. tölulið 10. gr., í lögskýringargögnum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 140/2012, kemur m.a. fram að undir það geti fallið upplýsingar um skipulag löggæslu, en í öllum köflum skýrslunnar eru undirkaflar þar að lútandi.  <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál skiptir máli að um alllöngu liðna atburði er að ræða, og ekki um að ræða upplýsingar um skipulag eða fyrirhugaðar ráðstafanir sem geti orðið þýðingarlausar, eða ekki skilað tilætluðum árangri, verði þær á almanna vitorði. Verður ekki séð að takmörkun aðgangs að þessum köflum sé nauðsynleg til að vernda mikilvæga almannahagsmuni, innra og ytra öryggi ríkisins, hún sé nauðsynleg til að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni eða hindra að upplýsingar þeim tengdar berist út því það geti haft afdrifaríkar afleiðingar. Það er því niðurstaða nefndarinnar að synjun aðgangs verði ekki byggð á 1. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> </p> <h3>3.3.</h3> <p>Lögreglustjórinn hefur í þriðja lagi vísað til 9. gr. upplýsingalaga um takmörkun á skyldu til að afhenda gögn vegna einkahagsmuna. Af henni leiðir að sú skylda, sem mælt er fyrir um í 5. gr., nær ekki til upplýsinga um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema með samþykki hlutaðeigandi. <br /> <br /> Þetta á í fyrsta lagi við um persónuupplýsingar sem eru viðkvæmar, samkvæmt lögum um persónuvernd, eins og fram kemur í athugasemdum við 9. gr., í því frumvarpi sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012. Samkvæmt b-lið 8. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga á það við um upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, kærður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Það getur átt við um upplýsingar í skýrslunni um þá sem lögregla hafði afskipti af við einstök mótmæli og voru eftir atvikum teknir höndum, ákærðir eða dæmdir fyrir refsiverða háttsemi. Þá leiðir af c-lið 8. tölul. 2. gr. að þetta á við um upplýsingar sem varða heilsuhagi, en það getur t.d. átt við um upplýsingar um líkamstjón sem lögreglumenn og aðrir urðu fyrir við einstakar mótmælaaðgerðir. Þá er í a-lið getið upplýsinga um stjórnmálaskoðanir, svo og um trúar- eða aðrar lífsskoðanir. Upplýsingar um það að maður hafi tekið þátt í mótmælum á almannafæri gætu fallið hér undir, en það ræðst af tilviksbundnu mati. Við það mat skiptir t.d máli hvort vakað hafi fyrir viðkomandi að vekja athygli á sér og gera upplýsingar um sig/skoðanir sínar opinberar. <br /> <br /> Takmarkanir samkvæmt 9. gr. geta einnig náð til annarra persónuupplýsinga en þeirra sem falla undir 8. tölul. 2. gr. laga. 77/2000, ef sanngjarnt er og eðlilegt að þær fari leynt. Þessi takmörkun fellur almennt saman við reglur um þagnarskyldu og myndi vart verða talin eiga við um upplýsingar sem eru almennt þekktar, hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum eða eru aðgengilegar í opinberum skrám. Utan þagnarskyldu geta því fallið upplýsingar í skýrslunni um einstaklinga sem koma við sögu starfa sinna vegna, s.s. embættismenn, dómara og þingmenn, og jafnvel um borgara sem voru á vettvangi mótmæla, en eru almennt þekktar. Ávallt ber þó að gæta sérstakrar varúðar við meðferð upplýsinga um börn og ólögráða. Þá getur verið sanngjarnt og eðlilegt að upplýsingar um líðan og skoðanir lögreglumanna – sem koma fram í undirköflunum „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“ –  lúti aðgangstakmörkun, enda má ekki ætla að þeir hafi, þegar þeir létu þær í ljós, mátt vænta þess að þær yrðu gerðar opinberar. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skýrslunnar í ljósi framangreinds, og 9. og 5. gr. upplýsingalaga, og er það niðurstaða hennar að veita beri kæranda aðgang að skýrslunni en með takmörkunum í ljósi framangreindra sjónarmiða. Verða þær taldar upp í úrskurðarorði. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hluta skýrslunnar sem kærandi hefur þegar fengið í hendur, á grundvelli úrskurðar nr. A-489/2013, dags. 3. júlí 2013, og ekki til upplýsinga sem varða kæranda sjálfan. Þeim á hann rétt til aðgangs að samkvæmt 14. gr. laganna. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er skylt að veita kæranda aðgang að skýrslunni „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“ þó með eftirfarandi hætti:<br /> <br /> Á bls. 18 skal afmá úr 3. mgr. bæði nafn/númer lögreglumanns sem slasaðist þegar hann fékk stein í andlitið og nafn gerandans.<br /> Á bls. 19 skal afmá úr 6. mgr. bæði nafn geranda, sem var handtekinn, og lögreglumanns.<br /> Úr neðstu málsgrein á bls. 32 skal afmá nafn þess sem fór á þak þinghússins.<br /> Af bls. 27 skal afmá númer lögreglumanns úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“<br /> Á bls. 33 skal afmá úr 3. mgr. nafn og kennitölu þess sem kærður var.<br /> Af bls. 33-34 skal afmá númer lögreglumanna úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“<br /> Af bls. 40 skal afmá númer lögreglumanns úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“<br /> Afmá skal nöfn einstaklinga af bls. 41.<br /> Af bls. 42 skal afmá númer lögreglumanns.<br /> <span>Afmá skal nafn einstaklings úr neðstu línu á bls. 43.<br /> Af bls. 43 skal afmá númer lögreglumanna úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“Afmá skal nöfn einstaklinga af bls. 45.<br /> Afmá skal 2. mgr. af bls. 46.<br /> Af bls. 54-skal afmá númer lögreglumanns úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“<br /> Afmá skal nöfn einstaklinga úr næstefstu línu á bls. 58.<br /> Afmá skal nöfn einstaklinga og kennitölur af bls. 60<br /> Afmá skal nafn varðstjóra af bls. 61<br /> Af bls. 61-62 skal afmá númer lögreglumanna úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“<br /> Af bls. 66 skal afmá nöfn, kennitölur og heimilisföng einstaklinga sem voru handteknir.<br /> Af bls. 67 skal afmá nafn einstaklings úr kafla sem heitir „Atvikalýsing“.<br /> Af bls. 72 skal afmá nafn og kennitölu einstaklings úr lokalínum kaflans „Atvikalýsing“.<br /> Afmá skal nafn, kennitölu og heimilisfang einstaklings úr tveimur neðstu línunum á bls 73 og efstu línu á bls. 74.<br /> Á bls. 75 skal afmá einstaklings úr þriðju neðstu línu kaflans „Atvikalýsing“.<br /> Á bls. 78 skal afmá númer lögreglumanns sem slasaðist.<br /> Afmá skal nöfn og kennitölur handtekinna einstaklinga úr neðstu línu á bls. 78 og efstu línu á bls. 79.<br /> Af bls. 79-82 skal afmá nöfn og númer lögreglumanna úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“.<br /> Af bls. 83 skal afmá nafn lögreglumanns.<br /> Afmá skal nafn úr neðstu málsgrein á bls. 83.<br /> Afmá skal nafn barns úr kaflanum „Atvikalýsing“ á bls. 85.<br /> Afmá skal nöfn og kennitölur gerenda úr næstefstu málsgrein á bls. 92.<br /> Afmá skal nafn og símanúmer einstaklings úr þriðju- og fimmtuefstu línu í kaflanum.<br /> Á bls. 94 skal afmá símanúmer úr fimmtu neðstu línu. „Atvikalýsing“ á bls. 94.<br /> Afmá skal 3. mgr. (upptaln. handtekinna) af bls. 101.<br /> Á bls. 103 skal afmá númer lögreglumanna sem meiddust.<br /> Afmá skal nafn geranda úr 2. mgr. á bls. 104.<br /> Af bls. 104-105, 110 og 112 skal afmá númer lögreglumanna úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“<br /> Afmá skal nafn og stöðuheiti mótmælanda úr 2. línu 3.. mgr. á bls. 118.<br /> Á bls. 120 og 121 skal afmá númer lögreglumanna sem meiddust.<br /> Af bls. 121-123 skal afmá númer lögreglumanna úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“<br /> Á bls. 127 skal afmá símanúmer starfsmanna fyrirtækis. <br /> Af bls. 130 skal afmá númer lögreglumanna úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“<br /> Á bls. 135 skal afmá nafn og kennitölu einstaklings úr 1. og 4. línu í 2. mgr. í kaflanum „Atvikalýsing“.<br /> Afmá skal nöfn og kennitölur einstaklinga úr 2. mgr. á bls. 136.<br /> Afmá skal nöfn einstaklinga úr neðstu málsgrein á bls. 141.<br /> Úr 2. málsgrein á bls. 142 og af bls. 143 skal afmá nöfn, símanúmer og kennitölur.<br /> Af bls. 145 skal afmá 2. mgr. (upptaln. á þeim sem voru handteknir) og eyða nöfnum og kennitölur úr næstneðstu málsgrein.<br /> Af bls. 145 skal afmá númer lögreglumanns úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“<br /> Afmá skal nafn og kennitölu einstaklings úr næstneðstu línu á bls. 152.<br /> Af bls.. 152. skal afmá kennitölu úr næstneðtu línu.<br /> Afmá skal persónuauðkenni (nöfn, kennitölur, heimilisföng) úr kaflanum „Atvikalýsing“ á bls. 155 – 156, m.a. númer bifreiða.<br /> Afmá skal neðstu málsgr. á bls. 161 og þá efstu á bls 162 (upptaln. handtekinna).<br /> Afmá skal nöfn úr 2. mgr. í kaflanum „Atvikalýsing“ á bls. 163.<br /> Á bls. 164 skal afmá númer lögreglumanna sem meiddust og nöfn og kennitölur þeirra sem voru handteknir.<br /> Af bls. 165 skal afmá númer lögreglumanna úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“<br /> Afmá skal nöfn úr kaflanum „Atvikalýsing“ á bls. 169.<br /> Afmá skal nöfn handtekinna úr 2 málsgr. kaflans „Atvikalýsing“ á bls. 170.<br /> Af bls. 171 skal afmá númer lögreglumanns úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“.<br /> Afmá skal nöfn, heimilisföng, kennitölur af bls. 172.<br /> Afmá skal nöfn, heimilisföng, kennitölur af bls. 174.<br /> Afmá skal nafn, heimilisfang, kennitölu handtekins manns af bls. 178.<br /> Afmá skal nöfn, heimilisföng, kennitölur handtekinna úr efstu mgr. á bls. 180.<br /> Af bls. 183 skal afmá númer lögreglumanns úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“.<br /> Af bls. 186 skal afmá númer lögreglumanns úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“.<br /> Afmá skal nafn, heimilisfang og kennitölur manns úr 2. mgr kaflans „Atvikalýsing“ á bls. 189.<br /> Afmá skal kennitölur úr efstu málsgrein á bls. 190.<br /> Afmá skal nafn, kennitölur og heimilisföng handtekinna úr 2. mgr. í kaflanum „Atvikalýsing“ á bls. 197.<br /> Afmá skal nöfn og kennitölur barns og handtekinna manna úr 1. og 2.  mgr. í kaflanum „Atvikalýsing“ á bls. 200.<br /> Afmá skal nafn, kennitölu og heimilisfang handtekins manns úr efstu línu næstefstu málsgreinar á bls. 202.<br /> Úr næstefstu málsgr. á bls 206 skal afmá upplýsingar um að maður hafi verið handtekinn.<br /> Afmá næstefstu málsgrein á bls. 208 og afmá nafn einstaklings úr kaflanum „Skipulag“ neðar á síðunni.<br /> Afmá nafn einstaklings úr kaflanum „Atvikalýsing“ á bls. 209.<br /> Afmá nafn og kennitölu handtekins einstaklings úr kaflanum „Atvikalýsing“ á bls. 212.<br /> Afmá nafn handtekins einstaklings úr efstu línu á bls. 214.<br /> Afmá nafn, kennitölu og heimilisfang handtekins einstaklings úr kaflanum „Atvikalýsing“ á bls. 219.<br /> Af bls.. 219 skal afmá nafn og kennitölu úr neðstu línum næstneðstu málsgreinar.<br /> </span><span>Afmá nafn handtekins einstaklings úr efstu línu á bls. 221.<br /> Á bls. 233 skal afmá númer lögreglumanna sem meiddust.<br /> Af bls. 234 skal afmá númer lögreglumanna úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“.<br /> Á bls. 244, neðst, skal afmá nafn og starfsheiti manns sem var handtekinn.<br /> Af bls. 244 skal afmá númer lögreglumanna úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“.<br /> Af bls. 246 skal afmá kennitölu, nafn og heimilisfang úr kaflanum Atviklaýsing.<br /> Af bls. 253-254 skal afmá númer lögreglumanns úr kaflanum: „Ummæli frá nokkrum lögreglumönnum sem tóku þátt“.<br /> Afmá skal kennitölur gerenda á bls. 259.</span></p> <p><br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> </p> <br /> |
540/2014. Úrskurður frá 8. október 2014 | Mál þetta varðaði tvær kærur. Sú fyrri laut að því að FME hafi ekki svarað beiðni A um gögn. Við meðferð málsins kom í ljós að beiðninni hafði verið svarað, þ.e. með ákvörðun dags. 4. júlí. Því var sú kæra ekki talin eiga við rök að styðjast og var henni vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Sú seinni laut að efni ákvörðunarinnar frá 4. júlí. Þar sem sú kæra hafði ekki borist fyrr en að liðnum kærufresti var henni einnig vísað frá. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 8. október 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 540/2014, í máli ÚNU 14070003.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <span>Þann 10. júlí 2014 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá [A], dags. 7. s.m., vegna þess að Fjármálaeftirlitið (FME) hefði ekki svarað beiðni hans um gögn. Í kærunni segir m.a.: <br /> <br /> „Þegar þessi kæra er dagsett og send úrskurðarnefnd um upplýsingamál, er sá frestur sem FME hafði áskilið sér samkvæmt framangreindri tilkynningu klárlega útrunninn. Kærandi lítur svo á að þar með sé FME orðið brotlegt við 1. mgr. 17. gr. laga nr. 140/2012 um upplýsingamál, og er það tilefni kæru þessarar.“<br /> <br /> </span> <h3><span>Meðferð máls</span></h3> <span>Þann 22. júlí 2014 sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til FME, kynnti kæruna og vakti athygli á því að samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 bæri því að taka ákvörðun um aðgang að gögnunum svo fljótt sem verða mætti. <br /> <br /> Svar barst frá FME hinn 6. ágúst, og kom þar fram að beiðninni hefði þegar verið svarað. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Vísað er til erindis úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. ÚNU14070003/021-10-1 þar sem m.a. er óskað þess að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um afhendingu eða synjun gagnabeiðni [A] sé birt nefndinni eigi síðar en kl. 16 í dag. Meðfylgjandi er umrædd ákvörðun, en erindinu var svarað þann 4. júlí sl. Að því er varðar beiðni nefndarinnar um að fá gögnin afhent sem kæran lýtur að þá vísast til nýlegs úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 531/2014. Í því máli voru umrædd gögn afhent.“ <br /> <br /> Þá var óskað eftir fresti til að veita frekari svör og var hann veittur til 20. ágúst. Þá sendi úrskurðarnefndin nýtt bréf til kæranda, dags. 11. ágúst. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Úrskurðarnefnd um upplýsingamál móttók hinn 10. júlí 2014 kæru yðar yfir að hafa ekki fengið efnislegt svar frá Fjármálaeftirlitinu við gagnabeiðni. Nú hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál hins vegar borist afrit af bréfi Fjármálaeftirlitsins til yðar, dags. 4. júlí sl., þar sem beiðninni er svarað. Ef þér fellið yður ekki við efni svarsins er þess óskað að þér gerið nefndinni grein fyrir því sérstaklega. Hafi það ekki verið gert fyrir 20. þ.m. má vænta þess að málið verði fellt niður. Að lokum er athygli vakin á því að hinn 24. júlí sl. var kveðinn upp úrskurður um umrædd gögn. Hann má nálgast á vef nefndarinnar […]“</span> <p><span>Úrskurðarnefndinni barst bréf frá kæranda, dags. 20. ágúst. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Þann 10. júní síðastliðinn beindi undirritaður („kærandi“) beiðni til Fjármálaeftirlitsins („FME“) þar sem óskað var eftir aðgangi að tilteknum gögnum í vörslu FME sem þar eru nánar tilgreind. […] Þann 7. júlí sl. hafði ofangreindri beiðni ekki verið og svarað, og beindi því undirritaður kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem FME hafði þá að mati kæranda brotið gegn 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þann 8. júlí eða degi síðar en kærunni var beint til nefndarinnar barst kæranda bréf frá FME dags. 4. júlí sem innihélt svar um afgreiðslu FME á umræddri beiðni kæranda um aðgang að tilteknum gögnum. Kom þar fram sú ákvörðun FME að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum sem beiðnin sneri að. […] Kæranda hefur nú borist erindi frá úrskurðarnefndinni dags. 11.8.2014 þar sem kemur m.a. fram að nefndinni hafi borist umrætt svar frá FME. Kærandi fagnar því svosem að loksins hafi svar borist við gagnabeiðninni. Aftur á móti telur kærandi að beiðni hans hafi ekki verið svarað innan þeirra tímamarka sem leiða megi af þeim lögum sem gildi um þá afgreiðslu sem um ræðir, og því ferli sem farið hafi af stað við áðurnefndan áskilnað FME um framlengdan svarfrest. […]<br /> </span><span><br /> Fyrir liggur að þau gögn sem kærandi bað um aðgang að eru til staðar hjá FME, sem sést af því að í svari við beiðni um aðgang að þeim koma fram efnislegar upplýsingar um innihald þeirra. Jafnframt liggur fyrir að beiðni kæranda var sett fram á löglegan hátt. Hinsvegar virðist afgreiðsla á beiðninni ekki hafa verið í samræmi við lög, hvorki af hálfu FME né þegar úrskurðarnefndin veitti lengri frest til afgreiðslu á beiðninni. Eina mögulega niðurstaða málsins sem samræmist lögum er því sú að veita verði kæranda aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Aðalkrafa kæranda er að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kveði upp úrskurð þess efnis svo fljótt sem verða vill.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin sendi nýtt bréf til FME, dags. 25. ágúst, þar sem segir m.a. að nefndinni hafi borist nýtt bréf frá kæranda sem litið væri á sem kæru vegna synjunarinnar og FME gefinn kostur á að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Svar barst frá FME með bréfi, dags. 2. september. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Fjármálaeftirlitið afgreiddi beiðni kæranda um gögn með bréfi, dags. 4. júlí 2014, sem barst [A] þann 8. júlí eins og greinir í kæru hans til úrskurðarnefndarinnar. Afgreiðsla Fjármálaeftirlitsins fól í sér synjun um afhendingu gagna og því var kæranda bent á kæruheimild í 20. gr. upplýsingalaga og að bera þyrfti synjunina undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að tilkynnt var um ákvörðunina, sbr. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Umrætt bréf Fjármálaeftirlitsins var sent úrskurðarnefndinni með tölvupósti þann 5. ágúst sl. Með vísan til þess að kærandi móttók ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þann 8. júlí 2014 en kærði synjunina ekki fyrr en þann 20. ágúst 2014 telur Fjármálaeftirlitið að vísa beri málinu frá þar sem kæran barst að liðnum kærufresti.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin sendi nýtt bréf til kæranda, dags. 8. september, þar sem honum var gefinn kostur á að tjá sig um frávísunarkröfu FME. Hann svaraði með bréfi, dags. 15. september, og hafnaði kröfunni alfarið.<br /> <br /> </span></p> <h3><span>Niðurstaða</span></h3> <span>Mál þetta varðar tvær kærur. Sú fyrri er dags. 7. júlí og lýtur að því að Fjármálaeftirlitið hafi ekki svarað beiðni kæranda um gögn. Nú liggur fyrir að beiðninni hafði verið svarað með ákvörðun, dags. 4. júlí, sem barst honum hinn 8. s.m. Með vísan til þessa liggur ekki fyrir að kæran eigi við rök að styðjast og er henni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Seinni kæran er dagsett 20. ágúst 2014, þ.e. rúmum 6 vikum eftir að hin kærða ákvörðun barst kæranda. Í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er svohljóðandi ákvæði: „Mál skv. 1. mgr. 20. gr. skal borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun.“ Í athugasemdum við þetta ákvæði í þeirri greinargerð sem fylgdi því frumvarpi er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir: „Í 1. mgr. er tilskilið að kæra til nefndarinnar skuli vera skrifleg og jafnframt er ákveðinn 30 daga kærufrestur. Þessi frestur er mun styttri en sá þriggja mánaða frestur sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Þykir það sjálfsagt vegna þess að yfirleitt er það hagur þess sem upplýsinga óskar að fá eins skjóta úrlausn og kostur er.“ <br /> <br /> Þegar af þeirri ástæðu að sá frestur, sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, var liðinn þegar kæran barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál eru ekki efni til frekari umfjöllunar um hana. Verður því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </span> <h3><span>Úrskurðarorð</span></h3> <span>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kærum [A], dags.7. júlí og 20. ágúst 2014, á hendur Fjármálaeftirlitinu.</span><span><br /> </span><br /> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                 </p> <div> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </div> |
542/2014. Úrskurður frá 8. október 2014 | A kærði þá ákvörðun landlæknis að færa tiltekin gögn, sem hann hafði fallist á að afhenda kæranda á stafrænu formi, á annað snið en þau voru þá á. Það gerði hann í því skyni að læsa þeim,þ.e. gera þau óbreytanleg. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leit m.a. lagaákvæða endurnot opinberra upplýsinga og féllst ekki á að landlækni hafi verið heimilt að breyta sniði gagnanna svo „tryggt væri að ekki væri unnt að breyta þeim eftir afhendingu“. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 8. október 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 542/2014 í máli ÚNU 14070002.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Þann 14. mars 2013 kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu landlæknis 28. febrúar 2013 á beiðni hennar frá 7. janúar sama ár um aðgang að tilteknum gögnum hjá embættinu. Með úrskurði frá 16. ágúst 2013 nr. A-537/2014 vísaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál hluta beiðninnar frá embætti landlæknis en að öðru leyti var ákvörðun landlæknis um synjun felld úr gildi og lagt fyrir hann að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Í kjölfar þessa tók landlæknir þá ákvörðun að fallast á gagnabeiðni kæranda. Þrátt fyrir það leitaði hún á ný til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Tilefni kæru hennar, dags. 27. febrúar 2014, var að hún var ósátt með hvaða hætti landlæknir hefði í hyggju að afhenda gögnin. Var þeirri kærunni vísað frá með vísun til þess að kærandi og landlæknir væru sammála um að umrædd gögn yrðu brennd á óendurskrifanlegan geisladisk. Því lægi ekki fyrir synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað væri eftir. Vísast í þessu sambandi til úrskurðar nefndarinnar frá 24. júní 2014 nr. A-537/2014.<br /> <br /> Hinn 9. júlí 2014 barst nefndinni síðan nýtt erindi frá kæranda. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Embætti landlæknis hefur nú alveg skýrt látið í ljós þá fyrirætlan sína að afhenda gögnin á .pdf formi, þ.e. breyta um rafrænt form. Það gengur í berhögg við það sem segir í niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 24. júní […] Ég verð því að biðja nefndina að úrskurða um hvort Embættinu leyfist að breyta forminu á þennan hátt. Allar formbreytingar, líka rafrænar, fela í sér hættu á að villur komi inn og í þessu tilviki myndi ég þurfa að breyta gögnunum aftur af .pdf formi og yfir á upprunalegt, með tilheyrandi 2 mögulegum villuuppsprettum (þegar EL breytir á .pdf form og þegar ég breyti aftur yfir á upprunalegt form) í viðbót við allar þær villur sem þegar eru til umfjöllunar. [...]“<br /> <br /> Í kjölfarið bárust afrit af tölvubréfum frá landlækni til kæranda, m.a. bréfi dags. 30. júní 2014, en í því sem segir m.a.:<br /> <br /> „Til afhendingar eru tilbúin þau gögn sem lögum samkvæmt er heimilt að afhenda. Umrædd gögn eru á læstu formi, þ.e. PDF formi og afhent á geisladiski. [...]<br /> <br /> Loks  að benda þér á að ef þú hyggst gera vísindarannsókn á gæðum gagna í lyfjagagnagrunni þá er rétta leiðin að sækja um gögn úr grunninum og önnur nauðsynleg gögn á sérstöku eyðublaði á vef EL ásamt rannsóknaráætlun og fylgigögnum s.s. umsóknum/leyfum frá vísindasiðanefnd og Persónuvernd.  Þau gögn væru afhent á því formi að hægt væri að vinna á þeim tölfræðilegar greiningar og aðrar vísindalegar greiningar.<br /> <br /> Þegar við töluðum saman í síðustu viku þá var ég ekki búin að sjá nýjasta úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál.  […] Embættið fékk í síðustu viku staðfestingu símleiðis frá úrskurðarnefndinni að í úrskurðinum er einungis fjallað um það að gögnin verði afhent rafrænt og að  samkomulag hafi verið um að afhenda þau á geisladiski. Hins vegar hefur úrskurðarnefndin ekki úrskurðað um það með hvaða hætti embættið læsir skjölunum, þ.e. í pdf. formi. [...]<br /> <br /> Í upphaflegri og endurteknum beiðnum um afrit af gögnum er varða gæðaúttekt á lyfjagagnagrunni landlæknis kom ekki fram tilgangur beiðninnar eða greint frá því með hvaða hætti gögnin yrðu nýtt.  Ef marka má viðtal við þig í […] fyrr á þessu ári og nú nýlega virðist tilgangur þinn vera að kanna gæði og áreiðanleika gagna í lyfjagagnagrunni landlæknis. [...]<br /> <br /> Embætti landlæknis veitir aðgang að gögnum til vísindarannsókna skv. ákveðnu ferli.  Á vef embættisins má finna eyðublað vegna umsókna um aðgang að gögnum úr gagnagrunnum embættisins til vísindarannsókna.  Gert er ráð fyrir nákvæmri rannsóknaráætlunum ásamt venjubundum leyfum Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.  Sérstök nefnd innan embættisins fjallar um og afgreiðir allar umsóknir en fjölmargar umsóknir eru afgreiddar á ári hverju og varða margar þeirra gögn úr lyfjagagnagrunni. Lyfjagagnagrunnur landæknis er eins og aðrar heilbrigðisskrár í sífelldri þróun og Embætti landlæknis mun áfram vinna að gæðum gagna í lyfjagagnagrunni, enda er þetta verkefni sem aldrei tekur enda í lifandi gagnagrunni.  Umsóknir um aðgang að gögnum úr lyfjagagnagrunni þar sem markmiðið er að kanna gæði gagna með vísindalegum hætti eru kærkomnar.  Lyfjagagnagrunnur landlæknis er mikilvægur fyrir margra hluta sakir og ég veit að það er sameiginlegt keppikefli og verkefni okkar sem berum ábyrgð á rekstri hans og þeirra sem hann nota, s.s. vísindamanna að auka gæði hans. […]“  <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Í tilefni af kærunni sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til landlæknis, dags. 9. júlí 2014, þar sem sagði m.a.:  <br /> <br /> „Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í dag borist kæra frá [...] yfir því með hvaða hætti þér hyggist fara að úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-537/2014, dags. 24. júní sl. Í honum er á því byggt að samkomulag sé um að gögnin verði afhent á rafrænu formi og ekki á pappírsformi. Þar sem ekki var talinn vera ágreiningur um rafrænt form var málinu vísað frá. Hin nýja kæra lýtur hins vegar að því að hin rafrænu gögn séu með pdf-sniði en séu ekki með sama sniði og notað sé við varðveislu þeirra hjá embættinu. Að öðru leyti vísast til þess sem fram kemur í kærunni. Afrit af henni fylgir hjálagt.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst svar frá landlækni, dags. 21. ágúst 2014. Þar segir m.a.:  <br /> <br /> „Þegar ljóst var að kærandi óskaði eftir að umbeðin gögn yrðu afhent á rafrænu formi var tekin ákvörðun um að afhenda gögnin á þannig rafrænu formi að tryggt væri að ekki væri unnt að breyta þeim eftir afhendingu. Stór hluti þeirra gagna sem óskað var eftir eru vinnugögn af ýmsum gerðum og á ýmsu stigi og var óskað eftir þessum gögnum í óskilgreindum tilgangi. Embætti landlæknis hefur þá almennu reglu að láta ekki frá sér vinnugögn sem tengjast gagnavinnslu heldur eingöngu fullbúin og endanleg gögn. Þetta er gert til þess að tryggja að eingöngu fari endanleg, fullunnin og rétt gögn frá stofnuninni. […]<br /> <br /> Vegna mikils fjölda skjala stóð til að ráða verktaka til þess að skjölum á „read-only“ snið en síðar var fallið frá því og ákveðið að breyta skjölunum á PDF snið. Það skilaði sama tilgangi, var tæknilega auðveld leið og fær í ljósi þess að ekki var tryggt að kærandi myndi bera kostnað að fá verktaka á sviði upplysingatækni til þess að læsa skjölunum með öðrum hætti. […]“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi kæranda afrit af framangreindu bréfi hinn 25. ágúst 2014.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í máli þessu liggur fyrir að í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-493/2013, þar sem máli kæranda var vísað til nýrrar meðferðar landlæknisembættisins, féllst landlæknir á beiðni kæranda um afhendingu tiltekinna gagna sem embættið bjó yfir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að mál þetta lýtur ekki að skyldu landlæknis til þess að afhenda umrædd gögn, heldur að því hvort embættinu hafi við afhendingu þeirra verið heimilt að breyta hinu rafræna sniði þeirra og koma þeim fyrir á pdf-sniði með það að markmiði að tryggja að kærandi geti ekki breytt þeim eftir afhendingu þeirra. Mál þetta varðar því ekki rétt kæranda til aðgangs að umræddum gögnum, heldur það á hvaða sniði þau skuli afhent.<br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Samkvæmt seinni málslið 1. mgr. 20. gr. laganna gildir hið sama um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Mál þetta lýtur einmitt að því á hvaða sniði þau rafrænu gögn skuli vera sem landlæknisembættið hefur fallist á að afhenda kæranda.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga skal, eftir því sem því við verður komið, „veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði, og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr.“ Í sömu málsgrein segir ennfremur að þegar gögn eru varðveitt á rafrænu formi geti aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að þótt embætti landlæknis hafi afhent kæranda hin umbeðnu gögn á rafrænu formi hafi þau ekki verið á því sniði sem þau eru varðveitt á, í skilningu 1. mgr. 18. gr. Enda var það beinlínis markmið embættisins að breyta sniðinu þannig að kærandi gæti ekki breytt þeim upplýsingum sem koma fram í gögnunum, sbr. t.d. bréf embættisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 21. ágúst 2014.<br /> <br /> Í ljósi skýrra fyrirmæla 18. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefndin að stjórnvöldum sé almennt óheimilt að breyta formi eða sniði gagna með það að markmiði að torvelda þeim sem eiga rétt á gögnunum skv. upplýsingalögum að vinna frekar með gögnin. Nefndin bendir í þessu sambandi á að upplýsingalög gera ráð fyrir því og hvetja til að unnið sé með uppýsingar sem fengnar eru frá hinu opinbera. Um það vísast til VIII. kafla laganna um endurnot opinberra upplýsinga, en með honum voru innleidd í íslensk lög ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2003/98/EB. Þá hefur verið sett ný tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2013/37/ESB, frá 26. júní 2013, þar sem mælt er fyrir um skýra skyldu aðildarríkjanna til að heimila endurnotkun allra gagna, nema aðgangur að þeim sé takmarkaður. Sé aðgangur heimill skuli opinberir aðilar, til að greiða fyrir endurnotkun, sé það unnt og eigi við, gera gögn aðgengileg á opnu og tölvulesanlegu sniði ásamt lýsigögnum þeirra, með mestu mögulegu nákvæmni og sundurgreinanleika – og á sniði er tryggi rekstrarsamhæfi.<br /> <br /> Nefndin tekur í þessu sambandi fram að samkvæmt 30. gr. upplýsingalaganna eru endurnot háð vissum skilyrðum og mega ekki brjóta í bága við lög – þ.m.t. ákvæði almennra hegningarlaga, höfundalaga og laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga – eða réttindi þriðja manns. Komi í ljós að viðtakandi upplýsinga falsi gögn, eða nýti þau með ólögmætum hætti, kemur það mál til kasta annarra, eftir atvikum lögreglu.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að landlækni hafi verið heimilt að breyta sniði þeirra gagna sem afhent voru kæranda með það að markmiði að „tryggt væri að ekki væri unnt að breyta þeim eftir afhendingu“. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að landlækni hafi ekki verið að færa þau gögn, sem hann féllst á að afhenda kæranda, á annað snið en þau voru á þegar fallist var á afhendingu þeirra á stafrænu formi. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Landlækni var óheimilt að færa þau gögn sem hann féllst á að afhenda kæranda í kjölfar beiðni hennar 7. janúar 2013 á annað snið en þau voru á þegar embættið féllst á afhendingu þeirra.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður  <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                                                                      <br /> <br /> Friðgeir Björnsson</p> |
552/2014. Úrskurður frá 9. september 2014 | Þess var krafist af hálfu A að fá, frá Reykjavíkurborg, afhent útboðsgögn – þ.e. án þess að af þeim hefðu áður verið afmáðar upplýsingar um einingarverð og sundurliðaðar fjárhæðir. Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál varð sú að Reykjavíkurborg bæri að afhenda kæranda gögnin með þeim hætti sem hann bað um. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 9. september 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 552/2014 í máli ÚNU 13110006.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Þann 15. nóvember 2013 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A, f.h. B vegna synjunar Reykjavíkurborgar um afhendingu gagna úr útboði nr. 13087. Nánar tiltekið er kærð sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að afmá upplýsingar um einingarverð og sundurliðaðar fjárhæðir áður en umbeðin gögn voru afhent kæranda, en það eru annars vegar gögn sem C lagði fram og hins vegar undirritaður verksamningur. Í kærunni segir m.a.: <br /> <br /> „Þann 23.08.2013 var [B] beðið um að taka þátt í verðfyrirspurn vegna aðalskoðunar leiksvæða fyrir Reykjavíkurborg fyrir árið 2013. Verðfyrirspurnargögnin voru send í tölvupósti sama dag. Gögnin voru uppbyggð líkt og hefðbundin útboðsgögn, fyrirspurnartími var tilgreindur og svarfrestur auk þess sem það var sérstök opnun tilboða. Tveir aðilar hafa faggildingu á þessu sviði, [C] og [B]. Báðir aðilar buðu í verkið enda hörð samkeppni á þessum markaði þar sem annað fyrirtækið hefur verið á markaði síðan 2005 en hitt frá árinu 2012. […]<br /> Í ljósi þess að [C] á Íslandi er markaðsráðandi fyrirtæki og bauð ekki nema 51.7% af kostnaðaráætlun óskaði [B] eftir því þann 28.10.2013 að Innkaupadeild Reykjavíkurborgar myndi afhenda stofunni afrit af útfylltri magnskrá [C] frá opnunardegi.Þann 1.11.2013 barst svar frá Innkaupadeild Reykjavíkurborgar og var hluti gagnanna afhentur þ.e. afrit af sundurliðuðu tilboðsblaði þar sem búið var að afmá einingarverð og samtölur úr gögnunum.[…]<br /> Innkaupadeild Reykjavíkurborgar hefur veitt [B] aðgang að tilboðsskrá og samningi milli [C] og Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Í báðum þessum gögnum hefur Innkaupadeildin afmáð einingarverð úr gögnum. Óskað er eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál skeri úr um það hvort Innkaupadeild Reykjavíkurborgar beri að afhenda [B] fullnaðargögn eins og beðið er um.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Reykjavíkurborg til athugasemda með bréfi, dags. 26. nóvember 2013. Umsögn barst með bréfi, dags. 16. desember 2013. Í því segir m.a.:<br /> <br /> „ […] hjá Reykjavíkurborg hefur verið gengið út frá því að beiðni [kæranda] grundvallist á ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Á grundvelli 3. mgr. 14. gr. sömu laga var kæranda synjað um aðgang að þeim hluta málsgagna er innihalda upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni gagnaðila, B, sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari.<br /> […]<br /> Kostnaður við framkvæmd þess verks sem verðfyrirspurnin lýtur að er að langmestum meirihluta vegna þjónustu en að litlum minnihluta vegna efniskostnaðar. Þau einingarverð sem gefin eru upp af aðilum í verðfyrirspurninni eru því þess eðlis að þau breytast ekki ört heldur haldast stöðug til nokkurs tíma. Verði kæranda, samkeppnisaðila [C], látnar í té upplýsingar um einingarverð mun honum unnt að miða síðari tilboð sín mjög nákvæmlega við einingarverð [C] og gera sér nákvæma grein fyrir því hvert svigrúm [C] er. Það getur jafnframt leitt til þess að kærandi komist í óeðlilega yfirburðastöðu þegar hann tekur þátt í útboðum þar sem keppt er við [C]. Umtalsverðir hagsmunir [C] standa því til þess að upplýsingar um einingarverð og samtölur fari leynt. Jafnframt er lögð áhersla á að sú meginregla gildir við opinber innkaup að kaupandi skuli gæta trúnaðar um upplýsingar sem hann fær frá bjóðendum, eftir því sem efni og eðli upplýsinganna gefur tilefni til, sbr. meðal annars 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007, 6. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 2004/18/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um útboð og gerð opinberra verksamninga, vörusamninga og þjónustusamninga og 38. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar frá 23. september 2010. Þær upplýsingar sem hér koma einkum til álita eru, meðal annars, ýmiss konar upplýsingar um fjárhagslega burði bjóðenda. <br /> […]<br /> Hafa verður í huga að heildarverðtilboð beggja fyrirtækjanna vegna verðfyrirspurnarinnar liggja fyrir og augljóst er að innkaupadeild Reykjavíkurborgar tók lægra tilboðinu […]. Skipta upplýsingar um einingarverð engu í mati á því hvort eðlilega hafi verið staðið að ákvörðun Reykjavíkurborgar um viðsemjanda. Kærandi hefur allar þær upplýsingar undir höndum sem honum eru nauðsynlegar til að veita [C] samkeppni þar sem möguleiki aðila á samkeppnismarkaði til að bjóða lægra verð markast ekki af því hvaða einingarverð hann býður heldur hvert heildarverð hans er. Ekki verður því séð að kærandi hafi málefnalegar ástæður fyrir því að óska eftir upplýsingum um einingarverð [C] í verðfyrirspurn nr. 13087.“<br /> <br /> Umsögn Reykjavíkurborgar var send kæranda til athugasemda. Svar hans barst með bréfi, dags. 14. apríl 2014. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Reykjavíkurborg byggir m.a. á því í umsögn sinni að synjun á beiðni um gögn byggi á því að um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni sé um að ræða sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari. Það er mat [B] að einingatölur og samtölur úr umræddum gögnum geti vart talist falla undir skilgreiningu þess að teljast vera mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir. Því er mótmælt af hálfu [B] að synja beri um aðgang að umræddum upplýsingum á grundvelli þess að um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni sé að ræða. <br /> Þá byggir Reykjavíkurborg einnig á því í umsögn sinni að synjun á beiðni um gögn byggi á aldri upplýsinganna. Bendir [B] á þá staðreynd að aldur þeirra upplýsinga sem um ræðir er aðeins einn þáttur af mörgum sem litið er til þegar lagt er mat á það hvort takmarka eigi aðgang að upplýsingum, sbr. framangreint, en ekki grundvallarþáttur eins og Reykjavíkurborg virðist leggja upp með í umsögn sinni. Því er mótmælt af hálfu [B] að synja beri um aðgang að umræddum upplýsingum á grundvelli aldurs upplýsinganna. Þá kemur ennfremur fram í umsögn Reykjavíkurborgar að synjun á beiðni um gögn byggi á því að kostnaður við framkvæmd þess verks sem um ræðir sé að lang mestum meirihluta vegna þjónustu en ekki vegna efnis. <br /> […]<br /> Fullyrðing sú sem fram kemur í niðurlagi umsagnar Reykjavíkurborgar, um að [B] hafi allar þær upplýsingar undir höndum sem félaginu eru nauðsynlegar til að veita [C] samkeppni, á við engin rök að styðjast. Eins og leitt var líkum að í kæru [B] til úrskurðarnefndarinnar þá telur [B] ehf. að hugsanlega sé um að ræða brot gegn samkeppnislögum, þar sem mögulega hafi átt sér stað undirboð frá aðila sem teljast verður markaðsráðandi aðili á því sviði sem um ræðir. Til þess að [B]. geti lagt mat á samkeppnislega stöðu sína sem og lagt mat á það hvort ástæða sé til að aðhafast frekar í málinu, eru félaginu umbeðin gögn nauðsynleg.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin ritaði [C] á Íslandi ehf. bréf, dags. 4. júní 2014, og óskaði þess að fyrirtækið lýsti afstöðu til þess hvort hafna bæri að veita kærendum aðgang að umbeðnum upplýsingum vegna fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækisins. Legðist fyrirtækið gegn því að veittur yrði aðgangur að umbeðnum upplýsingum yrði tekin afstaða til þess af hvaða ástæðum afhending þeirra gæti varðað mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins.<br /> <br /> Samtök verslunar og þjónustu svöruðu, fyrir hönd [C] á Íslandi ehf., með bréfi dags. 16. júní 2014. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Til að byrja með bendir [C] á að kærandi hefur nú þegar fengið afhent af hálfu Reykjavíkurborgar þau gögn sem fullnægjandi geta talist í máli þessu, þ.e. útboðsgögn ásamt samtölu tilboðs [C] í umrætt verk. Með öðrum orðum hafa kæranda verið veittar þær fjárhagsupplýsingar sem fullnægjandi geta talist til að tryggja aðhald með ráðstöfum á almannafé í máli þessu. Ekki verður séð að Reykjavíkurborg sé þ.a.l. heimilt að veita frekari sundurliðun á tilboði [C], þ.e. verð einstakra verkþátta eða einingarverð innan þess tilboðs, án þess að gengið sé með skaðlegum hætti gegn viðkvæmum fjárhags- og viðskiptahagsmunum [C], bæði er varðar mál þetta sem og almennt rekstur félagsins. Með því að veita umrædda samtölu tilboðsins er því tryggt að aðhald sé með því að almannafé sé ráðstafað á skynsaman og eðlilegan hátt. Með því að veita frekari aðgang að tilboði [C] er hins vegar gengið lengra og hætt við að upplýsingar verði nýttar í þeim tilgangi að skerða samkeppnisstöðu [C] enda er óumdeilt að kærandi í máli þessu er samkeppnisaðili [C] hvað varðar úttektir og eftirlit á leiksvæðum hér á landi. <br /> Þá bendir [C] á að tímasetning framkominnar beiðni orki verulega tvímælis. Eins og áður hefur komið fram þá var kæranda í kjölfar útboðsins, útboð sem fór fram árið 2012, veittur aðgangur að helstu gögnum málsins, þ.m.t. samtölu tilboðs [C]. Hins vegar var sú afhending gagna látin átölulaust af hálfu kæranda þar til nú þegar sá samningur sá sem komst á fyrir tilstuðlan útboðsins hefur runnið sitt skeið og samningi um frekara eftirlit á þessu sviði verður ekki komið á nema með nýju útboði. <br /> […]<br /> Þá bendir [C] á að félögin hafa bæði tekið þátt í sömu útboðum á þessu sviði, þ.e. varðandi eftirlit á leiksvæðum sveitarfélaga, og má ráða að tilboð kæranda í þeim útboðum hafi verið ansi á reiki varðandi kostnaðarþátt þeirra sem m.a. má hugsanlega rekja til bæði skorts á reynslu kæranda á þessu sviði sem og þekkingu á kostnaði einstakra verkþátta. Í þessu ljósi telur [C] að með því að afhenda kæranda einstaka kostnaðarþætti og einingarverð í rekstri [C] sé verið að veita kæranda upplýsingar umfram markmið upplýsingalaga og þar af leiðandi ekki í þágu þess að tryggja eftirlit og aðhald með ráðstöfun á almannafé. <br /> <br /> Að mati [C] er það einnig verulegum vafa undirorpið að markmið upplýsingalaga sé að veita samkeppnisaðila aðgang að tilteknum upplýsingum í þeim tilgangi einum að ná samkeppnislegu forskoti á samkeppnisaðila. [C] telur að nú þegar liggi fyrir hver sú upphæð er sem Reykjavíkurborg greiddi fyrir umrædda þjónustu samkvæmt útboði borgarinnar og hvaða verkþættir voru hluti að því boði og vægi þessara þátta. Telur [C] að aðgangur að upplýsingum umfram slíkt sé óumflýjanlega til þess fallinn að veita aðgang að viðskipta- og fjárhagsmálefnum félagsins sem almennt eru undanþegin aðgangi almennings og um leið samkeppnisaðilum.<br /> <br /> [C] bendir á að tilboð í opinberu útboði eiga að taka mark af þeim kostnaði sem fellur á bjóðanda við að veita þá þjónustu sem leitast er eftir, þ.e. raunverulegum kostnaði við það verk. Að mati [C] er það því andstætt markmiði útboða að bjóðendur taki við tilboðsgerð tillit til kostnaðar samkeppnisaðila enda er með slíku tilboði sannarlega verið að veita bjóðendum þjónustu rangar upplýsingar um raunverulegan kostnað óháð gæðum þjónustunnar. Eins og að framan greinir er kærandi samkeppnisaðili [C] á markaði með umrædda þjónustu og ítrekast hér sú skoðun félagsins að með beiðni kæranda sé óskað eftir umbeðnum upplýsingum til að nýta við síðari útboð á þessu sviði. Því telur [C] að afhending á umbeðnum upplýsingum sé til þess fallinn að skaða fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins og um leið skerða samkeppnisstöðu þess í útboðum þeim sem bæði félagið og kærandi munu taka þátt í. Benda [C] einnig á að með afhendingu umbeðinna upplýsinga er verið að veita kæranda innsýn inn í rekstur [C] en að sama skapi á [C] ekki rétt á sambærilegum upplýsingum frá kæranda.“<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Sú kæra sem mál þetta varðar lýtur að synjun Reykjavíkurborgar, dags. 1. nóvember 2013, á beiðni [B] um aðgang að gögnum úr útboði nr. 13087, þ.e. þeirri ákvörðun Reykjavíkurborgar að afmá upplýsingar um einingarverð og sundurliðaðar tölur áður en hún afhenti kæranda umbeðin gögn, en það eru annars vegar gögn sem [C] á Íslandi ehf. lagði fram og hins vegar undirritaður verksamningur. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Af hálfu [C] hefur verið bent á að „tímasetning framkominnar beiðni orki verulega tvímælis“. Kæranda hafi í kjölfar útboðs sem fór fram árið 2012 verið veittur aðgangur að helstu gögnum málsins, þ.m.t. samtölu tilboðs [C], en látið afhendinguna átölulausa þar til nú þegar sá samningur sem gerður hafi verið á grundvelli þess útboðs hafi runnið sitt skeið. <br /> <br /> Í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er ákvæði um kærufrest. Segir að mál skv. 1. mgr. 20. gr. skuli borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem hafi farið fram á aðgang að gögnum hafi verið tilkynnt um ákvörðun. Sú ákvörðun Reykjavíkurborgar sem mál þetta varðar er dagsett 1. nóvember 2013. Kæra, dags. 15. nóvember 2013, barst nefndinni hinn 25. s.m. Hún telst því ekki vera of seint fram komin og eru því ekki efni til frekari umfjöllunar um þennan þátt málsins.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Reykjavíkurborg hefur í fyrsta lagi vísað til þess að við opinber innkaup gildi sú meginregla að kaupandi skuli gæta trúnaðar um upplýsingar sem hann fái frá bjóðendum, eftir því sem efni og eðli upplýsinganna gefi tilefni til. Hefur verið vísað til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007, 6. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/18/EB, frá 31. mars 2004, um samræmingu reglna um útboð og gerð opinberra verksamninga, vörusamninga og þjónustusamninga. Einnig til 38. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar frá 23. september 2010. Ákvæði 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup er svohljóðandi:<br /> <br />  „Kaupanda er óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljast einkum tækni- og viðskiptaleyndarmál auk þeirra atriða í tilboði sem leynt skulu fara.“ <br /> <br /> Sérstaklega er kveðið á um það í 3. mgr. að ákvæðið hafi „ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Af athugasemdum við ákvæðið, í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 84/2007, verður ráðið að 1. mgr. 17. gr. laganna feli í sér almennt þagnarskylduákvæði sem takmarki ekki rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum. Verður synjun Reykjavíkurborgar á aðgangi að hinum umbeðnu upplýsingum því ekki byggð á 17. gr. laga nr. 84/2007. Þá hefur tilvísun til 6. gr. og 3. mgr. 29. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/18/EB frá 31. mars 2004, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, ekki þýðingu við úrlausn málsins, enda er ákvæðið efnislega í 17. gr. laga nr. 84/2007. Með vísan til framangreinds verður ekki fallist á að Reykjavíkurborg hafi mátt synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum með vísan til laga nr. 84/2007 og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/18/EB. <br /> <br /> Í öðru lagi hefur verið vísað til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. hennar er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum hafi þau að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Þetta ákvæði hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur einnig til þau tilvik þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur, eins og m.a. kemur fram í úrskurði hennar nr. A-532/2014, litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Að hluta til urðu þau gögn, sem mál þetta lýtur að, til áður en gengið var til samninga um umrætt verkefni og kærandi bauð í verkið. Hann nýtur því réttar til aðgangs að umræddum gögnum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, að því marki sem hann takmarkast ekki af öðrum ákvæðum greinarinnar.<br /> <br /> Í þriðja lagi hefur verið vísað til 9. gr. upplýsingalaga, en umbeðnar upplýsingar geti varðað miklu um viðskiptahagsmuni [C] á Íslandi ehf. og eigi að fara leynt. Ákvæði 9. gr. fela í sér takmörkun á upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. gr. laganna. Samkvæmt henni er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Í 3. mgr. 5. gr. segir að eigi ákvæði þeirra greina aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Um rétt kæranda í máli þessu fer hins vegar sem fyrr segir að 14. gr. upplýsingalaga. Því verða takmarkanir á upplýsingarétti hans ekki reistar á ákvæðum 9. gr. heldur aðeins á 2. eða 3. mgr. 14. gr. þeirra. Eru því ekki efni til frekari umfjöllunar um málið út frá 3. mgr. 5. gr. og 9. gr. laganna.<br /> <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Samkvæmt framansögðu fer um rétt kæranda til aðgangs að þeim gögnum sem málið lýtur að að 14. gr. upplýsingalaga. Í 3. mgr. hennar segir að heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum hafi þau jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæli með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðganginn. Vísað hefur verið til þess að hagsmunum samkeppnisaðila kæranda, þ.e. C á Íslandi ehf., yrði raskað ef kærandi fengi umbeðinn aðgang að gögnunum. Þarf því að taka afstöðu til þess hvort niðurstaða Reykjavíkurborgar eigi sér stoð í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir gögnin. Þau eru annars vegar skjalið Aðalskoðun leiksvæða Reykjavíkur 2013 – verðfyrirspurn nr. 13087 – almennir skilmálar og verklýsing. Hins vegar verksamningur um aðalskoðun leiksvæða Reykjavíkur 2013. Með honum fylgir tilboðsblað C á Íslandi ehf. þar sem fram kemur heildartilboðsverð með virðisaukaskatti, kr. 6.589.000,-,  og tilboðsskrá með sundurliðun fjárhæða á eftirfarandi liði: a) grunnskólalóðir og leikskólalóðir b) leiksvæði c) samantekt á úttekt og d) samantekt. <br /> Í málum þar sem fjallað hefur verið um beiðnir um aðgang að einingaverði í tilboðum útboða aðila, er falla undir upplýsingalög, hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum af því að rétt sé staðið að framkvæmd þeirra. Þá standi almannahagsmunir til þess að veittur sé aðgangur að gögnum um ráðstöfun opinbers fjár, auk þess sem fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum og hafa í huga að upplýsingalög gilda um starfsemi hins opinbera. <br /> <br /> Þrátt fyrir þessi almennu sjónarmið verður, í hverju tilviki fyrir sig, að ákveða hvort takmarka beri aðgang á grundvelli upplýsingalaga. Eins og fram kemur í athugasemdum við 14. gr., í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, skal þá einkum skoða hvort hætta sé á því að einkahagsmunir skaðist verði aðila veittur umbeðinn aðgangur. Í athugasemdunum kemur einnig fram að aðila verði ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni. <br /> <br /> Af þeim gögnum sem mál þetta varðar verður ekki ráðið að hagsmunum C á Íslandi ehf. sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að þeim. Í þeim eru engar upplýsingar um sambönd félagsins við viðskiptamenn þess, þau viðskiptakjör sem félagið nýtur, álagningu þess eða afkomu. Í ljósi þessa fellst nefndin ekki á að synja beri kæranda um aðgang að þeim gögnum er beiðni hans lýtur að. Reykjavíkurborg ber því bæði að afhenda kæranda skjalið Aðalskoðun leiksvæða Reykjavíkur 2013 – verðfyrirspurn nr. 13087 – almennir skilmálar og verklýsing og verksamning um aðalskoðun leiksvæða Reykjavíkur 2013, ásamt meðfylgjandi tilboðsblaði, án þess að upplýsingar um einstök atriði hafi áður verið máðar af þessum skjölum.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Reykjavíkurborg ber að afhenda kæranda skjalið Aðalskoðun leiksvæða Reykjavíkur 2013 – verðfyrirspurn nr. 13087 – almennir skilmálar og verklýsing. Einnig ber henni að afhenda verksamning um aðalskoðun leiksvæða Reykjavíkur 2013 og meðfylgjandi tilboðsblað.    <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
551/2014. Úrskurður frá 9. september 2014 | Brit Insurance Ltd., QBE Insurance (Europe) Ltd., Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., Allianz Global Corporate & Specialty AG, Novae Syndicate 2007, Dan Re Syndicate 1400 og QBE Syndicate 1886 kærðu ákvörðun Fjármálaeftirlitsins („FME“) um að vísa frá beiðni um aðgang að gögnum í ellefu liðum. Beiðnin laut að nánar tilteknum gögnum varðandi einn aðila á ákveðnu tímabili. Nefndin taldi FME ekki hafa afgreitt beiðnina með fullnægjandi hætti og féllst ekki á varakröfu FME um að beiðninni mætti synja á grundvelli 1. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Nefndin taldi beiðnina ekki hafa hlotið þá umfjöllun hjá FME, sem kæruheimild 20. gr. upplýsingalaga, og almennar reglur stjórnsýsluréttar um kæruheimildir á stjórnsýslustigi, gera ráð fyrir. Því varð að fella ákvörðun FME úr gildi og vísa málinu þangað til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 9. september 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 551/2014 í máli ÚNU 13110004.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 11. nóvember 2013 kærði A. fyrir hönd Brit Insurance Ltd., QBE Insurance (Europe) Ltd., Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., Allianz Global Corporate & Specialty AG, Novae Syndicate 2007, Dan Re Syndicate 1400 og QBE Syndicate 1886 („kærendur“) ákvörðun Fjármálaeftirlitsins („FME“) dags. 11. október 2013, um að vísa beiðni kærenda um aðgang að gögnum í ellefu liðum frá stofnuninni. <br /> <br /> Upphafleg gagnabeiðni kærenda, dags. 5. apríl 2013, var í 27 liðum. FME synjaði um aðgang að gögnum í liðum nr. 12, 13, 14, 16, 20, 23, 26 og 27, en leyst var úr kæru kærenda vegna synjunarinnar í úrskurði nefndarinnar nr. A-524/2014. FME gaf kæranda kost á að afmarka liði nr. 1-11 í beiðni sinni með bréfi dags. 22. apríl 2013. Með bréfi dags. 27. maí 2013 gerðu kærendur frekari grein fyrir beiðni sinni. Að því búnu tók FME ákvörðun þann 11. október 2013 að vísa beiðni kærenda um aðgang að eftirtöldum liðum nr. 1-11 frá stofnuninni:<br /> <br /> 1. Afrit af öllum skriflegum samskiptum FME og Landsbanka, svo sem bréfaskiptum, tölvupóstsamskiptum o.fl., auk fylgiskjala og fylgigagna með öllum slíkum samskiptum.<br /> <br /> 2. Afrit af öllum fundargerðum funda FME (hvort sem er innanhúss eða fundum FME og Landsbanka og /eða þriðju aðila) sem varða Landsbanka, rekstur Landsbanka eða málefni hans að öðru leyti.<br /> <br /> 3. Afrit af öllum skjölum og gögnum FME sem varða Landsbanka, hvort sem þau eru vistuð á rafrænu formi eða ekki. Þessi liður tekur meðal annars til allra minnisblaða og innanhússamskipta FME varðandi Landsbanka, rekstur Landsbanka eða málefni hans að öðru leyti.<br /> <br /> 4. Afrit af öllum dagbókarfærslum FME sem varða Landsbanka.<br /> <br /> 5. Afrit af öllum listum FME yfir málsgögn sem varða Landsbanka.<br /> <br /> 6. Afrit af öllum ákvörðunum FME er varða Landsbanka.<br /> <br /> 7. Afrit af öllum kærum, stjórnvaldssektum, ákvörðunum FME og sáttum sem varða Landsbanka.<br /> <br /> 8. Afrit af öllum athugasemdum og afskiptum FME af starfsemi Landsbanka, þ.m.t. en ekki takmarkað við, áminningum og viðvörunum er varða Landsbanka og svörum bankans við þeim, eftir því sem við á.<br /> <br /> 9. Afrit af öllum gögnum varðandi rannsóknir FME á Landsbanka, þar með talið vinnuskjölum, minnisblöðum og niðurstöðum FME.<br /> <br /> 10. Afrit af öllum ábendingum og athugasemdum sem FME sendi til rannsóknarnefndar Alþingis varðandi Landsbanka, stjórnendur hans og starfsmenn.<br /> <br /> 11. Afrit af öllum tilkynningum og kærum sem FME hefur sent til embættis sérstaks saksóknara varðandi Landsbanka, stjórnendur hans og starfsmenn.<br /> <br /> Fram kemur í gagnabeiðni kærenda að óskað sé eftir upplýsingum og gögnum fyrir tímabilið júlí 2007 til mars 2008, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Í kærunni er þess krafist að ákvörðun FME um frávísun verði felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka beiðnina um gögn í framangreindum 11 liðum til efnislegrar úrlausnar. Þá er þess jafnframt krafist að lagt verði fyrir FME að afhenda kærendum lista yfir mál sem stofnunin hefur haft til meðferðar varðandi Landsbanka Íslands hf.<br /> <br /> Kæran var send FME til umsagnar þann 13. nóvember 2013 og óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af gögnum sem hún lýtur að. Umsögn FME barst með bréfi þann 4. desember 2013, en með bréfi dags. 9. desember 2013 var hún kynnt kærendum og þeim veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Athugasemdir kærenda bárust með bréfi dags. 20. desember 2013. Þann 7. febrúar 2014 sendu kærendur erindi í tilefni af nýjum dómum Hæstaréttar, sem þeir telja að staðfesti tilteknar málsástæður þeirra.<br /> <br /> </p> <div> <h3>Málsástæður aðila</h3> <span>Með bréfi kærenda til FME dags. 27. maí 2013 var beiðni kærenda um gögn í liðum 1-11 afmörkuð nánar. Þar tóku kærendur einnig fram að af greinargerð með frumvarpi sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 megi ráða að með 15. gr. frumvarpsins hafi verið dregið verulega úr vægi tilgreiningarreglu 10. gr. eldri upplýsingalaga. Markmið breytinganna hafi verið að auka upplýsingarétt almennings og auðvelda borgurum að leggja fram beiðni um upplýsingar. Þá hvíli á FME skylda skv. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga að veita kærendum leiðbeiningar við afmörkun á beiðni og eftir atvikum að afhenda þeim lista yfir mál sem ætla megi að beiðnin gæti beinst að. <br /> <br /> Í bréfinu afmörkuðu kærendur fyrstu 11 liðina í beiðni sinni með þeim hætti að umbeðin gögn lúti að máli innan FME sem beri heitið „Landsbanki Íslands hf.“ eða sambærilegt heiti, og varði eftirlit FME með starfsemi bankans. Kærendur líta svo á að öll fyrirliggjandi gögn og upplýsingar hjá FME sem varða Landsbanka Íslands hf. teljist vera eitt „mál“ í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Verði ekki fallist á þetta byggja kærendur á því að umrædd gögn falli undir eitthvert eftirtalinna mála eða málaflokka:<br /> <br /> a) Rekstur Landsbanka Íslands hf.<br /> b) Athuganir og/eða úttektir FME á starfsemi og rekstri Landsbanka Íslands hf.<br /> c) Athuganir FME á hugsanlegum brotum í starfsemi og rekstri Landsbanka Íslands hf.<br /> d) Lausafjárstaða Landsbanka Íslands hf.<br /> e) Lausafjárvandræði Landsbanka Íslands hf.<br /> f) Greiðsluþrot og/eða mögulegt greiðsluþrot Landsbanka Íslands hf.<br /> h) Mat á lánasafni Landsbanka Íslands hf.<br /> i) Ofmat og/eða mögulegt ofmat á lánasafni Landsbanka Íslands hf.<br /> j) Endurhverf viðskipti Landsbanka Íslands hf.<br /> k) Hin svokölluðu „ástarbréf“ milli Landsbanka Íslands hf. og annarra fjármálafyrirtækja á Íslandi.<br /> l) Slæm og/eða mögulega slæm fjárhagsleg staða Landsbanka Íslands hf.<br /> m) Sameining og/eða möguleg sameining Landsbanka Íslands hf. og Glitnis banka hf.<br /> n) Markaðsmisnotkun og/eða möguleg markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands hf.<br /> o) Verðmyndun hlutabréfa Landsbanka Íslands hf. á markaði.<br /> p) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn ákvæðum hlutafélagalaga.<br /> q) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki.<br /> r) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti.<br /> s) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn ákvæðum laga um ársreikninga.<br /> t) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn lögum bókhald.<br /> u) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands gegn lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.<br /> v) Lánveitingar Landsbanka Íslands hf. til eignarhaldsfélaga og aðila tengdum Landsbanka Íslands til kaupa á hlutum í bankanum.<br /> w) Flöggunarskylda Landsbanka Íslands hf. sbr. IX. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.<br /> x) Eignarhald Landsbanka Íslands á, og veðtaka í, eigin hlutum umfram lögbundið hámark sbr. 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og þágildandi 29. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.<br /> y) Hugsanleg brot Landsbanka Íslands hf. gegn reglum sem varðað geta hvers konar stjórnvaldssektum og/eða refsingum.<br /> z) Beint og óbeint eignarhald Landsbanka Íslands hf. á eigin hlutum.<br /> aa) Veðtaka Landsbanka Íslands hf. í eigin hlutum.<br /> bb) Lánveitingar Landsbanka Íslands hf. til kaupa á hlutum í bankanum.<br /> cc) Fjárhaldsfélög stofnuð af Landsbanka Íslands hf.<br /> dd) Stórar áhættur Landsbanka Íslands hf.<br /> ee) Brot og/eða meint brot Landsbanka Íslands hf. gegn reglum um stórar áhættur (stórar áhættuskuldbindingar) sbr. 30. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.<br /> ff) Vantaldar áhættur sem voru yfir 10% af eigin fé Landsbanka Íslands hf., sbr. 30. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.<br /> gg) Aðilar tengdir Landsbanka Íslands hf. og mat Landsbanka Íslands hf. á því hverjir teldust tengdir honum.<br /> hh) Lán til aðila tengdum Landsbanka Íslands hf.<br /> ii) Lánveitingar Landsbanka Íslands hf. og eftirfylgni bankans við lög og reglur við lánveitingar.<br /> jj) Áhættusamar lánveitingar Landsbanka Íslands hf.<br /> kk) Eiginfjárhlutfall Landsbanka Íslands hf., m.a. með vísan til X. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.<br /> ll) Peningamarkaðssjóðir og aðrir sjóðir Landsbanka Íslands hf.<br /> mm) Hugsanleg misnotkun á peningamarkaðssjóðum og öðrum sjóðum Landsbanka Íslands hf.<br /> nn) CAMELS áhættumat á Landsbanka Íslands hf.<br /> oo) Áhættustýring Landsbanka Íslands hf.<br /> pp) Afskriftir og virðisrýrnun lána Landsbanka Íslands hf.<br /> qq) Vanræksla Landsbanka Íslands hf. á að uppfæra reglur innan Landsbanka Íslands hf., s.s. lánareglur og áhættureglur.<br /> rr) Kaupréttarsamningar Landsbanka Íslands hf.<br /> ss) Innri og ytri endurskoðun Landsbanka Íslands hf.<br /> tt) Ársreikningar Landsbanka Íslands hf.<br /> uu) Ársreikningur Landsbanka Íslands hf. fyrir árið 2007.<br /> vv) Sex mánaða uppgjör Landsbanka Íslands hf. árið 2008.<br /> ww) Mat á verðmæti lánasafns Landsbanka Íslands hf. í ársreikningi Landsbanka Íslands hf. fyrir árið 2007.<br /> xx) Mat á verðmæti lánasafns Landsbanka Íslands hf. í sex mánaða uppgjöri bankans árið 2008.<br /> yy) Heildarskiptasamningar Landsbanka Íslands hf. (e. Total Return Swaps).<br /> zz) Stjórnendatrygging Landsbanka Íslands hf. (e. Directors and Officers policy) fyrir árin 2007-2008.<br /> <br /> Í hinni kærðu ákvörðun FME, dags. 11. október 2013, er í upphafi farið yfir upplýsingarétt almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga og tilgreiningarreglu 1. mgr. 15. gr. laganna. Af athugasemdum við síðarnefndu greinina í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 megi ráða að til að hægt sé að afgreiða beiðni verði stjórnvald að geta fundið gögnin sem hún lýtur að með tiltölulega einföldum hætti. Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. megi vísa beiðni frá ef ekki sé talið mögulegt að afmarka hana við tiltekin gögn eða mál. <br /> <br /> Um einstaka liði beiðninnar tekur FME fram í ákvörðun sinni að þeir taki í raun til allra skriflegra gagna sem urðu til í samskiptum Fjármálaeftirlitsins og Landsbankans á níu mánaða tímabili. Beiðnin lúti hvorki að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál né tilteknum gögnum í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Beiðnin sé því svo víðtæk og almenn að FME telji sér hvorki skylt né fært að hafa uppi á öllum gögnum sem hún tekur til. Þá telur FME að ekki komi til álita að afhenda kærendum lista yfir mál sem ætla megi að beiðnin geti beinst að, sbr. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að Landsbankinn telji sig eiga kröfur á hendur kærendum á grundvelli svokallaðrar stjórnendatryggingar sem bankinn segist hafa keypt hjá þeim í byrjun árs 2008. Vátryggingartímabilinu hafi ætlað að vera frá 1. febrúar 2008 til 1. febrúar 2009. Bankinn hafi krafðist greiðslu úr tryggingunni á þeim grundvelli að tryggingin ætti að bæta tjón bankans vegna meintrar saknæmrar háttsemi fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna hans. Kærendur hafi hins vegar hafnað greiðsluskyldu, meðal annars á þeim grundvelli að við töku tryggingarinnar hafi kærendur ekki verið upplýstir um misferli og margvísleg brot Landsbanka og starfsmanna hans. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis og umfjöllun fjölmiðla hafi leitt í ljós gríðarlegar misfellur og lögbrot í rekstri bankans, auk þess sem bankinn hafi sjálfur viðurkennt slík brot. Kærendur vinni því að gagnaöflun í tengslum við dómsmál sem Landsbanki Íslands hf. hafi höfðað á hendur þeim til heimtu greiðslu úr stjórnendatryggingunni. <br /> <br /> Beiðni kærenda byggist á 5. gr. upplýsingalaga, en að auki er vísað til laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Að mati kærenda takmarka lagaákvæði um þagnarskyldu ekki skyldu til að veita upplýsingar og aðgang að gögnum, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 87/1998. Þá telja kærendur að Landsbanki Íslands hf. hafi ekki hagsmuni af því að fyrri viðskipti hans fari leynt þar sem bankinn sé í slitameðferð. Auk þess leiði umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis og fjölmiðla til þess að hafi þagnarskylda eða bankaleynd hvílt á hinum umbeðnu gögnum, þá geri hún það ekki lengur.<br /> <br /> Í kæru er jafnframt bent á að FME hafi enga afstöðu tekið til þeirrar afmörkunar sem fram komi í bréfi kærenda dags. 27. maí 2013. Kærendur geti ekki vitað hvað FME ákveði að nefna einstök mál innan stofnunarinnar eða hvernig gögn séu nánar tilgreind. Að mati kærenda hafi FME ekki rökstutt þá fullyrðingu að gagnabeiðni kærenda sé svo víðtæk og almenn að ekki sé unnt að taka afstöðu til hennar. Kærendur telja að það eigi ekki að skerða upplýsingarétt þeirra að málin séu ekki tilgreind með nákvæmlega réttu nafni ef ljóst sé af beiðninni eftir hverju er verið að óska. FME hafi ekki með neinum hætti reynt að tengja beiðni kærenda við einstök mál. Þá hafi FME ekki afhent kærendum lista yfir mál þrátt fyrir ábendingu þar að lútandi í bréfi dags. 27. maí 2013, í andstöðu við 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Það hljóti að teljast með ólíkindum að þrátt fyrir ítarlega beiðni og langan lista yfir hugsanleg mál hafi FME ekki verið unnt að finna og veita kærendum aðgang að einu einasta gagni sem óskað hafi verið eftir í liðunum ellefu.<br /> <br /> Kærendur ítreka að samkvæmt skýringum sem fylgdu frumvarpi því, er varð að upplýsingalögum, hafi með breytingum á 15. gr. frumvarpsins verið dregið úr vægi hinnar svokölluðu tilgreiningarreglu sem birtist í 10. gr. eldri upplýsingalaga. Kærendum sé nægjanlegt að óska aðgangs að ákveðinni tegund gagna, t.d. öllum ákvörðunum er varða Landsbanka á tilteknu tímabili. Þá benda kærendur á að liðirnir ellefu séu mismunandi hvað efni og umfang varðar. Það verði því að teljast sérkennilegt að FME noti sama rökstuðning fyrir því að vísa þeim öllum frá. Jafnvel þótt einhverjir liðir kynnu að teljast of almennir eða víðtækir gildi ekki það sama um aðra liði beiðninnar.<br /> <br /> Í umsögn FME, dags. 3. desember 2013, er farið fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun stofnunarinnar og vísi málinu frá nefndinni. Til stuðnings kröfunni vísar FME til þeirra röksemda sem fram koma í bréfi stofnunarinnar dags. 11. október 2013. Þá tekur FME fram að samkvæmt leit í málaskráningarkerfi FME séu gögn sem varða Landsbankann frá því tímabili sem beiðnin tekur til um 1.800 talsins. FME fái því ekki séð að kærendur séu að óska eftir aðgangi að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál eða tilteknum fyrirliggjandi gögnum í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Ef ekki verði fallist á að FME hafi verið heimilt að vísa beiðni kærenda frá með vísan til 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, fari stofnunin fram á það til vara að nefndin hafni liðum 1-11 í beiðni kæranda með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Sem fyrr segir sendu kærendur inn athugasemdir í tilefni af umsögn FME með bréfi dags. 20. desember 2013. Þar kemur fram að varakrafa FME um að hafna liðum 1-11 með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga geti ekki komist að í málinu, þar sem FME hafi ekki tekið efnislega afstöðu til krafna kærenda. Þegar af þeirri ástæðu geti FME ekki krafist þess að úrskurðarnefndin taki efnislega afstöðu til þeirra og hafni þeim. Slík ákvörðun yrði fyrsta og eina efnislega ákvörðunin í málinu. Slík málsmeðferð gangi gegn meginreglum stjórnsýsluréttar, sem mæli fyrir um að úrskurðarnefndir og æðri stjórnvöld taki ekki efnislegar frumákvarðanir, heldur felli úr gildi, breyti eða staðfesti efnislegar ákvarðanir lægra settra stjórnvalda. Þá hafna kærendur því að ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga eigi yfirleitt við í málinu. FME beri sönnunarbyrðina fyrir því að ákvæði þeirrar greinar séu uppfyllt, enda geymi ákvæðið afdrifaríka undantekningu frá meginreglunni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Kærendur benda á að í bréfi FME sé tekið fram að stofnunin telji sér hvorki skylt né fært að hafa uppi á öllum þeim gögnum sem möguleika gætu fallið þar undir. Kærendur telja ósannað að einhver ómöguleiki komi í veg fyrir að hægt sé að hafa uppi á gögnunum, og sönnunarbyrðin þar um hvíli alfarið á FME. Þá myndi slíkt takmarka óeðlilega aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum í stærri málum. Borgararnir væru nauðbeygðir til að skipta beiðnum sínum um aðgang að gögnum upp í smáa búta og senda til stjórnvalda, þar sem einungis væri krafist afhendingar á fáum skjölum í hverri beiðni. Fjöldi beiðnanna myndi hins vegar margfaldast. Kærendur telji slíka lögskýringu því órökrétta. <br /> <br /> Kærendur árétta sérstaklega kröfu sína þess efnis að lagt verði fyrir FME að afhenda þeim lista yfir mál sem stofnunin hefur haft til meðferðar varðandi Landsbanka Íslands hf. Rökstuðningur FME í hinni kærðu ákvörðun standist ekki skoðun, þar sem þar sé blandað saman annars vegar beiðni um aðgang að gögnum og hins vegar beiðni um afhendingu á lista yfir mál. Umfang beiðni kærenda um aðgang að gögnum geti eðli málsins samkvæmt ekki haft nein áhrif á beiðni um listann. <br /> <br /> </span> <h3><span>Niðurstaða</span></h3> <h3><span>1.</span></h3> <span>Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum „sem varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga segir: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál.“ Í 3. mgr. sömu greinar segir að beiðni megi vísa frá ef ekki er talið mögulegt á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga að afmarka hana við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Áður en til þess kemur ber að veita málsaðila leiðbeiningar og gefa honum færi á að afmarka beiðni sína nánar. Eftir atvikum ber stjórnvaldi að afhenda aðila lista yfir mál sem ætla má að beiðni hans geti beinst að í þeim tilgangi að hann geti tilgreint það mál þar sem hann óskar eftir aðgangi að gögnum.<br /> <br /> 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. hefur að geyma undantekningarreglu þar sem kveðið er á um heimild stjórnvalds til að hafna beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. <br /> <br /> Ákvæði 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefur að geyma almenna reglu stjórnsýsluréttar um stjórnsýslukæru en þar segir í 1. mgr. að aðila máls sé „heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju“. Þá er í 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sérregla um kærur vegna synjunar upplýsingabeiðna en þar kemur fram að heimilt sé að bera þær synjanir „undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn“, sbr. einnig 14. gr. eldri upplýsingalaga. Meginmarkmiðið með framangreindum kæruheimildum er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það verið afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Að öðrum kosti fengi stjórnsýslumálið ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> </span> <h3><span>2.</span></h3> <span>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir fyrstu ellefu liði upplýsingabeiðni kærenda. Allir lúta þeir  að nánar tilteknum gögnum sem varða einn aðila, Landsbanka Íslands hf., á ákveðnu tímabili. Jafnvel þótt orðalag flestra liðanna sé bæði almennt og víðtækt verður ekki annað séð en að FME hafi verið fært að leita í málaskráningarkerfi stofnunarinnar að gögnum sem varða bankann á tímabilinu, og leitin hafi skilað tilteknum fjölda niðurstaðna. Þá verður að telja að beiðni kærenda hafi verið nægilega afmörkuð til að FME hafi verið fært að afgreiða suma liðina efnislega, að minnsta kosti að hluta, í skilningi 1. og 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Loks fær úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki séð að FME hafi tekið afstöðu til þeirrar afmörkunar sem fram kom í bréfi kærenda dags. 27. maí 2013, þar sem talin voru upp 52 mál eða málaflokkar sem umbeðin gögn kunni að falla undir. FME hefur heldur ekki afhent kærendum eigin lista yfir mál sem ætla megi að beiðnin geti beinst að, sbr. 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framangreindu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að FME hafi ekki afgreitt beiðni kærenda með fullnægjandi hætti með frávísun hennar á grundvelli 3. mgr. 15. gr.. <br /> <br /> </span> <h3><span>3.</span></h3> <span>Að mati úrskurðarnefndarinnar er ekki hægt að fallast á það með kærendum að stjórnvald þurfi að taka efnislega afstöðu til aðgangs að gögnum áður en ákvæði 1. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga verði beitt við afgreiðslu máls. Slík lögskýring myndi leiða til þess að stjórnvaldið þyrfti í raun að inna af hendi þá vinnu sem ákvæðið heimilar stjórnvaldi að láta óunna. Af þessum sökum er ekki unnt að fallast á með kærendum að varakrafa FME, um synjun beiðninnar á grundvelli 1. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, geti ekki komið til úrlausnar í máli þessu.<br /> <br /> Í athugasemdum við 15. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 er tekið fram að ákvæði 4. mgr. geti aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Af athugasemdunum má jafnframt ráða að beiting ákvæðisins krefjist þess að umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi beiðna frá sama aðila sé slíkur að vinna stjórnvalds við afgreiðslu hennar myndi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum þess til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Af þessu leiðir að gera verður strangar kröfur til þess að stjórnvald rökstyðji vandlega hvaða ástæður liggja til þess að ákvæðinu verði beitt.<br /> <br /> Enda þótt FME hafi greint frá því að leit í málaskráningarkerfi stofnunarinnar hafi skilað 1800 niðurstöðum liggur ekkert nánar fyrir í málinu sem gefur tilefni til að ætla að raunverulegt mat hafi farið fram á umfangi hinna umbeðnu gagna, þeirrar vinnu sem þyrfti að ráðast í til að verða við beiðni kærenda eða áhrifum þeirrar vinnu á starfsemi FME, áður en ákvörðun var tekin um að vísa beiðni kærenda frá á grundvelli 3. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Þá verður sem fyrr segir ekki ráðið af gögnum málsins að FME hafi tekið afstöðu til nánari afmörkunar kærenda, sem fram kom í bréfi þeirra dags. 27. maí 2013, eða afhent kærendum lista yfir mál sem beiðnin geti beinst að, sbr. lokamálslið 3. mgr. 15. gr.<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að ekki hefur farið fram sú vinna við afgreiðslu málsins sem gerir nefndinni kleift að meta hvort FME sé heimilt að bera fyrir sig ákvæði 1. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Beiðni kærenda hefur því ekki hlotið þá umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi sem kæruheimild 20. gr. upplýsingalaga og almennar reglur stjórnsýsluréttar um kæruheimildir á stjórnsýslustigi gera ráð fyrir. Verður því ekki komist hjá því að vísa beiðni kærenda til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu FME. <br /> </span><br /> </div> <div> <h3>Úrskurðarorð</h3> Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins dags. 1. október 2013, um að vísa frá beiðni Brit Insurance Ltd., QBE Insurance (Europe) Ltd., Liberty Mutual Insurance Europe Ltd., Allianz Global Corporate & Specialty AG, Novae Syndicate 2007, Dan Re Syndicate 1400 og QBE Syndicate 1886 um aðgang að gögnum í ellefu töluliðum, er felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </div> |
550/2014. Úrskurður frá 9. september 2014 | Málið varðaði þríþætta kæru A vegna Vestmannaeyjabæjar. Í fyrsta lagi kæru yfir að bærinn hafi ekki svarað A, í öðru lagi yfir að A hafi ekki fengið tilteknar upplýsingar varðandi ráðningu í starf forstöðumanns og í þriðja lagi yfir að hafa ekki fengið upplýsingar varðandi stefnumótun og starfshætti bæjarins. Fyrsta liðnum var vísað frá nefndinni, þar sem fyrir lá að A hafði verið svarað. Varðandi annan liðinn var lagt fyrir Vestmannaeyjabæ að veita A nákvæmar upplýsingar um laun forstöðumannsins. Þriðji þátturinn þótti ekki varða nægilega vel tilgreind gögn og varð honum vísað frá. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 9. september 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 550/2014 í máli ÚNU14040011.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Hinn 28. apríl 2014 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A yfir Vestmannaeyjabæ. Þar segir: <br /> <br /> „Kæra mín er þessi. Vestmannaeyjabær svarar ekki erindum mínum. Hér er um að ræða beiðni um heimilisföng þeirra er sóttu um starf forstöðumanns Eldheima, hvort umsækjendur hafi verið kallaðir í viðtöl, hver fékk starfið og á hvaða forsendum og ráðningarsamning og launakjör þess er var ráðinn. Skal í því efni vitnað í úrskurð varðandi fulltrúa hjá sýslumönnum. Hér hljóta mál að vera sama eðlis.<br /> <br /> Félagsþjónustan svarar ekki beiðni um stefnumörkun og þá fundargerðir og hvort til standi að félagsþjónustan, ráðamenn hennar og starfsfólk muni bera vín í skjólstæðinga sína í aðdraganda kosninga eins og dæmi eru um. Slíkt getur ekki annað en verið bókað og því aðgengilegt. Almennt svarar félagsþjónustan seint eða ekki. Því er kæra mín þessi, yfirvöld virði svarfresti. Svarað sé málefnalega og með rökum.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi Vestmannaeyjabæ  bréf, dags. 29. apríl 2014, og gaf honum kost á athugasemdum við framangreinda kæru. <br /> <br /> Í svarbréfi bæjarins, dags. 5. maí 2014, segir m.a.: „[A] var ekki synjað um þessar upplýsingar og erindi hans var svarað sjá meðfylgjandi svarbréf.“<br /> <br /> Með fylgdi afrit af bréfi bæjarins til kæranda, dags. 27. mars 2014. Þar eru umsækjendur um umrætt starf forstöðumanns taldir upp og sagt að talað hafi verið við þá sem hafi komið til greina í starfið. Þá er greint frá bókun, sem hafi verið gerð á fundi framkvæmda- og hafnarráðs nr. 165, hinn 24. mars, vegna framkvæmda og kostnaðar við Eldheima, og er hún birt orðrétt í bréfinu. Með fylgdi einnig afrit af svari bæjarins til kæranda, dags. 28. apríl 2014. Þar segir hver hafi verið ráðinn forstöðumaður Eldheima, hvaða kjarasamningur taki til hans, í hvaða launaflokki hann sé og hvaða starfsheiti hann hafi.<br /> <br /> Þá hefur nefndinni borist annað svar frá Vestmannaeyjabæ, dags. 5. maí sl., þar sem segir m.a.:<br /> <br /> „Rétt er að benda úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að umræddur kærandi er að spyrja um atriði sem undirritaður kannast ekkert við og finnst hvergi í fundargerðum félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar. Erindið fjallar um einhverja stefnumörkun og fundargerðir og eitthvað um að ráðamenn og starfsfólk félagsþjónustunnar beri vín í skjólstæðinga sína. Þetta er algjör hugarburður kæranda sem hefur m.a. verið svarað í bréfi, dagsettu 15. apríl sl.“<br /> <br /> Með fylgdi afrit af bréfi bæjarins til kæranda, dags. 23. apríl 2014. Í því er vitnað til fyrra svars til kæranda, dags. 15. s.m., þar sem m.a. segir að óskir um gögn þurfi að vera skýrar og afmarkaðar.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Eins og mál þetta liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur hún svo á að það lúti að þremur atriðum. Í fyrsta lagi heldur kærandi því fram að Vestmannaeyjabær hafi ekki svarað erindum kæranda. Í öðru lagi lýtur málið að ósk kæranda um tilteknar upplýsingar varðandi ráðningu Vestmannaeyjabæjar í starf forstöðumanns gosminjasýningarinnar Eldheima. Í þriðja lagi varðar málið svo beiðni kæranda um upplýsingar og gögn varðandi stefnumótun og starfshætti bæjarins.<br /> <br /> Að því er varðar þann þátt kærunnar sem snýr að því að Vestmannaeyjabær hafi ekki svarað erindum kæranda skal tekið fram að samkvæmt 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993  er heimilt að kæra óhæfilegan drátt á svörum stjórnvalda til þess stjórnvalds sem ákvörðun í máli verður kærð til, í þessu tilfelli úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í máli þessu liggja hins vegar fyrir afrit af bréfum bæjarins þar sem upplýsingabeiðni kæranda er svarað. Gefur þessi liður kærunnar því ekki tilefni til frekari umfjöllunar og er honum vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Mál þetta varðar í öðru lagi ósk kæranda um að fá tilteknar upplýsingar er varða ráðningu Vestmannaeyjabæjar í starf forstöðumanns gosminjasýningarinnar Eldheima. Kveðst kærandi nánar tiltekið ekki hafa fengið umbeðnar upplýsingar um heimilisföng umsækjenda um starf forstöðumanns, hvort þeir hafi verið kallaðir í viðtöl, hver hafi fengið starfið og á hvaða forsendum. Auk þess vilji hann fá afrit af ráðningarsamningi og upplýsingar um launakjör þess er var ráðinn.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012 er kveðið á um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Samkvæmt ákvæðinu er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum um tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Í 7. gr. laganna er hins vegar sérákvæði um rétt almennings til upplýsinga um málefni starfsmanna. Þar segir orðrétt:<br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.<br /> <br /> Þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögum þessum eiga ekki við er, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn:   <br /> 1. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn,   <br /> 2. nöfn starfsmanna og starfssvið,   <br /> 3. föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda,  <br /> 4. launakjör æðstu stjórnenda,   <br /> 5. áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.<br /> <br /> Enn fremur er heimilt að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem æðstu stjórnendur hafa sætt, þar á meðal vegna áminninga og brottvísana, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir.<br /> <br /> Með sama hætti ber að veita almenningi upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða starfsmenn lögaðila sem falla undir lög þessi skv. 1. málsl. 2. mgr. 2. gr.: <br />  1. nöfn starfsmanna og starfssvið, <br />  2. launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra.<br /> <br /> Almenningur á rétt til aðgangs að upplýsingum skv. 2. og 4. mgr. frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli.“<br /> <br /> Eins og sjá má er meginregla upplýsingalaga sú að upplýsingaréttur almennings tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga segir um þetta:<br /> <br /> „Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tölul. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipun eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verði skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tölul. 2. mgr. ákvæðisins.“<br /> <br /> Í 2.-3. mgr. 7. gr. er hins vegar að finna undantekningar frá framangreindri meginreglu og kveðið á um rétt almennings til nánar tiltekinna „upplýsinga“ um málefni starfsmanna. Úrskurðarnefnd um upplýsingmál hefur túlkað þetta svo að umrædd undantekningarákvæði veiti almenningi ekki rétt til ákveðinna „gagna“, svo sem ráðningarsamninga, heldur geti stjórnvaldið veitt umræddar upplýsingar með þeim gögnum sem það sjálft kýs. Vísast í þessu sambandi til nánari umfjöllunar í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-520/2014.<br /> <br /> Í máli þessu reynir á rétt kæranda til upplýsinga um launakjör forstöðumanns Eldheima, sem er gosminjasafn í Vestmannaeyjum. Samkvæmt auglýsingu bæjarins um starfið, sem ber heitið safnstjóri, dags. 24. janúar 2014, ber safnstjóri ábyrgð á stjórnun, rekstri og stjórnsýslu safnsins. Undir verksvið hans heyra jafnframt fjármál, starfsmannamál og framkvæmd ákvarðana bæjaryfirvalda sem að safninu snúa. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að safnstjóri teljist til æðstu stjórnenda í skilningi 4. tölul. 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Fyrir liggur að kæranda hefur verið sendur listi með nöfnum umsækjenda um umrætt starf. Honum hefur verið greint frá því hver þeirra hafi verið ráðinn. Þá hefur verið svarað spurningu hans um hvort umsækjendur hafi verið kallaðir í viðtöl. Þarfnast þetta ekki frekari umfjöllunar er þeim hluta kærunnar sem beinist að þessum atriðum vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Að því er varðar launakjör forstöðumannsins hefur Vestmannaeyjabær veitt kæranda upplýsinga um það hvaða kjarasamningur gildi um störf hans og hvaða launaflokki forstöðumaðurinn tilheyri.<br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga er tekið fram að réttur skv. 4. tölul. 4. mgr. 7. gr. sé ekki takmarkaður við „föst launakjör“, en til fastra launakjara teljast, auk fastra grunnlauna, t.d. föst yfirvinna, bílastyrkir, húsaleigustyrkir og önnur þess háttar hlunnindi. Í ljósi þessa ákvæðis telur úrskurðarnefndin því ekki nægilegt að veita kæranda aðeins upplýsingar um kjarasamning og viðeigandi launaflokk, heldur beri Vestmannaeyjabæ að veita nákvæmar upplýsingar um laun forstöðumannsins, hvort sem það er gert með afhendingu ráðningasamnings eða öðrum hætti.<br /> <br /> Kærandi óskaði einnig eftir upplýsingum um heimilisföng þeirra er sóttu um umrædda stöðu forstöðumanns. Í tilefni af þessu skal tekið fram að í 4. tölul 4. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 sagði að réttur almennings til aðgangs að gögnum tæki ekki til umsókna um störf hjá ríki eða sveitarfélögum. Skylt væri hins vegar að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda, þegar umsóknarfrestur væri liðinn. Þegar núgildandi upplýsingalög tóku gildi var þessu breytt og nú segir aðeins í 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. að skylt sé að veita upplýsingar nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur sé liðinn. Ekki er vikið að heimilisföngum og er því ekki lengur skylt að veita upplýsingar um þau. Verður því ekki lagt fyrir Vestmannaeyjabæ að gera það.<br /> <br /> Eftir stendur að fjalla um þann þátt kærunnar sem lýtur að  óskum kæranda um gögn „um stefnumörkun og það hvort félagsþjónustan, ráðamenn hennar og starfsfólk beri vín í skjólstæðinga sína í aðdraganda kosninga“. <br /> <br /> Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum til fyrirliggjandi gagna. Samkvæmt 15. gr. sömu laga skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að framangreind ósk kæranda um upplýsingar uppfylli ekki framangreint skilyrði upplýsingalaga auk þess sem fram kemur í bréfi Vestmannaeyjabæjar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 5. maí, að engin gögn er varði þennan hluta beiðninnar finnist hjá bænum. Samkvæmt því sem segir hér að framan er kærunni því að þessu leyti vísað frá nefndinni.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vestmannaeyjabæ ber að veita kæranda upplýsingar um launakjör forstöðumanns gosminjasýningarinnar Eldheima.Kærunni er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, <span>formaður</span></p> <div> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </div> |
549/2014. Úrskurður frá 1. september 2014 | Hinn 24. júlí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. A-540/2014 í máli ÚNU 13070006. Síðar barst beiðni um frestun á réttaráhrifum úrskurðarins. Við meðferð þess máls kom í ljós að hann hafði ekki verið byggður á réttum lagagrundvelli og var þá ákveðið að fella hann úr gildi. Af sömu ástæðum varð að vísa umræddri kæru frá nefndinni. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 1. september 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 549/2014 í máli ÚNU14080001.<br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Hinn 24. júlí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. A-540/2014 í máli ÚNU 13070006. Fjallaði úrskurðurinn um kæru Gámaþjónustunnar hf. á afgreiðslu Hildu ehf. á beiðni um aðgang að upplýsingum um sölu Hildu ehf. á eignarhlut þess í Íslenska gámafélaginu ehf.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi bréf, dags. 6. ágúst 2014, til B, fyrir hönd Hildu ehf., til Forum lögmanna fyrir hönd Íslenska gámafélagsins ehf.,  til Seðlabanka Íslands vegna Hildu ehf. og til Gámaþjónustunnar hf. Það bréf er svohljóðandi: </p> <p>„Hinn 24. júlí sl. kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp hjálagðan úrskurð nr. A-540/2014 í máli ÚNU 13070006. Í úrskurðinum var Hildu ehf. gert að afhenda kæranda, þ.e.a.s. Gámaþjónustunni hf., samkomulag um endurskipulagningu Íslenska gámafélagsins ehf. Í kjölfarið barst bréf frá Hildu ehf., dags. 31. júlí sl., þar sem farið var fram á frestun réttaráhrifa úrskurðarins. Þegar farið var yfir kröfuna kom í ljós að úrskurðurinn virðist hafa verið byggður á röngum lagagrundvelli. Samkvæmt 1. málsl. 3. mgr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 gilda lögin ekki um gögn í vörslu lögaðila, skv. 2. mgr. 2. gr. laganna, sem urðu til fyrir gildistöku laganna. Umrætt samkomulag er dagsett 13. desember 2011 en lögin tóku gildi 1. janúar 2013. Úrskurðarnefndin hyggst því afturkalla úrskurðinn, sbr. 2. tölul. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og kveða upp nýjan úrskurð í málinu. Ef þér óskið að koma athugasemdum á framfæri við nefndina vegna þessarar fyrirætlunar þurfa þær að berast eigi síðar en 15. ágúst næstkomandi.“</p> <p>B sendi úrskurðarnefndinni bréf, dags. 14. ágúst 2014, þar sem segir m.a. að Hilda ehf. geri engar athugasemdir við bréf nefndarinnar, dags. 6. ágúst, og taki undir þau sjónarmið sem þar séu rakin. Engar athugasemdir bárust frá öðrum.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila frekar en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar skjal, dagsett 13. desember 2011, sem ber með sér samkomulag um endurskipulagningu Íslenska gámafélagsins ehf. Með gildistöku upplýsingalaga nr. 140/2012, hinn 1. janúar 2013, var gildissvið upplýsingalaga víkkað. Eldri lög tóku almennt aðeins til starfsemi stjórnvalda, og ekki til einkaréttarlegra lögaðila, hvort sem þeir voru í eigu hins opinbera eða ekki, en hin nýju lög taka til allrar starfsemi á vegum einkaréttarlegra lögaðila sem eru í eigu hins opinbera að 51% hluta eða meira, sbr. 2. mgr. 2. gr. Hilda ehf. er í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands hf. sem síðan er alfarið í eigu Seðlabanka Íslands. Er Hilda ehf. því í eigu hins opinbera og taka upplýsingalög til starfsemi félagsins á grundvelli 2. mgr. 2. gr. þeirra. </p> <p>Upplýsingalög gilda um öll gögn sem undir þau falla, án tillits til þess hvenær þau urðu til eða hvenær þau hafa borist þeim aðilum sem undir þau falla, sbr. 2. mgr. 35. gr. Þó segir í 3. mgr. sömu greinar að þau gildi aðeins um þau gögn í vörslu lögaðila sem hafi orðið til eftir gildistöku laganna, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 3. gr. </p> <p>Það gagn sem mál þetta lýtur að, þ.e. samkomulag um endurskipulagningu Íslenska gámafélagsins ehf., varð til fyrir gildistöku nýrra upplýsingalaga eða 13. desember 2011. Fellur ágreiningur um aðgang að því þ.a.l. utan valdssviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál, eins og það er afmarkað í 20. gr. laganna. </p> <p>Af þeim ástæðum sem að framan eru raktar ákveður úrskurðarnefnd um upplýsingamál að fella úr gildi úrskurð sinn nr. A-540/2014, sem kveðinn var upp hinn 24. júlí í máli ÚNU 13070006. Af þessu leiðir að til úrskurðar er sama kæra og í máli ÚNU 13070006. Af sömu ástæðum og fyrr eru raktar verður að vísa frá nefndinni kæru Gámaþjónustunnar hf., dags. 1. ágúst 2013, á afgreiðslu Hildu ehf. á beiðni um aðgang að upplýsingum um sölu Hildu ehf. á eignarhlut þess í Íslenska gámafélaginu ehf. <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-540/2014, kveðinn upp. 24. júlí 2014, í máli máli ÚNU 13070006, er felldur úr gildi. Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru Gámaþjónustunnar hf., dags. 1. ágúst 2013, á afgreiðslu Hildu ehf. á beiðni um aðgang að upplýsingum um sölu Hildu ehf. á eignarhlut þess í Íslenska gámafélaginu ehf.</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir </p> <p>Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
548/2014. Úrskurður frá 13. ágúst 2014 | Þess var krafist af hálfu sveitarfélags að réttaráhrifum úrskurðar nr. 541/2014, sem kveðinn var upp 24. júlí 2014, í máli ÚNU 14040010, yrði frestað. Að mati úrskurðarnefndarinnar var frestur til að gera slíka kröfu runninn út og því var henni vísað frá. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 13. ágúst 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð, nr. 548/2014, í máli ÚNU 14080002.<br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 6. ágúst 2014, krafðist H, f.h. K, þess fyrir hönd sveitarfélagsins Ölfuss að réttaráhrifum úrskurðar nr. 541/2014, sem kveðinn var upp 24. júlí 2014, í máli ÚNU 14040010, yrði frestað. Því til rökstuðnings segir m.a.:<br /> <br /> „Réttur til að bera fram kröfu um frestun réttaráhrifa gildir í sjö daga frá birtingu úrskurðar. Með vísan til birtingarreglu stjórnsýsluréttar, sem felur í sér að ákvörðun í máli sé aðeins bindandi þegar hún er komin til aðila máls, er byggt á því að fresturinn hafi fyrst byrjað að líða þegar úrskurðurinn barst nefndnum hæstaréttarlögmanni í hendur […] Líkt og að ofan greinir barst úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingarmál nr. 541/2014 nefndum hæstaréttarlögmanni er hann kom aftur til starfa eftir sumarleyfi hinn 5. ágúst sl. Hófst þá sjö daga frestur skv. 24. gr. upplýsingalaga, sem skal teljast frá og með 6. ágúst, sbr. 8. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. […] Samkvæmt 24. gr. upplýsingalaga er frestun réttaráhrifa bundin því skilyrði að úrskurðarnefnd um upplýsingamál telji sérstaka ástæðu til þess að réttaráhrifum verði frestað. Umbjóðandi LEX telur ljóst að þetta skilyrði sé uppfyllt í málinu. Í því sambandi er bent á að verði réttaráhrifum úrskurðarins ekki frestað og kæranda afhent gögn samkvæmt úrskurðarorðum þá er réttur LEX til þess að bera málið undir dómstóla gerður þýðingarlaus, enda hafa þá gögnin og upplýsingar samkvæmt þeim komist til vitundar kæranda og tilgangur fyrirhugaðrar málsóknar umbjóðanda LEX fyrir borð borinn. Er umbjóðanda LEX því nauðsynlegt að fá réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frestað.“<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt fyrir stjórnvald eða annan aðila að veita aðgang að gögnum geti hún, að kröfu viðkomandi, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til. Skuli krafa þess efnis berast úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar.<br /> <span><br /> Í athugasemdum við framangreint ákvæði, í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012, segir m.a.:<br /> <br /> „Í 1. mgr. 24. gr. er lagt til að lögbundin verði heimild fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar þegar nefndin hefur úrskurðað að aðgang skuli veita að upplýsingum. Sá sem úrskurður beinist gegn getur þá gert kröfu þess efnis með það fyrir augum að bera ágreiningsefnið undir dómstóla.  Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á. Sambærilegt ákvæði er nú í 18. gr. upplýsingalaga. Þó er lagt til að frestur til að bera fram kröfu um frestun réttaráhrifa lengist úr þremur dögum, eins og nú er kveðið á um, í sjö daga. Fresturinn er þá áfram mjög skammur, en gefur samt nauðsynlegt svigrúm fyrir viðeigandi aðila til að taka afstöðu til viðbragða. Brugðið hefur við, til að mynda þegar úrskurðir eru birtir í lok viku, að stjórnvöld hafi í reynd ekki haft nægan tíma til að bregðast við á grundvelli þessa ákvæðis.“<br /> <br /> Í 8. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir:<br /> <br /> „Þar sem kveðið er á um frest í lögum telst sá dagur, sem fresturinn er talinn frá, ekki með í frestinum. Ef lokadagur frests er almennur frídagur lengist fresturinn til næsta opnunardags þar á eftir. Að öðru leyti ber að telja frídaga með sem eru innan frestsins þegar fresturinn er reiknaður.“<br /> <br /> Krafa sú sem hér er til úrskurðar lýtur að úrskurði sem kveðinn var upp fimtudaginn 24. júlí 2014 og var póstlagður föstudaginn 25. júlí. Verður við það að miða að sá sjö daga frestur, sem mælt er fyrir um í 24. gr. upplýsingalaga, hafi runnið út hinn 2. ágúst 2014. Reki lögmaður mál fyrir úrskurðarnefndinni verður við það að miða að upphaf frestsins hefjist þegar úrskurður berst á starfsstöð hans en ekki þegar póstsendingin er opnuð fari þau tímamörk ekki saman. Í upplýsingalögum nr. 140/2012 er ekki gert ráð fyrir að svokölluð lögmæt forföll, sbr. t.d. ákvæði um meðferð einkamála þar að lútandi, kunni að lengja þennan frest.  Það að lögmaður þess aðila sem úrskurður beinist gegn hafi verið í sumarleyfi þegar úrskurður var birtur getur því að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki framlengt umræddan frest.<br /> <br /> Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst ekki fyrr en hinn 6. ágúst 2014 og verður að gera ráð fyrir að þá hafi a.m.k. 10 dagar verið liðnir frá birtingu. Eru þegar af þeirri ástæðu ekki efni til frekari umfjöllunar um frestunarkröfuna og verður því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </span></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <span>Kröfu H., f.h. K., fyrir hönd sveitarfélagsins Ölfuss  um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar nr. 541/2014, frá 24. júlí 2014, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </span> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                        <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-541/2014. Úrskurður frá 24. júlí 2014 | Íslenska gámafélagið hf. kærði synjun Sveitarfélagsins Ölfuss á beiðni um aðgang að tilboðsgögnum Gámaþjónustunnar hf. Sveitarfélagið hafði hvorki leiðbeint um kæruheimild né um kærufrest. Með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 var kærunni því ekki vísað frá. Kærandi var einn tilboðsgjafa í umræddu útboði og naut því réttar samkvæmt ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þá taldi nefndin umbeðin gögn ekki falla undir 6. gr. laganna og aðgangur yrði ekki takmarkaður á grundvelli 10. gr. Ákvæði 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, sem banna kaupanda að láta af hendi upplýsingar sem fyrirtæki hafa lagt fram sem trúnaðarupplýsingar, tækju einkum til tækni- og viðskiptaleyndarmála og fælu í sér almenna þagnarskyldu er takmarki ekki almennan aðgangsrétt. Því bæri sveitarfélaginu Ölfusi að afhenda þau. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 24. júlí kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-541/2014 í máli ÚNU 140040010. <br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi 23. apríl 2014 kærði Íslenska gámafélagið hf. afgreiðslu Sveitarfélagsins Ölfuss á beiðni félagsins um aðgang að gögnum varðandi tilboð í sorphirðu hjá sveitarfélaginu. <br /> <br /> Í kærunni er rakið að kærandi hafi þann 30. desember 2013 óskað eftir aðgangi að tilboði eins bjóðenda í sorphirðu fyrir Sveitarfélagið Ölfus. Af gögnum málsins verður ráðið að þann 23. sama mánaðar hafi verið opnuð tilboð vegna umrædds útboðs og að tilboð Gámaþjónustunnar hf. hafi verið lægst. Í beiðni kæranda var óskað eftir aðgangi að tilboði Gámaþjónustunnar hf. og fylgigögnum þess. Þá var óskað eftir „auknum upplýsingum sé um undirverktöku eða heimildar til undirverktöku að ræða“. Einnig „sundurliðun á framlagðri kostnaðaráætlun sveitarfélagsins“ fyrir umrætt verk. Þann 17. janúar 2014 var erindi kæranda svarað á þá leið að umbeðnar upplýsingar yrðu ekki látnar af hendi, „m.a. þar sem tilboð eru ekki að fullu metin og ekki hefur verið gengið til samninga um verkefnið“. <br /> <br /> Í millitíðinni aflaði Sveitarfélagið Ölfus umsagnar Gámaþjónustunnar hf. þar sem fram kom að verksamningur hefði ekki verið undirritaður. Þá var tekið fram að tilboðshafa væri með öllu óheimilt að afhenda samkeppnisaðila tilboð Gámaþjónustunnar hf. og þá sér í lagi í miðju útboðsferli. Þau gögn og þá sérstaklega tilboðsskrá væri trúnaðarmál milli verkkaupa og bjóðanda eins og skýrt væri tekið fram í kafla 0.4.1 í útboðsgögnum. Þá mætti geta þess að 22. janúar 2014 yrði auglýst opnun tilboða í sorphirðu fyrir Hveragerðisbæ. Teldi Gámaþjónustan hf. að Sveitarfélagið Ölfus bryti trúnað við bjóðanda og bakaði sér skaðabótaábyrgð með afhendingu umræddra gagna við þessar aðstæður.<br />  <br /> Þann 25. mars 2014 ítrekaði kærandi beiðni sína til Sveitarfélagsins Ölfuss. Sveitarfélagið hafnaði beiðninni 29. sama mánaðar með vísan til fyrri niðurstöðu sinnar. Í kærunni kemur fram að kærð sé ákvörðun sveitarfélagsins 29. mars 2014. Kærandi vísi til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-409/2012 og byggi rétt sinn á 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en einnig 1. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi 28. apríl 2014 var Sveitarfélaginu Ölfusi gefinn kostur á að tjá sig um framangreinda kæru. Í svari sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar 14. maí sama ár er vísað til þess að kæra hafi borist úrskurðarnefndinni að liðnum kærufresti. Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skuli mál borin skriflega undir nefndina innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun. Sveitarfélagið hafi tilkynnt kæranda þann 17. janúar 2014 að erindi hans hefði verið synjað. Síðari tölvupóstur sveitarfélagsins 29. janúar 2014 hafi aðeins falið í sér ítrekun á fyrri ákvörðun þess. Hafi kærufrestur því verið liðinn þegar kæra barst nefndinni 23. apríl 2014. <br /> <br /> Sveitarfélagið vísar einnig til þess að 9. gr. upplýsingalaga standi því í vegi að kæranda verði veittur aðgangur að umbeðnum gögnum. Samkvæmt ákvæðinu sé óheimilt að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum og gögnum sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Gámaþjónustunnar ehf., enda myndi slíkt hafa alvarleg áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Yrði það í hæsta máta óeðlilegt ef samkeppnisaðili gæti fengið svo nákvæmar upplýsingar um keppinaut sinn svo sem felist í hinum umbeðnu gögnum. Þá hafi sveitarfélagið heitið Gámaþjónustunni hf. og öðrum tilboðsgjöfum trúnaði í útboðinu. Ein af forsendum þess að Gámaþjónustan ehf. hafi ákveðið að gera tilboð í umræddu útboði hafi verið sú að félaginu hafi verið heitið trúnaði. Kjósi úrskurðarnefndin að líta framhjá þessu loforði sem fram komi í útboðslýsingu, verði það til þess að slík loforð um trúnað verði framvegis merkingarlaus og mögulegir tilboðsgjafar muni hika við að gera tilboð í komandi útboðum, af ótta við að viðskipta- og atvinnuleyndarmál þeirra verði afhjúpuð. Muni þetta leiða til þess að opinberar stofnanir og sveitarfélög muni ekki hafa val um eins hagstæð tilboð og ella, sem leiði til þess að skattfé almennings verði ekki varið með eins skynsamlegum hætti. Opinberar stofnanir og sveitarfélög muni, í komandi tilboðum, aðeins hafa val um tilboð frá fyrirtækjum sem treysti sér til að taka áhættu á að viðkvæmar viðskiptalegar upplýsingar um nýleg verð og verðákvarðanir verði gerðar opinberar. Gefi augaleið að takmarkaðri fjöldi tilboðsgjafa muni leiða til dýrari og þar af leiðandi óhagkvæmari tilboða. Telur sveitarfélagið að annars vegar samkeppnishagsmunir Gámaþjónustunnar ehf. og hins vegar hagsmunir opinberra stofnana, sveitarfélaga og skattgreiðenda af því að hafa ætíð val um bestu tilboðin, gangi framar hagsmunum kæranda af því að fá aðgang að umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Sveitarfélagið vísar einnig til þess að atviksbundið mat á hagsmunum aðila verði að fara fram. Af úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-472/2013 verði ráðið að meta verði í hverju tilviki fyrir sig hvort réttlætanlegt sé að veita aðgang að gögnum sem lögð voru fram með tilboðum í útboði. Þá verði að eiga sér stað atviksbundið mat á hagsmunum beggja aðila og þeir hagsmunir bornir saman. Gögnin verði m.ö.o. að vera metin með hliðsjón af því hvort aðgangur að þeim geti raskað hagsmunum þess sem upplýsingarnar varða með ótilhlýðilegum hætti, þannig að rétt þyki að hagsmunir kæranda af aðgangi víki fyrir þeim hagsmunum. Vísar kærandi í þessu samhengi til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-388/2011, A-407/2012 og A-442/2012. Telur kærandi að atviksbundið mat á hagsmunum kæranda af aðgangi að gögnum og samkeppnishagsmunum Gámaþjónustunnar hf. sem og hagsmunum opinberra stofnana, sveitarfélaga og skattgreiðenda af því að hafa ætíð val um bestu tilboðin leiði til þess að synja verði kæranda um aðgang að þeim gögnum sem Gámaþjónustan hf. lagði fram með tilboði sínu. Umrædd gögn séu m.a. ítarlegar tilboðsskrár með magntölum og einingaverðum, yfirlýsing um skuldastöðu við ríkissjóð og upplýsingar um lífeyrisgreiðslur. Málið varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Gámaþjónustunnar hf. og myndi aðgangur að gögnunum að öllum líkindum valda Gámaþjónustunni hf. tilfinnanlegu tjóni, enda myndi kærandi hæglega geta hagnýtt sér umræddar upplýsingar á kostnað Gámaþjónustunnar hf. Þá séu upplýsingarnar bæði nýlegar og ítarlegar. <br /> <br /> Sveitarfélagið bendir einnig á að kærandi geti ekki aflað umræddra upplýsinga með öðru móti en með atbeina úrskurðarnefndarinnar. Verði kæranda veittur aðgangur að þeim muni það fela í sér skaðlegt fordæmi. Afleiðingarnar yrðu þær að félög sem vildu fá upplýsingar um samkeppnisaðila sína, en geti ekki fengið þær eftir hefðbundnum leiðum, muni taka þátt í útboðum, meðan annars í þeim tilgangi að koma höndum yfir viðkvæmar upplýsingar um þá sem taki þátt í því. Félagið geti þá krafist aðgangs að gögnunum, kært synjun um aðgang til úrskurðarnefndarinnar og fengið aðgang að upplýsingunum með litlum tilkostnaði. Félagið væri þá í betri samkeppnisstöðu en fyrir útboðið þar sem það gæti hagað markaðsfærslu sinni til samræmis við hinar nýfengnu upplýsingar. <br /> <br /> Sveitarfélagið telji að ekki séu skilyrði til þess að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. Líta verði sérstaklega til þess fjárhagstjóns sem Gámaþjónustan hf. gæti orðið fyrir vegna aðgangs kæranda að gögnunum og einnig til þess að mjög stutt sé liðið síðan gögnin voru sett fram, ólíkt þeirri aðstöðu sem uppi var í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-472/2013. Yrði veittur aðgangur að umræddum upplýsingum hefði kærandi viðkvæmar viðskiptalegar upplýsingar um nýleg verð og verðákvarðanir Gámaþjónustunnar hf. og gæti hagað markaðsfærslu sinni til samræmis við það. Slíkt sé meðal annars í ósamræmi við meginmarkmið samkeppnislaga nr. 44/2005 sem 10. gr. laganna byggi meðal annars á, um að keppinautar hegði sér með sjálfstæðum hætti og taki sjálfstæðar ákvarðanir um verð á vörum og þjónustu. <br /> <br /> Sveitarfélagið bendir einnig á þá bagalegu stöðu að sá sem hafi mestra hagsmuna að gæta, þ.e.a.s. Gámaþjónustan hf., sé ekki aðili málsins og geti ekki vísað úrskurði nefndarinnar til dómstóla. Sveitarfélagið beri á hinn bóginn ábyrgð á því að rjúfa trúnað við tilboðsgjafa í miðju útboðsferli. Að mati sveitarfélagsins sé alvarlegt ef honum verði gert skylt að brjóta trúnað við bjóðendur í útboðinu. <br /> <br /> Þá hafnar sveitarfélagið því að úrskurður úrskurðarnefndarinnar í máli nefndarinnar nr. A-409/2012 hafi fordæmisgildi í málinu eins og haldið sé fram af hálfu kæranda. Í umræddum úrskuði hafi niðurstaða um aðgang að gögnum ráðist af því að aðgangur kæranda að gögnunum var ekki talinn þriðja aðila til tjóns. Sama hafi verið uppi á teningnum í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-407/2012. Sveitarfélagið telji að aðgangur kæranda að útboðsgögnum Gámaþjónustunnar hf. yrði félaginu til gífurlegs fjárhagstjóns. Hafnar sveitarfélagið því að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að umræddum gögnum vegi í þessu tilviki þyngra en hagsmunir Gámaþjónustunnar hf. <br /> <br /> Í öllu falli telur sveitarfélagið að aðgang skuli aðeins veita að hluta gagnanna á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Ekki verði veittur aðgangur að tilboðsskrám en þar sé viðkvæmustu trúnaðarupplýsingarnar að finna. Fái kærandi aðgang að tilboðsskrá, þar sem tilboðsverð sé nákvæmlega sundurliðað í einstaka tilboðsliði, verði kæranda gert mun auðveldara en ella að áætla hvað Gámaþjónustan hf. muni bjóða í sambærilega verkliði í næstu útboðum. <br /> <br /> Kærandi gerði athugasemdir við umsögn Sveitarfélagsins Ölfuss með bréfi 2. júní 2014. Kærandi mótmælir því að kærufrestur hafi verið liðinn þegar kæra var lögð fram. Tölvupóstur sveitarfélagsins 17. janúar 2014 hafi ekki verið „höfnun“ heldur hafi verið um „skýringu“ að ræða á því hvers vegna ekki væri unnt að afhenda gögnin. Kærufrestur hafi ekki byrjað að líða fyrr en 29. mars 2014 og því hafi kæran 23. apríl sama ár komið fram innan kærufrestsins.  Þá er á það bent að Gámaþjónustan hf. sé ekki aðili málsins og hafi „ekkert um það að segja“ hvort umbeðin gögn verði afhent öðrum tilboðsgjöfum. Þá er því mótmælt að ein af forsendum þess að Gámaþjónustan hf. hafi boðið í verkið hafi verið að félaginu hafi verið heitið trúnaði. Sveitarfélagið verði að taka afleiðingum þess að lofa einhverju sem standist ekki lög. <br /> <br /> Kærandi tekur fram að hann byggi rétt sinn á 14. gr. upplýsingalaga og vísar til þeirra sjónarmiða sem fram koma í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-409/2012. Þá bendir kærandi á að mikilvægi þeirra upplýsinga sem fram komi á tilboðsblöðum eftir opnun tilboða sé mjög takmarkað, en það sé á hinn bóginn mjög mikið fram að slíkri opnun. Þannig séu þær tölur sem settar séu fram með sundurliðuðum hætti ekki mikilvægar eftir opnun tilboða, enda útboðið búið og upplýst hver hafi verið lægstbjóðandi. Ekki sé upplýst um viðskiptaleyndarmál með því að opinbera umræddar tölur, enda séu einingaverð mjög misjöfn eftir útboðum. Það hafi enga þýðingu að rýna í einingaverð útboða. Á hinn bóginn sé mikilvægt að sjá hvað hafi nákvæmlega verið sett fram og hvort þær kröfur sem gerðar hafi verið um hæfi bjóðenda og eiginleika tilboða samkvæmt útboðsgögnum sé rétt metið. Þá hafi verið gerðar tilteknar breytingar á lögum um opinber innkaup nr. 84/2007 með lögum nr. 58/2013 en af þeim megi ráða að löggjafinn hafi viljað auka gagnsæi í opinberum innkaupum. Séu ákveðin líkindi með markmiðum upplýsingalaga og laga um opinber innkaup að þessu leyti. Þá vísar kærandi til úrskurða úrskurðarnefndarinnar í málum nr. A-409/2012 og A-472/2013 til stuðnings beiðni sinnar en hafnar því að úrskurður hennar í máli nr. A-442/2012 varði sambærilegt álitaefni.  <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Í beiðni kæranda frá 30. desember 2013 var óskað eftir aðgangi að tilboði Gámaþjónustunnar hf. og fylgigögnum þess í útboðinu „Sorphirða í Ölfusi 2014-2019“.  Þá óskaði kærandi eftir auknum upplýsingum væri „um undirverktöku eða [heimild] til undirverktöku að ræða“ og „sundurliðun á framlagðri kostnaðaráætlun sveitarfélagsins“ fyrir umrætt verk. Sveitarfélagið Ölfus hefur látið úrskurðarnefndinni í té útboðsgögn Gámaþjónustunnar hf. og verður ekki annað ráðið en að sveitarfélagið telji að umrædd gögn séu þau sem óskað hafi verið eftir af hálfu kæranda. Í ljósi þessa lýtur mál þetta að synjun Sveitarfélagsins Ölfus á beiðni kæranda um aðgang að útboðsgögnum Gámaþjónustunnar hf. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Kærandi óskaði upphaflega eftir hinum umbeðnu gögnum 30. desember 2013 og var beiðninni hafnað 17. janúar 2014. Í svari sveitarfélagsins til kæranda var honum hvorki leiðbeint um kæruheimild þá sem kveðið er á um í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga né kærufrest samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna. Með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður kærunni því ekki vísað frá þótt kærufrestur samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga hafi verið liðinn þegar kæran barst úrskurðarnefndinni 23. maí 2014.<br />  <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðnings beiðni hans um aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-407/2012, A-409/2012, A-472/2013 og A-432/2014. <br /> Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi var einn tilboðsgjafa í því útboði er mál þetta lýtur að. Þá hefur nefndin kynnt sér hin umbeðnu gögn og er ljóst að þau urðu til áður en gengið var til samninga um það verkefni sem útboðið náði til. Kærandi nýtur því réttar til aðgangs að umræddum gögnum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Er réttur kæranda því ríkari en almennings sem á rétt til aðgangs að gögnum á grundvelli 1. mgr. 5. gr. laganna. <br /> <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Af hálfu Sveitarfélagsins Ölfuss er meðal annars vísað til þess að þátttakendum í útboðinu hafi verið heitið trúnaði sbr. ákvæði 0.4.1 í útboðslýsingu þar sem segir að útfyllt tilboðsskrá sé trúnaðarmál milli verkkaupa og bjóðanda. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Stjórnvald getur því ekki vikið frá ákvæðum þeirra með því að heita þeim trúnaði sem látið hefur af hendi upplýsingar. Slíkt verður ekki gert nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Hefur það því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt sveitarfélagið hafi heitið tilboðsgjöfum trúnaði í útboðslýsingu sinni.  <br /> <br /> Í umsögn sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram það viðhorf að hagsmunir „opinberra stofnanna, sveitarfélaga og skattgreiðenda af því að hafa ætíð val um bestu tilboðin“ gangi framar hagsmunum kæranda af því að fá aðgang að umbeðnum gögnum. Vísar kærandi til þess að rúmur aðgangur tilboðsgjafa að tilboðsgögnum samkeppnisaðila myndi leiða til þess að færri myndu bjóða í verk en það myndi leiða til hærri tilboða í verk á vegum hins opinbera. Eins og að framan greinir er réttur kæranda til aðgangs að hinum umbeðnu gögnum reistur á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. gildir 1. mgr. ekki um gögn sem talin eru upp í 6. gr. laganna og gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara samkvæmt 10. gr. laganna. Hin umbeðnu gögn eru ekki meðal þeirra gagna sem aðgangur er takmarkaður að samkvæmt 6. gr. laganna. Þá verður ekki talið að aðgangur kæranda verði takmarkaður á grundvelli ákvæða 10. gr. upplýsingalaga. Sér í lagi verður ekki talið að réttur kæranda verði takmarkaður með vísan til 3. töluliðar 10. gr., þar sem heimilað er að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins. Telur úrskurðarnefndin að birting hinna umbeðnu upplýsinga sé ekki til þess fallin að skaða efnahag ríkisins svo mjög að það varði mikilvæga hagsmuni þess.    <br /> <br /> Sveitarfélagið Ölfus hefur vísað til þess að það sé almennt séð óeðlilegt að tilboðsgjafi í útboði geti fengið nákvæmar upplýsingar um samkeppnisaðila með því að fá aðgang að upplýsingum um ný og nákvæm einingarverð sem viðkomandi leggi til grundvallar tilboði sínu. Af þessu tilefni áréttar úrskurðarnefndin að löggjafinn hefur að vissu marki lögfest umrætt sjónarmið í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Samkvæmt því ákvæði er kaupanda óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsinga en til slíkra upplýsinga teljast einkum tækni- og viðskiptaleyndarmál auk þeirra atriða í tilboði sem leynt skulu fara. Á hinn bóginn er sérstaklega kveðið á um í 3. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 að umrætt ákvæði 1. mgr. 17. gr. hafi „ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga“. Af athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 84/2007 verður ráðið að 1. mgr. 17. gr. laganna feli í sér almennt þagnarskylduákvæði sem takmarki ekki rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum sbr. 3. mgr. 4. gr. þeirra laga. <br /> <br /> </p> <h3>5.</h3> <p>Í ljósi alls framangreinds kemur til skoðunar hvort niðurstaða Sveitarfélagsins Ölfus eigi sér stoð í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en þar er kveðið á um að heimilt sé að „takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum“.<br /> <br /> Gögn þau sem beiðni kæranda lýtur að eru útboðsgögn Gámaþjónustunnar hf. vegna umrædds útboðs. Er þar að finna svokallað tilboðsblað þar sem fram kemur tilboðsfjárhæð umrædds tilboðsgjafa. Í tilboðsskrá er að finna einingaverð sem miðað var við í tilboði fyrirtækisins. Þá er í gögnunum yfirlýsing um skuldastöðu við ríkissjóð, vottorð frá héraðsdómi, yfirlýsing frá nokkrum lífeyrissjóðum, yfirlit úr hlutafélagaskrá, almennar upplýsingar um tilboðsgjafa, skrá yfir tæki og búnað, upplýsingar um reynslu tilboðsgjafa og aðrar almennar upplýsingar og starfsleyfi frá Reykjavíkurborg. Þá er í gögnunum að finna almennt kynningarefni um starfsemi Gámaþjónustunnar hf. <br /> <br /> Í umsögnum Sveitarfélagsins Ölfuss og Gámaþjónustunnar hf. kemur fram að hagsmunir Gámaþjónustunnar hf. standi einkum til þess að takmarkaður verði aðgangur að framangreindu tilboðsblaði. Í umsögn Gámaþjónustunnar hf. er að öðru leyti vísað til þess að umrædd gögn séu trúnaðargögn samkvæmt skilmálum í útboðs- og verklýsingu. Þá verður af umsögninni ráðið að fyrirtækið telji að það kunni að leiða til tjóns verði veittur aðgangur að hinum umbeðnu gögnum. Er í því samhengi vísað til fyrirhugaðs útboðs fyrir sorphirðu í Hveragerðisbæ en verður ráðið að fyrirtækið telji það geta haft skaðleg áhrif fyrir sig í umræddu útboði verði upplýsingarnar birtar. Á meðan mál þetta hefur verið til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni hefur útboðið farið fram.   <br /> <br /> Í málum þar sem fjallað hefur verið um beiðnir um aðgang að einingaverði í tilboðum útboða á vegum aðila er falla undir upplýsingalög hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál almennt komist að þeirri niðurstöðu að veita beri aðgang á grundvelli 9. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 14. gr. núgildandi upplýsingalaga, en þessar lagagreinar eru sama efnis. Hefur nefndin lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd útboðanna og að almannahagsmunir standi til þess að veittur sé aðgangur að gögnum er varði ráðstöfun opinberra fjármuna. Þá sé rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. <br /> <br /> Þrátt fyrir þessi almennu sjónarmið verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort aðgang að slíkum upplýsingum beri að takmarka á grundvelli upplýsingalaga. Eins og fram kemur í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur við það mat einkum til skoðunar hvort hætta sé á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Í athugasemdunum kemur einnig fram að aðila verði ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um það hvort aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þær upplýsingar sem beiðni kæranda lýtur að. Af gögnunum verður ekki ráðið að hagsmunum Gámafélagsins hf. sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að þeim. Í hinum umbeðnu gögnum er ekki að finna upplýsingar um sambönd Gámafélagsins hf. við viðskiptamenn fyrirtækisins sem virðast til þess fallnar að skaða hagsmuni þess, þau viðskiptakjör sem fyrirtækið nýtur, álagningu þess eða afkomu. Auk almennra athugasemda hefur Gámafélagið hf. vegna meðferðar málsins aðeins vísað til þess að fyrirtækið kynni að verða fyrir tjóni við framkvæmd eins tiltekins útboðs verði hinar umbeðnu upplýsingar birtar, en umrætt útboð hefur þegar verið framkvæmt. Í ljósi þessa fellst nefndin ekki á að neita beri kæranda aðgangi að útboðsgögnum Gámaþjónustunnar hf. vegna útboðs á sorphirðu í Ölfusi 2014-2019. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Sveitarfélaginu Ölfusi ber að afhenda kæranda útboðsgögn Gámaþjónustunnar hf. vegna útboðs í verkið „Sorphirða í Ölfusi 2014-2019“. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                  <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <br /> |
A-547/2014. Úrskurður frá 24. júlí 2014 | Brit Insurance Limited, Great Lakes Reinsurance (UK) Plc., Chubb Insurance Company of Europe SE, Aspen Insurance UK Limited og fleiri erlendir vátryggjendur kærðu synjun Fjármálaeftirlitsins („FME“) á beiðni um aðgang að gögnum. Deilt var um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ætti við. Nefndin taldi svo ekki vera en mat hvort umbeðin gögn væru háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. þeirrar greinar og 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Það var niðurstaðan að svo væri. Því hafi FME verið rétt að synja kærendum um aðgang að skýrslu um útlánaáhættu Kaupþings banka hf., umfram þá hluta hennar sem kærendur hefðu þegar fengið aðgang að. Þau sjónarmið ættu við um svo stóran hluta skýrslunnar að ekki kæmi til greina að veita aðgang að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Skýrslur um stórar áhættur sem Kaupþing banki hf. sendi til FME á árunum 2007 og 2008 á grundvelli reglna nr. 216/2007 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum (áður reglur nr. 531/2003) taldi nefndin einnig falla undir þagnarskylduna og að þær upplýsingar sem undanþegnar væru upplýsingarétti væru svo stór og veigamikill hluta þeirra að ekki væru heldur efni til að veita aðgang að hluta þeirra. Þá taldi hún skjalið „Liquidity Risk - template - 18 months - SEPT all currencies SENT.xls“ hafa að geyma upplýsingar háðar þagnarskyldu, en kærendur hefðu ekki fært fram röksemdir sem leiddu til þess að þeirri skyldu skyldi aflétt. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 24. júlí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-547/2014 í máli ÚNU 13100005.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 25. október 2013 kærði A., f.h. Brit Insurance Limited, Great Lakes Reinsurance (UK) Plc., Chubb Insurance Company of Europe SE, Aspen Insurance UK Limited og fleiri erlendra vátryggjenda („kærendur“), ákvörðun Fjármálaeftirlitsins („FME“) dags. 25. september 2013, um að synja kærendum um aðgang að gögnum í þremur liðum. <br /> <br /> Upphafleg gagnabeiðni kærenda, dags. 22. júní 2012, var í átta liðum og byggðist á 3. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. FME synjaði um aðgang að umbeðnum gögnum með bréfi dags. 6. júlí 2012 á þeim grundvelli að beiðnin varðaði ekki tiltekið mál í skilningi eldri upplýsingalaga, heldur tiltekinn banka. Beiðnin væri því of almenn til að hægt væri að taka hana til efnislegrar afgreiðslu án nánari afmörkunar. Kærendur kærðu ákvörðun FME til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem vísaði átta töluliðum beiðninnar til nýrrar afgreiðslu stofnunarinnar með úrskurði A-491/2013 þann 16. ágúst 2013. Að því loknu tók FME ákvörðun um að synja kærendum um aðgang að liðum beiðninnar nr. 4, 5, 7 og 8 að nýju, þann 25. september 2013. Kæra kærenda lýtur að liðum nr. 4, 5 og 8, líkt og hér greinir:<br /> <br /> 4. Skýrsla FME um lánaáhættur Kaupþings banka hf. frá janúar 2008.<br /> 5. Skýrslur um stórar áhættur sem Kaupþing banki hf. sendi til FME á árunum 2007 og 2008.<br /> 8. Skjalið „Liquidity Risk - template - 18 months - SEPT all currencies SENT.xls“, dags. 31. ágúst 2008.<br /> <br /> Kæran var send FME þann 28. október 2013 til umsagnar og óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að. Umsögn FME barst svo með bréfi dags. 26. nóvember 2013 og gögnin þann 3. desember 2013. Með bréfi dags. 20. desember 2013 var umsögn FME kynnt kærendum og þeim veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. Athugasemdir kærenda bárust svo með bréfi dags. 28. janúar 2014. Þann 12. júní 2014 sendu kærendur erindi í tilefni af dómi Hæstaréttar í máli nr. 281/2014 frá 23. maí 2014.<br /> <br /> </p> <h3>Málsástæður aðila</h3> <p>Síðari synjun FME dags. 25. september 2013 byggðist á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998 og 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. <br /> <br /> Kærendur byggja á því í kæru sinni að hvers konar takmarkanir á aðgangi almennings að upplýsingum verði að skýra þröngt. FME sé ekki undanþegið upplýsingalöggjöf og of víðtæk túlkun á framangreindum lagaákvæðum vinni gegn tilgangi og markmiði upplýsinga- og stjórnsýslulaga. Kærendur taka fram að upplýsingarnar sem beiðnin sneri að hafa verið gerðar opinberar beint eða óbeint í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þagnarskylda gildi því ekki um þær óháð því hvort hún hafi á einhverjum tímapunkti hvílt á upplýsingunum eða bankanum. Þá benda kærendur á að Kaupþing sé undir stjórn skilanefndar og hafi enga fjárhagslega eða viðskiptalega hagsmuni af því að umrædd gögn eða upplýsingar fari leynt.<br /> <br /> Kærendur telja gagnabeiðnina nauðsynlega til að taka til varna í máli nr. E-3162/2011, sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Því þurfi að hafa hliðsjón af ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sem verði ekki skilið á annan hátt en að þagnarskylda FME eigi ekki við um upplýsingar um eftirlitsskyldan aðila í slitameðferð. Þá megi afmá upplýsingar um einstaka viðskiptamenn án þess að synjað sé um aðgang að stærri hluta gagnanna samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002.<br /> <br /> Loks telja kærendur að taka verði tillit til þess að FME sé eftirlitsstjórnvald sem hafi með höndum lögbundið eftirlit. Reglulega hafi komið fram alvarleg gagnrýni á eftirlitsstofnanir og skilvirkni þeirra. Því sé mikilvægt að almenningur geti veitt slíkum stofnunum aðhald, enda sé starfsemi þeirra ætlað að vera almenningi til hagsbóta.<br /> <br /> Í umsögn FME er í upphafi vísað til synjunar stofnunarinnar, dags. 25. september 2013, og þeirra röksemda sem þar koma fram. Um liði nr. 4 og 8 í upplýsingabeiðni kærenda tekur FME fram að skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 séu ekki uppfyllt í málinu. Ákvæði 1. mgr. 13. gr. teljist sérstakt þagnarskylduákvæði sem sé víðtækara, þ.e. gangi lengra, en þær takmarkanir sem kveðið er á um í 9. gr. upplýsingalaga. Ákvæði 5. mgr. 13. gr. sé undantekning frá hinni sérstöku þagnarskyldu og beri því að skýra þröngt. Að auki sé ákvæðið heimildarákvæði og varði eingöngu upplýsingar sem séu þagnarskyldar samkvæmt 1. mgr., en ekki öðrum ákvæðum á borð við 58. gr. laga nr. 161/2002.<br /> <br /> Varðandi skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, að eftirlitsskyldur aðili sé gjaldþrota eða þvinguð slit fari fram, tekur FME fram að Kaupþing banki hf. hafi verið tekinn til slita að kröfu skilanefndar og slitastjórnar bankans. Kaupþing banki hf. teljist því ekki í þvinguðum slitum. Auk þess sé félagið enn í slitameðferð og hafi enn ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta. Bankinn teljist þar af leiðandi ekki gjaldþrota í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.<br /> <br /> Varðandi það skilyrði 5. mgr. 13. gr., að upplýst sé um þagnarskyld atriði við rekstur einkamáls, áréttar FME að um undantekningarákvæði sé að ræða sem skýra verði þröngt. Að mati FME heimili undanþágan einungis þeim sem þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. gildir um, að upplýsa fyrir dómi um atriði sem háð séu þagnarskyldu. Ekki sé hægt að skýra ákvæðið svo rúmt að það taki til almennra upplýsingabeiðna sem beint er til FME, jafnvel þótt sá sem lagði beiðnina fram sé aðili að einkamáli fyrir dómi. Gagnaöflun í einkamálum fyrir dómi fari fram samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og geti aðili að slíku máli skorað á gagnaðila að leggja fram gögn. Ákveðin réttaráhrif fylgi því að ekki sé orðið við slíkri áskorun.<br /> <br /> Fallist úrskurðarnefndin ekki á sjónarmið FME um skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 tekur stofnunin fram að slitum bankans sé ekki lokið og umbeðin gögn hafi því að geyma mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins sem enn eru virkir.<br /> <br /> FME fjallar sérstaklega um lið 5 í gagnabeiðni kærenda í umsögn sinni. Stofnunin bendir á að synjun um aðgang að tilteknum skýrslum um stórar áhættur hafi verið byggð á 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga. Kærendur hafi bent á að í mörgum tilvikum séu viðskiptavinir sem tilgreindir eru í skýrslunum ekki lengur til og því séu ekki lengur hagsmunir til staðar til að vernda. FME hafnar þessu og bendir á að engin tímatakmörk séu á þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002. Verulega væri vegið að einkahagsmunum viðskiptamanna og rétti þeirra til persónuverndar ef ákvæðið yrði túlkað á þann veg að þagnarskyldan gildi eingöngu á meðan aðili er í viðskiptum við fjármálafyrirtæki.<br /> <br /> FME bendir á að rannsóknarnefnd Alþingis var skipuð á grundvelli laga nr. 142/2008. Samkvæmt lögunum hafði nefndin víðtækan rétt til upplýsinga frá einstaklingum, lögaðilum og stofnunum, þar á meðal FME. Á nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar hvíldi þagnarskylda um þær upplýsingar sem henni bárust og leynt eiga að fara. Hlutverk nefndarinnar hafi ekki verið að afhenda eða svipta hulunni af einstökum upplýsingum og gögnum sem henni voru afhentar við rannsóknina, heldur að skrifa skýrslu þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á samandregnu formi. <br /> <br /> Í athugasemdum kærenda við umsögn FME kemur fram að skýringu stofnunarinnar á 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sé hafnað. Lesa verði ákvæðið ásamt XII. kafla laga nr. 161/2002 í heild, og sé þá ljóst að Kaupþing sé gjaldþrota í skilningi ákvæðisins. Þá telja kærendur að úrræði til gagnaöflunar samkvæmt lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 takmarki ekki heimildir samkvæmt upplýsingalögum eða undanþáguákvæði laga nr. 87/1998.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar beiðni kærenda um gögn um útlánaáhættu Kaupþings banka hf., sem eru í vörslum FME á grundvelli eftirlitsheimilda stofnunarinnar. Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, segir orðrétt:<br /> <br /> „Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hefur orðasambandið „óviðkomandi aðilum“ verið skýrt með þeim hætti að átt sé við aðila sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að FME miðli upplýsingum til. Ljóst er að kærendur teljast til óviðkomandi aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en hins vegar er deilt um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laganna á við í málinu.<br /> <br /> Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr., þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram. Þagnarskyldan gildi þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að Kaupþing banki hf. sé gjaldþrota í skilningi ákvæðisins. Í þessu samhengi getur engu breytt sú staðreynd að upphafleg krafa um slitameðferð hafi stafað frá skilanefnd og slitastjórn bankans, líkt og haldið er fram af hálfu FME. Sama gildir um fullyrðingar stofnunarinnar er lúta að því að bankinn hafi ekki verið tekinn til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum. Í 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er ekki gerður slíkur áskilnaður, enda verða bú fjármálafyrirtækja ekki tekin til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002. <br /> <br /> Með ákvörðun FME dags. 9. október 2008 tók stofnunin yfir vald hluthafafundar í Kaupþingi banka hf. og vék félagsstjórn hans frá störfum. Um leið voru öll málefni bankans sett undir skilanefnd, sem skipuð var í skjóli opinbers valds og var ætlað að leggja drög að aðgerðum til skuldaskila bankans. Verður að líta svo á að upp frá því hafi Kaupþing banki hf. verið í aðstöðu sem leggja má að jöfnu við að hafin væru gjaldþrotaskipti á búi hans, og bankinn gjaldþrota í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.<br /> <br /> Það er skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að upplýst sé um atriði, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, við rekstur einkamála. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að skýra þennan áskilnað svo að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli ákvæða upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, verður ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. Ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ber að skýra með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, og getur í þessu samhengi engu breytt þó kærendur hyggist leggja gögnin fyrir dóm í einkamálum sem þeir eru aðilar að. Öndverð skýring myndi leiða til þess að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri fyrir borð borin, þar sem almenningi væri í lófa lagið að krefjast aðgangs að gögnum sem þagnarskylda ákvæðisins ríkir um í þeim yfirlýsta tilgangi að leggja þau fyrir dóm í einkamáli. Samkvæmt framansögðu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að eins og á stendur þurfi að meta hvort umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, án tillits til þeirrar heimildar sem 5. mgr. ákvæðisins mælir fyrir um.<br /> <br /> Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig lagt til grundvallar að ákvæði 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu færist yfir á FME vegna upplýsinga sem það hefur tekið við.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Liður nr. 4 í upphaflegri gagnabeiðni kærenda tekur til skýrslu FME um útlánaáhættu hjá Kaupþingi banka hf. frá janúarmánuði 2008. Skýrslan er 54 tölusettar blaðsíður á lengd. FME hefur þegar veitt kærendum aðgang að forsíðu skýrslunnar, hluta inngangskafla hennar og efnisyfirliti sem greinir hér á eftir:<br /> <br /> 1.0 Inngangur<br /> 2.0 Helstu niðurstöður<br /> 2.1 Niðurstöður mats Fjármálaeftirlitsins á útlánaáhættu<br /> 3.0 Útlánaáhætta<br /> 3.1 Reglur um útlánaáhættu og áhættustýringaraðferðir<br /> 3.1.1 Stjórn<br /> 3.1.2 Lánanefndir<br /> 3.1.3 Útlánaheimildir<br /> 3.2 Flokkun útlána<br /> 3.2.1 Sundurliðun eftir atvinnugreinum<br /> 3.2.2 Sundurliðun eftir tegundum<br /> 3.2.3 Sundurliðun eftir löndum<br /> 3.2.4 Sundurliðun eftir einstökum félögum í samstæðu KB<br /> 3.2.5 Sundurliðun eftir viðskiptavinum<br /> 3.2.6 Yfirlit yfir íbúðalán<br /> 3.3 Útlánaáhætta tengd verðbréfum<br /> <span>3.4 Afleiðusamningar tengdir útlánum<br /> 3.4.1 Mótaðilaáhætta afleiðusamninga<br /> 3.4.2 Útlánaígildi framvirkra samninga um hlutabréf<br /> 3.5 Áhættumælingaraðferðir<br /> 3.5.1 Tapsáhætta<br /> 3.5.2 Samþjöppunaráhætta<br /> 3.5.3 Upplýsingar frá starfsmönnum bankans<br /> 3.6 Stórar áhættur<br /> 3.6.1 Yfirlit yfir stórar áhættur<br /> 3.6.2 Mat á tengslum og meðhöndlun tengdra aðila<br /> 3.7 Lán til venslaðra aðila<br /> 3.8 Vanskil<br /> 3.9 Vaxtafryst útlán og fullnustueignir<br /> 3.10 Afskriftaframlög og mat á afskriftaþörf<br /> 3.11 Annað<br /> 3.11.1 Lán til starfsmanna<br /> </span><span><br /> Líkt og fram kemur í inngangi skýrslunnar er hún liður í úttekt FME á útlánum sex stærstu fjármálafyrirtækja landsins, sem hófst í júní 2007. Athugun stofnunarinnar beindist að útlánaáhættu bankans með það að markmiði að veita FME góða yfirsýn yfir útlánasafn hans, meta gæði útlána og leggja mat á áhættustýringu og innra eftirlit bankans.<br /> <br /> Skýrslan hefst á samantekt um útlánareglur bankans og flokkun útlána. Að því búnu er farið ítarlega yfir lánveitingar til fjölmargra viðskiptamanna bankans, stöðu þeirra, tengingu innbyrðis og vanskil. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar við mat á áhættu bankans á lánveitingum í samræmi við markmið og aðferðir athugunarinnar. Þá hefur skýrslan að geyma upplýsingar um einkamálefni starfsmanna bankans. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að efni skýrslunnar falli undir hin sérstöku þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002, 13. gr. laga nr. 87/1998 og 9. gr. upplýsingalaga, sem gerð var grein fyrir að framan. <br /> <br /> Kærendur halda því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu FME á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu var FME rétt að synja kærendum um aðgang að skýrslu um útlánaáhættu Kaupþings banka hf., umfram þá hluta hennar sem kærendur hafa þegar fengið aðgang að. Framangreind sjónarmið eiga við um svo stóran hluta skýrslunnar að ekki kemur til greina að aðgangur verði veittur að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </span></p> <h3><span>3.</span></h3> <span>Liður 5 í gagnabeiðni kærenda tekur til skýrslna um stórar áhættur sem Kaupþing banki hf. sendi til FME á árunum 2007 og 2008 á grundvelli reglna nr. 216/2007 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum (áður reglur nr. 531/2003). Um er að ræða tólf skýrslur sem miða við ársfjórðungslegar uppgjörsdagsetningar bankans á tímabilinu. Í hvert sinn skilaði bankinn tveimur skýrslum, einni fyrir móðurfélagið og annarri fyrir samstæðuna, og skiptist hvor skýrsla í tvo hluta. Fram kemur í umsögn FME að bankinn hafi ekki skilað skýrslum fyrir uppgjörsdagsetningarnar 30. september 2008 og 31. desember 2008, þar sem FME hafði þá tekið yfir vald hluthafafundar bankans. <br /> <br /> Skýrslurnar eru á stöðluðu töflureiknisformi. Fyrri hluti hverrar skýrslu inniheldur sundurliðaðar upplýsingar um tiltekna viðskiptamenn bankans þar sem greint er frá heildarskuldbindingum þeirra, afskriftaframlagi og vaxtafrystingu, handveði bankans í bankainnstæðum og kröfum eftir lánstíma og tegund veðs. Loks eru framangreindar upplýsingar dregnar saman í reitinn „Áhættuskuldbindingar nettó“, ásamt hlutfalli áhættuskuldbindinga af eigin fé. Síðari hluti hverrar skýrslu hefur að geyma fjölmargar úttektir þar sem áhættuskuldbindingar bankans vegna hvers viðskiptamanns eru tilgreindar ásamt ítarlegum upplýsingum um heildarskuldbindingar, ábyrgðir og vanskil. Loks er að finna athugasemdir bankans með einstökum skýrslum, þar sem þess er óskað að FME taki tillit til ákveðinna sjónarmiða við mat á þeim. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að efni skýrslnanna og athugasemdanna falli undir hin sérstöku þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002, 13. gr. laga nr. 87/1998 og 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Kærendur hafa borið því við að hægt sé að afmá nöfn einstakra viðskiptavina og veita aðgang að þeim tölulegu samantektum sem eftir standa, án þess að fari í bága við þá sérstöku þagnarskyldu sem 58. gr. laga nr. 161/2002 kveður á um. Kærendur telja sömu niðurstöðu leiða af þeirri staðreynd að sumir þeirra viðskiptavina sem tilgreindir eru í skýrslunum eru ekki lengur starfandi. Að mati nefndarinnar er kærendum ekki hald í þessum málsástæðum af þeim sökum að eftir sem áður er um að ræða upplýsingar sem eru háðar sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998. Þá verður ekki lesið úr orðalagi 58. gr. laga nr. 161/2002 að þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu sé bundin því skilyrði að viðskiptavinir fjármálafyrirtækis séu enn starfandi undir sömu merkjum og þegar upplýsingarnar urðu til. Af framangreindu leiðir að ekki eru skilyrði til að veita aðgang að umbeðnum skýrslum að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram að þær upplýsingar sem undanþegnar eru upplýsingarétti eru svo stór og veigamikill hluti þeirra gagna sem beiðnin lýtur að að ekki sé tilefni til að veita aðgang að hluta þeirra, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> </span><span><br /> Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því sú að ákvörðun FME, að synja kærendum um aðgang að skýrslum um stórar áhættur sem Kaupþing banki hf. sendi til stofnunarinnar á árunum 2007 til 2008, verður staðfest.<br /> <br /> </span> <h3><span>4.</span></h3> <span>Loks kemur til skoðunar liður 8 í gagnabeiðni kærenda, skjalið „Liquidity Risk - template - 18 months - SEPT all currencies SENT.xls“, dags. 31. ágúst 2008. Skjalið er tvær blaðsíður, á töflureiknisformi og á ensku. Um er að ræða svokallað „liquidity report“, eða yfirlit um lausafjárstöðu Kaupþings banka hf. miðað við tilgreinda dagsetningu, ásamt mati á þróun stöðunnar næstu 18 mánuði þar á eftir. <br /> <br /> Tölulegar upplýsingar um lausafjárstöðu fjármálafyrirtækis á tilteknum tímapunkti teljast án nokkurs vafa til viðkvæmra upplýsinga um viðskipti og rekstur þess. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur skjalið því að geyma upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og 9. gr. upplýsingalaga. Kærendur hafa ekki fært fram röksemdir sem leiða til þess að þagnarskyldunni verði aflétt, með vísan til þess rökstuðnings sem fram kemur um liði 4 og 5 í gagnabeiðni kærenda að framan. Því er staðfest synjun FME á að veita kærendum aðgang að skjalinu „Liquidity Risk - template - 18 months - SEPT all currencies SENT.xls“, dags. 31. ágúst 2008.</span><span><br /> </span> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang kærenda að skýrslu stofnunarinnar um lánaáhættur Kaupþings banka hf. frá janúar 2008, skýrslum um stórar áhættur sem Kaupþing banki hf. sendi til stofnunarinnar á árunum 2007 og 2008 og skjalinu „Liquidity Risk - template - 18 months - SEPT all currencies SENT.xls“, dags. 31. ágúst 2008.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson </p> <br /> |
A-540/2014. Úrskurður frá 24. júlí 2014 | Gámaþjónustan hf. kærði afgreiðslu A (sem er í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf., sem er alfarið í eigu Seðlabanka Íslands) á beiðni um svör við því hvort tiltekinn eignarhlutur í Íslenska gámafélaginu hf. hefði verið auglýstur til sölu og ef svo væri, hvar og hvenær, hversu stór eignarhluturinn hefði verið, hvert söluverðið hefði verið, hver hefði verið kaupandi og hvernig greiðslum hefði verið háttað. Kærandi hafði aðeins fengið tiltekin svör. Seðlabankinn bar í fyrsta lagi fyrir sig ákvæði um þagnarskyldu, en nefndin taldi það ekki eiga við. Þá vísaði bankinn til samkomulags um trúnað sem nefndin taldi hann ekki heldur geta borið fyrir sig. Í þriðja lagi vísaði hann til 9. gr. upplýsingalaga, enda væri um að ræða viðkvæmar upplýsingar fyrir viðskiptamenn A. Nefndin taldi upplýsingarnar varða ráðstöfun opinberra hagsmuna með beinum hætti og gerði A. að afhenda kæranda samkomulag um endurskipulagningu Íslenska gámafélagsins ehf. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 24. júlí kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-540/2014 í máli ÚNU 13070006. <br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi 1. ágúst 2013 kærði Gámaþjónustan hf. afgreiðslu A á beiðni Gámaþjónustunnar hf. um aðgang að upplýsingum um sölu A á eignarhlut þess í Íslenska gámafélaginu ehf. Eins og nánar verður rakið mun A vera í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. sem loks mun alfarið vera í eigu Seðlabanka Íslands. <br /> <br /> Í kærunni er rakið að kærandi hafi þann 21. janúar 2013 sent framkvæmdastjóra A fyrirspurn um söluna á eignarhlut í Íslenska gámafélaginu hf. Nánar tiltekið var óskað upplýsinga um hvort umræddur eignarhlutur hefði verið auglýstur til sölu og ef svo væri, hvar og hvenær það hefði verið gert. Þá var spurt hversu stór eignarhluturinn hefði verið að nafnverði og sem hlutfall af heildarhlutafé félagsins. Loks var óskað upplýsinga um hvert söluverðið hefði verið, hver hefði verið kaupandi og hvernig greiðslum hefði verið háttað. Svar við erindinu barst 7. febrúar 2013 með tölvupósti. Var þar upplýst að í árslok 2011 hafi verið gengið frá samkomulagi við móðurfélag Íslenska gámafélagsins ehf. og að hluti af því samkomulagi hafi verið að A leysti til sín 35% hlut í Íslenska gámafélaginu ehf. en veitti jafnframt kauprétt að hlutnum samkvæmt nánara samkomulagi. Að öðru leyti voru kæranda ekki veitt frekari svör og var til stuðnings þeirri afstöðu vísað til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi óskaði eftir að fá formlegt svar við fyrirspurn sinni og lýsti þeirri afstöðu í tölvupóstum 11. febrúar og 22. mars 2013. Þeim var ekki svarað. <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi 20. ágúst 2013 vakti úrskurðarnefndin athygli Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. á því að samkvæmt 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 bæri stjórnvaldi að taka ákvörðun um, hvort það yrði við beiðni um aðgang að gögnum, svo fljótt sem verða mætti. Enn fremur skyldi skýra þeim, sem færi fram á aðgang að gögnum, frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta, hefði beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Þá bæri að tilkynna skriflega synjun beiðni, sbr. 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Hefði beiðni kæranda ekki þegar verið afgreidd væri því beint til félagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu hennar eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 1. september 2013. Kysi félagið að synja kæranda um aðgang að gögnum þeim er málið lyti að óskaði nefndin jafnframt eftir að henni yrðu látin í té afrit þeirra sem trúnaðarmál innan sama frests. Í því tilviki væri félaginu gefinn kostur á að koma athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka. <br /> <br /> Þann 2. september 2013 ritaði Seðlabanki Íslands bréf til kæranda en afrit þess var sent úrskurðarnefndinni. Kom þar fram að félagið A væri alfarið í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. sem aftur væri alfarið í eigu Seðlabanka Íslands. Bankinn hefði almennt litið svo á að starfsemi félaga í eigu hans og réttarstaða þeirra aðila sem ættu í lögskiptum við slík félög féllu innan þess lagaramma sem gilti um starfsemi bankans, þar með talin en þó ekki eingöngu lög nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Eins og kæranda hefði þegar verið tjáð hefði Eignasafns Seðlabanka Íslands tekið yfir A á miðju ári 2011, en á meðal eigna félagsins væri krafa á móðurfélag Íslenska gámafélagsins ehf. sem væri tryggð veði í síðast nefnda félaginu. Í ársok 2011 hefði A síðan leyst til sín 35% eignarhlut í Íslenska gámafélaginu ehf. með samkomulagi við móðurfélag Íslenska gámafélagsins ehf. en einnig veitt kauprétt að umræddum eignarhlut samkvæmt nánara samkomulagi. A hefði selt eignarhlut sinn í Íslenska gámafélaginu í samræmi við það samkomulag fyrir árslok 2012. Í bréfinu er efni 9. gr. upplýsingalaga rakið. Þá er bent á að rík þagnarskylda hvíli samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 á starfsmönnum Seðlabanka Íslands um allt það sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fái vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. <br /> <br /> Loks segir í bréfinu að þær upplýsingar sem kærandi hafi óskað eftir séu þess eðlis að þær varði hagi viðskiptamanna A og Seðlabanka Íslands og teljist því ekki til opinberra upplýsinga. Slíkar upplýsingar séu háðar þagnarskyldu nema úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi. Í framangreindu samkomulagi um innlausn A á 35% eignarhlut í Íslenska gámafélaginu ehf. og kauprétt á eignarhlutnum samkvæmt nánara samkomulagi segi m.a. að aðilar þess skuldbindi sig til að halda trúnað um efni þess. Með hliðsjón af öllu þessu sé beiðni kæranda um afhendingu umræddra upplýsinga hafnað. <br /> <br /> Sama dag ritaði Seðlabanki Íslands úrskurðarnefndinni bréf en meðfylgjandi bréfinu var afrit af samkomulagi varðandi fjárhagslega endurskipulagningu Íslenska gámafélagsins ehf. sem nefndinni var látið í té í trúnaði. Auk þeirra upplýsinga sem fram komu í framangreindu bréfi til kæranda var í bréfinu til úrskurðarnefndarinnar rakið að í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 hefði Seðlabanki Íslands orðið stór kröfuhafi gagnvart innlendum fjármálafyrirtækjum vegna krafna sem tryggðar voru með veðum af ýmsum toga. Eins og aðrir kröfuhafar hafi Seðlabanki Íslands þurft að vinna úr og fullnusta kröfur sínar með það að leiðarljósi að hámarka endurheimtur sínar. Til að auðvelda úrvinnslu umræddra krafna og fullnustu þeirra hafi bankinn farið þá leið að stofna sérstakt eignarhaldsfélag, Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf., utan um kröfur, veð og fullnustueignir bankans. Einnig hafi bankinn stofnað félagið Sölvhól ehf. sem hafði það hlutverk að vinna úr eignunum með það að markmiði að hámarka virði þeirra og koma í verð þegar markaðsaðstæður leyfðu með samþykki stjórnar Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. Hafi A verið tekin yfir af Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. um mitt ár 2011. Samkvæmt samþykktum A sé tilgangur félagsins eignarhald og fjárfesting í skráðum og óskráðum fjármálagerningum, rekstur fasteigna og lausafjár, lánastarfsemi og annar skyldur rekstur. Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. og A hafi verið stofnuð á grundvelli 3. mgr. 3. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög og starfi á grundvelli sama ákvæðis. Bæði félögin séu hluti af bankanum og málefni þeirra séu því málefni hans. Félögin geti ekki annað en starfað innan sama lagaramma og Seðlabankinn, enda sé starfsemi þeirra að öllu leyti undir valdi bankans. <br /> <br /> Með hliðsjón af þessu bendir Seðlabanki Íslands úrskurðarnefndinni á að erindi hennar sé ranglega beint að Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. Réttur málsaðili sé A Með þetta í huga og til að einfalda málsmeðferð, hafi Seðlabanki Íslands tekið þá ákvörðun að svara fyrir A og Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. í fyrirliggjandi máli er snúi að upplýsingabeiðni Gámaþjónustunnar ehf. <br /> <br /> Eins og í bréfi til kæranda vísar Seðlabanki Íslands til 9. gr. upplýsingalaga til stuðnings þeirri ákvörðun sinni að synja kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum. Þá er bent á að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum Seðlabanka Íslands sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands en í því ákvæði felist regla um sérstaka þagnarskyldu sbr. 2. málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-423/2012 frá 18. júní 2012.  <br /> <br /> Í bréfinu vísar Seðlabanki Íslands til þess að í umræddu samkomulagi um innlausn A á 35% eignarhlut í Íslenska gámafélaginu ehf. og kauprétt á eignarhlutnum segi m.a. að aðilar þess skuldbindi sig til að halda trúnað um efni þess. Þá teljist umbeðnar upplýsingar til viðskiptaupplýsinga og varði bæði málefni viðskiptamanna A og þar með Seðlabanka Íslands og einnig bankans sjálfs. Um sé að ræða samkeppnisupplýsingar sem hljóti að teljast afar viðkvæmar fyrir viðskiptamenn A, og þar með Seðlabanka Íslands. Enn fremur megi ætla að umbeðnar upplýsingar teljist sérstaklega viðkvæmar í ljósi meginmarkmiðs Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. og A sem sé að hámarka virði þeirra eigna sem teknar hafi verið yfir í kjölfar hrunsins.<br />  <br /> Þann 10. september 2013 gaf úrskurðarnefndin kæranda færi á að koma á framfæri athugasemdum vegna umsagnar Seðlabanka Íslands. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni 2. maí 2014. Úrskurðarnefndin ritaði Íslenska gámafélaginu ehf. bréf þann 5. júní 2014 þar sem félaginu var veittur veittur kostur á að lýsa afstöðu sinni til þess hvort hagsmunir þess stæðu því í vegi að kæranda yrði veittur aðgangur að samkomulaginu á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Sams konar bréf voru einnig rituð til þrotabús Gufuness Holding ehf. og Gufuness ehf. sem munu vera aðilar að samkomulaginu. Þann 26. júní 2014 var erindinu svarað af hálfu Íslenska gámafélagsins ehf. og Gufuness ehf. Í bréfinu kemur fram að félögin taki undir afstöðu A og að synja eigi Gámaþjónustunni hf. um aðgang að umbeðnum upplýsingum með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingarnar varði augljóslega mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Gufuness ehf. og Íslenska gámafélagsins ehf. Með því að veita aðgang að upplýsingum um söluverð, og hversu stór eignarhlutur Íslenska gámafélagsins ehf. hafi verið seldur væru veittar upplýsingar um verð hlutafjár í Íslenska gámafélaginu ehf. Að mati félaganna eigi slíkar upplýsingar ekkert erindi við almenning, enda sé ekki um að ræða skráð hlutafélag. Hluthafar hafi mikla hagsmuni af því að helsti samkeppnisaðili búi ekki yfir ítarlegum upplýsingum um verðmæti hlutafjár félagsins. Þá beri að líta til þess að hluthafar í Íslenska gámafélaginu ehf. séu ekki þeir sömu og þegar umrædd endurskipulagning fór fram. Þá er í bréfinu lögð á það áhersla að kærandi sé í harðri samkeppni við Íslenska gámafélagið ehf. og augljóst að markmið kæranda sé að vega að Íslenska gámafélaginu ehf. og styrkja um leið stöðu sína á markaði. Af hálfu þrotabús Gufuness Holding ehf. var ekki brugðist við erindi úrskurðarnefndarinnar. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Í beiðni kæranda frá 21. janúar 2013 var óskað eftir upplýsingum sem veittu svör við tilteknum spurningum er lutu að sölu Huldu ehf. á eignarhlut í Íslenska gámafélaginu ehf. Í fyrsta lagi var óskað eftir upplýsingum um hvort eignarhluturinn hefði verið auglýstur til sölu og þá hvar og hvenær það hefði verið gert. Í öðru lagi var óskað upplýsinga um hversu stór eignarhluturinn hefði verið, í þriðja lagi hvert söluverðið hefði verið, í fjórða lagi hver hefði keypt eignarhlutinn og loks í fimmta lagi hvernig greiðslum hefði verið háttað.<br /> <br /> Af hálfu A hafa þegar verið veittar upplýsingar um stærð eignarhlutarins sem hlutfalls af heildarhlutafé Íslenska gámafélagsins ehf. Seðlabanki Íslands hefur fyrir hönd A látið úrskurðarnefndinni í té afrit af samkomulagi milli A og tveggja annarra félaga um endurskipulagningu Íslenska gámafélagsins ehf. Verður bréf bankans til úrskurðarnefndarinnar ekki skilið á annan hátt en að bankinn telji að umbeðnar upplýsingar felist í umræddu samkomulagi. Þar sem þar er ekki að finna upplýsingar um hvort eignarhlutur A hafi verið auglýstur til sölu verður gengið út frá að það hafi ekki verið gert. Í ljósi alls framangreinds lýtur mál þetta að synjun Seðlabanka Íslands fyrir hönd A á beiðni kærenda um aðgang að samkomulagi í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu Íslenska gámafélagsins ehf. frá 13. desember 2011. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Beiðni kæranda var beint að A en eins og að framan greinir mun það félag vera í eigu Eignasafns Seðlabanka Íslands hf. sem síðan mun alfarið vera í eigu Seðlabanka Íslands. Er A því í eigu hins opinbera og taka upplýsingalög til starfsemi félagsins á grundvelli 2. mgr. 2. gr. þeirra. Hefur forsætisráðherra ekki ákveðið að félagið falli utan gildissviðs laganna samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laganna, sbr. auglýsingar 600/2013, 613/2013 og 1211/2013. <br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Seðlabanki Íslands hefur komið fram gagnvart kæranda og úrskurðarnefndinni fyrir hönd A. Í bréfi Seðlabankans til úrskurðarnefndarinnar er vísað til þess að A sé „hluti af bankanum“ og málefni þess sé því „málefni Seðlabankans“. Hafi bankinn litið svo á að „starfsemi félaga í eigu bankans og réttarstaða þeirra aðila sem eiga í lögskiptum við slík félög falli innan þess lagaramma sem gildir um starfsemi Seðlabankans“. Þá geti slík félög „ekki annað en starfað innan sama lagaramma og Seðlabankinn“, enda sé „starfsemi þeirra að öllu leyti undir valdi bankans“.  <br /> <br /> Bankinn hefur meðal annars rökstutt synjun sína um aðgang að umbeðnum upplýsingum með vísan til 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands þar sem mælt er fyrir um þagnarskyldu. Ákvæðið er svohljóðandi: <br /> <br /> „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“  <br /> <br /> Af orðalagi ákvæðisins leiðir að það tekur ekki til starfsmanna lögaðila sem eru í eigu Seðlabanka Íslands. Getur úrskurðarnefndin því ekki fallist á með Seðlabanka Íslands að A hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með vísan til 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Skiptir í því samhengi ekki máli þótt tengsl bankans og A séu náin. <br /> <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Af hálfu Seðlabanka Íslands f.h. A er vísað til þess að í hinu umbeðna samkomulagi sé kveðið á um að aðilar þess skuldbindi sig til að halda trúnað um efni þess. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að réttur til aðgangs að upplýsingum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða laganna. Þeir aðilar sem falla undir gildissvið upplýsingalaga geta því ekki vikið frá ákvæðum laganna með því að heita trúnaði um gögn í vörslum þeirra. Slíkt verður ekki gert nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum laganna. Hefur það því ekki þýðingu við úrlausn þessa máls þótt A hafi skuldbundið sig gagnvart samningsaðilum sínum að halda trúnað um efni hins umbeðna samkomulag. <br /> <br /> </p> <h3>5.</h3> <p>Af hálfu Seðlabanka Íslands f.h. A, Íslenska gámafélagsins ehf. og Gufuness ehf. er á því byggt að synja beri kæranda um aðgang að hinu umbeðna samkomulagi á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, enda hafi það geyma upplýsingar sem teljist afar viðkvæmar fyrir viðskiptamenn A.  Með því að veita aðgang að upplýsingum um söluverð, og hversu stór eignarhlutur Íslenska gámafélagsins ehf. hafi verið seldur væru veittar upplýsingar um verð hlutafjár í Íslenska gámafélaginu ehf. Þá verður af erindi Íslenska gámafélagsins ehf. og Gufuness ehf. ráðið að það kynni að valda fyrrnefnda félaginu tjóni yrði kæranda veittur aðgangur að upplýsingum um verðmæti hlutafjár félagsins.<br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Umrætt ákvæði er undantekning frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 5. gr. laganna um upplýsingarétt almennings. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Ber enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). <br /> <br /> Af hálfu Íslenska gámafélagsins ehf. og Gufuness ehf. hefur einvörðungu verið vísað til þess að tjón kunni að hljótast af því ef almenningi verður veittur aðgangur að upplýsingum um kaupverð hlutafjár í fyrrnefnda félaginu samkvæmt hinu umbeðna samkomulagi. Fyrir liggur að þessar upplýsingar varða með beinum hætti ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 5. gr., geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum viðsemjenda ríkisins, enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi beinu tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Ekki verður ráðið af þeim gögnum sem liggja fyrir úrskurðarnefndinni að slík hætta sé fyrir hendi, enda hafa Seðlabanki Íslands, Íslenska gámafélagið ehf. og Gufunes ehf. aðeins vikið með almennum hætti að slíkri tjónshættu í erindum sínum til úrskurðarnefndarinnar. Að þessu virtu verður A gert að afhenda kæranda hið umbeðna samkomulag í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu Íslenska gámafélagsins ehf.<br />   <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>A ber að afhenda kæranda, Íslenska gámafélaginu ehf., samkomulag um endurskipulagningu Íslenska gámafélagsins ehf. <br /> <br />  <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                  <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <br /> |
A-544/2014. Úrskurður frá 24. júlí 2014 | Brit Insurance Limited, Great Lakes Reinsurance (UK) Plc., Chubb Insurance Company of Europe SE, Aspen Insurance UK Limited og fleiri erlendir vátryggjendur kærðu synjun Fjármálaeftirlitsins („FME“) á beiðni um aðgang að gögnum. Deilt var um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ætti við. Nefndin taldi svo ekki en lagði mat að það hvort umbeðin gögn væru háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. greinarinnar og 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Það var niðurstaðan að svo væri og FME bæri ekki að veita aðgang að skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins PWC, að undanskildum þeim hlutum sem kærendum hafði þegar verið veittur aðgangur að, en það átti við um svo stóran hluta hennar að ekki kom til álita að leggja fyrir FME að afhenda hana að hluta. Beiðni um aðgang að skjalinu „Skýrsla um athugun á óhæði rekstrarfélaga verðbréfasjóða hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf.“ var að mestu vísað frá. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 24. júlí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-544/2014 í máli ÚNU 14010003.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 9. janúar 2014 kærði A, f.h. Brit Insurance Limited, Great Lakes Reinsurance (UK) Plc., Chubb Insurance Company of Europe SE, Aspen Insurance UK Limited og fleiri erlendra vátryggjenda („kærendur“), ákvörðun Fjármálaeftirlitsins („FME“) dags. 11. desember 2013, um að synja kærendum um aðgang að gögnum í þremur liðum. <br /> <br /> Upphafleg gagnabeiðni kærenda, dags. 22. júní 2012, var í átta liðum og byggðist á 3. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. FME synjaði um aðgang að umbeðnum gögnum með bréfi dags. 6. júlí 2012 á þeim grundvelli að beiðnin varðaði ekki tiltekið mál í skilningi eldri upplýsingalaga, heldur tiltekinn banka. Beiðnin væri því of almenn til að hægt væri að taka hana til efnislegrar afgreiðslu án nánari afmörkunar. Kærendur kærðu ákvörðun FME til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem vísaði átta töluliðum beiðninnar til nýrrar afgreiðslu stofnunarinnar með úrskurði A-491/2013 þann 16. ágúst 2013. Að því loknu tók FME ákvörðun þann 11. desember 2013 um aðgang að liðum nr. 1, 2, 3 og 6. Liðir nr. 1 og 3 taka til sama skjals, svo kæra kærenda tekur til eftirfarandi gagna:<br /> <br /> 1. og 3. Skýrsla PricewaterhouseCoopers („PWC“) um ákveðna þætti innra eftirlits Kaupþings banka hf.<br /> <br /> 2. Niðurstöður rannsóknar FME um áhættustýringu sjóða rekstrarfélags Kaupþings banka hf.<br /> <br /> 6. Skýrslur Kaupþings banka hf. um eiginfjárhlutfall miðað við uppgjörsdaginn 30. júní 2007.<br /> <br /> Kæran var send FME þann 10. janúar 2014 til umsagnar og óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrði látið í té afrit af gögnum sem hún lýtur að. Umsögn FME barst svo með bréfi þann 10. febrúar 2014 ásamt minnislykli með hinum umbeðnu gögnum. Þann 12. febrúar 2014 var umsögn FME kynnt kærendum og þeim veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum. Athugasemdir kærenda bárust með bréfi dags. 7. mars 2014. Þann 12. júní 2014 sendu kærendur erindi í tilefni af dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 281/2014 frá 23. maí 2014.<br /> <br /> </p> <h3>Málsástæður aðila</h3> <p>Með ákvörðun FME dags. 11. desember 2013 var kærendum veittur aðgangur að hluta skýrslu PWC (liðir 1 og 3), annars vegar efnisyfirliti skýrslunnar að hluta og hins vegar bls. 1-9 að hluta. FME synjaði kærendum um aðgang að öðrum hlutum skýrslunnar á grundvelli 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sem þá höfðu tekið gildi. <br /> <br /> Um lið 2 tók FME fram að niðurstöður rannsóknar stofnunarinnar um áhættustýringu sjóða rekstrarfélags Kaupþings banka hf. væri að finna í kafla 3.5 í skýrslu um úttekt á rekstrarfélagi Kaupþings banka hf. frá mars 2009. Skýrslan ber heitið „Skýrsla um athugun á óhæði rekstrarfélaga verðbréfasjóða hjá Rekstarfélagi Kaupþings banka hf.“ FME synjaði kærendum um aðgang að kaflanum á grundvelli 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Synjun FME á aðgangi að skýrslum Kaupþings banka hf. um eiginfjárhlutfall, samkvæmt lið 6 í upphaflegri gagnabeiðni kærenda, byggðist á 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.<br /> <br /> Kærendur byggja hins vegar á því að umbeðin gögn falli ekki undir framangreind þagnarskylduákvæði. Gagnaöflun kærenda sé þeim nauðsynleg til að taka til varna í einkamálum sem eru til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá sé nauðsynlegt að taka mið af ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Ákvæðið snúi ekki eingöngu að félögum sem séu orðin gjaldþrota eða slitum lokið, heldur sé nægjanlegt að slit fari fram. Ákvæðið verði ekki skilið á annan hátt en að upplýsingar, sem þagnarskylda FME myndi annars gilda um, séu ekki þagnarskyldar þegar um sé að ræða eftirlitsskyldan aðila sem er í slitameðferð. <br /> <br /> Þá benda kærendur á að veita megi aðgang að hluta skjals. Persónugreinanlegar upplýsingar megi strika út. Þegar tekið sé mið af efnisyfirliti skýrslunnar og eðli hennar megi leiða að því líkur að upplýsingar um einstaka viðskiptamenn séu ekki stór þáttur skýrslunnar. Því megi taka tillit til trúnaðarskyldna samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002 án þess að synja um aðgang að stærri hluta skýrslunnar. Kærendur telja einnig að taka verði tillit til þess að FME sé eftirlitsstjórnvald sem hafi með höndum lögbundið eftirlit. Reglulega hafi komið fram gagnrýni á slíkar stofnanir og skilvirkni þeirra.<br /> <br /> Um lið nr. 2 í gagnabeiðni kærenda er sérstaklega tekið fram að mikilvægt sé að almenningur fái aðgang að úttekt á óhæði rekstrarfélags bankans. Hvers konar annmarkar á því óhæði kunna að varða almannaheill og verulega hagsmuni kærenda. Loks benda kærendur á að umbeðnar upplýsingar hafi verið gerðar opinberar beint eða óbeint í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þær séu því þess eðlis að trúnaðarreglur og þagnarskylda gildi ekki um þær, burtséð frá því hvort slíkar reglur hafi gilt um þær á einhverjum tímapunkti. Þá sé Kaupþing banki hf. undir stjórn skilanefndar og hafi því enga fjárhags- eða viðskiptalega hagsmuni af því að umbeðnar upplýsingar fari leynt.<br /> <br /> Í umsögn FME kemur fram að stofnunin hafi veitt kærendum aðgang að öllum upplýsingum sem stofnuninni sé heimilt samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998, 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga. Að mati FME uppfyllir beiðni kærenda ekki skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, þ.e. annars vegar að eftirlitsskyldur aðili sé gjaldþrota eða þvinguð slit fari fram, en hins vegar að upplýsingar séu veittar við rekstur einkamáls. Ákvæðið sé undantekning frá hinni sérstöku þagnarskyldu sem hvíli á starfsmönnum FME samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins. Þá sé 5. mgr. heimildarákvæði og varði eingöngu upplýsingar sem séu þagnarskyldar samkvæmt 1. mgr., og taki því ekki til upplýsinga sem séu þagnarskyldar samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002.<br /> <br /> FME fjallar sérstaklega um tildrög þess að fjármálafyrirtæki séu tekin til slitameðferðar. Þar sem Kaupþing banki hf. var tekinn til slita að kröfu skilanefndar og slitastjórnar félagsins geti bankinn ekki talist í þvinguðum slitum. Þá sé bankinn enn í slitameðferð og hafi því ekki verið tekinn til gjaldþrotaskipta. Bankinn sé því ekki gjaldþrota í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Þessu til stuðnings bendir FME á að Kaupþing hf. sé enn undir sérstöku eftirliti stofnunarinnar samkvæmt 101. gr. a. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 87/1998.<br /> <br /> Varðandi það skilyrði 5. mgr. 13. gr., að upplýst sé um þagnarskyld atriði við rekstur einkamáls, áréttar FME að um undantekningarákvæði sé að ræða sem skýra verði þröngt. Að mati FME heimili undanþágan einungis þeim sem þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. gildi um, að upplýsa fyrir dómi um atriði sem háð séu þagnarskyldu. Ekki sé hægt að skýra ákvæðið svo rúmt að það taki til almennra upplýsingabeiðna sem beint sé til FME, jafnvel þótt sá sem lagði beiðnina fram sé aðili að einkamáli fyrir dómi. Gagnaöflun í einkamálum fyrir dómi fari fram samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og geti aðili að slíku máli skorað á gagnaðila að leggja fram gögn. Ákveðin réttaráhrif fylgi því að ekki sé orðið við slíkri áskorun.<br /> <br /> Um lið 2 í gagnabeiðni kærenda tekur FME fram að af kæru kærenda megi ráða að kærð sé synjun FME um að veita aðgang að öðrum hluta skýrslunnar en forsíðu, efnisyfirliti og inngangskafla. Synjun stofnunarinnar hafi hins vegar eingöngu tekið til þess hluta kafla 3.5 í skýrslu stofnunarinnar þar sem áhættustýring Kaupþings banka hf. var til umfjöllunar. FME hafi veitt kærendum aðgang að forsíðu, efnisyfirliti og inngangskafla skýrslunnar að eigin frumkvæði, en stofnunin hafi ekki tekið efnislega afstöðu til skýrslunnar að öðru leyti.</p> <p><br /> Loks bendir FME á að rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið skipuð á grundvelli laga nr. 142/2008. Samkvæmt lögunum hafi nefndin haft víðtækan rétt til upplýsinga frá einstaklingum, lögaðilum og stofnunum, þar á meðal FME. Á nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar hafi hvílt þagnarskylda um þær upplýsingar sem henni bárust og leynt áttu að fara. Hlutverk nefndarinnar hafi ekki verið að afhenda eða svipta hulunni af einstökum upplýsingum og gögnum sem henni voru afhentar við rannsóknina, heldur að skrifa skýrslu þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á samandregnu formi. <br /> <span><br /> Í athugasemdum kærenda við umsögn FME kemur fram að afstaða stofnunarinnar komi á óvart í ljósi þess að um stjórnvald sé að ræða. Þá sé skýringu FME á stöðu Kaupþings banka hf. og umfangi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 hafnað. Auðsýnt sé að bankinn verði að teljast gjaldþrota, til að mynda með hliðsjón af 5. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002. Þegar ákvæðið sé lesið ásamt XII. kafla laganna í heild sé ljóst að Kaupþing sé gjaldþrota í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.<br /> </span><span><br /> Þá benda kærendur á að málið snúi að upplýsingagjöf samkvæmt upplýsingalögum, en ekki sé um að ræða áskorun samkvæmt lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991. Úrræði samkvæmt síðarnefndu lögunum takmarki ekki heimildir samkvæmt upplýsingalögum eða undanþáguákvæðum laga nr. 87/1998. Ákvæði 5. mgr. 13. gr. laganna sé ekki hægt að skýra svo þröngri skýringu sem FME leggur til grundvallar. Kærendur ítreka að hægt sé að búa svo um að skýrslur sem FME hafi undir höndum verði ópersónugreinanlegar hvað einstaka fyrirtæki eða einstaklinga varði. Loks vekja kærendur athygli á því að þó að umfjöllun um rannsókn FME um áhættustýringu sjóða sé að finna í kafla 3.5 í skýrslu stofnunarinnar um óhæði rekstrarfélags bankans, megi vera ljóst af efnisyfirliti og inngangskafla hennar að hún innihaldi aðra niðurstöðukafla sem fjalli um rannsóknina.<br /> </span><span><br /> </span></p> <h3><span>Niðurstaða</span></h3> <h3><span>1.</span></h3> <span>Mál þetta varðar beiðni kærenda um gögn um starfsemi Kaupþings banka hf., sem eru í vörslum FME á grundvelli eftirlitsheimilda stofnunarinnar. Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, segir orðrétt:<br /> <br /> „Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem ekki eru tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra ákvæðið með hliðsjón af efni 9. gr. upplýsingalaga. Þá hefur orðasambandið „óviðkomandi aðilum“ verið skýrt með þeim hætti að átt sé við aðila sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að FME miðli upplýsingum til. Ljóst er að kærendur teljast til óviðkomandi aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en hins vegar er deilt um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laganna eigi við í málinu.<br /> <br /> Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr., þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að Kaupþing banki hf. sé gjaldþrota í skilningi ákvæðisins. Í þessu samhengi getur engu breytt sú staðreynd að upphafleg krafa um slitameðferð hafi stafað frá skilanefnd og slitastjórn bankans, líkt og haldið er fram af hálfu FME. Sama gildir um fullyrðingar stofnunarinnar er lúta að því að bankinn hafi ekki verið tekinn til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum. Í 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er ekki gerður slíkur áskilnaður, enda verða bú fjármálafyrirtækja ekki tekin til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002. </span> <p><span>Með ákvörðun FME dags. 9. október 2008 tók stofnunin yfir vald hluthafafundar í Kaupþingi banka hf. og vék félagsstjórn hans frá störfum. Um leið voru öll málefni bankans sett undir skilanefnd, sem skipuð var í skjóli opinbers valds og var ætlað að leggja drög að aðgerðum til skuldaskila bankans. Verður að líta svo á að upp frá því hafi Kaupþing banki hf. verið í aðstöðu sem leggja má að jöfnu við að hafin væru gjaldþrotaskipti á búi hans, og bankinn gjaldþrota í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.<br /> <br /> Það er skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að upplýst sé um atriði, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, við rekstur einkamála. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að skýra þennan áskilnað svo að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli ákvæða upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, verður ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. Ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ber að skýra með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, og getur í þessu samhengi engu breytt þótt kærendur hyggist leggja gögnin fyrir dóm í einkamálum sem þeir eru aðilar að. Öndverð skýring myndi leiða til þess að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri fyrir borð borin, þar sem almenningi væri í lófa lagið að krefjast aðgangs að gögnum sem þagnarskylda ákvæðisins ríkir um í þeim yfirlýsta tilgangi að leggja þau fyrir dóm í einkamáli. Samkvæmt framansögðu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að eins og á stendur þurfi að meta hvort umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, án tillits til þeirrar heimildar sem 5. mgr. ákvæðisins mælir fyrir um.<br /> </span><span><br /> Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig lagt til grundvallar að ákvæði 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu færist yfir á FME vegna upplýsinga sem það hefur tekið við.<br /> <br /> </span></p> <h3><span>2.</span></h3> <span>Liðir 1 og 3 í upphaflegri gagnabeiðni kærenda ná til skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins PWC um ákveðna þætti innra eftirlits Kaupþings banka hf. frá 31. desember 2008. Nánar tiltekið er um að ræða skýrslu um rannsókn á atvikum sem gerðust í vikunni fyrir hrun bankanna. Skýrslan er 203 tölusettar blaðsíður á lengd. FME hefur þegar veitt kærendum aðgang að bls. 1-9 að hluta, en einnig efnisyfirliti skýrslunnar að hluta líkt og hér greinir:<br /> <br /> Inngangur<br /> Samandregin niðurstaða<br /> Umfjöllun um einstaka verkþætti<br /> 1. Óeðlilegar fjármagnshreyfingar, milli fjármálafyrirtækja og milli landa<br /> 1.1 Stöður innlánsreikninga<br /> 1.2 Fjármagnshreyfingar innan samstæðu og milli fjármálafyrirtækja<br /> 1.3 Óafstemmdar peningafærslur í Corona<br /> 1.4 Óundirritaðir samningar<br /> 1.5 Sérstök fjárfestingafélög og önnur félög utan efnahags<br /> 1.6 Fjármögnun og lausafjárstaða<br /> 1.7 Handfærðar færslur í bókhaldi<br /> 1.8 Prókúruhafar<br /> Niðurstöður verkþáttar<br /> 2. Meðferð afleiðusamninga<br /> 2.1 Heimildir til afleiðuviðskipta<br /> 2.2 Boðleiðir vegna afleiðuviðskipta<br /> 2.3 Lokanir afleiðusamninga fyrir tímann<br /> 2.4 Verðlagning afleiða og uppgjör afleiðusamninga<br /> 2.5 Greiðslur við uppgjör afleiðusamninga<br /> 2.6 Óuppgerðir afleiðusamningar<br /> 2.7 Meðferð skuldajöfnunar vegna afleiðusamninga<br /> 2.8 Framkvæmd veðkalla - aðrir en starfsmenn<br /> 2.9 Afleiðuviðskipti, veð og veðköll starfsmanna<br /> Niðurstöður verkþáttar<br /> 3. Útlán, ábyrgðir og aðrar skuldbindingar<br /> 3.1 Skilmálabreytingar<br /> 3.2 Vaxtakjör og breytingar<br /> 3.3 Endanlegar afskriftir<br /> 3.4 Athugun samþykkta lánanefnda vegna nýrra lána og breytinga<br /> 3.5 Breytingar á tryggingum og veðum<br /> 3.6 Stórar og sérvaldar áhættuskuldbindingar<br /> 3.7 Lán til starfsmanna vegna verðbréfakaupa<br /> 3.8 Ný lán og uppgreidd á tímabilinu<br /> 3.9 Yfirdrættir<br /> 3.10 Ábyrgðir<br /> Niðurstöður verkþáttar<br /> 4. Óeðlileg viðskipti með eignir og hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða<br /> 4.1 Viðskipti með hlutdeildarskírteini 3. október 2008 (aðilar á heildarlista PWC og stærstu viðskipti<br /> 4.2 Viðskipti starfsmanna, stjórnenda og tengdra aðila með hlutdeildarskírteini verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Kaupþings á tímabilinu 1. september til 21. október 2008<br /> 4.3 Eign (og eignarhlutfall) starfsmanna, stjórnenda og tengdra aðila í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum Kaupþings miðað við 31. ágúst, 30. september og 21. október 2008<br /> 4.4 Viðskipti á milli sjóða Kaupþings (með eignir úr verðbréfasafni) á tímabilinu 1. september til 21. október 2008<br /> 4.5 Verklag í kringum lokun á Peningamarkaðssjóði og Skammtímasjóði<br /> Niðurstöður verkþáttar<br /> 5. Viðskipti starfsmanna, stjórnenda og tengdra aðila með verðbréf útgefin af bankanum<br /> 5.1 Viðskipti með eigin bréf Kaupþings (eigin bók)<br /> 5.2 Viðskipti með önnur bréf í eigu Kaupþings (eigin bók)<br /> 5.3 Viðskipti starfsmanna, stjórnenda og tengdra aðila með hlutabréf og skuldabréf tengd Kaupþingi<br /> 5.4 Viðskipti starfsmanna, stjórnenda og tengdra aðila með önnur verðbréf en útgefin af Kaupþingi<br /> 5.5 Viðskipti erlendra dótturfélaga<br /> 5.6 RegluvarslaNiðurstöður verkþáttar<br /> 6. Aðgangur starfsmanna, stjórnenda og tengdra aðila að kerfum bankans<br /> Niðurstöður verkþáttar<br /> 7. Réttmæti fríðinda sem starfsmenn njóta<br /> 7.1 Hvaða fríðindi hafa starfsmenn bankans?<br /> 7.2 Var vikið frá viðmiðunarreglum bankans um fríðindi á því tímabili sem er til skoðunar í skýrslunni, þ.e. frá 1. september til 21. október 2008?<br /> 7.3 Óvenjulegar launagreiðslur á tímabilinu 1. september til 21. október 2008<br /> Niðurstöður verkþáttar<br /> 8. Réttmæti umráða starfsmanna yfir rekstrarfjármunum gamla bankans s.s bílum, tölvum og símum<br /> 8.1 Eftirfylgni vegna tilmæla FME um að fartölvur starfsmanna yrðu ekki seldar<br /> 8.2 Eftirfylgni vegna verklagsreglu bankans um innköllun á eigum bankans sem voru í umsjón starfsmanna við starfslok<br /> 8.3 Ráðstöfun annarra eigna í eigu bankans til starfsmanna<br /> Niðurstöður verkþáttar<br /> 9. Réttmæti heimilda starfsmanna til að ráðstafa fjármunum, s.s. innkaupaheimildir og risnuheimildir <br /> 9.1 Skoða hvort heimildir starfsmanna til að ráðstafa fjármunum, svo sem innkaupaheimildir og risnuheimildir hafi verið virtar<br /> 9.2 Skoða hvort úttekt hafi átt sér stað eftir að starfsmaður lét af störfum hjá gamla bankanum<br /> Niðurstöður verkþáttar<br /> 10. Skoðun á fagfjárfestasjóðum<br /> 10.1 Hreyfingar á eignum og eignastöðu sjóða<br /> 10.2 Mótaðilar í viðskiptum<br /> 10.3 Hlutdeildarskírteinishafar<br /> Niðurstöður verkþáttar<br /> 11. Sértækar athuganir að beiðni skilanefndar<br /> 11.1 [Strikað út]<br /> 11.2 [Strikað út]<br /> 11.3 [Strikað út]<br /> 11.4 [Strikað út]<br /> 11.5 [Strikað út]<br /> 11.6 [Strikað út]<br /> 11.7 [Strikað út]<br /> 11.8 [Strikað út]<br /> 11.9 [Strikað út]<br /> 11.10 [Strikað út]<br /> 11.11 [Strikað út]Fjármagnshreyfingar til Lúxemborgar<br /> Niðurstöður verkþáttar<br /> <br /> Í inngangskafla skýrslunnar kemur fram að með bréfi, dags. 15. október 2008, fól FME skilanefnd Kaupþings banka hf. að fá óháðan sérfræðing til að „kanna hvort vikið hafi verið frá innri reglum bankanna, lögum og reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja, lögum um verðbréfaviðskipti, almennum hegningarlögum svo og öðrum réttarheimildum sem varðað geta háttsemi þeirra einstaklinga og lögaðila sem athugunin beinist gegn“. Í kjölfarið fól skilanefndin PWC að annast könnunina. Verkefni PWC var að kanna tiltekna þætti í rekstri Kaupþings banka hf. á tímabilinu 1. september til 21. október 2008, en þættirnir birtast í yfirkaflaheitum í efnisyfirliti skýrslunnar.<br /> <br /> Í skýrslunni er fjallað með ítarlegum hætti um viðskipti og rekstur Kaupþings banka hf., eftirlitsskylds aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, á framangreindu tímabili. Einnig er viðskiptamanna sparisjóðsins getið hvað eftir annað og viðskiptum við þá lýst í tengslum við lýsingu á rannsókninni, rannsóknaraðferðum og þeim niðurstöðum sem rannsakendur komast að. Þá er fjallað um launakjör og fríðindi einstakra starfsmanna bankans. Með vísan til þagnarskylduákvæða 13. gr. laga nr. 87/1998, 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að FME beri ekki að veita aðgang að skýrslunni að undanskildum þeim hlutum hennar sem kærendum hefur þegar verið veittur aðgangur að. Þetta á við um svo stóran hluta skýrslunnar að ekki kemur til álita að leggja fyrir FME að afhenda hana að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kærendur halda því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á skýrslunni, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu FME á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014.<br /> <br /> </span> <h3><span>3.</span></h3> <span>Liður nr. 2 í upphaflegri gagnabeiðni tók til „[niðurstaðna] rannsóknar FME á áhættustýringu sjóða frá maí 2008“. Af afgreiðslu FME má ráða að kærendur hafi afmarkað beiðni sína nánar í tölvupósti, þannig að óskað sé aðgangs að úttekt stofnunarinnar á áhættustýringu sjóða rekstrarfélags Kaupþings banka hf. Enn fremur er ljóst að FME afgreiddi beiðni kærenda á þann hátt að átt væri við afmarkaðan hluta skýrslu sem ber heitið „Skýrsla um athugun á óhæði rekstrarfélaga verðbréfasjóða hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf.“ Í ákvörðun FME kom skýrt fram að hún lyti einungis að aðgangi kærenda að þeim hluta skýrslunnar sem fjallaði um úttekt stofnunarinnar á áhættustýringu sjóða rekstrarfélags Kaupþings banka hf. FME synjaði kærendum um aðgang að þessum hluta skýrslunnar, líkt og fyrr greinir, en veitti kærendum hins vegar aðgang að forsíðu, efnisyfirliti og inngangskafla skýrslunnar „til frekari upplýsinga“. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður ekki ráðið af gögnum málsins að kærendur hafi beðið um aðgang að skýrslunni í heild. Kærendur gerðu ekki athugasemd við framangreinda afmörkun FME á lið nr. 2 í upphaflegri gagnabeiðni sinni fyrr en í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þar sem tekið er fram að synjun FME á aðgangi að „öðrum hlutum skýrslunnar“ sé byggð á tilteknum þagnarskylduákvæðum. Eins og hér stendur á verður að fallast á það með FME að stofnunin hafi ekki tekið efnislega afstöðu til aðgangs kærenda að öðrum hlutum skýrslunnar en þeim sem fjallaði sérstaklega um niðurstöður úttektar á áhættustýringu sjóða Kaupþings banka hf. Beiðni kærenda um aðgang að skýrslunni umfram þann hluta er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál með vísan til 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Umræddur skýrsluhluti er um það bil ein blaðsíða á lengd, undir fyrirsögninni „III. Áhættustýring“. Þar er greint frá könnun FME á áhættustýringu rekstrarfélags Kaupþings banka hf., upplýsingabeiðni stofnunarinnar, svörum bankans og heimfærslu til viðeigandi ákvæða laga og reglugerða. Loks er dregin saman í stuttu máli niðurstaða könnunarinnar. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að umfjöllunin innihaldi upplýsingar um viðskipti og rekstur bankans sem leynt eigi að fara með vísan til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þetta á við um allan kaflann, og kemur því ekki til álita að veita aðgang að honum að hluta með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Að lokum er ekki fallist á það með kærendum að umfjöllun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis leiði til þess að þagnarskyldu sé aflétt, með vísan til þess rökstuðnings sem fram kom um skýrslu PWC að framan. Synjun FME á aðgangi kærenda að umbeðnum skýrsluhluta er því staðfest.<br /> <br /> </span> <h3><span>4.</span></h3> <span>Liður nr. 6 í gagnabeiðni kærenda var í upphafi orðaður þannig að beðið var um aðgang að skýrslu Kaupþings til FME dags. 30. júní 2007. Í ákvörðun FME er tekið fram að bankinn hafi skilað tveimur skýrslum til stofnunarinnar um eiginfjárhlutfall miðað við þennan tiltekna uppgjörsdag, einni fyrir samstæðuna og annarri fyrir móðurfélagið. FME tekur fram í ákvörðun sinni að litið sé svo á að beiðnin varði þessar skýrslur. Ekki verður séð að kærendur hafi gert athugasemd við þessa afmörkun beiðninnar, en í kæru er liður nr. 6 þó einnig sagður taka til skýrslna um stórar áhættuskuldbindingar. Rétt er að taka fram að í upphaflegri gagnabeiðni kærenda eru skýrslur um stórar áhættuskuldbindingar Kaupþings undir lið nr. 5. Synjun FME á aðgangi samkvæmt þeim lið er einnig til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. mál ÚNU 13100005, og telur úrskurðarnefndin ónauðsynlegt að fjalla um það atriði nánar hér.</span> <p><span><br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umræddar skýrslur. Þær eru á töflureiknisformi og á íslensku. Undir liðnum „almennar upplýsingar um skjalið“ kemur fram að það sé ætlað fjármálafyrirtækjum vegna skýrslu um eiginfjárhlutfall til FME sbr. reglur nr. 530/2003. Skjalinu skuli skilað rafrænt til stofnunarinnar en einnig skuli senda inn staðfesta útprentun með pósti. Skjalið inniheldur sjálfvirkar reikniformúlur sem skila niðurstöðum innsláttar fjármálafyrirtækis í samandregið form. <br /> <br /> Tölulegar upplýsingar um eiginfjárstöðu fjármálafyrirtækis á tilteknum tímapunkti teljast án nokkurs vafa til viðkvæmra upplýsinga um viðskipti og rekstur þess. Að auki hafa skýrslurnar að geyma upplýsingar um tiltekna viðskiptamenn bankans. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur skjalið því að geyma upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga. Kærendur hafa ekki fært fram röksemdir sem leiða til þess að þagnarskyldunni verði aflétt, með vísan til þess rökstuðnings sem fram kemur um liði 1-3 í gagnabeiðni kærenda að framan. Því er staðfest synjun FME á að veita kærendum aðgang að skýrslum Kaupþings banka hf. um eiginfjárhlutfall miðað við uppgjörsdaginn 30. júní 2007.</span></p> <h3><span>Úrskurðarorð</span></h3> <span>Beiðni kærenda um aðgang að skjalinu „Skýrsla um athugun á óhæði rekstrarfélaga verðbréfasjóða hjá Rekstrarfélagi Kaupþings banka hf.“ frá mars 2009 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, umfram þann hluta hennar á bls. 14-15 sem hefur að geyma niðurstöður rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á áhættustýringu sjóða rekstrarfélags Kaupþings banka hf. Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins frá 11. desember 2013 á aðgangi kærenda að skýrslu PricewaterhouseCoopers um ákveðna þætti innra eftirlits Kaupþings banka hf. frá 31. desember 2008, umfram þá skýrsluhluta sem kærendur hafa þegar fengið aðgang að, niðurstöðum rannsóknar Fjármálaeftirlitsins um áhættustýringu sjóða rekstrarfélags Kaupþings banka hf. og skýrslum Kaupþings banka hf. um eiginfjárhlutfall miðað við uppgjörsdaginn 30. júní 2007.<br /> </span><span><br /> </span> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson</p> |
A-546/2014. Úrskurður frá 24. júlí 2014 | Brit Insurance Limited, Great Lakes Reinsurance (UK) Plc., Chubb Insurance Company of Europe SE, Aspen Insurance UK Limited og fleiri erlendir vátryggjendur kærðu þá ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja þeim um aðgang að 15 fundargerðum lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf. og lánanefndar stjórnar bankans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 færðist yfir á Þjóðskjalasafnið vegna upplýsinga sem stofnunin tæki við, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Allar fundargerðirnar innihéldu umsóknir viðskiptamanna Kaupþings banka hf. um lánaviðskipti, ásamt afstöðu lánanefnda bankans til lánveitingar og rökstuðningi fyrir henni, sem nefndin taldi tvímælalaust vera upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni sem varði mikilvæga fjárhagslega hagsmuni einkaaðila. Þær njóti verndar skv. 1. mgr. 58. gr. og 9. gr. upplýsingalaga. Ekki væri unnt að veita aðeins aðgang að hluta þeirra, enda ljóst að yrðu allar persónugreinanlegar upplýsingar afmáðar úr þeim stæði svo lítið eftir að kærendum væri ekki gagn í að fá aðgang að þeim. Synjun Þjóðskjalasafnsins var því staðfest. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 24. júlí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-546/2014 í máli ÚNU 13110002.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 5. nóvember 2013 kærði A, f.h. Brit Insurance Limited, Great Lakes Reinsurance (UK) Plc., Chubb Insurance Company of Europe SE, Aspen Insurance UK Limited og fleiri erlendra vátryggjenda („kærendur“), ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands („Þjóðskjalasafn“), dags. 7. október 2013, um að synja kærendum um aðgang að 15 fundargerðum lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf. og lánanefndar stjórnar bankans. <br /> <br /> Gagnabeiðni kærenda, dags. 4. nóvember 2011, var sett fram á grundvelli 3. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985 og 5. mgr. 17. gr. laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða nr. 142/2008. Beiðnin laut upprunalega að 14 tilgreindum fundargerðum á tímabilinu 20. júlí 2006 til 2. október 2008, en þar sem ein fundargerð reyndist ekki fyrirliggjandi hjá Þjóðskjalasafni fóru kærendur fram á aðgang að tveimur til viðbótar. <br /> <br /> Þjóðskjalasafn synjaði beiðni kærenda með vísan til 1. mgr. 2. gr. eldri upplýsingalaga, en úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði tilteknum liðum hennar aftur til safnsins til efnislegrar umfjöllunar með úrskurði nefndarinnar nr. A-480/2013 frá 3. maí 2013. Þann 7. október 2013 tók Þjóðskjalasafn ákvörðun um að synja kærendum um hluta beiðninnar sem laut að fundargerðum lánanefnda Kaupþings banka hf. á nýjan leik.</p> <p>Kæran var send Þjóðskjalasafni til umsagnar þann 12. nóvember 2013 og óskað eftir því að nefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum sem hún lýtur að. Umsögn þjóðskjalavarðar barst með bréfi dags. 2. desember 2013 ásamt afritum af 15 fundargerðum lánanefnda Kaupþings banka hf. á geisladiski. Þann 4. desember 2013 var umsögn Þjóðskjalasafns kynnt kærendum og þeim veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum. Með bréfi dags. 7. janúar 2014 barst staðfesting kærenda á því að þeir teldu ekki ástæðu til að koma með frekari athugasemdir. Þann 12. júní 2014 sendu kærendur erindi í tilefni af dómi Hæstaréttar í máli nr. 281/2014 frá 23. maí 2014.<br /> <br /> </p> <h3>Málsástæður aðila</h3> <p>Í kjölfar úrskurðar nr. A-480/2013 afgreiddi Þjóðskjalasafn erindi kærenda á grundvelli 2. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012, sem þá höfðu tekið gildi. Synjun stofnunarinnar byggðist á 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Kærendur byggja hins vegar á því í kæru sinni að synjun Þjóðskjalasafns sé í andstöðu við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga og ákvæða upplýsingalaga, sér í lagi 3. mgr. 5. gr. laganna. Rétt hefði verið að veita aðgang að hluta umbeðinna fundargerða. Veita megi aðgang að hluta skjals en eyða út eða yfirstrika persónugreinanlegar upplýsingar, þ.e. nöfn viðskiptamanna sem þar koma fram. Í þessu tilviki hafi umbeðnar fundargerðir að geyma ýmsar upplýsingar sem skipta kærendur máli, burtséð frá persónugreinanlegum upplýsingum. <br /> <span><br /> Kærendur taka fram að þær upplýsingar sem beiðnin sneri að hafa verið gerðar opinberar beint eða óbeint í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Því gildi trúnaðarreglur og þagnarskylda ekki um þær, burtséð frá því hvort slíkar reglur eða skuldbindingar hafi á einhverjum tímapunkti hvílt á þeim eða bankanum. Loks benda kærendur á að Kaupþing sé undir stjórn skilanefndar og hafi því enga fjárhagslega eða viðskiptalega hagsmuni af því að umrædd gögn fari leynt.<br /> <br /> Í umsögn þjóðskjalavarðar er í upphafi fjallað um lög 142/2008 og hlutverk rannsóknarnefndar Alþingis. Í 5. mgr. 17 komi fram að gögn sem aflað var vegna rannsóknarinnar skuli færð á Þjóðskjalasafn, og um aðgang að þeim fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Samkvæmt 9. gr. laganna sé óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þá geti sérákvæði laga um þagnarskyldu takmarkað rétt til aðgangs að lögum, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Í málinu komi helst til greina þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, 1. og 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. <br /> <br /> Varðandi þá málsástæðu kærenda að Þjóðskjalasafn hafi ekki veitt aðgang að hluta umbeðinna fundargerða tekur stofnunin fram að þetta atriði hafi sérstaklega verið tekið til athugunar við efnislegt mat á þeim. Þrátt fyrir að oft sé nægjanlegt að afmá nöfn og önnur persónugreinanleg auðkenni, þannig að upplýsingar sem eftir standa verði ekki raktar til viðkomandi aðila, hafi sú leið ekki verið fær. Bróðurpartur þeirra upplýsinga sem fram koma í hverri fundargerð fyrir sig vísi beint eða óbeint til þess viðskiptamanns Kaupþings banka hf. sem var til umfjöllunar á viðkomandi lánanefndarfundi.<br /> <br /> Þjóðskjalavörður áréttar í umsögn sinni að ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 gildi um upplýsingarnar óháð því hvort annar lögaðili hefur tekið yfir réttindi og skyldur upphaflega aðilans. Þá skipti heldur ekki máli hvort upplýsingar hafi verið birtar beint eða óbeint, allt að einu sé Þjóðskjalasafni óheimilt að veita aðgang að þeim.<br /> <br /> Líkt og áður var rakið töldu kærendur ekki ástæðu til að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna umsagnar Þjóðskjalavarðar.<br /> <br /> </span></p> <h3><span>Niðurstaða</span></h3> <h3><span>1.</span></h3> <span>Mál þetta varðar aðgang kærenda að fundargerðum lánanefnda samstæðu Kaupþings banka hf. og stjórnar bankans á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Heimild kærenda til að kæra synjun Þjóðskjalasafns er að finna í 20. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 4. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum. Samsvarandi skýringar var og að finna við 2. gr. frumvarps til eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda ákvæðisins er því víðtækari, þ.e. gengur lengra, en þær takmarkanir sem 6.-10. gr. upplýsingalaga mæla fyrir um. Að því leyti sem ákvæðið tilgreinir ekki með nákvæmum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 færist yfir á Þjóðskjalasafnið vegna upplýsinga sem stofnunin hefur tekið við, sbr. 2. mgr. greinarinnar.<br /> <br /> </span> <h3><span>2.</span></h3> <span>Umbeðnar fundargerðir eru nánar tilgreindar hér á eftir:<br /> <br /> 1.Fundargerð 489. fundar lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf., dags. 20. júlí 2006. Skjalið er tvær blaðsíður á lengd og á íslensku.<br /> 2.  Fundargerð 580. fundar lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf., dags. 13. desember 2007. Skjalið er þrjár blaðsíður að lengd og á ensku.<br /> 3. Fundargerð 24. fundar lánanefndar stjórnar Kaupþings banka hf., dags. 14. desember 2007. Skjalið er þrjár blaðsíður að lengd og á ensku.<br /> 4. Fundargerð 25. fundar lánanefndar stjórnar Kaupþings banka hf., dags. 28. desember 2007. Skjalið er ein blaðsíða að lengd og á ensku.<br /> 5. Fundargerð 26. fundar lánanefndar stjórnar Kaupþings banka hf., dags. 30. janúar 2008. Skjalið er ein blaðsíða að lengd og á ensku.<br /> 6. Fundargerð 591. fundar lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf., dags. 6. mars 2008. Skjalið er ein blaðsíða að lengd og á ensku.<br /> 7. Fundargerð 27. fundar lánanefndar stjórnar Kaupþings banka hf., dags. 18. mars 2008. Skjalið er þrjár blaðsíður að lengd og á ensku.<br /> 8. Fundargerð 599. fundar lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf., dags. 2. maí 2008. Skjalið er tvær blaðsíður að lengd og á ensku.<br /> 9. Fundargerð 600. fundar lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf., dags. 8. maí 2008. Skjalið er tvær blaðsíður að lengd og á ensku.<br /> 10. Fundargerð 28. fundar lánanefndar stjórnar Kaupþings banka hf., dags. 29. maí 2008. Skjalið er sex blaðsíður að lengd og á ensku.<br /> 11. Fundargerð 604. fundar lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf., dags. 5. júní 2008. Skjalið er þrjár blaðsíður að lengd og á ensku.<br /> 12. Fundargerð 606. fundar lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf., dags. 19. júní 2008. Skjalið er þrjár blaðsíður að lengd og á ensku.<br /> 13. Fundargerð 615. fundar lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf., dags. 11. september 2008. Skjalið er fimm blaðsíður að lengd og á ensku.<br /> 14. Fundargerð 29. fundar lánanefndar stjórnar Kaupþings banka hf., dags. 24. september 2008. Skjalið er átta blaðsíður að lengd og á ensku.<br /> 15. Fundargerð 618. fundar lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf., dags. 2. október 2008. Skjalið er tvær blaðsíður að lengd og á ensku.<br /> <br /> Allar fundargerðirnar eiga það sameiginlegt að innihalda umsóknir viðskiptamanna Kaupþings banka hf. um lánaviðskipti ásamt afstöðu lánanefnda bankans til lánveitingar og rökstuðningi fyrir henni. Einu málin á dagskrá fundanna eru fyrirliggjandi lánsumsóknir viðskiptamanna og umfjöllun um önnur atriði í rekstri þeirra eða viðskiptum við bankann. Umfjöllun um hvern viðskiptamann inniheldur yfirleitt upplýsingar um skuldastöðu hans, markverð atriði í rekstri hans, fyrri lánveitingar frá bankanum ásamt rökstuðningi fyrir því hvort veita eigi lán eða ekki. Þá er farið yfir kjör væntanlegrar lánveitingar og hugsanleg áhrif hennar á rekstur viðskiptamanns, þar með talið hvernig lánsfjárhæðinni verði varið.<br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er tvímælalaust um að ræða upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni þeirra viðskiptamanna Kaupþings banka hf., sem koma til umfjöllunar hverju sinni. Upplýsingarnar varða mikilvæga fjárhagslega hagsmuni einkaaðila  og njóta verndar 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Kærendur byggja rétt sinn til aðgangs fyrst og fremst á 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, sem kveður á um að ef takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt 6.-10. gr. laganna eigi aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Hægt sé að afmá nöfn og aðrar persónugreinanlegar upplýsingar úr fundargerðunum áður en kærendum sé veittur aðgangur að þeim. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður að fallast á það með Þjóðskjalasafni að þessi leið sé ekki fær með hliðsjón af efni fundargerðanna. Upplýsingarnar sem framangreind þagnarskylduákvæði taka til eru ekki bundnar við nöfn þeirra viðskiptamanna sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Jafnvel þótt öll nöfn viðskiptamanna bankans verði afmáð er mögulegt að rekja þær greinargóðu upplýsingar um rekstur og fjárhagsmálefni þeirra, sem eftir standa, til viðskiptamannanna. Það er jafnframt mat úrskurðarnefndarinnar að ef afmá ætti allar persónugreinanlegar upplýsingar úr fundargerðunum stæði svo lítið eftir að kærendum væri ekki hald í að fá aðgang að þeim. Loks verður að líta til þess að öll gögn um lánveitingar Kaupþings banka hf. fjalla um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni bankans. Jafnvel þótt þagnarskylda 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 veiti ekki vernd gegn því að upplýsingar séu veittar er varða fjármálafyrirtækið sjálft, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-419/2012, gildir þagnarskylda 9. gr. upplýsingalaga um slíkar upplýsingar. Samkvæmt framangreindu verður ekki fallist á að Þjóðskjalasafni hafi borið að veita kærendum aðgang að hluta umbeðinna fundargerða samkvæmt 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> </span><span><br /> Þá hafa kærendur haldið því fram að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu Þjóðskjalasafnsins á grundvelli framangreindra lagaákvæða fallið niður. Í þessu sambandi varðar mestu að rannsóknarnefnd Alþingis starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, en samkvæmt lögunum hafði nefndin ríkar rannsóknarheimildir. Skylt var að veita nefndinni aðgang að gögnum sem háð voru þagnarskyldu en af 3. mgr. 4. gr. laganna leiðir að þagnarskyldan færðist yfir til nefndarinnar og starfsmanna hennar. Sú staðreynd að rannsóknarnefnd Alþingis hafi stuðst við tiltekið gagn í störfum sínum, sem er háð sérstakri þagnarskyldu, leiðir þar með ekki til þess að þagnarskyldan falli niður gagnvart öðrum en nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 329/2014.</span><span><br /> </span> <p><span><br /> Samkvæmt öllu framangreindu var Þjóðskjalasafni rétt að synja kærendum um aðgang að fundargerðum lánanefnda Kaupþings banka hf. <br /> <br /> </span></p> <h3><span>Úrskurðarorð</span></h3> <span>Staðfest er synjun Þjóðskjalasafns frá 7. október 2013 um aðgang kærenda að 15 fundargerðum lánanefndar samstæðu Kaupþings banka hf. og lánanefndar stjórnar bankans.<br /> </span><br /> <p>Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson</p> |
A-545/2014. Úrskurður frá 24. júlí 2014 | A kærði þá ákvörðun Isavia ohf. að veita honum ekki aðgang að samningi um leigu á húsi til farþegaafgreiðslu. Fyrir lá að þetta skjal varð til fyrir gildistöku nýrra upplýsingalaga, eða árið 2009. Féll ágreiningur um aðgang að því þar með utan valdssviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál, eins og það er afmarkað í 20. gr. laganna, og varð að vísa málinu frá. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 24. júlí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-545/2014 í máli ÚNU14010002.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Með tölvubréfi, dags. 8. janúar 2014, kærði A, blaðamaður á Fréttablaðinu, synjun Isavia ohf., dags. 8. janúar 2014, um aðgang að samningi við Mýflug hf. um leigu á húsi til farþegaafgreiðslu, sem hefur fastanúmerið 2223-7353 og er í eigu ríkissjóðs. Með kærunni fylgdi afrit af umræddri synjun. Þar segir m.a.:<br /> <br />  „Vísað er til tölvupósts frá þér þar sem óskað er eftir afriti leigusamnings vegna farþegaafgreiðslu í eigu ríkissjóðs í umsjón Isavia á Mývatni. Ekki kemur fram í beiðninni á hvaða grunni óskað er eftir þessum gögnum.<br /> <br />  Með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga veita lögin ekki aðgang að öðrum gögnum í vörslu Isavia en þeim sem orðið hafa til eftir gildistöku laganna 28. des. 2012 sbr. ákv. 3. mgr. 35. gr. laganna. Hins vegar undanskilja lögin aðgang að gögnum er varða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Ekki er því hægt að verða við beiðni þinni um aðgang að þessum gögnum.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi Isavia ohf. bréf, dags. 19. mars 2014, og gaf félaginu kost á athugasemdum við framangreinda kæru. Í svarbréfi félagsins, dags. 21. febrúar 2014, segir m.a.:<br /> <br />  „Isavia ohf. er hlutafélag í eigu ríkisins sem fellur undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Eins og fram kom í svarinu til […] taka lögin ekki gildi gagnvart félaginu fyrr en 6 mánuðum eftir gildistöku laganna sem var 1. janúar 2013, sbr. ákv. 1. mgr. 35. gr. laganna. […] Þá taka þau ekki til annarra gagna en þeirra sem urðu til eftir gildistöku laganna sbr. 3. mgr. 35. gr. <br /> <br /> Félagið er ekki stjórnvald og tekur ekki stjórnvaldsákvarðanir á þessu sviði þannig að undanþáguákvæði síðari málsliðar 3. mgr. 35. gr. á ekki við.<br /> <br /> Samningur sem […] óskar eftir aðgangi að er frá 15. september árið 2000 (sbr. forsíða samningsins) og fellur því ekki undir gögn sem lögin veita aðgang að. Samningurinn er ótímabundinn með gagnkvæmum uppsagnarfresti og er meðfylgjandi. Þegar og af þessari ástæðu var aðgangi að þessum gögnum hafnað.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi kæranda bréf, dags. 25. mars 2014, og gaf honum kost á að koma að athugasemdum við framangreint bréf Isavia ohf. Hann svaraði með tölvubréfi, dags. 19. maí 2014, og áréttaði ósk sína um að fá aðgang að öllum bókunum Isavia varðandi samning um afnot af byggingunni og hugsanlega endurnýjun þess samnings.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila frekar en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að samningi um útleigu á fasteign ríkisins, sem hefur fastanúmerið 2223-7353, og er fyrir farþegaafgreiðslu á Mývatni.<br /> <br /> Með gildistöku upplýsingalaga nr. 140/2012, hinn 1. janúar 2013, var gildissvið upplýsingalaga víkkað. Eldri lög tóku almennt aðeins til starfsemi stjórnvalda, og ekki til einkaréttarlegra lögaðila, hvort sem þeir voru í eigu hins opinbera eða ekki, en hin nýju lög taka til allrar starfsemi á vegum einkaréttarlegra lögaðila sem eru í eigu hins opinbera að 51% hluta eða meira, sbr. 2. mgr. 2. gr. Það á m.a. við um Isavia ohf. og því taka ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012 til þess.<br /> <br /> Upplýsingalög gilda um öll gögn sem undir þau falla, án tillits til þess hvenær þau urðu til eða hvenær þau hafa borist þeim aðilum sem undir þau falla, sbr. 2. mgr. 35. gr. Þó segir í 3. mgr. sömu greinar að þau gildi aðeins um þau gögn í vörslu lögaðila sem hafi orðið til eftir gildistöku laganna, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 3. gr. Fyrir liggur að það gagn sem mál þetta lýtur að, þ.e. samingur Isavia ohf. við Mýflug hf. um leigu á fasteign með fastanúmerið 2223-7353, varð til fyrir gildistöku nýrra upplýsingalaga eða árið 2009. Fellur ágreiningur um aðgang að samningnum því utan valdssviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál, eins og það er afmarkað í 20. gr. laganna, og verður kærunni vísað frá nefndinni. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A dags. dags. 8. janúar 2014, á hendur Isavia ohf. vegna synjunar á beiðni um aðgang að samningi við Mýflug hf., þ.e. um leigu á húsnæði til farþegaafgreiðslu. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson</p> |
A-542/2014. Úrskurður frá 24. júlí 2014 | Kærð var synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum um gerð skýrslu um stjórnsýslu fornleifarannsókna og fornleifaverndar. Meta varð hvort sá sem vann skýrsluna hafi verið „verkefnaráðinn“ eða „starfsmaður“ í skilningi upplýsingalaga. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var sú að á meðan ráðningarsamband hans við ráðuneytið stóð yfir hafi hann verið starfsmaður . Tiltekin gögn um kostnað vegna verkefnisins, m.a. um „þóknanir“ til hans vegna forvinnu og tölvunotkunar, væru því undanþegin upplýsingarétti þótt veita bæri upplýsingar um föst launakjör. Nefndin féllst ekki á að viss gögn og tölvupóstar, ritaðir áður en C varð starfsmaður ráðuneytisins, og eftir að hann hætti, væru vinnugögn sem ráðuneytið hafi mátt synja um aðgang að. Vissum þáttum kærunnar varð að vísa frá – m.a. um tölvupósta sem höfðu verið afhentir nefndinni án viðhengja og að því sem marki um aðgang kæranda færi að ákvæðum stjórnsýslulaga. Gagn sem kæranda hafði verið tjáð að væru „drög að bréfi til forsætisráðuneytisins“ taldi nefndin vera vinnugagn sem ekki hefði verið skylt að afhenda kæranda. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 24. júlí kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-542/2014 í máli ÚNU 14020009.  <br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi 18. febrúar 2014 kærði A, f.h. B, afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá 22. janúar sama ár á beiðni hennar um aðgang að  eftirfarandi gögnum er varða skýrslu sem gerð var um stjórnsýslu fornleifarannsókna og fornleifaverndar á Íslandi 1990 til 2010: Afrit af dagbókarfærslum og skráningu málsins í málaskrá ráðuneytisins, afrit af minnisblaði C, sem vísað hafi verið til í minnisblaði frá 29. desember 2011, upplýsingum um sundurliðaðan kostnað vegna verkefnisins, en af minnisblaði frá 14. september 2012 megi ráða að sérstakar greiðslur hafi verið inntar af hendi af hálfu ríkisins fyrir forvinnu og tölvunotkun, afrit af svari ráðuneytisins til Félags íslenskra fornleifafræðinga vegna bréfs félagsins og afrit af umsögn C, sbr. minnisblað frá 27. desember 2012, afrit af athugasemdum Minjastofnunar við skýrsluna og afrit af bréfi ráðuneytisins til Minjastofnunar í kjölfar skýrslunnar, sbr. minnisblað frá 21. maí 2013, afrit af athugasemdum sem ráðuneytinu hafi borist vegna skýrslunnar, afriti af þeim gögnum sem flokkuð séu sem vinnugögn í tölulið 5 í bréfi til lögmanns kæranda frá 4. september 2013, sbr. 3. mgr. 8. gr. og 11. gr. upplýsingalaga. Í erindinu kom fram að yrði synjað um afhendingu á einhverjum umræddra gagna væri farið fram á yfirlit yfir slík gögn þar sem fram kæmi efnisheiti þeirra þannig að kærandi gæti metið rétt sinn til að kæra slíka synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá væri óskað eftir öðrum gögnum er vörðuðu málið. <br /> <br /> Með ákvörðun 22. janúar 2014 var kæranda veittur aðgangur að ýmsum gögnum er ráðuneytið taldi falla undir beiðni hans. Þá var vísað til þess að kærandi hefði þegar fengið aðgang að tilteknum gögnum sem féllu undir beiðnina. Á hinn bóginn var kæranda synjað um aðgang að ýmsum gögnum sem tiltekin voru í ákvörðuninni. Með vísan til 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 var kæranda synjað um aðgang að minnisblaði frá 14. september 2012, minnisblaði frá 2. nóvember 2012 og yfirliti yfir sundurliðaðan kostnað vegna verkefnisins. Þá var kæranda ekki veittur aðgangur að tilteknum gögnum með vísan til 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, enda væri um að ræða vinnugögn sem tengdust ekki endanlegri ákvörðun um mál. Um var að ræða tölvupósta frá 6. apríl 2011, 1. maí 2011, 9. janúar 2012, 19. mars 2012, 21. desember 2012, 27. desember 2012, 13. febrúar 2013, 22. apríl 2013, 9. maí 2013, 10. maí 2013, 13. maí 2013, 14. maí 2013, 17. maí 2013, 22. maí 2013, 27. maí 2013, 29. maí 2013, 30. maí 2013., 17. júní 2013, 27. júní 2013, 22. júlí 2013, 25. október 2013 og 3. desember 2013. Þá var hið sama talið eiga við um drög að bréfi til forsætisráðuneytis frá 29. maí 2013. <br /> <br /> Í kæru kemur fram að kærandi krefjist þess að sér verði veittur aðgangur að öllum þeim gögnum sem sér hafi verið synjað um aðgang að með ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Að því er varðar þau gögn sem synjað var um aðgang að á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga telur kærandi að þar sem sá aðili sem vann umrædda skýrslu hafi verið „verkefnaráðinn“ hafi viðkomandi ekki verið „starfsmaður“ í skilningi lagaákvæðisins. Þá verði ekki séð að umbeðnar upplýsingar séu þess eðlis að þær falli undir undanþágu 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þvert á móti megi ætla að um sé að ræða upplýsingar um kostnað sem verði til í starfsemi hins opinbera og ráðstöfun almannafjár. Sérstaklega er vakin athygli á því að svo virðist sem ráðuneytið hafi greitt umræddum verktaka sérstaklega fyrir „forvinnu og tölvunotkun“ en upplýsingar um slíka ráðstöfun almannafjár ætti vart að vera leyndarmál. Þessu til viðbótar sé bent á að slíkur kostnaður teljist ekki „laun“ vegna „starfsmanna“ hins opinbera. <br /> <br /> Að því er varðar þau gögn sem synjað var um aðgang að á grundvelli 5. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga er í kæru dregið í efa að þau verði með réttu talin „vinnugögn“ í skilningi 8. gr. laganna. Undir hugtakið falli aðeins þau gögn sem ætla megi að kunni að breytast í meðförum stjórnvalds, áður en stjórnvald kemst að endanlegri niðurstöðu. Vísar kærandi í þessu samhengi til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-507/2013. Telja verði að umbeðin gögn falli ekki undir þessa skilgreiningu. Þá hafi sá starfsmaður sem vann þá skýrslu er málið laut að verið verkefnaráðinn en gögn sem fari á milli stjórnvalds og verktaka geti ekki talist til vinnugagna í skilningi upplýsingalaga. Loks er bent á að jafnvel þótt gögnin teldust vinnugögn beri engu að síður að veita aðgang að þeim þar sem þar komi fram upplýsingar sem ekki komi annars staðar fram sbr. 3. tölulið 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá er í kæru fundið að því að ráðuneytið hafi ekki sett fram rökstuðning gegn því að umbeðin gögn mætti afhenda á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 19. febrúar 2014, var mennta- og menningarmálaráðuneytinu gefinn kostur á að tjá sig um framangreinda kæru. Í svari ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar 20. mars sama ár er vísað til þeirra sjónarmiða sem fram komu í synjun ráðuneytisins til kæranda. Þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að voru látin úrskurðarnefndinni í té í trúnaði. Með bréfi 25. apríl 2014 tók ráðuneytið sérstaka afstöðu til þess hvort ástæða hefði verið til að veita kæranda aðgang að gögnum í ríkara mæli en skylt væri. Í svari ráðuneytisins kemur fram að það telji að umbeðin gögn séu óformleg samskipti  innan ráðuneytisins og séu í raun drög að texta sem síðar hafi verið notuð í skýrslu um stjórnsýslu fornleifarannsókna og fornleifaverndar á Íslandi 1990-2010 sem birt hafi verið opinberlega. Ekki sé tilefni til þess að veita ríkari aðgang en skylt sé og ekki sé ljóst að þau hafi í raun þýðingu fyrir kæranda.<br /> <br /> Af hálfu kæranda voru gerðar athugasemdir við þá afstöðu sem fram kom í framangreindum bréfum mennta- og menningarmálaráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar en ekki er þörf á að rekja efni þeirra nánar. </p> <p><br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Af þeim gögnum sem úrskurðarnefndinni hafa verið látin í té verður ráðið að á árinu 2012 hafi mennta- og menningarmálaráðuneytið ákveðið að gera úttekt á stjórnsýslu fornleifarannsókna á Íslandi á árunum 1990 til 2010. Fornleifafræðingurinn C hafi verið ráðin tímabundið til að vinna verkefnið en samningur um þá ráðningu hefur bæði verið afhentur kæranda og úrskurðarnefndinni. Birti ráðuneytið skýrslu um úttektina á heimasíðu sinni 21. maí 2013.</p> <p> <br /> Í beiðni kæranda frá 25. október var óskað eftir tilteknum gögnum er varða gerð skýrslunnar. Í kjölfarið voru ýmis gögn afhent kæranda en mál þetta varðar gögn er beiðnin laut að og sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hafnaði að yrðu afhent kæranda. Réttur kæranda til aðgangs að gögnum er reistur á 5. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Í synjun ráðuneytisins var ýmist vísað til 1. mgr. 7. gr. eða 5. töluliðar 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Mennta- og menningarmálaráðuneytið synjaði beiðni kæranda um aðgang að minnisblöðum frá 14. september og 2. nóvember 2012 og yfirliti yfir sundurliðaðan kostnað vegna verkefnisins á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Í 1. – 2. mgr. 7. gr. laganna segir orðrétt:<br /> <br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.<br /> <br /> Þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögum þessum eiga ekki við er, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn: <br /> 1. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn, <br /> 2. nöfn starfsmanna og starfssvið, <br /> 3. föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda, <br /> 4. launakjör æðstu stjórnenda,<br /> 5. áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.“<br /> <br /> Í ákvæði 7. gr. upplýsingalaga felst sú meginregla að réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur almennt ekki til upplýsinga um málefni starfsmanna þeirra aðila sem falla undir ákvæði laganna. <br /> <br /> Í umræddum minnisblöðum er fjallað um framgang verkefnisins, framlengingu þess og ýmis atriði er varða áframhaldandi störf C sem sérstaklega var ráðin til að sinna verkefninu. Í ráðningarsamningi hennar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins var tekið fram að hann væri gerður á grundvelli 42. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Í umræddu ákvæði er fjallað um ráðningu annarra starfsmanna ríkisins en embættismanna og verður ekki annað séð en að III. hluti laganna hafi tekið til starfa C. Var hún því „starfsmaður“ í skilningi 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga á meðan ráðningarsambandi hennar stóð frá 19. mars til 21. september 2012. <br /> <br /> Að þessu virtu verður að telja að í minnisblöðunum og framangreindu yfirliti yfir sundurliðaðan kostnað vegna verkefnisins sé fjallað um atriði er varða starfssamband C og mennta- og menningarmálaráðuneytisins og að þau séu því á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laganna. Í umræddu yfirliti er þó að finna upplýsingar um „mánaðarlaun“, „yfirvinna föst“, „orlof af yfirvinnu“, „orlofsuppbót“ og „persónuuppbót“ C. Teljast þetta upplýsingar um föst launakjör í skilningi 3. töluliðar 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og ber mennta- og menningarmálaráðuneytinu því að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum er þar koma fram. Á hinn bóginn ber ekki að veita aðgang að þeim upplýsingum sem fram koma á hluta yfirlitsins sem fjallað er um „þóknanir“ vegna forvinnu og tölvunotkunar. <br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Mennta- og menningarmálaráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að 30 tölvupóstum og tveimur annars konar gögnum sem tilheyrðu tilteknum málum í málaskrá ráðuneytisins á grundvelli 5. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga. Umrædd gögn hafa verið látin úrskurðarnefndinni í té.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölulið 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. laganna. Í síðarnefnda ákvæðinu er nánar afmarkað hvaða gögn teljast til vinnugagna. Þar segir meðal annars í 1. mgr. að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Af ákvæðinu leiðir að bréfaskipti eða tölvusamskipti stjórnvalds við aðila sem starfa utan þess teljast almennt ekki til vinnugagna eins og það hugtak er afmarkað samkvæmt 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í samræmi við umfjöllun í kafla 2 hér að framan var C starfsmaður mennta- og menningarmálaráðuneytisins á tímabilinu 19. mars til 21. september 2012. Meðal þeirra gagna sem kæranda var synjað um aðgang að eru tölvupóstssamskipti milli C og mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir og eftir umrætt tímabil. Á þetta við um tölvupósta sem dagsettir eru 6. apríl 2011, 1. maí 2011, 9. janúar 2012, 21. desember 2012, 13. febrúar 2013, 22. apríl 2013 og 9. maí 2013. Teljast þessi gögn ekki hafa verið rituð af mennta- og menningarmálaráðuneytinu til „eigin nota“ þess í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, enda var C ekki starfsmaður ráðuneytisins þegar tölvupóstarnir voru ritaðir, og var ráðuneytinu ekki heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum á grundvelli þess lagaákvæðis. Ber því að afhenda kæranda tölvupósta sem dagsettir eru 6. apríl 2011, 1. maí 2011, 9. janúar 2012 og 21. desember 2012, enda standa önnur ákvæði upplýsingalaga því ekki í vegi. Með framangreindum tölvupósti 13. febrúar 2013 var ráðuneytinu áframsendur tölvupóstur sem dagsettur er 7. sama mánaðar en ekki verður séð að ráðuneytið hafi tekið sjálfstæða afstöðu til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að honum. Verður ekki annað ráðið en að viðhengi tölvupóstsins 7. febrúar 2013 hafi einnig verið hluti af tölvupóstinum 13. sama mánaðar. Viðhengin hafa ekki verið látin úrskurðarnefndinni í té og hefur hún því ekki forsendur til að meta hvort veita eigi kæranda aðgang að tölvupóstunum. Verður kærunni því vísað frá úrskurðarnefndinni varðandi þennan tölvupóst til nýrrar meðferðar mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hið sama á við um tölvupósta sem dagsettir eru 22. apríl og 9. maí 2013. <br /> <br /> Meðal þeirra gagna sem kæranda var synjað um aðgang að eru erindi frá einstaklingum sem lýstu áhuga á verkefninu eða gerðu athugasemdir við það og svör mennta- og menningarmálaráðuneytisins við slíkum erindum. Þá var kæranda synjað um aðgang að tölvupóstum mennta- og menningarmálaráðuneytisins til ýmissa aðila þar sem stjórnsýsluúttektinni var dreift.  Loks var kæranda synjað um aðgang að tölvupóstum vegna málsins er gengu á milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og forsætisráðuneytisins vegna málsins. Allt framangreint á við um tölvupósta sem dagsettir eru 19. mars 2012, 21. desember 2012, 27. desember 2012, 14. maí 2013, 17. maí 2013, 22. maí 2013, 27. júní 2013, 29. maí 2013 (alls þrjá), 30. maí 2013 (alls fimm) og 17. júní 2013. Í ljósi þess sem að framan greinir um 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga teljast þessi gögn ekki hafa verið rituð af mennta- og menningarmálaráðuneytinu til „eigin nota“ þess í skilningi umrædds lagaákvæðis. Var ráðuneytinu því ekki heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim með vísan til þess að um vinnuskjöl væri að ræða. Ber því að afhenda kæranda framangreinda tölvupósta sem dagsettir eru 19. mars 2012, 22. maí 2012, 29. maí 2012, 21. desember 2012, 27. desember 2012, 17. maí 2013, 30. maí 2013 og 17. júní 2013, enda standa önnur ákvæði upplýsingalaga því ekki í vegi. Á hinn bóginn verður ekki annað séð en að tölvupóstum sem dagsettir eru 14. maí 2013, 27. júní 2013 og tveimur tölvupóstum sem dagsettir eru 29. maí 2013 hafi fylgt viðhengi sem ekki hafa verið látin úrskurðarnefndinni í té.  Hefur nefndin því ekki forsendur til að meta hvort veita eigi kæranda aðgang að þessum tölvupóstum. Varðandi umrædda tölvupósta verður kærunni vísað frá úrskurðarnefndinni til nýrrar meðferðar mennta- og menningarmálaráðuneytisins. <br /> <br /> Kæranda var synjað um aðgang að tölvupósti frá 30. maí 2013 þar sem erindi kæranda sjálfs um upplýsingar og aðgang að gögnum var áframsent til forsætisráðuneytisins. Verður ekki annað séð en tölvupóstar sem dagsettir voru 22. júlí 2013 (alls tveir), 25. október 2013 og 3. desember 2013 séu sama eðlis. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga taka lögin ekki til aðgangs að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Í athugasemdum um ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að berist beiðni frá aðila stjórnsýslumáls um aðgang að gögnum viðkomandi máls beri að afgreiða hana á grundvelli stjórnsýslulaga en ekki á grundvelli upplýsingalaga. Framangreindir tölvupóstar voru hluti af stjórnsýslumáli sem kærandi var aðili að og tóku því ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 til réttar hans til aðgangs að þeim en ekki upplýsingalög nr. 140/2012. Á hið sama við um tölvupóst 27. júní frá forsætisráðuneytinu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna áframsendingar málsins. Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga er aðeins heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Úrskurðarnefndinni er því ekki unnt að fjalla um aðgang kæranda að gögnum er hann kann að eiga rétt á samkvæmt stjórnsýslulögum og verður kærunni því vísað frá nefndinni að þessu leyti.  <br /> <br /> Þá var kæranda synjað um aðgang að tveimur tölvupóstum sem dagsettir eru 10. maí 2013 og 13. maí 2013 sem sendir voru milli starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Teljast þeir hafa verið útbúnir af ráðuneytinu til eigin nota þess. Í tölvupóstunum skiptust starfsmenn ráðuneytisins á skoðunum um ýmis atriði er vörðuðu frágang þeirrar skýrslu er verkefnið laut að. Var því um að ræða vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Hið sama á við um minnisblað ráðuneytisins sem dagsett er 27. júní 2013 en sendandi og viðtakandi þess voru báðir starfsmenn ráðuneytisins. Verður ekki talið að mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafi í þessum tilvikum verið skylt að afhenda umrædd vinnugögn á grundvelli 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest niðurstaða mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að þessum gögnum. <br /> <br /> Loks synjaði mennta- og menningarmálaráðuneytið kæranda um aðgang að gagni sem kæranda var tjáð að væru „drög að bréfi til forsætisráðuneytisins“ og væri dagsett 29. maí 2013. Úrskurðarnefndinni hefur verið látið umrætt gagn í té en þar er fjallað um framsendingu erindis frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins. Ljóst er að um ófullgerð drög er að ræða sem ekki hafa verið send í óbreyttri mynd til forsætisráðuneytisins. Er því um að ræða vinnugagn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga sem ekki var skylt að afhenda kæranda á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laganna. Verður því staðfest niðurstaða mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að þessu gagni. <br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds verður niðurstaða málsins eins og segir í úrskurðarorði. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Vísað er frá nefndinni kæru er varðar aðgang að tölvupóstum frá 30. maí 2013, 27. júní, 22. júlí 2013, 25. október 2013 og 3. desember 2013. <br /> <br /> Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að tölvupóstum dagsettum 13. febrúar 2013, 22. apríl 2013, 9. maí 2013, 14. maí 2013, 27. júní 2013 og 29. maí 2013 er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar að þessu leyti. <br /> <br /> Staðfest er ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að minnisblöðum þess frá 14. september og 2. nóvember 2012 og yfirliti yfir sundurliðaðan kostnað vegna stjórnsýsluúttektar á stöðu og þróun fornleifarannsókna á Íslandi. Einnig er staðfest ákvörðun ráðuneytisins um að synja um aðgang að tölvupóstum sem dagsettir eru 10. maí 2013 og 13. maí 2013, minnisblaði dagsettu 27. júní 2013 og drögum að bréfi til forsætisráðuneytisins sem dagsett eru 29. maí 2013.  <br /> <br /> Afhenda skal kæranda upplýsingar um „mánaðarlaun“, „yfirvinna föst“ , „orlof á yfirvinnu“, „orlofsuppbót“ og „persónuuppbót“ sem fram koma í umræddu yfirliti.<br /> <br /> Afhenda ber kæranda tölvupósta milli C og mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem dagsettir eru 6. apríl 2011, 1. maí 2011, 9. janúar 2012 og 21. desember 2012. Þá skal afhenda kæranda tölvupósta milli ýmissa einstaklinga og forsætisráðuneytisins annars vegar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins hins vegar og dagsettir eru 19. mars 2012, 21. desember 2012, 27. desember 2012,  17. maí 2013, 22. maí 2013, 29. maí 2013, 30. maí 2013 og 17. júní 2013.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                  <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <p></p> <span></span> <p><br /> </p> <span></span> |
A-543/2014. Úrskurður frá 24. júlí 2014 | A kærði ákvörðun Orkustofnunar um að synja beiðni um aðgang að skýrslum stofnunarinnar skv. 2. mgr. 31. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Synjunin byggðist á því að umbeðnar skýrslur væru „flestar lokaðar skýrslur“ og því þyrfti „verkkaupi að afhenda efnið“. Var kæranda því bent á að senda beiðni sína til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Úrskurðarnefnd taldi, með vísun til 16. gr. upplýsingalaga, að Orkustofnun hafi ekki verið heimilt að áframsenda beiðnina til annars stjórnvalds, sem einnig hefði umbeðin gögn í sínum vörslum, og lagði fyrir hana að fjalla um og taka afstöðu til gagnabeiðni A. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 24. júlí kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-543/2014 í máli ÚNU 14040012. <br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi 28. apríl 2014 kærði A ákvörðun Orkustofnunar um að synja beiðni hennar um aðgang að skýrslum stofnunarinnar skv. 2. mgr. 31. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Nánar tiltekið óskaði kærandi eftir skýrslum stofnunarinnar frá gildistöku laganna til og með 2013 utan þeirrar frá 2011. <br /> <br /> Beiðni kæranda var upphaflega sett fram 7. mars 2014 en hún var ítrekuð 17. sama mánaðar. Þann 28. mars barst svar frá skjalastjóra Orkustofnunar. Þar kom fram að umbeðnar skýrslur væru „flestar lokaðar skýrslur“ og því þyrfti „verkkaupi að afhenda efnið“. Var kæranda því bent á að senda beiðni sína til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.  <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi 29. apríl 2014 var Orkustofnun gefinn kostur á að tjá sig um framangreinda kæru. Í svari stofnunarinnar til úrskurðarnefndarinnar 20. maí 2014 er rakið að kærandi hafi áður lagt fram beiðnir um aðgang að tilteknum upplýsingum og hver viðbrögð stofnunarinnar hafi verið við þeim.  <br />  <br /> Í kjölfar þessa hafi borist sú beiðni kæranda er mál þetta lúti að. Hafi stofnunin leiðbeint kæranda þann 28. mars 2014 um að óska eftir umbeðnum skýrslum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem skýrslurnar væru lokaðar og unnar fyrir ráðuneytið lögum samkvæmt. Í umsögn Orkustofnunnar er bent á að samkvæmt nýlegum upplýsingum skjalastjóra atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hafi kærandi ekki óskað eftir að ráðuneytið afhenti skýrslurnar. <br /> <br /> Orkustofnun vísar til 2. mgr. 31. gr. raforkulaga þar sem fram komi sú krafa laganna að stofnunin gefi ráðuneyti því sem hafi yfirstjórn á grundvelli laganna, skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs vegna eftirlits á grundvelli laganna. Þá skuli koma fram mat stofnunarinnar á þróun eftirlitsins undangengin þrjú ár. Veita skuli samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila aðgang að skýrslunni og afla umsagnar nefndarinnar um hana. Orkumálastjóra beri að gefa álit sitt á umsögn nefndarinnar áður en skýrslunni er skilað. Á grundvelli greindrar skýrslu taki ráðherra ákvörðun um hvort bregðast þurfi við þróun eftirlitsins og þá hvort ástæða sé til að hækka eða lækka umrætt gjald. <br /> <br /> Í umsögn Orkustofnunar segir síðan að skýrslur um þróun raforkueftirlits hafi hver og ein stöðu „lokaðrar skýrslu“ hjá stofnuninni sem hafi þau áhrif að skýrslurnar séu sýnilegar í bókasafnskerfinu Gegni og á vefsíðu Orkustofnunar en séu ekki „opnar“. Samkvæmt lögum um Orkustofnun sé það eitt af hlutverkum stofnunarinnar að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um orkumál og önnur auðlindamál sem stofnunni sé falið með lögum og veita stjórnvöldum ráðgjöf og umsagnir um þau mál. Því hafi Orkustofnunin brugðið á það ráð að beina kæranda til ráðuneytisins sem skýrslurnar voru unnar fyrir til þess að fá umbeðnar skýrslur afhentar. Taldi stofnunin réttara að það væri ákvörðun ráðuneytisins hvort afhenda skyldi skýrslurnar, enda væri ráðuneytið í raun verkkaupi þeirrar vinnu sem stofnunin innir af hendi í formi fyrrgreindrar skýrslu. <br /> <br /> Þá er rakið í umsögn Orkustofnunar að skýrsla frá árinu 2011 sé birt á vef Alþingis þar sem með henni hafi verið færð rök fyrir lagabreytingu þeirri er varð þegar eftirlitsgjald vegna sérleyfisfyrirtækja til ríkissjóðs á grundvelli 31. gr. raforkulaga var hækkað. Að öðru leyti séu skýrslurnar ekki aðgengilegar á vef ráðuneytis eða Alþingis. <br /> <br /> Að því er varðar þýðingu 2. málsliðar 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, þar sem kveðið er á um að beina skuli beiðni um aðgang að gögnum til þess aðila sem hefur gögnin í vörslum sínum, sé ekki um að ræða gögn í máli þar sem tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun, vísar Orkustofnun til þess að hún hafi talið sig hafa leiðbeint kæranda í samræmi við 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Orkustofnun hafi nú áframsent erindi kæranda til þess ráðuneytis sem hafi umbeðnar skýrslur í sinni vörslu. Megi því gera ráð fyrir að kæranda verði svarað af ráðuneytinu hvort gögnin verði afhent. Á hinn bóginn kemur fram í umsögninni að þar sem kærandi hafi ekki óskað gagnanna frá ráðuneytinu hafi ekki á þetta reynt. Þá telur Orkustofnun rétt að ítreka að stofnunin hafi í hvívetna reynt að svara fyrirspurnum kæranda að því leyti sem talið var rétt og fært. <br /> <br /> Þann 25. júní 2014 gerði kærandi athugasemdir við umsögn Orkustofnunar. Kemur þar fram að kærandi sjái ekki hvaða þýðingu fyrri samskipti hennar við stofnunina hafi fyrir málið. Beiðninni hafi réttilega verið beint til Orkustofnunar samkvæmt 2. málslið 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga. Hvorki hafi í upphafi verið brugðist við erindi hennar með því að taka efnislega afstöðu til þess né með því að áframsenda erindið til þess stjórnvalds sem Orkustofnunin taldi bært til að bregðast við því. Í öllu falli hafi Orkustofnun verið ólögmætt að beina erindi hennar til annars stjórnvalds. Svar Orkustofnunar frá 28. mars 2014 verði ekki skilið á annan hátt en sem synjun á afhendingu umbeðinna gagna.   <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Eins og að framan greinir brást Orkustofnun við erindi kæranda með því að vísa beiðninni frá stofnuninni og tjá kæranda að hún yrði að leita til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til að fá þær afhentar.<br /> <br /> Beiðni kæranda laut að skýrslum Orkustofnunar sem unnar eru á grundvelli 2. mgr. 31. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Samkvæmt ákvæðinu skal orkumálastjóri, fyrir 15. september hvert ár, gefa ráðherra skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs vegna eftirlits á grundvelli laganna. Í skýrslunni skuli lagt mat á þróun eftirlits undangengin þrjú ár. Skýrslunni skal fylgja umsögn samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila, sbr. 24. gr. laganna, um áætlað rekstrarumfang næsta árs ásamt áliti orkumálastjóra á umsögninni. Orkustofnun hefur vegna meðferðar málsins látið úrskurðarnefndinni í té átta skýrslur og verður ekki annað ráðið en að stofnunin telji að um sé að ræða þau gögn sem falli undir beiðni kæranda. Um er að ræða gögn sem bera heitin „Raforkueftirlit 2003 til 2011“, „Skýrsla Orkustofnunar um raforkueftirlit 2005 til 2006“, „Skýrsla Orkustofnunar um raforkueftirlit 2006 til 2007“, „Report on regulation and the electricity market 2010“, „Skýrsla Orkustofnunar 2010 um raforkueftirlitsmálefni“, „Skýrsla Orkustofnunar um starfsemi raforkueftirlits, eflingu þess og hækkun eftirlitsgjalds“, „Skýrsla Orkustofnunar um starfsemi raforkueftirlits og eflingu þess“ og „Skýrsla Orkustofnunar 2013 um starfsemi raforkueftirlits“.    <br /> <br /> Í 16. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er fjallað um hvert beina skuli beiðni um aðgang að upplýsingum á grundvelli laganna. Ákvæði 1. mgr. 16. gr. er svofellt: <br /> <br /> „Þegar farið er fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun skal beiðni beint til þess sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skal beiðni beint til þess aðila sem hefur gögnin í vörslu sinni.“ <br /> <br /> Af ákvæðinu leiðir að berist stjórnvaldi beiðni um aðgang að gagni, sem það hefur undir höndum og tilheyrir ekki máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun, verður umrætt stjórnvald að fjalla um beiðnina og er ekki heimilt að áframsenda hana til annars stjórnvalds sem einnig hefur hið umbeðna gagn í sínum vörslum. Beiðni kæranda laut ekki að gögnum í máli þar sem taka átti eða tekin hafði verið stjórnvaldsákvörðun og var því rétt, samkvæmt 2. málslið 1. mgr. 16. gr., að beiðninni yrði beint til einhvers þess stjórnvalds sem hefði umbeðin gögn í vörslu sinni. Fyrir liggur að gögnin eru í vörslum Orskustofnunar og var beiðni kæranda því réttilega beint að stofnuninni. Samkvæmt þessu bar Orkustofnun að fjalla efnislega um beiðni kæranda og taka afstöðu til hennar.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Orkustofnun ber að fjalla um og taka afstöðu til gagnabeiðni A frá [7. mars 2014] er lýtur að skýrslum Orkustofnunar skv. 2. mgr. 31. gr. raforkulaga nr. 65/2003 og er málinu vísað til stofnunarinnar í því skyni.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                  <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <br /> |
A-536/2014. Úrskurður frá 24. júní 2014 | A kærði þá ákvörðun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis, að synja beiðni hans um afrit af endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2011. Synjunin hafði byggst á því að um viðkvæmar upplýsingar væri að ræða, m.a. samkeppnisupplýsingar. Það var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Höfða bæri að veita kæranda aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna umrædds ársreiknings. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 24. júní 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-536/2014 í máli ÚNU14020014.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Með bréfi, dags. 25. febrúar 2014, kærði A þá ákvörðun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis, dags. 7. febrúar 2014, að synja beiðni hans um afrit af endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2011. <br /> <br /> Með kærunni fylgdi afrit af umræddri ákvörðun Höfða. Þar segir m.a.: „Að mati stjórnar Höfða inniheldur umbeðin endurskoðunarskýrsla vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2011 ýmsar upplýsingar er varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni stofnunarinnar, sbr. 2. ml. 9. gr. laga nr. 140/2012 og beiðni þinni að því er þetta varðar því hafnað.“<br /> <br /> Í kærunni segir m.a.: „Ég leyfi mér að vísa til sömu röksemda og rekin voru fyrir samskonar máli, sjá úrskurð nefndarinnar nr. A-514/2014, en sömu rök gilda af minni hálfu um aðgengi bæjarbúa eða annarra sem áhuga hafa að kynna sér rekstur viðkomandi stofnunar. Reyndar telur undirritaður að fyrrnefndur úrskurður nefndarinnar sé fordæmisgefandi um afhendingu opinberra stofnana á endurskoðunarskýrslum sem tilheyra ársreikningi viðkomandi stofnana og eigi að afhendast þeim sem áhuga hafa strax og umfjöllun viðkomandi stjórnar á ársreikningi er lokið.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, bréf, dags. 3. mars 2014, og gaf kost á athugasemdum. Í svarbréfi Höfða, dags. 14. mars 2014, segir m.a.: <br /> „Vísað er til erindis nefndarinnar dags. 3. mars 2014, þar sem tilkynnt var um kæru [A] til nefndarinnar vegna synjunar HÖFÐA um aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2011.<br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2011 var synjað þar sem umbeðin endurskoðunarskýrsla inniheldur að mati stjórnar Höfða ýmsar upplýsingar er varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni stofnunarinnar, sbr. 2. ml. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og því sé stjórninni heimilt að takmarka aðgang að henni.<br /> <br /> Stjórn Höfða telur þannig að hin umbeðna endurskoðunarskýrsla hafi að geyma viðkvæmar upplýsingar um rekstrarstöðu stofnunarinnar og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Um sé að ræða upplýsingar sem séu til þess fallnar að valda stofnuninni tjóni verði þær gerðar aðgengilegar. Eftir mat á hagsmunum stofnunarinnar af því að upplýsingunum sé haldið leyndum og hagsmunum aðila af því að fá aðgang að umræddum upplýsingum taldi stjórn Höfða að hagsmunir stofnunarinnar væru þeim mun meiri. Þá taldi stjórn Höfða jafnframt að ekki stæðu efni til þess að veita aðgang að hluta skjalsins, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012. Þau trúnaðargögn sem um ræðir og synjað var um aðgang að, eru meðfylgjandi erindi þessu en þess er óskað að þau verði ekki afhent kæranda.“<br /> <br /> Með bréfi, dags. 20. mars 2014, gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda kost á að gera athugasemdir við framangreinda umsögn Höfða. Ekkert svar barst.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að afriti af endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða, hjúkrunar og dvalarheimilis, fyrir árið 2011. Beiðni kæranda er þannig afmörkuð við tiltekið fyrirliggjandi gagn og fullnægir því skilyrði 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um það hvernig beiðni um aðgang skal úr garði gerð.<br /> <br /> Höfði, hjúkrunar og dvalarheimili, er sjálfseignarstofnun. Stofnaðilar eru Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit. Hér er því um að ræða starfsemi stjórnvalds í skilningi upplýsingalaga sem lögin ná til og er ekki ágreiningur uppi um það í málinu. <br /> <br /> Höfði, hjúkrunar og dvalarheimili, synjaði beiðni kæranda um aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings fyrir árið 2011 á þeim forsendum að skýrslan innihéldi ýmsar upplýsingar er vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni heimilisins og vitnaði þar um til 2. ml. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Hagsmunir heimilisins af því að þessar upplýsingar færu leynt væru mun meiri en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað vandlega endurskoðunarskýrsluna, sem er 19 blaðsíður að lengd. Í meðfylgjandi bréfi endurskoðenda til Ríkisendurskoðunar segir að endurskoðun hafi verið framkvæmd í samræmi við 8. gr. laga nr. 86/1997 um Ríkisendurskoðun. Þá kemur fram í skýrslunni sjálfri að eignaraðilar heimilisins, Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit, beri hlutfallslega rekstrarlega ábyrgð á rekstri þess. Rekstrartekjur á árinu 2011 námu 560,8 millj. kr. (að meðtöldu framlagi eigenda til greiðslu stofnkostnaðar sem nam 11,3 millj. kr.), þjónustudaggjöld voru um 88,3% af tekjum heimilisins. Rekstrartekjur koma því að langsamlega stærstum hluta úr ríkissjóði.<br />  <br /> Samkvæmt framsögðu byggist rekstur Höfða, hjúkrunar og dvalarheimilis, nær alfarið á framlögum og ábyrgð stjórnvalda og fer stjórn þess því með opinbera hagsmuni, og það töluvert mikilvæga. Þegar réttur er byggður á upplýsingalögum ber að hafa í huga að yfirlýst markmið þeirra, samkvæmt upphafsákvæði, er að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna eins og t.d. þá sem hér um ræðir. <br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga er kveðið á um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Þessari grein er ekki ætlað að verja hagsmuni stjórnvalds af því að upplýsingar, sem finna má í gögnum þess, og varða það sjálft sérstaklega, fari leynt heldur að ekki sé veittur aðgangur að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga og lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Hins vegar geta önnur undantekningarákvæði upplýsingalaganna varið hagsmuni stjórnvalda að þessu leyti. <br /> <br /> Í skýrslunni kemur fram að rekstur Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis, hafi verið erfiður að því leyti að rekstrarhalli sé mikill. Ekki verður séð að í skýrslunni komi neitt það fram sem geti talist einkahagsmunir í skilningi upplýsingalaga þannig að til greina komi að takmarka aðgang að henni á grundvelli framangreindra ákvæða 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 10. gr. upplýsingalaga er kveðið á um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Segir þar í 4. tölul. að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma ákveðnar upplýsingar, þar á meðal um „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra“. <br /> <br /> Fyrr er rakið hver staða Höfða er innan stjórnsýslunnar og hvaða starfsemi þar er rekin. Hliðstæðar stofnanir með svipaðan rekstur eru til víða á landinu. Það verður hins vegar ekki séð að þessar stofnanir eigi í viðskiptum sem hafi í för með sér innbyrðis samkeppni þeirra í skilningi 4. tl. 10. gr. upplýsingalaga eða eigi í samkeppni um viðskipti við aðra aðila. Þótt svo kynni að vera að einhverju leyti þá verður ekki heldur séð að slíkir hagsmunir geti talist mikilvægir almannahagsmunir, eins og kveðið er á um í 10. gr. laganna að þurfi að vera fyrir hendi til þess að undantekningarákvæði lagagreinarinnar verði virk. Að mati úrskurðarnefndarinnar geta önnur undantekingarákvæði upplýsingalaganna ekki heldur átt við í máli þessu. Samkvæmt því sem að framan segir er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Höfða, dvalar og hjúkrunarheimili, sé skylt að veita kæranda aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2011.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimili, ber að veita kæranda, [A], aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2011.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson</p> <br /> <br /> <p> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
A-537/2014. Úrskurður frá 24. júní 2014 | A kærði með hvaða hætti landlæknir hefði í hyggju að fara að tilteknum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Við meðferð málsins kom í ljós að bæði kærandi og embætti landlæknis voru því samþykk því að umrædd gögn yrðu brennd á óendurskrifanlegan geisladisk og afhent þannig. Taldi nefndin þá ekki vera efni til frekari umfjöllunar um málið og vísaði því frá nefndinni. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 24. júní 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-537/2014 í máli ÚNU 14020016.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Þann 27. febrúar 2014 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A yfir á hvaða formi landlæknir hygðist fara að úrskurði nefndarinnar, dags. 16. ágúst 2013, nr. A-493/2013 í máli nr. ÚNU 13030006. Í kærunni segir m.a.:<br /> <br /> „Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr.  140/2012, er heimilt að bera synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Ég kæri hér með meðfylgjandi afgreiðslu embættis landlæknis á beiðni minni um gögn og vísa í að málið tengist málinu ÚNU13030006/021-10-1.“<br />  <br /> Með kærunni fylgdi afrit af bréfi landlæknis til kæranda, dags. 13. febrúar 2014. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Í bréfi embættisins til þín, dags. 2. október 2013, með vísun til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 16. ágúst 2013, var málið tekið til nýrrar meðferðar og óskað eftir nákvæmri tilgreiningu  þinni á þeim gögnum sem þú óskaðir eftir aðgangi að. Í tölvupóstum þínum þar sem þú svarar embættinu í framhaldi af bréfinu kemur ekki fram að þú óskar eftir að fá gögnin á rafrænu formi. […]  Í ljósi þess að þú biður nú um að fá gögnin rafrænt bendir embætti landlæknis á að í 2. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að þegar skjöl eru mörg er heimilt að fela öðrum að sjá um ljósritun þeirra. Hið sama á við hafi sá sem afhendir gögn ekki aðstöðu til að ljósrita skjöl. Aðili skal þá greina þann kostnað sem hlýst af ljósritun skjalanna. Hið sama gildir um afritun annarra gagna en skjala eftir því sem við á. Embættið hyggst því í ljósi þeirra fjölda skjala sem þú óskar eftir aðgangi að ráða verktaka til að afrita gögnin. Hvað varðar form gagnanna mun embættið afhenda skjöl á læstu formi þannig að tryggt sé að ekki sé unnt að breyta gögnunum eftir afhendingu.  Áður en sú vinna hefst óskar embættið því eftir staðfestingu þinni hvort þú hyggist fá aðgang að gögnunum í ljósi framangreinds. […].“ <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Sá hluti kærunnar sem varðaði gjaldtöku fyrir afhendingu gagna var framsendur velferðarráðuneytinu til efnismeðferðar, samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en það að öðru leyti sent landlækni til athugasemda, með bréfi, dags. 21. mars 2014. <br /> <br /> Í svari embættisins, dags. 10. apríl 2014, kemur m.a. fram að landlæknir hyggist afhenda gögnin á læstu formi þannig að tryggt sé að ekki sé unnt að breyta þeim eftir afhendingu. Síðan segir m.a.:<br /> <br /> „Embættið hefur ekki synjað um afhendingu gagna á rafrænu formi heldur [hefur] það verið ákvörðun embættisins að afhenda kæranda skjölin rafrænt á læstu formi. Til þess að frágangur rafrænna gagnaskjala sé sambærilegur við afhendingu á pappír , þannig að ekki sé unnt að breyta honum eftir afhendingu án þess að það sjáist, þarf að búa til leshæft skjal sem ekki veitir réttindi til ritunar. Þetta er alþekkt fyrirkomulag þegar rafrænum skjölum er deilt án réttindi til breytinga, kallast á ensku „read-only“ afrit. Telur embætti landlæknis að það afhendingarform (rafræn skjöl, leshæf) vistað t.d. á geisladisk uppfylli að fullu það skilyrði sem vísað er til, að veita skuli aðgang að gögnum á því formi eða sniði sem þau eru varðveitt.“<br /> <br /> Kæranda var, með bréfi dags. 15. apríl 2014, gefinn kostur á að tjá sig um svar landlæknis. Í svari, dags. 15. apríl, segir m.a.: <br /> <br /> „Ég vek athygli á, eins og ég hef raunar nokkrum sinnum áður gert, að sami árangur og "read only" næst með að skrifa gögnin á óendurskrifanlegan geisladisk. Slíkum diskum er ekki hægt að breyta eftirá. Ef Embætti landlæknis telur nauðsynlegt að verja gögnin aukalega með "read only", þá vek ég athygli á að einfalt er að gera þetta við hvert einstakt af þeim Excel-skjölum og Word skjölum sem og öðrum skjölum sem þarna er um að ræða, en samt nokkuð tafsamara en að skrifa gögnin einfaldlega á óendurskrifanlegan geisladisk. Ekki ætti að vera þörf á að fá sérfræðing utan úr bæ til að framkvæma þessa vinnu, þar sem ætla má (eða að minnsta kosti vona) að þekkingin til að gera þetta sé til staðar innan Embættisins. <br /> <br /> Ég mæli þó frekar með, <em>sé þessi viðbótarlæsing talin nauðsynleg</em>, að möppunni sem afhent verður sé læst yfir á "einungis lestur" formið, <em>eins og hún leggur sig</em>, með því að velja möppuna í Windows Explorer, hægrismella á hana, velja "eiginleikar" (properties) og haka í "einungis lestur" (read only) boxið. Þessi síðasttalda aðferð setur möppuna alla, með undirmöppum (ef slíkt á við), á "einungis lestur" form, og tekur litlu eða engu lengri tíma en að skrifa gögnin á óendurskrifanlegan geisladisk. Til að "heiltryggja sig", svo að notuð sé líking úr getraunamáli, mætti jafnvel gera hvort tveggja, þ.e. setja "einungis lestur" læsingu á og skrifa síðan á óendurskrifanlegan geisladisk. Ef Embættið vill hafa þennan háttinn á, vegna ótta við að ég fari eitthvað að föndra við gögnin og halda því svo fram síðar að þau hafi komið þannig frá embættinu, þá mæli ég með að Embættið sjálft greiði fyrir það viðbótar-öryggi sem Embættið telur að "einungis lestur" læsingin hefði í för með sér.<br /> <br /> Þar sem spurningin um greiðslu fyrir afhendingu gagnanna er á borði velferðarráðuneytisins sendi ég Áslaugu Einarsdóttur, sem sinnt hefur málinu fyrir ráðuneytið, afrit af þessum pósti, og tek jafnframt fram að ég tel að aðferðin sem að ofan er lýst taki á bilinu 15-30 mínútur fyrir sæmilega tölvufæran starfsmann, sem vinnur á meðal hraða á miðlungs öfluga tölvu. Ég er, eins og ég hef áður lýst yfir, tilbúin að láta embættinu í té geisladisk, ef svo ólíklega vildi til að það atriði vefðist fyrir Embættinu. Ég vek athygli á að slíkir diskar kosta á bilinu 200-300 krónur stykkið ef þeir eru keyptir í stykkjatali, og minna ef keyptar eru stærri pakkningar. Þeir rúma að jafnaði 700 MB, sem er rúmlega tvöfalt meira gagnamagn en hér er um að ræða. Ég hef margsinnis lýst því yfir að ég hef ekkert óheiðarlegt í hyggju með þessi gögn, heldur einungis það að greina frekar þær villur sem hér er um að ræða með það fyrir augum að draga úr líkum á að aðrir lendi í svipuðum villum. Þó að þær yfirlýsingar virðist ekki draga úr þörf Embættisins fyrir að læsa upplýsingunum, er það mér að meinalausu að lýsa þessu yfir einu sinni enn..“<br /> <br /> Hinn 13. maí sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál tölvupóst til kæranda og landlæknis. Þar er vísað til þess að af hálfu landlæknis hafi komið fram að til greina komi að afhenda kæranda gögnin á geisladiski/-diskum. Þá hafi, í tölvupósti frá kæranda, dags. 15. apríl sl., m.a. komið fram að hann sé því ekki mótfallinn að gögnin verði afhent á því formi. Þess var óskað að kærandi staðfesti hvort þessi skilningur nefndarinnar væri réttur og tekið fram að ef svo væri, og samkomulag væri um að gögnin yrðu afhent brennd á óendurskrifanlegan geisladisk, mætti vænta þess að kærumálið yrði fellt niður.“<br /> <br /> Í tölvubréfi, sem barst frá kæranda sama dag, segir m.a.: <br /> <br /> „Ég er samþykk því að fá gögnin afhent á geisladiski/-diskum (einn ætti að duga nema landlæknir vilji afhenda í tvíriti, sem er í góðu lagi mín vegna, og jafnvel öryggisatriði).“<br /> Í svari sem barst frá landlækni, dags. 15. maí 2014. segir: </p> <p>„Ákvörðun embættisins að afhenda skjölin á læstu formi er óbreytt og afhending getur verið á óendurskrifanlegum geisladiskum í samræmi við óskir [A]. […]“<br /> <br /> Í tölvupósti sem barst frá kæranda sama dag segir: <br /> <br /> „Miðað við þetta nýjasta útspil embættis landlæknis, að reyna enn einu sinni að þvinga mig til að falla frá kæru með því að greina ítrekað frá fyrirætlunum um að rukka ótilgreinda upphæð fyrir afhendingu gagnanna, verður ekki hjá því komist að annað hvort<br /> 1. Úrskurðarnefndin úrskurði um hvort sú fyrirætlan að læsa sérstaklega gögnunum, með þar af leiðandi kostnaðarauka sé í samræmi við upplýsingalög <br /> eða <br /> 2. Velferðarráðuneytið úrskurði um hvort gjaldtaka sé í þessu tilviki í samræmi við lög, og þá jafnramt, ef sú skyldi vera niðurstaða ráðuneytisins, hvað telst hæfileg gjaldtaka. Hugsanlega þarf úrskurð um hvort tveggja. Ef þessar stofnanir (eftir atvikum önnur eða báðar) treysta sér ekki til að úrskurða í þessu máli, þá óska ég eftir upplýsingum um hvert mér beri að leita til að fá fram niðurstöðu í málið.Ég þykist vita að hægt sé að fara með málið til Umboðsmanns Alþingis, en fram að þessu hef ég einungis leitað til hans þegar óhæfilegar tafir hafa orðið á einhverju stigi málsins.“</p> <p>Í tölvupósti sem barst frá kæranda 18. maí 2014 segir m.a.: <br /> <br /> „…Sjálf hef ég frá upphafi verið þeirrar skoðunar að nægilegt sé að brenna efnið á óendurskrifanlegan geisladisk, það muni taka um 20 mínútur, og fyllilega nægja sem öryggisviðbúnaður í þessu tilviki. Bendi þó á að embættið ætti að gæðaprófa diskinn eftir afritun en fyrir afhendingu og það gæti tekið 5 mínútur til viðbótar.“<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kæra máls þessa lýtur að því með hvaða hætti embætti landlæknis hefur brugðist við úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-514/2014, dags. 16. ágúst 2013, í máli nr. ÚNU 13030006, þar sem kveðið var á um skyldu embættisins til þess að afhenda kæranda tiltekin gögn.<br /> <br /> Samkvæmt 18. gr. upplýsingalaga  nr. 140/2012 skal, eftir því sem því við verður komið, veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði, og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Þegar gögn eru eingöngu varðveitt á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. <br /> <br /> Samkvæmt seinni málslið 1. mgr. 20. gr. laga nr. 140/2012 er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er eftir. Í máli þessu liggur fyrir að bæði kærandi og embætti landlæknis eru samþykk því að umrædd gögn verði brennd á óendurskrifanlegan geisladisk. Með vísan til þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að ekki liggi fyrir synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er eftir. Sá ágreiningur sem út af stendur lýtur að beitingu landlæknisembættisins á gjaldtökuheimild 2. mgr. 18. gr. upplýsingalaga en hann er til úrlausnar í velferðarráðuneytinu. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að henni beri að vísa kæru kæranda frá nefndinni.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru A, sem barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál hinn 27. febrúar 2014, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.  </p> <p><br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður  </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                      </p> <p>Friðgeir Björnsson</p> <br /> <br /> <br /> |
A-538/2014. Úrskurður frá 24. júní 2014 | A kærði afgreiðslu Háskóla Íslands á beiðnum hans um aðgang að gögnum varðandi ráðningar í tiltekin störf. Fyrir lá að hann hafði verið meðal umsækjenda og var því aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga. Það með taldi nefndin að hann nyti þess ríka réttar sem þau lög veita slíkum aðilum. Þegar af þeirri ástæðu taldi nefndin hann ekki geta borið málið undir hana og var kærum hans vísað frá. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 24. júní 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. 538/2014 í málum ÚNU nr. 14030006, 14030008 og 14030009.<br /> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með þremur erindum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 17. og 18. mars 2014, kærði A afgreiðslu Háskóla Íslands á beiðnum hans um aðgang að gögnum. <br /> <br /> Í fyrsta erindinu (mál ÚNU 14030006) segir: „Kæri hér með höfnun um gögn skv. meðfylgjandi. Beiðni um gögn snýr að umsækjendum um starf en ekki starfsmönnum. Sjöunda greinin á því ekki við. Þetta er fyrri tölvupósturinn af tveimur.“ Í öðru erindinu (mál ÚNU 14030008) segir: „Rektor Háskóla Íslands verður ekki við beiðni minni um gögn. Ég verð því að leita til ykkar.“ Í þriðja erindinu (mál ÚNU 14030009) segir einnig: „Rektor Háskóla Íslands verður ekki við beiðni minni um gögn. Ég verð því að leita til ykkar.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi kæranda bréf, dags. 25. mars 2014, í öllum málunum. Í þeim er spurt hvort kærandi hafi verið meðal umsækjenda um viðkomandi störf. Síðan segir: „Ef svo er, lýtur upplýsingabeiðni yðar stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og synjun um afhendingu gagna sætir þá ekki kæru til úrskurðarnefndarinnar.“<br /> <br /> Kærandi svaraði með tölvupósti, dags. 27. mars 2014. Þar segir m.a.: „Undirritaður var umsækjandi í öllum þessum tilfellum.“<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br />   <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar aðgang kæranda að gögnum varðandi ráðningar í tiltekin störf hjá Háskóla Íslands.<br /> <br /> Þegar aðili stjórnsýslumáls óskar aðgangs að gögnum, sem varða ákvarðanir stjórnvalds um rétt eða skyldu í máli hans, reynir á 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þar segir í upphafi 1. mgr. að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varði. <br /> <br /> Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Í 14. gr. þeirra er efnisregla um aðgang aðila að upplýsingum um sig sjálfan. Samkvæmt henni er skylt, sé þess óskað, að veita honum aðgang að fyrirliggjandi gögnum hafi þau að geyma upplýsingar um hann sjálfan, en það hefur verið talið geta átt við þótt þær séu ekki beinlínis um hann, heldur varði hann óbeint og snerti hagsmuni hans. Í athugasemdum við þessa grein, í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012, segir að þessi réttur takmarkist af gildissviði stjórnsýslulaga, sem eigi við þegar stjórnvöld taki ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, t.d. við ráðningar starfsmanna. Þar segir m.a.: <br /> <span><br /> „Meginreglan um upplýsingarétt, sem fram kemur í 5. gr. frumvarpsins, gildir án þess að sá sem í hlut á þurfi að sýna fram á nokkur tengsl við málið sem upplýsinga er óskað um. Slík tengsl geta þó verið fyrir hendi og gæti hlutaðeigandi þá í mörgum tilvikum byggt rétt sinn til að fá aðgang að upplýsingum á upplýsingarétti aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum. Sá réttur er hins vegar takmarkaður af gildissviði stjórnsýslulaga því að þau ná aðeins til þess þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, t.d. við ráðningar starfsmanna hjá hinu opinbera. Í öðrum tilvikum en þeim sem falla undir stjórnsýslulögin kunna einstaklingar og lögaðilar að eiga réttmæta hagsmuni umfram aðra af því að fá upplýsingar, sem varða þá sérstaklega, t.d. um mál þar sem engin stjórnvaldsákvörðun hefur verið eða verður nokkru sinni tekin.“</span><br /> </p> <p>Af framangreindu leiðir að 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 á ekki við um þann sem nýtur réttar samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga. Kærandi var í öllum tilvikum í hópi umsækjenda og nýtur því þess réttar. Þegar af þeirri ástæðu getur hann ekki borið ágreiningsmál þetta undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Verður því að vísa kærum hans frá nefndinni. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <span>Vísað er frá kærum A, dags. 17. og 18. mars 2014, vegna afgreiðslu Háskóla Íslands á beiðnum um afhendingu gagna. </span> <p><br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </p> <br /> <br /> |
A-539/2014. Úrskurður frá 24. júní 2014 | A kærði þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja honum um aðgang að niðurstöðum PISA-könnunar 2012, sundurliðuðum eftir grunnskólum borgarinnar. Reykjavíkurborg synjaði beiðninni m.a. á þeim forsendum að um vinnugögn væri að ræða. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það. Þá taldi hún ekki vera í þeim upplýsingar sem féllu undir lög um persónuvernd. Því bæri Reykjavíkurborg að afhenda kæranda afrit af gögnunum. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 24. júní 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-539/2014 í máli ÚNU 14040003.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Með bréfi, dags. 2. apríl 2014, kærði A þá ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 1. apríl 2014, að synja honum um aðgang að niðurstöðum PISA-könnunar 2012, sundurliðuðum eftir grunnskólum borgarinnar.  <br /> <br /> Með kærunni fylgdu afrit af beiðnum kæranda til Reykjavíkurborgar og svari hennar til hans, dags. 1. apríl sl. Í kærunni er vísað til synjunar Reykjavíkurborgar og segir m.a.: <br /> <br /> „Kemur þar fram að upplýsingabeiðninni sé synjað með vísan til þess að um vinnugagn sé að ræða, en aðrar ástæður ekki hafðar uppi. Ekki var tekin afstaða til þess hvort rétt væri að veita aðgang að gögnunum með vísan til heimildar um aukinn aðgang, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012<br /> <br /> Fram kemur í synjun Reykjavíkurborgar að niðurstöður PISA-rannsóknarinnar hafa borist sveitarfélaginu frá Námsmatsstofnun, en ljóst er að sú stofnun hefur fengið niðurstöðurnar frá efnahags- og framfarastofnuninni OECD, sem stýrir könnuninni. Í ljósi svarbréfs Reykjavíkurborgar er ástæða til að afmarka upplýsingabeiðnina betur. Svo það sé skýrt þá nær hún bæði til þeirra gagna sem Reykjavíkurborg fékk send frá Námsmatsstofnun og gagna sem Reykjavíkurborg hefur útbúið í kjölfarið. Aðeins skal vera unnt að ráða af gögnunum niðurstöður könnunarinnar sundurliðaðar eftir námsgreinum og grunnskólum borgarinnar.<br /> Ljóst er að þau gögn sem Reykjavíkurborg hefur útbúið byggja öll á gögnunum frá Námsmatsstofnun. Af gögnunum sem bárust þaðan hlýtur því að vera hægt að ráða niðurstöður könnunarinnar sundurliðaðar eftir námsgreinum og grunnskólum. Ef svo er ekki er skorað á Reykjavíkurborg að upplýsa hvaðan hún hefur þær upplýsingar. Ljóst er að umrædd gögn frá Námsmatsstofnun eru ekki vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga þar sem þau voru afhent öðrum aðila, Reykjavíkurborg, og ekki á grundvelli lagaskyldu. Þá á engin undantekning 2. mgr. 8. gr. við hér.<br /> <br /> Einnig er krafist aðgangs að þeim gögnum sem Reykjavíkurborg kveðst hafa unnið upp úr gögnunum frá Námsmatsstofnun og m.a. afhent skóla- og frístundaráði og skólastjórum grunnskóla borgarinnar. Þau gögn geta ekki talist vinnugögn í skilningi 8. gr. þar sem þau hafa hvorki verið útbúin til undirbúnings ákvörðunar eða annarra lykta máls, né er því haldið fram. Þá hafa þau verið send öðrum án lagaskyldu, líkt og fram kemur í svari borgarinnar.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi Reykjavíkurborg bréf, dags. 8. apríl 2014, og gaf kost á athugasemdum. Í svarbréfi Reykjavíkurborgar, dags. 15. maí 2014, segir m.a.: <br /> <br /> „Beiðni kæranda um afhendingu framangreindra gagna var synjað með bréfi skóla- og frístundasviðs, dags. 1. apríl sl., á þeim forsendum að um sé að ræða vinnugögn skv. skilgreiningu 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012  og slík gögn séu undanþegin upplýsingarétti almennings skv. 5. tl. 6. gr. sömu laga. […]<br /> <br /> Í kæru sinni byggir kærandi á því að ekki geti verið um vinnugögn að ræða þar sem gögnin, sem Reykjavíkurborg hafi útbúið, hafi öll verið byggð á gögnum frá Námsmatsstofnun og séu þau ekki vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga þar sem þau hafi verið afhent Reykjavíkurborg og það ekki á grundvelli lagaskyldu.  […] <br /> <br /> Skv. 4. gr. laga nr. 91/2008, um grunnskóla, fer menntamálaráðherra með yfirstjórn þeirra málefna sem lögin taka til, setur grunnskólum aðalnámskrá, leggur grunnskólum til námsgögn, hefur eftirlit með gæðum skólastarfs, annast öflun, greiningu og miðlun upplýsinga, styður þróunarstarf í skólum og hefur úrskurðarvald í ágreiningsmálum eftir því sem lög þessi kveða á um.  Einnig kemur fram að ráðuneytið hafi eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem lögin, reglugerðir og reglur samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla kveða á um. Eins og fram kemur í framangreindu ákvæði hefur menntamálaráðherra eftirlitsskyldu með grunnskólum Reykjavíkurborgar, sem lúta stjórn skóla- og frístundasviðs.  Á grundvelli þeirrar eftirlitsskyldu eru honum, eða Námsmatsstofnun sem falið var verkefnið f.h. menntamálaráðherra,  afhent gögn sem fólgin eru í umræddum könnunarprófum nemenda grunnskólanna. […] Skóla- og frístundasvið fær frá Námsmatsstofnun til frekari úrvinnslu upplýsingar um útkomu þeirra skóla, sem undir það heyra.  Er það mat skóla- og frístundasviðs að afhending gagna frá Námsmatsstofnun til skóla- og frístundasviðs teljist engan veginn afhending gagna til annarra aðila í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, heldur sé um að ræða skil á gögnum sem Námsmatsstofnun var afhent á grundvelli eftirlitshlutverks menntamálaráðherra, sbr. áðurnefnd 4. gr. laga nr. 91/2008, um grunnskóla.<br /> <br /> Rétt er að tölfræði- og rannsóknarþjónusta skóla- og frístundasviðs vann úr grunnupplýsingum, sem því bárust frá Námsmatsstofnun vegna PISA könnunar ársins 2012, í því skyni að meta stöðu reykvískra barna, stuðla að auknu gæðastarfi í grunnskólum borgarinnar og auðvelda stefnumótun í skólastarfi framtíðarinnar.  Er það mat sviðsins að ekki sé skylt að afhenda þau gögn enda uppfylli þau skilyrði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um gögn til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.   Þess má geta að endanlegri nýtingu umræddra gagna er ekki lokið. Eins og fram hefur komið afhenti skóla- og frístundasvið skóla- og frístundaráði í trúnaði vinnugögn vegna PISA könnunar 2012, enda hefur skóla- og frístundaráð eftirlit með ákvæðum laga og reglugerða grunnskóla í samræmi við 6. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og teljast ekki til annarra aðila í skilningi 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.  […] Þá var hluti gagnanna jafnframt sendur skólastjórum grunnskólanna, enda bera þeir ábyrgð á gæðum skólastarfsins skv. 7. gr. laga nr. 91/2008, um grunnskóla og hafa eftirlitshlutverki að gegna þegar kemur að gæðum skólastarfs.  Var þar aðeins um að ræða upplýsingar um árangur viðkomandi skóla, ásamt nafnlausum samanburði við aðra reykvíska skóla og landsmeðaltal.“<br /> <br /> Með bréfinu fylgdu ýmis gögn. Í fyrsta lagi eru það gögn sem bárust Reykjavíkurborg frá Námsmatsstofnun. Þau eru: a) Exel tafla yfir alla grunnskóla með upplýsingum um hæfisþrep stærðfræðilæsis – hlutfall nemenda á hverju þrepi, b) exel tafla yfir alla grunnskóla með upplýsingum um hæfisþrep lesskilnings – hlutfall nemenda á hverju þrepi, c) exel tafla yfir alla grunnskóla með upplýsingum um hæfisþrep náttúrulæsis – hlutfall nemenda á hverju þrepi.<br /> <br /> Í öðru lagi eru gögn unnin af starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Það eru: a) Taflan: Pisa 2012, viðhorf nemenda til þátttöku sinnar, b) tafla sem sýnir læsi á stærðfræði barna í ýmsum ríkjum sem sýnir stöðu Íslands í samanburði við önnur, c) línurit yfir stærðfræðilæsi á Norðurlöndunum 2003, 2006, 2009 og 2012, d) stigatafla yfir stærðfræðilæsi eftir landshlutum árin 2003 til 2012, e) tafla yfir hlutfall nemenda í stærðfræði á Norðurlöndum á neðstu og efstu hæfnisþrepum læsis í stærðfræði, f)  tafla um lesskilning og læsi á náttúrufræði í ýmsum ríkjum, er sýnir stöðu Íslands í samanburði við önnur, g) línurit yfir lesskilning nemenda á Norðurlöndum árin 2000 til 2012, h) línurit yfir náttúrulæsi nemenda á Norðurlöndunum árin 2006, 2009 og 2012, i) línurit sem sýna hlutfall nemenda á efstu og neðstu hæfnisþrepum lesskilnings á Norðurlöndum 2000-2012, í) línurit yfir hlutfall nemenda í efstu og neðstu hæfnisþrepum náttúrulæsis á Norðurlöndum árin 2000 og 2012, j) tafla yfir ánægju nemenda í skólum sem sýnir stöðu Íslands í samanburði við önnur og k) súlurit yfir lönd sem sýnir hlutfall (%) af heildardreifingu á læsi og stærðfræði innan hvers lands. Þá eru þetta gögn um niðurstöður varðandi einstaka grunnskóla. Á einu er fyrirvari um að í fámennum hópum sé mikil óvissa í mati á meðaltali en því stærri sem hópurinn (skólinn) sé því nákvæmara sé matið. Síðan koma þessi gögn: a) Stöplarit yfir þátttöku nemenda í Pisa 2012 og 2009, skipt eftir skólum, b) súlurit yfir stærðfræðilæsi í Pisa 2012, skipt eftir skólum í Reykjavík, c) súlurit yfir lesskilning í pisa 2012, skipt eftir skólum í Reykjavík, d) náttúrufræðilæsi í Pisa 2012, skipt eftir skólum í Reykjavík, e) samantekt 2012 þar sem skólum er raðað frá 1-26 eftir meðaltali í hverri grein, þ.e. stærðfræðilæsi, lesskilning og náttúrufræðilæsi, f) tafla yfir lesskilning frá 2006 þar sem skólum er raðað frá 1-26 eftir meðaltali, g) tafla yfir stærðfræðilæsi frá 2006 þar sem skólum er raðað frá 1-26 eftir meðaltali, h) tafla yfir náttúrulæsi frá 2006 þar sem skólum er raðað frá 1-26 eftir meðaltali, i) tafla: Hæfnisþrep – stærðfræðilæsi, í) tafla: Hæfnisþrep – lesskilningur, j) tafla: Hæfnisþrep – náttúrulæsi. Loks barst skipurit yfir stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og bréf sem var sent til skólastjórnenda grunnskóla.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 28. maí 2014, gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda kost á að gera athugasemdir við framangreinda umsögn. Í svari hans, dags. 2. júní 2014, segir að hann hafi engu við kæruna að bæta, en óski eftir að málið verði sem fyrst tekið til úrskurðar.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að gögnum um niðurstöður PISA-könnunar 2012, sundurliðuðum eftir grunnskólum í Reykjavík; annars vegar gögnum sem bárust borginni frá Námsmatsstofnun og hins vegar gögnum sem starfsfólk Reykjavíkurborgar bjó til. Var beiðni kæranda reist á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Reykjavíkurborg synjaði beiðninni hins vegar á þeim forsendum að um vinnugögn væri að ræða, sbr. 5. tölul. 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. laganna. Í 1. mgr. 8. gr. segir:<br /> <br /> „Vinnugögn teljast þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Nú eru gögn afhent öðrum og teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.“<br /> <br /> Í athugasemdum við 8. gr. í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012 segir m.a.:<br /> <br /> „Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum.“<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Eins og áður segir varðar mál þetta annars vegar gögn um niðurstöður PISA-könnunarinnar sem unnin voru af starfsfólki Reykjavíkurborgar. Ekki liggur fyrir að umrædd gögn hafi verið afhent öðrum, en afhending frá skóla- og frístundasviði til annarar stjórnsýslueiningar innan sama stjórnvalds, þ.e. skóla- og frístundaráðs, telst ekki vera slík afhending. Verður því ekki annað séð en að uppfyllt séu tvö skilyrði 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga fyrir því að gagn teljist vinnugagn. Eftir stendur að meta hvort gögnin fullnægi því skilyrði að hafa verið rituð við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í athugasemdum við 8. gr. í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012 segir m.a.:<br /> <br /> „Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Þá getur verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Er þessi afmörkun á upplýsingaréttinum í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga sem og ákvæði gildandi upplýsingalaga og reyndar einnig reglur um upplýsingarétt í dönsku og norsku upplýsingalögunum.“<br /> <br /> Verður ekki séð að tilvitnuð sjónarmið um einkenni undirbúningsgagna geti átt við um þá tölfræðilegu útdrætti sem mál þetta varðar með þeim afleiðingum að gögn um þá geti fallið undir 5. tölul. 6. gr. laganna og verið undanþegin almennum upplýsingarétti. Þar með verður ekki fallist á að synja megi beiðni kæranda um aðgang að þeim með vísun til þess að um vinnugögn sé að ræða.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur rétt að taka fram að í umræddum gögnum er hvergi að finna persónugreinanlegar upplýsingar sem njóta kynnu verndar laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, eða 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Mál þetta varðar einnig gögn um umrædda PISA-könnun sem Námsmatsstofnun afhenti Reykjavíkurborg. Sem fyrr segir teljast gögn, sem hafa verið afhent öðrum, ekki lengur til vinnugagna, nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu, en það á ekki við um Reykjavíkurborg í þessu tilviki. Af þeirri ástæðu verður ekki séð að þau geti fallið undir 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, og verið undanþegin upplýsingarétti. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Reykjavíkurborg beri að afhenda kæranda afrit af þeim gögnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að í þessum gögnum er heldur ekki að finna persónugreinanlegar upplýsingar sem njóta kynnu verndar laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, eða 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Í hinni kærðu ákvörðun Reykjavíkurborgar var ekki tekin afstaða til þess hvort veita skyldi aðgang í ríkari mæli en skylt, sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Braut afgreiðsla Reykjavíkurborgar að þessu leyti í bága við 2. mgr. 11. gr. sbr. 1. mgr. 19. gr. laganna.  <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Reykjavíkurborg ber að veita kæranda, [...], aðgang að gögnum sem bárust frá Námsmatsstofnun, þ.e.: a) Exel töflu yfir alla grunnskóla með upplýsingum um hæfisþrep stærðfræðilæsis – hlutfall nemenda á hverju þrepi, b) exel töflu yfir alla grunnskóla með upplýsingum um hæfisþrep lesskilnings – hlutfall nemenda á hverju þrepi, c) exel töflu yfir alla grunnskóla með upplýsingum um hæfisþrep náttúrulæsis – hlutfall nemenda á hverju þrepi.<br /> <br /> Reykjavíkurborg ber einnig að veita kæranda aðgang að gögnum sem unnin voru af starfsmönnum Reykjavíkurborgar sjálfrar. Það eru: a) Taflan: Pisa 2012, viðhorf nemenda til þátttöku sinnar, b) tafla sem sýnir læsi á stærðfræði barna í ýmsum ríkjum sem sýnir stöðu Íslands í samanburði við önnur, c) línurit yfir stærðfræðilæsi á Norðurlöndunum 2003, 2006, 2009 og 2012, d) stigatafla yfir stærðfræðilæsi eftir landshlutum árin 2003 til 2012, e) tafla yfir hlutfall nemenda í stærðfræði á Norðurlöndum á neðstu og efstu hæfnisþrepum læsis í stærðfræði, f)  tafla um lesskilning og læsi á náttúrufræði í ýmsum ríkjum, er sýnir stöðu Íslands í samanburði við önnur lönd, g) línurit yfir lesskilning nemenda á Norðurlöndum árin 2000 til 2012, h) línurit yfir náttúrulæsi nemenda á Norðurlöndunum árin 2006, 2009 og 2012, i) línurit sem sýna hlutfall nemenda á efstu og neðstu hæfnisþrepum lesskilnings á Norðurlöndum 2000-2012, í) línurit yfir hlutfall nemenda í efstu og neðstu hæfnisþrepum náttúrulæsis á Norðurlöndum árin 2000 og 2012, j) tafla yfir ánægju nemenda í skólum sem sýnir stöðu Íslands í samanburði við önnur og k) súlurit yfir lönd sem sýnir hlutfall (%) af heildardreifingu á læsi og stærðfræði innan hvers lands. Einnig gögn um niðurstöður varðandi einstaka grunnskóla, þ.e. að a) Stöplariti yfir þátttöku nemenda í Pisa 2012 og 2009, skipt eftir skólum, b) súluriti yfir stærðfræðilæsi í Pisa 2012, skipt eftir skólum í Reykjavík, c) súluriti yfir lesskilning í Pisa 2012, skipt eftir skólum í Reykjavík, d) töflu um náttúrufræðilæsi í Pisa 2012, skipt eftir skólum í Reykjavík, e) samantekt 2012 þar sem skólum er raðað frá 1-26 eftir meðaltali í hverri grein (stærðfræðilæsi, lesskilning og náttúrufræðilæsi), f) töflu yfir lesskilning frá 2006 þar sem skólum er raðað frá 1-26 eftir meðaltali, g) töflu yfir stærðfræðilæsi frá 2006 þar sem skólum er raðað frá 1-26 eftir meðaltali, h) töflu yfir náttúrulæsi frá 2006 þar sem skólum er raðað frá 1-26 eftir meðaltali, i) töflu: Hæfnisþrep – stærðfræðilæsi, í) töflu: Hæfnisþrep – lesskilningur, j) töflu: Hæfnisþrep – náttúrulæsi.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br />  <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <br /> |
A-535/2014. Úrskurður frá 24. júní 2014 | A kærði þá ákvörðun Isavia ohf. að veita honum ekki aðgang að samningi við Mýflug hf., þ.e. að samningi um leigu á flugvél í eigu Isavia ohf. Fyrir lá að þetta skjal varð til fyrir gildistöku nýrra upplýsingalaga, eða árið 2009. Féll ágreiningur um aðgang að því þar með utan valdssviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál, eins og það er afmarkað í 20. gr. laganna, og var málinu því vísað frá. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 24. júní 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-535/2014 í máli ÚNU14020001.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Með tölvubréfi, dags. 3. febrúar 2014, kærði A, blaðamaður á Fréttablaðinu, synjun Isavia ohf. um að veita honum aðgang að samningi við Mýflug hf., þ.e. samningi um leigu á flugvél í eigu Isavia ohf. Með kærunni fylgdi afrit af umræddri synjun. Þar segir m.a.:<br /> <br />  „Vísað er til tölvupósts frá þér 23. janúar s.l. þar sem óskað er eftir afriti af samningum um útleigu á flugvél Isavia ohf. til Mýflugs. Eins og í fyrri beiðni þinni frá 7. janúar s.l. kemur ekki fram í beiðninni á hvaða grunni óskað er eftir þessum gögnum. Með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga veita lögin ekki aðgang að öðrum gögnum í vörslu Isavia en þeim sem orðið hafa til eftir gildistöku laganna 1. janúar 2013 að viðbættum 6 mánuðum skv. ákv. 1. mgr. sbr. 3. mgr. 35. gr. laganna. Hins vegar undanskilja lögin aðgang að gögnum er varða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja sbr. 2. mgr. 9. gr. laganna. Ekki er því hægt að verða við beiðni þinni um aðgang að þessum gögnum.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi Isavia ohf. bréf, dags. 7. febrúar 2014, og gaf félaginu kost á athugasemdum við framangreinda kæru. Í svarbréfi félagsins, dags. 13. febrúar 2014, segir m.a.: <br /> <br /> „Isavia ohf. er hlutafélag í eigu ríkisins sem fellur undir 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Eins og fram kom í svarinu til [A] taka lögin ekki gildi gagnvart félaginu fyrr en 6 mánuðum eftir gildistöku laganna sem var 1. janúar 2013, sbr. ákv. 1. mgr. 35. gr. laganna. Þá taka þau ekki til annarra gagna en þeirra sem urðu til eftir gildistöku laganna, sbr. ákv. 1. mgr. 35. gr. laganna. Þá taka þau ekki til annarra gagna en þeirra sem urðu til eftir gildistöku laganna sbr. 3. mgr. 35. gr. <br /> <br /> Félagið er ekki stjórnvald og tekur ekki stjórnvaldsákvarðanir á þessu sviði þannig að undanþáguákvæði síðari málsliðar 3. mgr. 35. gr. á ekki við.<br /> <br /> Samningur sem [A] óskar eftir aðgangi að er frá 1. október árið 2009 (sbr. forsíða samningsins) og fellur því ekki undir gögn sem lögin veita aðgang að. Samningurinn var síðan framlengdur sbr. tölvupóstur 19. september 2013, sem er meðfylgjandi. Þegar og af þessari ástæðu var aðgangi að þessum gögnum hafnað.“<br /> <br /> Með bréfi, dags. 18. febrúar, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál upplýsinga varðandi það hvort gerður hafi verið nýr samningur árið 2013 og tekið var fram að ef svo væri þyrfti henni að berast afrit af honum. Í svari Isavia ohf., sem barst sama dag, kemur fram að ekki hafi verið gerður nýr samningur, heldur hafi samningurinn frá árinu 2009 aðeins verið „framlengdur með tölvupósti“. Þar segir: <br /> <br /> „Samningurinn var aðeins framlengdur með tölvupósti og það staðfest á samráðsfundi sbr. 7. liður fundargerðarinnar. Um er að ræða einfalda tilkynningu um framlengingu til eins árs.“ <br /> <br /> Með bréfinu fylgdi afrit af fundargerð umrædds samráðsfundar, dags. 3. september 2013, og afrit af tölvupósti, dags. 19. sept 2013, um beiðni Isavia ohf. til Mýflugs um framlengingu á samningnum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi kæranda bréf, dags. 19. mars 2014, og gaf honum kost á að koma að athugasemdum við framangreint bréf Isavia ohf, dags. 13. febrúar 2014. Hann svaraði með tölvubréfi, dags. 28. mars 2014, og kvaðst áfram óska eftir því að nefndin legði fyrir Isavia ohf. að afhenda „þau gögn sem óskað hefði verið eftir“. Hinn 19. maí 2014, barst jafnframt bréf frá honum þar sem fram kom að hann óskaði eftir „aðgangi að öllum bókunum hjá Isavia er varða samning og endurnýjun á samningi um útleigu á flugvél félagsins til Mýflugs hf.“<br /> <br />  Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi Isavia ohf. bréf sama dag. Þar segir:<br /> <br /> „Vísað er til fyrri bréfaskipta. Fyrir liggur að Isavia synjar því að Fréttablaðið fái afhentan upphaflegan samning (október 2009). Áður en málið er tekið til úrskurðar er nauðsynlegt að fram komi ótvírætt hvort afstaða Isavia sé einnig sú að Fréttablaðið fái ekki:a) Fundargerð samráðsfundar, dags. 3. september 2013, um endurnýjun samningsins.b) Tölvupóst, dags. 19. sept 2013, sem hefur að geyma beiðni Isavia til Mýflugs hf. um framlengingu á samningnum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst svar Isavia ohf. sama dag. Þar segir:<br /> <br /> „Isavia ohf gerir ekki athugasemdir við að Fréttablaðið fái aðgang að gögnum sem vísað er til í a- og b-lið í tölvupóstinum.“<br /> <br /> Daginn eftir, þ.e. hinn 20. maí 2014, barst nefndinni síðan afrit að tölvuskeyti Isavia ohf. til kæranda þar sem félagið sendir honum umrædd gögn, þ.e. fundargerðina og tölvupóstinn<br /> .<br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Þó má geta þess að í bréfi Isavia ohf., dags. 9. apríl 2014, segir að félagið muni ekki bera fyrir sig ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að öllum bókunum hjá Isavia ohf. er varða samning og endurnýjun á samningi um útleigu á flugvél félagsins til Mýflugs hf. Upphaflegur samningur var gerður í október 2009 milli Flugstoða ohf. og Mýflugs hf. Rætt var um framlengingu hans á samráðsfundi, sem haldinn var 3. september, og í framhaldi af honum var, með tölvupósti til Mýflugs hf., dags. 19. september. 2013, óskað eftir framlengingu samningsins. <br /> <br /> Enginn ágreiningur er um aðgang að síðarnefndu gögnunum, þ.e. fundargerðinni og tölvupóstinum, og verður því ekki fjallað frekar um þau gögn í úrskurði þessum. Eftir stendur hins vegar að fjalla um aðgang að þeim samningi, sem gerður var í október árið 2009. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Með gildistöku upplýsingalaga nr. 140/2012, hinn 1. janúar 2013, var gildissvið upplýsingalaga víkkað. Áður tóku þau almennt aðeins til starfsemi stjórnvalda og ekki til einkaréttarlegra lögaðila, hvort sem þeir voru í eigu hins opinbera eða ekki. Ný upplýsingalög taka hins vegar einnig til allrar starfsemi sem fram fer á vegum einkaréttarlegra lögaðila sem eru í eigu hins opinbera að 51% hluta eða meira, sbr. 2. mgr. 2. gr. Það á m.a. við um Isavia ohf. og því taka ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012 til félagsins.<br /> <br /> Upplýsingalög gilda um öll gögn sem undir þau falla, án tillits til þess hvenær þau urðu til eða hvenær þau hafa borist þeim aðilum sem undir þau falla, sbr. 2. mgr. 35. gr. Þó segir í 3. mgr. sömu greinar að þau gildi aðeins um þau gögn í vörslu lögaðila sem hafi orðið til eftir gildistöku laganna, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 3. gr. Fyrir liggur að það gagn sem mál þetta lýtur að, þ.e. samingur Isavia ohf. við Mýflug hf. um leigu á flugvél í eigu fyrrnefnda félagsins, varð til fyrir gildistöku nýrra upplýsingalaga eða árið 2009. Fellur ágreiningur um aðgang að samningnum því utan valdssviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál, eins og það er afmarkað í 20. gr. laganna, og verður kærunni vísað frá nefndinni. </p> <p><br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru [A] dags. 3. febrúar 2014, á hendur Isavia ohf. yfir synjun aðgangs að samningi við Mýflug hf., þ.e. um leigu á flugvél í eigu Isavia ohf. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson</p> <br /> <br /> <p> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
A-533/2014. Úrskurður frá 30. maí 2014 | A kærði, f.h. eitt hundrað tilgreindra einstaklinga, afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að upplýsingum um öll leyfisbréf til kennara útgefin á tilteknu tímabili. Úrskurðarnefndinni höfðu ekki verið látnar í té hinar umbeðnu upplýsingar, en af hálfu ráðuneytisins var á því byggt að ekki væri unnt að kalla þær fram með góðu móti. Nefndin taldi sig því ekki hafa forsendur til að fallast á afstöðu ráðuneytisins. Var ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins felld úr gildi og lagt fyrir það að taka beiðni kæranda til nýrrar meðferðar. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 30. maí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-533/2014 í máli ÚNU 14020010. <br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi 21. febrúar 2014 kærði A, f.h. eitt hundrað nánar tilgreindra einstaklinga, afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni umbjóðenda hennar um aðgang að upplýsingum um öll leyfisbréf til kennara sem ráðuneytið hefur gefið út á grundvelli laga nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla  frá og með 1. júlí 2011 til 28. nóvember 2013. <br /> <br /> Í kærunni kemur fram að kærendur hafi sjálfir sótt um útgáfu slíkra leyfisbréfa en án árangurs. Samhliða því að kærendur hafi krafist endurskoðunar á ákvörðunum ráðuneytisins þar að lútandi hafi þess verið óskað, yrði ekki á kröfuna fallist, að veittar yrðu upplýsingar um öll leyfisbréf sem gefin hefðu verið út af hálfu ráðuneytisins frá og með 1. júlí 2011 til dagsetningar bréfsins sem var 28. nóvember 2011. Nánar tiltekið hafi þess verið krafist að ráðuneytið tilgreindi hverjir hefðu fengið slík leyfi, hvenær þeir hefðu hafið og lokið kennaranámi sínu og hvenær þeir hefðu fengið útgefið starfsleyfi sem kennarar. <br /> <br /> Með bréfi 22. janúar 2014 hafnaði ráðuneytið öllum kröfum kærenda. Ráðuneytið afhenti kærendum á hinn bóginn nafnalista vegna útgefinna leyfisbréfa frá árinu 2011. Þar koma fram nöfn viðkomandi aðila og dagsetning útgefinna leyfisbréfa. Í kæru kemur fram að kærendur hafa fallið frá kröfu sinni vegna leyfisbréfa sem útgefin voru á árinu 2011. Eftir standi að fá umkrafðar upplýsingar um þá leyfishafa sem fengu útgefin leyfisbréf frá 1. janúar 2012, þ.e.a.s. hvenær viðkomandi leyfishafar hófu fullgilt kennaranám og hvenær þeir luku slíku námi. <br /> <br /> Í kærunni er rakið að kærendur hafi fengið upplýsingar um það að ráðuneytið hafi gefið út fjölda leyfisbréfa til samnemenda þeirra á síðastliðnum tveimur árum, þ.e. til nemenda sem hófu kennaranám sitt með kærendum árið 2009 og útskrifuðust árið 2012. Á sama tíma hafi kærendum verið synjað um starfsleyfi með vísan til ákvæða laga nr. 87/2008. Vilji kærendur afla sér upplýsinga um það hversu margir hafi fengið slík starfsleyfi gefin út á umræddu tímabili. <br /> <br /> Í kærunni var því hafnað að heimilt hafi verið að synja kærendum um aðgang að umræddum upplýsingum með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt ákvæðinu megi í undantekningartilvikum hafna beiðni um upplýsingar ef meðferð hennar taki svo mikinn tíma eða krefjist svo mikillar vinnu að ekki teljist af þeim sökum fært að verða við henni. Ráðuneytið hafi þegar viðurkennt að umræddar upplýsingar liggi fyrir. <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi 25. febrúar 2014 var mennta- og menningarmálaráðuneytinu gefinn kostur á að tjá sig um framangreinda kæru. Í svari ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar 11. mars sama ár er það sjónarmið ítrekað sem fram kom í synjun á beiðni kærenda að það útheimti of mikla vinnu fyrir ráðuneytið að útbúa nýjar sundurliðaðar upplýsingar um upphaf náms allra þeirra einstaklinga sem um ræði, brautskráningardag og útgáfudag leyfisbréfs hjá hverjum og einum leyfishafa. Þær upplýsingar sem óskað sé eftir liggi ekki fyrir á aðgengilegan hátt í gagnagrunni, heldur sé þær að finna í umsóknargögnum í einstökum málum sem stofnuð hafi verið um hverja leyfisumsókn um sig. Ef verða ætti við beiðni kærenda þyrfti þannig að finna til í skjalasafni ráðuneytisins hverja einustu leyfisumsókn og fylgigögn með henni og handskrá umbeðnar upplýsingar í nýjan gagnagrunn. Þær upplýsingar sem farið sé fram á að verði afhentar séu ekki skráðar í málaskrá ráðuneytisins. Umfang þeirrar vinnu sé slíkt að ráðuneytinu sé ekki annað fært en að hafna kröfu um afhendingu umræddra gagna með vísan til 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. Það sé mat ráðuneytisins að umrædd gögn geti ekki talist fyrirliggjandi í skilningi 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga með hliðsjón af framangreindu. <br /> <br /> Kærendum var gefinn kostur á að taka afstöðu til umsagnar ráðuneytisins. Kærendur veittu nefndinni umsögn sína 2. apríl 2014. Er þar bent á að ráðuneytið ofmeti umfang þeirrar vinnu sem þurfti til að verða við beiðni þeirra. Þegar liggi fyrir útgáfudagur leyfisbréfa þeirra einstaklinga sem beiðnin varði. Eftir standi aðeins að útvega upplýsingar um upphaf og lok náms þeirra leyfishafa sem fengu útgefin leyfisbréf frá ráðuneytinu árið 2012, 2013 og það sem eftir er af ári 2014. Áréttað er að um sé að ræða upplýsingar sem séu nauðsynlegar til að ráðuneytinu sé unnt að gefa úr leyfisbréf, enda skuli leyfisbréf á grundvelli þriggja ára B.Ed. náms eingöngu gefin út til þeirra aðila sem hófu kennaranám fyrir tiltekinn tíma, þ.e. fyrir 1. júlí 2008 og luku því fyrir tiltekinn tíma, þ.e. fyrir 1. júlí 2012. Því sé ljóst að umræddar upplýsingar liggi fyrir hjá ráðuneytinu. <br /> <br /> Þá er í umsögn kærenda vísað til þess að samkvæmt 27. gr. upplýsingalaga beri stjórnvöldum skylda til að skrá upplýsingar um málsatvik og forsendur sem hafi þýðingu fyrir úrlausn mála. Þá skuli stjórnvöld að öðru leyti gæta þess að mikilvægum upplýsingum sé haldið til haga. Af 3. mgr. 23. gr. laga nr. 86/2008 leiði að ráðuneytið hafi ekki getað gefið út leyfisbréf samkvæmt lögum án þess að hafa hinar umbeðnu upplýsingar undir höndum. <br /> <br /> Í umsögninni er vikið að því að ráðuneytið hafi gefið út leyfisbréf til nokkurs fjölda einstaklinga sem stunduðu nám á sama tíma og kærendur, þ.e. frá 2009 til 2012. Kærendur hafi meðal annars lagt inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Verði fallist á það með ráðuneytinu að heimilt sé að synja um aðgang að þessum upplýsingum sé kærendum gert ómögulegt að staðreyna grun sinn um mismunun við útgáfu starfsleyfa. Vísa kærendur enn fremur til markmiðs upplýsingalaga um að tryggja opna og gegnsæja stjórnsýslu í því skyni að auka aðhald með starfsemi stjórnvalda og auka þar með réttaröryggi borgaranna.  <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í beiðni kærenda frá 28. nóvember 2013 var óskað eftir upplýsingum vegna útgáfu allra leyfisbréfa mennta- og menningarmálaráðuneytisins á grundvelli laga nr. 87/2008 frá og með 1. júlí 2011 til 28. nóvember 2013. Nánar tiltekið var þess óskað að ráðuneytið tilgreindi hversu marga leyfishafa væri um að ræða, hvenær þeir hófu kennaranám sitt, hvenær þeir útskrifuðust og hvenær þeir fengu útgefið leyfisbréf. Í kæru kemur fram að kærendur hafi fallið frá beiðni sinni um umræddar upplýsingar vegna leyfisbréfa sem útgefin voru á árinu 2011. Eftir standi því að fá upplýsingar um þá leyfishafa sem fengu útgefin leyfisbréf frá 1. janúar 2012 til þess dags sem kæran var dagsett, þ.e. 21. febrúar 2014. Þá kom fram í kærunni að kærendur hefðu fengið afhenta lista yfir nöfn þeirra einstaklinga sem fengu útgefin leyfisbréf frá árinu 2011 og til upphafs árs 2014. Á listanum kæmi fram dagsetning útgefinna leyfisbréfa. Skorti því aðeins upplýsingar um það hvenær umræddir einstaklingar hefðu hafið fullgilt kennaranám og hvenær þeir luku sama námi.<br />  <br /> Eins og að framan er rakið hafa kærendur fengið aðgang að hluta þeirra upplýsinga sem þeir óskuðu aðgangs að.  Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins laut aðeins að beiðni kærenda um aðgang að upplýsingum um þá einstaklinga sem höfðu fengið útgefið leyfisbréf 1. janúar 2012 til þess dags þegar beiðnin var lögð fram, þ.e. 28. nóvember 2013. Í ljósi alls framangreinds lýtur mál þetta að synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni kærenda um aðgang að upplýsingum um það hvenær nánar tilteknir einstaklingar hófu fullgilt kennaranám og hvenær þeir luku sama námi. Úrskurðarnefndinni hafa ekki verið látnar í té hinar umbeðnu upplýsingar. <br /> <br /> Réttur kærenda til aðgangs að umbeðnum upplýsingum er reistur á 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum, sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Sama gildir samkvæmt ákvæðinu þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Í 1. mgr. 15. gr. laganna kemur fram að sá sem fari fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál.<br />  <br /> Í upphaflegri beiðni kærenda var ekki beinlínis óskað eftir tilgreindum gögnum, heldur tilteknum upplýsingum. Í tilefni af þessu áréttar úrskurðarnefnd um upplýsingamál að í 5. gr. upplýsingalaga er gert ráð fyrir því að beiðni lúti að „gögnum“ en ekki „upplýsingum“.  Þá leggja upplýsingalög almennt ekki þá skyldu á herðar stjórnvöldum að búa til ný gögn í tilefni að beiðni um upplýsingar heldur aðeins að taka afstöðu til þess hvort rétt sé eða skylt að afhenda þau gögn sem þegar liggja fyrir. Í máli því sem hér um ræðir hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið afmarkað nákvæmlega að hvaða nafngreindu einstaklingum upplýsingabeiðnin lýtur og af þeim athugasemdum sem ráðuneytið hefur látið úrskurðarnefndinni í té verður ráðið að hinar umbeðnu upplýsingar sé að finna í fyrirliggjandi gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur því svo á að beiðnin sé nægjanlega afmörkuð í skilningi 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytisins er á því byggt að ekki sé unnt að kalla hinar umbeðnu upplýsingar fram með svo góðu móti að unnt sé að safna þeim saman án mikillar vinnu. Kemur því til skoðunar hvort ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kærendum um aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga en ákvæðið er svofellt: <br /> <br /> „Beiðni má í undantekningartilfellum hafna ef: 1. meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki telst af þeim sökum fært að verða við henni,“  <br /> <br /> Í athugasemdum við umrætt ákvæði í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir eftirfarandi um umrædda heimild:<br />  <br /> „Ákvæði 4. mgr. getur aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. [...] [K]refst [heimildin] þess að umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum sé slíkur að vinna stjórnvalds eða annarra lögaðila sem lögin taka til við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum.“<br /> <br /> Af þessum athugasemdum er ljóst að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga hefur að geyma afar þrönga undantekningarreglu sem aðeins verður beitt ef afgreiðsla upplýsingabeiðni myndi „leiða til umtalsverðar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum“. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þann lista sem kærendum var látinn í té með nöfnum þeirra einstaklinga sem hafa fengið útgefin leyfisbréf frá ráðuneytinu á grundvelli laga nr. 87/2008 á tímabilinu á árunum 2011 til 2014. Fær nefndin ekki betur séð en 437 einstaklingar falli undir beiðni kærenda. Ljóst er að beiðnin lýtur að tveimur dagsetningum í gögnum mála hvers og eins umrædds einstaklings, en ætla verður að gögn hvers máls séu ekki umfangsmikil. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur hvorki upplýst úrskurðarnefndina um mat ráðuneytisins á umfangi þeirrar vinnu sem þurfi að framkvæma til að verða við beiðni kærenda né hvaða áhrif sú vinna hefði á starfsemi ráðuneytisins að öðru leyti. Af þessum sökum hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að fallast á þá afstöðu ráðuneytisins að heimilt hafi verið að synja beiðni kærendum um aðgang að gögnum á grundvelli 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga, enda þótt ljóst sé að það krefjist nokkuð mikillar vinnu að verða við henni.<br />  <br /> Eins og að framan greinir hefur úrskurðarnefndinni ekki verið látin í té gögn sem innihalda hinar umbeðnu upplýsingar. Nefndinni er því ekki kunnugt um hvaða upplýsingar koma fram í umræddum gögnum og getur því ekki tekið afstöðu til þess hvort önnur ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012 standi því í vegi að kærendum verði veittur aðgangur að þeim. Verður því að fella hina kærðu ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins úr gildi og leggja fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og taka efnislega afstöðu til þess hvort heimilt sé eða skylt á grundvelli annarra ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012 en þess sem að framan er getið að afhenda kæranda hin umbeðnu gögn.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins í máli kærenda er felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að taka beiðni hans til nýrrar meðferðar. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
A-532/2014. Úrskurður frá 30. maí 2014 | A kærði, f.h. B og C, synjun Snæfellsbæjar (S) á beiðni um aðgang að útboðsgögnum. Ekki varð ráðið að C hafi staðið að upphaflegri beiðni og kæru hans var vísað frá. Kæra B laut m.a. að upplýsingum um hver hafi framleitt þá steypu sem notuð var í umrætt verk, en ekki lá fyrir að S hefði þær upplýsingar undir höndum. Því var beiðni um þau vísað frá. S hafði í fyrsta lagi vísað til þagnarskylduákvæðis í lögum um opinber innkaup, en nefndin taldi það vera almennt þagnarskylduákvæði og synjun yrði ekki á því byggð. Í öðru lagi hafði S vísað til 9. gr. upplýsingalaga. B hafði hins vegar verið þátttakandi í útboðinu, og naut réttar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Því taldi nefndin S ekki geta byggt synjun á 9. gr. laganna. Takmarkanir á upplýsingarétti B yrðu aðeins reistar á 2. eða 3. mgr. 14. gr. en þar sem skilyrði þeirra væru ekki uppfyllt bæri S að afhenda B umrædd skjöl. | <p></p> <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 30. maí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-532/2014 í máli ÚNU 14010004. <br /> <br /> Með erindi 24. janúar 2014 kærði A f.h. B og C  afgreiðslu Snæfellsbæjar 3. janúar sama ár á beiðni umbjóðenda hennar um aðgang að gögnum vegna útboðs á vegum Hafnarsjóðs Snæfellsbæjar undir heitinu „Ólafsvík steypt þekja og masturshús og Arnarstapi steypt þekja“. <br /> <br /> Í kærunni kemur fram að forsaga málsins sé sú að Samkeppniseftirlitið hafi með nánar tilgreindri ákvörðun sinni komist að þeirri niðurstöðu að Snæfellsbær hefði með ólögmætum hætti haft skaðleg áhrif á samkeppni með athöfnum sínum í aðdraganda og með gerð samninga sveitarfélagsins við úthlutun leyfa til malarnáms á Breið sumarið 2007. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi verið tekin í kjölfar kvörtunar kærenda. Hafi Samkeppniseftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að samkeppnishamlandi háttsemi Snæfellsbæjar hafi haft skaðleg áhrif á rekstur kærenda. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu hafi kærendur ákveðið að leita réttar síns vegna þess tjóns sem þeir hafi orðið fyrir. Í því skyni að átta sig á umfangi tjónsins, svo sem vegna missis hagnaðar af útboðnum verkum, hafi verið óskað eftir upplýsingum vegna framangreindra útboða. <br /> <br /> Þetta hafi verið gert með bréfi, dags. 12. nóvember 2013, þar sem óskað var eftir upplýsingum um „heildarverð í tilboði þess tilboðsgjafa sem hlaut verkið í eftirfarandi kostnaðarliðum: Hvert var verðið í 16 m3 steypu skv. lið 2.2.4.3? Hvert var verðið í 378 m3 steypu skv. lið 2.2.6.6? Hvert var verðið í 105 m3 steypu skv. lið 2.2.9.5? Hver framleiddi steypu fyrir þann sem hlaut verkið?“ Í beiðninni var tekið fram að hún varðaði upplýsingar um kærendur sjálfa í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í synjun sveitarfélagsins, dags. 3. janúar 2014, kom fram að það væri afstaða þess að þær upplýsingar sem óskað væri eftir varðandi þá kostnaðarliði sem taldir voru upp í bréfi kærenda félli undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga og 17. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup. Taldi Snæfellsbær að kærendur ættu ekki rétt á að fá sundurliðun á tilboðum frá öðrum bjóðendum með þeim hætti sem óskað væri í bréfi þeirra, enda gæti slík upplýsingagjöf beinlínis haft skaðleg áhrif á tilboðsgerð síðar og skekkt samkeppnisstöðu fyrirtækja á svæðinu ef slíkar upplýsingar væru gefnar upp. Ekki væru til staðar hagsmunir sem réttlættu þessa upplýsingagjöf. Einnig lægi fyrir að lægstu tilboðin í verkið hafi verið nánast jöfn og því afar óeðlilegt að kærendur fengju viðkvæmar viðskiptaupplýsingar samkeppnisaðila og gætu þannig kortlagt verð þeirra. Slíkt þjónaði ekki almannahagsmunum og væri andstætt markmiðum framangreindra laga. <br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því hafnað að takmarkanir 6.-10. gr. og 14. gr. upplýsingalaga taki til hinna umbeðnu upplýsinga eins og vísað sé til í ákvörðun Snæfellsbæjar. Beiðnin varðaði aðgang að gögnum annarra þátttakenda í útboði sem hefðu orðið til áður en gengið var til samninga við tiltekinn bjóðanda. Þá var því einnig hafnað að trúnaðarskylda sveitarfélaga samkvæmt 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup takmarkaði aðgang kærenda að hinum umbeðnu gögnum. Umrædd trúnaðarskylda feli ekki í sér sérstakt þagnarskylduákvæði sem gangi framar upplýsingarétti aðila samkvæmt upplýsingalögum.<br />  <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi 7. febrúar 2014 var Snæfellsbæ gefinn kostur á að tjá sig um framangreinda kæru. Í svari sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar 7. mars sama ár er einkum vísað til þeirra sjónarmiða sem fram komu í synjun sveitarfélagsins til kærenda. <br /> <br /> Í umsögn Snæfellsbæjar til úrskurðarnefndarinnar segir einnig að fyrir liggi að lægstbjóðandi í umræddu útboði, D, sé aðili frá sama byggðarlagi og kærandi. Hljóti það að vera ljóst að þeim aðilum sem buðu í umrætt verk hafi ekki verið mismunað eftir búsetu. Í þeim gögnum sem farið sé fram á séu afar viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem varði grundvallaratriði viðkomandi í samkeppnisrekstri þess aðila sem í hlut eigi, enda varði þær verðlagningu einstakra liða við gerð tilboða. Verði það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Snæfellsbæ beri að afhenda umrædd gögn megi nánast fella 17. gr. laga nr. 84/2007 úr gildi og taka upp nýtt verklag við útboð sem feli í sér að öll boð og sundurliðanir verði opin öllum aðilum, enda ljóst að hver sem tæki þátt í útboði mætti eiga von á því að samkeppnisaðili sem ekki fengi verk gæti snúið sér til úrskurðarnefndarinnar og fengið upplýsingar um tilboð hans og þau verð og forsendur sem það byggðist á. Þetta væri í algjörri andstöðu við almennar reglur um trúnað við framkvæmd útboða sem séu í gildi hér á landi og í „hinum vestrænu löndum almennt“. Þá væri það í andstöðu við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/18/EB frá 31. mars 2004 hvað varðar trúnað, en rík áhersla sé lögð á trúnaðarkvaðir í þeirri tilskipun hvað varði tæknileg leyndarmál og viðskiptaleyndarmál, sbr. 6. gr., 3. mgr. 29. gr. og 4. mgr. 32. gr. tilskipunarinnar. Um sé að ræða lögvarða hagsmuni rekstraraðila sem séu rækilega varin í löggjöf vestrænna ríkja þar sem brot gegn þeim varði við samkeppnislög auk þess sem þau geti verið refsiverð við vissar kringumstæður þegar upplýsingum sé miðlað með ólögmætum hætti. Verði í öllu falli að gera þá kröfu til þeirra sem upplýsinga krefjast að þeir geri skýra grein fyrir lögvörðum hagsmunum til að unnt sé að taka kröfu þeirra til greina. Slíkt hafi ekki verið gert í þessu máli. Þar sem tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/18/EB frá 31. mars 2004 hafi verið lögfest á Íslandi verði að líta svo á að upplýsingalög nr. 140/2012 nái ekki til útboða eins og þess sem málið lúti að sbr. 2. mgr. 4. gr. laganna þar sem segir að lögin gildi ekki um upplýsingar sem trúnaður skuli ríkja um samkvæmt þjóðréttarsamningum sem Ísland eigi aðild að. <br /> <br /> Þá mótmælir Snæfellsbær því að Samkeppniseftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu að sveitarfélagið hafi með ólögmætum hætti haft skaðleg áhrif á samkeppni. Í þeirri ákvörðun hafi fyrst og fremst falist sú niðurstaða að við úthlutun leyfa til malarnáms hafi auglýsingu verið ábótavant. Engu hafi verið slegið föstu um það hvort umrætt fyrirkomulag hafi valdið tjóni eða hindrað samkeppni. Á hinn bóginn hljóti að liggja ljóst fyrir að ekki hafi verið til staðar samkeppnishindrandi starfsemi að þessu leyti þegar aðili frá Grundarfirði hafi fengið verk það sem kærendur byggi kvartanir sínar á. </p> <p><br /> Í umsögn bæjarins segir jafnframt að ekki verði séð að kærendur eigi hagsmuna að gæta varðandi umræddan aðgang að upplýsingum og enn síður að þeir hagsmunir séu ríkir. Hvað varði beiðni kærenda um að fá upplýsingar um það hver framleiddi þá steypu sem notuð var við viðkomandi verk þá liggi engar opinberar upplýsingar um það, enda hafi ekki verið gerð krafa um það við umrætt útboð að tilboðsgjafar upplýstu hvar þeir öfluðu efnis til verksins. <br /> <br /> Kærendum var gefinn kostur á að taka afstöðu til umsagnar Snæfellsbæjar. Umsögn kærenda barst nefndinni 1. apríl 2014. Er þar vísað til þess að kærendur séu aðili máls í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í því samhengi er vísað til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-407/2012, A-472/2013, A-409/2012 og A-388/2011. Kærendur hafi því sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum og séu heimildir þeirra rýmri en ella. <br /> <br /> Kærendur telja að hagsmunir þess aðila er hlaut verkið af því að leyna hinum umbeðnu upplýsingum séu hverfandi í samanburði við þá verulegu hagsmuni sem kærendur hafi af því að fá upplýsingarnar afhentar. Ítrekað er að Snæfellsbær hafi ítrekað beitt samkeppnishamlandi aðgerðum. Af hinum umbeðnu gögnum geti kærendur áttað sig á umfangi tjóns síns vegna framangreindra brota og þar með undirbúið málshöfðun. <br /> <br /> Í umsögn kærenda segir jafnframt að Snæfellsbær hafi ekki leitast við að sýna fram á hvaða hagsmunir standi í vegi fyrir því að kærendum verði veittur aðgangur að umbeðnum upplýsingum. Þá sé ljóst að Snæfellsbær geti ekki á þeim óljósa og ósannaða grundvelli byggt synjun sína. Sönnunarbyrðin um þessa ætluðu veigamiklu hagsmuni hvíli á Snæfellsbæ sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-472/2013, A-232/2006 og A-414/2012. Takmörkun á aðgangi gagna vegna fjárhags- og viðskiptahagsmuna beri að túlka þröngt í samræmi við markmið upplýsingalaga sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-168/2004, A-206/2005 og A-133/2001. Hinar umbeðnu upplýsingar séu enn síður til þess fallnar að raska samkeppni en þær sem deilt var um í málum nefndarinnar í málum nr. A-409/2012, A-472/2012, A-168/2004, A-179/2004, A-180/2004, A-407/2012 og A-414/2004 en í umræddum málum hafi nefndin talið rétt að veita aðgang að umbeðnum gögnum. Í niðurstöðu nefndarinnar í máli nr. A-179/2004 hafi meðal annars komið fram að sjónarmið um að halda leyndum mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum yrðu að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Þá vísa kærendur til úrskurðar nefndarinnar í máli nr. A-472/2013 í heild sinni en þar hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu að upplýsingar um einingaverð í einstaka verkliði tilboðs fyrirtækis væru ekki til þess fallnar að raska samkeppni eða ganga á einhvern hátt á fjárhagslega og viðskiptalega hagsmuni bjóðanda. Hin umbeðnu gögn hafi orðið til áður en samningur komst á milli Snæfellsbæjar og þess aðila sem hlaut verkið. Þá séu þrjú ár síðan útboðið fór fram. <br /> <br /> Þá mótmæla kærendur því að synjað verði um aðgang að gögnunum með vísan til 17. gr. laga nr. 84/2007 eða tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/18/EB frá 31. mars 2004. Vísa kærendur í þessu samhengi til úrskurðar nefndarinnar í málum nr. A-407/2012 og 409/2012. Ljóst sé að þagnarskylda 17. gr. laga nr. 84/2007 gangi ekki framar rétti kærenda samkvæmt upplýsingalögum. Þá hafi ákvæði umræddrar tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins verið innleidd efnislega í 17. gr. laga nr. 84/2007. Trúnaðarskylda samkvæmt því lagaákvæði gangi ekki framar rétti kærenda til aðgangs að gögnum. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin ritaði D  bréf 8. maí 2014. Í bréfinu var þess óskað að fyrirtækið lýsti afstöðu til þess hvort hafna bæri að veita kærendum aðgang að umbeðnum upplýsingum vegna fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækisins. Legðist fyrirtækið gegn því að veittur yrði aðgangur að umbeðnum upplýsingum yrði tekin afstaða til þess af hvaða ástæðum afhending þeirra gæti varðað mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Var félagið upplýst um að réttur kærenda kynni ýmist að vera reistur á 1. mgr. 5. gr. eða 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Svar D barst úrskurðarnefndinni 19. maí 2014. Lagðist fyrirtækið gegn því að kærendum yrði veittur aðgangur að hinum umbeðnu upplýsingum. Vísað var til þess að fyrirtækið starfi á markaði þar sem mikil samkeppni ríki um einstök verk og einstaka viðskiptavini. Samkeppnishæfni D væri reist á getu fyrirtækisins til að halda kostnaði í lágmarki, leit að hagstæðum birgjum, skipulagi, verkviti og fleiri þáttum. Það gæti skaðað samkeppnisstöðu fyrirtækisins ef samkeppnisaðilar hefðu upplýsingar um birgja, verð frá birgjum, álagningu og annað sem máli skipti við gerð tilboða. D beri að  gæta trúnaðar gagnvart sínum birgjum, enda leggi þeir almennt áherslu á að samkeppnisaðilar hafi ekki upplýsingar um einstök viðskipti þeirra eða annað sem gerist innan veggja þeirra fyrirtækja. Fráleitt sé að samkeppnisaðilar fyrirtækisins geti aflað sér viðskiptaupplýsinga D sem almennt séu trúnaðarupplýsingar og almennt ekki aðgengilegar í viðskiptum einkaréttarlegs eðlis. Þetta eigi sérstaklega við þegar sá aðili sem krefjist upplýsinganna sé í samkeppni við þann aðila sem upplýsingarnar séu komnar frá og tilgangurinn augljóslega enginn annar en að nýta þær í samkeppni við D. Ekki verði heldur séð að kærendur hafi nokkra lögvarða hagsmuni af því að fá umræddar upplýsingar, enda hafi verið fullkomið jafnræði milli aðila þegar þeir tóku þátt í umræddu útboði. Augljóst sé að það muni valda D tjóni ef umræddar upplýsingar verði veittar. Vísað er til þess að kærendum yrðu þá veittar upplýsingar um það hvernig D standi að tilboðum sínum, hverjir séu viðskiptaaðilar fyrirtækisins og hvernig einstakir efnisþættir séu verðlagðir. Þetta skerði samkeppnisstöðu D sem eðlilega auki líkur á að fyrirtækið missi af verkefnum. Ómögulegt sé að segja til um það með neinni vissu eða nákvæmni hve mikið tjón gæti hlotist af þessu, enda varði það og ráðist af ókomnum verkum í ókominni framtíð. Yrðu umræddar upplýsingar veittar væri það ekki aðeins inngrip í rekstur D heldur yrði ógnað viðskiptahagsmunum fyrirtækisins sem meta megi til fjár. Verði upplýsingarnar veittar kærendum myndi það valda D fjárhagslegu tjóni sem myndi vera brot á stjórnarskrárvörðum eignarrétti fyrirtækisins. Einnig myndi inngrip af þessu tagi vera gróft inngrip í einkamál og friðhelgi D sem bryti gegn lögum.  <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Í beiðni kærenda frá 12. nóvember 2013 óskuðu þeir sameiginlega eftir tilteknum gögnum. Meðal þess sem óskað var eftir voru upplýsingar í tilteknum liðum tilboðs D í útboði hafnarsjóðs Snæfellsbæjar og Siglingamálastofnunar á verkinu „Ólafsvík steypt þekja og masturshús og Arnarstapi steypt þekja“ en tilboði D vegna útboðsins var tekið. Í beiðni kærenda kom fram að aðeins annar þeirra, þ.e.a.s. B, óskaði eftir aðgangi að þessum upplýsingum, en af beiðninni verður ráðið að kærendur hafi sameiginlega óskað aðgangs að öðrum gögnum sem mál þetta lýtur ekki að. Auk B hefur C einnig kært ákvörðun Snæfellsbæjar um synjun um aðgang að gögnum. Þar sem beiðni kærenda verður ekki skilin svo að síðarnefnda fyrirtækið hafi staðið að beiðni um aðgang að gögnum að þessu leyti er því fyrirtæki ekki unnt að bera synjun Snæfellsbæjar undir úrskurðarnefndina samkvæmt 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga. Verður kæru C því vísað frá úrskurðarnefndinni. <br /> <br /> Auk framangreinda upplýsinga lýtur kæra B m.a. að synjun Snæfellsbæjar á beiðni kæranda um upplýsingar um það hver hafi framleitt þá steypu sem D notaði í umrætt verk. Í bréfi Snæfellsbæjar til kærenda 3. janúar 2014 kemur fram sveitarfélagið hafi ekki þær upplýsingar undir höndum. Í ljósi þess liggur að þessu leyti ekki fyrir synjun bæjarins á aðgangi að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012  og verður beiðni kærenda þar að lútandi vísað frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> Vegna alls framangreinds, og með hliðsjón af bréfi Snæfellsbæjar til úrskurðarnefndarinnar 7. mars 2014, verður að miða við að mál þetta lúti einvörðungu að synjun Snæfellsbæjar á beiðni B um aðgang að gögnunum „Tafla 1, samanburður á tilboðum“ og „Tilboð frá [D], dags. 14.07.2011“. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Snæfellsbær hefur vísað til þess að heimilt hafi verið synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum með vísan til 17. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup en telja verður að synjunin hafi stuðst við 1. mgr. nefnds lagaákvæðis sem er svohljóðandi: „Kaupanda er óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljast einkum tækni- og viðskiptaleyndarmál auk þeirra atriða í tilboði sem leynt skulu fara.“ Sérstaklega er kveðið á um í 3. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 að umrætt ákvæði 1. mgr. 17. gr. hafi „ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga“. Af athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 84/2007 verður ráðið að 1. mgr. 17. gr. laganna feli í sér almennt þagnarskylduákvæði sem takmarki ekki rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum sbr. 3. mgr. 4. gr. þeirra laga. Verður synjun Snæfellsbæjar á aðgangi að hinum umbeðnu upplýsingum því ekki byggð á 17. gr. laga nr. 84/2007. <br /> <br /> Þá hefur tilvísun Snæfellsbæjar til 6. gr. og 3. mgr. 29. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/18/EB frá 31. mars 2004, sbr. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga, ekki þýðingu við úrlausn málsins, enda var ákvæðið efnislega tekið upp í 17. gr. laga nr. 84/2007 sbr. niðurstöður úrskurðarnefndarinnar í málum nr. A-407/2012 og nr. A-409/2012. Snæfellsbær vísar einnig til 4. mgr. 32. gr. tilskipunarinnar en óljóst er hvaða þýðingu umrætt ákvæði getur haft fyrir málið þar sem það lýtur að rammasamningum. <br /> Með vísan til þessa verður því hafnað að Snæfellsbæ hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum með vísan til ákvæða laga nr. 84/2007 og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/18/EB.  <br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Af hálfu kæranda er vísað til 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 til stuðnings beiðni þeirra um aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Ákvæðið hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Vísast um þetta meðal annars til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-407/2012, A-409/2012 og A-472/2013. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirra gagna er málið lýtur að en ekki verður annað ráðið en þau hafi orðið til áður en gengið var til samninga um það verkefni sem útboðið náði til. Kærandi var þátttakandi í umræddu útboði og nýtur því réttar til aðgangs að umræddum gögnum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í ákvörðun Snæfellsbæjar 3. janúar 2014 var kæranda neitað um aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum meðal annars með vísan til 9. gr. upplýsingalaga en það ákvæði felur í sér takmörkun á upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. gr. laganna. Þar sem réttur kæranda í máli þessu verður reistur á 14. gr. upplýsingalaga var Snæfellsbæ ekki heimilt að synja um aðgang á grundvelli 9. gr. laganna heldur urðu takmarkanir á upplýsingarétti hans aðeins reistar á 2. eða 3. mgr. 14. gr. þeirra. <br /> <br /> Í ákvörðun Snæfellsbæjar 3. janúar 2014 og umsögn sveitarfélagsins til úrskurðarnefndarinnar 7. mars sama ár var hvorki vísað til 2. né 3. mgr. 14. gr. til stuðnings synjunar sveitarfélagsins. Á hinn bóginn var ítrekað vísað til þess að hagsmunum samkeppnisaðila kæranda, þ.e. D, yrði raskað yrði kæranda veittur aðgangur að umbeðnum upplýsingum. Þarf því að taka afstöðu til þess hvort niðurstaða Snæfellsbæjar eigi sér stoð í 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga en þar er kveðið á um að heimilt sé að „takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum“.<br />   <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Gögn þau sem beiðni kæranda lýtur að eru tvö skjöl. Annars er um að ræða töflu þar sem gerður er samanburður á tilboðum kæranda og D eftir svokölluðum „tilboðsliðum“ en í þessu skjali er ekki að finna nánari útlistun á því hvernig tilboðin tvö voru sundurliðuð. Þær upplýsingar er hins vegar að finna í hinu skjalinu sem er „tilboðsskrá“ [D] vegna verksins. Er þar að finna einingaverð sem miðað var við í tilboði fyrirtækisins. <br /> <br /> Eins og að framan greinir var D veitt færi á að veita umsögn vegna beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Í umsögn fyrirtækisins kom meðal annars fram að fyrirtækið teldi ljóst að það yrði fyrir tjóni yrði veittur aðgangur að hinum umbeðnu gögnum. <br /> <br /> Í málum þar sem fjallað hefur verið um beiðnir um aðgang að einingaverðum í tilboðum útboða aðila er falla undir upplýsingalög hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál almennt komist að þeirri niðurstöðu að veita beri aðgang á grundvelli 9. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 14. gr. núgildandi upplýsingalaga, en þessar lagagreinar eru sama efnis. Hefur nefndin lagt áherslu á hagsmuni þeirra sem taka þátt í slíkum útboðum er lúta að því að rétt sé staðið að framkvæmd útboðanna og að almannahagsmunir standi til þess að veittur sé aðgangur að gögnum er varði ráðstöfun opinberra fjármuna. Þá sé rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum og að upplýsingalög gildi um starfsemi hins opinbera. <br /> <br /> Þrátt fyrir þessi almennu sjónarmið verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort aðgang að slíkum upplýsingum beri að takmarka á grundvelli upplýsingalaga. Eins og fram kemur í athugasemdum við 14. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur við það mat einkum til skoðunar hvort hætta sé á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingum. Í athugasemdunum kemur einnig fram að aðila verði ekki synjað um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um það hvort aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þær upplýsingar sem beiðni kæranda lýtur að. Af gögnunum verður ekki ráðið að hagsmunum D sé hætta búin þótt kæranda verði veittur aðgangur að þeim. Eru þau verð sem beiðni kæranda lýtur að enda frá árinu 2011 og eru upplýsingarnar því þriggja ára gamlar. Í hinum umbeðnu gögnum er ekki að finna neinar upplýsingar um sambönd D við viðskiptamenn félagsins, þau viðskiptakjör sem fyrirtækið nýtur, álagningu þess eða afkomu. Í ljósi þessa fellst nefndin ekki á að neita beri kæranda aðgangi að gögnum er innihalda þær upplýsingar er beiðni hans lýtur að. Snæfellsbæ ber því að afhenda kæranda skjölin „Tafla 1, samanburður á tilboðum“ og „[D], dags. 14.07.2011“.   <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru C er vísað frá úrskurðarnefndinni. <br /> <br /> Snæfellsbæ ber að afhenda kæranda skjölin „Tafla 1, samanburður á tilboðum“ og „Tilboð frá D, dags. 1407.2011“.    <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, <span>formaður</span></p> <p>Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
A-534/2014. Úrskurður frá 30. maí 2014 | A kærði Vestmannaeyjabæ fyrir að hafa ekki afhent sér tiltekinn ársreikning útprentaðan, þ.e. á pappír. Af svörum bæjarins mátti ráða að bærinn væri reiðubúinn til að afhenda kæranda gögnin á þannig formi ef hann myndi biðja um það. Því voru ekki forsendur til frekari umfjöllunar um kæruna og var henni vísað frá nefndinni. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 30. maí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-534/2014 í máli ÚNU14040004.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Hinn 14. apríl 2014 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A yfir að Vestmannaeyjabær hafi ekki afhent sér ársreikning fyrir árið 2013 útprentaðan á pappír. Í kærunni segir: „Kæra mín er sú að vísað skuli á heimasíðu bæjarins, óska eftir því að úrskurðað verði að reikningarnir afhendist á pappír.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi Vestmannaeyjabæ  bréf, dags. 29. apríl 2014, og gaf bænum kost á athugasemdum við framangreinda kæru. Í svarbréfi bæjarins, dags. 5. maí 2014, segir m.a.:<br /> <br /> „Eins og fram kemur í meðfylgjandi svarbréfi sem fylgdi erindi ykkar þá kemur fram að ársreikningurinn var ekki tilbúinn þegar erindið frá [A] barst en vísað er á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar þegar hann verður vistaður þar eftir síðari umræðu í bæjarstjórn sem ákveðið hefur verið að verði þann 8. maí nk.Í erindi [A] dags. 02.04. s.l., þar sem hann óskar eftir ársreikningi Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans, kemur ekki fram sú ósk að reikningurinn verði sendur til hans á pappír. Telur undirrituð sig hafa svarað erindi [A] skv. upplýsingalögum með því að vísa til heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Ef [A] óskar eftir upplýsingum á pappír þarf það að koma fram í erindi hans og verður honum þá sendur greiðsluseðill vegna ljósritunarkostnaðar.“<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um að fá ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2013 á pappír.  <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn „á því formi“ sem óskað er.  Í athugasemdum við þessa grein, í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012, segir m.a.: „Heimilt er að bera bæði synjun að hluta og synjun að öllu leyti undir nefndina. Hins vegar verður að liggja fyrir formleg ákvörðun um að synja beiðni áður en nefndin tekur kæru til meðferðar.“ Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál liggur slík ákvörðun ekki fyrir.<br /> <br /> Samkvæmt 18. gr. upplýsingalaga  nr. 140/2012 skal, eftir því sem því við verður komið, veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði, og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Þegar gögn eru eingöngu varðveitt á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. <br /> <br /> Samkvæmt bréfi Vestmannaeyjabæjar, dags. 5. maí 2014, er bærinn fús til að afhenda kæranda gögnin á pappír komi fram ósk frá honum um það. Kærandi muni þó þurfa að bera kostnað vegna ljósritunarinnar.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að ekki liggi fyrir synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Því séu skilyrði fyrir kæru til nefndarinnar ekki uppfyllt. Fyrirvari um hugsanlega gjaldtöku felur ekki í sér synjun á afhendingu gagna  og haggar þessu ekki. Verður því að vísa málinu frá.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A, dags. 14. apríl 2014, á hendur Vestmannaeyjabæ. <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br />  <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
A-531/2014. Úrskurður frá 30. maí 2014 | A kærði, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna (HH), synjun Fjármálaeftirlitsins (FME) á beiðni um aðgang að gögnum varðandi yfirfærslu lánasafna frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Í fyrsta lagi var óskað aðgangs að tilteknum skýrslum. FME kvað þá beiðni vera endurtekna, henni hafi efnislega verið synjað árið áður og kærufrestur væri útrunninn. HH sögðu fyrri beiðni sína aðeins hafa tekið til hluta skýrslnanna. Það varð niðurstaða nefndarinnar að HH hafi mátt beina nýrri beiðni að FME, enda hefði eftirlitið sjálft ákveðið að taka afstöðu til aðgangs að skýrslunum í heild. Hins vegar staðfesti nefndin efnislega synjun FME. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 30. maí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-531/2014, í máli ÚNU 13030004. <br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Með bréfi dags. 6. mars 2013 kærði A, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. janúar og 5. febrúar 2013, um að synja beiðni samtakanna, dags. 4. desember 2012, um aðgang að gögnum í þremur liðum. Í fyrsta lagi var óskað eftir samningum varðandi yfirfærslu lánasafna frá gömlu bönkunum til þeirra nýju, sem gerðir voru milli kröfuhafa gömlu bankanna og stjórnvalda, eftir atvikum við Fjármálaeftirlitið. Í öðru lagi var beðið um aðgang að gögnum um bókfært verð, nafnverð og yfirfærsluverð lánasafnanna, uppgjör, innheimtur og mögulega ábyrgð ríkisins á innheimtu krafna sem yfirfærðar voru. Í þriðja lagi var þess farið á leit að veittur yrði aðgangur að samningum og/eða gögnum varðandi tilurð og afdrif þess afsláttar sem veittur var við yfirfærslu lánasafna í nýju bankana, þ. á m. skýrslum Deloitte og Oliver Wyman.<br /> <br /> Kærandi telur að gögnin falli undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 2. gr. laganna, enda hafi þau verið unnin af stjórnvöldum eða á þeirra vegum. Fjármálaeftirlitið hafi byggt synjun sína á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, en í athugasemdum við greinina í frumvarpi komi fram að við mat á því hvort takmarka eigi upplýsingarétt almennings á grundvelli ákvæðisins, vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna viðkomandi fyrirtækis eða lögaðila, verði að vega saman hagsmuni viðkomandi aðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum og þá mikilvægu hagsmuni sem séu af því að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þá verði synjun ekki byggð á þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, því það sé almennt ákvæði og samkvæmt 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 takmarki þau ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. <br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik og málsmeðferð</h3> <h3>1.</h3> <p>Sem fyrr segir sendi kærandi Fjármálaeftirlitinu beiðni dags. 4. desember 2012 um afhendingu framangreindra gagna. Með bréfi Fjármálaeftirlitsins hinn 21. janúar 2013 var tekið fram að sá hluti beiðninnar sem varðaði skýrslur Deloitte og Oliver Wyman hefði þegar verið afgreiddur hinn 20. júní 2012. Hinn 5. febrúar 2013 var beiðninni síðan synjað að öðru leyti, með vísan til 13. gr. laga nr. 87/1998 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í synjuninni kom fram að leitað hafi verið eftir afstöðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins hafi komið fram að þann 22. mars 2012 hafi það þegar hafnað beiðni um aðgang að gögnunum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ráðuneytið telji enn vera óheimilt að veita aðgang að þeim með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Kæran var kynnt Fjármálaeftirlitinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 8. mars 2013 og þess óskað að nefndinni yrðu afhent afrit af gögnum sem kæran lýtur að í trúnaði. Með bréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 3. apríl 2013, barst umsögn stofnunarinnar og eftirtalin gögn:<br /> <br /> „Head of terms regarding New Kaupthing bank hf.“, dags. 17. júlí 2009, <br /> „Kaupthing Capitalization agreement“, dags. 3. september 2009, „Tier II Capital instrument constituting € denominated unsecured subordinated notes in an amount equal to approximately ISK 25 Billion“, dags. 3. september 2009,„Shareholders agreement relating to New Kaupthing bank hf., dags. 3. september 2009,„Option instrument entered into by the Government of Iceland in respect of an option to purchase ordinary shares in New Kaupthing bank hf.“, dags. 3. september 2009, „Escrow and contingent value rights agreement in relation to assets of new Kaupthing bank hf. and Kaupthing bank hf.“, dags. 3. september 2009, „Agreement relating to certain aspects of the financial settlement between Kaupthing bank hf. and New Kaupthing bank hf.“, dags. 3. september 2009.<br /> <br /> „Joint capitalization and subscription agreement in respect of Íslandsbanki hf.“, dags. 11. september 2009, <br /> „Shareholders Agreement relating to Íslandsbanki hf.“, <br /> „Equity option instrument waiver letter“, <br /> „Bond A waiver letter“, <br /> „Bond B waiver letter“, <br /> „Bond C waiver letter“, <br /> „Tier II capital instrument constituting € 138,106,287 unsecured subordinated notes“,„Alternative capitalisation agreement in respect of 10 billion ordinary shares of Íslandsbanki hf.“, dags. 11. september 2009, <br /> „Equity option instrument entered into by the Ministry of Finance on behalf of the Government of Iceland in respect of options to purchase ordinary shares in Íslandsbanki hf.“, <br /> „Bond issue agreement dated 13. september 2009, in relation to an alternative capitalization of Íslandsbanki hf.“, þrjú óundirrituð „Bond“ skuldabréf (m.v. 30. september 2009), <br /> „Escrow agreement“ dags. 13. september 2009, <br /> „Agreement relating to set-off arrangements“, dags. 13. september 2009, <br /> „Liquidity facility agreement“, dags. 11. september 2009, <br /> „Amendment agreement to the joint capitalization and subscription agreement, the shareholder agreement, the alternative capitalization agreement and associated agreements“, dags. 15. október 2009.<br /> <br /> „Bond“ (skuldabréf) útg. af NBI hf., <br /> „Capitalisation agreement“, dags. 15. desember 2009, <br /> „Transfer of equity in NBI hf. in relation to the issuance of the contingent bond A“, <br /> „Framework and bond issuance agreement“, dags. 15. desember 2009, <br /> „Agreement relation to set-off arrangements and inter-company claims“, dags. 15. desember 2009, „Shareholders agreement relating to NBI hf.“, dags. 15. desember 2009, „Terms of reference for valuation expert“.<br /> <br /> Í umsögn FME segir að beiðni um aðgang að skýrslum Deloitte og Oliver Wyman hafi þegar verið synjað með ákvörðun dags. 20. júní 2012 og því sé frestur til að bera hana undir úrskurðarnefndina runninn út. Nefndinni beri að vísa þeim þætti málsins frá. Fallist nefndin ekki á það kvaðst FME tilbúið að afhenda nefndinni umræddar skýrslur, en óski þá eftir að fá áður að koma að frekari umsögn. <br /> <br /> Þann hluta beiðninnar, sem varðaði samninga á milli gömlu og nýju bankanna, kveðst FME hafa sent til fjármálaráðuneytisins en ekki kannað hvort það hefði þá í fórum sínum. Síðar hafi komið í ljós að þeir voru til hjá FME. Það hafi hins vegar fengið þá vegna opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi samkvæmt lögum nr. 87/1998. Þeirra hafi verið óskað í tengslum við mat á hæfi virkra eigenda nýju bankanna í samræmi við VI. kafla laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2001. Beiðni um aðgang að þeim hafi verið synjað hinn 5. febrúar 2013 á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og 13. gr. laga nr. 87/1998. Um það sjónarmið að kærandi eigi sérstaka og lögvarða hagsmuni af því að fá aðgang að samningunum segir að upplýsingabeiðnin hafi verið afgreidd með hliðsjón af 5. gr. upplýsingalaga en ekki 14. gr. Ekkert í samningunum varði samtökin með beinum hætti eða þá sem þau gæti hagsmuna fyrir. Við afgreiðslu á beiðnum samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga skipti hvorki máli hver sé beiðandi né í hvaða tilgangi beðið sé um gögn. Matið á því hvort upplýsingarétturinn verði takmarkaður vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja eða annarra lögaðila snúi að hagsmunum viðkomandi en á þeim vegist hagsmunir almennings af því að upplýst verði um ráðstöfun opinberra hagsmuna.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Umsögn Fjármálaeftirlitsins var send kæranda til athugasemda með bréfi, dags. 8. apríl 2013. Athugasemdir hans bárust með bréfi, dags. 6. maí. Hann mótmælir þeirri afstöðu Fjármálaeftirlitsins að kærufrestur varðandi þann þátt sem lúti að skýrslum Deloitte og Oliver Wyman hafi verið liðinn. Fjármálaeftirlitið sé að rugla saman tveimur aðskildum beiðnum. Annars vegar beiðni dags. 24. apríl 2012, um aðgang að hluta Deloitte skýrslnanna og skýrslu Oliver Wyman, og hins vegar beiðni, dags. 4. desember 2012, um aðgang að ýmsum gögnum sem hafi verið útbúin í tengslum við yfirfærslu lánasafna frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju, þ. á m. skýrslum Deloitte LLP, Deloitte á Íslandi og Oliver Wyman. <br /> <br /> Í seinna skiptið hafi verið óskað eftir aðgangi að skýrslunum í heild en í fyrra skiptið hafi aðeins verið beðið um aðgang að þeim hlutum þeirra sem ekki hafi að geyma persónugreinanlegar upplýsingar. Því sé beiðnin frá 4. desember 2012 sjálfstæð beiðni og grundvallist á öðrum málsástæðum en sú frá 24. apríl 2012. Því geti úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki orðið við frávísunarkröfu Fjármálaeftirlitsins. Auk þess hafi ný upplýsingalög nr. 140/2012 tekið gildi og í athugasemdum við frumvarp sem varð að lögunum segi að endurskoðun laganna hafi m.a. haft það markmið að auka rétt almennings til aðgangs að upplýsingum og gögnum.<br />   <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Þar sem FME hafði óskað eftir að koma að frekari umsögn varðandi aðgang að skýrslum Deloitte og Oliver Wyman sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til Fjármálaeftirlitsins, dags. 19. júní 2013, og gaf kost á frekari athugasemdum. Þá var þess óskað að Fjármálaeftirlitið skýrði nánar afstöðu sína til beiðni kæranda um önnur gögn en skýrslurnar.<br /> <br /> Fjármálaeftirlitið svaraði með bréfi dags. 24. júní 2013, og ítrekaði þá afstöðu að beiðni um aðgang að skýrslunum hafi verið svarað hinn 20. júní 2012. Þar hafi það bæði tekið afstöðu til aðgangs að skýrslunum í heild sinni og hvort hægt væri að veita aðgang að hluta þeirra. Þá segir m.a.: <br /> <br /> „Sé það mat úrskurðarnefndarinnar að Fjármálaeftirlitinu hafi einungis borið að taka afstöðu til hluta umbeðinna gagna, vegna orðalags beiðninnar dags. 24. apríl 2012, hefur það í för með sér að beiðni Hagsmunasamtakanna um þann hluta skýrslnanna hefur ekki verið svarað. Það myndi einnig leiða til þess að frávísa bæri þeim þætti málsins, því gefa yrði Fjármálaeftirlitinu kost á að taka þann þátt beiðninnar til efnislegrar meðferðar.“<br /> <br /> Varðandi beiðni um aðgang að öðrum gögnum segir m.a.:<br /> <br /> „Að því leyti sem beiðni um gögn lýtur að verðmati eigna telur Fjármálaeftirlitið að átt sé við skýrslur Deloitte og Oliver Wyman. Að öðru leyti telur Fjármálaeftirlitið að beiðnin lúti að þeim upplýsingum sem finna má í samningum á milli annars vegar nýju bankanna og fjármálaráðuneytisins og hins vegar skilanefnda gömlu bankanna ásamt ráðgjöfum þeirra og fulltrúum kröfuhafa. Fjármálaeftirlitið telur því að afstaða þess til framangreindrar beiðni liggi þegar fyrir, annars vegar í bréfi þess dags. 20. júní 2012 að því er varðar skýrslurnar og hins vegar í bréfi þess, dags. 5. febrúar 2013 að því er varðar samningana.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi Fjármálaeftirlitinu bréf, dags. 5. september 2013. Þar var bent á að hluta af þeim skjölum sem fylgdu bréfi þess til nefndarinnar, dags. 3. apríl 2013, hafi fjármálaráðuneytið þegar birt á vefsíðu sinni. Þannig hafi þegar verið teknar ákvarðanir um opinberan aðgang að hluta gagnanna. Því var þess óskað að Fjármálaeftirlitið myndi lista upp þau skjöl sem eftir stæði að taka ákvarðanir um og gera grein fyrir afstöðu sinni til þess að veita kæranda aðgang að hverju og einu þeirra.<br /> <br /> Hinn 27. september 2013 barst úrskurðarnefndinni svar frá Fjármálaeftirlitinu. Þar segir:<br /> <br /> „Meðfylgjandi er yfirlit yfir samningana sem um ræðir og úrskurðarnefndin hefur undir höndum. Í yfirlitinu eru þeir samningar merktir sem hafa verið afhentir að hluta. FME endurskoðaði afstöðu sína vegna tveggja samninga með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. 490/2013 og fær úrskurðarnefndin afrit af bréfi til [A], f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, þar sem umræddir samningar eru afhentir að hluta.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ræddi málið á fundi sínum hinn 13. febrúar 2014 og ákvað, með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að kalla eftir því að FME léti hana fá í trúnaði afrit af umræddum skýrslum. Þá var FME boðið að koma á framfæri frekari umsögn um aðgang að þeim hluta eða hlutum skýrslnanna sem hafa að geyma persónugreinanlegar upplýsingar. <br /> <br /> Svar FME barst með bréfi, dags. 10. mars 2014. Með fylgdu afrit af skýrslum Deloitte og Oliver Wyman. Í bréfinu segir m.a.:<br /> <br /> „Af erindinu er óljóst hvort úrskurðarnefndin telji að Fjármálaeftirlitið hafi, þann 20. júní 2012, afgreitt beiðni kæranda með röngum hætti með því að taka afstöðu til þess hluta gagnanna sem höfðu að geyma persónugreinanlegar upplýsingar, þ.e. seinni hluta skýrslna Deloitte, vegna orðalags beiðni kæranda. Ef svo er telst Fjármálaeftirlitið a.m.k. hafa tekið afstöðu til þess hluta gagnanna sem höfðu ekki að geyma persónugreinanlegar upplýsingar, þ.e. fyrri hluta skýrslna Deloitte, og er frestur til að kæra þá afstöðu til úrskurðarnefndarinnar liðinn. Af framangreindu leiðir jafnframt að Fjármálaeftirlitið á þá eftir að afgreiða beiðni kæranda um þann hluta gagnanna sem hafa að geyma persónugreinanlegar upplýsingar, þ.e. seinni hluti skýrslna Deloitte, og ber úrskurðarnefndinni að vísa þeim þætti málsins frá og til efnislegrar afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins.<br /> <br /> Telji úrskurðarnefndin að um sé að ræða nýja beiðni af hálfu kæranda er hægt að líta svo á að Fjármálaeftirlitið hafi ekki tekið efnislega afstöðu til beiðninnar og varðar það frávísun á þeim þætti málsins. Eins getur verið að úrskurðarnefndin líti svo á að Fjármálaeftirlitið hafi synjað kæranda um gögnin þann 21. janúar 2013, með því að vísa til rökstuðnings í fyrra bréfi Fjármálaeftirlitsins þann 20. júní 2012. Framangreint leiðir hins vegar til þess að kærufresturinn er liðinn, nema litið sé svo á að bréf Fjármálaeftirlitsins þann 5. febrúar 2013 feli í sér synjun Fjármálaeftirlitsins.<br /> <br /> Fjármálaeftirlitið vill árétta fyrri afstöðu sína, en Fjármálaeftirlitið telur sig hafa synjað kæranda um aðgang að umræddum gögnunum þann 20. júní 2012. Frestur til að kæra þá afstöðu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál var skv. þágildandi lögum 30 dagar, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1996. Beiðnin um skýrslur Deloitte og Oliver Wyman án persónugreinanlegra upplýsinga var afgreidd með þeim hætti að litið var svo á að beðið væri um gögn í samræmi við upplýsingalög, enda er stjórnvöldum óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, sbr. 5. gr. laganna (nú 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012).“<br /> <br /> Með bréfi, dags. 17. mars 2014 gaf úrskurðarnefndin kæranda kost á að koma athugasemdum sínum við framangreint bréf FME á framfæri við nefndina. Í svari kæranda, dags. 31. mars 2014, segir m.a.: <br /> <br /> „Vísað er til bréfs úrskurðarnefndar um upplýsingamál (hér eftir „úrskurðarnefndin“), dags. 17. mars 2014. Þar er undirrituðum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna umsagnar Fjármálaeftirlitsins (hér eftir „FME“), dags. 10. mars 2014, við kæru undirritaðs, f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, til úrskurðarnefndarinnar um synjun FME um aðgang, afhendingu eða birtingu gagna sem voru útbúin í tengslum við yfirfærslu lánasafna frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju, dags. 6. mars 2013.<br /> <br /> Undirritaður ítrekar þá afstöðu umbj. síns að hafna alfarið frávísunarkröfum FME og þeim málsástæðum sem stofnunin byggir á í því samhengi. Hvorki er hægt að líta svo á að FME hafi svarað beiðni umbj. míns dags. 4. desember 2012 að hluta né í heild. Um er að ræða tvær aðskildar beiðnir. Beiðni undirritaðs, f.h. umbj. míns, dags. 4. desember 2012 er sjálfstæð beiðni um fleiri og önnur gögn og sem grundvallast á öðrum málsástæðum en beiðni umbj. míns dags. 24. apríl 2012. Varðandi nánari röksemdafærslu um þetta atriði vísast til fyrri umsagnar undirritaðs, dags. 6. maí 2013.<br /> <br /> Þá vill undirritaður ítreka að kærufrestur í máli þessu var ekki liðinn þegar kæra barst úrskurðarnefndinni 6. mars 2013. Sú beiðni umbj. míns, sem hér um ræðir, var ekki svarað fyrr en 5. febrúar 2013. Fyrst þá gat umbj. minn tekið afstöðu til þess hvort hann hygðist kæra niðurstöðu FME til úrskurðarnefndarinnar. Innan 30 daga frá því að umbj. mínum barst svar frá FME hafði úrskurðarnefndinni borist kæra umbj. míns, eða n.t.t. þann 6. mars 2013. Þar af leiðandi liggur fyrir að úrskurðarnefndinni barst framangreind kæra innan lögmælts frests 1. mgr. 22. gr. uppl. og ber nefndinni því að ráða kæru umbj. míns til lykta eins og hún er lögð fram fyrir nefndina.<br /> <br /> Umbj. minn vill benda á að úrskurðarnefndin er stjórnsýslunefnd sem starfrækt er á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012. Stjórnsýslunefndir sem þessar eru settar á fót með það að markmiði að hægt sé að útkljá ágreining aðila sem leita til nefndarinnar á sem skjótvirkastan máta. Verður úrskurðarnefndin, við afgreiðslu mála, að gæta að grundvallarreglum stjórnsýsluréttar, þ. á m. meginreglunni um málshraða sem kveður á um að ákvarðanir skuli taka svo fljótt sem unnt er, sbr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 (ssl.). <br /> <br /> Í ljósi framangreinds vill umbj. minn sérstaklega benda á að frá því kæra barst úrskurðarnefndinni er liðið rúmt ár. Frá því að umbj. minn skilaði inn athugasemdum til nefndarinnar þann 6. maí 2013 hafa liðið tæpir ellefu mánuðir. Eins og mál þetta horfir við umbj. mínum virðist FME hafa einhliða tekið sér afar langan tíma til þess að útvega úrskurðarnefndinni þau gögn sem hún óskaði eftir og að koma á framfæri frekari umsögn um kæruna. Ekki verður séð, a.m.k. ef litið er til þeirra gagna sem undirritaður hefur undir höndum, að FME hafi skýrt þennan óhæfilega drátt eða fært fram sjónarmið sem réttlæta hann, en vert er að geta þess að FME er sjálfstætt stjórnvald og ætti því að vera fullkunnugt um meginreglur stjórnsýsluréttar um málshraða, o.fl.<br /> <br /> Dráttur á málsmeðferðinni verður einungis rakinn til seinagangs FME að því er varðar svör við fyrirspurnum, auk afar sérstæðra sjónarmiða stofnunarinnar um formsatriði að því er varðar fresti. Dráttur þessi hefur a.m.k. leitt til þess að umbj. minn hefur ekki getað nýtt umbeðin gögn í hagsmunagæslu fyrir heimilin í landinu, sem er tilgangur hans með beiðninni. Umbj. minn lítur þetta mjög alvarlegum augum þar sem umræddur dráttur kann að hafa skaðað umbjóðendur hans.<br /> <br /> Að lokum áskilur umbj. minn sér rétt til að leggja fram frekari gögn og rökstuðning ef tilefni gefst til.“<br /> <br /> </p> <h3>5.</h3> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta lýtur í fyrsta lagi að skýrslum endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og Oliver Wyman. Annars vegar er um að ræða þrjár verðmatsskýrslur Deloitte, sem hver skiptist í tvo hluta. Hins vegar er deilt um aðgang að þremur skýrslum Oliver Wyman, sem hafði tilsjón með matinu. <br /> <br /> Með beiðni dags. 24. apríl 2012 óskaði kærandi eftir aðgangi að þeim hluta skýrslnanna sem ekki hafa að geyma persónugreinanlegar upplýsingar. Með bréfi dags. 20. júní 2012 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að synja um aðgang að skýrslunum, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 58. gr. laga nr. 161/2002. Í bréfinu segir að Fjármálaeftirlitið hafi farið yfir skýrslurnar, telji efni þeirra falla undir þessi ákvæði og sé því óheimilt að skýra frá efni þeirra. Á stöku stað sé þó fjallað um efni sem ákvæðin nái ekki til og Fjármálaeftirlitið hafi tekið til skoðunar hvort veita ætti samtökunum aðgang að þeim hlutum. Sökum þess hve þær upplýsingar, sem féllu undir sérstöku þagnarskylduákvæðin, kæmu fram í stórum hluta skjalanna hafi eftirlitið þó ákveðið að gera það ekki.<br /> <br /> Í málinu er óumdeilt að framangreind synjun Fjármálaeftirlitsins frá 20. júní 2012 var ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál innan 30 daga frests sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Hins vegar er deilt um hvort að synjun stofnunarinnar taki einungis til þess hluta skýrslnanna sem hefur ekki að geyma persónugreinanlegar upplýsingar. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna, skal bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum undir nefndina innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðganginn var tilkynnt um ákvörðunina. Stjórnvöld geta ekki borið fyrir sig að kærufrestur þessi fari að líða varðandi gögn eða hluta þeirra sem ekki hefur verið formlega óskað eftir aðgangi að, jafnvel þótt stjórnvald hafi sjálft ákveðið að taka afstöðu til þess hvort veita beri aðgang að þeim. Bent er á að í upphafsorðum synjunar Fjármálaeftirlitsins frá 20. júní 2012 er fyrirliggjandi upplýsingabeiðni kæranda afmörkuð þannig að beðið sé um þann hluta skýrslnanna sem hefur ekki að geyma persónugreinanlegar upplýsingar. <br /> <br /> Af framangreindu leiðir að kæranda var heimilt að beina nýrri beiðni að Fjármálaeftirlitinu um aðgang að þeim hluta skýrslna Oliver Wyman og Deloitte sem stofnunin hafði ekki synjað honum um aðgang að. Sú beiðni barst með bréfi kæranda dags. 4. desember 2012, þar sem óskað var eftir aðgangi að skýrslunum í heild sinni. Í bréfi Fjármálaeftirlitsins dags. 21. janúar 2013 var tekið fram að stofnunin teldi sig þegar hafa afgreitt beiðni um skýrslurnar með fyrra bréfi, dags. 20. júní 2012. Með bréfi dags. 5. febrúar 2013 var síðan tekin afstaða til annarra hluta upplýsingabeiðni kæranda, og honum synjað um aðgang eins og áður greinir. Eins og á stendur verður að líta svo á að 30 daga frestur kæranda til að bera synjun Fjármálaeftirlitsins á aðgangi að skýrslunum í heild hafi hafist þegar honum barst endanleg tilkynning stofnunarinnar á því að hún teldi að ekki beri að veita aðgang að gögnum samkvæmt beiðni kæranda, þ.e. með bréfi Fjármálaeftirlitsins dags. 5. febrúar 2013. Kæra kæranda, dags. 6. mars 2013, barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá þessu tímamarki. Ber því að taka afstöðu til þess hvort Fjármálaeftirlitinu hafi verið rétt að synja kæranda um aðgang að þeim hlutum skýrslnanna sem hafa að geyma persónugreinanlegar upplýsingar.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skýrslna Deloitte og Oliver Wyman. Líkt og áður greinir skiptast skýrslur Deloitte í tvo hluta. Í fyrri hluta hverrar skýrslu er að finna umfjöllun um aðferðafræði sem beitt var við verðmat á eignum gömlu bankanna við yfirfærslu þeirra til nýju bankanna. Í síðari hluta skýrslnanna eru eignirnar taldar upp, þar með talin lánasöfn. Skýrslur Oliver Wyman eru af svipuðum meiði og fyrri hlutar skýrslna Deloitte, þ.e. lýsing á aðferðafræði og hlutverki Oliver Wyman við mat á eignasafni gömlu bankanna. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að líta svo á að þeir hlutar skýrslnanna sem hafa að geyma persónugreinanlegar upplýsingar séu síðari hlutar skýrslna Deloitte. Samkvæmt þessu verður beiðni kæranda dags. 24. apríl 2012, um aðgang að þeim hlutum skýrslnanna sem ekki hafa að geyma slíkar upplýsingar, túlkuð þannig að hún taki til fyrri hluta skýrslna Deloitte og skýrslna Oliver Wyman. Beiðni kæranda um aðgang að þessum gögnum var því synjað með bréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 20. júní 2012, og synjunin ekki borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan kærufrests samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Í samræmi við þessa niðurstöðu verður beiðni kæranda um aðgang að skýrslum Oliver Wyman og fyrri hluta skýrslna Deloitte vísað frá úrskurðarnefndinni. Eftir stendur að ákvarða hvort Fjármálaeftirlitinu beri að veita kæranda aðgang að síðari hluta skýrslna Deloitte. <br /> <br /> Í sjónarmiðum Fjármálaeftirlitsins fyrir nefndinni var vísað til afstöðu stofnunarinnar sem birtist í synjun dags. 20. júní 2012. Þar var beiðni kæranda afgreidd með þeim hætti að Fjármálaeftirlitinu væri óheimilt að skýra frá efni beggja hluta skýrslna Deloitte með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. <br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, teljist sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem upplýsingar, sem ber að gæta trúnaðar um, eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti verður þó að skýra ákvæðið með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi hefur orðasambandið „óviðkomandi aðilum“ verið skýrt með þeim hætti að átt sé við aðila sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að Fjármálaeftirlitið miðli upplýsingum til. Ljóst er að kærandi telst til óviðkomandi aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.<br /> <br /> Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig lagt til grundvallar að ákvæði 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist sérákvæði laga um þagnarskyldu gagnvart ákvæðum upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna. Þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu færist yfir á Fjármálaeftirlitið vegna upplýsinga sem það hefur tekið við.<br /> <br /> Sem fyrr segir innihalda síðari hlutar skýrslna Deloitte nákvæmt yfirlit um eignasöfn gömlu bankanna þriggja við yfirfærslu þeirra til nýju bankanna Íslandsbanka hf., NBI hf. og Nýja Kaupþings hf. Skýrslurnar eru umfangsmiklar, en skýrslan sem varðar Íslandsbanka er alls 324 blaðsíður með viðaukum, sú er fjallar um eignir Kaupþings telur 326 blaðsíður, en skýrsla um Landsbankann er alls 416 blaðsíður. Eðli málsins samkvæmt miðar umfjöllunin að því að telja upp hinar ýmsu eignir gömlu bankanna, þar með talinn eignarhlut bankanna í nafngreindum fyrirtækjum, auk upplýsinga um rekstur þeirra, skuldastöðu, veðsetningu, verðgildi, framtíðarhorfur o.s.frv. Þá er einnig að finna nákvæmar upplýsingar um viðskipti nafngreindra einstaklinga og fyrirtækja við bankann. Framangreindar upplýsingar eru svo dregnar saman í töflur og metnar til eignar í samræmi við þær rannsóknaraðferðir sem lýst er í fyrri hluta skýrslnanna. <br /> <br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er í skýrslunum að finna margvíslegar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni bankanna og viðskiptamanna þeirra, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, með vísan til hinna sérstöku þagnarskylduákvæða 58. gr. laga nr. 161/2002, 13. gr. laga nr. 87/1998 og 9. gr. upplýsingalaga. Þetta á við um svo stóran hluta þeirrar umfjöllunar sem skýrslurnar hafa að geyma, að ekki kemur til álita að leggja fyrir Fjármálaeftirlitið að afhenda þær að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Verður því staðfest sú niðurstaða Fjármálaeftirlitsins að veita kæranda ekki aðgang að síðari hluta skýrslna Deloitte.<br /> <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Mál þetta lýtur í öðru lagi að synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni um aðgang að samningum varðandi yfirfærslu lánasafna frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju, sem gerðir voru milli kröfuhafa gömlu bankanna og stjórnvalda, eftir atvikum við Fjármálaeftirlitið. Að virtu framangreindu bréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 27. september 2013, er það skilningur úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fyrir liggi synjun stofnunarinnar um að veita kæranda aðgang að eftirfarandi gögnum í heild:<br /> <br /> Um Kaupthing banka hf.<br /> <br /> 1. Tier II Capital instrument constituting € denominated unsecured subordinated notes in an amount equal to approximately ISK 25 Billion. <br /> <br /> 2. Option instrument entered into by the Government of Iceland in respect of an option to purchase ordinary shares in New Kaupthing bank hf. <br /> <br /> 3. Escrow and contingent value rights agreement in relation to assets of new Kaupthing bank hf. and Kaupthing bank hf. <br /> <br /> 4. Agreement relating to certain aspects of the financial settlement between Kaupthing bank hf. and New Kaupthing bank hf.<br /> <br /> Um Íslandsbanka:<br /> <br /> 5. Joint capitalization and subscription agreement in respect of Íslandsbanki hf. <br /> <br /> 6. Equity option instrument waiver letter <br /> <br /> 7. Bond A waiver letter. <br /> <br /> 8. Bond B waiver letter. <br /> <br /> 9. Bond C waiver letter. <br /> <br /> 10. Tier II capital instrument constituting € 138,106,287 unsecured subordinated notes. <br /> <br /> 11. Alternative capitalisation agreement in respect of 10 billion ordinary shares of Íslandsbanki hf. <br /> <br /> 12. Equity option instrument entered into by The Ministry of Finance on behalf of the Government of Iceland in respect of options to purchase ordinary shares in Íslandsbanki hf.<br /> <br /> 13. Bond issue agreement dated 13. september 2009, in relation to an alternative capitalization of Íslandsbanki hf. <br /> <br /> 14. Bond (skuldabréf).<br />  <br /> 15. (Bond skuldabréf). <br /> <br /> 16. (Bond skuldabréf). <br /> <br /> 17. Escrow agreement (vörslusamningur) dags. 13. september 2009. <br /> <br /> 18. Agreement relating to set-off arrangements. <br /> <br /> 19. Liquidity facility agreement. <br /> <br /> 20. Amendment agreement to the joint capitalization and subscription agreement, the shareholder agreement, the alternative capitalization agreement and associated agreements.<br /> <br /> Um Landsbankann<br /> <br /> 21. Bond (skuldabréf). <br /> <br /> 22. Capitalisation agreement. <br /> <br /> 23. Transfer of equity in NBI hf. in relation to the issuance of the contingent bond A. <br /> <br /> 24. Framework and bond issuance agreement. <br /> <br /> 25. Agreement relation to set-off arrangements and inter-company claims. <br /> <br /> 26. Terms of reference for valuation expert.<br /> <br /> Það athugast að í úrskurði nefndarinnar í máli nr. 490/2013 var meðal annars komist að þeirri niðurstöðu að samningur í tölulið 3, Escrow and contingent value rights agreement in relation to assets of new Kaupthing bank hf. and Kaupthing bank hf., væri þess eðlis að fjármála- og efnahagsráðuneytinu bæri ekki að veita aðgang að honum með vísan til 5. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sem svarar til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 5. febrúar 2013, er vísað til þessa ákvæðis, en samkvæmt því er óheimilt að veita aðgang að gögnum sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í ákvörðuninni er einnig vísað til þagnarskylduákvæðis 13. gr. nr. 87/1998. Upplýsingarnar varði viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og Fjármálaeftirlitið hafi aflað þeirra í þágu opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi. Áður er fjallað um samspil 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 við hin sérstöku þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002, en þau eru víðtækari, þ.e. ganga lengra, en þær takmarkanir sem kveðið er á um í 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> </p> <h3>5.</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem talin eru upp í töluliðum 1-26 í kafla 4 að framan. Annars vegar er um að ræða samninga og gögn þeim tengd, sem lúta að viðskiptum á milli gömlu og nýju bankanna og mæla fyrir um viðkvæma þætti varðandi aðferðir sem viðhafðar voru við uppgjör fjárhagslegra skuldbindinga þeirra á milli. Þetta á við um gögn í töluliðum 1, 3, 4, 10, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 21, 25 og 26. Hins vegar er um að ræða samninga og gögn þeim tengd, sem varða aðkomu ríkisins að fjármögnun hinna nýju banka og framangreindri eignayfirfærslu á milli gömlu og nýju bankanna. Gögn í töluliðum 2, 5, 11, 12, 19, 20, 22, 23 og 24 falla í þennan flokk.<br /> <br /> Við mat á því hvort veita beri kæranda aðgang að framangreindum gögnum þarf meðal annars að skera úr um hvort þau séu háð sérstakri þagnarskyldu samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998, þ.e. hvort um sé að ræða upplýsingar um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, eftirlitsskyldra aðila eða tengdra aðila eða annarra, sem leynt eiga að fara. Líkt og áður segir hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál litið svo á að ákvæðið sé sérstakt þagnarskylduákvæði sem víki ákvæðum upplýsingalaga, með gagnályktun af 3. mgr. 4. gr. laganna. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 9. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í sérstökum athugasemdum við frumvarp er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 er tekið fram um 9. gr. að við mat á því hvort veita beri aðgang að upplýsingum um viðskiptahagsmuni lögaðila verði að vega saman hagsmuni hans af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar geri samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, geti þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingunum. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður því að meta atviksbundið hvort upplýsingar um viðskipti og rekstur nýju og gömlu bankanna, sem fram koma í samningum og skjölum í töluliðum 1-26 hér að framan, séu þess eðlis að þær falli undir sérstaka þagnarskyldu eða hvort þær eigi að fara leynt með vísan til 9. gr. og 2., 3. og 5. tl. 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> </p> <h3>6.</h3> <p>Gögn í töluliðum 1, 3, 4, 10, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 21, 25 og 26 eiga það sameiginlegt að innihalda upplýsingar um viðskipti og rekstur gömlu og nýju bankanna. Þau hafa auk þess að geyma ítarlegar upplýsingar um skuldbindingar og skilmála sem bankarnir tókust á hendur hverjir gagnvart öðrum í tengslum við eignayfirfærslur á milli þeirra gömlu og nýju. Efnisatriði samninga á milli bankanna fléttast saman við upplýsingar um eignastöðu þeirra, sem gerir það að verkum að á samningana fellur sérgreind þagnarskylda samkvæmt þeim sérstöku þagnarskylduákvæðum sem rakin eru að framan. Í gögnunum er ekki fjallað með beinum hætti um ráðstöfun opinberra hagsmuna, heldur viðskipti einkaréttarlegra aðila, þó sum skjalanna standi í tengslum við aðkomu ríkisins að fjármögnun nýju bankanna. Loks er á stöku stað í gögnunum að finna upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni ýmissa nafngreindra viðskiptamanna bankanna. <br /> <br /> Að áliti úrskurðarnefndar um upplýsingamál er samkvæmt framangreindu um að ræða samninga og gögn sem varða mikilvæg viðskipta- og fjárhagsmálefni bankanna, eftirlitsskyldra aðila samkvæmt 2. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002. Þagnarskylda bankanna samkvæmt síðastnefnda ákvæðinu færðist til Fjármálaeftirlitsins þegar stofnunin tók við gögnunum samkvæmt 2. mgr. Tekið skal fram að mjög víða í umræddum gögnum er einnig að finna upplýsingar sem falla myndu undir 9. gr. upplýsingalaga ætti hin sérstaka þagnarskylda ekki við um þær. Þetta á við um svo stóran hluta gagnanna að ekki kemur til greina að leggja fyrir Fjármálaeftirlitið að veita aðgang að því sem eftir stendur, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Verður því staðfest sú niðurstaða Fjármálaeftirlitsins, að ekki beri að veita kæranda aðgang að samningum og gögnum tengdum þeim, sem talin eru upp í töluliðum 1, 3, 4, 10, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 21, 25 og 26 í kafla 4 hér að framan, eins og nánar greinir í úrskurðarorði.<br /> <br /> </p> <h3>7.</h3> <p>Síðarnefndu gögnin, í töluliðum 2, 5, 11, 12, 19, 20, 22, 23 og 24 í kafla 4 að framan, eru sem fyrr segir samningar sem ríkið var aðili að og gögn þeim tengd. Þessi skjöl hafa að geyma upplýsingar um tilhögun fjármögnunar eiginfjárþáttar nýju bankanna, en hún byggði meðal annars á niðurstöðum verðmats á yfirfærðum eignum frá þeim gömlu. <br /> <br /> Samningur í tölulið 2 ber heitið „Option instrument entered into by the Government of Iceland in respect of an option to purchase ordinary shares in New Kaupthing bank hf.“ Samningurinn er 20 tölusettar blaðsíður að lengd og á ensku. Í aðfararorðum hans er tekið fram að það sé sameiginlegur vilji samningsaðila, ríkisstjórnarinnar annars vegar en Nýja Kaupþings hins vegar, að gangi samningur um endurfjármögnun Kaupþings („Kaupthing Capitalization Agreement“) ekki í gildi fyrir tiltekna dagsetningu, falli hann úr gildi. Tilgangur samningsins er að kveða á um að ríkisstjórnin veiti í þessu tilviki ótilteknum aðilum, sem nefndir eru „optionholders“, kauprétti að hlutum í Nýja Kaupþingi. Samningurinn og fylgiskjöl hans (Schedule 1-3) kveða á um tilhögun kaupréttarsamninga að hlutum í Nýja Kaupþingi á milli ríkisins og væntanlegra kaupréttarhafa, skráningu þeirra, auk samskipta þeirra við ríkið og innbyrðis. <br /> <br /> Samningurinn kveður samkvæmt framangreindu á um ákveðna atburðarás sem hefði átt sér stað, ef samningurinn „Kaupthing Capitalization Agreement“ hefði ekki gengið í gildi fyrir tiltekna dagsetningu. Undir meðferð málsins veitti Fjármálaeftirlitið kæranda aðgang að „Kaupthing Capitalization Agreement“, að undanskildum hlutum hans er höfðu að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar og framsal á tilteknum eignum á milli gamla og nýja bankans. <br /> <br /> Jafnvel þó fallast megi á með Fjármálaeftirlitinu að efnisatriði samningsins varði að nokkru viðskipta- og fjárhagsmálefni Gamla og Nýja Kaupþings, ber að líta til þess að samningurinn hefur að geyma upplýsingar um þátttöku ríkisins í umfangsmiklum aðgerðum í tengslum við fjármögnun Nýja Kaupþings, þar með taldar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Ekki skiptir máli í þessu samhengi hvort samningurinn hafi að endingu tekið gildi eða ekki. <br /> <br /> Af hálfu Fjármálaeftirlitsins hefur ekki verið rökstutt hvernig það kunni að valda Gamla eða Nýja Kaupþingi (nú Arion banka hf.) tjóni að veittur verði aðgangur að samningnum. Í þessu sambandi varðar miklu að helstu efnisatriði samningsins hafa þegar verið gerð opinber, til að mynda í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna sem lögð var fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010-2011. Það er því mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að samningur þessi hafi ekki að geyma upplýsingar um mikilvæg viðskipta- og fjárhagsmálefni Gamla eða Nýja Kaupþings, sem leynt eiga að fara í skilningi 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá er hvergi í texta hans að finna upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni einstakra viðskiptamanna bankanna eða væntanlegra kaupréttarhafa, sbr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Ekki verður heldur séð að undantekningar frá upplýsingarétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga, sem kveðið er á um í 6.-10. gr. laganna, eigi við um efni samningsins.<br /> <br /> Það er því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að veita beri kæranda aðgang að samningnum „Option instrument entered into by the Government of Iceland in respect of an option to purchase ordinary shares in New Kaupthing bank hf.“, með fylgiskjölunum „Schedule 1-3“. <br /> <br /> </p> <h3>8.</h3> <p>Samningar um fjármögnun Íslandsbanka hf. af hálfu íslenska ríkisins og Glitnis voru með sambærilegu fyrirkomulagi og áður var lýst um Nýja Kaupþing. Í fyrsta lagi var gerður samningur um sameiginlega stofnfjármögnun, „Joint capitalization and subscription agreement in respect of Íslandsbanki hf.“, (sjá 4. kafla að framan, töluliður 5). Líkt og heiti hans ber með sér fjallar hann um tilhögun sameiginlegrar stofnfjármögnunar Íslandsbanka af hálfu Glitnis og íslenska ríkisins. Samningurinn er á ensku og er 17 tölusettar síður á lengd með fylgiskjölunum „Schedule 1-3“. Samhliða samningi um sameiginlega stofnfjármögnun samþykkti íslenska ríkið að veita Íslandsbanka lán samkvæmt samningi um lausafjárfyrirgreiðslu, „Liquidity Facility Agreement“ (sjá kafla 4, töluliður 19). Samningurinn kveður á um lán á ríkisbréfum gegn veði í eignum Íslandsbanka og gilti til 30. september 2012. Hann er sex ótölusettar blaðsíður á lengd og á ensku.<br /> <br /> Í öðru lagi var gerður samningur um um stofnfjármögnun ríkisins, „Alternative Capitalisation Agreement“ (sjá 4. kafla hér að framan, töluliður 11), sem taka átti gildi ef samningur um sameiginlega stofnfjármögnun gengi ekki í gildi fyrir 30. september 2009. Samningurinn er 12 tölusettar blaðsíður á lengd og á ensku.<br /> <br /> Öllum framangreindum samningum var breytt með samkomulagi, „Amendment Agreement“, (töluliður 20 í 4. kafla að framan), þar sem þessi frestur var framlengdur til 15. október 2009. Jafnframt var tekið fram í samkomulaginu að Glitnir hefði ákveðið að nýta þann rétt sem fælist í samningi um sameiginlega stofnfjármögnun („Joint capitalization and subscription agreement in respect of Íslandsbanki hf.“). Samkomulagið er 7 tölusettar blaðsíður á lengd og á ensku.<br /> <br /> Loks var gerður samningur um hlutafjárvalrétt, „Equity option instrument entered into by The Ministry of Finance on behalf of the Government of Iceland in respect of options to purchase ordinary shares in Íslandsbanki hf.“ (kafli 4 að framan, tölul. 12), sem skyldi taka gildi samhliða samningi um stofnfjármögnun ríkisins. Samningurinn kveður á um kauprétti að bréfum í Íslandsbanka, sem ríkið gæfi út til ótiltekinna kaupréttarhafa og er 19 tölusettar blaðsíður á lengd með fylgiskjölunum „Schedule 1-3“.<br /> <br /> Ekki þykir ástæða til að rekja nánar efni og víxlverkandi réttaráhrif framangreindra samninga. Samningarnir eiga það sameiginlegt að geyma upplýsingar um umfangsmiklar ráðagerðir í tengslum við þá ráðstöfun opinberra hagsmuna sem fólst í þátttöku ríkisins í fjármögnun Íslandsbanka, sem eðlilegt þykir að almenningur geti kynnt sér á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laganna. Einnig ber að líta til þess að stjórnvöld hafa veitt aðgang að samningi um sameiginlega stofnfjármögnun Nýja Kaupþings („Kaupthing Capitalisation Agreement“), en ekki hafa komið fram viðhlítandi skýringar af hálfu Fjármálaeftirlitsins á því hvers vegna halda beri sambærilegum samningum um fjármögnun Íslandsbanka leyndum. Þá hafa stjórnvöld þegar birt allar helstu upplýsingar um samningana í skýrslu fjármálaráðherra, sem áður er minnst á.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu, og einnig þeim rökstuðningi sem fram kom í kafla 7 hér að framan, er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að samningarnir falli utan þeirrar sérstöku þagnarskyldu sem 13. gr. laga nr. 87/1998 leggur á Fjármálaeftirlitið, eins og ákvæðið verður skýrt með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga. Hvergi er í þeim að finna upplýsingar um viðskipta- eða einkamálefni einstakra viðskiptamanna bankanna, sbr. 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Þá hafa samningarnir ekki að geyma viðkvæmar upplýsingar um flutning eigna á milli gömlu og nýju bankanna. Ekki verður heldur séð að aðrar takmarkanir frá meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs, sem finna má í 6.-10. gr. laganna, eigi við um efni samninganna.<br /> <br /> Því ber að veita kæranda aðgang að skjölunum „Joint capitalization and subscription agreement in respect of Íslandsbanki hf.“, „Alternative capitalisation agreement in respect of 10 billion ordinary shares of Íslandsbanki hf.“, „Equity option instrument entered into by The Ministry of Finance on behalf of the Government of Iceland in respect of options to purchase ordinary shares in Íslandsbanki hf.“, „Liquidity facility agreement“ og „Amendment agreement to the joint capitalization and subscription agreement, the shareholder agreement, the alternative capitalization agreement and associated agreements“, samkvæmt töluliðum 5, 11, 12, 19 og 20 í kafla 4 hér að framan, ásamt fylgiskjölum eins og nánar er rakið í úrskurðarorði. <br /> <br /> </p> <h3>9.</h3> <p>Samningsgerð um fjármögnun Nýja Landsbankans (NBI) var með öðrum hætti en lýst var um Nýja Kaupþing og Íslandsbanka hér að framan. Gerður var einn samningur á milli íslenska ríkisins og Gamla Landsbankans um stofnfjármögnun NBI, „Capitalisation Agreement“ (töluliður 22 í kafla 4 að framan), þar sem íslenska ríkið skrifaði sig fyrir 18.745.000.000 hlutum í NBI. Samningurinn gerði ekki ráð fyrir að annað fyrirkomulag tæki við ef hann tæki ekki gildi, líkt og í tilfelli hinna bankanna tveggja. Samningurinn er fjórar tölusettar blaðsíður að lengd og á ensku. Með vísan til sömu lagasjónarmiða og áður eru rakin um gögn í töluliðum 5, 11, 12, 19 og 20 hér að framan ber að veita kæranda aðgang að samningnum í heild sinni.<br /> <br /> Einnig undirrituðu aðilar rammasamning og samning um útgáfu hlutabréfa, „Framework and bond issuance agreement“ (töluliður 24 í kafla 4 að framan). Samningurinn er 37 tölusettar blaðsíður á lengd auk fylgiskjala og á ensku. Samningnum fylgdi auk þess bréf (töluliður 23 í kafla 4 að framan), sem kveður á um framkvæmd tiltekinna ákvæða rammasamnings og samnings um útgáfu hlutabréfa.<br /> <br /> Jafnvel þó íslenska ríkið sé aðili að rammasamningi og samningi um útgáfu hlutabréfa er meginefni hans að kveða nánar um tilhögun uppgjörs á milli Gamla og Nýja Landsbankans, flutning eigna þeirra á milli og útgáfu skuldabréfa. Ekki er með beinum hætti kveðið á um ráðstöfun opinberra hagsmuna af hálfu ríkisins umfram það sem felst í samningi um stofnfjármögnun sem áður er um fjallað. Með vísan til þess rökstuðnings sem fram kom um gögn í töluliðum 1, 3, 4, 10, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 21, 25 og 26 að framan verður synjun Fjármálaeftirlitsins á aðgangi kæranda á þessum samningi og fylgibréfi hans staðfest.<br /> <br /> </p> <h3>10.</h3> <p>Beiðni kæranda laut einnig að aðgangi að öðrum gögnum um bókfært verð, nafnverð og yfirfærsluverð lánasafnanna, uppgjör, innheimtur og mögulega ábyrgð ríkisins á innheimtu krafna sem yfirfærðar voru og samningum og/eða gögnum varðandi tilurð og afdrif þess afsláttar sem veittur var við yfirfærslu lánasafna í nýju bankana. Af hálfu Fjármálaeftirlitsins hefur komið fram að það telji þessa beiðni, að öðru leyti en átt sé við skýrslur Deloitte og Oliver Wyman, lúta að upplýsingum sem séu í framangreindum samningum, en að öðru leyti sé ekki ljóst hvaða gögn sé um að ræða.<br /> <br /> Samkvæmt 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyra, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál án verulegrar fyrirhafnar. Samkvæmt 10. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 varð sá, sem fór fram á aðgang að gögnum, að tilgreina þau gögn máls sem hann óskaði eftir að kynna sér eða óska eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál, án þess að tilgreina einstök gögn þess. Með setningu laga nr. 140/2012 var dregið úr vægi umræddrar tilgreiningarreglu, en sá sem óskar aðgangs að gögnum þarf eftir sem áður að tilgreina hvað það er sem hann óskar eftir að fá að kynna sér nógu skýrt til að unnt sé að verða við óskinni. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál telst upplýsingabeiðni kæranda ekki uppfylla þetta skilyrði að því er varðar „aðgang að öðrum gögnum um bókfært verð, nafnverð og yfirfærsluverð lánasafnanna, uppgjör, innheimtur og mögulega ábyrgð ríkisins á innheimtu krafna sem yfirfærðar voru og samningum og/eða gögnum varðandi tilurð og afdrif þess afsláttar sem veittur var við yfirfærslu lánasafna í nýju bankana“. Verður því að vísa henni frá umfram það sem umrædd gögn felast í skýrslum og samningum, um yfirfærslu lánasafna frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju, sem áður er um fjallað.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Fjármálaeftirlitinu ber að afhenda Hagsmunasamtökum heimilanna eftirfarandi samninga og gögn: <br /> 1) „Option instrument entered into by the Government of Iceland in respect of an option to purchase ordinary shares in New Kaupthing bank hf.“, dags. 3. september 2009, auk fylgiskjalanna Schedule 1-3.<br /> 2) „Joint capitalization and subscription agreement in respect of Íslandsbanki hf.“, dags. 11. september 2009, auk fylgiskjalanna Schedule 1-3.<br /> 3) „Alternative capitalisation agreement in respect of 10 billion ordinary shares of Íslandsbanki hf., dags. 11. september 2009.<br /> 4) „Equity option instrument entered into by The Ministry of Finance on behalf of the Government of Iceland in respect of options to purchase ordinary shares in Íslandsbanki hf.“, ódags., auk fylgiskjalanna Schedule 1-3.<br /> 5) „Liquidity facility agreement“, dags. 11. september 2009.<br /> 6) „Amendment agreement to the joint capitalization and subscription agreement, the shareholder agreement, the alternative capitalization agreement and associated agreements“, dags. 15. október 2009. <br /> 7) Capitalisation agreement, dags. 15. desember 2009.<br /> <br /> Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins frá 5. febrúar 2013 á því að heimila Hagsmunasamtökum heimilanna aðgang að síðari hluta skýrslna Deloitte og eftirfarandi samningum og gögnum: <br /> 1) Tier II Capital instrument constituting € denominated unsecured subordinated notes in an amount equal to approximately ISK 25 Billion.<br /> 2) Escrow and contingent value rights agreement in relation to assets of new Kaupthing bank hf. and Kaupthing bank hf.<br /> 3) Agreement relating to certain aspects of the financial settlement between Kaupthing bank hf. and New Kaupthing bank hf.<br /> 4) Equity option instrument waiver letter.<br /> 5) Bond A waiver letter. <br /> 6) Bond B waiver letter. <br /> 7) Bond C waiver letter.<br /> 8) Tier II capital instrument constituting € 138.106.287 unsecured subordinated notes.<br /> 9) Bond issue agreement dated 13. september 2009, in relation to an alternative capitalization of Íslandsbanki hf.<br /> 10) Bond (skuldabréf). <br /> 11) Bond (skuldabréf). <br /> 12) Bond (skuldabréf).<br /> 13) Escrow agreement (vörslusamningur) dags. 13. september 2009.<br /> 14) Agreement relating to set-off arrangements.<br /> 15) Bond (skuldabréf).<br /> 16) Transfer of equity in NBI hf. in relation to the issuance of the contingent bond A. <br /> 17) Framework and bond issuance agreement.<br /> 18) Agreement relation to set-off arrangements and inter-company claims.<br /> 19) Terms of reference for valuation expert.<br /> <br /> Kærunni er vísað frá að því er varðar aðgang Hagsmunasamtaka heimilanna að skýrslum Oliver Wyman, fyrri hlutum skýrslna Deloitte og gögnum sem innihalda upplýsingar um bókfært verð, nafnverð og yfirfærsluverð lánasafnanna, uppgjör, innheimtur og mögulega ábyrgð ríkisins á innheimtu krafna sem voru færðar á milli gömlu og nýju bankanna, umfram þau sem felast í skýrslum Deloitte og samningum um yfirfærslu lánasafna frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> </p> |
B-528/2014. Úrskurður frá 27. maí 2014 | Vinnueftirlitið krafðist þess að frestað yrði réttaráhrifum úrskurðar nr. A-528/2014, í máli ÚNU 13070007, sem kveðinn var upp 5. maí 2014. Kröfunni var hafnað. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 27. maí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. B-528/2014, í máli ÚNU 14050005.<br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 12. maí 2014, krafðist Vinnueftirlitið þess að frestað yrði réttaráhrifum úrskurðar nr. A-528/2014, í máli ÚNU 13070007, sem kveðinn var upp 5. s.m. Því til rökstuðnings segir í bréfinu að Vinnueftirlitið sé ósammála niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og telji að tvö þeirra gagna sem Vinueftirlitinu var gert að afhenda, tölvubréf A til Vinnueftirlitsins, dags. 19. september 2011 og dags. 20. október 2011, falli undir sérstaka þagnarskyldureglu 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Gildi upplýsingalög því ekki um þau. Fram kemur að Vinnueftirlitið fyrirhugi að vísa þessum ágreiningi til dómstóla. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin taldi ekki þörf á því að upplýsa kærendur í máli ÚNU 13070007 um framkomna kröfu Vinnueftirlitsins og gefa þeim kost á að koma að athugasemdum sínum við hana.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti, að kröfu stjórnvalds, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Skuli krafa þess efnis gerð eigi síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests. Ákvæði um frestun réttaráhrifa var áður í 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í athugasemdum við þá grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996, svo og í frumvarpinu sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012, segir: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“<br />  <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að 18. gr. upplýsinglaga nr. 50/1996, og nú 24. gr. laga nr. 140/2012, eigi fyrst og fremst við um tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem geta verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur er aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kunna síðar að verða skýrð af dómstólum.<br /> <br /> Vinnueftirlitið hefur vísað til sérstakrar þagnarskyldureglu 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 kröfu sinni til stuðnings. Í umræddu ákvæði segir að starfsmenn Vinnueftirlitsins megi ekki láta uppi við atvinnurekanda eða fulltrúa hans „að eftirlitsferð sé gerð vegna umkvörtunar“. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-528/2014 kemur fram að umrætt ákvæði feli í sér sérstaka þagnarskyldureglu þar sem sérgreint er að í þeim tilvikum þegar eftirlitsferð er farin vegna umkvörtunar þá megi ekki upplýsa atvinnurekanda eða fulltrúa hans um það. Verði að skýra ákvæðið með þeim hætti að það eigi bæði við um munnlegar upplýsingar gefnar við eftirlitsferð og afhendingu gagna sem innihalda sömu upplýsingar. Í málinu liggi hins vegar fyrir af hvaða ástæðum Vinnueftirlitið fór í eftirlitsferð og fáist því ekki séð að ákvæðið geti átt við í málinu. <br /> <br /> Tölvubréfin tvö sem hér um ræðir eru frá A til Vinnueftirlitsins, dags. 19. september 2011 og 20. október 2011. Í því fyrra er kannað hvort Vinnueftirlitið geti haft samband við hann og í því síðara er gerð athugasemd við umsögn Vinnueftirlitsins, dags. 28. júní 2010. Fram kemur að A hafi skoðað gögn málsins fyrir B, sem slasaðist í vinnuslysi á starfsstöð Launafls ehf. 16. mars 2010. Var það niðurstaðan í úrskurði nr. A-528/2014 að gögnin hefðu ekki að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sem vegið gætu þyngra að haldið væri leyndum en hagsmunir kæranda af því að fá gögnin afhent f.h. umbjóðenda sinna L og S.<br /> <br /> Í máli þessu hefur ekkert komið fram um að eftirlitsferð hafi verið farin vegna umkvartana A á grundvelli þessara tölvubréfa heldur liggur fyrir í gögnum málsins að eftirlitsferð var farin 17. mars 2010, eða þann sama dag og L tilkynnti um framangreint slys, eða rúmu einu og hálfu ári áður en bréfin voru send. Liggur því ljóst fyrir af hverju eftirlitsferð var farin og ekki um það að ræða í þessu máli að gæta þurfi trúnaðar á grundvelli 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 vegna framangreindra tölvubréfa.<br /> <br /> Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurða nr. A-528/2014 frá 5. maí 2014. Ber því að hafna kröfu Vinnueftirlitsins, þar að lútandi.<br /> <br /> <strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Kröfu Vinnueftirlitsins um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar frá 5. maí 2014 nr. A-528/2014, í máli ÚNU 13070007. er hafnað.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir </p> <div> <br /> </div> <div> Friðgeir Björnsson<br /> </div> |
A-527/2014. Úrskurður frá 5. maí 2014 | A kærði með hvaða hætti Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili brást við úrskurði nefndarinnar, nr. A-514/2014, þess efnis að því bæri að veita A aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings fyrir árið 2012. Höfði hugðist gera það með því einu að leyfa A að lesa skýrsluna á starfstöð sinni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað Höfða ekki geta uppfyllt skyldu sína samkvæmt úrskurðinum með því einu, heldur bæri heimilinu að afhenda kæranda afrit af umræddri skýrslu. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 5. maí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-527/2014 í máli ÚNU 13110008.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Þann 17. febrúar 2014 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A yfir því með hvaða hætti Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili, hefði brugðist við úrskurði nefndarinnar, nr. A-514/2014, frá 28. janúar 2014. Í kærunni segir m.a.:<br /> <br /> „Með vísan til […] kærir undirritaður hér með ákvörðun Höfða um að heimila mér einungis lesaðgang að umræddri endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2012 [...]. Það er krafa mín að Höfði afhendi mér eintak af skýrslunni án frekari dráttar, en undirrituðum er óskiljanleg þessi afstaða stjórnar að neita að afhenda skýrsluna. Einungis er stjórn og framkvæmdastjóri að gera þeim einstaklingum sem vilja fylgjast með og gæta réttar síns sem borgurum, erfiðara fyrir að fylgjast með fjármálum Höfða og þeim athugasemdum sem endurskoðandi telur að betur megi fara.  Ég bendi á að það hlýtur að hafa verið vilji löggjafans þegar upplýsingalögin voru bundin í lög, að gera almenningi auðveldara fyrir en áður að nálgast gögn og fá að fylgjast með opinberum stofnunum hvað stjórnsýslu þeirra varðar.  Ég bendi á að þessi afstaða takmarkar verulega möguleika þess sem vill kynna sér hlutina, að vera bundinn því að lesa skýrsluna einungis á skrifstofu Höfða, og það væntalega undir eftirliti starfsmanna eða stjórnarmanna.  Hvað óttast viðkomandi?“  <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Höfða til athugasemda með bréfi, dags. 18. febrúar 2014. Í svari Höfða, dags. 28. febrúar 2014, segir m.a.:<br /> <br /> „Í úrskurðarorðum nefndarinnar frá 28. janúar 2014 í úrskurði nr. A-514/2014 í máli ÚNU 13100002 kemur eftirfarandi fram: „Höfða, dvalar og hjúkrunarheimili, ber að veita kæranda, A, aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2012…..“ Á grundvelli ofangreindra úrskurðarorða nefndarinnar var kæranda tilkynnt í bréfi dags. 7. febrúar 2014 að honum væri velkomið að koma á skrifstofu Höfða þar sem kæranda verði veittur aðgangur að umræddri endurskoðunarskýrslu til aflestrar. Á slíkt hefur kærandi ekki fallist og telur sig eiga rétt á að fá afhent afrit af umræddri endurskoðunarskýrslu en eins og ofangreind úrskurðarorð nefndarinnar hljóða er ekki kveðið á um afhendingu gagna. Eftir tölvupóstsamskipti við kæranda var ákveðið af hálfu Höfða að senda fyrirspurn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál varðandi túlkun hennar á úrskurði sínum. Kærandi fékk samdægurs afrit af fyrirspurn okkar ásamt svari starfsmanns nefndarinnar um að erindið yrði borið undir nefndina á næsta fundi. Ekki hefur fengist svar frá nefndinni þrátt fyrir að í tölvupósti frá 12. febrúar sl. hafi starfsmaður nefndarinnar staðfest að málið verði borið undir nefndina næst þegar hún kemur saman en á heimasíðu nefndarinnar má sjá að hún kom saman þann 13. febrúar sl. <br /> Að okkar mati styrkir það túlkun okkar á úrskurðarorðum nefndarinnar að í fjölmörgum úrskurðum sínum sem birtir eru á heimasíðu nefndarinnar er kveðið á um afhendingu gagna í úrskurðarorðum, en í úrskurðarorðum nefndarinnar nr. A-514/2014 er einungis kveðið á um aðgang að endurskoðunarskýrslu. Þetta á bæði við úrskurði sem kveðnir voru upp fyrir og eftir úrskurð í þessu máli. Það er túlkun okkar að hefði það verið vilji nefndarinnar að Höfða bæri að afhenda afrit af endurskoðunarskýrslu þá hefði það komið fram í úrskurðarorðum. Því er það eðlilegt að okkar mati að synja afhendingu afrits gagna þar til túlkun á úrskurðarorðum nefndarinnar liggur fyrir. Að okkar mati erum við ekki að hefta aðgang kæranda að umræddri endurskoðunarskýrslu eins og fram kemur í kæru og höfnum því alfarið að afstaða okkar takmarki möguleika kæranda til að kynna sér hlutina. Í því sambandi bendum við á að kærandi býr skammt frá skrifstofu Höfða eða nánar tiltekið í 330 metra göngufjarlægð og því greiður aðgangur að skýrslunni.“<br /> <br /> Kæranda var, með bréfi dags. 22. apríl 2014, gefinn kostur á að tjá sig um svar Höfða. Í umsögn hans, dags. 25. apríl, segir m.a.: <br /> <br /> „Undirritaður ítrekar kröfur um að fá umrædda endurskoðunarskýrslu afhenta og hafnar þeim rökum sem stjórn og framkvæmdastjóri Höfða færa fram að ekki sé þörf á að afhenda mér gögnin þar sem ég búi svo nálægt Höfða að ég geti vel  gengið á skrifstofu Höfða og lesið umrædda skýrslu. Málið snýst auðvitað ekki um nálægð þeirra sem óska eftir að kynna sér opinber gögn sem lög kveða svo á um að viðkomandi eigi rétt á að kynna sér, heldur eðlilegt aðgengi og skyldu stofnunar til afhendingar gagna.  Eins og ég hef áður bent á í þessu máli hlýtur það að vera skylda stofnunar að afhenda gögn sem þessi, eða setja á heimasíðu sína þannig að gögnin séu öllum aðgengileg.  <br /> Hvað t.d. ef ég ætti heima á Akureyri eða London, ætti ég þá að koma mér til Akraness og á skrifstofu Höfða, eða myndu stjórnendur Höfða þá senda mér eintak af skýrslunni?  Nei, krafa mín gengur út á að fá skýrsluna afhenda refjalaust og án undanbragða, það hlýtur að vera andi bæði stjórnsýslu- og upplýsingalaga að stofnanir standi þannig að málum. Benda má á að stjórn og framkvæmdastjóri Höfða beita öðrum vinnubrögðum heldur en stjórnendur Akraneskaupstaðar sem hafa nú þegar sent mér afrit af endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Akraneskaupstaðar fyrir árið 2012 án þess að bera við þeim rökum sem hér um greinir sem stjórn og framkvæmdastjóri Höfða bera fyrir sig.  Höfði er undirstofnun Akraneskaupstaðar og ætti því að notast við sömu vinnubrögð hvað þetta varðar.“<br /> <br /> Hinn 27. apríl skýrði kærandi kröfu sína nánar með tölvupósti. Þar segir m.a.: <br /> <br /> „Að gefnu tilefni skal það tekið fram af minni hálfu að ég er fullkomlega sáttur við að fá umrædda skýrslu í PDF formi senda í tölvupósti til mín eða senda í ljósriti heim til mín.  Það skal áréttað hér með hafi leikið vafi á því með hvers konar hætti ég væri að gera kröfu til stjórnenda Höfða um að skýrslan bærist mér. Það skal tekið fram einnig að til glöggvunar fyrir bæjarbúa og aðra þá sem áhuga hafa á fjármálum opinberra stofnana væri nú ekki í vegi að ársreikningar þeirra ásamt endurskoðunarskýrslum væru birtar á vefsvæði viðkomandi stofnunar öllum aðgengilegt.“<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kæra máls þessa lýtur að því á hvaða formi Höfði, dvalar og hjúkrunarheimili, afhendi kæranda endurskoðunarskýrslu í samræmi við ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem fram kemur í úrskurði hennar nr. A-514/2014, dags. 28. janúar 2014, í máli ÚNU 13100002. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun á beiðni um að afhenda gögn „á því formi“ sem óskað er.  Í athugasemdum við þessa grein, í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012, segir m.a.: „Heimilt er að bera bæði synjun að hluta og synjun að öllu leyti undir nefndina. Hins vegar verður að liggja fyrir formleg ákvörðun um að synja beiðni áður en nefndin tekur kæru til meðferðar.“ Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál liggur slík ákvörðun fyrir.<br /> <br /> Samkvæmt 18. gr. upplýsingalaga  nr. 140/2012 skal, eftir því sem því við verður komið, veita aðgang að gögnum á því formi eða sniði, og á þeim tungumálum sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi, sbr. 2. mgr. 19. gr. Þegar gögn eru eingöngu varðveitt á rafrænu formi getur aðili valið á milli þess að fá þau á því formi eða útprentuð á pappír. <br /> <br /> Í lögunum er ekki gert ráð fyrir því að stjórnvald, eða lögaðili sem fellur undir lögin, uppfylli skyldu sína með því einu að leyfa lestur gagna á starfstöð viðkomandi. Verður því ekki á það fallist að Höfði, dvalar og hjúkrunarheimili, geti uppfyllt skyldu sína samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-514/2014, um aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings fyrir árið 2012, með því einu að leyfa kæranda að lesa hana á skrifstofu heimilisins heldur beri heimilinu að afhenda kæranda afrit af  þeirri skýrslu sem hann óskar aðgangs að.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Höfða, dvalar og hjúkrunarheimili, ber að afhenda kæranda afrit af endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2012.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Erna Indriðadóttir                              <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-530/2014. Úrskurður frá 5. maí 2014 | A kærði afgreiðslu landlæknis á beiðni um aðgang að reikningum fyrir prentun á bæklingum yfir MMR og önnur bóluefni. Landlæknir hafði synjað beiðni A því það myndi kosta embættið of mikla vinnu að verða við beiðninni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi landlækni hafa brugðist við gagnabeiðninni, með þeim hætti sem gert var, vegna þess að hún kom frá A en ekki einhverjum öðrum einstaklingi. Synjunin hafi því verið byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum. Lagt var fyrir landlækni að taka málið til nýrrar meðferðar. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 5. maí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-530/2014 í máli ÚNU13090001.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Með bréfi, dags. 31. ágúst 2013, kærði A afgreiðslu landlæknis á beiðni um aðgang að reikningum fyrir prentun á bæklingum yfir MMR og önnur bóluefni. Með kærunni fylgdi bréf kæranda til landlæknis, dags. 21. ágúst 2013. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Þar sem sóttvarnarlæknir hamrar á því að prentaðir séu hér á landi bæklingar yfir MMR og HPV bóluefnin er enginn kannast við eða hefur nokkurn tíman séð á ævinni, er hér með óskað eftir öllum reikningum fyrir prentun og hönnun á öllum bæklingum yfir MMR og önnur bóluefni undanfarin 7 ár. Auk þess þar sem hvergi er hægt að finna einn einasta bækling yfir eitt einasta bóluefni á öllum heilsugæslustöðvum, stofnunum eða hvað þá í skólum landsins í dag, er hér óskað eftir öllum þessum reikningum yfir prentun á bæklingum yfir MMR og önnur bóluefni undanfarin 7 ár.“<br /> <br /> Með kærunni fylgdi einnig svar landlæknis til kæranda, dags. 26. ágúst 2013, þar sem segir m.a.: <br /> <br /> „Meðferð beiðni þinnar krefst svo mikillar vinnu hjá Embætti landlæknis að ekki er fært að verða við henni.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 10. september 2013, var landlækni kynnt framangreind kæra og honum gefinn kostur á að tjá sig um hana. Þá var þess óskað að hann léti nefndinni í té þau gögn sem kæran lyti að. Svar landlæknis barst með bréfi, dags. 21. október 2013, en umbeðin gögn fylgdu ekki. Í bréfinu segir m.a.:<br /> <br /> „Kærandi hefur beint fjölmörgum erindum til landlæknis […] Að mati landlæknis er nauðsynlegt að gæta skynsemi þegar stjórnvöld forgangsraða afgreiðslu erinda frá einum og sama einstaklingnum. Í tilviki kæranda hefur hann gert slíkt tilkall til starfskrafta sóttvarnarlæknis að önnur verkefni hafa óhjákvæmilega liðið fyrir. Kærandi hefur verið upplýstur margsinnis um framkvæmd bólusetninga á Íslandi, en vinna við þá beiðni, sem hér er til umfjöllunar, þ.e. að leita eftir reikningum fyrir prentun og hönnun bæklinga yfir MMR og önnur bóluefni undanfarin 7 ár myndi taka umtalsverðan tíma þar sem þessi gögn eru geymd meðal annarra bókhaldsgagna og ekki flokkuð sérstaklega á þann hátt að þeim sé haldið skipulega aðgreindum frá öðrum reikningum. […] Sóttvarnarlæknir hefur þegar sinnt fjölmörgum erindum kæranda vegna bólusetninga og veitt honum ítarlegar upplýsingar, svo sem sést af meðfylgjandi gögnum […]“<br /> <br /> Kæranda var kynnt framangreint og óskaði hann eftir afriti af þeim gögnum sem fylgt höfðu bréfi landlæknis. Á fundi úrskurðarnefndar um upplýsingamál hinn 21. október 2013 var ákveðið að verða við beiðni kæranda um að fá afrit af yfirliti sem fylgt hafði með framangreindu bréfi landlæknis, þ.e.a.s. yfirliti yfir samskipti þeirra. Með bréfi dags. 26. nóvember óskaði hann annarra fylgiskjala. Þeirri beiðni var svarað sama dag með svohljóðandi bréfi:<br /> <br /> „Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfestir móttöku bréfs yðar, dags. í dag, með beiðni um gögn vegna máls ÚNU 13090001. Forsagan er sú að þér hafið óskað afrits af öllum fylgiskjölum með bréfi landlæknis til nefndarinnar, dags. 21. október sl. Yður hefur þegar verið sent eitt þeirra, þ.e. "Samantekt sóttvarnarsviðs Embættis landlæknis yfir samskipti sóttvarnarlæknis við A nóvember 2009 - október 2013.“ Ákvörðun um að senda yður það byggðist annars vegar á 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en þér eruð aðili málsins, og 18. og 19. gr. persónuverndarlaga nr. 77/2000, en skjalið hefur að geyma persónuupplýsingar um yður og er ekki hluti af þeim gögnum sem málið lýtur að (reikningum fyrir prentun og hönnun bæklinga um MMR og önnur bóluefni). Um þau gögn ber nefndinni að hlíta 2. mgr. 22. gr. laga nr. 140/2012, sem hljóðar svo: „Nefndin getur veitt þeim sem kæra beinist að stuttan frest til þess að láta í té rökstutt álit á málinu áður en því er ráðið til lykta. Þeim sem kæra beinist að er skylt að láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að, enda falli viðkomandi undir gildissvið laganna skv. I. kafla. Nefndin getur mælt svo fyrir í bréfi þar sem óskað er afrits gagna samkvæmt þessari málsgrein að gögn sem henni eru afhent í trúnaði séu auðkennd sérstaklega.“ Umrædd gögn lúta því lögskyldum trúnaði og er nefndinni því ekki heimilt að verða við beiðni yðar.“<br /> <br /> Í svari kæranda, dags. 3. desember 2013, segir:<br /> <br /> „Undirritaður hefði viljað fá þessi umbeðnu gögn til að benda á staðreyndir í málinu og til að sýna fram á hversu lélegt og ömurlegt þetta hefur verið hjá Embætti landlæknis undanfarin ár, og þar sem það standi ekkert annað til en að skamma þetta lið allt saman, og það helst á opinberum vettvangi. Undirritaður óskar eftir að nefndin úrskurði með að undirritaður fái afrit af þessum reikningum fyrir prentun á bæklingum yfir MMR, HPV og önnur bóluefni, og telur þessi andsvör, ósannindi og annað frá embætti landlækis eiga engan veginn við .“<br /> <br /> Með bréfi, dags. 9. desember 2013, sendi kærandi nefndinni athugasemdir við einstaka liði í framangreindu yfirliti, sem óþarft er að rekja í úrskurði þessum.<br /> <br /> Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 10. janúar 2014, ítrekaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni sína um að fá þau gögn sem málið varðar. Í símtali við starfsmann embættisins hinn 15. janúar kom fram að landlæknir hefði ekki – og ætlaði sér ekki – að taka saman umbeðin afrit af reikningum vegna  prentunar á bæklingum yfir MMR og HPV bóluefni. Landlæknir liti svo á að hann hefði þegar skilað umsögn um málið og frekari svara væri ekki að vænta.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi landlækni nýtt bréf, dags. 24. febrúar 2014. Það er svohljóðandi:<br /> <br /> „Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísar til fyrri bréfaskipta vegna kæru yfir afgreiðslu yðar á beiðni um aðgang að reikningum fyrir prentun á bæklingum yfir MMR og HPV bóluefni, undanfarin sjö ár.Umbeðin gögn fylgdu ekki með svari yðar, dags. 21. október 2013. Af því tilefni ítrekaði nefndin, með bréfi dags. 10. janúar 2014, beiðni sína um að fá þau. Þau hafa enn ekki borist. Í símtali við starfsmann embættisins hinn 15. janúar kom fram að þér hefðuð ekki – og ætluðuð yður ekki – að taka þau saman.Með vísun til framangreinds hefur, af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál, verið ákveðið með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að leggja fyrir yður að afhenda nefndinni í trúnaði afriti af gögnunum. Skulu þau berast nefndinni ekki síðar en 15. mars næstkomandi.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst svar frá landlækni, dags. 5. mars 2014. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Ágreiningur í máli þessu varðar ekki innihald gagna, heldur það hvort stjórnvald á að leggja takmarkalausa vinnu í að sinna óskum og kröfum eins og sama einstaklingsins, þannig að það komi ítrekað niður á möguleikum stjórnvaldsins til að sinna öðrum hlutverkum sínum, eins og raunin er í tilviki kæranda. Er vandséð að undantekningarákvæði 1. tl. 4. mgr. 15. gr. geti verið virkt er umrædd vinna skal fara fram fyrir úrskurðarnefndina. Í bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál dags. 24. febrúar 2014 er ekki fjallað um það hvort nefndin hefur tekið afstöðu til þessa atriðis og því hefur landlæknir ekki enn látið leggja í þá vinnu að taka saman umrædd gögn.“<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kærandi hefur farið fram á að fá frá landlækni afrit af reikningum fyrir prentun á bæklingum yfir MMR og önnur bóluefni. Af viðbrögðum landlæknis verður ráðið að honum er ljóst um hvaða gögn er beðið, og að þau eru til, en að hann telji sér ekki vera skylt að taka þau saman. Hann telur að ekki verði á sig lögð takmarkalaus vinna í að sinna óskum og kröfum eins og sama einstaklingsins, þannig að það komi ítrekað niður á möguleikum sínum til að sinna öðrum hlutverkum, eins og raunin sé í tilviki kæranda. Af bréfi hans, dags. 5. mars 2014, má ráða að hann byggi þessa afstöðu sína á 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í upphaflegri synjun hans á beiðni kæranda var þó hvorki vísað til þessa ákvæðis né var kæranda leiðbeint um þann möguleika að kæra synjunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Af 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 leiðir að í undantekningartilfellum má hafna beiðni um aðgang að gögnum stjórnvalds muni meðferð hennar taka svo mikinn tíma, eða krefjast svo mikillar vinnu, að af þeim sökum sé ekki hægt að verða við henni. Í skýringum við þetta ákvæði í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012 segir m.a.: <br /> <br /> „Þá er í 4. mgr. fjallað um heimildir til að hafna beiðni í tveimur tilvikum, þ.e. annars vegar ef meðferð beiðni mundi taka svo langan tíma eða krefjast svo mikillar vinnu að ekki telst af þeim sökum fært að verða við henni og hins vegar ef sterkar vísbendingar eru um að beiðni sé sett fram í ólögmætum tilgangi. Ákvæði 4. mgr. getur aðeins átt við í ýtrustu undantekningartilvikum. Skilyrði fyrir beitingu fyrri heimildarinnar eru eðli máls samkvæmt nokkru víðari en þeirrar síðari. Engu að síður krefst hún þess að umfang upplýsingabeiðni eða fjöldi þeirra frá einum og sama aðilanum sé slíkur að vinna stjórnvalds eða annarra lögaðila sem lögin taka til við afgreiðslu hennar mundi í raun leiða til umtalsverðrar skerðingar á möguleikum stjórnvalds til að sinna öðrum hlutverkum sínum. Til að síðari heimildinni verði beitt verða almennt að liggja fyrir haldbærar upplýsingar um að sá sem óskar aðgangs að upplýsingum leggi fram beiðni gagngert til þess að hafa framangreind áhrif á starfsemi þeirra aðila sem lögin taka til eða muni nota þær með ólögmætum hætti. Heimildir til að hafna aðgangi að gögnum, t.d. skv. 9. gr. frumvarpsins, eiga almennt að teljast nægjanlegar í þessu efni.“<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að ákvæði 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verður aðeins beitt með vísan til umfangs viðkomandi gagnabeiðni, og því aðeins að umfang hennar sé svo mikið, að það geti raskað verulega starfsemi stjórnvaldsins að verða við henni. Ekki nægir í þessu sambandi að það geti valdið kostnaði að verða við henni, enda gera lögin ráð fyrir því að beiðandi geti hugsanlega þurft að bera slíkan kostnað, sbr. 3. mgr. 18. gr. laganna. Þá er ákvæðinu ekki ætlað að vera grundvöllur einhvers konar viðurlaga eða viðbragða við fyrri samskiptum stjórnvalds og beiðanda. Vísast jafnframt um þetta til fyrri úrskurðar nefndarinnar í máli A-093/2000 frá 7. febrúar 2000.<br /> <br /> Af skýringum landlæknis verður ráðið að 1. tölul. 4. mgr. 15. gr. hafi verið beitt með vísan til fyrri samskipta kæranda og landlæknis og að brugðist hafi verið við gagnabeiðninni með þeim hætti sem gert var þar sem hún kom frá kæranda en ekki öðrum einstaklingi. Synjunin var því byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að  landlækni beri að taka málið til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Ákvörðun landlæknis um að hafna beiðni A, um aðgang að reikningum fyrir prentun á bæklingum yfir MMR og önnur bóluefni, er felld úr gildi og lagt fyrir hann að taka beiðnina til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður <br /> <br /> Erna Indriðadóttir                        <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-525/2014. Úrskurður frá 5. maí 2014 | I kærði synjun Þjóðskrár á því að afhenda honum íbúaskrár fyrir Vestur og Austur Barðastrandarsýslu. Synjunin var hvorki byggð á fyrirvaranum í 13. gr. upplýsingalaga, né því að skrárnar hefðu ekki verið fyrirliggjandi þegar beiðnin barst, heldur einkum því að um væri að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar. I gæti ekki fengið þær sér til gamans. Úrskurðarnefndin kvað það ekki hafa áhrif á rétt kæranda að hann setti beiðni sína fram til gamans. Til voru tvær tegundir af skránni og nefndin taldi hvoruga þeirra hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga nr. 77/2000. Í 10. gr. þeirra laga væri hins vegar sérregla um kennitölur. Í ljósi hennar, og þar sem upplýsingar um kennitölur ættu ekki erindi við þá sem ekki þyrftu á þeim að halda, féllu þær undir 9. gr. upplýsingalaga. Þjóðskrá bæri því að afhenda I skrárnar, en án kennitalna einstaklinga. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 5. maí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-525/2014 í málinu ÚNU 13090005. <br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 26. september 2013, framsendi innanríkisráðuneytið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál erindi A um þá ákvörðun Þjóðskrár Íslands að hafna beiðni hans um að fá íbúaskrá fyrir Vestur og Austur Barðastrandarsýslu. Með fylgdi afrit af erindinu, mótteknu í ráðuneytinu hinn 17. september. <br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Forsaga málsins er sú að þann 23. ágúst 2013 fór kærandi fram á það við Þjóðskrá Íslands að fá íbúaskrá Vestur og Austur Barðastrandarsýslu. Honum barst svar, dags. 3. september 2013. Þar segir m.a.: <br /> <br /> „Vísað er til umsóknar yðar um sérvinnslu, dags. 23. ágúst sl., þar sem óskað er eftir íbúaskrá fyrir Vestur og Austur Barðastrandarsýslu. Í umsókninni kemur fram að ástæðan fyrir beiðninni að skránni sé til gamans.Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 54/1962 um þjóðskrá og almannaskráningu, með síðari breytingum ber Þjóðskrá Íslands að afhenda sveitarstjórnum eintak af íbúaskrá viðkomandi umdæmis og ber sveitarfélagi samkvæmt lögum að fara yfir íbúaskrá með tilliti til þess hvort íbúar í sveitarfélagi séu oftaldir eða vantaldir sbr. 2. mgr. 10. gr. laganna.<br /> Þjóðskrá Íslands lítur svo á að þær upplýsingar sem fram koma í íbúaskrá séu persónuupplýsingar í skilningi 2. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, með síðari breytingum. Um meðferð og dreifingu slíkra upplýsinga fer því eftir ákvæðum þeirra laga og er afhending slíkra upplýsinga háð því að afhending fari fram í lögmætum tilgangi og lögmætir hagsmunir séu að baki slíkri afhendingu sbr. 2. gr. og 8. gr. laganna.<br /> Þjóðskrá Íslands telur að tilgangur sérvinnslubeiðni þinnar, þ.e. að óskað sé eftir afriti íbúaskrár Vestur og Austur Barðastrandasýslu til gamans, samrýmist ekki þeim sjónarmiðum sem lýst er hér að ofan. Þjóðskrá Íslands hafnar því beiðni þinni um afhendingu íbúaskrár fyrir Vestur og Austur Barðastandasýslu.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi Þjóðskrá Íslands bréf, óskaði afrits af umræddum skrám og gaf kost á athugasemdum. Svar barst frá Þjóðskrá Íslands með bréfi dags. 18. október 2013. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Vísað er til bréfs Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 2. október 2013 varðandi kæru A, vegna synjunar Þjóðskrár Íslands á beiðni hans um aðgang að gögnum. Þann 3. september 2013 móttók Þjóðskrá Íslands umsókn kæranda dags. 23. ágúst 2013, um sérvinnslu úr þjóðskrárhluta. Á umsóknareyðublaðinu er meðal annars óskað eftir upplýsingum um tilgang umsóknarinnar. Þar segir kærandi að hann óski eftir „íbúa Vestur og Austur Barðastrandarsýslu.“ Á umsóknareyðublaðinu er einnig óskað eftir að umsækjandi geri grein fyrir hvernig vinnslan tengist verkbeiðanda og í hvaða tilgangi verkbeiðandi ætlar að nota upplýsingarnar/úrvinnsluna. Í báðum tilfellum segir kærandi að hann hyggist nota upplýsingar „til gamans.“ Eitt af meginhlutverkum Þjóðskrár Íslands er að annast almannaskráningu sbr. 1. gr. laga nr. 54/1962,  um þjóðskrá og almannaskráningu, með síðari breytingum. Samkvæmt. 1. tölul. 3. gr. laganna leysir Þjóðskrá Íslands meðal annars hlutverk sitt af hendi með því að láta opinberum aðilum í té árlega íbúaskrá samkvæmt nánari ákvæðum laganna. Í 2. tölul. 3. gr. laganna segir að  stofnunin leysi hlutverk sitt af hendi með því að láta sveitarstjórnum í té stofn að kjörskrá, þegar forsetakosningar, alþingiskosningar eða sveitarstjórnarkosningar eiga að fara fram. Í 3. tölul. 3. gr. laganna segir að Þjóðskrá Íslands leysi hlutverk sitt af hendi með því að að láta opinberum aðilum og öðrum í té aðrar skrár en þær, er um ræðir í 1. og 2. tölul., endurgjaldslaust eða gegn greiðslu, hvort tveggja samkvæmt nánari ákvörðunum innanríkisráðuneytisins. Almannaskráning byggir á þeim gögnum sem talin eru upp í liðum 1.-7. tölul.1. mgr. 4. gr. laganna. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laganna skal Þjóðskrá Íslands gera íbúaskrá árlega fyrir hvert sveitarfélag miðað við 1. desember, með nöfnum allra einstaklinga, er aðsetur hafa í því þann dag, ásamt upplýsingum um fæðingardag og þau atriði önnur um hvern einstakling, er máli skipta fyrir opinber not skránna.  Íbúaskrá er send öllum sveitarfélögum skv. 10. og 21. gr. laganna. Íbúaskrá sem sveitarfélögum er send inniheldur eftirfarandi upplýsingar: kyn, nöfn, kennitölur, heimilisföng, hjúskaparstöðu fæðingarstað, fjölskyldunúmer og ríkisfang. Þjóðskrá Íslands lítur svo á að þegar um er að ræða innkomnar sérvinnslubeiðnir úr þjóðskrárhluta, þar sem óskað er eftir íbúum sveitarfélaga sé verið að óska eftir íbúaskrá samkvæmt því sem að ofan segir. Íbúaskrá er skrá yfir einstaklinga sem búa í tilteknu sveitarfélagi miðað við 1. desember ár hvert. Þjóðskrá Íslands hefur í gegnum tíðina afhent einstaklingum íbúaskrár eftir beiðni. Þær upplýsingar sem fram koma í þeim íbúaskrám eru eftirfarandi: lögheimili, nafn, kennitala, tákntala húss og póstnúmer. Með sameiningu Fasteignaskrár Íslands og Þjóðskrár þann 1. júlí 2010 urðu miklar breytingar á skipulagi og rekstri þjóðskrárhluta og hafa ferlar og verklagsreglur verið endurskoðaðar og er mikil áhersla lögð á að viðhafa rétta stjórnsýslu við afgreiðslu mála. Í byrjun þessa árs var mörkuð sú stefna hjá stofnuninni að hætta afhendingum á íbúaskrám til einstaklinga og einkaaðila nema að að umsækjandi gæti rökstutt að tilgangurinn með notkun gagnanna væri lögmætur og í samræmi við ákvæði laga um Persónuvernd nr. 77/2000.  Þjóðskrá Íslands leggur á það áherslu að koma í veg fyrir að persónuupplýsingum um einstaklinga sem eiga uppruna sinn hjá stofnuninni sé miðlað víða. Þær upplýsingar sem fram koma í íbúaskrám til einstaklinga hafa verið í endurskoðun undanfarið misseri hjá stofnuninni. Lýtur þessi endurskoðum m.a. að því hversu miklar upplýsingar á að veita og hvaða upplýsingar á að veita. Það hefur t.d. verið til skoðunar hvort takmarka eigi kennitöluupplýsingar, þ.e. fjarlægja fjóra síðustu tölustafina í kennitölunni. Þá yrðu fyrstu sex tölustafirnir í kennitölu aðgengilegar, þ.e. fæðingardagur og fæðingarár sem og lögheimili og póstnúmer. Kennitalan er einkvæmt auðkenni einstaklings og miðlun hennar auðveldar aðilum að samkeyra upplýsingar úr íbúaskrár við aðrar skrár.  Ef horfið er frá miðlun á kennitölu og einungis miðlað fæðingardegi þá gerir það slíka samkeyrslur erfiðari. Það er mat Þjóðskrár Íslands að upplýsingarnar sem fram koma í íbúaskrá teljist til persónuupplýsinga samkvæmt ákvæðum laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Skilgreiningu á persónuupplýsingum er að finna í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna en þar segir að persónuupplýsingar séu: „sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e. upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi“. Í 8. gr. laganna er að finna almennar reglur um heimildir fyrir vinnslu persónuupplýsinga. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laganna er vinnsla persónuupplýsinga aðeins heimil ef að einhverjir af þáttum sem fram koma í 1. til 7. tölul. eru fyrir hendi. Ekki verður séð að beiðni kæranda uppfylli nein af þeim skilyrðum sem fram koma í 1. til 7. tölul. 8. gr. laganna. Þannig fær Þjóðskrá Íslands ekki séð að kærandi hafi lögvarða hagsmuni af því að búa yfir persónuupplýsingum einstaklinga sem eru taldir fram í íbúaskrá Vestur- og Austur Barðastrandarsýslu, þ.e. einkum með hliðsjón af uppgefnum tilgangi vinnslunnar. Í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, er kveðið á um aðgang almennings að upplýsingum. Í 1. mgr. 5. gr. segir „Sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr.“ Undanþágur frá meginreglu 5. gr. er að finna í 6.–10. gr. laganna. Í 9. gr. laganna er að finna takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuni. Í 1. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna segir „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Þjóðskrá Íslands hefur á þessu ári hafnað sex umsóknum frá einstaklingum þar sem óskað er eftir sérvinnslu úr þjóðskrárhluta (íbúaskrá). Þegar litið er til uppgefins tilgangs verkbeiðanda fyrir umsókn um sérvinnslu úr Þjóðskrárhluta er áhugavert að skoða hvaða upplýsingum er verið að leita eftir. Tilgangur vinnslu hefur til dæmis verið „til gamans“, „eldri skrá frá 2005 er úreld“, „notar kennitölur í ýmiskonar pappírsvinnu“, „upplýsingar fyrir hann sjálfan“ og „fylgjast með íbúafjölda“. Það er mat Þjóðskrár Íslands að persónuverndarsjónarmið einstaklinga vegi þyngra heldur en að hagsmunir kæranda af að fá afhenta  íbúaskrár yfir Vestur- og Austur Barðastandasýslu sbr. ákvæði persónuverndarlaga nr. 77/2000. Það er einnig mat Þjóðskrá Íslands að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eigi við í máli þessu og þ.a.l. á kærandi ekki rétt á umbeðnum gögnum. Um er að ræða einkahagsmuni einstaklinga þegar verið er að afhenda persónugreinanlegar upplýsingar til þriðja aðila til gamans. Að öðru leyti vísar Þjóðskrá Íslands til ákvörðunar sinnar til kæranda dags. 3. september 2013, þar sem ákvörðun stofnunarinnar að hafna sérvinnslubeiðni kæranda er rökstudd.“<br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. október 2013, sendi nefndin kæranda afrit af framangreindu svari Þjóðskrár Íslands og gaf honum kost á athugasemdum. Hann hringdi hinn 28. október og kvaðst ekki mundu senda inn skriflegar athugasemdir en þó bæri ekki að líta svo á að hann hefði fallið frá ósk sinni um að fá afrit af íbúaskrá Vestur- og Austur Barðastrandasýslu. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi Þjóðskrá Íslands fyrirspurn, hinn 24. febrúar sl. Þar segir að á annarri tegund af íbúaskrá (þeirri sem standi sveitarfélagum til boða) séu tákn sem virðist standa fyrir sókn og fjölskyldunúmer og var spurt hvað þau stæðu fyrir. Það skipti máli  svo ráða mætti hvort skráin hefði að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar, s.s. ef tiltekin númer fælu í sér upplýsingar um aðild að trúfélagi. Í svari sem barst frá Þjóðskrá Íslands, hinn 26. febrúar 2014, segir m.a.: <br /> <br /> „E-31 og E-33 eru landfræðilegar upplýsingar sem segja til um í hvaða sókn (þjóðkirkjan) heimilisfangið tilheyrir. Segir ekkert um hvaða trúfélagi einstaklingarnir tilheyra. Svokallað fjölskyldunúmer er notað til þess að halda utan um skráningu einstaklinga á hverju lögheimili. Kennitala elsta einstaklingsins á lögheimili verður fjölskyldunúmer þeirrar fjölskyldu eða öllu heldur þeirra einstaklinga sem búa á sama lögheimili. Þess ber að geta að eftir að einstaklingur nær 18 ára aldri þá slitna öll tengsl hans við fyrra fjölskyldunúmer og kennitala viðkomandi verður fjölskyldunúmer hans.“<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar tvær gerðir af íbúaskrá fyrir Vestur og Austur Barðastrandasýslu. Eins og fram kemur í almennum athugasemdum með því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012 nær réttur almennings til aðgangs að gögnum almennt ekki til gagnagrunna eða skráa sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum, þótt í 2. mgr. 13. gr. segi að stjórnvöld skuli vinna markvisst að því að gera skrár yfir mál, lista yfir málsgögn og gögnin sjálf jafnóðum aðgengileg með rafrænum hætti. Þetta á við um gagnagrunna og skrár, enda gangi birtingin ekki gegn einka- eða almannahagsmunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að synjun Þjóðskrár í máli þessu er ekki byggð á umræddu ákvæði, né heldur því að umbeðið gagn hafi ekki verið fyrirliggjandi, heldur því að þær upplýsingar sem um er beðið teljist viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga nr. 77/2000 og skuli fara leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Jafnframt vísar Þjóðskrá til hlutverks stofnunarinnar skv. lögum nr. 54/1962,  um þjóðskrá og almannaskráningu.<br /> <br /> Í 5. gr. upplýsingalaganna segir m.a. að sé þess óskað sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að meginregla 5. gr. laganna gildir óháð því hvort sá sem biður um gögn sýni fram á tengsl við gögnin eða að hann hafi af því sérstaka hagsmuni að fá þau. Verður því ekki talið að það hafi áhrif á rétt kæranda þótt hann segi beiðnina vera setta fram til gamans. Sá réttur sætir hins vegar þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Ef þær takmarkanir eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. 3. mgr. 5. gr. <br /> <br /> Sem fyrr segir varðar mál þetta varðar tvær gerðir af íbúaskrá. Á þeirri gerð sem er fyrir sveitarstjórnir eru tákntölur húsa og upplýsingar um þá sem þar búa; þ.e. um kennitölur þeirra, lögheimili, nöfn, nafnnúmer, fastanúmer, póstnúmer, númer á sókn og fjölskyldunúmer. Þá kemur fram hverjir séu óstaðsettir í hús og samsvarandi upplýsingar eru um þá. Á hinni skránni eru upplýsingar um lögheimili, nöfn, kennitölur, tákntölur húsa og póstnúmer.<br /> <br /> Réttur almennings samkvæmt 5. gr. sætir þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Í 9. gr. segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem eigi í hlut. Í bréfi Þjóðskrár Íslands kemur fram það mat hennar að upplýsingar á íbúaskrá teljist til persónuupplýsinga samkvæmt ákvæðum laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það. Hins vegar má skipta persónuupplýsingum í tvo flokka, annars vegar viðkvæmar persónuupplýsingar og hins vegar almennar. Í 8. tölul. 2. gr. laganna er afmarkað hvaða upplýsingar teljast viðkvæmar og út frá því má gagnálykta um hvaða persónuupplýsingar eru almennar. Þótt báðar framangreindar skrár hafi að geyma almennar persónuupplýsingar, í skilningi laga nr. 77/2000, eru þær ekki viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi þeirra laga, og verða ekki af þeirri ástæðu taldar falla undir 6.–10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í 10. gr. laga nr. 77/2000 er hins vegar sérregla um notkun á kennitölum. Segir að hún sé háð því að hún eigi sér málefnalegan tilgang og sé nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Að baki býr sú hugsun að þótt upplýsingar um kennitölur séu ekki viðkvæmar eigi þær ekki erindi við þá sem ekki þurfi á þeim að halda. Í athugasemdum við 9. gr., í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012, segir m.a.: <br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.“<br /> <br /> Enda þótt kennitölur teljist ekki til viðkvæmra persónuupplýsingar í skilningi laga nr. 77/2000 gildir um þær sérregla 10. gr. þeirra laga og verða af þeirri ástæðu taldar falla undir 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að synjun Þjóðskrár Íslands á beiðni kæranda um umræddar íbúaskrár hafi ekki verið lögmæt. Því beri stofnuninni að afhenda kæranda skrárnar að undanskildum upplýsingum um kennitölur þeirra einstaklinga sem getið er í skránum. </p> <div> <br /> <h3>Úrskurðarorð</h3> Þjóðskrá Íslands ber að verða við beiðni A um að fá aðgang að íbúaskrám fyrir Vestur og Austur Barðastrandasýslu en skal áður afmá úr þeim kennitölur einstaklinga. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Erna Indriðadóttir                                                                                    <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> </div> |
A-526/2014. Úrskurður frá 5. maí 2014 | A kærði Tryggingastofnun ríkisins fyrir að verða ekki við beiðni hans um gögn um þjónustuhlutverk stofnunarinnar, um tilflutning peningasendinga frá launþegum til atvinnurekenda o.fl. Málið varðaði annars vegar beiðni A um svar við tiltekinni spurningu sem TR kvaðst hafa svarað. Hins vegar varðaði það beiðni A um upplýsingar úr skilaskýrslum Innheimtustofnunar sveitarfélaga til TR, en TR kvaðst ekki hafa yfir þeim upplýsingum að ráða. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi þar með ekki vera skilyrði fyrir kæru og ákvað að vísa málinu frá. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 5. maí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-526/2014 í máli ÚNU 13120006.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Þann 2. desember 2013 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra frá A vegna synjunar Tryggingastofnunar ríkisins (TR) á að verða við beiðni hans um gögn „..um þjónustuhlutverk Tryggingastofnunar ríkisins í tilflutningi peningasendinga frá launþegum yfir til atvinnurekenda, frá bankareikningum og úr bókhaldi þeirra, og yfir til bankareikninga Innheimtustofnunar sveitarfélaga á Ísafirði og í Reykjavík og frá þeim bankareikningum yfir til bankareiknings Tryggingastofnunar í Reykjavík“. <br /> <br /> Í kærunni segir m.a.: <br /> <br /> „Hér á Tryggingastofnun í raun aðeins að staðfesta ætlaðar útreiknaðar upphæðir áranna 2007 til 2012 á peningaflutningum sem meðlagsgreiðendur ætla að sé 63.738.492,- þúsund milljónir fyrir tímabilið sem fara hér í mikið ferðalag um stjórnsýslukerfið til að börn meðlagsgreiðenda fái mjólk að drekka og brauð að borða. Farið er fram á upplýsingar um skilaskýrslur frá Innheimtustofnun og fjárhæð sendra peningaupphæða og dagsetningu peningatilfærslunnar frá Innheimtustofnun til Tryggingastofnunar til að geta metið vaxtatekjur Innheimtustofnunar á Ísafirði og í Reykjavík. Það eru meðlagsgreiðendur sem eiga þessa peninga ekki starfsmenn Innheimtustofnunar eða stjórn Innheimtustofnunar, og til að meta vaxtatekjur þessar, sem komnar frá hagnaði af rekstri Innheimtustofnunar, á innheimtu þjónustugjaldi frá meðlagsgreiðendum.“<br /> <br /> Með kærunni fylgdi afrit af ákvörðun Tryggingastofnunar, dags. 29. nóvember 2013. Þar er vísað til þess að umræddar upplýsingar séu ekki til hjá TR, en þær séu til hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga. <br /> <br /> Í ákvörðun Tryggingastofnunar segir m.a.: „…þær upplýsingar sem Tryggingastofnun sendir Innheimtustofnun eru um upphafstíma greiðslna, hver sé viðtakandi meðlagsgreiðslna, hver sé meðlagsgreiðandi og með [hvaða] börnum sé greitt. Einnig fær Innheimtustofnun afrit af þeirri meðlagsákvörðun sem Tryggingastofnun greiðir samkvæmt og getur þá verið um að ræða úrskurð sýslumanns, samning staðfestan af honum, dóm eða dómsátt.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Tryggingastofnun ríkisins (TR) til athugasemda með bréfi, dags. 9. desember 2013. Umsögn TR barst með bréfi, dags. 16. janúar 2014. Í því segir m.a.:<br /> <br /> „Málavextir eru þeir að Tryggingastofnun barst tölvupóstur frá kæranda þann 24. nóvember 2013 þar sem kærandi óskaði eftir upplýsingum úr skilaskýrslum Innheimtustofnunar sveitarfélaga á innsendum meðlagsgreiðslum til Tryggingastofnunar fyrir árin 2007 til 2012. Einnig óskaði kærandi eftir að fá upplýst hvaða upplýsingar Tryggingastofnun sendir til Innheimtustofnunar um meðlagsgreiðendur og umboð Tryggingastofnunar til Innheimtustofnunar til að taka að sér innheimtu meðlagsskuldar einstaklings og hver sé uppruni þessara skjala. Tryggingastofnun svaraði kæranda með tölvupósti 29. nóvember 2013 …[…] Þá skal það tekið fram að þar sem Innheimtustofnun endurgreiðir Tryggingastofnun þegar greidd meðlög að fullu óháð greiðslum meðlagsgreiðenda, sbr. 3. gr. laga um Innheimtustofnun sem vísað er í hér að framan, þá hefur Tryggingastofnun ekki umbeðnar upplýsingar.“<br /> <br /> Umsögn TR var send kæranda til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 22. janúar 2014. Svar hans barst með bréfi, dags. 14. febrúar 2014. Þar segir:<br /> <br /> „…Hjálagt sendist úrskurðarnefnd um upplýsingamál í myndriti eintak af því gagni sem farið er fram á að Tryggingastofnun útfylli og sendi undirrituðum og úrskurðarnefnd um upplýsingamál fyrir árin 2007 til 2012. Þetta eru opinber gögn í umferð milli Tryggingastofnunar ríkisins og Innheimtustofnunar sveitarfélaga um heildargreiðslur meðlagsgreiðenda á mánuði út almanaksárið. Þetta er uppgjör ársins.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi tölvubréf til TR, dags. 18. febrúar 2014, vísaði til bréfs Tryggingastofnunar, dags. 16. janúar sl., og spurði hvort sá skilningur hennar á málinu væri að erindi kæranda væri tvíþætt. Annars vegar væri beðið um gögn með upplýsingum úr skilaskýrslum Innheimtustofnunar sveitarfélaga til Tryggingastofnunar fyrir árin 2007 til 2012. Hins vegar væri spurt hvaða gögn Tryggingastofnun sendi til Innheimtustofnunar um meðlagsgreiðendur og hvaða umboð Tryggingastofnun veitti Innheimtustofnun til að annast innheimtu meðlagsskulda. Tryggingastofnun hefði þegar svarað fyrirspurninni en gæti ekki orðið við gagnabeiðninni þar sem hún hefði gögnin ekki undir höndum.<br /> <br /> Í svari sem nefndinni barst hinn 19. febrúar 2014 segir: „Ég staðfesti að skilningur þinn á þessu er réttur.  Tryggingastofnun svaraði seinni fyrirspurn kæranda í tölvupósti dags. 29. nóvember 2013 og hvað varðar fyrri fyrirspurn kæranda þá hefur Tryggingastofnun ekki umbeðnar upplýsingar þar sem Innheimtustofnun endurgreiðir Tryggingastofnun að fullu það meðlag sem stofnunin greiðir meðlagsmóttakendum óháð því hvað innheimtist hjá meðlagsgreiðendum.“<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta er tvíþætt. Það varðar í fyrsta lagi beiðni A um svar við spurningu um „hvaða upplýsingar Tryggingastofnun sendir til Innheimtustofnunar um meðlagsgreiðendur og umboð Tryggingastofnunar til Innheimtustofnunar til að taka að sér innheimtu meðlagsskuldar einstaklings og hver sé uppruni þessara skjala“. Tryggingastofnun ríkisins kveðst hafa svarað þessari spurningu og því hefur ekki verið mótmælt af kæranda. Er þannig ekki fyrir hendi ágreiningur um þennan þátt málsins og verður ekki fjallað frekar um hann.<br /> <br /> Í öðru lagi varðar málið beiðni A um gögn með upplýsingum úr skilaskýrslum Innheimtustofnunar sveitarfélaga til Tryggingastofnunar um meðlagsgreiðslur árin 2007-2012. Kærandi hefur, í bréfi sínu dags. 14. janúar 2014, útskýrt að hann vilji að Tryggingastofnun fylli út tiltekið eyðublað. Samkvæmt bréfi Tryggingastofnunar ríksins, dags. 16. janúar 2014, býr hún hins vegar ekki að þeim upplýsingum sem þarf til þess, þar sem Innheimtustofnun sundurgreini ekki þær greiðslur komi frá meðlagsgreiðendum sjálfum annars vegar og þær greiðslur sem komi frá hinu opinbera hins vegar. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er stjórnvaldi skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum um tiltekið mál. Ekki er skylt að útbúa ný skjöl eða gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. Í athugasemdum við 5. gr. í því frumvarpi er varð að lögum nr. 140/2012 segir að gagn teljist ekki hafa verið fyrirliggjandi nema það hafi verið til þegar beiðni um aðgang að því kom fram. <br /> <br /> Á því verður að byggja að hjá Tryggingastofnun sé ekki til skjal með þeim upplýsingum sem kærandi fer fram á. Kæruheimild 20. gr. upplýsingalaga nr.140/2012 nær til skjala sem synjað hefur verið um aðgang að og eðli máls samkvæmt þurfa þau að hafa verið til þegar beiðni um aðgang að þeim kom fram. Þar sem þetta kæruskilyrði er ekki uppfyllt verður ekki fjallað frekar um þennan þátt málsins fremur en þann þátt kærunnar sem lýst er í upphafi niðurstöðu þessarar.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds eru ekki skilyrði fyrir kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hún hefur af því tilefni ákveðið að vísa málinu frá.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru A, dags. 2. desember 2013, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Erna Indriðadóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-529/2014. Úrskurður frá 5. maí 2014 | A kærði afgreiðslu innanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að verklagsreglum lögreglu um beitingu skotvopna. Upphaflega hafði beiðninni verið beint að embætti ríkislögreglustjóra, sem hafði haft hin umbeðnu gögn í sínum vörslum, en hafði þó framsent beiðnina til innanríkisráðuneytisins. Nefndin taldi embættinu ekki hafa verið rétt að gera það, en taldi sér þó vera skylt að taka afstöðu til kærunnar, í stað þess að hafa bein afskipti af málsmeðferðinni. Þar sem reglurnar hefðu að geyma lýsingu á verklagi lögreglu, þegar upp kæmu alvarleg mál á sviði löggæslu, þar sem beita yrði valdi, og þær hefðu að geyma upplýsingar um skipulag löggæslu, gæti það raskað almannahagsmunum að veita almenningi aðgang að þeim. Var ákvörðun innanríkisráðuneytisins því staðfest. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 5. maí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-529/2014 í máli ÚNU 14010005. <br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik<br /> </h3> <p>Með erindi 17. janúar 2014 kærði A afgreiðslu innanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að verklagsreglum sérsveitar ríkislögreglustjóra á beitingu skotvopna. Í kærunni er vísað til þess að þann 4. desember 2013 hafi kærandi óskað eftir því við embætti ríkislögreglustjóra að fá aðgang að umræddum verklagsreglum en beiðnin hafi verið send frá því til innanríkisráðuneytisins 2. janúar 2014 með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ráðuneytið hafi síðan 17. janúar 2014 hafnað beiðninni. <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi dags. 22. janúar 2014 var innanríkisráðuneytinu gefinn kostur á að tjá sig um framangreinda kæru. Í svari ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar 4. febrúar sama ár kemur fram að þau gögn sem um ræði séu reglur um valdbeitingu lögreglumanna og vopna. Reglurnar hafi verið settar af dómsmálaráðherra 2. febrúar 1999, samkvæmt heimild í 3. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Samhliða hafi ýmsar reglur um sambærileg efni verið felldar úr gildi. Ríkislögreglustjóri hafi sent hinar umbeðnu reglur til allra lögreglustjóra og Lögregluskóla ríkisins 16. mars 1999. Í bréfi ríkislögreglustjóra hafi komið fram að áhersla væri lögð á birtingu þeirra innan lögreglunnar og að með þær yrði farið samkvæmt 6. gr. þágildandi upplýsingalaga nr. 50/1996 sbr. 10. gr. núgildandi upplýsingalaga nr. 140/2012. Vegna mikilvægra almannahagsmuna og öryggis ríkisins séu reglurnar háðar takmörkunum á upplýsingarétti og skuli með þær farið samkvæmt því. Þær hafi því verið merktar sem trúnaðarmál. <br /> <br /> Í bréfi innanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar kemur og fram að það sé afstaða ráðuneytisins að fara skuli með hinar umbeðnu reglur samkvæmt 1. tölulið 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Reglur af þessu tagi hafi til þessa ekki verið birtar almenningi og sé birting þeirra bundin við þá sem fara skuli eftir reglunum en einkum sé um að ræða lögreglumenn. Reglurnar fjalli um valdbeitingu og valdbeitingartæki lögreglu, lögregluvopn, skotvopn og önnur vopn. Það sé mat ráðuneytisins að það stríði gegn almannahagsmunum og öryggi ríkisins ef reglurnar væru á allra vitorði. Ljóst sé að væru upplýsingarnar á allra vitorði gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar og beinlínis valdið lögreglumönnum erfiðleikum og hættu í störfum sínum. <br /> <br /> Þá er rakið að í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum komi fram að með upplýsingum um öryggi ríkisins sé eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengist því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geti fallið þar undir. Einnig sé þar tekið fram að ákvæðinu sé ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni og að skýra verði það  tiltölulega rúmt. <br /> <br /> Loks bendir ráðuneytið á úrskurð úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-151/2002 þar sem nefndin féllst á þau rök dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að það gæti stofnað öryggi ríkisins í hættu ef veittur yrði aðgangur að hinum umbeðnu reglum. Taldi nefndin þá einnig að það gæti valdið lögreglumönnum erfiðleikum og hættu í störfum sínum ef veittur yrði aðgangur að reglunum. Meðfylgjandi bréfi ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar voru framangreint bréf ríkislögreglustjóra frá 16. mars 1999 og reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna frá 22. febrúar 1999.<br />  <br /> Þann 17. febrúar 2014 gerði kærandi athugasemdir við umsögn innanríkisráðuneytisins. Bendir hann á að innanríkisráðuneytið hafi ekki rökstutt hvers vegna mikilvægir almannahagsmunir og öryggi ríkisins réttlæti að ekki sé veittur aðgangur að hinum umbeðnu reglum. Bent er á að heimild 10. gr. upplýsingalaga til að takmarka aðgang að gögnum taki aðeins til mjög þýðingarmikilla hagsmuna. Mat á því hvort skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt geti vart verið látið í hendur þess stjórnvalds sem krafið er upplýsinga, sem þá geti vísað til þess orðalags sem stuðst er við í lagaákvæðinu sjálfu sem réttlætingu þess að hafnað sé aðgangi að umkröfðum gögnum.<br /> <br /> Kærandi áréttar að 5. gr. upplýsingalaga, sem fjallar um rétt almennings til aðgangs að gögnum, feli í sér meginreglu og að slíkt lagaákvæði verði aðeins takmarkað á þann hátt sem nauðsynlegt teljist í lýðræðisþjóðfélagi til verndar verulegum almanna- og einkahagsmunum. Erfitt sé að sjá hvaða rök hnígi að því að takmarka rétt almennings til þess að fá aðgang að reglum um valdbeitingarheimildir lögreglu. Þvert á móti verði að telja að það sé mikilvægur þáttur í réttaröryggi borgaranna að þeim sé gert kleift að kynna sér hvenær framkvæmdavaldið hafi heimild til þess að beita valbeitingartækjum til þess að hafa hemil á ólögmætri hegðun borgaranna. Mikilvægt sé að borgararnir séu upplýstir um hvaða aðstæður geti leitt til þess að handhöfum framkvæmdavalds sé heimilt að beita valdbeitingartækum sem kunni að hafa afdrifaríkar afleiðingar á líf þegnanna og limi. Að synja um aðgang að umbeðnum upplýsingum sé því aðför að réttaröryggi Íslendinga. <br /> <br /> Telji úrskurðarnefndin að hluti reglnanna skuli undanþegin upplýsingarétti með vísan til 10. gr. upplýsingalaga krefst kærandi þess að honum verði veittur aðgangur að öðrum hlutum þeirra. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta lýtur að synjun innanríkisráðuneytisins, 17. janúar 2014, á beiðni kæranda um aðgang að verklagsreglum sérsveitar ríkislögreglustjóra um beitingu skotvopna. Af viðbrögðum innanríkisráðuneytisins við beiðni kæranda verður ráðið að ekki séu í gildi sérstakar verklagsreglur um  beitingu sérsveitar ríkislögreglustjóra á skotvopnum, heldur gildi almennar reglur um valdbeitingu lögreglumanna, og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, um starfsemi umræddrar sérsveitar. Umræddar reglur voru settar af dóms- og kirkjumálaráðherra 22. febrúar 1999 á grundvelli 3. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Í úrskurði frá 15. júlí 2002 í máli nr. A-151/2002 fjallaði úrskurðarnefndin um beiðni um aðgang að sömu reglum og staðfesti þá niðurstöðu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að synja um aðgang að þeim. <br /> <br /> Beiðni kæranda var upphaflega beint að embætti ríkislögreglustjóra en upplýsingalög nr. 140/2012 taka til embættisins, sbr. 1. mgr. 2. gr. þeirra. Þá hafði embættið hin umbeðnu gögn í sínum vörslum. Með vísan til 1. mgr. 16. gr. laganna var kæranda því heimilt að beina beiðni sinni til embættis ríkislögreglustjóra og hvíldi skylda á því embætti að taka afstöðu til beiðninnar á grundvelli ákvæða upplýsingalaga. Embætti ríkislögreglustjóra var því ekki rétt að framsenda erindi kæranda til innanríkisráðuneytisins á grundvelli 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þótt svo sé er staðan í þessu máli sú að umbeðið skjal er í höndum innanríkisráðuneytisins, en undir það ráðuneyti fellur starfsemi ríkislögreglustjóra. Innanríkisráðuneytið hefur sem æðra stjónvald tekið þá ákvörðun að synja kæranda um aðgang að skjalinu í stað þess að leggja fyrir lægra setta stjórnvaldið að taka afstöðu til beiðni kæranda. Þar sem meðferð stjórnvalda á málinu hefur þróast með framangreindum hætti telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál sér skylt að taka afstöðu til kærunnar á þeim grundvelli sem hún nú hvílir á í stað þess að hafa bein afskipti af meðferð stjórnvalda á henni.<br /> <br /> Innanríkisráðuneytið byggði ákvörðun sína á 1. tölulið 10. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því ákvæði er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Enda þótt umrætt ákvæði feli í sér undantekningu frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 5. gr. laganna, um rétt almennings til aðgangs að gögnum, er tekið fram í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, að skýra beri ákvæðið tiltölulega rúmt. Er vísað til þess að ákvæðinu sé ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni og berist upplýsingar þeim tengdar út geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þá kemur fram í athugasemdunum að með öryggi ríkisins í skilningi 1. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga sé meðal annars vísað til þess hlutverks ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og að skipulag löggæslu kunni að falla þar undir.<br /> <br /> Innanríkisráðuneytið hefur látið úrskurðarnefndinni í té þær reglur sem beiðni kæranda lýtur að. Reglurnar eru „um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna“. Ber 1. kafli þeirra heitið „Valdbeiting og valdbeitingartæki lögreglu“. Er þar meðal annars gerð grein fyrir notkun lögreglu á handjárnum, benslum og fótajárnum. Í 2. kafla reglnanna er fjallað um svokölluð „lögregluvopn“ og gerð grein fyrir mismunandi gerðum slíkra vopna og beitingu þeirra. Í 3. kafla er síðan sérstaklega fjallað um skotvopn og önnur vopn sem óþarfi er að tilgreina frekar hér. Loks er í 4. kafla reglnanna fjallað um lagastoð og gildistöku reglnanna. Sérstakar skýringar hafa verið útbúnar um einstök ákvæði reglnanna og verður ekki annað séð en þær teljist hluti þeirra. Þar eru ákvæði reglnanna útfærð og skýrð nánar. <br /> <br /> Í umræddum reglum og skýringum við þær er að finna lýsingu á verklagi lögreglu þegar upp koma alvarleg mál á sviði löggæslu þar sem beita þarf valdi. Reglurnar hafa því að geyma upplýsingar um skipulag löggæslu og varða öryggi ríkisins. Verði almenningi veittur aðgangur að reglunum kann það að nýtast þeim sem hyggjast fremja alvarleg afbrot og draga úr fælingarmætti lögreglunnar. Opinberun reglnanna myndi því raska almannahagsmunum. Verður því staðfest ákvörðun innanríkisráðuneytisins um að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu reglum með vísan til 1. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga.  <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Staðfest er sú ákvörðun innanríkisráðuneytisins að synja kæranda, A, um aðgang að reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, útgefnum 22. febrúar 1999. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Erna Indriðadóttir                                                                                  <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
A-528/2014. Úrskurður frá 5. maí 2014 | I kærði synjun Vinnueftirlitsins á beiðni um aðgang að gögnum varðandi tiltekið vinnuslys. Vinnueftirlitið hafði m.a. byggt synjun sína á 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Nefndin kvað 2. málslið 1. mgr. 83. gr. ekki fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu. Í 2. mgr. 83. gr. (varðandi eftirlitsferðir) í væri slík regla en ekki yrði séð að hún gæti átt við. Málið félli undir 14. gr. upplýsingalaga, en undanþágan í 3. mgr. hennar ætti ekki heldur við. Því ætti I rétt til aðgangs að tilgreindum gögnum. Varðandi önnur gögn sem um var deilt, kvað nefndin upplýsingalög ekki geta staðið því í vegi að aðili fengi þau. Þau stöfuðu enda frá honum sjálfum, eða hefði verið að honum beint, og þau hefðu ekki að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra. Því bæri Vinnueftirlitinu að afhenda kæranda þau. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 5. maí 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-528/2014, í máli ÚNU 13070007.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 29. júlí 2013, kærði A, f.h. L og S, þá ákvörðun Vinnueftirlitsins, dags. 2. júlí 2013, að synja honum um aðgang að gögnum í tengslum við slys er varð á vinnustað L 16. mars 2010.<br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Kærandi sendi Vinnueftirlitinu beiðni um afhendingu gagna með tölvubréfi, dags. 29. maí 2013, þar sem fram kom að hann óskaði f.h. L og S eftir gögnum vegna slyss sem C varð fyrir þann 16. mars 2010. Í málinu lægju fyrir skýrslur Vinnueftirlitsins annars vegar frá 28. júní 2010 og hins vegar frá 22. nóvember 2010, sbr. eftirlitsskýrslur nr. A91227, en engar upplýsingar lægju fyrir um ástæður þess að ný skýrsla var gerð. Því væri gagna óskað s.s. bréfaskrifta, minnisblaða eða tölvupósta sem til staðar væru í málaskrá Vinnueftirlitsins sem kynnu að varpa á það ljósi.<br /> <br /> Vinnueftirlitið svaraði beiðni kæranda fyrst með tölvubréfi, dags. 5. júní 2013, þess efnis að málið væri í vinnslu og hins vegar með tölvubréfi, dags. 14. júní 2013. Í síðara tölvubréfinu kemur fram að ástæða þess að slysaumsögnin var endurgerð var ábending frá aðila tengdum málinu. Eftir skoðun gagna hafi komið í ljós að ábendingin átti við rök að styðjast og því hafi umsögin verið endurgerð og sé síðari umsögnin endanleg umsögn. Þá kemur fram að í málinu séu engar sérstakar upplýsingar eða rannsóknargögn önnur en þau sem endurspeglast í endurgerðri umsögn. Sé óskað eftir gögnum á grundvelli upplýsingalaga þá sé farið fram á að það verði gert með skriflegu erindi.<br /> <br /> Með bréfi kæranda til Vinnueftirlitsins, dags. 19. júní 2013, óskað hann í samræmi við ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012 eftir öllum gögnum og upplýsingum fyrirliggjandi hjá Vinnueftirlitinu í tengslum við eftirlitsskýrslur sem það lét framkvæma 28. júní og 22. nóvember 2010. <br /> <br /> Vinnueftirlitið synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 2. júlí 2013, og kemur þar m.a. fram:<br /> <br /> „Eftir að hafa skoðað þau gögn sem um ræðir hefur Vinnueftirlitið (VER) áveðið að láta ekki eftirfarandi gögn af hendi:<br /> 1. Umsögn VER um vinnuslys hjá L (eftirlitsskýrsla), dags. 28.06.2010,<br /> 2. Umsögn VER um vinnuslys hjá L (eftirlitsskýrsla), dags. 22.11.2011,<br /> 3. Tjónstilkynningu hins slasaða til S dags. 31.03.2010,<br /> 4. Rannsóknarskýrslu L dags. 16.03.2010,<br /> 5. Lögregluskýrslu sýslumannsins á Eskifirði, dags. 27.03.2010,<br /> 6. Tölvupóstsamskipti VER við þann aðila sem kom með ábendingu til stofnunarinnar um ágalla á eftirlitsskýrslu (slysaumsögn) stofnunarinnar, dags. 28.06.2010.<br /> <br /> Þau gögn sem falla undir 1. til 5. tölul. varða upplýsingar um atburð í lífi hins slasaða sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari enda um viðkvæmar persónuupplýsingar að ræða m.a. koma þar fram heilsufarsupplýsingar. Afhending framangreindra gagna er því hafnað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. <br /> <br /> Þau gögn sem falla undir [6.] tölul. varða upplýsingar um aðila sem kom með ábendingar til VER um ágalla á eftirlitsskýrslu (slysaumsögn) stofnunarinnar dags. 28.06.2010 sem varð, ásamt öðru, til þess að VER gerði nýja eftirlitsskýrslu (slysaumsögn) dags. 22.11.2011, þar sem atvinnurekanda hins slasaða [voru] veitt fyrirmæli um úrbætur á vinnuumhverfi þess vinnustaðar þar sem ofangreint vinnuslys átti sér stað. Skv. 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum mega starfsmenn VER ekki láta uppi við atvinnurekanda eða fulltrúa hans, að eftirlitsferð sé gerð vegna umkvörtunar. Afhending framangreindra gagna er því hafnað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2010 og 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.“<br /> <br /> Eins og fyrr sagði barst kæra máls þessa með bréfi, dags. 29. júlí 2013, og kemur þar fram að kærandi telur röksemdir Vinnueftirlitsins fyrir því að hafna aðgangi að gögnum ekki eiga sér lagastoð. Slysið hafi orðið á starfsstöð umbjóðanda kæranda, L, og sé fyrirtækið því aðili máls í skilningi 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Vinnueftirlitinu sé því skylt að afhenda gögnin enda varði þau hagsmuni L sérstaklega og verulega umfram aðra þar sem þau lúti að mati opinbers eftirlitsaðila á því hvort farið hafi verið að settum lögum og reglum á vinnustaðnum í umrætt sinn og hvort félaginu hafi borið að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að slys endurtaki sig. Sá aðili sem hafi orðið fyrir umræddu slysi hafi nú höfðað dómsmál á hendur L til greiðslu skaðabóta og sé S stefnt til réttargæslu í málinu. Vegna þess sé nauðsynlegt að fyrir liggi ástæður þess að tvær rannsóknarskýrslur hafi verið gerðar. Þá kemur m.a. fram í kærunni:<br /> <br /> „Umbjóðendur mínir telja að engar af undanþágum 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eigi við um beiðni umbjóðanda míns. Umbeðin gögn séu ekki undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga auk þess sem ekkert hafi komið fram um heimild Vinnueftirlitsins til að takmarka aðgang aðila að gögnum á þeim grunni að um sé að ræða upplýsingar um einkamálefni annarra og að þeir hagsmunir skuli vega þyngra en hagsmunir umbjóðenda minna, sbr. 3. mgr. 14. gr. laganna.<br /> <br /> Telja verður að ástæður þær sem Vinnueftirlitið setur fram í ákvörðun sinni eigi ekki við rök að styðjast og verði synjun því ekki byggð á undanþáguákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 eða ákvæðum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Að mati umbjóðenda minna verður ekki fallist á að gögn þau sem synjað er um aðgang að teljist hafa að geyma viðkvæmar persónupplýsingar þannig að 9. gr. upplýsingalaga geti átt við. Þá verður ekki talið að ákvæði 1. mgr. 83 gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum takmarki aðgang að umræddum gögnum. Umrætt ákvæði vísar til þess að upplýsingar sem starfsmenn Vinnueftirlitsins kunna að öðlast við framkvæmd eftirlits skuli ekki látnar öðrum í té enda sé ástæða til að ætla að slíkum upplýsingum skuli haldið leyndum. Í fyrsta lagi verður sú aðstaða sem uppi er í þessu máli ekki talin eiga við um framangreint ákvæði enda er ekki um að ræða upplýsingar um starfsemi umbjóðanda míns eins og ákvæðið vísar til. Í öðru lagi, ef ákvæðið væri engu að síður talið eiga við, þá er það umbjóðandi minn, L, sem telst vera aðili málsins og því ekki um það að ræða að upplýsingar verði afhentar „öðrum“. Í þriðja lagi hefur ekki verið sýnt fram á að ástæða sé til þess að umræddum upplýsingum skuli haldið leyndum. Í öllu falli verður að telja að meginreglan um upplýsingarétt verði ekki skert með þeim hætti sem Vinnueftirlitið heldur fram. Réttur til aðgangs að gögnum er meginreglan og skuli undantekningar frá þeirri reglu því skýrðar þröngt.<br /> [...]<br /> Þá er ljóst að synjun verður ekki studd við 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980. Í því sambandi liggur fyrir að ekki var um að ræða eftirlitsferð í skilningi laga nr. 46/1980, heldur rannsókn á orsökum slyss eða óhapps sem fjallað er um í 81. gr. laga nr. 46/1980. Þá liggur fyrir vitneskja umbjóðanda míns á því að ný rannsóknarskýrsla á atburðinum var gerð vegna ábendingar viðkomandi aðila. Þá eiga hér við sömu rök og nefnd hafa verið hér að framan um að ekki sé um að ræða upplýsingar um starfsemi umbjóðanda míns og jafnvel þó svo verði talið, þá verður honum, sem aðila máls, ekki synjað um slíkar upplýsingar. Þá skal ítrekað að réttur aðila til aðgangs að gögnum er varða hann verulega umfram aðra er meginregla og skuli undantekingar frá þeirri reglu skýrðar þröngt.“<br /> <br /> Jafnframt vísar kærandi til þess að tölvupóstsamskipti við aðila þar sem fram kom ábending til stofunarinnar teljist fyrirliggjandi gögn í skilningi 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Synjun á þeim gögnum verði ekki studd við 9. gr. sömu laga enda ekkert komið fram um að þau varði einkahagsmuni viðkomandi aðila. Ennfremur vísar kærandi máli sínu til stuðnings til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-99/2000 frá 3. ágúst 2000 og dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 330/2000 frá 19. október 2000.<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Vinnueftirlitinu til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 12. ágúst 2013. Svör Vinnueftirlitsins bárust með tveimur bréfum, dags. 27. ágúst 2012. Annað bréfið er fylgibréf með þeim gögnum sem afhent voru vegna málsins en hitt bréfið felur í sér efnislega umsögn Vinnueftirlitsins vegna kærunnar. Í umsögn Vinnueftirlitsins kemur fram að afhending gagna hafi verið hafnað á grundelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 2. málsl. 1. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá kemur m.a. fram í umsögninni:<br /> <br /> „Þeirri staðhæfingu kæranda er mótmælt að slysaumsagnir Vinnueftirlitsins séu eingöngu rannsóknarskýrslur. Þegar vinnuslys er tilkynnt til Vinnueftirlitsins metur stofnunin hvort þörf sé á sérstakri vettvangskönnun (rannsókn á orsökum slyss), sbr. 81. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Ef Vinnueftirlitið metur að þörf sé á vettvangskönnun þá er jafnframt farið í eftirlitsheimsókn á vinnustaðinn, sbr. 82. gr. laga nr. 46/1980. Slysaumsagnir Vinnueftirlitsins fela því bæði í sér niðurstöður stofnunarinnar um orsakir vinnuslysa og jafnframt niðurstöður eftirlitsheimsókna sem geta falið í sér fyrirmæli til viðkomandi atvinnurekanda um úrbætur á vinnuumhverfi vinnustaðarins þar sem slysið varð. Ef slysaumsagnir/eftirlitsskýrslur hafa að geyma fyrirmæli Vinnueftirlitsins um úrbætur teljast þær hluti eftirlitsmeðferðar í skilningi 2. mgr. 83. gr., sbr. 5. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980.<br /> <br /> Vinnueftirlitið átti tölvupóstsamskipti við aðila sem kom með ábendingar til stofnunarinnar um ágalla á slysaumsögn Vinnueftirlitsins, dags. 28. júní 2010, sem varð, ásamt öðru, til þess að Vinnueftirlitið endurgerði slysaumsögnina. Í hinni endurgerðu slysaumsögn Vinnueftirlitsins (eftirlitsskýrslu A91227), dags. 22. nóvember 2011, eru sett fram ný fyrirmæli kæranda (L) um úrbætur.<br /> <br /> Þagnarskyldákvæði 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 er ætlað að tryggja að starfsmenn og aðrir þeir sem kvarta til Vinnueftirlitsins eða koma með ábendingar til stofnunarinnar þurfi ekki að óttast eftirmála af slíku. Þetta er sérákvæði um þangarskyldu starfsmanna Vinnueftirlitsins sem skv. gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ganga framar þeim lögum. Af framangreindum ástæðum telur Vinnueftirlitið því ofangreind tölvupóstsamskipti undanþegin upplýsingarétti skv. upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Ef Vinnueftirlitið hefði látið ofangreinda tölvupósta af hendi til kæranda þá hefur stofnunin upplýst atvinnurekanda eða fulltrúa hans um hver kvartaði til Vinnueftirlitsins og þar með brotið trúnað við þann aðila. Vinnueftirlitið telur slíkt vera skýlaust brot á þagnarskyldu starfsmanna stofunarinnar skv. 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.“<br /> <br /> Vinnueftirlitið afhenti úrskurðarnefndinni eftirfarandi gögn vegna málsins:<br /> <br /> 1. Umsögn Vinnueftirlitsins um vinnuslys hjá L (eftirlitsskýrsla), dags. 28. júní 2010.<br /> 2. Umsögn Vinnueftirlitsins um vinnuslys hjá L (eftirlitsskýrsla), dags. 22. nóvember 2011.<br /> 3. Tjónstilkynningu hins slasaða til S, dags. 31. mars 2010.<br /> 4. Rannsóknarskýrslu L dags. 16.mars 2010.<br /> 5. Lögregluskýrslu sýslumannsins á Eskifirði, dags. 27. mars 2010.<br /> 6. Tölvubréf frá B til Vinnueftirlitsins, dags. 19. september 2011.<br /> 7. Tölvubréf frá B til Vinnueftirlitsins, dags. 20. október 2011.<br /> <br /> Umsögn Vinnueftirlitsins var afhent kæranda með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 13. september 2013, þar sem kæranda var gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar. Frekari athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 1. október 2013, þar sem skýringum Vinnueftirlitsins var alfarið hafnað og ítrekaðar voru fyrri kröfur og sjónarmið. <br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <div> Mál þetta lýtur að gögnum Vinnueftirlitsins í tengslum við slys er varð á starfsstöð L 16. mars 2010. Kærandi óskaði aðgangs að gögnum fyrst með tölvubréfi, dags. 29. maí 2013, og í kjölfarið bréflega 19. júní 2013, eftir að Vinnueftirlitið fór fram á að ef óskað væri eftir aðgangi að gögnum á grundvelli upplýsingalaga yrði það gert með skriflegu erindi. Af því tilefni þykir úrskurðarnefnd um upplýsingamál tilefni til að taka fram að í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að sá „sem [fari] fram á aðgang að gögnum [skuli] tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyri með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál.“ Þá kemur fram í 2. mgr. sama lagaákvæðis að setja megi „það skilyrði að beiðni komi fram á eyðublaði sem lagt [sé] til.“ Upplýsingalög gera því ekki þá kröfu að upplýsingabeiðnir séu settar fram skriflega nema þegar þeir aðilar, sem falla undir gildissvið laganna, hafa útbúið sérstakt eyðublað sem nota á almennt um upplýsingabeiðnir. Ef slíkt eyðublað er ekki fyrir hendi getur upplýsingabeiðni komið fram munnlega eða skriflega s.s. með tölvupósti eða bréfpósti, en þarf vissulega að vera svo skýr að unnt sé að afgreiða hana án verulegrar fyrirhafnar. Stjórnvaldi ber í kjölfarið að afgreiða beiðnina í samræmi við ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> <h3>2.</h3> Vinnueftirlitið byggir synjun sína um afhendingu gagna m.a. á ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.<br /> <br /> Í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að almenn „ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum þessum.“ Vinnueftirlitið heldur því fram að ákvæði 2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum sé sérákvæði um þagnarskyldu og gangi því framar ákvæðum upplýsingalaga. <br /> <br /> Þegar kemur að samspili einstakra þagnarskylduákvæða í lögum, annars vegar, og ákvæða  upplýsingalaga nr. 140/2012 skiptir máli hvort þagnarskylduákvæðin teljist almenn eða sérstök. Í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir meðal annars um þetta í umfjöllun um 4. gr. laganna: <br /> <br /> „Í lögum má enn fremur finna sérákvæði um þagnarskyldu þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Það fer eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga. Í nokkrum þessara ákvæða eru tilgreindar þær upplýsingar, sem þagnarskylda á að ríkja um, með mjög almennum hætti. Þar má t.d. nefna þegar þagnarskylda á að ríkja um einstaklingsbundnar upplýsingar, einkamálefni, persónuleg málefni eða upplýsingar um hagi einstaklinga eða fyrirtækja. Slík ákvæði valda almennt ekki vanda þar sem auðvelt er að skýra þau til samræmis við 9. gr. frumvarpsins. Þá eru ákvæði sem tilgreina skýrar þær upplýsingar sem þagnarskylda á að ríkja um. Að því leyti sem slíkum ákvæðum er ætlað að vernda sömu hagsmuni og ákvæði 6.–10. gr. frumvarpsins ber að skýra þau til samræmis við þau að svo miklu leyti sem hægt er. Þannig ber t.d. að skýra ákvæði sem mæla fyrir um þagnarskyldu um einkamál og heimilishagi eða þagnarskyldu um nöfn sjúklinga, vitneskju eða grun um sjúkdóma og heilsufar þeirra, til samræmis við 1. málsl. 9. gr. frumvarpsins, en þar kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Þá ber að skýra ákvæði, sem mæla fyrir um þagnarskyldu um efnahag, tekjur eða gjöld einstaklinga, til samræmis við 1. málsl. 9. gr. frumvarpsins, en þar kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í 2. málsl. 9. gr. frumvarpsins er mælt svo fyrir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Til samræmis við þetta ákvæði ber að skýra ákvæði sem mæla fyrir um þagnarskyldu um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða rannsóknir í þágu atvinnulífs sem kostaðar eru af einkaaðilum.“<br /> <br /> Þá segir: <br /> <br /> „Þau sérákvæði laga um þagnarskyldu þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til ganga skýrlega lengra en ákvæði 6.–10. gr. frumvarpsins, eða taka til annarra upplýsinga en þar eru undanþegnar aðgangi almennings, ganga framar ákvæðum frumvarps þessa, ef að lögum verður, og hindra því aðgang að þeim upplýsingum sem þar er getið. Afar fá slík ákvæði eru í íslenskum lögum þannig að um óveruleg frávik er að ræða frá þeim rétti til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í frumvarpi þessu.“ <br /> <br /> Í 2. máls. 1. mgr.  83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum segir um starfsmenn Vinnueftirlitsins: „Eigi mega þeir heldur láta öðrum í té upplýsingar um starfsemina, starfsmenn eða aðra aðila, ef þeir hafa fengið vitneskjuna vegna eftirlits síns og ástæða er til að ætla, að henni skuli haldið leyndri.“ Þá er 2. mgr. ákvæðisins á þá leið að: „Starfsmenn Vinnueftirlitsins mega ekki láta uppi við atvinnurekanda eða fulltrúa hans, að eftirlitsferð sé gerð vegna umkvörtunar.“<br /> <br /> Ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 83. gr. um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum felur ekki í sér sérstakt þagnarskylduákvæði, þar sem sérgreint sé hvaða upplýsingum skuli haldið leyndum, heldur er ákvæðið almennt og leggur þær skyldur á Vinnueftirlitið að meta í hverju tilviki fyrir sig hvort það geti átt við. Gengur ákvæðið því ekki framar ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 heldur ber að skýra það til samræmis við ákvæði 9. gr. eða eftir atvikum 3. mgr. 14. gr. laganna. <br /> <br /> Ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum felur aftur á móti í sér sérstaka þagnarskyldureglu þar sem sérgreint er að í þeim tilvikum þar sem eftirlitsferð er farin vegna umkvörtunar þá megi ekki upplýsa atvinnurekanda eða fulltrúa hans um það. Verður að skýra ákvæðið með þeim hætti að það eigi bæði við um munnlegar upplýsingar gefnar við eftirlitsferð og afhendingu gagna sem innihalda sömu upplýsingar. <br /> <br /> Í máli þessu tilkynnti L Vinnueftirlitinu að morgni 17. mars 2010 að slys hefði orðið á starfsstöð þess við lok vinnudags 16. mars 2010. Vinnueftirlitið fór í eftirlitsferð þann dag sem tilkynning barst. Með vísan til þessa fæst ekki séð að ákvæði 2. mgr. 83. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum geti átt við í máli þessu þar sem fyrir liggur af hvaða ástæðum Vinnueftirlitið fór í eftirlitsferð. Verður mál þetta því afgreitt á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> <h3>3.</h3> Beiðni kæranda um aðgang að gögnum er reist á 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um upplýsingarétt aðila. Til þess að framangreint lagaákvæði geti átt við þarf gagnabeiðandi að teljast aðili í skilningi ákvæðisins en hann telst til aðila ef gögn innihalda „upplýsingar um hann sjálfan“. Í athugasemdum við 14. gr. frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum kemur fram að „með orðalaginu að gagn skuli geyma „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. ákvæðisins er vísað til þess að upplýsingar þurfi að varða viðkomandi aðila sérstaklega og verulega umfram aðra.“<br /> <br /> Þau gögn sem hér um ræðir tengjast öll slysi er varð á starfsstöð L, sem er annar af tveimur umbjóðendum kæranda. Hinn umbjóðandi kæranda er S sem er tryggingarfélag kæranda og stefnt hefur verið til réttargæslu í dómsmáli er varðar slysið. Þar sem gögn máls þessa tengjast öll umræddu slysi á starfsstöð L varða þau L sérstaklega og verulega umfram aðra og telst því fyrirtækið til aðila í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þá verður að telja að sama eigi við um S enda hvílir væntanlega endanleg ábyrgð, á þeim kröfum sem beint yrði að L, á tryggingarfélaginu í því tilviki sem hér um ræðir. Verður því að líta svo á, með hliðsjón af aðstæðum í máli þessu, að upplýsingarnar sem um ræðir varði S jafnframt sérstaklega og verulega umfram aðra.   <br /> <br /> Vinnueftirlitið byggði synjun sína um afhendingu gagna á ákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem segir:<br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“  <br /> <br /> Þar sem mál þetta er afgreitt á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 getur 9. gr. laganna ekki komið til skoðunar. Aftur á móti ber að skoða 3. mgr. 14. gr. þar sem fram kemur að heimilt sé „að takmarka aðgang aðila að gögnum hafi þau jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. “<br /> <br /> <h3>4.</h3> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau gögn sem afhent hafa verið vegna málsins. Um er að ræða tvær umsagnir um vinnuslys hjá L, dags. 28. júní 2010 og 22. nóvember 2011. Í báðum umsögnunum er m.a. er fjallað um tildrög slyss, vinnubrögð og starfshætti, aðstæður á slysstað og áhættumat auk þess sem þar eru myndir af slysstað. Þá er í seinni umsögninni jafnframt fjallað um þær upplýsingar sem fram koma í lögregluskýrslu sýslumannsins á Eskifirði, dags. 27. mars 2010, sem byggir á viðtölum við hinn slasaða og vitni að slysinu en lögregluskýrslan er jafnframt meðal gagna þessa máls. Þá eru í seinni umsögninni sett fram fyrirmæli um notkun súluborvélar þar sem segir að tryggja skuli að öryggishlíf sé ávallt á vélinni með virkum öryggisrofa. Þá liggja fyrir tvö tölvubréf frá B til Vinnueftirlitsins, dags. 19. september 2011 og 20. október 2011. Í því fyrra er kannað hvort Vinnueftirlitið hafi haft samband við hann og í því síðara er gerð athugasemd við umsögn Vinnueftirlitsins, dags. 28. júní 2010. Fram kemur að B hafi skoðað gögn málsins fyrir C, sem slasaðist í vinnuslysinu 16. mars 2010. Umrædd gögn hafa ekki að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sem vegið getur þyngra að haldið sé leyndum en hagsmunir kæranda af því að fá gögnin afhent f.h. umbjóðenda sinna.<br /> <br /> Þau gögn sem eftir standa eru gögn sem stafa frá umbjóðendum kæranda, þ.e. L og S. Umrædd gögn eru annars vegar tjónstilkynning hins slasaða til S, dags. 31. mars 2010, og hins vegar rannsóknarskýrsla L, dags. 16. mars 2010. Upplýsingalög standa því ekki í vegi að stjórnvald afhendi aðila þau gögn sem frá honum stafa, eða hefur verið að honum beint, auk þess sem gögnin hafa ekki að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra í skilningi 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sem vegur þyngra að haldið sé leyndum en hagsmunir kæranda af því að fá gögnin afhent f.h. umbjóðenda sinna.<br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds ber Vinnueftirlitinu að afhenda kæranda f.h. umbjóðenda sinna þau gögn sem mál þetta varðar og tilgreind eru í sjö liðum í málsmeðferðarkafla hér að framan.<br /> <br /> Tekið skal fram að í úrskurði þessum er aðeins leyst úr því hvort kærandi f.h. L og S eigi rétt á að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum sem aðili máls í skilningi 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í samræmi við það hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort aðrir eigi rétt á að fá aðgang að þeim. <br /> <br /> Beðist er velvirðingar þeim drætti sem orðið hefur á afgreiðslu máls þessa.<br /> <br /> <h3>Úrskurðarorð</h3> Vinnueftirlitinu ber að afhenda [A]. f.h. L og S eftirfarandi gögn:<br /> <br /> 1. Umsögn Vinnueftirlitsins um vinnuslys hjá L (eftirlitsskýrsla), dags. 28. júní 2010.<br /> 2. Umsögn Vinnueftirlitsins um vinnuslys hjá L (eftirlitsskýrsla), dags. 22. nóvember 2011.<br /> 3. Tjónstilkynningu hins slasaða til S, dags. 31. mars 2010.<br /> 4. Rannsóknarskýrslu L dags. 16.mars 2010.<br /> 5. Lögregluskýrslu sýslumannsins á Eskifirði, dags. 27. mars 2010.<br /> 6. Tölvubréf frá B til Vinnueftirlitsins, dags. 19. september 2011.<br /> 7. Tölvubréf frá B til Vinnueftirlitsins, dags. 20. október 2011<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Erna Indriðadóttir<br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </div> |
A-520/2014. Úrskurður frá 1. apríl 2014 | Þrír einstaklingar kærðu afgreiðslu sýslumannsembætta á beiðnum um að fá afhentar upplýsingar um kjör löglærðra fulltrúa hjá embættunum. Þeir höfðu fengið töflu yfir föst launakjör fulltrúa hjá sýslumannsembættum utan Reykjavíkur, en á þeirri töflu koma hvorki fram nöfn umræddra fulltrúa né hjá hvaða sýslumannsembættum þeir starfa. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagði fyrir tilgreinda sýslumenn að afhenda kærendum upplýsingar um föst launakjör umræddra fulltrúa. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 1. apríl kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-520/2014 í máli ÚNU 13030007<br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með bréfi 13. mars 2013 kærðu [A, B og C] afgreiðslu 20 sýslumannsembætta á beiðni um afhendingu gagna. Í kærunni er vísað til þess að þann 20. desember 2012 hafi kærendur óskað upplýsinga frá sýslumannsembættum landsins um kjör löglærðra starfsmanna þar. Þann 17. janúar 2013 hafi borist svar í tölvupósti frá Sýslumannafélagi Íslands fyrir hönd 23 sýslumannsembætta þar sem upplýst var um launaflokka starfsmanna embættanna, fasta yfirvinnutíma og hvort starfsmaður væri staðgengill sýslumanns. Svar sýslumannsins í Reykjavík með sömu upplýsingum hafi borist þann sama dag. Í kærunni kemur fram að kærendur hafi talið svar Sýslumannafélagsins ófullnægjandi og beiðni kærenda hafi því verið ítrekuð með bréfi 30. janúar 2013. Þann 13. febrúar sama ár hafi borist svar í tölvupósti frá Sýslumannafélaginu f.h. 20 sýslumannsembætta. Þar kemur fram að félagið telji þær upplýsingar sem þegar hafi verið sendar kærendum væru fullnægjandi. Ekki sé um önnur fastlaunakjör að ræða en greint hafi verið frá í fyrra svari. Varðandi starfsaldur sé því til að svara að skráning sé ónákvæm og því varhugavert að byggja á henni. Í ráðningarsamningum einstakra starfsmanna sé ekki að finna neinar upplýsingar varðandi laun og kjör sem ekki hafi þegar verið veittar. Í kærunni kemur fram að í beiðnum kærenda 20. desember 2012 og 30. janúar 2013 hafi sérstaklega verið óskað eftir annars vegar ráðningarsamningum og hins vegar fastlaunasamningum umræddra starfsmanna og einnig eftir atvikum öðrum gögnum um föst launakjör. </p> <p>Í  kærunni kemur fram að á svipuðum tíma og framangreind samskipti áttu sér stað hafi kærendum borist umbeðnar upplýsingar frá sýslumönnunum í Reykjavík og á Patreksfirði, Ísafirði og Siglufirði. Kærð sé ákvörðun hinna 20 embættanna að afhenda ekki umbeðnar upplýsingar. Áréttað er að réttur til aðgangs að gögnum um laun og föst launakjör opinberra starfsmanna, þ. á m. að ráðningarsamningum og öðrum ákvörðunum og samningnum sem kunni að liggja fyrir um föst launakjör þeirra byggi á skýrri og fastmótaðri framkvæmd eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 sem lögfest hafi verið með nýjum upplýsingalögum nr. 140/2012. Skýrt sé að réttur til aðgangs nái þannig til gagna sem geymi upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn eigi rétt til. Þá er fundið að því að þau svör sem hafi borist frá hinum kærðu embættum hafi verið send af Sýslumannafélagi Íslands. Í kærunni kemur fram að kæran beinist að embættum sýslumannsins á Akranesi, sýslumannsins á Akureyri, sýslumannsins á Blönduósi, sýslumannsins í Bolungarvík, sýslumannsins í Borgarnesi, sýslumannsins í Búðardal, sýslumannsins á Eskifirði, sýslumannsins í Hafnarfirði, sýslumannsins á Hólmavík, sýslumannsins á Húsavík, sýslumannsins á Hvolsvelli, sýslumannsins á höfn, sýslumannsins í Keflavík, sýslumannsins í Kópavogi, sýslumannsins á Sauðárkróki, sýslumannsins á Selfossi, sýslumannsins á Seyðisfirði, sýslumanns Snæfellinga, sýslumannsins í Vestmannaeyjum og sýslumannsins í Vík.  <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Í kjölfar þess að kæran barst úrskurðarnefndarinnar áttu sér stað bréfleg samskipti af hálfu nefndarinnar og kærenda um það hvort kæran uppfyllti skilyrði 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af hálfu úrskurðarnefndarinnar voru síðan rituð bréf 27. maí 2013 til þeirra sýslumannsembætta er kæran lýtur að. Í bréfunum, sem voru samhljóða, voru embættin upplýst um að kæran hefði borist og athygli þeirra vakin á efni 1. mgr. 17. gr. og 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Var því beint til embættanna að þau tækju ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið hefði slík ákvörðun ekki þegar verið tekin. Kysu embættin að synja kærendum um aðgang að gögnum þeim er beiðni þeirra lyti að var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit af hinum umbeðnu gögnum. <br /> <br /> Dagana 29. og 30. maí 2013 bárust nefndinni svör frá sýslumanninum á Höfn, sýslumanninum á Hólmavík og sýslumanninum á Bolungarvík. Þar kom fram að hjá umræddum embættum væru engir löglærðir fulltrúar og því engin gögn að finna sem beiðni kærenda lyti að. <br /> <br /> Þann 4. júní 2013 barst úrskurðarnefndinni bréf frá Sýslumannafélagi Íslands sem var undirritað af formanni félagsins. Kemur þar fram að flestir sýslumenn hafi tekið sig saman og falið Sýslumannafélagi Íslands að svara erindi kærenda í einu lagi. Af hálfu félagsins er því hafnað að nokkuð sé athugavert við form svara félagsins til kærenda. Þá hafnar félagið að afhenda kærendum ráðningarsamninga. Að mati félagsins séu í ráðningarsamningum upplýsingar af því tagi sem undanþegnar séu upplýsingarétti samkvæmt 4. tölulið 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sbr. 7. gr. sömu laga. Í bréfinu er í þessu samhengi vísað til bankareikninga starfsmanna. Þegar hafi verið veittar upplýsingar um föst launakjör sbr. 3. tölulið 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá sé ástæða til að taka fram að útgáfudagar ráðningarsamninga séu ekki áreiðanlegar upplýsingar um starfsaldur, sem séu upplýsingar sem kærendur hafi leitað eftir. Dagsetning á gildandi ráðningarsamningi segi ekki til um samanlagðan starfsaldur starfsmanns hjá hinu opinbera. Almennt hafi sýslumenn ekki aðgengilegar upplýsingar um fyrri starfsaldur starfsmanna á öðrum embættum eða stofnunum ríkisins. Sýslumannafélagið líti svo á að með svari sínu til kærenda með tölvupósti 30. janúar 2013 og aftur 13. febrúar 2013 hafi með skýrum hætti verið tekið fram að þegar hafi verið veitt fullnægjandi svör og að hafnað væri beiðni um ráðningarsmaninga, þrátt fyrir að það væri ekki gert með sérstakri tilvísun í 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> Með bréfi 6. júní 2013 tilkynntu kærendur úrskurðarnefndinni að þeim hefðu borist bréf frá sýslumanninum á Höfn og sýslumanninum á Hvolsvelli. Af bréfinu verður ráðið að kærendur telji að umrædd embætti hafi brugðist með fullnægjandi hætti við beiðni þeirra um gögn.<br /> <br /> Þann 3. júlí 2013 var þess óskað af hálfu úrskurðarnefndarinnar að Sýslumannafélagið skýrði nánar hvort það teldi sig geta komið fram fyrir hönd einstakra sýslumannsembætta gagnvart úrskurðarnefndinni. Félagið brást við erindinu 8. sama mánaðar. Þar kom fram að bréf félagsins 4. júní hefði verið ritað í umboði umræddra sýslumannsembætta. Frekari svör bárust nefndinni 26. júlí 2013. Þar kom fram að málið snéri að gerð stofnanasamnings löglærðra starfsmanna sýslumannsins í Reykjavík. Sýslumannafélag Íslands hefði annast gerð stofnanasamnings f.h. allra sýslumannsembætta utan Reykjavíkur en sá stofnanasamningur var látinn nefndinni í té. <br /> <br /> Þann 25. september 2013 voru af hálfu úrskurðarnefndarinnar rituð bréf til þeirra sýslumannsembætta er kæran laut að. Var óskað eftir að sýslumannsembættin staðfestu að bréf Sýslumannafélags Íslands til úrskurðarnefndarinnar 4. júní 2013 hefði verið ritað í umboði sýslumannsembættanna. Slík staðfestingar bárust frá öllum sýslumannsembættum sem kæran beindist að. <br /> <br /> Úrskurðarnefndini barst bréf frá sýslumansembættinu í Búðardal, dags. 4. desember 2013, þar sem fram kom að engin löglærður fulltrúi starfaði þar.<br /> <br /> Þann 17. mars 2014 ritaði úrskurðarnefndin bréf til Sýslumannafélags Íslands en með bréfinu var þess óskað að félagið léti nefndinni í té þau gögn sem kærendum höfðu verið afhent af hálfu félagsins sem og þeirra gagna sem sýslumaðurinn í Reykjavík hafði afhent kærendum. Úrskurðarnefndin fékk gögnin send 19. mars sama ár. <br /> <br /> Meðferð málsins hefur dregist fyrir úrskurðarnefndinni vegna þeirra samskipta sem nefndin taldi nauðsynleg vegna óvissu um umboð Sýslumannafélags Íslands. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Í beiðni kærenda 20. desember 2012 var óskað eftir ráðningar- og fastlaunasamningum löglærðra starfsmanna sýslumannsembætta landsins. Í beiðninni kom einnig fram að eftir atvikum væri einnig óskað eftir öðrum samningum sem hefðu að geyma upplýsingar um föst launakjör.  Sýslumannafélag Íslands brást við beiðninni með tölvupósti 17. janúar 2013 en í honum kemur fram að með tölvupóstinum séu kærendum látnar í té umbeðnar upplýsingar frá þeim sýslumannsembættum sem beiðni kæranda var beint til. Af gögnum málsins verður ráðið að félagið hafi sent tölvupóstinn fyrir hönd umræddra sýslumannsembætta og að í kjölfarið hafi það komið fram fyrir hönd sýslumannsembættanna gagnvart kærendum og úrskurðarnefndinni. <br /> <br /> Kærendur óskuðu á ný eftir sömu gögnum frá umræddum sýslumannsembættum með beiðni 30. janúar 2013. Tekið var fram að sérstaklega væri óskað eftir að fá þau gögn sem tilgreind hefðu verið í beiðninni frá 20. desember 2012 og að viðbrögð Sýslumannafélags Íslands við þeirri beiðni hefðu verið ófullnægjandi. Ómögulegt væri að greina af þeim upplýsingum sem kærendum hefðu verið látnar í té hvort um tæmandi talningu á launakjörum starfsmanna væri að ræða. Auk þess lægi starfsaldur hvers starfsmanns ekki fyrir eins og lesa mætti úr ráðningarsamningum. Sýslumannafélag Íslands brást við þessari beiðni kærenda með tölvupósti 13. febrúar og synjaði um aðgang að hinum umbeðnu gögnum.   <br /> <br /> Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga.  Ákvarðanir Sýslumannafélags Íslands fyrir hönd ýmissa sýslumannsembætta 17. janúar 2013 og 13. febrúar sama ár voru því eðli máls samkvæmt byggðar á efnisákvæðum laga nr. 140/2012. <br /> <br /> 2.<br /> Beiðni kærenda um aðgang að gögnum var reist á 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012 en þar er kveðið á um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Samkvæmt ákvæðinu er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Í 7. gr. laganna er fjallað um takmarkanir á rétti almennings til aðgangs að upplýsingum um málefni starfsmanna. Í 1. mgr. 7. gr. segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taki til taki „ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti“. Á hinn bóginn er í 2. mgr. 7. gr. kveðið á um að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. sé skylt að veita upplýsingar um tiltekin atriði sem varði opinbera starfsmenn. Samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. er því skylt að veita aðgang að upplýsingar um „föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda“. <br /> <br /> Í athugasemdum um 7. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að í 2. mgr. 7. gr. sé að finna undantekningar frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 1. mgr. lagagreinarinnar. Þá segir að með „gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr.“, sé átt við „gögn í málum þar sem teknar séu ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna“. Um þetta segir nánar í athugasemdunum: <br /> <br /> Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.<br /> <br /> Í eldri upplýsingalögum nr. 50/1996 var ekki að finna sambærilegt ákvæði og 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar óskað var aðgangs að gögnum um launakjör starfsmanna í gildistíð eldri laga reyndi því á þá almennu takmörkunarheimild vegna einkahagsmuna einstaklinga sem fólst í 1. málslið 5. gr. laganna, sbr. núgildandi 1. málslið 9. gr.  Í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að núgildandi upplýsingalögum var í umfjöllun um 3. tölulið 2. mgr. 7. gr. vísað til þeirrar framkvæmdar sem hafði skapast við beitingu 5. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 að því er varðaði upplýsingar um launakjör starfsmanna. Sagði eftirfarandi í athugasemdunum að þessu leyti: <br /> <br /> Samkvæmt skýrri og fastmótaðri framkvæmd á upplýsingalögum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem á sér einnig stoð í athugasemdum sem fylgdu 5. gr. frumvarpsins að lögunum, hafa 3. og 5. gr. laganna verið skýrðar svo að sé óskað aðgangs að gögnum um laun opinberra starfsmanna skuli veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem ná til fastra launakjara þeirra, þar á meðal ráðningarsamningum og öðrum ákvörðunum og samningum sem kunna að liggja fyrir um föst laun þeirra. Rétturinn til aðgangs samkvæmt gildandi lögum nær þannig til gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Hins vegar hefur vegna ákvæðis 1. málsl. 5. gr. núgildandi upplýsingalaga verið litið svo á að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns hvort sem þau eru hærri en föst laun hans, t.d. sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri af einhverjum ástæðum, svo sem vegna launafrádráttar af sérstökum ástæðum. Má um framangreindar skýringar t.d. vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-277/2008, A-214/2005, A-393/2011 o.fl. svo og álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5103/2007. Lagt er til að breyting verði á þessu að því er varðar þá opinberu starfsmenn sem teljast æðstu stjórnendur. [...]Í 3. tölul. 2. mgr. er því mælt fyrir um það að einvörðungu skuli veita upplýsingar um föst laun opinberra starfsmanna [...] Með föstum launakjörum er m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunna að liggja fyrir um föst laun starfsmanns. Rétturinn til aðgangs nær þannig til gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Jafnframt felst í þessu að óheimilt er að veita upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns, hvort sem þau eru hærri en föst laun hans, t.d. sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri af einhverjum ástæðum, svo sem vegna launafrádráttar af sérstökum ástæðum. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst að almennt teljast samningar milli stjórnvalda og starfsmanna þeirra um starfssambandið undanþegnir upplýsingarétti almennings samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Á hinn bóginn kunna í slíkum samningum að koma fram upplýsingar sem almenningur á rétt til aðgangs að sbr. áðurnefndan 3. tölulið 2. mgr. 7. gr. Sú regla, eins og önnur ákvæði 2. mgr. 7. gr., felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 1. mgr. 7. gr.  <br /> <br /> Í ljósi þessa telur úrskurðarnefndin að stjórnvöld geti fullnægt lagaskyldu sinni samkvæmt 2. mgr. 7. gr. með því að láta þeim sem óskar aðgangs að gögnum á grundvelli ákvæðisins aðeins í té þær upplýsingar sem sérstaklega eru þar tilgreindar. Vegna beiðni um aðgang að upplýsingum samkvæmt 3. tölulið 2. mgr. 7. gr. er stjórnvaldi því ekki skylt að afhenda gögn eins og ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunna að liggja fyrir um föst laun starfsmanns eða gögn sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaður á rétt til, kjósi stjórnvaldið fremur að útbúa og veita aðgang að öðru gagni þar sem upplýsingar þær sem tilgreindar eru í ákvæðinu koma fram eða þá að beita heimild 3. mgr. 5. gr. til þess að strika út upplýsingar í tiltækum skjölum sem óheimilt er að birta. Því var sýslumannaembættunum, er beiðni kærenda var beint til, heimilt að afhenda kærendum yfirlit yfir föst launakjör tiltekinna starfsmanna umræddra embætta í stað þeirra gagna sem tilgreind voru í beiðninni, enda nær réttur kærenda samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga ekki til ákveðina gagna heldur til þeirra upplýsinga sem tilteknar eru í ákvæðinu.  <br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Sýslumannafélag Íslands hefur látið úrskurðarnefndinni í té þau gögn sem afhent voru kærendum í tilefni af beiðni þeirra 20. desember 2012. Um er að ræða töflu sem ber heitið „Föst launakjör fulltrúa sýslumannsembættanna utan Reykjavíkur“ en taflan skiptist í fjóra dálka. Í dálk sem ber yfirskriftina „Fulltrúi“ koma fram tölur í hlaupandi röð frá einum til 39 og verður ráðið að hver tala í dálknum standi fyrir einstakan starfsmann en í sömu röð annarra dálka töflunnar sé að finna upplýsingar um viðkomandi starfsmann í samræmi við yfirskriftir hinna dálkanna þriggja sem eru „Launaflokkur“, „Föst yfirvinna klst“ og „Staðgengill“. Þannig komi fram í dálknum „Launaflokkur“ númer launaflokks viðkomandi starfsmanns og í dálknum „Föst yfirvinna klst.“ komi fram fjöldi klukkustunda sem viðkomandi fái greiddar í yfirvinnu. Loks sé tilgreint í dálknum „Staðgengill“ hvort starfsmaðurinn sé staðgengill sýslumanns eða ekki. Í töflunni sem Sýslumannafélag Íslands afhenti kærendum koma hvorki fram nöfn umræddra starfsmanna né hvaða sýslumannsembættum þeir starfa hjá. <br /> <br /> Réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um föst launakjör í skilningi 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga verður ekki takmarkaður með þeim hætti að ekki sé skylt samkvæmt ákvæðinu að greina frá því hver föst launakjör tiltekins nafngreinds starfsmanns séu. Því var Sýslumannafélagi Íslands ekki heimilt að leyna nöfnum þeirra starfsmanna sem hinar umbeðnu upplýsingar lutu að, nema fyllilega væri ljóst að kærendur hefðu ekki hug á að fá þær upplýsingar. Engu skiptir í því samhengi að beiðni kærenda beindist að upplýsingum um föst launakjör fleiri einstaklinga. Að sama skapi bar að tilgreina hjá hvaða sýslumannsembættum umræddir starfsmenn störfuðu þar sem beiðni kærenda var ekki beint að Sýslumannafélagi Íslands heldur hverju og einu sýslumannsembætti. <br /> <br /> Þá verður ekki ráðið af öðrum upplýsingum í töflunni hver föst launakjör fulltrúa sýslumannsembættanna voru. Þótt þar komi fram launaflokkar einstakra starfsmanna, hver föst yfirvinna þeirra séu og hvort þeir séu staðgengill sýslumanns er alls óljóst hvaða þýðingu þessar upplýsingar hafa fyrir föst launakjör þeirra. Er þannig ekki vísað til neinna samninga sem kunna að gilda að öðru leyti um launakjör fulltrúa sýslumannsembætta en ætla verður að slíkra upplýsingar sé að finna í þeim gögnum sem kærendur óskuðu aðgangs að. Uppfylltu veittar upplýsingar að þessu leyti ekki áskilnað 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Af þessu tilefni bendir  úrskurðarnefndin á að stofnunum og lögaðilum, sem bundin eru af ákvæðum upplýsingalaga, er heimilt að bregðast við beiðnum um aðgang að gögnum með því að leiðbeina hvar megi nálgast þau hafi þau þegar verið gerð opinber. Vísast um þetta til 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga þar sem sú krafa er gerð að stjórnvald tilgreini þá nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar eru aðgengilegar. Var því Sýslumannafélagi Íslands, fyrir hönd þeirra sýslumannsembætta sem beiðni kærenda var beint til, ekki heimilt að gera ráð fyrir að kærendur hefðu í höndum aðrar upplýsingar sem þurfti til að greina föst launakjör þeirra starfsmanna er beiðnin laut að. Þá áréttar úrskurðarnefndin að hafi aðrar upplýsingar um einstaka sýslumannsfulltrúa skipt máli varðandi útreikning á föstum launakjörum þeirra umfram það sem fram kemur í hinni afhentu töflu, eins og til dæmis starfsaldur fulltrúanna, bar sýslumannafélaginu að veita aðgang að slíkum upplýsingum. <br /> <br /> Í ljósi alls þessa voru viðbrögð Sýslumannafélags Íslands við beiðni kærenda ekki í samræmi við 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir að úrskurðarnefndin hafi með bréfi 27. maí 2013 farið þess á leit við sýslumannsembættin að þau létu nefndinni í té þau gögn sem kærendum hafði verið synjað um aðgang að, hefði slík ákvörðun á annað borð verið tekin, hafa gögnin ekki verið afhent nefndinni. Nefndin hefur því ekki forsendur til að taka ákvörðun um að veita kærendum aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Verður því, í samræmi við þau sjónarmið sem úrskurðarnefndin hefur rakið í úrskurði þessum., lagt fyrir þau sýslumannsembætti sem kærð voru að afhenda kærendum upplýsingar um nöfn löglærðra starfsmanna embættanna og föst launakjör hvers og eins þeirra hjá viðkomandi sýslumannsembætti. Úrskurðarnefndin bendir á að til fastra launakjara, í skilningi 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga, teljast föst yfirvinna, bílastyrkir, húsaleigustyrkir og önnur þess háttar hlunnindi.  <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Lagt er fyrir sýslumanninn á Akranesi, sýslumanninn á Akureyri, sýslumanninn á Blönduósi, sýslumanninn í Borgarnesi, sýslumanninn á Eskifirði, sýslumanninn í Hafnarfirði, sýslumanninn á Húsavík, sýslumanninn í Keflavík, sýslumanninn í Kópavogi, sýslumanninn á Sauðárkróki, sýslumanninnn á Selfossi, sýslumanninn á Seyðisfirði, sýslumann Snæfellinga, sýslumanninn í Vestmannaeyjum og sýslumanninn í Vík að afhenda kærendum upplýsingar um föst launakjör löglærðra starfsmanna embættanna.  <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir              <br /> <br /> Friðgeir Björnsson <br /> </p> |
A-524/2014. Úrskurður frá 1. apríl 2014 | A kærði synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni nokkurra erlendra vátryggjenda um aðgang að gögnum, sem þeir hugðust leggja fram í bótamálum sem höfðuð hafa verið á hendur þeim.Úrskurðarnefndin lagði til grundvallar að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri sérstakt þagnarskylduákvæði. Hins vegar var deilt um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. ætti við, en samkvæmt því má, við rekstur einkamála, upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram. Nefndin taldi LBI hf. hafa verið í aðstöðu sem leggja mætti að jöfnu við að hafin væru gjaldþrotaskipti - og því verið í þvinguðum slitum í skilningi ákvæðisins. Hins vegar tengdist ákvæðið aðeins gagnaöflun fyrir dómi, innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Það ætti ekki við og því yrði að meta hvort gögnin væru háð sérstakri þagnarskyldu. Það var niðurstaða nefndarinnar að tiltekið bréf Landsbanka Íslands hf. til FME, tiltekin minnisblöð og hluti af skýrslu FME, um athugun á útlánaáhættu hjá bankanum, sem um var deilt, væru háð slíkri skyldu. FME hafði neitað að taka afstöðu til beiðni kærenda um aðgang að afritum af kærum og tilvísunum til sérstaks saksóknara, enda yrði með því upplýst hvort mál varðandi tilgreinda aðila væru eða hefðu verið til rannsóknar hjá stofnuninni. Nefndin kvað upplýsingar um hvort tiltekið mál um ákveðna einstaklinga, væri eða hafi verið til meðferðar hjá stjórnvaldi, geta fallið undir 9. gr. upplýsingalaga. Það ætti t.d. við ef það varðaði viðkvæmar persónuupplýsingar en það væru m.a. upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður eða ákærður fyrir refsiverðan verknað. Umrædd ákvörðun FME var staðfest og þessum hluta málsins vísað frá. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 1. apríl 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-524/2014 í máli ÚNU 13070003.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Með bréfi, dags. 8. júlí 2013, kærði A synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni nokkurra erlendra vátryggjenda um aðgang að gögnum, sem þeir hyggjast leggja fram í dómsmálum sem höfðuð hafa verið á hendur þeim til greiðslu úr svonefndri stjórnendatryggingu (e. Directors´ and Officers´ Liability Insurance). Kærendur eru nánar tiltekið eftirfarandi: […]<br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Með beiðni, dags. 5. apríl 2013, óskuðu kærendur eftir því að Fjármálaeftirlitið veitti upplýsingar og gögn í 27 tölusettum liðum í tengslum við málarekstur samkvæmt meðfylgjandi stefnum. Um er að ræða mál sem Landsbanki Íslands hf. hefur höfðað á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til heimtu skaðabóta fyrir tjón sem bankinn telur sig hafa orðið fyrir vegna saknæmrar háttsemi þeirra. Kærendum í máli þessu er stefnt á grundvelli stjórnendatryggingar sem Landsbankinn kveður sig hafa keypt í janúar 2008. Að mati bankans á tryggingin að bæta tjón vegna hinnar saknæmu háttsemi fyrrverandi stjórnenda hans. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 22. apríl 2013, veitti Fjármálaeftirlitið kærendum kost á að afmarka fyrstu 11 töluliði beiðninnar betur, þannig að unnt væri að tengja þá við tiltekin mál eða fyrirliggjandi gögn. Fjármálaeftirlitið taldi sér  hins vegar fært að taka aðra liði beiðninnar til afgreiðslu.<br /> <br /> Kærendur afmörkuðu beiðni sína um gögn samkvæmt fyrstu 11 töluliðunum með bréfi dags. 27. maí 2013. Með bréfi dags. 10. júní 2013 hafnaði Fjármálaeftirlitið að veita gögn samkvæmt töluliðum 12, 13, 14, 16, 20, 23, 26 og 27 í hinni upprunalegu beiðni. Í rökstuðningi stofnunarinnar var meðal annars vísað til þagnarskyldu starfsmanna hennar samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, ákvæða um bankaleynd samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og takmarkana í upplýsingalögum.<br /> <br /> Kæra kærenda tekur þannig til framangreindra átta töluliða í hinni upprunalegu beiðni, en orðrétt er umbeðnum gögnum lýst með eftirfarandi hætti:<br /> <br /> „12. Gögn um ágreining FME og Landsbanka vegna athugasemda FME, sbr. og bréf FME dags. 22. mars 2007, í tengslum við úttekt sem framkvæmd var á áhættumælingum og áhættustýringum bankans á árinu 2005, sbr. kafla 8.6.5.5.1.1 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.<br /> <br /> </p> <p>13. Athugun FME á áhættumati Landsbanka (mál nr. 2005040012) og gögn tengd því.</p> <p><br /> 14. Bréf frá Landsbanka til FME, dags. 30. apríl 2007, þar sem bankinn mótmælti bréfi eftirlitsins frá 22. mars 2007.<br /> <br /> 16. Fundargerð vegna innanhússfundar FME 29. mars 2007, þar sem sérstaklega var fjallað um skuldbindingar […] og tengdra aðila við Landsbanka.</p> <p><br /> 20. Minnisblað starfsmanns FME í máli nr. 2005040012, dags. í september 2007.<br /> <br /> 23. „Skýrsla um athugun á útlánaáhættu hjá Landsbanka Íslands hf.“ FME, febrúar 2008.<br /> <br /> 26. Afrit af kæru FME til embættis sérstaks saksóknara vegna ætlaðrar markaðsmisnotkunar stjórnenda og starfsmanna Landsbanka með hlutabréf í bankanum á tímabilinu frá maí 2003 til október 2008.<br /> <br /> 27. Afrit af kærum og tilvísana frá FME vegna lánveitinga til eftirfarandi aðila til kaupa á hlutum í Landsbanka: Imon ehf., Sigurður Bollason ehf., Hunslow S.A., Burce Assets Limited og Pro-Invest Partners Corp.“<br /> <br /> Kærendur krefjast þess aðallega að úrskurðarnefnd um upplýsingamál felli hina kærðu ákvörðun Fjármálaeftirlitsins úr gildi og heimili aðgang kærenda að fullu án útstrikana að öllum framangreindum gögnum. Til vara krefjast kærendur þess að úrskurðarnefndin felli hina kærðu ákvörðun Fjármálaeftirlitsins úr gildi og heimili aðgang kærenda að svo stórum hluta þeirra gagna, sem krafist er aðgangs að, og úrskurðarnefnd telur rétt á grundvelli upplýsingalaga.<br /> <br /> Í kæru er í fyrstu byggt á 5. og 15. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál ef eftir því er óskað. Kærendur telja að undantekningarákvæði 6.-10. gr. laganna eigi ekki við og benda á að þær skuli túlka þröngt með hliðsjón af meginreglu upplýsingalaga um aukinn aðgang að gögnum, sbr. 1. mgr. 11. gr. laganna.  <br /> <br /> Kærendur telja þagnarskylduákvæði 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998 ekki standa því í vegi að Fjármálaeftirlitinu sé skylt að afhenda umbeðin gögn. Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga takmarki almenn ákvæði annarra laga um þagnarskyldu ekki rétt til aðgangs samkvæmt lögunum. Kærendur telja að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 verði að teljast almennt í þessari merkingu. Þá telja kærendur að jafnvel þótt komist verði að öndverðri niðurstöðu, leiði 5. mgr. 13. gr. laganna til þess að þagnarskyldan gildi ekki um gögn sem varða Landsbankann, þar sem hann sé bæði gjaldþrota og í þvinguðum slitum.</p> <p><br /> Í kæru er byggt á því að þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 taki einungis til gagna eða upplýsinga sem varða viðskiptahagsmuni viðskiptavina fjármálafyrirtækis, en ekki fjármálafyrirtækisins sjálfs. Loks telja kærendur að jafnvel þótt þagnarskylda hafi ríkt um einhver þeirra umbeðnu gagna, sé svo ekki lengur þar sem fjölmiðlar og rannsóknarnefnd Alþingis hafi fjallað um þau opinberlega.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 19. júlí 2013, kynnti úrskurðarnefnd kæruna fyrir Fjármálaeftirlitinu og gaf kost á athugasemdum. Svar barst þann 2. september 2013. Fjármálaeftirlitið byggir á því að 13. gr. laga nr. 87/1998 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði, sem gangi lengra en þær takmarkanir sem kveðið er á um í 9. gr. upplýsingalaga. Þá feli 5. mgr. ákvæðisins í sér undantekningarreglu frá þeirri þagnarskyldu sem kveðið er á um í 1. mgr. Því beri að skýra 5. mgr. 13. gr. laga nr. 89/1998 þröngt, jafnframt því sem ákvæðið varði eingöngu upplýsingar sem eru þagnarskyldar samkvæmt 1. mgr. Af þeirri ástæðu verði ákvæðinu ekki beitt um upplýsingar sem eru þagnarskyldar samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002.<br /> <br /> Fjármálaeftirlitið telur beiðni kærenda ekki uppfylla skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 89/1998 um að eftirlitsskyldur aðili sé gjaldþrota eða þvinguð slit fari fram. LBI hf. hafi verið tekið til slita samkvæmt 3. tl. 2. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002, að kröfu skilanefndar og slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. LBI hf. geti því hvorki talist í þvinguðum slitum né gjaldþrota í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. <br /> <br /> Þá telur Fjármálaeftirlitið að ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 heimili aðeins þeim, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, að upplýsa fyrir dómi um atriði sem háð eru þagnarskyldu og varða eftirlitsskyldan aðila sem er gjaldþrota eða í þvinguðum slitum. Ákvæðið geti ekki tekið til almennra upplýsingabeiðna til Fjármálaeftirlitsins, jafnvel þó að sá sem lagði beiðnina fram sé aðili að einkamáli fyrir dómi. Í þessu tilviki geti kærendur skorað á LBI hf. að leggja fram gögn samkvæmt ákvæðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Fjármálaeftirlitið telur jafnframt að 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 feli í sér heimild, en ekki skyldu. Ákvæðið leggi það því í hendur Fjármálaeftirlitsins að meta í sérhverju tilviki hvort tilefni sé til að víkja frá sérstöku þagnarskyldu 1. mgr. 13. gr. laganna. <br /> <br /> Varðandi 58. gr. laga nr. 161/2002 telur Fjármálaeftirlitið óumdeilt að ákvæðið teljist sérstakt þagnarskylduákvæði sem gangi lengra en takmarkanir 9. gr. upplýsingalaga. Þá geti hvorki afhending gagna til rannsóknarnefndar Alþingis né birting upplýsinga í skýrslu sömu nefndar aflétt hinni sérstöku þagnarskyldu starfsmanna Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998, bankaleynd samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002 og þeim takmörkunum sem upplýsingalög gera ráð fyrir.<br /> <br /> Fjármálaeftirlitið fjallar sérstaklega um gögn um athugun stofnunarinnar á áhættumati Landsbanka Íslands, liði 12, 13, 14, 16 og 20 í upphaflegri beiðni kærenda. Meðal annars sé um vinnugögn starfsmanna Fjármálaeftirlitsins að ræða, sem séu háð þagnarskyldu samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002. Gögnin fullnægi skilyrðum 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga og innihaldi ekki upplýsingar sem getið er í 3. mgr. ákvæðisins.<br /> <br /> Varðandi liði 26 og 27 í beiðni kærenda vísar Fjármálaeftirlitið til þess að samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sé stofnuninni óheimilt að veita upplýsingar um hvaða mál séu eða hafi verið til rannsóknar hjá stofnuninni og hvort eða hvaða mál stofnunin hefur kært eða vísað til embættis sérstaks saksóknara. Brot á tilteknum lögum á fjármálamarkaði sæti eingöngu rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins, sbr. 112. gr. d. laga nr. 161/2002 og 148. gr. laga nr. 108/2007. Verkefni Fjármálaeftirlitsins falli utan gildissviðs upplýsingalaga með vísan til undantekningarreglu í niðurlagi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Fjármálaeftirlitið afhenti úrskurðarnefndinni samhliða bréfi sínu, dags. 2. september 2013, minnislykil sem innihélt umbeðin gögn. <br /> <br /> Þann 10. september 2013 var kærendum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnar Fjármálaeftirlitsins. Athugasemdir bárust með bréfi, dags. 9. október 2013. Þar benda kærendur á athugasemdir við 13. gr. (þá 12. gr.) frumvarps sem varð að lögum nr. 87/1998, en þar komi skýrt fram að ákvæðið sé almennt þagnarskylduákvæði. <br /> <br /> Kærendur eru ósammála þeirri lögskýringu Fjármálaeftirlitsins að skýra beri 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 þröngt, þar sem ákvæðið sé undantekning frá hinni sérstöku þagnarskyldu sem hvíli á starfsmönnum stofnunarinnar samkvæmt 1. mgr. sömu greinar. Í fyrsta lagi sé þagnarskyldan almenn, en í annan stað sé það undanþága frá meginreglu um rétt almennings til upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum. Því beri þvert á móti að skýra ákvæði 1. mgr. 13. gr. þröngt.<br /> <br /> Kærendur fallast heldur ekki á að orðið „heimilt“ í 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 merki að Fjármálaeftirlitið geti ákveðið sjálft hvenær það sinni skyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum. Orðinu sé ætlað að undirstrika að viðkomandi gögn séu ekki háð þagnarskyldu, heldur sé heimilt að afhenda þau. Skyldan til afhendingar sé ótvíræð samkvæmt upplýsingalögum.<br /> <br /> Varðandi það álitamál, hvort Landsbanki Íslands hf. teljist gjaldþrota í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, er bent á skilgreiningu hugtaksins í íslenskri orðabók. Ljóst sé að Landsbanki sé gjaldþrota í þeim skilningi. Þá hafna kærendur þeim röksemdum Fjármálaeftirlitsins sem lúta að því að Landsbanki hafi sjálfur óskað eftir slitameðferð á grundvelli 3. tl. 2. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002. Þvinguð slitameðferð bankans hafi í raun hafist þegar Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur hans vegna knýjandi fjárhags- og rekstrarvanda.<br /> <br /> Kærendur hafna því að 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 beri að skýra á þann veg að ákvæðið heimili einungis þeim, sem þagnarskylda samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins gildir um, að upplýsa fyrir dómi um atriði sem háð eru þagnarskyldu og varða eftirlitsskyldan aðila sem er gjaldþrota eða í þvinguðum slitum. Þá benda kærendur á að ákvæði laga um meðferð einkamála, er varða áskoranir á hendur gagnaðila um gagnaframlagningu, takmarki ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum. Þá séu ákvæði 67.-69. gr. laganna takmörkuð þar sem þau geri ráð fyrir að sá sem skorar á gagnaðila um afhendingu gagna viti hvaða gögn eru til og geti lýst þeim á þann hátt að dómari geti lagt lýsinguna til grundvallar í dómsmáli.<br /> <br /> Kærendur mótmæla þeirri röksemdafærslu Fjármálaeftirlitsins að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Landsbankans, sem enn hafi heimild til að stunda leyfisskylda starfsemi. Landsbanki hafi starfsleyfi samkvæmt 3. mgr. 9. gr. laga nr. 161/2002, þ.e. takmarkað leyfi sem er nauðsynlegt vegna bústjórnar og ráðstöfunar á hagsmunum búsins. Fjármálaeftirlitið hafi ekki sýnt fram á með hvaða hætti starfsleyfið komi inn á mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Landsbankans sem leynt eigi að fara. Sönnunarbyrðin um þetta hvíli á Fjármálaeftirlitinu. <br /> <br /> Með bréfi, dags. 6. febrúar 2014, komu kærendur á framfæri sjónarmiðum varðandi nýja dóma Hæstaréttar, sem kveðnir voru upp í janúar 2014. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Málið varðar ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um synjun á afhendingu upplýsinga og gagna í átta töluliðum. Fyrstu fimm töluliðirnir sem krafist er aðgangs að í kæru (liðir 12, 13, 14, 16 og 20) eru gögn í tengslum við athugun Fjármálaeftirlitsins á áhættumati Landsbanka Íslands, sem hófst með beiðni stofnunarinnar um upplýsingar frá bankanum með bréfi, dags. 11. apríl 2005. Töluliður 23 varðar skýrslu Fjármálaeftirlitsins um athugun á útlánaáhættu hjá Landsbanka Íslands frá febrúar 2008. Töluliðir 26 og 27 taka til afrita af kærum og tilvísunum frá Fjármálaeftirlitinu til embættis sérstaks saksóknara vegna ætlaðrar markaðsmisnotkunar stjórnenda og starfsmanna Landsbanka Íslands annars vegar, en lánveitinga til tiltekinna aðila hins vegar.<br /> <br /> </p> <h3>1.</h3> <p>Líkt og kærendur hafa orðað fyrstu fimm töluliðina í beiðni sinni verður að líta svo á að tveir fyrstu (nr. 12 og 13) taki til allra gagna sem varða framangreint áhættumat Fjármálaeftirlitsins á Landsbanka Íslands. Þeir þrír töluliðir sem á eftir fara (nr. 14, 16 og 20) séu hins vegar beiðni um tiltekin gögn sama máls. <br /> <br /> Í II. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 er fjallað um upplýsingarétt almennings. Í 1. mgr. 5. gr. segir, að sé þess óskað, sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Í 1. mgr. 15. gr laganna segir að sá sem fari fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í almennum athugasemdum við frumvarp það sem varð að lögum nr. 140/2012 kemur fram að til að unnt sé að afgreiða beiðni verði hún „að vera fram sett með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisatriðaleit í málaskrá sinni, fundið þau mál sem lúta að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um.“ Jafnframt kemur fram í sérstökum athugasemdum við 15. gr. frumvarpsins að með ákvæðinu séu minni kröfur gerðar til þess hvernig beiðni um aðgang að gögnum sé afmörkuð en gerðar hafi verið í þágildandi upplýsingalögum nr. 50/1996. <br /> <br /> Í 13. tölulið í kæru kærenda kemur fram að umbeðin gögn heyri undir mál nr. 2005040012 í málaskrá Fjármálaeftirlitsins. Þar sem stofnunin hefur veitt úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirlit yfir gögn sem heyra undir sama málsnúmer, og ráða má af yfirlitinu að önnur gögn í beiðni kærenda teljist til þess, uppfyllir beiðni kærenda samkvæmt 12. og 13. tölulið kærunnar tilgreiningarskyldu 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Í 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum, segir:<br /> <br /> „Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar í fyrri úrskurðum að ákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 teljist sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hefur orðasambandið „óviðkomandi aðilum“ verið skýrt með þeim hætti að átt sé við aðila sem ekki er gert ráð fyrir í lögum að Fjármálaeftirlitið miðli upplýsingum til. Ljóst er að kærendur teljast til óviðkomandi aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, en hins vegar er deilt um hvort ákvæði 5. mgr. 13. gr. laganna eigi við í málinu.<br /> <br /> Samkvæmt 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr., þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram. Þagnarskyldan gildi þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja til grundvallar að LBI hf. (áður Landsbanki Íslands hf.) sé gjaldþrota í skilningi ákvæðisins. Í þessu samhengi getur engu breytt sú staðreynd að upphafleg krafa um slitameðferð hafi stafað frá skilanefnd og slitastjórn LBI  hf., líkt og haldið er fram af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Sama gildir um fullyrðingar stofnunarinnar er lúta að því að LBI hf. hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum. Í 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 er ekki gerður slíkur áskilnaður, enda verða bú fjármálafyrirtækja ekki tekin til gjaldþrotaskipta eftir almennum reglum samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002. Þann 7. október 2008 tók Fjármálaeftirlitið yfir vald hluthafafundar í LBI hf. og vék stjórn hans frá. Um leið voru öll málefni hans sett undir skilanefnd, sem skipuð var í skjóli opinbers valds og var ætlað að leggja drög að aðgerðum til skuldaskila bankans. Verður að líta svo á að upp frá því hafi LBI hf. verið í aðstöðu sem leggja má að jöfnu við að hafin væru gjaldþrotaskipti á búi hans, og bankinn því í þvinguðum slitum í skilningi 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.<br /> <br /> Það er skilyrði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að upplýst sé um atriði, sem þagnarskylda 1. mgr. gildir um, við rekstur einkamála. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að skýra þennan áskilnað svo að átt sé við gagnaöflun sem fram fer fyrir dómi innan ramma laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Beiðni um afhendingu gagna, sem beint er til stjórnvalds á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum, verður ekki jafnað til reksturs einkamáls í þessum skilningi. Ákvæði 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 ber að skýra með hliðsjón af 9. gr. upplýsingalaga, og getur í þessu samhengi engu breytt þó kærendur hyggist leggja gögnin fyrir dóm í einkamálum sem þeir eru aðilar að. Öndverð skýring myndi leiða til þess að réttarvernd 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 væri fyrir borð borin, þar sem almenningi væri í lófa lagið að krefjast aðgangs að gögnum sem þagnarskylda ákvæðisins ríkir um í þeim yfirlýsta tilgangi að leggja þau fyrir dóm í einkamáli. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að eins og á stendur þurfi að meta hvort umbeðin gögn séu háð þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, án tillits til þeirrar heimildar sem 5. mgr. ákvæðisins mælir fyrir um.<br /> <br /> Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, segir:<br /> <br /> „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.<br /> <br /> Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að ákvæði 1. og 2. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 teljist einnig sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu færist yfir á Fjármálaeftirlitið vegna upplýsinga sem það hefur tekið við.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að ekki hafi verið sýnt fram á að með umfjöllun rannsóknarnefndar Alþingis í skýrslu nefndarinnar, sem virðist að einhverju leyti byggð á umbeðnum gögnum, eða eftirfarandi fréttaflutningi fjölmiðla, hafi þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu Fjármálaeftirlitsins á grundvelli laga nr. 87/1998 og 161/2002 fallið niður.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Liður nr. 14 í kæru tekur til bréfs Landsbanka Íslands hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 30. apríl 2007. Bréf þetta felur í sér viðbrögð bankans við erindi Fjármálaeftirlitsins dags. 22. mars 2007, þar sem kynntar voru niðurstöður stofnunarinnar í framhaldi úttektar á áhættum og innra eftirliti hjá bankanum. Bréfið hefur að geyma umfjöllun um rekstur og viðskipti bankans, auk þess sem viðskiptamanna bankans er getið hvað eftir annað og gerð grein fyrir viðskiptum bankans við þá í tengslum við athugasemdir Fjármálaeftirlitsins. Með vísan til framangreindra þagnarskylduákvæða 13. gr. laga nr. 87/1998, 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Fjármálaeftirlitinu beri ekki að veita kærendum aðgang að bréfinu. Þetta á við um svo stóran hluta bréfsins að ekki kemur til álita að leggja fyrir Fjármálaeftirlitið að veita aðgang að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Liður nr. 16 hinna umbeðnu gagna er minnisblað Fjármálaeftirlitsins, dags. 29. mars 2007, vegna fundar með Landsbanka Íslands hf. sem fram fór sama dag. Tilgangur fundarins var að fara yfir framangreint erindi Fjármálaeftirlitsins dags. 22. mars 2007 og veita Landsbanka Íslands hf. kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að minnisblaðið falli undir þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, auk þess sem fram koma upplýsingar um viðskiptamálefni nafngreindra einstaklinga og fyrirtækja, sbr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga. Þá telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að um vinnugagn sé að ræða í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framansögðu ber Fjármálaeftirlitinu ekki að veita kærendum aðgang að minnisblaðinu. <br /> <br /> Kærendur lýsa lið nr. 20 í kæru sem minnisblaði dagsettu í september 2007. Hvorki er að finna skjal sem svarar til þessarar tilgreiningar í þeim gögnum sem Fjármálaeftirlitið hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál, né í yfirliti stofnunarinnar um gögn málsins. Hins vegar eru meðal gagnanna minnisblöð með öðrum dagsetningum, og verður því leyst úr beiðni kærenda samkvæmt lið nr. 20 samhliða beiðni hans um öll gögn málsins samkvæmt liðum nr. 12 og 13.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur, með vísan til 12. og 13. töluliða umbeðinna gagna skv. kæru kærenda, kynnt sér þau gögn sem Fjármálaeftirlitið hefur undir höndum um ágreining stofnunarinnar og Landsbanka Íslands hf. vegna athugunar á áhættumati bankans sem fram fór á árinu 2005. Í fyrsta lagi er um að ræða samskipti Fjármálaeftirlitsins og Landsbanka Íslands hf. í formi bréfa, tölvupóstsamskipta og gagna af fundum. Í öðru lagi hafa gögnin að geyma minnisblöð Fjármálaeftirlitsins, þar sem skráð eru atriði sem varða athugun stofnunarinnar á áhættumati bankans. Í þriðja lagi er um að ræða gögn sem stafa frá bankanum sjálfum og afhent voru Fjármálaeftirlitinu í tengslum við einstök atriði athugunarinnar. <br /> <br /> Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að öll framangreind gögn varði starfsemi Fjármálaeftirlitsins og viðskipti og rekstur Landsbanka Íslands hf., eftirlitsskylds aðila í skilningi 1. mgr. 2. gr. laga nr. 87/1998, með vísan til 1. mgr. 13. gr. laganna. Á gögnunum hvílir því sérstök þagnarskylda sem ekki er fallist á að verði aflétt með vísan til 5. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, svo sem áður er rakið. <br /> <br /> Þá hafa gögnin að geyma umfangsmiklar upplýsingar um stöðu einstakra viðskiptamanna Landsbanka Íslands, viðskipti þeirra og áhættu bankans af viðskiptunum. Með vísan til 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og 9. gr. upplýsingalaga verður að telja að Fjármálaeftirlitið sé bundið þagnarskyldu um viðskiptamálefni viðskiptamanna Landsbanka Íslands hf., sem fram koma í hinum umbeðnu gögnum.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. laganna. Minnisblöð Fjármálaeftirlitsins hafa að geyma umfjöllun um stöðu og starfsemi Landsbanka Íslands hf., áhættu í rekstri hans og ráðagerðir Fjármálaeftirlitsins til að framfylgja eftirlitsskyldum sínum með bankanum. Einnig er fjallað um markmið athugunar á áhættumati bankans og skipulag vinnu stofnunarinnar við matið. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ljóst að minnisblöðin séu vinnuskjöl í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir að í minnisblöðunum komi fram upplýsingar um áhættu í rekstri Landsbanka Íslands hf., sem tengjast að einhverju leyti niðurstöðum athugunar Fjármálaeftirlitsins, verður ekki séð að þau geymi upplýsingar um atvik málsins með þeim hætti að 3. tl. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga eigi við. Ekki fæst heldur séð að aðrar undantekningar frá meginreglu 5. tl. 6. gr. eigi við um minnisblöðin. Sérstaklega ber að taka fram í þessu samhengi að afhending minnisblaðanna til rannsóknarnefndar Alþingis fór fram á grundvelli lagaskyldu í skilningi lokamálsliðar 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, sbr. 6. gr. laga nr. 142/2008. <br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Fjármálaeftirlitinu beri ekki að veita kærendum aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt liðum nr. 12 og 13 í kæru, umfram þau gögn og hluta gagna sem kærendum hefur þegar verið veittur aðgangur að. Framangreind sjónarmið eiga við um svo stóran hluta umbeðinna gagna að ekki kemur til álita að veita aðgang að þeim að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Samkvæmt lið 26 í kæru fara kærendur þess á leit að þeim verði veittur aðgangur að skýrslu Fjármálaeftirlitsins frá febrúarmánuði 2008 um athugun á útlánaáhættu hjá Landsbanka Íslands hf. Af gögnum málsins má ráða að skýrslan er ekki þáttur í athugun Fjármálaeftirlitsins sem hófst árið 2005, og verður því fjallað sérstaklega um rétt kærenda til aðgangs að henni. Skýrslan er 44 blaðsíður að lengd og skiptist í kafla og undirkafla. <br /> <br /> Í bréfi Fjármálaeftirlitsins 10. júní 2013 kemur fram að kærendum verði veittur aðgangur að hluta skýrslunnar, þ.e. forsíðu hennar, efnisyfirliti með útstrikunum og inngangi. Hér kemur því til skoðunar hvort kærendur eigi rétt á aðgangi að öðrum hlutum skýrslunnar.<br /> <br /> Skýrslan er liður í úttekt Fjármálaeftirlitsins á útlánum sex stærstu fjármálafyrirtækja landsins með það að markmiði að fá yfirsýn yfir útlánaáhættu meginhluta íslenska fjármálakerfisins og staðfestingu á útlánagæðum, líkt og það er orðað í inngangi skýrslunnar. Þar kemur einnig fram að athugunin hófst með bréfi stofnunarinnar, dags. 5. júlí 2007. Fyrri hluta skýrslunnar er varið í úttekt á reglum bankans um útlánaáhættu og áhættustýringu ásamt flokkun útlána bankans. Í köflunum sem á eftir fara koma fram upplýsingar um lánveitingar til fjölmargra viðskiptavina bankans, stöðu þeirra, tengingu innbyrðis og vanskil. Þessar upplýsingar eru svo notaðar við mat á áhættu bankans á lánveitingum í samræmi við markmið og aðferðir athugunarinnar. Það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að efni skýrslunnar falli undir hin sérstöku þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002, 13. gr. laga nr. 87/1998 og 9. gr. upplýsingalaga. Fjármálaeftirlitinu var því rétt að synja kærendum um aðgang að skýrslunni umfram þá hluta hennar sem kærendur hafa þegar fengið aðgang að. Framangreind sjónarmið eiga við um svo stóran hluta skýrslunnar að ekki kemur til greina að aðgangur verði veittur að hluta, sbr. 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <h3>5.</h3> <p>Sem fyrr greinir taka liðir 26 og 27 í kæru til afrita af kærum og tilvísunum Fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara vegna markaðsmisnotkunar stjórnenda og starfsmanna Landsbanka annars vegar, en hins vegar vegna lánveitinga til tiltekinna aðila. Fjármálaeftirlitið hefur neitað að taka afstöðu til beiðni kærenda um aðgang að þessum gögnum, þar sem með því væri jafnframt upplýst um hvort mál sem varða þessa tilteknu aðila séu eða hafi verið til rannsóknar hjá stofnuninni.<br /> <br /> Kærendur hafa ekki afmarkað beiðni sína um þessi gögn frekar. Því verður að skilja hana sem svo að þeir hafi óskað eftir upplýsingum um það hvort að hin meinta markaðsmisnotkun eða lánveitingar til hinna tilgreindu aðila hafi orðið Fjármálaeftirlitinu tilefni til að koma á framfæri kæru til embættis sérstaks saksóknara eða vísa málinu til embættisins í öðrum tilgangi.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera synjun um beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir nefndina. Af ákvæðum 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. laganna leiðir að upplýsingaréttur tekur til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tiltekinna mála. Þá geta upplýsingar um hvort tiltekið mál, er snertir ákveðna einstaklinga, sé eða hafi verið til meðferðar hjá stjórnvaldi fallið undir 9. gr. upplýsingalaga, til að mynda þegar málið varðar viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra. Upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður eða ákærður fyrir refsiverðan verknað teljast tvímælalaust til viðkvæmra persónuupplýsinga, sbr. t.d. b.-lið 8. tl. 2. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. <br /> <br /> Af efnisreglu 9. gr. upplýsingalaga og þeim sjónarmiðum sem ákvæðið byggir á leiðir samkvæmt framangreindu að Fjármálaeftirlitinu er ekki heimilt að veita almenningi upplýsingar um hvort tiltekin háttsemi hafi veitt stofnuninni tilefni til að kæra eða vísa málinu til embættis sérstaks saksóknara. Sama niðurstaða leiðir af þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Verður því ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, að taka ekki afstöðu til beiðni kærenda um aðgang að gögnum í liðum nr. 26 og 27 í kæru, staðfest og þessum hluta kærumálsins vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins frá 10. júní 2013 á því að heimila […] aðgang að gögnum í liðum 12, 13, 14, 16, 20 og 23 í kæru.Kærunni er vísað frá að því er varðar afhendingu gagna samkvæmt liðum 26 og 27 í kæru.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson <br /> <br /> </p> |
A-522/2014. Úrskurður frá 1. apríl 2014 | H kærði synjun Framkvæmdasýslu ríkisins á beiðni um afhendingu gagna varðandi tiltekið útboð. Framkvæmdasýslan vísaði m.a. til þess að H nyti ekki réttar samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin tók ekki afstöðu til þess hvort H ætti aðgangsrétt sem aðili stjórnsýslumáls, eða hvort útboðið væri stjórnsýslumál í skilningi stjórnsýslulaga, en hún tók efnislega afstöðu til réttar hans skv. upplýsingalögum. Hún taldi ekkert vera í umræddum gögnum sem gæti valdið öðrum aðila tjóni þótt H fengi aðgang að þeim, eða að aðgangur H gæti raskað samkeppnisstöðu aðila á markaði. Því ætti H rétt til aðgangs, þ.e. sama rétt og almenningur á til aðgangs að slíkum gögnunum. Þegar af þeirri ástæðu reyndi ekki á hvort hann ætti sérstakan rétt til aðgangs á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 1. apríl 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-522/2014, í máli ÚNU 13040002.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 5. apríl 2013, kærði B, f.h. Háfells ehf. þá ákvörðun Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 14. mars 2013, að hafna kröfu um afhendingu gagna í tengslum við verkið „Snjóflóðavarnir á Ísafirði - þvergarður undir Kubba“.<br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Kærandi sendi Framkvæmdasýslu ríkisins beiðni um afhendingu gagna með bréfi, dags. 11. febrúar 2013, vegna ágreinings á milli undirverktakans Háfells ehf. og aðalvertakans Geirnagla ehf. vegna vinnu við snjóflóðavarnir í Kubb í Ísafirði. Óskað var afhendingar eftirfarandi gagna:<br /> <br /> 1. Einingarverð þeirra verkþátta í verkinu sem Háfell ehf. hefur unnið sem undirverktaki fyrir aðalvertakan, Geirnaglanna ehf., með vísan til verksamnings.<br /> 2. Kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins í sömu verkþætti.<br /> <br /> Fram kemur í beiðninni að grunur hafi leikið á um að einingarverð sem eigandi Geirnaglans ehf. sendi einhliða væri ekki í samræmi við það sem samið var um og hafi sá grunur verið staðfestur haustið 2012. Í kjölfarið hafi Háfell ehf. ítrekað óskað eftir því við Geirnaglann ehf. að afhent yrði einingarverð aðaltilboðs vegna þeirra verkþátta sem Háfell ehf. hefur unnið en því hafi ætíð verið hafnað. <br /> <br /> Beiðninni til stuðnings er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-21/1997 frá 22. ágúst 1997 og ákvæða 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Að auki er vísað til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 366/2007 frá 23. apríl 2008 og ákvörðunar kærunefndar útboðsmála í máli nr. 6/2007.<br /> <br /> Framkvæmdasýsla ríkisins hafnaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 14. mars 2013. Fram kemur í bréfinu að Framkvæmdasýsla ríkisins telji deilur milli Háfells ehf. og Geirnaglans ehf. um umsamið einingarverð sér óviðkomandi og kröfunni því ranglega að sér beint. Þá kemur fram að krafan sé ófullnægjandi þar sem umbeðin gögn séu ekki nægilega tilgreind og því ekki ljóst hvaða upplýsingar eigi að veita og hverjar ekki. Annars vegar sé krafist afhendingar gagna en í raun sé verið að krefjast upplýsinga um einingarverð verkþátta án þess að tilgreint sé með nákvæmum hætti í hvaða gögnum þær upplýsingar sé að finna. Hins vegar er vísað til meðfylgjandi verksamnings en sá samningur veiti enga innsýn í það hvaða verkþætti Háfell ehf. hefur unnið fyrir Geirnaglann ehf. sem undirverktaki. Jafnframt kemur fram að Framkvæmdasýsla ríkisins telji umbeðin gögn falla undir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem um sé að ræða gögn sem veita upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni. Er það afstaða Framkvæmdasýslu ríkisins að henni sé óheimilt að veita utanaðkomandi aðila aðgang að slíkum upplýsingum enda geti það valdið tjóni. Eigi það ekki síst við um kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins, kæmist hún í hendur umbjóðanda kæranda myndi það raska jafnræði aðila á verktakamarkaði.<br /> <br /> Eins og fyrr sagði barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 5. apríl 2013. Þar kemur fram að kærandi gerir þá kröfu að kærða verði gert að láta í té einingarverð eftirtalinna verkliða sem koma fram á tilboðsblaði með verksamningi milli Framkvæmdasýslu ríkisins og Geirnaglans ehf. í verkinu „Snjóflóðavarnir á Ísafirði – þvergarður undir Kubba“.<br /> <br /> Um er að ræða eftirfarandi verkliði: 1.2.3.1, 1.2.3.2, 1.3.3., 1.3.5, 1.4.2, 1.4.3, 1.4.4, 1.4.5, 1.4.6, 1.4.8, 1.4.9, 1.4.10, 1.4.11, 1.6.1.2, 1.6.1.3, 1.6.1.4, 1.6.3.1, 1.6.3.2, 1.6.4, 1.6.5, 1.6.6, 1.6.12 og 1.7.2.<br /> <br /> Þá gerir kærandi kröfu um að Framkvæmdasýslu ríkisins verði gert að afhenda kæranda kostnaðaráætlun kærða í sömu verkliði.<br /> <br /> Í kærunni kemur fram að krafan sé gerð á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1995, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá kemur eftirfarandi m.a. fram í kærunni:<br /> <br /> „Í fyrsta lagi ber kærði því við að ágreiningsmál kæranda og Geirnaglans ehf. séu sér óviðkomandi. Þessi röksemd hefur engin áhrif á skyldu stjórnvalda skv. upplýsingalögum til að veita aðgang að upplýsingum enda ekki gert að skilyrði að fjárkrafa sé gerð á hendur stjórnvaldi eða að viðkomandi stjórnvald þurfi með öðrum hætti að eiga hlut að deilumáli.<br /> <br /> Í öðru lagi ber kærði því við að framsetning kröfunnar sé ófullnægjandi. Að mati kæranda er um útúrsnúning að ræða. Meðfylgjandi beiðni kæranda var yfirlit yfir alla verkþætti samningsins og strikað yfir með merkipenna þá verkliði sem óskað var upplýsinga um. Hafi kæranda raunverulega tekist að misskilja beiðnina er þess óskað að hann veiti umkrafðar upplýsingar nú og mál þetta verði látið falla niður.<br /> <br /> Í þriðja lagi ber kærði því við að umbeðin gögn falli undir 9. gr. laga nr. 140/2012. Þessu hafnar kærandi með öllu. Það eru engin fjárhags eða viðskiptasjónarmið sem hafa áhrif á stöðu Geirnaglans ehf. Þó sambærilegt verk yrði boðið út eru aðstæður allt aðrar og ómögulegt að samkeppnisaðilar Geirnaglans ehf. geti nokkuð hagnýtt sér umkrafðar upplýsingar. Árétta skal að aðeins er gerð krafa um hluta af einingarverðum samningsins. Þessi einingarverð geta ekki með nokkru móti talist til viðskiptahagsmuna. Vísar kærandi m.a. til úrskurða nefndarinnar nr. A-474/2012, A-472/2013, A-456/2012 (ath. þar var fallist á skyldu til að afhenda gögn án útstrikana). Í kæru þessari er aðeins gerð krafa um að hluti samnings sé óútstrikaður.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Framkvæmdasýslu ríkisins með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 9. apríl 2013, og var frestur til umsagnar um kæruna veittur til 1. maí. Þar sem svör höfðu ekki borist var erindið ítrekað með bréfi, dags. 2. ágúst, þar sem fram kom að svör skyldu berast nefndinni eigi síðar en 15. ágúst. Framkvæmdasýsla ríkisins óskaði eftir framlengingu þess frests til 19. ágúst með tölvubréfi frá 14. ágúst. Aukinn frestur var veittur og barst umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins nefndinni með bréfi, dags. 19. ágúst 2013. <br /> <br /> Í umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins kemur fram að kærandi hafi ekki verið meðal bjóðenda í verkið „Snjóflóðavarnir á Ísafirði - þvergarður undir Kubba“ og því ekki aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga og fari því um afhendingu gagna eftir ákvæðum upplýsingalaga. Fram kemur að ákvæði 8. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eigi við um þau gögn sem kærandi óskar aðgangs að og takmarka þau rétt kæranda til aðgangs að þeim.<br /> <br /> Um aðgang að einingarverði Geirnaglans ehf. kemur eftirfarandi m.a. fram í umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins:<br /> <br /> „Að mati kærða falla umbeðin einingarverð sem síðar mynda tiltekna heildartilboðsfjárhæð undir trúnaðarskyldu kærða á grundvelli 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007. Auk þess sé um að ræða mikilvæga fjárhags- og/eða viðskiptahagsmuni bjóðenda í tiltekið verk sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að mati kærða sé því um að ræða upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt sé að leynt skuli fara, enda verður að hafa í huga að eitt af meginhlutverkum kærða er skv. framangreindu að stuðla að þróun verktakamarkaðar og aukinni samkeppni. Að mati kærða kynni það að raska samkeppni á markaði og þróun verktakamarkaðar almennt ef stofnunni bæri að afhenda almenningi einingarverð tiltekinna verkþátta, eða sundurliðun tiltekinna tilboða. Að mati kærða kynni slíkt að grafa undan því markmiði sem að er stefnt með opinberum innkaupum þar sem slíkt kynni að hafa í för með sér að verktakar myndu laga sig að boðum hvers annars síðar eða eftir atvikum sammælast um að skipta með sér tilteknum verkum sem væru í útboðsferli.<br /> <br /> Almennt hefur verið talið að óheftur aðgangur til upplýsinga kunni að skapa samkeppnis- og rekstarstöðu einstaka lögaðila, eða eftir atvikum opinberra stofnana og fyrirtækja. Að mati kærða telur hann að markmið laga um opinber innkaup nr. 84/2007, laga um skipan opinberra framkvæmda nr. 84/2001, auk upplýsingalaga sé náð þegar veittar eru upplýsingar um heildartilboðsfjárhæðir í tiltekin verk. Að öðrum kosti kynni það að valda tjóni ef aðrar og ítarlegar upplýsingar eða sundurliðaðir útreikningar yrðu veitt almenningi svo sem tiltekin einingarverð.“<br /> <br /> Framkvæmdasýsla ríkisins vísar til sömu sjónarmiða hvað varðar kostnaðaráætlun hennar en að auki kemur eftirfarandi m.a. fram um það atriði í umsögninni:<br /> <br /> „Auk framangreinds byggir kærði á því að kostnaðaráætlun sé vinnugagn stofnunarinnar í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi verður að hafa í huga að gagnið er eingöngu til afnota fyrir stofnunina sem liður í því að vega og meta hvert og eitt tilboð sem býðst með það að markmiði að stuðla að hagkvæmni við opinberar framkvæmdir. Heildarsamtalan sem allir samanlagðir verkþættir mynda er hins vegar almennt gerð opinber og telst þá ekki lengur vinnugagn.<br /> <br /> Væri almenningi veittur aðgangur að kostnaðaráætlun kærða í verkið væri unnt að nota kostnaðaráætlunina og þá útreikninga sem að baki henni stæðu til þess að stilla tilboð sín af varðandi sambærilegar framkvæmdir síðar. Kostnaðaráætlunin hefur að geyma útreikninga sem búa að baki þeirri heildarsamtölu sem almennt gengur undir nafninu kostnaðaráætlun verksins. Bjóðendur á markaði geta þá safnað saman upplýsingum um mat FSR á einstökum einingarverðum. Þegar útboð á sér stað geta þá bjóðendur notað þessar upplýsingar (mat á einstökum einingarverðum) til að komast að því hver kostnaðaráætlun FSR er í verkinu sem boðið er út hverju sinni. Þannig væri eins og kostnaðaráætlun væri birt áður en bjóðendur skila inn tilboðum sínum. Líklegt er að þessar upplýsingar verði þannig verðmyndandi og tilboð í samræmi við þessa kostnaðaráætlun. Þannig að ef FSR verður gert að afhenda þessi vinnugögn sín þá eru miklar líkur til þess að hið opinbera fái ekki jafn hagstæð tilboð í opinberum útboðum í framtíðinni.<br /> <br /> Þá er bent á að gagnið er alfarið unnið hjá kærða sem liður í undirbúningi fyrir tiltekna útboðsgerð og hefur kostnaðaráætlun verksins með öllum útreikningum ekki verið afhent öðrum.<br /> <br /> Að mati kærða felur kostnaðaráætlunin í sér atvinnu- eða viðskiptaleyndarmál stofnunarinnar að því leyti að um er að ræða útreikninga sem hún vinnur og eingöngu ætlað stofnuninni. Því sé um að ræða mikilvæga viðskiptahagsmuni hins opinbera.<br /> <br /> Að öllu framangreindu er það mat kærða að það kynni að hafa veruleg áhrif á stöðu hins opinbera á almennum útboðsmarkaði og jafnvel skaða hið opinbera ef almenningur ætti rétt á aðgangi að kostnaðaráætlunum kærða vegna framvæmda á vegum hins opinbera. Leggur kærði ríka áherslu á að veita hvorki almenningi né aðilum mála aðgang að útreikningum stofnunarinnar.“<br /> <br /> Samhliða umsögn sinni afhenti Framkvæmdasýsla ríkisins úrskurðarnefnd um upplýsingamál gögn málsins: <br /> <br /> Umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins var send kæranda með tölvubréfi 20. ágúst 2013 og frestur veittur til 1. september til að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 30. ágúst. <br /> <br /> Í athugasemdum kæranda er fjallað ítarlega um aðildarhugtakið í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og þá hagsmuni sem kærandi hefur af afhendingu gagnanna. Kærandi mótmælir því að þótt hann hafi ekki verið meðal bjóðenda í verkið „Snjóflóðavarnir á Ísafirði - þvergarður undir Kubba“ geti hann talist til aðila máls í skilningi þeirra laga og gildi því ákvæði 15. gr. laganna fullum fetum um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum. Fram kemur að markmið kæranda sé að bera gögnin saman við það einingarverð sem samið var um á milli kæranda og Geirnaglans ehf. svo unnt sé að meta hvort Geirnaglinn ehf. hafi staðið við skuldbingingar sínar gagnvart kæranda sem undirverktaka. <br /> <br /> Þá kemur fram í athugasemdum kæranda að gögnin falli ekki undir ákvæði 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 enda kveði 3. mgr. ákvæðisins skýrt á um að ákvæði 1. mgr. hafi ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Jafnframt kemur fram í athugasemdum kæranda að teljist hann ekki aðili máls í skilningi 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sé ljóst að ákvæði 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, eigi samt sem áður við. Þeirri fullyrðingu að 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eigi við um gögnin er hafnað af hálfu kæranda og er vísað til kæru í því sambandi. Tilvísun til ákvæðis 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er hafnað af hálfu kæranda og fær kærandi ekki séð hvernig mat á einstökum þáttum verksins geti gagnast bjóðendum við tilboðsgerð í önnur óskyld verk. Kærandi telur af og frá að um sé að ræða mikilvæga viðskiptahagsmuni hins opinbera og hafnar því að afhending á umbeðnum gögnum geti haft áhrif á stöðu hins opinbera á almennum útboðsmarkaði. Loks vísar kærandi til 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem fram komi að þrátt fyrir ákvæði 5. tölul. 6. gr. þeirra beri að afhenda vinnugögn ef þar komi fram upplýsingar sem ekki komi annars staðar fram.    <br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar kærandi óskaði eftir aðgangi að þeim gögnum sem hér um ræðir með bréfi, dags. 11. febrúar 2013, byggði hann á ákvæði 3. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 auk ákvæðis 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá höfðu hins vegar ný upplýsingalög nr. 140/2012 tekið gildi og leysti Framkvæmdasýsla ríkisins því réttilega úr málinu á grundvelli þeirra. Í úrskurði þessum verður því að sama skapi byggt á upplýsingalögum nr. 140/2012.<br /> <br /> Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál er hægt að bera ágreining um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Undir úrskurðarnefndina verður hins vegar ekki borinn ágreiningur um aðgang að gögnum á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993, eins og nánar verður vikið að hér síðar.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þess úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 5. apríl 2013, þar sem kærð var sú ákvörðun Framkvæmdsýslu ríkisins, dags. 14. mars 2013, að synja kæranda um afhendingu upplýsinga um verkliði 1.2.3.1, 1.2.3.2, 1.3.3., 1.3.5, 1.4.2, 1.4.3, 1.4.4, 1.4.5, 1.4.6, 1.4.8, 1.4.9, 1.4.10, 1.4.11, 1.6.1.2, 1.6.1.3, 1.6.1.4, 1.6.3.1, 1.6.3.2, 1.6.4, 1.6.5, 1.6.6, 1.6.12 og 1.7.2 í eftirfarandi gögnum vegna verksins „Snjóflóðavarnir á Ísafirði - þvergarður undir Kubba“:<br /> <br /> 1. Einingarverð Geirnaglans ehf. á tilboðsblaði með verksamningi milli Framkvæmdasýslu ríkisins og Geirnaglans ehf.<br /> 2. Kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins sem unnin var í janúar 2011. <br /> <br /> Synjun Framkvæmdasýslu ríkisins byggir á ákvæðum 8. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 auk ákvæðis 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að stjórnvöldum sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum um tiltekin mál með þeim takmörkum sem greini í 6.-10. gr. laganna. <br /> <br /> Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur ekki til vinnugagna, sbr. 8. gr. Í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur fram að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.<br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi og að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Í 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 er kveðið á um trúnaðarskyldu kaupanda en í 1. mgr. kemur fram að kaupanda sé óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljast einkum tækni- og viðskiptaleyndarmál auk þeirra atriða í tilboði sem leynt skulu fara. Þá segir í 3. mgr. sömu greinar að ákvæðið hafi ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga og kemur það því ekki til frekari skoðunar í máli þessu.<br /> <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Eins og fyrr segir vísar kærandi ekki aðeins til ákvæða upplýsingalaga til stuðnings beiðni sinni, heldur einnig til 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um upplýsingarétt aðila máls. Ef það ákvæði ætti við um beiðni kæranda færi um kæru hans á synjun um afhendingu gagna samkvæmt stjórnsýslulögum en ekki upplýsingalögum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði þá ekki úrskurðarvald í málinu.<br /> <br /> Í 103. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, segir: „Ákvæði II. kafla stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, um hæfi gilda um ákvarðanir sem teknar eru samkvæmt lögum þessum. Að öðru leyti gilda stjórnsýslulög ekki um ákvarðanir sem teknar eru samkvæmt lögum þessum.“<br /> <br /> Í athugasemdum við frumvarp það sem varð að lögum um opinber innkaup segir að með 103. gr. laganna sé verið að eyða þeirri óæskilegu óvissu sem skapast hafi um það hvort stjórnsýslulög gildi um opinber innkaup. Segir svo að engin ástæða þyki til þess að almenn stjórnsýslulög gildi um opinber innkaup með þeirri óvissu og töfum á málsmeðferð sem það kunni að valda.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki litið svo á að bjóðandi í útboði sem fellur undir lög nr. 84/2007 um opinber innkaup teljist aðili stjórnsýslumáls eða að tiltekið útboð teljist stjórnsýslumál í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hefur nefndin í úrskurðum sínum talið að mál sem varða aðgengi bjóðenda að upplýsingum er varða opinber innkaup, falli undir upplýsingarétt þann sem kveðið er á um með upplýsingalögum nr. 50/1996. Mun nefndin því taka efnislega afstöðu til upplýsingaréttar kæranda í máli þessu á grundvelli ákvæða upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu verður beiðni kæranda um gögn þau sem mál þetta lýtur að ekki reist á ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993, heldur upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærunni er því réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <h3>5.</h3> <p>Þau gögn sem deilt er um í þessu máli eru annars vegar einingarverð Geirnaglans ehf. á tilboðsblaði með verksamningi milli Framkvæmdasýslu ríkisins og Geirnaglans ehf. og hins vegar kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins sem unnin var í janúar 2011. Kærandi óskar einvörðungu eftir aðgangi að upplýsingum um eftirfarandi verkliði í tilvísuðum gögnum: 1.2.3.1, 1.2.3.2, 1.3.3., 1.3.5, 1.4.2, 1.4.3, 1.4.4, 1.4.5, 1.4.6, 1.4.8, 1.4.9, 1.4.10, 1.4.11, 1.6.1.2, 1.6.1.3, 1.6.1.4, 1.6.3.1, 1.6.3.2, 1.6.4, 1.6.5, 1.6.6, 1.6.12 og 1.7.2 og varðar því mál þetta einvörðungu upplýsingar um þá verkliði eins og þeir koma fram í tilvísuðum skjölum.<br /> <br /> Framkvæmdasýsla ríkisins byggir á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og vísar til þess að umræddar upplýsingar varði fjárhags- og viðskiptahagsmuni Geirnaglans ehf. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædd gögn. Að mati nefndarinnar verður ekki séð að í þeim sé neitt þess efnis sem valdið geti Geirnaglanum ehf. tjóni fái kærandi aðgang að þeim eða að aðgangur kæranda geti raskað samkeppnisstöðu aðila á markaði með þeim hætti að það eigi að leiða til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs að gögnunum skv. ákvæðum upplýsingalaga. Þá ber að líta til þess að umræddar fjárhæðir eru settar fram í marsmánuði 2011 eða fyrir þremur árum. Það er því afstaða nefndarinnar að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði til að synja um afhendingu þeirra upplýsinga sem um ræðir, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Í þessu sambandi er einnig rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin áréttar að af framangreindri niðurstöðu verður ekki dregin almenn ályktun um aðgang almennings að einingarverði í tilboðum útboða, enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort aðgang að slíkum upplýsingum beri að takmarka á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Þá verður ekki séð að það skaði hagsmuni Framkvæmdasýslu ríkisins, sem í þessu tilliti felast í því að fá sem hagkvæmust tilboð í útboðin verk, frá hæfum bjóðendum, þó að almenningur, og um leið mögulegir samkeppnisaðilar þeirra verktaka sem sinna þjónustu fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins, fái þær upplýsingar sem hér um ræðir.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi eigi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga rétt á hinum umbeðnu upplýsingum sem finna má á umræddu tilboðsblaði. Þegar af þeirri ástæðu er ekki nauðsynlegt að taka afstöðu til þess hvort kærandi gæti einnig byggt slíkan rétt á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt aðila.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem mál þetta lýtur að er sem fyrr segir  að finna í tveimur aðgreindum gögnum. Að því er varðar kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins, sem unnin var í janúar 2011, byggir framkvæmdasýslan ekki aðeins á framangreindum sjónarmiðum heldur einnig á 5. tölul. 6. gr., sbr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, og vísar til þess að um sé að ræða vinnuskjal stjórnvaldsins sem ritað er af því og einvörðungu hefur verið til afnota fyrir það.<br /> <br /> Samkvæmt 5. tölul. 6. gr. og 1. tölul. 2. mgr. 14. gr. eru vinnuskjöl undanþegin upplýsingarétti. Í 8. gr. segir m.a. að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld hafi ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í 3. mgr. 8. gr. segir svo orðrétt:<br /> <br /> „Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef:   <br /> 1. þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, <br />  2. þar koma fram upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr., <br />  3. þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,<br /> 4. þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á að umrædd kostnaðaráætlun sé vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Þá fær nefndin ekki séð að eitthvert þeirra atriða sem rakin eru í tölul. 1 til 4 í 3. mgr. 8. gr. eigi við um gagnið. Af þeim sökum staðfestir nefndin synjun Framkvæmdasýslu ríkisins á að afhenda kæranda upplýsingar um verkliði 1.2.3.1, 1.2.3.2, 1.3.3., 1.3.5, 1.4.2, 1.4.3, 1.4.4, 1.4.5, 1.4.6, 1.4.8, 1.4.9, 1.4.10, 1.4.11, 1.6.1.2, 1.6.1.3, 1.6.1.4, 1.6.3.1, 1.6.3.2, 1.6.4, 1.6.5, 1.6.6, 1.6.12 og 1.7.2 í kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins sem unnin var í janúar 2011.<br /> <br /> Stjórnvaldi er heimilt á grundvelli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögunum enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, þar á meðal ákvæði laga um þagnarskyldu og persónuvernd. Í 2. mgr. sama ákvæðis kemur fram að þegar stjórnvöld, sbr. 1. mgr. 2. gr., synja beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli 2.–5. tölul. 6. gr. og 10. gr. skal taka afstöðu til þess hvort veita eigi aðgang í ríkari mæli en skylt er, sbr. 1. mgr. þessa ákvæðis. Þótt skilja megi málatilbúnað Framkvæmdasýslu ríkisins svo að ekki hafi þótt tilefni til að beita umræddu heimildarákvæði upplýsingalaga láðist henni að taka skýra afstöðu til þessa í afgreiðslu sinni á beiðni kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál beinir þeim tilmælum til Framkvæmdasýslu ríkisins að gæta betur að þessu atriði í framtíðinni.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Framkvæmdasýslu ríkisins ber að afhenda kæranda, [B]. f.h. Háfells ehf., einingarverð Geirnaglans ehf. á tilboðsblaði með verksamningi milli Framkvæmdasýslu ríkisins á eftirfarandi verkliðum: 1.2.3.1, 1.2.3.2, 1.3.3., 1.3.5, 1.4.2, 1.4.3, 1.4.4, 1.4.5, 1.4.6, 1.4.8, 1.4.9, 1.4.10, 1.4.11, 1.6.1.2, 1.6.1.3, 1.6.1.4, 1.6.3.1, 1.6.3.2, 1.6.4, 1.6.5, 1.6.6, 1.6.12 og 1.7.2. <br /> <br /> Að öðru leyti er synjun Framkvæmdasýslu ríkisins staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir<br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-523/2014. Úrskurður frá 1. apríl 2014 | A kærði synjun embættis sérstaks saksóknara á beiðni um aðgang að skýrslum tveggja hópa sérfræðinga, sem unnar voru að beiðni sérstaks saksóknara. Í synjun sinni hafði sérstakur saksóknari m.a. leiðbeint A um kærurétt til úrskurðarnefndar um upplýsingamála. Hann kvað skýrslurnar vera hluta sakamálarannsóknar og þær féllu utan gildissviðs upplýsingalaga. Hann varð ekki heldur við beiðni úrskurðarnefndarinnar um að fá afrit af þeim. Að mati nefndarinnar er engum vafa undirorpið að honum er skylt að afhenda henni skýrslunar. Framfylgi stjórnvald ekki þeirri skyldu sinni að afhenda slík gögn vekur það bæði tortryggni nefndarinnar og almennings. Þar sem nefndin hefur hins vegar ekki nægilegar ríkar valdheimildir, s.s. sérstakar kæruleiðir, til að fá gögn afhent sem stjórnvald neitar að láta af hendi, var henni ekki fær önnur leið en sú að byggja á þeirri fullyrðingu sérstaks saksóknara að umbeðin gögn féllu utan gildissviðs upplýsingalaga. Hún varð að vísa kærunni frá. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 1. apríl 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-523/2014 í máli ÚNU 13020002. <br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Hinn 8. febrúar 2013 mótttók úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru A vegna synjunar embættis sérstaks saksóknara á beiðni um aðgang að skýrslum tveggja hópa sérfræðinga sem unnu á vegum lögfræðistofunnar LYNX og endurskoðunarstofnunnar Cofisys.<br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Forsaga málsins er sú að hinn 4. janúar 2013 sendi kærandi svohljóðandi beiðni til sérstaks saksóknara:<br /> <br /> „Ég óska eftir því með vísan til upplýsingalaga að fá aðgang að skýrslu LYNX Advokatfirma um Landsbanka Íslands og skýrslu Cofisys um Glitni. Í þessum skýrslum tel ég vera upplýsingar sem sýna fram á að ég hafi haft rangar upplýsingar um stöðu bankanna árið 2007 sem bæði leiddi til þess að fasteignaverð var of hátt og einnig að ég ofmat eignir mínar við kaup á fasteign í lok árs 2007.“<br /> <br /> Sérstakur saksóknari svaraði kæranda með bréfi, dags. 8. janúar 2013. Þar segir:<br /> <br /> „Embætti sérstaks saksóknara barst með neðangreindum tölvupósti beiðni þín um aðgang að skýrslu Lynx Advokatfirma um Landsbanka Íslands og skýrslu Cofisys um Glitni. Því er til að svara að beiðninni er hafnað með vísan til 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem lögin gilda ekki rannsókn eða saksókn í opinberu máli en umbeðin gögn teljast til rannsóknargagna. Yður er heimilt að bera synjun embættisins um að veita aðgang að gögnum skv. upplýsingalögum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamálefni innan 30 daga frá því að þér er tilkynnt um ákvörðunina sbr. 14., 15. og 16.gr. sömu laga.[…]“<br /> <br /> Af því tilefni að við fyrri ákvörðun var ekki getið réttra lagaheimilda tók sérstakur saksóknari nýja ákvörðun og sendi hana kæranda með bréfi, dags. 12. janúar 2013. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „…Upplýsingalög nr. 50/1996 voru felld úr gildi fjórum dögum áður en beiðni þín barst embætti sérstaks saksóknara til úrlausnar en til þeirra laga var vísað í ákvörðun um að synja um aðgang. Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 1. janúar sl. en efni þeirra lagareglna sem vísað var til í ákvörðuninni er óbreytt í nýju lögunum. Synjunin byggir því á 1. mgr. 4. gr. laga nr. 140/2012 þar sem hin nýju lög gilda ekki um rannsóknir sakamáls eða saksókn. Um kæru til úrskurðarnefndar er síðan fjallað í 20., 21. og 22. nýju laganna nr. 140/2012. Heiti úrskurðarnefndarinnar, aðsetur og kærufrestur er óbreytt frá fyrri lögum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.“<br /> <br /> Í þeirri kæru, sem síðan barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál, hinn 8. febrúar 2013, segir m.a.:</p> <div> <br /> „8. janúar s.l. óskaði ég eftir við sérstakan saksóknara að fá aðgang að skýrslum sem Ráðgjafafyrirtækið Lynx Advokatfirma gerði um Landsbanka Íslands og Ráðgjafafyrirtækið Cofisys  um Glitni.  Gerði ég það á grundvelli  þess að fréttafluttningur af þessum skýrslum í blöðum bentu til þess að saknæmt  athæfi bankanna og endurskoðenda þeirra hafi skaðað hagsmuni mína og fjölmargra annarra verulega. Ólafur Þ. Hauksson sérstakur saksóknari hafnaði þessari beiðni minni á grundvelli að þetta væri rannsóknargagn. Sjá afrit af meðfylgjadi tölvupósti.<br /> <br /> Ég kæri málið til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál á eftirfarandi forsendum: Í frétt Vísis þann 13. desember 2010 […]  hafði slitastjórn Glitnis fengið skýrsluna um Gamla Glitni til sín. Ég og þeir aðilar sem [ég] vinn fyrir gætu þurft að stefna Glitni m.a. á grundvelli upplýsinga sem eru í skýrslunni. Því er ekki rétt að halda því fram að skýrslan sé lokað rannsóknargagn þegar þeir sem bera sökina hafa fengið skýrsluna samdægus.<br /> <br /> Eins er að ef skýrslan fer til þrotabús Glitnis er ekki óeðlilegt að álykta að slitastjórn Landsbankans sé líka með skýrsluna um Landsbankann undir höndum. Slitastjórnirnar sjá í skýrslunni, einungis upplýsingar um hvernig þessi tvö ráðgjafafyrirtæki hafa náð að lesa úr þeim gögnum sem þau fengu að sjá í bönkunum.  Ef um refsiverða háttsemi er að ræða mun sérstakur saksóknari fara í mál fyrir hönd ríkisins við þrotabúin á grundvelli þessarar skýrslu og gagna sem hann getur aflað sér með rannsóknarheimildum sínum.  Því get ég ekki séð að afhending á þessum skýrslum til mín geti skaðað rannsóknarhagsmuni Sérstaks saksóknara, því bæði hann og þeir sem gætu borið sök hafa aðgang að þessum gögnum nú þegar.<br /> <br /> Sérstakur saksóknari má einungis rannsaka mál sem Fjármálaeftirlitið telur ástæðu til að rannsaka.  Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hefur í gegnum tíðina komið fram fyrir hönd bankanna og reynt að bregða fæti fyrir að einstaklingar og fyrirtæki fái rétt sinn án þess að fara í gegnum dómstóla. Gott dæmi um þetta er aðkoma Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans að leiðréttingu gengistryggðra lána og reglum sem þessir aðilar settu um vaxtaútreikning á þeim eftir fyrsta dóm.  Þær reglur eru þvert á stjórnarskrá samanber að nú er búið að dæma afturvirkni þessara laga ólöglega.  Því má gera ráð fyrir að þessir aðilar gangi gegn almannahagsmunum við að einstaklingar geti leitað réttar síns án þess að fara fyrir dómstóla sjálfir, enda líklegt miðað við áðurnefnd dæmi að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki muni láta sérstakan saksóknara sækja mál gegn slitastjórnum bankanna vegna lögbrota þeirra.  Það er bæði dýrt og hafa einstaklingar ekki aðgang að gögnum til að standa jafnfætis þeim sem glæpina frömdu. […].“<br /> <br /> Hinn 5. mars 2013, sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til sérstaks saksóknara, veitti honum kost á umsögn og óskaði afrits af umbeðnum gögnum. Í svarbréfi hans, dags. 13. mars 2013, segir m.a.: <br /> <br /> „Nánar tiltekið er beðið um skýrslur tveggja hópa sérfræðinga á vegum lögfræðistofunnar LYNX og endurskoðunarstofnunnar Cofisys sem unnar voru, að beiðni sérstaks saksóknara, upp úr m.a. haldlögðum skjölum úr húsleitum starfsmanna embættisins sem fram fóru 1. október 2009 í tengslum við rannsókn embættisins á máli lögreglunnar með málanúmer 090-2008-0041 í málaskrá lögreglunnar. Um er að ræða sérfræðingaskýrslu sem er hluti rannsóknargagna þess máls. Um sakamálarannsókn þess gilda lög nr. 88/2008 en í þeim lögum eru meðal annars ákvæði sem fjalla um heimildir til afhendingar gagna.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 gilda þau ekki um rannsóknir sakamáls eða saksókn en ekki er fyrir að fara lagaheimild í lögum um meðferð sakamála til afhendingar á nefndum gögnum umrædds sakamáls til kæranda þess máls sem hér er til umfjöllunar. Er því ljóst að hvorki verður byggt á upplýsingalögum né á lögum um meðferð sakamála um aðgengi hans að umbeðnum upplýsingum. Ekki þykir ástæða til að rökstyðja frekar synjunina eða veita frekari andsvör við efnislega röngum fullyrðingum sem fram koma í kærunni.<br /> <br /> Í 1. kafla upplýsingalaga er fjallað um markmið og gildissvið laganna. Samkvæmt 2. mgr. 22. gr. laganna er þeim sem kæran beinist að skylt að láta úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að enda falli viðkomandi undir gildissvið laganna. Röksemd undirritaðs fyrir synjun á afhendingu umbeðinna gagna er sú að sá hluti starfsemi embættisins sem varðar rannsóknir eða saksókn eða gögn þeim tengd falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga skv. 1. kafla upplýsingalaga. Þar af leiðandi er því hafnað að láta nefndinni í té umbeðin afrit af umræddum skýrslum enda standa til þess engar heimildir samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Vísað er til áskilnaðar í 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga að skyldan til að afhenda nefndinni gögnin eigi einungis við þá sem falla undir gildissvið laganna skv. 1. kafla upplýsingalaga. Að öðru leyti vísast til fyrri samskipta við kæranda varðandi rökstuðning fyrir ákvörðun sérstaks saksóknara í máli þessu.“<br /> <br /> Umsögn sérstaks saksóknara var send kæranda til athugasemda með bréfi, dags. 19. mars 2013. Athugasemdir hans bárust með bréfi, dags. 2. apríl. Þar segir:<br /> <br /> „Svar sérstaks saksóknara til nefndar um upplýsingamál kemur undirrituðum ekki á óvart enda er það í upplýsingalögum að gögn í sakamálarannsóknum falli ekki undir gögn sem eigi að afhenda. Hitt er að þessar skýslur eru orðnar í það minnsta tveggja og hálfs árs gamlar og embættið hefur ekki notað þær sem sönnunargögn. <br /> <br /> Sérstakur saksóknari hefur ekki notað þessa skýrslur fyrir dómi í þeim málum sem hann hefur lagt fram. Hann ætti fyrir löngu [að] vera búinn að ná í viðhlítandi gögn sem bent er á í skýrslunni að séu saknæm. Skv. lögum um sérstakan saksóknara þarf hann ekki húsleitarheimildir né aðrar heimildir til að fá gögn frá gömlu bönkunum, heldur getur hann farið fram á að gögnin séu afhent án skilyrða. Að auki skv. lögum hafa þeir sem stefnt er fyrir dóm að hafa aðgang að málsskjölum þannig að gömlu bankarnir ættu nú  þegar [að] hafa aðgang að þessum skýrslum. […]<br /> <br /> Það besta er að á þessum rúmum þremur árum frá því að skýrslurnar voru gerðar og rúmlega fjórum árum frá því sem embættið var stofnað hefur embættið ekki komið fram með eitt mál þar sem bankarnir eru ákærðir fyrir brot á einstaklingum þrátt fyrir fjölmargar vísbendingar þar að lútandi.  <br /> <br /> Að framansögðu get ég ekki fallist á að þessar skýrslur séu sönnunargögn í sakamáli gegn skilanefndum bankana. Rökin eru eftirfarandi: <br /> <br /> 1. Sérstakur saksóknari hefur ekki notað skýrslurnar fyrir dómi þó að þær séu bráðum að verða 3 ára gamlar.  Saksóknari getur ekki haldið þessum upplýsingum hjá sér langt inní framtíðina og valdið almenningi þannig skaða. <br /> <br /> 2. Sérstakur saksóknari hefur skv. lögum um embættið heimild til að ná í öll gögn án sérstakra heimilda hjá þrotabúunum.  Því hafa þessar skýrslur ekki gildi í dómsmáli þar sem embættið getur fyrirvaralaust náð í frumheimildir og er líklega krafinn um frumheimildir fyrir dómi á grundvelli aðgangs að öllum gögnum úr þrotabúunum. <br /> <br /> 3. Sérstakur saksóknari kemur í veg fyrir að ég sem einstaklingur geti nýtt mér upplýsingar úr skýrslunum til að verja mig gagnvart bönkunum. Því er embættið að brjóta á rétti mínum til að geta varið mig fyrir dómi með því að leyna þeim upplýsingum sem eru í þessum skýrslum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi tilefni til að senda sérstökum saksóknara annað bréf, dags. 13. ágúst 2013. Í því segir m.a.:<br /> <br /> „Vísað er til fyrri bréfaskrifta vegna kæru [A] á synjun yðar um að verða við beiðni hans um aðgang að skýrslum tveggja hópa sérfræðinga sem unnar voru að yðar beiðni. Þér kveðið þær vera hluta sakamálarannsóknar sem upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 nái ekki til. <br /> <br /> Af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur verið ákveðið með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að fara fram á að þér afhendið nefndinni í trúnaði afriti af umræddum gögnum. </div> <div> <br /> Jafnramt er óskað eftir því að þér rökstyðjið nánar, eftir atvikum með vísan til viðeigandi ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012, það sem fram hefur komið af yðar hálfu um að umræddar skýrslur séu gögn varðandi rannsókn eða saksókn og dómsmeðferð sé ólokið. </div> <div> <br /> Er þess farið á leit að ofangreind gögn og svör berist nefndinni ekki síðar en 23. ágúst næstkomandi.“<br /> <br /> Sérstakur saksóknari svaraði með bréfi, dags. 19. ágúst 2013. Í því segir m.a.:<br /> <br /> „Er sú afstaða ítrekuð að skylda til að afhenda gögn nær ekki til þeirra gagna sem falla ekki undir gildissvið laganna en eins og fram kemur skýrt í fyrra bréfi er hér um að ræða skýrslur sérfræðinga sem unnar eru m.a. upp úr haldlögðum gögnum úr húsleitum. Vísast til 86. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 um heimild lögreglu til að leita til sérfróðra manna í þágu rannsóknar þegar þörf er á sérfræðilegri skoðun eða rannsókn til að upplýsa mál svo sem læknisrannsókn, efnafræðilegri rannsókn, rithandarsýnishorni eða bókhaldsrannsókn. Skýrslunar teljast því hluti af málsgögnum sakamáls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Um afhendingu gagna máls til aðila þess fer því alfarið eftir lögum um meðferð sakamála en ekki upplýsingalögum eins og upplýsingalög sjálf reyndar tilgreina. […] Fæst ekki með neinu móti séð með hvaða hætti skoðun nefndarinnar á umræddum gögnum breyti neinu um þá stöðu, enda hefur nefndin engar forsendur til að vega og meta hvort tiltekin gögn hafi þýðingu fyrir rannsókn eða saksókn sakamáls eða ekki. Sending rannsóknargagna embættisins til nefndarinnar myndi því ganga í berhögg við lög um meðferð sakamála, vera án viðhlítandi lagastoðar í upplýsingalögum og kann að setja rannsóknarhagsmuni máls í hættu.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi innanríkisráðherra bréf, dags. 20. nóvember 2013. Í því segir m.a.:<br /> <br /> „Tilefni bréfs þessa er ágreiningur milli úrskurðarnefndar um upplýsingamál, annars vegar, og sérstaks saksóknara, hins vegar, um inntak þeirrar skyldu stjórnvalda að senda úrskurðarnefndinni afrit af gögnum þeirra mála sem kærð eru til nefndarinnar, sbr. 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. […]<br /> <br /> Í I. kafla upplýsingalaga nr. 140/2012 er fjallað um markmið og gildissvið laganna. Í 2. gr. laganna er m.a. kveðið á um að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda og jafnframt vikið að gildissviði gagnvart lögaðilum í eigu ríkisins. Í 3. gr. er svo m.a. kveðið á um að lögin taki til einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun.<br /> <br /> Í V. kafla upplýsingalaga er fjallað um úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í 2. mgr. 22. gr. laganna er fjallað um málsmeðferð nefndarinnar. Þar segir m.a.: <em>Þeim sem kæra beinist að er skylt að láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að, enda falli viðkomandi undir gildissvið laganna skv. I. kafla. Nefndin getur mælt svo fyrir í bréfi þar sem óskað er afrits gagna samkvæmt þessari málsgrein að gögn sem henni eru afhent í trúnaði séu auðkennd sérstaklega.</em><br /> <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir m.a. um 22. gr.: <em>Þá er í málsgreininni tekið fram að þeim sem kæra beinist að sé skylt að láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að, enda falli viðkomandi undir gildissvið laganna skv. I. kafla. Sambærilegt ákvæði er nú að finna í 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000. Enn fremur er í ákvæðinu að finna það nýmæli að nefndin geti mælt svo fyrir í bréfi þar sem óskað er afrits gagna að gögn sem afhent eru nefndinni í trúnaði verði auðkennd sérstaklega. Slíkt er til þess fallið að tryggja betur en ella öryggi við meðferð gagna hjá nefndinni og þykir ekki íþyngjandi gagnvart þeim sem þarf að afhenda nefndinni gögn, enda getur viðkomandi vart rökstutt afstöðu sína í viðkomandi máli nema að hafa þegar tekið afstöðu til hvers og eins gagns sem beiðni beinist að. Sama niðurstaða, um skyldu til að láta úrskurðarnefndinni í té afrit gagna, mundi samkvæmt almennum reglum stjórnsýsluréttar leiða af kærusambandi við nefndina, sbr. 20. gr. frumvarpsins, skyldu nefndarinnar til að upplýsa mál áður en úrskurðað er í því, sbr. rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga, og af eðli máls með tilliti til úrskurðarhlutverks nefndarinnar. Skýlaust ákvæði um þetta efni er hins vegar án vafa til mikils hagræðis við störf nefndarinnar, auk þess sem það tekur af allan vafa um skyldur einkaréttarlegra fyrirtækja og annarra einkaaðila til að verða við réttmætum kröfum nefndarinnar um afhendingu gagna. Í því sambandi verður sérstaklega að hafa í huga að í ákveðnum tilvikum verður að telja réttmætt að nefndin krefjist þess að fá afhent gögn, m.a. í því skyni að móta sér endanlega afstöðu um það hvort aðili falli undir gildissvið upplýsingalaga. Það væri aðeins í þeim tilvikum þegar lögaðili fellur án vafa utan gildissviðs laganna sem honum væri stætt á því að neita að afhenda úrskurðarnefndinni gögn sem hún hefur óskað eftir að fá í hendur.</em><br /> <br /> Af synjun sérstaks saksóknara um aðgang að gögnum, dags. 12. janúar 2013, og umsögn embættisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 5. mars 2013, verður ráðið að óumdeilt sé að embætti sérstaks saksóknara falli undir upplýsingalög nr. 140/2012 og að synjun embættisins á beiðni um gögn sé kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Enda gaf sérstakur saksóknari leiðbeiningar um kærurétt til nefndarinnar í synjunarbréfi sínu. Hins vegar telur sérstakur saksóknari að „sá hluti starfsemi embættisins sem varðar rannsóknir eða saksókn eða gögn þeim tengd falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga“, sbr. 1. mgr. 4. gr. laganna og þar af leiðandi sé embættinu ekki skylt að láta úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af hinum umbeðnu gögnum.<br /> <br /> Í tilvitnuðum lögskýringargögnum að baki 22. gr. upplýsingalaga er m.a. bent á að úrskurðarnefndin sé í störfum sínum bundin af rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Til þess að sinna rannsóknarskyldu sinni kunni nefndinni að vera þörf á að fá hin umdeildu gögn í hendur. Af þessum sökum sé sérstaklega kveðið á um það í lögunum að þeim aðilum sem falla undir lögin sé skylt að afhenda nefndinni gögn málsins óski hún eftir því. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vekur athygli á því að í hinum tilvitnuðu athugasemdum er sérstaklega tekið fram að einkaaðila sem telur sig ekki falla undir ákvæði upplýsingalaga sé engu að síður skylt að afhenda umbeðin gögn, enda kunni skoðun nefndarinnar á gögnunum að vera nauðsynleg til þess að hún geti tekið endanlega afstöðu til þess hvort aðili falli undir gildissvið upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds, einkum 20. og 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál það engum vafa undirorpið að þeim aðilum sem á annað borð falla undir upplýsingalög sé skylt að afhenda nefndinni öll þau gögn sem viðkomandi hefur í sínum vörslum og kæra lýtur að, telji nefndin það nauðsynlegt til að meta hvort umrædd gögn eða huti þeirra falli utan gildissviðs upplýsingalaga eða ekki. Úrskurðarnefndin lítur svo á að slíkt mat geti samkvæmt framangreindum lagaákvæðum engan veginn verið í höndum þess stjórnvalds sem kæra beinist að. <br /> <br /> Í máli því sem hér um ræðir telur úrskurðarnefndin þörf á að fá gögn málsins til þess að meta hvort veita eigi aðgang að umbeðnum gögnum í heild eða að hluta og telur að synjun sérstaks saksóknara á beiðni nefndarinnar þar að lútandi komi í veg fyrir að hún geti rækt störf sín lögum samkvæmt. […]<br /> <br /> Í tilefni af framangreindu óskar úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því við innanríkisráðherra að ráðuneytið hlutist til um að sérstakur saksóknari afhendi nefndinni þau gögn er kæran frá 8. febrúar 2013 laut að, í samræmi við skýr fyrirmæli 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, svo að nefndinni sé mögulegt að sinna því hlutverki sínu að úrskurða um lögmæti synjunar sérstaks saksóknara á afhendingu þeirra frá 12. janúar 2013.“<br /> <br /> Innanríkisráðuneytið sendi ríkissaksóknara bréf, dags. 29. nóvember 2013. Í því segir m.a.:<br /> <br /> „Ráðuneytinu hefur borist erindi frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, dags. 20. nóvember 2013, þar sem þess er óskað að ráðuneytið hlutist til um að sérstakur saksóknari afhendi nefndinni tiltekin gögn. Í ljósi stjórnunar- og eftirlitsheimilda ríkissaksóknara og sjálfstæði ákæruvaldsins, sem og með hliðsjón af  ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012 um að gögn er varði rannsókn sakamáls og saksókn falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga, framsendist erindi úrskurðarnefndar hjálagt til þóknanlegrar afgreiðslu ríkissaksóknara.“<br /> <br /> Ríkissaksóknari sendi úrskurðarnefndinni bréf, dags. 10. desember 2013. Í því segir m.a.:<br /> <br /> „Með vísan til ákvæða laga um meðferð sakamála og 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, telur ríkissaksóknari óheimilt að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamálefni nefnd gögn. Er að öðru leyti vísað til og tekið undir röksemdir sérstaks saksóknara fyrir þeirri ákvörðun að hafna afhendingu gagnanna, sem reifuð eru í bréfi hans frá 19. ágúst sl.“ <br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> <h3>Niðurstaða</h3> Mál þetta varðar synjun sérstaks saksóknara á beiðni [A] um aðgang að skýrslum tveggja hópa sérfræðinga sem unnar voru að beiðni sérstaks saksóknara, m.a. upp úr haldlögðum skjölum úr húsleitum embættisins. Synjun sérstaks saksóknara er byggð á því að skýrslurnar séu hluti sakamálarannsóknar og því nái upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 ekki til þeirra. <br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, gilda þau m.a. ekki um aðgang að gögnum í málum sem varða rannsókn sakamála og saksókn. Um hann fer að sérákvæðum laga um meðferð sakamála. Í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 135/2008 um embætti sérstaks saksóknara segir að hann hafi stöðu og almennar heimildir lögreglustjóra samkvæmt lögreglulögum og lögum um meðferð sakamála og fari með stjórn lögreglu sem starfi við embætti hans. Sérstakur saksóknari og saksóknarar við embætti hans séu ákærendur samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Í 6. gr. laganna segir að um starfsemi embættisins gildi að öðru leyti ákvæði lögreglulaga og laga um meðferð sakamála að því leyti sem lögin kveði ekki á um annað.<br /> <br /> Ákvæði 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er samhljóða 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í framkvæmd þeirra laga byggði úrskurðarnefnd um upplýsingamál á því í úrskurðum sínum að í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, um að lögin giltu ekki um „rannsókn eða saksókn í opinberu máli“, fælist að ekki væri unnt að krefjast aðgangs að gögnum varðandi rannsókn eða saksókn á grundvelli laganna. Þau gögn sem kærandi hefur óskað aðgangs að eru skýrslur sem m.a. munu vera unnar upp úr haldlögðum skjölum úr húsleitum embættis sérstaks saksóknara, sem fram fóru hinn 1. október 2009 í tengslum við rannsókn á máli lögreglu, sem hefur númerið 090-2008-0041 í málaskrá lögreglu.<br /> <br /> Eins og rakið er í málsmeðferðarkaflanum hér að framan hefur sérstakur saksóknari ekki sent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af þeim skýrslum sem mál þetta lýtur að. Telur hann sér það óheimilt þar sem skýrslurnar falli utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 140/2012. Í tilefni af þessu telur úrskurðarnefndin rétt að taka fram að hún telur það engum vafa undirorpið að þeim aðilum sem á annað borð falla undir upplýsingalög, þ. á m. sérstökum saksóknara, sé skylt að afhenda nefndinni öll þau gögn sem viðkomandi hefur í vörslum sínum og kæra lýtur að, telji nefndin rétt að kalla eftir umræddum gögnum til að glöggva sig betur á viðkomandi máli og eftir atvikum taka afstöðu til þess hvort gögnin falli undir upplýsingalög. Vísast um þetta til skýrs orðalags 22. gr. upplýsingalaga og þeirra sjónarmiða sem rakin eru í bréfi nefndarinnar til innanríkisráðherra, dags. 20. nóvember 2013. Það er þannig í verkahring úrskurðarnefndar um upplýsingamál að leggja mat á það hvort gögn sem þau sem kærandi óskar eftir falla undir upplýsingaskyldu samkvæmt upplýsingalögum en ekki þess stjórnvalds sem í hlut á, hér sérstakur saksóknari. Framfylgi stjórnvald ekki framangreindri skyldu sinni að afhenda úrskurðarnefndinni gögn er slíkt framferði sem best til þess fallið að vekja þá tortryggni bæði nefndarinnar og almennings að viðkomandi stjórnvald sé að leyna gögnum sem upplýsingaskylda stjórnvalda nær til og er slíkt einkar óheppilegt.   <br /> <br /> Þótt úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi að eigin mati verið ranglega synjað um afhendingu umbeðinna gagna af hálfu sérstaks saksóknara telur hún sér nauðugan þann kost einan að byggja á því sem fram hefur komið af hálfu embættisins um að umræddar skýrslur séu gögn varðandi rannsókn eða saksókn, sem falli utan gildissviðs upplýsingalaga, en samkvæmt upplýsingalögum er úrskurðarnefndinni ekki fengnar nægilegar ríkar valdheimildir, s.s. sérstakar kæruleiðir, til þess fá gögn afhent sem stjórnvald neitar að láta af hendi til nefndarinnar. Úrskurðarnefndinni er því ekki önnur leið fær en að byggja á þeirri fullyrðingu sérstaks saksóknara að umbeðin gögn falli utan gildissviðs upplýsingalaga og samkvæmt því verður hún að vísa kærunni frá.<br /> <br /> <h3>Úrskurðarorð</h3> Kæru [A], dags. 8. febrúar 2013, á hendur sérstökum saksóknara, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.  <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir              <br /> <br /> Friðgeir Björnsson <br /> </div> |
A-521/2014. Úrskurður frá 1. apríl 2014 | A kærði synjun Tollstjóra á að verða við beiðni hans um aðgang að verklagsreglum varðandi tollframkvæmd. A hafði fengið hluta þeirra í hendur en verið synjað að öðru leyti, m.a. vegna þess að Tollstjóri gæti ekki skorið úr um hvort meðal samantekinna gagna væru verklagsreglur (í skilningi 12. tl. 40. gr. tollalaga). Úrskurðarnefndin rengdi það mat Tollstjóra ekki og vísaði málinu að því leyti frá. Hins vegar lagði hún fyrir Tollstjóra að afhenda A verklagsreglur um inn-, út- og umflutning villtra dýra og plantna í útrýmingarhættu og verklagsreglur um inn- og útflutning menningarverðmæta og náttúruminja. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 1. apríl 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-521/2014 í máli ÚNU 13040001. <br /> <br /> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með erindi 19. mars 2013 kærði A afgreiðslu Tollstjóra á beiðni hans um aðgang að gögnum. Í kærunni er vísað til þess að þann 30. janúar 2013 hafi kærandi óskað eftir að fá afrit af öllum þeim verklagsreglum sem Tollstjóri hafi sett varðandi tollframkvæmd sbr. 12. tölulið 40. gr. tollalaga nr. 88/2005. Kærandi hafi fengið hluta þeirra verklagsreglna sem óskað hafi verið eftir en synjað hafi verið um aðgang að verklagsreglum um inn-, út- og umflutning villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu og verklagsreglum um inn- og útflutning menningarverðmæta og náttúruminja. Þann 12. mars sama ár hafi kærandi óskað eftir afritum af öllum þeim verklagsreglum sem Tollstjóri hefði sett varðandi tollframkvæmd á grundvelli sama lagaákvæðis eða fyrirrennara þeirrar greinar í eldri lögum. Nánar tiltekið hafi verið óskað eftir aðgangi að þeim verklagsreglum sem í gildi væru eða fallið hefðu úr gildi í tíð tollalaga nr. 88/2005, þ.e. frá 1. janúar 2006 til 12. mars 2012. Ekki hafi verið óskað eftir afhendingu þeirra verklagsreglna sem embættið hefði þegar afhent. Degi síðar hafi beiðni kæranda verið hafnað. Í kærunni kemur fram að kærandi telji að ekki hafi verið rétt að synja um aðgang að gögnunum heldur beri að afhenda þau í heild eða að hluta til, að svo miklu leyti sem þau séu ekki háð sérstakri þagnarskyldu. </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi 9. apríl 2013 var Tollstjóra gefinn kostur á að tjá sig um framangreinda kæru. Í svari Tollstjóra til úrskurðarnefndarinnar 13. maí kemur fram að hjá embætti Tollstjóra starfi um 240 manns og að embættið hafi margvísleg hlutverk. Þeir verkferlar sem farið sé eftir séu ótal margir og hafi hluti þeirra verið skráður niður til að samræmis og jafnræðis gagnvart borgurunum sé gætt. Heiti þeirra verkferla sem skráðir hafi verið séu mismunandi og geti fyrirmæli um framkvæmd borið nafnið verklagsregla, verkferill, gátlisti, viðbragðsáætlun o.fl. Einhver hluti reglnanna sé enn í formi draga eða jafnvel á hugmyndastigi þannig að aðeins hafi verið settar nokkrar línur á blað. Þá sé hluti reglnanna kominn vel til ára sinna og nauðsynlegt sé að uppfæra þær reglur. Hluta þessara reglna hafi verið safnað saman á einn stað og fylli „þær um 100 möppur í tölvu“.  Innan hverrar möppu geti verið fjölmörg skjöl þar sem sum séu verklagsreglur en önnur stuðningsgögn og þurfi því að grisja verklagsreglurnar frá öðrum skjölum. Um mörg hundruð skjöl sé að ræða. Þar fyrir utan þyki fullvíst að frekari fyrirmæli liggi hjá einstökum deildum sem ekki hafi verið safnað saman. <br /> <br /> Í svari Tollstjóra er síðan fjallað um þá vinnu sem fyrirhuguð sé varðandi innleiðingu tiltekins gæðakerfis. Ljóst sé að mikil vinna sé framundan við að skipuleggja betur verklagsreglur embættisins og sé vinna við það hafin. Á meðan á þessari vinnu standi líti embættið svo á að þær verklagsreglur sem ekki hafi verið yfirfarnar og uppfærðar séu ekki í gildi. Til standi að gera tæmandi lista yfir allar verklagsreglur og safna þeim saman, flokka þær eftir því hver staða þeirra sé, taka afstöðu til þess hvort þær þurfi að uppfæra eða klára og ganga úr skugga um hvort eftir þeim sé farið og taka afstöðu til trúnaðarstigs. Það sé því „til þess fallið að gefa afar skakka mynd af starfsemi embættisins ef þessar verklagsreglur, sem ekki eru í gildi, væru afhentar eins og staðan er auk þess sem ómöguleiki er til staðar þar sem ekki er hægt að verða við beiðninni sökum umfangs hennar“. <br /> <br /> Í svari embættis Tollstjóra er einnig  fjallað um 4. tölulið 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem fram kemur að afhenda beri vinnugögn ef þar komi fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd. Að mati embættisins sé það ekki fyrr en framangreindri vinnu við skipulagningu verklagsreglna sé lokið sem í ljós komi hvort þær feli raunverulega í sér „lýsingu á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd“. Ástæðan sé sú að skoða þurfi hvort um sé að ræða reglur sem lýsi verklagi eins og það sé nú eða hvort þróun hafi átt sér stað og nauðsynlegt sé að uppfæra reglurnar. <br /> <br /> Í svarinu er síðan rakið að eitt af hlutverkum Tollstjóra sé að hafa eftirlit með innflutningi, umflutningi og útflutningi á vörum til og frá landinu, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 40. gr. tollalaga. Í þessu felist að tryggja öryggi almennings til dæmis gagnvart innflutningi á ólöglegum fíkniefnum, falsaðri matvöru, vopnum og efnum til sprengjugerðar. Hagur almennings af því að eftirlitið sé virkt og að ólöglegur innflutningur sé stöðvaður sé ómældur. Eins og gefi að skilja yrði eftirlitið tilgangslítið ef það væri á almanna vitorði hvernig því sé að öllu jafna háttað og myndi birting slíkra upplýsinga jafnframt stofna öryggi ríkisins í hættu, sbr. 1. og 5. tölulið 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Því hvíli rík skylda á Tollstjóra að standa vörð um þær verklagsreglur sem séu háðar trúnaði. Í þessu samhengi er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 151/2002. <br /> <br /> Bent er á að í 1. tölulið 10. gr. upplýsingalaga sé heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Meðal annars er rakið að í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segi um 10. gr. laganna að vísað sé til hinna veigamestu hagsmuna sem tengist því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn og út á við. Tollstjóri telji að verklagsreglur sem hafi að geyma upplýsingar um framkvæmd tolleftirlits eigi undir þetta ákvæði og er vísað til mikilvægis þess að upplýsingar um tolleftirlit séu ekki á almannavitorði en þess hafi áður verið getið. Bent er á að Tollstjóri fari með tollgæsluvald samkvæmt 146. og 147. gr. tollalaga. Nefnt er ákvæði 4. töluliðar 9. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 en þar kemur fram að Tollstjóri, löglærðir fulltrúar hans og tollverðir fari með lögregluvald á sínu starfssviði og þegar þeir annist eða aðstoði við löggæslu, sbr. einnig 151. til 153. gr. tollalaga. <br /> <br /> Þá bendir Tollstjóri á 5. tölulið 10. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera, enda yrðu þau þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Vísað er til þess að í athugasemdum með frumvarpi að upplýsingalögum komi fram að undir nefnt ákvæði falli ráðstafanir sem ætlað sé að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Embætti Tollstjóra telur að undir ákvæðið falli einnig verklagsreglur sem varði framkvæmd tolleftirlits, enda sé þar um að ræða ráðstafanir sem myndu ekki skila tilætluðum árangri væru þær á almannavitorði. <br /> <br /> Embætti Tollstjóra áréttar að mikil vinna sé fólgin í því að safna verklagsreglunum saman en að auki sé afar mikilvægt, í ljósi þess sem að framan sé rakið, að embættið fái ráðrúm til þess að yfirfara allar verklagsreglur sínar með tilliti til þess hvort trúnaður verði að ríkja.<br />  <br /> Þá sé stjórnvöldum nauðsynlegt að skrá niður verkferla og verklagsreglur til að tryggja að jafnræðis sé gætt og að borgarar fái sömu meðferð sambærilegra mála. Af þeim sökum verði að stíga varlega til jarðar og leggja ekki of ríka skyldu á stjórnvöld ef úrskurðarnefndin telji einhvern vafa leika um það hvort takmörkunarreglur upplýsingalaga ættu við. Yrði gengið of hart fram í þessum efnum kynni það að hafa þær afleiðingar að stjórnvöld veigruðu sér við að skrá slíka verkferla sem væri alls ekki af hinu góða. <br /> <br /> Af hálfu embættis Tollstjóra er einnig á því byggt að beiðni kæranda sé of víðtæk og er í bréfinu vísað í því samhengi til 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því ákvæði skuli sá sem fari fram á aðgang að gögnum tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægilega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekin mál. Þá komi fram í 1. tölulið 4. mgr. 15. gr. laganna að í undantekningartilvikum megi hafna beiðni ef meðferð hennar tæki svo mikinn tíma eða krefðist svo mikillar vinnu að ekki teldist af þeim sökum fært að verða við henni. Vísað er til þess að samkvæmt norsku upplýsingalögunum megi beiðni varða mál af tiltekinni tegund ef umfangið fari ekki fram úr hófi. Samkvæmt sænsku lögunum sé stjórnvald ekki skyldugt til að leggja í mikla vinnu til að finna skjöl. <br /> <br /> Einnig sé vísað til þess að í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum komi fram að stjórnvald verði að meginstefnu til að finna það mál eða þau gögn sem falli efnislega undir það málefni sem tilgreint er í beiðni um aðgang að gögnum. Ljóst sé þó að slík regla verði, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Því verði áfram gerð sú krafa að beiðni sé þannig sett fram að stjórnvöld geti með tiltölulega einföldum hætti fundið það mál eða málsgögn sem beiðni lúti að. Upplýsingarétturinn takmarkist þá við þau gögn. Til að hægt sé að afgreiða beiðni verði hún að vera sett fram með nægilega nákvæmum hætti til að stjórnvald geti, t.d. með einfaldri orða- eða efnisleit í málaskrá sinni, fundið það mál sem lýtur að því málefni sem aðili óskar að fá upplýsingar um. Þá sé gerð krafa um að sá sem biðji um aðgang að gögnum tilgreini þau eða efni þess máls sem þau tilheyra. <br /> <br /> Tollstjóri bendir á að staðan hjá embættinu sé sú að mjög mikil vinna þurfi að fara fram til þess að safna öllum verklagsreglum saman. Auk þess þurfi að taka afstöðu til þeirra gagna sem óskað sé eftir aðgangi að. Kærandi reki mál sitt áfram af mikilli festu og hafi Tollstjóra verið nauðugur sá kostur að hafna beiðni hans að því leyti sem ekki var um að ræða verklagsreglur sem voru útgefnar og öruggt var að væru bæði í gildi og notkun.  Um leið hefði kærandi verið upplýstur um að áðurnefnd vinna væri í gangi og að til stæði að birta allar verklagsreglur sem ekki væru háðar trúnaði á heimasíðu embættisins.<br />  <br /> Kæranda hefði verið neitað um aðgang að verklagsreglum um inn- og útflutning menningarverðmæta og náttúruminja og verklagsreglum um inn-, út- og umflutning villtra dýra og plantna sem væru í útrýmingarhættu. Tollstjóri telji að upplýsingar sem varði framkvæmd eftirlitsins séu til þess fallnar að auðvelda þeim aðilum sem hefðu slíkan innflutning í hyggju að komast hjá eftirliti. Í þessu sambandi væri varðandi inn-, út- og umflutning villtra dýra og plantna vísað til 6. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga þar sem sé heimilað að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefðust enda hefðu þau að geyma upplýsingar um umhverfismál ef birting gagnanna gæti haft alvarleg áhrif á vernd þess hluta umhverfisins sem upplýsingarnar vörðuðu, t.d. heimkynni fágætra tegunda lífvera, steinda, steingervinga og bergmyndana. Þá væri einnig vísað til 5. töluliðar sömu lagagreinar. <br /> <br /> Þann 15. júlí 2013 gerði kærandi athugasemdir við umsögn Tollstjóra. Beiðni hans hafi verið skýrlega afmörkuð við verklagsreglur sem embættinu sé með lagaboði gert að setja um tollframkvæmd. Þá dregur kærandi í efa að skipulagsleysi og óreiða hjá embætti Tollstjóra sé raunverulega með þeim hætti að embættið viti ekki hvaða verklagsreglur það hefur sett á grundvelli nefnds lagaboðs, hvaða reglur séu í gildi eða úr gildi fallnar og að embættið geti ekki fundið eða aðgreint verklagsreglur þessar frá öðrum skjölum.<br />  <br /> Kærandi telur að til þess að takmarka megi aðgang að hinum umbeðnu gögnum á grundvelli 1. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 verði í fyrsta lagi að liggja fyrir að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgengi sé takmarkað og í öðru lagi að gögnin hafi raunverulega að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. <br /> <br /> Að mati kæranda er ljóst að til þess að takmarka megi aðgang að hinum umbeðnu gögnum á grundvelli 5. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga verði í fyrsta lagi að liggja fyrir að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgengi sé takmarkað, í öðru lagi að gögnin hafi raunverulega að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir, í þriðja lagi að liggja verði fyrir um hvaða fyrirhuguðu ráðstafanir sé að ræða og í fjórða lagi að skýrlega verði að liggja fyrir með hvaða hætti þær fyrirhugðu ráðstafanir yrðu þýðingarlausar eða skiluðu ekki tilætluðum árangri ef aðgangur yrði veittur. Þá feli 5. töluliður 10. gr. upplýsingalaga í sér að hina fyrirhuguðu ráðstöfun sé hægt að afmarka sérstaklega, t.d. í tíma, sbr. 2. tölulið 1. mgr. 12. gr. sem geri ráð fyrir að veita skuli aðgang að gögnum eftir að ráðstöfunum sé lokið. Af þessum sökum nægi ekki að vísa almennt í þessa takmörkunarheimild eins og gert hafi verið af hálfu Tollstjóra. Embættið hafi ekki bent á með hvaða hætti afhending tiltekinna verklagsreglna varði mikilvæga almannahagsmuni, hvaða fyrirhuguðu ráðstafanir eða próf nýtast eða hvernig afhending verklagsreglnanna stofni öryggis ríkisins eða vörnum þess í hættu. Þá bendir kærandi á að í athugasemdum með 10. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum komi fram að sé í gögnum að finna upplýsingar sem ekki snerti umrædda hagsmuni sé stjórnvaldi skylt að veita aðgang að þeim hluta þeirra. Úrskurðarnefndin verði að meta hin umbeðnu gögn, þ.e. hvort þau séu raunverulega þess eðlis að hin sérstaka þagnarskylda taki til þeirra, í heild eða að hluta til. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta lýtur að synjunum Tollstjóra á beiðnum kæranda um að fá aðgang að verklagsreglum embættisins. Nánar tiltekið var kæranda annars vegar synjað um aðgang að verklagsreglum um inn-, út- og umflutning villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu og verklagsreglum um inn- og útflutning menningarverðmæta og náttúruminja með ákvörðun 1. mars 2013. Jafnframt var kæranda þann 14. mars 2013  synjað um aðgang að gögnum í tilefni af beiðni hans til Tollstjóra um afrit af „öllum þeim verklagsreglum sem embættið hefur sett varðandi tollframkvæmd, sbr. 12. tl. 40. gr. tollalaga nr. 88/2005 eða fyrirrennara þeirrar greinar í eldri tollalögum“. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Í umsögn sinni til úrskurðarnefndarinnar hefur Tollstjóri vísað til 1. og 5. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga til stuðnings niðurstöðu sinni um að synja kæranda um aðgang að verklagsreglum um inn-, út- og umflutning villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu og verklagsreglum um inn- og útflutning menningarverðmæta og náttúruminja. Varðandi fyrri verklagsreglurnar er einnig vísað til 6. töluliðar sömu lagagreinar. Í umræddum ákvæðum er fjallað um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannhagsmuna. Þar segir: <br /> <br /> „Heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um: <br /> 1. öryggi ríkisins eða varnarmál,<br /> [...]<br /> 5. fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði, <br />  6. umhverfismál ef birting gagnanna getur haft alvarleg áhrif á vernd þess hluta umhverfisins sem upplýsingarnar varða, t.d. heimkynni fágætra tegunda lífvera, steinda, steingervinga og bergmyndana.“<br /> <br /> Umræddar takmarkanir eru undantekningar frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 5. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum og ber því að skýra þröngt. Með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ er vísað til þess að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingunum myndi skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðunum. Athugasemdir Tollstjóra verða skildar á þann veg að embættið líti svo á að tolleftirlit samkvæmt umræddum verklagsreglum yrði verulega torveldað yrðu þær aðgengilegar almenningi. <br /> <br /> Tollstjóri hefur látið úrskurðarnefndinni í té verklagsreglur um inn-, út- og umflutning villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu og verklagsreglur um inn- og útflutning menningarverðmæta og náttúruminja. Í upphafi beggja verklagsreglnanna er lýst tilefni, tilgangi og markmiðum reglusetningarinnar. Þá er gerð grein fyrir helstu laga- og reglugerðarákvæðum sem gilda um flutning á viðkomandi vörum og tolleftirlit með slíkum flutningi. Einnig eru settar fram skilgreiningar á nokkrum hugtökum á viðkomandi sviðum. Í sérstökum kafla er fjallað um framkvæmd tolleftirlits samkvæmt verklagsreglunum. Er þar lýst hvernig starfsmenn Tollstjóra skuli bregðast við ef inn- eða útflytjendur, ferðamenn og farmenn hyggjast flytja villt dýr eða plöntur í útrýmingarhættu eða menningarverðmæti og náttúruminjar til eða frá landinu. Af reglunum má ráða að slík viðbrögð geti bæði komið til vegna þess að inn- eða útflytjendur, ferðamenn og farmenn geri grein fyrir því að eigin frumkvæði að þeir hyggist flytja inn varning sem verklagsreglurnar taka til en einnig ef „öryggisgæsla“ finnur slíkan varning. Í megindráttum er í verklagsreglunum gerð grein fyrir því hvernig kanna skuli hvort inn- eða útflutningur sé heimill, hverjir komi að mati þar að lútandi og taki ákvarðanir um hvort heimila skuli inn- eða útflutning og hvernig haga skuli haldlagningu og skýrslugerð þegar það á við. Þá kemur meðal annars fram hvaða starfsmenn Tollstjóra beri ábyrgð á að sannprófa að framkvæmdin sé í samræmi við verklagsreglur, hvernig haga skuli leiðbeiningarskyldu og hvar sé að finna heimild til að kæra ákvarðanir Tollstjóra á viðkomandi sviði. Loks er gerð grein fyrir nafngreindum tengiliðum hjá tilteknum fagstofnunum og tollayfirvöldum sem kunni að þurfa að kalla til vegna framkvæmdar reglnanna. Í verklagsreglunum er ekki að finna upplýsingar er lúta að því hvernig eftirliti Tollstjóra skuli hagað að öðru leyti. Þar er t.d. ekki að finna upplýsingar um það hvernig skimað skuli eftir inn- eða útflutningi sem sæti takmörkunum á viðkomandi sviðum.<br /> <br /> Þótt almannahagsmunir standi til þess að stjórnvöld sem sjá um eftirlit og löggæslu hafi svigrúm til að semja og setja verklagsreglur eða önnur gögn um starfsemi sína sem ekki eru aðgengilegar almenningi, leiðir af áskilnaði 10. gr. upplýsingalaga að aðgangur að slíkum gögnum verður ekki takmarkaður nema efni þeirra sé þess eðlis að opinberun þeirra myndi raska almannahagsmunum. Í athugasemdum Tollstjóra til úrskurðarnefndarinnar er ekki fjallað sérstaklega um efni umræddra verklagsreglna. Er því ekki ljóst hvaða upplýsingar í umræddum verklagsreglum séu þess eðlis að mati embættisins að tolleftirlit á grundvelli verklagsreglnanna yrði „tilgangslítið“, eins og það er orðað í athugasemdunum, ef efni þeirra yrði á almanna vitorði. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir efni verklagsreglnanna og er efni þeirra lýst hér að framan í stórum dráttum. Nefndin hefur ekki forsendur til að komast að þeirri niðurstöðu að geta tollyfirvalda til að hafa eftirlit með inn-, út- og umflutningi villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu og inn- og útflutningi menningarverðmæta og náttúruminja yrði takmörkuð yrði aðgangur veittur að viðkomandi köflum verklagsreglnanna. Verður ekki séð hvernig þær upplýsingar sem fram koma í umræddum verklagsreglum geti nýst til að komast hjá því tolleftirliti sem mælt er fyrir um í reglunum. Af þessum sökum eru ekki skilyrði til að takmarka aðgang almennings að verklagsreglunum á grundvelli 10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í ljósi þessa verður kæranda veittur aðgangur að verklagsreglum um inn-, út- og umflutning villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu og verklagsreglum um inn- og útflutning menningarverðmæta og náttúruminja.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Eins og áður greinir var kæranda þann 14. mars 2013  synjað um aðgang að gögnum í tilefni af beiðni hans til Tollstjóra um afrit af „öllum þeim verklagsreglum sem embættið hefur sett varðandi tollframkvæmd, sbr. 12. tl. 40. gr. tollalaga nr. 88/2005 eða fyrirrennara þeirrar greinar í eldri tollalögum“. Í kæru kom fram að „nánar tiltekið“ væri um að ræða „þær verklagsreglur sem í gildi eru eða fallið hafa úr gildi í tíð tollalaga nr. 88/2005, þ.e. frá 1. janúar 2006 til 12. mars 2013“. Af hálfu Tollstjóra hefur einkum verið vísað til þess að ómögulegt hafi verið að verða við beiðni kæranda vegna umfangs þeirra gagna sem hún lúti að og að gögnin séu ekki aðgengileg vegna þess hvernig þau hafi verið skipulögð. Á meðan farið sé yfir verklagsreglur embættisins og skipulagi komið á þær líti embættið svo á að umrædd gögn hafi ekki gildi sem verklagsreglur. Loks er bent á að þær verklagsreglur sem ekki séu í gildi veiti skakka mynd af starfsháttum embættisins.<br />  <br /> Beiðni kæranda verður ekki skilin öðruvísi en svo en að hún hafi verið afmörkuð við verklagsreglur sem Tollstjóri hafi sett samkvæmt 12. tölulið 40. gr. tollalaga nr. 88/2005. Í umræddu ákvæði kemur fram að það sé meðal hlutverka Tollstjóra að setja „verklagsreglur varðandi tollframkvæmd“. Ákvæðið var sett í tollalög með lögum nr. 147/2008 um breyting á tollalögum nr. 88/2005 og fleiri lögum. Með þeim lögum, sem tóku gildi 1. janúar 2009, var landið gert að einu tollumdæmi og einu embætti, embætti tollstjórans í Reykjavík, falið að annast tollframkvæmd á landinu öllu. Til samræmis var heiti embættis tollstjórans í Reykjavík breytt í embætti Tollstjóra. <br /> <br /> Í almennum athugasemdum í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 147/2008 kemur fram að áður hefði embætti tollstjórans í Reykjavík haft á hendi tiltekið miðlægt hlutverk í tollamálum, m.a. samræmingu tollframkvæmdar. Í samræmi við þetta var ákvæði 12. töluliðar 40. gr. tollalaga nr. 88/2005, fyrir gildistöku laga nr. 147/2008, áður að finna í 3. tölulið 43. gr. tollalaga. Samkvæmt síðarnefnda ákvæðinu var það meðal sérstakra hlutverka tollstjórans í Reykjavík að setja verklagsreglur fyrir tollstjóra á landinu öllu varðandi tollframkvæmd. Í athugasemdum um umrædda grein kom fram að gert væri ráð fyrir að hjá tollstjóranum í Reykjavík yrði til staðar fagþekking varðandi tollframkvæmd fyrir landið allt. Sambærilegt ákvæði var ekki að finna í eldri tollalögum nr. 55/1987. <br /> <br /> Af framangreindu leiðir að það er Tollstjóri sjálfur sem setur verklagsreglur þær sem settar eru á grundvelli 12. töluliðar 40. gr. tollalaga og að slíkar verklagsreglur höfðu áður áhrif á tollframkvæmd hjá öðrum embættum en því sem setti reglurnar. Verður því að álíta að verklagsreglur þær sem kveðið er á um í ákvæðinu hafi fengið tiltekna formlega meðferð hjá Tollstjóra og beri með sér að um sé að ræða reglur en ekki lýsingu á framkvæmd eða annars konar óformleg gögn sem ekki hafa hlotið samþykki Tollstjóra eða annarra þar til bærra starfsmanna embættis hans.   <br /> <br /> Nú þegar hefur kæranda verið veittur aðgangur að þeim reglum sem Tollstjóri hefur yfirfarið og embættið telur verklagsreglur í skilningi umræddra ákvæða tollalaga að undanskildum þeim reglum sem getið var í 2. kafla hér að framan. Í athugasemdum Tollstjóra til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að með ákvörðun 14. mars 2013 bæru margs konar heiti eins og „verklagsregla, verkferill, gátlisti, viðbragðsáætlun o.s.frv.“ Þá sé einhver hluti reglnanna „enn í formi draga eða jafnvel á hugmyndastigi“. Hluti reglnanna sé „kominn vel til ára sinna“ og fullvíst að „frekari fyrirmæli um framkvæmd liggi hjá einstökum deildum sem ekki hefur verið safnað saman“. Þá er lýst fyrirhugaðri vinnu við að „skipuleggja betur verklagsreglur embættisins“ og að sú vinna sé hafin. Þar til þeirri vinnu ljúki telji Tollstjóri þau gögn sem um ræðir ekki gildar verklagsreglur.    <br /> <br /> Í ljósi athugasemda Tollstjóra er ljóst að þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að teljast ekki gildandi verklagsreglur samkvæmt 12. tölulið 40. gr. tollalaga. Að því leytinu til sem beiðni kæranda laut að gildandi verklagsreglum samkvæmt nefndu lagaákvæði bar Tollstjóra þess vegna ekki að afhenda kæranda önnur gögn en honum hafði þegar verið veittur aðgangur að. Í beiðni sinni óskaði kærandi einnig eftir aðgangi að verklagsreglum í skilningi nefnds lagaákvæðis, og forvera þess, sem fallið hefðu úr gildi á tilteknu tímabili. Af athugasemdum Tollstjóra ræður úrskurðarnefndin að embættið telji sig ekki geta skorið úr um það hvort meðal þeirra gagna sem tekin hafi verið saman af embættinu og fjallað er um í athugasemdum þess, sé að finna verklagsreglur í skilningi núgildandi 12. töluliðs 40. gr. tollalaga eða áðurgildandi 3. tölulið 43. gr. sömu laga. Af hálfu embættisins standi til að fara yfir umrædd gögn og útbúa nýjar verklagsreglur með hliðsjón af þeim upplýsingum sem fram komi í umræddum gögnum. Úrskurðarnefndin hefur ekki forsendur til að rengja þetta mat Tollstjóra. Verður því að álíta að kærandi hafi þegar fengið afhent þau gögn er hann óskaði eftir í beiðni sinni 12. mars 2013 að undanskildum þeim verklagsreglum sem fjallað var um í 2. kafla hér að framan. Verður kæru hans á ákvörðun Tollstjóra frá 14. mars 2013 vegna beiðni frá 12. mars sama ár því vísað frá nefndinni.  <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru vegna ákvörðunar Tollstjóra 14. mars 2013 í máli kæranda. <br /> <br /> Tollstjóra ber að afhenda kæranda verlagsreglur um inn-, út- og umflutning villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu og verklagsreglur um inn- og útflutning menningarverðmæta og náttúruminja. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
A-518/2014. Úrskurður frá 13. febrúar 2014 | M kærði synjun Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á beiðni um að afhenda honum afrit af reikningum vegna læknadaga. Að virtum gildistökuákvæðum upplýsingalaga varð það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu bæri að afhenda kæranda afrit af þeim reikningum sem það gaf út vegna læknadaga er haldnir voru árið 2013. Hins vegar var synjun þess, að því er varðaði reikning vegna læknadaga árið 2012, staðfest. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 13. febrúar 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-518/2014 í máli ÚNU 13100006.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Þann 30. október 2013, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á erindi hans. Í kæru sagði: <br /> <br /> „Þar sem ekki hafa fengist nein svör frá því óskað var eftir gögnum þann 3. okt. sl., varðandi [það] að fá afrit af reikningum yfir læknadaga 2012 og 2013 frá Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, er litið á það sem synjun og óskað eftir úrskurði með fá þessi gögn.“ Með kærunni fylgdi afrit af beiðni sem kærandi hafði sent Hörpu hinn 3. október. Í henni segir: „Óskað er eftir staðfestum afritum af reikningum yfir hina svonefndu læknadaga sem haldnir voru í Hörpu dagana frá 21. til 25. janúar 2013, þá er einnig óskað eftir staðfestum afritum af reikningum yfir læknadaga sem haldnir voru dagana frá 16. til 20. janúar 2012. Þar sem að greitt var fyrir fleiri en einn sal, veitingar o.s.frv., er óskað eftir staðfestum afritum af öllum þessum reikningum yfir þessa læknadaga svo að hægt sé að gera samanburð á styrktaraðilum læknadaga 2012 og 2013.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu til umsagnar með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. nóvember 2013.<br /> <br /> Umsögn [B] hdl., fyrir hönd Hörpu – tónlistar- og ráðstefnuhúss, er dags. 19. nóvember 2013. Í henni segir m.a.:<br /> <br /> „Vísað er til erindis úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 4. október 2013, þar sem Hörpu – tónlistar- og ráðstefnuhúsi ohf. (Hörpu) er tilkynnt um kæru frá [A] á afgreiðslu Hörpu á beiðni hans um aðgang að „reikningum fyrir læknadaga sem haldnir voru í Hörpu dagana 21. til 25. janúar 2013 og 16. – 20. janúar 2012. Er því beint til Hörpu að taka ákvörðun um afgreiðslu erindisins. Þá er einnig óskað eftir því að verði [A] synjað um aðgang að gögnunum verði nefndinni látið í té afrit reikninganna sem trúnaðarmál auk þess sem Hörpu er þá gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. <br /> <br /> Undirritaður lögmaður, [B] hdl., Landslögum, Borgartúni 26, 105 Reykjavík ([...]) fer með mál þetta fyrir hönd Hörpu.<br /> <br /> Meðfylgjandi er afrit af svari undirritaðrar, fyrir hönd Hörpu, til [A] þar sem honum er synjað um aðgang að umbeðnum gögnum. Er vísað til þeirra röksemda sem fram koma í bréfinu.“<br /> <br /> Með umsögninni fylgdi afrit af bréfi [B] hdl., fyrir hönd Hörpu – tónlistar- og ráðstefnuhúss, til kæranda, dags. 19. nóvember sl. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Vísað er til erindis yðar, dags. 3. október 2013, þar sem óskað er eftir staðfestum afritum af reikningum vegna læknadaga sem haldnir voru í Hörpu – tónlistar- og ráðstefnuhúsi ohf. (Hörpu) dagana 21. til 25. janúar 2013. Einnig er óskað eftir staðfestum afritum af reikningum vegna læknadaga sem að haldnir voru dagana 16. – 20. janúar 2012. Óskað er eftir staðfestum afritum af öllum reikningum vegna leigu á sölum, veitingum o.fl. Þá er vísað til erindis úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 4. október 2013, þar sem Hörpu er tilkynnt um kæru frá yður vegna afgreiðslu Hörpu á beiðninni. Er því beint til Hörpu að taka ákvörðun um afgreiðslu erindisins.<br /> <br /> Undirritaður lögmaður, [B] hdl., […] fer með mál þetta fyrir hönd Hörpu.<br /> <br /> <em>Gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 og lagaskil</em><br /> Ný upplýsingalög, nr. 140/2012 tóku gildi 1. janúar 2013, en áður giltu lög nr. 50/1996. Lögaðilar eins og Harpa féllu ekki undir gildissvið eldri upplýsingalaga. Hins vegar er ljóst að Harpa fellur undir gildissvið nýju upplýsingalaganna, enda er hún í eigu hins opinbera að meira en 51% hluta, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Í 3. mgr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að ákvæði laganna gilda aðeins um þau gögn og upplýsingar í vörslu lögaðila skv. 2. mgr. 2. gr. sem urðu til eftir gildistöku laganna. <br /> <br /> Í erindi yðar er annars vegar óskað aðgangs að gögnum og upplýsingum sem urðu til dagana 16. – 20. janúar 2012 í gildistíð eldri laga. Samkvæmt því sem að framan segir ber Hörpu ekki skylda til að veita aðgang að þeim gögnum á grundvelli upplýsingalaga og er beiðni um afhendingu þeirra gagna því hafnað. Hins vegar er óskað aðgangs að gögnum og upplýsingum sem urðu til dagana 21. til 25. janúar 2013 og eiga nýrri upplýsingalög við um þau gögn. <br /> <br /> <em>Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 </em><br /> Í upphafi er rétt að geta þess að það er stefna Hörpu að upplýsa almenning um þann hluta rekstrarins sem snýr að Hörpu. Þannig birtir Harpa ársreikninga og aðalfundargerðir á heimasíðu sinni, veitir upplýsingar um launagreiðslur til stjórnar o.s.frv. Einnig eru upplýsingar um gjaldskrá fyrir leigu á sölum í Hörpu aðgengilegar á heimasíðu Hörpu.<br />  <br /> Harpa er hins vegar í samkeppni við aðila á hinum almenna markaði um útleigu á húsnæði og getur ekki veitt upplýsingar um viðskiptamenn sína og einstök viðskipti þeirra. Er beiðni yðar um afhendingu gagna frá 2013 því hafnað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, en samkvæmt ákvæðinu er stjórnvöldum óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.<br /> <br /> Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur fram að leggja þurfi mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Þá segir í athugasemdunum að við matið þurfi almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurði sínum, A-497/2013, tekið fram að við framangreint mat verði að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Enn fremur þurfi að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verði að meta hvort vegi þyngra, þ.e. hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að tryggja.<br /> <br /> Ljóst er að Harpa er í samkeppni við aðila á hinum almenna markaði hvað varðar leigu á sölum. Ef Hörpu yrði gert að afhenda upplýsingar um þá reikninga sem sendir eru viðskiptavinum, er líklegt að margir mundu hugsa sig tvisvar um áður en þeir keyptu þjónustu af Hörpu. Þar sem að mikið framboð er af umræddri þjónustu er ljóst að auðvelt er fyrir viðskiptavin að snúa sér annað þar sem ekki er hætta á að upplýsingar um viðskipti vegna funda og samkvæma verði gerðar opinberar. Mundi  samkeppnishæfni Hörpu því skerðast verulega verði henni gert að afhenda reikninga einstakra viðskiptavina sinna og mundi Harpa líklega missa af viðskiptum þar sem hún væri síðri kostur í samanburði við aðila á almennum markaði sem veita sambærilega þjónustu.<br /> <br /> Harpa lítur því svo á að í þessu tilviki séu hagsmunir félagsins af því að gögnunum sé haldið leyndum meiri en hagsmunir almennings af því að fá upplýsingarnar. <br /> <br /> Rétt er að benda á að Harpa selur ekki veitingar. Veisluþjónusta í húsinu var boðin út og sinna KH veitingar ehf. henni. Reikningar vegna veitinga eru frá einkaaðila sem veitir þjónustu sína í Hörpu. Sá þjónustuaðili fellur ekki undir gildissvið upplýsingalaga og reikningar hans til viðskiptavinar síns varða ekki Hörpu, heldur hefur Harpa einungis milligöngu um að koma þeim til viðskiptavina. Reikningar vegna veitinga eru þegar af þeirri ástæðu undanþegnir upplýsingarétti.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er beiðni yðar um afrit af reikningum vegna læknadaga sem haldnir voru í Hörpu – tónlistar- og ráðstefnuhúsi ohf. í janúar 2012 og 2013 synjað.“<br /> <br /> Með framangreindu bréfi fylgdu þrír reikningar frá Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Sá fyrsti er dags. 31. janúar 2012, gerður Læknafélagi Íslands og er vegna Læknadaga/ráðstefnu í Hörpu 16. – 20. janúar 2012. Annar er gerður Fræðslustofnun lækna og bókunardagsetning er 31. janúar 2013. Í lýsingu segir að hann sé vegna Silfurbergs, Norðurljósa, Kaldalóns, Rimu-Stemmu, sýningarsvæðis, tækni, fjarfundar, flygils, vinnu, öryggisgæslu, aukaþrifa og gáms f. förgun. Hann er að fjárhæð kr. 8.007.226,-. Sá þriðji er einnig gerður Fræðslustofnun lækna og bókunardagsetning er 25. janúar 2013. Í lýsingu segir: „útl.k. og egr. v. veitinga úts.“ Hann er að fjárhæð kr. 3.133.100,-.<br /> <br /> Umsögnin var send kæranda til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 20. nóvember 2013. Svar hans barst með bréfi, dags. 3. desember 2013. Þar segir:<br /> <br /> „Undirritaður fylgist mjög vel með þróun mála hjá læknum á vegum Embættis landlæknis og lyfja- og bóluefnafyrirtækjum svo og umboðsmönnum þeirra hér á landi, eða hvernig alls konar áróður, og einnig hræðsluáróður í fjölmiðlum hefur skilað methagnaði hjá lyfja- og bóluefnafyrirtækjum og umboðsmönnum þeirra. Þar sem GlaxoSmithKline ehf. hefur verið einn aðalstyrktaraðili „læknadaga“, þá er það spurning hversu háar upphæðir þetta hafa verið, og menn mega ekki vanmeta og gera lítið úr þessum stuðningi lyfja- og bóluefnafyrirtækja, er liggur við segja hafa verið að verðlauna þennan stuðning við lækna með því að borga þessa „læknadaga“ og annað fyrir þá alla.<br /> <br /> Undirritaður vill því fá að vita hversu háar upphæðir þetta hafa verið og hvort þetta allt saman sé að færast í aukana, svo og hvort læknar séu orðnir algjörlega háðir þessum stuðningi lyfja- og bóluefnafyrirtækja og umboðsmönnum þeirra hér á landi? Undirritaður vill því fá staðfest afrit af öllum reikningum yfir hina svonefndu „læknadaga“ 16. til 20 janúar 2012 og „læknadaga“ 21. til 25. janúar 2013.<br /> <br /> Í bréfi frá lögfræðiskrifstofunni „Landslög“ dags. þann 19. nóv. sl. kemur fram að Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa sé í samkeppni á hinum almenna markaði um útleigu á húsnæði“, en skv. því ætti Harpa auðveldlega að geta veitt staðfest afrit af öllum reikningum, þar sem um er að ræða samkeppni á verð yfir útleigu á húsnæði, svo og þar sem gjaldskrá fyrir leigu á sölum í Hörpu eru aðgengileg á heimasíðu Hörpu. Undirritaður er hrifinn af allri samkeppni, Samkeppnisstofnun, samkeppnislögum og eftirliti, og vonar að hér sé ekki að verða til einhvers konar leynilegt samráð eða leynileg samþjöppun hjá Hörpu eða öðrum.<br /> <br /> Þar sem Harpa er í 46% eigu Reykjavíkurborgar en ríkið fer með 54% eignarhlut, þá vonar undirritaður að Harpa standi í heiðarlegum viðskiptum, og að þetta sé allt saman opið og gegnsætt (e. transparent) hjá Hörpu til að byggja upp og viðhalda trausti við alla viðskiptavini. Undirritaður er á því að upplýsingalögin frá 1. janúar 2013 eigi að gilda og að gömlu lögin gildi ekki nema fólk eigi góða tímavél og fari aftur í tímann. Fyrir utan það þá er núna 2013 og næsta ár verður örugglega 2014 en ekki 2012 og alls ekki 1984. Undirritaður mótmælir, þar sem lögfræðistofan „Landslög“ er að beita fyrir sig þessum gömlu lögum og telur að gömlu lögin gildi alls ekki núna í dag.<br /> <br /> Þá mótmælir undirritaður þar sem að menn eru að beita fyrir sér lögum vegna mikilvægra fjárhags og viðskiptahagsmuna, þegar Harpa er í opinberri eigu, svo og þar sem Harpa er í samkeppni á hinum almenna markaði um útleigu á húsnæði, en undirritaður óskar eftir að nefndin úrskurði með að undirritaður fái afrit af öllum þessum reikningum yfir hina svonefndu „læknadaga“ 16. til 20. janúar 2012 og „læknadaga“ 21. til 25. janúar 2013“.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kæru máls þessa er beint að Tónlistar- og ráðstefnuhússinu Hörpu og lýtur að synjun félagsins, dags. 19. nóvember 2013, á beiðni kæranda um að hann fái afrit af reikningum sem gefnir voru út vegna Læknadaga, sem haldnir voru annars vegar frá 16. - 20. janúar 2012 og hins vegar 21. - 25. janúar 2013. Verður að miða við að beiðni aðila um aðgang að gögnum nái einungis til þeirra reikninga sem Harpa gaf út á eigin vegum til þeirra sem stóðu að „læknadögum“ 2012 og 2013 en ekki annarra þeirra sem kunna að hafa veitt aðstandendum „læknadaga“ endurgjaldsskylda þjónustu í húsinu. Skýringar lögmanns Hörpu hníga og í þá átt að um hafi verið að ræða einkaaðila sem undanskildir séu ákvæðum upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt þeim lögum. Samkvæmt 2. gr. taka lögin til allrar starfsemi lögaðila sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Það á við um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, sem er að hluta til í eigu ríkisins (54%) og að hluta til í eigu Reykjavíkurborgar (46%). Í 2. mgr. 3. gr. laganna segir:<br /> <br /> Ef starfsemi lögaðila sem fellur undir 2. mgr. er að nær öllu leyti í samkeppni á markaði getur ráðherra, að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórnar og umsögn Samkeppniseftirlitsins, ákveðið að hann skuli ekki falla undir gildissvið laga þessara eða dregið slíka ákvörðun til baka. Ráðuneytið skal halda opinbera skrá yfir þá lögaðila sem hafa fengið undanþágu samkvæmt málsgreininni, og skal undanþága einstakra aðila endurskoðuð á þriggja ára fresti. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein tekur gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.<br /> <br /> Á grundvelli þessarar heimildar hefur ráðherra birt tvær auglýsingar um undanþágur lögaðila frá upplýsingalögum, sbr. auglýsingar  nr. 600/2013 og nr. 1211/2013. Er Harpa ekki á meðal þeirra lögaðila sem þar eru nefndir. Upplýsingalög nr. 140/2012 taka því til félagsins.<br /> <br /> Lögin tóku gildi hinn 1. janúar 2013. Í 35. gr. þeirra segir að ákvæði 2. og 3. mgr. 2. gr. komi til framkvæmda sex mánuðum eftir gildistöku laganna. Þá gildi þau um öll gögn og upplýsingar sem falli undir þau, án tillits til þess hvenær þau hafi orðið til eða hvenær þau hafi borist viðkomandi aðila. Að því er varðar gögn og upplýsingar í vörslu lögaðila gilda þau þó aðeins um gögn sem hafa orðið til eftir gildistöku laganna. Það á ekki við um reikninga vegna Læknadaga 16. - 20. janúar 2012. Ber því að staðfesta synjun Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á afhendingu reikninganna frá árinu 2012.  <br /> <br /> Að því er varðar reikninga vegna Læknadaga 21. - 25. janúar 2013 ber að líta til þess að samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir ef óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.<br /> <br /> Af hálfu Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu hefur verið vísað til 9. gr. laga nr. 140/2012, sem takmarkar þann almenna aðgangsrétt, sem mælt er fyrir um í 5. gr. laganna. Þar segir: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum við þessa grein, í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012, segir m.a.: <br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins er samhljóða 5. gr. gildandi upplýsingalaga. Hér er kveðið á um takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna einstaklinga, fyrirtækja og annarra lögaðila. Eins og fram kom í athugasemdum við 6. gr. frumvarpsins er á grundvelli þessarar reglu heimilt að undanþiggja tiltekin gögn upplýsingarétti ef í þeim er að finna upplýsingar sem eru þess eðlis að rétt þykir að þær fari leynt. Af því leiðir einnig að eftir atvikum kann að vera rétt að veita aðgang að hluta gagns sé slíkar upplýsingar aðeins að finna í hluta þess.<br /> <br /> </p> <div> Eins og fram kemur í frumvarpi því sem síðan varð að gildandi upplýsingalögum er augljóst að óheftur aðgangur almennings að öllum gögnum sem falla undir upplýsingalög kynni að rjúfa friðhelgi manna og/eða ganga gegn mikilvægum fjárhagslegum hagsmunum tiltekinna lögaðila. Á hinn bóginn mundi það einnig takmarka upplýsingaréttinn mjög ef allar upplýsingar sem snerta einkahagsmuni einstaklinga eða lögaðila væru undanþegnar. Ekki er ástæða til að víkja frá þeirri stefnu sem mótuð var að þessu leyti með þeim lögum sem nú eru í gildi, enda kynni annað að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti manna til einkalífs annars vegar og hins vegar eðlilegum og réttmætum hagsmunum fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum. <br /> <br /> Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. […]Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum. “<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þá reikninga sem mál þetta lýtur að. Það er hennar mat að í þeim komi engar þær upplýsingar fram er séu þess eðlis að geta varðað efnahagslega mikilvæga hagsmuni Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu svo miklu að það komi í veg fyrir að þeir verði afhentir kæranda. Fæst ekki séð að upplýsingar sem fram koma í umræddum reikningum séu þess eðlis að það geti varðað fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins sem fella megi undir 9. gr. upplýsingalaga og valdið því tjóni verði þær gerðar opinberar. Þá verður ekki séð að umræddar upplýsingar séu heldur til þess fallnar að valda samningsaðila Hörpu óréttmætu tjóni þótt þær verði gerðar opinberar, einkum þegar litið er til þess að Harpa hefur birt verðskrá sína á vef sínum.<br /> <br /> Það er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar, þegar vegnir eru saman annars vegar hagsmunir hlutaðeigandi aðila af því að synjað verði um aðgang að framangreindum gögnum, og hins vegar þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna, þá standi lagarök ekki til þess að synja um aðgang að gögnunum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. <br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu beri að afhenda kæranda, [A], afrit af þeim reikningum sem það gaf út vegna læknadaga sem haldnir voru 21. - 25. janúar 2013. <br /> <br /> <h3>Úrskurðarorð</h3> Staðfest er synjun Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu um aðgang að reikningum vegna Læknadaga 16. - 20. janúar 2012.<br /> <br /> Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa skal í fyrsta lagi afhenda kæranda, [A], afrit af reikningi gerðum Fræðslustofnun lækna, með bókunardagsetningu 31. janúar 2013, vegna Silfurbergs, Norðurljósa, Kaldalóns, Rimu-Stemmu, sýningarsvæðis, tækni, fjarfundar, flygils, vinnu, öryggisgæslu, aukaþrifa og gáms f. förgun. Í öðru lagi skal afhenda reikning sem gerður er Fræðslustofnun lækna, með bókunardagsetningu 25. janúar 2013, er vegna: „útl.k. og egr. v. veitinga úts.“ <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </div> |
A-516/2014. Úrskurður frá 13. febrúar 2014 | M kærði synjun Ríkiskaupa á beiðni hans um gögn. Beiðnin laut að gögnum sem nefndin hafði þegar tekið afstöðu til í eldri úrskurði sínum (nr. A-431/2012) en í honum er lagt fyrir landlækni að afhenda gögnin. Þetta eru gögn um rammasamninga, gögn vegna útboðs um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum og tilboðsgögn vegna útboða. Niðurstaða nefndarinnar í hinum nýja úrskurði (A-516/2014) var sú að Ríkiskaupum bæri, eins og landlækni, að afhenda kæranda umrædd gögn enda hefðu þau ekki þegar verið afhent honum. | <h3>Úrskurður</h3> <div> Hinn 13. febrúar 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-A516/2014 í máli ÚNU13090003. </div> <div> <br /> </div> <div> <h3>Kæra og málsatvik</h3> Með bréfi, dags. 28. ágúst 2013, kærði [A] synjun Ríkiskaupa á beiðni hans um gögn. Í kærunni segir:<br /> <br /> „Vísað er í bréf frá Ríkiskaupum dags. þann 16. ágúst sl., þar sem það kemur fram, að undirrituðum sé synjað um staðfest afrit af samningum er gerðir voru milli GlaxoSmithKline ehf. og Embættis landlæknis, er hér óskað eftir að úrskurðað verði í þessu máli [til] að fá þessi gögn frá Ríkiskaupum.<br /> <br /> Undirritaður vill geta þess hér að hann vill fá þessi gögn frá Ríkiskaupum en ekki frá landlækni, þar sem hann vill ekki að landlæknir hafi neina aðkomu að málinu. Þar sem að menn hafa upplifað vonbrigði, sárindi og leiðindi með [að] hafa lagt inn mál til Embættis landlæknis […] Undirrituðum er ekki kunnugt um að bannað sé að fá þessi gögn frá Ríkiskaupum, en skv. lögfr. hjá Umboðsmanni Alþingis, þá þarf að úrskurða með fá þessi gögn frá Ríkiskaupum, þar sem að undirrituðum var synjað um gögnin hjá Ríkiskaupum, því er málið lagt inn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.“<br /> <br /> Með kærunni fylgdi afrit af umræddri synjun, dags. 16. ágúst 2013. Þar segir m.a.:<br /> <br /> Ríkiskaup vísa til bréfs dags. 5. ágúst sl. þar sem óskað er eftir afritum af rammasamningum 2143 og 2144, útboðslýsingu Ríkiskaupa nr. 14042 og tilboðum GlaxoSmithKline dags. 12. júní 2012 merktum GSK-1 og GSK-2. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál A-[431] frá 28. júní 2012. Ríkiskaup vísa til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 varðandi trúnaðarskyldu og hafna því að afhenda rammasamninga við tiltekin fyrirtæki og tilboð einstakra fyrirtækja. „Þess ber einnig að geta að það er landlæknir en ekki Ríkiskaup sem tilvitnaður úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-431 beinist að. Í bréfi þínu er ekki tekið fram hvort reynt var að fá gögnin afhent hjá landlækni skv. úrskurðinum. Ríkiskaup telja æskilegt ef þú óskar eftir frekari gögnum, að útskýrt verði ef við á, hvers vegna óskað er eftir gögnum hjá Ríkiskaupum sem annar opinber aðili hefur verið úrskurðaður að afhenda.“ </div> <div> <br /> </div> <h3>Málsmeðferð</h3> <div> Með bréfi, dags. 10. september 2013, var Ríkiskaupum gefinn kostur á að tjá sig um framangreinda kæru. Í svari til úrskurðarnefndarinnar, dags. 1. október 2013, segir m.a.:<br /> <br /> </div> <div> „Ríkiskaup vísa til svarbréfs Ríkiskaupa til kæranda dags. 16. ágúst 2013. Þar er óskað eftir því að hann upplýsi hvers vegna hann reynir ekki að fá afhent umbeðin gögn hjá þeim aðila er úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál beinist að. Sjá úrskurð A-431/2012 þar sem landlæknir er úrskurðaður til að afhenda þau gögn sem Ríkiskaup eru beðin um nú.<br /> <br /> Hér er um að ræða gögn er varða viðskipti landlæknis og einkafyrirtækja á grundvelli útboðs sem Ríkiskaup sáu um.<br /> <br /> Í niðurlagi bréfs Ríkiskaupa 16. ágúst sl. kemur fram að Ríkiskaup telja æskilegt að kærandi útskýri hvers vegna hann óskar eftir þessum gögnum hjá Ríkiskaupum þegar annar opinber aðili hefur verið úrskurðaður til að afhenda þau. Jafnframt er útboðslýsing nr. 14042 send skv. beiðni þar um.Það er heilmikil vinna fólgin í því að grafa upp gögn sem eru orðin nokkurra ára gömul. Ríkiskaup telja að þar sem Landlæknir hefur verið úrskurðaður til að afhenda gögnin, þá eigi kærandi að snúa sér þangað. Ástæða er til að kanna hvort Landlæknir hefur þegar afhent kæranda gögnin.<br /> <br /> Kærandi útskýrir reyndar að hann vilji fá þessi gögn frá Ríkiskaupum en ekki frá Landlækni þar sem menn hafi upplifað vonbrigði, sárindi og leiðindi með að hafa lagt inn mál hjá embætti Landlæknis. Ríkiskaup telja þetta vafasamar ástæður til að óska eftir gögnum hjá Ríkiskaupum þegar Landlæknir hefur þegar verið úrskurðaður til að afhenda þau.“<br /> <br /> Með umsögninni fylgdi afrit af þeirri gagnabeiðni sem kærandi hafði upphaflega sent Ríkiskaupum, dags. 5. ágúst 2013. Þar segir:<br /> <br /> „Vegna áhuga er óskað eftir gögnum og vísað er í því sambandi á úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál A-431 frá 28. júní 2012, þar sem úrskurðað hefur að almenning[i] sé heimilaður aðgangur að þessum eftirtöldum gögnum, því er hér óskað eftir staðföstu endurriti af eftirtöldum gögnum sem hér segir:<br /> <br /> Rammasamningur númer 2143, undirritaður þann 25. september 2009<br /> Rammasamningur númer 2144, undirritaður þann 2. október 2009<br /> Útboðslýsing á útboði Ríkiskaupa númer 14042<br /> Tilboð GlaxoSmithKline ehf. dags. þann 12. júní 2012, merkt GSK-1<br /> Tilboð GlaxoSmithKline ehf. dags. þann 12. júní 2012, merkt GSK-2.“<br /> <br /> Með umsögninni fylgdi einnig afrit af framangreindri synjun Ríkiskaupa, dags. 16. ágúst 2013. <br /> <br /> Kæranda var með bréfi, dags. 12. nóvember 2013, gefinn kostur á að tjá sig um framangreinda umsögn. Þess var sérstaklega óskað að í svari kæranda kæmi fram hvort beiðni hans lyti að þeim gögnum sem úrskurðað var um, hinn 28. júní 2012, sbr. úrskurð nr. A-431/2012. Ef hún lyti að öðrum gögnum var beðið um að fram kæmi fram hvaða gögn það væru. Í svari hans, dags. 29. nóvember, segir m.a.: <br /> <br /> „Undirritaður endurtekur fyrri óskir að hann vilji fá þessi gögn til að skoða þau og athuga, en ef Ríkiskaup vill ekki afhenda þau, þá er óskað eftir að úrskurðað verði með að fá gögnin.“ <br /> <br /> <h3>Niðurstaða</h3> Mál þetta varðar synjun Ríkiskaupa á beiðni kæranda um að fá afrit af rammasamningi nr. 2143, dags. 25. september 2009, rammasamningi nr. 2144, dags. 2. október 2009, útboðslýsingu vegna útboðs nr. 14042 og tilboðum GlaxoSmithKline ehf., dags. 12. júní 2012,  merktum GSK-1 og GSK-2.<br /> <br /> Hinn 28. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. A-431/2012 í máli vegna synjunar landlæknis um að afhenda afrit af gögnum er vörðuðu annars vegar rammasamning nr. 2143, dags. 25. september 2009, og hins vegar gögn varðandi rammasamning nr. 2144, dags. 2. október 2009. Þar segir í úrskurðarorði:<br /> <br /> „Landlækni ber að afhenda kæranda, [A], eftirtalin gögn:<br /> (1) Rammasamning nr. 2143, dags. 25. september 2009, um kaup á bóluefninu NeisVac C af Icepharma hf. í heild sinni.<br /> (2) Tilboð Icepharma, dags. 13. júní 2006, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi, þó að því undanskildu að kæranda skulu ekki afhentir þrír viðaukar með tilboðinu sem bera yfirskriftirnar „NeisVac-C –Clinical Summary“, „Expert Statement for Neis Vac-C regarding Post-Marketing Surveillance“ og „Experience and Reliability in Vaccine Government Contracts“.<br /> (3) Rammasamning nr. 2144, dags. 2. október 2009, um kaup á tilgreindum bóluefnum af GlaxoSmithKleine ehf. í heild sinni.<br /> (4) Tilboð GlaxoSmithKleine ehf., dags. 12. júní 2006, og auðkennt GSK-1, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi.<br /> (5) Tilboð GlaxoSmithKleine ehf., dags. 12. júní 2006, og auðkennt GSK-2, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi.<br /> <br /> Jafnframt ber Landlækni að afhenda kæranda, [A], útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum á Íslandi, sé hún fyrirliggjandi hjá embættinu.“<br /> <br /> Borið hefur verið undir kæranda hvort beiðni hans lúti að þeim gögnum sem úrskurðað var um í framangreindum úrskurði. Í svari hans, dags. 29. nóvember 2013, kemur fram að hann endurtaki fyrri ósk um gögn og með fylgdi m.a. afrit af upphaflegri beiðni hans, dags. 5. ágúst 2013. Telst því óumdeilt að beiðnin varði gögn sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur þegar úrskurðað um að vera skuli almenningi aðgengileg.<br /> <br /> Ríkiskaup hafa í fyrsta lagi stutt synjun sína með vísun til 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007. Sú lagagrein hljóðar svo:<br /> <br /> „Kaupanda er óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljast einkum tækni- og viðskiptaleyndarmál auk þeirra atriða í tilboði sem leynt skulu fara.<br /> Ákvæði 1. mgr. á ekki við ef annað leiðir af fyrirmælum laganna, sbr. einkum þau ákvæði sem kveða á um skyldu til að birta opinberlega tilkynningu um gerð samnings á Evrópska efnahagssvæðinu, sbr. 4. mgr. 35. gr. tilskipunarinnar, og upplýsa þátttakendur og bjóðendur um tiltekin atriði, sbr. 41. og 71. gr. tilskipunarinnar, sem og skyldu til að veita kærunefnd útboðsmála upplýsingar, sbr. 5. mgr. 95. gr.<br /> Ákvæði 1. mgr. hefur ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga.“<br /> <br /> Af 3. mgr. 17. gr. laga nr. 84/2007 leiðir að synjun Ríkiskaupa, um að veita kæranda umbeðin gögn, verður ekki reist á henni. <br /> <br /> Hins vegar hafa Ríkiskaup einnig vísað til þess að það sé landlæknir en ekki Ríkiskaup, sem umræddur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-431/2012 hafi beinst að. Úrskurðir úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru aðfararhæfir skv. 3. mgr. 23. gr. upplýsingalaga. Þótt vera þyki nærtækt fyrir kæranda að nýta sér þau fullnustuúrræði liggur ekki fyrir að hann æski þess að fá umrædd gögn þaðan heldur hefur hann óskað þess að fá þau frá Ríkiskaupum. <br /> <br /> Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál. Ekki liggur fyrir að nein af þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. eigi við í máli þessu. Í 16. gr. er fjallað um hvert beiðni um gögn skuli beint. Í fyrri málslið 1. mgr. segir að sé farið fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka eigi eða tekin hafi verið stjórnvaldsákvörðun skuli beina beiðni til þess sem hafi eða muni taka ákvörðun í málinu. Þar sem mál þetta lýtur að afhendingu gagna varðandi útboð og samningsgerð, skv. lögum nr. 84/2007 um opinber innkaup, á þessi málsliður ekki við. Í öðrum tilvikum skal, sbr. seinni málslið, beina beiðni til þess aðila sem hefur gögnin í vörslu sinni. Af hálfu Ríkiskaupa hefur ekki komið fram að það hafi þau ekki í vörslu sinni. Þá lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að aðila sé í sjálfsvald sett til hvaða stjórnvalds hann beini ósk sinni um aðgang að gögnum, hafi fleiri en eitt stjórnvald þau í vörslu sinni. <br /> <br /> Með vísun til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Ríkiskaupum beri að afhenda kæranda þau gögn sem talin eru upp í úrskurðarorði í úrskurði nr. A-431/2012, önnur en þau gögn er varða tilboð Icepharma, dags. 13. júní 2006, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042, enda  nær kæra máls þessa ekki til þeirra.<br /> <br /> <h3>Úrskurðarorð</h3> Ríkiskaupum ber að afhenda kæranda þau gögn sem talin eru upp í úrskurðarorði í úrskurði nr. A-431/2012 og hafa ekki þegar verið, af hálfu Ríkiskaupa, afhent kæranda. Gögnin eru eftirtalin:<br /> <br /> (1) Rammasamningur nr. 2143, dags. 25. september 2009, um kaup á bóluefninu NeisVac C af Icepharma hf. í heild sinni.<br /> (2) Rammasamningur nr. 2144, dags. 2. október 2009, um kaup á tilgreindum bóluefnum af GlaxoSmithKleine ehf. í heild sinni.<br /> (3) Tilboð GlaxoSmithKleine ehf., dags. 12. júní 2006, og auðkennt GSK-1, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi.<br /> (4) Tilboð GlaxoSmithKleine ehf., dags. 12. júní 2006, og auðkennt GSK-2, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi.<br /> (5) Útboðslýsing vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum á Íslandi.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson,formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                                             </div> <div> <br /> </div> <div> Friðgeir Björnsson                   <br /> <br /> <br /> </div> |
A-519/2014. Úrskurður frá 13. febrúar 2014 | M kærði synjun Skútustaðahrepps á beiðni hans um upplýsingar varðandi álagningu sorphirðugjalda. Fyrra mál hans hafði verið fellt niður, í ljósi ákvæða um kærufrest. Sendi hann þá inn nýja kæru eftir að hreppurinn synjaði kröfu hans um gögn er bæru með sér upplýsingar um fyrir hvaða fasteignir/fyrirtæki - og hvaða ekki - greitt væri sorphirðugjald. Einnig ósk hans um upplýsingar um í hvaða sorphirðugjaldaflokki fasteignir/fyrirtæki væru, um fjárhæðir sorphirðugjalda, um fjölda fasteigna sem flokkuðust sem sumarhús/frístundahús og nákvæmlega um hvernig sorphirðugjald fyrir fyrirtæki og býli í rekstri væri ákveðið. Úrskurðarnefndin taldi lista yfir álögð sorpgjöld 2013, þar sem fyrirtækjum er raðað eftir gjaldflokkum, m.a. hafa að geyma persónuupplýsingar. Eðli þeirra væri þó ekki slíkt að sanngjarnt væri og eðlilegt að þær færu leynt. Því bæri að veita aðgang að listanum. Annað ætti við um afrit af álagningarseðlum vegna tiltekinna fasteigna - og að því leyti var ákvörðun hreppsins staðfest. Vísað var frá beiðni um skýringar á útreikningi/ákvörðun fjárhæðar gjalda. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 13. febrúar 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-519/2014 í máli ÚNU 13120005.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Með bréfi, dags. 4. desember 2013, kærði [A] afgreiðslu Skútustaðahrepps á beiðni hans um upplýsingar varðandi álagningu sorphirðugjalda. <br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik og bréfaskipti</h3> <p>Um aðdraganda þess að umrædd kæra var lögð fram liggur fyrir tölvubréf sem kærandi sendi oddvita Skútustaðahrepps hinn 21. maí 2013. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Vísa í samtal okkar varðandi erindi mitt um sorphirðugjöld. Samkvæmt fundargerð hefur erindið verið rætt og tekin ákvörðun en mér hefur ekki borist svar. Mér skildist á samtali okkar um daginn að í fundargerðinni sé ekki fullnaðarsvar. Ég bíð því enn formlegs svars við erindi mínu, er slíks svars að vænta?“<br /> <br /> Í svari sem kærandi fékk frá hreppnum sama dag segir m.a.: <br /> <br /> „Mér þykir leitt hversu ósáttur þú ert við afgreiðslu okkar á erindi þínu. Varðandi gagnrýni þína á að svar hafi ekki borist þér áður en fundargerð var sett á netið og send út vil ég benda á að sveitarstjórnarfundir eru öllum opnir og við reynum að birta fundargerðir eins fljótt og kostur er, ásamt því að senda svör við erindum. Ég ræddi við sveitarstjóra sem sagði mér að svarið til þín væri einungis bókunin sem fram kemur í fundargerðinni svo ég ætla að skýra afstöðu okkar betur. Eins og þér er kunnugt eru sorpgjöld innheimt með fasteignagjöldum, þannig að gjald er lagt á allt íbúðarhúsnæði í sveitinni, við höfum ekki haft sérgjald fyrir hús þar sem ekki er föst búseta. Síðan eru lagt sérstakt gjald á fyrirtæki mishá eftir eðli og umfangi starfseminnar. Við verðum að gæta jafnræðis og getum ekki fellt niður gjald af einu húsi en rukkað aðra. Hafir þú frekari spurningar er sjálfsagt að hafa samband við sveitarstjóra sem þekkir málið.“<br /> <br /> Hinn 23. maí sendi kærandi sveitarstjóra tölvubréf og fékk þaðan svar með tölvubréfi, dags. 24. maí. Svarið er þannig úr garði gert að bréf kæranda hefur verið afritað í heild en svo breytt þannig að svörum sveitarstjóra hefur verið bætt inn á milli (þ.e. milli spurninga kæranda). Svörin hreppsins eru þar með rauðu letri en í eftirfarandi tilvitnun er sú leturbreyting gerð, til skýringarauka, að svörin eru ekki rauð heldur skáletruð. Í skjalinu segir m.a.: <br /> <br />  „Með tilvísun í  upplýsingalög, lög nr. 140 28. desember 2012 fer ég fram á svör við eftirfarandi spurningum:<br /> <br /> 1. Eftir hverju er farið í Skútustaðahreppi þegar sorphirðugjald er lagt á?<br /> a.   Er sorpuhirðugjald lagt á samkvæmt fastanúmeri hverrar fasteignar í þjóðskrá Íslands?<em>Nei sorpgjald er lagt á íbúðar og frístundahús, aðrar reglur gilda um atvinnuhúsnæði og fyrirtæki þar er um sértækt sorpgjald að ræða.</em><br /> b. Hvernig er „Notkun” samkvæmt skráningu í þjóðskrá Ísland notuð til að ákveða sorphirðugjald?<br /> <em>Ég skil ekki spurninguna “notkun” skv. skráningu í þjóðskrá?</em><br /> 2. Ef fleiri en eitt hús með búsetu eru með sama fastanúmeri er þá einungis lagt eitt sorphirðugjald?<br /> <em>Ef þú átt við hvort t.d. tveggja íbúða hús greiði eitt eða tvö sorpgjöld þá fer það eftir því hvort viðkomandi eign er skráð sem ein fasteign eða tvær. Ef að fasteignanúmerin eru tvö þá eru tvö sorpgjöld annars eitt.</em><br /> a. Dæmi um þetta er fastanúmer …. Þar eru skráð 5 sumarhús og 1 bænahús. Er lagt 1 sorphirðugjald eða 6 sorphirðugjöld á þetta fastanúmer?<br /> <em>Mér er ekki heimilt að upplýsa um viðskipti eða álögur einstakra aðila við sveitarfélagið nema með samþykki viðkomandi.<br /> </em><br /> 3. Ef fleiri en ein íbúð er í húsi sem ber eitt fastanúmer er þá lagt á eitt sorphirðugjald á allt húsið eða eitt á hverja íbúð? <em>Sjá svar við spurningu nr. 2.</em><br /> <br /> 4. Er sama sorphirðugjald fyrir íbúðarhús, sumarhús og býli í rekstri?<br /> <em>Það er sama sorphirðugjald fyrir íbúðarhús og sumarhús sem er lægsti gjaldflokkur. Býli í rekstri greiða mismikið eftir eðli og umfangi starfseminnar.</em><br /> a. Ef ekki, hvernig er þá sorphirðugjald fyrir býli í rekstri áætlað?<br /> <em>Sjá svar við spurningu 4.<br /> </em><br /> 5. Hjá mörgum sveitarfélögum er gjaldi skipt í sorphirðingargjald annarsvegar og sorpeyðingar- eða sorpförgunargjald hinsvegar.<br /> a. Hvernig er því háttað Skútustaðahreppi?<br /> <em>Við notum orðið sorpgjald það innifelur bæði sorphirðingu og eyðingu.</em><br /> b. Er sorp sótt heim að einhverri fasteign í Skútustaðahreppi?<br /> <em>Nei, ekki á vegum sveitarfélagsins, hins vegar eru sumir sorpgámarnir staðsettir á lóðum einstakra fasteigna/fyrirtækja það er eingöngu vegna þess að þar er nægt pláss að öðrum kosti hefði sveitarfélagið þurft að útbúa fleiri gámasvæði.<br /> </em><br /> 6. Varðandi greiðendur sorphirðugjalda í Skútutstaðahreppi:<br /> a. Hve margir greiða sorphirðugjöld?<br /> <em>Lagt á 172 íbúðir og 59 fyrirtæki.</em><br /> c.     Fyrir hvaða fasteignir er greitt (fastanúmer)?<br /> <em>Ertu virkilega að biðja um lista yfir öll fasteignanúmer sem greiða sorphirðugjöld?Ef svo er þá er mér ekki heimilt að veita þann lista.</em><br /> d. Í hvaða greiðsluflokki er hver fasteign eða fyrirtæki?<br /> <em>Mér er ekki heimilt að veita upplýsingar um viðskipti einstakra aðila við sveitarfélagið.<br /> </em><br /> 7. Hvað eru margar fasteignir í Skútustaðahreppi?<br /> <em>Bendi þér að að afla þeirra upplýsinga hjá Þjóðskrá Íslands þeir halda utanum allar fasteignaskráningar í Skútustaðahreppi en ekki sveitarfélagið sjálft.</em><br /> <br /> 8. Hvað eru margar fasteignir í Skútustaðahreppi sem flokkast sem sumarhús eða frístundahús?<br /> <em>Mér telst til að þau séu á bilinu  16-20.“<br /> </em><br /> Hinn 14. ágúst 2013 kærði kærandi framangreint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni segir m.a.: <br /> <br /> „…. finnst mér margt athyglivert t.d. að íbúar og eigendur sumarhúsa þurfi að bera kostnað af sorphirðu vegna ferðamanna. Það eru hinsvegar svör við spurningum 1-8 og undirliðum þeirra sem ég er ósáttur við og kvarta því til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> Í stuttu máli þá hef ég gert athugasemdir vegna sorphirðugjalda fasteigna sem ég á í Skútustaðhreppi. Um er að ræða tvær fasteignir. Í hvorugri er föst búseta og önnur þeirra notuð sem geymsla. Af hvorri fasteign borga ég fullt sorphirðugjald kr. 31.500, samanlagt kr. 63.000. Það finnst mér ósanngjarnt og hef óstaðfestan grun um að sumir eigi allt að 5-7 fasteignir á sama fastanúmeri og borgi einfalt gjald. Til að staðfesta eða hrekja þennan grun bað ég um svör við neðangreindum spurningum. Þau svör þarf ég til að meta hvort ójöfnuður og ósanngirni sé í álagningu sorphirðugjalda innan Skútustaðahrepps og milli Skútustaðhrepps og annarra hreppa.<br /> Það er að mínu mati misræmi í svörum 1a og 2a.<br /> Í svörum 2a, 6c og 6d held ég að sveitarstjóri sé að bera fyrir sig 9. gr upplýsingalaga nr. 140 28. desember 2012. Mér finnst sú grein ekki eiga við hér enda sorphirðugjald ekki lagt á skv tekjum eða fjárhag hvers og eins.<br /> Samkvæmt Þjóðskrá er notkun fasteigna skráð t.d. sem hesthús, bænahús, kirkja o.s.frv. Sveitarstjóra ætti að vera þetta kunnugt.<br /> Ég vil fá skilmerkilegt svar við spurningu 4a.<br /> Ekkert af þessum spurningum mínum finnst mér falla undir 15. gr upplýsingalaga nr. 140 28. desember 2012.“<br /> <br /> Með bréfi dags. 20. ágúst 2013 óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál þess að kærandi afmarkaði nánar hvaða gagna hann óskaði aðgangs að. Hann svaraði með bréfi, dags. 20. ágúst 2013. Þar segir m.a.: <br /> <br /> „Gögnin sem ég fer fram á aðgang að eru:<br /> 1. Upplýsingar um fyrir hvaða fasteignir og fyrirtæki (fastanúmer) er greitt/innheimt sorphirðugjald í Skútustaðahreppi?<br /> 2. Upplýsingar um í hvaða greiðsluflokki hver fasteign eða fyrirtæki er hvað varðar sorphirðugjald í Skútustaðahreppi?<br /> 3. Upplýsingar um sorphirðugjöld fyrir fasteignir með fastanúmeri …. Þar eru fimm fasteignir skráðar sem sumarhús. Eru innheimt fimm sorphirðugjöld, eitt fyrir hvert sumarhús eða eitt einfalt sorphirðugjald fyrir öll húsin?<br /> 4.  Upplýsingar um hvað margar fasteignir í Skútustaðahreppi flokkast sem sumarhús eða frístundahús, nákvæm tala?<br /> 5.  Hvernig sorphirðugjald fyrir býli í rekstri er áætlað, nákvæm lýsing?“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði, með bréfi dags. 23. ágúst 2013, umsagnar Skútustaðahrepps um upplýsingabeiðni kæranda eins og hún lá þá fyrir samkvæmt svari hans dags. 20. s.m. Í svari hreppsins, dags. 9. september 2013, segir : <br /> <br /> „Sveitarstjórn vill byrja á því að koma á framfæri athugasemd vegna tilvísunar úrskurðarnefndar til upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem þau lög eiga ekki við í þessu máli, sbr. 4. mgr. 35. gr. laganna. Þar segir að ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996 haldi gildi sínu til 1. janúar 2016 gagnvart sveitarfélögum með 1000 íbúa eða færri við gildistöku laganna, en íbúar Skútustaðahrepps voru við gildistöku laganna langt undir því viðmiði og eru það enn. <br /> Þá er nauðsynlegt að benda á að frestur til að bera synjun um beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál er 30 dagar frá því að tilkynnt er um ákvörðun, sbr. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Svo sem áður greinir varðar kæra í máli þessu synjun um aðgang að tilteknum gögnum með tölvupósti dags. 24. maí 2013, en kæra mun ekki hafa borist úrskurðarnefnd fyrr en 14. ágúst og var þá kærufrestur liðinn. Það hlýtur því að koma til sjálfstæðrar skoðunar hvort vísa beri kærunni frá á þessum grundvelli. Hvað sem þessu líður telur sveitarstjórn Skútustaðahrepps að hafna beri kröfu kæranda um aðgang að umræddum upplýsingum þar sem óskylt sé að afhenda þau á grundvelli upplýsingalaga. <br /> <br /> Fyrst skal vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er áskilið að beiðni um aðgang að upplýsingum skuli varða tiltekið mál sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum, sbr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 sem gilda í þessu máli. Þannig er til að mynda ekki unnt að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund. Af sama áskilnaði leiðir að ekki er unnt að krefjast aðgangs að upplýsingum sem einvörðungu er að finna i skrám eða gagnagrunnum stjórnvalda, en ekki í fyrirliggjandi gögnum í tilgreindu máli, sbr. til hliðsjónar úrskurð í máli A-400/2012. Þær upplýsingar sem óskað ef eftir aðgangi að samkvæmt liðum 1, 2, 3, 4 og 5 eru allar því marki brenndar að um almenna upplýsingabeiðni er að ræða sem varðar ekki ákveðið mál sem er eða hefur verið til afgreiðslu innan sveitarfélagsins. Þvert á móti er um að ræða almenna upplýsingabeiðni sem varðar ekki tiltekið mál í skilningi upplýsingalaga, enda eru ýmis umbeðinna gagna ekki til og önnur verður að flokka sem skrár. <br /> <br /> Þá varða liðir 1, 4 og 5 í kæru gögn sem eru ekki fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Ljóst er að samkvæmt upplýsingalögum er stjórnvöldum ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn sem ekki eru fyrirliggjandi í tilefni af gagnabeiðni. Þessu til samræmis hefur verið talið að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggi, þegar um þau er beðið, sbr. til hliðsjónar úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-181/2004, A-239/2007 og A-243/2007. Kærandi hefur meðal annars óskað eftir upplýsingum um fasteignir og sorphirðugjöld innan hreppsins (1. liður), upplýsingum um fjölda fasteigna sem flokkast sem sumarhús eða frístundahús (2. liður) og upplýsinga um hvernig sorphirðugjöld fyrir býli rekstri eru nákvæmlega áætluð (5. liður).  Upplýsingum um þessi atriði hefur ekki verið safnað sérstaklega saman og eru þau því ekki tiltæk. Af þeirri ástæðu telur sveitarstjórn að hafna verði kröfu um aðgang að þessum upplýsingum. <br /> <br /> Jafnframt telur sveitastjórn óheimilt sé að verða við beiðni um aðgang að þeim upplýsingum sem greinir í liðum 2 og 3 á grundvelli 5. gr. laga nr. 50/1996, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt þykir að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Að mati sveitarstjórnar varðar sá greiðsluflokkur sem fasteign er í vegna innheimtu sorphirðugjalda, sem og upplýsingar um gjöld sem lögð hafa verið á einstakar og tilgreindar fasteignir, einka- og fjárhagsmálefni í þessum skilningi. Þannig er sanngjarnt og eðlilegt að upplýsingar um álagningu sorphirðugjalda á einstaka aðila séu ekki aðgengileg almenningi. Með hliðsjón af þessu er byggt á því að umræddar upplýsingar séu hvað sem öðru líður undanþegnar upplýsingarétti.“ <br /> <br /> Með framangreindu bréfi fylgdi annars vegar afrit af álagningarseðlum fasteignagjalda 2013, fyrir fasteignir með fastanúmer …, og hins vegar listi yfir greiðendur sorpgjalda 2013, þar sem þeim er raðað eftir gjaldflokkum.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gaf kæranda, með bréfi, dags. 18. september 2013, kost á að gera athugasemdir við framangreint bréf Skútustaðahrepps, dags. 9. september 2013. Í svari hans, dags. 9. október, segir m.a.:<br /> <br /> „Eins fram kemur í fyrri skrifum mínum fór ég fram á þessi gögn til að kanna og sýna fram á það sem ég tel vera óréttlæti misræmi í álagningu sorphirðugjalda innan Skútustaðarhrepps og milli sveitarfélaga. Ég geri eftirfarandi athugasemdir við svör Skútustaðahrepps sem telur fram fjölmörg rök gegn því að veita mér umbeðnar upplýsingar.<br /> <br /> Svar við rökum í 1. málsgrein:<br /> Undirritaður er ekki löglærður en telur samt fráleitt að andi upplýsingalaga og hugsanlegrar undanþágu fámennra sveitarfélaga frá þeim sé að mismuna þegnum þessa lands eftir búsetu. Þannig að búseta innan sama lands geri þegna mis réttháa og sveitarfélög geti skákað í skjóli þess. Ef svo er gæti það orðið forvitnilegt mannréttindamál.<br /> Svar við rökum í 2. málsgrein:<br /> Ef upplýsinganefnd fellst á þessi rök þá mun ég aftur fara fram á að fá þessar upplýsingar frá Skútustaðahreppi. Þá getur tvennt gerst, að ég fái upplýsingarnar eða ekki. Fái ég upplýsingarnar mun ég ekki kæra aftur. Fái ég þær ekki mun ég kæra aftur og málið væntanlega fá sömu umfjöllun og afgreiðslu og það fær núna.<br /> Svar við rökum í 3. málsgrein:<br /> Hér gæti miskilnings hjá Skútutstaðahreppi. <em>Um er að ræða tiltekið mál</em>.  Skútustaðahreppi er vel kunnugt um það, hefur rætt það á sveitarstjórnarfundi og afgreitt. Ég sótti um lækkun á sorphirðugjaldi þar sem væri tekið tillit til magns sorps, notkunar húsnæðis og búsetu. Skútustaðhreppur afgreiddi þá umsókn og neitaði að taka tillit til ofan nefnds. Til að kanna og sýna fram á það sem ég tel vera óréttlæti misræmi í álagningu sorphirðugjalda innan Skútustaðarhrepps og milli sveitarfélaga fór ég fram á upplýsingarnar sem Skútutstaðahreppur vill ekki veita mér. Sé grunur minn um misræmi á rökum reistur gæti það orðið grunnur að frekari athugasemdum. Það er því um að ræða tiltekið mál og það vita fulltrúar Skútustaðahrepps.<br /> Svar við rökum í 4. málsgrein:<br /> Skútustaðahreppur heldur því fram að þessar upplýsingar séu ekki til skráðar og ekki séu til sérstakar skrár. Við þetta geri ég eftirfarandi athugasemdir. Í fyrsta  lagi þá hljóta þessar upplýsingar að liggja fyrir. Annars gæti Skútustaðahreppur ekki lagt á sorphirðugjöld ef ekki væri vitað á hverja eða hvernig ætti að haga álagningu. Ef gögnin eru ekki til og álagning fer eftir hentugleika, minni eða einhverju öðru hlýtur það að teljast einkennileg stjórnsýsla. Í öðru lagi er einkennilegt að ekki sé hægt að svara fyrirspurnum nema fyrirfram séu til tilbúin  öll hugsanleg svör við öllum hugsanlegum fyrirspurnum. Hvernig er hægt að sanna að einhver skrá sé ekki til? Fyrst að hægt er að leggja á sorphirðugjöld þá hljóta að vera til um það reglur og gögn.<br /> Svar við rökum í 5. málsgrein:<br /> Þessu er ég ósammála. Sorphirðugjöld eru ekki lögð á samkvæmt tekjum eða m.t.t. efnahags hvers og eins. Því tel ég heimilt skv. upplýsingalögum að veita þessar upplýsingar.“<br /> <br /> Nokkur frekari samskipti áttu sér stað milli úrskurðarnefndar um upplýsingamál og kæranda, sem óþarft er að rekja, en í símtali hans við starfsmann nefndarinnar, hinn 5. nóvember 2013, kom fram að í ljósi ábendingar hreppsins um útrunninn kærufrest hefði hann ákveðið að falla frá kærunni. Hann kvaðst myndu senda hreppnum nýja beiðni, en fengi hann nýja synjun myndi hann, eftir atvikum, leggja fram nýja kæru. Var málið (mál ÚNU 13080005) þá fellt niður.<br /> <br /> Hinn 23. nóvember barst nefndinni síðan afrit af nýrri beiðni frá kæranda til sveitarstjórnar Skútustaðahrepps. Þar segir:<br /> <br /> „Vegna álagningar sorphirðugjalda fer ég fram á aðgang að upplýsingum sem innihalda eftirfarandi gögn:<br /> 1. Upplýsingar um fyrir hvaða fasteignir og fyrirtæki (fastanúmer) er greitt/innheimt sorphirðugjald í Skútustaðahreppi?<br /> 2. Upplýsingar um fyrir hvaða fasteignir og fyrirtæki (fastanúmer) er ekki greitt/innheimt sorphirðugjald í Skútustaðahreppi?<br /> 3. Upplýsingar um í hvaða greiðsluflokki hver fasteign eða fyrirtæki er hvað varðar sorphirðugjald í Skútustaðahreppi? <br /> 4. Upplýsingar um sorphirðugjöld fyrir fasteignir með fastanúmeri …. Þar eru fimm fasteignir skráðar sem sumarhús. Eru innheimt fimm sorphirðugjöld, eitt fyrir hvert sumarhús eða eitt einfalt sorphirðugjald fyrir öll húsin? <br /> 5. Upplýsingar um hvað margar fasteignir í Skútustaðahreppi flokkast sem sumarhús eða frístundahús, nákvæm tala?<br /> 6. Hvernig sorphirðugjald fyrir býli í rekstri er áætlað, nákvæm lýsing?<br /> 7. Hvernig sorphirðugjald fyrir fyrirtæki er áætlað, nákvæm lýsing?“<br /> <br /> Sveitarstjóri Skútustaðahrepps spurðist fyrir um stöðu málsins og í svari sínu til hans, dags. 25. nóvember, greindi úrskurðarnefnd um upplýsingamál frá því að kærandi hefði ákveðið að framhalda ekki erindi sínu og hefði verið fellt niður. Hinn 4. desember 2013 barst úrskurðarnefndinni síðan sú kæra sem mál þetta (mál ÚNU 13120005) varðar. Hún hljóðar svo:<br /> <br /> „Hér fyrir neðan er svar sveitarstjóra við fyrirspurn minni. Ég lít á þetta svar sem synjun um aðgang að gögnum sem ég tel mig eiga rétt á skv upplýsingalögum og kæri hér með þá synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vísa í fyrri gögn með tilvísun ÚNU13080005.“<br /> <br /> Í umræddu svari sveitarstjóra, sem fylgdi með kærunni, sagði: „Sæll [A]. Það hefur ekkert breyst frá því ég svaraði þessum spurningum með tölvupósti 23. maí s.l. “<br /> <br /> Sama dag og kæran barst, þ.e. hinn 4. desember 2013, sendi úrskurðarnefndin bréf til Skútustaðahrepps og gaf honum kost á að gera athugasemdir. Þær bárust með tölvupósti hinn 10. desember 2013. Þar segir:<br /> <br /> „Vegna bréfs Úrskurðarnefndar um upplýsingamál dags. 4. des. þar sem Skútustaðahreppi er gefin kostur á að koma á framfæri umsögn og rökstuðningi  vegna kæru [A] á synjun um aðgengi að gögnum, vísa ég til tölvupósts frá mér dags 10. sept. s.l. Í þeim pósti er annars vegar bréf og hins vegar gögn sem ég tel trúnaðargögn í máli þessu. Ekkert hefur efnislega breyst í málinu síðan þá.“<br /> <br /> Hinn 7. janúar 2014 sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál tölvupóst til Skútustaðahrepps og sagði m.a.:<br /> <br /> „… í umræddum tölvupósti, dags. 10. september, er svarað upplýsingabeiðni kæranda, eins og henni hafði verið lýst 20. ágúst, og er í 5 liðum. Sú beiðni sem mál það sem nú er til meðferðar varðar er hins vegar dags. 23. nóvember og hún er í 7 liðum. Af því leiðir að enn skortir svör um afstöðu hreppsins til þess sem á milli ber.“<br /> <br /> Svar barst með tölvupósti hinn 15. janúar 2014. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Ég hafði ekki áttað mig á að tvær spurningar hefðu bæst við og útaf stæði að svara. Hér koma svörin við þeim. Í fyrsta lagi þá áréttar Skútustaðahreppur eins og fram kemur í bréfi dags. 9. sept. s.l.  að hafna beri kröfu kæranda um aðgang að umræddum upplýsingum þar sem óskylt sé að afhenda þau á grundvelli upplýsingalaga þar sem um almenna upplýsingabeiðni er að ræða en lögin kveða á um að beiðni um aðgang að upplýsingum skuli varða tiltekið mál.<br /> Ákvörðun um sorpgjald er tekin á grundvelli gildandi reglna (reglug. nr. 541/2000 og lög nr. 7/1998). Hægt er að upplýsa það án þess að upplýsa um viðskipti einstakra aðila við sveitarfélagið að býli í rekstri greiða eitt, tvö eða þrjú lámarkssorpgjöld, fer eftir umfangi reksturs.<br /> Við ákvörðun um sorpgjald á fyrirtæki er tekið mið af vigtunarseðlum frá Sorpsamlagi Þingeyinga.“ <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar þá ákvörðun Skútustaðahrepps að verða ekki við kröfu kæranda um gögn er beri með sér upplýsingar um fyrir hvaða fasteignir/fyrirtæki og hvaða ekki (fastanúmer) sé greitt sorphirðugjald, um í hvaða sorphirðugjaldaflokki hver fasteign/fyrirtæki sé, um fjárhæð sorphirðugjalda vegna eigna með fastanúmer …, um fjölda fasteigna sem flokkist sem sumarhús eða frístundahús og um hvernig sorphirðugjald fyrir fyrirtæki og býli í rekstri sé nákvæmlega ákveðið.<br /> <br /> Þegar Skútustaðahreppur tók umrædda ákvörðun höfðu upplýsingalög nr. 140/2012 öðlast gildi, sbr. 1. mgr. 35. gr. Í 4. mgr. 35. gr. segir þó að þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skuli ákvæði upplýsingalaga, nr. 50/1996 halda gildi sínu til 1. janúar 2016 gagnvart sveitarfélögum með íbúa undir 1.000 manns. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga á það við um Skútustaðahrepp. Af því leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar á því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt verður að teknu tilliti til upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> </p> <h3>1.</h3> <p>Varðandi ósk kæranda um skýringar á því hvernig sorphirðugjald fyrir býli í rekstri og fyrirtæki hafi verið ákveðið segir m.a. eftirfarandi, í svari Skútustaðahrepps, dags. 15. janúar 2014: „Ákvörðun um sorpgjald er tekin á grundvelli gildandi reglna (reglug. nr. 541/2000 og lög nr. 7/1998). Hægt er að upplýsa það án þess að upplýsa um viðskipti einstakra aðila við sveitarfélagið að býli í rekstri greiða eitt, tvö eða þrjú lámarkssorpgjöld, fer eftir umfangi reksturs. Við ákvörðun um sorpgjald á fyrirtæki er tekið mið af vigtunarseðlum frá Sorpsamlagi Þingeyinga.“ <br /> <br /> Í 22. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 er ákvæði um rétt þeirra sem sértækar ákvarðanir beinast að til að fá rökstuðning fyrir þeim og, ef sá sem tók umrædda ákvörðun er stjórnvald, s.s. sveitarfélag, getur viðkomandi einnig átt rétt á rökstuðningi í samræmi við 1. mgr. 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samsvarandi ákvæði voru hvorki í upplýsingalögum nr. 50/1996 né er slík ákvæði að finna í núgildandi lögum nr. 140/2012. Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er aðeins að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar aðila, sem fellur undir upplýsingalög, um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrlausn ágreiningsmála um skýringar á forsendum sértækra ákvarðana, s.s. um fjárhæðir sorphirðugjalda, falla því utan hennar verksviðs og verður að vísa kærunni frá henni að þessu leyti.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Svar kærða við upplýsingabeiðni kæranda kemur í fyrsta lagi fram í svari kærða dags. 9. september 2013 (við bréfi kærða dags. 20. ágúst 2013). Þar segir m.a.: „Kærandi hefur meðal annars óskað eftir upplýsingum um fasteignir og sorphirðugjöld innan hreppsins (1. liður), upplýsingum um fjölda fasteigna sem flokkast sem sumarhús eða frístundahús (2. liður) og upplýsingum um hvernig sorphirðugjöld fyrir býli rekstri eru nákvæmlega áætluð (5. liður).  Upplýsingum um þessi atriði hefur ekki verið safnað sérstaklega saman og eru þau því ekki tiltæk. Af þeirri ástæðu telur sveitarstjórn að hafna verði kröfu um aðgang að þessum upplýsingum.“<br /> <br /> Í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er meðal annars kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með tilgreindum takmörkunum. Þá segir í 10. gr. að sá sem fari fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau gögn máls sem hann óski að kynna sér. Eins og ákvæðinu var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006 tekur rétturinn einvörðungu til gagna sem fyrir liggja þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds, um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum, undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Að því marki sem umbeðin gögn eru ekki fyrirliggjandi telst ekki liggja fyrir synjun stjórnvalds í þessum skilningi og verður þ.a.l. einnig að vísa kærunni að þessu leyti frá nefndinni.<br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Kærði hefur að öðru leyti svarað og sent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit fyrirliggjandi gagna. Með bréfi hans til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 9. september 2013, fylgdi í fyrsta afrit af álagningarseðli fasteignagjalda 2013 fyrir fasteignir með fastanúmer … og í öðru lagi fyrirtækjalisti vegna sorpgjalda 2013. Hins vegar telur hann sér vera óheimilt að láta þessi gögn af hendi. Um það segir hann m.a.: „Jafnframt telur sveitastjórn [að] óheimilt sé að verða við beiðni um aðgang að þeim upplýsingum sem greinir í liðum 2 og 3 á grundvelli 5. gr. laga nr. 50/1996, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt þykir að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Að mati sveitarstjórnar varðar sá greiðsluflokkur sem fasteign er í vegna innheimtu sorphirðugjalda, sem og upplýsingar um gjöld sem lögð hafa verið á einstakar og tilgreindar fasteignir, einka- og fjárhagsmálefni í þessum skilningi. Þannig er sanngjarnt og eðlilegt að upplýsingar um álagningu sorphirðugjalda á einstaka aðila séu ekki aðgengilegar almenningi. […].“ <br /> <br /> Á umræddum álagningarseðlum kemur fram hvaða eignir um er að ræða, hvaða einstaklingar eigi þær, hvert sé flatarmál þeirra og rúmmál, fasteigna- og lóðarhlutamat, upplýsingar um álögð gjöld, fasteignaskatt og sorphirðugjald, upplýsingar um eigendur og um gjalddaga. <br /> <br /> Í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Við mat á því hvort umræddir álagningarseðlar innihaldi slíkar upplýsingar má hafa hliðsjón af því er segir í athugasemdum með samhljóðandi ákvæði 9. gr. í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012. Þar segir m.a. að engum vafa sé undirorpið að ákvæðið eigi við um viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, en það geti einnig átt við um vissar aðrar upplýsingar, s.s. um fjárhagsmálefni einstaklinga. Þar sem umræddir álagningarseðlar hafa að geyma slíkar upplýsingar nær aðgangsréttur kæranda ekki til þeirra. <br /> <br /> Hins vegar liggur fyrir listi vegna sorpgjalda 2013 þar sem fyrirtækjum er raðað eftir gjaldflokkum. Sömu takmarkanir og koma fram í framangreindri 5. gr. laga nr. 50/1996 gilda um gögn er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í athugasemdum sem fylgdu þeirri grein, í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 50/1996, segir m.a.: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“ Við mat á því hvort þær upplýsingar um lögaðila, sem fram koma á listanum, falli hér undir skiptir máli hvort aðgangur almennings að þeim geti verið til þess fallinn að valda viðkomandi lögaðilum tjóni. Í skýringum við samsvarandi ákvæði, í 9. gr. núgildandi upplýsingalaga nr. 140/2012, er tekið fram að leggja verði mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum viðkomandi lögaðila og að við það mat þurfi almennt að vega saman hagsmuni lögaðilans af því að upplýsingum verði haldið leyndum gagnvart hinum mikilvægu hagsmunum af því að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur upplýsingar um lögaðila á listanum ekki bera með sér upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra að leynd um þær skuli ganga framar lögbundnum rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum. Verður synjun um aðgang að listanum því ekki, vegna hagsmuna lögaðila, reist á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Á listanum eru hins vegar ekki aðeins upplýsingar um lögaðila heldur eru þar einnig upplýsingar um fyrirtæki einyrkja sem geta talist til persónuupplýsinga í skilningi 1. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000. Það hugtak er víðfeðmt og tekur til allra upplýsinga, álita og umsagna sem beint eða óbeint má tengja tilteknum einstaklingi, þ.e. upplýsinga sem eru persónugreindar eða persónugreinanlegar. Kemur því til skoðunar ákvæði 7. gr. laga nr. 50/1996 um að eigi ákvæði 4.–6. gr. við um hluta skjals skuli aðeins veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins. <br /> <br /> Í athugasemdum með ákvæði 1. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000, í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 77/2000, segir að beita verði lögunum með hliðsjón af ákvæði 1. gr. laganna. Hafa beri í huga að upp geti komið tilvik þar sem unnið sé með upplýsingar, sem samkvæmt orðanna hljóðan séu persónuupplýsingar, en séu þó ekki þess eðlis að standa þurfi vörð um þær á grundvelli sjónarmiða um friðhelgi einkalífs. Þá er það ekki mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál, að enda þótt um persónuupplýsingar teljist vera að ræða, sé eðli þeirra slíkt að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt. Að því virtu er það niðurstaða hennar að umræddur listi hafi ekki að geyma upplýsingar sem falli undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Verði synjun um aðgang að honum, vegna hagsmuna einstaklinga, því ekki heldur reist á því  ákvæði.<br /> <br /> Að fenginni ofangreindri niðurstöðu þykir ekki ástæða til að fjalla um aðrar málsástæður sem hafðar hafa verið uppi vegna málsins.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er sú ákvörðun Skútustaðahrepps að synja beiðni [A] um að fá afrit af álagningarseðlum fasteignagjalda 2013 í Skútustaðahreppi fyrir fasteignir með fastanúmer …. Skútustaðahreppi ber hins vegar að afhenda lista yfir álögð sorpgjöld 2013 þar sem fyrirtækjum er raðað eftir gjaldflokkum. Að öðru leyti er kæru [A] vísað frá. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> .<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br />  <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
A-517/2014. Úrskurður frá 28. janúar 2014 | Af hálfu TM Software Origo ehf. var gerð krafa um frestun réttaráhrifa úrskurðar nr. A-497/2013. Úrskurðarorð þess úrskurðar beinast að embætti landlæknis og ekki TM Software Origo ehf. Voru þegar af þeirri ástæðu ekki talin vera lagaskilyrði til þess að fjalla efnislega um kröfu félagsins um frestun réttaráhrifa. Varð því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 28. janúar 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-517/2014 í máli ÚNU13120002.<br /> </p> <h3>Krafa</h3> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. október 2013, sendi A, f.h. TM Software Origo ehf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurðar nr. A-497/2013, dags. 23. september 2013. Í bréfi lögmannsins segir m.a. orðrétt:<br /> </p> <h3>„1. Beiðni</h3> <p>Hér með er lögð fram beiðni þess efnis að ÚNU fresti réttaráhrifum úrskurðar nr. A-497/2013 þar til ákvörðun dómstjóra héraðsdóms Reykjavíkur liggur fyrir um beiðni embættis Landlæknis um flýtimeðferð máls til ógildingar á úrskurðinum og til niðurstöðu þess máls ef fallist verður á flýtimeðferð þess. Verði ekki fallist á framangreinda kröfu er þess óskað að ÚNU afturkalli ákvörðun sína að eigin frumkvæði á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga enda er umrædd ákvörðun ógildanleg, afturköllun er ekki til tjóns fyrir aðila og endurupptaki mál ÚNU 13040005.“</p> <p>Í bréfinu er því næst gerðar ýmsar athugasemdir við úrskurð nefndarinnar nr. A-497/2013. Gerðar eru athugasemdir við að úrskurðarnefndin hafi við meðferð sína á málinu ekki leitað sérstaklega eftir sjónarmiðum TM Software og því haldið fram að niðurstaða nefndarinnar í málinu sé til þess fallin að valda fyrirtækinu tjóni. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37199 og þeirra lagasjónarmiða sem fram koma í niðurstöðukafla hér á eftir, þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem fram kemur í bréfi lögmannsins.<br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Af hálfu TM Software Origo ehf. er þess krafist að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fresti réttaráhrifum fyrri úrskurðar nefndarinnar nr. A-497/2013, dags. 23. september 2013. Fallist nefndin ekki á það er þess krafist að hún afturkalli ákvörðun sína að eigin frumkvæði á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og endurupptaki málið.<br /> <br /> Í 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt fyrir stjórnvald eða annan aðila að veita aðgang að gögnum geti hún, að kröfu viðkomandi, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að hún hefur þegar úrskurðað um kröfu landlæknis um að hún fresti réttaráhrifum þessa úrskurðar. Úrskurður hennar í því máli er nr. A-509/2013, dags. 20. nóvember 2013. Við meðferð málsins fór nefndin yfir öll gögn þess en taldi ekkert nýtt hafa komið fram er sýndi að fyrir hendi væru lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðarins. Þá sá hún ekki ástæðu til þess að afturkalla úrskurðinn að eigin frumkvæði enda benti ekkert til þess að hann væri haldinn slíkum annmörkum að hann væri ógildanlegur að lögum. Var því úrskurðað þannig að kröfu landlæknis um frestun réttaráhrifa var hafnað.<br /> <br /> Í athugasemdum við 24. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því sem varð að lögunum segir m.a.: „Í 1. mgr. 24. gr. er lagt til að lögbundin verði heimild fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar þegar nefndin hefur úrskurðað að aðgang skuli veita að upplýsingum. Sá sem úrskurður beinist gegn getur þá gert kröfu þess efnis með það fyrir augum að bera ágreiningsefnið undir dómstóla. Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á. Sambærilegt ákvæði er nú í 18. gr. upplýsingalaga“</p> <p>Í umræddu ákvæði 1. mgr. 18. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 sagði m.a. að úrskurðarnefnd um upplýsingamál gæti, að kröfu stjórnvalds, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar teldi hún sérstaka ástæðu til þess. Samkvæmt 24. gr. núgildandi laga getur hún gert það að kröfu „viðkomandi“ enda getur skylda til að afhenda gögn samkvæmt lögunum nú fallið á einkaréttarlegan aðila. Það er þó afdráttarlaust samkvæmt ákvæðinu að einvörðungu sá sem úrskurðarorð beinist að getur gert kröfu um frestun réttaráhrifa.</p> <p>Úrskurðarorð umrædds úrskurðar, þ.e. úrskurðar nr. A-497, beinast að embætti landlæknis og ekki TM Software Origo ehf. Eru þegar af þeirri ástæðu ekki lagaskilyrði til þess að fjalla efnislega um kröfu félagsins um frestun réttaráhrifa og verður því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Ákvæði um endurupptöku máls er í 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þar segir að eftir að stjórnvald hafi tekið ákvörðun, og hún verið tilkynnt, eigi aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný að tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Almennt er í stjórnsýslurétti litið svo á að til að geta talist vera aðili máls þurfi viðkomandi að eiga einstaklegra, verulegra, beinna og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn í því. Það ræðst þó af því hvaða svið stjórnsýslunnar um er að ræða. Upplýsingalög nr. 140/2012 byggja á því sjónarmiði að sá sem upplýsingar varðar teljist ekki aðili máls, eins og m.a. kemur skýrt fram í athugasemdum við ákvæði 9. gr. í því frumvarpi sem varð að þeim lögum. Verður því ekki séð að skilyrði séu til endurupptöku máls ÚNU 13040005 á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p>Eins og rakið er hér að framan gerði lögmaður TM Software einnig þá kröfu að úrskurðarnefnd um upplýsingamál afturkallaði úrskurð sinn að eigin frumkvæði á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Tekið skal fram að nefndin fékk í hendur bréf frá lögmanni TM Software hinn 17. janúar 2014, þar sem gefnar eru viðbótarskýringar af hálfu fyrirtækisins. Þær varða atriði í kaupsamningnum sem fyrirtækið telur vera atvinnuleyndarmál sitt, samkeppnismál og einstök efnisatriði kaupsamningsins. Nefndin hefur farið rækilega yfir þetta bréf og sér ekki tilefni til þess að afturkalla úrskurð sinni að eigin frumkvæði, enda bendir ekkert til þess að mati nefndarinnar að úrskurðurinn sé haldinn svo verulegum annmarka að hann sé ógildanlegur að lögum.<span> </span></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kröfu TM Software Origo ehf., um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar A-497/2013, frá 23. september 2013, er vísað frá.</p> <p><br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                    <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-515/2014. Úrskurður frá 28. janúar 2014 | Af hálfu Hafnarfjarðarbæjar hafði verið sett fram krafa um frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-508/2013 og sú krafan verið rökstudd með vísan til 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt því ákvæði er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Að mati nefndarinnar hafði ekkert komið fram er sýndi að þetta ætti við og fyrir hendi væru lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum umrædds úrskurðar. Var kröfunni því hafnað. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 28. janúar 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-515/2014 í máli ÚNU13110007.<br /> <br /> </p> <h3>Krafa</h3> <p>Með bréfi, dags. 25. nóvember 2013, setti A, f.h. Hafnarfjarðarbæjar, fram kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-508/2013, dags. 20. nóvember 2013,  í máli ÚNU 13070001, milli B og Hafnarfjarðarbæjar. Í kröfunni segir m.a.:<br /> <br /> „Krafa þessi er rökstudd með vísan til þess að rétt sé að fá afstöðu dómstóla til þeirra málsástæðna sem fram eru bornar, sér í lagi þeirrar er varðar samskipti við fyrirtæki í eigu þýska ríkisins, sbr. 2. tl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í athugasemdum við frumvarp til upplýsingalaga kemur fram að ákvæðið á auk annars við um samskipti af viðskiptalegum toga og er ætlað að tryggja gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki. Í úrskurði nefndarinnar nr. A 474/2013 var málsástæðum sem að þessu lutu hafnað með vísan til þess að um lántöku á almennum lánamarkaði væri að ræða. Þetta er ekki rétt hermt og þótt lánið sé ekki tekið beint hjá þýska ríkinu þá varðar samningsgerðin allt að einu hagsmuni þýska ríkisins, sem beins eiganda lánveitanda. Það hvað viðsemjandi Hafnarfjarðarbæjar, hið þýska ríkisfyrirtæki leggur ríka áherslu á trúnað, styður að heimilaður verði að sá möguleiki málsskots til dómstóla sem upplýsingalög ráðgera.“ <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Hinn 20. nóvember 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. A-508/2013 í máli ÚNU13070001 vegna kæru á þeirri ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að synja um aðgang að lánssamningi sem bærinn gerði við FMS Wertmanagement. Áður hafði verið úrskurðað í sama máli (úrsk. nr. A-474/2013) en þann úrskurð hafði orðið að fella úr gildi vegna efnisannmarka. Í hinum nýja úrskurði, nr. A-508/2013, varð niðurstaðan þó efnislega í megindráttum sú sama, þ.e. að veita skyldi aðgang að samningnum, en gerð var breyting varðandi tilteknar útstrikanir.<br /> <br />  Í hinum upphaflega úrskurði nr. A-474/2013 segir m.a.: <br /> <br /> „Til rökstuðnings þeirri ákvörðun að synja kæranda um aðgang að framangreindum lánssamningi, dags. 15. desember 2011, byggði Hafnarfjarðarbær á ákvæði 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í því ákvæði kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um „samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir.“ Bendir Hafnarfjarðarbær á, í þessu sambandi, að viðsemjandi Hafnarfjarðarbæjar FMS Wertmanagement sé í eigu og starfi á vegum þýska ríkisins, sem hafi ráðstafað til hans eignum úr bönkum sem þýska ríkið hafi yfirtekið við greiðsluþrot.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 6. gr.  í frumvarpi sem síðan varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir m.a. að ákvæðið eigi við um: „samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ekki að með öllu verði útilokað að sveitarfélag geti talist aðili á vegum íslenska ríkisins, í skilningi 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. A-438/2012. Sveitarfélög eru stjórnvöld og starfsemi þeirra lögbundin líkt og annarra stjórnvalda. Í þessu sambandi ber þó jafnframt að líta til 1. gr. sömu upplýsingalaga, en þar er hvort um sig tilgreint, ríki annars vegar og sveitarfélög hins vegar.<br /> <br /> Það sem hér ræður hins vegar úrslitum, að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál, er að óskað er upplýsinga um tiltekin lánakjör og samninga sem grundvallast meðal annars á ákvörðunum aðila sem starfa á markaði. Nánar tiltekið er óskað upplýsinga frá Hafnarfjarðarbæ sem til hafa orðið vegna lántöku sveitarfélagsins á almennum lánamarkaði, og tiltekinnar endurnýjunar eða endurskoðunar þeirra samninga og skilmála í þeim. Breytir í því sambandi engu þótt lögaðilinn FMS Wertmanagement sé í eigu og starfi á vegum þýska ríkisins samkvæmt upplýsingum sem fram koma í skýringum Hafnarfjarðarbæjar til úrskurðarnefndarinnar, enda er hér um markaðsviðskipti að ræða en ekki lántöku af þýska ríkinu eða fjölþjóðastofnun í skilningi 2. tölul. 6. gr. uppýsingalaganna nr. 50/1996. Úrskurðarnefndin telur að aðgangur að gögnum um þessi tilteknu viðskipti geti ekki, eins og hér stendur á, fallið undir það ákvæði.  Synjun Hafnarfjarðarbæjar á aðgangi að umbeðnum gögnum varð því ekki byggð á því ákvæði.“<br /> <br /> Í úrskurði A-508/2013 segir m.a.: <br /> <br /> „Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti skaðað samkeppnisstöðu þeirra og kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríki eða sveitarfélög. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. þá meginreglu sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.<br /> <br /> Til grundvallar umræddum lánssamningi er skilmálaskjal, dags. 5. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar, FMS Wertmanagement og DEPFA banka, sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. desember 2011, en um aðgang að því skjali var fjallað í úrskurði nefndarinnar nr. A-438/2012 frá 5. júlí 2012 og tekin efnisleg afstaða til aðgangs að ákvæðum sem svara til þeirra ákvæða sem lögmaður FMS Wertmanagement hefur bent á að séu sérstaklega viðkvæm. Í skilmálaskjalinu er m.a. að finna upplýsingar um samningsskilmála endurfjármögnunar tiltekinna lána, þ. á. m. upplýsingar um afborganir og vaxtafót. Niðurstaða þess úrskurðar var sú að heimila skyldi aðgang að skjalinu að undanskildum ákvæðum um umsamda vexti og áætlaðar afborganir, sbr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Til þess ber að líta við mat á aðgangi að þeim lánssamningi sem kærumál þetta varðar að um er að ræða sömu viðskipti og lágu til grundvallar því skilmálaskjali sem fjallað var um í úrskurði nr. A-438/2012 en auk þess að umrætt skilmálaskjal liggur til grundvallar umbeðnum lánssamningi.<br /> <br /> Tekið skal fram að ákvæði 34. gr. lánssamnings kærða við FMS Wertmanagement, um að efni hans skuli vera trúnaðarmál á milli aðila, getur ekki, eitt og sér, komið í veg fyrir aðgang kæranda að samningnum á grundvelli upplýsingalaga, eins og skýrt er tekið fram í athugasemdum við það frumvarp sem síðan varð að þeim lögum.[…]<br /> <br /> Með vísan til framangreinds, og þeirra röksemda er greinir í úrskurði nr. A-474/2013, er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Hafnarfjarðarbæ beri að afhenda kæranda afrit af umræddum lánasamningi, dags. 15. desember 2011, en með útstrikunum sem hér segir:<br /> <br /> 1) Afmá skal prósentuhlutfall vaxta undir skilgreiningu á „Margin“ á bls. 6.<br /> 2) Afmá skal prósentuhlutfall ársfjórðungslegra höfuðstólsafborgana undir liðnum „Repayment Instalment“ í ákvæði 6.1 á bls. 16.<br /> 3) Afmá skal prósentuhlutfall sem fram kemur í ákvæði 7.3.5 á bls. 17.<br /> 4) Afmá skal prósentuhlutfall dráttarvaxta sem fram kemur í ákvæði 9.3.1 á bls. 19.<br /> 5) Afmá skal prósentuhlutfall dráttarvaxta sem fram kemur í ákvæði 9.3.2.2 á bls. 19.Að fenginni ofangreindri niðurstöðu þykir ekki ástæða til að fjalla um aðrar málsástæður sem hafðar hafa verið uppi vegna málsins.<br /> <br /> “Með bréfi, dags. 26. nóvember 2013, var B gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kröfu Hafnarfjarðarbæjar um frestun réttaráhrifa framangreinds úrskurðar. Í svari hans, dags. 30. nóvember 2013, segir m.a.: <br /> <br /> „Ég geri alvarlegar athugasemdir við málarök Hafnarfjarðarbæjar um að samning sé á milli tveggja þjóðríkja að ræða en ekki almennan lánasamning. Hafnarfjarðarbær tók lán hjá Depfa-bank á almennum lánamarkaði en ekki við þýska ríkið. Hafnarfjarðarbær gerði heldur ekki nauðasamninga við þýska ríkið heldur nýjan eiganda Depfa-bankans. Þannig að þessi rök halda ekki og hafa heldur að mínu mati.<br /> <br /> Samkvæmt mínum heimildum er Hypo Real Estate Holding AG í dag eigandi Depfa-bankans. Er það þýsk bankasamsteypa, sem er í hlutafélagaformi. Þessi samsteypa þá björgunarpakka frá þýska ríkinu eftir efnhagshrunið 2008. Þýska ríkið eignaðist í staðinn hlutafé í samsteypunni. Samsteypan er samt sem áður ekki ríkisfélag heldur almennt hlutafélag þó að þýska ríkið eigi meirihluta hlutafjársins. Það er ekki hægt að kalla Landsbanka ríkisfyrirtæki þó að íslenska ríkið eigi meirihluta hlutafjársins. Þannig að þessi rök Landslaga halda ekki.“<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Í 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt fyrir stjórnvald eða annan aðila að veita aðgang að gögnum geti nefndin, að kröfu viðkomandi, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til. Krafa þess efnis skal berast úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests. Frestun á réttaráhrifum úrskurðar er, samkvæmt 2. mgr. 24. gr., bundin því skilyrði að mál verði borið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu ákvörðunar um frestunina og óskað eftir að það hljóti flýtimeðferð. Verði beiðni um flýtimeðferð synjað skuli mál höfðað innan sjö daga frá synjuninni. Í athugasemdum við umrædda grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir m.a. svo: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“<br /> <br /> Sambærilegt ákvæði og nú er 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 var áður í 18. gr. upplýsingalaga. Á það hefur reynt í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál og hefur verið lagt til grundvallar að með 18. gr. grein hafi fyrst og fremst verið höfð í huga tilvik þar sem í húfi væru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Fyrirliggjandi krafa um frestun réttaráhrifa úrskurðar nr. A-508/2013 er rökstudd með vísan til 2. tölul. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt því ákvæði er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í skýringum við þetta ákvæði, í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2013, segir m.a.: <br /> <br /> „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða öðrum toga. Þeir hagsmunir sem hér er verið að vernda eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir ekki synjað nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða er ljóst að varfærni er eðlileg við skýringu á ákvæðinu.Með erlendum ríkjum er átt við öll erlend ríki, jafnt þau sem Ísland hefur viðurkennt sem og önnur. Með fjölþjóðlegum stofnunum er átt við stofnanir að þjóðarétti sem einstök ríki eiga aðild að.“<br /> <br /> Í fyrri úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-474/2013, dags. 31. janúar 2013, og A-508/2013, dags. 20. nóvember 2013, kemur fram að nefndin hafi farið ítarlega yfir umræddan samning og komist að þeirri niðurstöðu að í honum séu ekki upplýsingar, aðrar en þær sem strika beri út, sem réttlætt gætu synjun aðgangs vegna mikilvægra viðskiptahagsmuna. Í fyrri úrskurðinum segir einnig m.a.: <br /> <br /> „…óskað er upplýsinga um tiltekin lánakjör og samninga sem grundvallast meðal annars á ákvörðunum aðila sem starfa á markaði. Nánar tiltekið er óskað upplýsinga frá Hafnarfjarðarbæ sem til hafa orðið vegna lántöku sveitarfélagsins á almennum lánamarkaði, og tiltekinnar endurnýjunar eða endurskoðunar þeirra samninga og skilmála í þeim. Breytir í því sambandi engu þótt lögaðilinn FMS Wertmanagement sé í eigu og starfi á vegum þýska ríkisins samkvæmt upplýsingum sem fram koma í skýringum Hafnarfjarðarbæjar til úrskurðarnefndarinnar, enda er hér um markaðsviðskipti að ræða en ekki lántöku af þýska ríkinu eða fjölþjóðastofnun í skilningi 2. tölul. 6. gr. uppýsingalaganna nr. 50/1996. Úrskurðarnefndin telur að aðgangur að gögnum um þessi tilteknu viðskipti geti ekki, eins og hér stendur á, fallið undir það ákvæði.  Synjun Hafnarfjarðarbæjar á aðgangi að umbeðnum gögnum varð því ekki byggð á því ákvæði.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir framangreint á fundi sínum í dag. Að hennar mati hefur ekkert komið fram er breytir því mati sem fram kemur í tilvitnuðum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál varðandi umræddan samning.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekkert hafa komið fram er sýni að fyrir hendi séu lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar nr. A-508/2013, frá 20. nóvember sl. Ber því að hafna kröfu Hafnarfjarðarbæjar þar að lútandi. Þá sér nefndin ekki ástæðu til þess að afturkalla úrskurðinn að eigin frumkvæði, sbr. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, enda bendi ekkert til þess að hann sé haldinn svo verulegum annmarka að hann sé ógildanlegur að lögum. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kröfu A, f.h. Hafnarfjarðarbæjar, um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar A-508/2013, frá 20. nóvember 2013, er hafnað. <br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-514/2014. Úrskurður frá 28. janúar 2014 | A kærði þá ákvörðun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis, að synja beiðni hans um afrit af endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings fyrir árið 2012 og bréfum umsækjenda sem óskað höfðu eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar í starf framkvæmdastjóra Höfða. Það var niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Höfða bæri að veita kæranda aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings fyrir árið 2012, en beiðni um aðgang að bréfum þriggja umsækjenda um beiðni um rökstuðning vegna ráðningar framkvæmdastjóra Höfða var vísað frá. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 28. janúar 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-514/2014 í máli ÚNU13100002.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Með bréfi, dags. 9. október 2013, kærði A þá ákvörðun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis, dags. 30. september 2013, að synja upplýsingabeiðni kæranda að hluta til, þ.e. að synja beiðni hans um afrit af endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2012 og bréfum umsækjenda sem óskað höfðu eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar í starf framkvæmdastjóra Höfða. Í kærunni segir m.a.:<br /> <br /> „1. Afrit af endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2012.Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili er í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar og hlýtur það að vera eðlilegt að bæjarbúar sem sýna því áhuga á að fylgjast með fjárhag sveitarfélaga og stofnana þeirra að fá afhentar upplýsingar sem þessar. Á það skal bent að það getur ekki verið um að ræða slíka viðskiptahagsmuni stofnunarinnar að leyna þurfi bæjarbúa upplýsingum, enda um opinbera stofnun að ræða. Gerð er krafa um að synjun stjórnar Höfða verði afturkölluð og undirrituðum afhent umbeðin skýrsla.<br /> <br /> 2. Afhending bréfa umsækjenda sem óskuðu eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar í starf framkvæmdastjóra Höfða.Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili auglýsti eftir framkvæmdastjóra fyrir heimilið fyrr á þessu ári, og var undirritaður einn umsækjenda. Undirritaður óskaði eftir að fá afhent afrit af formlegum bréfum annarra umsækjenda sem óskuðu eftir rökstuðningi vegna ákvörðunar stjórnar í umrætt starf, og afrit af svarbréfum stjórnar Höfða til viðkomandi. Stjórn Höfða synjaði því með bréfi, dags. 30. september 2013, sbr. afrit. Undirritaður gerir þá kröfu að synjun stjórnar Höfða verði ógilt og undirrituðum afhent umbeðin afrit ásamt tilheyrandi rökstuðningi. Það hlýtur að vera eðlileg krafa umsækjenda um starf að opinber stofnun sem fellur undir ákvæði upplýsinga- og stjórnsýslulaga, að stofnunin afhendi/veiti aðilum sem eru aðilar máls eðlilegan aðgang að gögnum sem undirritaður telur að þessi beiðni falli undir þannig að hægt sé að meta hvort umrædd ráðning hafi verið veitt á löggildum forsendum.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, bréf, dags. 14. október 2013, og gaf kost á athugasemdum. Í svarbréfi Höfða, dags. 29. október 2013, segir m.a.: <br /> <br /> „Vísað er til erindis nefndarinnar dags. 14. október 2013, þar sem tilkynnt var um kæru […] til nefndarinnar vegna synjunar HÖFÐA um aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings HÖFÐA fyrir árið 2012, sem og synjun að aðgangi að bréfum þeirra umsækjenda um framkvæmdarstjórastarf, sem óskuðu eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningarinnar, ásamt tilheyrandi rökstuðningi.<br /> <br /> 1. Afrit af endurskoðunarskýrslu vegna ársreikningsBeiðni kæranda um aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings HÖFÐA fyrir árið 2012 var synjað þar sem umbeðin endurskoðunarskýrsla inniheldur að mati stjórnar HÖFÐA ýmsar upplýsingar er varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni stofnunarinnar, sbr. 2. ml. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og því sé stjórninni heimilt að takmarka aðgang að henni.<br />  <br /> Stjórn HÖFÐA telur þannig að hin umbeðna endurskoðunarskýrsla hafi að geyma viðkvæmar upplýsingar um rekstrarstöðu stofnunarinnar og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Um sé að ræða upplýsingar sem séu til þess fallnar að valda stofnuninni tjóni verði þær gerðar aðgengilegar. Eftir mat á hagsmunum stofnunarinnar af því að upplýsingunum sé haldið leyndum og hagsmunum aðila af því fá aðgang að umræddum upplýsingum taldi stjórn HÖFÐA að hagsmunir stofnunarinnar væru þeim mun meiri. Þá taldi stjórn HÖFÐA jafnframt að ekki stæðu efni til þess að veita aðgang að hluta skjalsins, sbr.  3. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012.<br /> <br /> 2. Afhending bréfa umsækjenda sem óskuðu eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar í starf framkvæmdarstjóra HÖFÐA<br /> <br /> Hvað varðar aðgang að beiðni annarra umsækjenda um rökstuðning vegna ráðningar í stöðu framkvæmdastjóra, ásamt tilheyrandi svarbréfi, var það mat stjórnar HÖFÐA að ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og upplýsingalaga nr. 140/2012 veittu ekki rétt til aðgangs að sjálfum beiðnum annarra umsækjenda um rökstuðning. <br /> <br /> Um er að ræða sjálfar beiðnir þessara umsækjenda um rökstuðning vegna ráðningarinnar. Rétt er að geta þess, eins og kemur fram í bréfi stjórnar HÖFÐA til kæranda, að stjórnin upplýsti kæranda um að þrjár beiðnir um rökstuðning hefðu borist og að þeim hefði öllum verið svarað á sömu leið. Fylgdi svarbréf stjórnarinnar til þeirra sem óskuðu eftir rökstuðningi til kæranda. Stjórn HÖFÐA taldi hins vegar að ekki væru efni til þess að veita aðgang að sjálfum beiðnunum um rökstuðning á grundvelli upplýsingalaga, nánar tiltekið á grundvelli 5. gr. laga nr. 140/2012. Þar kemur fram að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum er varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greini í 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Hér verði annars vegar að líta til 1. mgr. 7. gr. laganna en í ákvæðinu kemur  fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til gagna í málum er varða umsóknir um starf. Þar sem umbeðin gögn voru hluti af gögnum í máli um ráðningu framkvæmdarstjóra HÖFÐA taldi stjórnin að hún væri samkvæmt framansögðu undanþegin upplýsingarétti almennings, enda falla viðkomandi upplýsingar ekki undir 2.-4. mgr. 7. gr. þar sem undantekningar frá framangreindu eru tæmandi taldar. Þá voru jafnframt hafðir í huga þeir hagsmunir sem búa að baki ákvæði 7. gr. laga nr. 140/2012 um að hið opinbera geti átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á því að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Telur stjórn HÖFÐA að upplýsingar um hvaða umsækjendur óskuðu eftir rökstuðningi féllu því samkvæmt framansögðu undir 1. mgr. 7. gr. laganna og væru því undanþegnar upplýsingarétti almennings. Hins vegar var talið sjálfsagt að veita aðgang að rökstuðningi stjórnarinnar fyrir ráðningunni enda hefði kæranda verið svarað á sömu leið, hefði hann óskað eftir rökstuðningi sjálfur sem umsækjandi um starfið.<br /> <br /> Telur stjórn HÖFÐA að umrædd gögn séu einnig undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli 1. ml. 9. gr. sömu laga þar sem um er að ræða einkamálefni einstaklings sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari. Af gögnunum megi ráða upplýsingar um einkahagi aðilans, þ.e. að hann hafi óskað eftir rökstuðningi, sem stjórn HÖFÐA telur að óheimilt sé að afhenda þriðja aðila. Eftir mat á öndverðum hagsmunum í málinu taldi stjórn HÖFÐA að hagsmunir annarra umsækjenda af því að upplýsingunum væri haldið leyndum væru mun meiri en hagsmunir viðkomandi aðila af því að fá aðgang að þeim. <br /> <br /> Að öllu framangreindu virtu taldi stjórn HÖFÐA að rétt væri að synja um aðgang að beiðnum annarra umsækjenda um rökstuðning fyrir ráðningu í starf framkvæmdastjóra HÖFÐA.“<br /> <br /> Með bréfi, dags. 4. nóvember 2013, gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda kost á að gera athugasemdir við framangreinda umsögn Höfða. Svar hans barst með bréfi, dags. 22. nóvember 2013. Í því segir:<br /> <br /> „Beiðni um afrit af endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings.Stjórn Höfða leggst gegn því að afhenda umrædda endurskoðunarskýrslu og ber við mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni.<br /> <br /> Undirritaður mótmælir því harðlega, enda ljóst að um opinbera stofnun er að ræða sem ekki er í neinum samkeppnisrekstri og hlýtur opinber rekstur ávallt að vera opinn og gagnsær og upplýsingar þar um opinn fyrir íbúana sem eiga viðkomandi stofnun. Það hljóta að vera almannahagsmunir að gögn sem þessi séu gerð opinber og aðgengileg borgurum sem áhuga hafa og vilja kynna sér reksturinn og hafa nauðsynlegt aðhald gagnvart kjörnum fulltrúum á hverjum tíma. Þess ber einnig að geta að umrædd skýrsla hefur eðli máls [samkvæmt] verið afhent stjórnarmönnum Höfða og varamönnum, kjörnum aðalfulltrúum í viðkomandi sveitarstjórnum, þannig að ég fæ ekki betur séð en að skýrslan sé nú þegar komin í talsvert mikla dreifingu nú þegar og ekkert ætti að vera að fyrirstöðu að veita opinn aðgang að henni. Undirritaður ítrekar því kröfu um að fá umrædda skýrslu afhenta án frekari tafa.<br /> <br /> 2. Beiðni um gögn vegna ráðningu framkvæmdastjóra Höfða.Undirritaður ítrekar beiðni um gögn vegna ráðningar í starf framkvæmdastjóra Höfða, enda undirritaður einn umsækjenda þar um.<br /> <br /> Máli mínu til frekari rökstuðnings bendi ég á að sá sem ráðinn var framkvæmdastjóri var stjórnarmaður Höfða þegar starfið var auglýst, en vék sæti á meðan ráðningarferli stóð yfir. Eins og ráðningin horfir við mér, bendir allt til þess að um málamyndagerning hafi verið að ræða og fyrirfram hafi verið ákveðið að viðkomandi myndi hljóta starfið. Enda ljóst að mínum dómi að rökstuðningur stjórnar Höfða vegna ráðningar í starfið er útbúinn til að verja pólítíska ráðningu, þar sem hæfasti einstaklingurinn var ekki ráðinn. Þess ber að geta að undirritaður hefur upplýsingar um að á meðan umsóknarferli stóð yfir vegna ráðningarinnar var umræddum aðila, þ.e. þeim sem ráðinn var í starfið, sent afrit af umsóknum annarra umsækjenda og bendir því allt til þess að hann hafi haft bein afskipti af ráðningunni. Það hlýtur því að vera eðlileg krafa undirritaðs að fá afhent öll gögn í umræddu máli án þess að nokkru sé haldið undan.“<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar annars vegar beiðni kæranda um aðgang að afriti af endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða, hjúkrunar og dvalarheimilis, fyrir árið 2012 og hins vegar afrit af bréfum þriggja umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra stofnunarinnar sem óskuðu eftir skriflegum rökstuðningi á grundvelli 21. og 22. gr. stjórnsýslulaga vegna ráðningar í starf framkvæmdastjóra Höfða. Kæranda var veittur aðgangur að svarbréfum formanns stjórnar Höfða til umsækjendanna þriggja en var synjað um aðgang að bréfum þeirra til formannsins þar sem farið var fram á rökstuðning fyrir ráðningu í starf framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Beiðni kæranda er þannig afmörkuð við tiltekin fyrirliggjandi gögn og fullnægir því skilyrðum 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um það hvernig beiðni um aðgang skal úr garði gerð.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Höfði, hjúkrunar og dvalarheimili, er sjálfseignarstofnun. Stofnaðilar eru Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit. Hér er því um að ræða starfsemi stjórnvalda í skilningi upplýsingalaga og ná lögin þannig til starfseminnar og er ekki ágreiningur uppi um það. Höfði synjaði beiðni kæranda um aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings fyrir árið 2012 á þeim forsendum að skýrslan innihéldi að mati stjórnar ýmsar upplýsingar er vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni stofnunarinnar og vitnaði þar um til 2. ml. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Hagsmunir stofnunarinnar af því að þessar upplýsingar færu leynt væru mun meiri en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um úrskurðarmál hefur skoðað endurskoðunarskýrsluna vandlega. Skýrslan ásamt bréfi endurskoðendanna til Höfða, dags. 17. júlí 2013, eru 19 bls. að lengd. Í bréfinu segir að endurskoðunin hafi verið framkvæmd í samræmi við 72. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og alþjóðlega staðla um endurskoðun. Þá kemur og fram í skýrslunni sjálfri að rekstrartekjur stofnunarinnar komi að langsamlega stærstum hluta úr ríkissjóði, eða rúmlega 90%.  Einnig að stofnaðilar Höfða ábyrgist að staðið verði við þær fjárhagslegu skuldbindingar sem á stofnuninni hvíla. Þannig er augljóst að rekstur stofnunarinnar byggist nær alfarið á framlögum og ábyrgð stjórnvalda og fer stjórn hennar því með opinbera hagsmuni og það töluvert mikilvæga. Þegar réttur er byggður á upplýsingalögum ber sérstaklega að hafa í huga að yfirlýst markmið laganna samkvæmt upphafsákvæði þeirra er að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna eins og t.d. þá sem hér um ræðir.<br />  <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga er kveðið á um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Þessari grein laganna er ekki ætlað að verja hagsmuni stjónvalds af því að upplýsingar sem finna má í gögnum og varða stjórnvaldið sjálft sérstaklega fari leynt heldur að ekki sé veittur aðgangur að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga og lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Hins vegar geta önnur undantekningarákvæði upplýsingalaganna varið hagsmuni stjórnvalda að þessu leyti.<br />  <br /> Í skýrslunni kemur fram að rekstur stofnunarinnar er erfiður að því leyti að rekstrarhalli er mikill. Ekki verður séð að í skýrslunni komi neitt það fram sem geti talist einkahagsmunir í skilningi upplýsingalaga þannig að til greina komi að takmarka aðgang að henni á grundvelli ákvæða 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 10. gr. upplýsingalaga er kveðið á um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Segir þar að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma ákveðnar upplýsingar, þar á meðal um „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra“, sbr. 4. tl. 10. gr. <br /> <br /> Fyrr er rakið hver staða Höfða er innan stjórnsýslunnar og hvaða starfsemi stofnunin rekur. Hliðstæðar stofnanir með svipaðan rekstur eru til víða á landinu, sumar eflaust reknar af einkaaðilum. Það verður hins vegar ekki séð að þessar stofnanir eigi í viðskiptum sem hafi í för með sér innbyrðis samkeppni þeirra í skilningi 4. tl. 10. gr. upplýsingalaga eða eigi í samkeppni um viðskipti við aðra aðila. Þótt svo kynni að vera að einhverju leyti þá verður ekki heldur séð að slíkir hagsmunir geti talist mikilvægir almannahagsmunir, eins og kveðið er á um í 10. gr.laganna að þurfi að vera fyrir hendi til þess að undantekningarákvæði lagagreinarinnar verði virk. Að mati úrskurðarnefndarinnar geta heldur ekki önnur undantekingarákvæði upplýsingalaganna átt við í máli þessu. Samkvæmt því sem að framan segir er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Höfða, dvalar og hjúkrunarheimili, sé skylt að veita kæranda aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2012.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Í 7. gr. upplýsingalaga nr.140/2012 er kveðið á um upplýsingar um málefni starfsmanna þeirra aðila sem lögin taka til og segir þar orðrétt í 1. mgr.:<br /> <br /> Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.<br /> <br /> Í skýringum við 7. gr. frumvarps þess sem varð að núgildandi upplýsingalögum segir m.a.   eftirfarandi:<br />  <br /> Með ákvæði 1. mgr. umræddrar frumvarpsgreinar er í fyrsta lagi lagt til að áfram verði fylgt þeirri stefnu sem mörkuð var með 4. tl. 4. gr. gildandi laga að öll gögn máls um ráðningu, skipan eða setningu í opinbert starf verði undanþegin aðgangi almennings. Meðal gagna í slíkum málum eru umsóknir, einkunnir, meðmæli og umsagnir um umsækjendur, eins og nánar er rakið í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sem nú eru í gildi. Hér búa einkum að baki þeir hagsmunir hins opinbera að geta átt kost á hæfum umsækjendum um opinbert starf. Óheftur aðgangur almennings að gögnum um umsækjendur geti hamlað því að hæfir einstaklingar sæki um opinber störf ef hætta væri á að upplýsingar um persónuleg málefni þeirra yrðu gerð opinber. Til þess að mæta sjónarmiðum um opna stjórnsýslu og stuðla að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá opinberum aðilum er hins vegar lagt til að áfram verið skylt að veita upplýsingar um umsækjendur eftir að umsóknarfrestur er liðinn, sbr. 1. tl. 2. mgr. ákvæðisins. <br /> <br /> Eins og fram kemur í 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og þeim skýringum við málsgreinina sem að framan eru raktar eru öll gögn um ráðningu, skipan eða setningu í opinbert starf undanþegin aðgangi almennings. Málsgreinin verður ekki skilin öðru vísi en svo að þar sé ekki einungis átt við gögn er varða þann sem hlýtur ráðningu í opinbera stöðu heldur alla þá er sóttu um stöðuna. Í skýringunum eru nokkur dæmi nefnd um slík gögn en þau ekki tæmandi talin upp. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta verði svo á að beiðni um rökstuðning samkvæmt 21. og 22. gr. stjórnsýslulaga sé hluti af ráðningar- og umsóknarferli um opinbert starf og að beiðni um slíkan rökstuðning heyri til þeirra gagna sem undanþegin eru aðgangi almennings samkvæmt 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og yrði því aðgangur ekki veittur að slíkum gögnum á grundvelli laganna. Hins vegar er það svo að þar sem kærandi var einn af umsækjendum um stöðu framkvæmdastjóra Höfða verður að líta á hann sem aðila stjórnsýslumáls sem varð til þegar staðan var auglýst til umsóknar og í hana ráðið. Mál af því tagi fellur undir stjórnsýslulögin nr. 37/1993 og upplýsingaskylda vegna þeirra fer eftir 15.-17. gr. laganna. Stjórnvald það sem hér um ræðir hefði því átt að afgreiða málið á þeim grundvelli. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og er það því utan valdsviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að bréfunum þremur samkvæmt stjórnsýslulögunum eða ekki. Þetta leiðir til þess að úrskurðarnefndinni ber að vísa þessum hluta kærunnar frá sér.<br /> <br /> Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því sú að Höfða, dvalar og hjúkrunarheimili, beri að veita kæranda aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2012, en beiðni hans um aðgang að bréfum þriggja umsækjenda um beiðni um rökstuðning vegna ráðningar framkvæmdastjóra Höfða er vísað frá nefndinni. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Höfða, dvalar og hjúkrunarheimili, ber að veita kæranda, […], aðgang að endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings Höfða fyrir árið 2012, en beiðni kæranda um aðgang að bréfum þriggja umsækjenda um beiðni um rökstuðning vegna ráðningar framkvæmdastjóra Höfða er vísað frá.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir          <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br />  <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> |
A-513/2014. Úrskurður frá 28. janúar 2014 | Kærð var synjun Hafnarfjarðarkaupstaðar á því að verða við beiðni um að fá afrit af minnisblaði sem ritað var í aðdraganda ákvörðunar um fjárhagsaðstoð við íþróttafélagið Hauka. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi umrætt minnisblað hafa að geyma upplýsingar sem skýrðu forsendur ákvörðunar bæjarráðs um að semja við Hauka um kaup á hlut í mannvirkjum þeirra að Ásvöllum. Þær upplýsingar kæmu ekki annars staðar fram. Var það því niðurstaða nefndarinnar að Hafnarfjarðarkaupstaður skyldi afhenda kæranda afrit af minnisblaðinu. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 28. janúar 2014 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-513/2014 i málinu ÚNU 13010007.</p> <h4>Kæruefni</h4> <p>Með bréfi, dags. 29. janúar 2013, kærði A synjun Hafnarfjarðarkaupstaðar, dags. 28. s.m., á því að verða við beiðni hans um að fá afrit af minnisblaði sem ritað var í aðdraganda ákvörðunar sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð við íþróttafélagið Hauka.</p> <h4>Málsatvik</h4> <p>i framangreindri kæru A til úrskurðarnefndarinnar segir m.a.:</p> <p>„Eftir að hafa fengið munnlega höfnun á að fá að sjá minnisblað fjármálastjóra sem lagt var til grundvallar samningi um aðstoð við Íþróttafélagið Hauka vegna fjárhagsvandræða þess sendi undirritaður 25. janúar 2013 skriflega ósk um að fá afrit af minnisblaðinu. Þeirri beiðni var hafnað 28. janúar 2013.</p> <p>Þann 20. desember sl. fjallar bæjarráð um malefni Hauka. [Í fundargerð sem birt er á heimasíðu bæjarins] segir að farið hafi verið yfir stöðu framkvæmda við Ásvelli og eignarhald. Ekkert kemur fram um að óskað sé eftir að Hafnarfjarðarbær leysi til sín eignir með því að yfirtaka skuldir Hauka, né með hverjum hætti þær skuldir séu tilkomar.</p> <p>Þann 28. desember sl. er málið aftur tekið upp i bæjarráði. [Í fundargerð sem birt er á heimasíðu bæjarins] segir að fjármálastjóri hafi mætt a fundinn, farið yfir stöðuna og rakið söguna. Niðurstaða fundar er að bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Knattspyrnufélagið Hauka um eignarhald mannvirkja á Ásvöllum. Er samningurinn birtur með fundargögnum.</p> <p>Undirritaður hefur fengið staðfest að minnisblað fjármálastjóra hafi verið lagt fram á fundinum og fullyrt er að það hafi verið notað til grundvallar gerð samningsins. Upplýsingastjóri upplýsti i simtali að viðmælendur hans sem óskað hafa eftir að fá afrit af minnisblaðinu hafi haft afrit undir höndum og þvi ljóst að minnisblaðinu hefur verið lekið út.</p> <p>Þar sem ákvörðun bæjarráðs er mjög umdeild i bænum og upphæðir háar hlýtur það að teljast nauðsynlegt fyrir almenning að geta tekið upplysta afstöðu i málinu að hafa þær upplýsingar sem eru i minnisblaðinu. Minnisblaðið er ekki vinnugögn milli tveggja starfsmanna, heldur forsenda akvörðunar bæjarráðs og ekki er hægt að nálgast þessar upplýsingar annars staðar.</p> <p>Er því akvörðun upplýsingafulltrúar Hafnarfjarðarbæjar að hafna þvi að afhenda afrit af minnisblaðinu kærð.“</p> <p>Með bréfi, dags. 31. janúar 2013, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir umsögn Hafnarfjarðarkaupstaðar um kæruna. Í svari kaupstaðarins, dags. 11. febrúar s.a., segir m.a.:</p> <p>„Hafnarfjarðarbæ hefur borist bréf, dags. 31. janúar 2013, frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru A út af synjun um aðgang að minnisblaði fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar, dags. 27. desember 2012, til bæjarráðs vegna endurskipulagningar fjármála hjá Knattspyrnufélagi Hauka sem er að finna undir máli nr. 1204413-Ásvellir í málaskrárkerfi bæjarins.</p> <p>Hafnarfjarðarbæ barst þann 25. janúar 2013 beiðni frá A um að fá afrit af minnisblaði sem fjármalastjóri bæjarins gerði við undirbúning samnings við Hauka um eignarhlut á Ásvöllum.</p> <p>Með tölvupósti þann 28. janúar 2013 var erindinu synjað með vísan til 6. og 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Að mati Hafnarfjarðarbæjar er framangreint minnisblað vinnugagn stjórnvalds sem unnið var af starfsmanni þess i tengslum við meðferð og ákvarðanatöku i máli nr. 1204413 en gengið var frá samningi við knattspyrnufélag Hauka þann 28. desember 2012 i kjölfar ákvörðunar bæjarráðs frá sama degi um að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Knattspyrnufélagið Hauka um eignarhald mannvirkja á Ásvöllum.</p> <p>Minnisblaðið er því undanþegið upplýsingarétti almennings i samræmi við 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga. Í 8. gr. upplýsingalaga kemur skýrt fram að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Minnisblaðið er undirbúningsgagn í þvi ferli sem átti sér stað áður en ákvörðun var tekin um að ganga til samninga við Knattspyrnufélagið Hauka.</p> <p>Minnisblaðið felur ekki í sér endanlega ákvörðun heldur er einvörðungu um að ræða útlistun fjármálastjóra á þeirri fjármálalegu stöðu sem uppi var hjá Knattspyrnufélagi Hauka. Minnisblaðið var ekki afhent utanaðkomandi aðilum og var ekki lagt fram með formlegum hætti á fundi bæjarráðs þann 28. desember 2012 heldur kom fjármálastjóri á fund ráðsins og fór yfir stöðu máls og rakti söguna fyrir bæjarráðsfulltrúum.</p> <p>Líkt og minnisblaðið ber með sér er þar að finna viðkvæmar upplýsingar er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Knattspyrnufélagsins Hauka og Landsbankans. Það er því ljóst, verði það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að minnisblaðið geti ekki talist vinnugagn, að takmarka þarf aðgang að skjalinu með vísan til 10. gr. upplýsingalaga en þar segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila.</p> <p>Með vísun til framangreinds er þannig óskað ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar, sbr. tölvupóst dags. 28. janúar sl., um að synja beiðni A verði staðfest. „ Með bréfi, dags. 12. febrúar 2013, gaf urskurðarnefnd um upplýsingamál kost á að koma að athugasemdum við framangreinda umsögn Hafnarfjarðarbæjar. Í svari hans, dags. 21. febrúar 2013, segir hann m.a.:</p> <p>„Í greinargerð Hafnarfjarðarbæjar dags. 11. febrúar sl. er því haldið fram að minnisblaðið hafi ekki verið lagt formlega fram á bæjarráðsfundi 28. desember 2012 heldur hafi fjármálastjóri komið á fund ráðsins og farið yfir stöðu máls og rakið söguna fyrir bæjarráðsfulltrúum.</p> <p>Hvergi í fundargerðum er að finna neinar upplýsingar um nein gögn sem lögð hafi verið fram og því geta bæjarbúar hvergi séð a hvaða forsendum stórum upphæðum er veitt úr bæjarsjóði til að greiða niður óreiðuskuldir iþróttafélags.“</p> <p>í athugasemdum A er því næst vísað til 1.gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um markmið laganna. Svo segir.</p> <p>Það hlýtur að grafa undir trausti almennings á stjórnsýslunni þegar neitað er að upplýsa um forsendur á háum útgjöldum úr bæjarsjóði og takmarka möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi.</p> <p>Ef Þetta minnisblað hefur ekki verið formlega lagt fram a fundi bæjarráðs er ómögulegt að sjá á hvaða grunni bæjarráð tók þá ákvörðun að nýta 271 milljón kr. af skattfé íbúanna til að bjarga skuldamálum íþróttafélags.</p> <p>Sú fullyrðing að minnisblaðið hafi ekki verið afhent utanaðkomandi aðilum og ekki lagt fram með formlegum hætti í bæjarstjórn skyldi skoða i ljósi þeirrar staðreyndar að afrit af minnisblaðinu hefur lekið ut. Því hefur ekki verið mótmælt að minnisblaðið hafi verið birt á umræddum bæjarráðsfundi og því hæpið að fullyrða að pað hafi ekki verið formlega lagt fram.</p> <p>Með fullyrðingu um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Knattspyrnufélagsins Hauka og Landsbankans er verið að setja hagsmuni bæjarbúa til hliðar fyrir aðra hagsmuni. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að Knattspyrnufélagið Haukar kom með óskir til bæjarfélagsins um að skuldir þeirra verði greiddar og þá hljóta bæjarbúar að hafa heimtingu á að vita hvað liggi á bak við þessar skuldir. Það er grafalvarlegt mál ef fé bæjarbúa er notað til greiða skuldir sem myndast við óábyrga stjórnun íþróttafélags með leikmannkaupum, launagreiðslum til leikmanna, kostnaði við bílaleigubíla, pítsuveislur og fl. Ef verið er að greiða slíkar óreiðuskuldir eiga bæjarbúar að fá þær upplýsingar.</p> <p>Hafnarfjarðarbær hefur ekki með neinu móti upplýst hvernig það geti skaðað hagsmuni Hauka og Landsbankans að birta þessi gögn. Teljist þau vinnugögn væru þau hvort eð er aðgengileg eftir 8 ár en samningurinn við Hauka er til 25 ára með uppsagnarákvæðum.</p> <p>Skv. upplýsingum frá fólki í innsta hring komu ekki fram allar upplýsingar í þessu minnisblaði því þar sé ekki getið 13,3 milljónir kr. skuldar vegna vanskila úr félögum tengdum Knattspyrnufélaginu (einkahlutafélagi) og er hluti af þessum björgunarpakka.</p> <p>Með því hafi persónulegum ábyrgðum verið velt yfir á bæjarbúa. Bæjarráð eða bæjarstjórn hefur ekkert gert til að upplýsa almenning um þetta mál eða færa rök fyrir gjörðum sínum og því hlýtur það að vera krafa bæjarbúa að sjá þau gögn sem notuð hafa verið sem forsendur ákvarðanatöku og er minnisblaðið eitt þeirra. Þær upplýsingar sem þar koma fram koma hvergi fram annars staðar. Má þar vísa til 8. gr. um vinnugögn þar sem kemur fram að afhenda beri vinnugögn þar sem fram komi upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar.</p> <p>Virðist i greinargerð Hafnarfjarðarbæjar meira verið að hugsa um hagsmuni Hauka og Landsbankans en bæjarbúa sem þó greiða þessa háu upphæð. [...]</p> <p>Ítreka ég því kröfu mína um að fá aðgang að þessu minnisblaði fjármálastjóra sem hann kynnti á bæjarráðsfundi 27. desember 2012."</p> <h4>Niðurstaða</h4> <p>Mál þetta varðar aðgang að minnisblaði sem unnið af starfsmanni Hafnarfjarðarkaupstaðar í aðdraganda akvörðunar um samningsgerð við íþróttafélagið Hauka. Í minnisblaðinu er greint frá upphaflegu erindi íþróttafélagsins til bæjarins, frá árinu 2006, og rakið að það hafi verið dregið til baka árið 2007, um svipað leyti og félagið hafi gert lánasamning við Landsbankann. Þá kemur fram að erindi félagsins hafi verið ítrekað árið 2008, samningur verið gerður við það árið 2009 um vissar framkvæmdir, að ný ósk vegna fjárhagsvanda hafi komið fram árið 2010 og að viðræður hafi hafist árið 2012. Ennfremur hefur minnisblaðið að geyma tillögu að ákvörðun í málinu.</p> <p>Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál. Það er þó háð þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna.</p> <p>Í 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna i skilningi 8. gr. laganna. Samkvæmt 8. gr. eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Jafnframt segir i 8. gr. að hafi gögn verið afhent öðrum teljist þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.</p> <p>Til þess að skjal geti talist vinnugagn, og þar með verið undanþegið upplýsingarétti almennings, þarf það samkvæmt framangreindu að hafa verið ritað við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls og á það við um minnisblað það er mál þetta varðar. Hins vegar ber, samkvæmt 3. mgr. 8. gr., afhenda slik gögn i vissum tilvikum. Þannig segir i 3. mgr. 8. gr.:</p> <p>,,Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef:</p> <ol> <li><span>þar kemur fram endanleg akvörðun um afgreiðslu máls,</span><br /> </li> <li><span>þar koma fram upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,</span><br /> </li> <li><span>þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,</span><br /> </li> <li><span>þar kemur fram lýsing a vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi</span><br /> </li> <li><span>sviði."</span><br /> </li> </ol> <p>Í athugasemdum við 8. gr., í frumvarpi því er varð að upplýsingalögumnr. 140/2012, segir m.a.:</p> <p>„Þrátt fyrir að stjórnvald, eða lögaðili sem fellur undir gildissvið laga þessara, kunni að hafa útbúið tiltekið gagn i eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er i 3. mgr. 8. gr. lagt til að aðgang beri að veita að gögnum sem annars teldust innri vinnuskjöl stjórnvalds í fjórum tilvikum. Í fyrsta lagi þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls. Þetta getur til að mynda átt við þegar stjórnsýslunefnd afgreiðir mál með vísun til minnisblaðs sem lagt hefur verið fyrir fund. Í öðru lagi er tekið fram í 2. tölul. 3. mgr. 8. gr. að undantekningin taki ekki til upplýsinga sem stjórnvaldi var skylt að skrá skv. 27. gr. laganna. Í 3. tölul. málsgreinarinnar kemur fram að veita skuli aðgang að vinnuskjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna i vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur i 3. tölul. 3. mgr. er að finna í stjórnsýslulögum. Að síðustu er svo lagt til i 4. tölul. 3. mgr. 8. gr. að veita beri aðgang að vinnuskjölum ef þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Ef stjórnvald hefur tekið saman slíkar upplýsingar verður að telja mikilvægt að almenningur geti átt rétt a að kynna sér þær, enda skipta slíkar upplýsingar oft miklu um verklag stjórnvalds og grundvöll að töku einstakra ákvarðana."</p> <p>Á vef Hafnarfjarðarkaupstaðar er fundargerð, vegna fundar sem haldinn var í bæjarráði Hafnarfjarðar um framangreint mál Hauka, hinn 28. desember 2012 (sjá: http://www.hafnarfjordur.is/stjornkerfi/fundargerdir/DisplayMeeting.aspx?id=!212019F).</p> <p>Þar segir m.a.:</p> <p>,,Fundinn sátu:</p> <p>Dagskrá:<br /> <span>Almenn erindi <br /> </span><span>1. 1204413<br /> </span><span>-Ásvellir<br /> </span><em>Tekin fyrir að nýju endurskoðun á eignarhaldi mannvirkja a Ásvöllum. </em><em>Fjármálastjóri mætti a fundinn, fór yfir stöðuna og rakti söguna.</em></p> <p>Niðurstaða fundar:<br /> <span>Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við </span><span>Knattsprnufélagið Hauka um eignarhald mannvirkja á Ásvöllum."</span></p> <p>Úrskurðrnefnd um upplýsingamál telur að ekki verði annað ráðið en að umrætt minnisblað hafi að geyma upplýsingar sem skýri þær forsendur sem lágu fyrir við töku ákvörðunar, á fundi bæjarráðs hinn 28. desember 2012, um að semja við Hauka um kaup á hlut í mannvirkjum þeirra að Ásvöllum. Þá fær nefndin ekki séð að þær upplýsingar komi annars staðar fram. Er það því niðurstaða nefndarinnar að minnisblaðið falli undir ákvæði 3. tölul. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þótt úrskurðarnefnd um upplýsingamál fallist á að umrætt minnisblað teljist vinnugagn er það því niðurstaða nefndarinnar að synjun um aðgang að því verði ekki reist a 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Eins og rakið er hér að framan byggir Hafnarfjarðarkaupstaður synjun sína ekki einvörðungu á því að umrætt minnisblað teljist vinnugagn, heldur vísar bæjarfélagið jafnframt til þess að í minnisblaðinu sé að finna mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Hauka og Landsbankans. Enda þótt i bréfi Hafnarfjarðarkaupstaðar, dags. 11. febrúar 2013, sé visað til 10. gr. upplýsingalaga í þessu sambandi verður efni bréfsins samkvæmt að líta svo á að bærinn styðjist í þessu sambandi við 9. gr. laganna. Enda fær úrskurðarnefndin ekki séð að ákvæði 10. gr. upplýsingalaga geti átt við.</p> <p>Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, er fjallað um takmarkanir á upplýsingarétti vegna</p> <p>einkahagsmuna. Þar segir:,,Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila."</p> <p>Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012</p> <p>segir meðal annars:</p> <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi.“</p> <p>Því minnisblaði sem mál þetta varðar er lýst hér að framan. Þar koma, í mjög stuttu og ónákvæmu máli, fram helstu upplýsingar um aðdraganda máls og tillaga að niðurstöðu í því. Það er niðurstaða úrskurðrnefndar um upplýsingamál að minnisblaðið innihaldi engar upplýsingar um íþróttafélagið Hauka, sem séu þess eðlis að leynd um þær geti gengið framar þeim mikilvægu hagsmunum sem eru af því að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu gerðar aðgengilegar almenningi. Verður synjun um aðgang að minnisblaðinu því ekki reist á 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds verður hin kærða ákvörðun Hafnarfjarðarkaupstaðar felld úr gildi og lagt fyrir bæjarfélagið að afhenda hið umbeðna minnisblað.</p> <h4>Úrskurðarorð</h4> <p>Hafnarfjarðarkaupstaður skal afhenda kæranda, A afrit af minnisblaði sem fjármálastjóri kaupstaðarins gerði við undirbúning samnings við Hauka um eignarhlut á Ásvöllum, með yfirskriftinni: ,,Minnisblað vegna endurskipulagningar fjármála hjá Knattspyrnufélagi Hauka".</p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson<br /> <span>formaður</span><br /> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir</p> <p>Friðgeir Björnsson</p> |
A-512/2013. Úrskurður frá 13. desember 2013 | A kærði ákvörðun Borgarbyggðar um að synja beiðni hans um gögn sem tengdust máli sveitarfélagsins og úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um sorphirðugjald. Með vísun til undanþáguákvæðis um bréfaskipti tengd dómsmálum, eða athugun á höfðun slíks máls, var synjun Borgarbyggðar að hluta til staðfest. A.ö.l. var Borgarbyggð gert að afhenda kæranda, A, afrit af tilgreindum gögnum. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 13. desember 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-512/2013, í máli ÚNU 13010002.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 17. janúar 2013, kærði A þá ákvörðun Borgarbyggðar, dags. 23. desember 2012, að synja beiðnum hans, dags. 7. og 14. desember, um aðgang að gögnum í tengslum við mál sveitarfélagsins nr. 1211045 er laut að úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um sorphirðugjald í Borgarbyggð.<br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Kærandi sendi Borgarbyggð beiðni um afhendingu gagna með tölvupóstum, dags. 7. og 14. desember 2012. Í fyrri tölvupóstinum er vísað til fundar byggðarráðs Borgarbyggðar þann 6. desember þar sem umsagnir og álit vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um sorphirðugjald í Borgarbyggð voru tekin fyrir. Óskaði kærandi eftir afriti af tilvísuðum umsögnum og álitum ásamt öðrum gögnum sem tekin voru fyrir undir lið fundarins, „1211045 Úrskurður um álagningu sorphirðugjalda í Borgarbyggð.“<br /> <br /> Með tölvupósti Borgarbyggðar, dags. 13. desember 2012, var beiðni kæranda svarað. Í svarinu er vísað til þess að umbeðin gögn feli annars vegar í sér umsögn B forstöðumanns lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga og hins vegar umsögn C lögfræðings hjá KPMG. Texti umræddar umsagna var tekinn upp í tölvupósti til kæranda. Í kjölfar svars Borgarbyggðar sendi kærandi sveitarfélaginu á ný tölvupóst, dags. 14. desember. Þar segir m.a.: <br /> <br /> „Undirritaður óskar eftir að fá afhent afrit frumgagna frá lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KPMG þar sem gefið er álit, hvernig standa skulu að endurálagninu sorpgjalds.<br /> <br /> Eins er óskað eftir að fá afrit allra gagna er farið hafa á milli Lögfræðistofu D og Borgarbyggðar vegna sama máls allt frá upphafi til dagsins í dag.<br /> <br /> Óskað er afrita af tölvupóstum er sveitarfélagið Borgarbyggð hefur sent KPMG og Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna málsins.<br /> <br /> Óskað er upplýsinga um hver heildarupphæðin verður sem sveitarfélagið Borgarbyggð mun greiða til baka vegna of álagðra sorpgjalda í Borgarbyggð á undanförnum árum og hver eru rök sveitarfélagsins fyrir þeirri niðurstöðu?“<br /> <br /> Með bréfi, dags. 23. desember, svarði Borgarbyggð síðari tölvupósti kæranda. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Með tölvupósti dagsettum 14.12 2012 óskaðir þú eftir gögnum og upplýsingum frá Borgarbyggð vegna endurálagningar sorpgjalds í Borgarbyggð.<br /> <br /> Í áðurnefndum tölvupósti óskar þú eftir upplýsingum um hve háa fjárhæð Borgarbyggð muni endurgreiða fasteignaeigendum í sveitarfélaginu eftir að sveitarstjórn lagði sorpgjöld á að nýju eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um sorpgjöld í Borgarbyggð. Áætlað er að endurgreiðslan muni nema kr. 4.200.000.-<br /> <br /> Með hliðsjón af 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 hafnar Borgarbyggð því að afhenda þér afrit af tölvupóstsamskiptum á milli starfsmanna Borgarbyggðar og þeirra sérfróðu aðila sem þú tiltekur í tölvupósti þínum. Hér er vísað til 2 liðar áðurnefndar lagagreinar þar sem segir að gögn séu undanþegin upplýsingarétti ef um er að ræða „bréfaskrifti stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.“ Heimilt er að kæra þessa ákvörðun um synjun afhendingar gagna til úrskurðarnefndar upplýsingamála og skal það gert innan 30 daga frá því að þér er tilkynnt um þessa ákvörðun.<br /> <br /> Meðfylgjandi eru afrit af tölvupóstum frá B lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og C lögfræðingi hjá KPMG sem lagðir voru fram á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar 6. desember sl.“<br /> <br /> Eins og fyrr segir barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 17. janúar. Kærandi setur fram þá kröfu að honum verði afhent öll þau gögn sem hann óskaði aðgangs að með tölvubréfi til Borgarbyggðar, dags. 14. desember, og vísar í því sambandi til þess að ákvæði 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 geti með engu móti átt við í máli þessu.<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Borgarbyggð til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 17. janúar 2013.<br /> <br /> Í svarbréfi Borgarbyggðar til nefndarinnar, dags. 30. janúar 2013, er forsaga málsins rakin. Svo segir m.a.:<br /> <br /> „Í bréfi sem undirritaður sendi 23.12. 2012 voru A send afrit af frumgögnum sem tekin voru fyrir á fundinum auk upplýsinga um kostnað við endurgreiðslu. Hins vegar synjaði sveitarfélagið Borgarbyggð A um aðgang að tölvupóstum á milli starfsmanna Borgarbyggðar og lögfræðinga sem sendir voru á meðan það var til skoðunar hvernig Borgarbyggð ætti að bregðast við úrskurðum annars vegar og hins vegar á meðan Borgarbyggð leitaði ráða hjá sérfróðum aðilum á meðan verið var að undirbúa málsvörn sveitarfélagsins fyrir úrskurðarnefnd. Synjunin var rökstudd með því að þarna er um að ræða bréfaskriftir á milli starfsmanna Borgarbyggðar og sérfróða aðila í máli sem mögulega hefði getað leitt til dómsmáls, enda var Borgarbyggð m.a. að óska eftir mati á áðurnefndum úrskurði og upplýsingum um hvaða leiðir voru færar ef sveitarfélagið vildi ekki una úrskurðinum. Við synjun bar Borgarbyggð því fyrir sig 2 liði 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“<br /> <br /> Með bréfi sínu afhenti Borgarbyggð úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftirfarandi gögn:<br /> <br /> 1. Tölvupóst E skrifstofustjóra Borgarbyggðar til D hdl., dags. 27. febrúar 2012.<br /> 2. Tölvupóst E skrifstofustjóra Borgarbyggðar til D hdl., dags. 28. febrúar 2012.<br /> 3. Tölvupóst E skrifstofustjóra Borgarbyggðar til B lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar 2012.<br /> 4. Tölvupóst E skrifstofustjóra Borgarbyggðar til B lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2012.<br /> 5. Tölvupóst E skrifstofustjóra Borgarbyggðar til B lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2012.<br /> 6. Tölvupóst E skrifstofustjóra Borgarbyggðar til D hdl., dags. 13. apríl 2012 (einn póstur ásamt áframsendum samskiptum við B lögfræðing Sambands íslenskra sveitarfélaga).<br /> 7. Tölvupóst E skrifstofustjóra Borgarbyggðar til D hdl., dags. 23. apríl 2012.<br /> 8. Tölvupóstsamskipti E skrifstofustjóra Borgarbyggðar og D hdl., dags. 23., 24 og 25. apríl 2012 (fimm póstar).<br /> 9. Tölvupóstsamskipti E skrifstofustjóra Borgarbyggðar og D hdl. auk áframsendra tölvupóstsamskipta við B lögfræðing Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. og 26. apríl 2012 (tveir póstar og tveir áframsendir póstar).<br /> 10. Tölvupóstsamskipti E skrifstofustjóra Borgarbyggðar og D hdl., dags. 9. og 12. nóvember 2012 (tveir póstar).<br /> 11. Tölvupóstsamskipti E skrifstofustjóra Borgarbyggðar og B lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 9. nóvember, 5. og 11. desember 2012 (fjórir póstar).<br /> 12. Tölvupóstsamskipti F sveitarstjóra Borgarbyggðar og B lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. desember 2012 (tveir póstar).<br /> 13. Tölvupóstsamskipti starfsmanna Borgarbyggðar við C lögfræðings hjá KPMG, dags. 22. og 30. nóvember og 5. desember 2012 (fjórir póstar).<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir rétt að taka fram að hluti skjala nr. 11 og 13, þ.e. tölvupóstar frá B lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og C lögfræðingi hjá KPMG, báðir dags. 5. desember 2012, hafa þegar verið afhentir kæranda. <br /> <br /> Umsögn Borgarbyggðar var send kæranda til athugasemda með bréfi, dags. 8. febrúar 2013. Með tölvubréfi, dags. 20. febrúar, bárust athugasemdir hans. Þar kemur m.a. fram að kærandi telur málatilbúnað Borgarbyggðar ekki standast og vísar í því sambandi m.a. til þess að sveitarfélagið ákvað að una niðurstöðu þess úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem máli þessu tengist.  <br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar Borgarbyggð tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Var hún því byggð á efnisákvæðum þeirra laga.<br /> <br /> Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Mál þetta lýtur að tölvupóstsamskiptum sveitarfélagsins Borgarbyggðar við þrjá sérfróða aðila, þau D, C lögfræðing hjá KPMG og B lögfræðing hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tengslum við úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um álagningu sorphirðugjalds í Borgarbyggð sem kveðinn var upp 8. nóvember 2012. Yfirlit yfir þau gögn er málið varðar er í málsmeðferðarkafla hér að framan.<br /> <br /> Borgarbyggð hefur vísað til þess að sveitarfélaginu sé ekki skylt að afhenda kæranda umrædd gögn með vísan til 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í ákvæðinu kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til „bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað“.<br /> <br /> Í athugasemdum eru fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga segir um þetta ákvæði:<br /> <br /> „Að baki undanþágu 2. tölul. býr það sjónarmið að hið opinbera, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, geti leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar, sem þannig er aflað, komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“<br /> <br /> Samkvæmt þessu eru minnisblöð og álitsgerðir lögmanna og annarra aðila sem stjórnvöld leita til gagngert í því skyni að nota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað undanþegin upplýsingarétti. <br /> <br /> Ásamt því að beita undanþágunni í þeim tilfellum þegar stjórnvöldum hefur verið stefnt, þau höfðað mál eða þau athugað hvort mál skuli höfðað, hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig beitt ákvæði 2. mgr. 4. gr. þegar stjórnvöld hafa óskað álits beinlínis í tilefni af fram kominni kröfu um greiðslu skaðabóta.<br /> <br /> Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að umrædd bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi  umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála, sbr. hér einnig úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum A-300/2009, A-317/2009 og A-388/2011.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Þau gögn sem mál þetta lýtur að eru í raun tvíþætt. Annars vegar er um að ræða tölvupóstsamskipti sem urðu til vegna málsmeðferðar fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og hins vegar tölvupóstsamskipti eftir að úrskurður nefndarinnar lá fyrir 8. nóvember 2012. <br /> <br /> Þeir tölvupóstar sem urðu til fyrir 8. nóvember 2012, þ.e. gögn nr. 1-9, fela í sér samskipti í tengslum við málatilbúnað Borgarbyggðar fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála en málatilbúnaðurinn kemur m.a. fram með ítarlegum hætti í kafla úrskurðarins um málsrök Borgarbyggðar. Gögnin hafa ekki svo skýr tengsl við hugsanlegan málarekstur fyrir dómi að skilyrði undanþáguheimildar 2. tölul. 4. gr. geti átt við. Borgarbyggð ber því að afhenda kæranda framangreind tölvupóstsamskipti með vísan til meginreglu 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem fram kemur að stjórnvöldum er skylt „sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.“. <br /> <br /> Að fenginni framangreindri niðurstöðu liggur fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál að taka til skoðunar gögn nr. 10-13 en þeirra var aflað eftir að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lá fyrir. Sem fyrr segir falla undir undanþáguheimild 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á málshöfðun. <br /> <br /> Skjal nr. 10 í málsmeðferðarkafla að framan sem inniheldur tölvupóstsamskipti E skrifstofustjóra Borgarbyggðar og D hdl., dags. 9. og 12. nóvember 2012, fjallar um beiðni sveitarfélagsins um afstöðu lögmannsins til málshöfðunar og svar lögmannsins við þeirri beiðni. Með vísan til þess var Borgarbyggð heimilt að synja um afhendingu skjalsins með vísan til 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Skjal nr. 11 í málsmeðferðarkafla að framan, sem inniheldur tölvupóstsamskipti E skrifstofustjóra Borgarbyggðar og B lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 9. nóvember, 5. og 11. desember 2012, hefur að hluta til verið afhent kæranda, þ.e. tölvupóstur B, dags. 5. desember 2012. Sá hluti skjalsins sem afhentur hefur verið er m.a. svar við tölvupósti Borgarbyggðar, dags. 9. nóvember 2012, sem fól í sér beiðni um afstöðu til málshöfunar. Með vísan til þess var Borgarbyggð heimilt að synja um afhendingu tölvupóstar sveitarfélagsins til B, dags. 9. nóvember 2012, með vísan til 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Aðrir hlutar skjalsins, þ.e. önnur tölvupóstsamskipti sem hafa ekki þegar verið afhent, hafa ekki skýr tengsl við hugsanlegan málarekstur fyrir dómi svo að skilyrði undanþáguheimildar 2. tölul. 4. gr. geti átt við. Borgarbyggð ber því að afhenda kæranda þau samskipti með vísan til áðurtilvísaðrar meginreglu 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Skjal nr. 12 í málsmeðferðarkafla að framan inniheldur tölvupóstsamskipti F sveitarstjóra Borgarbyggðar og B lögfræðings, dags. 5. desember 2012. Um er að ræða ítrekun á beiðni um umsögn og svar við þeirri beiðni. Skjalið hefur ekki skýr tengsl við hugsanlegan málarekstur fyrir dómi svo að skilyrði undanþáguheimildar 2. tölul. 4. gr. geti átt við. Borgarbyggð ber því að afhenda kæranda framangreind tölvupóstsamskipti með vísan til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Skjal nr. 13 í málsmeðferðarkafla að framan, sem inniheldur tölvupóstsamskipti starfsmanna Borgarbyggðar við C, lögfræðing hjá KPMG, dags. 22. og 30. nóvember og 5. desember 2012 hefur að hluta til verið afhent kæranda, þ.e. tölvupóstur C dags. 5. desember 2012. Sá hluti skjalsins sem afhentur hefur verið er m.a. svar við tölvupósti, dags. 22. nóvember 2012, sem fól í sér beiðni um afstöðu til málshöfunar. Með vísan til þess var Borgarbyggð heimilt að synja um afhendingu tölvupóstar sveitarfélagsins til C, dags. 22. nóvember 2012, með vísan til 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Aðrir hlutar skjalsins, þ.e. önnur tölvupóstsamskipti sem hafa ekki þegar verið afhent, hafa ekki skýr tengsl við hugsanlegan málarekstur fyrir dómi svo að skilyrði undanþáguheimildar 2. tölul. 4. gr. geti átt við.  Borgarbyggð ber því að afhenda kæranda framangreind tölvupóstsamskipti með vísan til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Mál þetta er afgreitt á grundvelli meginreglu 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um upplýsingarétt almennings. Vegna þeirra lagaákvæða sem á reynir í málinu þótti ekki ástæða til að kanna hvort afgreiða mætti málið á grundvelli 9. gr. sömu laga um upplýsingarétt aðila máls þó fram hefðu komið í gögnum málsins vísbendingar um hagsmuni kæranda af afhendingu gagnanna umfram almenning enda heimildir til beitingar 2. tölul. 4. gr. laganna þær sömu í báðum tilvikum.<br /> <br /> Beðist er velvirðingar á þeim drætti sem orðið hefur á afgreiðslu máls þessa.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Borgarbyggðar á að afhenda kæranda, A, afrit af tölvupóstsamskiptum E skrifstofustjóra Borgarbyggðar og D hdl., dags. 9. og 12. nóvember 2012, afrit af tölvupósti Borgarbyggðar til B, lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 9. nóvember 2012, og afrit af tölvupósti Borgarbyggðar til C, dags. 22. nóvember 2012.<br /> <br /> Kærða Borgarbyggð ber að afhenda kæranda A eftirfarandi gögn:<br /> <br /> 1. Tölvupóst E skrifstofustjóra Borgarbyggðar til D hdl., dags. 27. febrúar 2012.<br /> 2. Tölvupóst E skrifstofustjóra Borgarbyggðar til D hdl., dags. 28. febrúar 2012.<br /> 3. Tölvupóst E skrifstofustjóra Borgarbyggðar til B, dags. 28. febrúar 2012.<br /> 4. Tölvupóst B lögfræðings til E skrifstofustjóra Borgarbyggðar, dags. 30. mars 2012.<br /> 5. Tölvupóst E skrifstofustjóra Borgarbyggðar til B, dags. 30. mars 2012 .<br /> 6. Tölvupóst E skrifstofustjóra Borgarbyggðar til D hdl., dags. 13. apríl 2012 (einn póstur ásamt áframsendum samskiptum við B lögfræðing).<br /> 7. Tölvupóst E skrifstofustjóra Borgarbyggðar til D hdl., dags. 23. apríl 2012.<br /> 8. Tölvupóstsamskipti E skrifstofustjóra Borgarbyggðar og D hdl., dags. 23., 24 og 25. apríl 2012 (fimm póstar).<br /> 9. Tölvupóstsamskipti E skrifstofustjóra Borgarbyggðar og D hdl. auk áframsendra tölvupóstsamskipta við B lögfræðing, dags. 25. og 26. apríl 2012 (tveir póstar og tveir áframsendir póstar).<br /> 10. Tölvupóstsamskipti E skrifstofustjóra Borgarbyggðar og B lögfræðings, dags. 11. desember 2012 (tveir póstar).<br /> 11. Tölvupóstsamskipti F sveitarstjóra Borgarbyggðar og B lögfræðings, dags. 5. desember 2012 (tveir póstar).</p> <div> 12. Tölvupóstsamskipti starfsmanna Borgarbyggðar við C lögfræðings, dags. 30. nóvember (tveir póstar).<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir<br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </div> |
A-511/2013. Úrskurður frá 13. desember 2013 | A kærði afgreiðslu Ríkiskaupa á beiðni hans um gögn. Kæran laut efnislega að sömu gögnum og hann hafði áður óskað eftir að fá frá landlækni – og nefndin hafði úrskurðað um þá ósk (sjá A-430/2012, A-431/2012 og A-433/2012). A taldi hins vegar að misbrestir hefðu orðið á því hjá landlækni að afhenda gögn samkvæmt þeim úrskurðum. Því hafði hann snúið sér til Ríkiskaupa, sem einnig höfðu gögnin undir höndum, en fengið synjun. Þá synjun kærði hann til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hún kvað menn eiga rétt á að óska eftir sömu gögnum hjá öðru stjórnvaldi, sem einnig hefði þau í vörslu sinni, m.a. til að ganga úr skugga um að þau væru eins hjá báðum stjórnvöldum, og lagði fyrir Ríkiskaup að afhenda A umrædd gögn. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 13. desember 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-511/2013 í máli ÚNU13090002.<br> <br> </p> <h3>Kæra og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 30. ágúst 2013, kærði A afgreiðslu Ríkiskaupa á beiðni hans um gögn, dags. 11. júní s.á. Með fylgdu afrit af umræddri gagnabeiðni hans til Ríkiskaupa, dags. 11. júní 2013, og hins vegar svar Ríkiskaupa, dags. 24. júní s.á. <br> <br> Í beiðninni frá 11. júní 2013 óskar kærandi eftir því við Ríkiskaup að fá eftirfarandi gögn afhent:<br> <br> „1. Útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 15036 útboð á próteintengdum bóluefnum gegn pneumókokkum (A-430/2012).<br> 2. Rammasamning nr. 2143, dags. 25. september 2009, um kaup á bóluefni Neisvac C af Icepharma hf. (skv. þá úrskurði A-431/2012).<br> 3. Tilboð Icepharma, dags. 13. júní 2006, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi (skv. úrskurði A-431/2012).<br> 4. Rammasamning nr. 2144, dags. 2. október, um kaup á tilgreindum bóluefnum af GlaxoSmithKline ehf. (skv. úrskurði A-431/2012).<br> 5. Tilboð GlaxoSmithKline ehf., dags. 12. júní 2006, auðkennt GSK-1, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi (skv. úrskurði A-431/2012).<br> 6. Tilboð GlaxoSmithKline ehf., dags. 12. júní 2006, auðkennt GSK-2, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi (skv. úrskurði A-431/2012).<br> 7. Útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum á Íslandi (skv. úrskurði A-431/2012).<br> 8. Útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 15054, útboð á bóluefni gegn HPV til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi (skv. úrskurði A-433/2012).<br> 9. Rammasamning nr. 2870, dags. um kaup á bóluefni gegn HPV sýkingum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi (skv. úrskurði A-433/2012).“<br> <br> Framangreind kæra er efnislega hin sama og kærandi sendi landlæknisembættinu á sínum tíma. Í kærunni kemur fram að kærandi telur að landlæknisembættið hafi ekki afhent öll þau gögn sem falli undir liði 2-6 og 9 í beiðni hans til embættisins, eins og nánar verður rakið i niðurstöðu.<br> <br> Í svari Ríkiskaupa, dags. 24. júní s.á., segir orðrétt:<br> <br> „Ríkiskaup hafa vegna beiðni yðar dags. 11. júní sl., sem barst Ríkiskaupum 12. júní, haft samband við Landlækni til að fá upplýsingar um afstöðu hans til beiðninnar. Samkvæmt upplýsingum Landlæknis hefur hann með bréfi dags. 22. ágúst 2012 veitt yður aðgang að gögnum í liðum 2-6 og 9 skv. úrskurðum úrskurðarnefndar upplýsingamála.<br> <br> Meðfylgjandi eru upplýsingar sem óskað er eftir í liðum 1, 7 og 8 eða útboðslýsingar 15036, 14042 og 15054. Annað sem óskað er eftir hefur Landlæknir þegar sent eins og fram hefur komið.“<br> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði eftir afstöðu Ríkiskaupa til kærunnar, með bréfi dags. 10. september 2013. Svar barst með bréfi, dags. 1. október sl. Í því segir m.a.: <br> <br> „Kærandi, […] sendi Ríkiskaupum 11. júní 2013 beiðni um afhendingu gagna er vörðuðu viðskipti Landlæknis/sóttvarnarlæknis og fyrirtækja í kjölfar útboðs er Ríkiskaup önnuðust fyrir nokkrum árum síðan. Bréf kæranda barst Ríkiskaupum 12. júní 2013.Þann 24. júní 2013 afhenti undirrituð bréf til kæranda í móttöku Ríkiskaupa en það voru öll gögn sem voru aðgengileg í tölvukerfi Ríkiskaupa er vörðuðu málið (útboðslýsingar). Varðandi önnur gögn var vísað til þess að Landlæknir hafði þegar sent honum upplýsingarnar með bréfi 22. ágúst 2012 í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar að lútandi. Það þótti því óþarfa fyrirhöfn að fara að leita að gögnunum í geymslum stofnunarinnar.[…] Kom [kærandi] síðan 9. ágúst sl. og sótti svarbréf Ríkiskaupa. […]<br> <br> Ríkiskaup tóku skv. framansögðu mjög jákvætt í beiðni kæranda um gögn og dráttur á afhendingu svarbréfs getur skrifast að hluta til á kæranda (beiðni barst 12. júní, svarbréf er dags. 24. júní og afhent 9. ágúst). Ríkiskaup sendu kæranda umbeðin gögn (útboðslýsingar) en umbeðin tilboð og samningar milli Landlæknis og einkafyrirtækja fylgdu ekki með bréfinu þar sem Landlæknir upplýsti að hann var þegar búinn að afhenda kæranda gögnin skv. úrskurði þar um. Ríkiskaup telja því óþarft að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði um afhendingu þessara gagna að nýju.“<br> <br> Með bréfi, dags. 3. október 2013, var kæranda gefinn kostur á að tjá sig um framangreint svar Ríkiskaupa. Það gerði hann með bréfi, dags. 8. október s.á. Áður en nefndinni barst umrætt svarbréf bárust henni hins vegar frekari gögn frá Ríkiskaupum, þ. á m. svarbréf forstjóra stofnunarinnar til kæranda, dags. 4. október. Í því segir m.a.:<br> <br> „Það er vinnuregla hjá Ríkiskaupum, þegar óskað er eftir aðgangi að gögnum, að hafa samband við eiganda gagnanna sem í þessu tilfelli er Landlæknir. […] yfirlögfræðingur var því eingöngu að fara eftir venjubundinni framkvæmd er hún kannaði hjá Landlækni hvort hann hefði afhent gögnin eins og tilvitnaður úrskurður kvað á um. Um er að ræða tvær ríkisstofnanir sem unnu að þessu útboði í sameiningu og því er það eðlilegt. Ríkiskaup voru að vinna fyrir Landlækni að þessu útboði.<br> <br> Það kom í ljós að Landlæknir hafði þegar afhent þér umbeðin gögn. Ef vantað hefur blaðsíður í gögnin, þá er ljóst að Ríkiskaup hafa ekki betri eintök en Landlæknir sjálfur. Þ.e.a.s. ef þessi gögn eru á annað borð til hjá Ríkiskaupum.<br> <br> Starfsmaður í afgreiðslu sem hringdi í þig og lét þig vita að svarbréf frá lögfræðisviði hefði fyrir misgáning ekki farið með póstinum vissi ekki um innihald bréfsins, enda er ekki venjan að hringja fyrst í aðila og tilkynna um niðurstöðu vegna erinda sem berast stofnuninni. Heilmikil vinna fer í það hjá ríkisstofnunum að leita að gögnum vegna beiðna um upplýsingar skv. upplýsingalögum. Það er því ekki æskilegt að sama beiðnin sé til afgreiðslu hjá tveimur stofnunum. Ef þú ert óánægður með afgreiðslu Landlæknis á erindi þínu er þér bent á að kvarta að nýju við úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna þess og fara fram á að Landlæknir afhendi öll gögn, ef eitthvað hefur á vantað.“<br> <br> Eins og áður segir svaraði kærandi síðan framangreindu bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 3. október sl., með bréfi, dags. 8. október sl. Í því bréfi hans segir m.a.:<br> <br> „Undirritaður vill geta þess hér aftur, að hann hafi óskað eftir þessum gögnum frá Ríkiskaupum þar sem það vantaði inn í gögnin frá Embætti landlæknis (sjá bréf frá undirrituðum dags. þann 30. ágúst sl.) Hvað um það Ríkiskaup hefur með þessum hætti aftur synjað undirrituðum um þessi gögn, og það er ekkert sem bendir til þess núna í dag (8. okt.) eftir að málið er komið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, að Ríkiskaup ætli eða sé á því að bjóðast til þess að afhenda þessi umbeðnu gögn sem vantar upp á, og því sé um synjun að ræða. Nú og það þrátt fyrir að menn viti að undirritaður sé ennþá að reyna að fá þessi gögn. Undirritaður vill geta þess hér að hann hafði samband við lögfræðing og var bent á, að það sé ekkert að því að óska eftir gögnum frá Ríkiskaupum, en þar sem Ríkiskaup synjar þér svona um þessi gögn og vill ekki afhenda gögnin, ættirðu að kæra Ríkiskaup til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og bara fá úrskurð. Því er hér með óskað eftir úrskurði með fá þessi gögn frá Ríkiskaupum.“<br> <br> Óskað var afstöðu Ríkiskaupa til framangreinds, með bréfi dags. 23. október sl., og barst svar með bréfi dags. 7. nóvember. Í því segir:<br> <br> „Ríkiskaup skilja kvörtunarbréf [A] þannig að hann telji Ríkiskaup hafa haft einhvers konar ólögmætt samráð við Landlækni eftir að beiðni hans um gögn barst Ríkiskaupum. Staðreyndin er sú að Ríkiskaup unnu að þessu útboði fyrir Landlækni og því ekkert eðlilegra en að haft væri samband við hann vegna erindis [A]. Það er mat Ríkiskaupa að [A] hefði átt að kvarta við úrskurðarnefnd um upplýsingamál ef hann taldi afgreiðslu Landlæknis á málinu ekki vera sem skyldi. Kvartar hann yfir því að eitthvað hafi vantað í gögnin sem hann fékk afhent hjá Landlækni. Í öðru lagi kvartar [A] yfir því að undirrituð hafi ekki haft samband við sig áður en svarbréf til hans var sent, dags. 24. júní sl. [A] virðist þannig misskilja inntak andmælaréttar á þann veg að áður en svarbréf vegna erinda eru send beri fyrst að hringja í þann sem sendi erindið og ræða málin við hann.<br> <br> Staðreyndin er sú að Ríkiskaup hafa ekki ítarlegri gögn um þessi útboð en Landlæknir. Þar sem Landlæknir er kaupandi í þessum tilfellum (sá aðili sem býður út), og Ríkiskaup eru honum aðeins til aðstoðar varðandi útboðstæknilega þætti, þá telja Ríkiskaup heppilegast ef [A] klárar þetta mál gagnvart Landlækni án frekari aðkomu Ríkiskaupa. Ríkiskaup höfnuðu ekki erindi [A]. Aðeins var vísað til þess að erindi hans hefði þegar verið afgreitt af hálfu Landlæknis. Það hlýtur að vera eðlileg krafa, svo að tíma og vinnu Ríkisstofnana sé ekki sóað að óþörfu, að slíkar beiðnir séu ekki til afgreiðslu hjá fleiri en einni Ríkisstofnun í einu.“<br> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar synjun á beiðni um gögn, sem kærandi setti fram í bréfi til Ríkiskaupa, dags. 11. júní. Óumdeilt er að beiðnin varðar gögn sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur þegar úrskurðað um að vera skuli almenningi aðgengileg, sbr. úrskurði hennar nr. A-430/2012, A-431/2012 og A-433/2012. Umræddir úrskurðir beindust að Landlæknisembættinu sem í kjölfarið afhendi kæranda gögn. Kærandi telur hins vegar að einhverjir misbrestir hafi orðið á afhendingu landlæknis á gögnunum og hefur því snúið sér til Ríkiskaupa sem einnig hafa gögnin undir höndum. Synjun Ríkiskaupa byggir á því að þar sem kærandi hafi þegar fengið úrskurð í hendur um skyldu embættis Landlæknis til þess að afhenda gögnin sé rétt að hann snúi sér til þess embættis í stað þess að óska eftir sömu gögnum hjá Ríkisendurskoðun.<br> <br> Samkvæmt framangreindu verður ekki annað ráðið en að Ríkiskaup telji kæranda eiga rétt á að fá umbeðin gögn afhent, með vísan til fyrrnefndra úrskurða úrskurðarnefndarinnar, en að honum sé hins vegar rétt að súa sér með ósk þar að lútandi til annars stjórnvalds, þ.e. Landlæknis.<br> <br> Beiðni kæranda um aðgang að gögnum er reist á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um rétt almennings til aðgangs að gögnum, sbr. 3. gr. áðurgildandi upplýsingalaga nr. 50/1996. Í 16. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er fjallað um það hvert beiðni skuli beint. Í fyrri málslið 1. mgr. segir að þegar farið sé fram á aðgang að gögnum í máli þar sem taka eigi eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun skuli beiðni beint til þess sem hafi eða muni taka ákvörðun í málinu. Í seinni málslið segir svo: „Annars skal beiðni beint til þess aðila sem hefur gögnin í vörslu sinni“.<br> <br> Mál þetta lýtur að afhendingu gagna er vörðuðu útboð og samningsgerð er fram fór skv. lögum nr. 84/2007, um opinber innkaup. Fyrri málsl. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 á því ekki við um gögnin. Eins og rakið er hér að framan skal beiðni þá beint til þess aðila sem hefur gögnin í vörslu sinni. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að þegar fleiri en eitt stjórnvald hefur gögn í vörslu sinni sé aðila í sjálfsvald sett til hvaða stjórnvalds hann beini ósk sinni um aðgang að gögnum, enda eigi fyrri málsliður 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga ekki við.<br> <br> Í því tilfelli sem hér um ræðir hefur kærandi þegar fengið úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að landlæknisembættinu sé skylt að afhenda umrædd gögn. Þeir úrskurðir eru aðfararhæfir skv. 3. mgr. 23. gr. upplýsingalaga. Það kann að vera nærtækast fyrir kæranda að nýta sér fullnustuúrræði upplýsingalaga, telji hann að Landlæknir hafi ekki með fullnægjandi hætti brugðist við úrskurðunum. Þau úrræði firra kæranda þó ekki þeim rétti að óska eftir sömu gögnum hjá öðru stjórnvaldi sem hefur þau í vörslu sinni. Úrskurðarnefndin bendir í þessu sambandi á að ekki sé útilokað að aðili hafi hagsmuni af því að óska eftir sömu gögnum hjá tveimur stjórnvöldum með það fyrir augum að ganga úr skugga um að þau séu eins hjá báðum stjórnvöldum. Að því er varðar sjónarmið varðandi óþarfa kostnað og fyrirhöfn stjórnvalda í þessu sambandi bendir úrskurðarnefndin jafnframt á að sérstaklega er brugðist við slíkum sjónarmiðum í 18. gr. upplýsingalaga er fjallar um afhendingu gagna og gjaldtöku.<br> <br> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Ríkiskaupum beri að afhenda kæranda þau gögn sem talin eru upp í liðum 2.-6 og 9 í beiðni kæranda, dags. 11. júní 2013, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. <br> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kærða, Ríkiskaupum, ber að afhenda kæranda eftirfarandi gögn:<br> <br> 1. Rammasamning nr. 2143, dags. 25. september 2009, um kaup á bóluefni Neisvac C af Icepharma hf. (skv. þá úrskurði A-431/2012).<br> 2. Tilboð Icepharma, dags. 13. júní 2006, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi (skv. úrskurði A-431/2012).<br> 3. Rammasamning nr. 2144, dags. 2. október, um kaup á tilgreindum bóluefnum af GlaxoSmithKline ehf. (skv. úrskurði A-431/2012).<br> 4. Tilboð GlaxoSmithKline ehf., dags. 12. júní 2006, auðkennt GSK-1, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi (skv. úrskurði A-431/2012).<br> 5. Tilboð GlaxoSmithKline ehf., dags. 12. júní 2006, auðkennt GSK-2, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi (skv. úrskurði A-431/2012).<br> 6. Rammasamning nr. 2870, dags. um kaup á bóluefni gegn HPV sýkingum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi (skv. úrskurði A-433/2012).“<br> <br> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br> <br> Sigurveig Jónsdóttir <br> <br> Friðgeir Björnsson<br> </p> |
A-510/2013. Úrskurður frá 13. desember 2013 | A kærði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að tilteknum gögnum. Beiðni hans hafði upphaflega lotið að fjórum atriðum/gögnum en þar af hafði nefndin þegar, með úrskurði A-490/2013, tekið afstöðu til þriggja. Eftir stóð að fjalla um gögn stýrinefndar, sem í sátu fulltrúar þriggja ráðuneyta, varðandi endurreisn stóru íslensku viðskiptabankanna. Úrskurðarnefndin vísaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu beiðni um aðgang að „þeim greinargerðum, minnisblöðum og öðrum gögnum sem höfð voru til hliðsjónar um ákvörðun nefndarinnar um þá leið sem farin var í heimildarlausri einkavæðingu Nýja Kaupþings hf.“ Hins vegar lagði hún fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda tilteknar fundargerðir stýrinefndarinnar. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 13. desember 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-510/2013 í máli ÚNU 12110007.<br />  <br /> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 13. nóvember 2012 kærði A til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins 5. september og 18. október sama ár á beiðni hans 10. júlí 2012 um aðgang að tilteknum gögnum. <br /> <br /> Beiðni kæranda um aðgang að gögnum laut í fyrsta lagi að samningi um „vörslu og skilyrt virðisréttindi í tengslum við eignir Nýja Kaupþings banka hf. og Kaupþings banka hf.“ frá 3. september 2009. Í öðru lagi laut beiðnin að nánar tilteknum gögnum vegna vinnu stýrinefndar sem í sátu fulltrúar þriggja ráðuneyta í tengslum við endurreisn stóru íslensku viðskiptabankanna. Í þriðja lagi að samningi með yfirskriftinni „Head of Terms regarding New Kaupthing Bank hf.“ frá 17. júlí 2009 í heild sinni. Í fjórða lagi að samningi um fjármögnun Nýja Kaupþings banka hf. í heild sinni, en sá samningur ber yfirskriftina „Kaupthing Capitalisation Agreement“. <br /> <br /> Með úrskurði 3. júlí 2013 í máli nr. A-490/2013 tók úrskurðarnefndin afstöðu til þriggja framangreindra kæruefna. Nefndin taldi hins vegar ástæðu til að afla frekari upplýsinga frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna kæru á synjun á beiðni kæranda um aðgang að gögnum framangreindrar stýrinefndar. Í úrskurði þessum er fjallað um synjun ráðuneytisins að því er varðar þennan hluta beiðni kæranda. Í beiðninni var að þessu leyti óskað eftir endurritum úr fundargerðum „hinnar sérstöku nefndar undir forystu fjármálaráðuneytisins og þeim greinargerðum, minnisblöðum og öðrum gögnum sem höfð voru til hliðsjónar um ákvörðun nefndarinnar um þá leið sem farin var í heimildarlausri einkavæðingu  Nýja Kaupþings hf. og að hverju var stefnt með því að semja við skilanefndina um þau mál“.<br /> <br /> Vegna beiðni kæranda að þessu leyti var í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins  til kæranda 5. september 2012 vísað til skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um tiltekin meginmarkmið í endurreisn viðskiptabankanna þegar kom að samningum um uppgjör og fjármögnun nýju bankanna. Í skýrslunni er rakinn aðdragandi þess að sett var á laggirnar sú nefnd sem fjallað var um í beiðni kæranda. Kemur þar meðal annars fram að þann 6. október 2008 hafi Alþingi, vegna aðstæðna á fjármálamarkaði, samþykkt lög nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. Í kjölfar setningar laganna ákvað Fjármálaeftirlitið að nýta heimildir sem kveðið var á um í lögunum og taka yfir völd stjórnar og hluthafafunda í þremur stærstu viðskiptabönkum landsins, þ.e.a.s. Landsbankanum hf., Glitni hf. og Kaupþingi hf. Skipaði Fjármálaeftirlitið skilanefndir sem yfirtóku öll völd bankastjórna. Á grundvelli heimilda í sömu lögum setti fjármálaráðherra á stofn þrjú hlutafélög sem fengu í upphafi nöfnin Nýi Glitnir banki hf., Nýi Kaupþing banki hf. og Nýi Landsbanki hf. Nýi Glitnir hf. fékk síðar heitið Íslandsbanki hf., Nýi Kaupþing banki hf. varð Arion banki hf. og Nýi Landsbanki hf. varð Landsbankinn hf. Tóku félögin við innlendum rekstri forvera sinna eftir skiptingu Fjármálaeftirlitsins á þeim. Í febrúar 2009 ákvað ríkisstjórnin síðan að koma á formlegum samningaviðræðum milli hinna nýju banka og ríkisins annars vegar og skilanefnda og kröfuhafa gömlu bankanna hins vegar. Fyrir hönd ríkisins fékk fjármálaráðuneytið það verkefni að leiða og samræma þessar viðræður. Var því sett á laggirnar sérstök þriggja manna stýrinefnd með fulltrúum frá fjármála-, forsætis- og viðskiptaráðuneyti undir fosæti þess fyrstnefnda, sem skyldi hafa yfirumsjón með verkefninu. Þá hafi fjármálaráðuneytið ráðið til verksins fjármála- og lögfræðilega ráðgjafa, bæði innlenda og erlenda. <br /> <br /> Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar er bent á að á vegum nefndarinnar hafi verið fjallað um viðskiptaáætlanir nýju bankanna, fjármögnun þeirra sem og gang samningaviðræðna um uppgjör á milli gömlu og nýju bankanna. Ekkert hafi verið fjallað um málefni einstakra viðskiptamanna bankanna í þessum störfum. Á fundum nefndarinnar hafi verið lögð fram gögn sem undanþegin séu upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og jafnframt teljist þau að stórum hluta til vinnuskjöl til eigin nota í skilningi 3. töluliðar 4. gr. sömu laga.  <br /> <br /> Í kæru kemur meðal annars fram sú afstaða kæranda að umrædd nefnd hafi unnið að endurskoðun og breytingum á framkvæmd mála sem áður hefði verið ráðin með setningu laga nr. 125/2008 og úrskurðum Fjármálaeftirlitsins sem kveðnir voru upp á grundvelli þeirra í október 2008. Telur kærandi að störf nefndarinnar hefðu miðað að því að „víkja frá neyðarlögunum og undirbyggja nýja framkvæmd mála án þess að fyrir lægju nýjar lagaheimildir eða vilji Alþingis með öðrum hætti“. Ríkir almannahagsmunir standi því til þess að gögn nefndarinnar verði afhent honum á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga. Í kærunni er einnig vísað til þess að umrædd nefnd hafi farið með opinbera stjórnsýslu sem varði almannahag og sérstaka hagsmuni tiltekinna sérvalinna lögaðila sem valdið hafi verið skaða með sértækum og líklega ólögmætum hætti í þeim eina tilgangi að auðvelda skilanefnd Kaupþings að eignast ríkisbankann Nýja Kaupþing banka hf.. Bendir kærandi á að reglur stjórnsýslulaga um jafnræði og meðahóf hafi verið brotnar. Skýra beri þær undantekningarheimildir sem felist í 5. gr. upplýsingalaga þröngt. Íslenska ríkið sem eigandi Nýja Kaupþings banka hf. hafi staðið í samningaviðræðum við skilanefnd Kaupþings hf. sem hafi verið undir yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins „að vinna að breytingum á ákvörðunum neyðarlaga og úrskurðum FME sem ótvírætt vörðuðu sérstaklega tiltekinn afmarkaðan hóp aðila“. Í kæru koma fram auk þess fram ýmis almenn sjónarmið til stuðnings kröfu kæranda sem áttu við kæruna í heild. Er þessum hlutum kærunnar gerð nánari skil í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-490/2013.  </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eftir að kæran barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði nefndin fjármála- og efnahagsráðuneytinu bréf 21. nóvember 2012 þar sem þess var óskað að ráðuneytið veitti umsögn um kæruna og frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. Þann 28. nóvember 2012 ritaði úrskurðarnefndin ráðuneytinu annað bréf þar sem nánar var gerð grein fyrir sumum þeirra gagna er málið varðaði og nefndin hafði þegar fengið afhent vegna fyrra máls kæranda. <br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði athugasemdir við kæruna 11. desember 2012. Að því er varðar aðgang að gögnum stýrinefndarinnar kom fram að nefndin hefði fundað reglulega og á fundunum hafi verið lagðir fram verkefnalistar og ýmis vinnugögn sem ráðgjafar héldu utan um og kynntu fulltrúum stjórnvalda. Um mjög viðamikil söfn gagna væri að ræða sem snerti viðræður gömlu og nýju bankanna, minnispunkta um gang samningaviðræðna o.fl. Efni þetta væri ekki einskorðað við Kaupþing hf. heldur fjalli almennt um fjármögnun Arion banka hf. og Íslandsbanka hf. sem og væntanleg uppgjör þeirra á grundvelli ákvarðana Fjármálaeftirlitsins frá í október 2008. Þá hafi verið fjallað um mörg almenn efni sem snerti stjórnun efnahagsmála á Íslandi og spár um horfur. <br /> <br /> Að því er varðaði beiðni kæranda um gögn nefndarinnar taldi ráðuneytið í fyrsta lagi að beiðni kæranda lyti ekki að gögnum um „tiltekið mál“ í skilningi 3. og 10. gr. upplýsingalaga. Kærandi hefði óskað eftir eftir aðgangi að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum. Umrædd nefnd hafi ekki farið með eiginleg stjórnsýslumál í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur hafi hún verið upplýsingavettvangur fyrir kynningu mála sem einstök ráðuneyti og ríkisstjórn fjölluðu síðan um. Ekkert þessara mála hafi fjallað um kæranda eða fyrirtæki tengd honum. <br /> <br /> Þá fjallar ráðuneytið um það að umrædd gögn sem stýrinefndin hafði til afnota við vinnu sína falli beinlínis undir þá skilgreiningu að vera vinnugögn til eigin nota í skilningi 4. gr. upplýsingalaga og séu jafnframt trúnaðarskjöl. Í öllum tilvikum sé um að ræða viðkvæm viðskiptamálefni. <br /> <br /> Með bréfi 14. desember 2012 veitti úrskurðarnefnd upplýsingamála kæranda tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum. Kærandi gerði athugasemdir 21. sama mánaðar og áréttaði meðal annars að krafa hans væri reist á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </p> <div> <br /> Eins og áður er getið lauk úrskurðarnefndin máli kæranda að hluta með úrskurði sínum 3. júlí 2013 í máli nr. A-490/2013. Vegna kæru á synjun við beiðni kæranda um aðgang að gögnum stýrinefndar fulltrúa þriggja ráðuneyta taldi nefndin ástæðu til að afla frekari upplýsinga frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu áður en málinu yrði lokið að fullu. Þann 19. ágúst sama ár ritaði nefndin fjármála- og efnahagsráðuneytinu bréf er varðaði þennan þátt málsins. Var ráðuneytið meðal annars spurt hvort sérstakar fundargerðir hefðu verið haldnar vegna starfa stýrinefndarinnar og hvort þær hefðu verið varðveittar í ráðuneytinu. Þá var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit af slíkum fundargerðum ef unnt væri. <br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið brást við fyrirspurnum nefndarinnar með bréfi 13. september 2013. Kom þar fram að fundargerðir hefðu verið haldnar vegna starfa umræddrar nefndar og að þær hefðu verið sendar nefndarmönnum hennar. Afrit fundargerðanna væri að finna í ráðuneytinu. Þá var sú afstaða ráðuneytisins ítrekuð að umrædd nefnd hefði ekki farið með eiginleg stjórnsýslumál í hefðbundnum skilningi þess orðs, heldur hefði hún verið upplýsingavettvangur fyrir kynningu mála sem einstök ráðuneyti og ríkisstjórn fjölluðu síðan um. Ekkert þessara mála hafi fjallað um kæranda eða fyrirtæki tengd honum. Ráðuneytið teldi að fundargerðir nefndarinnar og þau gögn sem lögð hafi verið fram í starfi nefndarinnar hafi verið undanþegin upplýsingarétti almennings auk þess sem þau teljist að stórum hluta til vinnuskjala til eigin nota í skilningi upplýsingalaga. Meðfylgjandi bréfinu voru umræddar fundgerðir og voru þær afhentar úrskurðarnefndinni í trúnaði. <br /> <br /> Þann 18. október 2013 ritaði úrskurðarnefndin ráðuneytinu aftur bréf vegna málsins. Var þar meðal annars fjallað um þá reglu sem fram kemur í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um að vinnuskjöl væru undanþegin upplýsingarétti almennings og vikið að eldri úrskurðum nefndarinnar um inntak ákvæðisins. Þess var óskað að fjármála- og efnahagsráðuneytið upplýsti hvort það teldi að þær fundargerðir sem kærandi hefði óskað aðgangs að teldust vinnuskjöl „til eigin nota“ í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ef svo væri þá var þess óskað að ráðuneytið útskýrði hvernig sú afstaða samræmdist nánar tilteknum ummælum í lögskýringargögnum með lögum nr. 50/1996 og tilteknum úrskurðum úrskurðarnefndarinnar. <br /> <br /> Með bréfi 21. nóvember 2013 brást fjármála- og efnahagsráðuneytið við fyrirspurnum úrskurðarnefndarinnar. Rökstuddi ráðuneytið þar frekar þá afstöðu þess að umræddar fundargerðir teldust vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá voru einnig rakin önnur sjónarmið sem hefðu legið að baki þeirri ákvörðun ráðuneytisins að veita kæranda ekki aðgang að gögnum stýrinefndarinnar. Nánar verður fjallað um þau sjónarmið sem fram koma í bréfi ráðuneytisins hér á eftir.  <br /> <br /> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> Eins og rakið er í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar vegna kærunnar þann 3. júlí 2013 í máli nr. A-490/2013 tóku ný upplýsingalög, nr. 140/2012, gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar fjármála- og efnahagsráðuneyti tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Var hún því eðli máls samkvæmt byggð á efnisákvæðum þeirra laga. Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram. <br /> <br /> <h3>2.</h3> Mál þetta lýtur að synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um fá aðgang að „endurritum úr fundargerðum hinnar sérstöku nefndar undir forystu fjármálaráðuneytisins og þeim greinargerðum, minnisblöðum og öðrum gögnum sem höfð voru til hliðsjónar um ákvörðun nefndarinnar um þá leið sem farin var í heimildarlausri einkavæðingu“ Nýja Kaupþings hf. Í kæru kveðst kærandi óska eftir „atbeina“ úrskurðarnefndarinnar um að veita honum aðgang að „gögnum“ umræddrar nefndar.<br /> <br /> Eins og rakið hefur verið hér að framan hefur ráðuneytið lýst umræddri nefnd svo að þar hafi setið þrír fulltrúar jafnmargra ráðuneyta til að vinna að verkefnum sem ríkisstjórn hafði samþykkt að vinna að í tengslum við endurreisn viðskiptabankanna. Um hafi verið að ræða svokallaða „stýrinefnd“. <br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur í bréfum sínum til úrskurðarnefndarinnar vísað til þess að umrædd stýrinefnd hafi ekki farið með „eiginleg stjórnsýslumál“ án þess að útskýrt hafi verið frekar hvaða þýðingu sú afmörkun hafi varðandi úrlausn á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Úrskurðarnefndin vill því árétta að samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka lögin til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga en af umræddu ákvæði leiðir að undir lögin falla stofnanir sem heyra til framkvæmdavaldsins, þ. á m. fjármála- og efnhagsráðuneytið. Þá er í lögunum ekki gerður sambærilegur greinarmunur og í stjórnsýslulögum nr. 37/1993 á því hvers eðlis sú starfsemi er sem stjórnvöld hafa með höndum. Upplýsingalögin taka því ekki einvörðungu til þess þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Úrskurðarnefndin telur því að framangreind afstaða ráðuneytisins hafi ekki þýðingu við úrlausn málsins.<br />   <br /> <h3>3.</h3> Af hálfu ráðuneytisins er bent á að beiðni kæranda lúti ekki að gögnum um „tiltekið mál“ í skilningi 3. og 10. gr. upplýsingalaga. Eins og úrskurðarnefndin hefur fjallað um í úrskurðum sínum, og rakið er í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, felst í 3. gr. laganna sú krafa að í beiðni sé tiltekið það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir. Ekki sé unnt sé að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund eða frá ákveðnu tímabili. Þessi krafa um tilgreiningu máls er nánar útfærð í 1. mgr. 10. gr. laganna. Af þessu leiðir að þegar beðið er um aðgang að tilteknum gögnum verður erindið að tengjast tilteknu máli. Þá hefur verið við það miðað að í beiðni um aðgang að gögnum verði að tilgreina gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á málinu og gögnum þess. Af 1. mgr. 10 gr. leiðir að ekki er unnt að biðja um gögn í ótilgreindum málum, t.d. þegar beðið er um aðgang að öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. <br /> <br /> Af athugasemdum fjármála- og efnahagsráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar verður ráðið að stýrinefnd sú sem mál þetta lýtur að hafi starfað tímabundið til að sinna tilteknum verkefnum sem öll lúti að endurreisn viðskiptabankanna. Munu umfangsmikil gögn hafa verið lögð fyrir nefndina af þessu tilefni. Gefa athugasemdir fjármála- og efnahagsráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar til kynna að verkefni nefndarinnar hafi verið nokkuð umfangsmikil. Í þessu ljósi telur úrskurðarnefndin að beiðni kæranda, að því leyti sem hún laut að „þeim greinargerðum, minnisblöðum og öðrum gögnum sem höfð voru til hliðsjónar um ákvörðun nefndarinnar um þá leið sem farin var í heimildarlausri einkavæðingu Nýja Kaupþings hf.“ eða „gögnum“ umræddrar nefndar, hafi ekki lotið að „tilteknu máli“ í skilningi upplýsingalaga. Fremur hafi beiðni kæranda beinst að öllum gögnum umræddrar nefndar sem fór með umfangsmikil verkefni. Var beiðni að þessu leyti of almenn til að hægt væri að taka hana til efnislegrar afgreiðslu án nánari afmörkunar. Var fjármála- og efnahagsráðuneytinu því rétt að vísa þessum hluta beiðni kæranda frá. <br /> <br /> Á hinn bóginn óskaði kærandi einnig eftir aðgangi að „endurritum úr fundargerðum“ umræddrar nefndar. Að þessu leyti beindist beiðni kæranda að tilteknum gögnum nefndar sem ætla má að hafi starfað tímabundið þar sem henni var ætlað að vinna að verkefnum „í tengslum við endurreisn viðskiptabankanna“. Verður að líta svo á að kærandi hafi að þessu leyti tilgreint nægjanlega þau gögn hann óskaði eftir aðgangi að og því hafi þessi hluti beiðni hans uppfyllt skilyrði 10. gr. upplýsingalaga. Kemur því til skoðunar hvort ráðuneytinu hafi verið rétt að synja kæranda um aðgang að fundargerðunum. <br /> <br /> Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær fundargerðir sem fjármála- og efnahagsráðuneytið lét nefndinni í té og mál þetta lýtur að. Fundargerðirnar eru alls 15 talsins. Þær eru dagsettar 20. mars, 27. mars, 2. apríl, 17. apríl, 29. apríl, 6. maí, 11. maí, 19. maí, 20. maí, 27. maí, 6. júní, 18. júní, 25. júní, 4. ágúst og 6. ágúst 2009. Verður ekki séð að réttur kæranda til aðgangs að þeim verði reistur á 9. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um rétt aðila til aðgangs að upplýsingum um hann sjálfan. Réttur kæranda til aðgangs að gögnum byggist því á 3. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um rétt almennings til aðgangs að gögnum.<br /> <br /> <h3>4.</h3> Af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur kæranda verið synjað um aðgang að hinum umbeðnu fundargerðum með tilvísun til þess að um sé að ræða vinnuskjöl sem séu undanþegin upplýsingarétti almennings. <br /> <br /> Í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til „vinnuskjala sem stjórnvöld hafa ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá“.  <br /> <br /> Í athugasemdum í greinargerð við 4. gr. frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir meðal annars um 3. tölul. 4. gr.: <br /> <br /> Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað. Þá geta þau skjöl ekki talist vinnuskjöl sem stafa frá öðrum en hlutaðeigandi stjórnvaldi enda þótt slík gögn hafi orðið til að frumkvæði stjórnvaldsins, t.d. álit eða skýrslur sérfræðinga o.s.frv.<br /> <br /> Í bréfi ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar 21. nóvember 2013 kemur fram að ráðuneytið telji að skjöl teljist ekki til vinnuskjala í framangreindum skilningi „þegar um er að ræða formleg gagnaskipti eða sendingu bréfa á milli stjórnvalda“. Aftur á móti eigi þetta ekki við um þær fundargerðir er málið lúti að, enda hafi þær hvorki verið „send milli stjórnvalda né áttu sér stað bréfaskipti vegna þeirra“. Þá sé ekki unnt að finna því stað í lögskýringargögnum að gögn sem verði til í samstarfi tveggja eða fleiri stjórnvalda geti ekki verið vinnuskjöl, enda megi ætla að slík niðurstaða væri í andstöðu við „skynsamlega og eðlilega túlkun ákvæðisins“. Í íslenskri stjórnsýslu sé oft þörf á samstarfi og samráði stjórnvalda og gögn sem verði til við slíka vinnu séu hvorki „send“ á milli stjórnvalda né eigi sér stað „gagnaskipti“ heldur verði gögnin „eðli máls samkvæmt til í samstarfinu og falla sem slík að mati ráðuneytisins undir hugtakið vinnuskjöl“. Er í þessu samhengi bæði vísað til almenns málskilnings og raunverulegs tilgangs undanþágunnar sem sé vernd viðkvæmra vinnugagna. <br /> <br /> Af orðalagi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 leiðir að gagn verður ekki undanþegið upplýsingarétti á grundvelli ákvæðisins nema gagnið hafi verið ritað af stjórnvaldi „til eigin afnota“. Er um að ræða undantekningarreglu frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 3. gr. laganna um upplýsingarétt almennings. Af framangreindum ummælum í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 verða dregnar tvær ályktanir. Annars vegar geti gagn ekki talist vinnuskjal nema starfsmenn þess stjórnvalds sem hafi það undir höndum hafi útbúið það til eigin afnota. Hins vegar að gagn geti ekki talist vinnuskjal hafi það stjórnvald sem útbjó gagnið afhent það öðru stjórnvaldi. Af hálfu löggjafans var í athugasemdum sérstaklega tekin afstaða til þess að gögn sem færu milli tveggja stjórnvalda teldust ekki til vinnuskjala og þá enda þótt viðkomandi stjórnvöld stæðu „í nánum tengslum hvort við annað“.<br /> <br /> Verður því ekki fallist á með fjármála- og efnahagsráðuneytinu að af orðalagi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 eða eðli máls leiði að gögn sem stjórnvöld deili sín á milli í starfi sameiginlegrar nefndar eða „verða til í samstarfi“ þeirra séu undanþegin þeim áskilnaði sem lögskýringargögn bera með sér að löggjafinn taldi að fælist í ákvæðinu.   <br /> <br /> Af hálfu ráðuneytisins er vísað til þess að fyrir liggi að álitamál hafi skapast við túlkun 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Því sé gagnlegt að fara yfir hvernig tekin hafi verið afstaða til þessara atriða í nýjum upplýsingalögum nr. 140/2012. Í 8. gr. þeirra laga er fjallað um vinnugögn sem undanþegin eru upplýsingarétti. Segir þar meðal annars eftirfarandi í 2. mgr.: <br /> <br /> Til vinnugagna teljast einnig eftirtalin gögn, enda fullnægi þau að öðru leyti skilyrðum 1. mgr.: 1. gögn sem berast milli stjórnvalda þegar eitt stjórnvald sinnir ritarastörfum eða sambærilegum störfum fyrir annað,2. gögn sem unnin eru af nefndum eða starfshópum sem stjórnvöld hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki,3. gögn sem send eru milli aðila skv. 2. tölul. og annarra stjórnvalda þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti.<br /> <br /> Umrædda reglu var ekki áður að finna í upplýsingalögum nr. 50/1996. Í bréfi ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar er vísað til athugasemda með ákvæðinu og að þar komi fram að tilgangur þess sé að „skilgreina með nánari hætti hvaða gögn teljist vinnugögn“. Ályktar ráðuneytið af þessu orðalagi að „markmiðið með lagaákvæðinu hafi ekki verið að breyta gildandi rétti heldur að skilgreina nánar – væntanlega í ljósi reynslunnar – hvaða gögn teljist vinnugögn í skilningi upplýsingalaga“. Þá er vísað til þess að sérstaklega sé tekið fram í athugasemdum með 2. mgr. 8. gr. nýrra upplýsingalaga að vinnugögn breyti ekki eðli sínu fyrir það eitt að gögn berist á milli stjórnvalda vegna þess að starfsmaður eins þeirra gegnir ritarastörfum, gögn eru unnin af nefndum eða starfshópum, ellegar að gögn séu send á milli slíkra aðila og annarra stjórnvalda þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti. Áréttar ráðuneytið að í umræddri 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sé að finna nánari skýringu og skilgreiningu á eðli vinnugagna en ekki nýja reglu. Hún styrki að mati ráðuneytisins þá skýringu á 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um sama efni, að gögn geti ekki breyst úr því að vera vinnugögn „í eitthvað allt annað“ séu þau unnin sameiginlega af fleira en einu stjórnvaldi. Ekki sé unnt að sjá rök fyrir þeirri túlkun að hagsmunir af verndun slíkra vinnugagna séu aðrir eða minni í þeim tilvikum þegar fleira en eitt stjórnvald standi að slíkri vinnu. Bendir ráðuneytið á að umræddar fundargerðir hafi orðið til í samstarfi nokkurra stjórnvalda og hafi ekki verið afhentar öðrum en þeim sömu stjórnvöldum. <br /> <br /> Af þessu tilefni bendir úrskurðarnefndin á að í almennum athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 sagði meðal annars eftirfarandi:<br />  <br /> Í þriðja lagi eru lagðar til breytingar á takmörkunum á upplýsingarétti samkvæmt gildandi lögum. [...] Að langstærstum hluta eru þær takmarkanir sem lagðar eru til á upplýsingarétti almennings hins vegar óbreyttar frá gildandi lögum. Í 8. gr. eru þó ítarlegri skilgreiningar á því hvaða gögn flokkast til vinnugagna og eru í 2. mgr. ákvæðisins lagðar til eftirfarandi fjórar nýjar reglur um hvað teljist til vinnugagna: [...]Þessar breytingar eru til þess fallnar að endurspegla betur en núgildandi lög vinnulag hjá stjórnvöldum, ekki síst innan Stjórnarráðs Íslands, þar sem mörg ráðuneyti koma gjarnan að úrlausn mála.<br />   <br /> Þá sagði sérstaklega um 8. gr.:<br /> <br /> Í 2. mgr. ákvæðisins eru síðan lagðar til fjórar nýjar reglur. Tillöguna má einkum rekja til þess hvernig íslenska stjórnsýslukerfið er upp byggt. [...] Í 2. tölul. er tekið fram að gögn sem unnin eru af nefndum eða starfshópum sem stjórnvöld hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki teljist vinnugögn, enda sé skilyrðum 1. mgr. ákvæðisins að öðru leyti fullnægt. Ef gögn sem unnin eru af slíkum nefndum eða starfshópum fullnægja skilyrðum 1. mgr. og er ekki miðlað út fyrir viðkomandi nefnd telst skjal vera vinnuskjal, þótt í slíkum hópi eigi sæti starfsmenn tilgreindra stjórnvalda eða utanaðkomandi aðilar. [...] Með þessu ákvæði er hins vegar tekinn af vafi um stöðu slíkra nefnda og starfshópa gagnvart upplýsingalögum. [...]<br /> Í 3. tölul. kemur fram að þegar gögn sem berast milli aðila skv. 2. tölul. og stjórnvalda sem eiga starfsmenn í viðkomandi hópum og nefndum missa þau ekki stöðu sem vinnuskjöl af þeirri ástæðu einni. Með þessu er í raun opnað á samstarf milli stjórnvalda og samstarf lögbundinna stjórnvalda við þá hópa og nefndir sem ákvæði 2. tölul. tekur til. [...]<br /> <br /> Enda þótt í lögskýringargögnum komi þannig fram að með 2. tölul. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 væri „tekinn af vafi um stöðu slíkra nefnda og starfshópa gagnvart upplýsingalögum“ er skýrt að löggjafinn áleit að þær reglur sem fram kæmu í 1. til 3. tölul. 8. gr. væru „nýjar reglur“. Þá áttu reglurnar að „endurspegla betur“ vinnulag innan stjórnarráðsins en eldri upplýsingalög sem og að með 3. tölul. 8. gr. væri „opnað á samstarf milli stjórnvalda“. Af þessum ummælum í lögskýringargögnum verður því ekki annað ráðið en að löggjafinn hafi álitið að nýjar efnisreglur fælust í 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sem ekki hefðu áður gilt samkvæmt 3. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga. Að því marki sem lögskýringargögn nýrri laga geta haft þýðingu við skýringu eldri laga telur úrskurðarnefndin að ekki verði fallist á þá ályktun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að efnislegt inntak þeirra reglna sem nú komi fram í 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 hafi áður falist í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. <br /> <br /> Fundargerðir þær sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur látið úrskurðarnefndinni í té og beiðni kæranda lýtur að eru 15 talsins. Í upphafi fundargerðanna kemur fram hver sá um ritun þeirra og var það í öllum tilvikum sami einstaklingur sem mun hafa verið starfsmaður forsætisráðuneytisins á þeim tíma er fundargerðirnir voru ritaðar. Í upphafi fundargerðanna kemur einnig fram að þeim var gefið eitt og sama málsnúmerið í málaskrá forsætisráðuneytisins. Þá er fram komið að fundargerðirnar voru sendar þeim ráðuneytum sem áttu fulltrúa í stýrinefndinni og voru þær því einnig látnar fjármála- og efnahagsráðuneytinu og viðskiptaráðuneytinu í té. Í ljósi þessa verður ekki fallist á að umræddar fundargerðir hafi verið útbúnar af fjármála- og efnahagsráðuneytinu til eigin afnota þess. Af þessum sökum teljast þær ekki „vinnuskjöl“ í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og verða því ekki undanþegnar upplýsingarétti á þeim grundvelli.<br /> <br /> <h3>5.</h3> Í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar frá 21. nóvember 2013 er vísað til þess að „mikilsverðir hagsmunir voru og eru fólgnir í því fyrir stjórnvöld að geta undirbúið og brugðist við hættuástandi af efnahagslegum toga“. Við slíka vinnu séu miklir hagsmunir fólgnir í því að geta skipst á skoðunum, metið mismunandi valkosti og dregið varnarlínu gagnvart þeim ógnum sem að steðji. Engum vafa sé undirorpið að slíkt ástand hafi verið uppi í kjölfar bankahrunsins og þegar reynt var í framhaldi af því að endurreisa fjármálakerfið við mjög erfiðar aðstæður. Fyrir hendi hafi verið mjög ríkir almannahagsmunir sem brýnt hafi verið að bregðast við. Um hinar fordæmalausu aðstæður og nauðsynleg viðbrögð við þeim megi vísa til dóma Hæstaréttar 28. október 2011 í máli nr. 340/2011 og 16. maí 2013 í máli nr. 596/2012. Í dómunum sé vikið að skiptingu hinna eldri banka og því ferli sem stóð yfir hjá stjórnvöldum þegar hinar umræddu fundargerðir voru ritaðar. Í dómunum hafi því verið slegið föstu að almannaheill og öryggi ríkisins hafi verið í húfi þegar löggjafinn og stjórnvöld gripu til aðgerða á árunum 2008 og 2009. Við slíkar aðstæður hafi verið heimilt að takmarka aðgang almennings á grunni 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá megi einnig benda á ákvæði 1. tölul. um öryggi ríkisins svo og 4. tölul. sömu greinar um fyrirhugaðar ráðstafanir sem kynnu að verða þýðingarlausar eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þær á almannavitorði. <br /> <br /> Bréf ráðuneytisins verður ekki skilið á annan veg en að það telji að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að fundargerðum stýrinefndarinnar á grundvelli 1. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 vegna þess hættuástands sem uppi var í efnahagslífi landsins á árunum 2008 og 2009. Umrædd ákvæði eru svohljóðandi: <br /> <br /> Heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um: <br /> 1. öryggi ríkisins eða varnarmál;<br /> [...]   <br /> 4. fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðuþýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.<br /> <br /> Bæði ákvæðin fela í sér undantekningar frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um aðgang almennings að gögnum og upplýsingum sem lögin taka til. Eins og fram kemur í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 er 1. tölul. 6. gr. laganna ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Hefur því verið litið svo á að skýra verði ákvæðið tiltölulega rúmt, sbr. það sem fram kemur í greinargerð með lagafrumvarpinu. Þótt fallast megi á að alvarlegt ástand á fjármálamörkuðum kunni að skapa ógn við öryggi ríkisins í skilningi ákvæðisins verður upplýsingaréttur almennings ekki takmarkaður vegna slíkrar ógnar nema einnig sé sýnt að almannahagsmunir krefjist slíkrar takmörkunar. Með öðrum orðum verða gögn ekki undanþegin upplýsingarétti vegna þess eins að í þeim koma fram upplýsingar um málaflokka sem tengjast öryggi ríkisins heldur þarf að liggja fyrir að almannahagsmunum yrði raskað yrði aðgangur að þeim ekki takmarkaður. <br /> <br /> Í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar er ekki vikið að því hvernig öryggi ríkisins yrði ógnað ef veittur yrði aðgangur að þeim fundargerðum er mál þetta lýtur að. Aðeins er vísað til þeirra aðstæðna sem uppi voru á þeim tíma þegar umræddar fundargerðir voru ritaðar. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir þær fundargerðir er mál þetta lýtur að. Þótt nefndin útiloki ekki að fundargerðirnar hafi að geyma efni sem falli undir öryggi ríkisins í skilningi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 hefur hún ekki forsendur til að slá því föstu að almannahagsmunir krefjist þess að réttur almennings til aðgangs að þeim sé takmakaður. Verður því ekki fallist á að ráðuneytinu hafi verið heimilt að synja um aðgang að fundargerðunum með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. <br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda sé þar að finna upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Ákvæðinu verður ekki beitt um gögn þar sem fram koma ráðstafanir sem þegar eru afstaðnar. Í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 21. nóvember 2013 er ekki fjallað frekar um það að hvaða leyti í fundargerðunum eru upplýsingar um ráðstafanir sem kunni að vera fyrirhugaðar í skilningi 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá fær úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ráðið af gögnunum að þar sé fjallað um ráðstafanir sem kunna nú að vera fyrirhugaðar af hálfu íslenskra stjórnvalda. Verður því ekki séð að aðgangur að fundargerðunum verði takmarkaður með vísan til 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.  <br /> <br /> <h3>6.</h3> Í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar 21. nóvember 2013 er vísað til þess að í hinum umbeðnu fundargerðum komi fram ýmsar bókanir er snerti viðskiptalega hagsmuni, þ.e. viðskiptaáætlanir þeirra banka sem settir voru á stofn haustið 2008, drög að efnahagsreikningum, samskipti við viðsemjendur, samningsmarkmið o.fl. Telur ráðuneytið að þessar upplýsingar falli undir 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, enda hafi umræddir bankar þá verið í fullu í eigu ríkisins. Með sömu rökum byggi slík takmörkun á 5. gr. laganna. <br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í 5. gr. laganna er aftur á móti að ákvæði um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Nánar tiltekið felst í því ákvæði að óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda samkvæmt ákvæðinu um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Bæði ákvæði fela í sér undantekningar frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um aðgang almennings að gögnum og upplýsingum sem lögin taka til. <br /> <br /> Gildissvið umræddra ákvæða er því mismunandi eftir því hvort fyrirtæki er í eigu ríkis eða sveitarfélags annars vegar eða einkaaðila hins vegar. Við mat á því hvort takmarka megi aðgang að upplýsingum á grundvelli ákvæðanna ræðst gildissvið þeirra af eðli þeirra hagsmuna sem á reynir í hverju og einu tilviki. Verður því að miða við eignarhald fyrirtækis á þeim tíma er stjórnvaldi barst beiðni um aðgang að gögnum og tekin var ákvörðun um það hvort verða skyldi við henni en ekki það tímamark þegar hin umbeðnu gögn urðu til. Verður því ekki fallist á með fjármála- og efnahagsráðuneytinu að við mat á því hvort 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 eigi við um hinar umbeðnu fundargerðir skuli miðað við eignarhald þeirra banka sem þar er vikið að á þeim tíma er fundargerðirnar voru ritaðar.  <br /> <br /> Í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar er ekki vikið að því hvaða hlutar umræddra fundargerða kunna að vera undanþegnir upplýsingarétti almennings með vísan til 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá hafa ekki verið færð fyrir því rök hvernig aðgangur að slíkum upplýsingum kunni að skaða samkeppnis- og rekstrarstöðu þeirra fyrirtækja sem kunna að falla undir ákvæðið á frjálsum markaði. Úrskurðarnefndin hefur farið yfir hinar umbeðnu fundargerðir og fær ekki séð að almenningshagsmunir krefjist þess að aðgangur almennings verði takmarkaður að fundargerðunum á grundvelli 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Verður því ekki talið að heimilt hafi verið að synja um aðgang að fundargerðunum á þeim grundvelli. <br /> <br /> Eins og áður er rakið er óheimilt samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Sami áskilnaður um að hagsmunir séu „mikilvægir“ á ekki við í tilfelli einstaklinga, sbr. orðalag 1. málsl. sömu lagagreinar. Við mat á því hvort hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ber að leysa úr máli á grundvelli þess hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla megi, með tilliti til aðstæðna, að það sé til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni, verði veittur aðgangur að upplýsingunum. Í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar er ekki rökstutt hvernig það kunni að valda þeim fjármálafyrirtækjum sem fjallað er um í fundargerðunum tjóni þótt aðgangur verði veittur að þeim. Þá verður ekki séð að ráðuneytið hafi aflað afstöðu umræddra fjármálafyrirtækja til þess hvort þau teldu slíkra hagsmuni verða til staðar sem kynnu að réttlæta takmarkanir á upplýsingarétti. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið hinar umbeðnu fundargerðir. Telur nefndin sig ekki hafa forsendur að lögum til að staðfesta synjun á beiðni kæranda um aðgang að hinum umbeðnu fundargerðum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> <h3>7.</h3> Eins og rakið er hér að framan er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þær fundargerðir sem upplýsingabeiðni kæranda laut að geti ekki talist vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá er það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að synjun á beiðni kæranda verði ekki reist á ákvæðum 5. og 6. sömu laga. Nefndin telur rétt að víkja í örfáum orðum að ástæðum þess að hún hefur ákveðið að kveða upp úrskurð í málinu í stað þess að senda það til fjármála- og efnahagsráðuneytisins til nýrrar meðferðar.<br /> <br /> Eins og rakið hefur verið hér að framan óskaði kærandi þann 10. júlí 2012 eftir hinum umbeðnu gögnum frá fjármála- og efnhagsráðuneytinu. Ráðuneytið tók ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að fundargerðum þeim er málið lýtur að 5. september 2012. Í tilefni af kæru vegna máls þessa gafst ráðuneytinu tækifæri til að rökstyðja ákvörðun sína frekar gagnvart úrskurðarnefndinni. Í tilefni af bréfi úrskurðarnefndarinnar 19. ágúst 2013 ítrekaði ráðuneytið með bréfi 13. september 2013 afstöðu sína um takmarkanir á upplýsingarétti kæranda til hinna umbeðnu gagna. <br /> <br /> Þann 18. október 2013 ritaði úrskurðarnefndin ráðuneytinu bréf að nýju vegna þeirra fundargerða er mál þetta lýtur að. Þar sagði meðal annars eftirfarandi: <br /> <br /> Telji ráðuneytið að því hafi verið heimilt að neita kæranda um aðgang að fundargerðunum á öðrum lagagrundvelli en 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er óskað nánari útskýringa þar að lútandi. Er sérstaklega óskað eftir að ráðuneytið geri grein fyrir því hvers vegna fundargerðirnar í heild, eða afmarkaðir hlutar þeirra, kunna að vera undanþegin upplýsingarétti kæranda og þá með vísan til viðeigandi lagaákvæða. Er ráðuneytinu bent á að samkvæmt upplýsingalögum er almennt við það miðað að eigi takmarkanir á upplýsingarétti aðeins við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins. <br /> <br /> Í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar frá 21. nóvember 2013 sagði meðal annars eftirfarandi:<br /> <br /> Verði ekki fallist á þau grundvallarsjónarmið sem rakin eru í bréfi þessu telur ráðuneytið að fara verði yfir málið að nýju og taka afstöðu til einstakra efnisatriða í skjölunum, m.a. með hliðsjón af þeirri reglu að veita skuli aðgang að hluta skjala. <br /> <br /> Vegna þessara orða í bréfi ráðuneytisins skal áréttað að samkvæmt rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ber úrskurðarnefndinni að sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. Telst mál nægilega rannsakað þegar þeirra upplýsinga hefur verið aflað sem nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun í því. Við mat á því hversu ítarlega stjórnvaldi ber að rannsaka mál áður en tekin er ákvörðun verður á hinn bóginn að hafa hliðsjón af 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga þar sem kveðið er á um að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt er. Í ljósi þess að bréf ráðuneytisins frá 21. nóvember 2013 gefur til kynna að ráðuneytið telji sig þurfa að fara frekar yfir málið áður en úrskurðarnefndin taki endanlega afstöðu til þess hvort veita megi aðgang að hinum umbeðnu fundargerðum telur úrskurðarnefndin að hafa beri hliðsjón af þremur atriðum við mat á því hvort nefndinni beri að rannsaka málið frekar. <br /> <br /> Í fyrsta lagi ber að hafa í huga að þau réttindi sem borgurunum eru veitt samkvæmt upplýsingalögum væru lítils virði ef málum yrði ekki hraðað eins og kostur væri.  Benda má á nefndarálit vegna meðferðar frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 þar sem fram kom sá skilningur nefndarinnar að meginreglan skyldi vera sú að umbeðin gögn skyldu afhent samdægurs að a.m.k. sem allra fyrst. Meðferð máls þessa hefur staðið yfir frá 10. júlí 2012 eða þegar kærandi lagði fram beiðni til ráðuneytisins um aðgang að gögnunum. Verður því að telja að meðferð þess hafi í heild sinni tekið langan tíma. <br /> <br /> Í öðru lagi hefur ráðuneytið ítrekað haft tækifæri til að fjalla um það hvort hafi átt að veita kæranda aðgang að þeim fundargerðum er mál þetta lýtur að eins og rakið hefur verið hér að framan. Auk þess sem ganga verður út frá að ráðuneytið hafi tekið ígrundaða afstöðu til þessa vegna beiðni kæranda sjálfs óskaði úrskurðarnefndin tvívegis sérstaklega eftir frekari rökstuðningi ráðuneytisins þar að lútandi. <br /> <br /> Í þriðja lagi verður ekki framhjá því litið að í bréfi úrskurðarnefndarinnar 18. október 2013 var sérstaklega óskað afstöðu ráðuneytisins til þess hvort ráðuneytið teldi að heimilt hefði verið að synja kæranda um aðgang að fundargerðunum á grundvelli annarra lagaákvæða en 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Var þá sérstaklega bent á að samkvæmt upplýsingalögum væri almennt við það miðað að ef takmarkanir á upplýsingarétti ættu aðeins við um hluta skjals skyldi veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins. Þótt ráðuneytið hefði svarað bréfinu tæpum fimm vikum síðar var í bréfi þess ekki tekin afstaða til þessa atriðis heldur tekið fram að ef ekki yrði fallist á þau sjónarmið sem rakin væru í bréfinu teldi ráðuneytið að fara yrði yfir málið að nýju. Ráðuneytið kaus því að svara ekki afmarkaðri fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar. <br /> <br /> Í ljósi alls framangreinds telur úrskurðarnefndin að ekki verði hjá því komist að ljúka málinu í samræmi við þau gögn sem fyrir nefndinni.<br /> <br /> Með vísan til alls þess sem að framan segir er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamálað vísa beri kærunni frá að hluta en fella úr gildi synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum stýrinefndarinnar eins og nánar er kveðið á um í úrskurðarorði.<br /> <br /> <h3>Úrskurðarorð</h3> Vísað er frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu beiðni kæranda um aðgang að gögnum sérstakrar stýrinefndar undir forystu fjármálaráðuneytisins, þ.e.a.s. „þeim greinargerðum, minnisblöðum og öðrum gögnum sem höfð voru til hliðsjónar um ákvörðun nefndarinnar um þá leið sem farin var í heimildarlausri einkavæðingu Nýja Kaupþings hf.“ <br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið skal afhenda A fundargerðir umræddrar nefndar dagsettar 20. mars, 27. mars, 2. apríl, 17. apríl, 29. apríl, 6. maí, 11. maí, 19. maí, 20. maí, 27. maí, 6. júní, 18. júní, 25. júní, 4. ágúst og 6. ágúst 2009.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Erna Indriðadóttir                                              <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> </div> |
A-507/2013. Úrskurður frá 20. nóvember 2013 | Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni um að fá afrit af hlutum fundargerða nefndar um fjármálastöðugleika þar sem rætt er um málefni L hf. M.a. var metið hvort um vinnuskjöl væri að ræða, en niðurstaðan varð sú að svo væri ekki. Það varð niðurstaða nefndarinnar að ráðuneytinu bæri að afhenda kæranda afrit af þeim hlutum fundargerða þar sem rætt hafði verið um málefni félagsins, á tilgreindu tímabili. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 20. nóvember 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-507/2013 í máli ÚNU 13030008.<br /> <br /> </p> <h3>Kæra</h3> <p>Þann 21. febrúar 2013, kærði [A], f.h. L hf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni, dags. 21. janúar 2013, um að fá afrit af „viðeigandi hlutum fundargerða nefndar um fjármálastöðugleika þar sem rætt er um málefni L hf. á tímabilinu frá 1. janúar 2010 til dagsetningar bréfs þessa“. Þá kom jafnframt fram að hefði ekki verið rætt um málefni félagsins á fundum nefndarinnar væri óskað yfirlýsingar þess efnis.<br /> <br /> Í kærunni segir að það sé meginregla í íslenskum rétti að aðilar eigi rétt til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda sem varði þá sjálfa. Meginreglan komi m.a. fram í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 2.-4. mgr. 14. gr. komi fram tilteknar afmarkaðar undanþágur frá meginreglunni, sem skýra beri þröngt. Ekki séu skilyrði til þess að synja um aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til 3. tl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Engir „mikilvægir almannahagsmunir“ krefjist þess að takmarka aðgang félagsins að gögnum um það sjálft.<br /> <br /> Þá segir að umbeðnar fundargerðir samráðsnefndar séu ekki í eðli sínu vinnugögn í skilningi upplýsingalaga. Í samkomulagi um samráð varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað segi að um vettvang til upplýsingaskipta og ráðgjafar sé að ræða, en ekki séu teknar ákvarðanir um aðgerðir. Þar segi einnig að samkomulagið hafi hvorki áhrif á ábyrgð aðila á málaflokkum sínum né komi í veg fyrir ákvarðanir aðila á sínum sviðum. Þá séu takmarkanir á upplýsingagjöf innan hópsins vegna þagnarskylduákvæða í lögum. Gögnin séu því ekki útbúin til „eigin nota“ stjórnvalds við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Um sé að ræða frásögn af fundum og slíkt geti ekki talist vinnugögn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í þessu samhengi er vísað í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-169/2004 og A-195/2004. Þá segir að jafnvel þótt gögnin teldust vinnugögn, sbr. 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, bæri að afhenda þau vegna þess að umfjöllun um Lýsingu í umræddum fundargerðum feli í sér upplýsingar um atvik sem ekki komi annars staðar fram, sbr. t.d. álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 6924/2012. <br /> <br /> Allar forsendur séu til afhendingar umbeðinna gagna á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, enda standi engar lagareglur, s.s. um þagnarskyldu, því í vegi að félagið fái upplýsingar um eigin málefni. Sambærilegar upplýsingar hafi verið afhentar öðru fjármálafyrirtæki, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-460/2012. Jafnræðisregla stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar kalli á að sambærileg tilvik séu meðhöndluð með sama hætti. Þá sé ljóst að ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort að veita ætti aukinn aðgang þrátt fyrir lagaskyldu þess efnis, sbr. 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send fjármála- og efnahagsráðuneytinu til umsagnar með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. mars 2013.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins barst með bréfi, dags. 16. apríl 2013. Þar kemur fram ráðuneytið hafi til rökstuðnings ákvörðunarinnar m.a. vísað til 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem fram komi að réttur lögaðila til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnugagna eins og þau séu skilgreind í 8. gr. laganna. Í 1. mgr. 8. gr. komi fram að vinnugögn séu þau gögn sem stjórnvald hafi ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Hafi gögn verið afhent öðrum teljist þau hins vegar ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í 2. tl. 2. mgr. 8. gr. laganna sé kveðið á um að gögn sem unnin séu af nefndum eða starfshópum sem stjórnvöld hafi sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki teljist til vinnugagna sem undanþegin séu upplýsingarétti.<br /> <br /> Ráðuneytið telur að fullnægt sé þeim skilyrðum sem leiða megi af 1. mgr. 8. gr. laganna.  Þá sé það mat ráðuneytisins að ekkert þeirra undanþáguákvæða sem tilgreind séu í 3. mgr. 8. gr. eigi við í umræddu máli. Að auki telur ráðuneytið að 3. tl. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að því er varði gögn um efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins, standi í vegi fyrir því að ráðuneytinu sé tækt að afhenda umbeðin gögn.<br /> <br /> Að lokum er tekið fram, varðandi þá málsástæðu kæranda að ráðuneytinu beri að afhenda þau gögn sem óskað er aðgangs að með vísan til þeirrar meginreglu í íslenskum rétti að veita skuli aðgang að gögnum í vörslu stjórnvalds sem varða aðila sjálfan, að stjórnvöldum beri ekki að verða við slíkri beiðni þegar um sé að ræða vinnugögn, sbr. 1. tl. 2. mgr. 14. gr. upplýsinglaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Með umsögninni fylgdu umbeðin gögn sem vörðuðu beiðni L. Ráðuneytið hafði þó afmáð upplýsingar úr fundargerðum nefndar um fjármálastöðugleika sem ekki varða umrædda beiðni. Þess var farið á leit við úrskurðarnefndina að hún féllist á að gögnin væru afhent nefndinni með þessum hætti.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var send kæranda til athugasemda með bréfi, dags. 17. apríl 2013. Svar hans barst með bréfi, dags. 7. maí 2013. Þar eru áréttuð þau sjónarmið sem fram koma í kæru. Þá segir m.a. að ráðuneytið geti ekki byggt synjun á 3. tl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 án þess að tilgreina í hverju hinir mikilvægu almannahagsmunir felist og hvernig það geti skaðað „mikilvæga fjárhagslega hagsmuni ríkisins“ að afhenda félaginu á þessum tímapunkti gögn um það sjálft. Félagið sé ekki kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki og hafi t.a.m. ekki heimild til að veita innlánum viðtöku. Þannig sé ljóst, og því hafi ekki verið mótmælt, að veiting upplýsinganna geti ekki skaðað fjármálastöðugleika á Íslandi. Þá er vísað til fordæma fyrir afhendingu fundargerða umræddrar samráðsnefndar, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-460/2012. Ráðuneytið hafi ekki fært nein rök gegn því að afhenda megi umrædd gögn á grundvelli 11. gr. upplýsingalaga, en ráðuneytinu beri lagaskylda til þess skv. þeirri lagagrein.<br /> <br /> Þá hvatti kærandi úrskurðarnefnd um upplýsingamál til að afla frumgagna frá ráðuneytinu, en fallast ekki á takmarkaða eða sérvalda afhendingu gagna.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1. </h3> <p>Kæra málsins lýtur að synjun um aðgang að þeim hlutum fundargerða nefndar um fjármálastöðugleika þar sem fjallað er um málefni L hf., á tímabilinu frá 1. janúar 2010 til 21. janúar 2013. Um tilurð og starfsemi nefndar um fjármálastöðugleika vísast til umfjöllunar þar að lútandi í fyrri úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-460/2012.<br /> <br /> Í þeim fundargerðum sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefndinni hafa upplýsingar, sem ekki varða málefni Lýsingar hf., verið afmáðar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur rétt að minna á skyldu stjórnvalda til þess að láta úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum sem kæra lýtur að, sbr. nánar 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Hver og ein fundargerð er gagn í þessum skilningi og er stjórnvaldi því skylt að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit fundargerðar í heild sinni óski nefndin þess. Vísast í þessu sambandi til fyrrnefnds úrskurðar nefndarinnar í máli nr. A-460/2012. Hvað sem þessu líður telur nefndin að málið teljist nægilega vel upplýst til að lagður verði á það réttur og lögmætur úrskurður. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Þau gögn sem málið varðar eru í fyrsta lagi fundargerð, dags. 18. febrúar 2010. Þar kemur fram hverjir sátu fundinn, rædd hafi verið líkleg áhrif þess að Hæstiréttur sættist á flýtimeðferð í máli fyrirtækisins og hvað áhættustýring fyrirtækisins teldi sig geta þurft að afskrifa miðað við tiltekna vexti. Í öðru lagi fundargerð, dags. 4. mars 2010. Þar kemur fram hverjir sátu fundinn og að fjallað hafi verið um málefni annarra fyrirtækja. Í þriðja lagi fundargerð, dags. 27. maí 2010. Þar kemur fram hvernig sátu fundinn, greint hafi verið frá fyrirhuguðum málflutningi í Hæstarétti og dreift yfirliti yfir hugsanleg áhrif á starfsemi fjármálafyrirtækja. Í fjórða lagi fundargerð, dags. 31. maí 2010. Fram kemur hverjir sátu fundinn og að gestur fundarins hafi reifað þrjú mál sem voru rekin fyrir Hæstarétti. Í fimmta lagi fundargerð, dags. 23. júní 2010. Fram kemur hverjir sátu fundinn og að m.a. hafi verið rætt um fund sem fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra hafi átt með SFF o.fl. hinn 22. júní. Í sjötta lagi fundargerð, dags. 11. júlí 2010. Fram kemur hverjir sátu fundinn og að m.a. hafi verið rætt um þá stöðu sem stjórnvöld voru í. Í sjöunda lagi fundargerð, dags. 27. júlí 2010. Fram kemur hverjir sátu fundinn og að rædd hafi verið líkleg niðurstaða Hæstaréttar.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að skylt sé, verði þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að fyrirliggjandi gögnum hafi þau að geyma upplýsingar um hann. Í athugasemdum við þessa grein, í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012, segir að sú regla sem fram komi í greininni byggist á þeirri óskráðu meginreglu íslensks réttar að einstaklingar og lögaðilar eigi rétt til aðgangs að gögnum í vörslu stjórnvalda sem varði þá sérstaklega enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Í 1. mgr. sé upplýsingarétturinn skilgreindur á svipaðan hátt og skv. 5. gr. gildandi laga en því bætt við að skjöl eða önnur gögn sem óskað sé aðgangs að skuli hafa að geyma upplýsingar um aðila sjálfan. <br /> <br /> Í 2. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að aðgangur aðila að skjölum og öðrum gögnum, sem hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan, eigi m.a. ekki við um þau gögn sem talin séu upp í 6. gr. Af 5. tölul. 6. gr. leiðir að réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur ekki til vinnugagna í skilningi 8. gr. laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga er hugtakið vinnugögn skilgreint. Þar segir að vinnugögn teljist þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. hafi ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Jafnframt segir að hafi gögn verið afhent öðrum teljist þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Í 2. og 3. tölul. 2. mgr. 8. gr. er vikið að nefndum eða starfshópum sem stjórnvöld hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki. Í 2. tölul. ákvæðisins er tekið sérstaklega fram að gögn sem unnin séu af slíkum nefndum eða hópum geti talist til vinnugagna, enda sé skilyrðum 1. mgr. 8. gr. að öðru leyti uppfyllt. Í 3. tölul. 1. mgr. 8. gr. er jafnframt sérstaklega tekið fram að gögn sem send séu milli aðila skv. 2. tölul. og annarra stjórnvalda þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti geti einnig talist til vinnugagna.<br /> <br /> Samkvæmt framangreindu er ekki útilokað að gögn sem orðið hafa til í störfum nefndar um fjármálastöðugleika teljist til vinnugagna, enda þótt gögnin hafi ekki aðeins verið útbúin til eigin nota heldur send þeim stjórnvöldum sem áttu fulltrúa í nefndinni.<br /> <br /> Eftir stendur að til þess að umræddar fundargerðir geti talist til vinnugagna í skilningi 8. gr. upplýsingalaga, og þar með verið undanþegnar upplýsingarétti aðila skv. 14. gr. laganna, þurfa þær að hafa verið ritaðar við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir m.a. um þetta:<br /> <br /> „Stjórnvöldum er að lögum falið að taka ýmsar matskenndar ákvarðanir og móta tillögur um áætlanir eða aðrar aðgerðir. Þá getur verið að stjórnvöld þurfi að undirbúa ýmsar aðrar ákvarðanir, svo sem um samninga við einkaaðila. Oft geyma lög ekki að öllu leyti þau skilyrði sem þarf að fullnægja svo slíkar ákvarðanir verði teknar, eða þau sjónarmið eða markmið sem að skal stefnt. Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir slíkum verkefnum verða þau iðulega að vega og meta ólík sjónarmið og velja svo á hvaða grundvelli úr máli skuli leyst. Af því leiðir að það tekur einatt einhvern tíma að móta afstöðu til fyrirliggjandi mála og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma nýjar upplýsingar. Gögn sem til verða í slíku ferli þurfa ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Eðlilegt er því að stjórnvöldum sé heimilt að hafna aðgangi að þeim þótt stjórnvöldum sé einnig á grundvelli reglunnar um aukinn aðgang að gögnum heimilt að afhenda slík gögn, standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Er þessi afmörkun á upplýsingaréttinum í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga sem og ákvæði gildandi upplýsingalaga og reyndar einnig reglur um upplýsingarétt í dönsku og norsku upplýsingalögunum.“<br /> <br /> Af þessum ummælum er ljóst að þau skjöl geta ein talist vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, sem ætla má að kunni að breytast í meðförum stjórnvalds, áður en stjórnvald kemst að endanlegri niðurstöðu. Þar af leiðandi geta fundargerðir, þar sem einungis er að finna upplýsingar um það, sem fram fer á fundum stjórnsýslunefndar á borð við framkvæmdanefnd um einkavæðingu, ekki flokkast undir vinnuskjöl samkvæmt upplýsingalögum. Vísast um þetta til fyrri úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-169/2004 er varðaði sambærilegt álitaefni um skýringu 3. tölul. 4. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 10. gr. er einnig heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar efnahagslega mikilvægir hagsmunir ríkisins krefjast, og hefur ráðuneytið vísað til þessa ákvæðis í málinu. Í skýringum við ákvæði 3. tölul. 10. gr. í frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir m.a. svo:<br /> <br /> „Ákvæðið, sem er nýmæli, vísar til efnahagslega mikilvægra hagsmuna ríkisins. Rétt er að hafa í huga að ákvæði 3. tölul. tengist 4. og 5. tölul. þessa ákvæðis, en þau ákvæði taka hins vegar almennt á vernd afmarkaðri tilvika eða hagsmuna fremur en ákvæði 3. tölul. Undir þessa undanþágu falla upplýsingar um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Þetta eru þó ekki hvaða upplýsingar sem er heldur einvörðungu þær sem talist geta varðað mikilvæga hagsmuni ríkisins, eins og t.d. fjármálastöðugleika eða upplýsingar sem eru þess eðlis að afhending þeirra og birting gæti skaðað fjárhag eða efnahag ríkisins. Þá er að sjálfsögðu til viðbótar hið almenna skilyrði að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgangur sé takmarkaður.“<br /> <br /> Úrskurðurnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þær fundargerðir sem mál þetta lýtur að. Það er mat nefndarinnar að ekkert í fundargerðunum sé þess eðlis að það varði efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins svo miklu að það komi í veg fyrir að upplýsingarnar verði afhentar kæranda af þeim sökum.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að fjármála- og efnahagsráðuneytinu beri að afhenda kæranda, [...], f.h. L hf., afrit af þeim hlutum fundargerða nefndar um fjármálastöðugleika, á tímabilinu frá 1. janúar 2010 til 21. janúar 2013, þar sem rætt er um málefni félagsins, samkvæmt því sem talið er upp í 2. tölul. hér að framan.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneytið skal afhenda kæranda, [A], f.h. L hf., afrit af þeim hlutum fundargerða nefndar um fjármálastöðugleika þar sem rætt er um málefni L hf. á tímabilinu frá 1. janúar 2010 til 21. janúar 2013.<br /> <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir        <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-509/2013. Úrskurður frá 20. nóvember 2013 | Landlæknir krafðist þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál myndi fresta réttaráhrifum úrskurðar nr. A-497/2013, dags. 23. september 2013. Nefndin fór yfir gögn málsins en taldi ekkert nýtt hafa komið fram er sýndi að fyrir hendi væru lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðarins. Þá sá hún ekki ástæðu til þess að afturkalla úrskurðinn að eigin frumkvæði enda benti ekkert til þess að hann væri haldinn slíkum annmörkum að hann væri ógildanlegur að lögum. Var því úrskurðað þannig að kröfu landlæknis um frestun réttaráhrifa var hafnað. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 20. nóvember 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-509/2013 í máli ÚNU13090006<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 2. október 2013, setti Geir Gunnlaugsson, landlæknir, fram kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-497/2013, dags. 23. september 2013. <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Hinn 23. september 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. A-497/2013 í máli ÚNU13040005 vegna kæru á þeirri ákvörðun landlæknis að synja um aðgang að kaupsamningi milli hans og TM Software – heilbrigðislausna. Landlæknir hafði byggt synjun sína á því að umræddur samningur innihéldi mikilvægar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu. Það varð niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þótt almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera gæti skaðað samkeppnisstöðu þeirra, og kynni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem væri ríki eða sveitarfélög, yrði það sjónarmið að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum laga um upplýsingarétt almennings. Þá taldi nefndin ekki hafa verið sýnt fram á að upplýsingar í samningnum væru til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni yrðu þær gerðar opinberar. Því var úrskurðað að landlækni bæri að afhenda kæranda afrit af umræddum kaupsamningi.<br /> <br /> Með framangreindu bréfi landlæknis, dags. 2. október 2013, var síðan gerð krafa um frestun réttaráhrifa úrskurðarins. Í því bréfi segir m.a.:<br /> <br /> „Hér með er gerð krafa þess efnis að úrskurðarnefnd um upplýsingamál (hér eftir nefnd ÚNU) fresti réttaráhrifum úrskurðar nr. A-497/2013 þar til ákvörðun dómstjóra héraðsdóms Reykjavíkur liggur fyrir um beiðni Embætti landlæknis um flýtimeðferð máls til ógildingar á úrskurðinum og til niðurstöðu þess máls ef fallist verður á flýtimeðferð þess. Verði ekki fallist á framangreinda kröfu er þess óskað að ÚNU afturkalli ákvörðun sína að eigin frumkvæði á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 enda er umrædd ákvörðun ógildanleg, afturköllun er ekki til tjóns fyrir aðila og endurupptaki mál ÚNU 13040005. […]<br /> <br /> Í umræddum úrskurði var Embætti landlæknis gert að afhenda afrit af kaupsamningi á milli landlæknis og TM Software, dags. 27.12.2012 á hugbúnaðinum „Hekla heilbrigðisnet“ (hér eftir nefnt „kaupsamningurinn“). Þessar upplýsingar varða verulega viðskiptahagsmuni TM Software og hagsmuni landlæknis. Það verður því varla talið nokkrum vafa undirorpið að umræddur úrskurður A 497/2013 er stjórnvaldsákvörðun sem varðar réttindi TM Software í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. TM Software fékk hins vegar aldrei tilkynningu um tilvist málsins frá ÚNU, fékk aldrei aðild að umræddu máli né fékk TM Software tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og andmælum til ÚNU áður en framangreind stjórnvaldsákvörðun um rétt þess var kveðin upp.<br />   <br /> Niðurstaða úrskurðarins er þess efnis að hún mun valda TM Software verulegu tjóni ef hún nær fram að ganga. Kærandi málsins, Skræða ehf., Viðarrima 38, 112 Reykjavík, er beinn samkeppnisaðili TM Software á hinum íslenska markaði en fyrirtækið er eini söluaðili rafræna sjúkraskrárkerfsins „Profdoc“ á Íslandi. ÚNU hefur í úrskurði sínum mælt fyrir um að Embætti landlæknis skuli afhenda beinum samkeppnisaðila TM Software afrit af kaupsamningnum og gefa honum óhindraða innsýn í viðskiptaupplýsingar og atvinnuleyndarmál TM Software.<br /> <br /> Að mati landlæknis verður að telja að ÚNU hefði ekki komist að umræddri niðurstöðu hefði afstaða og andmæli TM Software legið fyrir. Af þeim sökum mun Embætti landlæknis leita allra leiða til að fá umræddan úrskurð felldan úr gildi eða málið endurupptekið. Að svo komnu máli hyggst Embætti landlæknis freista þess að bera umrætt mál undir dóm. <br /> <br /> Embætti Landlæknis hefur ekki afhent umræddar upplýsingar í samræmi við úrskurðinn þar sem embættið telur mikilvægt að sú afhending fari ekki fram fyrr en réttmæti úrskurðarins verður staðreynt. […]<br /> <br /> Embætti landlæknis krefst þess að réttaráhrifum umrædds úrskurðar verði frestað, á grundvelli 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Stjórnsýslulög nr. 37/1993 og meginreglur stjórnsýsluréttar gilda fullum fetum um úrskurðanefnd um upplýsingamál, sbr. 3. mgr. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Meginregla stjórnsýsluréttar er að kæra fresti ekki réttaráhrifum en hún kemur m.a. fram í 29. gr. stjórnsýslulaga. Í 2. mgr. 29. gr. er hins vegar að finna heimild til frestunar réttaráhrifa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Á það ákvæði við um ákvörðun æðra stjórnvalds um frestun á réttaráhrifum ákvörðunar lægra setts stjórnvalds. Í ólögfestum tilfellum getur stjórnvaldið hins vegar, eðli málsins samkvæmt, frestað eigin ákvörðunum og hefur það verið staðfest af umboðsmanni Alþingis m.a. í málum nr. 3298/2001 og 3299/2001. Í umræddu álitum umboðsmanns Alþingis kemur eftirfarandi fram […]<br /> <br /> Það er því engum vafa undirorpið að heimild til frestunar réttaráhrifa er til staðar hjá ÚNU hvað varðar eigin úrskurði hennar. Þegar tekin er ákvörðun um frestun réttaráhrifa skal slíkt gert fljótt og á grundvelli ákveðinna sjónarmiða. […]<br /> <br /> Á bls. 3 og 4 í úrskurðinum kemur fram, í umfjöllun um málsmeðferð, að Skræða ehf. (kærandi) hafi á sínum tíma sent inn kvörtun til samkeppniseftirlitsins (SKE) um meinta misnotkun TM Software á „meintri“ markaðráðandi stöðu en SKE taldi ekki þörf á aðgerðum í málinu og hafnaði kröfu Skræðu ehf. Trúnaðarskylda yfir gögnum þessa kvörtunarmáls Skræðu ehf. er viðvarandi. <br /> <br /> Einnig kemur fram í úrskurði A 497/2013 að Skræða ehf. hafi sent SKE endurupptökubeiðni vegna þess máls, sem sé ennþá til meðferðar hjá SKE (mál: Tilv. 1111035). Telur Skræða ehf. ekki vera ástæðu fyrir hendi til að rekja það fyrir úrskurðarnefndinni. ÚNU féllst á að fjalla ekki meira um það mál í úrskurði sínum og taldi sig hafa haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. Þessu er landlæknir ósammála og telur bæði að ekki hafi verið höfð hliðsjón af öllum gögnum málsins og jafnframt að sú trúnaðarskylda sem hvíli yfir gögnum TM Software í yfirstandandi máli fyrir SKE, sé ennþá til staðar gagnvart Skræðu ehf. <br /> <br /> Það samkeppnismál sem um ræðir hófst með bréfi Skræðu ehf. dags. 25.11.2011 og er ennþá til meðferðar hjá SKE, eins og fram hefur komið í málinu af hálfu kæranda. Trúnaðarskylda yfir gögnum endurupptökumáls Skræðu er því til staðar og hefur henni ekki verið aflétt. […]<br /> <br /> Til áréttingar um að gögn samkeppnismálsins er trúnaðarmál og undanþegin upplýsingarétti kæranda, er vísað til samkeppnislaga nr. 44/2005 og reglna um málmeðferð samkeppniseftirlitsins nr. 880/2005, sem eru skv. 2. mgr. 8. gr. samkeppnislaga. […]<br /> <br /> Eins og framlögð fylgiskjöl sýna, var kaupsamningurinn sendur til SKE með skýra ósk um trúnað frá fulltrúa Embætti landlæknis, sbr. fylgiskjal 1. Eins og svarbréf SKE til landlæknis ber með sér, sbr. fylgiskjal nr. 2, er kaupsamningnum haldið leyndum fyrir Skræðu ehf. og ekkert liggur fyrir um að SKE muni aflétta þeirri leynda gagnvart Skræðu ehf. <br /> <br /> SKE hefur þannig við framkvæmd málsins vegið og metið hagsmuni aðila, þ.e. almannahagsmuni annars vegar og viðskiptahagsmuni aðila kaupsamningsins hins vegar skv. 1. mgr. 16. gr. reglan nr. 880/2005 og talið eðlilegt að kaupsamningurinn skuli fara leynt fyrir málsaðilanum Skræðu ehf. Þannig er réttarstaðan skýr um trúnaðarskyldu hins opinbera yfir kaupsamningnum gagnvart Skræðu ehf. og öðrum. <br /> <br /> Mál ÚNU 13040005 hefst hins vegar með kæru Skræðu ehf., dags. 22.4.2013 eða mun seinna en ofangreint mál um endurupptöku og er ÚNU óheimilt að skipa fyrir um birtingu skjala til handa Skræðu ehf., sem háð eru trúnaði gagnvart Skræðu ehf. samkvæmt fyrirmælum SKE, á meðan endurupptökumál SKE er ennþá til meðferðar. Eldra mál SKE sem varðar sama skjal (þ.e. kaupsamning dags. 27.12.2012) og það að SKE takmarkar aðgang að því skjali, hefur eðli málsins samkvæmt forgang og betri rétt að stjórnsýslurétti, heldur en seinni tíma mál ÚNU 13040005 sem mælir nú fyrir um aðgang beins samkeppnisaðila að því skjali. Leiða verður mál SKE nr. 1111035 til lykta áður en réttaráhrif úrskurðar A 497/2013 mega koma til framkvæmda. <br /> <br /> Með hliðsjón af ofangreindu þá er úrskurður A 497/2013 ógildur, a.m.k. að svo stöddu. Ber ÚNU því skýr skylda til að fella úrskurð sinn úr gildi og endurupptaka málið. […]<br /> <br /> Við mat á því hvort heimila beri frestun réttaráhrifa ber einnig að líta til réttmætra hagsmuna aðila málsins. Þau sjónarmið sem ber að líta til eru m.a. nefnd í athugasemdum við 29. gr. í frumvarpi sem varð að stjórnsýslulögum. […] Með hliðsjón af því sem þar kemur fram og sjónarmiðum sem almennt eru talin eiga við þegar slíkar ákvarðanir eru teknar vill landlæknir vekja athygli á eftirfarandi atriðum:[…]<br />   <br /> Umrædd ákvörðun er bersýnilega röng enda hafði ÚNU ekki aðgang að nauðsynlegum gögnum og upplýsingum til að meta viðskiptalegt vægi þeirra gagna sem um ræðir. Þá má einnig benda á að ekki var veittur andmælaréttur áður en kærð ákvörðun var tekin. Þar með var lögbundinn réttur TM Sowtware ekki virtur. Þetta hefur m.a. orðið til þess að TM Software hefur ekki, til þessa, getað komið að sínum sjónarmiðum í málinu.<br />  <br /> Þetta skiptir verulegu mál enda er úrskurður nr. A 497/2013 byggður á þeim rökum að (i) ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar sem koma fram í samningnum séu til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni verði þær gerðar opinberar og (ii) að þegar vegnir hafi verið saman hagsmunir TM Software af að synja Skræðu ehf. aðgang að kaupsamningnum og almannahagsmunir um ráðstöfun opinberra hagsmuna, standi ekki lagarök til að synja um aðgang að gögnunum. Aldrei var TM Software veittur kostur á að tjá sig um hagsmuni sína í málinu og ekki gefinn kostur á að sýna fram á tjón sitt, sem það kann að verða fyrir við veita samkeppnisaðila umbeðnar upplýsingar. Vegna verulegra galla við stjórnsýslumeðferð málsins er því umræddur úrskurður ógildanlegur. <br /> <br /> Eins og að framan greinir, þá hefur SKE nú þegar metið hagsmuni aðila, þ.e. almannahagsmuni annars vegar og viðskiptahagsmuni aðila kaupsamningsins hins vegar skv. 1. mgr. 16. gr. reglna nr. 880/2005 og talið eðlilegt að kaupsamningurinn skuli fara leynt fyrir málsaðilanum Skræðu ehf. í máli nr. 1111035, sem enn er til meðferðar hjá SKE.<br /> <br /> Umræddur úrskurður nr. A 497/2013 snertir ekki mikilvæga almannahagsmuni. Ekki hefur t.a.m. verið sýnt eða reynt að sýna fram á að tafarlaus afhending þessara upplýsinga sé nauðsynleg eða að hófleg töf þar á muni valda móttakanda þeirra tjóni. Það má því ljóst vera að það eru ekki veigamiklir hagsmunir í húfi fyrir þann aðila. Slíkir hagsmunir eru hins vegar í húfi fyrir TM Software. <br /> <br /> Eins og áður hefur komið fram þá er kærandi, Skræða ehf., ekki fréttamiðill, einstaklingur eða annar hlutlaus aðili í íslensku samfélagi, heldur beinn samkeppnisaðili TM Software á íslenskum hugbúnaðarmarkaði fyrir heilbrigðiskerfið. Kærandi selur og þjónustar rafræna sjúkraskrárkerfið „Profdoc“ á Íslandi. Er það ekki í þágu almannahagsmuna sem hann gerir kröfu um aðgang að trúnaðarskjölum á milli TM Software og landlæknis, heldur vegna sinna eigin viðskiptahagsmuna. Það að veita Skræðu ehf. aðgang að trúnaðarskjölum beins samkeppnisaðila (þ.m.t. kaupsamningnum) á grundvelli upplýsingalaga er ekki í samræmi við tilgang eða anda upplýsingalaga, heldur er það misnotkun á upplýsingalögum og heimfærist e.t.v. frekar á óréttmæta viðskiptahætti heldur en annað.<br /> <br /> Til að skýra heildarmyndina enn frekar, þá skal vakin athygli á því að umrædd kæra Skræðu ehf. til ÚNU er ein af mörgum tilraunum Skræðu ehf. til að fá aðgang að trúnaðargögnum TM Software á síðustu árum. Má þar nefna […]<br /> <br /> Úrskurður ÚNU er íþyngjandi og til þess fallinn að valda TM Software töluverðu fjárhagslegu tjóni, enda liggur fyrir að til stendur að skylda Embætti landlæknis til að afhenda beinum samkeppnisaðila TM Software trúnaðargögn um kaup embættisins á hugbúnaðarkerfinu Heklu. Með vísan til forsögu málsins hér að framan, þess augljósa tilgangs Skræðu ehf. að fá afhent trúnaðargögn síns helsta samkeppnisaðila og fá alla samninga TM Software við velferðarráðuneytið (og e.t.v. einnig við landlækni á síðari stigum) lýsta ógilda, er ljóst að Skræða ehf. hyggst nota kaupsamninginn í þeim tilgangi að fá umræddan samning dæmdan ógildan og/eða nota hann til að skaða rekstur TM Software að einhverju eða öllu leyti. Það tjón er ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um, enda er ekki ljóst hvernig skalið verður notað en að því er virðist vafasamur ásetningur Skræðu ehf. gagnvart TM Software fram til þessa, gefur skýrt til kynna að gögnin verði mögulega notuð til að skaða rekstur og orðspor TM Software.<br /> <br /> Ljóst er að verði réttaráhrifum ekki frestað munu upplýsingar þær sem um ræðir verða afhentar og tjón TM Software þar með endanlegt og óafturkræft. Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að réttaröryggissjónarmið eigi að hafa sérstaka þýðingu við mat á því hvort fresta eigi réttaráhrifum. Hefur umboðsmaður Alþingis talið það vega sérstaklega þungt þegar erfitt yrði að ráða bót á tjóninu þótt umrædd ákvörðun yrði síðar felld úr gildi. Eiga slík sjónarmið við í því máli sem hér um ræðir enda væri TM Software fyrirmunað að bera mál sitt undir dóm ef umrædd gögn yrðu afhent. Þá yrði tjón þess af slíkri afhendingu óafturkræft og verulega þungt að sækja bætur fyrir það.<br /> <br /> Í ljósi alls framangreinds er það mat landlæknis að allar forsendur séu uppfylltar fyrir frestun réttaráhrifa umræddrar ákvörðunar.<br /> <br /> Telur landlæknir sérstaklega að einstakir hlutar kaupsamningsins skuli ekki gerðir opinberir og alls ekki fyrir samkeppnisaðila, t.d. greinar 1.3., 1.4., 2.1. og grein 4.0. Umræddur samningur hefur verið afhentur SKE og ÚNU, eins og fram hefur komið, og hefur SKE ekki gert neinar athugasemdir um ólögmæti hans eða að samningurinn gangi í berhögg við lög um opinber innkaup. Hefur TM Software verið í fullu samstarfi við yfirvöldum en kærir sig ekki um að afhenda þau gögn sem hér um ræðir til samkeppnisaðila, eins og eðlilegt er í samkeppnisrekstri. Embætti landlæknis vill taka fram að til greina komi að afhenda umræddan kaupsamning ef að fyrrgreindar greinar kaupsamningsins verði strikaðar út.“<br /> <br /> Með bréfi, dags. 3. október 2013, gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál Samtökum verslunar og þjónustu, f.h. Skræðu ehf., kost á að gera athugasemdir við framangreinda kröfu landlæknis. Svar barst með bréfi, dags. 21. október 2013. Í því segir m.a.:<br /> <br /> „Skræða ehf. undirstrikar hins vegar að ekkert í umræddri kröfu breytir afstöðu fyrirtækisins til þeirra röksemda og athugasemda sem fram hafa komið í erindum Skræðu ehf. til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í framangreindu máli. Fyrri athugasemdir standa því óhaggaðar og eru ítrekaðar. Skræða ehf. tekur einnig fram að fyrirtækið mótmælir öllu því sem fram kemur í erindi embættis landlæknis, að því leyti sem það samræmist ekki málatilbúnaði Skræðu ehf. Skræða ehf. telur þó ástæðu til þess að mótmæla sérstaklega eftirfarandi athugasemdum sem fram koma í erindi embættis landlæknis.<br /> <br /> Í erindi grundvallar embætti landlæknis kröfu sína m.a. á að TM Software hafi ekki verið veitt færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum í máli þessu. Hvað þessa fullyrðingu embættisins varðar bendir Skræða ehf. á að afstaða TM Software lá þegar fyrir í máli þessu en meðfylgjandi kæru Skræðu ehf. til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 19. apríl sl., var afrit af erindi CATO Lögmanna, f.h. TM Software, dags. 12. mars sl., þar sem fram kemur aftsaða fyrirtækisins í máli þessu. Þar af leiðandi má ljóst vera af afstaða TM Software hafi legið fyrir þegar úrskurðarnefndin tók mál þetta til skoðunar og kvað upp úrskurð sinn á málinu. <br /> <br /> Í versta falli hafi þar að auki staðið embætti landlæknis nær að leita frekari upplýsinga hjá TM Software þegar embættinu barst beiðni um athugasemdir frá úrskurðarnefndinni enda var fyrirtækið ekki aðili máls því sem var til skoðunar. Telur Skræða ehf. því að meinta meinbugi á að upplýsa TM Software um rekstur málsins og veita fyrirtækinu andmælarétt megi rekja til tómlætis embættis landlæknis, sem samningsaðila að umþrættum kaupsamningi, en ekki sé um að ræða formgalla á störfum úrskurðarnefndarinnar. Því telur Skræða ehf. að embætti landlæknis verði að bera allan halla af þeirri meintu slagsíðu, og eftir atvikum sæta þeim úrræðum sem TM Software kunna að standa til boða gagnvart embættinu. Ekki er hér um að ræða slíka galla að þeir valdi frestun réttaráhrifa umrædds úrskurðar eða eftir atvikum ógildi hans.<br /> <br /> Ítrekar Skræða ehf. að afstaða og rök TM Software lágu fyrir í gögnum málsins og því hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki borið að veita fyrirtækinu frekara færi á að tjá sig. Forsendur málsins eða aðrar aðstæður höfðu ekki tekið neinum breytingum frá því að framangreind afstaða, sbr. erindið frá 12. mars sl., og þar til málið var sent úrskurðarnefndinni til umfjöllunar og úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp. Í ljósi þessa telur Skræða ehf. að fyrirliggjandi upplýsingar og atvik máls að öðru leyti hafi verið með þeim hætti að ekki var við því að búast að frekari athugasemdir frá embætti landlæknis og/eða TM Software gætu breytt fyrirliggjandi afstöðu þessara aðila.<br /> <br /> Þá bendir embætti landlæknis á að niðurstaða úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál muni valda TM Software verulegu tjóni nái hún fram að ganga. Hvað þessa athugasemd varðar bendir Skræða ehf. á að tilurð þessa samnings og framkvæmd hafi þegar haft í för með sér hættu á samkeppnislegu tjóni varðandi markað með rafrænar sjúkraskrár og þá almennt gagnvart öðrum fyrirtækjum á þeim markaði en eingöngu TM Software, þ.m.t. Skræðu ehf. Að sama skapi er um að ræða samning sem komst á með opinberu fjárframlagi og því er mikilvægt að úr því fáist skorið hvort tilurð hans hafi í för með sér opinbert inngrip, með ráðstöðum opinberra fjármuna, inn á umræddan samkeppnismarkað. Að sama skapi telur Skræða ehf. það orka verulega tvímælis að opinber aðili, þ.e. embætti landlæknis, sé að reka slíkt hagsmunamál f.h. TM Software gagnvart úrskurðarnefndinni enda má ráða af rökstuðningi embættis landlæknis að kröfur embættisins grundvallist af einkaréttarlegum hagsmunum fyrirtækisins frekar en hagsmunum embættisins sem stjórnvalds.<br /> <br /> Skræða ehf. bendir einnig á athugasemd embættis landlæknis þar sem fram kemur að umþrættur samningur hafi verið afhentur Samkeppniseftirlitinu sem trúnaðarskjal og því hnígi rök að því að sá samningur skuli ekki afhentur Skræðu ehf. í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hvað þetta varðar bendir Skræða ehf. á að embætti landlæknis er með þessu að grafa undan hlutverki úrskurðarnefndar um upplýsingamál með því að fella hlutverk og verkefni nefndarinnar undir verksvið og valdmörk Samkeppniseftirlitsins. Skræða ehf. ítrekar að umræddur úrskurður var kveðinn upp í fullu samræmi við ákvæði upplýsingalaga, nr. 140/2012, og því hefur einstök ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli sem var til skoðunar hjá stofnuninni ekkert sjálfstætt gildi hvað varðar það mál og þann úrskurð sem hér um ræðir. <br /> <br /> Í erindi sínu fullyrðir embætti landlæknis að ekki hafi verið sýnt fram á að mál þetta varði mikilvæga almannahagsmuni og ekki hafi verið sýnt fram á að tafarlaus afhending þessara upplýsinga muni valda móttakanda þeirra tjóni. Skræða ehf. furðar sig á fullyrðingu þessari enda virðist embætti landlæknis ganga ansi langt í staðhæfingum til verndar hagsmunum TM Software með þessu. Hið sanna er að Skræðu ehf. hefur ekki verið unnt að taka afstöðu til þeirra hagsmuna sem umþrættur samningur kann að varða enda, eins og mál þetta allt ber með sér, hefur fyrirtækinu verið synjað um aðgang að samningi og um leið efnisinnihaldi hans. Skræða ehf. furðar sig því á umræddum fullyrðingum og bendir á að fullyrðing embættis landlæknis heldur ekki vatni hvað þetta varðar enda hefur embættið með öllu haldið umræddum upplýsingum frá Skræðu ehf.<br /> <br /> Þá vekur það um leið sérstaka furðu að embætti landlæknis, þ.e. opinbert stjórnvald, skuli halda fram þeirri fullyrðingu að ráðstöfum á opinber fé varði ekki almannahagsmuni með einum eða öðrum hætti. Hvað þetta varðar vísast almennt til þess sem fram kemur í kæru Skræðu ehf. frá 19. apríl 2013 varðandi aðgang að upplýsingum um ráðstöfum á opinberu fé.<br /> <br /> Skræða ehf. vekur loks sérstaka athygli á ummælum embættis landlæknis um meintan vilja fyrirtækisins til að komast yfir tiltekin gögn þar sem segir orðrétt: „Til að skýra heildarmyndina enn frekar, þá skal vakin athygli á því að umrædd kæra Skræðu ehf. til ÚNU er ein af mörgum tilraunum Skræðu ehf. til að fá aðgang að trúnaðargögnum TM Software á síðustu árum.“ Í framhaldinu eru svo talin upp tilvik sem embætti landlæknis telur sanna mál sitt. Til að byrja með ítrekar Skræða ehf. þá athugasemd að svo virðist sem með erindi þessu sé opinbert stjórnvald að reka einkaréttarmál f.h. TM Software í stað þess að gæta opinberra hagsmuna þess sem hlutlaust stjórnvald. Virðist hins vegar sem embætti landlæknis með yfirlýsingum sínum, sem jaðra við að vera rógburður, hafi fyrirgert skyldum sínum sem hlutlaust stjórnvald í máli þessu sem og öðrum málum er viðkemur þeim fyrirtækjum sem hér um ræðir. Er því verulegur vafi uppi um hvort embætti landlæknis geti tekið á málum er varða m.a. Skræðu ehf. sem hlutlaust stjórnvald, en a.m.k. liggja nú fyrir verulega gildishlaðnar yfirlýsingar þess embættis í garð fyrirtækisins.<br /> <br /> Skræða ehf. bendir einnig á í þessu samhengi að Samkeppniseftirlitið, m.a. með tilvísun til yfirlýsinga embættis landlæknis að greitt verði úr tæknilegum hindrunum sem uppi hafa verið varðandi Sögu kerfið, hefur lokið máli því sem vísað er til í erindi embættis landlæknis. Í ljósi þessa eiga sjónarmið embættisins varðandi samspil þeirrar rannsóknar Samkeppniseftirlitsins og þessa máls sem nú er rekið fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki við í málinu.<br /> <br /> Að mati SVÞ er það sérstaklega ámælisvert að opinbert stjórnvald skuli halda því fram að Skræða ehf. stjórnist af einbeittum brotavilja og sér í lagi þar sem fyrirtækið hefur í máli þessu og fyrri málum ávallt gætt þess að upplýsinga sé leitað í fullu samræmi við gildandi upplýsingalög hverju sinni. Að sama skapi skal ávallt gætt að því að aðilar teljist saklausir uns sekt er sönnuð, og á slíkt við í þessu tilviki sem og öðrum. Hins vegar virðist sem tilgangur þessara fullyrðinga embættis landlæknis séu til þess fallnar að reyna að varpa rýrð á starfsemi Skræðu ehf. og tilgang fyrirtækisins að leita lögboðinna leiða til að fá aðgang að gögnum er varða meðhöndlum á opinberu fé. Það er því verulega gagnrýnisvert að opinbert stjórnvald, sem embætti landlæknis er, skuli halda uppi slíkum atvinnurógi og aðdróttunum í garð Skræðu ehf., hver svo sem tilgangur embættisins er hvað það varðar. Í það minnsta mun Skræða ehf., óháð máli þessu og niðurstöðu þess, nýta sér þau stjórnsýslu- og/eða lagalegu úrræði sem fyrirtækinu standa til boða til að gera embætti landlæknis ábyrgt fyrir ummælum sínum.<br /> <br /> Skræða ehf. taldi ekki ástæðu til að rekja forsögu þessa máls fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál enda heyrir það mál ekki undir verksvið nefndarinnar. Þar sem embætti landlæknis telur hins vegar mikilvægt að draga þau mál upp fyrir nefndinni þá telur Skræða ehf. rétt að benda á að forsaga þessa máls og þess sambands sem ríkt hefur milli hins opinbera og TM Software (eða forvera þess félags sem eigendur Sögu kerfisins, eMR og Gagnalind) frá upphafi gefur ríka ástæðu til þess að aðilar á þessum markaði s.s. Skræða ehf. sem og almenningur leiti haldbærra upplýsinga um að ákvarðanir og framkvæmdir opinberra aðila lúti í einu öllu að þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra samkvæmt íslenskum lögum. Skræða ehf. telur að fram að þessu virðast opinberir aðilar hafa látið sig skeyta litlu um þær kvaðir sem að þeim lúta við ráðstöfun opinberra fjármuna við innkaup á hugbúnaði og þjónustu fyrir íslenska heilbrigðiskerfið eða þau samkeppnislegu áhrif sem umsvif þeirra á þessum markaði valda, sér í lagi þegar ákveðin félög hafa átt í hlut. Þessu til rökstuðnings má draga fram eftirfarandi staðreyndir […]<br /> <br /> Ítrekuð kaup hins opinbera á vöru og þjónustu af sömu aðilum án eins einasta útboðs hafa án nokkurs vafa gert samkeppnisaðilum mun erfiðara fyrir að ná fótfestu á þessum markaði, sér í lagi þar sem hið opinbera er langtum stærsti kaupandinn að hugbúnaðalausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi, þá sérstaklega sjúkraskrárkerfum og tengdum lausnum.<br /> <br /> Þá má geta þess að í samskiptum við Skræðu ehf. hélt heilbrigðisráðuneyti því fram í bréfi, dags. 18. maí 2010, að samningur um smíði og notkun Sögu kerfisins hafi verið gerður í kjölfar útboðs árið 1994. Þegar Skræða ehf. leitaði upplýsinga um umrætt útboð m.a. hjá Ríkiskaupum og heilbrigðisráðuneytinu var þar engar upplýsingar að finna. Í bréfi, dags. 15 júní 2012, dró velferðaráðuneyti fyrri fullyrðingar um útboð til baka í kjölfar þess að beiðni hafði verið send til úrskurðarnefndar um upplýsingamál um aðgang að þeim samningi er gerður var í kjölfar meints útboðs.<br /> <br /> Til frekari skýringar eru meðfylgjandi erindi þessu afrit af framangreindum gögnum.<br /> <br /> Sé umþrættur samningur embættis landlæknis við TM Software settur í samhengi við framgreinda sögu ætti að þykja full ástæða til opinbera hann í það minnsta til að draga af allan vafa um að samningurinn brjóti ekki á lögvörðum hagsmunum fyrirtækja og almennings með nokkrum hætti, að um sé að ræða eðlilega ráðstöfun almanna fés og að gerða hans sé í fullu samræmi við þau lög og kvaðir sem hvíla á opinberri stjórnsýslu og opinberum embættum. <br /> <br /> Í þessu samhengi telur Skræða ehf. það vekja furðu að hið opinbera embætti landlæknis skuli í erindi sínu gagnrýna með jafn ómálefnalegum og órökstuddum hætti að Skræða ehf. nýti sér þau úrræði og heimildir sem löggjöfin veitir fyrirtækinu til að leita réttar síns. Að sama skapi kann það að skjóta skökku við að embætti landlæknis gagnrýni fyrirtækið að leita upplýsinga um hvort samkeppni á markaði með sjúkraskrár og hugbúnað því tengdu hafi verið raskað með háttsemi opinberra aðila.<br /> <br /> Skræða ehf. gerir ekki frekari athugasemdir varðandi framkomna kæru embættis landlæknis og til viðbótar við framanritað vísar fyrirtækið almennt til fyrirliggjandi athugasemda fyrirtækisins í máli því sem var til grundvallar hinni umræddu ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Skræða ehf. mótmælir því framkominni kæru embættis landlæknis, bæði hvað varðar aðalkröfu embættisins sem og varakröfu þess. Telur Skræða ehf. hvorki vera til staðar atvik eða aðstæður sem réttlæta frestun réttaráhrifa úrskurðar nefndarinnar né heldur ógildingu hennar.“<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Í 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál lagt fyrir stjórnvald eða annan aðila að veita aðgang að gögnum geti nefndin, að kröfu viðkomandi, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til. Krafa þess efnis skal berast úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests. Frestun á réttaráhrifum úrskurðar er, samkvæmt 2. mgr. 24. gr., bundin því skilyrði að mál verði borið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu ákvörðunar um frestunina og óskað eftir að það hljóti flýtimeðferð. Verði beiðni um flýtimeðferð synjað skuli mál höfðað innan sjö daga frá synjuninni.<br /> <br /> Í athugasemdum við umrædda grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 segir m.a. svo: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“<br /> <br /> Sambærilegt ákvæði var áður í 18. gr. upplýsingalaga. Á það hefur m.a. reynt í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-78/1999C, A-117/2001B, A-233/2006B, A-277/2008B, A-328B/2010, B-438/2012 og B-442/2012. Í þeim hefur verið lagt til grundvallar að með þeirri grein hafi fyrst og fremst verið höfð í huga tilvik þar sem í húfi séu tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. Í fyrri úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 23. september 2013, var greint frá því að nefndin hefði farið ítarlega yfir kaupsamninginn sem mál þetta lýtur að og komist að þeirri niðurstöðu að í honum kæmu ekki fram upplýsingar sem réttlætt gætu að synjað yrði um aðgang að honum. Ekkert er fram komið sem breytir þessu mati nefndarinnar.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um uppýsingamál telur engu að síður rétt að víkja í stuttu máli að nokkrum sjónarmiðum sem fram koma í beiðni landlæknisembættisins til nefndarinnar.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Af hálfu landlæknis hefur í fyrsta lagi komið fram að kærandi setji kröfu sína ekki fram „í þágu almannahagsmuna sem hann gerir kröfu um aðgang að […] heldur vegna sinna eigin viðskiptahagsmuna“. Af tilefni þessa skal tekið fram að rétt er að af hálfu kæranda hefur ekki verið vísað til þess að hann eigi ríkari aðgangsrétt en almenningur samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur og ekki verið tekin afstaða til þess hvort hann eigi slíkan rétt skv. 14. gr. laga nr. 140/2012. Sá grundvallarréttur sem almenningur nýtur samkvæmt 5. gr. laganna er óháður því hvort aðgangs sé óskað í þágu almannahagsmuna eða einkahagsmuna eða einhverra sérstakra hagsmuna yfirleitt og verður ekki séð að af þessari ástæðu skuli orðið við kröfu landlæknis.<br />  <br /> Af hálfu landlæknis hefur því í öðru lagi verið haldið fram að „ÚNU hefði ekki komist að umræddri niðurstöðu hefði afstaða og andmæli TM Software legið fyrir“. Í tilefni af þessu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að taka fram að TM Software var ekki aðili að því stjórnsýslumáli sem leitt var til lykta með úrskurði nefndarinnar frá 23. september 2013 og naut því ekki andmælaréttar eftir ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hins vegar bar landlækni, og síðar úrskurðarnefnd um upplýsingamál, að rannsaka málið með fullnægjandi hætti skv. 10. gr. stjórnsýslulaga. Til þess að fullnægja þeirri rannsóknarskyldu kann stjórnvaldi að vera nauðsynlegt að leita eftir afstöðu annarra en aðila málsins. Afstaða TM Software til gagnabeiðni þeirrar sem mál þetta lýtur að lá fyrir þegar landlæknir komst að sinni niðurstöðu og hefur úrskurðarnefndin kynnt sér þá afstöðu. Var því ekki ástæða til þess að úrskurðarnefndin leitaði sérstaklega eftir þeirri afstöðu, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Landlæknir hefur í þriðja lagi vísað til þess að samkeppniseftirlitið hafi talið að samkvæmt stjórnsýslufyrirmælum settum samkvæmt samkeppnislögum, nánar tiltekið reglum nr. 880/2005, ætti Skræða ehf. ekki rétt á því að fá aðgang að umræddum kaupsamningi og bæri úrskurðarnefndinni skylda til að hlíta því. Í tilefni af þessu tekur nefndin fram að hún starfar á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 og er í störfum sínum ekki bundin af niðurstöðum annarra stjórnvalda sem fjallað hafa um mál á grundvelli stjórnsýslufyrirmæla sem um störf þeirra gilda.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekkert nýtt hafa komið fram er sýni að fyrir hendi séu lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. A-497/2013, frá 23. september sl. Ber því að hafna kröfu landlæknis þar að lútandi. Þá sér nefndin ekki ástæðu til þess að afturkalla úrskurðinn að eigin frumkvæði, sbr. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, enda bendir ekkert til þess að hann sé haldinn svo verulegum annmarka að hann sé ógildanlegur að lögum.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kröfu landlæknis, um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar A-497/2013, frá 23. september 2013, er hafnað. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður </p> <div> <br /> </div> <div> Sigurveig Jónsdóttir                                                                                      <br /> <br /> Friðgeir Björnsson  <br /> </div> |
A-508/2013. Úrskurður frá 20. nóvember 2013 | Kærð var sú ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að synja um aðgang að lánssamningi sem bærinn gerði við FMS Wertmanagement. Áður hafði verið úrskurðað í því máli (úrsk. nr. A-474/2013) en þann úrskurð hafði orðið að fella úr gildi vegna efnisannmarka. Því var kveðinn upp nýr úrskurður en efnislega varð niðurstaðan í megindráttum sú sama, þ.e. að veita skyldi aðgang að samningnum. Þó var gerð breyting varðandi tilteknar útstrikanir. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 20. nóvember 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-508/2013 í máli ÚNU 13070001<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni og forsaga máls</h3> <p>Með bréfi, dags. 28. júní 2013, kærði [A] þá ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að synja honum um aðgang að lánssamningi sem bærinn gerði 15. desember 2011 við FMS Wertmanagement.<br /> <br /> Málið á sér þann aðdraganda að með úrskurði nr. A-474/2013, dags. 31. janúar 2013 (í máli ÚNU 12060006) úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál að Hafnarfjarðarbæ bæri að afhenda kæranda afrit af umræddum lánssamningi með tilteknum útstrikunum. Hafnarfjarðarbær gerði þá kröfu, dags. 7. febrúar 2013, að nefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðarins, m.a. vegna innbyrðis ósamræmis í honum. Nefndin úrskurðaði um það mál (ÚNU 13020001) hinn 25. júní 2013, með úrskurði B-474/2013, og felldi úrskurð A-474/2013 úr gildi. Í úrskurði B-474/2013 segir að með því að fella A-474/2013 úr gildi í heild sinni beri nefndinni að kveða upp nýjan úrskurð og það verði gert að undangenginni málsmeðferð í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í framhaldi af því var málsaðilum, með bréfi nefndarinnar, dags. 25. júní 2013, veittur kostur á að skýra sjónarmið sín. Með bréfi, dags. 28. júní 2013, féll kærandi hins vegar frá kærunni og var málið þá fellt niður. Hann stofnaði síðan til nýs máls (ÚNU 13070001) með framangreindri kæru, dags. 28. júní sl. Þar segir m.a.: <br /> <br /> „… legg ég fram nýja kvörtun byggða á upplýsingalögum frá árinu 2012. Kvörtun mín hljóðar þannig: „Í tilefni af nýjum úrskurði (B-474/2013 25. júní 2013) úrskurðarnefndar um upplýsingamál fer ég fram á að fá afrit af lánasamningi Hafnarfjarðarbæjar og FMS Wertmanagement, sbr. ný upplýsingalög nr. 140/2012 [sem] tóku gildi 28. desember 2012. Fer ég fram á að fá afrit sem bæjarbúi og á sömu rökum og ég hef áður beðið um þessi gögn.“<br /> <br /> Með kærunni fylgdi afrit af ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar, dags. 27. júní 2013. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „...þar sem þú óskar sérstaklega eftir því að ný ákvörðun verði tekin um aðganginn á grundvelli nýrra laga þá tilkynnist að beiðni þinni er synjað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 þ.e. með vísan til þess að óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila en hinir erlendu viðsemjendur Hafnarfjarðarbæjar gera kröfu um algjöran og frávikalausan trúnað um viðskiptakjör og bera fyrir sig þá hagsmuni sem þeir eigi undir vegna samninga og samningsumleitana við aðra aðila.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð </h3> <h3>1.</h3> <p>Með bréfi, dags. 5. júlí 2013, var Hafnarfjarðarbæ veittur kostur á að tjá sig um hina nýja kæru. Þess var óskað að bærinn myndi afmarka nákvæmlega hvaða efnisatriði í umræddum lánasamningi hann teldi eiga að útstrika. Bærinn svaraði fyrst með bréfi dags. 8. júlí 2013. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „......er af hálfu bæjarins vísað til þeirra sjónarmiða sem af hans hálfu fram voru sett þann 22. júní og áréttað svo sem þar kemur fram, að fyrirsvarsmenn bæjarins ganga hér erinda viðsemjanda síns, hins þýska ríkisfyrirtækis, sbr. nú 9. gr. og sjónarmið að baki 2. mgr. 17. gr. laga nr. 140/2012. Þvert gegn vilja og fyrirætlunum sínum urðu fyrirsvarsmenn Hafnarfjarðar að lofa trúnaði um efnisatriði þess samnings sem gerður var og að tæma til fulls öll réttarúrræði sem tiltæk eru að íslenskum lögum í að viðhalda trúnaði um þau. Hagsmunir Hafnarfjarðar lúta því að því einu að tryggja að fyrirsvarsmenn bæjarins verði ekki sakaðir um að ganga á bak þeirra trúnaðarloforða sem þeir við ofangreindar aðstæður voru látnir gefa og skapa þannig hættu á beitingu vanefndarúrræða gagnvart þeirri 13 milljarða skuld sem málið varðar. Í því efni eru hagsmunir Hafnarfjarðar ærnir.“<br /> <br /> Bærinn sendi síðan annað bréf, dags. 31. júlí 2013. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Sakir þeirrar áherslu sem viðsemjandinn leggur á trúnað og þess hve mikilsverða hagsmuni hann telur málið varða fyrir DEPFA BANK og FMS Wertmanagement, hlýtur að teljast nauðsynlegt að þessum aðilum verði gefið sérstakt færi á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Beina má samskiptum þar að lútandi til lögmanns þeirra á Íslandi, […]., Rétti – Aðalsteinsson & Partners. […] virðist eðlilegt að nefndin kalli sérstaklega eftir afstöðu hins þýska ríkisfyrirtækis til einstakra samningsákvæða, komi til þess að ekki verði fallist á þá meginkröfu að meina kæranda um aðgengi að samningnum í heild.“<br /> <br /> Með bréfi dags. 11. júlí 2013 var kæranda gefinn kostur á athugasemdum við fyrra bréf Hafnarfjarðarbæjar og með bréfi dags. 11. september var honum gefinn kostur á athugasemdum við seinna bréfið. Engar athugasemdir bárust.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Eins og rakið er í úrskurði nr. A-474/2013, í máli ÚNU 12060006, þá bárust úrskurðarnefndinni, við meðferð þess máls, athugasemdir […] hdl. fyrir hönd FMS Wertmanagement, með bréfi dags. 21. desember 2012. Þar var þess m.a. sérstaklega krafist að viss atriði yrðu afmáð þar sem þau væru sérstaklega viðkvæm. Þau atriði eru þessi:<br /> <br /> 1. Skilgreining á „Margin“ á bls. 6.  <br /> 2. Ákvæði 6.1 („Repayment“). <br /> 3. Ákvæði 7.3 („Mandatory Prepayment – Allocation Proceeds.“).<br /> 4. Ákvæði 9.1 („Calculation of interest“ – útreikningar vaxta). <br /> 5. Ákvæði 9.3.1 („Rate of default interest“ – dráttarvextir). <br /> 6. Ákvæði 11.2.1 („Calculation of interest in the event of a Market Disruption Event“).<br /> <br /> Sem fyrr segir kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. A-474/2013, þann 31. janúar 2013, og í úrskurðarorði segir: <br /> <br /> „Hafnarfjarðarbæ ber að afhenda kæranda afrit af lánssamningi, dags. 15. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar og FMS Wertmanagement, með eftirtöldum útstrikunum:<br /> 1) Afmá skal prósentuhlutfall vaxta undir skilgreiningu á „Margin“ á bls. 6.<br /> 2) Afmá skal prósentuhlutfall vaxta undir liðnum „Repayment Instalment“ í ákvæði 6.1. á  bls. 16.<br /> 3) Afmá skal prósentuhlutfall sem fram kemur í ákvæði 7.3.5. á bls. 17.<br /> 4) Afmá skal prósentuhlutfall dráttarvaxta sem fram kemur í ákvæði 9.3.1.“<br /> <br /> Sem fyrr segir einnig þá barst nefndinni, eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp, krafa […], hrl., fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, dags. 7. febrúar 2013, um frestun réttaráhrifa. Krafan var studd þeim rökum að í úrskurðinum væri ekki gætt innbyrðis samræmis í forsendum og niðurstöðum. Á einum stað væri mælt fyrir um útstrikun eða úrfellingu upplýsinga en ekki hvar sem þær kæmu fram. Lögmaðurinn vísaði annars vegar til greinar 9.3.2.2. í samningnum og hins vegar til þess að ekki væri rétt að kveðið væri á um vexti eða prósentuhlutfall vaxta í grein 6.1. (þar væri greint frá hlutföllum ársfjórðungslegra höfuðstólsafborgana).<br /> <br /> Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. B-474/2013, dags. 25. júní 2013, var ofangreindur úrskurður nefndarinnar sem fyrr segir felldur úr gildi. Þar segir m.a.<br /> <br /> :„Fyrir liggur að í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingmál nr. A-474/2013 segir að í samningsákvæði nr. 6.1 séu upplýsingar um prósentuhlutfall vaxta, sem afmá skuli. Þar er hins vegar ekki slíkar upplýsingar að finna heldur upplýsingar um hlutföll ársfjórðungslegra höfuðstólsafborgana (sem skv. fyrri úrskurði nefndarinnar nr. A-438/2012, um skilmálaskjal vegna sömu viðskipta, skyldi afmá). Í öðru lagi liggur fyrir að samkvæmt úrskurðinum eigi trúnaður að ríkja um upplýsingar um dráttarvaxtaálag á fót samningsvaxta og afmá skuli þær úr samningsákvæði nr. 9.3.1. Hins vegar koma umræddar upplýsingar einnig fram víðar, sbr. samningsákvæði nr. 9.3.2.2. <br /> <br /> Í ljósi þessa telur nefndin að með framkvæmd úrskurðar nr. A-474/2013 yrði veittur aðgangur að upplýsingum sem ekki má afhenda á grundvelli 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 5. gr. sömu laga. Í síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga segir berum orðum að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum „er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila“. Með framkvæmd úrskurðarins yrði gengið gegn þessu ákvæði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur því óhjákvæmilegt að fella úr gildi umræddan úrskurð á grundvelli 2. tölul. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þar sem úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-474/2013 er felldur úr gildi eru ekki efni til þess að nefndin taki afstöðu til kröfu um að frestað verði réttaráhrifum hans.“<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar aðgang að lánasamningi Hafnarfjarðarbæjar við FMS Wertmanagement, dags. 15. desember  2011. Hann er 63 blaðsíður auk forsíðu og efnisyfirlits, eða alls 65 blaðsíður. <br /> <br /> </p> <h3>1.</h3> <p>Við meðferð máls ÚNU 12060006, sem lauk með úrskurði nr. A-474/2013, kom fram að FMS Wertmanagement teldi samninginn í heild falla undir ákvæði sem takmarka upplýsingarétt almennings, en benti jafnframt á að skilgreining á orðinu „Margin“ á bls. 6 í samningnum væri viðkvæm. Einnig ákvæði 6.1, 7.3, 9.1, 9.3.1 og 11.2.1.<br /> <br /> Það var niðurstaða úrskurðarnefndar að Hafnarfjarðarbæ bæri að afhenda kæranda afrit af samningnum en þó með útstrikunum svo ekki yrði veittur aðgangur að ákvæðum um umsamda vexti og áætlaðar afborganir. Heldur ekki að upplýsingum um vaxtaprósentu í ákvæði um innborganir eða um fyrirframgreiðslu ef tiltekin veðréttindi féllu brott. Nefndin leit svo á að þær upplýsingar sem fram kæmu í skilgreiningu á orðinu „Margin“ og í ákvæðum 6.1., 7.3., 9.3.1. og 9.3.2.2. féllu undir 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Það ætti hins vegar ekki við um ákvæði 9.1. í samningnum, (um útreikning vaxta) og ekki ákvæði nr. 11.2.1. (um útreikning vaxta þegar markaðir eru óvirkir). <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Við meðferð fyrri mála vegna umrædds samnings var byggt á ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996. Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þar sem hin nýju upplýsingalög nr. 140/2012 voru í gildi þegar Hafnarfjarðarbær tók hina kærðu ákvörðun, hinn  27. júní 2013, verður í úrskurði þessum byggt á þeim lögum.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. þeirra er að finna meginreglu laganna um upplýsingarétt almennings. Sætir hún undantekningum samkvæmt 6.-10. gr. Í 9. gr. er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum. “<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að jafnvel þótt upplýsingar, sem fram koma í gögnum máls, geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni, verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ. á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344).<br /> <br /> Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti skaðað samkeppnisstöðu þeirra og kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríki eða sveitarfélög. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. þá meginreglu sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.<br /> <br /> Til grundvallar umræddum lánssamningi er skilmálaskjal, dags. 5. desember 2011, milli  Hafnarfjarðarbæjar, FMS Wertmanagement og DEPFA banka, sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. desember 2011, en um aðgang að því skjali var fjallað í úrskurði nefndarinnar nr. A-438/2012 frá 5. júlí 2012 og tekin efnisleg afstaða til aðgangs að ákvæðum sem svara til þeirra ákvæða sem lögmaður FMS Wertmanagement hefur bent á að séu sérstaklega viðkvæm. Í skilmálaskjalinu er m.a. að finna upplýsingar um samningsskilmála endurfjármögnunar tiltekinna lána, þ. á. m. upplýsingar um afborganir og vaxtafót. Niðurstaða þess úrskurðar var sú að heimila skyldi aðgang að skjalinu að undanskildum ákvæðum um umsamda vexti og áætlaðar afborganir, sbr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Til þess ber að líta við mat á aðgangi að þeim lánssamningi sem kærumál þetta varðar að um er að ræða sömu viðskipti og lágu til grundvallar því skilmálaskjali sem fjallað var um í úrskurði nr. A-438/2012 en auk þess að umrætt skilmálaskjal liggur til grundvallar umbeðnum lánssamningi.<br /> <br /> Tekið skal fram að ákvæði 34. gr. lánssamnings kærða við FMS Wertmanagement, um að efni hans skuli vera trúnaðarmál á milli aðila, getur ekki, eitt og sér, komið í veg fyrir aðgang kæranda að samningnum á grundvelli upplýsingalaga, eins og skýrt er tekið fram í athugasemdum við það frumvarp sem síðan varð að þeim lögum.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Með vísan til framangreinds og þeirra röksemda er greinir í úrskurði nr. A-474/2013 er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Hafnarfjarðarbæ beri að afhenda kæranda afrit af umræddum lánasamningi, dags. 15. desember 2011, en með útstrikunum sem hér segir:<br /> <br /> 1)    Afmá skal prósentuhlutfall vaxta undir skilgreiningu á „Margin“ á bls. 6.<br /> 2) Afmá skal prósentuhlutfall ársfjórðungslegra höfuðstólsafborgana undir liðnum „Repayment Instalment“ í ákvæði 6.1 á bls. 16.<br /> 3)   Afmá skal prósentuhlutfall sem fram kemur í ákvæði 7.3.5 á bls. 17.<br /> 4)   Afmá skal prósentuhlutfall dráttarvaxta sem fram kemur í ákvæði 9.3.1 á bls. 19.<br /> 5)   Afmá skal prósentuhlutfall dráttarvaxta sem fram kemur í ákvæði 9.3.2.2 á bls. 19.<br /> <br /> Að fenginni ofangreindri niðurstöðu þykir ekki ástæða til að fjalla um aðrar málsástæður sem hafðar hafa verið uppi vegna málsins.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Hafnarfjarðarbæ ber að afhenda kæranda afrit af lánssamningi, dags. 15. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar og FMS Wertmanagement, með eftirtöldum útstrikunum:<br /> <br /> 1) Afmá skal prósentuhlutfall vaxta undir skilgreiningu á „Margin“ á bls. 6.<br /> 2) Afmá skal prósentuhlutfall ársfjórðungslegra höfuðstólsafborgana undir liðnum „Repayment Instalment“ í ákvæði 6.1 á bls. 16.<br /> 3) Afmá skal prósentuhlutfall sem fram kemur í ákvæði 7.3.5 á bls. 17.<br /> 4) Afmá skal prósentuhlutfall dráttarvaxta sem fram kemur í ákvæði 9.3.1 á bls. 19.<br /> 5) Afmá skal prósentuhlutfall dráttarvaxta sem fram kemur í ákvæði 9.3.2.2 á bls. 19.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir           </p> <div> <br /> </div> <div> Friðgeir Björnsson<br /> </div> |
A-505/2013. Úrskurður frá 7. nóvember 2013 | A kærði afgreiðslu Vestmannaeyjabær á beiðni hans um gögn um samskipti bæjarins við lögmann. Þau tengdust starfsmannamáli sem bærinn hafði til meðferðar, n.t.t. ágreiningsmáli milli bæjarins og tilgreinds starfsmanns um túlkun á ákvæðum kjara- og ráðningarsamnings. Gögnin voru á formi tölvupósts þar sem fjallað var um svigrúm nafngreinds starfsmanns Vestmannaeyjabæjar til sveigjanlegs vinnutíma. Þessi póstur var talinn til gagna máls varðandi starfssamband í skilningi ákvæðis 1. málsgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Það var því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að réttur kæranda skv. 5. gr. upplýsingalaga tæki ekki til tölvupóstsins og var ákvörðun Vestmannaeyjabæjar því staðfest. | <h3 sizcache028198261555332615="7.718281828459045 15 57">Úrskurður</h3> <span>Hinn 7. nóvember 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-505/2013 í máli ÚNU 13040003.</span> <h3 sizcache028198261555332615="7.718281828459045 15 60">Kæra og málsatvik</h3> <span>Með bréfi, dags. 22. apríl 2013, sendi A kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem hann kvartaði yfir því að Vestmannaeyjabær hefði ekki afgreitt beiðni hans um upplýsingar. Í kvörtuninni kom fram að upplýsingabeiðnin hefði lotið að samskiptum Vestmannaeyjabæjar og B lögmanns.<br /> <br /> </span> <p>Í tilefni af erindi A sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til Vestmannaeyjabæjar, dags. 29. apríl., þar sem nefndin gerði bænum grein fyrir efni kærunnar og gaf honum kost á að koma að sínum sjónarmiðum. Umsögn bæjarins barst nefndinni hinn 8. maí 2013. Í umsögninni kom fram að erindi A hefði borist bænum 7. janúar 2013 og því hefði verið svarað 10. sama mánaðar. Í umsögninni sagði jafnframt orðrétt:<br /> <br /> „Í þessu tilfelli sem óskað er eftir gögnum er um viðkvæmt starfsmannamál að ræða  og hefur það hvergi verið gert opinbert. Bókanir ráðsins hafa allar verið ritaðar í trúnaðarmálafundargerð.  Í kjölfarið á þessari fyrirspurn A höfum við farið í gegnum alla vinnuferla hjá okkur og sett betri varnir á tölvukerfi stjórnsýslunnar. Hvorki hann né nokkur annar á rétt á þessum upplýsingum og okkur er það hulin ráðgáta hvernig hann fékk einhvern smjörþef af þessu máli. Því miður liggja nefndarmenn undir grun um að hafa einhversstaðar lekið málinu. Hann hefur marg ítrekað þessa beiðni sína og alltaf verið svarað á sömu nótum, hann á ekki rétt á þessum upplýsingum.“ <br /> <br /> Í svari bæjarins til kæranda, sem fylgdi umsögninni í viðhengi, er vitnað til 3. gr. áðurgildandi upplýsingalaga nr. 50/1996 og sagt að erindi kæranda falli ekki undir upplýsingalög.<br /> <br /> Í kjölfarið áttu sér stað nokkur bréfaskipti milli málsaðila og úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem ekki er þörf á að rekja nánar hér. Þó er rétt að taka fram að í þeim bréfaskiptum kom skýrt fram að kærandi væri ósáttur við afstöðu bæjarins til upplýsingabeiðninnar. Í tilefni af þessu óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu Vestmannaeyjabæjar til þess hvernig ný upplýsingalög nr. 140/2012, sem gildi höfðu tekið þegar beiðni kæranda um upplýsingar barst bæjarfélaginu, horfðu við upplýsingabeiðninni. <br /> <br /> Hinn 28. júní barst svar frá Vestmannaeyjabæ, dags. 26. s.m., þar sem segir m.a.:<br /> <br /> „Um er að ræða trúnaðarmál sem tekið var fyrir í bæjarráði Vestmannaeyja þann 13. desember s.l. og bókað í sérstaka samninga og trúnaðarmálafundargerð sem ekki er opinber. Samskiptin sem um ræðir við B eru vegna lögfræðilegs álits sem tengist starfsmanni hjá Vestmannaeyjabæ og ágreinings sem upp kom vegna túlkunar á kjarasamningi og ráðningarsamningi viðkomandi starfsmanns sem virtist óleysanlegur. Okkar mat var að umrætt álit og bréfaskriftir vegna þess féllu undir 6. gr. 3. tl. upplýsingalaga nr. 140 frá 28. desember 2012 sem tekur á gögnum undanþegnum upplýsingarétti. […] A var því svarað að erindið félli ekki undir gildandi upplýsingalög.“<br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi bréf til Vestmannaeyjabæjar, dags. 16. júlí 2013, og óskaði þess, með vísan til 2. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að bærinn afhenti nefndinni í trúnaði afrit af fyrrnefndum gögnum. Þau bárust með bréfi til nefndarinnar, dags. 19. júlí 2013. Um er að ræða einn tölvupóst, en önnur samskipti munu hafa farið fram símleiðis.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi á ný bréf til Vestmannaeyjabæjar, dags. 23. september 2013. Þar kom fram að á fundi úrskurðarnefndarinnar sama dag hefði nefndin ákveðið að óska eftir frekari gögnum eða upplýsingum frá bænum sem kynnu að veita upplýsingar um tengsl umrædds tölvubréfs við tiltekið dómsmál í skilningi 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Væri slíkum gögnum ekki til að dreifa væri þess óskað að upplýst væri hvort bærinn hefði leitað eftir afstöðu þess einstaklings sem í hlut ætti til upplýsingabeiðni kæranda, sbr. 9. gr. laga nr. 140/2012.“<br /> <br /> Svar Vestmannaeyjabæjar til nefndarinnar barst með bréfi, dags. 8. október 2013. Þar kemur fram að málinu sé lokið í fullri sátt málsaðila og því muni ekki koma til dómsmáls vegna þess. Í bréfinu segir svo m.a.:</p> <p>„Vestmannaeyjabær hefur leitað til þess starfsmanns sem í hlut á […] sbr. 9. gr. laga nr. 140/2012 og veitir ... ekki samþykki sitt fyrir því  að umræddur tölvupóstur sé afhentur. Tekið er fram að málinu er lokið í fullri sátt beggja aðila.“<br /> <br /> Niðurstaða</p> <h3>1.</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal mál skv. 20. gr. sömu laga, þ.e. synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að gögnum eða afhendingu þeirra á því formi sem óskað er, borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnunum var tilkynnt um ákvörðun stjórnvaldsins. Efni kærunnar í máli þessu er það að Vestmannaeyjabær hafi ekki afgreitt beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar segir að beiðni kæranda hafi borist 8. janúar 2013 og verið svarað 10. sama mánaðar. Vestmannaeyjabær hefur ekki sýnt fram á að kæranda hafi verið leiðbeint um kæruheimild og kærufrest til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Eins og málið liggur fyrir úrskurðarnefndinni samkvæmt framansögðu telur nefndin þann vafa sem uppi er um afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda verði að meta honum í hag og beri nefndinni því að taka málið til efnislegrar meðferðar.<br /> <br /> Eins og rakið er hér að framan lýtur mál þetta að aðgangi að tölvupósti sem lögmaður Vestmannaeyjabæjar sendi bænum í tengslum við starfsmannamál sem bærinn hafði til meðferðar, n.t.t. vegna ágreiningsmáls milli bæjarins og tilgreinds starfsmanns um túlkun á ákvæðum kjara- og ráðningarsamnings. Í þessum tölvupósti kemur fram hvaða fyrirkomulag lögmaðurinn telji geta verið ásættanlegt fyrir báða aðila.<br /> <br /> Í bréfi bæjarins, dags. 26. júní 2013, var vísað til þess að sú ákvörðun, að veita ekki aðgang að umræddu skjali, byggðist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í þeim tölulið kemur fram að undanþegin upplýsingarétti séu bréfaskipti við sérfróða aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Síðar kom fram, sbr. bréf bæjarins, dags. 8. október 2013, að málinu hefði lokið með fullri sátt beggja aðila. Þá telur bærinn að um viðkvæmt starfsmannamál sé að ræða, sem sé trúnaðarmál, og vísar bærinn í því sambandi til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Fyrir liggur að slíkt samþykki hefur ekki verið veitt.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að lögin taki til allrar starfsemi stjórnvalda.<br /> <br /> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr.“<br /> <br /> Í 1. mgr. 7. gr. laganna segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lögin taki til skv. 2. gr. taki ekki til „gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti“.<br /> <br /> Í athugasemdum við þessa grein, í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 140/2012, segir: <br /> <br /> „Upplýsingar um hvaða starfsmenn starfa við opinbera þjónustu, hvernig slík störf eru launuð og hvernig þeim er sinnt eru almennt ekki talin að öllu leyti til einkamálefna viðkomandi starfsmanns eða vinnuveitanda hans. Að hluta til kann hér að vera um að ræða mikilvægar upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Því gilda hér að nokkru marki önnur sjónarmið en almennt eiga við í vinnuréttarsambandi á almennum vinnumarkaði. […] Með gögnum í málum sem varða starfssambandið að öðru leyti, sbr. niðurlag 1. mgr. 7. gr., er átt við gögn í málum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur starfsmanna. Þau rök búa hér að baki að rétt sé veita starfsmanni ákveðið öryggi í starfi og varðveita trúnað í vinnusambandinu sem ella væri hætta á að brysti ef veittur yrði aðgangur að gögnum í slíkum málum. Af þessu leiðir enn fremur að opinberir aðilar ættu síður möguleika á því að laða til sín og halda hjá sér hæfu starfsfólki. Til mála er varða starfssambandið teljast t.d. mál þar sem starfsmaður hefur þurft að sæta frádrætti frá launum, ákvarðanir stjórnenda um sveigjanlegan vinnutíma og um aukastörf, sbr. IV. kafla laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og enn fremur mál er lúta að aðfinnslum og áminningu eða eftir atvikum starfslokum.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér tölvupóstinn sem mál þetta varðar. Efni hans tengist máli um svigrúm nafngreinds starfsmanns Vestmannaeyjabæjar til sveigjanlegs vinnutíma, og telst til gagna máls varðandi starfssamband í skilningi framangreinds ákvæðis 1. málsgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að réttur kæranda skv. 5. gr. upplýsingalaga taki ekki til tölvupóstsins. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er ákvörðun Vestmannaeyjabæjar um að synja A um aðgang að tölvupósti, sem lögmaður Vestmannaeyjabæjar sendi bænum, dags. 8. nóvember 2012, og varðar starfssamband milli bæjarins og eins af starfsmönnum hans.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                        <br /> <br /> Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
A-506/2013. Úrskurður frá 7. nóvember 2013 | A kærði synjun Hörgársveitar (H) á beiðni um aðgang að gögnum varðandi kaup H á eignarhluta Íslandsbanka hf. í Hrauni í Öxnadal ehf. A vísaði til þess að hún og eiginmaður hennar ættu einstaklingsbundinna hagsmuna að gæta, og ættu því rétt til aðgangs samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin taldi upplýsingarnar ekki hafa slík tengsl við þessa einstaklinga að vinnsla með þær gæti haft áhrif á hagsmuni þeirra. Því gilti umrædd grein ekki um aðgang þeirra að gögnunum. H hafði m.a. synjað um aðgang á þeim grundvelli að um væri að ræða einkahlutafélag. Úrskurðarnefnd taldi það engu breyta enda lyti málið ekki að synjun félagsins heldur að gögnum í vörslu H og að sem stjórnvaldi bæri H, að lagaskilyrðum uppfylltum, að veita almenningi aðgang að þeim. Upplýsingar í umræddum gögnum teldust hvorki varða fjárhags- og viðskiptahagsmuni einkahlutafélagsins né vera til þess fallnar að valda samningsaðila H, Íslandsbanka hf., tjóni yrðu gögnin gerð opinber. Því bæri H að veita aðgang að gögnunum. | <h3><span>Úrskurður</span></h3> <p>Hinn 7. nóvember 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-506/2013, í máli ÚNU 13060002.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 10. júní 2013, kærði A þá ákvörðun Hörgársveitar, dags. 21. maí, að synja beiðni hennar, dags. 3. maí, um aðgang að gögnum vegna afskipta sveitarfélagsins undanfarið ár af menningarfélaginu Hrauni í Öxnadal ehf.<br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Kærandi sendi Hörgársveit beiðni um afhendingu gagna með tölvubréfi, dags. 3. maí 2013. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram: <br /> <br /> „Málefni hlutafélagsins [Hrauns í Öxnadal ehf.] hafa verið til umfjöllunar í sveitarstjórn og menningar- og tómstundanefnd á undanförnum mánuðum, og bókað um það:<br /> <br /> 11. fundur menningar- og tómstundanefndar 3. september 2012 fjallaði um tillögu Íslandsbanka um lausn á vanda félagsins og ósk [um] viðræður og lagði nefndin til við sveitarstjórn að hún gengi til viðræðna um tillöguna27. fundur sveitarstjórnar fjallaði um tillögu Íslandsbanka um lausn á fjárhagsvanda hlutafélagsins og samþykkt var að ganga til samninga við bankann á grundvelli erindis hans dags. 3. september 201228. fundur sveitarstjórnar fjallaði um fyrirliggjandi drög að kaupsamningi um hlutafé og samþykkti að fela sveitarstjórn að undirrita þau með breytingum sem gerðar voru á fundinum30. fundur sveitarstjórnar samþykkti fyrir sitt leyti ósk um landskipti í Hrauni þar sem 12 ha spilda er tekin undan jörðinni fyrir frístundahús<br /> <br /> Getur þú sent mér afrit af þeim skjölum sem vísað er til í umræddum bókunum og þeirra annarra gagna sem til hafa orðið og eru í vörslum sveitarfélagsins vegna málefna hlutafélagsins og jarðarinnar undanfarið ár og tengjast ofangreindri umfjöllun. (Í áðurnefndri fundargerð menningar- og tómstundanefndar frá 3. september 2012 er bókað: '6. Hraun í Öxnadal ehf. Málefni Hrauns í Öxnadal ehf. hafa verið nokkuð til umfjöllunar að undanförnu m.a. hjá sveitarstjórn, hluthöfum og kröfuhöfum.' Ég hef ekki fundið neinar bókanir sveitarstjórnar frá því fyrir þennan tíma þó ég hafi farið yfir allar fundargerðir ársins. Ekki er því ljóst til hvers fundargerð nefndarinnar vísar að þessu leyti.)“<br /> <br /> Eins og fram hefur komið synjaði Hörgársveit kæranda um aðgang að gögnunum með bréfi, dags. 21. maí. Í bréfinu kemur eftirfarandi m.a. fram:<br /> <br /> „Þau gögn sem beðið var um eru eftirfarandi:<br /> <br /> 1. Erindi Íslandsbanka dags. 3. september 2012 um lausn á vanda Hrauns ehf.<br /> 2. Fyrirliggjandi drög að kaupsamningi um hlutafé<br /> 3. Ósk um landskipti í Hrauni<br /> 4. Önnur gögn sem hafa orðið til undanfarið ár, (m.v. 3. maí 2013), sem sveitarfélagið hefur í sínum vörslum vegna:<br /> a. Hlutafélagsins<br /> b. Jarðarinnar<br /> <br /> Fyrir liggur að um umbeðnar upplýsingar gilda upplýsingalög. Í 4. mgr. 35. gr. hinna nýrri upplýsingalaga nr. 140/2012, segir að ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 skuli halda gildi sínu gagnvart sveitarfélögum með íbúa undir 1.000 manns við gildistöku nýju laganna, til 1. janúar 2016. Því er ljóst að hin eldri upplýsingalög, nr. 50/1996, gilda um meðferð máls þessa.<br /> <br /> Eldri upplýsingalög eru takmörkuð við starfsemi þeirra sem fara með stjórnsýslu. Starfsemi einkaaðila, s.s. hlutafélaga, fellur undir lögin að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir, en lögin gilda að öðru leyti ekki um einkaaðila, Einkaaðilar í skilningi laganna eru t.d. hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu, nema þeim hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk.<br /> <br /> Í athugasemdum við 1. gr. frumvarps til upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að sé hlutafélag í eigu ríkis eða sveitarfélaga nái lögin til upplýsinga er varða eignarhald opinberra aðila á félaginu, nema þær upplýsingar lúti að viðskiptahagsmunum þess, en þá sé heimilt að takmarka aðgang að gögnum.<br /> <br /> Einnig er varðandi upplýsingaskyldu vísað til 5. gr. sömu laga sem fjallar um takmörkun á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, þ.e. einstaklinga, fyrirtækja og lögaðila, sem í þessu tilfelli teljast Hraun í Öxnadal ehf. og hluthafar þess. Hraun í Öxnadal ehf. sem sveitarfélagið Hörgársveit á hlut í, hefur ekki verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk eða opinbert vald. Hörgársveit telur sér því hvorki skylt né heimilt skv. upplýsingalögum nr. 50/1996 að veita umbeðnar upplýsingar að undanskildum upplýsingum viðvíkjandi 3. tölulið hér að ofan, að svo miklu leyti sem um er að ræða gögn sem varða afgreiðslu sveitarstjórnar sem stjórnvalds. Beiðni um afrit af öðrum ofangreindum gögnum er því synjað.<br /> <br /> Að því er varðar lið 4.b. þá er fyrirspurnin fremur opin og lítt afmörkuð. Í gögnum sveitarfélagsins eru ekki skjöl sem varða afgreiðslu þess sem stjórnvalds, önnur en þau sem tengjast 3. lið og fylgja hjálagt.“<br /> <br /> Í kæru málsins, dags. 10. júní, kemur fram að kæran grundvallist annars vegar á upplýsingalögum nr. 50/1996 og hins vegar á lögum nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál að því marki sem upplýsingarnar varða umhverfismál. Kærandi vísar til þess að hún og eiginmaður hennar eigi einstaklingsbundinna hagsmuna að gæta í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sem eigendur jarðarinnar Hóla í Öxnadal, sem er gegnt jörðinni Hrauni í Öxnadal. Kærandi vísar t.a.m. til þess að jarðirnar séu báðar hluti af sama svæði á náttúruminjaskrá. Kærandi vísar til þess að það séu fyrir hendi bæði ríkir einka- og almannahagsmunir af því að upplýst verði um efnisatriði samkomulags sem lýtur að yfirtöku sveitarfélagsins á meirihluta hlutafjár Hrauns í Öxnadal ehf. og hver séu tengsl þess við heimild fyrir landskiptum og þá væntanlega fyrirhuguðu afsali einkahlutafélagsins á hinu úrskipta landi og auknu landi undir frístundabyggð. Kærandi fjallar því næst um inntak 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og vísar til þess að ákvæðið feli í sér takmörkun á upplýsingarétti vegna m.a. mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja eða annarra lögaðila. Kærandi vísar til þess að ekki fáist séð hverjir þeir hagsmunir geti verið og hvernig þeir geti vegið þyngra en hagsmunir almennings einkum þar sem hér ræði um ráðstöfun opinbers fjár og eigna. Þá er á það bent að félagið sé menningarfélag sem sé ekki í samkeppnisrekstri. <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Hörgársveit til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 18. júní 2013. Barst svar við því 5. júlí s.á.<br /> <br /> Í bréfi Hörgársveitar kemur fram að sveitarfélagið hafni því að kærandi geti átt einstaklingsbundinna hagsmuna að gæta í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 fyrir það eitt að jörð hans liggi að þeirri jörð sem hér um ræðir og að jörðin sé hluti af tiltekinni landslagsheild. Þá hafnar sveitarfélagið því að lög nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál geti átt við vegna afmarkaðs gildissviðs þeirra laga. Í bréfi sveitarfélagsins er fjallað um fólkvanginn að Hrauni í Öxnadal og tilgang friðlýsingar. Fram kemur að umrædd frístundabyggð sé 12 hektarar, sem sé hluti af 77 hektara heimalandi jarðarinnar Hrauns, en alls sé fólkvangurinn 2.286 hektarar auk heimalandsins, sem hafi verið undanskilið fólkvanginum í auglýsingu um friðlýsingu fólkvangsins að Hrauni í Öxnadal nr. 534 frá 10. maí 2007. Fram kemur að þótt frístundabyggð hafi verið skipulögð á landinu gefi það ekki tilefni til þess að sveitarstjórn beri að afhenda gögn er varða hlutafélagið Hraun í Öxnadal ehf. Þá kemur eftirfarandi m.a. fram í bréfinu:<br /> <br /> „Ef óskað er eftir gögnum varðandi hvernig staðið var að skipulagi svæðisins eins og kærandi fjallar nú um, má beina þeirri beiðni til skipulagsnefndar eða sveitarstjórnar sérstaklega. Taka skal fram að ástæður beiðni um upplýsingar voru ekki tilgreindar sérstaklega í upphafi og var því ekki með öllu skýrt hvaða gögn skyldi birta.<br /> <br /> Í Aðalskipulagi Hörgár[sveitar] 2006-2026 er gert ráð fyrir 10 sumarhúsum í landi Hrauns á um 5 ha svæði. Varnaraðili vill koma því á framfæri að í ágúst 2010 kom fram beiðni Hrauns í Öxnadal ehf. um landskipti allt að 10 ha (sbr. skjal 1e). Var beiðnin lögð fyrir sveitarstjórn sem gerði ekki athugasemdir við slík landskipti skv. bókun á fundi þann 20. september 2010. Málið var aftur tekið fyrir með nýrri beiðni frá félaginu þann 19. desember 2012 (sjá einnig 1e) þar sem sveitarstjórn samþykkti aftur fyrir sitt leyti landskipti þeirra 12 ha sem lýst var og tilkynnti félaginu það með bréfi. Í framhaldi af seinna erindinu veitti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið félaginu leyfi til að leysa þetta landsvæði, 12 ha úr landbúnaðarnotum sem var og gert. Ekki er vitað hvers vegna félagið sendi ráðuneytinu sitt erindi eftir seinna samþykki sveitarstjórnar, en ekki það fyrra og telst það vart til málefna sveitarstjórnar. Í tillögu að Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2014 sem bíður nú staðfestingar, er gert ráð fyrir frístundabyggð, 12 ha og um 20 hús á grundvelli seinna erindisins. Meðfylgjandi er einnig erindi stjórnarformanns Hrauns í Öxnadal ehf. (skjal 5-1) um heimild til þess að láta skipuleggja byggð fyrir allt að 10 hús nyrst í landi Hrauns, 5-20 ha skv. bréfinu. Bréfið var sent þann 16. ágúst 2005 og samkvæmt bókun sveitarstjórnar um málið 17. ágúst sama ár tekur sveitarstjórn jákvætt í erindið. Er því ljóst að áætlanir um frístundabyggð á svæðinu og stærð svæðisins hafa verið uppi frá því að félagið eignaðist jörðina.<br /> <br /> Það er því ekki um það að ræða að varnaraðili hafi greitt fyrir stækkun svæðisins í tengslum við samning um kaup á hlutafé, heldur hafði sveitarstjórn samþykkt það tveimur árum fyrr og fyrstu áætlanir um landskipti árið 2005 voru um allt að 20 ha. svæði.<br /> <br /> Hvað varðar ráðstöfun opinberra fjármuna vísar varnaraðili á ný til svars til kæranda, dags. 21. maí 2013. Í því kemur fram að varnaraðili telji upplýsingalög nr. 50/1996 takmarkast við starfsemi þeirra sem fara með stjórnsýslu. Starfsemi einkaaðila, s.s. hlutafélaga, falli því undir lögin að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka stjórnvaldsákvarðanir, sem er ekki raunin um félagið Hraun í Öxnadal ehf. Í athugasemdum við 1. gr. frumvarps til upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að ef hlutafélag er í eigu ríkis eða sveitarfélaga, nái lögin til upplýsinga er varða eignarhald opinberra aðila á félaginu, nema upplýsingarnar lúti að viðkvæmum viðskiptahagsmunum þess, en þá sé heimilt að takmarka aðgang að gögnum. Eins og kom fram í svarinu þá telur varnaraðili að um slíkt sé að ræða í þessu tilfelli og vísar til 5. gr. laganna um takmörkun á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Félagið Hraun í Öxnadal ehf. á hagsmuna að gæta í málinu sem einkaaðili og umbeðin gögn tengjast félaginu ótvírætt, sem og hluthöfum þess.<br /> <br /> Þá liggur fyrir að meðal gagna eru upplýsingar sem varða viðskipti félagsins Hrauns við Íslandsbanka og uppgjör þeirra á milli. Er hér um að ræða einkamálefni meðal annars Íslandsbanka, sem rétt og skylt er að leynt fari. Vera kann að Íslandsbanki telji í gögnum máls felast upplýsingar um kjör félagsins Hrauns eða aðrar viðskiptaupplýsingar sem ekki eiga erindi við aðra. Hörgársveit er ekki [í] aðstöðu til að veita umbeðnar upplýsingar í ljósi þessara sjónarmiða, sbr. 5. gr. laga nr. 50/1996. Ber til þess að líta að litlar takmarkanir eru á að upplýsingar séu endurnotaðar sbr. VIII. kafla laga nr. 50/1996, sem styrkir það sjónarmið að rétt sé að gæta leyndar um viðskipti Íslandsbanka og félagsins Hrauns.<br /> <br /> Hluti þeirra gagna sem varnaraðili hefur undir höndum vegna jarðarinnar Hrauns og hlutafélagsins, eru í vörslu varnaraðila vegna stjórnarsetu fulltrúa sveitarfélagsins í hlutafélaginu, varða ekki opinbert stjórnsýsluhlutverk varnaraðila og falla því ekki undir upplýsingalög nr. 50/1996. Varnaraðili telur nauðsynlegt að gera greinarmun á slíkum gögnum, sem komið hafa í vörslu varnaraðila vegna félagsins Hrauns í Öxnadal ehf., og svo þeim gögnum sem varnaraðili kann að hafa undir höndum vegna stjórnsýslustarfa, líkt og þau sem þegar hafa verið afhent. Þannig ætti einnig að gera greinarmun á sveitarfélaginu sem stjórnvaldi í málinu og sveitarfélaginu sem hlutafjáreiganda og stjórnunaraðila í hlutafélagi sem hefur ekki opinbert hlutverk.<br /> <br /> Varnaraðili telur sér hvorki skylt né heimilt að afhenda þann hluta gagnanna sem varða einkahagsmuni félagsins þrátt fyrir að einhver slík gögn kunni að vera í vörslum varnaraðila. Um þetta vísar varnaraðili til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 222/2005 (viðskipti með aflamark).<br /> <br /> Hörgársveit telur sér þannig hvorki skylt né heimilt skv. upplýsingalögum nr. 50/1996 að veita umbeðnar upplýsingar. Telji úrskurðarnefndin að það beri að afhenda einhver umbeðinna gagna, er óskað eftir því að tillit verði tekið til hagsmuna einkaaðila í málinu, s.s. félagsins Hrauns í Öxnadal ehf. og annarra aðila sem að málinu kunna að koma og atriði sem lúta að viðskiptahagsmunum og öðrum mikilvægum einkahagsmunum, strikuð út úr þeim gögnum og vísast um það til umfjöllunar um einstök gögn.“<br /> <br /> Hörgársveit afhenti úrskurðarnefndinni samhliða bréfi sínu, dags. 19. júní, fjölda gagna sem voru númeruð í fjórum skjalapökkum og yfirlitsbréf um gögnin sem óskað var trúnaðar um. Eftirfarandi er upptalning gagna og umfjöllun um hvern gagnapakka fyrir sig eins hún er í tilvitnuðu yfirlitsbréfi.<br /> <br /> Gögnin í pakka 1 eru eftirfarandi:<br /> a og b) Bréf Íslandsbanka hf. til Hörgársveitar vegna Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 3. september 2012. <br /> c) Kaupsamningur um hlutafé milli Íslandsbanka hf. og Hörgársveitar, dags. september 2012 (óundirrituð drög) og kaupsamningur um hlutafé milli Íslandsbanka hf. og Hörgarásveitar, dags. 26. nóvember 2012.<br /> d) Samþykkt stjórnar Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 1. október 2012.<br /> <br /> Í yfirlitsbréfinu er fjallað ítarlega um þau skjöl sem tilheyra pakka 1. Hvað skjal a) og b) varðar, sem er eitt og sama skjalið, er með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 talið að ekki eigi að afhenda kæranda skjalið vegna einkahagsmuna Íslandsbanka hf. Skjal c) er tvíþætt, þ.e. annars vegar er um að ræða óundirritaðan kaupsamning milli Íslandsbanka hf. og Hörgársveitar og hins vegar undirritaðan kaupsamning milli sömu aðila. Vísað er til þess að skjölin varði einkahagsmuni bæði Íslandsbanka hf. og Hrauns í Öxnadal ehf. að verulegu leyti og þar að auki sé kveðið á um það í samningnum að hann skuli vera trúnaðarmál. Með vísan til þessa eigi 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 við bæði um undirritaðan samning og samningsdrögin. Þá kemur fram í yfirlitsbréfinu að skjal d) tilheyri Hrauni í Öxnadal ehf. og uppgjöri þess við Íslandsbanka hf. Skjalið fjalli um uppgjör bankans við félagið en ekki sé talið að félagið falli undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá er vísað til þess að vegna ákvæðis kaupsamnings um trúnað þurfi að afmá þrjár síðustu setningar skjalsins úr því verði það afhent með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. <br /> <br /> Þá kemur fram í yfirlitsbréfinu að gögnin í pakka 2 hafi þegar verið afhent kæranda og séu þau: Bréf Hrauns í Öxnadal ehf. til Hörgársveitar, dags. 6. ágúst 2010, mynd af afmörkun landspildu frístundasvæðis úr heimalandi Hrauns, hnits 7. desember 2012, bréf Hrauns í Öxnadal ehf. til Hörgársveitar, dags. 5. desember 2012, bréf Hörgársveitar til Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 23. janúar 2013 og mynd af afmörkun landspildu frístundasvæðis úr heimalandi Hrauns, hnits. 7. desember 2012.<br /> <br /> Gögnin í pakka 3 eru eftirfarandi:<br /> 1. Bréf Hörgárbyggðar til Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 2. september 2003.<br /> 2. Bréf Hörgársveitar til Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 23. september 2011.<br /> 3. Bréf Hrauns í Öxnadal ehf. til Hörgársveitar, dags. 1. júlí 2011.<br /> 4. Bréf Hrauns í Öxnadal ehf. til Hörgársveitar, dags. 8. október 2011.<br /> 5. Fundarboð hluthafafundar Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 4. ágúst 2012.<br /> 6. Hluthafaskrá Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 31. desember 2010.<br /> 7. Samþykkt stjórnar Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 1. október 2012.<br /> 8. Skrá yfir skuldir Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 30. september 2012.<br /> 9. Kaupsamningur um hlutafé milli Íslandsbanka hf. og Hörgársveitar, dags. september 2012 (óundirrituð drög).<br /> 10. Kaupsamningur um hlutafé milli Íslandsbanka hf. og Hörgarásveitar, dags. 26. nóvember 2012.<br /> <br /> Fram kemur í yfirlitsbréfinu að gögnin í pakka 3 séu gögn úr skjalaskáp Hörgársveitar er varða Hraun í Öxnadal ehf., merkt 3-1 til 3-10. Eftirfarandi kemur fram um þessi gögn:<br /> <br /> „Hluti þessara gagna falla mögulega undir lið 2 í fyrirspurn kæranda, önnur gögn „sem til hafa orðið og eru í vörslum sveitarfélagsins vegna málefna hlutafélagsins og jarðarinnar undanfarin ár“, sem þýðir tímabilið frá maí 2012 til maí 2013. Ekki verður fjallað um þau skjöl sem urðu til fyrir maí 2012, sem eru skjal 3-1 til 3-6, enda fjalla öll þau gögn um einkamálefni félagsins Hrauns í Öxnadal og teljast ekki undir upplýsingalög nr. 50/1996.<br /> <br /> </p> <h4>3-7 til 3-10</h4> <p>Skjal 3-7 er einnig í pakka nr. 1, skjal d) og er vísað í umfjöllun þar.Skjal 3-8 er frá september 2012 og fjallar um skuldir félagsins Hrauns í Öxnadal ehf. Ekki fæst séð að þetta skjal falli undir upplýsingalög, þar sem það varðar aðeins einkahagsmuni hlutafélagsins, fjallar ekki um stjórnsýslustörf að neinu leyti né eignarhald sveitarfélagsins á félaginu. Varnaraðili telur því ekki sitt hlutverk að afhenda þetta skjal öðrum. Skjöl nr. 3-9 og 3-10 eru einnig í pakka 1, hluti c) og er vísað í umfjöllun þar.“ <br /> <br /> Gögnin í pakka 4 eru eftirfarandi:<br /> 1. Afsal milli Hrauns í Öxnadal ehf. og Íslandsbanka hf., dags, 19. apríl 2013.<br /> 2. Samkomulag milli Íslandsbanka hf. og Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 19. apríl 2013.<br /> 3. Bréf atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis til Hrauns í Öxnadal ehf. vegna lausnar úr landbúnaðarnotum, dags. 6. febrúar 2013.<br /> 4. Kaupsamningur milli tíu einstaklinga annars vegar og Hrauns í Öxnadal ehf. hins vegar, dags. 8. júlí 2003.<br /> 5. Veðbandayfirlit frá Þjóðskrá Íslands fyrir Hraun land Hörgársveit,  fastanúmer 234-8008, prentað út 8. mars 2013.<br /> 6. Bréf atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis til Hrauns í Öxnadal ehf. vegna lausnar úr landbúnaðarnotum, dags. 6. febrúar 2013.<br /> 7. Fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands vegna Hrauns land Hörgársveit, fastanúmer 234-8008, prentað út 8. mars 2013.<br /> 8. Bréf atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytis til Hrauns í Öxnadal ehf. vegna lausnar úr landbúnaðarnotum, dags. 6. febrúar 2013.<br /> 9. Bréf Hrauns í Öxnadal ehf. til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um lausn úr landbúnaðarnotum, dags. 29. janúar 2013.<br /> 10. Mynd af afmörkun landspildu frístundasvæðis úr heimalandi Hrauns, hnits. 7. desember 2012.<br /> 11. Mynd af afmörkun landspildu frístundasvæðis úr heimalandi Hrauns, hnits. 7. desember 2012.<br /> 12. Bréf Íslandsbanka hf. til Hörgársveitar vegna Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 3. september 2012. <br /> 13. Bréf Íslandsbanka til Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 9. júlí 2012. <br /> 14. Bréf Hrauns í Öxnadal ehf. til Hörgársveitar, dags. 5. desember 2012. <br /> <br /> Í yfirlitsbréfinu er fjallað um pakka 4 með eftirfarandi hætti:<br /> <br /> „Varnaraðili telur að gera þurfi greinarmun á þeim gögnum sem varðaraðili kann að hafa undir höndum vegna stjórnsýslustarfa og svo vegna stjórnarsetu í einkahlutafélagi sem sinnir engu opinberu hlutverki. Þegar af þeirri ástæðu telur varnaraðili sér hvorki heimilt né skylt að afhenda þau gögn sem tilheyra pakka 4 sem er til staðar hjá sveitarfélaginu vegna stjórnarsetu þess í félaginu. <br /> <br /> Þessi gögn bárust á skrifstofu Hörgársveitar frá fyrrverandi stjórnarformanni Hrauns í Öxnadal ehf. eftir að fyrirspurn kæranda dags. 3. maí 2013 var svarað af sveitarstjóra þannig að í raun á ekkert þessara skjala undir fyrirspurn kæranda sem hún hefur nú kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Gögnin varða félagið sjálft og á engan hátt sveitarfélagið né samningagerð þess á nokkurn hátt, utan eins skjals sem gerð er grein fyrir undir pakka 1. Því telur sveitarfélagið að því sé hvorki skylt né heimilt að afhenda þessi gögn þar sem þau varða eingöngu félagið og heyra aðeins að litlum hluta undir upplýsingalög nr. 50/1996. Gögnin eru til staðar hjá sveitarstjórn þar sem sveitarfélagið á fulltrúa í stjórn Hrauns í Öxnadal ehf. og viðkoma ekki stjórnsýslustörfum sveitarfélagsins.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur til skýringar rétt að taka fram að skjal 12 í pakka 4 tilheyrir einnig pakka 1 sem skjal a)-b) og skjöl 10, 11 og 14 í pakka 4 hafa þegar verið afhent kæranda sem hluti af pakka 2. <br /> <br /> Umsögn Hörgársveitar var send kæranda til athugasemda með tölvubréfi, dags. 8. júlí 2013. Með tölvubréfi, dags. 9. júlí, bárust athugasemdir hann þar sem kærandi vísar til þess að í málinu leitist hann við að fá upplýsingar um samningsgerð um kaup kærða á hlutfé í Hrauni í Öxnadal ehf. og upplýsingalög eigi við um þau gögn. Þau tengist beiðni um upplýsingar um umhverfismál en beiðnin varði landskipti fyrir frístundabyggð. Kærandi telur nauðsynlegt að sveitarfélagið afhendi tæmandi lista yfir gögn er varða þessi tvö atriði sem skýri hvaða gögn um ræði. Þá kemur þar eftirfarandi m.a. fram:<br /> <br /> </p> <h3><em>„Samningsgerð um kaup á hlutafé</em></h3> <p>Kærði hefur ekki veitt aðgang að neinum þeim gögnum er lúta að samningsgerð hans vegna kaupa á hlutabréfum í Hrauni í Öxnadal. Kærandi hefur því ekki upplýsingar um hið keypta hlutafé, kaupverð þess, aðra skilmála í tengslum við kaupin og forsendur.<br /> <br /> Sveitarstjórnir fara samkvæmt lögum nr. 138/2011 með stjórn sveitarfélaga í umboði íbúa þess. Verkefni sveitarfélaga eru lögbundin og takmarkast við þau verkefni er talin eru til velferðarmála íbúa og annarra verkefna er varða íbúa þess og ekki eru öðrum falin að lögum. <br /> <br /> Kær[ði] misskilur að því er virðist upplýsingalög og/eða grundvöll beiðni kæranda. Beiðnin um gögn varða samningsgerð sveitarstjórnar Hörgársveitar og kæran er byggð á því að um það gildi upplýsingalög. Gildissvið upplýsingalaga er annað en stjórnsýslulaga, og takmarkast ekki við það þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna, heldur taka þau til „hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerðar og annarrar starfsemi“, líkt og segir í athugasemdum með 1. gr. frumvarps er varð að lögum nr. 50/1996.<br /> <br /> Kærði hefur ekki veitt aðgang að upplýsingum um hvernig sveitarstjórn fór með vald sitt er hún gerði samning um yfirtöku á hlutafé í umræddu hlutafélagi og hefur enn ekkert staðfest um hvort sú samningsgerð stóð í einhverju sambandi við tilgreind landskipti í frístundahúsabyggð eða ekki. Andmæli af hálfu sveitarstjórnarinnar hafa ekki varpað neinu frekara ljósi á þessa samningsgerð af hálfu sveitarfélagsins. Andmælin geyma almenna tilvísun til 5. gr. laganna án þess að kærandi sé nokkuð nær um það hverja mikilvægu fjárhags- eða viðskiptahagsmuni kærði telur um að tefla. Geyma andmælin ítrekaðar tilvísanir til einkahagsmuna, án þess að fram hafi komið að málið varði neina einstaklinga sbr. fyrri málsliður 5. gr.<br /> <br /> Kærði hefur m.a. borið því við að í hluta af gögnunum sé að finna upplýsingar er varða viðskipti Hrauns í Öxnadal ehf. við Íslandsbanka og telur þau vera einkamálefni. Um þetta atriði getur kærandi ekki tjáð sig þar sem ekki liggur fyrir hvers eðlis upplýsingarnar eru, en bendir á að ef viðskipta- eða einkahagsmunir eiga við um eitthvað af þeim gögnum sem um ræðir má ætla að hægur vandi sé að má þær út úr þeim hluta gagnanna er um kann að vera að ræða. Orðalag kæru „Vera kann að Íslandsbanki telji í gögnum málsins felast upplýsingar um kjör félagsins Hrauns eða aðra viðskiptaupplýsingar sem ekki eiga erindi við aðra“, bendir því til þess að kærði hafi ekki aðeins látið undir höfuð leggjast að inna þáverandi stjórn Hrauns í Öxnadal ehf. eftir því hvort hún samþykkir að veita aðgang að hugsanlegum trúnaðarmálum, heldur hafi Íslandsbanki heldur ekki verið spurður. Virðist það stangast á við ákvæði upplýsingalaga, sem sem þau hafa verið skýrð með vísan til frumvarpsins.<br /> <br /> Hugleiðingar kærða um að hann hafi í vörslum sínum gögn er varða jörðina Hraun og hlutafélagið viðast enn og aftur byggðar á þeim misskilningi að gögn um hlutafélagið geti ekki fallið undir upplýsingalög. Svo virðist sem kærði telji gögn um landskiptin vera einu gögnin er varða hlutafélagið Hraun í Öxnadal sem kærði hafi undir höndum og eigi undir upplýsingalög. Kærandi hafnar alfarið þeirri lagatúlkun. <br /> <br /> </p> <h3><em>Landskipti, sumarhús og efnissvið laga nr. 23/2006</em></h3> <p>Af því er varðar vangaveltur kærða um hvort lög nr. 23/2006 eigi við í málinu, er ítrekað það sem fram kom í kæru. Þá er vísað til þeirra staðreynda að kærði virðist nýlega hafa samþykkt að eitt af mestu frístundabyggðarsvæðum í sveitarfélaginu skuli í framtíðinni vera staðsett á svæði sem er [á] náttúruminjaskrá vegna þess að það þykir æskilegt að friðlýsa vegna landslagsverndar m.a. og er auk þess innan jarðar sem að mestu er fólkvangur skv. sérstakri friðlýsingu.“<br /> <br /> Kærandi fjallar því næst um gildandi aðalskipulag á svæðinu og að heimild til að skipuleggja 20 sumarhús, og úrskiptingu lands sem sé á náttúruminjaskrá, varði umhverfismál Hörgársveitar. Þá kemur þar eftirfarandi m.a. fram:<br /> <br /> „Af tilgangi laga nr. 23/2006 og einkum þó af skýru orðalagi 3. sbr. 1. tl. 1. gr. laganna er ljóst að samningsgerð, skipulag, áætlanir og ráðstafanir stjórnvalda sem líkleg eru til að hafa áhrif á land, landslag og náttúruminjar heyra undir lögin.<br /> <br /> Miðað við ofangreint þá þykir kæranda það síður en svo langsótt að álykta í kæru að lög nr. 23/2006 eigi við um skipulagsákvarðanir er varða þessi landskipti og frístundabyggð (og þann þátt samningsgerðar kærða um kaup á hlutafé er varðar þessa úrskiptingu lands og frístundabyggð, ef marka má óstaðfestar frásagnir og þær brotakenndu upplýsingar sem lesa má úr þeim fundargerðum sem vísað er til í kæru). Hafnað er lagatúlkun kærða að þessu leyti.<br /> <br /> Hafnað er vangaveltum kær[ða] um að tilgreina hafi þurft ástæður upplýsingabeiðni. Kærandi óskaði með skýrum hætti eftir gögnum er vörðuðu samningsgerð kærða varðandi kaup á hlutafé í Hrauni í Öxnadal ehf. (að því er virðist sem hluta af lausn á fjárhagsvanda sveitarfélagsins) sem og upplýsingum er vörðuðu beiðni um landskipti vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar, sem virðist vera tengd samningsgerðinni, eftir því sem næst verður komist, þó það hafi enn ekki verið staðfest með beinum hætti af kærða. Beiðninni var beint að réttum aðila og var skýrt sett fram.“<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Kærandi hefur annars vegar vísað til upplýsingalaga nr. 50/1996 og hins vegar til laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál beiðni sinni til stuðnings. <br /> <br /> Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar Hörgársveit tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996 hvað varðar sveitarfélög með undir 1.000 íbúa, sbr. 4. mgr. 35. gr. hinna nýju laga, en Hörgársveit fellur þar undir.<br /> <br /> Upplýsingalög nr. 50/1996 gilda um öll fyrirliggjandi gögn stjórnvalda sem varða tiltekið mál. Lög nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál hafa aftur á móti annað gildissvið þar sem þau gilda einvörðungu um upplýsingar um umhverfismál og er þeim sem falla undir lögin skylt á grundvelli 5. gr. þeirra að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál með þeim takmörkunum sem greinir í 6. gr. m.a. vegna ákvæða upplýsingalaga um gögn sem heimilt er og/eða skylt að synja almenningi um aðgang að. Ekki er skylt að afla sérstaklega upplýsinga til þess að láta almenningi þær í té nema ástand sé yfirvofandi sem haft geti skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýr. <br /> <br /> Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, og nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, og ákvæði 15. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju upplýsingalaga nr. 140/2012, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Af 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er ljóst að stjórnvaldi er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna.<br />  <br /> Hörgársveit hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjölda gagna og eru þau listuð upp í málsmeðferðarkafla hér að framan. Hluti þeirra gagna hefur þegar verið afhentur kæranda, þ.e. öll gögn í pakka 2, en þau gögn eru einnig að finna í öðrum skjalapökkum sem gagn nr. 7 í pakka 3 og gögn nr. 10, 11 og 14 í pakka 4. Þá hefur Hörgársveit afhent úrskurðarnefndinni gögn sem falla ekki undir beiðni kæranda vegna aldurs þeirra, þ.e. gögn nr. 1-6 í pakka 3, en kærandi óskaði aðeins afrits af skjölum sem vísað er í tilgreindum bókunum fundargerða og annarra gagna vegna Hrauns í Öxnadal ehf. sem orðið hafa til undanfarið ár, þ.e. eftir 3. maí 2012, og tengjast þeirri umfjöllun. Ennfremur var hluta þeirra gagna sem afhent voru úrskurðarnefndinni aflað eftir að beiðni kæranda um aðgang að gögnum kom fram, þ.e. gögn nr. 1-9 og 13 í pakka 4. Með vísan til ákvæðis 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er ljóst að ágreiningurinn sem hér um ræðir getur aðeins tekið til gagna sem falla undir upplýsingabeiðni kæranda og voru til þegar beiðnin var sett fram, þ.e. voru fyrirliggjandi í skilningi ákvæðisins, og hafa ekki þegar verið afhent kæranda. <br /> <br /> Þau gögn sem hér um ræðir eru gögn a)-d) í pakka 1 og gagn nr. 8 í pakka 3, sbr. einnig sömu gögn nr. 9 og 10 í pakka 3 og gagn nr. 12 í pakka 4. Um er að ræða eftirfarandi gögn:<br /> <br /> • Bréf Íslandsbanka hf. til Hörgársveitar vegna Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 3. september 2012. <br /> • Kaupsamningur um hlutafé milli Íslandsbanka hf. og Hörgársveitar, dags. september 2012 (óundirrituð drög).<br /> • Skrá yfir skuldir Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 30. september 2012.<br /> • Samþykkt stjórnar Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 1. október 2012.<br /> • Kaupsamningur um hlutafé milli Íslandsbanka hf. og Hörgársveitar, dags. 26. nóvember 2012.<br /> <br /> Framangreind gögn tengjast öll kaupum Hörgársveitar á eignarhluta Íslandsbanka hf. í félaginu Hrauni í Öxnadal ehf. Þau tilheyra máli í skilningi 1. mgr. 3. gr. laga nr. 50/1996 og fer um úrlausn máls þessa eftir þeim lögum, sbr. 4. mgr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Lög nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál hafa hér ekki þýðingu, enda verður ekki séð að þau gögn sem hér um ræðir varði umhverfismál í skilningi þeirra laga.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Hörgársveit synjaði kæranda um aðgang að framangreindum gögnum m.a. á þeim grundvelli að um væri að ræða gögn einkahlutafélags sem félli ekki undir upplýsingalög þar sem félagið tæki ekki ákvarðanir um rétt eða skyldur manna. Hörgársveit hefur í því sambandi vísað til 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. <br /> <br /> Í I. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 er kveðið á um gildissvið laganna. Í 1. mgr. 1. gr. kemur fram að lögin taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Í 2. mgr. sömu greinar kemur fram að lögin gildi jafnframt um einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þá er í 2. gr. fjallað um gildissvið gagnavart öðrum lögum og þjóðréttarsamningum. Í athugasemdum við 1. gr. frumvarps sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 kemur fram að „[ö]fugt við stjórnsýslulög er ekki gerður neinn greinarmunur á því hvers eðlis sú starfsemi er sem stjórnvöld hafa með höndum. Lögin taka því ekki einvörðungu til þess þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga, heldur og til hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerðar og annarrar starfsemi.“ <br /> <br /> Með vísan til þessa er ljóst að upplýsingalög nr. 50/1996 taka til stjórnvaldsins Hörgársveitar og er Hörgársveit skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. Breytir hér engu þótt einkahlutafélagið Hraun í Öxnadal kunni að falla utan gildissviðs upplýsingalaga, líkt og Hörgársveit hefur byggt á í synjun sinni um afhendingu gagna, enda lýtur mál þetta ekki að því að Hraun í Öxnadal ehf. hafi synjað beiðni um upplýsingar, heldur að gögnum sem eru í vörslu Hörgársveitar. <br /> <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Í málsmeðferðarkafla hér að framan eru talin upp öll þau gögn sem Hörgársveit hefur afhent nefndinni þótt sveitarfélagið hafi vísað til þess að um tilvist gagnanna eigi að gilda trúnaður. Upplýsingaréttur almennings tekur m.a. til lista yfir málsgögn, sbr. 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Upplýsingar um það hvaða gögn eru til í fórum stjórnvalda eru í eðli sínu ekki upplýsingar sem eðlilegt er að leynt fari en aftur á móti getur verið rétt og heimilt að synja um afhendingu þeirra með vísan til ákvæða 4.-6. gr. laganna. Með vísan til þessa eru gögnin tilgreind í málsmeðferðarkaflanum. <br /> <br /> Sem fyrr segir lýtur mál þetta að afhendingu á:<br /> <br /> • Bréfi Íslandsbanka hf. til Hörgársveitar vegna Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 3. september 2012. <br /> • Kaupsamningi um hlutafé milli Íslandsbanka hf. og Hörgársveitar, dags. september 2012 (óundirrituð drög).<br /> • Skrá yfir skuldir Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 30. september 2012.<br /> • Samþykkt stjórnar Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 1. október 2012.<br /> • Kaupsamningi um hlutafé milli Íslandsbanka hf. og Hörgarásveitar, dags. 26. nóvember 2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið framangreind gögn og í því sambandi horft til þess hvort 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 standi því í vegi að þau verði afhent kæranda. Í ákvæðinu kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem eigi í hlut. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Í bréfi Íslandsbanka hf. til Hörgársveitar vegna Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 3. september 2012, kemur fram að bankinn hafi áhuga á því að afhenda Hörgársveit eignarhlut sinn í félaginu. Ódagsett drög og kaupsamningur um hlutafé milli Íslandsbanka hf. og Hörgarásveitar, dags. 26. nóvember 2012, lúta að framangreindu. Þar kemur fram hver sé hlutur bankans í félaginu, hvað Hörgársveit greiði fyrir hlutinn og hvaða skilyrði séu sett fram. Samþykkt stjórnar Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 1. október 2012, lýtur að framangreindri yfirtöku Hörgársveitar á eignarhlut Íslandsbanka hf. Skrá yfir skuldir Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 30. september 2012, inniheldur upplýsingar um skuldir við Hörgársveit, Orkusöluna, Rarik, Vís og Securitas.<br /> <br /> Eins og fram hefur komið er félagið Hraun í Öxnadal ehf. eigandi jarðarinnar Hrauns. Í atvinnugreinaflokkun ríkisskattstjóra er félagið í flokki 90.04.0 „Rekstur húsnæðis og aðstöðu fyrir menningarstarfsemi“. Hörgársveit á nú meirihluta í félaginu. Með vísan til þessa og að virtum gögnum málsins fæst ekki séð að þær upplýsingar sem fram koma í þeim gögnum sem hér um ræðir séu þess eðlis að það geti varðað fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins verði þær gerðar opinberar. Úrskurðarnefndin lítur til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna og skipulagi lands innan marka sveitarfélagsins. <br /> <br /> Þá er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum séu til þess fallnar að valda samningsaðila Hörgársveitar, Íslandsbanka hf., tjóni verði þær gerðar opinberar. Umræddur samningur milli þessara aðila og samningsdrög er það frábrugðinn almennum samningum um sölu á eignarhlutum í félögum að ekki verður séð að afhending þeirra geti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni bankans í samningsgerð við aðra aðila. Samningurinn er sérstæður í þeim skilningi að hann verður vart borinn saman við almenna samninga um sölu eignarhluta í einkahlutafélögum. <br /> <br /> Það er því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að þegar vegnir eru saman þeir hagsmunir Hrauns í Öxnadal ehf. og Íslandsbanka hf. af því að synjað verði um aðgang að framangreindum gögnum annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna hins vegar standi lagarök ekki til þess að heimilt sé að synja um aðgang að gögnunum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Breytir engu þótt vera kunni „að Íslandsbanki telji í gögnum máls felast upplýsingar um kjör félagsins Hrauns eða aðrar viðskiptaupplýsingar sem ekki eiga erindi við aðra“ eins og Hörgársveit vísar til í bréfi sínu, dags. 5. júlí sl. <br /> <br /> </p> <h3>5.</h3> <p>Kærandi hefur vísað til þess að hún og eiginmaður hennar eigi einstaklingsbundinna hagsmuna að gæta í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sem eigendur jarðarinnar Hóla í Öxnadal, sem er gegnt jörðinni Hrauni í Öxnadal. Jarðirnar séu báðar hluti af sama svæði á náttúruminjaskrá og að fyrir hendi séu bæði ríkir einka- og almannahagsmunir af því að upplýst verði um efnisatriði samkomulagsins. <br /> <br /> Í 1. mgr. 9. gr. laga nr. 50/1996 sagði að stjórnvöldum væri skylt, væri þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem vörðuðu tiltekið mál ef þau hefðu að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Af lögskýringargögnum má ráða að þetta getur átt við persónuupplýsingar í skilningi laga um meðferð slíkra upplýsinga. Lög nr. 77/2000 leystu lög nr. 121/1989 af hólmi en í þeim er hugtakið persónuupplýsingar skilgreint í 1. tölul. 2. gr. Það er mjög vítt og þótt það taki fyrst og fremst til upplýsinga, sem beinlínis eru um tiltekinn mann, geta aðrar upplýsingar gert það ef þær snerta hann og hafa slík tengsl við hann að vinnsla með þær getur haft áhrif á hagsmuni hans. Það á ekki við um gögn máls þessa og því lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að þau hafi ekki að geyma upplýsingar um kærendur sjálfa, í skilningi 1. mgr. 9. gr. laga nr. 50/1996. Gildir sú grein því ekki um aðgang þeirra að gögnunum.<br /> <br /> </p> <h3>6.</h3> <p>Með vísan til framangreinds og meginreglu 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um upplýsingarétt almennings ber Hörgársveit að afhenda kæranda afrit af bréfi Íslandsbanka hf. til Hörgársveitar vegna Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 3. september 2012, afrit af kaupsamningi um hlutafé milli Íslandsbanka hf. og Hörgársveitar, dags. september 2012 (óundirrituð drög), afrit af skrá yfir skuldir Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 30. september 2012, afrit af samþykkt stjórnar Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 1. október 2012 og afrit af kaupsamningi um hlutafé milli Íslandsbanka hf. og Hörgársveitar, dags. 26. nóvember 2012.<br /> <br /> Að fenginni framangreindri niðurstöðu þykir ekki ástæða til að fjalla um aðrar málsástæður sem hafðar hafa verið uppi vegna málsins.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Hörgársveit ber að afhenda A afrit af bréfi Íslandsbanka hf. til Hörgársveitar vegna Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 3. september 2012, afrit af kaupsamningi um hlutafé milli Íslandsbanka hf. og Hörgársveitar, dags. september 2012 (óundirrituð drög), afrit af skrá yfir skuldir Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 30. september 2012, afrit af samþykkt stjórnar Hrauns í Öxnadal ehf., dags. 1. október 2012 og afrit af kaupsamningi um hlutafé milli Íslandsbanka hf. og Hörgársveitar, dags. 26. nóvember 2012.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir<br /> <br /> Friðgeir Björnsson</p> |
A-503/2013. Úrskurður frá 7. nóvember 2013 | A kærði synjun Seðlabanka Íslands um afhendingu gagna varðandi eftirlit samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál og tengdum stjórnvaldsfyrirmælum. Bankinn taldi umrædd gögn falla undir 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Varðandi skjölin: a) Meðferð og skráning upplýsinga um gjaldeyrisviðskipti, b) Verklagsreglur almenns eftirlits og c) Verklagsreglur við afhendingu mála úr eftirliti, leit úrskurðarnefnd um upplýsingamál til þess að bankinn hefði sett sér þessar reglur til þess að rækja lögbundið hlutverk sitt. Telja mætti skjölin varða hann sjálfan sérstaklega, enda gæti það beinlínis auðveldað sniðgöngu á lögunum, og gert eftirlit hans að sama skapi erfiðara, yrðu þau gerð opinber. Því gætu þau fallið undir ákvæðið. Það ætti hins vegar ekki við um skjalið Nýfjárfesting – verklagsreglur. Seðlabankinn hafði einnig vísað til 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga en nefndin taldi þær undantekningar ekki eiga við. Því bæri Seðlabankanum að veita aðgang að skjalinu. | <h3><span>Úrskurður</span></h3> <p>Hinn 7. nóvember 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-503/2013 í máli ÚNU13020013.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 26. febrúar 2013, kærði A þá ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. sama dag, að synja kæranda um aðgang að gögnum varðandi eftirlit Seðlabankans samkvæmt lögum um gjaldeyrismál og tengdum stjórnvaldsfyrirmælum. <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kærandi sendi Seðlabanka Íslands svohljóðandi beiðni um afhendingu gagna með bréfi, dags. 20. febrúar 2013:<br />  <br /> „Undirritaður óskar eftir afriti af þeim verklagsreglum, vinnureglum, verkferlum, starfsreglum, gátlistum, handbókum, viðmiðunum og öðrum gögnum, hverju nafni sem þau nefnast, sem fyrirliggjandi eru og varða eftirlit Seðlabankans samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál og tengdum stjórnvaldsfyrirmælum. Beiðni þessi er sett fram á grundvelli 2. ml. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 140/2012.“<br /> <br /> Seðlabanki Íslands svaraði kæranda hinn 26. febrúar 2013 með eftirfarandi orðum: <br /> <br /> „Rík þagnarskylda hvílir á starfsmönnum Seðlabanka Íslands um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt, eins og nánar er frá greint í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Upplýsingar þær sem þú óskar eftir eru þess eðlis að þær varða málefni bankans og teljast því ekki til opinberra upplýsinga. Slíkar upplýsingar eru háðar þagnarskyldu nema úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi. Með hliðsjón af þessu er beiðni þinni um afhendingu umræddra upplýsinga hafnað.“<br /> <br /> Hinn 26. febrúar 2013 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál síðan áðurnefnd kæra og þar segir:<br /> <br /> „Kærð er meðfylgjandi ákvörðun Seðlabanka Íslands. Undirritaður telur að orðalag 1. mgr. 35. gr. l. nr. 36/2001 um „málefni bankans sjálfs“ verði ekki túlkað svo rúmt að þar undir falli hvers kyns upplýsingar um þær reglur og viðmið sem Seðlabankinn starfar eftir. Undirritaður hefur óskað eftir afriti af þeim reglum og viðmiðum sem Seðlabankinn hefur sett um hvernig hann framkvæmir eftirlit sitt skv. lögum. Undirritaður telur að þessar upplýsingar falli ekki undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði 1. mgr.  35. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.“<br /> <br /> Með bréfi, dags. 14. mars 2013, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál umsagnar Seðlabankans um kæruna og beindi þeim tilmælum til hans að láta henni umrædd gögn í té.<br /> <br /> Í svari Seðlabankans, dags. 10. apríl 2013, segir:<br /> <br /> „Vísað er til erindis nefndarinnar frá 14. mars sl., þar sem Seðlabanka Íslands er gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæru [A], frá 26. febrúar sl. og koma að frekari rökstuðningi, vegna synjunar bankans um aðgang að nánar tilteknum upplýsingum er varða eftirlit Seðlabanka Íslands samkvæmt lögum nr. 87/1992, með síðari breytingum, um gjaldeyrismál. Frestur var upphaflega veittur til 25. mars sl. en var síðar framlengdur til 3. apríl sl., og svo aftur til 10. apríl. Í ofangreindri kæru krefst [A] þess að Seðlabankanum verði gert að veita sér aðgang að reglum og viðmiðum sem bankinn starfar eftir við eftirlit sitt á grundvelli laga nr. 87/1992.<br /> <br /> Í upplýsingabeiðni þeirri sem kærandi sendi Seðlabankanum þann 20. febrúar sl., og bankinn hafnaði þann 26. febrúar, óskaði hann eftir afriti af þeim verklagsreglum, vinnureglum, verkferlum, starfsreglum, gátlistum, handbókum, viðmiðunum og öðrum gögnum, hverju nafni sem þau nefnast, sem fyrirliggjandi eru og varða eftirlit Seðlabankans samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál og tengdum stjórnvaldsfyrirmælum. Upphafleg beiðni kæranda varðar því ekki endilega sömu gögn og hann tiltekur sérstaklega í kærunni.<br /> <br /> </p> <h3><em>Lög og reglur</em></h3> <p>Seðlabankinn vill benda á að reglur og viðmið sem bankinn starfar eftir skiptast í tvennt, þ.e. annars vegar innri reglur sem bankinn setur sér sjálfur, t.d. verklagsreglur og viðmið, og hins vegar staðfest lög frá Alþingi og stjórnvaldsfyrirmæli sem sett eru á grundvelli þeirra. Innri reglur og viðmið sem Seðlabankinn hefur sett sér vegna eftirlits á grundvelli laga nr. 87/1992 telur bankinn að falli undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, sbr. synjun bankans á afhendingu umræddra gagna, dags. 26. febrúar sl. Lög og stjórnvaldsfyrirmæli sem um starfsemi Seðlabankans gilda, þar með talið en þó ekki eingöngu um eftirlit með gjaldeyrismálum, eru aftur á móti opinber gögn og því aðgengileg almenningi. Má þar helst nefna lög nr. 36/2001, lög nr. 87/1992, reglur um gjaldeyrismál nr. 300/2013 og reglugerð um gjaldeyrismál nr. 679/1994.<br /> <br /> </p> <h3><em>Athugasemdir Seðlabankans</em></h3> <p>Að því er varðar efnisatriði í kæru [A] vill Seðlabankinn taka eftirfarandi fram.<br /> <br /> Rík þagnarskylda hvílir á starfsmönnum Seðlabankans um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Innri reglur og viðmið sem Seðlabankinn starfar eftir við eftirlit sitt á grundvelli laga nr. 87/1992 eru upplýsingar sem varða málefni bankans og teljast því ekki til opinberra upplýsinga. Einnig má benda á að það gæti dregið verulega úr virkni eftirlits Seðlabankans með gjaldeyrismálum ef bankinn væri skyldugur til að gera eftirlitsaðferðir sínar og viðmið opinber. Eðli máls samkvæmt geti slíkar upplýsingar því ekki verið aðgengilegar öllum. Slíkar upplýsingar eru háðar þagnarskyldu nema úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi. Ljóst er að slíkt á ekki við í fyrirliggjandi máli.<br /> <br /> Í 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Í athugasemdum með frumvarpi því er síðar varð að lögum nr. 140/2012 segir svo að markmið ákvæðisins sé að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Jafnframt er tekið fram í athugasemdunum að undir ákvæðið falli ráðstafanir sem ætlað sé að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Að mati Seðlabankans eru eftirlitsaðgerðir bankans, í samræmi við lögbundið hlutverk hans, sbr. nánar 17. gr. laga nr. 87/1992 og einnig 3. og 4. gr. laga nr. 36/2001, til þess fallnar að tryggja öryggi fjármálakerfisins. Enn fremur segir í athugasemdunum að ákvæðið geri ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir og séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki nema að litlu leyti, mundi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli ákvæðisins. <br /> <br /> </p> <h3><em>Niðurlag</em></h3> <p>Með hliðsjón af ofangreindu telur Seðlabanki Íslands að hafna beri kröfu [A] um að bankanum verði gert að veita honum upplýsingar um þær reglur og þau viðmið sem bankinn starfar eftir við eftirlit sitt á grundvelli laga nr. 87/1992.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gaf kæranda kost á að gera athugasemdir við framangreint bréf Seðlabanka Íslands. Hann gerði það með bréfi, dags. 1. maí 2013. Í því segir: <br /> <br /> „Í bréfi Seðlabanka Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 10. apríl 2013, kemur fram það mat bankans að upphafleg beiðni undirritaðs varði ekki endilega sömu gögn og undirritaður tiltók sérstaklega í kæru til úrskurðarnefndarinnar, dags. 26 febrúar 2013. Af þessu tilefni er rétt að taka fram að í kæru undirritaðs kom skýrt fram að kæruefnið er ákvörðun Seðlabanka Íslands 26. febrúar 2013 um að synja undirrituðum um aðgang að gögnum, sbr. orðalagið „Kærð er meðfylgjandi ákvörðun Seðlabanka Íslands“. Þó að undirritaður hafi kosið til einföldunar að lýsa hinum umbeðnu gögnum sem „reglum og viðmiðum“ í umfjöllun sinni um málið, breytir það engu um efni kærunnar, sem lýtur að synjun bankans um að veita afrit af þeim verklagsreglum, vinnureglum, verkferlum, starfsreglum, gátlistum, handbókum, viðmiðunum og öðrum gögnum, hverju nafni sem þau nefnast, sem fyrirliggjandi eru og varða eftirlit Seðlabankans samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál og tengdum stjórnvaldsfyrirmælum. Ljóst er að í beiðni undirritaðs eru taldar upp 7 tegundir tiltekinna fyrirliggjandi gagna sem varða eftirlit Seðlabankans samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál og tengdum stjórnvaldsfyrirmælum, jafnframt því sem óskað er eftir öðrum áþekkum gögnum varðandi nefnt eftirlit.<br /> <br /> </p> <h3><strong>Þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands</strong></h3> <p>1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands inniheldur sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Í umræddu ákvæði er ekki fortakslaust mælt svo fyrir að allar upplýsingar, sem varða Seðlabanka Íslands, skuli fara leynt. Ekki er fyrirfram ljóst að hin umbeðnu gögn falli undir hina sérstöku þagnarskyldu. Undirritaður telur að orðalag 1. mgr. 35. gr. l. nr. 36/2001 um „málefni bankans sjálfs“ verði ekki túlkað svo rúmt að þar undir falli hvers kyns upplýsingar um þær reglur og viðmið sem Seðlabankinn starfar eftir.<br /> <br /> Undirritaður telur að úrskurðarnefndin verði að meta hin umbeðnu gögn, þ.e. hvort þau eru raunverulega þess eðlis að hin sérstaka þagnarskylda taki til þeirra, í heild eða að hluta til.<br /> <br /> </p> <h3><strong>Takmörkunarheimild 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga vegna fyrirhugaðra ráðstafana</strong></h3> <p>Að mati undirritaðs er ljóst að til þess að takmarka megi um aðgang að hinum umbeðnu gögnum á grundvelli 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, verði í fyrsta lagi að liggja fyrir að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að aðgengi sé takmarkað, í öðru lagi að gögnin hafi raunverulega að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir, í þriðja lagi að liggja verði fyrir um hvaða fyrirhuguðu ráðstafanir er að ræða, og í fjórða lagi að skýrlega verði að liggja fyrir með hvaða hætti þær fyrirhuguðu ráðstafanir yrðu þýðingarlausar eða skiluðu ekki tilætluðum árangri ef aðgangur yrði veittur. Þá feli 5. tl. 10. gr. í sér að hina fyrirhuguðu ráðstöfun sé hægt að afmarka sérstaklega, t.d. í tíma, sbr. 2. tl. 1. mgr. 12. gr. sem gerir ráð fyrir að veita skuli aðgang að gögnum eftir að ráðstöfun er lokið. Viðvarandi og stöðugt eftirlit bankans feli, sem slíkt, ekki í sér fyrirhugaða ráðstöfun, þótt einstakir afmarkaðir þættir í því eftirliti kunni á hverjum tíma að falla undir það hugtak.<br /> <br /> Sem fyrr telur undirritaður að úrskurðarnefndin verði að meta hin umbeðnu gögn, meðal annars með tilliti til þess hvort þau innihalda upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir sem spillist ef aðgangur er veittur, í heild eða að hluta til.“<br /> <br /> Með bréfi, dags. 8. maí 2013, kallaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir gögnunum frá Seðlabankanum og bárust þau með bréfi bankans, dags. 30. maí sl. Í því segir: <br /> <br /> „Vísað er til erindis nefndarinnar frá 8. maí sl., þar sem þess er óskað að Seðlabanki Íslands rökstyðji, eftir atvikum með vísan til viðeigandi ákvæða upplýsingalaga nr. 140/2012, á hverju byggt var við mat bankans að afhenda kæranda ekki umbeðnar upplýsingar, þ.e. nánar tilteknar upplýsingar er varða eftirlit Seðlabankans Íslands samkvæmt lögum nr. 87/1992, með síðari breytingum, um gjaldeyrismál.<br /> <br /> Í erindi nefndarinnar er þess jafnframt óskað að nefndinni verði í trúnaði látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Meðfylgjandi er því afrit af Verklagsreglum almenns eftirlits, eins og þær stóðu þann 16. desember 2011, ásamt öðrum gögnum sem varða almennt eftirlit gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands á grundvelli laga nr. 87/1992.<br /> <br /> Seðlabanki Íslands áréttar að meðfylgjandi gögn eru afhent nefndinni í fullum trúnaði.<br /> <br /> </p> <h3><em>Athugasemdir Seðlabankans</em></h3> <p>Varðandi ósk nefndarinnar um frekari rökstuðning vegna synjunar Seðlabankans um afhendingu umbeðinna upplýsinga, þá vísar bankinn til fyrri umfjöllunar sinnar um málið í rökstuðningi frá 10. apríl sl. Í rökstuðningnum reifaði Seðlabankinn helstu sjónarmið varðandi þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og einnig ákvæði 5. tl. 10. gr. laga nr. 140/2012. Að mati Seðlabankans er ljóst að afhending umbeðinna upplýsinga gæti skert virkni eftirlits bankans með gjaldeyrismálum og enn fremur að almannahagsmunir krefðust þess að slík skerðing ætti sér ekki stað, sbr. nánar orðalag í 5. tl. 10. gr. laga nr. 140/2012.<br /> <br /> Í framhaldi af þessu vill Seðlabankinn benda á að í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr. laga nr. 140/2012 segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum þessum. Með gagnályktun frá ákvæðinu verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti gert það að verkum að synja beri um aðgang að tilteknum gögnum stjórnvalda þrátt fyrir ákvæði laga nr. 140/2012. Nefndin hefur byggt á því að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. meðal annars úrskurð nefndarinnar frá 28. júní 2012 í máli A-435/2012. Með þetta í huga telur Seðlabankinn ljóst að umrætt þagnarskylduákvæði í lögum nr. 36/2001 geri það að verkum að bankanum sé rétt og skylt að synja beiðni [A] um aðgang að umbeðnum gögnum. <br /> <br /> </p> <h3><em>Niðurlag</em></h3> <p>Með ofangreint í huga, auk rökstuðnings, dags. 10. apríl sl., ítrekar Seðlabankinn kröfur sínar í málinu, þ.e. að hafna beri kröfu [A] um að bankanum verði gert að veita honum upplýsingar um þær reglur og þau viðmið sem bankinn starfar eftir við eftirlit sitt á grundvelli laga nr. 87/1992.“<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Eins og fyrr er rakið óskaði kærandi eftir því 20. febrúar 2013 að fá aðgang að „þeim vinnureglum, verkferlum, starfsreglum, gátlistum, handbókum, viðmiðunum og öðrum gögnum, hverju nafni sem þau nefnast, sem fyrirliggjandi eru og varða eftirlit Seðlabankans samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál og tengdum stjórnvaldsfyrirmælum“. Beiðnina setti kærandi fram á grundvelli 2. ml. 1. mgr. 5. gr., upplýsingalagalaga nr. 140/2012.<br /> <br /> Þessari beiðni synjaði Seðlabankinn 26. febrúar með vísun til þagnarskylduákvæða í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands.<br /> <br /> Hinn 26. febrúar kærði kærandi framangreinda synjun Seðlabankans og kemur fram í kærunni að hann hafi óskað eftir „afriti af þeim reglum og viðmiðum sem Seðlabankinn hafi sett um hvernig hann framkvæmir eftirlit sitt skv. lögum“ og kveðst telja að þessar upplýsingar falli ekki undir „hið sérstaka þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands.“<br /> <br /> Í athugasemdum Seðlabankans 10. apríl við kæruna kemur fram að bankinn telur að beiðni kæranda frá 20. febrúar varði ekki endilega sömu gögn og kæran til úrskurðarnefndar um upplýsingamál taki til þar sem fleiri gögn séu tiltekin í beiðninni en í kærunni sjálfri.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að þrátt fyrir mismunandi orðalag í beiðni um aðgang að gögnum annars vegar og kærunni hins vegar verði engu að síður að byggja á því að orðalag í kærunni sé þess efnis að hún nái til allra þeirra gagna sem Seðlabankinn synjaði kæranda um 26. febrúar. Verður í úrskurði þessum við það miðað.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Úrskurðarnefndin gaf Seðlabankanum kost á því í bréfi, dags. 14. mars, að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun bankans um synjun á afhendingu og óskaði sérstaklega eftir því að bankinn rökstyddi nánar það álit sitt að umbeðin gögn féllu „almennt undir þá sérstöku þagnarskyldu sem synjunin væri byggð á“. Jafnframt var á það bent að nefndin kynni að nýta sér þá heimild í 22. gr. upplýsingalaga að sá sem kæra beindist að léti henni í té afrit af trúnaðargögnum er kæruna vörðuðu. Það gerði úrskurðarnefndin með bréfi, dags. 8. maí, og sendi Seðlabankinn henni þá eftirtalin gögn með bréfi, dags. 30. maí:<br /> <br /> 1. Meðferð og skráning upplýsinga um gjaldeyrisviðskipti<br /> 2. Verklagsreglur almenns eftirlits<br /> 3. Nýfjárfestingar-verklagsreglur<br /> 4. Verklagsreglur við afhendingu mála úr eftirliti<br /> <br /> Í þessu bréfi Seðlabankans kemur fram að framangreind gögn varði almennt eftirlit gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands á grundvelli laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál byggir á því að Seðlabankinn hafi þannig afhent henni þau gögn sem kæran sem til meðferðar er nái til og samkvæmt því ber nefndinni að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt til þess að fá aðgang að þeim eða ekki.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Í bréfi Seðlabankans til úrskurðarnefndarinnar, dags. 10. apríl, er bent á að reglur og viðmið sem bankinn starfi eftir skiptist í tvennt, annars vegar innri reglur sem bankinn setji sér sjálfur, t.d. verklagsreglur og viðmið, og hins vegar staðfest lög frá Alþingi og stjórnvaldsfyrirmæli sem sett séu á grundvelli þeirra. Bankinn telji að innri reglur og viðmið bankans, sem hann hafi sett sér á grundvelli laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, falli undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands en um sé að ræða upplýsingar sem varði málefni bankans sjálfs og teljist því ekki til opinnberra gagna um eftirlit með gjaldeyrismálum sem séu aðgengileg almenningi, s.s. lög nr. 36/2001, lög nr. 87/1992, reglur um gjaldeyrismál nr. 300/2013 og reglugerð um gjaldeyrismál nr. 679/1994. Verulega gæti dregið úr virkni eftirlits Seðlabankans með gjaldeyrismálum væri bankinn skyldugur til að gera opinberar eftirlitsaðferðir sínar og viðmið.<br /> <br /> Þá kemur fram í bréfinu að auk ákvæða 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands byggi bankinn synjun sína á 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga en í upphafi þeirrar lagagreinar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar almannahagsmunir krefjist. Í 5. tl. lagagreinarinnar sem Seðlabankinn byggir á falla þar undir „fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.“<br /> <br /> Í athugasemdum sem kærandi sendi nefndinni 19. júní segir að ekki sé ljóst að umbeðin gögn falli undir hina sérstöku þagnarskyldu 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Orðalagið í greininni „málefni bankans sjálfs“ verði ekki túlkað svo rúmt að undir það falli hvers kyns upplýsingar um þær reglur og viðmið sem bankinn starfi eftir. Úrskurðarnefndin verði að meta hvort hin sérstaka þagnarskyldan taki til þeirra í heild eða að hluta. Þá kemur sú staðhæfing fram í bréfinu að til þess að hægt sé að takmarka aðgang að gögnum á grundvelli 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga verði að liggja fyrir að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess, að gögnin hafi raunverulega að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir og hverjar þær séu og skýrlega verði að liggja fyrir með hvaða hætti þær fyrirhuguðu ráðstafanir yrðu þýðingarlausar eða skiluðu ekki tilætluðum árangri ef aðgangur yrði veittur. Viðvarandi og stöðugt eftirlit bankans feli sem slíkt ekki í sér fyrirhugaða ráðstöfun þótt einstakir afmarkaðir þættir í því eftirliti kunni á hverjum tíma að falla undir það hugtak.<br /> <br /> </p> <h3>4.</h3> <p>Í skjalinu „Meðferð og skráning upplýsinga um gjaldeyrisviðskipti“ (12 bls.) er í upphafi tekið fram að Seðlabanki Íslands hafi það hlutverk samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, sbr. lög nr. 78/2010, sem breytt hafi þeim lögum, að hafa eftirlit með því að einstaklingar og lögaðilar fari að lögunum. Brot á lögunum og reglum settum samkvæmt þeim geti varðað stjórnvaldssektum eða refsiviðurlögum og meti Seðlabankinn hvort brot á lögunum skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvaldsákvörðun hjá bankanum, varði meint brot bæði stjórnvaldssektum og refsingu. Þá segir að í skjalinu sé því lýst hvaða upplýsingar gjaldeyriseftirliti Seðlabankans sé og hafi verið að skrá og hvernig meðferð þeirra sé háttað. Skjalinu er síðan skipt í kafla, þ.e. „Aðgangsstýring og afhending gagna til þriðja aðila“, „Persónugreinanlegar upplýsingar“ og „Gagnaöflun“. Í síðasta kaflanum er upplýsingakerfi Seðlabankans lýst, hverra upplýsinga sé aflað svo og skráningu þeirra í upplýsingakerfið.<br /> <br /> Í skjalinu „Verklagsreglur almenns eftirlits“ (11 bls.) er því lýst með hverju Seðlabankinn fylgist og á hvaða hátt. Ekki þykir rétt að lýsa skjalinu nánar að því undanskildu að einn þáttur eftirlitsins er með svokallaðri nýfjárfestingu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á reglum um gjaldeyrismál nr. 880/2008 31. október 2009. Ástæðan er sú að eitt þeirra fjögurra gagna er Seðlabankinn afhenti úrskurðarnefndinni varðar þessar nýfjárfestingar sérstaklega og verður síðar vikið að því skjali.<br /> <br /> Í skjalinu „Verklagsreglur við afhendingu mála úr eftirliti“ (1 bls.) er m.a. lýst frumskýrslugerð um meint brot á lögum um gjaldeyrismál og hvernig er háttað afhendingu gagna vegna þeirra til ákveðinna starfsmanna  bankans.<br /> <br /> </p> <h3>5.</h3> <p>Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir m.a.: „Sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. Sama gildir þessar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum.“ Kærandi kveðst byggja kröfu sína á síðari málslið þessarar málsgreinar. <br /> <br /> Í síðari málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Á grundvelli gagnályktunar frá þessu lagaákvæði hefur ítrekað verið á því byggt í úrskurðum úrskurðarnefndarinnar að sérstök þagnarskylda stjórnvalds, þ.e. þegar þagnarskyldan er sérgreind í lögum, leiði almennt til þess að gögn sem hún nær til séu undanþegin upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum. Þessi lögskýring byggist á því sem fram kemur í greinargerðum með frumvarpi til fyrri upplýsingalaga nr. 50/1996 og eins gildanda upplýsingalaga nr. 140/2012. Að því leyti sem slíkum ákvæðum er ætlað að vernda sömu hagsmuni og ákvæði 6.–10. gr. gildandi upplýsingalaga ber að skýra þau til samræmis við þau að svo miklu leyti sem hægt er. <br /> <br /> Í 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 segir: „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur þau atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna að því marki sem þagnarskyldan er sérgreind með þeim hætti að hún nái til alls sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs.  Lagagreinin inniheldur hins vegar jafnframt almenna þagnarskyldureglu að því marki sem hún tekur til annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og „leynt [skal] fara samkvæmt lögum eða eðli máls“.<br /> <br /> Þótt kveðið sé á um það í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 að þagnarskyldan taki til alls þess er varðar „málefni bankans sjálfs“ er ekki þar með sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir ákvæðið. Slíkt verður að meta í hverju tilviki fyrir sig. Verði  þagnarskyldan ekki talin ná til þeirra upplýsinga sem um ræðir verður hins vegar að gæta að því hvort aðrar undantekningar frá upplýsingarétti eigi við, sbr. 6.-10. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Rétt er að geta þess að í 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál kemur fram að þeir sem annast framkvæmd laganna eru bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins. Þetta þagnarskylduákvæði nær þannig ekki sérstaklega til málefna bankans sjálfs eins og kveðið er á um í 35. gr. laga nr. 36/2001. <br /> <br /> Þau gögn sem að framan er lýst, þ.e.a.s. Meðferð og skráning upplýsinga um gjaldeyrisviðskipti, Verklagsreglur almenns eftirlits og Verklagsreglur við afhendingu mála úr eftirliti, eru samdar af Seðlabankanum sjálfum í því skyni að skipuleggja vinnubrögð við eftirlit með því að þeir sem lög nr. 87/1992 um gjaldeyrismál ná til fari eftir lögunum og gerist ekki brotlegir við þau, en þessi eftirlitsskylda hvílir á Seðlabankanum samkvæmt framangreindum lögum. Það er ljóst að við upplýsingaöflun vegna eftirlitsins hljóta að koma fram upplýsingar er kunna að varða hagi viðskiptamanna bankans en slíkar upplýsingar, sem væru þá atviksbundnar, myndu sjálfkrafa falla undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. seðlabankalaganna. Um það þarf í sjálfu sé ekki að fara fleiri orðum því að framangreindar reglur eru ekki bundnar við einstaka viðskiptamenn bankans heldur hvernig staðið skuli skipulega að eftirliti með því að lög um gjaldeyrismál séu haldin og rannsókn á meintum brotum á ákvæðum þeirra laga. Kemur þá til skoðunar hvort reglurnar falli undir það að vera „málefni bankans sjálfs“ í skilningi ákvæðis 1. mgr. 35. gr. seðlabankalaga eða hvort þessar reglur falli utan sérstöku þagnarskyldunnar samkvæmt ákvæðinu. <br /> <br /> Í fyrri lögum um Seðlabanka Íslands, þ.e. nr. 36/1986, 39. gr. og nr. 10/1961, 34. gr. eru þagnarskylduákvæði, en í greinargerðum með frumvörpum til þessara laga eru þau ekki nánar útskýrð. Sama máli gegnir varðandi ákvæði 1. mgr. 35. gr. í frumvarpi til laga nr. 36/2001. Við skýringu á því til hvers sérstök þagnarskylda nær verður að gæta þess að beita ekki of rúmri lögskýringu. Það er hins vegar svo í því tilviki sem hér um ræðir að Seðlabankinn hefur sett sér framangreindar reglur til þess að rækja það lögbundna hlutverk sitt með skipulegum hætti að hafa eftirlit með því að lög um gjaldeyrismál séu ekki brotin og má þannig líta svo á að um sé að ræða málefni sem sjálfan bankann varðar sérstaklega þótt hér kunni að vera nálægt þeim takmörkum komið sem sérstaka þagnarskyldan nær til. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál þykir sýnt að yrðu reglurnar gerðar opinberar gæti það beinlínis auðveldað sniðgöngu á lögunum og myndi gera eftirlit Seðlabankans að sama skapi erfiðara og gögnin þannig þess efnis að eðlilegt sé að þau fari leynt.<br />  <br /> Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að gögnin Meðferð og skráning upplýsinga um gjaldeyrisviðskipti, Verklagsreglur almenns eftirlits og Verklagsreglur við afhendingu mála úr eftirliti, falli undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Var því Seðlabankanum rétt að synja kæranda um aðgang að þessum gögnum. Rétt þykir að taka fram í þessu sambandi að taki sérstakar þagnarskyldureglur til ákveðinna gagna leiðir það af sér að ákvæðum upplýsingalaga verður ekki beitt um sömu gögn og verður því ekki tekin afstaða til þess hvort undantekningarákvæði í 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga eigi við um þau.<br /> <br /> </p> <h3>6.</h3> <p>Úrskurðarnefnd upplýsingamála lítur svo á að skjalið Nýfjárfesting – verklagsreglur sé nokkuð annars eðlis en skjölin þrjú sem fjallað hefur verið um hér að framan. Í 4. mgr. 13. gr. m í lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, sbr. m lið 3. gr. laga nr. 127/2011 um breytingar á lögunum, segir að fjárfestir skuli, með aðstoð fjármálafyrirtækis hér að landi, tilkynna um nýfjárfestingu til Seðlabanka Íslands innan tveggja vikna frá því að nýju innstreymi erlends gjaldeyris er skipt í innlendan gjaldeyri. Slíkri tilkynningu skulu fylgja gögn sem sýna fram á að um nýfjárfestingu eða sölu nýfjárfestingar sé að ræða.  Í skjalinu Nýfjárfesting – verklagsreglur er vísað til tilvitnaðs lagaákvæðis og tekið fram að gjaldeyriseftirlit Seðlabankans áskilji sér rétt til þess að hafna nýfjárfestingu ef gögn sem fylgja með tilkynningu um nýfjárfestingu í skilningi ákvæðisins þykja ekki benda til þess að um nýfjárfestingu sé að ræða. Þá er því víða lýst í skjalinu hverra gagna Seðlabankinn krefst til að meta það hvort hann telji að um nýfjárfestingu sé að ræða samkvæmt framangreindum lagaákvæðum eða ekki. Þá er því og lýst hvernig sé háttað skráningu upplýsinga sem nýfjárfestingun varða. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að í skjalinu sé um að ræða upplýsingar sem hlytu að vera til hagræðis fyrir nýfjárfesta og fjármálafyrirtæki að þekkja. Þannig væri auðveldara fyrir þá að meta hvort líkur væru á að Seðlabankinn veiti heimild til fjárfestingarinnar eða ekki. Af þessum sökum verður ekki talið að skjalið falli undir hina sérstöku þagnarskyldu Seðlabankans skv. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001.<br /> Kemur þá til skoðunar hvort synjun á aðgangi að skjalinu verði byggð á ákvæðum upplýsingalaga. Eins og fyrr er rakið byggir Seðlabankinn á því, að því er öll framangreind skjöl varðar að synjun á aðgangi að þeim byggist auk ákvæða 1. mgr. 35. gr. seðlabankalaga á 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga, en í 10. grein er kveðið á um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Í 5. tl. segir: „…fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum hins opinbera ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.“ Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að ákvæði 3. tl. tengist 4. og 5. tl. sömu lagagreinar sem þýðir að 3. og 5. tl. þarf að lesa saman, eins og stundum er orðað á lagamáli, þegar efni annarrar hvorrar þarf að skýra. 3. tl. hljóðar svo: „efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins“, þ.e.a.s. ef gagn varðar slíka hagsmuni þá er það undanþegið aðgangi almennings. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að efni skjalsins sem að framan er stuttlega lýst sé ekki þess eðlis að þær undantekningar frá upplýsingarétti sem 3. og 5. tl. 10. gr. upplýsingalaga hafi að geyma eigi hér við. Af framangreindum ástæðum er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Seðlabankanum sé skylt að heimila kæranda aðgang að skjalinu Nýfjárfesting-Verklagsreglur.<br /> <br /> Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingmál er því sú að Seðlabanka Íslands hafi verið rétt að synja kæranda um aðgang að skjölunum Meðferð og skráning upplýsinga um gjaldeyrisviðskipti, Verklagsreglur almenns eftirlits og Verklagsreglur við afhendingu mála úr eftirliti, en beri að afhenda honum afrit af skjalinu Nýfjárfesting- Verklagsreglur.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Seðlabanka Íslands var rétt að synja kæranda, [A], um aðgang að skjölunum Meðferð og skráning upplýsinga um gjaldeyrisviðskipti, Verklagsreglur almenns eftirlits og Verklagsreglur við afhendingu mála úr eftirliti. Seðlabanka Íslands ber að afhenda kæranda afrit af skjalinu Nýfjárfesting - Verklagsreglur.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Haukssonformaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                      <br /> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> <br /> <br /> </p> <br /> |
A-502/2013. Úrskurður frá 7. nóvember 2013 | A kærði, fyrir hönd Flugvirkjafélags Íslands, afgreiðslu Flugmálastjórnar Íslands á beiðni þess um aðgang að upplýsingum um hvort nýstofnað fyrirtæki hefði sótt um EASA part-145 starfsleyfi til að viðhalda hjólum, bremsum og öðrum íhlutum. Umsókn R hafði ekki borist Flugmálastjórn Íslands þegar henni barst umrædd beiðni - en þegar málið kom til úrskurðar hafði Flugmálastjórn ákveðið að umsóknin félli undir beiðnina, og að verða ekki við henni. Flugmálastjórn vísaði í fyrsta lagi til 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006. Úrskurðarnefndin taldi það vera sérákvæði um þagnarskyldu en að umsókn R félli ekki undir það. Þá ætti 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 ekki við. Í öðru lagi vísaði Flugmálastjórn til ákvörðunar sinnar nr. 1/2009, sbr. auglýsingu nr. 349/2009, en úrskurðarnefndin kvað lögbundinn rétt almennings til aðgangs að gögnum ekki verða takmarkaðan með stjórnvaldsfyrirmælum og mælti fyrir um að kæranda yrði afhent umbeðið gagn | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 7. nóvember 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-502/2013 í máli ÚNU 13020012. <br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 19. mars 2013 kærði A fyrir hönd Flugvirkjafélags Íslands afgreiðslu Flugmálastjórnar Íslands 18. febrúar sama ár á beiðni félagsins um aðgang að upplýsingum um hvort nýstofnað fyrirtæki, sem ekki var nánar tilgreint í beiðninni, hefði sótt um um EASA part-145 starfsleyfi hjá Flugmálastjórn Íslands til að viðhalda hjólum, bremsum og öðrum íhlutum. Flugmálastjórn Íslands hafnaði beiðni kæranda með ákvörðun 18. febrúar 2013. Vísað var til 7. gr. laga nr. 100/2006 um Flugmálastjórn Íslands og 2. málsliðar 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. <br /> <br /> </p> <p>Með kæru sinni krefst kærandi þess að ákvörðun Flugmálastjórnar verði felld úr gildi og kærða verði gert að afhenda þær upplýsingar og gögn sem beiðni kæranda lýtur að. Í kærunni er vísað til þess að kærandi hafi óskað eftir eftirtöldum upplýsingum og gögnum frá Flugmálastjórn Íslands: Í fyrsta lagi hafi verið óskað eftir því hvort umsókn um starfsleyfi hefði borist Flugmálastjórn Íslands frá nýstofnuðu fyrirtæki sem hygðist afla sér EASA part-145 starfsleyfis hjá Flugmálastjórn Íslands til þess að viðhalda hjólum, bremsum og öðrum íhlutum sem hingað til hefði verið haldið við hjá hlutaverkstæði Icelandair (ITS). Í öðru lagi hefði verið óskað eftir upplýsingum um það hver umsóknaraðilinn væri ef svar við fyrstu spurningu kæranda væri jákvætt. Í þriðja lagi væri óskað nánari upplýsinga um hvers eðlis umsóknin væri ef svar við fyrstu spurningu kæranda væri jákvætt. </p> <p>Kærandi byggir á því að höfnun Flugmálastjórnar Íslands samræmist ekki þeim lagaákvæðum sem höfnunin sé reist á og gangi gegn meginreglunni um upplýsingarétt í 5. gr. upplýsingalaga. Kærandi telur að skilyrði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006 séu ekki uppfyllt. Kærandi hafnar því að hann teljist „óviðkomandi“ í skilningi ákvæðisins og færir fyrir því rök að umsókn um starfsleyfi af þeirri gerð sem beiðni hans lýtur að varði hagsmuni hans og félagsmanna hans. Ákvæðið taki til þess sem eigi að fara leynt, en það skilyrði geti ekki átt við um hinar umbeðnu upplýsingar. Vísar kærandi til þess að félagið hafi þegar fengið þær upplýsingar frá nefndum þriðja aðila að starfsleyfisumsókn hafi verið lögð fram. Þá geti upplýsingarnar ekki talist varða „rekstur eða viðskipti aðila“ í skilningi ákvæðisins. Ekki sé óskað sérgreindra upplýsinga um umsækjanda eða rekstur hans heldur einungis almennra upplýsinga og upplýsinga um það hvers eðlis umsóknin sé. <br /> <br /> Kærandi telur einnig að skilyrði 9. gr. upplýsingalaga séu ekki uppfyllt og því sé ekki grundvöllur til að synja félaginu um hinar umbeðnu upplýsingar á þeim grundvelli. Ekki sé óskað eftir aðgangi að tilteknum fjárhags- eða viðskiptagögnum um umsækjanda og ekki hafi verið óskað upplýsinga sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni. Kærandi hafi ekki óskað upplýsinga sem geti talist viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu eða varði viðskiptaleyndamál. Kærandi hafi þegar verið upplýstur um tilvist fyrirtækis sem ætli að sækja um starfsleyfi eins og það er beiðni kæranda lúti að. Þá hafi kærandi ríka hagsmuni af því að fá upplýsingar um það hvort umsókn hafi borist og hvers eðlis hún sé. Því fari fjarri að aflétt væri viðskipta- eða samkeppnisleyndarmálum með því að veita kæranda aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum. Skýra beri undanþágu 9. gr. upplýsingalaga þröngt, enda sé um að ræða undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt. <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eftir að kæran barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði nefndin Flugmálastjórn Íslands bréf, dags. 28. febrúar 2013, þar sem þess var óskað að stofnunin veitti umsögn um kæruna. Umsögn stofnunarinnar var veitt 5. mars 2013. Þar kemur fram að eitt af verkefnum stofnunarinnar sé að veita heimildir til hvers konar reksturs sem skilgreindur sé í loftferðalögum og reglugerðum settum á grundvelli þeirra, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 100/2006. Flugmálastjórn Íslands líti svo á að umsókn fyrirtækis um starfsleyfi hjá stofnuninni varði verulega viðskipta- og rekstrarlega hagsmuni fyrirtækisins enda séu flest ef ekki öll fyrirtæki sem sæki um starfsleyfi hjá stofnuninni í samkeppnisrekstri. Í ljósi þess fari stofnunin með upplýsingar um slíkar umsóknir sem trúnaðarmál með vísan til 7. gr. laga nr. 100/2006 þar til þær hafi verið afgreiddar. Flugmálastjórn líti svo á að utanaðkomandi aðilar sem tilheyri ekki því fyrirtæki sem sæki um starfsleyfi séu óviðkomandi aðilar sem eigi ekki rétt á upplýsingum um viðkomandi umsókn. Kærandi sé stéttarfélag flugvirkja á Íslandi. Kærandi sé hvorki aðili að umsókn um starfsleyfi né tilheyri fyrirtæki sem sé með slíka umsókn hjá stofnuninni. <br /> <br /> Þá kemur fram í umsögn Flugmálastjórnar Íslands að stofnunin telji að framangreind afstaða verði einnig studd með vísun til 2. málsliðar 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Umsókn fyrirtækis um starfsleyfi hafi að geyma upplýsingar um áætlanir þess, rekstur og starfsemi. Yrði utanaðkomandi aðilum veittur aðgangur að slíkum upplýsingum á þessu stigi máls væri hætta á að viðkomandi fyrirtæki yrði fyrir tjóni, t.a.m. vegna viðbragða væntanlegra samkeppnisaðila. Fyrirtæki á þessum markaði séu fá og því séu upplýsingarnar viðkvæmari en ella. <br /> <br /> Auk þessa vísar Flugmálastjórn Íslands til skýringarefnis sem innleitt hafi verið með ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands nr. 1/2009, sbr. auglýsingu nr. 349/2009. Í skýringarefninu segi eftirfarandi: „All records containing sensitive data regarding applicants or organisations should be stored in a secure manner with controlled access to ensure confidentiality of this kind of data“. <br /> <br /> Með hliðsjón af öllu ofangreindu gerir Flugmálastjórn Íslands þá kröfu að úrskurðarnefndin staðfesti hina kærðu ákvörðun. <br /> <br /> Auk þessa lét Flugmálastjórn Íslands úrskurðarnefndinni í té aðra umsögn. Þar kemur fram að þegar stofnunni hafi borist beiðni kæranda, hinn 7. janúar 2013, hafi hún ekki verið búin að fá formlega umsókn frá nýstofnuðu fyrirtæki,  Rhino-Aviation. Umsóknin hafi hins vegar borist hinn 6. febrúar 2013. Af umsögninni verður ráðið að Flugmálastjórn hafi ekki talið sér vera skylt að upplýsa kæranda um að umsókn hafi ekki borist og að eftir að hún hafi borist hafi stofnuninni ekki heldur talið sér vera skylt að upplýsa kæranda um það. Stofnunin veiti eingöngu upplýsingar um umsóknir um starfsleyfi með almennum hætti, t.a.m. um fjölda umsókna í vinnslu o.þ.h. Beiðni kæranda hafi verið mjög afmörkuð og beinst að sérhæfðri starfsemi og því hafi ekki verið unnt að svara henni með almennum hætti. Með umsögninni fylgdi umsókn Rhino-Aviation til Flugmálastjórnar Íslands um Part 145 starfsleyfi. <br /> <br /> Með bréfum 8. mars og 21. maí 2013 veitti úrskurðarnefndin kæranda tækifæri til að taka afstöðu til þeirrar umsagnar Flugmálastjórnar Íslands sem ekki var veitt í trúnaði. Þann 23. maí lýsti kærandi því yfir að hann myndi ekki lýsa sérstaklega afstöðu sinni til umsagnar Flugmálastjórnar Íslands. <br /> <br /> Lög nr. 119/2012 um Farsýsluna, stjórnsýslustofnun samgöngumála, komu til framkvæmda 1. júlí 2013.  Með lögunum var komið á fót stofnun sem skal annast stjórnsýslu og eftirlit er lýtur meðal annars að flugmálum. Í athugasemdum við frumvarp það sem varð að lögum nr. 119/2012 kemur fram að stofnunin skuli sjá um verkefni sem áður voru á hendi Umferðarstofu og Flugmálastjórnar auk stjórnsýsluverkefna Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Þrátt fyrir að kveðið sé á um það í lögunum að stofnunin skuli bera heitið Farsýslan virðist stofnunin hafa hafið starfsemi 1. júlí 2013 undir heitinu Samgöngustofa. Þar sem umrædd stofnun hefur tekið við lögbundnum verkefnum Flugmálastjórnar Íslands lýtur kæra sú sem hér er til meðferðar að aðgangi kæranda að gögnum hennar.<br />  <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði Rhino-Aviation bréf 14. ágúst 2013 í samræmi við 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Þar var óskað eftir afstöðu fyrirtækisins til beiðni kæranda um aðgang að umsókn fyrirtækisins. Úrskurðarnefndin hafði samband við talsmann fyrirtækisins hinn 2. október. Hann kvaðst myndu senda athugasemdir samdægurs en þær bárust ekki. <br /> <br /> Samgöngustofa tilkynnti úrskurðarnefndinni 6. ágúst 2013 að Rhino-Aviation hefði afturkallað umsókn sína um starfsleyfi. <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Beiðni kæranda til Flugmálastjórnar Íslands laut að upplýsingum um það hvort umsókn um EASA part 145 starfsleyfi hefði borist stofnuninni, hver umsækjandinn væri ef slík umsókn hefði borist og þá hvers eðlis hún væri. Beiðni kæranda laut því ekki beint að því að honum yrðu afhent tiltekin gögn eða gögn ákveðins máls. <br /> <br /> Í 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegra fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að með ákvæðinu séu minni kröfur gerðar til þess hvernig beiðni um aðgang að gögnum sé afmörkuð en gert hafi verið í þágildandi upplýsingalögum nr. 50/1996. Í athugasemdunum sagði meðal annars: <br /> <br /> „Byggist ákvæðið á því að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina þau gögn, eða efni þess máls sem þau tilheyra, sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að. Sú skylda verður að meginstefnu lögð á stjórnvöld, eða aðra sem beiðni um gögn beinist að, að finna þau gögn eða það mál sem efnislega fellur undir beiðni um aðgang að gögnum.“<br /> <br /> Þá er bent á að ljóst sé að slík regla verði, vegna sjónarmiða um skilvirkni og kostnað af stjórnsýsluframkvæmd, ekki lögð á stjórnvöld án takmarkana. Þá segir: <br /> <br /> „Því er áfram gerð sú krafa að beiðni sé að lágmarki þannig fram sett að stjórnvaldi sé fært á þeim grundvelli að finna tiltekin mál eða málsgögn sem hægt er að afmarka upplýsingaréttinn við, með tiltölulega einföldum hætti.“ <br /> <br /> Umsókn Rhino-Aviation um EASA part-145 starfsleyfi hafði ekki borist Flugmálastjórn Íslands þegar henni barst beiðni kæranda. Flugmálastjórn hefur engu að síður tekið þá afstöðu að umsóknin falli undir beiðnina og ákveðið að verða ekki við henni. Eins og atvikum þessum er háttað er ekki ástæða til að úrskurðarnefndin taki sérstaka afstöðu til þess hvaða þýðingu það hefur að beiðni kæranda var sett fram á þann hátt sem gert var. <br /> <br /> Í bréfi Flugmálastjórnar Íslands til úrskurðarnefndarinnar 5. mars 2013 kemur fram að eftir að beiðni kæranda barst stofnuninni hafi hún fengið umrædda starfsleyfisumsókn frá Rhino-Aviation. Gerir úrskurðarnefndin ekki athugasemd við að Flugmálastjórn Íslands hafi tekið afstöðu til þess hvort veita bæri aðgang að umsókninni, enda þótt hún hafi ekki verið í vörslum stofnunarinnar þegar beiðni kæranda barst. Þá hefur það ekki sérstaka þýðingu við meðferð málsins þótt Rhino-Aviation hafi fallið frá umsókn sinni um starfsleyfi þar sem umsóknin sem gagn er nú í vörslum Samgöngustofu en það stjórnvald hefur tekið við lögbundnum verkefnum Flugmálstjórnar Íslands. <br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Réttur kæranda til aðgangs að umsókn Rhino-Aviation um starfsleyfi er reistur á 5. gr. upplýsingalaga þar sem fjallað er um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Í 2. málslið 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga segir að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Synjun Flugmálastjórnar Íslands á beiðni kæranda var meðal annars reist á 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006 um Flugmálastjórn Íslands. Í því ákvæði segir eftirfarandi: <br /> <br /> „Starfsmenn Flugmálastjórnar eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki, að viðlagðri ábyrgð, skýra óviðkomandi frá því sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hafa eftirlit með. Sama gildir um sjálfstæða sérfræðinga sem starfa á vegum Flugmálastjórnar. Þagnarskylda helst þótt látið sé af störfum eða verksamningi ljúki.“<br /> <br /> Þegar kemur að samspili einstakra þagnarskylduákvæða í lögum, annars vegar, og ákvæða  upplýsingalaga nr. 140/2012 skiptir máli hvort þagnarskylduákvæðin teljist almenn eða sérstök. Í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir meðal annars um þetta í umfjöllun um 4. gr. laganna: <br /> <br /> „Í lögum má enn fremur finna sérákvæði um þagnarskyldu þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar. Það fer eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga. Í nokkrum þessara ákvæða eru tilgreindar þær upplýsingar, sem þagnarskylda á að ríkja um, með mjög almennum hætti. Þar má t.d. nefna þegar þagnarskylda á að ríkja um einstaklingsbundnar upplýsingar, einkamálefni, persónuleg málefni eða upplýsingar um hagi einstaklinga eða fyrirtækja. Slík ákvæði valda almennt ekki vanda þar sem auðvelt er að skýra þau til samræmis við 9. gr. frumvarpsins. Þá eru ákvæði sem tilgreina skýrar þær upplýsingar sem þagnarskylda á að ríkja um. Að því leyti sem slíkum ákvæðum er ætlað að vernda sömu hagsmuni og ákvæði 6.–10. gr. frumvarpsins ber að skýra þau til samræmis við þau að svo miklu leyti sem hægt er. Þannig ber t.d. að skýra ákvæði sem mæla fyrir um þagnarskyldu um einkamál og heimilishagi eða þagnarskyldu um nöfn sjúklinga, vitneskju eða grun um sjúkdóma og heilsufar þeirra, til samræmis við 1. málsl. 9. gr. frumvarpsins, en þar kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Þá ber að skýra ákvæði, sem mæla fyrir um þagnarskyldu um efnahag, tekjur eða gjöld einstaklinga, til samræmis við 1. málsl. 9. gr. frumvarpsins, en þar kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í 2. málsl. 9. gr. frumvarpsins er mælt svo fyrir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Til samræmis við þetta ákvæði ber að skýra ákvæði sem mæla fyrir um þagnarskyldu um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða rannsóknir í þágu atvinnulífs sem kostaðar eru af einkaaðilum.“ <br /> <br /> Þá segir: <br /> <br /> „Þau sérákvæði laga um þagnarskyldu þar sem upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til ganga skýrlega lengra en ákvæði 6.–10. gr. frumvarpsins, eða taka til annarra upplýsinga en þar eru undanþegnar aðgangi almennings, ganga framar ákvæðum frumvarps þessa, ef að lögum verður, og hindra því aðgang að þeim upplýsingum sem þar er getið. Afar fá slík ákvæði eru í íslenskum lögum þannig að um óveruleg frávik er að ræða frá þeim rétti til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í frumvarpi þessu.“ <br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur að umrædd 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006 sé sérákvæði um þagnarskyldu varðandi „rekstur eða viðskipti aðila“ sem stofnuninni var falið að hafa eftirlit með en í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 100/2006 sagði meðal annars að ákvæðið væri „til viðbótar við almennt þagnarskylduákvæði 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.“ <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að meta verði hverju sinni hvort upplýsingar teljist varða „rekstur eða viðskipti aðila“. Ákvæðið verður ekki túlkað svo rúmt að upplýsingar um tilvist fyrirtækis eða að fyrirtæki starfi á því sviði sem lýtur eftirliti Flugmálastjórnar teljist einar og sér upplýsingar um „rekstur eða viðskipti“ viðkomandi aðila. Nefndin lítur svo á að markmið ákvæðisins sé að koma í veg fyrir að rekstrar- og viðskiptaupplýsingar sem eftirlitsskyldir aðilar veita Flugmálastjórn Íslands lögum samkvæmt verði gerðar opinberar með þeim afleiðingum að þeir hljóti skaða af. Þótt upplýsingar um tilvist fyrirtækis eða það eitt að fyrirtæki hyggist hasla sér völl á tilteknu starfssviði teljist einar og sér sjaldnast falla undir ákvæðið er ekki útilokað að upplýsingar í umsókn um starfsleyfi falli þar undir. Nefndin telur jafnframt að í ljósi þess að um sérstakt þagnarskylduákvæði sé að ræða kunni upplýsingar að falla undir ákvæðið sem annars teldust ekki undanþegnar upplýsingarétti samkvæmt almennum ákvæðum upplýsingalaga þar að lútandi.<br /> <br /> Sú umsókn sem mál þetta lýtur að er afar fáorð. Hún er ein blaðsíða og þar koma einungis fram upplýsingar um hver umsækjandinn sé og bókstafir sem vísa til þeirrar gerðar af leyfi sem sótt er um. Hvorki í synjun Flugmálastjórnar Íslands, dags. 18. febrúar 2013, né í umsögnum hennar til nefndarinnar er útskýrt hvernig umsóknin veitir upplýsingar um rekstur eða viðskipti umsækjandans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi því rétt að leita til umsækjandans sjálfs og óskaði bréflega eftir afstöðu hans til þessa álitaefnis og þeim sjónarmiðum sem kynnu að búa að baki þeirri afstöðu að rétt væri að synja um aðgang að upplýsingunum. Þrátt fyrir ítrekanir hefur þeirri ósk ekki verið sinnt.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds getur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki fallist á að umsókn Rhino-Aviation frá 4. febrúar 2013 falli undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði í 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006.<br /> <br /> Eftir stendur að taka afstöðu til þess hvort ákvæði 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, geti átt við í málinu. <br /> <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga segir: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ <br /> <br /> Synjun kæranda um aðgang að umsókn Rhino-Aviaton á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga fær því aðeins staðist að fyrir liggi að upplýsingarnar sem þar komi fram varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess félags. Í athugasemdum um ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir meðal annars: <br /> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi.“ <br /> <br /> Umrædd 9. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 5. gr. laganna um aðgang almennings að gögnum og upplýsingum sem lögin taka til. Undantekningarheimild 2. málsliðar 9. gr. á einungis við þegar upplýsingar varða „mikilvæga“ fjárhags eða –viðskiptahagsmuni en sami áskilnaður um mikilvæga hagsmuni á ekki við í tilfelli einstaklinga, sbr. orðalag 1. málsliðar sömu lagagreinar. Þá er í lögskýringargögnum vikið að því varðandi beitingu 2. málsliðar 9. gr. að „miklu“ skipti að „lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða.“ Úrskurðarnefndin telur ekki útilokað að heimilt sé að synja um aðgang að gögnum með vísan til 2. málsliðar 9. gr. þótt ekki liggi fyrir afstaða fyrirtækis eða lögaðila um það hvaða hagsmuni réttlæti slíka synjun.<br /> <br /> Þeirri umsókn sem mál þetta lýtur að var lýst hér að framan. Þar kom fram að umsóknin væri efnisrýr og innihéldi ekki upplýsingar um rekstur eða viðskipti umsækjandans í skilningi 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006. Á grundvelli sömu sjónarmiða og þar eru rakin er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að umsóknin innihaldi engar þær upplýsingar sem falla undir ákvæði 2. málsl. 9. gr. upplýsingalag nr. 140/2012.<br /> <br /> Í tilefni af tilvísun Flugmálastjórnar Íslands til ákvörðunar hennar nr. 1/2009, sbr. auglýsingu nr. 349/2009, tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að lögbundinn réttur almennings til aðgangs að gögnum verður ekki takmarkaður með stjórnvaldsfyrirmælum og verður því í þessum úrskurði ekki fjallað frekar um það skýringarefni sem birtist í ákvörðuninni.<br /> <br /> Með vísan til alls framangreinds verður hin kærða ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands felld úr gildi og lagt fyrir Samgöngustofu að afhenda kæranda hið umbeðna gagn eins og nánar greinir í úrskurðarorði. <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Samgöngustofu ber að afhenda Flugvirkjafélagi Íslands umsókn Rhino-Aviation um „Part-145“ starfsleyfi frá 4. febrúar 2013. <br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                                 </p> <div> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> <br /> </div> |
A-501/2013. Úrskurður frá 7. nóvember 3013 | A kærði, f.h. eigenda jarðar, synjun sýslumanns um að veita þeim aðgang að öllum gögnum tiltekins sáttamáls um landamerki. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það með sýslumanni að málið félli utan valdmarka hennar, enda hefði hann komið að sáttameðferðinni sem handhafi stjórnsýsluvalds og upplýsingalög tækju til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Þá var ekki á það fallist með honum að hér mætti lögjafna frá vissum undantekningum frá meginreglum um upplýsingarétt og heldur ekki á það að kærendur gætu ekki átt aðild að þessu máli fyrir nefndinni því þeir hefðu ekki átt aðild að umræddu sáttamáli. Loks féllst nefndin ekki á að þetta væru upplýsingar sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Ekki væri séð að þær vörðuðu slík einkamálefni einstaklinga að víkja mætti frá þeim grundvallarupplýsingarétti sem kærendur nytu að lögum. Sýslumanni bar að afhenda kærendum umrædd gögn. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 7. nóvember 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-501/2013 í máli ÚNU 12110008.</p> <h3>Kæra</h3> <span>Þann 21. nóvember 2012, kærði A, f.h. eigenda jarðarinnar Kletts í Reykholtsdal, synjun sýslumannsins í Borgarnesi, dags. 25. október s.á., á beiðni hans, dags. 22. október, um aðgang að öllum gögnum sáttamáls um landamerki. Því máli hafi lokið með gerð sáttar milli Langholts (133895) og Laugarholts (133898) í Borgarbyggð, annars vegar og Kaðalstaða 1 (134890) og Kaðalstaða 2 (134891) í Borgarbyggð hins vegar. Þá segir að sáttin sé dagsett 20. febrúar 2011, henni hafi verið þinglýst á jarðirnar af sýslumanninum í Borgarnesi þann 21. mars s.á., á grundvelli 6. gr. laga nr. 41/1919 um landamerki, og í þágu hennar hafi verið dregin landamerkjalína inn yfir jörðina Klett. Kærendur telji nauðsynlegt að fá vitneskju um hver ágreiningur aðila hafi verið í þessi tilviki og í hverju málamiðlun eða sáttaumleitun sýslumannsins í Borgarnesi hafi falist. Þeir telji sig vera aðila að málinu þar sem sú sátt sem hafi náðst – og verið þinglýst – hafi falið það í sér að landamerkjalína hafi verið dregin inn yfir þeirra land. Þeir hafi enga vitneskju haft um landamerkjadeiluna, þeim hafi ekki verið gert kunnugt um þinglýsingu sýslumanns á sáttinni og þeir telji alvarlega misbresti vera á málsmeðferðinni. </span> <p>Með kærunni fylgdi afrit af synjun sýslumanns, afrit af umræddri sátt, ljósrit af bréfi sem sáttin byggi á, teikning lögð á loftmynd frá 1946, loftmynd af því svæði sem sáttamálið varðar (sýnir hnit á Eyrarhólma), landamerkjaskrá Langholts og Kaðalstaða samkvæmt landamerkjabók frá 1923, yfirlýsing varðandi afhendingu Eyrarhólma 1934, ljósrit af samkomulagi frá 1934 um að Hvítá ráði merkjum jarða, ljósrit af yfirlýsingu um að Kaðalstaðir eigi ekki land sunnan Hvítár, og þar af leiðandi ekki Eyrarahólma, og endurrit úr dómsmálabók frá 1936 um hvar Reykjadalsá ráði merkjum jarða.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Sýslumanninum í Borgarnesi var send kæran með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 26. nóvember 2012. Umsögn sýslumanns barst með bréfi, dags. 28. nóvember s.á.<br /> <br /> Í umsögn sýslumanns eru gerðar athugasemdir um valdmörk og valdbærni úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Segir að sáttameðferð samkvæmt 6. gr. laga nr. 41/1919 um landamerki sé annars eðlis en meðferð stjórnsýslumáls sem ljúki með stjórnsýsluákvörðun. Sáttameðferð feli það í sér að reynt sé að fá aðila, sem deili sín á milli, til að ná samningi sem setji niður deilur þeirra. Sýslumaður hvorki úrskurði né taki neina ákvörðun sem jafngildi stjórnsýsluákvörðun. Vísað er til 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og athugasemda við ákvæðið í greinargerð. Af því megi ráða að upplýsingalögin, og þar með valdbærni úrskurðarnefndar um upplýsingamál, nái til eiginlegrar stjórnsýslu, þ.e. stjórnsýsluákvarðana, annars vegar og hins vegar einhverrar aukalegrar starfsemi, sem falli þó undir hugtakið stjórnsýsla. Það sé mat embættisins að eðli sáttameðferðar, skv. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 41/1919 um landamerki, falli utan upplýsingalaga. Það styðjist í fyrsta lagi við túlkun á 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, sem kalli á gagnályktun þess efnis að gögn sem ekki falli undir hugtakið „stjórnsýslu ríkis“ falli ekki undir gildissvið laganna. Í öðru lagi að það myndi skapa óheppilega reglu ef sáttameðferðarmál féllu almennt undir upplýsingalögin. Í þriðja lagi telji embættið eðlilegt að 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sem undanskilji tiltekna þætti í starfsemi ríkisvaldsins, verði beitt með lögjöfnun. Þar undir falli margvísleg verkefni sem sýslumenn fari með sem stjórnvaldshafar eftir réttarfarsbreytingu 1992. Tenging laga um landamerki og laga um þinglýsingar sé augljós. Þinglýsingar séu undanþegnar upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna, og eðlilegt sé að sáttaverkefni falli undir þá meginhugsun sem liggi þar að baki.<br /> <br /> Í umsögninni er einnig vikið að aðild kærenda. Líta verði á þá sem utanaðkomandi aðila í skilningi II. kafla upplýsingalaga þótt ákvæði 3. mgr. 6. gr. laga nr. 41/1919 girði ekki fyrir að þriðji aðili, sem telji sig geta sýnt fram á betri rétt til einhvers hluta þess lands sem mál varðar, geti fengið efnisdóm varðandi það. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Gerð er athugasemd við það sem segir á bls. 2 í málskotsbréfi [A] frá 21. nóvember 2012: „... Eigendur Kletts telja sig aðila að þessu máli vegna þess að sú sátt sem náðist og var þinglýst felur það í sér að landamerkjalína er dregin inn yfir land Kletts. ...” Hvað þetta varðar þá vill embætti vort taka fram að sáttameðferð skv. 3. mgr. 6. gr. laga 41/1919 um landamerki o.fl. felur ekki í sér að girt sé fyrir að þriðji aðili, sem telur sig geta sýnt fram á betri rétt til einhvers hluta þess lands sem málið varðar, geti fengið efnisdóm varðandi þann rétt sinn. Mikilvægt er að nefndin átti sig á þessu, og átti sig á mismuninum á skráningu í þinglýsingarkerfi annars vegar og valdi dómstóla til að dæma um efnisrétt aðila hins vegar. Þegar aðilar setja fram beiðni um sáttameðferð skv. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 41/1919 um landamerki o.fl., og sáttatilraunir samkvæmt því ákvæði fara í gang, er einungis um að ræða sáttameðferð milli þeirra aðila. Það er ekki réttarhald í dómsmáli um landamerkin. Það er ekki eignardómsmál skv. 18. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 með tilheyrandi stefnubirtingu í Lögbirtingablaði og möguleikum aðila sem telur sig eiga betri rétt til málsaðildar. Nei, sáttameðferð skv. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 41/1919 um landamerki o.fl., er einungis til að reyna að leita eftir því að sætta aðilana til að þeir geti gert samning sín á milli. Af þessum sökum telur embætti vort að líta verði á erindi [A] sem erindi utanaðkomandi aðila (sem sagt almennings) í skilningi II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996.“<br /> <br /> Þá er vikið að rétti aðila sáttamáls samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga til þess að málsgögn verði ekki gerð aðgengileg öðrum. Þau séu í eðli sínu um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Kærandi hafi fengið afhenta umrædda sátt en hafi enga hagsmuni af því að fá aðgang að öðrum gögnum.<br /> <br /> Með framangreindri umsögn fylgdu eftirtalin gögn:<br /> 1. Óundirrituð drög að sátt um landamerki. Annars vegar milli eigenda jarðanna Langholts (133895) og Laugarholts (133898). Hins vegar Kaðalstaða 1 (134890) og Kaðalstaða 2 (134891). Á drögin eru handskrifaðar athugasemdir frá fundi 14.12.2010. Á einum stað stendur orðið „vinnuskjal“. Með fylgdi loftmynd með mælingum.<br /> 2. Teikning lögð á loftmynd frá árinu 2005.<br /> 3. Landlínumynd af svæði milli Sleggjulækjar og Örnólfsdals.<br /> 4. Mynd af svæði við Skipanes og Lambhólma.<br /> 5. Mynd af landskiptum milli Langholts og Laugarholts.<br /> 6. Ljósrit af fyrstu blaðsíðu uppkasts að samkomulagi milli eigenda jarðanna Langholts, Laugarholts, Kaðalstaða 1 og Kaðalstaða 2.<br /> 7. Ljósrit af bls. 80, 81 og 82 úr fundargerðarbók sýslumannsins í Borgarnesi, dags. 2. september 2009.<br /> 8. Ljósrit af tveimur umboðum veittum […], dags. 30. ágúst 2010 og 10. janúar 2011.<br /> 9. Ljósrit af fjórum umboðum veittum …, dags. 26. ágúst 2009.<br /> 10. Bréf […], dags. 25. ágúst 2009.<br /> 11. Tölvupóstur frá […] til […], dags. 19. ágúst 2009.<br /> 12. Bréf sýslumanns, dags. 19. ágúst 2009, til […].<br /> 13. Þinglýsingarvottorð fyrir Langholt 133895, dags. 14.08.2009.<br /> 14. Þinglýsingarvottorð fyrir Laugarholt 133898, dags. 14.08.2009.<br /> 15. Þinglýsingarvottorð fyrir Kaðalstaði 1, 134890, dags. 19.08.2009.<br /> 16. Þinglýsingarvottorð fyrir Kaðalstaði 2, 134891, dags. 19.08.2009.<br /> 17. Útprentanir úr Þjóðskrá um […].<br /> 18. Útprentanir úr Landskrá fasteigna fyrir Kaðalstaði 1.<br /> 19. Skjal um eigendaskipti að Kaðalstöðum, móttekið til þinglýsingar 26. september 1955.<br /> 20. Ljósrit af landskiptagerð fyrir Kaðalstaði, dags. 18. maí 1993.<br /> 21. Bréf […] til sýslumanns, dags. 11. febrúar og 26. júní 2009.<br /> 22. Lýsing á landamerkjum fyrir Kaðalstaði, dags. 2. febrúar 1923.<br /> 23. Ljósrit úr Landamerkjaskrá fyrir Langholt, dags. 2. febrúar 1923.<br /> 24. Yfirlýsing […] um leit að landamerkjasteini á Lambhólma, dags. 15. febrúar 2008.<br /> 25. Kortablað fyrir Langholt og Laugarholt, dags. 20. október 1995 (heimild, Jón Blöndal 1995).<br /> <br /> Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 3. desember, var umsögn sýslumanns send kæranda og honum veittur frestur til 12. desember til að koma að frekari athugasemdum. Þær bárust með bréfi, dags. 11. desember. Þar segir að eigendur Kletts muni fara fram á það fyrir dómstólum að umrædd þinglýsing verði afmáð úr þinglýsingarbókum. Til þess vanti þá umbeðin gögn. Mótmælt er túlkun sýslumanns á 1. og 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Kærandi teljist ekki utanaðkomandi aðili. Um það er vísað til 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnunum við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <h3>1.</h3> <p>Mál þetta varðar beiðni [A] f.h. kærenda, eigenda jarðarinnar Kletts í Reykholtsdal, um aðgang að fyrirliggjandi gögnum tiltekins sáttamáls um landamerki, þ.e. máls milli eigenda Langholts og Laugaholts annars vegar og eigenda Kaðalstaða 1 og 2 hins vegar.<br /> <br /> Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta eldri upplýsingalög nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar sýslumaðurinn í Borgarnesi tók hina kærðu ákvörðun voru hin eldri upplýsingalög nr. 50/1996 enn í gildi. Endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem þá voru í gildi. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk hennar sem þar koma fram.<br /> <br /> </p> <h3>2.</h3> <p>Til rökstuðnings synjun sinni hefur sýslumaðurinn í Borgarnesi í fyrsta lagi vísað til þess að málið falli utan valdmarka úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Upplýsingalögin, og þar með valdbærni nefndarinnar, nái aðeins til eiginlegrar stjórnsýslu en ekki til sáttameðferðar skv. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 41/1919 um landamerki. Hann telur að það myndi skapa óheppilega reglu ef slík mál féllu almennt undir upplýsingalögin. Eðlilegt sé að beita 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 með lögjöfnun því tenging laga um landamerki og laga um þinglýsingar sé augljós. Þinglýsingar séu undanþegnar upplýsingalögum og eðlilegt sé að gögn sáttamáls um landamerki séu það einnig.<br /> <br /> Samkvæmt 1. gr. laga nr. 50/1996 tóku þau til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Í skýringum við þessa grein, í frumvarpi því sem varð að lögunum, sagði að þau tækju til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með sama hætti og stjórnsýslulög. Öfugt við stjórnsýslulög væri þó ekki gerður neinn greinarmunur á því hvers eðlis sú starfsemi væri sem stjórnvöld hefðu með höndum. Þar segir m.a.: „Lögin taka því ekki einvörðungu til þess þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga, heldur og til hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerðar og annarrar starfsemi.“ Sýslumaður kemur að sáttameðferð sem handhafi stjórnsýsluvalds. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur því ekki fallist á það með sýslumanninum í Borgarnesi að sú starfsemi sýslumannsins falli utan afmörkun 1. gr. laga nr. 50/1996 á gildissviði laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 eru talin upp nokkur störf sem undanþegin eru ákvæðum laganna. Þar kemur nánar til tekið fram að lögin gildi ekki um þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann, nauðungarsölu, greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti, né heldur um rannsókn sakamáls eða saksókn. Ljóst er að sú sáttameðferð sem mál þetta lýtur að fellur ekki undir neina þeirra undantekninga sem getið er um í 1. mgr. 2. gr. Í athugasemdum sýslumannsins á Borgarnesi, sbr. bréf dags. 28. nóvember 2012, kemur hins vegar fram sú afstaða hans að rétt sé að lögjafna frá ákvæði 1. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1996.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir í þessu sambandi í fyrsta lagi á að umrætt ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga felur í sér undantekningu frá þeirri meginreglu laganna að þau skuli taka til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, sbr. 1. gr. laganna og skýringar í lögskýringargögnum sem áður hefur verið vitnað til. Í íslenskum rétti er almennt talið að ekki sé tækt að lögjafna frá lagaákvæðum sem fela í sér undantekningu frá meginreglu, skráðri eða óskráðri. Hér ber einnig á það að líta að í umræddu ákvæði 1. mgr. 2. gr. hefur löggjafinn valið þá leið að telja upp með nákvæmum hætti þau tilvik sem falla eigi utan gildissviðs laganna. Þegar svo háttar til er enn ólíklegra að lögjöfnun sé tæk. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur því ekki fallist á framangreind sjónarmið sýslumannsins í Borgarnesi um túlkun 1. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1996.<br /> <br /> </p> <h3>3.</h3> <p>Af hálfu sýslumannsins í Borgarnesi hefur í öðru lagi verið vísað til þess að kærendur hafi ekki átt aðild að umræddu sáttamáli, og geti þar með ekki átt aðild að þessu máli, auk þess sem um sé að ræða upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt.<br /> <br /> Að því er aðildina varðar er tekið fram að sá sem fer fram á aðgang að gögnum öðlast ekki þar með því aðild að máli því er gögnin varða. Óháð því hvort kærendur hafi átt aðild að því sáttamáli sem sýslumaður hafði til meðferðar eiga þeir aðild að því máli sem hér er til úrlausnar og njóta að lágmarki þess réttar sem lög nr. 50/1996 veittu almenningi til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum varðandi tiltekin mál. Verður því ekki á það fallist að vegna aðildarskorts skuli ekki leysa efnislega úr málinu.<br /> <br /> Að því er eðli upplýsinganna varðar hefur sýslumaður vísað til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, nema með samþykki viðkomandi. Ákvæðið á ekki aðeins við um gögn þar sem slíkar upplýsingar koma beinlínis fram heldur einnig þær, sem í tengslum við aðrar upplýsingar, afhjúpa atriði sem falla undir 5. gr. Þegar litið er til samhengis þeirra gagna sem hér um ræðir má telja þau hafa að geyma upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga í þessum skilningi og verður ekki fullyrt að aðgangsréttur almennings nái til þeirra.<br /> <br /> Hins vegar hafa kærendur talið gögnin varða sig sérstaklega, enda hafi umrædd sátt falið í sér að landamerkjalína væri dregin inn yfir þeirra land. Ber því að skoða hvort um aðgang þeirra fari að 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> 1. mgr. 9. gr. laganna er svohljóðandi: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“ <br /> <br /> Í II. kafla almennra athugasemda, við það frumvarp sem varð að þessum lögum, segir að í annan höfuðflokk lagaákvæða um aðgang að gögnum falli reglur um aðgang aðila að gögnum sem snerti hann sjálfan sérstaklega eða mál sem hann sé aðili að. Í hann falli m.a. 9. gr. laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Þá segir í skýringum við ákvæði 9. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga að í íslenskum rétti sé við lýði óskráð meginregla um að einstaklingar og lögaðilar eigi rétt til aðgangs að gögnum sem séu í vörslu stjórnvalda og varði þá sérstaklega enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Sambærileg regla sé í 9. gr. laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga.<br /> <br /> Lög nr. 77/2000 leystu lög nr. 121/1989 af hólmi. Þar er hugtakið persónuupplýsingar skilgreint í 1. tölul. 2. gr. Það er mjög vítt og þótt það taki fyrst og fremst til upplýsinga, sem beinlínis eru um tiltekinn mann, geta aðrar upplýsingar gert það ef þær snerta hann og hafa slík tengsl við hann að vinnsla með þær getur haft áhrif á hagsmuni hans. Það á við um gögn máls þessa. Því lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að þau hafi að geyma upplýsingar um kærendur sjálfa, í skilningi 1. mgr. 9. gr. laga nr. 50/1996, og að sú grein gildi um aðgang þeirra að gögnunum.<br /> <br /> Í 2. mgr. 9. gr. segir að takmarka megi aðgang að gögnum hafi þau jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæli með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að þeim. <br /> <br /> Af hálfu sýslumanns hefur verið vísað til einkalífsverndar aðila umrædds sáttamáls, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í athugasemdum við þá grein, í því frumvarpi sem varð að þeim lögum, segir m.a.: „Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum en þegar þeim reglum sleppir má þó hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að þær persónuupplýsingar, sem taldar eru upp í 4. gr. laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 5. gr. Þar má t.d. nefna: upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúaarbrögð, upplýsingar um það hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál.“ <br /> <br /> Í því máli sem hér er til úrlausnar er ekki um neinar slíkar upplýsingar að ræða, aðeins almennar persónuupplýsingar í skilningi laga nr. 77/2000. Fær úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki séð að þær varði nokkur slík einkamálefni einstaklinga, í skilningi 3. mgr. 9. gr. laga nr. 50/1996, er réttlætt geti að vikið verði frá þeim grundvallarrétti sem kærandi nýtur samkvæmt 1. mgr. sömu greinar.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að sýslumanninum í Borgarnesi beri að afhenda [A] f.h. kærenda, eigenda jarðarinnar Kletts í Reykholtsdal, afrit af gögnum svo sem afmarkað er með nánari hætti í úrskurðarorði.<br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Sýslumanninum í Borgarnesi ber að afhenda [A], f.h. kærenda, afrit af eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> 1. Óundirrituð drög að sátt um landamerki. Annars vegar milli eigenda jarðanna Langholts (133895) og Laugarholts (133898). Hins vegar Kaðalstaða 1 (134890) og Kaðalstaða 2 (134891). Á drögin eru handskrifaðar athugasemdir frá fundi 14.12.2010. Á einum stað stendur orðið „vinnuskjal“. Með fylgdi loftmynd með mælingum.<br /> 2. Teikning lögð á loftmynd frá árinu 2005.<br /> 3. Landlínumynd af svæði milli Sleggjulækjar og Örnólfsdals.<br /> 4. Mynd af svæði við Skipanes og Lambhólma.<br /> 5. Mynd af landskiptum milli Langholts og Laugarholts.<br /> 6. Ljósrit af fyrstu blaðsíðu uppkasts að samkomulagi milli eigenda jarðanna Langholts, Laugarholts, Kaðalstaða 1 og Kaðalstaða 2.<br /> 7. Ljósrit af bls. 80, 81 og 82 úr fundargerðarbók sýslumannsins í Borgarnesi, dags. 2. september 2009.<br /> 8. Ljósrit af tveimur umboðum veittum […], dags. 30. ágúst 2010 og 10. janúar 2011.<br /> 9. Ljósrit af fjórum umboðum veittum …, dags. 26. ágúst 2009.<br /> 10. Bréf […], dags. 25. ágúst 2009.<br /> 11. Tölvupóstur frá […] til […], dags. 19. ágúst 2009.<br /> 12. Bréf sýslumanns, dags. 19. ágúst 2009, til […].<br /> 13. Þinglýsingarvottorð fyrir Langholt 133895, dags. 14.08.2009.<br /> 14. Þinglýsingarvottorð fyrir Laugarholt 133898, dags. 14.08.2009.<br /> 15. Þinglýsingarvottorð fyrir Kaðalstaði 1, 134890, dags. 19.08.2009.<br /> 16. Þinglýsingarvottorð fyrir Kaðalstaði 2, 134891, dags. 19.08.2009.<br /> 17. Útprentanir úr Þjóðskrá um […].<br /> 18. Útprentanir úr Landskrá fasteigna fyrir Kaðalstaði 1.<br /> 19. Skjal um eigendaskipti að Kaðalstöðum, móttekið til þinglýsingar 26. september 1955.<br /> 20. Ljósrit af landskiptagerð fyrir Kaðalstaði, dags. 18. maí 1993.<br /> 21. Bréf […] til sýslumanns, dags. 11. febrúar og 26. júní 2009.<br /> 22. Lýsing á landamerkjum fyrir Kaðalstaði, dags. 2. febrúar 1923.<br /> 23. Ljósrit úr Landamerkjaskrá fyrir Langholt, dags. 2. febrúar 1923.<br /> 24. Yfirlýsing […] um leit að landamerkjasteini á Lambhólma, dags. 15. febrúar 2008.<br /> 25. Kortablað fyrir Langholt og Laugarholt, dags. 20. október 1995 (heimild, Jón Blöndal 1995).<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir </p> <div>Friðgeir Björnsson</div> |
A-498/2013. Úrskurður frá 10. október 2013 | A kærði þá ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja honum um aðgang að skýrslu sem B gaf fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál leit til þess að þótt löggjafinn hafi með skýrum hætti ákveðið að þau gögn sem rannsóknarnefndin aflaði vegna rannsóknar sinnar skyldu færð á Þjóðskjalasafn Íslands, og að um aðgang að þeim skyldi fara eftir ákvæðum upplýsingalaga, hefðu þau lög að geyma mikilvæga undantekningu á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna einstaklinga. Við mat á því hvort þessi undanteking ætti við skipti máli að þeim sem gáfu skýrslur fyrir rannsóknarnefndinni var gjarnan heitið trúnaði um upplýsingagjöf þeirra. Að teknu tilliti til einkahagsmuna B taldi úrskurðarnefnd efni skýrslunnar falla undir þessa undanþágu og staðfesti synjun Þjóðskjalasafnsins. | <h3><span>ÚRSKURÐUR</span></h3> <p>Hinn 10. október 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-498/2013.</p> <div>  <br /> <h3>Kæruefni</h3> Með bréfi, dags. 28. febrúar 2013, kærði A, f.h. erlendra tryggingarfélaga, þá ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 29. janúar, að synja honum um aðgang að skýrslu B, fyrrverandi starfsmanns C sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis þann 2. október 2009. Kærandi krefst aðgangs að gögnunum. </div> <div> <br /> <h3>Málsatvik</h3> </div> <div> Kærandi sendi Þjóðskjalasafni Íslands beiðni um afhendingu nokkurs fjölda gagna með bréfi, dags. 5. júlí 2012, með vísan til ákvæðis 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985 og 5. mgr. 17. gr. laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða nr 142/2008 með síðari breytingum. </div> <div> <br /> Beiðni kæranda, dags. 5. júlí 2012, sem var í mörgum liðum, var afgreidd af Þjóðskjalasafni Íslands með synjun, dags. 29. ágúst, að öðru leyti en hvað varðar beiðni um afhendingu skýrslu B, fyrrverandi starfsmanns C sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis þann 2. október 2009 og er til umfjöllunar í máli þessu. Þjóðskjalasafn Íslands synjaði um afhendingu skýrslunnar með bréfi, dags. 29. janúar 2013. Í synjun Þjóðskjalasafns Íslands kemur m.a. fram: </div> <div> <br /> „Þjóðskjalasafn hefur tekið erindi yðar til afgreiðslu og yfirfarið ofangreindar skýrslur. Við afgreiðsluna hefur Þjóðskjalasafn haft til hliðsjónar fimm úrskurði úrskurarnefndar um upplýsingamál sem lúta að aðgangi að skýrslum einstaklinga fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Um er að ræða úrskurð í máli nr. A-387/2011 sem kveðinn var upp 25. nóvember 2011, úrskurð í máli nr. A-398/2011 sem kveðinn var upp 29. desember 2011, úrskurð í máli nr. A-419/2012 sem kveðinn var upp 19. júní 2012, úrskurð í máli nr. A-443/2012 sem kveðinn var upp 29. ágúst 2012 og úrskurð í máli nr. A-458/2012 sem kveðinn var upp 22. nóvember sl. </div> <div> <br /> Um umbeðna skýrslu er þetta að segja: </div> <div> <br /> Skýrsla B fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, dags. 2. október 2009, er 97 blaðsíður að lengd. B starfaði í fjárfestingarbankadeild C í Lundúnum í október 2008 þegar íslensku bankarnir féllu. Í skýrslunni fjallar B á opinskáan hátt um samskipti sín við fulltrúa stjórnvalda, m.a. þáverandi forsætisráðherra. Þá greinir hann frá áliti sínu á nafngreindum einstaklingum úr íslensku fjármálalífi og úr stjórnsýslunni, og persónulegu mati sínu á starfsemi íslensku bankanna í aðdraganda bankahrunsins og viðbrögðum og aðgerðum íslenskra stjórnvalda við vanda bankanna. Að teknu tilliti til þerra lagaumgjörðar sem gilti um skýrslugjöfina fyrir rannsóknarnefnd Alþingis telur Þjóðskjalasafn, að með tilliti til hagsmuna B falli þessar upplýsingar undir 1. málsl. 9. gr. núgildandi upplýsingalaga nr. 140/2012, sem tóku gildi 31. desember sl., um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, sem er samhljóða ákvæði 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 sem felld voru úr gildi á sama tíma, sbr. 35. gr. laga nr. 140/2012. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar telur Þjóðskjalasafn jafnframt að takmarkanirnar eigi við um skýrsluna í heild en ekki aðeins um einstaka hluta hennar. </div> <div> <br /> Að þessu virtu og með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 er Þjóðskjalasafni óheimilt að veita aðgang að framangreindri skýrslu.“ </div> <div> <br /> Í kæru málsins, dags. 28. febrúar 2013, kemur eftirfarandi m.a fram: </div> <div> <br /> „Synjun Þjóðskjalasafns Íslands var byggð á því að skýrsla sú sem óskað var eftir innihéldi upplýsingar sem einkahagsmunir B á grundvelli 1. ml. 9. gr. laga nr. 140/2012 takmörkuðu almennan aðgang að. Upplýsingabeiðandi er í ómögulegri aðstöðu til þess að meta efni skýrslunnar, en tók þó fram, í beiðni sinni um aðgang að upplýsingum, að kæmi í ljós að hluti þeirra gagna eða hluti framburða einhverra einstaklinga væri takmörkum háð væri farið fram á aðgang með hliðsjón af 7. gr. þágildandi upplýsingalaga nr. 50/1996, en sama efnisregla felst í 3. mgr. 5. gr. núgildandi upplýsingalaga. </div> <div> <br /> Í samræmi við 3. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1996 ber að veita aðgang að þess hluta skjals sem takmaraknir á upplýsingarétti eiga ekki við um. Taka verður tillit til þess að þrátt fyrir að stjórnvald telji þær upplýsingar sem ekki eru bundnar takmörkunum það veigalitlar eða í samhengi heildarskjalsins ekki þess eðlis að þær hafi þýðingu eða jafnvel tekur þá afstöðu að efni skýrslunnar á stöku stað lúti ekki þagnarskyldu að stjórnvald geti ekki tekið ákvörðun um að hafna aðgangi að skjalinu í heild samhengisins vegna. Slíkt mat og slík ákvörðunartaka er andstæð lögmætisreglu og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins, þá væri slíkt jafnframt í verulegri andstöðu við tilgang upplýsingalaga. </div> <div> <br /> Þá verður að telja það verulega ólíklegt að í skýrslu sem nái [yfir] 97 blaðsíður sé enginn hluti eða stórir kaflar sem lúti engri þagnarskyldu. Í þessu samhengi er rétt að ítreka það að það er ekki stórnvalds að meta hvort viðtakanda upplýsinganna þyki tilteknar upplýsingar veigalitlar. Þannig geta t.a.m. þær spurningar sem rannsóknarnefnd spurði einstaklinga við skýrslutöku haft mikla þýðingu fyrir upplýsingabeiðanda þó að svörin sem veitt voru kunna að lúta takmörkunum á grundvelli upplýsingalaga, jafnvel geta upplýsingar um ákveðnar grunnstaðreyndir s.s. að viðkomandi einstaklingur hafi verið undirmaður einhvers annars einstaklings hjá vinnuveitanda sínum eða átt í samskiptum við tiltekna aðila á ákveðnu tímabili verið mikilvægar fyrir upplýsingabeiðanda og jafnvel forsenda þess að upplýsingabeiðandi óski eftir gögnunum. Það væri í andstöðu við tilgang upplýsingalaga og samæmist ekki lýðræðishefðum ef að hægt er að synja um aðgang að öllu skjali þegar hluti skjals lýtur þagnarskyldu, burtséð frá því hve mikill hluti skjalsins um er að ræða. Þá gefur texti núgildandi upplýsingalaga ekkert tilefni til þess að hægt sé að takmarka upplýsingagjöf á þennan hátt. Texti laganna er skýr, ef ákvæði 6.[-]10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti eiga aðeins við um hluta gagns skal veita aðgang að öðrum hlutum þess. Þessari skyldu er engum takmörkunum háð skv. skýrri orðskýringu sem leggja verður til grundvallar. Hafi löggjafinn ætlað annan skilning til grundvallar hefði honum verið það í lófa lagt að kveða á um slíkt í texta laganna.“ </div> <div> <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> </div> <div> Kæran var send Þjóðskjalasafni Íslands til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 8. mars 2013, og barst svar við því 18. s.m. Í svari Þjóðskjalasafns Íslands eru ítrekuð þau sjónarmið sem fram koma í synjun um afhendingu skýrslunnar, dags. 29. janúar, en einnig kemur fram að við afgreiðslu málsins hafi verið lögð áhersla á hinar víðtæku heimildir til upplýsingaöflunar sem rannsónarnefnd Alþingis voru fengnar með lögum nr. 142/2008 í þágu rannsóknar sinnar. Í bréfinu segir m.a. orðrétt: </div> <div> <br /> „Þannig væri í 6. gr. laganna kveðið á um skyldu til að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að láta í té upplýsingar og skyldu einstaklinga til að mæta fyrir nefndina til að veita upplýsingar, óháð því hvort þær væru háðar þagnarskyldu, og í 8. gr. laganna væri kveðið á um skyldu til að koma fyrir nefndina til skýrslutöku ef þess væri krafist. Samkæmt því hafði nefndin heimild til að fá aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum auk þess sem einstaklingum var skylt að gefa skýrslur fyrir nefndinni. Var jafnframt bent á að í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að framangreindum lögum væri tekið fram að þagnarskylda viki undantekingarlaust fyrir skyldunni til að láta nefndinni í té upplýsingar en slíkt helgaðist af eðli rannsóknarinnar þar sem gera mætti ráð fyrir að erfitt yrði að ná markmiðum frumvarpsins nema með því að nefndin fengi aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum.“ </div> <div> <br /> Umsögn Þjóðskjalasafns Íslands var send kæranda til athugasemda með bréfi, dags. 2. apríl 2013. Með bréfi, dags. 31. maí, bárust athugasemdir kæranda þar sem fyrri sjónarmið eru áréttuð. </div> <div> <br /> Með bréfi til B, dags. 9. september 2013, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu hans til þess hvort hann teldi eitthvað vera því til fyrirstöðu, að því er varðar einkahagsmuni hans að veita kæranda aðgang að framangreindri skýrslu sem hann gaf fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Hann svaraði með bréfi, dags. 25. september 2013. Þar segir m.a.: </div> <div> <br /> „Undirritaður vísar til bréfs úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 9. september 2013, þar sem óskað var eftir sjónarmiðum um mál sem rekið er fyrir nefndinni vegna skýrslu sem undirritaður gaf fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 2. október 2009.Aðdragandi þess að ég gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefndinni var sá að vegna starfa minna fyrir bandarískt fjármálafyrirtæki hafði ég þekkingu á ýmsum atriðum sem vörðuðu rannsókn þá sem Alþingi hafði fyrirskipað með lögum nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Þær upplýsingar sem ég veitti rannsóknarnefndinni byggðu á gögnum sem ég hafði unnið með og öðlast aðgang að sem starfsmaður umrædds fjármálafyrirtækis. Samkvæmt ráðningarsamningi mínum við bankann og á grundvelli bandarískra laga var ekki ætlast til að ég myndi tjá mig opinberlega um þau málefni sem ég hafði komið að í störfum mínum.  </div> <div> <br /> </div> <div> Mér var beinlínis skylt að koma fyrir rannsóknarnefnd Alþingis til að veita þar skýrslu, sbr. 8. gr. laga nr. 142/2008. Rannsóknarnefndin upplýsti mig ekki um að til þess gæti komið að þær upplýsingar sem ég veitti nefndinni yrðu gerðar opinberar að öðru leyti en því að þær kynnu að verða nýttar við skýrsluskrifin. Á hinn bóginn var mér gerð ljós skylda mín til að að veita upplýsingar þótt þær kynnu að vera „háðar þagnarskyldu, t.d. samkvæmt reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja“, sbr. orðalag 3. mgr. 6. gr. laga nr. 142/2008. Ég varð við beiðni nefndarinnar og svaraði öllum spurningum hennar af fyllstu hreinskilni. Mér sýnist reyndar að ekki sé alltaf rétt haft eftir mér í endurriti skýrslunnar, enda var mér aldrei veittur kostur á að lesa það skjal yfir og gera athugasemdir við það sem þar var ritað. Þá eru ýmsar eyður í skýrslunni, en það kann að gefa ranga mynd af setningum því samhengið skortir þá. Ég lít svo á að upplýsingar þær sem ég veitti rannsóknarnefndinni teljist háðar bankaleynd, sbr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, auk þess sem ég er bundinn trúnaði og þagnarskyldu gagnvart fyrrverandi vinnuveitanda mínum, sem er eins og áður segir bandarískt fjármálafyrirtæki. Við þetta bætist að upplýsingar sem ég veitti nefndinni kunna að hafa neikvæð áhrif á atvinnumöguleika mína, bæði á Íslandi og erlendis. Að öllu framangreindu virtu tel ég mér skylt að veita ekki samþykki mitt fyrir því að skjalið sem mál þetta varðar verði gert opinbert.“    </div> <div> <br /> </div> <div> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. </div> <div> <br /> <h3>Niðurstaða </h3> <h3>1.</h3> </div> <div> Eins og rakið er hér að framan lýtur mál þetta að lögmæti synjunar Þjóðskjalasafns Íslands á aðgangi að skýrslu B, fyrrverandi starfsmanns C sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis þann 2. október 2009. Kæranda var gerð grein fyrir synjun Þjóðskjalasafns Íslands með bréfi, dags. 29. janúar 2013.  </div> <div> <br /> Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar kærandi óskaði aðgangs skýrslunnar voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Þjóðskjalasafn Íslands tók hina kærðu ákvörðun aftur á móti eftir gildistöku hinna nýju laga eða tæpum sjö mánuðum eftir að beiðnin var sett fram. Því fer um mál þetta eftir efnisákvæðum þeirra laga en átalinn er sá dráttur sem varð á afgreiðslu málsins.   </div> <div> <br /> Heimild kæranda til að kæra synjun Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að finna í 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </div> <div> <br /> <h3>2.</h3> </div> <div> Kærandi byggir heimild sína til afhendingar skýrslunnar einkum á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, 9. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands og 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Þjóðskjalasafn Íslands byggir synjun sína um aðgang einkum á  9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008. </div> <div> <br /> Um störf rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað í lögum nr. 142/2008. Í 5. mgr. 17. gr. þeirra laga segir orðrétt: „Að rannsókn nefndarinnar lokinni skulu gögn, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, færð á Þjóðskjalasafn Íslands. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.“ </div> <div> <br /> Tilvitnuðu ákvæði var bætt við frumvarp til laganna við þinglega meðferð þess að tilstuðlan allsherjarnefndar. Í áliti nefndarinnar sagði m.a.: </div> <div> <br /> „Þá komu einnig fram ábendingar fyrir nefndinni um að í frumvarpinu sé ekki fjallað um hvernig háttað skuli varðveislu þeirra gagna sem aflað er vegna rannsóknarinnar og aðgangi almennings að þeim. Nefndin leggur því til að skýrt verði kveðið á um hvernig fari um þessi atriði og leggur til að við 17. gr. frumvarpsins verði bætt ákvæði sem fjalli sérstaklega um það að gögn skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands að störfum nefndarinnar loknum, sem og að um aðgang að þeim þar fari eftir ákvæðum upplýsingalaga. </div> <div> <br /> Í framangreindu mundi m.a. felast að við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að umræddum gögnum yrði að meta hvort rétt væri að takmarka aðgang með vísan til 5. gr. upplýsingalaga um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Um aðgang að gögnum um slík málefni færi einnig eftir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þess efnis að takmarkanir á aðgangi að gögnum falli niður 80 árum eftir að þau urðu til. Við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að gögnum bæri og að virða ákvæði laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þar á meðal ákvæði 7. gr. um sanngirni og meðalhóf.“ (Alþt. 2008-2009, A-deild, bls. 1567-1568.) </div> <div> <br /> Með ákvæði 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 hefur löggjafinn með skýrum hætti kveðið á um að þau gögn sem rannsóknarnefndin aflaði vegna rannsóknar sinnar skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands og að um aðgang að þeim skuli fara eftir ákvæðum upplýsingalaga. </div> <div> <br /> <h3>3.</h3> </div> <div> Í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir orðrétt: „Sé þess óskað er skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. Sama gildir þegar óskað er aðgangs að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Ekki er þó skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr. “ </div> <div> <br /> Í 1. málsl. 10. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ </div> <div>  <br /> Ákvæði 1. málsl. 9. gr. laganna felur í sér mikilvæga undantekningu á upplýsingarétti almennings skv. 5. gr. laganna. Þar er mælt fyrir um það hvenær rétt sé að halda upplýsingum leyndum vegna einkahagsmuna einstaklinga. Ýmsar af þeim upplýsingum sem varða einkahagi einstaklinga eru þess eðlis að almennt ber að telja sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt í skilningi 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga. Á það til dæmis við um þær upplýsingar sem skilgreindar eru sem viðkvæmar persónuupplýsingar í 8. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í ákveðnum tilvikum veltur það hins vegar á heildarmati á þeim upplýsingum sem um ræðir, gagnvart þeirri meginreglu sem birtist í 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og tilgangi hennar. Í slíkum tilvikum verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi einstaklings eða þeir hagsmunir sem meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja. </div> <div> <br /> <h3>4.</h3> </div> <div> Sú beiðni um aðgang að gögnum sem hér er til meðferðar lýtur að aðgangi að skýrslu sem varð til við starfsemi rannsóknarnefndar Alþingis sem starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Við beitingu ákvæðis 9. gr. upplýsingalaga í því máli sem hér um ræðir er til viðbótar við framangreind atriði nauðsynlegt að horfa jafnframt til ákvæða þeirra laga. </div> <div> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 142/2008 var öllum skylt að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að láta í té upplýsingar, gögn og skýringar sem hún fór fram á. Samkvæmt 3. mgr. 6. gr. sömu laga var skylt að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að veita upplýsingar þótt þær væru háðar þagnarskyldu. Í 1. mgr. 8. gr. var sérstaklega tekið fram að sérhverjum væri skylt að koma fyrir nefndina til skýrslutöku krefðist hún þess. Brot á þeirri skyldu að veita nefndinni upplýsingar gat skv. 11. gr. varðað refsingu. </div> <div> <br /> Eins og kunnugt er skilaði rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem gerð var opinber í samræmi við ákvæði IV. kafla laga nr. 142/2008 þar sem birtar voru upplýsingar sem fram komu við skýrslutökur og nefndin taldi nauðsynlegt að almenningur hefði aðgang að. Í 4. mgr. 4. gr. laganna kemur fram að þagnarskylda nefndarmanna og þeirra er unnu að rannsókninni stóð því ekki í vegi að rannsóknarnefndin gæti birt upplýsingar sem annars töldust háðar þagnarskyldu, ef nefndin taldi slíkt nauðsynlegt til að rökstyðja niðurstöður sínar. Í  ákvæðinu kemur fram að nefndin skyldi því aðeins birta upplýsingar um persónuleg málefni einstaklinga, þ.m.t. fjármál þeirra, að verulegir almannahagsmunir af því að birta upplýsingarnar vægju þyngra en hagsmunir þess einstaklings sem í hlut ætti. </div> <div> <br /> Framangreind ákvæði laga nr. 142/2008, sem lúta að víðtækum skyldum einstaklinga til að láta rannsóknarnefnd Alþingis í té upplýsingar eru til þess fallin að hafa áhrif á mat á því hvort sanngjarnt sé, gagnvart þeim einstaklingum sem skýrslurnar veittu, að efni þeirra verði gert opinbert. </div> <div> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur dregið þá ályktun af öðrum málum sem lotið hafa að skýrslugjöf fyrir rannsóknarnefndinni að þeim einstaklingum sem gáfu skýrslur fyrir rannsóknarnefndinni hafi gjarnan verið heitið trúnaði um upplýsingagjöf þeirra. Þótt þetta atriði, eitt og út af fyrir sig, standi ekki í vegi fyrir aðgangi almennings að skýrslunum, sem eins og áður segir ræðst af ákvæðum upplýsingalaga en ekki slíkum almennum yfirlýsingum sem fram hafa komið við skýrslutöku, telur úrskurðarnefndin að við mat á því hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, geti það haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um. Vísast um þetta m.a. til  úrskurðar nefndarinnar frá 22. nóvember 2012 í máli nr. A-468/2012, úrskurðar nefndarinnar frá 29. ágúst 2012 í máli nr. A-443/2012 og úrskurðar nefndarinnar frá 10. nóvember 1997 í máli nr. A-28/1997. </div> <div> <br /> <h3>5.</h3> </div> <div> Í skýrslu B, fyrrverandi starfsmanns C, sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis þann 2. október 2009, greinir B frá persónulegri upplifun sinni af samskiptum við fulltrúa íslenskra stjórnvalda, m.a. fyrrum forsætisráðherra og annarra nafngreindra einstaklinga, fjölda nafngreindra einstaklinga úr íslensku fjármálalífi  auk þess sem hann greinir frá persónulegu mati sínu á starfsemi íslensku bankanna í aðdraganda falls þeirra í október 2008 og viðbrögðum og aðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna þess vanda. Að teknu tilliti til hagsmuna B telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að efni skýrslunnar falli undir 1. málsl. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar. </div> <div> <br /> <h3>Úrskurðarorð</h3> </div> <div> Synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni A f.h. erlendra tryggingarfélaga, dags. 5. júlí 2012, um afhendingu skýrslu B, fyrrverandi starfsmanns C sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis þann 2. október 2009 er staðfest.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður </div> <div> <br /> Sigurveig Jónsdóttir    </div> <div>           </div> <div> Friðgeir Björnsson<br /> </div> |
A-500/2013. Úrskurður frá 10. október 2013 | M kærði þá ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja honum um aðgang að gögnum varðandi Kaupþing banka hf. Nánar tiltekið um a) aðgang að öllum skjölum er varða mál sem tilgreind voru í kafla IV við bréf sem sett var fram í 11 tölusettum liðum, b) aðgang að öllum gögnum og skjölum sem greint var frá í fylgiskjali við það bréf, en þessi hluti beiðninnar var nánar tilgreindur í 14 liðum og 14 undirliðum og c) aðgang að þeim gögnum og skjölum sem greint var frá í fylgiskjali við bréf sem sett var fram í 18 liðum og 11 undirliðum. Þjóðskjalasafnið hafði ekki talið upplýsingabeiðnina uppfylla lagaskilyrði en úrskurðarnefndin taldi beiðnina ekki hafa verið svo almenna að ekki hafi verið unnt að afgreiða hana efnislega, a.m.k. að hluta til. Taldi hún því vera óhjákvæmilegt annað en að vísa málinu heim til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu Þjóðskjalasafns Íslands. | <h3><span>Úrskurður</span></h3> <p>Hinn 10. október 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-500/2013 í máli ÚNU 12100001<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 28. september 2012, kærði A, f.h. erlendra tryggingarfélaga, þá ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 29. ágúst s.á., að synja honum um aðgang að gögnum, sem hann óskaði aðgangs að með tveimur bréfum báðum dags. 5. júlí s.á., er tengjast Kaupþingi banka hf. Kærandi krefst aðgangs að gögnunum.<br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Kærandi sendi Þjóðskjalasafni Íslands beiðni um afhendingu gagna með bréfum, dags. 5. júlí 2012, með vísan til ákvæðis 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands nr. 66/1985 og 5. mgr. 17. gr. laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða nr. 142/2008 með síðari breytingum. Þar sem bréf kæranda eru dags. sama dag verða þau hér eftir nefnd bréf A og bréf B. <br /> <br /> Í bréfi A kemur m.a. fram að óskað er aðgangs að þeim gögnum og skjölum sem greint er frá í fylgiskjali A við bréfið. Þá er óskað aðgangs að öllum skjölum er varða þau mál sem tilgreind eru í IV. kafla bréfs A. Jafnframt er þess óskað að Þjóðskjalasafn Íslands sinni leiðbeiningarskyldu sinni á grundvelli 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ef tilgreining skjals eða mála þykir ónákvæm eða að öðru leyti á formi sem geri því ókleift að taka afstöðu til aðgangs að skjalinu eða skjölunum eða málinu svo unnt sé að lagfæra upplýsingabeiðnina þannig að Þjóðskjalasafn Íslands geti tekið afstöðu til hennar.<br /> <br /> Í kafla IV í bréfi A kemur eftirfarandi m.a. fram:<br /> <br /> „Óskað er aðgangs að öllum skjölum og gögnum er varða eftirfarandi mál. Við skilgreiningu á máli er byggt á kaflaskiptingu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og vísast til umfjöllunar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-398/2011 hvað þá nálgun varðar; <em>„Úrskurðarnefndin bendir í þessu sambandi á að málefni bankans koma við sögu í fjölmörgum aðskildum köflum skýrslu rannsóknarnefndarinnar og er ekki haldið frá sem sérstöku „máli“ í skilningi upplýsingalaga.“</em>:<br /> 1. Umfjöllun/rannsókn RNA um einkavæðingu og eignarhald bankanna sem er undirstaða umfjöllunar 6. kafla skýrslunnar. <br /> 2. Umfjöllun/rannsókn RNA um fjármögnun bankanna sem er undirstaða umfjöllunar 7. kafla skýrslunnar.<br /> 3. Umfjöllun/rannsókn RNA um útlán íslensku bankanna sem er undirstaða umfjöllunar 8. kafla skýrslunnar.<br /> 4. Umfjöllun/rannsókn RNA um eigið fé íslenska fjármálakerfisins sem er undirstaða umfjöllunar 9. kafla skýrslunnar.<br /> 5. Umfjöllun/rannsókn RNA um launa- og hvatakerfi bankanna sem er undirstaða umfjöllunar 10. kafla skýrslunnar.<br /> 6. Umfjöllun/rannsókn RNA um innri og ytri endurskoðun sem er undirstaða umfjöllunar 11. kafla skýrslunnar.<br /> 7. Umfjöllun/rannsókn RNA um verðbréfamarkaði sem er undirstaða umfjöllunar 12. kafla skýrslunnar.<br /> 8. Umfjöllun/rannsókn RNA um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði sem er undirstaða umfjöllunar 14. kafla skýrslunnar.<br /> 9. Umfjöllun/rannsókn RNA um eftirlit með starfsemi á fjármálamarkaði sem er undirstaða umfjöllunar 16. kafla skýrslunnar.<br /> 10. Umfjöllun/rannsókn RNA um aðgerðir og viðbrögð íslenskra stjórnvalda á árunum 2007-2008 vegna hættu á fjármálaáfalli sem er undirstaða umfjöllunar 19. kafla skýrslunnar.<br /> 11. Umfjöllun/rannsókn RNA um tilkynningar á grundvelli 13. gr. laga nr. 142/2008 sem er undirstaða umfjöllunar 22. kafla skýrslunnar.“<br /> <br /> Í fylgiskjali A við bréf A kemur eftirfarandi m.a. fram:<br /> <br /> „Þess er óskað að eftirfarandi gögn verði gerð aðgengileg:<br /> <br /> • Allar lausafjárskýrslur Kaupþings frá tímabilinu janúar 2007 til 9. október 2008.<br /> • Öll samskipti milli Kaupþings og Fjármálaeftirlitsins á tímabilinu frá og með janúar 2007 til 9. október 2008, sem og allar fundargerðir þessara aðila frá sama tíma.<br /> • Öll samskipti milli Kaupþings og Samkeppniseftirlitsins á tímabilinu frá og með janúar 2007 og til 9. október 2008, sem og allar fundargerðir þessara aðila frá sama tíma.<br /> • Allar fundargerðir og öll minnisblöð frá fundum/símtölum milli Kaupþings eða fulltrúa þess og fulltrúum Seðlabanka Íslands og/eða Seðlabanka Evrópu og/eða Seðlabanka Lúxemborgar, frá og með janúar 2007 til 9. október sem og öll samskipti þessara aðila á sama tímabili.<br /> • Skjöl sem veita yfirlit yfir dreifingu og samsetningu lánastarfsemi dótturfélaga Kaupþings sem myndar grunn að umfjöllun kafla 8.10 í skýrslu RNA.<br /> • Árleg yfirlit fyrir lánastarfsemi Kaupþings frá 2005 til 2008 sem myndar grunn að umfjöllun í kafla 8 í skýrslu RNA.<br /> • Skjöl sem lýsa eiginfjárstöðu og eiginfjárhlutfalli Kaupþings frá tímabilinu janúar 2007 til 9. október 2008 sem og skjöl sem lýsa aðferðarfræði við útreikning þess.<br /> • Öll samskipti milli stjórnarformanns Kaupþings og forsætisráðherra Íslands frá og með janúar 2007 til 9. október 2008, þ.á.m. bréf stjórnarformannsins dags. 9. apríl 2008.<br /> • Allar fundargerðir innri endurskoðunar Kaupþings frá tímabilinu janúar 2007 til 9. október 2008.<br /> • Allar stjórnendaskýrslur og upplýsingar í tengslum við fjárfestingar Kaupthing Capital Partners II Fund.<br /> • Öll samskipti milli Kaupþings og Chersterfield United Inc., Partridge Management Group og/eða Brooks Trading Limited, vegna greiðsluhæfisskiptasamninga og áhættuálags (e. CDS Spread) og fundargerðir hverskonar funda, símtala sem tengjast hinu sama.<br /> • Allir samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar, áreiðanleikaskýrslur og önnur gögn sem tengjast neðangreindum lánasamkomulögum sem Kaupþing gerði á tímabilinu 1. janúar 2007 til 9. október 2008:<br /> o Lán til Holt Investment Group Ltd;<br /> o Lán til Gift fjárfestingarfélags ehf;<br /> o Lán til Q Iceland Holding ehf;<br /> o Lán til Desulo Trading Limited;<br /> o Lán til Exista B.V.;o Lán til Baugs Group;<br /> o Lán til Landic Propertyo Lán til […] og fyrirtækja hans þ.á.m. Caramba-hugmyndir og Orð ehf;<br /> o Lán til […];<br /> o Lán til […] og fyrirtækja hans, þ.á.m. Serval Trading, Choice Stay, Q Iceland Finance og Brooks Trading Limited;<br /> o Lán til Kevin Stanford;<br /> o Lán til Desulo Trading Ltd;<br /> o Lán til […] og fyrirtækja hans, þ.á.m. Kjalars, Eglu, Partridge Management Group, Gerald Trading, Gerland Assett Limited and Choice Stay.<br /> o Lán til […] og fyrirtækja þeirra, þ.á.m. Oscatello Investments Ltd.<br /> • Allar stórar áhættu skýrslur og skjöl er varða nálgun Kaupþings gagnvart stærri áhættum frá tímabilinu 1. janúar 2007 til 9. október 2008.<br /> • Öll skjöl sem tengjast ákvörðun Kaupþings að hætta að skilgreina áhættur vegna Baugs Groups og Landi Property sem eina áhættu í september 2007.“<br /> <br /> Í bréfi B kemur m.a. fram að óskað er aðgangs að þeim gögnum og skjölum sem greint er frá í fylgiskjali A við bréfið. Jafnframt er þess óskað að Þjóðskjalasafn Íslands sinni leiðbeiningarskyldu sinni á grundvelli 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eins og í bréfi A. Í fylgiskjali A við bréf B kemur eftirfarandi m.a. fram:<br /> <br /> „Þess er óskað að eftirfarandi skjöl verði gerð aðgengileg:<br /> <br /> • Skýrsla B, fyrrverandi starfsmanns C sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis þann 2. október 2009.<br /> • Innri reglur, viðmið, ferlar og leiðbeiningar sem voru í gildi á tímabilinu frá 1. janúar 2007 til og með 9. október 2008, þ.á.m. eftirfarandi reglur:<br /> o Reglur um áhættumat,<br /> o Starfsreglur lánveitanda vegna trygginga og veðkalla,<br /> o Almennar reglur um lánveitingar/lánahandbækur,<br /> o Lánahandbók,<br /> o Mats handbók (e. Rating manual);<br /> o Handbók um áhættustjórnun (e. Credit risk control manual);<br /> o Áhættustjórnunar stefna (e. Credit risk policy);<br /> o Siðareglur,<br /> o Starfsreglur stjórnar,<br /> o Reglur um umboð (e. rules on procurators);<br /> o Reglur um heimild til að undirrita fyrir hönd bankans, umboð og ákvörðunartökur.<br /> • Lausafjárskýrslu Kaupþings, dags. 31. ágúst 2008.<br /> • Beiðni Kaupþings til Fjármálaeftirlitsins (FME), dags. 8. október 2008, þar sem FME er beðið að taka yfir vald hluthafafundar.<br /> • Lánasamningar Kaupþings og fylgiskjöl við Dresdner banka, dags. 28. júlí 2006.<br /> • Lánasamningar Kaupþings og fylgiskjöl við Deutsche banka, dags. 9. nóvember 2007.<br /> • Niðurstöður sjálfstæðar úttektar sem unnin var á vegum rannsóknarnefndarinnar, undir stjórn löggiltra endurskoðenda sem störfuðu hjá nefndinni, um þróun lánveitinga og fyrirgreiðslu til nokkurra af stærstu viðskiptavinum fjármálafyrirtækjanna á tímabilinu frá 1. janúar 2007 til október 2008 og myndar grunn að umfjöllun í kafla 8.12 í skýrslu RNA.<br /> • Mánaðarleg yfirlit yfir veð í hlutabréfum sem afhent var rannsóknarnefndinni og myndar grunn að kafla 8 í skýrslu RNA.<br /> • Mánaðarleg yfirlit eigna í „Peningamarkaðssjóður“, sjóði Rekstarfélags Kaupþings frá 2005-2008.<br /> • Mánaðarleg yfirlit eigna í „Skuldabréf Stutt“, sjóði Rekstarfélags Kaupþings frá 2005-2008.<br /> • Mánaðarleg yfirlit eigna í „Skammtímasjóður“, sjóði Rekstarfélags Kaupþings frá 2005-2008.<br /> • Upplýsingar um hlutahafa í „Peningamarkaðssjóður“, sjóði Rekstarfélags Kaupþings from 2005-2008.<br /> • Upplýsingar um hlutahafa í „Hávaxtasjóður“, sjóði Rekstarfélags Kaupþings from 2005-2008.<br /> • Upplýsingar um hlutahafa í „Skuldabréf Stutt“, sjóði Rekstarfélags Kaupþings from 2005-2008.<br /> • Upplýsingar um hlutahafa í „Skammtímasjóður“, sjóði Rekstarfélags Kaupþings from 2005-2008.<br /> • Minnisblöð og/eða önnur vinnuskjöl […] vegna ræðu sem hann hélt hjá viðskiptaráði Íslensk-Ameríska í mars 2008.<br /> • Tölvupóstur frá […] til […] vegna tengsla milli hagsmuna hluthafa og stjórnenda.“<br /> <br /> Eins og fram hefur komið synjaði Þjóðskjalasafn Íslands beiðnum kæranda, dags. 5. júlí 2012, um afhendingu gagna með bréfi, dags. 29. ágúst. Í synjun Þjóðskjalasafns Íslands kemur m.a. fram hvaða gögn það séu sem beiðni kæranda beinist að, störf rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 og þann lagagrundvöll sem störf nefndarinnar byggðust á. Í bréfinu er síðan bent á að samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga sé stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greini í 4. til 6. gr. laganna. Stjórnvöldum sé þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 7. gr. laganna. Þá segir: „Samkvæmt ákvæðinu er beinlínis gert að skilyrði að beiðni um aðgang að tilteknum fyrirliggjandi gögnum tengist tilteknu máli. Með öðrum orðum verður beiðni um aðgang að gögnum því að tengjast tilteknu máli, sbr. ummæli í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2006 og breytti 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.“ Þá kemur eftirfarandi fram í bréfi Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 29. ágúst:<br /> <br /> „Fyrir liggur að rannsóknarnefnd Alþingis leitaði víða fanga til að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og skilaði Alþingi skýrslu um rannsóknina í samræmi við 7. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008. Þjóðskjalasafn Íslands getur ekki fallist á að einstakar umfjallanir eða rannsóknir rannsóknarnefndarinnar, sbr. b-liður í beiðni yðar, séu eitt mál í framangreindum skilningi enda ekki aðgreind sérstaklega sem slík gögn í gögnum þeim sem afhent voru safninu til varðveislu. Þá verður ekki séð að víðtækar beiðnir yðar um t.d. aðgang að öllum gögnum tengdum sérstökum lánasamningum, öllum samskiptum milli tilgreindra aðila og öllum skýrslum eða fundargerðum varðandi tiltekin atriði, sbr. a-liður í beiðni yðar og beiðni yðar um „aðgang að þeim gögnum og skjölum sem greint er frá í fylgiskjali A“, sbr. c-liður varði tiltekið mál. Verður því ekki séð að mati Þjóðskjalasafns að umrætt skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um að umrædd gögn tengist tilteknu máli sé uppfyllt í framangreindum tilvikum. Samkvæmt því er það afstaða Þjóðskjalasafns að beiðni yðar sem lýtur að gögnum þeim sem rannsóknarnefndi Alþingis lagði til grundvallar skýrslu sinni og varða Kaupþing hf., jafnvel þó tiltekin gögn séu tilgreind og sundurliðuð nánar með beiðninni, uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 161/2006, sem gilda um aðgang að gögnum rannsóknarnefndar Alþingis í vörslum safnsins. Undantekning frá þessari afstöðu Þjóðskjalasafns er fyrsta atriðið í fylgiskjali A í bréfi B, sbr. c-liður beiðni yðar, þar sem óskað er eftir tiltekinni skýrslu sem einstaklingur gaf fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Þjóðskjalasafn mun taka efnislega afstöðu til þeirrar beiðni og tilkynna yður niðurstöðu sína með sérstöku bréfi, svo fljótt sem verða má.“<br /> <br /> Í kæru málsins, dags. 28. september 2012, segir að kærandi gæti hagsmuna erlendra tryggingarfélaga vegna dómsmáls sem Kaupþing banki hf. hefur höfðað. Í bréfinu er fjallað með ítarlegum hætti um skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og þær breytingar sem gerðar voru á ákvæðinu með lögum nr. 161/2006. Þá kemur eftirfarandi m.a. fram í bréfinu:<br /> <br /> „Þau gögn sem rannsóknarnefnd Alþingis afhenti Þjóðskjalasafni voru ekki flokk[uð] með hliðsjón af einhverskonar „máli“ eða sem hluti af tilteknu „stjórnsýslumáli“ öðru en rannsókninni í heild sinni. Umræddar upplýsingar hafa eftirá, skv. upplýsingum frá Þjóðskjalasafni, ekki verið flokkaðar með hliðsjón af slíkri skilgreiningu, hvorki í skilningi stjórnsýsluréttar né í skilningi upplýsingalaga. Almennum borgurum og sérfræðingum er því ómögulegt að óska eftir aðgangi að umræddum gögnum ef gera á kröfu um að tilgreina þurfi mál eða tengja þurfi upplýsingabeiðnina við tiltekið mál sem ekki er til, hvorki skilgreint af rannsóknarnefndinni né Þjóðskjalasafni. Þá er það ótak og ósanngjörn krafa af hálfu stjórnvalda að krefjast þess að umrædd gögn, sem liggja fyrir hjá Þjóðskjalasafni á grundvelli lagaskyldu, séu gerð óaðgengileg vegna þess að ekki er hægt að tilgreina ímyndað mál sem þau kunna eða kunna ekki að tilheyra. Slíkt gengur ekki eingöngu gegn markmiðum upplýsingalaga og ákvæðum laga nr. 142/2008 heldur gengur slíkt gegn almennri skynsemi.<br /> <br /> [...]<br /> <br /> Stjórnsýsluréttur og upplýsingaréttur snýr að hinum almenna borgara. Reglur á þessu sviði miða sameiginlega að því að tryggja rétt einstaklingsins, gera honum eins auðvelt að fá tilteknar upplýsingar og eftir atvikum leiðbeina honum um þær leiðir sem færar  [eru] í samskiptum við stjórnvöld. Með hliðsjón af því verður að hafna hverskonar röksemdum og ákvörðunum sem byggja á formskilyrðum þegar komur að upplýsingabeiðnum, nema að baki slíkum formskilyrðum liggi málefnalegar ástæður eða lagarök.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Þjóðskjalasafni Íslands til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. október 2012, og barst svar við því 17. s.m. Í svari Þjóðskjalasafns Íslands kemur eftirfarandi m.a. fram:<br /> <br /> „Umrædd beiðni ADVEL lögmanna, sem sett var fram með tveimur bréfum, dags. 5. júlí sl., og ákvörðun Þjóðskjalasafns frá 29. ágúst sl. lýtur að, varðar gögn rannsóknarnefndar Alþingis, sbr. lög nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Nánar tiltekið lýtur beiðnin að a) aðgangi að „öllum þeim gögnum og skjölum sem greint er frá í fylgiskjali A“, sbr. fyrra bréf ADVEL (hér eftir bréf A) og var þessi hluti beiðninnar nánar tilgreindur í 14 liðum og 14 undirliðum; b) „aðgangi að öllum skjölum er varða þau mál sem tilgreind eru í kafla IV þessarar beiðni“, sbr. bréf A, sem sett var fram í 11 tölusettum liðum og c) „aðgangi að þeim gögnum og skjölum sem greint er frá í fylgiskjali A“, sbr. síðara bréf ADVEL (hér eftir bréf B), og sett var fram í 18 liðum og 11 undirliðum.<br /> <br /> [...]<br /> <br /> Fyrir liggur að rannsóknarnefnd Alþingis leitaði víða fanga til að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008. Þegar Þjóðskjalasafn afgreiddi ofangreinda beiðni ADVEL lögmanna, mat safnið það sem svo að ekki yrði séð að víðtækar beiðnir um t.d. aðgang að öllum gögnum tengdum einstökum lánasamningum, öllum samskiptum milli tilgreindra aðila og öllum skýrslum eða fundargerðum varðandi tiltekin atriði, sbr. a-liður beiðni ADVEL og beiðni um „aðgang að þeim gögnum og skjölum sem greint er frá í fylgiskjali A“, sbr. c-liður í beiðni ADVEL varði tiltekið mál. Varð því ekki séð, að mati Þjóðskjalasafns, að umrætt skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um að umrædd gögn tengist tilteknu máli hefði verið uppfyllt í framangreindum tilvikum.<br /> <br /> Þá gat Þjóðskjalasafn ekki fallist á að einstakar umfjallanir eða rannsóknir rannsóknarnefndarinnar, sbr. b-liður í beiðni ADVEL, væri eitt mál í framangreindum skilningi enda ekki aðgreind sem slík gögn í gögnum þeim sem afhent voru safninu til varðveislu. Í þessu sambandi vill Þjóðskjalasafn árétta að beiðni um gögn á þessum forsendum er að mati safnsins of óljós og ekki nægilega tilgreind svo hægt sé að afgreiða hana. Það getur vart talist hlutverk Þjóðskjalasafns að leggjast í sérstaka rannsóknarvinnu til að ákvarða hvaða gögn höfundar skýrslu rannsóknarnefndarinnar notuðu og studdust við er þeir rituðu tiltekna kafla.<br /> <br /> Samkvæmt því var það afstaða Þjóðskjalasafns að beiðni ADVEL lögmanna sem laut að gögnum þeim sem rannsóknarnefnd Alþingis lagði til grundvallar skýrslu sinni og varða Kaupþing hf., jafnvel þó tiltekin gögn væru tilgreind og sundurliðuð nánar með beiðninni, uppfyllti ekki skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 161/2006, sem gilda um aðgang að gögnum rannsóknarnefndar Alþingis í vörslum safnsins.“<br /> <br /> Umsögn Þjóðskjalasafns Íslands var send kæranda til athugasemda með bréfi, dags. 23. október 2012. Með bréfi, dags. 8. nóvember, bárust athugasemdir kæranda og kemur þar fram að ekki þyki þörf á því að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar þar sem umsögnin sé í öllum atriðum endurtekning á áður framkominni afstöðu Þjóðskjalasafns Íslands sem fram kom í synjunarbréfi, dags. 29. ágúst.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>1.<br /> Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar Þjóðskjalasafn Íslands tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Var hún því byggð á efnisákvæðum þeirra laga.<br /> <br /> Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.<br /> <br /> 2.<br /> Eins og fram hefur komið barst kæra þessa máls úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 28. september 2012, og laut hún að þeirri ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 29. ágúst, að synja kæranda um aðgang að nánar tilgreindum gögnum, sem hann óskaði aðgangs að með tveimur bréfum báðum dags. 5. júlí, er tengjast Kaupþingi banka hf. <br /> <br /> Nánar tiltekið er um að ræða beiðni um a) aðgang að öllum skjölum er varða þau mál sem tilgreind eru í kafla IV við bréf A sem sett var fram í 11 tölusettum liðum, b) aðgang að öllum þeim gögnum og skjölum sem greint er frá í fylgiskjali A við bréf A en þessi hluti beiðninnar var nánar tilgreindur í 14 liðum og 14 undirliðum og c) aðgang að þeim gögnum og skjölum sem greint er frá í fylgiskjali A við bréf B sem sett var fram í 18 liðum og 11 undirliðum.<br /> <br /> Ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 29. ágúst, tók til allra þeirra gagna sem kærandi óskaði aðgangs að með bréfum sínum, dags. 5. júlí, utan skýrslu B, fyrrverandi starfsmanns C gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis þann 2. október 2009. Beiðni kæranda um aðgang að þeirri skýrslu var afgreidd sérstaklega af hálfu Þjóðskjalasafns Íslands og er úrskurðarnefnd um upplýsingamál með til meðferðar kæru vegna þeirrar afgreiðslu. Í máli þessu er því ekki fjallað um skýrslu B, fyrrverandi starfsmanns C sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis þann 2. október 2009 heldur verður það gert í öðru aðskildu máli.<br /> <br /> 3.<br /> Í skýringum Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að beiðni kæranda um afhendingu gagna sem rannsóknarnefnd Alþingis lagði til grundvallar skýrslu sinni og varða Kaupþing hf., jafnvel þó tiltekin gögn væru tilgreind og sundurliðuð nánar með beiðninni, uppfyllti ekki skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 161/2006, sem gilda um aðgang að gögnum rannsóknarnefndar Alþingis í vörslum safnsins.<br /> <br /> Um störf rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað í lögum nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Í 5. mgr. 17. gr. þeirra laga segir orðrétt:<br /> <br /> „Að rannsókn nefndarinnar lokinni skulu gögn, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, færð á Þjóðskjalasafn Íslands. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.“<br /> <br /> Með ákvæðinu hefur löggjafinn með skýrum hætti kveðið á um að þau gögn sem rannsóknarnefndin aflaði vegna rannsóknar sinnar skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands og að um aðgang að þeim skuli fara eftir ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996. <br /> <br /> Í 1. mgr. 18. gr. laga nr. 142/2008 segir að rannsóknarnefndin afhendi Þjóðskjalasafni Íslands þá gagnagrunna sem orðið hafi til í störfum hennar, sbr. 5. mgr. 17. gr. Þá taki rannsóknarnefndin ákvörðun um hverjum af þeim gögnum sem nefndin hefur safnað beri að skila sem gagnagrunni samkvæmt þessu ákvæði og hvaða upplýsingar komi þar fram. Ennfremur er Þjóðskjalasafni Íslands heimilt að gera samning við aðra ríkisstofnun á grundvelli 30. gr. fjárreiðulaga um að rækja starfsskyldur safnsins um ákveðinn tíma samkvæmt ákvæðum þessarar greinar. Í 2. mgr. sömu greinar kemur fram að þegar rannsóknarnefndin afhendir gagnagrunna til Þjóðskjalasafns skuli hún merkja þá eftir því hvort um sé að ræða gagnagrunn með ópersónugreinanlegum upplýsingum eða persónugreinanlegum. Þjóðskjalasafni sé óheimilt að veita aðgang að upplýsingum í persónugreinanlegum gagnagrunnum nema að því marki sem reglur upplýsingalaga um aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga leyfa. Þjóðskjalasafni Íslands sé hins vegar heimilt að afhenda afrit af þeim gagnagrunnum sem hafi að geyma ópersónugreinanlegar upplýsingar og upplýsingar sem verði ekki raktar til nafngreindra fyrirtækja.<br /> <br /> 4.<br /> Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er m.a. kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum „sem varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.<br /> <br /> Í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, segir: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“ Réttur til upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga er samkvæmt framangreindu bundinn við gögn sem varða tiltekin mál sem eru eða hafa verið til meðferðar í stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga, sbr. og 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Af áskilnaði um að beiðni um aðgang að gögnum varði tiltekið mál verður meðal annars dregin sú ályktun að lögin feli ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að gögnum í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Af sama áskilnaði leiðir að lögin veita heldur ekki rétt til að krefjast aðgangs að upplýsingum sem einvörðungu er að finna í skrám eða gagnagrunnum stjórnvalda, en ekki í fyrirliggjandi gögnum í tilgreindum málum. Hafi upplýsingum verið safnað með kerfisbundnum hætti án þess að um sé að ræða afgreiðslu eða meðferð tiltekinna mála fellur slík söfnun utan gildissviðs upplýsingalaga. Eins og fram hefur komið hafa ný upplýsingalög nr. 140/2012 tekið gildi og þykir í því sambandi rétt að taka fram að reglan um framsetningu gagnabeiðni birtist nú breytt í 15. gr. en þar segir að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli „tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægilega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál.“<br /> <br /> Í 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að þegar farið er fram á aðgang að gögnum um mál þar sem taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Ef ekki er um að ræða töku eða fyrirhugaða töku stjórnvaldsákvörðunar í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem hefur gögnin í sínum vörslum. Berist stjórnvaldi sem hefur gögn í sínum vörslum beiðni um aðgang að gögnum þegar annað stjórnvald hefur tekið eða fyrirhugar að taka stjórnvaldsákvörðun ber því stjórnvaldi sem beiðnin berst til að framsenda erindið á réttan stað svo fljótt sem unnt er, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, svo afgreiða megi erindið af þar til bæru stjórnvaldi.<br /> <br /> Ákvæði 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefur að geyma almenna reglu stjórnsýsluréttar um stjórnsýslukæru en þar segir í 1. mgr. að aðila máls sé „heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju“. Þá er í 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sérregla um kærur vegna synjunar upplýsingabeiðna en þar kemur fram að heimilt sé að bera þær synjanir „undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn“, sbr. einnig 14. gr. eldri upplýsingalaga. Meginmarkmiðið með framangreindum kæruheimildum er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Enda fengi stjórnsýslumálið að öðrum kosti ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.<br /> <br /> 5.<br /> Úrskurðarnefndin hefur farið ítarlega yfir upplýsingabeiðni kæranda og fær ekki séð að hún sé öll svo almenn að ekki hafi verið unnt að afgreiða hana a.m.k. að hluta efnislega. Af afgreiðslu Þjóðskjalasafns Íslands fæst ekki séð að hver liður í beiðnum kæranda, dags. 5. júlí 2012, hafi verið skoðaður efnislega heldur er beiðnunum synjað í heild sinni þrátt fyrir að ekki fáist annað séð en að hluti þeirra gagna sem óskað er aðgangs að varði tiltekið mál í skilningi 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ennfremur verður ekki séð að Þjóðskjalasafn hafi kannað hvort hluti þeirra gagna sem óskað er aðgangs að tilheyri gagnagrunnum eða skrám og lúti þeim sérstöku réttarreglum sem gilda í því sambandi skv. upplýsingalögum.<br /> <br /> Í umsögn Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að  rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki flokkað gögn eftir tilteknum málum þegar þau voru afhent safninu til varðveislu og að það sé ekki hlutverk safnsins að leggjast í sérstaka rannsóknarvinnu til að ákvarða hvaða gögn höfundar skýrslu rannsóknarnefndarinnar hafi notað og stuðst við er þeir rituðu tiltekna kafla. Í tilefni af þessu áréttar úrskurðarnefnd um upplýsingamál að með 5. mgr. 17. gr. laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða nr. 142/2008 mælti löggjafinn fyrir um skyldu til framangreindrar afgreiðslu og hefur löggjafinn því falið stjórnvöldum umrætt verkefni. Telja verður að sú skylda hvíli á stjórnvöldum á hverjum tíma að búa svo um þau gögn sem þau hafa til varðveislu að þeim sé kleift að rækja lögboðnar skyldur sínar. Það að gögn sem Þjóðskjalasafn Íslands fékk til varðveislu hafi ekki verið flokkuð með fullnægjandi hætti getur ekki leitt til lakari réttarstöðu borgaranna heldur hlýtur sú skylda að hvíla á safninu að bæta úr þeim annmörkum sem eru á flokkun gagnanna, séu þeir fyrir hendi.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds verður ekki séð að Þjóðskjalasafn hafi með ákvörðun sinni 29. ágúst 2012, afgreitt beiðnir kæranda með fullnægjandi hætti á grundvelli þágildandi upplýsingalaga. Telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál því óhjákvæmilegt annað en að vísa málinu heim til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu Þjóðskjalasafns Íslands.<br /> <br /> Í ljósi framangreindrar niðurstöðu um heimvísun telur úrskurðarnefndin rétt að árétta  að frá því að ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands, um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, dags. 29. ágúst 2012, var tekin, hafa ný upplýsingalög nr. 140/2012 öðlast gildi. Ein af þeim breytingum sem urðu með þeim lögum var að slakað var á kröfum um tilgreiningu máls í beiðni um aðgang að gögnum. Vísast um þetta til 5. gr. laga nr. 140/2012, athugasemda við þá grein sem og almennra athugasemda í greinargerð þeirri er fylgdi frumvarpi til laganna. Ástæða þess að úrskurðarnefndin telur rétt að árétta umrædda lagabreytingu er sú að breyttar kröfur til tilgreiningar í beiðni um upplýsingar kunna að skipta máli við frekari umfjöllun þjóðskjalsafnsins á beiðni kæranda. <br /> <br /> Að fenginni ofangreindri niðurstöðu þykir ekki ástæða til að fjalla um aðrar málsástæður sem hafðar hafa verið uppi vegna málsins.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Tveimur beiðnum [A] f.h. erlendra tryggingarfélaga, báðar dags. 5. júlí 2012, er vísað til Þjóðskjalasafns Íslands til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir           </p> <p> Friðgeir Björnsson<br /> </p> <br /> |
A-499/2013. Úrskurður frá 10. október 2013 | A kærði afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum varðandi Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann óskaði eftir a) gögnum sem ráðuneytið kynni að hafa vegna breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við aðra umræðu fjárlaga ársins 2012 og b) gögnum sem ráðuneytið kynni að hafa vegna tiltekinnar breytingartillögu á fjáraukalögum fyrir árið 2011. Það varð niðurstaða úrskurðarnefndar að ráðuneytinu bæri að afhenda A tilgreind skjöl. Einnig skyldi honum afhent tiltekið bréf ráðuneytisins til fjárlaganefndar Alþingis varðandi breytingar á frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2011 vegna kjarasamninga. Þá skyldi afhenda honum bréf til fjárlaganefndar Alþingis, sem m.a. varðaði breytingar á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012. Loks skyldi afhenda honum yfirlit sem ráðuneytið boðaði að það myndi senda fjárlaganefnd Alþingis. Ráðuneytið var talið hafa brotið gegn reglu 11. gr. upplýsingalaganna um aukinn aðgang og reglu 19. gr. um leiðbeiningarskyldu o.fl. Að öðru leyti var málinu vísað til nýrrar meðferðar ráðuneytisins. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 10. október 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-499/2013 í málum ÚNU nr. 13020005 og 13050004. <br /> <br /> </p> <div> <h3>Kæruefni og málsatvik<br /> </h3> 1.<br /> Þann 14. febrúar 2013 kærði A til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins 12. sama mánaðar á beiðni hans 5. sama mánaðar um aðgang að upplýsingum og útreikningum sem ráðuneytið kynni að hafa vegna breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við aðra umræðu fjárlaga ársins 2012. Nánar tiltekið var um að ræða þá breytingu að auka við fjárheimildir Sinfóníuhljómsveitar Íslands um 69 milljónir króna vegna kjarasamninga. <br /> <br /> Þá kærði kærandi 25. apríl 2013 til úrskurðarnefndarinnar afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins 26. mars sama ár á beiðni hans 18. mars sama ár um aðgang að öllum þeim upplýsingum og útreikningum sem ráðuneytið kynni að hafa vegna tiltekinnar breytingartillögu á fjáraukalögum fyrir árið 2011 sem lögð var fram 15. nóvember 2011. <br /> <br /> Þar sem kærur kæranda lúta að sömu álitaefnum og að hluta til sömu gögnum hefur úrskurðurðarnefnd um upplýsingamál ákveðið fella úrskurð um þær í einu lagi.<br /> <br /> 2.<br /> Í beiðni kæranda 5. febrúar 2013 kemur fram að hann óski eftir öllum þeim upplýsingum og útreikningum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kunni að hafa vegna umræddrar breytingartillögu og lagasetningar henni tengdri. Kærandi óski allra gagna sem tilgreind séu í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en sá réttur nái m.a. til allra gagna sem mál varða, þ.m.t. endurrit af bréfum sem stjórnvald eða annar aðili skv. I. kafla laganna hefur sent, enda megi ætla að þau hafi borist viðtakanda sem og dagbókarfærslna sem lúti að gögnum máls og lista yfir málsgögn. Kærandi líti í þessu samhengi sérstaklega til þeirra kostnaðarútreikninga sem liggi að baki hækkuninni. Einnig sé óskað eftir skýringum ráðuneytisins á útreikningunum ef við eigi. <br /> <br /> Fyrir liggur að ráðuneytið hafnaði beiðni kæranda 12. febrúar 2013 með vísan til 5. töluliðar 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt ákvæðinu eru vinnugögn samkvæmt 8. gr. laganna undanþegin upplýsingarétti almennings. <br /> <br /> Þá segir eftirfarandi í ákvörðun ráðuneytisins: „Þau gögn sem ráðuneytið hefur undir höndum og sem kunna að varða erindi yðar er kostnaðarmat ráðuneytisins vegna kjarasamnings starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, sem undirritaður var hinn 2. nóvember 2011. Umrætt kostnaðarmat er útbúið af starfsmannaskrifstofu ráðuneytisins og afhent skrifstofu fjárlaga sem setur reikniforsendur og tölur inn í launa- og verðlagsreikniverk fjárlaga, sem nær yfir alla starfsemi ríkisins og felur í sér nokkur hundruð þúsund færslur. Niðurstöður þessarar vinnu birtast að lokum í frumvarpi til fjárlaga. Það er því mat ráðuneytisins að umbeðin gögn séu vinnuskjöl til eigin nota sem séu undanþegin upplýsingaskyldu skv. 5. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og að fullnægt sé þeim skilyrðum sem nefnd voru hér að ofan. Þá er það jafnframt mat ráðuneytisins að undanþáguákvæði þau sem tilgreind eru í 3. mgr. 8. gr. laganna eigi ekki við í því máli sem hér er til meðferðar. Að auki er það mat ráðuneytisins að 9. gr. laganna, að því er varðar gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, standi í vegi fyrir því að ráðuneytinu sé tækt að afhenda umbeðin gögn.“ <br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram sú afstaða kæranda að synjun ráðuneytisins á þessum grundvelli standist ekki. Synjunarbréfið megi skilja sem svo að eitt gagn sé til í ráðuneytinu um „þessa ákvörðun“ og það sé tiltekinn kostnaðarreikningur. Þrátt fyrir að fjármála- og efnahagsráðuneytið kunni að hafa útbúið umrætt gagn í eigin þágu og nota við meðferð málsins sé efni þess engu að síður slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa sé í 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga lagt til að aðgang beri að veita að gögnum sem annars teldust innri vinnuskjöl stjórnvalds í fjórum tilvikum. Í fyrsta lagi þegar gögn hafi að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls. Kærandi álíti, sbr. það sem að framan er rakið, að ekki sé til öðrum skjölum að dreifa um umrædda „fjárlagaákvörðun“, en umræddan kostnaðarreikning. Það hljóti því, eðli málsins samkvæmt að fela í sér upplýsingar um hina endanlegu afgreiðslu málsins. Þá vísar kærandi í 4. tölulið 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þar sem segir að veita beri aðgang að vinnuskjölum ef þar komi fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði. Ef stjórnvald hafi tekið saman slíkar upplýsingar verði að telja mikilvægt að almenningur geti átt rétt á að kynna sér þær, enda skipti slíkar upplýsingar oft miklu um verklag stjórnvalds og grundvöll að töku einstakra ákvarðana. <br /> <br /> Kærandi telur 9. gr. upplýsingalaga ekki standa í vegi fyrir að ráðuneytið afhendi umbeðin gögn. Líta beri til þess tilgangs laganna að gefa almenningi tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Hinum nýju upplýsingalögum hafi verið ætlað að rýmka rétt almennings til aðgang að gögnum varðandi meðferð opinbers fjár. Beiðni kæranda lúti að útreikningum sem lágu til grundvallar auknum fjárheimildum við aðra umræðu fjárlaga þar sem byggt var á opinberum kjarasamningum sem m.a. séu birtir á heimasíðu ráðuneytisins. Ekki verði á það fallist að þessir útreikningar geti talist einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé eða eðlilegt að fari leynt. Um sé að ræða kostnaðarútreikninga sem lagðir séu til grundvallar breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við ákvörðun fjárlaga. <br /> <br /> Kærandi vísar til þess að í nútíma lýðræðisþjóðfélagi teljist það sjálfsagt að almenningur eigi þess kost að fylgjast með því sem stjórnvöld hafist að. Þetta hafi verið meginmarkmið með lögum nr. 140/2012 auk þess að stuðla að auknu réttaröryggi í stjórnsýslunni. Lögunum hafi jafnframt verið ætlað að draga úr tortryggni almennings í garð stjórnvalda sem oft eigi rót sína að rekja til þess að upplýsingum hafi verið haldið leyndum að óþörfu. Brýnar ástæður þurfi að koma til svo synjað verði um aðgang í tilvikum sem þessum. Þá vísar kærandi til framsöguræðu forsætisráðherra á Alþingi þegar frumvarp til upplýsingalaga nr. 50/1996 var lagt fram en þau lög séu forveri núgildandi upplýsingalaga og þess að umboðsmaður Alþingis hafi bent á að upplýsingar um þær ákvarðanir sem teknar séu um laun og önnur starfstengd réttindi og greiðslur til starfsmanna hins opinbera fyrir vinnu þeirra séu í eðli sínu upplýsingar um ákvarðanir um ráðstöfun opinberra fjármuna. <br /> <br /> 3.<br /> Þann 25. apríl 2013 kærði kærandi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins 23. apríl sama ár á beiðni hans 18. mars sama ár um aðgang að öllum þeim upplýsingum og útreikningum sem ráðuneytið kynni að hafa vegna tiltekinnar breytingartillögu á fjáraukalögum fyrir árið 2011 sem lögð var fram 15. nóvember 2011. Um var um að ræða breytingartillögu vegna ófyrirséðra útgjalda en í tillögunni sagði eftirfarandi: <br /> <br /> 989. Ófyrirséð útgjöld. 1.90. Ófyrirséð útgjöld. Gerð er tillaga um 300 m.kr. fjárheimild á liðnum til að unnt verði að bæta viðkomandi stofnunum kostnaðaráhrif af nokkrum kjarasamningum sem gerðir hafa verið í haust eftir að gengið var frá samningum við velflest stéttarfélög opinberra starfsmanna. þeir kjarasamningar sem einkum er um að ræða eru við félög lækna, lögreglumanna og hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar og áhafna skipa og flugfarkosta. fjárheimildin miðast við mat á viðbótarkostnaði vegna þessara kjarabreytinga og áætlaðri stöðu fjárlagaliðarins þegar búið verður að mæta öðrum útgjaldatilefnum sem honum er ætlað að standa undir eins og gerð hefur verið grein fyrir í frumvarpinu. Fjárheimildi verða fluttar af liðnum til stofnana í fjárhagskerfi ríkisins í samræmi við mat á hækkun launakostnaðar í hverju tilviki.  <br /> <br /> Í beiðni kæranda óskaði hann eftir öllum þeim upplýsingum og útreikningum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynni að hafa vegna þessarar breytingatillögu og lagasetningar henni tengdri. Óskað væri allra gagna sem tilgreind væru í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en sá réttur næði m.a. til allra gagna sem mál varðaði, þ.m.t. endurrita af bréfum sem stjórnvald eða annar aðili skv. I. kafla hefði sent, enda mætti ætla að þau hefðu borist viðtakanda sem og dagbókarfærslna sem lytu að gögnum máls og lista yfir málsgögn. <br /> <br /> Í beiðni kæranda sagði síðan að litið væri til þeirra kostnaðarútreikninga sem lægju að baki og þá væri sérstaklega óskað allra upplýsinga sem vörðuðu kostnaðarauka vegna samninga við hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar vegna þess kjarasamnings sem gerður var við þann hóp þann 2. nóvember 2011. Einnig væri óskað eftir skýringum ráðuneytis á útreikningnum ef við ætti. Þá væri óskað eftir að listi með öllum málsgögnum yrði lagður fram að hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins ásamt öllum gögnum sem málið varðaði í samræmi við 5. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Fyrir liggur að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafnaði beiðni kæranda með bréfi 23. apríl 2013. Í bréfinu kemur fram að þau gögn sem ráðuneytið hafi undir höndum og kunni að falla undir beiðnina séu vinnugögn en samkvæmt 5. tölulið 6. gr. upplýsingalaga taki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna eins og þau séu skilgreind í 8. gr. laganna. Það sé mat ráðuneytisins að umbeðin gögn séu vinnuskjöl til eigin nota sem undanþegin séu upplýsingaskyldu samkvæmt 5. tölulið 6. gr. upplýsingalaga og að fullnægt sé þeim skilyrðum sem skilgreind eru í 1. mgr. 8. gr. laganna. Þá er það mat ráðuneytisins að ekkert þeirra undanþáguákvæða sem tilgreind eru í 3. mgr. 8. gr. laganna eigi við um erindið. Þá er tekið fram að beina skuli beiðnum um fjármál undirstofnana til viðkomandi fagráðuneyta. <br /> <br /> Í kæru kæranda kemur fram að hann telji að synjun ráðuneytisins byggi ekki á málefnalegum grunni og sé ekki varin lagarökum. Meginmarkmið upplýsingalaga sé að tryggja gegnsæi í stjórnsýslunni og við meðferð opinberra hagsmuna. Ráðstöfun almannafjár með fjárlögum gangi þar væntanlega fremst og hafi hinum nýju upplýsingalögum sérstaklega verið ætlað að styrkja þennan upplýsingarétt til að auka traust á stjórnsýslunni. Gögn þau sem óskað hafi verið eftir geti í reynd ekki talist vera undirbúningsgögn. Í frumvarpi til upplýsingalaga sé í yfirliti yfir helstu þætti frumvarpsins sérstaklega tilgreint að skýra skuli undanþáguákvæði þröngt. Í skýringum við 6. gr. komi þannig án tvímæla fram að ávallt skuli veita aðgang að vinnuskjölum hafi þau að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða mikilvægar staðreyndir máls sem ekki verði aflað annars staðar frá. <br /> <br /> Í kærunni er síðan bent á að fjármálaráðherra geri fyrir hönd ríkissjóðs kjarasamninga við stéttarfélög og kostnaðarmeti þá. Fjármálaráðuneytið meti hvort kostnaður samninganna sé umfram fjárlög og ef svo er geri ráðuneytið tillögu til Alþingis um aukningu fjárheimilda. Það sé gert með tillögum til fjárlaganefndar og rökstuðningi. Kærandi bendir á að beiðni hans varði mál sem frá upphafi til enda hafi verið unnið í fjármálaráðuneytinu. Öll gögn þar beri því með sér endanlega afgreiðslu málsins og beri því að afhenda þau. Kærandi vísar í þessu samhengi til 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Þá vísar kærandi til þess að upplýsingarnar komi ekki fram annars staðar og þær séu í sjálfu sér lýsandi fyrir vinnureglur og stjórnsýsluframkvæmd við gerð fjárlaga og fjáraukalaga. Ef synjun fjármálaráðuneytisins á aðgangi þessara gagna fái að standa megi í raun segja að almenningi sé þar með synjað um nokkurn þann kostnaðarútreikning sem í ráðuneytinu sé unninn og lagður sé til grundvallar fjárlaga- og fjáraukalagagerð. Almenningur megi þá einungis sjá endanlega tölu svo sem hún birtist í fjárlögum frá Alþingi. <br /> <br /> Kærandi vekur athygli úrskurðarnefndar á nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar sem lagt hafi verið fram á Alþingi 15. nóvember 2011 en þar komi m.a. fram að nefndin hafi haft frumvarp til fjáraukalaga til athugunar frá annarri umræðu og vegna þess m.a.a leitað skýringa hjá fjármálaráðuneytinu varðandi breytingar á fjárheimildum. Því megi leiða að því líkur að þar hafi verið undirbúin gögn og afhent sem þá geti engan veginn talist vinnugögn til heimabrúks. Þá vekur kærandi athygli úrskurðarnefndarinnar á þeirri staðreynd að þrátt fyrir að hafa tekið sér aukinn frest til synjunar á aðgangi að upplýsingum hafi fjármála- og efnahagsráðuneytið látið undir höfuð leggjast að leiðbeina kæranda um rétt til kæru eins og mælt sé fyrir um í 19. gr. upplýsingalaga.  <br /> <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> Eftir að fyrri kæra kæranda barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði nefndin fjármála- og efnahagsráðuneytinu bréf 15. febrúar 2013 þar sem þess var óskað að ráðuneytið veitti umsögn um kæruna og frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði athugasemdir við kæruna með bréfi dags. 27. febrúar 2013. Kemur þar fram að þau gögn sem ráðuneytið hafi undir höndum og sem kunni að varða erindi kæranda sé kostnaðarmat ráðuneytisins vegna kjarasamnings starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, sem undirritaður var hinn 2. nóvember 2011. Kostnaðarmatið, sem útbúið hafi verið af starfsmannaskrifstofu ráðuneytisins, sé fengið með því að framreikna laun þeirra starfsmanna sem séu á launaskrá hjá viðkomandi stofnun miðað við þær breytingar á kjörum sem nýr kjarasamningur kveði á um. Kostnaðaraukningin hafi síðan verið uppreiknuð í prósentur út frá launagrunni síðastliðins tímabils og send fjárlagaskrifstofu ráðuneytisins sem setji reikniforsendur og tölur inn í launa- og verðlagsreikniverk fjárlaga, sem nái yfir alla starfsemi ríkisins og feli í sér nokkuð hundruð þúsund færslur. Niðurstöður þessarar vinnu birtist að lokum í frumvarpi til fjárlaga. <br /> <br /> Með vísan til þessa sé það mat ráðuneytisins að umrætt kostnaðarmat sé vinnuskjal til eigin nota og undanþegið upplýsingaskyldu samkvæmt 5. tölulið 6. gr. upplýsingalaga, enda sé fullnægt skilyrðum 1. mgr. 8. gr. sömu laga. Þá sé það mat ráðuneytisins að ekkert þeirra undanþáguákvæða sem tilgreind séu í 3. mgr. 8. gr. laganna eigi við í málinu. Að auki sé það mat ráðuneytisins að 9. gr. laganna, að því er varðar gögn um einka- og fjárhagsmálaefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, standi í veg fyrir því að ráðuneytinu sé tækt að afhenda umbeðin gögn. <br /> <br /> Loks segir í athugasemdum ráðuneytisins að af kærunni megi ráða að í beiðni kæranda um gögn hafi falist beiðni um afrit af gögnum sem lágu til grundvallar stofnanasamningi Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljómsveitarinnar sjálfrar sem leiddu til þeirrar hækkunar sem hafi verið umfram framangreint kostnaðarmat starfsmannaskrifstofu ráðuneytisins. Það sé mat ráðuneytisins að ósk um aðgang að stofnanasamningi skuli beint til Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem sá samningur sé stakur samningur milli hljómsveitarinnar og starfsmannafélags hennar um útfærslu tiltekinna þátta kjarasamnings, sbr. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga. Að auki áréttar ráðuneytið þær leiðbeiningar sem veittar hafi verið kæranda um fjármál undirstofnana mennta- og menningarmálaráðuneytisins til þess ráðuneytis. <br /> <br /> Með bréfi 7. mars 2013 veitti úrskurðarnefnd upplýsingamála kæranda tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum. Kærandi gerði athugasemdir með bréfi dags. 12. sama mánaðar við afstöðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar er bent á að í athugasemdum ráðuneytisins komi fram að áðurnefnt kostnaðarmat sé eina gagnið sem fyrir liggi geti það ekki talist vinnuskjal enda hefði það, eðli málsins samkvæmt, að geyma endanlega niðurstöðu málsins. Því bæri að afhenda það sbr. 4. tölulið 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Ef að í gagninu sé að finna gögn sem varði einka- eða fjárhagsmálaefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt sé að fari leynt megi afmá þann þátt þess. <br /> <br /> Þá bendir kærandi á að í upphaflegri ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi ekki verið tekin afstaða til aukins aðgangs samkvæmt 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Þá hafi honum heldur ekki verið leiðbeint um rétt til kæru samkvæmt 20. gr. laganna. <br /> <br /> Kærandi telur einnig að ráða megi af athugasemdum ráðuneytisins að önnur gögn séu til staðar vegna umræddrar 69 milljóna króna hækkunar á fjárheimildum við aðra umræðu fjárlaga. Kjarasamningarnar skýri ekki þessa hækkun þó hún sé tilgreind svo við fjárlagagerðina: „Endurmat launaforsendna fjárlagafrv. 2012 vegna kjarasamninga sem gerðir voru eftir 1. júlí 2011“, undir liðnum „02-974 Sinfóníuhljómsveit íslands 1.01 Sinfóníuhljómsveit Íslands Launa- og verðlagsbætur fjmrn. Samþykkt á Alþingi“. Af athugasemdum ráðuneytisins verði ekki annað ráðið en að fjárheimildin sé ekki eingöngu vegna kjarasamninga og kostnaðarmats á þeim heldur einnig vegna stofnanasamnings milli Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitarinnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem þar með sé óumdeilanlega hluti þeirra gagna sem óskað hafi verið eftir og lágu til grundvallar hinum auknu fjárheimildum um 69 milljónir króna. Þetta sé sérlega áhugavert enda eigi stofnanasamningur ekki að raska þeim heildarmarkmiðum sem fjárlög setji stofnuninni hverju sinni. <br /> <br /> Þá hljóti að vera skýlaus krafa að dagbókarfærslur sem lúti að gögnum málsins og listi yfir öll málsögn séu lögð fram af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins ásamt öllum gögnum sem málið varði í samræmi við 5. gr. upplýsingalaga. Það sé sérlega alvarlegt ef ráðuneytið hafi í fyrri svörum sínum fullyrt að einungis liggi til grundvallar eitt kostnaðarmat á sama tíma sem öðrum gögnum sé til að dreifa og að ráðuneytið hafi látið undir höfuð leggjast að leiðbeina kæranda í málinu um kæruleið og mögulegan aukinn aðgang að gögnum. <br /> <br /> Kærandi rekur að hann hafi óskað eftir upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um málið og fengið útprentun úr fjárlagkerfi fjármálaráðuneytisins. Þar staðfestist að sú ákvörðun um að leggja til hækkun á fjárheimildum til Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi verið tekin í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og byggt á þeim kjarasamningi sem fjármálaráðherra gerði fyrir hönd ríkissjóðs við starfsmannafélag Sinfóníunnar. Kostnaðarmat það sem þar var unnið hafi verið lagt til grundvallar tillögugerð til Alþingis og afgreiðsla málsins hafi gefið öðrum stofnunum ríkisins sem þannig háttaði til að gerðir voru kjarasamningar sem síðar voru gerðir eftir framlagningu fjárlaga, væntingar um að þeir hlytu að afgreiðast með sama hætti, þ.e. að samningarnir yrðu kostnaðarbættir að fullu. Meðfylgjandi bréfi kæranda til úrskurðarnefndarinnar voru umrædd bréfasamskipti hans og mennta- og menningarmálaráðuneytis. <br /> <br /> Loks tekur  kærandi fram í athugasemdum sínum að hann hafi óskað upplýsinga um málið frá fjárlaganefnd sem ekki hafi nein gögn. Hann hafi óskað eftir afriti stofnanasamnings Sinfóníuhljómsveitarinnar í árslok 2011 en ekki fengið þó þráfaldlega hafi verið gengið eftir því við framkvæmdastjóra Sinfóníunnar og starfsmannafélag hennar. <br /> <br /> Eftir að seinni kæra kæranda barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði nefndin fjármála- og efnahagsráðuneytinu bréf 23. maí 2013 þar sem þess var óskað að ráðuneytið veitti umsögn um kæruna og frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. <br /> <br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði athugasemdir 10. júní 2013 við kæruna. Er þar rakið að í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2011 hafi verið gerð tillaga um að fjárheimild ráðuneytisins yrði aukin um 300 milljónir króna vegna ófyrirséðra útgjalda svo bæta mætti nokkrum stofnunum kostnaðaráhrif af kjarasamningum sem gerðir höfðu verið eftir framlagningu fjárlaga. Þá er efni 5. töluliðar 6. gr. og 8. gr. upplýsingalaga rakin sem og athugasemdir í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum. Þá kemur fram að þau gögn sem ráðuneytið hafi undir höndum og sem kunni að varða erindi kæranda séu m.a. kostnaðarmöt ráðuneytisins vegna kjarasamninga nokkurra stéttarfélaga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, sem undirritaðir voru eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2011. Er því lýst hvernig kostnaðarmötin hafi verið útbúin. Með vísan til þess sé það mat ráðuneytisins að umrædd kostnaðarmöt séu vinnuskjöl til eigin nota sem undanþegin séu upplýsingaskyldu samkvæmt 5. tölulið 6. gr. upplýsingalaga og að fullnægt sé þeim skilyrðum sem skilgreind eru í 1. mgr. 8. gr. laganna. þá sé það mat ráðuneytisins að ekkert þeirra undanþáguákvæða sem tilgreind séu í 3. mgr. 8. gr. laganna eigi við í málinu. Meðfylgjandi bréfinu fylgdu umrædd kostnaðarmöt en þau voru látin nefndinni í té í trúnaði. </div> <div>  <br /> Einnig sagði í athugasemdum ráðuneytisins að það væri mat þess að bréf fjárlagaskrifstofu ráðuneytisins til fjárlaganefndar Alþingis, sem einnig fylgdi með athugasemdunum til úrskurðarnefndarinnar, væri vinnuskjal í skilningi 6. gr. sbr. 8. gr. upplýsingalaga. Umrætt bréf fæli aðeins í sér tillögugerð ráðuneytisins fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Fjárlaganefnd tæki tillögurnar til afgreiðslu á fundum sínum og niðurstaðan birtist í nefndaráliti sem öllum væri opinn aðgangur að. Tillögurnar kynnu því að taka breytingum í meðförum nefndarinnar þar til þær væru lagðar fyrir Alþingi til afgreiðslu. Bréfið hefði því ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu málsins heldur væri aðeins um tillögugagn í formi vinnuskjals að ræða sem byggist á niðurstöðum úr launa- og verðlagsreikniverki fjárlaga. <br /> <br /> Með bréfi 11. júní 2013 gaf úrskurðarnefndin kæranda færi á að bregðast við athugasemdum ráðuneytisins. Kærandi gerði athugasemdir 18. sama mánaðar. Bendir hann á að athugasemdir ráðuneytisins megi skilja á þann veg að fleiri atriði en kjarasamningar hafi leitt til þess að ráðuneytið lagði til við Alþingi að aukið yrði við fjárheimildir Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þá sé að finna misræmi í bréfum ráðuneytisins varðandi það hvort eitt kostnaðarmat hafi verið gert vegna tillagnanna eða fleiri slík möt. Kærandi gerir athugasemd við að ráðuneytið hafi bent honum á að beina beiðnum sínum til undirstofnana. <br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði fjármála- og efnahagsráðuneytinu bréf 26. júní 2013. Í bréfinu voru nokkrum spurningum beint til ráðuneytisins varðandi þau gögn sem það hafði látið nefndinni í té. Ráðuneytið svaraði úrskurðarnefndinni með bréfi dags. 16. ágúst 2013. Meðfylgjandi svarinu voru ýmis gögn sem voru látin nefndinni í té í trúnaði. Verður efni þessara bréfaskipta ráðuneytisins og úrskurðarnefndinni rakin síðar eftir því sem tilefni er til. <br /> <br /> <h3>Niðurstaða</h3> 1.<br /> Eins og að framan er rakið lutu beiðnir kæranda að gögnum er varða tvær tillögur sem lagðar voru fram á Alþingi um meðal annars auknar fjárheimildir til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Annars vegar var um að ræða tillögu fjárlaganefndar Alþingis 15. nóvember 2011 við meðferð fjáraukalaga fyrir árið 2011 um að fjárheimildir fjármálaráðuneytisins yrðu auknar um 300 milljónir króna vegna ófyrirséðra útgjalda svo bæta mætti nokkrum stofnunum kostnaðaráhrif af kjarasamningum sem gerðir höfðu verið eftir framlagningu fjárlaga. Hins vegar tillögu fjárlaganefndar Alþingis sem lögð var fram 28. nóvember 2011 við 2. umræðu fjárlaga fyrir árið 2012 um að fjárheimildir Sinfóníuhljómsveitar Íslands yrðu auknar vegna kjarasamnings við starfsmannafélag hljómsveitarinnar.  Var fyrri tillagan meðal annars til komin vegna sama kjarasamnings. Fyrir liggur að báðar tillögurnar voru lagðar fram að frumkvæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins. <br /> <br /> Kærandi óskaði eftir aðgangi að öllum þeim gögnum sem tilgreind eru í 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga en ákvæðið er svohljóðandi: <br /> <br /> Réttur til aðgangs að gögnum nær til: <br /> 1. allra gagna sem mál varða, þ.m.t. endurrita af bréfum sem stjórnvald eða annar aðili skv. I. kafla hefur sent, enda megi ætla að þau hafi borist viðtakanda,<br /> 2. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn.<br /> <br /> Afstaða fjármála- og efnahagsráðuneytisins er sú að þau gögn sem falli undir beiðnirnar séu kostnaðarmöt ráðuneytisins vegna kjarasamninga nokkurra stéttarfélaga sem undirritaðir voru eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2011. Verður ráðið af gögnum málsins að þessir kjarasamningar séu ástæða þess að lagðar voru til breytingar á annars vegar fjáraukalögum fyrir árið 2011 og hins vegar fjárlögum ársins 2012. Auk umræddra kostnaðarmata hefur ráðuneytið látið úrskurðarnefndinni í té gögn sem ráðuneytið virðist ekki hafa talið að féllu undir beiðni kæranda. <br /> <br /> 2.<br /> Fjármála- og efnahagsráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að umræddum kostnaðarmötum með vísan til þess að um væri að ræða vinnugögn. Kostnaðarmötin sem ráðuneytið hefur látið úrskurðarnefndinni í té eru alls sex talsins og munu þau vera til komin vegna kjarasamninga við nánar tiltekin stéttarfélög. Á þremur þeirra er viðkomandi stéttarfélag tilgreint, þ.e. Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Landsamband lögreglumanna og Læknafélag Íslands. Á öðrum segir: „FIA hjá LHG“, „Kostnaðarmat á samningum stéttarfélagsáhafna skipa“ og „Flugvirkjar“. Af gögnum málsins verður ráðið að fyrstnefnda kostnaðarmatið falli undir báðar beiðni kæranda en önnur aðeins undir beiðni hans um gögn er varða tillögu um breytingu á fjáraukalögum fyrir árið 2011. <br /> <br /> Í bréfum fjármála- og efnahagsráðuneytisins til bæði kæranda og úrskurðarnefndarinnar hefur komið fram að umrædd kostnaðarmöt hafi verið útbúin af starfsmannaskrifstofu ráðuneytisins með því að framreikna laun þeirra starfsmanna sem séu á launaskrá hjá viðkomandi stofnunum miðað við þær breytingar á kjörum sem nýir kjarasamningar kveða á um. „Kostnaðaraukningin [sé] ... síðan uppreiknuð í prósentur út frá launagrunni síðastliðins tímabils og send fjárlagaskrifstofu ráðuneytisins sem setur reikniforsendur og tölur inn í launa- og verðlagsreikniverk fjárlaga, sem nær yfir alla starfsemi ríkisins og felur í sér nokkuð hundruð þúsund færslur.“ <br /> <br /> Í bréfi úrskurðarnefndarinnar til ráðuneytisins dags. 26. júní 2013 var lýst efni kostnaðarmats vegna kjarasamnings við Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Var bent á að ekki væri samræmi milli kostnaðarmatsins og þeirra breytingatillagna sem komið hefðu fram á Alþingi vegna kjarasamningsins. Í svari ráðuneytisins 16. ágúst 2013 segir að með kostnaðarmati meti starfsmannaskrifstofa ráðuneytisins áhrif kjarasamninga sem prósentuhækkanir fyrir einstök stéttarfélög. Kostnaðaraukningin sé síðan reiknuð með því að nota prósentuhækkanirnar á launagrunn viðkomandi stofnana í fjárlögum síðastliðins tímabils. Þá segir: „Fjárlagaskrifstofa ráðuneytisins setur eingöngu prósentumatið inn í launa- og verðlagsreikniverk fjárlaga en notast síðan ekki við þær fjárhæðir sem birtast í kostnaðarmati enda aðeins um að ræða bráðabirgðaútreikning samninganefndar. Skýrir þetta þann mun sem vísað er til í erindi úrskurðarnefndar um upplýsingamál.“   <br /> <br /> Í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga er fjallað um vinnuskjöl en samkvæmt 5. tölulið 6. gr. laganna tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til slíkra gagna. Í 1. mgr. 8. gr. segir: <br /> <br /> Vinnugögn teljast þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Nú eru gögn afhent öðrum og teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.<br /> <br /> Í athugasemdum í greinargerð er fylgdi frumvarpi því er varð að upplýsingalögum sagði meðal annars um ákvæðið: <br /> <br /> Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. <br /> <br /> Í 3. mgr. 8. gr. segir síðan: <br /> <br /> Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef: <br /> 1. þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls,<br /> 2. þar koma fram upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,<br /> 3. þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,<br /> 4. þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.<br /> <br /> Um regluna sem fram kemur í 3. tölulið 3. mgr. 8. gr. segir í athugasemdum í greinargerð sem fylgdi með frumvarpi til upplýsingalaga: <br /> <br /> Í 3. tölul. málsgreinarinnar kemur fram að veita skuli aðgang að vinnuskjali ef í því koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars staðar. Með þessu orðalagi er einkum vísað til upplýsinga um mikilvægar staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa haft áhrif á ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.<br /> <br /> Af svörum fjármála- og efnahagsráðuneytisins verður ráðið að þær prósentuhækkanir sem fram komi í kostnaðarmötunum hafi verið notaðar af fjárlagaskrifstofu ráðuneytisins til að meta þær kostnaðarhækkanir sem leiddu af umræddum kjarasamningum. Að öðru leyti hafi þær fjárhæðir sem fram komi í mötunum ekki verið lagðar til grundvallar tillögum ráðuneytisins til fjárlaganefndar Alþingis. Verður því fallist á með ráðuneytinu að kostnaðarmötin teljist vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr., enda voru þau notuð til að undirbúa lyktir máls innan ráðuneytisins. Voru þau útbúin af starfsmönnum ráðuneytisins og ekki liggur fyrir að þau hafi verið afhent öðrum. <br /> <br /> Af viðbrögðum ráðuneytisins við beiðnum kæranda verður á hinn bóginn ráðið að engin gögn hafi verið útbúin af þess hálfu eftir að kostnaðarmöt kjarasamninganna lágu fyrir þar til lagt var til við fjárlaganefnd Alþingis að fjárheimildir yrðu auknar vegna þeirra. Verða svör ráðuneytisins ekki skilin öðruvísi en svo að engin gögn séu til í ráðuneytinu, önnur en umrædd kostnaðarmöt, um það hvernig komist var að þeirri niðurstöðu að leggja þyrfti til við fjárlaganefnd Alþingis að fjárheimildir ráðuneytisins yrðu auknar á fjáraukalögum fyrir árið 2011 og fjárheimildir Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fjárlögum fyrir árið 2012. Að því marki sem ráðuneytið býr yfir gögnum sem geta skýrt tillögur þess til fjárlaganefndar Alþingis verður talið að umrædd kostnaðarmöt innihaldi upplýsingar um atvik máls sem ekki koma fram annars og geta talist ómissandi til skýringar á niðurstöðu þess, sbr. 3. tölulið 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> Í kostnaðarmötunum koma ekki fram neinar upplýsingar um fjármál einstakra ríkisstarfsmanna. Er þar lagt mat á kostnaðarauka hins opinbera vegna tiltekinna kjarasamninga og annarra atriða. Ekki verður því fallist á að ráðuneytinu hafi verið heimilt að takmarka upplýsingarétt kæranda með vísan til þess að kostnaðarmötin innihéldu gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Ber ráðuneytinu því að afhenda kæranda þau kostnaðarmöt sem féllu undir beiðnir hans 5. febrúar og 18. mars 2013.<br /> <br /> 3.<br /> Vegna kæru að því er varðar aðgang kæranda að gögnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins um tillögu þess til fjárlaganefndar Alþingis vegna fjáraukalaga fyrir árið 2011 lét ráðuneytið úrskurðarnefndinni í té bréf ráðuneytisins til fjárlaganefndar frá 15. nóvember 2011. Í bréfinu eru tillögur um breytingu á frumvarpi til fjáraukalaga formlega lagðar til. Í athugasemdum ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar frá 10. júní 2013 kemur fram sú afstaða að umrætt bréf sé vinnuskjal í skilningi 6. gr. upplýsingalaga sbr. 8. gr. laganna. Vísað er til þess að umrætt bréf feli aðeins í sér tillögugerð ráðuneytisins fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Fjárlaganefnd taki tillögurnar til afgreiðslu á fundum sínum og niðurstaðan birtist í nefndaráliti sem öllum sé opinn aðgangur að. Tillögurnar kunni því að taka breytingum í meðförum nefndarinnar þar til þær séu lagðar fyrir Alþingi til afgreiðslu. Bréfið hafi því ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu málsins heldur sé aðeins um tillögugagn í formi vinnuskjals að ræða sem byggist á niðurstöðum úr launa- og verðlagsreikniverki fjárlaga. <br /> <br /> Í kjölfar fyrirspurnar úrskurðarnefndarinnar lét ráðuneytið nefndinni í té bréf þess til fjárlaganefndar Alþingis 22. nóvember 2011. Í bréfinu er að finna tillögu ráðuneytisins um að fjárheimildir einstakra stofnana yrðu auknar vegna kjarasamninga sem gerðir voru í lok árs 2011. Af bréfi ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar verður ráðið að umrætt bréf til fjárlaganefndar Alþingis hafi meðal annars verið sent í tilefni af kjarasamningi sem gerður var við Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands og að með bréfinu hafi verið lögð til sú breyting á fjárlögum sem síðar var gerð og beiðni kæranda laut að. Var umrædd tillaga ráðuneytisins í raun hluti af stærri tillögu þess er var til kominn vegna fleiri kjarasamninga. Í bréfinu til fjárlaganefndar er vísað til þess að nefndinni verði „sent yfirlit um skiptingu fjárheimilda af þeim lið frumvarpsins á aðra liði viðkomandi stofnana sem óskað er eftir að verði sett fram í sérstöku yfirliti með breytingartillögu fjárlaganefndar“. Umrætt bréf til fjárlaganefndar var látið úrskurðarnefndinni í té í trúnaði. Þá kemur fram annars staðar í bréfinu að „gögnin sem um ræðir séu eingöngu vinnugögn í skilningi upplýsingalaga“ og er í því samhengi vísað til fyrri rökstuðnings. <br /> <br /> Það yfirlit sem getið er í bréfi ráðuneytisins til fjárlaganefndar 22. nóvember 2011 var ekki sent úrskurðarnefndinni. Á hinn bóginn fékk nefndin sent frá ráðuneytinu yfirlit sem var hluti breytingartillögu meiri hluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012. Yfirlitið var hluti þingskjals númer 391 sem lagt var fram á 140. löggjafarþingi.<br /> <br /> Eins og að framan greinir eru vinnugögn undanskilin upplýsingarétti almennings sbr. 5. tölulið 6. gr. upplýsingalaga. Vinnugögn teljast samkvæmt 1. mgr. 8. gr. gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Í athugasemdum við 8. gr. í greingerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir meðal annars: <br /> <br /> Ef gögn eru afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Í þessu felst hin almenna skilgreining hugtaksins vinnugagn. <br /> <br /> Í ljósi þessa verður ekki fallist á að þau bréf sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi fjárlaganefnd Alþingis 15. og 22. nóvember 2011 geti talist vinnugögn í skilningi 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga. Um var að ræða gögn sem féllu undir beiðni kæranda og bar ráðuneytinu því að afhenda kæranda þau í tilefni af beiðnum hans um aðgang að gögnum. Á hið sama við um önnur gögn sem ráðuneytið lét fjárlaganefnd í té vegna breytinga á fjáraukalögum fyrir árið 2011 og fjárlögum árið 2012. Á þetta t.a.m. við um það yfirlit sem ráðuneytið boðaði í bréfi sínu 22. nóvember 2011 að það hygðist senda fjárlaganefnd. Í tilefni af viðbrögðum ráðuneytisins við fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar tekur nefndin fram að ekki hefði nægt að láta kæranda í té þingskjal sem lagt var fram á Alþingi af hálfu meiri hluta fjárlaganefndar. Bar ráðuneytinu fremur að afhenda kæranda það yfirlit sem það sendi fjárlaganefnd, enda laut beiðni kæranda að gögnum ráðuneytisins. Hefði því ekki verið nægjanlegt að afhenda það þingskjal sem ráðuneytið sendi úrskurðarnefndinni.   <br /> <br /> 4.<br /> Í bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar 27. febrúar 2013 var fjallað um kæru kæranda að því er varðar beiðni hans um gögn er lutu að tillögu til breytinga á fjárlögum ársins 2012. Í bréfinu sagði eftirfarandi: <br /> <br /> Af kærunni má ráða að í [erindi kæranda] hafi jafnframt falist beiðni um afrit af gögnum sem lágu til grundvallar stofnanasamningi starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem leiddu til þeirrar hækkunar sem er umfram framangreint kostnaðarmat starfsmannaskrifstofu ráðuneytisins. Það er mat ráðuneytisins að ósk um aðgang að stofnanasamningi skuli beint til Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem sá samningur er sérstakur samningur á milli Sinfóníuhljómsveitarinnar og starfsmannafélags hennar um útfærslu tiltekinna þátta kjarasamnings, sbr. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í bréfi úrskurðarnefndarinnar til ráðuneytisins dags. 26. júní 2013 var rakið að í kostnaðarmati ráðuneytisins væru tilgreindir kostnaðarliðir sem virtust ekki vera til komnir vegna kjarasamnings við Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Var ráðuneytið því sérstaklega spurt hvort „einhver önnur gögn lágu til grundvallar tillögu ráðuneytisins um auknar fjárheimildir Sinfóníuhljómsveitar Íslands en umræddur kjarasamningur.“ Í svari ráðuneytisins 16. ágúst 2013 kom fram að umrædd fjárveiting til hljómsveitarinnar hafi ekki eingöngu verið vegna hljóðfæraleikara hennar þar sem hún hafi tekið til allra félaga sem starfi innan stofnunarinnar. Þá segir að „almenna reglan“ sé sú að þær hækkanir sem leiði af stofnanasamningum umfram hækkanir kjarasamninga hvíli á stofnunum sjálfum en ekki á ríkissjóði. Stofnun kunni því að þurfa að fara í aðgerðir til hagræðingar til að mæta hækkunum sem leiði af stofnanasamningi og í einhverjum tilvikum kunni fagráðuneyti stofnunar að koma til móts við þær hækkanir.<br />  <br /> Ekki er því að fullu ljóst hvort tiltekinn stofnanasamningur hafi einnig legið til grundvallar umræddri tillögu þess til fjárlaganefndar Alþingis. Af þessu tilefni telur úrskurðarnefndin rétt að taka fram að hafi önnur gögn legið til grundvallar umræddri tillögu, og þau verið í vörslum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, bar ráðuneytinu að taka afstöðu til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að þeim, enda laut beiðnin beinlínis að gögnum er bjuggu að baki tillögunni sjálfri. Beiðni kæranda var sýnilega ekki sett fram í því skyni að fá aðgang að umræddum stofnanasamningi heldur fremur að fá upplýsingar um það hvaða gögn voru lögð til grundvallar tiltekinni tillögu ráðuneytisins. Í öllu falli hefði ráðuneytinu ekki verið heimilt samkvæmt 2. málslið 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga að  synja um aðgang að tilteknu gagni í vörslum þess með vísan til þess að gagnið væri einnig í vörslum annars stjórnvalds. <br /> <br /> Eins og rakið var í kafla 3 hér að framan sendi fjármála- og efnahagsráðuneytið bréf til fjárlaganefndar Alþingis 22. nóvember 2011 þar sem lagðar voru til breytingar á fjárlögum ársins 2012. Bréfið var ekki sent úrskurðarnefndinni fyrr en þess var sérstaklega óskað af hálfu nefndarinnar og virðist sem ráðuneytið hafi talið að umrætt bréf teldist ekki til gagna málsins og félli þar með ekki undir beiðni kæranda. Í ljósi þessa, sem og þess sem rakið hefur verið í þessum kafla úrskurðarins, telur úrskurðarnefndin að tilefni sé til að ætla að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi ekki lagt nægilega ígrundað mat á það hvaða gögn gætu fallið undir beiðni kæranda. Verður af þessum sökum ekki hjá því komist að vísa málinu að þessu leyti til nýrrar meðferðar hjá ráðuneytinu. Við þá meðferð verði meðal annars höfð hliðsjón af þeim atriðum sem rakin hafa verið í úrskurði nefndarinnar. <br /> <br /> 5.<br /> Báðar beiðnir kæranda lutu að öllum gögnum ráðuneytisins er varða tillögur fjárlaganefndar Alþingis vegna kjarasamninga. Umræddir kjarasamningar voru gerðir á milli nokkurra stéttarfélaga og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Féllu þeir því undir beiðnir kæranda. Í svarbréfi ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar 16. ágúst 2013 er vísað til þess að Þjóðleikhúsið hafi verið upplýst um, vegna meðferðar á máli nefndarinnar A-473/2013, að kjarasamningur Stéttarfélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands væri aðgengilegur á netinu. Verður svar ráðuneytisins skilið á þann veg að ráðuneytið hafi hvorki talið sér skylt að afhenda kjarasamninginn né leiðbeina kæranda um hvar hann væri aðgengilegur þar sem kærandi hefði komið fram fyrir hönd annars kæranda í máli þar sem slíkar leiðbeiningar voru veittar. <br /> <br /> Stofnunum og lögaðilum sem bundin eru af ákvæðum upplýsingalaga er heimilt að bregðast við beiðnum um aðgang að gögnum með því að leiðbeina hvar megi nálgast þau hafi þau þegar verið gerð opinber. Vísast um þetta til 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga þar sem sú krafa er gerð að stjórnvald tilgreini þá nákvæmlega hvar og með hvaða hætti upplýsingarnar eru aðgengilegar.<br /> <br /> Þótt kærandi hefði fengið leiðbeiningar áður í máli þar sem hann var fyrirsvarsmaður kæranda telur úrskurðarnefndin að rétt hefði verið að ráðuneytið veitti kæranda slíkar leiðbeiningar að nýju til að uppfylla lagaskyldu sína um að verða við beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Var tilefni til þessa í tilviki vegna beiðni kæranda 26. mars 2013 sem laut að tillögum sem voru ekki einungis til komnar vegna þess kjarasamnings er mál Þjóðleikhússins fjallaði um. Þá verður sérstaklega að benda á að tilefni hafi verið til frekari leiðbeininga af hálfu ráðuneytisins vegna þess sem fram kemur í bréfi þess til úrskurðarnefndarinnar frá 16. ágúst 2013 um að tillagan hafi ekki einvörðungu verið til komin vegna hljóðfæraleikara hljómsveitarinnar. Var afgreiðsla fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðnum kæranda því ekki í samræmi við 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. <br /> <br /> 6.<br /> Í hinum kærðu ákvörðunum fjármála- og efnahagsráðuneytisins var ekki tekin afstaða til þess hvort veita skyldi aðgang í ríkari mæli en skylt á grundvelli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Braut afgreiðsla ráðuneytisins í bága við 2. mgr. 11. gr. sbr. 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga. Þá var heldur ekki leiðbeint um rétt til kæru samkvæmt 20. gr. laganna eins og þó er skylt samkvæmt 1. mgr. 19. gr. þeirra. <br /> <br /> <h3>Úrskurðarorð:</h3> Fjármála- og efnahagsráðuneytinu ber að afhenda [A] kostnaðarmöt merkt „Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands“, „Flugvirkjar“, „Landssamband lögreglumanna“, „Kostnaðarmat á samningum stéttarfélagaáhafna skipa“, „Læknafélag Íslands“ og „FIA hjá LHG“, vegna kjarasamninga undirrituðum árið 2011. Einnig skal honum afhent bréf ráðuneytisins til fjárlaganefndar Alþingis frá 15. nóvember 2011 er varðar breytingar á frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2011 vegna umræddra kjarasamninga. Þá skal honum afhent bréf ráðuneytisins til fjárlaganefndar Alþingis frá 22. nóvember 2011 er varðar meðal annars breytingar á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012 vegna þeirra. Loks skal afhenda honum yfirlit það sem ráðuneytið boðaði að það myndi senda fjárlaganefnd Alþingis í bréfi 22. nóvember 2011. Að öðru leyti er málinu vísað til nýrrar meðferðar fjármála- og efnahagsráðuneytisins að því leyti sem vísað er til í niðurstöðukafla úrskurðarins hér að framan.<br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir               </div> <div> <br /> </div> <div> Friðgeir Björnsson<br /> <br />    </div> |
A-497/2013. Úrskurður frá 23. september 2013 | Kærð var sú ákvörðun landlæknis að synja um aðgang að kaupsamningi milli hans og TM Software – heilbrigðislausna. Af hálfu landlæknis kom fram að umræddur samningur innihéldi mikilvægar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu. Nefndin taldi að þótt almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera gæti skaðað samkeppnisstöðu þeirra, og kynni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem væri ríki eða sveitarfélög, yrði það sjónarmið að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum laga um upplýsingarétt almennings. Þá taldi nefndin ekki hafa verið sýnt fram á að upplýsingar í samningnum væru til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni yrðu þær gerðar opinberar. Því var úrskurðað að landlækni bæri að afhenda kæranda afrit af umræddum kaupsamningi. | <h3><span>Úrskurður</span></h3> <p>Hinn 23. september 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-497/2013 í máli ÚNU13040005</p> <div> <br /> <h3>Kæruefni</h3> </div> <div> Með bréfi, dags. 19. apríl 2013, kærði [L] lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu f.h. Skræðu ehf. þá ákvörðun embættis landlæknis, dags. 25. mars s.á., að synja samtökunum um aðgang að kaupsamningi milli embættis landlæknis og TM Software – heilbrigðislausna, dags. 27. desember 2012. </div> <div>  <br /> <h3>Málsatvik</h3> </div> <div> Kærandi sendi embætti landlæknis beiðni um afhendingu gagna með bréfi, dags. 12. febrúar 2013, með vísan til ákvæðis 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í bréfinu segir að upplýsingar um tilurð samningsins sé að finna í viðtali við verkefnisstjóra rafrænnar sjúkrarskrár hjá embætti landlæknis í 2. tölublaði Læknablaðsins í 99. árgangi frá árinu 2013. Þar komi fram að tölvukerfið sé nú í eigu embættisins. </div> <div> <br /> Eins og fram hefur komið afgreiddi embætti landlæknis upplýsingabeiðni kæranda með bréfi, dags. 25. mars 2013, en þá hafði kærandi ítrekað beiðni sína og m.a. vísað til málshraðareglu 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í bréfi embættis landlæknis kemur eftirfarandi m.a. fram:  </div> <div> <br /> „Í samræmi við 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, óskaði EL eftir samþykki TM Software Origo ehf. fyrir því að veita SVÞ aðgang að umræddum samningi. Beðist er velvirðingar á því að ekki hefur verið hægt að svara ofangreindri beiðni fyrr, en EL hefur nú borist meðfylgjandi svar frá TM Software Origo ehf. þar sem því er hafnað að leyfa afhendingu umrædds samnings. </div> <div> <br /> Embætti landlæknis getur því ekki orðið við beiðni SVÞ um aðgang að umbeðnum upplýsingum.“ </div> <div> <br /> Í bréfi lögmanns TM Software Origo ehf., dags. 12. mars 2013, sem vitnað er til í tilvitnuðu bréfi landlæknis til kæranda kemur eftirfarandi m.a. fram: </div> <div> <br /> „TM Software Origo ehf., umbj. minn, samþykkir ekki undir neinum kringumstæðum, að umræddur kaupsamningur, dags. 27.12.2012, verði afhentur til samkeppnisaðila þess, Skræðu ehf., hvorki í heild eða að hluta. Í umbeðnum samningi er að finna upplýsingar sem varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni umbj.míns. Samkæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einkstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarknir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. </div> <div> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur talið að aldur þeirra gagna sem óskað er eftir aðgangi að skipti miklu máli, og bent er á að umbeðinn samningur er frá 27.12.2012. Í þessu samhengi skiptir miklu máli að Skræða ehf. er samkeppnisaðili umbj.míns og í samningnum er að finna mikilvægar upplýsingar, svo sem eins og um verðmæti hugbúnaðarins og einstaka skilmála í kaupsamningnum. Óeðlilegt væri ef samkeppnisaðilar gætu nýtt sér upplýsingalögin til þess að komast yfir mikilvægar upplýsingar um samkeppnisaðila.“  </div> <div>  <br /> Í kæru málsins kemur fram að kærandi telur að með umræddum samningi embættis landlæknis við samkeppnisaðila Skræðu ehf. hafi verið brotið gegn samkeppnisstöðu þess á markaði með rafrænar sjúkraskrár. Segir þar m.a. orðrétt: </div> <div> <br /> „Sökum þeirrar leyndar sem hvílir á umræddum samningi, þ.m.t. umfangi þeirra kaupa sem felast í þeim samningi, þá hefur ekki verið unnt að meta hvort þau kaup hafi t.d. verið útboðsskyld á grundvelli laga um opinber innkaup, nr. 84/2007. Að mati Skræðu hefur þannig verið vafi uppi varðandi það hvort kaup stjórnvalda á umræddu tölvukerfi, sem og öðrum sjúkraskrárkerfum, hafi ávallt fylgt í einu og öllu ákvæðum laga um opinber innkaup. Hins vegar hefur það reynst erfitt að afla nauðsynlegra gagna um kaup stjórnvalda á umræddum tölvukerfum og þ.a.l. er það vandkvæðum háð fyrir Skræðu að standa vörð um rétt sinn og samkeppnislega stöðu fyrirtækisins þegar forsendur og efni samninga er haldið leyndum fyrir fyrirtækjum sem og öðrum aðilum sem ekki eru beinir aðilar að þeim samningum og/eða kaupum. Vísast hér m.a. til áðurnefnds úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-422/2012 þar sem segir á bls. 4-5 eftirfarandi: <em>„Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál litið svo á að upplýsingaréttur almennings og fjölmiðla, skv. 3. gr. upplýsingalaga, sé ríkur þegar hann varðar endurgjald, ásamt afsláttum, sem stjórnvöld greiða með ráðstöfum opinberra fjármuna. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011.“</em> Það er því óumdeilt að í viðskiptum við hið opinbera, þar sem greitt er fyrir vörur eða þjónustu með almannafé, þá þurfa einkaaðilar að þola tiltekna takmörkun varðandi þær upplýsingar sem að öðrum kosti ætti að fara leynt um. Þurfa því ríkari ástæður að standa til þess að takmörkun á upplýsingarétti sé komið við í slíkum málum. <br /> <br /> [...]<br /> <br /> Í framangreindri synjun embættis landlæknis hefur heldur ekki verið tekin afstaða til þess hvort unnt sé að veita aðgang að hluta samningsins í samræmi við ákvæði 7. gr. upplýsingalaga. Telur Skræða mikilvægt í því samhengi að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess hvort unnt sé að heimila aðgang að hluta samningsins verði það mat nefndarinnar að einstök ákvæði hans njóti verndar samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.  </div> <div> <br /> Er það mat Skræðu að embætti landlæknis hafi í máli þessu ekki metið hvort unnt hefði verið að veita aðgang að hluta samningsins sem óskað er eftir aðgangi að. Í þessu samhengi vísast m.a. til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli A-377/2011 þar sem segir m.a. orðrétt: <em>„Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Ber ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344).“ </em> </div> <div> <br /> Í framangreindum úrskurði úrskurðarnefndarinnar er jafnframt vakin athygli á að í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr. laganna, geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum viðsemjenda ríkisins, enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi beinu tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Með þessu er því viðurkennt að meta þurfi hverju sinni hvort hagsmunir almennings séu slíkir í hverju tilfelli að heimilt sé að veita aðgang að umbeðnum gögnum, hugsanlega með einhverjum takmörkunum eftir sem áður, en svo virðist sem í máli þessu liggi slíkt mat ekki fyrir af hálfu embættis landlæknis. Í það minnsta liggur ekki fyrir í svarbréfi embættisins frekari rökstuðningur fyrir synjun um aðgang að umræddum samningi, þ.e. annað en almenn tilvísun til höfnunar TM Software Origo ehf. á að leyfa afhendingu á umræddum samningi. Liggur því ljóst fyrir að embætti landlæknis hefur á engan hátt virt rannsóknarskyldu þá sem hvílir á embættinu samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. </div> <div> <br /> Þá er í umræddum úrskurði úrskurðarnefndarinnar vísað til þess að nefndin hafi áður byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið að upplýsingar um umsamið endurgjald hins opinbera til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fari leynt verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Þá bendir nefndin á að í því sambandi hafi verið litið til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum. Þessu til stuðnings vísar nefndin til fyrri fordæma, sbr. m.a. úrskurði í málum A-74/1999, A-133/2001 og A-229/2006.“ </div> <div> <br /> <h3>Málsmeðferð</h3> </div> <div> Kæran var send embætti landlæknis til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. apríl 2012, og barst svar við því 22. maí s.á. </div> <div> <br /> Í bréfi embættis landlæknis segir að upplýsingabeiðninni hafi verið synjað með vísan til þess sem fram kom í bréfi lögmanns TM Software Origo ehf., dags. 12. mars 2013, um að í samningnum sé að finna upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Embættinu sé umhugað að vanda vel til verka í allri samningagerð vegna rafrænnar sjúkraskrár og að í einu og öllu sé farið að lögum í þeim efnum. Embættið vilji hins vegar einnig tryggja sem best mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni sinna samningsaðila og telji sér því ekki heimilt að afhenda samninginn. Þá óski embættið eftir því að koma á framfæri eftirfarandi atriðum vegna efnis kærunnar: </div> <div> <br /> „1. Í svari samkeppniseftirlitsins frá 2011 við kvörtun Skræðu ehf. kom fram að eftirlitið teldi óheppilegt að sami aðili eigi heilbrigðisnet og sjúkrahugbúnað í samkeppni við aðra aðila. Samkeppniseftirlitið taldi frekari aðgerðir koma til greina ef ekki verði brugðist við þeirri stöðu af hálfu velferðarráðuneytisins, sem þá sá um verkefni er lúta að rafrænni sjúkraskrá. Með kaupum á Heklu-heilbrigðisneti er embættið að bregðast við þessari ábendingu frá Samkeppniseftirlitinu og tryggja þannig samkeppnislega stöðu Skræðu ehf. Embættið hefur og í framhaldinu tekið skref sem tryggja eiga öllum aðilum jafnan aðgang að notkun heilbrigðisnetsins, m.a. með kynningarfundi sem haldinn var 24. apríl síðastliðinn þar sem öllum hagsmunaaðilum var boðin ókeypis þátttaka í heilbrigðisnetinu. </div> <div> <br /> 2. Samkvæmt svari Samkeppniseftirlitsins gæti Skræða ehf. ekki frekar en TM-Software Origo ehf. átt heilbrigðisnet þar sem það stundar sölu á sjúkraskrárhugbúnaði. Skræða ehf. getur því ekki átt hugsmuna að gæta í sambandi við kaup embættisins á hugbúnaði fyrir heilbrigðisnet. Óeðlilegt er að draga samkeppni á sölu á sjúkraskrárhugbúnaði inn í kaup embættisins á hugbúnaði fyrir heilbrigðisnet.“ </div> <div> <br /> Umsögn embættis landlæknis var send kæranda til athugasemda með bréfi, dags. 22. maí 2013. Með bréfi, dags. 3. júní, bárust athugasemdir kæranda og kemur þar fram að embætti landlæknis hafi láðst að geta þess að Samkeppniseftirlitið hafi nú til skoðunar endurupptökubeiðni Skræðu ehf. vegna þess samkeppnismáls sem vísað sé til enda sé fyrir hendi óvissa um það hvort bætt hafi verið úr þeim ágöllum sem Samkeppniseftirlitið gerði athugasemdir við á sínum tíma. Umrætt mál sé þó til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu lögum samkvæmt og ekki fyrir hendi ástæða til að rekja það fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Ekki eru gerðar frekari athugasemdir við umsögn embættis landlæknis.   </div> <div> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. </div> <div> <br /> <h3>Niðurstaða</h3> </div> <div> 1. </div> <div> Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar kærandi óskaði eftir aðgangi að þeim samningi sem hér er til skoðunar með bréfi, dags. 12. febrúar 2013, byggði hann á ákvæðum eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá höfðu hins vegar ný upplýsingalög nr. 140/2012 tekið gildi og leysti embætti landlæknis því réttilega úr málinu á grundvelli þeirra. Í úrskurði þessum verður því að sama skapi byggt á upplýsingalögum nr. 140/2012. </div> <div> <br /> 2. </div> <div> Eins og fram hefur komið barst kæra þessa máls úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 19. apríl 2013, þar sem kærð var sú ákvörðun embættis landlæknis, dags. 25. mars s.á., að synja um aðgang að kaupsamningi milli embættis landlæknis og TM Software – heilbrigðislausna, dags. 27. desember 2012. Í synjun embættis landlæknis var fallist á sjónarmið lögmanns TM Software Origo ehf. sem fram kom í bréfi, dags. 12. mars 2013, þess efnis að umræddur samningur innihéldi mikilvægar upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. </div> <div> <br /> 3. </div> <div> Í 1. máls. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að stjórnvöldum sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum um tiltekin mál með þeim takmörkum sem greini í 6.-10. gr. laganna. <br /> Í 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á og að sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. </div> <div> <br /> Í kaupsamningi þeim sem hér er til skoðunar er í gr. 5.1. kveðið á um trúnaðarskyldu samningsaðila. Er greinin svohljóðandi:  </div> <div> <br /> „Aðilar skuldbinda sig til að fara með allar upplýsingar frá gagnaðila sem trúnaðarmál og jafnframt að þeir muni ekki, á gildistíma samnings þessa eða eftir lok hans, upplýsa þriðja aðila um viðskiptaupplýsingar eða framtíðaráætlanir gagnaðila. Aðilum er óheimilt að vitna til efnisþátta samnings þessa í heild eða að hluta nema með fyrirframgefnu samþykki gagnaðila.“ </div> <div> <br /> Í ljósi meginreglu 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. einnig 3. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 sem í gildi var við gerð samningsins, um að að stjórnvöldum sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum um tiltekin mál með þeim takmörkum sem greini í 6.-10. gr. laganna þykir úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að árétta að ákvæði samnings stjórnvalda um að efni hans skuli vera trúnaðarmál á milli aðila getur ekki, eitt og sér, komið í veg fyrir aðgang kæranda að samningnum á grundvelli upplýsingalaga. </div> <div> <br /> 4. </div> <div> Eins og fram hefur komið er stjórnvöldum óheimilt á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við 9. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 kemur eftirfarandi m.a. fram:  </div> <div> <br /> „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“ </div> <div> <br /> Við framangreint hagsmunamat verður að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Enn fremur þarf að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra, þ.e. hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 5. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja. </div> <div> <br /> Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti skaðað samkeppnisstöðu þeirra og kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríki eða sveitarfélög. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, sem gera samninga við stjórnvöld er falla undir ákvæði upplýsingalaga, verða hverju sinni að vera undir það búnir að borgararnir láti reyna á rétt sinn til aðgangs að upplýsingum um viðkomandi samninga. </div> <div>  <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið ítarlega yfir kaupsamning milli embættis landlæknis og TM Software – heilbrigðislausna, dags. 27. desember 2012. Í skjalinu er m.a. að finna upplýsingar um hið selda, hvaða hugbúnað verið sé að selja, að breytingar á hugbúnaðnum fylgi með í kaupunum, hver eignarréttindi á hugbúnaðnum eru og hvaða takmarkanir séu á honum og upplýsingar um að með í kaupunum fylgi samningsaðild seljanda að samningum við viðskiptavini seljanda um heilbrigðisnet við opinbera aðila. Þá er í skjalinu að finna upplýsingar um kaupverð og greiðslu kaupverðs, afhendingu hins selda, sérákvæði um þjónustu seljanda auk almennra ákvæða um trúnaðarskyldu, framsal, gildi samningsákvæða, undanþágur, breytingar vegna fyrri samninga og lausn ágreiningsmála. </div> <div> <br /> Það er afstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki hafi verið sýnt fram á að þær upplýsingar sem fram koma í samningnum séu til þess fallnar að valda samningsaðilum tjóni verði þær gerðar opinberar. Þá lítur nefndin til þess að um er að ræða upplýsingar sem lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna. Það er því niðurstaða nefndarinnar að þegar vegnir eru saman þeir hagsmunir sem TM Software – heilbrigðislausnir hafa af því að synjað sé um aðgang að samningi fyrirtækisins við landlæknisembættið annars vegar og þeir mikilvægu almannahagsmunir sem felast í aðgangi almennings að upplýsingum um ráðstöfun opinberra hagsmuna hins vegar standi lagarök ekki til þess að heimilt sé að synja um aðgang að samningnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Þau sjónarmið sem rakin eru í bréfi lögmanns TM Softwer – heilbrigðislausna, dags. 12. mars 2013 breyta ekki þessari afstöðu nefndarinnar. </div> <div> <br /> Með vísan til framangreinds og meginreglu 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings ber embætti landlæknis að afhenda kæranda afrit af umræddum kaupsamningi milli embættis landlæknis og TM Software – heilbrigðislausna, dags. 27. desember 2012. </div> <div> <br /> Að fenginni ofangreindri niðurstöðu þykir ekki ástæða til að fjalla um aðrar málsástæður sem hafðar hafa verið uppi vegna málsins.  </div> <div> <br /> <h3>Úrskurðarorð</h3> Embætti landlæknis ber að afhenda [L] lögfræðingi Samtaka verslunar og þjónustu f.h. Skræðu ehf. kaupsamning milli embættis landlæknis og TM Software – heilbrigðislausna, dags. 27. desember 2012.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir              <br /> <br /> </div> <div> Friðgeir Björnsson<br /> </div> |
A-496/2013. Úrskurður frá 23. september 2013 | Kærð var synjun Siglingastofnunar á beiðni um afrit af útsendum yfirlitum með reikningum vegna vinnu tiltekinna starfsmanna. Úrskurðarnefnd féllst í fyrsta lagi ekki á það með Siglingastofnun að synja bæri beiðninni vegna skorts á skýrleika. Þá féllst nefndin í öðru lagi ekki á það með stofnuninni að synja bæri um aðgang vegna þess að í gögnunum væru slíkar upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila að aðgangur að þeim gæti verið til þess fallinn að valda þeim tjóni. Í þriðja lagi var ekki fallist á að synja mætti vegna álags á stofnunina sem hlytist af verkefnaflutningi til Samgöngustofu. Því var úrskurðað að veita bæri umbeðinn aðgang. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 23. september 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-496/2013 í málinu ÚNU 13020007. </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Hinn 15. janúar 2013 fór [A] fram á það við Siglingastofnun að fá afrit af nokkrum gögnum. Nánar tiltekið bað hann um:</p> <p>„Öll útsend "yfirlit með reikningi" (sundurliðun) þar sem […] er skrifaður sem starfsmaður á yfirliti frá tímabilinu 01/01 2012 til 31/12  2012. </p> <p><span>Öll útsend "yfirlit með reikningi" (sundurliðun) þar sem […] er skrifaður sem starfsmaður á yfirliti frá tímabilinu 01/01 2011 til 30/06 2012.</span></p> <p><span>Öll útsend "yfirlit með reikningi" (sundurliðun) þar sem […] er skrifaður sem starfsmaður á yfirliti frá tímabilinu 01/01 2011 til 30/06 2012 </span></p> <p><span>Öll útsend "yfirlit með reikningi" (sundurliðun) þar sem […] er skrifaður sem starfsmaður á yfirliti frá tímabilinu 01/01 2011 til 30/06 2012.“</span></p> <p>Hinn 17. janúar 2013 fékk hann svohljóðandi synjun frá Siglingastofnun: „Siglingastofnun telur sér hvorki heimilt né skylt að gefa upp fjárhags- eða viðskiptaupplýsingar um aðra viðskiptavini á breiðum grundvelli.  Í upplýsingalögum gr. 4-6 er fjallað um þær takmarkanir sem gilda í þessu sambandi.“</p> <p>Með bréfi, dags. 15. febrúar 2013, kærði [A] synjun Siglingastofnunar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þar kemur fram að kærandi telji að ákvæði upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti eigi ekki við um þau gögn sem hann hafi óskað eftir.  </p> <p>Með bréfi, dags. 12. mars 2013, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál umsagnar Siglingastofnunar um kæruna. Í svari Siglingastofnunar til nefndarinnar, dags. 19. mars, segir m.a.:</p> <p>„[…] Í 5. grein upplýsingalaga nr. 140/2012 er fjallað um aðgang almennings að fyrirliggjandi gögnum er varða tiltekið mál. Ekki er ljóst hvaða mál beiðnin varðar og uppfyllir beiðnin því ekki skilyrði 5. gr. upplýsingalaga auk þess að vera andstæð 1. og 3. mgr. 15. gr. sömu laga. Beiðnin er um aðgang að gögnum í ótilteknum fjölda mála og ber því að vísa henni frá. Kærandi tilgreinir fjóra starfsmenn Siglingastofnunar og vill upplýsingar um störf þeirra í 12-18 mánuði. Við lauslega athugun í bókhaldi kemur í ljós að fjöldi viðskiptamanna er beiðnin varðar er eftirfarandi (nafn starfsmanns með upphafsstöfum): […] 70 viðskiptamenn, […] 21 viðskiptamaður, […] 52 viðskiptamenn og […] 148 viðskiptamenn. Viðskiptamenn eru að nokkru hinir sömu, en um verulegan fjölda er að ræða og ljóst er, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga, að óheimilt er að veita umbeðinn aðgang að gögnum nema sá samþykki sem í hlut á. Varla er ætlast til að Siglingastofnun leggi í þá vegferð og verður því að hafna beiðninni með vísan til 1. tl. 4. mgr. 15. gr. upplýsingalaga.“</p> <p>Úskurðarnefnd um upplýsingamál gaf kæranda kost á að tjá sig um svar Siglingastofnunar og í svari hans, dags. 1. maí 2013, segir:<br /> „Beiðni mín um þessi gögn er til komin vegna vinnubragða Siglingarstofnunar í yfirferð á teikningum á bátum og gjaldtöku vegna  þeirrar vinnu. [B] sem ég er eigandi af, leitaði skýringa  hjá Siglingarstofnun á reikningi nr. […] en ekki fengið. Í stuttu máli snýst þessi kæra um að fá aðgang að gögnum sem verða hugsanlega notuð til að rökstyðja kvörtun eða kæru á vinnubrögðum Siglingarstofnunar er varðar vinnu og kostnað við yfirferð á teikningum þeirra sem eru skyldugir að kaupa þjónustu af stofnuninni, en þurfa án rökstuðnings að greiða frá 2-4 sinnum fleiri tíma við yfirferð á teikningum nú en fyrir nokkrum misserum, án þess að reglur hafi breyst eða að gefið hafi verið út nokkuð um auknar kröfur til teikninga. Að hugsanlegri kvörtun eða kæru munu standa fleiri en eitt fyrirtæki sem vegna starfsemi sinnar eru skyldugir að kaupa þjónustu Siglingastofnunar og þessi gögn eru nauðsýnleg til að færa rök fyrir kvörtuninni. Haft hefur verið samband við allar plastbátasmiðjur á landinu nema tvær og var sterkur samhljómur um óánægju með vinnubrögð stofnunarinnar. Verði þessari kæru vísað frá eða synjað verður lögð fram ný beiðni um afrit af reikningi og yfirlit með reikningi vegna vinnu við teikningayfirferð tiltekinna báta sömu gerðar með sambærilegar teikningar yfir tiltekin tímabil.“</p> <p>Hinn 10. maí 2013 ákvað úrskurðarnefnd að óska eftir umræddum gögnum frá Siglingastofnun svo af mætti ráða hvort þau hefðu að geyma slíkar upplýsingar að þau féllu undir þau ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012, sem takmarka upplýsingarétt almennings. Svar barst með bréfi, dags. 31. maí 2013. Í því segir m.a.: </p> <p>„Hjálögð eru afrit af yfirlitum sem send voru með reikningum til 12 viðskiptavina Siglingastofnunar. Er þar um að ræða þrjú yfirlit yfir vinnu hvers af fjórum tilgreindum starfsmönnum Siglingastofnunar og ættu þessi yfirlit að gefa góða mynd af því sem kærandi spyr um. Eigi að skilja bréf yðar svo að nauðsynlegt sé að senda nefndinni í trúnaði „öll“ yfirlit vegna vinnu fjögurra tiltekinna starfsmanna á 12 til 18 mánaða tímabili, þá vill Siglingastofnun vinsamlegast fara fram á að gefinn sé mjög rúmur tími til þess að verða við þeirri ósk. Eftir rúman mánuð verður Siglingastofnun lögð niður og starfsemi hennar flutt í nýja stofnun, Samgöngustofu. Vegna þessarra breytinga er mikið álag á starfsmönnum og sérstaklega þeim sem vinna í bókhaldi. Af þeim sökum er óhægt um vik að leggja vinnu í að tína til fjölda reikninga og yfirlita úr bókhaldinu.“</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><span>Mál þetta lýtur að því hvort Siglingastofnun hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að yfirlitum með reikningum (sundurliðunum) vegna vinnu tilgreindra starfmanna, í samræmi við beiðni hans til stofnunarinnar, dags. 15. janúar 2013.</span></p> <p><span>Markmið upplýsingalaga nr. 140/2012 er að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna, m.a. í þeim tilgangi að styrkja aðhald með stjórnvöldum, og segir í 5. gr. að skylt sé, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál. </span></p> <p>Synjun Siglingastofnunar hefur í fyrsta lagi verið studd þeirri röksemd að ekki sé ljóst hvaða mál beiðnin varði og því uppfylli hún ekki skilyrði 5. gr. upplýsingalaga, auk þess að vera andstæð 1. og 3. mgr. 15. gr. sömu laga. Af því tilefni er tekið fram að skýra ber skilyrði 5. gr. – um tiltekið mál – með hliðsjón af 15. gr. laganna. Þar segir að sá sem fari fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau, eða efni þess máls sem þau tilheyri, með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðnina við tiltekin gögn eða mál.</p> <p>Eins og áður segir varða þau gögn sem kærandi óskar eftir aðgangi að lögbundið opinbert eftirlit Siglingastofnunar á grundvelli laga nr. 6/1996, en verkefni hennar eru talin upp í 3. gr. þeirra laga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur því að um sé að ræða gögn sem lúta að máli í skilningi upplýsingalaga og að kærandi hafi tilgreint þau með nægjanlega skýrum hætti. Verður því ekki fallist á það með Siglingastofnun að synja beri beiðninni vegna skorts á skýrleika að þessu leyti. Raunar verður ekki annað ráðið af skýringum Siglingastofnunar, þrátt fyrir framangreinda afstöðu stofnunarinnar, en að henni sé ljóst hvaða gögn það eru sem kærandi óskar eftir og að henni sé fært að hafa uppi á þeim.</p> <p>Synjun Siglingastofnunar hefur í öðru lagi verið studd með vísan til 9. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt henni er óheimilt að veita umbeðinn aðgang nema sá samþykki sem eigi í hlut. Af því tilefni er tekið fram að í athugasemdum með 9. gr. í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012 segir að hverju sinni verði að meta hvort um sé að ræða upplýsingar sem samkvæmt almennum sjónarmiðum séu svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Það eigi við um viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og eftir atvikum upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúti beinlínis að öryggi þeirra.</p> <p>Þau gögn sem Siglingastofnun hefur sent nefndinni eru útprentuð yfirlit yfir hreyfingar. Á þeim koma m.a. fram heiti verks/verkkaupa, sem almennt er númer og nafn eða auðkenni báts, verknúmer, nafn starfsmanns, eininga- og söluverð og hvort athugasemd hafi verið gerð. Athugun úrskurðarnefndar á þessum gögnum hefur hvorki leitt í ljós að þau beri með sér viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laga nr. 77/2000 né upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Þá verður ekki séð að þar geti verið slíkar upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila að aðgangur að þeim geti verið til þess fallinn að valda þeim tjóni.</p> <p>Synjun Siglingastofnunar hefur í þriðja lagi verið studd með vísan til álags á hana vegna verkefnaflutnings til Samgöngustofu. Vegna þeirra breytinga sé sérstaklega mikið álag á starfsmönnum sem vinni í bókhaldi og óhægt um vik að leggja vinnu í að týna til reikninga og yfirlit. Af tilefni þessa er bent á að sá upplýsingaréttur sem almenningi er tryggður með lögum nr. 140/2012 verður ekki takmarkaður með vísan til álags á starfsmenn ábyrgðaraðila. Hins vegar er leiðbeint um að samkvæmt 2. mgr. 18. gr. þeirra má, ef skjöl eru mörg eða ef sá sem afhendir þau hefur ekki aðstöðu til að ljósrita skjöl, fela öðrum að sjá um ljósritunina. Aðili skal þá greiða þann kostnað sem hlýst af ljósritun skjalanna. </p> <p><span>Á grundvelli framangreinds ber að fallast á kröfu kæranda um aðgang að yfirlitum með reikningum (sundurliðunum) vegna vinnu tilgreindra starfmanna, í samræmi við beiðni hans, dags. 15. janúar 2013.</span></p> <p><span>Þar sem Samgöngustofa hefur nú komið í stað Siglingastofnunar Íslands, sbr. lög nr. 120/2012 og 59/1013, og þau stjórnsýslu- og eftirlitsverkefni sem áður heyrðu undir Siglingastofnun hafa færst til Samgöngustofu, verður úrskurðarorði beint að Samgöngustofu sem núverandi ábyrgðaraðila umræddra gagna. </span></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Samgöngustofu ber að veita kæranda aðgang að eftirtöldum yfirlitum með reikningum (sundurliðunum) vegna vinnu tilgreindra starfsmanna, í samræmi við beiðni hans til stofnunarinnar, dags. 15. janúar 2013.</p> <p>1. Yfirlit með reikningi (sundurliðun) þar sem […] er skrifaður sem starfsmaður á yfirliti frá tímabilinu 01/01 2012 til 31/12 2012. </p> <p><span>2. Yfirlit með reikningi (sundurliðun) þar sem […] er skrifaður sem starfsmaður á yfirliti frá tímabilinu 01/01 2011 til 30/06 2012.</span></p> <p><span>3. Yfirlit með reikningi (sundurliðun) þar sem […] er skrifaður sem starfsmaður á yfirliti frá tímabilinu 01/01 2011 til 30/06 2012 </span></p> <p><span>4. Yfirlit með reikningi (sundurliðun) þar sem […] er skrifaður sem starfsmaður á yfirliti frá tímabilinu 01/01 2011 til 30/06 2012.</span></p> <p><br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður  </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                      </p> <p>Friðgeir Björnsson</p> <div> <br /> </div> |
A-495/2013. Úrskurður frá 23. september 2013 | A kærði drátt á svörum ríkislögmanns við ósk hennar um aðgang að fyrirliggjandi gögnum varðandi tiltekin samskipti hans og velferðarráðuneytisins, tengdum máli hennar á hendur ráðuneytinu. Eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók kæruna til meðferðar var beiðnin afgreidd. Með vísan til þess lá ekki fyrir synjun stjórnvalds á afhendingu gagna í skilningi upplýsingalaga, sem heyrði undir nefndina að fjalla um. Varð því að vísa kærunni frá nefndinni. | <h3><span>Úrskurður</span></h3> <p>Hinn 23. september 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-495/2013 í málinu ÚNU 12120001.</p> <h3><span>Kæruefni</span></h3> <p>Með tölvupósti, dags. 2. desember 2012, kærði [A], drátt á svörum embættis ríkislögmanns við ósk hennar, dags. 29. október, um aðgang að fyrirliggjandi gögnum varðandi samskipti embættisins og velferðarráðuneytisins sem tengdust máli hennar á hendur velferðarráðuneytinu.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti embætti ríkislögmanns framkomna kæru með bréfi, dags. 4. desember 2012. Var athygli embættisins vakin á því að skv. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, bæri stjórnvaldi að taka, svo fljótt sem verða mætti, ákvörðun um það hvort það yrði við beiðni um aðgang að gögnum. Hefði beiðni kæranda ekki þegar verið afgreidd var því beint til embættisins að taka ákvörðun svo fljótt sem verða mætti og birta kæranda og úrskurðarnefndinni. Kysi embættið að synja um aðgang að umbeðnum gögnum var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit þeirra, auk þess sem embættinu var þá gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæru og rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Kæranda var sent afrit þessa bréfs. </p> <p>Þann 10. desember 2012 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál svar embættis ríkislögmanns. Þar kom fram að upprunaleg beiðni kæranda um aðgang að gögnum hefði verið send velferðarráðherra 26. október 2012. Þremur dögum síðar, þann 29. október, hafi  sömu beiðni verið beint til embættis ríkislögmanns. Embættið hafi í framhaldi af því tilkynnt velferðarráðuneytinu að gengið yrði út frá því að að ráðuneytið myndi svara umræddu erindi á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá kemur fram í svari embættisins að hér sé um að ræða þá aðstöðu að embætti ríkislögmanns hafi svarað beiðni ráðuneytis um álit og því verði að líta svo á viðkomandi ráðuneyti sé það stjórnvald sem beiðni um upplýsingar verði beint að, hvort sem er á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 eða stjórnsýslulaga nr. 37/1993. </p> <p>Þann 3. janúar 2013 barst úrskurðarnefndinni bréf frá embætti ríkislögmanns, ásamt afriti af bréfi velferðarráðuneytisins til kæranda, dags. 21. desember, þar sem talin eru upp þau gögn sem ráðuneytið hefði afhent kæranda, um samskipti ráðuneytisins við embætti ríkislögmanns, varðandi mál kæranda. Kemur fram að embættið telji að kærandi hafi með þessu fengið þau gögn sem beiðni hans laut að.</p> <p>Þá hefur úrskurðarnefndinni borist afrit af bréfi embættis ríkislögmanns til kæranda, dags. 7. janúar 2013, um að hjá því séu ekki til önnur gögn um samskipti velferðarráðuneytis og embættisins, en fram komi í upptalningu í fyrirliggjandi bréfum ráðuneytisins og embættisins. </p> <p><span>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi kæranda bréf, dags. 8. janúar, og óskaði þess að hann upplýsti nefndina um hvort hún teldi afgreiðslu embættisins fullnægjandi. </span></p> <p><span>Svar kæranda barst úrskurðarnefndinni, með bréfi dags. 17. sama mánaðar, þar sem þess var óskað að ríkislögmaður gerði frekari grein fyrir samskiptum sínum við velferðarráðuneytið. Kærandi óskaði eftir upplýsingum um hvort að ríkislögmaður hefði undir höndum tölvupósta, minnisbréf eða bréf sem hafi verið póstlögð vegna umrædds máls. </span><br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar velferðarráðuneytið tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996.</p> <p><span>Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, og nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.</span></p> <p>Upphaflega laut kæra sú sem hér er til meðferðar að drætti embættis ríkislögmanns á því að svara beiðni kæranda um gögn er vörðuðu samskipti embættis ríkislögmanns og verlferðarráðuneytitins sem tengdust máli kæranda á hendur velferðarráðuneytinu. Eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók kæruna til meðferðar var beiðnin afgreidd, sbr. bréf ríkislögmanns til kæranda, dags. 7. janúar 2013, þar sem vísað er til afgreiðslu velferðarráðuneytisins frá 21. desember 2012 þar sem kæranda var veittur aðgangur að umbeðnum gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur þegar fjallað um þá afgreiðslu ráðuneytisins, sbr. fyrri úrskurð nefndarinnar frá 25. júní 2013 í máli nr. A-488/2013. Var það niðurstaða nefndarinnar, þar sem velferðarráðuneytið hefði þegar afhent gögnin, og ekki lægi fyrir synjun um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að vísa bæri frá nefndinni kæru á hendur ráðuneytinu. Í máli þessu liggur fyrir fullyrðing ríkislögmanns um að ekki séu til frekari gögn um samskipti embættis hans við velferðarráðuneytið varðandi umrætt mál kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til þess að draga þá staðhæfingu í efa. </p> <p>Eins og verksvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað í lögum er það hennar hlutverk að skera úr ágreiningi sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, sbr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kæra máls þessa laut upphaflega að því að embætti ríkislögmanns hefði ekki svarað beiðni kæranda um aðgang að tilteknum gögnum. Erindi kæranda hefur nú verið svarað og hafa honum verið afhent umbeðin gögn. Með vísan til þessa liggur ekki fyrir synjun stjórnvalds á afhendingu gagna í skilningi upplýsingalaga og er kærunni því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru [A], dags. 2. desember 2012, á hendur ríkislögmanni.<br /> <br /> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson, formaður<br /> <br /> Sigurveig Jónsdóttir                </p> <p>Friðgeir Björnsson</p> |
A-492/2013. Úrskurður frá 16. ágúst 2013 | Kærð var sú ákvörðun Byggðastofnunar að synja M um afhendingu ráðningarsamninga við tilgreinda starfsmenn stofnunarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á að það með Byggðastofnun að tiltekin ákvæði upplýsingalaga, um starfsmannamálefni undanþegin upplýsingarétti girtu fyrir að M fengi umbeðinn aðgang. Hún kvað þann rétt, sem upplýsingalögin veita borgurunum til aðgangs að upplýsingum um föst launakjör opinberra starfsmanna, ekki eiga að víkja fyrir slíkum viðskipta- og samkeppnishagsmunum sem Byggðastofnun vísaði til. Þá gæti stjórnvald ekki, án sérstakrar lagaheimildar, lofað þeim sem það gerði ráðningarsamninga við, að aðrir fengju ekki afrit af þeim samningum. Byggðastofnun bæri því að veita aðgang að umræddum ráðningarsamningum. Áður skyldi þó afmá úr þeim upplýsingar um aðild að stéttarfélagi og um aðild að lífeyrisjóði þegar um væri að ræða lífeyrissjóð stéttarfélags starfsmannsins. | <h3>Úrskurður</h3> <p>Hinn 16. ágúst 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-492/2013 í málinu ÚNU 13030001.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 6. mars 2013, kærði A þá ákvörðun Byggðastofnunar að synja honum um afhendingu ráðningarsamninga stofnunarinnar við tilgreinda starfsmenn hennar.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Forsaga málsins er sú að þann 20. febrúar 2013 fór kærandi fram á það við Byggðastofnun að fá eftirfarandi upplýsingar: </p> <p>„1. Upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda stofnunarinnar, sbr. 4. tl. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. 2. Upplýsingar um föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda sem starfa hjá stofnuninni, sbr. 3. tl. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. “</p> <p>Hinn 28. febrúar 2013 fékk hann svohljóðandi svar frá Byggðastofnun: </p> <p sizcache09163974011259524="7.718281828459045 15 63" sizcache05258232592920911="7.718281828459045 15 63" sizcache09931802626535402="7.718281828459045 15 63" sizcache06515529389463723="7.718281828459045 15 63"><span>„Upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda Byggðastofnunar er að finna í ársreikningi stofnunarinnar.  Ársreikningur 2013 (vegna síðasta rekstrarárs) liggur ekki fyrir en ársreikningur 2012 (vegna ársins 2011) er aðgengilegur á heimasíðu stofnunarinnar, sjá nánar hér:  http://www.byggdastofnun.is/static/files/Arsskyrslur/Arsskyrsla_2011.pdf   </span><br /> Á bls. 33 í pdf skjalinu er að finna sundurliðun launa til stjórnar Byggðastofnunar og forstjóra. Sömu tölur fyrir síðasta ár verða aðgengilegar á heimasíðu stofnunarinnar innan skamms. Seinni hluti fyrirspurnarinnar er lítið afmarkaður og án tengsla við tiltekið mál eða tiltekinn starfsmann.  Heildarlaunakostnaður stofnunarinnar var kr. 182.166.000,- á árinu 2011 og þar af voru laun starfsmanna 147.269.000,-  Hjá stofnuninni störfuðu 20 starfsmenn í 20 heilsdagsstöðugildum árið 2011.  Föst laun starfsmanna Byggðastofnunar taka mið af kjarasamningum SFF og ríkisins.“</p> <p>Sama dag ritaði kærandi nýtt bréf til Byggðastofnunar og í því segir m.a.:</p> <p>„Ég vil vekja athygli á að ný upplýsingalög nr. 140/2012 gengu í gildi um áramótin. Höfðu þau í för með sér nokkur nýmæli, m.a. hvað varðar upplýsingarétt um launakjör hjá vinnuveitendum sem falla undir lögin. Vísa ég hér til 7. gr. laganna, sem hljóðar svo: […] Fyrirspurn mín í 1. lið tekur ekki til opinberra upplýsinga í gömlum ársreikningi, heldur til þeirra upplýsinga sem kveðið er á um í 4. tl. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga að veita skuli aðgang að, þ.e. upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda stofnunarinnar. Skv. skýringum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 140/2012 eru launakjör skv. þessu ákvæði greidd heildarlaun æðstu stjórnenda,  þ.e. föst launakjör stjórnenda og önnur kjör svo sem vegna yfirvinnu. Þá tók fyrirspurn mín að sjálfsögðu ekki til gamalla upplýsinga um þetta efni, heldur nýjustu upplýsinga sem völ er á. Ég ítreka því beiðni mína um upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda stofnunarinnar, sbr. 4. tl. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p>Hvað varðar fyrirspurn mína í 2. lið, og synjun stofnunarinnar á þeim grundvelli að fyrirspurnin sé ekki í tengslum við tiltekið mál, bendir undirritaður á að skv. 5. mgr. 7. gr. að ekki er nauðsynlegt að gögn þessi tilheyri tilteknu máli, sbr. og einnig 2. ml. 1. mgr. 5. gr. laganna varðandi skyldu til að veita aðgang að tilteknum fyrirliggjandi gögnum án tengsla við ákveðið mál, sem einnig er nýmæli í lögunum. Fyrirspurn mín tók til fastra launakjara allra starfsmanna stofnunarinnar. Með föstum launakjörum í skilningi 3. tl. 2. mgr. 7. gr. er átt við m.a. ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunna að liggja fyrir um föst laun starfsmanns, þ.e. til þeirra gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Þessar upplýsingar ber að afhenda séu þær fyrirliggjandi t.d. í bókhaldi eða annars konar skrám, en séu þessar upplýsingar ekki fyrirliggjandi, felst í lagaákvæðinu að stofnunin þurfi að útbúa ný gögn. Um þetta vísast til skýringa með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 140/2012. Fyrirspurn mín í 2. lið tók til fastra launakjara allra starfsmanna stofnunarinnar annarra en æðstu stjórnenda. Hún tekur því til allra eftirfarandi starfsmanna, og annarra sem kunna að starfa hjá stofnuninni, sem ekki eru æðstu stjórnendur stofnunarinnar:</p> <p>[…]</p> <p>Ég ítreka því beiðni mína um upplýsingar um föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda sem starfa hjá stofnuninni, sbr. 3. tl. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.“</p> <p sizcache09163974011259524="7.718281828459045 15 71" sizcache05258232592920911="7.718281828459045 15 71" sizcache09931802626535402="7.718281828459045 15 71" sizcache06515529389463723="7.718281828459045 15 71"><span>Byggðastofnun sendi kæranda bréf sama dag og spurði í hvaða tilgangi hann óskaði upplýsinganna. Þar segir m.a.: </span><br /> „Má ég spyrja hver tilgangurinn er með henni? Eins og ég tók fram er ársreikningur vegna síðasta árs í vinnslu og þar birtast launakjör allra æðstu stjórnenda, semsagt greidd heildarlaun æðstu stjórnenda.  Ég mun senda þér þær upplýsingar sem allra fyrst. Varðandi seinni liðinn þá kannast ég ekki við að hafa synjað um aðgang að upplýsingum heldur svarað svarað fyrirspurninni eins og hún gaf efni til.  Nú þegar hún hefur verið nánar útfærð mun ég svara henni eins fljótt og unnt er.“</p> <p>Kærandi svaraði stofnuninni því til að hann hefði ekki áformað annað en að kynna sér gögnin.</p> <p>Byggðastofnun ritaði kæranda því næst tvö bréf til viðbótar. Í bréfi, dags. 1. mars 2013, segir:</p> <p>„Uppfærsla varðandi fyrirspurn um laun æðstu stjórnenda Byggðastofnunar. Heildarlaun forstjóra á síðasta ári voru 13.632.000,- Heildarlaun stjórnarformanns á síðasta ári voru 1.933.000,-  Aðrir stjórnarmenn (5) fengu greiddar 955.000,- á síðasta ári, einn 875.000,- og greiðslur til varamanna voru 319.000,- í heild. Rétt er að upplýsa að stjórnarmenn fá að sjálfsögðu greiddan ferðakostnað vegna funda en það er stefna stjórnar að halda annan hvern fund annars staðar en í höfuðstöðvum stofnunarinnar. Ég er að vinna í seinni lið fyrirspurnarinnar varðandi aðra starfsmenn en æðstu stjórnendur og get vonandi sent þér svar fljótlega eftir helgina.“</p> <p>Í seinna bréfi Byggðastofnunar, dags. 6. mars 2013, segir m.a.:</p> <p>„…Undirritaður telur að fyrri lið fyrirspurnarinnar hafi verið svarað á fullnægjandi hátt með tölvupósti dags. 1. mars sl. þar sem raktar voru upplýsingar úr nýsamþykktum ársreikningi stofnunarinnar. Ársreikningurinn er aðgengilegur á heimasíðu stofnunarinnar, sjá hér: Ársreikningur.  Ef óskað er frekari upplýsinga varðandi þennan lið, eða frekari gögnum, þá lætur þú mig vita og við skoðum það. Varðandi seinni liðinn er beiðninni hafnað með vísan til 4. tl. 1. mgr. 6. gr. laga 140/2012, sem og 9. gr. og 4. tl. 10. gr. sömu laga.  Byggðastofnun telur að um sé að ræða upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari og starfsmenn hafi ekki samþykkt að upplýsingar um séu afhentar almenningi.  Það sé því óheimilt. Jafnframt telur Byggðastofnun að upplýsingarnar hafi að geyma upplýsingar um viðskipti stofnunarinnar að því leyti sem hún er í samkeppni við aðra (Byggðastofnun er lánastofnun og fellur undir lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 m.s.br.). Ef umbeðnar upplýsingar um launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda yrðu gerðar aðgengilegar almenningi hefðu samkeppnisaðilar Byggðastofnunar upplýsingar um þau kjör sem stofnunin veitir lykilstarfsmönnum og myndi það geta gert stofnuninni erfitt fyrir gagnvart samkeppnisaðilum í samkeppninni um hæfa starfsmenn. Þar sem beiðni um upplýsingar barst Byggðastofnun á rafrænu formi er litið svo á að fullnægjandi sé að svar berist á sama formi.  Undirritaður getur sent svarið með pósti ef óskað er. Synjun beiðni um aðgang að gögnum í heild eða að hluta má bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. V. kafla laga nr. 140/2012.“</p> <p>Hinn 6. mars 2013 barst úrskurðarnefnd framangreind kæra. Þar segir m.a.: </p> <p>„Kærð er meðfylgjandi synjun Byggðastofnunar um að veita upplýsingar um föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda sem starfa hjá stofnuninni. Undirritaður telur að stofnuninni hafi ekki verið rétt að synja um aðgang að upplýsingunum á grundvelli 4. tl. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Vísar undirritaður til þess að 4. tl. sé nánar útfærður í 7. gr. upplýsingalaga og þar sérstaklega kveðið á um rétt til upplýsinganna. Þá telur undirritaður að stofnuninni hafi ekki verið rétt að synja um aðgang að upplýsingunum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Í því samhengi bendir undirritaður á að sérstaklega er kveðið á um að upplýsingarnar skuli veita í 3. tl. 2. mgr. 7. gr. laganna. Það ákvæði sé sérstök lagaheimild, sbr. orðalag 6. mgr. skýringa á 9. gr. lagafrumvarps þess sem varð að lögum nr. 140/2012. Þá telur undirritaður að stofnuninni hafi ekki verið rétt að synja um aðgang að upplýsingunum á grundvelli 4. tl. 10. gr. upplýsingalaga. Í því samhengi bendir undirritaður á að takmörkunarheimild 4. tl. 10. gr. taki einungis til viðskipta. Undirritaður telur að ekki sé hægt að túlka hugtakið viðskipti í þessu ákvæði svo rúmt.“</p> <p sizcache09163974011259524="7.718281828459045 15 81" sizcache05258232592920911="7.718281828459045 15 81" sizcache09931802626535402="7.718281828459045 15 81" sizcache06515529389463723="7.718281828459045 15 81"><span>Með bréfi, dags. 8. mars 2013, óskaði úrskurðarnefnd skýringa frá Byggðastofnun. Í svarbréfi hennar, dags. 12. mars, segir m.a.:</span><br /> </p> <p>„Beiðni kæranda var hafnað með vísan til 4. tl. 1. mgr. 6. gr. laga 140/2012, sem og 9. gr. og 4. tl. 1. mgr. 10. gr. sömu laga. Byggðastofnun telur að um sé að ræða upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt og eðlilegt er að fari leynt og starfsmenn hafi ekki samþykkt að upplýsingarnar séu afhentar almenningi. Það sé því óheimilt að afhenda kæranda þær upplýsingar og gögn sem hann biður um, án samþykkis þeirra starfsmanna sem um ræðir og eins og áður segir þá liggur það ekki fyrir.</p> <p>Í 3. tl. 2. mgr. 7. gr. laga 140/2012, sem kærandi vísar til varðandi beiðni um aðgang að upplýsingum, kemur fram að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögum eigi ekki við sé stjórnvöldum skylt að veita upplýsingar um föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda. Í skýringum við greinina í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum 140/2012 (þskj. 223) segir m.a.: „Samkvæmt skýrri og fastmótaðri framkvæmd á upplýsingalögum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem á sér einnig stoð í athugasemdum sem fylgdu 5. gr. frumvarpsins að lögunum, hafa 3. og 5. gr. laganna verið skýrðar svo að sé óskað aðgangs að gögnum um laun opinberra starfsmanna skuli veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem ná til fastra launakjara þeirra, þar á meðal ráðningarsamningum og öðrum ákvörðunum og samningum sem kunna að liggja fyrir um föst laun þeirra. Rétturinn til aðgangs samkvæmt gildandi lögum nær þannig til gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. […] Í 3. tölul. 2. mgr. er því mælt fyrir um það að einvörðungu skuli veita upplýsingar um föst laun opinberra starfsmanna, annarra en æðstu stjórnenda. Með föstum launakjörum er m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunna að liggja fyrir um föst laun starfsmanns. Rétturinn til aðgangs nær þannig til gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Jafnframt felst í þessu að óheimilt er að veita upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns, hvort sem þau eru hærri en föst laun hans, t.d. sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri af einhverjum ástæðum, svo sem vegna launafrádráttar af sérstökum ástæðum.“ </p> <p>Í því máli sem hér er til meðferðar eru gögnin sem um ræðir, samkvæmt þessu, ráðningarsamningar starfsmanna annarra en æðstu stjórnenda. Öðrum gögnum er ekki til að dreifa. Forstjóri Byggðastofnunar hefur persónulega undirritað þessa ráðningarsamninga í fullum trúnaði við viðkomandi starfsmann og telur sér alls ekki heimilt að rjúfa þann trúnað einhliða, án samþykkis starfsmanna.  Jafnframt telur Byggðastofnun að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar um viðskipti stofnunarinnar að því leyti sem hún er í samkeppni við aðra. Byggðastofnun er lánastofnun og fellur undir lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 m.s.br. Byggðastofnun telur ótvírætt að hugtakið „viðskipti“ nái yfir þá samkeppni sem stofnunin á um hæfa starfsmenn á vinnumarkaði. Ef umbeðnar upplýsingar um launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda yrðu gerðar aðgengilegar almenningi hefðu samkeppnisaðilar Byggðastofnunar upplýsingar um þau kjör sem stofnunin veiti lykilstarfsmönnum og myndi það geta gert stofnuninni erfitt fyrir gagnvart samkeppnisaðilum í samkeppninni um hæfa starfsmenn. </p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 277/2008 segir m.a.: „Af framangreindu leiðir að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 3. tölul. 6. gr. laganna verður a.m.k. þremur eftirtöldum skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umræddum upplýsingum.“ </p> <p>Byggðastofnun telur öllum þessum skilyrðum fullnægt. Eins og áður er vikið að er Byggðastofnun lánastofnun og starfar eftir lögum 161/2002 um fjármálafyrirtæki og er í samkeppni við aðra aðila á fjármálamarkaði um veitingu lána og ekki síður um hæft starfsfólk með sérþekkingu. Stofnunin hefur átt undir högg að sækja síðastliðin ár eins og fleiri aðilar á fjármálamarkaði og þarf á góðu og öflugu starfsfólki að halda til þess að geta haldið áfram öflugri starfsemi í byggðum landsins. Upplýsingagjöf sem þessi, um föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda, getur að mati Byggðastofnunar haft alvarleg áhrif á trúnaðarsamband núverandi starfsmanna og stofnunarinnar og ekki síður haft verulegan fælingarmátt gagnvart hugsanlegum nýjum starfsmönnum. Birting þessara upplýsinga getur því haft veruleg neikvæð áhrif á samkeppnishagsmuni Byggðastofnunar. </p> <p>Kærandi hefur sagst, aðspurður, ekki hafa annan tilgang með fyrirspurninni en að fá gögnin í hendurnar til þess að geta kynnt sér þau sjálfur. Um hagsmuni almennings af aðgengi að umræddum upplýsingum vill stofnunin minna á að Byggðastofnun er tiltölulega lítil stofnun þar sem 21 starfsmaður var á launaskrá við lok síðasta árs. Eðlilegt má telja, í ljósi sjónarmiða um aðhald almennings um ráðstöfun almannafjár, að upplýst sé um heildarlaunagreiðslur einstakra ríkisaðila, en því er hafnað að almenningur geti haft af því sérstaka hagsmuni að vita nákvæmlega hvernig launagreiðslur skiptast niður á einstaka starfsmenn, aðra en forstöðumann. Það er verkefni starfsmanna og stéttarfélaga þeirra og trúnaðarmanna, ásamt viðkomandi forstöðumönnum að gæta að launajafnrétti inn á stofnunum ríkisins. […]“</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>1.<br /> Mál þetta varðar synjun Byggðastofnunar á beiðni um aðgang að upplýsingum um launakjör starfsmanna Byggðastofnunar, þ.e. annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda. Nánar tiltekið óskar kærandi eftir aðgangi að ráðningarsamningum starfsmannanna […] Beiðni sína reisir kærandi einkum á 4. tölul. 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en í fyrstu tveimur málsgreinum 7. gr. segir orðrétt:<br /> „Réttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.<br /> Þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögum þessum eiga ekki við er, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn:<br />   1. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn,<br />   2. nöfn starfsmanna og starfssvið,<br />   3. föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda,<br />   4. launakjör æðstu stjórnenda,<br />   5. áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í  ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.“</p> <p sizcache09163974011259524="7.718281828459045 15 100" sizcache05258232592920911="7.718281828459045 15 100" sizcache09931802626535402="7.718281828459045 15 100" sizcache06515529389463723="7.718281828459045 15 100"><span>2.</span><br /> Til rökstuðnings synjun sinni hefur Byggðastofnun í fyrsta lagi vísað til 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 um að upplýsingaréttur almennings taki ekki til gagna sem tengist málefnum starfsmanna. Af því tilefni bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að við setningu laga nr. 140/2012 var sérstaklega mælt fyrir um undanþágu frá þessu, sbr. 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. en samkvæmt því ákvæði ber að veita upplýsingar um föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda.  Í athugasemdum við þessa grein í frumvarpi því sem varð að lögunum segir: <br /> „Með föstum launakjörum er m.a. átt við ráðningarsamninga og aðrar ákvarðanir eða samninga sem kunna að liggja fyrir um föst laun starfsmanns. Rétturinn til aðgangs nær þannig til gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Jafnframt felst í þessu að óheimilt er að veita upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns, hvort sem þau eru hærri en föst laun hans, t.d. sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri af einhverjum ástæðum, svo sem vegna launafrádráttar af sérstökum ástæðum.“<br /> Með vísun til framangreinds verður ekki á það fallist með Byggðastofnun að 4. tölul. 6. gr. laga nr. 140/2012 girði fyrir að kæranda verði veittur aðgangur að umræddum ráðningarsamningum.</p> <p sizcache09163974011259524="7.718281828459045 15 105" sizcache05258232592920911="7.718281828459045 15 105" sizcache09931802626535402="7.718281828459045 15 105" sizcache06515529389463723="7.718281828459045 15 105"><span>3.</span><br /> Af hálfu Byggðastofnunar er í öðru lagi vísað til ákvæða 9. gr. og 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br /> Í 9. gr. laganna segir: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í 4. tölul. 10. gr. laganna, um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna, segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra“.</p> <p sizcache09163974011259524="7.718281828459045 15 109" sizcache05258232592920911="7.718281828459045 15 109" sizcache09931802626535402="7.718281828459045 15 109" sizcache06515529389463723="7.718281828459045 15 109"><span>Í synjun Byggðastofnunar kemur fram að stofnunin telur óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Takmarka megi upplýsingarétt þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess, og gögn hafi að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau séu í samkeppni við aðra. Byggðastofnun sé lánastofnun, sem falli undir lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, og hugtakið „viðskipti“ í framangreindu ákvæði nái yfir þá samkeppni sem hún eigi í um hæfa starfsmenn á vinnumarkaði.</span><br /> </p> <p>Í ákvörðun Byggðvastofnunar, dags. 6. mars 2013, segir m.a.: „…telur Byggðastofnun að upplýsingarnar hafi að geyma upplýsingar um viðskipti stofnunarinnar að því leyti sem hún er í samkeppni við aðra (Byggðastofnun er lánastofnun og fellur undir lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 m.s.br.).  Ef umbeðnar upplýsingar um launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda yrðu gerðar aðgengilegar almenningi hefðu samkeppnisaðilar Byggðastofnunar upplýsingar um þau kjör sem stofnunin veitir lykilstarfsmönnum og myndi það geta gert stofnuninni erfitt fyrir gagnvart samkeppnisaðilum í samkeppninni um hæfa starfsmenn.“</p> <p>Eins og áður segir er í 7. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sérstaklega vikið að réttinum til upplýsinga um málefni starfsmanna þeirra aðila sem lögin taka til. Hér að framan var sérstaklega vikið að 3. tölul. 2. mgr. 7. gr. sem kveður á um að þegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögunum eigi ekki við sé, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 7. gr., skylt að veita upplýsingar um föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda. Hér verður að gæta að því að ákvæðið veitir þannig aðeins rétt til umræddra upplýsinga þegar „aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt“ lögunum eiga ekki við. Falli upplýsingar um launakjör starfsmanna undir takmörkunarákvæði 9. gr. eða 4. tölul. 10. gr. laganna er því stjórnvaldi rétt að synja um aðgang að þeim. Eins og áður segir telur Byggðastofnun að beiðni kæranda varði upplýsingar sem falli undir ákvæðin.</p> <p>Að því er varðar 9. gr. upplýsingalaga byggir stofnunin á því að í upplýsingum um launakjör starfsfólks felist upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni stofnunarinnar. Í athugasemdum við umrætt ákvæði 9. gr. í greinargerð þeirri er fylgdi frumvarpi til laganna segir m.a.:</p> <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hér skiptir miklu að lagt sé mat á tilvik hverju sinni með hliðsjón af hagsmunum þess lögaðila sem upplýsingar varða. Við matið þarf almennt að vega saman hagsmuni viðkomandi lögaðila af því að upplýsingum sé haldið leyndum gagnvart þeim mikilvægu hagsmunum að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu aðgengilegar almenningi. Þegar lögaðilar gera samninga við opinbera aðila, þar sem ráðstafað er opinberum hagsmunum, getur þetta sjónarmið haft mikið vægi við ákvörðun um aðgang að upplýsingum.“</p> <p>Um 4. tölul. 10. gr. laganna segir í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna:</p> <p>„Markmiðið með þessu frumvarpi er m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til.</p> <p>Meginsjónarmiðið að baki þessu ákvæði er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. Athuga verður þó í þessu sambandi að í sumum tilvikum eru fyrir hendi skýrar reglur um skyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar í tengslum við viðskipti, sbr. lög nr. 65/1993, um framkvæmd útboða. Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“</p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 11. mars 2008 í máli nr. A-277/2008 sagði um túlkun á sambærilegu ákvæði í 3. mgr. 6. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996:</p> <p>„Af framangreindu leiðir að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 3. tölul. 6. gr. laganna verður a.m.k. þremur eftirtöldum skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umræddum upplýsingum.“</p> <p sizcache09163974011259524="7.718281828459045 15 121" sizcache05258232592920911="7.718281828459045 15 121" sizcache09931802626535402="7.718281828459045 15 121" sizcache06515529389463723="7.718281828459045 15 121"><span>Samkvæmt 2. gr. laga  um Byggðastofnun nr. 106/1999 er hlutverk hennar að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í samræmi við hlutverk sitt vinnur hún að undirbúningi, skipulagi og fjármögnun verkefna og veitingu lána með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra. Þá er það m.a. hennar hlutverk að fylgjast með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Í 14. gr. laganna kemur fram að tekjur hennar séu annars vegar framlag úr ríkissjóði, eins og það sé ákveðið  í fjárlögum hverju sinni, og hins vegar fjármagnstekjur.</span><br /> Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki útilokað að rekstur og starfsemi Byggðastofnunar sé á ýmsan hátt í samkeppni við aðra aðila í skilningi 4. tölul. 10. gr. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að hafa hliðsjón af þeirri sérstöðu sem leiðir af hinu lögbundna hlutverki Byggðastofnunar og að tekjustofnar hennar byggja m.a. á heimildum hins opinbera til skatttöku. Vísast nánar um þessi sjónarmið til fyrrnefnds úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-277/2008.</p> <p sizcache09163974011259524="7.718281828459045 15 124" sizcache05258232592920911="7.718281828459045 15 124" sizcache09931802626535402="7.718281828459045 15 124" sizcache06515529389463723="7.718281828459045 15 124"><span>Þeir viðskipta- og samkeppnishagsmunir sem Byggðastofnun vísar einkum til í synjun sinni á aðgangi kærða að upplýsingum um launakjör starfsfólks stofnunarinnar felast í samkeppni stofnunarinnar um gott starfsfólk. Úrskurðarnefnd getur ekki fallist á að sá réttur sem borgurunum er veittur í 3. tölul. 7. gr. upplýsingalaga víki fyrir svo almennum hagsmunum Byggðastofnunar. Féllist nefndin á það hefði umræddur töluliður enda litla þýðingu þar sem flestir þeir aðilar sem falla undir upplýsingalög hljóta að þurfa að keppa við aðra aðila um hæft starfsfólk.</span><br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að Byggðastofnun hafi því ekki sýnt fram á svo ríka viðskipta- og samkeppnishagsmuni af því að leyna hinum umbeðnu upplýsingum að þeir almannahagsmunir sem felast í réttinum til upplýsinga um ráðstöfun opinberra fjármuna og sérákvæði 3. tölul. 7. gr. verði að víkja.</p> <p sizcache09163974011259524="7.718281828459045 15 127" sizcache05258232592920911="7.718281828459045 15 127" sizcache09931802626535402="7.718281828459045 15 127" sizcache06515529389463723="7.718281828459045 15 127"><span>4.</span><br /> Af hálfu Byggðaststofnunar hefur í þriðja lagi verið vísað til þess forstjóri Byggðastofnunar hafi persónulega undirritað ráðningarsamninga starfsmanna annarra en æðstu stjórnenda, í fullum trúnaði við viðkomandi, og hann telji sér ekki heimilt að rjúfa þann trúnað einhliða.</p> <p sizcache09163974011259524="7.718281828459045 15 130" sizcache05258232592920911="7.718281828459045 15 130" sizcache09931802626535402="7.718281828459045 15 130" sizcache06515529389463723="7.718281828459045 15 130"><span>Í athugasemdum við 5. gr. grein í því frumvarpi sem varð að lögum nr. 140/2012 segir: „Það leiðir af ákvæði 5. gr. frumvarpsins að réttur almennings til aðgangs að gögnum er lögbundinn og verður ekki takmarkaður nema á grundvelli ákvæða 6.–10. gr. Stjórnvald getur því til að mynda ekki heitið þeim trúnaði sem látið hefur af hendi upplýsingar. Slíkt verður ekki gert nema upplýsingarnar falli ótvírætt undir eitthvert af undanþáguákvæðum 6.–10. gr. frumvarpsins.“ Þannig getur stjórnvald ekki, án sérstakrar heimildar að lögum, lofað þeim sem það gerir ráðningarsamning við að aðrir fái ekki afrit af honum, og verður aðgangi að ráðningarsamningum ekki synjað á þeim grundvelli einum að forstöðumaður hafi lofað trúnaði um þá. </span><br /> </p> <p sizcache09163974011259524="7.718281828459045 15 133" sizcache05258232592920911="7.718281828459045 15 133" sizcache09931802626535402="7.718281828459045 15 133" sizcache06515529389463723="7.718281828459045 15 133"><span>Sá upplýsingaréttur sem almenningi er tryggður með framangreindu ákvæði er aftur á móti háður því að ekki eigi við þær takmarkanir á upplýsingarétti sem lögin setja. Réttur almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum, sem varða tiltekið mál, er háður þeim takmörkunum er greinir í 6.–10. gr. Í 9. gr. segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum við þessa grein í því frumvarpi sem varð að lögunum segir að engum vafa sé undirorpið að þar undir falli viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd nr. 77/2000. Hugtakið viðkvæmar persónuupplýsingar er skilgreint í 8. tölul. 2. gr. þeirra laga og það tekur m.a. til upplýsinga um stéttarfélagsaðild. Á þeim grundvelli telur úrskurðarnefnd upplýsingamála að Byggðastofnun sé ekki skylt að veita kæranda aðgang að umræddum ráðningarsamningum í heild sinni heldur beri, áður en þeir eru afhentir, að afmá úr þeim upplýsingar um aðild starfsmanns að stéttarfélögum og um aðild að lífeyrisjóði þegar um er að ræða lífeyrissjóð stéttarfélags starfsmannsins.</span><br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p sizcache09163974011259524="7.718281828459045 15 139" sizcache05258232592920911="7.718281828459045 15 139" sizcache09931802626535402="7.718281828459045 15 139" sizcache06515529389463723="7.718281828459045 15 139">Byggðastofnun ber að verða við beiðni [A] um að fá aðgang að ráðningarsamningum stofnunarinnar við […], en afmá skal úr þeim upplýsingar um aðild að stéttarfélögum og um aðild starfsmanns að lífeyrisjóði þegar um er að ræða lífeyrissjóð stéttarfélags starfsmannsins.<br /> <br /> <span>Hafsteinn Þór Hauksson</span><br /> formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir </p> <p>Friðgeir Björnsson</p> |
A-491/2013. Úrskurður frá 16. ágúst 2013 | Kærð var sú ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að vísa frá beiðni um aðgang að gögnum er tengjast Kaupþingi banka hf. Kærandi krafðist aðgangs að gögnunum. Beiðninni var að hluta til vísað til Fjármálaeftirlitsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu en beiðni um aðgang að öðrum gögnum sem Fjármálaeftirlitið afhenti Rannsóknaranefnd Alþings og varða Kaupþing banka, þ.e. níunda og síðasta lið beiðni, var vísað frá nefndinni. | <div> <h3>Úrskurður </h3> <p><span>Hinn 16. ágúst 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-491/2013. </span></p> </div> <div> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 3. ágúst 2012, kærði A f.h. […], þá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 6. júlí, að vísa frá beiðni hans, dags. 22. júní, um aðgang að gögnum er tengjast Kaupþingi banka hf. Kærandi krefst aðgangs að gögnunum.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Kærandi sendi Fjármálaeftirlitinu beiðni um afhendingu gagna með bréfi, dags. 22. júní, með vísan til ákvæðis 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram: </p> <p>„Undirritaður óskar hérmeð eftir aðgangi á grundvelli 3. gr. upplýsingalga nr. 50/1996, að eftirfarandi gögnum er tengjast Kaupþingi:</p> <ul> <li><span>Skýrslu PricewaterhouseCoopers vegna rannsókna á atvikum sem gerðust í vikunni fyrir hrun bankanna, sem skilað var til Fjármálaeftirlitsins í desember 2008</span><br /> </li> <li><span>Niðurstöður rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á áhættustýringu sjóða, maí 2008</span><br /> </li> <li><span>Skýrsla um ákveðna þætti innra eftirlits Kaupþings, unna af PricewaterhouseCoopers að beiðni Fjármálaeftirlitsins í árslok 2008</span><br /> </li> <li><span>Skýrsla Fjármálaeftirlitsins um lánaáhættur Kaupþings, janúar 2008</span><br /> </li> <li><span>Skýrslur um stórar áhættur sem Kaupþing sendi til Fjármálaeftirlitsins 2007 og 2008</span><br /> </li> <li><span>Skýrsla Kaupþings til Fjármálaeftirlitsins, dags. 30. júní 2007</span><br /> </li> <li><span>Drög að fundargerð fundar Bankastjórnar og Fjármálaeftirlitsins með stjórnendum bankanna 25. apríl 2008, kl. 15:00-15:45. SI 47404</span><br /> </li> <li><span>Gögn frá Fjármálaeftirlitinu sem afhent voru til Rannsóknaranefndar Alþingis: „Liquidity Risk – template – 18 months – SEPT all currencies SENT.xls“, 31. ágúst 2008</span><br /> </li> <li><span>Önnur gögn [...] sem Fjármálaeftirlitið afhenti Rannsóknarnefnd Alþingis og varða Kaupþing banka.“</span><br /> </li> </ul> <p>Í bréfi kæranda kemur fram að lúti gögnin sérstakri þagnarskyldu sé þess óskað að aðgangur verði veittur að gögnunum að hluta með hliðsjón af 7. gr. upplýsingalaga. </p> <p>Eins og fram hefur komið afgreiddi Fjármálaeftirlitið upplýsingabeiðni kæranda með bréfi, dags. 6. júlí 2012. Í bréfinu er fjallað um reglu 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um upplýsingarétt almennings og þá reglu sem fram kemur í 1. mgr. 10. gr. laganna að þegar óskað er aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda þurfi sá sem óskar aðgangs að tilgreina það mál eða gögn í því máli sem óskað er eftir. Komi ákvæðið í veg fyrir að unnt sé að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund eða frá ákveðnu tímabili. Þá vísar Fjármálaeftirlitið í bréfi sínu til 11. gr. laganna og vísar til þess að ákvæðið gefi það beinlínis til kynna að almennt eigi stjórnvaldi að vera mögulegt að afgreiða upplýsingabeiðni innan sjö daga frá móttöku hennar. Til þess að stjórnvaldi sé það mögulegt verði að gera ákveðnar kröfur um tilgreiningu máls eða gagna í upplýsingabeiðni. Var það afstaða Fjármálaeftirlitsins að upplýsingabeiðni kæranda varðaði ekki tiltekið mál í skilningi laganna heldur tiltekinn banka, Kaupþing banka hf. Fjármálaeftirlitið vísaði til þess að beiðnin væri of almenn til þess að hægt væri að taka hana til efnislegrar afgreiðslu án nánari afmörkunar. Með vísan til þessa vísaði Fjármálaeftirlitið upplýsingabeiðni kæranda frá.</p> <p>Í kærunni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að kærandi sé ósammála þeirri niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins sem fram komi í áðurnefndu bréfi, dags. 6. júlí 2012. Kærandi vísar til þess að beiðnin hafi verið þess eðlis og þannig afmörkuð að unnt hafi verið að veita aðgang að upplýsingunum. Niðurstaðan sé ekki eingöngu bæði í andstöðu við ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996 heldur einnig í innbyrðis ósamræmi. Þá kemur eftirfarandi m.a. fram í kærunni: </p> <p>„Tilgangur og markmið upplýsingalaganna er að veita almenningi aðgang að gögnum sem eru fyrirliggjandi hjá stórnvaldi og lúta ekki sérstökum takmörkunum. Í breytingum þeim sem gerðar voru með lögum nr. 161/2006 var hugtakinu „fyrirliggjandi“ bætt við 1. mgr. 3. gr. laganna sem og viðbótarsetningu um að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkara mæli en leiðir af 7. gr. upplýsingalaganna. </p> <p>[...] </p> <p><span>Í athugasemdum frumvarpsins segir jafnfram að „í beiðni verður að tilgreina gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á málinu og gögnum þess.“ Samkvæmt þessu er ljóst að upplýsingalögin gera eingöngu kröfu um tilgreiningu gagna máls eða máls og kröfur sem gerðar eru til tilgreiningar hverju sinni snúa ekki að „málsnúmeri“, „skjalanúmeri“ eða annarskonar sérgreindri flokkunaraðferð sjórnvalda hverju sinni, heldur er eingöngu gerð sú krafa að stjórnvald geti með glöggum hætti haft uppi á málinu og/eða þeim gögnum sem óskað er eftir.</span><br /> </p> <p>Fær þessi afstaða stoð í röksemdum FME sem virðist á stöku stað vera í innbyrðis togstreytu. Með hiðsjón af framangreindu og markmiðum upplýsingalaganna er ljóst að nægilegt er að tilgreina gögn, enda séu gögnin fyrirliggjandi hjá stjórnvaldi.“ </p> <h3>Málsmeðferð</h3> Kæran var send Fjármálaeftirlitinu til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 8. ágúst 2012, og barst svar við því 3. september s.á.  <p>Í bréfi Fjármálaeftirlitsins segir að með ákvörðun stofnunarinnar hafi upplýsingabeiðni kæranda verið vísað frá þar sem ekki hafi verið unnt að taka hana til efnislegrar meðferðar þar sem hún hafi þótt of almenn. Í ljósi þessa geti stofnunin eðli málsins samkvæmt ekki orðið við ósk úrskurðarnefndarinnar um afhendingu þeirra. Með vísan til þess að Fjármálaeftirlitið hafi ekki tekið efnislega afstöðu til upplýsingabeiðninnar í formi synjunar sé það mat stofnunarinnar að úrskurðarnefndin geti ekki tekið málið til úrskurðar og að vísa beri því frá. Fallist nefndin ekki á frávísun málsins á framangreindum grundvelli sé það mat Fjármálaeftirlitsins að sá ágreiningur sem tekinn yrði til úrskurðar lúti einungis að því hvort frávísun stofnunarinnar hafi verið réttmæt.</p> <p><span>Segir svo orðrétt: „Hin umdeilda og víðtæka upplýsingabeiðni kæranda sem deilt er um í máli þessu er í 9 liðum. Beiðnin lýtur að upplýsingum um málefni Kaupþings hf. (áður Kaupþing banki hf.) frá stofnun bankans til október 2008 og rannsóknir Fjármálaeftirlitsins í kjölfar bankahrunsins á starfsemi bankans.“ Vísað er til 3. gr., 1. mgr. 10. gr. og 1. mgr. 11. gr.  upplýsingalaga nr. 50/1996 sem og laga nr. 161/2000 um breytingu á upplýsingalögum. </span><br /> Segir svo orðrétt: „Að framangreindu virtu leiðir að þegar óskað er aðgangs að tilteknum gögnum verður upplýsingabeiðnin að tengjast tilteknu máli. Í beiðninni verður að tilgreina gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á viðkomandi máli og gögnum þess. Ekki er unnt að biðja um aðgang að gögnum í ótilgreindum málum eða aðgang að öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Almennt er heldur ekki nóg að biðja um aðgang að öllum gögnum sem tengd eru einum aðila. Þessi skilningur fær einnig stoð í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli A-398/2011 sem hefur fordæmisgildi í máli þessu. </p> <p>Fjármálaeftirlitið bendir á að meginreglan um tilgreiningu máls eða gagna endurspeglast einnig í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Ákvæðið gefur það beinlínis til kynna að stjórnvald á að geta tekið afstöðu til upplýsingabeiðni inn sjö daga frá móttöku hennar. Til þess að stjórnvaldi sé það mögulegt verður að gera ákveðnar kröfur um tilgreiningu máls eða gagna í upplýsingabeiðni. </p> <p><span>Upplýsingabeiðni kæranda í máli þessu er ekki einungis mjög víðfeðm heldur er þar farið fram á gögn af ýmsum tegundum í ótilteknum málum á löngu tímabili sem varða tiltekinn aðila, Kaupþing hf. Hún er því í engu samræmi við þær kröfur um afmörkun sem upplýsingalög gera til slíkrar beiðni og lýst er nánar hér að framan.</span><br /> [...]<br /> Fallist úrskurðarnefndin ekki á frávísun málsins mun ágreiningur sem tekinn yrði til úrskurðar hjá nefndinni einungis lúta að því hvort frávísun Fjármálaeftirlitsins hafi verið réttmæt. Ekki mun því koma til þess að úrskurðað verði hvort aðgangur að umbeðnum gögnum verði heimilaður eða synjun staðfest líkt og gert er ráð fyrir í upplýsingalögum. Jafnvel þótt svo hátti í máli þessu telur Fjármálaeftirlitið fullt tilefni til að koma að sjónarmiðum sínum er lúta að lagagrundvelli beiðni um upplýsingar sem liggja fyrir í málinu. </p> <p>Í stjórnsýslukæru lögfræðings kæranda er vísað til 4. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Því er haldið fram að ákvæðið eigi við um upplýsingar um málefni Kaupþings hf. Ákvæðið er undantekning frá meginreglunni um hina sérstöku þagnarskyldu sem hvílir á starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 1. mgr. og ber því að skýra hana með þrengjandi hætti. Í ákvæðinu segir: </p> <p>„Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila.“ </p> <p>Fjármálaeftirlitið bendir í þessu samhengi á að Kaupþing hf. er hvorki gjaldþrota né hefur félaginu verið slitið. Kaupþing hf. er í slitameðferð á grundvelli XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins á meðan á henni stendur, sbr. 101. gr. a sömu laga og 2. mgr. 2. gr. laga nr. 87/1998. Þá er rétt að benda á að enda þótt fyrrnefnt ákvæði tæki til Kaupþings hf. myndi slík niðurstaða ekki ná til upplýsinga sem háðar væru bankaleynd samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002. Til hliðsjónar má benda á að gagnaöflun í einkamálum fyrir dómi fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og getur aðili að slíku máli skorað á gagnaðila, í þessu tilviki Kaupþing hf., til að leggja fram gögn. Þá fylgja ákveðin réttaráhrif því verði hann ekki við slíkri áskorun, sbr. einnig til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 27. janúar 2011 í máli nr. 699/2010. </p> <p>Þá vísar lögfræðingur kæranda til þess að upplýsingar um málefni Kaupþings hf. hafi meðal annars verið afhentar rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og hafi þar með trúnaði verið svipt af upplýsingunum og eigi því kærandi rétt til upplýsinganna. Í þessu samhengi þykir rétt að geta þess að fyrrnefnd rannsóknarnefnd var skipuð á grundvelli laga nr. 142/2008. Samkvæmt lögunum hafði nefndin mjög víðtækan rétt til upplýsinga frá einstaklingum, lögaðilum og stofnunum, þ. á m. Fjármálaeftirlitinu. Á nefndarmönnum og öðrum sem unnu að rannsókn fyrir nefndina hvíldi þagnarskylda um þær upplýsingar sem nefndinni bárust og leynt eiga að fara. Hlutverk nefndarinnar var ekki að afhenda eða svipta hulunni af einstökum upplýsingum eða gögnum sem henni voru afhentar við rannsókn sína heldur var henni ætlað að skrifa skýrslu þar sem niðurstöður rannsóknanna voru birtar á samandregnu formi. Með vísan til framangreinds og nýlegra úrskurða úrskurðarnefndarinnar í málum A-387/2011, A-398/2011 og A-419/2012 er ljóst að þær upplýsingar sem afhentar voru fyrrnefndri rannsóknarnefnd veita Fjármálaeftirlitinu ekki heimild til að láta þær af hendi til hvers sem þess óskar og víkja því ekki hinni sérstöku þagnarskyldu starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, ákvæði um bankaleynd og takmörkunum sem upplýsingalög gera ráð fyrir úr vegi.“</p> <p>Umsögn Fjármálaeftirlitsins var send kæranda til athugasemda með bréfi, dags. 4. september 2012. Með bréfi, dags. 21. september, bárust athugasemdir kæranda og kemur þar eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Með hiðsjón af og tilgangi og markmiðum íslensks stjórnsýsluréttar getur Fjármálaeftirlitið (FME) ekki haldið því fram að stofnunin hafi vísað frá upplýsingabeiðni dags. 22. júní 2012 án þess að hún hafi hlotið efnislega meðferð og að slík ákvörðun komi í veg fyrir að æðra stjórnvald endurskoði og snúi við ákvörðun stofnunarinnar. Hefðbundin „frávísun“ er ekki venjubundin í stjórnsýslumálum, enda ber stjórnvöldum að aðstoða borgara ef að formgallar eru á fyrirspurn, en slíkir formgallar eiga ekki að valda „frávísun“ máls frammi fyrir stjórnvöldum. Upplýsingalögin gera engan greinarmun á synjun stjórnvalds um aðgang að gögnum án þess að efnisleg afstaða hafi veri tekin af hálfu stjórnvaldsins og synjun þegar efnisleg afstaða liggur til grundvallar ákvörðun. Í báðum tilvikum er um að ræða að stjórnvald hefur synjað um aðgang að umbeðnum gögnum og er slík stjórnvaldsákvörðun kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sbr. 14. gr. upplýsingalga nr. 50/1996.</p> <p>[...]</p> <p>Á meðal þeirra rangfærslna sem finna má í athugasemdum FME er sú fullyrðing að upplýsingabeiðni sem mál þetta lítur að hafi verið of víðtæk. Upplýsingabeiðnin snéri að 9 liðum, 8 þessara liða sérgreindu tiltekið skjal eins nákvæmlega og upplýsingabeiðanda var unnt að gera. Níundi liðurinn var vissulega opinn, en þó var hann afmarkaður við tiltekið mál og gögn er vörðuðu tiltekin aðila þess máls. Því fer þó fjarri að stjónvaldi sé stætt að synja um að taka afstöðu til aðgangs að hinum sérgreindu skjölum á þeim forsendum að einn liður af níu var ósérgreindur. Slíkt myndi brjóta gegn meginreglum stjórnsýslulaga [og] færi jafnframt gegn 7. gr. og 12. gr. laga nr. 37/1993. FME hefði hæglega getað synjað um aðgang að níunda liðnum og tekið afstöðu til hinna sérgreindu skjala. Sú leið sem FME valdi, að synja beiðninni í heild sinni á hinum kærðu forsendum er gróft brot á meðalhófsreglu 12. gr. laga nr. 37/1993 og fær efnislega ekki staðist upplýsingalög.“</p> <p><span>Einnig kemur fram í bréfinu að átelja beri vinnubrögð Fjármálaeftirlitsins þar sem í bréfi þess, dags. 3. september, eru fullyrðingar um inntak kærunnar sem ekki fáist staðist. Vísar kærandi til þess að ætla megi að Fjármálaeftirlitið hafi ekki lesið kæruna og ber það vott um hin lötu stjórnsýsluvinnubrög sem einkenna málið. Þá ítrekar kærandi beiðnina og að standi sérstakar þagnarskyldureglur í vegi fyrir afhendingu umbeðinna gagna beri að afhenda þau að hluta með vísan til 7. gr. upplýsingalaga.</span><br /> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3>Niðurstaða</h3> 1.<br /> Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar Fjármáleftirlitið tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Var hún því byggð á efnisákvæðum þeirra laga.<br /> Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram. <p><span>2.</span><br /> Eins og fram hefur komið barst kæra þessa máls úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 3. ágúst 2012, en kæran laut að afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins á gagnabeiðni kæranda sem sett var fram í níu liðum. Í skýringum Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að ekki hafi verið unnt að taka upplýsingabeiðni kæranda til efnislegrar meðferðar þar sem hún hafi þótt of almenn og af þeim sökum hafi heldur ekki verið unnt að verða við ósk úrskurðarnefndarinnar um afhendingu gagna.<br /> Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er m.a. kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum „sem varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. <br /> Í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, segir: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“ Réttur til upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga er samkvæmt framangreindu bundinn við gögn sem varða tiltekin mál sem eru eða hafa verið til meðferðar í stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga, sbr. og 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga.</p> <p><span>3.</span><br /> Eins og fram hefur komið var beiðni kæranda um aðgang að gögnum sett fram í níu liðum. Þegar beiðni er sett fram í mörgum liðum ber stjórnvaldi að afgreiða alla liði beiðninnar. Getur þá komið til þess að stjórnvald vísi einstökum liðum frá á grundvelli þess að þeir séu of almennt orðaðir en taki efnislega afstöðu til annarra sem uppfylla kröfur laga um skýrleika og fullnægjandi tilgreiningu. Í afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins er hver töluliður ekki skoðaður efnislega heldur beiðninni vísað frá í heild sinni. </p> <p>Eins og áður segir getur almenningur óskað eftir því á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 að fá aðgang að öllum gögnum „er varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem rakin eru í lögunum. Varði gögnin „mál“ í skilningi laganna getur borgarinn hvort sem er tilgreint sérstaklega þau gögn sem hann óskar aðgangs að eða óskað eftir aðgangi að öllum gögnum viðkomandi máls án þess að tilgreina gögnin sérstaklega, sbr. 1. mgr. 10. gr. laganna. Í því tilfelli sem hér um ræðir var það afstaða Fjármálaeftirlitsins að beiðni kæranda um aðgang að gögnum lyti ekki að tilteknu máli í skilningi upplýsingalaga heldur að tilteknum banka og að beiðnin væri of almenn til að hægt væri að taka hana til efnislegrar afgreiðslu án nánari afmörkunar.</p> <p>Í 9. lið upphaflegrar beiðni kæranda að gögnum, sbr. bréf hans til Fjármálaeftirlitsins dags. 22. júní 2012, var óskað eftir „[öðrum gögnum] sem fjármálaeftirlitið afhenti Rannsóknarnefnd Alþingis og varða Kaupþing banka“. Það er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að beiðnin hafi að þessu leyti ekki lotið að tilteknu máli í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1006, heldur almennt að samskiptum tiltekins banka og Fjármálaeftirlitsins. Í ljósi framangreinds fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á það með Fjármálaeftirlitinu beiðni kæranda hafi að þessu leyti verið of almenn til þess að hægt hefði verið að taka hana til efnislegrar afgreiðslu án nánari afmörkunar.</p> <p>Þegar svo háttar til að stjórnvöldum berst beiðni um aðgang að gögnum sem er svo almenn að ekki er hægt að ætlast til þess að stjórnvald geti haft uppi á gögnunum er stjórnvöldum rétt að vísa beiðninni frá í stað þess að taka efnislega afstöðu til hennar í formi synjunar. Fjármálaeftirlitinu var því rétt að frávísa umræddum lið beiðninnar.</p> <p><span>Ákvæði 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefur að geyma almenna reglu stjórnsýsluréttar um stjórnsýslukæru en þar segir í 1. mgr. að aðila máls sé „heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju“. Þá er í 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 sérregla um kærur vegna synjunar upplýsingabeiðna en þar kemur fram að heimilt sé að bera þær synjanir „undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn“. Meginmarkmiðið með framangreindum kæruheimildum er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Enda fengi stjórnsýslumálið að öðrum kosti ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</span><br /> </p> <p>Hér að framan var komist að þeirri niðurstöðu að 9. liðurinn í upphaflegri upplýsingabeiðni kæranda hefði verið of almennur til þess að geta talist beiðni um gögn tiltekins máls í skilningi upplýsingalaga eða beiðni um nægilega tilgreind gögn í slíku máli. Í liðum 1 til 8 í upplýsingabeiðni kæranda eru hins vegar tilgreind með nokkuð nákvæmum hætti þau önnur gögn sem óskað er aðgangs að. Sem dæmi má nefna 6. lið beiðninnar þar sem óskað er eftir aðgangi að skýrslu sem send var Fjármálaeftirlitinu og er í beiðninni tilgreint bæði um dagsetningu skýrslunnar og frá hverjum skýrslan stafaði. Þrátt fyrir þessa nákvæmu tilvísun er í engu vikið að umræddum liðum beiðninnar í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 6. júlí 2012. Hið sama gildir um aðra liði beiðninnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur því óhjákvæmilegt að vísa málinu aftur til Fjármálaeftirlitsins til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu að þessu leyti, svo sem  nánar er tilgreint í úrskurðarorði.</p> <p>Í tilefni af framangreindri umfjöllun um kröfur upplýsingalaga nr. 50/1996 til framsetningar beiðni um aðgang að gögnum telur úrskurðarnefnd um upplýsingarétt tilefni til að árétta að nú hafa tekið gildi ný upplýsingalög nr. 140/2012. Í hinum nýju lögum eru gerðar nokkuð vægari kröfur til upplýsingabeiðanda heldur en gert var í lögum nr. 50/1996. Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 er að finna ítarlega umfjöllun um þýðingu þessarar breytingar. Þá er jafnframt vikið að umræddri breytingu í athugasemdum frumvarpsins við 15. gr. laganna. Ástæða þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál vekur athygli á umræddum lagabreytingum er sú að þær kunna að skipta máli við málsmeðferð Fjármálaeftirlitsins á máli kæranda í kjölfar heimvísunar þeirrar sem kveðið er á um í úrskurðarorðum.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> Beiðni [A], dags. 22. júní 2012, um aðgang að öðrum gögnum sem Fjármálaeftirlitið afhenti Rannsóknaranefnd Alþings og varða Kaupþing banka, þ.e. níunda og síðasta lið beiðni, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. <p><span>Beiðni [A], dags. 22. júní 2012, er að öðru leyti vísað til Fjármálaeftirlitsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</span><br /> <br /> <span>Hafsteinn Þór Hauksson</span><br /> formaður<br /> <br /> <span>Sigurveig Jónsdótti </span></p> <p>Friðgeir Björnsson</p> </div> |
A-493/2013. Úrskurður frá 16. ágúst 2013 | Kærð var ákvörðun landlæknis um aðgang að gögnum um úttekt á lyfjagagnagrunni. Landlæknir hafði orðið við beiðni varðandi gögn á málaskrá en m.a. synjað um aðgang að tölvupóstum sem væru vinnugögn. Í úrskurði segir að stjórnvald geti ekki synjað um aðgang að gagni því það sjálft telji það vera vinnugagn. Heldur ekki vegna þess að gagn hafi ekki verið fært í málaskrá, það ekki verið merkt þar sem vinnugagn eða verið ranglega flokkað. Þá taldi nefndin oft ekki vera ljóst, að því er tölvupóstana varðaði, hvort um væri að ræða innanhússamskipti eða samskipti eins eða fleiri stjórnvalda. Þá innihéldu nokkrir þeirra mögulega upplýsingar um einkamálefni einstaklinga, sumir virtust hafa að geyma hluta af lyfjagagnagrunni og sumir hafa að geyma fundargerðir eða drög þeim. Nefndin hefði því ekki forsendur til að meta hvort gögnin væru, vegna efnis þeirra, undanþegin upplýsingarétti. Ekki lá fyrir að slíkt mat hafi farið fram af hálfu landlæknis. Varð því að fella ákvörðun hans úr gildi og leggja fyrir hann að taka málið til nýrrar meðferðar. Beiðni um aðgang að gögnum um verkferla var hins vegar vísað frá landlækni, því þau væru ekki til. | <h3>Úrskurður </h3> <p>Hinn 16. ágúst 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-493/2013 í máli nr. ÚNU 13030006.</p> <h3 sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 57">Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 14. mars 2013 kærði A til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu landlæknis 28. febrúar sama ár á beiðni hennar 7. janúar sama ár um aðgang að tilteknum gögnum. </p> <p>Í beiðni kæranda til landlæknis var óskað eftir „rafrænum afritum af öllum gögnum sem varða gæðaúttekt þá sem staðið hefur yfir á lyfjagagnagrunni embættis landlæknis frá því í ágúst 2011“. Í beiðninni var því nánar lýst við hvaða gögn væri átt. Tekið var fram að beiðnin næði til „allra gagna í málaskrá og tölvupóstum“ og að þar með væru talin vinnuskjöl sem hefðu farið „á milli stofnana og annarra vinnuskjala sem farið hafa út fyrir húsið“. Beiðnin tæki einnig til „fundargerða af þeim fundum sem haldnir hafa verið um málið“ og „lýsingar á verkferlum við gæðaeftirlit, bæði þeim sem voru í gildi  fyrir ágúst 2011 og þeim sem í gildi eru nú“. Þá tæki beiðnin til „alls þess sem kann að varða gæðamál lyfjagagnagrunnsins og vistuð eru undir „Lyfjagagnagrunnur“ í málaskrá sama hvaða leitaraðferð er notuð í málaskrárleitinni, sem og þess sem vistað kann að vera annars staðar undir Lyfjamálum og varða umrædd gæðamál.“  </p> <p sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 61"><span>Þann 11. febrúar 2013 svaraði landlæknir beiðni kæranda með tölvupósti. Þar kemur fram að í málaskrá embættisins hefðu fundist mál sem bæru heitin „Gæðaúttekt á lyfjagagnagrunni“, „Gæðavandamál í lyfjagagnagrunni“ og „Lyfjagagnagrunnur, verkaskipting eftirlits- og heilbrigðisupplýsingasviðs“. Nánar var lýst hvaða skjöl væru að finna í málunum. Í bréfinu er þess óskað, með vísan til 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, að kærandi setti beiðni sína fram með skýrari hætti. </span><br /> </p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að kærandi hafi með tölvupósti 11. febrúar 2013 bent landlækni á hvar í tölvum embættisins mætti finna þau gögn sem hún óskaði eftir aðgangi að.  <br /> Með bréfi 28. febrúar tók landlæknir ákvörðun í máli kæranda. Í bréfinu kemur fram að þegar umrædd gæðaúttekt, sem beiðni kæranda laut að, hafi verið unnin hafi kærandi verið starfsmaður landlæknis og unnið með gögn úr lyfjagagnagrunni embættisins við lyfjaeftirlit þess. Tímabundinni ráðningu kæranda hafi lokið [...]. Í ákvörðun landlæknis kemur fram að við vinnslu á beiðni kæranda hafi verið tekið mið af upplýsingalögum og skriflegum verklagsreglum embættisins um skráningu í málaskrá. Rakið er að í verklagsreglum embættisins um skráningu í málaskrá sé m.a. kveðið á um skyldu allra starfsmanna til þess að skrá í málaskrá skjöl er varða þau mál sem séu til úrlausnar hjá embættinu. Þar komi einnig fram að starfsmenn geti geymt vinnugögn vegna mála á sameiginlegum svæðum í tölvukerfi án þess að þau séu færð í málaskrá. Það sé síðan starfsmanna sjálfra að meta hvaða skjöl séu mikilvæg í tilteknum málum og beri þar með að vísa í málaskrá embættisins. <br /> Þá segir að með hliðsjón af beiðni kæranda, verklagsreglum embættisins og í samræmi við upplýsingalög hafi embættið tekið ákvörðun um að afhenda kæranda gögn sem vistuð hafi verið í málaskrá. Lýst er hvernig umrædd gögn hafi verið skráð í málaskrá landlæknis. Fram kemur að gögn í máli embættisins „Gæðaúttekt á lyfjagagnagrunni“ sem ákveðið hafi verið að afhenda kæranda séu bréf til Lyfjagreiðslunefndar vegna leiðréttinga á DDD skilgreiningum og vinnuskjal sem sent hafi verið Sjúkratryggingum Íslands vegna sama efnis. Aftur á móti verði kæranda ekki afhentur tölvupóstur vegna málsins til starfsmanns sem hafi verið skráður á málið, enda flokkist pósturinn sem vinnuskjal. </p> <p>Þá segir að einungis óformlegir minnispunktar séu í máli embættisins „Gæðavandamál í lyfjagagnagrunni“. Í tilefni af nánari útskýringum kæranda í tölvupósti 11. febrúar 2013 hafi fundist gagn sem tilheyra hafi átt málinu. Um sé að ræða óformlega minnispunkta sem hafi verið rangt skráðir í kerfið. Í bréfinu er fundið að því hvernig kærandi muni hafa skráð umrætt gagn í málaskrá landlæknis. </p> <p>Þá kemur fram að í máli „Eftirlit með ávísun lyfja“ sé að finna eftirfarandi gögn: Fundargerð af fundi 15. september 2011, handrituð fundargerð sem hafi verið skönnuð inn af fundarritara, listi yfir þá sem voru á fundinum og minnisblað til tiltekins skrifstofustjóra í velferðarráðuneytinu. Af bréfinu má ráða að umrædd gögn hafi verið afhent kæranda. </p> <p>Í bréfi landlæknis er síðan rakið að kærandi hafi í tölvupósti til embættisins lýst vinnugögnum sem beiðnin beindist að og væru vistuð á ýmsum gagnadrifum embættisins. Í bréfi landlæknis kemur fram að gögnin hafi ekki verið skráð í rafræna málaskrá. Augljóslega sé um að ræða vinnugögn þar sem þau hafi ekki endað í viðeigandi málum í skjalavörslukerfi embættisins í samræmi við verklagsreglur. Umrædd gögn verði því ekki afhent. </p> <p>Þá segir að fundist hafi gögn sem skráð hafi verið í málið „Umsókn um sérfræðileyfi“. Um sé að ræða 242 tölvupósta sem vistaðir hafi verið af kæranda þann 27. desember 2012 á nokkrum mínútum. Í bréfi landlæknis segir: „Þessir tölvupóstar voru vistaðir á síðasta starfsdegi þínum áður en þú lést af störfum við embættið. Fljótt á litið virðast tölvupóstarnir sem dagsettir eru á tímabilinu frá 29.82011-14.12.2011 innihalda vinnugögn út af málefnum lyfjagagnagrunns og/eða lyfjaeftirlits og ekki tengjast því máli (Umsókn um sérfræðileyfi) sem þeir eru tengdir við í málaskráningarkerfinu. Hér er því augljóslega um ranga en umfangsmikla skráningu þína að ræða töluvert eftir að samskiptin áttu sér stað og sem málsaðilar hafa ekki verið upplýstir um. Því eru þessir tölvupóstar skilgreindir sem vinnugögn og verða því ekki afhentir.“ </p> <p sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 71"><span>Með kæru 14. mars 2013 kærði kærandi ákvörðun landlæknis til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kemur þar fram að kærandi kæri þá niðurstöðu landlæknis að gögn sem unnið hafi verið með og farið hafi á milli stofnana sem aðkomu hafa að lyfjagagnagrunni vegna gæðaúttektar á lyfjagagnarunni skuli ekki hafa verið afhent kæranda. Einnig sé kærð sú ákvörðun landlæknis að afhenda kæranda ekki fundargerðir og lýsingar á verkferlum við gæðaeftirlitlit. </span><br /> Kærandi gerir athugasemd við að í ákvörðun landlæknis skuli ekki hafa verið fjallað um beiðni kæranda að því leyti sem hún laut að lýsingu á því hvernig staðið hefði verið að gæðaeftirliti með gögnum í lyfjagagnagrunni fyrir ágúst 2011 sem og lýsing á því hvernig staðið væri að því gæðaeftirliti nú. Vísar kærandi til þess að hún hafi beðið um þessi gögn í beiðni sinni 7. janúar 2013 sem og tölvuskeyti 11. febrúar sama ár. Þá veki það undrun kæranda að engar fundargerðir fylgi gögnunum sem landlæknir hafi veitt aðgang að, þrátt fyrir að landlæknir hafi getið um a.m.k. eina fundargerð. </p> <p sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 74"><span>Kærandi gerir einnig athugasemdir við umfjöllun landlæknis um það hvernig hún hafi sjálf hagað skráningum í málaskrá embættisins. Þá telur kærandi að gögn verði ekki undanþegin rétti hennar til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga vegna þess eins að þau hafi ekki verið skráð í málaskrárkerfi embættis landlæknis. </span><br /> Loks segir í kærunni að þær verklýsingar við villuleit sem landlæknir segi vanta séu til í excel-skrá sem hafi farið „á milli“ í netskeytum. </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eftir að kæran barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði nefndin landlækni bréf, dags. 15. maí 2013 þar sem þess var óskað að embættið veitti umsögn um kæruna. Kærandi sendi starfsmanni úrskurðarnefndarinnar bréf 16. maí 2013 þar sem nánar var útskýrt hvaða gögn það væru sem kærandi hefði farið fram á að fá og landlæknir ekki veitt aðgang að. Í fyrsta lagi væri um að ræða „gögn sem vistuð voru á drifi embættisins án þess að þau væru sett inn í málaskrá“. Um væri að ræða tölvupóstsamskipti milli stofnana sem sýsluðu með lyfjatölfræði og væru vistuð á tilteknu drifi í tölvukerfi landlæknis undir heitinu „Lyfjamál“. Nánar tiltekið væru gögnin í „undirmöppu um gæðavandamál“. Í öðru lagi hefði kærandi óskað eftir að fá afhentar lýsingar á hvernig fylgst væri með gæðum gagna í lyfjagagnagrunni áður en villur hefðu fundist í honum og einnig hvernig fylgst væri með gæðunum nú, ef slíkar lýsingar væru til. Ef umrædd gögn væru ekki til væri óskað eftir skýrum svörum þar um. Í þriðja lagi óskaði kærandi eftir aðgangi að fundargerð frá fundi heilbrigðisupplýsingasviðs og sviðs eftirlits og gæða og jafnframt aðrar fundargerðir varðandi þessi villumál, meðal annars með fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands og annarra stofnana. Hefðu fundargerðir ekki verið skráðar væri óskað eftir skýringum þar um. </p> <p>Landlæknir gerði athugasemdir við kæruna 20. júní 2013. Þar kemur fram að landlæknir telji kæranda hafa fengið afhent öll gögn sem varði gæðaúttekt á lyfjagagnagruni, utan sérstaklega skilgreindra vinnugagna embættisins í málinu. Landlæknir telji beiðni kæranda hafa verið yfirgripsmikla og vítt skilgreinda. Þegar beiðni hafi verið tekin til skoðunar hjá embættinu hafi fyrsta vandamál þess verið að skilgreina verkefnið „gæðaúttekt á lyfjagagnagrunni“ sem hafi farið af stað í ágúst 2011. Kærandi hafi borið ábyrgð á framkvæmd úttektarinnar en henni hafi ekki lokið á starfstíma hennar. „Lokaskjöl“ séu ekki fyrirliggjandi í málinu. Á meðan kærandi starfaði að verkefninu hafi það ekki verið formlega skilgreint af henni með skjalfestri verkefnisáætlun. Því séu verkþættir þess og framvinda nokkuð óljós af þeim gögnum sem fyrir hendi séu. Tiltekin gögn hafi verið afhent kæranda eftir leit í málaskrá embættisins en ekki hafi verið fallist á beiðni kæranda um afhendingu tölvupósta sem hafi verið vistaðir á „tilteknu gagnadrifi embættisins“. Líti embætti svo á að um sé að ræða vinnugögn sem ekki verði afhent þar sem tölvupóstarnir hafi ekki verið „skráðir í viðeigandi málum í málaskrá stofnunarinnar“. Vegna beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum er vörðuðu gæðaúttektina hafi einungis ein fundagerð fundist í þeim tveimur málum í málaskrá embættisins sem falli undir beiðnina. Sú fundargerð hafi verið afhent kæranda. </p> <p>Að því leyti sem beiðni kæranda lúti að upplýsingum verkferla við eftirlit með gæðum gagna í lyfjagagnagrunni séu slíkir verkferlar ekki til en séu í mótun. </p> <p sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 81"><span>Að lokum er tekið fram að landlæknir telji sig hafa svarað beiðni kæranda eins vel og unnt sé.  Beiðni hennar hafi verið vítt skilgreind og snerti verkefni sem ekki hafi verið „skjalað með formlegum hætti“, þ.e. með verkefnislýsingu með skilgreiningu verkefnis, verkþætti, tímaáætlun, framvindu o.s.frv. Farið hafi verið „rækilega yfir málaskrá og allt fundið til sem mögulega snerti þessa gæðaúttekt og þar var vistað“. Þau gögn hafi nú þegar verið afhent. </span><br /> Með bréfi 21. júní 2013 veitti úrskurðarnefnd upplýsingamála kæranda tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við umsögn landlæknis. Kærandi gerði athugasemdir 27. sama mánaðar við afstöðu landlæknis. Kærandi telur þau gögn sem landlæknir hafi lagt fram sýni að gögn sem kæranda hafi verið neitað um aðgang að hafi verið send frá landlækni til annarra stjórnvalda og verði því ekki undanþegin upplýsingarétti með vísan til þess að um sé að ræða vinnuskjöl. <br /> Kærandi fellst á að gæðaúttekt á lyfjagagnagrunni landlæknis sé ekki lokið. Aftur á móti sé þeim verkþáttum sem kærandi hafi tekið að sér og vörðuðu „villur í skilgreiningum á DDD“ lokið um miðjan mars 2012 með afhendingu excel-skrár með öllum leiðréttingum sem gera þurfti og heimildum við hverja og eina um rétt „DDD“. Kærandi hafi afhent excel-skrá í tölvupósti til sviðsstjóra heilbrigðisupplýsingasviðs og þess verkefnisstjóra á heilbrigðisupplýsingasviði sem bar ábyrgð á lyfjagagnagrunninum. Þetta hafi kærandi gert annað hvort 15. eða 16. mars 2012. Þá hafi kærandi afhent sama starfsmanni landlæknis minnisblað um umræddar villur. Kærandi hafi ekki vistað umrætt minnisblað í málaskrá enda hafi hún búist við því að sá starfsmaður sem tók við minnisblaðinu myndi meta hvað yrði skráð í málaskrá og hvað ekki. Kærandi hafi nú þegar fengið umrætt minnisblað frá lyfjagreiðslunefnd 18. mars 2013. Kærandi kveður minnisblaðið vera vistað á gagnadrifi landlæknis sem kærandi hafi bent á. </p> <p sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 85"><span>Kærandi rekur í athugasemdum sínum ýmis atriði varðandi umrætt verkefni og bendir á ýmis atriði um þátttöku hennar í því. Þá hafnar hún því að vinnulag hennar hafi verið aðfinnsluvert eins og haldið sé fram af hálfu landlæknis. </span><br /> Kærandi bendir á að landlæknir telji sig einungis geta fundið eina fundargerð vegna gæðaúttektarinnar þrátt fyrir að hann hafi afhent kæranda tvær fundargerðir. Þá gefi gögn málsins til kynna að mun fleiri fundir hafi verið haldnir. </p> <h3>Niðurstaða</h3> <span>1.</span> <p>Kærandi hefur farið fram á að landlæknir afhendi sér gögn er varða gæðaúttekt á lyfjagagnagrunni embættisins. Kærandi telur ákvörðun landlæknis þar að lútandi ranga. Í fyrsta lagi hafi kæranda ekki verið veittur aðgangur að gögnum sem voru vistuð á tilteknum stað í tölvum embættisins en ekki í málaskrárkerfi þess. Í öðru lagi hafi ekki verið afhentar lýsingar á því hvernig fylgst hafi verið með gæðum gagna í umræddum lyfjagagnagrunni. Í þriðja lagi hafi ekki verið veittur aðgangur að fundargerðum sem varði umrædda gæðaúttekt. Þá verður í fjórða lagi að skilja kæruna sem svo að kærð sé sú afstaða landlæknis að synja um aðgang að tölvupóstum sem finnist í málaskrá embættisins og kærandi telur að falli undir beiðni hennar. </p> <p>Í beiðni kæranda er vísað almennt til upplýsingalaga nr. 140/2012 en hin umbeðnu gögn tilheyra máli eða málum sem kærandi vann að er hún var starfsmaður landlæknis. Kærandi er ýmist höfundur eða viðtakandi gagnanna. Kærandi hefur hvorki reist beiðni sína á 14. gr. upplýsingalaga né vikið að því að upplýsingar þær sem fram komi í hinum umbeðnu gögnum séu um hana sjálfa. Með vísan til beiðni kæranda til landlæknis, kæru hennar til úrskurðarnefndarinnar og efni gagnanna verður leyst úr máli þessu á þeim grundvelli að beiðni kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum sé reist á 5. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum en ekki 14. gr. um rétt aðila til aðgangs að upplýsingum um hann sjálfan.   </p> <div sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 109"> <span> </span><br /> <span>2.</span><br /> <p>Í tilefni af beiðni landlæknis um að kærandi afmarkaði beiðni sína frekar benti kærandi á gögn sem henni var kunnugt um að væru vistuð rafrænt á tilteknum svæðum eða gagnadrifum í tölvum embættisins. Í ákvörðun landlæknis 28. febrúar 2013 kemur fram að umrædd gögn teldust vinnugögn þar sem „þau hafi ekki endað í viðeigandi málum í skjalavörslukerfi embættisins í samræmi við verklagsreglur.“ Var kæranda synjað um aðgang að gögnunum með vísan til þessa. Í umsögn sinni til úrskurðarnefndarinnar ítrekaði landlæknir þessa afstöðu sína. Umrædd gögn hafa ekki verið látin úrskurðarnefndinni í té við meðferð málsins. </p> <p>Þá var kæranda synjað um aðgang að 242 tölvupóstum sem skráðir voru í óskylt mál í málaskrárkerfi landlæknis. Í umsögn landlæknis til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að tölvupóstarnir virðist tengdir málefnum lyfjagagnagrunnsins þótt þeir hafi verið skráðir í mál sem varðar „umsókn um sérfræðileyfi“. Í ákvörðun landlæknis vegna beiðni kæranda segir eftirfarandi um skráningu tölvupóstanna í málaskrárkerfi embættisins: „Hér er því augljóslega um ranga en umfangsmikla skráningu þína að ræða töluvert eftir að samskiptin áttu sér stað og sem málsaðilar hafa ekki verið upplýstir um. Því eru þessir tölvupóstar skilgreindir sem vinnugögn og verða því ekki afhentir.“ Umræddir tölvupóstar hafa verið afhentir úrskurðarnefndinni í trúnaði.   </p> <p>Samkvæmt 5. tölulið 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnugagna sbr. 8. gr. laganna. Í síðarnefnda lagaákvæðinu er því nánar lýst hvaða gögn teljist til vinnugagna. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. eru vinnugögn þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. laganna hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Hafi  gögn verið afhent öðrum teljast þau ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.  Í 2. mgr. 8. gr. segir síðan: </p> <span>„Til vinnugagna teljast einnig eftirtalin gögn, enda fullnægi þau að öðru leyti skilyrðum 1. mgr.: </span><br /> <ol sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 109"> <li sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 103"><span>gögn sem berast milli stjórnvalda þegar eitt stjórnvald sinnir ritarastörfum eða sambærilegum störfum fyrir annað</span><br /> </li> <li sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 106"><span>gögn sem unnin eru af nefndum eða starfshópum sem stjórnvöld hafa sett á fót með formlegri ákvörðun og fastmótuðu hlutverki,</span><br /> </li> <li sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 109"><span>gögn sem send eru milli aðila skv. 2. tölul. og annarra stjórnvalda þegar starfsmenn þeirra eiga þar sæti.“</span><br /> </li> </ol> <p>Loks segir í 3. mgr. 8. gr. laganna: </p> </div> <div sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 125"> <p>„Þrátt fyrir 5. tölul. 6. gr. ber að afhenda vinnugögn ef: </p> <ol sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 125"> <li sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 116"><span>þar kemur fram endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls</span><br /> </li> <li sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 119"><span>þar koma fram upplýsingar sem stjórnvaldi er skylt að skrá skv. 1. mgr. 27. gr.,  </span><br /> </li> <li sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 122"><span>þar koma fram upplýsingar um atvik máls sem ekki koma annars staðar fram,</span><br /> </li> <li sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 125"><span>þar kemur fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd á viðkomandi sviði.“</span><br /> </li> </ol> <p>Af 8. gr. upplýsingalaga leiðir að við mat á því hvort gagn teljist vinnugagn í skilningi 5. töluliðar 6. gr. laganna skuli einkum litið til þess í hvaða skyni gagnið var útbúið og hvers efnis það er. Þá skiptir máli hvort gagn hafi verið afhent öðrum en þeim sem starfa innan stjórnvalds, eða þeim aðila sem bundinn er af upplýsingalögum, og hvort um hafi verið að ræða afhendingu sem kveðið er sérstaklega á um í 2. mgr. 8. gr. laganna. Þrátt fyrir þetta ber að afhenda vinnugögn sem fjallað er um í 3. mgr. lagagreinarinnar.  </p> </div> <div sizcache08756417670191843="7.718281828459045 15 134"> <p>Af umræddum ákvæðum upplýsingalaga leiðir að stjórnvöld hafa ekki frjálst val um það hvort gögn  teljist vinnugögn sem undanþegin eru upplýsingarétti almennings, enda telst gagn ekki vinnugagn nema skilyrði 8. gr. laganna séu uppfyllt. Stjórnvald getur því ekki synjað um aðgang að gagni af þeirri ástæðu einni að það sjálft telji gagn vera vinnugagn, án tillits til ákvæða upplýsingalaga, og hafi skráð það sem slíkt í málaskrárkerfi þess eða látið vera að skrá gagn sérstaklega í slíkt kerfi af sömu ástæðu. Engu máli skiptir í því samhengi þótt sá sem óskar eftir aðgangi hafi mögulega sjálfur starfað hjá viðkomandi stjórnvaldi og skráð hin umbeðnu gögn í kerfi þess, enda hvílir sú skylda á stjórnvöldum sjálfum að fylgja ákvæðum upplýsingalaga. Þá hefur það enga þýðingu við mat á því hvort gagn teljist vinnugagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga að það hafi verið flokkað ranglega í málaskrá stjórnvalds. </p> <p>Með vísan til þessa var ákvörðun landlæknis um að synja kæranda um aðgang að gögnum á tilteknum svæðum eða gagnadrifum í tölvum landlæknis ekki reist á réttum lagagrundvelli. Hið sama á við um synjun landlæknis á beiðni kæranda um aðgang að 242 tölvupóstum sem varða mál það sem beiðni kæranda laut að en tilheyrðu öðru máli í málaskrá embættisins. </p> <p>Landlæknir hefur látið úrskurðarnefndinni í té hluta umræddra 242 tölvupósta sem embættið telur að falli undir beiðni kæranda. Af þeim má ráða að starfsfólk embættisins hafi um nokkra hríð átt í samskiptum við starfsmenn annarra stjórnvalda um gæðaúttekt á lyfjagagnagrunni, en svo virðist sem málefni gagnagrunnsins varði einnig umrædd stjórnvöld. Ekki liggur fyrir á hvaða grundvelli samstarf þessara stjórnvalda fór fram og úrskurðarnefndinni er ekki í öllum tilvikum ljóst hvort samskiptin eigi sér stað milli starfsmanna sama stjórnvalds eða tveggja eða fleiri mismunandi stjórnvalda. Nokkrir tölvupóstanna hafa að geyma efni sem mögulega telst vera einkamálefni eins eða fleiri einstaklinga sem tóku þátt í framkvæmd málsins. Einnig er í tölvupóstunum að finna ófullkomin drög að skjölum sem virðast hafa þróast meðan málið var í vinnslu. Má í þessu samhengi til dæmis nefna að tölvupóstarnir virðast hafa að geyma hluta af umræddum lyfjagagnagrunni, þótt úrskurðarnefndinni sé ekki að fullu ljóst hvort að svo sé. Loks skal þess getið að svo virðist sem að í umræddum tölvupóstum sé að finna fundargerðir sem kunna að falla undir beiðni kæranda en ekki er ljóst hvort um sé að ræða drög eða endanlegar fundargerðir.  </p> <p>Þá skal það áréttað að úrskurðarnefndin hefur ekki fengið í hendur öll þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang að en á það einkum við um gögn sem kærandi leiðbeindi landlækni um að mætti finna á tilteknum svæðum í tölvum landlæknis. </p> <p>Af þessum sökum hefur úrskurðarnefndin ekki forsendur til að leggja mat á hvort landlækni sé skylt að veita kæranda aðgang að hinum umbeðnu gögnum, en af framangreindum ástæðum telur úrskurðarnefndin ekki unnt að útiloka að réttur kæranda kunni að vera takmörkunum háður. Eins og hér hefur verið rakið virðist sem af hálfu landlæknis hafi ekki farið fram mat á efni þeirra gagna sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Verður því ekki hjá því komist að fella ákvörðun landlæknis úr gildi og leggja fyrir hann að taka málið til nýrrar meðferðar.  </p> <span>3.</span><br /> <p>Með ákvörðun landlæknis 28. febrúar 2013 var kæranda meðal annars synjað um aðgang að tölvupósti sem skráður var í málaskrá embættisins og mun tilheyra máli með heitið „Gæðaúttekt á lyfjagagnagrunni“. Í ákvörðun landlæknis er umræddum tölvupósti lýst sem svo að hann sé „til starfsmanns vegna málsins“. Þá segir í ákvörðuninni að tölvupósturinn „flokkast sem vinnuskjal og er ekki afhent“. </p> <p>Landlæknir hefur ekki látið úrskurðarnefndinni í té umræddan tölvupóst. Ákvörðun landlæknis og umsögn hans til úrskurðarnefndarinnar hafa ekki að geyma rökstuðning fyrir því mati að umræddur tölvupóstur teljist vinnugagn. Með vísan til þess sem fram kemur í kafla 2 hér að framan verður ákvörðun landlæknis felld úr gildi og lagt fyrir landlækni að taka málið að þessu leyti til nýrrar meðferðar. </p> <span>4.</span><br /> <p>Kærandi óskaði eftir að landlæknir afhenti henni lýsingar á verkferlum við gæðaeftirlit með lyfjagagnagrunni embættisins. Í ákvörðun landlæknis og umsögn hans til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að slíkir verkferlar eða lýsingar á þeim hafi aldrei verið til. Í ljósi þess að umbeðin gögn eru ekki til hjá embætti landlæknis verður beiðni kæranda að þessu leyti vísað frá landlækni. </p> <span>5.</span><br /> <p>Í ákvörðun landlæknis var ekki tekin afstaða til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er samkvæmt lögum sbr. 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Var ákvörðun landlæknis að þessu leyti ekki í samræmi við 2. mgr. 11. gr. laganna. </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá landlækni beiðni kæranda um aðgang að lýsingum á verkferlum við gæðaeftirlit með lyfjagagnagrunni landlæknis. Að öðru leyti er ákvörðun landlæknis felld úr gildi og lagt fyrir hann að taka málið til nýrrar meðferðar. </p> <br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br />  <br /> Sigurveig Jónsdóttir </div> <div> Friðgeir Björnsson </div> |
A-494/2013. Úrskurður frá 16. ágúst 2013 | Kærð var afgreiðsla sérstaks saksóknara á beiðni um afrit af tölvupóstsamskiptum hans og fréttamanns. Við meðferð málsins sagði sérstakur saksóknari að gögnunum hefði að öllum líkindum verið eytt og öryggisafrit væru ekki til. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál segir að þótt ýmsum lagaákvæðum sé ætlað að tryggja að stjórnvöld skrái og varðveiti þær upplýsingar sem þau sýsla með komi eftirlit með þeim ákvæðum í hlut annarra aðila. Hlutverk hennar sé að úrskurða um ágreining vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum. Þar sem umrædd gögn voru ekki til hjá sérstökum saksóknara varð ekki hjá því komist að vísa málinu frá nefndinni. | <h3>Úrskurður </h3> <p>Hinn 16. ágúst  2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-494/2013 í máli ÚNU 12050004</p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 60"><span>Með bréfi, dags. 6. maí 2012, kærði A, afgreiðslu sérstaks saksóknara á beiðni hans um afrit af tölvupóstsamskiptum embættisins og fréttamannsins B.</span><br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Forsaga málsins er sú að hinn 3. apríl 2012 sendi kærandi svohljóðandi bréf til sérstaks saksóknara:</p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 65"><span>„Vísað er til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og óskað eftir afriti af öllum tölvupóstsamskiptum starfsmanna embættisins við fréttamanninn [B]. Þann 12. des. 2011 birti Kastljós, fréttaskýringarþáttur Ríkisútvarpsins, viðtal sem [B] blaðamaður, tók við [C], sérstakan saksóknara. Á dögunum birtust síðan fréttir um mál sem embættið hafði til rannsóknar. Það varðar almannahagsmuni að upplýst verði um öll samskipti starfsmanna embættisins við [B] til að varpa ljósi á hvernig beiðni barst embættinu um viðtalið, hvernig staðið var að skipulagningu þess og hver samskipti aðila voru á eftir.“</span><br /> </p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 68"><span>Kærandi ítrekaði beiðni sína með bréfi, dags. 25. apríl 2012, til sérstaks saksóknara. Hinn 6. maí 2012 sendi kærandi svo kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem hann kvartaði yfir því að sérstakur saksóknari hefði enn ekki svarað erindinu.</span><br /> </p> <p>Hinn 9. maí sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til sérstaks saksóknara og sagði að hefði beiðnin ekki þegar verið afgreidd bæri að taka ákvörðun um afgreiðslu hennar eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en föstudaginn 18. maí 2012.</p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 72">Hinn 16. maí 2012 tók sérstakur saksóknari ákvörðun um að hafna beiðninni. Í ákvörðuninni segir m.a.:</p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 74"><span>„… Erindi yðar verður að skilja svo að það varði almenna upplýsingagjöf stjórnvalds til fjölmiðla. Erindið varðar þannig ekki tiltekið stjórnsýslumál sem er til afgreiðslu hjá embætti sérstaks saksóknara heldur almenna upplýsingagjöf um tiltekna þætti í starfsemi embættisins sem síðan varð almenningi aðgengileg fyrir tilstilli umfjöllunar viðkomandi fjölmiðils. Erindi yðar samrýmist því á engan hátt 3. gr. upplýsingalaga. Samskipti við fjölmiðil sem hafa það að markmiði að upplýsa almenning með almennum hætti um starfsemi stjórnvalds á tilteknu sviði geta með engu móti talist varða tiltekið mál. Í erindi yðar er heldur ekki vísað til neins tiltekins stjórnsýslumáls þannig að ekki verður séð hvernig 3. gr. upplýsingalaga getur stutt erindi yðar. […] Hvað varðar samskipti undirritaðs við fréttamanninn [B] þá hófust þau með símtali og fundi á embættinu sem var fram haldið með viðtali sem fylgt var eftir með tölvupóstum. Þar sem ekki var litið á þessi samskipti sem stjórnsýslumál eða hluta af slíku máli var ekki haldið utan um þessi samskipti með formlegum hætti. Auk ofangreinds telst beiðni yðar allt of víðtæk þar sem hún tekur til allra tölvupóstsamskipta allra starfsmanna embættisins við nefndan blaðamann í þeim tilgangi að varpa ljósi á hvernig embættinu barst beiðni um viðtal, hvernig staðið var að skipulagningu þess og hver samskipti aðila voru á eftir, jafnvel til dagsins í dag. Ekki er gerlegt að afgreiða beiðnina nema sérgreint sé nánar hvaða gögn er verið að biðja um. Enda þótt beiðni yðar yrði talin samrýmast tilgangi upplýsingalaga og teldist varða tiltekið mál í skilningi 1. mgr. 3. gr. laganna, yrði samt sem áður að líta svo á að embætti sérstaks saksóknara væri ekki skylt að láta tölvupóstsamskiptin í té þar sem sú niðurstaða hlyti að byggjast á því að beiðnin tengdist rannsókn eða saksókn sakamáls eða sakamála en upplýsingalög taka ekki til gagna sem tengjast slíkum málum, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna […] Beiðninni er því einnig hafnað á þeirri forsendu að upplýsingalög gilda ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn sbr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá er beiðni yðar hafnað með vísan til 6. gr. upplýsingalaga, sem fjallar um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna, og er einkum í því sambandi vísað til 1. tl. 1. mgr. 6. gr. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi sem varð að upplýsingalögum er tekið fram að skýra verði ákvæðið tiltölulega rúmt.“</span><br /> </p> <p>Með bréfi, dags. 16. maí 2012, sendi sérstakur saksóknari úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af framangreindri ákvörðun og sagði m.a.:</p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 78"><span>„…Umræddum tölvupóstsamskiptum hefur að öllum líkindum verið eytt eins og gert er hvað varðar gögn sem ekki tengjast tilteknum stjórnsýslumálum eða lögbundnum verkefnum embættisins. Þó skal tekið fram að mögulega er unnt að endurheimta tölvupóstsamskiptin með því að leita í eldri afritum af tölvugögnum verði þess óskað að hálfu nefndarinnar.“</span><br /> </p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 81"><span>Með bréfi, dags. 23. maí 2012, gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda kost á að koma að athugasemdum við framangreint. Athugasemdir hans bárust með bréfi, dags. 30. maí 2012. Þar kemur fram að hann telji starfsemi embættis sérstaks saksóknara tilheyra stjórnsýslu ríkis og falla undir gildissvið upplýsingalaga, að 3. gr. upplýsingalaga eigi ekki aðeins við um stjórnsýslumál, ekkert bendi til að hugtakið „tiltekið mál“ feli í sér neina verulega takmörkun á upplýsingarétti almennings og vafalítið sé að samskipti stjórnsýslunnar við fjölmiðla falli undir gildissvið upplýsingalaga. Einnig bendir kærandi á að umboðsmaður danska þjóðþingsins hafi talið upplýsingalög gilda um upplýsingar um samskipti stjórnvalda við fjölmiðla (FOU nr. 2004.452) og að það varði almannahagsmuni að upplýst verði á hvaða forsendum umrætt einkaviðtal hafi verið veitt. Tekið er fram að krafan sé ekki of óljós, engin þeirra gagna sem óskað sé aðgangs að varði sakamál, eða séu sönnunargögn í slíkum málum, og fráleitt sé að í kröfunni felist aðdróttun um að lög hafi verið brotin.</span><br /> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi rétt að kalla eftir þeim gögnum sem sérstökum saksóknara væri unnt að afla, og vörðuðu beiðni kæranda, áður en hún tæki frekari ákvörðun um meðferð málsins. Með bréfi, dags. 14. mars 2013, fór úrskurðarnefnd um upplýsingamál því fram á það við sérstakan saksóknara að henni bærust umrædd gögn. Í svari sérstaks saksóknara til nefndarinnar, dags. 10. apríl 2013, sagði m.a. að hann teldi nauðsynlegt að nefndin afmarkaði nánar hvaða gögnum hún sé að óska eftir.</p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 85"><span>Með bréfi, dags. 13. maí 2013, kallaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál því enn eftir gögnum og tók fram að beðið væri um gögn sem tengdust því viðtali sem sýnt hafi verið í útsendingu sjónvarpsins 12. desember 2011.</span><br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst svar sérstaks saksóknara með bréfi, dags. 10. júlí 2013. Þar sagði m.a.:</p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 88"><span>„Í tilefni af erindi nefndarinnar var ríkislögreglustjóra send beiðni 22. maí sl. um endurheimt á pósthólfi undirritaðs og var beiðnin ítrekuð 1. og 10. þ.m. Svar barst frá ríkislögreglustjóranum síðan í gær þar sem fram kom að öryggisafritum af tölvupósthólfum væri ekki til að dreifa nema þrjá mánuði aftur í tímann. Svar ríkislögreglustjóra fylgir hjálagt í ljósriti. Af þessu leiðir að ekki er unnt að fara yfir tölvupósthólf í því skyni að kanna hvort þar væri að finna pósta sem tengdust viðtali við nefndan fréttamann.“</span><br /> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 93"><span>1.</span><br /> Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. […]</p> <p>Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.</p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 97"><span>2.</span><br /> Upphafleg kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál laut að því að sérstakur saksóknari hefði ekki svarað beiðni kæranda um tölvupóstsamskipti starfsmanna embættisins við tiltekinn fréttamann Ríkisútvarpsins og það þrátt fyrir að beiðnin hefði verið ítrekuð. Í kjölfar þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði sérstökum sakskóknara bréf í tilefni kærunnar afgreiddi sérstakur saksóknari erindi kæranda með synjun, dags. 16. maí 2012,  en efni hennar er rakið hér að framan. Í kjölfar þess laut kæruefnið að synjun sérstaks saksóknara. Við meðferð máls þessa hefur nú hins vegar komið í ljós að gögnin, þ.e. tölvupóstsamskipti embættis sérstaks saksóknara við umræddan fréttamann, eru ekki til. Þeim hafi að öllum líkindum verið eytt og öryggisafrit séu ekki varðveitt nema í þrjá mánuði.</p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 100"><span>Ýmsum lagaákvæðum er ætlað að tryggja að stjórnvöld skrái og varðveiti þær upplýsingar sem þau sýsla með. Vísast í því sambandi t.d. til 1. mgr. 22. gr. og 23. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 og 26. gr. núgildandi upplýsingalaga nr. 140/2012 þar sem vísað er til laga um Þjóðskjalasafn Íslands, sbr. lög nr. 66/1985. Í 7. gr. síðarnefndu laganna kemur fram að afhendingarskyldum aðilum sé óheimilt að ónýta nokkurt skjal í skjalasöfnum sínum nema heimild Þjóðskjalasafns komi til eða samkvæmt sérstökum reglum sem settar verða um ónýtingu skjala. Hér má einnig nefna 27. gr. laga nr. 140/2012.</span><br /> </p> <p>Hvað sem líður mikilvægi þeirra ákvæða sem ætlað er að tryggja fullnægjandi skráningu og vistun upplýsinga hjá hinu opinbera er ljóst að úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál er afmarkað við að fjalla um réttmæti synjunar á beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum og synjunar á beiðni um að afhenda gögn á tiltæku formi. Vísast um þetta til 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 14. gr. áðurgildandi upplýsingalaga nr. 50/1996. Þegar svo háttar til að umbeðin gögn eru ekki til staðar, og afhending þeirra kemur af þeim sökum ekki til greina, telst ekki vera um synjun stjórnvalds í skilningi 20. gr. að ræða og ber úrskurðarnefndinni að vísa kæru þar að lútandi frá. Það kemur í hlut annarra aðila að hafa eftirlit með því hvort stjórnvöld sinna skyldum sínum um skráningu og vistun gagna með fullnægjandi hætti, einkum æðri stjórnvalda, dómstóla og umboðsmanns Alþingis.</p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 104"><span>Í ljósi þess að þau gögn sem kærandi óskar aðgangs að hjá sérstökum saksóknara eru ekki til hjá embættinu verður samkvæmt framangreindu ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingmál.</span><br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru A, dags. 6. maí 2012, á hendur sérstökum saksóknara vegna ákvörðunar um að synja um aðgang að tölvupóstsamskiptum við B, vegna gerðar á Kastljósþætti sem Ríkisútvarpið sendi út hinn 12. desember 2011. </p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 109"><span>Hafsteinn Þór Hauksson</span><br /> formaður</p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 112"><span>Sigurveig Jónsdóttir </span><br /> </p> <p sizcache06378174538650312="7.718281828459045 15 115"><span>Friðgeir Björnsson</span><br /> </p> |
A-490/2013. Úrskurður frá 3. júlí 2013 | Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um aðgang að gögnum stjórnsýslunefndar, sem hafði með höndum samninga um endurmat á lánasöfnum bankanna nýju við erlenda kröfuhafa. Í öðru lagi var kærð sú ákvörðun ráðuneytisins að halda eftir ákveðnum hlutum tveggja samninga. Í þriðja lagi var þess óskað að úrskurðarnefndin endurmæti úrskurð sinn nr. A-436/2012. Með úrskurði A-490/2013 var staðfest synjun ráðuneytisins á beiðni um aðgang að tilteknum hlutum umræddra samninga og hafnað beiðni um endurupptöku umrædds úrskurðar. Nefndin taldi hins vegar þörf frekari upplýsinga frá ráðuneytinu til að geta tekið afstöðu til synjunar um aðgang að gögnum umræddrar stjórnsýslunefndar. Er þeim þætti málsins því ólokið. | <h3 align="center"> </h3> <h3 align="center"> </h3> <h3 align="center"> </h3> <h3 align="center">Úrskurður</h3> <p>Hinn 3. júlí 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-490/2013 í máli ÚNU 12110007.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p><br /> Þann 13. nóvember 2012 kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins 5. september og 18. október sama ár á beiðni hans frá 10. júlí 2012 um aðgang að tilteknum gögnum. Í kærunni var hinum umbeðnu gögnum lýst svo að um væri um að ræða „gögn stjórnsýslunefndarinnar sem hafði með höndum samninga um endurmat á lánasöfnum bankanna nýju við erlenda kröfuhafa.“ Þá var óskað eftir að úrskurðarnefndin endurmæti niðurstöðu sína í úrskurði sínum 29. júní 2012 í máli nr. A-436/2012 um að synja kæranda um aðgang að samningi „um vörslu og skilyrt virðisréttindi“. Einnig kærði  kærandi þá ákvörðun ráðuneytisins að halda eftir ákveðnum hlutum tiltekins „rammasamnings“ frá 17. júlí 2009 sem bæri heitið „Head of Terms regarding New Kaupthing Bank hf.“ og kærandi hafði óskað eftir aðgangi að. Eins kærði kærandi að haldið hefði verið ákveðnum hlutum „einkavæðingarsamnings“ frá 3. september 2009 og bæri heitið „Kaupthing Capitalisation Agreement“.</p> <p>Í beiðni kæranda frá 10. júlí 2012 til ráðuneytisins, sem þá hét fjármálaráðuneytið, er rifjuð upp sú niðurstaða úrskurðarnefndarinnar frá 29. júní 2012 í máli nr. A-436/2012 að synja kæranda um aðgang að samningi „um vörslu og skilyrt virðisréttindi“ frá 3. september 2009. Um var að ræða samning þar sem lýst var þeim aðferðum sem Kaupþing banki hf. og Nýi Kaupþing banki hf. komu sér saman um að fylgt yrði við uppgjör þeirra á milli vegna yfirfærslu eigna og annarra réttinda yfir í Nýja Kaupþing banka hf. í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir vald stjórnar Kaupþings banka hf. haustið 2008 og tók síðan ákvarðanir um yfirfærslu eigna þess banka yfir í Nýja Kaupþing banka hf. Síðar hefur Nýi Kaupþing banki hf. fengið heitið Arion banki hf. og Kaupþing banki hf. fengið heitið Kaupþing hf. </p> <p>Í beiðninni rekur kærandi að hann telji að þótt íslenska ríkið hafi ekki undirritað áðurnefndan samning „um vörslu og skilyrt virðisréttindi“ hafi hann verið undirritaður að frumkvæði og í þágu íslenska ríkisins til að unnt reyndist að „einkavæða“ Nýja Kaupþing banka hf. Samningurinn hafi verið hluti af heildarsamkomulagi ríkisins og skilanefndar Kaupþings banka hf. Gerir kærandi athugasemd við tiltekin atriði í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-436/2012. Telur kærandi að upplýsingagjöf fjármála- og efnahagsráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar hafi verið ábótavant. Lýsir kærandi þeirri afstöðu sinni að vinnubrögð ráðuneytisins við gerð umræddra samninga hafi verið óeðlileg og þá meðal annars gagnvart viðskiptavinum bankanna en fyrirtæki sem hafi verið í hans eigu hafi verið þar á meðal. </p> <p>Þá segir í beiðninni:<br /> „Krafa um frekari upplýsingar:</p> <p>1. Nú vil ég árétta kröfu mína um að fá afhentan þann hluta samningsins um vörslu og skilyrt virðisréttindi sem fjallar um þær efnisreglur og eða lýsir þeirri aðferðafræði sem styðjast skyldi við við endurvirðingu skv. samningnum.<br /> 2. Þá óska ég eftir endurritum úr fundargerðum hinnar sérstöku nefndar undir forystu fjármálaráðuneytisins og þeim greinargerðum, minnisblöðum og öðrum gögnum sem höfð voru til hliðsjónar um ákvörðun nefndarinnar um þá leið sem farin var í „heimildarlausri einkavæðingu“ Nýja Kaupþings hf. og að hverju var stefnt með því að semja við skilanefndina um þau mál en þær ákvarðanir sýnast hafa haft veruleg áhrif á örlög fyrirtækis míns. Einnig óska ég sérstaklega eftir upplýsingum og leiðbeiningum þar um með hverjum hætti einstakir ráðherrar og ríkisstjórn voru upplýst um eða tóku þátt í þessu ferli.<br /> 3. Þá óska ég eftir samkomulagi því sem nefnt er í G lið hluthafasamkomulagsins svo kölluðu „Head of Terms“.<br /> 4. Loks óska ég eftir því að fá í hendur samning um sameiginlega stofnfjármögnun í heild sinni með öllum þeim skilyrðum sem honum fylgdu og voru hluti samningsins eins og lýst er að nokkru efnislega á bls. 50-51 í skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis í mars 2011.“</p> <p>Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins 5. september 2012 var vísað til þeirra sjónarmiða sem ráðuneytið lét í ljós í fyrri samskiptum þess við kæranda. Því var hafnað að ráðuneytið hefði stuðlað að því að nefndin kæmist að rangri niðurstöðu.</p> <p>Að því er varðar kröfu kæranda um aðgang að samning „um vörslu og skilyrt virðisréttindi“ telur ráðuneytið að kærandi hafi ekki tilteknar neinar nýjar forsendur eða upplýsingar sem veiti ráðuneytinu ástæðu til að endurskoða fyrri afstöðu sína sem úrskurðarnefndin hafi staðfest.</p> <p>Vegna beiðni kæranda um gögn sérstakrar nefndar sem fjallaði um endurreisn viðskiptabankanna vísar ráðuneytið til skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um tiltekin meginmarkmið í endurreisn viðskiptabankanna þegar kom að samningum um uppgjör og fjármögnun nýju bankanna. Í skýrslunni hafi komið fram að sett hafi verið á laggirnar þriggja manna stýrinefnd með fulltrúum þriggja ráðuneyta. Með nefndinni hafi starfað hópur ráðgjafa og á vegum hennar hafi verið fjallað um viðskiptaáætlanir nýju bankanna, fjármögnun þeirra sem og gang samningaviðræðna um uppgjör á milli gömlu og nýju bankanna. Ekkert hafi verið fjallað um málefni einstakra viðskiptamanna bankanna í þessum störfum. Á fundum nefndarinnar hafi verið lögð fram gögn sem undanþegin séu upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga og jafnframt teljist þau að stórum hluta til vinnuskjöl til eigin nota í skilningi 3. töluliðar 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá eru rakin atriði sem fram koma í umræddri skýrslu fjármálaráðherra um fjármögnun Nýja Kaupþings banka hf. og samninga milli bankans og Kaupþings banka hf. um mat á eignum sem fluttar voru á milli fyrirtækjanna. Um 2. lið beiðni kæranda segir síðan að hún sé ekki fyllilega skýr, en þar sé vikið að með hvaða hætti óskilgreindir ráðherra og ríkisstjórn voru upplýst „eða tóku þátt í þessu ferli“. Beiðnin lúti ekki að gögnum máls og ráðuneytið geti ekki frekar en gert sé í skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis lýst því ferli, hverjir komu að því og á hvaða tímum ráðherrar og ríkisstjórn fjölluðu um það.</p> <p>Ráðuneytið féllst á að afhenda það skjal sem óskað var eftir í 3. lið beiðni kæranda. Um sé að ræða nokkurs konar viljayfirlýsingu og undanfara annarra samninga, sem gerðir hafi verið um miðjan ágúst 2009. Því fylgi auk þess viðaukar þar sem settir séu fram helstu skilmálar þeirra samninga sem unnið hafi verið að í kjölfarið. Allir þessir skilmálar hafi verið óskuldbindandi fyrir aðila en lýst áformum þeirra og tímaáætlunum um gerð bindandi samninga. Ráðuneytið undanskilji nokkra þætti skjalsins sem varði viðskiptamálefni Nýja Kaupþings banka hf. og Kaupþings banka hf. samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða sömu atriði og fjallað sé um í samningi „um vörslur og skilyrt virðisréttindi“ og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi áður fjallað um. Nánar sé um að ræða ræða viðauka, merktan D, sem varði uppgjör á fjárhagsskuldbindingum á milli gamla og nýja Kaupþings. Einnig séu undanskilin ákvæði viljayfirlýsingarinnar sem snerti sama málefni.</p> <p>Loks er í svari ráðuneytisins vikið að samningi um stofnfjármögnun sem beri heitið „Kaupthing Capitalisation Agreement“, frá 3. september 2009, og fjallað er um í 4. lið beiðni kæranda. Í svarinu kemur fram að íslenska ríkið, Kaupskil hf. og Nýja Kaupþing banki hf. séu aðilar að þessum samningi. Í honum sé fjallað um heimild Kaupþings banka hf. til að fjármagna Nýja Kaupþing banka hf. og eignast meirihluta hlutafjár þess banka. Í samningnum séu ákvæði um trúnað en ráðuneytið hafi óskað eftir umsögn annarra samningsaðila um það hvort þeir telji ástæðu til að falla frá þeim trúnaði og afhenda samninginn að hluta til eða öllu leyti. Ráðuneytið tók endanlega afstöðu til þessa liðar beiðni kæranda með bréfi 18. október 2012. Þar kom fram að ráðuneytið hefði ákveðið að afhenda samninginn auk viðauka við hann að fengnum umsögnum Arion banka hf., Kaupþings banka hf. og Kaupskila ehf. Vegna viðkvæmra persónuupplýsinga sem væru í 9. gr. samningsins, er varði framsal á tilteknum eignum milli gamla og nýja bankans, sem og 5. viðauka hans, þar sem tilteknir viðskiptamenn bankans séu nafngreindir, hafi þau ákvæði verið felld út, sbr. ákvæði 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Sem fyrr segir kærði kærandi ákvarðanir ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með kæru, dags. 13. nóvember 2012. Kærandi lýsir því að ráðuneytið hafi staðfest að það hafi ekki gætt þeirrar upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu sem því bar að lögum. Má skilja kæruna sem svo að kærandi álíti að ráðneytið hafi við meðferð máls úrskurðarnefndarinnar nr. A-436/2012 haldið eftir þeim skjölum sem það afhenti kæranda síðar, þ.e.a.s. samningunum sem beri heitin „Head of Terms“ og „Kaupthing Capitalisation Agreement“. Þá bendi orðalag í svarbréfi ráðuneytisins frá 5. september 2012 til þess að það hafi einungis talið sér skylt að afhenda úrskurðarnefndinni þau skjöl sem nákvæmlega var óskað eftir í stað þess að afhenda nefndinni öll gögn málsins.</p> <p>Í kærunni segir síðan að þau nýju gögn sem kærandi hafi fengið afhent liggi nú fyrir en úrskurðarnefndin hafi ekki fengið þau í hendur áður. Að því tilefni óski kærandi eftir að nefndin úrskurði að nýju um þau atriði og gögn sem ráðuneytið synjaði kæranda um í svari sínu frá 5. september 2012 og 18. október sama ár. Síðan segir:</p> <p>„Í fyrsta lagi óska ég eftir atbeina Úrskurðarnefndarinnar um að veita mér aðgang að gögnum stjórnsýslunefndarinnar margnefndu á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga. Hér var að störfum nefnd ríkisstjórnarinnar sem vann að endurskoðun og breytingum á framkvæmd mála sem áður höfðu verið ráðin með setningu laga 125/2008 og úrskurðum FME sem kveðnir voru upp á grundvelli þeirra laga í október 2008.“</p> <p>Telur kærandi að af áðurnefndri skýrslu fjármálaráðherra frá mars 2011 og öðrum gögnum, sem ekki eru tilgreind frekar, að störf nefndarinnar hefðu miðað að því að „víkja frá neyðarlögunum og undirbyggja nýja framkvæmd mála án þess að fyrir lægju nýjar lagaheimildir eða vilji Alþingis með öðrum hætti.“ Telji kærandi að ríkir almannahagsmunir standi til þess að gögn nefndarinnar verði afhent honum á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá segir eftirfarandi í kærunni:</p> <p>„Í öðru lagi óska ég eftir því að Úrskurðarnefndin endurmeti afstöðu sína í úrskurðinum frá 29. júní sl. um að synja mér um aðgang að samningi um vörslu og skilyrt virðisréttindi“.</p> <p>Kærandi telur sýnt að ráðuneytið hafi haldið eftir og leynt þýðingarmiklum upplýsingum um málið sem varpi nýju ljósi á allt málið og staðfesti að allt samningsferlið, þ.m.t. umræddur samningur hafi verið unnin að frumkvæði embættisnefndar ríkisstjórnarinnar undir hennar verkstjórn. Þáverandi fjármálaráðherra hafi þann 18. júlí 2009 undirritað rammasamning sem hafi haft það að markmiði að freista þess að afhenda skilanefnd Kaupþings banka hf. í nafni Kaupskila ehf. bankann Nýja Kaupþing banka hf. sem hefði þá verið í eigu ríkisins.</p> <p>Í kærunni er síðan bent á ýmis atriði sem kærandi telur benda til þess að ríkið hafi verið „í forystu og verkstjórn“ vegna þess ferlis sem hin umbeðnu gögn lúti að. Í þessu sambandi bendir kærandi á að fjármálaráðherra hafi „undirritað það að upphefja bankaleynd skv. 58. gr. laga nr. 161/2002 með því að opna bækur ríkisbankans nýstofnaða fyrir skilanefnd þrotabús Kaupþings [...] í því skyni að ganga úr skugga um hvort skilanefndin hygðist eignast bankann.“ Nýja Kaupþing hf. hafi unnið viðskiptaáætlanir „með upplýsingum um viðskiptavini sem skilanefndin fékk aðgang að.“ Hafi þessar áætlanir beinlínis verið unnar í þeim tilgangi að skilanefndin tæki yfir bankann. Þetta brjóti í bága við 19. gr. laga nr. 161/2002 um heiðarlega viðskiptahætti. Fjármálaeftirlitið hafi látið þetta allt óátalið. Kærandi bendir einnig á að í einu þeirra skjala sem hann hafi fengið aðgang opinberist að með viðkomandi skjali „létti fjármálaráðherrann […] leynd af skýrslum Deloitte LLP og Oliver Wyman um mat á eignum bankanna þrátt fyrir að í skýrslu hans frá í mars 2011 að leynd hafi verið á þær lagðar að kröfum skýrsluhöfunda.“ Af kærunni verður ráðið að kærandi telji Fjármálaeftirlitið en ekki ráðherra hafa haft heimild til að aflétta leynd af umræddum skýrslum. Ljóst sé að sú leynd sem fjallað sé um í skýrslu ráðherrans til Alþingis frá því í mars 2011 eigi ekki lengur við vegna þessa.</p> <p>Þá segir:</p> <p>„Allt ber þetta að þeim eina og sama brunni að hér er ótvírætt um að ræða opinbera stjórnsýslu sem varðar almannahag. Jafnframt sérstaklega hagsmuni tiltekinna sérvalinna lögaðila sem valdir voru með sértækum og líklega ólögmætum hætti í þeim eina tilgangi að auðvelda skilanefnd Kaupþings að eignast ríkisbankann Nýja Kaupþing.“</p> <p>Bendir kærandi á að reglur stjórnsýslulaga um jafnræði og meðalhóf hafi verið brotnar, án þess þó að þær fullyrðingar séu rökstuddar frekar. Kærandi telur að skýra beri þær undantekningarheimildir sem felist í 5. gr. upplýsingalaga þröngt. Sérstaklega þurfi að horfa til þess „þegar löggerningur aðila vélar um lögverndaða hagsmuni 3ja aðila, þar um geta þeir ekki notið leyndar.“ Íslenska ríkið sem eigandi Nýja Kaupþings hf. hafi staðið í samningaviðræðum við skilanefnd Kaupþings hf. sem hafi verið undir yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins „að vinna að breytingum á ákvörðunum neyðarlaga og úrskurðum FME sem ótvírætt vörðuðu sérstaklega tiltekinn afmarkaðan hóp aðila.“ Telur kærandi að umrædd stjórnvöld hafi ekki haft lagaheimildir til að gera þá samninga sem málið lúti að.</p> <p>Þá segir:</p> <p>„Ég minni enn á það sem ég hef áður sagt um 5. gr. upplýsingalaga að hún er til varnar þolendunum en ekki gerendunum.“</p> <p>Vísar kærandi í þessu samhengi með almennum hætti til úrskurða úrskurðarnefndarinnar, dómafordæma og megintilgangs upplýsingalaga eins og honum sé lýst í almennum athugasemdum og athugasemdum við 5. gr. frumvarpsins sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p>Að lokum segir síðan: „Ég óska eftir því í ljósi allra þessara nýju upplýsinga að mér verði veittur aðgangur að samningnum um vörslu og skilyrt virðisréttindi og jafnframt þeim hlutum og gögnum sem ráðuneytið hélt eftir þegar mér var afhentur rammasamningurinn frá 17.07.2009 og „einkavæðingarsamningurinn“ frá 03.09.2009.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eftir að kæran barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði nefndin fjármála- og efnahagsráðuneytinu bréf 21. nóvember 2012 þar sem þess var óskað að ráðuneytið veitti umsögn um kæruna og frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni um að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum. Þann 28. nóvember 2012 ritaði úrskurðarnefndin ráðuneytinu annað bréf. Var þar áréttað að kæran næði til aðgangs að samningnum „Kaupthing Capitalisation Agreement“ frá 3. september 2009 og skjalinu „Head of Terms regarding New Kaupthing Bank hf.“ frá 17. júlí sama ár. Tekið var fram að ráðuneytið hefði þegar afhent kæranda skjölin tvö en með úrfellingum og yfirstrikunum.</p> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði athugasemdir við kæruna 11. desember 2012. Að því er varðar endurupptökubeiðni kæranda mótmælti ráðuneytið „öllum ávirðingum um lögbrot eða að hafa leynt úrskurðarnefndina upplýsingum.“ Fullyrðingar kæranda í þessa veru væru órökstuddar og ekki væri hægt að taka afstöðu til þeirra með öðrum hætti en að vísa þeim á bug. Þau málsefni sem gerð væru að umtalsefni í bréfinu væru óviðkomandi lagaskilyrðum 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga um endurupptöku. Ekkert sem fram kæmi í kærunni breytti því efnislega mati sem úrskurðarnefndin hafi lagt á málið í máli A-436/2012.</p> <p>Í athugasemdum ráðuneytisins er því næst fjallað um beiðni kæranda um aðgang að vinnugögnum samráðshóps ráðuneyta og ráðgjafa og störfum umræddrar nefndar lýst frekar. Fram kemur að um hafi verið að ræða þriggja manna stýrinefnd með fulltrúum þriggja ráðuneyta. Nefndin hafi sinnt verkefnum sem ríkisstjórnin hafði samþykkt að vinna að í tengslum við endurreisn viðskiptabankanna. Með nefndinni hafi starfað hópur ráðgjafa og á vegum hennar hafi verið fjallað um viðskiptaáætlanir nýju bankanna, fjármögnun þeirra sem og gang samningaviðræðna um uppgjör á milli gömlu og nýju bankanna. Þessi hópur hafi fundað reglulega og á fundunum hafi verið lagðir fram verkefnalistar og ýmis vinnugögn sem ráðgjafar héldu utan um og kynntu fulltrúum stjórnvalda. Um mjög viðamikil söfn gagna sé að ræða sem snerti viðræður gömlu og nýju bankanna, minnispunkta um gang samningaviðræðna o.fl. Efni þetta sé ekki einskorðað við Kaupþing heldur fjalli almennt um fjármögnun Arion banka hf. og Íslandsbanka hf. sem og væntanleg uppgjör þeirra á grundvelli ákvarðana Fjármálaeftirlitsins frá því í október 2008. Þá hafi verið fjallað um mörg almenn efni sem snerti stjórnun efnahagsmála á Íslandi og spár um horfur.</p> <p>Ráðuneytið telur í fyrsta lagi að beiðni kæranda lúti ekki að gögnum um „tiltekið mál“ í skilningi 3. og 10. gr. upplýsingalaga. Gögnin séu hvorki nú né áður tilgreind með þeim hætti sem krafa sé gerð um, heldur sé óskað eftir aðgangi að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum. Umrædd nefnd hafi ekki farið með eiginleg stjórnsýslumál í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur hafi hún verið upplýsingavettvangur fyrir kynningu mála sem einstök ráðuneyti og ríkisstjórn fjölluðu síðan um. Ekkert þessara mála hafi fjallað um kæranda eða fyrirtæki tengd honum.</p> <p>Þá segir í athugasemdum ráðuneytisins:</p> <p>„Engin formleg samantekt er til um þau gögn sem nefndin og einstakir nefndarmenn fengu eða bjuggu til í starfinu. Þyrfti því að fara í sérstaka gagnaöflun til ráðgjafa og annarra sem komu að starfi nefndarinnar á sínum tíma til að verða við beiðni kæranda. Miðað við það sem fram kemur í beiðni kæranda ætti því þegar af þeirri ástæðu að hafna beiðni hans, eða vísa málinu frá úrskurðarnefndinni. Má í þessu sambandi vísa til úrskurðar nefndarinnar í máli nr. A-398/2011 (aðgangur að gögnum um rannsókn á Glitni).“</p> <p>Þá fjallar ráðuneytið um það að umrædd gögn sem stýrinefndin hafði til afnota við vinnu sína falli beinlínis undir þá skilgreiningu að vera vinnugögn til eigin nota í skilningi 4. gr. upplýsingalaga og séu jafnframt trúnaðarskjöl. Í öllum tilvikum sé um að ræða viðkvæm viðskiptamálefni samkvæmt þeim skilningi sem úrskurðarnefndin hafi þegar tjáð sig um í úrskurði sínum frá 29. júní 2008 í máli nr. A-436/2012.</p> <p>Loks bendir ráðuneytið á að kæra á höfnun ráðuneytisins hafi borist úrskurðarnefndinni seinna en sá frestur sem tilgreindur er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með bréfi 14. desember 2012 veitti úrskurðarnefnd upplýsingamála kæranda tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum. Kærandi gerði athugasemdir 21. sama mánaðar við afstöðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ítrekar kærandi þar að skjölin tvö sem ráðuneytið féllst á að afhenda honum, eftir að úrskurður nefndarinnar féll í fyrra máli kæranda, sýni hvaða hlutverki stjórnvöld og banki í eigu ríkisins gegndu þegar skilanefnd Kaupþings banka hf. tók yfir Nýja Kaupþing hf. Kærandi bendir á að bankaleynd hafi verið rofin í þessu ferli.</p> <p>Þá segir í athugasemdum kæranda:</p> <p>„Með sama hætti ber síðan að líta á undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaganna. Þegar það nú hefur verið leitt í ljós að samningurinn um vörslu og skilyrt virðisréttindi var aðeins hluti af miklu umfangsmeiri samningum sem beindust gegn hagsmunum viðskiptamanna nýja bankans og gegn úrskurðum FME um þau efni verður ekki séð að ákvæði 5. gr. upplýsingalaganna geti hér verið til skjóls ríkisbankanum Nýja Kaupþingi og skilanefnd Kaupþings við athafnir sem beinlínis snerust um það að vinna gegn hagsmunum tiltekins afmarkaðs hóps viðskiptavina bankans.“</p> <p>Kærandi telur að samningarnir hafi brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, 71. gr. stjórnarskrárinnar og 58. gr. laga nr. 161/2002. Þá bendir hann á að „[a]llt verk þetta var unnið gegn ákvæðum laga nr. 125/2008 án þess að nýrra lagaheimilda væri aflað og frá 30.10.2009 gegn ákvæðum laga nr. 107/2009.“</p> <p>Að því er varðar gögn stýrinefndar fulltrúa þriggja ráðuneyta sem starfaði að endurskipulagningu bankanna áréttar kærandi að krafa hans sé reist á 3. gr. upplýsingalaga. Umfang gagna og fyrirhöfn við að skrá þau og koma reiðu á slík gögn geti ekki verið afsökun fyrir því að synja um afhendingu gagnanna. Þau sjónarmið sem kærandi hafi þegar reifað vegna beitingar 5. gr. eigi einnig við um gögn nefndarinnar.</p> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur afhent nefndinni skjölin „Kaupthing Capitalisation Agreement“ og „Head of Terms“ án yfirstrikana og úrfellinga.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong><br /> Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar fjármála- og efnahagsráðuneyti tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Var hún því eðli máls samkvæmt byggð á efnisákvæðum þeirra laga. Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.</p> <p><strong>2.</strong><br /> Mál þetta lýtur að synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslu ráðuneytisins. Í fyrsta lagi er um að ræða beiðni kæranda um að fá afhentan samnings um „vörslu og skilyrt virðisréttindi í tengslum við eignir Nýja Kaupþings banka hf. og Kaupþings banka hf.“ frá 3. september 2009 en titill samningsins er „Escrow and Contingent Value Rights Agreement in Relation to Assets of New Kaupthing Bank hf. and Kaupthing Bank hf.“ Í öðru lagi um beiðni kæranda um aðgang að nánar tilteknum gögnum vegna vinnu stýrinefndar sem í sátu fulltrúar þriggja ráðuneyta í tengslum við endurreisn stóru íslensku viðskiptabankanna. Í þriðja lagi um beiðni um aðgang að samning með yfirskriftina „Head of Terms regarding New Kaupthing Bank hf.“ frá 17. júlí 2009 í heild sinni. Í fjórða lagi um beiðni um aðgang að samningi um fjármögnun Nýja Kaupþings banka hf. í heild sinni, en sá samningur ber yfirskriftina „Kaupthing Capitalisation Agreement“.</p> <p>Með úrskurði þessum lýkur úrskurðarnefndin málinu að því er varðar þrjú umrædd kæruatriði. Hins vegar telur úrskurðarnefndin ástæðu til að afla frekari upplýsinga frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu vegna kæru á synjun við beiðni kæranda um aðgang að gögnum stýrinefndar fulltrúa þriggja ráðuneyta áður en málinu verður lokið að fullu.  </p> <p><strong>3.</strong><br /> Í athugasemd fjármála- og efnahagsráðuneytisins við kæru er bent á að kæra hafi borist úrskurðarnefnd seinna en sá frestur sem tilgreindur er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga. Í umræddu ákvæði er kveðið á um að mál skuli borið skriflega undir úrskurðarnefndina innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tók ákvörðun um beiðni kæranda í tvennu lagi, þ.e.a.s. 5. september og 18. október 2012. Í hvorugt skiptið leiðbeindi ráðuneytið kæranda um möguleika hans á að kæra ákvarðanir ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, eins og áskilið er samkvæmt 2. tölulið 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 28. gr. sömu laga verður kærunni því ekki vísað frá nefndinni af þessum sökum.</p> <p><strong>4.</strong><br /> Kærandi hefur krafist þess að fá í hendur afrit af samningi um vörslu og skilyrt virðisréttindi í tengslum við eignir Nýja Kaupþings banka hf. og Kaupþings banka hf., frá 3. september 2009. Úrskurðarnefndin hefur þegar fjallað um fyrri beiðni kæranda um að fá afrit af þessum sama samningi sbr. úrskurð nefndarinnar frá 29. júní 2012 í máli nr. A-436/2012. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var sú að vísa frá nefndinni kæru kæranda að því leyti sem hún varðaði hluta samningsins sem ekki var í vörslum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Að öðru leyti komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefði verið heimilt á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga að synja kæranda um aðgang að samningnum og að ekki væri tilefni til að leggja fyrir ráðuneytið að afhenda hluta samningsins á grundvelli 7. gr. sömu laga. Var vísað til þess að samningurinn lyti að viðskiptum milli tveggja einkaréttarlegra aðila, þ.e. Nýja Kaupþings banka hf. og Kaupþings banka hf., og mælti m.a. fyrir um viðkvæma þætti sem lytu að þeirri aðferð sem viðhafa skyldi við uppgjör fjárhagslegra skuldbindinga þeirra á milli. Þá var vísað til þess að í samningnum væri ekki fjallað með beinum hætti um ráðstöfun opinberra hagsmuna.</p> <p>Kærandi hefur nú kært synjun um aðgang að sama samningi og fer fram á að úrskurðarnefndin endurmeti framangreinda afstöðu sína. Verður því að skilja erindi kæranda sem svo að hann leiti ekki aðeins endurskoðunar nefndarinnar á synjun ráðuneytisins frá 5. september og 18. október 2012 heldur sé þess einnig óskað að nefndin taki upp að nýju fyrra mál hennar nr. A-436/2012.</p> <p>Byggir kærandi á því að fram séu komnar nýjar upplýsingar sem valdi því að nefndin eigi að komast að annarri niðurstöðu en áður. Kemur því til skoðunar hvort endurupptaka skuli fyrri úrskurð úrskurðarnefndarinnar á grundvelli þeirra sjónarmiða sem fram eru sett af hálfu kæranda en samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga á aðili máls rétt á að mál sé tekið til meðferðar á ný ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik.</p> <p>Í fyrsta lagi verður ekki annað ráðið af kæru og athugasemdum kæranda við afstöðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins en hann telji þau gögn sem hann hefur síðar fengið afhent benda til að íslensk stjórnvöld, og þá sér í lagi þáverandi fjármálaráðherra, hafi haft stærra hlutverk við uppgjör milli Nýja Kaupþings banka hf. og Kaupþings banka hf. en úrskurðarnefndin hafi lagt til grundvallar í máli nr. A-436/2012.</p> <p>Af þessu tilefni áréttar úrskurðarnefndin að í úrskurði hennar í umræddu máli var vísað til þess að í umræddum samningi væri ekki fjallað með beinum hætti um ráðstöfun opinberra hagsmuna heldur væri um að ræða samning milli tveggja einkaréttarlegra aðila sem mælti m.a. fyrir um viðkvæma þætti sem lytu að þeirri aðferð sem viðhafa skildi við uppgjör fjárhagslegra skuldbindinga þeirra á milli. Var því talið að mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja stæðu því í vegi að kæranda yrði veittur aðgangur að samningnum sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Enda þótt fallist yrði á með kæranda að þau gögn sem hann hefur nú fengið aðgang að gefi til kynna að þáttur stjórnvalda í umræddu ferli hafi verið meiri en áður mátti lesa úr opinberum gögnum breytir það því ekki að sömu rök og áður mæla gegn því að honum verði veittur aðgangur að samningnum „um vörslu og skilyrt virðisréttindi“ frá 3. september 2009, sbr. fyrri ályktanir úrskurðarnefndarinnar þar að lútandi.</p> <p>Í öðru lagi verður ráðið af kæru og athugasemdum kæranda að hann telji að stjórnvöld, og þá sér í lagi þáverandi fjármálaráðherra, hafi á ýmsan hátt brotið gegn lögum með þeim samningum sem fjallað hefur verið um hér að framan. Telur kærandi meðal annars að fjármálaráðherra hafi rofið þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga nr. 162/2002 um fjármálafyrirtæki og brotið hafi verið gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Þá hafi aðgerðir stjórnvalda ekki átt sér lagastoð. Virðist kærandi telja þessar staðhæfingar sínar fá stoð í þeim gögnum sem hann hafi fengið aðgang að eftir að úrskurður nefndarinnar féll í máli nr. A-436/2012.</p> <p>Eins og rakið er í fyrri úrskurði nefndarinnar er réttur kæranda til aðgangs að gögnum reistur á 3. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því ákvæði er almenningi tryggður réttur til aðgangs að gögnum sem eru í vörslum stjórnvalda. Hvorki sá réttur né þær takmarkanir sem á honum eru samkvæmt öðrum ákvæðum laganna er háður, eða tengdur, því að stjórnvöld hafi mögulega brotið almennt gegn lögum með athöfnum sínum. Geta slík atriði því ekki haft þýðingu við mat á því hvort taka beri mál nr. A-436/2012 upp að nýju. Þá hefur kærandi ekki sýnt fram á að meint lögbrot fjármálaráðuneytisins og þær nýju upplýsingar sem hann hefur fært nefndinni gefi frekara tilefni til að ætla að réttur hans til aðgangs að umræddum samning verði reistur á 9. gr. upplýsingalaga, þar sem fjallað er um rétt aðila til aðgangs að upplýsingum um hann sjálfan.</p> <p>Í þriðja lagi verður af kæru kæranda ráðið að hann telji fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa í aðdraganda máls nr. A-436/2012 vanrækt leiðbeiningarskyldu gagnvart honum. Vísar kærandi til þess að honum hafi ekki verið afhentur samningurinn „Head of Terms regarding New Kaupthing Bank hf.“ frá 17. júlí 2009 og samningurinn „Kaupthing Capitalisation Agreement“ frá 3. september 2009 þegar hann leitaði upphaflega til ráðuneytisins. Þá hefði ráðuneytinu borið að afhenda úrskurðarnefndinni umrædd gögn við meðferð málsins fyrir nefndinni.</p> <p>Af þessu tilefni telur úrskurðarnefndin ástæðu til að taka fram að kæra sú sem nefndin fjallaði um í máli nr. A-436/2012 laut einungis að aðgangi kæranda að hlutafjársamkomulagi vegna Nýja Kaupþings banka hf. og samningi um „vörslu og skilyrt virðisréttindi“ í tengslum við eignir sama banka og Kaupþings banka hf. Réðst efnisafmörkun málsins einkum af kæru kæranda og athugasemd hans til nefndarinnar 30. nóvember 2011. Kom þar skýrlega fram að frá sjónarhóli kæranda lyti málið að umræddum gögnum.</p> <p>Þá áréttar úrskurðarnefndin að réttur kæranda til aðgangs að gögnum er reistur á 3. gr. upplýsingalaga en hvorki réttur samkvæmt því ákvæði, né þær takmarkanir sem á honum eru samkvæmt öðrum ákvæðum laganna, eru háð eða tengd því að stjórnvöld hafi mögulega brotið gegn lögum með athöfnum sínum. Mögulegur skortur á leiðbeiningum af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins til kæranda í aðdraganda úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-436/2012 skapar kæranda því ekki aukinn rétt til aðgangs að því sama gagni eða öðrum þeim gögnum sem mögulega hefði átt að leiðbeina kæranda um.  </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur því að ekki séu fram komnar neinar þær upplýsingar sem leiði til þess að nefndin skuli taka mál hennar nr. A-436/2012 upp á ný sbr. 1. tölulið 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga. Þá hefur kærandi ekki haldið því fram að ágallar hafi verið á meðferð nefndarinnar á málinu sem kalli á að málið verði endurupptekið. Er því ekki fullnægt skilyrðum til að mál úrskurðarnefndarinnar nr. A-436/2012 verði tekið upp að nýju. Beiðni kæranda þar að lútandi er því hafnað.</p> <p>Að því leyti sem kærandi kærði ákvörðun fjármálaráðuneytisins frá 5. september 2012 um að synja honum um aðgang um aðgang að samningi um vörslu og skilyrt virðisréttindi er að öðru leyti er vísað til röksemda í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-436/2012. Verður því staðfest sú ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að samningi „um vörslu og skilyrt virðisréttindi“ í tengslum við eignir Nýja Kaupþings banka hf. og Kaupþings banka hf. frá 3. september 2009. </p> <p><strong>5.</strong><br /> Kærandi hefur einnig krafist aðgangs að samningi sem ber yfirskriftina „Head of Terms regarding New Kaupthing Bank hf.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið veitti kæranda aðgang að samningnum 5. september 2012 en þó að undanskildum einum viðauka við samninginn og ákvæði sem vísaði til efnis hans.</p> <p>Umræddur samningur er dagsettur 17. júlí 2009 og undirritaður af þáverandi fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins og af fulltrúum Kaupþings banka hf. og Nýja Kaupþings banka hf. Samningurinn var ekki bindandi fyrir aðila heldur var fremur um að ræða viljayfirlýsingar aðila. Eins og fram er komið var samningurinn undanfari nokkurra samninga sem gerðir voru síðar sama ár um meðal annars fjármögnun Nýja Kaupþings banka hf. og skuldbindingar hans gagnvart Kaupþingi banka hf. Í samningnum er rakið að Fjármálaeftirlitið hafi í október 2008 skipað skilanefnd yfir Kaupþing banka hf. vegna aðstæðna á fjármálamarkaði. Íslenska ríkið hafi í sama mánuði sett á stofn Nýja Kaupþing banka hf. og Fjármálaeftirlitið beitt sérstökum heimildum sínum til að færa eignir frá Kaupþingi banka hf. til Nýja Kaupþings banka hf. Kaupþing banki hf. hafi síðar fengið heimild héraðsdóms Reykjavíkur til greiðslustöðvunar. Í samningnum er meðal annars rakið hvernig aðilar hans stefni að því að Nýi Kaupþing banki hf. verði fjármagnaður af íslenska ríkinu og Kaupþingi banka hf.</p> <p>Þá er einnig kveðið á um að gerður verði samningur um uppgjör milli Kaupþings banka hf. og Nýja Kaupþings banka vegna yfirfærslu Fjármálaeftirlitsins á eignum og öðrum réttindum yfir í Nýja Kaupþing hf. Eins og fjallað var um í kafla 4 var sá samningur gerður 3. september 2009 og í máli úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-436/2012 var fjallað um beiðni kæranda um að fá aðgang að honum. Um er að ræða samninginn „Escrow and Contingent Value Rights Agreement in Relation to Assets of New Kaupthing Bank hf. and Kaupthing Bank hf.“ en fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lýst efni hans svo að hann varði „vörslu og skilyrt virðisréttindi í tengslum við eignir Nýja Kaupþings banka hf. og Kaupþings banka hf.“ </p> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneytið brást við beiðni kæranda í máli þessu með því að veita honum aðgang að samningnum „Head of Terms regarding New Kaupthing Bank hf.“ að undanskildum viðauka við samninginn þar sem lýst er vilja aðila til þess hvert verði efni samningsins „Escrow and Contingent Value Rights Agreement in Relation to Assets of New Kaupthing Bank hf. and Kaupthing Bank hf.“ Þá var einnig undanskilið eitt samningsákvæði er laut að efni sama samnings. Eins og fjallað hefur verið um hefur úrskurðarnefndin staðfest þá niðurstöðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að samningnum „Escrow and Contingent Value Rights Agreement in Relation to Assets of New Kaupthing Bank hf. and Kaupthing Bank hf.“ Er sú niðurstaða reist á þeim rökum að samningurinn lýtur að viðskiptum milli tveggja einkaréttarlegra aðila og mælir m.a. fyrir um viðkvæma þætti sem lúta að þeirri aðferð sem viðhöfð var við uppgjör fjárhagslegra skuldbindinga þeirra á milli. Í samningnum er ekki fjallað með beinum hætti um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Með vísan til þessa hefur úrskurðarnefndin fallist á þá niðurstöðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að samningurinn í heild sinni skuli fara leynt á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Ekki sé tilefni til að leggja fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda hluta samningsins á grundvelli 7. gr. sömu laga.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur nú farið yfir þá hluta samningsins „Head of Terms regarding New Kaupthing Bank hf.“ sem kæranda hefur ekki verið veittur aðgangur að. Telur nefndin sömu sjónarmið eiga við um þá hluta samningsins sem lúta að efni samningsins „Escrow and Contingent Value Rights Agreement in Relation to Assets of New Kaupthing Bank hf. and Kaupthing Bank hf.“ og nefndin taldi að ættu við um beiðni kæranda um aðgang að þeim samningi sjálfum. Verður því, með vísan til framangreindra sjónarmiða, sem fram komu í úrskurði nefndarinnar í máli A-436/2012, og 5. gr. upplýsingalaga, fallist á þá afstöðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja kæranda um áðurnefnda hluta samningsins „Head of Terms regarding New Kaupthing Bank hf.“</p> <p><br /> <strong>6.</strong><br /> Kærandi hefur krafist aðgangs að samningi sem ber yfirskriftina „Kaupthing Capitalisation Agreement“. Fjármála- og efnahagsráðuneytið veitti kæranda aðgang að samningnum 18. október 2012 en þó að undanskildum einum viðauka við samninginn og ákvæði sem vísaði til efnis þess viðauka.</p> <p>Umræddur samningur er dagsettur 3. september 2009 og voru aðilar að honum Kaupþing banki hf., Kaupskil ehf., íslenska ríkið og Nýi Kaupþing banki hf. Samkvæmt samningnum var Kaupþingi banka hf. heimilað að fjármagna Nýja Kaupþing banka hf. og eignast meirihluta hlutafjár þess banka. Úrskurðarnefndin hefur nú farið yfir samninginn og þá hluta hans sem kæranda var ekki veittur aðgangur að. Er þar fjallað um framsal tiltekinna eigna milli Nýja Kaupþingsbanka hf. og Kaupþings banka hf. Koma þar fram upplýsingar um verðmat þeirra og ákveðnar kvaðir sem gilda skuli um framsalið. Um er að ræða atriði sem lýtur að viðskiptum tveggja einkaréttarlegra aðila og viðkvæmum þáttum um uppgjör skuldbindinga þeirra á milli og málefni viðskiptamanna fyrirtækjanna. Þessi atriði lúta ekki með beinum hætti að ráðstöfun opinberra hagsmuna. Verður því með vísan til 5. gr. upplýsingalaga fallist á þá afstöðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að synja kæranda um þessa hluta samningsins „Kaupthing Capitalisation Agreement“.</p> <h3>Vegna vanhæfis Sigurveigar Jónsdóttur tók varamaður hennar sæti við úrlausn málsins.<br />  <br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að tilteknum hlutum samninganna „Head of Terms regarding New Kaupthing Bank hf.“ og „Kaupthing Capitalisation Agreement“, sbr. liði 3 og 4 í beiðni kæranda til ráðuneytisins.</p> <p>Staðfest er synjun fjármála- og efnahagsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að samningnum „Escrow and Contingent Value Rights Agreement in Relation to Assets of New Kaupthing Bank hf. and Kaupthing Bank hf.“, sbr. lið 1 í beiðni kæranda til ráðuneytisins. Hafnað er beiðni kæranda um endurupptöku máls úrskurðarnefndarinnar nr. A-434/2012.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mun í sérstökum úrskurði fjalla um beiðni kæranda um aðgang að gögnum sérstakrar nefndar undir forystu fjármálaráðuneytisins, sbr. lið 2 í beiðni kæranda til fjármála- og efnahagsráðuneytisins.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður</p> <p>                                              Erna Indriðadóttir                                           Friðgeir Björnsson</p> |
A-489/2013. Úrskurður frá 3. júlí 2013 | Kærð var ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að synja um aðgang að samantekt sem unnin var fyrir hann um skipulag lögreglu við mótmælin 2008 til 2011. Með úrskurði nr. A-489/2013 var því hafnað að þessi samantekt væri undirbúningsgagn og vinnuskjal í skilningi upplýsingalaga. Hins vegar var talið að samantektin hefði að geyma persónuupplýsingar sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt. Því hafi verið rétt að synja kæranda um aðgang að skjalinu í heild sinni. Kærandi ætti þó rétt á aðgangi að hlutum þess - þ.e. upplýsingum um sjálfan sig og þeim hlutum sem hefðu að geyma orðréttar tilvitnanir í fjölmiðla. | <div align="center"> <h3>ÚRSKURÐUR</h3> </div> <br /> <p>Hinn 3. júlí 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-489/2013 í máli ÚNU 13010005.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni og málavextir</h3> <p>Þann 28. desember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli nr. A-469/2012 í tilefni af kæru [A] vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að synja um aðgang að skýrslu sem unnin var fyrir hann. Hún ber heitið: „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011.“ Í úrskurðarorðinu segir svo: „Beiðni [A], dags. 15. september 2012, er vísað til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til nýrrar meðferðar og afgreiðslu á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.“<br /> <br /> Hinn 4. janúar synjaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu á ný beiðni kæranda um aðgang að fyrrgreindri skýrslu og kærandi sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál nýja kæru hinn 16. janúar 2013.<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. janúar 2013, var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu send kæran til athugasemda. Hann svaraði með bréfi, dags. 24. janúar. Þar segir: „Rökstuðningur embættisins fyrir synjuninni kemur skýrt fram í tölvupósti undirritaðs til [A], dags. 4. janúar sl., og úrskurðarnefndin hefur þegar undir höndum. Engu er við það að bæta sem þar kemur fram. “<br /> <br /> Hinn 7. febrúar 2013 barst nefndinni nýtt bréf lögreglustjórans og ákvörðun með hliðsjón af nýjum upplýsingalögum, sem tóku gildi sama dag og úrskurðarnefndin kvað upp fyrri úrskurð sinn í málinu, þ.e. úrskurð A-469/2012. Í bréfinu segir m.a.: „Í ljósi þessa efnis samantektarinnar og þeirra viðkvæmu persónuupplýsinga sem þar er að finna um fjölda einstaklinga er beiðni yðar hafnað með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þar segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Fram kemur í lögskýringargögnum með fyrri upplýsingalögum, en ákvæðið er óbreytt í nýjum lögum, að engum vafa sé undirorpið að undir þetta ákvæði falli þær persónuupplýsingar sem taldar eru upp í tilgreindu ákvæði laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, þar á meðal upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Sama kemur fram í frumvarpi að gildandi lögum í umfjöllun um þessa grein. Þá er beiðninni jafnframt hafnað með vísan til 1. tl. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, með hliðsjón af því að þar er að finna upplýsingar um skipulag löggæslu í tengslum við mótmæli og óeirðir. Þá er einnig til þess að líta að framangreind samantekt fellur undir 5. tl. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. laganna, enda er hér um að ræða vinnugagn sem eingöngu var ritað til eigin afnota innan embættisins og hefur það ekki farið til annarra stjórnvalda. Umrædd samantekt er því einnig undanþegin upplýsingarétti með hliðsjón af þessu ákvæði upplýsingalaga.“<br /> <br /> Umsögnin var send kæranda og henni gefinn kostur á athugasemdum. Þær bárust með tölvupósti, dags. 10. febrúar. Þar segir m.a.: „Varðandi vísan til 9. greinar skal tekið fram, eins og í fyrri kærum, að ekki er farið fram á persónuupplýsingar eða upplýsingar um fjármál eða aðra einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari. Stjórnvaldinu er í lófa lagið að afmá nöfn einstaklinga og önnur persónugreinanleg einkenni eins og ég hef áður bent á. Í fyrra svari sínu vísaði [B] til þess að einstakir lögreglumenn komi við sögu í skýrslunni. Ég vil ítreka þá skoðun mína að sú vísan sé óviðeigandi. […] Varðandi 5. tl. 6. gr. skal fyrst á það bent að samantektin getur ekki talist vinnuskjal, einungis til nota innan embættisins, eins og lögreglustjóri heldur fram, í ljósi þess að fyrrverandi undirmaður hans kynnti efni hennar á opinberum vettvangi.“<br /> Í athugasemdunum er vísað til þess að mánuði eftir útkomu umræddrar skýrslu hafi höfundur hennar haldið fyrirlestur í stjórmálaskóla Sjálfstæðisflokksins undir yfirskriftinni: „Aðförin að Alþingi – mótmælin við Austurvöll í lok árs 2008 og byrjun árs 2009.“ Fyrirlesturinn hafi verið aðgengilegur á netinu um tíma. Kærandi telur að höfundur hafi þar fjallað um sömu atburði og í umræddri samantekt og því geti hún ekki talist vera vinnuskjal. Þá telur kærandi líklegt að í svo viðamiklu skjali komi fram endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála. Síðan segir m.a.: „Þá er ljóst að skjalið inniheldur vissulega upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Í áðurnefndum fyrirlestri hélt Geir Jón fram ýmsum rangfærslum, sem sumar eru reifaðar í grein á þessari vefslóð: http://www.pistillinn.is/?p=3486. Almenningur á engan kost á því að afla sér upplýsinga um hvort þessar rangfærslur og fleiri hafi ratað inn í skýrsluna nema með því að fá aðgang að henni, svo nefnt sé dæmi um það sem skýrslan kann að innihalda en ekki verður aflað annarsstaðar frá. Einnig nefndi hann atvik sem ég hef hvergi fundið með hjálp leitarvéla svo sem um samskipti sín við blaðakonu sem var sagt upp störfum í kjölfar umfjöllunar sinnar um búsáhaldabyltinguna. Ennfremur verður að teljast sennilegt að í skýrslunni komi fram lýsing á vinnureglum eða stjórnsýsluframkvæmd lögreglu. Að því er varðar vísan til 1. tl. 10. gr. er ekki hægt að fallast á að það ákvæði eigi við enda öryggi ríkisins ekki stefnt í hættu þó veittur sé aðgangur að skjalinu. Að auki skal minnt á, að upplýsingaréttur almennings er meginreglan og undantekningar frá henni ber að skýra þröngt. Fráleitt er að halda því fram að sýn lögreglunnar á búsáhaldabyltinguna, viðbrögð lögreglu við uppþotunum, og hvað hún telur sig hafa lært af þeim atburðum, komi almenningi ekki við. […] Ósennilegt verður að teljast að 270 síðna skýrsla varði öll upplýsingar, sem stefna myndu öryggi ríkisins í hættu ef birtar yrðu nú, og/eða atriði er varða persónuvernd einstakra almennra borgara. Eins og áður tek ég fram, að ef í skýrslunni er að finna atriði sem falla undir nefnd undanþáguákvæði, fer ég fram á að mér verði veittur aðgangur að öðrum hlutum skýrslunnar […].“<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <strong>1.</strong><br /> <p>Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að skýrslu með yfirskriftinni „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“. Þegar hefur verið fjallað um skýrsluna í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-469/2012. Í þeim úrskurði er uppbyggingu skýrslunnar lýst svo: „Sú skýrsla eða samantekt sem óskað er aðgangs að í umræddu máli er rúmar 270 blaðsíður að lengd. Í fyrstu tveimur köflum samantektarinnar, aftur að blaðsíðu 10, er fjallað almennt um tilurð samantektarinnar og skipulag lögreglunnar vegna mótmæla eða óeirða. Frá og með blaðsíðu 10 og aftur að blaðsíðu 270 er hins vegar fjallað sérstaklega um afmörkuð mótmæli og skipulag og aðgerðir vegna þeirra. Í þessum samantektum er iðulega vikið að einstökum persónum, lögreglumönnum eða þeim sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af og eftir atvikum er einnig fjallað um það hvort tilteknir einstaklingar voru teknir höndum, ákærðir eða dæmdir fyrir refsiverða háttsemi.“ Skýrslan er þannig uppbyggð að þar er fjallað um hvert og eitt tilvik þeirra mótmæla sem fram fóru og lögregla kom að. Um hvert tilvik er skráð hvaða lögreglumenn voru við störf með vísun til upphafsstafa í nöfnum þeirra og lögreglunúmers, skipulagi lögregluaðgerða lýst, tímalengd aðgerða, þar er atvikum lýst og metið hvernig til tókst, vitnað í ummæli nokkurra lögreglumanna sem tóku þátt og að lokum er fjallað um gagnrýni og viðhorf annarra, s.s. fjölmiðla.<br /> <br /> Beiðni kæranda er lögð fram á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en þar segir í 1. málsl. 1. mgr. að stjórnvöldum sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum um tiltekin mál með þeim takmörkum sem greini í 6.-10. gr. laganna.<br /> <br /> Synjun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. febrúar 2013, er reist á þremur ástæðum. Í fyrsta lagi er það afstaða lögreglustjórans að umrædd skýrsla teljist vinnugagn í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012 en samkvæmt 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. laganna eru slík gögn undanþegin upplýsingarétti. Í öðru lagi er synjun lögreglustjórans reist á 9. gr. upplýsingalaga er fjallar um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Í þriðja lagi er vísað til þess að efni skýrslunnar falli undir ákvæði 10. gr. laganna er lýtur að takmörkunum vegna almannahagsmuna.<br /> <br /> <strong>2.</strong><br /> Eins og vikið var að hér að ofan er það afstaða lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að skýrsla sú er kærandi óskar eftir aðgangi að teljist vinnugagn í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012. Í 8. gr. upplýsingalaga lagnna er nánar fjallað um hvaða gögn teljist til vinnugagna. Þar segir í 1. mgr.:<br /> <br /> „Vinnugögn teljast þau gögn sem stjórnvöld eða lögaðilar skv. 2. og 3. gr. hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Nú eru gögn afhent öðrum og teljast þau þá ekki lengur til vinnugagna nema þau hafi einvörðungu verið afhent eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu.“<br /> <br /> Samkvæmt tilvitnuðu ákvæði verður gagn aðeins talið vinnugagn hafi það verið ritað eða útbúið við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls. Á þessu skilyrði er hnykkt í greinargerð er fylgdi frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 en þar segir m.a. í athugasemdum við ákvæðið:<br /> <br /> „Af orðalagi 1. mgr. 8. gr. leiðir að til að skjal teljist vinnugagn þarf almennt þremur skilyrðum að vera fullnægt. Gagn þarf þannig í reynd að vera undirbúningsgagn, það skal ritað eða útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins (eða lögaðilans) sjálfs og má ekki hafa verið afhent öðrum. Fyrsta skilyrðið þarfnast ekki sérstakra skýringa en er þó mjög þýðingarmikið við afmörkun hugtaksins.“<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fær ekki séð að skýrsla sú er mál þetta lýtur að geti talist undirbúningsgagn í skilningi 8. gr. upplýsingalaga. Þannig verður ekki ráðið af skýrslunni, né af öðrum gögnum máls þessa, að henni hafi verið ætlað að undirbúa ákvörðun eða aðrar lyktir máls innan lögreglunnar. Þegar af þessari ástæðu fellst úrskurðarnefndin ekki á það með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að skýrslan teljist vinnugagn. Af því leiðir að ástæðulaust er að úrskurðarnefndin taki afstöðu til annarra skilyrða sem rakin eru hér að framan og fram koma í umræddu ákvæði upplýsingalaga og greinargerðinni er fylgdi frumvarpi til þeirra. Það er því niðurstaða nefndarinnar að synjun um aðgang kæranda að skýrslunni geti ekki byggt á 5. tölul. 1. mgr. 6. gr. laganna.<br /> <br /> Eins og áður er rakið byggði synjun lögreglu einnig á 9. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Í fyrri málslið 9. gr. kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi. Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga segir m.a. um ákvæðið:<br /> <br /> „Ákvæði 9. gr. frumvarpsins er samhljóða 5. gr. gildandi upplýsingalaga. Hér er kveðið á um takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna einstaklinga, fyrirtækja og annarra lögaðila. Eins og fram kom í athugasemdum við 6. gr. frumvarpsins er á grundvelli þessarar reglu heimilt að undanþiggja tiltekin gögn upplýsingarétti ef í þeim er að finna upplýsingar sem eru þess eðlis að rétt þykir að þær fari leynt. Af því leiðir einnig að eftir atvikum kann að vera rétt að veita aðgang að hluta gagns sé slíkar upplýsingar aðeins að finna í hluta þess.<br />    <br /> Eins og fram kemur í frumvarpi því sem síðan varð að gildandi upplýsingalögum er augljóst að óheftur aðgangur almennings að öllum gögnum sem falla undir upplýsingalög kynni að rjúfa friðhelgi manna og/eða ganga gegn mikilvægum fjárhagslegum hagsmunum tiltekinna lögaðila. Á hinn bóginn mundi það einnig takmarka upplýsingaréttinn mjög ef allar upplýsingar sem snerta einkahagsmuni einstaklinga eða lögaðila væru undanþegnar. Ekki er ástæða til að víkja frá þeirri stefnu sem mótuð var að þessu leyti með þeim lögum sem nú eru í gildi, enda kynni annað að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti manna til einkalífs annars vegar og hins vegar eðlilegum og réttmætum hagsmunum fyrirtækja og annarra lögaðila af því að geta lagt grundvöll að viðskiptalegum ákvörðunum og gerningum.<br /> <br /> Ákvæði 9. gr. frumvarpsins felur í sér nokkurs konar vísireglu um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi, eða öðrum aðila sem ákvörðun tekur á grundvelli laganna, er með öðrum orðum ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna.<br />     <br /> Erfitt er að tilgreina nákvæmlega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstaklinga eru þannig vaxin að þau réttlæti undanþágu frá upplýsingarétti í hverju tilviki. Oft koma sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum. Þegar þeim reglum sleppir má hafa í huga ýmis lagaákvæði sem sett hafa verið í sama augnamiði. Þannig er engum vafa undirorpið að viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd eru allar undanþegnar aðgangi almennings skv. 9. gr. Þar má t.d. nefna upplýsingar um litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð, upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, svo og upplýsingar um félagsleg vandamál. Aðrar upplýsingar sem geta talist viðkvæmar samkvæmt almennum viðmiðum í íslenskum rétti kunna einnig að falla undir ákvæðið þótt þær teljist ekki viðkvæmar persónuupplýsingar samkvæmt persónuverndarlögum. Hér undir geta til að mynda fallið upplýsingar um fjármál einstaklinga og upplýsingar sem lúta beinlínis að öryggi þeirra.“<br /> <br /> Við mat á því hvort skýrsla sú er kærandi hefur óskað aðgangs að hafi að geyma upplýsingar sem falla undir undantekningarákvæði 9. gr. upplýsingalaga ber samkvæmt framangreindu að líta til þess hvaða persónuupplýsingar teljast vera viðkvæmar. Í a-lið 8. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, segir að meðal slíkra upplýsinga séu m.a. upplýsingar um stjórnmálaskoðanir, svo og trúar- eða aðrar lífsskoðanir, en það getur átt við um upplýsingar sem skráðar eru um menn sem taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þá segir í b-lið að viðkvæmar séu upplýsingar um það hvort maður hafi verið grunaður, kærður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, en það getur átt við um upplýsingar sem unnar eru úr dagbókum og málaskrám lögreglu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir umrædda skýrslu og felst á það mat lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að hún hafi að geyma upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Þegar af þessari ástæðu er það niðurstaða nefndarinnar að lögreglustjóranum hafi verið rétt að synja kæranda um aðgang að skýrslunni í heild sinni.<br /> <br /> Í 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga segir að eigi ákvæði 6.-10. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti aðeins við um hluta gagns skuli veita aðgang að öðrum hlutum þess. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð er fylgdi frumvarpi til laganna segir um þetta:<br /> <br /> „Í 3. mgr. 5. gr. er kveðið á um að eigi undantekningarreglur 6.–10. gr. frumvarpsins aðeins við um hluta gagns beri að veita aðgang að öðru efni þess. Hér er um að ræða sambærilega reglu og nú er að finna í 7. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996. Ber að skýra hana með sama hætti og það ákvæði hefur verið skýrt. Í því felst að veita á aðgang að hluta gagns ef fært telst að skilja þær upplýsingar sem falla undir undantekningar frá þeim upplýsingum sem veita má aðgang að með tiltölulega einföldum hætti. Skiptir í því sambandi máli hversu víða þær upplýsingar koma fram sem óheimilt er að veita aðgang að og hversu stór hluti gagnsins verður þá ekki afhentur. Má hér almennt miða við að ef þær upplýsingar sem halda ber eftir koma fram í meira en helmingi skjals þurfi ekki að veita aðgang að öðrum hlutum þess.“<br /> <br /> Hér að framan var efnistökum skýrslu þeirrar er kærandi óskar aðgangs að lýst í grófum dráttum. Eins og þar var rakið lýkur einstökum þáttum skýrslunnar yfirleitt á því að teknar eru upp orðréttar tilvitnanir í umfjöllun fjölmiðla um þau mótmæli sem skýrslan fjallar um. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hér um að ræða opinberar upplýsingar sem ekki falla undir nein ákvæði upplýsingalaga nr. 140/2012 um takmarkanir á upplýsingarétti. Umræddir hlutar skýrslunnar eru skýrt afmarkaðir og aðgengilegir. Er það því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærandi eigi rétt á að fá aðgang að umræddum hlutum skýrslunnar á grundvelli 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Umræddir hlutar skýrslunnar eru nánar afmarkaðir í úrskurðarorði.<br /> <br /> Eins og rakið er hér að framan var beiðni kæranda reist á 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er fjallar um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Í 14. gr. upplýsingalaga er fjallað um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfa. Þar segir í 1. mgr. að skylt sé, sé þess óskað, að veita aðila aðgang að fyrirliggjandi gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.<br /> <br /> Á einum stað í umræddri skýrslu er að finna sérstaka umfjöllun um samskipti lögreglunnar við kæranda sjálfan. Umfjöllunin er afmörkuð og vel aðgreinanleg frá öðrum hlutum skýrslunnar án þess að samhengi textans raskist. Er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sé rétt, á grundvelli 14. og 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga, að afhenda kæranda afrit af þessum hluta skýrslunnar, svo sem afmarkað er með nánari hætti í úrskurðarorði.<br /> <br /> Að öðru leyti eru þeir hlutar skýrslunnar sem ekki innihalda upplýsingar er falla undir ákvæði upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti svo samofnar meginefni skýrslunnar að ekki kemur ekki til álita að leggja fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að afmá þær og afhenda aðeins það sem eftir stendur, með vísan til 3. mgr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni Evu Hauksdóttur um að fá aðgang að skýrslunni „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“ í heild sinni.Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu ber hins vegar að veita kæranda aðgang að eftirfarandi hlutum skýrslunnar:<br /> <br /> Umfjöllun um samskipti stjórnvalda við kæranda á blaðsíðu 52, frá og með orðum: „Atvikalýsing“ til og með orðm „út úr bankanum“ á blaðsíðu 53.<br /> <br /> Tilvitnanir í fjölmiðlaumfjöllun á eftirfarandi stöðum: Frá og með orðinu „gagnrýni“ á miðri blaðsíðu 21 að orðunum „á Austurvelli árið 1949“ á miðri blaðsíðu 26, frá orðinu „gagnrýni“ á miðri blaðsíðu 35 og að orðinu „miðborginni“ í lok fyrstu málsgreinar á bls. 38, frá orðinu „gagnrýni“ á miðri bls. 46 og að orðunum „af þessu tagi“ í lok 2. málsgr. á bls. 49, frá orðinu „gagnrýni“ á bls. 55 og að orðunum „[…]“ í lok fyrstu málsgr. á bls. 57, frá orðinu „gagnrýni“ í næstneðstu málsgr. á bls. 63 og að orðunum „[…]“ á miðri bls. 65, frá orðinu „gagnrýni“ á bls. 70 og niður þá síðu, frá orðinu „gagnrýni“ á bls. 84 og að orðunum „bara á sjónvarpinu“ á þeirri síðu, frá orðinu „gagnrýni“  á bls. 113 og að orðunum „bætt á eldinn“ á miðri bls. 115, frá orðunum „gagnrýni“ á bls. 131 og til loka bls. 134, frá orðunum „gagnrýni“ á bls. 136 og að orðunum „segir […]“ á bls. 140, frá orðinu „gagnrýni“ á miðri bls. 166 og að orðunum „bróðir minn“ á bls. 168, frá orðinu „gagnrýni“ á miðri bls. 180 og til orðanna „taka […] niður“.    <br />     <br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> </div> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <p>                                                Sigurveig Jónsdóttir                                        Friðgeir Björnsson<br /> <br /> </p> |
A-488/2013. Úrskurður frá 25. júní 2013 | Kærð var afgreiðsla velferðarráðuneytis á beiðnum kæranda um aðgang að fyrirliggjandi gögnum um samskipti velferðarráðuneytisins og embættis ríkislögmanns vegna máls hennar á hendur velferðarráðuneytinu. Erindunum hafði ekki verið svarað. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-488/2013 þess efnis að þau gögn sem kærandi óskaði eftir og væru fyrirliggjandi hafi þegar verið afhent því lægi ekki fyrir synjun stjórnvalds um afhendingu gagna. Kærunni var því vísað frá. | <br /> <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <p> </p> <p>Hinn 25. júní 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-488/2013 í máli ÚNU12120003.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></h3> <p>Þann 17. desember 2012, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu velferðarráðuneytis á beiðni hennar, dags. 26. október 2012, um aðgang að fyrirliggjandi gögnum um samskipti þess og embættis ríkislögmanns vegna máls hennar á hendur velferðarráðuneytinu.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Kæran var send velferðarráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. desember 2012, þar sem því var beint til ráðuneytisins að svara erindi kæranda eigi síðar en 4. janúar 2013, sbr. 11. gr. og 13. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Með tölvubréfi velferðarráðuneytisins til nefndarinnar, dags. 11. janúar 2013, var greint frá því að ráðuneytið hefði, þann 21. desember 2012, afhent kæranda umbeðin gögn varðandi samskipti hennar við ráðuneytið og ríkislögmann.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 22. janúar 2013, var framangreint bréf ráðuneytisins sent til kæranda og spurt hvort hún teldi afgreiðslu ráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum vera fullnægjandi.</p> <p> </p> <p>Í bréfi kæranda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 14. febrúar 2013, kom fram að kærandi teldi svar velferðarráðuneytisins vera ófullnægjandi. Kærandi taldi að ráðuneytið þyrfti að gera frekari grein fyrir samskiptum sínum við embætti ríkislögmanns, spurði hvort velferðarráðuneytið hefði undir höndum tölvupósta þaðan, minnisbréf, póstlögð bréf, fax eða skeyti vegna þessa máls og vísaði til þess að varla hafi verið um einhliða samskipti að ræða af hálfu ráðuneytisins.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p> </p> <p> </p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p>Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar velferðarráðuneytið tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996.</p> <p><br /> <span>Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, og nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.</span></p> <p><strong> </strong></p> <p><span>Í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er meðal annars kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum „sem varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Í 15. gr. upplýsingalaga segir að sá sem fari fram á aðgang að gögnum skuli „</span><a id="G15M1" name="G15M1">tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál.</a><span>“</span></p> <p> </p> <p>Upphafleg kæra til úrskurðarnefndarinnar, dags. 17. desember 2012, laut að því að beiðni um gögn hafi ekki verið svarað. Síðan hefur ráðuneytið svarað beiðninni, með bréfi dags. 22. janúar 2013, og sent með því afrit af bréfum og tölvupóstum varðandi mál kæranda á hendur ráðuneytinu.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt bréfi velferðarráðuneytisins, dags. 22. janúar 2013, fylgdu með þau skjöl er falla undir beiðni kæranda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til þess að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa.</p> <p> </p> <p><span>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls,</span> sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006. <span>Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum eða afrit þeirra samkvæmt lögunum. Þau gögn sem kærandi óskaði eftir hafa skv. framangreindu nú þegar verið afhent, þ.e. um samskipti velferðarráðuneytis og embættis ríkislögmanns varðandi mál á hendur velferðarráðuneytinu.</span></p> <p>Það er því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að velferðarráðuneytið hafi þegar afhent kæranda þau gögn sem falla undir beiðni hans og fyrirliggjandi eru hjá ráðuneytinu. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun þess stjórnvalds á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p><span>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru</span> [A], dags. 17. desember 2012, á hendur velferðarráðuneytinu.</p> <p><br /> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <span>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                                                  Friðgeir Björnsson</span> |
B-474/2013. Úrskurður frá 25. júní 2013 | Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 31. janúar 2013 nr. A-474/2013 felldur úr gildi. Ekki efni til að taka afstöðu til kröfu um að frestað yrði réttaráhrifum úrskurðarins. | <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 25. júní 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. B-474/2013 í máli ÚNU 13020001.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsatvik</strong></h3> <p>Þann 31. janúar 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. A-474/2013 í tilefni af kæru [A] á þeirri ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar, dags. 8. júní 2012, að synja beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum „vegna lánasamninga sem bærinn gerði fyrir hönd bæjarbúa við Depfa banka“.</p> <p> </p> <p>Í úrskurðarorði úrskurðar nr. A-474/2012 segir svo: „Hafnarfjarðarbæ ber að afhenda kæranda afrit af lánssamningi, dags. 15. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar og FMS Wertmanagement, með eftirtöldum útstrikunum:</p> <p><br /> <span>1) Afmá skal prósentuhlutfall vaxta undir skilgreiningu á „Margin“ á bls. 6.</span><br /> <span>2)  Afmá skal prósentuhlutfall vaxta undir liðnum „Repayment Instalment“ í ákvæði 6.1. á bls. 16.</span></p> <p><span>3) Afmá skal prósentuhlutfall sem fram kemur í ákvæði 7.3.5. á bls. 17.</span><span><br /> <span>4) Afmá skal prósentuhlutfall dráttarvaxta sem fram kemur í ákvæði 9.3.1.</span><br /> <br /> <span>Kröfu Hafnarfjarðarbæjar um frestun á réttaráhrifum úrskurðar þessa er vísað frá úrskurðarnefndinni að svo stöddu</span></span><span>“.</span></p> <p> </p> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 7. febrúar 2013, krafðist [B], þess fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, að nefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðar nr. A-474/2013.</p> <p> </p> <p>Í erindinu segir að ekki sé gætt innbyrðis samræmis í forsendum nefndarinnar og niðurstöðum. Til þess verði að ætlast að nefndin mæli fyrir um útstrikun allra þeirra atriða sem hún, í forsendum sínum, lýsir að trúnaði skuli háð og ekki veittur aðgangur að. Í úrskurðinum komi fram að nefndin telji svo gilda um dráttarvaxtaálag á fót samningsvaxta. Það gæti því innra ósamræmis þegar mælt sé fyrir um útstrikun eða úrfellingu þess á einum stað en ekki hvar sem slíkar upplýsingar komi fram í skjalinu. Í þessu samhengi er vísað í ákvæði gr. 9.3.2.2. samningsins.</p> <p> </p> <p>Þá kemur fram að ekki sé rétt hermt í úrskurðinum að kveðið sé á um vexti eða prósentuhlutfall vaxta í gr. 6.1. Þar sé greint frá hlutföllum ársfjórðungslegra höfuðstólsafborgana sem úrskurðarnefndin hafi mælt fyrir um að skyldu afmáð í fyrri úrskurði og því virðist vera um mistök að ræða.</p> <p> </p> <p>Að lokum kemur fram að fyrst að úrskurðarnefndin hafi orðið við þeirri beiðni að leita álits lánveitenda um kæruefnið hefði verið rétt, og í samræmi við málsmeðferðarreglur, að kynna öðrum málsaðilum þá afstöðu áður en það málið var tekið til úrskurðar. Í þessu samhengi er vísað til 10. og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Með bréfum, dags. 8. febrúar, voru kæranda og lögmanni FMS Wertmanagement kynnt fram komin krafa lögmanns Hafnarfjarðarbæjar og þeim veittur frestur til að gera athugasemdir við kröfuna.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir kæranda bárust með tölvupósti, dags. 1. mars 2013. Lýsti kærandi þar þeirri ósk sinni að bærinn færi að niðurstöðu nefndarinnar og virti úrskurð hennar. Þá benti hann á að Hafnarfjarðarbær hafi beðið um frestun réttaráhrifa áður en úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp og því greinilegt að bærinn hafi ætlað sér að óska eftir frestun þrátt fyrir að niðurstaða lægi ekki fyrir.</p> <p> </p> <p>Engar athugasemdir bárust frá lögmanni FMS Wertmanagement.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði kæranda, lögmanni Hafnarfjarðarbæjar og lögmanni FMS Wertmanagement bréf, dags. 15. apríl 2013, þar sem fram kom að til athugunar væri hjá nefndinni hvort að taka ætti ákvörðun um afturköllun, sbr. 2. tl. 1. mgr. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með vísan til 13. gr. sömu laga var veittur frestur til 1. maí 2013 til að gera athugasemdir áður en ákvörðun yrði tekin.</p> <p> </p> <p>Einungis bárust athugasemdir frá kæranda. Athugasemdir hans bárust með tölvupósti, dags. 17. apríl 2013. Kærandi lýsti þeirra afstöðu sinni að kvörtun Hafnarfjarðarbæjar ætti ekki rétt á sér. Þá lýsti hann yfir óánægju með seinagang málsins. Einnig lýsti hann óánægju með að hafa enn ekki fengið afrit af lánasamningunum þrátt fyrir að hafa sent ítrekun á bæinn og sent úrskurðarnefndinni ítrekað tölvupósta og óskað eftir skýringum á töfum vegna beiðni bæjarins um frestun réttaráhrifa.</p> <p> </p> <p> </p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar Hafnarfjarðarbær tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996 og ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar var byggð á efnisákvæðum þeirra.</p> <p><br /> <span>Meðferð úrskurðarnefndarinnar á málinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram. Kröfu Hafnarfjarðarbæjar um frestun á réttaráhrifum úrskurðarins ber því að afgreiða á grundvelli þeirra laga sem nú eru í gildi, þ.e. með vísan til 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</span></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið kröfur lögmanns Hafnarfjarðarbæjar í máli þessu. Einnig hefur nefndin yfirfarið rök annarra málsaðila og þau gögn sem málið lýtur að. Nefndin telur að í málinu liggi fyrir nægar upplýsingar til þess að hún geti tekið afstöðu til þess hvort niðurstaða hennar í máli nr. A-474/2013 hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga og lagaskilyrði standi til að fella úrskurðinn úr gildi.</p> <p><strong> </strong></p> <p>Samkvæmt 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 getur stjórnvald að eigin frumkvæði afturkallað ákvörðun sína, sem tilkynnt hefur verið aðila máls, þegar það er ekki til tjóns fyrir aðila, sbr. 1. tölul. ákvæðisins eða ef ákvörðun er ógildanleg, sbr. 2. tölulið þess.</p> <p> </p> <p>Þótt úrskurður sé haldinn verulegum annmarka er ekki sjálfgefið að hann teljist ógildanlegur. Kemur í því sambandi til skoðunar hversu alvarlegur annmarkinn er, réttmætar væntingar málsaðila og hvort um ívilnandi eða íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun er að ræða.</p> <p> </p> <p>Fyrir liggur að í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingmál nr. A-474/2013 segir að í samningsákvæði nr. 6.1 séu upplýsingar um prósentuhlutfall vaxta, sem afmá skuli. Þar er hins vegar ekki slíkar upplýsingar að finna heldur upplýsingar um hlutföll ársfjórðungslegra höfuðstólsafborgana (sem skv. fyrri úrskurði nefndarinnar nr. A-438/2012, um skilmálaskjal vegna sömu viðskipta, skyldi afmá). Í öðru lagi liggur fyrir að samkvæmt úrskurðinum eigi trúnaður að ríkja um upplýsingar um dráttarvaxtaálag á fót samningsvaxta og afmá skuli þær úr samningsákvæði nr. 9.3.1. Hins vegar koma umræddar upplýsingar einnig fram víðar, sbr. samningsákvæði nr. 9.3.2.2.</p> <p> </p> <p>Í ljósi þessa telur nefndin að með framkvæmd úrskurðar nr. A-474/2013 yrði veittur aðgangur að upplýsingum sem ekki má afhenda á grundvelli 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 5. gr. sömu laga. Í síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga segir berum orðum að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum „er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila“. Með framkvæmd úrskurðarins yrði gengið gegn þessu ákvæði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur því óhjákvæmilegt að fella úr gildi umræddan úrskurð á grundvelli 2. tölul. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p> </p> <p>Þar sem úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-474/2013 er felldur úr gildi eru ekki efni til þess að nefndin taki afstöðu til kröfu um að frestað verði réttaráhrifum hans.</p> <p> </p> <p>Með því að fella úrskurðinn úr gildi í heild sinni ber úrskurðarnefndinni að kveða upp nýjan úrskurð og taka nýja ákvörðun vegna kæru [A] frá 9. júní 2012, á synjun Hafnarfjarðarbæjar um að afhenda honum gögn. Sú ákvörðun verður tekin svo fljótt sem unnt er að undangenginni málsmeðferð í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-474/2013, kveðinn upp. 31. janúar 2013, í máli máli ÚNU 13020001, er felldur úr gildi.</p> <p> </p> <p> </p> <p><br /> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                                          Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
A-486/2013. Úrskurður frá 6. júní 2013 | Kærð var ákvörðun Landsnets hf. um að synja um afhendingu gagna í tengslum við kostnaðaráætlun Landsnets hf. frá 2008 fyrir 200kV jarðstreng frá Blöndustöð til Akureyrar. Umræddar upplýsingar og gögn eru upplýsingar um umhverfismál er varða opinbert hlutverk Landsnets hf. í skilningi 2. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-486/2013 þess efnis að kærði hafi eðli máls samkvæmt ekki synjað kæranda um aðgang að kostnaðaráætlun sem ekki finnst. Kærunni var því vísað frá að þessu leyti. Upplýsingar úr verðbanka Landsnets hf. voru ekki fyrirliggjandi og ekki var talið að skylt væri að vinna sérstakar upplýsingar fyrir kæranda úr verðbankanum. Synjun Landsnets hf. var því staðfest. Ekki var fjallað um það skjal sem Landsnet hf. tók saman og afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í tilefni af máli þessu enda tekur kæruheimildin einungis til skjala sem synjað hefur verið um aðgang að og eðli máls samkvæmt þurfa þau því að hafa orðið til áður en upplýsingabeiðni er sett fram. | <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <p> </p> <p>Hinn 6. júní 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-486/2013.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni</strong></h3> <p>Með bréfi, dags. 18. mars 2013, kærði [A] þá ákvörðun Landsnets hf., dags. sama dag, að synja henni um afhendingu gagna í tengslum við kostnaðaráætlun Landsnets hf. frá árinu 2008 fyrir 200kV jarðstreng frá Blöndustöð til Akureyrar.</p> <p> </p> <p>Kærandi gerir þá kröfu að kærða verði gert að afhenda sér umrædd gögn í heild eða að hluta.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsatvik</strong></h3> <p>Kærandi sendi kærða, Landsneti hf., beiðni um afhendingu gagna með bréfi, dags. 26. febrúar 2013, með vísan til laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál. Óskaði kærandi eftir aðgangi að upplýsingum varðandi þá ákvörðun Landsnets hf. „að leggja fram sem eina valkost í framkvæmdaráætlun og taka aðeins til umhverfismats loftlínu en ekki jarðstreng við fyrirhugaða raforkuflutninga milli Blöndustöðvar og Akureyrar. Fyrirtækið áformar að leggja 200kV loftlínu á þessari leið, svokallaða Blöndulínu 3. Leiðin er 107 km.“</p> <p> </p> <p>Fram kemur í beiðni kæranda að þær upplýsingar sem óskað er aðgangs að á grundvelli laganna eru kostnaðarmat það, á jarðstrengjum á flutningsleiðinni fyrirhuguðu, sem fjallað er um í tillögu fyrirtækisins að matsáætlun, Landsnet 08029 frá október 2008, skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og er hluti af hagkvæmnisgreiningu Landsnets hf. Kærandi vísar til þess að þær upplýsingar sem óskað er aðgangs að komi fram í kafla 2.9.2 í tillögu að matsáætlun en þar sé fjallað um af hverju sá valkostur þykir ekki raunhæfur að leggja jarðstreng á flutningsleiðinni til að minnka sjónræn áhrif háspennulínunnar. Nánar tiltekið sé óskað eftir aðgangi að kostnaðaráætlun uppá 25 til 29 milljarða króna sem vísað er til í kaflanum. Þá vísar kærandi jafnframt til upplýsingalaga nr. 140/2012, beiðninni til stuðnings.</p> <p> </p> <p>Landsnet hf. afgreiddi upplýsingabeiðni kæranda með bréfi, dags. 18. mars. Í bréfinu kemur m.a. fram að kostnaðaráætlunin sé ekki sjálfstætt skjal og sú niðurstaða um áætlaðan kostnað sem fram komi í skýrslunni hafi á sínum tíma falist í útreikningi á kostnaði við lagningu jarðstrengs á allri línulegunni sem fylgdi þjóðvegi frá Blöndu til Akureyrar eða vegalengd sem er samtals 133 km. Fram kemur að þá hafi eingöngu verið unnið með stofnkostnað og einfaldasta frágang jarðstrengja, útreikningar hafi byggst á upplýsingum frá efnisframleiðendum og upplýsingum úr verðbanka Landsnets hf., sem byggi á rauntölum undanfarinna verka m.t.t. vísitalna og gengis. Þar sem m.a. sé stuðst við þessar upplýsingar við gerð kostnaðaráætlana vegna útboðsskyldra verkefna telur Landsnet hf. sanngjarnt og eðlilegt að ekki sé veittur aðgangur að þessum viðskiptalegu upplýsingum. Vísað er til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál varðandi synjun Landsnets hf. á afhendingu umbeðinnar kostnaðaráætlunar þar sem upplýsingar fengnar úr verðbanka séu undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p> </p> <p>Í kæru, dags. 18. mars, kemur m.a. fram að kærði hafi fullyrt að hann hafi gert kostnaðaráætlun og á grundvelli hennar komist að þeirri niðustöðu að tilteknar aðgerðir væru ótækar. Kærði verði að standa almenningi skil á því hvernig hann hafi komist að niðurstöðu sinni, ekki síst vegna þess hversu víðtæk áhrif á umhverfið hún komi til með að hafa, ef af verður. Um það megi lesa í niðurstöðu Skipulagsstofnunar varðandi umhverfismat um Blöndulínu 3 frá 29. janúar 2013. Þá kemur þar m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Engin sanngirnisrök mæla með því að hafna aðgangi að þessari kostnaðaráætlun<strong>.</strong> Það að upplýsingar geti verið „viðskipta<em>legar</em>“ nægir ekki til að hafna aðgangi að þeim. Um þarf að vera viðskipta<em>leyndarmál,</em> svo mögulegt sé að rökstyðja að veita ekki aðgang að þeim. Ekki hefur verið sýnt fram á að viðskiptaleyndarmál neins fyrirtækis í samkeppnisrekstri yrðu fyrir skaða ef veittur yrði aðgangur að kostnaðaráætlun kærða í þessu máli, eða þeim gögnum er útreikningar byggja á. Hvort kostnaðaráætlun um jarðstreng, sem ekki er fyrirhugað að leggja, byggir á upplýsingum um hvað kærði greiddi fyrir einhver verk eða einhverjar vörur (jarðstrengi) einhvern tíman fyrir meira en fimm árum, getur ekki verið viðskiptaleyndarmál sem komið getur í veg fyrir að kostnaðaráætlun sé afhent. Hvort hún er í sérstöku skjali eða ekki skiptir engu máli, upplýsingar skv. lögum nr. 23/2006 ber að veita í hvaða formi sem þær eru varðveittar.“</p> <p> </p> <p>Þá bendir kærandi á að ekki sé um að ræða fyrirtæki sem starfi á samkeppnismarkaði og því geti sjónarmið um viðskiptaleyndarmál ekki átt við. Með raforkulögum nr. 65/2003 var kveðið á um að samkeppnishluti raforkufyrirtækja skyldi aðskilinn frá flutningi raforku og var með lögum nr. 75/2004 mælt fyrir um stofnun Landsnets hf., flutningsfyrirtækis raforku með einkaleyfi. Kærandi tekur fram að skyldur flutningsfyrirtækis séu meðal annars þær að stuðla að því markmiði raforkulaga að reka þjóðhagslega hagkvæmt raforkukerfi, það sé skilvirkt og hagkvæmt og tekið sé tillit til umhverfisjónarmiða líkt og fram kemur í 1. gr. raforkulaga nr. 65/2003. Þau gögn sem óskað er aðgangs að séu nauðsynleg til að staðreyna að flutningsfyrirtækið reki hagkvæmt flutningskerfi að teknu tilliti til umhverfissjónarmiða. Jafnframt séu þau forsenda þess að almenningur geti metið hvort flutningsfyrirtækið fullnægi skyldum sínum við rekstur kerfisins skv. lögum. Er í því sambandi vísað til 5. mgr. 9. gr. raforkulaga nr. 65/2003.</p> <p> </p> <p>Kærandi byggir á því að upplýsingaréttur almennings sé mjög ríkur á sviði umhverfisréttar og vísar í því sambandi til Árósarsamningsins sem lög nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál grundvallist á. Þá byggir kærandi á 4. mgr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005 en þar kemur fram að flutningsfyrirtæki er „skylt að veita stjórnvöldum, viðskiptavinum og almenningi upplýsingar sem nauðsynlegar eru við mat á því hvort fyrirtæki fullnægi skyldum sínum við rekstur og kerfisstjórnun flutningskerfisins og tryggi jafnræði við flutning raforku.“</p> <p> </p> <p>Kærandi vísar til þess að kærði grundvalli synjun sína um afhendingu gagna á 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál auk 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærandi vísar til þess að kærði tengi lagarök sín ekki við sérstakar málsástæður og því sé erfitt að svara þeim. Í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál, segir: „Stjórnvöldum þeim sem falla undir 2. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál með þeim takmörkunum sem greinir í 6. gr. Stjórnvöldum er ekki skylt að afla sérstaklega upplýsinga til þess að láta almenningi þær í té nema ástand sé yfirvofandi sem haft geti skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.“ Kærandi telur rétt að það komi fram, telji kærði sig þurfa að taka saman gögn sem ekki séu fyrirliggjandi, að kærði vísar til þess í tillögu sinni að matsáætlun frá október 2008 að hann hafi gert kostnaðaráætlun. Ef gögnin eru ekki fyrirliggjandi í skilningi ákvæðisins verði ekki dregin önnur ályktun en að kærði hafi farið með rangt mál í tillögu sinni. Kærandi vísar til þess að tilvísun kærða til 1. mgr. 6. gr. sömu laga sé óljós og órökstudd og þá vísar kærandi til þess að tilvísun til 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eigi ekki við í málinu.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 18. mars 2013. Kæran var send Landsneti hf. til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 2. apríl, og barst svar við því 19. s.m. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu látin í té gögn málsins.</p> <p> </p> <p>Í bréfi Landsnets hf. kemur fram að beiðni um aðgang að umræddri kostnaðaráætlun hafi fyrst borist frá öðrum aðila 16. desember 2012 og var hún þá lögð fram á grundvelli 4. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 1040/2005 um framkvæmd raforkulaga. Þegar sú beiðni barst hafi verið gerð árangurslaus leit í gagnagrunnum að umræddri kostnaðaráætlun. Við leitina hafi aftur á móti fundist bréf Landsnets hf. til sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 17. september 2008, þar sem m.a. komi fram upplýsingar um þær framkvæmdarforsendur sem lágu til grundvallar kostnaðaráætlun upp á 25 til 28 milljarða króna vegna lagningar jarðstrengs í stað loftlínu á leiðinni á milli Blöndu og Akureyrar. Voru þær upplýsingar veittar. Hins vegar hafi verið talið að upplýsingar úr verðbanka félagsins væru undanþegnar upplýsingarétti og því hafi aðgangi að þeim verið hafnað. Í bréfinu segir að þegar beiðni kæranda hafi borist hafi aftur verið gerð leit að umræddri kostnaðaráætlun, án árangurs. Hafi því ekki verið unnt að afhenda kæranda umrædda kostnaðaráætlun. Honum hafi hins vegar verið afhentar sömu upplýsingar og áður hafi verið afhentar vegna fyrra máls. Sem fyrr var afhendingu upplýsinga úr verðbanka hafnað.</p> <p> </p> <p>Einnig kemur fram í bréfi Landsnets hf. að þótt umrædd kostnaðaráætlun hafi ekki fundist, þrátt fyrir ítarlega leit, liggi fyrir að á árinu 2008 hafi Landsnet hf. reiknað út mögulegan kostnað við lagningu jarðstrengsins og hefði niðurstaða þeirra útreikninga verið birt opinberlaga, bæði í matsáætlun og í bréfi Landsnets hf. til sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 18. september 2008. Vegna þessa var kærandi upplýstur um að kostnaðaráætlun væri ekki til í sjálfstæðu skjali og því ekki unnt að veita aðgang að henni með vísan til 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006 þar sem m.a. kemur fram að ekki sé skylt að afla sérstaklega upplýsinga, sem ekki séu fyrirliggjandi, til þess að láta almenningi þær í té nema ástand sé yfirvofandi sem haft geti skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.</p> <p> </p> <p>Jafnframt kemur fram að Landsnet hf. telur sig hafa farið að lögum nr. 23/2006 við afgreiðslu á beiðni kæranda um aðgang að kostnaðaráætlun vegna lagningar jarðstrengs frá Blöndu til Akureyrar. Umrætt skjal finnst ekki og því getur Landsnet hf. ekki orðið við beiðni um að veita aðgang að því. Landsnet hf. hafi hins vegar látið kæranda í té þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar við útreikninginn, að upplýsingum úr verðbanka fyrirtækisins undanskildum. Ástæða þess að neitað hefur verið um aðgang að verðbanka félagsins, eða upplýsingum úr honum, er að í honum eru upplýsingar um framkvæmdarkostnað sem stuðst er við þegar gerðar eru kostnaðaráætlanir vegna útboðsskyldra framkvæmda. Á grundvelli aðgangs að upplýsingum úr verðbankanum sé unnt að sjá kostnaðarhlutföll og aðra þætti sem stuðst er við í kostnaðaráætlun Landsnets hf. Með vísan til 6. gr. laga nr. 23/2006 telur Landsnet hf. að heimilt sé að synja um aðgang að umræddri kostnaðaráætlun, sbr. ákvæði 4. tölul. 6. gr. eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 og 5. tölul. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p> </p> <p>Þá barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál jafnframt bréf frá Landsneti hf., dags. 19. apríl, sem bar heitið Trúnaðarskjal vegna kæru [A]. Í bréfinu vísar Landsnet hf. til þeirrar beiðni nefndarinnar að henni sé látið í té í trúnaði afrit að þeim gögnum er kæran lýtur að. Þar kemur fram að kostnaðaráætlun frá árinu 2008 vegna jarðstrengs á milli Blöndu og Akureyrar hefur ekki fundist. Landsnet hf. telur að nefndin hafi takmarkað gagn af því að fá verðbankann eða upplýsingar úr honum sendar, en úrskurðarnefndinni sé velkomið að skoða hann á starfstöð Landsnets hf. með aðstoð starfsmanns. Þá kemur fram að í þeirri von að það geti varpað einhverju ljósi á efni þessa skjals og upplýsingar sem um er deilt í málinu hefur Landsnet hf. látið endurreikna kostnaðaráætlun vegna umræddrar framkvæmdar á grundvelli þeirra framkvæmda- og kostnaðarforsenda sem lágu fyrir árið 2008. Endurreikningurinn var meðfylgjandi bréfinu og afhentur nefndinni í trúnaði.</p> <p> </p> <p>Kæranda voru send bréf Landsnets hf. með tölvubréfum úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. og 7. maí. Frekari athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 27. maí, þar sem kærandi ítrekar fram komna kröfu og tekur m.a. fram að kærandi telji að kostnaðaráætlunin hafi aldrei verið til og tilvísun Landsnets hf. um að hún hafi ekki fundist eftir leit sé eftiráskýring. Kærandi vísar til þess að Landsnet hf. hafi einfaldlega margfaldað loftlínuáætlun sína með tölunni fimm og þannig fengið út töluna 25 til 28 milljónir</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og rakið er hér að framan lýtur mál þetta að afgreiðslu Landsnets hf. á beiðni um afhendingu gagna í tengslum við kostnaðaráætlun Landsnets hf. frá árinu 2008 fyrir 200kV jarðstreng frá Blöndu til Akureyrar. Kærði hefur annars vegar vísað til þess að kostnaðaráætlunin finnist ekki eftir ítarlega leit og hins vegar að kærða sé ekki skylt að afhenda almenningi upplýsingar úr verðbanka Landsnets hf. Til að varpa ljósi á efni þess skjals sem ekki finnst og deilt er um í málinu hefur Landsnet hf. látið endurreikna kostnaðaráætlun vegna umræddrar framkvæmdar á grundvelli þeirra framkvæmda- og kostnaðarforsenda sem lágu fyrir árið 2008 og afhent það skjal úrskurðarnefnd um upplýsingamál í trúnaði.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærandi byggir heimild sína til aðgangs að gögnum bæði á ákvæðum laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál og ákvæðum upplýsingalaga nr. 140/2012. Á grundvelli 15. gr. laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál og 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að kæra synjun þeirra aðila sem falla undir gildisvið laganna undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn.</p> <p> </p> <p>Kærði er hlutafélag sem stofnað var á grundvelli laga nr. 75/2004, um stofnun Landsnets hf. Hlutafé félagsins skiptist í árslok 2012 skv. ársreikningi á fjóra hluthafa; Landsvirkjun 64,73%, Rarik ohf. 22,51%, Orkuveita Reykjavíkur, sem er sameignarfyrirtæki, 6,78% og Orkubú Vestfjarða ohf. 5, 98%. Hlutverk kærða er skv. 1. málsl. 2. gr. laganna að annast flutning raforku og kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum III. kafla raforkulaga nr. 65/2003 og er því óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem því er nauðsynleg til að geta rækt skyldur sínar samkvæmt raforkulögum eða öðrum lögum. Hlutafélaginu er þó heimilt að reka raforkumarkað.</p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að undir gildisvið þeirra falla lögaðilar sem eru að 51% hluta eða meira í eigu hins opinbera. Telja verður ljóst að Landsnet hf. sem er hlutafélag í eigu annarra lögaðila sem eru í meirihlutaeigu opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga falli undir tilvitnað lagaákvæði. Í því sambandi vísast til almennra athugasemda við tilvitnaða lagagrein í frumvarpi því er varð að lögum nr. 140/2012 þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Með hugtakinu „lögaðili“ í 2. mgr. 2. gr. frumvarpsins er átt við sjálfstæða lögaðila með sjálfstæðan fjárhag aðskilinn frá fjárhag opinberra stjórnvalda sem sinna atvinnurekstri í víðum skilningi. Hér undir falla lögaðilar sem reknir eru á einkaréttarlegum grundvelli, svo sem hlutafélög, einkahlutafélög, sameignarfélög o.s.frv. Með 51% eignarhlut opinberra aðila er átt við að lögin taka til lögaðila sem hið opinbera á að 51% hluta eða meira, óháð því hvort um beina eignaraðild er að ræða eða ekki. Þannig getur skilyrðinu um 51% eignarhlut einnig verið fullnægt með óbeinni eignaraðild, svo sem þegar um er að ræða eignarhald í gegnum einn eða fleiri lögaðila sem aftur eru í eigu opinberra aðila. “  </p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að ákvæði laganna gilda aðeins um þau gögn og upplýsingar í vörslu lögaðila skv. 2. mgr. 2. gr. sem urðu til eftir gildistöku laganna en þau tóku gildi gildi 28. desember 2012. Á það þó ekki við þegar viðkomandi hefur verið falið að taka stjórnvaldsákvörðun. Í því tilviki sem hér um ræðir er óskað aðgangs að gögnum og upplýsingum sem urðu til á árinu 2008 en þá voru í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996 og féllu lögaðilar eins og Landsnet hf. ekki undir gildissvið þeirra laga. Þrátt fyrir að Landsnet hf. falli nú undir gildissvið upplýsingalaga nr. 140/2012 koma þau lög því ekki til skoðunar í þessu máli.</p> <p> </p> <p>Rétt þykir þó að taka fram að á grundvelli 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er aðilum sem undir lögin falla skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6.–10. gr. og er þeim óskylt að <a id="G5M1" name="G5M1">útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 3. mgr.</a> þeirrar greinar sem lýtur að afhendingu að hluta, þ.e. ef takmarkanir eiga við hluta skjals ber að veita aðgang að öðrum hlutum þess. Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin aflaði sér frá Landsneti hf. er verðbanki þess tölvugrunnur sem inniheldur rauntölur undanfarinna verka en ekki fyrirliggjandi gagn sem varðar tiltekið mál í skilningi upplýsingalaga nr. 140/2012 og upplýsingaréttur almennings tekur til.</p> <p> </p> <p>Jafnframt þykir rétt að taka fram að það skjal sem Landsnet hf. tók saman og afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í tilefni af máli þessu, sem fól í sér endurreiknaða kostnaðaráætlun vegna umræddrar framkvæmdar á grundvelli þeirra framkvæmda- og kostnaðarforsenda sem lágu fyrir árið 2008 er skjal sem varð til eftir gildistöku upplýsingalaga nr. 140/2012 en jafnframt eftir að kærandi sett fram upplýsingabeiðni sína. Er því ekki fjallað um það skjal í máli þessu enda tekur kæruheimild 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 einungis til skjala sem synjað hefur verið um aðgang að og eðli máls samkvæmt þurfa þau því að hafa orðið til áður en upplýsingabeiðni er sett fram.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál kemur fram að lögin gildi um öll stjórnvöld sem falla undir gildissvið upplýsingalaga. Þá kemur fram í 2. tölul. sömu greinar að lögin gildi jafnframt um lögaðila sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu sem varðar umhverfið á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings við stjórnvöld sem falla undir 1. tölul. Ljóst er að Landsnet hf. fellur ekki undir 1. tölul. lagagreinarinnar en vegna hlutverks þess að lögum verður að telja að Landsnet hf. falli undir 2. tölul. greinarinnar. Landsnet hf. er, eins og fram hefur komið, lögaðili sem komið var á fót með lögum nr. 75/2004 sem annast flutning raforku og kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum III. kafla raforkulaga nr. 65/2003. Þá er Landsneti hf. heimilt að reka raforkumarkað.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006 falla einvörðungu þær upplýsingar undir lögin sem til verða eða aflað er í tilefni af hinu opinbera hlutverki eða þjónustu þeirra sem ákvæði 2. 1. mgr. taka til.</p> <p> </p> <p>Í 1. tölul. 1. gr. raforkulaga nr. 65/2003 kemur fram að markmið laganna sé að skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforkuafhendingar og annarra almannahagsmuna. Í 1. mgr. 27. gr. laganna segir að samkeppnislög gildi um atvinnustarfsemi sem lögin taki til. Í almennum athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna kemur fram að frumvarpið byggist á nýjum viðhorfum í raforkumálum sem rutt hafi sér til rúms víða um heim á undanförnum árum. Meginefni þeirra felist í því að skilja í sundur náttúrulega einkasöluþætti raforkukerfisins (flutning og dreifingu) og þá þætti þar sem samkeppni verði við komið (vinnslu og sölu). Í hinum almennu athugasemdum kemur ennfremur fram að frumvarpið byggi „á því að öll vinnsla, flutningur, dreifing og sala á raforku verði rekin á einkaréttarlegum grundvelli. Ætlunin [sé] að vinnsla og sala á raforku verði rekin á samkeppnisgrundvelli í markaðskerfi með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforkuafhendingar og annarra almannahagsmuna. Aftur á móti verði starfsemi þeirra fyrirtækja er annast flutning og dreifingu á raforku byggð á sérleyfi enda um náttúrulega einokun að ræða.“</p> <p> </p> <p>Kærði sinnir því opinberu hlutverki sem varðað getur umhverfið í skilningi 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál og fellur því undir gildissvið þeirra laga. Þykir því ljóst að upplýsingar og gögn í tengslum við kostnaðaráætlun Landsnets hf. frá árinu 2008 fyrir 200kV jarðstreng frá Blöndu til Akureyrar eru upplýsingar um umhverfismál er varða opinbert hlutverk Landsnets hf. í skilningi ákvæðisins.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál kemur fram að þeim aðilum sem falla undir 2. gr. er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál með þeim takmörkunum sem greinir í 6. gr. en þeim sé ekki skylt að afla sérstaklega upplýsinga til þess að láta almenningi þær í té nema ástand sé yfirvofandi sem haft geti skaðleg áhrif á umhverfið eða heilsu fólks eða dýra.</p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 6. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál kemur fram að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum um umhverfismál tekur ekki til gagna sem undanþegin eru aðgangi á grundvelli upplýsingalaga, efnis sem er í vinnslu eða ófullgerðra skjala eða gagna, en þá skal þó upplýst hvenær ætla megi að gögnin verði tilbúin, eða upplýsinga sem sérstök lagaákvæði um þagnarskyldu taka til.</p> <p> </p> <p>Þau gögn sem mál þetta lýtur að eru annars vegar kostnaðaráætlun sem kærði hefur ekki fundið þrátt fyrir ítarlega leit og hins vegar upplýsingar úr svokölluðum verðbanka Landsnets hf. Þá hefur kærði afhent úrskurðarnefndinni til að varpa ljósi á efni þess skjals sem ekki finnst nýja endurreiknaða kostnaðaráætlun vegna umræddrar framkvæmdar á grundvelli þeirra framkvæmda- og kostnaðarforsenda sem lágu fyrir árið 2008.</p> <p> </p> <p>Á grundvelli 15. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál er heimilt að bera synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að upplýsingum um umhverfismál samkvæmt lögum þessum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Kærði hefur eðli máls samkvæmt ekki synjað kæranda um aðgang að kostnaðaráætlun sem ekki finnst. Með vísan til þessa ber úrskurðarnefndinni að vísa þeim þætti kærunnar frá.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar úr verðbanka Landsnets hf. eru upplýsingar sem ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar í skilningi 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál heldur er um að ræða tölvugrunn sem inniheldur rauntölur undanfarinna verka. Tölvugrunnurinn inniheldur því ekki þá kostnaðaráætlun sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Aftur á móti inniheldur tölvugrunnurinn upplýsingar sem nota má við vinnslu slíkrar kostnaðaráætlunar.</p> <p> </p> <p>Þrátt fyrir að upplýsingar séu ekki fyrirliggjandi getur verið í undantekningatilvikum skylt að afla sérstakra upplýsinga um umhverfismál. Í 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál kemur fram að ekki sé skylt að afla sérstakra upplýsinga um umhverfismál nema ástand sé yfirvofandi sem haft geti skaðleg áhrif á umhverfið eða heilsu fólks eða dýra. Ekki verður talið að upplýsingar er varða kostnaðaráætlun Landsnets hf. frá árinu 2008 fyrir 200kV jarðstreng frá Blöndu til Akureyrar séu upplýsingar um yfirvofandi ástand sem getur haft skaðleg áhrif á umhverfið eða heilsu fólks eða dýra. Af þeim sökum ber að staðfesta synjun Landsnets hf. á að vinna sérstakar upplýsingar fyrir kæranda úr verðbankanum.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál áréttar að það skjal sem Landsnet hf. tók saman og afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í tilefni af máli þessu, sem fól í sér endurreiknaða kostnaðaráætlun vegna umræddrar framkvæmdar á grundvelli þeirra framkvæmda- og kostnaðarforsenda sem lágu fyrir árið 2008, er skjal sem varð til eftir að eftir að kærandi setti fram upplýsingabeiðni sína og hefur kæranda því ekki verið synjað um aðgang að því. Er því ekki fjallað um það skjal í máli þessu enda tekur kæruheimild 15. gr. laga nr. 140/2012 um upplýsingarétt um umhverfismál einungis til skjala sem synjað hefur verið um aðgang að og eðli máls samkvæmt þurfa þau því að hafa orðið til áður en upplýsingabeiðni er sett fram.</p> <p><br /> </p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Staðfest er synjun Landsnets hf., dags. 18. mars 2013, á beiðni [A] um upplýsingar úr verðbanka er varða kostnaðaráætlun Landsnets hf. frá árinu 2008 fyrir 200kV jarðstreng frá Blöndustöð til Akureyrar.</p> <p> </p> <p>Kæru [A], dags. 18. mars 2013, á hendur Landsneti hf. er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                                               Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
A-482/2013. Úrskurður frá 6. júní 2013 | Kærð var ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins varðandi aðgang að gögnum vegna sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-482/2013 um að ekki lægi fyrir synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og því væru skilyrði fyrir kæru til nefndarinnar ekki uppfyllt. Fyrirvari ráðuneytisins um hugsanlega gjaldtöku á grundvelli 3. mgr. 18. gr. laganna fæli ekki í sér synjun á afhendingu gagna og haggi hann því ekki framangreindri niðurstöðu. Kærunni var því vísað frá nefndinni. | <h3><a id="_Toc357608846" name="_Toc357608846"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></a></h3> <p>Hinn 6. júní 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-482/2013 í málinu ÚNU 13030003.</p> <p> </p> <h3><a id="_Toc357608847" name="_Toc357608847"><strong>Kæruefni</strong></a></h3> <p>Með bréfi, dags. 6. mars 2013, kærði [A] ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins varðandi aðgang að kvittunum vegna sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsatvik</strong></h3> <p>Forsaga málsins er sú að þann 15. maí 2012 fór kærandi fram á það við Fjársýslu ríkisins að fá afrit af afsölum og öðrum gögnum er sýndu hvernig greiðslum var háttað vegna sölu ríkisins á Sementverksmiðju ríkisins, Áburðarverksmiðju ríkisins, Símans, Síldarverksmiðju ríkisins, Íslenskum aðalverktökum og hlutum ríkisins í Kísiliðjunni og Orkuveitu Suðurnesja. Með bréfi Fjársýslu ríkisins, dags. 16. maí, var honum tjáð að það væri hlutverk fjármálaráðuneytisins að svara erindinu. Því var málið framsent fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem svaraði kæranda með bréfi dags. 18. september 2012. Með fylgdu þau gögn sem ráðuneytið kvað hafa verið unnt að afla. Einnig var upplýst að vegna aldurs gagnanna væri hluti þeirra kominn á Þjóðskjalasafn Íslands.</p> <p> </p> <p>Með bréfi til ráðuneytisins, dags. 21. janúar 2013, kvaðst kærandi ekki telja framangreint svar vera fullnægjandi. Í bréfinu segir m.a.:</p> <p> </p> <p>„Ég spyr, ef þessar eignir voru borgaðar, hvers vegna er þá ekki hægt að fá ljósrit af kvittunum sem hafa verið afhentar samkvæmt venjum og lögum um leið og eignirnar voru greiddar, […]“</p> <p> </p> <p>Ráðuneytið svaraði kæranda með bréfi, dags. 8. febrúar 2013. Með fylgdu afrit af greiðsluskjölum sem Fjársýsla ríkisins hafði útbúið fyrir ráðuneytið. Í bréfinu segir m.a.:</p> <p> </p> <p>„Yður hafa verið afhent ýmis gögn vegna máls þessa, m.a. skýrslur Ríkisendurskoðunar, afrit af ríkisreikningum frá þeim tíma sem sala eignanna fór fram, auk ítarlegra færslulista um greiðslur kaupverðs frá Seðlabanka Íslands og Fjársýslu ríkisins. Þessi gögn, auk þeirra gagna sem fylgja bréfi þessu, sýna svo ekki verður um villst að ríkissjóður hefur fengið kaupverð þessara eigna greitt. Af hálfu ráðuneytisins er máli þessu því lokið og mun það því ekki afla frekari gagna vegna sölu umræddra eigna.“</p> <p> </p> <p>Kærandi sendi kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 6. mars 2013. Í henni segir m.a.:</p> <p> </p> <p>„…ég fékk engin svör um það fyrr en ég fékk aðstoð [B], þá fékk ég afrit af þeim svörum sem hann fékk, og það var svo sem ágætt, en […] það vantar staðfestingu á að Síldarverksmiðjur hafi verið borgaðar og þá hvernig.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 8. mars 2013, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál umsagnar fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kæruna. Í svari þess, dags. 14. mars, segir m.a.:</p> <p> </p> <p>„Eftir að ráðuneytinu barst bréf frá úrskurðarnefndinni var aftur haft samband við Fjársýslu ríkisins og farið fram á að þeir leituðu að gögnum um SR-Mjöl hf. sem tók við rekstri Síldarverksmiðjunnar. Í gagnageymslu Fjársýslunnar fannst skjalakassi merktur SR-Mjöl hf. sem geymir afrit af uppgreiddum skuldabréfum sem gefin voru út vegna sölunnar. Vandinn er hins vegar sá að um mikið magn af gögnum er að ræða, þ.e. ríflega 1.000 bls. af skjölum og kvittunum. Ástæðan fyrir því er að í heildina voru gefin út 167 skuldabréf vegna sölunnar á nafni þeirra 25 aðila sem keyptu hlutabréfin í fyrirtækinu. Ráðuneytið telur óráðlegt að Fjársýsla ríkisins leggi í þá tímafreku vinnu að ljósrita öll þessi gögn sem eru af ýmsum stærðum og gerðum og heftuð saman í bak og fyrir. Ef farið er fram á að ráðuneytið afhendi ljósrit af gögnunum mun ráðuneytið fela öðrum að sjá um ljósritun þeirra í samræmi við 18. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 en ljósritunarkostnaðurinn fellur þá á [A]. Að mati ráðuneytisins er samt sem áður vel hægt að leyfa [A] að fá að skoða umrædd gögn í húsnæði Fjársýslunnar að kostnaðarlausu.“</p> <p> </p> <p><span>Hinn 19. mars áréttaði kærandi að hann óskaði „ljósrita af kvittunum eða þá svars á bréfsefni ráðuneytisins upp á það ef verksmiðjurnar hafa ekki verið borgaðar…“ Ráðuneytinu var kynnt þetta. Það svaraði með tölvupósti, dags. 3. apríl 2013, og kvað sitt fyrra svar standa óbreytt. Með tölvupósti, dags. 10. maí 2013, sendi ráðuneytið frekari skýringar um form kvittana. Þar segir: „</span><span>Hin eiginlega kvittun fyrir greiðslu kaupverðsins er áritun á hvert og eitt skuldabréf um að afborganirnar hafi verið greiddar.“</span></p> <p> </p> <p><span>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi kæranda bréf, dags. 17. apríl sl., gaf honum kost á að tjá sig um svar ráðuneytisins og tók fram að hefðu engin svör borist frá honum 4. maí 2013 mætti vænta þess að</span> <span>málið yrði fellt niður.</span></p> <p> </p> <p>Kærandi sendi nefndinni bréf, dags. 28. apríl sl. Með því fylgdu gögn frá hlutafélagaskrá, m.a. um aukningu hlutafjár í SR-mjöli hf., um stjórnarkjör og um samruna SR-mjöls hf. og Síldarvinnslunnar hf. o.fl. Í bréfinu segir m.a.:</p> <p> </p> <p>„…það sem þeir hjá ráðuneytinu halda fram á að ekki við rök að styðjast, það á ekki að þurfa neinn blaða eða pappírsbunka út af þessum fimm kvittunum því það voru tveir menn sem voru veitt prókúruumboð svo það voru ekki 25 manns sem voru að greiða fyrir verksmiðjurnar, […]“</p> <p> </p> <h3><a id="_Toc357608848" name="_Toc357608848"><strong>Niðurstaða</strong></a></h3> <p><a id="G15M1" name="G15M1">Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn.</a></p> <p> </p> <p>Eins og rakið er hér að framan var tilefni þess að kærandi sendi kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingarmál, dags. 6. mars 2013, sú að hann hefði ekki fengið gögn er fælu í sér staðfestingu þess að söluandvirði Síldarverksmiðju ríkisins hefði verið greitt. Samkvæmt bréfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 14. mars 2013, hafa nú fundist gögn þar að lútandi. Jafnframt liggur fyrir sú afstaða ráðuneytisins að kæranda sé heimilt að kynna sér gögnin og fá þau ljósrituð. Sökum mikils fjölda skjala muni kærandi hins vegar þurfa að bera kostnað vegna ljósritunarinnar, sbr. 3. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr.  140/2012.</p> <p> </p> <p><span>Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að ekki liggi fyrir synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að gögnum í skilningi 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og því séu skilyrði fyrir kæru til nefndarinnar ekki uppfyllt. Fyrirvari ráðuneytisins um hugsanlega</span> <span>gjaldtöku á grundvelli 3. mgr. 18. gr. laganna felur ekki í sér synjun á afhendingu gagna  og haggar hann því ekki framangreindri niðurstöðu</span><span>.</span></p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p> </p> <p>Kæru [A], dags. 6. mars 2013, er vísað frá nefndinni.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                                                   Friðgeir Björnsson</p> |
A-485/2013. Úrskurður frá 6. júní 2013 | Hagsmunasamtök heimilanna kærðu afgreiðslu velferðarráðuneytisins á beiðni um aðgang að reglugerð um störf kærunefndar greiðsluaðlögunarmála. Samtökin gerðu ekki athugasemd við efnislega afgreiðslu ráðuneytisins en óskuðu samt sem áður eftir því að úrskurðað yrði um þá hlið málsins sem snúi að töfum á afgreiðslu fyrirspurnarinnar. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum eða dráttur á svörum sem kæranlegur er skv. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 var málinu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <p> </p> <p>Hinn 6. júní 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð  nr. A-485/2013 í máli ÚNU 13030005.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></h3> <p>Með bréfi, dags. 12. mars 2013, kærði [A], f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, afgreiðslu velferðarráðuneytisins á beiðni, dags. 15. febrúar 2013, um aðgang að reglugerð um störf kærunefndar greiðsluaðlögunarmála. Laut kæran að því að erindi samtakanna til ráðuneytisins hefði ekki verið sinnt. Í kærunni kom jafnframt fram að samtökin hefðu upprunalega beint erindi sínu til kærunefndar um greiðsluaðlögunarmál en samrit þess var jafnframt sent til velferðarráðuneytisins. Þann 18. febrúar hafi erindi samtakanna verið áframsent af hálfu kærunefndar greiðsluaðlögunarmála til velferðarráðuneytisins með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Síðan hafi ekki borist nein svör hvorki frá kærunefndinni né ráðuneytinu.</p> <p> </p> <p>Í kærunni er bent á að í 4. mgr. 32. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga sé ráðherra falið að setja reglugerð um störf kærunefndar um greiðsluaðlögunarmál. Umrædd lög heyri undir velferðarráðherra. Hagsmunasamtök heimilanna telja að reglugerð þessi hljóti að vera gagn sem falli undir 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og skylt sé að veita almenningi aðgang að, sé þess óskað. Þá telja þau jafnframt að með því að svara ekki erindi þeirra hafi ráðuneytið að öllum líkindum brotið gegn 17. gr. upplýsingalaga, þar sem kveðið sé á um að hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku skuli skýra frá ástæðu tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Hagsmunasamtök heimilanna hafi ekki fengið slíkar upplýsingar.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi velferðarráðuneytinu afrit af kæru Hagsmunasamtaka heimilanna með bréfi, dags. 14. mars 2013. Í bréfi nefndarinnar var þar því beint til kærða að svara erindi kæranda eigi síðar en 25. mars, sbr. 1. mgr. 17. gr. og 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndinni barst afrit af bréfi velferðarráðuneytisins til Hagsmunasamtaka heimilanna, dags. 4. apríl 2013. Í bréfinu kemur fram að umbeðin reglugerð um störf kærunefndar greiðsluaðlögunarmála hafi ekki verið sett. Vísað er til þess að ráðuneytið hafi nú þegar hafið vinnu við endurskoðun laga um greiðsluaðlögun einstaklinga og stefnt sé að því að þeirri vinnu ljúki á vormánuðum 2013. Í ljósi þessa hafi verið ákveðið að fresta setningu reglugerðar um greiðsluaðlögun einstaklinga uns gerðar hafi verið nauðsynlegar breytingar á lögunum. Þá biðst ráðuneytið jafnframt velvirðingar á því hve dregist hafi að svara erindinu. </p> <p> </p> <p>Í tilefni af umsögn velferðarráðuneytisins sendi úrskurðarnefndin bréf til kæranda, dags. 9. apríl 2013, þar sem fram kom að nefndin teldi ekki vera ástæða til að aðhafast frekar í málinu nema að kærandi teldi að sér hefði verið synjað um aðgang að einhverjum umbeðnum fyrirliggjandi gögnum.</p> <p> </p> <p>Samtökin svöruðu með bréfi, dags. 18. apríl 2013, og kemur þar fram að þau telji að upphaflegri beiðni hafi verið svarað að fullu.  Samtökin óski samt sem áður eftir því að úrskurðað verði um þá hlið málsins sem snúi að töfum á afgreiðslu fyrirspurnarinnar.</p> <p> </p> <p>Í kjölfar þessa óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál, með bréfi dags. 27. maí 2013, eftir skýringum velferðarráðuneytisins á þeim töfum sem urðu á afgreiðslu á beiðni Hagsmunasamtaka heimilanna og ástæðu þess að ekki var skýrt frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar mætti vænta, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p> </p> <p>Svar ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 3. júní 2013. Þar kemur fram að það sé ávallt markmið ráðuneytisins að afgreiða erindi eins fljótt og unnt er og innan þeirra fresta sem lög kveði á um. Fjöldi erinda sem hafi borist ráðuneytinu ásamt fjölmörgum verkefnum öðrum sem starfsmenn ráðuneytisins þurfi að sinna hafi hins vegar leitt til þess að því miður hafi ekki náðst svara innan frestsins. Er jafnframt bent á að gætt sé að því að erindum sé svarað í þeirri röð sem þau berast ráðuneytinu svo jafnræðis sé gætt að því leyti sem unnt sé. Umræddan drátt á svörum ráðuneytisins á beiðni Hagsmunasamtaka heimilanna sé því að rekja til mikilla anna innan ráðuneytisins á þeim tíma er erindið barst ráðuneytinu.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p>Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn.</p> <p> </p> <p>Eins og rakið er hér að framan hefur velferðarráðuneytið nú afgreitt beiðni Hagsmunasamtaka heimilanna, dags. 15. febrúar 2012, um aðgang að reglugerð um störf kærunefndar greiðsluaðlögunarmála. Jafnframt liggur fyrir að samtökin gera ekki athugasemd við efnislega afgreiðslu ráðuneytisins, sbr. bréf samtakanna til úrskurðarnefndarinnar 18. apríl 2013. Samtökin telja hins vegar að ráðuneytið hafi ekki afgreitt beiðnina nógu fljótt og þannig brotið gegn málshraðareglum stjórnsýsluréttar, sbr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. áður 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt sé. Í 4. mgr. 9. gr. segir að dragist afgreiðsla máls óhæfilega sé heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verði kærð til. Í athugasemdum við 4. mgr. 9. gr. í frumvarpi því sem varð að stjórnsýslulögum segir að heimild þessa skuli skoða í því ljósi að skv. 2. mgr. 26. gr. laganna sé gengið út frá því að ekki sé hægt að kæra þær ákvarðanir, sem ekki binda enda á stjórnsýslumál, fyrr en málið hefur verið til lykta leitt. Því sé 4. mgr. 9. gr. undantekning frá þeirri reglu. Af framangreindu verður ráðið að ákvæði 4. mgr. 9. gr. sé einkum ætlað að tryggja að æðra stjórnvald geti knúið á um að lægra sett stjórnvald taki ákvörðun í máli hafi það dregist úr hófi. Í athugasemdum við 20. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 er bent á umrætt ákvæði 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Segir í athugasemdunum að af ákvæðinu leiði að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti í ákveðnum tilvikum verið valdbær til að taka til meðferðar mál þar sem sá sem afgreiðir beiðni hefur dregið afgreiðsluna án réttmætra ástæðna.</p> <p> </p> <p>Dragi stjórnvald óhæfilega að afgreiða mál á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 getur sá er biður um upplýsingar þannig skotið málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Upphafleg kæra Hagsmunasamtaka heimilanna laut að drætti á svörum. Sú aðstaða er hins vegar ekki lengur uppi enda hefur velferðarráðuneytið nú afgreitt beiðni samtakanna og þau gera ekki efnislegar athugasemdir við þá afgreiðslu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur jafnframt rétt að geta þess að fyrir liggur viðurkenning ráðuneytisins á því að beiðni samtakanna hafi ekki verið afgreidd í samræmi við lögboðna fresti, sbr. bréf ráðuneytisins til nefndarinnar, dags. 3. júní 2013, og verður ekki séð að aðila greini á um það atriði.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt framangreindu liggur ekki fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum eða dráttur á svörum sem kæranlegur er skv. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þeim sökum ber að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Kæru Hagsmunasamtaka heimilanna, dags. 12. mars 2013, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p><br /> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                             Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
A-487/2013. Úrskurður frá 6. júní 2013 | Kærð var ákvörðun Þjóðskjalasafn Íslands um að synja um aðgang að skýrslum nokkurra nafngreindra einstaklinga í skjalasafni rannsóknarnefndar Alþingis. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-487/2013 þar sem farið var yfir efni hverrar skýrslu og lagagrundvöll synjunar í hverju tilviki. Synjunin var staðfest. | <h3><strong>Úrskurður</strong></h3> <p>Hinn 6. júní 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-487/2013</p> <h3> <br /> <strong>Kæruefni</strong></h3> <p> </p> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 28. mars 2012, kærði [A] lögfræðingur ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 13. mars 2012, um að synja aðgangi að skýrslum nokkurra nafngreindra einstaklinga í skjalasafni rannsóknarnefndar Alþingis. Nánar tiltekið er um að ræða eftirfarandi skýrslur:          </p> <p> </p> <p>Skýrslu [B], frá 22. september 2009.</p> <p>Skýrslur [C], [D] og [E], frá 31. júlí 2009.</p> <p>Skýrslur [F], frá 10. ágúst 2009 og 9. september 2009.</p> <p>Skýrslur [G], frá 16. september 2009 og 21. september 2009.</p> <p>Skýrslur [H], frá 23. mars 2009, 6. ágúst 2009, 5. október 2009 og 8. febrúar 2010.</p> <p>Skýrslu [I] frá 19. mars 2009.</p> <p>Skýrslur [J] frá 7. ágúst 2009, 12. ágúst 2009 og 4. janúar 2010.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsatvik</strong></h3> <p> </p> <p>Atvik málsins eru þau að með bréfi til Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 4. nóvember 2011, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum og skjölum sem tengdust Kaupþingi, hvort heldur þau væru á rafrænu eða prentuðu formi, sem rannsóknarnefnd Alþingis aflaði og/eða hafði undir höndum í tengslum við gerð skýrslu sinnar sem skilað var 12. apríl 2010.</p> <p> </p> <p>Í bréfi kæranda til þjóðskjalasafnsins kom fram að nánar tiltekið væri óskað eftir aðgangi að  skýrslum sem nefndin hefði tekið af stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings og eftir atvikum öðrum aðilum þar sem Kaupþing hefði verið til umræðu, tölvupóstsamskiptum og öðrum skriflegum samskiptum hvort heldur innbyrðis eða við aðra aðila, fundargerðir stjórnar Kaupþings og nefnda bankans, þ. á m. lánanefnda Kaupþings, lánasamningum, minnisblöðum, lögfræðiálitum, skýrslum endurskoðenda, lausafjárskýrslum o.fl. er viðkæmi bankanum. Í viðhengjum við bréfið voru nánar tilgreind gögn sem óskað var aðgangs að.</p> <p> </p> <p>Í beiðni kæranda var vísað til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, 9. gr. laga nr. 66/1985, um Þjóðskjalasafn Íslands, og 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Jafnframt var vísað til þess að umræddar upplýsingar sem birtar væru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis væru þess eðlis að trúnaðarreglur og þagnarskylda giltu ekki um þær, burtséð frá því hvort slíkar reglur eða skuldbindingar hefðu á einhverjum tímapunkti hvílt á upplýsingunum eða bankanum. Ennfremur var m.a. bent á að Kaupþing væri undir stjórn skilanefndar og hefði ekki fjárhagslega eða viðskiptalega hagsmuni af því að halda leyndum upplýsingum um atburði sem áttu sér stað fyrir október 2008.</p> <p> </p> <p>Í beiðninni var einnig vísað til 7. gr. upplýsingalaga, um aðgang að hluta skjals, innihéldi hluti gagnanna upplýsingar sem féllu undir þagnarskyldu, t. a. m. skv. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.</p> <p> </p> <p>Að lokum var þess óskað að Þjóðskjalasafn Íslands tilkynnti hvenær gera mætti ráð fyrir því að gögnin yrðu gerð aðgengileg. Í bréfinu sagði svo orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Til þess að hraða viðbrögðum og með hliðsjón af 9. gr. laga nr. 37/1993, er ekki óskað eftir einu heildarsvari vegna allra tilgreindra skjala, heldur, eftir því sem Þjóðskjalasafnið tekur ákvörðun um hóp skjala og/eða um einstakt skjal, að slík ákvörðun verði gerð undirrituðum kunn við fyrsta tækifæri.“</p> <p> </p> <p>Þjóðskjalasafn Íslands afgreiddi beiðni kæranda í nokkrum hlutum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur þegar fjallað um þrjár synjanir Þjóðskjalasafns Íslands um aðgang að skýrslum 17 nafngreindra einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Vísast um þetta til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 18. júní 2012 í máli nr. A-419/2012, úrskurðar nefndarinnar frá 22. nóvember 2012 í máli nr. 458/2012 og úrskurðar nefndarinnar frá 3. maí 2013 nr. A-480/2013. Eins og rakið er hér í upphafi lýtur þessi úrskurður að afgreiðslu þjóðskjalasafnsins á beiðni kæranda, sbr. bréf safnsins dags. 13 mars 2012.</p> <p> </p> <p>Í bréfi Þjóðskjalasafns Íslands er rakið að í lögum nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða sé fjallað um afhendingu gagna, sem aflað hafi verið vegna rannsóknarinnar, og gagnagrunna, sem orðið hafa til í störfum hennar til Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. 5. mgr. 17. gr. og 18. gr. laganna. Í 5. mgr. 17. gr. sé tekið fram að gögn, sem aflað hafi verið vegna rannsóknarinnar, skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands að rannsókn nefndarinnar lokinni. Um aðgang að þeim fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Þjóðskjalasafn Íslands hafi farið ítarlega yfir umbeðnar skýrslur og hafi fyrrnefndir úrskurðir úrskurðarnefndar um upplýsingamál verið hafðir til hliðsjónar. Skýrslurnar séu mislangar, allt frá sex blaðsíðum upp í 174 blaðsíður að lengd. Um einstakar skýrslur segir eftirfarandi:</p> <p> </p> <p>„Skýrsla [B], dags. 22. september 2009, er 17 blaðsíður að lengd, en [B] var stjórnarmaður í […] og sat í stjórn […]. Upplýsingar í skýrslunni lúta að mestu leyti að málefnum stjórnar […] og stjórnar […]. Að mati Þjóðskjalasafns eru upplýsingarnar þess efnis að þær falli undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, og eftir atvikum 1. mgr. 32. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem Þjóðskjalasafni er óheimilt að veita aðgang að, sbr. 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008, 1. mgr. 32. gr. laga nr. 129/1997 og gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá eru og upplýsingar á stöku stað sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem telja verður, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga, sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari. Þótt efni skýrslunnar á einstökum stöðum falli ekki beint undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna eða þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og 1. mgr. 32. gr. laga nr. 129/1997, verður, í ljósi efnis hennar og þess samhengis sem þessir efnisþættir skapa milli þeirra efnisþátta sem lúta fyrrgreindum takmörkunum og þagnarskyldu, að líta svo á að þagnarskyldan og takmarkanirnar eigi við um skýrsluna í heild sinni. Kemur því ekki til álita að veita aðgang að hluta skýrslunnar samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Skýrslur [C], [D] og [E], dags. 31. júlí 2009, er 59 blaðsíður að lengd. Um er að ræða þrjá […] og upplýsingar í skýrslunni lúta að miklu leyti að störfum þeirra fyrir tiltekna viðskiptavini, m.a. […]. Að mati Þjóðskjalasafns eru upplýsingarnar þess eðlis að þær falli undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sbr. og 1. mgr. 30. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur, sem Þjóðskjalasafni er óheimilt að veita aðgang að, sbr. 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þótt efni skýrslunnar á einstökum stöðum falli ekki beint undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, verður, í ljósi efnis hennar og þess samhengis sem þessir efnisþættir skapa milli þeirra efnisþátta sem lúta fyrrgreindri þagnarskyldu, að líta svo á að þagnarskyldan eigi við um skýrsluna í heild sinni. Kemur því ekki til álita að veita aðgang að hluta skýrslunnar samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Alls voru teknar átta skýrslur af þeim [F], [G] og [H] á tímabilinu mars 2009 til febrúar 2010, en allir störfuðu þeir í […] haustið 2008. Skýrslurnar eru misjafnar að lengd, flestar á milli 34-174 blaðsíður en ein er sex blaðsíður að lengd. Upplýsingar í skýrslunum lúta að miklu leyti að samskiptum […] við eftirlitsskylda aðila og að innri starfsemi stofnunarinnar, sem Þjóðskjalasafn telur, með vísan til 1. og 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, að séu þess efnis að þær falli undir framangreind þagnarskylduákvæði. Þótt efni skýrslnanna á einstökum stöðum falli ekki beint undir þagnarskylduákvæði 1. og 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, verður, í ljósi efnis skýrslnanna og þess samhengis sem þessir efnisþættir skapa milli þeirra efnisþátta sem lúta fyrrgreindri þagnarskyldu, að líta svo á að hún eigi við um skýrslurnar í heild sinni. Kemur því ekki til álita að veita aðgang að hluta skýrslnanna samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Alls voru teknar fjórar skýrslur af fyrrverandi […], þeim [I] og [J], á tímabilinu mars 2009 til janúar 2010. Skýrslurnar eru mislangar, allt frá 49 blaðsíðum til 114 blaðsíður að lengd. Upplýsingar í skýrslunum fjalla að stórum hluta um samskipti bankans við fjármálafyrirtæki á Íslandi og um málefni þeirra og hagi. Að mati Þjóðskjalasafns er um að ræða viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og upplýsingarnar sem þá varðar, þess efnis að þær fall undir framangreint þagnarskylduákvæði. Þá eru í skýrslunum einnig upplýsingar sem lúta að innri starfsemi og málefnum Seðlabankans, sem Þjóðskjalasafn telur að falli einnig undir framangreint þagnarskylduákvæði. Þótt efni skýrslnanna á einstökum stöðum falli ekki beint undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, verður, í ljósi efnis skýrslnanna og þess samhengis sem þessir efnisþættir skapa milli þeirra efnisþátta sem lúta fyrrgreindri þagnarskyldu, að líta svo á að hún eigi við um skýrslurnar í heild sinni. Kemur því ekki til álita að veita aðgang að hluta skýrslnanna samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Að þessu virtu og með vísan til 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, 1. og 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, 1. mgr. 32. gr. laga nr. 129/1997, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og 5. gr. upplýsingalaga, er Þjóðskjalasafni óheimilt að veita aðgang að framangreindum skýrslum.</p> <p> </p> <p>Með vísan til alls framangreinds er beiðni yðar um aðgang að ofangreindum skýrslum fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hafnað.“</p> <p> </p> <p>Í bréfinu er jafnframt m.a. vakin athygli á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Framangreind ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi 28. mars 2012.</p> <p> </p> <p>Í kæru er því haldið fram að niðurstaða Þjóðskjalasafns Íslands fái ekki staðist og rökstuðningur ákvörðunarinnar sé í andstöðu við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga sem og ákvæða upplýsingalaga. Rétt hefði verið að veita aðgang að skýrslunum, jafnvel þótt slíkur aðgangur hefði verið að hluta þeirra.</p> <p> </p> <p>Í kærunni er það rakið að í samræmi við 7. gr. upplýsingalaga beri að veita aðgang að þeim hluta skjals sem takmarkanir á upplýsingarétti eigi ekki við um. Þegar upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptavina, sbr. ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, sé að ræða í skjali beri stjórnvaldi því að afmá nöfn viðskiptavinanna og veita aðgang að skjalinu án þeirra auðkenna. Jafnvel þótt meirihluti skjals kunni að vera bundinn aðgangstakmörkunum á grundvelli upplýsingalaga breyti það í engu að aðgangur á grundvelli 7. gr. skuli leyfður. Þá verði að líta til þess að þrátt fyrir að stjórnvald telji þær upplýsingar, sem ekki séu bundnar takmörkunum það veigalitlar eða í samhengi heildarskjalsins, ekki þess eðlis að þær hafi þýðingu eða jafnvel taki þá afstöðu að efni skýrslunnar á stöku stað lúti ekki þagnarskyldu að stjórnvald geti ekki tekið ákvörðun um að hafna aðgang að skjalinu í heild samhengisins vegna. Slíkt mat og slík ákvörðunartaka sé andstæð lögmætisreglu og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins og jafnframt í verulegri andstöðu við tilgang upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Þá verði að telja það verulega ólíklegt að í skýrslum sem nái allt að 174 blaðsíðum að lengd sé engin hluti eða kafli sem þagnarskylda hvíli ekki á, enda viðurkenni Þjóðskjalasafn Íslands að efni skýrslnanna á stöku stað lúti, að þeirra mati, ekki takmörkunum eða þagnarskylduákvæðum laga. Í þessu samhengi ítrekar kærandi að það sé ekki stjórnvalds að meta hvort viðtakanda upplýsinganna þyki tilteknar upplýsingar veigalitlar. Þannig geti t.a.m. þær spurningar sem rannsóknarnefnd spurði einstaklinga við skýrslutöku haft mikla þýðingu fyrir upplýsingabeiðanda þó að svörin sem veitt voru kunni að lúta þagnarskyldu á grundvelli 58. gr. laga nr. 161/2002, jafnvel geti upplýsingar um að ákveðnar grunnstaðreyndir s.s. að viðkomandi einstaklingur hafi verið undirmaður einhvers annars einstaklings hjá vinnuveitanda sínum á ákveðnu tímabili verið mikilvægar fyrir upplýsingabeiðanda og jafnvel forsenda þess að upplýsingabeiðandi óski eftir gögnunum. Það sé í andstöðu við tilgang upplýsingalaga og samræmist ekki lýðræðishefðum ef hægt sé að synja um aðgang að öllu skjali þegar hluti skjals lúti þagnarskyldu, burtséð frá því hve mikill hluti skjalsins um er að ræða.</p> <p> </p> <p>Þá hafnar kærandi því að þau ákvæði um þagnarskyldu sem Þjóðskjalasafn vísar til í ákvörðun sinni séu sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi upplýsingalaga. Vísar kærandi til þess að í fylgiskjali með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum hafi verið ýmis dæmi um „almenn ákvæði laga um þagnarskyldu“ og einnig dæmi um „sérákvæði laga um þagnarskyldu“. Með vísan til ákvæða upplýsingalaga, frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum og fylgiskjala þess telur kærandi ljóst að 32. gr. laga nr. 129/1997 geti ekki takmarkað aðgang að skýrslu [B]. Verði því ekki fallist á að hægt sé að neita um aðgang að þeim upplýsingum sem lúta almennum ákvæðum laga um þagnarskyldu.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Með bréfi, dags. 3. apríl 2012, var Þjóðskjalasafni Íslands kynnt framkomin kæra og um leið gefinn frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu í trúnaði látin í té gögn málsins.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir kærða ásamt gögnum málsins bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 20. apríl 2012, en þar voru einnig áréttuð þau sjónarmið sem áður höfðu komið fram í synjun á beiðni kæranda. Þessar athugasemdir voru kynntar kæranda, en engar athugasemdir bárust frá honum.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði þeim einstaklingum sem gáfu skýrslurnar, sem mál þetta lýtur að, bréf, dags. 10. apríl 2013. Í bréfunum óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu þeirra til beiðni kæranda um aðgang að skýrslunum. Allir lögðust þeir gegn því að veittur yrði aðgangur að skýrslunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki tilefni til að kynna kæranda þau svör, enda liggur fyrir afstaða hans til þeirra sjónarmiða sem þar koma fram.</p> <p> </p> <p> </p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar Þjóðskjalasafn Íslands tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Var hún því byggð á efnisákvæðum þeirra laga.</p> <p>Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Eins og rakið er hér að framan lýtur mál þetta að lögmæti synjunar Þjóðskjalasafns Íslands á aðgangi að skýrslum níu tilgreindra einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Kæranda var gerð grein fyrir synjun Þjóðskjalasafns með bréfi, dags. 13. mars 2012. Heimild kæranda til að kæra synjun Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að finna í 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Þær skýrslur sem úrskurður þessi lýtur að eru nánar tiltekið:</p> <p> </p> <ol start="1"> <li>Skýrsla [B], frá 22. september 2009.</li> <li>Skýrslur [C], [D] og [E],  frá 31. júlí 2009.</li> <li>Skýrslur [F], frá 10. ágúst 2009 og 9. september 2009.</li> <li>Skýrslur [G], frá 16. september 2009 og 21. september 2009.</li> <li>Skýrslur [H], frá 23. mars 2009, 6. ágúst 2009, 5. október 2009 og 8. febrúar 2010.</li> <li>Skýrsla [I] frá 19. mars 2009.</li> <li>Skýrslur [J] frá 7. ágúst 2009, 12. ágúst 2009 og 4. janúar 2010.</li> </ol> <p> </p> <p>Kærandi byggir heimild sína til að fá aðgang að skýrslunum einkum á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þjóðskjalasafnið byggir synjun sína um aðgang á 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, 1. mgr. 32. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, 1. mgr. 30. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur, 1. og 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og loks á 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Um störf rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað í lögum nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, með síðari breytingum. Í 5. mgr. 17. gr. þeirra laga segir orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Að rannsókn nefndarinnar lokinni skulu gögn, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, færð á Þjóðskjalasafn Íslands. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.“</p> <p> </p> <p>Tilvitnuðu ákvæði var bætt við frumvarp til laganna við þinglega meðferð þess að tilstuðlan allsherjarnefndar. Í áliti nefndarinnar sagði m.a.:</p> <p> </p> <p>„Þá komu einnig fram ábendingar fyrir nefndinni um að í frumvarpinu sé ekki fjallað um hvernig háttað skuli varðveislu þeirra gagna sem aflað er vegna rannsóknarinnar og aðgangi almennings að þeim. Nefndin leggur því til að skýrt verði kveðið á um hvernig fari um þessi atriði og leggur til að við 17. gr. frumvarpsins verði bætt ákvæði sem fjalli sérstaklega um það að gögn skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands að störfum nefndarinnar loknum, sem og að um aðgang að þeim þar fari eftir ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í framangreindu mundi m.a. felast að við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að umræddum gögnum yrði að meta hvort rétt væri að takmarka aðgang með vísan til 5. gr. upplýsingalaga um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Um aðgang að gögnum um slík málefni færi einnig eftir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þess efnis að takmarkanir á aðgangi að gögnum falli niður 80 árum eftir að þau urðu til. Við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að gögnum bæri og að virða ákvæði laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þar á meðal ákvæði 7. gr. um sanngirni og meðalhóf.“ (Alþt. 2008-2009, A-deild, bls. 1567-1568.)</p> <p> </p> <p>Með ákvæði 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 hefur löggjafinn með skýrum hætti kveðið á um að þau gögn sem rannsóknarnefndin aflaði vegna rannsóknar sinnar skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands og að um aðgang að þeim skuli fara eftir ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p> </p> <p>Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1. mgr. 58. gr. segir:</p> <p> </p> <p>„Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p> </p> <p>Í 2. mgr. 58. gr. segir svo:</p> <p> </p> <p>„Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“</p> <p> </p> <p>Samkvæmt síðast tilvitnuðu ákvæði flyst sú þagnarskylda sem kveðið er á um í 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 yfir á þann sem veitir viðtöku þeim upplýsingum sem undir ákvæðið falla. Samkvæmt þessu er Þjóðskjalasafn Íslands bundið þagnarskyldu varðandi upplýsingar sem rannsóknarnefnd Alþingis færði safninu til varðveislu að því leyti sem þær falla undir 1. mgr. 58. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Eins og sjá má af texta 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 þá hvílir þagnarskylda á öllu því sem starfsmenn fjármálafyrirtækis fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns „og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess“. Samkvæmt orðalagi sínu veitir þetta ákvæði því ekki vernd gegn því að upplýsingar séu veittar er varða fjármálafyrirtækið sjálft, heldur aðeins viðskiptamenn þess.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt framangreindu verður að byggja á því að varði þær upplýsingar sem koma fram í þeim gögnum sem óskað hefur verið aðgangs að „viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna bankans“ geti þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 átt við um þær. Að því leyti sem upplýsingarnar kunna að lúta að starfsmanninum persónulega eða bankanum sjálfum ber hins vegar að taka til skoðunar hvort beita eigi  ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.</p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 32. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða segir:</p> <p> </p> <p>„<a id="G32M1" name="G32M1">Stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og aðrir starfsmenn, svo og endurskoðendur lífeyrissjóðs, eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um í starfi og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.</a>“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki unnt að líta á tilvitnað ákvæði 1. mgr. 32. gr. laga nr. 129/1997 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem þeir einstaklingar sem bundnir eru af ákvæðinu veittu rannsóknarnefnd Alþingis upplýsingar sem kunna að falla undir ákvæðið ber að taka til skoðunar hvort beita eigi  ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.</p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 30. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur segir:</p> <p> </p> <p><a id="G30M1" name="G30M1">„Endurskoðendur, starfsmenn endurskoðenda, eftirlitsaðilar og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu endurskoðenda eða eftirlitsaðila eru bundnir þagnarskyldu um allt það er þeir kunna að komast að vegna starfa sinna og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að skylt sé að veita upplýsingar fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.“</a></p> <p> </p> <p>Í 2. mgr. segir síðan:</p> <p> </p> <p><span>„Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er endurskoðendaráði heimilt að láta erlendum eftirlitsaðilum eða lögbærum yfirvöldum erlendis í té upplýsingar að því tilskildu að viðkomandi erlendir aðilar uppfylli kröfur um samsvarandi þagnarskyldu og séu undir eftirliti í sínu heimalandi. Með upplýsingar, sem eftirlitsaðili fær frá framangreindum erlendum aðilum og einkenndar eru sem trúnaðarmál eða eru það eðli máls samkvæmt, skal fara að hætti 1. mgr.</span><span>“</span></p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki unnt að líta á tilvitnað ákvæði 1. mgr. 30. gr. laga nr. 79/2008 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem þeir einstaklingar sem bundnir eru af ákvæðinu veittu rannsóknarnefnd Alþingis upplýsingar sem kunna að falla undir ákvæðið ber að taka til skoðunar hvort beita eigi  ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.</p> <p> </p> <p>Í 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1.-4. mgr. 13. gr. segir eftirfarandi:</p> <p> </p> <p>„Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.</p> <p> </p> <p>Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin telur að líta beri á tilvitnuð ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, sem sérstök ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í þeim eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands eru ákvæði um þagnarskyldu. <a id="G35M1" name="G35M1">Í 1.-4. mgr. segir eftirfarandi:</a></p> <p> </p> <p>„Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> <p> </p> <p>Bankaráðsmönnum, seðlabankastjóra, aðstoðarseðlabankastjóra, nefndarmönnum í peningastefnunefnd og öðrum starfsmönnum Seðlabankans er óheimilt að nýta sér trúnaðarupplýsingar, sem þeir komast yfir vegna starfs síns í bankanum, í þeim tilgangi að hagnast eða forðast fjárhagslegt tjón í viðskiptum.</p> <p> </p> <p>Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að eiga gagnkvæm upplýsingaskipti við opinbera aðila erlendis um atriði sem lög þessi taka til að því tilskildu að sá sem óskar upplýsinga sé háður samsvarandi þagnarskyldu.</p> <p> </p> <p><span>Seðlabanki Íslands skal veita Fjármálaeftirlitinu allar upplýsingar sem bankinn býr yfir og nýtast kunna í starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Upplýsingar sem veittar eru samkvæmt þessari grein eru háðar þagnarskyldu samkvæmt lögum þessum og lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið skulu gera með sér samstarfssamning þar sem m.a. er kveðið nánar á um samskipti stofnananna.</span><span>“</span></p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin telur að líta beri á tilvitnuð ákvæði 35. gr. laga nr. 36/2001, með síðari breytingum, sem sérstök ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í þeim eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er að finna í 3. gr. laganna. Þar kemur fram að stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem leiðir  af ákvæðum 4.-6. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Í skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 kemur fram að aðgangur almennings að upplýsingum verði „almennt ekki takmarkaður á grundvelli ákvæða 5.-6. gr. nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingar eru veittar.“</p> <p> </p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: <a id="G5M1" name="G5M1">„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</a>“</p> <p> </p> <p>Ákvæði 5. gr. upplýsingalaga felur í sér tvær mikilvægar undantekningar á upplýsingarétti almennings skv. 3. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Í fyrri málslið ákvæðisins er mælt fyrir um það hvenær rétt sé að halda upplýsingum leyndum vegna einkahagsmuna einstaklinga. Ýmsar af þeim upplýsingum sem varða einkahagi einstaklinga eru þess eðlis að almennt ber að telja sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt í skilningi 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Á það til dæmis við um þær upplýsingar sem skilgreindar eru sem viðkvæmar persónuupplýsingar í 8. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í ákveðnum tilvikum veltur það hins vegar á heildarmati á þeim upplýsingum sem um ræðir, gagnvart þeirri meginreglu sem birtist í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga og tilgangi hennar. Í slíkum tilvikum verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi einstaklings eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja.</p> <p> </p> <p>Í 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að sömu takmarkanir skuli gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Við mat á því hvort ákvæðið eigi við þarf að líta til þess hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Um beitingu ákvæðisins vísast nánar til fyrri úrskurða nefndarinnar, sbr. t.d. úrskurð í máli A-234/2006, en rétt er að árétta að við beitingu þess verður jafnframt að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999.</p> <p> </p> <p>Hvað varðar þýðingu 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að enda þótt fyrirtæki sé í þrotameðferð eða undir stjórn skilanefndar er ekki loku fyrir það skotið að ákvæðið eigi við um upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess, enda sé enn um virka viðskipta- eða fjárhagshagsmuni að ræða. Verður við mat á því að líta til aðstæðna eins og þær eru í hverju tilfelli þegar óskað er aðgangs að upplýsingunum.</p> <p> </p> <p><strong>6.</strong></p> <p>Sú beiðni sem hér er til meðferðar lýtur að aðgangi að gögnum sem til urðu við starfsemi rannsóknarnefndar Alþingis sem starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Við beitingu ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga í því máli sem hér um ræðir er til viðbótar við framangreind atriði nauðsynlegt að horfa jafnframt til ákvæða þeirra laga.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 142/2008 var skylt að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að láta í té upplýsingar, gögn og skýringar sem hún fór fram á. Samkvæmt 3. mgr. 6. gr. sömu laga var skylt að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að veita upplýsingar þótt þær væru háðar þagnarskyldu. Í 1. mgr. 8. gr. var sérstaklega tekið fram að sérhverjum væri skylt að koma fyrir nefndina til skýrslutöku krefðist hún þess. Brot á þeirri skyldu að veita nefndinni upplýsingar gat skv. 11. gr. varðað refsingu.</p> <p> </p> <p>Eins og kunnugt er skilaði rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem gerð var opinber í samræmi við ákvæði IV. kafla laga nr. 142/2008 þar sem birtar voru m.a. upplýsingar sem fram komu við skýrslutökur og nefndin taldi nauðsynlegt að almenningur hefði aðgang að. Í 4. mgr. 4. gr. laganna kemur fram að þagnarskylda nefndarmanna og þeirra er unnu að rannsókninni stóð því ekki í vegi að rannsóknarnefndin gæti birt upplýsingar sem annars töldust háðar þagnarskyldu, ef nefndin teldi slíkt nauðsynlegt til að rökstyðja niðurstöður sínar. Í  ákvæðinu kom fram að nefndin skyldi því aðeins birta upplýsingar um persónuleg málefni einstaklinga, þ.m.t. fjármál þeirra, að verulegir almannahagsmunir af því að birta upplýsingarnar vægju þyngra en hagsmunir þess einstaklings sem í hlut ætti.</p> <p> </p> <p>Framangreind ákvæði laga nr. 142/2008, sem lúta að víðtækum skyldum einstaklinga til að láta rannsóknarnefnd Alþingis í té upplýsingar, eru til þess fallin að hafa áhrif á mat á því hvort sanngjarnt sé, gagnvart þeim einstaklingum sem skýrslurnar veittu, að efni þeirra verði gert opinbert.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í þessu sambandi einnig horft til þess að af gögnum málsins ber, að mati nefndarinnar, að draga þá ályktun að þeim einstaklingum sem gáfu skýrslur fyrir rannsóknarnefndinni hafi gjarnan verið heitið trúnaði um upplýsingagjöf þeirra. Þótt þetta atriði, eitt og út af fyrir sig, standi ekki í vegi fyrir aðgangi almennings að skýrslunum, sem eins og áður segir ræðst af ákvæðum upplýsingalaga en ekki slíkum almennum yfirlýsingum sem fram hafa komið við skýrslutökur, telur úrskurðarnefndin að við mat á því hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, geti það haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um. Vísast um þetta m.a. til  úrskurðar nefndarinnar frá 29. ágúst 2012 í máli nr. A-443/2012 og úrskurðar nefndarinnar frá 10. nóvember 1997 í máli nr. A-28/1997.</p> <p> </p> <p><strong>7.</strong></p> <p>Af framangreindu má ljóst vera að ólíkar upplýsingar í einu og sama gagninu, í þessu tilfelli skýrslu sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, geta fallið undir ólík lagaákvæði er tryggja misríkan aðgang almennings, allt eftir því um hvaða upplýsingar er að ræða.</p> <p> </p> <p>Verður nú vikið að þeim einstöku skýrslum sem mál þetta lýtur að.</p> <p> </p> <p>Skýrsla [B], dags. 22. september 2009, er 17 blaðsíður að lengd. [B] var stjórnarmaður í […] og sat í stjórn […]. Í skýrslunni ræðir [B] um samskipti íslenskra lífeyrissjóða við ýmis tilgreind fyrirtæki í íslensku atvinnulífi og samskipti innan […] og stefnumótun sjóðsins. [B] ræðir um ákvarðanir sem teknar voru á vettvangi stjórnar […] og samskipti stjórnarmanna. Að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjörðar sem gilti um skýrslugjöfina fyrir rannsóknarnefnd Alþingis telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að með tilliti til hagsmuna [B] beri að fella þessar upplýsingar undir 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í skýrslunni ræðir [B] einnig um ákvarðanir sem vörðuðu tiltekna viðskiptamenn bankans. Þær upplýsingar eru þess eðlis að þær falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni var því rétt, með vísan til 2. mgr. 58. gr. síðarnefndu laganna, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að synja um aðgang að skýrslunni að þessu leyti. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p> </p> <p>Skýrsla [C], [D] og [E], dags. 31. júlí 2009, er 59 blaðsíður að lengd. Mennirnir þrír eru allir endurskoðendur sem störfuðu hjá […] þegar skýrslurnar voru teknar. Í skýrslunni ræða þeir ítarlega um störf sín fyrir […], samskipti og verklag innan […] og hvaða aðferðum var beitt við endurskoðun fyrir bankann. Þá er rætt um störf fyrir aðra viðskiptavini en […]. Að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjörðar sem gilti um skýrslugjöfina fyrir rannsóknarnefnd Alþingis telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að með tilliti til hagsmuna [C], [D] og [E] að fella beri þessar upplýsingar undir 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Er þá einnig höfð hliðsjón af því að á [C], [D] og [E] hvíldi almenn þagnarskylda varðandi störf þeirra fyrir […], sbr. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur. Í skýrslunni ræða [C], [D] og [E] einnig um hvernig tengsl og viðskipti […] við tiltekin fyrirtæki voru meðhöndluð við endurskoðun bankans. Eru þessar upplýsingar þess eðlis að þær falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. r. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni var því rétt, með vísan til 2. mgr. 58. gr. síðarnefndu lagnana, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að synja um aðgang að skýrslunni að þessu leyti. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar. </p> <p> </p> <p>Skýrslur [F], dags. 10. ágúst og 9. september 2009, eru 68 og 34 bls. að lengd. [F] starfaði hjá […] haustið 2008 en þar hóf hann störf í mars 2004. Í skýrslunum ræðir [F] almennt um verklag, starfsaðstæður, skipulag og afstöðu […] að því er varðar ýmis atriði. Í skýrslunni svarar [F] spurningum er lutu að einstökum atburðum í aðdraganda þess að íslenska bankakerfið féll. Þá ræðir hann um samskipti stofnunarinnar við eftirlitsskylda aðila sem og innlend og erlend stjórnvöld. Þjóðskjalasafni var því rétt með vísan til 1. og 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga að synja um aðgang að skýrslunni. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar. </p> <p> </p> <p>Skýrslur [G], dags. 16. og 21. september 2009 , eru 102 og 70 bls. að lengd. [G] starfaði hjá […] frá árinu 1999 og haustið 2008 sem aðstoðarforstjóri. Í skýrslunum ræðir [G] um starfsaðferðir […] í aðdraganda falls íslensku viðskiptabankanna og svarar spurningum um ýmis atriði varðandi störf stofnunarinnar. Þá ræðir hann um samskipti stofnunarinnar við eftirlitsskylda aðila sem og innlend og erlend stjórnvöld. Þjóðskjalasafni var því rétt með vísan til 1. og 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga að synja um aðgang að skýrslunni. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p> </p> <p>Skýrslur [H], dags. 23. mars 2009, 6. ágúst 2009, 5. október 2009 og 8. febrúar 2010, eru 50, 95, 174 og 6 blaðsíður að lengd. [H] hóf störf hjá […] í júlí 2005 og starfaði þar haustið 2008 sem forstjóri stofnunarinnar. Í skýrslunni ræðir [H] um starfsaðferðir […] á þeim tíma sem hann stýrði stofnuninni og svarar spurningum um ýmis atriði varðandi störf stofnunarinnar. [H] ræðir um samskipti […] við eftirlitsskylda aðila og innlend sem og erlend stjórnvöld. Í skýrslunni er fjallað um verklag, starfsaðstæður, skipulag og aðstöðu […]. Þjóðskjalasafni var því rétt með vísan til 1. og 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga að synja um aðgang að skýrslunni. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p> </p> <p>Skýrsla [I], dags. 19. mars 2009, er 65 bls. að lengd. [I] sat í bankastjórn Seðlabanka Íslands frá árinu 2002 og gerði það enn haustið 2008. Í skýrslunni ræðir [I] um ýmis atriði í starfsemi Seðlabanka Íslands í aðdraganda falls íslensku bankanna og um samskipti seðlabankans við önnur stjórnvöld, bæði innlend og erlend. Þá ræðir hann um verkefni seðlabankans að því leyti til sem þau vörðuðu einstaka viðskiptabanka. Þjóðskjalasafni var því rétt að með vísan til 1. og 2. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga að synja um aðgang að skýrslunni. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p> </p> <p>Skýrslur [J], dags. 7. og 12. ágúst 2009 og 4. janúar 2010, eru 89, 114 og 49 bls. að lengd. [J] sat í ríkisstjórn á árunum 1991 til 2005 og í bankastjórn Seðlabanka Íslands frá árinu 2005 og gerði það enn haustið 2008. Í skýrslunni ræðir [J] um ýmis atriði í starfsemi Seðlabanka Íslands í aðdraganda falls íslensku bankanna. [J] ræðir um samskipti seðlabankans við önnur stjórnvöld, bæði innlend og erlend. Þá ræðir hann um verkefni seðlabankans að því leyti til sem þau vörðuðu einstaka viðskiptabanka. Þjóðskjalasafni var því rétt að með vísan til 1. og 2. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga að synja um aðgang að þessum hlutum skýrslnanna. Auk þessa ræðir [J] um ýmsa atburði og ákvarðanir sem áttu sér stað á þeim árum sem hann sat í ríkisstjórn. Að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjörðar sem gilti um skýrslugjöfina fyrir rannsóknarnefnd Alþingis telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að með tilliti til hagsmuna [J] að fella beri þessar upplýsingar undir 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að þessum hlutum skýrslnanna. Í ljósi efnis skýrslnanna og samhengi þeirra eiga takmarkanir á aðgangi að þeim um skýrslurnar í heild en ekki einstaka hluta þeirra.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt því sem að framan er rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að í þessu máli beri að staðfesta beri í heild synjun Þjóðskjalasafns Íslands um umbeðinn aðgang að upplýsingum.</p> <strong><br clear="all" /> </strong> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Úrskurðarorð<br /> </strong><strong> </strong></h3> <p>Synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni [A] um aðgang að eftirfarandi skýrslum er staðfest:</p> <p> </p> <ol start="1"> <li>Skýrslu [B], frá 22. september 2009.</li> <li>Skýrslum [C], [D] og [E],  frá 31. júlí 2009.</li> <li>Skýrslum [F], frá 10. ágúst 2009 og 9. september 2009.</li> <li>Skýrslum [G], frá 16. september 2009 og 21. september 2009.</li> <li>Skýrslum [H], frá 23. mars 2009, 6. ágúst 2009, 5. október 2009 og 8. febrúar 2010.</li> <li>Skýrslu [I] frá 19. mars 2009.</li> <li>Skýrslum [J] frá 7. ágúst 2009, 12. ágúst 2009 og 4. janúar 2010.<span> </span></li> </ol> <div> <br /> </div> <div> Hafsteinn Þór Hauksson </div> <div> formaður </div> <p> </p> <p><br /> </p> <p><br /> <br />                Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                          Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
A-484/2013. Úrskurður frá 6. júní 2013 | Hagsmunasamtök heimilanna kærðu afgreiðslu velferðarráðuneytisins á beiðni um aðgang að reglugerð um greiðsluaðlögun einstaklinga. Samtökin gerðu ekki athugasemd við efnislega afgreiðslu ráðuneytisins en óskuðu samt sem áður eftir því að úrskurðað yrði um þá hlið málsins sem snúi að töfum á afgreiðslu fyrirspurnarinnar. Þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum eða dráttur á svörum sem kæranlegur er skv. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 var málinu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <p> </p> <p>Hinn 6. júní 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð  nr. A-484/2013 í máli ÚNU 13010003.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></h3> <p>Með bréfi, dags. 17. janúar 2013, kærði [A], f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, afgreiðslu velferðarráðuneytisins á beiðni, dags. 14. nóvember 2012, um aðgang að reglugerð um greiðsluaðlögun einstaklinga. Laut kæran að því að erindi samtakanna til ráðuneytisins hefði ekki verið sinnt. Í kærunni kom jafnframt fram að samtökin hefðu ítrekað beiðni sína með tölvupóstum til velferðarráðuneytisins, dags. 7. desember 2012 og 18. desember 2012.</p> <p> </p> <p>Í kærunni er bent á að í 34. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga sé kveðið á um að ráðherra setji, að fenginni umsögn umboðsmanns skuldara, reglugerð um greiðsluaðlögun einstaklinga þar sem m.a. skuli kveða á um starfsemi umsjónarmanna og samræmda framkvæmd greiðsluaðlögunar. Hagsmunasamtök heimilanna telja að reglugerð þessi hljóti að vera gagn sem falli undir 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og skylt sé að veita almenningi aðgang að, sé þess óskað. Þá telja þau jafnframt að með því að svara ekki erindi þeirra hafi ráðuneytið að öllum líkindum brotið gegn 17. gr. upplýsingalaga, þar sem kveðið sé á um að hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku skuli skýra frá ástæðu tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Hagsmunasamtök heimilanna hafi ekki fengið slíkar upplýsingar.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi velferðarráðuneytinu afrit af kæru Hagsmunasamtaka heimilanna með bréfi, dags. 22. janúar 2013. Í bréfi nefndarinnar var þar því beint til kærða að svara erindi kæranda eigi síðar en 29. janúar, sbr. 11. og 13. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, nú 1. mgr. 17. gr. og 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Nefndin ítrekaði erindið með bréfi, dags. 5. febrúar 2013.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndinni barst afrit af bréfi velferðarráðuneytisins til Hagsmunasamtaka heimilanna, dags. 7. febrúar 2013. Í bréfinu kemur fram að umbeðin reglugerð hafi ekki verið sett. Vísað er til þess að ráðuneytið hafi nú þegar hafið vinnu við endurskoðun laga um greiðsluaðlögun einstaklinga og stefnt sé að því að þeirri vinnu ljúki á vormánuðum 2013. Í ljósi þessa hafi verið ákveðið að fresta setningu reglugerðar um greiðsluaðlögun einstaklinga uns gerðar hafi verið nauðsynlegar breytingar á lögunum. Þá biðst ráðuneytið jafnframt velvirðingar á því hve dregist hafi að svara erindinu. </p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 12. febrúar 2013, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu Hagsmunasamtaka heimilanna til þess hvort það teldi afgreiðslu ráðuneytisins fullnægjandi miðað við beiðni þeirra. Samtökin svöruðu fyrirspurn nefndarinnar með bréfi, dags. 22. febrúar 2013, og kemur þar fram að þau telji að upphaflegri beiðni hafi verið svarað að fullu.  Samtökin óski samt sem áður eftir því að úrskurðað verði um þá hlið málsins sem snúi að töfum á afgreiðslu fyrirspurnarinnar.</p> <p> </p> <p>Í kjölfar þessa óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál, með bréfi dags. 14. mars 2013, eftir skýringum velferðarráðuneytisins á þeim töfum sem urðu á afgreiðslu á beiðni Hagsmunasamtaka heimilanna og ástæðu þess að ekki var skýrt frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar mætti vænta, sbr. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p> </p> <p>Svar ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 4. apríl 2013. Þar kemur fram að það sé ávallt markmið ráðuneytisins að afgreiða erindi eins fljótt og unnt er og innan þeirra fresta sem lög kveði á um. Fjöldi erinda sem hafi borist ráðuneytinu ásamt fjölmörgum verkefnum öðrum sem starfsmenn ráðuneytisins þurfi að sinna hafi hins vegar leitt til þess að því miður hafi ekki náðst svara innan frestsins. Er jafnframt bent á að gætt sé að því að erindum sé svarað í þeirri röð sem þau berast ráðuneytinu svo jafnræðis sé gætt að því leyti sem unnt sé. Umræddan drátt á svörum ráðuneytisins á beiðni Hagsmunasamtaka heimilanna sé því að rekja til mikilla anna innan ráðuneytisins á síðustu mánuðum.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p>Í 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 kemur fram að heimilt sé að bera synjun beiðni um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn.</p> <p> </p> <p>Eins og rakið er hér að framan hefur velferðarráðuneytið nú afgreitt beiðni Hagsmunasamtaka heimilanna, dags. 14. nóvember 2012, um aðgang að reglugerð um greiðsluaðlögun einstaklinga. Jafnframt liggur fyrir að samtökin gera ekki athugasemd við efnislega afgreiðslu ráðuneytisins, sbr. bréf samtakanna til úrskurðarnefndarinnar 22. febrúar 2013. Samtökin telja hins vegar að ráðuneytið hafi ekki afgreitt beiðnina nógu fljótt og þannig brotið gegn málshraðareglum stjórnsýsluréttar, sbr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 17. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. áður 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 segir að ákvarðanir í málum skuli teknar svo fljótt sem unnt sé. Í 4. mgr. 9. gr. segir að dragist afgreiðsla máls óhæfilega sé heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verði kærð til. Í athugasemdum við 4. mgr. 9. gr. í frumvarpi því sem varð að stjórnsýslulögum segir að heimild þessa skuli skoða í því ljósi að skv. 2. mgr. 26. gr. laganna sé gengið út frá því að ekki sé hægt að kæra þær ákvarðanir, sem ekki binda enda á stjórnsýslumál, fyrr en málið hefur verið til lykta leitt. Því sé 4. mgr. 9. gr. undantekning frá þeirri reglu. Af framangreindu verður ráðið að ákvæði 4. mgr. 9. gr. sé einkum ætlað að tryggja að æðra stjórnvald geti knúið á um að lægra sett stjórnvald taki ákvörðun í máli hafi það dregist úr hófi. Í athugasemdum við 20. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012 er bent á umrætt ákvæði 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Segir í athugasemdunum að af ákvæðinu leiði að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti í ákveðnum tilvikum verið valdbær til að taka til meðferðar mál þar sem sá sem afgreiðir beiðni hefur dregið afgreiðsluna án réttmætra ástæðna.</p> <p> </p> <p>Dragi stjórnvald óhæfilega að afgreiða mál á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 getur sá er biður um upplýsingar þannig skotið málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Upphafleg kæra Hagsmunasamtaka heimilanna laut að drætti á svörum. Sú aðstaða er hins vegar ekki lengur uppi enda hefur velferðarráðuneytið nú afgreitt beiðni samtakanna og þau gera ekki efnislegar athugasemdir við þá afgreiðslu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur jafnframt rétt að geta þess að fyrir liggur viðurkenning ráðuneytisins á því að beiðni samtakanna hafi ekki verið afgreidd í samræmi við lögboðna fresti, sbr. bréf ráðuneytisins til nefndarinnar, dags. 4. apríl 2013, og verður ekki séð að aðila greini á um það atriði.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt framangreindu liggur ekki fyrir synjun á beiðni um aðgang að gögnum eða dráttur á svörum sem kæranlegur er skv. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þeim sökum ber að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Kæru Hagsmunasamtaka heimilanna, dags. 17. janúar 2013, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                                Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
A-483/2013. Úrskurður frá 6. júní 2013 | Kærð var afgreiðsla mennta- og menningarmálaráðuneytis á beiðnum kæranda um afrit af þjónustusamningi við Verzlunarskóla Íslands og Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. Erindunum hafði ekki verið svarað. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-483/2013 þess efnis að þau gögn sem kærandi óskaði eftir væru að hluta til ekki fyrirliggjandi hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og þau sem væru fyrirliggjandi hafi þegar verið afhent eða verið vísað til þess að þau séu kæranda aðgengileg, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Því lægi ekki fyrir synjun stjórnvalds um afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærunni var því vísað frá. | <p> </p> <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <p> </p> <p>Hinn 6. júní 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-483/2013 í máli ÚNU13020011.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></h3> <p>Þann 21. febrúar 2013, kærði [A], f.h. [B], til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytis á beiðnum kæranda, dags. 15. mars 2012, 19. júlí 2012, 1. febrúar 2013 og 7. febrúar 2013, um afrit af þjónustusamningi við Verzlunarskóla Íslands og Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. Erindunum hafði ekki verið svarað.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Kæran var send mennta- og menningarmálaráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 26. febrúar 2013, þar sem því var beint til kærða að svara erindi kæranda eigi síðar en 8. mars, sbr. 1. mgr. 17. gr. og 1. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p> </p> <p>Með bréfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 7. mars, barst nefndinni afrit af bréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 26. febrúar, þar sem beiðni hans var svarað. Í bréfinu var kæranda bent á hvar hægt væri að nálgast umbeðin gögn á heimasíðu ráðuneytisins. Með bréfinu fylgdi áður gildandi þjónustusamningur við Verzlunarskóla Íslands. Tekið var fram í bréfinu til úrskurðarnefndarinnar að umbeðin gögn sem til hafi verið hjá ráðuneytinu hafi verið afhent.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 14. mars 2013, var framangreint bréf ráðuneytisins sent til kæranda og þess óskað að nefndin yrði upplýst um það eigi síðar en 25. mars hvort kærandi teldi afgreiðslu kærða á beiðni hans um aðgang að gögnum fullnægjandi.</p> <p> </p> <p>Í bréfi kæranda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 20. mars 2013, kom fram að kærandi teldi svar mennta- og menningarmálaráðuneytisins vera ófullnægjandi þar sem á vef ráðuneytisins væru aðeins núgildandi samningar við Verzlunarskóla Íslands og Menntaskóla Borgarfjarðar ehf., sem tóku gildi 1. janúar 2013. Auk núgildandi samninga hafi verið óskað eftir afriti af þjónustusamningum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði áður en núgildandi samningar tóku gildi. Alls hafi verið óskað eftir tveimur samningum í tilviki hvors aðila. Kærandi telur ráðuneytið ekki hafa brugðist við þeim hluta beiðninnar er lyti að áður gildandi samningum, þ.e. þeim sem í gildi voru næst áður en núgildandi samningar tóku gildi. Í tilviki Verzlunarskóla Íslands hafi ráðuneytið afhent samning sem í gildi var frá 1. janúar 1999 til 31. desember 2005 en engin staðfesting sé á því að sá samningur hafi gilt þar til núgildandi samningur tók gildi. Þá sé óhugsandi að samningurinn hafi gilt í sjö ár eftir lok gildistíma án sérstakrar staðfestingar. Í tilviki Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. hafi eldri samningur ekki verið afhentur.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 17. apríl, var óskað eftir afstöðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins til framangreindra athugasemda kæranda.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir ráðuneytisins bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi mennta– og menningarmálaráðuneytisins, dags. 8. maí. Þar kemur fram að ráðuneytið telji sig hafa vísað með fullnægjandi hætti á gildandi þjónustusamninga við nefnda skóla. Frá stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar og fram að gerð gildandi þjónustusamnings hafi skólinn starfað skv. fjárveitingu á fjárlögum hverju sinni og viðurkenningu ráðuneytisins í samræmi við reglugerðir um viðurkenningu á einkaskóla á framhaldsskólastigi nr. 426/2010 og 108/1999. Frá því að þjónustusamningur við Verzlunarskóla Íslands rann út í árslok 2005, og fram að gerð gildandi þjónustusamnings, hafi skólinn starfað skv. sömu forsendum og Menntaskóli Borgarfjarðar. Með vísan til framangreinds telur ráðuneytið sig hafa svarað beiðni kæranda með fullnægjandi hætti.</p> <p> </p> <p>Með tölvupósti, dags. 14. maí, var kæranda gefið færi á að gera athugasemdir við afstöðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Kærandi svaraði með tölvupósti, dags. 20. maí. Kærandi mótmælir því að beiðnum hans hafi verið svarað með fullnægjandi hætti og vísar enn fremur í athugasemdir sínar í bréfi, dags. 26. apríl, sem tengjast einnig öðru máli hans, sem til meðferðar er hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í því bréfi kemur m.a. fram að kærandi telji algjörlega óhugsandi að ráðuneytið hafi greitt einkaaðila mánaðarlegar greiðslur í sex ár samkvæmt fjárlögum án þess að fyrir hafi legið gildur þjónustusamningur.</p> <p>Þann 27. maí 2013 barst úrskurðarnefndinni tölvupóstur frá kæranda með hjálögðum tölvupóstssamskiptum kæranda og ríkisendurskoðanda, en þar kemur eftirfarandi fram: „Í skjalakerfi okkar eru drög að þjónustusamningi vegna Menntaskóla Borgarfjarðar sem ekki hefur verið undirritaður sbr. athugsemd í skýrslu RE um Skuldbindandi samninga – 6 Mennta- og menningarmálaráðuneytið [...] en þar kemur fram á bls. 11 að samingurinn sé óundirritaður og ennfremur segir á bls. 13: Hins vegar er um að ræða framlög til Menntaskóla Borgarfjarðar. Gerð voru drög að samningi sem taka átti gildi í ársbyrjun 2010 en hann hefur aldrei verið undirritaður. Nauðsynlegt er að um framkvæmd verkefna sem ríkið greiðir framlög til séu gerðir formlegir samningar“.</p> <p> </p> <p>Kærandi telur að þar sem<span>stu</span><span>ð</span><span>st hafi veri</span><span>ð</span> <span>vi</span><span>ð</span><span>drög a</span><span>ð</span> <span>samningi vi</span><span>ð</span> <span>Menntaskóla Borgarfjar</span><span>ð</span><span>ar árin 2006-2012 megi væntanlega túlka þau sem ígildi samnings þar sem ekkert frekar hafi verið gert í málinu. Þar me</span><span>ð</span> <span>hljóti drögin a</span><span>ð</span> <span>teljast opinber gögn.</span></p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3> <br /> <strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><span>Í 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er meðal annars kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum „sem varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem greinir í 6.-10. gr. laganna. Í 15. gr. upplýsingalaga segir að sá sem fari fram á aðgang að gögnum skuli „</span><a id="G15M1" name="G15M1">tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægjanlega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál.</a><span>“</span></p> <p> </p> <p>Upphafleg kæra til úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. febrúar 2013, laut að því að beiðni kæranda til mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefði ekki verið svarað. Síðan hefur ráðuneytið svarað beiðninni með bréfi, dags. 26. febrúar. Með því fylgdi útrunninn þjónustusamningur við Verzlunarskóla Íslands, sem kærandi hafði óskað eftir. Einnig var bent á hvar kærandi gæti, á vef ráðuneytisins, nálgast gildandi samninga við báða skólana og gerir kærandi ekki athugasemd við afgreiðslu ráðuneytisins að þessu leyti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur fram að samkvæmt beiðni kæranda verður að líta svo á að mál þetta varði synjun um aðgang að gerðum samningum. Enda þótt undir meðferð málsins hafi komið í ljós að í ráðuneytinu eru til drög að þjónustusamningi við Menntaskóla Borgarfjarðar sem ekki var gengið frá er ekki hægt að líta svo á að beiðni kæranda nái til aðgangs að þeim. Verður í því sambandi að hafa í huga að af því leiðir að ráðuneytið hefur ekki tekið formlega rökstudda afstöðu til þess hvort kærandi kann að eiga rétt á aðgangi að þessum drögum eða ekki. Þykja ekki vera efni til frekari umfjöllunar í úrskurði þessum um framangreind samningsdrög en vikið er að þeim í tölvupósti kærandi, dags. 27. maí sl.</p> <p> </p> <p><span>Samkvæmt mennta- og menningarmálaráðuneytinu eru þeir þjónustusamningar við</span> Menntaskóla Borgarfjarðar og Verzlunarskóla Íslands, sem kærandi hefur ekki fengið afhenta þrátt fyrir ósk þar um, <span>ekki til. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki ástæðu til þess að draga þá staðhæfingu ráðuneytisins í efa.</span></p> <p> </p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að slíkum gögnum. Sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um að afhenda gögn á því formi sem óskað er. Þau gögn sem kærandi óskaði eftir liggja að hluta til ekki fyrir hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og þau sem liggja fyrir hafa þegar verið afhent eða verið vísað til þess að þau séu kæranda aðgengileg, sbr. 2. mgr. 19. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p> </p> <p>Það er því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi þegar afhent kæranda þau gögn sem falla undir beiðni hans og fyrirliggjandi eru hjá ráðuneytinu. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun þess stjórnvalds á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Kærunni er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h3><strong> <br /> </strong><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p><span>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru</span> <span></span>[A], f.h. [B], dags. 21. febrúar 2013 á hendur mennta- og menningarmálaráðuneytinu.</p> <p><br /> </p> <p>Hafsteinn Þór Hauksson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p><br /> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                                            Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
A-481/2013. Úrskurður frá 3. maí 2013 | Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) kærðu þá ákvörðun tollstjóra að hafna beiðni um aðgang að gögnum um þá aðila sem nýttu sér tollkvóta á landbúnaðarafurðum. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-481/2013 þess efnis að þagnarskylduákvæði 188. gr. tollalaga nr. 88/2005 væri sérstakt ákvæði um þagnarskyldu, í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Upplýsingar um hvort fyrirtæki hafi nýtt sér úthlutaðan WTO tollkvóta féllu þar með undir sérstakt þagnarskylduákvæði og því yrði réttur til aðgangs að þeim hjá tollstjóra ekki byggður á ákvæði 3. gr. upplýsingalaga. | <div align="center"> <h3>ÚRSKURÐUR</h3> </div> <br /> <p>Hinn 3. maí 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-481/2013 í máli ÚNU1301001.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 15. janúar 2013, kærðu Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun embættis tollstjóra frá 20. desember 2012 að hafna beiðni þeirra um aðgang að upplýsingum um nánar tiltekin gögn, þ.e. um þá aðila sem nýttu sér  tollkvóta á landbúnaðarafurðum. Upphaf málsins var að samtökin óskuðu upplýsinga frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um það hvaða aðilar, sem fengu úthlutað svokölluðum WTO (Alþjóðaviðskiptastofnunin) tollkvótum fyrir kjöt og kjötvörur, ost og smjör, á árunum 2008-2012, hefðu nýtt sér þann kvóta.<br /> <br /> Í kærunni segir að SVÞ hafi fyrst óskað upplýsinga frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um það hvaða aðilar, sem fengu úthlutað WTO tollkvótum fyrir svínakjöt, kinda- og geitakjöt, kjöt af alifuglum, annað kjöt, unnar kjötvörur, ost og smjör, á árunum 2008-2012, hafi nýtt sér umrædda tollkvóta. Ráðuneytið hafi framsent erindið til embættis tollstjóra sem hafi synjað því þann 27. desember 2012. Síðan segir m.a.:<br /> <br /> „SVÞ benda á að tilurð beiðni þessarar má rekja til þess að með áliti umboðsmanns Alþingis frá 18. júlí 2011, í máli nr. 6070/2010, og með dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá 27. september 2011, í máli nr. E-1974/2012, var viðurkennt að þáverandi landbúnaðarráðherra hefði m.a. gengið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar og góðum stjórnsýsluháttum hvað varðar framkvæmd og fyrirkomulag við útgáfu á WTO tollkvótum fyrir landbúnaðarafurðir. Á grundvelli héraðsdómsins var ríkið því m.a. dæmt til að greiða þeim aðila sem höfðaði umrætt mál skaðabætur vegna þess tjóns sem hann varð fyrir vegna hinnar brotlegu framkvæmdar ráðherra. Í kjölfar þessara mála er því ljóst að einstaka fyrirtæki, sem nýttu sér þá tollkvóta sem þeir fengu úthlutað, kunna eftir atvikum að eiga sambærilegan bótarétt gagnvart íslenska ríkinu vegna hinnar ólögmætu framkvæmdar þáverandi landbúnaðarráðherra. Að sama skapi eru hagsmunir neytenda verulegir þar sem hin ólögmæta framkvæmd kann eftir atvikum að hafa haft áhrif á verð á landbúnaðarafurðum og haft áhrif á samkeppni með þessar vörur, þvert á tilgang þessara WTO tollkvóta sem ætlað er að auka samkeppni með landbúnaðarvörur á innlendum markaði neytendum til hagsbóta. Í ljósi þessa ákváðu SVÞ að  afla upplýsinga um hvaða aðilar, sem fengu úthlutað umræddum WTO tollkvótum á tilteknu tímabilum, hefðu í reynd leyst þá kvóta út. […]<br /> <br /> SVÞ ítreka einnig að fyrirkomulag umræddra WTO tollkvóta er með þeim hætti að þeir eru gefnir út til eins árs í senn, að hámarki, og að því tímabili liðnu falla þeir tollkvótar niður sem ekki voru leystir út. Að þeim tíma liðnum njóta aðilar ekki frekari réttinda á grundvelli þeirra tímabila sem þegar eru liðin og því eingöngu um tímabundin réttindi að ræða sem þ.a.l. ættu eingöngu að njóta tímabundinnar verndar á við þá sem tollstjóri ber við, þ.e. ef slík vernd er til staðar. Er því um að ræða beiðni um upplýsingar um aðila sem nýttu sér WTO tollkvóta á tímabilum sem þegar eru liðin og því geta slíkar upplýsingar að mati SVÞ varla talist skaðlegar með hliðsjón af fjárhags- eða viðskiptalegum hagsmunum fyrirtækja.<br /> <br /> SVÞ benda einnig á að upplýsingar um þá aðila sem fá úthlutað árlega umræddum WTO tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur eru, eins og áður kom fram, og kemur einnig fram bæði í erindi ráðuneytisins og tollstjóra, birtar opinberlega á heimasíðu ráðuneytisins. Upplýsingabeiðni SVÞ grundvallast því á að afla upplýsinga um það hver af þeim aðilum, sem tilkynntir eru með opinberum hætti, nýttu sér í reynd þá tollkvóta. Ekki er óskað eftir tölulegum upplýsingum, t.d. í hvaða magni þeir kvótar voru nýttir, hvenær á einstöku tollatímabili þeir voru leystir út, hversu oft o.s.frv., heldur eingöngu hvort þeir voru nýttir. Í ljósi þess að veiting umræddra WTO tollkvóta eru ekki trúnaðarupplýsingar þá verður að álykta um leið að upplýsingar um það hvort þeir voru nýttir eður ei af handhöfum þessara tímabundnu tollkvóta geti talist vera upplýsingar sem trúnaðar skuli ríkja um. SVÞ benda einnig á að úthlutun á WTO tollkvótum er veiting á takmörkuðum gæðum af hálfu hins opinbera og því eru ríkir almannahagsmunir fyrir því að ekki sé eingöngu upplýst um hverjir fengu úthlutað slíkum kvótum heldur einnig um hvort slíkir kvótar voru í raun nýttir.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Tollstjóra með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 16. janúar 2013, þar sem vísað er til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og kærða veittur frestur til 30. janúar til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að. Kærði svaraði með bréfi, dags. 15. febrúar. Þar  segir m.a.:<br /> <br /> „Niðurstaða hinnar kærðu ákvörðunar byggði fyrst og fremst á því að 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og þagnarskylda 188. gr. tollalaga kæmu í veg fyrir að tollstjóri gæti veitt umræddar upplýsingar.  […] Líkt og fram kemur í hinum kærða úrskurði var það mat tollstjóra, eftir að hafa vegið og metið umbeðin gögn, að um þau giltu takmarkanir á meginreglunni um upplýsingarétt sem finna má í 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem gögnin vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni umræddra fyrirtækja sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færu, nema með samþykki þeirra sjálfra, sbr. 2. ml. 5. gr. upplýsingalaga. Þá var sérstaklega vikið að ákvæði 188. gr. tollalaga um þagnarskyldu starfsmanna tollstjóra um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfs síns en samkvæmt 2. ml. 1. mgr. 188. gr. tollalaga tekur sú þagnarskylda m.a. til upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Hér þykir rétt að benda á að þar sem ákvæði 2. ml. 1. mgr. 188. gr. tollalaga tilgreina sérstaklega að þagnarskyldan eigi við um upplýsingar um viðskipti einstakra fyrirtækja og sá trúnaður rúmast innan 2. ml. 5. gr. upplýsingalaga var það mat embættisins að ekki væri heimilt að veita Samtökum verslunar og þjónustu aðgang að umbeðnum gögnum. Ekki þykir tilefni til að svara kæru Samtaka verslunar og þjónustu efnislega að öðru leyti og vísast því til hinnar kærðu ákvörðunar.“<br /> <br /> Í tilefni af því að engin gögn fylgdu umsögn kærða ritaði úrskurðarnefndin honum nýtt bréf, dags. 8. mars 2013, og vísaði til þess í bréfi hans kæmi fram að hann teldi umbeðin gögn heyra undir undantekningarreglu 2. ml. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Hér væri um matsatriði að ræða sem nefndin gæti ekki lagt mat á nema hafa undir höndum afrit af umræddum gögnum. Í framhaldi af því barst henni nýtt bréf frá kærða, dags. 2. apríl 2013. Þar segir m.a.:<br /> <br /> „Umbeðnar upplýsingar er að finna í skjölum þeirra aðila/fyrirtækja sem í hlut eiga og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (áður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið) gefur út þeim til handa. Á umræddum skjölum eru upplýsingar um úthlutun á WTO tollkvóta vegna innflutnings tiltekinna vara ásamt öðrum upplýsingum, s.s. um magn og verðmæti. Þessum skjölum skila fyrirtæki sem fá úthlutaðan WTO tollkvóta til tollstjóra ef þau hyggjast nýta umræddan kvóta. Tollstjóri sér svo um að fylla út aftan á umrædd skjöl í hvert skipti sem fyrirtæki nýta tollkvótann. Tollstjóri hefur þessi gögn einungis undir höndum sem vinnugögn til útfyllingar í hvert skipti sem úthlutaður WTO tollkvóti er nýttur. Gögnin eru þó eftir sem áður í eigu aðilanna/fyrirtækjanna sjálfra og ber tollstjóra að endursenda þeim gögnin.<br /> Líkt og áður hefur komið fram er það mat tollstjóra, eftir að hafa vegið og metið umbeðin gögn, að um þau gildi takmarkanir á meginreglunni um upplýsingarétt sem finna má í 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem gögnin varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni umræddra fyrirtækja sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi, nema með samþykki þeirra sjálfra, sbr. 2. ml. 5. gr. upplýsingalaga. Þá þykir sérstakt tilefni til að vekja athygli á ákvæði 188. gr. tollalaga um þagnarskyldu starfsmanna Tollstjóra um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfs síns en samkvæmt 2. ml. 1. mgr. 188. gr. tollalaga tekur sú þagnarskylda m.a. til upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Hér þykir rétt að benda á að þar sem ákvæði 2. ml. 1. mgr. 188. gr. tollalaga tilgreinir sérstaklega að þagnarskyldan eigi við um upplýsingar um viðskipti einstakra fyrirtækja og sá trúnaður rúmast innan 2. ml. 5. gr. upplýsingalaga er það mat embættisins að ekki sé heimilt að veita Samtökum verslunar og þjónustu aðgang að umbeðnum gögnum. Sé það hins vegar mat Úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Samtökum verslunar og þjónustu skuli veittur aðgangur að umbeðnum upplýsingum, þ.e. aðgangur að gögnum um það hvaða aðilar, sem fengu úthlutað WTO tollkvótum fyrir landbúnaðarafurðum á tímabilinu 2008 til 2012, hafi nýtt sér umrædda tollkvóta verður að telja óheimilt að veita aðgang að þeim skjölum sem embættið hefur undir höndum frá þeim aðilum/fyrirtækjum sem í hlut eiga. Þess í stað þurfi að vinna umbeðnar upplýsingar sérstaklega upp úr skjölunum enda koma þar fram ítarlegri upplýsingar en óskað er eftir. Slíkt kann að vera tímafrekt enda þarf að vinsa sérstaklega úr skjölunum úthlutun á WTO tollkvótum frá úthlutun á öðrum kvótum og færa svo upplýsingar um hvort fyrirtæki hafi nýtt sér úthlutuðum WTO tollkvóta inn í nýtt skjal. Á meðfylgjandi fylgiskjölum er að finna sýnishorn af ofangreindum skjölum er varðar úthlutun tollkvóta til handa ónefndu fyrirtæki fyrir árið 2008. Á fylgiskjali nr. eitt og tvö má sjá í hvaða tilvikum tollkvóti hefur verið nýttur af fyrirtækinu og hvernig sú nýting er skráð af Tollstjóra. Þá sýnir fylgiskjal þrjú úthlutun á tollkvóta sem ekki var nýttur.“<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar tollstjóri tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996.<br /> Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, og nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt, að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.<br /> <br /> Eins og gerð er grein fyrir í upphafi þessa úrskurðar er kæruefni málsins sú ákvörðun tollstjóra að hafna beiðni samtakanna um aðgang að gögnum þar sem fram kemur hvaða aðilar nýttu sér svokallaða tollkvóta á landbúnaðarafurðum er þeir höfðu fengið úthlutaða á grundvelli samningsins um Alþjóðaviðskiptastofnunina („WTO“).<br /> <br /> Tollstjóri telur að um gögnin gildi þær takmarkanir á meginreglunni um upplýsingarétt sem tilgreind voru í 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem gögnin varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni umræddra fyrirtækja sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt, nema með samþykki þeirra sjálfra. Ennfremur hefur tollstjóri vísað til þagnarskylduákvæðis 188. gr. tollalaga nr. 88/2005.<br /> <br /> Í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 sagði orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna sagði: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í 3. mgr. 2. gr. sagði að stjórnvöldum væri heimilt að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en kveðið væri á um í II. kafla laganna, nema fyrirmæli laga um þagnarskyldu stæðu því í vegi. Í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir að það fari „eftir efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verð[i] skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga“. Í framkvæmd hafa almenn ákvæði laga um þagnarskyldu ekki verið talin takmarka rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum en sérstök þagnarskylduákvæði verið talin geta gert það. Um nánari umfjöllun um almenn og sérstök þagnarskylduákvæði vísast til fyrri úrskurða nefndarinnar, svo sem A-443/2012.<br /> <br /> Í 188. gr. tollalaga nr. 88/2005 segir að starfsmenn tollstjóra hafi þagnarskyldu um þau atvik sem þeim verði kunn í starfi sínu eða vegna starfs síns og leynt skuli fara vegna lögmætra almanna- og einkahagsmuna. Í 2. málsl. ákvæðisins segir orðrétt: „Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja, þ.m.t. hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir.“ Ákvæði 188. gr. er efnislega eins og 141. gr. fyrri tollalaga nr. 55/1987, sem samsvaraði 1. mgr. 121. gr. tollalaga nr. 120/1976 og áður 34. gr þeirra laga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að því er varði þær upplýsingar sem tollstjóri hafi undir höndum um það hvort fyrirtæki hafi nýtt sér úthlutaðan WTO tollkvóta. Þær falla þar með undir sérstakt þagnarskylduákvæði og verður réttur til aðgangs að þeim því ekki byggður á ákvæði 3. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er sú ákvörðun tollstjóra frá 20. desember 2012 að hafna beiðni Samtaka verslunar og þjónustu um aðgang að upplýsingum um nánar tiltekin gögn, þ.e. um þá aðila sem nýtt hafa tollkvóta á landbúnaðarafurðum.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> </div> <p> <br /> <br />                               Sigurveig Jónsdóttir                                                                                 Friðgeir Björnsson</p> |
A-480/2013. Úrskurður frá 3. maí 2013 | Ótilgreind erlend tryggingarfélög kærðu synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni um aðgang a) að öllum gögnum rannsóknarnefndar Alþingis varðandi Kaupþing banka og b) að tilgreindum gögnum tengdum Kaupþingi banka. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-480/2013 um að beiðni um aðgang að öllum gögnum um þennan banka hafi ekki tengst tilteknu máli, þ.e. í skilningi upplýsingalaga. Málefni bankans kæmu við sögu í fjölmörgum köflum skýrslu rannsóknarnefndarinnar og þeim væri ekki haldið til haga sem sérstöku máli. Auk þess væri ekki hægt að finna viss gögn sem beðið var um. Framangreindu var vísað frá safninu. Að öðru leyti var heimvísað og safninu gert að afgreiða efnislega beiðni um aðgang að tilgreindum gögnum, eða eftir atvikum takmarka hann vegna þagnarskyldu. | <h3>Úrskurður</h3> <p> </p> <p>Hinn 3. maí 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð nr. A-480/2013, í máli ÚNU12010004</p> <p>Kæruefni og málsatvik<br /> Þann 18. janúar 2012 kærði […] f.h. ótilgreindra erlendra tryggingarfélaga til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni hans, dags. 4. nóvember 2011, þar sem óskað var eftir aðgangi að skjölum er varða Kaupþing banka hf.</p> <p>Í beiðni kæranda kemur fram að hann óski eftir aðgangi að „öllum gögnum og skjölum sem tengjast Kaupþingi, hvort sem er á rafrænu eða prentuðu formi, sem rannsóknarnefnd Alþingis aflaði og/eða hafði undir höndum í tengslum við gerð skýrslu sinnar, sem skilað var 12. apríl 2010.“ Nánar tiltekið sé óskað eftir aðgangi hjá Þjóðskjalasafninu að: Skýrslum sem nefndin tók af stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings og eftir atvikum öðrum aðilum þar sem Kaupþing hafi verið til umræðu, tölvupóstsamskiptum og öðrum skriflegum samskiptum framangreindra aðila hvort heldur þau hafi verið innbyrðis eða við aðra aðila, fundargerðum stjórnar Kaupþings og nefnda bankans, þ. á m. lánanefndar Kaupþings, lánasamningum, minnisblöðum, lögfræðiálitum, skýrslum endurskoðenda, lausafjárskýrslur o.fl. er viðkomi bankanum. Sérstaklega sé óskað eftir skýrslum og gögnum sem nánar eru tilgreind í sérstöku viðhengi með beiðninni.</p> <p>Í viðhenginu koma fram nöfn 25 einstaklinga sem gáfu skýrslur fyrir rannsóknarnefnd Alþingis og hvenær viðkomandi skýrslutökur fóru fram. Munu flestir viðkomandi einstaklinga hafa gefið skýrslu einu sinni fyrir nefndinni en sumir oftar. Þá er kemur fram í viðhenginu að farið sé fram á aðgang að öllum fundargerðum stjórnar Kaupþings, lánanefnda Kaupþings og öðrum fundargerðum annarra nefnda Kaupþings á tímabilinu 2006 til enda árs 2008. Tilgreindar eru nánar fundargerðir vegna funda sem ýmist voru haldnir af lánanefnd eða stjórn Kaupþings. Í viðhenginu kemur fram að óskað sé eftir aðgangi að öllum skriflegum samskiptum frá árinu 2006 til enda ársins 2010 sem tengjast málefnum Kaupþings. Átt sé við samskipti innan Kaupþings eða milli Kaupþings og þriðja aðila. Í þessu samhengi eru með ýmsum hætti tilgreind tölvubréf eða bréf sem óskað er eftir aðgangi að. Þá eru tilgreind með ýmsum hætti skýrslur, minnisblöð, kynningar eða önnur gögn sem einnig er óskað eftir aðgangi að.</p> <p>Þann 22. desember 2011 svaraði Þjóðskjalasafn Íslands beiðni kæranda. Í bréfinu kemur fram að safnið hyggist svara beiðni […] að því er varðar aðgang að skýrslum einstaklinga fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að lokinni yfirferð safnsins á umræddum skýrslum. Tekið er fram að slík yfirferð sé tímafrek en safnið stefni að því að ljúka hluta þeirra og lýsa afstöðu sinni til þeirra eigi síðar en 30. desember 2011. Þjóðskjalasafnið tók ákvarðanir um aðgang kæranda að skýrslunum 4. nóvember 2011, 10. og 16. febrúar 2012 og 13. mars sama ár. Lýtur kæra sú sem hér er til meðferðar ekki að þessum ákvörðunum Þjóðskjalasafns Íslands.</p> <p>Í svari safnsins frá 22. desember 2011 er síðan rakið að fjallað sé um afhendingu gagna frá rannsóknarnefnd Alþingis í 5. mgr. 17. og 18. gr. laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Um aðgang að gögnunum fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá liggi fyrir að Kaupþing banki hf. sé í slitameðferð undir stjórn skilanefndar og slitastjórnar. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gildi lögin ekki um þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann, nauðungarsölu, greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti, né heldur um rannsókn sakamála eða saksókn. Með vísan til þess að Kaupþing banki hf. sæti opinberum skiptum verði að telja að upplýsingalög gildi ekki um aðgang að gögnum sem varði Kaupþing banka hf. í skjalasafni rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt því sé Þjóðskjalasafni ekki heimilt að afhenda gögn er varði Kaupþing banka hf. og séu í skjalasafni rannsóknarnefndarinnar. Með vísan til þessa sé beiðni um aðgang að öllum gögnum í skjalasafni rannsóknarnefndar Alþingis sem varði Kaupþing banka hf. hafnað.</p> <p>Eins og að framan greinir kærði kærandi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 18. janúar 2012 ákvörðun Þjóðskjalasafns um að synja honum um aðgang að umræddum gögnum. Í kærunni kemur fram að afstaða Þjóðskjalasafns Íslands fái að mati kæranda ekki staðist og rökstuðningur safnsins sé í andstöðu við ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sem og upplýsingalaga. Í þremur köflum er síðan nánari grein gerð fyrir afstöðu kæranda.</p> <p>Í fyrsta lagi hafi synjun Þjóðskjalasafns Íslands verið ólögmæt. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli nefndarinnar nr. A-398/2011 en í samræmi við þá niðurstöðu nefndarinnar verði ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga ekki túlkað á þann veg að það útiloki almennan aðgang að gögnum máls hjá stjórnvöldum sem ekki hafi þær stjórnvaldsathafnir með höndum sem taldar eru upp í ákvæðinu. Þjóðskjalasafn íslands fari ekki með umræddar stjórnvaldsathafnir og verði ákvæðinu því ekki beitt um aðgang að gögnum hjá safninu.</p> <p>Í öðru lagi hafi beiðni kæranda um gögn verið réttilega fram sett. Nánar tiltekið telur kærandi að beiðni hans hafi byggt á réttum lagagrundvelli og að upplýsingabeiðnin hafi verið nægjanlega afmörkuð.</p> <p>Í þriðja lagi bendir kærandi á að málshraðareglu upplýsingalaga hafi ekki verið fylgt við meðferð málsins hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Í málinu hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið svarað fyrr en sjö vikum eftir að hún hafi verið send og engar lögmætar skýringar gefnar fyrir töfunum. Í ljósi rökstuðnings synjunarinnar sé þessi langa töf óskiljanleg.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eftir að kæran barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði Þjóðskjalasafn Íslands kæranda bréf, dags. 10. febrúar 2012. Í bréfinu er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-398/2011 frá 29. desember 2011. Þar hafi nefndin komist að þeirri niðurstöðu að safninu væri ekki heimilt að synja um aðgang á grundvelli þess að banki væri í slitameðferð eða mál hans kynnu að tengjast sakamálarannsókn. Því lægi fyrir að afgreiðsla safnsins á upphaflegri beiðni kæranda frá 22. desember 2011 hefði ekki verið byggð á réttum lagagrundvelli. Með vísan til þessa og 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefði safnið því til skoðunar að afturkalla ákvörðun sína í máli kæranda frá 22. desember 2011. Var kæranda gefinn kostur á að koma athugasemdum sínum að vegna þessa.</p> <p>Þann 20. febrúar skilaði kærandi athugasemdum sínum til Þjóðskjalasafns Íslands. Í bréfinu er vísað til þess að við mat á því hvort afturköllun sé heimil beri ekki einvörðungu að líta til 25. gr. stjórnsýslulaga heldur einnig almennra sjónarmiða stjórnsýsluréttarins og þá sérstaklega hvað málshraða og réttaröryggi varðar. Rakið er að hagsmunir umbjóðenda kærenda séu miklir af því að fá aðgang að þeim gögnum sem óskað hafi verið eftir og skipti skjót afgreiðsla upplýsingabeiðninnar miklu máli. Með hliðsjón af þeim seinkunum sem hafi verið á afgreiðslu málsins, sem ekki hafi verið í samræmi við 11. gr. upplýsingalaga, skipti miklu að endanleg niðurstaða um aðgang að umbeðnum upplýsingum verði ekki tafin að óþörfu og þannig til þess fallin að valda hagsmunum umbjóðenda kærenda tjóni. Ef ekki standi af hálfu Þjóðskjalasafns Íslands að breyta fyrri ákvörðun sinni og veita aðgang að umbeðnum skjölum og gögnum sem óskað var eftir, verði að telja það verulega óeðlilega og óvandaða stjórnsýsluhætti að stjórnvald afturkalli ákvörðun sína eftir að hún hafi verið kærð til æðra stjórnvalds. Muni safnið ákveða að afturkalla fyrri ákvörðun sína sé þess óskað að afgreiðslu málsins verði hraðað eins og kostur sé.</p> <p>Þjóðskjalasafn Íslands svaraði athugasemdum kæranda með bréfi, dags. 22. febrúar 2012. Telur safnið að ráða megi af bréfi kæranda frá 20. febrúar 2012 að hann fallist ekki á að fyrri ákvörðun safnsins verði afturkölluð. Að því virtu hafi safnið fallið frá því að afturkalla ákvörðun sína frá 22. desember 2011.</p> <p>Þann 27. febrúar 2012 ritaði Þjóðskjalasafn Íslands úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf í tilefni af kæru kæranda. Í bréfinu er rakið að ákvörðun safnsins um að synja kæranda um aðgang að gögnum hafi verið byggð á 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Síðan þá hefði úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu í öðru máli að safninu væri ekki heimilt að synja um aðgang á grundvelli nefnds ákvæðis, þótt vísað væri til þess að gögn vörðuðu banka í slitameðferð eða vegna þess að mál hans kynnu að tengjast sakamálarannsókn. Samkvæmt þessu lægi fyrir að ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands frá 22. desember hefði ekki verið byggð á réttum lagagrundvelli. Staðið hefði til að safnið afturkallaði ákvörðun sína um að synja kæranda um aðgang að umræddum gögnum en vegna afstöðu kærenda hefði safnið fallið frá þeirri fyrirætlan.</p> <p>Í bréfinu kemur síðan fram að safnið hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort uppfyllt séu skilyrði upplýsingalaga um aðgang að gögnunum. Meðfylgjandi bréfinu voru gögn sem tilgreind voru í viðhengi við beiðni kæranda um gögn í vörslum safnsins. Þá var einnig meðfylgjandi listi yfir afhent gögn til úrskurðarnefndarinnar. Í bréfinu er rakið að gögnin sem beðið hafi verið um séu tiltekin í 63 liðum á listanum og skiptist í þrjá meginflokka, fundargerðir, bréf og sérstakar skýrslur. Af þessum 63 liðum séu 21 liður þar sem umbeðin gögn fundust ekki eða að beiðnin var það óljós eða umfangsmikil að ekki hafi verið unnt að leita að gögnunum með markvissum hætti. Nefnt er í þessu sambandi að í 12 liðum hafi engin gögn fundist þrátt fyrir ítarlega leit, bæði í skrám er fylgdu skjalasafni nefndarinnar, skjalaskrá Þjóðskjalasafnsins og með textaleit í rafrænum gögnum safnsins.</p> <p>Þann 29. febrúar ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til Þjóðskjalasafns Íslands. Í bréfinu var þess óskað að Þjóðskjalasafn tæki afstöðu til þess, með vísan til 16. gr. upplýsingalaga, hvort safnið teldi að uppfyllt væru skilyrði laganna til að veita kæranda aðgang að þeim gögnum sem beiðni hans beindist að.</p> <p>Þjóðskjalasafn Íslands svaraði úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 16. mars 2012. Í bréfinu er rakið hvaða gögn það séu sem beiðni kæranda beinist að, störf rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 og þann lagagrundvöll sem störf nefndarinnar byggðust á. Í bréfinu er síðan bent á að samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga sé stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greini í 4. til 6. gr. laganna. Stjórnvöldum sé þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 7. gr. laganna. Þá segir: „Samkvæmt ákvæðinu er beinlínis gert að skilyrði að beiðni um aðgang að tilteknum fyrirliggjandi gögnum tengist tilteknu máli. Með öðrum orðum verður beiðni um aðgang að gögnum því að tengjast tilteknu máli, sbr. ummæli í athugasemdum með framangreindu ákvæði í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2006. “</p> <p>Þá segir í bréfi safnsins: „Fyrir liggur að rannsóknarnefnd Alþingis leitaði víða fanga til að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008. Að mati Þjóðskjalasafnsins verður ekki talið að þau gögn sem aflað var vegna rannsóknar rannsóknarnefndarinnar og afhent voru Þjóðskjalasafni af hálfu hennar í samræmi [við] 5. mgr. 17 laga nr. 142/2008, séu sem heild tiltekið mál í skilningi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 161/2006. Þá verður að telja vandséð að gögn sem aflað var af hálfu rannsóknarnefndarinnar í framangreindum tilgangi og varða starfsemi tiltekinna einkaaðila, þ.m.t. tiltekinna fjármálafyrirtækja, eða opinberra aðila geti talist uppfylla framangreint skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga enda ekki aðgreind sérstaklega sem gögn viðkomandi aðila í gögnum þeim sem afhent voru safninu til varðveislu. Í samræmi við það verður ekki séð að mati Þjóðskjalasafns að hægt sé að fallast á að gögn sem varða tiltekið fjármálafyrirtæki í gögnum rannsóknarnefndar Alþingis teljist uppfylla framangreint skilyrði laganna um að þau tilheyri tilteknu máli. Með öðrum orðum er ekki hægt að fallast á að tiltekinn aðili einn og sér í umræddum gögnum geti talist tiltekið mál í skilningi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því er það afstaða Þjóðskjalasafns að umrædd beiðni sem lýtur að „gögnum og skjölum sem tengjast Kaupþingi“, jafnvel þó tiltekin gögn séu tilgreind í fylgiskjali með beiðninni, uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 161/2006, sem gilda um aðgang að gögnum rannsóknarnefndar í vörslum safnsins þar sem umrætt fjármálafyrirtæki verður ekki talið tiltekið mál í skilningi ákvæðisins.“ Í bréfi safnsins til úrskurðarnefndarinnar var að lokum tekið fram að þrátt fyrir þessa afstöðu safnsins teldi það skýrslur þeirra einstaklinga sem voru gefnar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis vera tiltekið mál í skilningi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Kærandi ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf, dags. 28. mars 2012, þar sem gerðar voru athugasemdir við afstöðu Þjóðskjalasafns Íslands. Í fyrsta lagi er á það bent að þær breytingar sem gerðar voru á upplýsingalögum með lögum nr. 161/2006 hafi ekki verið til þess að takmarka upplýsingabeiðnir við tilgreiningu „máls“ sérstaklega heldur að gögn sem leitað væri eftir þyrftu að vera í tengslum við mál. Ætlunin hafi verið að skerpa á þeirri reglu að stjórnvaldi yrði ekki gert að búa til ný gögn. Tilgangur og markmið upplýsingalaga hafi verið að veita almenningi aðgang að gögnum sem væru fyrirliggjandi hjá stjórnvaldi og lytu ekki sérstökum takmörkunum. Ákvæði 1. mgr. 3. gr. hafi því eingöngu verið breytt á þann hátt að bæta hugtakinu „fyrirliggjandi“ og viðbótarsetningu um að ekki sé skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 7. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi er vísað til nánar tilgreindra ummæla í athugasemdum við frumvarp það sem varð að upplýsingalögum. Meðal annars komi þar fram að í beiðni um aðgang að gögnum verði að tilgreina gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á málinu og gögnum þess.</p> <p>Í öðru lagi bendir kærandi á að meginsjónarmiðið að baki skilyrði upplýsingalaga um tilgreiningu máls eða gagna sé að stjórnvaldi sé fært að hafa uppi á gögnum þeim sem beðin eru um. Vísar kærandi í þessu samhengi til úrskurða úrskurðarnefndarinnar í málum nr. A-236/2006, A-229/2006, A-186/2004 og A-131/2001. Þá bendir kærandi á að skýring 10. gr. upplýsingalaga á þann veg að í upplýsingabeiðni þurfi að tilgreina mál sérstaklega þegar beiðni snýr að tilgreindum gögnum myndi koma í veg fyrir að upplýsingalögin næðu tilgangi sínum. Þá yrði slík skýring í andstöðu við texta ákvæðisins sem gerir það ekki að kröfu að tilgreina þurfi mál nema óskað sé eftir öllum gögnum þess máls. Skilyrðið um að tilgreina þurfi gögn máls feli ekki í sér að sá sem biðji um aðgang að gögnum þurfi að tilgreina mál, heldur er einvörðungu um að ræða skilyrði fyrir því að gögnin séu til og að stjórnvald þurfi ekki að útbúa þau.</p> <p>Í þriðja lagi bendir kærandi á að við skýringu á hugtakinu „mál“ verði að hafa í huga úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-235/2006. Í málinu hafi reynt á hvort ákvæði 10. gr. upplýsingalaga stæði því í vegi að kærandi þess máls fengi aðgang að gögnum þar sem nokkru magni gagna hafði verið skilað í heilu lagi til Þjóðskjalasafns án þess að einstök mál væru tilgreind. Komst nefndin í því máli að þeirri niðurstöðu að vegna þessa óvanalega vörsluháttar skjalanna og þess fyrirkomulags sem hefði verið á skilum þeirra til Þjóðskjalasafns íslands kæmi 10. gr. upplýsingalaga ekki í veg fyrir að lagður yrði úrskurður á það hvort kærandi málsins hefði átt rétt til aðgangs að umbeðnum skjölum.</p> <p>Kærandi telur að líta beri á rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis sem eitt mál. Engin fyrirmæli laga, leiðbeiningar stjórnvalda eða tilmæli gefi annað í skyn en að rannsóknin hafi verið eitt mál með margar hliðar. Þá hafi Þjóðskjalasafn Íslands engar leiðbeiningar veitt um hvernig skjöl rannsóknarnefndarinnar séu flokkuð. Kærandi bendir á að í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 segi beinlínis að eftir að störfum rannsóknarnefndarinnar sé lokið skuli færa á Þjóðskjalasafn Íslands gögn sem nefndin hafi aflað vegna rannsóknarinnar. Þá sé sérstaklega tekið fram að um aðgang að gögnunum fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Athygli veki að í lagaákvæðinu sé rætt um „rannsókn“ nefndarinnar í eintölu. Samkvæmt almennri textaskýringu sé því um að ræða eitt mál í skilningi laga. Ef rannsóknin sem slík teljist ekki eitt mál sé ljóst að mikil þörf sé á því að gætt sé að leiðbeiningarskyldu stjórnvalda og að dráttur á slíkum leiðbeiningum leiði ekki til íþyngjandi aðstöðu fyrir almenning.</p> <p>Að lokum bendir kærandi á að hann hafi gert sitt ítrasta til að tilgreina það „mál“ sem um ræðir og takmarka gagnaöflun málsins við tiltekinn aðila og nánar tilgreind gögn. Upplýsingabeiðni hans hafi þannig snúið að gögnum er vörðuðu einn tiltekinn aðila og voru ákveðnir flokkar skjala sérstaklega tilteknir sem og ákveðin gögn sérstaklega tilgreind. Þótt beiðnin hafi verið víðtæk og mörg gögn tilgreind í henni sé ekki hægt að líta svo á að það komi í veg fyrir að veittur skuli aðgangur að gögnunum, enda hefði kærandi eins getað skipt henni í margar smærri beiðnir.</p> <p>Þann 29. mars 2012 ritaði kærandi úrskurðarnefndinni annað bréf þar sem farið var fram á afrit af lista Þjóðskjalasafns Íslands yfir afhent gögn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með bréfi, dag. 11. apríl 2012, var kæranda sendur umbeðinn listi. Í tilefni af afhendingu listans ritaði kærandi úrskurðarnefndinni bréf, dags. 20. apríl 2012, þar sem gerðar voru frekari athugasemdir við afstöðu Þjóðskjalasafns íslands.</p> <p>Í fyrsta lagi benti kærandi á að á lista safnsins væri að finna tilvísanir til þess að tiltekin gögn væri ekki að finna í gögnum rannsóknarnefndar Alþingis. Annars vegar virðist vera um að ræða gögn sem eigi upptök sín í tölvupósthólfum tveggja nánar tilgreindra einstaklinga en hins vegar gögn sem safnið finni ekki í gögnum rannsóknarnefndarinnar. Loks væri einnig að finna merkinguna „[f]innst ekki/óljóst“ við ákveðin gögn á listanum. Kærandi bendir á að Þjóðskjalasafn Íslands hafi aldrei tilkynnt honum að umbeðin gögn hefðu ekki fundist eða óskað eftir nánari útlistun á því eða veitt leiðbeiningar um þessi atriði. Það sé með öllu óásættanlegt að kærandi hafi ekki fengið upplýsingar um þetta fyrr en að úrskurðarnefndin hefði sent honum lista Þjóðskjalasafns í tilefni af beiðni hans um aðgang að gögnum. Ómögulegt sé fyrir kæranda, án aðstoðar og leiðbeiningar Þjóðskjalasafns, að taka raunverulega afstöðu til þess hvort að umrædd gögn séu til staðar eða ekki hjá safninu. Til umræddra gagna sé sannanlega vísað í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og því hefði verið réttast að Þjóðskjalasafn hefði, á frumstigi málsins, tilkynnt um að umrædd gögn væri ekki að finna og óskað eftir nánari útskýringu eða útlistunum á þessum gögnum eða synjað um aðgang að þeim á þeim grundvelli að þau væru ekki til í gögnum Þjóðskjalasafns. Þjóðskjalasafnið hafi hvoruga leiðina valið.</p> <p>Í öðru lagi bendir kærandi á að á stöku stað sé vísað til þess að beiðni þyki óljós og að tilgreina þurfi beiðnina betur. Þessar upplýsingar hafi kærandi ekki fengið áður. Þá sé afstaða Þjóðskjalasafns Íslands þessu að lútandi í ósamræmi við ákvæði stjórnsýslulaga og leiðbeiningarskyldu stjórnvalda. Safninu hefði borið að tilkynna honum um það, þætti beiðni hans óljós.</p> <p>Í þriðja lagi komi fram um „lánabók Kaupþings“ að hana sé ekki að finna í gögnum sem tilheyri skjalasafni Rannsóknarnefndarinnar en að upplýsingarnar sé aftur á móti að finna í gagnagrunni nefndarinnar. Kærandi ítrekar að þessar upplýsingar hafi ekki borist honum áður. Þá telur kærandi að miklu skipti hvort um sé að ræða gagnagrunn nefndarinnar sem sé persónugreinanlegur eða ópersónugreinanlegur í skilningi 2. mgr. 18. gr. laga nr. 142/2008. Þess er óskað að úrskurðarnefndin kanni eðli gagnagrunnsins sérstaklega með hliðsjón af aðgengi að þeim gagnagrunni og upplýsingum þaðan á grundvelli nefnds lagaákvæðis.</p> <p>Að lokum bendir kærandi á það hvernig gögn Þjóðskjalasafns Íslands séu flokkuð samkvæmt listanum. Listinn gefi til kynna að gögn séu flokkuð eftir efni þeirra en ekki í tiltekin „mál“. Styðji þetta sjónarmið kæranda um að rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis teljist vera eitt mál. Þá bendir kærandi á að Þjóðskjalasafnið virðist sjálft flokka gögnin eftir tilteknum aðilum en upplýsingabeiðni kæranda sé einnig afmörkuð á þann hátt.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><br /> <strong>1.<br /> </strong>Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar Þjóðskjalasafn Íslands tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Var hún því byggð á efnisákvæðum þeirra laga.</p> <p>Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Mál þetta lýtur að synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni um aðgang að gögnum er tengjast Kaupþingi hf. og safnað var saman af rannsóknarnefnd Alþingis á grundvelli laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.</p> <p>Í fyrstu brást Þjóðskalasafn Íslands við beiðni kæranda um aðgang að gögnum með bréfi 22. desember 2011. Þar var beiðninni synjað með vísan til þess að upplýsingalög giltu ekki um aðgang að gögnum sem vörðuðu Kaupþing banka hf. í skjalasafni rannsóknarnefndar Alþingis. Niðurstaðan var reist á því sjónarmiði að bankinn væri í slitameðferð undir stjórn skilanefndar og slitastjórnar. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga tækju lögin því ekki til beiðni kæranda. Kærandi kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál 18. janúar 2012. Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál 27. febrúar 2012 féll Þjóðskjalasafn Íslands frá framangreindri afstöðu sinni með vísan til niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-398/2011. Í því máli komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Þjóðskjalasafni Íslands væri meðal annars óheimilt á grundvelli 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga að synja um aðgang á að gögnum með vísan til þess að banki væri í slitameðferð. Þar sem Þjóðskjalasafn Íslands hefur fallið frá afstöðu sinni sem fram kom í ákvörðun þess 22. desember 2011 er ekki ástæða til þess að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess rökstuðnings.</p> <p>Eins og rakið er hér að framan laut upphafleg beiðni kæranda um aðgang „að öllum gögnum og skjölum sem tengjast Kaupþingi, hvort sem er á rafrænu eða prentuðu formi, sem rannsóknarnefnd Alþingis aflaði og/eða hafði undir höndum í tengslum við gerð skýrslu sinnar, sem skilað var 12. apríl 2010.“ Því næst var í beiðni kæranda taldar upp tilteknar gerðir gagna úr skjalasafni rannsóknarnefndarinnar er varða Kaupþing banka hf. sem kærandi óskar eftir aðgangi að. Í því sambandi nefnir kærandi eftirtaldar gerðir gagna er varða bankann: „[S]kýrslur sem nefndin tók af stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings og eftir atvikum öðrum aðilum þar sem Kaupþing er til umræðu“, „tölvupóstsamskiptum og öðrum skriflegum samskiptum framangreindra aðila hvort heldur er innbyrðis eða við aðra aðila“, „fundargerðir stjórnar Kaupþings og nefnda bankans þ. á m. lánanefnda Kaupþings, lánasamningum, minnisblöðum, lögfræðiálitum, skýrslur endurskoðenda, lausafjárskýrslur o.fl. er viðkemur bankann“. </p> <p>Í sérstöku viðhengi við beiðni kæranda voru síðan tilgreind nánar gögn sem kærandi taldi að féllu undir beiðnina. Sérstaklega var tekið fram að beiðnin væri þó ekki takmörkuð við þau gögn sem talin voru upp í viðhenginu. Í viðhenginu sagði meðal annars að óskað væri eftir aðgangi að endurritum úr skýrslum sem rannsóknarnefndin tók af 25 nafngreindum einstaklingum vegna rannsóknar sinnar. Þjóðskjalasafn Íslands leysti úr þessum hluta beiðni kæranda með ákvörðunum sem teknar voru 4. nóvember 2011, 10. og 16. febrúar 2012 og 13. mars sama ár. Úrskurðarnefndin leysti síðan úr kærum kæranda að því er varðar þessar skýrslur. Hefur því þegar verið leyst úr kærum að því er varðar þann hluta hinnar upphaflegu beiðni kæranda til Þjóðskjalasafns Íslands er laut að skýrslum einstaklinga fyrir rannsóknarnefndinni. </p> <p>Að öðru leyti voru í viðhenginu talin upp einstök gögn sem kærandi taldi að væri að finna í gögnum rannsóknarnefndar Alþingis hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Í bréfi Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndarinnar 16. mars 2012 kemur fram að það sé afstaða safnsins að beiðni kæranda, sem lúti að „gögnum og skjölum sem tengjast Kaupþingi“, jafnvel þótt tiltekin gögn séu tilgreind í fylgiskjali með beiðninni, uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 161/2006, sem gildi um aðgang að gögnum rannsóknarnefndar í vörslum safnsins þar sem umrætt fjármálafyrirtæki verði ekki talið tiltekið mál í skilningi ákvæðisins. Aftur á móti sé það skilningur safnsins að skýrslur þeirra einstaklinga sem voru gefnar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis sé tiltekið mál í skilningi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga og hafi safnið afgreitt beiðnir um aðgang í samræmi við það.</p> <p>2.<br /> Um störf rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað í lögum nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Í 5. mgr. 17. gr. þeirra laga segir orðrétt:</p> <p>„Að rannsókn nefndarinnar lokinni skulu gögn, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, færð á Þjóðskjalasafn Íslands. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.“</p> <p>Með ákvæðinu hefur löggjafinn með skýrum hætti kveðið á um að þau gögn sem rannsóknarnefndin aflaði vegna rannsóknar sinnar skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands og að um aðgang að þeim skuli fara eftir ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996. Hefur úrskurðarnefndin vikið að þýðingu ákvæðisins í fyrri úrskurðum sínum um gögn rannsóknarnefndarinnar hjá Þjóðskjalasafni Íslands sbr. úrskurði nefndarinnar 25. nóvember 2011 í máli nr. A-387/2011, 29. desember 2011 í máli nr. A-398/2011, 18. júní 2012 í máli nr. 419/2012, 29. ágúst 2012 í máli nr. A-443/2012 og 22. nóvember 2012 í máli nr. A-458/2012.</p> <p>Þá kemur fram í 1. mgr. 18. gr. sömu laga að rannsóknarnefndin afhendi Þjóðskjalasafni Íslands þá gagnagrunna sem orðið hafa til í störfum hennar, sbr. 5. mgr. 17. gr. Þá taki rannsóknarnefndin ákvörðun um hverjum af þeim gögnum sem nefndin hefur safnað beri að skila sem gagnagrunni samkvæmt þessu ákvæði og hvaða upplýsingar koma þar fram. Er Þjóðskjalasafni Íslands heimilt að gera samning við aðra ríkisstofnun á grundvelli 30. gr. fjárreiðulaga um að rækja starfsskyldur safnsins um ákveðinn tíma samkvæmt ákvæðum þessarar greinar. Í 2. mgr. sömu greinar kemur fram að þegar rannsóknarnefndin afhendi gagnagrunna til Þjóðskjalasafns skuli hún merkja þá eftir því hvort um sé að ræða gagnagrunn með ópersónugreinanlegum upplýsingum eða persónugreinanlegum. Þjóðskjalasafni sé óheimilt að veita aðgang að upplýsingum í persónugreinanlegum gagnagrunnum nema að því marki sem reglur upplýsingalaga um aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga leyfa. Þjóðskjalasafni Íslands sé hins vegar heimilt að afhenda afrit af þeim gagnagrunnum sem hafi að geyma ópersónugreinanlegar upplýsingar og upplýsingar sem verði ekki raktar til nafngreindra fyrirtækja.</p> <p>3.<br /> Eins og að framan er rakið kom sú afstaða fram í bréfi Þjóðskjalasafns Íslands 16. mars 2012 til úrskurðarnefndarinnar að safnið teldi sér ekki heimilt að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum þrátt fyrir að fallið hefði verið frá þeim sjónarmiðum sem fram komu í ákvörðun safnsins 22. desember 2011. Vísaði safnið til þess að beiðni kæranda uppfyllti ekki skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um að tilheyra tilteknu máli.</p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er m.a. kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum „sem varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.</p> <p>Í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, segir: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“ Réttur til upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga er samkvæmt framangreindu bundinn við gögn sem varða tiltekin mál sem eru eða hafa verið til meðferðar í stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga, sbr. og 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Af áskilnaði um að beiðni um aðgang að gögnum varði tiltekið mál verður meðal annars dregin sú ályktun að lögin feli ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að gögnum í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Af sama áskilnaði leiðir að lögin veita heldur ekki rétt til að krefjast aðgangs að upplýsingum sem einvörðungu er að finna í skrám eða gagnagrunnum stjórnvalda, en ekki í fyrirliggjandi gögnum í tilgreindum málum. Hafi upplýsingum verið safnað með kerfisbundnum hætti án þess að um sé að ræða afgreiðslu eða meðferð tiltekinna mála fellur slík söfnun utan gildissviðs upplýsingalaga. Eins og fram hefur komið hafa ný upplýsingalög nr. 140/2012 tekið gildi og þykir í því sambandi rétt að taka fram að reglan um framsetningu gagnabeiðni birtist nú breytt í 15. gr. en þar segir að sá sem fari fram á aðgang að gögnum skuli „tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægilega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál.“</p> <p>Í 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að þegar farið er fram á aðgang að gögnum um mál þar sem taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Ef ekki er um að ræða töku eða fyrirhugaða töku stjórnvaldsákvörðunar í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem hefur gögnin í sínum vörslum. Berist stjórnvaldi sem hefur gögn í sínum vörslum beiðni um aðgang að gögnum þegar annað stjórnvald hefur tekið eða fyrirhugar að taka stjórnvaldsákvörðun ber því stjórnvaldi sem beiðnin berst til að framsenda erindið á réttan stað svo fljótt sem unnt er, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, svo afgreiða megi erindið af þar til bæru stjórnvaldi.</p> <p><strong>4.<br /> </strong>Með bréfi kæranda til Þjóðskjalasafns Íslands, dags.  4. nóvember 2011, var mjög víðtæk beiðni sett fram um aðgang að gögnum er tengdust Kaupþingi banka hf. og komið höfðu til skoðunar hjá rannsóknarnefnd Alþingis á grundvelli laga nr. 142/2008. Úrskurðarnefndin telur að með beiðninni hafi kærandi í raun farið fram á að fá aðgang að öllum gögnum rannsóknarinnar er vörðuðu umræddan banka, þótt einnig hafi verið tilgreind sérstaklega ákveðin gögn sem kærandi óskaði eftir aðgangi að.</p> <p>Eins og áður segir getur almenningur óskað eftir því á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 að fá aðgang að öllum gögnum er varða „tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem rakin eru í lögunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál laut beiðni kæranda hins vegar ekki að „tilteknu máli“ í skilningi upplýsingalaga, heldur að tilteknum banka sem var á meðal þeirra félaga sem komu til sérstakrar skoðunar í rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis. Úrskurðarnefndin bendir í þessu sambandi á að málefni bankans koma við sögu í fjölmörgum aðskildum köflum skýrslu rannsóknarnefndarinnar og er ekki haldið frá sem sérstöku „máli“ í skilningi upplýsingalaga.</p> <p>Þegar svo háttar til að stjórnvöldum berst beiðni um aðgang að gögnum sem er svo almenn að ekki sé hægt að ætlast til þess að stjórnvald geti haft uppi á gögnunum er stjórnvöldum rétt að vísa beiðninni frá í stað þess að taka efnislega afstöðu til hennar í formi synjunar. Í ljósi framangreinds fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á það með Þjóðskjalasafni Íslands að beiðni kæranda, að því leyti sem hún var afmörkuð við aðgang að „öllum gögnum og skjölum sem tengjast Kaupþingi, hvort sem er á rafrænu formi eða prentuðu formi, sem rannsóknarnefnd Alþingis aflaði og/eða hafði undir höndum í tengslum við gerð skýrslu sinnar, sem skilað var 12. apríl 2010“, hafi verið of almenn til þess að hægt hefði verið að taka hana til efnislegrar afgreiðslu án nánari afmörkunar. Er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa frá beiðni kæranda að þessu leyti.</p> <p><strong>5.<br /> </strong>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir upplýsingabeiðni kæranda að öðru leyti og eins og rakið verður í köflum 6 og 7 hér á eftir verður ekki séð að hún sé öll svo almenn að ekki hafi verið unnt að afgreiða hana efnislega að hluta. </p> <p>Eins og hér hefur verið rakið er það afstaða Þjóðskjalasafns Íslands að gögn sem rannsóknarnefnd Alþingis aflaði og varðaði starfsemi tiltekinna einkaaðila geti vart talist uppfylla skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um að gögn varði tiltekið mál. Er í þessu samhengi vísað til þess að gögnin hafi enda ekki verið aðgreind sérstaklega sem gögn viðkomandi aðila í gögnum þeim sem afhent voru safninu til varðveislu.</p> <p>Af þessu tilefni vill úrskurðarnefndin taka fram að hún hefur veitt því eftirtekt að af bréfum Þjóðskjalasafns Íslands til nefndarinnar verður hvorki ráðið hvernig gögn rannsóknarnefndar Alþingis voru flokkuð af hálfu nefndarinnar sjálfrar né hvernig safnið telur að gögnin skiptist í tiltekin mál í vörslum þess. Áréttar úrskurðarnefndin að með 5. mgr. 17. gr. laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða nr. 142/2008 mælti löggjafinn fyrir um skyldu Þjóðskjalasafns Íslands til að taka við gögnum nefndarinnar og meðhöndla þau í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Telja verður að sú skylda hvíli á stjórnvöldum á hverjum tíma að búa svo um þau gögn sem þau hafa til varðveislu að þeim sé kleift að rækja lögboðnar skyldur sínar. Hafi gögn sem Þjóðskjalasafn Íslands fær til varðveislu ekki verið flokkuð nægjanlega getur það ekki leitt til lakari réttarstöðu borgaranna heldur hlýtur sú skylda að hvíla á safninu að bæta úr þeim annmörkum sem eru á flokkun gagnanna, séu þeir fyrir hendi.</p> <p><strong>6.<br /> </strong>Eins og fram er komið tilgreindi kærandi nánar hvaða gögn hann óskaði aðgangs að í sérstöku viðhengi við beiðni sína. Var þar meðal annars óskað eftir gögnum af tiltekinni gerð eða gögnum um tiltekin efni án þess þó að viðkomandi gögn væru nánar tilgreind. Óskaði kærandi með þessum hætti eftir öllum fundargerðum stjórnar Kaupþings banka hf, lánanefndar bankans og öðrum fundargerðum „annarra nefnda Kaupþings“ á árunum 2006 til 2008. Þá var óskað eftir að afhentar yrðu „hverskyns aðrar viðeigandi fundargerðir, þ. á m. fundargerðir og minnisblöð frá fundum þar sem málefni Kaupþings voru til umfjöllunar eða sem fulltrúar þess áttu með utanaðkomandi aðilum, s.s. Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu, eða öðrum opinberum stofnunum. Þá var óskað eftir aðgangi að öllum skriflegum samskiptum á árinu 2006 og til enda ársins 2010 sem tengdust málefnum Kaupþings, innan Kaupþings eða milli Kaupþings og þriðja aðila. Óskað var eftir aðgangi að öllum tölvubréfum milli […]. Einnig var óskað eftir öllum lausafjárskýrslum Kaupþings, öllum „upplýsingum/heimildum“ sem „Rekstrarfélag Kaupþings Banka hf.“ veitti rannsóknarnefnd Alþingis og væru grundvöllur 14. kafla skýrslu nefndarinnar og öllum „upplýsingum/heimildum“ sem „Kaupþing Banki hf.“ veitti rannsóknarnefndinni og væru grundvöllur umfjöllunar í 8. og 12. kafla, sem og upplýsingar um 20 stærstu lánveitendur Kaupþings. Þá var óskað eftir öllum ársreikningum og árshlutareikningum Kaupþings ásamt öllum ársskýrslum frá árunum 2005 til 2008, öllum innri og ytri endurskoðendaskýrslum frá árunum 2007 og 2008 og skýrslum um stórar áhættur frá Kaupþingi til Fjármálaeftirlitsins 2007 og 2008.</p> <p>Beiðni kæranda beindist að þessu leyti hvorki að tilgreindum einstökum skjölum né heldur „tilteknu máli“ sbr. umfjöllun í kafla 3 og 4 hér að framan. Af bréfi Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndarinnar, dags. 27. febrúar 2012, og þeim gögnum sem safnið lét nefndinni í té í tilefni af erindi kæranda má þó ráða að safninu hafi verið unnt að finna gögn úr safni rannsóknarnefndar Alþingis sem falla undir beiðni kæranda að því leyti sem hún var orðuð með framangreindum hætti. Nefna má að safnið lét úrskurðarnefndinni í té ársreikninga Kaupþings frá árunum 2004-2007, árshlutauppgjör ársins 2008 og árshlutareikninga bankans frá árunum 2000-2008. Þá verður ekki betur séð en að safnið hafi haft upp á umtalsvert fleiri fundargerðum vegna funda hinna ýmsu stjórna og nefnda sem störfuðu innan Kaupþings en tilgreindar eru sérstaklega í beiðni kæranda. Einnig lét safnið úrskurðarnefndinni í té ýmsar lausafjárskýrslur Kaupþings, gögn sem safnið telur „innri og ytri endurskoðendaskýrslur frá árunum 2007 og 2008“ og ýmsar skýrslur sem safnið telur að flokkist sem „skýrslur um stórar áhættur frá Kaupþingi til Fjármálaeftirlitsins 2007 og 2008“.</p> <p>Þar sem Þjóðskjalasafni Íslands var unnt að hafa upp á umræddum gögnum, þrátt fyrir almenna afmörkun beiðni kæranda, var safninu skylt að taka rökstudda afstöðu til þess hvort umræddir liðir beiðninnar teldust tilheyra „máli“ í skilningi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, og ef svo væri einnig til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli ákvæða upplýsingalaga eða hvort efni þeirra gæfi tilefni til að takmarka aðgang að þeim með tilvísun til viðeigandi takmarkana á upplýsingarétti.</p> <p>Ákvæði 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefur að geyma almenna reglu stjórnsýsluréttar um stjórnsýslukæru, en þar segir í 1. mgr. að aðila máls sé „heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju“. Þá er í 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sérregla um kærur vegna synjunar upplýsingabeiðna en þar kemur fram að heimilt sé að bera þær synjanir „undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn“, sbr. einnig 14. gr. eldri upplýsingalaga. Meginmarkmiðið með framangreindum kæruheimildum er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur einn kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Enda fengi stjórnsýslumálið að öðrum kosti ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p>Með vísan til þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að vísa beri kæru kæranda frá nefndinni að því er varðar þau gögn sem hér hefur verið vikið að og verður Þjóðskjalasafni Íslands gert að taka hana til efnismeðferðar.</p> <p>Á hinn bóginn kemur fram í bréfi Þjóðskjalasafns til úrskurðarnefndarinnar og meðfylgjandi gagnalista að safninu hafi ekki verið unnt að hafa upp á hluta þeirra gagna sem kærandi óskaði eftir aðgangi að og voru tilgreind á sambærilegan hátt og hér hefur verði rakið. Er um að ræða „öll tölvubréf milli […], „allar upplýsingar sem Rekstrarfélag Kaupþings afhenti RNA“ og „allar upplýsingar / heimildir sem Kaupþing afhenti RNA varðandi 8. og 12. kafla auk upplýsinga um 20 stærstu lánveitendur bankans“. Með vísan til niðurstöðu nefndarinnar í kafla 4 hér að framan er þessum hlutum beiðni kæranda vísað frá Þjóðskjalasafni Íslands.</p> <p><strong>7.<br /> </strong>Í umræddu viðhengi við beiðni kæranda til Þjóðskjalasafns Íslands voru einnig tilgreind einstök gögn sem kærandi óskaði eftir aðgangi að. Þannig óskaði kærandi eftir aðgangi að fundargerð lánanefndar Kaupþings 20. júlí 2006, fundargerð lánanefndar samstæðu Kaupþings banka, 13. desember 2007, fundargerð lánanefndar Kaupþings 28. desember 2007, fundargerð lánanefndar stjórnar Kaupþings banka, 30. janúar 2008, fundargerð lánanefndar Kaupþingssamstæðunnar, 6. mars 2008, fundargerð lánanefndar stjórnar Kaupþings, 18. mars 2008, fundargerð lánanefndar Kaupþings, 4. maí 2008, fundargerð stjórnar Kaupþings, 28. maí 2008, fundargerð lánanefndar stjórnar Kaupþings banka, 20. maí 2008 ásamt fylgiskjölum, fundargerð lánanefndar Kaupþings, 5. júní 2008, fundargerð lánanefndar Kaupþings, 19. júní 2008, fundargerð lánanefndar Kaupþingssamstæðunnar, 11. september 2008, fundargerð lánanefndar Kaupþings, 2. október 2008, fundargerðir Kaupþings vegna ætlaðrar yfirtöku á NIBC og ákvörðunarinnar um að halda henni ekki áfram sem lágu til grundvallar „Rammagrein 4“ í 8. kafla rannsóknarskýrslunnar, drög að fundargerð vegna fundar Bankastjórnar og Fjármálaeftirlitsins með stjórnendum bankanna 25. apríl 2008 kl. 15:00-15:45 (SI47404), drög að fundargerð vegna fundar Seðlabanka Íslands með Kaupþingi banka, 13. febrúar 2008 og drög að fundargerð vegna fundar Seðlabanka Íslands með […]. Þá var óskað eftir aðgangi að tölvubréfi frá […]</p> <p>Þjóðskjalasafn Íslands sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál stóran hluta ofangreindra gagna með bréfi safnsins til nefndarinnar, dags. 27. febrúar 2012. Í bréfinu var ekki tekin afstaða til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnunum en eins og fyrr segir komst safnið að þeirri niðurstöðu, í bréfi sínu til úrskurðarnefndarinnar, dags. 16. mars 2012, að synja bæri kæranda um aðgang að gögnunum með vísan til þess að kærandi hefði ekki tilgreint nægjanlega hvaða gögn það væru sem óskað væri eftir.</p> <p>Í fyrra bréfi safnsins frá 27. febrúar 2012 og í meðfylgjandi gagnalista, kemur fram að safninu hafi ekki verið unnt að hafa upp á hluta þeirra gagna sem tilgreind voru með þessum hætti. Þau gögn sem virðast ekki hafa fundist eru […]</p> <p>Ljóst er að beiðni kæranda beindist að því leyti sem rakið hefur verið í þessum kafla að tilteknum skjölum en titli þeirra eða efni var yfirleitt lýst nokkuð nákvæmlega.  Með vísan til þessa og umfjöllunar í kafla 4 hér að framan er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kærandi hafi í viðhengi við beiðni sína frá 4. nóvember 2011 tilgreint nægjanleg ofangreind gögn til að formskilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga teldist uppfyllt. Var Þjóðskjalasafni Íslands því skylt að taka afstöðu til þess hvort veita bæri kæranda aðgang að gögnunum á grundvelli þess lagaákvæðis eða hvort efni gagnanna gæfi tilefni til að takmarka aðgang að þeim með tilvísun til viðeigandi ákvæða um þagnarskyldu. Er það því niðurstaða nefndarinnar að vísa beri kærunni frá nefndinni að því er varðar ofangreind gögn og Þjóðskjalasafni Íslands verði gert að taka hana til efnismeðferðar að því leyti sem umrædd gögn finnast í skjalasafni rannsóknarnefndar Alþingis. Að því leyti sem gögnin finnast ekki í gögnum Þjóðskjalasafns verður beiðni kæranda vísað frá safninu. </p> <p><strong>8.<br /> </strong>Loks er þess að geta að í tilefni af beiðni kæranda um að fá aðgang að lánabók Kaupþings er tekið fram í gagnalista Þjóðskjalasafns sem sendur var úrskurðarnefndinni að lánabókina sé „ekki að finna í gögnum sem tilheyra skjalasafni RNA en upplýsingarnar [sé] að finna í gagnagrunnum nefndarinnar“. </p> <p>Úrskurðarnefndin hefur í kafla 2 hér að framan vikið að þeim ákvæðum laga nr. 142/2008 sem fjalla um afhendingu rannsóknarnefndar Alþingis á gagnagrunnum sínum til Þjóðskjalasafns Íslands. Þar sem Þjóðskjalasafni Íslands var kunnugt um að umbeðna upplýsingar væru í gagnagrunnum rannsóknarnefndarinnar bar safninu að taka efnislega afstöðu til þess hvort kærandi ætti rétt á aðgangi að þeim á grundvelli viðeigandi lagaákvæða. Með vísan til þessa ber að vísa kæru kæranda frá nefndinni að þessu leyti og er Þjóðskjalasafni Íslands gert að taka hana til efnismeðferðar.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p><br /> Vísað er frá Þjóðskjalasafni Íslands beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem tilgreind voru með eftirfarandi hætti:  „Öllum gögnum og skjölum sem tengjast Kaupþingi, hvort sem er á rafrænu eða prentuðu formi, sem rannsóknarnefnd Alþingis aflaði og/eða hafði undir höndum í tengslum við gerð skýrslu sinnar, sem skilað var 12. apríl 2010“, „allar upplýsingar sem Rekstrarfélag Kaupþings afhenti RNA“ og „allar upplýsingar/heimildir sem Kaupþing afhenti RNA varðandi 8. og 12. kafla auk upplýsinga um stærstu lánveitendur bankans.“  Skal hið sama eiga við um beiðni kæranda um aðgang að öllum tölvubréfum milli […]</p> <p>Vísað er frá Þjóðskjalasafni Íslands beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem tilgreind voru með eftirfarandi hætti: […]</p> <p>Vísað er frá nefndinni kæru kæranda að því er varðar ákvörðun Þjóðskjalasafns um að synja kæranda um aðgang að gögnum sem Þjóðskjalasafn telur falla undir beiðni kæranda um aðgang að öllum fundargerðum stjórnar Kaupþings banka hf. og lánanefndar bankans og öðrum fundargerðum annarra nefnda Kaupþings á árunum 2006 til 2008. Skal Þjóðskjalasafn Íslands taka beiðni kæranda að þessu leyti til efnislegrar meðferðar.</p> <p>Hið sama skal eiga við um kæru kæranda að því er varðar ákvörðun Þjóðskjalasafns um að synja kæranda um að aðgang að hverskyns öðrum viðeigandi fundargerðum, þ. á m. fundargerðum og minnisblöðum frá fundum þar sem málefni Kaupþings voru til umfjöllunar eða sem fulltrúi þess áttu með utanaðkomandi aðilum, s.s. Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu, eða aðrar opinberar stofnanir, öllum skriflegum samskiptum milli ársins 2006 og til enda ársins 2010 sem tengjast málefnum Kaupþings innan Kaupþings eða milli Kaupþings og þriðja aðila, lausafjárskýrslum Kaupþings, öllum ársreikningum og árshlutareikningum Kaupþings ásamt öllum ársskýrslum frá árunum 2005 til 2008, öllum innri sem og ytri endurskoðendaskýrslum frá árunum 2007 og 2008 og skýrslum um stórar áhættur frá Kaupþingi til Fjármálaeftirlitsins 2007 og 2008.</p> <p>Hið sama skal eiga við um kæru kæranda að því er varðar ákvörðun Þjóðskjalasafns um að synja kæranda um aðgang að fundargerð lánanefndar Kaupþings 20. júlí 2006, fundargerð lánanefndar samstæðu Kaupþings banka, 13. desember 2007, fundargerð lánanefndar Kaupþings 28. desember 2007, fundargerð lánanefndar stjórnar Kaupþings banka, 30. janúar 2008, fundargerð lánanefndar Kaupþingssamstæðunnar, 6. mars 2008, fundargerð lánanefndar stjórnar Kaupþings, 18. mars 2008, fundargerð lánanefndar Kaupþings, 4. maí 2008, fundargerð stjórnar Kaupþings, 28. maí 2008, fundargerð lánanefndar stjórnar Kaupþings banka, 20. maí 2008 ásamt fylgiskjölum, fundargerð lánanefndar Kaupþings, 5. júní 2008, fundargerð lánanefndar Kaupþings, 19. júní 2008, fundargerð lánanefndar Kaupþingssamstæðunnar, 11. september 2008, fundargerð lánanefndar Kaupþings, 2. október 2008, fundargerðir Kaupþings vegna ætlaðrar yfirtöku á NIBC og ákvörðunarinnar um að halda henni ekki áfram sem lágu til grundvallar „Rammagrein 4“ í 8. kafla rannsóknarskýrslunnar, drög að fundargerð vegna fundar Bankastjórnar og Fjármálaeftirlitsins með stjórnendum bankanna 25. apríl 2008 kl. 15:00-15:45 (SI47404), drög að fundargerð vegna fundar Seðlabanka Íslands með Kaupþing banka, 13. febrúar 2008 og drög að fundargerð vegna fundar Seðlabanka Íslands með […]</p> <p> </p> <p align="center">Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður</p> <p>                                                   Sigurveig Jónsdóttir                                       Friðgeir Björnsson</p> |
A-479/2013. Úrskurður frá 3. maí 2013 | Tryggingamiðstöðin hf. kærði synjun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 5. júlí, á beiðni félagsins. Sú beiðni laut í fyrsta lagi að öllum gögnum er varða málið: „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis“. Í öðru lagi laut hún að aðgangi að tilteknum gögnum, í 23 nánar tilgreindum töluliðum, frá nefndinni. Í þriðja lagi laut hún að aðgangi að gögnum nefndarinnar, tengdum einstökum gerningum og/eða samningum, sem voru talin upp í 46 nánar tilgreindum töluliðum. Í fjórða lagi laut hún að aðgangi gögnum nefndarinnar í 29 sérstaklega tilgreindum töluliðum. Kveðinn var upp úrskurður nr. A-479/2013 um að staðfesta þá ákvörðun Þjóðskjalasafnsins að synja um aðgang að öllum gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis nýtti við gerð skýrslu sinnar. Að öðru leyti var beiðnin ekki talin vera svo almenn að ekki hafi verið unnt að afgreiða hana efnislega, a.m.k. að hluta til, og var þeim hluta málsins vísað heim til Þjóðskjalasafns Íslands. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 3. maí 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð  nr. A-479/2013 í máli ÚNU 12080002.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 3. ágúst 2012, kærði […]., f.h. Tryggingamiðstöðvarinnar hf., þá ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 5. júlí, að synja beiðni, dags. 1. júní, um aðgang að öllum gögnum er varða málið „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis“, beiðni um aðgang að gögnum í málum í 23 töluliðum, beiðni um aðgang að gögnum tengdum einstökum gerningum og/eða samningum í 46 töluliðum og beiðni um aðgang að tilteknum gögnum í 29 töluliðum. </p> <p>Fyrir úrskurðarnefndinni gerir kærandi eftirfarandi kröfu:</p> <p>Aðallega að úrskurðarnefnd um upplýsingamál felli hina kærðu ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands úr gildi og heimili aðgang að öllum gögnum er varða málið „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis“ og varða Glitni hf. (áður Glitni banka hf.).</p> <p>Til vara að úrskurðarnefnd um upplýsingamál felli hina kærðu ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands úr gildi og heimili aðgang að gögnum í málum í 23 töluliðum sem tilteknir eru í beiðni til Þjóðskjalasafns Íslands frá 1. júní 2012, aðgang að gögnum tengdum einstökum gerningum og/eða samningum í 46 töluliðum sem tilteknir eru í beiðni, dags. 1. júní 2012, og aðgang að tilteknum gögnum í 29 töluliðum sem tilteknir eru í framangreindri beiðni frá 1. júní 2012.</p> <p>Til þrautavara að úrskurðarnefnd um upplýsingamál felli hina kærðu ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands úr gildi og heimili aðgang að svo stórum hluta þeirra gagna, sem krafist er aðgangs að í hinum tilvitnuðu orðum hér að framan, sbr. beiðni dags. 1. júní 2012, og úrskurðarnefnd telji rétt á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Forsaga máls þessa er sú að með bréfi […], fyrir hönd kæranda málsins, til Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 9. mars 2011, var óskað eftir aðgangi hjá Þjóðskjalasafni Íslands „að öllum þeim skjölum og öðrum gögnum sem Rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum um Glitni við gerð skýrslu nefndarinnar, sem skilað var þann 12. apríl 2010, þar með talið skýrslum sem nefndin tók af stjórnendum og starfsmönnum Glitnis og eftir atvikum öðrum aðilum, tölvupóstsamskiptum og öðrum skriflegum samskiptum framangreindra aðila innbyrðis og við aðra aðila, fundargerðum stjórnar Glitnis og nefnda bankans, lánasamningum, minnisblöðum, álitsgerðum, endurskoðunarskýrslum o.fl.“.</p> <p>Beiðni kæranda byggði á því að félagið hefði mikla hagsmuni af því að fá aðgang að umbeðnum gögnum þar sem fyrrverandi stjórnendur Glitnis banka hf. hefðu höfðað mál á hendur kæranda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem gerð væri krafa á hendur kæranda á grundvelli svokallaðrar stjórnendatryggingar sem Glitnir hafi keypt hjá kæranda vorið 2008 og gilda átti í eitt ár frá 1. maí 2008. Í beiðni kæranda var vísað til 3. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þess að Glitnir væri í slitameðferð og umfangs þeirra upplýsinga sem komi fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.</p> <p>Með bréfi Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 16. mars 2011, hafnaði safnið beiðni kæranda um aðgang að skýrslum sem nefndin tók af stjórnendum og starfsmönnum Glitnis og eftir atvikum öðrum aðilum. Með bréfi Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 28. mars 2011, hafnaði Þjóðskjalasafnið jafnframt beiðni kæranda um aðgang að öðrum þeim gögnum sem hann óskaði aðgangs að með beiðni dags. 9. mars 2011.</p> <p>Með bréfi, dags. 14. apríl 2011, kærði kærandi framangreindar synjanir Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 16. og 28. mars 2011, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þann 29. desember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. A-398/2011, þar sem synjun Þjóðskjalasafns á beiðni kæranda um aðgang að skýrslu […] sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 29. september 2009 var staðfest. Beiðni kæranda um aðgang að gögnum hjá Þjóðskjalasafni Íslands, sbr. framangreinda beiðni dags. 9. mars 2011, var hins vegar vísað frá nefndinni að því marki sem sú beiðni laut að öðrum gögnum en skýrslum 17 nafngreindra einstaklinga er gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis og tilgreindar voru í úrskurðinum. Var úrskurði um aðgang að þeim skýrslum frestað að svo stöddu. Þann 29. ágúst 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í málinu A-443/2012 sem varðaði skýrslur 18 stjórnenda og starfsmanna Glitnis fyrir rannsóknarnefnd Alþingis.</p> <p>Kærandi sendi kærða bréf, dags. 1. júní 2012, þar sem sett var fram beiðni sú um aðgang að gögnum sem kærð er í úrskurði þessum. Beiðni kæranda í bréfinu er fjórþætt en í henni segir að þau gögn sem beðið sé um varði Glitni (áður Glitni banka hf.) nema annað sé tekið fram. Þá lúti hún að öllum þeim skjölum og öðrum gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hafi haft undir höndum við gerð skýrslu nefndarinnar.</p> <p>Í beiðni kæranda er í fyrsta lagi óskað eftir aðgangi að öllum þeim skjölum og öðrum gögnum er varði málið „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis“, nánar tiltekið aðgangi að öllum þeim skjölum og öðrum gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum við gerð skýrslu nefndarinnar. Byggði þessi hluti beiðni kæranda á því að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið eitt mál í skilningi 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í beiðni kæranda er í öðru lagi óskað eftir aðgangi að gögnum er varði tiltekin mál í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sett fram í 23 nánar tilgreindum töluliðum. Var vísað til þess að ef litið yrði svo á að öll skýrsla eða rannsókn rannsóknarnefndarinnar teldist ekki vera eitt mál í skilningi upplýsingalaga þá yrði að telja hverja rannsókn nefndarinnar til eins máls í skilningi upplýsingalaga. Upptalningin er með eftirfarandi hætti:</p> <p>1. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á endurhverfum viðskiptum og sambærilegum veðlánum, sbr. kafla 7.6 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 2. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á heildarskiptasamningum, sbr. kafla 7.7 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 3. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á opnum lánalínum án „MAC“-ákvæða og lausu fé, sbr. kafla 7.8 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 4. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á þróun útlánasafns Glitnis, sbr. kafla 8.5 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 5. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á reglum um stórar áhættur, sbr. kafla 8.6 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 6. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á útlánum til fyrirtækjahópa, sbr. kafla 8.7 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 7. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á víkjandi áhættu íslenskra banka samanborið við erlenda banka, sbr. kafla 8.8 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 8. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á afleiðusamningum um verðbréf, sbr. kafla 8.9 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 9. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á lánveitingum og fyrirgreiðslum lánastofnana til nokkurra stærstu viðskiptavina þeirra, sbr. kafla 8.12 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 10. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á eigin fé íslenska fjármálakerfisins, sbr. kafla 9 í skýrslu nefndarinnar<br /> 11. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á innri endurskoðun og áhættustýringu sbr. kafla 11.1 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 12. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á hlutabréfum íslensku bankanna, sbr. kafla 12.6 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 13. Niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis, sbr. kafla 12.7 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 14. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis um lánveitingar til hlutabréfakaupa, sbr. kafla 12.8 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 15. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á fjárfestingarstefnum, sbr. kafla 14.4. í skýrslu nefndarinnar.<br /> 16. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á samsetningu eigna í peningamarkaðssjóðum á árunum 2005-2008, sbr. kafla 14.4 og 14.5 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 17. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á áhættustýringu, sbr. kafla 14.6 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 18. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á óhæði rekstrarfélaga, sbr. kafla 14.7 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 19. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á kynningarstarfsemi, sbr. kafla 14.8 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 20. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á stöðu hlutdeildarskírteinishafa og réttindum þeirra, sbr. kafla 14.9 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 21. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á eftirliti með starfsemi á fjármálamarkaði, sbr. kafla 16 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 22. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á aðgerðum og viðbrögðum íslenskra stjórnvalda á árunum 2007–2008 vegna hættu á fjármálaáfalli, sbr. kafla 19 í skýrslu nefndarinnar.<br /> 23. Niðurstöður og tilkynningar rannsóknarnefndar Alþingis („Tilkynningar á grundvelli 14. gr. laga nr. 142/2008“), sbr. kafla 22 í skýrslu nefndarinnar.</p> <p>Í beiðni kæranda er í þriðja lagi óskað eftir aðgangi að gögnum tengdum einstökum gerningum og/eða samningum sem talin eru upp í 46 nánar tilgreindum töluliðum með neðangreindum hætti:</p> <p>1. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn um lánalínu Glitnis frá Deutsche Bank að fjárhæð 1 milljarður evra.<br /> 2. Samskipti Fjármálaeftirlitsins og Glitnis, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn um hvernig flokka bæri áhættu bankans vegna tiltekinna félaga, sbr. kafla 8.6.5.5.3 og 8.7.5 í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.<br /> 3. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn um lánagerning til greiðslu skulda Milestone hjá Morgan Stanley á fyrri hluta ársins 2008, sbr. bls. 174-176 í 2. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.<br /> 4. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn um lánalínu Glitnis hjá Citibank og lokun hennar í febrúar 2008, sbr. kafla 7.7 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.<br /> 5. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi afleiðuviðskipti […] við Glitni.<br /> 6. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn um lán Glitnis til Baugs Group hf. í árslok 2007.<br /> 7. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingu Glitnis til Landic Property sumarið 2007 til fjármögnunar kaupa á Keops í Danmörku, sbr. kafla 8.12.3.8 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.<br /> 8. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi kaup Stím, Fons og/eða Sólmon á hlutum í FL Group í desember 2007.<br /> 9. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til Samherja og tengdra aðila.<br /> 10. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til Baugs Group og tengdra aðila.<br /> 11. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til Milestone og tengdra aðila.<br /> 12. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til […] og tengdra aðila.<br /> 13. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til Fons og tengdra aðila.<br /> 14. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til Atorku Group og tengdra aðila.<br /> 15. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til Landic Property.<br /> 16. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til Sunds ehf.<br /> 17. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til […], Gaums og tengdra aðila.<br /> 18. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til FL Group og tengdra aðila.<br /> 19. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi sölu á skuldabréfum FL Group með aðkomu GLB FX fagfjárfestasjóðs Glitnis.<br /> 20. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi sölu á skuldabréfum FL Group með aðkomu Glúx ehf.<br /> 21. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi sölu á skuldabréfum FL með aðkomu Consensus ehf.<br /> 22. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi Project Para.<br /> 23. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til Svartháfs og framlengingar á gjalddögum.<br /> 24. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til Salt Investments að fjárhæð kr. 9,8 milljarðar (kr. 12,8 milljarðar samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, 4. bindi bls. 99) og varðandi yfirtöku Salt Financials á láninu þann 23. september 2008 og niðurfellingu Glitnis á persónulegri ábyrgð framkvæmdastjóra félagsins við það tækifæri.<br /> 25. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til óstofnaðra hlutafélaga eða einkahlutafélaga, meðal annars eftirfarandi: Þann 20. febrúar 2008 lánaði Glitnir óstofnuðu félagi kr. 5,6 milljarða til kaupa á hlutum í Glitni, en félagið mun hafa verið í eigu aðila tengdum Milestone. Þann 17. september 2008 lánaði Glitnir óstofnuðu félagi í eigu Salt Investments kr. 5,15 milljarða til kaupa á hlutum í Glitni, gegn tryggingu að fjárhæð kr. 1,2 milljarðar. Þá lánaði Glitnir óstofnuðu einkahlutafélagi í eigu […] kr. 4,5 milljarða til kaupa á hlutum í Glitni með persónulegri ábyrgð […] að fjárhæð kr. 0,9 milljarðar.<br /> 26. Fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn í tengslum við það þegar Fjármálaeftirlitið sektaði Glitni um kr. 15 milljónir með ákvörðun þann 20. desember 2007.<br /> 27. Fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn í tengslum við athugasemdir Fjármálaeftirlitsins varðandi útvistun áhættustýringar Glitnis sjóða, sbr. 14.6.3.2 kafla í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.<br /> 28. Fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn í tengslum við könnun Fjármálaeftirlitsins á útlánareglum Glitnis um mitt árið 2007.<br /> 29. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til félagsins FS-38 ehf. á vormánuðum 2008 til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf.<br /> 30. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu stefnanda, á skuldabréfi af Saga Capital, en bréfið var útgefið af Stím ehf.<br /> 31. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni hf. haustið 2007.<br /> 32. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til Rákungs, sem veitt var heimild fyrir innan stefnanda í febrúar 2008.<br /> 33. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til HG Holding, sem veitt var heimild fyrir innan Glitnis í apríl 2008 (sbr. kafla 12.8.2 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis).<br /> 34. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til KÞG Holding, sem veitt var heimild fyrir innan stefnanda í apríl 2008 (sbr. kafla 12.8.2 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis).<br /> 35. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lánveitingar til Þáttar International, sem samþykktar voru innan stefnanda í febrúar 2008 (sbr. kafla 12.8.2 skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis).<br /> 36. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi bankaábyrgð Glitnis til Baugs Group að fjárhæð GBP 20 milljónir í tengslum við fjárfestingu Sport Investment ehf. í Williams Grand Prix Limited.<br /> 37. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi brúarlán Glitnis til Sunds haustið 2007, lán til Northern Travel Holding til kaupa á hlutum í Glitni haustið desember 2007 og lán til eignarhaldsfélagsins M21 til kaupa á hlutum í Northern Travel Holding (með ábyrgð Fons).<br /> 38. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi framvirkan samning 101 Capital og Glitnis í september 2007 og framlengingar á honum.<br /> 39. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi samninga Glitnis við Mercatura ehf. og […]um uppgjör skulda þeirra, þ. á m. framvirkan samning þeirra um hluti í FL Group.<br /> 40. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi sölu hluta Landsbanka Íslands hf. til Gnúps og sölu Gnúps á sömu hlutum til Glitnis fyrir tvöfalt hærra verð í mars 2008, sem fól í sér að Gnúpur gat greitt upp skuldir sínar við Landsbankann.<br /> 41. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi sölu Kristins ehf. á hlutum í Tryggingamiðstöðinni hf. til Glitnis í september 2007 gegn greiðslu sem fólst í hlutum í Glitni, og varðandi loforð Glitnis í september 2008 um að halda Kristni skaðlausum af hugsanlegu tapi við sölu á umræddum hlutum í Glitni.<br /> 42. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi framvirka samninga […] og Steingerðis ehf. við Glitni í febrúar og apríl 2008 og höfnun fyrstnefndra aðila á því að standa við samningana.<br /> 43. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi framvirkan samning […] við Glitni í apríl 2008 og höfnun fyrrnefnds aðila á því að standa við samninginn.<br /> 44. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi lán Glitnis til Fjárfestingafélagsins Primus ehf. í desember 2007.<br /> 45. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi kaup Glitnis á eigin hlutum frá BK-44 í júlí 2008 á um tvöföldu markaðsverði.<br /> 46. Samningar, fundargerðir, minnisblöð, bréf, tölvupóstar og önnur gögn varðandi eftirfarandi lán Glitnis og tengda gerninga:<br /> a. Lán til FL Group.<br /> b. Lán til Eikarhalds ehf.<br /> c. Lán til Eikar fasteignafélags ehf.<br /> d. Lán til Þyrpingar hf.<br /> e. Lán til FS6 ehf. og / eða Reita VI ehf.<br /> f. Lán til Fasteignafélagsins Stoða hf.<br /> g. Lán til Stoða fasteigna ehf.<br /> h. Lán til Landsafls ehf.<br /> i. Lán til Geysir Green Energy hf.<br /> j. Lán til Jarðborana hf.<br /> k. Lán til Hitaveitu Suðurnesja.<br /> l. Lán til Smáralindar ehf.<br /> m. Lán til Northern Travel Holding.<br /> n. Lán til Baugs Group hf.<br /> o. Lán til BG Capital ehf. / Styrks Invest.<br /> p. Lán til Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf.<br /> q. Lán til Haga hf.<br /> r. Lán til Milton ehf.<br /> s. Lán til Sólin skín ehf.<br /> t. Lán til 101 Capital ehf.</p> <p>Í beiðni kæranda er í fjórða lagi óskað eftir aðgangi að sérstaklega tilgreindum gögnum í 29 töluliðum með eftirfarandi hætti:<br /> 1. Gagnagrunni og/eða kerfi sem ætlað var að aðstoða við töku ákvörðunar um hvenær Glitnir skyldi hlutast til um að kaup eða sölu á hlutum í Glitni.<br /> 2. Yfirlýsingu eða tilkynningu frá Citibank, frá febrúar 2008, þess efnis að Citibank hygðist ekki standa við lánasamning um lánalínu til Glitnis upp á 550 milljóna evra, auk fundargerða, minnisblaða, bréfa, tölvupósta og annarra gagna tengdum þeirri yfirlýsingu.<br /> 3. Tölvupósti […] til annarra stjórnenda Glitnis dags. 14. mars 2008 þess efnis að Seðlabanki Íslands þyrfti að koma Glitni til bjargar til að forða því að illa færi.<br /> 4. Gögnum um stöðu eiginfjár og eiginfjárhlutfall Glitnis á hverjum tíma á tímabilinu 2007 til 7. október 2008, sbr. m.a. niðurstöður í kafla 8.5.6 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.<br /> 5. Yfirliti Glitnis frá byrjun árs 2007 til loka október 2008 um hverjir flokkuðust sem tengdir aðilar bankans, stærstu eigenda hans og stærstu viðskiptavina hans á hverjum tíma á því tímabili.<br /> 6. Yfirliti yfir heildarútlán Glitnis á árunum 2007 og 2008 til:<br /> a. Baugs Group og tengdra aðila<br /> b. 101 Capital og tengdra aðila<br /> c. FL group og tendra aðila<br /> d. Milestone og tengdra aðila<br /> e. […] og tengdra aðila<br /> f. Fons hf. og tengdra aðila<br /> g. Atorku Group hf. og tengdra aðila<br /> h. Samherja hf. og tengdra aðila<br /> i. Gaums og tengdra aðila<br /> j. 101 Chalet og tengdra aðila<br /> k. Landic Property hf. og tengdra aðila<br /> l. Rákungs og tengdra aðila<br /> m. Fjárfestingarfélagsins Sunds og tengdra aðila<br /> n. Svartháfs ehf. og tengdra aðila<br /> o. Þáttar International ehf. og tengdra aðila<br /> p. Stím ehf. og tengdra aðila<br /> q. FS38 ehf. og tengdra aðila<br /> r. Salt Investments ehf. og Salt Financials ehf. og tengdra aðila<br /> s. KÞG Holding ehf. og tengdra aðila<br /> t. HG Holding ehf. og tengdra aðila<br /> u. Eikarhalds ehf. og tengdra aðila<br /> v. Eikar fasteignafélags ehf. og tengdra aðila<br /> w. Þyrpingar hf. og tengdra aðila<br /> x. FS6 ehf. og / eða Reita VI ehf. og tengdra aðila<br /> y. Fasteignafélagsins Stoða hf. og tengdra aðila<br /> z. Stoða fasteigna ehf. og tengdra aðila<br /> aa. Landsafls ehf. og tengdra aðila<br /> bb. Geysir Green Energy hf. og tengdra aðila<br /> cc. Jarðborana hf. og tengdra aðila<br /> dd. Hitaveitu Suðurnesja og tengdra aðila<br /> ee. Smáralindar ehf. og tengdra aðila<br /> ff. Northern Travel Holding og tengdra aðila<br /> gg. Baugs Group hf. og tengdra aðila<br /> hh. BG Capital ehf. / Styrks Invest og tengdra aðila<br /> ii. Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. og tengdra aðila<br /> jj. Haga hf. og tengdra aðila<br /> kk. Milton ehf. og tengdra aðila<br /> ll. Sólin skín ehf. og tengdra aðila<br /> mm. 101 Capital ehf. og tengdra aðila<br /> 7. Öllum fundargerðum frá öllum fundum eftirfarandi nefnda Glitnis frá árunum 2007 og 2008:<br /> a. Efnahagsnefndar<br /> b. Áhættunefndar<br /> c. Lánanefndar<br /> d. Fjármálanefndar<br /> 8. Yfirlýsingu Glitnis frá apríl 2008 þegar viðbúnaðarástandi var lýst yfir í bankanum.<br /> 9. Allar skýrslur um lausafjárstöðu Glitnis frá árunum 2007 og 2008.<br /> 10. Afriti af CAMELS mati sem gert var í maí 2008 á starfsemi Glitnis.<br /> 11. Fjárfestingarstefnu Sjóðs 9 eins og hún var á árunum 2007 og 2008.<br /> 12. Yfirliti yfir eignasamsetningu Sjóðs 9 á árunum 2007 og 2008.<br /> 13. Skýrslu Fjármálaeftirlitsins um vettvangsathugun í maí 2008, sbr. kafla 14.11 í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.<br /> 14. Lokaskýrslu Ernst & Young um óvenjuleg viðskipti frá 1. september til 15. október 2008, dagsett 19. febrúar 2008.<br /> 15. Tölvupósti […], dags. í ágúst eða september 2007, þar sem […] leggur til við stjórn Glitnis tillögu að farið verði í brunaútsölu á eignum bankans.<br /> 16. Afrit af fundargerðum stjórnar Glitnis þar sem til skoðunar kom tillaga […], dags. í ágúst og/eða september 2007, þar sem lagt er til við stjórn Glitnis tillaga að farið verði í brunaútsölu á eignum bankans.<br /> 17. Kæru Fjármálaeftirlitsins til embættis sérstaks saksóknara, dags. 4. desember 2009, vegna kaupa Stíms ehf. á hlutum í Glitni og FL Group hf. og annarra tengdra gerninga.<br /> 18. Kæru Fjármálaeftirlitsins, dags. 8. júní 2009, til embættis sérstaks saksóknara, m.a. vegna upplýsingaskyldu Glitnis, veitingu söluréttar á hlutum í Glitni og viðskipti með hluti í TM haustið 2007.<br /> 19. Minnisblað Fjármálaeftirlitsins frá nóvember 2008 er varðar m.a. hvernig Glitnir skilgreindi áhættur bankans. <br /> 20. Bréf Fjármálaeftirlitsins til Glitnis í ágúst 2007, þar sem Fjármálaeftirlitið varaði m.a. sérstaklega við þeirri gríðarlegu hættu, sem Glitni stafaði af lánum og fyrirgreiðslum til tengdra aðila.<br /> 21. Endurskoðunarskýrslur (bæði frá innri og ytri endurskoðendum) um Glitni og/eða einstaka hluta hans, sem gerðar voru frá og með janúar 2007 til 7. október 2008, ásamt öllum drögum að slíkum skýrslum, sem gerðar voru á sama tímabili.<br /> 22. Lánahandbók Glitnis (e. credit manual), áhættuflokkunarreglur bankans (e. rating manual), lánsáhættu¬stjórnunarhandbók bankans (e. credit risk control manual), lánaáhættustefnu bankans (e. credit risk policy), siðareglur bankans, starfsreglur stjórnar bankans, almennar lánareglur bankans og reglur bankans um prókúrur, undirskriftir, umboð, og ákvarðanatöku, eins og framangreindar handbækur, reglur og skjöl voru á hverjum tíma frá og með janúar 2007 til 7. október 2008.<br /> 23. Öll bréf, tölvupósta og önnur samskipti milli Glitnis og Fjármálaeftirlitsins á tímabilinu frá og með janúar 2007 til 7. október 2008, og allar fundargerðir vegna funda framangreindra aðila á sama tímabili.<br /> 24. Öll bréf, tölvupósta og önnur samskipti milli Glitnis annars vegar og Samkeppniseftirlitsins, áfrýjunarnefndar samkeppnismála og/eða annarra samkeppnisyfirvalda á tímabilinu frá og með janúar 2007 til 7. október 2008 og allar fundargerðir vegna funda framangreindra aðila á sama tímabili.<br /> 25. Allar fundargerðir og minnisblöð frá öllum fundum Glitnis og fyrirsvarsmanna hans annars vegar með fulltrúum Seðlabanka Íslands og / eða Seðlabanka Evrópu á tímabilinu frá og með janúar 2007 til 7. október 2008, og öll bréf, tölvupósta og önnur samskipti milli framangreindra aðila á sama tímabili. Sérstaklega er óskað eftir fundargerðum og minnisblöðum frá fundi sem fyrirsvarsmenn Glitnis munu hafa átt með fulltrúum Seðlabanka Evrópu þann 28.-29. apríl 2008.<br /> 26. Öll skrifleg samskipti Fjármálaeftirlitsins og Glitnis þann 5. júní 2007, 16. ágúst 2007, 15. nóvember 2007, 16. janúar 2008, 22. janúar 2008 og 27. janúar 2008.<br /> 27. Skýrslu Fjármálaeftirlitsins varðandi Glitni frá febrúar 2008.<br /> 28. Fyrirspurnir Fjármálaeftirlitsins til Glitnis varðandi afskriftir lána Glitnis.<br /> 29. Minnisblað […] varðandi túlkun Glitnis á hugtakinu „tengdir aðilar“, dags. 11. júlí 2007.</p> <p>Eins og fram hefur komið synjaði Þjóðskjalasafn Íslands upplýsingabeiðni kæranda með ákvörðun, dags. 5. júlí 2012. Í bréfinu er fjallað um ákvæði 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða sem kveður á um að gögn rannsóknarnefndar Alþingis, sem aflað var vegna rannsóknar nefndarinnar, skuli færð í Þjóðskjalasafn Íslands en um aðgang að þeim fari eftir ákvæðum upplýsingalaga. Fram kemur að það sé mat safnsins að þau gögn sem aflað var vegna rannsóknar rannsóknarnefndar Alþingis og afhent voru safninu í samræmi við tilvitnað lagaákvæði séu ekki sem heild tiltekið mál í skilningi upplýsingalaga. Þá geti safnið ekki fallist á að einstakar rannsóknir nefndarinnar séu eitt mál í þessum skilningi enda voru gögnin ekki aðgreind sérstaklega sem slík þegar þau voru afhent safninu til varðveislu. Þá geti safnið ekki séð að beiðni kæranda um „aðgang að gögnum tengdum einstökum gerningum og/eða samningum“ og beiðni kæranda um „aðgang að tilteknum gögnum“ varði tiltekið mál. Því sé það afstaða Þjóðskjalasafns Íslands að beiðni kæranda sem lýtur að gögnum þeim sem rannsóknarnefnd Alþingis lagði til grundvallar í skýrslu sinni og varða Glitni hf. uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga og er beiðni kæranda um afhendingu gagnanna því hafnað á þeim grundvelli.</p> <p>Í kæru málsins er byggt á því að túlkun Þjóðskjalasafns Íslands á hugtakinu „mál“ í skilningi upplýsingalaga sé röng og samræmist ekki upplýsingalögum nr. 50/1996. Kærandi sé ósammála því að „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis“ teljist ekki tiltekið mál í skilningi 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Vísað er til 3. gr. og 10. gr. upplýsingalaga og almennra athugasemda við lög nr. 161/2006 um breytingu á upplýsingalögum, nr. 50/1996.</p> <p>Þá segir að rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið falið eitt viðamikið verkefni, þ.e. að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skv. 1. gr. laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Nefndinni hafi svo borið að skila skýrslu um niðurstöður sínar í því tiltekna máli til Alþingis, sbr. 7. tölul. 1. gr. laganna. Af orðum framangreindra ákvæða laga nr. 148/2008 megi sjá að löggjafinn hafi metið það sem svo að um hafi verið að ræða eina rannsókn og eitt mál. Verði að leggja þá afstöðu löggjafans til grundvallar við mat á hugtakinu „mál“ í upplýsingalögum. Ákvæði 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 renni enn frekari stoðum undir þá niðurstöðu. Ákvæðið hafi bæst við frumvarpið sem hafi orðið að lögum nr. 148/2008 í meðförum Alþingis, að tilstuðlan allsherjarnefndar en nefndinni hafi þótt þörf á því að taka skýrlega fram hvernig háttað skyldi varðveislu þeirra gagna sem aflað var vegna rannsóknarinnar og aðgangi almennings að gögnunum. </p> <p>Telur kærandi að af tilvitnuðu orðalagi ákvæðisins megi ráða að löggjafinn hafi talið rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis vera eitt mál í skilningi upplýsingalaga. Þá er bent á að frumvarp til laga nr. 161/2006 um breytingu á upplýsingalögum, nr. 50/1996 sé byggt á tilskipun (EB) nr. 2003/98. Líkt og fram komi í almennum athugasemdum með frumvarpi til laganna sé hornsteinn tilskipunarinnar að jafnrétti eigi að ríkja við endurnot opinberra upplýsinga, sbr. 10. og 11. gr. tilskipunarinnar. Þannig segi að afgreiða eigi sambærilegar umsóknir um endurnot opinberra upplýsinga á sambærilegan hátt. Fram komi í frumvarpinu að þessi skylda hvíli nú þegar á íslenskum stjórnvöldum vegna ákvæða jafnræðisreglna 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Í þessu tilliti bendir kærandi á úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-397/2011 frá 29. desember 2011 þar sem úrskurðarnefndin hafi talið að gögn er tengdust Icesave-samningi væru mál í skilningi upplýsingalaga.</p> <p>Kærandi telji að sama eigi við um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Á sama hátt og Alþingi hafi veitt fjármálaráðherra heimild til að undirrita framangreindan Icesave-samning með lögum nr. 13/2011 hafi Alþingi lagt fyrir sérstaka rannsóknarnefnd (þ.e. rannsóknarnefnd Alþingis) að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða með lögum nr. 142/2008. Af þessu tilefni og því sem rakið er í kæru verði að telja að gögn sem tengist skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis mál í skilningi upplýsingalaga, í það minnsta að því er varði Glitni hf., enda sé að mati kæranda vandséð hvernig og á hvaða grundvelli megi skipta þeim upp í mörg aðgreind mál. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 29. desember 2011 í málinu nr. A-398/2011 þar sem nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að Þjóðskjalasafni hafi borið að taka efni hverrar skýrslu 18 nafngreindra einstaklinga til skoðunar og leysa úr beiðninni á grundvelli efnisákvæða upplýsingalaga.</p> <p>Kærandi vísar sérstaklega til 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Kærandi bendir sérstaklega á að hann hafi ekki nægilegar upplýsingar undir höndum til að geta tilgreint öll þau gögn sem hann óski aðgangs að. Það færi þvert gegn anda upplýsingalaga að meina kæranda aðgang að gögnunum eingöngu vegna þess að hann geti ekki tilgreint nákvæmlega hvert einasta skjal sem hann hyggist kynna sér og rannsóknarnefnd Alþingis hafi undir höndum, en þau gögn skipti hugsanlega þúsundum.</p> <p>Í kæru málsins segir að telji úrskurðarnefndin að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis geti ekki talist tiltekið mál í skilningi upplýsingalaga, verði að líta svo á að í það minnsta hver rannsókn nefndarinnar teljist til eins máls í skilningi laganna.</p> <p>Með bréfi sínu, dags. 5. júlí 2012, hafi Þjóðskjalasafn hins vegar hafnað þeirri túlkun og talið að einstakar rannsóknir rannsóknarnefndarinnar gætu ekki heldur verið eitt mál í framangreindum skilningi „enda ekki aðgreind sérstaklega sem slík gögn í gögnum þeim sem afhent voru safninu til varðveislu“. Kærandi mótmæli því að niðurstaðan sé látin ráðast af því á hvaða formi og undir hvaða formerkjum rannsóknarnefnd Alþingis hafi skilað gögnunum til Þjóðskjalasafnsins. Telur kærandi standa Þjóðskjalasafni nær að upplýsa hvernig gögnin hafi verið „aðgreind“ þegar þau hafi verið afhent safninu til varðveislu, enda hafi kærandi óskað leiðbeininga safnsins um það á hvaða hátt væri réttast að tilgreina „mál“ í skilningi upplýsingalaga. Þjóðskjalasafni Íslands hafi borið, á grundvelli 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að veita kæranda nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar hafi safnið talið beiðni kæranda ónákvæma.</p> <p>Í kærunni kemur fram að úr þeim annmörkum sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi talið á beiðni kæranda, dags. 9. mars 2011, í úrskurði A-398/2011 hafi verið bætt, umfram nauðsyn, með beiðni dags. 1. júní 2012, en í beiðninni hafi kærandi óskað aðgangs að gögnum í alls 98 nánar tilgreindum töluliðum. Í þeirri beiðni kæranda hafi ekki með nokkru móti getað farið milli mála við hvaða gögn hafi verið átt og beiðnin þar með uppfyllt ótvírætt skilyrði 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Kærandi fái því ekki með nokkru móti séð hvernig Þjóðskjalasafn geti hafnað beiðni kæranda, hvað sem líði túlkun á hugtakinu „mál“ en skilgreining á hugtakinu „mál“ skipti engu máli þegar óskað sé eftir aðgangi að gögnum á grundvelli 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í kærunni kemur fram að hafnað sé, með sömu rökum, þeirri afstöðu Þjóðskjalasafns að ekki verði séð af beiðni kæranda „um aðgang að gögnum tengdum einstökum gerningum/og eða samningum“ og beiðni um „aðgang að tilteknum gögnum“ varði tiltekið mál.</p> <p>Telur kærandi að verði framangreind beiðni ekki tekin til greina sé honum nánast gert ómögulegt að nálgast umrædd gögn. Verði ekki séð að það samræmist tilgangi löggjafans og ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Kærandi telur að undantekningar 4.- 6. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um þau gögn sem hann hafi krafist aðgangs að. Undantekningarnar beri að túlka þröngt og með hliðsjón af meginreglu upplýsingalaga um aukinn aðgang almennings að gögnum, sbr. 3. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p>Er áréttað að þær upplýsingar, sem birtar eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, séu þess eðlis og af þeirri stærðargráðu að engin leynd eða trúnaður verði talin hvíla yfir þeim eða rekstri Glitnis fyrir fall hans haustið 2008. Skýrsla rannsóknarnefndar hafi að geyma greinargóða lýsingu á starfsemi Glitnis fyrir fall bankans, samskiptum starfsmanna hans, hugsanlegu misferli innan bankans, brotum gegn fjölmörgum reglum um fjármögnun og fjármál bankans, vanstjórn á málefnum bankans, þrýstingi stærstu eigenda bankans á stjórnendur hans, versnandi fjárhag hans og fjölda annarra sambærilegra atriða. Kærandi telur að hafi leynd eða trúnaður yfirleitt hvílt yfir þessum atriðum á einhverjum tíma, þá hafi sú leynd og sá trúnaður bersýnilega fallið brott við útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og hinnar miklu umfjöllunar um þessi atriði í fjölmiðlum. Þá sé Glitnir í slitameðferð og hafi enga hagsmuni, hvorki fjárhagslega né viðskiptalega, af því að leynd ríki um framangreind gögn og upplýsingar, sem taka til tímabilsins fyrir október 2008.</p> <p>Vísað er til skýringa við 5. gr. upplýsingalaga í frumvarpi til laganna. Sé vafi á að gögn varði einstök viðskipti við aðila verði að skýra hann kæranda í hag með hliðsjón af meginreglu upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum, sbr. 3. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p>Þá er vísað til 7. gr. upplýsingalaga og þess að undantekningarákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í málinu, enda sé beiðni kæranda ekki beint að slitameðferð Glitnis, heldur að þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hafi aflað um starfsemi Glitnis áður bankinn féll haustið 2008, sbr. 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008. Þetta sé ennfremur staðfest í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-398/2011. Þá ítrekar kærandi hagsmuni sína af því að fá aðgang að umbeðnum gögnum.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Þjóðskjalasafni til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 8. ágúst 2012, og barst svar við því 3. september s.á.</p> <p>Í bréfi Þjóðskjalasafns segir að beiðni kæranda. dags. 1. júní, sem ákvörðun Þjóðskjalasafns, dags. 5. júlí nái til varði gögn rannsóknarnefndar Alþingis, sbr. lög nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.</p> <p>Í umsögn Þjóðskjalasafns er vísað til laga nr. 142/2008, einkum 1. mgr. 1. gr. og 5. mgr. 17. gr. og 18. gr. Fram komi þar að þegar rannsóknarnefndin afhendi gagnagrunna til Þjóðskjalasafns skuli hún merkja þá eftir því hvort um sé að ræða gagnagrunn með ópersónugreinanlegum upplýsingum eða persónugreinanlegum. Þjóðskjalasafni sé óheimilt að veita aðgang að upplýsingum í persónugreinanlegum gagnagrunnum nema að því marki sem reglur upplýsingalaga um aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga leyfi. Þjóðskjalasafni sé hins vegar heimilt að afhenda afrit af þeim gagnagrunnum sem hafi að geyma ópersónugreinanlegar upplýsingar og upplýsingar sem verði ekki raktar til nafngreindra fyrirtækja.</p> <p>Þjóðskjalasafn vísar til 1. mgr. 3. gr., 4.-6. gr. og 7. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá segir að fyrir liggi að rannsóknarnefnd Alþingis hafi víða leitað fanga til að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008. Þegar Þjóðskjalasafn hafi afgreitt beiðni kæranda hafi safnið metið það svo að ekki yrði talið að þau gögn sem aflað hafi verið vegna rannsóknar rannsóknarnefndar Alþingis og afhent hafi verið Þjóðskjalasafni í samræmi við 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 væru sem heilt tiltekið mál í skilningi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 161/2006.</p> <p>Að sama skapi geti Þjóðskjalasafn ekki fallist á að einstakar rannsóknir rannsóknarnefndarinnar, sbr. beiðni kæranda, séu eitt mál í framangreindum skilningi, enda ekki aðgreind sem slík gögn þegar þau hafi verið afhent safninu til varðveislu. Í þessu sambandi áréttar Þjóðskjalasafn að beiðni um gögn á þessum forsendum sé að mati safnsins of óljós og ekki nægilega tilgreind svo hægt sé að afgreiða hana. Það geti vart talist hlutverk Þjóðskjalasafns að leggjast í sérstaka rannsóknarvinnu til að ákvarða hvaða gögn höfundar skýrslu rannsóknarnefndarinnar hafi notað og stuðst við er þeir rituðu tiltekna kafla.</p> <p>Þá hafi Þjóðskjalasafn ekki talið að séð yrði að beiðni kæranda „um aðgang að gögnum tengdum einstökum gerningum og/eða samningum“ og beiðni um „aðgang að tilteknum gögnum“ varði tiltekið mál. Hafi það því verið mat Þjóðskjalasafns að beiðni kæranda, jafnvel þótt tiltekin gögn hafi verið tilgreind og sundurliðuð nánar með beiðninni, hafi ekki uppfyllt skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 161/2006, sem gildi um aðgang að gögnum rannsóknarnefndar Alþingis í vörslum safnsins.</p> <p>Umsögn Þjóðskjalasafns Íslands var send kæranda til athugasemda með bréfi, dags. 5. september. Með bréfi, dags. 21. september, bárust athugasemdir kæranda. Kemur fram að kærandi mótmæli því alfarið að beiðni hans um aðgang að einstökum rannsóknum rannsóknarnefndar Alþingis hafi verið óljós eða ekki nægilega tilgreind, enda hafi verið vísað nákvæmlega til þeirra rannsókna sem óskað hafi verið aðgangs að og viðeigandi kafla, og undirkafla ef við hafi átt, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.</p> <p>Þá er bent á að hafi Þjóðskjalasafn talið beiðni kæranda óljósa eða ekki nægilega tilgreinda, hafi safninu borið, samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga, að veita kæranda nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar um það hvernig hægt væri að tilgreina beiðnina á réttan hátt, enda hafi kærandi óskað eftir slíkum leiðbeiningum í beiðni, dags. 1. júní 2012. Sú beiðni um leiðbeiningar hafi ekki einungis snúið að því hvernig rétt væri að aðgreina þau skjöl sem kærandi hafi óskað aðgangs að heldur einnig hvernig rétt væri að afmarka mál er varðaði skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þeirri skyldu hafi Þjóðskjalasafnið ekki sinnt.</p> <p>Kærandi bendir á að samkvæmt 3. tölul. 4. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands setji safnið reglur um myndun, frágang og afhendingu skjala- og gagnasafna afhendingarskyldra aðila, en samkvæmt 3. mgr. 6. gr. sömu laga séu afhendingarskyldir aðilar skyldugir að hlíta fyrirmælum safnsins um skráningu, flokkun og frágang skjala. Á grundvelli laganna hafi Þjóðskjalasafn m.a. sett reglur nr. 1065/2010 um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskyldra aðila. Á grundvelli þessa hafi rannsóknarnefnd Alþingis, við afhendingu á öllum þeim skjölum að baki skýrslu rannsóknarnefndarinnar, t.a.m. borið að fylla út bæði eyðublað um skjalaflokkun og geymsluskrá. Af skoðun eyðublaðanna megi vera ljóst að rannsóknarnefnd Alþingis hafi lýst þeim skjölum, sem liggi að baki skýrslu nefndarinnar, með greinargóðum hætti. Telur kærandi að hafi rannsóknarnefnd Alþingis farið að framangreindum reglum, svo sem henni hafi borið að gera, geti ekki verið erfiðleikum háð fyrir Þjóðskjalasafn að átta sig á því til hvaða skjala beiðni kæranda, dags. 1. júní 2012, taki. Á sama hátt telji kærandi að það geti ekki vafist fyrir Þjóðskjalasafni hvaða skjöl eða hlutar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis geti talist „mál“ í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1996, telji safnið að skýrslan í heild sinni geti ekki talist mál í framangreindum skilningi.</p> <p>Kærandi áréttar að hann hafi í beiðni, dags. 1. júní 2012, einnig óskað eftir aðgangi að sérstaklega tilgreindum gögnum. Kærandi hafnar því að beiðnin varði ekki „tiltekið mál“. Í fyrsta lagi bendir kærandi á að umrædd gögn varði þau mál, sem lýst sé í beiðni hans, dags. 1. júní 2012. Í öðru lagi sé óþarft að tilgreina sérstakt mál þegar óskað er eftir aðgangi að sérstaklega tilgreindum gögnum í vörslum stjórnvalds. Upplýsingalög setji ekkert slíkt skilyrði. Heimild 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga um að „fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál“ feli í sér víkkun á heimild borgaranna til að fá að kynna sér gögn án þess að þurfa að tilgreina gögnin sérstaklega. Það sé alrangt að tilgreina verði eitthvert mál þegar þau gögn sem óskað er aðgangs að, séu tilgreind sérstaklega. Það eigi sérstaklega við, þar sem Þjóðskjalasafn hafi ekki upplýst um heiti þess máls eða mála, sem gögnin varði.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p><br /> <strong>1.</strong><br /> Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar Þjóðskjalasafn Íslands tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Var hún því byggð á efnisákvæðum þeirra laga.</p> <p>Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.</p> <p><strong>2.</strong><br /> Kærandi hefur í máli þessu vísað til laga nr. 161/2006 um breytingu á upplýsingalögum, nr. 50/1996 þar sem byggt sé á tilskipun (EB) nr. 2003/98 og til almennra athugasemda með frumvarpi til laga nr. 161/2006 þar sem fram komi að jafnrétti eigi að ríkja við endurnot opinberra upplýsinga, sbr. 10. og 11. gr. tilskipunarinnar.</p> <p>Af þessu tilefni telur úrskurðarnefndin nauðsynlegt að taka fram að með lögum nr. 161/2006, sem tóku gildi 1. janúar 2007, var upplýsingalögum breytt í nokkrum atriðum. Meðal annars var bætt við lögin nýjum kafla, nr. VIII, um endurnot opinberra upplýsinga. Í 1. mgr. 24. gr. laganna segir að markmið kaflans sé að auka endurnot opinberra upplýsinga til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Samkvæmt 3. mgr. 24. gr. hefur umræddur kafli þó ekki bein áhrif á rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þar kemur fram að ákvæði kaflans gildi einvörðungu um endurnot fyrirliggjandi upplýsinga sem séu í vörslum stjórnvalda og almenningur eigi rétt til aðgangs að á grundvelli 3. gr. laganna eða annarra ákvæða sem veita almenningi slíkan rétt. Í skýringum við þessa málsgrein í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2006 er áréttað að ákvæði kaflans gildi „einungis um endurnot upplýsinganna en mæli ekki á neinn hátt fyrir um rétt til aðgangs að opinberum upplýsingum“.</p> <p>Af framangreindu leiðir að ákvæði VIII. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 5. gr. laga nr. 161/2006, fjalla aðeins um heimildir einkaaðila til að nýta opinberar upplýsingar eftir að þær hafa verið gerðar aðgengilegar. Ákvæði kaflans mæla ekki fyrir um það hverjar þær upplýsingar séu sem einkaaðilar eigi rétt til aðgangs að í þessu skyni. Það ræðst af upplýsingarétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum skv. öðrum lagaákvæðum sem tryggja almenningi rétt til upplýsinga. Með öðrum orðum: Ef upplýsingar falla undir aðgangsrétt almennings samkvæmt framangreindu mælir VIII. kafli upplýsingalaga fyrir um heimildir einkaaðila til að endurnota upplýsingarnar. Í ákvæðum kaflans felst hins vegar ekki sjálfstæður réttur til aðgangs að upplýsingum eða sjónarmið sem hafa skal til hliðsjónar við mat á rétti til aðgangs að upplýsingum. Framangreint á einnig við um VII. kafla hinna nýju upplýsingalaga nr. 140/2012 enda eru ákvæði kaflans að öllu leyti samhljóða ákvæðum VIII. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996, að gættum viðeigandi breytingum á tilvísunum, m.a. í númer greina, sbr. almennar athugasemdir við VII. kafla frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 140/2012.</p> <p><strong>3.</strong><br /> Eins og fram hefur komið barst kæra þessa máls úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 3. ágúst 2012, en kæran laut að afgreiðslu Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni kæranda sem laut í fyrsta lagi að aðgangi að öllum þeim skjölum og öðrum gögnum er varða málið „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis“, nánar tiltekið aðgangi að öllum þeim skjölum og öðrum gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum við gerð skýrslu nefndarinnar, í öðru lagi eftir aðgangi að gögnum er varða tiltekin mál í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sett fram í 23 nánar tilgreindum töluliðum, í þriðja lagi var óskað eftir aðgangi að gögnum tengdum einstökum gerningum og/eða samningum sem talin eru upp í 46 nánar tilgreindum töluliðum og í fjórða lagi óskað eftir aðgangi að sérstaklega tilgreindum gögnum í 29 töluliðum.</p> <p>Í skýringum Þjóðskjalasafns til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að þegar safnið afgreiddi beiðni kæranda hafi það verið metið svo að ekki yrði talið að þau gögn sem aflað var vegna rannsóknar rannsóknarnefndar Alþingis og afhent voru Þjóðskjalasafni í samræmi við 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 væru sem heilt tiltekið mál í skilningi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 161/2006. Þá geti Þjóðskjalasafn ekki fallist á að einstakar rannsóknir rannsóknarnefndarinnar séu eitt mál í framangreindum skilningi, enda ekki aðgreind sem slík gögn þegar þau voru afhent safninu til varðveislu. Þjóðskjalasafn telur að það sé ekki hlutverk þess að leggjast í sérstaka rannsóknarvinnu til að ákvarða hvaða gögn höfundar skýrslu rannsóknarnefndarinnar hafi notað og stuðst við er þeir rituðu tiltekna kafla. Þá telji Þjóðskjalasafn að ekki verði séð að beiðni kæranda „um aðgang að gögnum tengdum einstökum gerningum og/eða samningum“ og beiðni um „aðgang að tilteknum gögnum“ varði tiltekið mál. Hafi það því verið mat Þjóðskjalasafns að beiðni kæranda, jafnvel þótt tiltekin gögn hafi verið tilgreind og sundurliðuð nánar með beiðninni, hafi ekki uppfyllt skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 161/2006, sem gildi um aðgang að gögnum rannsóknarnefndar Alþingis í vörslum safnsins.</p> <p>Um störf rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað í lögum nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Í 5. mgr. 17. gr. þeirra laga segir orðrétt: „Að rannsókn nefndarinnar lokinni skulu gögn, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, færð á Þjóðskjalasafn Íslands. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.“ Þá kemur fram í 1. mgr. 18. gr. sömu laga að rannsóknarnefndin afhendi Þjóðskjalasafni Íslands þá gagnagrunna sem orðið hafi til í störfum hennar, sbr. 5. mgr. 17. gr. Þá taki rannsóknarnefndin ákvörðun um hverjum af þeim gögnum sem nefndin hefur safnað beri að skila sem gagnagrunni samkvæmt þessu ákvæði og hvaða upplýsingar komi þar fram. Ennfremur er Þjóðskjalasafni Íslands heimilt að gera samning við aðra ríkisstofnun á grundvelli 30. gr. fjárreiðulaga um að rækja starfsskyldur safnsins um ákveðinn tíma samkvæmt ákvæðum þessarar greinar. Í 2. mgr. sömu greinar kemur fram að þegar rannsóknarnefndin afhendir gagnagrunna til Þjóðskjalasafns skuli hún merkja þá eftir því hvort um sé að ræða gagnagrunn með ópersónugreinanlegum upplýsingum eða persónugreinanlegum. Þjóðskjalasafni sé óheimilt að veita aðgang að upplýsingum í persónugreinanlegum gagnagrunnum nema að því marki sem reglur upplýsingalaga um aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga leyfa. Þjóðskjalasafni Íslands sé hins vegar heimilt að afhenda afrit af þeim gagnagrunnum sem hafi að geyma ópersónugreinanlegar upplýsingar og upplýsingar sem verði ekki raktar til nafngreindra fyrirtækja.</p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er m.a. kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum „sem varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.</p> <p>Í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, segir: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“ Réttur til upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga er samkvæmt framangreindu bundinn við gögn sem varða tiltekin mál sem eru eða hafa verið til meðferðar í stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga, sbr. og 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Af áskilnaði um að beiðni um aðgang að gögnum varði tiltekið mál verður meðal annars dregin sú ályktun að lögin feli ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að gögnum í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Af sama áskilnaði leiðir að lögin veita heldur ekki rétt til að krefjast aðgangs að upplýsingum sem einvörðungu er að finna í skrám eða gagnagrunnum stjórnvalda, en ekki í fyrirliggjandi gögnum í tilgreindum málum. Hafi upplýsingum verið safnað með kerfisbundnum hætti án þess að um sé að ræða afgreiðslu eða meðferð tiltekinna mála fellur slík söfnun utan gildissviðs upplýsingalaga. Eins og fram hefur komið hafa ný upplýsingalög nr. 140/2012 tekið gildi og þykir í því sambandi rétt að taka fram að reglan um framsetningu gagnabeiðni birtist nú breytt í 15. gr. en þar segir að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli „tilgreina þau eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægilega skýrum hætti til að hægt sé, án verulegrar fyrirhafnar, að afmarka beiðni við tiltekin gögn eða tiltekið mál.“<br />  <br /> Í 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að þegar farið er fram á aðgang að gögnum um mál þar sem taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Ef ekki er um að ræða töku eða fyrirhugaða töku stjórnvaldsákvörðunar í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem hefur gögnin í sínum vörslum. Berist stjórnvaldi sem hefur gögn í sínum vörslum beiðni um aðgang að gögnum þegar annað stjórnvald hefur tekið eða fyrirhugar að taka stjórnvaldsákvörðun ber því stjórnvaldi sem beiðnin berst til að framsenda erindið á réttan stað svo fljótt sem unnt er, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, svo afgreiða megi erindið af þar til bæru stjórnvaldi.</p> <p>Ákvæði 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefur að geyma almenna reglu stjórnsýsluréttar um stjórnsýslukæru en þar segir í 1. mgr. að aðila máls sé „heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju“. Þá er í 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 sérregla um kærur vegna synjunar upplýsingabeiðna en þar kemur fram að heimilt sé að bera þær synjanir „undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn“, sbr. einnig 14. gr. eldri upplýsingalaga. Meginmarkmiðið með framangreindum kæruheimildum er að treysta réttaröryggi borgaranna með því að gera þeim kleift að fá umfjöllun um mál sín á tveimur stjórnsýslustigum. Hafi mál ekki hlotið efnislega umfjöllun á lægra stjórnsýslustigi, eða það afgreitt á röngum lagagrundvelli, getur stjórnvaldi á kærustigi því verið nauðugur sá kostur að heimvísa málinu til lögmætrar málsmeðferðar í stað þess að leitast við að bæta sjálft úr annmörkunum. Enda fengi stjórnsýslumálið að öðrum kosti ekki umfjöllun á tveimur stjórnsýslustigum eins og stefnt er að með kæruheimild.</p> <p><strong>4.</strong><br /> Eins og áður segir getur almenningur óskað eftir því á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 að fá aðgang að öllum gögnum er varða „tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem rakin eru í lögunum. Eins og fram hefur komið var beiðni kæranda um aðgang að gögnum fjórþætt og fór hann í fyrsta lagi fram á aðgang að að öllum þeim skjölum og öðrum gögnum er varða málið „Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis“, nánar tiltekið aðgangi að öllum þeim skjölum og öðrum gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum við gerð skýrslu nefndarinnar. </p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál laut beiðni kæranda að þessu leyti ekki að „tilteknu máli“ í skilningi upplýsingalaga, heldur að rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis í heild. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður fjallað um gögn rannsóknarnefndarinnar og ekki talið að líta megi svo á að rannsóknin hafi verið eitt tiltekið mál í skilningi lagannna. Nefndin hefur aftur á móti álitið að skýrslur sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis af nafngreindum einstaklingum, sbr. úrskurð í máli nefndarinnar nr. A-443/2012 og einnig nr. A-398/2011, tilheyri máli í skilningi 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </p> <p>Í ljósi framangreinds fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á það með Þjóðskjalasafni Íslands að fyrsti þáttur beiðni kæranda eins og hún var sett fram með bréfi, dags. 1. júní 2012, hafi verið of almennur til þess að hægt hefði verið að taka hann til efnislegrar afgreiðslu án nánari afmörkunar.</p> <p>Þegar svo háttar til að stjórnvöldum berst beiðni um aðgang að gögnum sem er svo almenn að ekki er hægt að ætlast til þess að stjórnvald geti haft uppi á gögnunum er stjórnvöldum rétt að vísa beiðninni frá í stað þess að taka efnislega afstöðu til hennar í formi synjunar.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur farið yfir upplýsingabeiðni kæranda að öðru leyti og fær ekki séð að hún sé öll svo almenn að ekki hafi verið unnt að afgreiða hana a.m.k. að hluta efnislega. Af afgreiðslu Þjóðskjalasafns fæst ekki séð að hver liður þáttanna þriggja sem eftir standa í beiðni kæranda hafi verið skoðaður efnislega heldur er beiðninni synjað í heild sinni þrátt fyrir að ekki fáist annað séð en að hluti þeirra gagna sem óskað er aðgangs að varði tiltekið mál í skilningi 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá fæst ekki séð að Þjóðskjalasafn hafi kannað hvort upplýsingabeiðninni hafi ranglega verið beint að safninu og þær upplýsingar sem óskað er aðgangs að séu í fórum annars stjórnvalds sem hefur tekið eða fyrirhugar að taka stjórnvaldsákvörðun á grundvelli þeirra upplýsinga, sbr. 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ennfremur verður ekki séð að Þjóðskjalasafn hafi kannað hvort hluti þeirra gagna sem óskað er aðgangs að tilheyri gagnagrunnum eða skrám og lúti þeim sérstöku réttarreglum sem gilda í því sambandi skv. upplýsingalögum.</p> <p>Í umsögn Þjóðskjalasafns til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að  rannsóknaranefnd Alþingis hafi ekki flokkað gögn eftir tilteknum málum þegar þau voru afhent safninu til varðveislu og að það sé ekki hlutverk safnsins að leggjast í sérstaka rannsóknarvinnu til að ákvarða hvaða gögn höfundar skýrslu rannsóknarnefndarinnar hafi notað og stuðst við er þeir rituðu tiltekna kafla. Í tilefni af þessu áréttar úrskurðarnefnd um upplýsingamál að með 5. mgr. 17. gr. laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða nr. 142/2008 mælti löggjafinn fyrir um skyldu til framangreindrar afgreiðslu og hefur löggjafinn því falið stjórnvöldum umrætt verkefni. Telja verður að sú skylda hvíli á stjórnvöldum á hverjum tíma að búa svo um þau gögn sem þau hafa til varðveislu að þeim sé kleift að rækja lögboðnar skyldur sínar. Það að gögn sem Þjóðskjalasafnið fékk til varðveislu hafi ekki verið flokkuð með fullnægjandi hætti getur ekki leitt til lakari réttarstöðu borgaranna heldur hlýtur sú skylda að hvíla á safninu að bæta úr þeim annmörkum sem eru á flokkun gagnanna, séu þeir fyrir hendi.</p> <p>Með vísan til framangreinds verður ekki séð að Þjóðskjalasafn hafi með ákvörðun sinni 5. júlí 2012, afgreitt beiðni kæranda með fullnægjandi hætti á grundvelli þágildandi upplýsingalaga. Telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál því óhjákvæmilegt annað en að vísa hluta málsins heim til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu Þjóðskjalasafns Íslands.</p> <p>Að fenginni ofangreindri niðurstöðu þykir ekki ástæða til að fjalla um aðrar málsástæður sem hafðar hafa verið uppi vegna málsins.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Synjun Þjóðskjalasafns Íslands frá 5. júlí 2012 á beiðni Viðars Lúðvíkssonar hrl., f.h. Tryggingarmiðstöðvarinnar, dags. 1. júní 2012, um aðgang að „Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis“, nánar tiltekið aðgangi að öllum þeim skjölum og öðrum gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum við gerð skýrslu nefndarinnar, er staðfest.</p> <p>Beiðni […], f.h. Tryggingarmiðstöðvarinnar, dags. 1. júní 2012, er að öðru leyti vísað til Þjóðskjalasafns Íslands til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.</p> <p> </p> <p><br /> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br />                                                    Sigurveig Jónsdóttir                      Friðgeir Björnsson</p> |
A-478/2013, Úrskurður 12. apríl 2013 | Akureyrarbær krafðist þess að réttaráhrifum úrskurðar nr. A-472/2013, sem kveðinn var upp 31. janúar 2013, yrði frestað vegna þess að nafn kæranda hafi verið rangt tilgreint. Nefndin taldi að af hálfu Akureyrarbæjar hefði ekkert komið fram um að uppfyllt væru framangreind skilyrði svo fyrir hendi væri sérstök ástæða, í skilningi 24. gr. laga nr. 140/2012, til að ákveða að fresta réttaráhrifum úrskurðarins. Kröfunni var því hafnað, en samhliða gefið út nýtt leiðrétt staðfest endurrit úrskurðar A-472/2013. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <br /> <p>Hinn 12. apríl 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð, nr. A-478/2013, í málinu nr. 12110011.<br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 8. febrúar 2013, krafðist Akureyrarbær þess að réttaráhrifum úrskurðar nr. A-472/2013, sem kveðinn var upp 31. janúar 2013, yrði frestað. Því til rökstuðnings segir að nafn kæranda sé rangt tilgreint, ekki sé vitað til þess að [A] sé starfandi, og úrskurðurinn uppfylli að óbreyttu ekki skilyrði til aðfararhæfis. Þá lýsir bærinn sig efnislega ósammála niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og ítrekar þau sjónarmið sín sem hefðu komið fram á fyrri stigum málsins. Síðan segir:<br /> „Með vísan til alls framangreinds er annars vegar gerð krafa um að Akureyrarbæ sem hinu kærða stjórnvaldi berist leiðrétt útgáfa úrskurðarins en ella að réttaráhrifum hans verði frestað með vísan til 18. gr. laga nr. 50/1996, sbr. ákvæði 24. gr. núgildandi upplýsingalaga nr. 140/2012.“<br /> Með bréfi, dags. 12. febrúar 2013, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að [B], hdl., f.h. [C], sendi nefndinni þær athugasemdir sem hann teldi ástæðu til að gera við fram komna kröfu um frestun réttaráhrifa. Frestur var veittur til 22. febrúar. Engar athugasemdir bárust fyrir þann dag.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 segir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti, að kröfu stjórnvalds, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Skuli krafa þess efnis gerð eigi síðar en sjö  dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests. Ákvæði um frestun réttaráhrifa var áður í 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í athugasemdum við þá grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir m.a. svo: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“<br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur lagt til grundvallar að 18. gr. upplýsinglaga nr. 50/1996, og nú 24. gr. laga nr. 140/2012, eigi fyrst og fremst við um tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem geta verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur er aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kunna síðar að verða skýrð af dómstólum. Af hálfu Akureyrarbæjar hefur ekkert komið fram um að uppfyllt séu framangreind skilyrði og að fyrir hendi sé sérstök ástæða, í skilningi 24. gr. laga nr. 140/2012, til að ákveða að fresta réttaráhrifum úrskurðar nr. A-472/2013, sem kveðinn var upp 31. janúar 2013.<br /> Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar síns frá 31. janúar 2013. Ber því að hafna kröfu Akureyrarbæjar, þar að lútandi.<br /> Með vísun til þess að nafn [A] var rangt tilgreint, og úrskurðarorð óljóst hefur, með vísun til 2. mgr. 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, verið gefið út leiðrétt endurrit úrskurðar nr. A-472/2013. Fylgir það hjálagt.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kröfu Akureyrarbæjar um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar frá 31. janúar 2013 nr. A-472/2013 er hafnað.<br /> <br /> </p> <div align="center"> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> </div> <br /> <br /> <p>                                                Sigurveig Jónsdóttir                                        Friðgeir Björnsson<br /> <br /> </p> |
A-477/2013. Úrskurður frá 12. apríl 2013 | Kærð var synjun Barnaverndar Reykjavíkur á beiðni um aðgang að öllum gögnum er varða mál ólögráða dóttur kæranda. Úrskurðarnefndin leit til þess að Barnavernd Reykjavíkur starfar á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í 38. gr. þeirra kemur fram að um könnun barnaverndarmáls og málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd gilda stjórnsýslulög. Þar sem upplýsingalög gilda ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum var talið að ágreiningur um rétt kæranda yrði ekki borinn undir nefndina, sbr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Var málinu vísað frá. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <br /> <p>Hinn 12. apríl 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-477/2013.<br /> <br /> Kæruefni og málsatvik<br /> Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 12. febrúar 2013, kærði [A] afgreiðslu Barnaverndar Reykjavíkur á beiðni um aðgang að öllum gögnum er varða mál ólögráða dóttur hennar hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur.<br /> <br /> Í kærunni segir að ítrekað hafi verið óskað eftir aðgangi að öllum gögnum sem málið varða með litlum sem engum árangri.<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Barnavernd Reykjavíkur var kynnt framkomin kæra með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 13. febrúar 2013. Umsögn Barnaverndar Reykjavíkur barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 21. febrúar.<br /> <br /> Í umsögninni kemur fram að kærandi sé aðili að málinu sem unnið hafi verið á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002. Kærandi hafi því í samræmi við 45. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, fengið fyrir hvern fund Barnaverndar Reykjavíkur aðgang að öllum gögnum sem málið varða og komu til álita við úrlausn þess fyrir nefndinni.<br /> <br /> Þá segir jafnframt að kærandi hafi fengið aðgang að gögnum málsins með bréfum, dags. 3. júlí 2008, 22. febrúar 2011, 12. maí 2011 og 22. nóvember 2012. Síðan þá hafi engin afskipti verið af málefnum dóttur kæranda á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002 og því séu engin ný gögn í málinu.<br /> <br /> Barnavernd Reykjavíkur telur þannig að öll gögn málsins sem varða barnaverndarafskipti af dóttur ákæranda hafi verið afhent.<br /> <br /> Kærði krefst þess að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Teljist afgreiðsla Barnaverndar Reykjavíkur fela í sér synjun á aðgangi að upplýsingum gildi ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og barnarverndarlaga nr. 80/2002 um kæruleið. Heimilt sé að skjóta til kærunefndar barnaverndarmála stjórnsýsluákvörðunum barnaverndarnefnda, sbr. 6. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Kæra málsins lúti ekki að synjun stjórnvalds um aðgang að gögnum skv. upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 4. gr. og 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, og skorti því kæruheimild.<br /> <br /> Athugasemdir kæranda við framangreinda umsögn Barnaverndar Reykjavíkur bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvupósti dags. 12. mars 2013. Þar kemur fram að ekki standist að hún hafi fengið aðgang að öllum gögnum sem málið varði og komi til álita við úrlausn þess hjá nefndinni fyrir hvern fund. Aðeins hluti af gögnum málsins hafi verið aðgengilegur.<br /> Kærandi bendir á að sér hafi ekki verið fært að tilgreina nákvæmlega hvaða gögn vanti þar sem ekki liggi fyrir yfirlit yfir þau gögn sem málið varði, samkvæmt uppýsingum frá starfsmanni Barnarverndar Reykjavíkur.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.  <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar aðgang kæranda að öllum gögnum er varða mál dóttur hennar hjá Barnavernd Reykjavíkur. Af hálfu kærða er gerð krafa um frávísun málsins eða staðfestingu synjunar.<br /> <br /> Barnavernd Reykjavíkur starfar á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í 38. gr. laganna kemur fram að um könnun barnaverndarmáls og málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd gilda ákvæði stjórnsýslulaga með þeim frávikum sem greinir í lögunum.<br /> <br /> Í 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er kveðið á um að þau lög gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Í skýringum við ákvæði þetta í frumvarpi sem varð að upplýsingalögum er tekið fram að eðlilegt sé, til þess að taka af allan vafa, að upplýsingalög gildi ekki um slíkan aðgang. Þegar aðili máls óskar aðgangs að gögnum sem varða ákvarðanir stjórnvalds um rétt eða skyldu í máli hans fer um aðgang að þeim samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaganna, en þar segir í upphafi 1. mgr. að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varði. Kemur því fyrst til skoðunar hvort kærandi máls þessa njóti upplýsingaréttar sem aðili að stjórnsýslumáli þar sem hún er móðir ólögráða barns sem gögnin lúta að.<br /> Í 3. mgr. 3. gr. laganna kemur fram að með foreldrum sé að jafnaði átt við þá sem fara með forsjá barns. Þar sem kærandi er forráðamaður dóttur sinnar verður að líta svo á að hún hafi átt aðild að stjórnsýslumáli því sem gögn þau sem hér eru til skoðunar lúta að og fer því um aðgang hennar að þeim gögnum eftir reglum stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> Í 20. gr. upplýsingalaga kemur fram að undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé hægt að bera ágreining um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Undir úrskurðarnefndina verður hins vegar ekki borinn ágreiningur um aðgang að gögnum á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum hjá Barnavernd Reykjavíkur fer eftir 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Slíkur ágreiningur verður ekki borinn undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Er því óhjákvæmilegt að vísa máli þessu frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> </p> <h3 align="left">Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [A], dags. 12. febrúar 2013, vegna afgreiðslu Barnaverndar Reykjavíkur á beiðni um afhendingu gagna.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> </div> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <p>                                                Sigurveig Jónsdóttir                                        Friðgeir Björnsson<br /> <br /> </p> |
A-476/2013. Úrskurður frá 12. apríl 2013 | Kærð var synjun embættis ríkisskattstjóra um a) heildrænar, ópersónugreinanlegar upplýsingar um upphæðir og tilhögun greiðslu lögbundins tekjuskatts af eftirgjöf skulda og niðurfellingu persónulegra ábyrgða og b) um verklagsreglur og eftirfylgni embættis ríkisskattstjóra með áðurgreindu. Um fyrra atriðið vísaði úrskurðarnefndin til 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, um að kæra megi synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Þau gögn sem kærandi hafði óskað eftir lágu ekki fyrir hjá ríkisskattstjóra og þessum þætti var vísað frá. Um seinna atriði var vísað til 1. mgr. 3. gr. laga nr. 50/1996, um skyldu stjórnvalda til að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál. Þar sem nefndin taldi beiðnina ekki lúta að „tilteknu máli“ eða tilgreindum málum í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1996 var þessum þætti einnig vísað frá. | <br /> <div align="center"> <h3>ÚRSKURÐUR</h3> </div> <br /> <p>Hinn 12. apríl 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-476/2013.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvupósti, dags. 27. desember 2012, kærði [A], synjun embættis ríkisskattstjóra á beiðni hans, dags. 19. september,  um „heildrænar, ópersónugreinanlegar upplýsingar um upphæðir og tilhögun greiðslu lögbundins tekjuskatts af eftirgjöf skulda og niðurfellingu persónulegra ábyrgða, auk upplýsinga um verklagsreglur og eftirfylgni embættis ríkisskattstjóra með áðurgreindu“.<br /> <br /> Kærandi sendi fyrst kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins en í framhaldi af niðurstöðu umboðsmanns, þar sem bent er á málskotsrétt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, kærði hann synjunina til nefndarinnar.<br /> <br /> Í kærunni segir að kærandi telji embætti ríkisskattstjóra ekki hafa lögvarða hagsmuni af því að láta sér ekki í té þau heildrænu og ópersónugreinanlegu gögn sem farið er fram á.<br /> <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send ríkisskattstjóra með bréfi, dags. 2. janúar, til umsagnar.   <br /> <br /> Með bréfi, dags. 14. janúar, barst umsögn ríkisskattstjóra. Í umsögninni kemur fram að kærði telji að beiðni kæranda sé mjög yfirgripsmikil og ekki skýr.<br /> <br /> Þá segir í umsögninni að kærandi fari fram á aðgang að upplýsingum sem ekki séu til og ekki sé gert ráð fyrir samkvæmt lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt að séu til. Yrði fallist á beiðni kæranda myndi það fela í sér skyldu til að láta vinna þær upplýsingar úr ótilgreindum fjölda mála. Telur kærði að sú skylda sé mun víðtækari en ákvæði 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kveður á um. Rétturinn til upplýsinga sé bundinn við fyrirliggjandi gögn eða upplýsingar sem séu til í tilteknu máli.<br /> <br /> Þá sé jafnframt óskað eftir því að fá afhentar verklagsreglur og upplýsingar um eftirfylgni ríkisskattstjóra og telur embættið ekki ljóst hvað kærandi sé að fara fram á með þeirri beiðni.<br /> <br /> Vísað er til þess að verklagsreglur ríkisskattstjóra teljist ekki til upplýsinga sem almenningur hafi almennt aðgang að, sbr. 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Verklagsreglur kynnu að auki að geyma upplýsingar sem gætu orðið til þess að skattaeftirlit og eftir atvikum skattrannsóknir spilltust ef þær yrðu gerðar opinberar.<br /> <br /> Þá telur ríkisskattstjóri, varðandi þann þátt beiðninnar er lýtur að „eftirfylgni“ að það sé beinlínis óheimilt að upplýsa einstaka borgara um eða gefa þeim nákvæmar skýrslur um stöðu einstakra tiltekinna mála, hvað þá fjölda atriða sem lögum samkvæmt beri einungis að gera tilteknum aðilum grein fyrir, svo sem ríkisendurskoðun, hlutaðeigandi ráðuneyti eða öðrum þar til lögbærum aðilum.<br /> <br /> Umsögn ríkisskattstjóra var send kæranda til athugasemda með bréfi dags. 15. janúar 2013. Svar kæranda barst 23. janúar.<br /> <br /> Í svari sínu skýrir kærandi m.a. nánar hvað felst í einstökum liðum í beiðni sinni um aðgang að gögnum.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <strong>1.</strong><br /> <p>Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar ríkisskattstjóri tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Var hún því eðli máls samkvæmt byggð á efnisákvæðum þeirra laga.<br /> Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.<br /> <br /> <strong>2.</strong><br /> Mál þetta varðar aðgang kæranda að upplýsingum um heildrænar, ópersónugreinanlegar upplýsingar um upphæðir og tilhögun greiðslu lögbundins tekjuskatts af eftirgjöf skulda og niðurfellingu persónulegra ábyrgða, auk upplýsinga um verklagsreglur og eftirfylgni embættis ríkisskattstjóra með áðurgreindu. Af hálfu kærða er gerð krafa um frávísun málsins eða staðfestingu synjunar.<br /> <br /> <strong>3.</strong><br /> Í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er meðal annars kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum „sem varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í 10. gr. upplýsingalaga segir að sá sem fari fram á aðgang að gögnum skuli „tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér.“ Þá geti hann „óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“<br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram víðtæka beiðni um aðgang að upplýsingum hjá kæranda. Í beiðni kæranda felst að óskað er eftir upplýsingum í ótilteknum fjölda mála, en ekki fyrirliggjandi gögnum er varði tiltekið eða tiltekin mál eða öll gögn tiltekins máls. Fram hefur komið að umræddar upplýsingar liggja ekki fyrir hjá embættinu í því formi sem kærandi hefur óskað eftir og verður því ekki gert, á grundvelli upplýsingalaga, að útbúa þær eða taka saman, í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006. Umrædd ákvæði lúta að réttinum til upplýsinga og gagna sem fyrir liggja þegar um þau er beðið en kveða ekki á um skyldu stjórnvalda til að útbúa ný gögn.<br /> <br /> Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að kæra synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum, þ.e. fyrirliggjandi gögnum, undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir liggja ekki fyrir hjá ríkisskattstjóra. Ekki verður á grundvelli upplýsingalaga lagt fyrir embætti ríkisskattstjóra að vinna umræddar upplýsingar úr tilgreindum fjölda mála í því skyni að taka þær saman til að afhenda kæranda. Með vísan til þess ber að vísa frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þeim hluta kærunnar sem snýr að aðgangi að upplýsingum um  heildrænar, ópersónugreinanlegar upplýsingar um upphæðir og tilhögun greiðslu lögbundins tekjuskatts af eftirgjöf skulda og niðurfellingu persónulegra ábyrgða.<br /> <br /> <strong>4.</strong><br /> Kærandi óskaði jafnframt eftir  upplýsingum um verklagsreglur og eftirfylgni embættis ríkisskattstjóra með upphæðum og tilhögun greiðslu lögbundins tekjuskatts af eftirgjöf skulda og niðurfellingu persónulegra ábyrgða.<br /> Fyrrnefndu ákvæði 10. gr. upplýsingalaga var breytt með lögum nr. 161/2006. Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til þeirra laga segir m.a. um ákvæðið:<br /> „Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996, er að finna meginreglu laganna um upplýsingarétt almennings.<br /> Inntak meginreglunnar skýrist fyrsta kastið af orðalagi hennar sjálfrar en skv. 1. mgr. 3. gr. laganna er stjórnvöldum „skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.“ Enda þótt orðinu mál beri að ljá rúma merkingu felst þó þegar í því hugtaki ákveðin afmörkun á efni upplýsingaréttarins. Þannig er gerð krafa til að beiðni um aðgang tiltaki það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir en það kemur um leið í veg fyrir að unnt sé að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund eða frá ákveðnu tímabili.<br /> Þessi afmörkun eða krafa um tilgreiningu máls er nánar útfærð í 1. mgr. 10. gr. laganna, en þar er um það fjallað hvernig beiðni um aðgang að gögnum skuli sett fram. Við skýringu á þeirri heimild 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga að aðili máls geti tilgreint þau gögn sem hann óskar að kynna sér, verður að taka tillit til framangreindrar afmörkunar upplýsingaréttarins í 1. mgr. 3. gr.<br /> Sama afmörkun er enn fremur áréttuð í 2. mgr. 3. gr. laganna þar sem fram kemur til hvaða gagna upplýsingarétturinn tekur. Í 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. er tekið skýrt af skarið um að rétturinn taki til „allra skjala sem mál varða“. Í 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. er mælt svo fyrir að rétturinn taki einnig til „allra annarra gagna sem mál varða“ og loks er í 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. kveðið svo á að hann taki til „dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Upplýsingaréttur aðila er einnig afmarkaður við tiltekið mál í 1. mgr. 9. gr. laganna. Þar segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða „tiltekið mál“ ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.<br /> Af framansögðu leiðir að þegar beðið er um aðgang að tilteknum gögnum verður erindið að tengjast tilteknu máli. Þessi niðurstaða byggist einnig á fyrirmyndum upplýsingalaganna. Í athugasemdum við 10. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er tekið fram að gengið sé út frá sömu tilhögun og fram kemur í norsku og dönsku upplýsingalögunum um þetta efni. Þannig sagði svo í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. þeirra norsku upplýsingalaga, sem voru í gildi, þegar frumvarp það var samið, er varð að upplýsingalögum, nr. 50/1996: „Enhver kan hos vedkomennde forvaltningsorgan kreve å få gjøre seg kjent med det offentlige innholdet av dokumenter i en bestemt sak.“<br /> [...]<br /> Þá er í 2. gr. frumvarpsins lagt til að í 1. mgr. 10. gr. verði áréttað að beiðni um aðgang að gögnum verði annaðhvort að binda við tiltekin skjöl eða önnur gögn máls, sem aðili óskar eftir að fá að kynna sér, eða öll gögn tiltekins máls. Þegar óskað er eftir að fá aðgang að öllum gögnum tiltekins máls á hlutaðeigandi rétt á að fá aðgang að þeim gögnum sem talin eru upp í 2. mgr. 3. gr., enda standi ákvæði 4.–6. gr. því ekki í vegi.<br /> Í beiðni verður að tilgreina gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á málinu og gögnum þess.<br /> Það leiðir af 1. mgr. 10 gr. að ekki er hægt að biðja um gögn í ótilgreindum málum, t.d. þegar beðið er um aðgang að öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili.“ (Alþt. 2006-2007, A-deild, bls. 1708-1709.)<br /> Um framangreint vísast einnig til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. 398/2011 og nr. 426/2012.<br /> Eins og áður segir getur almenningur óskað eftir því á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 að fá aðgang að öllum gögnum er varða „tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem kveðið er á um í lögunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál laut beiðni kæranda um upplýsingar um verklagsreglur og eftirfylgni embættis ríkisskattstjóra með upphæðum og tilhögun greiðslu lögbundins tekjuskatts af eftirgjöf skulda og niðurfellingu persónulegra ábyrgða ekki að  „tilteknu máli“ eða tilgreindum málum í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1996 og ber því einnig að vísa þessum hluta málsins frá nefndinni.<br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> <h3>Úrskurðarorð</h3> <br /> </div> <p>Vísað er frá kæru [A] á hendur embætti ríkisskattstjóra, dags. 27. desember 2012.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> </div> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <p>                                                   Sigurveig Jónsdóttir                                        Friðgeir Björnsson</p> |
A-475//2013. Úrskurður frá 12. apríl 2013 | Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að gögnum í 26 töluliðum. FME hafði talið beiðnina vera of almenna og hafði synjað af þeirri ástæðu. Úrskurðarnefndin benti á að ef beiðni væri sett fram í mörgum liðum bæri stjórnvaldi að afgreiða hvern lið fyrir sig. Fjármálaeftirlitið hafði ekki skoðað gert það heldur vísað beiðninni frá í heild sinni. Nefndin féllst á að hluti af þessum 26 töluliðum hafi verið of almennur til þess að hægt hafi verið að taka hann til efnislegrar afgreiðslu án nánari afmörkunar en að öðru leyti var málinu vísað heim til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <br /> <p>Hinn 12. apríl 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-475/2013.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 3. ágúst 2012, kærði [A] hrl., f.h. [B], afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins, dags. 6. júlí 2012, á beiðni hans, dags. 1. júní s.á., um aðgang að nánar tilteknum gögnum í 26 töluliðum.<br /> <br /> Fyrir úrskurðarnefndinni gerir kærandi eftirfarandi kröfur: Aðallega að úrskurðarnefnd um upplýsingamál felli hina kærðu ákvörðun Fjármálaeftirlitsins úr gildi og heimili kæranda aðgang að gögnum í 26 töluliðum. Til vara að úrskurðarnefnd um upplýsingamál felli hina kærðu ákvörðun Fjármálaeftirlitsins úr gildi og heimili aðgang að svo stórum hluta þeirra gagna, sem krafist er aðgangs að í beiðni, dags. 1. júní 2012, og úrskurðarnefndin telji rétt á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Kærandi sendi Fjármálaeftirlitinu (FME) beiðni um afhendingu gagna, dags. 1. júní 2012, en í kæru kemur fram að gagnaöflun kæranda tengist máli sem höfðað hafi verið á hendur kæranda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna stjórnendatryggingar sem í gildi hafi verið hjá félaginu frá 1. maí 2008 til 1. maí 2009.<br /> <br /> Í beiðninni er óskað eftir gögnum í 26 töluliðum með eftirfarandi hætti […]:<br /> <br /> Auk ofangreinds var sérstaklega óskað eftir eftirfarandi gögnum, sem og afritum af öllum gögnum, þ.m.t. öllum samskiptum milli FME og [C], s.s. bréfaskiptum, tölvupóstum o.s.frv., fundargerðum, minnisblöðum FME, ákvörðunum FME, athugasemdum FME, stjórnvaldssektum FME, kærum, sáttum o.fl., eftir því sem við ætti, sem lægju fyrir hjá FME og varða eftirfarandi: […]<br /> <br /> Eins og fram hefur komið afgreiddi Fjármálaeftirlitið upplýsingabeiðni kæranda með bréfi, dags. 6. júlí 2012. Í bréfinu er fjallað um reglu 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um upplýsingarétt almennings og um þá reglu sem fram kemur í 1. mgr. 10. gr. laganna að þegar óskað er aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda þarf sá sem óskar aðgangs að tilgreina það mál eða gögn í því máli sem óskað er eftir. Ákvæðið komi í veg fyrir að unnt sé að óska aðgangs að gögnum í ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund eða frá ákveðnu tímabili. Þá vísar Fjármálaeftirlitið í bréfi sínu til 11. gr. laganna og vísar til þess að ákvæðið gefi það beinlínis til kynna að almennt eigi stjórnvaldi að vera mögulegt að afgreiða upplýsingabeiðni innan sjö daga frá móttöku hennar. Til þess að stjórnvaldi sé það mögulegt verði að gera ákveðnar kröfur um tilgreiningu máls eða ganga í upplýsingabeiðni. Var það afstaða Fjármálaeftirlitsins að upplýsingabeiðni kæranda varðaði ekki tiltekið mál í skilningi laganna heldur tiltekinn banka, [C] Fjármálaeftirlitið vísaði til þess að beiðnin væri of almenn til þess að hægt væri að taka hana til efnislegrar afgreiðslu án nánari afmörkunar. Með vísan til þessa vísaði Fjármálaeftirlitið upplýsingabeiðni kæranda frá.<br /> <br /> Í kæru málsins segir að kærandi sé ósammála þeirri niðurstöðu sem Fjármálaeftirlitið komist að í bréfi sínu, dags. 6. júlí 2012. Kærandi hafni því að 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 geti leitt til þess að stjórnvald veiti ekki aðgang að umbeðnum gögnum. Orðalag ákvæðisins sé skýrt um það að sé stjórnvaldi ekki mögulegt að afgreiða beiðni innan sjö daga skuli ekki hafna beiðni á þeim grundvelli heldur einungis skýra þeim aðila sem óskar aðgangs að gögnum ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta.<br /> <br /> Kærandi hafi sent frá sér beiðni í 26 töluliðum þar sem nákvæmlega hafi verið tilgreind þau gögn og/eða upplýsingar sem hann hafi óskað aðgangs að, enda þótt að þeirri talningu hafi ekki verið ætlað að vera tæmandi. Kærandi vísar til þess að almennt hafi verið talið að túlka beri upplýsingalög með þeim hætti að stjórnvöld eigi almennt að leitast við að tryggja almenningi aðgang að gögnum. Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins gangi þvert gegn tilgangi laganna. Þá hafi stofnunin ekki tekið afstöðu til þeirra ákvæða laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi sem kærandi hafi vísað til í beiðni sinni, en samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 87/1998 sé eftirlitsskyldum aðilum skylt að veita Fjármálaeftirlitinu aðgang að öllu bókhaldi sínu, fundargerðum, skjölum og öðrum gögnum í vörslum þeirra er varði starfsemina sem Fjármálaeftirlitið telji nauðsynlegt.<br /> <br /> Í kæru er ítrekað að [C] sé í slitameðferð, en ekki fyrirtæki í rekstri, og því hafi bankinn ekki hagsmuni af því að fyrri viðskipti fari leynt. Þá hafi rannsóknarnefnd Alþingis og fjölmiðlar fjallað um flest, ef ekki öll þau mál, sem óskað sé gagna og upplýsinga um í beiðni, dags. 1. júní 2012. Hafi yfirleitt ríkt þagnarskylda um einhver þessara atriða á einhverju tímamarki, þá gerir hún það ekki lengur af þessum sökum.<br /> <br /> Vísað er til þess að lagaákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 87/1998. Af 2. mgr. 13. gr. laganna megi ráða að upplýsingarnar skuli háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafi verið afhentar Fjármálaeftirlitinu. Samkvæmt 4. mgr. 13. gr. laganna skuli hins vegar „heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr.“ þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram, svo sem við á í tilviki [C].<br />  <br /> Þá er áréttað að kærandi hafi ríka ástæðu og lögvarða hagsmuni í skjóli þess dómsmáls sem getið sé í kæru og annarra sem nú hafi verið höfðuð á hendur honum til að kynna sér þau gögn og upplýsingar sem óskað sé aðgangs að.<br /> <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Fjármálaeftirlitinu til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 8. ágúst 2012, og barst svar við því 3. september s.á.<br /> <br /> Í bréfi Fjármálaeftirlitsins segir að með ákvörðun stofnunarinnar hafi upplýsingabeiðni kæranda verið vísað frá þar sem ekki hafi verið unnt að taka hana til efnislegrar meðferðar þar sem hún hafi þótt of almenn. Í ljósi þessa geti stofnunin eðli málsins samkvæmt ekki orðið við ósk úrskurðarnefndarinnar um afhendingu þeirra. Með vísan til þess að Fjármálaeftirlitið hafi ekki tekið efnislega afstöðu til upplýsingabeiðninnar í formi synjunar sé það mat stofnunarinnar að úrskurðarnefndin geti ekki tekið málið til úrskurðar og að vísa beri því frá. Fallist nefndin ekki á frávísun málsins á framangreindum grundvelli sé það mat Fjármálaeftirlitsins að sá ágreiningur sem tekinn yrði til úrskurðar lúti einungis að því hvort frávísun stofnunarinnar hafi verið réttmæt.<br /> <br /> Segir svo orðrétt: „Hin víðtæka upplýsingabeiðni kæranda sem deilt er um í máli þessu er í 26 liðum. Beiðnin lýtur að upplýsingum um málefni [C] frá stofnun bankans til október 2008 og rannsóknir Fjármálaeftirlitsins í kjölfar bankahrunsins á starfsemi bankans.“ Vísað er til 1. mgr. og 2. mgr. 3. gr., 1. mgr. 9. gr. og 1. mgr. 10. gr.  upplýsingalaga nr. 50/1996 sem og laga nr. 161/2000 um breytingu á upplýsingalögum.<br /> <br /> Segir svo orðrétt: „Að framangreindu virtu leiðir að þegar óskað er aðgangs að tilteknum gögnum verður upplýsingabeiðnin að tengjast tilteknu máli. Í beiðninni verður að tilgreina gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á viðkomandi máli og gögnum þess. Ekki er unnt að biðja um aðgang að gögnum í ótilgreindum málum eða aðgang að öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Almennt er heldur ekki nóg að biðja um aðgang að öllum gögnum sem tengd eru einum aðila. Þessi skilningur fær einnig stoð í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli A-398/2011 sem hefur fordæmisgildi í máli þessu.<br /> <br /> Fjármálaeftirlitið bendir á að meginreglan um tilgreiningu máls eða gagna endurspeglast einnig í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Ákvæðið gefur það beinlínis til kynna að stjórnvald á að geta tekið afstöðu til upplýsingabeiðni inn sjö daga frá móttöku hennar. Til þess að stjórnvaldi sé það mögulegt verður að gera ákveðnar kröfur um tilgreiningu máls eða gagna í upplýsingabeiðni.<br /> <br /> Upplýsingabeiðni kæranda í máli þessu er ekki einungis mjög víðfeðm heldur er þar farið fram á gögn af ýmsum tegundum í ótilteknum málum á löngu tímabili sem varða tiltekinn aðila, […]. Hún er því í engu samræmi við þær kröfur um afmörkun sem upplýsingalög gera til slíkrar beiðni og lýst er nánar hér að framan.<br /> <br /> [...]<br /> <br /> Fallist úrskurðarnefndin ekki á frávísun málsins mun ágreiningur sem tekinn yrði til úrskurðar hjá nefndinni einungis lúta að því hvort frávísun Fjármálaeftirlitsins hafi verið réttmæt. Ekki mun því koma til þess að úrskurðað verði hvort aðgangur að umbeðnum gögnum verði heimilaður eða synjun staðfest líkt og gert er ráð fyrir í upplýsingalögum. Jafnvel þótt svo hátti í máli þessu telur Fjármálaeftirlitið fullt tilefni til að koma að sjónarmiðum sínum er lúta að lagagrundvelli beiðni um upplýsingar sem liggja fyrir í málinu.<br /> <br /> Í stjórnsýslukæru lögmanns kæranda er vísað til 4. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Því er haldið fram að ákvæðið eigi við um upplýsingar um málefni [C]. Ákvæðið er undantekning frá meginreglunni um hina sérstöku þagnarskyldu sem hvílir á starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 1. mgr. og ber því að skýra hana með þrengjandi hætti. Í ákvæðinu segir:<br /> <br /> Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila.<br /> <br /> Fjármálaeftirlitið bendir í þessu samhengi á að [C] er hvorki gjaldþrota né hefur félaginu verið slitið. [C] er í slitameðferð á grundvelli XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins [meðan] á henni stendur, sbr. 101. gr. a sömu laga og 2. mgr. 2. gr. laga nr. 87/1998. Þá er rétt að benda á að enda þótt fyrrnefnt ákvæði tæki til [C]. myndi slík niðurstaða ekki ná til upplýsinga sem háðar væru bankaleynd samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002. Til hliðsjónar má benda á að gagnaöflun í einkamálum fyrir dómi fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og getur aðili að slíku máli skorað á gagnaðila, í þessu tilviki [C], til að leggja fram gögn. Þá fylgja ákveðin réttaráhrif því verði hann ekki við slíkri áskorun, sbr. einnig til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 27. janúar 2011 í máli nr. 699/2010.<br /> <br /> Þá vísar lögmaður kæranda til þess að upplýsingar um málefni [C] hafi meðal annars verið afhentar rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og hafi þar með trúnaði verið svipt af upplýsingunum og eigi því kærandi rétt til upplýsinganna. Í þessu samhengi þykir rétt að geta þess að fyrrnefnd rannsóknarnefnd var skipuð á grundvelli laga nr. 142/2008. Samkvæmt lögunum hafði nefndin mjög víðtækan rétt til upplýsinga frá einstaklingum, lögaðilum og stofnunum, þ. á m. Fjármálaeftirlitinu. Á nefndarmönnum og öðrum sem unnu að rannsókn fyrir nefndina hvíldi þagnarskylda um þær upplýsingar sem nefndinni bárust og leynt eiga að fara. Hlutverk nefndarinnar var ekki að afhenda eða svipta hulunni af einstökum upplýsingum eða gögnum sem henni voru afhentar við rannsókn sína heldur var henni ætlað að skrifa skýrslu þar sem niðurstöður rannsóknanna voru birtar á samandregnu formi. Með vísan til framangreinds og nýlegra úrskurða úrskurðarnefndarinnar í málum A-387/2011, A-398/2011 og A-419/2012 er ljóst að þær upplýsingar sem afhentar voru fyrrnefndri rannsóknarnefnd veita Fjármálaeftirlitinu ekki heimild til að láta þær af hendi til hvers sem þess óskar og víkja því ekki hinni sérstöku þagnarskyldu starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, ákvæði um bankaleynd og takmörkunum sem upplýsingalög gera ráð fyrir úr vegi.“<br /> <br /> Umsögn Fjármálaeftirlitsins var send kæranda til athugasemda með bréfi, dags. 4. september 2012. Með bréfi, dags. 21. september, bárust athugasemdir kæranda.<br /> <br /> Í athugasemdum kæranda kemur fram að í svari Fjármálaeftirlitsins þann 6. júlí 2012 hafi falist efnisleg afstaða í formi synjunar, sem kæranleg sé til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> Kærandi hafnar því að upplýsingabeiðni hans hafi ekki verið í samræmi við þær kröfur um afmörkun sem upplýsingalög geri til beiðni um gögn, enda hafi verið um að ræða sundurliðaða beiðni í 26 afmörkuðum töluliðum, þar sem hver og einn töluliður beiðninnar hafi varðað tiltekin gögn og/eða upplýsingar í tilteknu máli. Það að öll gögnin varði [C] og nái yfir nokkurra ára tímabil breyti þó ekki því að beiðni kæranda varði sundurliðuð gögn og/eða upplýsingar í töluverðum fjölda mála og hafi verið afmörkuð með skýrum hætti.  Í raun hafi beiðnin falið í sér margar beiðnir sem hver og ein hafi lotið að tilteknu máli og/eða gagni.<br /> <br /> Kærandi telji að Fjármálaeftirlitið geti ekki gert svo víðtækar kröfur til kæranda að hann tilgreini með nákvæmum hætti öll þau gögn sem óskað sé aðgangs að, enda sé þeim sem óskar aðgangs að gögnum í flestum tilfellum ómögulegt að hafa slíkar upplýsingar á takteinum fyrirfram, hafi þær ekki verið gerðar opinberar, nema með tilstuðlan viðkomandi stjórnvalds eða aðila máls. Í því sambandi er bent á heimild 1. mgr. 10. gr. laganna, um heimild til að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál.<br /> <br /> Þá segir í kæru að hafi Fjármálaeftirlitið talið einhvern hluta af upplýsingabeiðni kæranda óljósan, óskýran eða illa afmarkaðan hafi stofnuninni verið skylt að veita kæranda aðgang að þeim gögnum og/eða upplýsingum sem óskað hafi verið eftir í öðrum hlutum beiðninnar. Þá er því hafnað að í 1. mgr. 11. gr. endurspeglist regla um tilgreiningu máls eða gagna. Tafir á afgreiðslu geti aldrei verið grundvöllur frávísunar eða synjunar beiðni. Þá er vísað til tilgangs upplýsingalaga, sbr. almennar athugasemdir í frumvarpi til upplýsingalaga.<br /> <br /> Vísað er til 3. mgr. 9. gr. og 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. sömu laga. Byggt er á því að 4. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 taki til kæranda. Þá er vísað til 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og dóms Hæstaréttar frá 20. janúar 2010 í málinu nr. 758/2009 ef af honum leiði að hin svokallaða bankaleynd gildi ekki um upplýsingar sem varði hagsmuni fjármálafyrirtækisins sjálfs, svo sem og [C]. Sökum þess að [C] sé í slitameðferð, en ekki fyrirtæki í rekstri, hafi bankinn ekki hagsmuni af því að fyrri viðskipti fari leynt.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <strong>1.</strong><br /> <p>Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar Fjármálaeftirlitið tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Var hún því byggð á efnisákvæðum þeirra laga.<br /> <br /> Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.<br /> <br /> <strong>2.</strong><br /> Eins og fram hefur komið barst kæra þessa máls úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 3. ágúst 2012, en kæran laut að afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins á gagnabeiðni kæranda sem sett var fram í 26 töluliðum. Í skýringum Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að ekki hafi verið unnt að taka upplýsingabeiðni kæranda til efnislegrar meðferðar þar sem hún hafi þótt of almenn og var af þeim sökum heldur ekki unnt að verða við ósk úrskurðarnefndarinnar um afhendingu gagna.  <br /> <br /> Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er m.a. kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum „sem varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.<br /> <br /> Í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, segir: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“ Réttur til upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga er samkvæmt framangreindu bundinn við gögn sem varða tiltekin mál sem eru eða hafa verið til meðferðar í stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga, sbr. og 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> <strong>3.</strong><br /> Eins og fram hefur komið var beiðni kæranda um aðgang að gögnum sett fram í 26 töluliðum. Þegar beiðni er sett fram í mörgum liðum ber stjórnvaldi að afgreiða hvern lið fyrir sig og þá eftir atvikum vísa tilteknum liðum frá á þeim grundvelli að þeir séu of almennir til þess að unnt sé að afgreiða þá efnislega eða á grundvelli annarra frávísunarástæðna. Í afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins er hver töluliður ekki skoðaður efnislega heldur beiðninni vísað frá í heild sinni.<br /> <br /> Eins og áður segir getur almenningur óskað eftir því á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 að fá aðgang að öllum gögnum „er varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem rakin eru í lögunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir beiðni kæranda og fær ekki séð að hún lúti að öllu leyti að tilteknu máli eða málum í skilningi upplýsingalaga, heldur að  samskiptum tiltekins banka og Fjármálaeftirlitsins.<br /> <br /> Í ljósi framangreinds fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á það með Fjármálaeftirlitinu að að hluti af þeim 26 töluliðum sem tilgreindir eru í beiðni kæranda hafi verið of almennur til þess að hægt hafi verið að taka hann til efnislegrar afgreiðslu án nánari afmörkunar.<br /> <br /> Þegar svo háttar til að stjórnvöldum berst beiðni um aðgang að gögnum sem er svo almenn að ekki er hægt að ætlast til þess að stjórnvald geti haft uppi á gögnunum er stjórnvöldum rétt að vísa beiðninni frá í stað þess að taka efnislega afstöðu til hennar í formi synjunar.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að  hluti af beiðni kæranda frá 1. júní 2012 hafi verið of almennur. Úrskurðarnefndin fellst á það með Fjármálaeftirlitinu að rétt hafi verið að vísa frá eftirfarandi töluliðum í beiðni kæranda um aðgang að gögnum; númer 1-12, 18, 24 og 26 eins og þeim er lýst í málsatvikalýsingu að framan.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds verður ekki séð að Fjármálaeftirlitið hafi með ákvörðun sinni 6. júlí 2012, afgreitt beiðni kæranda að öðru leyti með fullnægjandi hætti á grundvelli þágildandi upplýsingalaga. Telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál óhjákvæmilegt annað en að vísa þeim hluta málsins heim til nýrrar og lögmætrar efnislegrar afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins.<br /> Að fenginni ofangreindri niðurstöðu þykir ekki ástæða til að fjalla um aðrar málsástæður sem hafðar hafa verið uppi vegna málsins.<br /> <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Beiðni [A] hrl., f.h. [B], dags. 1. júní 2012, um aðgang að afriti af öllum skriflegum samskiptum FME og [C] á árunum 2007-2008, svo sem bréfaskiptum, tölvupóstsamskiptum o.fl., auk fylgiskjala og fylgigagna með öllum slíkum samskiptum, afriti af öllum fundargerðum funda FME (hvort sem er innanhúss eða fundum FME og [C] og/eða þriðju aðila) sem varða [C], rekstur [C] eða málefni hans að öðru leyti, og haldnir voru á árunum 2007-2008, afriti af öllum skjölum og gögnum FME sem varða [C], hvort sem þau eru vistuð á rafrænu formi eða ekki, þessi liður tekur meðal annars til allra minnisblaða og innanhússsamskipta FME varðandi [C], rekstur [C] eða málefni hans að öðru leyti, afriti af öllum dagbókarfærslum FME sem varða [C] á tímabilinu 2007-2008, afriti af öllum listum FME yfir málsgögn sem varða [C], afriti af öllum ákvörðunum FME varðandi [C], afriti af öllum kærum, stjórnvaldssektum, ákvörðunum FME og sáttum sem varða [C], afriti af öllum athugasemdum og afskiptum FME af starfsemi [C]  þ.m.t., en ekki takmarkað við, áminningum og viðvörunum er varða [C] og svör bankans við þeim, eftir því sem við á, afriti af öllum gögnum varðandi rannsóknir FME á [C], þar með talið vinnuskjölum, minnisblöðum og niðurstöðum FME, afriti af öllum ábendingum og athugasemdum sem FME sendi til rannsóknarnefndar Alþingis varðandi [C], afriti af öllum tilkynningum og kærum sem FME hefur sent til embættis sérstaks saksóknara varðandi [C], afriti af öllum öðrum upplýsingum og gögnum sem FME hefur undir höndum varðandi [C] og orðið hafa til á tímabilinu 2007 til dagsins í dag, afriti af öllum gögnum í tengslum við ágreining [C] við FME um flokkun áhættuskuldbindinga [C] vegna tiltekinna félaga, afriti af skriflegum samskipti FME og [C]  þann 5. júní 2007, 16. ágúst 2007, 15. nóvember 2007, 16. janúar 2008, 22. janúar 2008 og 27. janúar 2008, afriti af fyrirspurnum FME til [C] varðandi afskriftir lána [C] er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Beiðni [A] hrl., f.h. [B], dags. 1. júní 2012, er að öðru leyti, þ.e. liðum 13-17, 19-23 og lið 25 vísað til Fjármálaeftirlitsins til nýrrar meðferðar og afgreiðslu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> Hafsteinn Þór Hauksson<br /> formaður<br /> </div> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <p>                                                 Sigurveig Jónsdóttir                                        Friðgeir Björnsson</p> |
A-474/2013. Úrskurður frá 31. janúar 2013 | Kærð var synjun Hafnarfjarðarbæjar á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum „vegna lánasamninga sem bærinn gerði fyrir hönd bæjarbúa við Depfa banka“. Talið að um markaðsviðskipti væri að ræða en ekki lántöku af þýska ríkinu eða fjölþjóðlegri stofnun. Úskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að veita ætti aðgang að hlutum skjalsins. Byggist sú niðurstaða á því annars vegar að þar komi fram upplýsingar sem ekki verði séð að muni valda samningsaðilum tjóni verði þær gerðar opinberar og hins vegar að um sé að ræða upplýsingar sem lúti með svo beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna að þær beri af þeim sökum að gera opinberar með vísan til 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <br /> <p>Hinn 31. janúar 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-474/2013.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <br /> <p>Með bréfi, dags. 9. júní 2012, kærði [A] þá ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar, dags. 8. júní, að synja um aðgang að upplýsingum „vegna lánasamninga sem bærinn gerði fyrir hönd bæjarbúa við Depfa banka“.<br /> <br /> Með kærunni fylgdi tölvupóstur frá Hafnarfjarðarbæ, dags. 8. júní, þar sem fram kemur að beiðni kæranda sé synjað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem hinir erlendu viðsemjendur bæjarins geri kröfu um algjöran og frávikalausan trúnað um viðskiptakjör og beri fyrir sig þá hagsmuni sem þeir eigi undir vegna samninga og samningsumleitana við aðra aðila.<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð og rökstuðningur aðila</h3> <br /> <p>Kæran var kynnt Hafnarfjarðarbæ með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 13. júní 2012.<br /> <br /> Athugasemdir Hafnarfjarðarbæjar af því tilefni bárust úrskurðarnefndinni með bréfi [B] hrl., f.h. Hafnarfjarðarbæjar, dags. 22. júní. Þar er synjun á aðgangi að umbeðnum gögnum fyrst og fremst rökstudd með vísan til 5. gr. og 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Fram kemur að Hafnarfjarðarbær sé skuldlaus gagnvart þeim banka sem vísað sé til í kæru málsins, þ.e. Depfa banka, með því að nýr kröfuhafi FMS Wertmanagement hafi yfirtekið kröfuna með nýjum lánssamningi sem geymi niðurstöður viðræðna sem hafi staðið í þrjá ársfjórðunga, en lyktað á fundi í London þann 24. nóvember 2011. Hafi málið verið tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi 7. desember 2011. Af hálfu viðsemjenda bæjarins hafi verið mikill þrýstingur lagður á fyrirsvarsmenn bæjarins um trúnað um efnisatriði, sem hafi verið þvert gegn vilja og ætlan þeirra. Eindreginn vilji fyrirsvarsmanna Hafnarfjarðarbæjar hafi staðið til þess að gera niðurstöður viðræðnanna heyrinkunnar. Þess hafi hins vegar verið krafist að trúnaðarloforð yrði undirritað og haldið, sbr. 34. gr. í samningnum. Áður hafi bærinn verið látinn gefa sérstakt trúnaðarloforð í skilmálaskjali sem hafi verið undanfari samningsins. Til samræmis við þetta hafi fundur bæjarstjórnar verið haldinn fyrir luktum dyrum og ekki útvarpað svo sem venja sé.<br /> <br /> Hafnarfjarðarbær eigi samkvæmt framanröktu ekki annarra hagsmuna að gæta í þessum tiltekna þætti málsins en að leitast við að standa við loforð um trúnað sem fyrirsvarsmönnum hans hafi verið gert að gefa að kröfu viðsemjenda, sem beri fyrir sig að eiga ríka viðskiptahagsmuni í húfi af því að trúnaður verði haldinn, vegna samskipta við aðra viðsemjendur.<br /> <br /> Miklir hagsmunir Hafnarfjarðarbæjar séu undir í samskiptum við þennan lánardrottinn. Með samningnum hafi tekist að forða Hafnfirðingum frá alvarlegum vanskilaafleiðingum. Lausnin hafi hins vegar verið því verði keypt að fyrirsvarsmenn bæjarins hafi orðið að gefa greind trúnaðarloforð og hafi í því sambandi horft til 5. gr. upplýsingalaga. Trúnaðarloforð um viðskiptaskilmála séu tíðkanleg og viðtekin á vissum sviðum viðskiptalífsins. Þessa gæti á viðskiptasviðum sem opinberir aðilar komist ekki hjá að taka þátt í, svo sem í bankaviðskiptum og raforkusölu.<br /> <br /> Öðrum þræði séu það jafnframt almannahagsmunir að fyrirsvarsaðilar opinbers valds geti haldið trúnaðarloforð sem gefin séu til framgangs aðgerðum úr alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum. Viðsemjandi Hafnarfjarðarbæjar FMS Wertmanagement sé í eigu og starfi á vegum þýska ríkisins, sem ráðstafað hafi til hans eignum úr bönkum sem þýska ríkið hafi yfirtekið við greiðsluþrot.<br /> <br /> Í niðurlagi bréfsins segir að verði ekki fallist á kröfur Hafnarfjarðarbæjar sé með vísan til 18. gr. upplýsingalaga sett fram krafa um frestun réttarárhrifa slíks úrskurðar.<br /> <br /> Með athugasemdum Hafnarfjarðarbæjar fylgdi skjal á ensku, dags. 15. desember 2011, sem nefnist: „Term Loan Facility Agreement“ á milli Hafnarfjarðarbæjar og FMS Wertmanagement.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 25. júní, var kæranda kynnt framkomin umsögn Hafnarfjarðarbæjar og veitt tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum vegna hennar. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.<br /> <br /> Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 22. nóvember 2012, var FMS Wertmanagement gefinn kostur á að koma að sjónarmiðum vegna kæru málsins og aðgangs að samningi þeim sem málið snýr að.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 21. desember 2012, bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir Kára Hólmars Ragnarssonar hdl. fyrir hönd FMS Wertmanagement. Kemur þar fram að félagið telji að umbeðinn samningur sé undanþeginn upplýsingarétti á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Nánar tiltekið telji félagið að undanþága 5. gr. laganna nái til lánssamningsins í heild sinni.<br /> <br /> Í umsögninni segir að eðli málins samkvæmt séu upplýsingar um lánakjör viðkvæmar upplýsingar er varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Vísað er til reglna um bankaleynd sem séu hluti gildandi réttar í öllum ríkjum Evrópu, sbr. t.d. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Í samningsfrelsi felist réttur aðila til að kveða á um leynd, t.d. vegna sérumsaminna kjara sem kunni að vera hagstæðari en bjóðist að jafnaði. Telji fyrirtækið það bæði sanngjarnt og eðlilegt í samræmi við 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að samningur sá sem óskað er aðgangs að sé undanskilinn ákvæðum upplýsingalaga sem heimila almenningi aðgang að gögnum.<br /> <br /> Í umsögninni segir svo orðrétt:<br /> <br /> „Í alþjóðlegum lánaviðskiptum á borð við þau sem hið umdeilda skjal varðar er almennt samið um gagnkvæma trúnaðarskyldu vegna þeirra stórfelldu hagsmuna sem tengjast samningum og samningsumleitunum við aðra aðila. Er það almennt mat aðila að slíkum viðskiptum að trúnaður sé mikilvæg forsenda góðs viðskiptasambands og eru aðilar einnig almennt meðvitaðir um að lánskjör eru sérstaklega umsamin og hafa báðir aðilar almennt hagsmuni af því að fara með þau kjör sem trúnaðarmál. Það er ekki síst mikilvægt gagnvart lánastofnuninni, t.d. í þeim aðstæðum þar sem samningaviðræður standa yfir um fjöldann allan af lánum á sama tíma.<br /> <br /> Umbjóðandi minn efast um að það myndi teljast heppilegt fyrir íslenska stjórnsýslu ef létt væri leynd af lánasamningum sem opinberir aðilar hefðu heitið að yrðu ekki gerðir opinberir. Þannig myndi traust gagnvart opinberum aðilum eiga á hættu að bíða hnekki sem gæti orsakað að samningsstaða þeirra myndi versna gagnvart lánastofnunum á borð við umbj.m. sem myndu telja það áhættusamt að semja við aðila sem ekki væri hægt að treysta á að myndi standa við orð sín um leynd. Þess ber þó að geta í ljósi yfirlýsingar Hafnarfjarðarbæjar þess efnis að umbj. minn hafi lagt ofuráherslu á trúnað í samskiptum aðilanna að sveitarfélagið undirgekkst samningsákvæði um trúnaðarskyldu af fúsum og frjálsum vilja líkt og önnur ákvæði lánssamingsins.“<br /> <br /> Um viðskiptahagsmuni FMS Wertmanagement segir svo að byggt sé á sjónarmiðum um samkeppnishagsmuni: „...enda myndi aðgangur að umræddum upplýsingum, einkum upplýsingum um lánskjör, mögulega veikja rekstrar- og samkeppnisstöðu umbj.m. með tilheyrandi tjóni. Virðist liggja ljóst fyrir að meta afleiðingar þessa fyrir umbj.m,. sem starfar á sviði þar sem traust um trúnað er meðal grunnstoða sem liggur til grundvallar starfseminn[i], gætu orðið verulegt tjón. Rétt er að geta þess að umbj.m. er lánveitandi til annarra íslenskra aðila svo og til aðila erlendis og samningsstaða umbj.m. gagnvart þessum aðilum kynni að verða önnur og verri, gæti almenningur (og þar með gagnaðilar umbj.m. á öðrum vettvangi, svo og samkeppnisaðilar hans) nálgast upplýsingar um lánskjör í einstökum viðskiptum.“<br /> <br /> Í athugasemdum FMS Wertmanagement er ennfremur vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-330/2010, nr. A-388/2011 og nr. A-453/2012. Fram kemur að FMS Wertmanagement telji að verulegar líkur séu á því að fyrirtækið verði fyrir tjóni, verði veittur aðgangur að umræddum gögnum. Lánskjör séu viðkvæmustu fjárhagsupplýsingar sem varði rekstur og viðskipti lánastofnana. Eðli upplýsinganna séu viðkvæmar lánskjaraupplýsingar úr einstökum viðskiptum og upplýsingarnar séu svo nýjar að lánssamningurinn sé enn í gildi og líklegt að samkeppnisaðilar og gagnaðilar FMS Wertmanagement geti nýtt sér þær í andstöðu við hagsmuni fyrirtækisins og þannig valdið tjóni. Aðgangur að upplýsingunum geti skert samkeppnishæfni þess.<br /> <br /> Að lokum segir að fallist nefndin ekki á fortakslaust bann gegn aðgangi að umræddum samningi, fari FMS Wertmanagement fram á að afmáðar verði þær upplýsingar sem nefndin telji að skuli fara leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-438/2012 og A-177/2004. Er þess sérstaklega krafist að afmáðar verði, með vísan til 7. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, upphæðir í tilteknum ákvæðum samningsins og að undanskilja beri eftirfarandi ákvæði, þar sem þau séu sérstaklega viðkvæm:<br /> <br /> <strong>1. </strong>   Skilgreining á „Margin“ á bls. 6. Fram kemur að skilgreiningin sé grundvallarákvæði samningsins um vaxtaprósentu og því „verð“ lánsins. Samsvari ákvæðið þeim ákvæðum skilmálaskjalsins („Term Sheet“) sem beri heitin „Tranche A Margin“ og „Tranche B Margin“ sem hafi sérstaklega verið undanskilin aðgangi með úrskurði nefndarinnar 5. júlí 2012.<br /> <strong>2. </strong>   Ákvæði 6.1. („Repayment“). Í ákvæðinu komi fram endurgreiðsluskilmálar lánsins. Sé um að ræða annan gundvallarstólpa samningsskilmálanna, þ.e. hinna viðskiptalegu skilmála. Ákvæðið svari til ákvæða skilmálaskjalsins um „Scheduled amortisation payments“, sem hafi sérstaklega verið undanskilin aðgangi með úrskurði nefndarinnar 5. júlí 2012.<br /> <strong>3.    </strong>Ákvæði 7.3 („Mandatory Prepayment – Allocation Proceeds.“). Ákvæðið fjalli um innborganir eða fyrirframgreiðslur ef tiltekin veðréttindi falli. Ráðstöfun fjárhæða sem komi til á þennan hátt sé afar mikilvægt atriði varðandi það hvernig samið hafi verið um skilmála lánsins og sé hluti af endurgreiðsluskilmálum lánsins, sem séu sérstaklega viðkvæmar upplýsingar fyrir FMS Wertmanagement.<br /> <strong>4.</strong>    Ákvæði 9.1 („Calculation of interest“ – útreikningar vaxta). Ákvæðið fjalli um aðferðina við útreikning vaxta. Því sé um að ræða lykilatriði í lánaskilmálunum og, á sama hátt og skilgreiningin á „Margin“ sem fjallað var um að framan, sé grundvallarþáttur í þeim viðkvæmu viðskiptaupplýsingum sem fram komi í lánssamningnum.<br /> <strong>5.  </strong>  Ákvæði 9.3.1 („Rate of default interest“ – dráttarvextir). Líkt og vaxtastig almennt sé umsamið stig dráttarvaxta lykilatriði í hinum umsömdu skilmálum lánsins. Ákvæðið samsvari ákvæði skilmálaskjalsins um „Default Interest“ sem hafi sérstaklega verið undanskilin aðgangi með úrskurði nefndarinnar 5. júlí 2012.<br /> <strong>6.</strong>    Ákvæði 11.2.1 („Calculation of interest in the event of a Market Disruption Event“). Vísað er til umfjöllunar um ákvæði 9.1. Eini munurinn sé að ákvæði 11.2.1. eigi við þegar markaðir séu óvirkir („Market Disruption Event“) eins og það er nánar skilgreint í ákvæði 11.2.2.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <strong>1.</strong><br /> <p>Í máli þessu er kærð synjun Hafnarfjarðarbæjar um aðgang kæranda að lánasamningi Hafnarfjarðarbæjar við FMS Wertmanagement, dags. 15. desember 2011. Lítur úrskurðarnefndin svo á, með vísan til þess er rakið hefur verið hér að framan, að ekki leiki vafi á að beiðni kæranda um aðgang að gögnum taki til þessa samnings þótt beiðnin hafi í upphafi lotið að samningi við DEPFA Bank.<br /> <br /> Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar Hafnarfjarðarbær tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar var því byggð á efnisákvæðum þeirra laga.<br /> <br /> Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram. Með vísan til þessa er í úrskurði þessum tekin til þess afstaða hvort hin kærða ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar hafi verið í samræmi við efnisákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996. Kröfu Hafnarfjarðarbæjar um frestun á réttaráhrifum úrskurðarins, verði ekki fallist á kröfur stjórnvaldsins í málinu, ber hins vegar að afgreiða á grundvelli þeirra laga sem nú eru í gildi, þ.e. með vísan til 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.<br />  <br /> <strong>2.</strong><br /> Til rökstuðnings þeirri ákvörðun að synja kæranda um aðgang að framangreindum lánssamningi, dags. 15. desember 2011, byggði Hafnarfjarðarbær á ákvæði 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í því ákvæði kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um „samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir.“ Bendir Hafnarfjarðarbær á, í þessu sambandi, að viðsemjandi Hafnarfjarðarbæjar FMS Wertmanagement sé í eigu og starfi á vegum þýska ríkisins, sem hafi ráðstafað til hans eignum úr bönkum sem þýska ríkið hafi yfirtekið við greiðsluþrot.<br /> <br /> Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 6. gr.  í frumvarpi sem síðan varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir m.a. að ákvæðið eigi við um: „samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“<br /> <br /> Úrskurðarnefndin telur ekki að með öllu verði útilokað að sveitarfélag geti talist aðili á vegum íslenska ríkisins, í skilningi 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. A-438/2012. Sveitarfélög eru stjórnvöld og starfsemi þeirra lögbundin líkt og annarra stjórnvalda. Í þessu sambandi ber þó jafnframt að líta til 1. gr. sömu upplýsingalaga, en þar er hvort um sig tilgreint, ríki annars vegar og sveitarfélög hins vegar.<br /> <br /> Það sem hér ræður hins vegar úrslitum, að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál, er að óskað er upplýsinga um tiltekin lánakjör og samninga sem grundvallast meðal annars á ákvörðunum aðila sem starfa á markaði. Nánar tiltekið er óskað upplýsinga frá Hafnarfjarðarbæ sem til hafa orðið vegna lántöku sveitarfélagsins á almennum lánamarkaði, og tiltekinnar endurnýjunar eða endurskoðunar þeirra samninga og skilmála í þeim. Breytir í því sambandi engu þótt lögaðilinn FMS Wertmanagement sé í eigu og starfi á vegum þýska ríkisins samkvæmt upplýsingum sem fram koma í skýringum Hafnarfjarðarbæjar til úrskurðarnefndarinnar, enda er hér um markaðsviðskipti að ræða en ekki lántöku af þýska ríkinu eða fjölþjóðastofnun í skilningi 2. tölul. 6. gr. uppýsingalaganna nr. 50/1996. Úrskurðarnefndin telur að aðgangur að gögnum um þessi tilteknu viðskipti geti ekki, eins og hér stendur á, fallið undir það ákvæði.  Synjun Hafnarfjarðarbæjar á aðgangi að umbeðnum gögnum varð því ekki byggð á því ákvæði.<br /> <br /> <strong>3.</strong><br /> Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er að finna meginreglu laganna um upplýsingarétt almennings. Sætir hún undantekningum samkvæmt 4.-6. gr. sömu laga. Samkvæmt hefðbundnum viðhorfum um túlkun laga verða þær undantekningar ekki skýrðar rúmt. Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna var þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“<br /> <br /> Af tilgreindu ákvæði í 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum máls geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni, verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344).<br /> <br /> Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti skaðað samkeppnisstöðu þeirra og kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríki eða sveitarfélög. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.<br /> <br /> Til grundvallar umræddum lánssamningi er skilmálaskjal, dags. 5. desember 2011, milli  Hafnarfjarðarbæjar, FMS Wertmanagement og DEPFA banka, sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. desember 2011, en um aðgang að því skjali var fjallað í úrskurði nefndarinnar nr. A-438/2012 frá 5. júlí 2012 og tekin efnisleg afstaða til aðgangs að ákvæðum sem svara til þeirra ákvæða sem lögmaður FMS Wertmanagement hefur bent á að séu sérstaklega viðkvæm. Í skilmálaskjalinu er m.a. að finna upplýsingar um samningsskilmála endurfjármögnunar tiltekinna lána, þar með talið upplýsingar um afborganir og vaxtafót. Niðurstaða þess úrskurðar var sú að heimila skyldi aðgang að skjalinu að undanskildum ákvæðum um umsamda vexti og áætlaðar afborganir, sbr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Til þess ber að líta við mat á aðgangi að þeim lánssamningi sem kærumál þetta varðar að um er að ræða sömu viðskipti og lágu til grundvallar því skilmálaskjali sem fjallað var um í úrskurði nr. A-438/2012 en auk þess að umrætt skilmálaskjal liggur til grundvallar umbeðnum lánssamningi.<br /> <br /> Tekið skal fram að ákvæði 34. gr. lánssamnings kærða við FMS Wertmanagement, um að efni hans skuli vera trúnaðarmál á milli aðila, getur ekki, eitt og sér, komið í veg fyrir aðgang kæranda að samningnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996, eins og skýrt er tekið fram í athugasemdum við 3. gr. frumvarps sem síðan varð að þeim lögum.<br /> <br /> <strong>4.</strong><br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið ítarlega yfir lánssamning milli Hafnarfjarðarbæjar og FMS Wertmanagement, dags. 15. desember 2011, en samningurinn er 63 blaðsíður auk forsíðu og efnisyfirlits, eða í heildina 65 blaðsíður. FMS Wertmanagement telur að samningurinn í heild falli undir vernd 5. gr. upplýsingalaga, en hefur jafnframt bent á að skilgreining á orðinu „Margin“ á bls. 6 í samningnum, auk ákvæða 6.1, 7.3, 9.1, 9.3.1 og 11.2.1 séu sérstaklega viðkvæm.<br /> <br /> Sé samningurinn sem kærandi hefur óskað eftir að fá aðgang að virtur í heild sinni í ljósi þess sem að framan segir um 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, er það álit úrskurðarnefndar að kærandi eigi rétt á að fá aðgang að samningnum að undanskildum ákvæðum um umsamda vexti og áætlaðar afborganir í þeim viðskiptum sem um er að ræða. Byggist sú undantekning á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ennfremur er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að Hafnarfjarðarbæ beri, með vísan  til sama lagaákvæðis,  að undanskilja vaxtaprósentu í ákvæði um innborganir eða fyrirframgreiðslu ef tiltekin veðréttindi falla brott. Nefndin lítur svo á að slíkar upplýsingar sem fram komi í skilgreiningi á orðinu „Margin“ og ákvæðum 6.1., 7.3., og 9.3.1. séu það viðkvæmar, með tilliti til samkeppnisstöðu FMS Wertmanagement, að þær falli undir 5. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig m.a. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-177/2004 og A-438/2012.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin fellst ekki á að Hafnarjarðarbæ hafi verið rétt samkvæmt 5. gr.  upplýsingalaga nr. 50/1996 að undanskilja aðgang að ákvæði 9.1. í samningnum, þar sem fjallað er um útreikning vaxta. Í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-438/2012 var heimilaður aðgangur að sambærilegu ákvæði í því skilmálaskjali sem þar var til umfjöllunar. Vísast til röksemda fyrir þeirri niðurstöðu.<br /> <br /> Sama á við um aðgang að ákvæði samningsins nr. 11.2.1. um útreikning vaxta þegar markaðir eru óvirkir. Í ákvæðunum er ekki vísað til sérstakrar prósentutölu eða vaxtakjörin gefin upp með beinum hætti heldur er í ákvæðinu vísað til „margin“. Þær upplýsingar sem í þessu ákvæði koma fram veita í sjálfu sér ekki beinar upplýsingar sem leynt eiga að fara, að teknu tilliti til þess sem þegar hefur verið fallist á að skuli afmáð fyrir afhendingu, sbr. framangreint.<br /> <br /> Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar um þá hluta skjalsins sem veita ber aðgang að byggist á því annars vegar að þar komi fram upplýsingar sem ekki verði séð að muni valda samningsaðilum tjóni verði þær gerðar opinberar og hins vegar að um sé að ræða upplýsingar sem lúti með svo beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna að þær beri af þeim sökum að gera opinberar með vísan til 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þrátt fyrir að viðsemjendur Hafnarfjarðarbæjar telji æskilegt að þeim yrði haldið leyndum af tilliti til fjárhagslegra hagsmuna sinna.<br /> <br /> Með vísan til framangreinds og meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um upplýsingarétt almennings ber Hafnarfjarðarbæ að afhenda kæranda afrit af umræddum lánasamningi, dags. 15. desember 2011, en þó með eftirtöldum útstrikunum, sbr. 7. gr. þeirra laga:<br /> <br /> 1) Afmá skal prósentuhlutfall vaxta undir skilgreiningu á „Margin“ á bls. 6.<br /> 2) Afmá skal prósentuhlutfall vaxta undir liðnum „Repayment Instalment“ í ákvæði 6.1 á bls. 16.<br /> 3) Afmá skal prósentuhlutfall sem fram kemur í ákvæði 7.3.5 á bls. 17.<br /> 4) Afmá skal prósentuhlutfall dráttarvaxta sem fram kemur í ákvæði 9.3.1.<br /> <br /> Þar sem ákvæði 5. gr. upplýsingalaga á aðeins við um hluta umrædds samnings skal veita kæranda aðgang að öðrum hlutum hans, sbr. ákvæði 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> <strong>5</strong>.<br /> Í umsögn kærða, Hafnarfjarðarbæjar, var sett fram krafa um frestun réttaráhrifa úrskurðar þessa, yrði ekki fallist á kröfur Hafnarfjarðarbæjar. Í 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er mælt fyrir frestun á réttaráhrifum úrskurða úrskurðarnefndarinnar. Samkvæmt ákvæðinu getur úrskurðarnefndin, að kröfu þess sem ber að afhenda gögn samkvæmt úrskurði nefndarinnar, ákveðið að fresta áhrifum ákvörðunar sinnar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Krafa þess efnis skal berast úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki síðar en sjö dögum frá birtingu úrskurðar. Skal frestun á réttaráhrifum bundin því skilyrði að mál verði borið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu úrskurðar og óskað eftir að það hljóti flýtimeðferð. Verði beiðni um flýtimeðferð synjað skal höfða mál innan sjö daga frá þeirri synjun.<br /> <br /> Hafnarfjarðarbær hefur engar forsendur til að óska frestunar á réttaráhrifum þessa úrskurðar fyrr en hann hefur verið birtur sveitarfélaginu, enda liggja ekki fyrr fyrir hjá því þau rök og tilvísun til þeirra lagareglna sem úrskurðurinn byggist á. Eðli máls samkvæmt og í samræmi við orðalag 24. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 skal stjórnvald gera kröfu um frestun á réttaráhrifum úrskurðar þegar úrskurður hefur verið birtur. Kröfu Hafnarfjarðarbæjar um frestun á réttaráhrifum úrskurðar þessa, sem borin var upp í athugasemdum bæjarins við kæruna, ber því að vísa frá úrskurðarnefndinni að svo stöddu.<br /> <br /> </p> <h3 align="center">Úrskurðarorð</h3> <br /> <p>Hafnarfjarðarbæ ber að afhenda kæranda afrit af lánssamningi, dags. 15. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar og FMS Wertmanagement, með eftirtöldum útstrikunum:<br /> <br /> 1) Afmá skal prósentuhlutfall vaxta undir skilgreiningu á „Margin“ á bls. 6.<br /> 2) Afmá skal prósentuhlutfall vaxta undir liðnum „Repayment Instalment“ í ákvæði 6.1. á bls. 16.<br /> 3) Afmá skal prósentuhlutfall sem fram kemur í ákvæði 7.3.5. á bls. 17.<br /> 4) Afmá skal prósentuhlutfall dráttarvaxta sem fram kemur í ákvæði 9.3.1.<br /> <br /> Kröfu Hafnarfjarðarbæjar um frestun á réttaráhrifum úrskurðar þessa er vísað frá úrskurðarnefndinni að svo stöddu.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður<br /> </div> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <p>                                                 Sigurveig Jónsdóttir                                        Friðgeir Björnsson</p> |
A-472/2013. Úrskurður frá 31. janúar 2013 | Kærð var synjun Akureyrarbæjar á beiðni kæranda um aðgang að tilboði [C] ehf. og fylgigögnum þess í verkið „Sorphirða í Akureyrarkaupstað“ sem opnað var 13. mars 2010. Kærandi var þátttakandi í umræddu útboði og nýtur því réttar til aðgangs að umræddum gögnum samkvæmt ákvæði 9. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem greinir í 2. og 3. mgr. ákvæðisins. Ekki var talið að fyrir hendi væru lagaskilyrði til að synja um afhendingu gagnanna, hvorki í heild né hluta, með vísan til 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Hagsmunir kæranda af því að fá gögnin taldir vega þyngra en hagsmunir aðila. Gögnin varði m.a. ráðstöfun opinberra fjármuna og hagsmuni kæranda af því að rétt hafi verið staðið að mati á tilvoðum í umræddu útboði. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <br /> <p>Hinn 31. janúar 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-472/2013.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 29. nóvember 2012, kærði [A]  hdl., f.h. [B] ehf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun Akureyrarbæjar, dags. 20. nóvember 2012, að synja beiðnum kæranda, dags. 18. október og 8. nóvember 2012, um aðgang að tilboði [C] ehf. og fylgigögnum þess í verkið „Sorphirða í Akureyrarkaupstað“ sem opnað var 13. mars 2010.<br /> <br /> Fram kemur í kæru málsins að kærandi hafi verið einn bjóðenda í útboðinu. [C] ehf. hafi verið lægstbjóðandi í útboðinu og hafi kærði samið við það fyrirtæki.<br /> <br /> Með erindi Akureyrarbæjar, dags. 5. nóvember sl., var kæranda veittur aðgangur að eftirfarandi gögnum:<br /> <br /> Tilboðsblaði 1<br /> Tilboðsblaði 2<br /> Almennar upplýsingar um bjóðanda<br /> Tækjalisti<br /> Lýsing á því hvernig verktaki hyggst standa að verki<br /> Rökstuðningur fyrir vali íláta<br /> Gæðakerfi og umhverfisstjórnunarkerfi<br /> Fylgigögn með tilboði (upplýsingar um ílát)<br /> <br /> Hins vegar var synjað um aðgang að sundurliðuðum tilboðsskrám [C] ehf. Í erindi Akureyrarbæjar, dags. 5. nóvember, segir að bærinn hafi haft samband við [C] sem hafi bent á að í tilboðsskrá séu sett fram einingaverð þar sem viðkomandi verktaki sé að bjóða í einstaka verkliði og þau einingaverð séu síðan margfölduð með þeim einingafjölda sem verkkaupi ætli að kaupa. [C] líti svo á að einingaverð í einstaka verkliði séu trúnaðarmál milli verktaka (bjóðanda) og verkkaupa (tilboðshafa). Kærandi sendi ítrekunarbréf til kærða, dags. 8. nóvember 2012, og óskaði á ný eftir þeim gögnum sem kærði hafði synjað um afhendingu á. Var þeirri ósk hafnað með tölvupósti kærða, dags. 20. nóvember 2012.<br /> <br /> Fyrir úrskurðarnefndinni gerir kærandi þá kröfu að kærða verði gert að afhenda öll þau gögn og upplýsingar sem lágu til grundvallar við mat á tilboði og mat á hæfi [C] ehf. í útboðinu „Sorphirða í Akureyrarkaupstað“. Vísað er til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-409/2012.<br /> <br /> Í kæru er byggt á því að kærandi hafi rétt til aðgangs að umbeðnum gögnum. Er sérstaklega vísað til 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá er vísað til meginreglna útboðsréttar um gagnsæi og jafnræði bjóðenda og þess að mikilvægari rök hnígi að því að kærða sé gert að afhenda öll þau gögn sem lögð hafi verið til grundvallar við mat á bjóðendum og tilboði en mótrök sem vísi til samkeppnissjónarmiða. Tilgangur kæranda með því að óska eftir gögnunum sé ekki að spilla samkeppni, heldur kanna hvort rétt hafi verið staðið að mati í útboðinu. Þá er bent á að í útboðinu hafi verið samið til átta ára við næst stærsta bæjarfélag landsins og séu því miklir hagsmunir í húfi fyrir kæranda.<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð og rökstuðningur aðila</h3> <br /> <p>Kæran var send Akureyrarbæ með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 11. desember 2012. Akureyrarbær svaraði kæru [B] ehf. með bréfi, dags. 19. desember. Með bréfinu bárust afrit þeirra gagna sem málið varða og synjað var afhendingu á, þ.e. tilboðsskrá leið A og leið B. Jafnframt var nefndinni afhentur tölvupóstur [C] ehf. til Akureyrarbæjar, dags. 1. nóvember 2012, vegna gagna þeirra sem kæra málsins varðar. Þá voru nefndinni afhent tilboðsblöð 1 og 2 sem áður höfðu verið afhent kærða.<br /> <br /> Þá er í upphafi lýst aðdraganda útboðsins „Sorphirða í Akureyrarkaupstað“ og kærumáls þessa. Segir að þann 13. apríl 2010 hafi tilboð verið opnuð í útboðinu, tilboðsblöð hafi verið lesin upp við opnun þeirra, en að baki tilboðsblöðunum hafi verið tilboðsskrár A og B. Hafi tilboð [C] ehf. verið lægst og í kjölfarið hafi Akureyrarbær samið við fyrirtækið.<br /> <br /> Akureyrarbær hafi synjað beiðni kæranda um sundurliðaðar tilboðsskrár A og B frá [C] ehf. og vísað til þeirrar samkeppnisstöðu sem sé á markaði við sorphirðu. Synjunin hafi byggst á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 en upplýsingar í gögnum þeim sem óskað hafi verið aðgangs að varði mikilvæga fjárhagsmuni [C] ehf. Kærandi og [C] ehf. séu samkeppnisaðilar á markaði um sorphirðu og sé því um að ræða viðkvæmar viðskiptaupplýsingar um keppinaut kæranda sem teljist til samkeppnisrekstrar [C] ehf.<br /> <br /> Í fyrsta lagi sé það afstaða kærða, Akureyrarbæjar, að samkeppnishagsmunir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti kæranda skv. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í útboðsgögnum hafi sérstaklega verið tekið fram að tilboðsgögn væru trúnaðarmál bjóðanda og kærða.<br /> <br /> Í öðru lagi hafnar Akureyrarbær því að úrskurður í máli nr. A-409/2012 hafi fordæmisgildi um rétt kæranda til aðgangs að gögnum í málinu. Skoða verði í hverju og einu tilviki hvort það kunni að skaða hagsmuni þess aðila sem gögn stafi frá verði þau gerð aðgengileg. Akureyrarbær hafi haft samband við [C] ehf. sem hafi bent á að í tilboðsskrá séu sett fram einingaverð þar sem viðkomandi verktaki sé að bjóða í einstaka verkliði og þau einingaverð séu síðan margfölduð með þeim einingafjölda sem verkkaupi ætli að kaupa. [C] líti svo á að einingaverð í einstaka verkliði séu trúnaðarmál milli verktaka (bjóðanda) og verkkaupa (tilboðshafa). Í tilboðsskránni sé nákvæmlega sundurliðað verð í einstaka tilboðsliði. Með því að afhenda keppinautum þessi einingaverð sé þeim gert auðveldara en ella að áætla hvað [C] muni bjóða í sambærilega verkliði í næstu útboðum en fram hafi komið að kærandi og [C] keppi í um 20 útboðum á ári hverju.<br /> <br /> Í þriðja lagi er bent á að samningur Akureyrarbæjar við [C] ehf. sé til átta ára, en aðeins séu liðin tvö ár af samningstímanum.<br /> <br /> Í fjórða lagi er byggt á því að þær upplýsingar sem kærandi fari fram á séu atvinnuleyndarmál. Vísað er í því sambandi til úrskurðar áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 7/2012.<br /> <br /> Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 21. desember 2012, var kæranda kynnt umsögn Akureyrarbæjar vegna kærunnar. Með bréfi, dags. 4. janúar 2013, vísaði kærandi til kæru málsins en gerði jafnframt nokkrar athugasemdir. Fram kemur að áréttað sé að kærandi óski eftir upplýsingum sem varði hann sjálfan í skilningi 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Dregið er í efa að með afhendingu þeirra gagna sem eftir standi sé verið að raska samkeppnistöðu, þar sem umbeðin gögn hafi verið gerð fyrir opnun útboðsins og tilboðsverð í einstaka liðum séu mjög misjöfn milli útboða. Eini tilgangurinn með því að fá umbeðin gögn sé að tryggja gagnsæi í útboðinu og sjá hvort gildandi samningsupphæðir séu í samræmi við það tilboð sem Akureyrarkaupstaður hafi valið. Með því að heimila aðgang að gögnunum yrði samkeppni efld og innkaupaferli gert gagnsærra sem sé helsta markmið laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Því er hafnað að það sé meginregla um opinber innkaup að einingaverð séu ekki gerð opinber.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <strong>1.</strong><br /> <p>Mál þetta lýtur að synjun Akureyrarbæjar, dags. 20. nóvember 2012, á beiðni [A] hdl., f.h. [B] ehf., um aðgang að tilboði [C] ehf. og fylgigögnum þess í verkið „Sorphirða í Akureyrarkaupstað“ sem opnað var 13. mars 2010. Akureyrarbær hefur afhent kæranda hluta umbeðinna gagna. Þau gögn sem ekki hafa verið afhent kæranda eru sundurliðaðar tilboðsskrár A og B frá [C] ehf.<br /> <br /> <strong>2.</strong><br /> Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar Akureyrarbær tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Var hún því eðli máls samkvæmt byggð á á efnisákvæðum þeirra laga.<br /> <br /> Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.<br /> <br /> <strong>3.</strong><br /> Í ljósi röksemda kæranda sem lúta að réttarstöðu hans samkvæmt upplýsingalögum telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að tekið sé til skoðunar hvort kærði geti talist aðili þess máls sem umrædd skjöl varða í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, á þeim grundvelli að upplýsingar þær sem óskað er aðgangs að varði hann sjálfan. Niðurstaða um það skiptir veigamiklu máli við beitingu upplýsingalaga enda fer um aðgang aðila máls að gögnum um hann sjálfan eftir 9. gr. upplýsingalaga sem veitir rýmri aðgang en ákvæði 3. gr. sömu laga um aðgang almennings, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-388/2011, A-407/2012, A-409/2012 og A-414/2012.<br /> Í III. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 er fjallað um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Í 1. mgr. 9. gr. segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“ Þetta ákvæði hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda.<br /> Þau gögn sem kærði hefur óskað aðgangs að, en Akureyrarbær synjað um afhendingu á, eru sundurliðaðar tilboðsskrár A og B frá [C] ehf.<br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni ofangreindra gagna en þau urðu til áður en gengið var til samninga um það verkefni sem útboðið náði til. Kærandi var þátttakandi í umræddu útboði og nýtur því réttar til aðgangs að umræddum gögnum samkvæmt ákvæði 9. gr. upplýsingalaga, sbr. það sem að framan segir, með þeim takmörkunum sem greinir í 2. og 3. mgr. ákvæðisins.<br /> <br /> Í 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að 1. mgr. ákvæðisins gildi hvorki um þau gögn sem talin eru í 4. gr. laganna né þau gögn sem hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eigi að fara skv. 6. gr. Þá segir í 3. mgr. 9. gr. að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Af framangreindu er ljóst að takmörkun á aðgangi kæranda að umbeðnum gögnum verður ekki byggð á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> <strong>4.</strong><br /> Gögn þau sem beiðni kæranda lýtur að og stafa frá fyrirtækinu [C] ehf. eru tvær tilboðsskrár sem fylgja með tilboðsblöðum 1 og 2. Kærandi hefur þegar fengið afhent tilboðsblöð [C] ehf. þar sem fram koma heildar tilboðsfjárhæðir fyrirtækisins í útboðinu, sundurliðað eftir leið A og B. Þau rök sem Akureyrarbær leggur til grundvallar því að takmarka beri aðgang að umræddum gögnum eru m.a. þau að umræddar upplýsingar teljist atvinnuleyndarmál og að áratuga hefð sé fyrir því að einingaverð séu trúnaðarmál í útboðum.<br /> <br /> Tilboðsskrá A er merkt trúnaðarmál. Í henni koma fram lýsingar á verkliðum (s.s. rekstur tiltekinna þátta, fræðsla, tæming íláta, leiga á ílátum og flutningur), einingar verkliða, magn á ári, einingaverð, árafjöldi og samtala hvers verkliðs. Sömu upplýsingar koma fram í tilboðsskrá B.<br /> Að virtum þeim gögnum sem hér um ræðir og með tilliti til atvika málsins og stöðu aðila þess er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði til að synja um afhendingu þeirra gagna sem um ræðir, hvorki í heild né að hluta, með vísan til 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Að mati nefndarinnar verður ekki séð að í umræddum gögnum sé neitt þess efnis sem valdið geti [C] ehf. tjóni fái kærandi aðgang að þeim eða að aðgangur kæranda geti raskað samkeppnisstöðu aðila með þeim hætti að það eigi að leiða til takmörkunar á rétti kæranda til aðgangs að gögnunum. Þá verður ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á að upplýsingar um einingaverð í því útboði sem hér um ræðir geti talist atvinnuleyndarmál. Þá ber að líta til þess að umræddar fjárhæðir eru settar fram þann 13. apríl 2010 eða fyrir tæpum þremur árum. Úrskurðarnefndin tekur þó fram að af afstöðu þessari verði ekki dregin almenn ályktun um aðgang að einingaverði í tilboðum útboða, enda verður að skoða í hverju tilviki fyrir sig hvort aðgang að slíkum upplýsingum beri að takmarka á grundvelli upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar nr. A-442/2012. Í því tilviki sem hér um ræðir telur nefndin hins vegar ekki sjáanlegt að heimilt sé að synja kæranda um aðgang að umræddum gögnum. Lítur úrskurðarnefndin svo á að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum vegi í þessu tilviki þyngra en hagsmunir [C] ehf., enda varða gögnin m.a. ráðstöfun opinberra fjármuna og hagsmuni kæranda af því að rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum í umræddu útboði Akureyrarbæjar. Í því sambandi er einnig rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Tekið skal fram að stjórnvald getur ekki heitið trúnaði umfram það sem leiðir af ákvæðum upplýsingalaga. Hefð um afhendingu gagna getur heldur ekki skert aðgang að gögnum samkvæmt lögunum.  <br /> Um niðurstöðuna má til hliðsjónar jafnframt vísa til áðurnefndra úrskurða nefndarinnar nr. A-407-2012 og A-407/2012, en í þeim úrskurðum var heimilaður aðgangur að sundurliðun tilboðsfjárhæða.<br /> Að þessu öllu virtu fellst nefndin ekki á að neita beri kæranda aðgangi að gögnum þeim sem hann hefur óskað aðgangs að. Akureyrarbæ ber því að afhenda kæranda afrit tilboðsskráa A og B við tilboð [C] ehf. í útboðinu Sorphirða í Akureyrarkaupstað – söfnun og flutningur úrgangs.<br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> <h3>        Úrskurðarorð</h3> </div> <br /> <p>Akureyrarbæ ber að afhenda kæranda afrit tilboðsskráa A og B við tilboð [C] ehf. í útboðinu Sorphirða í Akureyrarkaupstað – söfnun og flutningur úrgangs.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður<br /> </div> <br /> <br /> <br /> <br /> <p>                                             Sigurveig Jónsdóttir                                        Friðgeir Björnsson</p> |
A-471/2013. Úrskurður frá 31. janúar 2013 | Kærð var synjun Orkustofnunar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Gögn ekki fyrirliggjandi hjá stjórnvaldi. Skylda stjórnvalds skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt. Samþykki samningsaðila. Fallist á að afhenda bæri annars vegar lista yfir málsgögn sem og afrit af samningi. | <p align="center"><br /> ÚRSKURÐUR</p> <p>Hinn 31. janúar 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-471/2012.</p> <p>Kæruefni og málsatvik<br /> Þann 23. nóvember 2012, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Orkustofnunar, dags. 24. október, á beiðni hans um aðgang að gögnum.</p> <p>Í kærunni kemur fram að kærandi hafi í september 2012 óskað eftir aðgangi að umsókn um leyfi Orkustofnunar til að leggja háspennujarðstreng, Nesjavallalínu 2, ásamt öllum fylgigögnum. Með skriflegri beiðni í október hafi kærandi óskað eftir lista yfir öll skjöl málsins og afriti allra skjala þess. Þann 24. október hafi Orkustofnun veitt kæranda aðgang að öllum skjölum málsins að undanskildu einu skjali, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þar sem um fjárhagsmálefni fyrirtækja væri að ræða. Jafnframt hafi því verið hafnað að veita aðgang að skjalinu að hluta. Ekki hafi komið fram hvert viðkomandi fyrirtæki væri eða hvort leitað hafi verið álits þess svo sem rétt sé að gera í vafatilvikum, sbr. 8. tl. athugasemda með frumvarpi til 5. gr. upplýsingalaga, og hvort umrætt eða umrædd fyrirtæki hafi lagst gegn aðgangi að skjalinu.</p> <p>Í kærunni segir að kæranda sé ekki kunnugt um milli hvaða aðila framangreint skjal sé. Bent er á að umrætt mál Orkustofnunar fjalli um umsókn flutningsfyrirtækis á raforkumarkaði sem hafi einkaleyfi til að flytja raforku á Íslandi. Fyrirtækið starfi því ekki á samkeppnismarkaði og geti því sjónarmið um viðskiptaleyndarmál ekki átt við. Með raforkulögum nr. 65/2003 sem tóku gildi 1. júlí 2003 hafi verið kveðið á um að samkeppnishluti raforkufyrirtækja skyldi aðskilinn frá flutningi á raforku. Með lögum nr. 75/2004, sem samþykkt voru á Alþingi 7. júní 2004, hafi verið mælt fyrir um stofnun Landsnets hf., flutningsfyrirtækis raforku með einkaleyfi. Frumvarp til laganna hafi verið lagt fram á Alþingi 10. mars 2001 eða rúmum mánuði áður en hið umrædda skjal sé dagsett. Þar sem ekki geti fallið undir undantekningarreglu 5. gr. upplýsingalaga að vernda einkaleyfisstarfsemi Landsnets hf., verði að vera um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar einhvers annars fyrirtækis að ræða til að lagaákvæðið gæti átt við um upplýsingar í hinu umbeðna skjali. Þar sem hvorki hafi verið sýnt fram á af hálfu Orkustofnunar að slíkt fyrirtæki í samkeppnisrekstri eigi aðild að samningnum, um hvaða viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sé að ræða né að ekki sé unnt að afhenda skjalið að hluta, hafi kæranda verið nauðsynlegt að bera synjun Orkustofnunar undir úrskurðarnefndina. Þá hafi ekki verið upplýst hvort leitað hafi verið álits umræddra aðila.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð og rökstuðningur aðila</h3> <p><br /> Kæran var send Orkustofnun með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 26. nóvember, til athugasemda. Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 29. nóvember. Í umsögn Orkustofnunar kemur fram að samningur sá sem óskað hafi verið aðgangs að varði fjárhagsleg málefni fyrirtækja og sé því undanþeginn upplýsingarétti í heild sinni, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Vísað er til raforkulaga nr. 65/2003 en samkvæmt þeim sé flutningur á rafmagni háður sérleyfi sem eingöngu megi veita einum aðila. Sá aðili sé Landsnet hf. eða flutningsfyrirtækið. Þá þurfi sérleyfi til dreifingar rafmagns og sex aðilar hafi slíkt sérleyfi á grundvelli raforkulaga, þ.e. HS Veitur, Norðurorka, Orkubú Vestfjarða, Orkuveita Reykjavíkur, Rafveita Reyðarfjarðar og RARIK. Hins vegar sé vinnsla og sala rafmagns á samkeppnismarkaði. Meginefni raforkulaga felist í því að skilja sundur náttúrulega einkasöluþætti raforkueftirlits (flutning og dreifingu) og þá þætti þar sem samkeppni verði komið við (vinnslu og sölu).</p> <p>Segir svo orðrétt:<br /> „Samningurinn lýtur að flutningi og dreifingu rafmagns til Norðuráls, en flutningur og dreifing á rafmagni er háð sérleyfi og telst ekki vera á samkeppnismarkaði, en samningurinn er tilkominn vegna sérstaks samnings Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja hf. (nú HS Veitur og HS Orka hf.) við Norðurál um sölu og afhendingu á rafmagni, sala á rafmagni er á samkeppnismarkaði. Sá samningur er ekki hluti af því máli sem kærandi óskaði eftir aðgangi að. Samningur Landsvirkjunar (nú Landsnet hf.), Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, sem kærandi vill aðgang að, var gerður til að útkljá álitaefni tengd flutningi og dreifingu rafmagns vegna fyrrgreinds samnings og hann er því undanþeginn upplýsingarétti að mati Orkustofnunar. Samningurinn varðar fjárhagsleg málefni fyrirtækja sem eru á samkeppnismarkaði.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál til kæranda, dags. 3. desember var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar. Í bréfi, dags. 12. desember segir að kærandi telji ekki efni til að gera sérstakar athugasemdir aðrar en að benda á að ekki sé ljóst hvort Orkustofnun beri það fyrir sig að skjalið sem óskað sé aðgangs að hafi ekki verið hluti af máli því sem kærandi óskaði eftir aðgangi að gögnum í, eða hvort að í skjalinu séu upplýsingar sem undiropnar séu heimild til undanþágu vegna þess að upplýsingar í þeim séu viðskiptaupplýsingar og geti skaðað samkeppnisstöðu einhvers fyrirtækis og þá hvaða fyrirtækis. Raforkuflutningur sé ekki stundaður á samkeppnismarkaði og skjalið virðist fjalla um raforkuflutning.</p> <p>Með bréfum úrskurðarnefndarinnar, dags. 10. desember 2012, var óskað eftir afstöðu Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja hf. og Landsvirkjunar til afhendingar samnings þess sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Var sérstaklega óskað eftir upplýsingum um það hvort viðkomandi fyrirtæki teldu eitthvað vera því til fyrirstöðu að því er þau varðaði, að veita kæranda aðgang að samningnum og að hvaða leyti afhending samningsins kynni að geta skaðað hagsmuni fyrirtækisins. Þess var óskað að svör bærust sem fyrst eða eigi síðar en 19. desember. Erindin voru ítrekuð 21. desember og þess óskað að svör bærust sem fyrst.</p> <p>Af þessu tilefni barst nefndinni bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 18. desember 2012, en í því er vísað til ákvæðis samningsins þar sem tekið er fram að efni hans sé trúnaðarmál og að aðilum samningsins sé óheimilt að upplýsa um það, hvort sem er í heild eða að hluta, nema með skriflegu samþykki allra samningsaðila. Segir svo orðrétt: „Í ljósi þess að samningurinn fjallar um flutning raforku, sem er lögbundin einkaleyfisstarfsemi Landsnets hf., gerir Orkuveita Reykjavíkur ekki athugasemd við að veittur verði aðgangur að samningnum, enda liggi fyrir skriflegt samþykki allra aðila samningsins, eins og gert er ráð fyrir í framangreindu ákvæði.“</p> <p>Nefndinni barst erindi frá Landsvirkjun, dags. 21. desember, þar sem fram kom að á grundvelli raforkulaga nr. 65/2003 hafi farið fram aðskilnaður á raforkuvinnslu og rafmagnsflutningi Landsvirkjunar. Af því tilefni hafi fyrirtækið Landsnet hf. verið stofnað og hafi það tekið við öllum verkefnum og flutningi rafmagns sem Landsvirkjun hafi farið með, þar með talið öllum beinum samningum sem gerðir hefðu verið af hálfu Landsvirkjunar um flutning rafmagns. Með tilvísun til þess benti Landsvirkjun á að réttara og eðlilegra væri að beina erindinu til Landsnets hf. Með bréfi dags. 2. janúar sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál framangreint erindi til Landsnets hf. og óskaði þess að svör bærust eigi síðar en 14. janúar.</p> <p>Nefndinni barst þann 17. janúar 2013 tölvupóstur frá HS Orku en þar sagði að fyrirtækið hefði ekki athugasemdir við það að samningurinn yrði afhentur enda lægi fyrir skriflegt samþykki samningsaðila.</p> <p>Nefndinni barst með tölvupósti þann 18. janúar 2013 bréf Landsnets hf. en þar segir orðrétt: „Landsnet telur að efni umrædds samnings sé ekki með þeim hætti að afhending hans geti skaðað hagsmuni fyrirtækisins og leggst því ekki gegn því fyrir sitt leyti að veittur verði aðgangur að samningnum, enda veiti aðrir samningsaðilar skriflegt samþykki fyrir slíku. Hins vegar bendir Landsnet á að rétt kann að vera að leita einnig umsagnar Norðuráls þar sem upplýsingar í samningnum varða einnig það fyrirtæki.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3><br />  <br /> Niðurstaða</h3> <p><br /> <strong>1.<br /> </strong>Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar Orkustofnun tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Var því eðli máls samkvæmt byggt á efnisákvæðum þeirra laga.</p> <p>Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Mál þetta varðar synjun Orkustofnunar á beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum er vörðuðu umsókn um leyfi Orkustofnunar til að leggja háspennujarðstreng, Nesjavallalínu 2, ásamt öllum fylgigögnum sem og lista yfir málsgögn.</p> <p>Vegna kærunnar hefur Orkustofnun afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál samning Landsvirkjunar, Hitaveitu Suðurnesja hf. og Orkuveitu Reykjavíkur. Fram kemur að samningur milli Norðuráls, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja sé ekki hluti þess máls sem kærandi óskaði aðgangs að.</p> <p>Samningurinn sem um ræðir ber nafnið: „Agreement concerning transmission of electricity to the aluminium smelter of Norðurál hf. between Landsvirkjun – flutningssvið on the one hand and Orkuveita Reykjavíkur and Hitaveita suðurnesja hf. on the other hand“ og er dagsettur 20. apríl 2004.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Kærandi hefur auk fyrirliggjandi gagna óskað eftir lista yfir málsgögn. Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. sömu laga, tekur réttur til aðgangs að gögnum til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum mála og lista yfir málsgögn. Stjórnvöldum er skylt samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og einnig að varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Beiðni kæranda lýtur að tilgreindu máli hjá kærða. Kærandi á með vísan til þessa rétt á aðgangi að lista yfir gögn þess málsins en ekki verður séð að Orkustofnun hafi orðið við þeirri beiðni kæranda.</p> <p><strong>4.<br /> </strong>Meginreglu upplýsingalaga nr. 50/1996 um upplýsingarétt almennings er að finna í 3. gr. laganna. Þar kemur fram að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem leiði  af ákvæðum 4.-6. gr. laganna. Orkustofnun hefur byggt á því að ekki sé unnt að veita kæranda aðgang að umræddum samningum vegna 5. gr. upplýsingalaga. Ekki hefur verið vísað til annarra ákvæði laganna af hálfu Orkustofnunar.<br /> Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að sá samningur sem Orkustofnun hefur synjað kæranda um aðgang að er á milli fyrirtækjanna Landsvirkjunar, Hitaveitu Suðurnesja hf. og Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir liggur einnig að Landsnet hf. hefur tekið við þeim réttindum og skyldum sem samningnum fylgdu hvað varðaði Landsvirkjun.  Þessi fyrirtæki, að undanskilinni Hitaveitu Suðurnesja hf., teljast í eigu ríkis eða sveitarfélaga í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Takmörkun á aðgangi að gögnum vegna viðskiptahagsmuna þessara fyrirtækja varð því ekki byggð á 5. gr. upplýsingalaga, heldur einvörðungu á tilgreindum tölul. 6. gr. þeirra laga.</p> <p><br /> <strong>5.<br /> </strong>Í 25. gr. hins umbeðna samningsins er að finna eftirfarandi trúnaðarákvæði þar sem m.a. kemur fram: „The contents of this Agreement, wether in whole or in part, or any commercial information submitted in accordance with its provisions, is confidential and may not be disclosed by any of the Parties to a third party without the prior written consent of the other parties, unless such consent is publicly available.“</p> <p>Í málinu liggur fyrir að Orkustofnun leitaði ekki álits samningsaðila þess samnings sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Undir meðferð málsins hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafa samningsaðilar hins vegar allir samþykkt fyrir sitt leyti að veittur verði aðgangur að samningnum. Í erindi Landsnets hf. er vísað til þess að rétt sé að bera aðgang að samningnum undir Norðurál hf. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið efni samningsins. Með vísan til afstöðu samningsaðila hans til þess hvort efni hans kunni að vera viðkvæmt vegna rekstrar fyrirtækjanna sem að honum standa, aldurs samningsins og efni hans telur úrskurðarnefndin ekki þörf á að leita álits Norðuráls hf., enda verður ekki talið að í samningnum sé að finna upplýsingar er varðað geti hagsmuni fyrirtækisins er fallið geti undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þessa ber Orkustofnun að veita kæranda aðgang að samningnum „Agreement concerning transmission of electricity to the aluminium smelter of Norðurál hf. between Landsvirkjun – flutningssvið on the one hand and Orkuveita Reykjavíkur and Hitaveita suðurnesja hf. on the other hand“, dags. 20. apríl 2004 auk lista yfir málsgögn sbr. það sem áður er rakið.<br /> Úrskurðarorð<br /> Orkustofnun ber að afhenda kæranda lista yfir málsgögn í máli er varðar umsókn um leyfi Orkustofnunar til að leggja háspennujarðstreng, Nesjavallalínu 2, sem og afrit samningsins „Agreement concerning transmission of electricity to the aluminium smelter of Norðurál hf. between Landsvirkjun – flutningssvið on the one hand and Orkuveita Reykjavíkur and Hitaveita suðurnesja hf. on the other hand“, dags. 20. apríl 2004.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p><br />                                        Sigurveig Jónsdóttir                                                      Friðgeir Björnsson</p> |
A-473/2013. Úrskurður frá 31. janúar 2013 | Kærð var synjun fjármála- og efnahagsráðuneytsins á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum og útreikningum sem ráðuneytið kynni að hafa vegna breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við aðra umræðu fjárlaga ársins 2012 vegna ákvörðunar um að auka við fjárheimildir Sinfóníuhljómsveitar Íslands um 69 milljónir kr. vegna kjarasamninga sem gerðir voru eftir að fjárlög voru lögð fram. Kærunni var vísað fram þar sem upplýsingalögin tóku ekki samkvæmt orðalagi sínu og markmiðum til þess þegar stjórnvöld óska eftir upplýsingum hjá öðrum stjórnvöldum. Tekið er fram að sömu niðurstöðu leiðir af gildandi upplýsingalögum nr. 140/2012. | <div align="center"> <h3>ÚRSKURÐUR</h3> </div> <br /> <p>Hinn 31. janúar 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-473/2013.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <br /> <p>Með bréfi, dags. 4. desember 2012, kærði [A], f.h. Þjóðleikhússins, þá ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 30. nóvember, að synja beiðni, dags. 5. nóvember, um aðgang að upplýsingum og útreikningum sem ráðuneytið kynni að hafa vegna breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við aðra umræðu fjárlaga ársins 2012 vegna ákvörðunar um að auka við fjárheimildir Sinfóníuhljómsveitar Íslands um 69 milljónir kr. vegna kjarasamninga sem gerðir voru eftir að fjárlög voru lögð fram.<br /> <br /> Í beiðni um aðgang að gögnum, dags. 5. nóvember 2012, er óskað eftir öllum þeim upplýsingum og útreikningum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kunni að hafa vegna breytingartillögunnar og lagasetningar henni tengdri. Óskað er eftir öllum skjölum er málið varði og dagbókarfærslum sem lúti að gögnum málsins og lista yfir málsgögn. Þá var óskað eftir skýringum ráðuneytisins á útreikningunum ef við ætti.<br /> <br /> Í svarbréfi ráðuneytisins til Þjóðleikhússins dags. 30. nóvember, er erindi Þjóðleikhússins hafnað með vísan til 3. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, en í erindinu segir orðrétt:<br /> <br /> „Umbeðnar upplýsingar varða kostnaðargreiningu ráðuneytisins á kjarasamningi starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, frá 2. nóvember 2011. Samningurinn er m.a. aðgengilegur á heimasíðu ráðuneytisins. Það er mat ráðuneytisins að upplýsingar þær sem óskað er aðgangs að tengist þeirri starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar sem telst til samkeppnisrekstrar hennar og ráðstöfunum í kjaramálum ríkisins og viðsemjenda þess. Með hliðsjón af framangreindu er það mat ráðuneytisins að ekki sé unnt að verða við beiðni yðar. Jafnframt tilkynnist að ráðuneytið hefur ekki undir höndum nein önnur gögn sem varða fyrirspurn yðar.“<br /> <br /> Í kæru málsins segir um 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að líta beri sérstaklega til þess tilgangs laganna að gefa almenningi tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óskað sé eftir aðgangi að útreikningum sem hafi legið til grundvallar auknum fjárheimildum við aðra umræðu fjárlaga þar sem byggt hafi verið á opinberum kjarasamningum sem m.a. séu birtir á heimasíðu ráðuneytisins. Ekki verði séð hvernig slíkir útreikningar og meðfylgjandi rökstuðningur geti skaðað samkeppnishæfni Sinfóníuhljómsveitarinnar við einkaaðila, sem ekki séu skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Þá sé átt við starfsemi fyrirtækja í eigu ríkis- og sveitarfélaga sem séu í samkeppnisrekstri en ekki stofnanir eins og Sinfóníuhljómsveit Íslands sem ekki eigi í samkeppni við einkaaðila að því er starfsemina varði. Ákvæðinu verði því ekki beitt þegar hið opinbera starfi í skjóli einkaréttar eða ef opinber aðili sé einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.<br /> <br /> Í kæru málsins segir að það sé sjónarmið Þjóðleikhússins að þessar skýringar standist ekki og geti ekki verið grundvöllur synjunar um aðgang að þeim upplýsingum sem óskað er aðgangs að. Ekki sé hægt að fallast á að með því að afhenda kæranda útreikninga og rökstuðning vegna ákvörðunar um að auka við fjárheimildir Sinfóníuhljómsveitar Íslands við afgreiðslu fjárlaga fyrir ári síðan, yrðu fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum ríkisins þýðingarlausar eða næðu ekki tilhlýðilegum árangri.<br /> <br /> Fallist úrskurðarnefndin á það sjónarmið fjármála- og efnahagsráðuneytisins að Sinfóníuhljómsveit Íslands standi í samkeppnisrekstri við einkaaðila er áréttað að útreikningar og rökstuðningur vegna fjárlaga um fjárveitingar til stofnunarinnar á grundvelli kjarasamnings geti ekki verið þess eðlis að skaða samkeppnis- og rekstrarstöðu þeirrar stofnunar og að réttur almennings til slíkra upplýsinga hljóti, eðli málsins samkvæmt, að ganga framar ef einhverjir slíkir hagsmunir fyrirfinnist.<br /> <br /> Vísað er til markmiðs upplýsingalaga nr. 50/1996 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993, m.a. því að stuðla að auknu réttaröryggi í stjórnsýslunni. Jafnframt er vísað til 11. gr. upplýsingalaga um málshraða og þess að afgreiðsla Þjóðleikhússins á erindi kæranda hafi hvorki verið í samræmi við upplýsingalög né stjórnsýslulög hvað varðar málsmeðferð og málshraða. Með afgreiðslunni hafi ráðuneytið brotið á rétti Þjóðleikhússins til upplýsinga sem leikhúsinu voru mikilsverðar vegna erindis um ófyrirséða greiðsluskyldu sem afgreidd var sem hluti af tillögu meirihluta fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga þann 28. nóvember 2012.<br /> <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð og rökstuðningur aðila</h3> <br /> <p>Kæran var kynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. desember 2012. Athugasemdir af því tilefni bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 14. sama mánaðar. Þar er synjun á aðgangi að umbeðnum gögnum fyrst og fremst rökstudd með vísan til 3. tölul. 4. gr. sem og 3. og 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins segir að af 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 leiði að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Við matið hafi ráðuneytið m.a. litið til þess að yrði kostnaðarmat ráðuneytisins vegna kjarasamnings við starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands gert opinbert kynnu samkeppnisaðilar hljómsveitarinnar að hafa of nákvæmar upplýsingar um m.a. kjör starfsmanna. Þá hafi það jafnframt verið mat ráðuneytisins að 5. gr. upplýsingalaga að því er varði gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari stæði í vegi fyrir því að ráðuneytinu væri tækt að afhenda umbeðin gögn.<br /> <br /> Þá segir að þau gögn sem ráðuneytið hafi undir höndum og kunni að varða erindi Þjóðleikhússins sé kostnaðarmat ráðuneytisins vegna kjarasamnings starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, sem undirritaður hafi verið hinn 2. nóvember 2011. Umrætt kostnaðarmat, sem afhent sé úrskurðarnefndinni í trúnaði, hafi verið fengið með því að framreikna laun þeirra starfsmanna sem séu á launaskrá hjá viðkomandi stofnun miðað við þær breytingar á kjörum sem nýr kjarasamningur kveði á um. Kostnaðaraukningin sé síðan uppreiknuð í prósentur út frá launagrunni síðastliðins tímabils og send fjárlagaskrifstofu ráðuneytisins sem setji reikniforsendur og tölur inn í launa- og verðlagsreikniverk fjárlaga, sem nái yfir alla starfsemi ríkisins og feli í sér nokkur hundruð þúsund færslur. Kemur fram að það sé mat ráðuneytisins að kostnaðarmatið sé vinnuskjal til eigin afnota sem sé undanþegið upplýsingaskyldu skv. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, auk þess sem það geti skert jafnræði og árangur ríkisins í kjarasamningsviðræðum við viðsemjendur ef aðgangur sé veittur að því, sbr. 4. tölul. 6. gr. laganna.<br /> <br /> Að lokum er áréttað í umsögn kærða að réttast sé að beina óskum um upplýsingar um fjármál undirstofnana mennta- og menningarmálaráðuneytisins til þess ráðuneyti, sbr. 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, en ráðuneytið sé m.a. fagráðuneyti Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Þjóðleikhússins.<br /> <br /> Umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins var send kæranda til athugasemda. Með bréfi dags. 28. desember 2012 bárust nefndinni eftirfarandi athugasemdir Þjóðleikhússins vegna málsins. Í athugasemdunum segir að geta beri þess að í umsögn ráðuneytisins sé m.a. vísað í 5. gr. upplýsingalaga, en áður hafi synjunin verið byggð á 3. og 4. tölul. 6. gr. laganna. Þá sé einnig vísað til 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga sem ekki hafi upphaflega verið tilgreindur sem grundvöllur synjunarinnar. Fram kemur að kærandi fallist ekki á að 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga eigi við í málinu.<br /> <br /> Í athugasemdunum segir jafnframt að umboðsmaður Alþingis hafi bent á í þessu sambandi að upplýsingar um þær ákvarðanir sem teknar séu um laun og önnur starfstengd réttindi eða greiðslur til starfsmanna hins opinbera fyrir vinnu þeirra séu í eðli sínu upplýsingar um ákvarðanir um ráðstöfun opinberra fjármuna, fjármuna sem eiga uppruna sinn í skatttekjum, gjöldum fyrir veitta þjónustu og öðrum tekjum hins opinbera.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <br /> <strong>1.</strong><br /> <p>Í máli þessu er til úrlausnar kæra Þjóðleikhússins vegna synjunar fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 30. nóvember 2012, á beiðni um aðgang að öllum gögnum, upplýsingum, útreikningum, útskýringum og dagbókarfærslum, er varði breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar við aðra umræðu fjárlaga ársins 2012 vegna ákvörðunar um að auka við fjárheimildir Sinfóníuhljómsveitar Íslands um 69 milljónir kr. vegna kjarasamninga sem gerðir voru eftir að fjárlög voru lögð fram.<br /> <br /> Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar fjármála- og efnahagsráðuneytið tók hina kærðu ákvörðun voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996.<br /> <br /> Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, og nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.<br /> <br /> Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 mæltu lögin aðeins fyrir um skyldu stjórnvalda, væri þess óskað, til að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. Lögin tóku því samkvæmt orðalagi sínu og markmiðum ekki til þess þegar stjórnvöld óska eftir upplýsingum hjá öðrum stjórnvöldum, en líta ber svo á að Þjóðleikhúsið sé stjórnvald í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1996. Rétt er að taka hér fram að sama niðurstaða leiðir af 1. mgr. 5. gr. gildandi upplýsingalaga nr. 140/2012.  <br /> <br /> Með vísan til þessa lá ekki fyrir ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þ. e. synjun um aðgang að gögnum, sem það stjórnvald sem aðgangsins óskaði gat kært til úrskurðarnefndar um upplýsingmál á grundvelli ákvæða upplýsingalaga nr. 50/1996. Tekið skal fram, með úrskurðarhlutverk úrskurðarnefndarinnar í máli þessu í huga, að sama niðurstaða leiðir af kæruheimild samkvæmt 20. gr. gildandi laga nr. 140/2012.  Ber samkvæmt framangreindu að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <h3 align="center">Úrskurðarorð</h3> <br /> <p>Kæru Þjóðleikhússins, dags. 4. desember 2012, á hendur fjármála- og efnahagsráðuneytinu er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður<br /> </div> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <p>                                                Sigurveig Jónsdóttir                                        Friðgeir Björnsson</p> |
A-470/2013. Úrskurður frá 31. janúar 2013 | Kærð var afgreiðsla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á beiðni kæranda um afrit af samningi Kennarasambands Íslands og Fjölbrautaskólans í Breiðholti (sumarskóla FB) um laun kennara í sumarskóla. Gögn ekki fyrirliggjandi hjá stjórnvaldi. Frávísun. Fallist á að afhenda bæri samkomulag um launagreiðslur til kennara við Sumarskólann í FB sumarið 2002. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 31. janúar 2013 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-470/2013.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 29. október 2012, kærði [A], f.h. [B], til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu Fjölbrautaskólans í Breiðholti á beiðni kæranda, dags. 17. september 2012, um afrit af samningi Kennarasambands Íslands og Fjölbrautaskólans í Breiðholti (sumarskóla FB) um laun kennara í sumarskóla FB, dags. 23. mars 2012. Hafði erindinu ekki verið svarað.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Fjölbrautaskólanum í Breiðholti með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 7. nóvember, þar sem því var beint til kærða að svara erindi kæranda eigi síðar en 16. nóvember, sbr. 11. og 13. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Með tölvupósti skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, dags. 16. nóvember, barst nefndinni erindi skólans til kæranda þar sem beiðni hans var svarað. Með tölvupóstinum fylgdi samningur Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Kennarasambands Íslands um kennslu í sumarskóla FB 2012.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 19. nóvember, var framangreindur tölvupóstur kærða sendur kæranda og þess óskað að nefndin yrði upplýst um það eigi síðar en 30. nóvember hvort kærandi teldi afgreiðslu kærða á beiðni hans um aðgang að gögnum fullnægjandi.</p> <p>Með tölvupósti kæranda til skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, dags. 19. nóvember, sem nefndin fékk sent afrit af sama dag, kom fram að kærandi óskað einnig eftir afriti af samningi sem var í gildi á árunum 2011 og 2010. Einnig að kærandi óskaði eftir afriti af samstarfssamningi/ráðningarsamningi við kennara. Kom fram að eitt eintak dygði fyrir hvert ár.</p> <p>Kærandi jók við beiðni sína um gögn til kærða með tölvupósti dags. 19. nóvember 2012, en afrit þess tölvupósts barst bæði nefndinni og kærða. Með tölvupósti kæranda, dags. 30. nóvember, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, kom fram að Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefði ekki svarað beiðni kæranda um gögn, dags. 19. nóvember, og var óskað „aðstoðar“ úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna þeirrar beiðni. Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 4. desember 2012, til Fjölbrautaskólans í Breiðholti, var ítrekað að stjórnvaldi beri að taka ákvörðun um hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum, svo fljótt sem verða megi. Ennfremur skuli skýra þeim, sem fari fram á aðgang að gögnum, frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Þá beri að tilkynna skriflega synjun beiðni, sbr. 13. gr. s.l. Var því beint til Fjölbrautaskólans í Breiðholti að svara beiðni kæranda eigi síðar en 11. desember 2012.</p> <p>Með bréfi Fjölbrautaskólans í Breiðholti, dags. 6. desember, kom fram að kærði teldi sér ekki unnt að verða við beiðni kæranda um afhendingu gagna þeirra sem kærandi óskaði eftir til viðbótar við upphaflega beiðni með tölvupósti þann 19. nóvember.</p> <p>Kemur fram að í fyrsta lagi hafi ekki verið gerðir sérstakir kjarasamningar við kennara sumarskólans árið 2010 og 2011. Þegar af þeirri ástæðu sé ekki unnt að verða við beiðni um afrit af þeim. Í öðru lagi sé það mat Fjölbrautaskólans að afhending starfs- eða ráðningarsamninga við einstaka kennara sumarskólans sé óheimil samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Það sé mat Fjölbrautaskólans að ráðningarsamningarnir varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga er falli undir umrædda grein. Í þriðja lagi er bent á að rekstur sumarskólans fram að árinu 2012 hafi verið á vegum Fjölvals ses. en ekki Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Fjölval sé sjálfseignarstofnun sem fari sem slík ekki með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 1. gr. þeirra, gildi ekki um starfsemi hennar. Þá taki 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga heldur ekki til starfsemi Fjölvals ses.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál til kæranda, dags. 7. desember, var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi synjunar Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Athugasemdir bárust með bréfi kæranda, dags. 16. desember. Í fyrsta lagi kemur fram að ekki sé ástæða til að rengja þá fullyrðingu að ekki hafi verið gerðir sérstakir kjarasamningar við kennara Sumarskólans árin 2010 og 2011. Þá segir að engu að síður hafi án vafa verið stuðst við einhvern eldri samning þessi ár og að eðlilegt væri að afhenda þann samning sem miðað hafi verið við vegna launagreiðslna þessi ár.</p> <p>Þá kemur fram að kærandi hafi ekki áhuga á að fá einstaka starfs- eða ráðningarsamninga heldur textann sem notaður hafi verið í þessum samningum. Sá texti hafi vafalítið verið svipaður eða sá sami fyrir alla eða aðeins verið notaðar nokkrar útgáfur. Bent er á að unnt sé að afhenda grunntexta eða strika út nöfn þeirra sem séu aðilar að samningunum.</p> <p>Í þriðja lagi kemur fram af hálfu kæranda að sumarskólinn í FB hafi alltaf lotið stjórn stjórnenda Fjölbrautaskólans í Breiðholti og verið kynntur sem hluti af skólanum. Gögn sem stafi frá skólanum beri það með sér að hann hafi verið rekinn af Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hvergi sé þar minnst á Fjölval ses. sem eiganda eða rekstraraðila Sumarskóla FB. Á heimasíðu Fjölbrautaskólans hafi Sumarskóli FB verið kynntur sem hluti af Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þá verði ekki séð að skólinn hafi verið leystur upp. Jafnframt er bent á að Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hafi ávallt séð um að afhenda gögn vegna Sumarskóla FB og gögn um nemendur séu í vörslum skólans, s.s. einkunnablöð en þau séu merkt Fjölbrautaskólanum og undirrituð af stjórnendum skólans. Rök þau að Fjölval ses. og rekstur þess félags sé aðskilinn rekstri Fjölbrautaskólans í Breiðholti og upplýsingaskyldu haldi því ekki. Í athugasemdunum er vísað til 14. gr. upplýsingalaga og þess óskað að úrskurðarnefndin hlutist til um að kærandi fái umbeðin gögn.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 3. janúar 2013, voru framangreindar athugasemdir sendar Fjölbrautaskólanum til umsagnar. Með bréfi, dags. 11. janúar, barst umsögn skólans. Þar kemur fram að skólinn staðfesti að ekki liggi fyrir hjá skólanum neinir kjarasamningar við kennara Sumarskólans vegna áranna 2010 og 2011. Þá sé ekki hægt að afhenda starfs- eða ráðningarsamninga við einstaka kennara Sumarskólans vegna fyrrgreindra ára. Engir skriflegir samningar hafi verið gerðir við kennara Sumarskólans árin 2010 og 2011, einungis  munnlegir, og sé það í samræmi við fyrirkomulag sem viðhaft hafi verið vegna skólans um langt árabil.</p> <p>Um kæru málsins segir einnig að hins vegar hafi verið byggt á eldri samningi sem Fjölval ses. hafi gert við Félag framhaldsskólakennara/Kennarasamband Íslands. Ekki sé unnt að fallast á að eðlilegt sé að afhenda þann samning og er vísað til þess sem fram komi í svari skólans þann 6. desember 2012 að rekstur Sumarskólans hafi verið í höndum sjálfseignarstofnunarinnar Fjölvals þar til á árinu 2012. Sjálfseignarstofnunin hafi sem slík ekki farið með stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélags og því taki ákvæði upplýsingalaga ekki til hennar, sbr. 1. og 2. mgr. 1. gr. laganna. Varðandi afhendingu á grunntextum starfs- eða ráðningarsamninga sem notaðir hafi verið eða að strikaðar verði út upplýsingar um nöfn einstaklinga sem aðilar hafi verið að samningunum er vísað til þess að allir starfs- eða ráðningarsamningar sem gerðir hafi verið við kennara Sumarskólans á fyrrgreindum tíma hafi verið munnlegir og því ekki hægt að afhenda afrit þeirra.</p> <p>Varðandi andmæli er snúi að því að Fjölval ses. hafi verið rekstraraðili Sumarskólans er vísað til tilkynningar um stofnun sjálfseignarstofnunar í atvinnurekstri frá 29. maí 2000 þar sem tilkynnt hafi verið um stofnun Fjölvals ses. Starfsemi Sumarskólans hafi verið á vegum Fjölvals árin 2000-2011. Fjölval sé sjálfstæður lögaðili sem ekki lúti að mati kærða ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Með tölvupósti úrskurðarnefndar um upplýsingamál þann 15. janúar 2013 óskaði nefndin eftir upplýsingum um það hvort fyrirliggjandi væri hjá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sá samningur sem vísað er til í umsögn skólans, dags. 11. janúar, sem samningur sem Fjölval ses. hafi gert við Félag framhaldsskólakennara/Kennarasamband Íslands. Með tölvupósti sama dag sendi Fjölbrautaskólinn í Breiðholti afrit umrædds samnings. Samningurinn ber heitið <em>Samkomulag um launagreiðslur til kennara við Sumarskólann í FB sumarið 2002 á milli Félags framhaldsskólakennara/Kennarasambands Íslands annars vegar og Fjölvals ses. hinsvegar,</em> dags. 22. júní 2002.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Ný upplýsingalög nr. 140/2012 tóku gildi 28. desember 2012. Með þeim féllu úr gildi að stærstum hluta ákvæði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 35. gr. hinna nýju laga. Þegar Fjölbrautaskólinn í Breiðholti tók hinar kærðu ákvarðanir voru enn í gildi eldri upplýsingalög nr. 50/1996. Voru þær því eðli máls samkvæmt byggðar á á efnisákvæðum þeirra laga.</p> <p>Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að úrskurða um ágreining sem til hennar er beint vegna synjunar stjórnvalda um aðgang að gögnum, sbr. áður 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Af þessu leiðir að endurskoðun úrskurðarnefndarinnar lýtur að því hvort hin kærða ákvörðun hafi verið rétt að teknu tilliti til þeirra efnisreglna um upplýsingarétt sem í gildi voru þegar hún var tekin. Meðferð úrskurðarnefndarinnar á kærumálinu lýtur hins vegar, frá og með gildistöku hinna nýju laga, þeim reglum um form og hlutverk úrskurðarnefndarinnar sem þar koma fram.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Mál þetta varðaði upphaflega beiðni kæranda um afrit af samningi Kennarasambands Íslands og Fjölbrautaskólans í Breiðholti um laun kennara í sumarskóla FB, dags. 23. mars 2012. Með tölvupósti skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðhlolti, dags. 16. nóvember 2012, var kæranda afhentur sá samningur. Af því leiðir að í málinu er synjun stjórnvalds á aðgangi að gögnum ekki til að dreifa og ber því að vísa kærunni, að þessu leyti, frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Þar sem kærandi hefur ekki beint beiðnum um aðgang að gögnum að Fjölvali ses. tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki sérstaka afstöðu til þeirra röksemda er snúa að gildissviði eldri upplýsingalaga nr. 50/1996 gagnvart Fjölvali ses., sem hin kærða afgreiðsla var á byggð, eða skyldu þeirrar stofnunar til afhendingar gagna.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Eins og áður segir jók kærandi við beiðni sína um gögn til kærða, Fjölbrautaskólans í Breiðholti, með tölvupósti, dags. 19. nóvember 2012, en afrit þess tölvupósts barst nefndinni samhliða kærða. Líta verður svo á að með þessari beiðni hafi kærandi óskað aðgangs að samningum sem í gildi voru á árunum 2010 og 2011 milli skólans og Kennarasambands Íslands. Þá var óskað eftir starfssamningi/ráðningarsamningum við kennara.</p> <p>Með tölvupósti kæranda, dags. 30. nóvember, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kom fram að Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefði ekki svarað beiðni kæranda um gögn, dags. 19. nóvember. Leit nefndin svo á að í því erindi fælist kæra á hendur Fjölbrautaskólanum vegna afgreiðslu á fyrirliggjandi beiðni um aðgang að gögnum, sbr. þágildandi 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. einnig 11. gr. sömu laga og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Afstaða kærða, Fjölbrautaskólans í Breiðholti, til þessa þáttar kærumálsins kom fram í bréfi, dags. 6. desember 2012. Þar og í síðari skýringum stjórnvaldsins undir meðferð málsins hefur komið fram að ekki liggi fyrir hjá skólanum kjarasamningar við kennara Sumarskólans vegna áranna 2010 og 2011. Þá hafi engir skriflegir samningar hafi verið gerðir við kennara Sumarskólans árin 2010 og 2011, einungis  munnlegir, og sé það í samræmi við fyrirkomulag sem viðhaft hafi verið vegna skólans um langt árabil.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki  ástæðu til þess að draga í efa réttmæti þessarar staðhæfingar en jafnframt hefur komið fram í athugasemdum kæranda að ekki sé ástæða til að rengja þá fullyrðingu að ekki hafi verið gerðir sérstakir kjarasamningar við kennara Sumarskólans árin 2010 og 2011. Þá hefur úrskurðarnefndin ekki ástæðu til að draga í efa að aðeins hafi verið gerðir munnlegir samningar við kennara sumarskólans árin 2010 og 2011.</p> <p>Úrskurðarnefndin bendir á að samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 10. gr. sömu laga, tók réttur til aðgangs að gögnum til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls eða tiltekinna mála. Stjórnvöldum var á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli beiðni um aðgang að gögnum, nema að því leyti sem leiddi af ákvæði 7. gr. laganna. Af þeirri ástæðu liggur ekki fyrir synjun stjórnvaldsins á að veita aðgang að umbeðnum gögnum. Ber því að vísa þessum þætti málsins frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. nú 20. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.</p> <p><br /> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Í svörum Fjölbrautaskólans í Breiðholti hefur komið fram að byggt hafi verið á eldri samningi sem Fjölval ses. hafi gert við Félag framhaldsskólakennara/Kennarasamband Íslands, dags. 22. júní 2002. Fjölbrautaskólinn telji hins vegar ekki unnt að fallast á að eðlilegt sé að afhenda þann samning og er vísað til þess sem fram komi í svari skólans þann 6. desember 2012 að rekstur Sumarskólans hafi verið í höndum sjálfseignarstofnunarinnar Fjölvals þar til á árinu 2012. Af svari Fjölbrautaskólans í Breiðholti við beiðni kæranda verður ekki annað ráðið en að Fjölbrautaskólinn telji að umræddur samningur falli undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum og þá hefur komið fram að samningurinn er fyrirliggjandi hjá skólanum.</p> <p>Eins og áður segir nær réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 50/1996 til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls eða tiltekinna mála, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna. Ljóst er að samningur sá sem Fjölbrautaskólinn telur falla undir beiðni kæranda er fyrirliggjandi hjá skólanum og ber því að taka afstöðu til aðgangs kæranda að honum á grundvelli upplýsingalaga. Af hálfu Fjölbrautaskólans hefur því verið haldið fram að samningurinn skuli ekki gerður aðgengilegur kæranda þar sem sjálfseignarstofnunin Fjölval sé aðili að honum og falli sem slíkur ekki undir ákvæði upplýsingalaga. Eins og áður segir beindi kærandi ekki beiðni um gögn að því félagi. Þarf því ekki að taka afstöðu til þess álitamáls hvort Fjölval ses. falli undir ákvæði upplýsingalaga.</p> <p>Af hálfu Fjölbrautaskólans hefur ekki verið byggt á öðrum ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996 er komið geti í veg fyrir aðgang kæranda að samningi þessum og þá hefur ekki verið byggt á því að samningurinn tengist ekki tilteknu máli hjá skólanum.</p> <p>Í samningnum koma m.a. fram heildarlaun vegna kennslu fyrir tveggja og þriggja eininga áfanga og lífeyrisframlag. Um önnur kjör og réttindi er vísað til kjarasamnings Kennarasambands Íslands fyrir framhaldsskóla.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið efni umrædds samkomulags. Að mati nefndarinnar er ekki að finna neinar þær upplýsingar er fallið geta undir takmarkanir 4.-6. gr. upplýsingalaga en jafnframt verður ekki framhjá því litið að samkomulagið er undirritað fyrir rúmum 10 árum. Hvorki hagsmunir kærða, þ.e. Fjölbrautaskólans í Breiðholti,  Fjölvals ses. eða þeirra kennara sem starfað hafa við umræddan sumarskóla af því að efni samkomulagsins fari leynt geta því eins og atvikum er háttað í máli þessu ekki vegið þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi að skjalinu og ber Fjölbrautaskólanum í Breiðholti því að afhenda kæranda skjalið eins og nánar er mælt fyrir um í úrskurðarorði.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru [A], f.h. [B], dags. 29. október 2012, á hendur Fjölbrautaskólanum í Breiðholti um aðgang að samningi Kennarasambands Íslands og Fjölbrautaskólans í Breiðholti um laun kennara í sumarskóla FB, dags. 23. mars 2012, samningum sem í gildi voru á árunum 2010 og 2011 milli skólans og Kennarasambands Íslands og starfssamningum/ráðningarsamningum við kennara Sumarskóla FB.</p> <p>Fjölbrautaskólanum í Breiðholti ber að afhenda kæranda, [A], f.h. [B], samkomulag um launagreiðslur til kennara við Sumarskólann í FB sumarið 2002 á milli Félags framhaldsskólakennara/Kennarasambands Íslands annars vegar og Fjölvals ses. hinsvegar, dags. 22. júní 2002.</p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                                                 Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
A-468/2012. Úrskurður frá 28. desember 2012 | Kærð var synjun kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa á beiðni um aðgang að tilgreindum gögnum í máli kærunefndarinnar nr. M-36/2011. Um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum hjá kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa fer eftir 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kæru vísað frá. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 28. desember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-468/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 5. september 2012, kærði [A], hdl., f.h. [B] ehf., synjun kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa á beiðni um aðgang að tilgreindum gögnum í máli kærunefndarinnar nr. M-36/2011. Nánar tiltekið er kærð synjun á aðgangi að gögnum um samskipti kærunefndarinnar við sérfróðan aðila, samþykki ráðherra fyrir því að sérfræðingur yrði kvaddur til við afgreiðslu málsins og afrit álitsgerðar sérfræðingsins til nefndarinnar.</p> <p>Samkvæmt gögnum málsins fór eigandi bifreiðar fram á álit kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa á réttarstöðu sinni gagnvart [B] hf. í mars 2011. Álit nefndarinnar af því tilefni í máli nr. M-36/2011 var gefið út 24. janúar 2012. Þann 9. mars sama ár fór kærandi, [B] hf., fram á aðgang að gögnum málsins sem hann hafði þá ekki fengið aðgang að. Byggðist beiðnin á ákvæði 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með bréfi kærunefndarinnar, dags. 7. ágúst 2012, var þessari beiðni synjað með vísan til þess að um vinnugögn væri að ræða. Kærandi ítrekaði þá beiðni sína með erindi, dags. 8. ágúst. Kærði, kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa, synjaði upplýsingabeiðninni á ný með bréfi, dags. 4. september. Það er sú synjun sem kærð er í máli þessu, sbr. ofangreinda kæru, dags. 5. september 2012.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa var kynnt framkomin kæra með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 7. september 2012. Umsögn kærunefndarinnar barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 17. september. Þar er ítrekuð sú afstaða nefndarinnar, sem áður hafði komið fram í svörum hennar til kæranda, að þrátt fyrir að álit kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa séu ekki bindandi fyrir málsaðila og teljist þar með ekki til ákvarðana um rétt eða skyldu manna í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þá komi fram í reglugerð nr. 766/2006 að um meðferð mála fyrir nefndinni skuli fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaganna, sé þar ekki kveðið á um annað. Þrátt fyrir að stjórnsýslulög nr. 37/1993 gildi ekki almennt um álit sem stjórnvöld gefi, eins og kærunefndin, þá leiði af þessu að um rétt til aðgangs að gögnum fyrir nefndinni fari eftir 15. gr. stjórnsýslulaganna. Vísar kærunefndin einnig til þess að samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 gildi upplýsingalög ekki um rétt til aðgangs að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Ákvarðanir um rétt til aðgangs að gögnum á grundvelli þeirra laga séu því ekki kæranlegar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Sú staða sé fyrir hendi í máli þessu og beri því að vísa kæru málsins frá úrskurðarnefndinni.</p> <p>Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa tekur einnig fram í skýringum sínum að nefndin hafi afhent kæranda öll önnur gögn málsins en vinnuskjöl, sem hún telji sér ekki skylt að afhenda honum. Sá misskilningur virðist hins vegar fyrir hendi, að kærandi hafi gefið sér að í málinu liggi fyrir skrifleg álitsgerð sérfróðs manns vegna máls kærunefndarinnar nr. M-36/2011, sem kærunefndin hafi síðan ranglega álitið vinnuskjal. Bendir nefndin á að álitsgerða frá sérfróðum aðilum sé að jafnaði aflað munnlega og því sé ekki neinum gögnum um slíkar álitsgerðir til að dreifa, umfram vinnugögn sem tekin séu saman af hálfu nefndarinnar. Þá áréttar kærunefndin að hún líti svo á að aðili máls eigi rétt á því samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að kynna sér öll gögn málsins, með þeim takmörkunum sem greinir í 16. og 17. gr. þeirra sömu laga.</p> <p>Athugasemdir kæranda við framangreinda umsögn kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi dags. 28. september 2011. Þar kemur fram að þrátt fyrir að óumdeilt sé að ákvæði stjórnsýslulaganna eigi við um málsmeðferð fyrir kærunefndinni þá geti kærandi ekki fallist á að upplýsingaréttur hans falli ekki undir upplýsingalög nr. 50/1996.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess. </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa starfar á grundvelli laga um lausafjárkaup nr. 50/2000, laga nr. 42/2000 um þjónustukaup og laga nr. 48/2003 um neytendakaup. Í þessum lögum er m.a. mælt fyrir um að ráðherra skuli setja reglugerð um starfsemi nefndarinnar. Vísast hér m.a. til 4. mgr. 99. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup, sbr. 1. gr. laga nr. 87/2006, með síðari breytingum, en þar segir svo: „Ráðherra skal með reglugerð setja nánari ákvæði um valdsvið og verkefni kærunefndar, málsmeðferðarreglur fyrir nefndinni og störf hennar að öðru leyti.“</p> <p><span>Á grundvelli ákvæða í nefndum lögum, sbr. 3. mgr. 99. gr. laga nr. 50/2000, með síðari breytingum, hefur ráðherra sett reglugerð nr. 766/2006 um starfsemi nefndarinnar. Í 10. gr. reglugerðarinnar er kveðið á um að</span> <span>stjórnsýslulög nr. 37/1993 skuli gilda um málsmeðferð fyrir kærunefndinni, að því leyti sem ekki er kveðið á um annað í reglugerðinni sjálfri.</span></p> <p>Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa gefur álit um réttarstöðu málsaðila á grundvelli framangreindra lagaákvæða. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga gilda þau lög þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Stjórnsýslulögin gilda því almennt ekki þegar stjórnvöld kveða upp óbindandi álit, eins og við á í tilviki kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa. Á grundvelli sérstakra lagaheimilda, sbr. framangreint, hefur ráðherra hins vegar ákveðið að um málsmeðferð fyrir kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa skuli fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaganna. Af því leiðir, enda er ekki öðru vísi ákveðið í reglugerð nr. 766/2006, að um rétt málsaðila til aðgangs að gögnum fyrir nefndinni fer eftir ákvæðum stjórnsýslulaga, sbr. 15. til 17. gr. þeirra laga.</p> <p>Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er kveðið á um að þau lög gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Í skýringum við ákvæði þetta í frumvarpi sem varð að upplýsingalögum er tekið fram að eðlilegt sé, til þess að taka af allan vafa, að upplýsingalög gildi ekki um slíkan aðgang.</p> <p>Með vísan til þess að upplýsingaréttur málsaðila á grundvelli stjórnsýslulaga er ríkari en réttur til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga verður að telja að ráðherra hafi verið heimilt, á grundvelli áðurgreindra lagaheimilda, að kveða á um að réttur málsaðila til aðgangs að gögnum fyrir kærunefnd um lausafjár- og þjónustukaup færi eftir ákvæðum stjórnsýslulaga. Af því leiðir, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, að málsaðili getur ekki byggt rétt til aðgangs að gögnum máls á ákvæðum þeirra laga.</p> <p>Í 14. gr. upplýsingalaga kemur fram að undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál er hægt að bera ágreining um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Undir úrskurðarnefndina verður hins vegar ekki borinn ágreiningur um aðgang að gögnum á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p>Af framangreindu leiðir að um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum hjá kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa fer eftir 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Slíkur ágreiningur verður ekki borinn undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Er því óhjákvæmilegt annað en að vísa máli þessu frá úrskurðarnefndinni.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [A] hdl, f.h. [B] ehf., dags. 5. september 2012, vegna synjunar kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa á afhendingu gagna.</p> <p>Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                                                   Friðgeir Björnsson</p> |
A-469/2012. Úrskurður frá 28. desember 2012 | Kærð var synjun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni kæranda um aðgang að „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011.“ Ekki varð séð að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði með ákvörðun sinni 16. september 2012, afgreitt beiðni kæranda á réttum lagagrundvelli. Beiðninni var vísað til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til nýrrar meðferðar og afgreiðslu á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996. | <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <p>Hinn 28. desember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-469/2012.</p> <h3><strong>Kæruefni og málavextir</strong></h3> <p>Með bréfi, dags. 16. október 2012, kærði [A] synjun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 16. september 2012, á beiðni um aðgang að „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011.“</p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. október, var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu send kæra málsins til athugasemda. Með bréfi, dags. 29. október, bárust athugasemdir embættisins. Þar kemur fram að umrædd samantekt hafi verið unnin í þeim tilgangi að hafa á einum stað allar þær upplýsingar sem lögreglan hefði undir höndum varðandi mótmæli sem brutust út eftir bankahrunið haustið 2008. Gögnin séu fyrst og fremst unnin upp úr skráningum í málaskrá og dagbók lögreglu auk viðtala við einstaka lögreglumenn vegna tiltekinna aðgerða og aðkomu að þeim.</p> <p>Í athugasemdum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er synjun á aðgangi að umbeðnu gagni rökstudd með vísan til 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, en þar segir að lögin gildi ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Þessi regla eigi við í þessu tilviki en umbeðin samantekt geymi ítarlegar upplýsingar úr málaskrá, þar á meðal upplýsingar um afskipti lögreglunnar af nafngreindum einstaklingum, handtökur og kærur fyrir refsiverða háttsemi. Segir einnig í athugasemdunum að mælt sé fyrir um aðgang að gögnum hjá lögreglu í reglugerð nr. 322/2001 um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Þar komi fram að miklar takmarkanir séu á miðlun persónuupplýsinga úr skrám lögreglu en slíkum upplýsingum verði aðeins miðlað til stjórnvalda eða einkaaðila samkvæmt samþykki hins skráða, lagaheimild, heimild Persónuverndar eða ef miðlun upplýsinga er nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlega og aðsteðjandi hættu. Ekkert af því eigi við í þessu tilviki og því sé beiðninni hafnað.</p> <p>Umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var send kæranda til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 7. nóvember. Með tölvupósti, dags. 9. nóvember, bárust athugasemdir kæranda en í þeim er því mótmælt að 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 eigi við í málinu, enda sé skýrt að ekki sé um að ræða rannsókn eða saksókn sakamáls. Þvert á móti sé um að ræða samantekt upplýsinga sem lögreglan hafi haft undir höndum varðandi mótmæli almennings á löngu tímabili. Slík samantekt geti ekki, eðli málsins samkvæmt, fallið undir málaskrá lögreglu, sbr. reglugerð nr. 322/2001 um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Sú skýrsla eða samantekt sem óskað er aðgangs að í umræddu máli er rúmar 270 blaðsíður að lengd. Í fyrstu tveimur köflum samantektarinnar, aftur að blaðsíðu 10, er fjallað almennt um tilurð samantektarinnar og skipulag lögreglunnar vegna mótmæla eða óeirða. Frá og með blaðsíðu 10 og aftur að blaðsíðu 270 er hins vegar fjallað sérstaklega um afmörkuð mótmæli og skipulag og aðgerðir vegna þeirra. Í þessum samantektum er iðulega vikið að einstökum persónum, lögreglumönnum eða þeim sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af og eftir atvikum er einnig fjallað um það hvort tilteknir einstaklingar voru teknir höndum, ákærðir eða dæmdir fyrir refsiverða háttsemi.</p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 gilda lögin ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur byggt á því í málinu, með vísan til þessa ákvæðis, að kærandi eigi ekki rétt á aðgangi að umbeðnu gagni samkvæmt upplýsingalögum.</p> <p>Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að í tilvitnuðu ákvæði 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga felst ekki að upplýsingalög taki ekki almennt til upplýsinga um starfsemi lögreglu og ákæruvalds. Þvert á móti gilda upplýsingalög um stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna, og þar á meðal stjórnsýslu á vegum lögreglunnar. Það er aðeins í þeim tilvikum þegar um er að ræða gögn sem tilheyra tilteknu máli sem er til rannsóknar eða saksóknar á grundvelli laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, að ákvæði 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga leiða til þess að upplýsingalög eigi ekki við.</p> <p>Umbeðin samantekt geymir upplýsingar um verklag lögreglunnar og upplýsingar úr fjölda mála sem augljóst er að hafa verið til rannsóknar eða annarrar meðferðar hjá lögreglu, og ákæruvaldi eftir atvikum, sem sakamál. Ekki verður hins vegar séð að samantektin sjálf sé gagn í tilteknu máli sem er eða hefur verið til meðferðar sem sakamál í framangreindum skilningi. Með vísan til þessa verður ekki fallist á þá afstöðu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að ákvæði 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga leiði til þess að kærandi eigi ekki rétt á aðgangi að umbeðnu gagni á grundvelli þeirra laga.</p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í skýringum Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í málinu hefur jafnframt verið vísað til þess að í málinu eigi við ákvæði reglugerðar nr. 322/2001, um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Samkvæmt þeirri reglugerð sé miðlun persónuupplýsinga til annarra aðeins heimil á grundvelli samþykkis hins skráða, lagaheimildar, heimildar Persónuverndar eða ef miðlun upplýsinganna væri nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlega og aðsteðjandi hættu. Ekkert af þessum heimildum sé fyrir hendi í málinu og því óheimilt að afhenda samantektina til kæranda.</p> <p>Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að upplýsingalög nr. 50/1996 geta falið í sér lagaheimild til miðlunar persónuupplýsinga, sbr. framangreint, ef skylt er að láta af hendi gögn á grundvelli þeirra laga. Minnt skal á að í 2. mgr. 44. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 segir að þau lög takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst því ekki á að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að umbeðnu gagni einvörðungu á þeim grundvelli að þar væri að finna upplýsingar sem falli undir nefnda reglugerð. Með vísan til þeirrar beiðni sem fyrir lá bar ennfremur að taka til þess afstöðu hvort lagaheimild til afhendingar umbeðins gagns væri að finna í upplýsingalögum nr. 50/1996, og þá eftir atvikum hvort synjun á aðgangi að því yrði byggð á ákvæðum þeirra laga.</p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Með vísan til framangreinds verður ekki séð að Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi með ákvörðun sinni 16. september 2012, afgreitt beiðni kæranda á réttum lagagrundvelli. Úr þessu hefur ekki verið bætt í skýringum Lögreglustjórans til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í þessu ljósi, og með vísan til þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekki fullyrt að í umbeðnu gagni sé ekki að finna upplýsingar sem eðlilegt og rétt sé að leynt fari með hliðsjón af einkahagsmunum eða almannahagsmunum, sbr. 5. og 6. gr. upplýsingalaga, er óhjákvæmilegt annað en að vísa málinu heim til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu Lögreglustjórans í Reykjavík.</p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Beiðni [A], dags. 15. september 2012, er vísað til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til nýrrar meðferðar og afgreiðslu á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Trausti Fannar Valsson<br /> <span>formaður</span><br /> </p> <p><span>Sigurveig Jónsdóttir </span></p> <p><span>Friðgeir Björnsson</span><br /> </p> |
A-467/2012. Úrskurður frá 28. desember 2012. | Kærð afgreiðsla stjórnvalda á beiðni þar sem óskað var eftir upplýsingum um nýtt fyrirkomulag á byrjunaruppboðum hjá sýslumannsembættunum. Afgreiðsla máls hjá stjórnvaldi. Innanríkisráðuneytinu bar að taka fyrir á ný til lögmætrar afgreiðslu beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Vísað var frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru á hendur Sýslumanninum í Bolungarvík. Gögn þegar verið afhent. | <h3><strong>ÚRSKURÐUR<br /> </strong> </h3> <p>Hinn 28. desember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-467/2012.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></h3> <p>Þann 7. júní 2012 kærði [A] hdl., f.h. [B] ehf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu stjórnvalda á beiðni hans, dags. 28. febrúar, þar sem óskað var eftir upplýsingum um nýtt fyrirkomulag á byrjunaruppboðum hjá sýslumannsembættunum.</p> <p> </p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að upphafleg beiðni kæranda, dags. 28. febrúar, hafi beinst að innanríkisráðuneytinu. Í henni var gerð sú krafa að ráðuneytið veitti honum allar nauðsynlegar upplýsingar um nýtt fyrirkomulag á netauglýsingum byrjunaruppboða hjá sýslumannsembættum. Með bréfi, dags. 3. maí 2012, tilkynnti innanríkisráðuneytið kæranda að umbeðin gögn lægju ekki fyrir hjá ráðuneytinu og að erindi kæranda hefði verið framsent til sýslumannsins í Bolungarvík.</p> <p> </p> <p>Í kæru er tilgreint að embætti sýslumannsins í Bolungarvík hafi ekki svarað hinu framsenda erindi. Telur kærandi að í þessu felist óhæfilegur dráttur á afgreiðslu máls, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt er í kærunni gerð sú krafa að „innanríkisráðuneytið, sýslumannsembættið í Bolungarvík, Fasteignaskrá og/eða hvert það annað embætti sem hefur átt aðkomu að breyttu fyrirkomulagi á auglýsingum á byrjunaruppboðum hjá sýslumannsembættum, veiti kæranda allar upplýsingar um nýtt fyrirkomulag á netauglýsingum byrjunaruppboða hjá sýslumannsembættunum“.</p> <p> </p> <p>Í kærunni segir ennfremur að þær upplýsingar sem kærandi geri kröfu um séu nánar tiltekið:</p> <p>1. Aðgangur að veflausn sýslumanna, sem heldur utan um byrjunaruppboð sýslumannsembætta, skráningu þeirra og auglýsingu.</p> <p>2. Aðgangur að núverandi og fyrirhuguðum verkferlum við skráningu eigna, sem fara eiga á byrjunaruppboð.</p> <p>3. Afrit af samskiptum á milli sýslumannsembætta, ráðuneyta og annarra stofnana um [C]  verkefnið og núverandi fyrirkomulag veflausnar sýslumannsembætta um auglýsingar á byrjunaruppboðum og afrit af öllum ákvörðunum stjórnvalda sem teknar hafa verið í því sambandi.</p> <p>4. Aðgangur að öllum vinnuskjölum og upplýsingum hins opinbera um veflausn sýslumannsembætta, einkum:</p> <p>a) um það hvaða þjónusta eigi að vera í boði fyrir sýslumenn og fagaðila,</p> <p>b) hvernig uppfærslur á veflausninni eigi að fara fram, í samræmi við þarfir og við lög og reglugerðir,</p> <p>c) hvort að til standi að gera áskriftarkerfi fyrir notendur,</p> <p>d) hvernig uppsetning á upplýsingakerfi veflausnarinnar sé, þ.e. kerfi um meðhöndlun upplýsinga og flokkunarkerfi og</p> <p>e) hvernig uppsetning og fyrirkomulag sé á upplýsingum sýslumannsembætta sem flokkast í gagnagrunn sýslumannsembætta.</p> <p> </p> <p>Í kæru málsins er aðdraganda þess lýst svo að á árinu 2010 hafi dómsmálaráðuneytið og Fasteignaskrá haft samskipti við kæranda (félagið var þá nefnt [C]), um hönnun og gerð á veflausn (þ.e. tölvuforriti notuðu í gegnum vefsíðu á Internetinu), tengdri uppboðsmálum á fasta- og lausafjármunum, hjá sýslumannsembættum landsins. Í tengslum við þá beiðni hafi kærandi hafið vinnu fyrir ráðuneytið við gerð á slíkri lausn og útbúið verkferla, hönnun á skjámyndum og uppsetningu á umbeðinni veflausn.</p> <p> </p> <p>Fulltrúar kæranda hafi átt fundi með fulltrúa dómsmálaráðuneytisins til að kynna hugmyndir að veflausn sinni og síðan fulltrúa Fasteignaskrár til að ræða tæknilegar útfærslur á veflausninni. Forsvarsmenn kæranda hafi haldið kynningu á veflausn sinni, sem nefndist [C], fyrir fulltrúum sýslumannsembætta, forsætisráðuneytisins, Fasteignaskrár og dómsmálaráðuneytisins. Í kjölfarið hafi farið fram frekari vinna og þróun á umræddri veflausn um auglýsingar á uppboðum sýslumanna. Kærandi hafi ítrekað haft samband við ráðuneytið í lok árs 2010 og byrjun árs 2011 varðandi verkefnið, greiðslur fyrir unnin verk og meðferð trúnaðargagna kæranda sem fulltrúum hins opinbera höfðu verið látin í té, en engin svör hafi borist. Það hafi svo verið á fundi með fulltrúum innanríkisráðuneytisins þann 28. júlí 2011 að ráðuneytisstjóra hafi verið gert ljóst að semja þyrfti um greiðslur til kæranda fyrir þá vinnu sem hann innt hafi verið af hendi fyrir ráðuneytið og að ráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að hagnýta sér trúnaðargögn eða hugverk kæranda með nokkrum hætti. Engin niðurstaða hafi orðið af fundinum og engin formleg viðbrögð komið frá ráðuneytinu.</p> <p> </p> <p>Í september 2011 hafi kærandi orðið var við það að sýslumannsembættið í Bolungarvík hafi sent frá sér tilkynningu, þar sem tilkynnt hafi verið um birtingu á netinu á auglýsingu sýslumanna um uppboð, þar sem veflausn kæranda hafi verið lýst í meginatriðum og því fjárhagslega hagræði sem fælist í þessari framkvæmd. Kærandi hafi svo orðið var við tilkynningu sýslumannsins í Bolungarvík, dags. 14. október 2011, um að auglýsingar á byrjun uppboða skyldu fara fram á netinu á vef sýslumanna www.naudungarsolur.is. Í kærunni kemur fram að kærandi telji einsýnt að innanríkisráðuneytið, tölvustarfsmenn Fasteignamats og Þjóðskrár, og eins sýslumannsembættin, hafi hagnýtt sér kynningarefni, upplýsingar og tölvulausnir kæranda við kynningu á [C] og skrifað veflausn sem sé með sama hætti og [C], í heild eða að hluta. Bendir kærandi ennfremur á, að teknu tilliti til þess að öll samskipti hans í tengslum við [C] veflausnina hafi verið við dómsmálaráðuneytið og Fasteignaskrá (nú innanríkisráðuneytið), að ótrúverðugt sé að ráðuneytið búi ekki yfir neinum upplýsingum eða gögnum um mál þetta.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Kæran var send innanríkisráðuneytinu og sýslumanninum í Bolungarvík með bréfum úrskurðarnefndarinnar, dags. 8. júní 2012.</p> <p> </p> <p>Í bréfi til sýslumannsins í Bolungarvík var sérstaklega tekið fram að samkvæmt 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 bæri stjórnvaldi að taka svo fljótt sem verða mætti ákvörðun um það hvort það yrði við beiðni um aðgang að gögnum. Ennfremur skyldi skýra þeim sem færi fram á aðgang að gögnum frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta, hefði beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar.</p> <p> </p> <p>Með bréfi dags. 25. júní svaraði sýslumaðurinn í Bolungarvík erindi úrskurðarnefndarinnar. Með bréfinu fylgdu neðantalin gögn, en embættið sendi afrit bréfsins og afrit gagna jafnframt til kæranda.</p> <p> </p> <p>1.      Samningur dómsmálaráðuneytisins og sýslumannsins í Bolungarvík, dags. 8. janúar 2008.</p> <p>2.      Bréf sýslumannsins í Bolungarvík til innanríkisráðuneytisins, dags. 5. ágúst 2009.</p> <p>3.      Útprentun auglýsingar úr Morgunblaðinu laugardaginn 7. nóvember 2009.</p> <p>4.      Bréf innanríkisráðuneytisins til Sýslumannafélags Íslands, dags. 12. maí 2011, með afriti til sýslumannsins í Bolungarvík.</p> <p>5.      Drög að verklags- og viðmiðunarreglum fyrir starfsmenn sýslumannsembætta við auglýsingar uppboða á vef sýslumanna, ásamt útprentun tölvupósts til allra sýslumanna, dags. 25. ágúst 2011, en þau voru send með sem viðhengi.</p> <p>6.      Leiðbeiningar [D] fyrir starfsmenn embættisins við innsetningu á texta auglýsinga um uppboð.</p> <p> </p> <p>Í umsögn sýslumannsins segir orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Af þessu tilefni skal tekið fram að ekki verður séð að embættið hafi nein þau gögn undir höndum sem skipt geta máli í þessu sambandi. Á hinn bóginn telst rétt að leitast við að greina í sem stystu máli frá aðdraganda þess að farið var að birta auglýsingar um uppboð sem sýslumenn halda á vef sýslumanna og hvernig að því er staðið, enda átti embættið (undirritaður) að því nokkurt frumkvæði sem umsjónarmaður vefs sýslumanna eins og nánar verður rakið.“</p> <p> </p> <p>Í umsögn sýslumannsins er svo rakinn aðdragandi þess að embættið hafi tekið að sér að hafa umsjón með vef sýslumanna á slóðinni www.syslumenn.is. Þá kemur fram að embættið hafi séð nauðsyn til að skapa vettvang á netinu þar sem flestir gætu með góðu móti nálgast og þannig séð auglýsingar um uppboð sem til stæði að halda. Í þessu ljósi og einnig í ljósi mikils kostnaðar við auglýsingar uppboða í dagblöðum og héraðsfréttablöðum, ekki síst auglýsinga um byrjun uppboða á fasteignum, sem stöðugt hafi farið fjölgandi, hafi þótt rétt að leitast við að koma á nýju fyrirkomulagi. Því hafi embættið sent dómsmálaráðuneytinu bréf, dags. 5. ágúst 2009, þar sem þessar hugmyndir hafi verið kynntar.</p> <p> </p> <p>Af hálfu embættisins hafi verið gerð tilraun með birtingu auglýsinga í Morgunblaðinu, um byrjun uppboðs á nokkrum fasteignum sem dagsettar voru 6. nóvember 2009 og birtar daginn eftir.</p> <p> <br /> Þessi birtingarmáti hafi ekki sætt athugasemdum frá öðrum en dómsmálaráðuneytinu sem hafi talið rétt að viðhafa ítrustu varúð. Nokkur tími hafi liðið áður en önnur tilraun hafi verið gerð með þennan birtingarmáta þar sem rétt hafi þótt að kanna sem best hvort ekki teldist öruggt að hann stæðist lög. Hafi m.a. verið leitað til réttarfarsnefndar og Persónuverndar. Þar sem ekki hafi komið fram neinar vísbendingar um annað en að þessi birtingarmáti væri í hvívetna í samræmi við lög, hafi af hálfu stjórnar Sýslumannafélags Íslands verið mjög hvatt til að sýslumenn almennt hæfu að nýta sér þennan birtingarmáta, og eins innanríkisráðuneytið, til að stuðla að því að hann mætti ná fram að ganga sem fyrst. Nokkur embætti hafi í kjölfarið farið að birta auglýsingar sínar á vef sýslumanna, jafnhliða auglýsingum í dagblöðum. Með bréfi ráðuneytisins, dags. 12. maí 2011, hafi loks verið ákveðið að þessi birtingarmáti skyldi tekinn upp sem meginregla frá og með 1. september það ár og um leið hafi verið hætt að auglýsa byrjun uppboða í dagblöðum. Hafi embætti sýslumannsins í Bolungarvík verið falið að annast að koma hinum nýja birtingarmáta í kring og að gefa út verklagsreglur í tengslum við hann. Með lögum um breytingu á lögum um nauðungarsölu o.fl., sem samþykkt hafi verið á Alþingi 19. júní 2012, hafi þessi birtingarmáti auglýsinga verið í lög leiddur.</p> <p> </p> <p>Í umsögninni er svo farið yfir ferli auglýsinga um nauðungarsölur og birtingu þeirra á vef sýslumanna.</p> <p> </p> <p>Um þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir í kæru kemur eftirfarandi orðrétt fram í umsögn embættisins:  </p> <p> </p> <p>„1. Aðgangur að veflausn sýslumanna, sem heldur utan um byrjunaruppboð sýslumannsembætta, skráningu þeirra og auglýsingu. </p> <p><em>Svar:</em> <em>Af hálfu embættisins eru engar athugasemdir gerðar við að krefjandi fái aðgang að tölvukerfi embættisins eða tölvum  annars embættis sem eru  nær krefjanda ef óskað verður og það samþykkt af viðkomandi sýslumanni eða aðgang þeim tölvukerfum</em> [D] <em>þar sem þessar upplýsingar eða veflausn kann að vera að finna svo fremi að</em> [D] <em>samþykki það fyrir sitt leyti. Eins og áður segir er ekki um ýkja margbrotið kerfi eða fyrirkomulag að ræða.</em></p> <p> </p> <p>2. Aðgangur að núverandi og fyrirhuguðum verkferlum við skráningu eigna, sem fara eiga á byrjunaruppboð. </p> <p><em>Svar:</em>  <em>Sjá svar við númer 1 og því sem nefnt er hér að framan.</em></p> <p> </p> <p>3. Afrit af samskiptum á milli sýslumannsembætta, ráðuneyta og annarra stofnana um [C] verkefnið og núverandi fyrirkomulag veflausnar sýslumannsembætta um auglýsingar á byrjunaruppboðum og afrit af öllum ákvörðunum stjórnvalda sem teknar hafa verið í því sambandi.<em> </em></p> <p><em>Svar: Embættið hefur ekki undir höndum gögn sem tengjast fyrri lið spurningarinnar og önnur gögn hafa þegar verið talin upp og fylgja bréfi þessu.</em></p> <p> </p> <p>4. Aðgangur að öllum vinnuskjölum og upplýsingum hins opinbera um veflausn sýslumannsembætta, einkum:</p> <p>a. Um það hvaða þjónusta á að vera í boði fyrir sýslumenn og fagaðila,</p> <p><em>Svar:</em> <em>sjá svar við lið 3.</em></p> <p>b. hvernig uppfærslur á veflausninni eiga að fara fram, í samræmi við þarfir og við lög og reglugerðir,</p> <p><em>Svar: Ekkert hefur verið ákveðið í þessu sambandi svo undirrituðum sé kunnugt en eftir því sem best er vitað eru uppi hugmyndir um gerð nýs forrits fyrir uppboðsmál, sem væntanlega verður unnið af starfsmönnum Þjóðskrár Íslands.</em></p> <p>c.  hvort til standi að gera áskriftarkerfi fyrir notendur,</p> <p><em>Svar:</em>  <em>Nei, ekki svo vitað sé</em>.</p> <p>d.  hvernig uppsetning er á upplýsingakerfi veflausnarinnar, þ.e. kerfi um meðhöndlun upplýsinga og flokkunarkerfi og  </p> <p><em>Svar: Sjá svar við lið 1</em></p> <p>e. hvernig uppsetning og fyrirkomulag er á upplýsingum sýslumannsembætta sem flokkast í gagnagrunn sýslumannsembætta.</p> <p><em>Svar: Sjá umfjöllun framar í þessum kafla</em>.“ <em>  </em></p> <p> </p> <p>Þá kemur fram að samskipti embættisins og fulltrúa eða starfsmanna fyrirtækisins [B]  ehf. hafi engin verið. Hafi embættinu verið ókunnugt um þá fundi sem hafi farið fram og nefndir hafi verið, og ekki séð þau gögn sem þar hafi verið kynnt fyrr en í ágúst 2011 að embættið hafi haft af því fréttir að [B] teldi á hlut sinn gengið.</p> <p> </p> <p>Svar innanríkisráðuneytisins í tilefni af ofangreindu barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 27. júní. Þar kom fram að ráðuneytið hafi enga stjórnvaldsákvörðun tekið í málinu, þ.e. hvorki orðið við eða synjað beiðni um aðgang að gögnum. Í samræmi við 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hafi ráðuneytið framsent erindið til sýslumannsins í Bolungarvík til þóknanlegrar meðferðar.</p> <p> </p> <p>Með bréfi dags. 26. júní var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum vegna kærunnar til 10. júlí. Fresturinn var síðar framlengdur til 24. ágúst. Með bréfi sem barst 23. ágúst kom kærandi á framfæri eftirfarandi athugasemdum sínum.</p> <p> </p> <p>Segir þar að það sé afstaða kæranda að svör innanríkisráðuneytisins og sýslumannsins í Bolungarvík teljist ófullnægjandi.</p> <p> </p> <p>Varðandi afstöðu sýslumannsins í Bolungarvík til beiðni kæranda um aðgang að gögnum segir svo orðrétt: „Sýslumaðurinn í Bolungarvík gerir engar athugasemdir við það að kærandi fái aðgang að tölvukerfi embættisins eða tölvum annarra sýslumannsembætta, ef viðkomandi sýslumannsembætti samþykki það og veflausn [D], ef að [D] ehf. samþykkir það fyrir sitt leyti. Þannig fellst sýslumaðurinn í Bolungarvík á að verða við kröfum kæranda skv. liðum 1, 2. og 4.d., hvað varðar þau gögn eða veflausn sem hann hefur í sínum fórum. Kærandi óskar eftir því að slíkur aðgangur verði veittur kæranda svo fljótt sem verða má, auk þess sem að kæranda verði veittur aðgangur að fyrri útgáfum af umræddri veflausn, til að sjá hvaða breytingar hafa verið gerðar á henni sl. ár.</p> <p> </p> <p>[...]</p> <p> </p> <p>Hvað varðar svör við kröfu kæranda um upplýsingar skv. liðum 3., 4.a., 4.b. og 4.c., þá kveðst sýslumaðurinn í Bolungarvík ekki hafa slíkar upplýsingar í sínum fórum. Kærandi telur víst að slíkar upplýsingar og gögn, séu geymd hjá viðkomandi sýslumannsembætti og öðrum embættum. Samskipti kæranda við hlutaðeigandi opinbera aðila, sem sannanlega hljóta að vera skjöluð og geymd í skjalageymslum viðkomandi embætta og kærandi krefst þess að fá aðgang að. Framlögð gögn með kæru kæranda til ÚuU, sanna tilvist umbeðinna gagna og upplýsinga og ekkert í gögnum málsins styður meinta aðkomu umrædds sýslumannsembættisins í Bolungarvík.“</p> <p> </p> <p>Segir svo að kærandi telji yfirgnæfandi líkur á að innanríkisráðuneytið (áður dómsmálaráðuneytið), Fasteignaskrá, forsætisráðuneytið, fulltrúar sýslumannsembætta o.fl. opinberir aðilar, hafi í vörslum sínum gögn og upplýsingar í málinu er tengist kæruefni málsins. Kærandi gerir þær kröfur að úrskurðarnefndin beiti valdheimildum sínum og afli gagna og upplýsinga um kæruefnið frá öllum ofangreindum embættum. Líkur séu á því að embættin leyni gögnum og ættu valdheimildir nefndarinnar, sem og aðferðir við umrædda upplýsingaöflun að taka mið af því.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndinni barst á ný bréf frá kæranda, dags. 18. október. Þar fer hann fram á að nefndin staðfesti formlega hvort innanríkisráðuneytinu hafi verið gefinn kostur á að bregðast við athugasemdum kæranda, dags. 23. ágúst, og hvort því hafi verið veittur frestur til andsvara í því sambandi. Í bréfinu kemur fram að kærandi telji það ranga frásögn ráðuneytisins að engin samskiptasaga sé fyrirliggjandi um málið hjá ráðuneytinu og er í því sambandi vísað til gagna sem fylgdu með kæru málsins. Þá segir í bréfinu að kærandi telji það vera skýrt hlutverk úrskurðarnefndarinnar að aðstoða við öflun upplýsinga samkvæmt kæru til nefndarinnar, enda sé rökstuddur grunur um að upplýsingarnar séu fyrirliggjandi. Það sé skilningur kæranda að úrskurðarnefndin eigi að beita sér í því að veittur sé aðgangur að umbeðnum upplýsingum. Fram kemur að kærandi geri þær kröfur að úrskurðarnefndin beiti valdheimildum sínum m.t.t. málshraðareglu stjórnsýsluréttar og afli sem fyrst upplýsinga um kæruefnið frá tilteknum embættum samkvæmt netfangalista sem fram komi í bréfinu. Segir að líkur séu á því að embættin leyni gögnum og að valdheimildir úrskurðarnefndarinnar eigi að taka mið af því.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál til innanríkisráðuneytisins, dags. 29. október 2012, var óskað eftir afstöðu ráðuneytisins til þess sem fram kom í bréfi kæranda, dags. 18. október. Með tölvupósti nefndarinnar til lögmanns kæranda, dags. 29. október, var jafnframt áréttað að aðeins væri hægt að beina málum til nefndarinnar þar sem synjað hafi verið um aðgang að gögnum, sbr. 14. gr. upplýsingalaga. Þannig yrði að liggja fyrir beiðni til stjórnvalds um gögn svo unnt væri að kæra, hvort sem um væri að ræða synjun eða drátt á svörum. Í tölvupósti kæranda til nefndarinnar, dags. 30. október, segir að kæra málsins snúi að innanríkisráðuneytinu og langvarandi drætti á svörum frá ráðuneytinu.</p> <p> </p> <p>Svarbréf innanríkisráðuneytisins við ofangreindu erindi úrskurðarnefndar um upplýsingamál er dags. 31. október. Þar ítrekar ráðuneytið að það hafi ekki umbeðnar upplýsingar undir höndum enda hafi undirbúningur og vinnsla hins nýja fyrirkomulags við auglýsingar á nauðungarsölum verið á hendi sýslumannsins í Bolungarvík sem jafnframt hafi verið ábyrgðaraðili og umsjónarmaður vefs sýslumanna. Vísaði ráðuneytið jafnframt til greinargerðar sýslumannsins í Bolungarvík, dags. 25. júní. Úrskurðarnefndinni barst á ný bréf frá innanríkisráðuneytinu, dags. 19. nóvember, þar sem segir að vegna erindis kæranda, dags. 18. október, sé tekið fram að því hafi ekki verið haldið fram af ráðuneytinu að engin samskiptasaga sé fyrir hendi á milli þess og kæranda. Ráðuneytinu hafi hins vegar ekki borist nein beiðni frá kæranda um aðgang að samskiptum hans sjálfs við ráðuneytið enda megi gera ráð fyrir því að kærandi hafi þau sjálfur undir höndum. Eðli málsins samkvæmt hafi ráðuneytið þar af leiðandi ekki synjað slíkri beiðni. Kærandi hafi að mati ráðuneytisins aðeins óskað eftir upplýsingum um tæknilega útfærslu á fyrirkomulagi netauglýsinga byrjunaruppboða hjá sýslumannsembættum. Eins og áður hafi komið fram hafi undirbúningur og vinnsla hins nýja fyrirkomulags við auglýsingar á nauðungarsölum verið á hendi sýslumannsins í Bolungarvík sem jafnframt sé ábyrgðaraðili og umsjónarmaður vefs sýslumanna. Hafi ráðuneytið enga aðkomu haft að ákvörðun um tæknilega útfærslu kerfisins né hafi það upplýsingar þar að lútandi undir höndum. Hafi beiðni kæranda, dags. 28. febrúar 2012, því réttilega verið framsend embætti sýslumannsins í Bolungarvík til afgreiðslu.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 20. nóvember, var kærandi upplýstur um framkomin bréf innanríkisráðuneytisins og veittur kostur á að koma á framfæri athugasemdum vegna þeirra.</p> <p> </p> <p>Með tölvupósti, dags. 5. desember, bárust athugasemdir kæranda. Segir þar að kærandi mótmæli því að beiðni hans um aðgang að gögnum, dags. 28. febrúar 2012, hafi verið afmörkuð með þeim hætti sem haldið sé fram af hálfu ráðuneytisins. Kærandi hafi óskað eftir öllum nauðsynlegum upplýsingum um hið nýja fyrirkomulag á netauglýsingum byrjunaruppboða hjá sýslumannsembættum, en ekki aðeins upplýsingum um tæknilega útfærslu. Ráðuneytið neiti að hafa undir höndum gögn um samskiptasögu sína við aðra aðila/embætti vegna kæruefnis málsins en þau gögn sem er kæran lúti að séu samskipti ráðuneytisins við Fasteignaskrá, Fasteignamat ríkisins, Þjóðskrá,  kæranda, sýslumanninn í Bolungarvík og stærstu sýslumannsembætti landsins, sér í lagi embættin í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi sem m.a. hafi setið samráðsfund ráðuneytisins um málið í júní 2010. Þessi gögn hljóti að vera í skjalasafni ráðneytisins.</p> <p> </p> <p>Í umræddum tölvupósti kæranda er tekið fram að kæra málsins lúti einvörðungu að innanríkisráðuneytinu.  Með tölvupósti frá kæranda, dags. 18. desember 2012, er áréttað að hann haldi jafnframt fast við kæru á hendur sýslumanninum í Bolungarvík.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p> </p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Í kæru málsins krafðist kærandi þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál skipaði svo fyrir að innanríkisráðuneytið, sýslumannsembættið í Bolungarvík, Fasteignaskrá og/eða hvert það annað embætti sem hefði átt aðkomu að breyttu fyrirkomulagi á auglýsingum á byrjunaruppboðum hjá sýslumannsembættum, veitti honum allar upplýsingar um nýtt fyrirkomulag á netauglýsingum byrjunaruppboða hjá sýslumannsembættunum.</p> <p> </p> <p>Eins og rakið hefur verið hér að framan, og fram kemur í tölvupóstum kæranda til úrskurðarnefndarinnar, dags. 5. og 18. desember 2012, hefur kærandi afmarkað kæruna svo að svo að hún beinist að innanríkisráðuneytinu annars vegar og embætti sýslumannsins í Bolungarvík hins vegar, en ekki öðrum stjórnvöldum sem tilgreind eru í upphaflegri kæru málsins.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir m.a.: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Réttur til aðgangs að gögnum tekur þannig til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr.  og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006. Af áskilnaði um að beiðni um aðgang varði tiltekið mál leiðir að lögin veita ekki rétt til að krefjast aðgangs að upplýsingum sem einvörðungu er að finna í skrám eða gagnagrunnum stjórnvalda, en ekki í fyrirliggjandi gögnum í tilgreindum málum.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera undir úrskurðarnefndina <em>synjun</em> stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum eða afrit þeirra samkvæmt lögunum. Eðli málsins samkvæmt verður synjun stjórnvalds ekki kærð nema fyrir liggi beiðni sem synjað hefur verið um eða sem ekki hefur verið svarað innan eðlilegra tímamarka, sbr. 11. gr. upplýsingalaga og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Innanríkisráðuneytið hefur í bréfi til sýslumannsins í Bolungarvík, dags. 3. maí, þegar beiðni kæranda um aðgang að gögnum var framsend, upplýst að það hafi ekki fyrirliggjandi þau gögn eða upplýsingar sem óskað er aðgangs að í beiðni, dags. 28. febrúar 2012. Í bréfi ráðuneytisins til nefndarinnar, dags. 27. júní, 31. október og 19. nóvember, er ítrekuð sú afstaða ráðuneytisins að það hafi ekki fyrirliggjandi þau gögn sem kæra málsins beinist að. Af skýringum ráðuneytisins í málinu verður ekki annað ráðið en þessi afstaða byggist á því að beiðni kæranda lúti einvörðungu að upplýsingum um tæknilega útfærslu á fyrirkomulagi netauglýsinga byrjunaruppboða hjá sýslumannsembættum.</p> <p> </p> <p>Af þessu tilefni bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að upphafleg beiðni kæranda um aðgang að gögnum laut að því að ráðuneytið afhenti honum allar nauðsynlegar upplýsingar um nýtt fyrirkomulag á netauglýsingum byrjunaruppboða hjá sýslumannsembættum. Af þessu er ljóst að beiðni kæranda lýtur að fleiri þáttum málsins en aðeins því hvað var ákveðið um tæknilega útfærslu á netauglýsingum vegna uppboða. Jafnframt verður að telja augljóst af aðdraganda beiðninnar og öðrum gögnum málsins að hún lýtur m.a. að því að fá afhent gögn um samskipti milli ráðuneytisins og kæranda um gerð veflausnar um uppboðskerfi, og um samskipti ráðuneytisins við aðrar stofnanir af því tilefni og í tengslum við það málefni sem um ræðir, m.a. um það af hverju ákveðið var að byggja ekki á þeirri veflausn sem kærandi segir að hann hafi verið byrjaður að hanna í þágu stjórnvalda.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds var afgreiðsla ráðuneytisins á beiðni kæranda, dags. 28. febrúar, ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996. Ber því að vísa beiðni kæranda frá 28. febrúar 2012 til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu ráðuneytisins á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Sýslumaðurinn í Bolungarvík svaraði erindi úrskurðarnefndar um upplýsingamál í tilefni af þeirri kæru sem hér er til meðferðar með bréfi, dags. 25. júní 2012. Afrit þess bréfs og afrit gagna sendi hann jafnframt til kæranda. Ber að líta svo á að embættið hafi með þessu, fyrir sitt leyti, afgreitt beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Eins og leiðir af því sem áður hefur verið rakið, leiðir þetta ekki til þess að innanríkisráðuneytinu hafi ekki borið að svara erindi kæranda að því leyti sem það laut að gögnum sem það hefur eða kann að hafa undir höndum.</p> <p> </p> <p>Eins og einnig hefur verið rakið hér að framan, kemur í kæru málsins fram nánari tilgreining á þeim gögnum sem kærandi óskar aðgangs að heldur en fram kom í upphaflegri beiðni hans dags. 28. febrúar 2012. Af svörum sýslumannsins í Bolungarvík er ljóst að hann hefur svarað erindi kæranda með hliðsjón af þessari nánari tilgreiningu.</p> <p> </p> <p>Í fyrsta tölulið í afmörkun þeirra gagna sem kærandi óskar aðgangs að, sbr. kæru hans dags. 7. júní 2012, er óskað eftir aðgangi að veflausn sýslumanna, sem heldur utan um byrjunaruppboð sýslumannsembætta, skráningu þeirra og auglýsingu. Ekki er ágreiningur við sýslumanninn í Bolungarvík um aðgang að þessum gögnum sem hefur í umsögn, dags. 25. júní, tekið fram að engar athugasemdir séu gerðar við það að kærandi fái aðgang að tölvukerfi embættisins. Þar af leiðir að í þessu máli er synjun stjórnvaldsins á aðgangi að gögnum ekki til að dreifa. Ber því að vísa þessum hluta kæru málsins frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Í öðrum tölulið í afmörkun gagna, sbr. framangreint, óskar kærandi eftir aðgangi að núverandi og fyrirhuguðum verkferlum við skráningu eigna sem fara eigi á byrjunaruppboð. Í umsögn sýslumannsins, dags. 25. júní, kemur fram að ekki séu gerðar athugasemdir við að kærandi fái aðgang að tölvukerfi embættisins. Umsögninni fylgdi einnig afrit af drögum að verklags- og viðmiðunarreglum fyrir starfsmenn sýslumannsembætta við auglýsingar uppboða á vef sýslumanna, ásamt tengdum gögnum. Sýslumaðurinn í Bolungarvík hefur því orðið við beiðni kæranda að því leyti sem gögn sem undir hana falla eru fyrirliggjandi hjá embættinu. Ber því að vísa þessum hluta af kæru málsins frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Í þriðja tölulið í afmörkun gagna, sbr. framangreint, óskar kærandi eftir afriti af samskiptum milli sýslumannsembætta, ráðuneyta og annarra stofnana um [C] verkefnið og núverandi fyrirkomulag veflausnarinnar, auk afrits af öllum ákvörðunum stjórnvalda sem teknar hafa verið í því sambandi. Í svari sýslumannsins (umsögn) kemur annars vegar fram að embættið hafi ekki undir höndum gögn sem tengist fyrri lið spurningarinnar, þ.e. um afrit af samskiptum varðandi [C] verkefnið. Um síðari lið spurningarinnar vísar sýslumaðurinn til þess að þau gögn sem um ræði fylgi umsögninni í afriti, eða hafi þegar verið upp talin í svörum við spurningum eitt eða  tvö. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið gögn málsins og telur ekki ástæðu til að draga þessa fullyrðingu sýslumannsins í efa. Með vísan til þessa verður að telja að sýslumaðurinn í Bolungarvík hafi þegar orðið við þessum þætti í beiðni kæranda og afhent þau gögn málsins sem eru fyrirliggjandi hjá  embættinu. Ber því að vísa þessum hluta af kæru málsins frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Fjórði töluliðurinn í afmörkun gagna skiptist í fimm stafliði. Fer kærandi þar fram á aðgang að öllum vinnuskjölum og upplýsingum hins opinbera um veflausn sýslumannsembætta, en þó einkum (a) um það hvaða þjónusta eigi að vera í boði fyrir sýslumenn og fagaðila, (b) hvernig uppfærslur á veflausninni eigi að fara fram, (c) hvort til standi að hafa áskriftarkerfi fyrir notendur, (d) hvernig uppsetning sé á upplýsingakerfi veflausnarinnar og svo (e) hvernig uppsetning og fyrirkomulag sé á upplýsingum sýslumannsembætta sem flokkist í gagnagrunn sýslumannsembætta.</p> <p> </p> <p>Öllum þessum stafliðum svarar sýslumaðurinn í Bolungarvík í umsögn sinni í tilefni af kæru málsins, annaðhvort með tilvísun til fyrri svara eða með almennum útskýringum.</p> <p> </p> <p>Í tilefni af síðastgreindum tölulið í kæru málsins, þ.e. tölul. 4, sem skiptist í stafliði (a) til (e) tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að þessi liður kærunnar virðist annars vegar lúta að því að veittur sé aðgangur að vinnuskjölum eða öðrum fyrirliggjandi gögnum sem falli undir töluliðinn, en hins vegar að veittar séu almennar upplýsingar eða skýringar um hin tilgreindu atriði. Með vísan til þess sem fram er komið í tölul. 2 í þessum kafla úrskurðarins ber að vísa frá þeim hluta kærunnar sem lýtur almennt að því að fá frá kærða upplýsingar sem ekki eru fyrirliggjandi í gögnum tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 5071996. Hvað varðar aðgang að vinnuskjölum þar sem tilgreindar upplýsingar koma fram verður svar sýslumannsins í Bolungarvík ekki skilið öðru vísi en svo, að þau gögn sem fallið geti undir þennan lið kærunnar og séu fyrirliggjandi hjá embættinu, hafi þegar verið afhent kæranda. Úrskurðarnefndin telur ekki ástæðu til að rengja þá fullyrðingu embættisins. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun á aðgangi að fyrirliggjandi gögnum. Ber því einnig að vísa þessum þætti kærunnar frá úrskurðarnefndinni.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afgreiðsla innanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda, dags. 28. febrúar, hafi ekki verið í samræmi við ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996. Er beiðni kæranda því vísað til nýrrar og lögmætrar afgreiðslu ráðuneytisins á grundvelli upplýsingalaga. Tekið skal fram að telji kærandi að ný afgreiðsla ráðuneytisins á beiðni hans sé ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga getur hann kært hina nýju ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt almennum reglum upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Það er jafnframt niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Sýslumaðurinn í Bolungarvík hafi þegar afhent kæranda þau gögn sem falla undir beiðni hans og fyrirliggjandi eru hjá embættinu. Með vísan til þess liggur ekki fyrir synjun þess stjórnvalds á afhendingu gagna í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Kæru málsins á hendur Sýslumanninum í Bolungarvík er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Innanríkisráðuneytinu ber að taka fyrir á ný til lögmætrar afgreiðslu beiðni kæranda, [B] ehf., dags. 28. febrúar 2012, um aðgang að gögnum.</p> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru [B] ehf. frá 7. júní 2012 á hendur Sýslumanninum í Bolungarvík.</p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                                                  Friðgeir Björnsson</p> |
A-463/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012 | Kærð var synjun umboðsmanns skuldara fundargerðum samráðshóps vegna hæstaréttardóms nr. 600/2011 frá 15. febrúar 2012 sem og öðrum gögnum sem tengdust vinnu hans frá upphafi til enda. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Viðskiptahagsmunir. Þagnarskylda. Fallist á að umboðsmanni bæri að afhenda umrædd gögn. | <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <p> </p> <p>Hinn 20. desember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-463/2012.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></h3> <p>Með bréfi, dags. 14. ágúst 2012, kærði [A], f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna, synjun umboðsmanns skuldara, dags. 24. júlí, á beiðni samtakanna um aðgang að fundargerðum samráðshóps vegna hæstaréttardóms nr. 600/2011 frá 15. febrúar 2012 sem og öðrum gögnum sem tengdust vinnu hans, frá upphafi til enda.</p> <p> </p> <p>Þann 9. mars 2012 veitti Samkeppniseftirlitið, með ákvörðun sinni nr. 4/2012, Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) f.h. aðildarfélaga þeirra og Dróma hf., undanþáguheimild til samstarfs í kjölfar dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011.</p> <p> </p> <p>Í ákvörðunarorði ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins segir:</p> <p> </p> <p>„Með heimild í 15. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 veitir Samkeppniseftirlitið Samtökum fjármálafyrirtækja f.h. aðildarfélaga sinna og Dróma hf. heimild til samstarfs í tilefni af dómi Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011. Heimildin tekur til samstarfs um eftirfarandi:</p> <p>a) túlkun dómsins;</p> <p>b) aðferðir við endurútreikning á þeim lánum sem hafa að geyma óskuldbindandi ákvæði um gengistryggingu og dómur Hæstaréttar tekur til;</p> <p>c) endurskoða þá endurútreikninga sem þegar [hafa] farið fram á framangreindum lánum og kanna áhrif dómsins á þau;</p> <p>d) greiningu þeirra álitaefna sem nauðsynlegt er að láta reyna á fyrir dómi;</p> <p>e) val á málum sem hentugust eru til þess að bera undir dómstóla með álitaefni skv. d-lið í huga:</p> <p>f) val á málsástæðum sem reyna þarf á í dómsmálum skv. e-lið í því skyni að eyða sem fyrst allri réttaróvissu.“</p> <p> </p> <p>Í 2. gr. ákvörðunarorðs Samkeppniseftirlitsins kemur fram að halda skuli skýrar fundargerðir um fundi sem haldnir séu vegna samstarfsins. Þá skuli halda til haga yfirliti yfir öll gögn sem lögð séu fram á fundum eða verði til vegna samstarfsins.</p> <p> </p> <p>Þann 12. júní 2012 sendu Hagsmunasamtök heimilanna embætti umboðsmanns skuldara framangreinda beiðni um aðgang að gögnum. Beiðnin var stíluð á samráðshóp um Hæstaréttardóm nr. 600/2011.</p> <p> </p> <p>Beiðninni var svarað með bréfi embættis umboðsmanns skuldara, dags. 24. júlí, þar sem henni var synjað. Í bréfinu kemur fram að beiðni samtakanna hafi verið borin undir aðila samráðshópsins. Það hafi verið afstaða hans að ekki væri ástæða til að láta umbeðin gögn af hendi en hagsmunir lántakenda hafi verið tryggðir með aðkomu umboðsmanns skuldara, Neytendastofu og talsmanns neytenda. Áréttað er að meginafurð samstarfsins hafi verið samantekt tilnefndra lögmanna, dags. 8. maí 2012, sem hafi verið birt opinberlega, meðal annars á heimasíðu umboðsmanns skuldara. Önnur gögn sem tengist samstarfshópnum séu einkar takmörkuð og varði aðallega val á tilteknum dómsmálum. Gögn þessi varði einkamálefni viðkomandi lántakenda og séu því háð ákvæðum um þagnarskyldu, t.d. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.</p> <p> </p> <p>Í kæru málsins kemur fram að beiðni um aðgang að gögnum nái ekki til þeirra gagna sem vísað sé til í synjunarbréfi embættis umboðsmanns skuldara að varði einkamálefni lántakenda og falli því undir þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki. Beiðnin nái til þeirra gagna sem kveðið sé á um í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að halda skuli, þar á meðal fundargerða og annarra gagna sem fallið hafi til í starfi samráðshópsins. Umrædd gögn varði starfsemi opinberra embættisstofnana sem hafi verið fyrirskipuð með stjórnvaldsákvörðun Samkeppniseftirlitsins, m.a. í því skyni að fyrirbyggja misferli eins og fram komi í rökstuðningi Samkeppniseftirlitsins. Telji samtökin afstöðu umboðsmanns skuldara ganga þvert gegn þeim yfirlýsta tilgangi embættisins að bæta stöðu einstaklinga sem eigi í skulda- og greiðsluerfiðleikum og í því samhengi skuli hafa hagsmuni skuldara og réttindi þeirra að leiðarljósi.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Kæran var send umboðsmanni skuldara til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 17. ágúst. Bréf úrskurðarnefndar var ítrekað 11. september. Svar barst með bréfi, dags. 21. september.</p> <p> </p> <p>Í umsögninni kemur fram að framangreind undanþága Samkeppniseftirlitsins hafi tekið til túlkunar dóms Hæstaréttar, aðferðafræði við endurútreikning þeirra lána sem falli undir dóminn, endurskoðunar endurútreikninga sem þegar höfðu farið fram á svipuðum lánum, könnunar á áhrifum dómsins á þau, greiningar þeirra álitaefna sem nauðsynlegt hafi verið að láta reyna á fyrir dómi og ákvarðana um val á hentugustu málunum til þess að bera undir dómstóla auk samantektar á þeim málsástæðum sem reyna hafi þurft á í því skyni að eyða réttaróvissu sem fyrst. Meðal skilyrða sem Samkeppniseftirlitið hafi sett samstarfinu hafi verið að samstarfsaðilum væri óheimilt að funda nema að viðstöddum fulltrúa umboðsmanns skuldara. Einnig skyldi fulltrúi Neytendastofu og talsmaður neytenda njóta sömu stöðu og umboðsmaður skuldara í samstarfinu, leituðu þeir eftir því. Fram kemur að bæði Neytendastofa og talsmaður neytenda hafi óskað eftir aðkomu að samstarfinu og hafi haft aðgang að öllum sömu gögnum og umboðsmaður skuldara. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins komi fram að með þessu sé leitast við að tryggja að eðlilegra hagsmuna lánþega sé gætt auk þess sem þátttaka þessara aðila hafi verið talin draga úr hættu á því að samstarfið lyti að öðrum þáttum en þeim sem undanþágan heimili.</p> <p> </p> <p>Þá segir í umsögninni að í upphafi hafi verið óljóst hvert Hagsmunasamtök heimilanna beindu erindi sínu, þ.e. til samstarfshópsins eða til embættis umboðsmanns skuldara. Í ljósi þess að beiðnin hafi verið stíluð á samráðshópinn hafi þótt eðlilegt að beiðnin yrði borin undir hópinn sem tæki afstöðu til hennar. Á tólfta og síðasta fundi þess hluta samráðshópsins þar sem fjallað var um lagaleg álitaefni, þann 18. júní 2012, hafi m.a. verið tekin fyrir beiðni Hagsmunasamtaka heimilanna um aðgang að gögnum. Hafi það verið niðurstaða fundarins að fela umboðsmanni skuldara að svara erindinu, enda hafi aðrir fulltrúar lánþega ekki verið viðstaddir þann fund. Umræður fulltrúa aðildarfélaga SFF og Dróma hf. hafi verið með þeim hætti að ekki hafi þótt ástæða til að afhenda umbeðin gögn, enda hagsmunir lánþega tryggðir með aðkomu umboðsmanns skuldara, Neytendastofu og talsmanns neytenda. Hafi umboðsmaður svarað bréfi Hagsmunasamtaka heimilanna þann 24. júlí sl. og hafnað beiðninni.</p> <p> </p> <p>Í umsögn umboðsmanns skuldara kemur fram að synjun um aðgang að gögnum byggist jafnframt á því að embættið skuli ekki láta umrædd gögn af hendi í ljósi þess hlutverks sem það hafi gegnt í samráðshópnum. Samkeppniseftirlitið hafi kveðið á um að samstarfsaðilum væri óheimilt að funda nema að viðstöddum fulltrúa umboðsmanns skuldara til að tryggja að eðlilegra hagsmuna lánþega væri gætt og til að draga úr hættu á því að samstarfið lyti að öðrum þáttum.</p> <p> </p> <p>Í umsögn umboðsmanns skuldara segir að af ákvæði 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, athugasemdum við frumvarpið og athugasemdum við 1. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 161/2006 um breytingu á upplýsingalögunum, megi ráða að réttur til upplýsinga nái aðeins til gagna sem varði tiltekið mál sem er eða hafi verið til meðferðar hjá viðkomandi stjórnvaldi. Það sé því skilyrði fyrir skyldu til upplýsingagjafar að þau gögn sem óskað sé aðgangs að hafi verið til meðferðar hjá stjórnvaldi auk þess sem það er skilyrði að gögn varði tiltekið mál.</p> <p> </p> <p>Í þeim áskilnaði að gögn „varði tiltekið mál“ felist það skilyrði að gögn hafi verið útbúin, lögð fram eða þeirra aflað vegna máls sem sé eða hafi verið til meðferðar hjá stjórnvöldum. Því taki lögin ekki til allra gagna sem stjórnvöld hafi í vörslum sínum og telji umboðsmaður skuldara að ákvæði upplýsingalaga um upplýsingarétt nái ekki til gagna sem afhent hafi verið stjórnvöldum í öðrum tilgangi en að þau verði þar til meðferðar eða afgreiðslu.</p> <p> </p> <p>Í þessu sambandi bendir umboðsmaður á orðalag 3. gr. ákvörðunarorða í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012, en þar segi:</p> <p> </p> <p>„Aðildarfélögum SFF og Dróma er einungis heimilt að eiga með sér samstarf eða fundi að viðstöddum fulltrúa umboðsmanns skuldara. Skal fulltrúi umboðsmanns hafa aðgang að öllum gögnum sem verða til vegna samstarfsins.</p> <p> </p> <p>Leiti Neytendastofa eða talsmaður neytenda eftir þátttöku í samstarfi þessu skulu þau fá að njóta sömu stöðu og umboðsmaður skuldara.“</p> <p> </p> <p>Fram kemur að embætti umboðsmanns skuldara telji að af framangreindu orðalagi megi ráða að fulltrúar umboðsmanns skuldara sem sátu fundi samráðshópsins hafi einungis haft aðgang að gögnum sem til urðu á vettvangi samstarfsins, en að gögnin geti aldrei hafa talist vera til meðferðar hjá embættinu eða tengst máli sem til meðferðar var þar, enda aðeins um að ræða gögn sem tengist vinnu samráðshópsins, sem nú hafi hætt störfum. Í ljósi þessa telji embætti umboðsmanns skuldara að það skuli ekki láta umbeðin gögn af hendi.</p> <p> </p> <p>Telji úrskurðarnefndin að umrædd gögn falli undir gildissvið upplýsingalaga sé það afstaða umboðsmanns skuldara að það sé ekki hlutverk embættisins að afhenda gögnin, m.a. með vísan til undanþáguákvæða upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Meginafurð umrædds samstarfs hafi verið samantekt tilnefndra lögmanna, dags. 8. maí 2012. Umrædd samantekt hafi þegar verið birt opinberlega, m.a. á heimasíðu embættis umboðsmanns skuldara. Auk þeirrar birtingar hafi samantekti verið send fjölmiðlum. Þá hafi einnig verið birtar nánari upplýsingar um umrædd dómsmál, m.a. á heimasíðu umboðsmanns skuldara, án þess þó að persónugreinanlegar upplýsingar væru þar birtar.</p> <p> </p> <p>Önnur gögn sem tengist samstarfshópnum séu mjög takmörkuð. Auk fundargerða sé þar aðallega um að ræða gögn um val á tilteknum dómsmálum. Gögnin varði einkamálefni viðkomandi lántaka og séu háð ákvæðum um þagnarskyldu, sbr. t.d. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þá falli umrædd gögn að mati umboðsmanns skuldara undir undanþáguákvæði 5. gr. upplýsingalaga þar sem um sé að ræða viðkvæm einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.</p> <p> </p> <p>Í ljósi alls framangreinds telji umboðsmaður skuldara að embættinu sé ekki stætt á því að afhenda Hagsmunasamtökum heimilanna umbeðin gögn.</p> <p> </p> <p>Með bréfi umboðsmanns skuldara fylgdu eftirfarandi gögn:</p> <p> </p> <p>1.-12.   Fundargerðir lagahóps, dags. 13. mars 2012 (1. fundur), 23. mars 2012 (2. fundur), 2. apríl 2012 (3. fundur), 11. apríl 2012 (4. fundur), 12. apríl 2012 (5. fundur), 25. apríl 2012 (6. fundur), 4. maí 2012 (7. fundur), 11. maí 2012 (8. fundur), ódagsett fundargerð (9. fundur), 30. maí 2012 (10. fundur), 6. júní 2012 (11. fundur) og 18. júní 2012 (12. fundur).</p> <p>13.-16. Fundargerðir hóps til að kanna útreikningsaðferðir vegna gengislánadóms, dags. 13. mars 2012 (1. fundur), 10. apríl 2012 (2. fundur), 13. apríl 2012 (3. fundur), 7. maí 2012 (4. fundur).</p> <p>17.       Minnisblað endurútreikningshóps um aðferðafræði í endurútreikningi fyrir lán í skilum, dags. 17. apríl 2012</p> <p>18.       Minnisblað endurútreikningshóps til lagahóps um álitaefni vegna dóms nr. 600/2011, dags. 7. maí 2012</p> <p>19.       Erindisbréf til lögmannanna Aðalsteins E. Jónassonar hrl., Stefáns A. Svenssonar hrl., Einars Huga Bjarnasonar hdl. og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur hrl. sem skoða skyldu og skila samantekt um tiltekin álitaefni, fara yfir dómsmál og gefa leiðbeiningar í því markmiði að eyða réttaróvissu í kjölfar dóms Hæstaréttar nr. 600/2011, ódagsett skjal, sent 12. apríl 2012.</p> <p>20.       Samantekt lögmannanna Aðalsteins E. Jónassonar hrl., Stefáns A. Svenssonar hrl., Einars Huga Bjarnasonar hdl. og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur hrl, dags. 8. maí 2012, birt opinberlega</p> <p>21.       Samantekt dómsmála frá lögmönnunum Aðalsteini E. Jónassyni hrl., Stefáni A. Svenssyni hrl., Einari Huga Bjarnasyni hdl. og Sigríði Rut Júlíusdóttur hrl, ódagsett skjal</p> <p>22.       Afrit af bréfi umboðsmanns skuldara og fulltrúa Samtaka fjármálafyrirtækja til Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 6. júní 2012</p> <p>23.       Endanlegur listi yfir valin dómsmál, ódagsett skjal</p> <p>24.       Afrit af samkomulagi fjármálafyrirtækja, Dróma hf. og embættis umboðsmanns skuldara um greiðslu á lögmannskostnaði lántaka vegna reksturs dómsmála á grundvelli ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012 og öðrum kostnaði tengdum samstarfi því sem Samkeppniseftirlitið heimilaði með ákvörðun nr. 4/2012, dags. 2. júlí 2012</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar til Hagsmunasamtaka heimilanna, dags. 25. september, var samtökunum kynnt framangreind umsögn umboðsmanns skuldara og gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við hana, til 5. október.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 3. október, bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir kæranda.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdunum er bent á leiðbeiningarskyldu umboðsmanns skuldara samkvæmt stjórnsýslulögum, hafi embættið talið að beina ætti erindinu til annars stjórnvalds. Þá segir að Hagsmunasamtök heimilanna telji það sæta furðu að fjármálafyrirtækjum hafi verið látið eftir úrslitavald um aðgengi að gögnum og upplýsingum um störf samráðshópsins. Sé það í raun í andstöðu við lög um umboðsmann skuldara þar sem segi orðrétt að fyrirtækjum og samtökum sé „skylt að veita umboðsmanni skuldara allar upplýsingar sem að mati stofnunarinnar séu nauðsynlegar til að hún geti sinnt hlutverki sínu.“</p> <p> </p> <p>Vandséð sé hvernig afgreiðsla umboðsmanns samræmist tilgangi þeirra skilyrða sem sett hafi verið með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012, þar á meðal þeim að tryggja neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af samráðinu hljótist og að koma í veg fyrir að samráðið leiði til röskunar á samkeppnisstöðu á markaði. Neytendum og samtökum á borð við Hagsmunasamtök heimilanna sem komi fram fyrir hönd heildarhagsmuna þeirra verði aldrei tryggð hlutdeild í ávinningi af samráðinu með hindrunum á aðgangi að veigamiklum hluta afraksturs þess. Þvert á móti sé það til þess fallið að raska samkeppnisstöðu með því að veita fjármálafyrirtækum sem í hlut eiga ákveðið forskot á þá lántakendur sem séu mótaðilar í þeim samningum sem ágreiningur standi um, hvað varði aðgengi að upplýsingum um mál sem varði þessa mikilvægu hagsmuni þeirra.</p> <p> </p> <p>Til samráðsins hafi verið stofnað beinlínis samkvæmt stjórnvaldsákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Um það hafi verið fundað í viðskiptanefnd Alþingis og fulltrúar ráðuneyta hafi fundað um málið með talsmönnum Samtaka fjármálafyrirtækja. Því sé hafnað að umboðsmaður skuldara hafi aðeins verið áheyrnarfulltrúi á samráðsfundum fjármálafyrirtækjanna. Þá segir að umboðsmaður hafi tilnefnt helming þeirra lögfræðinga sem falið hafi verið að útbúa meginafurð samráðshópsins og að ekki verði annað séð en að mál er varðaði samráðshópinn hafi verið til meðferðar hjá embættinu, enda hafi því verið falið að svara erindi hagsmunasamtakanna. Þá segir að hagsmunasamtökin fari ekki sérstaklega fram á aðgang að þeim hluta gagna sem kunni að halda viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar um málefni einstaklinga. Ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu, að mati samtakanna, að unnt eigi að vera að veita aðgang að umbeðnum gögnum, að persónugreinanlegum upplýsingum undanþegnum.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p> </p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Mál þetta varðar synjun umboðsmanns skuldara á aðgangi að fundargerðum og öðrum gögnum sem tengjast samráðshópi vegna dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur kæru málsins réttilega beint að umboðsmanni skuldara, sbr. 1. gr. og 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, enda var það sá aðili sem tók hina kærðu ákvörðun, þ.e. að synja um aðgang að umbeðnum gögnum. Samráðshópur einkaréttarlegra fjármálafyrirtækja telst á hinn bóginn ekki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í skilningi 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Synjun umboðsmanns skuldara byggist meðal annars á því að umrædd gögn varði ekki tiltekið mál, sem hafi verið eða sé til meðferðar hjá embættinu. Þá er byggt á undanþáguákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996, einkum 5. gr. laganna, sem og 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Verður hér, samhengis vegna, fyrst vikið að fyrstnefnda atriðinu.</p> <p> </p> <p><span>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir m.a.: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, segir: „</span><a id="G10M1" name="G10M1">Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða</a>.“ Réttur til upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga er samkvæmt framangreindu bundinn við gögn sem varða tiltekin mál sem eru eða hafa verið til meðferðar í stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga, sbr. og 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum umboðsmanns skuldara hefur komið fram að embættið hafi ekki litið á samskiptin sem sérstakt mál og að gögnin geti aldrei hafa talist vera til meðferðar hjá embættinu eða tengst máli sem til meðferðar var þar. Þrátt fyrir það er ljóst að hjá umboðsmanni skuldara liggja fyrir gögn er tengjast vinnu umrædds samráðshóps, enda hefur embættið afhent úrskurðarnefndinni gögn þau sem beiðni kæranda málsins varðar og talin eru upp í kafla um málsmeðferð.  </p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. gr. laga nr. 100/2010 um umboðsmann skuldara er embætti umboðsmanns skuldara ríkisstofnun sem umboðsmaður skuldara veitir forstöðu. Stofnunin, sem heyrir undir ráðherra skal gæta hagsmuna og réttinda skuldara svo sem nánar er kveðið á um í lögunum.</p> <p> </p> <p>Af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem leyfði það samráð sem hér er til umfjöllunar, leiðir að embætti umboðsmanns skuldara var ekki beinn aðili að ákvörðun þeirri sem eftirlitið tók. Hins vegar er kveðið á um það að umboðsmaður skuldara skuli hafa aðgang að öllum gögnum sem yrðu til vegna samstarfsins og fylgjast með því að öðru leyti en ekki er sérstaklega kveðið á um aðrar ráðstafanir sem umboðsmaður skuldara skyldi takast á hendur vegna eða í tengslum við ákvörðunina. Þrátt fyrir þetta er ljóst að hlutverk umboðsmanns skuldara í þeim samráðshópi sem málið varðar var að gæta hagsmuna og réttinda skuldara, sbr. lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Þá virðist hafa verið gert ráð fyrir því að umboðsmaður skuldara tæki virkan þátt á vettvangi samráðshópsins, s.s. með virkri fundarsetu. Þetta fær einnig stoð í þeim gögnum sem úrskurðarnefndinni hafa verið afhent.</p> <p> </p> <p>Með vísan til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012 og 1. gr. laga um umboðsmann skuldara verður að byggja á því að umboðsmaður skuldara hafi þau gögn sem um ræðir undir höndum vegna hlutverks síns á sviði stjórnsýslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga og vegna þess hlutverks sem umboðsmanni skuldara var falið samkvæmt framangreindri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012. Á þátttöku umboðsmanns skuldara í samráðshópnum beri, í þessu tiltekna máli, að líta sem eitt afmarkað mál hjá embættinu í skilningi upplýsingalaga. Umboðsmanni skuldara var því skylt að verða við umræddri beiðni á grundvelli upplýsingalaga, að teknu tilliti til undanþáguákvæða laganna, enda leiði ekki sérstök ákvæði laga um þagnarskyldu til annarrar niðurstöðu.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Umboðsmaður skuldara hefur byggt synjun á aðgangi kæranda að umræddum gögnum á undanþáguákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996, einkum 5. gr. laganna, sem og 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Í frumvarpi til upplýsingalaga segir um 2. málsl. 3. mgr. 2. gr.;</p> <p> </p> <p>Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p> </p> <p>Í 4. gr. laga um umboðsmann skuldara nr. 100/2010 er að finna almennt ákvæði um þagnarskyldu en þar segir: „Umboðsmanni skuldara og starfsmönnum stofnunarinnar er óheimilt að skýra frá þeim atriðum sem þeir verða áskynja um í starfi sínu og leynt eiga að fara. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p> </p> <p>Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1. mgr. 58. gr. segir: „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p> </p> <p>Í 2. mgr. 58. gr. segir svo: „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig úrskurði nefndarinnar nr. A398/2011, A-419/2012, A-443/2012 og A-458/2012. Hins vegar felist í 4. gr. laga um umboðsmann skuldara almennt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 flyst sú þagnarskylda sem kveðið er á um í 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 yfir á þann sem veitir viðtöku þeim upplýsingum sem undir ákvæðið falla. Samkvæmt þessu er umboðsmaður skuldara sem og aðrir þátttakendur í samráðshópi þeim sem kveðið er á um í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012 bundnir þagnarskyldu varðandi upplýsingar sem liggja fyrir að því leyti sem þær falla undir 1. mgr. 58. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Eins og sjá má af texta 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 þá hvílir þagnarskylda á öllu því sem starfsmenn fjármálafyrirtækis fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns „og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess“. Samkvæmt orðalagi sínu veitir þetta ákvæði því ekki vernd gegn því að upplýsingar séu veittar er varða fjármálafyrirtækið sjálft, heldur aðeins viðskiptamenn þess.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt framangreindu verður að byggja á því að varði þær upplýsingar sem koma fram í þeim gögnum sem óskað hefur verið aðgangs að „viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna bankans“ geti þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 átt við um þær. Að öðru leyti ber hins vegar að taka til skoðunar hvort beita eigi  ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Hvað varðar undantekningar frá upplýsingarétti í upplýsingalögum sjálfum hefur  umboðsmaður vísað til þess að umbeðin gögn varði viðkvæm einka- og fjárhagsmálefni viðkomandi lántakenda og einstaklinga. Þar sem umboðsmaður skuldara hefur ekki sérstaklega byggt á öðrum undanþáguákvæðum upplýsingalaga en 5. gr. eða rökstutt að hvaða leyti aðrar takmarkanir kunna að eiga við, tekur nefndin aðeins afstöðu til þeirra röksemda er varða 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er að finna í 3. gr. laganna. Þar kemur fram að stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem leiðir  af ákvæðum 4.-6. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: <a id="G5M1" name="G5M1">„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</a>“</p> <p> </p> <p>Í fyrri málslið ákvæðisins er mælt fyrir um það hvenær rétt sé að halda upplýsingum leyndum vegna einkahagsmuna einstaklinga. Ýmsar af þeim upplýsingum sem varða einkahagi einstaklinga eru þess eðlis að almennt ber að telja sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt í skilningi 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Á það til dæmis við um þær upplýsingar sem skilgreindar eru sem viðkvæmar persónuupplýsingar í 8. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í ákveðnum tilvikum veltur það hins vegar á heildarmati á þeim upplýsingum sem um ræðir, gagnvart þeirri meginreglu sem birtist í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga og tilgangi hennar. Í slíkum tilvikum verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi einstaklings eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja.</p> <p> </p> <p>Í 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að sömu takmarkanir skuli gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Við mat á því hvort ákvæðið eigi við þarf að líta til þess hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Um beitingu ákvæðisins vísast nánar til fyrri úrskurða nefndarinnar, sbr. t.d. úrskurð í máli A-234/2006, en rétt er að árétta að við beitingu ákvæðisins verður jafnframt að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Verður þá vikið að þeim gögnum sem úrskurðarnefndinni hafa verið afhent í tilefni kærumáls þessa af hálfu umboðsmanns skuldara. Umfjöllunin tekur mið af þeim númerum sem viðkomandi gögnum voru gefin framar í úrskurði þessum. Í næsta þætti úrskurðarins, þ.e. í tölul. 6, verður lagt á það mat hvort upplýsingar í þeim falli undir takmarkanir á upplýsingarétti sem leiða af sérstöku þagnarskylduákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki eða 5. gr. upplýsingalaga</p> <p> </p> <h3><strong>Skjöl 1-12 fundargerðir lagahóps.</strong></h3> <p>Fundargerð, dags. 13. mars 2012 (1. fundur). Rætt um val á utanaðkomandi lögmönnum og helstu lögmenn sem komu til greina. Rætt var um kostnað vegna utanaðkomandi lögmanna og hvernig skipting kostnaðar yrði. Þá voru helstu lagalegu álitamálin sem uppi voru rædd sem og undirritun ábyrgðaryfirlýsinga og aðrar takmarkanir á grundvelli ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Þá kom fram að leggja ætti til orðalagsbreytingar við Samkeppniseftirlitið vegna ákvörðunar nr. 4/2012. Þá voru önnur mál rædd.</p> <p> </p> <p>Fundargerð, dags. 23. mars 2012 (2. fundur). Til umræðu bréf [B], lögmanns, til Samkeppniseftirlitsins og viðbrögð við því sem og svar við bréfinu. </p> <p> </p> <p>Fundargerð, dags. 2. apríl 2012 (3. fundur). Til umræðu bréf Samkeppniseftirlitsins til [B] og viðbrögð við því. Þá var rætt að haft yrði samband við fjóra lögmenn fyrir hönd aðila, drög að erindisbréfi til lögmanna og kostnaðarskipting af vinnu lögmanna.</p> <p> </p> <p>Fundargerð, dags. 11. apríl 2012 (4. fundur). Til umræðu voru erindisbréf lögmanna og kostnaðarskipting vegna vinnu lögmanna.</p> <p> </p> <p>Fundargerð, dags. 12. apríl 2012 (5. fundur). Til umræðu voru erindisbréf lögmanna um afmörkun verksins og önnur atriði tengd vinnunni. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og bréf henni tengd kynnt. Dagsetning stöðufundar með lögmönnum og skiladagur verksins ákveðinn.</p> <p> </p> <p>Fundargerð, dags. 25. apríl 2012 (6. fundur). Til umræðu staða vinnu lögmanna.</p> <p> </p> <p>Fundargerð, dags. 4. maí 2012 (7. fundur). Kynning lögmanna á skýrsludrögum og þær athugasemdir sem borist höfðu lögmönnum. Skilafrestur skýrslunnar ákveðinn. Þá var rætt um fjölmiðlakynningu á skýrslunni og dómsmál sem þyrfti að höfða, sem og aðstoð lögmanna við undirbúning þess að leggja mál fyrir dóm.</p> <p> </p> <p>Fundargerð, dags. 11. maí 2012 (8. fundur). Til umræðu var kynning á skýrsludrögum lögmanna, möguleg dómsmál, greiðsla málskostnaðar lánþega og beiðni frá formanni efnahags- og viðskiptanefndar um aðgang að gögnum.</p> <p> </p> <p>Ódagsett fundargerð (9. fundur). Til umræðu niðurstaða lögmanna um dómsmál, næstu skref (tímalína), hvenær hægt sé að stefna málum, samkomulag lánveitenda og umboðsmanns skuldara um greiðslu málskostnaðar og framhald samráðsvettvangs.</p> <p> </p> <p>Fundargerð, dags. 30. maí 2012 (10. fundur). Til umræðu greiðsla kostnaðar lánþega af málaferlum, tenglar hjá umboðsmanni skuldara sem lánveitendur geti vísað lánþegum á að hafa samband við vegna málaferla, fundur með dómstóla héraðsdóms Reykjavíkur og önnur mál.</p> <p> </p> <p>Fundargerð, dags. 6. júní 2012 (11. fundur). Til umræðu ný samantekt lögmanna yfir dómsmál, samkomulag lánveitenda og umboðsmanns skuldara um greiðslu kostnaðar, fundur með héraðsdómi og önnur mál.</p> <p> </p> <p>Fundargerð, dags. 18. júní 2012 (12. fundur). Til umræðu kostnaðarsamningur, breytingar á dómsmálalista, beiðni frá Hagsmunasamtökum heimilanna um aðgang að gögnum samstarfshópsins, ákveðið að umboðsmaður skuldara taki málið til frekari skoðunar, gangur mála, tímalína og önnur mál.</p> <p> </p> <p><strong>Skjöl 13-16. Fundargerðir hóps til að kanna útreikningsaðferðir vegna gengislánadóms.</strong></p> <p>Fundargerð, dags. 13. mars 2012 (1. fundur). Til umræðu mögulegar útreikningsaðferðir við</p> <p>endurútreikning gengistryggðra lána.</p> <p> </p> <p>Fundargerð, dags. 10. apríl 2012 (2. fundur). Til umræðu kostir við endurútreikning,</p> <p>lykilspurningar og drög að yfirliti um kosti og lykilspurningar.</p> <p> </p> <p>Fundargerð, dags. 13. apríl 2012 (3. fundur). Til umræðu drög að greinargerð um mögulega</p> <p>kosti varðandi endurútreikning og drögin samþykkt.</p> <p> </p> <p>Fundargerð, 7. maí 2012 (4. fundur). Til umræðu drög að minnisblaði til lagahóps um álitaefni vegna endurútreiknings.</p> <p> </p> <p><strong>Skjal 17. Minnisblað endurútreikningshóps um aðferðafræði í endurútreikningi fyrir</strong></p> <p><strong>lán í skilum, dags. 17. apríl 2012.</strong> Í minnisblaðinu koma fram möguleikar reikniaðferðir</p> <p>tengdar endurútreikningum.</p> <p> </p> <p><strong>Skjal 18. Minnisblað endurútreikningshóps til lagahóps um álitaefni vegna dóms nr.</strong></p> <p><strong>600/2011, dags. 7. maí 2012.</strong> Í minnisblaðinu eru tengd saman þau álitaefni sem sett eru fram</p> <p>í drögum lögfræðiráðgjafa við reikniaðferðir.</p> <p> </p> <p><strong>Skjal 19. Erindisbréf til lögmannanna Aðalsteins E. Jónassonar hrl., Stefáns A.</strong></p> <p><strong>Svenssonar hrl., Einars Huga Bjarnasonar hdl. og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur hrl. sem</strong></p> <p><strong>skoða skyldu og skila samantekt um tiltekin álitaefni, fara yfir dómsmál og gefa</strong></p> <p><strong>leiðbeiningar í því markmiði að eyða réttaróvissu í kjölfar dóms Hæstaréttar nr.</strong></p> <p><strong>600/2011, ódagsett skjal, sent 12. apríl 2012.</strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Skjal 20. Samantekt lögmannanna Aðalsteins E. Jónassonar hrl., Stefáns A. Svenssonar</strong></p> <p><strong>hrl., Einars Huga Bjarnasonar hdl. og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur hrl., dags. 8. maí</strong></p> <p><strong>2012, birt opinberlega.</strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Skjal 21. Samantekt og greining lögmanna á dómsmálum sem þurfi að höfða.</strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Skjal 22. Afrit af óundirrituðu bréfi umboðsmanns skuldara og fulltrúa samtaka</strong></p> <p><strong>fjármálafyrirtækja til Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 6. júní 2012.</strong> Erindið varðar beiðni</p> <p>um aukinn málshraða dómsmála sem stafa frá samstarfsvettvangi lánveitenda og lánþega til</p> <p>að hraða úrvinnslu skuldamála.</p> <p> </p> <p><strong>Skjal 23. Endanlegur listi yfir valin dómsmál, ódagsett skjal</strong></p> <p> </p> <p><strong>Skjal 24. Afrit af samkomulagi fjármálafyrirtækja, Dróma hf. og embættis umboðsmanns skuldara um greiðslu á lögmannskostnaði lántaka vegna reksturs dómsmála á grundvelli ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012 og öðrum kostnaði tengdum samstarfi því sem Samkeppniseftirlitið heimilaði með ákvörðun nr. 4/2012, dags. 2. júlí 2012.</strong></p> <p>Í samkomulaginu koma fram þau dómsmál sem samkomulagið nær til með ópersónugreinanlegum hætti, þá kemur fram hver framkvæmd á greiðslu lögmannskostnaðar skuli vera af hálfu fjármálafyrirtækjanna og Dróma hf. og nánari skilyrði þess að lögmannskostnaður verði greiddur. Þá kemur fram kostnaðarskipting fjármálafyrirtækjanna og Dróma hf. og afmörkun fjárhæða og reikningsupplýsingar, varnarþingsákvæði og ákvæði um gildistíma. Í viðauka við samkomulagið er fjallað um tiltekin samskipti við einstaklinga vegna greiðslu kostnaðar af dómsmálum.</p> <p> </p> <p><strong>6.</strong></p> <p>Í umsögn umboðsmanns er vísað til þess að í þeim gögnum sem um ræðir sé að finna viðkvæmar upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og lántakenda sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.</p> <p> </p> <p>Í þeim gögnum sem nefndin hefur kynnt sér er ekki að finna neinar persónugreinanlegar upplýsingar eða upplýsingar sem geta varðað viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þeirra fjármálafyrirtækja sem þátt tóku í umræddu samstarfi á grundvelli ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012, að undanskildum þeim upplýsingum sem koma fram í viðauka við samkomulag fjármálafyrirtækja, dags. 2. júlí 2012, sbr. skjal nr. 24 hér að framan.</p> <p><strong> </strong></p> <p>Með vísan til þessa getur þagnarskylduákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki ekki takmarkað aðgang kæranda að þeim gögnum sem nefndinni hafa verið afhent, að undanskildum nefndum viðauka.</p> <p> </p> <p>Kemur þá til skoðunar hvort 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 feli í sér takmarkanir á upplýsingarétti kæranda sem átt geti við þau gögn sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Af skoðun gagnanna er ljóst að þar er ekki að finna upplýsingar sem varða einkahagi einstaklinga eða viðkvæmar persónuupplýsingar sem eru þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt í skilningi 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Þá er heldur ekki að finna upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, en tilteknir lántakendur þeirra lána sem samráðshópurinn hafði til skoðunar voru lögaðilar. Í þeim gögnum sem varða þau mál sem samráðshópurinn, á grundvelli samantektar lögmanna, taldi rétt að stefna fyrir dómstóla, koma hvergi fram upplýsingar sem til þess eru fallnar að upplýsa um nöfn eða önnur auðkenni einstaklinga eða lögaðila.</p> <p> </p> <p>Að því er varðar samantekt lögmannanna Aðalsteins E. Jónssonar, Stefáns A. Svenssonar, Einars Huga Bjarnasonar og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, dags. 8. maí 2012 þá hefur hún þegar verið birt opinberlega.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal stjórnvald taka ákvörðun um það hvort gögn, sem heimilt sé að veita aðgang að, skuli sýnd eða hvort afhent verði ljósrit eða afrit þeirra. Í þessu sambandi ber að taka sérstaklega fram að til þess að stjórnvald fullnægi þeirri ákvörðun sinni að veita aðgang að gögnum nægir ekki að úrskurðarnefndinni einni séu afhent afrit gagnanna eða þau birt opinberlega, heldur ber stjórnvaldi að afhenda gögnin þeim sem um þau biður, eins fljótt og verða má, sbr. einnig 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þess að umrædd samantekt, tilgreind sem skjal nr. 20 að ofan, er birt opinberlega á vefsíðu umboðsmanns skuldara bar embættinu að taka ákvörðun um afhendingu hennar til kæranda þegar í stað eftir að tekin hafði verið ákvörðun um að veita almenningi aðgang að henni.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds ber að afhenda kæranda gögn þau sem talin eru upp í úrskurðarorði með þeim takmörkunum sem þar eru tilgreindar. </p> <p><strong> </strong></p> <strong><br clear="all" /> </strong> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Umboðsmanni skuldara ber að afhenda Hagsmunasamtökum heimilanna eftirfarandi gögn:</p> <p> </p> <p>1-12.    Fundargerðir lagahóps, dags. 13. mars 2012 (1. fundur), 23. mars 2012 (2. fundur), 2. apríl 2012 (3. fundur), 11. apríl 2012 (4. fundur), 12. apríl 2012 (5. fundur), 25. apríl 2012 (6. fundur), 4. maí 2012 (7. fundur), 11. maí 2012 (8. fundur), ódagsett fundargerð (9. fundur), 30. maí 2012 (10. fundur), 6. júní 2012 (11. fundur) og 18. júní 2012 (12. fundur).</p> <p>13-16.  Fundargerðir hóps til að kanna útreikningsaðferðir vegna gengislánadóms, dags. 13. mars 2012 (1. fundur), 10. apríl 2012 (2. fundur), 13. apríl 2012 (3. fundur), 7. maí 2012 (4. fundur).</p> <p>17.       Minnisblað endurútreikningshóps um aðferðafræði í endurútreikningi fyrir lán í skilum, dags. 17. apríl 2012</p> <p>18.       Minnisblað endurútreikningshóps til lagahóps um álitaefni vegna dóms nr. 600/2011, dags. 7. maí 2012</p> <p>19.       Erindisbréf til lögmannanna Aðalsteins E. Jónassonar hrl., Stefáns A. Svenssonar hrl., Einars Huga Bjarnasonar hdl. og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur hrl. sem skoða skyldu og skila samantekt um tiltekin álitaefni, fara yfir dómsmál og gefa leiðbeiningar í því markmiði að eyða réttaróvissu í kjölfar dóms Hæstaréttar nr. 600/2011, ódagsett skjal, sent 12. apríl 2012.</p> <p>20.       Samantekt lögmannanna Aðalsteins E. Jónassonar hrl., Stefáns A. Svenssonar hrl., Einars Huga Bjarnasonar hdl. og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur hrl. dags. 8. maí 2012, birt opinberlega</p> <p>21.       Samantekt dómsmála frá lögmönnunum Aðalsteini E. Jónassyni hrl., Stefáni A. Svenssyni hrl., Einari Huga Bjarnasyni hdl. og Sigríði Rut Júlíusdóttur, hrl, ódagsett skjal</p> <p>22.       Afrit af bréfi umboðsmanns skuldara og fulltrúa Samtaka fjármálafyrirtækja til Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 6. júní 2012</p> <p>23.       Endanlegur listi yfir valin dómsmál, ódagsett skjal</p> <p>24.       Afrit af samkomulagi fjármálafyrirtækja, Dróma hf. og embættis umboðsmanns skuldara um greiðslu á lögmannskostnaði lántaka vegna reksturs dómsmála á grundvelli ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2012 og öðrum kostnaði tengdum samstarfi því sem Samkeppniseftirlitið heimilaði með ákvörðun nr. 4/2012, dags. 2. júlí 2012, að undanskildum viðauka á bls. 7 og 8 í skjalinu.</p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p><br /> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson. </p> <br /> |
A-462/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012. | Staðfest var synjun Fjármálaeftirlitsins á því að afhenda afrit af skýrslu PricewaterhouseCoopers ehf. um starfshætti Sparisjóðsins í Keflavík. Kæru vísað frá að því er varðar beiðni um upplýsingar um það hvort Fjármálaeftirlitið hafi kært tiltekin efnisatriði sem fram komi í skýrslunni til sérstaks saksóknara eða áframsent skýrsluna með einhverjum hætti til hans. | <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <p>Hinn 20. desember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-462/2012.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></h3> <p>Með bréfi, dags. 16. júlí 2012, kærði [A] hrl., f.h. [B] og [C], þá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 29. júní, að synja um aðgang að skýrslu PricewaterhouseCoopers ehf. sem unnin hafi verið að beiðni Fjármálaeftirlitsins vorið 2011 og varði starfshætti Sparisjóðs Keflavíkur.</p> <p> </p> <p>Fram kemur í gögnum málsins að í apríl árið 2011 afhenti endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers ehf. Fjármálaeftirlitinu skýrslu sem það hafði verið fengið til vinna að ósk Fjármálaeftirlitsins um tiltekna þætti í starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík. Skýrslan nefndist <em>Sparisjóðurinn í Keflavík, skýrsla um ákveðna þætti innra eftirlits.</em> Skýrslan er merkt trúnaðarmál.</p> <p> </p> <p>Kærendur munu vera stofnfjáreigendur í Sparisjóði Keflavíkur og félagsmenn í Samtökum stofnfjáreigenda í Sparisjóði Keflavíkur. Í kæru [A] hrl. kemur fram að hún gæti hagsmuna félagsmanna í samtökunum og að kæra sú sem hér er til meðferðar sé lögð fram með stuðningi og fulltingi samtakanna.</p> <p> </p> <p>Ekki er að fullu ljóst hvenær umrædd samtök eða kærendur fóru þess fyrst á leit við Fjármáleftirlitið að umrædd skýrsla yrði afhent þeim en þó liggur fyrir að þann 16. júlí 2011 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að veita þeim aðgang að tilteknum hlutum hennar.</p> <p> </p> <p>Beiðni kærenda um aðgang að skýrslunni mun hafa verið ítrekuð á fundi með stjórnendum Fjármálaeftirlitsins 25. ágúst 2011 en viðbrögð Fjármálaeftirlitsins voru þau sömu og áður.</p> <p> </p> <p>Þann 13. júní 2012 ítrekuðu kærendur beiðni sína í nafni Samtaka stofnfjáreigenda í Sparisjóði Keflavíkur. Þá var þess jafnframt krafist að Fjármálaeftirlitið upplýsti hvort það hefði kært tiltekna háttsemi sem lýst væri í hinni umbeðnu skýrslu til yfirvalda. Fjármálaeftirlitið neitaði að veita frekari aðgang að skýrslunni með ákvörðun 29. júní 2012 en eins og að framan greinir var sú ákvörðun kærð af hálfu kærenda með bréfi 16. júlí 2012. Í hinni kærðu ákvörðun var vísað til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálastarfsemi. Bent var á að stofnunin hefði brugðist við fyrri beiðni kærenda með því að afhenda þeim þá hluta skýrslunnar sem ekki féllu undir umrædd lagaákvæði. Fyrirspurn um það hvort Fjármálaeftirlitið hafi kært til yfirvalda háttsemi sem lýst væri í skýrslunni var svarað á þann veg að óheimilt væri að veita þær upplýsingar.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Kæra [A] hrl. f.h. kærenda barst úrskurðarnefndinni 23. júlí 2012. Kæran var send Fjármálaeftirlitinu til umsagnar með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 28. júlí, og með bréfi dags. 9. ágúst, barst umsögn þess, ásamt þeirri skýrslu sem kærendur höfðu óskað eftir aðgangi að. Með bréfi dags. 30. ágúst 2012 bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir kærenda við umsögn Fjármálaeftirlitsins.</p> <p> </p> <p>Í kæru málsins er gerð sú krafa að felld verði úr gildi ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að synja beiðni um aðgang að skýrslu PricewaterhouseCoopers ehf. sem unnin var að beiðni Fjármálaeftirlitsins vorið 2011 og varðar starfshætti Sparisjóðs Keflavíkur. Þar er þess einnig krafist að lagt verði fyrir Fjármálaeftirlitið að veita kærendum aðgang að skýrslunni án tafar. Til nánari skýringar á sjónarmiðum kæranda og Fjármálaeftirlitsins í málinu er rétt að gera hér í upphafi stuttlega grein fyrir þeim röksemdum sem fram koma í kæru málsins, áður en rakin eru viðbrögð Fjármálaeftirlitsins við kærunni og athugasemdir kæranda af því tilefni.</p> <p><u> </u></p> <p>Í kæru málsins er í fyrsta lagi byggt á því að umbeðnar upplýsingar varði kærendur og að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hafi verið stjórnvaldsákvörðun. Aðild kærenda sem stofnfjáreigenda, tjónþola og kröfuhafa í þrotabú Sparisjóðs Keflavíkur sé ótvíræð sökum beinna hagsmuna þeirra af því að fá viðkomandi upplýsingar afhentar.</p> <p> </p> <p>Í sérstökum kafla eru röksemdir kærenda til stuðnings kröfum þeirra fyrir úrskurðarnefndinni raktar og er það gert í níu undirköflum þar sem í meginatriðum kemur eftirfarandi fram:</p> <p> </p> <p>Í fyrsta lagi benda kærendur á að upplýsingar í umbeðinni skýrslu geti varðað kærendur sjálfa í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Í öðru lagi vísa þeir til þess að þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, og 58. gr. laga nr. 162/2001, um fjármálafyrirtæki, eigi ekki að leiða til takmarkana á upplýsingarétti kærenda, enda sé  þeim ætlað að vernda viðskiptahagsmuni eftirlitsskyldra aðila eða annarra. Engir slíkir hagsmunir séu lengur til staðar, enda sé Sparisjóður Keflavíkur nú þrotabú en ekki eftirlitsskyldur aðili í skilningi ákvæðisins og starfsleyfi sjóðsins hafi verið afturkallað af Fjármálaeftirlitinu. Í þessu samhengi er bent á að þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 sé matskennt. Í þriðja lagi benda kærendur á að umbeðin skýrsla hafi verið afhent öðrum, bæði innan og utan stjórnkerfisins. Í því sambandi er vísað til þess að þann 10. júní 2011 hafi Alþingi samþykkt þingsályktun um rannsókn á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna. Liður í slíkri rannsókn hafi verið skipun rannsóknarnefndar, sbr. lög um rannsóknarnefndir nr. 68/2011. Rannsókn á falli Sparisjóðs Keflavíkur falli þar undir og er byggt á því að undir starfslýsingu nefndarinnar falli rannsókn á starfsháttum og háttsemi stjórnenda Sparisjóðs Keflavíkur. Kærendur telja augljóst að þeirri rannsóknarnefnd hafi þegar verið afhent téð skýrsla. Kærendur vísa í þessu sambandi til 14. gr. og 14. gr. a laga nr. 87/1998 þar sem fjallað sé um samskipti og upplýsingaskipti Fjármálaeftirlitsins við stjórnvöld annarra EES ríkja svo og önnur eftirlitsstjórnvöld hér á landi. Í 15. gr. laganna sé fjallað um samskipti Fjármálaeftirlitsins við Seðlabanka Íslands. Á grundvelli þessara ákvæða sé Fjármálaeftirlitinu heimilt að skiptast á upplýsingum við önnur stjórnvöld á grundvelli trúnaðar og séu þessar heimildir tæmandi taldar. Heimildir 14. gr. geti ekki átt við í málinu hvað varði ofangreinda rannsóknarnefnd enda hafi skýrslan ekki verið afhent rannsóknarnefndinni í þeim tilgangi sem heimilt sé skv. ákvæðinu, þ.e. ekki hafi verið um að ræða samskipti við „stjórnvöld hér á landi sem fjalla um gjaldþrot og slit eftirlitsskyldra aðila, eftirlit með þeim sem framkvæma endurskoðun hjá þeim eða tryggingastærðfræðilegar úttektir“ né heldur „aðila sem starfa að því að rannsaka brot á félagarétti“. Ákvæði 14. gr. a og 15. gr. geti heldur ekki átt við, sbr. skýrt orðalag ákvæðanna. Í fjórða lagi er því hafnað að synjun verði byggð á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Af umfjöllun fjölmiðla megi ætla að skýrslan fjalli um meintar óeðlilegar og jafnvel ólöglegar lánveitingar stjórnenda sparisjóðsins til tengdra aðila og meinta óráðsíu stjórnendanna við stjórn sparisjóðsins. Slík háttsemi yrði kærendum, sem grandlausum eigendum stofnfjár í sparisjóðnum, grundvöllur að skaðabótakröfu á hendur sömu stjórnendum. Því fari fjarri að það geti talist „sanngjarnt og eðlilegt” að slíkum upplýsingum um fjárhagsleg málefni stjórnenda sparisjóðsins og meinta óráðsíu í stjórn sjóðsins skuli haldið leyndum frá kærendum. Í fimmta lagi vísa kærendur til þess að þeir eigi sem kröfuhafar, sbr. ákvæði laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti, sérstakan rétt til aðgangs að gögnum sem varði hagsmuni þrotabúsins. Engu máli skipti hvort skiptastjóri eða slitastjórn hafi hafnað kröfum kærenda á grundvelli umræddra ákvæða laga nr. 21/1991 enda sé skiptum í búinu enn ekki lokið og kærendur hafi ekki dregið kröfulýsingar sínar til baka. Í sjötta lagi telja kærendur að umfjöllun fjölmiðla um efnisatriði skýrslunnar hafi þýðingu við úrlausn á beiðni þeirra um aðgang að skýrslunni. Vísað er til þess að frá og með 12. júní 2012 hafi fjölmiðlar byrjað að fjalla nákvæmlega um tiltekin efnisatriði umbeðinnar skýrslu. Þau atriði úr skýrslunni sem fjölmiðlar hafa upplýst almenning um, gefi vægast sagt dökka mynd af stjórn, ástandi og starfsháttum sparisjóðsins. Kærendur hafi ekki upplýsingar um það hvaða aðili kunni að hafa afhent fjölmiðlum skýrsluna. Allt að einu telji kærendur full ljóst að engir þeir hagsmunir séu lengur til staðar sem réttlæti synjun á afhendingu skýrslunnar til þeirra. Jafnvel þó að fallist yrði á að í skýrslunni væru tiltekin atriði um fjárhag einstaklinga sem þagnarskylda kynni að eiga að gilda um, þá séu þeir verndarhagsmunir ekki lengur til staðar nú þegar nánast allir fjölmiðlar landsins hafi opinberlega og ítrekað fjallað um þau málefni. Öll þau atriði sem varði þá einstaklinga sem nefndir kunni að vera í skýrslunni séu nú þegar orðin opinber. Þá verði ekki á það fallist að upplýsingar um fjárhagsleg málefni þeirra einstaklinga sem stjórnuðu sparisjóðnum megi halda frá kærendum enda þeir stjórnendur sem um ræði hugsanlega bótaskyldir gagnvart kærendum vegna þeirrar háttsemi sem lýst er í skýrslunni, ef marka megi umfjöllun fjölmiðla. Engir þeir verndarhagsmunir séu lengur til staðar, hafi þeir nokkurn tíman verið til staðar á annað borð, sem réttlætt geti að synja kærendum um afhendingu skýrslunnar. Í sjöunda lagi telja kærendur að það gangi gegn meðalhófsreglu íslensks réttar að synja um aðgang að skýrslunni. Bæði hafi Fjármálaeftirlitið gefið þagnarskyldureglum of mikið vægi auk þess sem ekki eigi við lengur að synja um aðgang að henni nú þegar búið sé að greina opinberlega frá efni hennar í nákvæmum smáatriðum. Í áttunda lagi byggja kærendur á því að leggja verði heildstætt mat á öll þau rök sem færð séu fram í kærunni. Bent er á að hvað snerti hina umbeðnu skýrslu sé nú komin upp sú staða, sem áður hafi ekki verið fyrir hendi, að búið sé að skýra opinberlega frá efnisatriðum skýrslunnar í fjölmiðlum. Þar með sé sú staða komin upp sem öldungis mætti jafna til þess að gögnin hafi verið afhent til annarra stjórnvalda eða aðila utan stjórnkerfisins. Þegar þannig hátti til verði þagnarskylduákvæðum laga, þ.m.t. 13. gr. laga nr. 87/1998, ekki beitt um gögnin. Er þannig á því byggt á umrædd upplýsingagjöf, þ.e. afhending skýrslunnar til kærenda, geti ekki takmarkast á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga þar sem skilyrðið um „leynd“ upplýsinganna sé ekki lengur fyrir hendi. Engin leynd geti hvílt yfir því sem þegar hafi verið opinberað almenningi, og skipti þá engu hvaðan eða frá hverjum fjölmiðlar hafi fengið upplýsingarnar. Skilyrði 5. gr. upplýsingalaga séu þar með ekki uppfyllt og takmörkun á upplýsingaskyldu verði ekki á því ákvæði byggt né heldur á 13. gr. laga nr. 87/1998 eða 58. gr. 161/2002.</p> <p> </p> <p>Í níunda og síðasta lagi kemur fram í kærunni að með beiðni um afhendingu skýrslunnar hafi fylgt fyrirspurn til Fjármálaeftirlitsins um það hvort stofnunin hafi kært tiltekin efnisatriði sem fram komi í skýrslunni til sérstaks saksóknara eða áframsent skýrsluna til hans. Í bréfi Fjármálaeftirlitsins neiti Fjármálaeftirlitið að upplýsa kærendur um það atriði. Einnig sé óskað endurskoðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál á þessu atriði og því hvort fyrir hendi sé skylda Fjármálaeftirlitsins til að láta slíkar upplýsingar af hendi.</p> <p> </p> <p>Í kærunni er rakið að á kröfuhafafundi slitastjórnar Sparisjóðs Keflavíkur þann 9. júní 2011 hafi fulltrúi skilanefndarinnar upplýst munnlega að nefndin hefði ákveðið, þrátt fyrir skilyrði Fjármálaeftirlitsins um að banna afhendingu skýrslunnar, að gera eintök af skýrslunni og senda sérstökum saksóknara skýrsluna í heild sinni í þeirri von að rannsókn yrði hafin á efnisatriðum sem fram koma í skýrslunni og hvort um refsiverða háttsemi í starfsemi sjóðsins kunni að hafa verið að ræða.</p> <p> </p> <p>Virðist því sem skilanefndin hafi sent skýrsluna til sérstaks saksóknara til opinberrar rannsóknar. Fjármálaeftirlitið neiti að upplýsa um það hvort stofnunin hafi gert slíkt hið sama eða ekki. Ekki verði séð að nein þau atriði eigi við sem Fjármálaeftirlitið haldi fram að réttlæti takmarkanir á þessari upplýsingagjöf til kærenda. Erfitt sé að gera sér í hugalund hvaða einstaklingsbundnu hagsmunir eða hagsmunir fjármálafyrirtækis í gjaldþrotameðferð það geti verið sem réttlæti að Fjármálaeftirlitið upplýsi ekki hvort það hafi sent skýrsluna til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara eða ekki. </p> <p> </p> <p>Að breyttu breytanda eigi öll sömu rök og þegar hafi verið rakin við um þennan hluta kröfu kærenda.</p> <p> </p> <p>Eins og fram er komið sendi Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefndinni athugasemdir sínar við kæruna með bréfi dags. 9. ágúst 2012.</p> <p> </p> <p>Í skýringum Fjármálaeftirlitsins kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi veitt kæranda aðgang að tilteknum hlutum skýrslunnar, sbr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Nánar tiltekið forsíðu og efnisyfirliti skýrslunnar, inngangi hennar og samandregnum niðurstöðum. Hafi persónugreinanlegar upplýsingar á þessum hlutum skýrslunnar verið afmáðar. Viðkomandi hlutar skýrslunnar hafi einnig verið afhentir öðrum aðilum sem þess hafi óskað. Fjármálaeftirlitið hafi komist að þessari niðurstöðu eftir að hafa farið ítarlega yfir efni skýrslunnar með hliðsjón af þagnarskyldu starfsmanna stofnunarinnar samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki um bankaleynd, takmörkunum á upplýsingarétti samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga og úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli A-334/2010. Það mál sem úrskurðarnefndin hafi fjallað um í nefndum úrskurði hafi varðað samskonar skýrslu og deilt sé um í þessu máli.</p> <p> </p> <p>Varðandi lagagrundvöll beiðni kærenda vísar Fjármálaeftirlitið til þess að grundvöllur fyrir beiðni um aðgang að upplýsingum hjá stjórnvöldum geti verið þrenns konar. Þannig geti beiðni um upplýsingar í fyrsta lagi byggst á 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, í öðru lagi 9. gr. upplýsingalaga og í þriðja lagi 1. mgr. 3. gr. sömu laga. Mikilvægt sé að greina á milli þessara heimilda þar sem ákvæði 15. gr. stjórnsýslulaga veiti mun víðtækari upplýsingarétt en hin ákvæði tvö. Þá veiti 9. gr. upplýsingalaga víðtækari upplýsingarétt en 1. mgr. 3. gr. sömu laga. Sé upplýsinga óskað á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga verði að hafa í huga þá takmörkun á gildissviði upplýsingalaga sem fram komi í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna. Þar sé skýrt kveðið á um að upplýsingalög gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Fjármálaeftirlitið telur kærendur ekki vera samkvæma sjálfum sér þegar virtur sé sá lagagrundvöllur sem stjórnsýslukæran sé reist á. Í kærunni sé aðild kærenda að málinu rökstudd líkt og um stjórnsýslumál væri að ræða. Vísað sé til dóms Hæstaréttar í máli nr. 83/2003 sem birtist í dómasafni réttarins frá því ári á blaðsíðu 2685 en í þeim dómi hafi verið ítarlega fjallað um túlkun á aðildarhugtakinu í stjórnsýslurétti. Fjármálaeftirlitið bendir á að sé um stjórnsýslumál er að ræða, þ.e. mál þar sem tekin hefur verið eða ætlunin er að taka stjórnvaldsákvörðun, þá sé ljóst að beiðni kærenda grundvallist á 15. gr. stjórnsýslulaga. Sá annmarki sé á þessum málatilbúnaði að fallist úrskurðarnefndin á að um stjórnsýslumál sé að ræða þá hefði slík niðurstaða þau áhrif að málið ætti ekki undir úrskurðarnefndina, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af þessu gefi málatilbúnaður kærenda til kynna að úrskurðarnefndinni beri að vísa málinu frá. Fallist nefndin ekki á frávísun málsins á framangreindum grundvelli komi til álita hvort kærendur eigi rétt til aðgangs að skýrslunni á grundvelli upplýsingalaga. Þar komi tvö ákvæði laganna til sérstakrar skoðunar, þ.e. 9. gr. og 1. mgr. 3. gr.</p> <p> </p> <p>Í stjórnsýslukæru kærenda sé vísað til 9. gr. upplýsingalaga um að aðila sé heimilt að kalla eftir upplýsingum um sjálfan sig. Líkt og bent sé á í skýringariti um upplýsingalögin eigi stjórnsýslulögin ekki við þegar aðili óski aðgangs að gögnum sem hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan ef gögnin tengist ekki meðferð stjórnsýslumáls. Til að bregðast við þessu hafi löggjafinn kveðið á um upplýsingarétt aðila varðandi upplýsingar um hann sjálfan í 9. gr. upplýsingalaga. Í þessu samhengi er bent á það í athugasemdum Fjármálaeftirlitsins að hin umbeðna skýrsla fjalli um Sparisjóðinn í Keflavík. Í þeirri umfjöllun sé einnig vikið að viðskiptamönnum sparisjóðsins, t.d. lántakendum. Þar sé á hinn bóginn ekkert fjallað um stofnfjáreigendur eða kröfuhafa. Þar sem skýrslan beinist efni sínu samkvæmt ekki að stofnfjáreigendum eða kröfuhöfum Sparisjóðsins í Keflavík, þ.m.t. kærendum, og ekkert sé um þá fjallað þar verði krafa kærenda um upplýsingar ekki byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Af þessum sökum beri að hafna beiðni kærenda að því leyti sem hún sé reist á því ákvæði laganna.</p> <p> </p> <p>Eina ákvæðið sem eftir standi sem kærendur gætu hugsanlega byggt á fyrir nefndinni sé þá 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Fjármálaeftirlitið bendir á að kærendur byggi beiðni sína ekki á því ákvæði og því liggi beinast við að úrskurðarnefndin hafni kröfum kærenda að öllu framangreindu virtu. Telji úrskurðarnefndin að taka þurfi beiðni kærenda til skoðunar á grundvelli 1. mgr. 3. gr. laganna fari Fjármálaeftirlitið fram á að litið verði til þeirra takmarkana sem upplýsingalög gera ráð fyrir að réttur samkvæmt ákvæðinu sæti, sbr. einkum 5. gr. sömu laga.</p> <p> </p> <p>Fjármálaeftirlitið telur ljóst að réttur kærenda til gagna samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga sé tvímælalaust takmarkaður af 5. gr. laganna. Hin umbeðna skýrsla hafi ekki einungis að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni Sparisjóðsins í Keflavík heldur einnig upplýsingar um lánveitingar til viðskiptamanna hans sem falli undir verndarhagsmuni 5. gr. og þá ýmist sem fjárhagsmálefni einstaklinga eða mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja, allt eftir því hvort viðskiptamennirnir séu einstaklingar eða lögaðilar, sbr. einnig 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, en það ákvæði sé einkum ætlað til að vernda hagsmuni viðskiptamanna fjármálafyrirtækja. Í þessu samhengi verði að hafa í huga að fjárhags- og viðskiptamálefnum viðskiptamanna Sparisjóðsins í Keflavík hafi verið ráðstafað til Spkef sparisjóðs með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 22. apríl 2010, og síðar til Landsbankans hf., sbr. ákvörðun stofnunarinnar, dags. 5. mars 2011.</p> <p> </p> <p>Til viðbótar við framangreind atriði telur Fjármálaeftirlitið nauðsynlegt að úrskurðarnefndin hafi við úrlausn þessa máls hliðsjón af sérstökum sjónarmiðum um þagnarskyldu starfsmanna stofnunarinnar og ákvæði um bankaleynd. sbr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 162/2001.</p> <p> </p> <p>Varðandi fyrrnefnda þagnarskylduákvæðið bendir Fjármálaeftirlitið á að stofnfjáreigendur og kröfuhafar Sparisjóðsins í Keflavík hljóti að teljast óviðkomandi aðilar í skilningi 1. mgr. 13. gr. laganna. Bendir Fjármálaeftirlitið einnig á að af orðalagi ákvæðis 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sem og þeim sjónarmiðum sem fram koma í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 67/2006, um breytingu á þeim lögum, verði ráðið að þagnarskylda á grundvelli 58. gr. laga nr. 161/2002 haldist óbreytt þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitinu hafi verið afhent umrædd gögn. Athygli veki að í athugasemdunum sé sérstaklega vísað til þess að Fjármálaeftirlitinu verði ekki skylt að afhenda slíkar upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Hin umbeðna skýrsla falli undir þetta ákvæði.</p> <p> </p> <p>Þá er í athugasemdum Fjármálaeftirlitsins fjallað um tilvísun kærenda til þess að hin umbeðna skýrsla hafi verið afhent rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsaka eigi aðdraganda og orsök erfiðleika og falls sparisjóðanna. Rakið er að kærendur telji að vegna þessa hafi trúnaði verið svipt af skýrslunni og eigi því hið sérstaka ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, bankaleynd og takmarkanir í upplýsingalögum ekki lengur við um hana. Fjármálaeftirlitið bendir á að fyrrnefnd rannsóknarnefnd hafi verið skipuð á grundvelli laga nr. 68/2011 um rannsóknarnefndir. Samkvæmt lögunum hafi slíkar rannsóknarnefndir mjög víðtækan rétt til upplýsinga frá einstaklingum, lögaðilum og stofnunum, þ. á m. Fjármálaeftirlitinu. Á nefndarmönnum og öðrum sem vinni að rannsókn fyrir nefndina hvíli þagnarskylda um þær upplýsingar sem nefndinni berist og leynt eigi að fara. Á sama tíma sé það hlutverk slíkra nefnda að skila skýrslu til forseta Alþingis með rökstuddum niðurstöðum rannsóknar sinnar. Hlutverk slíkra nefnda sé ekki að afhenda eða svipta hulunni af einstökum upplýsingum eða gögnum sem þeim hafi verið afhentar við rannsóknir sínar heldur sé þeim ætlað að skrifa skýrslu þar sem niðurstöður rannsóknanna séu birtar á samandregnu formi. Með vísan til framangreinds og nýlegra úrskurða úrskurðarnefndarinnar í málum A-387/2011, A-398/2011 og A-419/2012 sé ljóst að hafi hin umbeðna skýrsla verið afhent fyrrnefndri rannsóknarnefnd þá veiti það ekki Fjármálaeftirlitinu heimild til að láta hana af hendi til hvers sem þess óski og víki því ekki hinni sérstöku þagnarskylda starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, ákvæði um bankaleynd og takmörkunum sem upplýsingalög gera ráð fyrir úr vegi.</p> <p> </p> <p>Jafnframt hafnar Fjármálaeftirlitið með vísan til 13. gr. laga nr. 98/1998, sbr. einkum efni 5. mgr., 58. gr. laga nr. 161/2002 og 5. gr. upplýsingalaga, þeim málatilbúnaði lögmanns kærenda að opinber umfjöllun í fjölmiðlum um efni  hinnar umbeðnu skýrslu, sem hugsanlega hafi komist yfir hana með ólögmætum hætti, veiti stofnuninni heimild til að láta hana af hendi.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreindra röksemda Fjármálaeftirlitsins varðandi hina sérstöku þagnarskyldu samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998, ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 um bankaleynd, þær takmarkanir sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga og einkum úrskurð úrskurðarnefndarinnar í máli A-334/2010 sé það mat stofnunarinnar að hafna beri beiðni kærenda um frekari aðgang að hinni umbeðnu skýrslu. </p> <p> </p> <p>Í athugasemdum Fjármálaeftirlitsins er vikið að ósk kærenda um að úrskurðarnefndin taki til úrskurðar synjun Fjármálaeftirlitsins um beiðni um upplýsingar um hvort hin umbeðna skýrsla hafi verið send embætti sérstaks saksóknara til sakamálarannsóknar.</p> <p> </p> <p>Bent er á að úttekt endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers á tilteknum þáttum í starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík hafi verið liður í lögbundnu eftirlitshlutverki Fjármálaeftirlitsins. Upplýsingar um viðbrögð Fjármálaeftirlitsins vegna skýrslunnar séu upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar sem eigi að fara leynt, sbr. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Fjármálaeftirlitinu sé því óheimilt að veita umbeðnar upplýsingar.</p> <p> </p> <p>Í þessu samhengi tekur Fjármálaeftirlitið fram að mikilvægi leyndar um upplýsingar í skýrslunni varði einnig rannsóknarhagsmuni þar sem stofnuninni sé falið að lögum að rannsaka meint brot á ýmsum lögum og reglum sem gildi um fjármálamarkaðinn. Slíkar rannsóknir í kjölfar bankahrunsins séu mislangt á veg komnar. Við vinnslu skýrslunnar hafi endurskoðunarfyrirtækinu verið tryggður aðgangur að gögnum frá Sparisjóðnum í Keflavík sem ekki séu opinber almenningi. Á þessu stigi geti Fjármálaeftirlitið ekki tjáð sig um rannsókn á málefnum Sparisjóðsins í Keflavík en bendir á að ríkir rannsóknarhagsmunir geti verið í húfi, sérstaklega við rannsókn mála sem sé ólokið.</p> <p> </p> <p>Fjármálaeftirlitið bendir einnig á að á grundvelli 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sé rannsókn sakamála undanþegin gildissviði upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar 3. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga. Fjármálaeftirlitinu sé að lögum falin rannsókn meintra brota gegn margvíslegum lögum og reglum á fjármálamarkaði. Slíkri rannsókn geti lyktað með því að stofnunin leggi á stjórnvaldssektir eða kæri mál til lögreglu. Óeðlilegt væri að líta svo á að 1. mgr. 2. gr. laganna gæti ekki átt við um gögn sem falla undir rannsókn Fjármálaeftirlitsins á meintum brotum á lögum og reglum á fjármálamarkaði. Öndverð niðurstaða hefði í för með sér að unnt væri að kalla eftir gögnum um rannsókn máls á meðan það væri til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu en slík gögn yrðu fyrst háð þagnarskyldu þegar ákvörðun um kæru til lögreglu hefði verið tekin af Fjármálaeftirlitinu. Yrðu þá rannsóknarhagsmunir fyrir borð bornir. Í þessu samhengi er á það bent að brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki sæti aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins, sbr. 112. gr. d. laganna. Eðli máls samkvæmt kæri Fjármálaeftirlitið ekki brot til lögreglu nema gögn máls gefi til kynna að um brot sé að ræða.</p> <p> </p> <p>Að öllu framangreindu virtu mótmælir Fjármálaeftirlitið málatilbúnaði kærenda og krefst þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafni kröfum þeirra.</p> <p> </p> <p>Í bréfi kærenda til úrskurðarnefndarinnar, dags. 30. ágúst 2012, komu þeir á framfæri athugasemdum sínum við þau sjónarmið sem fram komu í bréfi Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar. Í bréfinu kemur fram að kærendur líti svo á að öllum athugasemdum Fjármálaeftirlitsins hafi þegar verið svarað í kæru, en þeir telji þó rétt að ítreka ákveðin sjónarmið.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fram er komið óska kærendur aðgangs að skýrslu sem PricewaterhouseCoopers ehf. gerði að beiðni Fjármáleftirlitsins og í samræmi við samning þar um frá 7. júlí 2010. Í samræmi við titil skýrslunnar er hún um „ákveðna þætti innra eftirlits“ Sparisjóðs Keflavíkur í aðdraganda þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir vald stofnfjáreigendafundar sparisjóðsins. Til umfjöllunar í skýrslunni var starfsemi sjóðsins á tímabilinu frá 30. júní 2008 til 23. apríl 2010.</p> <p> </p> <p>Skýrslan er 257 blaðsíður að lengd og skiptist í kafla og undirkafla. Kaflaheitin eru sem hér segir, en ákveðinn hluti þeirra hefur þó verið afmáður, eins og rakið verður síðar.</p> <p> </p> <p>„Inngangur</p> <p>Samandregin niðurstaða</p> <p>Umfjöllun um einstaka verkþætti</p> <p>1.      Óeðlilegar fjármagnshreyfingar, milli fjármálafyrirtækja og milli landa</p> <p>1.1.                       Fjármögnun og lausafjárstaða</p> <p>1.2.                       Útlán til fjármálastofnana</p> <p>1.3.                       Innlán fjármálastofnana</p> <p>1.4.                       Önnur fjármögnun</p> <p>1.5.                       Sérstök fjárfestingafélög og önnur félög utan efnahags</p> <p>Niðurstöður verkþáttar</p> <p>2.      Meðferð afleiðusamninga</p> <p>Niðurstöður verkþáttar</p> <p>3.      Útlán, ábyrgðir og aðrar skuldbindingar</p> <p>3.1.                       Útlánareglur og útlánaeftirlit</p> <p>3.2.                       Afstemmingar</p> <p>3.3.                       Skilmálabreytingar</p> <p>3.4.                       Breytingar á tryggingum og veðum</p> <p>3.5.                       Ný lán</p> <p>3.6.                       Yfirdrættir</p> <p>3.7.                       Ábyrgðir</p> <p>3.8.                       Lánafyrirgreiðslur til starfsmanna</p> <p>3.9.                       Endanlegar afskriftir útlána</p> <p>3.10.                   Fullnustueignir</p> <p>3.11.                   Stórar áhættuskuldbindingar</p> <p>[...]<br /> Niðurstöður verkþáttar</p> <p>4.      Réttmæti fríðinda sem starfsmenn njóta</p> <p>4.1.                       Fríðindi starfsmanna Sparisjóðsins í Keflavík og viðmiðunarreglur</p> <p>4.2.                       Skattgreiðslur af fríðindum starfsmanna</p> <p>4.3.                       Óvenjulegar launagreiðslur</p> <p>Niðurstöður verkþáttar</p> <p>5.      Réttmæti umráða starfsmanna yfir rekstrarfjármunum s.s. bílum, tölvum og símum eftir að þeir létu af störfum hjá Sparisjóðnum í Keflavík</p> <p>5.1.                       Eftirfylgni vegna verklagsreglna um innköllun á eignum félaganna sem                            voru í umsjón starfsmanna við starfslok</p> <p>5.2.                       Ráðstöfun annarra eigna í eigu sjóðsins til starfsmanna</p> <p>Niðurstöður verkþáttar</p> <p>6.      Réttmæti heimilda starfsmanna til að ráðstafa fjármunum, s.s. innkaupaheimildir og risnuheimildir</p> <p>6.1.                     Heimildir starfsmanna til að ráðstafa fjármunum, svo sem hvort innkaupaheimildir og risnuheimildir hafi verið virtar</p> <p>6.2.                     Kortanotkun eftir að starfsmaður lét af störfum hjá Sparisjóðnum í Keflavík</p> <p>Niðurstöður verkþáttar</p> <p>7.      Innra eftirlit upplýsingakerfa</p> <p>7.1.                       Yfirsýn yfir upplýsingaumhverfið</p> <p>7.2.                       Uppbygging upplýsingaumhverfisins</p> <p>7.3.                       Rekstur upplýsingakerfa</p> <p>7.4.                       Aðgangsstýringar að fjárhagslega mikilvægum kerfum</p> <p>7.5.                       Varðveisla gagna við hrun</p> <p>Niðurstöður verkþáttar“</p> <p> </p> <p>Í bréfi Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 9. ágúst 2012, kemur fram að nú þegar hafi forsíða, efnisyfirlit, inngangur og samandregnar niðurstöður skýrslunnar verið afhent kærendum en ýmsar persónugreinanlegar upplýsingar hafi verið afmáðar úr efnisyfirliti. Í máli þessu kemur því til skoðunar nefndarinnar hvort kærendur eigi rétt á aðgangi að öðrum hlutum skýrslunnar en þeim sem hafa verið afhentir..</p> <p> </p> <p><strong><strong>2.</strong></strong></p> <p>Kærendur beina kæru sinni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Er það réttilega gert þar sem skýrslan hefur hvorki að geyma stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 né verður séð af skýrslunni eða öðrum gögnum kærumálsins að hún teljist gagn í slíku máli, þar sem kærendur eiga aðild í skilningi stjórnsýslulaga. Fer því ekki um rétt kæranda til aðgangs að henni samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga. Af þessu leiðir að til skoðunar kemur hvort um upplýsingarétt kærenda fer eftir II. eða III. kafla upplýsingalaga. Í 1. mgr. 9. gr. í III. kafla laganna segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál hafi þau að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Af framangreindri skýrslu verður ekki séð að hún hafi að geyma upplýsingar um kærendur í skilningi 1. mgr. 9. gr. og verður því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar byggð á því að um upplýsingarétt kærenda fari eftir II.  kafla upplýsingalaga. Enda þótt kærendur kunni að eiga rétt á aðgangi að gögnum við slitameðferð Sparisjóðsins í Keflavík á grundvelli laga nr. 21/1991 verður ekki leyst úr þeim rétti á grundvelli kæru til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt V. kafla upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í II. kafla upplýsingalaga er fjallað um upplýsingarétt almennings. Þar segir orðrétt í 3. gr.: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga er kveðið á um rétt almennings til aðgangs að gögnum mála innan stjórnsýslunnar án þess að sýna þurfi fram á tengsl við málið eða aðila þess og án þess að þurfa að sýna fram á hagsmuni af því að fá eða nota umbeðnar upplýsingar. Hvorki er í því ákvæði, né ákvæðum II. kafla laganna sem fela í sér takmarkanir á rétti samkvæmt 3. gr., kveðið á um að mögulegir hagsmunir þess sem óskar eftir aðgangi að gögnum, umfram það sem almennt gerist, leiði til þess að viðkomandi njóti samkvæmt ákvæðunum ríkari réttar til aðgangs að umbeðnum gögnum. Í ljósi þessa fellst úrskurðarnefndin ekki á með kærendum að það hafi sérstaka þýðingu við úrlausn málsins á grundvelli upplýsingalaga að þeir kunni að hafa sérstaka hagsmuni af því að fá hina umbeðnu skýrslu afhenta vegna mögulegrar málshöfðunar gegn m.a. fyrrum stjórnendum Sparisjóðs Keflavíkur.  </p> <p> </p> <p><strong><strong>4.</strong></strong></p> <p>Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram að oft komi sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum.</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p> </p> <p><strong><strong>5.</strong></strong></p> <p>Í 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1.-4. mgr. 13. gr. segir eftirfarandi:</p> <p> </p> <p>„Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.</p> <p> </p> <p>Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila.“</p> <p> </p> <p>Með lögum nr. 67/2006 var gerð breyting á lögum nr. 87/1998, þ. á m. 2. mgr. 13. gr. og segir í athugasemdum við þá breytingu eftirfarandi: „Lögð er til sú breyting á 2. mgr. 13. gr. laganna að í stað tilvísunar til laga er gilda um eftirlitsskylda aðila sé sérstaklega tiltekið að þagnarskyldan nái til upplýsinga sem Fjármálaeftirlitið getur krafist á grundvelli sérlaga eða annarra laga. Er nauðsynlegt að leggja til þessa breytingu til samræmis við tillögu að nýrri 3. mgr. 9. gr. Getur Fjármálaeftirlitið aflað upplýsinga í trúnaði frá aðilum óháð því hvort um eftirlitsskylda aðila sé að ræða eða aðra án þess að verða skylt með vísan til upplýsingalaga að láta af hendi upplýsingar sem eðli máls samkvæmt væru bundnar þagnarskyldu samkvæmt ákvæðum annarra laga.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur ljóst að með tilvísun 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 til þess að ekki megi skýra „óviðkomandi aðilum“ frá þeim atriðum sem nánar eru tilgreind í ákvæðinu sé átt við aðila sem ekki sé gert ráð fyrir í lögum að Fjármálaeftirlitið miðli upplýsingum til. Þá verður ályktað af 4. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 að þagnarskylda um málefni eftirlitsskylds aðila samkvæmt 1. mgr. 13. gr. haldi gildi sínu þrátt fyrir að viðkomandi aðili sé tekinn til gjaldþrotaskipta eða þvingaðra slita.</p> <p> </p> <p>Í 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eru svohljóðandi ákvæði um þagnarskyldu:</p> <p> </p> <p>„Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> <p> </p> <p>Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“</p> <p> </p> <p>Þagnarskylda samkvæmt ákvæði þessu yfirfærist á Fjármálaeftirlitið vegna upplýsinga sem það hefur tekið við. Ber að mati úrskurðarnefndarinnar að líta á umrætt ákvæði sem sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi upplýsingalaga, sem eftir atvikum þarf að skýra til samræmis við 5. gr. upplýsingalaga með sama hætti og ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 sem er gerð grein fyrir hér að framan.</p> <p> <strong><strong> </strong></strong></p> <p><strong><strong>6.</strong></strong></p> <p>Í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga við 5. gr. segir m.a.: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p> </p> <p>Að framan er gerð grein fyrir ákvæðum 58. gr. laga nr. 161/2002 um þagnarskyldu en hún nær til alls þess sem starfsmenn fjármálafyrirtækja „fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum.“ Sá sem veitir upplýsingum af þessu tagi viðtöku verður bundinn þagnarskyldu með sama hætti. Þegar Fjármálaeftirlitið tók við skýrslu þeirri sem óskað er aðgangs að féll því á starfsmenn stofnunarinnar sama þagnarskylda að svo miklu leyti sem skýrslan hefur að geyma efni sem fellur undir framangreint þagnarskylduákvæði. Auk þessa urðu jafnframt virk með sama hætti þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. </p> <p> </p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru framangreind þagnarskylduákvæði víðtækari, þ.e. ganga lengra, en þær takmarkanir sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga. Það breytir hins vegar ekki því að séu hlutar skýrslu PricewaterhouseCoopers ehf. þess efnis að þagnarskylduákvæði laga nr. 161/2002 og laga 87/1998 auk takmarkana á upplýsingarétti samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga standi því ekki í vegi að aðgangur að þeim sé veittur, ber að veita aðgang að þeim samkvæmt ákvæðum 7. gr. upplýsingalaga. </p> <p> </p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar hafa kærendur ekki náð að sýna fram á, með tilvísunum til umfjöllunar fjölmiðla sem virðist að einhverju leyti byggð á hlutum úr hinni umbeðnu skýrslu, að þeir hagsmunir sem búa að baki þagnarskyldu Fjármálaeftirlitsins á grundvelli ákvæða laga nr. 161/2002 og 87/1998 séu ekki lengur til staðar. Þá hafa kærendur ekki sýnt fram á að Fjármálaeftirlitið hafi útvegað öðrum stjórnvöldum skýrsluna með þeim réttaráhrifum að þagnarskylda stofnunarinnar skuli falla niður.</p> <p> </p> <p><strong><strong>7.</strong></strong></p> <p>Eins og fyrr er getið var skýrsla sú sem krafist er aðgangs að gerð í því skyni að rannsaka tiltekna þætti í starfsemi Sparisjóðs Keflavíkur og er kaflaskipting skýrslunnar lýsandi fyrir þá þætti. Í skýrslunni er fjölmargra viðskiptamanna sparisjóðsins getið hvað eftir annað og viðskiptum við þá lýst í tengslum við lýsingu á rannsókninni, rannsóknaraðferðum og þeim niðurstöðum sem rannsakendur komast að. Þá er fjallað um launakjör og fríðindi einstakra starfsmanna sparisjóðsins. Með vísan til þagnarskylduákvæða 58. gr. laga nr. 161/2002 og 13. gr. laga nr. 87/1998 og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Fjármálaeftirlitinu beri ekki að veita aðgang að skýrslunni að undanteknum þeim hlutum hennar sem kærendum hefur þegar verið veittur aðgangur að. Á þetta við um svo stóran skýrslunnar að ekki kemur til álita að leggja fyrir Fjármálaeftirlitið að afhenda hana að hluta, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong><strong>8.</strong></strong></p> <p>Fyrir liggur að með erindi til Fjármálaeftirlitsins, dags. 13. júní 2012, var þess auk annars krafist að upplýst væri hvort háttsemi, sem lýst væri í umbeðinni skýrslu, hefði verið kærð til annarra yfirvalda. Í kæru málsins kemur jafnframt fram að með beiðni um afhendingu skýrslunnar hafi fylgt fyrirspurn til Fjármálaeftirlitsins um það hvort stofnunin hafi kært tiltekin efnisatriði sem fram komi í skýrslunni til sérstaks saksóknara eða áframsent skýrsluna til hans. Í bréfi Fjármálaeftirlitsins neiti Fjármálaeftirlitið að upplýsa kærendur um það atriði. Af þessu tilefni óski kærendur endurskoðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál á þessu atriði og því hvort fyrir hendi sé skylda Fjármálaeftirlitsins til að láta slíkar upplýsingar af hendi.</p> <p> </p> <p>Þar sem engin efnisatriði eru beinlínis tiltekin í þessu samhengi verður að skilja beiðni kærenda sem svo að þeir hafi óskað eftir upplýsingum um það hvort nokkurt það atriði sem fram komi í skýrslunni hafi orðið Fjármálaeftirlitinu tilefni til að koma á framfæri kæru til embætti sérstaks saksóknara. Þá má skilja beiðni kærenda þannig að þeir hafi einnig óskað eftir upplýsingum um það hvort skýrslan hafi verið send sama embætti í einhverjum öðrum tilgangi.</p> <p> </p> <p>Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, er <a id="G14M1" name="G14M1">h</a>eimilt er að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Af ákvæði 3. gr., 9. gr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, með síðari breytingum, leiðir að upplýsingaréttur samkvæmt lögunum tekur til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tiltekinna mála. Ákvæði upplýsingalaga veita almenningi eða aðila máls ekki rétt til aðgangs að upplýsingum um meðferð máls, rökstuðningi eða slíku sem stjórnvald þarf að taka saman vegna beiðni um upplýsingar, sbr. orðalag 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006. Tekið skal fram að slíkur réttur kann að vera til staðar á grundvelli annarra lagareglna en ákvæða upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál er hægt að bera ágreining um aðgang að  gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Undir nefndina er ekki hægt að bera ágreining um það hvort stjórnvöld hafi veitt nægar upplýsingar eða skýringar á tilteknum þáttum í starfsemi þeirra. Þessum þætti kærumálsins ber því að vísa frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p><strong><strong> </strong></strong></p> <h3><strong><strong>Úrskurðarorð</strong></strong></h3> <p>Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins frá 29. júní 2012 á því að afhenda [B] og [C] afrit af skýrslu PricewaterhouseCoopers ehf. um starfshætti Sparisjóðsins í Keflavík.                                                                                  </p> <p>Kærunni er vísað frá að því er varðar beiðni um upplýsingar um það hvort Fjármálaeftirlitið hafi kært tiltekin efnisatriði sem fram komi í skýrslunni til sérstaks saksóknara eða áframsent skýrsluna með einhverjum hætti til hans.</p> <p><br /> </p> <p> </p> <p><br /> </p> <p>Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p><br /> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <span><br clear="all" /> </span> <p> </p> <br /> |
A-461/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012. | Vísað var frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru þar sem farið var fram á gögn er vörðuðu útboð. Kærandi var einn af þeim sem lagði fram tilboð. Um rétt til aðgangs að umbeðnum upplýsingum fór eftir ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Beiðni skal beint að stjórnvaldi sem tekur stjórnvaldsákvörðun. | <div> <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <div> <h3> </h3> </div> </div> <p>Hinn 20. desember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-461/2012.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></h3> <p>Þann 6. júní 2012, kærði [A], hdl., f.h. [B] ehf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, synjun Landspítala háskólasjúkrahúss, dags. 29. maí, um aðgang að gagni sem tilgreint er sem „Skýrsla vinnuhóps, dags. febrúar 2012.“</p> <p> </p> <p>Í kæru málsins kemur fram að það skjal sem um ræðir hafi fylgt greinargerð Ríkiskaupa til kærunefndar útboðsmála, dags. 27. mars, vegna kæru [B] ehf., í tilefni af ákvörðun Ríkiskaupa og Landspítala um val á tilboði í útboði nr. 15068 – Vökva- og sprautudælur, tengikvíar, rekstrarvörur og skráningarkerfi.</p> <p> </p> <p>Kærandi var einn af þeim sem lagði fram tilboð í tilefni af umræddu útboði en samningur var ekki gerður við hann í kjölfar þess. Fyrir liggur að kærandi hefur gert athugasemdir við það, og m.a. kært framkvæmd útboðsins til kærunefndar útboðsmála á grundvelli laga um opinber innkaup nr. 84/2007. </p> <p> </p> <p>Samkvæmt gögnum málsins byggist hin kærða ákvörðun á því annars vegar að um vinnuskjal sé að ræða, sbr. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Hins vegar byggist ákvörðunin á því að efni skýrslunnar feli í sér upplýsingar um viðkvæm einkamálefni í skilningi niðurlags 5. gr. sömu laga. </p> <p> </p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Kæran var send Landspítala háskólasjúkrahúsi með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 8. júní 2012. Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 22. júní, en með bréfinu fylgdi m.a. umbeðin skýrsla faghóps, merkt sem trúnaðarmál.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum Landspítala eru málavextir raktir á þá leið að 11. maí hafi kærandi óskað aðgangs að upplýsingum er vörðuðu útboð nr. 15068. Spítalinn hafi hafnað beiðninni að hluta þann 29. maí, þ.e. því hafi verið hafnað að afhenda skýrslu faghóps. Sú ákvörðun hafi byggst á undantekningarreglum upplýsingalaga að teknu tilliti til annarra laga og hagsmuna allra viðkomandi. Landspítalinn hafi talið sér óheimilt að veita kæranda upplýsingar um viðskiptaleyndarmál, viðkvæmar rekstrarupplýsingar eða aðrar upplýsingar sem líklegar væru til að skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja eða annarra lögaðila.</p> <p> </p> <p>Í athugsemdunum segir svo orðrétt: „Við framkvæmd útboðs nr. 15068 var það afstaða allra bjóðenda, þar á meðal kæranda (sjá fylgiskjal 1), fyrir útboð að öll gögn er vörðuðu tilboð þeirra væru trúnaðargögn. Breytir þar engu þótt þau trúnaðargögn hafi verið tekin úr tilboðum og borin saman til að auðvelda úrvinnslu tilboða sem oft geta verið hundruð blaðsíðna hvert. Kærði vill auk þess benda á að kærandi hefur sótt rétt sinn fyrir kærunefnd útboðsmála sem hefur öll umbeðin gögn þar á meðal skýrslu faghóps. Nefndin hefur þegar hafnað stöðvunarkröfu kæranda, sbr. ákvörðun kærunefndar útboðsmála í máli 5/2012.“</p> <p> </p> <p> </p> <p>Í athugasemdum Landspítalans segir ennfremur svo: „Við mat á því hvort aðgangur skuli takmarkaður að einhverju eða öllu leyti skýrir kærði ákvæði upplýsingalaga í samræmi við ákvæði annarra laga eins og 1. gr. samkeppnislaga sem hefur það að markmiði að efla samkeppni og 1. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup þar sem segir að kaupanda sé óheimilt að láta af hendi trúnaðarupplýsingar, þ.e. atriða í tilboði sem leynt skulu fara en mat bjóðenda þar á meðal kæranda í útboði nr. 15068 var að öll tilboðsgögn væru trúnaðargögn (sjá fylgiskjal nr. 1). Að lokum verður ekki hjá því komist að telja hagsmuni almennings, m.t.t. tilgangs upplýsingalaga, af því að fá aðgang að skýrslu faghóps takmarkaða. Breytir hér engu hvort um er að ræða aðila máls eður ei. Aðilum máls er frjálst að leita til kærunefndar útboðsmála sem stendur vörð um réttindi þeirra en nefndin hefur aðgang að öllum gögnum á grundvelli 5. mgr. 95. gr. laga um opinber innkaup hvort sem þau eru bundin trúnaði eður ei. Það úrræði kæranda að geta leitað til kærunefndar útboðsmála veitir honum virkan möguleika á að gæta hagsmuna sinna á fullnægjandi hátt. Í ljósi úrræða kæranda verður að meta hagsmuni annarra bjóðenda af leynd yfir trúnaðargögnum meiri en hagsmuni kæranda af því að komast yfir trúnaðarupplýsingar. Það er mat kærða að opinberun skýrslu faghóps sé til þess eins fallin að valda bjóðendum og þeim fyrirtækjum sem standa þeim að baki tjóni verði aðgangur veittur. Með hliðsjón af því sem að framan var lýst verður að hafna kröfu kæranda um aðgang að skýrslu faghóps.“</p> <p><em><u> </u></em></p> <p><span>Með tölvupósti, dags. 18. júní sl., óskaði</span> [C] <span>lögmannsstofa f.h.</span> [D] <span>ehf. eftir því að fá afrit af kæru og fylgigögnum málsins þar sem félagið vildi koma á framfæri athugasemdum vegna kærunnar. Beiðnin var samþykkt með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 18. júní, með vísan til stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum 10. gr. og 13. gr, sbr. 4. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og 1. mgr. 30. gr. stjórnsýslulaga.</span></p> <p> </p> <p><span>Athugasemdir</span> [E] <span>hdl. fyrir hönd</span> [D] <span>ehf. bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál 22. júní. Þar kemur fram að</span> [D] <span>ehf. krefjist þess að kröfu kæranda verði hafnað. Því til stuðning er vísað til eftirfarandi málsástæðna:</span></p> <p> </p> <p><span>„1. Umbjóðandi minn hefur hagsmuni af því að</span> [B] <span>ehf. og aðrir utanaðkomandi aðilar fái ekki aðgang að umræddri skýrslu þar sem hún fjallar um mikilvæga viðskiptahagsmuni félagsins. Samkvæmt grein 2.3 í útboðsskilmálum útboðsins átti umræddur vinnuhópur að fjalla um bjóðendur í útboðinu, tilboð þeirra og hvort tilboðin uppfylltu kröfur útboðsins. Auk þess átti vinnuhópurinn að gefa tilboðum bjóðenda einkunn.</span></p> <p> </p> <p>Bjóðendur í útboðinu fengu ekki aðgang að umræddri skýrslu þar sem sérstaklega var kveðið á um í útboðsskilmálum að tilboð bjóðenda væru bundin trúnaði, sbr. tilboðsblað 2 [...]. Þar segir orðrétt:</p> <p> </p> <p><em>„I, the undersigned, as specified in §1.13, request that all information in tender documents delivered by this Tenderer to the State Trading Centre in this Tender No. 15068 are designated to be confidential matter and not to be disclosed to other Tenderers or any other third party in accordance with the Icelandic Act on Public tendering, Art. 6 in EEC Directive 2004/18/EC, the Icelandic act on Public Administration and the Icelandic Information Act.“</em></p> <p> </p> <p>Umbjóðandi minn hefur því ekki upplýsingar um hvað kemur fram í umræddri skýrslu. Eðli máls samkvæmt getur umsögn vinnuhópsins verið neikvæð eða jákvæð og færa má rök fyrir því að umbjóðandi minn hafi hagsmuni af því að skýrslan verði gerð opinber ef umsögn vinnuhópsins er jákvæð. Umbjóðandi minn hefur hins vegar ekki skoðað umrædda skýrslu og sættir sig því ekki við að hún verði gerð opinber án þess að honum hafi verið veitt tækifæri til að gera athugasemdir við efni hennar. Einkum í ljósi þess að ekki er hægt að útiloka að skýrslan verði með einhverjum hætti nýtt til markaðssetningar af hálfu [B] ehf. eða annarra aðila. Að framangreindu virtu og með vísan til 3. mgr. 9. gr., sbr. 5. gr. laga um upplýsingalög nr. 50/1996, ber að hafna kröfu [B] ehf.</p> <p> </p> <p>2. Þátttaka umbjóðanda míns í umræddu útboði byggðist á þeirri forsendu að tilboð hans væri háð trúnaði, sbr. áðurnefnt tilboðsblað nr. 2. Hagsmuni umbjóðanda míns í skilningi 3. mgr. 9. gr. laga nr. 50/1996 ber að meta með hliðsjón af þessari forsendu, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingar í máli nr. A-28/1997.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, 25. júní, kynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda framangreindar umsagnir kærða og [D] ehf. og gaf honum kost á að koma á framfæri athugasemdum í tilefni af þeim.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Mál þetta varðar synjun Landspítala á beiðni kæranda um aðgang að skýrslu vinnuhóps sem nefnist <em>„Skýrsla um tilboð í vökva- og sprautudælur, tengikvíar, skráningarkerfi og rekstrarvöru samkvæmt útboði Ríkiskaupa nr. 15068 fyrir Landspítala Háskólasjúkrahús.“</em></p> <p><strong> </strong></p> <p>Skýrslan er dagsett í febrúar 2012 og er merkt sem trúnaðarmál og vinnuskjal til eigin afnota. Í inngangi skýrslunnar kemur fram að tilboð í vökva- og sprautudælur ásamt tengikvíum, skráningarkerfi og rekstrarvöru til sex ára hafi verið opnuð hjá Ríkiskaupum þann 15. september 2011 í útboðinu. Útboðslýsing hafi verið unnin á heilbrigðis- og upplýsingadeild LSH með aðstoð vinnuhóps ásamt fulltrúum frá innkaupadeild. Í inngangi skýrslunnar kemur fram að í vinnuhópnum hafi átt sæti 18 fulltrúar mismunandi deilda Landspítala Háskólasjúkrahúss.</p> <p> </p> <p>Í lokaorðum skýrslunnar er komist að niðurstöðu um að tilboð [D] hafi verið hagstæðast og að mælt sé með því að gengið verði til samninga við það fyrirtæki jafnframt því sem gerður verði rammasamningur til sex ára um kaup á rekstrarvörum með  möguleika á framlengingu um tvö ár, mest tvisvar sinnum.</p> <p> </p> <p>Skýrslan varð til áður en gengið var til samninga um það verkefni sem útboðið náði til. Kærandi var þátttakandi í umræddu útboði og um hann er fjallað í umræddri skýrslu.</p> <p> </p> <p>Kærandi hefur kært útboðið til kærunefndar útboðsmála á grundvelli laga nr. 84/2007, um opinber innkaup. Fyrir liggur að hið umbeðna skjal hefur verið afhent þeirri kærunefnd. Samkvæmt 8. mgr. 95. gr. laga nr. 84/2007 fer um málsmeðferð nefndarinnar eftir ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að því leyti sem öðru vísi er ekki fyrir mælt í lögum um opinber innkaup. Af þessu leiðir að um rétt kæranda til aðgangs að umræddu skjali fyrir þeirri nefnd fer eftir 15. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að þegar farið er fram á aðgang að gögnum um mál þar sem <a id="G10M3" name="G10M3">taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem hefur gögnin í sínum vörslum</a>. Þrátt fyrir að ákvörðun Landspítalans um það hvaða tilboði skyldi tekið í umræddu máli teljist ekki stjórnvaldsákvörðun er málið nú til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála. Úrskurður hennar telst ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt framangreindu bar kæranda að beina erindi sínu um aðgang að umræddu gagni til kærunefndar útboðsmála. Það hefur ekki verið gert og er því óhjákvæmilegt annað en að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Kæru [B] ehf. á hendur Landspítala háskólasjúkrahúsi er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p><br /> </p> <p>Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
A-460/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012. | Kærð var synjun efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, nú fjármála- og efnahagsráðuneyti, á beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum nefndar um fjármálastöðugleika þar sem fjallað var um málefni tiltekins eignarhaldsfélags, fyrir og eftir 1. október 2009. Réttur aðila til aðgangs að upplýsingum um hann sjálfan. Þagnarskylda. Vinnuskjöl. Fallist á að ráðuneytinu bæri að afhenda fundargerðirnar eftir 1. október 2009. Kæru vegna kröfu um afhendingu fundargerða fyrir þann tíma vísað frá nefndinni þar sem nefndinni hafði þá verið stýrt af fulltrúa forsætisráðuneytisins en beiðni um aðgang að gögnunum hafði ekki verið beint að forsætisráðuneytinu í upphafi og erindið ekki verið framsent á grundvelli 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. | <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <p><br /> </p> <p>Hinn 20. desember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-460/2012.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni</strong></h3> <p>Þann 3. apríl 2012 kærðu [R] – lögfræðistofa, f.h. [A] ehf., synjun efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 5. mars, á beiðni, dags. 6. janúar, um aðgang að fundargerðum nefndar um fjármálastöðugleika þar sem fjallað var um málefni [A] ehf., áður [B] hf., fyrir og eftir 1. október 2009.</p> <p> </p> <p>Í kæru málsins kemur fram að [A] fari með réttindi og skyldur sem áður tilheyrðu (þáverandi) [B] hf., og ekki voru frá honum skilin með yfirfærslu á tilgreindum rekstrarhlutum til (núverandi) [B] hf. í samræmi við 106. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, en Fjármálaeftirlitið mun hafa samþykkt yfirfærsluna þann 11. apríl 2011. Í yfirlýsingu frá forstjóra núverandi [B], sem fylgdi bréfi kæranda til úrskurðarnefndarinnar, dags. 14. maí, er staðfest að bankinn líti svo á að upplýsingabeiðni [A]s ehf. varði upplýsingar um það félag en ekki núverandi [B] hf.</p> <p> </p> <p>Með vísan til forsetaúrskurðar nr. 100/2012 fer fjármála- og efnahagsráðuneytið nú með málefni það sem kæra málsins beinist að.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsatvik</strong></h3> <p>Samkvæmt gögnum frá kæranda, [A] ehf., mun [B] hf. á árunum 2009 og 2010 hafa óskað fyrirgreiðslu hjá íslenska ríkinu með vísan til þess að önnur fjármálafyrirtæki, keppinautar bankans á þeim tíma, hafi notið slíkrar fyrirgreiðslu. [A] ehf. hafi leitað til umboðsmanns Alþingis vegna afgreiðslu fjármálaráðuneytisins á málum félagsins (mál umboðsmanns Alþingis nr. 6584/2011). Í bréfi ráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis, dags. 4. október 2011, kom fram að fjallað hafi verið um málefni bankans í nefnd um fjármálastöðugleika. Að mati félagsins kunni sú umfjöllun að hafa haft lykilþýðingu varðandi afgreiðslu fjármálaráðuneytisins á erindum þess.</p> <p> </p> <p>Kærandi óskaði, þann 6. janúar 2012, eftir „aðgangi að þeim fundargerðum nefndar um fjármálastöðugleika þar sem málefni félagsins voru til umfjöllunar“. Fjármálaráðuneytið framsendi erindið til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, sbr. bréf dags. 17. janúar, þar sem „fulltrúi efnahags- og viðskiptaráðuneytisins [væri] formaður nefndarinnar og [stýrði] starfi hennar“. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið synjaði beiðninni þann 5. mars.</p> <p> </p> <p>Í kæru málsins kemur fram að kærandi telji sig eiga rétt til umbeðinna gagna á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en annars á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Bendir hann á í því sambandi að í bréfi fjármálaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis, dags. 4. nóvember 2011, segi m.a. orðrétt: „Þess ber að geta að málefni bankans voru tekin fyrir af nefnd um fjármálastöðugleika ...“ og jafnframt „Á vettvangi nefndarinnar var m.a. rætt um við hvaða skilyrði gæti komið til inngripa FME vegna stöðu bankans ...“.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Kæran var send efnahags- og viðskiptaráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. apríl 2012, og ráðuneytinu veittur frestur til 23. apríl til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að. Framangreindur frestur var síðar framlengdur til 30. apríl. Með bréfi efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 2. maí, var óskað eftir frekari fresti til 7. maí. Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 4. maí, var beiðni ráðuneytisins um frekari frest í málinu synjað.</p> <p> </p> <p>Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 4. maí. Með bréfinu fylgdu, í einu skjali, þeir hlutar af fundargerðum nefndar um fjármálastöðugleika þar sem fjallað var um málefni [B] hf. eftir 1. október 2009.</p> <p> </p> <p>Í bréfinu kemur fram að efnahags- og viðskiptaráðuneytinu hafi borist beiðni kæranda um gögn, dags. 6. janúar þann 19. janúar, eftir að hún hafi verið framsend frá fjármálaráðuneytinu. Þann 14. og 24. febrúar hafi kæranda verið tilkynnt að tafir yrðu á afgreiðslu málsins. Erindinu hafi verið synjað með bréfi dags. 5. mars.</p> <p> </p> <p>Í umsögn ráðuneytisins segir svo orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Formennska í umræddri nefnd um fjármálastöðugleika færðist yfir til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins þann 1. október 2009 þegar efnahags- og viðskiptaráðuneytið tók til starfa. Fyrir þann tíma fór forsætisráðuneytið með formennsku í nefndinni og bar því fyrir 1. október 2009 ábyrgð á utanumhaldi nefndarinnar og ritun fundargerða. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið getur því eingöngu fjallað um aðgang að gögnum nefndarinnar frá því tímamarki er málefni nefndarinnar færðust yfir til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins enda felst ekki í upplýsingaréttinum að stjórnvöldum beri að afla gagna.</p> <p> </p> <p>Í erindi [A] er vísað til 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem og 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um aðgang að upplýsingum. Ráðuneytið taldi upplýsingabeiðnina ekki falla undir 15. gr. stjórnsýslulaga og var [A] því synjað um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. gilda þau ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þeim sökum telur ráðuneytið ekki ástæðu til að rekja frekar þann þátt málsins heldur verður eingöngu fjallað um aðgang að upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Líkt og fram kemur í bréfi ráðuneytisins til kæranda taldi ráðuneytið leika vafa á því hvort að [A] teldist aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga. Ráðuneytið taldi þó ekki rétt að tefja málið með að leggjast í frekari skoðun á því enda hefði það ekki breytt niðurstöðu málsins. Að sama skapi er rétt að benda á að hér verður fjallað um upplýsingarétt skv. 9. gr. upplýsingalaga enda hefur það ekki úrslitaþýðingu fyrir niðurstöðu ráðuneytisins hvort að [A] óskar eftir upplýsingum á grundvelli 9. gr. eða 3. gr. upplýsingalaga þar sem þær undanþágur sem ráðuneytið vísar til eiga við í báðum tilfellum, þ.e. 3. tl. 1. mgr. 4. gr. og 1. tl. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga og ákvæði um þagnarskyldu.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Það á þó ekki við um þau gögn sem talin eru í 4. gr. eða um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni er leynt eiga að fara skv. 6. gr. Þá er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.</p> <p> </p> <p>Í fyrsta lagi telur ráðuneytið að umrædd gögn séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga en samkvæmt honum er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál.</p> <p> </p> <p>Umrædd nefnd um fjármálastöðugleika starfar samkvæmt samkomulagi efnahags- og viðskiptaráðuneytis, forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands um samráð varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað. Skal hún vera vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og tillagnagerðar vegna fjármálastöðugleika og samhæfingar viðbúnaðar við hugsanlegu fjármálaáfalli. Þá er nefndinni ætlað að stuðla að gagnsæi um verkaskiptingu milli aðila sem og samvinnu þeirra á milli. Nefndin er ráðgefandi og tekur ekki ákvarðanir um aðgerðir en skal þó gera tillögur að aðgerðum þegar þurfa þykir. Þá er samkomulagi um nefndina ekki ætlað að koma í veg fyrir að aðilar að henni taki ákvarðanir í samræmi við heimildir sínar, hver á sínu sviði.</p> <p> </p> <p>Í greinargerð með frumvarpi er varð að upplýsingalögum segir m.a. í skýringum við 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. að með upplýsingum um öryggi ríkisins sé eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Þá segir jafnframt að við túlkun á ákvæðinu verði að hafa í huga að því sé ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni og að ef upplýsingar, þeim tengdar, berist út geti það haft afrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verði að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt.</p> <p> </p> <p>Í skýrslu starfshóps á vegum utanríkisráðuneytisins frá árinu 2009, <em>„Áhættumatsskýrsla fyrir Ísland. Hnattrænir, samfélagslegir og hernaðarlegir þættir“</em> segir m.a. að skilningur manna á öryggi hafi tekið miklum breytingum á undanförnum tveimur áratugum. Nú sé ekki eingöngu miðað við ríkisvaldið, hervaldið eða ógnir frá ríkjabandalögum heldur nái öryggishugtakið yfir svokallaðar „nýjar ógnir“ og er „efnahagskreppa“ m.a. nefnd í því sambandi. Í skýrslunni voru jafnframt sérstakir þættir teknir út og greindir og var einn þáttanna „öryggi fjármálakerfisins“.</p> <p> </p> <p>Að mati ráðuneytisins er óumdeilt að fjármálastöðugleiki telst til öryggishagsmuna ríkisins enda samtvinnaður efnahagslegum stöðugleika þess. Með vísan til þeirra almannahagsmuna sem felast í því að tryggja fjármálastöðugleika telur ráðuneytið fundargerðir nefndar um fjármálastöðugleika ótvírætt falla undir 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Ljóst er að verði fundargerðir hennar ekki undanþegnar upplýsingarétti mun nefndin ekki geta sinnt því hlutverki sem henni er falið enda er það lykilatriði fyrir virkni nefndarinnar að aðilar að henni geti skipst óhindrað á upplýsingum er varða fjármálastöðugleika landsins. Að sama skapi eru verulegar líkur á að starfsemi nefndarinnar muni leggjast af í núverandi mynd með tilheyrandi hættu fyrir fjármálastöðugleika landsins og þar með öryggi þess, verði fundargerðir hennar ekki undanþegnar upplýsingarétti.</p> <p> </p> <p>Í öðru lagi telur ráðuneytið að umrædd gögn séu undanþegin upplýsingarétti á grundvelli ákvæða um þagnarskyldu. Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um tilvist nefndarinnar og hversu mikilvægt sé að slík nefnd sé virk og hafi aðgang að upplýsingum til að hægt sé að grípa til markvissra aðgerða til að vernda fjármálastöðugleika landsins. Vísast m.a. til skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis í þeim efnum. Nefndin sinnir starfi sínu með þeim hætti að til grundvallar umræðu liggja gögn frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum en það eru upplýsingar sem stofnanir hafa aflað í eftirlitsstarfsemi sinni og lúta þagnarskyldu. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga takmarka almenn ákvæði laga um þagnarskyldu ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Hins vegar er viðurkennt að sérákvæði laga um þagnarskyldu geti takmarkað aðgang að gögnum. Í því sambandi er vert að benda á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í fyrri úrskurðum sínum komist að þeirri niðurstöðu að þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi sem og 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands séu sérákvæði um þagnarskyldu. (Sjá t.d. úrskurði 411/2012 og 406/2012).</p> <p> </p> <p>Í þriðja lagi telur ráðuneytið að umrædd gögn séu vinnugögn og því undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga en markmið 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga er að gefa stjórnvöldum færi á að vega og meta mál með skriflegum hætti án þess að eiga á hættu að vinnugögn þeirra verði síðar gerð opinber. Líkt og áður segir er nefnd um fjármálastöðugleika sett á fót með formlegri ákvörðun og gegnir fastmótuðu hlutverki. Í frumvarpi til nýrra upplýsingalaga, sem nú er til meðferðar á Alþingi, er tekið sérstaklega á stöðu vinnugagna slíkra nefnda og þau undanþegin upplýsingarétti. Í greinargerð með lögunum segir einnig að með nýjum og skýrari ákvæðum um slíkar nefndir sé verið að taka af allan vafa um stöðu þeirra gagnvart upplýsingalögum. Er því ljóst að frumvarpshöfundar telja að gögn slíkra nefnda geti samkvæmt núgildandi lögum verið undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 4. maí, var kæranda sent afrit umsagnar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins og gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina frekari athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnarinnar til 18. maí. Þær bárust með bréfi, dags. 14. maí.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum kæranda er því hafnað að umbeðnar upplýsingar geti talist varða öryggi ríkisins. Ekki hafi verið sýnt fram á að aðgangur [A] að upplýsingum um félagið sjálft geti skaðað fjármálastöðugleika á Íslandi eða að af því geti stafað ógn við öryggi ríkisins.</p> <p> </p> <p>Að því er varðar þagnarskyldu segir að erindi kæranda beinist ekki að Fjármálaeftirlitinu eða Seðlabanka Íslands og geti ráðuneytið því ekki borið fyrir sig sérstök þagnarskylduákvæði vegna þessara stofnana, en lagaákvæðin gildi ekki um störf svokallaðrar samráðsnefndar. Er vísað til þess að hvorki Fjármálaeftirlitið né Seðlabankinn hafi sérstaka heimild til upplýsingaskipta innan nefndarinnar, ef upplýsingarnar séu háðar þagnarskyldu. Slíkt mæli strax gegn því að upplýsingar í fundargerðum nefndarinnar eða fylgigögn teljist þagnarskyldar í þessum skilningi, enda kynnu þá starfsmenn viðkomandi stofnana að hafa brotið lög.</p> <p> </p> <p>Kærandi bendir á að sérstök ástæða hafi verið talin til að setja sérstakar lagaheimildir um upplýsingaskipti á milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans, sbr. 15. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 4. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Jafnframt hafi verið talið rétt að setja sérstök ákvæði um upplýsingaveitu Fjármálaeftirlitsins til stjórnvalda í öðrum ríkjum, sbr. 14. gr. og 14. gr. a laga nr. 87/1998 og samskonar heimild fyrir Seðlabankann í 3. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Engar breytingar hafa verið gerðar á framangreindum lögum til að heimila sérstaklega upplýsingagjöf á vettvangi samráðsnefndar. Þá er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-370/2010.</p> <p> </p> <p>Segir að ljóst sé að þagnarskylda ráðuneytisins vegna gagna sem ráðuneytinu séu afhent byggi á almennum ákvæðum laga um þagnarskyldu opinberra starfsmanna, og sé því almenn en ekki sérstök. Slík ákvæði rými ekki til hliðar rétti aðila til upplýsinga um hann sjálfan skv. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Þá er því lýst í athugasemdunum að ráðuneytið hafi ekki rökstutt nægilega með hvaða hætti gögnin teljist vinnuskjöl til eigin nota í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða gögn sem ekki sé unnt að afla annars staðar frá.</p> <p> </p> <p>Um málsmeðferð segir í athugasemdum kæranda að svo virðist sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafi „valið“ þær fundargerðir samráðsnefndarinnar sem afhentar hafi verið úrskurðarnefndinni og að gerð sé athugasemd við þá framkvæmd ráðuneytisins. Þannig geti umfjöllun varðað [A] (áður [B] hf.) samhengisins vegna þótt bankinn sé ekki sérstaklega nefndur á nafn. Af þeim sökum sé því beint til úrskurðarnefndar að kanna fundargerðir samráðsnefndarinnar frá ársbyrjun 2009 í heild sinni til að meta þetta atriði. Þá eru gerðar athugasemdir við málshraða hjá ráðuneytinu.</p> <p> </p> <p>Í tilefni af umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, ritaði nefndin ráðuneytinu bréf, dags. 3. júlí, þar sem óskað var svara á eftirtöldum spurningum, sem svara skyldi eigi síðar en 18. júlí nk.:</p> <p> </p> <p>„1. Með umsögn ráðuneytisins um kæru [A] ehf. fylgdu aðeins brot úr fundargerðum nefndar um fjármálastöðugleika, þar sem fjallað var um [B]. Nefndin óskar eftir því að fá afhentar í heild sinni þær fundargerðir nefndarinnar frá 1. október 2009, þar sem fjallað er um [B].</p> <p> </p> <p>2.   Í umsögn um málið kemur fram að formennska í umræddri nefnd um fjármálastöðugleika hafi færst yfir til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins þann 1. október 2009 þegar efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafi tekið til starfa. Fyrir þann tíma hafi forsætisráðuneytið farið með formennsku í nefndinni og hafi borið ábyrgð á utanumhaldi nefndarinnar og ritun fundargerða fyrir 1. október 2009. Segir í umsögninni að efnahags- og viðskiptaráðuneytið geti því eingöngu fjallað um aðgang að gögnum nefndarinnar frá því tímamarki er málefni nefndarinnar hafi færst til þess. Í ljósi þessarar afstöðu yðar óskar nefndin svara við því af hverju ráðuneytið taldi ekki þörf á því að framsenda beiðni kæranda til forsætisráðuneytisins, að því er varðaði tímabilið fyrir 1. október 2009, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hafi ráðuneytið framsent umrædda beiðni að þessu leyti er ennfremur óskað eftir að úrskurðarnefndin verði upplýst um það.</p> <p> </p> <p>3. Í umsögn ráðuneytisins um málið er byggt á því að á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 sé heimilt að takmarka aðgang umbeðnum gögnum. Er í því sambandi vísað til þess að ráðuneytið telji að upplýsingar um fjármálastöðugleika í landinu varði þá almannahagsmuni sem í ákvæðinu eru tilgreindir. Úrskurðarnefndin fær hins vegar ekki séð að ráðuneytið hafi rökstutt sérstaklega með hvaða hætti þær tilteknu upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að varði slíka almannahagsmuni þannig að heimilt sé eða nauðsynlegt að takmarka aðgang að þeim, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ráðuneytinu er hér með veittur kostur á að setja fram greinarbetri skýringar um þetta atriði.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi dags. 9. júlí, bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál svör ráðuneytisins. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram: </p> <p> </p> <p>„<strong>1. Fundargerðir í heild eða hluta.</strong></p> <p>Í fyrsta lagi bendir úrskurðarnefndin á að með umsögn ráðuneytisins til nefndarinnar vegna kæru [A] hafi aðeins fylgt brot úr fundargerðum nefndar um fjármálastöðugleika þ.e. þar sem fjallað var um [B]. Óskar nefndin eftir því að fá afhentar í heild sinni fundargerðir nefndarinnar frá 1. október 2009 þar sem fjallað er um [B].</p> <p> </p> <p>Í 2. málsl. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að stjórnvaldi sé skylt að láta úrskurðarnefndinni í té afrit af þeim gögnum <em>sem kæran lýtur að</em>. Samkvæmt bréfi [A] til nefndarinnar lýtur kæran að fundargerðum nefndar um fjármálastöðugleika <em>þar sem fjallað er um málefni [A] (áður [B]).</em> Í fundargerðunum er að finna mikið að viðkvæmum upplýsingum sem ráðuneytið telur afar mikilvægt að ekki séu sendar út úr húsi nema brýna nauðsyn beri til. Ráðuneytið hefur þegar afhent nefndinni öll gögn sem fela í sér umfjöllun um málefni [A] á vettvangi nefndar um fjármálastöðugleika. Afhending fundargerða í heild þar sem fjallað er um óskylda hluti gengur að mati ráðuneytisins lengra en nauðsynlegt er og fer þar með gegn almennum reglum um meðalhóf. Þá hefur nefndin ekki fært rök fyrir því af hverju hún telur nauðsynlegt að fá umrædd gögn afhent en ráðuneytið fær ekki séð að þau tengist því máli sem til meðferðar er hjá nefndinni. Með vísan til framangreinds telur ráðuneytið að það hafi uppfyllt þá lagaskyldu sem á því hvílir um afhendingu gagna til úrskurðarnefndarinnar og telur ekki réttlætanlegt að afhenda nefndinni fundargerðirnar í heild sinni.</p> <p> </p> <p><strong>2. Framsetning erindis til forsætisráðuneytisins.</strong></p> <p>Í öðru lagi óskar úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um hvort upplýsingaerindi [A] hafi verið framsent forsætisráðuneytinu að því er varðar tímabilið fyrir 1. október 2009. Er það gert í ljósi þess að ráðuneytið telur sig ekki geta tekið afstöðu til beiðni um aðgang að gögnum fyrir 1. október 2009 þar sem formennska í nefnd um fjármálastöðugleika var í forsætisráðuneytinu fyrir þann tíma. Ráðuneytið fellst á það sem yfirsjón af sinni hálfu að framsenda erindið ekki til forsætisráðuneytisins. Ráðuneytið mun bæta úr því og framsenda erindið til forsætisráðuneytisins á grundvelli 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p> </p> <p><strong>3. Greinarbetri skýringar.</strong></p> <p>Í þriðja lagi óskar nefndin eftir því að ráðuneytið setji fram greinarbetri skýringar á þeirri afstöðu sinni að umrædd gögn falli undir 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga sem kveður á um að heimilt sé að undanþiggja gögn upplýsingarétti hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál.</p> <p> </p> <p>Að meginstefnu til vísar ráðuneytið til fyrri umsagnar til úrskurðarnefndarinnar þar sem farið er yfir hlutverk og mikilvægi nefndar um fjármálastöðugleika. Eru þar færð rök fyrir því að óumdeilt sé að fjármálastöðugleiki teljist til öryggishagsmuna ríkisins. Rakið er sérstaklega mikilvægi nefndarinnar sem vettvangs samráðs, upplýsingaskipta og tillagnagerðar vegna fjármálastöðugleika og samhæfingar viðbúnaðar við hugsanlegu fjármálaáfalli. Út úr umbeðnum gögnum má lesa hvernig vinnulagi eftirlitsaðila er háttað og hvernig samskipti um eftirlit er þeirra á milli. Mikilvægt er að aðeins þeir sem hafa af því brýna hagsmuni eigi aðgang að slíkum upplýsingum, annað gæti raskað starfsemi eftirlitsaðila. Þá telur ráðuneytið að ef veittur er aðgangur að umbeðnum gögnum geti það spillt fyrir samvinnu og dregið úr trausti í samskiptum aðila að nefndinni enda er mikil áhersla lögð á gagnkvæman trúnað og opin og hreinskilin skoðanaskipti. Slík samskipti eru nauðsynleg fyrir fjármálastöðugleika landsins og þar með þá almannahagsmuni sem ákvæði 1. tl. 1. mgr. 6. gr. er ætlað að vernda.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 20. júlí, var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnar efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 9. júlí.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndinni bárust athugasemdir kæranda með bréfi [C] hdl., dags. 3. ágúst 2012. Í þeim er rakið að á skorti rökstuðning fyrir beitingu undanþágu skv. 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Um það segir m.a.: „Til að beita megi tilvitnaðri undanþágureglu verður innihald tiltekinna fundargerða að vera þess eðlis að veiting upplýsinga stofni öryggi ríkisins í hættu. Jafnframt verður innihald viðkomandi fundargerða að vera þannig að veiting upplýsinganna stofni öryggi ríkisins í hættu á þeim tíma sem þær eru veittar (en ekki t.d. þegar þær voru færðar til bókar.) Af hálfu ráðuneytisins hafa engin rök komið fram um það að umræður um [A] (áður [B] hf.) geti talist varða „öryggi ríkisins“. [A] hefur aldrei verið kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki og hlutdeild þess í íslenskum markaði lítil, auk þess sem félagið lét af allri bankastarfsemi í byrjun árs 2011. Ráðuneytið hefur ekki sýnt fram á að aðgangur [A] um félagið sjálft skaði fjármálastöðugleika á Íslandi á árinu 2012 né hvernig það gæti gerst. Þessu til viðbótar skal minnt á fordæmi fyrir opinberun fundargerða samráðsnefndarinnar.“</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p> </p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga kemur fram að upplýsingalög nr. 50/1996 gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Ástæða þessa er að í stjórnsýslulögum eru sérstök ákvæði um upplýsingarétt aðila stjórnsýslumáls. Meðal þeirra röksemda sem haldið hefur verið fram í máli þessu er að umbeðin gögn séu gögn í máli þar sem tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun.</p> <p> </p> <p>Kæra málsins lýtur að synjun á aðgangi að fundargerðum nefndar um fjármálastöðugleika þar sem fjallað hefur verið um málefni [B] fyrir og eftir 1. október 2009. Um tilurð og starfsemi þessarar nefndar liggur fyrir að þann 6. júlí 2010 undirrituðu efnahags- og viðskiptaráðuneytið, forsætisráðuneytið, fjármálaráðuneytið, Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands samkomulag um samráð varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað. Fyrir þann tíma, eða 21. febrúar 2006, var skipaður hópur forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um samráð varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað. Nefnd um fjármálastöðugleika tók við starfi þess hóps. Einnig liggur fyrir að fulltrúi forsætisráðuneytisins hafði stýrt starfi hópsins sem skipaður var árið 2006. Hinni umræddu nefnd um fjármálastöðugleika hefur hins vegar verið stýrt af fulltrúa efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. </p> <p> </p> <p>Í samkomulaginu frá 6. júlí 2010 kemur fram að nefndin skuli vera vettvangur samráðs, upplýsingaskipta og tillagnagerðar vegna fjármálastöðugleika og samhæfingar viðbúnaðar við hugsanlegu fjármálaáfalli. Þá er nefndinni ætlað að stuðla að gagnsæi um verkaskiptingu milli aðila sem og samvinnu þeirra á milli. Þá segir að nefndin sé ráðgefandi og taki ekki ákvarðanir um aðgerðir en skuli þó gera tillögur að aðgerðum þegar þurfa þykir. Í samkomulaginu kemur enn fremur fram að fulltrúi efnahags- og viðskiptaráðuneytis sé formaður nefndarinnar og stýri starfi hennar og að nefndarmenn og aðrir sem komi á fund nefndarinnar séu bundnir þagnarskyldu um þær upplýsingar sem fram koma í tengslum við starf nefndarinnar með sama hætti og þær stofnanir sem láta upplýsingar af hendi við nefndina. Þá segir að samkomulagið skuli ekki hafa áhrif á ábyrgð aðila á málaflokkum sínum, né koma í veg fyrir að þeir taki ákvarðanir í samræmi við heimildir sínar, hver á sínu sviði.</p> <p> </p> <p>Framangreind lýsing á hlutverki starfshópsins virðist í samræmi við þær upplýsingar sem fram koma í fundargerðum hans, a.m.k. þeim hlutum þeirra sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þær upplýsingar sem þar koma fram varða fyrst og fremst almennt stöðu [B], en fela ekki í sér tillögur um ráðstafanir í því sambandi. Í málinu liggur ekkert fyrir um það að hin umbeðnu gögn, sem til umfjöllunar eru í úrskurði þessum, teljist til gagna máls þar sem tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu kæranda, áður [B] hf., í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Eins og fyrr greinir lýtur beiðni kæranda um aðgang að gögnum að fundargerðum nefndar um fjármálastöðugleika, þar sem fjallað var um málefni [B] og til urðu fyrir og eftir 1. október 2009. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafnaði því að afgreiða beiðni kæranda vegna aðgangs að fundargerðum frá því fyrir 1. október 2009. Undir meðferð málsins féllst ráðuneytið á að það hefði verið yfirsjón af sinni hálfu að framsenda erindið ekki til forsætisráðuneytisins. Í bréfi þess til nefndarinnar, dags. 9. júlí 2012, kemur fram að ráðuneytið muni bæta úr þessu og framsenda erindið á grundvelli 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með vísan til þessa og á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 verður kæru málsins að því er varðar umbeðin gögn sem til hafa orðið fyrir 1. október 2009 vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Tekið skal fram að efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur ekki orðið við beiðni úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 18. júlí 2010, þar sem óskað var eftir að fá afhentar í heild sinni „þær fundargerðir nefndarinnar frá 1. október 2009, þar sem fjallað er um [B].“ Ráðuneytið hafnaði þessari ósk með vísan til þess að skylda stjórnvalds stæði aðeins til þess að afhenda nefndinni afrit af þeim „gögnum sem kæran lýtur að“, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að hún lítur svo á að ráðuneytinu hafi verið óheimilt að hafna framangreindri beiðni. Ákvæði 16. gr. upplýsingalaga felur í sér skyldu viðkomandi stjórnvalds til að afhenda þau „gögn“ sem geyma þær upplýsingar sem óskað hefur verið aðgangs að. Stjórnvaldið getur ekki valið að afhenda afmarkaðan hluta viðkomandi gagna nema úrskurðarnefndin fallist á slíka málsmeðferð og telji mál nægjanlega rannsakað með þeim hætti af sinni hálfu. Hver og ein fundargerð af fundum nefndarinnar er gagn í þessum skilningi og ráðuneytið hefur ekki borið því við að sú beiðni um upplýsingar sem hér liggur fyrir og kærð hefur verið til nefndarinnar varði ekki tiltekið mál í skilningi upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Það skjal sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefndinni geymir samantekt (afrit) af hlutum fundargerða nefndar um fjármálastöðugleika frá fundum nefndarinnar 10. desember 2009, 18. febrúar 2010, 4. mars 2010, 29. apríl 2010, 6. maí 2010, 31. maí 2010, 3. júní 2010, 3. desember 2010 og 22. desember 2010. Skjalið virðist tekið saman sérstaklega vegna beiðni kæranda um aðgang að gögnum, eða vegna kröfu úrskurðarnefndarinnar um afhendingu þeirra gagna sem kæran beinist að. Í skýringum ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 9. júlí 2012, kemur fram af þess hálfu að í öðrum hlutum fundargerðanna, þ.e. þeim hlutum  sem ekki hafi verið afhentir nefndinni, sé fjallað um atriði sem séu óskyld beiðni kæranda um upplýsingar. Eftir yfirferð yfir þetta skjal telur úrskurðarnefndin sig ekki hafa ástæðu til að rengja þá fullyrðingu ráðuneytisins.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur einnig rétt að líta til þess að umrætt skjal, þ.e. viðkomandi brot úr fundargerðum, ber með sér að um sú umfjöllun sem þar birtist lúti ekki einvörðungu að einu tilteknu eða afmörkuðu máli sem varði [B] hf. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur valið að taka saman, umfram skyldu, skjal sem geymir þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds, og þess að líta verður svo á að málið sé nægjanlega upplýst til að lagður verði á það réttur og lögmætur úrskurður, er í máli þessu ekki þörf á að ganga lengra í  öflun gagna frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, þrátt fyrir að synjun þess á að afhenda úrskurðarnefndinni gögn hafi verið byggð á rangri túlkun á 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin telur, framangreindu til viðbótar, rétt að gera athugasemdir við tilvísun ráðuneytisins til meðalhófs í framangreindu sambandi. Hlutverk úrskurðarnefndarinnar er m.a. að kanna hvort útfellingar úr gögnum á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga hafi verið framkvæmdar með réttum hætti. Nefndin getur almennt ekki, í ljósi lögbundins úrskurðarhlutverks síns, eftirlátið stjórnvöldum sjálfum mat um það hvort þau hafi afgreitt upplýsingabeiðnir réttilega, enda væri þá kæruréttur samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga almennt lítils virði. Úrskurðarnefndin sjálf er jafnframt háð þagnarskyldu um þær upplýsingar sem leynt eiga að fara og gengur það ekki gegn meðalhófi að láta henni í té afmörkuð og tilgreind gögn sem falla undir gildissvið upplýsingalaganna.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Í því gagni sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið afhenti úrskurðarnefndinni er fjallað um málefni þáverandi [B] hf. fram til 22. desember 2010, en kærandi [A] ehf. öðlaðist réttindi og skyldur bankans með yfirfærslu þann 11. apríl 2011, að öðru leyti en því sem þau voru frá honum skilin með yfirfærslu á tilgreindum rekstrarhlutum til núverandi [B] hf.</p> <p> </p> <p>Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur í röksemdum sínum fyrir synjun á aðgangi að umbeðnum upplýsingum m.a. vísað til þess að um þær gildi sérstakar þagnarskyldureglur, sbr. 35. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, og 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um það að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p> </p> <p>Í 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 segir: „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur þau atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að í þessu ákvæði felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna, sbr. m.a. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málinu nr. A-406/2012. Að því leyti sem tilvitnað ákvæði geymir ekki sérgreinda lýsingu á þeim upplýsingum sem leynt skulu fara verður þó að túlka það til samræmis við ákvæði upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi segir að stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins séu bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur jafnframt  byggt á því að í þessu ákvæði felist regla um sérstaka þagnarskyldu, með sömu fyrirvörum og við eiga um túlkun 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands.</p> <p> </p> <p>Sú staða er fyrir hendi í máli þessu að óskað var aðgangs að gögnum sem voru fyrirliggjandi hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, nú fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Framangreind sérákvæði um þagnarskyldu í lögum um Seðlabanka Íslands annars vegar og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi taka hins vegar ekki með beinum hætti til þess stjórnvalds. Ákveðinn hluti þeirra upplýsinga sem fram koma í umbeðnum fundargerðum stafar beinlínis frá Seðlabanka Íslands annars vegar og Fjármálaeftirlitinu hins vegar. Þessi stjórnvöld hafa með höndum eftirlit með fjármálastarfsemi hér á landi. Úr því álitaefni ber því að leysa hvort sú þagnarskylda sem hvílir á starfsmönnum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands færist yfir á efnahags- og viðskiptaráðuneytið þegar það tekur við upplýsingum frá starfsmönnum þessara stjórnvalda á grundvelli samstarfs um eftirlit með fjármálastöðugleika.</p> <p> </p> <p>Til úrlausnar á framangreindu ber að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að líta almennt til ákvæðis 14. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sbr. 7. gr. laga nr. 11/2000, um breytingu á lagaákvæðum um fjármálaeftirlit. Jafnframt ber að mati úrskurðarnefndarinnar að horfa til 3. mgr. 14. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Verður hér fyrst vikið að fyrra ákvæðinu.</p> <p> </p> <p>Fyrsta og önnur málsgrein 14. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 7. gr. laga nr. 11/2000, eru svohljóðandi:</p> <p> </p> <p>„<a id="G14M1" name="G14M1">Fjármálaeftirlitið má veita eftirlitsstjórnvöldum annarra aðildarríkja EES-samningsins upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu skv. 13. gr. sé það liður í samstarfi ríkjanna um eftirlit með starfsemi eftirlitsskyldra aðila og slík upplýsingagjöf sé gagnleg til að unnt sé að framfylgja lögmæltu eftirliti. Slíkar upplýsingar má einungis veita með því skilyrði að um þær gildi þagnarskylda í hlutaðeigandi ríki. Þagnarskylda skv. 1. mgr. 13. gr. gildir um hliðstæðar upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið fær frá eftirlitsstjórnvöldum annarra aðildarríkja.</a></p> <p> </p> <p>Semja má við eftirlitsstjórnvöld ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins um skipti á upplýsingum, en þó því aðeins að gætt sé þagnarskyldu í samræmi við ákvæði þessarar greinar. Ákvæði 1. mgr. gilda um skipti á upplýsingum við stjórnvöld hér á landi eða erlendis sem fjalla um gjaldþrot og slit eftirlitsskyldra aðila, eftirlit með þeim sem framkvæma endurskoðun hjá þeim eða tryggingastærðfræðilegar úttektir. Sama gildir um þá sem eftirlit hafa með þessum aðilum. Í því skyni að stuðla að stöðugleika og öryggi á fjármálasviði skulu upplýsingaskipti einnig heimil milli eftirlitsstjórnvalda og stjórnvalda og aðila sem starfa að því að rannsaka brot á félagarétti.“</p> <p> </p> <p>Í skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að lögum nr. 11/2000, kemur fram að tilvitnuðu ákvæði sé ætlað að tryggja samræmi í vernd trúnaðarupplýsinga en jafnframt greið upplýsingaskipti eftirlitsaðila sem lúta sambærilegri þagnarskyldu þannig að þeir geti betur sinnt eftirlitshlutverki sínu.</p> <p> </p> <p>Í ljósi atvika máls þessa skiptir mestu að túlka niðurlag 2. mgr. 14. gr. laga nr. 87/1998, þar sem fram kemur að í því skyni að stuðla að stöðugleika og öryggi á fjármálasviði skulu upplýsingaskipti einnig heimil milli eftirlitsstjórnvalda og stjórnvalda og aðila sem starfa að því að rannsaka brot á félagarétti. Telja verður, að því leyti sem Fjármálaeftirlitið og eða Seðlabanki Íslands hafa sem eftirlitsstjórnvöld miðlað til ráðuneyta upplýsingum sem háðar voru þagnarskyldu þeirra þá falli sú miðlun undir þetta ákvæði. Verður jafnframt að túlka ákvæðið svo að slík upplýsingamiðlun um þagnarskyldar upplýsingar hafi verið heimil enda hafi sambærileg þagnarskylda hvílt á því stjórnvaldi sem tók við upplýsingunum. Í ákvæðinu felst því ekki regla um að sérstök þagnarskylda sem hvílir á Fjármálaeftirlitinu eða Seðlabankanum færist yfir á efnahags- og viðskiptaráðuneytið þegar það tekur við upplýsingum frá þessum aðilum um hagi aðila á fjármálamarkaði.</p> <p> </p> <p>Hér ber að mati nefndarinnar jafnframt að líta til þess að í 14. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, er fjallað um heimildir ráðherra til að afla upplýsinga frá stjórnvöldum sem starfa á málefnasviði hans, hvort sem þau heyra undir almenna yfirstjórn hans eða teljast sjálfstæð gagnvart þeim almennu heimildum í skilningi stjórnarráðslaganna. Ákvæði 14. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, hljóðar svo:</p> <p> </p> <p>„Ráðherra getur krafið stjórnvald, sem heyrir undir yfirstjórn hans, um hverjar þær upplýsingar og skýringar sem honum er þörf á til að sinna yfirstjórnarhlutverki sínu.</p> <p> </p> <p>Ráðherra getur krafið sjálfstæð stjórnvöld, sem heyra stjórnarfarslega undir hann, um hverjar þær upplýsingar og skýringar sem þörf er á til að sinna eftirliti skv. 13. gr. og öðrum lögmæltum skyldum ráðherra.</p> <p> </p> <p>Ef nauðsynlegt reynist í þessu sambandi að afhenda ráðherra upplýsingar sem almennar eða sérstakar þagnarskyldureglur taka til eru hann og ráðuneyti hans bundin þagnarskyldu með sama hætti og í þeim reglum greinir.“</p> <p> </p> <p>Í skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að lögum nr. 115/2011 kemur fram að með ákvæðum um stjórnsýslulegt samband ráðherra og annarra stjórnvalda í IV. kafla frumvarpsins, sem ákvæði 14. gr. tilheyrir, sé leitast við að orða nokkrar almennar leiðbeiningarreglur um stjórnunarheimildir ráðherra og eftirlit sem af þeim leiðir. Vísast hér m.a. til skýringa sem fylgdu 12. gr. frumvarpsins.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að aðild efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að nefnd um fjármálastöðugleika hafi leitt af stöðu efnahags- og viðskiptaráðherra í stjórnkerfinu og eðli þeirra málaflokka sem hann bar stjórnarfarslega ábyrgð á. Þrátt fyrir að umræddar upplýsingar hafi ekki nauðsynlega borist ráðuneytinu á grundvelli beinnar kröfu ráðherra, svo vísað sé til orðalags 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 115/2011, liggur engu að síður fyrir að þær hafa borist ráðuneytinu vegna lögmæltra skyldna ráðherrans á þessu sviði stjórnsýslunnar. Ber í því sambandi að hafa í huga að tilvist nefndar um fjármálastöðugleika byggist á ákvörðun tilgreindra ráðherra, með aðkomu annarra stjórnvalda, eins og rakið var hér að framan. Af þessari ástæðu verður jafnframt að líta svo á að upplýsingar sem borist hafa ráðuneytinu á grundvelli formlegs samstarfs stjórnvalda um eftirlit með fjármálastöðugleika geti fallið undir ákvæði 14. gr. laga um stjórnarráð Íslands. Af því leiðir ennfremur að ef þær upplýsingar eru eða voru háðar sérstakri þagnarskyldu hjá þeim stjórnvöldum sem létu upplýsingarnar af hendi, þá yfirfærist sú þagnarskylda á ráðuneytið, sbr. orðalag 3. mgr. 14. gr. laga nr. 115/2011.</p> <p> </p> <p>Á þessum grundvelli telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál, með vísan til 3. mgr. 14. gr. laga nr. 115/2011, að á efnahags- og viðskiptaráðuneytinu hvíli þær sérstöku þagnarskyldureglur sem raktar hafa verið hér að framan um þær upplýsingar sem ráðuneytinu hafa borist frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands vegna aðildar ráðuneytisins að nefnd um fjármálastöðugleika. Lög nr. 115/2011 tóku gildi þann 30. desember 2011, eða nokkrum dögum áður en kærandi lagði fram beiðni sína um aðgang að gögnum hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Líta verður svo á að tilvitnað ákvæði 3. mgr. 14. gr. eigi einnig við um upplýsingar sem ráðuneytinu hafa borist fyrir gildistöku ákvæðisins, með hliðsjón af almennum lagaskilareglum íslensks réttar.</p> <p> </p> <p>Í þessu ljósi ber næst að leysa úr því hvort eitthvað af þeim upplýsingum sem fram koma í skjali sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið afhenti úrskurðarnefndinni og geymir hluta af fundargerðum nefndar um fjármálastöðugleika falli undir sérstakar þagnarskyldureglur samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998, eða 35. gr. laga nr. 36/2001.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið umrætt skjal frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu ítarlega. Þar koma fram upplýsingar um umræður fundarmanna á fundum nefndar um fjármálastöðugleika. Bókanir lýsa viðhorfum fundarmanna og almennri upplýsingagjöf um stöðu [B] hf. á þeim tíma sem fundirnir fara fram. Þar koma ekki fram upplýsingar um viðskiptamenn [B], né um hagsmuni annarra aðila á markaði. Aðeins er í þessum hlutum fundargerðanna að finna upplýsingar um afstöðu fundarmanna til stöðu [B] hf. og um aðgerðir eða hugmyndir um aðgerðir stjórnvalda af því tilefni. Skjalið lýsir bæði viðhorfum um styrkleika og veikleika sem [B] hf. hafi í þeirri stöðu sem uppi var á þeim tíma er fundirnir fóru fram. Umfangsmikill hluti skjalsins lýsir afstöðu annars vegar Seðlabankans og hins vegar Fjármálaeftirlitsins til stöðu bankans og þeirri starfsemi sem þar fer fram.</p> <p> </p> <p>Eins og áður hefur verið rakið segir í 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 að starfsmenn bankans séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þær upplýsingar sem fram koma í skjali því sem hér er til umfjöllunar eru nokkuð gamlar. Vart verður séð að hagsmunir af leynd þeirra séu verulega ríkir út frá hagsmunum Seðlabankans sjálfs, eða viðskiptahagsmunum [B] hf. Upplýsingarnar í umræddu skjali, sem stafa frá Seðlabanka Íslands, eru því ekki þess eðlis að hægt sé að halda því fram að þær eigi að fara leynt samkvæmt lögum eða eðli máls, enda er [A] ehf. ekki óviðkomandi aðili hvað þessar upplýsingar varðar.</p> <p> </p> <p>Eins og einnig hefur verið rakið hér að framan þá segir í 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, að starfsmenn Fjármálaeftirlitsins séu bundnir þagnarskyldu og megi ekki að viðlagðri ábyrgð skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komist að í starfi sínu og leynt eigi að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þær upplýsingar sem fram koma í því skjali sem hér er til umfjöllunar eru nokkuð gamlar, eins og fram er komið. Vart verður séð að hagsmunir af leynd þeirra séu verulega ríkir út frá hagsmunum Fjármálaeftirlitsins sjálfs eða viðskiptahagsmunum [B] hf. Upplýsingarnar í umræddu skjali, sem stafa frá Fjármálaeftirlitinu, eru því ekki þess eðlis að hægt sé að halda því fram að þær eigi að fara leynt samkvæmt lögum eða eðli máls, enda er [A] ehf. ekki óviðkomandi aðili hvað þessar upplýsingar varðar.</p> <p> </p> <p>Aðgangi að umræddum upplýsingum verður því ekki hafnað með vísan til 13. gr. laga nr. 87/1998 eða 35. gr. laga nr. 36/2001, sbr. 3. mgr. 14. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands.</p> <p> </p> <p><strong>6.</strong></p> <p>Eins og að framan greinir leiðir af efni fundargerðanna að um rétt kæranda til aðgangs að þeim fer skv. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í 2. mgr. 9. gr. laganna segir að aðgangur aðila að skjölum og öðrum gögnum sem hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan eigi ekki við um þau gögn sem talin eru upp í 4. gr. og 6. gr. upplýsingalaga. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur byggt synjun sína á umbeðnum aðgangi á því að umrædd gögn teljist vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga annars vegar, og því að þau varði mikilvæga almannahagsmuni í skilningi 1. tölul. 6. gr. laganna hins vegar. Í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hafi ritað til eigin afnota. Þó skuli veita aðgang að vinnuskjölum hafi þau að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá.</p> <p> </p> <p>Af gögnum málsins er ljóst að umræddar fundargerðir voru ekki einvörðungu ritaðar til eigin afnota þess stjórnvalds er ritaði þær, heldur bárust þær til þeirra stjórnvalda sem áttu fulltrúa í umræddri nefnd um fjármálastöðugleika. Skilyrðum 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga er því ekki fullnægt og verður ekki á honum byggt í málinu.</p> <p><strong> </strong></p> <p>Samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins og varnarmál. Í skýringum við ákvæði 1. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir m.a. svo: „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. Í þessu sambandi skal og áréttað að samkvæmt niðurlagi 1. mgr. 2. gr. er gert ráð fyrir því að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar, þeim tengdar, berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að efnahagsstöðugleiki geti varðað öryggi ríkisins inn á við miklu. Hins vegar ber að líta til þess að nærri tvö ár eru liðin síðan síðasta fundargerðin sem mál þetta varðar var rituð. Ekkert í umbeðnu gagni er þess eðlis að það varði öryggi ríkisins miklu verði upplýsingarnar afhentar kæranda.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>7.</strong></p> <p>Með vísan til framangreinds ber fjármála- og efnahagsráðuneytinu að afhenda kæranda, [A] ehf., afrit af þeim hlutum fundargerða nefndar um fjármálastöðugleika þar sem fjallað var um málefni [A], áður [B] hf., eftir 1. október 2009 og þar til félagið lagði fram beiðni sína um aðgang að gögnum, dags. 6. janúar 2012.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Fjármála- og efnahagsráðuneytið skal afhenda kæranda, [A] ehf., afrit af þeim hlutum fundargerða nefndar um fjármálastöðugleika þar sem fjallað var um málefni [A], áður [B] hf., eftir 1. október 2009 og þar til félagið lagði fram beiðni sína um aðgang að gögnum, dags. 6. janúar 2012. Beiðni kæranda um aðgang að sambærilegum fundargerðum fyrir 1. október 2009 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p><br /> </p> <p>Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <span><br clear="all" /> </span> <p> </p> <br /> |
A-464/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012 | Kærð var afgreiðsla Samkeppniseftirlitsins á beiðni um aðgang að gögnum sem aflað var í tengslum við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 17/2010. Aðgangur veittur að hluta. Synjun staðfest að hluta. Kærunni að öðru leyti vísað frá. | <h3><strong>ÚRSKURÐUR<br /> </strong><strong> </strong></h3> <p>Hinn 20. desember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-464/2012.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni</strong></h3> <p>Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 17. ágúst 2012, kærði [A] hdl., f.h. [B] hrl., afgreiðslu Samkeppniseftirlitsins á beiðni hans um aðgang að gögnum sem aflað var í tengslum við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 17/2010, Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintri misnotkun Mjólkursamsölunnar ehf. á markaðsráðandi stöðu. Fyrirliggjandi er gagnaskrá sem inniheldur annars vegar lista yfir 142 gögn og hins vegar lista yfir níu gögn úr húsleit Samkeppniseftirlitsins hjá Mjólkursamsölunni ehf.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Málsatvik og málsmeðferð</strong></h3> <p>Sem fyrr segir barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 17. ágúst 2012. Kærandi byggir rétt sinn til aðgangs á gögnum á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um upplýsingarétt almennings. Annars vegar telur hann sig eiga rétt á frekari gögnum en tilgreind eru á fyrirliggjandi gagnaskrá og hins vegar að hann eigi rétt á aðgangi að þeim gögnum sem þar eru tilgreind en Samkeppniseftirlitið hefur synjað um aðgang að. Kærandi rekur málsástæður fyrir kærunni m.a. með eftirfarandi hætti:</p> <p> </p> <p>„Í hinni kærðu ákvörðun er því hafnað að önnur gögn en þau sem tilgreindu eru á þar til gerðum gagnalista geti talist til gagna málsins. Þó liggur fyrir að SE hefur undir höndum umtalsvert magn annarra gagna en þar koma fram. Kærandi byggir á því að rökstuðningi SE sé nokkuð ábótavant þar sem komist er að niðurstöðu um hvaða gögn geti mögulega fallið undir upphaflega beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum málsins.</p> <p> </p> <p>Í umsagnarskjali kæranda dags. 25. mars 2011 var vísað til álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5481/2008 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hugtakið „gögn máls“ í skilningi 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 („ssl.“) væri óháð því hvort viðkomandi gagn hafi í reynd efnislega þýðingu fyrir úrlausn máls, eða hvort sérstaklega sé byggt á því við meðferð þess. Rétturinn til að kynna sér gögn máls nær því til allra gagna hvers máls, óháð hvort stjórnvald hyggist beita umræddum gögnum.</p> <p> </p> <p>SE hafnaði því að tilvitnað álit umboðsmanns Alþingis hefði fordæmisgildi. Byggist niðurstaða SE á því að aðili máls eigi rétt á aðgangi að gögnum máls á grundvelli 15. gr. ssl. en í þessu máli hér sé kærandi ekki aðili máls og fari því um upplýsingarétt hans eftir 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 („uppl.“). Samkvæmt þessu er það skilningur SE að umfjöllun um 15. gr. ssl. geti ekki með nokkru móti talist varða umfjöllun um beitingu 3. gr. upp. Kærandi byggir á því að þessi skilningur SE sé efnislega rangur.“</p> <p> </p> <p>Þá kemur eftirfarandi jafnframt fram í kærunni:</p> <p> </p> <p>„Kærandi byggir á því að SE beri að veita honum aðgang að gögnum nr. 1-3, 6, 14, 15, 72, 76-78, 80-88, 90-95, 98-104, 106-108, 110-118, 121-122, 124, 127-135, 137-139, 141 og 142 ásamt gögnum 1-9 úr húsleit samkvæmt áðurnefndri gagnaskrá.</p> <p> </p> <p>Í hinni kærðu ákvörðun er synjunin rökstudd með þeim hætti að gögnin varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra aðila sem þar eru tilgreindir og því synjað um aðgang að gögnum á grundvelli 5. gr. uppl. Auk þess er byggt á 72. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 varðandi gagn nr. 3 ásamt gögnum úr húsleit nr. 1-9.</p> <p> </p> <p>Ákvæði 2. málsl. 5. gr. uppl. byggist á atviksbundnu mati á því hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla megi, að það sé til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að upplýsingunum. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar.</p> <p> </p> <p>Kærandi byggir á því að rökstuðningi SE sé verulega ábótavant í hinni kærðu ákvörðun hvað slíkt mat varðar. Skortir þannig nokkuð á að metið sé í hverju tilfelli hvort að upplýsingar þær sem beðið er um séu svo viðkvæmar að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda MS tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Þannig er ekki metið hversu líklegt er að tjón verði, ef upplýsingar væru veittar, sem og að litið sé, með fullnægjandi hætti, til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og ekki síst aldurs gagnanna. Ekki er heldur að sjá að sérstök afstaða hafi verið tekin til þýðingu hvers skjals fyrir rekstur MS þann dag sem matið fór fram.  Bersýnileg þörf er á slíku almennu mati þar sem tekið er tillit til framangreindra þátta. Að því búnu ber að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir MS eða hagsmunir þeir er byggja á meginreglu 3. gr. uppl. um aðgang að gögnum. Er þessi réttur samkvæmt 3. gr. uppl. talinn svo mikilvægur að ekki er einu sinni gerð krafa um að sá er óski gagna samkvæmt ákvæðinu þurfi að sýna fram á tengsl við málið eða aðila þess né sérstaka hagsmuni af því að fá eða nota umbeðnar upplýsingar. </p> <p> </p> <p>Ljóst er að um þrönga undantekningu er að ræða frá þeirri meginreglu að veita beri aðgang að öllum gögnum máls.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 22. ágúst, var Samkeppniseftirlitinu kynnt framkomin kæra. Eftirlitinu var jafnframt veittur frestur til 7. næsta mánaðar til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi væri þess óskað. Ennfremur var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit þeirra gagna sem kæran lyti að. Samkeppniseftirlitið óskaði eftir framlengingu frests og var fresturinn framlengdur til 14. september. Svar barst frá Samkeppniseftirlitinu 13. september ásamt afriti gagna og gagnaskrá. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Líkt og rakið var í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er ljóst að ekki öll þau gögn sem aflað er í tilteknu máli varða það mál sem skal rannsakað í skilningi 3. gr. upplýsingalaga. Í því máli sem beiðni kæranda sneri að var framkvæmd húsleit á starfsstöð MS og ýmissa gagna aflað sem á vettvangi voru talin geta haft tengsl við það mál sem til rannsóknar var. Um slíkar húsleitir gildir ákvæði 20. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 þar sem segir að Samkeppniseftirlitið geti, við rannsókn máls, gert nauðsynlegar athuganir á starfsstað fyrirtækis og samtaka fyrirtækja og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum eða ákvörðunum samkeppnisyfirvalda. Þá segir að við framkvæmd aðgerða skuli fylgja ákvæðum laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 um leit og hald á munum. Við framkvæmd húsleitarinnar var notuð sú aðferð að afrita tölvugögn í heilu lagi í stað þess að skoða öll gögn á staðnum. Sú aðferð þykir minna íþyngjandi og telst lögmæt, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 178/2002 Samkeppnisstofnun gegn Skeljungi. Þessi aðferð felur það hins vegar í sér að Samkeppniseftirlitið getur, á meðan rannsókn málsins stendur yfir, búið yfir miklu magni gagna sem enga tengingu hafa við viðkomandi mál. Þar á meðal eru til að mynda persónulegir tölvupóstar ákveðinna starfsmanna og fleiri gögn sem á engan hátt geta talist málsgögn. Er ekki unnt að fallast á að slík gögn geti almennt séð verið andlag upplýsingaréttar og skiptir vitaskuld miklu að umræddra gagna er aflað í aðgerð sem lýtur lögum um meðferð sakamála.</p> <p> </p> <p>Bent skal á í þessu sambandi að með dómi Hæstaréttar Íslands frá 26. nóvember 2009 í máli nr. 633/2009, Valitor hf. gegn Samkeppniseftirlitinu, var Samkeppniseftirlitinu gert að eyða öllum afritum tiltekinna gagna sem aflað hafði verið með húsleit. Taldi Hæstiréttur að Samkeppniseftirlitið hefði ekki sýnt fram á að umrædd gögn vörðuðu efnisatriði rannsóknarinnar eða að aðrar rannsóknarnauðsynjar stæðu til þess að eftirlitið héldi afritum gagnanna að einhverju leyti eða öllu.</p> <p> </p> <p>Í þeirri rannsókn sem hér er til umfjöllunar leitaði Samkeppniseftirlitið í þeim gögnum sem aflað var í húsleitinni og afmarkaði tiltekin gögn, sem síðan urðu grundvöllur ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2010, Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintri misnotkun Mjólkursamsölunnar ehf. á markaðsráðandi stöðu. Þau gögn eru tiltekin á gagnalista málsins.  Önnur gögn sem aflað var með húsleitinni varða ekki rannsóknina og var eytt með hliðsjón af því sem rakið er hér að framan.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds og þeirra sjónarmiða sem fram komu í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þann 13. ágúst sl., sbr. einnig dóm Hæstaréttar í máli nr. 83/2003, getur Samkeppniseftirlitið ekki fallist á það mat kæranda að öll þau gögn sem aflað var í tengslum við umrætt mál teljist til gagna málsins. Hvað varðar umfjöllun kæranda um gagnalista þann sem Samkeppniseftirlitið afhenti í upphafi máls vísast til umfjöllunar í ákvörðun eftirlitsins auk umfjöllunar hér á undan. Á gagnalistanum er að finna öll þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 17/2010. Eins og þegar hefur verið bent á er ómögulegt að telja að öll þau gögn sem fengust við húsleit hjá MS teljist gögn málsins í þeim skilningi að veita beri aðgang að þeim.</p> <p> </p> <p>Í þessu sambandi heldur kærandi því fram að fyrirliggjandi gagnalisti geti ekki talist tæmandi. Er þetta rökstutt með því að í ákvörðuninni sjálfri sé bent á að „fjölmörg tilboð“ MS og gögn gefi ekki til kynna að MS hafi beitt undirverðlagningu eða sértækum afsláttum í því skyni að hindra virka samkeppni með ólögmætum hætti. Þá sé í ákvörðuninni vikið að gögnum um „ýmsa auglýsinga og markaðsstyrki“ og fjallað um samninga félagsins út frá því hvort um einkakaupasamninga hafi verið að ræða. Af þessu dregur kærandi þá ályktun að Samkeppniseftirlitið hafi byggt niðurstöðu málsins á gögnum sem ekki séu á gagnalistanum.</p> <p> </p> <p>Af þessu tilefni er rétt að benda á að vísað er til fjölmargra tilboða MS í tengslum við mat á því hvort MS hafi beitt undirverðlagningu eða sértækum afsláttum í því skyni að þröngva Mjólku út af markaði eða hindra að öðru leyti samkeppni. Framlegðargögn liggja til grundvallar því mati auk ýmissa upplýsinga sem aflað var frá aðilum á markaði. Er gerð grein fyrir þeim gögnum í gagnalista. Sama máli gegnir um tilvísun til auglýsinga- og markaðsstyrkja. Þá ber að árétta að við yfirferð húsleitargagna leitaði Samkeppniseftirlitið eftir tölvupóstum, samningum og gögnum sem athugaverð kynnu að vera út frá rannsóknarefninu, þ.e. þeim vísbendingum um samkeppnislagabrot sem upphaflega urðu tilefni rannsóknar. Finni Samkeppniseftirlitið ekki slík gögn hefur það óhjákvæmilega áhrif á eðli og umfang gagnalistans.</p> <p> </p> <p>Um úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 9/2010 hefur verið fjallað í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 13. ágúst sl. Rétt er árétta að í því máli var einungis til umfjöllunar afhending Samkeppniseftirlitsins á gögnum sem tiltekin voru á gagnalista þess máls. Ekki kom til álita í því máli að afhenda á grundvelli upplýsingalaga gögn sem aflað var í húsleit en ekki höfðu ratað á gagnalista. Varðandi mat á því hvaða gögn sæta takmörkun á upplýsingarétti verður að ítreka þann reginmun á máli þessu og því máli, að þar var um brot á samkeppnislögum að ræða og sýndu gögn málsins fram á það. Samkeppniseftirlitið hefur almennt talið að það sé ekki hlutverk þess að halda leynd yfir gögnum sem sýna fram á lögbrot. Í máli því sem hér er til umfjöllunar var niðurstaðan sú að ekki hafi verið um brot á samkeppnislögum að ræða og málsatvik því engan veginn sambærileg. Að öðru leyti vísast til umfjöllunar í fyrrnefndri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.</p> <p> </p> <p>Hvað varðar umfjöllun kæranda um að leggja eigi að jöfnu rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. gr. upplýsingalaga og að skilningur Samkeppniseftirlitsins á þeim reglum sem um lagaákvæði þessi gilda sé rangur vísast til sjónarmiða sem rakin eru í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 13. ágúst sl. Þar hafnar Samkeppniseftirlitið því að tilvísun kæranda til álits umboðsmanns Alþingis nr. 5481/2008 geti breytt mati Samkeppniseftirlitsins á því hvaða gögn teljist gögn málsins og hvaða upplýsingar falli ekki þar undir.“</p> <p> </p> <p>Þá kemur eftirfarandi jafnframt fram í bréfinu:</p> <p> </p> <p>„Í kæru heldur kærandi því fram að mati Samkeppniseftirlitsins á því hvort upplýsingar sem synjað er um aðgang að falli undir undantekningarreglur upplýsingalaga, þ.e. 4. – 6. gr., sé ábótavant. Slíkt mat fór fram og var það framkvæmt með tilliti til hvers gagns fyrir sig. Sjá má m.a. að Samkeppniseftirlitið veitti aðgang að fleiri gögnum en [ ] f.h. MS samþykkti í bréfi sínu í tengslum við mál þetta. Er það afleiðing atviksbundins mats á hverju gagni fyrir sig. Í þeim gögnum sem Samkeppniseftirlitið synjaði kæranda um aðgang að er að finna upplýsingar sem eftirlitið telur falla undir undantekningarreglur upplýsingalaga og er það mat rökstutt í ákvörðun eftirlitsins með greinargóðum hætti og vísast til þeirrar umfjöllunar. Ekki er hægt að ætlast til þess að fram komi í ákvörðun stjórnvalds frekari upplýsingar en fram koma í kærðri ákvörðun, en með nánari útlistun á því hvers vegna gagn er talið falla undir 4. - 6. gr. upplýsingalaga væri í raun verið að veita aðgang að a.m.k. hluta innihalds gagnsins.</p> <p> </p> <p>Í niðurlagi kæru segir að kærandi sé þeirrar skoðunar að ekki hafi með fullnægjandi hætti verið rökstutt að hin þrönga undantekningarregla 5. gr. upplýsingalaga eigi við, að minnsta kosti ekki í jafnríkum mæli og henni er beitt í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið bendir á að fjöldi skipta sem undantekningarreglu er beitt í einu máli kallar ekki á lengri rökstuðning, þetta tvennt fylgist ekki að. Notkun undantekningarreglu 5. gr. upplýsingalaga í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er rökstudd á greinargóðan hátt og er farið yfir hvert gagn fyrir sig og vísað til hennar þar sem það er mat eftirlitsins að hún eigi við.“</p> <p> </p> <p>Afrit af svari Samkeppniseftirlitsins var sent kæranda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 19. september. Með bréfinu var kæranda gefið færi á að gera frekari athugasemdir í ljósi kæru sinnar til 1. október og bárust þær úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 28. september. Í bréfinu eru þau sjónarmið sem fram koma í kæru ítrekuð og því m.a. mótmælt að Samkeppniseftirlitnu sé í sjálfsvald sett hvaða gögn rati á gagnaskrá og takmarki með þeim hætti hvaða gögn geti mögulega verið háð upplýsingarétti. Þá fer kærandi nokkrum orðum um beitingu Samkeppniseftirlitsins á undantekningarákvæðum 4. – 6. gr. upplýsingalaga.  Í bréfinu kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Kærandi byggir á því að flest ef ekki öll þau gögn sem neitað var um aðgang að í málinu geti ekki talist hafa að geyma upplýsingar þess eðlis að synja beri um aðgang að þeim, eða að öðrum kosti að veita verði aðgang að gögnunum þar sem þær upplýsingar sem falla ættu undir undanþágureglur 4.-6. gr. upplýsingalaga séu afmáðar með útstrikunum eða öðrum sambærilegum hætti, sbr. 7. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Eins og áður hefur fram komið geta viðskiptahagsmunir ekki staðið því í vegi að aðgangur verði veittur. Bendir kærandi á úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-316/2009[.]</p> <p> </p> <p>[...]</p> <p> </p> <p>Ekki verður ráðið af hinni kærðu ákvörðun að mat hafi farið fram á því hvort tjón geti orðið, þaðan af síður hversu mikið. Bendir kærandi á í því samhengi að upplýsingarnar eru flestar margra ára gamlar sem gerir það að verkum að viðskiptahagsmunir geta ekki átt við. Hefur áður verið nefndur dómur Hæstaréttar Íslands frá árinu 2000, bls. 1309 (mál nr. 455/1999) í þessu samhengi. Fordæmi eru því fyrir því að nái gögn þriggja ára aldri valdi því að þau teljist ekki lengur hafa viðskiptahagsmunalegt gildi. Verður að ætla að meirihluti allra þeirra gagna er Samkeppniseftirlitið hefur undir höndum sé eldri en svo. Í þeim tilvikum sem svo kann ekki að vera er enn ítrekað það sem áður hefur komið fram um að veita ber engu að síður aðgang að öðrum hluta þeirra skjala sbr. 7. gr. upplýsingalaganna.</p> <p> </p> <p>Varðandi aldur gagnanna styðst Samkeppniseftirlitið við leiðbeiningarreglur eftirlitsstofnunar EFTA með gagnrýnisverðum hætti. Þannig virðist eftirlitið beita gagnályktun á þá reglu sem þar er sett fram, um að gögn eldri en fimm ára skuli yfirleitt ekki teljast trúnaðarmál, með þeim hætti að telja að öll gögn yngri en fimm ára skuli í heild sinni undanþegin upplýsingarétti. Þessi túlkun er röng. Aldur gagna er til vísbendingar um að upplýsingar um viðskiptahagsmuni sem í þeim er að finna séu ekki jafn mikilvægar og áður og þ.a.l. ekki sama þörfin fyrir að þær fari leynt. Þetta ber að meta í hverju tilfelli fyrir sig og má vísa til dóms Hæstaréttar, sem áður var nefndur, í þeim efnum þar sem þriggja ára gömul gögn voru talin það gömul í þessum skilningi að viðskiptahagsmunir réttlættu ekki synjun að aðgengi þeirra gagna. Þá skal það enn ítrekað að Samkeppniseftirlitið hefur með öllu virt að vettugi 7. gr. upplýsingalaganna um að veita beri aðgang að þeim hluta skjala sem ekki hafa að geyma viðkvæmar viðskiptaupplýsingar.</p> <p> </p> <p>Þá bendir kærandi á að fyrirtækið sem þessar upplýsingar varðar hefur í dag enga samkeppnisaðila. Verður því að telja það ljóst að hagsmunir samkeppnisréttarlegs eðlis eru ekki til staðar og þ.a.l. geta ekki verið fyrir hendi viðskiptahagsmunir af samkeppnisréttarlegum toga sem geta með nokkru móti leitt til málefnalegrar synjunar um aðgang að gögnum. Í ljósi einokunarstöðu á markaði, þ.e. skorts á samkeppni, verður að leggja til grundvallar að jafnvel afhending gagna, sem að öðrum kosti væru talin hafa að geyma viðskiptalegar upplýsingar, myndi ekki fela í sér tjón fyrir Mjólkursamsöluna ehf.“</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Niðurstöður</strong></h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 17. ágúst 2012. Kæruefnið er tvíþætt, annars vegar er um að ræða rétt kæranda til aðgangs að frekari gögnum en tilgreind eru á gagnaskrá og hins vegar rétt kæranda til aðgangs að þeim gögnum sem þar eru tilgreind en Samkeppniseftirlitið hefur synjað um aðgang að. Synjað var um aðgang að gögnum nr. 1-3, 6, 14, 15, 72, 76-78, 80-88, 90-95, 98-104, 106-108, 110-118, 121-122, 124, 127-135, 137-139, 141 og 142 ásamt gögnum 1-9 úr húsleit samkvæmt gagnaskrá vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 17/2010 sem úrskurðarnefndin fékk afhenta með bréfi, dags. 13. september.</p> <p> </p> <p>Gögnin ásamt númeri þeirra í gagnaskrá eru eftirfarandi:</p> <p>1.         Bréf Samkeppniseftirlitsins (SE) til Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 4. júní 2007. Krafa um húsleitarheimild, ásamt meðfylgjandi fylgiskjölum.</p> <p>2.         Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. júní 2007 í máli nr. R-283/2007.</p> <p>3.         Skrá yfir haldlögð gögn, dags. 5. júní 2007.</p> <p>6.         Bréf frá SE til [ ], dags. 13. júní 2007. Afhending afrita af úrskurðarbeiðni og  fylgigögnum vegna dómsúrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R-283/2007 um húsleit hjá Mjólkursamsölunni ehf., [ ] svf. og [ ] sf.</p> <p>14.       Bréf frá [ ] til SE, dags. 8. apríl 2009. Svar við beiðni SE um gögn og upplýsingar frá 12. mars 2009, ásamt fylgigögnum.</p> <p>15.       Bréf frá SE til [ ], dags. 8. júní 2009. Frekari gagna- og upplýsingabeiðni.</p> <p>72.       Tölvupóstur frá [ ] til SE, dags. 9. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>76.       Tölvupóstur frá [ ] ehf. til SE, dags. 14. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>77.       Tölvupóstur frá [ ] ehf. til SE, dags. 15. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>78.       Tölvupóstur frá [ ] til SE, dags. 16. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>80.       Tölvupóstur frá [ ] svf. til SE, dags. 16. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>81.       Bréf frá [ ] til SE, dags. 16. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>82.       Tölvupóstur frá [ ] til SE, dags. 19. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>83.       Tölvupóstur frá SE til [ ], dags. 19. júní 2009. Upplýsingabeiðni.</p> <p>84.       Tölvupóstur frá [ ] til SE, dags. 20. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>85.       Bréf frá [ ] hf. til SE, dags. 21. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>86.       Bréf frá [ ] ehf. til SE, dags. 22. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>87.       Tölvupóstur frá [ ] til SE, dags. 22. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>88.       Tölvupóstur frá [ ] til SE, dags. 22. júní 2009. Ósk um frest.</p> <p>90.       Bréf frá [ ] ehf. til SE, dags. 23. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>91.       Bréf frá [ ], ásamt fylgiskjölum, til SE, dags. 23. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>92.       Tölvupóstur frá [ ] til SE, dags. 23. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>93.       Bréf frá [ ], ódags. (barst SE 23. júní 2009). Svar við gagnabeiðni.</p> <p>94.       Tölvupóstur frá [ ] til SE, dags. 23. júní 2008, Svar við gagnabeiðni.</p> <p>95.       Bréf [ ] til SE, ódags. (barst 23. júní 2009). Svar við gagnabeiðni.</p> <p>98.       Tölvupóstur frá [ ] til SE, dags. 24. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>99.       Bréf frá [ ] til SE, dags. 25. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>100.     Tölvupóstur frá [ ] til SE, dags. 26. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>101.     Bréf frá [ ] ehf. til SE, dags. 26. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>102.     Bréf frá [ ] ehf., ásamt fylgigögnum, til SE, dags. 27. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>103.     Bréf frá [ ] hf., ásamt fylgigögnum, til SE, dags. 29. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>104.     Tölvupóstur frá [ ] til SE, dags. 29. júní 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>106.     Bréf frá [ ] ehf. til SE, dags. 2. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>107.     Tölvupóstur frá [ ] til SE, dags. 2. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>108.     Tölvupóstur frá [ ] til SE, dags. 3. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>110.     Tölvupóstur frá [ ] ehf. til SE, dags. 6. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>111.     Tölvupóstur frá [ ] ehf. til SE, dags. 6. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>112.     Bréf frá [ ] hf. til SE, dags. 6. júlí 2009. Ósk um frest.</p> <p>113.     Tölvupóstur frá SE til [ ] hf., dags. 6. júlí 2009. Ósk um nánari skýringar á svari við gagnabeiðni.</p> <p>114.     Tölvupóstur frá [ ] ehf. [ ] til SE, dags. 8. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>115.     Tölvupóstur frá [ ] ehf. til SE, dags. 8. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>116.     Tölvupóstur frá [ ] ehf. til SE, dags. 9. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>117.     Tölvupóstur frá [ ] ehf. til SE, ódags. (barst SE 9. júlí 2009). Svar við gagnabeiðni.</p> <p>118.     Tölvupóstur frá [ ] ehf. til SE, dags. 9. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>121.     Tölvupóstur frá [ ] hf. til SE, dags. 13. júlí 2009, Svar við upplýsingabeiðni.</p> <p>122.     Bréf frá [ ] til SE, dags. 14. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>124.     Tölvupóstur frá [ ] ehf. til SE, dags. 15. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>127.     Tölvupóstur frá [ ] ehf. til SE, dags. 22. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>128.     Tölvupóstur frá [ ] ehf. til SE, dags. 22. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>129.     Tölvupóstur frá [ ] hf. til SE, dags. 23. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>130.     Tölvupóstur frá SE til [ ]. hf., dags. 23. júlí 2009. Ósk um nánari skýringar á svari við gagnabeiðni.</p> <p>131.     Bréf frá [ ] til SE, dags. 24. júlí 2009. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>132.     Bréf frá [ ] f.h. [ ] hf. til SE, dags. 29. júlí 2009, ásamt fylgigögnum. Svar við gagnabeiðni.</p> <p>133.     Tölvupóstur frá [ ] hf. til SE, dags. 29. júlí 2009. Svar við upplýsingabeiðni.</p> <p>134.     Bréf frá [ ] hf. til SE, ódags. (barst SE 28. september 2009). Svar við gagnabeiðni.</p> <p>135.     Tölvupóstur frá SE til [ ] hf., dags. 28. september 2009. Ósk um nánari skýringar á vari við gagnabeiðni.</p> <p>137.     Tölupóstur frá SE til [ ], dags. 14. júlí 2009. Ítrekun á beiðni um afhendingu gagna um kjör [ ] til [ ].</p> <p>138.     Reikningar frá [ ] ehf., bárust Samkeppniseftirlitinu 8. október 2009. Reikningar frá [ ] ehf., bárust Samkeppniseftirlitinu 12. október 2009.</p> <p>139.     Listi yfir hreyfingar lánadrottna frá [ ] ehf., bárust Samkeppniseftirlitinu 14. október 2009.</p> <p>141.     Bréf SE til [ ] hf., dags. 29. október 2009. Ítrekun á gagnabeiðni.</p> <p>142.     Fundargerð SE með forsvarsaðilum [ ] hf. 4. nóvember 2009. [ ] svarar gagnabeiðni frá SE frá 28. september 2009 munnlega á fundi skv. ósk þar um. Upplýsingar um viðskiptakjör.</p> <p> </p> <p>Gögn úr húsleit:</p> <p>1.         Framlegðargreining FETA, ódagsett.</p> <p>2.         Framlegð mjólkurvara dags. janúar 2007.</p> <p>3.         Framleiðslubókhald, sýrður rjómi m/graslauk 200 gr.ds., ódagsett.</p> <p>4.         Framleiðslubókhald, sýrður rjómi m/hvítlauk 200 gr.ds., ódagsett.</p> <p>5.         Framleiðslubókhald, sýrður rjómi m/sveppum 200 gr.ds., ódagsett.</p> <p>6.         Framleiðslubókhald, sýrður rjómi 18%, 200 gr.ds., ódagsett.</p> <p>7.         Framleiðslubókhald, sýrður rjómi 10% 200 gr.ds., ódagsett.</p> <p>8.         Framleiðslubókhald, sýrður rjómi 36% 200 gr.ds., ódagsett.</p> <p>9.         Kókómjólk vs. Kappi – Verð og framlegð, dags. 21.12.2008.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja; skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í 22. gr. upplýsingalaga er kveðið á um það að stjórnvöldum sé skylt að skrá mál, sem komi til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Það er sérstakt álitaefni sem leysa ber úr hverju sinni m.t.t. atvika máls og aðstæðna hvaða gögn það eru sem tengjast máli með það skýrum hætti að þau teljist til gagna máls í skilningi upplýsingalaga og beri að varðveita sem gögn í því máli í málaskrá, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga.</p> <p> </p> <p>Af hálfu Samkeppniseftirlitsins hefur verið vísað til þess að öðrum gögnum en þeim sem talin eru upp að framan, sem aflað var í húsleit í tengslum við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 17/2010, Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintri misnotkun Mjólkursamsölunnar ehf. á markaðsráðandi stöðu, hafi verið eytt.</p> <p> </p> <p>Í málinu liggur fyrir að Samkeppniseftirlitið hefur afhent hluta gagna þess máls sem hér um ræðir en synjað um aðgang að öðrum sem tilgreind eru á sérstakri gagnaskrá eins og fram hefur komið. Önnur gögn sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að eru hins vegar ekki fyrirliggjandi hjá kærða. Af framangreindu leiðir að í málinu liggur ekki fyrir synjun Samkeppniseftirlitsins á afhendingu annarra ganga en þeirra sem sérstaklega eru tilgreind í kafla 1 í niðurstöðum hér að framan.</p> <p> </p> <p>Af þessum sökum ber að vísa þeim þætti kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið synjaði Samkeppniseftirlitið kæranda um aðgang að gögnum nr. 1-3, 6, 14, 15, 72, 76-78, 80-88, 90-95, 98-104, 106-108, 110-118, 121-122, 124, 127-135, 137-139, 141 og 142 ásamt gögnum 1-9 úr húsleit samkvæmt gagnaskrá vegna ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 17/2010 með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Þess ber að geta að í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga kemur fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði hefur hins vegar verið litið svo á að sérstök þagnarskylduákvæði geti ein og sér komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Í 34. gr. samkeppnislaga eru ákvæði um þagnarskyldu sem ekki eru sérstök þagnarskylduákvæði í framangreindum skilningi. Þótt húsleit hafi farið fram á grundvelli sakamálalaga nr. 88/2008, sbr. 20. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, lauk málinu með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ekki væri tilefni til aðgerða þar sem gögn málsins gáfu ekki til kynna að Mjólkursamsalan ehf. hefði farið út fyrir ramma samkeppnislaga. Að þessu gættu verður að byggja á því að um rétt almennings til gagna máls þessa fari samkvæmt upplýsingalögum nr. 50/1996, enda hefur ekki komið fram að málið teljist sakamál í skilningi 1. mgr. 2. gr. þeirra laga.</p> <p><strong> </strong></p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“ Þá er í 7. gr. laganna kveðið á um að eigi ákvæði 4.-6. gr. laganna aðeins við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni þess.</p> <p><strong> </strong></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau gögn sem Samkeppnieftirlitið hefur afhent nefndinni og tengjast ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 17/2010, Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintri misnotkun Mjólkursamsölunnar ehf. á markaðsráðandi stöðu. Er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að gagn nr. 3 á gagnaskrá: <em>Skrá yfir haldlögð gögn, dags. 5. júní 2007</em> fyrir utan lista yfir þau gögn sem haldlögð voru á starfstöðvum [C] og [D], gagn nr. 6 á gagnaskrá: <em>Bréf frá SE til</em> [ ]<em>, dags. 13. júní 2007</em> án fylgiskjala og gagn nr. 15 á gagnaskrá: <em>Bréf frá SE til</em> [ ]<em>, dags. 8. júní 2009. Frekari gagna- og upplýsingabeiðni</em> innihaldi ekki upplýsingar sem leynt eigi að fara og varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Mjólkursamsölunnar ehf. eða annarra aðila.</p> <p> </p> <p>Þær upplýsingar sem fram koma í öðrum gögnum eru þess eðlis að sanngjarnt er og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga, s.s. hvort þeir eru í viðskiptum við Mjólkursamsöluna ehf. og með hvaða hætti og önnur atriði sem tengjast þeirra rekstri. Þá innihalda skjölin einnig upplýsingar er varða viðskiptahagsmuni Mjólkursamsölunnar ehf. Umræddar upplýsingar eru þess eðlis að komist þær í hendur óviðkomandi getur það komið niður á rekstarfærni fyrirtækjanna. Þessar upplýsingar koma svo víða fram að ekki þykir ástæða til að veita aðgang að gögnunum að hluta með vísan til 7. gr. upplýsingalaga eins og kærandi hefur vísað til.</p> <p> </p> <p>Með vísan til alls framangreinds er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að önnur gögn en þau sem tilgreind eru að framan feli í sér upplýsingar er falli undir síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga. Ber því að fallast á synjun Samkeppniseftirlitsins á afhendingu umræddra gagna en það er mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þær upplýsingar sem umrædd gögn hafa að geyma séu til þess fallnar að valda þeim lögaðilum sem þær varða tjóni yrðu þær gerðar opinberar enda lúta þær að viðskiptum þeirra og rekstri.</p> <p> </p> <p>Að fenginni ofangreindri niðurstöðu þykir ekki ástæða til að fjalla um aðrar málsástæður sem hafðar hafa verið uppi vegna málsins.</p> <p> </p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Samkeppniseftirlitinu ber að afhenda kæranda [A] hdl., f.h. [B] hrl., gagn nr. 3 á gagnaskrá þeirri sem tilreind er í úrskurði þessum, <em>Skrá yfir haldlögð gögn, dags. 5. júní 2007</em> fyrir utan lista yfir þau gögn sem haldlögð voru á starfstöðvum [C] og [D]. Jafnframt skal afhenda gagn nr. 6 á gagnaskrá: <em>Bréf frá SE til</em> [ ]<em>, dags. 13. júní 2007</em> án fylgiskjala og gagn nr. 15 á gagnaskrá: <em>Bréf frá SE til</em> [ ]<em>, dags. 8. júní 2009. Frekari gagna- og upplýsingabeiðni.</em></p> <p> </p> <p>Staðfest er synjun Samkeppniseftirlitsins á að veita kæranda, [A] hdl., f.h. [B] hrl., afrit af öðrum gögnum sem tilgreind eru á gagnaskránni.</p> <p> </p> <p>Að öðru leyti er kæru þessa máls á hendur Samkeppniseftirlitnu vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> <span> </span></p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                                                 Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
A-466/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012. | Kærð var synjun Akureyrarbæjar á beiðni um aðgang að tveim skýrslum er vörðuðu eineltismál. Skýrsla gagn í máli sem lokið var með ákvörðun um rétt og skyldu kæranda. Einkamálefni einstaklinga. Vísað frá varðandi aðra skýrsluna. Staðfest synjun að undanskildum tilteknum hlutum úr hinni skýrslunni. | <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <p>Hinn 20. desember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-466/2012.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></h3> <p>Þann 13. nóvember 2012, kærði [A] hdl., f.h. [B], til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Akureyrarbæjar, dags. 19. október, á beiðni kæranda, dags. 15. október, um aðgang að skýrslu [C] sérfræðings og beiðni hans, dags. 16. október, um aðgang að skýrslu fyrirtækisins Lífs og sálar ehf., dags. 23. mars 2011. </p> <p> </p> <p>Í kærunni kemur fram að kærandi hafi aðeins fengið aðgang að ákveðnum hluta umbeðinna gagna með bréfi bæjarlögmanns Akureyrarbæjar, dags. 19. október.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Kæran var send Akureyrarbæ með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 20. nóvember, til athugasemda. Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 26. nóvember. Í því segir m.a. að kæranda hafi verið afhentir hlutar af tveimur eineltisskýrslum þann 19. október á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Afhending gagnanna hafi verið takmörkuð þar sem ákveðnir hlutar þeirra hafi haft að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, sbr. 3. mgr. 9. gr. laganna. Eru svo taldir upp þeir hlutar skýrslnanna sem afhentir voru kæranda. Um þá skýrsluhluta sem ekki hafi verið afhentir segir:</p> <p> </p> <p>„Málsástæða fyrir synjun er að hagsmunir þeirra einstöku starfsmanna, sem tjáðu sig við skýrsluhöfunda, af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum hluta skýrslunnar, vegi þyngra en hagsmunir kæranda.</p> <p> </p> <p>Slökkvilið Akureyrar er 25 manna vinnustaður. Í upphafi vinnu Líf og sálar ehf. var starfsmönnum sem kallaður voru til sem viðmælendur, heitinn trúnaður. Þeir starfsmenn hefðu þannig aldrei tjáð sig hefðu þeir vitað að afhenda ætti skýrsluna.</p> <p> </p> <p>Ljóst er að í hluta skýrslunnar eru þeir starfsmenn sem tjá sig auðgreinanlegir, jafnvel þó strikað sé yfir upphafsstafi þeirra. Því er mjög erfitt að veita aðgang að skýrslunni án þess að persónugreining viðmælenda komi skýrt fram og það þótt nöfn séu yfirstrikuð.</p> <p> </p> <p>Í slökkviliði Akureyrarbæjar hefur ríkt erfitt ástand í nokkurn tíma, sem verið er að vinna með. Þannig hafa starfsmenn skipst í flokka, með og móti slökkviliðsstjóra og með og móti þeim eineltisgerendum sem taldir eru upp í skýrslu Líf og sálar. Verði skýrslan afhent í heild er ljóst að sú vinna er fyrir bí.</p> <p> </p> <p>Það eru því málefnalegar forsendur fyrir því að afhenda ekki skýrslu Líf og sálar í heild, þ.e. með hagsmuni heildarinnar í huga og vinnustaðarins og þeirrar framtíðarvinnu sem fara þarf í til að bæta starfsandann.</p> <p> </p> <p>Hér verður að hafa í huga að kærandi er yfirmaður vinnustaðarins, en hann var bæði lagður í einelti af þremur undirmönnum (skv. eineltisskýrslu Líf og sálar ehf.) og lagði sjálfur einn undirmanna í einelti (skv. eineltisskýrslu [C]).</p> <p> </p> <p>Skýrsla [C] er byggð upp með öðrum hætti en skýrsla Líf og sálar, en þar er minna um persónugreinanlegar upplýsingar. Kæranda var synjað um kafla í skýrslu [C] sem ekki vörðuðu hann sjálfan, m.a. kafla sem vörðuðu ástand manna og kafla sem vörðuðu [D], annan af þeim sem kvartað var yfir auk þess sem kæranda var synjað um upplýsingar [um] hverjir gáfu skýrslu hjá skýrsluhöfundi.</p> <p> </p> <p>Af hálfu kærða er vísað til úrskurða sem fallið hafa hjá nefndinni sem varða álíka viðkvæm persónugreinanleg mál, þ.m.t. eineltismál. Málavextir og málsástæður eru þær sömu í mörgum tilvikum. Hér er vísað til úrskurða nefndarinnar nr. A-421/2012 frá 18. júní 2012, A-449/2012 frá 24. október 2012 og A-318/2009.</p> <p> </p> <p>Ef að nefndin telur að afhenda eigi fleiri kafla eða hluta af köflum, þar sem persónugreinanlegar upplýsingar eru, telur Akureyrarbær að sú afhending verði að vera háð því að þær persónugreinanlegu upplýsingar verði að afmá (upphafsstafir viðmælenda). Akureyrarbær bendir þó á, að jafnvel þó að upphafsstafir séu afmáðir, þá megi með mjög góðu móti greina hver það er sem á í hlut. T.a.m. kafli um varðstjórafundi, en þar er einungis um fjóra undirmenn kæranda að tefla og því leikur einn að finna út hver segir hvað.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál til kæranda, dags. 30. nóvember, var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar. Með bréfi, dags. 12. desember, bárust athugasemdir kæranda. Í þeim er bent á að þegar bréfið sé ritað sé Akureyrarbær að íhuga að veita kæranda formlega áminningu.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 11. desember, var því beint til Akureyrarbæjar hvort  þau gögn sem kærumálið varði væru hluti af meðferð máls sem kynni að verða lokið með ákvörðun um rétt eða skyldu kæranda í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með tölvupósti, dags. 17. desember, barst úrskurðarnefndinni bréf bæjarlögmanns Akureyrarbæjar þar sem segir að kæranda hafi þann sama dag verið veitt áminning í starfi, fyrir að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Áminningin hafi grundvallast á niðurstöðu í skýrslu [C], frá september 2012.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p> </p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><strong><strong>1.</strong></strong></p> <p>Mál þetta varðar annars vegar synjun Akureyrarbæjar á því að afhenda kæranda í heild skýrslu frá sálfræðistofunni Lífi og sál ehf., dags. 29. mars. 2011, í tilefni ásakana um einelti í garð kæranda af hálfu tiltekinna starfsmanna og hins vegar synjun bæjarins á afhendingu  greinargerðar [C] sálfræðings, sem hún skilaði í september 2012 í tilefni af ásökunum á hendur kæranda um einelti í garð tiltekinna undirmanna hans. Báðar skýrslurnar hafa verið afhentar úrskurðarnefndinni og hefur hún kynnt sér efni þeirra.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í erindi Akureyrarbæjar, dags. 17. desember, til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að greinargerð Sveinu Berglindar Jónsdóttur hafi verið grundvöllur þess að kæranda var veitt áminning í starfi fyrir að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Umrædd skýrsla var því gagn í máli sem lokið var með ákvörðun um rétt og skyldu kæranda í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að umrætt gagn tengist stjórnsýslumáli þar sem tekin hafi verið stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993 en um aðgang samkvæmt þeim fer eftir 15. gr. þeirra laga. Með vísan til framangreinds telst synjun á aðgangi kæranda að umræddri skýrslu ekki kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og ber því að vísa þessum hluta kærunnar frá nefndinni.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Kæranda hefur verið synjað um aðgang að tilteknum hlutum skýrslu fyrirtækisins Lífs og sálar ehf., dags. 29. mars 2011. Fram hefur komið af hálfu Akureyrarbæjar að kærandi hafi fengið aðgang að forsíðu skýrslunnar, hluta inngangs á bls. 2, frásögnum málsaðila á bls. 4, viðtali við kæranda á bls. 4-7, niðurstöðum á bls. 27-28 og tillögum á bls. 29. Því hefur ekki verið mótmælt af hálfu kæranda að hann hafi fengið aðgang að þessum köflum skýrslunnar.</p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.</p> <p><strong><strong> </strong></strong></p> <p>Hefur ákvæði 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008 og A-294/2009.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Í henni er fjallað um samskipti kæranda við aðra starfsmenn þess embættis er hann starfaði hjá. Tilgangur skýrslunnar var að bregðast við ásökunum um að kærandi hafi verið lagður í einelti af hálfu annarra starfsmanna við embættið. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að umrætt skjal teljist geyma upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt hans til aðgangs að skjalinu eftir ákvæðum III. kafla laganna. Kemur í því ljósi, og með vísan til röksemda Akureyrarbæjar í málinu, næst til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 9. gr. geti takmarkað aðgang kæranda að skýrslunni.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Skýrslan sem nefnist <em>„Skýrsla vegna kvörtunar um einelti á slökkvistöð Akureyrar“</em> er dagsett 29. mars 2012 og er alls 29 blaðsíður. Á forsíðu hennar er tekið fram að skýrslan sé trúnaðarmál og að í henni sé að finna viðkvæmar persónurekjanlegar upplýsingar.</p> <p> </p> <p>Þeir hlutar skýrslunnar sem kærandi hefur ekki fengið aðgang að eru;</p> <p>1.      Inngangur, bls. 2 að hluta til (kærandi fékk ekki aðgang að upptalningu yfir þá sem skýrsluhöfundar ræddu við).</p> <p>2.      Forsaga málsins, bls. 3-4.</p> <p>3.      Viðtal við [E], bls. 7-11.</p> <p>4.      Viðtal við [F], bls. 11-16.</p> <p>5.      Viðtal við [G], bls. 16-20.</p> <p>6.      Samantekt frásagna annarra, bls. 20-25.</p> <p>7.      Samantekt, bls. 25-26.</p> <p> </p> <p>Verður nú fjallað um hvern og einn þessara þátta skýrslunnar, eftir röðinni hér að ofan.</p> <p> </p> <p>1. Í inngangi skýrslunnar, bls. 2, kemur fram að skýrsluhöfundur hafi tekið viðtöl við málsaðila sem voru þrír auk kæranda. Í inngangi koma einnig fram nöfn 13 annarra starfsmanna sem skýrsluhöfundur ræddi við. Það mál sem hér um ræðir varðar ásakanir um einelti. Umbeðin skýrsla inniheldur afar viðkvæmar upplýsingar og varðar persónulegar upplifanir og tilfinningar fólks. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur eðlilegt með hliðsjón af einkahagsmunum þeirra aðila sem hafa tjáð sig um eineltisásakanir kæranda á hendur öðrum starfsmönnum vinnustaðarins að nöfn þeirra séu ekki aðgengileg kæranda, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Er því fallist á þá niðurstöðu Akureyrarbæjar að kærandi eigi ekki rétt á öðrum hlutum úr inngangi skýrslunnar en honum hafa þegar verið afhentir.</p> <p> </p> <p>2. Á bls. 3-4 í skýrslunni er farið almennt yfir forsögu málsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að í umræddum kafla komi ekki fram upplýsingar sem talist geti til upplýsinga um einkamálefni annarra en kæranda sem vegið geti þyngra en hagsmunir hans af því að fá að kynna sér efni þessa kafla. Í kaflanum er fjallað almennt um aðdraganda málsins og ásakanir á hendur kæranda, án þess að tilgreindir séu einstaklingar í því sambandi eða vitnað til ummæla tiltekinna einstaklinga. Með vísan til þessa fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að kærandi skuli fá aðgang að kaflanum forsaga málsins, bls. 3-4 í skýrslunni, þó að því undanskildu að afmá skal, með vísan til umfjöllunar um inngang skýrslunnar, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, nafn einstaklings og starfsheiti sem kemur fram í línu 15-16 í 1. efnismálsgrein kaflans sem og skammstöfun nafns á sama einstaklingi í 7. línu 3. efnismálsgreinar.</p> <p> </p> <p>3-5. Á blaðsíðum sjö til tuttugu í skýrslunni er að finna viðtöl við þrjá einstaklinga, þ.e. [E], bls. 7-11, [F], bls. 11-16 og [G], bls. 16-20. Á þessum síðum koma fram ítarlegar lýsingar þessara starfsmanna sem kærandi hefur sakað um einelti í sinn garð, lýsingar þeirra á persónulegri upplifun af samskiptum við kæranda og aðra starfsmenn, einstökum atvikum, sem og persónulegum skoðunum, sem verða að teljast viðkvæmar. Kærandi hefur án vafa hagsmuni af því að kynna sér þær upplýsingar sem með þessum hætti var aflað og lúta m.a. að honum. Eins og atvikum er háttað í máli þessu og með hliðsjón af úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málunum nr. A-421/2012 og A-449/2012 er það hins vegar mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir þeirra starfsmanna sem um ræðir af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum hluta skýrslunnar vegi, eins og sakir standa, þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að honum, sbr. ákvæði 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Ber því að staðfesta synjun Akureyrarbæjar um að veita kæranda aðgang að þessum hlutum skýrslunnar. </p> <p> </p> <p><span>6. Í kaflanum <em>„S</em></span><em>amantekt frásagna annarra“</em>, bls. 20-25 í skýrslunni, er fjallað um frásagnir vinnufélaga málsaðilanna fjögurra og greint frá helstu sjónarmiðum sem fram komu í viðtölunum. Kaflanum er skipt upp í stuttan inngang, og kaflana <em>„</em> <em>Þeir sem taka undir með</em> [B]<em>“</em>, <em>„Þeir sem gagnrýna</em> [B]<em>“</em>, <em>„Frásagnir samstarfsfólks um varðstjórafundina“</em> og að lokum um <em>„Ákvarðanir kæranda sem hafa verið umdeildar“.</em></p> <p> </p> <p><span>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur með vísan til 1. mgr. 9. gr., sbr. 3. mgr. 9. gr., ekkert í inngangi kaflans, kafla um umfjöllun um þá sem taka undir með kæranda eða kafla um þá sem gagnrýna kæranda til þess fallið að skerða þá hagsmuni sem varðir eru með 3. mgr. ákvæðisins. Í þessum hluta umfjöllunarinnar er fjallað almennt um frásagnir einstaklinga. Úrskurðarnefndin telur því að veita beri kæranda aðgang að þessum hluta skjalsins, þ.e. blaðsíðum 20-21, þó þannig að afmá skal nafn og starfsheiti einstaklings sem fram kemur í línu 1-2 í 1. efnismálsgrein á bls. 21 með vísan til niðurstöðu um aðgang kæranda að nöfnum þeirra sem rætt var við, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá skal og afmá skammstöfun nafna og starfsheiti annarra en málsaðila, þ.e. kæranda,</span> [E], [F] og [G], í kafla sem ber fyrirsögnina <em>„Þeir sem taka undir með kæranda“</em>.</p> <p> </p> <p>Í umfjöllun um þá sem gagnrýna kæranda skal afmá skammstafanir nafna annarra en málsaðilanna fjögurra</p> <p> </p> <p>Í umfjöllun um frásagnir samstarfsfólks um varðstjórafundi á bls. 23-24 er vitnað beint í viðtöl við aðra starfsmenn en málsaðila. Með vísan til niðurstöðu um aðgang kæranda að nöfnum þessara starfsmanna og einkahagsmunum þeirra, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, verður að fallast á að hagsmunir umræddra aðila af því að þessum upplýsingum sé haldið leyndum vegi þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi að kaflanum.</p> <p> </p> <p>Að lokum er á bls. 24-25 fjallað um ákvarðanir kæranda sem hafi verið umdeildar. Í þessum hluta er að finna yfirlit yfir spurningar sem sendar voru kæranda í tölvupósti þann 2. mars 2012 og svör hans við þeim. Með vísan til þess að um er að ræða spurningar sem beint var til kæranda og svör hans við þeim verður ekki séð að unnt sé að synja kæranda um aðgang að þessum hluta skýrslunnar, enda hlýtur kærandi nú þegar að hafa efni kaflans undir höndum. Ber því að afhenda kæranda þennan kafla skýrslunnar.</p> <p> </p> <p>7. Hvað varðar kafla skýrslunnar sem ber nafnið <em>„Samantekt“</em> á bls. 25-26 er að finna almenna umfjöllun um þær ásakanir sem kærandi hefur haft í frammi um einelti á hendur tilteknum starfsmönnum, almenna umfjöllun um svör meintra gerenda við þeim ásökunum og að lokum almenna umfjöllun um afstöðu samstarfsmanna málsaðila. Ekki er vitnað til viðtala við einstaka starfsmenn eða málsaðila annarra en kæranda og þar er aðeins fjallað með mjög almennum hætti um málið og einstök atvik ekki rakin. Þá koma ekki fram skammstafanir nafna annarra en málsaðila. Telur úrskurðarnefndin að 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga geti ekki komið í veg fyrir aðgang kæranda að þessum kafla skýrslunnar.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt öllu framansögðu er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú sem fram kemur í úrskurðarorði.</p> <p> </p> <strong><br clear="all" /> </strong> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Vísað er frá kæru [A] hdl., f.h. [B], vegna synjunar Akureyrarbæjar, dags. 19. október 2012, um aðgang að skýrslu [C] sálfræðings, skilað í september 2012, í tilefni af ásökunum á hendur kæranda um einelti í garð tiltekinna undirmanna hans.</p> <p> </p> <p>Staðfest er synjun Akureyrarbæjar, dags. 19. október 2012, á beiðni kæranda um aðgang að skýrslu Lífs og sálar ehf., dags. 29. mars 2012, þó að því undanskildu að:</p> <p> </p> <p>1) afhenda ber kæranda kaflann „<em>Forsaga málsins“</em> á bls. 3-4, að undanskildu því að afmá skal nafn einstaklings og starfsheitis hans í 15-16 línu í 1. efnismálsgrein kaflans sem og skammstöfun nafns á sama einstaklingi í línu 7 í 3. efnismálsgrein.</p> <p> </p> <p>2) afhenda ber kæranda inngang í kaflanum „<em>Samantekt frásagna annarra“</em> og undirkaflana <em>„Þeir sem taka undir með kæranda“</em> og <em>„Þeir sem gagnrýna</em> [B]<em>“</em> á bls. 20-22, að undanskildu því að afmá skal nafn og starfsheiti einstaklings sem fram kemur í línu 1-2 í 1. efnismálsgrein á bls. 21 og nöfn, skammstöfun nafna og starfsheiti annarra en málsaðila.</p> <p> </p> <p>3) afhenda ber kæranda undirkaflann <em>„Ákvarðanir kæranda sem hafa verið umdeildar“</em> í kaflanum <em>„Samantekt frásagna annarra“</em> á bls. 24-25.</p> <p> </p> <p>4) afhenda ber kæranda kaflann <em>„Samantekt“</em> á bls. 25-26.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                                                      Friðgeir Björnsson</p> |
A-465/2012. Úrskurður frá 20. desember 2012. | Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að gögnum. Gögn ekki fyrirliggjandi hjá stjórnvaldi. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Frávísun að hluta. Synjun staðfest að hluta. | <p><br /> </p> <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <p> </p> <p>Hinn 20. desember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-465/2012.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></h3> <p>Með bréfi, dags. 2. nóvember 2012, kærði [A] hrl., f.h. Tryggingamiðstöðvarinnar, þá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 5. október, að synja beiðni, dags. 30. ágúst, um aðgang að gögnum í 13 töluliðum sem gerð verður grein fyrir hér á eftir.</p> <p> </p> <p>Fyrir úrskurðarnefndinni gerir kærandi eftirfarandi kröfu:</p> <p> </p> <p>Aðallega að úrskurðarnefnd um upplýsingamál felli hina kærðu ákvörðun Fjármálaeftirlitsins úr gildi og heimili kæranda aðgang að gögnum sem hann hefur tilgreint í 13 töluliðum í beiðni sinni til Fjármálaeftirlitsins, dags. 30. ágúst 2012.</p> <p> </p> <p>Til vara að úrskurðarnefnd um upplýsingamál felli hina kærðu ákvörðun Fjármálaeftirlitsins úr gildi og heimili aðgang að eins miklum hluta þeirra gagna sem krafist er aðgangs að í beiðni, dags. 30. ágúst 2012, og nefndin telji rétt á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Í kærunni kemur fram að gagnaöflun tengist máli sem höfðað hafi verið á hendur kæranda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna stjórnendatryggingar sem í gildi hafi verið frá 1. maí 2008 til 1. maí 2009. Þá kemur fram að kærandi vinni að öflun gagna sem hann hyggist leggja fram í dómsmálum sem hann eigi aðild að og lúti að tryggingum sem Glitnir telji sig hafa keypt hjá kæranda. Í beiðninni kemur fram að um sé að ræða viðbótarbeiðni við beiðni sem kærandi hafi sent Fjármálaeftirlitinu þann 1. júní 2012, en frá því að umrædd beiðni hafi verið send hafi nokkur atriði er varði rekstur Glitnis komið til vitundar kæranda, meðal annars vegna ákæru embættis sérstaks saksóknara á hendur starfsmanni Glitnis banka hf., dags. 11. maí 2012, fyrir innherjasvik. Því hafi með kærunni verið gerð krafa um frekari gögn frá stofnuninni.</p> <p> </p> <p>Í beiðninni er óskað eftir gögnum samkvæmt eftirfarandi 13 töluliðum:</p> <p> </p> <p>1.      Tölvupóstsamskipti starfsmanna Glitnis banka hf., dags. 4. mars 2008, um versnandi lausafjárstöðu Glitnis banka hf. í erlendri mynt, erfiðleika bankans við að bæta þá stöðu og upplýsingar um þá óvissu sem ríkti í langtímafjármögnun bankans.</p> <p>2.      Tölvupóstsamskipti starfsmanna Glitnis banka hf., dags. 10. og 11. mars 2008, þar sem fram koma upplýsingar um versnandi lausafjárstöðu Glitnis banka hf.</p> <p>3.      Tölvupóstsamskipti starfsmanna Glitnis banka hf., dags. 12. mars 2008, um að fjármögnunarþörf Glitnis banka hf. til eins mánaðar hefði aukist um rúmlega 1600 milljónir evra, lánsskuldbindingar hefðu aukist og handbært fé bankans hefði dregist saman um 515 milljónir.</p> <p>4.      Tölvupóstsamskipti starfsmanna Glitnis banka hf., dags. 14. mars 2008, um útstreymi fjármagns frá útibúi Glitnis banka hf. í London og upplýsingar um að búist væri við því að Glitnir gæti ekki framlengt þau lán bankans sem voru að koma á gjalddaga og að bankinn ætti í erfiðleikum með að útvega gjaldeyri til að standa við skuldbindingar sínar.</p> <p>5.      Tölvupóstsamskipti starfsmanna Glitnis banka hf., dags. 26. og 27. mars 2008, um slæma gjaldeyrisstöðu Glitnis banka hf.</p> <p>6.      Tölvupóstsamskipti starfsmanna Glitnis banka hf., dags. 31. mars 2008, um að innistæður í útibúi Glitnis banka hf. í London hefðu dregist saman um 440 milljónir sterlingspunda frá janúar 2008 og búast mætti við því að innistæðurnar drægjust saman enn frekar, eða mögulega um 350 milljónir sterlingspunda. Einnig komu fram upplýsingar um að stærstur hluti þeirra trygginga sem bankinn hygðist nota í endurhverfum viðskiptum við Englandsbanka væri ekki lengur nothæfar í viðskiptum.</p> <p>7.      Tölvupóstsamskipti starfsmanna Glitnis banka hf., dags. 26. og 27. ágúst 2008, um áhyggjur forstjóra Glitnis banka hf., [B], af gjaldeyrisstöðu bankans.</p> <p>8.      Tölvupóstsamskipti starfsmanna Glitnis banka hf., dags. 2. og 4. september 2008, um mikið útflæði erlends gjaldeyris frá Glitni banka hf. og erfiðleika bankans við að framlengja endurhverf viðskipti á sama tíma og tveir stórir gjalddagar vegna lánsskuldbindinga bankans nálguðust.</p> <p>9.      Tölvupóstsamskipti starfsmanna Glitnis banka hf., dags. 11. september 2008, um að Straumur fjárfestingarbanki hf. hefði fært öll reikningsviðskipti sín frá Glitni banka hf. til erlendra banka.</p> <p>10.  Tölvupóstsamskipti starfsmanna Glitnis banka hf., dags. 15. september 2008, um erfiðleika Glitnis banka hf. við að fjármagna sig eftir fall bandaríska fjárfestingarbankans, Lehman Brothers Holding Inc., sama dag. Í póstinum kom fram að Glitnir banki hf. gæti átt von á að þurfa að greiða 70 milljónir evra til breska fjármálafyrirtækisins Barclays PLC vegna yfirvofandi veðkalls. Jafnframt að Glitnir banki hf. þyrfti að greiða 13 milljónir evra vegna veðkalla í endurhverfum samningsviðskiptum og 12 milljónir evra til sænska fjárfestingarbankans Carnegie þar sem bankinn tæki ekki lengur hlutabréf í Kaupþingi banka hf. sem tryggingu.</p> <p>11.  Fundargerðir, minnisblöð, tölvupóstar og önnur þau gögn þar sem fram koma upplýsingar um það sem fram fór á fundi fjárstýringar og áhættustýringar Glitnis banka hf., dags. 8. mars 2008. Á fundinum kom fram að aðgengi bankans að óskuldbindandi peningamarkaðslánalínum hefði versnað umtalsvert. Á fundinum komu einnig fram upplýsingar um að innistæður í útibúi bankans hefðu dregist saman um 400 milljónir evra og að bankinn væri mjög háður fjármögnun með endurhverfum viðskiptum.</p> <p>12.  Minnisblað frá 15. mars 2008 um að lausafjárstaða Glitnis banka hf. hefði versnað töluvert frá því í febrúar 2008 og að lánalína hjá bandaríska fjármálafyrirtækinu Citigroup, að fjárhæð 435 milljónir evra, stæði bankanum ekki lengur til boða. Í minnisblaðinu komu einnig fram upplýsingar um versnandi lausafjárstöðu Glitnis banka hf. dagana á undan.</p> <p>13.  Drög að fundargerð efnahagsnefndar Glitnis banka hf., dags. 26. mars 2008, þar sem fram komu upplýsingar um slæma lausafjárstöðu Glitnis banka hf. og að eigið fé bankans myndi ekki standa undir fjárþörf bankans samkvæmt innri markmiðum bankans.</p> <p> </p> <p>Í beiðninni er þess óskað, telji Fjármálaeftirlitið beiðnina óljósa eða lýsingu skjala ófullnægjandi, að Fjármálaeftirlitið sendi kæranda leiðbeiningar um hvernig það telji rétt að auðkenna viðkomandi skjöl og/eða mál þannig að stofnunin geti áttað sig á því við hvaða skjöl sé átt, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 6. október 2012, hafnaði Fjármálaeftirlitið framangreindri beiðni kæranda. Um lið 1, 6, 7 og 8 í upplýsingabeiðninni sagði stofnunin að umbeðin gögn hafi ekki fundist við leit í skjalaskráningarkerfi Fjármálaeftirlitsins. Um lið 2, 3, 4, 5, 9, 10, 11, 12, og 13 kom fram að gögnin hefðu fundist við leit og að um aðgang að gögnum færi samkvæmt upplýsingalögum nr. 50/1996. Kemur fram að gögn þau sem um ræði séu öll tilgreind í ákæru embættis sérstaks saksóknara, dags. 11. maí 2012, og varði því saksókn í opinberu máli, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá var vísað til úrskurða úrskurðarnefndar nr. A-49/1997 og A-79/1999.</p> <p> </p> <p>Í kæru er vísað til 3. og 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Vísað er til þess að lagaákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki skyldu til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 87/1998. Jafnframt er vísað til 2. og 4. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 og 58. gr. laga nr. 161/2002.</p> <p> </p> <p>Ítrekað er í kæru að Glitnir sé í slitameðferð og því hafi bankinn ekki hagsmuni af því að fyrri viðskipti fari leynt. Þá hafi Rannsóknarnefnd Alþingis og fjölmiðlar fjallað um flest, ef ekki öll þau mál, sem óskað sé gagna og upplýsinga um. Hafi ríkt þagnarskylda um einhver þessara atriða á einhverju tímamarki, geri hún það ekki lengur af þessum sökum.</p> <p> </p> <p>Að því er varðar þau gögn sem ekki hafi fundist við leit segir í kæru að kærandi telji þá röksemd stjórnvaldsins fara þvert gegn efni og tilgangi upplýsingalaga. Kærandi sætti sig við að hann geti ekki fengið aðgang að gögnum sem ekki séu til hjá viðkomandi stjórnvaldi en hann telji að ekki sé á því byggt af hálfu Fjármálaeftirlitsins að gögnin séu ekki til. Nauðsynlegt sé að kæra þennan hluta ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins. Vísað er til almennra athugasemda við frumvarp til upplýsingalaga nr. 50/1996, breytingarlaga nr. 161/2006 sem hafi verið ætlað að auka möguleika fyrirtækja og einstaklinga á að endurnota upplýsingar frá hinu opinbera og 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Segir svo að kærandi telji að ef fallist yrði á afstöðu Fjármálaeftirlitsins væri verið að viðurkenna að stjórnvöldum væri almennt unnt að neita aðgangi að gögnum í öllum málum með tilvísun til þess að ekki hafi tekist að finna skjölin við leit í skjalaskráningarkerfi viðkomandi stjórnvalds. Í hverju tilviki fyrir sig færi möguleiki aðila á að fá aðgang að gögnum eftir því hversu vel skjalaskráningarkerfi viðkomandi stjórnvalds væri gert, en ekki hvort umbeðin gögn væru í raun og veru til hjá stjórnvaldinu. Kærandi telji höfnun á þeim grundvelli ekki lögmæta.</p> <p> </p> <p>Hvað varði það að umbeðin gögn tengist saksókn í opinberu máli byggir kærandi á því að túlkun Fjármálaeftirlitsins á 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 sé röng, enda sé í ákvæðinu aðeins fjallað um gildissvið upplýsingalaga gagnvart öðrum lögum, en ekki sé verið að undanskilja rétt almennings til að fá aðgang að þeim gögnum sem mögulega nýtist við tiltekna rannsókn eða saksókn. Með því að taka fram að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn sé sérstaklega verið að undanþiggja að upplýsingalögin nái til þeirra aðila sem starfi eftir lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þannig komi lögin í veg fyrir að almenningur geti snúið sér að lögreglu og óskað eftir gögnum frá henni. Fjármálaeftirlitið sé hins vegar ekki þeirra á meðal. Þvert á móti falli Fjármálaeftirlitið undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996. Ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga beri að túlka þröngt. Það eitt að lögregla hafi fengið afrit af þeim til afnota við tiltekna lögreglurannsókn geri það ekki að verkum að tiltekin gögn verði sjálfkrafa undanþegin upplýsingarétti. Beiðni kæranda lúti ekki að rannsókn sakamáls eða saksókn. Þriðji aðili, Fjármálaeftirlitið í þessu tilviki, geti ekki vísað til 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga eingöngu vegna þess að umbeðin gögn hafi ratað inn í tiltekna rannsókn sakamáls.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Kæran var send Fjármálaeftirlitinu til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 7. nóvember. Svar barst með bréfi, dags. 20. nóvember.</p> <p> </p> <p>Í bréfi Fjármálaeftirlitsins segir að stofnunin geri þá kröfu að máli kæranda, að því er varði gögn sem tilgreind eru í liðum 1, 6, 7, og 8 verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þá segir að öll gögn og upplýsingar sem berist Fjármálaeftirlitinu séu skráð í skjalaskráningarkerfi stofnunarinnar, óháð því á hvaða formi þau séu eða hvernig þau berist stofnuninni. Meðferð og vistun gagna og upplýsinga hjá Fjármálaeftirlitinu sé í fullu samræmi við ákvæði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þau gögn sem tilgreind hafi verið í lið 1, 6, 7, og 8 í beiðni kæranda hafi ekki komið upp við leit Fjármálaeftirlitsins í skjalaskráningarkerfi stofnunarinnar. Gögnin liggi því ekki fyrir hjá Fjármálaeftirlitinu.</p> <p> </p> <p>Að því er varði önnur gögn krefjist Fjármálaeftirlitið aðallega frávísunar en til vara að aðgangi kæranda að gögnunum verði synjað á grundvelli 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.</p> <p> </p> <p>Varðandi kröfu um frávísun er vísað til 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Byggt er á því að ekki skipti máli hvort rannsókn standi yfir eða henni sé lokið. Sama eigi við um meðferð sakamáls hjá handhöfum ákæruvalds, að rannsókn lokinni. Ekki skipti máli hvort mál sé þar enn til meðferðar, það hafi verið fellt niður eða ákæra ekki verið gefin út. Um leið og sakamál hafi verið þingfest fyrir héraðsdómi sé ekki unnt að krefjast aðgangs að gögnum þess máls á grundvelli upplýsingalaga, þar sem dómstólar og starfsemi þeirra falli utan gildissviðs laganna, sbr. gagnályktun frá 1. mgr. 1. gr. þeirra. Vísað er til úrskurða úrskurðarnefndar í upplýsingamálum nr. A-123/2001 (sbr. einnig A-124/2001, A-124/2001 og A-125/2001), A-137/2001, A-144/2002 og A-443/2012. Með orðalagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga „rannsókn sakamáls og saksókn“ sé ekki eingöngu átt við gögn og upplýsingar í vörslu þeirra stjórnvalda sem falli undir lög nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þvert á móti hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðað að ákvæðið taki til gagna og upplýsinga í vörslum annarra stjórnvalda en greini í fyrrgreindum lögum, sbr. t.d. mál nr. A-123/2001, A-124/2001 og A125/2001, enda sé um að ræða skjöl og önnur gögn sem séu eða muni að öllum líkindum koma til skoðunar við rannsókn sakamáls.</p> <p> </p> <p>Gögn samkvæmt liðum 2, 3, 4, 5, 9, 10, 11, 12 og 13 séu öll tilgreind í ákæru sérstaks saksóknara, dags. 11. maí 2012, sem þingfest hafi verið 4. júní sl. Þau séu sönnunargögn í málinu og komi því til skoðunar við ákvörðun dómara um sekt eða sýknu hins ákærða. Með hliðsjón af því telji Fjármálaeftirlitið að aðgangur að gögnunum falli utan gildissviðs upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Þá byggir Fjármálaeftirlitið á því að afhending umræddra gagna sé óheimil vegna 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Samkvæmt ákvæðinu séu stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins bundnir þagnarskyldu. Þeir megi ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komist að í starfi sínu og leynt eigi að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildi um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfi fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan haldist þótt látið sé af starfi og óheimilt sé að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar séu þagnarskyldu. Ákvæðið sé sérstakt ákvæði um þagnarskyldu, samkvæmt gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfest það, sbr. m.a. mál A-422/2012. Hafi Fjármálaeftirlitið undir höndum upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila sem falli undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði, verði réttur til aðgangs að þeim ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga. Umrædd gögn hafi að geyma upplýsingar er varði viðskipti og rekstur eftirlitsskylds aðila sem falli undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998. Kærandi geti því ekki byggt rétt til aðgangs að gögnunum á ákvæðum upplýsingalaga. Þá mótmæli Fjármálaeftirlitið því að 4. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 eigi við um umbeðnar upplýsingar. Ákvæðið sé undantekning frá meginreglunni um hina sérstöku þagnarskyldu sem hvíli á starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 1. mgr. og beri að skýra hana með þrengjandi hætti.</p> <p> </p> <p>Þá er byggt á því að Glitnir hf. sé í slitameðferð á grundvelli XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins á meðan á henni standi, sbr. 101. gr. a. sömu laga og 2. mgr. 2. gr. laga nr. 87/1998. Þar sem Glitnir hf. sé hvorki gjaldþrota né hafi félaginu verið slitið geti 4. mgr. 13. gr. ekki átt við.</p> <p> </p> <p>Að lokum segir að ljóst sé að þær upplýsingar sem afhentar hafi verið rannsóknarnefnd Alþingis veiti Fjármálaeftirlitinu ekki heimild til að láta þær af hendi til hvers sem þess óski og víki því ekki hinni sérstöku þagnarskyldu starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, ákvæði um bankaleynd og takmörkunum sem upplýsingalög geri ráð fyrir, úr vegi. Þá er vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. A-387/2011, A-398/2011 og A-419/2012.</p> <p> </p> <p>Umsögn Fjármálaeftirlitsins var send kæranda til athugasemda með bréfi, dags. 23. nóvember. Með bréfi, dags. 5. desember, bárust athugasemdir kæranda.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum kæranda kemur fram að kærandi sé ósammála túlkun Fjármálaeftirlitsins á niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Kærandi bendir á að með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-398/2011 og A-443/2012 hafi nefndin fallið frá fyrri lögskýringu sinni á ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá segir að ef skýring Fjármálaeftirlitsins væri rétt myndi það leiða til þess að gögn hjá stjórnvöldum, hvers eðlis sem þau væru, yrðu óaðgengileg við það eitt að lögregla fengi afrit þeirra afhent við rannsókn máls. Sá hafi ekki verið tilgangur löggjafans. Skýra verði undantekningu 1. mgr. 2. gr. laganna þröngt, enda feli hún í sér takmörkun á meginreglunni um aðgang að gögnum. Tilgangur ákvæðisins hafi einungis verið sá að undanþiggja rannsókn sakamáls sem slíka undan lögunum, þannig að ekki væri unnt að krefjast aðgangs að gögnum frá viðkomandi rannsakendum. Hafi löggjafinn ætlað að takmarka aðgang að gögnum sem lögregla hafi hugsanlega fengið afrit af við rannsókn sakamáls, hefði ákvæðið verið orðað með öðrum hætti.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum kæranda er vísað til 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og skýringa við ákvæði í frumvarpi til laganna og 1. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og skýringa við ákvæðið í frumvarpi til þeirra laga. Þá er vísað til laga nr. 92/1989 um framkvæmdavald ríkisins og athugasemda við frumvarpið sem og annarra laga sem sett voru vegna aðskilnaðar löggjafar- og framkvæmdavalds, s.s. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. og laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Segir svo að ljóst sé að upplýsingalög nr. 50/1996 nái ekki til þeirra starfa sýslumanna og sýslunarmanna sem kveðið sé á um í framangreindum lögum, sem og lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Fjármálaeftirlitið starfi ekki eftir framangreindum lögum né hafi með höndum störf sem teljist til dómstarfa fram til 1. júlí 1992. Gögn sem Fjármálaeftirlitið hafi undir höndum geti ekki verið undanþegin upplýsingalögum vegna þess eins að þau séu mögulega til skoðunar hjá þeim sem starfi eftir lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála né heldur öðrum þeim lögum sem vísað sé til í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Að lokum hafnar kærandi því að Glitnir falli ekki undir 4. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, enda fari slit nú fram samkvæmt XII. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndinni bárust með tölvupósti þann 17. desember frekari athugasemdir Fjármálaeftirlitsins.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Mál þetta varðar synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Synjun Fjármálaeftirlitsins byggist annars vegar á því að umbeðin gögn finnist ekki við leit í málakskrárkerfi stofnunarinnar og séu því ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni en hins vegar að gögnin falli undir niðurlagsákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, en ella að þau lúti ákvæðum laga um sérstaka þagnarskyldu.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í 22. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er kveðið á um það að stjórnvöldum sé skylt að skrá mál, sem komi til meðferðar hjá þeim, <a id="G22M1" name="G22M1">á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg</a>. Það er sérstakt álitaefni, sem leysa ber úr hverju sinni m.t.t. atvika máls og aðstæðna, hvaða gögn það eru sem tengjast máli með það skýrum hætti að þau teljist til gagna máls í skilningi 3. og 10. gr. upplýsingalaga og beri að varðveita sem gögn í því máli í málaskrá, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. Skráning gagnanna í málaskrá sem slíka er ekki ráðandi um það hvort þau falli undir upplýsingarétt samkvæmt upplýsingalögum. Hafi stjórnvald fyrir mistök eða af öðrum ástæðum ekki sinnt því að vista tiltekin málsgögn í málaskrá, heldur aðeins fært þau í bókhald eða vistað í tölvupósti, kemur það í sjálfu sér ekki í veg fyrir að almenningur eigi rétt á aðgangi að þeim gögnum skv. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Niðurstaða um upplýsingarétt almennings veltur á því hvort umrætt gagn sé fyrirliggjandi hjá stjórnvaldi og hvort það teljist vera hluti málsgagna efni sínu samkvæmt, sbr. 3. og 1. mgr. 22. gr. sömu laga, hvort sem vistun þess hefur verið hagað með réttum hætti að lögum eða ekki, og að lokum hvort einhverjar aðrar ástæður standi því í vegi að gögnin verði afhent. Vísast hér einnig til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál númer A-397/2011 og A-412/2012.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að ekki verði annað ráðið af svari Fjármálaeftirlitsins um að gögn finnist ekki í skjalasafni en að gögnin séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og hafi ekki verið það. Með hliðsjón af atvikum málsins telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ástæðu til þess að draga þá fullyrðingu Fjármálaeftirlitsins í efa. Verður ekki sjálfkrafa á því byggt að öll þau gögn sem tilgreind eru í ákæru embættis sérstaks saksóknara, dags. 11. maí 2012, liggi fyrir hjá Fjármálaeftirlitinu, þrátt fyrir að stofnunin hafi sent embættinu þá kæru sem liggur til grundvallar ákæru þess. Ber þannig, með vísan til skýringa Fjármálaeftirlitsins, að fallast á að gögn sem tilgreind eru í liðum 1, 6, 7, og 8, teljist ekki fyrirliggjandi hjá því. Af þessum sökum ber að vísa frá þeim þætti kærunnar er lýtur að þessum gögnum. </p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að lögin gildi m.a. ekki um <a id="G2M1" name="G2M1">rannsókn sakamáls eða saksókn</a>.</p> <p> </p> <p>Í málinu liggur fyrir ákæra sérstaks saksóknara, dags. 11. maí 2012, á hendur fyrrum starfsmanni Glitnis banka hf., vegna meintra innherjasvika. Í ákærunni eru talin upp gögn í 13 töluliðum sem svara efnislega til upptalningar í beiðni kæranda um aðgang að gögnum til Fjármálaeftirlitsins, dags. 30. ágúst 2012. Verður ekki annað séð en að kærandi hafi byggt beiðni um gögn á framangreindri ákæru, með vísan til orðalags beiðninnar.</p> <p> </p> <p>Fjármálaeftirlitið hefur afhent úrskurðarnefnd gögn sem fyrirliggjandi eru hjá embættinu og falla undir liði 2, 3, 4, 5, 9, 10, 11, 12 og 13 í kæru til úrskurðarnefndarinnar. Fjármálaeftirlitið hefur staðhæft að öll þau gögn sem afhent hafi verið nefndinni og falli undir beiðni kæranda hafi verið afhent sérstökum saksóknara í tengslum við kæru Fjármálaeftirlitsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur jafnframt undir höndum sérstakan lista yfir þau gögn sem Fjármálaeftirlitið afhenti embætti sérstaks saksóknara vegna kæru stofnunarinnar. Kærandi hefur hins vegar byggt á því að gögn sem Fjármálaeftirlitið hafi undir höndum geti ekki verið undanþegin upplýsingalögum vegna þess eins að þau séu mögulega til skoðunar hjá þeim sem starfi eftir lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála né heldur öðrum þeim lögum sem vísað sé til í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í lögum nr. 135/2008 er fjallað um embætti sérstaks saksóknara. Í 2. mgr. 2. gr. laganna segir að sérstakur saksóknari hafi stöðu og almennar heimildir lögreglustjóra samkvæmt lögreglulögum og lögum um meðferð sakamála og fari með stjórn lögreglu sem starfi við embætti hans. <a id="word5" name="word5">Sérstakur saksóknari og saksóknarar við embætti hans séu ákærendur samkvæmt lögum um meðferð sakamála.</a> Í 6. gr. laganna segir að <a id="G6M1" name="G6M1">um starfsemi embættisins gildi að öðru leyti ákvæði lögreglulaga og laga um meðferð sakamála að því leyti sem lögin kveði ekki á um annað.</a></p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðum sínum byggt á því að í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að lögin gildi ekki um „rannsókn eða saksókn í opinberu máli“, felist að ekki sé unnt að krefjast aðgangs að gögnum varðandi rannsókn eða saksókn á grundvelli laganna. Er þá við það miðað að fyrir liggi upplýsingar um hvaða gögn það eru sem sá er annast yfirstandandi rannsókn eða saksókn hefur undir höndum og teljast hluti viðkomandi sakamáls.</p> <p> </p> <p>Í máli þessu liggur fyrir að þau gögn sem kærandi hefur óskað aðgangs að og fyrirliggjandi eru hjá Fjármálaeftirlitinu eru gögn í sama máli og sérstakur saksóknari höfðaði fyrir héraðsdómi Reykjaness með ákæru útgefinni þann 11. maí 2012. Málið er enn til meðferðar hjá dómstólnum. Því er ljóst að gögnin liggja til grundvallar saksókn máls. Með vísan til þessa er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þau gögn sem falla undir liði 2, 3, 4, 5, 9, 10, 11, 12 og 13 og Fjármálaeftirlitið hefur staðfest að liggi fyrir hjá stofnuninni séu til sérstakrar skoðunar í saksókn í opinberu mál, sbr. niðurlag 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og falli því utan gildissviðs upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt framansögðu verður synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang kæranda að gögnum þessum ekki kærð til úrskurðarnefndar, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Ber því að vísa kærunni frá nefndinni.</p> <p> </p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Kæru [A] hrl., f.h. Tryggingamiðstöðvarinnar, dags. 2. nóvember 2012, á hendur Fjármálaeftirlitinu, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að því er varðar gögn nr. 1, 6, 7, og 8. Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins á afhendingu gagna nr. 2, 3, 4, 5, 9, 10, 11 og 12, sbr. beiðni kæranda um aðgang að gögnum dags. 30. ágúst 2012.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
A-459/2012. Úrskurður frá 22. nóvember 2012. | Kærð var synjun Ríkiskaupa á beiðni um aðgang að upplýsingum um utanlandsferðir allra starfsmanna stofnunarinnar á hennar vegum frá ársbyrjun 2010 til þess dags er beiðni var sett fram. Í beiðninni fólst að óskað var eftir upplýsingum í ótilteknum fjölda mála. Skylda til að útbúa gögn ekki fyrir hendi. Frávísun. | <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <div> <strong><br /> </strong> </div> <p>Hinn 22. nóvember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-459/2012.</p> <h3><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></h3> <p>Með tölvupósti, dags. 12. september 2012, kærði [A], ritstjóri vefmiðilsins [B], synjun Ríkiskaupa, dags. 30. ágúst, á beiðni hans, dags. 16. ágúst, um „upplýsingar um utanlandsferðir allra starfsmanna stofnunarinnar á hennar vegum frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag“.</p> <p>Nánar tiltekið var óskað eftir eftirfarandi sundurliðun:</p> <p><span>-         </span> <span>Fjöldi ferða á hvern starfsmann</span></p> <p><span>-         </span> <span>Áfangastaður</span></p> <p><span>-         </span> <span>Flugfélag sem flogið var með til og frá Íslandi</span></p> <p><span>-         </span> <span>Verð farmiða</span></p> <p><span>-         </span> <span>Ferðadagar.</span></p> <p>Þann 23. ágúst 2012 var kæranda tilkynnt að vegna sumarleyfa hjá stofnuninni yrði beiðni hans svarað í síðasta lagi 30. ágúst.  Þann 30. ágúst 2012 hafnaði kærði beiðninni.</p> <p> </p> <p>Í kærunni segir að kærandi telji synjun Ríkiskaupa ekki reista á lagalegri stoð og fari fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál beini þeim fyrirmælum til Ríkiskaupa að þau afhendi umbeðnar upplýsingar. Segir að ekki verði séð að bókhaldsupplýsingar séu undanþegnar þegar komi að upplýsingarétti og því sé Ríkiskaupum ekki stætt á því að synja beiðni á grundvelli þess að um bókhaldsupplýsingar sé að ræða.</p> <p> </p> <p>Vísað er til 3. mgr. 2. gr., 3. mgr. 3. gr. og 4.-7. gr. upplýsingalaga. Segir í kærunni að ekki hafi verið óskað eftir því að sérstaklega séu útbúin ný skjöl eða önnur gögn um utanlandsferðir starfsmanna Ríkiskaupa. Í svari Ríkiskaupa komi fram að umbeðin gögn séu til og tekið fram að þau séu hluti bókhalds.</p> <p> </p> <p>Í kærunni segir að í öllum stofnunum og ráðuneytum þurfi starfsmenn að fá heimild yfirmanns til utanlandsferðar á vegum stofnunarinnar. Ferðakostnaður sé ekki greiddur nema ferðin sé samþykkt og fyrir liggi m.a. þær upplýsingar sem Tímarím hafi óskað eftir. Því sé með öllu fráleitt að ætla að ekkert skjallegt utanumhald sé um kaup starfsmanna starfandi ríkisstofnunar á flugfarmiðum.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsmeðferð</strong></h3> <p>Kæran var send Ríkiskaupum með bréfi, dags. 14. september, til umsagnar.  </p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 24. september, barst umsögn Logos lögmannsþjónustu f.h. Ríkiskaupa. Í umsögninni kemur fram að kærði telji að vísa verði kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál en til vara að hafna beri kröfum kæranda.</p> <p> </p> <p>Í umsögninn segir að beiðni kæranda falli ekki undir 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem hún varði ekki tiltekið mál heldur ótiltekinn fjölda mála á nærri þriggja ára tímabili. Þá sé jafnframt óskað eftir því að upplýsingarnar verði sundurliðaðar eftir fjölda ferða á hvern starfsmann, flugfélag sem flogið var með, verð farmiða og ferðadaga. Beiðnin feli því í sér beiðni um greinargerð frá kærða þar sem fram komi áðurnefndar upplýsingar. Af hálfu kærða sé byggt á því að á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 sé ekki hægt að óska eftir greinargerð frá stjórnvaldi þar sem fram koma tilteknar upplýsingar en samkvæmt 2. ml. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 sé stjórnvöldum ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn umfram það sem leiði af 7. gr. Í beiðni kæranda sé óskað eftir tilteknum upplýsingum og sundurliðun þeirra. Ljóst sé að kærði þurfi að leggja í mikla vinnu við að vinna upplýsingarnar enda hafi þær ekki verið teknar saman. </p> <p> </p> <p>Að lokum er byggt á því að umrædd beiðni og þau gögn sem óskað er eftir falli ekki undir 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þær upplýsingar sem óskað sé eftir aðgangi að megi að hluta finna í bókhaldi kærða (með því að vinna úr bókhaldsgögnum). Undir upplýsingalögin falli ekki réttur til aðgangs að gögnum sem skráð séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi stjórnvalds og það sama eigi enn fremur við séu upplýsingarnar að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess. Það eina sem liggi fyrir sé heildar ferða- og dvalarkostnaður kærða erlendis fyrir árin 2010 og 2011 sem komi fram í ársreikningum kærða.  </p> <p> </p> <p>Umsögn Ríkiskaupa var send kæranda til athugasemda með bréfi dags. 24. september. Svar kæranda barst 8. október.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p><strong> </strong></p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Mál þetta varðar aðgang kæranda að upplýsingum um utanlandsferðir allra starfsmanna Ríkiskaupa á vegum stofnunarinnar frá ársbyrjun 2010 til 16. ágúst 2012, nánar sundurliðað eftir fjölda ferða á hvern starfsmann, áfangastað, flugfélagi sem flogið hafi verið með til og frá Íslandi, verði farmiða og ferðadögum.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er meðal annars kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum „sem varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í 10. gr. upplýsingalaga segir að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli „tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér.“ Þá geti hann „óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006.</p> <p> </p> <p>Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi og ekki heldur að afhenda slík gögn nema því aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og að skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti.</p> <p> </p> <p>Í þessu felst að ekki er hægt að biðja um aðgang að öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2007, um breytingu á upplýsingalögum (sjá Alþt. 2006-2007, A-deild, bls. 1708-1709).</p> <p> </p> <p>Um framangreint vísast einnig til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málinu nr. A-398/2011 og A-426/2012.</p> <p> </p> <p>Kærandi setur í máli þessu fram víðtæka beiðni um aðgang að upplýsingum hjá kæranda um <span>utanlandsferðir allra starfsmanna Ríkiskaupa á þeirra vegum frá ársbyrjun 2010 til 16. ágúst 2012, nánar sundurliðað eftir fjölda ferða á hvern starfsmann, áfangastað, flugfélagi sem flogið hafi verið með til og frá Íslandi, verði farmiða og ferðadögum.</span> Í beiðni kæranda felst að óskað er eftir upplýsingum í ótilteknum fjölda mála, en ekki fyrirliggjandi gögnum er varði tiltekið eða tiltekin mál eða öll gögn tiltekins máls. Fram hefur komið að umræddar upplýsingar liggja ekki fyrir hjá stofnuninni í því formi sem kærandi hefur óskað eftir og verður henni ekki gert, á grundvelli upplýsingalaga, að <a id="G3M1" name="G3M1">útbúa þær eða taka saman, í ríkari mæli en leiðir af 7. gr</a>. upplýsingalaga, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006. Skýring úrskurðarnefndarinnar á framangreindum ákvæðum laganna er sú að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggi, þegar um þau sé beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim sé leitað.</p> <p>Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum.</p> <p>Með vísan til framangreinds ber að vísa kæru málsins frá úrskurðarnefndinni.</p> <p><br /> </p> <h3><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Vísað er frá kæru [A] á hendur Ríkiskaupum, dags. 12. september 2012.</p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
A-458/2012. Úrskurður frá 22. nóvember 2012. | Kærð var sú ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja um aðgang að skýrslum nafngreindra einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Þagnarskylda. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest. | <h3><strong>ÚRSKURÐUR</strong></h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 22. nóvember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-458/2012.</p> <p> </p> <h3><strong>Kæruefni</strong></h3> <div> <strong><br /> </strong> </div> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 9. mars 2012, kærði [A] lögfræðingur ákvarðanir Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 10. og 16. febrúar 2012, um að synja aðgangi að skýrslum nokkurra nafngreindra einstaklinga í skjalasafni rannsóknarnefndar Alþingis. Nánar tiltekið er um að ræða eftirfarandi skýrslur:          </p> <p> </p> <p>1. Skýrslu [B], frá 7. júlí 2009.</p> <p>2. Skýrslu <strong>[</strong>C<strong>]</strong>, frá 8. október 2009.</p> <p>3. Skýrslu [D] og [E], frá 4. september 2009.</p> <p>4. Skýrslu [F], frá 7. október 2009.</p> <p>5. Skýrslu [G], frá 21. júlí 2009.</p> <p>6. Skýrslu [H], frá 7. september 2009.</p> <p>7. Skýrslu [I], frá 10. september 2009.</p> <p>8. Skýrslu [J], frá 21. október 2009.</p> <p>9. Skýrslur [K], frá 8. og 14. júlí 2009.</p> <p>10. Skýrslur [L], frá 22. janúar og 7. febrúar 2010.</p> <p>11. Skýrslu [M], frá 21. október 2009.</p> <p> </p> <h3><strong>Málsatvik</strong></h3> <div> <br /> </div> <p>Atvik málsins eru þau að með bréfi til Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 4. nóvember 2011, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum og skjölum sem tengdust Kaupþingi, hvort heldur þau væru á rafrænu eða prentuðu formi, sem rannsóknarnefnd Alþingis aflaði og/eða hafði undir höndum í tengslum við gerð skýrslu sinnar sem skilað var 12. apríl 2010.</p> <p> </p> <p>Í bréfi kæranda til þjóðskjalasafnsins kom fram að nánar tiltekið væri óskað eftir aðgangi að  skýrslum sem nefndin hefði tekið af stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings og eftir atvikum öðrum aðilum þar sem Kaupþing hefði verið til umræðu, tölvupóstsamskiptum og öðrum skriflegum samskiptum hvort heldur innbyrðis eða við aðra aðila, fundargerðir stjórnar Kaupþings og nefnda bankans, þ. á m. lánanefnda Kaupþings, lánasamningum, minnisblöðum, lögfræðiálitum, skýrslum endurskoðenda, lausafjárskýrslum o.fl. er við kæmi bankanum. Í viðhengjum við bréfið voru nánar tilgreind gögn sem óskað var aðgangs að.</p> <p> </p> <p>Í beiðni kæranda var vísað til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, 9. gr. laga nr. 66/1985, um þjóðskjalasafn, og 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Jafnframt var vísað til þess að þær upplýsingar sem vísað væri til og birtar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis væru þess eðlis að trúnaðarreglur og þagnarskylda giltu ekki um upplýsingarnar, burtséð frá því hvort slíkar reglur eða skuldbindingar hefðu á einhverjum tímapunkti hvílt á upplýsingunum eða bankanum. Ennfremur var m.a. bent á að Kaupþing væri undir stjórn skilanefndar og hefði ekki fjárhagslega eða viðskiptalega hagsmuni af því að halda leyndum upplýsingum um atburði sem áttu sér stað fyrir október 2008.</p> <p> </p> <p>Í beiðninni var einnig vísað til 7. gr. upplýsingalaga, um aðgang að hluta skjals, innihéldi hluti gagnanna upplýsingar sem féllu undir þagnarskyldu, t. a. m. skv. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.</p> <p> </p> <p>Að lokum var þess óskað að Þjóðskjalasafn Íslands tilkynnti hvenær gera mætti ráð fyrir því að gögnin yrðu gerð aðgengileg. Í bréfinu sagði svo orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Til þess að hraða viðbrögðum og með hliðsjón af 9. gr. laga nr. 37/1993, er ekki óskað eftir einu heildarsvari vegna allra tilgreindra skjala, heldur, eftir því sem Þjóðskjalasafnið tekur ákvörðun um hóp skjala og/eða um einstakt skjal, að slík ákvörðun verði gerð undirrituðum kunn við fyrsta tækifæri.“</p> <p> </p> <p>Þjóðskjalasafn Íslands afgreiddi beiðni kæranda í þremur hlutum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur þegar fjallað um fyrstu afgreiðslu Þjóðskjalasafns Íslands þar sem tilkynnt var um synjun beiðninnar að því er varðaði skýrslur fimm nafngreindra einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Vísast um þetta til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 18. júní 2012 í máli nr. A-419/2012. Eins og rakið er hér í upphafi lítur þessi úrskurður að tveimur seinni afgreiðslum þjóðskjalasafnsins á beiðni kæranda, sbr. bréf safnsins dags. 10. og 16. febrúar 2012.</p> <p> </p> <p>Afgreiðsla Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 10. febrúar 2012, laut að skýrslum þeirra [M], [D], [E], [L] og [J].</p> <p> </p> <p>Í ákvörðun safnsins er vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. A-387/2011 og A-398/2011. Síðan segir m.a.:</p> <p> </p> <p>„Um skýrslurnar er það að segja að Þjóðskjalasafn fór ítarlega yfir þær og voru fyrrnefndir úrskurðir úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafðir til hliðsjónar. Skýrslurnar eru mislangar, allt frá 7 blaðsíðum upp í 63 blaðsíður að lengd, og lúta að umtalsverðu leyti að viðskiptum Kaupþings banka hf. við aðila sem tilteknir eru í skýrslunum og umræddir starfsmenn höfðu aðkomu að. Að mati Þjóðskjalasafns er um að ræða viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og upplýsingarnar sem þá varðar, þess efnis að þær falla undir framangreint þagnarskylduákvæði. Þá er í skýrslunum einnig upplýsingar sem lúta að innri starfsemi Kaupþings banka hf. og upplýsingar sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptalega hagsmuni bankans, sem Þjóðskjalasafn telur, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að takmarki upplýsingarétt vegna einkahagsmuna. Þótt efni skýrslnanna á einstökum stöðum falli ekki beint undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eða ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, verður, í ljósi efnis skýrslnanna og þess samhengis sem þessir efnisþættir skapa milli þeirra efnisþátta sem lúta fyrrgreindum takmörkunum og þagnarskyldu, að líta svo á að þagnarskyldan og takmarkanir eigi við um skýrslurnar í heild sinni. Kemur því ekki til álita að veita aðgang að hluta skýrslnanna samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Að þessu virtu og með vísan til 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 sem og 5. gr. sömu laga er Þjóðskjalasafni óheimilt að veita aðgang að umræddum skýrslum.</p> <p> </p> <p>Með vísan til alls framangreinds er beiðni yðar um aðgang að ofangreindum skýrslum fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hafnað.“</p> <p> </p> <p>Í bréfinu er því næst vakin athygli á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og tekið fram að yfirferð hinna skýrslnanna sé að mestu lokið og svars að vænta á næstu dögum.</p> <p> </p> <p>Afgreiðsla Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 16. febrúar 2012, laut að skýrslum [H], [F], [I], [C], [B], [K] og [G].</p> <p> </p> <p>Í bréfi safnsins til kæranda er, líkt og í bréfinu frá 10. febrúar, vísað til fyrri úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Einnig er vísað til 5. mgr. 17. gr. og 18. gr. laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Því næst segir orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Þar sem framangreindar skýrslur eru mjög sambærilegar að efni verður fjallað um þær í einu lagi. Um skýrslurnar er það að segja að Þjóðskjalasafn fór ítarlega yfir þær og voru fyrrnefndir úrskurðir úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafðir til hliðsjónar. Skýrslurnar eru mislangar, allt frá 16 blaðsíðum upp í 130 blaðsíður að lengd. Upplýsingar í skýrslunum lúta að mestu leyti að innri starfsemi Kaupþings banka hf. og upplýsingar sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptalega hagsmuni bankans, sem Þjóðskjalasafn telur, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að takmarki upplýsingarétt vegna einkahagsmuna. Þá eru og upplýsingar á stöku stað sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem telja verður, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga, sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari. Loks lúta upplýsingar í skýrslunum að nokkru leyti að viðskiptum Kaupþings banka hf. við aðila sem tilteknir eru í skýrslunum og umræddir starfsmenn höfðu aðkomu að. Að mati Þjóðskjalasafns er um að ræða viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og upplýsingar sem þá varðar, þess efnis að þær falla undir framangreint þagnarskylduákvæði sem Þjóðskjalasafni er óheimilt að veita aðgang að, sbr. 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þótt efni skýrslnanna á einstökum stöðum falli ekki beint undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eða ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, verður, í ljósi efnis skýrslnanna og þess samhengis sem þessir efnisþættir skapa milli þeirra efnisþátta sem lúta fyrrgreindum takmörkunum og þagnarskyldu, að líta svo á að þagnarskyldan og takmarkanir eigi við um skýrslurnar í heild sinni. Kemur því ekki til álita að veita aðgang að hluta skýrslnanna samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Að þessu virtu og með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008, 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er Þjóðskjalasafni óheimilt að veita aðgang að framangreindum skýrslum.</p> <p> </p> <p>Með vísan til alls framangreinds er beiðni yðar um aðgang að ofangreindum skýrslum fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hafnað.“</p> <p> </p> <p>Í bréfinu er jafnframt m.a. vakin athygli á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Framangreindar ákvarðanir Þjóðskjalasafns Íslands voru kærðar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 9. mars 2012.</p> <p> </p> <p>Í kærunni segir m.a. orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Synjun Þjóðskjalasafns Íslands fær ekki staðist og rökstuðningur þeirra er í andstöðu við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga sem og ákvæða upplýsingalaga þ. á m. 7. gr. laga nr. 50/1996, rétt hefði verið að veita aðgang að skýrslunum, jafnvel þó að slíkur aðgangur hefði verið að hluta skýrslnanna. Hér að neðan verður þessari afstöðu gerð nánari skil.</p> <p> </p> <p>[...]</p> <p> </p> <p>Synjun Þjóðskjalasafns Íslands var byggð á því að skýrslur þær sem óskað var eftir væru sambærilegar að efni til þeirri skýrslu sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjallaði um í máli nr. A-387/2011 og að þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eigi við um skýrslurnar í heild sinni. Upplýsingabeiðandi er í ómögulegri aðstöðu til þess að meta efni skýrslunnar, en tók þó fram, í beiðni seinni um aðgang að upplýsingunum, að kæmi í ljós að hluti þeirra gagna eða hluti framburða einhverra einstaklinga lyti sérstakri lögmæltri þagnarskyldu á grundvelli 58. gr. laga nr. 161/2002 væri farið fram á aðgang með hliðsjón af 7. gr. laga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Í samræmi við 7. gr. laga nr. 50/1996 ber að veita aðgang að þeim hluta skjals sem takmarkanir á upplýsingarétti eiga ekki við um. Þegar upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptavina, sbr. ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, er að ræða í skjali bæri stjórnvaldi því að afmá nöfn viðskiptavinanna og veita aðgang að skjalinu án þeirra auðkenna. Jafnvel þó að meirihluti skjals kunni að vera bundinn aðgangs takmörkunum á grundvelli upplýsingalaga breytir það í engu að aðgangur á grundvelli 7. gr. skuli leyfður. Þá verður að líta til þess að þrátt fyrir að stjórnvald telji þær upplýsingar sem ekki eru bundnar takmörkunum það veigalitlar eða í samhengi heildarskjalsins ekki þess eðlis að þær hafi þýðingu eða jafnvel tekur þá afstöðu að efni skýrslunnar á stöku stað lúti ekki þagnarskyldu að stjórnvald geti ekki tekið ákvörðun um að hafna aðgang að skjalinu í heild samhengisins vegna. Verður jafnframt að telja verulega ólíklegt að skýrslum sem sumar ná allt að 130 blaðsíðum að lengd sé engin hluti eða kafli sem þagnarskylda hvílir ekki á. Þá er eðlilegt að ítreka það að það er ekki stjórnvalds að meta hvort viðtakanda upplýsinganna þyki tilteknar upplýsingar veigalitlar. Þannig geta t.a.m. þær spurningar sem rannsóknarnefnd spurði einstaklinga við skýrslutöku haft mikla þýðingu fyrir upplýsingabeiðanda þó að svörin sem veitt voru kunni að lúta þagnarskyldu á grundvelli 58. gr. laga nr. 161/2002, jafnvel geta upplýsingar um að ákveðnar grunnstaðreyndir s.s. að viðkomandi einstaklingur hafi verið undirmaður einhvers annars einstaklings hjá vinnuveitanda sínum á ákveðnu tímabili verið mikilvægar fyrir upplýsingabeiðanda og jafnvel forsenda þess að upplýsingabeiðandi óski eftir gögnunum.</p> <p> </p> <p>Að þessu sögðu er ítrekuð sú ósk að hinar kærðu ákvarðanir Þjóðskjalasafnsins verði endurskoðaðar og að veittur verði aðgangur að skýrslunum í heild eða a.m.k. þeim hluta skýrslnanna sem lúta ekki takmörkunum upplýsingalaga.“</p> <p> </p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 12. mars 2012, var Þjóðskjalasafni Íslands kynnt framkomin kæra og um leið gefinn frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu í trúnaði látin í té gögn málsins.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir kærða ásamt gögnum málsins bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 23. mars 2012. Þar segir orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Eins og rakið er í bréfum Þjóðskjalasafns, dags. 10. febrúar sl. og 16. febrúar sl., til lögfræðingsins hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál kveðið upp tvo úrskurði í málum sem varða aðgang að skýrslum sem einstaklingar gáfu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Annars vegar úrskurður í máli nr. A-387/2011 frá 25. nóvember 2011 og hins vegar í máli nr. A-398/2011 frá 29. desember 2011. Voru þessir úrskurðir hafðir til hliðsjónar við afgreiðslu þeirra skýrslna sem kæran lýtur að. Þjóðskjalasafn leggur áherslu á að almennt séð lúta upplýsingar í skýrslum þeim, sem synjað var um aðgang að með bréfum, dags. 10. og 16. febrúar sl., að umtalsverðu leyti að viðskiptum Kaupþings banka hf. við aðila sem tilteknir eru í skýrslunum og umræddir starfsmenn höfðu aðkomu að, að innri starfsemi Kaupþings banka hf. og að þáttum sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptalega hagsmuni bankans. Að mati Þjóðskjalasafns er í fyrra tilvikinu um að ræða viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og upplýsingarnar þess eðlis að þær falli undir framangreint þagnarskylduákvæði. Í seinna tilvikinu telur Þjóðskjalasafn, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að takmarka beri upplýsingarétt vegna einkahagsmuna. Þá eru einnig upplýsingar á stöku stað í skýrslunum sem varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem telja verður, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga, að sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari. Þó svo að efni skýrslnanna á einstökum stöðum falli ekki beint undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 eða ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, er það skoðun Þjóðskjalasafns að það verði, í ljósi efnis skýrslnanna og þess samhengis sem þessir efnisþættir skapa milli þeirra efnisþátta sem lúta fyrrgreindri þagnarskyldu og takmörkunum, að líta svo á að þagnarskyldan og takmarkanirnar eigi við um skýrslurnar í heild sinni. Vill Þjóðskjalasafn því árétta að, af ofansögðu virtu kom það ekki til álita af hálfu safnsins að veita aðgang að hluta skýrslnanna samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Að þessu virtu og með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008, 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga var það mat Þjóðskjalasafns að safninu væri óheimilt að veita aðgang að umræddum skýrslum.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 30. mars 2012, kynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda framangreinda umsögn Þjóðskjalasafns Íslands og gaf honum kost á að koma á framfæri athugasemdum í tilefni af henni. Viðbrögð bárust ekki frá kæranda.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði þeim einstaklingum sem gáfu skýrslurnar, sem mál þetta lýtur að, bréf, dags. 23. apríl 2012 og 7. og 8. maí 2012. Í bréfunum óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu þeirra til beiðni kæranda um aðgang að skýrslunum. Öll lögðust þau gegn því að veittur yrði aðgangur að skýrslunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki tilefni til að kynna kæranda þau svör, enda liggur fyrir afstaða hans til þeirra sjónarmiða sem þar koma fram.</p> <p> </p> <h3><strong>Niðurstaða</strong></h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og rakið er hér að framan lýtur mál þetta að lögmæti synjunar Þjóðskjalasafns Íslands á aðgangi að skýrslum tólf tilgreindra einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Kæranda var gerð grein fyrir synjun Þjóðskjalasafns með bréfum, dags. 10. og 16. febrúar 2012. Heimild kæranda til að kæra synjun Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að finna í 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Þær skýrslur sem úrskurður þessi lýtur að eru nánar tiltekið:</p> <p> </p> <p>1. Skýrsla [B], frá 7. júlí 2009.</p> <p>2. Skýrsla <strong>[</strong>C<strong>]</strong>, frá 8. október 2009.</p> <p>3. Skýrsla [D] og [E], frá 4. september 2009.</p> <p>4. Skýrsla [F], frá 7. október 2009.</p> <p>5. Skýrsla [G], frá 21. júlí 2009.</p> <p>6. Skýrsla [H], frá 7. september 2009.</p> <p>7. Skýrsla [I], frá 10. september 2009.</p> <p>8. Skýrsla [J], frá 21. október 2009.</p> <p>9. Skýrslur [K], frá 8. og 14. júlí 2009.</p> <p>10. Skýrslur [L], frá 22. janúar og 7. febrúar 2010.</p> <p>11. Skýrsla [M], frá 21. október 2009.</p> <p> </p> <p>Viðstaddur og þátttakandi þegar fyrri skýrslan var tekin af [K], 8. júlí 2009, var jafnframt [N] hæstaréttarlögmaður</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærandi byggir heimild sína til að fá aðgang að skýrslunum einkum á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þjóðskjalasafnið byggir synjun sína um aðgang einkum annars vegar á 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og hins vegar á 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Um störf rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað í lögum nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, með síðari breytingum. Í 5. mgr. 17. gr. þeirra laga segir orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Að rannsókn nefndarinnar lokinni skulu gögn, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, færð á Þjóðskjalasafn Íslands. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.“</p> <p> </p> <p>Tilvitnuðu ákvæði var bætt við frumvarp til laganna við þinglega meðferð þess að tilstuðlan allsherjarnefndar. Í áliti nefndarinnar sagði m.a.:</p> <p> </p> <p>„Þá komu einnig fram ábendingar fyrir nefndinni um að í frumvarpinu sé ekki fjallað um hvernig háttað skuli varðveislu þeirra gagna sem aflað er vegna rannsóknarinnar og aðgangi almennings að þeim. Nefndin leggur því til að skýrt verði kveðið á um hvernig fari um þessi atriði og leggur til að við 17. gr. frumvarpsins verði bætt ákvæði sem fjalli sérstaklega um það að gögn skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands að störfum nefndarinnar loknum, sem og að um aðgang að þeim þar fari eftir ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í framangreindu mundi m.a. felast að við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að umræddum gögnum yrði að meta hvort rétt væri að takmarka aðgang með vísan til 5. gr. upplýsingalaga um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Um aðgang að gögnum um slík málefni færi einnig eftir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þess efnis að takmarkanir á aðgangi að gögnum falli niður 80 árum eftir að þau urðu til. Við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að gögnum bæri og að virða ákvæði laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þar á meðal ákvæði 7. gr. um sanngirni og meðalhóf.“ (Alþt. 2008-2009, A-deild, bls. 1567-1568.)</p> <p> </p> <p>Með ákvæði 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 hefur löggjafinn með skýrum hætti kveðið á um að þau gögn sem rannsóknarnefndin aflaði vegna rannsóknar sinnar skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands og að um aðgang að þeim skuli fara eftir ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p> </p> <p>Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1. mgr. 58. gr. segir:</p> <p> </p> <p>„Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p> </p> <p>Í 2. mgr. 58. gr. segir svo:</p> <p> </p> <p>„Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“</p> <p> </p> <p>Samkvæmt síðast tilvitnuðu ákvæði flyst sú þagnarskylda sem kveðið er á um í 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 yfir á þann sem veitir viðtöku þeim upplýsingum sem undir ákvæðið falla. Samkvæmt þessu er Þjóðskjalasafn Íslands bundið þagnarskyldu varðandi upplýsingar sem rannsóknarnefnd Alþingis færði safninu til varðveislu að því leyti sem þær falla undir 1. mgr. 58. gr. laganna..</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Eins og sjá má af texta 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 þá hvílir þagnarskylda á öllu því sem starfsmenn fjármálafyrirtækis fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns „og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess“. Samkvæmt orðalagi sínu veitir þetta ákvæði því ekki vernd gegn því að upplýsingar séu veittar er varða fjármálafyrirtækið sjálft, heldur aðeins viðskiptamenn þess.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt framangreindu verður að byggja á því að varði þær upplýsingar sem koma fram í þeim gögnum sem óskað hefur verið aðgangs að „viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna bankans“ geti þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 átt við um þær. Að því leyti sem upplýsingarnar kunna að lúta að starfsmanninum persónulega eða bankanum sjálfum ber hins vegar að taka til skoðunar hvort beita eigi  ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings er að finna í 3. gr. laganna. Þar kemur fram að stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem leiðir  af ákvæðum 4.-6. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Í skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 kemur fram að aðgangur almennings að upplýsingum verði „almennt ekki takmarkaður á grundvelli ákvæða 5.-6. gr. nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingar eru veittar.“</p> <p> </p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: <a id="G5M1" name="G5M1">„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</a>“</p> <p> </p> <p>Ákvæði 5. gr. upplýsingalaga felur í sér tvær mikilvægar undantekningar á upplýsingarétti almennings skv. 3. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Í fyrri málslið ákvæðisins er mælt fyrir um það hvenær rétt sé að halda upplýsingum leyndum vegna einkahagsmuna einstaklinga. Ýmsar af þeim upplýsingum sem varða einkahagi einstaklinga eru þess eðlis að almennt ber að telja sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt í skilningi 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Á það til dæmis við um þær upplýsingar sem skilgreindar eru sem viðkvæmar persónuupplýsingar í 8. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í ákveðnum tilvikum veltur það hins vegar á heildarmati á þeim upplýsingum sem um ræðir, gagnvart þeirri meginreglu sem birtist í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga og tilgangi hennar. Í slíkum tilvikum verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi einstaklings eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja.</p> <p> </p> <p>Í 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að sömu takmarkanir skuli gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Við mat á því hvort ákvæðið eigi við þarf að líta til þess hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Um beitingu ákvæðisins vísast nánar til fyrri úrskurða nefndarinnar, sbr. t.d. úrskurð í máli A-234/2006, en rétt er að árétta að við beitingu ákvæðisins verður jafnframt að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999.</p> <p> </p> <p>Hvað varðar þýðingu 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að enda þótt fyrirtæki sé í þrotameðferð eða undir stjórn skilanefndar er ekki loku fyrir það skotið að ákvæðið eigi við um upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess, enda sé enn um virka viðskipta- eða fjárhagshagsmuni að ræða. Verður við mat á því að líta til aðstæðna eins og þær eru í hverju tilfelli þegar óskað er aðgangs að upplýsingunum.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Sú beiðni um aðgang að gögnum sem hér er til meðferðar lýtur að aðgangi að gögnum sem til urðu við starfsemi rannsóknarnefndar Alþingis sem starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Við beitingu ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga í því máli sem hér um ræðir er til viðbótar við framangreind atriði nauðsynlegt að horfa jafnframt til ákvæða þeirra laga.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 142/2008 var skylt að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að láta í té upplýsingar, gögn og skýringar sem hún fór fram á. Samkvæmt 3. mgr. 6. gr. sömu laga var skylt að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að veita upplýsingar þótt þær væru háðar þagnarskyldu. Í 1. mgr. 8. gr. var sérstaklega tekið fram að sérhverjum væri skylt að koma fyrir nefndina til skýrslutöku krefðist hún þess. Brot á þeirri skyldu að veita nefndinni upplýsingar gat skv. 11. gr. varðað refsingu.</p> <p> </p> <p>Eins og kunnugt er skilaði rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem gerð var opinber í samræmi við ákvæði IV. kafla laga nr. 142/2008 þar sem birtar voru upplýsingar sem fram komu við skýrslutökur og nefndin taldi nauðsynlegt að almenningur hefði aðgang að. Í 4. mgr. 4. gr. laganna kemur fram að þagnarskylda nefndarmanna og þeirra er unnu að rannsókninni stóð því ekki í vegi að rannsóknarnefndin gæti birt upplýsingar sem annars töldust háðar þagnarskyldu, ef nefndin taldi slíkt nauðsynlegt til að rökstyðja niðurstöður sínar. Í  ákvæðinu kom fram að nefndin skyldi því aðeins birta upplýsingar um persónuleg málefni einstaklinga, þ.m.t. fjármál þeirra, að verulegir almannahagsmunir af því að birta upplýsingarnar vægju þyngra en hagsmunir þess einstaklings sem í hlut ætti.</p> <p> </p> <p>Framangreind ákvæði laga nr. 142/2008, sem lúta að víðtækum skyldum einstaklinga til að láta rannsóknarnefnd Alþingis í té upplýsingar eru til þess fallin að hafa áhrif á mat á því hvort sanngjarnt sé, gagnvart þeim einstaklingum sem skýrslurnar veittu, að efni þeirra verði gert opinbert.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í þessu sambandi einnig horft til þess að af gögnum málsins ber, að mati nefndarinnar, að draga þá ályktun að þeim einstaklingum sem gáfu skýrslur fyrir rannsóknarnefndinni hafi gjarnan verið heitið trúnaði um upplýsingagjöf þeirra. Þótt þetta atriði, eitt og út af fyrir sig, standi ekki í vegi fyrir aðgangi almennings að skýrslunum, sem eins og áður segir ræðst af ákvæðum upplýsingalaga en ekki slíkum almennum yfirlýsingum sem fram hafa komið við skýrslutöku, telur úrskurðarnefndin að við mat á því hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, geti það haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um. Vísast um þetta m.a. til  úrskurðar nefndarinnar frá 29. ágúst 2012 í máli nr. A-443/2012 og úrskurðar nefndarinnar frá 10. nóvember 1997 í máli nr. A-28/1997.</p> <p> </p> <p><strong>6.</strong></p> <p>Af framangreindu má ljóst vera að ólíkar upplýsingar í einu og sama gagninu, í þessu tilfelli skýrslu sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, geta fallið undir ólík lagaákvæði er tryggja misríkan aðgang almennings, allt eftir því um hvaða upplýsingar er að ræða.</p> <p> </p> <p>Verður nú vikið að þeim einstöku skýrslum sem mál þetta lýtur að.</p> <p> </p> <p><em>Skýrsla [B]</em></p> <p>[B] gegndi starfi [...]. Hann gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn 7. júlí 2009. Í skýrslunni greinir [B] frá persónulegri upplifun sinni af samskiptum við ýmsa samstarfsmenn, fulltrúa stjórnvalda, þ. á m. breska fjármálaeftirlitið, og mati sínu á viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við vanda íslensku bankanna. Að teknu tilliti til hagsmuna [B] ber að fella þessar upplýsingar undir 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá ræðir [B] jafnframt um einstaka viðskiptaaðila bankans, m.a. í tengslum við endurhverf viðskipti KSF. Þær upplýsingar eru þess eðlis að þær falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því, með vísan til 2. mgr. 58. gr. síðarnefndu laganna, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að skýrslunni að þessu leyti. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p> </p> <p><em>Skýrsla [C]</em></p> <p>[C] var sérfræðingur í deild eigin viðskipta Kaupþings. Hann gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 8. október 2009. Í skýrslunni ræðir [C] um eigin viðskipti Kaupþings, þar á meðal um einstök félög sem Kaupþing keypti hlutabréf í. Þær upplýsingar eru þess eðlis að þær falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því með vísan til 2. mgr. 58. gr. síðarnefndu laganna, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að skýrslunni að þessu leyti. Í skýrslunni ræðir [C] jafnframt um samstarfsfólk sitt í bankanum og þau vinnubrögð sem þar voru iðkuð. Að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjörðar sem gilti um skýrslugjöfina fyrir rannsóknarnefnd Alþingis telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að með tilliti til hagsmuna [C] beri að fella þessar upplýsingar undir 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p> </p> <p><em>Skýrsla [D] og [E]</em></p> <p>[D] var framkvæmdastjóri [...] Kaupþings og [E] var framkvæmdastjóri [...] hjá Kaupþingi. Þau gáfu saman skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn 4. september 2009. Í skýrslunni, sem er 63 blaðsíður að lengd, ræða [D] og [E] um ýmsa aðila sem bankinn var í viðskiptum við. Þær upplýsingar eru þess eðlis að þær falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Jafnframt ræða þau opinskátt um starfsemi bankans, verklag og samstarfsmenn. Að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjörðar sem gilti um skýrslugjöfina fyrir rannsóknarnefnd Alþingis telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að með tilliti til hagsmuna [D] og [E] beri að fella þessar upplýsingar undir 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p> </p> <p><em>Skýrsla [F]</em></p> <p>[F] gegndi starfi forstöðumanns [...] Kaupþings. Hann gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn 7. október 2009. Í skýrslunni fjallar [F] um nokkra af atkvæðamestu aðilunum á markaðnum á árunum fyrir fall bankans. Þá ræðir hann um stemninguna í bankanum og gefur m.a. álit sitt á launakerfi fyrirtækisins. Ennfremur svarar [F] spurningum um persónuleg fjármál sín. Það er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að efni skýrslunnar falli undir 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p> </p> <p><em>Skýrsla [G]</em></p> <p>[G] var [...] Kaupþings banka hf. við fall bankans í október 2008. [G] gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn 21. júlí 2009. Í skýrslunni fjallar [G] um innri starfsemi bankans, upplifun sína af samskiptum við stjórnvöld, svo sem Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitið og ráðherra, sem og um samskipti sín við samstarfsmenn og aðra. Að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjörðar sem gilti um skýrslugjöfina fyrir rannsóknarnefnd Alþingis telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að með tilliti til hagsmuna [G] beri að fella þessar upplýsingar undir 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í skýrslunni er einnig vikið að samskiptum við einstaka viðskiptamenn bankans. Þær upplýsingar falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því, með vísan til 2. mgr. 58. gr. þeirra laga, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að skýrslunni að því leyti. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p> </p> <p><em>Skýrsla [H]</em></p> <p>[H] gegndi starfi forstöðumanns [...] Kaupþings. Hún gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn 7. október 2009. Í skýrslutökunni er [H] innt eftir persónulegri afstöðu sinni til ýmissa álitaefna tengdum innri endurskoðun bankans. Ræðir [H] í því sambandi samskipti innri endurskoðunar við stjórnendur bankans, ytri endurskoðendur og Fjármálaeftirlitið. Jafnframt ræðir hún um starfsaðstöðu innri endurskoðunar og ræðir opinskátt um innviði bankans. Að teknu tilliti til hagsmuna [H] telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að efni skýrslunnar falli undir 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p> </p> <p><em>Skýrsla [I]</em></p> <p>[I] var [...] Kaupþings. Hún gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn 10. september 2009. Í skýrslunni ræðir [I] um persónuleg samskipti sín við samstarfsfólk sitt í bankanum og gefur m.a. mat sitt á viðhorfum stjórnenda bankans til starfa regluvarðar og vinnubrögðum Fjármálaeftirlitsins. Að teknu tilliti til hagsmuna [I] telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að efni skýrslunnar falli undir 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p> </p> <p><em>Skýrsla [J]</em></p> <p>[J] var [...] hjá rekstrarfélagi Kaupþings. Hún gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn 21. október 2009. Í skýrslunni ræðir [J] um samskipti sín við samstarfsfólk í bankanum, starfshætti sem og um persónuleg málefni fjölskyldu sinnar.  Að teknu tilliti til þeirrar lagaumgjörðar sem gilti um skýrslugjöfina fyrir rannsóknarnefnd Alþingis telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að með tilliti til hagsmuna [J] beri að fella þessar upplýsingar undir 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í skýrslunni ræðir [J] jafnframt um einstaka viðskiptamenn bankans. Þær upplýsingar eru þess eðlis að þær falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því, með vísan til 2. mgr. 58. gr. síðarnefndu laganna, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að skýrslunni að þessu leyti. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p> </p> <p><em>Skýrslur [K]</em></p> <p>[K] var [...] Kaupþings banka hf. við fall bankans í október 2008. [K] og [N] hæstaréttarlögmaður gáfu saman skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis þann 8. júlí 2009. [K] gaf jafnframt einn skýrslu þann 14. sama mánaðar. Beiðni um aðgang að gögnum lýtur að þessum tveimur skýrslum. Í þeim er fjallað um lán til einstakra viðskiptavina bankans og persónulega afstöðu [K] til viðskiptanna. Þar er einnig að finna upplýsingar um fjölmarga viðskiptavini bankans. Þessar upplýsingar falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því, með vísan til 2. mgr. 58. gr. þeirra laga, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að skýrslunni að því leyti. Í skýrslunum ræðir [K] einnig um persónuleg fjármál sín og stöðu innan bankans á meðan hann starfaði þar. Hann ræðir um samskipti sem hann átti við nafngreinda starfsmenn bankans á þessum tíma. Þá greinir [K] frá samskiptum sínum og annarra starfsmanna Kaupþings banka hf. við stjórnvöld og persónulegum samskiptum við nafngreinda embættismenn. Af tilliti til hagsmuna [K] eru þessar upplýsingar þess eðlis að sanngjarnt er og eðlilegt að þær fari leynt með vísan til fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í ljósi efnis skýrslanna og eiga takmarkanir á aðgangi að þeim við um skýrslurnar í heild en ekki aðeins hluta hennar.</p> <p> </p> <p><em>Skýrslur [L]</em></p> <p>[L] var framkvæmdastjóri [...] Kaupþings banka hf. við fall bankans í október 2008. Hann gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 22. janúar  og 7. febrúar 2010. Í skýrslunum er ítarlega fjallað um lán til einstakra viðskiptavina bankans. Þessar upplýsingar falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því, með vísan til 2. mgr. 58. gr. þeirra laga, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að skýrslunni að því leyti. Að öðru leyti fela skýrslurnar í sér framburð [L] sem af tilliti til hagsmuna hans er sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari skv. 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Í ljósi efnis skýrslanna og samhengis eiga takmarkanir á aðgangi við um þær í heild en ekki aðeins að hluta.</p> <p> </p> <p><em>Skýrsla [M]</em></p> <p>[M] starfaði á fyrirtækjasviði Kaupþings banka hf. við fall bankans í október 2008. Hún gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 21. október 2009. Í skýrslunni er fjallað sérstaklega um viðskipti bankans við einn viðskiptavina hans. Þessar upplýsingar falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því, með vísan til 2. mgr. 58. gr. þeirra laga, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að skýrslunni. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins hluta hennar.</p> <p> </p> <p> </p> <strong><br clear="all" /> </strong> <h3><strong> <br /> </strong><strong>Úrskurðarorð</strong></h3> <p>Synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni [A] um aðgang að eftirfarandi skýrslum er staðfest:</p> <p> </p> <p>1. Skýrslu [B], frá 7. júlí 2009.</p> <p>2. Skýrslu [C], frá 8. október 2009.</p> <p>3. Skýrslu [D] og [E], frá 4. september 2009.</p> <p>4. Skýrslu [F], frá 7. október 2009.</p> <p>5. Skýrslu [G], frá 21. júlí 2009.</p> <p>6. Skýrslu [H], frá 7. september 2009.</p> <p>7. Skýrslu [I], frá 10. september 2009.</p> <p>8. Skýrslu [J], frá 21. október 2009.</p> <p>9. Skýrslum [K], frá 8. og 14. júlí 2009.</p> <p>10. Skýrslum [L], frá 22. janúar og 7. febrúar 2010.</p> <p>11. Skýrslu [M], frá 21. október 2009.</p> <p><br /> </p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p><br /> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Friðgeir Björnsson</p> <br /> |
A-457/2012. Úrskurður frá 15. nóvember 2012 | Vísað var frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru þar sem farið var fram á gögn er vörðuðu skipun í embætti skólameistara en kærandi var meðal umsækjenda um stöðuna. Um rétt hennar til aðgangs að umbeðnum upplýsingum fór því eftir ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í 1. málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993 | <div align="center"> <h3>ÚRSKURÐUR</h3> </div> <br /> <p>Hinn 15. nóvember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-457/2012.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <br /> <p>Með bréfi, dags. 18. október 2012, kærði [A] afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á beiðni hennar um aðgang að nánar tilgreindum gögnum er vörðuðu skipun í embætti skólameistara við Fjölbrautaskólann við Ármúla.<br /> <br /> Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsti þann 17. febrúar 2012 laust til umsóknar embætti skólameistara við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Umsóknarfrestur rann út þriðjudaginn 20. mars. Sjö umsóknir bárust um stöðuna og var kærandi einn umsækjenda. Þann 15. maí var tilkynnt á heimasíðu ráðuneytisins að [B] hefði verið skipaður í framangreint embætti til fimm ára.<br /> <br /> Í kæru málsins er lýst málsatvikum og samskiptum kæranda við ráðuneytið, en henni var fyrst tilkynnt um skipun [B] í embættið með bréfi dags. 17. ágúst. Var þar bent á rétt kæranda til að óska eftir rökstuðningi vegna skipunarinnar sbr. 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærandi fór fram á rökstuðning þann 26. ágúst. Því erindi svaraði ráðuneytið með bréfi 4. september. Í kjölfarið, með bréfi dags. 11. september, fór kærandi fram á aðgang að þeim gögnum sem ráðuneytið byggði rökstuðning sinn á.<br /> <br /> Með bréfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 20. september, kemur fram að ráðuneytið telji skilyrði til að afhenda kæranda umsögn skólanefndar skólans. Segir svo orðrétt: „Önnur gögn verða ekki afhent þar sem þau eru ekki fyrir hendi eða óheimilt er vegna trúnaðarupplýsinga sem þar koma fram um mat á öðrum umsækjendum um embættið.“ Með bréfinu fylgdi umsögn skólanefndar.<br /> <br /> Með bréfi kæranda, dags. 20. september, er krafan um aðgang að gögnum ítrekuð. Kemur fram í bréfinu að byggt sé á 15. gr. stjórnsýslulaga, að teknu tilliti til undantekninga 16. gr. og 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í kærunni kemur fram að framangreindu bréfi hafi ekki verið svarað og að með vísan til 14. og 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, sé sú málsmeðferð kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <br /> <p>Kæran var send mennta- og menningarmálaráðuneytinu til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 29. október.  <br /> <br /> Með bréfi, dags. 9. nóvember, barst svar mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þar segir að ráðuneytið telji að upplýsingar þær sem kærandi óski eftir skuli veittar á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og falli því utan gildissviðs upplýsingalaga skv. 2. mgr. 2. gr. laganna nr. 50/1996.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <br /> <p>Ákvörðun um skipun í embætti skólameistara skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum, er stjórnvaldsákvörðun. Kærandi var einn umsækjenda um framangreinda stöðu og telst því aðili stjórnsýslumáls vegna umræddrar skipunar. Um rétt hennar til aðgangs að umbeðnum upplýsingum fer því eftir ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í upphafi 1. mgr. 15. gr. þeirra laga segir að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varði.<br /> <br /> Í 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum og þjóðréttarsamningum. Í 1. málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993<br /> <br /> Með vísan til framangreinds telst málið því ekki kæranlegt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og ber því að vísa málinu frá nefndinni.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <br /> <p>Vísað er frá kæru [A], dags. 18. október 2012, á hendur mennta- og menningarmálaráðuneytinu, þar sem farið er fram á gögn er varða skipun í embætti skólameistara við Fjölbrautaskólann við Ármúla, þann 15. maí 2012.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður<br /> </div> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <p>                           Sigurveig Jónsdóttir                                        Friðgeir Björnsson</p> |
A-453/2012. Úrskurður frá 15. nóvember 2012 | Staðfest var sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að bls. 27-31 í viðauka C við samnings Og fjarskipta ehf. (Vodafone) við varnarmálastofnun, dags. 1. febrúar 2010. Fallist á að að stærstur upplýsinganna sem fram kæmu í umbeðnum gögnum gætu varðað mikilvæga samkeppnishagsmuni fyrirtækisins. | <div align="center"> <h3>ÚRSKURÐUR<strong><br /> </strong></h3> </div> <br /> <p>Hinn 15. nóvember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-453/2012.<br /> <br /> Kæruefni og málsatvik<br /> Þann 27. júní 2012 kærði [A] hdl., f.h. [B] ehf., synjun utanríkisráðuneytisins, dags. 29. maí, um aðgang kæranda að bls. 27-31 í viðauka C við samning Og fjarskipta ehf. (Vodafone) við Varnarmálastofnun dags. 1. febrúar 2010.<br /> <br /> Atvik málsins munu vera þau að kærandi fór þann 7. maí 2012 þess á leit að honum yrði afhent afrit af samningi Varnarmálastofnunar og Og fjarskipta ehf. (Vodafone) um leigu á ljósleiðaraþræði NATO sem liggur hringinn í kringum Ísland. Samningurinn var gerður í kjölfar auglýsts verkefnis utanríkisráðuneytisins nr. 14477 – Ljósleiðarar, af hálfu Ríkiskaupa, í apríl 2008. Utanríkisráðuneytið féllst á það með ákvörðun, dags. 29. maí, að afhenda samninginn ásamt viðaukum B, D, E og F óbreyttum. Jafnframt var kæranda afhentur viðauki C, að undanskildum blaðsíðum  27-31. Viðauki C er tilboð Og fjarskipta ehf., dags. 19. júní 2008, vegna framangreinds verkefnis.<br /> <br /> Kærandi rekur málsástæður fyrir kærunni með eftirfarandi hætti:<br /> <br /> „Kærandi byggir á því að utanríkisráðuneytinu beri að veita honum aðgang að hinum tilgreindu blaðsíðum í viðauka C við samninginn. Í hinni kærðu ákvörðun er synjunin rökstudd með þeim hætti að blaðsíðurnar séu merktar sem „trúnaðarmál“. Þar sé einkum að finna upplýsingar um gjaldskrár, þjónustustaði og tengipunkta. Í yfirlýsingu Og fjarskipta ehf. (Vodafone) dags. 24. febrúar 2010 hafi þess verið sérstaklega óskað að þessar upplýsingar yrðu meðhöndlaðar sem trúnaðarmál þar sem félagið teldi að um væri að ræða viðkvæmar viðskiptaupplýsingar út frá samkeppnislegum sjónarmiðum. Að mati ráðuneytisins ættu því ákvæði 5. gr. upplýsingalaga við um aðgang að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Kærandi er ósammála þessari afstöðu ráðuneytisins. Kærandi byggir á því að í 3. gr. upplýsingalaga sé að finna þá meginreglu að stjórnvöldum sé skylt að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál. Þær undantekningar sem er að finna í 4.-6. gr. laganna verði því að túlka þröngt.<br /> <br /> Með samningi sínum við Varnarmálastofnun tóku Og fjarskipti ehf. að sér að veita þjónustu um ljósleiðaraþráðinn víða á landsbyggðinni. Samkvæmt 2. gr. samningsins skal félagið þannig veita fjölbreytta fjarskiptaþjónustu sem víðast um landið. Í gr. 2.11 í verkefnalýsingu Ríkiskaupa, sbr. viðauka B við samninginn eru gerðar tilteknar kröfur til þeirrar fjarskiptaþjónustu sem leigutaki þráðarins skal bjóða. Í lokamálsgrein greinarinnar kemur þannig meðal annars fram að kerfið og þjónustan skuli þannig uppbyggð að hægt sé að veita öðrum aðgang að henni í heildsölu. Aðrir sem þess óska skuli geta keypt grunnþjónustu af leigutaka á heildsöluverði og veitt þjónustu yfir kerfi hans og selt áskrifendum sínum þá þjónustu í smásölu. Aðgangur skuli vera óháður tengslum við leigutaka og tryggja skuli að jafnræði sé á milli þeirra aðila sem hafa áhuga á að veita þjónustu um kerfið.<br /> <br /> Og fjarskiptum ehf. er þannig skylt samkvæmt samningnum að selja öðrum aðilum í heildsölu aðgang að þræðinum. Hvíla ákveðnar kvaðir á fyrirtækinu um verðlagningu og skilmála fyrir þá þjónustu, sbr. framangreint. Þrátt fyrir það er kæranda ekki kunnugt um að fyrirtækið hafi birt neina verðskrá eða aðrar nauðsynlegar upplýsingar fyrir mögulega kaupendur, svo sem um þjónustustaði og tengipunkta, sem eðli máls eru mögulegum kaupendum nauðsynlegar við mat á því hvort þeir hafi áhuga á þjónustunni.<br /> <br /> Í þessu ljósi telur kærandi það ekki fást staðist að upplýsingar um gjaldskrár, tengipunkta og þjónustustaði, sem fram munu koma á bls. 27-31 nefnds viðauka C við samninginn, teljist einka- eða fjárhagsmálefni sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, í skilningi 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þvert á móti verður að telja leiða af samningnum og eðli máls að Og fjarskiptum ehf. sé beinlínis skylt að veita þessar upplýsingar, enda án þeirra útilokað að félagið geti uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til þess á grundvelli samningsins og viðauka hans.“<br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send utanríkisráðuneytinu til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 2. júlí 2012. Þær bárust með bréfi, dags. 30. júlí. Með bréfinu fylgdi sá hluti hins umrædda samnings sem kæranda hafði verið synjað um aðgang að, auk annarra gagna málsins. Jafnframt fylgdi umsögn Og fjarskipta ehf. (Vodafone) til utanríkisráðuneytisins, dags. 30. júlí, vegna kærunnar.<br /> <br /> Í umsögn ráðuneytisins segir:<br /> <br /> „Í ákvörðun til [B] ehf. rökstuddi ráðuneytið synjunina með vísan til þess að hinar undanskildu upplýsingar fælu í sér fjárhagsmálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Er ráðuneytinu því óheimilt að afhenda án þess að fyrir liggi samþykki þess sem í hlut á. Um er að ræða viðkvæmar viðskiptaupplýsingar er varða áætlanir um uppbyggingu á fjarskiptakerfi, sem er í beinni samkeppni við aðra aðila á sama markaði auk upplýsinga um gjaldskrár.<br /> <br /> Utanríkisráðuneytið leitaði eftir afstöðu Og fjarskipta ehf. (Vodafone) til afhendingar á umbeðnum gögnum og er svar félagsins sent sem fylgiskjal 2 með bréfi þessu þar sem afstaða félagsins er útlistuð nánar. Ekki er fallist á þá röksemd [B] að 2. gr. samningsins og gr. 2.11 í verkefnislýsingu feli í sér slíkar kvaðir á samningsaðila að þær upplýsingar sem koma fram á bls. 27-31 í viðauka C teljist ekki til viðkvæmra viðskiptaupplýsinga sem rétt er að leynt fari. Um er að ræða upplýsingar sem varða samkeppnis- og viðskiptahagsmuni Fjarskipta ehf. og getur skaðað hagsmuni þess félags ef ráðuneytið veitir aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> <br /> Meginregla 3. gr. um aðgengi að upplýsingum felur í sér að undantekningarreglur 4.-6. gr. beri að skýra þröngt, og tryggja aðilum aðgang að upplýsingum í vörslum stjórnvalda. Hins vegar verður ekki litið framhjá þeim sjónarmiðum sem fram koma í 4.-6. gr. um undantekningar frá meginreglunni.<br /> <br /> Ber að líta til hagsmuna þess aðila er gögnin varðar þegar metið er hvort heimila eigi aðgang að upplýsingum. Eins og áður greinir er meginregla upplýsingalaga að almenningur eigi rétt á aðgangi að upplýsingum. Hagsmunir annarra geta hins vegar staðið til þess að aðgangur að gögnum verði takmarkaður. Í vörslum opinberra aðila liggja oft fyrir skjöl með upplýsingum sem teljast til viðskiptaleyndarmála og fyrirtæki telja að ekki megi koma fyrir augu keppinauta. Í 17. gr. stjórnsýslulaga er stjórnvaldi heimilað þegar sérstaklega stendur á að takmarka aðgang aðila máls að gögnum ef mun ríkari almanna- eða einkahagsmunir eru fyrir hendi. Hefur Hæstiréttur talið að í slíkum málum beri að líta til hagsmuna aðila máls, einkum þegar um er að ræða viðkvæmar viðskiptalegar upplýsingar, sem eðlilegt má telja að leynt fari, sbr. Hrd. nr. 83/2003. Telur utanríkisráðuneytið að sama meginregla gildi er varðar upplýsingarétt almennings sbr. 5. gr. upplýsingalaga.“<br /> <br /> Kæranda var kynnt umsögn kærða með bréfi, dags. 3. ágúst, og veittur frestur til að koma að athugasemdum til 17. ágúst. Með bréfi, dags. 17. ágúst, sendi kærandi nefndinni eftirfarandi athugasemdir:<br /> <br /> „Í umsögn ráðuneytisins er á því byggt að umbeðnar upplýsingar falli undir undanþáguákvæði 5. gr. upplýsingalaga og því beri að synja um aðgang. Er ekki að finna sérstakan efnislegan rökstuðning í athugasemdunum fyrir því hvernig svo megi vera og verður því að skilja athugasemdirnar þannig að um rökstuðning sé vísað til athugasemda Fjarskipta ehf. („Vodafone“) dags. sama dag sem fylgdi með athugasemdum ráðuneytisins. Verða því hér sett fram andsvör kæranda við því sem þar kemur fram.    <br /> <br /> Í athugasemdum Vodafone er í fyrsta lagi fjallað um kvaðir sem Póst- og fjarskiptastofnun leggur á fjarskiptafyrirtæki og þýðingu þeirra. Kærandi fær ekki séð hvaða erindi sú umfjöllun á í fyrirliggjandi mál og ætlar að hún sé á misskilningi byggð. Þær kvaðir sem á Vodafone hvíla og kærandi vísaði til koma fram í samningi félagsins við Varnarmálastofnun og viðaukum við hann, en hafa ekkert með kvaðir skv. fjarskiptalögum að gera.<br /> <br /> Vodafone byggir í öðru lagi á því að félaginu sé ekki skylt að gera umbeðnar upplýsingar aðgengilegar almenningi. Virðist sem á því sé byggt að áhugasamir aðilar skuli bara senda tölvupóst á tiltekið netfang vilji þeir nýta sér mögulega þjónustu heildsölu Vodafone. Í lýsingu á þeirri þjónustu á heimasíðu félagsins er ekki sérstaklega minnst á ljósleiðaraþráðinn. Sérstaklega er tekið fram í athugasemdunum að Vodafone sé ekki í dag að selja öðrum fjarskiptaaðilum aðgang að umræddum ljósleiðaraþræði í heildsölu þar sem slík beiðni hafi ekki borist félaginu. Þráðurinn sé því í dag aðeins nýttur í þágu fyrirtækisins sjálfs.<br /> <br /> Af þessu tilefni vill kærandi benda á umfjöllun sína í kæru um gr. 2.11. í verkefnalýsingu Ríkiskaupa sem var hluti samnings aðila. Kemur þar skýrlega fram skylda Vodafone til að veita aðgang að þræðinum í heildsölu og ákveðnar kvaðir lagðar á félagið um skilmála þess aðgangs. Vodafone virðist hins vegar lítinn áhuga hafa á að veita slíka þjónustu og kynnir hana ekki sérstaklega. Þetta er í beinni andstöðu við nefnda grein verkefnalýsingarinnar, en þar segir í 5. mgr.:<br /> <br /> „Leigutaka ber að kynna þjónustu sína með rækilegum og skýrum hætti. Í kynningu skal meðal annars koma fram hvers konar fjarskiptaþjónusta standi til boða, hvenær hún hefst og hvað hún kostar.“<br /> <br /> Kærandi telur ljóst að Vodafone hafi ekki staðið við þessar skyldur sínar samkvæmt samningi félagsins við Varnarmálastofnun. Komi það raunar berlega fram í bréfi Vodafone í máli þessu.<br /> Kærandi byggir á því að stjórnvald geti ekki borið því við að upplýsingar teljist til viðskiptaleyndarmála fyrirtækis, sem beinlínis hefur undirgengist með samningi við hið sama stjórnvald að gera þær sömu upplýsingar opinberar og kynna með „rækilegum og skýrum hætti“. Telur kærandi það raunar liggja í augum uppi. Til hliðsjónar vill kærandi þó benda á úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-316/2009.“<br /> <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <strong>1.</strong><br /> <p>Mál þetta varðar synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að bls. 27-31 í viðauka C við samning Varnarmálastofnunar Íslands við Og fjarskipti ehf. samkvæmt verkefni utanríkisráðuneytisins nr. 14477, dags. 1. febrúar 2010. Synjunin byggist á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þ.e. að um sé að ræða upplýsingar sem varði viðkvæma viðskipta- og samkeppnishagsmuni Og Fjarskipta ehf.<br /> <br /> Í 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga, segir að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“<br /> Tilvitnuð regla byggist á því að metið sé í hverju tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni, verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta er virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra; hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar í málum nr. A-330/2010, A-388/2011, A-407/2012 og A-442/2012 og til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999.<br /> <br /> <strong>2.</strong><br /> Þær blaðsíður úr hinum umdeilda viðauka C við samning Og Fjarskipta ehf. og Varnarmálastofnunar sem kæranda hefur verið synjað um aðgang að geyma upplýsingar um fyrirhugaða þjónustu fyrirtækisins og notkun á ljósleiðara. Í gögnunum kemur fram listi yfir fyrirhugaða þjónustu og þjónustustaði, viðmiðunarverðskrá, hvenær ætlunin sé að bjóða þjónustu á tilteknum stöðum og kort af uppbyggingu ljósleiðaraþjónustu. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér gögnin ítarlega. Ekki verður séð að þessar upplýsingar hafi verið birtar annars staðar, eða að upplýsingar um fyrirhugað verð séu upplýsingar sem þegar hafi verið birtar. Úrskurðarnefndin telur að fallast verði á það með Og Fjarskiptum ehf. að stærstur hluti þessara upplýsinga geti varðað samkeppnishagsmuni fyrirtækisins í tengslum við sölu á aðgangi að ljósleiðara eða nýtingu hans í viðskiptalegum tilgangi. Eins og atvikum er hér háttað verða þeir hagsmunir að ganga framar upplýsingarétti samkvæmt upplýsingalögum. Ber því að staðfesta hina kærðu ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Þykir hér ekki máli skipta eins og sakir standa þótt fyrirtækið kunni síðar að ákveða eða verða að birta aðgang að þessum upplýsingum.<br /> <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfesta ber synjun utanríkisráðuneytisins frá 29. maí 2012 á því að afhenda kæranda, [B] ehf., afrit af blaðsíðum 27-31 úr viðauka C við samning, dags. 1. febrúar 2010, milli Og fjarskipta ehf. (Vodafone) og Varnarmálastofnunar.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður<br /> </div> <br /> <br /> <br /> <br /> <p>                Sigurveig Jónsdóttir                                                               Friðgeir Björnsson</p> |
A-456/2012. Úrskurður frá 15. nóvember 2012 | Fallist var á að Vestmannaeyjabæ bæri að afhenda kæranda afrit tveggja samninga, án útstrikana, sem gerðir höfðu verið við tiltekið einkahlutafélag um sorphirðu. Ekki talið að samningarnir hefðu að geyma upplýsingar sem féllu undir undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <br /> <p>Hinn 15. nóvember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-456/2012.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <br /> <p>Með bréfi, dags. 15. október 2012, kærði [A] þá ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja beiðni hans, dags. 24. september, um aðgang að tölum í samningi bæjarins við [B] ehf. vegna sorpförgunar og sorphirðu.<br /> <br /> Beiðni kæranda var svarað með bréfi þann 9. október þar sem umræddir samningar voru afhentir en í bréfinu kemur fram að af viðskiptalegum ástæðum hafi allar tölur verið þurrkaðar út samkvæmt heimild í upplýsingalögum.<br /> </p> <p> <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p><br /> Kæran var send Vestmannaeyjabæ með bréfi, dags. 17. október, til umsagnar.   <br /> <br /> Svar Vestmannaeyjabæjar barst með bréfi, dags. 31. október. Þar segir að bærinn rökstyðji ákvörðun sína með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem segi m.a. að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja, nema með samþykki þess sem í hlut eigi. Ekki liggi fyrir samþykki [B] ehf. um að gögn samningsins verði gerð opinber auk þess sem það sé mat Vestmannaeyjabæjar að eðli samningsins sé slíkt að hagsmunir [B] ehf. séu töluverðir í þessu sambandi. Á þeim forsendum hafi tölur verið þurrkaðar út í samningnum.<br /> <br /> Með bréfi Vestamannaeyjabæjar fylgdu tveir samningar.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjabæjar var send kæranda til athugasemda. Svar kæranda barst 8. nóvember en þar er kæran ítrekuð og fram kemur að hagsmunir íbúa Vestmannaeyjabæjar hljóti að vega þyngra en hagsmunir [B] ehf.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> </p> <p><br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><br /> <strong>1.</strong><br /> Mál þetta varðar aðgang kæranda að samningsfjárhæðum sem fram koma í tveimur samningum Vestmannaeyjabæjar við fyrirtækið [B] ehf. vegna sorphirðu og sorpförgunar í Vestmannaeyjabæ. Jafnframt er í samningunum að finna upplýsingar um fjárhæð verktrygginga.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafa verið afhentir umræddir samningar og hefur nefndin kynnt sér efni þeirra ítarlega. Ekki liggur fyrir samþykki fyrirtækisins [B] ehf. á því að samningarnir verði afhentir án þeirra útstrikana sem í þeim voru þegar þeir voru afhentir kæranda.<br /> <br /> Annars vegar er um að ræða samning Vestmannaeyjabæjar við verktakann [B] ehf., dags. 30. ágúst 2012, vegna sorpförgunar í Vestmannaeyjabæ en samningurinn var gerður í kjölfar útboðs á þjónustunni. Fram kemur að verkefnið sé að taka á móti, flokka og ráðstafa sorpi frá heimilum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjabæ, rekstur á söfnunar- og flokkunarstöð og sköpun aðstöðu vegna þess, jarðgerð vegna lífræns úrgangs og rekstur á urðunarstað sem og flutningur á því sorpi sem þurfi að flytja frá Vestmannaeyjabæ. Í 3. gr. samningsins er fjallað um samningsfjárhæð. Í umræddu ákvæði kemur fram hver samningsfjárhæð sé og að hún sé samkvæmt tilboði verktaka með leiðréttingum samkvæmt ákvæðum útboðsgagna. Í 2. gr. kemur fram fjárhæð verktryggingar.<br /> <br /> Hins vegar er um að ræða samning Vestmannaeyjabæjar við verktakann [B] ehf., dags. 30. ágúst 2012, vegna sorphirðu í Vestmannaeyjabæ, en samningurinn var gerður í kjölfar útboðs á þjónustunni. Fram kemur að verkefnið sé að hirða sorp frá heimilum í Vestmannaeyjabæ og skila á söfnunar- og flokkunarstöð og sköpun aðstöðu vegna þess. Í 3. gr. samningsins er fjallað um samningsfjárhæð. Í umræddu ákvæði kemur fram hver samningsfjárhæð sé og að hún sé samkvæmt tilboði verktaka með leiðréttingum samkvæmt ákvæðum útboðsgagna. Í  2. gr. kemur fram fjárhæð verktryggingar.<br /> <br /> <strong>2.</strong><br /> Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir m.a.: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í reglunni birtist meginregla laganna um upplýsingarétt almennings. Sætir hún undantekningum samkvæmt 4.-6. gr. sömu laga. Samkvæmt hefðbundnum viðhorfum um túlkun laga verða þær undantekningar ekki skýrðar rúmt.<br /> <br /> Vestmannaeyjabær hefur byggt synjun á aðgangi að þeim upplýsingum sem kæra málsins beinist að á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, nánar tiltekið á því að í umræddum gögnum komi fram upplýsingar sem varði mikilvæg fjárhags- eða viðskiptamálefni þess fyrirtækis sem umræddir samningar voru gerðir við, þ.e. [B] ehf., um sorphirðu og sorpförgun í Vestmannaeyjabæ.<br /> <br /> Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila  sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“<br /> <br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram komi í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Ber ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344).<br /> <br /> Í máli þessu ber því að leysa úr því hvort viðskiptahagsmunir fyrirtækisins [B] ehf. standi í vegi fyrir aðgangi kæranda að umbeðnum upplýsingum samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> <strong>3.</strong><br /> Samkvæmt gögnum málsins hefur kærandi fengið afhent afrit af umræddum samningum, að því undanskildu að strikað hefur verið yfir tölur.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að umræddar upplýsingar varða með beinum hætti ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr., geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingunum vikið til hliðar viðskiptalegum hagsmunum viðsemjenda ríkis eða sveitarfélaga, enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi beinu tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið að upplýsingar um umsamið endurgjald hins opinbera til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Hefur í því sambandi einnig verið litið til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum A-74/1999, A-133/2001 og A-229/2006, svo dæmi séu tekin. Í þessu ljósi telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að samningar Vestmannaeyjabæjar við [B] ehf. um sorphirðu og sorpförgun í Vestmannaeyjabæ, báðir dags. 30. ágúst 2012, hafi ekki að geyma upplýsingar af því tagi að þær falli undir undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga og því eigi kærandi  rétt á aðgangi að samningnum í heild sinni, án útstrikana.<br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p><br /> Vestmannaeyjabæ ber að afhenda kæranda, [A], samninga Vestmannaeyjabæjar við [B] ehf., báðir dags. 30. ágúst 2012, vegna sorphirðu og sorpförgunar í Vestmannaeyjabæ, án útstrikana.<br /> <br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður<br /> </div> <br /> <br /> <br /> <p>                       Sigurveig Jónsdóttir                                        Friðgeir Björnsson</p> |
A-454/2012. Úrskurður frá 15. nóvember 2012 | Vísað var frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru einkahlutafélags vegna synjunar beiðni um aðgang að upplýsingum um samskipti Portusar ehf. og tiltekin félags um kaup á flyglum fyrir Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús. Portus ehf. er einkaréttarlegt félag og fellur þar af leiðandi ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá lá ekki fyrir að félaginu hafi verið falið að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærandi gat jafnframt ekki byggt sjálfstæðan rétt til aðgangs að gögnum á ákvæðum upplýsingalaga um endurnot opinberra upplýsinga. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <br /> <p>Hinn 15. nóvember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-454/2012.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <br /> <p>Með bréfi, dags. 12. júlí 2012, kærði [A] lögfræðingur, f.h. [B] ehf., synjun Portusar ehf., dags. 15. júní, á beiðni um upplýsingar vegna samskipta Portusar ehf. og [C], vegna kaupa á flyglum fyrir Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús.<br /> <br /> Í kærunni er vísað til þess að Portus ehf. sjái um um rekstur Hörpu, félagið sé í eigu Austurhafnar-TR ehf., sem aftur sé í eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Íslenska ríkið eigi 54% í fyrirtækinu en Reykjavíkurborg 46%. Það þýði að eignarhald og rekstur Hörpu sé að mestu í eigu ríkisins. Þó svo að samningur hafi verið gerður milli einkaréttarlegra félaga, sé ekki útséð að aðgangur að upplýsingum vegna slíkra samninga eða samskipta falli utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Segir svo í kærunni að þar sem eignarhald Portusar ehf. sé í höndum ríkis og sveitarfélags og félagið sé rekið að mestu af opinberum fjármunum komi jafnframt til álita ákvæði 24. og 25. gr. upplýsingalaga, þar sem fjallað sé um endurnot opinberra upplýsinga. Er sá þáttur kærunnar m.a. rökstuddur svo í kæru málsins:<br /> <br /> „Ef svo ólíklega vill til að úrskurðarnefndin komist að þeirri niðurstöðu að kærði sé einkaaðili undanskilur það kærða ekki frá upplýsingaskyldu. Sé tekið mið af þeirri starfsemi og þjónustu sem Harpan sinnir er ljóst að þar er um tónlistarhús að ræða sem ætlað er að sjá um stóra sem smáa tónlistarviðburði sem almenningur hefur kost á að sækja. Er tilgangur hússins og þeirra viðburða sem þar eiga sér stað að auðga tónlistarlíf á Íslandi en slíkt hlýtur að teljast til almenningshagsmuna sbr. 2. mgr. 25. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá má einnig vísa til dóms Evrópudómstólsins í máli Mannesman Anlangenbau Austria AG nr. C-44/96 þar sem tekið var fram að aðili teljist opinber þótt hann sinni einnig starfsemi sem jafnað verði til starfsemi einkaaðila enda hafi verið stofnað til hans í því skyni að þjóna almenningshagsmunum.“<br /> <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Portusi ehf. var með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 17. júlí 2012, veittur frestur til 31. júlí til að skila inn umsögn um kæruna. Bréfið var ítrekað 20. ágúst og 21. september. Umsögn kærða barst nefndinni með bréfi, dags. 2. október.<br /> <br /> Í umsögninni segir að ágreiningur aðila eigi rætur sínar að rekja til synjunar Portusar ehf., dags. 15. júní s.l., á beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum er varði samskipti Portusar ehf. og [C], vegna kaupa á flyglum fyrir Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús. Með umsögn kærða voru nefndinni afhent gögn málsins í trúnaði. Í umsögninni er þess aðallega krafist að kæru málsins verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, með vísan til þess að Portus ehf., sem einkaréttarlegt félag, falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 3. október 2012, var kæranda kynnt umsögn Portusar ehf. Athugasemdir kæranda af því tilefni bárust úrskurðarnefndinni með bréfi hans, dags. 12. sama mánaðar. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:<br /> <br /> „Í umsögn Portusar ehf., dags. 2. október, er vitnað í frumvarpstexta laga nr. 50/1996 þar sem fram kemur að þótt hlutafélag sé í eigu ríkis eða sveitarfélags nær upplýsingaréttur ekki til slíks félags nema um þær upplýsingar sem varða eignarhald opinberu aðilanna. Á þessum grundvelli heldur kærði því fram að ekki sé heimilt að á fá upplýsingar um einkaréttarlega samninga félags. Er vísað til úrskurða nefndarinnar í málum A-264/2007, A-269/2007, A-285/2008, A- 290/2008, A-307/2009 og A-309/2009 þessu til stuðnings. Þeir úrskurðir sem kærði vísar til eiga ekki við í þessu tilviki þar sem staða þeirra einkaréttarlegu félaga sem fjallað er um í nefndum úrskurðum er ekki sambærileg stöðu kærða. Tilvist þeirra félaga sem fjallað er um téðum úrskurðum byggist með beinum hætti á lagafyrirmælum eða heimildum í lögum. Austurhöfn TR ehf., og Portus ehf., voru stofnuð af hálfu ríkis og Reykjavíkurborgar. Austurhöfn TR- ehf., sem er eigandi Portusar ehf., er ekki stofnað á grundvelli laga, ekki er mælt fyrir um tilvist félagsins í lögum og heimild til að stofna einkaréttarlegt félag um byggingu tónlistarhúss og tengd verkefni koma ekki fram í lögum. Af ákvæði 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga er ekki sjá að stjórnvöld hafi um það fullt sjálfdæmi hvort þau færi rekstur sinn eða tiltekin verkefni sem þeim eru falin í form einkaréttarlegra félaga með þeim afleiðingum að umrædd starfsemi falli af þeirri ástæðu utan við gildissvið upplýsingalaga. Er því ekki fallist á mótbárur kærða né vísan í nefnda úrskurði þar sem ekki er um sambærileg atvik að ræða.“<br /> <br /> Í umsögn kærða er jafnframt áréttuð sú afstaða að við afmörkun á því hvaða aðilar teljist stjórnvöld í skilningi upplýsingalaga beri að líta til annarra lagabálka til hliðsjónar, m.a. laga um opinber innkaup nr. 84/2007.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <br /> <strong>1.</strong><br /> <p>Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka lögin til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringum við 1. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Þá er tekið fram að lögin taki einnig til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Síðan segir í skýringunum: „Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema því hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna.“<br /> <br /> Hér má einnig taka fram að í skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að lögum nr. 161/2001, um breytingu á upplýsingalögum, segir m.a. í tengslum við gildissvið ákvæða um endurnot opinberra upplýsinga að „utan við gildissvið hugtaksins stjórnvald í skilningi 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga falla t.d. öll fyrirtæki sem ríki og sveitarfélög eiga og sett hafa verið á fót á einkaréttarlegum grundvelli, svo sem hlutafélög, einkahlutafélög, sameignarfélög o.s.frv.“<br /> <br /> Með vísan til framangreinds hefur verið litið svo á að einkaréttarleg félög, s.s. hlutafélög og sameignarfélög, sem eru í eigu hins opinbera, falli utan við gildissvið upplýsingalaga, enda hafi félaginu ekki verið falið að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, né sé í sérlögum beinlínis kveðið á um það að upplýsingalögin taki til viðkomandi félags. Má hér m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-264/2007, A-269/2007, A-273/2007, A-285/2008 og A-290/2008. Er gildissvið upplýsingalaga að þessu leyti afmarkað með öðrum hætti en ákvæði laga um opinber innkaup nr. 84/2007.<br /> <br /> Í tengslum við það mál sem hér er til umfjöllunar má jafnframt sérstaklega vísa til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. A-307/2009, A-309/2009 og A-328/2010, en í þeim öllum var fjallað um gildissvið upplýsingalaga gagnvart félaginu Austurhöfn-TR ehf., en það er eigandi kærða, Portusar ehf. Til hliðsjónar vísast einnig til úrskurðar í máli nr. A-399/2011.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það sem fram kemur í röksemdum kæranda, að af 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga verði ekki dregin sú ályktun að stjórnvöld hafi fullt sjálfdæmi um það hvort þau færi rekstur sinn eða tiltekin verkefni sem þeim eru falin í form einkaréttarlegra félaga með þeim afleiðingum að umrædd starfsemi falli af þeirri ástæðu utan við gildissvið upplýsingalaga. Vísast í þessu sambandi m.a. til fyrrnefnds úrskurðar nefndarinnar í máli nr. A-307/2009.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin bendir sérstaklega á að í úrskurði í máli A-307/2009 er tekið fram að það falli ekki undir valdssvið nefndarinnar  að taka afstöðu til þess hvort stjórnvöldum sé heimilt, í einstökum tilvikum og án beinna lagaheimilda, að færa verkefni í einkaréttarlegt rekstrarform, líkt og við á um Austurhöfn-TR ehf., sem aftur er eigandi Portusar ehf. Til nánari skýringar á þessum orðum skal áréttað hér að það er hlutverk nefndarinnar samkvæmt lögum að fjalla um skyldu stjórnvalda til að afhenda gögn á grundvelli upplýsingalaga. Sú skylda tekur einnig til þeirra tilvika þegar stjórnvöld hafa stofnað einkaréttarleg félög um tiltekna starfsemi og þær upplýsingar sem óskað er eftir eiga þrátt fyrir það að vera til staðar í málaskrám stjórnvaldsins og þar aðgengilegar á grundvelli upplýsingalaga. Í íslenskum rétti er á hinn bóginn til nokkur fjöldi dæma um þátttöku eða eignarhald íslenskra stjórnvalda á einkaréttarlegum félögum, jafnvel án heimilda í settum lögum. Ekkert í upplýsingalögum bendir til þess að með þeim lögum hafi verið ætlunin að taka fyrir slíkt. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki sérstakt hlutverk að lögum hvað varðar heimildir stjórnvalda að þessu leyti.<br /> <br /> <strong>2.</strong><br /> Kærandi hefur í máli þessu einnig vísað til VIII. kafla upplýsingalaga, einkum 24. og 25. gr., með síðari breytingum, en þar er fjallað um rétt til endurnota á opinberum upplýsingum.<br /> <br /> Með lögum nr. 161/2006, sem tóku gildi 1. janúar 2007, var upplýsingalögum breytt í nokkrum atriðum. Meðal annars var bætt við lögin nýjum kafla, nr. VIII, um endurnot opinberra  upplýsinga. Í 1. mgr. 24. gr. laganna segir að markmið kaflans sé að auka endurnot opinberra upplýsinga til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Samkvæmt 3. mgr. 24. gr. hefur umræddur kafli þó ekki bein áhrif á rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þar kemur fram að ákvæði kaflans gildi einvörðungu um endurnot fyrirliggjandi upplýsinga sem séu í vörslum stjórnvalda og almenningur eigi rétt til aðgangs að á grundvelli 3. gr. laganna eða annarra ákvæða sem veita almenningi slíkan rétt. Í skýringum við þessa málsgrein í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2006 er áréttað að ákvæði kaflans gildi „einungis um endurnot upplýsinganna en mæli ekki á neinn hátt fyrir um rétt til aðgangs að opinberum upplýsingum.“<br /> <br /> Af framangreindu leiðir að ákvæði VIII. kafla upplýsingalaga, sbr. 5. gr. laga nr. 161/2006, fjalla aðeins um heimildir einkaaðila til að nýta opinberar upplýsingar eftir að þær hafa verið gerðar aðgengilegar. Ákvæði kaflans mæla ekki fyrir um það hverjar þær upplýsingar séu sem einkaaðilar eigi rétt til aðgangs að í þessu skyni. Það ræðst af upplýsingarétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum skv. öðrum lagaákvæðum sem tryggja almenningi rétt til upplýsinga. Með öðrum orðum: Ef upplýsingar falla undir aðgangsrétt almennings samkvæmt framangreindu mælir VIII. kafli upplýsingalaga fyrir um heimildir einkaaðila til að endurnota upplýsingarnar. Í ákvæðum kaflans felst hins vegar ekki sjálfstæður réttur til aðgangs að upplýsingum og á kærandi ekki því ekki sjálfstæðan rétt til aðgangs að umbeðnum upplýsingum á grundvelli VIII. kafla laganna.<br /> <br /> <strong>3.</strong><br /> Kæra máls þessa beinist að Portusi ehf. Sá lögaðili er einkaréttarlegt félag og fellur þar af leiðandi ekki undir ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996. Ekkert liggur heldur fyrir um að félaginu hafi verið falið að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með vísan til framangreinds liggur einnig fyrir að kærandi getur ekki í máli þessu byggt sjálfstæðan rétt til aðgangs að gögnum á ákvæðum upplýsingalaga um endurnot opinberra upplýsinga. Kæru málsins ber því að vísa frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. og 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Tekið skal fram að beiðni um aðgang að þeim gögnum sem um ræðir hefur ekki verið beint að Reykjavíkurborg eða öðrum stjórnvöldum sem gegna stjórnsýslulegu hlutverki í tengslum við beint eða óbeint eignarhald og rekstur tónlistarhússins Hörpunnar. Kemur því ekki til umfjöllunar í úrskurði þessum hvort umbeðin gögn eru fyrirliggjandi í fórum stjórnvalds, í skilningi upplýsingalaga, né um mögulegan rétt kæranda til aðgangs að þeim þar.<br /> <br /> Með vísan til alls þess sem að framan greinir ber að vísa kæru [B] ehf. á hendur Portusi ehf. frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <br /> <p>Kæru [B] ehf., dags. 12. júlí 2012, á hendur Portusi ehf. er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br />  <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <div> <div align="center"> Trausti Fannar Valsson<br /> </div> <div align="center"> formaður<br /> </div> </div> <br /> <br /> <p>              Sigurveig Jónsdóttir                                                                Friðgeir Björnsson</p> |
A-455/2012. Úrskurður frá 15. nóvember 2012 | Vísað var frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru vegna synjunar ÁTVR á beiðni um upplýsingar um heildarsölu stofnunarinnar samkvæmt reglum sem byggja á lögum nr. 96/1995 um gjald af áfengi og tóbaki, sbr. 3. tölul. 6. gr. laganna, sundurliðað eftir árum á tímabilinu 2005 til 2012 og sölu ÁTVR á áðurnefndu tímabili til hvers og eins þeirra aðila sem heyri undir fyrrgreinda reglu. ÁTVR talið falla undir gildissvið upplýsingalaga skv. 1.m gr. 1. gr. laganna. Í beiðni kæranda fólst að óskað var eftir upplýsingum í ótilteknum fjölda mála og samræmdist það ekki tilgreiningarreglu upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr., sbr. 10. gr. upplýsingalaga. Þær upplýsingar sem óskað var eftir lágu jafnframt ekki fyrir hjá stofnuninni og varð henni ekki gert að útbúa þær í ríkara mæli en leiðir af 7. gr. upplýsingalaga. Var málinu því vísað frá. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <br /> <p>Hinn 15. nóvember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-455/2012.<br /> <br /> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <br /> <p>Með bréfi, dags. 20. ágúst 2012, kærði [A], blaðamaður á Fréttablaðinu, synjun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, ÁTVR á beiðni hans, dags. 10. júlí, um upplýsingar um heildarsölu ÁTVR samkvæmt reglum sem byggja á lögum nr. 96/1995 um gjald af áfengi og tóbaki, sbr. 3. tölul. 6. gr. laganna, sundurliðað eftir árum á tímabilinu 2005 til 2012 og sölu ÁTVR á áðurnefndu tímabili til hvers og eins þeirra aðila sem heyri undir fyrrgreinda reglu.<br /> <br /> Beiðni kæranda var synjað með tölvupósti ÁTVR, dags. 16. júlí. Þar segir að ÁTVR telji að óheimilt sé að veita upplýsingar sem snerti viðskiptavini. Jafnframt að það sé skoðun ÁTVR að upplýsingalög taki ekki til tilviksins, enda taki þau til málefna viðkomandi stofnunar, en ekki þriðja aðila.<br />  <br /> Í synjuninni segir jafnframt að þótt starfsemi ÁTVR sé í stórum þáttum stjórnsýslulegs eðlis sé fyrirtækið engu að síður einkaaðili í skilningi upplýsingalaga; fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins, eins og skýrt sé kveðið á um í 1. gr. reglugerðar um ÁTVR nr. 756/2011. Vísar ÁTVR til þess að í 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga komi fram að lögin taki aðeins til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hafi verið falið opinbert vald til þess að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Fyrirtækið fari með slíkt stjórnsýsluhlutverk í ýmsum tilvikum að því er varði handhöfn einkaleyfis til smásölu áfengis, t.d. þegar tekin sé ákvörðun um hvort tilteknar áfengistegundir skuli teknar til sölu í Vínbúðum svo eitthvað sé nefnt. Sala áfengis, hvort sem hún sé til einkaaðila eða opinberra aðila eins og ráðuneyta, falli hins vegar ekki í þennan flokk. Salan sé hluti af þjónustustarfsemi ÁTVR sem afdráttarlaust sé undanþegin skyldu til afhendingar upplýsinga. Fyrirspurnin falli þannig að mati ÁTVR utan gildissviðs laganna og sé því hafnað.  <br /> <br /> Í kæru málsins segir að óskað sé eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál skeri úr um réttmæti synjunar ÁTVR á afhendingu upplýsinga til Fréttablaðsins um sölu á áfengi á kostnaðarverði.<br /> <br /> <br /> Málsmeðferð<br /> <br /> Kæran var send ÁTVR með bréfi, dags. 21. ágúst, til umsagnar.   <br /> <br /> Með bréfi, dags. 11. september, barst svar ÁTVR. Þar segir að þess sé krafist að málinu verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, ellegar að stafest verði synjun um aðgang að upplýsingum. Þá segir að engin gögn er lúti að upplýsingabeiðni kæranda séu fyrirliggjandi hjá ÁTVR.<br /> <br /> Í umsögn ÁTVR segir að í fyrsta lagi sé byggt á því að ÁTVR sé einkaaðili í skilningi 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga og að upplýsingabeiðni kæranda falli utan gildissviðs laganna, enda varði hún ekki starfsemi fyrirtækisins að því leyti sem því hafi verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna.<br /> <br /> Segir svo í umsögn ÁTVR:<br /> „Í 1. mgr. 4. gr. laga um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011, er kveðið á um að ÁTVR sé sérstök stofnun sem sinni smásölu áfengis og heildsölu tóbaks undir stjórn ráðherra. Þrátt fyrir framangreint orðalag er ljóst að ÁTVR er rekið á einkaréttarlegum grundvelli. Þannig segir t.d. í 1. gr. reglugerðar nr. 765/2011 um Áfengis og tóbaksverslun ríkisins að ÁTVR sé fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins. Það starfi á markaði og standi undir kostnaði við starfsemi sína með tekjum af sölu á áfengi og tóbaki, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna um verslun með áfengi og tóbak. Kjarnastarfsemi fyrirtækisins er þannig hefðbundinn verslunarrekstur, þó innan þeirra marka sem lög og reglugerðir setja verslun með áfengi og tóbak í ljósi viðurkenndra skaðlegra eiginleika þeirra.<br /> <br /> ÁTVR nýtur ríks sjálfstæðis í rekstri, en samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um verslun með áfengi og tóbak fer forstjóri með stjórn fyrirtækisins, ber ábyrgð á daglegum rekstri þess og ræður aðra starfsmenn. Forstjóri ber ennfremur ábyrgð á gerð ársskýrslu um rekstur og starfsemi ÁTVR.<br /> <br /> Þá er ekki að finna í lögum um ÁTVR sérstök fyrirmæli um að ákvæði upplýsingalaga eigi við um fyrirtækið.<br /> <br /> Þær upplýsingar sem beiðni kæranda lýtur að varða sölu ÁTVR á áfengi á grundvelli ákvæðis 3. tl. 1. mgr. 6. gr. laga um verslun með áfengi og tóbak, sem kveður á um að áfengisgjald skuli fellt niður eða endurgreitt við innflutning og sölu á áfengi til aðila sem njóta skattfrelsis hér á landi samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að og aðila sem ríkisstjórn ákveður. ÁTVR er ekki fengið opinbert vald til þess að kveða á um rétt eða skyldu manna í þessu samhengi, heldur falið að annast sölu áfengis eftir skýru lagaboði og ákvörðun ríkisstjórnar Íslands. Þannig tengjast upplýsingarnar ekki því stjórnsýsluhlutverki sem ÁTVR hefur verið fengið í eða með heimild í lögum varðandi tiltekna þætti starfsemi sinnar.<br /> <br /> Af þessu leiðir að kæruefni fellur utan við gildissvið upplýsingalaga og kærandi getur ekki byggt rétt sinn til upplýsinga á ákvæðum laganna. Því ber að vísa kæru hans frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál ellegar staðfesta synjun ÁTVR um aðgang að upplýsingum.“<br /> <br /> Í öðru lagi er af hálfu ÁTVR byggt á því, komist nefndin að þeirri niðurstöðu að kæruefnið eigi undir valdsvið hennar, að upplýsingabeiðni kæranda varði ekki tiltekið mál í skilningi upplýsingalaga, enda lúti hún að heildarviðskiptum tiltekinnar tegundar á tilgreindu tímabili,  og uppfylli þannig ekki tilgreiningarreglu laganna. Um þetta er vísað til 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, þ.e. að ekki verður litið á öll mál tiltekinnar tegundar á tilteknu tímabili sem tiltekið mál í skilningi laganna, sbr. og úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-438/2011.<br /> <br /> Í þriðja lagi er byggt á því að beiðnin lúti ekki að gögnum sem séu fyrirliggjandi hjá fyrirtækinu, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Skýrt sé þar tekið fram að stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkara mæli en leiði af 7. gr. laganna. Kemur fram að það myndi kalla á mikla vinnu að verða við beiðninni; öflun upplýsinga úr bókhaldi fyrirtækisins, greiningu gagna og samantekt langt umfram lagaskyldu.<br /> <br /> Að lokum telur ÁTVR að skv. 5. gr. upplýsingalaga leiði einkahagsmunir viðskiptavina fyrirtækisins til þess að óheimilt væri að veita almenningi aðgang að þeim upplýsingum sem kærandi hefur farið fram á án samþykkir viðkomandi.<br />  <br /> Umsögn ÁTVR var send kæranda til athugasemda með bréfi dags. 19. september, sem var ítrekað 9. október. Svar kæranda barst sama dag en þar er kæran ítrekuð.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> Niðurstaða<br /> <strong>1.</strong><br /> Mál þetta varðar aðgang kæranda að upplýsingum um heildarsölu ÁTVR samkvæmt reglum í 3. tölul. 6. gr. laga nr. 96/1995, sundurliðað eftir árum á tímabilinu 2005 til 2012 og sölu ÁTVR á áðurnefndu tímabili til hvers og eins þeirra aðila sem heyra undir fyrrgreinda reglu.<br /> <br /> <strong>2.</strong><br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.<br /> <br /> Í lögum nr. 86/2011 um verslun með áfengi og tóbak og reglugerð nr. 756/2011 um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er kveðið á um hlutverk og verkefni ÁTVR. Í 3. gr. laganna segir að ráðherra fari með yfirstjórn á smásölu áfengis og heildsölu tóbaks og framkvæmd laganna. Í 4. gr. segir ennfremur að starfrækja skuli sérstaka stofnun, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, sem sinni smásölu áfengis og heildsölu tóbaks undir stjórn ráðherra. ÁTVR skuli haga starfsemi sinni í samræmi við áfengislög, tóbaksvarnalög og stefnu stjórnvalda á hverjum tíma. Starfsemi ÁTVR skuli miðuð við að hún sé sem hagkvæmust og afli tekna sem nægi til að greiða rekstrarkostnað og skila hæfilegum arði til ríkissjóðs, m.a. með tilliti til þeirra eigna sem séu bundnar í rekstri stofnunarinnar. Í 5. gr. laganna segir að ráðherra skipi forstjóra ÁTVR til fimm ára í senn. Forstjóri fari með stjórn stofnunarinnar, beri ábyrgð á daglegum rekstri og ráði aðra starfsmenn. Forstjóri beri ábyrgð á gerð ársskýrslu um rekstur og starfsemi ÁTVR og skuli kynna hana fyrir ráðherra árlega.<br /> <br /> Í reglugerð nr. 756/2011 um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins segir að ÁTVR sé fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins og heyri undir fjármálaráðherra.<br /> <br /> Í erindisbréfi fyrir forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins skv. 1. mgr. 38. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, segir að forstjóra beri að framfylgja þeim lögum og stjórnvaldsfyrirmælum sem gilda um stofnunina og einstökum fyrirmælum ráðherra um starfsemi stofnunarinnar. Þá segir að forstjóri skuli í embættissýslan sinni jafnframt fara eftir stjórnsýslulögum nr. 37/1993, upplýsingalögum nr. 50/1996 og öðrum þeim lögum og reglum sem snerta kunna stofnunina eða einstök verkefni eftir því sem við getur átt.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í fyrri úrskurðum sínum, er snerta ÁTVR, ekki talið að stofnunin falli utan ákvæða upplýsingalaga. Má þar nefna úrskurð A-101/2000 og A-426/2012. Hér má einnig til hliðsjónar, um stöðu ÁTVR gagnvart reglum stjórnsýsluréttarins, benda á álit umboðsmanns Alþingis er snerta ÁTVR þ.e. m.a. álit í máli nr. 7083/2012, frá 18. júlí 2012, máli nr. 6166/2010, frá 20. september 2011, máli nr. 5035/2007, frá 17. nóvember 2008.<br /> <br /> Með hliðsjón af framangreindu fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að ÁTVR geti talist einkaréttarlegt félag í skilningi upplýsingalaga. Úrlausn kæruefnisins lýtur ákvæðum þeirra laga og fellur þar með undir valdsvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> <br /> <strong>3.</strong><br /> Í umsögn ÁTVR er m.a. á því byggt að vísa beri frá kæru málsins þar sem beiðni kæranda um aðgang að gögnum lúti að gögnum ótiltekins fjölda mála. Hún sé því ekki í samræmi við 1. mgr. 3. gr. og 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 3. gr. upplýsingalaga er meðal annars kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum „sem varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í 10. gr. upplýsingalaga segir að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli „tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér.“ Þá geti hann „óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“<br /> <br /> Í þessu felst að ekki er hægt að biðja um aðgang að öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2007, um breytingu á upplýsingalögum (sjá Alþt. 2006-2007, A-deild, bls. 1708-1709).<br /> <br /> Um framangreint vísast einnig til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málinu nr. A-398/2011 og A-426/2012.<br /> <br /> Kærandi setur í máli þessu fram víðtæka beiðni um aðgang að upplýsingum hjá kæranda um heildarsölu ÁTVR á tilteknu tímabili, á grundvelli reglu 3. tölul. 6. gr. laga nr. 95/1995 annars vegar og hins vegar sundurliðað eftir aðilum þeim sem falla undir framangreinda reglu. Í beiðni kæranda felst að óskað er eftir upplýsingum í ótilteknum fjölda mála. Fram hefur komið að umræddar upplýsingar liggja ekki fyrir hjá stofnuninni í þessu formi og verður henni ekki gert, á grundvelli upplýsingalaga, að útbúa þær eða taka saman, í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006. Skýring úrskurðarnefndarinnar á framangreindum ákvæðum laganna er sú að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggi, þegar um þau sé beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim sé leitað.<br /> <br /> Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Með vísan til framangreinds ber að vísa kæru málsins frá úrskurðarnefndinni.<br /> <br /> <br /> Úrskurðarorð<br /> <br /> Vísað er frá kæru [A], f.h. Fréttablaðsins, á hendur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, dags. 20. ágúst 2012.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður<br /> </div> <br /> <br /> <br /> <p>                        Sigurveig Jónsdóttir                                        Friðgeir Björnsson<br /> <br /> </p> |
A-450/2012. Úrskurður frá 24. október 2012. | Staðfest var synjun Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er vörðuðu þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að kaupa ekki tiltekna kvikmynd af kæranda. Fyrirliggjandi gögn voru aðeins undirbúningsgögn en geymdu ekki ákvörðun eða mikilvægar staðreyndir málsins og töldust því falla undir 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga um vinnuskjöl. Afhenda bar kæranda lista yfir gögn málsins. Þá var vísað frá beiðni kæranda um dagbókarfærslur í sambærilegum málum, enda fólst í henni beiðni um aðgang að gögnum í ótilgreindum málum. | <p>A-450/2012. Úrskurður frá 24. október 2012.</p> <p><br /> ÚRSKURÐUR</p> <p>Hinn 24. október 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-450/2012.</p> <p>Kæruefni og málsatvik<br /> Með bréfi, dags. 27. júlí 2012, kærði [A], f.h. [B], synjun Ríkisútvarpsins ohf., dags. 2. júlí, á beiðni hans, dags. 25. júní, um aðgang að gögnum er vörðuðu þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að kaupa ekki kvikmyndina [...].</p> <p>Atvik málsins eru þau að með bréfi, dags. 25. júní, óskaði kærandi eftir því að sér yrðu afhent  afrit af öllum gögnum er vörðuðu ákvörðun Ríkisútvarpsins um kvikmyndina [...], þ.e. óskað var eftir lista yfir málsgögn, öllum gögnum er málið vörðuðu, svo sem tölvupóstum, gögnum um leiðbeinandi vinnureglur og gæðastaðla, sbr. 9. gr. laga nr. 50/1996. Þá var óskað eftir dagbókarfærslum, sem lytu að gögnum málsins og sambærilegum málum þar sem við ætti. Að lokum var óskað eftir staðfestingu á móttöku efnis á mynddiski, m.a. frá maí 2010 og janúar 2009.</p> <p>Í bréfinu segir jafnframt að gerð sé krafa um að upplýsingar komi fram til skýringar á því sem fram komi í tölvupóstum Ríkisútvarpsins til kæranda, dags. 24. febrúar og 18. júní 2012.</p> <p>Fyrir liggur bréf Ríkisútvarpsins, dags. 2. júlí, þar sem vísað er til beiðni kæranda, dags. 25. júní, um aðgang að nánar tilgreindum gögnum. Kemur fram í bréfinu að engin skjalleg gögn séu til í fórum Ríkisútvarpsins sem falli undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. lög nr. 6/2007 um Ríkisútvarpið, er varði þá ákvörðun að kaupa ekki myndina [...].</p> <p>Í kæru málsins kemur fram að óskað hafi verið eftir aðgangi að fleiri gögnum en beinlínis séu talin upp í beiðninni, dags. 25. júní. Eru af því tilefni settar fram þær kröfur að öllum fyrirspurnum í bréfi, dags. 25. júní, sé svarað samkvæmt upplýsingalögum nr. 50/1996</p> <p>Málsmeðferð<br /> Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 2. ágúst, var kæran send Ríkisútvarpinu til athugasemda. Með tölvupósti, dags. 8. ágúst, frá Juris lögmannsstofu er vísað til bréfs Ríkisútvarpsins, dags. 2. júlí, þar sem tiltekið sé að engin skjalleg gögn séu til í fórum Ríkisútvarpsins sem falli undir gildissvið upplýsingalaga, og varði þá ákvörðun að kaupa ekki myndina [...].</p> <p>Í tilefni tölvupóstsins sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál framangreindri lögmannsstofu bréf, dags. 10. ágúst, þar sem kom fram að af svari Ríkisútvarpsins, dags. 2. júlí, verði ekki ráðið með fullnægjandi hætti að engin gögn séu til í fórum Ríkisútvarpsins er varði ákvörðunina. Var ítrekað að væru einhver gögn fyrirliggjandi varðandi ákvörðunina, yrðu þau afhent nefndinni í trúnaði, eigi síðar en 20. ágúst.</p> <p>Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 31. ágúst. Segir þar orðrétt:</p> <p>„Einu gögnin í fórum RÚV, sbr. síðara erindi úrskurðarnefndarinnar, er tengjast kæruefninu, eru nokkur tölvubréf milli starfsmanna innanhúss og sem fylgja erindi þessu sem trúnaðarmál. Svo sem þessi tölvubréf bera með sér geta þau trauðla talist til gagna sem varða tiltekið mál í skilningi laga nr. 50/1996, hvort heldur í skilningi 3. eða 9. gr. laganna. Í öllu falli sé ljóst að gögnin myndu, hvað sem öðru líður, alltaf flokkast til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota“, sbr. 3. tölul. 4. gr., sbr. 1. tölul. 2. mgr. 9. gr. laganna.</p> <p>Málsmeðferð RÚV, bæði hvað varðar form og efni, er þannig í fullu samræmi við lög nr. 50/1996.</p> <p>Ber samkvæmt áðursögðu að hafna öllum kröfum kæranda, að því marki sem þeim verður ekki vísað frá nefndinni.“</p> <p>Með bréfi Ríkisútvarpsins fylgdu eftirfarandi tölvupóstsamskipti starfsmanna stofnunarinnar:<br /> 1. Tölvupóstur [C], dags. 31. maí 2012, kl. 10:29, til [D].<br /> 2. Tölvupóstur [C], dags. 15. júní 2012, kl. 16:00 til [D].<br /> 3. Tölvupóstur [C], dags. 15. júní 2012, kl. 16:39, til [D].<br /> 4. Tölvupóstur [D], dags. 18. júní 2012, kl. 12:19, til [C].<br /> 5. Tölvupóstur [C], dags. 18. júní 2012, kl. 12:21, til [D].</p> <p>Allir framangreindir tölvupóstar bera efnislínuna [...].</p> <p>Með bréfi, dags. 3. september, var kæranda kynnt framkomin umsögn Ríkisútvarpsins og veitt tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnarinnar, til 14. september. Með bréfi, dags. 13. september, bárust athugasemdir kæranda.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p>Símon Sigvaldason, varamaður Trausta Fannars Valssonar, hefur tekið sæti hans í nefndinni við meðferð og úrskurð máls þessa.</p> <p>Niðurstaða<br /> 1.<br /> Ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996 gilda um starfsemi Ríkisútvarpsins ohf., sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf.</p> <p>Beiðni kæranda um gögn varðar þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að kaupa ekki kvikmyndina [...] sem kærandi bauð fyrirtækinu til kaups. Í því ljósi er vafalaust að beiðni kæranda varðar fyrirliggjandi gögn tiltekins máls sem hefur verið til meðferðar hjá Ríkisútvarpinu. Í beiðni kæranda er einnig óskað eftir dagbókarfærslum í sambærilegum málum, þar sem það eigi við.</p> <p>Í skýringum Ríkisútvarpsins hefur komið fram að þar séu ekki fyrirliggjandi önnur gögn en þeir fimm tölvupóstar sem tilgreindir eru hér að framan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki ástæðu til að rengja þá fullyrðingu. Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum lýtur einvörðungu að þeim gögnum sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 9. gr. laganna.</p> <p>2.<br /> Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Um takmarkanir á rétti skv. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga fer samkvæmt 2. og 3. mgr. sömu greinar.</p> <p>Ákvæði 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga hefur verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008, A-294/2009 og áðurnefndar úrskurð í máli A-421/2012. Um rétt kæranda til aðgangs að hinum umbeðnu gögnum fer því eftir 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>3.<br /> Ríkisútvarpið hefur til rökstuðnings á synjun um aðgang að þeim tölvupóstum sem fyrir liggja í málinu bent á að um vinnuskjöl sé að ræða sem kærandi eigi ekki rétt til aðgangs að.</p> <p>Í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga segir að réttur almennings nái ekki til aðgangs að vinnuskjölum sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skuli veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá. Þessi takmörkun upplýsingaréttar tekur einnig til upplýsingaréttar skv. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. þess ákvæðis.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæði 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir m.a. svo:</p> <p>„Í 3. tölul. er mælt svo fyrir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Margar ákvarðanir, sem stjórnvöld taka, eru svonefndar matskenndar ákvarðanir. Þá hafa lög eða stjórnvaldsfyrirmæli, sem ákvörðun er byggð á, ekki að öllu leyti að geyma þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo að ákvörðun verði tekin eða þau veita stjórnvöldum að einhverju leyti mat á því hvert efni ákvörðunar skuli vera. Þegar matskennd stjórnvaldsákvörðun er tekin verða stjórnvöld iðulega að vega og meta mörg ólík sjónarmið. Af þessu leiðir að einatt tekur það einhvern tíma að móta afstöðu stjórnvalds til fyrirliggjandi máls og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma ítarlegri upplýsingar um málsatvik. Gögn, sem til verða á þessum tíma, þurfa því ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Er því lagt til að farin verði sama leið og í stjórnsýslulögunum, og reyndar einnig í dönsku og norsku upplýsingalögunum, að vinnuskjöl stjórnvalds verði undanþegin upplýsingarétti.“</p> <p>Síðar segir jafnframt svo í tilvitnuðum skýringum:</p> <p>„Þrátt fyrir að stjórnvald kunni að hafa útbúið tiltekið gagn í eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er í niðurlagi 3. tölul. 1. mgr. lagt til að aðgangur verði veittur í tveimur tilvikum. Annars vegar þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls og hins vegar ef upplýsinga verður ekki aflað annars staðar. Með síðastnefndu orðalagi er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tölul. er að finna í stjórnsýslulögum.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni þeirra tölvupósta sem Ríkisútvarpið hefur afhent í tengslum við kærumál þetta. Í þeim kemur ekki fram ákvörðun Ríkisútvarpsins um hvort kaupa eigi sýningarrétt á kvikmyndinni [...]. Þar kemur heldur ekki fram hver var endanleg ástæða Ríkisútvarpsins fyrir að hafna kaupum á henni. Það er ekki hlutverk úrskurðarnefndarinnar að leggja fyrir Ríkisútvarpið að útbúa slíkan rökstuðning eða formlega staðfestingu þeirrar ákvörðunar sem um ræðir eða ástæður hennar. Af efni þeirra tölvupósta sem um ræðir er hins vegar ljóst að þeir eru aðeins undirbúningsgögn og geyma ekki upplýsingar um ákvörðun eða mikilvægar staðreyndir málsins. Með vísan til þessa ber að fallast á að Ríkisútvarpinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að umræddum gögnum með vísan til 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>4.<br /> Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 3. gr. sömu laga, tekur réttur til aðgangs að gögnum til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn. Stjórnvöldum er skylt samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laganna að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og einnig að varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Ríkisútvarpið fellur undir upplýsingalög sem fyrr segir. Beiðni kæranda lýtur að tilgreindu máli sem varðar þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að kaupa ekki kvikmyndina [...]. Kærandi á með vísan til þessa rétt á aðgangi að lista yfir gögn málsins.</p> <p>5.<br /> Að því er varðar beiðni kæranda um aðgang að dagbókarfærslum í sambærilegum málum þar sem það eigi við, bendir úrskurðarnefndin á að af áskilnaði 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, um að beiðni um aðgang að gögnum varði tiltekið mál, verður meðal annars dregin sú ályktun að lögin feli ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að gögnum í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Í beiðni kæranda um aðgang að dagbókarfærslum í sambærilegum málum felst beiðni um aðgang að gögnum í ótilgreindum málum af ákveðinni tegund. Ber af framangreindri ástæðu að vísa frá kæru málsins hvað þennan hluta varðar.</p> <p><br />  <br /> Úrskurðarorð<br /> Staðfest er synjun Ríkisútvarpsins ohf., dags. 2. júlí, á beiðni kæranda, [A], f.h. [B], dags. 25. júní, um aðgang að gögnum er vörðuðu þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að kaupa ekki kvikmyndina [...], að öðru leyti en því að Ríkisútvarpinu ber að afhenda kæranda lista yfir gögn málsins. Öðrum beiðnum sem fram koma í kærunni er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Friðgeir Björnsson<br /> varaformaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                   Símon Sigvaldason<br /> <br /> </p> |
A-448/2012. Úrskurður frá 24. október 2012. | Vísað var frá kæru bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ, vegna afgreiðslu bæjarins á beiðni um gögn, sem framsend hafði verið frá innanríkisráðuneytinu til nefndarinnar. Ákvæði sveitarstjórnarlaga veita sveitarstjórnarmönnum rýmri rétt til aðgangs að upplýsingum en upplýsingalög nr. 50/1996 auk þess sem kæran var jafnframt til meðferðar hjá innanríkisráðuneytinu. | <p><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p>Hinn 24. október 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-448/2012.</p> <p><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 2. júlí 2012, framsendi innanríkisráðuneytið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, á grundvelli 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, stjórnsýslukæru [A], bæjarfulltrúa í Mosfellsbæ, dags. 19. júní, vegna afgreiðslu Mosfellsbæjar á beiðni hans, dags. 30. maí, um upplýsingar um heildartölur launa og hlunninda æðstu embættismanna Mosfellsbæjar frá áramótum 2001/2002 til áramóta 2011/2012, en beiðni um upplýsingar hafði þá ekki verið svarað.</p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Í kjölfar samskipta við Mosfellsbæ vegna umræddrar kæru ritaði úrskurðarnefndin bréf til innanríkisráðuneytisins, dags. 28. september. Þar óskaði nefndin eftir upplýsingum um það, hvort kæran hafi verið eða yrði tekin til meðferðar af hálfu ráðuneytisins á grundvelli ákvæða sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.</p> <p>Með bréfi, dags. 12. október, barst nefndinni svar innanríkisráðuneytisins. Þar segir að ráðuneytið hafi ákveðið að taka erindi [A] til meðferðar sem stjórnsýslukæru á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga.</p> <p>Símon Sigvaldason, varamaður Trausta Fannars Valssonar, tók sæti hans í nefndinni við meðferð og úrskurð máls þessa.</p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Í 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er kveðið á um rétt sveitarstjórnarmanns til aðgangs að gögnum og þagnarskyldu. Segir í ákvæðinu að vegna starfa sinna í sveitarstjórn eigi sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggi í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varði málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Samkvæmt IX. kafla sveitarstjórnarlaganna hefur ráðuneyti sveitarstjórnarmála, sem nú er innanríkisráðuneytið, almennt stjórnsýslueftirlit með sveitarfélögum. Hefur ráðuneytið meðal annars úrræði til að knýja sveitarfélögin til að fullnægja lögbundnum skyldum sínum, sbr. 1. mgr. 116. gr. laganna.</p> <p><span>Kærandi er sveitarstjórnarfulltrúi í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Ákvæði 28. gr. sveitarstjórnarlaga veitir sveitarstjórnarmönnum rýmri rétt til aðgangs að upplýsingum en upplýsingalög nr. 50/1996. Beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum og kæra hans til innanríkisráðuneytisins byggist á rétti hans skv. 28. gr. sveitarstjórnarlaga</span><a id="G28M1" name="G28M1">.</a><span>Kærandi hefur sjálfur valið málinu þann farveg og mál hans er nú til meðferðar af hálfu innanríkisráðuneytisins á þeim grundvelli. Hér ber einnig að hafa í huga að það er meginregla íslensks réttar að skýra beri ákvæði laga um kærurétt í stjórnsýslunni svo að sama efnisatriði í ákvörðun lægra setts stjórnvalds verði ekki kært til tveggja úrskurðaraðila samhliða. Með vísan til þessara atriða ber að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</span></p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Kæru [A], dags. 19. júní 2012, á hendur Mosfellsbæ er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Friðgeir Björnsson</p> <p>varaformaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir Símon Sigvaldason</p> |
A-451/2012. Úrskurður frá 24. október 2012. | Vísað var frá kæru sveitarstjórnarfulltrúa í Skagafirði, vegna afgreiðslu bæjarins á beiðni um gögn, sem framsend hafði verið frá innanríkisráðuneytinu til nefndarinnar. Ákvæði sveitarstjórnarlaga veita sveitarstjórnarmönnum rýmri rétt til aðgangs að upplýsingum en upplýsingalög nr. 50/1996 auk þess sem kæran var jafnframt til meðferðar hjá innanríkisráðuneytinu. | <p>Hinn 24. október 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-451/2012.</p> <strong>Kæruefni og málsatvik</strong> <p>Með bréfi, dags. 31. ágúst 2012, framsendi innanríkisráðuneytið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, á grundvelli 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, stjórnsýslukæru [A], sveitarstjórnarfulltrúa í sveitarfélaginu Skagafirði, dags. 29. ágúst, vegna afgreiðslu sveitarfélagsins á beiðni hans um upplýsingar um öll gögn sem lögð hafi verið fyrir sérstaka byggingarnefnd sem hafði umsjón með viðbyggingu við Árskóla.</p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Í kjölfar samskipta við sveitarfélagið Skagafjörð og Samband íslenskra sveitarfélaga vegna umræddrar kæru ritaði úrskurðarnefndin bréf til innanríkisráðuneytisins, dags. 28. september. Þar óskaði nefndin eftir upplýsingum um það, hvort kæran hafi verið eða yrði tekin til meðferðar af hálfu ráðuneytisins á grundvelli ákvæða sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.</p> <p>Með bréfi, dags. 12. október, barst nefndinni svar innanríkisráðuneytisins. Þar segir að ráðuneytið hafi ákveðið að taka erindi [A] til meðferðar sem stjórnsýslukæru á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga.</p> <p>Símon Sigvaldason, varamaður Trausta Fannars Valssonar, tók sæti hans í nefndinni við meðferð og úrskurð máls þessa.</p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Í 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er kveðið á um rétt sveitarstjórnarmanns til aðgangs að gögnum og þagnarskyldu. Segir í ákvæðinu að vegna starfa sinna í sveitarstjórn eigi sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggi í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varði málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Samkvæmt IX. kafla sveitarstjórnarlaganna hefur ráðuneyti sveitarstjórnarmála, sem nú er innanríkisráðuneytið, almennt stjórnsýslueftirlit með sveitarfélögum. Hefur ráðuneytið meðal annars úrræði til að knýja sveitarfélögin til að fullnægja lögbundnum skyldum sínum, sbr. 1. mgr. 116. gr. laganna.</p> <p>Kærandi er sveitarstjórnarfulltrúi í sveitarfélaginu Skagafirði. Ákvæði 28. gr. sveitarstjórnarlaga veitir sveitarstjórnarmönnum rýmri rétt til aðgangs að upplýsingum en upplýsingalög nr. 50/1996. Beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum og kæra hans til innanríkisráðuneytisins byggist á rétti hans skv. 28. gr. sveitarstjórnarlaga. Kærandi hefur sjálfur valið málinu þann farveg og mál hans er nú til meðferðar af hálfu innanríkisráðuneytisins á þeim grundvelli. Hér ber einnig að hafa í huga að það er meginregla íslensks réttar að skýra beri ákvæði laga um kærurétt í stjórnsýslunni svo að sama efnisatriði í ákvörðun lægra setts stjórnvalds verði ekki kært til tveggja úrskurðaraðila samhliða. Með vísan til þessara atriða ber að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Kæru [A], dags. 29. ágúst 2012, á hendur sveitarfélaginu Skagafirði er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Friðgeir Björnsson varaformaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir</p> <p>Símon Sigvaldason</p> |
A-449/2012. Úrskurður frá 24. október 2012. | Staðfest var synjun Hafnarfjarðarbæjar á því að veita kæranda aðgang að vitnisburðum 15 fyrrverandi samstarfsmanna, hennar sem veittir voru í tengslum við gerð úttektar á samskiptum kæranda við aðra starfsmenn tiltekins leikskóla og grunnskóla í Hafnarfirði. Hagsmunir þeirra einstöku starfsmanna sem gáfu skýrslurnar taldir vega þyngra en hagsmunir kæranda af aðgangi. | <p align="center">ÚRSKURÐUR</p> <br /> <p>Hinn 24. október 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-449/2012.</p> <p align="center">Kæruefni og málsatvik</p> <p>Með bréfi, dags. 18. júlí 2012, framsendi Persónuvernd til úrskurðarnefndar um upplýsingamál erindi [A], dags. 11. júní, þar sem óskað var eftir aðgangi að gögnum í vörslu Hafnarfjarðarbæjar. Í hinu framsenda erindi er þess farið á leit að kallað verði eftir ummælum starfsfólks í [...] og [...] um persónu kæranda í úttekt sem gerð hafi verið á vegum Hafnarfjarðarbæjar í skólunum í janúar 2012 varðandi meinta samskiptaerfiðleika hennar og starfsfólks skólanna. Með erindinu fylgdi synjun Hafnarfjarðarbæjar á aðgangi að umræddum gögnum, dags. 10. apríl.</p> <p>Samkvæmt gögnum málsins vann fyrirtækið Úttekt og úrlausn skýrslu þar sem fram kemur sálfræðileg úttekt á meintum samskiptavanda í leikskólanum [...] og [...]. Þann 9. apríl 2012 óskaði kærandi í tölvupósti eftir afriti af framburðarskýrslum starfsmanna. Með tölvupósti Hafnarfjarðarbæjar, dags. 10. apríl 2012, segir að erindi um aðgang að framburðarskýrslum starfsmanna sé synjað með vísan til 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þá segir að ákvörðunin sé kæranleg innan 14 daga.</p> <p>Í gögnum málsins liggur einnig fyrir synjun Hafnarfjarðarbæjar á erindi frá lögmanni stéttarfélags kæranda, dags. 22. maí 2012, um aðgang að öllum gögnum málsins. Í þeirri ákvörðun kemur m.a. fram að starfsmenn sem hafi tekið þátt í vinnustaðaúttektinni hafi undirritað kynningarbréf þar sem því hafi verið lýst yfir að upplýsingar sem kæmu fram við framkvæmd úttektarinnar yrðu meðhöndlaðar í samræmi við siðareglur sálfræðinga um trúnað.</p> <p>Fyrir liggur að kærandi hafi fengið umrædda skýrslu afhenta en verið synjað um afrit af vitnisburði einstakra starfsmanna.</p> <p align="center">Málsmeðferð</p> <p>Kæran var send Hafnarfjarðarbæ með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 24. júlí, til athugasemda, en fresturinn var framlengdur til 24. ágúst. Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 24. ágúst.</p> <p>Í bréfinu kemur fram að Hafnarfjarðarbær geri þá kröfu að kærunni verði vísað frá þar sem hún sé of seint fram komin skv. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, en kæran sé borin fram ríflega tveimur mánuðum eftir að beiðni um aðgang að gögnum hafi verið synjað. Verði kæran tekin til efnislegrar meðferðar sé þess krafist að synjunin verði staðfest og til vara að afmáð verði í fylgigögnum úttektarskýrslu (sem innihaldi staðfesta vitnisburði starfsmanna) allar viðkvæmar upplýsingar er rekja megi til einstakra starfsmanna um viðhorf þeirra varðandi samskipti við kæranda eða aðra starfsmenn.</p> <p>Í bréfinu er rakin forsaga málsins, þ.e. að starfsmenn tiltekins leikskóla og grunnskóla í Hafnarfirði hafi leitað aðstoðar Fræðsluþjónustu Hafnarfjarðar vegna meintra erfiðleika í samskiptum við kæranda. Í framhaldinu hafi verið gerð vinnusálfræðileg úttekt og greining á málsatvikum. Hafi verkefnið verið í höndum sálfræðings sem tekið hafi viðtöl við starfsmenn leikskólans og grunnskólans og skilað lokaskýrslu þann 14. mars 2012, ásamt fylgigögnum sem hafi innihaldið m.a. staðfesta vitnisburði 15 starfsmanna. Hafi vitnisburðirnir verið staðfestir með undirritun starfsmanna en í þeim komi m.a. fram að vitnisburðurinn verði aðeins notaður í þágu úrlausnar þess málefnis sem sé til athugunar, að fyllsta trúnaðar verði gætt og að farið verði með persónuupplýsingar og skráningu þessara upplýsinga í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.</p> <p>Í bréfinu segir ennfremur að forsendur fyrir þeirri athugun og úrvinnslu hennar sem hér um ræði hafi breyst. Á grundvelli rekstrarsjónarmiða hafi þau verkefni sem kærandi hafi áður sinnt hjá bænum verið boðin út. Í kjölfar þess hafi henni verið sagt upp störfum hjá bænum. Sú ákvörðun sé óskyld þeirri sem hér sé til umfjöllunar, en þar sem starf kæranda sé ekki lengur fyrir hendi þá séu ekki til staðar forsendur fyrir áframhaldandi vinnu á grundvelli skýrslunnar líkt og stóð til þegar skýrslan var afhent bænum.</p> <p>Í bréfinu segir jafnframt svo: „Skýrslan er því ekki hluti af stjórnsýslumáli þar sem gert er ráð fyrir að taka stjórnvaldsákvörðun. Réttur til aðgangs að gögnum í stjórnsýslumáli skv. stjórnsýslulögum byggir m.a. á réttaröryggissjónarmiðum í skiptum borgaranna við stjórnvöld og á þeirri röksemd að það sé forsenda þess að aðili geti gætt hagsmuna sinna og tjáð sig um mál áður en ákvörðun er tekin í því og það sé frekar til þess fallið að lögfræðilega rétt og málefnaleg úrlausn fáist í hverju máli. Þau sjónarmið eiga ekki lengur við í þessu máli þar sem ekki verður unnið áfram með skýrsluna á vegum á Hafnarfjarðarbæjar. Ákvörðun bæjarins um að fara í vinnustaðaúttekt fól ekki í sér stjórnvaldsákvörðun þar sem kveðið var á um rétt og/eða skyldu manna heldur var úttektin sem framkvæmd var af óháðum fagaðila liður í rannsókn og meðferð máls sem mögulega hefði getað leitt til stjórnvaldsákvörðunar.“</p> <p>Í þessu ljósi er það afstaða bæjarins að um rétt kæranda til aðgangs að umræddu gagni fari ekki lengur að stjórnsýslulögum heldur upplýsingalögum eða nánar tiltekið 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Með bréfi, dags. 30. ágúst, var kæranda kynnt framkomin umsögn Hafnarfjarðarbæjar og veitt tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnarinnar, til 14. september. Fresturinn var síðar framlengdur til 21. september.</p> <p>Með bréfi, dags. 18. september, bárust athugasemdir lögfræðings stéttarfélags kæranda. Í athugasemdunum segir að því sé mótmælt að beiðni kæranda um gögn byggi ekki á stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Verði þeim skilningi hafnað er jafnframt tekið fram að þá byggist réttur kæranda til aðgangs að gögnum á 9. gr. upplýsingalaga. Bendir lögmaðurinn í því sambandi á að af athugasemdum Hafnarfjarðarbæjar verði ekki ráðið hvaða brýnu hagsmunir þeirra starfsmanna sem tjáðu sig við sálfræðinginn vegi þyngra en brýnir hagsmunir kæranda af aðgangi að umbeðnum gögnum. Þá er vísað til álits umboðsmanns Alþingis SUA 1989:104.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p>Símon Sigvaldason, varamaður Trausta Fannars Valssonar, hefur tekið sæti hans í nefndinni við meðferð og úrskurð máls þessa.</p> <p align="center">Niðurstaða</p> <p align="center">1.</p> <p>Eins og rakið hefur verið lýtur mál þetta að synjun Hafnarfjarðarbæjar á beiðni kæranda um aðgang að staðfestum vitnisburðum 15 starfsmanna sem fylgdu sálfræðilegri greinargerð fyrirtækisins Úttektar og úrlausnar, dags. 14. mars 2012. Kæranda hefur verið afhent skýrslan sjálf.<span> </span></p> <p align="center">2.</p> <p>Ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar um að synja kæranda um aðgang að umræddum skýrslum kom upphaflega fram<span> </span> í tölvupósti, dags. 10. apríl 2012. Ekki virðist ágreiningur um að sú ákvörðun hafi borist kæranda. Á hinn bóginn var síðan lögð fram ný beiðni um aðgang að gögnum 22. maí 2012. Lögmaður stéttarfélags kæranda lagði þá beiðni fram, en hann hefur annast mál þetta fyrir hönd kæranda. Þessari beiðni, sem ekki var að öllu leyti samhljóða fyrri beiðni kæranda, var synjað af hálfu Hafnarfjarðarbæjar 1. júní 2012. Erindi sem kærandi beindi til Persónuverndar er dags. 10. júní 2012. Þaðan var erindið framsent úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Miða ber við að kæra málsins hafi borist þann dag er hún barst Persónuvernd.</p> <p>Samkvæmt 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 skal mál borið undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um synjun þeirrar beiðni.</p> <p>Með vísan til þess sem að framan greinir verður að líta svo á að hin kærða ákvörðun hafi verið tekin af hálfu Hafnarfjarðarbæjar hinn 1. júní 2012. Kæra barst því innan kærufrests.</p> <p align="center">3.</p> <p>Samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að þrátt fyrir að sú úttekt sem um ræðir hafi vissulega varðað kæranda miklu um starf hennar og mögulega getað orðið tilefni til þess að farið hefði verið af stað með meðferð máls gagnvart henni er félli undir gildissvið stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður að telja, með vísan til hinna sérstöku atvika málsins, að það hafi ekki orðið raunin í þessu tilviki. Úrskurðarnefndin tekur fram að í þessu sambandi er ekki úrslitaatriði hvort meðferð stjórnsýslumáls hafi lokið með töku stjórnvaldsákvörðunar, heldur hitt hvort meðferð slíks máls hafi hafist. Sjá hér til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-421/2012 frá 18. júní 2012.</p> <p>Í þessu ljósi er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að umrætt gagn tengist ekki stjórnsýslumáli þar sem taka á, eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun um rétt eða skyldu kæranda í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Er kæran því réttilega borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál og fer um aðgang kæranda að umræddri úttekt á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p align="center">4.</p> <p>Eins og kæruefni máls þessa hefur verið afmarkað af hálfu kæranda, og í ljósi upplýsinga frá kærða þess efnis að kæranda hafi verið afhent skýrslan að undanskildum staðfestum vitnisburðum, takmarkast kæruefnið við aðgang að staðfestum vitnisburðum þeirra 15 einstaklinga sem rætt var við í tengslum við gerð úttektarinnar, þ.e. viðauka A-O.</p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.</p> <p><span> </span></p> <p>Hefur ákvæði 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008, A-294/2009 og áðurnefndan úrskurð í máli A-421/2012.</p> <p><span> </span></p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærandi hefur óskað aðgangs að og þeirra vitnisburða sem um ræðir. Í umræddum vitnisburðum fjalla einstaklingar, fyrrum samstarfsmenn kæranda, um samskipti sín við kæranda meðan hún starfaði hjá kærða. Tilgangur skýrslunnar var að gera úttekt á samskiptum kæranda við aðra starfsmenn þess stjórnvalds er hún starfaði hjá. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að umrætt skjal teljist geyma upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt hennar til aðgangs að skjalinu eftir ákvæðum III. kafla laganna. Kemur þá til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 9. gr. geti takmarkað aðgang kæranda að skýrslunni.</p> <p>Aðgangur að gögnum verður aðeins takmarkaður á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga ef hætta er talin á því að einkahagsmunir verði fyrir skaða og verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.</p> <p>Skýrslan er merkt sem trúnaðarmál. Í umræddum vitnisburðum koma fram ítarlegar lýsingar einstakra starfsmanna á persónulegri sýn þeirra á samskiptum við kæranda sem verða að teljast mjög viðkvæmar. Kærandi hefur án vafa hagsmuni af því að kynna sér þær upplýsingar sem með þessum hætti var aflað og lúta að henni. Hún hefur hins vegar fengið afrit skýrslunnar afhenta en þar kemur m.a. fram samantekt á niðurstöðum viðtala þeirra sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Eins og atvikum er háttað í máli þessu, með hliðsjón af þeim aðdraganda sem skýrslan hafði og því hvernig umræddum einstaklingum var kynnt að með vitnisburð þeirra yrði farið, er það hins vegar mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir þeirra einstöku starfsmanna sem um ræðir af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum hluta skýrslunnar vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að honum, sbr. ákvæði 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Ber því að staðfesta synjun Hafnarfjarðarbæjar á því að veita kæranda aðgang að umræddum 15 vitnisburðum sem fylgdu hinni umræddu skýrslu þegar hún var afhent Hafnarfjarðarbæ.</p> <p><span><br clear="all" /> </span> </p> <p align="center">Úrskurðarorð</p> <p>Synjun Hafnarfjarðarbæjar á beiðni [A] um aðgang að staðfestum vitnisburðum 15 einstaklinga sem birtir eru í viðaukum A-O við skýrsluna <em>Sálfræðileg greinargerð, Leikskólinn [...] og [...]</em> <em>í Hafnarfirði, úttekt á meintum samskiptavanda</em>, dags. 14. mars 2012, er staðfest.</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">varaformaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Símon Sigvaldason</p> |
A-452/2012. Úrskurður frá 24. október 2012 | Meginhluta kæru málsins vísað frá þar sem gögn þau sem beðið hafði verið um höfðu verið afhent, að undanskilinni tiltekinni fundargerð sem bar að afhenda kæranda. | <p>Hinn 24. október 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-452/2012.</p> <p><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Með kæru, dags. 7. júní 2012, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu Persónuverndar á erindi hennar, dags. 2. apríl og ítrekað 1. júní, þar sem hún óskaði eftir tilteknum upplýsingum og gögnum varðandi kæru þriggja einstaklinga sem þeir höfðu beint til stofnunarinnar og varðaði [A]. Erindinu hefði ekki verið svarað.</p> <p>Aðdragandi málsins er sá að Persónuvernd barst kvörtun í nafni tiltekins húsfélags, dags. 29. nóvember 2011, yfir því að eftirlitsmyndavél hafi verið komið fyrir í bílum sem lagt hafði verið í bílastæði kæranda í máli þessu, [A]. Þessi kvörtun mun vera sú kæra til Persónuverndar sem vísað er til í kæru málsins. Á heimasíðu Persónuverndar kemur fram að málið hafi verið var rætt á fundi stjórnar Persónuverndar hinn 13. júní 2012. Stjórnin hafi hins vegar talið að ekki lægi fyrir sönnun á því að atvik væru með þeim hætti sem greindi í kvörtun og með vísan til þess bæri að fella málið niður. Var skrifstofu stofnunarinnar falið að senda aðilum málsins bréf þess efnis.</p> <p>Kærandi krefst þess, í erindi sínu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, að Persónuvernd verði gert að veita henni aðgang að eftirtöldum gögnum og upplýsingar sem óskað hafi verið eftir í erindi til stofnunarinnar, dags. 2. apríl 2012:</p> <p>1. Alla tölvupósta og bréf stofnunarinnar til einstaklinga sem að kvörtun standi og er málið varði.</p> <p>2. Alla tölvupósta og bréf stofnunarinnar til lögmannsstofunnar Lagastoðar sem málið varði.</p> <p>3. Alla tölvupósta milli starfsmanna stofnunarinnar sem er málið varði.</p> <p>4. Öll minnisblöð og fundargerðir, að hluta eða öllu leyti, eins og við eigi, sem séu í fórum stofnunarinnar og varði málið.</p> <p>5. Önnur gögn er málið varði og séu ekki hluti af framangreindri upptalningu.</p> <p>Í kærunni er vísað til stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og upplýsingalaga nr. 50/1996, m.a. 14. gr. Þá er vísað til þess að umbeðin gögn varði kæranda sjálfa og að hún hafi af því ríka hagsmuni af því að fá aðgang að gögnunum og upplýsingunum í því skyni að útskýra hvernig tilhæfulaus málatilbúnaður stofnunarinnar sé til kominn og með það að markmiði að binda enda á málið í meðförum stofnunarinnar.<br /> </p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Kæran var send Persónuvernd til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 13. júní. Persónuvernd svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 26. júní. Segir þar að kæran lúti að máli sem Persónuvernd hafi lokið með ákvörðun þann 14. júní. Þá segir að Persónuvernd hafi þegar afhent kæranda gögn málsins með bréfum dags. 20. apríl, 19. mars og 14. júní 2012. Þó hafi ákveðin skjöl ekki verið afhent kæranda. Eru þau skjöl, fjórtán talsins, listuð upp í bréfinu til úrskurðarnefndarinnar, og fylgdu því.</p> <p>Í tilefni af bréfi Persónuverndar, dags. 26. júní, sendi úrskurðarnefndin Persónuvernd bréf dags. sama dag, þar sem þeirri spurningu er beint til stofnunarinnar hvort kæranda hafi verið afhent þau gögn sem afhent voru úrskurðarnefnd um upplýsingamál með framangreindu bréfi stofnunarinnar. Þann 27. júní barst nefndinni tölvupóstur frá Persónuvernd þar sem segir að umrædd gögn hafi ekki verið send kæranda. Þau hafi aðeins verið send úrskurðarnefndinni vegna óska hennar, dags. 13. júní sl. Þá bendir Persónuvernd á að stofnunin hafi ekki tekið formlega ákvörðun um að synja kæranda um aðgang að gögnum.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar til Persónuverndar, dags. 2. júlí, var vísað til framangreindra samskipta nefndarinnar við Persónuvernd. Er þar ítrekað að stjórnvaldi beri að taka ákvörðun um það hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má, sbr. 11. og 13. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefndinni barst í kjölfarið bréf Persónuverndar, dags. 9. júlí, þar sem fram kemur að kæranda hafi verið afhent afrit af öllum bréfaskiptum, sem og af myndskeiði og ljósmynd sem Persónuvernd hafi borist frá kvartendum, þ.á m. skjölin 14 sem að framan er getið. Segir að stofnunin telji að með þessu hafi kæranda verið veittur fullnægjandi aðgangur að málsgögnum.</p> <p>Með bréfi, dags. 17. júlí, var framangreind umsögn Persónuverndar borin undir kæranda og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við umsögnina til 24. júlí. Erindið var ítrekað 30. júlí.</p> <p>Úrskurðarnefndinni bárust athugasemdir kæranda með bréfi, dags. 3. ágúst 2012, þar sem fram kemur að kærandi telji að afgreiðsla Persónuverndar sé ekki fullnægjandi og að farið sé fram á það við nefndina að hún hlutist til um að Persónuvernd afhendi gögn og upplýsingar um eftirfarandi atriði:</p> <p>1. Brotthvarf starfsmanns Persónuverndar, [B], frá málinu.</p> <p>2. Umfjöllun á stjórnarfundi Persónuverndar, dags. 13. júní 2012, þ.e. fundargerð stjórnarfundar Persónuverndar.</p> <p>3. Vettvangskönnun á heimili kæranda, dags. 31. maí 2012.</p> <p>4. Fjölmiðlaumfjöllun 25. júní 2012 um niðurfellingu máls. Fram kemur að kærandi fari fram á það við nefndina að hún hlutist til um að Persónuvernd afhendi afrit gagna er sýni samskiptasögu Persónuverndar við Morgunblaðið og vefmiðil blaðsins, mbl.is, í aðdraganda þess að um niðurfellingu máls hafi verið fjallað hjá umræddum miðlum.</p> <p>Með tölvupósti Persónuverndar, dags. 1. október, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, kom fram að það væri afstaða Persónuverndar að stofnunin hefði afhent kæranda öll gögn umrædds kærumáls hjá stofnuninni. Jafnframt kom fram að með ákvörðun stjórnar Persónuverndar dags. 14. júní 2012 hefði framangreint kærumál verið fellt niður, sbr. það sem áður er rakið í kafla um málavexti.</p> <p>Símon Sigvaldason, varamaður Trausta Fannars Valssonar, hefur tekið sæti hans í nefndinni við meðferð og úrskurð máls þessa.</p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun stjórnvalds á að veita aðgang að gögnum eða afrit þeirra samkvæmt lögunum. Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, þegar beiðni um gögn er sett fram, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í máli þessu er til úrskurðar afgreiðsla Persónuverndar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum, dags. 2. apríl 2012. Í beiðni kæranda fólst ósk um aðgang að öllum gögnum tiltekins máls sem var til meðferðar hjá Persónuvernd sem nánar er tilgreint í upphafi úrskurðar þessa. Af framanröktum bréfum Persónuverndar og samskiptum nefndarinnar við stofnunina að öðru leyti telur úrskurðarnefndin ljóst að Persónuvernd hafi afhent kæranda öll gögn þess máls sem beiðni dags. 2. apríl varðar. Afgreiðslu þeirrar beiðni sem liggur til grundvallar kærumáli þessu var því lokið með fullnægjandi hætti samkvæmt upplýsingalögum með bréfum Persónuverndar til kæranda og afhendingu gagna, síðast með bréfi, dags. 9. júlí 2012, að undanskilinni fundargerð stjórnar stofnunarinnar frá 13. júní 2012, þar sem fjallað var um mál kæranda, enda lá hún þá fyrir hjá stofnuninni. Umrædda fundargerð ber því að afhenda kæranda, að því leyti sem ákvæði laga, þar á meðal undantekningarákvæði upplýsingalaga standa því ekki í vegi. Að öðru leyti liggur ekki fyrir synjun Persónuverndar á aðgangi að gögnum samkvæmt þeirri beiðni sem kærandi lagði fram 2. apríl og endanlega var afgreidd 9. júlí 2012, með hliðsjón af þeim gögnum málsins sem þá lágu fyrir.</p> <p>Með bréfi kæranda til úrskurðarnefndarinnar þann 3. ágúst 2012, jók hún við kröfur sínar um aðgang að gögnum hjá Persónuvernd. Úrskurður þessa máls getur hins vegar ekki tekið til þeirra krafna, sbr. 14. gr. upplýsingalaga, enda liggur ekki fyrir afgreiðsla Persónuverndar á þeim, þó að undanskildum lið nr. 2 í þessari nýju kröfu, sbr. framangreint.</p> <p>Á grundvelli framangreinds ber í máli þessu að fallast á kröfu kæranda um aðgang að fundargerð stjórnar Persónuverndar frá 13. júní 2012, þar sem fjallað er um mál kæranda hjá stofnuninni, enda sé þar ekki að finna upplýsingar sem leynt eiga að fara samkvæmt ákvæðum laga. Að öðru leyti liggur ekki fyrir synjun stjórnvalds á aðgangi að gögnum. Ber því að vísa öðrum þáttum málsins frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Fallist er á kröfu kæranda, [A], um aðgang að fundargerð stjórnar Persónuverndar frá 13. júní 2012, þar sem fjallað er um mál hennar hjá stofnuninni, enda sé þar ekki að finna upplýsingar sem leynt eiga að fara samkvæmt ákvæðum laga. Að öðru leyti er kæru málsins vísað frá.<br /> </p> <p>Friðgeir Björnsson<br /> varaformaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir<br /> </p> <p>Símon Sigvaldason<br /> </p> |
A-444/2012. Úrskurður frá 4. október 2012. | Kærð var sú ákvörðun fjármálaráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að gögnum er vörðuðu málefni Ríkisútvarpsins, m.a. um hvernig Ríkisútvarpið uppfyllti skyldur sínar í almannaþjónustu að því er varðar dreifingu sjónvarps og hljóðvarps, og væri í vörslum ráðuneytisins. Talið að meiri hluti þeirra gagna sem synjað var um aðgang að vörðuðu upplýsingar sem með beinum hætti lytu að samskiptum fjölþjóðastofnunar, þ.e. Eftirlitsstofnun EFTA, við íslensk stjórnvöld, sbr. 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Synjun fjármálaráðuneytisins var því staðfest að því er varðaði umbeðin gögn að undanskildum tveimur skjölum, en efni þeirra hafði þegar verið birt opinberlega á vefsíðu Stjórnarráðsins. | <p>A-444/2012. Úrskurður frá 4. október 2012.  </p> <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 4. október 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-444/2012.</p> <p align="center"> <strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p align="justify">Þann 13. mars 2012, kærði [A] hdl., f.h. [B] ehf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun fjármálaráðuneytisins, dags. 13. febrúar 2012, á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða málefni Ríkisútvarpsins, meðal annars hvernig Ríkisútvarpið uppfylli skyldur sínar í almannaþjónustu að því er varðar dreifingu sjónvarps og hljóðvarps, og væru í vörslum ráðuneytisins.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Í kærunni eru málavextir raktir á þá leið að 29. janúar 2012 hafi verið óskað eftir aðgangi að umræddum gögnum í bréfi til fjármálaráðuneytisins. Hafi sérstaklega verið vísað til gagna sem varði samskipti ráðuneytisins við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og tengist mati á almannaþjónustu samkvæmt reglum EES samningsins um ríkisaðstoð. Í bréfi dagsettu 13. febrúar hafi beiðninni verið hafnað á þeim grundvelli að gögnin féllu undir 2. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Segi í ákvörðun ráðuneytisins að markmið ákvæðisins sé að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum íslenskra stjórnvalda við fjölþjóðlegar stofnanir og að ráðuneytið telji að það gæti spillt samskiptum við ESA ef aðgangur yrði veittur að umræddum upplýsingum, enda hafi stofnunin ekki lokið umfjöllun sinni um málið. </p> <p align="justify"> Kærandi kveður engin rök hníga að því að líta svo á að afhending gagnanna geti spillt fyrir samskiptum við ESA þannig að almannahagsmuni varði í skilningi 2. tl. 6. gr. upplýsingalaga. Kærandi telur sérstaklega mikilvægt í ljósi hlutverks Ríkisútvarpsins og eðli almannaþjónustu að það sé sérstaklega kannað hvort öll þau gögn sem um ræðir séu þess eðlis að þau krefjist leyndar vegna skoðunar ESA. Þá liggi jafnframt fyrir að skoðun ESA hafi ætíð verið sú að það sé á valdi stjórnvalda í viðkomandi ríki að meta hvort veita beri aðgang að gögnum um samskipti þess við ESA. Í því máli sem hér sé til skoðunar sé ekkert sem bendi til þess að ESA hafi sett sig sérstaklega upp á móti því að aðgangur yrði veittur að umræddum gögnum. Það sé skoðun kæranda að ekkert í 2. tl. 1. mgr. 6. gr. laganna standi í vegi fyrir því að honum verði veittur aðgangur að gögnum um samskipti fjármálaráðuneytisins og ESA vegna framangreinds máls. Í þessu sambandi er bent á að í nýjum leiðbeiningarreglum ESA um almanna-þjónustusamninga og ríkisaðstoðarreglur sé sú skylda lögð á stjórnvöld að kynna slík mál fyrir almenningi áður en nýr almannaþjónustusamningur sé gerður. Í umræddum leiðbeiningum sé einnig að finna frekari kröfur um gagnsæi og opinbera birtingu upplýsinga vegna gerðar almannaþjónustusamninga. Hnígi því engin rök að því að ESA myndi amast við afhendingu framangreindra gagna.</p> <p align="justify">Þá er í kærunni bent á að yfirstandandi málsmeðferð hjá ESA hafi hingað til ekki hindrað íslensk stjórnvöld í að birta upplýsingar opinberlega. Er vísað til þess að íslensk stjórnvöld hafi á öllum stigum málsmeðferðar ESA í svonefndu Icesave máli birt opinberlega upplýsingar, málsskjöl og erindi frá ESA, ásamt svarbréfum og greinargerðum íslenskra stjórnvalda. Með vísan til þessa geri kærandi kröfu um að fá aðgang að umræddum gögnum í vörslum fjármálaráðuneytisins sem snerti uppbyggingu á dreifikerfi Ríkisútvarpsins og hugsanlegar breytingar á lögum um Ríkisútvarpið ohf.</p> <p align="center"><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p align="justify">Kæran var send fjármálaráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 15. mars 2012, og kærða veittur frestur til 23. mars til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Sá frestur var síðar framlengdur til 29. mars. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.</p> <p align="justify">Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 29. mars.</p> <p align="justify">Í bréfinu kemur fram að gögn þau sem kærandi hafi óskað eftir lúti að mögulegum breytingum á lögum nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf., sem meðal annars séu til komnar vegna tillagna Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 9. febrúar 2011, um fyrirkomulag á fjármögnun Ríkisútvarpsins. Um sé að ræða samskipti sem hafi átt sér stað á milli ESA og íslenskra stjórnvalda í kjölfar ákvörðunar ESA nr. 38/11/COL, um viðeigandi ráðstafanir í tengslum við fjármögnun RÚV, dags. 9. febrúar 2011. Í bréfinu er vísað til rökstuðnings ráðuneytisins í hinni kærðu synjun. Segir svo að ráðuneytið bendi á að undantekningar séu frá meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, m.a. að því er varði mikilvæga almannahagsmuni, sbr. 6. gr. laganna. Góð samskipti og gagnkvæmt traust við alþjóðastofnanir séu meðal þeirra almannahagsmuna sem taldir séu upp í 6. gr. upplýsingalaga, en upptalning greinarinnar sé tæmandi að því er varði þessa hagsmuni, líkt og fram komi í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum.</p> <p align="justify"> Þá segir að fjármálaráðuneytið sé í forsvari fyrir Ísland gagnvart ESA vegna þess hluta EES-samningsins sem fjalli um ríkisaðstoð, hvort sem mál tengist íslenska ríkinu, sveitarfélögum, stofnunum þeirra eða öðrum aðilum þeim tengdum. Ráðuneytið leggi áherslu á mikilvægi gagnkvæms trausts og trúnaðar í samskiptum stjórnvalda og ESA almennt og í einstökum málum og hafi ekki veitt aðgang að gögnum sem tengjast samskiptum við stofnunina á meðan mál séu þar enn til meðferðar.</p> <p align="justify">Þá segir að ráðuneytið telji rétt að koma eftirfarandi sjónarmiðum og leiðréttingum á framfæri við nefndina:</p> <p align="justify">„1. Nýjar leiðbeiningar ESA um ríkisaðstoð vegna almannaþjónustu, sem vísað er til í kærunni, taka ekki til útvarps í almannaþágu, um slíka starfsemi gilda sérstakar leiðbeiningar ESA. Þetta kemur skýrlega fram í 8. mgr. leiðbeininganna sem kærandi vísar til. Ákvæði þeirra leiðbeininga varðandi samráðsferli (e. public consultation) taka auk þess ekki til yfirstandandi aðstoðar (e. existing aid), sbr. 69. mgr. þeirra. Í þeim leiðbeinandi reglum sem lagðar eru til grundvallar í málsmeðferð ESA vegna RÚV, um beitingu ríkisaðstoðarreglna gagnvart rekstri almannaþjónustuútvarps frá 3. febrúar 2010 (hafa ekki verið birtar á íslensku), segir hins vegar eftirfarandi:</p> <p align="justify">[...] state aid to public service broadcasters may be used for distributing audiovisual services on all platforms provided that the material requirements of the Article 59(2) of the EEA Agreement are met. To this end, EFTA States shall consider, by means of a prior evaluation procedure based on an open public consultation, whether significant new audiovisual services envisaged by public service broadcasters meet the requirements of Atricle 59(2) of the EEA Agreement [...].</p> <p align="justify">Líkt og fram kemur á bls. 12 í ákvörðun ESA nr. 38/11/COL, gerir 2. málsl. 5. mgr. 6. gr. þjónustusamnings ríkisins við RÚV um útvarpsþjónustu í almannaþágu ráð fyrir slíku samráðsferli þegar fyrirhugað er að stofnunin taki upp nýja þjónustu í almannaþágu. Samningurinn er birtur á vef Stjórnarráðsins.</p> <p align="justify">2. Það er ESA að meta hvort rétt sé að kalla eftir athugasemdum þriðju aðila vegna mats stofnunarinnar á breytingum í tengslum við fjármögnun RÚV, líkt og í öðrum ríkisaðstoðarmálum. Að því er varðar tilvísun kæranda til ætlaðrar afstöðu ESA til þess að umbeðin gögn verði afhent bendir ráðuneytið á 122. gr. EES-samningsins, er hljóðar svo:</p> <p align="justify">„Fulltrúar, sendimenn og sérfræðingar samningsaðila, svo og embættismenn og aðrir starfsmenn samkvæmt samningi þessum, skulu bundnir þagnarskyldu, sem helst enda þótt þeir láti af störfum, um vitneskju sem á að fara leynt í starfi þeirra, einkum upplýsingar um fyrirtæki, viðskiptatengsl þeirra og kostnaðarþætti“</p> <p align="justify">Sambærileg ákvæði eru einnig í 24. og 25. gr. II. hluta bókunar 3 við samninginn um eftirlitsstofnun og dómstól, er varða störf og valdsvið Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði ríkisaðstoðar. Þá vísar ráðuneytið jafnframt til leiðbeinandi reglna ESA um þagnarskyldu í tengslum við ákvarðanir um ríkisaðstoð, frá 2004, sem kveða á um undir hvaða kringumstæðum og með hvaða hætti ESA skuli tryggja að þeir sem eiga hagsmuna að gæta geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri við stofnunina þegar við á, áður en ákvörðun er tekin í ríkisaðstoðarmálum.</p> <p align="justify">3. Líkt og fram kemur í kærunni varða umbeðin gögn hugsanlegar breytingar á lögum um Ríkisútvarpið ohf. Ráðuneytinu er kunnugt um að frumvarp til laga um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið ohf. verður lagt fram á Alþingi á yfirstandandi þingi, og byggir efni frumvarpsins m.a. á þeim samskiptum sem hafa átt sér stað við ESA og kærandi óskar eftir aðgangi að. Í lögum um þingsköp Alþingis er gert ráð fyrir því að nefndir Alþingis leiti umsagna um mál frá aðilum utan þings og einnig geta þeir er mál varðar komið skriflegum athugasemdum sínum að eigin frumkvæði á framfæri við þingnefndir.</p> <p align="justify">4. Ráðuneytið fær ekki séð að það skapi utanaðkomandi aðilum rétt til þess að fá afhent gögn er lúta að hugsanlegum lagabreytingum, að þau hafi verið kynnt Eftirlitsstofnun EFTA sem hluti af yfirstandandi málsmeðferð. Ráðuneytið telur þvert á móti nauðsynlegt að tryggja hreinskilni og gagnkvæmt traust í slíkum samskiptum, sbr. undanþáguákvæði 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Reglur EES um ríkisaðstoð gera ráð fyrir því að þegar ESA telji nauðsyn á skuli hún hefja málsmeðferð sem felur í sér birtingu á samantekt um atriði sem máli skipta, í því skyni að veita hagsmunaaðilum færi á að koma að sjónarmiðum sínum. Um rétt hagsmunaaðila er sérstaklega kveðið í framangreindri bókun 3 við samninginn um eftirlitsstofnun og dómstól.“</p> <p align="justify">Með bréfi fjármálaráðuneytisins fylgdi yfirlit yfir samskipti stjórnvalda við ESA vegna breytinga í tengslum við fjármögnun RÚV ohf. frá því að ákvörðun nr. 38/11/COL var tekin, þar sem m.a. var að finna umfjöllun um dreifikerfi RÚV, og voru skráð undir tilgreindu málsnúmeri hjá ráðuneytinu:</p> <p align="justify"><span>1.     </span> <span> Bréf fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 23. mars 2011, vegna ákvörðunar ESA ásamt fylgiskjölum:</span></p> <p align="justify"><span>a.      </span> <span>Minnisblað mennta- og menningarmálaráðherra til ríkisstjórnar, dags. 7. janúar 2011 (þýðing á ensku).</span></p> <p align="justify"><span>b.     </span> <span>Minnisblað mennta- og menningarmálaráðherra til ríkisstjórnar, dags. 14. janúar 2011 (þýðing á ensku).</span></p> <p align="justify"><span>c.      </span> <span>Skipunarbréf Sigtryggs Magnasonar sem formanns nefndar um  endurskoðun á lögum um RÚV ohf., dags. 10. mars 2011 (þýðing á ensku).</span></p> <p align="justify"><span>2.     </span> <span>Svar ESA til fjármálaráðuneytisins, dags. 29. mars 2011, við beiðni stjórnvalda um aukinn frest til að taka afstöðu til tillagna um viðeigandi ráðstafanir.</span></p> <p align="justify"><span>3.     </span> <span>Tölvupóstsamskipti starfsmanna ESA, mennta- og menningarmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis,  dags. 29. apríl og 5. maí 2011, vegna tafa á svörum.</span></p> <p align="justify"><span>4.     </span> <span>Bréf fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 2. maí 2011, um samþykki á tillögum um viðeigandi ráðstafanir.</span></p> <p align="justify"><span>5.     </span> <span>Bréf fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 16. júní 2011, varðandi fyrirhugaðar lagabreytingar vegna tillagna um viðeigandi ráðstafanir.</span></p> <p align="justify"><span>6.     </span> <span>Svar ESA til fastanefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, dags. 28. júní 2011, varðandi framlengingu á fresti til að hrinda viðeigandi ráðstöfunum í framkvæmd.</span></p> <p align="justify"><span>7.     </span> <span>Tölvupóstur starfsmanns fjármálaráðuneytisins til starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 25. júlí 2011, með útdrætti úr bréfi ESA (follow-up letter) til íslenskra stjórnvalda frá 7. júlí 2011.</span></p> <p align="justify"><span>8.     </span> <span>Tölvupóstsamskipti, dags 6. og 7. september 2011, milli starfsmanna fjármálaráðuneytisins og starfsmanna ESA, varðandi viðbrögð við bréfi, dags. 7. júlí 2011, að því er varðar RÚV.</span></p> <p align="justify"><span>9.     </span> <span>Bréf fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 16. september 2011, varðandi breytingar á þjónustusamningi við RÚV, ásamt tveimur fylgiskjölum:</span></p> <p align="justify"><span>a.      </span> <span>Samsvörunartafla.</span></p> <p align="justify"><span>b.     </span> <span>Þjónustusamningur milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins,  dags. 24. maí 2011 (þýðing á ensku).</span></p> <p align="justify"><span>10. </span> <span>Svar ESA til fastanefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu,  dags. 21. desember 2011, þar sem óskað var eftir frekari gögnum og skýringum.</span></p> <p align="justify"><span>11. </span> <span>Bréf fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 28. desember 2011, varðandi fyrirhugaðar ráðstafanir og ósk eftir framlengdum fresti til að hrinda ráðstöfunum í framkvæmd, ásamt því að frumvarpsdrög í enskri þýðingu fylgdu.</span></p> <p align="justify"><span>12. </span> <span>Svar ESA, dags. 12. janúar 2012, vegna bréfs fjármálaráðuneytisins, dags. 28. desember 2011, , varðandi framlengingu á fresti.</span></p> <p align="justify"><span>13. </span> <span>Bréf fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 23. janúar 2012, varðandi fyrirhugaðar ráðstafanir.</span></p> <p align="justify">Með bréfi, dags. 29. mars, var kæranda sent afrit umsagnar fjármálaráðuneytisins. Með bréfi, dags. 20. apríl, bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir kæranda. Í bréfinu er vísað til kæru málsins, en svo segir að í fyrsta lagi sé vakin athygli á því að þagnarskylda ESA ein og sér sé ekki röksemd fyrir því að íslensk stjórnvöld geti ekki afhent gögn. Það sé heimaríkis að ákveða hvaða gögn séu afhent almenningi. Það sé ekkert sem útiloki afhendingu gagna vegna samskipta við ESA annað en lög viðkomandi ríkis. ESA geri ekki þá kröfu að gögnum sé haldið leyndum. Þeirri staðhæfingu, að til að traust ríki milli aðila þurfi trúnaður að ríkja um öll gögn, sé því mótmælt.</p> <p align="justify">Þá segir að í öðru lagi sé vakin athygli á því að í upphaflegri beiðni kæranda, dags. 29. janúar, hafi verið óskað eftir aðgangi að öllum gögnum sem varði dreifikerfi Ríkisútvarpsins. Í svari fjármálaráðuneytisins frá 13. febrúar hafi sagt að ráðuneytið hafi engin gögn undir höndum önnur en þau sem send hafi verið ESA vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um Ríkisútvarpið ohf. Því sé hins vegar velt upp hvort ekki séu til gögn hjá umræddu ráðuneyti vegna samþykkis á þeim þjónustusamningi sem nú þegar sé í gildi milli aðila en að leiða megi líkum að því að í umræddum gögnum leynist einnig upplýsingar um dreifikerfi Ríkisútvarpsins. </p> <p align="justify">Þann 11. maí sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjármálaráðuneytinu bréf þar sem óskað var eftir afstöðu kærða til þess sem fram kom í athugasemdum kæranda, dags. 20. apríl.</p> <p align="justify">Fjármálaráðuneytið svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar þann 18. maí. Í bréfi ráðuneytisins segir orðrétt:</p> <p align="justify"> „Tilvísaður þjónustusamningur, um útvarpsþjónustu í almannaþágu, var undirritaður f.h. mennta- og menningarmálaráðuneytisins og RÚV hinn 24. maí 2011. Samningurinn tók við af eldri samningi frá 23. mars 2007.</p> <p align="justify">Aðkoma fjármálaráðuneytisins að þjónustusamningnum var tvenns konar. Annars vegar kom samningurinn til skoðunar hjá fjárlagaskrifstofu ráðuneytisins, líkt og aðrir þjónustusamningar stjórnvalda. Hins vegar kom ráðuneytið samningnum á framfæri við ESA f.h. íslenskra stjórnvalda, vegna athugunar stofnunarinnar á málefnum RÚV. Líkt og fram hefur komið sér fjármálaráðuneytið um samskipti við ESA vegna ríkisaðstoðarmála, óháð því hvar ábyrgð vegna slíkra mála liggur. Enskri þýðingu á samningnum var komið á framfæri við ESA með bréfi, dags. 16. september 2011.</p> <p align="justify">Ráðuneytinu er ekki kunnugt um gögn sem kunna að vera undirliggjandi umræddum samningi, er varða dreifikerfi RÚV, og hefur engin slík gögn undir höndum.“</p> <p align="justify">Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p align="justify">Varamaður Trausta Fannars Valssonar, Símon Sigvaldason, tók sæti hans í nefndinni við meðferð og úrskurð máls þessa.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p align="justify">Mál þetta varðar synjun fjármálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum er varða dreifikerfi Ríkisútvarpsins (RÚV), meðal annars gögnum um það hvernig Ríkisútvarpið uppfylli skyldur sínar í almannaþjónustu að því er varðar dreifingu sjónvarps og hljóðvarps, og væru í vörslum ráðuneytisins.</p> <p align="justify"> Í afstöðu ráðuneytisins kemur fram að gögn þau sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að lúti að mögulegum breytingum á lögum nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf., sem meðal annars séu til komnar vegna tillagna Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 9. febrúar 2011, um fyrirkomulag á fjármögnun Ríkisútvarpsins. Um sé að ræða samskipti sem hafi átt sér stað á milli ESA og íslenskra stjórnvalda í kjölfar ákvörðunar ESA nr. 38/11/COL, um viðeigandi ráðstafanir í tengslum við fjármögnun RÚV, dags. 9. febrúar 2011.</p> <p align="justify">Í ákvörðunarorði ákvörðunar ESA nr. 38/11/COL kemst stofnunin að því að fjármögnun RÚV brjóti gegn EES-samningnum, sbr. lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem í henni felist ríkisaðstoð. Í ákvörðunarorðinu er mælt fyrir um tilteknar aðgerðir sem íslenska ríkið skyldi takast á hendur, m.a. breytingar á lögum, og aðrar viðeigandi aðgerðir til að binda endi á umrædda ríkisaðstoð til þess að komast hjá frekari aðgerðum af hálfu ESA. Í ákvörðunarorðinu er jafnframt mælt fyrir um það að íslensk stjórnvöld skuli upplýsa ESA um þær ráðstafanir eða aðgerðir sem það hyggst nota til að leggja niður ríkisaðstoð við RÚV.</p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt lokamálslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gilda ákvæði upplýsingalaga ekki ef á annan veg er mælt fyrir í þjóðréttarsamningum sem Ísland á aðild að.</p> <p align="justify"> Með vísan til niðurstöðu í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-240/2007, sbr. einnig reglur ESA um aðgang að gögnum sem settar voru með ákvörðun stofnunarinnar nr. 407/08/Col, dags. 27. júní 2008, og í gildi voru þegar beiðni kæranda um gögn var sett fram, byggir úrskurðarnefndin á því að þjóðréttarlegar skuldbindingar sem tengjast ESA girði almennt ekki fyrir aðgang að þeim skjölum sem hér er um að ræða, heldur fari um aðgang að þeim samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga að gættum takmörkunum 4.-6. gr. laganna.</p> <p align="center"> <strong>3.</strong></p> <p align="justify">Eins og fram kemur í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna.</p> <p align="justify"> Af hálfu fjármálaráðuneytisins hefur komið fram að hjá því séu fyrirliggjandi þau gögn sem upp eru talin hér að framan undir liðum 1 til 13. Ráðuneytið hefur synjað kæranda um aðgang að þessum gögnum með vísan til 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá hefur komið fram hjá ráðuneytinu að önnur gögn sem falli undir kæruefni málsins séu ekki fyrirliggjandi hjá því. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki ástæðu til þess að rengja þá fullyrðingu. Verður því tekin afstaða til afhendingar þeirra gagna sem talin eru upp í liðum 1-13 og fylgdu með bréfi ráðuneytisins til nefndarinnar, dags. 15. mars.</p> <p align="center"><strong>4.</strong></p> <p align="justify">Í 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Af orðalagi ákvæðisins er ljóst að ekki aðeins bein samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir geti fallið undir ákvæðið, heldur einnig gögn þar sem um slík samskipti er fjallað.</p> <p align="justify"><span>Ekki leikur vafi á að ESA telst fjölþjóðleg stofnun í skilningi 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</span> Samkvæmt 108. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, er Eftirlitsstofnun EFTA sjálfstæð eftirlitsstofnun sem EFTA-ríkjunum bar að koma á fót. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 er Eftirlitsstofnun EFTA talin vera fjölþjóðastofnun í skilningi laganna og er henni ætlað m.a. það hlutverk að fylgjast með efndum á skuldbindingum samkvæmt framangreindum samningi. Vísast hér einnig til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-240/2007 frá 14. febrúar 2007, máli A-376/2011 frá 16. september 2011 og A-434/2012 frá 28. júní 2012.</p> <p align="justify">Að því er varðar mikilvæga almannahagsmuni samkvæmt 6. gr. upplýsingalaga ber að líta til þeirrar skýringar á hugtakinu „mikilvægir almannahagsmunir“ sem fram kemur í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaganna en þar segir: „Með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ er vísað til þess að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað,  hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Þessir hagsmunir eru tæmandi taldir, en hver töluliður sætir sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræðir.“</p> <p align="justify">Í athugasemdunum segir m.a. eftirfarandi um 2. tölul. 6. gr.: „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að. Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir því ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg við kýringu á ákvæðinu.“</p> <p align="center"> <strong>5.</strong></p> <p align="justify">Í áður tilvitnuðum reglum ESA, sbr. ákvörðun stofnunarinnar nr. 407/08/Col, dags. 27. júní 2008, er í 4. gr. fjallað um undantekningar frá rétti almennings til aðgangs að gögnum. Segir þar að ESA skuli hafna aðgangi að gögnum ef aðgangur að gögnunum geti leitt til skertrar verndar almannahagsmuna að því er varði m.a. öryggi ríkisins (public security) og alþjóðleg samskipti (international relations). Þá segir að ESA skuli hafna aðgangi að gögnum ef aðgangur að þeim geti leitt til skertrar verndar tilgangs sem rannsóknum stofnunarinnar sé ætlaður, nema almannahagsmunir vegi þyngra. Þá kemur fram í reglunum að ekki sé skylt að leita eftir afstöðu ESA um þau gögn sem liggi fyrir hjá EFTA-ríkjunum.</p> <p align="justify">Þegar til þess er litið að ESA hefur ekki lokið umfjöllun um það mál sem ósk um aðgang að gögnum lýtur að, sem og þeirra sjónarmiða sem rakin hafa verið hér að framan, einkum um þau markmið 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við þær fjölþjóðlegu stofnanir sem Ísland á aðild að, er það niðurstaða nefndarinnar að heimilt sé að takmarka aðgang kæranda að þeim gögnum sem beinlínis lúta að samskiptum við stofnunina vegna könnunar hennar á umræddu máli. Í þessu ljósi verður fallist á þá ákvörðun fjármálaráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að skjölum sem merkt eru með tölustöfunum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 9a, 10, 11, 12 og 13, enda er í þeim skjölum að finna upplýsingar sem með beinum hætti lúta að samskiptum fjölþjóðastofnunarinnar við íslensk yfirvöld. Um aðgang að fylgiskjölunum 1a, 1b, 1c og 9b skal nú nánar fjallað.</p> <p align="center"> <strong>6.</strong></p> <p align="justify">Fylgiskjöl 1a og 1b eru enskar þýðingar minnisblaða mennta- og menningarmálaráðherra til ríkisstjórnar en minnisblöðin fylgja með bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 23. mars 2011, þar sem fjallað er um þær aðgerðir sem íslenska ríkið hefur tekist á hendur til að framfylgja ákvörðun stofnunarinnar nr. 38/11/COL. Bæði skjölin eru dagsett áður en ákvörðun ESA, dags. 9. febrúar 2011, er birt, eða 7. og 14. janúar. Þar er fjallað um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið ohf. Skjal 1a varðar ekki með beinum hætti samskipti íslenska ríkisins við ESA, en í skjali 1b er hins vegar fjallað um ESA og athugun ESA á málefnum RÚV, sem staðið hafi yfir frá árinu 2004. Í báðum skjölunum er fjallað um tilefni þess að lög um RÚV sættu endurskoðun og hvernig lögin eigi að uppfylla þær kröfur sem leiðir af samningi um Evrópska efnahagssvæðið. Með hliðsjón af efni skjalanna og þeim samskiptum sem eiga sér enn stað milli íslenskra stjórnvalda og ESA um breytingar á lögum um RÚV fellst nefndin á þá ákvörðun fjármálaráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að þessum skjölum með vísan til 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.  </p> <p align="center"> <strong>7.</strong></p> <p align="justify">Fylgiskjal 1c er ensk þýðing á skipunarbréfi Sigtryggs Magnasonar í nefnd um  endurskoðun á lögum um RÚV ohf., dags. 10. mars 2011. Meginefni bréfsins er birt á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins með fréttatilkynningu á Internetinu, dags. 11. mars 2011. Þá er fylgiskjal 9b ensk þýðing á þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins, dags. 24. maí 2011. Samningurinn er einnig birtur á íslensku á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins.</p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal stjórnvald taka ákvörðun um það hvort gögn, sem heimilt sé að veita aðgang að, skuli sýnd eða hvort afhent verði ljósrit eða afrit þeirra. Í þessu sambandi ber að taka sérstaklega fram að til þess að stjórnvald fullnægi þeirri ákvörðun sinni að veita aðgang að gögnum nægir ekki að úrskurðarnefndinni einni séu afhent afrit gagnanna eða þau birt opinberlega, heldur ber stjórnvaldi að afhenda gögnin þeim sem um þau biður, eins fljótt og verða má, sbr. einnig 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þess að skjöl 1c og 9b eru birt opinberlega á vefsíðu Stjórnarráðsins bar fjármálaráðuneytinu að taka ákvörðun um afhendingu gagnanna til kæranda þegar í stað eftir að tekin hafði verið ákvörðun um að veita almenningi aðgang að þeim.</p> <p align="justify">Með vísan til þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndar í því tilviki sem hér um ræðir að fella verði úrskurð um það að leggja fyrir fjármálaráðuneytið að afhenda kæranda umrædd skjöl merkt 1c og 9b.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p align="justify">Staðfest er synjun fjármálaráðuneytisins, dags. 13. febrúar 2012, á beiðni kæranda, [A] hdl., fyrir hönd [B] ehf., um aðgang að gögnum er varða málefni Ríkisútvarpsins, meðal annars hvernig Ríkisútvarpið uppfylli skyldur sínar í almannaþjónustu að því er varðar dreifingu sjónvarps og hljóðvarps, að því undanskildu að fjármálaráðuneytinu ber að afhenda kæranda skipunarbréf Sigtryggs Magnasonar sem formanns nefndar um  endurskoðun á lögum um RÚV ohf., dags. 10. mars 2011, og þjónustusamning mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Ríkisútvarpsins, dags. 24. maí 2011.</p> <p> </p> <p>  </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">varaformaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                     </span><span>                           </span>Símon Sigvaldason<span>                           </span> <span>          </span></p> |
A-447/2012. Úrskurður frá 4. október 2012. | Kærð var synjun Seðlabanka Íslands á beiðni kæranda um það hverjir hefðu fengið tilkynningu á svokallaðri RSS-efnisveitu bankans um húsleit Seðlabankans í húsakynnum kæranda sem og synjun á afhendingu lista yfir þá sem fengið höfðu fréttina senda með tölvupósti frá bankanum. Úrskurðarnefndin taldi ekki unnt að afhenda gögn um fyrri lið beiðni kæranda. Í síðari lið beiðni kæranda fólst beiðni um aðgang að skrá. Á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga er ekki unnt að kæra synjun um aðgang að gögnum sem liggja ekki fyrir hjá stjórnvaldi. Synjun um aðgang að skrá er jafnframt ekki kæranleg skv. 14. gr. upplýsingalaga. Málinu var því vísað frá | <p> </p> <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p>Hinn 4. október 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-447/2012.</p> <p> </p> <p align="center"><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Með kæru, dags. 12. júlí 2012, kærði [A] hrl., f.h. [B] hf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Seðlabanka Íslands, dags. 5. og 20. júní, á að afhenda upplýsingar um það hverjir hefðu fengið senda tilkynningu á svokallaðri RSS-veitu bankans um húsleit Seðlabankans í húsakynnum [B] þann [...], sem og synjun á afhendingu lista yfir þá sem fengu þessa frétt senda með tölvupósti frá bankanum.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt gögnum málsins fór fram húsleit í húsakynnum [B] þann [...] að kröfu gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Sama dag og húsleitin fór fram mun Seðlabankinn hafa sent út tilkynningu um málið til áskrifenda að svokölluðu „RSS-feed“ (RSS-veitu) bankans. Þá mun sama frétt einnig hafa verið send með tölvupósti á svokallaðan útsendingarlista frétta.</p> <p> </p> <p>Þann 29. maí óskaði kærandi upplýsinga um það frá Seðlabankanum hverjir það hefðu verið sem fengu umrædda tilkynningu frá bankanum og hvernig hún hafi hljóðað. Svar Seðlabankans við beiðni um útsendingarlista frétta og fleira barst kæranda þann 5. júní 2012, en þar var upplýsingabeiðni hafnað að öðru leyti en því að afrit fréttarinnar kom fram í svarinu, bæði á íslensku og ensku.</p> <p> </p> <p>Kærandi óskaði þann 11. júní 2012 aftur eftir aðgangi að lista yfir móttakendur vefsendinga RSS-veitu Seðlabanka Íslands. Í erindinu kemur fram að kærandi hafni því að Seðlabankinn geti ekki orðið við upplýsingabeiðninni. Samkvæmt upplýsingum sem kærandi hafi aflað séu vefsendingar efnisveitna, á borð við RSS-veitu til þeirra IP-talna sem eru áskrifendur veitunnar, vistaðar hjá þjónustuveitu og/eða hýsingaraðila. Samkvæmt því sé Seðlabankanum gerlegt að láta þær upplýsingar í té.</p> <p> </p> <p>Í umræddu bréfi vísaði kærandi einnig til þess að í fyrra svarbréfi Seðlabankans hafi komið fram að ekki væri hægt að afhenda útsendingarlista frétta þar sem slíkir listar væru einungis teknir saman vegna útsendingar frétta og verði ekki notaðir í öðrum tilgangi. Af þessu leiði að slíkir listar hljóti að vera til, en Seðlabankinn hafni því að afhenda þá. Vísar kærandi sérstaklega til 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem fram komi að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Kærandi lýsir í því sambandi hagsmunum sínum af því að fá aðgang að umræddum upplýsingum</p> <p> </p> <p>Svar Seðlabankans við þessu erindi barst kæranda með bréfi, dags. 20. júní 2012. Kröfu [B] var þar hafnað með þeim rökum að þagnarskylda hvíli á Seðlabankanum um allt það sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Þá tók bankinn fram að hann liti svo á að 9. gr. upplýsingalaga ætti ekki við þar sem upplýsingarnar væru ekki um aðilann sjálfan og að [B] hefði ekki lögvarða hagsmuni af því að fá umræddar upplýsingar.</p> <p align="center"><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Kæran var send Seðlabanka Íslands með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 17. júlí 2012, til athugasemda. Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 21. ágúst, en með bréfinu fylgdi listi yfir 541 tölvupóstfang án frekari upplýsinga.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum Seðlabanka Íslands kemur fram að í kjölfar húsleitar Seðlabanka Íslands hjá [B] þann [...] hafi bankinn sent út fréttatilkynningu um málið sem hafi m.a. borist til notenda í gegnum RSS-efnisveitu (RSS-feed) bankans.</p> <p> </p> <p>Segir svo orðrétt:</p> <p> </p> <p>„<strong><em>Um RSS-efnisveitu</em></strong></p> <p>Í kjölfar kæru [B] hf. hefur Seðlabanki Íslands aflað sér frekari upplýsinga um RSS-efnisveitur og möguleika bankans á að verða við kröfum [B] hf. að einhverju eða öllu leyti. RSS-efnisveita er í stuttu máli samantekt á nýjum eða nýlegum upplýsingum á internetinu, t.d. fyrirsagnir frétta, hljóðupptökur, myndbandsupptökur, bloggfærslur o.fl., sem notendum verða aðgengilegar á sérstöku vefsvæði eða í þar til gerðu forriti. Upplýsingum sem berast í gegnum RSS-efnisveitu fylgir yfirleitt tilgreining á höfundi og tímasetningu útgáfu viðkomandi upplýsinga. Það að sækja upplýsingar í gegnum RSS-efnisveitu er að öllu leyti sambærilegt við að sækja upplýsingar á vefsíður, en í stað þess að sækja upplýsingar á fjölda vefsíða hefur notandi komið því svo fyrir, að upplýsingar verða honum aðgengilegar í forriti eða á sérstöku vefsvæði sem notandinn getur stillt upp í samræmi við sína notkun. Þegar vefnotendur kjósa að nýta sér RSS-efnisveitu þurfa þeir ekki að gefa upp neinar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar, ekki frekar en þegar þeir sækja upplýsingar á aðrar vefsíður.</p> <p> </p> <p>Seðlabanki Íslands hefur aldrei safnað persónugreindum eða persónugreinanlegum upplýsingum í tengslum við heimsóknir á vef bankans. Bankinn hefur því ekki upplýsingar um það hvaða IP tölur eru að heimsækja vefinn og því síður um það hvaða aðilar fá upplýsingar af honum í gegnum RSS-efnisveituna. Bankinn heldur enn fremur ekki tölfræði um það hvaðan notendur RSS-efnisveitu bankans koma, þ.e. frá hvaða landi þeir eru. Þegar af þeirri ástæðu er ljóst að bankanum er ómögulegt að verða við kröfum [B] hf., og einnig óskum nefndarinnar, eftir orðanna hljóðan, um afhendingu gagna varðandi RSS-efnisveituna. Það hvort þjónustuaðilar séu almennt að safna slíkum upplýsingum er bankanum ekki kunnugt um, en bankinn hefur einfaldlega engar forsendur til að ætla að svo sé, og getur heldur ekki svarað fyrir þá aðila.</p> <p> </p> <p><strong><em>Útsendingarlisti frétta</em></strong></p> <p>Að því er varðar útsendingarlista frétta vill Seðlabanki Íslands taka eftirfarandi fram í tengslum við efnisatriði í kæru [B] hf. og málsástæður kærunnar.</p> <p> </p> <p><strong>Í fyrsta lagi</strong> hvílir rík þagnarskylda á starfsmönnum Seðlabanka Íslands um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Útsendingarlisti frétta eru upplýsingar sem varða málefni bankans og teljast því ekki til opinberra upplýsinga. Slíkar upplýsingar eru háðar þagnarskyldu nema úrskurður dómara eða lagaboð geri bankanum skylt að láta þær af hendi. Ljóst er að slíkt á ekki við í fyrirliggjandi máli.</p> <p> </p> <p><strong>Í öðru lagi</strong> áttar Seðlabanki Íslands sig ekki á tilvísun í kæru [B] hf. til 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, en í ákvæðinu segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um <em>hann sjálfan</em>. Í ákvæðinu er þannig áskilnaður um að umbeðin gögn geymi upplýsingar um þann aðila sem eftir þeim óskar. Samkvæmt orðanna hljóðan er því ljóst að 1. mgr. 9. gr. laganna á eingöngu við þegar gögn hafa að geyma upplýsingar sem varða aðila sérstaklega. Útsendingarlisti frétta hefur ekki að geyma neinar upplýsingar um félagið og varðar það ekki sérstaklega. Sú staðreynd að ofangreind fréttatilkynning hafi snúið að málefnum félagsins hefur hér ekkert gildi enda hvorki deilt um efni hennar né form.</p> <p> </p> <p>Ef úrskurðarnefndin kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að 1. mgr. 9. gr. laga nr. 50/1996 eigi við í fyrirliggjandi máli telur Seðlabanki Íslands allt að einu, að 3. mgr. sama ákvæðis takmarki heimildir til aðgangs að útsendingarlista frétta. Er það vegna þess sjónarmiðs, að aðgangur að gögnum skuli takmarkaður ef gögn hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með takmörkun þyngra. Seðlabanki Íslands telur að ganga verði út frá því sem vísu, að einhverjir eða allir þeir sem hafa skráð sig af eigin frumkvæði, og án nokkurrar aðkomu Seðlabanka Íslands, á útsendingarlista frétta, hafi ekki hugsað sér að upplýsingar um það yrðu veittar þriðja aðila. Þá má telja að persónuvernd hefði sitt hvað við það að athuga, ef slíkar upplýsingar væru látnar af hendi án heimildar hennar. Komi því til þess að úrskurðarnefndin telji einnig að 1. mgr. 9. gr. laganna eigi formlega séð við í máli þessu, telur Seðlabanki Íslands að 3. mgr. sömu greinar takmarki aðgang, þar eð hagsmunir þeirra aðila sem eru á útsendingarlista frétta vegi þyngra en hagsmunir félagsins af því að fá aðgang að umræddum lista.</p> <p> </p> <p><strong>Í þriðja lagi</strong> er ljóst að fjölmiðlar höfðu þegar birt fréttir um þær aðgerðir Seðlabanka Íslands sem mál þetta snýst um, þegar fréttatilkynning um málið var birt á vef bankans og send þeim aðilum sem eru á útsendingarlista frétta, en sú útsending átti sér stað kl. 11:00 þann daginn. Af þeirri ástæðu er ljóst að í tilkynningu bankans um málið fólust engar nýjar upplýsingar sem höfðu ekki þegar verið gerðar opinberar.</p> <p> </p> <p><strong>Þrátt fyrir ofangreint</strong> getur Seðlabanki Íslands komið til móts við [B] hf., og upplýst um það, að á útsendingarlista frétta eru 541 tölvupóstfang, án frekari upplýsinga, sem skiptist þannig að tæplega 78% þeirra eru með .is endingu en rúmlega 22% eru með annars konar endingu.</p> <p> </p> <p align="center"><strong><em>Niðurlag</em></strong></p> <p>Seðlabanka Íslands er ekki kleift að verða við kröfu [B] hf. um afhendingu upplýsinga um RSS-efnisveitu þá sem vefnotendur geta nýtt sér í gegnum vef bankans. Að sama skapi getur bankinn ekki orðið við beiðni nefndarinnar um afhendingu upplýsinganna í trúnaði. Þá telur Seðlabanki Íslands að hafna beri kröfu [B] hf. um að bankanum verði gert að veita félaginu upplýsingar um útsendingarlista frétta, þar eð slíkar upplýsingar eru háðar þagnarskyldu.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 22. ágúst, var kæranda kynnt umsögn Seðlabanka Íslands. Var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar til 7. september. Engar athugasemdir bárust.</p> <p>Varamaður Trausta Fannars Valssonar, Símon Sigvaldason, tók sæti hans í nefndinni við meðferð og úrskurð máls þessa.</p> <p> </p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p>Eins og rakið hefur verið lýtur mál þetta að synjun Seðlabanka Íslands á beiðni kæranda um aðgang að listum yfir þá sem fengu senda frétt Seðlabankans um húsleit í húsakynnum [B] sem fram fór [...], annað hvort í gegnum sérstaka RSS-veitu Seðlabanka Íslands eða með tölvupósti. </p> <p> </p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p>Í athugasemdum Seðlabanka Íslands kemur fram að ómögulegt sé að afhenda upplýsingar um móttakendur vefsendinga RSS-veitu bankans, þar sem þær liggi ekki fyrir hjá bankanum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér eiginleika RSS-efnisveita og fengið nánari skýringar hjá forstöðumanni upplýsingatækniþjónustu Seðlabanka Íslands. Af þeim upplýsingum er ljóst að efni frá RSS-efnisveitu er ekki sent með tölvupósti, áskrifendur þurfa ekki að gefa upp tilteknar upplýsingar og Seðlabanki Íslands safnar ekki persónugreinanlegum upplýsingum í tengslum við RSS-efnisveitu. Með vísan til þess hefur úrskurðarnefndin ekki ástæðu til að draga í efa þá staðhæfingu að ekki sé unnt að afhenda umrædd gögn.</p> <p>Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að kæra synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum, þ.e. fyrirliggjandi gögnum, undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir liggja ekki fyrir hjá Seðlabankanum. Ekki verður á grundvelli upplýsingalaga lagt á bankann að leita þessara upplýsinga hjá mögulegum netþjónustuveitendum í því skyni að taka þær saman til afhendingar til kæranda. Með vísan til þess ber að vísa frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þeim hluta kæru málsins sem snýr að aðgangi að upplýsingum um móttakendur vefsendinga RSS-veitu bankans.</p> <p align="center"><strong>3.</strong></p> <p>Kærandi hefur óskað eftir útsendingarlista frétta hjá Seðlabanka Íslands. Af því tilefni hefur bankinn afhent nefndinni lista yfir 541 tölvupóstföng sem fellur að mati bankans undir beiðni kæranda.</p> <p> </p> <p>Með 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er almenningi tryggður aðgangur að gögnum sem varða tiltekið mál sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum, sbr. og 1. mgr. 10. gr. laganna. Af áskilnaði um að beiðni um aðgang varði tiltekið mál verður meðal annars dregin sú ályktun að lögin feli ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að gögnum í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Af sama áskilnaði leiðir að lögin veita heldur ekki rétt til að krefjast aðgangs að upplýsingum sem einvörðungu er að finna í skrám eða gagnagrunnum stjórnvalda, en ekki í fyrirliggjandi gögnum í tilgreindum málum.</p> <p> </p> <p>Ósk kæranda lýtur að því að fá aðgang að upplýsingum sem safnað hefur verið af hálfu kærða með kerfisbundnum hætti, einvörðungu til útsendingar frétta en ekki til afgreiðslu eða meðferðar tiltekinna mála. Ekki verður séð að beiðni kæranda lúti að fyrirliggjandi gögnum sem unnin hafa verið upp úr þeirri skrá sem um ræðir og orðið hafa hluti sérstaks, tilgreinds máls. Telur úrskurðarnefndin því að beiðni kæranda feli í sér beiðni um aðgang að skrá en ekki að gögnum tilgreinds máls sem er eða hefur verið til vinnslu hjá kærða.</p> <p> </p> <p><span>Eins og að framan segir er heimilt samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum, þ.e. gögnum tiltekins máls, eða synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Þar sem beiðni kæranda lýtur að upplýsingum úr skrá fullnægir hún ekki þessu skilyrði. Synjun um aðgang að skrá verður ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Sérstök kæruheimild til nefndarinnar samkvæmt ákvæðum annarra laga er heldur ekki fyrir hendi í máli þessu. Kæru máls þessa að því er varðar synjun Seðlabanka Íslands á að afhenda kæranda afrit af útsendingarlista frétta verður því að vísa frá úrskurðarnefndinni.</span> <strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Kæru [B], dags. 12. júlí 2012, á hendur Seðlabanka Íslands er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Friðgeir Björnsson</p> <p>varaformaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Símon Sigvaldason</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
A-445/2012. Úrskurður frá 4. október 2012. | Staðfest synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að skjali þar sem fram komu upplýsingar um heildargreiðslu til starfsmanns ráðuneytisins vegna tjóns sem hann og eiginkona hans urðu fyrir þegar búslóð þeirra var flutt til Bandaríkjanna vegna starfa hans fyrir ráðuneytið. Upplýsingarnar taldar varða einkahagsmuni og fjárhagsmálefni sem sanngjarnt væri að leynt færi sbr. 5. gr. upplýsingalaga. | <p> </p> <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p>Hinn 4. október 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-445/2012.</p> <p> </p> <p align="center"><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p align="justify">Með kæru, dags. 29. júní 2012, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun utanríkisráðuneytisins frá 25. júní á beiðni um upplýsingar um heildargreiðslu til starfsmanns ráðuneytisins, [B], vegna tjóns sem hann og eiginkona hans urðu fyrir þegar búslóð þeirra var flutt til Bandaríkjanna vegna starfa [B] fyrir ráðuneytið.</p> <p> </p> <p align="center"><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p align="justify">Kæran var send utanríkisráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 3. júlí 2012. Athugasemdir ráðuneytisins bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 12. júlí. Með bréfinu fylgdi afrit skjals sem ber yfirskriftina „Tjónskvittun og fullnaðaruppgjör“, dags. 14. nóvember 2011. Af bréfi ráðuneytisins má ráða að þetta skjal lúti að beiðni kæranda. Synjun ráðuneytisins byggist á því að þar komi fram upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Kæranda var kynnt umsögn ráðuneytisins og bárust nefndinni athugasemdir hans við hana með bréfi, dags. 19. júlí 2012.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Varamaður Trausta Fannars Valssonar, Símon Sigvaldason, tók sæti hans í nefndinni við meðferð og úrskurð máls þessa.</p> <p><strong> </strong></p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p align="justify">Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 20. apríl 2012, í máli A-416/2012 tók úrskurðarnefndin afstöðu til synjunar utanríkisráðuneytisins á að afhenda kæranda skrá yfir þá muni sem [B] og eiginkona hans fengu bætta, eftir að þeir eyðilögðust við flutninga til Bandaríkjanna árið 2011. Í úrskurðinum var ákvörðun ráðuneytisins staðfest. Í forsendum úrskurðarins kemur fram að nefndin líti svo á að upplýsingar í yfirliti yfir einstaka muni sem tjón varð á og það samkomulag sem síðar var gert um bætur vegna tjónsins, varði bæði einkahagsmuni og fjárhagsmálefni starfsmannsins og eiginkonu hans og friðhelgi heimilis þeirra. Í úrskurðarorði var hins vegar aðeins tekin bein afstaða til aðgangs að lista yfir þá muni í búslóð starfsmannsins sem bættir voru, enda laut kæra þess máls einvörðungu að þeim upplýsingum.</p> <p> </p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr., sbr. einnig 1. mgr. 10. gr. sömu laga. Stjórnvöldum er hins vegar, á grundvelli upplýsingalaga, ekki skylt að taka saman upplýsingar eða útbúa ný skjöl, að öðru leyti en því sem mælt er fyrir um í 7. gr. laganna.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Beiðni kæranda lýtur að upplýsingum um heildarkostnað vegna bóta á búslóð [B] og eiginkonu hans. Kærandi á ekki, á grundvelli upplýsingalaga, rétt á slíkum upplýsingum, nema að því leyti sem þær koma fram í fyrirliggjandi gagni hjá utanríkisráðuneytinu og varða tiltekið mál. Með vísan til þessa hefur utanríkisráðuneytið réttilega afmarkað beiðni kæranda um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga við það skjal þar sem samkomulag um fullnaðaruppgjör vegna tjónsins kemur fram. Jafnframt er kæru vegna synjunar á aðgangi að þeim upplýsingum sem þar er að finna réttilega beint til úrskurðarnefndarinnar. Hvort kærandi getur á hinn bóginn átt rétt á að fá þessar upplýsingar, án þess að fá aðgang að skjalinu sjálfu, eða hvort ráðuneytið getur afhent slíkar upplýsingar, er ekki á valdsviði úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til.</p> <p> </p> <p align="center"><strong>3.</strong></p> <p align="justify">Í fyrri málslið 5. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um það hvenær rétt sé að halda upplýsingum leyndum vegna einkahagsmuna einstaklinga. Ýmsar af þeim upplýsingum sem varða einkahagi einstaklinga eru þess eðlis að almennt ber að telja sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt í skilningi 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Á það til dæmis við um þær upplýsingar sem skilgreindar eru sem viðkvæmar persónuupplýsingar í 8. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í ákveðnum tilvikum veltur það hins vegar á heildarmati á þeim upplýsingum sem um ræðir en í slíkum tilvikum verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi einstaklings eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið ítarlega yfir það skjal sem utanríkisráðuneytið hefur synjað kæranda um aðgang að. Telur nefndin að upplýsingar sem fram koma í umræddu tjónsuppgjöri varði bæði einkahagsmuni og fjárhagsmálefni starfsmanns utanríkisráðuneytisins og eiginkonu hans og að sanngjarnt sé að þessar upplýsingar fari leynt, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Þar sem þessar upplýsingar eru meginefni skjalsins kemur ekki til álita að leggja fyrir ráðuneytið að afhenda hluta skjalsins með vísan til 7. gr. upplýsingalaga. </p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Samkvæmt því er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að staðfesta beri synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. <strong> </strong></p> <p align="center"><strong> </strong><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p align="justify">Staðfest er ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 25. júní 2012, að synja kæranda, [A], um aðgang að skjalinu „Tjónskvittun og fullnaðaruppgjör“, dags. 14. nóvember 2011.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">varaformaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Símon Sigvaldason</p> |
A-446/2012. Úrskurður frá 4. október 2012. | Kæru sem beint var að Embætti landlæknis og velferðarráðuneytinu vísað frá úrskurðarnefndinni. Embætti landlæknis hafði aldrei borist beiðni um aðgang að því bréfi sem kæra málsins varðaði. Þá hafði velferðarráðuneytið afhent kæranda umbeðið gagn eftir að kæra barst úrskurðarnefndinni. Synjun stjórnvalds á aðgangi að gögnum var því ekki fyrir hendi. | <p> </p> <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p align="justify">Hinn 4. október 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-446/2012.</p> <p> </p> <p align="center"><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p align="justify">Með kæru, dags. 2. júlí 2012, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál drátt á svörum landlæknis og velferðarráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að afriti af bréfi landlæknis til [B] læknis, þar sem staðfest hafi verið að mál kæranda væri enn til skoðunar. </p> <p> </p> <p align="center"><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p align="justify">Kæran var send landlækni og velferðarráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. júlí 2012. Var athygli vakin á því að skv. 11. gr. upplýsingalaga beri stjórnvaldi að taka svo fljótt sem verða megi ákvörðun um það hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Kærði, landlæknisembættið, svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 9. júlí, en í bréfinu segir orðrétt:</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> „[...]. Þar segir að [A] hafi kært afgreiðslu velferðarráðuneytisins og landlæknis á beiðni hans um aðgang að bréfi landlæknis til [B], læknis, þar sem staðfest sé að tiltekið mál sé enn til skoðunar. Í kærunni sé byggt á því að erindinu hafi ekki verið svarað.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Í málaskrá Embættis landlæknis er ekki skráð beiðni frá [A] um afhendingu afrits bréfs embættisins til [B]. Ekki verður því séð að neitt slíkt erindi sé óafgreitt hjá landlækni.“</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með bréfi, dags. 9. júlí, barst úrskurðarnefndinni afrit bréfs velferðarráðuneytisins til kæranda, en í bréfinu segir orðrétt:</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">„Vísað er til bréfs úrskurðarnefndar um upplýsingamál til velferðarráðuneytisins dags. 4. júlí sl. Í bréfinu er velferðarráðuneytinu kunngert um kæru þína til nefndarinnar vegna tafa við að veita þér aðgang að ákveðnum upplýsingum þ.e. bréfi því sem vísað er til í efnislínu. Hjálagt er afrit af umbeðnum upplýsingum. Velferðarráðuneytið biðst velvirðingar á þeirri töf sem orðið hefur á að veita þér áðurnefndan aðgang.“</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með bréfi, dags. 16. júlí, var kæranda kynnt svar velferðarráðuneytisins. Í bréfinu kom fram að teldi kærandi afgreiðslu ráðuneytisins fullnægjandi miðað við beiðni hans væri þess óskað að nefndin yrði upplýst um það eigi síðar en 23. júlí. Þá var kæranda veittur sami frestur til að koma á framfæri öðrum athugasemdum vegna kærunnar eða afgreiðslunnar. Erindið var ítrekað með bréfi 30. júlí. Engar athugasemdir hafa borist frá kæranda.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Varamaður Trausta Fannars Valssonar, Símon Sigvaldason, tók sæti hans í nefndinni við meðferð og úrskurð máls þessa.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun stjórnvalds á að veita aðgang að gögnum eða afrit þeirra samkvæmt lögunum. Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Samkvæmt því sem fram er komið í málinu hefur embætti landlæknis aldrei borist beiðni um aðgang að því bréfi sem kæra máls þessa varðar. Þá liggur fyrir að velferðarráðuneytið hefur afhent kæranda þau gögn sem fyrir liggja í skjalasafni þess og falla undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Þar af leiðir að í þessu máli er synjun stjórnvalds á aðgangi að gögnum ekki til að dreifa og ber því að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>  </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p align="justify">Kæru [A], dags. 2. júlí 2012, á hendur Embætti landlæknis og  velferðarráðuneytinu er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">varaformaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                </span> <span>                       </span> Símon Sigvaldason</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
A-443/2012. Úrskurður frá 29. ágúst 2012 | Kærð var sú ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja um aðgang að skýrslum 18 stjórnenda og starfsmanna Glitnis fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Aðgangur heimilaður að skýrslu eins aðila, en synjað vegna annarra. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Þagnarskylda. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 29. ágúst 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-443/2012.<br />  </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p><br /> Með bréfi, dags. 14. apríl 2011, kærði [A] hrl., fyrir hönd [T] hf., ákvarðanir Þjóðskjalasafns Íslands frá 16. og 28. mars 2011 um að synja beiðni umbjóðanda hans frá 9. mars 2011 um aðgang að gögnum.<br />  <br /> Beiðni [T] hf. laut „að öllum þeim skjölum og öðrum gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum um Glitni við gerð skýrslu nefndarinnar, sem skilað var þann 12. apríl 2010, þar með talið skýrslum sem nefndin tók af stjórnendum og starfsmönnum Glitnis og eftir atvikum öðrum aðilum, tölvupóstsamskiptum og öðrum skriflegum samskiptum framangreindra aðila innbyrðis og við aðra aðila, fundargerðum stjórnar Glitnis og nefnda bankans, lánasamningum, minnisblöðum, álitsgerðum, endurskoðunarskýrslum o.fl.“<br />  <br /> Í beiðni lögmannsins er vísað til þess að Glitnir hafi keypt svokallaða stjórnendatryggingu fyrir stjórnendur bankans hjá tryggingafélaginu vorið 2008 og telji sig nú eiga kröfu á félagið. Telur lögmaðurinn ljóst að þau gögn sem rannsóknarnefnd Alþingis lagði til grundvallar skýrslu sinni geti varpað frekara ljósi á rekstur bankans á tilteknu tímabili. Umbjóðandi hans hafi hagsmuni af því að fá aðgang að gögnunum. Þau hafi að geyma upplýsingar um rekstur bankans og vitneskju og háttsemi stjórnenda hans og starfsmanna fyrir töku tryggingarinnar sem kunni að hafa þýðingu fyrir dómsmál sem höfðað hafi verið til þess að fá trygginguna greidda.<br />  <br /> Til stuðnings beiðni [T] hf. um aðgang að gögnunum vísar félagið til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. og 9. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands. Telur félagið ljóst að undantekningar frá upplýsingarétti sem fram koma í 4.-6. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um gögnin. Er í því sambandi bæði vísað til þess að Glitnir sé í slitameðferð og að upplýsingar sem birtar séu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis séu þess eðlis og af þeirri stærðargráðu að engin leynd eða trúnaður verði talinn hvíla yfir þeim eða rekstri Glitnis á umræddum tíma, hafi slík leynd eða trúnaður yfirleitt verið fyrir hendi á einhverjum tíma.<br />  <br /> Eins og áður segir afgreiddi Þjóðskjalasafn Íslands beiðni [T] hf. með bréfum, dags. 16. og 28. mars 2011.<br />  <br /> Í fyrrnefnda bréfinu segir m.a. orðrétt: „Beiðni yðar er víðtæk og um sumt opin og tekur nokkurn tíma að staðreyna hvort umbeðin gögn séu til staðar í safninu og hvort heimilt sé og unnt að verða við beiðni yðar um aðgang. Þó er hægt að svara nú beiðni yðar um aðgang að skýrslum sem nefndin tók af stjórnendum og starfsmönnum Glitnis og eftir atvikum öðrum aðilum.<br />  <br /> Í lögum nr. 142/2008, sbr. 146/2009, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða er fjallað um afhendingu gagna, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, og gagnagrunna, sem orðið hafa til í störfum hennar til Þjóðskjalasafns, sbr. 5. mgr. 17. gr. og 18. gr. laganna. Í 5. mgr. 17. gr. er tekið fram að gögn sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, skulu færð á Þjóðskjalasafn Íslands að rannsókn nefndarinnar lokinni. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 takmarka almenn ákvæði laga um þagnarskyldu ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögunum. Þá er kveðið á um það í 5. gr. upplýsingalaga að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br />  <br /> Í lögum nr. 142/2008 voru rannsóknarnefnd Alþingis fengnar víðtækar heimildir til upplýsingaöflunar í þágu rannsóknar sinnar. Í 6. gr. laganna er þannig kveðið á um skyldu til að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að láta í té upplýsingar og skyldu einstaklinga til að mæta fyrir nefndina til að veita upplýsingar óháð því hvort þær séu háðar þagnarskyldu. Í 8. gr. laganna er kveðið á um skyldu til að koma fyrir nefndina til skýrslutöku krefjist hún þess. Samkvæmt því hafði nefndin heimild til að fá aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum auk þess sem einstaklingum var skylt að gefa skýrslu fyrir nefndinni. Í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að framangreindum lögum er tekið fram að þagnarskylda víki undantekningarlaust fyrir skyldunni til að láta nefndinni í té upplýsingar en slíkt helgist af eðli rannsóknarinnar þar sem gera megi ráð fyrir að erfitt verði að ná markmiðum frumvarpsins nema með því að nefndin fái aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum. Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á umfjöllun í nefndaráliti allsherjarnefndar um það hvort rannsóknarheimildir nefndarinnar gangi nærri þeirri réttarvernd sem leiði af 71. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um friðhelgi einkalífs.<br />  <br /> Beiðni yðar beinist m.a. að aðgangi að gögnum og skýrslum ótilgreindra einstaklinga, þ.e. stjórnenda og starfsmanna Glitnis og eftir atvikum öðrum aðilum, sem þeir gáfu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis samkvæmt þeirri skyldu sem mælt er fyrir um í 8. gr. laga nr. 142/2008 í þágu rannsóknar nefndarinnar. Ekki er sérstaklega tilgreint hvaða skýrslur um er að ræða en gera verður kröfu um slíkt, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Þjóðskjalasafn telur rétt í þessu sambandi að benda á að sumir þeirra einstaklinga sem þér vísið til og gáfu skýrslu fyrir nefndinni eru bundnir sérstakri þagnarskyldu að lögum sbr. 58. gr. nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sem felur í sér að Þjóðskjalasafni er óheimilt að veita aðgang að þeim skýrslum, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá er Þjóðskjalasafni almennt allt að einu óheimilt með vísan til 5. gr. upplýsingalaga að veita aðgang að umræddum skýrslum en ekki kæmi til álita að veita aðgang að hluta þeirra á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga. Það skal tekið fram að Þjóðskjalasafn lítur svo á að safninu sé óheimilt að veita aðgang að skýrslum einstaklinga sem þeir gáfu fyrir rannsóknarnefndinni án úrskurðar dómstóls um skyldu til að afhenda þær. Með vísan til framangreinds er beiðni yðar varðandi aðgang að skýrslum einstaklinga fyrir nefndinni því hafnað.<br />  <br /> Með vísan til alls framangreinds er beiðni yðar um aðgang að skýrslum aðila sem þér tilgreinið fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hafnað.“<br />  <br /> Í svarbréfi þjóðskjalasafnsins er að lokum vísað til heimildar til þess að kæra ákvörðun safnsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál jafnframt því sem tekið er fram að stefnt sé að því að taka afstöðu til beiðni [T] hf. að öðru leyti fyrir lok næstu viku.<br />  <br /> Í seinna bréfi Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 28. mars 2011, er vísað til fyrri afgreiðslu safnsins á beiðni um aðgang að skýrslum einstaklinga fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Síðan segir m.a. orðrétt:<br />  <br /> „Í lögum nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða er fjallað um afhendingu gagna, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, og gagnagrunna, sem orðið hafa til í störfum hennar til Þjóðskjalasafns, sbr. 5. mgr. 17. gr. og 18. gr. laganna. Í 5. mgr. 17. gr. er tekið fram að gögn, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, skulu færð á Þjóðskjalasafn Íslands að rannsókn nefndarinnar lokinni. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.<br />  <br /> Eins og fram kemur í beiðni yðar er Glitnir banki hf. nú í slitameðferð. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um þinglýsingu, aðfaragerðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann, nauðungarsölu, greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti, né heldur um rannsókn sakamáls eða saksókn. Með vísan til þess að Glitnir banki hf. sætir opinberum skiptum verður að telja að upplýsingalög gildi ekki um aðgang að gögnum sem varða Glitni banka hf. í skjalasafni rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt því er Þjóðskjalasafni ekki heimilt að afhenda gögn sem varða Glitni banka hf. og eru í skjalasafni rannsóknarnefndarinnar.<br />  <br /> Með vísan til alls framangreinds er beiðni yðar um aðgang að gögnum í skjalasafni rannsóknarnefndar Alþingis sem varða Glitni banka hf. hafnað.“<br />  <br /> Í bréfinu er að lokum vísað til kæruheimildar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br />  <br /> Eins og áður segir kærði lögmaður [T] hf. synjun Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 14. apríl 2011.<br />  <br /> Í kærunni er aðdraganda málsins lýst. Í kafla er lýtur að grundvelli beiðnar [T] hf. segir að beiðnin byggi á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. og 9. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands, og 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Þá er ákvæði 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga jafnframt rakið.<br />  <br /> Í kærunni eru áréttuð þau sjónarmið sem fram komu í upphaflegri beiðni félagsins, dags. 9. mars 2011, og rakin eru hér að framan, um að undantekningar 4.-6. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um umbeðin gögn og ef leynd eða trúnaður yfirleitt hafi hvílt yfir þessum atriðum á einhverjum tíma, þá hafi sú leynd og sá trúnaður bersýnilega fallið brott við útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í kærunni er jafnframt áréttað að tryggingafélagið hafi ríka ástæðu, og auk þess lögvarða hagsmuni í skjóli þess dómsmáls sem höfðað hafi verið á hendur því, til að kynna sér frumgögnin að baki skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.<br />  <br /> Um synjun Þjóðskjalasafns Íslands frá 16. mars 2011 er fjallað í sérstökum undirkafla í kærunni. Hvað varðar þau ummæli í bréfi safnsins að ekki hafi verið sérstaklega tilgreint hvaða skýrslur sé um að ræða og að gera verði kröfu um slíkt, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga segir orðrétt í kærunni:<br />  <br /> „Umbjóðandi minn telur framangreindan rökstuðning Þjóðskjalasafns Íslands rangan og í andstöðu við meginreglur og tilgang upplýsingalaga. Þá er rökstuðningur Þjóðskjalasafns í hreinni andstöðu við ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga [...].<br />  <br /> Umbjóðandi minn fær ekki skilið hvers vegna Þjóðskjalasafn kýs hvorki að nefna né taka tillit til framangreinds ákvæðis. Af ákvæðinu leiðir að umbjóðandi minn á skýlausan rétt á aðgangi að öllum gögnum um málið, án þess að umbjóðandi minn þurfi að tilgreina sérstaklega þau gögn sem hann hyggst kynna sér.<br />  <br /> Umbjóðandi minn telur auk þess að krafa um tilgreiningu á þeim gögnum, sem hann hyggst kynna sér, gengi þvert gegn meginreglu upplýsingalaga um aðgang að gögnum, þar sem umbjóðandi minn hefur ekki nægilegar upplýsingar undir höndum til að geta tilgreint gögnin. Umbjóðandi minni hefur, svo dæmi sé tekið, ekki upplýsingar um nöfn allra þeirra aðila sem gáfu skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis í tengslum við rannsókn nefndarinnar á starfsemi Glitnis, ekki upplýsingar um dagsetningar skýrslugjafar o.s.frv. Það færi þvert gegn anda upplýsingalaga að meina umbjóðanda mínum um aðgang að gögnunum eingöngu vegna þess að hann getur ekki tilgreint nákvæmlega hvert einasta skjal sem hann hyggst kynna sér og rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum – en þau gögn skiptu hugsanlega þúsundum.<br />  <br /> Það er tilgangur upplýsingalaga að tryggja að almenningur geti kynnt sér öll gögn um tiltekið mál, og einmitt kynnt sér hvaða gögn liggja fyrir um málið. Ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna er ætlað að stuðla að því. Lögin næðu hins vegar ekki þeim tilgangi sínum ef gerð væri krafa um að tilgreind væru öll þau gögn sem viðkomandi aðili hygðist kynna sér. Framangreind lögskýring Þjóðskjalasafns Íslands hlýtur því að teljast röng.“<br />  <br /> Um tilvísun Þjóðskjalasafns Íslands til þagnarskylduákvæðis 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir í kærunni:<br />  <br /> „Umbjóðandi minn telur framangreinda lögskýringu Þjóðskjalasafns bersýnilega ranga. Í 2. málsl. 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið skýrt fram að „Almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum þessum“. Með því er tekinn af allur vafi um að almenn ákvæði um þagnarskyldu, líkt og þau sem fram koma í 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga. Um skýringu á hugtakinu „almenn ákvæði um þagnarskyldu“ vísast í þessu sambandi til athugasemda greinagerðar með frumvarpi til upplýsingalaga, þar sem segir meðal annars:<br />  <br /> „Einkenni þessara almennu ákvæða er að þau sérgreina ekki þær upplýsingar sem þagnarskyldan gildir um heldur tilgreina aðeins „atriði“, „upplýsingar“ eða „það“ sem starfsmaður fær vitneskju um í starfi og leynt skal fara. Slík almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarka sem fyrr segir ekki aðgang að gögnum skv. 1. mgr. 3. gr. og 9. gr. frumvarpsins.“<br />  <br /> Réttur umbjóðanda míns til aðgangs að gögnunum er því óheftur, hvað sem líður hugsanlegri almennri þagnarskyldu starfsmanna fjármálafyrirtækja samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.<br />  <br /> Umbjóðandi minn fær ekki skilið þá röksemdafærslu Þjóðskjalasafns að safninu sé „óheimilt að veita aðgang að þeim skýrslum, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga“, enda rennir 3. mgr. 2. gr. laganna þvert á móti stoðum undir rétt umbjóðanda míns til slíks aðgangs.<br />  <br /> Þá skal bent á, eins og fram kemur í bréfi Þjóðskjalasafns, að í athugasemdum frumvarps sem varð að lögum nr. 142/2008 var tekið fram að þagnarskylda viki undantekningarlaust fyrir skyldunni til að láta rannsóknarnefnd Alþingis í té upplýsingar.“<br />  <br /> Í kærunni er ákvæði 3. mgr. 6. gr. laga nr. 142/2008 því næst tekið orðrétt upp. Svo segir:<br />  <br /> „Hafi þagnarskylda yfirleitt verið fyrir hendi þá er ljóst að henni var vikið til hliðar með framangreindu ákvæði laga nr. 142/2008. Engin þagnarskylda hvíldi á rannsóknarnefnd Alþingis, enda gaf hún út greinargóða og ýtarlega skýrslu um niðurstöður sínar þar sem vísað var jöfnum höndum til gagna sem nefndin aflaði og skýrslna sem nefndin tók af starfsmönnum fjármálafyrirtækja og öðrum. Þá er Þjóðskjalasafn Íslands heldur ekki, eðli máls samkvæmt, bundið þagnar- eða trúnaðarskyldu um gögnin. Verður því ekki séð á hverju afstaða Þjóðskjalasafns byggir að þessu leyti.<br />  <br /> Umbjóðandi minn bendir einnig á að hvergi í afstöðu Þjóðskjalasafnsins kemur fram hvaða upplýsingar eða efni það er í umræddum skýrslum, sem mögulega gæti fallið undir þagnarskyldu, væri slík þagnarskylda fyrir hendi. Með hliðsjón af meginreglu upplýsingalaga um óheftan aðgang að gögnum sem falla undir lögin hlýtur sönnunarbyrðin um að tiltekin gögn falli undir undantekningarákvæði laganna að hvíla á viðkomandi stjórnvaldi. Þjóðskjalasafnið hefur hins vegar ekki reynt að sýna fram á hvaða efni umræddra gagna ætti með réttu að vera undanþegið hinum skýra rétti umbjóðanda míns. Skýtur það óneitanlega skökku við, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðskjalasafnið hafnar alfarið beiðni umbjóðanda míns og undanþiggur skýrslurnar aðgangi í heilu lagi, án þess einu sinni að rökstyðja að hluti gagnanna skuli undanþeginn aðgangi.<br />  <br /> Þá er fullyrðing Þjóðskjalasafns þess efnis að „ekki kæmi til álita að veita aðgang að hluta þeirra á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga“ órökstudd og í hreinu ósamræmi við ákvæði 7. gr. upplýsingalaga, þar sem einmitt er kveðið á um rétt almennings til aðgangs að þeim hlutum skjala, sem undantekningarákvæði 4.-6. gr. eiga ekki við um.<br />  <br /> Þessu næst er í kærunni vikið að tilvísun Þjóðskjalasafns Íslands til 5. gr. upplýsingalaga og þess að safnið líti svo á að því sé óheimilt að veita aðgang að skýrslum einstaklinga fyrir rannsóknarnefndinni án úrskurðar dómstóls um skyldu til að afhenda þær. Um þetta segir í kærunni:<br />  <br /> „Ljóst er að þau gögn, sem umbjóðandi minn hefur krafist aðgangs að, varða ekki einkamálefni eða fjárhagsmálefni einstaklinga, enda lúta gögnin að starfsemi og rekstri hlutafélagins Glitnis banka á tilteknu árabili. Hér er því ekki um gögn að ræða sem varða einkahagsmuni eða friðhelgi einkalífs.<br />  <br /> Umbjóðandi minn telur ljóst að síðari málsliður 5. gr. sem varðar „fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila“ á heldur ekki við í málinu. Glitnir varð opinberlega ógjaldfær um mánaðamótin september / október 2008, en að efni til varð hann það væntanlega mun fyrr. Glitnir er nú í slitameðferð á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 129/2008, lög nr. 44/2009 og lög nr. 132/2010 um breytingu á þeim lögum. Slitameðferð bankans er ekki ósvipuð gjaldþrotameðferð að því leyti að skilanefnd og slitastjórn bankans vinna að því að hámarka eignir bankans og láta kröfuhafa bankans njóta andvirðis þeirra með einhverjum hætti. Verður því ekki séð hvaða fjárhags- eða viðskiptahagsmunir Glitnis gætu mögulega réttlætt að umbjóðanda mínum verði meinaður aðgangur að umræddum gögnum. Umbjóðandi minn telur ljóst að hér hafi Þjóðskjalasafn Íslands gengið gegn meginreglu upplýsingalaga um aðgang að gögnum.<br />  <br /> Umbjóðandi minn áréttar sérstaklega að Þjóðskjalasafn hefur ekki með neinu móti reynt að rökstyðja nákvæmlega hvaða upplýsingar í gögnunum teljist svo viðkvæmar að umbjóðandi minn eigi ekki rétt á aðgangi að þeim, og hvers vegna þær teljast svo viðkvæmar. Telur umbjóðandi minn ljóst að með því hafi Þjóðskjalasafn ekki fylgt þeim sjónarmiðum sem safninu ber að fylgja við skýringu á 5. gr. upplýsingalaga, sbr. ummæli greinargerðar með þeirri grein í frumvarpi til upplýsingalaga [...].“<br />  <br /> Í kærunni er að lokum vísað til þess að þau gögn og upplýsingar sem tryggingafélagið krefjist aðgangs að hafi verið gerð efnislega opinber með birtingu rannsóknarnefndar Alþingis þann 12. apríl 2010. Hafi leynd einhvern tímann hvílt yfir gögnunum sé svo ekki lengur. Sönnunarbyrðin um hið gagnstæða hvíli á Þjóðskjalasafni Íslands, sem ekki hafi staðið undir þeirri sönnunarbyrði.<br />  <br /> Um synjun Þjóðskjalasafns Íslands frá 28. mars 2011 er fjallað í öðrum undirkafla í kærunni. Að því er varðar vísun safnsins til 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og þess að Glitnir sé nú í slitameðferð segir orðrétt í kærunni:<br />  <br /> „Umbjóðandi minn telur framangreinda afstöðu Þjóðskjalasafns bersýnilega ranga og byggða á misskilningi á efni og inntaki 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.<br />  <br /> Framangreint ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga [...] felur í sér að aðgangs verður ekki krafist hjá sýslumanni á grundvelli upplýsingalaga að gögnum sem tengjast þinglýsingu, aðfarargerðum, kyrrsetningu og sambærilegum athöfnum sýslumanns. Með því er tekinn af allur vafi um að upplýsingalög taka ekki til gagna, sem liggja fyrir í slíkum málum hjá sýslumanni.<br />  <br /> Þá felur framangreint ákvæði [...] í sér að aðgangs verður ekki krafist á grundvelli upplýsingalaga að gögnum sem skiptastjóri eða aðstoðarmaður í greiðslustöðvun hafa í vörslum sínum í tengslum við greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti.<br />  <br /> Þetta má ljóst vera af orðalagi 1. mgr. 2. gr. laganna. Í athugasemdum greinargerðar með frumvarpi til upplýsingalaga er auk þess að finna frekari áréttingu [...]“<br />  <br /> Í kærunni er þessu næst vitnað orðrétt til athugasemda með ákvæðinu í greinargerð er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaganna sem og til 1. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga. Svo segir:<br />  <br /> „Umbjóðandi minn telur ljóst af framangreindu að 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga á einungis við um aðgang að gögnum hjá viðkomandi aðilum, þ.e. sýslumönnum, skiptastjórum og sambærilegum sýslunarmönnum, svo vísað sé til orðalags greinargerðar með frumvarpi til upplýsingalaga.<br />  <br /> Ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka hins vegar ekki til aðgangs að gögnum hjá opinberum aðilum, líkt og Þjóðskjalasafns Íslands, sem falla þvert á móti beint undir upplýsingalög samkvæmt skýrum lagafyrirmælum, sbr. 9. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands. Þá falla viðkomandi gögn, sem rannsóknarnefnd Alþingis aflaði vegna rannsóknar sinnar, beint undir upplýsingalög samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.<br />  <br /> Ákvæði 1. mgr. 2. gr. takmarka því ekki rétt umbjóðanda míns til aðgangs að gögnunum. Það myndi enda skjóta skökku við ef aðgangur að gögnum varðandi tiltekinn aðila – Glitni í þessu tilviki – væri takmarkaður eingöngu vegna þess að viðkomandi aðili væri í gjaldþrotaskiptum eða slitameðferð þegar beiðni um aðgang að gögnunum væri lögð fram. Slík lögskýring myndi leiða til afar ankannalegra niðurstaðna og er einfaldlega ótæk.<br />  <br /> Sú skýring sem Þjóðskjalasafn Íslands byggir ákvörðun sína á er röng, hefur ekki lagastoð, og gengur þvert gegn ákvæðum upplýsingalaga og ákvæðum 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2009 og tengdra atburða.“<br />  <br /> Í kæru [T] hf. er að lokum áskilinn réttur til að koma að frekari gögnum og sú krafa gerð að ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands um synjun að aðgangi að umbeðnum gögnum verði felld úr gildi. Til vara er sú krafa gerð að úrskurðarnefndin heimili aðgang að svo stórum hluta þeirra gagna sem nefndin telur rétt á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <h3><br />  <br /> Málsmeðferð</h3> <p><strong>1.</strong><br /> Með bréfi, dags. 26. apríl 2011, var Þjóðskjalasafni Íslands kynnt framkomin kæra og um leið gefinn frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu látin í té gögn málsins.<br />  <br /> Athugasemdir Þjóðskjalasafnsins ásamt gögnum málsins bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 10. maí 2011. Í því er áréttað að samkvæmt lögum nr. 142/2008 sé safnið vörsluaðili gagna rannsóknarnefndar Alþingis sem hún aflaði vegna rannsóknarinnar og gagna sem urðu til í störfum hennar. Vísað er til þess að lögin hafi fengið rannsóknarnefndinni víðtækar heimildir til að sinna rannsókn sinni. Þannig hafi rík skylda hvílt á einstaklingum til að mæta fyrir nefndina og verða við kröfu hennar um að láta í té upplýsingar, óháð því hvort þær væru háðar þagnarskyldu, allt að viðlagðri refsiábyrgð, sbr. 11. gr. laganna. Samkvæmt því hafi einstaklingum borið að veita nefndinni aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum en synjun um slíkt hefi getað varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Í bréfi Þjóðskjalasafnsins segir svo m.a.:<br />  <br /> „Eins og fram hefur komið beinist beiðni kæranda í fyrsta lagi að „skýrslum sem nefndin tók af stjórnendum og starfsmönnum Glitnis og eftir atvikum öðrum aðilum.“ Eins og kemur fram í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 2. gr. 161/2006, skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau gögn<br /> máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Í athugasemdum með 1. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2006 kemur fram að tilgreina verður gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á málinu og gögnum þess. Þrátt fyrir að Þjóðskjalasafn telji sér fært að hafa upp á skýrslum stjórnenda og starfsmanna Glitnis með því að skoða listann yfir skýrslutökur í 9. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis telur safnið sér ekki fært að hafa uppi á skýrslum annarra aðila eftir atvikum án nánari tilgreiningar.<br />  <br /> Fyrir liggur að stjórnendur og þeir starfsmenn Glitnis sem gáfu skýrslur og sem kærandi óskar aðgangs að eru bundnir sérstakri þagnarskyldu að lögum, sbr. 58. gr. lag nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, en slík þagnarskylda helst eftir að látið er [af] störfum. Þá skal áréttað eðli þeirra upplýsinga sem um ræðir auk þess sem rétt þykir að benda á að umræddur banki er um þessar [mundir] í slitameðferð en fyrir liggur að upplýsingalög gilda ekki um gjaldþrotaskipti eða önnur opinber skipti, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Þá gilda lögin ekki heldur um rannsókn sakamáls, sbr. sama ákvæði, en ljóst er að starfsemi hans sætir að einhverju leyti slíkri rannsókn. Að þessu viðbættu er ljóst að í skýrslunum er um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar að ræða, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, en það skal áréttað að ekki kemur til álita að veita aðgang að hluta þeirra á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga. Þá skal tekið fram að Þjóðskjalasafn lítur svo á að safninu sé óheimilt að veita aðgang að skýrslum einstaklinga sem þeir gáfu fyrir rannsóknarnefndinni án úrskurðar dómstóls um skyldu til að afhenda þær og hefur til að mynda synjað saksóknara Alþingis um aðgang að þessum skýrslum á þeim grundvelli.<br />  <br /> Í öðru lagi er óskað eftir aðgangi að „öllum þeim skjölum og öðrum gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum um Glitni við gerð skýrslu nefndarinnar, sem skilað var þann 12. apríl 2010“.  Fyrir liggur að Glitnir banki hf. er nú í slitameðferð. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um mál er varða t.d. gjaldþrotaskipti eða önnur opinber skipti. Í athugasemdum með framangreindri grein í frumvarpi því sem var að upplýsingalögum er tekið fram að í réttarfarslöggjöfinni sé gert ráð fyrir því að ágreiningsefni um þessi málefni verði borin beint undir dómstóla og því eðlilegt að umrædd störf falli utan við gildissvið laganna á sama hátt og starfsemi dómstóla. Að auki skal áréttað að upplýsingalögin gilda heldur ekki um aðgang að gögnum í málum sem snerta rannsókn sakamáls eða saksókn en ljóst er að slíkt getur átt við um starfsemi Glitnis banka hf. Samkvæmt framangreindu er Þjóðskjalasafni ekki heimilt að afhenda kæranda umrædd gögn.<br />  <br /> Með vísan til alls framangreinds, þ.m.t. eðli þeirra upplýsinga sem um er að ræða í skýrslum þeim sem um ræðir, er Þjóðskjalasafni, með gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga  sem og vísan til 5. gr. upplýsingalaga, óheimilt að veita aðgang að umræddum skýrslum en ekki kemur eins og áður segir til álita að veita aðgang að hluta skýrslnanna á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga. Þá er Þjóðskjalasafni með vísan til þess að Glitnir banki hf. sætir nú slitameðferð ekki heimilt að veita aðgang að þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum um bankann, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.<br />  <br /> Með vísan til alls framangreinds eru eingöngu skýrslur stjórnenda og starfsmanna Glitnis banka hf. samkvæmt upptalningu í 9. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis meðfylgjandi bréfi þessu.“<br />  <br /> Með bréfi, 11. maí 2011, kynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda framangreinda umsögn Þjóðskjalasafns Íslands og gaf honum kost á að koma á framfæri athugasemdum í tilefni af henni.<br />  <br /> Athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 18. maí 2011. Um afmörkun safnsins á því hvaða gögnum það taldi sér fært að hafa uppi á segir í athugasemdunum:<br />  <br /> „Umbjóðandi minn getur ekki með nokkru móti fallist á framangreinda röksemdafærslu Þjóðskjalasafns Íslands. Í fyrsta lagi kæmi það umbjóðanda mínum verulega á óvart ef Þjóðskjalasafn Íslands hefði ekki upplýsingar um (eða aðgang að upplýsingum um) hvaða skýrslur voru teknar í tengslum við rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á starfsemi Glitnis banka hf., og eru í vörslum safnsins sjálfs. Óumdeilt er að öll umrædd gögn eru í vörslum Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 [...] Umbjóðandi minn telur hafið yfir vafa að Þjóðskjalasafn Íslands hefur upplýsingar um hvaða skýrslur rannsóknarnefnd Alþingis afhenti safninu. Safninu er enda skylt að flokka, skrá og varðveita gögn, sbr. ákvæði laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands, einkum 3. og 4. gr. laganna. Ef svo ólíklega vill til að safnið hafi ekki enn skráð eða flokkað umrædd gögn, þá ber safninu að gera það og veita  umbjóðanda mínum aðgang að gögnunum að því loknu. Þær kringumstæður myndu hins vegar aldrei, eðli máls samkvæmt, heimila safninu að hafna beiðni umbjóðanda míns, svo sem safnið hefur gert.<br />  <br /> Þá telur umbjóðandi minn að með afstöðu sinni gangi Þjóðskjalasafn Íslands þvert gegn meginreglu 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um aðgang að öllum gögnum. Umbjóðanda mínum þykir ótækur sá rökstuðningur Þjóðskjalasafns Íslands, að safnið geti ekki veitt umbjóðanda mínum aðgang að skýrslum sem safnið hefur undir höndum vegna þess að safnið geti ekki fundið aðrar skýrslur en þær sem taldar eru í 9. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.<br />  <br /> Ef það er í raun svo að Þjóðskjalasafn Íslands, þ.e. sjálfur lögskipaður vörsluaðili gagnanna, telur „sér ekki fært að hafa uppi á skýrslum annarra aðila eftir atvikum án nánari tilgreiningar“, þá verður eðli máls samkvæmt ekki heldur gerð sú krafa að umbjóðandi minn geti tilgreint hvaða skýrslur þar er um að ræða. Styður þetta því beiðni umbjóðanda míns um að fá aðgang að öllum skýrslum sem teknar voru í tengslum við rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis á rekstri Glitnis banka hf. Eins og umbjóðandi minn hefur áður bent á þá verður ekki gerð sú krafa að umbjóðandi minn tilgreini heiti þeirra skýrslna, enda er það einmitt hluti af upplýsingarétti borgaranna að fá að kynna sér hvaða gögn liggja fyrir um tiltekið mál, án þess að vita það fyrirfram, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.“<br />  <br /> Í athugasemdunum er vísað til nánari umfjöllunar um þetta atriði í kæru félagsins, dags. 14. apríl 2011, en efni hennar er rakið hér að framan. Í athugasemdunum segir svo að hvað sem öðru líði eigi tryggingafélagið skýlausan rétt á aðgangi að þeim skýrslum sem getið sé á listanum er fylgdi bréfi Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br />  <br /> Að því er varðar vísun í umsögn Þjóðskjalasafns Íslands til þess að Glitnir banki hf. sé í slitameðferð og að upplýsingalög gildi ekki um rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er í athugasemdunum vísað til umfjöllunar þar að lútandi í kæru [T] hf. Svo segir orðrétt:<br />  <br /> „Ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga takmarka ekki aðgang að gögnum bara vegna þess að sá aðili, sem gögnin kunna að varða, er í gjaldþrotaskiptum þegar aðgangs að gögnunum er óskað. Slík takmörkun á aðgangi væri algjörlega þarflaus, enda er enginn sjáanlegur tilgangur fólginn í því að takmarka aðgang að gögnum hjá stjórnvaldi um tiltekinn aðila eingöngu vegna þess að verið er að skipta eigum þess aðila í gjaldþrotaskiptum á þeim tíma.<br />  <br /> Ákvæðum 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er ætlað að verja sýslumenn, skiptastjóra og rannsakendur gegn beiðnum um aðgang að gögnum, sem þeir aðilar hafa  undir höndum. Ákvæðum 1. mgr. 2. gr. laganna er hins vegar ekki ætlað að takmarka aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum, eingöngu vegna þess að sá aðili sem gögnin varða er undir skiptum.“ Er í þessu sambandi áréttuð ummæli í athugasemdum greinargerðar með frumvarpi til upplýsingalaga sem vísað var til í kæru félagsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br />  <br /> Í athugasemdum [T] hf. við umsögn kærða er að lokum vísað til þeirrar afstöðu þess síðarnefnda að ekki komi til álita að veita aðgang að hluta skýrslna á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga. Um þetta segir m.a. svo:<br />  <br /> „Umbjóðandi minn fær ekki skilið þessa fullyrðingu, enda færir Þjóðskjalasafn Íslands engin rök fram fyrir því hvers vegna safninu eigi að vera heimilt að ganga gegn ótvíræðu ákvæði 7. gr. upplýsingalaga.“<br />  <br /> <strong>2.<br /> </strong>Í ljósi umfangs málsins ákvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál að taka hluta þess til úrskurðar. Með úrskurði nefndarinnar, dags.  29. desember 2011 (mál nr. A-398/2011), var synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni um aðgang að skýrslu [D], sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis [...], staðfest. Þá var beiðni [T] hf. um aðgang að gögnum hjá Þjóðskjalasafni Íslands, sbr. bréf félagsins dags. 9. mars 2011, vísað frá nefndinni að því marki sem sú beiðni laut að öðrum gögnum en skýrslum þeirra 18 nafngreindu einstaklinga er gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis og nánar verður vikið að síðar í úrskurði þessum.<br />  <br /> Með bréfum, dags. 23. mars 2012, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu þeirra einstaklinga sem gefið höfðu skýrslur fyrir rannsóknarnefndinni og eftir stóðu eftir úrskurðinn frá 29. desember 2011. Svör bárust frá öllum nema einum. [C] gerði ekki athugasemdir við að aðgangur yrði veittur að sinni skýrslu. Allir aðrir sem skiluðu athugasemdum til nefndarinnar lögðust hins vegar gegn því. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki tilefni til að kynna [T] hf. þau svör, enda liggur fyrir afstaða félagsins til þeirra sjónarmiða sem þar koma fram.</p> <h3><br />  <br />  <br /> Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Mál þetta lýtur að synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni [T] hf. um aðgang að gögnum er tengjast Glitni banka hf. og rannsóknarnefnd Alþingis aflaði á grundvelli laga nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.<br />  <br /> Eins og rakið er hér að framan laut upphafleg beiðni [T] hf. um aðgang „að öllum þeim skjölum og öðrum gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum um Glitni við gerð skýrslu nefndarinnar, sem skilað var þann 12. apríl 2010, þar með talið skýrslum sem nefndin tók af stjórnendum og starfsmönnum Glitnis og eftir atvikum öðrum aðilum, tölvupóstsamskiptum og öðrum skriflegum samskiptum framangreindra aðila innbyrðis og við aðra aðila, fundargerðum stjórnar Glitnis og nefnda bankans, lánasamningum, minnisblöðum, álitsgerðum, endurskoðunarskýrslum o.fl.“<br />  <br /> Þjóðskjalasafn Íslands afgreiddi beiðnina með tveimur svarbréfum, dags. 16. og 28. mars 2011. Af þeim afgreiðslum verður ráðið að kærði hafi litið svo á að beiðni tryggingafélagsins um aðgang að gögnum væri ekki nægilega afmörkuð þar sem ekki væri tilgreint með nægjanlegum hætti að hvaða gögnum beiðnin lyti. Af þessum sökum tók kærði aðeins beina afstöðu til skýrslna 18 nafngreindra einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis og vísað var til í skýrslu þeirrar nefndar. Hvað sem þessu leið tók safnið beiðnina til efnislegrar meðferðar að öðru leyti og synjaði um aðgang á grundvelli þeirra röksemda sem raktar eru hér að framan.<br />  <br /> Hinn 29. desember 2011 afgreiddi úrskurðarnefnd um upplýsingamál hluta þessa máls með úrskurði í máli nr. A-398/2011. Með þeim úrskurði var beiðni [T] hf. um aðgang að gögnum hjá Þjóðskjalasafni Íslands vísað frá nefndinni að því marki sem sú beiðni laut að öðrum gögnum en skýrslum 18 nafngreindra einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis og vísað var til í úrskurðinum.<br />  <br /> Í úrskurðinum var jafnframt tekin afstaða til synjunar Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni [T] hf. um aðgang að skýrslu [D], sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis [...]. Úrskurði um aðgang að hinum skýrslunum 17 var frestað að svo stöddu.<br />  <br /> Þessi úrskurður lýtur því að synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni [T] hf. um aðgang að skýrslum þeirra 17 einstaklinga sem eftir standa. Rétt er að taka fram að skýrsla af einum umræddra 17 einstaklinga, [L], var tekin af honum og öðrum tilgreindum einstaklingi. Af því leiðir að óhjákvæmilegt er annað í úrskurði þessum en að fjalla um aðgang að skýrslum eftirfarandi 18 einstaklinga en nöfnum þeirra fylgja starfsheiti eins og þau voru 1. október 2008:<br />  <br /> 1.  [E]<br /> 2.  [F]<br /> 3. og 4.  [G] og [H]<br /> 5. [I]<br /> 6. [J]<br /> 7. [K]<br /> 8. og 9. [L] og [M]<br /> 10. [C]<br /> 11. [N]<br /> 12. [O]<br /> 13. [Ó]<br /> 14. [P]<br /> 15. [Q]<br /> 16. [R]<br /> 17. [S]<br /> 18. [U]<br />  <br /> <strong>2.<br /> </strong>Um störf rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað í lögum nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Í 5. mgr. 17. gr. þeirra laga segir orðrétt:<br />  <br /> „Að rannsókn nefndarinnar lokinni skulu gögn, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, færð á Þjóðskjalasafn Íslands. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.“<br />  <br /> Tilvitnuðu ákvæði var bætt við frumvarp til laganna við þinglega meðferð þess að tilstuðlan allsherjarnefndar. Í áliti nefndarinnar sagði m.a.:<br />  <br /> „Þá komu einnig fram ábendingar fyrir nefndinni um að í frumvarpinu sé ekki fjallað um hvernig háttað skuli varðveislu þeirra gagna sem aflað er vegna rannsóknarinnar og aðgangi almennings að þeim. Nefndin leggur því til að skýrt verði kveðið á um hvernig fari um þessi atriði og leggur til að við 17. gr. frumvarpsins verði bætt ákvæði sem fjalli sérstaklega um það að gögn skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands að störfum nefndarinnar loknum, sem og að um aðgang að þeim þar fari eftir ákvæðum upplýsingalaga.<br />  <br /> Í framangreindu mundi m.a. felast að við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að umræddum gögnum yrði að meta hvort rétt væri að takmarka aðgang með vísan til 5. gr. upplýsingalaga um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Um aðgang að gögnum um slík málefni færi einnig eftir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þess efnis að takmarkanir á aðgangi að gögnum falli niður 80 árum eftir að þau urðu til. Við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að gögnum bæri og að virða ákvæði laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þar á meðal ákvæði 7. gr. um sanngirni og meðalhóf.“ (Alþt. 2008-2009, A-deild, bls. 1567-1568.)<br />  <br /> Með lagaskilaákvæði 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 hefur löggjafinn með skýrum hætti kveðið á um að þau gögn sem rannsóknarnefndin aflaði vegna rannsóknar sinnar skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands og að um aðgang að þeim skuli fara eftir ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996.<br />  <br /> <strong>3.<br /> </strong>Kærandi byggir heimild sína til að fá aðgang að skýrslunum á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar segir m.a. að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greini í 4.-6. gr. laganna. Eins og rakið er í fyrri úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 29. desember 2011 virðist sem Þjóðskjalasafnið hafi byggt synjun um aðgang að skýrslunum annars vegar á því að Glitnir banki hf. væri í slitameðferð og að starfsemi bankans snerti hugsanlega rannsókn sakamáls eða saksókn. Af þessum sökum ættu upplýsingalögin ekki við um aðgang að gögnunum, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1996. Hins vegar vísaði safnið til 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá vísaði safnið einnig til 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.<br />  <br /> Í 1. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1996 segir orðrétt:<br />  <br /> „Lög þessi gilda ekki um þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann, nauðungarsölu, greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti, né heldur um rannsókn sakamáls eða saksókn.“<br />  <br /> Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna segir m.a. um ákvæðið: „Í 1. mgr. er mælt svo fyrir eins og í stjórnsýslulögum að lögin gildi ekki um þau störf sýslumanna og sérstakra sýslunarmanna, þar á meðal skiptastjóra, sem töldust til dómstarfa fram til 1. júlí 1992. Í réttarfarslöggjöfinni er ráð fyrir því gert að ágreiningsefni um þessi málefni verði borin beint undir dómstóla og er því eðlilegt að umrædd störf falli utan við gildissvið laganna á sama hátt og starfsemi dómstóla.“ (Alþt. 1995-1996, A-deild, bls. 3014.)<br />  <br /> Eins og sjá má er í tilvitnuðum athugasemdum vísað til sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, sbr. 2. gr. þeirra laga. Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til þeirra laga segir m.a. um það ákvæði:<br />  <br /> „Eins og tekið er fram í innganginum hér að framan er lögunum ætlað að taka jafnt til sýslumanna sem annarra stjórnvalda. Sum af störfum sýslumanna, þ.e. þau störf sem töldust til dómstarfa fyrir réttarfarsbreytingu þá sem gildi tók 1. júlí sl., eru þó þess eðlis að ekki þykir rétt að láta almennar reglur um málsmeðferð í stjórnsýslunni taka til þeirra, auk þess sem ítarleg ákvæði um meðferð þessara mála er að finna í hinni nýju réttarfarslöggjöf. Vegna þess að ráð er fyrir því gert, sbr. athugasemdir hér að framan um 1. gr., að lögmenn og löggiltir endurskoðendur, sem taka að sér trúnaðarstörf á borð við skiptastjórn, geti talist til stjórnvalda í skilningi stjórnsýslulaga, þykir og rétt, með vísun til þeirra röksemda sem að framan greinir, að láta lögin heldur ekki ná til þeirra starfa.“ (Alþt. 1992-1993, A-deild, bls. 3284)<br />  <br /> Líkt og fram kom í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 29. desember 2011 er það niðurstaða nefndarinnar að orðalag 1. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1996, þar sem kveðið er á um að lögin gildi ekki um tilteknar stjórnsýsluathafnir „sýslumanna og sérstakra sýslunarmanna“ verði ekki túlkuð þannig að þau útiloki almennan aðgang að gögnum máls hjá stjórnvöldum sem ekki hafa umræddar stjórnsýsluathafnir með höndum, svo sem Þjóðskjalasafni Íslands. Svo rúm túlkun á sér hvorki stoð í texta ákvæðisins né lögskýringargögnum og verður að teljast í ósamræmi við meginreglu upplýsingalaga um almennan aðgang að upplýsingum, sbr. einkum 3. gr. laganna.<br />  <br /> Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærða, Þjóðskjalasafni Íslands, hafi ekki verið heimilt að synja [T] hf. um aðgang að framangreindum skýrslum á grundvelli 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga með vísan til þess að Glitnir banki hf. væri í slitameðferð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur heldur ekki fallist á að í þessu tiltekna máli hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að gögnunum á grundvelli þess að mál sem eru í vörslum kærða kynnu að tengjast sakamálarannsókn, sbr. áðurrakta 1. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1996, enda liggur ekkert fyrir um það að þau gögn eða tilgreindu mál sem [T] hf. óskar eftir aðgangi að gögnum í hafi verið send frá safninu til réttbærra rannsóknaraðila í tengslum við slíka rannsókn.<br />  <br /> <strong>4.<br /> </strong>Víkur þá að þeim sjónarmiðum er lúta að þagnarskyldu samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.<br />  <br /> Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.<br />  <br /> Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1. mgr. 58. gr. segir:<br />  <br /> „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“<br />  <br /> Í 2. mgr. 58. gr. segir svo:<br />  <br /> „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“<br />  <br /> Samkvæmt síðast tilvitnuðu ákvæði flyst sú þagnarskylda sem kveðið er á um í 1. mgr. 58. gr. yfir á þann sem veitir viðtöku þeim upplýsingum sem undir ákvæðið falla. Samkvæmt þessu er Þjóðskjalasafn Íslands bundið þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar sem rannsóknarnefnd Alþingis færði safninu til varðveislu að því leyti sem þær upplýsingar falla undir 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002.<br />  <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.<br />  <br /> Eins og sjá má af texta 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 þá hvílir þagnarskylda á öllu því sem starfsmennirnir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns „og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess“. Samkvæmt orðalagi sínu veitir þetta ákvæði því ekki vernd gegn því að upplýsingar séu veittar er varða fjármálafyrirtækið sjálft, heldur aðeins viðskiptamenn þess.<br />  <br /> Samkvæmt framangreindu verður að byggja á því að ef þær upplýsingar sem koma fram í þeim gögnum sem óskað hefur verið aðgangs að varða „viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna bankans“ þá geti þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 átt við um þær. Að því leyti sem upplýsingarnar kunna að lúta að starfsmanninum persónulega eða bankanum sjálfum ber hins vegar að taka til skoðunar hvort beita eigi  ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.<br />  <br /> <strong>5.<br /> </strong>Meginregla upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings birtist í 3. gr. upplýsingalaga. Þar kemur fram að stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem leiðir  af ákvæðum 4.-6. gr. laganna.<br />  <br /> Í skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 kemur fram að aðgangur almennings að upplýsingum verði „almennt ekki takmarkaður á grundvelli ákvæða 5.-6. gr. nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingar eru veittar.“<br />  <br /> Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br />  <br /> Ákvæði 5. gr. upplýsingalaga felur í sér tvær mikilvægar undantekningar á upplýsingarétti almennings skv. 3. gr. laganna.<br />  <br /> Í fyrri málslið ákvæðisins er mælt fyrir um það hvenær rétt sé að halda upplýsingum leyndum vegna einkahagsmuna einstaklinga. Ýmsar af þeim upplýsingum sem varða einkahagi einstaklinga eru þess eðlis að almennt ber að telja sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt í skilningi 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Á það til dæmis við um þær upplýsingar sem skilgreindar eru sem viðkvæmar persónuupplýsingar í 8. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í ákveðnum tilvikum veltur það hins vegar á heildarmati á þeim upplýsingum sem um ræðir, gagnvart þeirri meginreglu sem birtist í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga og tilgangi hennar. Í slíkum tilvikum verður að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir viðkomandi einstaklings eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja.<br />  <br /> Í 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að sömu takmarkanir skuli gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Við mat á því hvort ákvæðið eigi við þarf að líta til þess hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Um beitingu ákvæðisins vísast nánar til fyrri úrskurða nefndarinnar, sbr. t.d. úrskurð í máli A-234/2006, en rétt er að árétta að við beitingu ákvæðisins verður jafnframt að meta hvort vegi þyngra, hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999.<br />  <br /> Hvað varðar þýðingu 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að enda þótt fyrirtæki sé í þrotameðferð eða undir stjórn skilanefndar er ekki loku fyrir það skotið að ákvæðið eigi við um upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess, enda sé enn um virka viðskipta- eða fjárhagshagsmuni að ræða. Verður við mat á því að líta til aðstæðna eins og þær eru í hverju tilfelli þegar óskað er aðgangs að upplýsingunum.<br />  <br /> <strong>6.<br /> </strong>Sú beiðni um aðgang að gögnum sem hér er til meðferðar lýtur að aðgangi að gögnum sem til urðu við starfsemi rannsóknarnefndar Alþingis sem starfaði á grundvelli laga nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Við beitingu ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga í því máli sem hér um ræðir er til viðbótar við framangreind atriði nauðsynlegt að horfa jafnframt til ákvæða þeirra laga.<br />  <br /> Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 142/2008 var skylt að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að láta í té upplýsingar, gögn og skýringar sem hún fór fram á. Samkvæmt 3. mgr. 6. gr. sömu laga var skylt að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að veita upplýsingar þótt þær væru háðar þagnarskyldu. Í 1. mgr. 8. gr. var sérstaklega tekið fram að sérhverjum væri skylt að koma fyrir nefndina til skýrslutöku krefðist hún þess. Brot á þeirri skyldu að veita nefndinni upplýsingar gat skv. 11. gr. varðað refsingu.<br />  <br /> Eins og kunnugt er skilaði rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu sem gerð var opinber í samræmi við ákvæði IV. kafla laga nr. 142/2008 þar sem birtar voru upplýsingar sem fram komu við skýrslutökur og nefndin taldi nauðsynlegt að almenningur hefði aðgang að. Í 4. mgr. 4. gr. laganna kemur fram að þagnarskylda nefndarmanna og þeirra er unnu að rannsókninni stóð því ekki í vegi að rannsóknarnefndin gæti birt upplýsingar, sem annars töldust háðar þagnarskyldu, ef nefndin taldi slíkt nauðsynlegt til að rökstyðja niðurstöður sínar. Í  ákvæðinu kom fram að nefndin skyldi því aðeins birta upplýsingar um persónuleg málefni einstaklinga, þ.m.t. fjármál þeirra, að verulegir almannahagsmunir af því að birta upplýsingarnar vægju þyngra en hagsmunir þess einstaklings sem í hlut ætti.<br />  <br /> Framangreind ákvæði laga nr. 142/2008, sem lúta að víðtækum skyldum einstaklinga til að láta rannsóknarnefnd Alþingis í té upplýsingar eru til þess fallin að hafa áhrif á mat á því hvort sanngjarnt sé, gagnvart þeim einstaklingum sem skýrslurnar veittu, að efni þeirra verði opinbert.<br />  <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í þessu sambandi einnig horft til þess að af gögnum málsins er ljóst að þeim einstaklingum sem gáfu skýrslur fyrir rannsóknarnefndinni var mjög gjarnan heitið trúnaði um upplýsingagjöf þeirra. Gögn málsins sýna glöggt að skýrslugjafar voru, a.m.k. í mörgum tilvikum, fullvissaðir um að almenningi yrði ekki veittur aðgangur að skýrslum sem teknar væru af þeim heldur aðeins að rannsóknarskýrslunni sjálfri. Kemur þetta bæði fram í skýrslunum sjálfum, sem teknar voru af umræddum einstaklingum, sem og í athugasemdum þeirra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þótt þetta atriði, eitt og út af fyrir sig, standi ekki í vegi fyrir aðgangi almennings að skýrslunum, sem eins og áður segir ræðst af ákvæðum upplýsingalaga en ekki slíkum almennum yfirlýsingum sem fram hafa komið við skýrslutöku, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að við mat á því hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, geti það haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði og þá einkum þegar ætla má að loforð stjórnvalds um trúnað hafi haft áhrif á upplýsingagjöf og það hvernig þeir einstaklingar sem í hlut áttu völdu að tjá sig um þá þætti er þeir voru spurðir um. Vísast um þetta m.a. til  úrskurðar nefndarinnar frá 10. nóvember 1997 í máli nr. A-28/1997.<br />  <br /> <strong>7.<br /> </strong>Af framangreindu má ljóst vera að ólíkar upplýsingar í einu og sama gagninu, í þessu tilfelli skýrslu sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, geta fallið undir ólík lagaákvæði er tryggja misríkan aðgang almennings, allt eftir því um hvaða upplýsingar er að ræða.<br />  <br /> Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að árétta að hún fellst ekki á þá afstöðu Þjóðskjalasafns Íslands, sem ráðin verður af athugasemdabréfi safnsins dags. 14. janúar 2011, að því sé heimilt að taka ákvörðun um það í eitt skipti fyrir öll að synja um aðgang að öllum skýrslum sem einstaklingar gáfu fyrir rannsóknarnefndinni og krefjast ávallt úrskurðar dómstóls um skyldu til að afhenda þær. Úrskurðarnefndin áréttar einnig í þessu sambandi að skv. 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 skal um aðgang að gögnunum fara samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga og eins og rakið er hér að framan kveða upplýsingalög nr. 50/1996 á um misríkan aðgang að gögnum eftir því hvert efnisinnihald þeirra er. Nefndin telur að þjóðskjalasafninu beri því að taka efni hverrar skýrslu til sérstakrar skoðunar berist beiðni um aðgang að henni á grundvelli upplýsingalaga og leysa úr beiðninni í samræmi við þau efnisákvæði sem við eiga og rakin eru hér að framan.<br />  <br /> <strong>8.<br /> </strong>Verður nú vikið að þeim skýrslum sem mál þetta lýtur að.<br />  <br /> Skýrsla [E]<br /> [E] gegndi starfi [...]. [E] gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn [...]. Þar greinir [E] frá upplifun sinni sem [...] í bankanum og persónulegum samskiptum sínum við einstaka samstarfsaðila. Að teknu tilliti til hagsmuna [E] ber að fella þessar  upplýsingar undir 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá ræðir [E] jafnframt um kaup tiltekinna aðila á hlutabréfum í bankanum. Þær upplýsingar eru þess eðlis að þær falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því með vísan til 2. mgr. 58. gr. síðarnefndu laganna, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja [T] hf. um aðgang að skýrslunni að þessu leyti. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.<br />  <br /> Skýrsla [F]<br /> [F] sinnti starfi [...] og gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefndinni hinn [...]. Við skýrslugjöfina var [F] beðinn um að lýsa sjónarmiðum sínum um starfsaðstæður í bankanum og greina frá samskiptum sínum við ýmsa samstarfsmenn sína þar. Af tilliti til hagsmuna [F] er hér um að ræða upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari með vísan til fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar á þessi takmörkun við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.<br />  <br /> Skýrsla [G] og [H]<br /> [G] og [H] voru [...]. Þeir gáfu saman skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn [...]. Af tilliti til hagsmuna þeirra [G] og [H] er um að ræða upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari með vísan til fyrsta málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar telur úrskurðarnefndin jafnframt að sú niðurstaða eigi við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.<br />  <br /> Skýrsla [I]<br /> [I] var [...] og gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn [...]. Í skýrslunni ræðir hann um nokkra viðskiptamenn bankans sem voru umfangsmiklir í hlutabréfakaupum. Þessar upplýsingar falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því, með vísan til 2. mgr. 58. gr. þeirra laga, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að skýrslunni. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar þá á þagnarskyldan við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p>Skýrsla [J]<br /> [J] var [...]. Hann gaf skýrslu fyrir nefndinni [...]. Í skýrslunni er fjallað um lán til einstakra viðskiptavina bankans. Þessar upplýsingar eru þess eðlis að þær falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því, með vísan til 2. mgr. 58. gr. þeirra laga, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að skýrslunni. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar á þagnarskyldan við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.<br />  <br /> Skýrsla [K]<br /> [K] var [...]. Skýrsla hans fyrir rannsóknarnefnd Alþingis er dags. [...]. Í skýrslunni er m.a. rætt um viðskipti tiltekinna lögaðila um hlutabréf í Glitni hf. Hluti af þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslunni fellur undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var með vísan til 2. mgr. 58. gr. þeirra laga, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að þeim. Að öðru leyti fela upplýsingar í skýrslunni í sér persónulega lýsingu [K] á tilteknum þáttum sem um var spurt. Af tilliti til hagsmuna hans eru þessar upplýsingar þess eðlis að sanngjarnt er og eðlilegt að þær fari leynt með vísan til fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.<br />  <br /> Skýrslur [L] og [M]<br /> [L] var [...]. Hann og [M] hæstaréttarlögmaður gáfu rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu hinn [..]. Meginefni skýrslunnar lýtur að atburðum er áttu sér stað helgina 27. og 28. september 2008, m.a. er þar að finna umfjöllun um fundi sem nokkrir forsvarsmenn bankans áttu með stjórnendum Seðlabanka Íslands. Í skýrslunni er greint frá persónulegum samskiptum sem [L] og [M] áttu við umrædda aðila sem og samskiptum sem þeir urðu vitni að. Af tilliti til hagsmuna [L] og [M] eru þessar upplýsingar þess eðlis að sanngjarnt er og eðlilegt að þær fari leynt með vísan til fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar telur úrskurðarnefndin að þetta eigi við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <p>Skýrsla [C]<br /> [C] var [...] og gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn [...]. Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur [C] lýst því yfir að hann geri ekki athugasemdir við að veittur sé aðgangur að skýrslunni. Í ljósi efnis skýrslunnar og framangreindrar afstöðu [C] telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að lög standi ekki í vegi fyrir því að [T] hf. fái aðgang að skýrslunni. Ekki verður séð að í henni séu upplýsingar um einkahagi annarra en [C], sem leynt eigi að fara á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga eða samkvæmt öðrum lagaákvæðum.<br />  <br /> Skýrsla [N]<br /> [N] var [...]. Hann gaf rannsóknarnefnd Alþingis skýrslu hinn [...]. Skýrsla [N] er umfangsmikil, 45 bls. að lengd. Í skýrslunni lýsir [N] persónulegri afstöðu sinni til ýmissa atriða í starfsemi Glitnis hf., þar er að finna upplýsingar um fjölmarga viðskiptavini bankans sem og um viðskipti félaga í eigu [N] sjálfs með hluti í bankanum. Hluti af þeim upplýsingum sem fram koma í skýrslunni, þær er lúta að högum viðskiptamanna bankans, falla undir þagnarskyldu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því, með vísan til 2. mgr. 58. gr. þeirra laga, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að skýrslunni að því leyti. Að öðru leyti felur skýrslan í sér framburð [N] sem af tilliti til hagsmuna hans er sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari skv. 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar eiga takmarkanir á aðgangi að henni við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.<br />  <br /> Skýrsla [O]<br /> [O] var [...]. Hann gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis [...]. Í skýrslunni fjallar [O] um viðskiptalegar ákvarðanir bankans og tilraunir til þess að afstýra falli hans, einkum eftir fund fyrirsvarsmanna bankans með Seðlabanka Íslands 25. september 2008. Þannig er til að mynda lýst tilraunum bankans til þess að selja tiltekin eignasöfn. Með vísan til hagsmuna [O] er sanngjarnt og eðlilegt að efni skýrslunnar fari leynt, sbr. 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar telur úrskurðarnefndin að þetta eigi við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.<br />  <br /> Skýrsla [Ó]<br /> [Ó] var [...]. Hann gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis [...]. Í skýrslunni ræðir [Ó] m.a. um starfsanda innan Glitnis hf. og persónuleg samskipti sín við yfirmenn í bankanum. Með vísan til hagsmuna [Ó] er sanngjarnt og eðlilegt að efni skýrslunnar fari leynt, sbr. 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar telur úrskurðarnefndin að þetta eigi við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.<br />  <br /> Skýrsla [P]<br /> [P] var [...] og gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn [...]. Í skýrslu [P], sem er 58 blaðsíður að lengd, er fjallað um persónuleg samskipti [P] við aðra starfsmenn bankans, samskipti við Seðlabanka Íslands og einstaka viðskiptavini bankans. Í skýrslunni ræðir [P] jafnframt um persónulega afstöðu sína til ýmissa atriða í rekstri bankans og íslensks fjármálalífs. Hluti af efni skýrslunnar lýtur að samskiptum við Seðlabanka Íslands og einstaka viðskiptamenn bankans. Þessar upplýsingar falla að stórum hluta undir þagnarskyldu 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því, m.a. með vísan til 2. mgr. 58. gr. þeirra laga, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að skýrslunni að því leyti. Með vísan til hagsmuna [P] er jafnframt sanngjarnt og eðlilegt að efni skýrslunnar að öðru leyti fari leynt, sbr. 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar telur úrskurðarnefndin jafnframt að takmarkanirnar eigi við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.<br />  <br /> Skýrsla [Q]<br /> [Q] var [...]. Hann gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn [...]. Í skýrslunni ræðir [Q] m.a. persónuleg samskipti sín við yfirmenn í bankanum og lýsir ýmsum innri málefnum bankans varðandi áhættustýringu. Af tilliti til hagsmuna [Q] er sanngjarnt og eðlilegt að efni skýrslunnar fari leynt, sbr. 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar telur úrskurðarnefndin jafnframt að takmörkunin eigi að taka til skýrslunnar í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.<br />  <br /> Skýrsla [R]<br /> [R] var [...]. Hann gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn [...]. Skýrslan er afar umfangsmikil, tæpar 70 síður að lengd. Í skýrslunni ræðir [R] um félög sem áttu viðskipti við bankann, ýmis innri málefni bankans og persónuleg samskipti við samstarfsmenn og aðra, svo sem Seðlabanka Íslands. Upplýsingar í skýrslunni um viðskiptavini bankans falla að stórum hluta undir þagnarskyldu skv. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því, m.a. með vísan til 2. mgr. 58. gr. þeirra laga, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að skýrslunni. Með vísan til hagsmuna [R] er jafnframt sanngjarnt og eðlilegt að efni skýrslunnar að öðru leyti fari leynt, sbr. 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar telur úrskurðarnefndin jafnframt að takmarkanirnar eigi við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.<br />  <br /> Skýrsla [S]<br /> [S] var [...] og gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn [...]. Með sömu röksemdum og á grundvelli sömu lagaákvæða og við eiga um skýrslu [R] hér að framan ber að staðfesta synjun Þjóðskjalasafns Íslands um aðgang að skýrslu [S].<br />  <br /> Skýrsla [U]<br /> [U] var [...]. [U] gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hinn [...]. Glitnir sjóðir hf. var dótturfélag Glitnis banka og er nú rekið sem dótturfélag Íslandsbanka hf. undir nafninu Íslandssjóðir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni falli að stórum hluta undir þagnarskyldu skv. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því, m.a. með vísan til 2. mgr. 58. gr. þeirra laga, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að skýrslunni. Einnig lýsir [U] afstöðu sinni til ákveðinna viðskipta og starfsemi Glitnis sjóða hf. Af tilliti til hagsmuna [U] er sanngjarnt og eðlilegt að efni skýrslunnar að öðru leyti fari leynt, sbr. 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar telur úrskurðarnefndin jafnframt að takmarkanirnar eigi við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.<br />  <br /> <strong>9.<br /> </strong>Eins og hér hefur verið rakið er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál sú að staðfesta beri synjun Þjóðskjalasafns Íslands um aðgang [T] hf. að umbeðnum gögnum, að skýrslu [C] undantekinni.</p> <h3><br />  <br />  <br /> Úrskurðarorð</h3> <p><br /> Þjóðskjalasafni Íslands ber að afhenda kæranda, [T] hf., skýrslu [C] sem gefin var rannsóknarnefnd Alþingis hinn [...].<br />  <br /> Synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni [T] hf. um aðgang að eftirfarandi skýrslum er hins vegar staðfest:<br />  <br /> Skýrslu [E], dags. [...].<br /> Skýrslu [F], dags. [...].<br /> Skýrslu [G] og [H], dags. [...].<br /> Skýrslu [I], dags. [...].<br /> Skýrslu [J], dags. [...].<br /> Skýrslu [K], dags. [...].<br /> Skýrslu [L] og [M], dags. [...].<br /> Skýrslu [N], dags. [...].<br /> Skýrslu [O], dags. [...].<br /> Skýrslu [Ó], dags. [...].<br /> Skýrslu [P], dags. [...].<br /> Skýrslu [Q], dags. [...].<br /> Skýrslu [R], dags. [...].<br /> Skýrslu [S], dags. [...].<br /> Skýrslu [U], dags. [...].<br />  <br />  <br />  </p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson<br /> formaður<br />  <br />  <br />  </p> <p><br />                 Sigurveig Jónsdóttir                                                   Friðgeir Björnsson</p> |
A-440/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012 | Kærð var synjun Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni um aðgang að upplýsingum um fjölda örorkulífeyrisþega og skattskyldar tekjur frá TR í maí og nóvember á árunum 2008-2011, sundurliðað eftir tekjubili. Fyrirliggjandi gögn. Upplýsingar í ótilteknum fjölda mála. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 5. júlí 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-440/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 10. maí 2012, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Tryggingastofnunar ríkisins (TR), dags. 4. apríl, á beiðni kæranda, dags. 21. mars, um aðgang að upplýsingum um fjölda örorkulífeyrisþega og skattskyldar tekjur frá TR í maí og nóvember á árunum 2008-2011, sundurliðað eftir tekjubili.</p> <p>Í kærunni segir að kærandi telji synjunina efnislega ranga. Í fyrsta lagi eigi þau persónuverndarsjónarmið sem lagt sé upp með í synjun TR ekki við í málinu. Ekkert í beiðni kæranda feli í sér að beðið sé um persónugreinanleg eða einstaklingsbundin gögn.</p> <p>Í öðru lagi mótmæli kærandi þeirri forsendu TR að til þess að mögulegt sé að afla þessara upplýsinga sé nauðsynlegt að fá upplýst samþykki einstaklinga. Slíkar reglur eigi ekki við í málinu.</p> <p>Í þriðja lagi mótmælir kærandi því að umbeðin gögn falli ekki undir reglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Af upplýsingabeiðninni megi ráða að ekki sé óskað eftir nýjum gögnum, gögnin liggi fyrir. Sambærileg gögn hafi verið tiltæk og veitt áður.</p> <p>Þá segir að kærandi telji synjunina ekki samræmast þeim grundvallarreglum sem gildi um upplýsingarétt.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Tryggingastofnun ríkisins með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 10. maí og veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 21. maí. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.</p> <p>Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 23. maí. Þar kemur fram sú afstaða kærða að fyrirspurnin varði gögn sem Tryggingastofnun fái frá Ríkisskattstjóra um tekjur örorkulífeyrisþega. Gögnin séu fengin á grundvelli samþykkis lífeyrisþega sem veitt sé með undirskrift hans svo ákvarða megi rétt hans til lífeyris. Tekjuupplýsingarnar séu þannig notaðar til þess að reikna rétt hvers og eins lífeyrisþega en ekki til þess að samkeyra heildartekjur lífeyrisþega og flokka þær. Umrædd gögn séu því ekki fyrirliggjandi, heldur þyrfti stofnunin að vinna þau sérstaklega fyrir kæranda, en stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn vegna beiðni um aðgang að upplýsingum. Sé það því afstaða Tryggingastofnunar að ekki beri að afhenda umbeðnar upplýsingar. Mikil vinna og kostnaður fylgi því að útbúa umrædd skjöl en hér sé um að ræða samkeyrslu mismunandi gagna. Slík keyrsla yrði vandasöm og þung í tölvukerfum stofnunarinnar. Tryggingastofnun hafi sætt stórfelldum hagræðingarkröfum undanfarin ár sem m.a. hafi leitt til fækkunar starfsfólks og hægari þróunar í tölvubúnaði en æskilegt væri. Tryggingastofnun hafi því hvorki mannskap né þann búnað sem þurfi til að vinna upplýsingarnar. Með vísan til þessa telji stofnunin sér ekki fært að vinna umrædd gögn fyrir [A] og þar sem þau liggi ekki fyrir sé ennfremur ekki unnt að senda úrskurðarnefnd afrit þeirra.</p> <p>Með bréfi, dags. 23. maí, var kæranda sent afrit umsagnar Tryggingastofnunar og gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina frekari athugasemdum vegna kærunnar til 1. júní. Með bréfi, dags. 30. maí, bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir kæranda.</p> <p>Í bréfinu er ítrekuð sú afstaða kæranda að gögnin sem um sé beðið liggi fyrir, séu tiltæk og hafi verið tiltæk áður. Þá segir að málið sé komið í þann farveg sem það sé nú í, vegna þess að kærði hafi breytt stjórnsýsluframkvæmd sinni. Grundvöllur þessarar framkvæmdabreytingar Tryggingastofnunar uppfylli ekki kröfur stjórnsýsluréttar um að allar ákvarðanir innan hennar skuli ávallt byggja á málefnalegum sjónarmiðum. Þessi breyting valdi því að kærandi eigi erfiðara með að sinna sínu hlutverki sem málsvari lífeyrisþega og mótmæli kærandi því að hagræðingarkrafa Tryggingastofnunar geti haft áhrif á upplýsingarétt kæranda. Slíkan rétt sé ekki hægt að þrengja á grundvelli fjárhagslegra sjónarmiða. Þá hafi starfsmönnum Tryggingastofnunar verið ljóst frá upphafi að kærandi hafi verið tilbúinn til að taka þátt í þeim kostnaði sem komi til vegna gagnanna.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta lýtur að synjun Tryggingastofnunar ríkisins á beiðni [A] um aðgang að upplýsingum um fjölda örorkulífeyrisþega og skattskyldar tekjur frá Tryggingastofnun í maí og nóvember á árunum 2008-2011, sundurliðað eftir tilteknum tekjubilum. Synjun Tryggingastofnunar byggist á því að umbeðin gögn séu ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni og að þau þurfi að vinna sérstaklega.</p> <p>Í beiðni kæranda, dags. 21. maí, um afnot af gögnum Tryggingastofnunar ríkisins, kemur fram nákvæm lýsing á þeim gögnum sem beðið er um. Segir þar orðrétt: „Ekki er óskað eftir upplýsingum um einstakling eða persónugreinanlegum gögnum eða upplýsingum. Ekki er óskað eftir frumgögnum. Eingöngu er óskað eftir upplýsingum þ.e. um fjölda öryrkja með mánaðartekjur á ákveðnu tímabili.“</p> <p>Af áskilnaði um að beiðni um aðgang að gögnum varði tiltekið mál verður meðal annars dregin sú ályktun að lögin feli ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að gögnum í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Þá leiðir einnig af 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, að stjórnvöldum er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Skýring úrskurðarnefndarinnar á þessum ákvæðum laganna er sú að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggi, þegar um þau sé beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim sé leitað.</p> <p>Af hálfu Tryggingastofnunar er fram komið að upplýsingar þær sem kærandi hefur beðið um liggi ekki fyrir hjá stofnuninni en til þess að svo mætti verða þyrfti að samkeyra gögn sem Tryggingastofnun hafi ekki séð sér fært að gera. Úrskurðarnefnd upplýsingamála telur ekki  ástæðu til þess að draga í efa réttmæti þessarar staðhæfingar. Það að sambærilegar upplýsingar kunni áður að hafa verið aðgengilegar hjá stjórnvaldinu getur ekki breytt niðurstöðu þessari, enda ljóst að beiðni kæranda uppfyllir ekki það skilyrði upplýsingalaga að upplýsingar sem beðið er um liggi fyrir þegar um þær er beðið. Þær virðast hins vegar liggja fyrir í ótilteknum fjölda mála. Ber af framangreindum ástæðum að staðfesta synjun Tryggingastofnunar um aðgang að upplýsingunum.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Tryggingastofnunar ríkisins, dags. 4. apríl 2012, á beiðni [A] um upplýsingar um fjölda örorkulífeyrisþega og skattskyldar tekjur frá stofnuninni í maí og nóvember á árunum 2008-2011, sundurliðað eftir tekjubili.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p align="left">Sigurveig Jónsdóttir                                                                                  Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-438/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012. | Kærð var synjun Hafnarfjarðarbæjar á beiðni um aðgang að 1) skilmálaskjali, dags. 5. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar og [B] og [C], sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. desember 2011 og 2) yfirliti gagna varðandi endurfjármögnun lána Hafnarfjarðarbæjar hjá [B]. Fyrirliggjandi gögn. Frávísun að hluta. Aðgangur veittur að skilmálaskjali að hluta. Krafa um frestun réttaráhrifa. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 5. júlí 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-438/2012.</p> <h3><br /> Kæruefni</h3> <p>Með tölvupósti 19. febrúar 2012 kærði [A], til heimilis að [...] í Hafnarfirði, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Hafnarfjarðarbæjar um að veita honum aðgang að 1) skilmálaskjali, dags. 5. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar og DEPFA ACS Bank og FMS Wertmanagement, sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. desember 2011 og 2) yfirliti gagna varðandi endurfjármögnun lána Hafnarfjarðarbæjar hjá DEPFA ACS Bank.</p> <h3><br /> Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins óskaði kærandi eftir umbeðnum upplýsingum 9. desember 2011 með beiðni á vef Hafnarfjarðarbæjar. Með tölvupósti 16. desember var honum tilkynnt um móttöku erindisins, að rétt þætti að hafa samráð við viðkomandi lánardrottna Hafnarfjarðarbæjar um meðferð beiðni hans og að tafir yrðu á afgreiðslu erindisins.</p> <p>Erindi kæranda var svarað með tölvupósti 10. janúar 2012 sem var sendur honum á ný þann 20. janúar í kjölfar ítrekunar hans á erindinu. Í svarinu segir varðandi lánasamning, dags. 15. desember 2012, sem gerður var á grundvelli umrædds skilmálaskjals, að ákvæði samningsins komi í veg fyrir að Hafnarfjarðarbær upplýsi einhliða um innihald hans. Vísað er til 34. gr. samningsins, og ákvæðið rakið, en þar er kveðið á um trúnað lántaka.</p> <p>Þá segir í svarinu:</p> <p>„2.  Varðandi eldri samninga.<br /> Vísað er til hjálagðs bréfs DEPFA banka dags. 6. þ.m. þar sem beiðni Hafnarfjarðarbæjar um heimild til að upplýsa um efni þriggja eldri samninga er hafnað. Í tilefni af beiðni þinni var haft samband við fyrirsvarsmann DEPFA og grein gerð fyrir framkominni ósk um aðgang að þessum upplýsingum. Sjá [hjálagðan] tölvupóst frá 3. janúar s.l.</p> <p>Erlendu viðsemjendurnir gera kröfu um algjöran og frávikalausan trúnað um viðskiptakjör og bera fyrir sig þá hagsmuni sem þeir eigi undir vegna samninga og samningsumleitana við aðra aðila. Með vísan til framangreinds og 5. gr. upplýsingalaga er beiðni um aðgang að framangreindum gögnum synjað.“</p> <p>Í bréfi DEPFA banka, dags. 6. janúar 2012, sem vísað er til í synjuninni, kemur m.a. fram að í lánaskjölunum sé að finna viðkvæmar fjármálaupplýsingar varðandi DEPFA og að bankinn telji að slík skjöl séu undanþegin upplýsingarétti almennings nema sá samþykki sem í hlut á. Vísað er til upplýsingalaganna í því sambandi. Skýrt er tekið fram að bankinn krefjist þess að trúnaður verði haldinn og muni bankinn ekki samþykkja birtingu umræddra upplýsinga nema því aðeins að þar til bær yfirvöld ákveði annað.</p> <p>Samkvæmt því sem að framan er rakið virðist Hafnarfjarðarbær hafa skilið beiðni kæranda með þeim hætti að hann færi fram á að fá aðgang að lánssamningi frá 15. desember 2011, en ekki skilmálaskjalinu frá 7. desember s.á. sem sá lánssamningur er byggður á. Í bréfi DEPFA BANK frá 6. janúar 2012, sem sýnist ritað f.h. FMS Wertmanagement, er því andmælt að  veittur sé aðgangur að þremur lánasamningum Hafnarfjarðarbæjar og DEPFA BANK sem gerðir voru á árunum 2003, 2007 og 2008. Þrátt fyrir að svo sýnist sem ákveðinn misskilningur sé hér uppi telur úrskurðarnefndin óhætt að byggja á því að synjun Hafnarfjarðarbæjar á afhendingu lánssamningsins frá 15. desember nái jafnframt til skilmálaskjalsins og eins eigi mótmæli lánveitandans við því að aðgangur verði veittur við það skjal. Það er enda svo að í umsögn kærða um kæru þessa máls, dags. 6. mars, er einvörðungu fjallað um skilmálaskjalið og það sent úrskurðarnefndinni sem gagn í málinu.</p> <h3><br /> Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram er komið barst kæra í máli þessu úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvupósti 19. febrúar 2012. Með bréfi, dags. 20. febrúar 2012, gaf úrskurðarnefndin Hafnarfjarðarbæ kost á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Frestur til þess var veittur til 28. febrúar. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Svarbréf lögmanns Hafnarfjarðarbæjar er dags. 6. mars 2012. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:</p> <p>„Fram kemur í gögnum kæranda, sbr. skeyti hans frá 19. desember að með yfirliti gagna á hann við lista skv. 3. tl. 3. gr. upplýsingalaga. Honum er ekki til að dreifa en skilmálaskjalið fylgir hjálagt. Það greinir meginniðurstöður viðræðna sem stóðu í 3 ársfjórðunga, en lyktaði á fundi í London þann 24. nóvember 2011, sem fulltrúar samningsaðila sammæltust þá um að bera undir hvorn ákvörðunartökuaðila fyrir sig. Var skjalið í samræmi við það, tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar þann 7. desember. Af hálfu viðsemjanda bæjarins var mikill þrýstingur lagður á fyrirsvarsmenn bæjarins um trúnað um efni þess, sem var þvert gegn vilja og ætlan þeirra. Eindreginn vilji fyrirsvarsmanna Hafnarfjarðarbæjar stóð til þess að gera niðurstöður viðræðnanna heyrinkunnar. Við það var ekki komandi og þess krafist að trúnaðarloforð yrði undirritað og haldið sbr. niðurlagsákvæði skilmálaskjalsins og þau samningsákvæði sem vísað er til í svarskeyti bæjarins til kæranda þann 10. janúar. Til samræmis við þetta var greindur fundur bæjarstjórnar haldinn fyrir luktum dyrum og ekki útvarpað svo sem venja er.</p> <p>Hafnarfjarðarbær á skv. framanröktu ekki annarra hagsmuna að gæta í þessum tiltekna þætti málsins, en að leitast við að standa við loforð um trúnað sem fyrirsvarsmönnum hans var gert að gefa að kröfu viðsemjanda, sem ber fyrir sig að hann eigi ríka viðskiptahagsmuni í húfi af því að trúnaður verði haldinn, vegna samskipta við aðra viðsemjendur sína.</p> <p>Miklir hagsmunir Hafnarfjarðarbæjar eru á hinn bóginn undir í samskiptum við þennan lánardrottinn, sem á 13 milljarða kröfu á bæinn. Hún gjaldféll 7. apríl 2011 og var í þeirri stöðu fram til þess að samningar tókust í desember. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu alvarleg sú staða var, að svo stór hluti íslensks samfélags sem Hafnarfjörður er, skyldi hafa verið með óumsamda 13 milljarða skuld í útlöndum. Með samningnum í desember tókst að forða Hafnfirðingum frá vanskilaafleiðingum sem hefðu getað orðið geigvænlegar. Lausnin var hins vegar því verði keypt að fyrirsvarsmenn bæjarins urðu að gefa greind trúnaðarloforð og horfðu í því efni til undanþáguheimildar 5. gr. upplýsingalaga. Til þess er að líta að trúnaðarloforð um viðskiptaskilmála eru tíðkanleg og viðtekin á vissum sviðum viðskiptalífsins. Þessa gætir á viðskiptasviðum sem opinberir aðilar komast ekki hjá að taka þátt í, svo sem í bankaviðskiptum og í samningum um raforkusölu svo dæmi sé tekið af öðrum vettvangi en hér er til umfjöllunar. Til þessara viðskiptavenja má telja að auk annars sé vísað til með tilvitnuðum ákvæðum laganna.</p> <p>Öðrum þræði eru það jafnframt almannahagsmunir að fyrirsvarsaðilar opinbers valds geti haldið trúnaðarloforð gefin til framgangs björgunaraðgerða úr alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum. Viðsemjandi Hafnarfjarðar FMS Wertmanagement er í eigu og starfar á vegum þýska ríkisins, sem ráðstafaði til hans eignum úr bönkum sem þýska ríkið yfirtók við greiðsluþrot. En þannig fór fyrir þýsku móðurfélagi hins írska DEPFA BANK og því lentu skuldir Hafnarfjarðar þar. En þar munu jafnframt til úrlausnar langtum stærri vandamál svo sem skuldir Suður Evrópuríkja, auk skulda annarra opinberra íslenskra aðila. Þessar staðreyndir varpa nokkru ljósi á þá áherslu um trúnað sem lögð er. Vísað er til 2. tl. 1. mgr. 6. gr. laganna í þessu sambandi. Á heimasíðu þessa þýska aðila <a href="http://www.fms-wm.de">www.fms-wm.de</a> gefur að finna staðfestingu á uppruna hans og eðli, þ.m.t. lagagrunnur og stofnskrá.</p> <p>Sakir þeirrar áherslu sem viðsemjandinn leggur á trúnað og þess hve mikilsverða hagsmuni hann telur málið varða fyrir DEPFA BANK og FMS Wertmanagement, hlýtur að teljast nauðsynlegt að þessum aðilum verði gefið sérstakt færi á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við úrskurðarnefnd um upplýsingamál. [...]</p> <p>Verði ekki fallist á kröfur Hafnarfjarðarbæjar er með vísan til ákvæða 18. gr. upplýsingalaga sett fram krafa um frestun réttaráhrifa slíks úrskurðar, með þeim skilmálum sem ákvæði hennar greina.“</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 7. mars 2012, var kæranda gefinn kostur á því að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í tilefni af umsögn Hafnarfjarðarbæjar og frestur til þess til 16. mars. Athugasemdir kæranda bárust 13. mars og segir þar m.a.:</p> <p>„Hafnarfjarðarbær ber við að endurfjármögnun þriggja lána við þrotabú Depfa hafi verið mjög mikilvæg fyrir fjárhag og afkomu bæjarins. Í svarbréfinu kemur fram að lánsupphæðin sé 13 milljarðar, en það er líklega ekki rétt, því upprunalegu lánin voru í þremur erlendum myntum. Hafnarfjarðarbær hefur engar tekjur í þeim myntum, og gengi íslensku krónunnar hefur óljósa framtíð. Því er lánsupphæðin óljós og gæti breyst með flökti krónunnar. [...]</p> <p>Samkvæmt ársreikningi Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2011 voru rekstrartekjur A og B hluta 13.623 milljónir, þar af útsvar og fasteignaskattur 10.306 milljónir. Skuldir A og B hluta voru 32.316 milljónir í ársbyrjun 2011. Bærinn á vissulega við miklar skuldir að etja, og það er vandséð hvernig hann getur tekist á við afborganir af lánum við þrotabú Depfa. Bæjarfélagið er eitt það skuldsettasta á landinu og er búið að fullnýta útsvarsprósentu sína. Að auki á það fáar eignir sem hægt er að selja, fyrir utan lóðir. Þær hafa líklega verið lagðar að veði fyrir endurfjármögnun lánanna. Því er erfitt að sjá hvernig búið sé að forða bænum frá vanskilaafleiðingum, þar sem bærinn getur varla aflað sér auka fjármuna til afborgana, og því er enn ríkari ástæða til að upplýsa bæjarbúa um framtíð bæjarsjóðs. [...]</p> <p>Hafnarfjarðarbær ber við 5. grein upplýsingalaga, enda hafi bærinn viljað upplýsa efni samningsins. Hér takast á hagsmunir íbúa Hafnarfjarðar, sem eiga rétt á að vita hver framtíð sveitarfélags síns er, og hagsmunir þrotabús Depfa um að ná hagstæðum samningum við önnur íslensk sveitarfélög, eins og fram kemur í svarbréfi Hafnarfjarðar. Hagsmunir íbúa Hafnarfjarðar eru mun meiri en þrotabús Depfa banka. Lóðir bæjarfélagsins hafa verið veðsettar, og hugsanlega eign þess í HS Veitum, vaxtakjör og afborganir eru á huldu, sem og lánstími. [...]</p> <p>Í svarbréfi bæjarins kemur t.d. fram að þrotabú Depfa banka hafi „jafnframt til úrlausnar langtum stærri vandamál svo sem skuldir Suður Evrópuríkja auk skulda annarra opinberra íslenskra aðila“, án þess að tekið sé fram hverjir þeir aðilar séu, neinar upplýsingar gefnar um lán þeirra. [...] Hér verður að hafa upphæðir í samhengi. [...] Skuldir Hafnarfjarðarbæjar við FMS Wertmanagement eru 0.04% af lánasafni þess. Ég hafna því að 13 milljarða lán til Hafnarfjarðarbæjar séu slíkir viðskiptahagsmunir fyrir FMS Wertmanagement, að þeir muni hljóta tjón af ef skilmálasamningur við Hafnarfjarðarbæ verði gerður opinber. Ekki hefur komið fram við hvaða aðra íslenska aðila þrotabúið á eftir að ná samningum við.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p>1.<br /> Í máli þessu er kærð synjun Hafnarfjarðarbæjar um aðgang að eftirtöldum upplýsingum:</p> <p>1.  Skilmálaskjali, dags. 5. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar og DEPFA ACS Bank og FMS Wertmanagement, sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. desember 2011, og<br /> 2.  yfirliti gagna varðandi endurfjármögnun lána Hafnarfjarðar hjá DEPFA ACS Bank.</p> <p>Í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að mál skv. 1. mgr. 14. gr. laganna skuli borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun. Samkvæmt gögnum málsins ber að miða við að hin kærða synjun Hafnarfjarðarbæjar hafi borist kæranda 20. janúar 2012 og kæran teljist því fram komin innan kærufrests.</p> <p>2.<br /> Í gögnum málsins liggja fyrir tölvupóstur frá 3. janúar 2012 frá Michael Byrne, Director, Depfa, og bréf, dags. 6. janúar 2012, undirritað fyrir hönd DEPFA BANK plc og DEPFA BANK plc as service provider for FMS Wertmanagement. Í tilvitnuðu bréfi kemur skýrt fram sú afstaða bankans að ekki verði fallist á að veita aðgang að þremur tilgreindum lánssamningum en því er fyrr lýst í úrskurðinum að úrskurðarnefndin telji að svo megi líta á að þau mótmæli eigi einnig við  um skilmálaskjalið. Úrskurðarnefndin taldi þannig ekki þörf á að leita sérstaklega eftir umsögn DEPFA Bank eða Wert Management um efni kærunnar.</p> <p>3.<br /> Eins og fyrr greinir hefur annars vegar verið kærð synjun Hafnarfjarðabæjar á að veita kæranda aðgang að svonefndu skilmálaskjali, dags. 5. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar og DEPFA ACS Bank og FMS Wertmanagement, sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. desember 2011. Hins vegar hefur verið kærð synjun Hafnarfjarðarbæjar á að afhenda kæranda yfirlit gagna varðandi endurfjármögnun lána Hafnarfjarðar hjá DEPFA ACS Bank.</p> <p>Í skýringum Hafnarfjarðarbæjar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. mars 2012, kemur fram að síðarnefnda gagnið, yfirlit gagna varðandi endurfjármögnun lána, sé ekki fyrirliggjandi hjá bænum.</p> <p>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, þar á meðal sveitarfélögum, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekin mál, sé þess óskað. Vísast hér einnig til hliðsjónar í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006. Svo að þessi skylda sé virk er ennfremur mælt fyrir um það í 22. gr. sömu laga að stjórnvöldum sé skylt að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg, sbr. einnig 6. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands. Úrskurðarnefndin lítur svo á að með umræddu yfirliti, sem kærandi hefur óskað aðgangs að, sé átt við lista yfir málsgögn skv. 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Réttur til aðgangs að slíkum lista er bundinn því að hann hafi verið gerður, sbr. athugasemdir við 3. gr. frumvarps til upplýsingalaga. Í athugasemdum Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að slíkum lista sé ekki til að dreifa og hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að draga það í efa. Getur kærandi því ekki átt rétt til aðgangs að slíkum lista á grundvelli upplýsingalaga, enda leggja þau lög ekki þá skyldu á herðar stjórnvöldum að taka saman upplýsingar sem ekki liggja fyrir þegar beiðni um aðgang berst. Af þessu leiðir, varðandi þennan þátt málsins, að ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 14. gr. Ber því að vísa þessum þætti kærunnar frá úrskurðarnefndinni.</p> <p>Af framangreindu leiðir að til úrlausnar í úrskurði þessum er aðeins réttur kæranda til aðgangs að skilmálaskjali, dags. 5. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar og og DEPFA ACS Bank og FMS Wertmanagement, sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. desember 2011.</p> <p>4.<br /> Til rökstuðnings þeirrar ákvörðunar að synja kæranda um aðgang að framangreindu skilmálaskjali, dags. 5. desember 2011, hefur Hafnarfjarðarbær vísað til ákvæðis 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í því ákvæði kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um „samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir.“ Bendir Hafnarfjarðarbær á, í þessu sambandi, að viðsemjandi Hafnarfjarðarbæjar FMS Wertmanagement sé í eigu og starfi á vegum þýska ríkisins, sem hafi ráðstafað til hans eignum úr bönkum sem þýska ríkið hafi yfirtekið við greiðsluþrot.</p> <p>Í athugasemdum við ákvæði 2. tölul. 6. gr.  í frumvarpi sem síðan varð að upplýsingalögum segir m.a. að ákvæðið eigi við um: „samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.“</p> <p>Úrskurðarnefndin telur ekki að með öllu verði útilokað að sveitarfélag geti talist aðili á vegum íslenska ríkisins, í skilningi 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Sveitarfélög eru stjórnvöld og starfsemi þeirra lögbundin líkt og annarra stjórnvalda. Í þessu sambandi ber þó jafnframt að líta til 1. gr. upplýsingalaga, en þar er hvort um sig tilgreint, ríki annars vegar og sveitarfélög hins vegar.</p> <p>Það sem hér ræður hins vegar úrslitum, að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál, er að óskað er upplýsinga um tiltekin lánakjör og samninga sem grundvallast meðal annars á ákvörðunum aðila sem starfa á markaði. Nánar tiltekið er óskað upplýsinga frá Hafnarfjarðarbæ sem til hafa orðið vegna lántöku sveitarfélagsins á almennum lánamarkaði, og tiltekinnar endurnýjunar eða endurskoðunar þeirra samninga og skilmála í þeim. Breytir í því sambandi engu þótt lögaðilinn FMS Wertmanagement sé í eigu og starfi á vegum þýska ríkisins samkvæmt upplýsingum sem fram koma í skýringum Hafnarfjarðarbæjar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. mars 2012, enda er hér um markaðsviðskipti að ræða en ekki lántöku af þýska ríkinu eða fjölþjóðastofnun í skilningi 2. tölul. 6. gr. uppýsingalaga.. Úrskurðarnefndin telur að aðgangur að gögnum um þessi tilteknu viðskipti geti ekki, eins og hér stendur á, fallið undir 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>5.<br /> Í umsögn sinni til úrskurðarnefndarinnar hefur Hafnarfjarðarbær stutt synjun sína um að veita kæranda aðgang að skilmálaskjali, dags. 5. desember 2011, þeim rökum að slíkt geti skaðað hagsmuni viðsemjanda hans, DEPFA Bank, og að bankinn hafi krafist trúnaðar. Hafnarfjarðarbær eigi ekki annarra hagsmuna að gæta en að leitast við að standa við loforð um trúnað sem fyrirsvarsmönnum hans var gert að gefa að kröfu viðsemjanda, sem beri fyrir sig að hann eigi ríka viðskiptahagsmuni af því að trúnaður verði haldinn, vegna samskipta við aðra viðsemjendur sína. Vísar Hafnarfjarðarbær um þetta til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er að finna meginreglu laganna um upplýsingarétt almennings. Sætir hún undantekningum samkvæmt 4.-6. gr. sömu laga. Samkvæmt hefðbundnum viðhorfum um túlkun laga verða þær undantekningar ekki skýrðar rúmt. Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum máls geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni, verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344).</p> <p>Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti skaðað samkeppnisstöðu þeirra og kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríki eða sveitarfélög. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið ítarlega yfir skilmálaskjal milli Hafnarfjarðarbæjar og DEPFA ACS Bank og FMS Wertmanagement, dags. 5. desember 2011, sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. desember 2011.  Í skjalinu er m.a. að finna upplýsingar um samningsskilmála endurfjármögnunar tiltekinna lána, þar með talið upplýsingar um afborganir og vaxtafót.</p> <p>Sé skilmálaskjalið sem kærandi hefur óskað eftir að fá aðgang að virt í heild sinni í ljósi þess sem að framan segir, er það álit úrskurðarnefndar að kærandi eigi rétt á að fá aðgang að því að undanskildum ákvæðum um umsamda vexti og áætlaðar afborganir í þeim viðskiptum sem um er að ræða. Nefndin lítur svo á að slíkar upplýsingar séu það viðkvæmar, með tilliti til samkeppnisstöðu DEPFA Bank, að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær skuli fara leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig m.a. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-177/2004. Á hinn bóginn skal tekið fram að ákvæði samnings um að efni hans skuli vera trúnaðarmál á milli aðila getur ekki, eitt og sér, komið í veg fyrir aðgang kæranda að samningnum á grundvelli upplýsingalaga, eins og skýrt er tekið fram í athugasemdum við 3. gr. frumvarps til þeirra.</p> <p>Með vísan til framangreinds og meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings ber Hafnarfjarðarbæ að afhenda kæranda afrit af umræddu skilmálaskjali, en þó með eftirtöldum útstrikunum, sbr. 7. gr. laganna:</p> <p>1) Afmá skal hlutfall áætlaðra afborgana undir liðnum „Scheduled amortisation payments“ á bls. 2.<br /> 2) Afmá skal hlutfall vaxta undir liðnum „Tranche A Margin“ á bls. 2.<br /> 3) Afmá skal hlutfall áætlaðrar afborgunar í neðanmálsgrein 2 á bls. 2.<br /> 4) Afmá skal hlutfall vaxta undir liðnum „Tranche B Margin“ á bls. 3.<br /> 5) Afmá skal hlutfall vaxta undir liðnum „Default Interest“ á bls. 3.</p> <p>Þar sem ákvæði 5. gr. upplýsingalaga á aðeins við um hluta umrædds skjals skal veita kæranda aðgang að öðrum hlutum þess, sbr. ákvæði 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Áréttað skal að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar um þá hluta skjalsins sem veita ber aðgang að byggist á því annars vegar að þar komi fram upplýsingar sem ekki verði séð að muni valda samningsaðilum tjóni verði þær gerðar opinberar og hins vegar að um sé að ræða upplýsingar sem lúti með svo beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna að þær beri af þeim sökum að gera opinberar með vísan til 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir að viðsemjendur Hafnarfjarðarbæjar teldu það æskilegt að þeim yrði haldið leyndum af tilliti til fjárhagslegra hagsmuna sinna.</p> <p> <br /> 6.<br /> Í 18. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um frestun á réttaráhrifum úrskurðar. Samkvæmt ákvæðinu getur úrskurðarnefnd um upplýsingamál, að kröfu stjórnvalds, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Krafa þess efnis skal gerð eigi síðar en þremur dögum frá birtingu úrskurðar. Skal frestun á réttaráhrifum úrskurðar vera bundin því skilyrði að stjórnvald beri málið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu úrskurðar og óski eftir að það hljóti flýtimeðferð.</p> <p>Hafnarfjarðarbær hefur engar forsendur til að óska frestunar á réttaráhrifum þessa úrskurðar fyrr en hann hefur verið birtur sveitarfélaginu, enda liggja ekki fyrr fyrir hjá því þau rök og tilvísun til þeirra lagareglna sem úrskurðurinn byggist á. Eðli máls samkvæmt og í samræmi við orðalag 18. gr. upplýsingalaga skal stjórnvald gera kröfu um frestun á réttaráhrifum úrskurðar þegar úrskurður hefur verið birtur. Kröfu Hafnarfjarðarbæjar um frestun á réttaráhrifum úrskurðar þessa, sem borin var upp í athugasemdum bæjarins við kæruna, ber því að vísa frá úrskurðarnefndinni að svo stöddu.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Hafnarfjarðarbæ ber að afhenda kæranda afrit af skilmálaskjali, dags. 5. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar, DEPFA ACS Bank og FMS Wertmanagement, sem samþykkt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hinn 7. desember 2011, með eftirtöldum útstrikunum:</p> <p>1) Afmá skal hlutfall áætlaðra afborgana undir liðnum „Scheduled amortisation payments“ á bls. 2<br /> 2) Afmá skal hlutfall vaxta undir liðnum „Tranche A Margin“ á bls. 2.<br /> 3) Afmá skal hlutfall áætlaðrar afborgunar í neðanmálsgrein 2 á bls. 2.<br /> 4) Afmá skal hlutfall vaxta undir liðnum „Tranche B Margin“ á bls. 3.<br /> 5) Afmá skal hlutfall vaxta undir liðnum „Default Interest“ á bls. 3.</p> <p>Þeim þætti kærunnar er lýtur að aðgangi að lista yfir gögn varðandi endurfjármögnun tiltekinni lána Hafnarfjarðarbæjar er vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <p>Kröfu Hafnarfjarðarbæjar um frestun á réttaráhrifum úrskurðar þessa er vísað frá úrskurðarnefndinni að svo stöddu.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br /> Sigurveig Jónsdóttir                                                                                    Friðgeir Björnsson<br />  <br /> </p> |
A-439/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012. | Kærð var synjun Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar á beiðni um aðgang að afriti starfslokasamnings sjóðsins við fyrrum framkvæmdastjóra hans. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 5. júlí 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-439/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 7. maí 2012, kærði [A] blaðamaður til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar, dags. þann sama dag, á beiðni kæranda, dags. sama dag, um aðgang að afriti starfslokasamnings sjóðsins við [B], fyrrum framkvæmdastjóra hans.</p> <p>Í kærunni er beiðnin og kæran rökstudd með eftirfarandi hætti:</p> <p>„1. Framkvæmdastjórinn vann við að ávaxta fé starfsmanna bæjarins.<br /> 2. Kjör og fríðindi framkvæmdastjórans eru greidd af opinberum starfsmönnum og ættu ekki að fara leynt.<br /> 3. Laun og kjör fólks í störfum fyrir almenna borgara eiga ekki að vera trúnaðarmál. Því er Mannréttindadómstóll Evrópu sammála: <a href="http://mbl.is/greinasafn/grein/445091/">http://mbl.is/greinasafn/grein/445091/</a>. Þess vegna á 5. gr. um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna ekki við um framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. Það er hvorki sanngjarnt né eðlilegt að kjörin fari leynt.<br /> 4. Eftirlaunasjóðurinn er nú rekinn af Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Hann er afsprengi starfsemi sveitarfélaga, og auk þess rekinn að hluta innan skrifstofu bæjarfélagsins og heyrir því undir upplýsingalög.“</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Eftirlaunasjóði starfsmanna Hafnarfjarðar (hér eftir ESH, lífeyrissjóðurinn eða sjóðurinn) með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 8. maí 2012 og veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 21. maí. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrðu innan sama frests látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.</p> <p>Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 21. maí, en í bréfinu segir að ESH vilji koma eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri vegna kærunnar:</p> <p>„1. Um starfsemi lífeyrissjóða gilda ákvæði laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Í samræmi við ákvæði sömu laga hafa lífeyrissjóðir sett samþykktir um starfsemi sína sem hlotið hafa samþykki eða staðfestingu fjármálaráðuneytisins að fenginni umsögn Fjármálaeftirlitsins. Þá hafa ákvæði sömu laga að geyma umfjöllun um stöðu og starfsemi Fjármálaeftirlitsins í tengslum við starfsemi lífeyrissjóða og skal stofnunin hafa aðgang að öllum gögnum og upplýsingum lífeyrissjóða sem nauðsynlegt kann að reynast til að inna skyldur sínar af hendi. Óhætt er að fullyrða að ákvæði laga nr. 129/1997 hafa að geyma ítarleg fyrirmæli um starfsemi lífeyrissjóða sem og skyldur sem á þeim hvíla.</p> <p>Af ákvæðum laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, leiðir að starfsemi lífeyrissjóða er í öllum meginatriðum frábrugðin starfsemi eða stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Á það við um alla lífeyrissjóði, þ.m.t. þá lífeyrissjóði sem starfa á grundvelli svonefndrar bakábyrgðar ríkis og sveitarfélaga, líkt og ESH. Í þessu sambandi ber að hafa í huga að starfræksla lífeyrissjóða er starfsleyfisskyld, sbr. V. kafli laga nr. 129/1997, lífeyrissjóðir sæta eftirliti Fjármálaeftirlitsins og allar breytingar á samþykktum þurfa staðfestingu fjármálaráðherra að fenginni umsögn Fjármálaeftirlitsins.</p> <p>2. Í samræmi við ákvæði IV. kafla laga nr. 129/1997, sbr. einkum ákvæði 29. gr. laganna, ber stjórn lífeyrissjóðs ábyrgð á starfsemi sjóðsins samkvæmt lögum, reglugerðum og samþykktum sjóðsins. Þá skal stjórn lífeyrissjóðs ennfremur hafa með höndum almennt eftirlit með rekstri, bókhaldi og ráðstöfun eigna sjóðsins. Skal stjórnin setja sér starfsreglur og gera tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins á ársfundi. Ákvæði laganna hafa jafnframt að geyma ítarlega umfjöllun um hlutverk og verkefni stjórnar, ársfundi lífeyrissjóða o.fl. Þá hafa ákvæði laganna ennfremur að geyma sérstaka umfjöllun um skilyrði sem stjórnarmenn og framkvæmdastjórar lífeyrissjóða verða að uppfylla, bæði almenns og sérstaks eðlis sem og skilyrði er lúta að nægilegri þekkingu og starfsreynslu hlutaðeigandi, sbr. m.a. ákvæði 31. gr. laganna. Í sama ákvæði er jafnframt kveðið á um að framkvæmdastjóri annist daglegan rekstur sjóðsins og skuli fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem sjóðsstjórn hefur gefið. Segir ennfremur að ráðstafanir sem eru óvenjulegar eða mikilsháttar geti framkvæmdastjóri aðeins gert samkvæmt heimild frá sjóðsstjórn.</p> <p>Samkvæmt 32. gr. laga nr. 129/1997 skulu stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og aðrir starfsmenn, svo og endurskoðendur lífeyrissjóðs, bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um í starfi og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi. Þá skal bent á að 33. gr. sömu laga mælir fyrir um heimildir sjóðsfélaga, sem ekki vilja una úrskurði stjórnar lífeyrissjóðs, að vísa ágreiningi til gerðardómsmeðferðar.</p> <p>Framangreindu til viðbótar hafa ákvæði laga nr. 129/1997 að geyma fyrirmæli um endurskoðun lífeyrissjóða, mótun fjárfestingarstefnu, gerð ársreikninga, eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða o.fl. Samkvæmt IX. kafla laganna skal Fjármálaeftirlitið hafa eftirlit með að starfsemi lífeyrissjóða sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og reglna sem settar eru samkvæmt þeim og staðfestar samþykktir lífeyrissjóða. Segir ennfremur að Fjármálaeftirlitið eigi aðgang að öllum gögnum og upplýsingum lífeyrissjóða sem það telur nauðsynlegt vegna eftirlitsins.</p> <p>3. Um starfsemi ESH gilda sérstakar samþykktir, sem samþykktar voru af stjórn sjóðsins þann 6. október 2000 og staðfestar voru af fjármálaráðuneytinu þann 22. desember 2000. Í samþykktum sjóðsins er kveðið á um réttindi og skyldur sem og önnur atriði er varða starfsemi lífeyrissjóðsins. Sérstök athygli skal vakin á ákvæði 6. gr. samþykktanna varðandi stjórn sjóðsins. Þar segir að stjórn sjóðsins skuli skipuð þremur mönnum, einum kosnum af sjóðfélögum, einum kosnum af bæjarstjórn og bæjarstjóra. Hafa ákvæði samþykkta ESH að geyma hefðbundin ákvæði er lúta að störfum og skyldum stjórnar og stjórnarmanna.</p> <p>Með bréfi þessu er fylgiskjal, merkt fylgiskjal I, - samþykktir fyrir Eftirlaunasjóð starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar.</p> <p>4. Ákvæði laga nr. 37/1993, stjórnsýslulög sem og ákvæði laga nr. 50/1996, upplýsingalög, gilda um stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, sbr. ákvæði 1. gr. þessara laga. Í greinargerðum sem fylgdu frumvörpum til stjórnsýslulaga og upplýsingalaga var nánari grein gerð fyrir túlkun og skilgreiningu þessa ákvæðis. Efnislega felst í afmörkun gildissviðs laga þessara að þau taka einungis til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, þ.e. þá starfsemi sem heyrir undir framkvæmdavaldið samkvæmt þeirri þrískiptingu ríkisvalds sem mælt er fyrir um í 2. gr. stjórnarskrárinnar.</p> <p>Það er afstaða ESH að starfsemi lífeyrissjóða falli ekki undir stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og samkvæmt því eigi hvorki ákvæði stjórnsýslulaga né upplýsingalaga við um starfsemi þeirra. Framangreint gildi gagnvart öllum lífeyrissjóðum, þ.m.t. þeim lífeyrissjóðum sem njóta bakábyrgðar ríkis og sveitarfélaga. Í þessu sambandi ber að hafa í huga að ákvæði laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eru sérlög um starfsemi lífeyrissjóða og hafa að geyma ramma eða umgjörð sem gildir um starfsemi þeirra. Af umfjöllun þessari sem og umfjöllun hér að framan, þó einkum 1. og 2. tölul., má ljóst vera að störf, starfsemi, hlutverk og skyldur lífeyrissjóða eru með allt öðrum og ólíkum hætti en starfsemi ríkis og sveitarfélaga. Gildir sama um hæfisákvæði stjórnarmanna lífeyrissjóða annars vegar og hæfisákvæði sveitarstjórnarmanna hins vegar. Mestu skiptir þó að ákvæði laga nr. 129/1997 hafa að geyma skýr fyrirmæli um hlutverk, ábyrgð og starfsemi lífeyrissjóða og er enginn greinarmunur gerður á lífeyrissjóðum í því sambandi. Það eru skýr og afdráttarlaus ákvæði í umræddum lögum, þess efni, að stjórnun og ábyrgð er öll á herðum stjórnar og framkvæmdastjóra og eru engar undantekningar gerðar þar á. Engin rök, hvorki lagalegs eðlis né önnur, hníga að því að önnur sjónarmið eigi um starfsemi ESH. Ætla má að skýra lagaheimild hefði þurft til ef telja ætti starfsemi ESH frábrugðna starfsemi annarra lífeyrissjóða og/eða ef starfsemi sjóðsins teldist til stjórnsýslu hlutaðeigandi sveitarfélags. Leiðir af framangreindu að ákvæði stjórnsýslulaga og upplýsingalaga eiga undir engum kringumstæðum við um lífeyrissjóði og þegar af þeirri ástæðu ber að vísa frá og/eða hafna kröfu kæranda í máli þessu.</p> <p>Í þessu sambandi skal ennfremur bent á að íslenskir dómstólar hafa fjallað um stöðu lífeyrissjóða í þessu tilliti í úrlausnum sínum. Vísar ESH í þessu tilliti til umfjöllunar í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 286/2007, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar gegn Soffíu Zophoníasdóttur. Á það skal lögð sérstök áhersla að afstaða Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar gagnvart Reykjavíkurborg annars vegar og Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar gagnvart Hafnarfjarðarkaupstað hins vegar, er algjörlega hliðstæð. Í máli þessu var m.a. fjallað um málsmeðferð í tengslum við ákvörðun lífeyris sjóðfélaga. Af hálfu sjóðfélaga var því haldið fram í máli að líta bæri á lífeyrissjóðinn sem stjórnvald í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og því hefði lífeyrissjóðnum m.a. borið að virða rannsóknarskyldu sína samkvæmt ákvæði 10. gr. nefndra laga. Um þetta atriði segir í niðurstöðu Hæstaréttar:</p> <p>„Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 gilda þau þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Áfrýjandi er lífeyrissjóður og gilda um starfsemi hans ákvæði laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Verður ekki séð að nein sérákvæði í lögum setji áfrýjanda annan ramma um starfsemina en gildir um lífeyrissjóði almennt. Samkvæmt 1. gr. samþykkta sinna er áfrýjandi „eign Reykjavíkurborgar og sjóðfélaga“. Stjórn sjóðsins er samkvæmt 4. gr. samþykktanna skipuð þremur fulltrúum sem Reykjavíkurborg tilnefnir og tveimur tilnefndum af Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Verður að þessu virtu ekki litið svo á að ákvæði stjórnsýslulaga gildi um ákvarðanir áfrýjanda.“</p> <p>5. Það er afstaða ESH að engin þeirra sjónarmiða eða raka sem tilgreind eru í kæru í máli þessu, dags. 7. maí s.l., séu haldbær eða með þeim hætti að leiði til þess að unnt verði að fallast á kröfu kæranda um afhendingu starfslokasamnings fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins. Gerir lífeyrissjóðurinn þá kröfu að kröfu kæranda verði vísað frá og/eða henni hafnað. Af hálfu ESH eru framkomnum sjónarmiðum í kæru mótmælt sem röngum og órökstuddum og á það bent að einungis er um staðhæfingar að ræða sem breyta hvorki eðli eða inntaki gildissviðs stjórnsýslulaga og upplýsingalaga né stöðu og starfsemi lífeyrissjóðs. Að auki felist í staðhæfingum rangfærslur og rangtúlkanir sem eðli máls samkvæmt byggja ekki á staðreyndum.</p> <p>6. Í niðurlagi bréfs úrskurðarnefndar um upplýsingamál er þess óskað að ESH afhendi nefndinni innan tilskilins frests, í trúnaði, afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Af hálfu lífeyrissjóðsins þykir vegna þessarar beiðni ástæða til að benda sérstaklega á tvö atriði. Í fyrsta lagi telur ESH að ákvæði laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, hafi að geyma skýr og afdráttarlaus tilmæli um trúnað og þagnarskyldu að því er alla þætti varðar í starfsemi lífeyrissjóðsins. Í öðru lagi bendir ESH á að starfsemi sjóðsins falli hvorki undir ákvæði stjórnsýslulaga né upplýsingalaga og samkvæmt því eigi úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki rétt til að krefja sjóðinn um afhendingu gagna. Af ákvæðum laga nr. 129/1997 leiðir að slíkar kröfur verða einungis hafðar uppi af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Krafa kæranda fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál er sýnilega þýðingarlaus og án viðhlítandi lagagrundvallar.</p> <p>Vegna þessa óskar ESH eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál falli frá beiðni um afhendingu umbeðinna gagna enda liggi fyrir að hvorki starfsemi lífeyrissjóða né kærur er lúta að ákvörðunum þeirra falli undir úrlausnarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Beiðni ESH miðar öðrum þræði að því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kanni þetta atriði nánar og vísi máli frá þá þegar og/eða hafni kröfu kæranda. Telur ESH að sjóðnum sé mikilvægt, m.a. vegna skyldna er lúta að trúnaði og þagnarskyldu, að afhenda hvorki gögn né upplýsingar nema fullgildur lagagrundvöllur sé fyrir hendi. Telur sjóðurinn slíkan lagagrundvöll ekki fyrir hendi.“</p> <p>Með bréfi, dags. 22. maí, var kæranda sent afrit umsagnar ESH og gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina frekari athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnarinnar, til 1. júní. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>1.<br /> Mál þetta varðar synjun ESH á beiðni kæranda um aðgang að starfslokasamningi ESH við fyrrum framkvæmdastjóra sjóðsins. Synjunin byggist á því að starfsemi sjóðsins eigi ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996, þ.e. á grundvelli 1. gr. laganna. Að öðru leyti byggist synjun ESH ekki á efnisákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Í 1. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga en einnig að þau taki til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Um tilvitnað ákvæði segir svo í greinargerð frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum: „Í þessari grein er kveðið á um gildissvið laganna. Gert er ráð fyrir að þau taki til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með sama hætti og stjórnsýslulög. Þannig taka lögin til þeirrar starfsemi sem heyrir undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. [...] Öfugt við stjórnsýslulög er ekki gerður neinn greinarmunur á því hvers eðlis sú starfsemi er sem stjórnvöld hafa með höndum. Lögin taka því ekki einvörðungu til þess þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga, heldur og til hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerðar og annarrar starfsemi.</p> <p>Í 2. mgr. er mælt svo fyrir að lögin taki ennfremur til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Hér er fylgt sömu reglu og í 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga og lögin látin ná til þess þegar einkaaðilum hefur verið fengið stjórnsýsluhlutverk sem að öðru jöfnu er í höndum hins opinbera.</p> <p>Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema því hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna. Sé hlutafélag í eigu ríkis eða sveitarfélags ná lögin til upplýsinga er varða eignarhald þessara opinberu aðila á félaginu nema upplýsingarnar lúti að viðkvæmum viðskiptahagsmunum þess, en þá er heimilt að takmarka aðgang að gögnum skv. 3. tölul. 6. gr. laganna með tilliti til samkeppni félagsins við aðra aðila.“</p> <p>2.<br /> Eins og rakið er í athugasemdum kærða, ESH, lýtur sjóðurinn ákvæðum laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu og starfsemi lífeyrissjóða. Í 2. mgr. 1. gr. laganna segir að með lífeyrissjóði sé átt við félag eða stofnun sem veitir viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli til æviloka, örorku eða andláts samkvæmt nánari ákvæðum í þessum kafla, II. og III. kafla.</p> <p>ESH er samtryggingarsjóður sem lokaður var fyrir nýjum sjóðsfélögum árið 1998 og lýtur sérstakri stjórn. Sjóðfélagar eru þeir sem greiddu til sjóðsins fyrir lokun en þeir voru starfsmenn Hafnarfjarðarkaupstaðar eða stofnana bæjarins, sjálfseignarstofnana eða félaga skrásettra í Hafnarfirði sem bæjarfélagið átti aðild að og voru iðgjaldsskyldir í sjóðinn.</p> <p>Í grein 6.1. í samþykktum sjóðsins kemur fram að stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum, einum kosnum af sjóðfélögum úr þeirra hópi, annan skal bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar kjósa en jafnframt er bæjarstjóri, sem fulltrúi beggja aðila, oddamaður stjórnarinnar og formaður hennar.</p> <p>Í grein 6.3. í samþykktum sjóðsins kemur fram að um hæfi stjórnarmanns og framkvæmdastjóra sjóðsins til meðferðar mála skuli fara eftir ákvæðum II. kafla stjórnsýslulaga, en þetta er í samræmi við ákvæði 9. mgr. 31. gr. laga nr. 129/1997. Að öðru leyti er ekki vísað til ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993 í samþykktum sjóðsins eða lögum nr. 129/1997.</p> <p>3.<br /> Eins og að framan er rakið kemur fram í athugasemdum sem fylgdu 1. gr. frumvarps þess er að varð að upplýsingalögum að gert er ráð fyrir að þau taki til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með sama hætti og stjórnsýslulög. Þessi túlkun á 1. gr. upplýsingalaga á einnig stoð í beinu orðalagi ákvæðisins. Sá munur er á gildissviði stjórnsýslulaga og upplýsingalaga að hin síðarnefndu taka til fleiri þátta í starfsemi þeirra stjórnvalda sem undir lögin falla en stjórnsýslulög gera. Afmörkun þeirra lögaðila, þ.e. stjórnvalda, sem undir lögin falla er hins vegar sambærileg.</p> <p>Um starfsemi ESH gilda ákvæði laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Verður ekki séð að nein sérákvæði í lögum setji sjóðnum annan ramma um starfsemina en gildir um lífeyrissjóði almennt. Er þessi staða sjóðsins ólík því sem við á um starfsemi Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, sem starfar á grundvelli sérstakra laga nr. 155/1998, um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, sbr. til hliðsjónar álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5018/2007. Verður að þessu virtu, og með hliðsjón af dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. í máli nr. 286/2007, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar gegn Soffíu Zophaníasdóttur, að byggja á því að Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar falli ekki undir ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna. Þá verður ekki séð að sjóðnum sé falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig til hliðsjónar fyrrnefndan dóm Hæstaréttar.</p> <p>Með vísan til framangreinds fellur Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laganna, og ber því að vísa kæru máls þessa frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru [A] á hendur Eftirlaunasjóði starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                             Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
B-442/2012. Úrskurður frá 10. ágúst 2012. | Kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurðar A-442/2012 frá 5. júlí 2012 hafnað. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 10. ágúst 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. B-442/2012: </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Þann 20. apríl 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli nr. A-418/2012 í tilefni af kæru [A] hdl., f.h. [B] ehf., vegna þeirrar ákvörðunar Landspítala að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum.</p> <p>Með ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem tekin var hinn 5. júlí 2012 var tilgreindur úrskurður frá 20. apríl 2012 í máli nr. A-418/2012 afturkallaður á grundvelli 2. tölul. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p>Sama dag kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál því upp nýjan úrskurð í tilefni af umræddri kæru, úrskurð nr. A-442/2012.</p> <p>Í úrskurðarorði úrskurðar nr. A-442/2012 segir svo: „Staðfesta ber synjun Landspítala á því að afhenda kæranda, [A] héraðsdómslögmanni, fyrir hönd [B] ehf., eftirtalin gögn:</p> <p>(1) Tölvupóstur frá [...], starfsmanni [C] ehf., til [...], starfsmanns Landspítala, dags. 14. október 2011, tímasettan 17.58, og tveimur fylgigögnum hans.<br /> (2) Tölvupóstur frá [...], starfsmanni Landspítala, til [...], starfsmanns [D] hf., dags. 6. ágúst 2010, tímasettur 15.54.<br /> (3) Tölvupóstur frá [...] til [...], dags. 9. ágúst 2010, tímasettur 14.58.<br /> (4) Tölvupóstur frá [...] til [...], dags. 14. október 2010, tímasettur 16.03.<br /> (5) Tölvupóstur frá [...], til annarra starfsmanna Landspítala, dags. 13. október 2010, tímasettur 08.44.<br /> (6) Ttölvupóstur frá [...], dags. 15. október 2010, tímasettur 12.40<br /> (7) Tölvupóstur frá [...], dags. 19. október 2010, tímasettur 2.39.</p> <p>Landspítala ber að afhenda kæranda tölvupóst frá [...], starfsmanni [C] ehf., til [...], starfsmanns Landspítala, dags. 20. október 2011, tímasettan 14.54, að því undanskildu að afmá ber að fullu fyrsta dálkinn í töflu sem fylgir póstinum og inniheldur upplýsingar  um vörunúmer umræddra vara hjá viðskiptaaðila [C] ehf., sbr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Jafnframt ber að afhenda kæranda tölvupóst frá [...], starfsmanni [D] hf. til [...] starfsmanns Landspítala, dags. 6. júlí 2010, tímasettan 16.39, að því undanskildu að ekki skal afhenda fylgiskjal (viðhengi) sem fylgdi þeim tölvupósti. Þá ber að afhenda kæranda tölvupóst frá [...] til [...], dags. 9. ágúst 2010, tímasettan 16.12, að því undanskildu að ekki skal afhenda fylgiskjal (viðhengi) sem fylgdi tölvupóstinum.</p> <p>Að öðru leyti ber Landspítala að afhenda kæranda, [A], fyrir hönd [B] ehf., afrit af þeim gögnum sem tilgreind eru í töluliðum 1. til og með 3 í undirkafla 4 í niðurstöðum úrskurðar þessa.“</p> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 9. júlí, krafðist Rúnar Þór Jónsson  þess fyrir hönd Landspítala að nefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðar nr. A-442/2012 svo unnt væri að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum. Í bréfinu eru færð eftirfarandi rök fyrir beiðninni: Í fyrsta lagi er í erindinu vísað til þess að [C] ehf. og [D] hf. hafi ekki fengið fullnægjandi tækifæri til þess að gæta réttar síns og koma fram sínum sjónarmiðum áður en nýr úrskurður var kveðinn upp. Bent er á að rökstuðningur aðilanna vegna kröfu um frestun réttaráhrifa fyrri úrskurðar feli ekki í sér öll þau sjónarmið sem fyrirtækin vildu koma á framfæri vegna nýs úrskurðar.</p> <p>Í öðru lagi kemur fram að Landspítalinn líti svo á að hluti af þeim gögnum sem veittur sé aðgangur að með úrskurði nr. A-442/2012 séu vinnugögn sem falli undir undanþáguákvæði í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Landspítalinn telur jafnframt að meðal þeirra gagna sem afhent voru úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi verið gögn sem voru umfram það sem krefjast mátti af  spítalanum vegna málsins. Landspítalinn telur það verulegt umhugsunarefni að spítalanum sé síðan með úrskurði nefndarinnar gert að afhenda gögn sem e.t.v. áttu aldrei erindi inn í málið sjálft.</p> <p>Í þriðja lagi er bent á að í úrskurðinum sé að finna innbyrðis ósamræmi í ákvörðun nefndarinnar um aðgang að gögnum. Landspítalanum sé gert að afmá vörunúmer sem þó komi fram í öðrum tölvupóstum sem spítalanum sé gert að afhenda án yfirstrikunar. Að lokum bendir Landspítalinn á að yfirstrikun vörunúmera hafi litla þýðingu. Upplýsingar sem varði viðskiptasambönd og viðskiptahagsmuni sem leynt eigi að fara megi finna annars staðar í hinum umdeildu gögnum. Þetta hefðu aðilar sem hlut eigi að máli getað upplýst nefndina nánar um hefðu þeir fengið tækifæri til.</p> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 9. júlí, krafðist [F] lögfræðingur þess fyrir hönd [C] ehf., að fallist yrði á kröfu Landspítala um frestun á réttaráhrifum úrskurðar nr. A-442/2012. Þá er einnig sett fram sú krafa að verði ekki fallist á frestun réttaráhrifa, verði umræddur úrskurður afturkallaður að eigin frumkvæði nefndarinnar.</p> <p>Í erindinu kemur fram að ekki sé talið að úrskurðarnefndin hafi gengið nægilega langt í að vernda viðkvæmar upplýsingar sem geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni [C] ehf. Miðað við eðli gagnanna sé ljóst að hagsmunir [C] ehf. af því að gögnunum sé haldið leyndum vegi þyngra en hagsmunir [B] ehf. af því að fá gögnin afhent. Þá er í þessu sambandi vísað til 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Krafan um frestun réttaráhrifa á grundvelli 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er rökstudd með vísan til þess að hér sé um að ræða mikilvæga hagsmuni einkaaðila sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti ef veittur yrði aðgangur að umræddum upplýsingum, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum.</p> <p>Verði krafa um frestun réttaráhrifa á grundvelli 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 ekki tekin til greina krefst umboðsmaður [C] ehf. þess að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og meginreglum stjórnsýsluréttar, sbr. 3. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 29. gr. stjórnsýslulaga.</p> <h3><br /> Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 10. júlí 2012, var [A], f.h. [B] ehf., sem aðila að úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-442/2012, kynntar framkomnar kröfur Landspítala um frestun réttaráhrifa. Einnig voru honum kynnt sjónarmið [C] ehf.</p> <p>Með bréfi, dags. 10. júlí 2012, var [E], lögmanni [D] hf., einnig kynnt framkomin krafa um frestun á réttaráhrifum. Með tölvupósti til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 11. júlí, krafðist [E] þess fyrir hönd [D] hf. að fallist yrði á framkomna kröfu Landspítalans um frestun réttaráhrifa úrskurðar nr. A-442/2012.</p> <p>Svör [A], f.h. [B] ehf., í tilefni af kröfu Landspítalans bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 26. júlí 2012. Er þar m.a. bent á að þau sjónarmið sem Landspítalinn byggi kröfu sína um frestun réttaráhrifa á hefði hann getað reifað áður við meðferð málsins. Telur hann að þetta tómlæti af hálfu kæranda ætti að koma í veg fyrir beitingu undanþágureglu 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>[B] ehf. mótmælir kröfunni enn fremur með þeim röksemdum að bæði fyrirtækin er málið varði hafi haft tækifæri til þess að útskýra sín sjónarmið og málsástæður fyrir úrskurðarnefndinni. Þá telur kærandi að þar sem kærði hafi ekki vísað til þess að um vinnuskjöl væri að ræða í athugasemdum sínum við kæruna, sé ótækt að byggja á því nú.</p> <p>Varðandi bréf [F], f.h. [C] ehf., vísar kærandi til þess að skv. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 séu það eingöngu stjórnvöld sem geti gert kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurða nefndarinnar. Þá telur kærandi jafnframt að krafa um frestun réttaráhrifa í þessu tilviki verði heldur ekki byggð á 2. mgr. 29. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem 18. gr. upplýsingalaga sé sérregla sem gangi framar hinni almennu heimild í stjórnsýslulögum. Þar að auki eigi reglan ekki við þar sem efnisúrskurður hafi verið kveðinn upp í málinu.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið gögn málsins og þau rök sem fram hafa verið færð undir meðferð þess. Nefndin telur að í málinu liggi fyrir nægar upplýsingar til þess að hún geti tekið afstöðu til þess hvort lagaskilyrði séu til frestunar réttaráhrifa úrskurðar nr. A-442/2012.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti, að kröfu stjórnvalds, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Krafa þess efnis skal gerð eigi síðar en þremur dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests. </p> <p>Í athugasemdum við umrædda grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir m.a. svo: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðum A-78/1999C, A-117/2001B, A-233/2006B, A-277/2008B, A-328B/2010 og B-438/2012 lagt til grundvallar að með 18. gr. upplýsingalaga hafi fyrst og fremst verið höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum.</p> <p>Í úrskurði nefndarinnar í máli A-442/2012 var komist að þeirri niðurstöðu að Landspítali hafi ekki sýnt fram á að ef kæranda yrði veittur aðgangur að gögnum sem hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan, sbr. 9. gr. upplýsingalaga, geti það eitt og sér skaðað samkeppnisstöðu Landspítala eða hagsmuni viðskiptamanna spítalans, í samkeppni við kæranda.  Í umræddum úrskurði nefndarinnar var þó að hluta fallist á takmörkun á aðgangi að gögnum sem varða [C] ehf. og [D] hf., með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti taldi nefndin að ekki væri um að ræða upplýsingar sem varði atvinnu, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál, viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu fyrirtækjanna sem valdi þar með samningsaðilum tjóni.</p> <p>Í bréfi Landspítala var bent á að vörunúmer sem spítalanum var gert að afmá í einum tölvupósti kæmi fram í öðrum tölvupóstum sem bar að veita kæranda aðgang að. Landspítalinn taldi því að í ákvörðun nefndarinnar væri að finna innbyrðis ósamræmi.</p> <p>Úrskurðarnefndan komst að þeirri efnislegu niðurstöðu í úrskurði í máli nr. A-442/2012, að ekki skyldi afhenda upplýsingar sem teldust nógu nákvæmar til að vitneskja um þær gæti mögulega skaðað viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja. Því var hafnað beiðni um aðgang að þeim tölvupóstsamskiptum, eða hlutum þeirra, sem innihaldi beinar tilvísanir til þess fyrirtækis sem [C] ehf. kaupir vörur sínar af, eða lýsi viðskiptum eða viðskiptaskilmálum með beinum hætti.</p> <p>Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar frá 5. júlí sl. Ber því að hafna kröfu Landspítala þar að lútandi.</p> <p>Nefndin sér ekki ástæðu til þess að afturkalla úrskurðinn að eigin frumkvæði, sbr. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, enda bendi ekkert til þess að úrskurðurinn sé haldinn svo verulegum annmarka að hann sé ógildanlegur að lögum.</p> <p>Þá verður réttaráhrifum úrskurðar í máli nr. 442/2012 ekki frestað með vísan til 2. mgr. 29. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem reglan á einungis við um ákvörðun lægra setts stjórnvalds sem hefur verið kærð til æðra stjórnvalds.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kröfu Landspítala, um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar, sbr. 18. gr. upplýsingalaga, í máli nr. A-442/2012, frá 5. júlí 2012, er hafnað.</p> <p>Kröfu [C] ehf. um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar, sbr. 2. mgr. 29. gr. stjórnsýslulaga, í máli nr. A-442/2012, frá 5. júlí 2012, er hafnað.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br /> Sigurveig Jónsdóttir                                                                                       Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-434/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012 | Kærð var synjun Flugmálastjórnar Íslands á beiðni um aðgang að gögnum. Aðild að stjórnsýslumáli. Hluti af gögnun ekki fyrirliggjandi hjá Flugmálastjórn Íslands. Samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Aðgangur veittur að hluta. Frávísun að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 28. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-434/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>1.<br /> Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 23. nóvember 2011,  [A], fyrir hönd [B], synjun Flugmálastjórnar Íslands, dags. 31. október sama ár, á beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p>Í kæru málsins kemur fram að [B] hafi kært til innanríkisráðuneytisins þá ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands, dags. 12. september 2011, að svipta vél félagsins [B] lofthæfi. Með bréfi, dags. 11. október, hafi [B] óskað þess við Flugmálastjórn að félaginu yrðu afhent tiltekin gögn sem það hafi talið geta gagnast við frekari rökstuðning í kærumálinu. Segir í kærunni að í svari Flugmálastjórnar Íslands, dags. 31. október, við umræddri gagnabeiðni sé í langflestum tilvikum synjað um aðgang að gögnum. Séu þær synjanir „hér með kærðar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.“</p> <p>Framangreind gagnabeiðni kæranda, dags. 11. október, sem beint var til Flugmálastjórnar Íslands er svohljóðandi:</p> <p>„Á grundvelli upplýsingaréttar 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, er hér með farið fram á afrit af eftirfarandi upplýsingum og gögnum í fórum Flugmálastjórnar Íslands:</p> <p>1. Upplýsingar um lagastoðir og reglur tengdar svokölluðum ACAM skoðunum sem Flugmálastjórn framkvæmir nú þegar á loftförum aðildarfélaga umbj.m:<br /> a. Farið er fram á afrit af vinnureglum um hvernig ACAM skoðanir skuli framkvæmdar.<br /> b. Sérstaklega er farið fram á upplýsingar um hvernig starfsmenn Flugmálastjórnar meta hvort atvik skuli flokkast sem alvarleg (level 1 eða level 2).<br /> c. Krafist er upplýsinga um hvaða réttindi og þekking sé tilskilin af hálfu skoðunarmanna sem framkvæma ACAM skoðanir f.h. Flugmálastjórnar.<br /> d. Farið er fram á upplýsingar um hvaða starfsmenn Flugmálastjórnar hafi réttindi til að framkvæma ACAM skoðanir, og með hvaða hætti þau réttindi voru áunnin.<br /> e. Þá er óskað eftir afritum af fundargerðum Flugmálastjórnar frá fundum þar sem fjallað var um ACAM skoðanir á Íslandi og framkvæmd þeirra.<br /> 2. Farið er fram á afrit af áætlunum Flugmálastjórnar um fyrirhugaðar ACAM skoðanir fyrir árið 2011.<br /> a. Farið er fram á afrit af upphaflegri áætlun um úrtaksskoðanir sem gerð var í byrjun árs.<br /> b. Farið er fram á afrit af öllum breytingum á fyrrgreindri áætlun sem gerðar voru á árinu, ásamt skýringum fyrir þeim.<br /> c. Þá er farið fram á upplýsingar um hversu margar athugasemdir hafi verið gerðar í kjölfar ACAM skoðana það sem af er árs, og í hvaða flokk þær hafi fallið.<br /> d. Að lokum er óskað eftir upplýsingum um heildarfjölda loftfara sem falla undir ACAM skoðanir Flugmálastjórnar, ásamt flokkun loftfaranna eftir því hvort um sé að ræða notkun í atvinnuflugi eða almannaflugi.<br /> 3. Farið er fram á afrit af athugasemdum í kjölfar svokallaðrar ICAO úttektar.<br /> 4. Farið er fram á afrit af heildarniðurstöðum úttektar Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) á flugmálum á Íslandi sem gerð var sl. vor. Ef niðurstöður hafa ekki borist er óskað eftir upplýsingum um hvenær þeirra sé að vænta.<br /> 5. Þá er farið fram á upplýsingar um lagastoð fyrir banni við hlutdeild flugfarþega í rekstrarkostnaði vegna véla sem falla undir almannaflug.<br /> 6. Loks er óskað eftir eftirfarandi almennum tölfræðilegum upplýsingum um loftför á Íslandi:<br /> a. Hvað eru skráð mörg almannaloftför á Íslandi sem falla undir EASA reglurnar (Annex I)?<br /> b. Hve mörg EASA almannaloftför hafa nú gilt lofthæfisvottorð?<br /> c. Hve mörg EASA almannaloftför höfðu gilt lofthæfisvottorð 31. des 2010?<br /> d. Hve mörg EASA almannaloftför höfðu gilt lofthæfisvottorð 31. des 2009?<br /> e. Hvað voru skráð mörg almannaloftför á Íslandi sem falla undir EASA reglurnar 31. des. 2010?<br /> f. Hvað voru skráð mörg Annex II og heimasmíðuð loftför á Íslandi þann 31. des. 2010? Og hve mörg þeirra höfðu gilt lofthæfisvottorð?<br /> g. Hvað voru skráð mörg atvinnuloftför á Íslandi þann 31. des. 2010? Og hve mörg af þeim voru með gilt lofthæfisvottorð?“</p> <p>Í svari Flugmálastjórnar Íslands, dags. 31. október 2011, segir m.a. svo:</p> <p>„1. liður beiðni – upplýsingar um lagastoðir og reglur<br /> Afhent er afrit umsagna Flugmálastjórnar Íslands vegna stjórnsýslukæru [B] til innanríkisráðuneytisins, dags. 12. september. Umsagnir stofnunarinnar eru frá 26. september sl. og 14. október sl. (fskj. 1). Er þar að finna upplýsingar um lagastoð og reglur tengdar ACAM skoðunum.</p> <p>a) Synjað er um aðgang. Um er að ræða vinnuskjal í skilningi 3. töluliðar 4. gr. upplýsingalaga, en skjalið er unnið af starfsmönnum FMS til eigin afnota. Um er að ræða innri vinnuleiðbeiningar stofnunarinnar er varða ekki ákvarðanir í máli.</p> <p>b) Ekki er um að ræða upplýsingar í fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Bent skal á að ekki er talað um atvik í þessu samhengi heldur um frávik frá kröfum. Öll frávik eru annaðhvort stig 1 (level 1) eða stig 2 (level 2). Þó skal vísa til þess að um mat og flokkun um alvarleika frávika er fjallað um í reglugerð 206/29007 grein M.A.905 og grein M.B.903 og styðjast starfsmenn Flugmálastjórnar við þær reglur í starfi sínu.</p> <p>c) Ekki er um að ræða upplýsingar í fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þó skal vísa til þess að um kröfur til skoðunarmanna er fjallað í reglugerð nr. 206/2007 grein M.B.102(c).</p> <p>d) Ekki er um að ræða upplýsingar í fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Eftirlitsmenn lofthæfisdeildar FMS hafa allir nema einn, sem hefur stystan starfsaldur eins og er, tilskilda heimild til að framkvæma ACAM skoðanir og hafa þeir viðeigandi menntun, reynslu og þjálfun samkvæmt M.B.102(c).</p> <p>e) Ákvæði 1. og 2. mgr. laga nr. 100/2006 um Flugmálastjórn Íslands um þagnarskyldu starfsmanna hindra afhendingu gagna er varða eftirlitsskylda aðila. Jafnframt á 3. töluliður 4. gr. upplýsingalaga við. Þær fundargerðir sem hugsanlega eru ritaðar vegna funda einstakra deilda Flugmálastjórnar án nánari tilgreiningar, og óskað er eftir aðgangi að, hafa ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls heldur er þar greint frá því sem fram fór á innanhússfundum starfsmanna Flugmálastjórnar almennt, um skoðanir á loftförum og önnur tilfallandi málefni. Synjað er um aðgan að umbeðnum gögnum.</p> <p>2. liður beiðni – áætlanir Flugmálastjórnar, fjöldi athugasemda, fjöldi og flokkun loftfara<br /> a) og b) Beiðni snýr að aðgangi að vinnuskjali, sem fellur undir 1. og 2. mgr. 7. gr .laga 100/2006 og 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, en skjalið er unnið af starfsmönnum FMS til eigin afnota. Um er að ræða vinnuáætlun Flugmálastjórnar og eru þar engin rök ákvarðana í máli. Flugmálastjórn sér því þó ekkert til fyrirstöðu að [B] sé veittur aðgangur að hluta skjals, þ.e. þeim upplýsingum sem snúa að [B] sjálfu og koma ekki í veg fyrir það að FMS geti rækt eftirlitsskyldur sínar samkvæmt lögum um stofnunina, nr. 100/2006 og lögum um loftferðir nr. 60/1998 (sjá fskj. 2). Takmarkaður aðgangur er nauðsynlegur í samræmi við 7. gr. laga nr. 100/2006, jafnframt er brýnt að eftirlitsskyldir aðilar fái ekki upplýsingar um hvaða loftför muni sæta skoðun skv. áætlun. Jafnframt væri óeðlilegt að [B], eða annar eftirlitsskyldur aðili, fái upplýsingar er varða úttektir á öðrum aðilum. Varðandi skýringar á breytingum á skoðunaráætlunum er vísað til umsagnar Flugmálastjórnar Íslands vegna stjórnsýslukæru [B] til innanríkisráðuneytisins frá 12. september sl., sbr. liður 1. Þó má ítreka að eitt loftfar, TF-STD var á áætlun að skoða frá 2010 en náðist ekki að fara yfir þá. Var þá loftfarið TF-SAA tekið inn á skoðunaráætlun í staðinn. Hitt loftfarið á skoðunaráætlun var TF-SAX.</p> <p>c) Ekki er um að ræða upplýsingar í fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Er FMS ekki skylt að útbúa ný skjöl eða gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti eiga 1. og 2. mgr .7. gr. laga nr. 100/2006 við.</p> <p>d) Ekki er um að ræða upplýsingar í fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Er FMS ekki skylt að útbúa ný skjöl eða gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um heildarfjölda loftfara á loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands eru aðgengilegar á heimasíðu Flugmálastjórnar, <a href="http://www.caa.is">www.caa.is</a>. Jafnframt er verið að vinna í svörun á lið 6 beiðninnar.</p> <p>3. liður beiðni – niðurstöður ICAO úttektar<br /> Gögn vegna niðurstöðu ICAO úttektar haustið 2010 hafa verið birtar á heimasíðu Flugmálastjórnar, <a href="http://www.caa.is">www.caa.is</a>, og eru þar aðgengilegar.</p> <p>4. liður beiðni – niðurstöður EASA úttektar<br /> Um er að ræða skýrslu frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) sem samkvæmt reglugerð nr. 966/2007 og falla undir 1. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006 og ber að fara leynt. Synjað er um aðgang að þessum gögnum. Þegar úrvinnslu niðurstaðna er lokið verða upplýsingar um úttektina birtar á heimasíðu stofnunarinnar að teknu tilliti til ofangreindra ákvæða.</p> <p>5. liður beiðni – hlutdeild flugfarþega í rekstrarkostnaði<br /> Kostnaðarskipting og þátttaka farþega í greiðslu kostnaðar í flugi loftfars felur í sér rekstur þess og er því leyfisskyld starfsemi sem fellur undir IX. kafla laga nr. 60/1998 um loftferðir. Ekki er fjallað sérstaklega um þátttöku farþega í kostnaði í almannaflugi. Hins vegar má ljóst vera að greiði farþegi fyrir flutning með loftfari er um flutningaflug að ræða og um slíkan flugrekstur gildir m.a. reglugerð nr. 1263/2008. Í reglugerð nr. 786/2010 er flutningaflug skilgreint sem „starfræksla loftfars sem felur í sér flutning á farþegum, vörum eða pósti gegn gjaldi“.</p> <p>6. liður beiðni – tölfræðiupplýsingar<br /> Að því leyti sem umbeðnar upplýsingar er að finna í fyrirliggjandi gögnum hjá FMS, sbr. 3. gr. upplýsingalaga, er fallist á beiðni og verða þau svör send [C] lögmannsstofu þegar yfirferð upplýsingagagna er lokið. Jafnframt er vísað í loftfaraskrá á heimasíðu Flugmálastjórnar <a href="http://www.caa.is">www.caa.is</a>.“</p> <p>2.<br /> Með vísan til framangreinds, og nánari rökstuðnings kæranda sem fram kemur í kæru málsins, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að kæruefni málsins beri að afmarka með þeim hætti að kærð sé afgreiðsla Flugmálastjórnar á töluliðum 1, 2, 4 og 6 í beiðni kæranda um gögn og upplýsingar, dags. 11. október 2011.</p> <p>3.<br /> Í kæru málsins kemur fram að annar umbjóðandi þess lögmanns sem fer með mál þetta fyrir hönd kæranda hafi lagt fram sambærilega beiðni um aðgang að gögnum hjá Flugmálastjórn, dags. 30. september 2011.</p> <p>Í svari við því erindi frá Flugmálastjórn, dags. 11. október, kemur fram að þar sem „[D] er ekki aðili að fyrirliggjandi máli hjá stofnuninni skv. 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þá [muni] erindinu verða svarað við fyrstu hentugleika. Líklega [verði] svigrúm til að svara í fyrrihluta nóvembermánaðar.“</p> <p>Í svari Flugmálastjórnar til [B], dags. 31. október 2011, vegna beiðni þess aðila um aðgang að gögnum kemur síðan fram að þar sem „svör Flugmálastjórnar (FMS) eru eins að öllu leyti fyrir atriði sem fram koma í beiðni [D] [sé] litið svo á að erindi stofnunarinnar svari einnig erindi [D], dags. 30. september 2011.“</p> <p>Í kæru máls þessa eru gerðar almennar athugasemdir við þá afstöðu Flugmálastjórnar að stofnunin sé ekki bundin af stjórnsýslulögum. Í kærunni segir svo um þetta atriði:</p> <p>„Þó má Flugmálastjórn hafa verið ljóst eðli máls samkvæmt að gagnabeiðnin tengdist stjórnsýslukæru umbj.m. enda er sú kæra sérstaklega tilgreind í svari yfirmanns stjórnsýslusviðs sem ástæða fyrir miklum önnum Flugmálastjórnar. Virðist felast í afstöðu Flugmálastjórnar að ekki þurfi að taka tillit til reglna stjórnsýsluréttarins þegar um regnhlífafélag er að ræða sem hefur það hlutverk að sinna hagsmunagæslu fyrir aðildarfélög sín. Er sú túlkun óþarflega þröng að mati umbj.m. sem hefur þegar óskað eftir að innanríkisráðuneytið endurskoði þá afstöðu Flugmálastjórnar sem og aðra þætti er lúta að viðbrögðum Flugmálastjórnar við fyrrgreindri gagnabeiðni [D] og [B]. Er hér með farið fram á að úrskurðarnefnd upplýsingamála geri slíkt hið sama.“</p> <p>Af framangreindu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að hún telur að kæra málsins sé afmörkuð með þeim hætti að líta verði svo á að hún sé lögð fram fyrir hönd [B]. Í kærunni kemur ekki fram að hún sé lögð fram fyrir hönd [D] vegna afgreiðslu Flugmálastjórnar Íslands á upplýsingabeiðni félagsins frá 30. september 2011. Athugasemdir lögmanns kæranda verða í þessu ljósi einvörðungu skildar svo að hann óski þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki afstöðu til þess hvort sú afstaða Flugmálastjórnar sé rétt að [D] sé ekki aðili að stjórnsýslumáli hjá stofnuninni, sbr. áður tilvitnuð svör Flugmálastjórnar til lögmannsins, dags. 11. október 2011.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 28. nóvember 2011, var kæra málsins send Flugmálastjórn Íslands. Stofnuninni var veittur frestur til 7. desember til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir synjuninni. Fresturinn var framlengdur til 14. desember að ósk kærða. Úrskurðarnefndin óskaði jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p>Umsögn Flugmálastjórnar barst með bréfi, dags. 14. desember. Þar kemur í fyrsta lagi fram að ágreiningur milli sömu aðila, þar sem byggt er á sömu sjónarmiðum á grundvelli aðgangs að gögnum samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993, sé til meðferðar hjá innanríkisráðuneytinu. Flugmálastjórn líti svo á að krafa kæranda samkvæmt stjórnsýslulögum gangi lengra og tæmi kæruleið sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í umsögn Flugmálastjórnar eru staðfestar þær röksemdir fyrir synjun aðgangs að gögnum sem fram komu í ákvörðun stofnunarinnar 31. október 2011.</p> <p>Með bréfi dags. 28. nóvember 2011 framsendi innanríkisráðuneytið úrskurðarnefnd um upplýsingamál, með tilvísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, kæru [B], dags. 15. nóvember, vegna synjunar Flugmálastjórnar um afhendingu gagna. Bréfinu fylgdi afrit af bréfi ráðuneytisins til lögmanns [B] dags. sama dag. Í bréfinu segir eftirfarandi: „Ráðuneytið vísar til erindis yðar frá 15. nóvember sl. þar sem kærð er synjun Flugmálastjórnar um afhendingu gagna. Hvað varðar tilvísun yðar til 19. gr. stjórnsýslulaga telur ráðuneytið ljóst að kæruheimildin samkvæmt 2. mgr. nái aðeins til gagna máls sbr. ákvæði 1. mgr. 19. gr. Gögn málsins hafa borist ráðuneytinu og voru send yður þann 19. október sl. Hin umbeðnu gögn eru ekki þar á meðal og teljast því ekki til gagna máls í skilningi 1. mgr. 19. gr. stjórnsýslulaga enda verður ekki á þeim byggt við úrlausn máls þess sem er til meðferðar hjá ráðuneytinu.“</p> <p>Með bréfi, dags. 4. maí 2012, var umsögn Flugmálastjórnar Íslands send kæranda. Athugasemdir hans vegna hennar bárust með bréfi, dags. 9. maí 2012.</p> <p>Með bréfi, dags. 22. júní 2012, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að Flugmálastjórn Íslands afhenti nefndinni frekari gögn samkvæmt ósk hennar sem send var Flugmálastjórn þann sama dag. Þau gögn sem um ræðir eru annars vegar vinnureglur Flugmálastjórnar, sbr. a-lið 1. töluliðar í beiðni kæranda um aðgang að gögnum hjá Flugmálastjórn, dags. 11. október 2011. Hins vegar afrit af skýrslum Flugöryggisstofnunar Evrópu um úttekt á Flugöryggisstofnun Íslands, sbr. lið 4 í umræddri beiðni kæranda um gögn. Við þeirri beiðni var orðið samdægurs.</p> <p>Jafnframt sendi Flugmálastjórn úrskurðarnefndinni athugasemdir vegna kærumálsins, dags. 26. júní 2012. Í þeim kemur fram að stofnunin leggi áherslu á að niðurstöður úttektar Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) á flugmálum á Íslandi verði ekki afhentar kæranda. Er í bréfinu bent á að úttektir EASA beinist að Flugmálastjórn Íslands en einnig þeim aðilum sem stofnunin hafi eftirlit með, hvað varði frammistöðu eftirlits Flugmálastjórnar. Niðurstöður hinnar umbeðnu úttektar frá í apríl 2011 hafi því að geyma m.a. upplýsingar um frávik sem komu fram við skoðun EASA hjá þessum aðilum. Þá telur Flugmálastjórn að framangreind úttektarskýrsla falli undir 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Er vísað til þess að aðgangur að gögnum hjá Flugöryggisstofnuninni lúti ákvæðum reglugerðar (EB) nr. 1049/2001, um aðgang almennings að gögnum frá Evrópuþinginu, ráðinu og framkvæmdastjórninni. Í 4. gr. þeirrar reglugerðar segi að stofnanir skuli hafna aðgangi að gögnum í þeim tilvikum sem birting þeirra myndi grafa undan vernd á tilgangi skoðana, rannsókna og úttekta nema um sé að ræða brýna almannahagsmuni.</p> <p>Þar sem þær athugasemdir vörðuðu aðeins lagaatriði taldi nefndin ekki þörf á að veita kæranda andmælarétt vegna þeirra, samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>1.<br /> Kæruefni málsins hefur verið afmarkað hér að framan. Eins og þar kemur fram hefur annars vegar verið kærð synjun Flugmálastjórnar Íslands, dags. 31. október 2011, á beiðnum kæranda um gögn og upplýsingar sem fram koma í töluliðum 1, 2, 4 og 6 í beiðni hans, dags.  11. október 2011.</p> <p>Þá hefur lögmaður kæranda í kæru málsins sett fram athugasemdir við málsmeðferð Flugmálastjórnar Íslands sem verður að skilja svo að óskað sé eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki afstöðu til þess hvort sú afstaða Flugmálastjórnar sé rétt að [D] sé ekki aðili að stjórnsýslumáli hjá stofnuninni, sbr. svör Flugmálastjórnar til lögmannsins, dags. 11. október 2011.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir samkvæmt ákvæðinu um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum.</p> <p>Athugasemdir lögmanns kæranda sem lúta að aðild [D] að stjórnsýslumáli til meðferðar hjá Flugmálastjórn Íslands falla ekki undir þessa kæruheimild. Þeim þætti málsins ber því að vísa frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>2.<br /> Í athugasemdum Flugmálastjórnar Íslands, dags. 14. desember 2011, kemur fram að ágreiningur milli Flugmálastjórnar og kæranda um aðgang að gögnum hafi einnig verið kærður til innanríkisráðuneytisins á grundvelli 19. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem byggt sé á því af hálfu kæranda að hann eigi rétt til umbeðinna gagna samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaganna. Telur Flugmálastjórn að krafa kæranda samkvæmt stjórnsýslulögum gangi framar kærurétti samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Með bréfi frá innanríkisráðuneytinu, dags. 28. nóvember 2011, var framangreint kæruefni framsent úrskurðarnefnd um upplýsingamál til afgreiðslu samkvæmt 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Byggðist framsending málsins á því að hin umbeðnu gögn væru ekki meðal gagna máls í skilningi stjórnsýslulaganna. Um rétt til aðgangs að þeim færi því ekki eftir þeim lögum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau gögn sem kæra málsins lýtur að. Jafnframt hefur hún litið til þess hvernig beiðni kæranda um aðgang að gögnum, sem hér er til úrlausnar er afmörkuð. Ekkert liggur fyrir um að þessi gögn séu beinlínis hluti máls sem kærandi á aðild að og er eða hefur verið til meðferðar hjá Flugmálastjórn Íslands og fellur undir stjórnsýslulög nr. 37/1993. Innanríkisráðuneytið hefur í ákvörðun sinni um að framsenda málið úrskurðarnefnd um upplýsingamál fullyrt að svo sé ekki. Um rétt kæranda til aðgangs að hinum umbeðnu gögnum fer því eftir 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í þessu ljósi verður afgreiðsla Flugmálastjórnar, dags. 31. október 2011, á beiðni kæranda um aðgang að gögnum, dags.  11. sama mánaðar, tekin til úrskurðar.</p> <p>3.<br /> Töluliður númer eitt í beiðni kæranda um aðgang að gögnum skiptist í fimm stafliði, sbr. nánari afmörkun framar í úrskurði þessum.</p> <p>Í staflið a) í tölulið eitt í beiðni kæranda er óskað afrits af vinnureglum um það hvernig ACAM skoðanir skuli framkvæmdar. Þann 22. júní 2012 afhenti Flugmálastjórn Íslands úrskurðarnefndinni afrit af þessum vinnureglum. Þær eru dagsettar 19. janúar 2011 og bera yfirskriftina „FM-3.3211. Aircraft Continuing Airworthiness Monitoring (ACAM)“.</p> <p>Flugmálastjórn Íslands byggir synjun á aðgangi að umræddum vinnureglum á því að um sé að ræða vinnuskjal sem undanþegið sé aðgangi að gögnum samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Í því ákvæði laganna kemur fram að heimilt sé að takmarka rétt almennings til aðgangs að gögnum ef um er að ræða vinnuskjöl sem stjórnvöld hafa ritað til eigin afnota. Þó skuli veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá.</p> <p>Flugmálastjórn Íslands hefur í athugasemdum til úrskurðarnefndarinnar vísað til reglugerðar nr. 206/2007, um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði svo og laga nr. 100/2006 og laga nr. 60/1998, um lagagrundvöll þess eftirlits sem beiðni kæranda um aðgang að gögnum lýtur að. Í viðauka með fylgiskjali I sem birt er með reglugerðinni í Stjórnartíðindum kemur fram í grein M.B.102 að lögbært yfirvald samkvæmt viðaukanum skuli koma á skráðum verklagsreglum og stjórnskipulagi þar sem tilgreina skuli hvernig uppfylla skuli skilyrðin í viðkomandi hluta reglnanna.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að umræddar verklagsreglur um framkvæmd svonefndra ACAM skoðana falli undir framangreint ákvæði nr. M.B.102 í fylgiskjali með reglugerð nr. 207/2007. Samþykkt slíkra verklagsreglna telst vera tiltekið mál í skilningi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Verklagsreglurnar sem slíkar lýsa þeirri ákvörðun sem tekin var af hálfu stofnunarinnar í samræmi við skyldu samkvæmt tilvitnuðu ákvæði í fylgiskjali sem birt er með reglugerð nr. 206/2007.</p> <p>Synjun á aðgangi að umbeðnu skjali hefur ekki verið rökstudd með öðru en tilvísun til þess að um vinnuskjal sé að ræða. Skjalið felur í sér sérstaka ákvörðun Flugmálastjórnar Íslands en er ekki undirbúningsskjal að slíkri ákvörðun. Flugmálastjórn Íslands ber í framangreindu ljósi að afhenda kæranda umrætt skjal.</p> <p>4.<br /> Í b-lið 1. töluliðar í beiðni kæranda um aðgang að gögnum er farið fram á upplýsingar um „hvernig starfsmenn Flugmálastjórnar meta hvort atvik skuli flokkast sem alvarleg (level 1 eða level 2). Flugmálastjórn byggir synjun á aðgangi að þessum upplýsingum á því að umbeðnar upplýsingar hafi ekki verið til í fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál. Um grundvöll ákvarðana að þessu leyti er hins vegar af hálfu stjórnvaldsins vísað til ákvæða í reglugerð nr. 206/2007, og viðeigandi ákvæða í fylgiskjali sem henni fylgdi og birt var í Stjórnartíðindum. Stofnunin hefur því veitt kæranda almennar upplýsingar um þær kröfur og reglur sem starfað er eftir við framkvæmd á því mati sem þessi þáttur upplýsingabeiðni hans lýtur að.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál. Í 1. mgr. 10. gr. sömu laga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, kemur fram að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Ennfremur geti hann óskað að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem það varða.</p> <p>Réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum er samkvæmt framangreindu afmarkaður við fyrirliggjandi gögn í tilgreindu máli. Ekki er á grundvelli upplýsingalaga hægt að krefjast almennra skýringa á stjórnsýsluframkvæmd eða almennra upplýsinga um slíka starfsemi. Eins og fram hefur komið í skýringum Flugmálastjórnar Íslands þá eru umræddar upplýsingar ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni í tilteknum gögnum fyrirliggjandi máls. Af þeirri ástæðu liggur ekki fyrir synjun stjórnvaldsins á að veita aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því að vísa þessum þætti málsins frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>5.<br /> Í c- og d- liðum 1. töluliðar í beiðni kæranda um aðgang að gögnum er krafist upplýsinga um það hvaða réttindi og þekking sé tilskilin af hálfu skoðunarmanna sem framkvæma ACAM skoðanir f.h. Flugmálastjórnar annars vegar og upplýsinga um hvaða starfsmenn Flugmálastjórnar hafi réttindi til að framkvæmda ACAM skoðanir hins vegar og með hvaða hætti þau réttindi hafi verið áunnin. Í ákvörðun Flugmálastjórnar, dags. 31. október 2011, er synjað um afhendingu þessara upplýsinga með vísan til þess að ekki sé um að ræða upplýsingar í fyrirliggjandi gögnum, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þar er þó vísað til þeirra krafna sem að þessu leyti eru gerðar í fylgiskjali með reglugerð nr. 206/2007, auk þess sem þar koma fram þær upplýsingar að allir starfsmenn stofnunarinnar nema einn, a.m.k. á þeim tíma sem svarið er gefið, hafi haft heimild til að framkvæmda svonefndar ACAM skoðanir á loftförum.</p> <p>Rétt er einnig að taka fram, þrátt fyrir að þess hafi ekki verið getið í skýringum Flugmálastjórnar til úrskurðarnefndarinnar, að samkvæmt c-lið í grein M.B.902 í viðauka með fylgiskjali við reglugerð nr. 206/2007 kemur fram að hið lögbæra yfirvald samkvæmt reglugerðinni skuli halda skrá yfir allt starfsfólk sem annast staðfestingu á lofthæfi, með upplýsingum um öll viðeigandi starfsréttindi ásamt samantekt á viðeigandi reynslu og þjálfun við stjórnun á áframhaldandi lofthæfi. Ekki verður annað séð af ákvæðum tilvitnaðrar reglugerðar en að þessar upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi. Flugmálastjórn hefur hins vegar lýst því yfir að þessar upplýsingar sé ekki að finna í fyrirliggjandi gögnum stjórnvaldsins.</p> <p>Eins og rakið hefur verið hér að framan í tölul. 4., er réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum afmarkaður við fyrirliggjandi gögn í tilgreindu máli. Ekki er á grundvelli upplýsingalaga hægt að krefjast almennra skýringa á stjórnsýsluframkvæmd eða almennra upplýsinga um slíka starfsemi. Ekki er heldur á grundvelli upplýsingalaga hægt að krefjast þess af stjórnvaldi að það taki saman tilteknar skrár, jafnvel þó að slík lagaskylda komi fram í öðrum lögum eða reglugerðum. Eins og fram hefur komið í skýringum Flugmálastjórnar Íslands þá eru umræddar upplýsingar ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni í tilteknum gögnum fyrirliggjandi máls. Af þeirri ástæðu liggur ekki fyrir synjun stjórnvaldsins á að veita aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því að vísa þessum þætti málsins frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>6.<br /> Í e-lið í 1. tölulið í beiðni kæranda um aðgang að gögnum er óskað eftir afhendingu afrita af fundargerðum Flugmálastjórnar Íslands frá fundum þar sem fjallað hafi verið um ACAM skoðanir á Íslandi og framkvæmd þeirra.</p> <p>Flugmálastjórn Íslands synjaði um afhendingu umbeðinna fundargerða. Í ákvörðun stofnunarinnar, dags. 31. október 2011, kemur m.a. fram að þær fundargerðir sem hugsanlega séu ritaðar vegna funda einstakra deilda Flugmálastjórnar, án nánari tilgreiningar, hafi ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls heldur sé þar greint frá því sem fram hafi farið á innanhúsfundum starfsmanna Flugmálastjórnar almennt. Byggir stofnunin á því að henni sé ekki skylt skv. 3. gr. upplýsingalaga að afhenda mögulegar fundargerðir. Um lagagrundvöll synjunarinnar er vísað til þagnarskyldu starfsmanna stofnunarinnar skv. lögum nr. 100/2006 og til þess að um sé að ræða vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingmál telur að í ákvörðun og röksemdum stofnunarinnar felist einnig tilvísun til þess að beiðnin sé ekki afmörkuð við ákveðna fundi eða fundargerðir sem ritaðar hafi verið við meðferð tiltekins máls.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 10. gr. sömu laga, er upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum afmarkaður við gögn tiltekinna mála. Af þessari ástæðu er stjórnvöldum ekki skylt, samkvæmt upplýsingalögum, að verða við beiðnum sem lúta að sambærilegum gögnum úr ótilgreindum fjölda mála. Beiðni kæranda er óafmörkuð að þessu leyti, þ.e. að hún felur í sér ósk um aðgang að öllum fundargerðum Flugmálastjórnar sem lúti að framkvæmd ACAM skoðana hér á landi.</p> <p>Með vísan til þessa ber að vísa frá úrskurðarnefndinni kæru málsins að þessu leyti.</p> <p>7.<br /> Í tölulið 2 í beiðni kæranda um aðgang að gögnum er óskað afrits af áætlunum Flugmálastjórnar um fyrirhugaðar ACAM skoðanir fyrir árið 2011. Í fjórum stafliðum, a-, b-, c- og d-, er beiðnin síðan nánar afmörkuð nánar. Í a- og b- liðum er óskað afrits af upphaflegri áætlun um úrtaksskoðun sem gerð hafi verið í byrjun árs og afrits af öllum breytingum á áætluninni, ásamt skýringum á þeim.</p> <p>Hvað varðar þessa liði í beiðni kæranda um aðgang að gögnum hefur Flugmálastjórn, til rökstuðnings á því að synja um afhendingu umbeðinna gagna, vísað til þess að um sé að ræða vinnuskjöl skv. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga sem heimilt sé að synja um afhendingu á, auk þess sem umbeðnar upplýsingar séu háðar trúnaði samkvæmt 1. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006. Stofnunin hefur hins vegar afhent kæranda þann hluta hinnar upphaflegu áætlunar um umrædda úrtaksskoðun þar sem tilgreint er hvenær flugvél í eigu kæranda skal sæta slíkri skoðun.</p> <p>Í 1. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006, um Flugmálastjórn Íslands, kemur fram að starfsmenn Flugmálastjórnar eru bundnir þagnarskyldu. Í 1. mgr. ákvæðisins segir að þeir megi ekki, að viðlagðri ábyrgð, skýra óviðkomandi frá því sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hafa eftirlit með. Hið sama gildir um sjálfstæða sérfræðinga sem starfa á vegum stofnunarinnar. Í 2. mgr. kemur fram að með gögn og aðrar upplýsingar, sem Flugmálastjórn aflar við eftirlit eða af öðrum ástæðum, skuli fara sem trúnaðarmál.</p> <p>Eins og fram kemur í þessum ákvæðum er þagnarskylda sú sem þar er afmörkuð bundin við upplýsingar um rekstur eða viðskipti þeirra aðila sem stofnunin hefur eftirlit með. Þagnarskyldan er ekki afmörkuð við atriði sem snerta starfsemi stofnunarinnar sjálfrar. Á þessu þagnarskylduákvæði verður því ekki byggt við takmörkun á aðgangi að hinum umbeðnu gögnum. Þá verður aðgangi að þessum gögnum ekki hafnað með vísan til þess að um vinnuskjöl sé að ræða samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, enda geyma gögnin upplýsingar um þá ákvörðun sem Flugmálastjórn hefur tekið um framkvæmd samfellds eftirlits, sbr. hér til hliðsjónar ákvæði M.B.704, a-lið, í viðauka með fylgiskjali við reglugerð nr. 206/2007. Flugmálastjórn hefur ekki vísað til ákvæðis 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 til rökstuðnings fyrir synjun sinni á því að afhenda umbeðnar upplýsingar. Í þessu ljósi, og einnig með vísan til þess að beiðni kæranda að þessu leyti lýtur að gögnum um úttektir ársins 2011 ber að leggja fyrir Flugmálastjórn að verða við beiðni kæranda um aðgang að upphaflegri áætlun um úrtaksskoðun sem gerð var í byrjun ársins 2011 og afrits af öllum breytingum á áætluninni til þess tíma er kærandi lagði fram beiðni sína.</p> <p>Kærandi hefur einnig óskað afhendingar á skýringum á breytingum á umræddri áætlun um úrtaksskoðun. Á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna, verður ekki í úrskurði þessum lagt fyrir Flugmálastjórn að afhenda frekari skýringar á ástæðum fyrir breytingum á áætlun um úrtaksskoðanir ársins 2011 en liggja fyrir í í gögnum málsins sem kærða ber að afhenda.</p> <p>8.<br /> Í c- og d- liðum í tölulið 2 í beiðni kæranda um aðgang að gögnum er óskað upplýsinga um það hversu margar athugasemdir hafi verið gerðar í kjölfar ACAM skoðana það sem af sé árinu og í hvaða flokk þær hafi fallið. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um heildarfjölda loftfara sem falla undir ACAM skoðanir Flugmálastjórnar, ásamt flokkun loftfaranna eftir því hvort um sé að ræða notkun í atvinnuflugi eða almannaflugi.</p> <p>Flugmálastjórn hefur synjað um aðgang að umbeðnum gögnum með vísan til þess að þessar upplýsingar liggi ekki fyrir í því formi að hægt sé að afhenda þær. Kemur fram í skýringum stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Flugmálastjórn þyrfti að taka saman upplýsingarnar sérstaklega og vinna þær en upplýsingalög leggi ekki þá skyldu á stjórnvöld að útbúa ný skjöl eða gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna.</p> <p>Í athugasemdum kæranda í máli þessu, dags. 9. maí 2011, kemur fram að yrði á þessi rök Flugmálastjórnar fallist þyrftu stjórnvöld aldrei af afhenda nein umbeðin gögn þar sem alltaf sé um einhverskonar tilfærslu að ræða af einu formi yfir á annað.</p> <p>Úrskurðarnefndin bendir á að samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 10. gr. sömu laga, nær réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls eða tiltekinna mála. Stjórnvöldum er á grundvelli upplýsingalaga ekki skylt að útbúa ný gögn á grundvelli beiðni um aðgang að gögnum, nema að því leyti sem leiðir af ákvæði 7. gr. laganna. Í þessu felst ekki að stjórnvöld þurfi aldrei að afrita gögn sem þegar eru fyrirliggjandi. Það er þvert á móti meginregla laganna að til slíkra ráðstafana þarf að grípa sé upplýsingaréttur á annað borð fyrir hendi, sbr. 2. mgr. 12. gr. upplýsingalaga. Til þess að sú skylda verði virk þurfa gögnin hins vegar að vera til og liggja fyrir hjá stjórnvaldinu á þeim tíma er upplýsingabeiðni er lögð fram.</p> <p>Eins og fram hefur komið í skýringum Flugmálastjórnar Íslands þá eru umræddar upplýsingar ekki fyrirliggjandi hjá stofnuninni í tilteknum gögnum fyrirliggjandi máls. Af þeirri ástæðu liggur ekki fyrir synjun stjórnvaldsins á að veita aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því að vísa þessum þætti málsins frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>9.<br /> Í tölulið 4 í beiðni kæranda um aðgang að gögnum er farið fram á afrit af heildarniðurstöðum úttektar Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) á flugmálum á Íslandi, sem gerð var vorið 2011. Í beiðninni kemur einnig fram að hafi niðurstöðurnar ekki borist sé óskað upplýsinga um hvenær þeirra sé að vænta.</p> <p>Umræddar niðurstöður voru afhentar úrskurðarnefnd um upplýsingamál 22. júní 2012. Um er að ræða fimm aðskildar skýrslur, nánar tiltekið heildarskýrslu; „Final Report Summary on the EASA Combined Standardisation Inspection of Iceland, Icelandic Civil Aviation Administration“, útgefin 1. júlí 2011 og fjórar aðrar skýrslur sem munu hafa verið birtar Flugmálastjórn sem fylgiskjöl heildarskýrslunnar. Þar er nánar tiltekið um að ræða „Report AIR.IS.04.2011“ (for Airworthiness), „Report OPS.IS.04.2011“ (for Air Operations), „Report FCL.IS.04.2011“ (for Flight Crew Licensing) og „Report SAFA.IS.04.2011“ (for Safety Assessment of Foreign Aircraft).</p> <p>Í svari Flugmálastjórnar, dags. 31. október 2011, við þessum lið í beiðni kæranda kemur fram að um sé að ræða skýrslu frá Flugöryggisstofnun Evrópu sem samkvæmt reglugerð nr. 966/2007 og 1. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006 beri að fara leynt. Því sé synjað um aðgang að þessum gögnum.</p> <p>Í skýringum Flugmálastjórnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er þetta nánar rökstutt með eftirfarandi orðum:</p> <p>„Þrátt fyrir að það sé ekki að finna ákvæði í reglugerð nr. 966/2007, um starfsaðferðir Flugöryggisstofnunar Evrópu við eftirlit með stöðlun, sem beinlínis bannar að birta niðurstöðurnar þá gerir reglugerðin ráð fyrir að skýrslu um niðurstöður úttekta sé einungis afhent flugmálayfirvöldum aðildarríkis sem er til skoðunar, framkvæmdastjórn (og eftirlitsstofnun EFTA) og hlutaðeigandi aðildarríki, sbr. 10. gr. Um þessar skýrslur gilda sömu lögmál og um niðurstöður skoðana og eftirlits Flugmálastjórnar en með slíkar upplýsingar skal fara með sem trúnaðarmál sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006. Flugmálastjórnir annarra aðildarríkja EASA hafa staðfest við stofnunina að þessar skýrslur séu í engum tilvikum birtar opinberlega eða afhentar utanaðkomandi aðilum.“</p> <p>Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að samkvæmt orðalagi 1. og 2. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006, um Flugmálastjórn, og áður hefur verið lýst í tölulið 7 í þessum hluta úrskurðarins þá er sú þagnarskylda sem þar er afmörkuð bundin við upplýsingar um rekstur eða viðskipti þeirra aðila sem stofnunin hefur eftirlit með. Þagnarskyldan er ekki afmörkuð við atriði sem snerta starfsemi stofnunarinnar sjálfrar eða við upplýsingar um eftirlit með henni.</p> <p>Á þessu þagnarskylduákvæði verður því ekki byggt við takmörkun á aðgangi að hinum umbeðnu upplýsingum. Sú þagnarskylda sem fram kemur í þessum ákvæðum verður ekki útvíkkuð með ákvæði í reglugerð.</p> <p>Hvað varðar tilvísun Flugmálastjórnar til 10. gr. reglugerðar nr. 966/2007 skal tekið fram að hér mun í reynd vísað til 10. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 736/2006, um starfsaðferðir Flugöryggisstofnunar Evrópu við eftirlit með stöðlun, sem innleidd var í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 27/2007, og birt er með nefndri reglugerð nr. 966/2007, viðauki II.</p> <p>Flugmálastjórn Íslands hefur í skýringum til úrskurðarnefndarinnar, dags. 26. júní 2012, einnig vísað til þess að umrætt gagn skuli háð trúnaði á grundvelli 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Eins og áður hefur verið rakið er stjórnvöldum skylt samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr. laganna. Flugmálastjórn Íslands hefur rökstutt synjun á aðgangi að umbeðinni skýrslu með vísan til undantekningarákvæðis 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í þeim tölulið kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma ákveðnar upplýsingar, m.a. um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir.</p> <p>Úttekt Flugöryggisstofnunar Evrópu á starfsemi Flugmálastjórnar Íslands sem fram fór vorið 2011 byggðist á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1592/2002. Þessi reglugerð var innleidd í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 179/2004. Reglugerðin er birt í B-deild Stjórnartíðinda sem fylgiskjal I með reglugerð nr. 612/2005, um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Í 1. mgr. 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 1592/2002 segir að stofna skuli Flugöryggisstofnun Evrópu til framkvæmdar á reglugerðinni. Í 1. mgr. 19. gr. sömu reglugerðar segir ennfremur að Flugöryggisstofnunin sé Bandalagsstofnun og hafi réttarstöðu lögaðila. Í 2. mgr. sama ákvæðis segir að Flugöryggisstofnunin skuli hafa það rétthæfi og gerhæfi í hverju aðildarríki sem löggjöf þess framast veiti lögaðilum. Segir þar að hún geti aflað og afsalað sér fasteignum og lausafé og tekið þátt í málarekstri.</p> <p>Í skýringum við 2. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a. svo: „Með fjölþjóðlegum stofnunum er átt við stofnanir að þjóðarétti sem einstök ríki eiga aðild að. Í dæmaskyni má nefna Sameinuðu þjóðirnar (UN), Atlantshafsbandalagið (NATO), Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA), Evrópusambandið (EU), Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnun Evrópu (OECD), Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF), auk stofnana sem heyra undir þessa aðila, svo sem Mannvirkjasjóð Atlantshafsbandalagsins, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) svo að nokkur dæmi séu tekin. Ef vafi leikur á því hvort fjölþjóðleg stofnun fellur undir ákvæði þessa töluliðar ber að skoða þær samþykktir sem stofnunin starfar eftir og hvernig tengslum íslenska ríkisins við hana er háttað.“</p> <p>Flugöryggisstofnun Evrópu er samkvæmt framangreindu sérstök stofnun sem aðilum að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið ber að standa að. Stjórn stofnunarinnar skal skipuð einum fulltrúa frá hverju aðildarríki og einum fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópu, sbr. 25. gr. reglugerðar (EB) nr. 1592/2002, sbr. einnig 1. mgr. 34. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu og niðurfellingu tilskipunar ráðsins 91/670/EBE, reglugerðar (EB) nr. 1592/2002 og tilskipunar 2004/36/EB. Reglugerð (EB) nr. 216/2008 hefur nú verið felld inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.</p> <p>Af ofangreindu leiðir að telja ber Ísland aðila að Flugöryggisstofnun Evrópu, sem er sérstakur lögaðili, á grundvelli skuldbindinga samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. ákvæði laga nr. 2/1993, um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Í skilningi 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Flugöryggisstofnun Evrópu sé fjölþjóðastofnun sem Ísland hefur tilteknar skuldbindingar gagnvart. Samskipti við stofnunina falla því undir 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Að því er varðar mikilvæga almannahagsmuni samkvæmt 6. gr. upplýsingalaga ber að líta til þeirrar skýringar á hugtakinu „mikilvægir almannahagsmunir“ sem fram kemur í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaganna en þar segir: „Með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ er vísað til þess að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað,  hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Þessir hagsmunir eru tæmandi taldir, en hver töluliður sætir sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræðir.“ Í athugasemdunum segir m.a. eftirfarandi um 2. tölul. 6. gr.: „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að. Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir því ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“</p> <p>Þegar litið er til þess að sú úttekt sem óskað er aðgangs að er fremur nýleg, og að ætla má að Flugöryggisstofnun Evrópu muni fylgja eftir þeim ábendingum til Flugmálastjórnar Íslands sem þar kemur fram, og þegar litið er til þess markmiðs 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við þær fjölþjóðlegu stofnanir sem Ísland á aðild að, er það niðurstaða nefndarinnar að Flugmálastjórn Íslands sé heimilt, að svo stöddu, að takmarka aðgang kæranda að umræddum úttektum. Í þessu ljósi verður fallist á þá ákvörðun Flugmálastjórnar að synja kæranda um aðgang að þeim.<br /> 10.<br /> Í 6. tölul. í beiðni kæranda um afhendingu gagna er óskað eftir eftirfarandi almennum tölfræðilegum upplýsingum um loftför á Íslandi. Beiðnin er sundurliðuð í sjö stafliði. Samkvæmt gögnum málsins voru kæranda afhentar upplýsingar um alla framangreinda þætti með bréfi Flugmálastjórnar, dags. 21. nóvember 2011. Í skýringum Flugmálastjórnar Íslands, sem bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 9. desember það ár, kemur fram að Flugmálastjórn hafi svarað beiðni kæranda að þessu leyti. Í athugasemdum kæranda við umræddar skýringar, dags. 9. maí 2012, eru ekki gerðar athugasemdir við fullyrðingu Flugmálastjórnar Íslands um þetta atriði.</p> <p>Í ljósi framangreinds lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að Flugmálastjórn hafi þegar afgreitt þá beiðni kæranda um afhendingu upplýsinga sem fram kemur í tölul. 6 í upphaflegri beiðni hans um afhendingu gagna, dags. 14. október 2011. Ber í því ljósi að vísa þessum þætti kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Flugmálastjórn Íslands ber að afhenda kæranda, [B], afrit af vinnureglum, dags. 19. janúar 2011, sem bera yfirskriftina „FM-3.3211. Aircraft Continuing Airworthiness Monitoring (ACAM)“ og upphaflega áætlun um ACAM skoðanir fyrir árið 2011 sem og afrit af öllum breytingum á áætluninni til og með 11. október 2011.</p> <p>Staðfest er synjun Flugmálastjórnar á afhendingu afrits af skýrslu Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) á flugmálum á Íslandi; „Final Report Summary on the EASA Combined Standardisation Inspection of Iceland, Icelandic Civil Aviation Administration“, útgefin 1. júlí 2011 og fjórum fylgiskjölum við skýrsluna; „Report AIR.IS.04.2011“ (for Airworthiness), „Report OPS.IS.04.2011“ (for Air Operations), „Report FCL.IS.04.2011“ (for Flight Crew Licensing) og „Report SAFA.IS.04.2011“ (for Safety Assessment of Foreign Aircraft).</p> <p>Að öðru leyti er kæru máls þessa vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                             Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
B-438/2012. Úrskurður frá 20. júlí 2012. | Kröfu um frestun réttaráhrifa úrskurðar A-438/2012 frá 5. júlí 2012 hafnað. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 20. júlí 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. B-438/2012: </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Þann 5. júlí 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli nr. A-438/2012 í tilefni af kæru [A] vegna þeirrar ákvörðunar Hafnarfjarðarbæjar að synja beiðni kæranda um aðgang að: Í fyrsta lagi skilmálaskjali, dags. 5. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar og DEPFA ACS Bank og FMS Wertmanagement, sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. desember 2011, og í öðru lagi að yfirliti gagna varðandi endurfjármögnun lána Hafnarfjarðar hjá DEPFA ACS Bank.</p> <p>Í úrskurðarorði úrskurðar nr. A-438/2012 segir svo: „Hafnarfjarðarbæ ber að afhenda kæranda afrit af skilmálaskjali, dags. 5. desember 2011, milli Hafnarfjarðarbæjar, DEPFA ACS Bank og FMS Wertmanagement, sem samþykkt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hinn 7. desember 2011, með eftirtöldum útstrikunum:</p> <p>1) Afmá skal hlutfall áætlaðra afborgana undir liðnum „Scheduled amortisation payments“ á bls. 2<br /> 2) Afmá skal hlutfall vaxta undir liðnum „Tranche A Margin“ á bls. 2.<br /> 3) Afmá skal hlutfall áætlaðrar afborgunar í neðanmálsgrein 2 á bls. 2.<br /> 4) Afmá skal hlutfall vaxta undir liðnum „Tranche B Margin“ á bls. 3.<br /> 5) Afmá skal hlutfall vaxta undir liðnum „Default Interest“ á bls. 3.</p> <p>Þeim þætti kærunnar er lýtur að aðgangi að lista yfir gögn varðandi endurfjármögnun tiltekinna lána Hafnarfjarðarbæjar er vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <p>Kröfu Hafnarfjarðarbæjar um frestun á réttaráhrifum úrskurðar þessa er vísað frá úrskurðarnefndinni að svo stöddu.“</p> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 9. júlí, krafðist [B] hrl. þess fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, að nefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðar nr. A-438/2012 svo unnt væri að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum. Var í erindinu vísað til þess að fyrir dómi hygðist Hafnarfjarðarbær bera fyrir sig þær málsástæður og lagarök sem komu fram í umsögn bæjarins um kæruna, dags. 6. mars 2012. Bærinn vilji sýna fram á það fyrir dómi að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ekki skýrt þau lagaákvæði sem um ræðir svo sem til megi ætlast, við þær aðstæður sem í málinu séu.</p> <p>Þá eru einnig í erindinu gerðar athugasemdir við það að viðsemjendum Hafnarfjarðarbæjar hafi ekki verið gefinn kostur á að gæta réttar síns fyrir nefndinni. Hafnarfjarðarbær telji það ekki fullnægjandi að afstaða viðsemjenda sinna liggi fyrir heldur eigi þeir að fá að rökstyðja hana. Telur bærinn að úr þessum annmarka málsmeðferðarinnar væri hægt að bæta fyrir dómi.</p> <h3><br /> Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 10. júlí 2012 var [A], sem aðila að úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-438/2012, kynnt fram komin krafa frá Hafnarfjarðarbæ. Jafnframt var [A] gefið færi á að tjá sig um framkomna kröfu.</p> <p>Andmæli [A] bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 12. júlí 2012. Í bréfinu segir m.a. svo: „Hafnarfjarðarbær hefur þegar fengið tækifæri til að koma fram með sitt sjónarmið, fyrst þegar ég bað um skilmálaskjalið og seinna með umsögn til úrskurðarnefndar. Hér virðist ekki vera ætlun bæjarins að koma fram með ný gögn, sem gætu varpað nýju ljósi á málið. Úrskurðarnefnd hefur þegar farið yfir öll gögn málsins, og komist að sjálfstæðri niðurstöðu.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið kröfur Hafnarfjarðarbæjar og [A] í máli þessu. Einnig hefur nefndin yfirfarið rök málsaðila og þau gögn sem málið lýtur að. Nefndin telur að í málinu liggi fyrir nægar upplýsingar til þess að hún geti tekið afstöðu til þess hvort lagaskilyrði séu til frestunar réttaráhrifa úrskurðar nr. A-438/2012.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti, að kröfu stjórnvalds, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Krafa þess efnis skal gerð eigi síðar en þremur dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests.</p> <p>Í athugasemdum við umrædda grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir m.a. svo: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðum A-78/1999C, A-117/2001B, A-233/2006B, A-277/2008B og A-328B/2010 lagt til grundvallar að með 18. gr. upplýsingalaga hafi fyrst og fremst verið höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum.</p> <p>Í úrskurði nefndarinnar í máli A-438/2012 var komist að þeirri niðurstöðu að veita bæri aðgang að hluta skjalsins á þeim grundvelli að þar komi fram upplýsingar sem ekki verði séð að myndu valda samningsaðilum tjóni yrðu þær gerðar opinberar. Hins vegar var fallist á takmörkun á aðgangi að hluta skjalsins með vísan til 5. gr. upplýsinglaga.</p> <p>Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar frá 5. júlí sl. Ber því að hafna kröfu Hafnarfjarðarbæjar þar að lútandi.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kröfu Hafnarfjarðarbæjar, um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar í máli nr. A-438/2012, frá 5. júlí 2012, er hafnað.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br /> Sigurveig Jónsdóttir                                                                                   Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-433/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012 | Kærður var dráttur á svörum frá Landlækni vegna erindis til embættisins þar sem farið var fram á aðgang að kaupsamningi og öllum tengdum gögnum yfir Cervarix bóluefnið. Upplýsingar er varða mikilvæg fjárhags- eða viðskiptamálefni lögaðila. Ráðstöfun almannafjár. Landlækni gert að afhenda kæranda rammasamning nr. 2870, dags. 24. júní 2011, um kaup á bóluefni gegn HPV sýkingum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi í heild sinni. Landlækni bar einnig að afhenda kæranda útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 15054, útboð á bóluefni gegn HPV (Human Papilloma Veiru) til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi, væri hún fyrirliggjandi hjá embættinu. Þá var staðfest ákvörðun Landlæknis um synjun á afhendingu afrits af tilboði GlaxoSmithKleine ehf., dags. 14. apríl 2011, vegna rammasamningsútboðs nr. 15036 á próteintengdum bóluefnum gegn pneumokokkum til notkunar í almennum bólusetningum. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 28. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-433/2012.</p> <p>Kæruefni og málsatvik<br /> Með bréfi, dags. 8. júlí 2011, kærði [A] drátt á svörum frá Landlækni vegna erindis til embættisins þann 30. júní sama ár, þar sem farið var fram á aðgang að kaupsamningi og öllum tengdum gögnum yfir Cervarix-bóluefnið. Kæruna setti [A] fram á ný með bréfi, dags. 19. september 2011.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 2. nóvember 2011, var Landlækni sent yfirlit yfir allmargar kærur sem borist höfðu frá kæranda og tengdust m.a. beiðnum um aðgang að kaupsamningum og tengdum gögnum um bóluefni. Þar á meðal var tilgreind ofangreind kæra frá 8. júlí 2011.</p> <p>Í bréfinu var því beint til Landlæknis að hefðu einhverjar af beiðnum kæranda um aðgang að gögnum ekki verið afgreiddar yrði það gert svo fljótt sem auðið væri í samræmi við ákvæði 11. gr. upplýsinglaga. Óskuðust ákvarðanir embættisins af því tilefni birtar úrskurðarnefndinni og kæranda eigi síðar en kl. 16.00 þann 11. nóvember. Kysi Landlæknir að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit þeirra, auk þess sem embættinu var þá gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæru málsins og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka. Kæranda var sent afrit þessa bréfs.</p> <p>Þann 7. desember 2011 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál svar Landlæknis við ofangreindu bréfi. Þar segir m.a. svo um það kæruefni sem hér er til umfjöllunar:</p> <p>„Þessu erindi [A] hefur því miður ekki verið svarað fyrr því erindið hafði ekki komið inn á borð sóttvarnarlæknir. Ástæða þess kann að vera sú að erindið hafi misfarist innan landlæknisembættisins vegna sumarleyfis starfsmanna.“</p> <p>Bréfi Landlæknis fylgdi jafnframt afrit af ákvörðun Landlæknis í tilefni af umræddri beiðni kæranda um aðgang að kaupsamningi og öllum tengdum gögnum yfir Cervarix-bóluefnið. Í ákvörðun Landlæknis segir svo:</p> <p>„Meðfylgjandi er afrit af rammasamningi nr. 2870 er varðar opinber kaup á Cervarix bóluefninu nema þau atriði er varða viðskiptahagsmuni. Beiðni yðar um afrit af öðrum gögnum varðandi þessi kaup er hafnað á grunni 5. gr. upplýsingalaga er kveða á um að almenningur eigi ekki rétt á aðgangi að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Að mati sóttvarnarlæknis þá geta innsend gögn lyfjafyrirtækja vegna útboðs bóluefna innihaldið slíkar viðkvæmar upplýsingar.“</p> <p>Landlæknir hefur afhent úrskurðarnefndinni eftirtalin gögn sem tengjast kæruefni máls þessa: Rammasamningur um kaup á bóluefni gegn HPV sýkingum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi nr. 2870, dags. 24. júní 2011, við fyrirtækið GlaxoSmithKleine ehf. og afrit af tilboði GlaxoSmithKleine ehf., dags. 25. maí 2011, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 15054, útboð á bóluefni gegn HPV (Human Papilloma Veiru) til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi. Landlæknir hefur á hinn bóginn ekki afhent úrskurðarnefndinni þá útboðslýsingu vegna útboðs nr. 15054 sem umrætt tilboð og samningur grundvallast á.</p> <p>Með bréfi, dags. 12. desember, voru kæranda kynntar skýringar landlæknis. Athugasemdir hans af því tilefni bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 19. sama mánaðar.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p>Tekið skal fram að að sóttvarnarlæknir starfar á vegum landlæknisembættisins, sbr. 4. gr. sóttvarnarlaga nr. 19/1997. Í úrskurði þessum er því vísað til landlæknis eða landlæknisembættisins þrátt fyrir að þau erindi og bréf sem lýst er kunni að vera undirrituð af sóttvarnarlækni.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>1.<br /> Kærandi hefur þegar fengið afhent afrit af rammasamningi nr. 2870, dags. 24. júní 2011, um kaup á bóluefni gegn HPV sýkingum, að því undanskildu að í því eintaki sem kærandi fékk afhent hafði verið strikað yfir upplýsingar um samningsverð. Þá liggur fyrir að kæranda hefur verið synjað um aðgang að tilboði GlaxoSmithKleine ehf., dags. 25. maí 2011, en nefndur samningur grundvallast á því tilboði. Kærandi hefur heldur ekki, samkvæmt gögnum málsins, fengið afhenta útboðslýsingu vegna útboðs nr. 15045 sem umrætt tilboð grundvallast á.</p> <p>2.<br /> Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.</p> <p>Landlæknir hefur byggt synjun á aðgangi að þeim gögnum sem kæra málsins beinist að á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, nánar tiltekið á því að í umræddum gögnum komi fram upplýsingar sem varði mikilvæg fjárhags- eða viðskiptamálefni þess fyrirtækis sem stóð að umræddu tilboði og er aðili að umræddum rammasamningi, þ.e. GlaxoSmithKleine ehf. og eftir atvikum framleiðanda þess lyfs sem um ræðir.</p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“<br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Ber ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344).<br /> Í máli þessu ber því að leysa úr því hvort viðskiptahagsmunir þeirra fyrirtækja sem fjallað er um í umbeðnum gögnum standi í vegi fyrir afhendingu þeirra, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> 3.<br /> Samkvæmt gögnum málsins hefur kærandi fengið afhent afrit af umræddum rammasamningi nr. 2870, að því undanskildu að strikað hefur verið yfir einingaverð í samningnum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að umræddar upplýsingar varða með beinum hætti ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr., geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingunum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum viðsemjenda ríkisins, enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi beinu tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið að upplýsingar um umsamið endurgjald hins opinbera til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Hefur í því sambandi einnig verið litið til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum A-74/1999, A-133/2001 og A-229/2006, svo dæmi séu tekin.</p> <p>Í þessu ljósi telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að rammasamningur nr. 2870 hafi ekki að geyma upplýsingar af því tagi að þær falli undir undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga og því eigi kærandi  rétt á aðgangi að samningnum í heild sinni, án útstrikana.</p> <p>4.<br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið ítarlega tilboð seljandans GlaxoSmithKleine ehf., dags. 25. maí 2011, sem liggur til grundvallar umræddum rammasamningi nr. 2870. Í efnisyfirliti er tilgreint að tilboðið innihaldi:</p> <p>1) Tilboð GlaxoSmithKleine ehf. (GSK)<br /> 2) Upplýsingar um GSK<br /> 3) Nánari upplýsingar um Cervarix<br /> a. Leiðbeiningar um notkun Cervarix<br /> b. Samantekt á eiginleikum lyfs<br /> c. Cervarix and HPV tendere in Iceland; clinical and pharmaceutical information<br /> 4) Upplýsingar um Distica, dreifingaraðila GSK<br /> 5) Upplýsingar um markaðsleyfi</p> <p>Upplýsingar sem fram koma í köflum 1), 2) og 3) a og b teljast að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki viðkvæmar né heldur að þær yrðu GlaxoSmithKleine ehf. eða framleiðendum þess lyfs sem um ræðir, eða öðrum viðkomandi lögaðilum eða fyrirtækjum til tjóns yrðu þær gerðar opinberar. Hér er aðeins um að ræða upplýsingar um tilboðið sjálft, þar á meðal tilboðsverð, upplýsingar um bjóðanda, þar á meðal staðfestingar þess að hann sé í skilum með opinber gjöld. Þá eru upplýsingar sem fram koma í lið 3) b samhljóða upplýsingum um það lyf sem um ræðir og birtar eru opinberlega í sérlyfjaskrá. Upplýsingar í kafla 4) og 5) eru almennar upplýsingar um starfsemi, gæðastefnu og opinber vottorð og leyfi dreifingaraðilans Distica. Þær upplýsingar eru ekki viðkvæmar í skilningi 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Hins vegar er í kafla 3c að finna upplýsingar sem teknar hafa verið saman um fyrirtækið GlaxoSmithKleine og rannsóknir á því lyfi sem boðið er samkvæmt tilboðinu. Þrátt fyrir að í þessari samantekt sé m.a. vísað til birtra rannsókna á lyfinu verður ekki fram hjá því litið að hér er um að ræða sérfræðilega umfjöllun um lyfið sem bjóðandi sjálfur hefur tekið saman og lagt í vinnu og rannsóknir. Verður ekki annað séð en að þessar upplýsingar hafi verið teknar saman í þeim tilgangi að lýsa umræddum þáttum vegna tilboðsins. Um er að ræða sérfræðilegar upplýsingar sem umfangsmikil vinna hefur verið lögð í. Verður ekki útilokað að það kunni að valda bjóðanda fjárhagslegu tjóni verði þær gerðar opinberar. Kærða, landlækni, var því heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þessar upplýsingar mynda langstærstan hluta útboðsgagnanna. Er því ekki tilefni til þess að leggja fyrir kærða, landlækni, að afhenda kæranda hluta útboðsins á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>5.<br /> Landlæknir hefur undir meðferð málsins ekki afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 15054, útboð á bóluefni gegn HPV (Human Papilloma Veiru) til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi. Ekki liggur annað fyrir en að umrætt útboð hafi verið opið útboð í þeim skilningi að allir er þess óskuðu áttu þess kost að afla sér útboðslýsingarinnar og gera tilboð á grundvelli hennar. Með vísan til þessa er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Landlækni beri að afhenda kæranda útboðslýsingu í umræddu útboði Ríkiskaupa sé hún fyrirliggjandi hjá embættinu.</p> <h3><br />  <br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Landlækni ber að afhenda kæranda rammasamningur nr. 2870, dags. 24. júní 2011, um kaup á bóluefni gegn HPV sýkingum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi í heild sinni.</p> <p>Jafnframt ber Landlækni að afhenda kæranda útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr.  15054, útboð á bóluefni gegn HPV (Human Papilloma Veiru) til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi, sé hún fyrirliggjandi hjá embættinu</p> <p>Staðfest er ákvörðun landlæknis, dags. 29. júní 2011, að synja kæranda um afhendingu afrits af tilboði GlaxoSmithKleine ehf., dags. 14. apríl 2011, vegna rammasamningsútboðs nr. 15036 á próteintengdum bóluefnum gegn pneumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> Formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>                   Sigurveig Jónsdóttir                                                    Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-430/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012 | Kærð var synjun landlæknis á að afhenda kæranda afrit af tilboði dags. 14. apríl 2011, sem lagt var fram af fyrirtækinu GlaxoSmithKleine ehf. vegna útboðs nr. NR 15036 og af útboðslýsingu Ríkiskaupa vegna þess útboðs. Upplýsingar sem varða mikilvæg fjárhags- eða viðskiptamálefni lögaðila. Aðgangi hafnað. Landlækni gert að afhenda kæranda útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 15036, sem beiðni kæranda um aðgang að gögnum laut að, enda um opið útboð að ræða, væri hún fyrirliggjandi hjá embættinu. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 28. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-430/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 23. maí 2011, kærði [A], drátt á svörum frá velferðarráðuneytinu vegna erindis til þess, dags. 12. maí sama ár, þar sem farið var fram á afrit af kaupsamningi milli ráðuneytisins og GlaxoSmithKline ehf. um kaup á Synflorix-bóluefni gegn pneumókokkum, svo og öllum undirliggjandi samningum varðandi málið.</p> <p>Velferðarráðuneytið afgreiddi erindi kæranda á þann veg með bréfi 6. júní 2011, að afhent var afrit af rammasamningi nr. 2860 um próteintengd efni gegn pneumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi, undirritaðan 28. apríl 2011. Í bréfi velferðarráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 27. júní 2011 kemur fram að ráðuneytið geti ekki tekið afstöðu til beiðni kæranda um afhendingu frekari gagna vegna umrædds samnings þar sem frekari gögn um málið séu ekki geymd í skjalasafni ráðuneytisins.</p> <p>Umrædd kæra, á hendur velferðarráðuneytinu, er af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreidd í öðrum úrskurði í máli nr. A-429/2012, dags. í dag, eða nánar tiltekið þann 28. júní 2012.</p> <p>Með bréfi til velferðarráðuneytisins, dags. 22. júní 2011, afmarkaði kærandi nánar framangreinda beiðni sína um aðgang að gögnum með þeim hætti að hann óskaði eftir að fá að sjá gögn með umræddum rammasamningi nr. 2860, þ.e. „Tilboð seljanda dagsett 14. apríl 2011 og útboðslýsing vegna útboðs NR 15036.“ Kæranda barst síðan erindi frá landlækni, dags. 29. júní 2011. Þar kemur fram að erindi hans til velferðarráðuneytisins, dags. 22. júní, hafi verið framsent sóttvarnarlækni.</p> <p>Úrskurðarnefndin tekur fram í því sambandi að sóttvarnarlæknir starfar á vegum landlæknisembættisins, sbr. 4. gr. sóttvarnarlaga nr. 19/1997. Í úrskurði þessum er því vísað til landlæknis þótt þau erindi og bréf sem lýst er kunni að vera undirrituð af sóttvarnarlækni.</p> <p>Með bréfi landlæknis, dags. 29. júní 2011, var kæranda synjað um aðgang að frekari gögnum vegna hins umrædda samnings. Segir í bréfinu að samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga eigi almenningur ekki rétt á aðgangi að gögnum sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Kærandi hafi fengið aðgang að kaupsamningi að öðru leyti en því sem hann varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni.</p> <p>Samkvæmt framangreindu hefur kærandi þegar fengið afhentan svonefndan rammasamning nr. 2860 um próteintengd efni gegn pneumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi, undirritaðan 28. apríl 2011. Hann hefur undir meðferð málsins afmarkað beiðni sína um aðgang að gögnum svo að hann óski jafnframt afrits af tilboði seljanda dags. 14. apríl 2011 og útboðslýsingu vegna útboðs NR 15036. Landlæknir hefur synjað kæranda um afhendingu þessara gagna. Það er sú synjun sem er til úrlausnar í úrskurði þessum.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Á tímabilinu júní til nóvember 2011 bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál allnokkrar kærur frá kæranda í máli þessu vegna synjunar stjórnvalda á að afhenda honum afrit af kaupsamningum og tengdum gögnum vegna lyfjakaupa.</p> <p>Þann 2. nóvember 2011 ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til landlæknis þar sem tilgreindir voru í 13 liðum þeir kaupsamningar sem kærandi hafði óskað aðgangs að og kærumál hans fyrir úrskurðarnefndinni lutu að. Þar var m.a. tilgreind sú kæra sem hér er til umfjöllunar og afstöðu landlæknis óskað til hennar.</p> <p>Svar barst frá landlækni, dags. 7. desember. Þar er áréttuð sú afstaða landlæknis að kæranda sé synjað um aðgang að gögnum um útboð sem lá til grundvallar umræddum rammasamningi nr. 2860 um próteintengd efni gegn pneumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi, undirritaður 28. apríl 2011, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með bréfi, dags. 12. desember, voru kæranda kynntar skýringar landlæknis. Athugasemdir hans af því tilefni bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 19. sama mánaðar.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og fram er komið lýtur kæruefni máls þessa að synjun landlæknis á að afhenda kæranda afrit af tilboði dags. 14. apríl 2011, sem lagt var fram af fyrirtækinu GlaxoSmithKleine ehf. vegna útboðs nr. NR 15036 og af útboðslýsingu Ríkiskaupa vegna þess útboðs.</p> <p>Í kjölfar útboðsins var gerður rammasamningur við umrætt fyrirtæki á grundvelli tilboðs þess um kaup á próteintengdu efni gegn pneumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi. Samningurinn hefur númerið 2860 og var undirritaður 28. apríl 2011. Kærandi hefur þegar fengið afhent afrit af rammasamningnum í heild sinni. Landlæknir hefur á hinn bóginn synjað kæranda um aðgang að framangreindu tilboði GlaxoSmithKleine ehf.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem fram koma í 4. til 6. gr. laganna.<br /> Landlæknir hefur byggt synjun á aðgangi að umræddu gagni á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, nánar tiltekið á því að í umræddum gögnum komi fram upplýsingar sem varði mikilvæg fjárhags- eða viðskiptamálefni þess fyrirtækis sem stóð að umræddu tilboði og er aðili samningsins, GlaxoSmithKleine ehf. og eftir atvikum annarra lögaðila sem tilboðið snertir eða þar er fjallað um.<br /> Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“<br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Ber ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344).</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið ítarlega yfir umrætt tilboð GlaxoSmithKleine ehf. Í efnisyfirliti er tilgreint að tilboðið innihaldi:</p> <p>1. Tilboð GlaxoSmithKleine ehf. (GSK)<br /> 2. Upplýsingar um GSK<br /> 3. Nánari upplýsingar um Synflorix<br /> a. Samantekt á eiginleikum lyfs (SPC)<br /> b. Synflorix Resource Pack<br /> 4. Upplýsingar um Distica, dreifingaraðila GSK<br /> 5. Upplýsingar um útboðslyf og verðskrárgengi apríl 2011.</p> <p>Upplýsingar sem fram koma í köflum 1, 2 og 3a, teljast að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki viðkvæmar né yrðu þær GlaxoSmithKleine ehf., eða öðrum fyrirtækjum sem þar er fjallað um, til tjóns yrðu þær gerðar opinberar. Hér er aðeins um að ræða upplýsingar um fyrirtækið sjálft, þar á meðal staðfestingu þess að það sé í skilum með opinber gjöld og því um líkar upplýsingar. Þá eru upplýsingar sem fram koma undir lið 3a samhljóða upplýsingum um það lyf sem um ræðir og birtar eru opinberlega í sérlyfjaskrá. Upplýsingar í kafla 4 eru almennar upplýsingar um starfsemi, gæðastefnu og opinber vottorð dreifingaraðilans Disticta. Þá eru þær upplýsingar sem birtast í kafla 5 einnig aðeins almennar upplýsingar um útboðslyfið og verðskrárgengi í apríl 2011, m.a. er þar að finna markaðsleyfi þeirra lyfjafyrirtækja sem um ræðir. Hins vegar er í kafla 3b að finna upplýsingar sem fyrirtækið og lyfjaframleiðandinn GlaxoSmithKleine hefur tekið saman um fyrirtækið og rannsóknir á því lyfi sem boðið er. Þrátt fyrir að í þessari samantekt sé m.a. vísað til birtra rannsókna á lyfinu verður ekki fram hjá því litið að hér er um að ræða sérfræðilega umfjöllun um lyfið og rannsóknir á því. Verður ekki annað séð en að þessar upplýsingar hafi verið teknar saman í þeim tilgangi að lýsa umræddum þáttum vegna tilboðsins. Um er að ræða sérfræðilegar upplýsingar sem umfangsmikil vinna hefur verið lögð í og lýsa ítarlegum rannsóknum. Verður ekki útilokað að það kunni að valda bjóðanda fjárhagslegu tjóni verði þær gerðar opinberar. Kærða, landlækni, var því heimilt að synja kæranda um aðgang að þeim á grundvelli 5. gr. upplýsinglaga nr. 50/1996. Þessar upplýsingar mynda langstærstan hluta útboðsgagnanna. Er því ekki tilefni til þess að leggja fyrir kærða, landlækni, að afhenda kæranda hluta útboðsins á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Kærandi hefur þegar fengið aðgang að rammasamningi sem gerður var við umræddan bjóðanda í kjölfar umrædds útboðs. Þar koma m.a. fram upplýsingar um þær fjárhæðir sem íslenska ríkið greiðir fyrir lyfið.</p> <p><strong>4.<br /> </strong>Landlæknir hefur undir meðferð málsins ekki afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 15036, útboð á próteintengdum bóluefnum gegn pneumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum sem beiðni kæranda um aðgang að gögnum lýtur þó að. Ekki liggur annað fyrir en að umrætt útboð hafi verið opið útboð í þeim skilningi að allir er þess óskuðu áttu þess kost að afla sér útboðslýsingarinnar og gera tilboð á grundvelli hennar. Með vísan til þessa er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Landlækni beri að afhenda kæranda útboðslýsingu í umræddu útboði Ríkiskaupa sé hún fyrirliggjandi hjá embættinu.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun landlæknis, dags. 29. júní 2011, á beiðni kæranda, [A], um afrit af tilboði GlaxoSmithKleine ehf., dags. 14. apríl 2011, vegna rammasamningsútboðs nr. 15036 á próteintengdum bóluefnum gegn pneumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum.</p> <p>Landlækni ber að afhenda kæranda, [A], útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 15036, útboð á próteintengdum bóluefnum gegn pneumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum, sé hún fyrirliggjandi hjá embættinu.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> Formaður</p> <p>                    Sigurveig Jónsdóttir                                                    Friðgeir Björnsson</p> |
A-431/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012 | Kærð var synjun landlæknis á að afhenda kæranda afrit af gögnum er varða rammasamning nr. 2143, dags. 25. september 2009, annars vegar og afrit af gögnum er varða rammasamningi nr. 2144, dags. 2. október 2009, hins vegar, þ.e. óskað var eftir afritum af umræddum rammasamningum í heild sinni, án útstrikana, tilboðum seljenda og útboðslýsingum þeirra. Upplýsingar er varða mikilvæg fjárhags- eða viðskiptamálefni lögaðila. Ráðstöfun almannafjár. Aðgangur veittur að hluta. Landlækni gert að afhenda kæranda útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042, sem beiðni kæranda um aðgang að gögnum laut að, enda um opið útboð að ræða, væri hún fyrirliggjandi hjá embættinu. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 28. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-431/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 20. júní 2011, kærði [A], drátt á svörum frá velferðarráðuneytinu vegna erindis til þess, dags. 7. júní sama ár, þar sem farið var fram á aðgang að kaupsamningum milli ráðuneytisins og GlaxoSmithKleine ehf. um kaup á bóluefnunum Infarix Polio, Priorix, Boostrix, og Boostrix Polio auk afrits af kaupsamningi milli ráðuneytisins og IcePharma um kaup á bóluefninu NeisVac C frá framleiðandanum Baxter.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti velferðarráðuneytinu framkomna kæru með bréfi, dags. 21. júní 2011. Var athygli ráðuneytisins vakin á því að skv. 11. gr. upplýsingalaga beri stjórnvaldi að taka ákvörðun um hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hefði beiðni kæranda ekki þegar verið afgreidd væri því beint til ráðuneytisins að taka ákvörðun í málinu svo fljótt sem við yrði komið og birta hana kæranda og úrskurðarnefndinni eigi síðar en kl. 16.00 þann 28. júní. Kysi ráðuneytið að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit þeirra, auk þess sem ráðuneytinu var þá gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæru málsins og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka. Kæranda var sent afrit þessa bréfs.</p> <p>Þann 22. júní barst úrskurðarnefndinni afrit af bréfi kæranda til velferðarráðuneytisins, dags. þann sama dag. Í því bréfi afmarkar kærandi áðurnefnd kæruefni með þeim hætti að farið er fram á afrit af öllum samningsgögnum varðandi tilgreinda rammasamninga sem gerðir hafi verið milli heilbrigðisyfirvalda og GlaxoSmithKleine ehf. annars vegar og Icepharma hf. /Baxter hins vegar. Kemur í bréfinu fram að kærandi óski aðgangs að rammasamningi nr. 2143, og gögnum með honum, þ.e. „Tilboð seljanda dags. 13. júní 2006 og útboðslýsing vegna útboðs NR 14042.“ Af gögnum málsins er ljóst að þessi beiðni lýtur að gögnum sem tengjast samningi um kaup íslenska ríkisins á bóluefnunum Infarix Polio, Priorix, Boostrix, og Boostrix Polio af fyrirtækinu GlaxoSmithKleine ehf. Segir í bréfinu einnig að óskað sé aðgangs að rammasamningi nr. 2144 og gögnum með honum, þ.e. „Tilboð seljanda dagsett 12. júní 2006 og útboðslýsing vegna útboðs NR 14042.“ Af gögnum málsins er ljóst að þessi beiðni lýtur að gögnum sem tengjast samningi um kaup íslenska ríkisins á bóluefninu NeisVac C frá framleiðandanum Baxter af fyrirtækinu IcePharma hf.</p> <p>Í bréfinu tekur kærandi fram að hann hafi fengið afhent afrit af umræddum rammasamningum, þ.e. rammasamningum númer 2143 og 2144, með útstrikunum. Hann árétti hins vegar vilja sinn til að fá afhent tilboð seljenda og útboðslýsingar.</p> <p>Svar velferðarráðuneytisins við bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. júní, barst með bréfi, dags. 27. júní. Þar kemur fram að velferðarráðuneytið hafi framsent beiðni kæranda um umrædd gögn til landlæknis með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem umbeðin gögn hafi orðið til þar og séu geymd hjá því embætti, nánar tiltekið hjá sóttvarnarlækni.</p> <p>Úrskurðarnefndin tekur fram í þessu sambandi að sóttvarnarlæknir starfar á vegum landlæknisembættisins, sbr. 4. gr. sóttvarnarlaga nr. 19/1997. Í úrskurði þessum er því vísað til landlæknis eða landlæknisembættisins þótt þau erindi og bréf sem lýst er kunni að vera undirrituð af sóttvarnarlækni.</p> <p>Þann 30. júní 2011 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af bréfi landlæknis til kæranda. Þar kemur fram landlæknir hafi móttekið bréf frá kæranda, dags. 22. júní 2011, til velferðarráðuneytisins sem framsent hafi verið til embættisins. Í því bréfi kemur ennfremur fram að samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga eigi almenningur ekki rétt á aðgangi að gögnum sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Kærandi hafi fengið afrit af téðum kaupsamningum nema það sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni. Þá segir í bréfinu að kæranda sé synjað um frekari gögn.</p> <p>Á tímabilinu júní til nóvember 2011 bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál allnokkrar kærur og önnur erindi frá kæranda í máli þessu vegna synjunar stjórnvalda á að afhenda honum afrit af kaupsamningum og tengdum gögnum vegna lyfjakaupa. Á meðal þessara gagna er bréf kæranda til úrskurðarnefndarinnar, dags. 5. júlí 2011. Í því segir m.a. svo:</p> <p>„Vísað er til bréfs sem sent var til velferðarráðuneytisins þann 7. júní 2011, þar sem „Óskað var eftir eftirtöldum gögnum“ varðandi kaup á eftirtöldum bóluefnum: Infarix Polio (innihald DTaP), Priorix (innihald MMR), Boostrix (innihald DTaP, Hib, IPV), Boostrix Polio (innihald DTap, IPV) frá GlaxoSmithKline ehf. og svo gögn varðandi kaupin á NeisVac C (innihald MCC) frá IcePharma/Baxter.</p> <p>Undirritaður vill koma því á framfæri að hann hafi fengið afrit af undarlegum TipEx-uðum rammasamningum (NR. 2143 og NR. 2144) og það án nánari skýringa eða eitt eða neitt í því sambandi. Þau gögn (tilboð seljanda og útboðslýsing) sem áttu að fylgja með, voru ekki send með þrátt fyrir að þessi gögn séu hluti af þessum samningum.“</p> <p>Þann 2. nóvember 2011 ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf til landlæknis þar sem tilgreindir voru í 13 liðum þeir kaupsamningar sem kærandi hafði óskað aðgangs að og kærumál hans fyrir úrskurðarnefndinni lutu að. Þar voru tilgreind þau kæruefni sem hér eru til umfjöllunar og afstöðu landlæknis óskað til þeirra.</p> <p>Svar barst frá landlækni, dags. 7. desember. Þar er í sérstökum lið í svarinu sérstaklega fjallað um aðgang kæranda að rammasamningi númer 2144 og gögnum sem honum tengjast. Um þann þátt málsins segir m.a. svo í bréfi landlæknis.</p> <p>„Sóttvarnarlæknir sendi [A] bréf dags. 29.6.2011 þar sem fram kemur að hann hafi þá þegar fengið sent afrit af rammasamningi nr. 2144 nema þau atriði sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þ.e. samningsverð bóluefnanna. Í sama bréfi synjar sóttvarnarlæknir [A] um frekari gögn á grunni 5. gr. upplýsingalaga er kveða á um að almenningur eigi ekki rétt á aðgangi að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Að mati sóttvarnarlæknis þá geta innsend gögn lyfjafyrirtækja vegna útboðs bóluefna innihaldið slíkar viðkvæmar upplýsingar.“</p> <p>Í bréfinu er einnig sérstaklega fjallað um aðgang kæranda að rammasamningi númer 2143. Um þann þátt segir svo í bréfi landlæknisembættisins:</p> <p>„Sóttvarnarlæknir sendi [A] bréf dags. 29.6.2011 þar sem fram kemur að hann hafi þá þegar fengið sent afrit af rammasamningi nr. 2143 nema það sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þ.e. samningsverð bóluefnis. Í sama bréfi synjar sóttvarnarlæknir [A] um frekari gögn á grunni 5. gr. upplýsingalaga er kveða á um að almenningur eigi ekki rétt á aðgangi að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Að mati sóttvarnarlæknis þá geta innsend gögn lyfjafyrirtækja vegna útboðs bóluefna innihaldið slíkar viðkvæmar upplýsingar.“</p> <p>Landlæknir hefur afhent úrskurðarnefndinni afrit af umræddum rammasamningum og afrit af tilboðum seljanda sem liggja þeim til grundvallar. Landlæknir hefur á hinn bóginn ekki afhent úrskurðarnefndinni þá útboðslýsingu sem umrædd tilboð grundvallast á.</p> <p>Með bréfi, dags. 12. desember, voru kæranda kynntar skýringar landlæknis. Athugasemdir hans af því tilefni bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 19. sama mánaðar.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og fram er komið afmarkast þau kæruefni sem til úrlausnar koma í þessum úrskurði við synjun landlæknis á að afhenda kæranda afrit af gögnum er varða rammasamning nr. 2143, dags. 25. september 2009, annars vegar og afrit af gögnum er varða rammasamningi nr. 2144, dags. 2. október 2009, hins vegar. Nánar tiltekið hefur kærandi óskað afrits af umræddum rammasamningum í heild sinni, án útstrikana, tilboðum seljenda og útboðslýsingum þeirra.</p> <p>Af gögnum málsins er ljóst að báðir samningarnir voru gerðir í kjölfar útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup bóluefni í almennum bólusetningum á Íslandi. Fyrrnefndi rammasamningurinn (nr. 2143) felur í sér samning um kaup á NeisVac C bóluefni af Icepharma hf. Síðarnefndi samningurinn (nr. 2144) felur í sér samning um kaup á bóluefnunum Infarix Polio, Priorix, Boostrix, og Boostrix Polio af fyrirtækinu GlaxoSmithKleine ehf.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.</p> <p>Landlæknir hefur byggt synjun á aðgangi að þeim gögnum sem kæra málsins beinist að á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, nánar tiltekið á því að í umræddum gögnum komi fram upplýsingar sem varði mikilvæg fjárhags- eða viðskiptamálefni þeirra fyrirtækja sem stóðu að umræddum tilboðum og eru aðilar umræddra rammasamninga, þ.e. IcePharma hf. og GlaxoSmithKleine ehf. og eftir atvikum framleiðendum þeirra lyfja sem um ræðir. </p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila  sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“<br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Ber ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344).<br /> Í máli þessu ber því að leysa úr því hvort viðskiptahagsmunir þeirra fyrirtækja sem teljast seljendur bóluefna samkvæmt umræddum rammasamningum standi í vegi fyrir afhendingu umbeðinna gagna samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p><strong>3</strong>.<br /> Samkvæmt gögnum málsins hefur kærandi fengið afhent afrit af umræddum rammasamningi nr. 2143, að því undanskildu að strikað hefur verið yfir einingaverð í samningnum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bendir á að umræddar upplýsingar varða með beinum hætti ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr., geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingunum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum viðsemjenda ríkisins, enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi beinu tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið að upplýsingar um umsamið endurgjald hins opinbera til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Hefur í því sambandi einnig verið litið til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum A-74/1999, A-133/2001 og A-229/2006, svo dæmi séu tekin. Í þessu ljósi telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að rammasamningur nr. 2143 hafi ekki að geyma upplýsingar af því tagi að þær falli undir undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga og því eigi kærandi  rétt á aðgangi að samningnum í heild sinni, án útstrikana.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið ítarlega tilboð seljandans Icepharma hf., dags. 13. júní 2009, sem liggur til grundvallar umræddum rammasamningi nr. 2143. Tilboðið samanstendur af nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi af yfirliti yfir tilboðið og fylgigögn þess. Í öðru lagi tveimur útfylltum eyðublöðum sem bera yfirskriftina „Tilboðsblað“ annars vegar og „Upplýsingar um tilboð og bjóðanda“ hins vegar. Á fyrrnefnda blaðinu koma fram þau verð sem viðkomandi lyf er boðið á. Í þriðja og síðasta lagi af 9 viðaukum sem bera eftirfarandi yfirskriftir:</p> <p>1) NeisVac-C –Clinical Summary<br /> 2) Expert Statement for NeisVac-C regarding Post-Marketing Surveillance<br /> 3) Experience and Reliability in Vaccine Government Contracts<br /> 4) NeisVac-C Global Licensing Status<br /> 5) Samantekt um eiginleika lyfs og Fylgiseðill<br /> 6) Almennar upplýsingar um IcePharma og starfsemi þess<br /> 7) Gæðastefna Parlogis hf.<br /> 8) Endurskoðaðir og áritaðir ársreikningar Icepharma hf.<br /> 9) Afrit af innflutnings- og dreifingarleyfi Parlogis hf.</p> <p>Upplýsingar sem fram koma í yfirliti yfir tilboðið og fylgigögn, auk þeirra upplýsinga sem fram koma í þeim útfylltu eyðublöðum sem að framan greinir teljast að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki viðkvæmar né verður séð að það yrði IcePharma hf., framleiðanda umrædds lyfs eða öðrum lögaðilum sem þar er fjallað um til tjóns yrðu þær gerðar opinberar. Hér er fyrst og fremst um að ræða almennar upplýsingar um það lyf sem um ræðir, bjóðanda og verð.</p> <p>Viðaukar sem tilgreindir eru hér að ofan nr. 4), 5), 6), 7), 8) og 9) geyma heldur ekki viðkvæmar upplýsingar fyrir bjóðanda. Hér er í fyrsta lagi um að ræða lista yfir þau lönd sem leyft hafa hið umrædda lyf. Almennt verður að ætla að þar sé um að ræða útgáfu opinberra leyfa (liður 4). Í öðru lagi er um að ræða upplýsingar sem einnig má nálgast um lyfið á heimasíðu Lyfjastofnunar á svonefndri sérlyfjaskrá (liður nr. 5). Í þriðja lagi almennar upplýsingar um Icepharma hf. á einni bls. (liður nr. 6). Í fjórða lagi afrit af gæðastefnu Parlogis og almennar upplýsingar um það fyrirtæki á tveimur bls. (liður 7). Í fimmta lagi áritaður ársreikningur IcePharma hf. (liður nr. 8) og loks afrit af tilteknum opinberum leyfum Parlogis hf., og ekki verður séð að geymi á neinn hátt viðkvæmar viðskiptaupplýsingar (liður 9).</p> <p>Framantaldir þættir tilboðsins telja um 33 bls. af þeim 37 sem tilboðið er í heild sinni, að undanskilinni forsíðu. Landlækni ber með vísan til framangreinds, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga og 7. gr. sömu laga að afhenda kæranda umræddan hluta tilboðsins, auk forsíðu þess.</p> <p>Á hinn bóginn telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að í ofangreindum viðaukum sem hér hafa verið auðkenndir með númerunum 1), 2) og 3) komi fram upplýsingar um viðskiptamálefni framleiðanda NeisVac-C og eða bjóðanda, sem rétt sé samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga að leynt fari. Kærandi á því ekki rétt á aðgangi að þeim á grundvelli 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Hér er um að ræða upplýsingar sem bera með sér að hafi verið aflað vegna tilboðsins, eða í tengslum við sambærileg tilboð eða markaðssetningu, og að viðkomandi fyrirtæki hafi hagsmuni af því að leynt fari. Þá eru upplýsingar sem fram koma í þeim lið tilboðsins sem ber yfirskriftina „Experience and Reliability in Vaccine Government Contracts“ að finna upplýsingar um heildarsölu umrædds lyfs á tilteknum markaðssvæðum. Eðlilegt er einnig að þessar upplýsingar fari leynt af tilliti til hagsmuna framleiðanda lyfsins.</p> <p> <br /> <strong>4.<br /> </strong>Kærandi hefur þegar fengið afhent afrit af áðurnefndum rammasamningi nr. 2144 að því undanskildu að strikað hefur verið yfir einingaverð í samningnum. Með vísan til sömu röksemda og fram koma í tölul. 3 hér að ofan telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að kærandi eigi rétt á aðgangi að umræddum rammasamningi í heild sinni, án útstrikana.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið ítarlega tvö tilboð seljandans GlaxoSmithKleine ehf., dags. 12. júní 2009, auðkennd GSK-1 og GSK-2. Af afhendingu Landlæknis á umræddum gögnum til úrskurðarnefndarinnar verður að ætla að bæði tilboðin geti legið eða liggi til grundvallar umræddum rammasamningi nr. 2144. Í tilboði auðkennt GSK-1 er að finna eftirtalda liði.</p> <p>1) Forsíða.<br /> 2) Tvö útfyllt eyðublöð með yfirskriftina „Tilboð“ annars vegar og „Upplýsingar um tilboð og bjóðanda“ hins vegar.<br /> 3) Almennar upplýsingar um hlutverk og stefnu GlaxoSmithKleine á tveimur blaðsíðum.<br /> 4) Yfirlýsing um ábyrgð GlaxoSmithKleine plc. á skuldbindingum GlaxoSmithKleine ehf. vegna útboðsins.<br /> 5) Afrit af ársskýrslu GlaxoSmithKleine 2005<br /> 6) Afrit af gæðastefnu fyrirtækisins Parlogis, almennar upplýsingar um fyrirtækið og afrit af gjaldskrá, innflutnings-, dreifingar- og framleiðsluleyfum fyrirtækisins.<br /> 7) Yfirlýsing bjóðanda um samninga vegna flutnings og afhendingar lyfja.<br /> 8) Samantekt á eiginleikum lyfs á íslensku og ensku<br /> 9) Upplýsingar frá lyfjagreiðslunefnd um verðskrárgengi 1. júní 2006</p> <p>Tilboð auðkennt GSK-2 inniheldur sömu liði, með sömu upplýsingum og það tilboð sem að framan er um fjallað, með auðkennið GSK-1, að undanskildum lið númer 5) og hluta af lið númer 8).</p> <p>Engar af þeim upplýsingum sem fram koma í nefndum tilboðum lúta með beinum hætti að viðkvæmum viðskiptalegum hagsmunum GlaxoSmithKleine ehf., framleiðanda þeirra lyfja sem um ræðir eða öðrum lögaðilum sem þar er fjallað um. Þær upplýsingar sem í tilboðunum koma fram teljast því að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki þess eðlis að þær gætu orðið GlaxoSmithKleine ehf. eða öðrum til tjóns yrðu þær gerðar opinberar. Ekkert af þessum upplýsingum eru þess eðlis að þær virðist byggðar á sérstökum rannsóknum viðkomandi fyrirtækja, aðrar en þær sem þegar hafa verið gerðar opinberar á sérlyfjaskrá.</p> <p>Landlækni ber með vísan til þessa að afhenda kæranda umrædd tilboð í  heild sinni.</p> <p><strong>5.<br /> </strong>Landlæknir hefur undir meðferð málsins ekki afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup bóluefni í almennum bólusetningum á Íslandi sem beiðni kæranda um aðgang að gögnum lýtur þó að. Ekki liggur annað fyrir en að umrætt útboð hafi verið opið útboð í þeim skilningi að allir er þess óskuðu áttu þess kost að afla sér útboðslýsingarinnar og gera tilboð á grundvelli hennar. Með vísan til þessa er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Landlækni beri að afhenda kæranda útboðslýsingu í umræddu útboði Ríkiskaupa sé hún fyrirliggjandi hjá embættinu.</p> <h3> <br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Landlækni ber að afhenda kæranda, [A], eftirtalin gögn:<br /> (1) Rammasamning nr. 2143, dags. 25. september 2009, um kaup á bóluefninu NeisVac C af Icepharma hf. í heild sinni.<br /> (2) Tilboð Icepharma, dags. 13. júní 2006, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi, þó að því undanskildu að kæranda skulu ekki afhentir þrír viðaukar með tilboðinu sem bera yfirskriftirnar „NeisVac-C –Clinical Summary“, „Expert Statement for Neis Vac-C regarding Post-Marketing Surveillance“ og „Experience and Reliability in Vaccine Government Contracts“.<br /> (3) Rammasamning nr. 2144, dags. 2. október 2009, um kaup á tilgreindum bóluefnum af GlaxoSmithKleine ehf. í heild sinni.<br /> (4) Tilboð GlaxoSmithKleine ehf., dags. 12. júní 2006, og auðkennt GSK-1, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi.<br /> (5) Tilboð GlaxoSmithKleine ehf., dags. 12. júní 2006, og auðkennt GSK-2, vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum hér á landi.</p> <p>Jafnframt ber Landlækni að afhenda kæranda, [A], útboðslýsingu vegna útboðs Ríkiskaupa nr. 14042 um kaup á bóluefni í almennum bólusetningum á Íslandi, sé hún fyrirliggjandi hjá embættinu.<br />  </p> <p> </p> <p align="center"><br /> Trausti Fannar Valsson<br /> Formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>                   Sigurveig Jónsdóttir                                                          Friðgeir Björnsson</p> |
A-429/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012 | Kærður var dráttur á svörum frá velferðarráðuneytinu vegna erindis þar sem farið var fram á afrit af kaupsamningi milli ráðuneytisins og GlaxoSmithKline ehf. um kaup á Synflorix-bóluefni gegn pneumókokkum, svo og öllum undirliggjandi samningum varðandi málið. Gögn þegar verið afhent að hluta. Önnur gögn ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Kæruheimild. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p> Hinn 28. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-429/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 23. maí 2011, kærði [A], drátt á svörum frá velferðarráðuneytinu vegna erindis til þess, dags. 12. maí sama ár, þar sem farið var fram á afrit af kaupsamningi milli ráðuneytisins og GlaxoSmithKline ehf. um kaup á Synflorix-bóluefni gegn pneumókokkum, svo og öllum undirliggjandi samningum varðandi málið.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti velferðarráðuneytinu framkomna kæru með bréfi, dags. 23.  maí 2011. Var athygli ráðuneytisins vakin á því að skv. 11. gr. upplýsingalaga beri stjórnvaldi að taka svo fljótt sem verða má ákvörðun um það hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum. Hefði beiðni kæranda ekki þegar verið afgreidd var því beint til ráðuneytisins að ákvörðun í málinu yrði tekin svo fljótt sem við yrði komið og hún birt kæranda og úrskurðarnefndinni eigi síðar en kl. 16.00 þann 30. maí. Kysi ráðuneytið að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit þeirra, auk þess sem ráðuneytinu var þá gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæru málsins og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka. Kæranda var sent afrit þessa bréfs.</p> <p>Þann 26. maí 2011 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál svar velferðarráðuneytisins. Þar kom fram að bréf hefði verið sent til kæranda þann 20. maí 2011 þar sem hann hefði verið upplýstur um að beiðni hans væri í vinnslu. Ráðuneytið hefði óskað álits þeirra aðila sem upplýsingarnar vörðuðu um aðgang að þeim. Var óskað frekari frests til þess að verða við erindi úrskurðarnefndarinnar frá 23. maí þar sem fyrirséð væri að svör hlutaðeigandi aðila myndu ekki berast ráðuneytinu fyrir 30. þess mánaðar.</p> <p>Þann 6. júní 2011 ritaði úrskurðarnefndin velferðarráðuneytinu bréf þar sem þess var óskað að svör bærust nefndinni eigi síðar en 10. sama mánaðar.</p> <p>Úrskurðarnefndinni barst þann 8. júní afrit af bréfi velferðarráðuneytisins til kæranda, dags. 6. sama mánaðar. Í því kemur fram að ráðuneytið hafi leitað álits landlæknis og Ríkiskaupa um birtingu umbeðinna gagna. Borist hefðu svör þeirra þess efnis að heimilt væri að veita afrit af umbeðnum gögnum. Hjálagt bréfinu fylgdi afrit af rammasamningi nr. 2860 um próteintengd bóluefni gegn pneumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi, undirritaður 28. apríl 2011.</p> <p>Af þessu tilefni ritaði kærandi úrskurðarnefndinni bréf, dags. 20. júní 2011. Þar kemur fram að hann hafi fengið afrit nefnds rammasamnings, dags. 28. apríl 2011. Hins vegar hafi hann ekki fengið afrit af öðrum gögnum tengdum þessum samningi, eins og hann hafi óskað eftir í upphaflegri beiðni sinni.</p> <p>Afrit af bréfi kæranda var sent velferðarráðuneytinu með bréfi, dags. 21. júní, og þess óskað að ráðuneytið tæki afstöðu til þess. Svar barst úrskurðarnefndinni, með bréfi dags. 27. sama mánaðar. Þar kom fram að ráðuneytið gæti ekki tekið afstöðu til beiðni kæranda um afhendingu frekari gagna vegna umrædds samnings þar sem frekari gögn um málið væru ekki geymd í skjalasafni ráðuneytisins.</p> <p>Í máli þessu liggja fyrir gögn um það að umrædd beiðni hafi einnig verið til meðferðar hjá landlæknisembættinu, og verið þar afgreidd af sóttvarnarlækni en hann starfar á vegum fyrrnefnds embættis, sbr. 4. gr. sóttvarnarlaga nr. 19/1997. Með bréfi sóttvarnarlæknis til kæranda, dags. 29. júní 2011, var honum synjað um aðgang að frekari gögnum málsins. </p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kæra máls þessa beinist að velferðarráðuneytinu. Samkvæmt framangreindu hefur velferðarráðuneytið þegar afhent kæranda afrit af rammasamningi nr. 2860 um próteintengd bóluefni gegn pneumókokkum til notkunar í almennum bólusetningum á Íslandi, undirritaðan 28. apríl 2011. Óumdeilt er að þessi samningur fellur undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem beint var til ráðuneytisins 12. maí 2011.</p> <p>Af hálfu ráðuneytisins hefur einnig komið fram að það geti ekki tekið afstöðu til beiðni kæranda um afhendingu frekari gagna vegna umrædds samnings þar sem frekari gögn um málið séu ekki geymd í skjalasafni ráðuneytisins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki ástæðu til að rengja þessa fullyrðingu ráðuneytisins, en eins og fram er komið hefur annað stjórnvald, landlæknir, tekið beiðni kæranda að því leyti til meðferðar á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera undir úrskurðarnefndina synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum eða afrit þeirra samkvæmt lögunum. Réttur til aðgangs að gögnum tekur til fyrirliggjandi gagna tiltekins máls, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006.</p> <p>Af framangreindu leiðir að velferðarráðuneytið hefur afhent kæranda þau gögn sem fyrir liggja í skjalasafni þess og fallið geta undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Kæru þessari ber því að vísa frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru [A], dags. 23. maí 2011, á hendur velferðarráðuneytinu er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> Formaður</p> <p> </p> <p align="center">  Sigurveig Jónsdóttir                                                          Friðgeir Björnsson</p> |
A-442/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012. | Kærð var synjun Landspítala háskólasjúkrahúss á gögnum er vörðuðu opinber, en óútboðsskyld, innkaup spítalans á tilteknum vöruflokkum. Beiðni um gögn nægilega afmörkuð við tilgreind mál. Aðgangur aðila að gögnum er varða hann sjálfan. Aðgangur veittur að hluta. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir. Ráðstöfun almannafjár. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 5. júlí 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-442/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 24. janúar 2012, kærði [A] hdl., f.h. [B] ehf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun Landspítala, dags. 19. janúar 2012, að synja beiðni hans, dags. 12. janúar það sama ár, um aðgang að;</p> <p>Í fyrsta lagi, að öllum gögnum sem varða ákvörðun um að hefja innkaup á krepbindum frá fyrirtækinu [R] ehf., sérstaklega gögnum um hvernig staðið var að samanburði á verði á krepbindum með Oracle númerin 1001284, 1001288 og 1001289, sbr. fyrirmæli 22. gr. laga um opinber innkaup, til hversu margra söluaðila spítalinn hafi leitað áður en ákvörðun var tekin og hverjir það hafi verið.</p> <p>Í öðru lagi, að öllum gögnum sem varði þá ákvörðun Landspítala að hætta kaupum á gifsbómull með Oracle númerin 1000950, 1000951 og 1000292 af [B] á tímabilinu 6. – 21. júlí 2010 og beina innkaupum til annars aðila. Sérstaklega er óskað eftir gögnum sem sýna hvernig hafi verið staðið að samanburði á verði á gifsbómull í tengslum við þessa ákvörðun, sbr. fyrirmæli 22. gr. laga um opinber innkaup, til hversu margra söluaðila spítalinn hafi leitað áður en ákvörðun var tekin og hverjir það hafi verið.</p> <p>Í þriðja lagi, að öllum gögnum sem varða þá eða þær ákvarðanir Landspítala að hætta kaupum á grisjuhólkum með Oracle númerin 1052762, 1052763, 1052765, 1009180 og 1052761 af [B] á tímabilinu 10. maí 2010 til 6. júlí 2010 og beina innkaupum til annars aðila.<br />  <br /> Kemur fram í kærunni að [B] hafi, í bréfi dags. 12. janúar 2012, jafnframt óskað eftir því að Landspítali afhenti öll sams konar gögn og að framan er getið í sambærilegum málum frá árinu 2010, þ.e. gögn sem varði einstakar ákvarðanir um innkaup á heilbrigðisvörum á árinu 2010 og fóru fram á grundvelli 22. gr. laga um opinber innkaup. Í kærunni kemur fram að [B] hafi ákveðið að kæra ekki synjun Landspítala á þessari kröfu um aðgang að gögnum.</p> <p>Í kærunni er vísað til 1. gr., 3. gr. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og  22. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 varðandi aðgang að gögnum. Segir í kærunni að 22. gr. laga um opinber innkaup sé eina heimildin til innkaupa samkvæmt lögum um opinber innkaup þegar kaupfjárhæð sé undir svonefndum viðmiðunarfjárhæðum IV. kafla laga um opinber innkaup og eigi slík innkaup, sem falli undir ákvæði laganna, að fara fram með þeim hætti sem þar sé lýst. Segir svo orðrétt í kærunni:</p> <p>„Með vísan til þessa og þeirrar lýsingar á þeim þremur ákvörðunum sem kæra þessi lýtur að verður ekki um villst hvaða tilteknu mál sé átt við í skilningi 3. og 9. gr. upplýsingalaga enda eru ekki gerðar athugasemdir um ónákvæma tilgreiningu mála í bréfi Landspítalans frá 19. janúar 2012.</p> <p>Jafnframt er ljóst hver eru einkum þau gögn sem [B] leitar eftir varðandi hvert þessara mála enda kemur fram í áðurnefndri 22. gr. hvernig verklagi skuli háttað við innkaup sem fara fram á grundvelli greinarinnar. Í fyrsta lagi er um að ræða aðgang að gögnum sem sýna hvers vegna ákveðið er að hætta að skipta við [B] vegna hvers þessara þriggja mála. Í öðru lagi er um að ræða lista yfir þá aðila sem Landspítali ákveður að hafa samband við vegna hverra þessara kaupa í kjölfar þess að viðskiptum við [B] er hætt. Í þriðja lagi útsendar fyrirspurnir Landspítala vegna hverra þessara kaupa til hlutaðeigandi fyrirtækja, þ. á m. fyrirspurnir um tilboðsverð (og gæði eftir atvikum). Í fjórða lagi er um að ræða svör hlutaðeigandi fyrirtækja við fyrirspurnum Landspítala, þ. á m. tilboð send spítalanum. Í fimmta lagi er um að ræða lista eða annað skjal/skjöl Landspítala þar sem gerður er samanburður á tilboðum og helstu upplýsingar um þau greindar, þ. á m. til hversu langs tíma kaup eru gerð. Í sjötta lagi tilkynning um ákvörðun spítalans um innkaup á vöru af tilteknu fyrirtæki. Í sjöunda lagi er óskað eftir gögnum sem sýna þau sjónarmið sem spítalinn hefur haft að leiðarljósi við hverja þessara ákvarðana. Öll þessi gögn, þótt uppsetning þeirra geti verið með öðrum hætti en hér hefur verið rakið, hljóta að vera til enda er stjórnvöldum skylt að skrá mál, sem koma til meðferðar hjá þeim, á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg, sbr. 22. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Synjun Landspítala um aðgang að gögnum þeirra mála, sem kæran beinist að, er á því byggð að 3. og 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um gögnin. Að því er varðar 3. gr. laganna er því haldið fram að gögnin falli undir 5. gr. upplýsingalaga en þar segir m.a. að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Er sérstaklega tekið fram í bréfi spítalans til [B] að það sé mat hans að „gögn og upplýsingar sem opinber aðili hefur tekið saman um verð og afslætti frá hinum ýmsu fyrirtækjum, sbr. 22. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 [falli] tvímælalaust undir framangreint ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“ Varðandi ósk [B] á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga vísar spítalinn til 3. mgr. sömu greinar þar sem er að finna svipað undanþáguákvæði og í 5. gr. laganna.</p> <p>[B] telur hvorugt nefndra undanþáguákvæða eiga við í máli þessu og vísar í því sambandi til fjölmargra úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem segir efnislega að það sjónarmið að almenn vitneskja um tilboð fyrirtækja í þjónustu við hið opinbera geti skaðað samkeppnisstöðu fyrirtækjanna og jafnvel samkeppnisstöðu hins opinbera verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Á þetta sjónarmið úrskurðarnefndar enn frekar við sé kærandi málsaðili samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Jafnframt telur [B] að synjun Landspítala um aðgang að gögnum byggi á ófullnægjandi lýsingu á beiðni fyrirtækisins í bréfi spítalans frá 19. janúar 2012. Í 6. mgr. bréfsins virðist spítalinn líta svo á að um sé að ræða gögn sem spítalinn „hefur tekið saman um verð og afslætti frá hinum ýmsu fyrirtækjum ...“. Hér er einungis farið rétt með að hluta því í bréfi fyrirtækisins frá 12. janúar 2012 er óskað eftir öllum gögnum sem varða tilteknar ákvarðanir og tekið fram að sérstaklega sé óskað eftir gögnum sem sýna hvernig staðið var að samanburði á verðum, til hversu margra söluaðila spítalinn hafi leitað áður en ákvörðun var tekin og hverjir það voru. Vitaskuld er verið að óska eftir upplýsingum um boðin verð og afslætti en beiðnin er hins vegar augljóslega mun víðtækari eins og áður segir. Virðist spítalinn hafa kosið að líta framhjá þessum þáttum beiðninnar í svari sínu.</p> <p>Synjun Landspítala um aðgang að gögnum er enn fremur byggð á því að umbeðin gögn séu „vinnuskjal“ sem einnig sé undanþegið upplýsingarétti samkvæmt 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga. Ekki er fyllilega skýrt hvað spítalinn á við með notkun orðsins „vinnuskjal“ í eintölu því hvert þessara þriggja mála hlýtur að samanstanda af nokkrum skjölum, sbr. m.a. umfjöllun í 4. mgr. bréfs þessa. Þannig ætti að vera útilokað að fyrirspurnir spítalans til seljenda vara sé sama skjalið og skjal þar sem samanburður tilboða er gerður. Þá hafnar [B] þeirri túlkun Landspítalans að um sé að ræða „vinnuskjal“ sem stjórnvald hafi ritað til eigin afnota og sé undanþegið upplýsingarétti. Þá ber að hafa í huga að undanþáguna ber augljóslega að skýra mjög þröngt enda er sérstaklega tekið fram í ákvæðinu að veita skuli aðgang að vinnuskjölum hafi þau að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað með öðrum hætti. Verður t.d. ekki annað séð en gögn um að hætta innkaupum af ákveðnu fyrirtæki feli í sér ákvörðun og falli þannig ekki undir undanþáguna. Sama sjónarmið hlýtur að gilda um gögn sem varða ákvörðun um að hefja innkaup á ákveðinni vöru af tilteknum aðila og önnur atriði sem vísað er til í 4. mgr. bréfs þessa. Þá ber og að hafa í huga að undanþágan á heldur ekki við um upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Loks ber að nefna að undanþágan varðar einungis aðgang almennings að gögnum en ekki aðgang málsaðila. Af öllum þessum ástæðum telur [B] að 1. málsl. 3. tl. 4. gr. eigi ekki við um úrlausn þessa, hvorki að hluta né öllu leyti.“</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>1.<br /> Kæran var send Landspítala með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 27. janúar 2012, þar sem vísað er til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 8. febrúar. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrðu innan sama frests látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að. Frestur til að skila athugasemdum til úrskurðarnefndar var síðar framlengdur til 20. febrúar.</p> <p>Kærði sendi úrskurðarnefnd umsögn um kæru málsins, dags. 21. febrúar 2012 en með umsögninni fylgdu „öll gögn sem til eru um viðskipti Landspítala vegna gifsbómullar, grisjuhólka og krepbinda“ eins og í umsögninni segir. Í bréfi Landspítala er aðdragandi málsins reifaður. Segir svo að Landspítali krefjist þess að hluta krafna kæranda verði vísað frá þar sem þær hafi ekki komið fram áður og kærði því ekki haft tækifæri til að taka afstöðu til allra krafna er varði krepbindi, en ella að kröfum kæranda verði hafnað.</p> <p>Segir svo orðrétt í bréfinu:</p> <p>„Eins og sjá má á eftirfarandi upptalningu á kröfum kæranda sem fram koma í bréfum hans, annars vegar til Landspítala, dags. 12. janúar 2012, og hins vegar í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 24. janúar 2012, eru kröfurnar ekki samhljóða.</p> <p>Kærandi kærir til úrskurðarnefndar um upplýsingamál höfnun á aðgangi að gögnum sem ekki var óskað eftir. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að kæra ákvarðanir sem aldrei hafa verið teknar.</p> <p>1. Ósk kæranda um gögn 12. janúar 2012<br /> 1.1. Öllum gögnum sem varða ákvörðun um að hefja innkaup á krepbindum frá fyrirtækinu [R] ehf.<br /> 1.2. Gögnum sem sýna hvernig staðið var að samanburði á verði á krepbindum.<br /> 1.3. Til hversu margra söluaðila Landspítali leitaði áður en ákvörðun var tekin?<br /> 1.4. Til hvaða söluaðila leitaði Landspítali áður en ákvörðun var tekin?</p> <p>2. Kröfur í kæru dags. 24. janúar 2012.<br /> 2.1. Gögn sem sýna hvers vegna ákveðið var að hætta viðskiptum við [B] á krepbindum.<br /> 2.2. Lista yfir aðila sem Landspítali ákveður að hafa samband við vegna innkaupa.<br /> 2.3. Útsendar fyrirspurnir til fyrirtækja vegna krepbinda þ. á m. fyrirspurnir um verð.<br /> 2.4. Svör fyrirtækja við fyrirspurnum Landspítala þ. á m. tilboð send spítalanum.<br /> 2.5. Lista eða önnur skjöl Landspítala  þar sem gerður er samanburður á tilboðum.<br /> 2.6. Helstu upplýsingar um tilboð fyrirtækja.<br /> 2.7. Tilkynning um ákvörðun Landspítala um innkaup á krepbindum.<br /> 2.8. Gögn sem sýna þau sjónarmið sem Landspítali hefur haft að leiðarljósi við ákvörðun um krepbindi.</p> <p>Sé ósk kæranda um aðgang að gögnum borin saman við þær kröfur sem fram koma í kæru kemur í ljós að tilteknar kröfur um gögn er ekki að finna í bréfi kæranda dags. 12. janúar sl. Kærði krefst þar af leiðandi þess að liðum 2.1., 2.3., 2.4., 2.6., 2.7 og 2.8 verði vísað frá á þeim forsendum að spítalinn fékk ekki tækifæri til að taka afstöðu um hvort veita ætti aðgang að gögnunum eður ei.</p> <p>Kærði byggir varakröfu sína og þann hluta af aðalkröfu sem varðar höfnun á afhendingu gagna á viðskiptahagsmunum sínum, annarra heilbrigðisstofnana sem aðilar eru að rammasamningskerfi Ríkiskaupa og viðskiptamanna sinna. Kærði telur sér því óheimilt að láta kæranda í té umbeðnar upplýsingar, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. [...] Í þeim tilvikum sem gögn um umbeðnar upplýsingar í þessum málum eru til, verður ekki hjá því komist að telja þau innihalda viðkvæmar rekstrar- og samkeppnisupplýsingar sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni í skilningi 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Þá er rétt að benda á að nú þegar hefur farið fram útboð á gifsi sem inniheldur grisjuhólka og gifsbómull. Framkvæmd þess máls hefur hins vegar tafist töluvert vegna kærumála. Kærunefnd útboðsmála hafnaði stöðvunarkröfu kæranda í útboðsmálinu. Innkaup Landspítala á viðkomandi vörum munu því miðast við útboðið innan skamms tíma.</p> <p>Aðgengi tiltekinna viðskiptamanna að hvers kyns upplýsingum um viðskipti sem þau sem hér um ræðir eru í hróplegri andstöðu við eðli frjálsra verslunarviðskipta. Slíkt aðgengi að viðskiptaleyndarmálum sem kann að felast í slíkum tilboðum og samningaviðræðum gæti, ef eðli upplýsinganna er slíkt, leitt til þess að viðkomandi birgi, vitandi um verð og aðstöðu samkeppnisaðila, kæmi til með að bjóða hærra verð en hann hefði ella gert þegar kemur að útboði. Þar með væru brostnar forsendur fyrir útboðum sem aðferð við að afla hagstæðustu verðtilboða.</p> <p>Slíkur upplýsingaréttur kæmi til með að hindra nauðsynlegt viðskiptatraust auk þess sem erfitt yrði fyrir sjúkrahús landsins að fá eins hagstæð verð og möguleg væru. Birgjar væru alltaf á varðbergi vegna aðgengis samkeppnisaðila að upplýsingum sem almennt ríkir trúnaður um í viðskiptasamböndum við aðra aðila. Slíkt ástand hindrar eðlileg viðskipti og leiðir óhjákvæmilega til verri viðskiptakjara opinberra aðila.</p> <p>Vægi upplýsinga um verð eftir opnun útboða verður lítið sem ekkert fyrir þann sem býður best enda upplýsingar um verð hans og möguleika þá þegar opinberar upplýsingar.</p> <p>Að lokum verður að telja að ef birgjar telja hagsmunum sínum stefnt í hættu með tímabundnum hagstæðum boðum gæti það leitt til hárra verðtilboða sökum takmarkaðra tilboða og jafnvel vöruskorts sem myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þá síst skyldi, sjúklingana.</p> <p>Þá telur kærði 22. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 ekki eiga við í þessu máli þar sem ekki hafa verið gerðir skriflegir samningar um þau viðskipti sem hér um ræðir, þ.e. á krepbindum, gifsbómull og grisjuhólkum. Lög um opinber innkaup takmarkast við skriflega samninga um fjárhagslegt endurgjald, sbr. 4. gr. laganna. Í bréfi kæranda til Landspítala dags. 12. janúar 2012 segir, þar sem fjallað er um hvaða upplýsingum hann sækist eftir:</p> <p>„Þau vöruinnkaup sem um ræðir eru innkaup spítalans á heilbrigðisvörum sem fara fram á grundvelli 22. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 og eru ekki útboðsskyld eða háð ákvæðum V. kafla.“</p> <p>Þar sem kærandi byggir kröfu sína, dags. 12. janúar 2012, um aðgang að gögnum á 3. og 9. gr. upplýsingalaga sem hann takmarkar við 22. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 á hann ekki rétt á hinum umbeðnu gögnum og upplýsingum. Landspítala verður ekki gert að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. gr. sömu laga.</p> <p>Síðast en ekki síst telur kærði þarft að benda á að 9. gr. upplýsingalaganna takmarkast við aðila máls. Hér hefur ekki verið tekin stjórnvaldsákvörðun og því ekkert stjórnsýslumál í gangi. Kærandi getur því ekki talist vera aðili máls í skilningi tilvitnaðs ákvæðis upplýsingalaga.“</p> <p>Með bréfi Landspítala fylgdu gögn málsins, eins og nánar er rakið í niðurstöðum.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 23. febrúar 2012 var kæranda kynnt umsögn Landspítala vegna kærunnar. Var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar til 3. mars, en veittur var frekari frestur til 13. mars.</p> <p>Með bréfi, dags. 13. mars 2012, hafnar kærandi kröfu Landspítala um frávísun og vísar til kæru málsins. Segir að annars vegar sé það rangt að kröfur kæranda um gögn varðandi innkaup á krepbindum séu ekki samhljóða í bréfi hans frá 12. janúar 2012 og kærunni frá 24. sama mánaðar, en í bréfinu frá 12. janúar hafi verið óskað eftir aðgangi að öllum gögnum varðandi þá ákvörðun að hefja innkaup á krepbindum frá fyrirtækinu [R] Segir svo að sérstaklega sé vísað til nokkurra gagna, sem eigi að vera til hjá kæranda, hafi hann staðið að innkaupum í samræmi við fyrirmæli 22. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007, en þó sé þar ekki um tæmandi talningu að ræða. Segir svo orðrétt:</p> <p>„Í kæru kemur fram að það er synjun kæranda um að veita aðgang að umbeðnum gögnum sem er kærð. Til skýringarauka er sett fram í sjö liðum hver þessi gögn geti verið með öðrum hætti en fram kemur í kæru þótt gögnin eigi að vera til hafi verið staðið að umræddum innkaupum í samræmi við fyrirmæli 22. gr. Kjarni beiðni kæranda um aðgang að gögnum, sem varði ákvörðun kærða að hefja kaup á krepbindum frá öðru fyrirtæki, er að óskað er eftir öllum gögnum sem varða ákvörðunina með vísan í heimildarákvæði 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Er upphaflega beiðnin og kæran fyllilega samhljóða þessu.</p> <p>Hins vegar má nefna að í bréfinu frá 21. febrúar 2012 kemur skýrlega fram að kærði vill hafna öllum beiðnum kæranda um upplýsingar, sbr. orðalag varakröfu hans. Kærði hefur þannig lýst afstöðu sinnar [til] beiðninnar í heild sinni þvert á það sem segir í hinum tilvitnaða texta.“</p> <p>Um varakröfu og hluta aðalkröfu Landspítala hafnar kærði því að ákvæði 5. gr. upplýsingalaga eigi við um þau gögn sem óskað sé aðgangs að, a.m.k. geti hún aðeins átt við lítinn hluta þeirra gagna sem óskað sé eftir. Þannig geti t.d. aðgangur að gögnum sem sýni til hvaða birgja hafi verið leitað við innkaup á krepbindum alls ekki verið varin af undanþáguákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Þá beri að hafa í huga að óskað sé aðgangs að gögnum vegna viðskipta sem þegar hafi farið fram.</p> <p>2.<br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þann 20. apríl 2012 í tilefni ofangreindrar kæru [A] héraðsdómslögmanns fyrir hönd [B] ehf., sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-418/2012.</p> <p>Í úrskurðarorði úrskurðar nr. A-418/2012 sagði svo: „Landspítala ber að veita kæranda, [B] ehf., afrit af öllum þeim gögnum sem tilgreind eru í töluliðum 1 til og með 3, í undirkafla 4 í niðurstöðum úrskurðar þessa“. Í þessu fólst, samkvæmt úrskurðarorði, að fyrir Landspítala var lagt að verða að fullu við beiðni kæranda um aðgang að gögnum.</p> <p>Umræddum gögnum var lýst svo í töluliðum 1 til og með 3, í undirkafla 4 í niðurstöðum nefnds úrskurðar nr. 418/2012:</p> <p>„1. Í fyrsta lagi er um að ræða gögn um samskipti innanhúss hjá Landspítala-Háskólasjúkrahúsi, en samskiptin eru skilgreind með þeim hætti af kæranda í fylgibréfi  með umsögn, dags. 21. febrúar 2012; þ.e. tölvupóstsamskipti starfsmanna Landspítala, dags. 17. október 2011 og 20. október 2011. Í þessum hluta gagnanna er einnig tölvupóstur frá starfsmanni [D] til tveggja starfsmanna Landspítala, dags. 14. október 2011, sem jafnframt fylgir með gögnum er varða tölvupóstsamskipti Landspítala og [D]. Verður tekin afstaða til afhendingar hans í umfjöllun um rétt til þeirra gagna. Í þessum samskiptum, sem hefjast með tölvupósti dags. 17. október 2011 milli starfsmanna Landspítala og hafa efnislínuna „Krep bindi“ eru borin saman verð á krepbindum frá [D] og kæranda, um þau fjallað og í kjölfarið tekin ákvörðum um frá hvaða aðila varan verði keypt.</p> <p>2. Í öðru lagi er um að ræða tölvupóstsamskipti Landspítala og [D], dags. 14. október 2011, 17. október 2011, 18. október 2011 og 20. október 2011, ásamt fylgigögnum. Í upphafi samskiptanna er fjallað um verð á krepbindum en í tölvupósti starfsmanns Landspítala til starfsmanns [D], dags. 20. október 2011, kemur fram að Landspítali samþykki verð sem tilgreint var í tölvupósti sama dag. Í tölvupóstsamskiptunum er jafnframt vísað til þess verðs sem spítalinn hafi haft áður. Þá fylgja með upplýsingar um vöruna sem og útreikningur á sparnaði á ársgrundvelli miðað við núverandi verð á krepbindum.</p> <p>3. Í þriðja lagi er um að ræða tölvupóstsamskipti Landspítala og [C], dags. 5. maí 2010, 6. maí 2010, 6. júlí 2010, 7. júlí 2010, 8. júlí 2010, 6. ágúst 2010, 9. ágúst 2010, 13. október 2010, 14. október 2010, 15. október 2010, 19. október 2010 og 26. október 2010, ásamt fylgigögnum. Í samskiptunum er fjallað um kaup og afhendingu á gifsvörum og bindum, eiginleika tiltekinna vörutegunda og verð. Í tölvupósti dags. 8. júlí 2010 frá starfsmanni Landspítala til starfsmanns [C] og starfsmanns Landspítala er staðfest að Landspítali muni hefja kaup á umræddum vörum frá [C]. Í gögnunum kemur fram að stefnt sé á að bjóða út kaup á gifsi, sbr. tölvupóst frá starfsmanni Landspítala, dags. 14. október 2010. Með gögnunum fylgdi listi yfir vöruflokka gips, ásamt upplýsingum.“</p> <p>Eins og af þessari lýsingu gagna málsins má ráða er hér í fyrsta lagi um að ræða tölvupóstsamskipti milli starfsmanna Landspítala, í öðru lagi tölvupóstsamskipti starfsmanna [D] ehf. og Landspítalans og í þriðja lagi tölvupóstsamskipti starfsmanna [C] hf. og Landspítalans.</p> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 27. júní 2012, krafðist [D] héraðsdómslögmaður, þess fyrir hönd [C] hf., að nefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðar nr. A-418/2012 í þeim tilgangi að unnt væri að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum. Til vara var þess krafist að nefndin afturkallaði að eigin frumkvæði ákvörðun sína á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, enda væri umrædd ákvörðun ógildanleg og afturköllun ekki til tjóns fyrir aðila. Þessu erindi fylgdi afrit af ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík, dags. 22. júní, um synjun á beiðni [D] héraðsdómslögmanns, fyrir hönd [C] hf., um að lögbann yrði lagt við því að Landspítali afhenti gögn til [B] ehf. á grundvelli úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-418/2012. Í ákvörðun sýslumannsins kemur fram að óskað hafi verið lögbanns á afhendingu tölvupóstsamskipta milli starfsmanna [C] hf. og Landspítalans dags. 6. júlí 2010, 7. júlí 2010, 6. ágúst 2010, 9. ágúst 2010, 13. október 2010, 14. október 2010, 15. október 2010, 19. október 2010 og 26. október 2010.</p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að [C] hf. telji að í þessum gögnum, þ.e. þeim sem tilgreind eru í ofangreindri ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík, og einnig var fjallað um í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli A-418/2012, sé að finna upplýsingar sem varði mikilvæga viðskiptahagsmuni [C] hf. og eigi að fara leynt samkvæmt ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 28. júní 2012, krafðist [E] lögfræðingur þess, fyrir hönd [D] ehf., að nefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðar nr. A-418/2012 í þeim tilgangi að unnt væri að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum. Til vara var þess krafist að nefndin afturkallaði að eigin frumkvæði ákvörðun sína. Þessu erindi fylgdi afrit af lögbannsbeiðni [F] hæstaréttarlögmanns, fyrir hönd [D] ehf., dags. 8. júní 2012, til Sýslumannsins í Reykjavík, þar sem krafist var lögbanns við því að Landspítali afhendi gögn til [B] ehf. á grundvelli úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-418/2012. Í lögbannsbeiðninni kemur fram að óskað sé lögbanns á afhendingu tölvupóstsamskipta milli starfsmanna [D] og Landspítalans dags. 14. október 2011, 17. október 2011, 18. október 2011 og 20. október 2011. Fyrir liggur að þessari lögbannskröfu var hafnað.</p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að [D] ehf. telji að í þessum gögnum, þ.e. þeim sem tilgreind eru í ofangreindri lögbannskröfu og einnig var fjallað um í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli A-418/2012, sé að finna upplýsingar sem varði mikilvæga viðskiptahagsmuni [D] ehf. og eigi að fara leynt samkvæmt ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Með bréfi, dags. 2.júlí 2012, var [B] ehf., gefið færi á að tjá sig um fram komnar kröfur af hálfu [D] ehf. og [C] hf. Athugasemdir [A] hdl., fyrir hönd [B] ehf., bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 4. júlí. Þar er andmælt kröfum um frestun réttaráhrifa, sem og kröfum um afturköllun. Jafnframt er í bréfinu lýst hagsmunum sem kærandi telur sig hafa af aðgangi að þeim gögnum sem athugasemdir nefndra fyrirtækja beinast að og telja að muni leiða af sér tjón fyrir þau, verði upplýsingar í þeim gerðar opinberar.</p> <p>Með ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem tekin var í dag, 5. júlí 2012, var ofangreindur úrskurður nefndarinnar frá 20. apríl 2012 í máli nr. A-418/2012 afturkallaður á grundvelli 2. tölul. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 með vísan til þess að nýjar upplýsingar hefðu komið fram sem leiddu til þess að efnisleg niðurstaða hans hefði ekki verið í samræmi við ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p><br /> 3.<br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p>1.<br /> Mál þetta lýtur að synjun Landspítala, dags. 19. janúar 2012, á beiðni [A] hdl., f.h. [B] ehf., um aðgang að gögnum er varða innkaup Landspítala á krepbindum, gifsbómul og grisjuhólkum, sbr. nánari afmörkun kærunnar undir liðnum kæruefni og málsatvik.</p> <p>Kærandi byggir kröfu sína um aðgang að gögnum á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, en til vara á 9. gr. laganna.</p> <p>Kærði, Landspítalinn, krefst frávísunar málsins frá nefndinni að hluta, en ella þess að kröfu kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum verði synjað á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Þá telur hann 9. gr. upplýsingalaga ekki eiga við um beiðni kæranda um gögn.</p> <p>2.<br /> Kærði hefur krafist frávísunar á kröfum kæranda um gögn er varða krepbindi. Eins og kemur fram í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 2. gr. 161/2006, skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann einnig óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Í athugasemdum með 1. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2006 kemur fram að tilgreina verður gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á málinu og gögnum þess.</p> <p>Úrskurðarnefndin lítur svo á að ákvarðanir kærða um innkaup á þeim vörum sem kæra málsins lýtur að teljist sérstök mál í skilningi upplýsingalaga. Þá hafi kærandi með nægilega skýrum hætti tilgreint þau mál sem þau gögn tilheyra sem hann óskar aðgangs að. Í beiðni kæranda um gögn dags. 12. janúar 2012 er sérstaklega óskað eftir aðgangi að öllum gögnum varðandi þrjár tilteknar viðskiptaákvarðanir Landspítalans. Í beiðninni er vísað til tiltekinni vörunúmera sem ákvarðanirnar varði. Samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, eins og áður greinir, getur aðili óskað eftir öllum gögnum um tiltekið mál. Því verður ekki fallist á að vísa beri kröfum kæranda frá enda beiðni kæranda nægilega afmörkuð við tilgreind mál hjá kæranda. Þá ber að líta til þess að í niðurlagi beiðni kæranda, dags. 12. janúar, er óskað eftir því að Landspítali veiti [B] nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar um hvernig beri að afmarka beiðni um gögn, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, telji Landspítalinn að ekki sé tilgreint nægilega vel um hvaða mál sé að ræða.</p> <p>3.<br /> Mál það sem hér er til umfjöllunar varðar opinber innkaup stofnunar ríkisins. Í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup segir að lögin taki m.a. til ríkis, sveitarfélaga og stofnana þeirra. Í 1. gr. laganna segir að tilgangur þeirra sé að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Í 1. mgr. 4. gr. laganna segir ennfremur að lögin taki til skriflegra samninga um fjárhagslegt endurgjald sem einn eða fleiri kaupendur skv. 3. gr. gera við eitt eða fleiri fyrirtæki og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu í skilningi laganna. Í 1. mgr. 2. gr. laganna eru orðin ritaður eða skriflegur skýrð með eftirfarandi hætti: „Hvers konar tjáning sem samanstendur af orðum eða tölum sem lesa má, kalla má fram og miðla, þar á meðal upplýsingar sem miðlað er og varðveittar eru með rafrænum aðferðum“.</p> <p>Með vísan til þessarar afmörkunar á gildissviði laganna, fellst nefndin á að ákvæði laga um opinber innkaup nr. 84/2007, eigi við í máli þessu, án þess þó að beinlínis þurfi að taka til þess afstöðu hvort innkaupin falli undir ákvæði 2. þáttar laganna, um opinber innkaup undir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins. Breytir það ekki þessari niðurstöðu þótt ekki liggi fyrir undirritaður skriflegur samningur um kaup á þeim vörum sem málið varðar.</p> <p>Í II. kafla laga, um opinber innkaup, þar sem fram koma almennar reglur, segir í 1. mgr. 17. gr. að kaupanda sé óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljist einkum tækni- og viðskiptaleyndarmál auk þeirra atriða í tilboði sem leynt skulu fara. Í 3. mgr. 17. gr. segir hins vegar sérstaklega að ákvæði 1. mgr. hafi ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Af þessu er ljóst að ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996 gilda um aðgang kæranda að gögnum er varða málefni þau sem lög um opinber innkaup taka til, enda fellur Landspítali undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 1. gr. þeirra.</p> <p>4.<br /> Í ljósi röksemda kæranda sem lúta að réttarstöðu hans á grundvelli upplýsingalaga telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að taka fyrst til skoðunar hvort kærði geti talist aðili þeirra mála sem umbeðin gögn varða í skilningi 9. gr. laganna, á þeim grundvelli að upplýsingar þær sem óskað er aðgangs að varði hann sjálfan. Niðurstaða um það skiptir máli við beitingu upplýsingalaga enda fer um aðgang aðila máls að gögnum um hann sjálfan eftir 9. gr. upplýsingalaga sem veitir rýmri aðgang en ákvæði 3. gr. sömu laga um aðgang almennings, sbr. m.a. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-388/2011, 409/2012 og 410/2012.</p> <p>Í III. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 er fjallað um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Í 1. mgr. 9. gr. segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“ Þetta ákvæði hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur t.d. litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda.</p> <p>Samkvæmt gögnum málsins lýtur ágreiningur aðila um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum að eftirtöldum gögnum:</p> <p>1. Í fyrsta lagi er um að ræða gögn um samskipti innanhúss hjá Landspítala, en samskiptin eru skilgreind með þeim hætti af kærða, Landspítala, í fylgibréfi  með umsögn, dags. 21. febrúar 2012; þ.e. tölvupóstsamskipti starfsmanna Landspítala, dags. 17. október 2011 og 20. október 2011. Í þessum hluta gagnanna er einnig tölvupóstur frá [...], starfsmanni [D] ehf., til [...], starfsmanns Landspítala, dags. 14. október 2011, sem jafnframt fylgir með gögnum er varða tölvupóstsamskipti Landspítala og [D] ehf. Verður tekin afstaða til afhendingar hans í umfjöllun um rétt til þeirra gagna. Í þessum samskiptum, sem hefjast með tölvupósti dags. 17. október 2011 milli starfsmanna Landsspítala og hafa efnislínuna „Krep bindi“ eru borin saman verð á krepbindum frá [D] ehf. og kæranda, um þau fjallað og í kjölfarið tekin ákvörðum um frá hvaða aðila varan verði keypt.</p> <p>2. Í öðru lagi er um að ræða tölvupóstsamskipti starfsmanna Landspítala og [D] ehf. Nánar tiltekið er um að ræða eftirtalda tölvupósta: Tölvupóst frá [...], starfsmanni [D] ehf., til [...], starfsmanns Landspítala, dags. 14. október 2011, tímasettan 17.58, með tveimur fylgiskjölum, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 17. október 2011, tímasettan 10.04, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 17. október, tímasettan 10.26, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 18. október 2011, tímasettan 17.02, tölvupóst frá [...], til [...], dags. 20. október 2011, tímasettan 14.54 og tölvupóst frá [...] til [...], dags. 20. október 2011, tímasettan 16.03. Í síðastgreindum tölvupósti kemur fram að Landspítali samþykki verð sem send voru með tölvupósti [...] sama dag.</p> <p>3. Í þriðja lagi er um að ræða tölvupóstsamskipti starfsmanna Landspítalans og [C] hf. Nánar tiltekið er um að ræða eftirtalda tölvupósta: Tölvupóst frá [...], starfsmanns [C] hf. til [...] starfsmanns Landspítala, dags. 6. júlí 2010, tímasettan 16.39, auk eins fylgiskjals, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 7. júlí 2010, tímasettan 9.08, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 7. júlí 2010, tímasettan 10.12, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 8. júlí 2010, tímasettan 10.09, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 8. júlí 2010, tímasettan 10.28, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 8. júlí 2010, tímasettan 10.53, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 6. ágúst 2010, tímasettan 15.54, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 9. ágúst 2010, tímasettan 14.58, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 9. ágúst 2010, tímasettan 16.12, auk eins fylgiskjals, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 14. október 2010, tímasettan 16.03, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 14. október 2010, tímasettan 15.39, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 26. október 2010, tímasettan 11.54 og tölvupóst frá [...] til [...], dags. 26. október 2010, tímasettan 15.04.</p> <p>Einnig er um að ræða tölvupósta frá 5. maí 2010 og 6. maí 2010 sem farið hafa á milli starfsmanna Landspítala og [C] hf.</p> <p>Þá fylgdu gögnum sem Landspítali afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af eftirföldum tölvupóstum milli starfsmanna Landspítala þar sem fjallað er um gæði á vörum  sem keyptar voru af [C]: Tölvupóstur frá [...], dags. 13. október 2010, tímasettur 08.44, tölvupóstur frá [...], dags. 15. október 2010, tímasettur 12.40, og tölvupóstur frá [...], dags. 19. október 2010, tímasettur 2.39. Þessir tölvupóstar geta samkvæmt efni sínu fallið undir beiðni kæranda, enda er þar fjallað um mat á vörum sem keyptar hafa verið og geta verið til þess fallin að lýsa sjónarmiðum sem þau viðskipti spítalans byggjast á og beiðni kæranda lýtur að.</p> <p>5.<br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni ofangreindra gagna. Í þeim gögnum sem tilgreind eru undir lið nr. 1 í undirkafla 4 í þessum hluta úrskurðarins er sérstaklega fjallað um verð kæranda og er gerður samanburður á því og verði frá þeim aðila sem síðan er tekin ákvörðun um að kaupa krepbindi af. Kærandi nýtur því að mati úrskurðarnefndar réttar til aðgangs að þeim gögnum samkvæmt ákvæði 9. gr. upplýsingalaga, sbr. það sem að framan segir, með þeim takmörkunum sem greinir í 2. og 3. mgr. ákvæðisins.</p> <p>Í 2. mgr. 9. gr. laganna segir að 1. mgr. gildi hvorki um þau gögn sem talin eru í 4. gr. laganna né þau gögn sem hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eigi að fara skv. 6. gr. Þá segir í 3. mgr. 9. gr. að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Af framangreindu er ljóst að 5. gr. upplýsingalaga getur ekki hindrað aðgang kærða að þeim gögnum sem hann á aðgang að skv. 9. gr. laganna. Þá hefur Landspítali ekki sérstaklega byggt á því fyrir úrskurðarnefndinni að umbeðin gögn teljist vinnuskjöl. Kemur því ákvæði 4. gr. laganna því ekki til álita um gögnin.</p> <p>Í upphafi 6. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda geymi þau upplýsingar um eitthvert þeirra atriða sem upp eru talin í 1.-5. tölul. greinarinnar. Af ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um: „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.“ Er þetta eini töluliður 6. gr. sem komið getur til álita um þau gögn sem hér um ræðir.</p> <p>Í athugasemdum sem fylgdu tilvitnaðri grein í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Hver töluliður sæti sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræðir. Um skýringu á 3. tölul. sérstaklega segir að markmið frumvarpsins sé meðal annars að gefa almenningi og fjölmiðlum færi á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Óheftur réttur til upplýsinga geti á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki er skylt að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum sé lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona hátti til.</p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar að ekki sé nægjanlegt að samkeppnishagsmunir viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar hins opinbera kunni að skaðast við það að aðgangur sé veittur að þeim upplýsingum sem um ræðir. Mikilvægt er að einnig fari fram mat á slíkum hagsmunum andspænis þeim almennu hagsmunum og tilgangi upplýsingalaga að gefa m.a. almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um ráðstöfun opinberra fjármuna. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011.</p> <p>Ekki er loku fyrir það skotið að það geti í einhverjum tilvikum skaðað stöðu hins opinbera í samkeppnisumhverfi, sé almenningi veittur ótakmarkaður aðgangur að gögnum sem varða viðskipti ríkis eða stofnana þess. Það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald skuli fara leynt, verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Ennfremur ber að benda á að skv. 1. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, er það m.a. tilgangur laganna að stuðla að virkri samkeppni. Jafnframt er það markmið laganna að kaupandi skuli ávallt gæta hagkvæmni og gera samanburð meðal sem flestra fyrirtækja og virða jafnræðisreglu 14. gr. laganna. Um þessi sjónarmið vísast jafnframt m.a. til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-74/1999, A-133/2001 og A-232/2006.</p> <p>Það er niðurstaða nefndarinnar að Landspítali hafi ekki sýnt fram á að það eitt og sér, geti skaðað samkeppnisstöðu Landspítala eða hagsmuni viðskiptamanna spítalans, í samkeppni við kæranda, þótt kæranda yrði veittur aðgangur að þeim gögnum sem tilgreind eru í lið nr. 1. hér að framan. Með vísan til þess og annars þess sem að framan er rakið ber Landspítala að veita kæranda aðgang að þeim gögnum sem tilgreind eru hér að ofan undir tölulið 1 í undirkafla 4 í þessum hluta úrskurðarins, að undanskildum tölvupósti frá [...], starfsmanni [D] ehf., til starfsmanns Landspítalans, dags. 14. október 2011, en um rétt kæranda til aðgangs að honum er fjallað hér að neðan.</p> <p>6.<br /> Hvað varðar gögn þar sem finna má samskipti starfsmanna Landspítala við starfsmenn [D] ehf. annars vegar og [C] hf. hins vegar, sem talin eru upp í liðum 2. og 3. í undirkafla 4 í niðurstöðukafla úrskurðarins hér að framan, er ekki með beinum hætti fjallað um kæranda og verður ekki fullyrt af gögnum málsins að hann geti notið réttar til aðgangs að gögnunum sem aðili málanna, á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Um rétt hans til aðgangs að þeim fer eftir ákvæði 3. gr. upplýsingalaga. Kærandi hefur í bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. júlí 2012, lýst tilteknum hagsmunum sem hann telur sig hafa af aðgangi að umræddum gögnum. Þær röksemdir geta þó ekki breytt framangreindu mati, með hliðsjón af þeim upplýsingum sem koma fram í gögnunum.</p> <p>Kemur því til skoðunar hvort synjun Landspítala á aðgangi kæranda að umbeðnum gögnum fái stoð í 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, en þar segir að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.</p> <p>Í upplýsingalögum er gert ráð fyrir að metið sé í hverju tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta er virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra á metum; hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar í málum nr. A-388/2011 og A-407/2012 og til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni umræddra gagna og er það rakið að framan. Gögnin hafa að geyma upplýsingar sem varða ákvarðanir Landspítala um innkaup á vörum og þar með upplýsingar um ráðstöfun á opinberu fé. Jafnframt hefur úrskurðarnefndin litið til þeirra athugasemda sem fyrirtækin [D] ehf. og [C] hf. hafa komið á framfæri við nefndina um þær upplýsingar sem er að finna í umræddum gögnum, en þau hafa bæði byggt á því að afhending tiltekinna gagna myndi skaða viðskiptahagsmuni þeirra í skilningi 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>7.<br /> Í skýringum af hálfu [D] ehf. hefur komið fram að fyrirtækið leggist gegn því að afhent verði tölvupóstsamskipti milli starfsmanna [D] ehf. og Landspítalans dags. 14. október, 17. október, 18. október og 20. október, öll á árinu 2011. Bendir fyrirtækið á að í þessum gögnum komi fram upplýsingar um viðskipti þess við það fyrirtæki er það kaupi vörur af til endursölu. Þessar upplýsingar eigi að fara leynt.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á að þessar upplýsingar geti varðað miklu um viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Þær eiga því að fara leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Upplýsingar sem að þessu lúta, og teljast nægilega nákvæmar til að vitneskja um þær gæti mögulega skaðað viðskiptahagsmuni [D] ehf. er hins vegar ekki, að mati úrskurðarnefndarinnar, að finna í öllum tilgreindum gögnum. Úrskurðarnefndin telur að hafna beri aðgangi að þeim tölvupóstsamskiptum sem um ræðir, eða hlutum þeirra, sem innihalda beinar tilvísanir til þess fyrirtækis sem [D] ehf. kaupir sínar vörur af, eða lýsa þeim viðskiptum eða viðskiptaskilmálum með beinum hætti. Að öðru leyti er í tilvitnuðum gögnum ekki að finna upplýsingar sem varða atvinnu, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál, viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu sem talist geta varða mikilvæga viðskiptahagsmuni [D].</p> <p>Með vísan til framangreinds ber að afhenda kæranda eftirtalda tölvupósta sem farið hafa á milli starfsmanna Landspítala og [D] ehf. og upp eru taldir í tölulið 2 í undirkafla 4 í þessum hluta úrskurðarins. Tekið skal fram að þessum tölvupóstum fylgdu ekki fylgigögn (viðhengi): Tölvupóst frá [...], starfsmanni á Landspítala, til [...], starfsmanns [D] ehf., dags. 17. október 2011, tímasettan 10.04, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 17. október, tímasettan 10.26, tölvupóst frá [...] til [...], dags. 18. október 2011, tímasettan 17.02, og tölvupóst frá [...] til [...], dags. 20. október 2011, tímasettan 16.03.</p> <p>Jafnframt ber að afhenda kæranda tölvupóst frá [...], starfsmanni [D] ehf., til [...], starfsmanns Landspítala, dags. 20. október 2011, tímasettan 14.54, að því undanskildu að afmá ber að fullu fyrsta dálkinn í töflu sem fylgir póstinum og inniheldur upplýsingar  um vörunúmer umræddra vörutegunda hjá viðskiptaaðila [D], sbr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Þá ber að staðfesta synjun Landspítala á að afhenda kæranda tölvupóst frá [...] til [...], dags. 14. október 2011, tímasettan 17.58, og fylgigögn hans, enda koma þar fram upplýsingar um viðskiptaaðila [D] ehf., sbr. framangreint.</p> <p>8.<br /> Í skýringum af hálfu [C] hf. hefur komið fram að fyrirtækið leggist gegn því að afhent verði tölvupóstsamskipti milli starfsmanna [C] hf. og Landspítalans dags. 14. október, 17. október, 18. október og 20. október, öll árið 2011. Bendir fyrirtækið á að í þessum gögnum komi fram upplýsingar um viðskipti þess við það fyrirtæki er það kaupi vörur af til endursölu og einnig að í þessum gögnum komi fram upplýsingar um eiginleika á vara sem það hafi eða hafi haft í sölu. Þessar upplýsingar eigi að fara leynt.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á að þessar upplýsingar geti varðað miklu um viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Þær eiga því að fara leynt á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Upplýsingar sem að þessu lúta, og teljast nægilega nákvæmar til að vitneskja um þær gæti mögulega skaðað viðskiptahagsmuni [C] ehf. er hins vegar ekki, að mati úrskurðarnefndarinnar, að finna í öllum tilgreindum gögnum. Úrskurðarnefndin telur að hafna beri aðgangi að þeim tölvupóstsamskiptum sem um ræðir, eða hlutum þeirra, sem innihalda beinar tilvísanir til þess verðs sem [C] greiðir þeim fyrirtækjum sem það kaupir sínar vörur af, eða lýsa þeim viðskiptum eða viðskiptaskilmálum með beinum hætti. Þá ber einnig að hafna aðgangi að þeim upplýsingum sem í gögnunum koma fram og lúta að mati á gæðum á þeim vörum sem um ræðir, og ekki tengjast með beinum hætti ákvörðunum Landspítalans um val á vörum á grundvelli tilboða eða verðkannana. Að öðru leyti er í tilvitnuðum gögnum ekki að finna upplýsingar sem varða atvinnu, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál, viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu sem talist geta varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni [C] hf.</p> <p>Með vísan til framangreinds ber að afhenda kæranda eftirtalda tölvupósta sem farið hafa á milli starfsmanna Landspítala og [C] hf. og upp eru taldir í tölulið 3 í undirkafla 4 í þessum hluta úrskurðarins en þeir eru: (1) Tölvupóstur frá [...] til [...], dags. 7. júlí 2010, tímasettur 9.08. (2) Tölvupóstur frá [...] til [...], dags. 7. júlí 2010, tímasettur 10.12. (3) Tölvupóstur frá [...] til [...], dags. 8. júlí 2010, tímasettur 10.09. (4) Tölvupóstur frá [...] til [...], dags. 8. júlí 2010, tímasettur 10.28. (5) Tölvupóstur frá [...] til [...], dags. 8. júlí 2010, tímasettur 10.53. (6) Tölvupóstur frá [...] til [...], dags. 14. október 2010, tímasettur 15.39. (7) Tölvupóstur frá [...] til [...], dags. 26. október 2010, tímasettur 11.54. (8) Tölvupóstur frá [...] til [...], dags. 26. október 2010, tímasettur 15.04.</p> <p>Jafnframt ber að afhenda kæranda tölvupóst frá [...], starfsmanni [C] hf., til [...] starfsmanns Landspítala, dags. 6. júlí 2010, tímasettan 16.39. Hins vegar skal ekki afhenda kæranda fylgiskjal (viðhengi) sem fylgdi þeim tölvupósti, enda koma þar fram upplýsingar um verð sem [C] hf. greiðir heildsala fyrir þær vörur sem boðnar voru Landspítalanum. Þá ber að afhenda kæranda tölvupóst frá [...]til [...], dags. 9. ágúst 2010, tímasettan 16.12. Hins vegar skal ekki afhenda kæranda fylgiskjal (viðhengi) sem fylgdi tölvupóstinum, enda koma þar fram upplýsingar um viðskipti [C] hf. við heildsala.</p> <p>Þá ber að afhenda kæranda tölvupóstsamskipti starfsmanna Landspítala og [C] hf., frá 5. maí 2010 og 6. maí 2010.</p> <p>Með vísan til þess að í eftirtöldum tölvupóstum koma fram upplýsingar um eiginleika og gæði á vörum frá [C] hf. og ekki tengjast með beinum hætti ákvörðunum Landspítala um val á vörum á grundvelli tilboða eða verðkannana ber að hafna aðgangi kæranda að eftirtöldum gögnum: (1) Tölvupósti frá [...] til [...], dags. 6. ágúst 2010, tímasettum 15.54. (2) Tölvupósti frá [...] til [...], dags. 9. ágúst 2010, tímasettum 14.58, og (3) tölvupósti frá [...] til [...], dags. 14. október 2010, tímasettum 16.03. Hið sama á við um tölvupósta milli starfsmanna Landspítala þar sem fjallað er um gæði á vörum sem keyptar voru af [C] hf.: Tölvupóstur frá [...], dags. 13. október 2010, tímasettur 08.44, tölvupóstur frá [...], dags. 15. október 2010, tímasettur 12.40, og tölvupóstur frá [...], dags. 19. október 2010, tímasettur 2.39.</p> <p>9.<br /> Kærði hefur ekki sérstaklega í umsögn sinni byggt á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Rétt er engu að síður, í ljósi almennra athugasemda kærða, að taka fram að ekki verður séð að neitt í þeim hluta af gögnum málsins sem fjallað er um í undirköflum 7 og 8 í þessum hluta úrskurðarins sé þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang að þeim upplýsingum sem þar koma fram vegna samkeppnishagsmuna Landspítala.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfesta ber synjun Landspítala á því að afhenda kæranda, [A] héraðsdómslögmanni, fyrir hönd [B] ehf., eftirtalin gögn:</p> <p>(1) Tölvupóstur frá [...], starfsmanni [D] ehf., til [...], starfsmanns Landspítala, dags. 14. október 2011, tímasettan 17.58, og tveimur fylgigögnum hans.<br /> (2) Tölvupóstur frá [...], starfsmanni Landspítala, til [...], starfsmanns [C] hf., dags. 6. ágúst 2010, tímasettur 15.54.<br /> (3) Tölvupóstur frá [...] til [...], dags. 9. ágúst 2010, tímasettur 14.58.<br /> (4) Tölvupóstur frá [...] til [...], dags. 14. október 2010, tímasettur 16.03.<br /> (5) Tölvupóstur frá [...], til annarra starfsmanna Landspítala, dags. 13. október 2010, tímasettur 08.44.<br /> (6) Ttölvupóstur frá [...], dags. 15. október 2010, tímasettur 12.40<br /> (7) Tölvupóstur frá [...], dags. 19. október 2010, tímasettur 2.39.</p> <p>Landspítala ber að afhenda kæranda tölvupóst frá [...], starfsmanni [D] ehf., [...], starfsmanns Landspítala, dags. 20. október 2011, tímasettan 14.54, að því undanskildu að afmá ber að fullu fyrsta dálkinn í töflu sem fylgir póstinum og inniheldur upplýsingar  um vörunúmer umræddra vara hjá viðskiptaaðila [D] ehf., sbr. 7. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Jafnframt ber að afhenda kæranda tölvupóst frá [...], starfsmanni [C] hf. til [...] starfsmanns Landspítala, dags. 6. júlí 2010, tímasettan 16.39, að því undanskildu að ekki skal afhenda fylgiskjal (viðhengi) sem fylgdi þeim tölvupósti. Þá ber að afhenda kæranda tölvupóst frá [...] til [...], dags. 9. ágúst 2010, tímasettan 16.12, að því undanskildu að ekki skal afhenda fylgiskjal (viðhengi) sem fylgdi tölvupóstinum.</p> <p>Að öðru leyti ber Landspítala að afhenda kæranda, [A], fyrir hönd [B] ehf., afrit af þeim gögnum sem tilgreind eru í töluliðum 1. til og með 3 í undirkafla 4 í niðurstöðum úrskurðar þessa.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                   Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
B-418/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012 | Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 20. apríl 2012 nr. A-418/2012 felldur úr gildi. Ekki efni til að taka afstöðu til kröfu um að frestað yrði réttaráhrifum úrskurðarins. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 5. júlí 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. B-418/2012: </p> <p>I.<br /> Þann 20. apríl 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð nr. A-418/2012 í tilefni af kæru [A] ehf. á þeirri ákvörðun Landspítala Háskólasjúkrahúss, dags. 19. janúar 2012, að synja beiðni kæranda, dags. 12. janúar 2012, um aðgang að tilgreindum gögnum.</p> <p>Í úrskurðarorði úrskurðar nr. A-418/2012 segir svo: „Landspítala ber að veita kæranda, [A] ehf. afrit af öllum þeim gögnum sem tilgreind eru í töluliðum 1 til og með 3, í undirkafla 4 í niðurstöðum úrskurðar þessa“.</p> <p>Umræddum gögnum er lýst svo í úrskurðinum, sbr. undirkafla 4 í niðurstöðukafla hans:</p> <p>„1. Í fyrsta lagi er um að ræða gögn um samskipti innanhúss hjá Landspítala-Háskólasjúkrahúsi, en samskiptin eru skilgreind með þeim hætti af kæranda í fylgibréfi  með umsögn, dags. 21. febrúar 2012; þ.e. tölvupóstsamskipti starfsmanna Landspítala, dags. 17. október 2011 og 20. október 2011. Í þessum hluta gagnanna er einnig tölvupóstur frá starfsmanni [B] til tveggja starfsmanna Landspítala, dags. 14. október 2011, sem jafnframt fylgir með gögnum er varða tölvupóstsamskipti Landspítala og [B]. Verður tekin afstaða til afhendingar hans í umfjöllun um rétt til þeirra gagna. Í þessum samskiptum, sem hefjast með tölvupósti dags. 17. október 2011 milli starfsmanna Landsspítala og hafa efnislínuna „Krep bindi“ eru borin saman verð á krepbindum frá [B] og kæranda, um þau fjallað og í kjölfarið tekin ákvörðum um frá hvaða aðila varan verði keypt.</p> <p>2. Í öðru lagi er um að ræða tölvupóstsamskipti Landspítala og [B], dags. 14. október 2011, 17. október 2011, 18. október 2011 og 20. október 2011, ásamt fylgigögnum. Í upphafi samskiptanna er fjallað um verð á krepbindum en í tölvupósti starfsmanns Landspítala til starfsmanns [B], dags. 20. október 2011, kemur fram að Landspítali samþykki verð sem send voru með tölvupósti sama dag. Í tölvupóstsamskiptunum er jafnframt vísað til þess verðs sem spítalinn hafi haft áður. Þá fylgja með upplýsingar um vöruna sem og útreikningur á sparnaði á ársgrundvelli miðað við núverandi verð á krepbindum.</p> <p>3. Í þriðja lagi er um að ræða tölvupóstsamskipti Landspítala og [C], dags. 5. maí 2010, 6. maí 2010, 6. júlí 2010, 7. júlí 2010, 8. júlí 2010, 6. ágúst 2010, 9. ágúst 2010, 13. október 2010, 14. október 2010, 15. október 2010, 19. október 2010 og 26. október 2010, ásamt fylgigögnum. Í samskiptunum er fjallað um kaup og afhendingu á gifsvörum og bindum, eiginleika tiltekinna vörutegunda og verð. Í tölvupósti dags. 8. júlí 2010 frá starfsmanni Landspítala til starfsmanns [C] og starfsmanns Landspítala er staðfest að Landspítali muni hefja kaup á umræddum vörum frá [C]. Í gögnunum kemur fram að stefnt sé á að bjóða út kaup á gifsi, sbr. tölvupóst frá starfsmanni Landspítala, dags. 14. október 2010. Með gögnunum fylgdi listi yfir vöruflokka gips, ásamt upplýsingum.“</p> <p>II.<br /> Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 27. júní 2012, krafðist [D] héraðsdómslögmaður, þess fyrir hönd [C] hf., að nefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðar nr. A-418/2012 í þeim tilgangi að unnt væri að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum. Til vara var þess krafist að nefndin afturkallaði að eigin frumkvæði ákvörðun sína á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, enda væri umrædd ákvörðun ógildanleg og afturköllun ekki til tjóns fyrir aðila.</p> <p>Ofangreindri kröfu fylgdi afrit af ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík, dags. 22. júní, um synjun á beiðni [D] héraðsdómslögmanns, fyrir hönd [C] hf., um að lögbann yrði lagt við því að Landspítali háskólasjúkrahús afhenti gögn til [A] ehf. á grundvelli úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-418/2012. Í ákvörðuninni kemur fram að óskað hafi verið lögbanns á afhendingu tölvupóstsamskipta milli starfsmanna [C] hf. og Landspítalans dags. 6. júlí 2010, 7. júlí 2010, 6. ágúst 2010, 9. ágúst 2010, 13. október 2010, 14. október 2010, 15. október 2010, 19. október 2010 og 26. október 2010.</p> <p>Af erindi [C] hf. til úrskurðarnefndarinnar má ráða að í þessum gögnum, þ.e. þeim sem tilgreind eru í ofangreindri ákvörðun Sýslumannsins í Reykjavík, og Landspítala háskólasjúkrahúsi var gert að afhenda [A] ehf. með úrskurði nr. A-418/2012, sé að finna upplýsingar sem varði mikilvæga viðskiptahagsmuni [C] hf. og eigi að fara leynt samkvæmt ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Verði umrædd gögn afhent muni það valda [C] hf. verulegu tjóni. Þar sem til þessa hafi ekki verið tekið tillit í úrskurði úrskurðarnefndarinnar sé hann haldinn annmarka og þar með ógildanlegur. Einnig hefur lögmaður [C] hf. bent á að undir meðferð málsins fyrir úrskurðarnefndinni hafi umbjóðandi hans ekki fengið færi á að lýsa afstöðu sinni til afhendingar umræddra gagna. Slíkt sé bersýnilega ósanngjarnt gagnvart honum, enda varði úrskurðurinn verulega og lögvarða hagsmuni hans. Lögmaður [C] hf. hefur einnig símleiðis lýst, a.m.k. að hluta, nánar þeim þáttum í umræddum gögnum sem teljast viðkvæmir fyrir viðskiptahagsmuni fyrirtækisins.</p> <p>III.<br /> Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 28. júní 2012, krafðist [E] lögfræðingur þess, fyrir hönd [B] ehf., að nefndin frestaði réttaráhrifum úrskurðar nr. A-418/2012 í þeim tilgangi að unnt væri að höfða mál til ógildingar á úrskurðinum. Til vara var þess krafist að nefndin afturkallaði að eigin frumkvæði ákvörðun sína.</p> <p>Ofangreindri kröfu fylgdi afrit af lögbannsbeiðni [F] hæstaréttarlögmanns, fyrir hönd [B] ehf., dags. 8. júní 2012, til Sýslumannsins í Reykjavík, þar sem krafist er lögbanns við því að Landspítali háskólasjúkrahús afhendi gögn til [A] ehf. á grundvelli úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-418/2012. Í lögbannsbeiðninni kemur fram að óskað sé lögbanns á afhendingu tölvupóstsamskipta milli starfsmanna [B] og Landspítalans dags. 14. október 2011, 17. október 2011, 18. október 2011 og 20. október 2011. Fyrir liggur að þessari lögbannskröfu var hafnað.</p> <p>Af erindi [B] ehf. til úrskurðarnefndarinnar ber að draga þá ályktun að í þessum gögnum, þ.e. þeim sem tilgreind eru í lögbannsbeiðninni, og Landspítala háskólasjúkrahúsi, var gert að afhenda [A] ehf. með úrskurði nr. A-418/2012, sé að finna upplýsingar sem varði mikilvæga viðskiptahagsmuni [B] ehf. og eigi að fara leynt samkvæmt ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Verði umrædd gögn afhent muni það valda [B] ehf. verulegu tjóni. Þar sem til þessa hafi ekki verið tekið tillit í úrskurði úrskurðarnefndarinnar sé hann haldinn annmarka og þar með ógildanlegur. Einnig hefur lögmaður [B] ehf. bent á að undir meðferð málsins fyrir úrskurðarnefndinni hafi umbjóðandi hans ekki fengið færi á að lýsa afstöðu sinni til afhendingar umræddra gagna. Slíkt sé bersýnilega ósanngjarnt gagnvart honum, enda varði úrskurðurinn verulega og lögvarða hagsmuni hans. Lögmaður [B] ehf. hefur einnig lagt fram í sérstöku bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 28. júní 2012, nánari lýsingu á þeim atriðum í umræddum tölvupóstsamskiptum sem eru viðkvæmir fyrir viðskiptahagsmuni fyrirtækisins.</p> <p>IV.<br /> Með bréfi, dags. 2. júlí 2012, voru [A] ehf., sem aðila að úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-418/2012, kynntar fram komnar kröfur frá [B] ehf. annars vegar og [C] hf. hins vegar. Jafnframt var [A] veitt færi á að tjá sig um framkomnar kröfur.</p> <p>Andmæli [A] ehf. bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi [G] héraðsdómslögmanns, dags. 4. júlí 2012. Í því er í fyrsta lagi hafnað kröfu um frestun réttaráhrifa. Kemur í bréfi hans fram sú afstaða að einungis stjórnvald geti sett fram slíka kröfu skv. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Bendir hann á ríka hagsmuni sem umbjóðandi hans hafi af aðgangi að þeim gögnum sem fyrir Landspítalann var lagt að afhenda með úrskurði úrskurðarnefndarinnar nr. A-418/2012. Þá er hafnað kröfum um afturköllun. Er þess krafist að kröfum beggja fyrirtækjanna verði vísað frá eða þeim hafnað að öllu leyti.</p> <p>V.<br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið kröfur [B] ehf., [C] hf. og [A] ehf. í máli þessu. Einnig hefur nefndin yfirfarið rök málsaðila og þau gögn sem málið lýtur að. Nefndin telur að í málinu liggi fyrir nægar upplýsingar til þess að hún geti tekið afstöðu til þess hvort fyrri niðurstaða hennar í úrskurði nr. A-418/2012 hafi byggst á nægilegri rannsókn málsins og verið efnislega rétt, og þar með hvort lagaskilyrði séu  til afturköllunar hans og uppkvaðningar nýs úrskurðar í tilefni af kæru [A] ehf., dags. 24. janúar 2012 til úrskurðarnefndarinnar. Tekið skal fram í þessu sambandi að samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni [B] ehf. annars vegar og lögmanni [C] hf. hins vegar hefur enn ekki verið höfðað mál fyrir héraðsdómi til ógildingar á úrskurði nefndarinnar nr. A-418/2012. Nefndin er því bær til að taka sjálf, að eigin frumkvæði, afstöðu til gildis hans að þessu leyti. Þá liggja einnig fyrir upplýsingar um það að Landspítalinn hefur ekki afhent þau gögn sem fyrir hann var lagt að afhenda með umræddum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Það er á hinn bóginn annað og sjálfstætt úrlausnarefni, sem á ekki undir úrskurðarnefndina, hverju það varði eða geti varðað að Landspítalinn hafi ekki framfylgt úrskurðarorði úrskurðar nr. A-418/2012, sbr. 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga.</p> <p>VI.<br /> Samkvæmt 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 getur stjórnvald afturkallað ákvörðun sína að eigin frumkvæði, sem tilkynnt hefur verið aðila máls, þegar: 1. það er ekki til tjóns fyrir aðila, eða, 2. ákvörðun er ógildanleg. Fyrir liggur að afturköllun úrskurðar nr. 418/2012 væri til tjóns fyrir aðila málsins, Logaland ehf., þar sem í úrskurðinum var fallist á að Landspítala háskólasjúkrahúsi bæri að afhenda öll þau gögn sem krafist hafði verið aðgangs að. Kemur þá til skoðunar hvort afturkalla beri umræddan úrskurð á þeim grundvelli að hann sé ógildanlegur, sbr. 2. tölul. 25. gr. stjórnsýslulaga. Tekið skal fram að slíka ákvörðun tekur úrskurðarnefndin að eigin frumkvæði, sé tilefni til. Hafa álitamál um aðild fyrirtækjanna [C] hf. og [B] ehf. að slíku máli að því leyti ekki þýðingu.</p> <p>Málsaðila, [A] ehf., var tilkynnt að til greina kæmi að afturkalla umræddan úrskurð, sbr. bréf úrskurðarnefndarinnar frá 2. júlí. Í því bréfi kom nánar tiltekið fram að ein af mögulegum niðurstöðum í tilefni af skoðun nefndarinnar á málinu væri afturköllun úrskurðar nr. 418/2012 í heild eða að hluta, og uppkvaðning nýs úrskurðar í tilefni af kæru [A] ehf. til úrskurðarnefndarinnar. Andmæli aðila málsins af því tilefni bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 4. júlí, eins og lýst var að framan.</p> <p>Skilyrði þess að umræddur úrskurður verði felldur úr gildi af hálfu úrskurðarnefndarinnar, sbr. 2. tölul. 25. gr. stjórnsýslulaga, er að hann sé haldinn svo verulegum annmörkum að lögum að hann sé ógildanlegur. Um skilyrði þess að ákvörðun sé ógildanleg er ekki sérstaklega fjallað í stjórnsýslulögum. Úrskurðarnefndin telur þó að á því verði að byggja að hafi úrskurður hennar gengið gegn skýru ákvæði upplýsingalaga, þá sé á honum slíkur annmarki að hann sé af þeirri ástæðu ógildanlegur. Telur úrskurðarnefndin jafnframt að í slíku tilviki sé henni ekki aðeins heimilt að fella hann úr gildi heldur sé það og skylt.</p> <p>Í þessu máli hafa þær upplýsingar borist nefndinni, með bréfum og athugasemdum frá fyrirtækjunum [C] hf. annars vegar [B] ehf. hins vegar, að upplýsingar í gögnum sem nefndin lagði fyrir Landspítala háskólasjúkrahús að afhenda með úrskurði nr. 418/2012 varði mikilvæga viðskipahagsmuni þeirra í skilningi síðari málsliðar 5. gr. upplýsingalaga. Í tilvitnuðu ákvæði 5. gr. upplýsingalaganna segir berum orðum að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum „er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila“.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur ítarlega yfirfarið skýringar fyrirtækjanna að þessu leyti. Á grundvelli þeirrar skoðunar telur nefndin upplýst að í þeim tölvupóstsamskiptum sem þau hafa sérstaklega vísað til sé að finna upplýsingar sem telja beri að Landspítala háskólasjúkrahúsi sé óheimilt að afhenda á grundvelli 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, en á því lagaákvæði var úrskurður nr. A-418/2012 byggður, hvað varðar þau gögn sem fyrirtækin hafa sérstaklega vísað til og talið að yrðu þeim til tjóns ef gerð væru opinber. Landspítali háskólasjúkrahús lagði undir meðferð málsins  ekki fram nein gögn um afstöðu fyrirtækjanna, sem upplýsingarnar varða, að þessu leyti. Það gerði úrskurðarnefndin ekki heldur, enda taldi hún það óþarft á þeim tíma sem úrskurðurinn var kveðinn upp. Nánar tiltekið taldi nefndin að allar nauðsynlegar upplýsingar lægju fyrir til að hægt væri að kveða upp efnislega réttan úrskurð, sbr. rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hinar nýju upplýsingar, sem nefndinni hafa borist eftir að fyrri úrskurður var upp kveðinn, leiða í ljós að þetta mat var ekki byggt á réttum forsendum. Þar með var í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-418/2012 gengið gegn ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Af þeirri ástæðu ber að fella hann úr gildi, sbr. 2. tölul. 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur jafnframt rétt að fella umræddan úrskurð frá 20. apríl 2010 í máli nr. A-418/2012 úr gildi að öllu leyti en ekki aðeins að hluta. Byggist sú ákvörðun á þeirri meginreglu sem stjórnvöldum ber að fylgja, að ákvarðanir þeirra séu efnislega bæði ákveðnar og skýrar, m.a. í þeim tilgangi að borgararnir geti af þeim áttað sig á þeim réttindum og skyldum sem umræddar ákvarðanir leiða af sér. Með því að fyrri úrskurður nefndarinnar fellur úr gildi í heild sinni ber úrskurðarnefndinni jafnframt að kveða upp nýjan úrskurð þar sem í heild verður tekin afstaða til kæru [G] héraðsdómslögmanns frá 19. janúar 2012, fyrir hönd [A] ehf., vegna synjunar Landspítalans á að afhenda honum gögn.</p> <p>Þar sem úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-418/2012 er felldur úr gildi eru ekki efni til þess að nefndin taki afstöðu til kröfu um að frestað verði réttaráhrifum hans.</p> <p>VII.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 20. apríl 2012 nr. A-418/2012 er felldur úr gildi.</p> <p> </p> <p align="center"> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br /> Sigurveig Jónsdóttir                                                                                             Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-427/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012 | Kærð var synjun Akureyrarkaupstaðar á beiðni um aðgang að drögum að yfirlýsingu vegna samstarfs við Denverborg, sem samþykkt var á fundi bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar þann 3. maí 2012. Vinnuskjöl. Endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls. Fallist á afhendingu gagnsins. | <h3 align="center"> ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 18. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-427/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 4. maí 2012 kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Akureyrarkaupstaðar, dags. sama dag, á beiðni hans, dags. 3. maí, um aðgang að drögum að yfirlýsingu vegna samstarfs við Denverborg, sem samþykkt var á fundi bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar þann 3. maí 2012.</p> <p>Í kærunni kemur fram að ítrekuðum beiðnum um afhendingu skjalsins hafi verið synjað á þeim grundvelli að um vinnuskjal væri að ræða.</p> <p>Með kæru málsins fylgdu tölvupóstsamskipti kæranda við ritara bæjarstjóra, dags. 3.-4. maí. Í tölvupósti frá ritara bæjarstjóra til kæranda, dags. 4. maí, kemur fram að umrætt skjal sé vinnuskjal, en að stefnt sé að undirritun skjalsins 9. maí og að því loknu sé ekkert því til fyrirstöðu að afhenda skjalið sé þess óskað. Þá kemur fram að synjunin hafi verið staðfest í símtali við bæjarlögmann kærða.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Akureyrarkaupstað með bréfi, dags. 4. maí, og kærða veittur frestur til 14. maí til að gera athugasemdir við hana. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p>Svar barst frá Akureyrarkaupstað með tölvupósti, dags. 11. maí. Með tölvupóstinum fylgdi undirrituð viljayfirlýsing Akureyrarkaupstaðar og Denverborgar um stofnun vináttusambands, dags. 9. maí.</p> <p>Með bréfi, dags. 11. maí, var svar kærða kynnt fyrir kæranda. Var þar óskað eftir afstöðu hans til þess hvort svör Akureyararkaupstaðar fullnægðu beiðni hans. Jafnframt var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri innan sama frests frekari athugasemdum vegna kærunnar eða umsagnarinnar. Með tölvupósti frá kæranda, dags. 16. maí, kom fram að hann teldi synjun Akureyrarkaupstaðar á því að afhenda afrit af drögum að yfirlýsingu sem samþykkt hafi verið á fundi bæjarráðs þann 9. maí vera ótvírætt brot á lögum um upplýsingamál og óskaði hann eftir úrskurði nefndarinnar varðandi aðgang að umræddum drögum.</p> <p>Með bréfi, dags. 16. maí, til Akureyrarkaupstaðar, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því að nefndinni yrðu í trúnaði afhent drög að yfirlýsingu vegna samstarfs Denverborgar sem samþykkt voru á fundi bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar þann 3. maí 2012. Með tölvupósti, dags. 21. maí, barst nefndinni umrætt skjal.</p> <h3> <br /> Niðurstaða</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. Mál þetta varðar synjun Akureyrarkaupstaðar á beiðni kæranda um aðgang að drögum að yfirlýsingu vegna samstarfs við Denverborg, sem lögð voru fram og samþykkt á fundi bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar þann 3. maí 2012. Synjun kærða byggist á 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hafi ritað til eigin afnota. Þó skuli veita aðgang að vinnuskjölum hafi þau að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá.</p> <p>Akureyrarkaupstaður hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál tvö skjöl í málinu. Annars vegar skjal á ensku með yfirskriftinni „MEMORANDUM OF UNDERSTANDING (MOU)“. Fjallar það um stofnun vináttusambands milli Denverborgar og Akureyrarkaupstaðar. Hins vegar skjal á íslensku, dags. 9. maí, með yfirskriftinni „VILJAYFIRLÝSING“. Lýtur það einnig að stofnun vináttusambands milli nefndra aðila og er í öllum atriðum sama efnis og fyrra skjalið, þótt ritað sé á öðru tungumáli. Af gögnum þessum verður ráðið að fyrra skjalið það sem ritað er á ensku hafi verið lagt fyrir bæjarráð Akureyrarkaupstaðar á fundi þess 3. maí 2012. Síðara skjalið sem ritað er á íslensku er hins vegar það skjal sem endanlega var undirritað af fulltrúum beggja aðila, Denverborgar og Akureyrarkaupstaðar. Það skjal hefur þegar verið afhent kæranda í málinu.</p> <p>Í fundargerð bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, dags. 3. maí 2012, er bókað að lögð séu fram drög að yfirlýsingu vegna samstarfs við Denverborg. Þá er þar bókað að bæjarráð samþykki fyrirliggjandi drög. Í fundargerð bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar, dags. 8. maí 2012, er ekki sérstaklega bókað um umrædda yfirlýsingu, en þar kemur hins vegar fram að fundargerð bæjarráðs frá 3. maí 2012 hafi verið lögð fyrir fundinn til kynningar. Af því leiðir að hér hefur ekki verið um að ræða málefni sem þarfnaðist staðfestingar sveitarstjórnar, sbr. 1. mgr. 41. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, heldur hefur endanleg afgreiðsla málsins af hálfu Akureyrarkaupstaðar falist í því að bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu á fundi sínum 3. maí 2012. Þrátt fyrir að hin umrædda viljayfirlýsing hafi fyrst öðlast formlegt gildi með undirritunum þann 9. maí 2012 er af þessu ljóst að með samþykkt bæjarráðs 3. maí 2012 fól það skjal sem þar var til umræðu í sér endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls af hálfu Akureyrarkaupstaðar í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Akureyrarkaupstaður hefur ekki bent á að neitt í umræddu skjali sé háð trúnaði samkvæmt öðrum lagaákvæðum. Með vísan til meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 ber því að afhenda kæranda það skjal sem hann hefur óskað aðgangs að og samþykkt var á fundi bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar 3. maí 2012.</p> <h3> <br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Akureyrarkaupstað ber að afhenda kæranda afrit af drögum að yfirlýsingu vegna samstarfs Akureyrarkaupstaðar við Denverborg sem lögð voru fram og samþykkt á fundi bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar þann 3. maí 2012. </p> <p align="center"> </p> <p align="center"> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>                Sigurveig Jónsdóttir                                                          Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-437/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012 | Kærður var dráttur á svörum frá landlækni vegna beiðni um afrit af kaupsamningum og öllum tengdum gögnum við níu innflutningsaðila varðandi kaup á 630.000 hlífðarsloppum, öndunargrímum, augnhlífum og hlífðarsvuntum. Fyrirliggjandi gögn. Öryggi og varnir ríkisins. Viðskiptahagsmunir. Synjun staðfest að hluta. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 5. júlí 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-437/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 19. september 2011, kærði [A], drátt á svörum frá landlækni vegna erindis hans til embættisins, dags. 22. júní 2011, þar sem óskað var eftir afriti af „kaupsamningum og öllum tengdum gögnum við níu innflutningsaðila varðandi kaup á 630.000 hlífðarsloppum, öndunargrímum, augnhlífum og hlífðarsvuntum.“</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 2. nóvember 2011, var landlækni sent yfirlit yfir allmargar kærur sem borist höfðu frá kæranda, og tengdust m.a. beiðnum um aðgang að kaupsamningum og tengdum gögnum um bóluefni. Þar á meðal var tilgreind ofangreind kæra frá 19. september 2011.</p> <p>Þann 7. desember 2011 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál svar landlæknis við ofangreindu bréfi. Þar kemur fram að í svarbréfi sóttvarnarlæknis til kæranda, dags. 2. nóvember 2011, hafi erindi hans verið hafnað á þeim grunni að ofangreind kaup snerti öryggisbirgðahald íslenska ríkisins.</p> <p>Bréfi landlæknis fylgdi jafnframt afrit af ákvörðun landlæknis í tilefni af umræddri beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Í ákvörðun landlæknis segir m.a. svo:</p> <p>„Umræddur búnaður er hluti af öryggisbirgðahaldi sem tengist sóttvörnum. Búnaðurinn er ætlaður til varnar atburðum sem ógna lýðheilsunni hvort sem þeir stafa af náttúrulegum orsökum, slysni eða ásetningi. Með vísan til þessa er beiðni yðar hafnað.“</p> <p>Bréfi landlæknis fylgdi afrit af eftirtöldum gögnum:</p> <p>1. Útboðslýsing í útboði Ríkiskaupa nr. 14045, hlífðarfatnaður og tengdar vörur vegna viðbragða við farsótt, apríl 2006.<br /> 2. Útboðslýsing í rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 14260, sæfðir og ósæfðir hlífðarhanskar fyrir heilbrigðisstofnanir, apríl 2007.<br /> 3. Afrit af vinnuskjölum starfsmanna á Landspítala um mat á tilboðum vegna rammasamningsútboðs nr. 14260, sem send hafa verið sóttvarnarlækni með tölvupóstum.<br /> 4. Fundargerð frá fundi faghóps um mat á tilboðum í rammasamningsútboði 14260 sem fram fór 8. mars 2008<br /> 5. Skýrsla um tegund, magn og geymslustaði hlífðarfatnaðar, sem keyptur hefur verið sem vábirgðir þjóðarinnar (t.d. vegna heimsafaldurs inflúensu), unnin í apríl 2007.<br /> 6. Tillögur, dags. 29. ágúst 2006, frá faghópi um mat á tilboðum í útboði Ríkiskaupa nr. 14045. </p> <p>Með bréfi, dags. 12. desember, voru kæranda kynntar skýringar landlæknis. Athugasemdir hans af því tilefni bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 19. sama mánaðar.</p> <p>Athugasemdir vegna ofangreindrar afgreiðslu landlæknis á beiðni kæranda höfðu einnig borist nefndinni með bréfi hans, dags. 11. nóvember 2011. Í þeim athugasemdum segir m.a. svo:</p> <p>„Undirritaður mótmælir höfnun sóttvarnarlæknis að kaupsamningum og öllum tengdum gögnum við níu innflutningsaðila varðandi kaup á 630.000 hlífðarsloppum, öndunargrímum, augnhlífum og hlífðarsvuntum, sem hugsaðir voru til notkunar fyrir Íslendinga. Fyrir utan það að samningurinn var undirritaður fyrir þetta mörgum árum, eða október 2006, þá finnst manni að það sé ekki hægt að hafna aðgangi að þessum samningum, sérstaklega þar sem hinir almennu skattgreiðendur þessa lands hafi greitt fyrir þennan búnað og búnaðurinn hugsaður handa Íslendingum gegn heimsfaraldri.“ Kærandi vísar í þessu sambandi til umfjöllunar í 10. tölublaði Farsóttafrétta, árg. 2006, en afrit þess fylgdi jafnframt bréfinu.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór þess á leit við embætti landlæknis þann 27. júní 2012 að kannað yrði í skjalasafni embættisins hvort þar lægju fyrir fleiri gögn sem féllu undir framangreinda beiðni kæranda en nefndinni höfðu þá verið afhent. Þann 28. júní 2012 bárust úrskurðarnefndinni af þessu tilefni afrit eftirtalinna gagna frá embættinu:</p> <p>1. Samningur nr. 14045/1, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [B] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 2. Samningur nr. 14045/2, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [C] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 3. Samningur nr. 14045/3, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [D] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 4. Samningur nr. 14045/4, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [E] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 5. Samningur nr. 14045/5, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [F] hf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 6. Samningur nr. 14045/6, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [G] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 7. Samningur nr. 14045/7, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [H] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 8. Samningur nr. 14045/8, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [I] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 9. Samningur nr. 14045/9, dags. 11. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [J] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.</p> <p>Tekið skal fram að sóttvarnarlæknir starfar á vegum landlæknisembættisins, sbr. 4. gr. sóttvarnarlaga nr. 19/1997. Í úrskurði þessum er því vísað til landlæknis eða landlæknisembættisins þrátt fyrir að þau erindi og bréf sem lýst er kunni að vera undirrituð af sóttvarnarlækni.</p> <h3><br />  <br /> Niðurstaða</h3> <p>1.<br /> Kærandi hefur óskað eftir því við landlækni að fá afhent afrit af „kaupsamningum og öllum tengdum gögnum við níu innflutningsaðila varðandi kaup á 630.000 hlífðarsloppum, öndunargrímum, augnhlífum og hlífðarsvuntum.“ Af skýringum kæranda í málinu er ljóst að í beiðni hans felst ósk um aðgang að umræddum kaupsamningum og tengdum gögnum sem tengjast útboði Ríkiskaupa nr. 14045 um hlífðarfatnað og tengdar vörur vegna viðbragða við farsótt frá apríl 2006.</p> <p>Með vísan til þessa er ljóst að eftirtalin gögn sem úrskurðarnefndinni voru afhent af hálfu landlæknis undir meðferð málsins falla utan kæruefnis þess er hér er til úrlausnar: </p> <p>1. Útboðslýsing í rammasamningsútboði Ríkiskaupa nr. 14260, sæfðir og ósæfðir hlífðarhanskar fyrir heilbrigðisstofnanir, apríl 2007.<br /> 2. Afrit af vinnuskjölum starfsmanna á Landspítala um mat á tilboðum vegna rammasamningsútboðs nr. 14260, sem send hafa verið sóttvarnarlækni með tölvupóstum.<br /> 3. Fundargerð frá fundi faghóps um mat á tilboðum í rammasamningsútboði 14260 sem fram fór 8. mars 2008</p> <p>Verður í úrskurði þessum ekki tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að ofangreindum gögnum.</p> <p>2.<br /> Með vísan til framangreinds ber í úrskurði þessum að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að eftirtöldum gögnum:</p> <p>1. Útboðslýsing í útboði Ríkiskaupa nr. 14045, hlífðarfatnaður og tengdar vörur vegna viðbragða við farsótt, apríl 2006.<br /> 2. Skýrsla um tegund, magn og geymslustaði hlífðarfatnaðar, sem keyptur hefur verið sem vábirgðir þjóðarinnar (t.d. vegna heimsafaldurs inflúensu), unnin í apríl 2007.<br /> 3. Tillögur, dags. 29. ágúst 2006, frá faghópi um mat á tilboðum í útboði Ríkiskaupa nr. 14045. </p> <p>Einnig ber í úrskurðinum að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim níu kaupsamningum, dags. 6. og 11. október 2006, sem landlæknir lét úrskurðarnefndinni í té þann 28. júní 2012, sbr. það sem áður er rakið.</p> <p>Landlæknir hefur ekki afhent úrskurðarnefndinni afrit af tilboðum sem liggja til grundvallar umræddum níu samningum. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. 10. gr. sömu laga, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 161/2006, er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum tiltekinna mála. Með vísan til þess að úrskurðarnefndin áréttaði við embættið að afhenda nefndinni öll gögn sem undir beiðni kæranda féllu og fyrirliggjandi væru hjá því verður að líta svo á að þessi gögn, tilboðin, séu ekki fyrirliggjandi hjá landlækni. Kærandi getur því ekki krafist aðgangs að þeim hjá landlækni á grundvelli upplýsingalaga og kemur réttur kæranda til aðgangs að þeim því ekki til umfjöllunar í úrskurði þessum.</p> <p> </p> <p>3.<br /> Landlæknir hefur byggt synjun á aðgangi að þeim gögnum sem kæra málsins beinist að á þeim grundvelli að þau geymi upplýsingar um öryggisbirgðahald sem tengist sóttvörnum.</p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um það að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Af gagnályktun frá þessu ákvæði leiðir hins vegar að sérstök þagnarskylduákvæði í lögum geta, ein og sér, komið í veg fyrir að veittur verði aðgangur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Um sóttvarnir gilda lög nr. 19/1997, auk annarra almennra laga um heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í sóttvarnarlögum er ekki að finna sérstök ákvæði um trúnað um þær opinberu ráðstafanir sem sóttvarnarlæknir eða önnur stjórnvöld ráðast í til að bregðast við mögulegum eða yfirstandandi smitsjúkdómum. Af hálfu landlæknis hefur ekki verið vísað til slíkra lagaákvæða undir meðferð málsins eða í svörum embættisins til kæranda. Með vísan til þessa fer um aðgang að umræddum upplýsingum eftir ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.</p> <p>Samkvæmt ákvæði 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um:</p> <p>„1. öryggi ríkisins eða varnarmál;<br /> 2. samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir;<br /> 3. viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra;<br /> 4. fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði,<br /> 5. umhverfismál, enda geti birting þeirra haft alvarleg áhrif á vernd þess hluta umhverfisins sem slíkar upplýsingar varða, t.d. heimkynni fágætra tegunda lífvera, steinda, steingervinga og bergmyndana.“</p> <p>Samkvæmt beinu orðalagi sínu verður ákvæðum 2., 3. eða 5. töluliðar ekki beitt til takmörkunar á aðgangi að þeim gögnum sem mál þetta lýtur að. Þá liggja ekki fyrir í gögnum málsins eða skýringum landlæknis vísbendingar um þá afstöðu stjórnvalda að yrðu upplýsingar um umrædd kaup eða upplýsingar um birgðahald í tengslum við þau gerðar opinberar myndi það leiða til þess að þær ráðstafanir sem kaupin eru byggð á yrðu þar af leiðandi þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri í skilningi 4. tölul. 6. gr. Úrskurðarnefndin telur að skilja verði afstöðu landlæknis svo að hann telji að það varði almannahagsmuni að upplýsingar um birgðastöðu umræddra vara hér á landi séu ekki á almannavitorði, m.a. vegna öryggis þeirra birgða sem um ræðir. Af þessu leiðir að við mat á réttmæti synjunar landlæknis á afhendingu umbeðinna gagna ber að líta til ákvæðis 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaganna.</p> <p>Í skýringum við ákvæði 1. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir m.a. svo: „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. Í þessu sambandi skal og áréttað að samkvæmt niðurlagi 1. mgr. 2. gr. er gert ráð fyrir því að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar, þeim tengdar, berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að það varði öryggi ríkisins inn á við miklu að hér séu til staðar úrræði til að bregðast við alvarlegum smitsjúkdómum eða vegna annarrar sambærilegrar heilbrigðisvár. Það varðar öryggi ríkisins í þessum skilningi einnig miklu að stjórnvöld geti tryggt öryggi þeirra birgða sem aflað er í þessu skyni.</p> <p>4.<br /> Í útboðslýsingu í útboði Ríkiskaupa nr. 14045, hlífðarfatnaður og tengdar vörur vegna viðbragða við farsótt, apríl 2006, kemur fram að um opið útboð sé að ræða. Í því felst að allir þeir sem áhuga höfðu á að bjóða fram þær vörur sem boðnar voru út gátu nálgast umrædda útboðslýsingu og gert, á grundvelli hennar, tilboð samkvæmt útboðinu. Í þessu ljósi verður ekki séð að ástæða sé til, með vísan til öryggishagsmuna ríkisins, að takmarka rétt kæranda til aðgangs að útboðslýsingunni. Landlækni ber því að afhenda kæranda hana.</p> <p>Í skýrslu um tegund, magn og geymslustaði hlífðarfatnaðar, sem keyptur hefur verið sem vábirgðir þjóðarinnar (t.d. vegna heimsafaldurs inflúensu), unnin í apríl 2007, er að finna ítarlega umfjöllun um birgðastöðu á þeim vörum sem fest voru kaup á í kjölfar útboðs nr. 14045. Þar er jafnframt að finna ítarlega umfjöllun um það hvar þessar birgðir eru geymdar, auk mynda af umræddum birgðum og geymslustöðum. Með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að staðfesta beri synjun landlæknis á að afhenda umrædda skýrslu.</p> <p>Í tillögum, dags. 29. ágúst 2006, frá faghópi um mat á tilboðum í útboði Ríkiskaupa nr. 14045, er að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki að finna þess háttar upplýsingar um vörurnar sem lagt var til að keyptar yrðu á grundvelli tilboða, eða birgðastöðu þeirra, að þær geti talist varða almannahagsmuni í skilningi 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þótt þessar upplýsingar yrðu opinberar. Á hinn bóginn er í umræddum tillögum að finna ítarlega umfjöllun um tilboð sem gerð voru í umræddu útboði og um mat á gæðum þeirra vara sem boðnar voru. Þessi umfjöllun, sérstaklega neikvæð umfjöllun um gæði á vörum einstakra bjóðenda, kann að varða mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra í skilningi síðari málsliðar 5. gr. upplýsingalaga sem eðlilegt er að leynt fari. Slíka umfjöllun er að finna mjög víða í umræddum tillögum. Landlæknir hefur til rökstuðnings á synjun á aðgangi að umbeðnu gagni ekki vísað til ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga. Í því ákvæði felst hins vegar að óheimilt er að veita aðgang að upplýsingum sem undir það falla. Með vísan til þess staðfestir úrskurðarnefnd um upplýsingamál þá ákvörðun landlæknis að synja um aðgang að umræddu gagni, og byggir þá afstöðu á tilvitnuðu ákvæði 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>5.<br /> Eins og rakið hefur verið lét kærði, landlæknir, úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af níu kaupsamningum, dags. 6. og 11. október 2011. Allir samningarnir eru gerðir á grundvelli útboðs nr. 14045 og áður hefur verið fjallað um.</p> <p>Eins og að framan segir hefur landlæknir byggt synjun á aðgangi að þeim gögnum sem kæra málsins beinist að á þeim grundvelli að þau geymi upplýsingar um öryggisbirgðahald sem tengist sóttvörnum. Líkt og afmarkað hefur verið hér að framan felur þessi grundvöllur fyrir synjun landlæknis á aðgangi að umbeðnum gögnum í sér tilvísun til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið ítarlega alla umrædda kaupsamninga. Í þeim koma fram upplýsingar um lögaðila sem með samningunum taka að sér að selja landlæknir tiltekinn hlífðarfatnað, tilgreining þeirra vara sem um ræðir, ákveðnar upplýsingar um þær vörur s.s. fyrningartíma þeirra og verð. Upplýsingar um þær vörur sem fjallað er um í samningunum leiða í grundvallaratriðum með rökrænum hætti af útboðslýsingu í útboði Ríkiskaupa nr. 14045, en hún verður ekki talin til viðkvæmra eða leynilegra upplýsinga. Þá koma í þessum kaupsamningum ekki fram upplýsingar um það hvar umræddar vörur eru geymdar eða aðrar sambærilegar upplýsingar. Með vísan til þessa verður ekki talið að um sé að ræða upplýsingar sem séu þess eðlis að þær þurfi að fara leynt með vísan til almannahagsmuna samkvæmt 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga..</p> <p>6.<br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur einnig yfirfarið umrædda níu samninga með hliðsjón af því hvort í þeim komi fram upplýsingar um einkamálefni þeirra einkaréttarlegu lögaðila sem samningar landlæknis eru við. Nánar tiltekið hefur nefndin tekið til skoðunar hvort í samningunum komi fram upplýsingar sem varði mikilvæg fjárhags- eða viðskiptamálefni þeirra fyrirtækja sem með samningunum hafa tekið að sér að selja landlækni tilteknar vörur og leynt eigi að fara samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“<br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Ber ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344).<br /> Í hinum umræddu kaupsamningum koma, eins og fyrr sagði, fram tilteknar upplýsingar um hinar keyptu vörur, þar á meðal verð þeirra.</p> <p>Fyrir liggur að þessar upplýsingar varða með beinum hætti ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr., geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum viðsemjenda ríkisins, enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi beinu tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið að upplýsingar um umsamið endurgjald hins opinbera til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Hefur í því sambandi einnig verið litið til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum A-74/1999, A-133/2001 og A-229/2006, svo dæmi séu tekin.</p> <p>Í þessu ljósi telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að tilvitnaðir níu samningar sem landlæknir gerði á grundvelli útboðs Ríkiskaupa nr. 14045 og dagsettir eru 6. og 11. október 2006 hafi ekki að geyma upplýsingar af því tagi að þær falli undir undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Kærandi á því rétt á aðgangi að umræddum samningum í heild sinni, án útstrikana.</p> <p>7.<br /> Eins og rakið hefur verið hefur kærði, landlæknir, ekki látið úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té frekari gögn um viðskipti, sem gerð voru í kjölfar útboðs Ríkiskaupa nr. 14045 frá apríl 2006. Þar á meðal hefur landlæknir ekki látið úrskurðarnefndinni í té afrit af tilboðum þeirra lögaðila sem gerðu samninga um sölu á vörum samkvæmt útboðinu við embættið. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fór þess á leit við embættið að henni yrðu látin í té öll gögn sem féllu undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Með vísan til þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál upplýst að frekari gögn sem lúta að umræddum viðskiptum séu ekki fyrirliggjandi hjá landlækni.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé eftir því óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr. laganna. Samkvæmt framangreindu ber að líta svo á að hjá landlækni séu ekki fyrirliggjandi frekari gögn en hér hefur verið um fjallað og fallið geta undir þá beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem hér er til umfjöllunar.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Landlækni ber að afhenda kæranda, [A], afrit af útboðslýsingu í útboði Ríkiskaupa nr. 14045, hlífðarfatnaður og tengdar vörur vegna viðbragða við farsótt, apríl 2006.</p> <p>Landlækni ber jafnframt að afhenda kæranda afrit af  eftirtöldum kaupsamningum:</p> <p>1. Samningur nr. 14045/1, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [B] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 2. Samningur nr. 14045/2, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [C] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 3. Samningur nr. 14045/3, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [D] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 4. Samningur nr. 14045/4, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [E] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 5. Samningur nr. 14045/5, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [F] hf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 6. Samningur nr. 14045/6, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [G] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 7. Samningur nr. 14045/7, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [H] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 8. Samningur nr. 14045/8, dags. 6. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [I] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.<br /> 9. Samningur nr. 14045/9, dags. 11. október 2006, milli landlæknis og fyrirtækisins [J] ehf. um kaup á hlífðarfatnaði og tengdum vörum vegna viðbragða við farsótt.</p> <p>Að öðru leyti er staðfest synjun landlæknis, dags. 2. nóvember 2011, á beiðni kæranda frá 22. júní 2011, um aðgang að gögnum.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                    Friðgeir Björnsson<br />  <br /> </p> |
A-426/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012 | Kærð var sú ákvörðun Áfengis- og tóbaksverlsunar ríkisins, ÁTVR, að synja beiðni um aðgang að gögnum varðandi reynslusölu á áfengi í verslunum ÁTVR, lögfræðiþjónustu o.fl. Kærði gerði kröfu um frávísun málsins eða staðfestingu synjunar. ÁTVR bar að afhenda kæranda skjal með heitinu „ferli umsókna um reynslusölu hjá ÁTVR“ í samræmi við ákvörðun sína. Beiðni kæranda laut að öðru leyti að ekki að tilteknu máli eða tilgreindum málum í skilningi upplýsingalaga. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 18. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-426/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 26. apríl 2012 kærði [A] blaðamaður til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (hér eftir ÁTVR), dags. 11. apríl, á beiðni hans, dags. 23. febrúar, um aðgang að gögnum varðandi reynslusölu á áfengi í verslunum ÁTVR, lögfræðiþjónustu o.fl.</p> <p>Í umræddri beiðni óskaði kærandi eftir:</p> <p>„1. [...] afriti af öllum umsóknum sem stofnuninni hafa borist um að taka áfengi í reynslusölu frá ársbyrjun 2008 til dagsins í dag. Þá er óskað eftir afriti af öllum bréfaskiptum og tölvupóstsamskiptum tengdum þeim umsóknum, þar með talið niðurstöðu ÁTVR í hverju einstöku máli og rökstuðningi stofnunarinnar fyrir þeirri niðurstöðu, samskiptum við ráðuneyti eða eftir atvikum umboðsmann Alþingis.</p> <p>2. [...] afriti af öllum gögnum ÁTVR um aðkeypta lögfræðiþjónustu frá og með ársbyrjun 2008 til þessa dags. Þar með talið gögnum sem sýna hvaða þjónusta er keypt, af hverjum, hver tilgangurinn hafi verið og hver endanlegur kostnaður stofnunarinnar við kaupin á þjónustunni hafi verið.</p> <p>3. [...] afriti af ferlum ÁTVR sem notaðir eru þegar umsókn um að áfengistegund verði tekin í reynslusölu berst, þar sem fram kemur hvernig ákvörðunarferlið í slíkum tilvikum virkar, hver túlkar lög og reglur og hver tekur endanlega ákvörðun um að taka vöru í sölu eða hafna henni.“</p> <p>Í kærunni kemur fram að svar hafi borist frá aðstoðarforstjóra ÁTVR þann 13. mars. Kærandi hafi í kjölfarið ítrekað beiðni um aðgang að gögnum þann 22. mars. Í því bréfi setti kærandi fram að nýju beiðni sína um gögn, þótt sú breyting hafi orðið á fyrsta liðar fyrra erindis að nú var óskað eftir gögnum í málum þar sem ÁTVR hefði hafnað því að taka vöru í reynslusölu. Umræddur liður í beiðni kæranda, svo breyttur, hljóðar svo:</p> <p>„Óskað er eftir afriti af öllum umsóknum sem stofnuninni hafa borist um að taka áfengi í reynslusölu frá ársbyrjun 2008 til dagsins í dag þar sem niðurstaða ÁTVR var að hafna því að taka umrædda vöru í reynslusölu. Þá er óskað eftir afriti af öllum bréfaskiptum og tölvupóstsamskiptum tengdum þeim umsóknum, þar með talið niðurstöðu ÁTVR í hverju einstöku máli og rökstuðningi stofnunarinnar fyrir þeirri niðurstöðu, samskiptum við ráðuneyti og eftir atvikum umboðsmann Alþingis.“</p> <p>Beiðninni var á ný synjað af hálfu ÁTVR þann 11. apríl.</p> <p>Í kæru málsins er rakið að það sé mat ÁTVR að það skorti á tilgreiningu á því máli sem upplýsingabeiðni í fyrsta lið fyrirspurnar varði. Í fyrra svari ÁTVR komi fram að 40 umsóknum hafi verið hafnað. Segir í kærunni að augljóst eigi að vera af beiðni um gögn að óskað sé eftir upplýsingum og gögnum um öll 40 tilvikin. Í svari ÁTVR segi að sé um að ræða fyrirspurn um öll 40 málin kalli beiðnin „óhjákvæmilega á sérstaka vinnufreka yfirferð þessara gagna með tilliti til einkahagsmuna umsækjenda”. Þessum hluta upplýsingabeiðninnar sé því hafnað.<br /> Í kærunni segir að kærandi kannist ekki við að í upplýsingalögum séu ákvæði sem undanþiggi stofnanir eða ríkisfyrirtæki því að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þess að of mikil vinna sé í því falin að safna saman umbeðnum skjölum. Sé synjun ÁTVR því mótmælt.<br /> Í kærunni segir að ÁTVR vísi til þess að ekki sé tilgreint til hvaða máls sé vísað í 2. lið beiðni um gögn. Um sé að ræða öll þau mál þar sem stjórnendur ÁTVR hafi séð ástæðu til að kaupa lögfræðiþjónustu vegna. Segir svo í kærunni að líta verði svo á að krefjist hvert einstakt mál sérstakrar beiðni um afhendingu gagna sé eðlilegt að ÁTVR upplýsi um þau mál.<br /> Um 3. lið fyrirspurnarinnar segir að kærandi sé ósammála því að í svari ÁTVR sé að finna svar við fyrirspurninni. Svarinu hafi ekki fylgt afrit af verkferlum sem notaðir séu þegar ósk um að taka áfengi í reynslusölu berst. Ef engir verkferlar séu til í fyrirtækinu sé eðlilegt að upplýst sé um það.<br /> Málsmeðferð<br /> Kæran var send ÁTVR með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 27. apríl 2012. ÁTVR var veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 7. maí, en fresturinn var síðar framlengdur til 16. maí. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrðu innan sama frests látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p>ÁTVR svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 16. maí. Í bréfinu kemur fram að því fylgi afrit af ferli umsókna um reynslusölu hjá ÁTVR sem fallist sé á að veita kæranda aðgang að. Að öðru leyti sé þess krafist að málinu verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, eða að staðfest verði synjun ÁTVR.</p> <p>Í bréfinu kemur fram að kærandi hafi fyrst óskað eftir gögnum í lok febrúar 2012. Upplýsingabeiðnin hafi verið í þremur liðum. Í svari ÁTVR við upplýsingabeiðninni hafi meðal annars komið fram að hún varðaði ekki fyrirliggjandi gögn í tilteknu máli eins og áskilið væri. Þrátt fyrir það, og umfram lagaskyldu, hafi upplýsingabeiðni kæranda verið góðfúslega svarað efnislega með ítarlegum hætti. Í svarinu hafi verið farið yfir lögbundið hlutverk ÁTVR, grundvöll vöruvals og afgreiðslu umsókna um reynslusölu áfengis. Þá hafi kæranda verið veittar tölulegar upplýsingar um afdrif umsókna um reynslusölu og honum bent á álit umboðsmanns Alþingis varðandi tiltekna höfnun fyrirtækisins og þau dómsmál sem höfðuð hafi verið vegna slíkra ákvarðana. Umsóknarferlið hafi jafnframt verið skýrt fyrir kæranda í ljósi upplýsingabeiðni hans. Þá hafi upplýsingar verið veittar um aðkeypta lögfræðiþjónustu, af hverjum þjónustan hafi verið keypt og hvenær slík þjónusta hafi verið keypt í kjölfar umsókna um reynslusölu.</p> <p>Kærandi hafi ekki fellt sig við svar ÁTVR og óskað á ný eftir gögnum „varðandi óskir um reynslusölu á áfengi í verslunum ÁTVR og fleira.“ Síðari upplýsingabeiðni hafi verið samhljóða þeirri fyrri að öðru leyti en því að fyrsti liður hennar takmarkaðist nú við „afrit af öllum umsóknum sem stofnuninni hafa borist frá ársbyrjun til dagsins í dag þar sem niðurstaða ÁTVR var að hafna því að taka umrædda vöru í sölu.“ Sem fyrr hafi verið farið fram á aðgang að öllum bréfaskiptum og tölvupóstsamskiptum tengdum umsóknunum, þar með talið niðurstöðu ÁTVR í hverju einstöku máli og rökstuðningi stofnunarinnar fyrir þeirri niðurstöðu, samskiptum við ráðuneyti og eftir atvikum umboðsmann Alþingis.</p> <p>Upplýsingabeiðninni hafi verið hafnað, m.a. með vísan til þess að hún hafi ekki varðað tiltekið mál og ekki uppfyllt skilyrði upplýsingalaga.</p> <p>Segir svo að ÁTVR hafi fallist á að afhenda kæranda þá ferla sem stuðst sé við þegar umsókn um reynslusölu áfengis sé afgreidd hjá fyrirtækinu. Standi því aðrir þættir beiðninnar eftir.</p> <p>Um málsástæður og lagarök segir í bréfi ÁTVR að í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga sé kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varði tiltekið mál með ákveðnum takmörkunum. Í greinargerð með frumvarpi til upplýsingalaga sé með sama hætti ávallt vísað til þess að upplýsingarétti samkvæmt lögunum sé ætlað að ná til tiltekins máls (í eintölu).</p> <p>Upplýsingabeiðni kæranda í málinu varði annars vegar ósk um afhendingu allra gagna sem tengist öllum umsóknum af tiltekinni tegund á tilteknu árabili og hins vegar um afhendingu allra gagna varðandi aðkeypta sérfræðiþjónustu tiltekinnar tegundar á tilteknu árabili. Ljóst sé að upplýsingabeiðnin varði gögn sem tengist miklum fjölda ótilgreindra og ótengdra mála á þessu ákveðna tímabili. Þá segir að það samræmist ekki tilgangi upplýsingalaga og sjónarmiðum um eðlilegt aðhald með stjórnsýslunni að almenningi sé veittur svo víðtækur réttur til upplýsinga að hann nái til ótilgreindra gagna í ótilgreindum málum sem eigi jafnvel sum hver ekki annað sameiginlegt en að hafa kallað á kaup á ákveðinni tegund sérfræðiþjónustu.</p> <p>Með vísan til 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga sem og fyrri úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, þ.e. úrskurða í málunum nr. 402/2012, 378-380/2011 og 383/2011, krafðist kærði frávísunar málsins, eða þess að synjunin yrði staðfest.</p> <p>Með bréfi, dags. 22. maí, var kæranda sent afrit umsagnar ÁTVR og gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina frekari athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnarinnar, til 1. júní. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins og skýringum málsaðila við úrlausn þess.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>1.<br /> Mál þetta varðar synjun ÁTVR á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varða umsóknir um reynslusölu á áfengi og aðkeypta lögfræðiþjónustu en synjunin byggist á 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Af hálfu kærða er gerð krafa um frávísun málsins eða staðfestingu synjunar.</p> <p>2.<br /> Í umsögn ÁTVR um kæru málsins, dags. 16. maí, kemur fram að kærði hafi fallist á að veita kæranda aðgang að þeim ferlum sem stuðst er við þegar umsókn um reynslusölu áfengis er afgreidd hjá fyrirtækinu, þ.e. þau gögn sem falla undir 3. lið upplýsingabeiðni kæranda. Í umsögn ÁTVR kemur þó ekki fram hvort að gögnin hafi verið afhent kæranda, en þau fylgdu með umsögninni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.<br /> Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal stjórnvald taka ákvörðun um hvort heldur gögn, sem heimilt er að veita aðgang að, skuli sýnd eða afhent ljósrit eða afrit þeirra. Í þessu sambandi ber að taka sérstaklega fram að til þess að stjórnvald fullnægi þeirri ákvörðun sinni að veita aðgang að gögnum nægir ekki að úrskurðarnefndinni einni séu afhent afrit gagnanna, heldur ber stjórnvaldi að afhenda gögnin þeim sem um þau biður, eins fljótt og verða má, sbr. einnig 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. ÁTVR bar því að afhenda umrædd gögn þegar í stað, eða eins fljótt og unnt var, eftir að tekin hafði verið ákvörðun um að veita kæranda aðgang að þeim. Þar sem ekki liggur fyrir að svo hafi verið gert er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í því tilviki sem hér um ræðir að fella verði úrskurð um það að leggja fyrir ÁTVR að afhenda kæranda skjal með heitinu „ferli umsókna um reynslusölu hjá ÁTVR“ (VER 07.02.08-0-3) sem það afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 16. maí.<br /> 3.<br /> Að því er varðar aðra liði upplýsingabeiðni kæranda hefur ÁTVR byggt á því að vísa beri kæru vegna þeirra frá úrskurðarnefndinni þar sem beiðnin uppfylli ekki kröfur tilgreiningarreglu upplýsingalaga.</p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga er meðal annars kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum „sem varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna.</p> <p>Í 10. gr. upplýsingalaga segir að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli „tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér.“ Þá geti hann „óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“</p> <p>Tilvitnuðu ákvæði var breytt með lögum nr. 161/2006. Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til þeirra laga segir m.a. um ákvæðið:</p> <p>„Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996, er að finna meginreglu laganna um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Inntak meginreglunnar skýrist fyrsta kastið af orðalagi hennar sjálfrar en skv. 1. mgr. 3. gr. laganna er stjórnvöldum „skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.“ Enda þótt orðinu mál beri að ljá rúma merkingu felst þó þegar í því hugtaki ákveðin afmörkun á efni upplýsingaréttarins. Þannig er gerð krafa til að beiðni um aðgang tiltaki það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir en það kemur um leið í veg fyrir að unnt sé að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund eða frá ákveðnu tímabili.</p> <p>Þessi afmörkun eða krafa um tilgreiningu máls er nánar útfærð í 1. mgr. 10. gr. laganna, en þar er um það fjallað hvernig beiðni um aðgang að gögnum skuli sett fram. Við skýringu á þeirri heimild 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga að aðili máls geti tilgreint þau gögn sem hann óskar að kynna sér, verður að taka tillit til framangreindrar afmörkunar upplýsingaréttarins í 1. mgr. 3. gr.</p> <p>Sama afmörkun er enn fremur áréttuð í 2. mgr. 3. gr. laganna þar sem fram kemur til hvaða gagna upplýsingarétturinn tekur. Í 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. er tekið skýrt af skarið um að rétturinn taki til „allra skjala sem mál varða“. Í 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. er mælt svo fyrir að rétturinn taki einnig til „allra annarra gagna sem mál varða“ og loks er í 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. kveðið svo á að hann taki til „dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Upplýsingaréttur aðila er einnig afmarkaður við tiltekið mál í 1. mgr. 9. gr. laganna. Þar segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða „tiltekið mál“ ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.</p> <p>Af framansögðu leiðir að þegar beðið er um aðgang að tilteknum gögnum verður erindið að tengjast tilteknu máli. Þessi niðurstaða byggist einnig á fyrirmyndum upplýsingalaganna. Í athugasemdum við 10. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er tekið fram að gengið sé út frá sömu tilhögun og fram kemur í norsku og dönsku upplýsingalögunum um þetta efni. Þannig sagði svo í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. þeirra norsku upplýsingalaga, sem voru í gildi, þegar frumvarp það var samið, er varð að upplýsingalögum, nr. 50/1996: „Enhver kan hos vedkomennde forvaltningsorgan kreve å få gjøre seg kjent med det offentlige innholdet av dokumenter i en bestemt sak.“</p> <p>[...]</p> <p>Þá er í 2. gr. frumvarpsins lagt til að í 1. mgr. 10. gr. verði áréttað að beiðni um aðgang að gögnum verði annaðhvort að binda við tiltekin skjöl eða önnur gögn máls, sem aðili óskar eftir að fá að kynna sér, eða öll gögn tiltekins máls. Þegar óskað er eftir að fá aðgang að öllum gögnum tiltekins máls á hlutaðeigandi rétt á að fá aðgang að þeim gögnum sem talin eru upp í 2. mgr. 3. gr., enda standi ákvæði 4.–6. gr. því ekki í vegi.</p> <p>Í beiðni verður að tilgreina gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á málinu og gögnum þess.</p> <p>Það leiðir af 1. mgr. 10 gr. að ekki er hægt að biðja um gögn í ótilgreindum málum, t.d. þegar beðið er um aðgang að öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili.“ (Alþt. 2006-2007, A-deild, bls. 1708-1709.)</p> <p>Um framangreint vísast einnig til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málinu nr. 398/2011.</p> <p>Með bréfi kæranda, dags. 23. febrúar, var sett fram víðtæk beiðni um aðgang að gögnum hjá kæranda, er tengdust annars vegar umsóknum um reynslusölu á áfengi, þ.e. annars vegar var óskað var eftir gögnum í öllum málum þar sem beiðni um reynslusölu áfengis hafði verið hafnað frá ársbyrjun 2008, eins og beiðni kæranda breyttist með bréfi dags. 22. mars, og hins vegar eftir öllum gögnum um aðkeypta lögfræðiþjónustu á ákveðnu tímabili. Eins og áður segir getur almenningur óskað eftir því á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 að fá aðgang að öllum gögnum er varða „tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem kveðið er á um í lögunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál laut beiðni kæranda hins vegar ekki  „tilteknu máli“ eða tilgreindum málum í skilningi upplýsingalaga, heldur að ótilgreindum fjölda mála. Getur það ekki breytt niðurstöðu þessari þótt kærandi hafi verið upplýstur um það í bréfi ÁTVR, dags. 13. mars, hver fjöldi sá mála væri, eða 40. Í ljósi framangreinds fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á það með ÁTVR að beiðni kæranda, eins og hún var sett fram með bréfum, dags. 23. febrúar og 22. mars 2012, hafi verið of almenn til þess að skylt hafi verið að taka hana til efnislegrar afgreiðslu á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 án nánari afmörkunar.<br /> Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Með vísan til þessa og framangreindrar niðurstöðu er óhjákvæmilegt annað en að vísa kæru málsins frá úrskurðarnefndinni, hvað varðar aðra þætti en þann sem afstaða var tekin til hér að framan.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>ÁTVR ber að afhenda kæranda, [A], skjal með heitinu „ferli umsókna um reynslusölu hjá ÁTVR“ (VER 07.02.08-0-3). Að öðru leyti er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru [A], dags. 26. apríl 2012, á hendur ÁTVR.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>                      Sigurveig Jónsdóttir                                             Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-441/2012. Úrskurður frá 5. júlí 2012 | Kærð var afgreiðsla Vestmannaeyjabæjar á erindi kæranda þar sem óskað var eftir afhendingu samnings við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Sóla í Vestmannaeyjum. Erindi kærða hafði verið svarað á þá leið að umbeðin gögn væru ekki fyrirliggjandi hjá bænum, en að unnið væri að gerð þeirra. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 5. júlí 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-441/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 29. maí 2012 kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni hans um samning við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Sóla í Vestmannaeyjum. Fram kemur í kæru að beiðni [A] hafi ekki verið svarað.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Vestmannaeyjabæ með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 31. maí 2012, þar sem vakin var athygli á því að skv. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 beri stjórnvaldi að taka svo fljótt sem verða megi ákvörðun um hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum. Ennfremur skuli skýra þeim, sem fer fram á aðgang að gögnum, frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Þá beri að tilkynna skriflega synjun beiðni, sbr. 13. gr. sömu laga<br /> Í bréfinu var því beint til Vestmannaeyjabæjar að taka ákvörðun um afgreiðslu á beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið, hefði það ekki þegar verið gert, eða ekki síðar en 8. júní. Innan sama tímafrests skyldi birta ákvörðunina kæranda og nefndinni. Kom fram að kjósi Vestmannaeyjabær að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, skyldi nefndinni látin í té afrit þeirra innan sama frests. Þá kom einnig fram að kæmi til synjunar væri sveitarfélaginu gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni innan sömu tímamarka, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> Með bréfi, dags. 7. júní, barst úrskurðarnefndinni bréf Vestmannaeyjabæjar þar sem frá því er greint að erindi kæranda hefði verið svarað með bréfum 15. febrúar og 29. febrúar 2012. Með bréfinu fylgdu afrit bréfanna til kæranda. Í bréfi Vestmannaeyjabæjar til kæranda, dags. 15. febrúar, segir að enginn samningur sé til við Hjallastefnuna ehf. um rekstur Sóla. Í bréfi Vestmannaeyjabæjar til kæranda, dags. 29. febrúar 2012, segir að samningur við Hjallastefnuna ehf. um rekstur Sóla liggi ekki fyrir en í gangi séu samningaviðræður og samningsgerð. Þá segir að þegar umræddur samningur liggi fyrir undirritaður verði kæranda sent eintak.</p> <p>Með bréfi, dags. 12. júní, var kæranda sent afrit bréfs Vestmannaeyjabæjar til úrskurðarnefndar, ásamt afritum bréfa bæjarins til kæranda. Í bréfi úrskurðarnefndarinnar sagði að vildi kærandi koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar eða umsagnarinnar væri þess vinsamlegast óskað að þær bærust nefndinni eigi síðar en 19. júní.</p> <p>Þann 12. júní barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf frá kæranda þar sem fram kom að Vestmannaeyjabær hefði ekki svarað erindi kæranda eftir að bréf úrskurðarnefndarinnar hafi verið sent bænum. Ekki bárust frekari athugasemdir frá kæranda vegna málsins.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar afgreiðslu Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda um afhendingu samnings við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Sóla í Vestmannaeyjum. Í bréfi Vestmannaeyjabæjar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 7. júní, kom fram að erindi kæranda hefði verið svarað með bréfum Vestmannaeyjabæjar, dags. 15. og 29. febrúar. Þar hefði komið fram að umræddur samningur lægi ekki fyrir hjá bænum en unnið væri að gerð hans.</p> <p>Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að kæra synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum, þ.e. fyrirliggjandi gögnum, undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Sá samningur  sem kærandi hefur óskað eftir liggur ekki fyrir hjá Vestmannaeyjabæ. Hins vegar er komið fram að kæranda verði sent afrit hans þegar hann liggur fyrir. Með vísan til þess ber að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Tekið er fram að í þessu felst ekki afstaða úrskurðarnefndarinnar til þess hvort Vestmannaeyjabær ætti nú þegar að hafa undirritað samning við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans, enda er það ekki á valdsviði nefndarinnar að fjalla um það álitaefni.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru [A], dags. 29. maí 2012, á hendur Vestmannaeyjabæ er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                             Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> |
A-425/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012 | Kærð var afgreiðsla innanríkisráðuneytisins á beiðni um leiðbeinandi yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga flokkuð eftir því hvort verkefni eru skyldubundin eða ekki. Við afgreiðslu upplýsingabeiðna var ekki fylgt þeirri reglu 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að stjórnvaldi beri að taka ákvörðun um, hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum, svo fljótt sem verða megi. Ennfremur ekki þeirri reglu að skýra skuli þeim, sem fer fram á aðgang að gögnum frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Frávísun. Gögn liggja ekki fyrir. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 18. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-425/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 12. apríl 2012 kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál afgreiðslu innanríkisráðuneytisins á beiðni hans, dags. 29. mars, um leiðbeinandi yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga flokkuð eftir því hvort verkefni eru skyldubundin eða ekki. Þeirri beiðni hefur ekki verið svarað.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send innanríkisráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 16. apríl 2012, þar sem vakin var athygli á því að skv. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 beri stjórnvaldi að taka svo fljótt sem verða megi ákvörðun um hvort verða eigi við beiðni um aðgang að gögnum. Ennfremur skuli skýra þeim, sem fer fram á aðgang að gögnum, frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Þá beri að tilkynna skriflega synjun beiðni, sbr. 13. gr. s.l.<br /> Í bréfinu var því beint til innanríkisráðuneytisins að taka ákvörðun um afgreiðslu á beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið, hefði það ekki þegar verið gert, eða ekki síðar en 25. apríl. Innan sama tímafrests skyldi birta ákvörðunina kæranda og nefndinni. Kom fram að kysi innanríkisráðuneytið að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, skyldi nefndinni látin í té afrit þeirra innan sama frests. Þá kom fram að kæmi til synjunar yrði ráðuneytinu gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni innan sömu tímamarka, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> Þann 30. apríl barst úrskurðarnefndinni afrit bréfs innanríkisráðuneytisins til kæranda, dags. sama dag. Í bréfinu segir að sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 hafi tekið gildi 1. janúar 2012. Samkvæmt 7. gr. sveitarstjórnarlaga sé sveitarstjórnum skylt að annast þau verkefni sem þeim séu falin í lögum. Þá segi í ákvæðinu að ráðuneytið gefi árlega út leiðbeinandi yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarstjórna, flokkuð eftir því hvort verkefnin séu skyldubundin eða ekki.</p> <p>Segir svo orðrétt í bréfinu:</p> <p>„Því er til að svara að ráðuneytið hefur ekki gefið út nefnt leiðbeinandi yfirlit samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Bent skal á að í athugasemdum um ákvæði 7. gr. sem fylgdu frumvarpi því sem varð að gildandi sveitarstjórnarlögum segir m.a. að þetta sé nýmæli sem lagt var til að lögfest væri. Skyldur sveitarfélaga ráðist af þeim lögum sem sett hafi verið um verkefni þeirra, en ekki af yfirliti samkvæmt ákvæði þessu. Yfirliti samkvæmt ákvæðinu sé ekki ætlað að hafa gildi sem sjálfstæð réttarheimild.</p> <p>Ráðuneytið mun hins vegar vinna slíkt yfirlit við fyrsta hentugleika og auglýsa það með viðeigandi hætti.“</p> <p>Þann 2. maí barst úrskurðarnefndinni bréf kæranda, dags. 30. apríl, þar sem nefndinni er tilkynnt að honum hafi ekki borist svar frá innanríkisráðuneytinu í samræmi við bréf úrskurðarnefndarinnar, dags. 16. apríl.</p> <p>Með bréfi, dags. 7. maí, var kæranda sent afrit umsagnar innanríkisráðuneytisins. Í bréfi úrskurðarnefndarinnar sagði að teldi kærandi afgreiðslu ráðuneytisins fullnægjandi miðað við beiðni hans væri þess óskað að nefndin yrði upplýst um það eigi síðar en mánudaginn 14. maí. Þá sagði að vildi kærandi koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar eða umsagnarinnar væri þess vinsamlegast óskað að þær bærust nefndinni  innan sama frests.</p> <p>Með bréfi, dags. 9. maí, bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir kæranda. Í bréfinu segir að vakin sé athygli á því að svar ráðuneytisins sé ófullnægjandi. Sveitarstjórnarlög hafi tekið gildi fyrir einhverjum mánuðum, en ráðuneytið sé ekki byrjað að vinna eftir lögunum. Segir svo að kærandi geri þá kröfu að fá afhent sundurliðað þau verkefni sem sveitarfélögum eru falin að lögum. Þá er óskað eftir því að erindið verði framsent sé þess talin þörf.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar afgreiðslu innanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um afhendingu sundurliðunar yfir þau verkefni sem sveitarfélögum eru falin að lögum. Með bréfi, dags. 30. apríl, kom fram af hálfu hins kærða ráðuneytis að það hefði ekki gefið út umbeðið yfirlit.</p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, segir svo:  „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“<br /> Skýring úrskurðarnefndarinnar á þessu ákvæði er sú að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggi þegar um þau er beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað.<br /> Á þeim tíma sem beiðni kæranda kom fram um leiðbeinandi yfirlit um lögmælt verkefni stjórnvalda, sbr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, hafði innanríkisráðuneytið ekki enn gefið yfirlitið út.<br /> Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að kæra synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum, þ.e. fyrirliggjandi gögnum, undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir liggja ekki fyrir hjá innanríkisráðuneytinu. Með vísan til þess ber að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Tekið er fram að í þessu felst ekki afstaða úrskurðarnefndarinnar til þess hvort ráðuneytið ætti þegar að hafa útbúið umrætt yfirlit samkvæmt 1. mgr. 7. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru [A] á hendur innanríkisráðuneytinu er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>                         Sigurveig Jónsdóttir                                             Friðgeir Björnsson</p> |
A-428/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012 | Kærð var sú ákvörðun ríkislögreglustjóra að synja um afhendingu á gögnum um kaup embættisins á búningum af tilteknum lögaðila á árinu 2009 fyrir aðgerðarhóp lögreglunnar. Kærandi hafði þegar fengið afrit af tilboði lögaðilans ásamt pöntun. Kæran laut því eingöngu að aðgangi að reikningum. Ekki fallist á að aðgangur kæranda að reikningunum væri líklegur til að geta valdið lögaðilanum tjóni. Ríkislögreglustjóra gert að afhenda kæranda umbeðna reikninga. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 18. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-428/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 2. maí 2012 kærði [A], f.h. [B],  ehf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun ríkislögreglustjóra, dags. 11. apríl, á beiðni hans, dags. 10. febrúar, um gögn um kaup embættisins á búningum af [C] ehf. á árinu 2009 fyrir aðgerðarhóp lögreglunnar.</p> <p>Í kærunni kemur fram að kærandi hafi upphaflega óskað eftir því með bréfi, dags. 10. febrúar, að ríkislögreglustjóri upplýsti og afhenti gögn um kaup embættisins á búningum fyrir aðgerðarhóp lögreglunnar af [C] ehf. Þess hafi verið óskað að kæranda yrðu send tilboð [C] ehf., samningur ríkislögreglustjóra við [C] ehf. og afrit reikninga vegna sölu á fyrrgreindum búningum til embættisins. </p> <p>Með bréfi ríkislögreglustjóra, dags. 20. febrúar, hafi kæranda verið afhent afrit tilboðs [C] ehf., ásamt pöntun, dags. 30. október 2009, en afrit reikninga vegna kaupanna hafi ekki fylgt með bréfinu.</p> <p>Með bréfi kæranda, dags. 28. febrúar og 19. mars, hafi kærandi ítrekað kröfu um afhendingu reikninga [C] ehf.</p> <p>Með bréfi ríkislögreglustjóra, dags. 11. apríl 2012, hafi embættið hafnað afhendingu reikninganna á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi geti ekki fallist á þá afstöðu ríkislögreglustjóra að reikningar [C] ehf. vegna kaupa embættisins á búningum af félaginu fyrir aðgerðarhóp lögreglunnar geti talist varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni í skilningi síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Vekur kærandi athygli á orðalagi ríkislögreglustjóra í bréfi embættisins, dags. 11. apríl, þar sem segir að reikningar „geti haft að geyma upplýsingar er varða mikilvæga rekstrar- og samkeppnishagsmuni“ [C] ehf. Í bréfi ríkislögreglustjóra sé með öðrum orðum hvergi fullyrt að embættið telji að reikningarnir hafi í raun að geyma það viðkvæmar upplýsingar að það réttlæti beitingu undanþágu 2. málsl. 5. gr.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send ríkislögreglustjóra með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 7. maí 2012, og var veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 18. maí. Að ósk ríkislögreglustjóra var fresturinn síðar framlengdur til 25. maí. Var þess jafnframt óskað í bréfinu að úrskurðarnefndinni yrðu innan sama frests látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.</p> <p>Ríkislögreglustjóri svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 29. maí. Í bréfinu kemur fram að árið 2009 hafi ríkislögreglustjóri óskað eftir tilboðum frá [B] ehf. (kæranda) og [C] ehf. vegna fyrirhugaðra kaupa embættisins á búningum fyrir aðgerðarhóp lögreglunnar. Kærandi og [C] ehf. hafi skilað inn tilboðum og niðurstaðan hafi verið sú að hafna tilboði kæranda og semja við [C] ehf. þar sem tilboð [C] ehf. hafi verið lægra, auk þess sem uppgefinn afhendingartími hafi verið skemmri.</p> <p>Þann 10. febrúar 2012 hafi kærandi óskað eftir afhendingu gagna og upplýsinga frá ríkislögreglustjóra vegna kaupa embættisins á búnaði fyrir aðgerðarhópinn af [C] ehf. Hafi þess verið óskað að kæranda yrði sent tilboð [C] ehf., samningur ríkislögreglustjóra við [C] ehf. og afrit reikninga vegna sölu á fyrrgreindum búningum til embættisins. Með bréfi, dags. 20. febrúar 2012, hafi kæranda verið afhent tilboð [C] ehf. ásamt pöntun, dags. 30. október 2009. Með bréfum, dags. 28. febrúar og 19. mars, hafi kærandi ítrekað beiðni um afhendingu reikninga.</p> <p>Með bréfi ríkislögreglustjóra, dags. 6. mars 2012, hafi embættið óskað eftir afstöðu [D], framkvæmdastjóra [C] ehf. til beiðni kæranda um afrit reikninganna. Svar hafi ekki borist frá [C] ehf.</p> <p>Þann 11. apríl hafi embættið hafnað beiðni kæranda um afhendingu reikninganna á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Kemur fram í umsögn ríkislögreglustjóra að embættið telji að umbeðnir reikningar geti haft að geyma upplýsingar er varði mikilvæga rekstrar- og samkeppnishagsmuni [C] ehf. og að óheimilt sé að veita slíkar upplýsingar án þess að nokkuð skýrt og ótvírætt samþykki hlutaðeigandi liggi fyrir.</p> <p>Segir svo í umsögn ríkislögreglustjóra að embættið hafi falið Ríkiskaupum að bjóða út búnað fyrir lögreglumenn, þ.m.t. búnað sambærilegum þeim búnaði sem keyptur var á árinu 2009. Í lögum um opinber innkaup sé gert ráð fyrir að innkaup stofnana ríkisins fari fram í kjölfar verðfyrirspurna, rammasamninga og opinberra útboða. Innkaup stofnana ríkisins séu umtalsverð í íslensku efnahagslífi og ef veita ætti aðilum á samkeppnismarkaði heimildir til þess að óska eftir reikningum samkeppnisaðila hjá stofnunum ríkisins geti það haft umtalsverð áhrif á samkeppni og stöðu ríkisins sem kaupanda á markaði, einkum og sér í lagi þar sem um sé að ræða starfsemi sem fram fari á tiltölulega þröngum og einhæfum markaði þar sem samkeppni og þá rekstur megi að sama skapi telja viðkvæm.</p> <p>Í ljósi framangreinds svo og þess að embætti ríkislögreglustjóra sé ekki kunnugt um að við fordæmi sé að styðjast hvað varði einstaka reikninga í þessu sambandi, hafi ríkislögreglustjóri talið að ekki væri unnt að líta svo á að eðlilegt og sanngjarnt væri að veita aðgang að umræddum reikningum. Með tilliti til þess sem að framan er rakið varðandi smæð og sérstöðu þessa markaðar hafi mátt ætla að yrðu reikningarnir gerðir aðgengilegir væri það til þess fallið að valda rekstrar- og eða samkeppnislegu tjóni.</p> <p>Með bréfi ríkislögreglustjóra, dags. 29. maí, fylgdu eftirfarandi gögn, en tilgreint var sérstaklega að gögn 3-5 væru afhent í trúnaði til úrskurðarnefndar:</p> <p>1.      Tilboð [C] ehf. og [B] ehf. vegna kaupa á búningum fyrir aðgerðarhóp.</p> <p>2.      Pöntun rikislögreglustjóra á búningum frá [C] ehf., dags 30.10.2009.</p> <p>3.      Afrit reiknings [C] ehf., dags. 8. desember 2009.</p> <p>4.      Afrit reiknings [C] ehf., dags. 16. desember 2009.</p> <p>5.      Afrit reiknings [C] ehf., dags. 28. desember 2009.</p> <p>Með bréfi, dags. 6. júní, var kæranda sent afrit umsagnar ríkislögreglustjóra og gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina frekari athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnarinnar, til 15. júní. Með tölvupósti dags. 13. júní var nefndinni tilkynnt að kærandi teldi ekki þörf á að gera frekari athugasemdir vegna umsagnarinnar. </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins og skýringum málsaðila við úrlausn þess.<strong> </strong></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Mál þetta varðar synjun ríkislögreglustjóra á beiðni kæranda um aðgang að gögnum vegna kaupa embættisins á óeirðabúnaði af [C] ehf. á árinu 2009. Synjun ríkislögreglustjóra byggist á 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í kæru málsins kemur fram að kæranda hafi verið afhent afrit tilboðs [C] ehf., ásamt pöntun, dags. 30. október 2009, en afrit reikninga vegna kaupanna hafi ekki fylgt með bréfinu. Kæra málsins lýtur því einvörðungu að aðgangi að umræddum reikningum.</p> <p><span> </span><strong>2.</strong></p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir m.a.: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í reglunni birtist meginregla laganna um upplýsingarétt almennings. Sætir hún undantekningum samkvæmt 4.-6. gr. sömu laga. Samkvæmt hefðbundnum viðhorfum um túlkun laga verða þær undantekningar ekki skýrðar rúmt.</p> <p>Í 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum máls geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál litið svo á að upplýsingaréttur almennings og fjölmiðla, skv. 3. gr. upplýsingalaga, sé ríkur þegar hann varðar það endurgjald, ásamt afsláttum, sem stjórnvöld greiða með ráðstöfun opinberra fjármuna. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011.</p> <p>Í málinu liggur fyrir að kæranda hefur verið afhent afrit tilboðs [C] ehf. á grundvelli beiðni ríkislögreglustjóra sem beint var til kæranda og [C] ehf. vegna kaupa á búningum fyrir aðgerðarhóp lögreglunnar. Í tilboðinu kemur fram verð á einstökum vöruliðum hjá [C] ehf., en í tilboðinu kemur fram að verðið sé háð gengisbreytingum. Á grundvelli þessa hefur ríkislögreglustjóri gert pöntun um vörur hjá [C] ehf. sem kæranda hefur verið afhent og í kjölfarið hafa umræddir reikningar verið gefnir út. Af þeim er ljóst að verð á einstökum vöruliðum hefur hækkað, í samræmi við fyrirvara í tilboði vegna gengisþróunar.</p> <p>Eins og áður er rakið skal við mat á því hvort 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga geti komið í veg fyrir aðgang almennings taka til skoðunar hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins sem upplýsingarnar varða eða almennings. Í ljósi þess að kæranda hafa þegar verið veittar upplýsingar um verð einstakra vöruliða [C] ehf. í tilboði fyrirtækisins og pöntun ríkislögreglustjóra, getur nefndin ekki fallist á að aðgangur kæranda að reikningum [C] ehf. vegna pöntunarinnar sé líklegur til að geta valdið [C] ehf. tjóni. Þá er litið til þess að gögnin varða kaup ríkislögreglustjóra á búningum fyrir um tveimur og hálfu ári. Verður því ekki fallist á að afhending gagnanna sé líkleg til að geta valdið [C] ehf. tjóni eða að upplýsingar þær sem fram komi á reikningunum séu að öðru leyti þess eðlis að þær varði viðkvæma fjárhags- eða viðskiptalega hagsmuni fyrirtækisins í skilningi upplýsingalaga. Ríkislögreglustjóri hefur ekki haldið öðrum röksemdum á lofti fyrir synjun á umbeðnum aðgangi gagna en umræddri 5. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds ber Ríkislögreglustjóra að afhenda kæranda framangreinda reikninga sem taldir eru upp undir töluliðum 3-5 í kafla um málsmeðferð, eins og nánar tilgreinir í úrskurðarorði.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Ríkislögreglustjóra ber að afhenda kæranda, [B] ehf., reikninga [C] ehf., dags.  8., 16. og 28. desember 2009.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                          </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-424/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012 | Kærð var sú ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að synja beiðni um aðgang að kostnaðarliðum vegna 17. júní hátíðarhalda í Hafnarfirði, þ.e. synjun afhendingar gagna varðandi leigu á hljóð- og ljósabúnaði á Víðistaðatúni vegna hátíðahalda 17. júní 2011, verktakagreiðslum til verktaka sem unnu verkið, flutningskostnað á tækjabúnaði og sviði og einnig heildarkostnað á verkinu með og án skemmtikrafta. Frávísun að því er varðaði yfirlit úr bókhaldskerfi Hafnarfjarðarbæjar. Fallist á aðgang að reikningi einstaklings vegna hátíðarhaldanna, enda ekki talið vera til þess fallið að skaða viðskiptahagsmuni hans að veita aðgang að reikningnum. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p> </p> <p> Hinn 18. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-424/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik<br /> </h3> <p>Þann 11. apríl 2012, kærði [A] synjun Hafnarfjarðarbæjar, dags. 15. mars, á beiðni hans, dags. 8. febrúar, um aðgang að kostnaðarliðum 17. júní hátíðarhalda í Hafnarfirði, þ.e. synjun afhendingar gagna varðandi leigu á hljóð- og ljósabúnaði á Víðistaðatúni vegna hátíðahalda 17. júní 2011, verktakagreiðslur til verktaka sem unnu verkið, flutningskostnað á tækjabúnaði og sviði og einnig heildarkostnað á verkinu með og án skemmtikrafta.</p> <p> Í kærunni sagði orðrétt;</p> <p> „Beiðni mín er byggð á því að mitt fyrirtæki hefur ekki fengið að gera tilboð í þá skemmtun sem haldin er í mínu bæjarfélagi, og er byggð á 19. gr. innkaupastefnu Hafnarfjarðar, sem fjallar um meðferð samninga Hafnarfjarðarbæjar. Þar segir að allir samningar sem um getur í 2. gr. reglna þessara skulu vistaðir samkvæmt lögum og reglum um opinber gögn. Eftir að hafa lesið innkaupastefnu Hafnarfjarðarbæjar get ég ekki annað séð en að það sé stórlega brotið á rétti mínum varðandi mál mitt og hef ég farið á fund hjá núverandi bæjarstjóra en engin svör fengið enn.“</p> <p> Með kærunni fylgdu tölvupóstsamskipti kæranda við Hafnarfjarðarbæ, m.a. tölvupóstur, dags. 15. mars, frá lögmanni Hafnarfjarðarbæjar, þar sem segir orðrétt:</p> <p> „Hafnarfjarðarbæ hefur borist beiðni um afhendingu gagna varðandi leigu á hljóð- og ljósbúnaði á Víðistaðatúni vegna 17. júní 2011, verktakagreiðslur til verktaka sem unnu verkið, flutningskostnað á tækjabúnaði og sviði og einnig heildarkostnað á verkinu með og án skemmtikrafta.</p> <p> Hafnarfjarðarbær hefur samið við [B], hljóðmann, undanfarin ár vegna uppsetningar sviðs og hljóðkerfis á 17. júní. Að hans beiðni er ekki unnt að verða við ósk um að upplýsa hver greiðslan er fyrir verkið en hann telur það skaða viðskiptahagsmuni sína. Rétt er þó að taka fram að greiðslan er innan þeirra viðmiða sem kveðið er á um í innkaupareglum Hafnarfjarðarbæjar varðandi útboðsskyld þjónustukaup (5 milljónir). Varðandi höfnunina þá vísast til 5. gr. upplýsingalaga en þar segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> <p>Heildarkostnaður ÍTH vegna 17. júní hátíðarhalda er ca 4.200.000 án stefgjalda.“</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Hafnarfjarðarbæ með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 16. apríl 2012, þar sem vísað er til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 27. apríl. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.</p> <p> Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 23. apríl.</p> <p> Í bréfinu segir orðrétt:</p> <p>„Rétt er að taka fram að þau gögn sem gerð er krafa um aðgang að eru ekki til hjá Hafnarfjarðarbæ sem sérstök gögn er varða tiltekið mál. Upplýsingar um kostnaðarliði vegna 17. júní 2011 er að finna í bókhaldskerfi Hafnarfjarðarbæjar og samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 tekur upplýsingaréttur ekki til þess að stjórnvöld útbúi eða taki saman skjöl með tilteknu efni. Hafnarfjarðarbæ er því ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi og ekki heldur að afhenda slík gögn eða skrá sem þau tilheyra, nema því aðeins að þau eða skráin séu orðin hluti af gögnum sem varða tiltekið mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og skilyrðum upplýsingalaga er fullnægt að öðru leyti.“</p> <p>Er vísað til þess að synjunin byggist á 5. gr. upplýsingalaga. Þá kemur fram að ekki sé til skriflegur samningur vegna uppsetningar sviðs og hljóðkerfis 17. júní 2011 en í bókhaldskerfi bæjarins sé að finna útgefinn reikning vegna ársins 2011. Að beiðni þess aðila sem verkið hafi unnið sé hins vegar ekki unnt að veita aðgang að reikningnum, enda sé það mat verktakans að það myndi skaða viðskiptahagsmuni hans yrði upplýst hvað hann taki fyrir verkið.</p> <p>Með bréfi Hafnarfjarðarbæjar fylgdi afrit af reikningi verktaka vegna leigu á sviði, vinnu við hljóðkerfi, undirbúning, rafmagn o.fl. vegna 17. júní hátíðarhalda á Víðistaðatúni og Thorsplani, dags. 20. júní 2011, og yfirlit úr bókhaldskerfi Hafnarfjarðarbæjar.</p> <p>Með bréfi, dags. 3. maí, var kæranda sent afrit umsagnar Hafnarfjarðarbæjar og gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina frekari athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnarinnar, til 18. maí.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 19. maí, bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir kæranda.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Mál þetta varðar synjun Hafnarfjarðarbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum varðandi leigu á hljóð- og ljósabúnaði á Víðistaðatúni vegna hátíðahalda 17. júní 2011, verktakagreiðslur til verktaka sem unnu verkið, flutningskostnað á tækjabúnaði og sviði og einnig heildarkostnað á verkinu með og án skemmtikrafta. Synjun Hafnarfjarðarbæjar er byggð á 3. og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <h4>2.</h4> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir m.a.: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í reglunni birtist meginregla laganna um upplýsingarétt almennings. Sætir hún undantekningum samkvæmt 4.-6. gr. sömu laga. Samkvæmt hefðbundnum viðhorfum um túlkun laga verða þær undantekningar ekki skýrðar rúmt.</p> <p>Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að upplýsingalög nr. 50/1996 ná til fyrirliggjandi gagna í málum sem stjórnvöld hafa eða hafa haft til meðferðar, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 10. gr. sömu laga, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 161/2006. Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt að skrá mál, sem koma til meðferðar hjá þeim, á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Beiðni um aðgang að gögnum lýtur að upplýsingum um samninga og greiðslur vegna hljóð- og ljósabúnaðar á 17. júní hátíð í Hafnarfirði árið 2011. Þessi beiðni er því afmörkuð við tiltekið mál í skilningi upplýsingalaga. Upplýsingalög taka því til gagna sem fyrir liggja hjá Hafnarfjarðarbæ og tengjast með nægilega skýrum hætti því málefni sem kæran lýtur að, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 29. desember 2011 í máli nr. A-397/2011.</p> <p>Hafnarfjarðarbær hefur í tilefni kæru málsins, að beiðni úrskurðarnefndar, afhent nefndinni reikning [B], dags. 20. júní 2011 og yfirlit úr bókhaldskerfi Hafnarfjarðarbæjar en í umsögn bæjarins kom jafnframt fram að umbeðin gögn væru ekki til sem sérstök gögn er vörðuðu tiltekið mál.</p> <p>Það er sérstakt álitaefni, sem leysa ber úr hverju sinni m.t.t. atvika máls og aðstæðna, hvaða gögn það eru sem tengjast máli með það skýrum hætti að þau teljist til gagna máls í skilningi 3. og 10. gr. upplýsingalaga og beri að varðveita sem gögn í því máli í málaskrá, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. Hvað varðar bókhaldsgögn skal á það bent að skylda stjórnvalda skv. 22. gr. upplýsingalaga getur iðulega leitt til þess að gögn sem varðveita skal sem fylgiskjöl með bókhaldi eða reikningsskilum stjórnvalda verði einnig að varðveita í málaskrá sem hluta af gögnum sérstaks máls. Það á sérstaklega við ef viðkomandi gögn gefa upplýsingar um meðferð tiltekins máls og ráðstöfun fjármuna eða mikilvægra hagsmuna, forsendur að baki ákvörðunum eða um þá ákvörðun eða samning sem um ræðir, og önnur slík gögn eru ekki fyrirliggjandi. Um þetta má til hliðsjónar vísa til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 25. mars 2010 í máli nr. A-333/2010.</p> <p> Hafi stjórnvald fyrir mistök eða af öðrum ástæðum ekki sinnt því að vista tiltekin málsgögn í málaskrá, heldur aðeins fært þau í bókhald, kemur það ekki í veg fyrir að almenningur eigi rétt á aðgangi að þeim gögnum skv. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Í því ákvæði kemur fram að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Niðurstaða um upplýsingarétt almennings veltur á því hvort umrætt gagn sé fyrirliggjandi hjá stjórnvaldi, hvort það efnislega teljist vera hluti málsgagna, sbr. 3. og 1. mgr. 22. gr. sömu laga, hvort sem vistun þess hefur verið hagað með réttum hætti að lögum eða ekki, og að lokum hvort einhverjar aðrar ástæður standi því í vegi að gögnin verði afhent.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að þrátt fyrir að beiðni kæranda sé ekki sérstaklega afmörkuð við tilgreind gögn, samninga eða afrit tilgreindra reikninga teljist reikningur dags. 20. júní 2011 fyrirliggjandi gagn í máli sem beiðni kæranda lýtur að. Upplýsingaréttur kæranda nái þ.a.l. til reikningsins.</p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi og ekki heldur að afhenda slík gögn nema því aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og að skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti. Með vísan til þessa og þess sem fram kemur í umsögn Hafnarfjarðarbæjar, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að upplýsingaréttur kæranda nái ekki til umrædds yfirlits úr bókhaldskerfi Hafnarfjarðarbæjar sem afhent hefur verið nefndinni.  Kæru máls þessa, að öðru leyti en því sem þegar hefur verið úr leyst, er því vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h4> 3.</h4> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni reiknings [B], dags. 20. júní 2011, að því er varðar leigu á sviði, vinnu við hljóðkerfi, undirbúning, rafmagn o. fl. vegna 17. júní hátíðarhalda.</p> <p>Hafnarfjarðarbær hefur vísað til þess að verktaki sá sem umræddan reikning gaf út telji að aðgangur að honum geti skaðað viðskiptahagsmuni hans og að synjunin byggist þar af leiðandi á því að gögnin varði fjárhagsmálefni sem sanngjarnt sé að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd fellst ekki á að þær upplýsingar sem fram koma í umræddum reikningi séu þess eðlis að 5. gr. upplýsingalaga geti komið í veg fyrir aðgang kæranda að þeim eða að þær séu til þess fallnar að valda umræddum verktaka tjóni yrðu þær gerðar opinberar. Í því tilliti er bent á að upplýsingaréttur almennings er sérstaklega ríkur þegar um er að ræða gögn er varða ráðstöfun opinberra fjármuna. Í ljósi þessa hagsmunamats ber Hafnarfjarðarbæ að afhenda kæranda, [A], afrit af reikningi [B], dags. 20. júní 2011.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Hafnarfjarðarbæ ber að afhenda kæranda, [A], afrit af reikningi [B], dags. 20. júní 2011. Kæru málsins er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <p> </p> <p align="center"> Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p align="center"> </p> <p>        Sigurveig Jónsdóttir                                                                         Friðgeir Björnsson</p> |
A-422/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012 | Kærð var sú ákvörðun velferðarráðuneytisins um synjun á beiðni um aðgang annars vegar að samningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins við lögaðila um kaup á hugbúnaði fyrir heilsugæslustöðvar og hins vegar að samningi heilbrigðisráðuneytisins við lögaðila um kaup á rafrænum læknabréfum ásamt uppsetningu. Fallist var á beiðni kæranda að undanskildu einu fylgiskjali. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 18. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-422/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 30. mars 2012, kærði [A] lögfræðingur, f.h. [B] ehf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun velferðarráðuneytisins, dags. 9. mars 2012, á beiðni kæranda, dags. 8. desember 2011, um aðgang annars vegar að samningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins við [D] ehf. um kaup á hugbúnaði fyrir heilsugæslustöðvar, dags. 10. júní 1993, og hins vegar að samningi heilbrigðisráðuneytisins við [C] ehf. um kaup á rafrænum læknabréfum ásamt uppsetningu, dags. 3. febrúar 2011. </p> <p>Í kærunni eru málavextir raktir á þá leið að með erindi, dags. 8. desember 2011, hafi þess verið óskað að velferðarráðuneytið veitti [B] aðgang að nánar tilgreindum gögnum tengdum útboðum, samningum og verkkaupum ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna sjúkraskrárkerfisins Sögu og Heklugáttarinnar. Hafi [B] áður, eða 24. nóvember 2010, óskað eftir aðgangi að tilteknum gögnum um sama málefni, og þá verið veittur aðgangur að einstaka gögnum í samræmi við þá beiðni. Það hafi hins vegar verið mat [B] að ýmis gögn og skjöl sem þá var óskað eftir hafi ekki borist fyrirtækinu og var erindið í kjölfarið ítrekað. Með bréfi, dags. 27. desember 2011, hafi ráðuneytið staðfest móttöku erindis kæranda, en jafnframt bent á að ekki yrði unnt að svara erindinu fyrir janúarlok 2012. Þann 13. mars 2012 hafi svo borist erindi frá velferðarráðuneytinu, dags. 9. mars, þar sem [B] hafi verið veittur aðgangur að hluta þeirra gagna sem óskað var eftir, en beiðni um aðgang að tveimur nánar tilgreindum samningum hins vegar verið hafnað á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga vegna mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna samningsaðila ráðuneytisins, þ.e. þeim samningum sem kæra máls þessa varðar.</p> <p>Í kærunni er lýst tilurð beiðni kæranda og sagt að rekja megi hana til þess að fyrirtækið telji að með samningum velferðarráðuneytisins við samkeppnisaðila [B] hafi verið brotið gegn samkeppnislegri stöðu fyrirtækisins á markaði með rafrænar sjúkraskrár. [B] hafi áður kvartað undan fyrirkomulagi þessu til Samkeppniseftirlitsins og hafi Samkeppniseftirlitið þegar gefið álit sitt á þeirri kvörtun. Þótt ekki hafi verið fallist á fyrri kröfu [B] hafi Samkeppniseftirlitið talið að framkvæmd velferðarráðuneytisins á þessum málafloki orkaði tvímælis og því verið beint til þess að hraða þeim umbótum sem ráðuneytið hafi tjáð eftirlitinu að væru framundan. Hafi [B] nú beint því til Samkeppniseftirlitsins að taka á ný til skoðunar fyrri ábendingar fyrirtækisins.</p> <p>Þá segir að umræddir samningar og þróun sjúkrakerfa á grundvelli þeirra hafi verið fjármagnaðir af almannafé og því sé mikilvægt að það sé engum vafa undirorpið að slík fjárframlög og/eða ráðstöfun almannafjár verði hvorki til þess að hindra samkeppni né heldur til þess gert að veita einum aðila markaðsráðandi stöðu umfram aðra. Í framangreindri synjun hafi ráðuneytið heldur ekki tekið afstöðu til þess hvort unnt sé að veita aðgang að hluta umræddra gagna í samræmi við 7. gr. upplýsingalaga og vísar kærandi í því sambandi til úrskurðar úrskurðarnefndar í upplýsingamálum nr. A-377/2011. Þá er einnig vísað til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-74/1999, A-133/2001 og A-229/2006.</p> <p>Með vísan til framangreinds gerir kærandi þá kröfu í kærunni að veittur verði aðgangur að umræddum gögnum að svo miklu leyti sem þau kunni, að mati úrskurðarnefndarinnar, að heyra undir upplýsingarétt á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send velferðarráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 3. apríl 2012. Ráðuneytinu var veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 20. apríl. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrðu innan sama frests látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.</p> <p>Velferðarráðuneytið svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 20. apríl. Í svarinu kemur fram að beiðni kæranda um aðgang að umræddum samningum hafi verið synjað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem hluti samninganna innihaldi upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni samningsaðila ráðuneytisins. Þar sem töluverð samkeppni ríki á markaði um rafræn sjúkraskrárkerfi sé að mati ráðuneytisins ekki hægt að útiloka að viðsemjendur ráðuneytisins verði fyrir tjóni verði aðgangur veittur að samningunum.</p> <p>Þá kemur fram að óskað hafi verið eftir áliti [C] ehf. á því hvort veita bæri aðgang að samningunum með bréfi, dags. 21. febrúar. Ráðuneytinu hafi borist svar þar sem lagst hafi verið gegn því að veittur yrði aðgangur að umræddum samningum þar sem þeir varði einkahagsmuni [C] ehf., en þar megi m.a. finna upplýsingar um vöruþróun, tölvuforrit, kerfislýsingar, kröfugreiningar, verkferla, hönnun, þjónustulýsingar, verðlagningu, afslætti og önnur atvinnuleyndarmál félagsins sem njóti verndar að lögum, sbr. 16. gr. c., laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Með hliðsjón af þessu telji ráðuneytið sér ekki heimilt að veita aðgang að samningunum, sbr. 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með bréfi, dags. 23. apríl, var kæranda sent afrit umsagnar velferðarráðuneytisins og gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina frekari athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnarinnar, til 4. maí.</p> <p>Með bréfi, dags. 3. maí, bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir kæranda, en í bréfinu segir orðrétt:</p> <p>„Í umsögn velferðarráðuneytis kemur fram að mati ráðuneytisins að töluverð samkeppni ríki á markaði um rafræn sjúkraskrárkerfi og því sé ekki hægt að útiloka að viðsemjendur ráðuneytisins verði fyrir tjóni ef aðgangur er veittur að umbeðnum samningum. Hvað þessa fullyrðingu varðar er athygli úrskurðarnefndarinnar vakin á því sem fram kemur í erindi [A], f.h. [B] ehf., dags. 30. mars sl., þar sem fjallað er um tilurð þessa máls sem hér um ræðir. Að mati [B] ehf. hefur þannig ekki komist á sú samkeppni sem ráðuneytið vísar til, m.a. vegna athafna hins opinbera sem og framkvæmda á samningum hins opinbera við einkaaðila á umræddum markaði. Því telur [B] ehf. að aðgangur á umbeðnum gögnum geti varla talist raska meintri samkeppni enda sé slík samkeppni ekki til staðar. Þá er mat [B] ehf. að með gerð umræddra samninga hafi velferðarráðuneyti, og forverar þess, þegar komið á markaðshindrunum á umræddum markaði með tilheyrandi röskun á samkeppni sem sé hugsanlega skaðlegri samkeppni en það tjón sem ráðuneytið telur að aðgangur að umbeðnum gögnum kunni að fela í sér. Hins vegar er ekki ástæða til að rekja það mál frekar hér enda er það nú þegar til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu.</p> <p>Eftir sem áður er það mat [B] ehf. að hér á landi ríki ekki sú samkeppni sem ráðuneytið vísar til og þess þá heldur að slík samkeppni sé töluverð. Þvert á móti er að mati [B] ehf. eitt markaðsráðandi fyrirtæki hér á landi og hefur þeirri stöðu þegar verið komið á, og viðhaldið, með samningum velferðarráðuneytisins og forvera þess, við einkaaðila og fjármagnað af opinberu fé. Framangreindri fullyrðingu velferðarráðuneytisins um að aðgengi að tilteknum samningum kunni að fela í sér hugsanlega röskun á samkeppni er því með öllu hafnað.</p> <p>Þá segir í umsögn ráðuneytisins að leitað hafi verið álits [C] um hvort veita bæri aðgang að umræddum samningum. Í svari lögmanns [C] er lagst gegn því að veittur verði aðgangur að umræddum samningum þar sem þeir varði einkahagsmuni [C] og þar sé að finna tilgreindar upplýsingar, sem nánar eru taldar upp í umsögninni. Þá vísar lögmaður [C] máli sínu til stuðnings til 16. gr. c laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005.</p> <p>Hvað varðar framangreint ákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þá er rétt að ítreka að umræddu ákvæði er ætlað að tryggja að ekki verði með ótilhlýðilegum hætti aflað upplýsinga um eða umráða yfir atvinnuleyndarmálum tiltekinnar atvinnustarfsemi. Er því hér með hafnað að með umræddri beiðni um aðgang að samningum hins opinbera um tiltekna þjónustu sé með ótilhlýðilegum hætti verið að afla upplýsinga um atvinnuleyndarmál.</p> <p>Þess þá heldur að með málskoti til úrskurðarnefndar sé einnig verið að reyna að afla umræddra upplýsinga með ótilhlýðilegum hætti. Þvert á móti er verið að nýta þau lögmætu úrræði sem standa til boða á grundvelli upplýsingalaga, nr. 50/1996, til að fá aðgang að umræddum gögnum og varða ráðstöfun á opinberu fé.</p> <p>Þá dregur kærandi í efa að líkur séu á að meintar lýsingar umræddra samninga er lúta að vöruþróun, tölvuforritum, kerfislýsingum, verkferlum og hönnun geti talist nægilega ítarlegar og sérstæðar að það geti skaðað [C]. Önnur atriði sem [C] telur upp, s.s. kröfulýsingar og verð, skipta sköpum í þessu máli enda lykilatriði þegar ráðstöfun opinbers fjár er annars vegar að almenningur sé upplýstur um hvað var keypt og hvað það kostaði.“</p> <p>Þá ítrekar kærandi tilvísun til fyrrgreindra úrskurða nefndarinnar. Segir að lokum að ekki sé að sjá af svari kærða að ítarleg greining hafi farið fram á því hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim, umfram almenna tilvísun til samkeppni á umræddum markaði. Jafnframt er ítrekað að samningarnir varði ráðstöfun opinberra fjármuna.</p> <p>Með tölvupósti dags. 14. maí 2012 beindi úrskurðarnefnd um upplýsingamál því til velferðarráðuneytisins að við nánari skoðun á þeim fylgiskjölum sem komu með umsögn ráðuneytisins, dags. 20. apríl 2012, hafi vantað fylgiskjöl með samningi um kaup á rafrænum læknabréfum ásamt uppsetningu, en samkvæmt 2. gr. samningsins hafi verið tvö fylgiskjöl við samninginn. Þá hafi vantað efni tiltekinnar blaðsíðu í fylgiskjölum við samning um kaup heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins á hugbúnaði fyrir heilsugæslustöðvar, þ.e. blaðsíðan sjálf fylgdi, en aðeins var fyrirsögnin „Lýsing og ástand útgáfu 1.0“  á henni.</p> <p>Með tölvupósti, dags. 16. maí, bárust framangreind fylgigögn við samning um kaup á rafrænum læknabréfum ásamt uppsetningu en jafnframt þær skýringar velferðarráðuneytisins að samningur um kaup heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins á hugbúnaði fyrir heilsugæslustöðvar virtist hafa verið undirritaður, þó að texta vantaði í fylgiskjal 1 og að starfsmaður í skjaladeild ráðuneytisins hafi fundið samrit samningsins og þau litið eins út.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins og skýringum málsaðila við úrlausn þess.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Mál þetta varðar synjun velferðarráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að tveimur samningum ráðuneytisins við einkaaðila er varða sjúkraskrárkerfi Sögu og Heklugáttarinnar. Synjunin byggir á 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 en jafnframt er vísað til 16. gr. c., laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu synjuninni til grundvallar.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir m.a.: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í reglunni birtist meginregla laganna um upplýsingarétt almennings. Sætir hún undantekningum samkvæmt 4.-6. gr. sömu laga. Samkvæmt hefðbundnum viðhorfum um túlkun laga verða þær undantekningar ekki skýrðar rúmt.</p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“ Í 7. gr. er kveðið á um það að eigi ákvæði 4.-6. gr. „aðeins við um hluta skjals skal veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins.“<br /> Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). Þá hefur  úrskurðarnefnd um upplýsingamál litið svo á að upplýsingaréttur almennings og fjölmiðla, skv. 3. gr. upplýsingalaga, sé ríkur þegar hann varðar það endurgjald, ásamt afsláttum, sem stjórnvöld greiða með ráðstöfun opinberra fjármuna. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011.<br /> Af 7. gr. upplýsingalaga leiðir að eigi undantekningar 4.-6. gr. upplýsingalaga aðeins við um hluta gagna málsins, ber að veita aðgang að öðrum hlutum.<br /> Í 1. mgr. 16. gr. c. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu segir að óheimilt sé í atvinnustarfsemi er lögin taki til að afla sér eða reyna að afla sér með ótilhlýðilegum hætti upplýsinga um eða umráða yfir atvinnuleyndarmálum starfseminnar.</p> <p> <br /> <strong>3.<br /> </strong>Nefndin hefur kynnt sér efni umræddra samninga. Annars vegar er um að ræða samning með heitinu samningur um kaup á rafrænum læknabréfum ásamt uppsetningu, dags. 3. febrúar 2011. Með samningum fylgja 2 fylgiskjöl, þ.e. fylgiskjal 1 sem ber nafnið „Tilboð: Rafræn lækna- og hjúkrunarbréf“ og fylgiskjal 2 sem ber nafnið „Verkefniságrip - Rafræn læknabréf“. Efni samningsins er skipt í 12 greinar. Fjallað er um aðila samningsins (1. gr.), fylgiskjöl við samninginn (2. gr.), efni samningsins (3. gr.), greiðslur (4. gr.), höfundarrétt, notkunar og eignarrétt (5. gr.), ábyrgð á hugbúnaði og viðhald (6. gr.), framsal réttinda, starfsfólk og undirverktaka (7. gr.), eftirlit með framkvæmd samningsins (8. gr.), vanefndir (9. gr.), force majeure - tilvik (10. gr.), meðferð ágreiningsmála (11. gr.) og undirritun (12. gr.).</p> <p>Í fylgiskjali 1 við samninginn er ber yfirskriftina „Tilboð: Rafræn lækna- og hjúkrunarbréf“ er nánari útlistun á því hvað felst í tilboði [C], greiðslutilhögun, einingaverð og staðgreiðsluverð.</p> <p>Í ákvæðum samningsins, sem og fylgiskjals 1 við samninginn, er að mati úrskurðarnefndar ekkert sem talið verður geta fallið undir undantekningarreglu 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Þar er ekki fjallað um rekstrar- eða samkeppnisstöðu [C] hugbúnaðar ehf., eða aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni, s.s. atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál, sem telja verði heimilt að leynt fari á grundvelli undantekningarreglna 4.-6. gr. upplýsingalaga. Ber velferðarráðuneytinu því að afhenda kæranda tilgreind gögn.</p> <p>Fylgiskjal 2 við samninginn ber yfirskriftina „Verkefniságrip – rafræn læknabréf með Heklu“ og er skjalið merkt sem trúnaðarmál. Í skjalinu er fjallað um tæknilega eiginleika og uppsetningu þess hugbúnaðar sem framangreindur samningur nær til, þ.e. rafræn læknabréf í sjúkraskrárkerfi Sögu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að í þessu fylgiskjali við samninginn sé að finna tæknilegar lausnir [C] ehf. sem teljast vera mikilvægar og sanngjarnt að leynt fari vegna viðskiptahagsmuna fyrirtækisins, en í því sambandi ber einnig að líta til þess tiltölulega stutta tíma sem liðinn er frá því að samningurinn var gerður, sem var í febrúar 2011. Með vísan til þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að aðgangur kæranda og almennings að upplýsingunum kunni að geta verið til þess fallinn að valda fyrirtækinu tjóni. Er það mat nefndarinnar, hvað varðar aðgang að þessu gagni, að hagsmunir fyrirtækisins vegi þyngra en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að upplýsingunum. Ber því að staðfesta synjun velferðarráðuneytisins um aðgang að fylgiskjali 2 við samninginn, en að öðru leyti ber ráðuneytinu að afhenda kæranda samninginn og fylgiskjal 1 við hann.</p> <p> <br /> <strong>4.</strong><br /> Í öðru lagi hefur kærandi óskað eftir aðgangi að samningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins við [D] hf. um kaup á hugbúnaði fyrir heilsugæslustöðvar, dags. 10. júní 1993, ásamt fylgiskjölum 1-3 og bókun, dags. 10. júní 1993.</p> <p>Í samningnum sjálfum er fjallað um hið keypta (1. gr.), afhendingu á hugbúnaði og greiðslur (2. gr.), vottun, staðla og nýjar útgáfur (3. gr.), uppsetningu, þjónustu og kennslu (4. gr.), eignarrétt kerfisins (5. gr.), eftirlit og efndir (6. gr.) og gildistíma (7. gr.). Fylgiskjal 1 við samninginn ber yfirskriftina „Lýsing og ástand útgáfu 1.0“ en á blaðsíðunni er aðeins fyrirsögn en ekkert efni. Fylgiskjal 2 ber yfirskriftina „Afhending og greiðsluáætlun“. Þar koma fram fjárhæðir sem greiða skal fyrir notkun á þeim hugbúnaði sem samningurinn varðar. Fylgiskjal 3 ber yfirskriftina „Tímaáætlun“ og er þar að finna grófa tímaáætlun fyrir verkferil samningsins. Í bókun við samninginn er samstarfið skilgreint. Þar er fjallað um heildarlausnir (1. gr.), nýjar útgáfur (2. gr.) þar sem líka er fjallað um verð á útgáfum, endurskoðun fjárhagsáætlunar (3. gr.), skiptingu á ágóða (4. gr.), breytingar á kröfulýsingu (5. gr.), arðgreiðslur (6. gr.), samvinnu og eftirlit (7. gr.), afhendingar (8. gr.), útgáfu 1.0 (9. gr.), þekkingu (10. gr.), önnur kerfi (11. gr.), Egilsstaðakerfið (12. gr.) og samskipti (13. gr.).<br /> Í samningnum sem og fylgiskjali 2 og 3 við samninginn er að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekkert sem talið verður geta fallið undir undantekningu 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga á upplýsingarétti almennings. Þar er að mati úrskurðarnefndarinnar ekki fjallað um rekstrar- eða samkeppnisstöðu [D]ar ehf., eða aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni, s.s. atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál, með þeim hætti að talið verði að það geti komið í veg fyrir aðgang kæranda að gögnunum. Við matið er jafnframt óhjákvæmilegt að líta til þess að samningurinn er undirritaður fyrir tæpum 19 árum og eins þess að hann varðar hugbúnað. Á því sviði hafa miklar tæknilegar framfarir orðið frá undirritun samningsins.<br /> Eins og lýst hefur verið hér að framan er fylgiskjal 1 við umræddan samning aðeins skjal með fyrirsögninni „Lýsing og ástand útgáfu 1.0.“ Fram hefur komið af hálfu velferðarráðuneytisins að önnur útgáfa þessa skjals sé ekki fyrirliggjandi í skjalasafni ráðuneytisins. Ekkert í umræddu skjali, eins og því er hér lýst, er til þess fallið að valda [D] ehf. tjóni verði aðgangur að því veittur. Ber því jafnframt að veita kæranda aðgang að því.</p> <p><br /> <strong>5.<br /> </strong>Úrskurðarnefndin telur rétt, vegna tilvísunar til 16. gr. c., laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, að taka fram að það ákvæði skerðir ekki almennan upplýsingarétt almennings á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 og í því sambandi er einnig rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-414/2012.</p> <p>Með vísan til framangreinds er fallist á beiðni kæranda um aðgang að gögnum, að því undanskildu að ekki ber að afhenda fylgiskjal 2 við samning um kaup á rafrænum læknabréfum ásamt uppsetningu, dags. 3. febrúar 2011, sem ber yfirskriftina „Verkefniságrip – rafræn læknabréf með Heklu“.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Velferðarráðuneytinu ber að veita kæranda, [B] ehf., aðgang að samningi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins við [D] ehf. um kaup á hugbúnaði fyrir heilsugæslustöðvar, dags. 10. júní 1993, ásamt fylgiskjölum, og að samningi heilbrigðisráðuneytisins við [C] ehf. um kaup á rafrænum læknabréfum ásamt uppsetningu, dags. 3. febrúar 2011, og fylgiskjölum, að því undanskildu að ekki ber að afhenda fylgiskjal 2 við samning um kaup á rafrænum læknabréfum ásamt uppsetningu, dags. 3. febrúar 2011, sem ber yfirskriftina „Verkefniságrip – rafræn læknabréf með Heklu“.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>                Sigurveig Jónsdóttir                                                   Friðgeir Björnsson</p> |
A-423/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012 | Kærð var sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja beiðni um aðgang að upplýsingum um hvert bókfært virði seljendaláns bankans til nýrra eigenda hins danska FIH banka hefði verið í bókum Seðlabankans um áramótin 2011 til 2012. Í kærunni var ennfremur óskað eftir því að Seðlabankinn afhenti afrit af þeim kaupsamningi sem hann gerði við nýja eigendur FIH bankans þegar bankinn var seldur í október 2010. Staðfest ákvörðun Seðlabanka Íslands um synjun á beiðni um aðgang að bókfærðu virði seljendaláns en þar sem ekki lá fyrir synjun á beiðni um afrit af kaupsamningi við nýja eigendur FIH bankans var þeim hluta kærunnar vísað frá. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 18. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-423/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 3. apríl 2012, kærði [A] blaðamaður til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Seðlabanka Íslands, dags. 2. apríl, á beiðni kæranda, dags. 30. mars, um aðgang að upplýsingum um hvert bókfært virði seljendaláns bankans til nýrra eigenda hins danska FIH banka hefði verið í bókum Seðlabankans um áramótin 2011 til 2012. Þá segir í kæru að kærandi óski ennfremur eftir því að Seðlabankinn afhendi afrit af þeim kaupsamningi sem hann gerði við nýja eigendur FIH bankans þegar bankinn var seldur í október 2010.</p> <p>Í kærunni segir að kærandi hafi ítrekað óskað eftir umræddum upplýsingum, síðast skriflega 30. mars. Seðlabankinn hafi ávallt neitað að veita umræddar upplýsingar án þess að tilgreina nánar hvaða rök búi að baki þeirri synjun.</p> <p>Þá segir að ljóst sé að umræddar upplýsingar snerti ríka almannahagsmuni, enda hafi stór hluti þess gjaldeyrisforða sem Ísland hafi átt við bankahrunið verið notaður til að lána Kaupþingi með veði í FIH bankanum. Virði seljendalánsins sýni hvort, og þá hversu mikið, Seðlabankinn hafi tapað á þeirri lánveitingu. Erfitt sé að sjá að Seðlabankinn hafi einhverja viðskiptalega hagsmuni af því að synja veitingu umræddra upplýsinga, enda sé framtíðarvirðisþróun seljendalánsins háð utanaðkomandi þáttum sem Seðlabankinn geti ekki með nokkru móti haft áhrif á.</p> <p>Með kærunni fylgdi afrit af tölvupóstsamskiptum kæranda og Seðlabankans, þ.e. synjun Seðlabankans á umbeðnum upplýsingum en í svari bankans segir að ekki séu veittar upplýsingar um virði einstakra bréfa.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Seðlabanka Íslands með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 3. apríl 2012. Kærða var veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til 20. apríl. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.</p> <p>Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 23. apríl. Þar kemur fram að Seðlabankinn telji að samkvæmt 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands sé bankanum óheimilt að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. Samkvæmt ákvæðinu sé Seðlabankanum óheimilt að veita almenningi upplýsingar um „...allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs ...“ en kaupendahópur sá sem keypt hafi FIH bankann og umbeðin beiðni snerti sé „viðskiptamaður“ Seðlabankans í skilningi seðlabankalaga.</p> <p>Segir í umsögninni að einnig séu í samningnum um sölu á FIH bankanum skýr ákvæði um trúnað samningsaðila. Samningurinn sé á milli Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. og Aktieselskabet af 15. september 2010 a/s.</p> <p>Í umsögninni vekur Seðlabanki Íslands athygli á því að fjárhagslegar upplýsingar um Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. séu birtar í ársskýrslu Seðlabanka Íslands og ársreikningi fyrir árið 2011. Þá kemur fram að Seðlabanki Íslands kannist ekki við að kærandi hafi beint til bankans ósk um afrit af kaupsamningnum um FIH bankann og sjái því ekki ástæðu til að afhenda úrskurðarnefndinni umræddan samning.</p> <p>Með bréfi, dags. 24. apríl, var kæranda sent afrit umsagnar Seðlabanka Íslands og gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina frekari athugasemdum vegna kærunnar. Með tölvupósti, dags. 3. maí, barst úrskurðarnefndinni bréf með athugasemdum kæranda.</p> <p>Í bréfinu er ítrekað að beiðni kæranda snúist einungis um það að hann vilji fá upplýsingar um á hvaða virði Seðlabankinn og/eða dótturfélag hans, Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands ehf., bókfæri seljendalán sem bankinn og/eða dótturfélagið veitti kaupendum FIH.</p> <p>Þá er rakið að þegar tilkynnt hafi verið um söluna á FIH 19. september 2010 hafi Seðlabankinn í frétt á heimasíðu tilgreint að söluverð bankans væri fimm milljarðar danskra króna. Kaupverðið samanstæði af staðgreiðslu (1,9 milljarðar danskra króna) auk fjárhæðar (allt að 3,1 milljarði danskra króna) sem yrði leiðrétt með tilliti til þess taps sem FIH yrði fyrir vegna eigna á efnahagsreikningum þann 30. júlí 2010 þar til 31. desember 2014, auk þess sem mögulegur hagnaður FIH af AXEL III sjóði kæmi til hækkunar. Enn fremur yrði til greiðslu fjárhæð sem tengd yrði afkomu fjárfestahópsins af þessari fjárfestingu til 31. desember 2015.</p> <p>Segir svo að kæranda finnist augljóst að í ofangreindri tilkynningu hafi Seðlabankinn birt sömu upplýsingar og hann biðji um aðgang að. Beiðni kæranda um bókfærða stöðu lánsins um síðustu áramót sé ekki beiðni um nýjar upplýsingar heldur uppfærslu á upplýsingum sem Seðlabankinn hafi þegar birt á heimasíðu sinni á tveimur mismunandi tungumálum. Segir í athugasemdum kæranda að hann telji augljóst að Seðlabankinn hafi annað hvort þegar veitt almenningi upplýsingar sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, eða að hann telji umbeðnar upplýsingar ekki falla undir 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og því sé ekkert því til fyrirstöðu að veita kæranda umbeðnar upplýsingar. Þá sé einnig ljóst að trúnaður geti ekki átt við eftir hentugleikum. Seðlabankinn hafi kosið, og hafi greinilega haft heimild til, að birta fjárhagslegar upplýsingar um innihald þess samnings sem bankinn gerði þegar hann seldi FIH í september 2010. Hann geti því, og hafi heimild til, að segja hvert uppfært virði seljendalánsins (sem var 3,1 milljarður danskra króna í september 2010) hafi verið um áramótin 2011 til 2012. Ótækt sé að Seðlabankinn geti valið að birta upplýsingar um bókfært/ætlað virði seljendaláns þegar hann telji það vera hátt, en neiti að veita slíkar upplýsingar þegar það hafi lækkað, líkt og staðfest hafi verið í skriflegu svari Seðlabankans til formanns efnahags- og viðskiptanefndar, dags. 20. mars 2012, þar sem segi orðrétt að „talsverð óvissa ríki um endurheimtur á seljendaláni („Earn-out agreement“) [...] Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast“.</p> <p>Segir í kréfi kæranda að í umsögn Seðlabankans sé vakin athygli á því að fjárhagslegar upplýsingar um Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands ehf. séu birtar í ársskýrslu Seðlabanka Íslands fyrir árið 2011. Skemmst sé frá því að segja að upplýsingar sem þar séu birtar séu fjarri því að vera fullnægjandi. Þar birtist einvörðungu rekstrar- og efnahagsreikningur félagsins og stórir liðir í efnahagsreikningi á borð við „skuldabréfaeign og aðrar langtímakröfur“ (metnar á 231 milljarð króna) séu ekki sundurliðaðir. Þá fylgi engar skýringar með reikningunum og því ómögulegt að átta sig á hvað sé að baki hverjum lið í honum. Vert sé að taka fram að heildareignir félagsins séu metnar á 340,3 milljarða króna og því um mikla þjóðhagslega hagsmuni að ræða.</p> <p>Þá bendir kærandi á að almenningur hafi þegar fengið aðgang að mun ítarlegri upplýsingum um hagi viðskiptamanna bankans en þær sem óskað hafi verið eftir í máli þessu. </p> <p>Með tölvupósti dags. 11. maí ítrekaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni sína um afhendingu upplýsinga um bókfært virði seljendaláns Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. en þau gögn bárust ekki með umsögn Seðlabankans, dags. 23. apríl.</p> <p>Með bréfi, dags. 15. maí, barst úrskurðarnefndinni greinargerð um bókfært virði seljendalánsins, dags. 22. mars 2012, undirrituð af Hauki C. Benediktssyni, framkvæmdastjóra Sölvhóls ehf., en Sölvhóll ehf. er eignaumsýslufélag Seðlabankans. Fram kemur að Seðlabankinn ítreki að úrskurðarnefndin gæti fyllsta trúnaðar vegna þeirra upplýsinga sem fram komi í meðfylgjandi greinargerð og er minnt á að í samningi um sölu á FIH bankanum séu skýr ákvæði um trúnað samningsaðila auk þess sem Seðlabankinn sé bundinn trúnaði gagnvart viðskiptamönnum sínum, skv. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Þá er ítrekað í bréfinu að Seðlabankinn fái ekki séð að kærandi hafi beint ósk til Seðlabankas um afrit af kaupsamningi um FIH bankann og því sjái bankinn ekki ástæðu til að afhenda úrskurðarnefndinni kaupsamninginn.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í kæru máls þessa gerir kærandi annars vegar þá kröfu að honum verði afhent afrit af kaupsamningi sem Seðlabankinn gerði um sölu FIH bankans í október 2010. Í umsögn Seðlabankans kemur fram að kærandi hafi ekki beint ósk um aðgang að samningnum að bankanum.</p> <p>Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er aðeins unnt að bera synjun stjórnvalds um aðgang að gögnum eða ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að sú fullyrðing Seðlabankans sé rétt að kærandi hafi ekki beint til hans beiðni um aðgang að umræddum samningi. Synjun á slíkri beiðni af hálfu bankans liggur því heldur ekki fyrir. Af þeirri ástæðu ber að vísa þessum þætti kærumálsins frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Tekið skal fram að þessi niðurstaða kemur ekki í veg fyrir að kærandi beini ósk um aðgang að umræddu gagni til Seðlabankans og leiti þá í framhaldinu á ný til úrskurðarnefndarinnar séu skilyrði til þess fyrir hendi.</p> <p>Kæran beinist hins vegar að synjun Seðlabanka Íslands á beiðni kæranda um upplýsingar um bókfært virði seljendaláns Seðlabanka Íslands til nýrra eigenda hins danska FIH banka um áramótin 2011 til 2012. Synjun Seðlabanka Íslands á aðgangi að þeim upplýsingum byggir bankinn á 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001.</p> <p>Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalda á að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Seðlabanki Íslands er stjórnvald og fyrir liggur synjun hans á aðgangi að umbeðnum upplýsingum.</p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um það að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p>Í 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 segir: „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur þau atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að í þessu ákvæði felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Ræðst það af því að þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu er sérgreind með þeim hætti að hún nái til alls sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þar með er hins vegar ekki sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Slíkt verður að meta í hverju tilviki fyrir sig. Ef þagnarskyldan skv. 35. gr. á ekki við um tilteknar upplýsingar verður að gæta að því hvort undantekningar frá upplýsingarétti eigi við, sbr. 4.-6. gr. upplýsingalaga. Þá verður eftir því sem við á, í hverju tilviki, ennfremur að túlka ákvæði 35. gr. laga nr. 36/2001 til samræmis við 5. gr. upplýsingalaga, a.m.k. að því leyti sem þagnarskyldan er afmörkuð við þau atriði sem leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Sjá t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málinu nr. A-406/2012.</p> <p>Seðlabanki Íslands afhenti úrskurðarnefnd um upplýsingamál, undir meðferð málsins, greinargerð, dags. 22. mars 2012, sem unnin var af framkvæmdastjóra Sölvhóls ehf., en það fyrirtæki mun vera eignaumsýslufélag Seðlabankans. Í greinargerðinni er fjallað um stöðu á skuldabréfi sem tengist sölu á danska bankanum FIH og samninga sem staðið hefur verið að um breytingar og/eða uppgjör þess. Um er að ræða upplýsingar sem afhentar voru úrskurðarnefndinni af  Seðlabanka Íslands. Af efni þeirra er óhjákvæmilegt annað en að fallast á að þær falli undir sérstakt þagnarskylduákvæði 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Seðlabanka Íslands var því rétt að hafna því að afhenda þessar upplýsingar til kæranda.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er sú ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 2. apríl 2012 að synja beiðni kæranda um upplýsingar um bókfært virði seljendaláns Seðlabanka Íslands til nýrra eigenda hins danska FIH banka um áramótin 2011 til 2012. Kæru vegna kröfu um afhendingu afrits af kaupsamningi sem Seðlabankinn gerði um sölu FIH bankans í október 2010 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p><br /> </p> <p>                  Sigurveig Jónsdóttir                                                 Friðgeir Björnsson</p> |
A-436/2012. Úrskurður frá 29. júní 2012 | Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að samningi um vörslu og skilyrtan virðisrétt og að hluthafasamkomulagi fjármálaráðuneytisins og Skilanefndar Kaupþings um Arionbanka. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Frávísun að hluta. Staðfest synjun um aðgang að samningi um vörslu og skilyrtan virðisrétt. Aðgangur veittur að hluta að hlutafjársamkomulagi. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 29 júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-436/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 13. september 2011, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun fjármálaráðuneytisins, dags. 26. ágúst, að synja beiðni hans, dags. 11. júlí, um aðgang að samningi um vörslu og skilyrtan virðisrétt og að hluthafasamkomulagi Fjármálaráðuneytisins og Skilanefndar Kaupþings um Arionbanka.</p> <p>Eins og fyrr greinir er hin kærða ákvörðun fjármálaráðuneytisins, dags. 26. ágúst 2011, en einnig liggja fyrir í gögnum málsins svör fjármálaráðuneytisins við erindum kæranda dags. 18. maí og 1. júlí 2011.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send fjármálaráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 19. september 2011, þar sem vísað er til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og kærða veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 28. september 2011. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að. Erindið var ítrekað með bréfi 8. nóvember.</p> <p>Svör fjármálaráðuneytisins bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 21. nóvember 2011. Þar er í upphafi lýst aðdraganda málsins:</p> <p>„Rétt er að geta þess í upphafi að ekki er fullkomlega skýrt að hvaða gögnum umrædd kæra beinist. Málið kom þannig til að kærandi sendi tölvupóst til upplýsingafulltrúa ráðuneytisins í apríl 2011 og óskaði eftir upplýsingum um „samning þann sem ríkið gerði við erlenda kröfuhafa í Arionbanka í nóvember 2009“ og hvar hann gæti nálgast þann samning.</p> <p>Í tölvupósti ráðuneytisstjóra, dags. 5. maí 2011, var kæranda tilkynnt að erindi hans yrði skoðað frekar en að það kynni að taka tíma. Í bréfi ráðuneytisins þann 18. maí 2011 var kærandi upplýstur um að ráðuneytið eða ráðherra hefði enga samninga gert við erlenda kröfuhafa sérstaklega. Leiðbeint var um að ráðuneytið hefði komið að samningagerð vegna fjármögnunar á Nýja Kaupþingi hf. (nú Arionbanka hf.) og gert í því sambandi þrjá samninga, þ.e. tvo fjármögnunarsamninga og einn hluthafasamning.</p> <p>Í áðurnefndu bréfi ráðuneytisins var kæranda bent á að hvorki íslenska ríkið né ráðuneytið væri aðili að uppgjörssamningi milli nýja og gamla Kaupþings, en helst mátti ætla að beiðni kæranda sneri að upplýsingum sem þar væri að finna. Var óskað eftir því að kærandi útskýrði beiðni sína frekar og þá hvort hann væri að óska eftir aðgangi að fjármögnunarsamningunum fyrrnefndu og hluthafasamningum.</p> <p>Í svarbréfi kæranda frá 24. maí 2011 var óskað formlega eftir afritum „af þeim upphaflegu samningum sem þér teljið ríkið aðila að, um fjármögnun Arionbanka og hluthafasamningi ríkisins og skilanefndar Kaupþings/Kaupskils ehf...“</p> <p>Í sama bréfi kæranda óskaði hann eftir upplýsingum um frumkvæði eða aðild ríkisins að uppgjörssamningnum og jafnframt var beint ýmsum fyrirspurnum til ráðuneytisins varðandi eignamat Fjármálaeftirlitsins sem sagt var gert „í þágu erlendra kröfuhafa bankanna“.</p> <p>Kæranda var svarað hinn 1. júlí 2011 og var þar ítrekað að ekki væri unnt að veita aðgang að uppgjörssamningnum, sem ríkið ætti ekki aðild að. Þá var fallist á beiðni áfrýjanda um afhendingu á samningi um fjármögnun íslenska ríkisins á Nýja Kaupþingi banka hf. og honum sendur samningurinn. Greint var frá því að ekki væri unnt að veita aðgang að hluthafasamningi ríkissjóðs og Kaupþings banka hf. þar sem í honum væri um að ræða viðkvæmar viðskiptaupplýsingar og einnig að hann væri háður trúnaði.</p> <p>Í síðastnefndu bréfi ráðuneytisins frá 1. júlí 2011 var einnig leitast við að útskýra hvernig stofnað var til uppgjörssamninga á milli nýja og gamla Kaupþings, og ennfremur var kærandi upplýstur um það hvernig staðið var að mati á eignum þeim sem Fjármálaeftirlitið flutti frá gamla Kaupþingi til hins nýja.</p> <p>Kærandi sendi ráðuneytinu bréf hinn 11. júlí 2011 og rakti þar ýmsar spurningar sínar varðandi lögmæti þeirra samninga auk þess sem nýjar fyrirspurnir voru settar fram varðandi lista um fyrirtæki í minnisblöðum eða vinnuskjölum vegna samningagerðarinnar. Þá lýsti kærandi þeim skoðunum sínum að hugsanlega hefðu verið brotin ákvæði laga um fjármálafyrirtæki svo og almennra hegningarlaga. Þá var bent á lög um ráðherraábyrgð og þess að lokum krafist að veitt yrðu „skýr svör við spurningum ... hvort þar [í samningunum] hafi verið fjallað með beinum eða óbeinum hætti um fyrirtæki eða hóp fyrirtækja sem skilanefndin hafi fengið leyfi til að hefja endurmat/aðgerðir gegn.“</p> <p>Þegar hér var komið sögu taldi ráðuneytið að í raun væru hafin skoðanaskipti um þá afstöðu sem áður hafði verið kynnt kæranda, auk þess sem kærandi lýsti andstöðu við þá afstöðu og embættisfærslu ráðherra í tengslum við samninga um skiptingu og uppgjör milli gömlu og nýju bankanna. Taldi ráðuneytið í sjálfu sér ekki skylt að standa í mikið frekari skriflegum skoðanaskiptum um þau mál en allt að einu var ritað nýtt bréf til kæranda hinn 26. ágúst 2011 þar sem bent var á þær lagaheimildir sem aðkoma ráðherra byggði og auk þess nokkrar staðreyndir sem ekki virtist hafa verið farið rétt með í fyrra bréfi kæranda.“</p> <p>Í bréfi ráðuneytisins kemur jafnframt fram að ráðuneytinu sé ekki fyllilega ljóst að hverju gagnabeiðni og kæra snúi. Í kæru sé vísað til höfnunar á upplýsingabeiðni, sbr. bréf kæranda dags. 11. júlí 2011. Í því bréfi hafi verið beðið um ýmis gögn, að því er virtist bæði samning um „vörslu og skilyrtan virðisrétt“ svo og þann hluthafasamning sem gerður var á milli fármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins og Kaupskila. Jafnframt hafi verið óskað eftir listum um fyrirtæki (viðskiptavini Kaupþings) sem kynni að vera að finna á minnisblöðum og vinnuskjölum við samningsgerðina.</p> <p>Eftirfarandi afstaða var svo tekin í bréfi fjármálaráðuneytisins til kæruefnanna eins og ráðuneytinu sýndust þau liggja fyrir:</p> <p>„1. Listar um fyrirtæki (m.a. [B]) á minnisblöðum og vinnuskjölum við samningagerðina.<br /> Eins og fram hefur komið í málinu var hvorki íslenska ríkið né fjármálaráðherra fyrir þess hönd aðili að samningum á milli nýja og gamla Kaupþings sem gerðir voru vegna uppgjörs á eignum og skuldum í kjölfar falls gamla bankans. Þessi gögn falla væntanlega jafnframt utan við gildissvið upplýsingalaga, sbr. 1. gr. þeirra. Þau eru gerð af einkaréttarlegum aðilum í einkaréttarlegum tilgangi. Ráðuneytið býr þess utan ekki yfir neinum listum varðandi einstök fyrirtæki eða lán til þeirra sem kunna að hafa verið notuð við þá samningsgerð. Ráðuneytið verður ekki skyldað til að útvega slík gögn.</p> <p>2. Samningur um vörslu og skilyrtan virðisrétt.<br /> Umræddur samningur er til í afriti hjá ráðuneytinu og er sendur meðfylgjandi sem trúnaðarskjal til nefndarinnar. Afstaða ráðuneytisins til afhendingar hans til kæranda kemur fram í bréfum til hans. Hún er sú að ráðuneytið á ekki aðild að gerð hans og hann varðar ekki með neinum hætti stjórnsýslu í hinum hefðbundna skilningi þess hugtaks og í skilningi upplýsingalaganna. Samningurinn er ekki þáttur í meðferð framkvæmdavalds og fellur því ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laganna.</p> <p>Að öðru leyti virðist samningurinn hafa að geyma nokkuð ítarlegar upplýsingar er varða samskipti og uppgjör gamla og nýja Kaupþings og í þeim skilningi er um að ræða mikilvæga viðskipta- og fjárhagsmuni þessara aðila sem þeir eigi rétt á að fari leynt.</p> <p>Í öllu falli verður samningurinn ekki afhentur nema þeim aðilum gefist færi á að tjá sig um slíka kröfu. Telji úrskurðarnefndin að samningurinn falli undir gildissvið upplýsingalaga óskar ráðuneytið eftir því að tilkynnt verði um þá afstöðu áður en kæranda verður veittur aðgangur að samningnum. Þá áskilur ráðuneytið sér rétt til að fjalla nánar um samninginn með hliðsjón af 5. gr. upplýsingalaga og eftir atvikum óska eftir því að samningurinn í heild eða að hluta verði undanskilinn upplýsingarétti.</p> <p>3. Hluthafasamningur.<br /> Samningur hluthafa í Arion banka (áður Nýi Kaupþing banki hf.) er meðfylgjandi þessu bréfi í samræmi við beiðni nefndarinnar.</p> <p>Ráðuneytið hefur á ný yfirfarið efni hans í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram opinberlega um efni hans. Er til athugunar að endurskoða afstöðu til afhendingar samningsins. Þáttur í því mati ráðuneytisins er að leita eftir afstöðu annarra aðila samningsins til þess máls. Er þess því óskað að meðferð málsins, að því er varðar þennan samning, verði frestað þar til ráðuneytið hefur lokið skoðun sinni að nýju en gert er ráð fyrir því að henni ljúki nú í lok nóvember.“</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 22. nóvember 2011 var kæranda kynnt umsögn fjármálaráðuneytisins vegna kærunnar. Var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar til 30. nóvember.</p> <p>Með bréfi dags. 30. nóvember 2011 bárust athugasemdir kæranda vegna umsagnar fjármálaráðuneytisins. Í bréfinu segir m.a. svo:</p> <p>„Fyrst af öllu vil ég vekja athygli úrskurðarnefndarinnar á skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis um endurreisn viðskiptabankanna frá því í marsmánuði sl. [...] Efst á síðu 23 í skýrslunni má lesa eftirfarandi: „Fyrir hönd ríkisins fékk fjármálaráðuneytið það verkefni að leiða og samræma þessar viðræður en það fer með eignarhald ríkisins í nýju bönkunum. Sett var á laggirnar sérstök þriggja manna stýrinefnd með fulltrúum frá fjármála-, forsætis- og viðskiptaráðuneytinu undir forsæti þess fyrstnefnda“.</p> <p>Hér fer ekkert á milli mála. Ríkisstjórnin skipaði stjórnsýslunefnd í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga til þess verks að reyna samninga við „erlenda lánardrottna“ föllnu og gjaldþrota gömlu íslensku bankanna.“</p> <p>Síðar í bréfinu segir svo:</p> <p>„Niðurstaða þess verks ríkisstjórnarinnar var að í öllum bönkunum voru samdir sérstakir listar um ákveðinn hóp skuldara í nýju bönkunum sem skilanefndirnar fengu „veiðileyfi“ á með samkomulagi við ríkisstjórnina í gegnum ríkisbankana. [...] Þær kröfur um upplýsingar sem ég hef sett fram beinast allar að aðkomu ríkisins að Arionbanka sem ríkisbanka þá og samkomulaginu við skilanefnd Kaupþings. Um það ferli er fjallað á bls. 50 til 58 í skýrslunni.</p> <p>Á grundvelli þeirrar lýsingar hef ég sett fram kröfu um að fá afhent eftirfarandi:</p> <p>1. Hluthafasamning ríkisins og skilanefndarinnar um Arionbanka.</p> <p>2. Samning um vörslu og skilyrt virðisréttindi (SVSV) sem ráðuneytið hefur nú afhent nefndinni.</p> <p>3. Vinnugögn og minnisblöð nefndarinnar og bankans sem snúa að fyrrum fyrirtæki mínu [B] hf. sem hrint var í þrot í maí 2010 að kröfu Arionbanka.“</p> <p>Hvað varðar 5. gr. upplýsingalaga segir í bréfi kæranda:</p> <p>„Ráðagerðir fjármálaráðuneytisins í svari þess að hér komi til að 5. gr. upplýsingalaga hindri þennan aðgang eiga því aðeins rétt á sér að um væri að ræða upplýsingar í gögnum þessum um aðra skuldara bankans en [B] hf. Í því sambandi vil ég vekja athygli nefndarinnar á dómum Hæstaréttar nr. 758/2009 og 64/2011. En þar er niðurstaðan sú að bankaleyndin er til varnar viðskiptavininum en ekki bankanum. Það sama á við hér um túlkun 5. gr. upplýsingalaganna, hún er til varnar þolandanum en ekki gerandanum.</p> <p>Einnig eru til hliðsjónar hér úrskurðir nefndarinnar sjálfrar svo sem A-233/2006.</p> <p>Því er eindregin ósk mín að úrskurðarnefnd um upplýsingamál feli ráðuneytinu að afhenda mér öll viðeigandi gögn skv. töluliðum 1- 3 hér að ofan án frekari undanbragða.“</p> <p>Í bréfinu segir kærandi síðan m.a. svo: </p> <p>„Af skýrslunni má ráða að samningur um vörslu og skilyrt virðisréttindi sé samkomulag um það m.a. hvernig skuli endurmeta afskriftir á útlánum í Arionbanka hvort heldur upp eru talin fyrirtæki sem vinna skal á eða lýst er aðferðafræði um það hvernig skuli vélað. Sýnist mér ljóst að sá samningur hafi verið örlagavaldur um mín mál.</p> <p>Um 3. tl. vil ég sérstaklega árétta að ofangreind stjórnsýslunefnd hlýtur að hafa fundað margsinnis og haldið fundargerðir um fundi sína.</p> <p>Á þeim fundum hafa væntanlega verið lögð fram ýmis gögn og skjöl. Hugmyndir settar fram og aðferðafræði rædd. Hafi þar verið fjallað um [B] hf. í einhverjum gögnum er það skýlaus réttur minn að fá þau gögn í hendur. Sama á við ef þar var fjallað um þá aðferðafræði um endurmat sem á endanum varð ofan á fyrir frumkvæði og atbeina ríkisstjórnarinnar.“</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 20. mars 2012, var óskað svara fjármálaráðuneytisins við eftirfarandi spurningum nefndarinnar:</p> <p>„1. Í umfjöllun um samning um vörslu og skilyrtan virðisrétt kemur fram að ráðuneytið áskilji sér rétt til að fjalla nánar um samninginn með hliðsjón af 5. gr. upplýsingalaga og eftir atvikum óska eftir því að samningurinn í heild eða að hluta verði undanskilinn upplýsingarétti. Í ljósi þessa óskar nefndin eftir afstöðu ráðuneytisins til þess hvað standi því í vegi að samningurinn verði afhentur í heild eða að hluta.</p> <p>2.  Í umfjöllun um hluthafasamning kemur fram að ráðuneytið hafi á ný yfirfarið efni hans í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafi komið um efni hans og að til athugunar sé að endurskoða afstöðu til afhendingar samningsins. Þá segir að þáttur í því mati ráðuneytisins sé að leita eftir afstöðu annarra aðila samningsins til málsins. Að lokum er óskað eftir því að meðferð málsins, að því er varði þennan samning, verði frestað þar til í lok nóvember. Í ljósi þessa kallar nefndin eftir afstöðu ráðuneytisins til afhendingar samningsins.“</p> <p>Með bréfi fjármálaráðuneytisins dags. 29. mars svaraði ráðuneytið framangreindum spurningum nefndarinnar með eftirfarandi hætti:</p> <p>„1. Samningur um vörslu og skilyrtan virðisrétt.<br /> Eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins til nefndarinnar frá 21. nóvember 2011 á íslenska ríkið ekki aðild að samningi um vörslu og skilyrtan virðisrétt. Sá samningur fjallar um uppgjör á milli Nýja Kaupþings banka og Kaupþings á grundvelli ákvarðana Fjármálaeftirlitsins frá 22. október 2008 þar sem eignir og skuldir voru fluttar til hins nýja banka, þ.e. hvernig gera átti upp mismun á virði lána og yfirtekinna skuldbindinga. Var því lýst í bréfinu að afstaða ráðuneytisins til afhendingar kæmi fram í bréfum til kæranda.</p> <p>Auk þess var getið sérstaklega um að samningurinn væri ekki þáttur í meðferð framkvæmdavalds og félli því ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laganna, enda ríkið ekki aðili samningsins á neinn hátt, né fjallaði efni hans um ráðstöfun fjármuna eða hagsmuna ríkisins. Eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr. 366/2007 (Austurhöfn) þarf varsla á samningi að tengjast stjórnsýslu ríkisins, t.d. með aðild eða formlegum skuldbindingum í tengslum við hann, svo gildissvið upplýsingalaga verði talið taka til löggerninga á borð við þann sem hér um ræðir. Í dómi Hæstaréttar var sérstaklega rökstutt að samningurinn hefði verið til umfjöllunar hjá ríki og Reykjavíkurborg vegna skuldbindinga sem af honum leiddu fyrir þau stjórnvöld. Varð meðferð samningsins þannig þáttur í opinberri stjórnsýslu. Hér á það ekki við.</p> <p>Þá skal ítrekað að ráðuneytinu virðist að samningurinn geymi nokkuð ítarlegar upplýsingar er varða samskipti og uppgjör gamla og nýja Kaupþings í þeim skilningi að um er að ræða mikilvæga viðskipta- og fjárhagsmuni þessara aðila sem þeir eiga rétt á að fari leynt.</p> <p>Ráðuneytið ítrekar að öðru leyti þörf á því að hagsmunaaðilum, þ.e. Kaupþingi og Arionbanka hf. verði gefinn kostur á að tjá sig um málið áður en kæranda yrði hugsanlega veittur aðgangur að samningnum. Ráðuneytið er ekki í aðstöðu til að meta að hvaða marki sé unnt að afhenda einstaka hluta samningsins, að teknu tilliti til þeirra hagsmuna sem þar er fjallað um. Verður að telja nauðsynlegt að samningsaðilarnir sjálfir fjalli um það, ef nefndin telur á annað borð að samningurinn heyri undir gildissvið upplýsingalaga.</p> <p>Þá skal á það bent að í fylgiskjölum með samningnum er að finna viðkvæmar upplýsingar um fjárhagsmálefni einstakra einstaklinga.</p> <p>2. Hluthafasamningur.<br /> Eins og tekið var fram í áðurnefndu bréfi ráðuneytisins frá í nóvember 2011 var þá í undirbúningi að taka afstöðu til birtingar hluthafasamninga. Var í því sambandi m.a. óskað eftir afstöðu hagsmunaaðila. Að henni fenginni var ákveðið að birta samningana opinberlega. Það var gert hinn 11. janúar 2012 og má nálgast eintök samninganna á heimasíðu ráðuneytisins auk skýringa. Sjá hér:<br /> <a href="http://www.fjarmalaraduneyti.is/almennar_frettir/nr/14973Eins">http://www.fjarmalaraduneyti.is/almennar_frettir/nr/14973Eins</a></p> <p>Eins og þar kemur fram var nauðsynlegt að undanþegnar yrðu upplýsingar í samningum hluthafasamnings ríkisins og Kaupþings sem varða tiltekin viðskipta- og fjárhagsmálefni hluthafa í greinum 1.1., 5.1, 9.4 og 9.6. Og var það gert í samræmi við ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða ákvæði er varða hluthafavernd annars vegar og verð kaupréttar hins vegar.</p> <p>Af ráðuneytisins hálfu er ekkert því til fyrirstöðu að afhenda hluthafasamning í því horfi sem hann hefur nú þegar verið birtur. Sjá hér:<br /> <a href="http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/forsaetisraduneyti-media/media/adrarskyrslur/Shareholders%27-Agreement-Arion--Signed-03-09-2009_non-confid.pdfEða">http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/forsaetisraduneyti-media/media/adrarskyrslur/Shareholders%27-Agreement-Arion--Signed-03-09-2009_non-confid.pdfEða</a></p> <p>Eða bent kæranda á að hann er nú þegar aðgengilegur.</p> <p>Beðist er velvirðingar á því að nefndinni var ekki tilkynnt sérstaklega um þessa niðurstöðu þegar hún lá fyrir fyrr á þessu ári.“</p> <p>Með bréfi dags. 3. apríl, var kæranda kynnt framangreint svar ráðuneytisins, dags. 29. mars, við erindi nefndarinnar. Bréfið var sent kæranda samhliða með tölvupósti og í almennum pósti. Kærandi svaraði nefndinni sama dag. Í bréfi kæranda segir orðrétt:</p> <p>1. Það var að frumkvæði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að vikið var frá hinum svokölluðu neyðarlögum og hafnar sérstakar samningaviðræður við erlenda kröfuhafa föllnu bankanna. Þegar til kastanna kom voru þeir kröfuhafar fyrst og fremst Bretar og Hollendingar, væntanlega vegna deilna um Icesave og tafir mála í febrúar 2009 um vinnslu á umsókn Íslands hjá ESB og tafir á úrlausn há AGS.<br /> 2. Fjármálaráðuneytið veitti þessum viðræðum forstöðu með formennsku í sérstakri 3ja ráðuneyta stjórnsýslunefnd.<br /> 3. Allir þrír bankarnir sem viðræðurnar tóku til voru á þessum tíma ríkisbankar á forræði ríkisstjórnarinnar, það ástand breyttist ekki fyrr en með lagabreytingum 23. des 2009.<br /> 4. Af svari ráðuneytisins frá 29.03. sl. má ráða að í fylgiskjölum með samningnum milli ríkisbankans nýja Kaupþings (Arionbanka síðar) og skilanefndar Kaupþings sé að finna „viðkvæmar upplýsingar um fjárhagsmálefni einstakra fyrirtækja“.</p> <p>Það eina sem ég krefst er að fá svar við því hvort þar var að finna félag mitt [B] hf. og skyld félög. [...]</p> <p>Það er því krafa mín nú þegar liggur fyrir viðurkenning fjármálaráðuneytisins um að samdir hafi verið listar um íslensk fyrirtæki sem mætti fara í sérstakar aðgerðir gegn að ég fái svar við því hvort þar er að finna nafn [B] hf. og skyldra félaga.“</p> <p>Undir meðferð málsins hefur fjármálaráðuneytið afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftirtalin gögn, sem beiðni kæranda lýtur að: Annars vegar hlutafjársamkomulag vegna Nýja Kaupþings (nú Arion banka), dags. 3. september 2009 og hins vegar samning um vörslu og skilyrt virðisréttindi í tengslum við eignir Nýja Kaupþings banka hf. og Kaupþings banka hf., dags. 3. september sama ár. Báðir samningarnir eru á ensku. Sá fyrrnefndi ber heitið „NEW KAUPTHING BANK HF. and KAUPSKIL EHF. and THE MINISTRY OF FINANCE ON BEHALF OF THE GOVERNMENT OF ICELAND. SHAREHOLDERS‘ AGREEMENT relating to NEW KAUPTHING BANK HF.“ Sá síðarnefndi ber heitið „ESCROW AND CONTINGENT VALUE RIGHTS AGREEMENT IN RELATION TO ASSETS OF NEW KAUPTHING BANK HF. AND KAUPTHING BANK HF.“ </p> <p>Með tölvupósti til fjármálaráðuneytisins, dags. 27. júní 2012, benti úrskurðarnefnd um upplýsingamál ráðuneytinu á að í samningi um vörslu og skilyrt virðisréttindi í tengslum við eignir Nýja Kaupþings Banka hf. og Kaupþings Banka hf., dags. 3. september 2008, væri í grein 8 vikið að svonefndri „Confidential Schedule“. Ekki yrði séð að umræddur viðauki hefði fylgt því afriti af samningnum sem úrskurðarnefndinni hefði verið afhentur. Með vísan til þess óskaði úrskurðarnefndin þess að fá þennan viðauka afhentan.</p> <p>Með tölvupósti frá starfsmanni fjármálaráðuneytisins, dags. 28. júní 2012, var það upplýst að umræddur viðauki væri ekki fyrirliggjandi í ráðuneytinu. Í tölvupóstinum segir m.a. svo:</p> <p>„Sá viðauki sem minnst er á í 8. gr. samningsins snéri einungis að gamla og nýja bankanum en ekki að ríkinu sem slíku. Þessi viðauki fylgdi ekki með því eintaki af samningnum sem er til hér í ráðuneytinu.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p>Með vísan til 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hefur Sigurveig Jónsdóttir vikið sæti við meðferð og afgreiðslu þessa máls.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>1.<br /> Mál þetta lýtur að synjun fjármálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í vörslu ráðuneytisins, þ.e. eins og fram kemur í kæru annars vegar að hlutafjársamkomulagi vegna Nýja Kaupþings (nú Arion banka), dags. 3. september 2009 og hins vegar samningi um vörslu og skilyrt virðisréttindi í tengslum við eignir Nýja Kaupþings banka hf. og Kaupþings banka hf., dags. 3. september sama ár.</p> <p>Í bréfi kæranda, dags. 30. nóvember 2011, til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærandi geri jafnframt kröfu um það honum verði afhent vinnugögn og minnisblöð nefndar fjármálaráðherra sem gerði skýrslu um endurreisn viðskiptabankanna, sem snúi að fyrrum fyrirtæki hans [B] hf.</p> <p>2.<br /> Eins og fram er komið hér að framan, sbr. bréf fjármálaráðuneytisins frá 29. mars 2011, hefur framangreint hlutafjársamkomulag vegna Nýja Kaupþings, dags. 3. september 2009, verið birt opinberlega. Ráðuneytið hefur hins vegar ákveðið að halda eftir upplýsingum úr samningnum sem varða tiltekin viðskipta- og fjárhagsmálefni hluthafa, þ.e. greinar 1.1, 5.1, 9.4 og 9.6. Í skýringum fjármálaráðuneytisins hefur komið fram að þessi takmörkun sé í samræmi við ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Hafi verið um að ræða ákvæði er varða hluthafavernd annars vegar og verð kaupréttar hins vegar. Af skýringum ráðuneytisins verður jafnframt ráðið að kæranda hefur ekki verið afhentur samningurinn, hvorki með nefndum úrfellingum eða í heild sinni. Með vísan til kæru málsins ber í úrskurði þessum að taka til þess afstöðu hvort kærandi eigi rétt til samningsins í heild.</p> <p>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. en í þeirri grein segir að eigi ákvæði 4.–6. gr. aðeins við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins. Sama regla eigi við um önnur gögn.</p> <p>Í kæru málsins hefur kærandi vísað til þess að hann eigi sérstakra og lögvarinna hagsmuna að gæta af því að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum.</p> <p>Í 9. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varði tiltekið mál ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Þetta gildi þó ekki um þau gögn sem talin eru í 4. gr. og þau gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni, er leynt eiga að fara skv. 6. gr. Niðurstaða um það hvort réttur aðila til aðgangs að gögnum fari að ákvæði 3. eða 9. gr. upplýsingalaga skiptir veigamiklu máli við beitingu laganna enda fer um aðgang aðila máls að gögnum um hann sjálfan eftir 9. gr. upplýsingalaga sem veitir rýmri aðgang en ákvæði 3. gr. sömu laga um aðgang almennings, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-388/2011, 409/2012 og 410/2012, enda getur t.d. ákvæði 5. gr. upplýsingalaga ekki komið í veg fyrir aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan.</p> <p>Ekkert í umræddu hlutafjársamkomulagi varðar með beinum hætti kæranda sjálfan eða fyrirtæki sem hann tengist eða hefur tengst. Um rétt hans til aðgangs að því fer því eftir 3. gr. upplýsingalaga, með þeim takmörkunum sem þar greinir.</p> <p>Eins og að framan greinir hefur fjármálaráðuneytið fallist á að afhenda umrætt samkomulag, að undanskildum 4. nánar tilgreindum ákvæðum. Úr ákvæði 1.1. í samningnum hefur verið undanskilin skilgreining eða túlkun á orðinu kaupverð í samningnum, í ákvæði 5.1. er fjallað um vernd hluthafa og veðsetningu hlutar, í ákvæði 9.4. er fjallað um kauprétt og verð hlutabréfa komi til þess að kauprétturinn verði nýttur og í ákvæði 9.6. er fjallað um útgáfu nýrra hlutabréfa í Nýja Kaupþingi.</p> <p>Eins og áður hefur verið rakið birtist meginregla upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Hún sætir m.a. takmörkunum á grundvelli ákvæðis 5. gr. sömu laga, en fjármálaráðuneytið hefur m.a. byggt synjun á aðgangi að framangreindum hlutum umbeðins gagns á því ákvæði. Í 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga segir að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.</p> <p>Í upplýsingalögum er gert ráð fyrir að metið sé í hverju tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta er virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra á metum; hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar í málinu nr. A-388/2011 og A-407/2012 og til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999.</p> <p>Eins og áður segir verður aðgangur almennings að gögnum aðeins takmarkaður á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga í heild eða að hluta að þar komi fram upplýsingar sem varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að þeim. Við mat á þessu ber að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Samkvæmt efni ákvæðisins snýr matið aðeins að hagsmunum viðkomandi fyrirtækja, þ.e. Nýja Kaupþings hf. og Kaupþings hf. en ekki að hagsmunum fjármálaráðuneytisins. Umræddur samningur er gerður í september 2009. Þær upplýsingar sem þarna koma fram lúta að ákvörðun og framkvæmd tiltekinna viðskipta og skuldbindingum þeirra fyrirtækja sem um ræðir í  því sambandi. Umræddar upplýsingar lúta ekki með beinum hætti að ráðstöfun tiltekinna opinberra hagsmuna. Í þessu ljósi fellst úrskurðarnefndin á að þær upplýsingar sem fjármálaráðuneytið hefur fellt út úr hlutafjársamkomulaginu séu þess eðlis að sanngjarnt sé að þær fari leynt með vísan til síðari málsliðar 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal stjórnvald taka ákvörðun um hvort gögn, sem heimilt er að veita aðgang að, skuli sýnd eða hvort afhent verði ljósrit eða afrit þeirra. Í þessu sambandi ber að taka sérstaklega fram að til þess að stjórnvald fullnægi þeirri ákvörðun sinni að veita aðgang að gögnum nægir ekki að úrskurðarnefndinni einni séu afhent afrit gagnanna eða þau birt opinberlega, heldur ber stjórnvaldi að afhenda gögnin þeim sem um þau biður, eins fljótt og verða má, sbr. einnig 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Fjármálaráðuneytið tók ákvörðun þann 11. janúar 2012 að birta umræddan samning á vefsíðu ráðuneytisins og lá þá þegar fyrir beiðni kæranda um hann. Ráðuneytinu bar því að taka ákvörðun um afhendingu gagnanna til kæranda þegar í stað eftir að tekin hafði verið ákvörðun um að veita almenningi aðgang að þeim, þrátt fyrir að ráðuneytið teldi nauðsynlegt að undanskilja tiltekin ákvæði úr samningnum eins og áður er rakið, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Það gerði ráðuneytið ekki.</p> <p>Með vísan til þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndar í því tilviki sem hér um ræðir að fella verði úrskurð um það að leggja fyrir fjármálaráðuneytið að afhenda kæranda umræddan samning, með þeim undantekningum þó að afmáðar verði þær upplýsingar sem vísað er til hér að framan og fram kom í ákvæðum 1.1., 5.1. 9.4. og 9.6. í samningnum.</p> <p>3.<br /> Kærandi hefur einnig krafist aðgangs að samningi um vörslu og skilyrt virðisréttindi í tengslum við eignir Nýja Kaupþings banka hf. og Kaupþings banka hf., dags. 3. september 2009 („ESCROW AND CONTINGENT VALUE RIGHTS AGREEMENT IN RELATION TO ASSETS OF NEW KAUPTHING BANK HF. AND KAUPTHING BANK HF.“). Fjármálaráðuneytið hefur hafnað því að afhenda kæranda afrit þessa samnings á grundvelli upplýsingalaga með vísan til þess annars vegar að samningurinn falli ekki undir stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í skilningi 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga og hins vegar með vísan til þess að í honum komi fram viðkvæmar upplýsingar um viðskiptamálefni samningsaðilanna, sem leynt eigi að fara sbr. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga. Einnig hefur fjármálaráðuneytið bent á að í samningnum komi fram upplýsingar um fjárhagsmálefni annarra sem leynt eigi að fara á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í skýringum fjármálaráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 28. júní 2012, kemur fram, í tilefni af fyrirspurnum nefndarinnar, að tiltekinn viðauki við samninginn sem vitnað er til í 8. gr. hans hafi ekki fylgt því eintaki af samningnum sem sé til í ráðuneytinu. Viðaukinn sé því ekki fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Nánar tiltekið er um að ræða viðauka sem vísað er til í 8. gr. samningsins og mun innihalda upplýsingar um mat á verðmæti þeirra eigna eða réttinda sem m.a. skal byggt á við uppgjör milli bankanna, þ.e. verðmæti á svonefndum „Ring-fenced Assets“, en það hugtak er notað um umræddar eignir í samningnum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki tilefni til að rengja þá fullyrðingu fjármálaráðuneytisins að þessi viðauki sé ekki fyrirliggjandi hjá því.</p> <p>Það er meginregla að upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. 3. gr., 1. mgr. 9. gr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, tekur til fyrirliggjandi gagna hjá því stjórnvaldi sem hefur viðkomandi upplýsingabeiðni til umfjöllunar. Með vísan til þess að umræddur viðauki er ekki fyrirliggjandi í skjalasafni fjármálaráðuneytisins verður ekki, á grundvelli upplýsingalaga, lagt fyrir ráðuneytið af afla hans í því skyni að afhenda kæranda.</p> <p>Eftir stendur hins vegar að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að öðrum þáttum samningsins.</p> <p>Umræddur samningur felur fyrst og fremst í sér lýsingu á þeim aðferðum sem Kaupþing banki hf. og Nýi Kaupþing banki hf. komu sér saman um að fylgt yrði við uppgjör þeirra á milli vegna yfirfærslu eigna og annarra réttinda yfir í Nýja Kaupþing hf. í kjölfar hins svonefnda bankahruns hér á landi haustið 2008. Í viðauka 2 við samninginn er að finna lista yfir svonefnd „Ring-fenced assets“. Hér er um að ræða lista yfir þau fyrirtæki og kennitölur þeirra sem samningsaðilar hafa ákveðið að skuli „tekin frá“ og liggja a.m.k. að einhverju marki til grundvallar við uppgjör milli bankanna eftir þeim aðferðum sem fyrir er mælt um í samningnum. Í umræddum viðauka 2 við samninginn koma ekki fram upplýsingar um verðmæti eða mat á verðmæti viðkomandi fyrirtækja, kröfuréttinda eða annars er þeim tengjast.</p> <p>Helstu efnisatriðum samningsins er lýst í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna bls. 53-55, sem lögð var fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi, 2010-2011, sjá þingskjal nr. 1213. Í þeirri skýrslu koma ennfremur fram greinarbetri upplýsingar um fjárhæðir og hlutföll af verðmæti af lánum eða skuldbindingum og eignum þessara lögaðila en með beinum hætti koma fram í þeim þáttum samningsins sjálfs sem hér er um fjallað.</p> <p>Á þeim tíma er samningurinn er gerður var íslenska ríkið eigandi að Nýja Kaupþingi hf. Íslenska ríkið er enn eigandi hluta í bankanum, nú Arionbanka hf. Í samræmi við lög nr. 88/2009 fer Bankasýsla ríkisins með þann eignarhlut. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að á því verði að byggja að fjármálaráðuneytið hafi umræddan samning um vörslu og skilyrt virðisréttindi í tengslum við eignir Nýja Kaupþings banka hf. og Kaupþings banka hf., dags. 3. september 2009, undir höndum vegna eignarhalds ríkisins á hlutum í Nýja Kaupþingi, nú Arionbanka hf. Ákvarðanir um og hagsmunagæsla fyrir hönd ríkisins vegna slíks eignarhluta telst án vafa til þeirra verkefna sem ráðuneytið hefur með höndum, sbr. m.a. B- og C- lið 3. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 125/2011, sbr. áður 2. tölul. 5. gr. reglugerðar nr. 177/2007, um Stjórnarráð Íslands. Í þessu ljósi verður ekki talinn vafi á því að fjármálaráðuneytið hafi umræddan samning undir höndum vegna þeirrar stjórnsýslu sem því er falin að lögum. Aðgangi að honum verður því ekki hafnað á grundvelli upplýsingalaga með vísan til þess að hann falli utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. 1. gr. þeirra laga.</p> <p>Eins og áður greinir hefur kærandi vísað til þess að hann eigi sérstakra og lögvarinna hagsmuna að gæta af því að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Hefur hann þar fyrst og fremst bent á að hann telji að upplýsingar um fyrirtæki sem hann var í fyrirsvari fyrir sem stjórnarformaður og átti hlut í sé á þeim lista sem fylgir sem viðauki við umræddan samning.</p> <p>Í 9. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varði tiltekið mál ef þau hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 2. mgr. 9. gr. laganna segir að 1. mgr. gildi hvorki um þau gögn sem talin eru í 4. gr. laganna né þau gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara skv. 6. gr. Þá segir í 3. mgr. 9. gr. að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þann samning ítarlega sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Í viðauka 2 við samninginn er listi yfir tiltekin fyrirtæki. Þeirra á meðal er það fyrirtækið sem kærandi hefur vísað til að hann hafi verið hluthafi í og fyrrum stjórnarformaður og kennitala þess. Ekki koma fram aðrar upplýsingar um fyrirtækið í þessum viðauka við samninginn en heiti þess og kennitala. Í öðrum hlutum samningsins og viðaukum hans, þ.e. þeim sem úrskurðarnefndin hefur undir höndum og upplýst er að fyrir liggi hjá fjármálaráðuneytinu, er hvergi minnst á fyrirtækið.</p> <p>Í umræddum samningi, eða viðaukum hans, er ekki að finna upplýsingar um kæranda sjálfan sem persónu. Ákvæði 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga hefur á hinn bóginn verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008, A-294/2009 og A-299/2009. Ber því að leysa úr því hvort slíkir hagsmunir af hálfu kæranda séu til staðar varðandi aðgang að hinu umbeðna gagni.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur, með vísan til atvika málsins og þeirra röksemda sem kærandi hefur fram fært í  málinu, að hann telji það geta skipt sig máli að lögum að þekkja til þess hvernig Kaupþing banki og Nýi Kaupþing Banki hafi í umræddum viðskiptum metið verðmæti skuldbindinga eða réttinda þess fyrirtækis sem hann áður átti hlut í gagnvart bönkunum tveimur eða tengjast uppgjöri þeirra. Einnig að það skipti hann máli að lögum að fá upplýsingar um það hvernig umræddu fyrirtæki hafi verið ráðstafað í framangreindum viðskiptum bankanna, en það virðist, að mati kæranda, geta hafa haft áhrif um þá fyrirgreiðslu sem fyrirtækið fékk af hálfu lánardrottna þess.</p> <p>Eins og að framan er rakið er einvörðungu í gögnum málsins að finna upplýsingar um heiti þess hlutafélags sem kærandi átti áður hlut í og var í fyrirsvari fyrir sem stjórnarformaður. Kærandi hefur ekki lögvarða hagsmuni af því að fá aðrar upplýsingar úr umræddum gögnum, enda lúta þær ekki að honum eða því fyrirtæki er hann átti hlut í sérstaklega. Um rétt hans til aðgangs að hinum umbeðnu gögnum því fer því ekki eftir 9. gr. upplýsingalaga heldur ákvæði 3. gr. sömu laga.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur, eins og áður er rakið, yfirfarið ítarlega ákvæði umrædds samnings. Hann lýtur að viðskiptum milli tveggja einkaréttarlegra aðila og mælir m.a. fyrir um viðkvæma þætti sem lúta að þeirri aðferð sem viðhafa skal við uppgjör fjárhagslegra skuldbindinga þeirra á milli. Í samningnum er ekki fjallað með beinum hætti um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Þeirri aðferðafræði sem í samningnum birtist hefur einnig að hluta til verið lýst í skýrslu fjármálaráðherra til Alþingis, og áður var lýst.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur, með vísan til framangreinds, að fallast beri á þá afstöðu fjármálaráðuneytisins að samningurinn í heild sinni skuli fara leynt á grundvelli ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga. Ekki er tilefni til að leggja fyrir ráðuneytið að afhenda kæranda hluta samningsins á grundvelli 7. gr. sömu laga.</p> <p>4.<br /> Kærandi gerði í bréfi til nefndarinnar, dags. 30. nóvember 2011, kröfu um það að honum yrðu afhent vinnugögn og minnisblöð nefndar fjármálaráðherra sem gerði skýrslu um endurreisn viðskiptabankanna, sem lögð var fram á Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010-2011, þ.e. vinnugögn og minnisblöð sem snúi að fyrrum fyrirtæki hans.</p> <p>Þessi krafa um afhendingu gagna kom fyrst fram með þessu bréfi kæranda til nefndarinnar en svo virðist af gögnum málsins sem beiðninni hafi ekki verið beint að fjármálaráðuneytinu þrátt fyrir að í skrifum kæranda til ráðuneytisins sé fjallað um skýrsluna.</p> <p>Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er unnt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögum þessum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Í málinu liggur ekki fyrir að beiðni um aðgang að umræddum gögnum hafi verið beint að fjármálaráðuneytinu og hafa svör ráðuneytisins ekki tekið mið af beiðni kæranda um aðgang að þessum gögnum. Liggur því ekki fyrir synjun á aðgangi að gögnunum. Því ber að vísa frá þeim lið kærunnar sem snýr að vinnugögnum og minnisblöðum sem snúa að [B] hf. og urðu til við vinnslu framangreindrar skýrslu fjármálaráðherra.</p> <p>Tekið skal fram að í niðurstöðu þessari felst ekki takmörkun á því að kærandi geti eftir sem áður lagt formlega ósk um aðgang að þessum gögnum fyrir fjármálaráðuneytið eða önnur viðeigandi stjórnvöld.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun fjármálaráðuneytisins, dags. 26. ágúst 2011, á beiðni kæranda, [A], dags. 11. júlí, um aðgang að samningi um vörslu og skilyrtan virðisrétt í tengslum við eignir Nýja Kaupþings banka hf. og Kaupþings banka hf., dags. 3. september 2009 („ESCROW AND CONTINGENT VALUE RIGHTS AGREEMENT IN RELATION TO ASSETS OF NEW KAUPTHING BANK HF. AND KAUPTHING BANK HF.“).</p> <p>Fjármálaráðuneytinu ber að afhenda kæranda afrit af hlutafjársamkomulagi vegna Nýja Kaupþings (nú Arion banka), dags. 3. september 2009, („NEW KAUPTHING BANK HF. and KAUPSKIL EHF. and THE MINISTRY OF FINANCE ON BEHALF OF THE GOVERNMENT OF ICELAND. SHAREHOLDERS‘ AGREEMENT relating to NEW KAUPTHING BANK HF.“) að undanskildum þeim upplýsingum sem fram koma í ákvæði 1.1., 5.1., 9.4. og 9.6. í samningnum í samræmi við þá útgáfu samningsins er ráðuneytið hefur þegar birt opinberlega.</p> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kröfu kæranda, dags. 30. nóvember 2011, um afhendingu vinnugagna og minnisblaða nefndar fjármálaráðherra sem gerði skýrslu um endurreisn viðskiptabankanna, sem lögð var fram á Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010-2011, þ.e. vinnugögn og minnisblöð sem snúi að fyrrum fyrirtæki hans.</p> <p> </p> <p align="center"> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Erna Indriðadóttir                                                                                                  Friðgeir Björnsson</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> |
A-432/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012 | Kærður var dráttur á svörum frá Landlækni vegna erindis, þar sem farið var fram á aðgang að kaupsamningum og öllum tengdum gögnum yfir veirulyfin Tamiflu og Relenza frá árinu 2006 til þess dags er beiðnin var sett fram. Landlæknir synjaði í kjölfarið beiðninni. Öryggi ríkisins. Synjun staðfest. | <h3 align="center"> ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 28. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-432/2012.</p> <h3 align="left">Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 8. júlí 2011, kærði [A], drátt á svörum frá Landlækni vegna erindis til embættisins þann 30. júní sama ár, þar sem farið var fram á aðgang að kaupsamningum og öllum tengdum gögnum yfir veirulyfin Tamiflu og Relenza frá árinu 2006 til þess dags er beiðnin var sett fram. Kæruna setti [A] fram á ný með bréfi, dags. 19. september 2011.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 2. nóvember 2011, var Landlækni sent yfirlit yfir allmargar kærur sem borist höfðu frá kæranda, og tengdust m.a. beiðnum um aðgang að kaupsamningum og tengdum gögnum um bóluefni. Þar á meðal var tilgreind ofangreind kæra frá 8. júlí 2011.</p> <p>Í bréfinu var því beint til Landlæknis að hefðu einhverjar af beiðnum kæranda um aðgang að gögnum ekki verið afgreiddar yrði það gert svo fljótt sem auðið væri í samræmi við ákvæði 11. gr. upplýsinglaga. Óskað var eftir því að ákvarðanir embættisins af því tilefni yrðu birtar úrskurðarnefndinni og kæranda eigi síðar en kl. 16.00 þann 11. nóvember. Kysi Landlæknir að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit þeirra, auk þess sem embættinu var þá gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæru málsins og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka. Kæranda var sent afrit þessa bréfs.</p> <p>Þann 7. desember 2011 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál svar Landlæknis við ofangreindu bréfi. Þar kemur fram að ástæðan fyrir því að umræddu erindi kæranda hafi ekki verið svarað fyrr hafi verið að erindið hafi ekki komið inn á borð sóttvarnarlæknis. Er nefnd sú skýring að ástæða þess kunni að vera sú að erindið hafi misfarist innan landlæknisembættisins vegna sumarleyfis starfsmanna. Síðan segir svo í bréfinu um umrædda beiðni:</p> <p>„[A] hefur verið sent bréf dags. 8.12.2011 þar sem beðist er afsökunar á því [töfum á  svörum]. Í sama bréfi synjar sóttvarnarlæknir erindi [A] á þeim forsendum að þessi kaup snertu öryggisbirgðahald íslenska ríkisins.“</p> <p>Bréfi Landlæknis fylgdi jafnframt afrit af ákvörðun Landlæknis í tilefni af umræddri beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Í ákvörðun Landlæknis segir m.a. svo:</p> <p>„Kaup á umræddum lyfjum var hluti af opinberu öryggisbirgðahaldi sem tengjast sóttvörnum. Með vísan til þessa er beiðni yðar hafnað.“</p> <p>Bréfi Landlæknis fylgdi einnig afrit af gögnum málsins, þ.e. samningar um kaup og um birgðahald vegna lyfjanna Tamiflu annars vegar og Relenza hins vegar. Einnig fylgdu nánari upplýsingar um umrædd lyf og samningar um geymslu lyfjanna hér á landi.</p> <p>Með bréfi, dags. 12. desember, voru kæranda kynntar skýringar landlæknis. Athugasemdir hans af því tilefni bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 19. sama mánaðar.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p>Tekið skal fram að sóttvarnarlæknir starfar á vegum landlæknisembættisins, sbr. 4. gr. sóttvarnarlaga nr. 19/1997. Í úrskurði þessum er því vísað til landlæknis eða landlæknisembættisins þótt þau erindi og bréf sem lýst er kunni að vera undirrituð af sóttvarnarlækni.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Landlæknir hefur byggt synjun á aðgangi að þeim gögnum sem kæra málsins beinist að á því að þau geymi upplýsingar um öryggisbirgðahald sem tengist sóttvörnum.</p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um það að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Af gagnályktun frá þessu ákvæði leiðir hins vegar að sérstök þagnarskylduákvæði í lögum geta, ein og sér, komið í veg fyrir að veittur verði aðgangur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Um sóttvarnir gilda lög nr. 19/1997, auk annarra almennra og sérstakra laga um heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í sóttvarnarlögum er ekki að finna sérstök ákvæði um trúnað um þær opinberu ráðstafanir sem sóttvarnarlæknir eða önnur stjórnvöld ráðast í til að bregðast við mögulegum eða yfirstandandi smitsjúkdómum. Af hálfu landlæknis hefur ekki verið vísað til slíkra lagaákvæða undir meðferð málsins eða í svörum embættisins til kæranda. Með vísan til þessa fer um aðgang að umræddum upplýsingum eftir ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.</p> <p>Samkvæmt ákvæði 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um:</p> <p>„1. öryggi ríkisins eða varnarmál;<br /> 2. samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir;<br /> 3. viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra;<br /> 4. fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði,<br /> 5. umhverfismál, enda geti birting þeirra haft alvarleg áhrif á vernd þess hluta umhverfisins sem slíkar upplýsingar varða, t.d. heimkynni fágætra tegunda lífvera, steinda, steingervinga og bergmyndana.“</p> <p>Samkvæmt beinu orðalagi sínu verður ákvæðum 2., 3. eða 5. töluliðar ekki beitt til takmörkunar á aðgangi að þeim gögnum sem mál þetta lýtur að. Þá liggja ekki fyrir í gögnum málsins eða skýringum Landlæknis vísbendingar um þá afstöðu stjórnvalda að yrðu upplýsingar um umrædd lyfjakaup eða upplýsingar um birgðahald á umræddum lyfjum gerðar opinberar myndi það leiða til þess að þær varnir gegn smitsjúkdómum sem kaupin eru byggð á yrðu þar af leiðandi þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri samkvæmt 4. tölul. 6. gr. Úrskurðarnefndin telur að skilja verði afstöðu Landlæknis svo að hann telji að það varði almannahagsmuni að upplýsingar um birgðastöðu umræddra lyfja hér á landi séu ekki á almannavitorði, m.a. vegna öryggis þeirra lyfjabirgða sem um ræðir. Af þessu leiðir að við mat á réttmæti synjunar Landlæknis á afhendingu umbeðinna gagna ber að líta til ákvæðis 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaganna.</p> <p>Í skýringum við ákvæði 1. tölul. 6. gr. í frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir m.a. svo: „Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir. Í þessu sambandi skal og áréttað að samkvæmt niðurlagi 1. mgr. 2. gr. er gert ráð fyrir því að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar, þeim tengdar, berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að það varði öryggi ríkisins inn á við miklu að hér séu til staðar úrræði til að bregðast við alvarlegum smitsjúkdómum eða öðrum sambærilegum aðstæðum. Það varðar öryggi ríkisins í þessum skilningi einnig miklu að stjórnvöld geti tryggt öryggi þeirra lyfja og lyfjabirgða sem aflað er í þessu skyni. Með vísan til þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að staðfesta beri synjun Landlæknis á því að afhenda upplýsingar um umbeðin gögn, með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <h3> <br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Landlæknis, dags. 8. desember 2011, á beiðni kæranda [A] um aðgang að kaupsamningum og öllum tengdum gögnum yfir veirulyfin Tamiflu og Relenza, dags. 30. júní 2011.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> Formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>                      Sigurveig Jónsdóttir                                                      Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-435/2012. Úrskurður frá 28. júní 2012 | Kærð var synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að hljóðritun milli formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands og forsætisráðherra um lánveitingu. Sérákvæði um þagnarskyldu. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 28. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-435/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 26. mars 2012, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Seðlabanka Íslands, dags. 22. mars, á beiðni hans, dags. sama dag, um að fá afhent afrit af hljóðritun símtals milli formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands og forsætisráðherra um lánveitingu til [B] þann 6. október 2008.</p> <p>Í kærunni er rakið að gögnin sem óskað sé eftir varði samráð forsætisráðherra og formanns bankastjórnar Seðlabankans um lánveitingu til [B] þann 6. október 2008. 500 milljón evrur hafi verið lánaðar til fjögurra daga, með veði í [C] bankanum í Danmörku. Sama dag og lánið hafi verið veitt hafi forsætisráðherra verið að undirbúa setningu neyðarlaga á Íslandi þar sem Fjármálaeftirlitinu hafi verið veitt heimild til að yfirtaka bankastofnanir. Í framburði starfsmanna Seðlabanka Íslands fyrir Landsdómi hafi komið fram að talið hafi verið að félli einn banki myndu þeir allir falla. [B] hafi fallið tveimur dögum síðar.</p> <p>Í kærunni er vísað til 2. og 3. gr. upplýsingalaga, 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands sem og úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-406/2012.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Seðlabanka Íslands með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 29. mars 2012, þar sem vísað er til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og kærða veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 9. apríl. Sá frestur var síðar framlengdur til 16. apríl. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.</p> <p>Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 16. apríl.</p> <p>Í bréfinu kemur fram að Seðlabankinn telji að samkvæmt 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands sé bankanum óheimilt að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. Samkvæmt ákvæðinu sé Seðlabankanum óheimilt að veita almenningi upplýsingar um allt það sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs en Kaupþing hf. sem umbeðin beiðni kæranda snerti sé viðskiptamaður Seðlabankans. Í þessu sambandi er vísað til úrskurða nefndarinnar í málunum nr. A-323/2009, A-324/2009 og A-305/2009.</p> <p>Í bréfinu segir svo orðrétt:</p> <p>„Kærandi heldur því fram að þagnarskylduákvæðið í lögum um Seðlabanka Íslands víki á grundvelli 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 sem kveður á um að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum. Þessum rökum mótmælir Seðlabankinn en 35. gr. seðlabankalaga er einmitt sérákvæði gagnvart almennum lögum. Í þessu sambandi má vísa til úrskurðar úrskurðarnefndar í málinu A-323/2009. [...] Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið telur Seðlabankinn að hafna beri kröfu kæranda um aðgang að hljóðritun símtals milli formanns bankastjórnar Seðlabankans og forsætisráðherra um lánveitingu til [B], þ. 6. október 2008.“</p> <p>Með bréfinu fylgdi afrit af hljóðritun símtals forsætisráðherra og formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, dags. 6. október 2008, sem var afhent í trúnaði til úrskurðarnefndarinnar.</p> <p>Með bréfi, dags. 16. apríl, var kæranda sent afrit umsagnar Seðlabanka Íslands og gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina frekari athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnarinnar, til 27. apríl.</p> <p>Með bréfi, dags. 23. apríl, bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir kæranda. Í bréfinu segir að kærandi mótmæli þröngri túlkun Seðlabankans á þagnarskylduákvæðinu og vísar til úrskurðar nefndarinnar nr. A-406/2012.</p> <p>Segir svo orðrétt í bréfinu:</p> <p>„Undirritaður fellst auk þess ekki á að fordæmisgildi felist í nefndum úrskurðum enda varði þeir ýmist vinnugögn úr Seðlabankanum eða bréf sem gengið hafa á milli Seðlabankans og viðskiptamanna hans. Í því máli sem hér er til umfjöllunar er óskað eftir gögnum sem orðið hafa til í samskiptum tveggja stjórnvalda, Seðlabanka Íslands og forsætisráðuneytisins, þ.e. upptöku af samtali forsætisráðherra og seðlabankastjóra varðandi lánveitingu til [B] á sama tíma og verið var að undirbúa setningu neyðarlaga. Þær upplýsingar sem óskað er eftir varða því ekki stöðu viðskiptamanna Seðlabankans heldur meðferð opinbers valds. Leiða má líkum að því að í fyrrnefndu samtali felist samráð tveggja stjórnvalda um þessa tilteknu stjórnvaldsaðgerð.</p> <p>Kærandi telur að umrædd gögn falli ekki undir þagnarskylduákvæði laga um Seðlabankann heldur falli þau undir upplýsingalög. Í því samhengi er rétt að minna á úrskurð A/279/2009 er fjallaði um aðgang að gögnum í vörslu Seðlabankans sem vörðuðu stöðu íslensku bankanna fyrir fall þeirra. Samkvæmt úrskurðinum er ekki lengur uppi sú viðkvæma staða að nauðsynlegt sé að takmarka aðgang að gögnum er varða fjárhagsstöðu föllnu bankanna.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta varðar synjun Seðlabanka Íslands á beiðni kæranda um aðgang að afriti af samtali forsætisráðherra og bankastjóra Seðlabanka Íslands í síma 6. október 2008. Synjun Seðlabanka er byggð á 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001.</p> <p>Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalda á að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Seðlabanki Íslands er stjórnvald og fyrir liggur synjun hans á aðgangi að umbeðnum upplýsingum.</p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um það að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda, hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p>Í 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 segir: „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur þau atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að í þessu ákvæði felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna. Ræðst það af því að þagnarskylda samkvæmt ákvæðinu er sérgreind með þeim hætti að hún nái til alls sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þar með er hins vegar ekki sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Slíkt verður að meta í hverju tilviki fyrir sig. Ef þagnarskyldan skv. 35. gr. á ekki við um tilteknar upplýsingar verður að gæta að því hvort undantekningar frá upplýsingarétti eigi við, sbr. 4.-6. gr. upplýsingalaga. Þá verður eftir því sem við á, í hverju tilviki, ennfremur að túlka ákvæði 35. gr. laga nr. 36/2001 til samræmis við 5. gr. upplýsingalaga, a.m.k. að því leyti sem þagnarskyldan er afmörkuð við þau atriði sem leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Sjá t.d. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málunum nr. A-406/2012 og A-423/2012.</p> <p>Undir meðferð málsins afhenti Seðlabanki Íslands úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af hljóðritun samtals forsætisráðherra og bankastjóra Seðlabanka Íslands frá 6. október 2008, kl. 11:57, sem beiðni kæranda beinist að. Af efni samtalsins er óhjákvæmilegt annað en að fallast á að það falli undir sérstakt þagnarskylduákvæði 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og teljist vera upplýsingar sem eðli máls samkvæmt skuli fara leynt, enda koma í samtalinu fram upplýsingar sem varða málefni bankans sjálfs og hagi viðskiptamanna hans. Getur sá tími sem liðinn er frá samtalinu eða það að um sé að ræða gagn er hafi orðið til í samtali Seðlabanka Íslands við forsætisráðherra, að mati úrskurðarnefndar, ekki leitt til þess að upplýsingarnar missi þá vernd sem þeim í þessu tilviki er fengin með 35. gr. laga nr. 36/2001. Seðlabanka Íslands var því rétt að hafna því að afhenda þessar upplýsingar til kæranda.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er sú ákvörðun Seðlabanka Íslands, frá 22. mars 2012, að synja beiðni kæranda um aðgang að afriti af hljóðritun símtals milli formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands og forsætisráðherra um lánveitingu til [B] þann 6. október 2008.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                            Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-421/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012 | Kærð var sú ákvörðun sýslumanns að synja beiðni um afrit af skýrslu frá fyrirtækinu Líf og sál ehf. til lögreglustjóra í tilefni ásakana um einelti kæranda í garð tiltekinna lögreglumanna. Kærandi hafði einungis fengið í hendur niðurlag skýrslunnar. Synjun staðfest varðandi lýsingar einstakra starfsmanna. Kærandi skyldi þó fá aðgang að öðrum hlutum skýrslunnar. | <h3 align="center"><br /> ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 18. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-421/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 2. mars 2012, kærði [A] hrl., f.h. [B], til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun sýslumannsins á [...], dags. 3. febrúar, á því að afhenda honum afrit af skýrslu frá fyrirtækinu Líf og sál ehf., dags. 23. mars. 2011, til lögreglustjóra í tilefni ásakana um einelti kæranda í garð tiltekinna lögreglumanna. </p> <p>Í kærunni er rakið að kærandi hafi starfað sem yfirlögregluþjónn við tiltekið lögregluembætti.  Fram hafi komið kvartanir þriggja lögreglumanna á hendur kæranda um einelti. Að beiðni lögreglustjóra hafi verið fengnir tveir sálfræðingar hjá fyrirtækinu Líf og sál ehf. til að kanna þessar kvartanir. Þeir hafi skilað skýrslu, dags. 23. mars 2011, en kærandi hafi aðeins fengið í hendur niðurlag hennar með kaflaheitunum ,,Samantekt og niðurstöður” og ,,Tillögur til úrbóta”. Lögreglustjóri  hafi í kjölfarið fundið bréflega að við kæranda.</p> <p>Kærandi mun hafa andmælt þeirri afstöðu lögreglustjórans sem fram kom í bréfinu. Ekki löngu síðar hafi enn komið fram kvartanir tveggja þeirra lögreglumanna er áður höfðu kvartað undan einelti kæranda. Um þau tilvik hafi verið unnar tvær ítarlegar álitsgerðir. Í niðurstöðuköflum þeirra sé víða vikið að áður tilvitnaðri skýrslu frá Lífi og sál ehf., umfram það sem fram komi í tveimur síðustu köflunum sem kærandi hefur þegar fengið í hendur.</p> <p>Beiðni kæranda um aðgang að skýrslu Lífs og sálar ehf. er byggð á 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, en hann kveður skýrsluna fyrst og fremst geyma upplýsingar um hann sjálfan. Kærandi hafnar því að undanþáguákvæði 3. mgr. greinarinnar eigi við í málinu. Fráleitt sé að líta svo á að í skýrslunni séu upplýsingar um einkamálefni kvartenda sem þurfi að vernda, þar sem öll skýrslan hljóti að fjalla um þær kvartanir þeirra á hendur kæranda, sem þeir hafi kosið að setja fram og varði þar með hans persónu. Hins vegar séu almannahagsmunir svo og hagsmunir kæranda af því að fá skýrsluna augljóslega meiri.</p> <p>Loks er vísað til þess í kæru að hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sé það ófrávíkjanleg vinnuregla að veita þeim er kærðir eru fyrir einelti aðgang að öllum gögnum er málið varði.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send sýslumanninum á [...] með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 7. mars 2012, þar sem vísað er til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og kærða veittur frestur til 16. mars til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p>Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 8. mars. Í því segir m.a. svo:</p> <p>„Í svo litlu lögregluliði sem hér um ræðir er mjög erfitt að veita aðgang að skýrslunni án þess að persónugreining viðmælenda komi skýrt fram og það þótt nöfn séu yfirstrikuð. Þá er einnig vísað til þess að í eineltismálum sem eru mjög erfið mál yrði erfitt að fá fólk til að tjá sig ef það veit fyrirfram að allt sem eftir því er haft verði aðgengilegt þeim sem það telur brjóta á sér með þeim hætti. Það var á þessum forsendum og með hagsmuni heildarinnar í huga sem undirritaður ákvað að veita ekki aðgang að gögnum málsins. Einnig var horft til þess að sundurlyndi og sundurþykkja hefur mjög lengi ríkt í lögregluliðinu á [...] eins og fram kemur í skýrslu Líf og Sál ehf. og undirritaður mat það svo að hagsmunir lögreglumannanna af því að yfirlögregluþjónn fengi ekki aðgang að skýrslunni væru ríkari en hagsmunir hans af því að komast í gögnin. Sérstaklega þótti þetta hagsmunamat falla starfsmanna megin miðað við þau viðbrögð sem ráðlögð voru í skýrslunni og farið var eftir sem m.a. fólu í sér, að áminna kæranda ekki, heldur gera honum grein fyrir því að hann hefði lagt menn í einelti og því yrði að linna. [...]</p> <p>Embættið heldur því fram eins og fram er komið að undantekningarákvæði 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga eigi við og er þar á ferðinni hagsmunamat eins og fram er komið. Spurt er hvenær þetta ákvæði gæti hugsanlega átt við ef ekki í tilviki sem þessu. Bent er á löggjöf um vinnuvernd í þessu sambandi og reglugerð um úrræði til að koma í veg fyrir einelti á vinnustað. Einnig er bent á að sálfræðingar eru löggiltir til þessara starfa og ýmislegt kann að koma fram og vera sagt sem leynt á að fara og varðar einkahagsmuni aðila í slíku máli þó svo að fjallað sé einnig um þann sem kærður er. Það er meginatriði að eineltismál eru ekki mál þar sem leitað er að sökudólgi og liggur kannski misskilningurinn þar í. Eineltismál fjalla um líðan einstaklings á vinnustað. Þar er fyrst og fremst spurt um líðan hans og hvernig hann upplifir samstarfsmenn sína og hvaða áhrif þeir hafa á hann og hans líðan á vinnustaðnum. Út frá því er unnið og var m.a. í þeim málum sem hér eru til umfjöllunar ráðlagt að viðkomandi fengju sálfræðiaðstoð ef þeir kysu. Það var í boði en enginn þáði. Á agavandamálum er tekið með allt öðrum hætti. Nokkur slík hafa komið upp við embættið og allaf fengið formlega og faglega umfjöllun.“</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál til kæranda, dags. 16. mars 2012, var kæranda gefinn frestur til 23. mars til að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar. Fresturinn var síðar framlengdur til 30. mars. Svar barst með bréfi kæranda, dags. 30. mars.</p> <p>Í bréfinu eru ítrekaðir þeir hagsmunir sem kærandi hafi af því að sjá skýrsluna í heild.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3><br />  <br /> Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum.<br />  <br /> Sýslumaðurinn á [...] hefur synjað kæranda um aðgang að skýrslu frá Lífi og sál ehf., dags. 23. mars 2011, í heild sinni, en fyrr er rakið að kærandi hafi fengið aðgang að hluta skýrslunnar. Fyrir liggur, samkvæmt gögnum málsins, að umrædd skýrsla var tilefni þess að sýslumaðurinn á [...] ritaði kæranda bréf um háttsemi hans í starfi. Í bréfinu kom fram að það fæli ekki í sér áminningu í skilningi laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þrátt fyrir að bréfið hafi vissulega varðað kæranda miklu um framkvæmd starfa hans verður af þessari ástæðu að telja að umrædd skýrsla hafi ekki orðið sýslumanninum tilefni til þess að hefja meðferð máls sem kynni að verða lokið með ákvörðun um rétt eða skyldu kæranda í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Fremur verður að líta svo á að með umræddu bréfi hafi yfirmaður beitt almennum stjórnunarrétti sínum, án þess þó að ljá athöfnum sínum þau réttaráhrif að um undirbúning þeirra eða framkvæmd hafi gilt ákvæði stjórnsýslulaganna. Hvort þessi beiting stjórnunarréttarins hafi verið réttmæt í þessu tilviki heyrir ekki undir úrskurðarvald úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í þessu ljósi er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að umrætt gagn tengist ekki stjórnsýslumáli þar sem taka á, eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Er kæran því réttilega borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.<br />  <br /> Hefur ákvæði 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008 og A-294/2009.<br />  <br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Í henni er fjallað um samskipti kæranda við aðra starfsmenn þess embættis er hann starfaði hjá. Tilgangur skýrslunnar var að bregðast við ásökunum um að kærandi hefði lagt aðra starfsmenn við embættið í einelti. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að umrætt skjal teljist geyma upplýsingar um kærða í skilningi 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt hans til aðgangs að skjalinu eftir ákvæðum III. kafla laganna. Kemur þá til skoðunar hvort ákvæði 3. mgr. 9. gr. geti takmarkað aðgang kæranda að skýrslunni.</p> <p>Aðgangur að gögnum verður aðeins takmarkaður á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga ef hætta er talin á því að einkahagsmunir verða fyrir skaða og verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.</p> <p>Skýrslan er alls 27 blaðsíður og í inngangi hennar á bls. 1 kemur fram að málsaðilum hafi í upphafi verið greint frá því að frásögn þeirra í viðtali við starfsmenn Lífs og sálar ehf., yrði birt í skýrslunni og að þeim yrði gefinn kostur á að lesa yfir uppkast af þeirri endursögn sem birt yrði. Þá kom fram að fullt tillit yrði tekið til athugasemda þeirra. Öðrum viðmælendum hafi verið greint frá því að ekkert yrði haft eftir þeim undir nafni. Viðmælendum hafi verið skýrt frá því að þeim væri ekki skylt að svara spurningum skýrslugjafanna. Af gögnum málsins verður ekki önnur ályktun dregin en að kærandi hafi hvorki fengið aðgang að innganginum á bls. 1 í skýrslunni né forsíðu hennar. Ekki verður séð að ástæða sé til þess samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga að synja kæranda um aðgang að þessum hluta skýrslunnar.</p> <p>Í skýrslunni eru raktar frásagnir meintra þolenda á bls. 2-15 og síðan kæranda sjálfs, meints geranda, á bls. 16-23. Í lok skýrslunnar er síðan að finna samantekt frásagna vitna á bls. 24, samantekt og niðurstöður á bls. 25-26 og á bls. 27 eru settar fram tillögur til úrbóta. Kæranda hafa þegar verið afhentir þeir kaflar skýrslunnar sem bera heitin „Samantekt og niðurstöður“ og „Tillögur til úrbóta“ og tekur úrskurðarnefndin því ekki afstöðu til afhendingar þessara kafla skýrslunnar. Telur úrskurðarnefndin jafnframt að samkvæmt ákvæði 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga beri sýslumanninum á [...] að afhenda kæranda frásögn hans sjálfs í skýrslunni, þ.e. bls. 16-23, sem verður eðlilega að telja upplýsingar um hann sjálfan í skilningi framangreinds lagaákvæðis.</p> <p>Að öðru leyti koma fram í skýrslunni á bls. 2-15, ítarlegar lýsingar einstakra starfsmanna, undirmanna kæranda, á persónulegri upplifun þeirra af samskiptum við kæranda sem verða að teljast mjög viðkvæmar. Kærandi hefur án vafa hagsmuni af því að kynna sér þær upplýsingar sem með þessum hætti var aflað og lúta m.a. að honum. Eins og atvikum er háttað í máli þessu er háttað er það hins vegar mat úrskurðarnefndarinnar að hagsmunir þeirra einstöku starfsmanna sem um ræðir af því að ekki sé heimilaður aðgangur að umræddum hluta skýrslunnar vegi, eins og sakir standa, þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að honum, sbr. ákvæði 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Ber því að staðfesta synjun sýslumanns á því að veita kæranda aðgang að þessum hluta skýrslunnar. </p> <p>Hvað varðar kafla skýrslunnar sem ber nafnið „samantekt frásagna vitna“ telur úrskurðarnefndin að 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga geti ekki komið í veg fyrir aðgang kæranda að þessum kafla skýrslunnar, en þar er almennt fjallað um það sem fram kom í viðtölum við ónafngreinda starfsmenn og einstök atvik ekki rakin.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun sýslumannsins á [...], dags. 3. febrúar 2012 á beiðni kæranda um aðgang að skýrslu Lífs og sálar ehf., dags. 23. mars 2011, þó að því undanskildu að veita ber kæranda aðgang að forsíðu og fyrstu blaðsíðu skýrslunnar, frásögn hans sjálfs á bls. 16-23 sem og kaflanum „samantekt frásagna vitna“ á bls. 24.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>             Sigurveig Jónsdóttir                                                       Friðgeir Björnsson</p> |
A-420/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012 | Kærð var meint synjun Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða á beiðni um afhendingu allra gagna er vörðuðu meint kynferðisbrot gagnvart dóttur kæranda á Sólheimum, vistheimili Skúlagötu 46 og víðar. Kæruheimild var ekki fyrir hendi þar sem ekki var um synjun að ræða, kæranda hafði verið boðinn aðgangur að þeim gögnum sem lágu fyrir hjá kærða. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 18. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-420/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 8. febrúar 2011 kærði [A], f.h. dóttur sinnar, [B], kt. [...], til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða á beiðni hans um afhendingu allra gagna er varði meint kynferðisbrot sem fötluð dóttir hans hafi orðið fyrir á Sólheimum, vistheimili Skúlagötu 46, og víðar. Fyrir liggur undirritað umboð [B] til handa kæranda þar sem honum er m.a. veitt heimild til að annast öll hennar „persónulegu mál“. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er starfrækt af Reykjavíkurborg og kærunni því í reynd beint að borginni.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Reykjavíkurborg með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 13. febrúar 2012, þar sem vísað er til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og kærða veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 21. febrúar. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Fresturinn til svara var síðar framlengdur til 5. mars að ósk kærða.</p> <p>Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 15. mars. Í bréfinu er rakið að þann 1. janúar 2011 hafi tekið gildi breytingar á lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992, sbr. lög nr. 152/2010, og hafi þá málefni fatlaðra verið flutt frá ríki til sveitarfélaga. Reykjavíkurborg hafi þá tekið m.a. við þeim verkefnum sem áður höfðu verið á höndum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík.</p> <p>Segir svo orðrétt í bréfinu:</p> <p>„Með bréfi kæranda, dags. 8. apríl 2011, til sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar óskaði kærandi eftir því að fá afhent öll gögn frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík varðandi dóttur hans sem og öll gögn frá veru hennar á Skúlagötu 46 sem er búsetuúrræði fyrir fatlaða. Þá fór kærandi fram á að fá afhentar allar dagbókarfærslur/gögn er vörðuðu dóttur hans frá þeim heimilum sem hún hefði verið vistuð á. Í símtali við framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða þann 13. apríl 2011 lýsti kærandi því yfir að hann hefði þegar fengið öll gögn varðandi búsetu dóttur hans að Skúlagötu 46 en hann hefði ekki undir höndum „bréf frá Dr. Tryggva Sigurðssyni sálfræðingi ásamt svarbréfi frá Jóni Heiðari Ríkharðssyni“ auk dagbókarfærslna, sbr. bréf til sviðsstjóra frá 8. apríl 2011.</p> <p>Þann 17. maí 2011 var haldinn fundur með kæranda og átti á þeim fundi að afhenda kæranda bréfið „Afhending persónulegra gagna“ (sem er meðfylgjandi) ásamt umræddum bréfum er kærandi hafði tilgreint að hann vantaði í símtali við framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða. Á fundinum neitaði kærandi að taka við bréfunum þar sem þau voru ekki afhent af tilteknum starfsmanni og gekk kærandi af fundinum.</p> <p>Kærandi hefur einnig óskað eftir dagbókarfærslu frá þeim heimilum sem dóttir hans hefur verið vistuð á en dóttir kæranda hefur búið í sértækum búsetuúrræðum, þ.e. á heimilum fyrir fatlað fólk sem þarfnast sértækrar þjónustu vegna fötlunar sinnar. Á slíkum heimilum eru stundum notaðar samskiptabækur/dagbækur til að koma upplýsingum á milli starfsfólks um daglegt starf. Þá hafa samskiptatöflur verið notaðar í sama tilgangi og hanga þær þá uppi í starfsmannarýmum. Eins og áður segir eru umræddar bækur/töflur notaðar til að koma upplýsingum á milli starfsmanna um daglegt líf [...] en auk þess hafa þær verið notaðar til að skrá upplýsingar um íbúa heimilisins s.s. um tannlæknaferðir og væntanlegar heimsóknir.</p> <p>Engin skylda hvílir á umræddum heimilum til að hafa slíka skráningu og er hvert heimili með sinn háttinn varðandi þetta. Umrædd gögn eru vinnuskjöl og hafa aðeins tímabundið gildi. Hafa slíkar bækur, sem og upplýsingar sem skráðar eru á samskiptatöflur, ekki verið varðveittar og er þeim eytt fljótlega eftir að skilaboðum hefur verið komið á framfæri. Því er ekki unnt að veita kæranda aðgang að þeim.</p> <p>Það er mat Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að óljóst sé hvaða gögn kærandi er að fara fram á að fá aðgang að og hefur hann ekki tilgreint hvaða gögnum hann er nú að óska eftir. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar telur sig ekki hafa synjað kæranda um afhendingu gagna en Velferðarsvið hefur ekki undir höndum öll þau gögn sem Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík hafði. Við yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga fór Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra yfir öll gögn er voru í þeirra vörslu. Samkvæmt upplýsingum sem bárust frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík voru eldri gögn frá skrifstofunni send til varðveislu á Þjóðskjalasafni Íslands og var kæranda leiðbeint um það á sínum tíma. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur ekki undir höndum önnur gögn frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík í máli [B] en framvísað er með bréfi þessu.</p> <p>Rétt er að fram komi að kærandi hefur átt fundi með starfsmönnum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar eftir fundinn þann 17. maí 2011. Nú síðast var haldinn fundur með kæranda mánudaginn 12. mars sl. og var sá fundur haldinn á skrifstofu réttindagæslumanns fatlaðs fólks í Reykjavík. Á þeim fundi var ákveðið að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar myndi afhenda kæranda þau gögn sem kærandi hafði neitað að móttaka þann 17. maí 2011 þ.e. bréf Dr. Tryggva Sigurðssonar, dags. 20. september 2005 og bréf Jóns Hreiðars Ríkharðssonar, dags. 25. febrúar 2005.“</p> <p>Með bréfi Reykjavíkurborgar fylgdu eftirfarandi gögn:<br /> 1. Geymsluskrá Þjóðskjalasafns Íslands: Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík.<br /> 2. Bréf [A], dags. 8. apríl 2011.<br /> 3. Afhending persónulegra gagna, dags. 17. maí 2011.<br /> 4. Svarbréf vegna umsóknar um umönnunargreiðslur, dags. 3. mars 2011.<br /> 5. Svarbréf vegna umsóknar um stuðningsþjónustu, dags. 22. febrúar 2011.<br /> 6. Svarbréf vegna umsóknar um búsetu, dags. 27. janúar 2011.<br /> 7. Umsókn um þjónustu, dags. 24. janúar 2011.<br /> 8. Afhending persónulegra gagna, dags. 31. október 2005.<br /> 9. Beiðni um gögn, dags. 5. október 2005.<br /> 10. Bréf Dr. Tryggva Sigurðssonar, dags. 20. september 2005.<br /> 11. Bréf Jóns Hreiðars Ríkharðssonar, dags. 25. febrúar 2005.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál til kæranda, dags. 16. mars 2012, var umsögn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar kynnt kæranda og óskað eftir afstöðu hans til þess hvort hann teldi afgreiðslu kærða fullnægjandi miðað við beiðni hans um gögn og honum veittur frestur til svara eða að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar til 23. mars. Erindið var ítrekað 11. apríl og þá veittur frestur til 20. apríl. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Mál þetta lýtur að beiðni kæranda um aðgang að öllum gögnum er varða meint kynferðisbrot sem fötluð dóttir kæranda hafi orðið fyrir á tilgreindu vistheimili og víðar, samkvæmt kæru málsins. Í bréfi kærða Reykjavíkurborgar kemur fram að borgin telji sig ekki hafa synjað kæranda um aðgang að gögnunum og hafi bent kæranda á að hluti þeirra gagna sem hann óski aðgangs að kunni að vera vistaður á Þjóðskjalasafni Íslands. Þá liggur fyrir í svarbréfi kærða að hluti þeirra gagna sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, þ.e. dagbókarfærslur og upplýsingar sem skráðar eru á samskiptatöflur, hefur ekki verið varðveittur sérstaklega þar sem slíkar upplýsingar hafi aðeins haft tímabundið vægi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki ástæðu til að draga framangreindar staðhæfingar Reykjavíkurborgar í efa.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum aðeins skylt að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum, en er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Þá er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan, sbr. 1. mgr. 9. gr. sömu laga.</p> <p>Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál og gildir hið sama um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af gögnum.</p> <p>Í 22. gr. upplýsingalaga er kveðið á um það að stjórnvöldum sé skylt að skrá mál, sem komi til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Það er sérstakt álitaefni sem leysa ber úr hverju sinni m.t.t. atvika máls og aðstæðna hvaða gögn það eru sem tengjast máli með það skýrum hætti að þau teljist til gagna máls í skilningi upplýsingalaga og beri að varðveita sem gögn í því máli í málaskrá, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. Þrátt fyrir framangreint verður ekki litið svo á að stjórnvaldi sé skylt að varðveita allar upplýsingar og gögn sem tengjast meðferð máls, ef þær hafa ekki þýðingu fyrir meðferð málsins eða afgreiðslu þess. Af hálfu Reykjavíkurborgar hefur verið vísað til þess að dagbókarfærslur og skráningar á upplýsingatöflur hafi aðeins haft tímabundið vægi fyrir útfærslu og framkvæmd daglegrar starfsemi.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Í málinu liggur fyrir að kæranda hefur verið boðinn aðgangur að þeim gögnum sem liggja fyrir hjá kærða, og hann hefur óskað aðgangs að, en kærandi virðist hins vegar hafa hafnað því að taka við gögnunum. Hluti þeirra gagna sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að er hins vegar ekki fyrirliggjandi hjá kærða.</p> <p>Af framangreindu leiðir að í málinu liggur ekki fyrir synjun Reykjavíkurborgar á afhendingu fyrirliggjanda gagna. Af þessum sökum ber að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [A], f.h. [B], á hendur Reykjavíkurborg.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>               Sigurveig Jónsdóttir                                                    Friðgeir Björnsson</p> |
A-419/2012. Úrskurður frá 18. júní 2012 | Kærð var sú ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja um aðgang að skýrslum fimm einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Þagnarskylda. Synjun staðfest. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p><strong> </strong>Hinn 18. júní 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-419/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 19. janúar 2012, kærði [A] lögfræðingur ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 30. desember 2011, um að synja aðgangi að skýrslum fimm nafngreindra einstaklinga í skjalasafni rannsóknarnefndar Alþingis. Nánar tiltekið er um að ræða eftirfarandi skýrslur:        </p> <p> </p> <p>1. Skýrslu [B], frá 6. október 2009.</p> <p>2. Skýrslu [C], frá 1. október 2009.</p> <p>3. Skýrslu [D], frá 20. október 2009</p> <p>4. Skýrslu [E] frá 22. október 2009.</p> <p>5. Skýrslu [F], frá 26. október 2009.</p> <p> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Atvik málsins eru þau að með bréfi til Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 4. nóvember 2011, óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum og skjölum sem tengdust Kaupþingi, hvort heldur þau væru á rafrænu eða prentuðu formi, sem rannsóknarnefnd Alþingis aflaði og/eða hafði undir höndum í tengslum við gerð skýrslu sinnar sem skilað var 12. apríl 2010.</p> <p> </p> <p>Í bréfi kæranda til þjóðskjalasafnsins kom fram að nánar tiltekið væri óskað eftir aðgangi að  skýrslum sem nefndin hefði tekið af stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings og eftir atvikum öðrum aðilum þar sem Kaupþing hefði verið til umræðu, tölvupóstsamskiptum og öðrum skriflegum samskiptum hvort heldur innbyrðis eða við aðra aðila, fundargerðir stjórnar Kaupþings og nefnda bankans, þ. á m. lánanefnda Kaupþings, lánasamningum, minnisblöðum, lögfræðiálitum, skýrslum endurskoðenda, lausafjárskýrslum o.fl. er við kæmi bankanum. Í viðhengjum við bréfið voru nánar tilgreind gögn sem óskað var aðgangs að.</p> <p> </p> <p>Í beiðni kæranda var vísað til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, 9. gr. laga nr. 66/1985, um þjóðskjalasafn, og 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Jafnframt var vísað til þess að þær upplýsingar sem vísað væri til og birtar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis væru þess eðlis að trúnaðarreglur og þagnarskylda giltu ekki um upplýsingarnar, burtséð frá því hvort slíkar reglur eða skuldbindingar hefðu á einhverjum tímapunkti hvílt á upplýsingunum eða bankanum. Ennfremur var m.a. bent á að Kaupþing væri undir stjórn skilanefndar og hefði ekki fjárhagslega eða viðskiptalega hagsmuni af því að halda leyndum upplýsingum um atburði sem áttu sér stað fyrir október 2008.</p> <p> </p> <p>Í beiðninni var einnig vísað til 7. gr. upplýsingalaga, um aðgang að hluta skjals, innihéldi hluti gagnanna upplýsingar sem féllu undir þagnarskyldu, t. a. m. skv. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.</p> <p> </p> <p>Að lokum var þess óskað að Þjóðskjalasafn Íslands tilkynnti hvenær gera mætti ráð fyrir því að gögnin yrðu gerð aðgengileg. Í bréfinu sagði svo orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Til þess að hraða viðbrögðum og með hliðsjón af 9. gr. laga nr. 37/1993, er ekki óskað eftir einu heildarsvari vegna allra tilgreindra skjala, heldur, eftir því sem Þjóðskjalasafnið tekur ákvörðun um hóp skjala og/eða um einstakt skjal, að slík ákvörðun verði gerð undirrituðum kunn við fyrsta tækifæri.“</p> <p> </p> <p>Þjóðskjalasafn Íslands afgreiddi beiðni kæranda í þremur hlutum og lýtur þetta mál, eins og rakið er hér að framan, að synjun safnsins, dags. 30. desember 2011, um aðgang að skýrslum fimm nafngreindra einstaklinga. Í tilvitnaðri ákvörðun segir m.a. svo:</p> <p> </p> <p>„Þjóðskjalasafn hefur í fyrstu lagt áherslu á að yfirfara skýrslur fyrrverandi starfsmanna og stjórnenda Kaupþings hf. og liggur nú fyrir afstaða safnsins varðandi aðgang að skýrslum eftirfarandi einstaklinga:</p> <p> </p> <p> - [B], skýrsla dags. 22. okt. 2009.</p> <p> - [C], skýrsla dags. 26. okt. 2009.</p> <p> - [D], skýrsla dags. 6. okt. 2009.</p> <p> - [E], skýrsla dags. 20. okt. 2009.</p> <p> - [F], skýrsla dags. 1. okt. 2009.</p> <p> </p> <p>Eftir yfirferð ofangreindra skýrslna er ljóst að þær eru að efni til sambærilegar þeirri skýrslu sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjallaði um í máli nr. A-387/2011 og að þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eigi við um skýrslurnar í heild sinni. Að þessu virtu og með vísan til 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er Þjóðskjalasafni óheimilt að veita aðgang að umræddum skýrslum.</p> <p> </p> <p>Með vísan til alls framangreinds er beiðni yðar um aðgang að ofangreindum skýrslum fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hafnað.“</p> <p> </p> <p>Í bréfinu var því næst vakin athygli á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og tekið fram að starfsmenn safnsins myndu halda yfirferð umbeðinna skýrslna áfram í byrjun janúarmánaðar 2012 og yrði greint frá afgreiðslu safnsins jafnskjótt og niðurstaða lægi fyrir.</p> <p> </p> <p>Eins og áður segir var þessi ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 19. janúar 2012.</p> <p> </p> <p>Í kærunni segir m.a. orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Synjun Þjóðskjalasafns Íslands var byggð á því að skýrslur þær sem óskað var eftir væru sambærilegar að efni til þeirri skýrslu sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjallaði um í málinu nr. A-387/2011 og að þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eigi við um skýrslurnar í heild sinni. Upplýsingabeiðandi er í ómögulegri aðstöðu til þess að meta efni skýrslunnar, en tók þó fram, í beiðni sinni um aðgang að upplýsingunum, að kæmi í ljós að hluti þeirra gagna eða hluti framburða einhverra einstaklinga lyti sérstakri lögmæltri þagnarskyldu á grundvelli 58. gr. laga nr. 161/2002 væri farið fram á aðgang með hliðsjón af 7. gr. laga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Í samræmi við 7. gr. laga nr. 50/1996 ber að veita aðgang að þeim hluta skjals sem takmarkanir á upplýsingarétti eiga ekki við. Þegar upplýsingar um viðskipta- og einkamálefni viðskiptavina, sbr. ákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, er að ræða í skjali bæri stjórnvaldi því að afmá nöfn viðskiptavinanna og veita aðgang að skjalinu án þeirra auðkenna. Jafnvel þó að meirihluti skjals kunni að vera bundinn aðgangs takmörkunum á grundvelli upplýsingalaga<span> </span> breytir það í engu að aðgangur á grundvelli 7. gr. skuli leyfður. Þá verður að líta til þess að þrátt fyrir að stjórnvald telji þær upplýsingar sem ekki eru bundnar takmörkunum það veigalitlar eða í samhengi heildarskjalsins ekki þess eðlis að þær hafi þýðingu eða jafnvel tekur þá afstöðu að efni skýrslunnar á stöku stað lúti ekki þagnarskyldu að stjórnvald geti ekki tekið ákvörðun um að hafna aðgang að skjalinu í heild samhengisins vegna. Enda er það ekki stjórnvalds að meta hvort viðtakandi upplýsinganna þyki þær veigalitlar. Þannig geta t.a.m. þær upplýsingar sem rannsóknarnefnd spurði einstaklinga við skýrslutöku haft mikla þýðingu fyrir upplýsingabeiðanda<span> </span> þó að svörin sem veitt voru kunna að lúta þagnarskyldu á grundvelli 58. gr. laga nr. 161/2002, jafnvel geta upplýsingar um að ákveðnar grunnstaðreyndir s.s. að viðkomandi einstaklingur hafi verið undirmaður einhvers annars einstaklings hjá vinnuveitanda sínum á ákveðnu tímabili verið mikilvægar fyrir upplýsingabeiðanda og jafnvel forsenda þess að upplýsingabeiðandi óski eftir gögnunum.</p> <p> </p> <p>Að þessu sögðu er ítrekuð sú ósk að ákvörðun Þjóðskjalasafnsins frá 30. desember 2011 verði endurskoðuð og að veittur verði aðgangur að skýrslunum í heild eða a.m.k. þeim hluta skýrslnanna sem lúta ekki takmörkunum upplýsingalaga.“</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 24. janúar 2012 var Þjóðskjalasafni Íslands kynnt framkomin kæra og um leið gefinn frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu í trúnaði látin í té gögn málsins.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir kærða ásamt gögnum málsins bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 3. febrúar 2012. Þar segir m.a. orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Eins og rakið er í bréfi Þjóðskjalasafns, dags. 30. desember 2011, til lögfræðingsins hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál kveðið upp úrskurð í máli varðandi aðgang að skýrslu sem einstaklingur gaf fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, sbr. úrskurður nefndarinnar í máli nr. A-387/2011 frá 25. nóvember 2011. Ljóst er að sá úrskurður á við um eina þessara skýrslna. Um hinar skýrslurnar fjórar er það að segja að Þjóðskjalasafn fór ítarlega yfir umræddar skýrslur og var fyrrnefndur úrskurður nefndarinnar hafður til hliðsjónar við þá yfirferð. Eftir þá yfirferð var ljóst að niðurstaðan yrði sú sama og með sömu rökum og í fyrrnefndum úrskurði. Í stuttu máli þá eru skýrslurnar mislangar að lengd en lúta að langmestu leyti að viðskiptum Kaupþings hf. við aðila sem tilteknir eru í skýrslunum og umræddir starfsmenn höfðu aðkomu að. Að mati safnsins er um að ræða viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og upplýsingarnar sem þá varðar, þess efnis að þær falla undir framangreint þagnarskylduákvæði. Þótt efni skýrslnanna falli ekki með beinum hætti á einstökum stöðum undir þagnarskylduákvæðið verður að telja í ljósi efnis skýrslnanna og þess samhengis sem þessir efnisþættir skapa milli þeirra efnisþátta sem varða viðskiptamenn bankans beint að líta verði svo á að þagnarskyldan eigi við um skýrslurnar í heild sinni. Kemur því ekki til álita að veita aðgang að hluta skýrslnanna samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 6. febrúar 2012, kynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda framangreinda umsögn Þjóðskjalasafns Íslands og gaf honum kost á að koma á framfæri athugasemdum í tilefni af henni. Viðbrögð bárust ekki frá kæranda.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og rakið er hér að framan lýtur mál þetta að lögmæti synjunar Þjóðskjalasafns Íslands á aðgangi að skýrslum fimm tilgreindra einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Heimild kæranda til að kæra synjun Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að finna í 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærandi byggir heimild sína til að fá aðgang að skýrslunni einkum á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þjóðskjalasafnið byggir synjun sína um aðgang einkum á 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin telur rétt að gera í upphafi sérstaka grein fyrir efni þeirra lagagreina sem helst reynir á í málinu.</p> <p> </p> <p>Um störf Rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað í lögum nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Í 5. mgr. 17. gr. þeirra laga segir orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Að rannsókn nefndarinnar lokinni skulu gögn, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, færð á Þjóðskjalasafn Íslands. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.“</p> <p> </p> <p>Tilvitnuðu ákvæði var bætt við frumvarp til laganna við þinglega meðferð þess að tilstuðlan allsherjarnefndar. Í áliti nefndarinnar sagði m.a.:</p> <p> </p> <p>„Þá komu einnig fram ábendingar fyrir nefndinni um að í frumvarpinu sé ekki fjallað um hvernig háttað skuli varðveislu þeirra gagna sem aflað er vegna rannsóknarinnar og aðgangi almennings að þeim. Nefndin leggur því til að skýrt verði kveðið á um hvernig fari um þessi atriði og leggur til að við 17. gr. frumvarpsins verði bætt ákvæði sem fjalli sérstaklega um það að gögn skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands að störfum nefndarinnar loknum, sem og að um aðgang að þeim þar fari eftir ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í framangreindu mundi m.a. felast að við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að umræddum gögnum yrði að meta hvort rétt væri að takmarka aðgang með vísan til 5. gr. upplýsingalaga um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Um aðgang að gögnum um slík málefni færi einnig eftir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þess efnis að takmarkanir á aðgangi að gögnum falli niður 80 árum eftir að þau urðu til. Við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að gögnum bæri og að virða ákvæði laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þar á meðal ákvæði 7. gr. um sanngirni og meðalhóf.“ (Alþt. 2008-2009, A-deild, bls. 1567-1568.)</p> <p> </p> <p>Með ákvæði 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 hefur löggjafinn með skýrum hætti kveðið á um að þau gögn sem rannsóknarnefndin aflaði vegna rannsóknar sinnar skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands og að um aðgang að þeim skuli fara eftir ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Í 3. gr. í II. kafla upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p> </p> <p>Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1. mgr. 58. gr. segir:</p> <p> </p> <p>„Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p> </p> <p>Í 2. mgr. 58. gr. segir svo:</p> <p> </p> <p>„Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“</p> <p> </p> <p>Samkvæmt síðast tilvitnuðu ákvæði flyst sú þagnarskylda sem kveðið er á um í 1. mgr. 58. gr. yfir á þann sem veitir viðtöku þeim upplýsingum sem undir ákvæðið falla. Samkvæmt þessu er Þjóðskjalasafn Íslands bundið þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar sem rannsóknarnefnd Alþingis færði safninu til varðveislu að því leyti sem þær upplýsingar falla undir 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Eins og sjá má af texta 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 þá hvílir þagnarskylda á öllu því sem starfsmennirnir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns „og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess“. Samkvæmt orðalagi sínu veitir þetta ákvæði því ekki vernd gegn því að upplýsingar séu veittar er varða fjármálafyrirtækið sjálft, heldur aðeins viðskiptamenn þess.</p> <p> </p> <p>Eins og að framan er rakið lýtur mál þetta að fimm skýrslum sem fyrrum starfsmenn Kaupþings banka hf. gáfu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Þeirra á meðal er skýrsla [E], sem gefin var 22. október 2009. Úrskurðarnefndin hefur áður staðfest ákvörðun Þjóðskjalasafnsins um synjun á aðgangi að þeirri skýrslu, sbr. úrskurð í máli nr. A-387/2011. Með vísan til rökstuðnings í þeim úrskurði er synjun Þjóðskjalasafnsins á afhendingu umræddrar skýrslu til kæranda í máli þessu einnig staðfest.</p> <p> </p> <p>Í tilefni af kæru máls þessa hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnt sér ítarlega skýrslur [F], dags. 26. október 2009, [B], dags. 6. október 2009, [D], dags. 20. október og [C], dags. 1. október. Skýrslurnar lúta að langmestu leyti að viðskiptum Kaupþings hf. við aðila sem tilteknir eru í skýrslunum og umræddir starfsmenn komu að. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hér um að ræða viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og upplýsingarnar að því er þá varðar þess efnis að þær falla undir þagnarskylduákvæði þessa lagaákvæðis. Þótt efni skýrslnanna á stöku stað falli ekki með beinum hætti undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 telur úrskurðarnefndin engu að síður að í ljósi efnis skýrslnanna og þess samhengis sem þessir efnisþættir skapa milli þeirra efnisþátta sem varða viðskiptamenn bankans beint verði að líta svo á að þagnarskyldan eigi við um skýrslurnar í heild sinni. Ekki er því tilefni til að leggja fyrir Þjóðskjalasafn Íslands að afhenda hluta gagnanna með vísan til 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Þjóðskjalasafni Íslands var því, með vísan til 2. mgr. 58. gr. þeirra laga, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/0008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja um aðgang að þeim.</p> <strong><br clear="all" /> </strong> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Þjóðskjalasafns Íslands um aðgang að skýrslum [E], dags. 22. október 2009, [F], dags. 26. október 2009, [B], dags. 6. október 2009, [D], dags. 20. október og [C], dags. 1. október, sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-415/2012. Úrskurður frá 20. apríl 2012 | Kærð var synjun Þingvallanefndar á afhendingu gagna er vörðuðu annars vegar forkaupsrétt nefndarinnar að sumarhúsi, þ.e. samþykktu kauptilboði í sumarhúsið, tölvupóstum milli nefndarmanna í Þingvallanefnd vegna forkaupsréttarins og bréfi lögmanns Þingvallanefndar til lóðarleigusamningshafa um að fallið væri frá forkaupsrétti og hins vegar aðgangi að dreifibréfum sumarhúsaeigenda, ásamt álitsgerð lögfræðings, en gögnin höfðu verið lögð fram á fundum Þingvallanefndar. Synjað var á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Ekki varð af kaupum þeim sem forkaupsrétturinn varðaði og skjölum þar að lútandi því ekki þinglýst. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga Gögn er varða ákvörðun um hvort beita skuli opinberum fjárheimildum til forkaupsréttar. Gögn hluti af fyrirsjáanlegum réttarágreiningi sem einstaklingar hafa aflað og kostað. Synjun staðfest að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 20. apríl 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-415/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvupósti, dags. 1. desember 2011, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun Þingvallanefndar, dags. sama dag, að hafna beiðni hans, dags. 16. nóvember, um aðgang að upplýsingum um skjöl sem til séu og skjöl sem lögð hafi verið fram á fundi Þingvallanefndar 26. ágúst 2011 vegna forkaupsréttar að [...] annars vegar og aðgang að gögnum vegna dreifibréfs frá sumarhúsaeigendum í [...], ásamt greinargerð lögfræðings, sem lögð hafi verið fram á fundi Þingvallanefndar 15. september 2011.</p> <p> </p> <p>Í kæru málsins er málsatvikum lýst á þá leið að þann 16. nóvember 2011 hafi kærandi sent tvö erindi til þjóðgarðsins á Þingvöllum og óskað eftir gögnum sem lögð höfðu verið fyrir Þingvallanefnd. Þjóðgarðsvörður hafi með tölvupósti dags. 1. desember hafnað því að afhenda umbeðin gögn. Kærunni fylgdi afrit af svari þjóðgarðsvarðar. Þar er beiðnum kæranda hafnað með vísan til 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Þingvallanefnd með bréfi, dags. 5. desember 2011, þar sem vísað var til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og kærða veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi. Var frestur til þess veittur til 12. desember en framlengdur til 19. sama mánaðar. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p> </p> <p>Þingvallanefnd svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 19. desember. Fylgigögn með bréfinu voru eftirfarandi:</p> <p>1.      Óútfyllt fyrirmynd lóðarleigusamnings Þingvallanefndar um lóð á Þingvöllum.</p> <p>2.      Samþykkt kauptilboð í sumarhús [...], dags. 20. júní 2011 og tölvupóstur löggilts fasteignasala til lögmanns Þingvallanefndar, dags. sama dag, með upplýsingum um samþykkt kauptilboð í sumarhús [...], og ósk um staðfestingu Þingvallanefndar á því hvort hún hyggist nýta forkaupsrétt.</p> <p>3.      Tölvupóstar milli nefndarmanna í Þingvallanefnd, dags. 6.-12. júlí 2011 og tölvupóstur til þjóðgarðsvarðar, dags. 12. júlí 2011, þar sem honum er tilkynnt að nefndin hafi samþykkt að falla frá forkaupsrétti. Sá tölvupóstur var lagður fram á fundi Þingvallanefndar, dags. 26. ágúst 2011.</p> <p>4.      Bréf lögmanns Þingvallanefndar, dags. 12. júlí 2011, til lóðarleigusamningshafa [...] um að fallið sé frá forkaupsrétti með tilteknum skilyrðum.</p> <p>5.      Sex nær samhljóða erindi eigenda frístundahúsa í landi [...]. Fjögur erindin eru dags. 1. september, eitt þann 19. september og eitt 28. þess mánaðar.</p> <p>6.      Álitsgerð [B] hrl., dags. 17. maí 2011, sem var fylgiskjal við erindi sumarhúsaeigenda til Þingvallanefndar, sbr. lið 6.</p> <p> </p> <p>Í bréfinu kemur fram að á fundi 26. ágúst 2011, þegar forkaupsréttur að [...] hafi verið til umræðu, hafi verið lagt fram samþykkt kauptilboð, dags. 16. júní 2011, í sumarhús sem standi á lóðinni, ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum o.fl. og bréf lögmanns Þingvallanefndar til eiganda sumarhússins, dags. 12. júlí 2011. Í hinu samþykkta kauptilboði komi fram upplýsingar um kaupanda og seljanda og um umsamið kaupverð eignarinnar sem og hver hafi gert tilboð í eignina og tilboðsfjárhæð. Ekki hafi hins vegar orðið af kaupunum. Er á því byggt af hálfu Þingvallanefndar að um sé að ræða upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga og þeir sem í hlut eigi hafi ekki veitt samþykki fyrir því að trúnaði verði aflétt af upplýsingunum. Kemur fram að Þingvallanefnd telji sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt, sérstaklega í ljósi þess að ekki hafi orðið af kaupunum. Kaupsamningnum hafi aldrei verið þinglýst og upplýsingarnar því ekki orðið aðgengilegar almenningi í þinglýsingabókum. Í ljósi þessa telji Þingvallanefnd að vegna 5. gr. upplýsingalaga sé henni ekki einungis heimilt að neita að afhenda umbeðin gögn, heldur beinlínis óheimilt að verða við beiðni um aðgang að þeim.</p> <p> </p> <p>Hvað varði dreifibréf frá sumarhúsaeigendum sem lagt hafi verið fram á fundi Þingvallanefndar þann 15. desember 2011 sé um að ræða persónuleg erindi frá lóðarleiguhöfum og hafi nefndin hafnað aðgangi að þeim á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Hið rétta sé að ekki hafi verið um dreifibréf að ræða heldur nokkur samhljóða erindi sem hafi borist persónulega frá eigendum sumarhúsa, þar sem m.a. hafi verið vísað til greinargerðar [B] og farið fram á rökstuðning fyrir tilteknum atriðum varðandi lóðarleigusamningana, einkum m.t.t. laga um frístundabyggð. Þá segir að þau gögn sem um ræði varði samningssamband eigenda sumarhúsanna við Þingvallanefnd en lóðarleigusamningarnir séu gerðir á einkaréttarlegum grundvelli. Þá bendi bréfin og meðfylgjandi lögfræðiálit til þess að fyrir hendi sé réttarágreiningur sem vera kunni að málsaðilar kjósi síðar að leiða til lykta fyrir dómstólum. Það kynni að skaða hagsmuni aðila ef gögn þar um yrðu gerð opinber á þessu stigi. Af þessum ástæðum telji nefndin að um sé að ræða gögn sem varði einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem eðlilegt og sanngjarnt sé að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, enda hafi þeir einstaklingar sem í hlut eigi ekki veitt samþykki sitt fyrir því að trúnaði af gögnunum verði aflétt.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál til kæranda, dags. 19. desember 2011, var umsögn Þingvallanefndar kynnt kæranda og honum veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar til 30. desember.</p> <p> </p> <p>Í tölvupósti kæranda, dags. 21. desember, er vísað til gildandi stefnumörkunar fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum fyrir árin 2004-2024 þar sem segi m.a. að stefnt sé að því að þjóðgarðurinn neyti forkaupsréttar þegar bústaðir bjóðist til sölu og taki yfir lóðir þegar leigusamningar renni út. Þá kemur fram í tölvupóstinum að Þingvallanefnd hafi um árabil jafnan fallið frá ótvíræðum forkaupsrétti sínum þegar sumarhús á ríkislóðum í þjóðgarðinum hafi gengið kaupum og sölum. Þegar skýringa hafi verið leitað á þeirri afstöðu hafi jafnan verið vísað til þess af hálfu þjóðgarðsins að söluverð umræddra eigna hafi verið svo hátt að ekki hafi verið á færi nefndarinnar að ganga inn í slík viðskipti. Í gegnum árin hafi þó verið standandi heimild í fjárlögum til handa Þingvallanefnd að kaupa eignir innan þjóðgarðsins.</p> <p> </p> <p>Segir svo að til þess að almenningur geti metið sjálfstætt þau fjárhagslegu rök sem færð séu fyrir því að falla frá samþykktri stefnu um að beita forkaupsrétti þurfi að upplýsa hvert söluverð eignanna sé. Í því tilfelli sem um ræði hafi nú komið fram í svari Þingvallanefndar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekkert hafi orðið af umsömdum kaupum á húsinu að [...]. Jafnframt liggi þó fyrir að Þingvallanefnd hafi þegar tekið þá ákvörðun í málinu að falla frá forkaupsrétti sínum. Af þeirri ástæðu sé þess áfram krafist að nefndinni verði gert að afhenda afrit gagnanna sem um ræðir eða að minnsta kosti þann hluta þeirra þar sem kaupverðið kemur fram. Í ljósi þeirra kringumstæðna að um sé að tefla eign á ríkislóð í þjóðgarði geti hagsmunir leiguliðans ekki vegið þyngra en þeir hagsmunir almennings að ákvarðanir Þingvallanefndar séu honum gagnsæjar. Þá er því hafnað að umrædd gögn geti verið undanþegin upplýsingaskyldu samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Með bréfi dags. 16. mars 2012, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því við Þingvallanefnd að úrskurðarnefndinni yrði sendur í trúnaði t<span>ölvupóstur, dags. 6. júlí 2011, þar sem Þingvallanefnd féll frá forkaupsrétti að [...], en vísað var til tölvupóstsins í fundargerð nefndarinnar, dags. 26. ágúst 2011. Gögn þessi fylgdu hins vegar ekki</span> <span>með umsögn kærða, dags. 19. desember 2012. Þá óskaði nefndin einnig eftir því að send yrðu afrit bréfa frá sumarhúsaeigendum í [...], sbr. fundargerð Þingvallanefndar, dags. 15. september 2011, þar sem vísað er til erindanna, en gögnin fylgdu ekki með umsögn kærða, dags. 19. desember 2012. Frestur var veittur til 26. mars og bárust gögnin nefndinni 27. mars.</span></p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Mál þetta lýtur að synjun Þingvallanefndar á afhendingu gagna sem til eru og lögð voru fram á fundi Þingvallanefndar 26. ágúst 2011 vegna forkaupsréttar að [...] annars vegar og hins vegar aðgangi að gögnum vegna dreifibréfs frá sumarhúsaeigendum í [...], ásamt greinargerð lögfræðings, sem lögð var fram á fundi Þingvallanefndar 15. september 2011. Synjun Þingvallanefndar byggist í báðum tilvikum á 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Þau gögn sem Þingvallanefnd hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál undir meðferð málsins eru talin upp í sex töluliðum hér að framan. Þar er í fyrsta lagi um að ræða fyrirmynd að lóðarleigusamningi Þingvallanefndar við lóðarleigutaka. Umræddur samningur er ekki meðal þeirra gagna sem kæranda hefur óskað aðgangs að. Verður því í úrskurði þessum ekki tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að honum.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt „sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“</p> <p> </p> <p>Þingvallanefnd hefur byggt ákvörðun um synjun umbeðinna gagna á 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði er óheimilt að „veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á því hvaða fjárhagsmálefni einstaklinga séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þau fari leynt, að óheimilt sé að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.</p> <p> </p> <p>Með hliðsjón af síðastgreindu orðalagi hefur úrskurðarnefndin litið svo á, að samningar einstaklinga um kaup og sölu fasteigna og lausafjár, sem geymi upplýsingar um kaup- og söluverð, svo og upplýsingar um greiðsluskilmála, séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar í málinu nr. A-231/2006. Sérstaklega ber að hafa í huga í þessu samhengi að ákvæðum greinarinnar er ætlað að koma í veg fyrir að veittar séu upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni nafngreindra einstaklinga eða lögaðila.</p> <p> </p> <p>Á hinn bóginn byggist ákvæði 5. gr. upplýsingalaga einnig á því að hverju sinni fari fram mat á þeim hagsmunum sem tryggðir eru með ákvæðinu annars vegar og hagsmunum almennings af aðgangi að gögnum sem fyrir liggi hjá stjórnvöldum hins vegar. Slíkt hagsmunamat getur leitt til þeirrar niðurstöðu að veita beri aðgang að gögnum samkvæmt meginreglu 3. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir að þau geymi að einhverju leyti upplýsingar um einkamálefni. </p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Fyrir liggur að ekki varð af afsali lóðarréttinda eða öðrum samningum samkvæmt kauptilboði því sem lagt var fyrir Þingvallanefnd vegna sumarhúss [...]. Skjölum þar að lútandi hefur þar af leiðandi ekki verið þinglýst. Á meðan svo er stendur ákvæði 5. gr. upplýsingalaga því í vegi að almenningi verði veittur aðgangur að umræddu kauptilboði hjá Þingvallanefnd, enda koma þar fram ýmsar upplýsingar sem varða bæði seljanda og kaupanda umrædds sumarhúss. Ber því að synja beiðni kæranda um aðgang að þessum upplýsingum. Í þessu felst nánar tiltekið að staðfesta ber synjun Þingvallanefndar á því að afhenda gögn sem tilgreind eru undir tölulið 2 hér að framan, þ.e. „Samþykkt kauptilboð í sumarhús [...], dags. 20. júní 2011 og tölvupóstur löggilts fasteignasala til lögmanns Þingvallanefndar, dags. 20. júní 2011.“</p> <p> </p> <p>Annað kann að gilda um önnur gögn málsins svo sem bréfaskipti eða tölvupóstsamskipti Þingvallanefndar og þeirra aðila sem hlut eiga þar að máli, enda geymi þau ekki upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt er að leynt fari skv. nefndu lagaákvæði. Í þessu ljósi telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að veita beri kæranda aðgang að skjölum sem tilgreind eru undir töluliðum 3 og 4, að því undanskildu að afmá ber nafn fyrirhugaðs kaupanda (móttakanda á framsali lóðarleigusamnings) úr þeim. Á hinn bóginn er ekki þörf á því vegna einkahagsmuna þeirra einstaklinga sem um ræðir að haldið sé leyndri þeirri fjárhæð sem fram kemur í tölvupósti formanns Þingvallanefndar til annarra nefndarmanna. Skiptir hér máli að upplýsingar um þá fjárhæð varpa ljósi á ástæður sem Þingvallanefnd byggir á við ákvörðun um hvort beita skuli opinberum heimildum til forkaupsréttar að eignum í Þjóðgarðinum eða ekki.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Kemur þessu næst til skoðunar réttur kæranda til aðgangs að sex sambærilegum bréfum frá sumarhúsaeigendum ásamt greinargerð lögfræðings, sem lögð var fram á fundi Þingvallanefndar 15. september 2011, sbr. skjöl sem tilgreind eru í töluliðum 5 og 6 hér að framan.</p> <p> </p> <p>Um er að ræða samhljóða erindi sex nafngreindra einstaklinga til Þingvallanefndar þar sem m.a. er vísað til lögfræðiálits [B] hrl., dags. 17. maí 2011, vegna undirritunar nýs lóðarleigusamnings og ágreinings sumarhúsaeigenda í [...] við Þingvallanefnd um efni samningsins. Í bréfunum er farið fram á rökstuðning Þingvallanefndar um tiltekin atriði og kemur fram í lögfræðiálitinu að synji nefndin slíkri beiðni sé rétt að leita til umboðsmanns Alþingis. Erindin varða augljóslega réttarágreining umræddra einstaklinga við Þingvallanefnd og lögfræðiálit sem þessir einstaklingar hafa aflað og kostað í tengslum við hann. Í þessu ljósi telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að sanngjarnt sé og eðlilegt með tilliti til hagsmuna þeirra einstaklinga sem erindin sendu og öfluðu lögfræðiálits þeim til stuðnings, að gögnin fari leynt.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Þingvallanefnd ber að veita kæranda, [A], aðgang að þeim gögnum sem tilgreind eru í tölulið 3 í kafla úrskurðar þessa um málsmeðferð, þ.e. tölvupóstum milli nefndarmanna í Þingvallanefnd, dags. 6.-12. júlí 2011 og tölvupóst til þjóðgarðsvarðar, dags. 12. júlí 2011, þar sem honum er tilkynnt að nefndin hafi samþykkt að falla frá forkaupsrétti. Áður en gögnin eru afhent ber þó að afmá úr þeim nafn fyrirhugaðs kaupanda (móttakanda á framsali lóðarleigusamnings að [...]). Að öðru leyti er synjun Þingvallanefndar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum staðfest.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center"></p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-416/2012. Úrskurður frá 20. apríl 2012 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins á aðgangi að skrá yfir þá muni sem tilteknum starfsmanni ráðuneytisins og eiginkonu hans voru bættir eftir að þeir eyðilögðust við flutning til Bandaríkjanna árið 2011. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Friðhelgi heimilis. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 20. apríl 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-416/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 9. janúar 2012, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 5. janúar, að synja beiðni hans, dags. 19. desember 2011, um aðgang að skrá yfir þá muni sem [B] voru bættir eftir að þeir eyðilögðust við flutning til Bandaríkjanna árið 2011.</p> <p> </p> <p>Í kæru kemur fram að aðeins sé beðið um skrá yfir þá muni sem bættir voru, að fjárhæðir í málinu hafi komið fram opinberlega og að fjárhagsstaða umræddra einstaklinga sé þannig kunn og að lokum að það geti aldrei orðið leynilegt hvernig opinberu fé sé varið.</p> <p> </p> <p>Í bréfi utanríkisráðuneytisins þar sem beiðni kæranda er synjað kemur fram að umræddir einstaklingar hafi orðið fyrir altjóni þegar búslóð þeirra eyðilagðist í flutningum. Gögn þau sem beðið sé um séu til þess fallin að veita vísbendingar um eignir og fjárhagsstöðu tiltekinna einstaklinga umfram það sem fyrri málsliður 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 leyfi. Af því leiði að ráðuneytið telji sér skylt að takmarka aðgang að gögnunum.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send utanríkisráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 13. janúar 2012, þar sem vísað er til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og kærða veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 25. janúar. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p> </p> <p>Kærði svaraði kæru kæranda með bréfi, dags. 20. janúar. Með bréfinu fylgdi bréf lögmanns [B] og [C], sem og samantekt [B] yfir þá muni sem voru í gámnum þegar tjónið varð, auk ljósmynda, verðmats einstakra muna og heildarmats á tjóninu.</p> <p> </p> <p>Er því í upphafi lýst að málið varði synjun um afhendingu gagna varðandi tjón sem hafi orðið á búslóð starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Kemur fram að beiðnin lúti að gögnum um eigur starfsmannsins og eiginkonu hans sem verið var að flytja utan vegna starfa starfsmannsins við Sendiráð Íslands. Ráðuneytið hafi frá upphafi litið svo á að óheimilt sé að veita aðgang að gögnunum, enda sé um að ræða gögn er varði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, sbr. ákvæði 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga. Í bréfinu segir svo orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Í umbeðnum gögnum er að finna yfirlit yfir búslóðarmuni [B] og eiginkonu hans ásamt mati á verðmæti hvers hlutar og heildarvirði muna. Afhending gagnanna myndi því fela í sér upplýsingagjöf um eignir og fjárhagsstöðu umræddra einstaklinga, sem gæfi sterkar vísbendingar um heildareignir hjónanna. Auk þess feli gögnin í sér upplýsingar um einkamálefni hjónanna sem varða sérstaklega heimili þeirra.</p> <p> </p> <p>Í tilefni af 2. tölulið í erindi kæranda til úrskurðarnefndarinnar dags. 9. janúar sl. vill ráðuneytið taka fram að um heildarbætur til [B] og eiginkonu hans hefur ekki verið upplýst opinberlega né heldur um mat á verðmæti búslóðarinnar. Þær upplýsingar sem birst hafa um umfang tjónsins hafa byggt á tilgátum fjölmiðla með vísan til fjáraukalagabeiðni fjármálaráðuneytisins.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 23. janúar, var kæranda kynnt umsögn utanríkisráðuneytisins vegna kærunnar. Var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar til 30. janúar.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 22. janúar, sem barst 24. janúar, bárust athugasemdir kæranda vegna málsins og er í þeim vísað til umfjöllunar í fjölmiðlum. Ekki bárust frá kæranda athugasemdir við umsögn ráðuneytisins, dags. 20. janúar.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 20. mars, sendi úrskurðarnefndin utanríkisráðuneytinu bréf þar sem óskað var eftir því að send yrðu, í trúnaði, gögn um þá muni sem bættir voru vegna tjónsins og heildarbótafjárhæð, en með fyrra bréfi ráðuneytisins höfðu aðeins fylgt gögn sem stöfuðu frá [B], þ.e. listar og verðmat yfir þá muni sem í gáminum voru.</p> <p> </p> <p>Með tölvupósti, dags. 29. mars, barst úrskurðarnefndinni frá utanríkisráðuneytinu undirrituð tjónskvittun og fullnaðaruppgjör utanríkisráðuneytisins annars vegar og [B] og [C] hins vegar, dags. 14. nóvember 2011. Í gagninu kemur fram að um er að ræða samkomulagsbætur og fullnaðargreiðslu, sem byggð er á fyrirliggjandi gögnum málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta lýtur að synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að skrá yfir þá muni sem [B] og eiginkonu hans voru bættir, eftir að þeir eyðilögðust við flutning til Bandaríkjanna árið 2011.</p> <p> </p> <p>Meginregla upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum hjá stjórnvöldum kemur fram í 3. gr. laganna. Sá upplýsingaréttur sem þar er kveðið á um sætir takmörkunum samkvæmt nánari fyrirmælum 4.-6. gr. upplýsingalaga. Í máli þessu reynir á hvort þær upplýsingar sem fram koma í umræddum gögnum teljist upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt fyrri málslið 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það myndi takmarka mjög upplýsingaréttinn ef allar upplýsingar sem snerta einkahagsmuni einstaklinga væru undanþegnar. Er þeirri stefnu fylgt að láta meginregluna um upplýsingarétt taka til slíkra upplýsinga, en með þeim takmörkunum sem gera verður m.a. til að tryggja friðhelgi einkalífs, sbr. 5. gr. Upplýsingarétturinn verður almennt ekki takmarkaður samkvæmt ákvæðinu nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingarnar eru veittar.</p> <p> </p> <p>Í málinu liggur fyrir skrá [B] yfir þá muni sem voru í gámi þeim sem tjón varð á, sem og verðmat hans á umræddum munum og samantekt heildartjóns. Þá liggur fyrir fullnaðaruppgjör utanríkisráðuneytisins vegna tjónsins, þar sem fram kemur sú fjárhæð sem greidd var á grundvelli samkomulags vegna tjónsins. Fjárhæðin tekur mið af þeim gögnum sem lágu fyrir í málinu um verðmat einstakra hluta og heildartjóni, en þar sem um samkomulagsbætur var að ræða liggur ekki fyrir frekari sundurliðun á þeirri fjárhæð sem greidd var vegna tjónsins, eða eiginlegur listi yfir þá muni sem bættir voru, eins og beiðni kæranda lýtur að. Af gögnum málsins er jafnframt ljóst að sú fjárhæð sem greidd var samkvæmt tjónskvittun er ekki sú sama og kemur fram í gögnum málsins að sé heildarmat [B] á tjóninu sem varð á búslóðinni, en fyrir liggur að einhverjum hlutum í búslóðinni var hægt að bjarga og nýta áfram.</p> <p> </p> <p>Umræddur listi myndar heildaryfirlit yfir búslóð hjónanna, persónulega muni og annað sem tilheyrir heimili fólks. Listanum er skipt upp í tilgreinda flokka:</p> <p> </p> <p>·         Listaverk</p> <p>·         Húsgögn, húsbúnað og aðra muni</p> <p>·         Föt, skartgripi og aðra muni</p> <p>·         Útivistarfatnað og annan búnað</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd lítur svo á að upplýsingar um þá muni sem tilgreindir eru í yfirliti starfsmanns Sendiráðs Íslands yfir búslóð hans og verðmat hans á einstökum munum, sem og það samkomulag sem síðar var gert um bætur vegna tjónsins, varði bæði einkahagsmuni og fjárhagsmálefni starfsmannsins og eiginkonu hans og friðhelgi heimilis þeirra. Upplýsingar um alla þá muni sem mynduðu búslóð viðkomandi aðila tengjast mjög náið persónu þeirra, persónulegum óskum og þörfum sem og heimili þeirra í heild, en friðhelgi heimilis er sérstaklega vernduð með 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.</p> <p> </p> <p>Markmiði upplýsingalaga um að almenningur geti fengið upplýsingar um ráðstöfun almannafjár getur í þessu tilviki ekki leitt til þess að gengið sé svo langt að heimila birtingu heildarupplýsinga um alla muni búslóðar einstaklinga, en eins og gögn málsins eru framsett kemur ekki til álita að heimila aðgang að hluta þeirra, enda hefur kærandi ekki óskað eftir því að fá upplýsingar um heildargreiðslu vegna tjónsins. Til að unnt yrði að verða við beiðni kæranda yrði að veita honum aðgang að heildarlista yfir búslóð viðkomandi aðila. Úrskurðarnefndin lítur hins vegar svo á, eins og áður segir, að í þessu tilviki sé um að ræða upplýsingar sem eðlilegt sé að leynt fari.</p> <p> </p> <p>Með vísan til þess sem að framan er rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að staðfesta beri synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins frá 5. janúar 2012 að synja kæranda, [A], um aðgang að lista yfir þá muni búslóðar starfsmanns utanríkisráðuneytisins sem bættir voru eftir vegna tjóns á þeim við flutning til Bandaríkjanna.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center"></p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <span>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>          </span><span> </span>Friðgeir Björnsson</span> |
A-417/2012. Úrskurður frá 20. apríl 2012 | Kærð var synjun landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins á afhendingu efnahagsreikninga Bændasamtaka Íslands fyrir árin 2008-2010. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Ráðstöfun opinberra fjármuna. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 20. apríl 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-417/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvupósti, dags. 18. janúar 2012, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, dags. 12. janúar, að synja honum um aðgang að efnahagsreikningi Bændasamtaka Íslands fyrir árin 2008-2010, samkvæmt beiðni dags. 11. janúar.</p> <p> </p> <p>Í kæru málsins er málsatvikum lýst á þá leið að þann 11. janúar 2012 hafi kærandi sent sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu erindi þar sem hann hafi farið fram á að ráðuneytið veitti honum aðgang að ársreikningi og ársskýrslum Bændasamtaka Íslands. Í beiðninni hafi verið vísað til þess að Bændasamtökunum sé skylt samkvæmt ákvæði í Búnaðarsamningi að skila ársreikningi til ráðuneytisins. Með bréfi, dags. 12. janúar, afhenti ráðuneytið kæranda „þrjá síðustu ársreikninga Bændasamtaka Íslands sem fyrir liggja, þ.e. fyrir árin 2008 til 2010.“  Ráðuneytið undanskildi hins vegar efnahagsreikning samtakanna með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, með bréfi dags. 24. janúar 2012, þar sem vísað var til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og kærða veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 3. febrúar. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.</p> <p> </p> <p>Ráðuneytið sendi úrskurðarnefndinni umsögn um kæru málsins með bréfi, dags. 3. febrúar. Með bréfinu fylgdu ársreikningar Bændasamtaka Íslands fyrir árin 2008-2010, listi yfir verkefni í umsjá Bændasamtaka Íslands skv. búnaðarlagasamningi önnur en ráðgjafarþjónustu og listi yfir lögbundin verkefni samkvæmt búnaðarlögum og búnaðargjaldslögum.  Synjun á aðgangi gagna er í bréfi ráðuneytisins studd ákvæði 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Bréfi kærða fylgdi umsögn lögmanns Bændasamtaka Íslands, dags. 2. febrúar 2012, um kæru málsins. Í þeirri umsögn er því mótmælt að upplýsingaréttur almennings á grundvelli ákvæða upplýsingalaga nr. 50/1996 nái til afhendingar á efnahagsreikningi Bændasamtaka Íslands.</p> <p> </p> <p>Það er m.a. stutt þeim rökum að ákvæði upplýsingalaga taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hafi verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Bændasamtökin séu einkaaðili og heyri almennt ekki undir framkvæmdavaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Umbeðnar upplýsingar tengist ekki meintu stjórnsýsluhlutverki, sbr. 2. mgr. 1. gr. UPL, sem samtökunum kunni að hafa verið falið með lögum eða samningum. Að því leyti sem vera kunni að úrskurðarnefndin líti svo á að Bændasamtökunum hafi verið falið stjórnsýsluvald og falli af þeirri ástæðu undir gildissvið stjórnsýslulaga þá sé önnur starfsemi þeirra hins vegar lögunum óviðkomandi. Umbeðnar upplýsingar séu þar á meðal. Þá er af hálfu Bændasamtaka Íslands einnig byggt á því að gögn þau sem beðið er um varði ekki tiltekið mál, ekkert mál hafi verið til meðferðar hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytinu og skilyrði 3. gr. upplýsingalaga því að mati Bændasamtaka Íslands ekki uppfyllt. Er á því byggt að ársreikningar hafi verið afhentir kæranda umfram lagaskyldu. Slík afhending sé hins vegar ekki liður í tilteknu máli sem til meðferðar sé eða hafi verið hjá ráðuneytinu og varðað geti tilgreinda ákvörðun Bændasamtaka Íslands eða ráðuneytisins um rétt eða skyldur manna. Þá byggja Bændasamtök Íslands á því að gögn þau sem beðið er um varði mikilvæga fjárhags- og samkeppnishagsmuni samtakanna, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi benda Bændasamtök Íslands á að á þeim starfsmönnum sem hafi eftirlit með ráðstöfun ríkisfjármuna hvíli þagnarskylda um upplýsingar sem snerti fjárhags- og viðskiptahagsmuni eftirlitsskyldra aðila, sem þeir komist að í starfi sínu. Það varði lögaðila miklu að stjórnvald hagi eftirliti sínu og varðveislu upplýsinga á tryggilegan og vandaðan hátt svo að þeir verði ekki fyrir tjóni. Þetta feli m.a. í sér að stjórnvald, í þessu tilviki sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, virði þá reglu að afla ekki annarra upplýsinga við eftirlitið en þýðingu hafi fyrir hið lögboðna eftirlit og að ekki sé veittur aðgangur að þessum upplýsingum þannig að í bága fari við 5. gr. upplýsingalaga. Þá kemur fram í bréfinu að hafa verði í huga að á Bændasamtökum Íslands hvíli ekki lögboðin skylda til að skila ársreikningi til hlutafélagaskrár og aðgangur almennings að ársreikningi hans sé því ekki fyrir hendi líkt og almennt tíðkist og lögboðið sé varðandi önnur félagaform. Við skoðun efnahagsreiknings Bændasamtaka Íslands megi jafnframt glögglega sjá að þar sé að finna afar ítarlegar upplýsingar um rekstur og starfsemi samtakanna sem einkaaðila. Séu upplýsingarnar raunar mun ítarlegri en almennt megi finna í ársreikningi. Vegna þess hafi Bændasamtök Íslands af því verulega hagsmuni að umræddar upplýsingar verði ekki afhentar almenningi. Afhending þeirra kunni að leiða til verulegs tjóns fyrir samtökin, eins og nánar er útskýrt í bréfinu.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar til kæranda, dags. 6. febrúar, var kæranda gefinn frestur til 14. febrúar til að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar. Svar hans barst með bréfi kæranda, dags. 13. febrúar.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Mál þetta lýtur að synjun landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að efnahagsreikningi Bændasamtaka Íslands fyrir árin 2008-2010. Eins og gögn málsins bera með sér beinist beiðni kæranda einungis að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu en ekki að Bændasamtökum Íslands.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 gerir ráðherra samning við Bændasamtök Íslands til fimm ára í senn um verkefni samkvæmt lögunum. Þann 17. maí 2005 var gerður slíkur samningur „um verkefni samkvæmt búnaðarlögum nr. 70/1998 og um framlög ríkisins til [Bændasamtaka Íslands] á árunum 2006 til 2010.“ Í 5. mgr. 17. gr. samningsins, sem ber yfirskriftina „Eftirlit með samningi“ segir orðrétt: „Bændasamtök Íslands skila landbúnaðarráðuneytinu ársreikningi sem færður er í samræmi við lög um ársreikninga nr. 144/1999, með síðari breytingum.“ Af þessu má ljóst vera að ráðuneytið hefur umbeðin gögn undir höndum vegna stjórnsýslu sem því er falin með lögum. Engu skiptir hvort þær upplýsingar sem í þeim koma fram tengjast mögulegu stjórnsýslulegu hlutverki Bændasamtakanna eða ekki. Ráðuneytið hefur enda ekki byggt á því að það atriði skipti máli í þessu sambandi.</p> <p> </p> <p>Eins og fyrr greinir fylgdi umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál auk ársreikninganna þriggja listi yfir verkefni í umsjá Bændasamtaka Íslands skv. búnaðarlagasamningi önnur en ráðgjafarþjónustu og listi yfir lögbundin verkefni samkvæmt búnaðarlögum og búnaðargjaldslögum.  Kærandi hefur ekki beðið um aðgang að þessum listum. Verður því í úrskurði þessum ekki tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að þeim.</p> <p> </p> <p>Með bréfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins dags. 3. febrúar fylgdu ársreikningar Bændasamtakanna árin 2008-2010. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni umræddra ársreikninga.</p> <p> </p> <p>Í umræddum ársreikningum fyrir árin 2008 til 2010, sem eru 19 blaðsíður hver og einn, hefur ráðuneytið undanskilið bls. 6 til og með bls. 11. Í ársreikningunum eins og þeir voru afhentir kæranda hefur kærði því undanskilið efnahagsreikning, sjóðstreymi og skýringar. Í ársreikningunum er til viðbótar að finna efnisyfirlit, áritun óháðs endurskoðanda, skoðunarmanns, stjórnar og framkvæmdastjóra, þá er að finna rekstrar- og framkvæmdayfirlit og sundurliðanir á rekstrartekjum og rekstrargjöldum eftir sviðum samtakanna, þ.e. yfirstjórnar, skrifstofu, félagssviðs, útgáfu- og kynningarsviðs, ráðgjafarsviðs, skýrsluvélaþjónustu og forritunarþjónustu.</p> <p> </p> <p>Kærandi byggir kröfu sína um aðgang að framangreindum skjölum á  3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Eins og fram kemur í almennum athugasemdum við II. kafla frumvarps til upplýsingalaga nr. 50/1996 felur meginregla, sem byggist á almennum aðgangi að upplýsingum, í sér að sá sem upplýsinga beiðist þurfi ekki að tiltaka ástæður fyrir beiðni sinni eða hafa tengsl við mál sem óskað er gagna um.</p> <p> </p> <p>Ráðuneytið byggði synjun á aðgangi að umbeðnum upplýsingum á 5. gr. upplýsingalaga. Í bréfi ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 3. febrúar, er ennfremur tekið undir þær athugasemdir sem fram koma í bréfi lögmanns Bændasamtakanna og lúta að mikilvægum fjárhags- og samkeppnishagsmunum þeirra. Að öðru leyti hefur ráðuneytið ekki vísað til athugasemda sem fram koma í bréfi lögmanns Bændasamtakanna.</p> <p> </p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga segir: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“ Í máli þessu kemur því til skoðunar hvort upplýsingar sem fram koma í þeim gögnum sem kærði hefur hafnað aðgangi að, varði viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu eða aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.</p> <p> </p> <p>Upplýsingalög gera ráð fyrir því að metið sé í hverju tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi tjóni, verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta er virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra á metum; hagsmunir viðkomandi lögaðila eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 og úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-388/2011.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að beiðni kæranda varði að hluta til aðgang að gögnum um það hvernig opinberum fjármunum var ráðstafað af Bændasamtökum Íslands á grundvelli Búnaðarlagasamnings, dags. 17. maí 2005 vegna áranna 2006-2010. Þær upplýsingar má að vísu einnig fá úr öðrum gögnum, s.s. yfirliti sem Bændasamtökunum ber að skila skv. 3. mgr. 17. gr. áður nefnds samnings ráðherra og Bændasamtakanna frá 17. maí 2005, en fram hjá þessu sjónarmiði verður þó ekki að fullu litið við úrlausn máls þessa. Hér ber einnig að líta til þess að samkvæmt 4. mgr. 17. gr. umrædds samnings bar Bændasamtökunum að halda fjárreiðum sem samningurinn tók til aðgreindum í ársreikningi frá annarri starfsemi sinni. Jafnframt var samtökunum skylt að skila ráðuneytinu ársreikningi sínum, sem færður skyldi samkvæmt lögum um ársreikninga nr. 144/1994, með síðari breytingum, sbr. 5. mgr. sama samningsákvæðis.</p> <p> </p> <p>Af hálfu Bændasamtaka Íslands hefur komið fram að verði sá hluti ársreiknings samtakanna gerður opinber sem um ræðir muni það valda samtökunum tjóni. Úrskurðarnefndin telur í þessu sambandi einnig rétt að líta til hagsmuna annarra lögaðila sem í umræddum gögnum eru nefndir. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þær upplýsingar sem í reikningunum birtast m.t.t. þessa. Í þeim hluta sem haldið var leyndum má sjá hver eignarhlutur samtakanna í öðrum félögum, þ.m.t. hótel Sögu ehf. og hótel Íslandi ehf. Þar er ekki að öðru leyti fjallað um rekstur þessara félaga. Ársreikningar umræddra félaga eru hins vegar aðgengilegir í ársreikningaskrá fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra á grundvelli laga um ársreikninga nr. 3/2006. Í þessu ljósi verður ekki séð að upplýsingar í umbeðnum ársreikningum sem tengjast starfsemi Bændasamtakanna í hótelsrekstri eða öðrum rekstri varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni bændasamtakanna eða annarra að þær geti orðið samtökunum eða þeim lögaðilum sem þar eru nefndir til sérstaks tjóns verði þær gerðar opinberar, sbr. ákvæði 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<span> </span> Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamála er því að kærða beri að veita kæranda aðgang að ársreikningum Bændasamtaka Íslands fyrir árin 2008-2010 í heild sinni.<span> </span></p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu ber að afhenda [A] afrit af ársreikningum Bændasamtaka Íslands fyrir árin 2008-2010 í heild sinni. </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-418/2012. Úrskurður frá 20. apríl 2012 | Kærð var synjun Landspítala háskólasjúkrahúss á gögnum er vörðuðu opinber, en óútboðsskyld, innkaup spítalans á tilteknum vöruflokkum. Beiðni um gögn nægilega afmörkuð við tilgreind mál. Aðgangur aðila að gögnum er varða hann sjálfan. Ekki sýnt fram á að aðgangur að gögnunum gæti skaðað samkeppnisstöðu Landspítala eða hagsmuni viðskiptamanna spítalans, í samkeppni við kæranda. Ekki fallist á að aðgangur að gögnunum gæti verið til þess fallinn að valda fyrirtækjunum tjóni yrðu upplýsingarnar gerðar opinberar. Ráðstöfun almannafjár. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 20. apríl 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-418/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 24. janúar 2012, kærði [A] hdl., f.h. [B] ehf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun Landspítala háskólasjúkrahúss, dags. 19. janúar 2012, að synja beiðni hans, dags. 12. janúar það sama ár, um aðgang að eftirtöldum gögnum:</p> <p> </p> <p>Í fyrsta lagi, að öllum gögnum sem varða ákvörðun um að hefja innkaup á krepbindum frá fyrirtækinu [C] ehf., sérstaklega gögnum um hvernig staðið var að samanburði á verði á krepbindum með Oracle númerin 1001284, 1001288 og 1001289, sbr. fyrirmæli 22. gr. laga um opinber innkaup, til hversu margra söluaðila spítalinn hafi leitað áður en ákvörðun var tekin og hverjir það hafi verið.</p> <p> </p> <p>Í öðru lagi, að öllum gögnum sem varði þá ákvörðun Landspítala að hætta kaupum á gifsbómull með Oracle númerin 1000950, 1000951 og 1000292 af [B] á tímabilinu 6. – 21. júlí 2010 og beina innkaupum til annars aðila. Sérstaklega er óskað eftir gögnum sem sýna hvernig hafi verið staðið að samanburði á verði á gifsbómull í tengslum við þessa ákvörðun, sbr. fyrirmæli 22. gr. laga um opinber innkaup, til hversu margra söluaðila spítalinn hafi leitað áður en ákvörðun var tekin og hverjir það hafi verið.</p> <p> </p> <p>Í þriðja lagi, að öllum gögnum sem varða þá eða þær ákvarðanir Landspítala að hætta kaupum á grisjuhólkum með Oracle númerin 1052762, 1052763, 1052765, 1009180 og 1052761 af [B] á tímabilinu 10. maí 2010 til 6. júlí 2010 og beina innkaupum til annars aðila.</p> <p> </p> <p>Kemur fram í kærunni að [B] hafi, í bréfi dags. 12. janúar 2012, jafnframt óskað eftir því að Landspítali afhenti öll sams konar gögn og að framan er getið í sambærilegum málum frá árinu 2010, þ.e. gögn sem varði einstakar ákvarðanir um innkaup á heilbrigðisvörum á árinu 2010 og fóru fram á grundvelli 22. gr. laga um opinber innkaup. Í kærunni kemur fram að [B] hafi ákveðið að kæra ekki synjun Landspítala á þessari kröfu um aðgang að gögnum.</p> <p> </p> <p>Í kærunni er vísað til 1. gr., 3. gr. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og 22. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 varðandi aðgang að gögnum. Segir í kærunni að 22. gr. laga um opinber innkaup sé eina heimildin til innkaupa samkvæmt lögum um opinber innkaup þegar kaupfjárhæð sé undir svonefndum viðmiðunarfjárhæðum IV. kafla laga um opinber innkaup og eigi slík innkaup, sem falli undir ákvæði laganna, að fara fram með þeim hætti sem þar sé lýst. Segir svo orðrétt í kærunni:</p> <p> </p> <p>„Með vísan til þessa og þeirrar lýsingar á þeim þremur ákvörðunum sem kæra þessi lýtur að verður ekki um villst hvaða tilteknu mál sé átt við í skilningi 3. og 9. gr. upplýsingalaga enda eru ekki gerðar athugasemdir um ónákvæma tilgreiningu mála í bréfi Landspítalans frá 19. janúar 2012.</p> <p> </p> <p>Jafnframt er ljóst hver eru <u>einkum</u> þau gögn sem [B] leitar eftir varðandi hvert þessara mála enda kemur fram í áðurnefndri 22. gr. hvernig verklagi skuli háttað við innkaup sem fara fram á grundvelli greinarinnar. Í fyrsta lagi er um að ræða aðgang að gögnum sem sýna hvers vegna ákveðið er að hætta að skipta við [B] vegna hvers þessara þriggja mála. Í öðru lagi er um að ræða lista yfir þá aðila sem Landspítalinn ákveður að hafa samband við vegna hverra þessara kaupa í kjölfar þess að viðskiptum við [B] er hætt. Í þriðja lagi útsendar fyrirspurnir Landspítala vegna hverra þessara kaupa til hlutaðeigandi fyrirtækja, þ. á m. fyrirspurnir um tilboðsverð (og gæði eftir atvikum). Í fjórða lagi er um að ræða svör hlutaðeigandi fyrirtækja við fyrirspurnum Landspítala, þ. á m. tilboð send spítalanum. Í fimmta lagi er um að ræða lista eða annað skjal/skjöl Landspítala þar sem gerður er samanburður á tilboðum og helstu upplýsingar um þau greindar, þ. á m. til hversu langs tíma kaup eru gerð. Í sjötta lagi tilkynning um ákvörðun spítalans um innkaup á vöru af tilteknu fyrirtæki. Í sjöunda lagi er óskað eftir gögnum sem sýna þau sjónarmið sem spítalinn hefur haft að leiðarljósi við hverja þessara ákvarðana. Öll þessi gögn, þótt uppsetning þeirra geti verið með öðrum hætti en hér hefur verið rakið, hljóta að vera til enda er stjórnvöldum skylt að skrá mál, sem koma til meðferðar hjá þeim, á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg, sbr. 22. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Synjun Landspítala um aðgang að gögnum þeirra mála, sem kæran beinist að, er á því byggð að 3. og 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um gögnin. Að því er varðar 3. gr. laganna er því haldið fram að gögnin falli undir 5. gr. upplýsingalaga en þar segir m.a. að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Er sérstaklega tekið fram í bréfi spítalans til [B] að það sé mat hans að „gögn og upplýsingar sem opinber aðili hefur tekið saman um verð og afslætti frá hinum ýmsu fyrirtækjum, sbr. 22. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 [falli] tvímælalaust undir framangreint ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“ Varðandi ósk [B] á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga vísar spítalinn til 3. mgr. sömu greinar þar sem er að finna svipað undanþáguákvæði og í 5. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>[B] telur hvorugt nefndra undanþáguákvæða eiga við í máli þessu og vísar í því sambandi til fjölmargra úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál þar sem segir efnislega að það sjónarmið að almenn vitneskja um tilboð fyrirtækja í þjónustu við hið opinbera geti skaðað samkeppnisstöðu fyrirtækjanna og jafnvel samkeppnisstöðu hins opinbera verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Á þetta sjónarmið úrskurðarnefndar enn frekar við sé kærandi málsaðili samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Jafnframt telur [B] að synjun Landspítala um aðgang að gögnum byggi á ófullnægjandi lýsingu á beiðni fyrirtækisins í bréfi spítalans frá 19. janúar 2012. Í 6. mgr. bréfsins virðist spítalinn líta svo á að um sé að ræða gögn sem spítalinn „hefur tekið saman um verð og afslætti frá hinum ýmsu fyrirtækjum ...“. Hér er einungis farið rétt með að hluta því í bréfi fyrirtækisins frá 12. janúar 2012 er óskað eftir <u>öllum gögnum</u> sem varða tilteknar ákvarðanir og tekið fram að sérstaklega sé óskað eftir gögnum sem sýna hvernig staðið var að samanburði á verðum, til hversu margra söluaðila spítalinn hafi leitað áður en ákvörðun var tekin og hverjir það voru. Vitaskuld er verið að óska eftir upplýsingum um boðin verð og afslætti en beiðnin er hins vegar augljóslega mun víðtækari eins og áður segir. Virðist spítalinn hafa kosið að líta framhjá þessum þáttum beiðninnar í svari sínu.</p> <p> </p> <p>Synjun Landspítala um aðgang að gögnum er enn fremur byggð á því að umbeðin gögn séu „vinnuskjal“ sem einnig sé undanþegið upplýsingarétti samkvæmt 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga. Ekki er fyllilega skýrt hvað spítalinn á við með notkun orðsins „vinnuskjal“ í eintölu því hvert þessara þriggja mála hlýtur að samanstanda af nokkrum skjölum, sbr. m.a. umfjöllun í 4. mgr. bréfs þessa. Þannig ætti að vera útilokað að fyrirspurnir spítalans til seljenda vara sé sama skjalið og skjal þar sem samanburður tilboða er gerður. Þá hafnar [B] þeirri túlkun Landspítalans að um sé að ræða „vinnuskjal“ sem stjórnvald hafi ritað til eigin afnota og sé undanþegið upplýsingarétti. Þá ber að hafa í huga að undanþáguna ber augljóslega að skýra mjög þröngt enda er sérstaklega tekið fram í ákvæðinu að veita skuli aðgang að vinnuskjölum hafi þau að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað með öðrum hætti. Verður t.d. ekki annað séð en gögn um að hætta innkaupum af ákveðnu fyrirtæki feli í sér ákvörðun og falli þannig ekki undir undanþáguna. Sama sjónarmið hlýtur að gilda um gögn sem varða ákvörðun um að hefja innkaup á ákveðinni vöru af tilteknum aðila og önnur atriði sem vísað er til í 4. mgr. bréfs þessa. Þá ber og að hafa í huga að undanþágan á heldur ekki við um upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Loks ber að nefna að undanþágan varðar einungis aðgang almennings að gögnum en ekki aðgang málsaðila. Af öllum þessum ástæðum telur [B] að 1. málsl. 3. tl. 4. gr. eigi ekki við um úrlausn þessa, hvorki að hluta né öllu leyti.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Landspítala háskólasjúkrahúsi með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 27. janúar 2012, þar sem vísað er til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 8. febrúar. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrðu innan sama frests látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að. Frestur til að skila athugasemdum til úrskurðarnefndar var síðar framlengdur til 20. febrúar.</p> <p> </p> <p>Kærði sendi úrskurðarnefnd umsögn um kæru málsins, dags. 21. febrúar 2012 en með umsögninni fylgdu „öll gögn sem til eru um viðskipti Landspítala vegna gifsbómullar, grisjuhólka og krepbinda“ eins og í umsögninni segir. Í bréfi Landspítala er aðdragandi málsins reifaður. Segir svo að Landspítali krefjist þess að hluta krafna kæranda verði vísað frá þar sem þær hafi ekki komið fram áður og kærði því ekki haft tækifæri til að taka afstöðu til allra krafna er varði krepbindi, en ella að kröfum kæranda verði hafnað.</p> <p> </p> <p>Segir svo orðrétt í bréfinu:</p> <p> </p> <p>„Eins og sjá má á eftirfarandi upptalningu á kröfum kæranda sem fram koma í bréfum hans, annars vegar til Landspítala, dags. 12. janúar 2012, og hins vegar í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 24. janúar 2012, eru kröfurnar ekki samhljóða.</p> <p> </p> <p>Kærandi kærir til úrskurðarnefndar um upplýsingamál höfnun á aðgangi að gögnum sem ekki var óskað eftir. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að kæra ákvarðanir sem aldrei hafa verið teknar.</p> <p> </p> <p><span>1.     </span> <u>Ósk kæranda um gögn 12. janúar 2012</u></p> <p><span>1.1.  </span> <span>Öllum gögnum sem varða ákvörðun um að hefja innkaup á krepbindum frá fyrirtækinu [C] ehf.</span></p> <p><span>1.2.  </span> <span>Gögnum sem sýna hvernig staðið var að samanburði á verðum á krepbindum.</span></p> <p><span>1.3.  </span> <span>Til hversu margra söluaðila Landspítali leitaði áður en ákvörðun var tekin?</span></p> <p><span>1.4.  </span> <span>Til hvaða söluaðila leitaði Landspítali áður en ákvörðun var tekin?</span></p> <p><u> </u></p> <p><span>2.     </span> <u>Kröfur í kæru dags. 24. janúar 2012.</u></p> <p><span>2.1.  </span> <span>Gögn sem sýna hvers vegna ákveðið var að hætta viðskiptum við [B] á krepbindum.</span></p> <p><span>2.2.  </span> <span>Lista yfir aðila sem Landspítali ákveður að hafa samband við vegna innkaupa.</span></p> <p><span>2.3.  </span> <span>Útsendar fyrirspurnir til fyrirtækja vegna krepbinda þ. á m. fyrirspurnir um verð.</span></p> <p><span>2.4.  </span> <span>Svör fyrirtækja við fyrirspurnum Landspítala þ. á m. tilboð send spítalanum.</span></p> <p><span>2.5.  </span> <span>Lista eða önnur skjöl Landspítala  þar sem gerður er samanburður á tilboðum.</span></p> <p><span>2.6.  </span> <span>Helstu upplýsingar um tilboð fyrirtækja.</span></p> <p><span>2.7.  </span> <span>Tilkynning um ákvörðun Landspítala um innkaup á krepbindum.</span></p> <p><span>2.8.  </span> <span>Gögn sem sýna þau sjónarmið sem Landspítali hefur haft að leiðarljósi við ákvörðun um krepbindi.</span></p> <p><u> </u></p> <p>Sé ósk kæranda um aðgang að gögnum borin saman við þær kröfur sem fram koma í kæru kemur í ljós að tilteknar kröfur um gögn er ekki að finna í bréfi kæranda dags. 12. janúar sl. Kærði krefst þar af leiðandi þess að liðum 2.1., 2.3., 2.4., 2.6., 2.7 og 2.8 verði vísað frá á þeim forsendum að spítalinn fékk ekki tækifæri til að taka afstöðu um hvort veita ætti aðgang að gögnunum eður ei.</p> <p> </p> <p>Kærði byggir varakröfu sína og þann hluta af aðalkröfu sem varðar höfnun á afhendingu gagna á viðskiptahagsmunum sínum, annarra heilbrigðisstofnana sem aðilar eru að rammasamningskerfi Ríkiskaupa og viðskiptamanna sinna. Kærði telur sér því óheimilt að láta kæranda í té umbeðnar upplýsingar, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. [...] Í þeim tilvikum sem gögn um umbeðnar upplýsingar í þessum málum eru til, verður ekki hjá því komist að telja þau innihalda viðkvæmar rekstrar- og samkeppnisupplýsingar sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni í skilningi 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Þá er rétt að benda á að nú þegar hefur farið fram útboð á gifsi sem inniheldur grisjuhólka og gifsbómull. Framkvæmd þess máls hefur hins vegar tafist töluvert vegna kærumála. Kærunefnd útboðsmála hafnaði stöðvunarkröfu kæranda í útboðsmálinu. Innkaup Landspítala á viðkomandi vörum munu því miðast við útboðið innan skamms tíma.</p> <p> </p> <p>Aðgengi tiltekinna viðskiptamanna að hvers kyns upplýsingum um viðskipti sem þau sem hér um ræðir eru í hróplegri andstöðu við eðli frjálsra verslunarviðskipta. Slíkt aðgengi að viðskiptaleyndarmálum sem kann að felast í slíkum tilboðum og samningaviðræðum gæti, ef eðli upplýsinganna er slíkt, leitt til þess að viðkomandi birgi, vitandi um verð og aðstöðu samkeppnisaðila, kæmi til með að bjóða hærra verð en hann hefði ella gert þegar kemur að útboði. Þar með væru brostnar forsendur fyrir útboðum sem aðferð við að afla hagstæðustu verðtilboða.</p> <p> </p> <p>Slíkur upplýsingaréttur kæmi til með að hindra nauðsynlegt viðskiptatraust auk þess sem erfitt yrði fyrir sjúkrahús landsins að fá eins hagstæð verð og möguleg væru. Birgjar væru alltaf á varðbergi vegna aðgengis samkeppnisaðila að upplýsingum sem almennt ríkir trúnaður um í viðskiptasamböndum við aðra aðila. Slíkt ástand hindrar eðlileg viðskipti og leiðir óhjákvæmilega til verri viðskiptakjara opinberra aðila.</p> <p> </p> <p>Vægi upplýsinga um verð eftir opnun útboða verður lítið sem ekkert fyrir þann sem býður best enda upplýsingar um verð hans og möguleika þá þegar opinberar upplýsingar.</p> <p> </p> <p>Að lokum verður að telja að ef birgjar telja hagsmunum sínum stefnt í hættu með tímabundnum hagstæðum boðum gæti það leitt til hárra verðtilboða sökum takmarkaðra tilboða og jafnvel vöruskorts sem myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þá síst skyldi, sjúklingana.</p> <p> </p> <p>Þá telur kærði 22. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 ekki eiga við í þessu máli þar sem ekki hafa verið gerðir skriflegir samningar um þau viðskipti sem hér um ræðir, þ.e. á krepbindum, gifsbómull og grisjuhólkum. Lög um opinber innkaup takmarkast við skriflega samninga um fjárhagslegt endurgjald, sbr. 4. gr. laganna. Í bréfi kæranda til Landspítala dags. 12. janúar 2012 segir, þar sem fjallað er um hvaða upplýsingum hann sækist eftir:</p> <p> </p> <p><em>„Þau vöruinnkaup sem um ræðir eru innkaup spítalans á heilbrigðisvörum sem fara fram á grundvelli 22. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 og eru ekki útboðsskyld eða háð ákvæðum V. kafla.“</em></p> <p><em> </em></p> <p>Þar sem kærandi byggir kröfu sína, dags. 12. janúar 2012, um aðgang að gögnum á 3. og 9. gr. upplýsingalaga sem hann takmarkar við 22. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 á hann ekki rétt á hinum umbeðnu gögnum og upplýsingum. Landspítala verður ekki gert að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. gr. sömu laga.</p> <p> </p> <p>Síðast en ekki síst telur kærði þarft að benda á að 9. gr. upplýsingalaganna takmarkast við aðila máls. Hér hefur ekki verið tekin stjórnvaldsákvörðun og því ekkert stjórnsýslumál í gangi. Kærandi getur því ekki talist vera aðili máls í skilningi tilvitnaðs ákvæðis upplýsingalaga.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi Landspítalans fylgdu gögn málsins, eins og nánar er rakið í niðurstöðum.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 23. febrúar 2012 var kæranda kynnt umsögn Landspítala vegna kærunnar. Var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar til 3. mars, en veittur var frekari frestur til 13. mars.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 13. mars 2012, hafnar kærandi kröfu Landspítala um frávísun og vísar til kæru málsins. Segir að annars vegar sé það rangt að kröfur kæranda um gögn varðandi innkaup á krepbindum séu ekki samhljóða í bréfi hans frá 12. janúar 2012 og kærunni frá 24. sama mánaðar, en í bréfinu frá 12. janúar hafi verið óskað eftir aðgangi að öllum gögnum varðandi þá ákvörðun að hefja innkaup á krepbindum frá fyrirtækinu [C] Segir svo að sérstaklega sé vísað til nokkurra gagna, sem eigi að vera til hjá kærða, hafi hann staðið að innkaupum í samræmi við fyrirmæli 22. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007, en þó sé þar ekki um tæmandi talningu að ræða. Segir svo orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Í kæru kemur fram að það er synjun kærða um að veita aðgang að umbeðnum gögnum sem er kærð. Til skýringarauka er sett fram í sjö liðum hver þessi gögn geti verið með öðrum hætti en fram kemur í kæru þótt gögnin eigi að vera til hafi verið staðið að umræddum innkaupum í samræmi við fyrirmæli 22. gr. Kjarni beiðni kæranda um aðgang að gögnum, sem varði ákvörðun kærða að hefja kaup á krepbindum frá öðru fyrirtæki, er að óskað er eftir <u>öllum</u> gögnum sem varða ákvörðunina með vísan í heimildarákvæði 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Er upphaflega beiðnin og kæran fyllilega samhljóða að þessu leyti.</p> <p> </p> <p>Hins vegar má nefna að í bréfinu frá 21. febrúar 2012 kemur skýrlega fram að kærði vill hafna öllum beiðnum kæranda um upplýsingar, sbr. orðalag varakröfu hans. Kærði hefur þannig lýst afstöðu sinnar [til] beiðninnar í heild sinni þvert á það sem segir í hinum tilvitnaða texta.“</p> <p> </p> <p>Um varakröfu og hluta aðalkröfu Landspítala hafnar kærandi því að ákvæði 5. gr. upplýsingalaga eigi við um þau gögn sem óskað sé aðgangs að, a.m.k. geti hún aðeins átt við lítinn hluta þeirra gagna sem óskað sé eftir. Þannig geti t.d. aðgangur að gögnum sem sýni til hvaða birgja hafi verið leitað við innkaup á krepbindum alls ekki verið varinn af undanþáguákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Þá beri að hafa í huga að óskað sé aðgangs að gögnum vegna viðskipta sem þegar hafi farið fram.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Mál þetta lýtur að synjun Landspítala, dags. 19. janúar 2012, á beiðni [A] hdl., f.h. [B] ehf., um aðgang að gögnum er varða innkaup Landspítala á krepbindum, gifsbómull og grisjuhólkum, sbr. nánari afmörkun kærunnar undir liðnum kæruefni og málsatvik.</p> <p> </p> <p>Kærandi byggir kröfu sína um aðgang að gögnum á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, en til vara á 9. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Kærði, Landspítalinn, krefst frávísunar málsins frá nefndinni að hluta, en ella þess að kröfu kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum verði synjað á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Þá telur hann 9. gr. upplýsingalaga ekki eiga við um beiðni kæranda um gögn.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærði hefur krafist frávísunar á kröfum kæranda um gögn er varða krepbindi. Eins og kemur fram í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 2. gr. 161/2006, skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann einnig óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Í athugasemdum með 1. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2006 kemur fram að tilgreina verður gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á málinu og gögnum þess.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin lítur svo á að ákvarðanir kærða um innkaup á þeim vörum sem kæra málsins lýtur að teljist sérstök mál í skilningi upplýsingalaga. Þá hafi kærandi með nægilega skýrum hætti tilgreint þau mál sem þau gögn tilheyra sem hann óskar aðgangs að. Í beiðni kæranda um gögn dags. 12. janúar 2012 er sérstaklega óskað eftir aðgangi að öllum gögnum varðandi þrjár tilteknar viðskiptaákvarðanir Landspítalans. Í beiðninni er vísað til tiltekinna vörunúmera sem ákvarðanirnar varði. Samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga, eins og áður greinir, getur aðili óskað eftir öllum gögnum um tiltekið mál. Því verður ekki fallist á að vísa beri kröfum kæranda frá enda beiðni kæranda nægilega afmörkuð við tilgreind mál hjá kæranda. Þá ber að líta til þess að í niðurlagi beiðni kæranda, dags. 12. janúar, er óskað eftir því að Landspítali veiti [B] nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar um hvernig beri að afmarka beiðni um gögn, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, telji Landspítalinn að ekki sé tilgreint nægilega vel um hvaða mál sé að ræða.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3.</strong></p> <p><span>Mál það sem til umfjöllunar er hér varðar opinber, en óútboðsskyld, innkaup stofnunar ríkisins, en í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup segir að lögin taki m.a. til ríkis, sveitarfélaga og stofnana þeirra. Í 1. gr. laganna segir að tilgangur þeirra sé að tryggja</span> <a id="G1M1" name="G1M1">jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu.</a> Í 1. mgr. 4. gr. laganna segir að lögin taki til skriflegra <a id="G4M1" name="G4M1">samninga um fjárhagslegt endurgjald sem einn eða fleiri kaupendur skv. 3. gr. gera við eitt eða fleiri fyrirtæki og hafa að markmiði framkvæmd verks, sölu vara eða veitingu þjónustu í skilningi laganna.</a> Í 1. mgr. 2. gr. laganna eru orðin ritaður eða skriflegur sk<a id="G2M1L17" name="G2M1L17">ýrð með eftirfarandi hætti: <em>„Hvers konar tjáning sem samanstendur af orðum eða tölum sem lesa má, kalla má fram og miðla, þar á meðal upplýsingar sem miðlað er og varðveittar eru með rafrænum aðferðum.“.</em></a></p> <p><em> </em></p> <p>Í II. kafla laganna, þar sem fram koma almennar reglur, segir í 1. mgr. 17. gr. að kaupanda sé óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljist einkum tækni- og viðskiptaleyndarmál auk þeirra atriða í tilboði sem leynt skulu fara. Í 3. mgr. 17. gr. segir hins vegar sérstaklega að ákvæði 1. mgr. hafi ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í öðrum þætti laganna þar sem fjallað er um innkaup undir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins segir í 21. <a id="G21" name="G21">gr. að</a> <a id="G22M1" name="G22M1">við innkaup undir þeim viðmiðunarfjárhæðum sem birtar eru í auglýsingu skv. 20. gr. skuli kaupandi ávallt gæta hagkvæmni og gera samanburð meðal sem flestra fyrirtækja. Slíkur samanburður skuli jafnan gerður bréflega eða með rafrænni aðferð. Við þessi innkaup skal virða jafnræðisreglu 14. gr. svo og ákvæði 40. gr. um tækniforskriftir.</a></p> <p> </p> <p>Með vísan til þessarar afmörkunar laganna á gildissviði sínu, fellst nefndin á að ákvæði laga um opinber innkaup nr. 84/2007, þ.e. ákvæði er varða innkaup sem ekki er skylt að bjóða út, eigi við í máli þessu, þrátt fyrir að ekki liggi fyrir undirritaður skriflegur samningur um kaup á þeim vörum sem málið varðar. Jafnframt er ljóst að ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996 gilda um aðgang kæranda að gögnum er varða málefni þau sem lög um opinber innkaup taka til.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Í ljósi röksemda kæranda sem lúta að réttarstöðu hans á grundvelli upplýsingalaga telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að taka fyrst til skoðunar hvort kærði geti talist aðili þeirra mála sem umbeðin skjöl varða í skilningi 9. gr. laganna, á þeim grundvelli að upplýsingar þær sem óskað er aðgangs að varði hann sjálfan. Niðurstaða um það skiptir máli við beitingu upplýsingalaga enda fer um aðgang aðila máls að gögnum um hann sjálfan eftir 9. gr. upplýsingalaga sem veitir rýmri aðgang en ákvæði 3. gr. sömu laga um aðgang almennings, sbr. m.a. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-388/2011, 409/2012 og 410/2012.</p> <p> </p> <p>Í III. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 er fjallað um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Í 1. mgr. 9. gr. segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“ Þetta ákvæði hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur t.d. litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt gögnum málsins lýtur ágreiningur aðila um rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum að eftirtöldum gögnum:</p> <p> </p> <p>1. Í fyrsta lagi er um að ræða gögn um samskipti innanhúss hjá Landspítala-Háskólasjúkrahúsi, en samskiptin eru skilgreind með þeim hætti af kæranda í fylgibréfi  með umsögn, dags. 21. febrúar 2012; þ.e. tölvupóstsamskipti starfsmanna Landspítala, dags. 17. október 2011 og 20. október 2011. Í þessum hluta gagnanna er einnig tölvupóstur frá starfsmanni [D] til tveggja starfsmanna Landspítala, dags. 14. október 2011, sem jafnframt fylgir með gögnum er varða tölvupóstsamskipti Landspítala og [D]. Verður tekin afstaða til afhendingar þessa tölvupósts í umfjöllun um rétt til þeirra gagna. Í þessum samskiptum, sem hefjast með tölvupósti, dags. 17. október 2011, milli starfsmanna Landsspítala og hafa efnislínuna „Krep bindi“ eru borin saman verð á krepbindum frá [D] og kæranda, um þau fjallað og í kjölfarið tekin ákvörðum um það frá hvaða aðila varan verði keypt.</p> <p> </p> <p>2. Í öðru lagi er um að ræða tölvupóstsamskipti Landspítala og [D], dags. 14. október 2011, 17. október 2011, 18. október 2011 og 20. október 2011, ásamt fylgigögnum. Í upphafi samskiptanna er fjallað um verð á krepbindum en í tölvupósti starfsmanns Landspítala til starfsmanns [D], dags. 20. október 2011, kemur fram að Landspítali samþykki verð sem send voru með tölvupósti sama dag. Í tölvupóstsamskiptunum er jafnframt vísað til þess verðs sem spítalinn hafi greitt áður. Þá fylgja með upplýsingar um vöruna sem og útreikningur á sparnaði á ársgrundvelli miðað við núverandi verð á krepbindum.</p> <p> </p> <p>3. Í þriðja lagi er um að ræða tölvupóstsamskipti Landspítala og [E], dags. 5. maí 2010, 6. maí 2010, 6. júlí 2010, 7. júlí 2010, 8. júlí 2010, 6. ágúst 2010, 9. ágúst 2010, 13. október 2010, 14. október 2010, 15. október 2010, 19. október 2010 og 26. október 2010, ásamt fylgigögnum. Í samskiptunum er fjallað um kaup og afhendingu á gifsvörum og bindum, eiginleika tiltekinna vörutegunda og verð. Í tölvupósti dags. 8. júlí 2010 frá starfsmanni Landspítala til starfsmanns [E] og starfsmanns Landspítala er staðfest að Landspítali muni hefja kaup á umræddum vörum frá [E]. Í gögnunum kemur fram að stefnt sé á að bjóða út kaup á gifsi, sbr. tölvupóst frá starfsmanni Landspítala, dags. 14. október 2010. Með gögnunum fylgdi listi yfir vöruflokka gips, ásamt upplýsingum um eiginleika vörunnar, einingaverð og heildsöluverð, án vsk. í dönskum krónum og evrum.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni ofangreindra gagna. Í þeim gögnum sem tilgreind eru undir lið nr. 1 er sérstaklega fjallað um verð kæranda og er gerður samanburður á því og verði frá þeim aðila sem síðan er tekin ákvörðun um að kaupa krepbindi af. Kærandi nýtur því að mati úrskurðarnefndar réttar til aðgangs að þeim gögnum samkvæmt ákvæði 9. gr. upplýsingalaga, sbr. það sem að framan segir, með þeim takmörkunum sem greinir í 2. og 3. mgr. ákvæðisins.</p> <p> </p> <p>Í 2. mgr. 9. gr. laganna segir að 1. mgr. gildi hvorki um þau gögn sem talin eru í 4. gr. laganna né þau gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara skv. 6. gr. Þá segir í 3. mgr. 9. gr. að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum. Af framangreindu er ljóst að 5. gr. upplýsingalaga getur ekki hindrað aðgang kærða að þeim gögnum sem hann á aðgang að skv. 9. gr. laganna. Þá hefur Landspítali ekki sérstaklega byggt á því fyrir úrskurðarnefndinni að umbeðin gögn teljist vinnuskjöl. Kemur því ákvæði 4. gr. laganna ekki til álita varðandi gögnin.</p> <p> </p> <p>Í upphafi 6. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda geymi þau upplýsingar um eitthvert þeirra atriða sem upp eru talin í 1.-5. tölul. greinarinnar. Af ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist enda hafi þau að geyma upplýsingar um: „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.“ Er þetta eini töluliður 6. gr. sem komið getur til álita varðandi þau gögn sem hér um ræðir.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum sem fylgdu tilvitnaðri grein í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Hver töluliður sæti sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræðir. Um skýringu á 3. tölul. sérstaklega segir að markmið frumvarpsins sé meðal annars að gefa almenningi og fjölmiðlum færi á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Óheftur réttur til upplýsinga geti á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberrra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki er skylt að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum sé lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona hátti til.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar að ekki sé nægjanlegt að samkeppnishagsmunir viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar hins opinbera kunni að skaðast við það að aðgangur sé veittur að þeim upplýsingum sem um ræðir. Mikilvægt er að einnig fari fram mat á slíkum hagsmunum andspænis þeim almennu hagsmunum og tilgangi upplýsingalaga að gefa m.a. almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um ráðstöfun opinberra fjármuna. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011.</p> <p> </p> <p><span>Ekki er loku fyrir það skotið að það geti í einhverjum tilvikum skaðað stöðu hins opinbera í samkeppnisumhverfi, sé almenningi veittur ótakmarkaður aðgangur að gögnum sem varða viðskipti ríkis eða stofnana þess. Það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald skuli fara leynt, verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Ennfremur ber að benda á að skv. 1. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, er það m.a. tilgangur laganna að stuðla að virkri samkeppni. Jafnframt er það markmið laganna að</span> kaupandi skuli ávallt gæta hagkvæmni og gera samanburð meðal sem flestra fyrirtækja og virða jafnræðisreglu 14. gr. laganna. <span>Um þessi sjónarmið vísast jafnframt m.a. til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-74/1999, A-133/2001 og A-232/2006.</span></p> <p> </p> <p>Það er niðurstaða nefndarinnar að Landspítali hafi ekki sýnt fram á að það eitt og sér, geti skaðað samkeppnisstöðu Landspítala eða hagsmuni viðskiptamanna spítalans, í samkeppni við kæranda, þótt kæranda yrði veittur aðgangur að þeim gögnum sem tilgreind eru í lið nr. 1. hér að framan. Með vísan til þess og annars þess sem að framan er rakið ber Landspítala að veita kæranda aðgang að þessum gögnum.</p> <p> </p> <strong><br clear="all" /> </strong> <p><strong>6.</strong></p> <p>Hvað varðar gögn þar sem finna má samskipti starfsmanna Landspítala við starfsmenn [D] annars vegar og [E] hins vegar, sem talin eru upp í liðum 2. og 3. í undirkafla 4 í niðurstöðukafla úrskurðarins hér að framan, er ekki með beinum hætti fjallað um kæranda og verður ekki fullyrt af gögnum málsins að hann geti notið réttar til aðgangs að gögnunum sem aðili málanna, á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Um rétt hans til aðgangs að þeim fer eftir ákvæði 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Kemur því til skoðunar hvort synjun Landspítala á aðgangi kærandi að umbeðnum gögnum fái stoð í 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, en þar segir að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.</p> <p> </p> <p>Í upplýsingalögum er gert ráð fyrir að metið sé í hverju tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta er virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra á metum; hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar í málum nr. A-388/2011 og A-407/2012 og til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni umræddra gagna og er það rakið að framan. Gögnin hafa að geyma upplýsingar sem varða ákvarðanir Landspítala um innkaup á vörum og þar með upplýsingar um ráðstöfun á opinberu fé. Í tilvitnuðum gögnum er að mati nefndarinnar ekki að finna upplýsingar sem varða atvinnu, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál, viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu sem talist geta varða mikilvæga viðskiptahagsmuni [D] eða [E]. Verður ekki talið að það sé til þess fallið að valda fyrirtækjunum tjóni yrðu þessar upplýsingar gerðar opinberar.</p> <p> </p> <p>Kærði hefur ekki sérstaklega í umsögn sinni byggt á 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga. Rétt er engu að síður, í ljósi almennra athugasemda kærða, að taka fram að ekki verður séð að neitt í þessum hluta af gögnum málsins sé þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang að þeim upplýsingum sem þar koma fram vegna samkeppnishagsmuna Landspítala-Háskólasjúkrahúss.</p> <p>Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er því sú í í máli þessu að Landspítala beri að veita kæranda aðgang að framangreindum  gögnum og því þeim gögnum í heild sem hann hefur óskað eftir aðgangi að, sbr. nánar í úrskurðarorði.</p> <p> </p> <strong><br clear="all" /> </strong> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Landspítala ber að veita kæranda, [B], afrit af öllum þeim gögnum sem tilgreind eru í töluliðum 1 til og með 3, í undirkafla 4 í niðurstöðum úrskurðar þessa.</p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-414/2012. Úrskurður frá 20. apríl 2012 | Kærð var synjun Ríkiskaupa á afhendingu upplýsinga um tilboðsfjárhæðir annars bjóðanda í útboði Ríkiskaupa á flugsætum til og frá Íslandi. Kærandi var sjálfur þátttakandi í útboðinu. Þátttakandi í útboði telst aðili máls í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Með vísan til þessa leit úrskurðarnefndin svo á að 9. gr. upplýsingalaga gilti um aðgang kæranda að umbeðnum gögnum. Ekki fallist á að sýnt hefði verið fram á að það eitt og sér, gæti skaðað samkeppnisstöðu ríkisins á útboðsmarkaði, þótt kæranda yrði veittur aðgangur að umræddum tilboðsgögnum. Ekki heldur verið sýnt fram á að sérstök sjónarmið ættu að gilda um þá þjónustu sem rammasamningsútboðið laut að. Þá voru hagsmunir umrædds bjóðanda ekki taldir vega þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að gögnunum. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 20. apríl 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-414/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 30. júní 2011, kærði [A] hdl., f.h. [B], ákvörðun Ríkiskaupa, dags. 16. maí 2011, um að synja umbjóðanda hans um aðgang að upplýsingum um tilboðsfjárhæðir [C] í tilboði þess félags vegna útboðs nr. [...], Flugsæti til og frá Íslandi.</p> <p> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að í mars 2011 efndu Ríkiskaup, fyrir hönd ríkisfyrirtækja og ríkisstofnana, til rammasamningsútboðs nr. [...], Flugsæti til og frá Íslandi. Við opnun tilboða 12. maí 2011 lágu fyrir tilboð frá [B] og [C]. Við opnunina voru tilboðsfjárhæðir bjóðenda ekki lesnar upp heldur aðeins nöfn bjóðenda.</p> <p> </p> <p>Með tölvupósti, dags. 16. maí 2011, óskaði kærandi eftir upplýsingum um tilboðsfjárhæðirnar. Í svarpósti kærða, dags. sama dag, er vísað til gr. 1.1.11 í útboðsskilmálum þar sem segir m.a.: „Við opnun tilboða verða lesin upp nöfn bjóðenda. Aðrar upplýsingar sem bjóðendur leggja fram eru trúnaðarmál og verða ekki birtar. Upplestur á opnunarfundi er með fyrirvara um rétta framsetningu bjóðenda á innsendum tilboðsblöðum.“ Með vísan til þessa taldi kærði sig ekki geta gefið upplýsingar um tilboðsfjárhæðir.</p> <p> </p> <p>Meðal gagna málsins er tölvupóstur frá Ríkiskaupum, dags. 3. júní 2011, þar sem tilkynnt er sú niðurstaða að ganga til samninga við bæði [B] og [C]. Í póstinum er jafnframt upplýst um kæruheimild til kærunefndar útboðsmála á grundvelli XIV kafla laga nr. 84/2007, um opinber innkaup. Sama dag sendi umbjóðandi kæranda Ríkiskaupum bréf þar sem aftur er farið fram á að kæranda verði veittar upplýsingar um það verð eða afslátt sem boðinn var af [C]. Í svarpósti Ríkiskaupa, dags. sama dag, er vísað til svarsins frá 16. maí s.á. Eins og áður segir kærði [B] framangreinda synjun Ríkiskaupa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með kæru, dags. 30. júní 2011.</p> <p> </p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi telji að með synjun á veitingu upplýsinga um tilboðsfjárhæð [C] í rammasamningsútboði nr. [...] hafi Ríkiskaup brotið gegn upplýsingalögum nr. 50/1996 og lögum nr. 84/2007, um opinber innkaup. Er í því sambandi vísað til 3. og 9. gr. upplýsingalaga, 69. gr. laga um opinber innkaup sem og álita umboðsmanns Alþingis í málum nr. 2685/1999 og 4929/2007. Því næst er ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 rakið. Í kærunni segir svo orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Kærandi er einungis að fara fram á að fá upplýsingar sem kærða er skylt að gefa honum upp skv. skýru orðalagi fyrrnefndrar 69. gr. OIL. Þar sem orðalag greinarinnar er mjög skýrt á 5. gr. upplýsingalaga ekki við í þessu máli. Þá verður að gera ráð fyrir því að útboðsgögn í almennu útboði falli ekki undir nefnda undantekningarreglu upplýsingalaga. Athugast í þessu sambandi að þessar upplýsingar eru nauðsynleg forsenda þess að almenningur geti fylgst með því að vel sé farið með almannafé og að málefnaleg sjónarmið ráði ferð við opinber innkaup. Auk þess sem allir aðilar að rammasamningakerfi ríkiskaupa, tugir stofnana og fyrirtækja á vegum ríkisins hafa aðgang að umræddum upplýsingum en það eitt útilokar að um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis sé að ræða.“</p> <p> </p> <p>Í kærunni er í þessu sambandi vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-316/2009. Að lokum er í kærunni m.a. vísað til 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og gerð grein fyrir þeirri afstöðu að undanþáguákvæði 17. gr. þeirra laga eigi ekki við í málinu.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 4. júlí 2011 var kærða kynnt framkomin kæra og um leið gefinn frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu látin í té gögn málsins.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir kærða ásamt gögnum málsins bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 11. júlí 2011. Meðal gagnanna var tilboð [C] í útboði Ríkiskaupa nr. [...], dags. 11. maí 2011, þar sem fram koma þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdunum lýsir kærði þeirri afstöðu að kæra [B] sé of seint fram komin og því sé úrskurðarnefndinni rétt að vísa henni frá. Er í þessu sambandi bent á að synjun um veitingu umbeðinna upplýsinga hafi átt sér stað 16. maí 2011 en kæra ekki komið fram fyrr en 30. júní s.á. Með vísan til þessa sé kærufrestur 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 liðinn.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdunum er vísað til gr. 1.1.11 í útboðsskilmálum þeim sem fylgdu rammasamningsútboði nr. [...]. Að því er varðar ákvæði 69. gr. laga um opinber innkaup þar sem fram kemur að bjóðendur skuli eiga rétt til þess að nánar tilgreindar upplýsingar séu lesnar upp eftir því sem þær koma fram í tilboðum, þ. á m. upplýsingar um heildartilboðsupphæð, segir í athugasemdunum:</p> <p> </p> <p>„Eins og kemur fram í greininni: eftir því sem þær koma fram, en í þessu útboði eru ekki lesnar upp tilboðsupphæðir þar sem þær og aðrar upplýsingar sem bjóðendur leggja fram eru trúnaðarupplýsingar. Kæranda átti að vera þetta löngu ljóst en kærandi sótti útboðsgögn þann 22. mars 2011 [...] og árétta skal að samkv. 1. mgr. 94. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup skal kæra borin skriflega undir kærunefnd útboðsmála innan fjögurra vikna frá því að kærandi vissi eða mátti vita um þá ákvörðun, athöfn eða athafnaleysi sem hann telur brjóta gegn réttindum sínum.</p> <p> </p> <p>Kærði lítur svo á að hann sé bundinn trúnaði við samningshafa í ofangreindu útboði samanber framangreinda yfirlýsingu í útboðsgögnum sem varð hluti af samningsskuldbindingum aðila við töku tilboðs og gerð samnings. Er um skýra samningsskuldbindingu að ræða sem aðilar hafa undirgengist. Markmið slíkrar trúnaðaryfirlýsingar er að tryggja að allir þeir aðilar sem koma að tilboðsferlinu geti óhikað lagt fram allar nauðsynlegar upplýsingar til að tilboð verði sem best úr garði gert og tilboðsgjafar þurfi ekki að eiga á hættu að upplýsingar þessar verði gerðar opinberar að hluta eða að öllu leyti. Tilgangurinn er m.a. að tryggja að kaupandi í þessu tilviki ríkissjóður Íslands fái sem best verð á þessum viðkvæma markaði og bjóðendur geti boðið besta mögulega verð án þess að þeir eigi á hættu að samkeppnisaðilar fái upplýsingar um þau verð.</p> <p> </p> <p>Ef ríkissjóður Íslands opinberar samningsverð kann það að leiða til þess að flugfélögin bjóði ekki sín hagstæðustu kjör þar sem það kynni að skaða aðra viðskiptasamninga þeirra.</p> <p> </p> <p>Á grundvelli ofangreinds ákvæðis veitti [C] aðrar umbeðnar upplýsingar með það fyrir augum að farið yrði með þær sem trúnaðarmál.“</p> <p> </p> <p>Í athugasemdunum segir því næst að skipt geti máli varðandi aðgang að upplýsingum hvort upplýsingar hafi verið gefnar í trúnaði og í því sambandi vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-28/1997. Jafnframt er tekið fram að leitað hafi verið álits [C] og hafi félagið lýst sig andsnúið því að umbeðnar upplýsingar yrðu veittar. Tölvupóstur félagsins til Ríkiskaupa, dags. 11. júlí 2011, þar sem þessi afstaða kemur fram var á meðal þeirra gagna sem Ríkiskaup sendu úrskurðarnefndinni.</p> <p> </p> <p>Þessu næst er í athugasemdunum vitnað til 3. og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Svo segir:</p> <p> </p> <p>„Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á því hvaða fjárhagsmálefni fyrirtækja og annarra lögaðila séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þau fari leynt, að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.</p> <p> </p> <p>Ríkiskaup telja að í þeim upplýsingum sem felast í tilboðum bjóðenda sé að finna slíkar upplýsingar umfram þær upplýsingar sem fram komu við opnun tilboða.“</p> <p> </p> <p>Um beitingu 5. gr. upplýsingalaga er í athugasemdunum vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-328/2010. Í athugasemdunum segir því næst orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang að gögnum, „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra“. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: „Óheftur réttur til upplýsinga getur ... skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína.“ Kærði telur að það geti skaðað stöðu hins opinbera á almennum útboðsmarkaði ef almenningi er veittur ótakmarkaður aðgangur að samningum sem gerðir eru á grundvelli útboða sérstaklega í tilviki eins og þessu.</p> <p> </p> <p>Kærandi vísar til stjórnsýslulaga og telur að hann eigi ríkan rétt á að fá umbeðnar upplýsingar til að sannreyna að samið hafi verið við þann sem lægst bauð enda eigi sá rétt á að hljóta verkið. Útboð [...] er rammasamningsútboð og fram kom í útboðsgögnum að samið yrði við fleiri en einn aðila sem reyndin er, en samið var við bæði kærða og kæranda. Í gr. 1.1.1 í útboðsgögnum kemur fram að „ekki er vitað hversu mörg flugsæti verða keypt á grundvelli útboðs þessa, þar sem rammasamningar eru gerðir um tiltekna vöru- eða þjónustu í tiltekinn tíma, án þess að magntölur séu þekktar. Kaupin fara eftir því hvernig kaupendahópurinn er samsettur og þörfum hans á hverjum tíma. Samkvæmt Fjársýslu ríkisins var kostnaður vegna kaupa á flugsætum árið 2009 samtals um 800 milljónir, þ.e.a.s. til og frá Íslandi ásamt öllu áframhaldandi flugi. Ekki er hægt að sjá nánari sundurliðun í þeirri tölu. Þó er vitað að algengustu leiðirnar eru til Kaupmannahafnar og London“. Af framangreindu má vera ljóst að eðli rammasamnings er ekki að einn aðili fái öll viðskiptin heldur þeir sem eru aðilar að rammasamningi hverju sinni og getur kærandi ekki krafist upplýsinga um boðin verð á þeim grundvelli.</p> <p> </p> <p>[...]</p> <p> </p> <p>Krafist er synjunar á kröfu kæranda þar sem hún er of seint fram komin og til vara gengur gegn ákvæðum upplýsingalaga og brýtur trúnað gagnvart viðsemjanda kærða eins og áður segir og brýtur á mikilvægum fjárhags- og viðskiptahagsmunum fyrirtækis sem er í viðskiptum við opinberan aðila.“</p> <p> </p> <p>Meðfylgjandi umsögn Ríkiskaupa var m.a. minnisblað [C] til Ríkiskaupa þar sem lagst er gegn því að kæranda sé veittur aðgangur að umbeðnum gögnum.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 2. ágúst 2011, var kæranda kynnt umsögn Ríkiskaupa vegna kærunnar og gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum af því tilefni.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir lögmanns kæranda við umsögn Ríkiskaupa bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 10. ágúst 2011, þar sem þau sjónarmið sem sett voru fram í kærunni eru áréttuð.</p> <p> </p> <p>Að því er varðar þá afstöðu kærða að kærufrestur 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 hafi verið runninn út er kæra barst úrskurðarnefndinni bendir kærandi m.a. á að kærða hafi láðst að geta um kærurétt og kærufrest í tilkynningu sinni um synjun á umbeðnum upplýsingum. Af þeim sökum hafi kærufrestur ekki byrjað að líða við þá tilkynningu. Er í þessu sambandi vísað til ummæla í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-318/2009.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdunum segir svo m.a. :</p> <p> </p> <p>„Einnig vill umbjóðandi minn benda á að skilningur  kærða á 69. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, er rangur. Orðrétt hljómar ákvæðið:</p> <p> </p> <p>69. gr. Opnun tilboða.</p> <p>Bjóðendum skal vera heimilt að vera við opnun tilboða og eiga þeir rétt á að eftirfarandi upplýsingar séu lesnar upp eftir því sem þær koma fram í tilboðum:</p> <p>a. Nafn bjóðanda.</p> <p>b. Heildartilboðsupphæð.</p> <p>c. Hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð.</p> <p> </p> <p>Kærði telur að túlka megi orðin „eftir því sem þær koma fram“ á þann veg að ef ekki er minnst á í útboðsgögnum að lesa skuli upp heildarfjárhæð þá sé það ekki skylt. Þetta er röng túlkun hjá kærða, enda er ekki heimilt að víkja til hliðar ótvíræðu orðalagi laga með skilmálum í útboðsgögnum. Sé umrætt ákvæði skilið á þann veg sem kærði vill skýra það er réttur annara tilboðsgjafa, sem og almennings, fyrir borð borinn með því að heimila að vikið sé til hliðar skýru lagaákvæði eftir geðþótta kaupanda í útboði. Ákvæðið kveður skýrt á um að óski bjóðandi eftir upplýsingum um heildarfjárhæð tilboða eigi hann rétt á því að fá þær upplýsingar. Lögskýringargögn bera greinilega með sér vilja löggjafans í þessum efnum en í frumvarpi til laga nr. 94/2001 segir um 47. gr., sem er efnislega sú sama og 69. gr. laga nr. 84/2007:</p> <p> </p> <p>„Í greininni er slegið föstum rétti bjóðenda til að vera viðstaddir opnun tilboða og tilgreind þau atriði sem þeir eiga rétt á að séu lesin upp á opnunarfundi.“</p> <p> </p> <p>Réttur bjóðenda til að fá upplýsingar um heildarfjárhæð tilboða er því ótvíræður og breytir engu þar um rangur skilningur kærða á skýru orðalagi lagaákvæðisins. Því er aukinheldur mótmælt að samkeppnisstöðu aðila væri raskað ef umræddar upplýsingar yrðu gerðar opinberar eða að umræddar upplýsingar varði viðskiptalega hagsmuni sem njóta eigi sérstakrar verndar. Öll rök þess efnis eru haldlaus. Um er að ræða almenna skilmála um afslátt sem þekktir eru meðal tuga opinberra stofnana annars vegar og opinbert skráð verð á opinni netsíðu hins vegar. Það er því ekki svo að þessir skilmálar eigi að njóta sérstakrar verndar enda hefur löggjafinn tekið af skarið hvað það varðar í 69. gr. laga nr. 84/2007 þar sem sérstaklega er kveðið á um að umræddar upplýsingar skuli vera opinberar.“</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og rakið er hér að framan lýtur mál þetta að lögmæti synjunar Ríkiskaupa á aðgangi [B] að tilboðsfjárhæðum [C] vegna rammasamningsútboðs nr. [...] sem bæði félögin tóku þátt í. Eins getið er um hér að framan er umræddar upplýsingar að finna í tilboði [C], dags. 11. maí 2011. Heimild kæranda til að kæra synjun Ríkiskaupa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að finna í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærði krefst þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísi kæru [B] frá sem of seint fram kominni. Í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að mál skv. 1. mgr. 14. gr. laganna skuli borið skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun.</p> <p> </p> <p>Sá kærufrestur sem kveðið er á um í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga er verulega styttri en hinn almenni þriggja mánaða kærufrestur skv. 27. gr. stjórnsýslulaga og felur ákvæðið þannig í sér lögmælt frávik frá þeim lágmarksrétti sem borgurunum er tryggður í stjórnsýslulögum. Í 4. mgr. 16. gr. upplýsingalaga segir hins vegar að um meðferð mála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál fari, að öðru leyti en kveðið er á um í 1.-3. mgr., eftir VII. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í 28. gr. þeirra laga er ákvæði þar sem fjallað er sérstaklega um þá aðstöðu þegar kæra berst að liðnum kærufresti. Í 1. tölul. 1. mgr. þeirrar segir að hafi kæra borist að liðnum kærufresti skuli vísa henni frá nema afsakanlegt verði talið að kæra hafi ekki borist fyrr. Sem dæmi um ástæður sem almennt hafa verið taldar réttlæta að kæra verði tekin til meðferðar að liðnum kærufresti má nefna þegar stjórnvald upplýsir ekki aðila máls um kæruheimild og kærufrest. Í synjun kærða á beiðni kæranda, sbr. tölvupóst dags. 16. maí 2011, var hvorki leiðbeint um kærurétt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál né kærufrest í því sambandi. Úrskurðarnefndin lítur því svo á að það teljist afsakanlegt, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, að í því tilfelli sem hér um ræðir hafi kæran ekki borist nefndinni fyrr en raun var á. Verður henni því ekki vísað frá af þeim sökum að kærufrestur hafi verið liðinn.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Kærandi byggir heimild sína til þess að fá aðgang að upplýsingum um tilboðsfjárhæðir [C] vegna rammasamningsútboðs nr. [...] einkum á 3. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 37/1993. Ríkiskaup byggja synjun sína um aðgang einkum á orðalagi í gr. 1.1.11 í útboðsskilmálum, 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna og 3. tölul. 6. gr. laganna um takmörkun á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna.</p> <p> </p> <p>Í III. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 er fjallað um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Í 1. mgr. 9. gr. laganna segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“ Þetta ákvæði hefur verið skýrt svo af úrskurðarnefndinni að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur þannig litið svo á að þátttakandi í útboði teljist aðili máls í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, og verða til áður en til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda. Með vísan til þessa lítur úrskurðarnefndin svo á að 9. gr. upplýsingalaga gildi um aðgang kæranda að tilboðsfjárhæðum [C] í rammasamningsútboði nr. [...].</p> <p> </p> <p>Í 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir að 1. mgr. gildi ekki um þau gögn sem talin eru í 4. gr. laganna og um þau gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara skv. 6. gr. laganna. Þá segir í 3. mgr. 9. gr. að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.</p> <p> </p> <p>Af framangreindu er ljóst að 5. gr. upplýsingalaga getur ekki hindrað aðgang kærða að þeim gögnum sem hann á aðgang að skv. 9. gr. laganna. Því kemur til skoðunar hvort takmarka beri aðgang að þeim gögnum sem hér um ræðir á grundvelli 2. og 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Þau gögn sem kærandi hefur beðið um aðgang að eru annars eðlis en þau gögn sem 4. gr. upplýsingalaga nær til og því kemur einvörðungu til skoðunar að hvaða leyti 6. gr. laganna á við svo og hvort gögnin hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni [C] sem vegi þyngra en hagsmunir kærandi af því að fá aðgang að gögnunum. Hér á eftir verður fyrst vikið að sjónarmiðum Ríkiskaupa varðandi takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna.</p> <p> </p> <p>Í upphafi 6. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda geymi þau upplýsingar um eitthvert þeirra atriða sem upp eru talin í 1.-5. tölul. greinarinnar. Af ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um: „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.“</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum sem fylgdu tilvitnaðri grein í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Hver töluliður sæti sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræðir. Um skýringu á 3. tölul. sérstaklega segir að markmið frumvarpsins sé meðal annars að gefa almenningi og fjölmiðlum færi á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Óheftur réttur til upplýsinga geti á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum sé lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona hátti til.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin áréttar að ekki er nægjanlegt að samkeppnishagsmunir viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar hins opinbera kunni að skaðast við það að aðgangur sé veittur að þeim upplýsingum sem um ræðir. Mikilvægt er að einnig fari fram mat á slíkum hagsmunum andspænis þeim almennu hagsmunum og tilgangi upplýsingalaga að gefa m.a. almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um ráðstöfun opinberra fjármuna. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011.</p> <p> </p> <p>Ekki er loku fyrir það skotið að það geti í einhverjum tilvikum skaðað stöðu hins opinbera á almennum útboðsmarkaði sé almenningi veittur ótakmarkaður aðgangur að samningum sem gerðir eru á grundvelli útboða. Það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald skuli fara leynt, verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Ennfremur ber að benda á að skv. 1. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, er það m.a. tilgangur laganna að stuðla að virkri samkeppni. Um þessi sjónarmið vísast m.a. til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-74/1999, A-133/2001 og A-232/2006.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér tilboð [C] í útboði Ríkiskaupa nr. [...] um flugsæti til og frá Íslandi. Í því er að finna almennar samskiptaupplýsingar um bjóðandann og tilboð félagsins miðað við ólíka „bókunar klassa“ og þær flugleiðir sem útboðið laut að. Úrskurðarnefndin áréttar að hér er um upplýsingar að ræða sem löggjafinn hefur sérstaklega gert ráð fyrir í 69. gr. laga nr. 84/2007 að lesnar séu upp við opnun tilboða, sbr. b.-lið 1. mgr. 69. gr. laga nr. 84/2007.</p> <p> </p> <p>Það er niðurstaða nefndarinnar að Ríkiskaup hafi ekki sýnt fram á að það eitt og sér, geti skaðað samkeppnisstöðu ríkisins á útboðsmarkaði, þótt kæranda yrði veittur aðgangur að umræddum tilboðsgögnum. Þá hefur ekki heldur verið sýnt fram á að sérstök sjónarmið eigi að gilda um þá þjónustu sem rammasamningsútboð nr. [...] laut að. Nefndin fellst því ekki á það sjónarmið Ríkiskaupa að 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á grundvelli almannahagsmuna standi því í vegi að kærandi fái aðgang að tilboði [C] vegna umrædds útboðs.</p> <p> </p> <p>Eins og rakið hefur verið hér að framan byggðist synjun Ríkiskaupa á aðgangi kæranda að umbeðnum upplýsingum einnig á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er fjallar um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Hér að framan var komist að þeirri niðurstöðu að um beiðni kæranda um aðgang að tilboðsfjárhæð [C] í útboðsmáli nr. [...] færi skv. 9. gr. upplýsingalaga, enda teldist kærandi aðili máls í skilningi 1. mgr. þeirrar greinar. Í ljósi þessa koma hagsmunir [C] ekki til skoðunar á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, er lýtur að takmörkunum á aðgangi almennings að gögnum, heldur á grundvelli 3. mgr. 9. gr. Þar segir orðrétt: „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.“</p> <p> </p> <p>Þegar hefur verið getið um ákvæði 1. mgr. 69. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup. Þar segir orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Bjóðendum skal vera heimilt að vera við opnun tilboða og eiga þeir rétt á að eftirfarandi upplýsingar séu lesnar upp eftir því sem þær koma fram í tilboðum:</p> <p>a. Nafn bjóðanda.</p> <p>b. Heildartilboðsupphæð.</p> <p>c. Hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð.“</p> <p> </p> <p>Nefndin hefur í fyrri úrskurðum sínum lagt það til grundvallar að upplýsingar sem skylt er að gefa við opnun tilboða séu ekki þess eðlis að þær falli undir 5. gr. upplýsingalaga. Hefur nefndin bent á í því sambandi að umræddar upplýsingar séu nauðsynleg forsenda þess að almenningur geti fylgst með því að vel sé farið með almannafé og að málefnaleg sjónarmið ráði ferð við opinber innkaup. Í máli nr. A-232/2006 féllst nefndin þannig ekki á að verð og afsláttarkjör rammasamninga væru upplýsingar er vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Úrskurðarnefndin bendir á að slíkar upplýsingar eru enn síður til þess fallnar að teljast til upplýsinga sem leynt skuli fara á grundvelli 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, enda er réttur aðila til upplýsinga er varða hann sjálfan enn ríkari en réttur almennings skv. 3. gr. laganna. Þeim lögboðna rétti aðila til aðgangs að upplýsingum skv. ákvæðum upplýsingalaga verður ekki vikið til hliðar með skilmálum útboðsaðila.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur, eins og áður greinir, kynnt sér tilboð [C] vegna rammasamningsútboðs nr. [...] um flugsæti til og frá Íslandi, dags. 11. maí 2011, sem og afstöðu bæði Ríkisendurskoðunar og [C] til upplýsingabeiðni kæranda. Það er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að í tilboði [C] komi engar upplýsingar fram sem rétt er að takmarka aðgang kæranda að á grundvelli 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Ríkiskaupum ber að veita kæranda, [B], aðgang að tilboði [C], dags. 11. maí 2011, vegna rammasamnings nr. [...] um flugsæti til og frá Íslandi.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-413/2012. Úrskurður frá 29. mars 2012 | Kærð var synjun Bankasýslu ríkisins á því að afhenda lista yfir alla umsækjendur um stöðu forstjóra stofnunarinnar, einnig þeirra sem dregið höfðu umsókn sína til baka eftir að umsóknarfresti lauk en áður en listinn var birtur. Bankasýsla ríkisins hafði hafnað því að birta nöfn þeirra sem dregið höfðu umsókn sína til baka, en birti lista yfir aðra umsækjendur. Málshraðareglu 11. gr. upplýsingalaga fullnægt. Einstaklingur sem sótt hefur um opinbert starf en dregur umsókn sína til baka verður almennt ekki lengur talinn umsækjandi um starfið. Synjun staðfest. Jafnframt var kærð afgreiðsla Bankasýslu ríkisins á beiðni Ríkisútvarpsins um sama lista og óskað eftir áliti úrskurðarnefndarinnar á því hvort Bankasýslu ríkisins hafi borið að birta lista yfir nöfn umsækjenda um leið og umsóknarfrestur um starfið rann út. Kæru málsins vísað frá að því leyti. Kæruheimild. Túlkun upplýsingalaga. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 29. mars 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-413/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvupósti, dags. 7. janúar 2012, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Bankasýslu ríkisins, dags. 5. desember 2011, á beiðni hans frá 3. sama mánaðar, um lista yfir nöfn, heimilisföng og starfsheiti allra umsækjenda um stöðu forstjóra Bankasýslunnar sem auglýst var 11. nóvember 2011, þar sem einnig komi fram upplýsingar um þá sem drógu umsókn sína til baka eftir að umsóknarfresti lauk. Kærandi óskar einnig eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði um hvort Bankasýslu ríkisins hafi borið að birta lista yfir umsækjendur strax að umsóknarfresti loknum og hvort henni hafi verið heimilt að neita Ríkisútvarpinu um aðgang að listanum þegar um hann var beðið.</p> <p><strong> </strong></p> <p>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að starf forstjóra Bankasýslu ríkisins var auglýst til umsóknar 11. nóvember 2011. Umsækjendur um starfið munu hafa verið 17, en fjórir þeirra dregið umsóknir sínar til baka, áður en nafnalisti umsækjenda var birtur hinn 5. desember 2011. Kærandi óskaði eftir því í tölvupósti dags. 3. desember 2011 að fá afhentan lista yfir umsækjendur. Honum var látinn í té umbeðinn listi þann 5. desember, sama dag og hann var birtur opinberlega, en á honum voru ekki nöfn þeirra fjögurra sem dregið höfðu umsóknir sínar til baka.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Bankasýslu ríkisins var kynnt framkomin kæra með bréfi, dags. 13. janúar 2012. Athugasemdir bankasýslunnar bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 1. febrúar. Ekki fylgdu listar yfir umsækjendur um starf forstjóra eða afrit gagna um afturkallanir umsókna um framangreint starf eða dagsetningar þeirra afturkallana.</p> <p> </p> <p>Í bréfi Bankasýslunnar kemur fram að synjun á því að afhenda einnig upplýsingar um nöfn þeirra umsækjenda sem drógu umsóknir sínar til baka sé byggð á 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Segir svo orðrétt í bréfinu: „Á því er byggt í málinu, að til að geta talist „umsækjandi“ í skilningi tilvitnaðs ákvæðis sé ófrávíkjanlegt skilyrði að starfsumsókn viðkomandi hljóti efnislega umfjöllun og afgreiðslu af hálfu þess stjórnvalds eða stofnunar sem um ræðir. Að öðrum kosti kemur umsóknin aldrei til skoðunar við mat á hæfi umsækjenda til að gegna ákveðnu starfi. Í ákvörðun um að draga starfsumsókn til baka felst yfirlýsing umsækjanda um að hann sækist ekki eftir að fá starfið. Að sama skapi er það skýlaus réttur umsækjanda sem dregið hefur umsókn sína til baka, að vera eins settur og hann hefði aldrei sótt um viðkomandi starf. Telur kærði hafið yfir allan vafa að umsækjandi sem dregur umsókn sína um starf til baka eigi ekki að þurfa að þola að nafn hans sé á nokkurn hátt tengt við ráðningu í starfið ellegar nefnt í því sambandi, allra síst á opinberum vettvangi.“</p> <p> </p> <p>Síðar í sama bréfi segir svo: „Samkvæmt 3. gr. laga nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, ræðu stjórn stofnunarinnar forstjóra. Skal hann uppfylla hæfisskilyrði sem fram koma í 6. gr. laganna. Um ráðningu eða ráðningarferlið er ekki fjallað í lögunum. Af því leiðir að kærði ákveður sjálfur skipan mála í því sambandi. Eftir að auglýstur umsóknarfrestur er liðinn ákvað kærði að veita öllum umsækjendum með engri undantekningu stuttan viðbótarfrest til þess að draga umsóknir sínar til baka. Í ákvörðun kærða fólst, að umsækjendum var veittur stuttur frestur til að taka afstöðu til umsókna sinna, þá þannig að öll lögbundin skilyrði, þ.m.t. um nafnleynd, væru uppfyllt. Vert er að hafa í huga í því sambandi, að í auglýsingu um starfið var þess ekki sérstaklega getið, að Bankasýslunni bæri lögum samkvæmt að upplýsa um nöfn og stöður umsækjenda að umsóknarfresti liðnum. Þeir fjórir einstaklingar sem um ræðir drógu allir umsóknir sínar til baka innan þess viðbótarfrests sem veittur var til að gera slíkt. Þegar fresti lauk voru þar af leiðandi þrettán umsóknir um starfið sem sérstök hæfnisnefnd fjallaði um. Þar sem umsóknir þeirra fjögurra einstaklinga sem drógu umsóknir sínar til baka voru ekki hluti af ráðningarferlinu falla þeir ekki undir hugtakið „umsækjandi“ í skilningi upplýsingalaga.“</p> <p> </p> <p>Varðandi síðari kærulið kæranda krefst kærði frávísunar frá úrskurðarnefndinni. Er það rökstutt með þeim hætti að samkvæmt II. og III. kafla upplýsingalaga sé stjórnvöldum skylt að veita almenningi og aðila sjálfum aðgang að gögnum. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafi Ríkisútvarpið óskað eftir upplýsingum um nöfn þeirra umsækjenda sem sóttu um starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Hafi kærði orðið við þeirri beiðni og afhent lista yfir þá umsækjendur sem sóttu um starfið. Afhending upplýsinganna hafi átt sér stað á grundvelli upplýsingalaga og Ríkisútvarpið ekki gert athugasemd við þá ráðstöfun. Í því máli sem hér um ræði hafi verið fallist á beiðni Ríkisútvarpsins um aðgang að upplýsingum og samkvæmt gagnályktun frá 14. gr. upplýsingalaga sæti sú ákvörðun ekki kæru til nefndarinnar. Beri því að vísa kæruliðnum frá.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar til kæranda, dags. 2. febrúar, var kæranda gefinn frestur til 10. febrúar koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar, í ljósi umsagnarinnar. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <h3> </h3> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Kæra málsins beinist að synjun Bankasýslu ríkisins um að afhenda kæranda lista yfir öll nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda um stöðu forstjóra Bankasýslu ríkisins sem auglýst var laus til umsóknar þann 11. nóvember 2011, einnig lista yfir þá sem drógu umsóknir sínar til baka áður en listi yfir umsækjendur var birtur þann 5. desember 2011. Kærandi hefur þegar fengið afhentan þann lista sem þá var birtur.</p> <p> </p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í 4. tölul. 4. gr. segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki hvorki til umsókna um störf hjá ríki eða sveitarfélögum né þeirra gagna sem þær varða. Þó er skylt, eins og segir í ákvæðinu, að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn.</p> <p> </p> <p>Af þessu leiðir að stjórnvöldum er skylt að veita almenningi aðgang að upplýsingum um umsækjendur um opinber störf þegar þeirra er óskað, enda sé umsóknarfrestur liðinn. Stjórnvaldi ber að verða við slíkri ósk eins fljótt og unnt er, sbr. 11. gr. upplýsingalaganna. Í því máli sem hér er til afgreiðslu var beiðni um aðgang að upplýsingum lögð fram 3. desember. Hún var afgreidd þann 5. sama mánaðar. Verður ekki annað séð en að málshraðareglu 11. gr. upplýsingalaga hafi verið fullnægt. Þá stendur eftir sú spurning hvort kærða, Bankasýslu ríkisins, hafi borið að útbúa umbeðinn lista yfir umsækjendur þannig að tilgreindir væru allir sem lögðu fram umsókn og ekki drógu hana til baka fyrir lok umsóknarfrests eða aðeins þeir sem ekki höfðu dregið umsóknir sínar til baka á þeim tíma er listi yfir umsækjendur var gerður og birtur þann 5. desember.</p> <p> </p> <p>Þegar einstaklingur sem sótt hefur um opinbert starf dregur umsókn sína til baka verður almennt að líta svo á að hann sé ekki lengur umsækjandi um starfið. Ekkert bendir til þess að annan skilning beri að leggja í orðið <em>umsækjandi</em> í síðari málslið 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Eins og fyrr segir verður skyldan til að afhenda upplýsingar samkvæmt því ákvæði aðeins virk þegar eftir þeim er leitað.</p> <p> </p> <p>Með vísan til atvika þessa máls verður ekki talið að kærandi hafi samkvæmt 4. tölul. 4. gr. átt rétt á að fá lista yfir aðra en þá sem voru umsækjendur um starf forstjóra Bankasýslunnar á þeim tíma er listinn var gerður, 5. desember 2011.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærandi óskar einnig eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurði um hvort Bankasýslu ríkisins hafi borið að birta lista yfir umsækjendur strax að umsóknarfresti loknum og hvort henni hafi verið heimilt að neita Ríkisútvarpinu um aðgang að listanum þegar um hann var beðið.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum, eða afhenda af þeim ljósrit eða afrit, undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Vegna fyrri liðarins í þessu kæruefni málsins tekur úrskurðarnefndin fram að stjórnvaldi ber að afhenda gögn sem falla undir upplýsingalögin þegar þeirra er óskað, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Það atriði sem hér um ræðir er almenn spurning um túlkun upplýsingalaga og verður ekki beint sérstaklega til úrskurðarnefndarinnar. Kæru málsins ber að þessu leyti að vísa frá úrskurðarnefndinni. Vegna síðari liðarins í þessu kæruefni ber að taka fram að það er sá sem óskað hefur viðkomandi gagna og synjað hefur verið um þau sem rétt á að bera mál undir nefndina til úrskurðar. Kærandi máls þessa getur því ekki borið undir úrskurðarnefndina afgreiðslu Bankasýslu ríkisins á beiðni Ríkisútvarpsins um gögn. Ber að vísa kæru málsins frá að því leyti.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Bankasýslu ríkisins á að afhenda kæranda, [A], lista yfir nöfn, heimilisföng og starfsheiti allra sem sóttu um stöðu forstjóra Bankasýslunnar þar sem einnig komi fram upplýsingar um þá sem drógu umsókn sína til baka eftir að umsóknarfresti lauk. Kæru málsins er að öðru leyti vísað frá.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
B-412/2012. Úrskurður frá 15. nóvember 2012 | Beiðni um endurupptöku úrskurðar nr. A-412/2012 hafnað. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <br /> <p>Hinn 15. nóvember 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. B-412/2011.<br /> <br /> Krafa um endurupptöku<br /> Með bréfi, dags. 28. júní 2012, gerði [A] hrl., f.h. [B], athugasemdir við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-412/2012 frá 29. mars 2012 og krafðist þess að hann yrði endurupptekinn.<br /> <br /> Lögmaðurinn óskar eftir endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-412/2012, annars vegar á 2. hluta í niðurstöðukafla úrskurðarins og hins vegar á þeim þætti 3. hluta niðurstöðukaflans sem nær til tölvupósta [C] og [D].<br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p><br /> Í umræddum 2. hluta úr niðurstöðukafla úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-412/2012 segir m.a. orðrétt svo:<br /> <br /> „Kópavogsbær hefur vísað til þess að við leit í skjalasöfnum bæjarins hafi ekki fundist skipulagstillaga sem lögð var fyrir fund bæjarráðs 23. nóvember 2006. Tillaga dags. 13. september 2006 hafi fundist við leit en ekki sé hægt að fullyrða að það sé sú útgáfa sem legið hafi fyrir á fundum skipulagsnefndar 21. nóvember 2006 og bæjarráðs 23. nóvember 2006. Hefur þessi tillaga verið afhent kæranda. Þrátt fyrir að kærandi vísi til þess að ótrúverðugt sé að Kópavogsbær viti ekki hvaða tillaga var samþykkt á nefndum fundum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu sveitarfélagsins að ekki sé til í skjalasafni þess sú tillaga sem kærandi vísar til. Af þeim sökum ber að vísa þeim þætti kærunnar er lýtur að þessum gögnum frá.<br /> <br /> Þá hefur Kópavogsbær vísað til þess að gögn sem fela í sér sundurliðun á álögðum gatnagerðargjöldum fyrir Vatnsendahlíð þ.e. kostnaðarútreikningur að baki gatnagerðargjaldi og sundurliðun á útreikningi yfirtökugjalda lóða í Vatnsendahlíð, sé ekki til. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu sveitarfélagsins og ber henni því að vísa frá þeim þætti kærunnar er lýtur að nefndum gögnum.“<br /> <br /> Í umræddum 3. hluta úrskurðarins segir ennfremur m.a. orðrétt svo:<br /> <br /> „Í bréfi Kópavogsbæjar, dags, 27. október sl., kemur fram að við afgreiðslu málsins hafi verið leitað að öllum tölvupóstum sem varði kæruefnið. Leit hafi verið framkvæmd hjá öllum þeim starfsmönnum sem hafi komið að þeim málum sem um ræði. Þá kemur fram að kæranda hafi verið afhentir allir þeir tölvupóstar er málið varði. Með nefndu bréfi voru nefndinni afhent þau gögn sem afhent voru kæranda. Meðal þeirra eru tölvupóstar eftirtaldra aðila: [G], [H], [I] og [J]. Þá var afhentur fjöldi annarra tölvupósta sem merktir eru „aðrir tölvupóstar þ.á m. Heilbrigðiseftirlitið“ en um er að ræða pósta starfsmanna og kjörinna fulltrúa þ.á m. [D]. Þá kemur fram í bréfi Kópavogsbæjar, dags. 8. nóvember sl., að ekki hafi fundist aðrir póstar til og frá [J] en þeir sem sendir voru með bréfi, dags. 27. október sl.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þá fullyrðingu sveitarfélagsins í efa að afhentir hafi verið allir þeir tölvupóstar er falla undir beiðni kæranda að undanskildum póstum [E]. Af þeim sökum ber að vísa frá þeim þætti kærunnar er lýtur að þessum gögnum.  <br /> <br /> Hvað varðar tölvupósta [E] þá kemur fram í bréfi Kópavogsbæjar til kæranda, dags. 8. nóvember 2011, að pósthólf hans sé enn til á póstþjóni. Ekki sé vitað hvort í pósthólfi [E] sé að finna einhver gögn varðandi vatnsvernd, en ef einhver slík gögn sé þar að finna sé einvörðungu um að ræða vinnuskjöl til eigin afnota sem ekki hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá. [E] hafi verið almennur starfsmaður á bæjarskipulagi og ekki haft umboð til endanlegrar afgreiðslu mála. Síðan segir svo í bréfi Kópavogsbæjar: „Telja verður að hægt sé að afla allra nauðsynlegra upplýsinga um vatnsverndarmál með öðrum gögnum en tölvupóstum þessa starfsmanns. Af þeim sökum er ekki skylt að afhenda þessi gögn.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að ekki verði fullyrt, án könnunar þeirra gagna sem um ræðir og tengst geti kæruefni máls þessa, að þau gögn séu vinnuskjöl í þeim skilningi sem lagður verður í það hugtak samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Hér ber hins vegar að líta til þess að samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Þá segir í 10. gr. sömu laga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá geti hann óskað eftir að kynna sér öll gögn um tiltekið mál. Upplýsingarétturinn samkvæmt upplýsingalögum er því bundinn við gögn tiltekins máls. Sama á við um upplýsingarétt samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í 22. gr. upplýsingalaga er kveðið á um það að stjórnvöldum sé skylt að skrá mál, sem komi til meðferðar hjá þeim, á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Það er sérstakt álitaefni, sem leysa ber úr hverju sinni m.t.t. atvika máls og aðstæðna, hvaða gögn það eru sem tengjast máli með það skýrum hætti að þau teljist til gagna máls í skilningi 3. og 10. gr. upplýsingalaga og beri að varðveita sem gögn í því máli í málaskrá, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. Skráning gagnanna í málaskrá sem slíka er ekki ráðandi um það hvort þau falli undir upplýsingarétt samkvæmt upplýsingalögum. Hafi stjórnvald fyrir mistök eða af öðrum ástæðum ekki sinnt því að vista tiltekin málsgögn í málaskrá, heldur aðeins fært þau í bókhald eða vistað í tölvupósti, kemur það í sjálfu sér ekki í veg fyrir að almenningur eigi rétt á aðgangi að þeim gögnum skv. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Niðurstaða um upplýsingarétt almennings veltur á því hvort umrætt gagn sé fyrirliggjandi hjá stjórnvaldi og hvort það teljist vera hluti málsgagna efni sínu samkvæmt, sbr. 3. og 1. mgr. 22. gr. sömu laga, hvort sem vistun þess hefur verið hagað með réttum hætti að lögum eða ekki, og að lokum hvort einhverjar aðrar ástæður standi því í vegi að gögnin verði afhent. Vísast hér einnig til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál númer A-397/2011.<br /> <br /> Þrátt fyrir framangreint verður ekki litið svo á að stjórnvaldi sé skylt að varðveita allar upplýsingar og gögn sem tengjast meðferð máls, ef þær hafa ekki þýðingu fyrir meðferð málsins eða afgreiðslu þess. Ekkert liggur fyrir um það að gögn sem mögulega eru til í pósthólfi hins umrædda fyrrverandi starfsmanns Kópavogsbæjar, [E], og höfðu þýðingu fyrir þau mál sem hér um ræðir séu ekki þegar fyrirliggjandi í málaskrá Kópavogsbæjar. Af hálfu Kópavogsbæjar hefur verið bent á að hægt sé að afla allra nauðsynlegra upplýsinga um vatnsverndarmál með öðrum gögnum en tölvupóstum þessa starfsmanns. Með hliðsjón af gögnum málsins og atvika þess telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ástæðu til þess að draga þá fullyrðingu bæjarins í efa. Ber þannig að fallast á það að gögn sem mögulega liggja fyrir í tölvupósthólfi fyrrverandi starfsmanns Kópavogsbæjar, [E], teljist ekki, í skilningi 1. mgr. 3. gr. og 10. gr. upplýsingalaga, til gagna í þeim málum sem beiðni kæranda lýtur að.<br /> <br /> Af þessum sökum ber að vísa þeim þætti kærunnar er lýtur að þessum gögnum frá.“  <br /> <br /> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <br /> <p>Beiðni um endurupptöku er byggð á nokkrum þáttum. Í beiðninni er m.a. bent á að Kópavogsbær hafi nýverið fengið gæðavottun ISO 9001 m.a. fyrir vistun skjala. Þá er vísað til lagaskyldu Kópavogsbæjar skv. 23., 25. og 44. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 um skyldu til að varðveita fundargerðir og fram kemur að telja verði framlögð gögn á fundum hluta fundargerða sé vísað til þeirra og því beri að varðveita þau á tryggilegan hátt. Vísað er til laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands aðallega 7. gr., sbr. 2. mgr. 3 gr. laganna. Í beiðni um endurupptöku segir að ekki sé dregið í efa að Kópavogsbær varðveiti þessi skjöl og fari að lögum eins og gæðavottunin staðfesti. Þess vegna verði að krefja Kópavogsbæ um nánari skýringar á afdrifum tilgreindra skjala. Loks er vísað til skyldna Kópavogsbæjar skv. reglugerð nr. 283/1994 um héraðsskjalasöfn, aðallega 4. gr. Þá segir að ekki sé t.d. úr vegi að afla staðfestingar héraðskjalavarðar um afdrif þessara skjala og hvort vistun þeirra hafi verið í samræmi við verklagsreglur gæðahandbókar bæjarins. Í beiðninni segir ennfremur að í forsendum úrskurðarins sé vísað í bréf Kópavogsbæjar þar sem segi að upplýsa megi um vatnsverndarmál með öðrum hætti. Því miður sé það ekki raunin.<br /> <br /> Þá segir orðrétt í beiðni um endurupptöku: „Þann 26. nóvember 2011 var Kópavogsbæ ritað bréf þar sem farið var fram á gögn og upplýsingar sem vörðuðu færslu vatnsverndar. Skipulagsnefnd bæjarins svarar undirrituðum fullum hálsi og vísar til þess að þar sem dómsmál sé í gangi, muni nefndin ekki tjá sig efnislega um málið. Síðan er vísað til greinargerðar lögmanns Kópavogsbæjar sem hefur enga þýðingu hvað þetta mál varðar.<br /> <br /> Í ljósi þessa er það rangt að unnt sé að afla umbeðinna upplýsinga með öðrum hætti en afhendingu afrita tölvupósta [E] og [D] og spyr umbj. minn sig hvernig þessi vinnubrögð samræmist ISO 9001 gæðastaðli.<br /> <br /> Umbj. minn telur 1. tl. 24. gr. l. nr. 37/1993 eiga við í báðum tilvikum. Þannig hafi ekki legið fyrir að Kópavogsbær ynni eftir gæðahandbók við vistun skjala og því nauðsynlegt að rekja hvort um frávik frá gæðakerfi bæjarins hafi verið að ræða. Þá hafi algerlega verið litið fram hjá lagaskyldu bæjarins að varðveita skjöl og því hafi fyrri afgreiðsla nefndarinnar byggst á röngum eða ófullnægjandi forsendum.<br /> <br /> Í síðara tilvikinu er einfaldlega um að ræða að upplýst er að Kópavogsbær neitar að afhenda skjöl til afnota í dómsmáli sem sé í gangi. Þetta gerir bærinn þrátt fyrir fagurgala til nefndarinnar um vandaðri stjórnsýsluhætti. Þegar af þeirri ástæðu ber að skylda Kópavogsbæ til að afhenda umbeðna tölvupósta.“<br /> <br /> Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 13. júlí 2012, var krafan borin undir Kópavogsbæ og bænum jafnframt gefinn kostur á að senda úrskurðarnefndinni athugasemdir sem stjórnvaldið teldi ástæðu til að gera við framangreinda kröfu til 20. júlí. Bréfið var ítrekað 30. júlí og fresturinn í kjölfarið framlengdur til 11. september.<br /> <br /> Í umsögn Kópavogsbæjar, dags. 22. ágúst 2012, segir að Kópavogsbær telji skilyrði endurupptöku á grundvelli 1. töluliðar 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ekki vera fyrir hendi og krefst þess að beiðni um endurupptöku málsins verði hafnað. Að mati Kópavogsbæjar hafi ekkert komið fram um að úrskurður nefndarinnar í máli A-412/2012 hafi byggst á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum um málsatvik.<br /> <br /> Segir svo orðrétt í umsögninni:<br /> <br /> „Í kafla 2 í úrskurði nefndarinnar er fjallað um aðgang kæranda að skipulagstillögu varðandi vatnsvernd. Þá er þar einnig fjallað um aðgang kæranda að gögnum sem fela í sér sundurliðun á álögðum gatnagerðargjöldum fyrir Vatnsendahlíð. Í beiðni kæranda um endurupptöku er ekki vikið að endurupptöku málsins hvað varðar niðurstöður kæru nefndarinnar að því er varðar sundurliðun á álögðum gatnagerðargjöldum fyrir Vatnsendahlíð og telur Kópavogsbær því ekki ástæðu til að fjalla sérstaklega um þann þátt málsins.<br />  <br /> [...] Kópavogsbær tekur enn og aftur fram að engin tillaga er til í skjalakerfi bæjarins sem er sérstaklega merkt sem fram lögð á fyrrgreindum fundum. Breytir engu í því efni hvort bærinn hafi fengið gæðavottun eða hvort vistun eða meðferð skjala hjá sveitarfélaginu samrýmist lögum nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn eða þágildandi sveitastjórnarlögum nr. 66/1985. Í þessu sambandi tekur Kópavogsbær fram að núverandi skjalakerfi sem fengið hefur gæðavottun ISO 9001 var tekið í notkun hjá sveitarfélaginu árið 2007. Þá er það ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að skera úr um hvort vistun eða meðferð skjala hjá sveitarfélögum samrýmist lögum nr. 66/1985 eða þágildandi sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998. Í ljósi alls ofangreinds verður ekki talið að ófullnægjandi eða rangar upplýsingar hafi legið fyrir um málsatvik sem réttlætt geti endurupptöku málsins.<br /> <br /> [...] Beiðni kæranda um endurupptöku á kafla 3 í úrskurði nefndarinnar er byggð á því að ekki sé hægt að upplýsa um vatnsverndarmál með öðrum hætti en tölvupóstum fyrrgreindra aðila. Þessum fullyrðingum kæranda er vísað á bug. Í úrskurði nefndarinnar kemur sérstaklega fram að kæranda hafi verið afhentir allir þeir póstar sem varði málið, þ.á.m. [D]. Ber því að vísa [frá] beiðni kæranda um endurupptöku málsins að því er varðar afhendingu á tölvupóstum [D] þar sem lögvarðir hagsmunir eru ekki fyrir hendi. Þá var í úrskurði nefndarinnar komist að þeirri niðurstöðu að gögn sem mögulega liggja í tölvupósthólfi [E], teljist ekki, í skilningi 1. mgr. 3. gr. og 10. gr. upplýsingalaga, til gagna í þeim málum sem beiðni kæranda laut að. Eins og fram hefur komið af hálfu Kópavogsbæjar var [E] almennur starfsmaður bæjarins og hafði ekkert umboð til endanlegrar afgreiðslu mála. Þau gögn sem kunna að liggja í pósthólfi hans hafa því ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls né upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá og eru þær því undanþegnar upplýsingarétti skv. 3. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 50/1996.“<br /> <br /> Með bréfi úrskurðarnefndarinnar til lögmanns kæranda var veittur frestur til 1. október til að koma á framfæri athugasemdum við umsögn Kópavogsbæjar.<br /> <br /> Athugasemdirnar bárust nefndinni með bréfi, dags. 27. september. Í þeim segir, að því er varði  beiðni um skipulagstillögu sem samþykkt hafi verið í skipulagsráði 21. nóvember 2006 og í bæjarráði 23. nóvember 2006, að spurt hafi verið um tillögu sem hafi verið samþykkt. Þá segir að krafa kæranda um að Kópavogsbæ verði gert að upplýsa hvort samþykkt hafi verið á fundi skipulagsnefndar 21. nóvember 2006 að færa vatnsverndarlínu í samræmi við gömlu tillöguna (miðað við vatnstöku á Vatnsendaheiði) eða nýju tillöguna (án vatnstöku á Vatnsendaheiði) sé ítrekuð.<br /> <br /> Um tölvupósta [E] og [D] segir að því sé mótmælt að starfsmaðurinn [E] hafi haft aðra stöðu í málinu en aðrir embættismenn bæjarins. Bent er á að uppdrættirnir sem séu kjarni málsins hafi upphaflega verið sendir á póstfang [E] sbr. tölvupóst [F] frá 26. júlí 2006 kl. 18:23 til [E].  Þá beri skeyti [E] til [F] frá 25. maí 2006 sent 15:58 ekki annað með sér en [E] telji sig einn af liðsheildinni, en ekki óbreyttan starfsmann á plani. Vísast til upphafs skeytisins „Okkur líst ágætlega á…“.  Þá sé þess að geta að enginn embættismannanna hafi verið þess umkominn að taka endanlega ákvörðun í málinu, ákvörðunarvaldið hafi legið hjá skipulagsnefnd, bæjarráði og bæjarstjórn.<br /> <br /> Þá segir í bréfi lögmannsins að í ljósi þess að bæjarráð geti ekki upplýst hvaða tillaga hafi verið samþykkt á fundi bæjarráðs 23. nóvember 2006 og í ljósi þess að skipulagsnefnd geti ekki upplýst hvaða tillaga hafi verið samþykkt á fundi skipulagsnefndar 21. nóvember 2006 verði að leita annarra leiða til að upplýsa það. Þar sem allir uppdrættir hafi farið í gegnum netfang [E] og öll samskipti vegna þeirra, séu svo miklar líkur á að ráða megi þessa gátu með afhendingu þeirra að mótbárur Kópavogsbæjar eigi ekki við.  <br /> <br /> Þá segir að eftirmálar hafi orðið af fundi bæjarráðs 23. nóvember 2006 og telji kærandi óyggjandi að tölvupóstar [E] varpi ljósi á þá einnig. Ljóst sé af afstöðu skipulagsnefndar, sbr. bréf skipulagsstjóra, dags. 4. janúar 2012, sem sent hafi verið með endurupptökubeiðni, að kærandi fái engar upplýsingar frá nefndinni.<br /> <br /> Hvað varðar tölvupósta [D] segir að þeir hafi ekki verið afhentir nema að óverulegu leyti.  Í þeim skjalabunka sem Kópavogsbær hafi afhent með bréfi 27. október 2011 sé engin mappa sérmerkt [D]. Það sé því rangt sem staðhæft sé að Kópavogsbær hafi afhent alla tölvupósta [D] sem varði færslu vatnsverndarlínu. [D] hafi verið bæjarstjóri á þessum tíma og í hans pósthólfi séu líkast til mikilvægustu upplýsingarnar geymdar.<br /> <br /> Þá kemur fram að á meðan málið hafi verið rekið fyrir úrskurðarnefndinni hafi kærandi höfðað mál á hendur Kópavogsbæ en hafi ekki getað í stefnu nýtt sér upplýsingar sem skipti verulegu máli fyrir gerð hennar. Á sama tíma hafi tvö matsmál verið leidd til lykta með sömu annmörkum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndinni barst þann 2. október tölvupóstur frá lögmanni kæranda þar sem nefndinni voru send frekari gögn vegna beiðninnar.<br /> <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.<br /> <br /> <br /> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><br /> <strong>1.</strong><br /> Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og segir svo í 1. mgr. þess ákvæðis:<br />  <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“<br /> <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til endurupptöku á þeim grundvelli, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum.<br /> <br /> <strong>2.</strong><br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að ekkert sé fram komið í beiðni um endurupptöku á úrskurði nr. A-412/2012 frá 29. mars 2012 sem styðji það að hann hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, eða að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum.<br /> <br /> Úrskurðarnefndin tekur fram í því sambandi að hvað sem líður banni við eyðingu skjala úr skjalasafni stjórnvalds, sbr. 7. gr. laga nr. 66/1985, þá byggðist úrskurður nefndarinnar í máli nr. A-412/2012 ekki á álitamálum sem tengjast varðveisluskyldu skjala, eða heimild til að eyða tölvupóstum, heldur á því hvað teljist til gagna máls í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar á milli þarf ekki nauðsynlega að vera fullt samræmi, enda var ekki á neinn hátt byggt á slíku í úrskurðinum. Álitmál um gæðavottun skjalakerfa, eða ákvæði tilvitnaðra sveitarstjórnarlaga, hafa að þessu leyti ekki þýðingu.<br /> <br /> Getur það heldur ekki haft þýðingu að lögum í þessu sambandi að aðili máls telji sér ekki unnt að afla upplýsinga um tiltekin málsatvik með öðrum hætti en þeim að endurheimta afrit tölvugagna sem eytt hefur verið, enda hefur nefndin þegar tekið afstöðu til þess hvort þau gögn sem um er að ræða beri að afhenda samkvæmt upplýsingalögum nr. 50/1996.<br /> <br /> Með vísan til þess sem að framan segir er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðarins í máli nr. A-412/2012, frá 29. mars 2012.<br /> <br /> <br /> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p><br /> Beiðni [A] hrl., f.h. [B], dags. 28. júní 2012, um endurupptöku úrskurðar í málinu nr. A-412/2012, frá 29. mars 2012, er hafnað.<br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður<br /> </div> <br /> <br /> <br /> <br /> <p>                        Sigurveig Jónsdóttir                                        Friðgeir Björnsson<br /> <br /> </p> |
A-411/2012. Úrskurður frá 22. mars 2012 | Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins á aðgangi að stofnefnahagsreikningum Nýja Landsbanka Íslands hf., Nýja Kaupþings banka hf. og Nýja Glitnis banka hf., þ.e. þeim sem upphaflega voru útbúnir og afhentir stjórnum nýju bankanna þriggja á grundvelli laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., ásamt greinargerð um það hvernig eignir og skuldir voru klofnar út úr efnahag gömlu bankanna, þ.e. Landsbanka Íslands hf., Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf. Jafnframt var kærð synjun á aðgangi að afritum af öðrum gögnum sem innihéldu upplýsingar um þær forsendur sem lagðar hefðu verið til grundvallar við gerð framangreindra stofnefnahagsreikninga þar sem gerð þeirra væri að öðru leyti rakin. Vinnuskjöl. Gögn m.a. sett saman öðrum til afnota. Endanleg ákvörðun stjórnvalds, þrátt fyrir að hún hafi tekið breytingum síðar og því verið til bráðabirgða á þeim tíma er hún var tekin. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir. Sérstakt ákvæði um þagnarskyldu. Fyrirliggjandi gögn. Áður verið úrskurðað um aðgang að hluta gagna sem kæra beindist að. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 22. mars 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-411/2012.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p><br /> Með bréfi, dags. 2. desember 2011, kærði [A] hdl. til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME), dags. 1. desember það sama ár, að synja beiðni hans, dags. 23. nóvember s.á., um aðgang að stofnefnahagsreikningum Nýja Landsbanka Íslands hf., Nýja Kaupþings banka hf. og Nýja Glitnis banka hf., þ.e. þeim sem upphaflega hafi verið útbúnir af Deloitte, KPMG og PwC og afhentir stjórnum nýju bankanna þriggja á grundvelli laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., ásamt greinargerð um það hvernig eignir og skuldir voru klofnar út úr efnahag gömlu bankanna, þ.e. Landsbanka Íslands hf., Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf. Þá óskaði kærandi einnig eftir aðgangi að afritum af öðrum gögnum sem innihéldu upplýsingar um þær forsendur sem lagðar hefðu verið til grundvallar við gerð framangreindra stofnefnahagsreikninga þar sem gerð þeirra væri að öðru leyti rakin.</p> <p>Í ákvörðun FME, dags. 1. desember, er því lýst að synjun eftirlitsins á aðgangi að umbeðnum gögnum, sem varði viðkvæmar upplýsingar og mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni umræddra fjármálafyrirtækja, sé byggð á ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga svo og á 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastofnunum.</p> <p>Í kæru málsins er bent á að Fjármálaeftirlitið hafi birt á vefsíðu sinni stofnefnahagsreikninga umræddra banka, dags. 14. nóvember 2008, og „forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings“, dags. 14. október 2008 (endurskoðað 19. október 2008). Í ljósi þessa geti FME ekki haldið því fram að beðið sé um aðgang að viðkvæmum upplýsingum sem þagnarskylda nái til. Umræddar upplýsingar séu meira en þriggja ára gamlar og stofnefnahagsreikningar umræddra banka hafi tekið sífelldum breytingum fyrstu mánuðina eftir fall bankanna, eins og fram hafi komið í fréttum  á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins, og geti því ómögulega talist vera viðkvæmar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni.</p> <p>Í kærunni er vísað til úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 2. desember 2011, í máli nr. X-193/2011 sem og ummæla í dómi Hæstaréttar í máli nr. 758/2009 sem í þeim úrskurði eru rakin og kveðst kærandi byggja á því að í því ljósi geti þær upplýsingar sem farið sé fram á aðgang að ekki talist falla undir ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 um þagnarskyldu starfsmanna FME.</p> <p>Í kærunni er vísað til 7. gr. upplýsingalaga og fer kærandi fram á að veittur sé aðgangur að þeim hlutum umbeðinna gagna sem ekki varði beinlínis mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einstakra fyrirtækja eða aðila sem falli undir 5. gr. upplýsingalaga. Þá bendir kærandi á að í 3. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 segi að upplýsingar sem bundnar séu þagnarskyldu megi veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.<br /> Málsmeðferð<br /> Kæran var send Fjármálaeftirlitnu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. desember 2011, þar sem vísað er til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og kærða veittur frestur til 14. desember til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.</p> <p>Kærði svaraði kærunni með bréfi, dags. 21. desember, og fylgdu því bréfi eftirtalin skjöl merkt nr. 1-6:</p> <p>1. Upphafsefnahagsreikningur Nýja Landsbanka Íslands hf. 9. október 2008<br /> 2. Stofnefnahagsreikningur Nýja Glitnis hf. 15. október 2008<br /> 3. Stofnefnahagsreikningur Nýja Kaupþings banka hf. 21. október 2008<br /> 4. Samantekt vegna stofnefnahagsreiknings Nýja Glitnis hf. 13. október 2008 með 14 fylgiskjölum<br /> 5. Forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings Landsbanka Íslands hf., Kaupþings hf. og Glitnis hf. í samræmi við lög nr. 125/2008, dags. 14. október 2008<br /> 6. Forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings Landsbanka Íslands hf., Kaupþings hf. og Glitnis hf. í samræmi við lög nr. 125/2008, dags. 14. október 2008, endurskoðað 19. október 2008</p> <p>Í upphafi bréfsins er lýst aðdraganda málsins, en síðan segir þar orðrétt:</p> <p>„Að beiðni úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru hjálögð fylgiskjöl afhent nefndinni í trúnaði samhliða bréfi þessu. Rétt er þó að taka fram að Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt leit í gagnasafni stofnunarinnar til að athuga hvort framangreindar greinargerðir finnist. Við þá leit fannst einungis samantekt með upphaflegum stofnefnahagsreikningi Nýja Glitnis banka hf. Er þegar af þeirri ástæðu ekki unnt að verða við beiðni kæranda vegna hinna bankanna. Áréttað er að öll hjálögð fylgiskjöl eru vinnuskjöl og hafa þau ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu málanna. Í því sambandi er bent á að í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda gömlu bankanna til nýju bankanna er skýrt kveðið á um að nánari meðferð einstakra liða í skiptingu efnahagsreiknings sé að finna í sérstöku skjali sem Fjármálaeftirlitið hefur staðfest („Forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings“). Umrætt skjal var birt á heimasíðu stofnunarinnar þann 19. október 2008 (Sjá fylgiskjal 6). Gengið var frá endanlegum efnahagsreikningum fyrir nýju bankana á grundvelli ákvarðana Fjármálaeftirlitsins og umrædds skjals um forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings, dags. 19. október 2008. Rétt er að benda á að endanlegir efnahagsreikningar litu ekki dagsins ljós fyrr en í september og desember 2009 (nánar tiltekið 3. september 2009 vegna Arion banka hf., 13. september 2009 vegna Íslandsbanka hf. og 15. desember 2009 vegna Landsbankans hf.) og miðaðist allt uppgjör, á milli hinna gömlu og nýju banka, við mismun á virði eigna og skulda sem ráðstafað var til hinna nýju banka, þ.e.a.s. þær eignir og skuldir sem kveðið er á um í hinum endanlegu efnahagsreikningum.“</p> <p>Þá segir í bréfi Fjármálaeftirlitsins að það byggi á því að fleiri en ein af þeim takmörkunum sem fram komi í 4.-6. gr. upplýsingalaga eigi við um þau gögn sem krafist sé afhendingar á. Í bréfinu er fjallað um 5. gr. og 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og samspil þeirra greina við 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þá eru reifuð sjónarmið er varða dönsku upplýsingalögin og túlkun þeirra. Segir síðan orðrétt:</p> <p>„Hvað varðar beiðni kæranda um gögn, þ.e.a.s. fylgiskjöl 1 – 4 þá er um að ræða gögn sem unnin voru í tengslum við bankahrunið í október 2008 og varða ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um ráðstafanir eigna og skulda gömlu bankanna til þeirra nýju. Um er að ræða ákvarðanir sem áttu rót sína að rekja til knýjandi aðstæðna á fjármálamarkaði. Eðli máls samkvæmt var um að ræða neyðaraðgerð sem framkvæma þurfti samstundis. Líkt og vikið er að í inngangskafla hér að framan litu endanlegir efnahagsreikningar ekki dagsins ljós fyrr en í september og desember 2009 og miðaðist allt uppgjör, á milli hinna gömlu og nýju banka, við mismun á virði eigna og skulda sem ráðstafað var til hinna nýju banka, þ.e.a.s. þær eignir og skuldir sem kveðið er á um í hinum endanlegu efnahagsreikningum. Þær upplýsingar sem fram koma í fylgigögnum 1 – 4 eru því ekki endanlegar. Í gögnunum er að finna ákveðnar upplýsingar um fjárhæðir og fyrirkomulag við skiptingu eigna og skulda milli nýju og gömlu bankanna. Er ljóst að í umræddum gögnum er að finna margvíslegar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi fjármálafyrirtækja sem eru þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga og 13. gr. laga nr. 87/1998. Er umræddar upplýsingar að finna svo víða í gögnunum að það þjónar ekki tilgangi að veita aðgang að hluta þeirra skv. 7. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 147/2002. Fjármálaeftirlitið vísar á bug þeim röksemdum kæranda að upplýsingarnar geti ómögulega talist viðkvæmar upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þar sem þær séu meira en þriggja ára gamlar.</p> <p>Hvað varðar fylgiskjal 5 þá var það unnið af starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins og varðar það tillögu að forsendum fyrir skiptingu efnahagsreikninga Landsbanka Íslands hf., Kaupþings hf. og Glitnis hf. í samræmi við lög nr. 125/2008 um heimildir til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. Líkt og orðalag skjalsins ber með sér er um að ræða tillögu en ekki endanlegar forsendur, sbr. það sem birt var á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins þann 19. október 2008, sjá fylgiskjal 6. Er ljóst að í umræddu skjali er að finna margvíslegar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi fjármálafyrirtækja sem eru þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga og 13. gr. laga nr. 87/1998. Þar að auki vísar Fjármálaeftirlitið til rökstuðnings, hér að neðan, fyrir því að einnig sé um vinnuskjal í skilningi 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga að ræða.</p> <p>[...]</p> <p>Að því er varðar fylgiskjal 4 er um að ræða samantekt vegna fyrirhugaðra kaupa Nýja Glitnis banka hf. á eignum og skuldum Glitnis banka hf. og er þar fjölmargra viðskiptamanna getið. Með vísan til þagnarskylduákvæða 58. gr. laga nr. 161/2002 og 13. gr. laga nr. 87/1998 og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 telur Fjármálaeftirlitið að ekki beri að veita aðgang að umræddu skjali.</p> <p>Kærandi byggir einnig á því að ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og þagnarskylduákvæði 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi sé ætlað að tryggja samskonar hagsmuni, þ.e. upplýsingar um viðskiptavini fjármálafyrirtækja og er vísað til úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur dags. 2. desember 2011 í máli X-193/2011 (Aresbank S.A. gegn Kaupþingi banka hf.). Fjármálaeftirlitið vill nefna í þessu sambandi að ákvæði 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki er sérákvæði um bankaleynd. Eingöngu 2. mgr. 13. gr. tengist því ákvæði. Bankaleynd tengist vissulega hluta af þagnarskyldu Fjármálaeftirlitsins en verður ekki í lögfræðilegum skilningi jafnað til lögmæltrar þagnarskyldu stofnunarinnar í heild. Ella hefði löggjafinn látið nægja að mæla einungis fyrir um ákvæði 2. mgr. 13. gr. í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.“</p> <p>Þá byggir Fjármálaeftirlitið á því að 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga eigi við um þau gögn sem óskað er aðgangs að en um það segir orðrétt í bréfinu: „Fjármálaeftirlitið telur að þau gögn sem óskað er eftir afhendingu á geti einnig fallið undir ákvæði 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem um er að ræða vinnuskjöl Fjármálaeftirlitsins til eigin afnota. Rökin fyrir undanþágu upplýsingalaganna frá skyldu til að afhenda vinnuskjal til eigin nota koma fram í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum. Þar segir að ekki sé eðlilegt að stjórnvald þurfi að afhenda vinnugögn sem verða til meðan unnið er að undirbúningi ákvörðunar, enda endurspegli slík gögn ekki alltaf réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Þá verður ekki séð að undantekningarákvæði 3. töluliðar eigi við í þessu tilviki. eins og fram hefur komið hér að ofan eru öll umbeðin gögn vinnuskjöl Fjármálaeftirlitsins sem hafa ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls, enda er t.d. um að ræða tillögu að forsendum í fylgiskjali 5. Hvað varðar fylgiskjöl 1 – 4 er ljóst að ekki er um endanlega efnahagsreikninga að ræða, enda liggur fyrir að þeim var ekki lokið fyrr en í september og desember 2009. Miðaðist allt uppgjör milli gömlu og nýju bankanna við endanlega efnahagsreikninga.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu krefst Fjármálaeftirlitið þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafni kröfum kæranda.“</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 22. desember var kæranda kynnt umsögn Fjármálaeftirlitsins vegna kærunnar og gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar.</p> <p>Með bréfi þann 26. janúar 2011 bárust athugasemdir kæranda vegna umsagnar Fjármálaeftirlitsins. Í þeim segir m.a. að megintilgangur hans með beiðni um upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu sé að sýna fram á að upphafleg framkvæmd og skilningur stjórna nýju bankanna og Fjármálaeftirlitsins hafi verið að skuldbindingar vegna allra innlána (þ.m.t. peningamarkaðslána) frá fjármálafyrirtækjum skyldu og hafi verið fluttar frá gömlu bönkunum til þeirra nýju strax við stofnun þeirra. Þessi færsla skuldbindinga hafi verið byggð á ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins sem til dagsins í dag hafi ekki verið breytt. Eins sé ljóst að þó svo að efnahagsreikningar nýju bankanna hafi ekki verið gerðir opinberir fyrr en nokkru eftir stofnun þeirra og að „endanlegir“ reikningar hafi ekki litið dagsins ljós fyrr en á árinu 2009 geti skjöl sem varði gerð þessara reikninga ekki talist vinnuskjöl í skilningi 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga. Þá er í bréfinu fjallað um aðdraganda beiðni kæranda um gögn og rakið að í ljósi hans hafi kærandi ástæðu til að ætla að þær breytingar sem gerðar hafi verið á stofnefnahagsreikningum nýju bankanna frá því þeir voru fyrst afhentir stjórnum þeirra og þar til lokaútgáfa þeirra leit dagsins ljós hafi verið þess eðlis að þær hafi ekki átt stoð í opinberum stjórnsýsluákvörðunum Fjármálaeftirlitsins.</p> <p>Þá er fjallað um það, og nánar rökstutt, í athugasemdum kæranda að hans mat sé að 5. gr. upplýsingalaga, 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998 og 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki eigi ekki við um upplýsingarnar en jafnframt að kærandi telji ekki að um vinnuskjöl geti verið að ræða í skilningi upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <h3><br />  <br /> Niðurstaða</h3> <p><br /> <strong>1.<br /> </strong> Eins og gerð er grein fyrir í upphafi þessa úrskurðar er kæruefni málsins synjun Fjármálaeftirlitsins á því að heimila kæranda aðgang að stofnefnahagsreikningum Nýja Landsbanka Íslands hf., Nýja Kaupþings banka hf. og Nýja Glitnis banka hf. sem kærandi segir upphaflega hafa verið útbúna af Deloitte, KPMG og PwC og afhenta stjórnum nýju bankanna þriggja á grundvelli laga nr. 125/2008, ásamt greinargerð um það hvernig eignir og skuldir hafi verið klofnar út úr efnahag gömlu bankanna, þ.e. Landsbanka Íslands hf., Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf. Þá nær kæruefnið einnig til synjunar á þeirri ósk kæranda að fá aðgang að afritum af öðrum gögnum sem innihaldi upplýsingar um þær forsendur sem lagðar hafi verið til grundvallar við gerð framangreindra stofnefnahagsreikninga þar sem gerð þeirra væri að öðru leyti rakin.</p> <p>Fjármálaeftirlitið hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftirtalin gögn sem það telur að beiðni kæranda nái til:</p> <p>1. Upphafsefnahagsreikning Nýja Landsbanka Íslands hf. 9. október 2008<br /> 2. Stofnefnahagsreikning Nýja Glitnis hf. 15. október 2008<br /> 3. Stofnefnahagsreikning Nýja Kaupþings banka hf. 21. október 2008<br /> 4. Samantekt vegna stofnefnahagsreiknings Nýja Glitnis hf. 13. október 2008 með 14 fylgiskjölum<br /> 5. Forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings Landsbanka Íslands hf., Kaupþings hf. og Glitnis hf. í samræmi við lög nr. 125/2008, dags. 14. október 2008<br /> 6. Forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings Landsbanka Íslands hf., Kaupþings hf. og Glitnis hf. í samræmi við lög nr. 125/2008, dags. 14. október 2008, endurskoðað 19. október 2008</p> <p>Af gögnum málsins og málatilbúnaði aðila má vera ljóst að Fjármálaeftirlitið hefur afhent úrskurðarnefndinni þá stofnefnahagsreikninga sem kærandi óskar aðgangs að, sbr. skjöl nr. 1-3. Í svarbréfi Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. desember 2011, kemur fram að ekki hafi fundist samantektir um stofnefnahagsreikninga Nýja Kaupþings banka hf. og Nýja Landsbanka Íslands hf. hliðstæðar þeirri samantekt um stofnefnahagsreikning Nýja Glitnis hf. sem Fjármálaeftirlitið afhenti úrskurðarnefndinni, sbr. skjal nr. 4. Úrskurðarnefndin hefur ekki ástæðu til þess að draga þær upplýsingar í efa.</p> <p><strong>2.<br /> </strong> Með 5. gr. laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., var gerð sú breyting á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki að bætt var við þau nýrri grein, þ.e. 100. gr. a, en í þeirri grein er kveðið á um að eigi fjármálafyrirtæki í fjárhags- eða rekstrarerfiðleikum geti það leitað eftir því við Fjármálaeftirlitið að það taki við ráðum yfir fyrirtækinu og á eftirlitið að taka afstöðu til slíkrar beiðni án tafar. Í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið tekur við yfirráðum fjármálafyrirtækis skapast því valdheimildir samkvæmt áðurnefndri lagagrein og er ljóst að á grundvelli þeirra hefur eftirlitið sett hinum þremur nýju bönkum stofnefnahagsreikning 9., 15. og 21. október 2008. Enda þótt þessir reikningar yrðu ekki endanlegir efnahagsreikningar bankanna þriggja á þessum tíma verður engu að síður að líta svo á að með gerð þeirra hafi af hálfu Fjármálaeftirlitsins verið teknar ákvarðanir sem stóðu um skeið enda þótt þær tækju síðar breytingum eins og fram kemur á vefsíðu eftirlitsins. Samkvæmt því sem fram kemur í bréfi Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar voru endanlegir efnahagsreikningar bankanna frágegnir u.þ.b. ári seinna, eða í september og desember 2009. Í ljósi þessa verður að gera ráð fyrir, enda þótt það komi ekki alveg skýrt fram í gögnum málsins, að stofnefnahagsreikningarnir þrír hafi verið afhentir stjórnum hinna nýju banka enda hlýtur megintilgangurinn með gerð þeirra að hafa verið sá að móta stefnu sem farið yrði eftir um starfsemi nýju bankanna fyrst í stað hvað sem síðar yrði.</p> <p>Þegar litið er til þess hvernig stofnefnahagsreikningarnir þrír urðu til og hvaða tilgangi þeir þjónuðu er ekki hægt að fallast á þá röksemd Fjármálaeftirlitsins að um vinnuskjöl þess sé að ræða í skilningi 3. tl. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga enda kemur hvorttveggja til að stjórnvaldið, þ.e. Fjármálaeftirlitið, setti reikningana saman m.a. öðrum til afnota og eins var á sínum tíma um endanlega ákvörðun stjórnvaldsins að ræða enda þótt hún tæki breytingum síðar og væri þannig til bráðabirgða á þeim tíma er hún var tekin.</p> <p><strong>3.</strong><br /> Að framangreindri niðurstöðu fenginni kemur næst til skoðunar hvort þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi komi í veg fyrir að kærandi eigi rétt til aðgangs að stofnefnahagsreikningunum eða eftir atvikum ákvæði 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Kærandi byggir kröfu sína um aðgang að framangreindum skjölum á  3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.<br /> Í 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1. mgr. 13. gr. segir eftirfarandi: „Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármála-eftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.“<br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga að því er varðar þær upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið hefur undir höndum um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila. Sé um að ræða upplýsingar af því tagi sem falla þar með undir hið sérstaka þagnarskylduákvæðið verður réttur til aðgangs að þeim ekki byggður á ákvæðum upplýsingalaga hvað sem öðru líður. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar, eins og þær sem leynt eiga „að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins“ verður að skýra ákvæðið með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <strong>4.<br /> </strong> Í stofnefnahagsreikningum Nýja Glitnis hf. frá 15. október 2008 og Nýja Kaupþings banka hf. frá 21. október 2008 er gerð grein fyrir eignum og skuldum, hvorttveggja sundurliðað, og síðan eigin fé. Í reikningunum sjálfum er hvorki að finna lýsingu á forsendum fyrir þeim niðurstöðum sem þar eru fengnar né reikningsaðferðum að öðru leyti. Eins og fyrr er greint frá verður á því byggt að stofnefnahagsreikningarnir hafi verið gerðir eftir ákvörðun Fjármálaeftirlitsins og skiptir hér ekki máli þótt að gerð þeirra kunni að hafa komið aðrir en starfsmenn eftirlitsins. Hafa ber og í huga að rekstur hinna nýju banka var tæplega hafinn á þessum tíma en líklegt má telja að gerð stofnefnahagsreikninganna hafi verið ein af forsendum þess að reksturinn gæti formlega hafist. Það er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að þær upplýsingar sem stofnefnahagsreikningar Nýja Glitnis hf. og Nýja Kaupþings banka hf. hafa að geyma falli ekki undir það að teljast upplýsingar um rekstur eftirlitsskyldra aðila eða um starfsemi Fjármálaeftirlitsins sem leynt eigi að fara samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Stofnefnahagsreikningarnir geta heldur ekki talist fela í sér lýsingu á mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmunum bankanna tveggja í skilningi 5. gr. upplýsingalaga og kemur því ákvæði þeirrar greinar ekki í veg fyrir að aðgangur að reikningunum verði heimilaður. Samkvæmt framangreindu ber Fjármálaeftirlitinu að veita kæranda aðgang að skjölum nr. 2 og 3.</p> <p><strong>5.<br /> </strong> Upphafsefnahagsreikningur Nýja Landsbanka hf. er settur upp með nokkuð öðrum hætti en stofnefnahagsreikningar hinna bankanna tveggja. Í reikningnum er í fyrsta töludálki gerð grein fyrir eignum, skuldum og eigin fé móðurfélags með erlendum útibúum, þ.e. Landsbanka Íslands hf. í heild sinni, í næsta dálki er gerð grein fyrir sömu upplýsingum um móðurfélagið með útibúum á Íslandi, væntanlega samkvæmt þeim forsendum um skiptingu efnahagsreiknings Landsbanka Íslands hf. og Nýja Landsbanka Íslands hf. sem fram koma á skjölum nr. 5 og 6 og síðar verður vikið að. Í þriðja töludálki er gerð grein fyrir leiðréttingum á ákveðnum liðum og í þeim fjórða eru ákveðnir liðir færðir til markaðsverðs. Fimmti töluliðurinn hefur síðan að geyma stofnefnahagsreikning hins nýja banka og í sjötta tölulið og þeim síðasta er gerð grein fyrir þeim breytingum sem skipting efnahagsreikningsins hefur í för með sér fyrir Landsbanka Íslands hf.</p> <p>Sem fyrr er getið er upphafsefnahagsreikningur Nýja Landsbanka Íslands hf. dags. 9. október 2008. Verður að gera ráð fyrir að upplýsinga um efnahag Landsbanka Íslands hf. hafi verið aflað, af því gefna tilefni sem hér var um að ræða, hjá bankanum sjálfum en hafi ekki legið fyrir í gögnum sem voru opinber. Fjármálaeftirlitið hafði eftirlit með gömlu bönkunum þremur samkvæmt ákvæðum laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og á þessum tíma voru þeir til sérstakrar meðferðar hjá Fjármálaeftirlitinu samkvæmt ákvæðum 100 gr. a laga nr. 161/2002. Að áliti úrskurðarnefndarinnar hafa því tölur um eignir og skuldir Landsbanka Íslands hf. að geyma upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og nær því hið sérsaka þagnarskylduákvæði þeirrar lagagreinar til þessara upplýsinga. Á þetta sérstaklega við um 1. og 2. töludálk upphafsefnahagsreiknings Nýja Landsbanka Íslands hf. Þær tölur sem eru í fimmta töludálki sem hafa að geyma stofnefnahagsreikning hins nýja banka eru reiknaðar eru út af Fjármálaeftirlitinu eða á þess vegum samkvæmt ákveðnum forsendum. Verður því ekki litið svo á að hið sérstaka þagnarskylduákvæði nái til þeirra og því ber að veita kæranda aðgang að þeim töludálki enda á undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga ekki við þar sem ekki er hægt að líta svo á að þessar tölur hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis í skilningi þeirrar lagagreinar. Þær tölur sem 3., 4. og 6. töluliðir upphafsefnahagsreikningsins hafa að geyma eru í sjálfu sér útreiknaðar tölur en með þeim og tölum í stofnefnahagsreikningnum væri hægt að reikna út þær tölur sem fallist er á hér að framan að sérákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998  nái til. Verður því að líta svo á að þessir töludálkar falli einnig undir framangreint sérákvæði um þagnarskyldu.</p> <p>Samkvæmt framangreindu er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar því sú að heimila beri kæranda aðgang að skjali nr. 1, upphafsefnahagsreikningi Nýja Landsbanka Íslands hf. 9. október 2008, en afmá áður töludálka númer 1, 2, 3, 4, og 6 í skjalinu.</p> <p><strong>6.<br /> </strong> Verður nú vikið að skjali nr. 4 sem er samantekt vegna fyrirhugaðra kaupa á eignum og skuldum inn í nýtt félag; samantekt vegna stofnefnahagsreiknings Nýja Glitnis hf., samtals 14 bls. Samantektin er dags. 13. október 2008. Þá fylgdu samantektinni 14 fylgiskjöl. Í samantektinni er að finna stofnefnahagsreikning  Nýja Glitnis banka hf. þeim sama og heimilaður er aðgangur að hér að framan, sbr. skjal nr. 2. Í skjalinu er að öðru leyti rakið hverjar eru eignir og skuldir Glitnis banka hf. og gerðar tillögur um hvaða eignir flytjist yfir til Nýja Glitnis banka hf. Um þessar upplýsingar gildir að áliti kærunefndarinnar hið sérstaka þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Um fylgiskjölin 14 gegnir sama máli, þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. nær einnig til þeirra en þar eru að ákveðnu marki sundurliðun á eignum og skuldum Glitnis banka hf. Í henni koma og til viðbótar iðulega fram nöfn viðskiptamanna bankans og gildir því ennfremur um þær upplýsingar þagnarskylduákvæði 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki að svo miklu leyti sem þau ákvæði eiga við, en framangreind þagnarskylduákvæði yfirfærast á Fjármálaeftirlitið samkvæmt 2. mgr. 58. gr.<br />  <br /> Í framangreindum skjölum er á stöku stað fjallað um efni sem hin sérstöku þagnarskylduákvæði sem að framan eru rakin ná ekki til og kæmi til athugunar að veita aðgang að þeim hlutum skjalanna samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga þar sem segir að eigi ákvæði 4.-6. gr. aðeins við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins. Sama regla á við um önnur gögn. Samkvæmt framangreindu koma upplýsingar sem falla undir sérstök þagnarskylduákvæði fram í svo stórum hluta skjalanna að úrskurðarnefndin telur ekki efni til þess að leggja fyrir Fjármálaeftirlitið að veita aðgang að öðru efni þeirra samkvæmt ákvæði 7. gr. upplýsingalaga. Er því staðfest sú ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 1. desember 2011 að synja kæranda um aðgang að skjali nr. 4.</p> <p><strong>7.<br /> </strong> Skjal nr. 5, ber yfirskriftina „Forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings“ og undirskriftina „Tillaga að forsendum fyrir skiptingu efnahagsreiknings Landsbanka Íslands hf., Kaupþings hf. og Glitnis hf. í samræmi við lög nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.“ Þá kemur fram í skjalinu að það sé til stjórnar Fjármálaeftirlitsins frá forstjóra þess. Skjalið er dags. 14. október 2008 og er nær samhljóða skjali nr. 6, en það skjal er örlítið ítarlegra.</p> <p>Af hálfu Fjármálaeftirlitsins er því haldið fram í bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. desember 2011, að öll skjölin sem nefndin fékk í hendur séu vinnuskjöl sem ekki hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu mála. Að því er skjal nr. 5 varðar er á það bent í bréfinu með svofelldum orðum „að í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda gömlu bankanna til nýju bankanna er skýrt kveðið á um að nánari meðferð einstakra liða í skiptingu efnahagsreiknings sé að finna í sérstöku skjali sem Fjármálaeftirlitið hefur staðfest („Forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings“). Umrætt skjal var birt á heimasíðu  stofnunarinnar þann 19. október 2008 (Sjá fylgiskjal 6).“</p> <p>Í 4. gr. upplýsingalaga er lýst gögnum sem eru undaþegin rétti almennings til aðgangs. Samkvæmt 3. tl. greinarinnar nær undantekningin til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau  hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“</p> <p>Á skjal nr. 5 verður að líta, samkvæmt því sem í því kemur fram og að framan er lýst, sem tillögu framkvæmdastjóra til stjórnar Fjármálaeftirlitsins um forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings frá 14. desember 2008 sem stjórnin hefur síðan tekið endanlega ákvörðun um og birt 19. desember s.á. Með þetta í huga verður litið svo á að skjal nr. 5 sé vinnuskjal sem ritað hafi verið til eigin afnota stjórnvalds og ekki farið á milli stjórnvalda. Skjalið hafi ekki að geyma endanlega ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins um forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings bankanna þriggja heldur hafi hin endanlega ákvörðun verið tekin og birt með skjali  nr. 6 sem kærandi hefur fengið aðgang að. Ekki verður heldur litið svo á að skjalið hafi að geyma upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá í skilningi 3. tl. 4. gr. Á þessum forsendum ber að staðfesta synjun Fjármálaeftirlitsins um að veita kæranda aðgang að skjali nr. 5.</p> <p><strong>8.<br /> </strong> Með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 7. júlí 2010 í máli nr. A-339/2010 var kæranda veittur aðgangur að skjali nr. 6 í þessu máli en Fjármálaeftirlitið hafði lýst því yfir að það gerði ekki athugasemdir við að kærandi fengi skjalið afhent. Á þeirri forsendu að stjórnvöldum er heimilt á grundvelli 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en kveðið er á um í II. kafla laganna, nema fyrirmæli laga um þagnarskyldu standi því í vegi komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að heimila bæri kæranda aðgang. Þar sem kærandi hefur nú þegar fengið viðurkennt að hann eigi rétt til aðgangs að skjalinu samkvæmt framangreindum úrskurði verður ekki á nýjan leik úrskurðað um rétt hans til aðgangs að því. Ber því að staðfesta synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að skjalinu.</p> <p>Samkvæmt öllu framansögðu er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú sem greinir í úrskurðarorði.</p> <h3> <br />  <br /> Úrskurðarorð</h3> <p><br /> Fjármálaeftirlitinu ber að veita kæranda aðgang að skjali nr. 1, upphafsefnahagsreikningi Nýja Landsbanka Íslands hf. 9. október 2008, en afmá skal áður 1., 2., 3. 4. og 6. töludálk í skjalinu. Þá ber Fjármálaeftirlitinu að veita kæranda aðgang að skjali nr. 2 stofnefnahagsreikningi Nýja Glitnis 15. október 2008 og skjali nr. 3 stofnefnahagsreikningi Nýja Kaupþings banka hf. 21. október 2008. Að öðru leyti er synjun Fjármálaeftirlitsins á aðgangi að gögnum staðfest.</p> <p>  </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br /> Sigurveig Jónsdóttir                                                                                 Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-412/2012. Úrskurður frá 29. mars 2012 | Kærð var afgreiðsla Kópavogsbæjar á beiðni um aðgang að gögnum er tengdust landi sem undirrituð hafði verið eignarnámssátt um þann 30. janúar 2007 milli aðila. Við afgreiðslu upplýsingabeiðna var ekki fylgt þeirri reglu 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að stjórnvaldi beri að taka ákvörðun um, hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum, svo fljótt sem verða megi. Ennfremur ekki þeirri reglu að skýra skuli þeim, sem fer fram á aðgang að gögnum frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Gögn ekki afhent úrskurðarnefnd, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, jafn skjótt og ætla mátti að unnt hefði verið. Hlutverk úrskurðarnefndar. Fyrirliggjandi gögn. Vinnuskjöl. Skráning og vistun gagna. Kæruheimild. Gögn þegar afhent eða afhending samþykkt. Frávísun að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 29. mars 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-412/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 26. ágúst 2010, kærði [A] hrl. fyrir hönd [B], afgreiðslu Kópavogsbæjar á beiðni hans um aðgang að gögnum er tengjast landi því sem þessir aðilar undirrituðu eignarnámssátt um 30. janúar 2007.</p> <p> </p> <h3>Málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Sem fyrr segir barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 26. ágúst 2010. Meðferð málsins fyrir úrskurðarnefndinni hefur tekið langan tíma. Málið var formlega tekið fyrir á fundi úrskurðarnefndarinnar þann 28. júní 2011. Þá lá þegar fyrir í málinu mikið af gögnum, sem bæði höfðu orðið til vegna samskipta nefndarinnar við kæranda og kærða en einnig höfðu aðilar málsins sjálfir átt í samskiptum undir meðferð kærumálsins. Gögn um síðastnefnd samskipti bárust úrskurðarnefndinni jafnóðum og þar sem þau lutu að afmörkun kæruefnisins og fólu í sér upplýsingar um afstöðu málsaðila til hennar teljast þau jafnframt hluti af gögnum kærumálsins.</p> <p> </p> <p>Á fundi úrskurðarnefndar um upplýsingamál 28. júní 2011 var ákveðið að afla nánari upplýsinga um það hvað lægi fyrir af gögnum sem tengdust beiðni kæranda hjá kærða og að óska eftir fundi með fulltrúum Kópavogsbæjar í þeim tilgangi. Fól nefndin formanni og ritara að mæta til fundar með fulltrúum Kópavogsbæjar fyrir hennar hönd. Þessi fundur var haldinn 30. júní 2011.</p> <p> </p> <p>Á fundinum var farið yfir minnisblað úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. sama dag, og bréf kæranda til Kópavogsbæjar annars vegar og úrskurðarnefndarinnar hins vegar vegna málsins. Um var að ræða fimmtán bréf kæranda, dags. frá 10. desember 2009 til 23. maí 2011. Í þeim hafði af hálfu úrskurðarnefndarinnar sérstaklega verið merkt við þau atriði sem þóttu óljós og borin voru undir fulltrúa Kópavogsbæjar. Bréfin með slíkum merkingum, ásamt minnisblaðinu, voru send Kópavogsbæ fyrir fundinn.</p> <p> </p> <p>Á umræddum fundi fulltrúa úrskurðarnefndar um upplýsingamál og fulltrúa Kópavogsbæjar var ákveðið að þeir síðarnefndu könnuðu eftirtalin atriði og gerðu úrskurðarnefndinni grein fyrir afstöðu sinni til þeirra í vikunni 4.–8. júlí 2011:</p> <p> </p> <p>1. Vatnsverndarmál:</p> <p>Kópavogsbær fer yfir málaskrá sína og tekur afstöðu til þess hvort til séu vatnsverndarmál sem falla undir beiðni kæranda og hvaða skjöl í þeim málum kærandi eigi rétt til aðgangs að á grundvelli upplýsingalaga. Þau skjöl sem Kópavogsbær synjar kæranda um aðgang að skal afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál ásamt efnislegum rökstuðningi fyrir synjun.</p> <p> </p> <p>2. Tölvupóstar:</p> <p>Kópavogsbær kannar hvort til séu tölvupóstar sem falla undir beiðni kæranda sem ekki hafa verið afhentir. Ef tölvupóstar eru ekki fyrir hendi upplýsir Kópavogsbær úrskurðarnefndina um það. Ef Kópavogsbær synjar kæranda um aðgang að tölvupóstum skal afhenda þá úrskurðarnefnd um upplýsingamál ásamt efnislegum rökstuðningi fyrir synjun.</p> <p> </p> <p>3. Skipulagstillögur:</p> <p>Kópavogsbær skoðar tilvísun til þess að ekki hafi verið afhentar tvær skipulagstillögur og tekur afstöðu til afhendingar. Ef Kópavogsbær synjar kæranda um aðgang að skipulagstillögunum skal afhenda þær úrskurðarnefnd um upplýsingamál ásamt efnislegum rökstuðningi fyrir synjun.</p> <p> </p> <p>Þá kom fram á fundinum að þegar svör Kópvogsbæjar bærust úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu þau kynnt kæranda og honum gefinn kostur á að koma að athugasemdum sínum við þau ef tilefni væri til.</p> <p> </p> <p>Þann 27. september 2011 höfðu svör Kópavogsbæjar ekki borist nefndinni þrátt fyrir ítrekanir. Tilmæli nefndarinnar voru því enn á ný ítrekuð með bréfi þann dag. Fram kom í bréfi nefndarinnar að þess væri vænst að svör bærust hið fyrsta og án frekari tafa ella myndi nefndin gera innanríkisráðuneytinu viðvart á grundvelli 102. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Kæranda var jafnframt sent afrit bréfsins.</p> <p> </p> <p>Með tölvubréfi kæranda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 27. september, upplýsti kærandi að hann teldi einnig falla undir beiðni sína um afhendingu gagna, og ekki falla undir töluliðina þrjá sem ræddir voru á fundi úrskurðarnefndarinnar og Kópavogsbæjar 30. júní sl., gögn um jarðfræðirannsóknir fram til áramótanna 2007/2008, sundurliðun á útreikningum gatnagerðargjalda og útreikning yfirtökugjalda í Vatnsendahlíð. </p> <p> </p> <p>Nokkur samskipti voru á milli úrskurðarnefndarinnar og Kópavogsbæjar í kjölfar bréfs úrskurðarnefndarinnar, dags. 27. september. Til að upplýsa kæranda um stöðu málsins sendi nefndin honum bréf , dags. 21. október, þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður upplýst yður um fund sem formaður og ritari nefndarinnar áttu með fulltrúum Kópavogskaupstaðar í lok júní sl. Úrskurðarnefndin hefur í framhaldinu ítrekað erindi sín til sveitarfélagsins vegna kæru yðar, sbr. m.a. bréf nefndarinnar til Kópavogskaupstaðar, dags. 27. september sl.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin hefur upplýst sveitarfélagið um að í ljósi skorts á svörum við erindum nefndarinnar verði það næsta skref hennar að vísa málinu hvað það varðar til innanríkisráðuneytisins skv. 102. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, en á grundvelli þeirrar lagaheimildar getur ráðuneytið veitt sveitarfélaginu áminningu og eða beitt öðrum viðurlögum vegna skýrra lögbrota. Úrskurðarnefndin hefur litið svo á að sinni stjórnvöld ekki þeim lagaskyldum að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál þau gögn er henni er þörf á aðgangi að til að sinna úrskurðarhlutverki sínu felist í því skýrt lögbrot, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, eins og henni var breytt með 3. gr. laga nr. 83/2000. Úrskurðarnefndin mun jafnframt leita annarra leiða til að tryggja svör sveitarfélagsins við erindum hennar lögum samkvæmt. </p> <p> </p> <p>Í símtali formanns úrskurðarnefndarinnar og [C] héraðsdómslögmanns og starfsmanns Kópavogskaupstaðar, þann 20. október 2011 kom fram að búið væri að safna saman þeim gögnum sem úrskurðarnefndin hefði óskað eftir vegna ofangreindrar kæru yðar. Í símtalinu kom fram að umtalsverðan tíma hefði tekið að safna saman gögnum sem varði málefni þau sem kæra yðar lúti að frá starfsmönnum sveitarfélagsins. Af hálfu [C] kom einnig fram að stefnt væri að því að svör sveitarfélagsins í kærumálinu muni liggja fyrir nk. mánudag, 24. október, en ella að úrskurðarnefndinni yrðu þann dag látnar í té ítarlegar skýringar á framgangi málsins og því fyrir hvaða tímamark gögn málsins og skýringar sveitarfélagsins berist úrskurðarnefndinni.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 27. október 2011, barst úrskurðarnefndinni bréf Kópavogsbæjar til kæranda dags. sama dag. Með bréfinu voru kæranda afhent þau gögn sem Kópavogsbær taldi falla undir beiðni hans. Eftirfarandi kemur m.a. fram í bréfinu til kæranda:</p> <p> </p> <p>„<u>Vatnsverndarmál.</u></p> <p>Við leit í málskrá Kópavogsbæjar koma fram 15 mál frá árinu 2007 og fram að dagsetningu fyrirspurnar þinnar, þar sem vikið er að vatnsvernd með einhverjum hætti. Sum þessara mála virðast ekki varða fyrirspurn þína, en þau eru samt sem áður öll talin upp hér að neðan til þess að gefa heildstæða mynd af þessum hluta gagnaöflunarinnar. Um er að ræða eftirfarandi mál:</p> <p> </p> <p>0701194 Vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu – Kjóavellir</p> <p>0705261 Vatnsvernd</p> <p>0706016 Svæðisskipulag breyting . Vatnsendakriki, Heiðmörk. stækkun brunnsvæðis.</p> <p>0801229 Vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu – aðalskipulag, breyting</p> <p>0805059 Vatnsendahlíð, endurskoðun greiðslukjara v. byggingarréttar</p> <p>0806267 Vatnsendahlíð, minnisblað um miðlun ofanvatns</p> <p>0809019 Vatnsendablettur 241a.</p> <p>0809268 Vatnsendahlíð – Þing. Aðalskipulag Kópavogs 2000-2010. Deiliskipulag.</p> <p>0810120 Vöktun Elliðavatns. Rannsóknir Náttúrufræðistofu Kópavogs.</p> <p>0810390 Vatnsendablettur 134 breytt deiliskipulag.</p> <p>0902019 Vatnsendakriki. Þjónustusamningur um mannvirki Vatnsveitu Kópavogs á vatnsverndarsvæði í Vatnsendakrika.</p> <p>0903108 Vatnsvík – deiliskipulag</p> <p>0904199 Vatnsverndarsvæði í aðalskipulagi.</p> <p>0907158 Vatnsveita Í Vatnsendakrika Í Heiðmörk – Dómsmál</p> <p>0910430 Skipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu</p> <p> </p> <p>Meðfylgjandi er listi yfir öll skjöl sem varðveitt eru undir hverju máli fyrir sig. Kópavogsbær óskar ekki eftir að undanskilja neitt þessara skjala og er afrit af þeim öllum meðfylgjandi.</p> <p> </p> <p><u>Tölvupóstar.</u></p> <p>Leitað hefur verið að öllum tölvupóstum sem varða mál það sem fyrirspurn þín snýr að. Leit var framkvæmd hjá öllum þeim starfsmönnum sem hafa tekið einhvern þátt í vinnslu málsins. Meðfylgjandi eru allir þeir tölvupóstar sem til eru hjá Kópavogsbæ varðandi málið. Vegna umfangs fyrirspurnar þinna sl. ár er ekki hægt að segja til um hvort búið var að afhenda þér þessa tölvupósta áður að hluta til eða öllu leyti. Stærsti hluti þessara skjala er vinnugögn sem vafi leikur á hvort skylt er að varðveita eða afhenda. Samt sem áður hefur verið ákveðið að senda þér öll þau skjöl sem fundust.</p> <p> </p> <p><u>Skipulagstillögur.</u></p> <p>Farið var fram á að fá afrit af deiliskipulagstillögu dags. 4. sept 2006 vegna [...]. Í annarri beiðni þinni var farið fram á að fá afrit af áliti bæjarlögmanns 20. ágúst 2006. Tilefni þessarar beiðni virðist vera bókun á fundi skipulagsnefndar 5. september 2006, en þar er getið um skjöl með þessum dagsetningum. Við leit í skjalasafni bæjarins og skjalasafni bæjarskipulags hafa aðeins fundist deiliskipulagstillaga dags. 5. september 2006 og álit bæjarlögmanns dags. 4. september 2006. Þessi skjöl hafa líklega verið send þér áður, en ef svo skyldi ekki vera er afrit af þeim meðfylgjandi. Líklega skýringin á misræmi í dagsetningum er sú að mistök hafi verið gerð við bókun umræddrar fundargerðar.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 30. október 2011, barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af bréfi kæranda til kærða Kópavogsbæjar, dags. 28. október. Í því bréfi kæranda koma fram athugasemdir hans við bréf bæjarins, dags. 27. október, og afhendingu gagna. Í bréfinu kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Það sem klárlega vantar upp á afhendingu er eftirfarandi:</p> <p> </p> <p><span>1.     </span> <strong>Skipulagstillaga sem var lögð fram í bæjarráði 23. nóvember 2006</strong> og samþykkt þar með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefnda (mál nr. [...] skv. bókun í fundargerð). Getið er um þennan uppdrátt í kæru til ÚNU dags. 24. janúar 2011 (ítrekað með bréfi 6. febrúar 2011). Í kærunni til ÚNU er rakinn ferill beiðni um afhendingu þessa skjals. Um er að ræða skipulagstillögu sem lögð er fram í uppdráttarformi. Þar sem áhrifasvæði vatnsverndar eru sýnd í litum, er nauðsynlegt að þessi uppdráttur (tillaga) verði afhent í lit.</p> <p><span>2.     </span> <strong>Tillaga í uppdráttarformi, greinargerð og önnur gögn</strong> sem lögð voru fram á <strong>fundi skipulagsnefndar 21. nóv 2006</strong> og varða breytingar á svæðisskipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Getið er um þessi gögn í kæru til ÚNU dags. 24. janúar 2011 (ítrekað með bréfi 6. febrúar 2011). Þar sem áhrifasvæði vatnsverndar eru sýnd í litum, er nauðsynlegt að uppdráttur (tillaga) verði afhent í lit.</p> <p><span>3.     </span> <strong>Sundurliðum á álögðum gatnagerðargjöldum</strong> skv. kvörtun til ÚNU 24. janúar 2011. (Kostnaðarútreikningur að baki álagningu gatnagerðargjalda). Beðið var um þessi gögn með bréfi til yðar 21. desember 2010.</p> <p><span>4.     </span> <strong>Sundurliðun á útreikningi yfirtökugjalda</strong> lóða í Vatnsendahlíð, sem auglýstar voru til úthlutunar í september 2007. Beðið var um þessi gögn í bréfi til yðar dags. 21. desember 2010 og kvörtun send ÚNU 24. janúar 2010. (Þessi beiðni var svo ítrekuð til Kópavogsbæjar 15. júlí 2011).</p> <p><span>5.     </span> Niðurstaða <strong>jarðkönnunar Línuhönnunar</strong> á jarðsprungum í landi Vatnsenda (athafnasvæði við Víkurhvarf) <strong>dags. 24.11.2003.</strong> Beðið var um þetta skjal með bréfi dags. 15. júlí 2011. Vísað er í skjalið í breyttu deiliskipulagi fyrir athafnasvæðið dags. 26.11.2003 og ætti ekki að vera flókið að finna skjalið til.</p> <p><span>6.     </span> <strong>Skýrsla Línuhönnunar</strong> um jarðsprungur í Vatnsendahlíð frá <strong>6. nóvember 2007</strong> og vísað er til í samþykktu deiliskipulagi fyrir Vatnsendahlíð. Beðið var um þetta tiltekna skjal með bréfi dags. 20. desember 2010, en beiðni um þetta skjal var innifalið í beiðni um niðurstöður jarðfræðirannsókna frá 26. ágúst 2010. Kvörtun vegna þessa var send ÚNU 30. nóvember 2010 og áréttuð sérstaklega m. tilliti til skjalsins frá 6. nóvember 2007 með bréfi til ÚNU þann 21. desember 2010 (bls. 2).</p> <p><span>7.     </span> Tölvupóstar eða önnur <strong>gögn um sprungurannsóknir</strong> sem Línuhönnun sendi Kópavogsbæ „jafnóðum“ <strong>fyrir áramót 2007/2008.</strong> Beðið var um þessi gögn sérstaklega með bréfi dags. 20. desember 2010. Kvörtun var send ÚNU þann 21. desember 2010 og áréttuð með bréfi 15. september 2011.</p> <p> </p> <p>Þau gögn sem tilgreind eru í töluliðum 1-7 hér að ofan eru afar mikilvæg vegna yfirstandandi matsgerða sem eru í vinnslu að beiðni Kópavogsbæjar. Sérstaklega er brýnt að fá án tafar þau gögn sem tilgreind eru í töluliðum 5-7 og lúta að jarðsprungum. Jarðkannanir skv. tl. 5 & 6 eru skjöl sem vísað er til í staðfestu skipulagi og óskiljanlegt hvers vegna þau hafa ekki verið afhent.</p> <p> </p> <p>Vegna afhendingar tölvupósta þá vantar pósta frá [D] sem sendir voru og mótteknir á árinu 2006 og eins vantar pósta til og frá [E] sem var starfsmaður bæjarskipulags á þeim tíma sem um ræðir. Að minnsta kosti þarf að skýra hvers vegna þessi gögn eru ekki afhent.“</p> <p> </p> <p>Í tilefni af því sem fram kemur í bréfi kæranda að Kópavogsbær hefði ekki afhent öll þau gögn sem kærandi taldi falla undir beiðni sína ritaði úrskurðarnefndin Kópavogsbæ bréf, dags. 31. október, þar sem þess var óskað að bærinn tæki afstöðu til þessa fyrir 7. nóvember. Úrskurðarnefndinni bárust svör Kópavogsbæjar með bréfi, dags. 9. nóvember. Hjálagt því bréfi fylgdi afrit af bréfi Kópavogsbæjar til kæranda, dags. 8. nóvember, og kemur þar eftirfarandi m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Eftirfarandi eru skýringar Kópavogsbæjar varðandi þau atriði sem borin eru upp í bréfi þínu.</p> <p> </p> <p><strong>1.- 2. Skipulagstillaga eða –tillögur sem lagðar voru fram í skipulagsnefnd 21. nóvember 2006 og í bæjarráði 23. nóvember 2006.</strong></p> <p>Við leit í skjalasafni bæjarins fannst engin skipulagstillaga varðandi vatnsvernd sem merkt var þessum tiltekna fundi bæjarráðs. Við leit hjá bæjarskipulagi fannst tillaga (uppdráttur ásamt greinargerð) sem líklegt er að hafi verið gerð um það leyti sem umræddir fundir áttu sér stað. Tillagan er dagsett 13. september 2006, en einhverjar breytingar voru gerðar á henni eftir þann dag. Ekki er hægt að fullyrða að þetta hafi verið nákvæmlega sú útgáfa sem lá fyrir á fyrrnefndum fundum. Afrit af þessari tillögu er meðfylgjandi.</p> <p> </p> <p><strong>3. Sundurliðun á álögðum gatnagerðargjöldum fyrir Vatnsendahlíð. (Kostnaðarútreikningur að baki gatnagerðargjaldi).</strong></p> <p>Eins og fram kom í svörum sem send voru í tölvupósti 6. desember, vegna fyrri fyrirspurnar um sama efni, fer um útreikning gatnagerðargjalda, skv. lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006. Gatnagerðargjaldi er varið til gatnagerðar í sveitarfélaginu og til viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja. Gatnagerðargjald er ekki ákvarðað með hliðsjón af kostnaði við gatnagerð í einstökum hverfum heldur er það ákveðin prósenta af byggingarkostnaði í vísitöluhúsi. Þar af leiðandi eru ekki til neinir útreikningar á gatnagerðargjöldum fyrir Vatnsendahlíð. Kostnaðaráætlun vegna gatnagerðar á svæðinu liggur heldur ekki fyrir. Meðfylgjandi er gjaldskrá byggingarfulltrúa frá þessum tíma, þar sem fram koma gatnagerðargjöld fyrir mismunandi gerðir íbúða.</p> <p> </p> <p><strong>4. Sundurliðun á útreikningi yfirtökugjalda lóða í Vatnsendahlíð.</strong></p> <p>Yfirtökugjöld eru ekki reiknuð sérstaklega fyrir hverja lóð fyrir sig, heldur er sett gjaldskrá fyrir hverfi í heild sinni þar sem eitt gjald er fyrir hverja tegund íbúða. Meðfylgjandi er tillaga um yfirtökugjöld fyrir Vatnsendahlíð sem samþykkt var í bæjarráði 6. september 2007 og auglýsing um byggingarrétt í Vatnsendahlíð. Ekki eru til frekari gögn varðandi útreikning þessara gjalda.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>5. Niðurstaða jarðkönnunar Línuhönnunar á jarðsprungum í landi Vatnsenda (athafnasvæði við Víkurhvarf) dags. 24.11.2003.</strong></p> <p>Skýrsla Línuhönnunar er meðfylgjandi.</p> <p> </p> <p><strong>6. Skýrsla Línuhönnunar um jarðsprungur í Vatnsendahlíð frá 6. nóvember 2007.</strong></p> <p>Skýrsla Línuhönnunar er meðfylgjandi.</p> <p> </p> <p><strong>7. Tölvupóstar eða önnur gögn um sprungurannsóknir sem Línuhönnun sendi Kópavogsbæ „jafnóðum“ fyrir áramót 2007/2008.</strong></p> <p>Auk þeirra skýrsla sem getið er um í lið 5 og 6 sendast þér hér með eftirfarandi gögn varðandi jarðfræðirannsóknir.</p> <p> </p> <p>a. Greinargerð Línuhönnunar varðandi sprungu við Víkurhvarf 5, dags. 6.9.05.</p> <p>b. Vatnsendahvarf. Jarðkönnun og lausleg athugun á sprungum, Línuhönnun mars 2003.</p> <p>c. Hörðuvellir og nágrenni. Jarðkönnun áfangaskýrsla 1, Línuhönnun maí 2003.</p> <p>d. Elliðahvammur – Kjóavellir. Jarðkönnun og athugun á sprungum. Línuhönnun mars 2005.</p> <p>e. Minnisblað. Elliðahvammur – Kjóavellir, athugun á sprungum. Línuhönnun 15.2.2005.</p> <p>f. Minnisblað. Elliðahvammur – Kjóavellir, athugun á sprungum. Línuhönnun  13.3.2005.</p> <p>g. Minnisblað. Elliðahvammur – Kjóavellir, athugun á sprungum. Línuhönnun 31.3.2006.</p> <p>h. Minnisblað. Jarðkönnun cobraborun. Línuhönnun 30.5.2006.</p> <p>i. Hnoðraholt Smalaholt. Borholur í maí 2006. 3 uppdrættir frá Línuhönnun.</p> <p>j. Rjúpnahæð, Smalaholt, Hnoðraholt. Jarðkönnun og athugun á sprungum. Línuhönnun mars 2007.</p> <p>k. Tölvupóstur frá EFLU dags. 8.12.2010 ásamt fylgigögnum.</p> <p>l. Minnisblað. Vatnsendi jarðkönnun. Hrun í sprungu. EFLA 9.9.2011.</p> <p> </p> <p>Önnur gögn um mælingar sem voru send Kópavogsbæ jafnóðum kunna að vera til að einhverju leyti í póstkerfi bæjarins. Umrædd gögn eru vinnuskjöl til eigin nota og fela ekki í sér endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls. Niðurstöðurnar voru teknar saman í ofangreindum skýrslum Línuhönnunar og EFLU. Því telur Kópavogsbær sér ekki skylt að framkvæma frekari leit í tölvupóstum starfsmanna vegna þessa liðar og hafnar kröfu um það.</p> <p> </p> <p><strong>8. Tölvupóstar frá [D] og [E] fyrrverandi starfsmanns bæjarskipulags.</strong></p> <p>Eldri póstar til og frá [D] en þeir sem sendir voru þér þann 27. október sl. eru ekki til. Búið er að leita að þeim í póstkerfinu og í þeim eldri útstöðvum sem til eru og hafa ekki fundist eldri póstar.</p> <p> </p> <p>Varðandi pósthólf [E] þá er pósthólf hans enn á póstþjóninum og væntanlega hefur engu verið eytt út úr því frá því að hann hætti. Til að skoða það pósthólf þarf að gera [E] viðvart og gefa honum kost á að vera viðstaddur leit í pósthólfi hans sbr. reglur Persónuverndar um rafræna vöktun. Ekki er vitað hvort í pósthólfi [E] er að finna einhver gögn varðandi vatnsvernd. Ef einhver slík gögn er þar að finna er eingöngu um að ræða vinnuskjöl til eigin afnota sem ekki hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. [E] var almennur starfsmaður á bæjarskipulagi og hafði ekki umboð til endanlegrar afgreiðslu mála. Telja verður að hægt sé að afla allra nauðsynlegra upplýsinga um vatnsverndarmál með öðrum gögnum en tölvupóstum þessa starfsmanns. Af þeim sökum er ekki skylt að afhenda þessi gögn. Því er hafnað að leggja út í þá fyrirhöfn og kostnað sem því myndi fylgja að leita í umræddu pósthólfi viðkomandi starfsmanns.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar til kæranda, dags. 9. nóvember 2011 var þess óskað að ef kærandi vildi koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kæru sinnar gerði hann það hið fyrsta. Frekari athugsemdir kæranda bárust með tveimur bréfum annars vegar þann 23. nóvember og hins vegar þann 29. nóvember. Eftirfarandi kemur fram í bréfi kæranda, dags. 23. nóvember:</p> <p> </p> <p>„Undirritaður telur svar Kópavogsbæjar ekki fullnægjandi og verður fjallað um einstaka liði hér að neðan:</p> <p> </p> <p><strong>1 – 2 Skipulagstillaga eða tillögur sem lagðar voru fram í skipulagsnefnd 21. nóvember 2006 og í bæjarráði 23. nóvember 2006.</strong></p> <p>Umbj. minn gerir athugasemd við og telur ótrúverðugt að Kópavogsbær viti ekki eftirá hvaða skipulagstillögu skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum. Með sama hætti er ótrúverðugt að Kópavogsbær viti ekki eftirá hvaða skipulagstillögu bæjarráð samþykkti á fundi sínum.</p> <p> </p> <p>Það afrit sem Kópavogsbær sendi af tillögu er dagsett 13. september 2006, en er ekki upphaflega tillagan heldur breytt útgáfa þar sem dagsetningu var aftur á móti ekki breytt. Þetta var fyrsta breyting á tillögunni frá hinni upphaflegu frá 13. september 2006. Tillögurnar voru nauðalíkar fyrir ókunnugt auga, en á þeim var þó mikilvægur munur.</p> <p> </p> <p>Upprunalega tillagan sýndi mörk fjarsvæðis vatnsverndar og grannsvæðis við lögsögumörk Reykjavíkur og Kópavogs í austri (mörk Heiðmerkur og Vatnsenda). Breytt tillaga (án leiðr. á dags.) sem fylgdi bréfi Kópavogsbæjar frá 8. nóv. sl. sýndi þessi mörk ekki á lögsögumörkum heldur nokkuð inn á land Vatnsenda. Er munurinn sýndur á hjál. mynd þar sem línan skv. uppdrætti er Kópavogsbær afhenti með bréfi sínu er merkt sem uppdráttur sendur skipulagsstofnun 17. nóv. 2006 en lína skv. upprunalegum uppdrætti er sýnd á lögsögumörkum sem upprunal. uppdráttur.</p> <p> </p> <p>Einungis ein önnur útgáfa var gerð af þessum uppdrætti og var hún gerð í febrúar 2007 og var þá dagsetning breytingar sett á skjalið. Upprunalega útgáfan var stimpluð „ógild bæjarskipulag“ en ekki er vitað hvenær það var gert, hvers vegna og hver gerði það.</p> <p> </p> <p>Það varðar umbj. minn miklu að fá úr því skorið og Kópavogsbæ miklu að halda því leyndu að því er virðist. Þann 23. nóvember 2006 eftir bæjarráðsfund var farið með tillögu sem samþykkt var á fundinum til heilbrigðiseftirlits Kópavogs til afgreiðslu. (Ekki er vitað hvaða tillaga þetta var). Þann 27. nóvember 2006 fór starfsmaður bæjarskipulags til heilbrigðiseftirlits og dró tillöguna til baka (tók hana með sér í burtu) og afhenti aðra tillögu í staðinn.</p> <p> </p> <p>Um þetta vísa ég til tölvupóstsamskipta við [J] forstjóra Heilbrigðiseftirlitsins 23.-26. nóvember 2006 og fylgja hjál. [J] var spurður út í breytingar á uppdrætti með tölvupósti 23. nóv. 2010 og svaraði hann daginn eftir með því að vísa á bæjarskipulag Kópavogs. Aðspurður kveðst hann ekki muna hver sótti uppdráttinn frá bæjarskipulagi.</p> <p> </p> <p>Í tölvupósti sem afhentur var fyrir tilstilli úrskurðarnefndar og sendur var af [J] til [I] þann 23. nóv. 2006 segir [J] að [E] hafi verið að leggja inn erindi um breytingu á vatnsverndarskipulaginu. [E] sá um teiknivinnu og líklegt að hann hafi sótt uppdráttinn til baka og komið með nýjan.</p> <p> </p> <p>Það er brýnt og skiptir máli fyrir sönnunarfærslu í yfirstandandi dómsmáli að leitt verði í ljós hvora útgáfuna Skipulagsnefnd samþykkti og hvora útgáfuna bæjarráð samþykkti. Staðhæfingar Kópavogsbæjar í bréfi sínu um að til væri fjöldi útgáfa af skipulagstillögum fyrir vatnsvernd á þessum tíma, sem dags. væru 13. sept. 2006 er röng. Einungis voru til tvær útgáfur, sú upprunalega sem mér var sýnd, og síðan sú breytta sem var afhent Heilbrigðiseftirlitinu 27. nóv. 2006 sem dags. voru 13.9.2006.</p> <p> </p> <p><strong>Ósvarað er hvora tillöguna Skipulagsnefnd og bæjarráð samþykktu og er þess krafist að þetta verði afdráttarlaust upplýst.</strong> Umbj. minn telur sig hafa verið blekktan, en ekki er auðvelt fyrir óvant auga að sjá mun á þessum uppdráttum.</p> <p> </p> <p>Ég legg fram vegna þessa liðar A) upphaflegan uppdrátt B) uppdrátt sem fylgdi bréfi Kópavogsbæjar til úrskurðarnefndar C) uppdrátt sem sýnir mun á tillögum A og B, D) tölvupóstsamskipti milli [A] hrl. og [J] d. 23. nóv. til 26. nóv. 2010 og E) tölvupóst [J] d. 23. nóv. 2006 til [I].</p> <p> </p> <p><strong>Liður 3 Sundurliðun á álögðum gatnagerðargjöldum fyrir Vatnsendahlíð. (Kostnaðarútreikningar að baki gatnagerðargjaldi).</strong></p> <p>Í raun er verið að spyrja um kostnaðaráætlun fyrir gatna og lagnagerð í Vatnsendahlíð. Því er hafnað sem ótrúverðugu að Kópavogsbær hafi hannað götur og auglýst lóðir til úthlutunar og úthlutað lóðum án þess að kostnaðaráætlun hafi legið fyrir. <strong>Þess er krafist að Kópavogsbær leggi þá fram vinnuskjöl sín þar að lútandi ef ekki er hægt að leiða þetta í ljós með öðrum hætti.</strong> Verkfræðistofan Byggð annaðist hönnun gatna.</p> <p> </p> <p><strong>Liður 4 Sundurliðun á útreikningi yfirtökugjalda lóða í Vatnsendahlíð.</strong></p> <p>Því er hafnað að Kópavogsbær eigi engin gögn um útreikninga og álagningu yfirtökugjalda lóða í Vatnsendahlíð. Um er að ræða álögð yfirtökugjöld upp á rúma fimm milljarða.</p> <p> </p> <p>Þess er krafist að bænum verði þá gert að afhenda vinnuskjöl þeirra sem reiknuðu út þessi gjöld, svo upplýsa megi um hvaða forsendur liggi þar að baki. Það er útilokað að þessi gjöld hafi verið ákveðin út í loftið.</p> <p> </p> <p>Liðir 5-7 hafa verið afgreiddir og ekki ágreiningur um þá lengur.</p> <p> </p> <p><strong>Liður 8 Tölvupóstar [D]og [E] fyrrverandi starfsmanns bæjarskipulags.</strong></p> <p>Ekki verður gerður ágreiningur um pósta frá [D], en krafist er að Kópavogsbær afhendi tölvupósta [E]. Upplýst er að [E] stýrði kortavinnu vegna breytinga á skipulagi vatnsverndar og átti í mestum samskiptum allra um legu vatnsverndarlínunnar. Tölvupóstur [J] sem fylgir með lið 1 hér að ofan staðfestir mikilvægi þess að tölvupóstar til og frá [E] frá miðju ári 2006 og út árið 2007 verði afhentir.“</p> <p> </p> <p>Þá kemur eftirfarandi fram í bréfi kæranda til úrskurðarnefndarinnar, dags. 29. nóvember:</p> <p> </p> <p>„Ég vísa til bréfs undirritaðs frá 23. nóv. sl. vegna ófullnægjandi afgreiðslu Kópavogsbæjar á afhendingu gagna. Þann 27. nóvember sl. sendi ég yður tölvupóst þar sem ég gerði grein fyrir að afhendingu tölvupósta væri ábótavant. Í niðurlagi bréfs míns frá 23. nóv segir að ekki verði gerður ágreiningur um afhendingu frekari pósta frá [D]. Ég vil draga þá afstöðu umbj. míns til baka.</p> <p> </p> <p>Eftir aðra yfirferð yfir þau skjöl sem Kópavogsbær afhenti með bréfi sínu frá 27. október 2011 sl. tel ég eftirfarandi ábótavant.</p> <p> </p> <p>Afhenda þarf tölvupósta úr hólfi [E] sbr. bréf mitt frá 23. nóv sl. (sem varða breytingar á mörkum fjar og grannsvæða vatnsverndar frá miðju ári 2006 til ársloka 2007). Kópavogsbær staðfesti að allir póstar varðandi málefnið séu afhentir.</p> <p> </p> <p>Afhenda þarf tölvupósta úr hólfi [D] frá miðju ári 2006 til ársloka 2006, sem varða vinnu við svæðisskipulag vatnsverndar. Ennfremur er gerð krafa um að Kópavogsbær upplýsi hvort allir póstar hafi verið sendir frá miðju ári 2006 til ársloka 2007, eða hvort eitthvað sé undanskilið.</p> <p> </p> <p>Afhenda þarf tölvupósta úr hólfi [F] þáv. bæjarstjóra sem varða breytingu á mörkum fjar og grannsvæða vatnsverndar, frá miðju ári 2006 til ársloka 2007.</p> <p> </p> <p>Afhenda þarf alla tölvupósta úr hólfi [G] sem varða breytingu á mörkum fjar og grannsvæða vatnsverndar, frá miðju ári 2006 til ársloka 2007.</p> <p> </p> <p>Staðfesta þarf hvort allir tölvupóstar hafi verið afhentir úr hólfi [H] sem varða breytingu á mörkum fjar og grannsvæða vatnsverndar, frá miðju ári 2006 til ársloka 2007.</p> <p> </p> <p>Staðfesta þarf hvort allir tölvupóstar hafi verið afhentir úr hólfi [I] sem varða breytingu á mörkum fjar og grannsvæða vatnsverndar, frá miðju ári 2006 til ársloka 2007.</p> <p> </p> <p>Þess er jafnframt óskað að sá aðili sem staðfestir að allir póstar skv. ofangreindu hafi verið afhentir upplýsi einnig hvernig var staðið að samantekt þeirra og hver bar ábyrgð á henni.</p> <p> </p> <p><strong>Ný krafa afleidd af upplýsingum í afhentum gögnum.</strong></p> <p>Með tölvupósti 27. júlí 2006 kl 10:36 fylgdi viðhengi, þar á meðal tillaga B.dwg. Það skjal fylgdi ekki með póstinum. Þess er sérstaklega óskað að Kópavogsbær afhendi útprentað skjalið tillaga B.dwg. Einnig er í póstinum vísað í „gömlu tillöguna“ og er þess einnig óskað að Kópavogsbæ verði gert að afhenda hana einnig. Þessi gögn voru í raun innifalin í upphaflegri beiðni og ámælisvert að Kópavogsbær hafi ekki afhent þetta fyrir löngu síðan.</p> <p> </p> <p><strong>Málsástæður og lagarök.</strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Vanhæfi [G] til að stýra upplýsingagjöf til umbj. míns.</strong></p> <p>Allan þennan tíma sem tekið hefur að afla gagna hjá Kópavogsbæ, hefur umbj. minn gert athugasemdir við hæfi [G] til að stýra upplýsingagjöf bæjarins til umbj. míns. Þegar undirmaður hans [C] var fenginn til starfsins, var umbj. mínum tjáð að [C] ynni þetta sjálfstætt. Í ljós kom við fyrirgrennslan og við skoðun gagna að tölvupóstum var safnað saman og prentað út af [G]. Þetta má sjá á útprentun pósta m.a. úr hólfum [I] og [H], auk [G] sjálfs.</p> <p> </p> <p>Ástæða vanhæfis [G] er að hann hefur komið að máli því sem verið er að leitast við að upplýsa með þeim hætti að ástæða er til að draga hlutleysi hans í efa sbr. 6. tl. 3. gr. l. nr. 37/1993. Umbj. minn hefur sakað [G] um að hafa leynt upplýsingum og ekki miðlað vitneskju sinni um mikilvæga þætti málsins. Það er því fráleitt að Kópavogsbær feli þeim aðila að stýra upplýsingagjöf til umbj. míns.</p> <p> </p> <p>Skýrt dæmi um að [G] hafi haldið leyndum upplýsingum gagnvart umbj. mínum [G] sá um viðræður við umbj. minn vegna eignarnáms á landi hans frá sept. 2006 til janúarloka 2007) er tölvupóstur frá 15. september 2006 þar sem segir:</p> <p> </p> <p>„Bæjarstjóri og borgarstjóri undirrituðu áðan samkomulag um Vatnsendakrikana. <strong>Samningurinn verður ekki lagður fram í bæjarráði og borgarráði fyrr en samkomulag hefur náðst við Vatnsendabóndann um landakaup. Þangað til er hann ekki opinbert gagn.</strong>“</p> <p> </p> <p>Af tölvupóstum frá 22. ágúst 2006 um sama málefni má ráða að umbj. minn taldi sig hafa verulega hagsmuni af því sem samið yrði um, enda landið hans eign og eignarnáms heimild lá ekki fyrir. Engu að síður tók bæjarstjóri ákvörðun um að gerður yrði tvíhliða samningur við Reykjavíkurborg um land sem Kópavogsbær átti ekki og hafði ekki yfirráð yfir, án aðkomu landeiganda.</p> <p> </p> <p>Annað dæmi um vanhæfi [G] er tölvupóstur frá 27. júlí 2006 þar sem segir: „Ég er að velta því fyrir mér hvort ekki sé betra að nota gömlu tillöguna í viðræðum við bóndann um landakaup og bíða svo rólegir eftir því að Orkuveitan leggi niður Myllulækjarvatnsbólið.“ Í þessu felst augljós ráðagerð um launung af hálfu Kópavogsbæjar, þar sem Kópavogsbær upplýsti ekki um aðdraganda eignarnáms að bíða þyrfti ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að vatnsból í Myllulæk yrði lagt niður.</p> <p> </p> <p>Skýrasta dæmið um vanhæfi [G] er sá dráttur á afhendingu gagna sem er vísvitandi hafður uppi af Kópavogsbæ.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin getur sjálf staðreynt óeðlilega afgreiðslu af hálfu [G], þar sem hann leggur fram 7 cm. þykkan bunka af gögnum úr pósthólfi sínu. Ekkert er þar að finna af póstum um færslu marka grannsvæða frá tímabilinu miður júní 2006 til ársloka 2007. Nefndin fékk samrit þessara tölvupósta og má auðveldlega staðreyna þetta við skoðun.</p> <p> </p> <p><strong>Málsástæður fyrir afhendingu allra tölvupósta og staðfestingar á slíkri afhendingu.</strong></p> <p>Kópavogsbær hefur orðið uppvís að vélráðum gagnvart umbj. mínum þar sem samið er þann 15. september 2006 við Reykjavíkurborg um að halda tilteknum upplýsingum leyndum gagnvart umbj. mínum. Vegna þessa verður Kópavogsbær að leggja öll spil á borðið og umbj. minn á kröfu um fullkomið gegnsæi á gerðum Kópavogsbæjar gagnvart honum. Umbj. minn hefur tekið til skoðunar hvort þær upplýsingar sem fram komi í tölvupóstum frá 15. sept. 2006 gefi tilefni til opinberrar rannsóknar.</p> <p> </p> <p>Kópavogsbær hefur borið því við að óvissa ríki um hvaða tillögur um breytingu marka fjarsvæða og grannsvæða voru lagðar fram á fundum skipulagsnefndar og bæjarráðs á árinu 2006 og byrjun árs 2007. Kópavogsbær hefur hagað málsvörn sinni í einkamáli umbj. míns á hendur bænum með þeim hætti að óvissa ríki um þetta efni. Tölvupóstsamskipti embættismanna á milli og einnig við þriðja aðila geta etv. upplýst um þetta atriði. Það eykur á óvissuna að á því tímabili sem um ræðir var notast við tillögu sem dagsett var 13. september 2006, en henni var breytt þrisvar sinnum án þess að dagsetningar breytingar væri getið fyrr en um miðjan febrúar 2007.</p> <p> </p> <p>Umbj. minn er að verja hagsmuni sína vegna framkvæmdar eignarnáms og upptöku eignarréttar, sem njóta verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þess vegna er réttur umbj. míns til upplýsinga ríkari en ella, og að sama skapi eru skyldur Kópavogsbæjar til réttlátrar málsmeðferðar beiðna umbj. míns ríkari en ella.“</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p>   </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál fyrst með bréfi, dags. 26. ágúst 2010, og laut kæran í fyrstu að því að Kópavogsbær hefði ekki svarað beiðnum kæranda um upplýsingar. Ljóst er að Kópavogsbær hefur ekki við afgreiðslu upplýsingabeiðna kæranda fylgt þeirri reglu sem fram kemur í 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um að stjórnvaldi beri að taka ákvörðun um, hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum, svo fljótt sem verða megi. Ennfremur fylgdi Kópavogsbær ekki þeirri reglu að skýra skuli þeim, sem fer fram á aðgang að gögnum frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Þá ber að gæta þess að samkvæmt 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, er <a id="G16M2" name="G16M2">stjórnvaldi skylt að láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum er kæra lýtur að</a>. Eins og lýst er í kafla um málsmeðferð hér að framan hefur Kópavogsbær afhent úrskurðarnefndinni gögn málsins. Það var þó ekki gert jafn skjótt og ætla mátti, í samræmi við það hlutverk sem stjórnvöld hafa að afgreiða beiðnir um aðgang að gögnum svo fljótt sem unnt er. Meðferð málsins hefur dregist fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál bæði af framangreindum ástæðum en einnig vegna mikils umfangs málsins og verulegra anna úrskurðarnefndarinnar.</p> <p> </p> <p>Frá því að kæra barst nefndinni og fram til loka nóvember sl. hefur úrskurðarnefndin átt í samskiptum við kæranda og kærða Kópavogsbæ og auk þess hafa kærandi og kærði átt í samskiptum, eins og rakið hefur verið. Undir meðferð málsins hefur Kópavogsbær afhent kæranda nokkurt magn gagna. Í máli þessu verður því einungis tekið til skoðunar hvort Kópavogsbæ sé skylt að afhenda kæranda önnur gögn en þegar hafa verið afhent og kærandi vísar til að falli undir beiðni sína um afhendingu og til séu hjá Kópavogsbæ.</p> <p> </p> <p>Kærandi hefur undir meðferð málsins gert ýmsar athugasemdir við stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellur að úrskurða um ágreining um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Nefndin úrskurðar því ekki um slíkar almennar athugasemdir um framkvæmd stjórnsýslu.</p> <p> </p> <p>Kærandi vísar til þess í bréfum sínum, dags. 23. og 29. nóvember 2011, að Kópavogsbær hafi ekki afhent eftirfarandi gögn:</p> <p> </p> <p>1. Skipulagstillögu eða tillögur sem lagðar hafi verið fram í skipulagsnefnd 21. nóvember 2006 og í bæjarráði 23. nóvember 2006.</p> <p>2. Sundurliðun á álögðum gatnagerðargjöldum fyrir Vatnsendahlíð – Kostnaðarútreikning að baki gatnagerðargjaldi.</p> <p>3. Sundurliðun á útreikningi yfirtökugjalda lóða í Vatnsendahlíð.</p> <p>4. Tölvupósta [D] sem varði vinnu við svæðisskipulag vatnsverndar frá miðju ári 2006 til ársloka 2006.</p> <p>5. Tölvupósta [E], [F] og [G], sem varði breytingu á mörkun fjarsvæða og grannsvæða vatnsverndar frá miðju ári 2006 til ársloka 2007. Þá óskar kærandi eftir að staðfest verði að allir tölvupóstar hafi verið afhentir úr pósthólfum [H] og [I] er varði sama mál.</p> <p>6. Skjal með heitinu Tillaga B.dwg sem fylgt hafi tölvupósti frá 27. júlí 2006 kl. 10:36 og skjal merkt „gamla tillagan“ sem vísað sé til í sama pósti.</p> <p> </p> <p>Af gögnum málsins má ráða að kærandi geri ekki ágreining um afhendingu annarra gagna sem fallið geti undir beiðni hans til Kópavogsbæjar um aðgang að gögnum og til umfjöllunar er í úrskurði þessum.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja; skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p> </p> <p>Kópavogsbær hefur vísað til þess að við leit í skjalasöfnum bæjarins hafi ekki fundist skipulagstillaga sem lögð var fyrir fund bæjarráðs 23. nóvember 2006. Tillaga dags. 13. september 2006 hafi fundist við leit en ekki sé hægt að fullyrða að það sé sú útgáfa sem legið hafi fyrir á fundum skipulagsnefndar 21. nóvember 2006 og bæjarráðs 23. nóvember 2006. Hefur þessi tillaga verið afhent kæranda. Þrátt fyrir að kærandi vísi til þess að ótrúverðugt sé að Kópavogsbær viti ekki hvaða tillaga var samþykkt á nefndum fundum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu sveitarfélagsins að ekki sé til í skjalasafni þess sú tillaga sem kærandi vísar til. Af þeim sökum ber að vísa þeim þætti kærunnar er lýtur að þessum gögnum frá. </p> <p> </p> <p>Þá hefur Kópavogsbær vísað til þess að gögn sem fela í sér sundurliðun á álögðum gatnagerðargjöldum fyrir Vatnsendahlíð þ.e. kostnaðarútreikningur að baki gatnagerðargjaldi og sundurliðun á útreikningi yfirtökugjalda lóða í Vatnsendahlíð, sé ekki til. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga í efa þá fullyrðingu sveitarfélagsins og ber henni því að vísa frá þeim þætti kærunnar er lýtur að nefndum gögnum. </p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Kærandi vísar til þess í bréfi sínu, dags. 29. nóvember sl., að ekki hafi verið afhentir annars vegar tölvupóstar [D] sem varða vinnu við svæðisskipulag vatnsverndar frá miðju ári 2006 til ársloka 2006 og hins vegar tölvupóstar [E], [F] og [G], sem varða breytingu á mörkun fjarsvæða og grannsvæða vatnsverndar frá miðju ári 2006 til ársloka 2007. Þá óskar kærandi að staðfest verði að allir tölvupóstar hafa verið afhendir úr pósthólfum [H] og [I] er varða sama mál.</p> <p> </p> <p>Í bréfi Kópavogsbæjar dags, 27. október sl., kemur fram að við afgreiðslu málsins hafi verið leitað að öllum tölvupóstum sem varði kæruefnið. Leit hafi verið framkvæmd hjá öllum þeim starfsmönnum sem hafi komið að þeim málum sem um ræði. Þá kemur fram að kæranda hafi verið afhentir allir þeir tölvupóstar er málið varði. Með nefndu bréfi var nefndinni afhent þau gögn sem afhent voru kæranda. Meðal þeirra eru tölvupóstar eftirtaldra aðila: [G], [H], [I] og [D]. Þá var afhentur fjöldi annarra tölvupósta sem merktir eru „aðrir tölvupóstar þ.á m. Heilbrigðiseftirlitið“ en um er að ræða pósta starfsmanna og kjörinna fulltrúa þ.á m. [F]. Þá kemur fram í bréfi Kópavogsbæjar, dags. 8. nóvember sl., að ekki hafi fundist aðrir póstar til og frá [D] en þeir sem sendir voru með bréfi, dags. 27. október sl.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þá fullyrðingu sveitarfélagsins í efa að afhentir hafi verið allir þeir tölvupóstar er falla undir beiðni kæranda að undanskildum póstum [E]. Af þeim sökum ber að vísa frá þeim þætti kærunnar er lýtur að þessum gögnum. </p> <p> </p> <p>Hvað varðar tölvupósta [E] þá kemur fram í bréfi Kópavogsbæjar til kæranda, dags. 8. nóvember 2011, að pósthólf hans sé enn til á póstþjóni. Ekki sé vitað hvort í pósthólfi [E] sé að finna einhver gögn varðandi vatnsvernd, en ef einhver slík gögn sé þar að finna sé einvörðungu um að ræða vinnuskjöl til eigin afnota sem ekki hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá. [E] hafi verið almennur starfsmaður á bæjarskipulagi og ekki haft umboð til endanlegrar afgreiðslu mála. Síðan segir svo í bréfi Kópavogsbæjar: „Telja verður að hægt sé að afla allra nauðsynlegra upplýsinga um vatnsverndarmál með öðrum gögnum en tölvupóstum þessa starfsmanns. Af þeim sökum er ekki skylt að afhenda þessi gögn.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að ekki verði fullyrt, án könnunar þeirra gagna sem um ræðir og tengst geti kæruefni máls þessa, að þau gögn séu vinnuskjöl í þeim skilningi sem lagður verður í það hugtak samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Hér ber hins vegar að líta til þess að samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Þá segir í 10. gr. sömu laga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá geti hann óskað eftir að kynna sér öll gögn um tiltekið mál. Upplýsingarétturinn samkvæmt upplýsingalögum er því bundinn við gögn tiltekins máls. Sama á við um upplýsingarétt samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í 22. gr. upplýsingalaga er kveðið á um það að stjórnvöldum sé skylt að skrá mál, sem komi til meðferðar hjá þeim, <a id="G22M1" name="G22M1">á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg</a>. Það er <span>sérstakt álitaefni, sem leysa ber úr hverju sinni m.t.t. atvika máls og aðstæðna, hvaða gögn það eru sem tengjast máli með það skýrum hætti að þau teljist til gagna máls í skilningi 3. og 10. gr. upplýsingalaga og beri að varðveita sem gögn í því máli í málaskrá, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. Skráning gagnanna í málaskrá sem slíka er ekki ráðandi um það hvort þau falli undir upplýsingarétt samkvæmt upplýsingalögum. Hafi stjórnvald fyrir mistök eða af öðrum ástæðum ekki sinnt því að vista tiltekin málsgögn í málaskrá, heldur aðeins fært þau í bókhald eða vistað í tölvupósti, kemur það í sjálfu sér ekki í veg fyrir að almenningur eigi rétt á aðgangi að þeim gögnum skv. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Niðurstaða um upplýsingarétt almennings veltur á því hvort umrætt gagn sé fyrirliggjandi hjá stjórnvaldi og hvort það teljist vera hluti málsgagna efni sínu samkvæmt, sbr. 3. og 1. mgr. 22. gr. sömu laga, hvort sem vistun þess hefur verið hagað með réttum hætti að lögum eða ekki, og að lokum hvort einhverjar aðrar ástæður standi því í vegi að gögnin verði afhent. Vísast hér einnig til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál númer A-397/2011.</span></p> <p> </p> <p>Þrátt fyrir framangreint verður ekki litið svo á að stjórnvaldi sé skylt að varðveita allar upplýsingar og gögn sem tengjast meðferð máls, ef þær hafa ekki þýðingu fyrir meðferð málsins eða afgreiðslu þess. Ekkert liggur fyrir um það að gögn sem mögulega eru til í pósthólfi hins umrædda fyrrverandi starfsmanns Kópavogsbæjar, [E], og höfðu þýðingu fyrir þau mál sem hér um ræðir séu ekki þegar fyrirliggjandi í málaskrá Kópavogsbæjar. Af hálfu Kópavogsbæjar hefur verið bent á að hægt sé að afla allra nauðsynlegra upplýsinga um vatnsverndarmál með öðrum gögnum en tölvupóstum þessa starfsmanns. Með hliðsjón af gögnum málsins og atvika þess telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki ástæðu til þess að draga þá fullyrðingu bæjarins í efa. Ber þannig að fallast á það að gögn sem mögulega liggja fyrir í tölvupósthólfi fyrrverandi starfsmanns Kópavogsbæjar, [E], teljist ekki, í skilningi 1. mgr. 3. gr. og 10. gr. upplýsingalaga, til gagna í þeim málum sem beiðni kæranda lýtur að.</p> <p> </p> <p>Af þessum sökum ber að vísa þeim þætti kærunnar er lýtur að þessum gögnum frá. </p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Kærandi vísar til þess í bréfi sínu, dags. 29. nóvember sl., að hann setji fram nýja kröfu sem sé leidd af upplýsingum í þeim gögnum sem Kópavogsbær hefur þegar afhent honum. Um sé að ræða fylgiskjal með tölvupósti dags. 27. júlí 2006 kl. 10:36 sem er vistað með heitinu Tillaga B.dwg. og „gamla tillagan“ sem vísað er til í sama pósti. Kærandi vísar þó einnig til þess að í raun hafi verið beðið um umrædd gögn í upphaflegri beiðni hans til Kópavogsbæjar um afhendingu gagna.</p> <p> </p> <p>Skjal það sem vísað er til í nefndum tölvupósti að sé „gamla tillagan“ verður að ætla að sé sama tillaga og fjallað hefur verið um undir lið 2 hér að framan og vísað hefur verið frá. Af þeim sökum verður ekki aftur fjallað um þetta atriði.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skoðað þann tölvupóst sem um ræðir. Við hann eru þrjú viðhengi Vatnsendaheidi_vatnsvernd2.pdf, Vatnsendaheidi_vatnsvernd1.pdf og Tillaga B.dwg og voru tvö þeirra fyrstnefndu afhent nefndinni þegar henni voru afhent þau gögn sem afhent voru kæranda, með bréfi dags. 27. október sl. Úrskurðarnefndinni var ekki afhent þriðja skjalið Tillaga B.dwg. Kópavogsbær vísaði til þess í nefndu bréfi að kæranda séu afhent öll þau gögn sem falla undir beiðni hans. Með vísan til þessa ber Kópavogsbæ að afhenda kæranda skjal með heitinu Tillaga B.dwg sem fylgdi tölvupósti frá 27. júlí 2006 kl. 10:36.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Kærandi hefur undir meðferð kærumálsins gert athugasemdir við það að tilgreindur starfsmaður Kópavogsbæjar, [G], hafi tekið þátt í meðferð málsins af hálfu hins kærða. Telur kærandi starfsmanninn vanhæfan til þess. Vísast hér m.a. til bréfs kæranda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 23. nóvember 2011 sem rakið er í kafla um málsmeðferð hér að framan.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur það hlutverk skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að úrskurða um ágreining sem rís vegna synjunar stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum eða afhenda afrit þeirra samkvæmt lögunum. Úrskurðarnefndin hefur í máli þessu á grundvelli framangreindrar lagagreinar tekið sjálfstæða afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Í því ljósi og þeirrar niðurstöðu sem í úrskurði þessum felst er ekki tilefni til þess fyrir úrskurðarnefndina að taka sérstaka afstöðu til þess hvort tilgreindur starfsmaður Kópavogsbæjar, sem hefur ásamt öðrum tekið þátt í meðferð málsins af hálfu bæjarins, hafi verið til þess vanhæfur, sbr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, nú 20. gr. laga nr. 138/2011.</p> <h3> </h3> <h3></h3> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kópavogsbæ ber að afhenda kæranda, [A] hrl., fyrir hönd [B], skjal með heitinu Tillaga B.dwg sem fylgdi tölvupósti frá 27. júlí 2006 kl. 10:36</p> <p> </p> <p>Að öðru leyti er kæru þessa máls á hendur Kópavogsbæ vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir<span>   </span><span>                                                                                    </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-409/2012. Úrskurður frá 22. mars 2012 | Kærð var sú ákörðun Reykjavíkurborgar að synja um aðgang að tilboði tiltekins bjóðanda og fylgigögnum þess, í útboði Reykjavíkurborgar nr. 12484 á hreinsun gatna og gönguleiða 2011, en borgin samdi við viðkomandi aðila í útboðinu. Þagnarskylda. Aðgangur aðila að upplýsingum er varða hann sjáfan. Takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja eða annarra lögaðila. Takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna viðskipta stofnana eða fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 22. mars 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-409/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 11. ágúst 2011, kærði [A] hdl., f.h. [B] ehf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 15. júlí 2011, útboð III, að synja beiðni kæranda, dags. 10. janúar 2011, um aðgang að tilboði [C] ehf. og fylgigögnum þess, í útboði Reykjavíkurborgar nr. 12484 á hreinsun gatna og gönguleiða 2011.</p> <p> </p> <p>Í kærunni er í fyrsta lagi á því byggt að kærandi hafi stöðu aðila máls í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og því eigi upplýsingalög nr. 50/1996 ekki við um beiðni hans, ákvörðun Reykjavíkurborgar hafi verið stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga. Í öðru lagi er byggt á því að vísa eigi málinu frá úrskurðarnefndinni, en ella að endurskoðuð verði sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að hafna beiðni kæranda um aðgang að tilboði [C] ehf., auk fylgigagna, í framangreindu útboði.</p> <p> </p> <p>Í gögnum málsins kemur fram að fyrirtækið [C] ehf. hafi átt lægsta tilboð í verkið og hafi öðrum bjóðendum verið tilkynnt þann 29. nóvember 2010, sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að taka því tilboði. Í  kjölfarið hafi komist á samningur á milli Reykjavíkurborgar og [C] ehf.</p> <p> </p> <p>Með bréfi kæranda, dags. 10. janúar 2011, til Reykjavíkurborgar var því lýst yfir af hans hálfu að hann teldi þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að ganga til samninga við [C] ehf. ólögmæta og í andstöðu við útboðsskilmála, þar sem [C] ehf. hafi hvorki fyrir útboðið né eftir að samningur komst á, uppfyllt kröfur útboðsskilmála um fullnægjandi tæki til að framkvæma verkið eða kröfur um að yfirstjórn verksins væri í höndum aðila með verulega reynslu í sambærilegum verkum. Var í bréfinu óskað eftir því að kæranda yrði sent tilboð [C] ehf. í verkið og fylgigögn. Með bréfi, dags. 21. janúar 2011, hafnaði Reykjavíkurborg beiðni kæranda um aðgang að gögnum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Kærandi ítrekaði umrædda beiðni með bréfi, dags. 28. febrúar. Var fyrra svar Reykjavíkurborgar ítrekað með bréfi, dags. 15. júlí.</p> <p> </p> <p>Varðandi rétt til umbeðinna gagna á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 er í kærunni byggt á því að undantekning í síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga eigi ekki við og því hafnað að umbeðnar upplýsingar varði viðkvæma viðskiptahagsmuni. Er það nánar rökstutt með þeim hætti að beiðni kæranda um aðgang að gögnum hafi einungis lotið að því hvort það fyrirtæki sem Reykjavíkurborg hafi ákveðið að semja við hafi uppfyllt ákveðin skilyrði útboðsskilmála. Bent er á að um sé að ræða undantekningu frá meginreglu sem skýra beri þröngt. Þá er í kærunni byggt á því að upplýsingar um tækjakost og reynslu verkstjóra fyrirtækis geti ekki talist til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna í skilningi 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Reykjavíkurborg með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. ágúst 2011, þar sem vísað er til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og kærða veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 2. september 2011. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.</p> <p> </p> <p>Reykjavíkurborg svaraði kæru Íslenska gámafélagsins ehf. með bréfi, dags. 9. september 2011, og með bréfinu bárust afrit þeirra gagna sem málið varða, þ.e. tilboð [C] ehf. dags. 13. október 2010 ásamt fylgigögnum. Þar er í upphafi lýst aðdraganda málsins. Kemur fram að borgin telji kæranda hafa stöðu almennings, sbr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, enda gildi stjórnsýslulög nr. 37/1993 ekki um opinber innkaup, sbr. 103. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007, nema að því leyti er varði hæfisreglur stjórnsýslulaga. Reykjavíkurborg byggi á því að þær upplýsingar sem fram komi í tilboði [C] ehf. falli undir síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þ.e. um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Jafnframt sé á því byggt að 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eigi við um þau gögn sem kærandi fari fram á aðgang að.</p> <p> </p> <p>Þá segir orðrétt í umsögn Reykjavíkurborgar: „Sú meginregla gildir við opinber innkaup að kaupandi skuli gæta trúnaðar um upplýsingar sem hann fær frá bjóðendum, eftir því sem efni og eðli upplýsinganna gefur tilefni til, sbr. m.a. 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 og 6. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 2004/18/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um útboð og gerð opinberra verksamninga, vörusamninga og þjónustusamninga. Þær upplýsingar sem hér koma einkum til álita eru ýmiss konar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega burði bjóðenda. Fylgigögn með tilboði lægstbjóðanda sem kærandi, sem er jafnframt samkeppnisaðili hans á markaði þar sem afar hörð samkeppni ríkir, óskar aðgangs að fela í sér slíkar upplýsingar.</p> <p> </p> <p>Er því jafnframt byggt á því að 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga eigi við um aðgang að þeim gögnum sem kærandi fer fram á. Samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.“</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum Reykjavíkurborgar er í tengslum við ofangreint vísað til athugasemda við 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi til upplýsingalaganna þar sem fram komi að óheftur aðgangur að upplýsingum geti skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þurfi að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki séu skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Þá kemur fram að veruleg hætta sé á því að samkeppnisstaða raskist yrði aðgangur veittur að gögnunum þar sem það kunni að hafa óeðlilega verðmyndandi áhrif á tilboð kæranda í næstu útboðum. Reykjavíkurborg hafi metið það svo í þessu máli að hagsmunir bjóðandans af því að aðgangi að umræddum gögnum sé hafnað vægju þyngra en hagsmunir kæranda. Hafi beiðni um aðgang að fylgigögnum tilboðs og öðrum gögnum um fjárhag og tæknilegar lausnir bjóðanda því verið hafnað á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 19. september 2011 var kæranda kynnt umsögn Reykjavíkurborgar vegna kærunnar. Var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar til 28. september. Bréf úrskurðarnefndar var ítrekað með bréfi, dags. 28. nóvember.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 30. nóvember 2011, vísaði kærandi til kæru málsins og hafnaði þeim rökum sem fram koma í athugasemdum Reykjavíkurborgar, dags. 9. september. </p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en gert hefur verið. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Mál þetta lýtur að synjun Reykjavíkurborgar, dags. 15. júlí 2011, á beiðni Halldórs Reynis Halldórssonar hdl., f.h. Íslenska gámafélagsins ehf., um aðgang að tilboðsblaði og fylgigögnum tilboðs [C] ehf. í útboði Reykjavíkurborgar nr. 12484 á hreinsun gatna og gönguleiða 2011.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærandi byggir í máli þessu á því að það eigi ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem hann teljist vera aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í því sambandi vísar Reykjavíkurborg til 103. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup, en ákvæðið fjallar um afstöðu stjórnsýslulaga til opinberra innkaupa og hljóðar þannig: <a id="G103M1" name="G103M1">„Ákvæði II. kafla</a> stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, um hæfi gilda um ákvarðanir sem teknar eru samkvæmt lögum þessum. Að öðru leyti gilda stjórnsýslulög ekki um ákvarðanir sem teknar eru samkvæmt lögum þessum.“</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum við frumvarp það sem varð að lögum um opinber innkaup segir að með 103. gr. laganna sé verið að eyða þeirri óæskilegu óvissu sem skapast hafi um það hvort stjórnsýslulög gildi um opinber innkaup. Segir svo að engin ástæða þyki til þess að almenn stjórnsýslulög gildi um opinber innkaup með þeirri óvissu og töfum á málsmeðferð sem það kunni að valda. <strong></strong></p> <p><strong> </strong></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki litið svo á að bjóðandi í útboði sem fellur undir lög nr. 84/2007 um opinber innkaup teljist aðili stjórnsýslumáls eða að tiltekið útboð teljist stjórnsýslumál í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hefur nefndin í úrskurðum sínum talið að mál sem varða aðgengi bjóðenda að upplýsingum er varða opinber innkaup, falli undir upplýsingarétt þann sem kveðið er á um með upplýsingalögum nr. 50/1996. Mun nefndin því taka efnislega afstöðu til upplýsingaréttar kæranda í máli þessu á grundvelli ákvæða upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í ljósi röksemda kæranda sem lúta að réttarstöðu hans samkvæmt stjórnsýslulögum telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að tekið sé til skoðunar hvort kærði geti talist aðili þess máls sem umrædd skjöl varða í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, á þeim grundvelli að upplýsingar þær sem óskað er aðgangs að varði hann sjálfan. Niðurstaða um það skiptir veigamiklu máli við beitingu upplýsingalaga enda fer um aðgang aðila máls að gögnum um hann sjálfan eftir 9. gr. upplýsingalaga sem veitir rýmri aðgang en ákvæði 3. gr. sömu laga um aðgang almennings, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-388/2011.</p> <p>Í III. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 er fjallað um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Í 1. mgr. 9. gr. segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“ Þetta ákvæði hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en að til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda.</p> <p>Þau gögn sem kærði hefur óskað aðgangs að, en borgin synjað um afhendingu á, eru eftirtalin:</p> <p><span>·        </span> <span>Tilboðsblað [C] ehf., dags. 13.10.2010, vegna útboðs Reykjavíkur númer 12484, ásamt eftirfarandi fylgigögnum:</span></p> <p><span>·        </span> <span>Sundurliðun tilboðsfjárhæðar eftir verknúmerum.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Vottorð fyrirtækjaskrár um [C] ehf., útgefið. 12.10.2010.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Tæknilegt tilboð; tækjalisti.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Hæfni verktaka/listi yfir sambærileg verk.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Listi yfir helstu stjórnendur og starfsmenn.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Yfirlýsing bjóðanda varðandi samstarfsaðila bjóðanda um tækjakost, verkreynslu og mannskap.</span></p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni ofangreindra gagna. Öll hafa þau orðið til áður en gengið var til samninga um það verkefni sem útboðið náði til. Kærandi var þátttakandi í umræddu útboði og nýtur því réttar til aðgangs að umræddum gögnum samkvæmt ákvæði 9. gr. upplýsingalaga, sbr. það sem að framan segir, með þeim takmörkunum sem greinir í 2. og 3. mgr. ákvæðisins.</p> <p> </p> <p>Í 2. mgr. 9. gr. laganna segir að 1. mgr. gildi hvorki um þau gögn sem talin eru í 4. gr. laganna né þau gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara skv. 6. gr. Þá segir í 3. mgr. 9. gr. að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.</p> <p> </p> <p>Af hálfu Reykjavíkurborgar hefur einnig verið vísað til þagnarskylduákvæðis 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007, sem nái til umrædds útboðs, en þar segir í 1. mgr. að kaupanda sé óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljist einkum tækni- og viðskiptaleyndarmál auk þeirra atriða í tilboði sem leynt skulu fara. Í því sambandi lítur úrskurðarnefndin til þess að í 3. mgr. 17. gr. segir sérstaklega að ákvæði 1. mgr. hafi ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Er því ekki um að ræða sérstakt þagnarskylduákvæði sem gengur framar upplýsingarétti aðila skv. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. gr. sömu laga, og kemur það því ekki til sérstakrar skoðunar í máli þessu.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Gögn þau sem beiðni kæranda lýtur að og stafa frá fyrirtækinu [C] ehf. í tengslum við umrætt útboð eru tilboðsblað, upplýsingar um sundurliðun tilboðsupphæðar, vottorð úr fyrirtækjaskrá, listi yfir tæki og svör við spurningu um hæfni bjóðanda og listi yfir sambærileg verk. Þá er um að ræða tilgreiningu helstu stjórnenda og starfsmanna bjóðanda, en þar er aðeins greint frá nafni fyrirsvarsmanns [C] ehf., en engin nöfn starfsmanna koma fram undir þeim lið. Að lokum er um að ræða yfirlýsingu er varðar samstarf bjóðanda við annan aðila um tækjakost, verkreynslu og mannskap sem bjóðandi hyggst nota við verkið.</p> <p>Með vísan til framangreinds og að virtum þeim gögnum sem hér um ræðir er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði fyrir því að synja um afhendingu gagnanna, hvorki í heild né að hluta, með vísan til 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Verður ekki séð að neitt í umræddum gögnum sé þess efnis að valdið geti [C] ehf. tjóni fái kærandi aðgang að þeim. Lítur úrskurðarnefndin svo á að hagsmunir kæranda, af því að fá aðgang að gögnunum, vegi í þessu tilviki þyngra en hagsmunir [C] ehf., enda varða gögnin m.a. ráðstöfun opinberra fjármuna og hagsmuni kæranda af því að rétt hafi verið staðið að mati á tilboðum í umræddu útboði Reykjavíkurborgar.</p> <p>Kærði hefur einnig byggt synjun á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Eins og að framan greinir kemur fram í 2. mgr. 9. gr. laganna að 1. mgr. þeirrar greinar gildi ekki um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara skv. 6. gr.</p> <p>Samkvæmt 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda geymi þau upplýsingar um eitthvert þeirra atriða sem upp eru talin í 1.-5. tölul. greinarinnar. Af ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um: „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.“</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur talið að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 3. tölul. 6. gr. laganna verði a.m.k. þremur eftirtöldum skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umræddum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011.</p> <p>Úrskurðarnefndin fellst ekki á að takmarka beri aðgang kæranda að gögnunum á þeim grundvelli að þau varði viðskipti Reykjavíkurborgar í samkeppni við aðra, enda geti gögn sem aðeins stafa frá bjóðanda í tilteknu opnu útboði áður en til samningagerðar kemur, ekki geymt upplýsingar sem skaðað geti samkeppnislega hagsmuni borgarinnar. Í þessu ljósi verður synjun á aðgangi kæranda að gögnum málsins ekki byggð á 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. tölul. 6. gr. sömu laga.</p> <p>Að þessu öllu virtu fellst nefndin ekki á að neita beri kæranda aðgangi að gögnum þeim sem hann hefur farið fram á aðgang að. Reykjavíkurborg ber því að afhenda kæranda afrit tilboðsblaðs [C] ehf. í útboði nr. 12484, ásamt fylgigögnum við tilboðið.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Reykjavíkurborg ber að afhenda kæranda afrit af tilboði og fylgigögnum við tilboð [C] ehf. í útboði Reykjavíkurborgar nr. 12484, hreinsun gatna og gönguleiða 2011, útboð III.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center"></p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-410/2012. Úrskurður frá 22. mars 2012 | Kærð var sú ákvörðun Sorpu bs. að synja um aðgang að öllum gögnum og upplýsingum um viðskipta- og afsláttar-fyrirkomulag milli tiltekin fyrirtækis og Sorpu bs. vegna móttöku á sorpi. Tilgreining máls eða gagna í máli. Mikilvægir fjárhagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Hagsmunir kæranda. Mikilvægir viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Viðskipti stofnana í samkeppni við aðra. Ráðstöfun almannafjár. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 22. mars 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-410/2012.</p> <h3> </h3> <h3></h3> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi [A] lögfræðings, f.h. [B] ehf., dags. 19. október 2011, til Sorpu bs. var þess farið á leit með tilvísun til upplýsingalaga nr. 50/1996 að veittur yrði aðgangur „að öllum gögnum og upplýsingum um viðskipta- og afsláttar-fyrirkomulag milli [C] og Sorpu bs. vegna móttöku á sorpi.“</p> <p> </p> <p>Þessari beiðni hafnaði Sorpa bs. í bréfi, dags. 31. október 2011, og byggði synjun sína á ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 3. nóvember 2011, kærði [A] lögfræðingur, fyrir hönd [B] ehf., framangreinda ákvörðun Sorpu bs.</p> <p> </p> <p>Í kæru [B] ehf. er starfsemi félagsins lýst en hún nær m.a. til þess að annast alla almenna sorphirðu, svo og til ýmiss konar annarrar starfsemi og ráðgjafar. Ekki kemur fram að félagið annist urðun á sorpi. Þá er tekið fram í kærunni að Sorpa sé byggðasamlag á höfuðborgarsvæðinu og gildi því um starfsemi samlagsins meginreglur sveitarstjórnarlaga nema annað sé ákveðið í samþykktum. Sveitarstjórnum sé skylt að annast sorphirðu í sveitarfélögunum. Í 3. mgr. 11. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs segi að gjald sem sveitarfélag eða byggðasamlag innheimti skuli aldrei vera hærra en nemi þeim kostnaði sem falli til í sveitarfélaginu við meðhöndlun úrgangs og tengdri starfsemi sem samræmist markmiðum laganna. Því sé ekki heimilt að gera mönnum að greiða meira fyrir þjónustu af þessu tagi en sem nemi kostnaði við hana. Fyrir liggi að Sorpa bs. veiti aðildarsveitarfélögum sínum afslátt. Lögmæti þess fyrirkomulags sé umdeilt og sú deila verði leidd til lykta fyrir dómstólum. Með afslættinum sé verið að færa kostnað frá aðildarsveitarfélögunum yfir á aðra sem greiði fyrir urðun úrgangs og greiði þeir því hærra urðunargjald en lög heimili og mismunurinn renni til aðildarsveitarfélaganna í formi afsláttar eða arðgreiðslna. Þetta sé ástæðan fyrir því að Sorpa bs. vilji ekki veita aðgang að upplýsingum um hvern afslátt hún gefi og hverjum, en ástæðan sé ekki sú að með þessu móti sé verið að verja mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni.</p> <p> </p> <p>Urðunarstað [C] hafi verið lokað 1. desember 2009 og hafi sú sorpstöð því gert samning við Sorpu 22. maí 2009 um móttöku á úrgangi til urðunar og endurvinnslu. Frést hafi að Sorpa bs. veiti [C] afslátt og tilgangurinn með beiðninni til byggðasamlagsins og síðan kærunni til úrskurðarnefndarinnar sé sá að fá upplýsingar um það hve mikill sá afsláttur sé. [B] ehf. hafi einstaka og lögvarða hagsmuni af því að fá upplýsingar um afsláttinn þar sem hann hafi bein áhrif á gjaldskrá Sorpu bs. fyrir urðun á úrgangi, en [B] greiði Sorpu bs. fyrir slíka urðun og sé það stór kostnaðarliður í starfsemi félagsins.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Kærandi kveðst reisa kæru sína aðallega 3. gr. upplýsingalaga þar sem segi að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Sorpa bs. hafi hafnað að veita aðgang að gögnunum með vísan til 5. gr. laganna. Kærandi haldi því fram að hægt sé að veita aðgang að gögnunum þrátt fyrir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga og telji að ekki séu undir mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir. Sorpa bs. sé fyrirtæki í opinberri eigu sem sýsli með fjármuni almennings og taki ákvarðanir um gjaldtöku fyrir urðun sorps fyrir stærstu sveitarfélög landsins á einokunarmarkaði sem hafi veruleg fjárhagsleg áhrif á almenning og fyrirtæki á svæðinu. Sorpa bs. sé ekki í samkeppni við neina urðunarstaði á svæðinu og aðgangur að umbeðnum gögnum muni ekki á nokkurn hátt raska samkeppnisumhverfinu, né heldur hafi gögnin að geyma upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni verði þær gerðar opinberar. Birting umbeðinna gagna geti ekki raskað samkeppni á þessu sviði heldur myndi hún einvörðungu sýna hvort aðrir þeir sem njóti afsláttar hjá Sorpu bs. sitji við sama borð og [C]</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Sorpu bs. með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 8. nóvember 2011, og frestur veittur til 17. s.m. til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir synjuninni. Úrskurðarnefndin óskaði jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p> </p> <p>Svör Sorpu bs. bárust með bréfi, dags. 23. nóvember. Þar er því m.a. lýst að [C] sé byggðasamlag þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi. Markmið samningsins á milli Sorpu bs. og [C] hafi verið að „tryggja hagkvæma, örugga meðhöndlun, meðferð og förgun þess úrgangs sem berst [C] eftir lokun urðunarsvæðis að Kirkjuferjuhjáleigu þann 1. desember 2009.“ Með samningnum hafi [C] komist hjá því að koma sér upp nýjum urðunarstað eftir lokun staðarins að Kirkjuferjuhjáleigu en Sorpa bs. fái aukið magn til urðunar og endurvinnslu á urðunarstað sínum á Álfsnesi sem félagið þurfi hvort sem er að starfrækja. [C] greiði fyrir þessa þjónustu samkvæmt gjaldskrá Sorpu bs. Þá er í bréfinu lýst ýmsum lagaákvæðum um skyldur sveitarfélaga vegna sorphirðu og meðhöndlun úrgangs. Sagt er að hvorki Sorpa bs. né [C] séu í samkeppni við [B] ehf. heldur séu sveitarfélögin sem að byggðasamlögunum standi að sinna skyldum sínum samkvæmt lögum með samningi sem sé þeim hagstæður. Samningurinn hafi engin áhrif á þau kjör sem kærandi njóti hjá Sorpu bs. og gjaldskrá byggðasamlagsins vegna urðunar í Álfsnesi hafi verið óbreytt frá því löngu áður en samningurinn hafi verið gerður. Kærandi hafi þannig enga hagsmuni af því að fá upplýst hvernig sveitarfélögin hagi samningum sín á milli um urðun. Færa megi rök fyrir því að ef eitthvað sé gæti samningurinn leitt til lækkunar á gjaldskránni vegna aukins magns til urðunar og hagstæðs lokunartíma. Eftirfarandi segir í niðurlagi bréfsins: „Þegar metið er hvort gögnin, sem kærandi leitar aðgangs að, varði í skilningi 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni [C], sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, verður að líta til þess hvaða hagsmuni kærandi hefur af því að fá þessar upplýsingar á grundvelli almennu upplýsingareglunnar í 3. gr. laganna. Hér hefur verið leitast við að sýna fram á að þeir hagsmunir séu engir. Til fróðleiks fylgir í trúnaði afsláttarsamningur SORPU og [B] ehf. sem SORPA hefur ekki talið eðlilegt né sanngjarnt, þrátt fyrir meginreglu 3. gr. upplýsingalaga, að veita aðgang að.“</p> <p> </p> <p>Þau gögn sem bréfi Sorpu bs. fylgdu eru eftirtalin:</p> <ol start="1"> <li>Samkomulag [C] og Sorpu bs. „um móttöku og meðhöndlun úrgangs sem upprunninn er á starfssvæði [C]“, dags. 22. maí 2009.</li> <li>Samningur um viðskiptakjör á milli sömu aðila, dags. 25. nóvember 2009.</li> <li>Viðauki við samkomulagið frá 22. maí 2009 og samninginn um viðskiptakjör frá 25. nóvember 2009 undirritaður af sömu aðilum.</li> </ol> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 23. nóvember 2011, var kæranda send umsögn Sorpu bs. og honum gefinn frestur til 2. desember til þess að koma athugasemdum á framfæri. Ekki bárust nein svör.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>[B] ehf. bað um aðgang að „öllum gögnum og upplýsingum um viðskipta- og afsláttarfyrirkomulag milli Sorpu bs. og [C] vegna móttöku á sorpi. Eins og beiðnin er sett fram verður að líta svo á að samningar Sorpu bs. og [C] um sorphirðu sé sérstakt mál og að skjölin þrjú sem gerð er grein fyrir hér að framan varði það mál, sbr. ákvæði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka þau til ríkis og sveitarfélaga. Sorpa bs. er byggðasamlag og fellur því undir gildissvið upplýsingalaga. Sama máli gegnir um [C] en kröfum um aðgang að gögnum er hins vegar ekki beint að því byggðasamlagi.</p> <p> </p> <p>Í kærunni kemur fram að þar sem einn stærsti kostnaðarliður í rekstri [B] ehf. sé greiðsla urðunargjalds til Sorpu bs., telji félagið sig hafa einstaklegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af því að fá aðgang að öllum upplýsingum um þann afslátt sem Sorpa bs. veiti, enda hafi slíkur afsláttur bein áhrif á urðunargjaldskrá samlagsins. Kærandi byggir hins vegar ekki á því að hann eigi rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga enda verður ekki séð að skjölin geymi upplýsingar um hann sjálfan. Kemur því sú lagagrein ekki til skoðunar við afgreiðslu málsins. Um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum fer því samkvæmt ákvæði 3. gr. upplýsingalaga, sem mælir fyrir um rétt almennings til aðgangs að gögnum í stjórnsýslunni, sbr. 1. gr. laganna.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 4. til 6. gr. laganna. Þegar framangreind lagagrein á við skiptir ekki máli hvort beiðandi hefur einhverja sérstaka hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingum eða ekki. <em></em>Málatilbúnaður kærða sýnist byggður á því að vegna undantekningar-ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga sé honum ekki skylt að veita kæranda umbeðinn aðgang.</p> <p> </p> <p>Af þessu tilefni skal tekið fram að ákvæði 5. gr. upplýsingalaga tekur til mikilvægra fjárhags- eða viðskiptalegra hagsmuna lögaðila sem komið er á fót á einkaréttarlegum grundvelli, en ekki til stjórnvalda, opinberra fyrirtækja og stofnana og annarra opinberra lögaðila. Þar sem hér reynir einvörðungu á það hvort tilteknar upplýsingar um fjárhagsleg málefni tveggja stjórnvalda, þ.e. byggðasamlaga, skuli undanþegnar upplýsingaskyldu verður í þessu máli ekki byggt á umræddu ákvæði 5. gr.</p> <p> </p> <p>Fjárhagslegir hagsmunir opinberra aðila og fyrirtækja geta hins vegar notið verndar 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra“. Þá verður ekki útilokað að í afmörkuðum tilvikum yrðu hagsmunir sem tengjast fjárhagslegum ráðstöfunum opinberra aðila eða fyrirtækja í eigu hins opinbera taldir verndaðir af ákvæði 4. tölul. sömu lagagreinar, en þar er mælt fyrir um að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um „fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.“ Ekki verður hins vegar séð með neinu móti að á það ákvæði geti reynt í máli þessu. Reynir því hér aðeins á það hvort kærða hafi verið heimilt, með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að hafna beiðni kæranda um aðgang að gögnum.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í skýringum við 3. tl. 6. gr. í greinargerð með frumvarpi því sem síðar varð að upplýsingalögum segir m.a. eftirfarandi: „Markmiðið með þessu frumvarpi er meðal annars að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. Meginsjónarmiðið að baki þessa ákvæðis er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr. [...] Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar né heldur ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“</p> <p> </p> <p>Við afgreiðslu þessa máls verður að hafa í huga að Sorpa bs. er eini aðilinn á stóru svæði sem urðar sorp og tekur gjald fyrir. Enda þótt samlagið njóti ekki einkaréttar til þessarar starfsemi verður ekki séð að það sé í samkeppni við aðra aðila á þessu sviði.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau gögn sem beiðni kæranda um aðgang lýtur að. Í samkomulagi [C] og Sorpu bs. „um móttöku og meðhöndlun úrgangs sem upprunninn er á starfssvæði [C]“, dags. 22. maí 2009, er ekki að finna nein ákvæði um sérstaka gjaldtöku fyrir urðun heldur einungis vísað til gjaldskrár Sorpu bs. eins og hún er hverju sinni og tekið fram að nokkrir gjaldskrárflokkar séu háðir ytri aðstæðum og geti tekið breytingum samkvæmt því sem þær kunni að verða hverju sinni. Það er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ekkert sé að finna í samkomulagi þessu sem fallið gæti undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ber Sorpu bs. því að veita kæranda aðgang að skjalinu.</p> <p> </p> <p>Sorpa bs. og [C] sömdu hinn 25. nóvember 2009 um viðauka við samkomulagið frá 22. maí 2009 þegar í ljós kom að fjögur sveitarfélög sem eiga aðild að [C] kusu að standa utan samkomulagsins frá 22. maí. Þessi afstaða sveitarfélaganna fjögurra leiddi til þess að Sorpa bs. fékk minna magn til urðunar frá [C] en Sorpa bs. hafði vænst að fá samkvæmt gerðu samkomulagi. Af þessum ástæðum sömdu aðilar um að [C] greiddi Sorpu bs. ákveðna fjárhæð fyrir hvern íbúa í sveitarfélögunum fjórum. Úrskurðarnefndin telur ekki að hér sé um að ræða upplýsingar sem falli undir 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ber því að veita kæranda aðgang að umræddum samningsviðauka, dags. 22. maí 2009.</p> <p> </p> <p>Í samningi Sorpu bs. og [C] um viðskiptakjör frá 25. nóvember 2009 er í 2. gr. kveðið á um viðskiptaafslátt og í 3. gr. um verð fyrir móttöku á endurvinnanlegum efnum sem ekki er þó endanlegt og verður hvorttveggja að telja viðskiptahagsmuni í sjálfu sér. Verður þó að líta til þess að í samningnum felast ákvarðanir um ráðstöfun opinberra fjármuna og hagsmuna, þ.e. að veittur afsláttur og ákveðið verð sem áhrif hefur á fjárhag aðila samningsins, en þeir teljast báðir til opinberra stjórnvalda sem fyrr segir. Þessar upplýsingar eru því þess eðlis að ekki verður talið eðlilegt að skerða rétt almennings til aðgangs að þeim, sbr. meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þá er ljóst að hér er ekki um að ræða upplýsingar um starfsemi sem telst vera í samkeppni í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ber því að veita kæranda aðgang að umræddum sanningi, dags. 25. nóvember 2009.</p> <p> </p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur ekki til álita að fleiri atriði skjalanna þriggja kunni að vera undanþegin upplýsingarétti og samkvæmt því sem að framan segir ber kærða, Sorpu bs., að veita kæranda [B] ehf., aðgang að þeim.</p> <h3> </h3> <h3></h3> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Sorpu bs. ber að afhenda kæranda, [A] lögfræðingi, fyrir hönd [B] ehf. eftirtalin gögn:</p> <ol start="1"> <li>Samkomulag [C] og Sorpu bs. „um móttöku og meðhöndlun úrgangs sem upprunninn er á starfssvæði [C]“, dags. 22. maí 2009.</li> <li>Viðauka við samkomulagið frá 22. maí 2009 og samninginn um viðskiptakjör frá 25. nóvember 2009.</li> <li>Samning um viðskiptakjör á milli sömu aðila, dags. 25. nóvember 2009.</li> </ol> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center"></p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p><span> </span>Friðgeir Björnsson<span>                                                            </span> <span>               </span>Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-407/2012. Úrskurður frá 22. mars 2012 | Kærð var sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja beiðni um aðgang að tilboði tiltekins bjóðanda í útboði Reykjavíkurborgar, sem Reykjavíkurborg síðan samdi við, ásamt tilteknum fylgigögnum tilboðsins, sem og gögnum sem bárust eftir opnun tilboða, afriti af úttektarskýrslu Mannvits og matsskýrslu Mannvits á bjóðendum í útboðinu. Gögn nægilega tilgreind. Þagnarskylda. Aðgangur aðila er upplýsingar varða hann sjálfan. Vinnuskjöl. Takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja eða annarra lögaðila. Takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna viðskipta stofnana eða fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Aðgangur veittur. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 22. mars 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-407/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 5. maí 2011, kærði [A] hdl., f.h. [B] ehf., til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun Reykjavíkurborgar, dags. 28. apríl það sama ár, að synja beiðni kæranda um aðgang að tilboði [C] ehf. í útboði Reykjavíkurborgar nr. 12485, Hreinsun gatna og gönguleiða 2011, útboð IV, ásamt tilteknum fylgigögnum, gögnum frá [C] ehf. sem bárust Reykjavíkurborg eftir opnun tilboða, afriti af úttektarskýrslu Mannvits vegna tækja frá [C] ehf. og matsskýrslu Mannvits á bjóðendum í útboðinu.</p> <p> </p> <p>Af gögnum málsins er ljóst að [C] ehf. var einnig einn bjóðenda í útboði Reykjavíkurborgar nr. 12484: Hreinsun gatna og gönguleiða 2011, útboð III, en kærandi málsins var jafnframt einn bjóðenda í því útboði. Í gögnum málsins, einkum fundargerðum og minnisblöðum, er iðulega fjallað um bæði útboðin saman.</p> <p> </p> <p>Í kæru er aðdraganda málsins lýst svo að Reykjavíkurborg hafi auglýst í ágúst 2010 útboð nr. 12485: Hreinsun gatna og gönguleiða 2011, útboð IV. Verkið hafi verið boðið út til eins árs með möguleika á framlengingu í allt að tvö ár. Tilboð hafi borist frá fjórum bjóðendum og voru þau opnuð 13. október 2010. [C] ehf. hafi reynst lægstbjóðandi en tilboð kæranda næstlægst. Innkauparáð kærða hafi ákveðið á fundi sínum 16. nóvember að taka tilboði [C] ehf. og hafi tilkynning þess efnis verið send öllum bjóðendum degi síðar. Þá hafi verið tilkynnt 29. sama mánaðar að endanlegur samningur hefði komist á milli kærða og [C] ehf. um framkvæmd samnings á grundvelli útboðsins.</p> <p> </p> <p>Í kæru málsins er því lýst að ágreiningur sé milli aðila um það hvort [C] ehf. hafi uppfyllt skilyrði útboðslýsingar í verkinu og hvort jafnræði aðila hafi verið raskað með því að heimila einum bjóðenda, [C] ehf., að breyta tilboði sínu eftir opnun tilboða. Af þeirri ástæðu hafi kærandi óskað eftir því við kærða að hann afhenti ákveðin gögn er vörðuðu tilboð [C] ehf. og mat á því. Hafi málið m.a. verið lagt fyrir kærunefnd útboðsmála en því verið vísað frá þar sem kærufrestur hafi verið útrunninn.</p> <p> </p> <p>Þann 28. febrúar 2011 hafi kærandi óskað eftir því að kærði afhenti tafarlaust afrit af tilboði [C] ehf. í útboði Reykjavíkurborgar nr. 12485, ásamt öllum fylgigögnum, fyrir utan magntöluskrá, þ. á m. upplýsingar um fjölda starfsmanna og reynslu þeirra, skrá yfir helstu vélar, tæki og búnað sem notuð yrðu við verkið, skrá yfir helstu sambærileg verk sem bjóðandi hafi unnið og skrá yfir undirverktaka er bjóðandi myndi ráða til verksins. Í erindinu var þess jafnframt farið á leit við Reykjavíkurborg að afhent yrði afrit af öllum þeim gögnum frá [C] ehf. sem borist hefðu kærða eftir opnun tilboða, þ.m.t. staðfesting frá söluaðilum um tækjakaup. Loks var óskað afrits af úttektarskýrslu Mannvits vegna tækja frá [C] ehf. og matsskýrslu Mannvits á bjóðendum í útboðinu.</p> <p> </p> <p>Kærði hafnaði framangreindri beiðni með bréfi, dags. 28. apríl 2011. Var synjunin byggð á  17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007, 6. gr. tilskipunar Evrópuþingsins- og ráðsins nr. 2004/18/EC og 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Kemur síðan fram að kærandi telji að Reykjavíkurborg sé skylt að afhenda umbeðnar upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga, einkum 3. og 9. gr. Þá telji kærandi að hvorki 5. gr. upplýsingalaga né ákvæði laga um opinber innkaup nr. 84/2007, séu því til fyrirstöðu að gögnin verði afhent og vísar um það til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kærunni kemur fram að umrætt verk felist í hreinsun gatna og göngustíga og að kærandi telji að slík verkefni séu einföld í eðli sínu og að upplýsingarnar sem varði mikilsverð viðskiptaleyndarmál sem tengist slíkum verkefnum séu fátíð, þ.e. upplýsingar um tæki sem notuð séu á opinberum vettvangi, fjöldi starfsmanna fyrirtækis, reynsla bjóðanda af fyrri verkum eða upplýsingar um undirverktaka sem starfa muni fyrir bjóðanda. Ítrekað er að beiðni kæranda varði aðeins upplýsingar um hvernig [C] ehf. uppfylli skilyrði útboðslýsingar, ekki sé beðið um magntölur eða verð. Um sé að ræða gögn sem staðfesti hvernig [C] ehf. hafi uppfyllt skilyrði útboðsins og þær lágmarkskröfur sem þar hafi verið gerðar. Kemur fram að kærandi telji að kærði hafi brotið gegn meginreglu útboðsréttar um jafnræði.</p> <p> </p> <p>Þá kemur fram nánari tilgreining á þeim upplýsingum sem óskað var eftir:</p> <p><span>1.     </span> <span>Skrá yfir helstu tæki og búnað sem átti að fylgja tilboði [C] ehf.</span></p> <p><span>2.     </span> <span>Upplýsingar um fjölda starfsmanna og reynslu þeirra enda sé gerð krafa um slíkt í útboðsgögnum.</span></p> <p><span>3.     </span> <span>S</span><span>krá yfir sambærileg verk sem [C] ehf. hefði unnið.</span></p> <p><span>4.     </span> <span>Skrá yfir undirverktaka er [C] ehf. tilgreindi í útboðinu að félagið myndi ráða til verksins.</span></p> <p><span>5.     </span> <span>Afrit af öllum þeim gögnum sem kærða bárust frá [C] ehf. eftir opnun tilboða þ.m.t. staðfestingu frá söluaðilum um tækjakaup.</span></p> <p><span>6.     </span> <span>Afrit af úttektarskýrslu Mannvits vegna tækja frá [C] ehf. og matsskýrslu Mannvits á bjóðendum í útboðinu.</span></p> <p> </p> <p>Í kærunni er mótmælt þeirri afstöðu Reykjavíkurborgar að í þeim gögnum sem kærandi hafi óskað eftir sé að finna upplýsingar sem varði fjárhags- eða viðskiptahagsmuni [C] ehf. Þá segir að upplýsingar sem skylt sé að gefa við opnun tilboða séu ekki þess eðlis að þær falli undir 5. gr. upplýsingalaga. Gera verði ráð fyrir því að útboðsgögn í almennu útboði falli ekki undir nefnda undantekningarreglu, en upplýsingarnar séu nauðsynlegt forsenda þess að almenningur geti fylgst með því að vel sé farið með almannafé og að málefnaleg sjónarmið ráði ferð við opinber innkaup.</p> <h3> </h3> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Reykjavíkurborg með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 11. maí 2011. Kærða var þar veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 20. maí 2011. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.</p> <p> </p> <p>Svar barst með bréfi, dags. 3. júní 2011. Því fylgdu afrit af gögnum málsins. Í bréfinu kemur fram að Reykjavík hafni þeim málsástæðum sem kærandi byggi kröfu sína á enda falli hin kærða synjun undir skilyrði upplýsingalaga. Þá kemur fram að tilvísun kæranda til heimildar 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í málinu þar sem gögn málsins varði ekki á neinn hátt upplýsingar um kæranda sjálfan.</p> <p> </p> <p>Höfnun á aðgangi að gögnum málsins byggi á því að þær upplýsingar sem fram komi í umbeðnum fylgigögnum með tilboði bjóðanda í útboðinu og einstök önnur umbeðin gögn sem varði tæknilega burði bjóðandans og mat á tilboði hans falli undir seinni málslið 5. gr. upplýsingalaga, þ.e. að um sé að ræða upplýsingar um tæknilega burði [C] ehf. og að um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Þá er byggt á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Jafnframt byggir Reykjavíkurborg á því að umbeðin gögn sem bárust frá [C] ehf., eftir opnun tilboða, úttektarskýrsla og matsskýrsla væru ekki nægilega tilgreind í beiðni kæranda, sem og því að þau gögn sem þar gætu komið til álita séu vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Þá kemur orðrétt fram í umsögn Reykjavíkurborgar:</p> <p> </p> <p>„Sú meginregla gildir við opinber innkaup að kaupandi skuli gæta trúnaðar um upplýsingar sem hann fær frá bjóðendum, eftir því sem efni og eðli upplýsinganna gefur tilefni til, sbr. m.a. 17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007 og 6. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 2004/18/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um útboð og gerð opinberra verksamninga, vörusamninga og þjónustusamninga. Þær upplýsingar sem hér koma einkum til álita eru ýmiss konar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega burði bjóðenda, áætlanir þeirra auk tæknilegra lausna og aðferða til að koma til móts við þarfir kaupanda. Fylgigögn með tilboði bjóðanda sem kærandi, sem er jafnframt samkeppnisaðili hans á markaði þar sem afar hörð samkeppni ríkir, óskar aðgangs að fela í sér slíkar upplýsingar. Er því jafnframt byggt á því að 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga eigi við um aðgang að þeim gögnum sem kærandi fer fer fram á. Samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.“</p> <p> </p> <p>Í umsögn Reykjavíkurborgar kemur fram að veruleg hætta sé á því að samkeppnisstaða raskist ef aðgangur sé veittur að gögnunum þar sem það kunni að hafa áhrif á mat kæranda á samkeppnisaðila sínum í næstu útboðum Reykjavíkurborgar á þessum markaði og hafa óeðlilega verðmyndandi áhrif á tilboð kæranda. Borgin hafi metið það svo í þessu máli að hagsmunir bjóðandans af því að hafna aðgangi að umræddum gögnum vægju þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim. Hafi beiðni um aðgang að fylgigögnum tilboðs og öðrum gögnum um fjárhag og tæknilegar lausnir bjóðanda því verið hafnað á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, enda innihaldi þau upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni bjóðandans [C] ehf. sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.</p> <p> </p> <p>Þá kemur fram að Reykjavíkurborg telji að tölvupóstar, fundargerðir og skýrslur sem beðið sé um aðgang að teljist vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Augljóst sé af þeim gögnum að þau geymi enga endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls þar sem um sé að ræða gögn sem verði til við eðlilega framkvæmd á samningi um þjónustu við Reykjavíkurborg. Gögnin beri með sér upplýsingar um mat á tilteknum aðstæðum á hverjum tíma sem taki breytingum eftir því sem fram vindi í undirbúningi á því að hefja þjónustu á grundvelli samningsins. Bent er á að við mat á því hvort gögnin hafi að geyma upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá beri að hafa í huga að það ákvæði eigi aðeins við þegar upplýsingar nái til staðreynda máls sem kunni að hafa vegið þungt við ákvarðanatöku stjórnvalds. Um þetta er vísað til athugasemda við ákvæði 3. tölul. 4. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga þar sem segi að þegar metið sé hvort upplýsinga verði ekki aflað annars staðar frá sé „einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum sé ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvarðanatöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.“</p> <p> </p> <p>Segir svo orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Umrædd gögn sem óskað er aðgangs að hafa ekki að geyma neina ákvörðum stjórnvalds og upplýsingarnar sem í skjalinu er að finna varða þannig ekki stjórnvaldsákvörðun sem hefur verið tekin. Um er að ræða framkvæmd samnings sem boðinn var út á grundvelli laga um opinber innkaup nr. 84/2007 og unninn er samkvæmt útboðslýsingu nr. 12485 og verða einstaka ákvarðanir eða athafnir sem eru órjúfanlegur hluti af framkvæmd samningsins ekki taldar stjórnvaldsákvarðandir í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1996.“</p> <p> </p> <p>Þá ítrekar Reykjavíkurborg að beiðni um gögn önnur en fylgigögn með tilboði sé þannig úr garði gerð að ekki sé ljóst hvaða gögnum sé óskað eftir aðgangi að. Ekki sé til nein skýrsla sem geti talist vera matsskýrsla Mannvits á bjóðendum í útboðinu þar sem ekki hafi farið fram mat á öðrum bjóðendum en [C] ehf. í umræddu útboði. Bendir Reykjavíkurborg á að þessi annmarki á beiðni kæranda standi því í vegi að hægt sé að taka afstöðu til upplýsingaréttar kæranda.</p> <p> </p> <p>Með bréfi Reykjavíkurborgar fylgdu eftirfarandi gögn:</p> <p><span>1.     </span> <span>Útboðsgögn nr. 12485.</span></p> <p><span>2.     </span> <span>Viðauki 1.</span></p> <p><span>3.     </span> <span>Útfyllt tilboðsblað [C] ehf., dags. 14. október 2010, ásamt fylgiskjölum;</span></p> <p><span>·        </span> <span>Yfirlýsing bjóðanda um hæfni og tækjakost, dags. 14. október 2010.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Vottorð úr fyrirtækjaskrá vegna [C] ehf., útgefið 12. október 2010.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Sundurliðun tilboðsfjárhæðar, dags. 14. október 2010.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Útfyllt tilboðsblað nr. 2.3. um tæknilegt tilboð, dags. 14. október 2010.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Útfylltur listi yfir helstu stjórnendur og starfsmenn, dags. 14. október 2010.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Úfyllt tilboðsblað nr. 2.3.3. um hæfni verktaka og sambærileg verk, dags. 14. október 2010. </span></p> <p><span>4.     </span> <span>Upplýsingar frá [C] ehf. til framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar vegna útboðsins um tæki og starfsferilskrá yfirstjórnanda verksins, ásamt ítarefni um tæki.</span></p> <p><span>5.     </span> <span>Farmbréf nr. 701168677, 701168720 og 701168717.</span></p> <p><span>6.     </span> <span>Minnisblöð;</span></p> <p><span>·        </span> <span>Minnisblað Mannvits verkfræðistofu til framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 26. október 2010, efni: lægsta boð í útboðum  III og IV.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Minnisblað Mannvits verkfræðistofu til framkvæmda- og eignaviðs Reykjavíkurborgar, dags. 17. janúar 2011, efni: úttekt á tækjakosti [C] ehf.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Minnisblað Mannvits verkfræðistofu til framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 04. febrúar 2011, efni: fundur framkvæmdasviðs og ráðgjafa um sópun í Reykjavík 2011.</span></p> <p><span>7.     </span> <span>Fundargerðir;</span></p> <p><span>·        </span> <span>Fundargerð fundar nr. 1/2010, vegna hreinsun gatna og gönguleiða, í útboði III og IV, dags. 21. október 2010, rituð af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Fundargerð fundar nr. 2/2010, vegna hreinsunar gatna og gönguleiða 2011, útboð III og IV, dags. 26. október 2010, rituð af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Fundargerð fundar nr. 3/2010, vegna hreinsunar gatna og gönguleiða 2011, útboð III og IV, dags. 2. nóvember 2010, rituð af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Fundargerð fundar nr. 4/2010, vegna hreinsunar gatna og gönguleiða 2011, útboð III og IV, dags. 30. nóvember 2010, rituð af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Fundargerð fundar nr. 1/2011, vegna hreinsunar gatna og gönguleiða 2011, útboð III og IV, dags. 11. janúar 2011, rituð af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Fundargerð fundar nr. 2/2011, vegna hreinsunar gatna og gönguleiða 2011, útboð III og IV, dags. 19. janúar 2011, rituð af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Fundargerð fundar nr. 3/2011, vegna hreinsunar gatna og gönguleiða 2011, útboð III og IV, dags. 7. febrúar 2011, rituð af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Fundargerð fundar nr. 4/2011, vegna hreinsunar gatna og gönguleiða 2011, útboð III og IV, dags. 16. febrúar 2011, rituð af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Fundargerð fundar nr. 5/2011, vegna hreinsunar gatna og gönguleiða 2011, útboð III og IV, dags. 2. mars 2011, rituð af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Fundargerð fundar nr. 6/2011, vegna hreinsunar gatna og gönguleiða 2011, útboð III og IV, dags. 21. mars 2011, rituð af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Fundargerð fundar nr. 7/2011, vegna hreinsunar gatna og gönguleiða 2011, útboð III og IV, dags. 29. mars 2011, rituð af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Fundargerð fundar nr. 8/2011, vegna hreinsunar gatna og gönguleiða 2011, útboð III og IV, dags. 18. apríl 2011, rituð af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</span></p> <p><span>8.     </span> <span>Tölvupóstar;</span></p> <p><span>·        </span> <span>Tölvupóstur fyrirsvarsmanns [C] ehf., dags. 15. janúar 2011, til starfsmanns Mannvits verkfræðistofu o.fl., efni; Athugasemdir, ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Tölvupóstur starfsmanns Mannvits verkfræðistofu, dags. 17. janúar 2011, til fyrirsvarsmanns [C] ehf., o.fl., efni; Re: Athugasemdir, ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Tölvupóstur fyrirsvarsmanns [C] ehf., dags. 20. janúar 2011, til starfsmanns Mannvits verkfræðistofu o.fl., efni; Re: Vetrarhreinsun útb. III og IV, ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Tölvupóstur starfsmanns Mannvits verkfræðistofu, dags. 21. janúar 2011, til fyrirsvarsmanns [C] ehf., o.fl., efni; Re: Vetrarhreinsun útb. III og IV, ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Tölvupóstur fyrirsvarsmanns [C] ehf., dags. 4. febrúar 2011, til starfsmanns Mannvits verkfræðistofu, efni; [C].</span></p> <p><span>·        </span> <span>Tölvupóstur fyrirsvarsmanns [C] ehf., dags. 10. febrúar 2011, til starfsmanns Mannvits verkfræðistofu, efni; Re: Flutningar á tækjum.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Tölvupóstur fyrirsvarsmanns [C] ehf., dags. 20. janúar 2011, til starfsmanns Mannvits verkfræðistofu, efni; Fwd: fleiri sópar, ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Tölvupóstur fyrirsvarsmanns [C] ehf., dags. 20. janúar 2011, til starfsmanns Mannvits verkfræðistofu, efni; 2 Farmbréf, ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Tölvupóstur starfsmanns Mannvits verkfræðistofu, dags. 8. mars 2011, til fyrirsvarsmanns [C] ehf.,, o.fl., efni; Vorhreinsun 2011.</span></p> <p><span>·        </span> <span>Tölvupóstur fyrirsvarsmanns [C] ehf.,, dags. 25. mars 2011, til starfsmanns Mannvits verkfræðistofu, efni; Re: Vatnsbíll, ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum.</span></p> <p><span>9.     </span> <span>Úttekt Mannvits verkfræðistofu; Úttekt tækja, yfirlit yfir niðurstöður dags. 14. mars 2011, verkheiti: Hreinsun gatna og gönguleiða í Reykajvík, útboð 3 og 4.</span></p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 6. júní 2011, var kæranda kynnt umsögn Reykjavíkurborgar vegna kærunnar. Var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar til 16. júní. Þær athugasemdir bárust með tölvupósti 15. júní. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af öllum gögnum málsins við úrlausn þess.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Mál þetta lýtur að synjun Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum í tengslum við útboð Reykjavíkurborgar nr. 12485 – Hreinsun gatna og gönguleiða 2011, útboð IV, eins og nánar greinir í kæru málsins og lýst er í upphafi úrskurðar þessa.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærði hefur byggt á því að beiðni kæranda um gögn er bárust eftir opnun tilboða séu ekki tilgreind nægjanlega. Eins og kemur fram í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 2. gr. 161/2006, skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann einnig óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Í athugasemdum með 1. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2006 kemur fram að tilgreina verður gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á málinu og gögnum þess.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin lítur svo á að kærandi hafi með nægilega skýrum hætti tilgreint það mál sem þau gögn tilheyra sem hann óskar aðgangs að. Líta verður svo á að beiðni hans lúti að tilgreindu máli. Þá verður ekki séð að beiðni kæranda um gögn sé þannig úr garði gerð að það sé neinum vandkvæðum háð fyrir kærða að hafa upp á þeim.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Af hálfu Reykjavíkurborgar hefur einnig verið vísað til þess að borginni sé óheimilt að afhenda umbeðnar upplýsingar vegna þagnarskylduákvæðis <span>17. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007, sem nái til umrædds útboðs, en þar segir í 1. mgr. að kaupanda sé óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem fyrirtæki hefur lagt fram sem trúnaðarupplýsingar. Til slíkra upplýsinga teljist einkum tækni- og viðskiptaleyndarmál auk þeirra atriða í tilboði sem leynt skulu fara. Af þessu tilefni bendir úrskurðarnefndin á að í 3. mgr. 17. gr. segir sérstaklega að ákvæði 1. mgr. hafi ekki áhrif á skyldu opinbers aðila til að leggja fram upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Með vísan til 3. mgr. 17. gr. laga um opinber innkaup er ljóst að þagnarskylduákvæði laganna er ekki sérstakt þagnarskylduákvæði, sem gengur framar upplýsingarétti aðila samkvæmt upplýsingalögum. Þá hefur af hálfu Reykjavíkurborgar verið vísað til 6. gr.</span> tilskipunar Evrópuþingsins Ráðsins nr. 2 004/18/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um útboð og gerð opinberra verksamninga, vörusamninga og þjónustusamninga. Það ákvæði er efnislega tekið upp í framangreindri 17. gr. laga nr. 84/2007. Hefur tilvísunin því ekki sjálfstæða þýðingu í málinu.<span> </span> <span> </span></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Í III. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 er fjallað um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Í 1. mgr. 9. gr. segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“ Þetta ákvæði hefur verið skýrt svo af úrskurðarnefndinni að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. gögnum frá öðrum þátttakendum í útboði, sem verða til áður en til samninga er gengið við tiltekinn bjóðanda, sbr. úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-307/2009 og A-377/2011. Að öðru leyti, þ.e. eftir það tímamark, fari um upplýsingarétt bjóðanda skv. 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><span>Hinn ríki réttur aðila sjálfs til aðgangs að gögnum samkvæmt III. kafla laganna er undantekning frá hinni almennu reglu í II. kafla um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Verður því að vera hafið yfir vafa að sá sem fer fram á aðgang að gögnum teljist aðili í skilningi 9. gr. upplýsingalaga.</span> Með vísan til framangreinds og á grundvelli gagna málsins er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að leysa eigi úr því hver réttur kæranda sé til aðgangs að hluta umræddra gagna á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þ.e. þeirra gagna sem urðu til áður en Reykjavíkurborg tók tilboði [C] ehf. þann 16. nóvember 2010 sem og þeirra gagna sem urðu til eftir þann tíma en varða kæranda með beinum hætti. Fjallað er um rétt kæranda til aðgangs að þessum gögnum undir tölulið 5 hér að aftan. <span> </span></p> <p> </p> <p>Um rétt kæranda til aðgangs að gögnum málsins sem til urðu eftir að ákveðið var að taka tilboði [C] ehf., þann 16. nóvember 2010, fer eftir 3. gr. upplýsingalaga, með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr. laganna, eins og nánar er lýst undir tölulið 6 hér að aftan.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin tekur fram að beiðni kæranda varðar ekki aðgang að gögnum sem tilgreind eru sem fylgigögn nr. 1 og 2 í bréfi Reykjavíkurborgar, dags. 3. júní 2011, þ.e. útboðsgögn nr. 12485 og viðauka 1 við útboðsgögn, enda má ætla að kærandi hafi þau gögn undir höndum sem bjóðandi í útboðinu.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Við mat á því hvaða gögn það séu sem kærandi á rétt til aðgangs að skv. 9. gr. upplýsingalaga, ber að líta til þeirra takmarkana sem fram koma í ákvæðinu sjálfu.</p> <p> </p> <p>Í 2. mgr. 9. gr. laganna segir að 1. mgr. gildi ekki um þau gögn sem talin eru í 4. gr. og ekki heldur um þau gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni sem leynt eiga að fara skv. 6. gr. laganna. Þá segir í 3. mgr. 9. gr. að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.</p> <p> </p> <p>Reykjavíkurborg hefur í þessu sambandi byggt ákvörðun sína um synjun á aðgangi að umbeðnum gögnum á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, en jafnframt 3. tölul. 4. gr. Jafnframt hefur Reykjavíkurborg byggt synjun sína á aðgangi kæranda að gögnum málsins á hagsmunum [C] ehf.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“ Skilyrði fyrir því að skjal teljist vinnuskjal í skilningi þessa ákvæðis er því að það sé ritað til eigin afnota fyrir stjórnvaldið sjálft. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga segir svo um þetta atriði: „Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi.“</p> <p> </p> <p>Í 3. tölul. 6. gr. kemur fram að  heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um: „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.“</p> <p> </p> <p>Til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 3. tölul. 6. gr. laganna verður a.m.k. þremur eftirtöldum skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umræddum upplýsingum. Um þetta má m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-344/2010, A-378/2011 og A-379/2011.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni umræddra gagna. Þau gögn sem falla undir rétt kæranda samkvæmt 9. gr. upplýsingalaganna eru eftirtalin:</p> <p> </p> <p><em>Tilboð [C] ehf. dags. 14. október, auk fylgigagna, sbr. upptalningu í kafla um málsmeðferð.</em></p> <p>Um er að ræða þau gögn sem falla undir lið 3 í upptalningu málsgagna í kafla um málsmeðferð hér að framan. Nánar tiltekið er um að ræða tilboðsblað, yfirlýsingu tilboðsgjafa um samstarfssamning við nafngreindan lögaðila, vottorð úr fyrirtækjaskrá, sundurliðun tilboðsfjárhæðar eftir verknúmeri en þar kemur jafnframt fram einingaverð vegna sérverkefna og viðbótarvinnu, tækjalisti (útfyllt tilboðsblað með fyrirsögninnni tækjalisti), útfyllt tilboðsblað um helstu stjórnendur og starfsmenn, en þar kemur aðeins fram nafn fyrirsvarsmanns kæranda og almenn yfirlýsing um starfsreynslu og að lokum er tekið fram nafn lögaðila sem er tilgreindur sem samstarfsaðili kæranda og er þar jafnframt almenn yfirlýsing um starfsreynslu þess aðila.</p> <p> </p> <p><em>Upplýsingar frá [C] ehf. til framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar vegna útboðsins um tæki og starfsferilskrá yfirstjórnanda verksins, ásamt ítarefni um tækin.</em></p> <p>Um er að ræða þau gögn sem falla undir lið 4 í upptalningu málsgagna í kafla um málsmeðferð hér að framan. Nánar tiltekið er um að ræða upplýsingar frá [C] ehf. sem eru annars vegar upptalning undir fyrirsögninni; tækjalisti og lýsing hans, en hins vegar starfsferilskrá yfirstjórnanda verksins. Með þessu skjali fylgja upplýsingabæklingar framleiðanda sem tilgreint er sem ítarefni vegna tækja sem [C] ehf. hyggst nýta við framkvæmd verksins og tiltekin eru á tækjalista. Þá koma fram upplýsingar um starfsferil yfirstjórnanda verksins og nöfn annars vegar lögaðila sem tilgreindur er sem samstarfsaðili en einnig nafn einstaklings og stutt lýsing á réttindum og starfsferli hans.</p> <p> </p> <p><em>Minnisblöð Mannvits verkfræðistofu, dags. 26. október 2010 og 4. febrúar 2011.</em></p> <p>Um er að ræða tvö af þeim gögnum sem falla undir lið 6 í upptalningu málsgagna í kafla um málsmeðferð hér að framan. Annars vegar er um að ræða minnisblað Mannvits verkfræðistofu til framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar um lægsta boð í útboðum III og IV, dags. 26. október 2011 en hins vegar minnisblað Mannvits til framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar um stöðu verks [C] ehf. á grundvelli útboðsins, en þar er m.a. fjallað með beinum hætti um kæranda.</p> <p><em> </em></p> <p><em>Fundargerðir, dags. 21. október 2010, 26. október 2010 og  2. nóvember 2010.</em></p> <p>Um er að ræða þrjár af þeim fundargerðum sem falla undir lið 7 í upptalningu málsgagna í kafla um málsmeðferð hér að framan. Í fyrsta lagi er um að ræða fundargerð af fundi fyrirsvarsmanns [C] ehf., fulltrúa Reykjavíkurborgar og tveggja fulltrúa Mannvits verkfræðistofu, dags. 21. október 2010, þar sem fjallað er um tilboð [C] ehf. vegna útboða III og IV, aðstöðu verktaka, hæfni verktaka, mannafla og tæki, verktryggingu, annað og næstu skref. Í öðru lagi fundargerð af fundi fulltrúa Reykjavíkurborgar, fyrirsvarsmanna [C] ehf., fulltrúa Mannvits verkfræðistofu sem og fulltrúa Vegamálunar ehf., um tilboð [C] ehf., dags. 26. október 2010, þar sem fjallað er um tilboð [C] ehf. vegna útboða III og IV, umsjón verktaka, aðstöðu verktaka, hæfni verktaka, lista yfir sambærileg verk, mannafla og tæki, verktryggingu, annað og næstu skref. Í þriðja lagi fundargerð af fundi fulltrúa Reykjavíkurborgar, Mannvits verkfræðistofu og Vegamálunar ehf., dags. 2. nóvember 2010, þar sem fjallað er um gögn sem [C] ehf. skilaði til verkkaupa vegna tilboða í útboðum III og IV, sem og umsjón verktaka, hæfni verktaka, lista yfir sambærileg verk, mannafla og tæki.</p> <p> </p> <p>Í fundargerðunum kemur fram að dreifing fundargerðarinnar sé til fundarmanna, sem og til annarra tilgreindra aðila sem ekki sátu fundina. Í öllum tilvikum eru fundargerðirnar ritaðar af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</p> <p> </p> <p>Þegar litið er  til efnis þeirra gagna sem hér eru upp talin er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ekkert í þeim sé þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang kæranda að þeim vegna hagsmuna [C] ehf. eða annarra einkaaðila, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Nánar tiltekið þá verður ekki séð að neitt í umræddum gögnum sé þess eðlis að þar birtist upplýsingar um málefni af viðskiptalegum eða fjárhagslegum toga sem gætu orðið [C] ehf. til tjóns þótt þær kæmust í hendur kæranda.</p> <p> </p> <p>Þá verður ekki heldur séð að tilefni sé til að fallast á að aðgangur kæranda að umræddum gögnum verði skertur á grundvelli 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Ekkert nefndra gagna fullnægir skilyrðum þess að vera vinnuskjal skv. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þau gögn sem unnin eru til undirbúnings ákvörðunartöku eða vegna almennrar greiningar á stöðu mála, sbr. framangreind minnisblöð, dags. 26. október 2010 og 4. febrúar 2011 og fundargerðir, dags. 21. október 2010, 26. október 2010 og<span> </span> 2. nóvember 2010, voru ekki unnin eingöngu af starfsmönnum Reykjavíkurbogar til eigin afnota þeirra, heldur voru þau unnin af Mannviti verkfræðistofu og ætluð til afnota af hálfu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Þegar af þeirri ástæðu geta þau tekki talist vinnuskjöl kærða til eigin afnota í skilningi upplýsingalaga og á takmörkun 3. tölul. 4. gr. ekki við um framangreind gögn. Þá fellst<span> </span> úrskurðarnefndin ekki á að takmarka beri aðgang kæranda að framangreindum gögnum á þeim grundvelli að þau varði viðskipti Reykjavíkurborgar í samkeppni við aðra, sbr. 2. mgr. 9. gr., sbr. 3 tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ekki verður séð að það skaði hagsmuni Reykjavíkurborgar, sem í þessu tilliti felast í því að fá sem hagkvæmust tilboð í útboðin verk, frá hæfum bjóðendum, þó að mögulegir samkeppnisaðilar þeirra verktaka sem sinna þjónustu fyrir borgina fái upplýsingar um þau verð sem til þeirra eru greidd.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kærandi eigi rétt á aðgangi að öllum þeim gögnum sem fjallað er um undir þessum tölulið, eins og nánar er tilgreint í úrskurðarorði.</p> <p> </p> <p><strong>6.</strong></p> <p>Verður þá tekin afstaða til þeirra gagna sem eftir standa. Um rétt kæranda til aðgangs að þeim fer eftir ákvæði 3. gr. upplýsingalaga, með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. sömu laga. </p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga birtist meginregla laganna um upplýsingarétt almennings. Sætir hún undantekningum samkvæmt 4.–6. gr. sömu laga, sem ber að skýra þröngt samkvæmt viðteknum lögskýringaraðferðum.  </p> <p> </p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p> </p> <p>Í upplýsingalögum er gert ráð fyrir að metið sé í hverju tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta er virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra á metum; hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. úrskurð nefndarinnar í málinu nr. A-388/2011 og til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999.</p> <p> </p> <p>Að framan hefur verið fjallað almennt um skýringu og beitingu 3. tölul. 4. gr. og 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni umræddra gagna. Þau gögn sem fjalla ber um á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga eru eftirtalin:</p> <p> </p> <p><em>Minnisblað Mannvits verkfræðistofu, dags. 17. janúar 2011.</em></p> <p>Um er að ræða eitt af þeim gögnum sem fellur undir lið 6 í upptalningu málsgagna í kafla úrskurðar þessa um málsmeðferð. Í umræddu minnisblaði Mannvits verkfræðistofu er fjallað um úttekt starfsmanns verkfræðistofunnar, og tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar, sem gerð var 13. janúar 2011 á tveimur tækjum [C] ehf.</p> <p> </p> <p><em>Farmbréf 1 og 2, ódagsett.</em></p> <p>Um er að ræða þau gögn sem falla undir lið 5 í upptalningu málsgagna í kafla um málsmeðferð hér að framan. Nánar tiltekið er um að ræða tvö farmbréf vegna flutnings [C] ehf. á tækjum til landsins vegna vinnu við verk á grundvelli útboða Reykjavíkurborgar.</p> <p><em> </em></p> <p><em>Fundargerðir dags. 30. nóvember 2010, 11. janúar 2011, 19. janúar 2011, 7. febrúar 2011, 16. febrúar 2011, 2. mars 2011, 21. mars 2011, 29. mars 2011 og 18. apríl 2011.</em></p> <p>Um er að ræða níu af þeim fundargerðum sem falla undir lið 7 í upptalningu málsgagna í kafla úrskurðar þessa um málsmeðferð.</p> <p> </p> <p>Í fyrsta lagi er um að ræða fundargerð fundar fulltrúa Reykjavíkurborgar, [C] ehf., Vegamálunar ehf. og Mannvits verkfræðistofu, dags. 30. nóvember 2010, þar sem fjallað er um þá ákvörðun innkauparáðs að semja við [C] ehf. í útboðum III og IV, og þær ráðstafanir sem nauðsynlegar væru.</p> <p> </p> <p>Í öðru lagi er um að ræða fundargerð fundar fulltrúa Reykjavíkurborgar, [C] ehf., Vegamálunar ehf. og Mannvits verkfræðistofu, dags. 11. janúar 2011, þar sem fjallað er um stöðu samningaviðræðna við [C] ehf., í útboðum III og IV, umsjón verktaka og verkkaupa, aðstöðu og athafnasvæði, tryggingar, samninga, verkstöðu, verkáætlun, mannafla og tæki, útboðsgögn, reikninga og greiðslur, athugasemdir, önnur mál og næsta verkfund.</p> <p> </p> <p>Í þriðja lagi er um að ræða fundargerð fundar fulltrúa Reykjavíkurborgar, [C] ehf., Vegamálunar ehf. og Mannvits verkfræðistofu, dags. 19. janúar 2011, þar sem fjallað er um verkáætlun í útboðum III og IV, mannafla og tæki, athugasemdir, önnur mál og næsta verkfund.</p> <p> </p> <p>Í fjórða lagi er um að ræða fundargerð fundar fulltrúa Reykjavíkurborgar, [C] ehf., og Mannvits verkfræðistofu, dags. 7. febrúar 2011, þar sem fjallað er um útboð III og IV, mannafla og tæki, athugasemdir, önnur mál og næsta verkfund.</p> <p> </p> <p>Í fimmta lagi er um að ræða fundargerð fundar fulltrúa Reykjavíkurborgar, [C] ehf., og Mannvits verkfræðistofu, dags. 16. febrúar 2011, þar sem fjallað er um útboð III og IV, mannafla og tæki, athugasemdir, önnur mál, næsta verkfund og úttektir.</p> <p> </p> <p>Í sjötta lagi er um að ræða fundargerð símafundar fulltrúa [C] ehf., og Mannvits verkfræðistofu, dags. 2. mars 2011, þar sem fjallað er um útboð III og IV, mannafla og tæki, athugasemdir, önnur mál, næsta verkfund og úttektir.</p> <p> </p> <p>Í sjöunda lagi er um að ræða fundargerð fundar fulltrúa Reykjavíkurborgar, [C] ehf., og Mannvits verkfræðistofu, dags. 21. mars 2011, þar sem fjallað er um útboð III og IV, niðurstöður úttektar á tækjakosti [C] ehf.</p> <p>Í áttunda lagi er um að ræða fundargerð fundar fulltrúa Reykjavíkurborgar, [C] ehf., og Mannvits verkfræðistofu, dags. 29. mars 2011, þar sem fjallað er um útboð III og IV, verkstöðu, verkáætlun, vinnutíma, mannafla og tæki, reikninga og greiðslur og athugasemdir.</p> <p> </p> <p>Í níunda lagi er um að ræða fundargerð fundar fulltrúa Reykjavíkurborgar, [C] ehf., og Mannvits verkfræðistofu, dags. 18. apríl 2011, þar sem fjallað er um útboð III og IV, verkstöðu, verkáætlun, mannafla og tæki, reikninga og greiðslur og athugasemdir.</p> <p> </p> <p>Umræddar fundargerðir varða samskipti Reykjavíkurborgar við [C] ehf. um samning Reykjavíkurborgar við fyrirtækið eftir að ákveðið var að tilboði þess yrði tekið. Á þeim fundum sem um ræðir sitja ávallt fyrirsvarsmenn [C] ehf., starfsmaður eða starfsmenn verkfræðiskrifstofunnar Mannvits, starfsmenn Reykjavíkurborgar, að undanskildum símafundi 2. mars 2011, og eftir atvikum fulltrúi Vegamálunar ehf. Jafnframt eru allar fundargerðirnar ritaðar af starfsmanni Mannvits verkfræðistofu.</p> <p><em> </em></p> <p><em>Tölvupóstar dags. 15. janúar 2011, 17. janúar 2011, 20. janúar 2011, 21. janúar 2011, 4. febrúar 2011, 10. febrúar 2011, 14. febrúar 2011, 16. febrúar 2011, 8. mars 2011 og 25. mars 2011.</em></p> <p>Hér er um að ræða öll gögn sem falla undir lið 8 í upptalningu málsgagna í kafla um málsmeðferð í úrskurði þessum. Í fyrsta lagi er um að ræða tölvupóst frá <span>fyrirsvarsmanni [C] ehf.,</span> dags. 15. janúar 2011, til fulltrúa Mannvits verkfræðistofu, Reykjavíkurborgar og Vegamálunar ehf., ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum, þar sem fram koma athugasemdir <span>fyrirsvarsmanns [C] ehf.,</span> við fundargerð dags., 11. janúar 2011.</p> <p> </p> <p>Í öðru lagi er um að ræða tölvupóst frá starfsmanni Mannvits verkfræðistofu, dags. 17. janúar 2011, til fulltrúa Mannvits verkfræðistofu, Reykjavíkurborgar og Vegamálunar ehf., vegna athugasemda við fundargerð, dags. 11. janúar 2011, ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum.</p> <p><em> </em></p> <p>Í þriðja lagi er um að ræða tölvupóst frá fyrirsvarsmanni [C] ehf., dags. 20. janúar 2011, til fulltrúa Mannvits verkfræðistofu, Reykjavíkurborgar og Vegamálunar ehf., ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum, þar sem fjallað er um tæki [C] ehf.</p> <p><em> </em></p> <p>Í fjórða lagi er um að ræða tölvupóst frá starfsmanni Mannvits verkfræðistofu, dags. 21. janúar 2011, til fyrirsvarsmanns [C] ehf., fulltrúa Mannvits verkfræðistofu, Reykjavíkurborgar og Vegamálunar ehf., vegna undirverktaka og afsláttar af einingaverði.</p> <p> </p> <p>Í fimmta lagi er um að ræða tölvupóst frá fyrirsvarsmanni [C] ehf., dags. 4. febrúar 2011, til fulltrúa Mannvits verkfræðistofu og Reykjavíkurborgar, þar sem fjallað er um tæki [C] ehf.</p> <p> </p> <p>Í sjötta lagi er um að ræða tölvupóst frá fyrirsvarsmanni [C] ehf., dags. 10. febrúar 2011, til fulltrúa Mannvits verkfræðistofu og Reykjavíkurborgar, ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum, þar sem fjallað er um tæki [C] ehf. og flutning á þeim.</p> <p><em> </em></p> <p>Í áttunda lagi er um að ræða tölvupóst frá fyrirsvarsmanni [C] ehf., dags. 14. febrúar 2011, til fulltrúa Mannvits verkfræðistofu, ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum, þar sem fjallað er um tæki [C] ehf. og flutning á þeim.</p> <p><em> </em></p> <p>Í níunda lagi er um að ræða tölvupóst frá fyrirsvarsmanni [C] ehf., dags. 16. febrúar 2011, til fulltrúa Mannvits verkfræðistofu, ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum, þar sem send eru farmbréf vegna tækja.</p> <p> </p> <p>Í tíunda lagi er um að ræða tölvupóst frá starfsmanni Mannvits verkfræðistofu, dags. 8. mars 2011, til fulltrúa [C] ehf., Reykjavíkurborgar og Vegamálunar ehf., vegna vorhreinsunar 2011.</p> <p> </p> <p>Í ellefta lagi er um að ræða tölvupóst frá fyrirsvarsmanni [C] ehf., dags. 25. mars 2011, til fulltrúa Mannvits verkfræðistofu, ásamt meðfylgjandi tölvupóstsamskiptum, þar sem fjallað er um tæki [C] ehf.</p> <p> </p> <p><em>Úttekt Mannvits verkfræðistofu og Reykjavíkurborgar á tækjum [C] ehf; yfirlit yfir niðurstöður, dags. 14. mars 2011.</em></p> <p>Hér er um að ræða þau gögn sem falla undir lið 9 í upptalningu málsgagna í kafla um málsmeðferð hér að framan. Nánar tiltekið er um að ræða úttekt starfsmanns Mannvits verkfræðistofu og tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á tilgreindum tækjum [C] ehf., yfirlit yfir niðurstöður úttekta og athugasemdir.</p> <p> </p> <p>Eftir yfirferð á umræddum gögnum er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekkert í þeim sé þess eðlis að rétt sé að hafna því að veita kæranda aðgang að þeim með vísan til þeirra röksemda sem Reykjavíkurborg hefur fært fram til í málinu.</p> <p> </p> <p>Ekkert þeirra gagna sem hér um ræðir fullnægir skilyrðum þess að teljast vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsinglaga. Sérstaklega vísast hér til fundargerða annars vegar og tölvupósta hins vegar. Ekkert þessara gagna eru unnin af starfsmönnum kærða einvörðungu til eigin afnota þeirra.</p> <p> </p> <p>Í tilvitnuðum gögnum er ekki að finna upplýsingar sem varða atvinnu, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál, viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu sem talist geta varða mikilvæga viðskiptahagsmuni [C] ehf. Það verður heldur ekki séð að það yrði [C] ehf. til tjóns að neinu leyti yrðu þessar upplýsingar gerðar opinberar. Ekki verður því fallist á að heimilt sé að takmarka aðgang að umræddum gögnum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Þá verður ekki séð að neitt í gögnum málsins sé þess eðlis að heimilt sé að takmarka aðgang að þeim vegna samkeppnishagsmuna Reykjavíkurborgar.</p> <p> </p> <p>Að þessu öllu virtu fellst nefndin ekki á að neita beri kæranda aðgangi að gögnum þeim sem hann hefur farið fram á.</p> <p> </p> <p>Reykjavíkurborg ber því að afhenda kæranda þau gögn sem hann hefur óskað eftir, samanber upptalningu í kafla um málsmeðferð framar í úrskurði þessum og í samræmi við nánari afmörkun í úrskurðarorði.</p> <span><br clear="all" /> </span> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Reykjavíkurborg ber að afhenda kæranda afrit af öllum þeim gögnum sem tilgreind eru í töluliðum 3 til og með 9 í kafla með yfirskriftinni „málsmeðferð“ í úrskurði þessum.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-408/2012. Úrskurður frá 22. mars 2012 | Kærð var afgreiðsla Landlæknisembættisins á beiðni um aðgang að skjölum og gögnum með upplýsingum um niðurstöður úttekta á hjúkrunarheimilum sem ekki hafði verið svarað. Í bréfi til úrskurðarnefndar féllst Landlæknisembættið á að veita kæranda aðgang að gögnunum, óskaði hann eftir því. Lagt fyrir Landlæknisembættið að afhenda kæranda umbeðin gögn. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 22. mars 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-408/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 4. júní 2011, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun „Landlæknisembættisins á skjölum og gögnum með upplýsingum um niðurstöður á úttekt á hjúkrunarheimilum“ sem hann hefði óskað eftir í tölvupósti 27. maí 2011 og ekki hafi verið svarað.</p> <p> </p> <p>Í framangreindum tölvupósti segir m.a.: „Landlæknisembættið hefur vitneskju um hjúkrunar-heimili sem ekki standast kröfur eftir úttekt sem gerð var, samkvæmt því sem fram hefur komið í fréttum. Með þessum tölvupósti langar mig undirritaðan, blaðamann á [B], að biðja góðfúslegast um aðgang að og afrit af skýrslu um úttektina eða öðrum þeim gögnum og skjölum í vörslu embættisins sem sýna hvaða heimili standast kröfurnar og hvaða heimili gera það ekki.“</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Landlæknisembættinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 9. júní 2011, þar sem vakin er athygli á því að skv. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 beri stjórnvaldi að taka svo fljótt sem verða megi ákvörðun um hvort verða eigi við beiðni um aðgang að gögnum. Ennfremur skuli skýra þeim, sem fer fram á aðgang að gögnum, frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Þá beri að tilkynna skriflega synjun beiðni, sbr. 13. gr. s.l.</p> <p> </p> <p>Í bréfinu var því beint til Landlæknisembættisins að taka ákvörðun um afgreiðslu á beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið, hefði það ekki þegar verið gert, eða ekki síðar en 16. júní 2011. Innan sama tímafrests skyldi birta ákvörðunina kæranda og nefndinni. Kom fram að kysi Landlæknisembættið að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, skyldi nefndinni látin í té afrit þeirra innan sama frests. Þá kom fram að kæmi til synjunar yrði Landlæknisembættinu gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni innan sömu tímamarka, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Landlæknisembættið óskaði eftir fresti vegna bréfs úrskurðarnefndar og var hann veittur til 22. júní 2011.</p> <p> </p> <p>Kærði svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 21. júní 2011, og sendi kæranda samrit þess. Í bréfinu er beðist velvirðingar á því að tölvupósti kæranda, dags. 27. maí 2011, hafi ekki verið svarað. Þá segir að Landlæknisembættið hafi ákveðið að birta útttekarskýrslur embættisins á vefsetri þess í síðasta lagi 24. júní 2011 og yrðu þær því öllum aðgengilegar þar. Embættið teldi þó ekki ástæðu til að birta skýrslur sem gerðar væru fyrir árið 2008, þar sem svo gamlar úttektir gæfu ekki rétta mynd af núverandi starfsemi stofnananna.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 4. júlí 2011, var kæranda kynnt umsögn Landlæknisembættisins vegna kærunnar. Var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar til 11. júlí s.á.</p> <p> </p> <p>Með tölvupósti, dags. 14. júlí 2011, bárust athugasemdir kæranda vegna umsagnarinnar. Í bréfinu er kæran ítrekuð og á því byggt að kæranda hafi ekki verið veittur aðgangur að umbeðnum gögnum. Þá segir kærandi í bréfinu að greinargerðir virðist hafa verið birtar á vef Landlæknisembættisins um úttektir á tilteknum heimilum, en þar sé ekki að finna þá samantekt sem óskað hafi verið eftir með beiðni til embættisins. Auk þess hafi Landlæknisembættið ekki svarað ósk kæranda um að fá ábendingu um efnið á vefnum, en vegna þess geti hann ekki áttað sig á hvaða úttektir það séu sem embættið hafi kosið að birta í framhaldi af erindi sínu.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 17. febrúar 2012, óskaði úrskurðarnefndin eftir svörum Landlæknisembættisins við eftirfarandi spurningum;</p> <p>1.   Eru birtar á vefsíðu yðar allar úttektir á hjúkrunarheimilum sem gerðar hafa verið af hálfu Landlæknisembættisins frá ársbyrjun 2009 til 27. maí 2011, en beiðni kæranda um aðgang að gögnum er dags. þann dag? Ef til eru fleiri úttektir en þær sem birtar eru á vefsíðunni (sex talsins eftir því sem best verður séð) óskar úrskurðarnefndin eftir því að Landlæknisembættið láti nefndinni afrit af þeim í té í trúnaði.</p> <p>2.   Er til sérstök samantekt á þeim úttektum sem gerðar hafa verið á framangreindu tímabili, sbr. það sem fram kemur í hjálögðum athugasemdum kæranda frá 14. júlí 2007? Ef svo er óskar úrskurðarnefndin eftir því að Landlæknisembættið láti nefndinni afrit af samantektinni í té í trúnaði.</p> <p>3.   Beiðni kæranda um aðgang að gögnum, dags. 27. maí 2011, og kæru hans til úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. júní s.á., verður að skilja svo að hann óski eftir aðgangi að öllum skjölum og gögnum sem varða framangreindar úttektir á hjúkrunarheimilum. Ef fyrir liggja slík gögn og skjöl frá tímabilinu frá ársbyrjun 2009 til 27. maí 2011 til viðbótar úttektum þeim sem birtar hafa verið á vefsíðu Landlæknisembættisins óskar úrskurðarnefndin eftir því að henni verði send afrit þeirra gagna í trúnaði.</p> <p>Þá sagði í bréfinu að teldi Landlæknir ekki unnt að verða við beiðni kæranda eins og hún væri fram sett, eða teldi rétt að synja um aðgang að gögnum, óskaði úrskurðarnefndin þess einnig að embættið léti úrskurðarnefndinni í té, innan sama frests, nánari skýringar og röksemdir þar að lútandi.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 22. febrúar 2012, svaraði Landlæknisembættið erindi úrskurðarnefndar. Í bréfinu kemur fram að allar úttektir á hjúkrunarheimilum sem gerðar hafi verið hjá embættinu á árunum 2009 til 2011 hafi verið birtar á vef embættisins. Þá sagði að embættið hefði ekki gert neina sérstaka samantekt á úttektunum. Þá segir orðrétt í bréfinu:</p> <p> </p> <p>„Þriðja spurningin er um það hvort til séu gögn og skjöl frá tímabilinu frá ársbyrjun 2009 til 27. maí 2011, til viðbótar úttektum þeim sem birtar hafa verið á vefsíðu embættisins og sé svo óskar úrskurðarnefndin eftir afriti þeirra gagna. Þau gögn sem verða til við úttektir á hjúkrunarheimilum eru bréf til stjórnenda stofnunarinnar þar sem úttektin er tilkynnt og óskað svara við sérstökum spurningalista um þjónustuna, húsnæði og aðbúnað, mannauðsmál, gæðamál, lyfjamál, skráningu, atvik og kvartanir, öryggismál, vistunarmat og RAI mat. Svör stjórnenda eru tekin saman í úttektarskýrslunni. Þar eru einnig niðurstöður helstu RAI gæðavísa og svo niðurstöður notendakannanna þegar þær eru gerðar. Þau gögn sem úttekt varða eru þannig efnislega orðin hluti af hinni birtu skýrslu. Gögn sem verða til eftir að úttekt lýkur eru bréf til stjórnenda að lokinni úttekt og til velferðarráðuneytisins. Hjálagt sendast úrskurðarnefndinni umbeðin afrit þeirra gagna frá umræddu tímabili sem úttektunum tengjast.</p> <p> </p> <p>Embætti landlæknis lagði þann skilning í beiðni kæranda frá 27. maí 2011 að þær upplýsingar sem óskað væri eftir væru í raun upplýsingar um niðurstöður úttektanna, sem koma fram í úttektarskýrslunum. Taldi embættið því að það hefði orðið við beiðni kæranda um upplýsingar með birtingu skýrslnanna, sbr. bréf dags. 21. júní sl. og hefur því ekki sent honum framangreint afrit. Ekkert er því þó til fyrirstöðu óski hann þess nú.“</p> <p> </p> <p>Með bréfinu fylgdu eftirtalin gögn:</p> <p> </p> <p><strong>1. Varðandi hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð</strong></p> <p><em>Bréf vegna úttektar</em></p> <p>Efni: Úttekt á gæðum þjónustu á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð</p> <p><em>Fylgigögn</em></p> <p>Spurningalisti: Gæði og öryggi þjónustu hjúkrunarheimila - Upplýsingar frá framkvæmdastjórn</p> <p>Gátlisti vegna úttektar: Gátlisti yfir atriði, sem skoðuð eru í úttektarheimsókn</p> <p><em>Svör framkvæmdastjórnar við spurningalista</em></p> <p><em>Bréf til velferðarráðuneytisins með úttektarskýrslu</em></p> <p>Efni: Úttekt Landlæknisembættisins á <a id="Subject" name="Subject">hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð</a></p> <p><em>Bréf til framkvæmdastjórnar með úttektarskýrslu</em></p> <p>Efni: Skýrsla vegna úttektar á Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra</p> <p><em>Lokaskýrsla</em></p> <p><em>Bréf til framkvæmdastjórnar</em></p> <p>Efni: Eftirfylgni vegna úttektar á Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra</p> <p> </p> <p><strong>2. Hjúkrunarheimilið Skógarbær</strong></p> <p><em>Bréf vegna úttektar</em></p> <p>Efni: Úttekt á gæðum þjónustu á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ</p> <p><em>Fylgigögn</em></p> <p>Spurningalisti og gátlisti: Gæði og öryggi þjónustu hjúkrunarheimila - Upplýsingar frá framkvæmdastjórn</p> <p><em>Bréf til velferðarráðuneytisins</em></p> <p>Efni: Eftirlit og áreiðanleikamat RAI skráningar á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 2. mars 2011</p> <p><em>Svör framkvæmdastjórnar við spurningalista</em></p> <p><em>Bréf til framkvæmdastjórnar með úttektarskýrslu</em></p> <p>Efni: Skýrsla vegna úttektar á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ</p> <p><em>Lokaskýrsla</em></p> <p><em>Bréf til framkvæmdastjórnar</em></p> <p>Efni: Eftirfylgni vegna úttektar á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3. Hjúkrunarheimilið Eir</strong></p> <p><em>Bréf vegna úttektar</em></p> <p>Efni: Úttekt á gæðum þjónustu á Hjúkrunarheimilinu Eir</p> <p><em>Fylgigögn</em></p> <p>Spurningalisti og gátlisti: Gæði og öryggi þjónustu hjúkrunarheimila - Upplýsingar frá framkvæmdastjórn</p> <p><em>Svör framkvæmdastjórnar við spurningalista</em></p> <p><em>Bréf til framkvæmdastjórnar með úttektarskýrslu</em></p> <p>Efni: Skýrsla vegna úttektar á Hjúkrunarheimilinu Eir</p> <p><em>Lokaskýrsla</em></p> <p><em>Bréf til framkvæmdastjórnar</em></p> <p>Efni: Eftirfylgni vegna úttektar á Hjúkrunarheimilinu Eir</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>4. Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum, Hlévangur og Garðvangur</strong></p> <p><em>Bréf vegna úttektar</em></p> <p>Efni: Úttekt á gæðum þjónustu á Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum, Hlévangur og Garðvangur</p> <p><em>Fylgigögn</em></p> <p>Spurningalisti og gátlisti: Gæði og öryggi þjónustu hjúkrunarheimila - Upplýsingar frá framkvæmdastjórn</p> <p><em>Svör framkvæmdastjórnar við spurningalista</em></p> <p>Þau komu í þremur bréfum/tölvupóstum</p> <p><em>Fylgigögn</em></p> <p>Stefna dvalarheimilisins</p> <p><em>Bréf til framkvæmdastjórnar með úttektarskýrslu</em></p> <p>Efni: Skýrsla vegna úttektar á Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum, Hlévangur og Garðvangur</p> <p><em>Lokaskýrsla</em></p> <p><em>Bréf til framkvæmdastjórnar</em></p> <p>Efni: Eftirfylgni vegna úttektar á Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum, Hlévangur og Garðvangur</p> <p> </p> <p><strong>5. Hjúkrunarheimilið Holtsbúð</strong></p> <p><em>Bréf vegna úttektar</em></p> <p>Efni: Úttekt á gæðum þjónustu á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð.</p> <p><em>Fylgigögn</em></p> <p>Spurningalisti: Gæði og öryggi þjónustu hjúkrunarheimila - Upplýsingar frá framkvæmdastjórn</p> <p>Gátlisti vegna úttektar: Gátlisti yfir atriði, sem skoðuð eru í úttektarheimsókn</p> <p><em>Tilkynning til framkvæmdastjórnar um áreiðanleikamat á RAI mat</em></p> <p>Efni: Áreiðanleikamat</p> <p><em>Verklýsing vegna áreiðanleikamats RAI-skráningar á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ 27. október 2010</em></p> <p><em>Gátlisti fyrir áreiðanleikamat á RAI-skráningu á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ, 27. október 2010</em></p> <p><em>Bréf til velferðarráðuneytisins</em></p> <p>Efni: Eftirlit og áreiðanleikamat RAI skráningar á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð 27. október 2010</p> <p><em>Svör framkvæmdastjórnar við spurningalista</em></p> <p><em>Bréf til framkvæmdastjórnar með úttektarskýrslu</em></p> <p><span>Efni: Meðfylgjandi er skýrsla vegna úttektar á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð</span> <span></span></p> <p><em>Lokaskýrsla</em></p> <p><em>Bréf til velferðarráðuneytisins</em></p> <p>Efni: Hjúkrunarheimilið Holtsbúð. Úttekt á gæðum þjónustu</p> <p><em>Lokaskýrsla</em></p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>6. St. Jósefsspítali og Sólvangur</strong></p> <p><em>Bréf vegna úttektar</em></p> <p>Efni: Úttekt á gæðum þjónustu á St. Jósefsspítala og Sólvangi</p> <p><em>Fylgigögn</em></p> <p>Spurningalisti til framkvæmdastjórna á St. Jósefsspítala</p> <p>Spurningalisti til framkvæmdastjórna á Sólvangi</p> <p><em>Bréf sem fylgir með viðhorfskönnun meðal starfsmanna</em></p> <p><em>Bréf til framkvæmdastjórnar um framkvæmd þjónustukönnunar á Sólvangi</em></p> <p><em>Fylgigögn</em></p> <p>Spurningalisti: Þjónustukönnun á Sólvangi</p> <p><em>Bréf til íbúa á Sólvangi</em></p> <p><em>Bréf til aðstandenda íbúa á Sólvangi</em></p> <p><em>Bréf til framkvæmdastjórnar um framkvæmd þjónustukönnunar á St. Jósefsspítala</em></p> <p><em>Fylgigögn</em></p> <p>Spurningalisti: Þjónustukönnun á St. Jósefsspítala</p> <p><em>Svör framkvæmdastjórnar við spurningalista</em></p> <p>Þau komu í þremur bréfum/tölvupóstum</p> <p><em>Fylgigögn</em></p> <p>Stefna dvalarheimilisins</p> <p><em>Bréf til framkvæmdastjórnar með úttektarskýrslu</em></p> <p>Efni: Skýrsla vegna úttektar á St. Jósefsspítala og Sólvangi.</p> <p><em>Lokaskýrsla</em></p> <p> </p> <p>Með bréfi dags. 29. febrúar var kæranda sent afrit bréfs Landlæknisembættisins og veittur frestur til 9. mars til að koma á framfæri athugasemdum við umsögnina.</p> <p> </p> <p>Í tölvupósti dags. 2. mars svaraði kærandi bréfi úrskurðarnefndarinnar frá 29. febrúar. Í tölvupóstinum segir hann drátt á afgreiðslu kærunnar meiri en við verði unað. Þá segir orðrétt í tölvupóstinum: „Til þess að ljúka máli þessu fyrir úrskurðarnefndinni uni ég við að tekin verði afstaða til afhendingar á aðeins þeim gögnum sem vísað er til í bréfi landlæknisembættisins dags. 22. febrúar sl. og verða til eftir að úttekt lýkur.“</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Mál þetta laut upphaflega að drætti Landlæknisembættisins á beiðni [A] um aðgang að úttektarskýrslu embættisins á hjúkrunarheimilum og öðrum þeim gögnum og skjölum í vörslu embættisins sem sýni hvaða heimili standist kröfur og hvaða heimili geri það ekki. Í kjölfar þess að kæra málsins var kynnt Landlæknisembættinu birti embættið úttektarskýrslur á hjúkrunarheimilum á vef embættisins, þó ekki eldri skýrslur en frá því árið 2008. Synjun þess að veita kæranda aðgang að skýrslum eldri en 2008 var á því byggð að þær gæfu ekki rétta mynd af starfsemi hjúkrunarheimila eins og hún væri nú.</p> <p> </p> <p>Á vef Landlæknisembættisins á slóðinni <a href="http://www.landlaeknir.is/Utgafa/Ritogskyrslur"><u>http://www.landlaeknir.is/Utgafa/Ritogskyrslur</u></a> má finna yfirlit yfir þær skýrslur og rit sem Landlæknisembættið hefur gefið út frá og með árinu 1974. Í málinu liggur fyrir að úttektir embættisins varðandi hjúkrunarheimili eru aðgengilegar með þessum hætti öllum almenningi frá og með árinu 2008. Þá kemur fram á síðunni að ritin séu til sölu í afgreiðslu embættisins, séu þau ekki aðgengileg á rafrænu formi. Samkvæmt síðunni er hún uppfærð í janúar 2012.</p> <p> </p> <p>Í<span> </span> tölvupósti frá kæranda, dags. 2. mars, afmarkaði hann kröfu sína um aðgang að gögnum við þau gögn sem lýst er í bréfi embættis landlæknir til úrskurðarnefndarinnar að til séu til viðbótar þeim skýrslum sem gerðar voru um úttektir landlæknisembættisins á hjúkrunarheimilum á tímabilinu frá ársbyrjun 2009 til júní 2011 og birtar hafa verið á vef embættisins. Þá liggur fyrir að af hálfu landlæknisembættisins er ekkert því til fyrirstöðu að kæranda verði veittur aðgangur að þessum gögnum sem lýst er sérstaklega í úrskurðinum hér að framan. Þannig liggur fyrir ósk kæranda um aðgang að ákveðnum tilteknum gögnum og samþykki þess stjórnvalds, sem gögnin stafa frá og hefur þau í vörslum sínum, að veita aðgang að þeim. Landlæknisembættið hefur hins vegar ekki enn hlutast til um<span> </span> að afhenda kæranda umbeðin gögn.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal stjórnvald taka ákvörðun um hvort gögn, sem heimilt er að veita aðgang að, skuli sýnd eða hvort afhent verði ljósrit eða afrit þeirra. Í þessu sambandi ber að taka sérstaklega fram að til þess að stjórnvald fullnægi þeirri ákvörðun sinni að veita aðgang að gögnum nægir ekki að úrskurðarnefndinni einni séu afhent afrit gagnanna, heldur ber stjórnvaldi að afhenda gögnin þeim sem um þau biður, eins fljótt og verða má, sbr. einnig 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga. Landlæknisembættinu bar því að taka ákvörðun um afhendingu gagnanna þegar í stað eftir að tekin hafði verið ákvörðun um að veita kæranda aðgang að gögnunum. Það hefur embættið ekki gert.</p> <p> </p> <p>Með vísan til þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndar í því tilviki sem hér um ræðir að fella verði úrskurð um það að leggja fyrir Landlæknisembættið að afhenda kæranda þau fylgigögn sem embættið sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi dags. 22. febrúar og tilgreind eru hér að framan.</p> <p> </p> <p>Uppkvaðning úrskurðar þessa hefur dregist verulega, einkum vegna anna nefndarinnar.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p><span>Landlæknisembættinu ber að afhenda [A] afrit fylgiskjala sem vísað er til í bréfi embættisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 22. febrúar 2012. Þessum gögnum er lýst hér að framan og hefst lýsingin á fyrirsögninni „</span><strong>1. Varðandi hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð</strong> og lýkur á orðunum „ Efni: Skýrsla vegna úttektar á St. Jósefsspítala og Sólvangi.</p> <p><em>Lokaskýrsla</em>.“</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center"></p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-406/2012. Úrskurður frá 17. febrúar 2012 | Kærð var sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að að synja um aðgang að tveimur bréfum umboðsmanns Alþingis vegna sölu á tilgreindu fyrirtæki og svörum Seðlabankans við þeim. Þagnarskylda. Synjun staðfest vegna bréfa umboðsmanns Alþingis. Aðgangur veittur að hluta svarbréfs Seðlabanka. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 17. febrúar 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-406/2012.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 13. október 2011, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Seðlabanki Íslands hefði synjað honum um aðgang að fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis vegna sölu á tilgreindu fyrirtæki og svörum Seðlabankans við þeim.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins óskaði kærandi eftir umbeðnum upplýsingum 30. ágúst 2011. Það erindi ítrekaði hann með tölvupósti 9. september sama ár.</p> <p> </p> <p>Erindi kæranda var svarað með tölvupósti 14. september. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Bréf og spurningar Umboðsmanns Alþingis varða kvörtun tiltekins aðila og svör Seðlabankans þar af leiðandi einnig. Seðlabankanum er ekki fært á að afhenda þér bréf Umboðsmanns Alþingis né svarbréf Seðlabanka Íslands á grundvelli 35. gr. seðlabankalaga né skv. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“</p> <p> </p> <p>Í kæru málsins er krafan um aðgang að gögnum rökstudd á þennan hátt: „Undirritaður telur að ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja um aðgang að umbeðnum gögnum sé röng þegar litið er til þess að um er að ræða hagsmuni sem varða almenning miklu hvort sem litið er til fjárhagslegra hagsmuna eða hagsmuna er lúta að aðhaldi almennings með stjórnsýslu stofnana og ábyrgð á henni. Þá tekur undirritaður fram að venjulega birtir Seðlabanki Íslands þau gögn sem send eru til umboðsmanns Alþingis á heimasíðu bankans.“</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Sem fyrr segir barst kæra þessa máls úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 13. október 2011. Með bréfi, dags. 24. október, gaf úrskurðarnefndin Seðlabanka Íslands kost á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Frestur til þess var veittur til 31. október. Jafnframt var óskað afhendingar á afritum af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Svarbréf Seðlabankans er dags. 4. nóvember. Í því kemur m.a. eftirfarandi fram:</p> <p> </p> <p>„Seðlabanki Íslands ítrekar það sem fram kemur í synjunarbréfi aðallögfræðings bankans til kæranda frá 14. september sl. að Seðlabankanum sé ekki fært á að afhenda kæranda bréf Umboðsmanns Alþingis (UA), dags. 6. maí sl. né svarbréf Seðlabankans, dags. 7. júlí sl. á grundvelli 35. gr. seðlabankalaga né skv. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Synjunin nái þó ekki til 8. og 9. kafla svarbréfs Seðlabankans, sem talið var að væru ekki undir þagnar- og trúnaðarskyldu 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, enda fjalla þeir um lagagrundvöllinn að stofnun Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ), og hafa þegar verið afhentir kæranda sem [...], sbr. bréf dagsett 7. september 2011.“</p> <p> </p> <p>Seðlabankinn vísar einnig til þagnarskyldureglu í 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál til stuðnings ákvörðun sinni.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 8. nóvember, var kæranda gefinn kostur á því að gera frekari athugasemdir varðandi kæruna í tilefni af  umsögn Seðlabanka Íslands og frestur til þess til 17. nóvember. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <p> </p> <p>Í þeim gögnum sem Seðlabanki Íslands hefur hafnað að veita kæranda aðgang að er ítrekað vísað til málefna og nafns lögaðila sem beint hefur kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna samskipta við Seðlabankann svo og lögmanns þess aðila. Úrskurðarnefndin kynnti lögmanni viðkomandi aðila um fram komna kæru og óskaði þess að upplýst yrði hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að veittur yrði aðgangur að hinum umbeðnu gögnum. Með tölvupósti lögmanns umrædds lögaðila til nefndarinnar kom fram sú afstaða að í umræddum gögnum væri fjallað um málefni sem vörðuðu einka- og fjárhagsmálefni hans og sanngjarnt og eðlilegt yrði að telja að færu leynt með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Á þessu stigi máls væri umbjóðandi hans ekki tilbúinn að veita samþykki sitt fyrir því að þessar upplýsingar yrðu gerðar opinberar.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir m.a.: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Réttur til upplýsinga er þannig bundinn við gögn sem varða tiltekin mál sem eru eða hafa verið til meðferðar í stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga, sbr. og 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Þau afmörkuðu samskipti umboðsmanns Alþingis og Seðlabanka Íslands sem bréf þeirra hafa að geyma má út af fyrir sig að telja mál sem Seðlabankinn hefur eða hefur haft til meðferðar sem stjórnvald. Beiðni kæranda um aðgang að gögnum er því nægilega afmörkuð og kæru réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Fyrir liggur að umboðsmaður Alþingis sendi bréf til seðlabankastjóra, Más Guðmundssonar, og einnig bréf til bankaráðs Seðlabankans, bæði dags. 6. maí 2011. Eins og kæra máls þessa er orðuð og málið liggur fyrir úrskurðarnefndinni verður að líta svo á að beiðni kæranda nái til beggja bréfa umboðsmanns Alþingis svo og svarbréfs Seðlabankans sem er dags. 7. júlí 2011.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalag birtist meginregla laganna um upplýsingarétt almennings. Sætir hún undantekningum samkvæmt 4.-6. gr. sömu laga. Samkvæmt hefðbundnum viðhorfum um túlkun laga verða þær undantekningar ekki skýrðar rúmt.</p> <p> </p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p> </p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344).</p> <p> </p> <p>Í ljósi atvika máls þessa og þeirra upplýsinga sem kærandi hefur óskað aðgangs að verður hér einnig að líta til þess að í lögum sem ná til starfsemi kærða, Seðlabanka Íslands, er að finna ákvæði um þagnarskyldu sem hvílir á starfsmönnum hans, sbr. 35. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, og 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum.</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um það að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður ákvæðum upplýsingalaga. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p> </p> <p>Í 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001 segir: „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur þau atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur byggt á því að í þessu ákvæði felist regla um sérstaka þagnarskyldu en ekki almenna en þagnarskyldan er sérgreind með þeim hætti að hún nái til alls sem varði hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs og annars þess sem starfsmenn bankans fá vitneskju um í starfi og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þar með er hins vegar ekki sagt að hvaðeina sem bankanum tengist með einum eða öðrum hætti falli undir þagnarskylduna. Slíkt verður að meta í hverju tilviki fyrir sig en nái þagnarskyldan ekki til ákveðinna tilvika verður hins vegar að gæta að því hvort undantekningar frá upplýsingarétti eigi við, sbr. 4.-6. gr. upplýsingalaga. Þá verður eftir því sem við á í hverju tilviki ennfremur að túlka ákvæði þetta til samræmis við 5. gr. upplýsingalaga, a.m.k. að því leyti sem þagnarskyldan er afmörkuð við þau atriði sem leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls.</p> <p> </p> <p>Í 15. gr. laga nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, sbr. 2. gr. laga nr. 128/1999, kemur fram að þ<a id="G15M1" name="G15M1">eir sem annast framkvæmd þessara laga eru bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt.</a></p> <p> </p> <p>Umrætt ákvæði telst einnig vera sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsinglaga, sem ber þó eftir atvikum að túlka til samræmis við ákvæði 5. gr. upplýsingalaga með sama hætti og 35. gr. laga um Seðlabanka Íslands. </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Eins og fyrr greinir nær kæran í þessu máli til tveggja bréfa sem umboðsmaður Alþingis ritaði 6. maí 2011, annað til bankaráðs Seðlabanka Íslands en hitt til seðlabankastjóra, svo og svarbréfs seðlabankans, dags. 7. júlí 2011.</p> <p> </p> <p>Í bréfi umboðsmanns Alþingis til seðlabankastjóra er gerð grein fyrir kvörtun tilgreinds lögaðila vegna samskipta við Seðlabanka Íslands og stjórnsýslu hans. Því er lýst að kvörtunin lúti annars vegar að athugun Seðlabanka Íslands á tiltekinni útgáfu skuldabréfa, málsmeðferð bankans á því máli, skorti á því að bankinn hafi tilgreint lagagrundvöll athugunarinnar og gildi þeirra gjaldeyrisreglna sem settar hafi verið. Hins vegar lúti hún að sölumeðferð Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. á hlutum í tilteknu fyrirtæki.</p> <p> </p> <p>Í bréfinu er ítarlega lýst samskiptum Seðlabanka Íslands og Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. annars vegar og þess aðila er beint hafði umræddri kvörtun til umboðsmannsins hins vegar og efni og tildrög kvörtunarinnar rakin nánar auk annarra málavaxta sem umboðsmaður telur tilefni til að vísa til. Í bréfinu er síðan óskað skýringa bankans á tilgreindum atriðum í 11 töluliðum.</p> <p> </p> <p>Í beiðni kæranda í máli þessu felst ósk um aðgang að umræddu bréfi umboðsmanns Alþingis. Beiðnin beinist að Seðlabanka Íslands. Bréf umboðsmanns er átta blaðsíður. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið ítarlega efni þessa bréfs. Á blaðsíðum númer eitt, þrjú, fjögur og fimm í bréfinu er lýst samskiptum Seðlabanka Íslands við þann lögaðila sem beint hefur til umboðsmanns áðurnefndri kvörtun vegna athugunar á útgáfu skuldabréfa og tengdum þáttum. Lýsingin beinist að þessari athugun og tengslum hennar við sölumeðferð Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. á hlutum í tilteknu fyrirtæki. Fyrir liggur, samkvæmt bréfi umboðsmanns, að nefnd athugun Seðlabankans á umræddri útgáfu á skuldabréfum byggðist á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum. Þrátt fyrir að umrætt bréf hafi borist bankanum frá umboðsmanni Alþingis verður í ljósi eðlis þessara upplýsinga og samhengis þeirra í heild sinni að telja að þær falli allar undir sérstaka þagnarskyldu starfsmanna bankans, sbr. 15. gr. nefndra laga um gjaldeyrismál.</p> <p> </p> <p>Á blaðsíðu tvö í umræddu bréfi kemur fram almenn lýsing umboðsmanns Alþingis á lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, með síðari breytingum, reglum um gjaldeyrismál nr. 370/2010, fyrri athugun umboðsmanns á útgáfu þeirra reglna og upplýsingum um fyrirætlanir stjórnvalda um gerð nýs frumvarps til laga um breytingar á lögum um gjaldeyrismál. Þar er aðeins á einum stað vikið að heiti þess lögaðila sem lagði fram áðurnefnda kvörtun til umboðsmanns. Á blaðsíðu númer sex í sama bréfi er vikið að heiti nefnds lögaðila, athugun Seðlabankans á útgáfu hans á skuldabréfum og dagsetningum sem þeirri athugun tengjast. Þessi umfjöllun telur tæpan helming texta á blaðsíðunni í línum talið. Á blaðsíðum sjö og átta er að stærstum hluta að finna almennar fyrirspurnir umboðsmanns um framkvæmd rannsókna vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Þar er á þremur stöðum vikið að heiti þess lögaðila sem lagði fram þá kvörtun sem er tilefni að bréfi umboðsmanns og að heiti þess fyrirtækis sem Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. hafði til þeirrar sölumeðferðar sem athugasemdir höfðu verið gerðar við í kvörtun til umboðsmanns. Þessar þrjár tilvísanir eru ekki í samfellu.</p> <p> </p> <p>Í 7. gr. upplýsinglaga segir að eigi ákvæði 4.-6. gr. aðeins við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins. Sama regla á við um önnur gögn. Samkvæmt framangreindu koma upplýsingar sem falla undir sérstakt þagnarskylduákvæði 15. gr. laga um gjaldeyrismál fram í svo stórum hluta umrædds bréfs umboðsmanns að úrskurðarnefndin telur ekki efni til þess að leggja fyrir Seðlabankann að veita aðgang að öðru efni skjalsins samkvæmt ákvæði 7. gr. upplýsinglaga. Er því staðfest sú ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 14. september 2011 að hafna aðgangi að umræddu bréfi í heild sinni.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Í bréfi umboðsmanns Alþingis til bankaráðs Seðlabankans, dags. 6. maí 2011, greinir umboðsmaður frá því að honum hafi borist kvörtun vegna þess að ráðið hafi ekki svarað bréfi sem því hafi verið ritað í nóvember 2010. Ennfremur er því lýst að sami aðili hafi lagt fram kvörtun vegna athugunar Seðlabanka Íslands á útgáfu hans á skuldabréfum og vegna sölumeðferðar Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. á hlutum í tilteknu fyrirtæki og tilgreint að bréf vegna þeirrar kvörtunar hafi verið ritað seðlabankastjóra.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar um þann sem lagði fram umræddar kvartanir, nánari lýsing á þeim atriðum sem kvartanir hans beinast að og dagsetningar sem að málinu lúta koma fram nokkuð víða í umræddu bréfi. Vegna tengsla umrædds bréfs við það bréf sem áður er rakið og umboðsmaður Alþingis ritaði seðlabankastjóra verður að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að byggja á því að einnig þessar upplýsingar séu háðar sérstakri þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans samkvæmt 15. gr. laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992. Þessar upplýsingar koma eins og áður sagði fram nokkuð víða í umræddu bréfi. Meginefni bréfsins telur 38 línur en þær upplýsingar sem háðar eru sérstakri þagnarskyldu koma samkvæmt framangreindu fram í 16 línum sem ekki mynda samfelldan texta í skjalinu. Iðulega bæri að yfirstrika þessar línur í heild sinni. Í þessu ljósi telur úrskurðarnefndin ekki efni til þess að leggja fyrir Seðlabankann að veita aðgang að skjalinu að hluta samkvæmt ákvæði 7. gr. upplýsingalaga. Er því staðfest sú ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 14. september 2011 að hafna aðgangi að umræddu bréfi í heild sinni.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Í beiðni kæranda felst að síðustu ósk um aðgang að svarbréfi Seðlabanka Íslands, dags. 7. júlí 2011, sem ritað er vegna fyrirspurna umboðsmanns Alþingis til seðlabankastjóra, dags. 6. maí sama ár og áður er rakið.</p> <p> </p> <p>Það bréf telur 11 blaðsíður og skiptist í 11 tölusetta kafla. Samkvæmt skýringum Seðlabanka Íslands hefur kæranda þegar verið afhent afrit af köflum 8 og 9 í bréfinu. Ekki þarf því í úrskurði þessum að taka nánari afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim.</p> <p> </p> <p>Í þeim hlutum bréfsins sem eftir standa er á 11 stöðum vikið að heiti þess lögaðila sem kvörtun hafði beint til umboðsmanns vegna athugunar Seðlabankans á útgáfu hans á skuldabréfum og tengdum atriðum, að mikilvægum dagsetningum sem tengjast málinu og að heiti þess fyrirtækis sem Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. hafði til sölumeðferðar og kvörtun fyrrnefnds lögaðila til umboðsmanns hafði einnig lotið að. Þessar upplýsingar telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að séu háðar sérstakri þagnarskyldu 15. gr. laga um gjaldeyrismál, með sama hætti og sambærilegar upplýsingar sem fram koma í þeim tveimur bréfum umboðsmanns Alþingis sem þegar hefur verið fjallað um.</p> <p> </p> <p>Að öðru leyti er í bréfi Seðlabankans einvörðungu að finna almenna lýsingu bankans á lagaumhverfi, starfsháttum og verklagi vegna eftirlits með gjaldeyrisviðskiptum og um tengsl Seðlabanka Íslands við Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. Eru þessar lýsingar fram settar sem svör við þeim sérstöku fyrirspurnum sem umboðsmaður hafði sett fram í bréfi sínu til seðlabankastjóra.</p> <p> </p> <p>Tilgreindar upplýsingar eru ekki þess eðlis að þær falli undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga, enda kemur í þeim ekkert fram sem varðar hagsmuni tilgreindra einkaaðila. Þá lúta þessar upplýsingar ekki að högum einstakra viðskiptamanna og verða því ekki felldar undir hina sérstöku þagnarskyldu sem fram kemur í 15. gr. laga um gjaldeyrismál. Seðlabanki Íslands hefur í málinu jafnframt byggt á því að umbeðnum upplýsingum beri að halda leyndum vegna þagnarskylduákvæðis 35. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.</p> <p> </p> <p>Eins og áður hefur verið rakið segir í því ákvæði að „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur þau atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p> </p> <p>Hið umrædda bréf Seðlabankans geymir ekki frekari upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans en þegar hafa verið felldar undir sérstakt þagnarskylduákvæði 15. gr. laga um gjaldeyrismál. Þá verða upplýsingar í bréfinu ekki felldar undir þann þátt reglunnar sem felur í sér að þagnarskyldu skuli gætt um „önnur þau atriði sem ... leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls...“, enda verður skylda til trúnaðar sem í þessu felst ekki túlkuð með víðari hætti en þegar leiðir af ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Eftir stendur þá hvort þær upplýsingar sem fram komi í bréfinu séu háðar trúnaði þar sem þær teljist vera upplýsingar um „málefni bankans sjálfs.“</p> <p> </p> <p>Tilvitnað orðalag um „málefni bankans sjálfs“ verður ekki túlkað svo rúmt að þar undir falli hvers kyns upplýsingar um það lagaumhverfi eða reglur sem Seðlabankinn starfar eftir. Hér undir kunna að falla upplýsingar um fjárhagsleg málefni eða fjárhagslegar ráðstafanir Seðlabankans, um beinar ákvarðanir sem varða starfsemi hans eða undirbúning þeirra og eftir atvikum aðrar upplýsingar sem af tilliti til hagsmuna bankans sjálfs má telja eðlilegt að leynt fari. Í því bréfi sem hér um ræðir er, eins og áður segir, einvörðungu að finna almenna lýsingu á lagalegu starfsumhverfi Seðlabankans í tengslum við hlutverk hans samkvæmt lögum um gjaldeyrismál og í tengslum við það fyrirkomulag sem hann hefur valið við umsýslu tiltekinna eigna m.a. um þýðingu og tengsl við fyrirtækið Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. Þessar upplýsingar falla ekki undir hið sérstaka þagnarskylduákvæði 35. gr. laga nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands.</p> <p> </p> <p>Seðlabanki Íslands hefur ekki í máli þessu byggt á því að trúnaðar skuli gætt um efni hins umrædda bréfs vegna almannahagsmuna, sbr. 6. gr. upplýsingalaga eða að trúnaðar skuli gætt um efni þess vegna annarra lagaákvæða en hér hefur verið tekin afstaða til. Með hliðsjón af þessu ber Seðlabanka Íslands að afhenda kæranda afrit af bréfi bankans til umboðsmanns Alþingis í heild sinni, með þeim takmörkunum sem tilgreindar eru í úrskurðarorði. </p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er sú ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 14. september 2011 að synja kæranda, [A], um aðgang að tveimur bréfum frá umboðsmanni Alþingis, dags. 6. maí 2011, til bankaráðs Seðlabankans annars vegar og seðlabankastjóra hins vegar.</p> <p> </p> <p>Seðlabanka Íslands ber að afhenda kæranda afrit af svarbréfi Seðlabanka Íslands til umboðsmanns Alþingis, dags. 7. júní 2011, þó með eftirfarandi takmörkunum:</p> <p> </p> <p>1)      Í fyrstu málsgrein á blaðsíðu eitt ber að afmá heiti lögmanns og einkaréttarlegs lögaðila.</p> <p>2)      Á blaðsíðu tvö ber að afmá texta sem hefst á orðunum „Þann 13.“ og lýkur á orðunum „um gjaldeyrismál“, samtals átta línur.</p> <p>3)      Á blaðsíðu tvö ber að afmá texta sem kemur á eftir orðunum „á fjármagnshreyfingum vegna uppgjörs viðskipta með skuldabréf“ til enda setningarinnar.</p> <p>4)      Á blaðsíðu tvö í línu fjögur talið að neðan ber að afmá heiti einkaréttarlegs lögaðila og heiti mánaðar í neðstu línu á sömu blaðsíðu.</p> <p>5)      Á blaðsíðu þrjú ber í tveimur efstu línunum að afmá heiti einkaréttarlegs lögaðila og dagsetningu.</p> <p>6)      Á blaðasíðu þrjú í sjöundu línu talið að ofan ber að afmá heiti einkaréttarlegs lögaðila.</p> <p>7)      Á blaðsíðu þrjú ber að afmá dagsetningu sem kemur á eftir orðunum: „er það mat Seðlabankans að tilkynning bankans,“.</p> <p>8)      Á blaðsíðu fjögur ber að afmá heiti einkaréttarlegs lögaðila.</p> <p>9)      Á blaðsíðu fimm ber að afmá í heild texta í tölusettum kafla 6.</p> <p>10)  Á blaðsíðu 11 í þriðju línu talið að ofan í tölusettum kafla 11 ber að afmá heiti tveggja einkaréttarlegra lögaðila.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center"></p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p>  </p> <p>Friðgeir Björnsson                                                                                       Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-403/2012. Úrskurður frá 10. febrúar 2012 | Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar á beiðni um aðgang að gögnum um námsleyfi starfsmanns Reykjavíkurborgar. Ekki til sérstök gögn um veitingu þess námsleyfis sem kæra beindist að. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 10. febrúar 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-403/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með tölvupósti, dags. 3. nóvember 2011, kærði [...] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að óhæfilegur dráttur hefði orðið á því að Reykjavíkurborg afgreiddi beiðni sína um aðgang að gögnum um námsleyfi [...].</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Með tölvupósti, dags. 25. október 2011, óskaði kærandi eftir að fá aðgang að öllum skjölum og gögnum um töku [...] starfsmanns Reykjavíkurborgar á námsleyfi „þar sem m.a. komi fram hvenær leyfið var veitt, af hverjum og hvort þetta sé launað námsleyfi.“</p> <p><strong> </strong></p> <p>Sem fyrr segir barst kæra þessa máls úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvupósti, dags. 3. nóvember 2011. Kæran var send Reykjavíkurborg með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 8. nóvember, þar sem vísað er til skyldu stjórnvalds samkvæmt 11. og 13. gr. upplýsingalaga og frestur veittur til að taka ákvörðun um afgreiðslu á beiðni kæranda til 17. nóvember. Í bréfinu var tekið fram að kysi Reykjavíkurborg að synja kæranda um umbeðinn aðgang að gögnum óskaði úrskurðarnefndin eftir því að henni yrðu látin í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Jafnframt var borginni gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka.</p> <p> </p> <p>Svar barst ekki frá Reykjavíkurborg innan framangreinds frests og með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 1. desember 2011, var óskað eftir svari hið fyrsta. Af gögnum málsins verður ráðið að ruglingur á nöfnum hafi leitt til þess að á þeim tíma hafi hvorki verið tekin afstaða til beiðni kæranda né bréfa úrskurðarnefndarinnar frá 8. nóvember og 1. desember 2011. Hvað sem því líður þá liggur fyrir að beiðni kæranda var svarað með svohljóðandi bréfi, dags. 23. desember 2011: „[...] starfsmaður á [...] er í launalausu námsleyfi frá og með 1. september 2011 til 1. júlí 2012. Ekki var um formlega umsókn um námsleyfið að ræða og ekki eru til sérstök gögn um það.“</p> <p> </p> <p>Í tölvupósti kæranda til úrskurðarnefndarinnar 23. desember segir eftirfarandi: „Þá vil ég benda á v. svars frá Reykjavíkurborg í dag að um launalaust námsleyfi hafi verið að ræða sem hafi verið óformlegt og engin sérstök gögn til um það. Í því sambandi langar mig til að benda á Leiðbeiningar um leyfi og sveigjanleika v. náms samhliða starfi hjá Reykjavíkurborg þar sem segir að <em>gera skuli skriflegt samkomulag um ólaunuð leyfi þar sem fram kemur lengd leyfis og hvernig því verði háttað. Tilkynning um það berist launadeild sem skrá þarf leyfið í Vinnustund.</em> Sem dæmi má nefna að þá gleymdi [...] starfsmannastjóri að láta launadeild hafa bréfið í mínu tilfelli, að því er minn yfirmaður tjáði mér, og ég fékk þ.a.l. ofgreidd laun sem ég þurfti að endurgreiða. Ég segi þetta vegna þess að ég veit að það eru til gögn um ólaunuð námsleyfi eins og í tilfelli 2) [...]. Þess vegna vil ég halda áfram með málið og fá að sjá gögn um þetta námsleyfi [...].“</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kæra  máls þessa lýtur að því að kærandi telur sig ekki hafa fengið aðgang að gögnum sem varði námsleyfi [...] frá störfum hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg segir hins vegar að ekki séu til sérstök gögn um veitingu leyfisins en umsókn um það hafi ekki verið formleg.</p> <p><strong> </strong></p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga  kemur fram að stjórnvöldum sé „skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“</p> <p> </p> <p>Hafi stjórnvald synjað um aðgang að gögnum er heimilt samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að bera þá synjun undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn, þ.e. tekur efnislega afstöðu til þess hvort aðgangur að gögnunum skuli heimilaður eða synjun stjórnvaldsins staðfest.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt niðurlagsákvæði 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, er stjórnvaldi skylt að láta úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té afrit af þeim gögnum er kæra til nefndarinnar lýtur að.</p> <p> </p> <p>Eins og að framan er rakið óskaði úrskurðarnefndin eftir því í bréfi til Reykjavíkurborgar, dags. 8. nóvember 2011, að henni yrði látin í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum, en þá lá ekki fyrir hver afgreiðsla borgarinnar yrði á erindi kæranda frá 25. október s.á. um aðgang að gögnum. Erindi kæranda var afgreitt með bréfi, dags. 23. desember 2011, og í því kemur fram að ekki séu til sérstök gögn um veitingu þess námsleyfis sem beiðni kæranda beindist að. Úrskurðarnefnd upplýsingamála telur hvorki efni né ástæður til þess að draga í efa réttmæti þessarar staðhæfingar.</p> <p> </p> <p>Málið liggur því þannig fyrir úrskurðarnefndinni að ekki sé um að ræða synjun stjórnvalds á aðgangi að gögnum og því ekki grundvöllur til þess að nefndin taki efnislega afstöðu til kæru kæranda sem leiðir til þess að henni ber að vísa kærunni frá sér.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [...] á hendur Reykjavíkurborg.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center"></p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> Friðgeir Björnsson<span>                                                               </span> <span>                     </span>Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-404/2012. Úrskurður frá 10. febrúar 2012 | Kærð var synjun Reykjavíkurborgar á beiðni um aðgang að gögnum um námsleyfi fjögurra starfsmanna Reykjavíkurborgar. Upplýsingaréttur almennings. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Ráðstöfun almannafjár. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 10. febrúar 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-404/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 28. nóvember 2011, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Reykjavíkurborgar um aðgang að gögnum um námsleyfi [B], [C], [D] og [E], starfsmanna Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar (ÍTR).</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Með tölvupósti, dags. 10. nóvember 2011, óskaði kærandi eftir að fá aðgang að öllum skjölum og gögnum varðandi töku námsleyfa [B], [C], [D] og [E], starfsmanna Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Þá bað kærandi og um upplýsingar um það hvort fyrir lægju ákvarðanir vegna töku launaðra námsleyfa hjá ÍTR fyrir árið 2012 og eins hvort einhverjir hefðu fengið samþykkt námsleyfi á því ári.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 24. nóvember 2011, synjaði Reykjavíkurborg kæranda um umbeðin gögn en í bréfinu segir eftirfarandi: „Vísað er til erindis þíns sem barst undirritaðri í tölvupósti þann 10. október sl. þar sem beðið er um öll skjöl og gögn er varða námsleyfi tilgreindra starfsmanna Reykjavíkurborgar. Nú þegar hafa þér verið sendar upplýsingar um veitt námsleyfi umræddra starfsmanna. Eftir vandlega skoðun er það afstaða Reykjavíkurborgar að afhenda ekki umsóknir um leyfin eða afgreiðslu þeirra þar sem gögnin innihalda upplýsingar um atriði sem ekki varða málið og verða ekki afhent þriðja aðila. Í sama erindi er spurt um ákvarðanir ÍTR um veitingu námsleyfa árið 2012. Því er til að svara að fjárhagsáætlun sviðsins gerir ekki ráð fyrir launuðum námsleyfum árið 2012 og slík leyfi hafa þar af leiðandi ekki verið samþykkt.“</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Sem fyrr segir barst kæra þessa máls úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 28. nóvember 2011. Kæran var send Reykjavíkurborg með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 1. desember, þar sem vísað er til skyldu stjórnvalds samkvæmt 11. og 13. gr. upplýsingalaga og því beint til borgarinnar að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eigi síðar en 9. desember hafi það ekki þegar verið gert. Í bréfinu er tekið fram að kjósi Reykjavíkurborg að synja kæranda um umbeðinn aðgang að gögnum óski úrskurðarnefndin eftir því að henni verði látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum innan sama frests. Jafnframt er borginni gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka.</p> <p> </p> <p>Svarbréf Reykjavíkurborgar er dags. 5. desember 2011. Í því kemur m.a. eftirfarandi fram: „Að mati mannauðsskrifstofu innihalda gögnin upplýsingar um umsækjendur sem ekki verða afhentar þriðja aðila. [A] hefur þegar fengið upplýsingar um námsleyfi viðkomandi, lengd leyfis og hver veitti leyfið. Í umsóknum og svörum við umsóknunum koma fram upplýsingar um hvaða nám er að ræða og í sumum tilfellum fleiri upplýsingar sem varða ekki málið. Af þeim sökum var aðgangi að gögnunum hafnað.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 19. desember, var kæranda gefinn kostur á því að gera frekari athugasemdir varðandi kæruna í tilefni af umsögn Reykjavíkurborgar frá 5. desember s.á.</p> <p> </p> <p>Kærandi sendi úrskurðarnefndinni tölvupóst 21. desember og segir í honum m.a.: Þá staðfestist það hér með að ég óska enn eftir gögnum um umrædd námsleyfi [C], [D], [B] og [E]. Í bréfinu frá Reykjavíkurborg kemur fram að í sumum tilfellum séu upplýsingar sem varða ekki málið. Hvers vegna er mér þá neitað um upplýsingar í öllum tilfellum? Ég fékk mjög snubbóttar upplýsingar í júní sl. um þessi námsleyfi og það eru þau svör sem Reykjavíkurborg vísar í. Um málið frá júní sl. er ekki að ræða í kæru minni nú, þar sem ég bað um þessar upplýsingar aftur því öll gögn vantaði á sínum tíma og vantar enn. Þetta var því ný beiðni um sömu upplýsingar þar sem umbeðin gögn hafa aldrei verið afhent.“</p> <p> </p> <p>Reykjavíkurborg hefur látið úrskurðarnefndinni í té eftirtalin gögn, sbr. bréf nefndarinnar frá 1. desember 2011:</p> <p> </p> <ol start="1"> <li>Umsókn [E] um launað námsleyfi veturinn 2008-2009, ódagsett.</li> <li>Svar Reykjavíkurborgar við erindi [E], dags. 4. október 2007.</li> <li>Umsókn [D] um launað námsleyfi, dags. 15. júlí 2007.</li> <li>Svar Reykjavíkurborgar við erindi [D], dags. 4. október 2007.</li> <li>Umsókn [B] um launað námsleyfi, dags. 7. mars 2008.</li> <li>Svar Reykjavíkurborgar við erindi [B], dags. 18. júní 2008.</li> <li>Umsókn [C] um launað námsleyfi, ódagsett.</li> </ol> <p> </p> <p>Á umsókn [C] er handritað að hún sé samþykkt. Samkvæmt upplýsingum lögfræðings mannauðsskrifstofu Reykjavíkurborgar var erindi hans afgreitt með þessum hætti en umsækjandanum ekki sent formlegt bréf um samþykkið.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kæra<span> </span> máls þessa lýtur að því að Reykjavíkurborg synjaði kæranda um aðgang að gögnum um námsleyfi fjögurra starfsmanna borgarinnar. Synjunin byggist á því að borgin telur að gögnin innihaldi upplýsingar um atriði sem ekki varði málið, þ.e. veitingu námsleyfanna, s.s. um<span> </span> hvaða nám sé að ræða og fleiri upplýsingar, og verði því ekki afhent þriðja aðila.</p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga  segir: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“ Aðalreglan er þannig sú að almenningur á rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum hjá stjórnsýslunni sem varða tiltekið mál. Hins vegar eru undantekningar frá þessari aðalreglu sem kveðið er á um í 4.-6. gr. laganna. Samkvæmt almennum lögskýringarreglum ber að skýra undantekningarreglur þröngt, þ.e. að með beitingu undantekningarreglu megi ekki skerða gildissvið aðalreglu nema að vissu marki. Gögnin sem ágreiningur stendur um ná til námsleyfa sem veitt voru á árunum 2007-2009 en þau gögn sem fyrir liggja eru um námsleyfi sem veitt voru á árunum 2007 og 2008. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Úrskurðarnefndin lítur svo á að samkvæmt framangreindri lagagrein sé ágreiningur kæranda og Reykjavíkurborgar réttilega borinn undir hana.</p> <p> </p> <p>Reykjavíkurborg byggir á því að í þeim skjölum sem synjað hefur verið um aðgang að komi fram upplýsingar sem ekki varði málið, þ.e. beiðni kæranda um aðgang að gögnum um veitingu námsleyfa. Þótt svo kunni að vera leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að réttur til aðgangs að skjali sem tengist ákveðnu máli eins og í því tilviki sem hér um ræðir falli þar með niður, nema því aðeins að þær upplýsingar falli undir einhverja af undantekningarreglum 4.-6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í því máli sem hér er til meðferðar kemur einvörðungu til skoðunar undantekningarregla í 5. gr. laganna en samkvæmt henni er óheimilt að „veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í 7. gr. er kveðið á um það að eigi ákvæði 4.-6. gr. „aðeins við um hluta skjals skal veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins.“</p> <p> </p> <p>Þau skjöl sem til eru um samþykki námsleyfa, sbr. skjöl sem merkt eru nr. 2, 4 og 6 hér að framan, hafa að geyma ákvarðanir stjórnvalds um að veita starfsmönnum launað leyfi í ákveðinn tíma og þar með að ráðstafa opinberu fé. Upplýsingar sem fram koma í þessum skjölum er, að mati úrskurðarnefndarinnar, ekki hægt að telja þess efnis að þær varði einkamálefni viðkomandi leyfishafa sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga, og gangi framar rétti almennings til upplýsinga samkvæmt 3. gr.  sömu laga. Af þessum ástæðum ber Reykjavíkurborg að veita kæranda aðgang að framangreindum skjölum.</p> <p> </p> <p>Í skýringum við 5. gr. í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a. eftirfarandi: „Augljóst er að óheftur aðgangur almennings að öllum gögnum, sem stjórnvöld ráða fyrir, kynni að rjúfa friðhelgi einkalífs manna. Á hinn bóginn myndi það takmarka upplýsingaréttinn mjög ef allar upplýsingar, sem snerta einkahagsmuni einstaklinga eða fyrirtækja, væru undanþegnar. Því hefur víðast hvar, þar sem upplýsingalög hafa verið sett, verið fylgt þeirri stefnu að láta meginregluna um upplýsingarétt taka til slíkra upplýsinga en með þeim takmörkunum sem gera verður til að tryggja friðhelgi einkalífs og mikilvæga hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p>Í umsóknunum fjórum, sbr. skjöl merkt nr. 1, 3, 5 og 7 hér að framan, kemur fram til hvers umsækjandi um námsleyfi ætlar að nýta leyfið. Í tveimur umsóknanna kemur fram hver er námsferill umsækjanda en hinum tveimur ekki. Þá er í öllum umsóknunum lýsing á starfsferli að vissu marki. Engar upplýsingar koma fram um fjölskyldu- eða heimilishagi umsækjenda, eða mat fyrri vinnuveitenda á störfum umsækjenda, hafi þeim verið til að dreifa. Úrskurðarnefnd upplýsingamála telur að þær upplýsingar sem fram koma í umsóknunum séu ekki þess efnis að þær varði einkahagsmuni umsækjendanna eða friðhelgi einkalífs þeirra á þann hátt að sanngjarnt sé og eðlilegt að ekki sé veittur aðgangur að þeim. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er því sú í því tilviki sem hér um ræðir að ekki séu efni til þess að beita undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga og því beri að veita kæranda aðgang að umsóknunum í samræmi við 1. mgr. 3. gr. laganna.</p> <span><br clear="all" /> </span> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Reykjavíkurborg ber að veita kæranda, [A], aðgang að eftirtöldum gögnum:</p> <ol start="1"> <li>Umsókn [E] um launað námsleyfi veturinn 2008-2009.</li> <li>Svari Reykjavíkurborgar við erindi [E], dags. 4. október 2007.</li> <li>Umsókn [D] um launað námsleyfi, dags. 15. júlí 2007.</li> <li>Svari Reykjavíkurborgar við erindi [D], dags. 4. október 2007.</li> <li>Umsókn [B] um launað námsleyfi, dags. 7. mars 2008.</li> <li>Svari Reykjavíkurborgar við erindi [B], dags. 18. júní 2008.</li> <li>Umsókn [C] um launað námsleyfi.</li> </ol> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center"></p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> Friðgeir Björnsson<span>                           </span><span>                                                          </span>Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-402/2012. Úrskurður frá 10. febrúar 2012 | Kærð var sú ákvörðun Barnaverndarstofu að synja um aðgang að upplýsingum um fósturleyfishafa virkra fósturmála sem væru orðnir 50 ára eða eldri. Aðgangur að fyrirliggjandi gögnum. Aðgangur að skrám/ótilteknum fjölda mála. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 10. febrúar 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-402/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvupósti, dags. 20. september 2011, kærði [...] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun Barnaverndarstofu, dags. 19. maí 2011, að synja beiðni hennar um aðgang að upplýsingum um fósturleyfishafa virkra fósturmála sem væru orðnir 50 ára eða eldri.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt gögnum málsins er aðdragandi kæru máls þessa sá að með tölvupósti, dags 18. maí 2011, óskaði kærandi eftir því að fá upplýsingar hjá Barnaverndarstofu um virk fósturleyfi. Þeirri beiðni var svarað með tölvupósti dags. 19. maí 2011. Þar segir orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Upplýsingar varðandi fósturmál, s.s. um fjölda umsókna um leyfi fósturforeldra og hversu margir fá leyfi eru að finna í ársskýrslum Barnaverndarstofu, t.d. á bls. 15 í nýjustu ársskýrslu stofunnar sjá slóðina http://bvs.is/file/file920.pdf en allar ársskýrslur Barnaverndarstofu eru aðgengilegar á heimasíðu stofunnar www.bvs.is.</p> <p> </p> <p>Þær upplýsingar sem beðið er um í fyrirspurn þinni liggja ekki fyrir hjá Barnaverndarstofu en skv. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum en ekki skylt að útbúa ný gögn.“</p> <p> </p> <p>Með tölvupósti, dags. 20. maí 2011, barst Barnaverndarstofu önnur beiðni frá kæranda. Þar var m.a. óskað nánari skýringa á því hvort ekki væri hægt að fá upplýsingar um aldur fósturforeldra. Í svari Barnaverndarstofu, dags. 23. maí 2011, kom fram að Barnaverndarstofa hafi skrá yfir fósturforeldra en ekki hafi verið teknar saman tölfræðiupplýsingar um aldur þeirra og því séu þær upplýsingar ekki aðgengilegar almenningi.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Sem fyrr segir barst kæra þessa máls úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvupósti, dags. 19. september 2011. Í kæru er efni hennar afmarkað við þá ákvörðun Barnaverndarstofu að afhenda kæranda ekki upplýsingar um fósturleyfishafa virkra fósturmála sem séu 50 ára eða eldri.</p> <p> </p> <p>Kæran var send Barnaverndarstofu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 20. september 2011, þar sem vísað er til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og kærða veittur frestur til 28. september s.á. til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p> </p> <p>Kærði svaraði kærunni með bréfi, dags. 22. september 2011. Í bréfinu eru raktir málavextir og samskipti við kæranda, eins og greint er frá hér að framan. Um grundvöll synjunar Barnaverndarstofu er orðrétt sagt:</p> <p> </p> <p>„Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Í fyrsta lagi er samkvæmt ákvæðinu ekki hægt að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála heldur verður að tiltaka það mál eða þau gögn sem óskað er aðgangs að. Ljóst er að kærandi hefur óskað aðgangs að ótilteknum fjölda mála, eða um öll virk fósturleyfi.</p> <p> </p> <p>Í öðru lagi veita lögin almennt ekki rétt til aðgangs að skrám sem stjórnvöld halda, að undanskilinni heimild skv. 3. tl. 2. mgr. 3. gr. laganna. Skráningarkerfi Barnaverndarstofu býður ekki upp á að flett sé upp í virkum fósturleyfum eftir aldri leyfishafa eða að virk leyfi séu listuð eftir þeirri breytu. Þar að auki hefur kærandi samkvæmt framangreindu ekki rétt til aðgangs að þeirri skrá.</p> <p> </p> <p>Í þriðja lagi felst ekki skylda í lögunum fyrir stjórnvöld að útbúa gögn eða afla gagna, séu þau ekki fyrirliggjandi. Eins og fram kemur í svari stofunnar til kæranda þann 19. maí 2011 liggja þær upplýsingar sem beðið var um ekki fyrir hjá Barnaverndarstofu. Var kæranda hins vegar bent á að þær tölfræðilegu upplýsingar sem til eru um veitt fósturleyfi koma fram í ársskýrslu stofunnar.</p> <p> </p> <p>Þau gögn sem liggja fyrir hjá stofunni um aldur fósturforeldra eru einungis í formi útfylltra umsóknareyðublaða um fósturleyfi og annarra gagna í hverju máli fyrir sig. Teljast þau gögn að mati stofunnar ótvírætt til gagna um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Það er því afstaða  Barnaverndarstofu eftir sem áður að kærandi eigi ekki rétt til þeirra upplýsinga sem henni var neitað um sbr. það sem fram er komið. Í ljósi þess að hin umbeðnu gögn eru ekki fyrirliggjandi hjá stofunni sér stofan sér ekki fært að láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum svo sem óskað var eftir í erindi nefndarinnar, dags. 20. september 2011.“</p> <p> </p> <p>Kæranda var kynnt með bréfi, dags. 23. september 2011, framkomin umsögn kærða vegna kærunnar og gefinn frestur til 30. s.m. til að koma að athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kæra máls þessa barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál að liðnum kærufresti samkvæmt 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Kærði hefur ekki vísað til þess undir meðferð málsins að því beri að vísa frá af þessari ástæðu. Af hálfu kærða var kæranda ekki leiðbeint um kæruleið til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga eða um frest til að beina kæru til hennar samkvæmt 16. gr. laganna. Verður í þessu ljósi tekin efnisleg afstaða til kærunnar, sbr. heimild í 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p> </p> <p>Með 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er almenningi tryggður aðgangur að gögnum sem varða tiltekið mál, sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum, sbr. og 1. mgr. 10. gr. laganna. Af áskilnaði um að beiðni um aðgang varði tiltekið mál verður meðal annars dregin sú ályktun að lögin feli ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að gögnum í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Þá leiðir einnig af 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga<span>, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006,</span> <span>að</span> <span>stj</span><span>ó</span><span>rnv</span><span>ö</span><span>ldum</span> <span>er</span> <span>ekki skylt a</span><span>ð</span> <span></span><span>ú</span><span>tb</span><span>ú</span><span>a n</span><span>ý</span> <span>skj</span><span>ö</span><span>l e</span><span>ð</span><span>a</span> <span>ö</span><span>nnur g</span><span>ö</span><span>gn</span> <span>í</span> <span>r</span><span>í</span><span>kari m</span><span>æ</span><span>li en lei</span><span>ð</span><span>ir af 7. gr. laganna. Sk</span><span>ý</span><span>ring</span> <span>ú</span><span>rskur</span><span>ð</span><span>arnefndarinnar</span> <span>á</span> <span></span><span>þ</span><span>essum</span> <span>á</span><span>kv</span><span>æð</span><span>um laganna er s</span><span>ú</span> <span>a</span><span>ð</span> <span>r</span><span>é</span><span>ttur til uppl</span><span>ý</span><span>singa taki einv</span><span>ö</span><span>r</span><span>ð</span><span>ungu til gagna sem fyrir liggi,</span> <span>þ</span><span>egar um</span> <span>þ</span><span>au s</span><span>é</span> <span>be</span><span>ð</span><span>i</span><span>ð</span><span>, en leggi ekki</span> <span>á</span> <span>stj</span><span>ó</span><span>rnv</span><span>ö</span><span>ld skyldu til a</span><span>ð</span> <span></span><span>ú</span><span>tb</span><span>ú</span><span>a n</span><span>ý</span> <span>g</span><span>ö</span><span>gn sem ekki s</span><span>é</span><span>u fyrirliggjandi</span> <span>þ</span><span>egar eftir</span> <span>þ</span><span>eim s</span><span>é</span> <span>leita</span><span>ð</span><span>.</span></p> <p> </p> <p>Af hálfu Barnaverndarstofu er fram komið að upplýsingar um aldur fósturforeldra sé einungis að finna í formi útfylltra umsóknareyðublaða um fósturleyfi og annarra gagna í hverju máli fyrir sig. Ekki liggi fyrir tölfræðileg samantekt um þær upplýsingar sem kæra málsins lýtur að. Úrskurðarnefnd upplýsingamála telur hvorki efni né ástæður til þess að draga í efa réttmæti þessarar staðhæfingar.</p> <p> </p> <p>Af framangreindu leiðir að þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að hafa ekki verið teknar saman. Þær liggja því einvörðungu fyrir í ótilteknum fjölda mála. Ber af þeirri ástæðu að staðfesta synjun Barnaverndarstofu um aðgang að upplýsingunum.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Synjun Barnaverndarstofu á beiðni [...] um aðgang að upplýsingum um fósturleyfishafa virkra fósturmála sem væru orðnir 50 ára eða eldri er staðfest.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center"></p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-405/2012. Úrskurður frá 17. febrúar 2012 | Kærð var sú ákvörðun Háskóla Íslands að synja um aðgang að upplýsingum um nöfn tannlækna og aðstoðarfólks sem ráðið var til tannlæknadeildar HÍ til að sinna tímabundnu verkefni velferðarráðuneytisins um ókeypis tannlækningar fyrir börn. Listinn ekki fyrirliggjandi er beiðni um hann kom fram. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 17. febrúar 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-405/2012.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 14. júní 2011, kærði [...] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun tannlæknadeildar Háskóla Íslands á beiðni hans dags., 4. maí 2011, um aðgang að lista yfir nöfn tannlækna og aðstoðarfólks, sem ráðið var til tannlæknadeildar HÍ til að sinna tímabundnu verkefni velferðarráðuneytisins um ókeypis tannlækningar fyrir börn.</p> <p><strong> </strong></p> <p>Aðdragandi kæru þessarar er sá að kæranda barst í tölvupósti frá Tannlæknafélagi Íslands auglýsing tannlæknadeildar Háskóla Íslands þar sem auglýst var eftir tannlæknum til vinnu við tímabundna tannlæknaþjónusta við börn bágstaddra fjölskyldna. Í auglýsingunni kom m.a. fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt að efna til átaksverkefnis um endurgjaldslausa tannlæknaþjónustu fyrir börn yngri en 18 ára sem ættu tekjulága foreldra. Tannlæknadeild Háskóla Íslands myndi sjá um verkefnið sem standa ætti frá 1. maí til 26. ágúst 2011.</p> <p> </p> <p>Kærandi sendi rektor Háskóla Íslands tölvupóst 4. maí 2011 og segir þar eftirfarandi: „Ég undirritaður fer hér með fram á að fá í hendur sem fyrst upplýsingar um hvaða tannlæknar hafa verið ráðnir til starfa á Tannlæknadeild HÍ eða af Tannlæknadeild HÍ til að sinna tannlækningum samkvæmt reglugerð Velferðarráðuneytisins nr. 408/2010. Einnig óskast upplýst um samning þann sem tannlæknar sem hafa ráðið sig til vinnu eftir, sem og vinnulýsingu og annað er fylgir framkvæmd reglugerðarinnar og snýr að Tannlæknadeild Háskóla Íslands.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 24. maí 2011, synjaði Háskóli Íslands beiðni kæranda, en í bréfinu kemur fram sú afstaða háskólans að umbeðnar upplýsingar falli undir 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá er vísað til þess að þeir sem tækju þátt í átaksverkefninu kæmu ekki til með að falla undir lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, enda yrðu þeir ekki ráðnir til háskólans og því ekki starfsmenn í skilningi laganna.</p> <p> </p> <p>Rétt er að taka fram að með bréfi, dags. 7. júní 2011, kveðst deildarforseti tannlæknadeildar Háskóla Íslands staðfesta að hafa sent kæranda tölvupóst 5. maí þar sem segir m.a.: „Samningurinn er í viðhenginu fyrir þig, en ekki ætlaður til dreifingar. Spurningu um tannlækna er ekki hægt að svara skv. 5. gr. upplýsingalaga.“</p> <p> </p> <p>Sem fyrr segir barst kæra þessa máls úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 14. júní 2011. Í kærunni segir kærandi að hann telji nauðsynlegt að hann sem tannlæknir viti hvaða tannlæknar í átaksverkefninu komi til með að sinna sjúklingum sem hafi komið reglulega til hans undanfarin ár. Nauðsynlegt sé að þessar upplýsingar komi fram, auglýsingin sé opinber og enginn geti haft hagsmuni af því að upplýsingar um ráðningar í störfin liggi ekki fyrir. Í kærunni kemur og fram að kærandi hafi sótt um á grundvelli framangreindrar auglýsingar nokkrum vikum áður og óskað í umsókninni eftir umræðu um kaup og kjör, en ekki fengið svar.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Háskóla Íslands með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 16. júní 2011. Var háskólanum veittur frestur til 24. júní 2011 til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi vegna hennar. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran laut að.</p> <p> </p> <p>Með bréfi Háskóla Íslands, dags. 29. júní 2011, var bréfi úrskurðarnefndarinnar svarað. Þar segir m.a. svo: „Í samræmi við framangreinda framkvæmd tilkynntu tannlæknar þá daga sem þeir sæju sér fært að sinna verkefninu þannig að ekki var um eiginlegt ráðningarferli að ræða eða önnur formleg skjalfest samskipti. Af þeim sökum eru engin frekari gögn í málinu önnur en þau sem nefndin hefur nú þegar undir höndum.</p> <p> </p> <p>Ekki liggur fyrir listi yfir þá tannlækna sem taka þátt í átaksverkefninu enda ekki ljóst fyrr en að því loknu hvaða sjálfstætt starfandi tannlæknar koma að því. Háskólinn telur sig ekki þurfa að taka saman lista með nöfnum þeirra sem taka þátt í átakinu enda eru þeir ekki umsækjendur um störf né starfsmenn skólans.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. júlí 2011, var kæranda gefinn kostur á því að gera frekari athugasemdir varðandi kæruna í tilefni af framangreindri umsögn Háskóla Íslands. Svar hans barst með bréfi, dags. 7. júlí 2011.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kæra  máls þessa lýtur að synjun Háskóla Íslands á beiðni kæranda, dags. 4. maí 2011, um afhendingu lista yfir nöfn tannlækna og aðstoðarfólks sem væru þátttakendur í átaksverkefni um tannlækningar sem að framan er lýst.</p> <p> </p> <p>Kærandi óskaði einnig í sama skipti eftir upplýsingum um samning sem tannlæknar hefðu ráðið sig eftir, vinnulýsingu og annað sem fylgdi framkvæmd reglugerðar nr. 408/2010 og snéri að tannlæknadeild Háskóla Íslands. Að því er síðarnefndu óskina varðar verður af gögnum málsins ráðið að kærandi hafi fengið sendan ráðningarsamning og hafi tannlæknadeildin a.m.k. að því leyti orðið við beiðni hans. Hvað sem því líður þá nær kæran til úrskurðarnefndar um upplýsingamál einungis til synjunar tannlæknadeildarinnar á því að heimila aðgang að „lista yfir nöfn þeirra tannlækna og aðstoðarfólks, sem ráðið hefur verið til tannlæknadeildar HÍ til að sinna svokölluðu átaksverkefni velferðarráðuneytisins.“</p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, kemur fram að stjórnvöldum „er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“ Af áskilnaði um að beiðni um aðgang varði tiltekið mál verður meðal annars dregin sú ályktun að lögin feli ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að gögnum í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Þá leiðir einnig af tilvitnuðu ákvæði að stjórnvöldum er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Skýring úrskurðarnefndarinnar á þessum ákvæðum laganna er sú að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggi, þegar um þau sé beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað.</p> <p> </p> <p>Á þeim tíma sem beiðni kæranda kom fram, eða 4. maí 2011, lá ekki fyrir hver þátttaka tannlækna yrði, enda verkefnið þá nýhafið og skyldi standa til 26. ágúst 2011. Í bréfi Háskóla Íslands, dags. 29. júní 2011, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur jafnframt fram að listi yfir þá tannlækna sem taki þátt í verkefninu hafi ekki verið tekinn saman. Réttur til aðgangs nær til þeirra gagna sem fyrir liggja hjá stjórnvaldi þegar beiðni berst, sbr. það sem segir í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga sem rakin er hér að framan, þ.e. „fyrirliggjandi gögnum.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur hvorki efni né ástæður til þess að draga í efa réttmæti þeirrar staðhæfingar Háskóla Íslands að ekki hafi legið fyrir listi yfir þátttakendur í verkefninu á þeim tíma sem beiðni kom fram. Þá hefur heldur ekkert komið fram sem bendir til þess að háskólinn hafi tekið slíkan lista saman síðar, enda segir í framangreindu bréfi háskólans frá 29. júní að háskólinn telji sér það ekki skylt. Með vísan til þess sem að framan segir ber að staðfesta hina kærðu synjun Háskóla Íslands um aðgang að upplýsingum.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er ákvörðun Háskóla Íslands frá 24. maí 2011 um að synja beiðni [...] um aðgang að upplýsingum um nöfn tannlækna og aðstoðarfólks sem ráðið var til tannlæknadeildar HÍ til að sinna tímabundnu verkefni velferðarráðuneytisins um ókeypis tannlækningar fyrir börn.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <span>Friðgeir Björnsson                                                                                      Sigurveig Jónsdóttir</span> |
A-400/2012. Úrskurður frá 10. febrúar 2012 | Kærð var sú ákvörðun Þjóðskrár Íslands að synja um aðgang að kaupskrá Fasteignaskrár Íslands og afhendingu tiltekinna kaupskrárupplýsinga til endurnota til að verðmeta fasteignir. Aðgangur að skrá. Kæruheimild ekki fyrir hendi. Endurnot opinberra upplýsinga. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 10. febrúar 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-400/2012.</p> <h3> </h3> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 10. febrúar 2011, kærði [...] framkvæmdastjóri, f.h. [...], til úrskurðarnefndar um upplýsingamál þá ákvörðun Þjóðskrár Íslands, dags. 24. janúar það sama ár, að synja beiðni [...] um aðgang að kaupskrá Fasteignaskrár Íslands og afhendingu tiltekinna kaupskrárupplýsinga til endurnota til að verðmeta fasteignir.</p> <p> </p> <p>Í kæru málsins er aðdraganda þess lýst svo að í kjölfar samningsumleitana kæranda og Fasteignaskrár Íslands, nú Þjóðskrár Íslands, um aðgang kæranda að upplýsingum úr kaupskrá fasteignaskrár, hafi Þjóðskrá ákveðið að ekki yrði gerður samningur við kæranda um að afhenda honum tilgreind gögn heldur yrðu gögn sem lægju til grundvallar tölfræðilegu mati stofnunarinnar á fasteignaverði sett á netið til frjálsra afnota. Þetta hefði gengið eftir.</p> <p> </p> <p>Kærandi kveðst ekki hafa talið þessi gögn nægilega ítarleg til þess að þau gætu nýst fyrirtækinu við það verkefni sem það ynni að, um bætt verðmat fasteigna og aukið gagnsæi á fasteignamarkaði og skilvirkni í stýringu eignasafna sem byggi á fasteignum sem veðandlagi. Með tölvupósti 7. desember 2010 hafi hann því formlega óskað eftir afhendingu gagna sem kæran lyti að.</p> <p> </p> <p>Þjóðskrá Íslands afgreiddi beiðni kæranda með tölvupósti dags. 24. janúar 2011 og segir þar orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Við höfum farið yfir mál þitt og niðurstaða okkar er eftirfarandi:</p> <p>-          Þjóðskrá Íslands telur að ekki hafi verið færð nægjanleg rök á grundvelli persónuverndar fyrir því að afhenda nákvæmari gögn heldur en eftir svæðum.</p> <p>-          Auðkenning fyrir sölu á sömu eign í gagnasafni eru til staðar nú þegar.</p> <p>-          Ekki hefur verið unnið úr eldri gögnum með þeim hætti sem þarf eins og þeim gögnum sem Þjóðskrá Íslands notar við mat á sínu tölfræðilíkani. Mikla vinnu þyrfti þá að leggja í þau gögn.</p> <p>-          Gögn yrðu aldrei afhent fyrr en búið væri að vinna þau niður á svæði og því ekki hægt að tala um rauntímagögn.“</p> <p> </p> <p>Eins og fyrr segir barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 10. febrúar 2011. Þar er kæruefni málsins afmarkað og tilgreint að krafa kæranda um afhendingu upplýsinga lúti að eftirtöldu:</p> <p> </p> <p>-          Nákvæmri staðsetningu seldra eigna, GPS hnit og götunúmer fasteigna og auðkenni.</p> <p>-          Eldri gögn en þau sem Þjóðskrá notar við mat á sínu tölfræðilíkani og gefa upplýsingar um söluverð og eignir aftur til 1990 á því formi sem þau liggja fyrir í gagnagrunnum Þjóðskrár.</p> <p>-          Upplýsingar um söluverð og eignir verði afhent jafnskjótt og þær verða til á því formi sem nauðsynlegt er til nýtingar þeirra þannig að afhent gögn séu eins nálægt því og unnt er að vera rauntímagögn.</p> <p> </p> <p>Þá er í kærunni vísað til þess að hún byggist á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um rétt almennings til aðgangs að gögnum og 26. gr. sömu laga um heimild til endurnota opinberra upplýsinga.</p> <h3> </h3> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send Þjóðskrá Íslands með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 14. febrúar 2011, þar sem vísað er til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, og kærða veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og til þess að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni til 23. febrúar 2011. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að.</p> <p> </p> <p>Kærði svaraði kæru [...] með bréfi, dags. 24. febrúar 2011. Þar er í upphafi lýst aðdraganda málsins, en síðan kemur þar fram orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Beiðni kæranda lýtur að því að fá afhent hnit eignanna til viðbótar við kaupskrárupplýsingar. Til þess þarf að auðkenna eignirnar. Fastanúmer er einkvæmt auðkenni fasteignar. Eigendaupplýsingar eru m.a. tengdar við fastanúmer og því má rekja kaupverðsupplýsingarnar til persónu sem gerir það að verkum að skoða þarf ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. [...]</p> <p> </p> <p>Þjóðskrá Íslands getur ekki veitt aðgang að þessum upplýsingum nema tilgangur með vinnslu sé innan þess ramma sem lög 77/2000 marka. Ein af meginreglum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er sú að ekki séu veittar meiri upplýsingar en þörf er á, sbr. 3. tl. 1. mgr. 7. gr. l. nr. 77/2000. Kærandi hefur ekki svarað því <em>hvers vegna</em> þörf er á svo nákvæmri auðkenningu fasteigna við gerð þess líkans sem hann hyggst smíða. [...]</p> <p> </p> <p>Upplýsingar þær sem kærandi óskaði síðar eftir – þ.e. eldri gögn en frá 2004 – eru ekki tiltækar með sama hætti og yngri gögn og kallar það á mikla vinnu að framreiða þau. Sama gildir um rauntímagögn sem ekki eru aðgengileg.</p> <p> </p> <p>Vakin er athygli á því að upplýsingar þær sem beðið er um varða ekki tiltekið mál hjá Þjóðskrá Íslands.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 2. mars 2011, var kæranda kynnt umsögn Þjóðskrár Íslands vegna kærunnar. Var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar og frestur til þess til 11. mars 2011.</p> <p> </p> <p>Með bréfi þann 11. mars 2011 bárust athugasemdir kæranda vegna umsagnar Þjóðskrár Íslands. Í athugasemdum kæranda eru málavextir raktir, m.a. að kærandi hafi verið í samskiptum við Fasteignaskrá Íslands, nú Þjóðskrá Íslands, frá því í september 2009. Á fundi með forstöðumanni gæða- og rekstrardeildar kærða þann 21. desember 2009, hafi tilgangur beiðni kæranda og þörf fyrir GPS hnit verið rædd ítarlega. Afhending hnitanna hafi einnig verið rædd á fundi með fulltrúum Þjóðskrár Íslands í júlímánuði 2010 og kærandi óskað formlega eftir nákvæmari upplýsingum með tölvupósti 7. desember 2010. Í bréfinu er síðan nánar rakið hver sé tilgangur og þörf kæranda á aðgangi að umbeðnum upplýsingum.</p> <p> </p> <p>Í bréfi kæranda er jafnframt rakinn réttur til aðgangs að gögnum skv. upplýsingalögum og til endurnota opinberra upplýsinga skv. sömu lögum. Þar kemur m.a. fram sú afstaða kæranda að „ákvæði 26. gr. upplýsingalaganna um heimild til endurnota á opinberum upplýsingum sem eru almenningi aðgengilegar hefði litla þýðingu ef réttur almennings til aðgangs að upplýsingum skv. 3. gr. s.l. næði ekki til þeirra upplýsinga sem kæra þessi varðar.“</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Mál þetta lýtur að synjun Þjóðskrár Íslands á beiðni [...] um aðgang að gögnum úr kaupskrá Fasteignaskrár Íslands, til endurnýtingar. Synjunin byggist á því í fyrsta lagi að ekki hafi verið færð rök fyrir þörf á upplýsingum um fastanúmer, í öðru lagi að eldri gögn og rauntímagögn séu ekki fyrirliggjandi og í þriðja lagi, varðandi auðkenningu fyrri sölu á sömu eign, að þær upplýsingar séu nú þegar í þeim gögnum sem kærandi hafi aðgang að.</p> <p> </p> <p>Með 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er almenningi tryggður aðgangur að gögnum sem varða tiltekið mál sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum, sbr. og 1. mgr. 10. gr. laganna. Af áskilnaði um að beiðni um aðgang varði tiltekið mál verður meðal annars dregin sú ályktun að lögin feli ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að gögnum í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Af sama áskilnaði leiðir að lögin veita heldur ekki rétt til að krefjast aðgangs að upplýsingum sem einvörðungu er að finna í skrám eða gagnagrunnum stjórnvalda, en ekki í fyrirliggjandi gögnum í tilgreindum málum.</p> <p> </p> <p>Ósk kæranda lýtur að því að fá aðgang að upplýsingum sem safnað hefur verið af hálfu kærða með kerfisbundnum hætti. Ekki verður séð að beiðni kæranda lúti að fyrirliggjandi gögnum sem unnin hafa verið upp úr þeirri skrá sem um ræðir og orðið hafa hluti sérstaks, tilgreinds máls. Þrátt fyrir að beiðni kæranda varði aðgang að tilteknum kaupskrárupplýsingum telur úrskurðarnefndin engu að síður að beiðni kæranda feli í sér beiðni um aðgang að skrá en ekki að gögnum tilgreinds máls sem er eða hefur verið til vinnslu hjá kærða.</p> <p> </p> <p>Beiðni kæranda um aðgang að gögnum byggist á ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996. Í ákvæði 14. gr. þeirra laga segir að heimilt sé að bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum, þ.e. gögnum tiltekins máls, eða synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Þar sem beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum lýtur að upplýsingum úr skrá fullnægir hún ekki þessu skilyrði. Synjun um aðgang að skrá verður ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Sérstök kæruheimild til nefndarinnar samkvæmt ákvæðum annarra laga er heldur ekki fyrir hendi í máli þessu. Kæru máls þessa um synjun Þjóðskrár Íslands á að afhenda kæranda afrit tiltekinna upplýsinga ber því að vísa frá kærunefndinni.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærandi hefur í máli þessu vísað til 26. gr. upplýsingalaga, með síðari breytingum, en þar er fjallað um rétt til endurnota á opinberum upplýsingum.</p> <p> </p> <p>Með lögum nr. 161/2006, sem tóku gildi 1. janúar 2007, var upplýsingalögum breytt í nokkrum atriðum. Meðal annars var bætt við lögin nýjum kafla, nr. VIII, um endurnot opinberra  upplýsinga. Í 1. mgr. 24. gr. laganna segir að markmið kaflans sé að auka endurnot opinberra upplýsinga til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Samkvæmt 3. mgr. 24. gr. hefur umræddur kafli þó ekki bein áhrif á rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þar kemur fram að ákvæði kaflans gildi einvörðungu um endurnot fyrirliggjandi upplýsinga sem séu í vörslum stjórnvalda og almenningur eigi rétt til aðgangs að á grundvelli 3. gr. laganna eða annarra ákvæða sem veita almenningi slíkan rétt. Í skýringum við þessa málsgrein í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2006 er áréttað að ákvæði kaflans gildi „einungis um endurnot upplýsinganna en mæli ekki á neinn hátt fyrir um rétt til aðgangs að opinberum upplýsingum.“</p> <p> </p> <p>Af framangreindu leiðir að ákvæði VIII. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 5. gr. laga nr. 161/2006, fjalla aðeins um heimildir einkaaðila til að nýta opinberar upplýsingar eftir að þær hafa verið gerðar aðgengilegar. Ákvæði kaflans mæla ekki fyrir um það hverjar þær upplýsingar eru sem einkaaðilar eigi rétt til aðgangs að í þessu skyni. Það ræðst af upplýsingarétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum skv. öðrum lagaákvæðum sem tryggja almenningi rétt til upplýsinga. Með öðrum orðum: Ef upplýsingar falla undir aðgangsrétt almennings samkvæmt framangreindu mælir VIII. kafli upplýsingalaga fyrir um heimildir einkaaðila til að endurnota upplýsingarnar. Í ákvæðum kaflans felst hins vegar ekki sjálfstæður réttur til aðgangs að upplýsingum.</p> <p> </p> <p>Eins og lýst hefur verið hér að framan fellur það ekki undir valdsvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál sbr. 14. gr. upplýsingalaga að taka afstöðu til þess hvort kærða beri að afhenda kæranda upplýsingar úr skrá sem stofnunin heldur. Kæru máls þessa ber því að vísa frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál í heild sinni.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru [...] á hendur Þjóðskrá Íslands er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                        </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-401/2012. Úrskurður frá 10. febrúar 2012 | Kærð var sú ákvörðun lögreglunnar á Eskifirði að hafna aðgangi að bókun er varðaði kæranda sjálfan með beinum hætti. Upplýsingaréttur aðila. Einkahagsmunir annarra. Aðgangur veittur, skylt að láta í té ljósrit eða afrit af bókuninni. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 10. febrúar 2012 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-401/2012.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, sem barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann 8. september 2011, kærði [...] þá ákvörðun lögreglunnar á Eskifirði að synja honum um aðgang að bókun í dagbók lögreglu sem gerð hafi verið 9. júní 2010.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Í bréfi sem lögreglan á Eskifirði ritar kæranda 9. ágúst 2011 er vísað til bréfs sem kærandi ritaði lögreglunni 2. s.m. Í bréfinu segir m.a.: „Bókun sú sem vísað er til í bréfi yðar er gerð þann 9. júní 2010. Með bréfi dags. 3. janúar 2011 fóruð þér fram á afhendingu bókunarinnar. Var yður boðið, umfram skyldu, að kynna yður bókunina á lögreglustöð, en afhendingu afrits hennar hafnað. Bréf yðar, dags. 2. maí sl., var sama efnis, en þá hafði erindi yðar þegar verið afgreitt.</p> <p> </p> <p>Þar sem engin kæra hefur verið lögð fram á hendur yður og því ekkert mál til rannsóknar hjá embættinu, er erindi yðar synjað.“</p> <p> </p> <p>Í framangreindri kæru kemur fram að bókun sú sem kærandi krefst aðgangs að hafi verið gerð að frumkvæði stefnda í dómsmáli sem hann hafi höfðað. Kærandi kveðst fyrst hafa frétt af bókuninni þegar stefndi í lok vitnaleiðslu í málinu hafi reifað ávirðingar á hendur sér, sumar mjög alvarlegar, og vísað til bókunarinnar máli sínu til stuðnings. Kærandi kveðst hafa fengið að sjá bókunina hjá lögreglunni en verið synjað um að fá afrit af henni. Ólíðandi sé að lögreglan geti haldið bókun vegna ávirðinga sem að sér beinist á þeim grundvelli að ekki þyki ástæða til að rannsaka þær. Þannig sé sér gert ókleift að hreinsa sig af ávirðingunum. Kærandi kveðst geta fallist á þá skoðun lögreglunnar að bókunin hafi upphaflega verið vinnuskjal en þar sem hún ætli ekki að aðhafast frekar í málinu megi líta svo á að það hafi verið afgreitt endanlega. Upplýsinga um bókunina verði ekki aflað annars staðar frá og því sé hún ekki undanþegin upplýsingarétti samkvæmt ákvæðum 4. gr. upplýsingalaga sem lögreglan vísi til.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Sem fyrr segir barst kæra þessa máls úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi hinn 8. september 2011. Kæran var send lögreglunni á Eskifirði með bréfi úrskurðarnefndarinnar þann 9. sama mánaðar og henni gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Frestur til þessa var gefinn til 21. september. Þá óskaði nefndin eftir því að henni yrði innan sama frests látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Svarbréf lögreglunnar á Eskifirði barst 22. september. Í því segir m.a. eftirfarandi: „Það er skoðun lögreglunnar á Eskifirði að hér sé um vinnuskjöl að ræða og því eigi 4. gr. laga nr. 50/1996, upplýsingalaga, við. Í umræddri bókun koma fram nöfn aðila sem voru vitni að ákveðnum atburðum. Jafnvel þótt mál sé komið í lokastöðu „Verkefni lokið“ getur lögregla tekið mál til rannsóknar ef fram kemur kæra þess sem misgert var við, og eða frekari upplýsingar koma fram sem verða til þess að lögreglan tekur mál upp til rannsóknar. [...] Almennt fer lögreglan með bókanir í dagbækur og tilkynningar sem trúnaðarmál enda gilda mjög strangar og skýrar reglur um meðferð lögreglu á upplýsingum sem eru til staðar í kerfum þeim sem hún rekur.“</p> <p> </p> <p>Svarbréfi lögreglunnar fylgdi sú bókun sem kærandi krefst aðgangs að og bókun gerð 27. júní 2009. Kærandi hefur ekki krafist aðgangs að bókuninni frá 27. júní 2009 en lögreglan segir í bréfi sínu að hún telji rétt að láta úrskurðarnefndinni þessa bókun í té í til upplýsingar.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 23. september 2011, var kæranda gefinn kostur á því að gera frekari athugasemdir varðandi kæruna í tilefni af  umsögn lögreglunnar á Eskifirði og var frestur til þess veittur til 30. september s.á. Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <h3> </h3> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Eins og að framan er rakið krefst kærandi aðgangs að bókun sem lögreglan á Eskifirði gerði 9. júní 2010. Hér er ekki um að ræða mál sem sætir rannsókn sem sakamál samkvæmt lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála, og ekkert er komið fram um að lögreglan muni aðhafast eitthvað frekar vegna málsins. Því á ekki við ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga þar sem segir m.a. að upplýsingalögin eigi ekki við um rannsókn sakamáls eða saksókn. Um rétt kæranda til aðgangs að umræddri bókun fer því eftir ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Takmarkanir á þessum rétti koma fram í 2. og 3. mgr. sömu lagagreinar. Bókun lögreglunnar á Eskifirði sem gerð var 9. júní 2010 geymir upplýsingar sem varða kæranda sjálfan með beinum hætti. Um rétt hans til aðgangs fer því eftir ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Rétt er að taka fram að réttur kæranda til að fá afrit af bókuninni skerðist ekki við það að honum var heimilað að lesa hana á lögreglustöðinni á Eskifirði, en samkvæmt 2. mgr. 12. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, eftir því sem við verður komið, að láta í té ljósrit eða afrit af gögnum á því formi eða sniði sem þau eru varðveitt á.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædda bókun. Enda þótt þar séu nefndir tveir menn aðrir en kærandi og sá sem bókunin er gerð eftir, þykir með hliðsjón af því sem í bókunina er skráð ekki tilefni til þess að takmarka aðgang kæranda að bókuninni, hvorki vegna einkahagsmuna annarra, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga né vegna mikilvægra almannahagsmuna, sbr. 2. tl. 2. mgr. sama ákvæðis. Jafnframt skal bent á að samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 322/2001, um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu, á hinn skráði rétt á að fá frá lögreglu upplýsingar um hvaða upplýsingar um hann er eða hefur verið unnið með, tilgang vinnslunnar og hver fær, hefur fengið eða muni fá upplýsingar um hann.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds á kærandi samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga rétt á því að fá afhent afrit að bókun þeirri hjá lögreglunni á Eskifirði sem hefur málsnúmerið [...] og gerð var 9. júní 2010.</p> <h3> </h3> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Lögreglunni á Eskifirði ber að afhenda kæranda, [...], bókun þá sem hún gerði 9. júní 2010 og hefur málsnúmerið [...].</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> Friðgeir Björnsson                                                                                Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-398/2011. Úrskurður frá 29. desember 2011. | Kærð var sú ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja um aðgang að ýmsum gögnum rannsóknarnefndar Alþingis sem vörðuðu bankann Glitni, þ. á m. skýrslum stjórnenda og starfsmanna fyrir rannsóknarnefndinni. Tilgreining máls eða gagna í máli. Þagnarskylda. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Frávísun að hluta, synjun staðfest að hluta, úrskurði um aðgang að öðrum skýrslum frestað að svo stöddu. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 29. desember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-398/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 14. apríl 2011, kærði [A] hrl., fyrir hönd [B] hf., ákvarðanir Þjóðskjalasafns Íslands, frá 16. og 28. mars 2011, um að synja beiðni umbjóðanda hans um aðgang að gögnum.</p> <p>Beiðni [B] um aðgang, sbr. bréf lögmannsins, dags. 9. mars 2011, laut „að öllum þeim skjölum og öðrum gögnum sem Rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum um Glitni við gerð skýrslu nefndarinnar, sem skilað var þann 12. apríl 2010, þar með talið skýrslum sem nefndin tók af stjórnendum og starfsmönnum Glitnis og eftir atvikum öðrum aðilum, tölvupóstsamskiptum og öðrum skriflegum samskiptum framangreindra aðila innbyrðis og við aðra aðila, fundargerðum stjórnar Glitnis og nefnda bankans, lánasamningum, minnisblöðum, álitsgerðum, endurskoðunarskýrslum o.fl.“</p> <p>Í beiðni lögmannsins er vísað til þess að Glitnir hafi keypt svokallaða stjórnendatryggingu fyrir stjórnendur bankans hjá [B] vorið 2008 og telji sig nú eiga kröfu á félagið. Telur lögmaðurinn ljóst að þau gögn sem rannsóknarnefnd Alþingis lagði til grundvallar skýrslu sinni geti varpað frekara ljósi á rekstur bankans á tilteknu tímabili. Umbjóðandi hans hafi hagsmuni af því að fá aðgang að gögnunum. Þau hafi að geyma upplýsingar um rekstur bankans og vitneskju og háttsemi stjórnenda hans og starfsmanna fyrir töku tryggingarinnar sem kunni að hafa þýðingu fyrir dómsmál sem höfðað hafi verið til þess að fá trygginguna greidda.</p> <p>Til stuðnings beiðni [B] um aðgang að gögnunum vísar félagið til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. og 9. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands. Telur félagið ljóst að þær undantekningar frá upplýsingarétti, sem fram koma í 4.-6. gr. upplýsingalaga, eigi ekki við um gögnin. Er í því sambandi bæði vísað til þess að Glitnir sé nú í slitameðferð og að þær upplýsingar sem birtar séu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis séu þess eðlis og af þeirri stærðargráðu að engin leynd eða trúnaður verði talin hvíla yfir þeim eða rekstri Glitnir á umræddum tíma, hafi slík leynd eða trúnaður yfirleitt verið fyrir hendi á einhverjum tíma.</p> <p>Eins og áður segir afgreiddi kærði beiðni [B] með bréfum, dags. 16. og 28. mars 2011.</p> <p>Í fyrrnefnda bréfinu segir m.a. orðrétt:</p> <p>„Beiðni yðar er víðtæk og um sumt opin og tekur nokkurn tíma að staðreyna hvort umbeðin gögn séu til staðar í safninu og hvort heimilt sé og unnt að verða við beiðni yðar um aðgang. Þó er hægt að svara nú beiðni yðar um aðgang að skýrslum sem nefndin tók af stjórnendum og starfsmönnum Glitnis og eftir atvikum öðrum aðilum.</p> <p>Í lögum nr. 142/2008, sbr. 146/2009, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða er fjallað um afhendingu gagna, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, og gagnagrunna, sem orðið hafa til í störfum hennar til Þjóðskjalasafns, sbr. 5. mgr. 17. gr. og 18. gr. laganna. Í 5. mgr. 17. gr. er tekið fram að gögn sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, skulu færð á Þjóðskjalasafn Íslands að rannsókn nefndarinnar lokinni. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 takmarka almenn ákvæði laga um þagnarskyldu ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögunum. Þá er kveðið á um það í 5. gr. upplýsingalaga að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> <p>Í lögum nr. 142/2008 voru rannsóknarnefnd Alþingis fengnar víðtækar heimildir til upplýsingaöflunar í þágu rannsóknar sinnar. Í 6. gr. laganna er þannig kveðið á um skyldu til að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að láta í té upplýsingar og skyldu einstaklinga til að mæta fyrir nefndina til að veita upplýsingar óháð því hvort þær séu háðar þagnarskyldu. Í 8. gr. laganna er kveðið á um skyldu til að koma fyrir nefndina til skýrslutöku krefjist hún þess. Samkvæmt því hafði nefndin heimild til að fá aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum auk þess sem einstaklingum var skylt að gefa skýrslu fyrir nefndinni. Í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að framangreindum lögum er tekið fram að þagnarskylda víki undantekningarlaust fyrir skyldunni til að láta nefndinni í té upplýsingar en slíkt helgist af eðli rannsóknarinnar þar sem gera megi ráð fyrir að erfitt verði að ná markmiðum frumvarpsins nema með því að nefndin fái aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum. Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á umfjöllun í nefndaráliti allsherjarnefndar um það hvort rannsóknarheimildir nefndarinnar gangi nærri þeirri réttarvernd sem leiði af 71. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um friðhelgi einkalífs.</p> <p>Beiðni yðar beinist m.a. að aðgangi að gögnum og skýrslum ótilgreindra einstaklinga, þ.e. stjórnendum og starfsmönnum Glitnis og eftir atvikum öðrum aðilum, sem þeir gáfu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis samkvæmt þeirri skyldu sem mælt er fyrir um í 8. gr. laga nr. 142/2008 í þágu rannsóknar nefndarinnar. Ekki er sérstaklega tilgreint hvaða skýrslur um er að ræða en gera verður kröfu um slíkt, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Þjóðskjalasafn telur rétt í þessu sambandi að benda á að sumir þeirra einstaklinga sem þér vísið til og gáfu skýrslu fyrir nefndinni eru bundnir sérstakri þagnarskyldu að lögum sbr. 58. gr. nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sem felur í sér að Þjóðskjalasafni er óheimilt að veita aðgang að þeim skýrslum, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá er Þjóðskjalasafni almennt allt að einu óheimilt með vísan til 5. gr. upplýsingalaga að veita aðgang að umræddum skýrslum en ekki kæmi til álita að veita aðgang að hluta þeirra á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga. Það skal tekið fram að Þjóðskjalasafn lítur svo á að safninu sé óheimilt að veita aðgang að skýrslum einstaklinga sem þeir gáfu fyrir rannsóknarnefndinni án úrskurðar dómstóls um skyldu til að afhenda þær. Með vísan til framangreinds er beiðni yðar varðandi aðgang að skýrslum einstaklinga fyrir nefndinni því hafnað.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds er beiðni yðar um aðgang að skýrslum aðila sem þér tilgreinið fyrir rannsóknarnefnd Alþingis hafnað.“</p> <p>Í svarbréfi Þjóðskjalasafnsins er að lokum vísað til heimildar til þess að kæra ákvörðun safnsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál jafnframt því sem tekið er fram að stefnt sé að því að taka afstöðu til beiðni [B] að öðru leyti fyrir lok næstu viku.</p> <p>Í seinna bréfi Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 28. mars 2011, er vísað til fyrri afgreiðslu safnsins á beiðni um aðgang að skýrslum einstaklinga fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Síðan segir m.a. orðrétt:</p> <p>„Í lögum nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða er fjallað um afhendingu gagna, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, og gagnagrunna, sem orðið hafa til í störfum hennar til Þjóðskjalasafns, sbr. 5. mgr. 17. gr. og 18. gr. laganna. Í 5. mgr. 17. gr. er tekið fram að gögn, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, skulu færð á Þjóðskjalasafn Íslands að rannsókn nefndarinnar lokinni. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Eins og fram kemur í beiðni yðar er Glitnir banki hf. nú í slitameðferð. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um þinglýsingu, aðfaragerðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann, nauðungarsölu, greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti, né heldur um rannsókn sakamáls eða saksókn. Með vísan til þess að Glitnir banki hf. sætir opinberum skiptum verður að telja að upplýsingalög gildi ekki um aðgang að gögnum sem varða Glitni banka hf. í skjalasafni rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt því er Þjóðskjalasafni ekki heimilt að afhenda gögn sem varða Glitni banka hf. og eru í skjalasafni rannsóknarnefndarinnar.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds er beiðni yðar um aðgang að gögnum í skjalasafni rannsóknarnefndar Alþingis sem varða Glitni banka hf. hafnað.“</p> <p>Í bréfinu er að lokum vísað til kæruheimildar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p>Eins og áður segir kærði lögmaður [B] synjun Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 14. apríl 2011.</p> <p>Í kærunni er aðdraganda kærunnar lýst. Í kafla er lýtur að grundvelli beiðni [B] segir að beiðnin byggist á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. og 9. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands, og 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Þá er ákvæði 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga jafnframt rakið.</p> <p>Í kærunni eru áréttuð þau sjónarmið sem fram komu í upphaflegri beiðni [B], dags. 9. mars 2011, og rakin eru hér að framan, um að undantekningar 4.-6. gr. upplýsingalaga eigi ekki við um umbeðin gögn og ef leynd eða trúnaður yfirleitt hafi hvílt yfir þessum atriðum á einhverjum tíma, þá hafi sú leynd og sá trúnaður bersýnilega fallið brott við útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í kærunni er jafnframt áréttað að [B] hafi ríka ástæðu, og auk þess lögvarða hagsmuni í skjóli þess dómsmáls sem höfðað hafi verið á hendur því, til að kynna sér frumgögnin að baki skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.</p> <p>Um synjun Þjóðskjalasafns Íslands frá 16. mars 2011 er fjallað í sérstökum undirkafla í kærunni. Að því er varðar þau ummæli í bréfi safnsins að ekki hafi verið sérstaklega tilgreint hvaða skýrslur um sé að ræða og að gera verði kröfu um slíkt, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, segir orðrétt í kærunni:</p> <p>„Umbjóðandi minn telur framangreindan rökstuðning Þjóðskjalasafns Íslands rangan og í andstöðu við meginreglur og tilgang upplýsingalaga. Þá er rökstuðningur Þjóðskjalasafns í hreinni andstöðu við ákvæði 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga [...]</p> <p>Umbjóðandi minn fær ekki skilið hvers vegna þjóðskjalasafn kýs hvorki að nefna né taka tillit til framangreinds ákvæðis. Af ákvæðinu leiðir að umbjóðandi minn á skýlausan rétt á aðgangi að öllum gögnum um málið, án þess að umbjóðandi minn þurfi að tilgreina sérstaklega þau gögn sem hann hyggst kynna sér.</p> <p>Umbjóðandi minn telur auk þess að krafa um tilgreiningu á þeim gögnum, sem hann hyggst kynna sér, gengi þvert gegn meginreglu upplýsingalaga um aðgang að gögnum, þar sem umbjóðandi minn hefur ekki nægilegar upplýsingar undir höndum til að geta tilgreint gögnin. Umbjóðandi minni hefur, svo dæmi sé tekið, ekki upplýsingar um nöfn allra þeirra aðila sem gáfu skýrslu fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis í tengslum við rannsókn nefndarinnar á starfsemi Glitnis, ekki upplýsingar um dagsetningar skýrslugjafar o.s.frv. Það færi þvert gegn anda upplýsingalaga að meina umbjóðanda mínum um aðgang að gögnunum eingöngu vegna þess að hann getur ekki tilgreint nákvæmlega hvert einasta skjal sem hann hyggst kynna sér og Rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum – en þau gögn skiptu hugsanlega þúsundum.</p> <p>Það er tilgangur upplýsingalaga að tryggja að almenningur geti kynnt sér öll gögn um tiltekið mál, og einmitt kynnt sér hvaða gögn liggja fyrir um málið. Ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna er ætlað að stuðla að því. Lögin næðu hins vegar ekki þeim tilgangi sínum ef gerð væri krafa um að tilgreind væru öll þau gögn sem viðkomandi aðili hygðist kynna sér. Framangreind lögskýring Þjóðskjalasafns Íslands hlýtur því að teljast röng.“</p> <p>Um tilvísun Þjóðskjalasafns Íslands til þagnarskylduákvæðis 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir í kærunni:</p> <p>„Umbjóðandi minn telur framangreinda lögskýringu Þjóðskjalasafns bersýnilega ranga. Í 2. málsl. 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið skýrt fram að „Almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum þessum“. Með því er tekinn af allur vafi um að almenn ákvæði um þagnarskyldu, líkt og þau sem fram koma í 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum sem falla undir gildissvið upplýsingalaga. Um skýringu á hugtakinu „almenn ákvæði um þagnarskyldu“ vísast í þessu sambandi til athugasemda greinagerðar með frumvarpi til upplýsingalaga, þar sem segir meðal annars:</p> <p>„Einkenni þessara almennu ákvæða er að þau sérgreina ekki þær upplýsingar sem þagnarskyldan gildir um heldur tilgreina aðeins „atriði“, „upplýsingar“ eða „það“ sem starfsmaður fær vitneskju um í starfi og leynt skal fara. Slík almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarka sem fyrr segir ekki aðgang að gögnum skv. 1. mgr. 3. gr. og 9. gr. frumvarpsins.“</p> <p>Réttur umbjóðanda míns til aðgangs að gögnunum er því óheftur, hvað sem líður hugsanlegri almennri þagnarskyldu starfsmanna fjármálafyrirtækja samkvæmt 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.</p> <p>Umbjóðandi minn fær ekki skilið þá röksemdafærslu Þjóðskjalasafns að safninu sé „óheimilt að veita aðgang að þeim skýrslum, sbr. gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga“, enda rennir 3. mgr. 2. gr. laganna þvert á móti stoðum undir rétt umbjóðanda míns til slíks aðgangs.</p> <p>Þá skal bent á, eins og fram kemur í bréfi Þjóðskjalasafns, að í athugasemdum frumvarps sem varð að lögum nr. 142/2008 var tekið fram að þagnarskylda viki undantekningarlaust fyrir skyldunni til að láta Rannsóknarnefnd Alþingis í té upplýsingar.“</p> <p>Í kærunni er ákvæði 3. mgr. 6. gr. laga nr. 142/2008 því næst tekið orðrétt upp. Áfram segir orðrétt í kærunni:</p> <p>„Hafi þagnarskylda yfirleitt verið fyrir hendi þá er ljóst að henni var vikið til hliðar með framangreindu ákvæði laga nr. 142/2008. Engin þagnarskylda hvíldi á Rannsóknarnefnd Alþingis, enda gaf hún út greinargóða og ýtarlega skýrslu um niðurstöður sínar þar sem vísað var jöfnum höndum til gagna sem nefndin aflaði og skýrslna sem nefndin tók af starfsmönnum fjármálafyrirtækja og öðrum. Þá er Þjóðskjalasafn Íslands heldur ekki, eðli máls samkvæmt, bundið þagnar- eða trúnaðarskyldu um gögnin. Verður því ekki séð á hverju afstaða Þjóðskjalasafns byggir að þessu leyti.</p> <p>Umbjóðandi minn bendir einnig á að hvergi í afstöðu Þjóðskjalasafnsins kemur fram hvaða upplýsingar eða efni það er í umræddum skýrslum, sem mögulega gæti fallið undir þagnarskyldu, væri slík þagnarskylda fyrir hendi. Með hliðsjón af meginreglu upplýsingalaga um óheftan aðgang að gögnum sem falla undir lögin hlýtur sönnunarbyrgðin um að tiltekin gögn falli undir undantekningarákvæði laganna að hvíla á viðkomandi stjórnvaldi. Þjóðskjalasafnið hefur hins vegar ekki reynt að sýna fram á hvaða efni umræddra gagna ætti með réttu að vera undanþegið hinum skýra rétti umbjóðanda míns. Skýtur það óneitanlega skökku við, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðskjalasafnið hafnar alfarið beiðni umbjóðanda míns og undanþiggur skýrslurnar aðgangi í heilu lagi, án þess einu sinni að rökstyðja að hluti gagnanna skuli undanþeginn aðgangi.</p> <p>Þá er fullyrðing Þjóðskjalasafns þess efnis að „ekki kæmi til álita að veita aðgang að hluta þeirra á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga“ órökstudd og í hreinu ósamræmi við ákvæði 7. gr. upplýsingalaga, þar sem einmitt er kveðið á um rétt almennings til aðgangs að þeim hlutum skjala, sem undantekningarákvæði 4.-6. gr. eiga ekki við um.“</p> <p>Þessu næst er í kærunni vikið að tilvísun Þjóðskjalasafns Íslands til 5. gr. upplýsingalaga og þess að safnið líti svo á að því sé óheimilt að veita aðgang að skýrslum einstaklinga fyrir rannsóknarnefndinni án úrskurðar dómstóls um skyldu til að afhenda þær. Um þetta segir í kærunni:</p> <p>„Ljóst er að þau gögn, sem umbjóðandi minn hefur krafist aðgangs að, varða ekki einkamálefni eða fjárhagsmálefni einstaklinga, enda lúta gögnin að starfsemi og rekstri hlutafélagins Glitnis banka á tilteknu árabili. Hér er því ekki um gögn að ræða sem varða einkahagsmuni eða friðhelgi einkalífs.</p> <p>Umbjóðandi minn telur ljóst að síðari málsliður 5. gr. sem varðar „fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila“ á heldur ekki við í málinu. Glitnir varð opinberlega ógjaldfær um mánaðamótin september / október 2008, en að efni til varð hann það væntanlega mun fyrr. Glitnir er nú í slitameðferð á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 129/2008, lög nr. 44/2009 og lög nr. 132/2010 um breytingu á þeim lögum. Slitameðferð bankans er ekki ósvipuð gjaldþrotameðferð að því leyti að skilanefnd og slitastjórn bankans vinna að því að hámarka eignir bankans og láta kröfuhafa bankans njóta andvirðis þeirra með einhverjum hætti. Verður því ekki séð hvaða fjárhags- eða viðskiptahagsmunir Glitnis gætu mögulega réttlætt að umbjóðanda mínum verði meinaður aðgangur að umræddum gögnum. Umbjóðandi minn telur ljóst að hér hafi Þjóðskjalasafn Íslands gengið gegn meginreglu upplýsingalaga um aðgang að gögnum.</p> <p>Umbjóðandi minn áréttar sérstaklega að Þjóðskjalasafn hefur ekki með neinu móti reynt að rökstyðja nákvæmlega hvaða upplýsingar í gögnunum teljist svo viðkvæmar að umbjóðandi minn eigi ekki rétt á aðgangi að þeim, og hvers vegna þær teljast svo viðkvæmar. Telur umbjóðandi minn ljóst að með því hafi Þjóðskjalasafn ekki fylgt þeim sjónarmiðum sem safninu ber að fylgja við skýringu á 5. gr. upplýsingalaga, sbr. ummæli greinargerðar með þeirri grein í frumvarpi til upplýsingalaga [...]“</p> <p>Í kærunni er að lokum vísað til þess að þau gögn og upplýsingar sem [B] krefjist aðgangs að hafi verið gerð efnislega opinber með birtingu rannsóknarnefndar Alþingis þann 12. apríl 2010. Hafi leynd einhvern tíma hvílt yfir gögnunum sé svo ekki lengur. Sönnunarbyrðin um hið gagnstæða hvíli á Þjóðskjalasafni Íslands, sem ekki hafi staðið undir þeirri sönnunarbyrði.</p> <p>Um synjun Þjóðskjalasafns Íslands frá 28. mars 2011 er fjallað í öðrum undirkafla í kærunni. Að því er varðar vísun safnsins til 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og þess að Glitnir sé nú í slitameðferð segir orðrétt í kærunni:</p> <p>„Umbjóðandi minn telur framangreinda afstöðu Þjóðskjalasafns bersýnilega ranga og byggða á misskilningi á efni og inntaki 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Framangreint ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga [...] felur í sér að aðgangs verður ekki krafist hjá sýslumanni á grundvelli upplýsingalaga að gögnum sem tengjast þinglýsingu, aðfarargerðum, kyrrsetningu og sambærilegum athöfnum sýslumanns. Með því er tekinn af allur vafi um að upplýsingalög taka ekki til gagna, sem liggja fyrir í slíkum málum hjá sýslumanni.</p> <p>Þá felur framangreint ákvæði [...] í sér að aðgangs verður ekki krafist á grundvelli upplýsingalaga að gögnum sem skiptastjóri eða aðstoðarmaður í greiðslustöðvun hafa í vörslum sínum í tengslum við greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti.</p> <p>Þetta má ljóst vera af orðalagi 1. mgr. 2. gr. laganna. Í athugasemdum greinargerðar með frumvarpi til upplýsingalaga er auk þess að finna frekari áréttingu [...]“</p> <p>Í kærunni er þessu næst vitnað orðrétt til athugasemda með ákvæðinu í greinargerð er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaganna sem og til 1. mgr. 2. gr. stjórnsýslulaga. Svo segir:</p> <p>„Umbjóðandi minn telur ljóst af framangreindu að 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga á einungis við um aðgang að gögnum hjá viðkomandi aðilum, þ.e. sýslumönnum, skiptastjórum og sambærilegra sýslunarmanna, svo vísað sé til orðalags greinargerðar með frumvarpi til upplýsingalaga.</p> <p>Ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka hins vegar ekki til aðgangs að gögnum hjá opinberum aðilum, líkt og Þjóðskjalasafns Íslands, sem falla þvert á móti beint undir upplýsingalög samkvæmt skýrum lagafyrirmælum, sbr. 9. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands. Þá falla viðkomandi gögn, sem Rannsóknarnefnd Alþingis aflaði vegna rannsóknar sinnar, beint undir upplýsingalög samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.</p> <p>Ákvæði 1. mgr. 2. gr. takmarka því ekki rétt umbjóðanda míns til aðgangs að gögnunum. Það myndi enda skjóta skökku við ef aðgangur að gögnum varðandi tiltekinn aðila – Glitni í þessu tilviki – væri takmarkaður eingöngu vegna þess að viðkomandi aðili væri í gjaldþrotaskiptum eða slitameðferð þegar beiðni um aðgang að gögnunum væri lögð fram. Slík lögskýring myndi leiða til afar ankannalegra niðurstaðna og er einfaldlega ótæk.</p> <p>Sú skýring sem Þjóðskjalasafn Íslands byggir ákvörðun sína á er röng, hefur ekki lagastoð, og gengur þvert gegn ákvæðum upplýsingalaga og ákvæðum 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2009 og tengdra atburða.“</p> <p>Í kæru [B] er að lokum áskilinn réttur til að koma að frekari gögnum og sú krafa gerð að ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands um synjun að aðgangi að umbeðnum gögnum verði felld úr gildi. Til vara  er sú krafa gerð að úrskurðarnefndin heimili aðgang að svo stórum hluta þeirra gagna sem nefndin telur rétt á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 26. apríl 2011, var kærða kynnt framkomin kæra og um leið gefinn frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu látin í té gögn málsins.</p> <p>Athugasemdir kærða ásamt gögnum málsins bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 10. maí 2011. Í því er áréttað að samkvæmt lögum nr. 142/2008 sé safnið vörsluaðili gagna rannsóknarnefndar Alþingis sem hún aflaði vegna rannsóknarinnar og gagna sem urðu til í störfum hennar. Vísað er til þess að lögin hafi fengið rannsóknarnefndinni víðtækar heimildir til að sinna rannsókn sinni. Þannig hafi rík skylda hvílt á einstaklingum til að mæta fyrir nefndina og verða við kröfu hennar um að láta í té upplýsingar, óháð því hvort þær væru háðar þagnarskyldu, allt að viðlagðri refsiábyrgð, sbr. 11. gr. laganna. Samkvæmt því hafi einstaklingum borið að veita nefndinni aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum en synjun um slíkt hefði getað varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Í bréfi Þjóðskjalasafnsins segir svo m.a.:</p> <p>„Eins og fram hefur komið beinist beiðni kæranda í fyrsta lagi að „skýrslum sem nefndin tók af stjórnendum og starfsmönnum Glitnis og eftir atvikum öðrum aðilum.“ Eins og kemur fram í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 2. gr. 161/2006, skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Í athugasemdum með 1. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2006 kemur fram að tilgreina verður gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á málinu og gögnum þess. Þrátt fyrir að Þjóðskjalasafn telji sér fært að hafa upp á skýrslum stjórnenda og starfsmanna Glitnis með því að skoða listann yfir skýrslutökur í 9. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis telur safnið sér ekki fært að hafa uppi á skýrslum annarra aðila eftir atvikum án nánari tilgreiningar.</p> <p>Fyrir liggur að stjórnendur og þeir starfsmenn Glitnis sem gáfu skýrslur og sem kærandi óskar aðgangs að eru bundnir sérstakri þagnarskyldu að lögum, sbr. 58. gr. lag nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, en slík þagnarskylda helst eftir að látið er [af] störfum. Þá skal áréttað eðli þeirra upplýsinga sem um ræðir auk þess sem rétt þykir að benda á að umræddur banki er um þessar [mundir] í slitameðferð en fyrir liggur að upplýsingalög gilda ekki um gjaldþrotaskipti eða önnur opinber skipti, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Þá gilda lögin ekki heldur um rannsókn sakamáls, sbr. sama ákvæði, en ljóst er að starfsemi hans sætir að einhverju leyti slíkri rannsókn. Að þessu viðbættu er ljóst að í skýrslunum er um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar að ræða, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, en það skal áréttað að ekki kemur til álita að veita aðgang að hluta þeirra á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga. Þá skal tekið fram að Þjóðskjalasafn lítur svo á að safninu sé óheimilt að veita aðgang að skýrslum einstaklinga sem þeir gáfu fyrir rannsóknarnefndinni án úrskurðar dómstóls um skyldu til að afhenda þær og hefur til að mynda synjað saksóknara Alþingis um aðgang að þessum skýrslum á þeim grundvelli.</p> <p>Í öðru lagi er óskað eftir aðgangi að „öllum þeim skjölum og öðrum gögnum sem Rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum um Glitni við gerð skýrslu nefndarinnar, sem skilað var þann 12. apríl 2010“.  Fyrir liggur að Glitnir banki hf. er nú í slitameðferð. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um mál er varða t.d. gjaldþrotaskipti eða önnur opinber skipti. Í athugasemdum með framangreindri grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tekið fram að í réttarfarslöggjöfinni sé gert ráð fyrir því að ágreiningsefni um þessi málefni verði borin beint undir dómstóla og því eðlilegt að umrædd störf falli utan við gildissvið laganna á sama hátt og starfsemi dómstóla. Að auki skal áréttað að upplýsingalögin gilda heldur ekki um aðgang að gögnum í málum sem snerta rannsókn sakamáls eða saksókn en ljóst er að slíkt getur átt við um starfsemi Glitnis banka hf. Samkvæmt framangreindu er Þjóðskjalasafni ekki heimilt að afhenda kæranda umrædd gögn.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds, þ.m.t. eðli þeirra upplýsinga sem um er að ræða í skýrslum þeim sem um ræðir, er Þjóðskjalasafni, með gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga  sem og vísan til 5. gr. upplýsingalaga, óheimilt að veita aðgang að umræddum skýrslum en ekki kemur eins og áður segir til álita að veita aðgang að hluta skýrslnanna á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga. Þá er Þjóðskjalasafni með vísan til þess að Glitnir banki hf. sætir nú slitameðferð ekki heimilt að veita aðgang að þeim gögnum sem Rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum um bankann, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds eru eingöngu skýrslur stjórnenda og starfsmanna Glitnis banka hf. samkvæmt upptalningu í 9. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis meðfylgjandi bréfi þessu.“</p> <p>Með bréfi, 11. maí 2011, kynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda framangreinda umsögn Þjóðskjalasafns Íslands og gaf honum kost á að koma á framfæri athugasemdum í tilefni af henni.</p> <p>Athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 18. maí 2011. Um afmörkun safnsins á því hvaða gögnum það taldi sér fært að hafa uppi á segir í athugasemdunum:</p> <p>„Umbjóðandi minn getur ekki með nokkru móti fallist á framangreinda röksemdafærslu Þjóðskjalasafns Íslands. Í fyrsta lagi kæmi það umbjóðanda mínum verulega á óvart ef Þjóðskjalasafn Íslands hefði ekki upplýsingar um (eða aðgang að upplýsingum um) hvaða skýrslur voru teknar í tengslum við rannsókn Rannsóknarnefndar Alþingis á starfsemi Glitnis banka hf., og eru í vörslum safnsins sjálfs. Óumdeilt er að öll umrædd gögn eru í vörslum Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 [...]. Umbjóðandi minn telur hafið yfir vafa að Þjóðskjalasafn Íslands hefur upplýsingar um hvaða skýrslur Rannsóknarnefnd Alþingis afhenti safninu. Safninu er enda skylt að flokka, skrá og varðveita gögn, sbr. ákvæði laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands, einkum 3. og 4. gr. laganna. Ef svo ólíklega vill til að safnið hafi ekki enn skráð eða flokkað umrædd gögn, þá ber safninu að gera það og veita  umbjóðanda mínum aðgang að gögnunum að því loknu. Þær kringumstæður myndu hins vegar aldrei, eðli máls samkvæmt, heimila safninu að hafna beiðni umbjóðanda míns, svo sem safnið hefur gert.</p> <p>Þá telur umbjóðandi minn að með afstöðu sinni gangi Þjóðskjalasafn Íslands þvert gegn meginreglu 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um aðgang að öllum gögnum. Umbjóðanda mínum þykir ótækur sá rökstuðningur Þjóðskjalasafns Íslands, að safnið geti ekki veitt umbjóðanda mínum aðgang að skýrslum sem safnið hefur undir höndum vegna þess að safnið geti ekki fundið aðrar skýrslur en þær sem taldar eru í 9. bindi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.</p> <p>Ef það er í raun svo að Þjóðskjalasafn Íslands, þ.e. sjálfur lögskipaður vörsluaðili gagnanna, telur „sér ekki fært að hafa uppi á skýrslum annarra aðila eftir atvikum án nánari tilgreiningar“, þá verður eðli máls samkvæmt ekki heldur gerð sú krafa að umbjóðandi minn geti tilgreint hvaða skýrslur þar er um að ræða. Styður þetta því beiðni umbjóðanda míns um að fá aðgang að öllum skýrslum sem teknar voru í tengslum við rannsókn Rannsóknarnefndar Alþingis á rekstri Glitnis banka hf. Eins og umbjóðandi minn hefur áður bent á þá verður ekki gerð sú krafa að umbjóðandi minn tilgreini heiti þeirra skýrslna, enda er það einmitt hluti af upplýsingarétti borgaranna að fá að kynna sér hvaða gögn liggja fyrir um tiltekið mál, án þess að vita það fyrirfram, sbr. 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.“</p> <p>Í athugasemdunum er vísað til nánari umfjöllunar um þetta atriði í kæru félagsins, dags. 14. apríl 2011, en efni hennar er rakið hér að framan. Í athugasemdunum segir svo að hvað sem öðru líði eigi [B] skýlausan rétt á aðgangi að þeim skýrslum sem getið sé á listanum er fylgdi bréfi Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p>Að því er varðar vísun í umsögn Þjóðskjalasafns Íslands  til þess að Glitnir banki hf. sé í slitameðferð og að upplýsingalög gildi ekki um rannsókn sakamáls, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er í athugasemdunum vísað til umfjöllunar þar að lútandi í kæru [B]. Svo segir orðrétt:</p> <p>„Ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga takmarka ekki aðgang að gögnum bara vegna þess að sá aðili, sem gögnin kunna að varða, er í gjaldþrotaskiptum þegar aðgangs að gögnunum er óskað. Slík takmörkun á aðgangi væri algjörlega þarflaus, enda er enginn sjáanlegur tilgangur fólginn í því að takmarka aðgang að gögnum hjá stjórnvaldi um tiltekinn aðila eingöngu vegna þess að verið er að skipta eigum þess aðila í gjaldþrotaskiptum á þeim tíma.</p> <p>Ákvæðum 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er ætlað að verja sýslumenn, skiptastjóra og rannsakendur gegn beiðnum um aðgang að gögnum, sem þeir aðilar hafa undir höndum. Ákvæðum 1. mgr. 2. gr. laganna er hins vegar ekki ætlað að takmarka aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum, eingöngu vegna þess að sá aðili sem gögnin varða er undir skiptum.“ Er í þessu sambandi áréttuð ummæli í athugasemdum greinargerðar með frumvarpi til upplýsingalaga sem vísað var til í kæru félagsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p>Í athugasemdum [B] við umsögn kærða er að lokum vísað til þeirrar afstöðu þess síðarnefnda að ekki komi til álita að veita aðgang að hluta skýrslna á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga. Um þetta segir m.a. svo:</p> <p>„Umbjóðandi minn fær ekki skilið þessa fullyrðingu, enda færir Þjóðskjalasafn Íslands engin rök fram fyrir því hvers vegna safninu eigi að vera heimilt að ganga gegn ótvíræðu ákvæði 7. gr. upplýsingalaga.“</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h4>1.</h4> <p>Mál þetta lýtur að synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni [B] um aðgang að gögnum er tengjast Glitni banka hf. og safnað var saman af rannsóknarnefnd Alþingis á grundvelli laga nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, eða urðu til hjá nefndinni.</p> <p><br /> Eins og rakið er hér að framan laut upphafleg beiðni [B] um aðgang „að öllum þeim skjölum og öðrum gögnum sem Rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum um Glitni við gerð skýrslu nefndarinnar, sem skilað var þann 12. apríl 2010, þar með talið skýrslum sem nefndin tók af stjórnendum og starfsmönnum Glitnis og eftir atvikum öðrum aðilum, tölvupóstsamskiptum og öðrum skriflegum samskiptum framangreindra aðila innbyrðis og við aðra aðila, fundargerðum stjórnar Glitnis og nefnda bankans, lánasamningum, minnisblöðum, álitsgerðum, endurskoðunarskýrslum o.fl.“</p> <p>Kærði afgreiddi beiðnina með tveimur svarbréfum, dags. 16. og 28. mars 2011. Af þeim afgreiðslum verður ráðið að kærði lítur svo á að beiðni [B] um aðgang að gögnum sé ekki nægilega afmörkuð þar sem ekki sé tilgreint með nægjanlegum hætti að hvaða gögnum beiðnin lúti. Af þessum sökum tók kærði aðeins beinlínis afstöðu til skýrslna 18 nafngreindra einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis og vísað var til í skýrslu þeirrar nefndar. Hvað sem þessu líður tók safnið beiðnina til efnislegrar meðferðar að öðru leyti og synjaði um aðgang á grundvelli þeirra röksemda sem raktar eru hér að framan.</p> <p>Þessi úrskurður lýtur annars vegar að afgreiðslu kærða á beiðni [B] um aðgang  að skýrslum hinna 18 nafngreindu einstaklinga, sbr. bréf kærða frá 16. mars 2011, og hins vegar að afgreiðslu nefndarinnar á beiðni [B] að öðru leyti, sbr. bréf kærða frá 28. mars 2011. Úrskurðarnefndin mun fjalla um þessar afgreiðslur í sitt hvoru lagi.</p> <p>Sökum mikils umfangs málsins mun nefndin hins vegar aðeins geta lokið málinu að hluta að svo stöddu svo sem nánari grein verður gerð fyrir síðar í úrskurðinum.</p> <h4>2.</h4> <p>Um störf rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað í lögum nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Í 5. mgr. 17. gr. þeirra laga segir orðrétt:</p> <p>„Að rannsókn nefndarinnar lokinni skulu gögn, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, færð á Þjóðskjalasafn Íslands. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga“.</p> <p>Tilvitnuðu ákvæði var bætt við frumvarp til laganna við þinglega meðferð þess að tilstuðlan allsherjarnefndar. Í áliti nefndarinnar sagði m.a.:</p> <p>„Þá komu einnig fram ábendingar fyrir nefndinni um að í frumvarpinu sé ekki fjallað um hvernig háttað skuli varðveislu þeirra gagna sem aflað er vegna rannsóknarinnar og aðgangi almennings að þeim. Nefndin leggur því til að skýrt verði kveðið á um hvernig fari um þessi atriði og leggur til að við 17. gr. frumvarpsins verði bætt ákvæði sem fjalli sérstaklega um það að gögn skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands að störfum nefndarinnar loknum, sem og að um aðgang að þeim þar fari eftir ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p> Í framangreindu mundi m.a. felast að við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að umræddum gögnum yrði að meta hvort rétt væri að takmarka aðgang með vísan til 5. gr. upplýsingalaga um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Um aðgang að gögnum um slík málefni færi einnig eftir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þess efnis að takmarkanir á aðgangi að gögnum falli niður 80 árum eftir að þau urðu til. Við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að gögnum bæri og að virða ákvæði laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þar á meðal ákvæði 7. gr. um sanngirni og meðalhóf.“ (Alþt. 2008-2009, A-deild, bls. 1567-1568.)</p> <p>Með lagaskilaákvæði 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 hefur löggjafinn með skýrum hætti kveðið á um að þau gögn sem rannsóknarnefndin aflaði vegna rannsóknar sinnar skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands og að um aðgang að þeim skuli fara eftir ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga er meðal annars kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum „sem varða tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna.</p> <p>Í 10. gr. laga nr. 50/1996 segir að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli „tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér“. Þá getur hann „óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“</p> <p>Tilvitnuðu ákvæði var breytt með lögum nr. 161/2006. Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til þeirra laga segir m.a. um ákvæðið:</p> <p>„Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996, er að finna meginreglu laganna um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Inntak meginreglunnar skýrist fyrsta kastið af orðalagi hennar sjálfrar en skv. 1. mgr. 3. gr. laganna er stjórnvöldum „skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.“ Enda þótt orðinu mál beri að ljá rúma merkingu felst þó þegar í því hugtaki ákveðin afmörkun á efni upplýsingaréttarins. Þannig er gerð krafa til að beiðni um aðgang tiltaki það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir en það kemur um leið í veg fyrir að unnt sé að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund eða frá ákveðnu tímabili.</p> <p>Þessi afmörkun eða krafa um tilgreiningu máls er nánar útfærð í 1. mgr. 10. gr. laganna, en þar er um það fjallað hvernig beiðni um aðgang að gögnum skuli sett fram. Við skýringu á þeirri heimild 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga að aðili máls geti tilgreint þau gögn sem hann óskar að kynna sér, verður að taka tillit til framangreindrar afmörkunar upplýsingaréttarins í 1. mgr. 3. gr.</p> <p>Sama afmörkun er enn fremur áréttuð í 2. mgr. 3. gr. laganna þar sem fram kemur til hvaða gagna upplýsingarétturinn tekur. Í 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. er tekið skýrt af skarið um að rétturinn taki til „allra skjala sem mál varða“. Í 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. er mælt svo fyrir að rétturinn taki einnig til „allra annarra gagna sem mál varða“ og loks er í 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. kveðið svo á að hann taki til „dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Upplýsingaréttur aðila er einnig afmarkaður við tiltekið mál í 1. mgr. 9. gr. laganna. Þar segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða „tiltekið mál“ ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.</p> <p>Af framansögðu leiðir að þegar beðið er um aðgang að tilteknum gögnum verður erindið að tengjast tilteknu máli. Þessi niðurstaða byggist einnig á fyrirmyndum upplýsingalaganna. Í athugasemdum við 10. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er tekið fram að gengið sé út frá sömu tilhögun og fram kemur í norsku og dönsku upplýsingalögunum um þetta efni. Þannig sagði svo í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. þeirra norsku upplýsingalaga, sem voru í gildi, þegar frumvarp það var samið, er varð að upplýsingalögum, nr. 50/1996: „Enhver kan hos vedkomennde forvaltningsorgan kreve å få gjøre seg kjent med det offentlige innholdet av dokumenter i en bestemt sak.“</p> <p>[...]</p> <p>Þá er í 2. gr. frumvarpsins lagt til að í 1. mgr. 10. gr. verði áréttað að beiðni um aðgang að gögnum verði annaðhvort að binda við tiltekin skjöl eða önnur gögn máls, sem aðili óskar eftir að fá að kynna sér, eða öll gögn tiltekins máls. Þegar óskað er eftir að fá aðgang að öllum gögnum tiltekins máls á hlutaðeigandi rétt á að fá aðgang að þeim gögnum sem talin eru upp í 2. mgr. 3. gr., enda standi ákvæði 4.–6. gr. því ekki í vegi.</p> <p>Í beiðni verður að tilgreina gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á málinu og gögnum þess.</p> <p>Það leiðir af 1. mgr. 10 gr. að ekki er hægt að biðja um gögn í ótilgreindum málum, t.d. þegar beðið er um aðgang að öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili.“ (Alþt. 2006-2007, A-deild, bls. 1708-1709.)</p> <p>Með bréfi lögmanns [B], dags. 9. mars 2011, var mjög víðtæk beiðni sett fram um aðgang að gögnum er tengdust Glitni banka hf. og komið höfðu til skoðunar hjá rannsóknarnefnd Alþingis á grundvelli laga nr. 142/2008. Úrskurðarnefndin telur að með beiðninni, sem tekin er upp orðrétt hér að framan, hafi félagið í raun farið fram á að fá aðgang að öllum gögnum rannsóknarinnar er vörðuðu umræddan banka.</p> <p>Eins og áður segir getur almenningur óskað eftir því á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 að fá aðgang að öllum gögnum er varða „tiltekið mál“ með þeim takmörkunum sem rakin eru í lögunum. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál laut beiðni [B] hins vegar ekki  „tilteknu máli“ í skilningi upplýsingalaga, heldur að tilteknum banka sem var á meðal þeirra félaga sem komu til sérstakrar skoðunar í rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis. Úrskurðarnefndin bendir í þessu sambandi á að málefni bankans koma við sögu í fjölmörgum aðskildum köflum skýrslu rannsóknarnefndarinnar og er ekki haldið frá sem sérstöku „máli“ í skilningi upplýsingalaga.</p> <p>Í ljósi framangreinds fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á það með Þjóðskjalasafni Íslands að beiðni [B] eins og hún var upphaflega sett fram með bréfi, dags. 9. mars 2011, hafi verið of almenn til þess að hægt hefði verið að taka hana til efnislegrar afgreiðslu án nánari afmörkunar.</p> <p>Þegar svo háttar til að stjórnvöldum berst beiðni um aðgang að gögnum sem er svo almenn að ekki er hægt að ætlast til þess að stjórnvald geti haft uppi á gögnunum er stjórnvöldum rétt að vísa beiðninni frá í stað þess að taka efnislega afstöðu til hennar í formi synjunar.</p> <p><br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamála að upphafleg beiðni [B] frá 9. mars 2011, hafi verið of almenn. Eins og rakið verður hér á eftir leiddu síðari málsatvik til þess að hægt var að afmarka beiðnina við skýrslur 18 nafngreindra einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis.</p> <p>Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að vísa frá beiðni [B] um aðgang að gögnum, sbr. bréf félagsins dags. 9. mars 2011, að öðru leyti en því er lýtur að skýrslum umræddra einstaklinga fyrir rannsóknarnefnd Alþingis.</p> <h4>3.</h4> <p>Hvað sem upphaflegri beiðni [B] frá 9. mars 2011 líður er ljóst, í ljósi þeirra málsatvika sem urðu í kjölfarið, að félagið óskar m.a. eftir aðgangi að skýrslum 18 nafngreindra einstaklinga sem gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis og Þjóðskjalasafn Íslands hefur haft upp á. Þjóðskjalasafn Íslands hefur afgreitt beiðni kæranda efnislega að því leyti á grundvelli upplýsingalaga. Nánar tiltekið er um að ræða skýrslur eftirtalinna einstaklinga en nöfnum þeirra fylgja starfsheiti eins og þau voru 1. október 2008:</p> <p>1.    [C]<br /> 2.    [D]<br /> 3.    [E]<br /> 4.-5.    [F] og [G]<br /> 6.    [H]<br /> 7.    [I]<br /> 8.    [J]<br /> 9.     [K]<br /> 10.    [L]<br /> 11.    [M]<br /> 12.    [N]<br /> 13.    [O]<br /> 14.    [P]<br /> 15.    [Q]<br /> 16.    [R]<br /> 17.    [S]<br /> 18.    [T]</p> <p>Kærandi byggir heimild sína til að fá aðgang að skýrslunum á 3. gr. upplýsingalaga nr. 37/1993. Svo virðist sem Þjóðskjalasafnið byggi synjun sína um aðgang að skýrslunum annars vegar á því að upplýsingalög eigi ekki við í málinu í ljósi þess að Glitnir banki hf. er nú í slitameðferð og að starfsemi bankans snerti hugsanlega rannsókn sakamáls eða saksókn. Af þessum sökum eigi upplýsingalögin ekki við um aðgang að gögnunum, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1996. Hins vegar vísar safnið til 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá vísar safnið einnig til 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.</p> <p>Í 1. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1996 segir orðrétt:</p> <p>„Lög þessi gilda ekki um þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann, nauðungarsölu, greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur opinber skipti, né heldur um rannsókn sakamáls eða saksókn.“</p> <p>Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna segir m.a. um ákvæðið:</p> <p>„Í 1. mgr. er mælt svo fyrir eins og í stjórnsýslulögum að lögin gildi ekki um þau störf sýslumanna og sérstakra sýslunarmanna, þar á meðal skiptastjóra, sem töldust til dómstarfa fram til 1. júlí 1992. Í réttarfarslöggjöfinni er ráð fyrir því gert að ágreiningsefni um þessi málefni verði borin beint undir dómstóla og er því eðlilegt að umrædd störf falli utan við gildissvið laganna á sama hátt og starfsemi dómstóla.“ (Alþt. 1995-1996, A-deild, bls. 3014.)</p> <p>Eins og sjá má er í tilvitnuðum athugasemdum vísað til sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, sbr. 2. gr. þeirra laga. Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til þeirra laga segir m.a. um það ákvæði:</p> <p>„Eins og tekið er fram í innganginum hér að framan er lögunum ætlað að taka jafnt til sýslumanna sem annarra stjórnvalda. Sum af störfum sýslumanna, þ.e. þau störf sem töldust til dómstarfa fyrir réttarfarsbreytingu þá sem gildi tók 1. júlí sl., eru þó þess eðlis að ekki þykir rétt að láta almennar reglur um málsmeðferð í stjórnsýslunni taka til þeirra, auk þess sem ítarleg ákvæði um meðferð þessara mála er að finna í hinni nýju réttarfarslöggjöf. Vegna þess að ráð er fyrir því gert, sbr. athugasemdir hér að framan um 1. gr., að lögmenn og löggiltir endurskoðendur, sem taka að sér trúnaðarstörf á borð við skiptastjórn, geti talist til stjórnvalda í skilningi stjórnsýslulaga, þykir og rétt, með vísun til þeirra röksemda sem að framan greinir, að láta lögin heldur ekki ná til þeirra starfa.“ (Alþt. 1992-1993, A-deild, bls. 3284)</p> <p>Það er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að orðalag 1. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1996, þar sem kveðið er á um að lögin gildi ekki um tilteknar stjórnsýsluathafnir „sýslumanna og sérstakra sýslunarmanna“ verði ekki túlkuð þannig að þau útiloki almennan aðgang að gögnum máls  hjá stjórnvöldum sem ekki hafa umræddar stjórnsýsluathafnir með höndum, svo sem Þjóðskjalasafni Íslands. Svo rúm túlkun á sér hvorki stoð í texta ákvæðisins né lögskýringargögnum og verður að teljast í ósamræmi við meginreglu upplýsingalaga um almennan aðgang að upplýsingum, sbr. einkum 3. gr. laganna.</p> <p>Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærða hafi ekki verið heimilt að synja [B] um aðgang að framangreindum skýrslum á grundvelli þess að Glitnir banki hf. væri í slitameðferð eða mál hans kynnu að tengjast sakamálarannsókn.</p> <p>Víkur þá að þeim röksemdum kærða er lúta að þagnarskyldu 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.</p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p>Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1. mgr. 58. gr. segir:</p> <p>„Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> <p>Í 2. mgr. 58. gr. segir svo:</p> <p>„Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“</p> <p>Samkvæmt síðast tilvitnuðu ákvæði flyst sú þagnarskylda sem kveðið er á um í 1. mgr. 58. gr. yfir á þann sem veitir þeim upplýsingum sem undir ákvæðið falla viðtöku. Samkvæmt þessu er Þjóðskjalasafn Íslands bundið þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar sem rannsóknarnefnd Alþingis færði safninu til varðveislu að því leyti sem þær upplýsingar falla undir 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Eins og sjá má af texta 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 þá hvílir þagnarskylda á öllu því sem starfsmennirnir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns „og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess“. Samkvæmt orðalagi sínu veitir þetta ákvæði því ekki vernd gegn því að upplýsingar séu veittar er varða fjármálafyrirtækið sjálft, heldur aðeins viðskiptamenn þess.</p> <p>Eins og mál þetta hefur verið afmarkað hér að framan lýtur það að aðgangi að skýrslum sem átján (fyrrum) starfsmenn Glitnis banka hf. gáfu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að því leyti sem þær upplýsingar sem þar koma fram varða „viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna bankans“ geti þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 átt við. Að því leyti sem upplýsingarnar kunna að lúta að starfsmanninum persónulega eða bankanum sjálfum telur nefndin að beita þurfi ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.</p> <p>Samkvæmt þessu geta ólíkar upplýsingar í einu og sama gagninu, í þessu tilfelli skýrslu sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, fallið undir ólík lagaákvæði er tryggja misríkan aðgang almennings, allt eftir því hvaða upplýsingar í viðkomandi gagni um er að ræða.</p> <p>Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að taka fram að hún fellst ekki á þá afstöðu Þjóðskjalasafns Íslands, sem ráðin verður af athugasemdabréfi safnsins dags. 14. janúar 2011, að því sé heimilt að taka ákvörðun í eitt skipti fyrir öll um að synja um aðgang að öllum skýrslum sem einstaklingar gáfu fyrir rannsóknarnefndinni og krefjast ávallt úrskurðar dómstóls um skyldu til að afhenda þær. Úrskurðarnefndin áréttar í þessu sambandi að skv. 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 skal um aðgang að gögnunum fara samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga og eins og rakið er hér að framan kveða upplýsingalög nr. 50/1996 á um misríkan aðgang að gögnum eftir því hvert efnisinnihald þeirra er. Nefndin telur að þjóðskjalasafninu beri því að taka efni hverrar skýrslu til sérstakrar skoðunar berist beiðni um aðgang að henni á grundvelli upplýsingalaga og leysa úr beiðninni í samræmi við þau efnisákvæði sem við eiga.</p> <p>Þær skýrslur sem um ræðir í máli þessu eru mjög umfangsmiklar. Eins og getið var um hér að framan telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál nauðsynlegt að taka megnið af skýrslunum til nánari athugunar og getur því ekki lokið máli þessu í heild sinni með þessum úrskurði. Um aðgengi að öðrum skýrslum en þeirri sem fjallað verður um hér að neðan verður því úrskurðað í seinni úrskurði nefndarinnar sem kveðinn verður upp svo fljótt sem verða má.</p> <p>Skýrsla [C]</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér skýrslu [C] fyrir rannsóknarnefnd Alþingis frá 29. september 2009 ítarlega. Skýrslan er 53 blaðsíður að lengd og lýtur að viðskiptum Glitnis banka hf. við aðila sem tilteknir eru í skýrslunni. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru upplýsingarnar þess efnis að þær falla undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Þjóðskjalasafni Íslands var því, með vísan til 2. mgr. 58. gr. þeirra laga, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/0008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja [B] um aðgang að skýrslunni. Í ljósi efnis skýrslunnar og samhengis hennar telur úrskurðarnefndin jafnframt að þagnarskyldan eigi við um skýrsluna í heild en ekki aðeins einstaka hluta hennar.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni [B] um aðgang að skýrslu [C], sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 29. september 2009, er staðfest.</p> <p>Beiðni [B] um aðgang að gögnum hjá Þjóðskjalasafni Íslands, sbr. bréf félagsins dags. 9. mars 2011, er vísað frá nefndinni að því marki sem sú beiðni lýtur að öðrum gögnum en skýrslum 17 nafngreindra einstaklinga er gefnar voru fyrir rannsóknarnefnd Alþingis og listaðar eru upp í úrskurði þessum. Úrskurði um aðgang að þeim skýrslum er frestað að svo stöddu.</p> <p><br /> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir<br /> </p> <p>Friðgeir Björnsson</p> |
A-399/2011. Úrskurður frá 29. desember 2011. | Kærð var sú ákvörðun Ago rekstrarfélags ehf. að synja um aðgang að samstarfssamningi við Icelandair. Gildissvið upplýsingalaga. Einkaréttarleg félög í eigu hins opinbera. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 29. desember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-399/2011.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 30. júní 2011, kærði [A] hdl., f. h. [X], ákvörðun Ago rekstrarfélags ehf., dags. 15. júní 2011,  um að synja umbjóðanda hans um aðgang að samstarfssamningi Icelandair og Ago ehf. frá 27. maí 2011.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Atvik málsins eru þau að hinn 14. júní 2011 sendi [A] hdl. tölvupóst, f.h. [X], til [B] framkvæmdarstjóra þar sem sagði m.a.:</p> <p>„Nýverið var tilkynnt um samning á milli Hörpu og fyrirtækisins Icelandair. Óljóst var af fréttum hvað sá samningur felur nákvæmlega í sér en af fréttum um málið mátti ráða að um gagnkvæma viðskiptalega hagsmuni væri að ræða. Eins og þér er væntanlega kunnugt um þá fellur starfsemi Hörpu undir 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og er Hörpu því skylt að afhenda umbjóðanda mínum umbeðnar upplýsingar enda hefur hann lögvarða hagsmuni af því að fá þær afhentar. Í því samhengi má t.d. benda á að Harpa er opinber aðili í skilningi laga nr. 84/2007.</p> <p>Með hliðsjón af ofangreindu og með vísan í ákvæði upplýsingalaga og niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 366/2007 geri ég þá kröfu, f.h. umbjóðanda míns, að stofnun yðar afhendi umbjóðanda mínum afrit af umræddum samningi Hörpu og Icelandair.“</p> <p>Beiðninni var svarað með bréfi [B] hdl., f.h. Ago rekstrarfélags ehf., dags. 15. júní 2011. Þar segir m.a.:</p> <p>„Til að leiðrétta misskilning sem virðist gæta er það Ago ehf. sem hefur með höndum rekstur á þeirri starfsemi sem fer fram í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi Reykjavíkur. Ago ehf. er viðsemjandi Icelandair í þeim samningi sem þú vísar til í bréfi þínu.</p> <p>Þar sem Ago ehf. fellur ekki undir ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996 er beiðni yðar hafnað.“</p> <p>Eins og áður segir kærði [X] synjun Ago ehf. til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 30. júní 2011.</p> <p>Í kærunni segir að umræddur samstarfssamningur Ago ehf. og Icelandair hafi verið gerður án undangengis útboðs og hafi falið í sér kaup á flugmiðum til og frá Íslandi. Hvorki hafi verið haft samband við önnur fyrirtæki á sama markaði, né verið gerð verðkönnun áður en umræddur samningur var gerður. Telur kærandi að samningurinn sé ólögmætur enda felist í honum brot á ákvæðum laga sem og gildandi rammasamningum um farmiðakaup.</p> <p>Í kærunni er málsatvikum lýst í stuttu máli. Þar er m.a. vikið að Rammasamningi nr. 2867 RK – 14.28 Flugsæti til og frá Íslandi milli Ríkiskaupa og kærða sem kærandi telur fela í sér skyldur sem brotið sé gegn með samstarfssamningi Ago ehf. og Icelandair. Ógerningur sé hins vegar fyrir kæranda að sækja rétt sinn vegna hugsanlegra samningsbrota nema honum verði afhent eintak af samstarfssamningnum.</p> <p>Í kærunni segir svo undir fyrirsögninni málsástæður og lagarök:</p> <p>„Kærandi telur að upplýsingalög nr. 50/1996 gildi um rekstarfélagið Ago ehf.</p> <p>Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga segir að þau taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Í athugasemdum með frumvarpi til laganna segir um 1. gr. „Öfugt við stjórnsýslulög er ekki gerður neinn greinarmunur á því hvers eðlis sú starfsemi er sem stjórnvöld hafa með höndum. Lögin taka því ekki einvörðungu til þess þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga, heldur og til hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerðar og annarrar starfsemi.“ Þetta hefur Hæstiréttur staðfest með mjög afdráttarlausum hætti í niðurstöðu sinni í máli 366/2007.</p> <p>Harpa tónlistarhús er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Til að reka umrædda starfsemi hafa þessir aðilar svo stofnað til einkahlutafélaga sem eru alfarið í þeirra eigu. Í stjórnum þeirra félaga sem koma að rekstri og starfsemi Hörpu sitja eingöngu menn á vegum íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar.</p> <p>Rétt er í þessu samhengi að geta þess að í máli nr. 366/2007 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg, Ríkiskaupum og eignarhaldsfélaginu Portus hf. bæri að afhenda umbeðin gögn er tengdust samningsgerð sem fór fram á grundvelli opinbers útboðs. Byggðist sú niðurstaða Hæstaréttar m.a. á því að það væru ríkari almannahagsmunir af því að gögnin kæmu fyrir augu almennings en hagsmunir Portus ehf. af því að halda þeim leyndum. Þessi sömu rök eiga að mati kæranda við í því máli sem hér um ræðir.</p> <p>Kærandi telur að kærða sé skylt að afhenda umræddar upplýsingar sbr. 3. gr. upplýsingalaga. Þá telur kærandi að hvorki 5. gr. upplýsingalaga né ákvæði laga um opinber innkaup nr. 84/2007 (OIL) séu því til fyrirstöðu enda hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál margsinnis staðfest í fordæmisgefandi málum að svo sé ekki.</p> <p>Þá telur kærandi að opinberir aðilar geti ekki vikið sér undan ákvæðum upplýsingalaga með því að færa starfsemi sína í rekstur einkaréttarlegs eðlis, líkt og úrskurðarnefnd um upplýsingamál minnist á í úrskurði A307/2009 „Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður sú ályktun ekki dregin af 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga að stjórnvöld hafi um það fullt sjálfdæmi hvort þau færi rekstur sinn eða tiltekin verkefni sem þeim eru falin í form einkaréttarlegra félaga með þeim afleiðingum að umrædd starfsemi falli af þeirri ástæðu utan við gildissvið upplýsingalaga.“</p> <p>Þá er rétt að fram komi að Icelandair ehf. er í markaðsráðandi stöðu hér á landi og kann því umræddur samningur að brjóta í bága við 54. gr. EES samningsins og 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Icelandair er helsti samkeppnisaðili kæranda og því hefur hann ríka hagsmuni af því að fá umræddan samning í hendurnar svo að hægt sé að ganga úr skugga um að ekki sé verið að brjóta á nefndum lagaákvæðum. Það sama á við um möguleg brot umrædds samnings á ríkisstyrkjareglum EES samningsins.</p> <p>Kærandi getur ekki séð að það skaði á nokkurn hátt fjárhags- og samkeppnisstöðu Icelandair ehf. að umræddur samningur verði gerður opinber. Því til stuðnings má benda á umæli í úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamála A 268/2007, þar segir: „Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér samninginn. Í honum eru aðeins upplýsingar um hver hin leigða aðstaða er og gjaldið sem fyrirtækið greiðir fyrir hana. Enda þótt í samningnum sé tilgreint leigugjald fyrirtækis verður ekki séð að í þessu tilviki sé um að ræða fjárhagsmálefni sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt eigi að fara samkvæmt ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga. Verður jafnframt að hafa í huga að hér er um að ræða ráðstöfun opinberra eigna þótt í litlu sé. Með tilvísun til þess og þeirra sjónarmiða sem meginreglan um upplýsingarétt almennings byggist á er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að veita beri kæranda aðgang að umræddum samningi Heilbrigðisstofnunar Austurlands  við fyrirtækið [X]. Niðurstaða þessi á eðli máls samkvæmt aðeins við um þann samning sem beiðni kæranda lýtur beinlínis að.“</p> <p>Niðurstöðu í sömu átt má sjá í úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamála A-168/2004 en þar segir í lokin: „Að fengnu áliti viðsemjanda síns, [B] hf., er af hálfu fjármálaráðuneytisins á því byggt að upplýsingar um greiðslur þessar séu til þess fallnar að skaða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins án þess að fram komi um hvaða hagsmuni sé þar að ræða eða á hvern hátt þeim sé hætta búin. Að þessu athuguðu er það mat nefndarinnar að hér séu ekki í húfi þeir hagsmunir sem síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að vernda. Með vísan til 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga ber því að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum.“</p> <p>Þá telur kærandi að nauðsynlegt sé að umræddur samningur verði gerður opinber svo að almenningur sjái hvernig opinberu fé sé varið, líkt og fram kemur í A-206/2005: „Athugast í þessu sambandi að þessar upplýsingar eru nauðsynleg forsenda þess að almenningur geti fylgst með því að vel sé farið með almannafé og að málefnaleg sjónarmið ráði ferð við opinber innkaup.“</p> <p>Kærandi vill að lokum benda á að við opinber innkaup gilda meginreglur stjórnsýsluréttarins. Má í því samhengi benda á skýra afstöðu Hæstaréttar í máli nr. 407/1999 þar sem fram kemur: „Þegar stjórnvald ráðstafar eigum ríkisins gilda um þá ákvörðun reglur stjórnsýsluréttar“.</p> <p>[...]</p> <p>Með vísan til alls framangreinds, er gerð sú krafa að úrskurðarnefnd um upplýsingamál beini því til kærða að afhenda kæranda án tafar þau gögn og upplýsingar sem krafist er hér að ofan.“</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 4. júlí 2011 var kærða kynnt framkomin kæra og um leið gefinn frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu látin í té gögn málsins.</p> <p>Athugasemdir kærða ásamt gögnum málsins bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 18. júlí 2011. Í athugasemdunum er aðallega byggt á því að samningurinn sem [X] óskaði eftir aðgangi að falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga og því sé rétt að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Til vara er þess krafist að synjun kærða verði staðfest og til þrautavara er þess krafist að aðeins verði veittur aðgangur að hluta samningsins.</p> <p>Að því er varðar aðalkröfu félagsins um frávísun er í athugasemdunum vísað til 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og ummæli í lögskýringargögnum að baki ákvæðinu rakin. Áréttað er að aðilar samningsins séu ekki stjórnvöld og fari þannig ekki með stjórnsýslu. Samningurinn sé á milli tveggja einkaaðila sem hvorugum hafi verið falið vald til að taka ákvarðanir um réttindi og skyldur manna.</p> <p>Í athugasemdunum er jafnframt sérstaklega vikið að tilvísun kæranda til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 366/2007. Um dóminn segir n.t.t. í athugasemdunum:</p> <p>„Sá dómur sýnir [...] einmitt að upplýsingalögin ná almennt ekki til einkaréttarlegra félaga. Í málinu var krafist ógildingar á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í úrskurðinum, sem reynt var að ógilda, hafði nefndin fjallað um aðgang að samningi einkaréttarlegra félaga. Úrskurðarorðið beindist þó ekki að félögunum enda ná upplýsingalögin almennt ekki yfir gögn í þeirra vörslum. Úrskurðarorðið beindist að stjórnvöldum, sem höfðu samninginn undir höndum: „Ríkiskaupum og Reykjavíkurborg er skylt að veita kærendum, Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. og Klasa hf., aðgang að samningi Austurhafnar-TR ehf. og Eignarhaldsfélagsins Portus ehf. [...]““</p> <p>Í athugasemdunum er þessu næst fjallað um ástæður þess að rétt væri og heimilt að synja um aðgang að samningnum, jafnvel þó að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæmist að þeirri niðurstöðu að upplýsingalög nr. 50/1996 ættu við í málinu, sbr. vara- og þrautavarakröfur félagsins sem raktar eru hér að framan. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í þessum úrskurði.</p> <p>Með bréfi, dags. 21. júlí 2011, kynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda framangreinda umsögn Ago ehf. og gaf honum kost á að koma á framfæri athugasemdum í tilefni af henni.</p> <p>Athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 29. júlí 2011. Þar eru ítrekuð sjónarmið sem rakin voru í kærunni frá 30. júní. Þá er áréttað að kærði sé félag í 100% eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar. Jafnframt er vísað til c. liðar 2. mgr. 3. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, þar sem fjallað er um þá opinberu aðila sem þau lög taki til og tekið fram að kærði teljist vera opinber aðili í skilningi þeirra og annarra laga. Ennfremur er tekið fram að gagnsæi og opin stjórnsýsla séu að engu höfð ef opinberir aðilar geti komið sér undan upplýsingaskyldu með því einu að færa rekstur sinn og eignarhald í form hlutafélaga.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins taka lögin enn fremur til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringum við 1. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrígreiningu ríkisvaldsins. Þá er tekið fram að lögin taki einnig til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringunum segir svo:</p> <p>„Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema einvörðungu í því tilviki að félagi einkaréttarlegs eðlis hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna.“</p> <p>Í því tilfelli sem hér um ræðir hagar svo til að ríkið og Reykjavíkurborg stofnuðu félagið Austurhöfn-TR ehf. árið 2003 til þess að vinna að undirbúningi tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Austurhöfnina. Austurhöfn-TR ehf. bauð verkefnið út sem einkaframkvæmd og var samið við Eignarhaldsfélagið Portus ehf. um framkvæmdina. Af ákveðnum ástæðum þurfti Portus ehf. að deila starfsemi sinni á tvö dótturfélög,  fasteignafélagið Totus ehf. sem eiganda Hörpu og rekstrarfélagið Ago ehf. sem átti að leigja Hörpu af Totusi ehf. og annast starfsemi í húsinu. Ríki og Reykjavíkurborg yfirtóku síðar byggingu Hörpu með þeim hætti að Austurhöfn-TR ehf. keypti félagið Portus ehf. og eignaðist þá jafnframt félögin Totus ehf. og Ago ehf.   </p> <p>Eins og fram hefur komið í fyrri úrskurðum nefndarinnar í málum nr. A-264/2007, A-269/2007, A-273/2007, A-285/2008, A-290/2008, A-307/2009 og A-309/2009, hefur verið litið svo á, í ljósi framangreindra skýringa með upplýsingalögunum, að einkaréttarleg félög, s.s. hlutafélög og sameignarfélög, sem eru í eigu hins opinbera, falli utan við gildissvið upplýsingalaga, enda hafi félaginu ekki verið falið að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, eða í sérlögum sé beinlínis kveðið á um það að upplýsingalögin taki til viðkomandi félags.</p> <p>Í athugasemdum [X] er einnig vikið að 3. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup, þar sem fjallað er um þá opinberu aðila sem þau lög taka til. Í 1. mgr. 3. gr. laganna segir m.a. að lögin taki til ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra „og annarra opinberra aðila, sbr. 2. mgr.“ Í 2. mgr. 3. gr. er svo að finna nánari viðmið um það hvaða aðilar teljist opinberir í skilningi laga um opinber innkaup. Í tilefni af tilvísun [X] til 3. gr. laga um opinber innkaup áréttar úrskurðarnefndin að gildissvið þeirra laga er afmarkað rýmra en gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996, líkt og skýrlega verður ráðið af ólíku orðalagi ákvæðanna og afdráttarlausum skýringum í greinargerð er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga og raktar eru hér að framan. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst því ekki á að niðurstaða um hvort Ago ehf. teljist falla undir upplýsingalög nr. 50/1996 ráðist af því hvort félagið verði talinn opinber aðili í skilningi laga nr. 84/2007, um opinber innkaup.</p> <p>Ago ehf. er einkahlutafélag, stofnað fyrir tilstilli ríkisins og Reykjavíkurborgar. Með vísan til orðalags 1. gr. upplýsingalaga og þess sem að framan segir um skýringu þess ákvæðis, er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að starfsemi Ago ehf.  falli ekki undir ákvæði upplýsingalaga, sbr. 1. gr. þeirra laga. Jafnframt liggur fyrir að þau gögn sem kæra máls þessa beinist að tengjast ekki ákvörðunum um rétt eða skyldu manna sem Ago ehf. kann að hafa verið falið að taka.</p> <p>Samkvæmt framangreindu fellur úrlausn kæruefnisins utan gildissviðs upplýsingalaga og ber því að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru [X] frá 30. júní 2011 á hendur Ago ehf. er vísað frá.</p> <p><br /> </p> <p>Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <br /> </p> <p>Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-397/2011. Úrskurður frá 29. desember 2011. | Kærð var sú ákvörðun fjármálaráðuneytisins að synja um upplýsingar um kostnað við samninganefndir Íslands í Icesave-málinu. Bókhaldsgögn. Tilgreining máls eða gagna í máli. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 29. desember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-397/2011.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með erindi, dags. 1. apríl 2011, kærði [A] fréttamaður synjun fjármálaráðuneytisins á beiðni hans um upplýsingar um kostnað vegna samninganefndar Íslands í Icesave-málinu.</p> <p>Aðdragandi kærunnar er sá að kærandi sendi fjármálaráðuneytinu tölvubréf 21. febrúar 2011. Þar fór hann fram á aðgang að upplýsingum vegna samninga um hinar svonefndu Icesave-skuldbindingar. Beiðni kæranda í því erindi var sundurliðuð með eftirfarandi hætti:</p> <p>„Ég óska vinsamlegast eftir eftirfarandi upplýsingum:<br /> 1. Heildarkostnaður vegna samninganefndar v. Icesave, undir forystu Lee Bucheit.<br /> 2. Kostnaður vegna samninganefndar Lee Bucheit, sundurliðað eftir einstökum nefndar-mönnum.<br /> 3. Sérfræðikostnaður, annar en vegna samninganefndar Bucheits. (Varðandi svonefnt Icesave III).<br /> 4. Upplýsingar um hvaða sérfræðingar, aðrir en nefndarmenn komu að vinnu nefndarinnar.<br /> 5. Kostnaður vegna Icesave-samninganefndar sem Svavar Gestsson leiddi.<br /> 6. Heildarkostnaður vegna fyrri Icesave-samninga.</p> <p>Erindið ítrekaði kærandi 24. sama mánaðar með tölvubréfi. Með tveimur erindum, báðum dags. 31. mars, vísaði kærandi til þess að fram væri komin á Alþingi fyrirspurn þingmanns til fjármálaráðherra um kostnað vegna samninganefndar í Icesave-málinu. Í því ljósi ítrekaði hann fyrri óskir um afhendingu upplýsinga vegna málsins.</p> <p>Í kæru málsins er kæruefni afmarkað þannig að kærð sé synjun fjármálaráðuneytisins á ósk „um upplýsingar um kostnað vegna samninganefndar Íslands í Icesave-málinu, þ.e. þeirrar sem samdi um nýjustu samningana (svokallaða Icesave III-samninga)“. Með vísan til þess telur úrskurðarnefnda um upplýsingamál að kæruefni málsins beri að afmarka svo að kærð sé synjun fjármálaráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að gögnum sem lúta að upplýsingum um kostnað vegna samninganefndar sem vann að hinum svonefnda Icesave- samningi sem Alþingi veitti fjármálaráðherra síðar heimild til að undirrita með lögum nr. 13/2011. Eins og þekkt er féllu nefnd lög síðar úr gildi í samræmi við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 16. mars 2011. Með vísan til upphaflegrar beiðni kæranda til fjármálaráðuneytisins, orðlags kærunnar og samskipta úrskurðarnefndarinnar við kærða og kæranda undir meðferða málsins verður að líta svo á að beiðni kæranda um aðgang að gögnum lúti einnig að öðrum sérfræðikostnaði ríkisins vegna þessa tiltekna samnings. Samkvæmt þessari afmörkun verður litið svo á að kæruefnið eins og það liggur fyrir úrskurðarnefndinni nái ekki til töluliða 4, 5 og 6 sem taldir eru upp hér að framan, þ.e. hvaða sérfræðingar komu að vinnu nefndarinnar aðrir en nefndarmennirnir sjálfir svo og afhendingu upplýsinga um kostnað vegna fyrri Icesave-samninga.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæra málsins barst úrskurðarnefndinni með tölvubréfi þann 1. apríl 2010, eins og áður er lýst. Kæran var send fjármálaráðuneytinu með bréfi, dags. 4. apríl 2011. Þar sem ekki lá fyrir afgreiðsla ráðuneytisins á beiðni kæranda var athygli vakin á því að samkvæmt 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 skuli beiðni um aðgang að gögnum afgreidd svo fljótt sem verða megi. Var því beint til ráðuneytisins að taka efnislega afstöðu til beiðni kæranda og ákvörðun í málinu birt kæranda og úrskurðarnefndinni eigi síðar en kl. 16.00 þann 8. apríl. Kysi ráðuneytið að synja kæranda um aðgang að gögnum óskaði nefndin að henni yrðu látin í té afrit gagna málsins innan sama frests, auk þess sem ráðuneytið gæti þá jafnframt ef það kysi, látið nefndinni í té rökstuðning fyrir synjuninni.</p> <p>Afrit af bréfi fjármálaráðuneytisins til kæranda, dags. 11. apríl 2011, barst úrskurðarnefndinni sama dag. Þar er vísað til þess að umboðsmaður Alþingis hafi með bréfi til ráðuneytisins, dags. 4. apríl 2011, óskað eftir tilteknum upplýsingum í tilefni af umfjöllun í fjölmiðlum um meðferð á tveimur beiðnum um aðgang að upplýsingum um kostnað vegna samninganefndar um þann Icesave-samning sem Alþingi samþykkti með lögum nr. 13/2011 og sérfræðikostnað sem honum tengist. Erindi umboðsmanns hafi verið svarað 8. apríl. Síðan segir m.a. svo í bréfi ráðuneytisins:</p> <p>„Svar við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis um upplýsingar um kostnað samninganefndar Íslands og starfa sérfræðinga hennar, þau sömu svör og hefði átt að veita við fyrirspurn yðar, eru efnislega þau að upplýsingar um kostnað vegna samninganefndar Íslands og starfa sérfræðinga í hennar þágu liggja ekki fyrir, nema í bókhaldi ráðuneytisins. Af síðari málsl. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, eins og honum var breytt með 1. gr. laga nr. 83/2000, verður ráðið, að upplýsingalög taka ekki til upplýsinga sem eingöngu eru færðar og varðveittar á kerfisbundinn hátt í skrám sem stjórnvöld halda. Af því leiðir að bókhald ráðuneytisins fellur utan gildissviðs upplýsingalaga og áður nefndar beiðnir um aðgang að upplýsingum, sem eingöngu eru varðveittar þar, verða því ekki  afgreiddar á grundvelli þeirra. Er það viðtekin framkvæmd og margstaðfest af úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. t.d. úrskurði í málum nr. A-159/2003, A-185/2004, A-199/2005, A-214/2005...“</p> <p>Í bréfi ráðuneytisins kom jafnframt fram að með skírskotun til framanritaðs teldi það sér ekki skylt að taka saman eða útbúa gögn til að verða við beiðni kæranda. Öðru máli gegndi hins vegar um stjórnarskrárvarinn rétt þingmanna til upplýsinga frá stjórnvöldum. Eftir að ráðuneytinu hafi borist fyrirspurn um sama efni frá tilteknum þingmanni hafi verið safnað úr bókhaldi þeim upplýsingum sem leitað hafi verið eftir. Um þetta segir síðan orðrétt í tilvitnuðu bréfi:</p> <p>„Áætlað er að þær [upplýsingarnar] liggi fyrir síðar í dag þegar áformað er að fjármálaráðherra veiti munnlegt svar við fyrirspurninni. Ákvæði 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, um aukinn aðgang að gögnum, tekur einvörðungu til þess þegar aðgangur að þeim er takmarkaður á grundvelli annarra ákvæða í II. kafla upplýsingalaga, nánar tiltekið 4.-6. gr. Með því að áður nefndar beiðnir varða aðgang að upplýsingum sem falla utan gildissviðs upplýsingalaga, þykir ekki bera að fjalla um aðgang að þeim á grundvelli heimildar í 3. mgr. 3. gr. laganna.“</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 12. apríl 2011, voru kæranda kynntar fram komnar athugasemdir fjármálaráðuneytisins og honum veittur frestur til að koma að frekari athugasemdum til 19. sama mánaðar. Athugasemdir bárust úrskurðarnefndinni með tölvubréfi, dags. 15. apríl. </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði fjármálaráðuneytinu á ný bréf, dags. 21. júní 2011. Þar fór nefndin þess á leit við ráðuneytið að það upplýsti hvort það hefði eða hefði haft undir höndum gögn sem tengist málinu og sýni kostnað, s.s. fylgiskjöl við bókhald í formi samninga um verk, reikninga fyrir verk o.fl.,  óháð því hvort þau gögn liggi fyrir í málaskrá ráðuneytisins. Í bréfi fjármálaráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar, dags. sama dag, kemur fram að ráðuneytið líti svo á, með vísan til þeirra fjögurra tölvubréfa sem liggi til grundvallar kæru málsins, sé í meginatriðum óskað eftir samtölu kostnaðar. Þeirra gagna verði aðeins aflað með kerfisbundnum hætti í bókhaldi ráðuneytisins. Með vísan til fordæma og viðtekinnar framkvæmdar sé ráðuneytinu ekki skylt að taka saman eða útbúa ný gögn er varði slíkar beiðnir. Hvað varði þá spurningu úrskurðarnefndarinnar hvort ráðuneytið hafi undir höndum gögn sem tengist málinu og sýni kostnað, svo sem fylgiskjöl, þá séu öll nauðsynleg bókhaldsgögn fyrirliggjandi í ráðuneytinu. Ein og sér svari þau hins vegar ekki spurningum blaðamannsins um tiltekinn kostnað eða heildarkostnað samninganefndarinnar. Samningar um verk tilgreini aðeins áætlaðan kostnað, einstakir reikningar aðeins hluta kostnaðar o.s.frv. Í tilefni af svari ráðuneytisins ritaði úrskurðarnefndin ráðuneytinu bréf, dags. 3. ágúst 2011. Þar var þess óskað að ráðuneytið afhenti nefndinni hið fyrsta þau fylgigögn við bókhald ráðuneytisins sem vísað var til í bréfi þess. Gögnin bárust úrskurðarnefndinni með bréfi fjármálaráðuneytisins, dags. 10. ágúst 2011.</p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og fram er komið er kæruefni máls þessa afmarkað við synjun fjármálaráðuneytisins á beiðni kæranda um upplýsingar um kostnað ríkisins vegna samninganefndar um þann Icesave-samning sem Alþingi veitti fjármálaráðherra heimild til að undirrita með lögum nr. 13/2011 og sérfræðikostnað sem honum tengist.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Fjármálaráðuneytið hefur haldið því fram undir meðferð málsins að upplýsingalög taki ekki til upplýsinga sem eingöngu séu færðar og varðveittar á kerfisbundinn hátt í skrám sem stjórnvöld halda. Af því leiði að bókhald ráðuneytisins falli utan gildissviðs upplýsingalaga og beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum, sem eingöngu séu varðveittar þar, verði því ekki afgreidd á grundvelli þeirra.</p> <p>Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram að upplýsingalög nr. 50/1996 ná til fyrirliggjandi gagna í málum sem stjórnvöld hafa eða hafa haft til meðferðar, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 10. gr. sömu laga, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 161/2006. Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt að skrá mál, sem koma til meðferðar hjá þeim, á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Sá Icesave-samningur sem kæra málsins lýtur að telst mál í þessum skilningi. Upplýsingalög taka því til gagna sem fyrir liggja hjá fjármálaráðuneytinu og tengjast með nægilega skýrum hætti umræddum samningi.</p> <p>Það er sérstakt álitaefni, sem leysa ber úr hverju sinni m.t.t. atvika máls og aðstæðna, hvaða gögn það eru sem tengjast máli með það skýrum hætti að þau teljist til gagna máls í skilningi 3. og 10. gr. upplýsingalaga og beri að varðveita sem gögn í því máli í málaskrá, sbr. 1. mgr. 22. gr. sömu laga. Hvað varðar bókhaldsgögn skal á það bent að skylda stjórnvalda skv. 22. gr. upplýsingalaga leiðir iðulega til þess að gögn sem varðveita skal sem fylgiskjöl með bókhaldi eða reikningsskilum stjórnvalda verði einnig að varðveita í málaskrá sem hluta af gögnum máls. Það á sérstaklega við ef viðkomandi gögn gefa upplýsingar um meðferð tiltekins máls, ráðstöfun mikilvægra hagsmuna, forsendur að baki ákvörðunum eða um þá ákvörðun eða samning sem um ræðir. Um síðastgreint má til hliðsjónar vísa til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 25. mars 2010 í máli nr. A-333/2010.</p> <p>Hafi stjórnvald fyrir mistök eða af öðrum ástæðum ekki sinnt því að vista tiltekin málsgögn í málaskrá, heldur aðeins fært þau í bókhald, kemur það ekki í veg fyrir að almenningur eigi rétt á aðgangi að þeim gögnum skv. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Í því ákvæði kemur fram að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Niðurstaða um upplýsingarétt almennings veltur á því hvort umrætt gagn sé fyrirliggjandi hjá stjórnvaldi, hvort það efnislega teljist vera hluti málsgagna, sbr. 3. og 1. mgr. 22. gr. sömu laga, hvort sem vistun þess hefur verið hagað með réttum hætti að lögum eða ekki, og að lokum hvort einhverjar aðrar ástæður standi því í vegi að gögnin verði afhent.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Fjármálaráðuneytið hefur tekið fram að það líti svo á, með vísan til fjögurra tölvubréfa kæranda sem liggi til grundvallar kæru málsins, að ósk kæranda um upplýsingar lúti í meginatriðum að samtölu kostnaðar. Þeirra gagna verði aðeins aflað með kerfisbundnum hætti í bókhaldi ráðuneytisins. Með vísan til fordæma og viðtekinnar framkvæmdar sé ráðuneytinu ekki skylt að taka saman eða útbúa ný gögn er varði slíkar beiðnir.</p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“</p> <p>Fallast ber á að ráðuneytinu sé ekki skylt á grundvelli upplýsingalaga, að taka saman upplýsingar t.d. um heildarkostnað sem ekki er þegar að finna í fyrirliggjandi gögnum. Á hinn bóginn er beiðni kæranda afmörkuð þannig að óskað er upplýsinga um kostnað vegna tiltekins samnings íslenska ríkisins, Icesave-samningsins. Kærandi hefur í erindum til fjármálaráðuneytisins vísað til upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá hefur hann tekið fram í erindum sínum til ráðuneytisins að liggi ekki fyrir yfirlit um heildarkostnað hljóti ráðuneytið að geta greint frá því hversu háir reikningar hafi borist ráðuneytinu, sbr. tölvubréf hans til ráðuneytisins dags. 24. febrúar 2011.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að þrátt fyrir að beiðni kæranda sé ekki afmörkuð við tilgreind gögn, samninga eða afrit tilgreindra reikninga, þá sé um að ræða beiðni um aðgang að þeim gögnum viðkomandi máls sem sýni upplýsingar um kostnað. Þrátt fyrir að þau gögn sem ráðuneytið hefur undir höndum sýni ekki heildartölur í þessu sambandi ber ráðuneytinu að verða við beiðni kæranda að því leyti sem fært er og skylt samkvæmt upplýsingalögum.</p> <p><strong>4.<br /> </strong>Í ljósi framangreinds verður í máli þessu tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að þeim gögnum sem fjármálaráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál undir meðferð máls þessa. Kæruefni málsins hefur þegar verið afmarkað við upplýsingar um kostnað vegna vinnu sérstakrar samninganefndar við umræddan Icesave-samning og upplýsingar um annan sérfræðikostnað ríkisins vegna þessa tiltekna samnings.</p> <p>Í gögnum málsins er ekki að finna samantektir um þær fjárhæðir sem Icesave-samningurinn sem beiðni kæranda lýtur að hefur kostað íslenska ríkið. Réttur almennings til aðgangs að gögnum nær til þeirra gagna sem eru fyrirliggjandi hjá viðkomandi stjórnvaldi þegar beiðni er lögð fram. Með vísan til þess hefur fjármálaráðuneytið ekki synjað kæranda um aðgang að gögnum sem lúta að þeim heildarfjárhæðum sem beiðni kæranda beinist að, enda munu slík gögn ekki vera fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu samkvæmt skýringum þess.</p> <p>Þau gögn sem ráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál eru afrit reikninga frá fulltrúum í samninganefnd ríkisins, afrit reikninga frá öðrum sérfræðingum sem leitað hefur verið til vegna málsins og svo í þriðja lagi afrit reikninga eða greiðslukvittana vegna ýmissar þjónustu; leigubifreiða, veitinga á fundum, hótelgistinga, flugferða o.s.frv. Engir verksamningar liggja fyrir í gögnum málsins.</p> <p>Í ljósi kæru málsins falla reikningar sem lúta að öðru en greiðslum fyrir sérfræðiþjónustu utan kæruefnis. Verður því ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi geti átt rétt til þeirra. Þar sem ekki liggja neinir verksamningar fyrir í gögnum málsins verður á hinn bóginn að telja að reikningar frá fulltrúum í samninganefnd íslenska ríkisins og öðrum sérfræðingum falli undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umrædd gögn ítarlega. Ekkert í þeim gögnum sem fjármálaráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefndinni og falla undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum, eins og hann hefur afmarkað hana, felur í sér viðkvæmar upplýsingar sem eðlilegt eða sanngjarnt væri að leynt fari af tilliti til viðskiptamanna hins opinbera, sbr. 5. gr. upplýsingalaganna. Þá geyma umrædd gögn ekki upplýsingar sem séð verður að varði mikilvæga almannahagsmuni í skilningi 6. gr. Má í því sambandi einnig taka fram að hvorugri þessari röksemd hefur verið haldið fram af fjármálaráðuneytinu undir meðferð málsins.</p> <p>Kærða, fjármálaráðuneytinu, ber með vísan til framangreinds að afhenda kæranda afrit af eftirtöldum gögnum þess máls sem kæra hans beinist að.</p> <p>1. Afrit reikninga frá fyrirtækinu Cleary Gottlies Steen & Hamilton LLP til fjármála-ráðuneytisins dags. 25. mars, 7. maí, 8. júlí, 14. september og 10. nóvember 2010.</p> <p>Tekið skal fram að afrit reiknings dags. 8. júlí 2010 fylgdi ekki með í gögnum sem fjármálaráðuneytið afhenti úrskurðarnefndinni undir meðferð málsins. Gjaldeyrisumsókn vegna greiðslu reikningsins frá fjármálaráðuneytinu auk bréfs sem undirritað er af Lee Bucheit vegna reikningsins er hins vegar að finna í gögnum sem nefndinni voru afhent. Úrskurðarnefndin gengur því út frá að umræddan reikning sé að finna í bókhaldi ráðuneytisins. Afrit hans ber að afhenda skv. framansögðu.</p> <p>2. Afrit reikninga frá fyrirtækinu Hawkpoint Partners Limited, dags. 25. mars, 16. september og 21. október 2010 og 31. janúar 2011.</p> <p>3. Afrit bréfs frá fyrirtækinu Heenan Blaikie LLP, undirritað af [B], dags. 7. apríl 2010, ásamt meðfylgjandi reikningi. </p> <p>4. Afrit reikninga frá fyrirtækinu Scriptorium ehf., dags. 1. febrúar, 1. mars og 10. desember 2010.</p> <p>5. Afrit reikninga frá fyrirtækinu Landslög lögfræðistofa, dags. 22. mars, 2. júlí, 19. október, 25. nóvember, 30. nóvember og 31. desember 2010.</p> <p>6. Afrit reikninga frá fyrirtækinu Ashurst LLP, dags. 24. febrúar, 23. apríl og 22. desember 2010.</p> <p>7. Afrit reikninga frá Juris hf., dags. 28. febrúar, 31. mars, 30. apríl, 30. júní, 31. ágúst, 30. september, 31. október, 30. nóvember og 31. desember 2010.</p> <p>Önnur gögn sem fjármálaráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefndinni eru gögn sem einvörðungu tilheyra bókhaldi eða geyma ekki upplýsingar sem beiðni kæranda beinist að.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Fjármálaráðuneytinu ber að afhenda kæranda, [A] fréttamanni, afrit af eftirtöldum reikningum sem ráðuneytið greiddi vegna vinnu í tengslum við gerð þeirra samninga sem Alþingi veitti síðan fjármálaráðherra heimild til að undirrita með lögum nr. 13/2011:</p> <p>1. Reikninga frá fyrirtækinu Cleary Gottlies Steen & Hamilton LLP til fjármálaráðuneytisins dags. 25. mars, 7. maí, 8. júlí, 14. september og 10. nóvember 2010.<br /> 2. Reikninga frá fyrirtækinu Hawkpoint Partners Limited, dags. 25. mars, 16. september og 21. október 2010 og 31. janúar 2011.<br /> 3. Bréf frá fyrirtækinu Heenan Blaikie LLP, undirritað af [B], dags. 7. apríl 2010, ásamt meðfylgjandi reikningi, dags. 31. mars 2010. <br /> 4. Reikninga frá fyrirtækinu Scriptorium ehf., dags. 1. febrúar, 1. mars og 10. desember 2010.<br /> 5. Reikninga frá fyrirtækinu Landslög lögfræðistofa, dags. 22. mars, 2. júlí, 19. október, 25. nóvember, 30. nóvember og 31. desember 2010.<br /> 6. Reikninga frá fyrirtækinu Ashurst LLP, dags. 24. febrúar, 23. apríl og 22. desember 2010.<br /> 7. Reikninga frá Juris hf., dags. 28. febrúar, 31. mars, 30. apríl, 30. júní, 31. ágúst, 30. september, 31. október, 30. nóvember og 31. desember 2010.</p> <p> </p> <p><br /> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>      Friðgeir Björnsson                                                                                   Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-396/2011. Úrskurður frá 29. desember 2011. | Kærðar voru ákvarðarnir Neyðarlínunnar ohf. og lögreglunnar á Selfossi að synja um aðgang að upplýsingum um tilkynnanda. Gildissvið upplýsingalaga. Einkaréttarleg félög í eigu hins opinbera. Aðili máls. Frávísun að hluta, aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 29. desember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-396/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 22. júní 2010, kærði [A], [...]stöðum við [...], synjun Neyðarlínunnar ohf. annars vegar og lögreglunnar á Selfossi hins vegar á því að láta honum í té tilteknar upplýsingar.</p> <p>Í kæru er atvikum lýst á þann veg að 8. júní 2010 hafi slökkviliðsbílar auk lögregluþjóna mætt heim til kæranda. Hafi honum verið tjáð að um væri að ræða útkall vegna bruna. Af atvikalýsingu í kæru má skilja að um hafi verið að ræða litla brennu á rusli sem fram hafi farið á lóð kæranda sem ekki hafi verið tilefni til útkalls slökkviliðs. Kærandi hafi óskað upplýsinga um það hver hefði tilkynnt um bruna á lóð hans en fengið þau svör að þær upplýsingar lægju ekki fyrir hjá lögreglu. Tilkynning hefði borist frá Neyðarlínunni. Kærandi hafi því næst leitað til Neyðarlínunnar og óskað upplýsinga um það hver hafi tilkynnt um bruna á lóð hans en fengið þau svör að fyrirtækið væri bundið trúnaði um þær upplýsingar.</p> <p>Í kæru kemur einnig fram að síðar sama dag hafi kærandi fengið símhringingu frá lögreglunni á Selfossi. Lögreglumaður hafi tjáð honum að tilkynnt hafi verið um að hestur væri fastur í girðingu í landi hans. Kærandi hafi þá óskað upplýsinga um hver hafi staðið að baki tilkynningunni en fengið þau svör að þær upplýsingar lægju ekki fyrir. Síðar hafi lögreglan á Selfossi haft samband við hann á ný og tjáð honum að haft hefði verið samband við tilkynnanda sem hafi tjáð lögreglunni að um væri að ræða folaldshryssu á [...]stöðum. Athugun kæranda hafi leitt í ljós að ekkert af hrossum hans hefði verið fast í girðingu.</p> <p>Af kæru verður ráðið að kærandi óskar upplýsinga um það hverjir hafi beint til lögreglu eða eftir atvikum í samræmda neyðarsvörum tilkynningum um framangreind atvik. Kæra málsins beinist að synjun Neyðarlínunnar ohf. annars vegar og lögreglunnar á Selfossi hins vegar á því að láta þær upplýsingar í té.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tilkynnti lögreglunni á Selfossi um fram komna kæru með bréfi, dags. 28. júní 2010. Var þess óskað að nefndinni yrðu látnar té viðeigandi skýringar vegna hennar auk þess sem óskað var eftir að henni yrðu látin í té gögn málsins.</p> <p>Svar lögreglunnar á Selfossi barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 6. júlí 2010. Í svari lögreglunnar er lýst tilkynningum sem henni bárust frá Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna þeirra atvika sem lýst er í kæru málsins. Þar kemur einnig fram að bæði málin hafi verið skráð í lögreglukerfi, sem nefnt er Löke. Lögreglan á Selfossi hafi ekki verið í samskiptum við tilkynnendur í þessum málum. Bæði málin hafi stöðu verkefnis í lögreglukerfinu en ekki stöðu brots þar sem aðeins hafi verið um tilkynningar að ræða en ekki kærur. Verkefnunum hafi verið lokið samdægurs og ekkert frekar aðhafst í málunum. Í bréfi lögreglunnar er einnig vísað til þess að um miðlun persónuupplýsinga úr lögreglukerfinu Löke sé stuðst við reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Núgildandi reglugerð um miðlun persónuupplýsinga hjá lögreglu er nr. 322/2001, með síðari breytingum. Þá kemur þar fram það sjónarmið í svarbréfi lögreglunnar að einstaklingar sem tilkynni til lögreglu um hvað eina sem varði almannaheill verði að vera óhultir fyrir því að persónuupplýsingum um þá sé miðlað til einkaaðila sem hugsanlega geti misfarið með þær. Bréfi lögreglunnar fylgdu útprentanir úr lögreglukerfinu Löke varðandi umrædd tvö mál.</p> <p>Meðferð máls þessa hefur dregist óhæfilega af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Ástæður tafa er að rekja til anna í störfum nefndarinnar annars vegar og mistaka við skipulag á meðferð málsins hins vegar.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1</strong>.<br /> Kæra máls þessa beinist í fyrsta lagi að synjun Neyðarlínunnar ohf. á því að láta kæranda í  té tilteknar upplýsingar.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins taka lögin enn fremur til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringum við 1. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrígreiningu ríkisvaldsins. Þá er tekið fram að lögin taki einnig til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringunum segir svo: „Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema einvörðungu í því tilviki að félagi einkaréttarlegs eðlis hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna.“</p> <p>Eins og fram hefur komið í fyrri úrskurðum nefndarinnar í málnum nr. A-264/2007, A-269/2007, A-273/2007, A-285/2008, A-290/2008, A-307/2009 og A-309/2009, hefur verið litið svo á, í ljósi framangreindra skýringa með upplýsingalögunum, að félög sem rekin eru í einkaréttarlegu félagsformi, s.s. hlutafélög og sameignarfélög, falli utan við gildissvið upplýsingalaga, enda hafi félaginu ekki verið falið að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, eða í sérlögum sé beinlínis kveðið á um það að upplýsingalögin taki til viðkomandi félags. Á það einnig við um slík félög sem eru í eigu hins opinbera. Neyðarlínan ohf. er opinbert hlutafélag.</p> <p>Með vísan til orðalags 1. gr. upplýsingalaga fellur starfsemi Neyðarlínunnar ohf. ekki undir ákvæði upplýsingalaga. Ber því að vísa kæru málsins hvað það fyrirtæki varðar frá úrskurðarnefndinni.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Kæra málsins beinist í öðru lagi að synjun lögreglunnar á Selfossi á því að láta kæranda í té upplýsingar um það hverjir hafi þann 8. júní 2010 tilkynnt til lögreglu um bruna á lóð hans annars vegar og um hross sem væri fast í girðingu á landi hans hins vegar. Ekki er um að ræða mál sem sæta rannsókn sem sakamál samkvæmt lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. breytingu sem á því ákvæði var gerð með 234. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um rétt kæranda til aðgangs að umbeðnum upplýsingum fer því eftir ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Takmarkanir á þessum rétti aðila koma fram í 2. og 3. mgr. sama ákvæðis.</p> <p>Þau gögn sem lögreglan á Selfossi hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna þeirra tveggja mála sem kærandi hefur óskað upplýsinga um geyma upplýsingar sem varða kæranda sjálfan með beinum hætti. Um rétt hans til aðgangs að þeim fer því eftir tilvitnuðu ákvæði 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædd gögn. Ekkert í þeim er þess eðlis, með hliðsjón af atvikum þeirra mála sem um ræðir, að rétt sé að takmarka aðgang kæranda að þeim vegna einkahagsmuna annarra, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, eða vegna mikilvægra almannahagsmuna, sbr. 2. tölul. 2. mgr. sama ákvæðis. Jafnramt skal bent á að samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 322/2001, um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu, á hinn skráði rétt á að fá frá lögreglu upplýsingar um hvaða upplýsingar um hann er eða hefur verið unnið með, tilgang vinnslunnar og hver  fær, hefur fengið eða muni fá upplýsingar um hann.</p> <p>Með vísan til framangreinds á kærandi samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga rétt á að fá afhent þau tvö skjöl sem lögreglan á Selfossi hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál en um er að ræða útprentanir úr lögreglukerfinu Löke sem auðkenndar eru með málsnúmerunum „033-2010-003989 – 205 [...]dalur reykur í húsi“ annars vegar og „033-2010-003994 – Hestur fastur í girðingu [...]stöðum“ hins vegar.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru [A] á hendur Neyðarlínunni ohf. er vísað frá.</p> <p>Lögreglunni á Selfossi ber að afhenda kæranda eftirtalin tvö skjöl sem varða mál hans: 1) Útprentun úr lögreglukerfinu Löke, auðkennd með málsnúmerinu „033-2010-003989 – 205 [...]dalur reykur í húsi“ og 2) útprentun úr sama kerfi, auðkennd með málsnúmerinu „033-2010-003994 – Hestur fastur í girðingu [...]stöðum“.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>       Friðgeir Björnsson                                                                                 Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-394/2011. Úrskurður frá 14. desember 2011 | Kærður var dráttur Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands og Öndvegissetursins Eddu á að svara beiðnum kæranda um ýmsar upplýsingar sem tengdust fyrirlestrarröðinni Eilífðarvélinni og samnefndri bók. Ráðstöfun almannafjár. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 14. desember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-394/2011.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 3. júní 2011, kærði [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að dráttur hefði orðið á því að Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands og öndvegissetrið Edda svöruðu beiðnum hans um aðgang að upplýsingum. Í kærunni segir svo um kæruefnið.</p> <p>„Undirritaður kærir til yðar þann óhæfilega drátt sem orðið hefur á svari Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands við beiðni undirritaðs um aðgang að upplýsingum er tengjast fyrirlestrarröðinni Eilífðarvélinni og samnefndri bók. Fyrirspurn undirritaðs til Þjóðmálastofnunar var dagsett 29. mars sl., en erindið var ítrekað með bréfi dags. 20. apríl.</p> <p>Þá legg ég einnig fram kæru vegna dráttar á svari frá Öndvegissetrinu Eddu, sem einnig er stofnun við Háskóla Íslands. Fyrirspurn undirritaðs til þeirrar stofnunar var dagsett 29. mars, en ég ítrekaði erindið með bréfi dagsettu 20. apríl. Meðfylgjandi er bréf sem undirrituðum barst frá þeirri stofnun, dagsett 29. apríl 2011, en í því getur ekki falist formlegt svar.“</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Bréf kæranda, dags. 29. mars 2011, til Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands og Eddu- öndvegisseturs er samhljóða og segir í bréfinu til þjóðmálastofnunarinnar eftirfarandi:</p> <p>„Á haustdögum stóðu Þjóðmálastofnun og Öndvegissetrið Edda fyrir fyrirlestraröð innan veggja Háskóla Íslands sem bar heitið „Eilífðarvélin. Uppgjör við nýfrjálshyggjuna“. Fyrirlestraröðin er byggð á samnefndri bók sem kom út fyrr á þessu ári.</p> <p>Í ljósi þess að efni þessara fyrirlestra beinist gegn einni af viðurkenndum, lýðræðislegum stjórnmálastefnum í landinu óska ég hér með eftir nákvæmum og sundurliðuðum upplýsingum um stuðning (beinan fjárhagsstuðning eða á öðru formi) sem runnið hefur til Þjóðmálastofnunar, hvenær og með hvaða hætti. Hverjir hafa stutt stofnunina með fjárframlögum? Einnig óska ég eftir því að sjá, hvaða fastar reglur gilda um ráðstöfun þess fjár, sem runnið hefur til Þjóðmálastofnunar, m.a. hvort því sé úthlutað í akademískri samkeppni.</p> <p>Þá spyr ég yður hvers vegna var ekki auglýst eftir fyrirlesurum í fyrirlestraröðina? Hvers vegna var þeim eingöngu leyft að flytja erindi sem höfðu ritað greinar í bókina Eilífðarvélina? Hvað fékk ritstjórinn greitt fyrir verkið? Hver greiddi honum þau laun? Hvar er færður kostnaður Háskólans vegna aðstöðu hans í Háskólanum, svo sem síma, tölvu, pappírs og fleira er lýtur að rekstri?</p> <p>Fékk Þjóðmálastofnun styrk til að reka áróður gegn frjálshyggju? Hafi svo ekki verið, teljið þér þá ekki að henni sé skylt að veita fé til andsvara?</p> <p>Hvað upplýsingaskyldu varðar vísa ég til 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Þá vil ég beina þeirri fyrirspurn til yðar, forstöðumanns stofnunarinnar, hvort þér teljið það vera í samræmi við eðli og markmið Háskóla Íslands að slík framsetning efnis, líkt og vísað er til hér að ofan, eigi sér stað innan veggja skólans. Ef þér teljið að slík framsetning eigi rétt á sér á sér, teljið þér þá ekki með sama hætti eðlilegt að stofnunin styðji líka við starf þeirra sem andmæla þeim viðhorfum sem þarna komu fram?“</p> <p>Í niðurlagi bréfsins vísar kærandi til 11. gr. upplýsingalaga um málshraða.</p> <p>Kærandi ritaði stofnunum tveim bréf, dags. 20. apríl, og ítrekaði þar „fyrirspurn sem ég bar upp við yður í bréfi dagsettu 29. mars 2011.“</p> <p>Af hálfu Eddu-öndvegisseturs var kæranda ritað svohljóðandi bréf sem er dags. 29. apríl 2011:</p> <p>„EDDA-öndvegissetur er sjálfstæð stofnun innan Háskóla Íslands og er fjármögnuð með styrkjum úr samkeppnissjóði Rannís. Setrið starfar samkvæmt starfsreglum sem stjórn Hugvísindastofnunar hefur sett. Valnefnd sendir umsóknir í jafningjamat og gerir tillögu að styrkveitingum í samræmi við markmið setursins, rannsóknastefnu þess og uppbyggingu rannsóknaklasa. Upplýsingar um fyrirkomulag styrkveitinga á vegum setursins, viðmið vegna úthlutana og um styrkþega er að finna á heimasíðu stofnunarinnar: <a href="http://www.edda.hi.is">www.edda.hi.is</a>.</p> <p>EDDA-öndvegissetur kom ekki að útgáfu bókarinnar Eilífðarvélarinnar og tók því ekki þátt í vinnslu hennar eða fjármögnun. EDDA lagði hins vegar nafn sitt við fyrirlestraröðina vegna þess að setrið er vettvangur fyrir fræðilegar umræður og samtímarannsóknir á sviði samfélags-, stjórnmála- og menningarrýni með áherslu á jafnrétti og margbreytileika. Fjárhagsleg aðkoma stofnunarinnar fólst í því að taka þátt í kostnaði við leigu á sal fyrir einn fyrirlestur (heildarkostnaður um 20 þúsund kr.) Menn geta haft mismunandi skoðanir á efni fyrirlestranna, en það voru fræðimenn sem fluttu erindi í fyrirlestraröðinni. Val á fyrirlesurum var í höndum ritstjóra bókarinnar, [B], og við það verklag er ekkert að athuga.“</p> <p>Önnur svör fékk kærandi ekki við beiðni sinni.</p> <p>Rétt þykir að taka hér fram að kærandi sendi rektor Háskóla Íslands efnislega hliðstæða beiðni um aðgang í bréfi, dags. 16. nóvember 2010, sem svarað var með bréfi aðstoðarrektors, dags. 16. desember. Í bréfi, dags. 13. janúar 2011, beindi kærandi 6 spurningum til háskólarektors sem að hluta til má skilja sem beiðni um gögn en að hluta er spurningar um skoðanir móttakanda bréfsins um efni sem tengjast útkomu bókarinnar Eilífðarvélin og umræddri fyrirlestraröð. Síðara bréfi kæranda var svarað með bréfi aðstoðarrektors, dags. 23. febrúar. Eins og fram kemur hér að framan nær kæra kæranda ekki til þessara svarbréfa háskólans heldur til þess að hann hafi ekki fengið svör frá Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands og Eddu-öndvegissetri við bréfum sínum, dags. 29. mars og 20. apríl 2011.</p> <h3><br /> Málsmeðferð</h3> <p>Kæra máls þessa barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 3. júní 2011. Kæran var send Háskóla Íslands með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. júní, og skólanum veittur frestur til 16. júní til að gera athugasemdir við hana og koma að rökstuðningi. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrði látin í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Svar skólans barst ekki innan frestsins. Í tölvupósti deildarstjóra kennslusviðs skólans til úrskurðarnefndarinnar 27. júní var óskað eftir fresti til 29. júní og var fallist á það. Í framangreindum tölvupósti segir að kæra kæranda hafi verið send til umsagnar Þjóðmála-stofnunar og Eddu-öndvegisseturs og verið sé að taka saman gögn sem óskað hafi verið eftir í bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. júní. Enn bárust hvorki svar skólans né umbeðin gögn og í tölvupósti frá úrskurðarnefndinni 2. ágúst var óskað eftir því að bréfi nefndarinnar yrði svarað hið fyrsta. Deildarstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands sendi úrskurðarnefndinni bréf, dags. 15. ágúst, þar sem segir að bréfinu fylgi umbeðin gögn sem lúti að kæru [A]. Ennfremur segir í bréfinu að bréfum [A] um stuðning við Þjóðmálastofnun og öndvegissetrið Eddu, dags. 16. nóvember 2010 og 13. janúar 2011, hafi verið svarað með bréfum [D], aðstoðarrektors, dags. 16. desember 2010 og 23. febrúar 2011. Verður að líta þannig á að framangreint bréf deildarstjórans sé svar þess stjórnvalds sem hér á hlut að máli, þ.e. Háskóla Íslands vegna tveggja stofnana skólans, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga. Þau gögn sem úrskurðarnefndin hefur fengið frá Háskóla Íslands eru eftirtalin:</p> <p>1. Ljósrit af 27. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands en í greininni er fjallað um stofnanir sem heyra undir fræðasvið eða deildir skólans<br /> 2. Skipurit Félagsvísindasviðs<br /> 3. Reglur um Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, nr. 370/2009<br /> 4. Uppgjör útlagðs ferðakostnaðar vegna flugmiða fyrir [B] og [C] frá Akureyri til Reykjavíkur, dags. 23.3.2010<br /> 5. Tvö skjöl um kostnað við bókina Eilífðarvélina en um er að ræða hreyfingalista úr reikningi Háskólaútgáfunnar. Annað skjalið er merkt „‘0221 Hreyfingalisti-Hreyfingar Skipulagseining: '022013400‘, Ár: ‘2010', Verkefni frá: 'U201010'.“.Hitt skjalið er merkt „‘0221 Hreyfingalisti-Hreyfingar Skipulagseining: '022013400‘, Ár: ‘2011', Verkefni frá: ‘U201010‘“<br /> 6. Millifærsla vegna húsaleigu í byggingum HÍ. Skjalið er merkt „'0221 Hreyfingalisti-Hreyfingar Skipulagseining: '022013400‘, Ár: '2011‘, Verkefni frá: 'U201010‘“<br /> 7. Starfsreglur fyrir Eddu-öndvegissetur</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands og Edda-öndvegissetur eru hvortveggja stofnanir Háskóla Íslands og hluti hans. Háskóli Íslands er  stjórnvald sem fer með stjórnsýslu í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Kærandi byggir beiðni sína um aðgang að gögnum á 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sem hljóðar svo: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“  Þessi lagagrein hefur verið skýrð svo að með fyrirliggjandi gögnum sé átt við þau gögn sem fyrir hendi eru hjá stjórnvaldi þegar beiðni um aðgang berst. Réttur manna til upplýsinga samkvæmt upplýsingalögum er þannig bundinn við gögn sem til eru þegar beiðni um aðgang berst en nær ekki til þess að fá svör við spurningum sem kærandi kann að vilja fá svarað sé engum gögnum til að dreifa er þær varða. Samkvæmt síðari málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga getur sá sem fer fram á aðgang að gögnum hjá stjórnvaldi óskað eftir því að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn er málið varða.</p> <p>Beiðnir kæranda frá 29. mars eru því marki brenndar að hlutar þeirra eru spurningar um skoðun forstöðumanna Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands og Eddu-öndvegisseturs á ákveðnum málum en svara við spurningum af þessu tagi verður að leita eftir öðrum leiðum en þeim sem upplýsingalögin hafa að geyma.  Á aðra hluta beiðninnar verður á líta á sem beiðni um aðgang að gögnum er varða útgáfu bókarinnar „Eilífðarvélin“ og fyrirlestraröðina „Eilífðarvélin. Uppgjör við nýfrjálshyggjuna.“ Að því leyti samræmist beiðnin þeim ákvæðum upplýsingalaga sem að framan eru rakin.  </p> <p><strong>2.<br /> </strong>Bréf sviðstjóra kennslusviðs Háskóla Íslands, dags. 15. ágúst 2011, verður ekki skilið svo að af hálfu Háskóla Íslands sé kæranda synjað um aðgang að gögnum. </p> <p>Skjöl sem merkt eru með tölunum 4, 5 og 6 hér að framan hafa að geyma upplýsingar um kostnað við útgáfu bókarinnar „Eilífðarvélin“ og kostnað við fyrirlestraröðina „Eilífðarvélin. Uppgjör við nýfrjálshyggjuna.“ Hér er um að ræða skjöl sem sýna ráðstöfun opinbers fjár á vegum Háskóla Íslands og á kærandi rétt til þess að fá aðgang að þeim, en ekki verður séð að neinar undantekningar á rétti aðgangs skv. 4-6. gr. upplýsingalaga eigi hér við.</p> <p>Að því er varðar skjöl sem merkt eru með tölunum 1, 2, 3 og 7 hér að framan varða þau ekki beinlínis útgáfukostnað við bókina „Eilífðarvélina“ eða kostnað við fyrirlestraröðina „Eilífðarvélin. Uppgjör við nýfrjálshyggjuna“ en mega vera til skýringar á því hver er staða þeirra stofnana sem hér koma við sögu, þ.e. Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands og Eddu-öndvegisseturs, innan Háskóla Íslands. Ber kærða því að afhenda kæranda þessi gögn og skiptir ekki máli þótt hann kunni að geta nálgast þau með öðrum hætti. Samkvæmt öllu framansögðu ber Háskóla Íslands að veita kæranda, [A], aðgang að þeim gögnum sem tiltekin eru í úrskurðarorði.  </p> <p> </p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Háskóla Íslands  ber að veita  [A] aðgang að eftirtöldum gögnum:</p> <p>1. Ljósrit af 27. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands<br /> 2. Skipurit Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands<br /> 3. Reglur um Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, nr. 370/2009<br /> 4. Uppgjör útlagðs ferðakostnaðar vegna flugmiða fyrir [B] og [C] frá Akureyri til Reykjavíkur, dags. 23.3.2010<br /> 5. Tvö skjöl um kostnað við bókina Eilífðarvélina, þ.e. hreyfingalista úr reikningi Háskólaútgáfunnar. Annað skjalið er merkt „‘0221 Hreyfingalisti-Hreyfingar Skipulagseining: '022013400‘, Ár: ‘2010', Verkefni frá: 'U201010'“. Hitt skjalið er merkt „‘0221 Hreyfingalisti-Hreyfingar Skipulagseining: '022013400‘, Ár: ‘2011', Verkefni frá: ‘U201010‘“<br /> 6. Skjal um millifærslu vegna húsaleigu í byggingum Háskóla Íslands. Skjalið er merkt „'0221 Hreyfingalisti-Hreyfingar Skipulagseining: '022013400‘, Ár: '2011‘, Verkefni frá: 'U201010‘“<br /> 7. Starfsreglur fyrir Eddu-öndvegissetur</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> Friðgeir Björnsson                                                                                            Sigurveig Jónsdóttir<br /> </p> |
A-393/2011. Úrskurður frá 14. desember 2011 | Kærð var sú ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að takmarka aðgang að gögnum um föst launakjör tiltekinna starfsmanna. Beiðni skal beint að stjórnvaldi sem tekur stjórnvaldsákvörðun. Tilgreining máls eða gagna í máli. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Launakjör opinberra starfsmanna. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 14. desember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-393/2011.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 28. mars 2011, kærði [A] blaðamaður til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Fjármálaeftirlitið hefði takmarkað aðgang hans að gögnum um föst launakjör tiltekinna starfsmanna stofnunarinnar.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Með tölvupósti til Fjármálaeftirlitsins, dags. 14. mars 2011, óskaði kærandi eftir að fá upplýsingar um mánaðarlaun forstjóra, aðstoðarforstjóra og átta sviðsstjóra stofnunarinnar, sundurliðað eftir titli, og kvaðst þar eiga við heildarstarfskjör. Í kæru málsins kemur fram að upplýsingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins hafi svarað beiðninni í tölvupósti þann 15. mars með þeim hætti að vísa í úrskurð Kjararáðs að því er forstjórann varðaði en synjað um umbeðnar upplýsingar að öðru leyti. Í framhaldinu mun kærandi hafa ítrekað beiðni sína. Honum barst svar í tölvupósti þann 18. mars. Þar kemur fram hver laun forstjórans og aðstoðarforstjórans séu og auk þess það bil sem laun sviðsstjóranna átta spanna, þ.e. á milli kr. 799.070 og 962.927. Segir og að um sé að ræða heildarlaun fyrir alla vinnu sem viðkomandi inni af hendi. Í sama tölvupósti segir eftirfarandi: „Fjármálaeftirlitið telur að með því að veita þessar upplýsingar uppfylli stofnunin þær kröfur upplýsingalaga sem snúa að því að upplýsa almenning um föst launakjör opinberra starfsmanna. Jafnframt er Fjármálaeftirlitið með þessari framsetningu að varðveita traust og trúnað í starfssambandi stofnunarinnar og einstakra starfsmanna. Fjármálaeftirlitið telur enn fremur að upplýsingar um nákvæm launakjör einstakra starfsmanna auðveldi um of samkeppnisaðilum að yfirbjóða stofnunina. Bent var á í Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að brýnt sé að stofnuninni takist að laða til sín og halda starfsfólki með reynslu.“</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Sem fyrr segir barst kæra þessa máls úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 28. mars 2011. Kæran var send Fjármálaeftirlitinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 30. mars, og stofnuninni veittur frestur til 7. apríl til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrði látin í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Svar stofnunarinnar barst ekki innan frestsins og með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 30. ágúst, var óskað eftir svari hið fyrsta. Svar barst að lokum með bréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 10. október 2011.</p> <p>Í upphafi bréfs Fjármálaeftirlitsins er því lýst að mistök hafi orðið við skráningu fyrra bréfs úrskurðarnefndar upplýsingamála sem valdið hafi töfum á svari en tafirnar hafi einnig stafað af undirbúningi á flutningi stofnunarinnar í nýjar starfsstöðvar. FME telji að kæran til úrskurðarnefndarinnar „varði afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins á beiðni [A] um upplýsingar um föst laun sviðsstjóranna, þar sem gefnar voru upplýsingar um launabil en ekki tilgreind föst laun hvers og eins með sundurliðuðum hætti.“</p> <p>Í bréfinu er síðan fjallað um efni 3. og 5. gr. upplýsingalaga og vitnað til úrskurðar úrskurðanefndar um upplýsingamál í máli nr. A-303/2009 og álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5103/2007 en þar komi fram að ákvarðanir um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna séu ekki undanþegnar aðgangi almennings. Hins vegar sé undanþegið aðgangi hver heildarlaun opinberir starfsmenn hafi. Þá segir áfram orðrétt í bréfinu:</p> <p>„Umsamin föst laun umræddra starfsmanna eru í öllum tilvikum greidd heildarlaun viðkomandi. Sé Fjármálaeftirlitinu skylt að afhenda upplýsingar um föst laun viðkomandi starfsmanna með sundurliðuðum hætti upplýsir Fjármálaeftirlitið jafnframt um hver greidd heildarlaun viðkomandi eru, þ.e. hverjar hefðu í raun verið launagreiðslur viðkomandi.</p> <p>Í umræddu tilfelli þarf því að taka afstöðu til þess hvort vegur þyngra réttur almennings til að fá upplýsingar um föst laun fyrir hvern nafngreindan starfsmann eða réttur viðkomandi starfsmanns til þess að upplýsingar um greidd heildarlaun séu undanþegnar aðgangi almennings. Einnig þarf að meta hvort gera eigi greinarmun á einkaréttarlegum hagsmunum opinberra starfsmanna eftir því hvort þeir njóta fastra eða breytilegra launakjara. Í því samhengi skal minnt á jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga. Málefnaleg umræða um launakjör opinberra starfsmanna er til þess að almenningur viti í hvað skattfé er varið. Því ætti það sama yfir alla opinbera starfsmenn að ganga hvað varðar birtingu á fjárhagsmálefnum þeirra.</p> <p>Í ljósi eðlis upplýsinganna sem um ræðir, skýrs ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga og þeirrar afstöðu sem komið hefur fram þegar upplýsingalögin voru samþykkt, um að réttur almennings samkvæmt lögunum taki ekki til aðgangs að gögnum um heildarlaun, er að mati Fjármálaeftirlitsins eðlilegt að verða við upplýsingabeiðni [A] með því að tilgreina launabil umræddra starfsmanna. Þannig er upplýsingaréttur almennings ekki takmarkaður um of og almenningi gefinn kostur á að taka þátt í umræðu um ráðstöfun á opinberu fé. Jafnframt er gætt að markmiði ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga um að vernda friðhelgi einkalífs svo og mikilvæga fjárhagshagsmuni viðkomandi einstaklinga. Að öðrum kosti væri um að ræða mismunandi vernd einkaréttarlegra hagsmuna opinberra starfsmanna eftir því hvort þeir njóta fastra eða breytilegra launakjara.</p> <p>Í svari Fjármálaeftirlitsins til [A] þann 18. mars sl. var tilgreint að í tilfelli sviðsstjóranna væri um að ræða heildarlaun fyrir alla vinnu sem viðkomandi innti af hendi og í því samhengi gefið upp launabil í stað þess að tilgreina laun hvers og eins með sundurliðuðum hætti.“</p> <p>Bréfi Fjármálaeftirlitsins fylgdu ekki gögn og því var af hálfu úrskurðarnefndarinnar haft samband við stofnunina og óskað eftir því að nefndin fengi í hendur gögn er lytu að beiðninni. Gögnin bárust með bréfum sem bæði eru dags. 23. nóvember.</p> <p>Umrædd gögn eru (1) ráðningarsamningar starfsmannanna tíu ásamt viðaukasamningum við sex þeirra frá mismunandi tímum. (2) Útprentun af launaseðlum allra starfsmannanna fyrir marsmánuð 2011. (3) Skjöl með yfirliti yfir greidd heildarlaun í marsmánuði 2011, annars vegar sviðsstjóranna átta og hins vegar allra tíu starfsmannanna. (4) Skjöl sem fylgdu hverjum ráðningarsamningi, að ráðningarsamningi forstjórans frátöldum, þar sem fram koma launatölur miðað við ákveðna mánuði á tímabilinu frá janúar 2007 til ágúst 2011. Tilgangur þessara skjala virðist sá að sýna launabreytingar á milli tiltekinna mánaða ársins eða launatölur miðað við mismunandi forsendur, s.s. mismikla yfirvinnu, og þá í sama mánuði. Ekki er alltaf um sömu mánuðina að ræða. Engar þessara talna eru þær sömu og fram koma á launaseðlum starfsmannanna tíu fyrir marsmánuð, þ.e. sama mánuð og kærandi lagði fram beiðni sína um aðgang að gögnum til Fjármálaeftirlitsins.</p> <p>Fyrir þessum gögnum er í bréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 23. nóvember, sem úrskurðarnefndin fékk fyrr í hendur, gerð svofelld grein: „Í tengslum við öflun gagnanna kom í ljós að launakjör sviðstjóra eru ekki skráð í málaskráningarkerfi stofnunarinnar. Ráðningarsamningar viðkomandi sviðsstjóra, ásamt viðaukum og öðrum gögnum, eru varðveittir sundurgreint eftir einstaklingunum í gögnum stofnunarinnar. Að beiðni úrskurðarnefndar voru sóttir launalistar í launakerfi ríkisins og voru þær upplýsingar felldar saman í eitt skjal. Þar er að finna upplýsingar um heildarlaun viðkomandi sviðsstjóra. Fjármálaeftirlitið hefur að öðru leyti ekki fellt upplýsingar um launakjör sviðsstjóra í eitt skjal.“</p> <p>Áfram segir í bréfinu: „Með hliðsjón af framangreindu telur Fjármálaeftirlitið að um sé að ræða beiðni um aðgang að gögnum í fjölda mála í skilningi upplýsingalaga, sem samrýmist ekki síðari málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.“</p> <p>Í bréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 23. nóvember, sem úrskurðarnefndinni barst síðar í hendur, segir m.a. eftirfarandi: „Að því er varðar laun og starfskjör forstjóra Fjármálaeftirlitsins er bent á að þau eru nú ákveðin af kjararáði, sbr. lög nr. 47/2006 og vísar stofnunin í úrskurð kjararáðs nr. 2010.4.003 sem er birtur opinberlega á vefsíðu kjararáðs.“</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 4. nóvember 2011, var kæranda gefinn kostur á því að gera athugasemdir í ljósi umsagna FME og bárust þær í bréfi, dags. 14. nóvember. Í upphafi bréfsins lýsir kærandi vonbrigðum sínum með það hve lengi úrskurðarnefnd um upplýsingamál líði stjórnvaldi „að tefja mál“ og lýsir vanþóknun sinni á afgreiðslu FME á erindi sínu og jafnframt því að skýringar hennar á drætti málsins séu fáránlegar. Fyrirspurnin hafi ekki verið flókin; einfaldlega hafi verið beðið um heildarstarfskjör tiltekinna starfsmanna. Óhugsandi sé með öllu að stofnun geti undanþegið laun starfsmanna sinna aðgangi almennings með því að ákveða upp á sitt eindæmi „að bjóða eingöngu upp á föst en ekki breytileg launakjör.“ Úr lausu lofti sé gripið að sú ákvörðun styðjist við lög.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong> Kæru máls þessa verður að skilja svo að kærandi telji sig ekki hafa fengið fullan aðgang að gögnum um föst launakjör tiltekinna starfsmanna Fjármálaeftirlitsins, þ.e. forstjóra, aðstoðarforstjóra og átta sviðsstjóra.</p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga kemur fram að stjórnvöldum sé „skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“ </p> <p>Þessi lagagrein hefur verið skýrð svo að með fyrirliggjandi gögnum sé átt við þau gögn sem fyrir hendi eru hjá stjórnvaldi þegar beiðni um aðgang berst. Það er enda eðli málsins samkvæmt að beiðni um fyrirliggjandi gögn getur ekki náð til þeirra gagna sem ekki eru til þegar hún er sett fram. Kemur því ekki til skoðunar í úrskurði þessum hvort kærandi eigi rétt á að fá gögn sem urðu til eftir 14. mars 2011 og úrskurðarnefndin hefur undir höndum. Það er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að undir framangreint falli eftirtalin af þeim gögnum sem Fjármálaeftirlitið hefur afhent úrskurðarnefndinni: (1) Skjöl með yfirliti yfir greidd heildarlaun í marsmánuði, annars vegar sviðsstjóranna átta og hins vegar allra tíu starfsmannanna sem tekin voru saman af Fjármálaeftirlitinu eftir að beiðni um aðgang barst. (2) Útprentanir af launaseðlum allra starfsmannanna fyrir marsmánuð 2011 og (3) ráðningarsamningur við sviðsstjórann [B] frá 18. mars 2011 og viðauki við ráðningarsamning við sviðsstjórann [C] frá 18. júlí 2011. </p> <p>Að því er varðar þau skjöl sem fylgdu hverjum ráðningarsamningi, að ráðningarsamningi forstjórans frátöldum, og geyma upplýsingar um launatölur miðað við ákveðna mánuði á árunum 2007 til 2011 þá hafa þau ekki að geyma upplýsingar um laun starfsmannanna á þeim tíma sem beiðni kæranda tekur til. Kæruefni málsins tekur því ekki til þessara skjala. Hér verður því ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að þeim. Rétt þykir að geta þess að þær tölur sem þar er að finna eru í engum tilvikum þær sömu og greidd laun starfsmannanna í marsmánuði 2011 samkvæmt launaseðlum fyrir þann mánuð. Sama máli gegnir um ráðningarsamning forstjóra Fjármálaeftirlitsins þar sem hann hefur frá 1. mars 2010 tekið laun samkvæmt úrskurði kjararáðs nr. 2010.4.003 sem kveðinn var upp 23. febrúar 2010 að undanskildum ákvæðum í 5. gr. ráðningarsamningsins. Í þeirri grein er kveðið á um lífeyrisgreiðslur er varða forstjórann svo og slysa- og ferðatryggingu en í úrskurði kjararáðs sýnist ekki hafa verið kveðið á um þessi kjaraatriði.</p> <p>Rétt þykir að benda á að með uppkvaðningu framangreinds úrskurðar kjararáðs var tekin stjórnvaldsákvörðun og samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga ber að beina beiðni um aðgang að gögnum er snerta slíka ákvörðun að því stjórnvaldi sem hana tók, kjararáði í því tilviki sem hér um ræðir.</p> <p>Samkvæmt framansögðu og í ljósi kæruefnis málsins kemur því einvörðungu til skoðunar í máli þessu hvort kærandi eigi aðgang að ráðningarsamningum og viðaukum við þá sem fyrirliggjandi voru hjá Fjármálaeftirlitinu þegar beiðni kæranda um aðgang barst.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Ákvörðun um ráðningu í opinbert starf telst almennt ákvörðun um rétt hans eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Sú ákvörðun er jafnan staðfest með ráðningarsamningi. Á ráðninguna og eftirfarandi gerninga sem henni tengjast um starfskjör ber því að líta sem mál í skilningi 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt þessu beinist beiðni kæranda að gögnum í 10 tilgreindum og afmörkuðum málum og uppfyllir því skilyrði 1. mgr. 3. gr., sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Hins vegar verður beiðni kæranda og kæra hans til úrskurðarnefndarinnar ekki skilin á annan veg en þann að hann óski eftir aðgangi að gögnum sem núverandi föst laun starfsmannanna tíu byggjast á en ekki að öllum gögnum um kaup þeirra og kjör frá upphafi.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Samkvæmt skýrri og fastmótaðri framkvæmd á upplýsingalögum, sem á sér m.a. stoð í athugasemdum sem fylgdu 5. gr. frumvarpsins að lögunum, hafa 3. og 5. gr. laganna verið skýrðar svo að sé óskað aðgangs að gögnum um laun opinberra starfsmanna skuli veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem ná til fastra launakjara þeirra, þ. á m. ráðningarsamningum og öðrum ákvörðunum og samningum sem kunna að liggja fyrir um föst laun þeirra. Rétturinn til aðgangs nær þannig til gagna sem geyma upplýsingar um allar fastar greiðslur sem starfsmaðurinn á rétt til. Hins vegar er vegna ákvæðis 1. málsliðar 5. gr. upplýsingalaga óheimilt að veita aðgang að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um greidd heildarlaun opinbers starfsmanns hvort sem þau eru hærri en föst laun hans, t.d. sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri af einhverjum ástæðum, s.s. vegna launafrádráttar af sérstökum ástæðum. Má um framangreindar skýringar t.d. vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-277/2008, A-214/2005 o.fl. svo og álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5103/2007. Fjármálaeftirlitið hefur bent á að fastar launagreiðslur þeirra starfsmanna sem hér koma við sögu séu þær sömu og heildarlaunagreiðslur til þeirra og af þeim sökum sé óheimilt að birta umræddar upplýsingar af tilliti til hagsmuna þeirra starfsmanna sem um ræðir, skv. 5. gr. upplýsingalaga. Á þetta verður ekki fallist. Með því að einvörðungu séu veittar upplýsingar um föst launakjör er fylgt þeirri framkvæmd sem byggt hefur verið á við skýringu á upplýsingalögum en um leið verndaður réttur starfsmanna stjórnvalda til að leyndum sé haldið upplýsingum um það hvort þeir hafi fengið sérstakar greiðslur af ákveðnum ástæðum eða frádrátt af launum tiltekinn mánuð eða á ákveðnu tímabili. Þrátt fyrir að í ráðningarsamningum tiltekinna starfsmanna sé almennt gert ráð fyrir að þeir séu einvörðungu á föstum launum þá verður ekki séð að með þessari framkvæmd upplýsingaréttarins sé brotið gegn rétti þeirra skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Af þessum ástæðum eiga ekki við þær röksemdir að ekki skuli veittur aðgangur að upplýsingum um heildarlaun sem Fjármálaeftirlitið byggir á ákvæðum 3. og 5. gr. upplýsingalaga. Hins vegar telur úrskurðarnefndin að upplýsingar um stéttarfélag og bankareikninga starfsmannanna beri að strika út úr skjölunum samkvæmt ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga, sbr. og 8. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og persónuupplýsingar.</p> <p><strong>4.<br /> </strong>Þegar Fjármálaeftirlitið synjaði kæranda um umbeðinn aðgang var tekið fram að upplýsingar um nákvæm launakjör einstakra starfsmanna myndu auðvelda samkeppnisaðilum um of að yfirbjóða stofnunina að því er varðaði laun starfsmanna. Hvað þessi rök varðar en út af fyrir sig kunna þau að standast skal bent á að í 6. gr. upplýsingalaga er kveðið á um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Þar segir í 3. tölul. segir að heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum sem varða viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Þá er átt við starfsemi fyrirtækja sem eru eign ríkis- og sveitarfélaga sem eru í samkeppnisrekstri en ekki stofnana eins og Fjármálaeftirlitsins sem ekki eiga í samkeppni við einkaaðila að því er starfsemina varðar. Önnur ákvæði upplýsingalaga koma hér heldur ekki til skoðunar.</p> <p><strong>5.<br /> </strong>Samkvæmt öllu sem að framan er rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að kærandi eigi rétt til aðgangs að þeim skjölum sem upp eru talin í úrskurðarorði með þeim takmörkunum sem þar er getið. Að öðru leyti staðfestir úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjun Fjármálaeftirlitsins á aðgangi kæranda að gögnum.</p> <p> </p> <h3> Úrskurðarorð</h3> <p>Fjármáleftirlitinu ber að afhenda kæranda, [A], eftirtalin gögn með tilgreindum útstrikunum:<br /> 1. Ráðningarsamning [D] forstjóra, dags. 17. apríl 2009 en þó skal strika skal út nafn á kjarafélagi hans sem getið er í niðurlagi greinarinnar.<br /> 2. a. Ráðningarsamning [E] aðstoðarforstjóra, dags. 15. janúar 1999. Í 2. gr. samningsins skal strika út nafn á þeim kjarasamningi sem uppsagnarfrestur fer eftir og sömuleiðis heiti sama kjarasamnings sem kemur fram í 4. og 5. gr. ráðningarsamningsins.<br />  b. Viðauka , dags. 19. júlí 2011.<br />  c. Viðauka, dags. 28. september 2011.<br /> d. Viðauka, dags. 14. desember 2007.<br /> 3.  a. Ráðningarsamningi [F] sviðsstjóra, dags. 30. mars 2004. Út skal  strika upplýsingar um stéttarfélag, bankastofnun og bankareikning.<br />  b. Tvo viðauka, dags. 13. júní 2007. <br /> 4. a. Ráðningarsamningi [G] sviðsstjóra, dags. 29. desember 2006. Út skal strika upplýsingar um stéttarfélag.<br />  b. Viðauka, dags. 11. nóvember 2010. Út skal strika hluta setningar í 2. málsgrein  viðaukans sem hefst á orðinu „kjarasamningi“ og endar á orðinu  „sem.“<br />  c. Viðauka, dags. 3. desember 2007. <br /> 5. a. Ráðningarsamningi [H] sviðsstjóra, dags. 7. desember 2005. Út skal strika upplýsingar um stéttarfélag, bankastofnun og bankareikning.<br />  b. Samkomulagi, dags. 22. febrúar 2008.<br />  c.Viðauka (tvær bls.), dags. 18. september 2007.<br /> 6. Ráðningarsamningi [C] sviðsstjóra, dags. 25. nóvember  2010. Út skal strika upplýsingar um stéttarfélag.<br /> 7.  Ráðningarsamningi [I] sviðsstjóra, dags. 20. september 2010. Út skal strika upplýsingar um stéttarfélag.<br /> 8. Ráðningarsamningi [J] sviðsstjóra, dags. 25. nóvember 2010. Út skal  strika upplýsingar um stéttarfélag.<br /> 9.  a. Ráðningarsamningi við [K] sviðsstjóra, dags. 26. febrúar 1999. Út  skal strika upplýsingar um kjarasamning í niðurlagi 1. mgr. 3. gr.<br />  b. Viðauka, dags. 22. nóvember 2007.<br />  c. Viðauka, dags. 14. júlí 2007.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> <br /> Friðgeir Björnsson                                                                                        Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-395/2011. Úrskurður frá 14. desember 2011 | Kærð var sú ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að synja um aðgang að ráðningarsamningi forstjóra stofnunarinnar. Kæruheimild. Þegar orðið við beiðni. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 14. desember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-395/2011.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með erindi, dags. 13. október 2011, kærði [A] þá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 29. september 2011, að synja honum um afhendingu ráðningarsamnings Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, ásamt þeim viðaukum sem við hann hafi verið gerðir.</p> <h3>Málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi til Fjármálaeftirlitsins, dags. 29. ágúst, fór kærandi fram á afhendingu ráðningarsamnings Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, ásamt þeim viðaukum sem við hann hafi verið gerðir. Af gögnum málsins er ljóst að kærandi fer fram á afhendingu ráðningasamnings sem gerður var við forstjóra Fjármálaeftirlitsins fyrir gildistöku laga nr. 87/2009, um breytingu á lögum um kjararáð og fleiri lögum, sem tóku gildi 18. ágúst 2009. Með VI. kafla þeirra laga var gerð sú breyting á 3. máls. 1. mgr. 5. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, að kjararáði var falið að ákveða starfskjör forstjóra Fjármálaeftirlitsins.  </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 31. október, var Fjármálaeftirlitinu kynnt framkomin kæra. Eftirlitinu var jafnframt veittur frestur til 8. næsta mánaðar til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi væri þess óskað. Ennfremur var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit þeirra gagna sem kæran lyti að. Svar barst frá Fjármáleftirlitinu 9. nóvember og var hjálagt því svari bréf Fjármálaeftirlitsins til kæranda, dags. sama dag. Í bréfi Fjármálaeftirlitsins til kæranda kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„...gerði Fjármálaeftirlitið ráð fyrir að leitast væri eftir upplýsingum um núverandi laun og starfskjör forstjórans. Þar sem laun og starfskjör forstjóra Fjármálaeftirlitsins eru nú ákveðin af kjararáði, sbr. lög nr. 47/2006 um kjararáð, vísaði eftirlitið til upplýsinga á vefsíðu kjararáðs. Í úrskurði kjararáðs nr. 2010.4.003 eru núverandi laun og starfskjör forstjóra Fjármálaeftirlitsins ákveðin. Í úrskurði kjararáðs voru ekki upplýsingar um greiðslur í lífeyrissjóð og upplýsingar um áður umsamin laun forstjóra. Fjármáleftirlitið veitti því aðgang að þeim hluta ráðningasamningsins við Gunnar þar sem fjallað er um framangreind atriði.</p> <p>Af kæru þinni til úrskurðarnefndar er ljóst að þér óskið ekki eftir upplýsingum um núverandi laun og starfskjör Gunnar heldur þeim ráðningasamningi sem gerður var á sínum tíma við hann af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Meðfylgjandi bréfi þessu er ráðningasamningur Gunnars Þ. Andersen. Ákveðið var að veita aðgang að samningnum í heild sinni, sbr. 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Fjármálaeftirlitið vill taka fram að um er að ræða eina ráðningasamninginn sem gerður var við Gunnar og engir viðaukar voru gerðir við samninginn.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <h3> Niðurstaða</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p>Fjármálaeftirlitið hefur nú með bréfi, dags. 9. nóvember, afhent kæranda umræddan samning og áréttað að um sé að ræða einn ráðningarsamning sem gerður hefur verið við forstjóra Fjármálaeftirlitsins og engir viðaukar hafi verið gerðir við hann. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að draga þessa fullyrðingu í efa. Samkvæmt því hefur Fjármálaeftirlitið þegar orðið við beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Af þeim sökum ber að vísa kæru málsins frá úrskurðarnefndinni.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [A] á hendur Fjármálaeftirlitinu.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>Friðgeir Björnsson                                                                                        Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-391/2011. Úrskurður frá 14. desember 2011 | Kærð var sú ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins að synja um aðgang að upplýsingum um samskiptaerfiðleika í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Vinnuskjöl. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 14. desember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-391/2011.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 31. ágúst 2010, kærði [A] blaðamaður þá ákvörðun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 25. ágúst, að synja honum um aðgang að „öllum upplýsingum um málefni [B] og [C], kennara við Iðnskólann í Hafnarfirði, og erfiðleikum í samskiptum milli þeirra og skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði. Er óskað eftir öllum gögnum ráðuneytisins vegna málsins, þar með talið upplýsingum um samskipti við kennarana tvo og við skólastjórann. Einnig fundargerðir, minnispunkta og annað sem málinu tilheyrir“, sbr. beiðni kæranda þar um frá 4. ágúst 2010.</p> <p>Í synjun mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 25. ágúst 2010, kemur m.a. fram:</p> <p>„Þau gögn í vörslu ráðuneytisins er beiðni yðar lýtur að hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni og samskipti framangreindra einstaklinga. Það er mat ráðuneytisins að afhending þeirra til fréttamiðils á grundvelli upplýsingalaga og sú opinbera umfjöllun sem færi fram í kjölfarið sé til þess fallin að torvelda ásættanlega niðurstöðu í því sáttarferli sem ráðuneytið stendur fyrir í skólununum. Með vísan til 5. gr. upplýsingalaga telur ráðuneytið ekki skylt að verða við beiðni yðar.“</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Með tölvubréfi til kærða, dags. 28. júlí 2010, óskaði kærandi eftir afhendingu eftirfarandi upplýsinga:</p> <p>„Óskað er eftir öllum gögnum er varða deilur milli kennara við Iðnskólann í Hafnarfirði og skólameistara skólans, sem staðið hafa árum saman. Deilan fór m.a. fyrir félagsdóm, þar sem úrskurðað var kennurum við skólann í hag. Óskað er eftir gögnum frá ársbyrjun 2007. Er óskað eftir því að umbeðin gögn verði ekki takmörkuð við launadeiluna eina og sér, heldur um deiluna í heild sinni í sem víðustu samhengi.</p> <p>Meðal þess sem óskað er eftir er:<br /> 1. Bréf eða erindi skólameistarans til ráðuneytisins, og bréf frá ráðuneytinu til skólameistarans. Einnig fundargerðir eða minnispunktar frá fundum með skólastjóranum.<br /> 2. Bréf eða erindi eins eða fleiri kennara við skólann til ráðuneytisins, og bréf frá ráðuneytinu til eins eða fleiri kennara við skólann. Einnig fundargerðir eða minnispunktar frá fundum [með] einum eða fleiri kennurum við skólann.<br /> 3. Bréf eða erindi eins eða fleiri nemenda, eða foreldra nemenda við skólann til ráðuneytisins, og bréf frá ráðuneytinu til nemenda, eða foreldra nemenda við skólann. Einnig fundargerðir eða minnispunktar frá fundum með einum eða fleiri nemanda eða foreldrum nemenda við skólann.<br /> 4. Til viðbótar við þau bréf í lið 1 sem ráðuneytið telur varða umrætt deilumál er óskað eftir öllum öðrum bréflegum (með pappír og tölvupósti) samskiptum ráðuneytisins og skólastjórans frá upphafi árs 2007, hvaða mál sem þau kunna að varða.“</p> <p>Kæranda voru í kjölfarið afhent gögn ráðuneytisins er lutu að dómi Félagsdóms nr. 4/2009 frá 12. maí 2009 en með þeim dómi var viðurkennt að félagsmenn Félags framhaldsskólakennara, sem störfuðu við Iðnskólann í Hafnarfirði á tímabilinu frá upphafi skólaárs 2004 til loka vorannar 2008, hafi uppfyllt kennsluskyldu sína samkvæmt kjarasamningi að fullu þegar þeir, samkvæmt ákvörðun vinnuveitandans, unnu tilskilinn fjölda kennslustunda með því fyrirkomulagi að slegið var saman hverju sinni tveim 40 mínútna kennslustundum í eina sem stóð í 75 mínútur án frímínútna og að óheimilt hafi verið að skerða launagreiðslur til þeirra vegna þessa fyrirkomulags í skólastarfinu.</p> <p>Þá kemur fram í kæru, dags. 31. ágúst 2010, að kærandi hafi haft samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið í kjölfar afhendingar gagnanna þar sem honum var leiðbeint um að afmarka beiðni sínar betur með því að tilgreina sérstaklega að hann færi fram á upplýsingar um samskiptaörðuleika tiltekinna aðila. Það mál sem hér er til meðferðar er kæra á synjun á þeirri beiðni og er beiðninni lýst hér að framan.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 31. ágúst 2010.</p> <p>Kæran var send mennta- og menningarmálaráðuneytinu með bréfi, dags. þann sama dag. Var mennta- og menningarmálaráðuneytinu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 10. september og til að afhenda úrskurðarnefndinni þau gögn sem kæran lýtur að. Athugasemdir mennta- og menningarmálaráðuneytisins ásamt gögnum bárust úrskurðarnefndinni þann dag. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:</p> <p>„Eins og fram kemur í synjun ráðuneytisins um afhendingu umræddra ganga til kæranda, dags. 25.  ágúst sl., byggist hún á því að umbeðin gögn hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni og eindrægni í samskiptum á milli umræddra starfsmanna og skólameistara við Iðnskólann í Hafnarfirði sem takmarka upplýsingarétti á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá var frá því greint að ráðuneytið stæði fyrir sáttarferli milli viðkomandi aðila og að afhending gagnanna til fjölmiðils á grundvelli upplýsingalaga og sú opinbera umfjöllun sem færi í kjölfarið væri til þess fallin að torvelda ásættanlega niðurstöðu í því máli. Í umræddu lagaákvæði kemur m.a. fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Eins og sjá má af umræddum gögnum koma þar fram ummæli sem flokka má sem ærumeiðandi í garð skólameistara. Að þessu athuguðu telur ráðuneytið að efni umbeðinna ganga sýni glögglega að um viðkvæmar persónuupplýsingar sé að ræða sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari.</p> <p>Meðal gagna í málinu eru minnispunktar og fundargerðir starfsmanna ráðuneytisins ætlaðra til eigin nota. Að mati ráðuneytisins eru þau gögn undanþegin upplýsingi almennings skv. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, enda hafa skjölin ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“</p> <p>Með athugasemdum sínum, dags. 10. september, afhenti mennta- og menningarmálaráðuneytið úrskurðarnefndinni eftirfarandi gögn:</p> <p>1. Tölvubréf, dags, 7. apríl 2010, frá [B] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.<br /> 2. Minnispunktar [D], dags. 23. apríl 2010.<br /> 3. Tölvubréf, dags. 28. apríl 2010, frá [E] til [D].<br /> 4. Tölvubréf, dags. 18. mars 2010, frá [F] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.<br /> 5. Fundargerð, dags. 1. júní 2010, frá fundi [D], [E], [B] og [C].</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 14. september 2010, voru kæranda kynntar athugasemdir mennta- og menningarmálaráðuneytisins og veittur frestur til að koma að frekari athugasemdum til 21. þess mánaðar. Athugasemdir kæranda bárust 17. þess mánaðar. Eftirfarandi kemur m.a. fram í athugasemdum kæranda:</p> <p>„Eins og fram kom í umræddri kæru telur undirritaður rök ráðuneytisins þess efnis að um einkamálefni sé að ræða fráleit. Ber að líta til þess að þarna er um að ræða bréfleg samskipti starfsmanna við skóla sem rekinn er af ríkinu við ráðuneyti menntamála. Verður ekki séð að málefni ríkisstofnunarinnar Iðnskólans í Hafnarfirði og samstarfsörðugleikar innan þeirrar stofnunnar, sem er það sem samskiptin snérust um, falli undir persónuleg málefni starfsmannanna, jafnvel þó þau fjalli um nafngreindar persónur.<br />  <br /> Þá má benda á að í 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að falla megi frá leynd samþykki sá sem í hlut á afhendingu gagnanna. Mér er ekki kunnugt um að ráðuneytið hafi haft samband við umrædda kennara til að fá þeirra afstöðu til málsins. Eftir að hafa rætt við báða kennarana get ég fullyrt að þær muni ekki hafa neitt á móti því að umræddar upplýsingar verði afhentar.<br />  <br /> Einnig má benda á ákvæði 7. gr. upplýsingalaga vegna þeirra raka ráðuneytisins að ærumeiðandi ummæli komi fram í gögnunum. Verði það niðurstaða nefndarinnar að umrædd gögn teljist gögn um „einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari“, vegna þeirra ummæla, er farið fram á að aðgangur að gögnunum verði veittur, en þau ummæli sem teljist ærumeiðandi verði máð út. Þá má benda á að aðeins er talað um ærumeiðandi ummæli í garð skólameistara. Verður ekki séð að það geti verið rök fyrir því að afhenda ekki til dæmis tölvubréf skólameistarans frá 18. mars 2010.<br />  <br /> Í umsögn ráðuneytisins er vísað til þess að afhending umræddra gagna geti „torveldað ásættanlega niðurstöðu“ í sáttaferli sem ráðuneytið standi nú fyrir. Ráðuneytið telur engu að síður ónauðsynlegt að skýra frekar hvað felist í því sáttaferli, og hvernig afhending gagnanna muni torvelda ásættanlega niðurstöðu. Í samtali undirritaðs við [D], ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins, kom fram að deilendur hafi hitt vinnustaðasálfræðing, en frekari fundir með honum munu ekki fyrirhugaðir. Það eina sem ráðuneytisstjórinn gat nefnt sem hluta af sáttaferli sem væri í gangi var að mögulegt er að gerð verði könnun á starfsánægju kennara við skólans. Getur undirritaður ekki fallist á að afhending umræddra gagna hafi nokkur áhrif á meint sáttaferli, sem virðist að mestu felast í því að beðið sé eftir því að skólameistarinn láti af störfum um næstkomandi áramót. Fallist úrskurðarnefndin á þau rök ráðuneytisins að ekki sé rétt að afhenda gögnin vegna þessa sáttaferlis er því óskað eftir því að nefndin kalli eftir frekari rökstuðningi á því hvernig þetta ferli standi, og hvernig afhending gagnanna geti skaðað það ferli.<br />  <br /> Undirritaður gerir einnig athugasemdir við þann gagnalista sem lagður er fram af ráðuneytinu. Hefði til dæmis mátt búast við að sjá á lista yfir gögn málsins bréf [B] til menntamálaráðherra, dagsett 30. júní 2009 (þar sem þess var krafist að stjórnsýsluúttekt yrði gerð á skólanum), og fundargerð af fundi [B] með ráðherra, ráðuneytisstjóra og fleirum þann sama dag. Listinn yfir gögn málsins, sem send voru úrskurðarnefndinni, virðist þannig afar þröngt skilgreindur, og alls ekki í samræmi við það sem óskað var eftir í upphaflegri ósk um afhendingu gagna (dags. 28. júlí 2010) og endurskoðaðri ósk (dags. 4. ágúst 2010).<br />  <br /> Þannig var umrætt bréf [B] ekki hluti af þeim gögnum sem ráðuneytið sendi í upphafi, þegar óskað var eftir gögnum um deilu vegna máls sem fór fyrir félagsdóm. Undirritaður spurði sérstaklega um þetta bréf í samtali við starfsmann ráðuneytisins, sem ráðlagði undirrituðum að senda aðra beiðni með nafni kennaranna tveggja. Þrátt fyrir að það hafi verið gert var þetta bréf ekki meðal gagna málsins sem send voru nefndinni. Það vekur efasemdir um að ráðuneytið hafi sent öll gögn sem sannarlega tengjast deilunni.“</p> <p>Í ljósi athugasemda kæranda fór úrskurðarnefnd um upplýsingamál fram á það við mennta- og menningarmálaráðuneytið með tölvubréfi, dags. 14. apríl, að það tæki afstöðu til þess hvort það hefði afhent öll gögn málsins eins og kærandi vísaði til. Með bréfi, dags. 11. maí, afhenti mennta- og menningarmálaráðuneytið úrskurðarnefndinni að því er virðist öll gögn sex mála sem skráð eru í málaskrárkerfi ráðuneytisins. Umrædd mál hafa málsnúmerin MMR10120301, MMR10120317, MMR10040197, MMR09120294, MMR09120117 og MMR10080357.  Samtals er um að ræða 66 færslur í nefndum málum, nánar tiltekið 66 skjöl sem mörgum hverjum fylgja einnig fylgiskjöl sem vistuð eru með viðkomandi færslum. Þá fylgdu einnig forsíður viðkomandi mála úr málaskrá en á þær eru færðar ákveðnar grunnupplýsingar um málin og meðferð þeirra.</p> <p>Af framangreindu má sjá að mennta- og menningarmálaráðuneytið afhenti úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 11. maí 2011, mikinn fjölda gagna. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ekki tekið beina afstöðu til afhendingar þessara gagna til kæranda eða leitast við að skýra nánar bein tengsl þeirra við beiðni kæranda um aðgang að gögnum en ætla verður að ráðuneytið telji sömu sjónarmið um synjun afhendingar þeirra eiga við og fram koma í fyrra bréfi ráðuneytisins, dags. 10. september 2010.</p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og fram hefur komið fer kærandi fram á aðgang að gögnum er lúta að meintum samskiptaörðugleikum innan Iðnskólans í Hafnarfirði. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefndinni gögn vegna málsins með tveimur bréfum dags. 10. september 2010 og dags. 11. maí 2011.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja; skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p>Hluti þeirra gagna sem afhent voru með síðara bréfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins urðu til eftir að kæranda var synjað um afhendingu gagna, sbr. bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 25. ágúst 2010. Eðli máls samkvæmt lúta þau gögn ekki að kæru þessari og er því ekki tekið til skoðunar hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að þeim. Til skýringar skal tekið fram að hér er um að ræða eftirtalin gögn:</p> <p>Gögn með málsnúmeri MMR10120301 skráð 15. desember 2010.<br /> Heiti máls: Kvörtun vegna brottvikningar úr starfi við Iðnskólann í Hafnarfirði – [B]:<br /> 1. Forsíða máls með tilmælum.<br /> 2. Tölvubréf, dags. 5. apríl 2011, frá [B] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins ásamt fylgiskjali. Sem fylgiskjal er bréf, dags. 5. apríl 2011, frá [B] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.<br /> 3. Bréf, dags. 17. janúar 2011, frá mennta- og menningarmálaráðuneyti til [B],<br /> 4. Tölvubréfssamskipti milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og [B]. Þrjú tölvubréf, dags. 4. janúar 2011, 5. janúar 2011 og 5. janúar 2011. Sem fylgiskjal er bréf, dags. 4. janúar 2011 frá [B] til [G].<br /> 5. Tölvubréf, dags. 28. desember 2010, frá [H] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Sem fylgiskjal er bréf, dags. 21. desember 2010 frá [F] til [B].<br /> 6. Tölvubréf, dags. 23. desember 2010, frá [B] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Sem fylgiskjal er bréf, dags. 21. desember 2010, frá [F] til [B].</p> <p>Gögn með málsnúmeri MMR10120317 skráð 27. desember 2010. Heiti máls: Ályktun deildarstjóra og kennara við Iðnskólann í Hafnarfirði v. niðurlagningar útstillingarbrautar skólans – [I] o.fl.:<br /> 1. Forsíða máls með athugasemdum og tilmælum.<br /> 2. Bréf, dags. 12. janúar 2011, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til [I] og [J].<br /> 3. Tölvubréfasamskipti milli [J] og [K]. Tvö tölvubréf, bæði dags. 23. desember 2010.<br /> 4. Tölvubréf, dags. 28. desember 2010, frá [L] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins ásamt öðrum aðilum. Sem fylgiskjal er ályktun Kennarafélags Iðnskólans í Hafnarfirði, dags. 28. desember 2010.<br /> 5. Tölvubréf, dags. 27. desember 2010, frá [M] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.<br /> 6. Bréf, dags. 22. desember 2010, frá deildarstjóra og kennurum á Listnámsbraut Iðnskólans í Hafnarfirði til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.</p> <p>Gögn með málsnúmeri MMR10080357 skráð 15. desember 2010. Heiti máls: Sendar starfsánægjukannanir haust 2006 og haust 2010 v. ráðningar í embætti skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði:<br /> 1. Forsíða.<br /> 2. Tölvubréf, dags. 13. desember 2010, frá [B] til [N]. Sem fylgiskjöl eru tveir glærupakkar.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Önnur gögn sem ráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál urðu til áður en að kærandi lagði fram beiðni sína um aðgang að gögnum. Tekið skal fram að þau gögn sem afhent voru með bréfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 10. september 2010, eru vistuð í málaskrá ráðuneytisins undir málsnúmerinu MMR 10040197. Hluti af gögnum þess máls bárust úrskurðarnefndinni á ný með bréfi ráðuneytisins 11. maí 2011. Í þessu ljósi liggur fyrir úrskurðarnefndinni að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að eftirtöldum gögnum:</p> <p>Gögn með málsnúmeri MMR10040197 skráð 21. apríl 2010. Heiti máls: Launamál starfsmanna við Iðnskólann í Hafnarfirði – [B]:<br /> 1. Forsíða með tilmælum máls.<br /> 2. Tölvubréf, dags, 7. apríl 2010, frá [B] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.<br /> 3. Minnispunktar [D], dags. 23. apríl 2010, skráð á mál nr. MMR10040197.<br /> 4. Tölvubréf, dags. 28. apríl 2010, frá [E] til [D].<br /> 5. Tölvubréf, dags. 18. mars 2010, frá [F] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.<br /> 6. Fundargerð, dags. 1. júní 2010, frá fundi [D], [E], [B] og [C].</p> <p>Gögn með málsnúmeri MMR09120294 skráð 28. desember 2010. Heiti máls: Málefni Iðnskólans í Hafnarfirði:<br /> 1. Forsíða.<br /> 2. Tölvubréf, dags. 29. október 2009, frá [O] til [P] og [Q].<br /> 3. Tölvubréf, dags. 27. ágúst 2009, frá [K] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.<br /> 4. Tölvubréf, dags. 27. ágúst 2009, frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til [F].<br /> 5. Tölvubréf, dags. 26. ágúst 2009, frá [B] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Tvö skjöl fylgdu tölvubréfinu. Annars vegar minnisblað dags. 20. ágúst 2009 og hins vegar minnispunktar frá fundi FF og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um málefni IH, dags. 1. júlí 2009.</p> <p>Gögn með málsnúmeri MMR09120117:<br /> 1. Skjal með yfirskriftinni: Erindi fundar: Stjórnsýsla í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Dags. 8. desember 2009. Undirritað af [B] og [C].<br /> 2. Ársreikningur A-hluta aðila í þús. kr.: 02 516 Iðnskólinn í Hafnarfirði.<br /> 3. Skjal með yfirskriftinni: Launadeila í IH og afleiðingar á skólastarf.<br /> 4. Skjal með yfirskriftinni: Pappírar vegna launamála í IH staðan í feb. 2008.<br /> 5. Bréf, dags. 2. apríl 2008, frá [B] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins ásamt öðrum aðilum.<br /> 6. Bréf, dags. 26. mars 2008, frá [B] til mennta- og menningarmálaráðuneytisins og öðrum aðilum.<br /> 7. Bréf, dags. 26. mars 2008, frá Félagi framhaldsskólakennara til [F].<br /> 8. Bréf, dags. 31. mars 2008, frá [B]. Nöfn viðtakenda koma ekki fram.<br /> 9. Bréf, dags. í desember 2007, frá [B] til [R] og [H].<br /> 10. Tölvubréfssamskipti milli [R] og [B]. Fjórir tölvupóstar. Þrír dags. 14. desember 2007 og einn dags. 10. desember 2007.<br /> 11. Minnisblað [B] frá fundi yfirstjórnar skólans með trúnaðarmönnum og stjórn kennarafélagsins 13. febrúar 2008.<br /> 12. Reglugerð um skólanefndir við framhaldsskóla. nr. 132 frá 11. febrúar 1997.<br /> 13. Drög að fundargerð: Aðalfundur Kennarafélags Iðnskólans í Hafnarfirði haldinn 26. maí 2004, í Iðnskólanum í Hafnarfirði í stofu 313, kl. 13.00.<br /> 14. Skjal með yfirskriftinni: Pappírar vegna launamála í IH staðan í feb. 2008 (sama skjal og skjal nr. 4).<br /> 15. Fundargerð: 7. fundur skólanefndar Iðnskólans í Hafnarfirði 2003, haldinn að Flatahrauni 12 miðvikudaginn 5. nóvember kl. 12:15.<br /> 16. Tölvubréfasamskipti milli [B] og [K]. Tvö tölvubréf dags. 19. maí 2008 og 22. maí 2008.<br /> 17. Minnispunktar [B] frá fundi 3. mars 2008.<br /> 18. Skjal með yfirskriftinni: Hugleiðingar varðandi launaútreikning í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Merkt [B].<br /> 19. Skal með yfirskriftinni: Persónuleg samskipti: Yfirlit.<br /> 20. Fundargerð: Fundur stjórnenda, 12. maí 2009 kl. 11.15.<br /> 21. Fundargerð: Fundur stjórnenda, 27. apríl 2009 kl. 11.15.<br /> 22. Tölvubréfasamskipti milli [B] og [F]. Fjögur tölvubréf. Dags. 5 mars 2009, 27. apríl 2009 og 7. maí 2009. Eitt bréfið er ódagsett.<br /> 23. Bréf, dags. 20. maí 2009, frá [B] til skólameistara og skólanefndarmanna.<br /> 24. Skjal með starfslýsingu umsjónarkennara útstillingarbrautar.<br /> 25. Tölvubréfasamskipti milli [B] og [F]. Þrjú tölvubréf. Dags. 21. október 2009, 20. október 2009 og 19. október 2009.<br /> 26. Tölvubréfasamskipti milli [B] og [F]. Fimm tölvubréf. Dags. 26. október 2009, tvö bréf dags. 21. október 2009, 20. október 2009 og 19. október 2009.<br /> 27. Tölvubréfasamskipti milli [F], [S] og [T]. Dags. 27. ágúst 2008, tvö bréf dags. 26. ágúst 2008, þrjú bréf dags. 25. ágúst 2008.<br /> 28. Bréf dagsett 16. október 2007 og undirritað af [B].<br /> 29. Skjal með yfirskriftinni: Erindi fundar: Stjórnsýsla í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Dags. 8. desember 2009. (sama skjal og skjal nr. 1 en óundirritað)<br /> 30. Tölvubréfasamskipti milli [B] og [F]. Fimm tölvubréf. Dags.19. nóvember 2009, 17. nóvember 2009, 13. nóvember 2009, 12. nóvember og 10. nóvember 2009.<br /> 31. Auglýsing frá Iðnskólanum í Hafnarfirði á starfatorgi.is.<br /> 32. Tölvubréf, dags. 21. maí 2009, frá [F] til starfsmanna Iðnskólans í Hafnarfirði.<br /> 33. Tölvubréfasamskipti milli [F] og [C]. Fjögur tölvubréf. Dags. 10. ágúst 2009, tvö dags. 7. ágúst 2009 og eitt dags. 5. ágúst 2009.<br /> 34. Bréf, ódagsett, frá [C] til [U], lögfræðings Kennarasambands Íslands.<br /> 35. Bréf, ódagsett, frá [U] til [C].<br /> 36. Tölvubréf, dags. 7. desember 2009, frá [K] til [C].<br /> 37. Tölvubréf, dags. 3. október 2009, frá [C] til [F].<br /> 38. Skjal með yfirskriftinni: Stutt greinagerð varðandi samskipti undirritaðs og [F] Skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði.<br /> 39. Skjal með yfirskriftinni: Til upplýsingar um framkomu og stjórnunarhætti skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði og við hverju kennarar geta búist ef þeir leita til hans.<br /> 40. Skjal með yfirskriftinni: Upphlaup í IH 31.8.2009: Yfirlit.<br /> 41. Tölvubréf, dags. 14. maí 2009, frá [V] til [B].<br /> 42. Tölvubréf, dags. 13. maí 2009, frá [H] til [B].<br /> 43. Tölvubréf, dags. 1. september 2009, frá [V] til allra starfsmanna.<br /> 44. Tölvubréf, dags. 31. ágúst 2009, frá administrator til allra starfsmanna.<br /> 45. Tölvubréf, ódags., frá [X].<br /> 46. Tölvubréf, dags. 1. september 2009, frá [Y] til allra starfsmanna.<br /> 47. Tölvubréf, dags. 1. október 2009, frá [Z] til [B].<br /> 48. Bréf, dags. 29. maí 2009, frá Kennarafélagi IH til mennta- og menningarmálaráðherra.<br /> 49. Bréf, dags. 29. maí 2009, frá stjórnarmönnum KFIH til mennta- og menningarmálaráðherra.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Kærandi byggir kröfu um aðgang að framangreindum skjölum á 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Í henni segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Þá kemur fram í 7. gr. laganna að ef ákvæði 4.-6. gr. eigi við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur afhent nefndinni.<br />  <br /> Mál í málaskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins númer MMR10040197 sem skráð var 21. apríl 2010 inniheldur fimm skjöl auk forsíðu með tilmælum. Heiti skjalanna og númer hafa verið listuð upp í kafla 2 hér að framan. Í lögum er fjöldi settra lagaákvæða um þagnarskyldu sem bannar starfsfólki, er vinnur að heilsugæslu og annarri skyldri starfsemi, að veita upplýsingar um heilsuhagi tiltekinna einstaklinga, að viðlagðri refsingu. Slíkar upplýsingar teljast einnig til viðkvæmra persónuupplýsinga í skilningi c-liðar 8. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Á grundvelli sömu sjónarmiða og leiða til þess að sjúkraskrá sé undanþegin aðgangi almennings, eru skýrslur sálfræðinga og félagsráðgjafa um skjólstæðinga sína einnig undanþegnar aðgangi almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Þó að hér sé ekki um að ræða eiginlega sálfræðimeðferð þá verður að ætla að sömu sjónarmið eigi við um skjal nr. 4 sem er tölvubréf, dags. 28. apríl 2010, frá [E], M.A. í vinnusálfræði, sem starfar hjá Þekkingarmiðlun ehf.  sem sérhæfir sig í að miðla þekkingu og styrkja þannig einstaklinga og vinnustaði, til [D] ráðuneytisstjóra og skjal nr. 6 sem er fundargerð, dags. 1. júní 2010, frá fundi [D], [E], [B] og [C]. Þær upplýsingar sem fram koma í skjali nr. 3 sem eru minnispunktar [D], dags. 23. apríl 2010, innihalda upplýsingar sem eru sambærilegar þeim sem fram koma í nefndum tölvupósti og fundargerð. Ber því mennta- og menningarmálaráðuneytinu ekki að afhenda kæranda þau gögn með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Önnur gögn sem falla undir málsnúmer MMR10040197 innihalda aftur á móti ekki upplýsingar sem rétt er að synja almenningi um aðgang að með vísan til 5. gr. upplýsingalaga og ber því að afhenda kæranda þau gögn.</p> <p>Mál í málskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins númer MMR09120294 sem skráð var 28. desember 2010 inniheldur fjögur skjöl auk forsíðu. Heiti skjalanna og númer hafa verið listuð upp í kafla 2 hér að framan. Ekkert þessara skjala inniheldur upplýsingar sem heimilt er að synja almenningi um aðgang að með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Skjal nr. 2 sem er tölvubréf, dags. 29. október 2009, frá [O] til [P] og [Q] er aftur á móti vinnuskjal í skilningi 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem skjalið er ritað af þáverandi ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins til tveggja starfsmanna þess, þ.e. skjalið er ritað af stjórnvaldi til afnota þess. Ekki er í skjalinu að finna upplýsingar sem geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá og var því mennta- og menningarmálaráðuneytinu heimilt að synja kæranda um aðgangs þessa skjals. Önnur skjöl undir málsnúmeri MMR09120294 ber mennta- og menningarmálaráðuneytinu að afhenda kæranda.</p> <p>Mál í málskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins númer MMR09120117 inniheldur fjörutíu og níu skjöl. Heiti skjalanna og númer hafa verið listuð upp í kafla 2 hér að framan. Um er að ræða skjöl er varða Iðnskólanum í Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Þau varða stjórnsýslu skólans, mannauðsmál skólans, samskipti kennara við skólastjórnendur, samskipti kennara innbyrðis og við aðila utan skólans s.s. Félag framhaldsskólakennara og Kennarasamband Íslands. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vísaði til þess í fyrra bréfi sínu, dags. 10. september 2010, að ráðuneytið stæði fyrir sáttaferli milli hlutaðeigandi aðila þ.e. skólameistara annars vegar og kennara hins vegar. Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur aflað sér skipaði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, [G] skólameistara við Iðnskólann í Hafnarfirði til fimm ára frá og með 1. janúar 2011 og hefur hann því tekið við starfi skólameistara. Því eru ekki lengur fyrir hendi hagsmunir sem lúta að sáttum innan Iðnskólans í Hafnarfirði milli starfsfólks og fyrrum skólameistara. Þá hefur ráðuneytið vísað til þess að í umbeðnum gögnum komi fram upplýsingar um einkamálefni og eindregni í samskiptum milli tiltekinna starfsmanna og skólameistara og því sanngjarnt og eðlilegt að þau fari leynt með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Þau gögn sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur einkum geta fallið hér undir eru fimm (þar af eru tvö skjöl efnislega eins): Skjöl nr. 1 og 29 með yfirskriftinni: Erindi fundar: Stjórnsýsla í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Dags. 8. desember 2009. Undirritað af [B] og [C], skjal nr. 37 sem er tölvubréf, dags. 3. október 2009, frá [C] til [F], skjal nr. 38 með yfirskriftinni: Stutt greinagerð varðandi samskipti undirritaðs og [F] Skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði og skjal nr. 39 með yfirskriftinni: Til upplýsingar um framkomu og stjórnunarhætti skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði og við hverju kennarar geti búist ef þeir leita til hans. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau fjörutíu og níu gögn sem um ræðir. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur einungis að þau fimm gögn sem nefnd er hér að framan innihaldi upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í þeim gögnum koma fram upplýsingar er varða þá einstaklinga sem skjölin rita og ritað er um og samskipti þessara einstaklinga. Úrskurðarnefndin telur að mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að þessum fimm skjölum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Að virtum gögnum máls þessa og umfjöllunar fjölmiðla um ósætti innan Iðnskólans í Hafnarfirði þykir rétt að árétta að ákvæði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga byggist á því að hægt sé að óska upplýsinga án tillits til þess hvernig ætlunin er að nota þær upplýsingar sem gögn geyma. Stjórnvöldum er óheimilt að synja um aðgang að gögnum vegna þess að ætla megi að upplýsingarnar verði birtar, s.s. í fjölmiðlum (Alþt. 1995-1996, A-deild, bls. 3017). Annað mál er að birting upplýsinga, sem aðgangur er heimill að samkvæmt upplýsingalögum, kann stundum að varða við lög en um það gilda almennar reglur, s.s. reglur almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, einkum XXV. kafli um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Með vísan til alls þessa ber mennta- og menningarmálaráðuneytinu að afhenda kæranda önnur gögn en þau fimm sem vísað er til hér að framan sem falla undir málsnúmer MMR09120117.</p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Mennta- og menningarmálaráðuneytinu ber að afhenda kæranda, [A], gögn úr málskrá ráðuneytisins sem falla undir málsnúmerin MMR10040197, MMR09120294 MMR09120117 ásamt forsíðum málanna, sbr. kafla 2 í niðurstöðum, að undanskildum eftirfarandi gögnum: 1) Minnispunktar [D], dags. 23. apríl 2010, skráð á mál nr. MMR10040197, 2) tölvubréf, dags. 28. apríl 2010, frá [E] til [D], skráð á mál nr. MMR10040197, 3) fundargerð, dags. 1. júní 2010, frá fundi [D], [E], [B] og [C], skráð á mál nr. MMR10040197, 4) tölvubréf, dags. 29. október 2009, frá [O] til [P] og [Q], skráð á mál nr. MMR09120294,5) tvö skjöl með yfirskriftinni: Erindi fundar: Stjórnsýsla í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Dags. 8. desember 2009. Undirritað af [B] og [C], skráð á mál nr. MMR09120117, 6) tölvubréf, dags. 3. október 2009, frá [C] til [F], skráð á mál nr. MMR09120117, 7) skjal með yfirskriftinni: Stutt greinagerð varðandi samskipti undirritaðs og [F] Skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði, skráð á mál nr. MMR09120117 og 8) skjal með yfirskriftinni: Til upplýsingar um framkomu og stjórnunarhætti skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði og við hverju kennarar geta búist ef þeir leita til hans, skráð á mál nr. MMR09120117.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> Sigurveig Jónsdóttir                                                                                        Friðgeir Björnsson</p> |
A-392/2011. Úrskurður frá 14. desember 2011 | Kærð var sú ákvörðun Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og sveinsprófsnefndar í rafgreinum að synja um afhendingu 21 prófverkefnis. Ljósrit. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 14. desember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-392/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með erindi, dags. 3. mars 2011, kærði [A] þá ákvörðun Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og sveinsprófsnefndar í rafgreinum, dags. 23. febrúar 2011, að synja honum um afhendingu afrita af 21 prófverkefni vegna sveinsprófa í rafvirkjun.</p> <p>Atvik málsins eru þau að með bréfi, dags. 16. febrúar, fór kærandi þess á leit við Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og sveinsprófsnefnd í rafgreinum að honum yrðu afhent afrit eftirtalinna prófverkefna vegna sveinsprófa í rafvirkjun:</p> <p>1. Sveinspróf í raflagnateikningu – skólapróf vor 2010.<br /> 2. Sveinspróf í raflagnateikningu – skólapróf desember 2010.<br /> 3. Sveinspróf í raflagnateikningu – skólapróf febrúar 2011.<br /> 4. Íslenskur Staðall – ÍST200 – sveinspróf febrúar 2010.<br /> 5. Íslenskur Staðall – ÍST200 – sveinspróf júní 2010.<br /> 6. Íslenskur Staðall – ÍST200 – sveinspróf febrúar 2011.<br /> 7. Raflagnir og stýringar (verklýsingar og skýringar) – sveinspróf febrúar 2009.<br /> 8. Raflagnir og stýringar (verklýsingar og skýringar) – sveinspróf júní 2009.<br /> 9. Raflagnir og stýringar (verklýsingar og skýringar) – sveinspróf febrúar 2010.<br /> 10. Raflagnir og stýringar (verklýsingar og skýringar) – sveinspróf júní 2010.<br /> 11. Raflagnir og stýringar (verklýsingar og skýringar) – sveinspróf febrúar 2011.<br /> 12. Mælingar (verklýsing og skýringar) – sveinspróf febrúar 2009.<br /> 13. Mælingar (verklýsing og skýringar) – sveinspróf júní 2009.<br /> 14. Mælingar (verklýsing og skýringar) – sveinspróf febrúar 2010.<br /> 15. Mælingar (verklýsing og skýringar) – sveinspróf júní 2010.<br /> 16. Mælingar (verklýsing og skýringar) – sveinspróf febrúar 2011.<br /> 17. Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður – sveinspróf febrúar 2009.<br /> 18. Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður – sveinspróf júní 2009.<br /> 19. Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður – sveinspróf febrúar 2010.<br /> 20. Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður – sveinspróf júní 2010.<br /> 21. Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður – sveinspróf febrúar 2011.</p> <p>Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og sveinsprófsnefnd í rafgreinum synjaði með sameiginlegur bréfi kæranda um afhendingu þessara prófa með bréfi, dags. 23. febrúar. Í sama bréfi kemur fram að Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins og sveinsprófsnefnd í rafgreinum heimili kæranda aðgang að prófunum á starfsstöð sinni. Fram kom í bréfinu að kæranda var ekki heimilt að taka afrit af prófunum eða fara með þau af starfstöð Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins.</p> <h3><br /> Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 10. mars, var kærða kynnt framkomin kæra. Kærða var jafnframt veittur frestur til 18. sama mánaðar til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi væri þess óskað. Ennfremur var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit þeirra gagna sem kæran lyti að. Svar barst frá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins 17. sama mánaðar.</p> <p>Í svarbréfi Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins er m.a. vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-73/1999 frá 23. mars 1999 sem laut að beiðni um aðgang að prófum hjá Háskóla Íslands. Vísað er til þess að sá úrskurður felur í sér heimild til aðgangs að prófum en ekki til afhendingar afrita af þeim.</p> <p>Framkomnar skýringar Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins voru kynntar kæranda með bréfi, dags. 29. mars 2011. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 4. apríl.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og fram hefur komið snýr kæra máls þessa að synjun Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og sveinsprófsnefndar í rafgreinum á afhendingu afrita af 21 prófi sem lögð hafa verið fyrir við framkvæmd sveinsprófa í rafvirkjun.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. laga nr. 92/2008, um framhaldsskóla, er almennt námsmat í framhaldsskólum í höndum kennara og byggist á markmiðum sem kveðið er á um í aðalnámskrá og skólanámskrá. Samkvæmt 1. málsl. 4. mgr. sama lagaákvæðis lýkur námi í iðngreinum með sveinsprófi og er ráðherra heimilt samkvæmt 3. málsl. sömu málsgreinar að sérstakar sveinsprófsnefndir í löggiltum iðngreinum til að annast samræmingu, framkvæmd og mat í tengslum við prófhald. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað sveinsprófsnefnd í rafgreinum og telst sú nefnd til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í skilningi 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga.</p> <p><br /> <strong>2.<br /> </strong>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Í máli þessu er deilt um hið síðarnefnda.</p> <p>Í 2. mgr. 12. gr. upplýsingalaga, eins og henni var breytt með 4. gr. laga nr. 161/2006, kemur fram að eftir því sem við verði komið sé stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að láta í té ljósrit eða afrit af gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum, sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi á rafrænu formi. Af þessu ákvæði leiðir að fari aðili fram á að fá ljósrit eða afrit af gagni sem hann á rétt á aðgangi að þá skal orðið við þeirri beiðni, eftir því sem við verður komið.</p> <p>Í athugasemdum sem fylgdu 4. gr. frumvarps þess sem síðan varð að lögum nr. 161/2006, kemur  fram að þeim fyrirvara sé haldið með orðunum „eftir því sem við verður komið“ að ekki séu í vegi sérstakar hindranir við að veita afrit eða ljósrit af gögnum. Þannig geti skjöl t.d. verið þannig útlits að ógerlegt sé að ljósrita þau. Slíkar hindranir eiga ekki við í máli þessu. Samkvæmt því  ber sveinsprófsnefnd í rafgreinum að verða við beiðni kæranda um að fá afhent afrit af 21 prófi sem hann hefur óskað aðgangs að.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Kæru þessari er einnig beint að Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins. Að framan er lýst þeirri niðurstöðu að sveinsprófsnefnd í rafgreinum beri að afhenda umbeðin gögn. Er því ekki tilefni til þess að taka afstöðu til skyldu skrifstofunnar vegna þeirra sömu gagna.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p><br /> Sveinsprófsnefnd í rafgreinum ber að afhenda kæranda, [A], afrit þeirra prófa er hann fór fram á aðgang að með bréfi til skrifstofunnar 16. febrúar 2011.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>Friðgeir Björnsson                                                                                        Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-390/2011. Úrskurður frá 25. nóvember 2011 | Kærð var sú ákvörðun forseta Íslands að synja um aðgang að undirskriftalista sem afhentur var forsetanum til þess að hvetja hann til að undirrita ekki lög nr. 13/2011 um svonefnda Icesave-samninga. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 25. nóvember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-390/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvubréfi, dags. 18. apríl sl., kærði [A] þá ákvörðun embættis forseta Íslands að synja honum um afhendingu undirskriftalista sem afhentur var forsetanum í tengslum við lög nr. 13/2011 um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London, 8. desember 2010, um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum.</p> <h3><br />  <br /> Málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Forsaga málsins er sú að þriðja lagafrumvarpið um ríkisábyrgð vegna svokallaðra Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi var samþykkt sem lög frá Alþingi 16. febrúar 2011 (nr. 13/2011). Þann 20. febrúar 2011 synjaði forseti Íslands lögunum staðfestingar með heimild í 26. grein stjórnarskrárinnar. Í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram 9. apríl 2011 var samþykki laganna synjað.</p> <p>Kærandi óskaði eftir því að embætti forseta Íslands upplýsti hann um hvort nafn hans væri á þeim undirskriftalista sem afhentur var forseta Íslands. Embættið vísaði kæranda, með tölvubréfi dags. 23. febrúar, á skrárhaldara þar sem embættið taldi það vera í verkahring þeirra að veita umbeðnar upplýsingar. Kærandi ítrekaði beiðni sína 4. og 23. mars og ítrekaði forsetaembættið afstöðu sína í tölvubréfi til kæranda, dags. 25. mars.</p> <p>Í kæru, dags 18. apríl, kemur m.a. fram að kærandi óski allra gagna sem varði undirskriftalista þann sem forseti hafði undir höndum þegar hann ákvað að synja lögum nr. 13/2011 staðfestingar. Kærandi vísar til þess að vel megi vera að um sé að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar ef þær teljist stjórnmálaskoðanir en kærandi telur hins vegar að þeir sem skrifuðu undir undirskriftalistann hafi mátt vita að þessar upplýsingar yrðu ekki leynilegar. Þá kemur fram að kærandi telur það andstætt lýðræðinu að einhverjir aðilar geti komið að ákvörðunum án þess að almenningur fái að vita hverjir það séu. Kærandi telur að stjórnvöld geti ekki tekið á móti leynilegum undirskriftalistum sem þau ætli að byggja á, eðlilegt sé að slíkar áskoranir til stjórnvalda séu gerðar undir nafni.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 26. apríl 2011, var embætti forseta Íslands kynnt framkomin kæra. Embættinu var jafnframt veittur frestur til 6. maí til þess að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi væri þess óskað. Ennfremur var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit þeirra gagna sem kæran lyti að.</p> <p>Svör embættis forseta Íslands bárust með bréfi, dags. 6. maí. Því bréfi fylgdi afrit þess undirskriftalista sem um ræðir. Í bréfi embættisins kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Sú ákvörðun forseta að synja lögum staðfestingar tengist aðild forseta Íslands að löggjöf Íslendinga. Í því tilviki kemur forseti fram sem hluti löggjafarvaldsins og upplýsingalögin taka ekki til löggjafarvaldsins eins og fram kemur í riti Páls Hreinssonar, Upplýsingalögin (bls. 25, tl. 2).“</p> <p>Afrit af svari forsetaembættisins barst kæranda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 19. maí. Með bréfinu var kæranda gefið færi á að gera frekari athugasemdir í ljósi kæru sinnar og bárust þær úrskurðarnefndinni með tölvubréfi, dags. 3. júní. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Það er gaman að fá þessa röksemdarfærslu nú þegar ég er búinn að krefja embætti forsetans nokkrum sinnum um gögnin á grundvelli laganna og alltaf hefur mér verið neitað af öðrum ástæðum en að ákvörðun forsetans hafi verið hluti af löggjafarvaldi forsetans. Þetta er samt ansi áhugaverð spurning hvort undirskrift forsetans sé hluti af löggjafarvaldinu eða ekki og hvað þá um þegar hann neitar að skrifa undir.</p> <p>Það segir í 2. gr. stjórnarskrárinnar að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið hvað sem það svo þýðir (lög taka gildi hvort sem forseti skrifar undir þau eða ekki). Ég ætla varpa fram þeirri skoðun að Alþingi og forseti fari bara saman með löggjafarvaldið þegar hann skrifar undir lög, en ekki þegar hann neitar að skrifa undir þau. Þegar hann neitar að skrifa undir þá er það stjórnvaldsákvörðum framkvæmdarvaldsins um að lög skulu fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég held að forsetinn sjálfur sé sammála mér í þessu. Hvernig öðruvísi er hægt að skilja yfirlýsingu forseta Íslands frá 20. febrúar 2011, en þar segir m.a. „Í stjórnskipun Íslands fer Alþingi með löggjafarvaldið nema þjóðin hafi fyrir tilstuðlan forseta fengið mál í sínar hendur. Þá fara Alþingi og þjóðin saman með löggjafarvaldið og er ákvörðun þjóðarinnar endanleg. Í þessum efnum er stjórnarskrá lýðveldisins skýr.“</p> <p>Síðar í bréfi kæranda segir jafnframt svo:</p> <p>„Það má vel vera að forsetinn og ég skiljum ekki stjórnarskrána rétt en það er annarra að dæma um það. Ef ég og forsetinn höfum rangt fyrir okkur þá þýðir það samt ekki endilega að ég eigi engan rétt til þess að krefja hann um undirskriftarlistann skv. upplýsingalögunum. Það er ekki endilega hluti af löggjafarvaldi forsetans að taka við áskorunum. Forsetinn virðist algjörlega valdlaus þegar kemur að þessu sameiginlega löggjafarvaldi hans og Alþingis þar sem lögin taka gildi hvort [sem] forseti skrifar undir eður ei. Því þarf ekki endilega [að] líta svo á að áskorunarlisti sé hluti af vinnu löggjafarans eða gerð laga. Enda munu engin gögn sem forsetinn fær í hendurnar hafa áhrif á hvað stendur í lögum eða hvort þau taki gildi. Sem sagt ekki hluti af gögnum þegar kemur að löggjafarvaldinu.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.<br />      </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvubréfi, dags. 18. apríl sl. Fram hefur komið að kærandi óskar eftir aðgangi að undirskriftalista sem afhentur var forseta Íslands í tengslum við þá ákvörðun hans að synja lögum nr. 13/2011 staðfestingar með heimild í 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.</p> <p>Upplýsingalög taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna. Af skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum leiðir að í þessu felst að lögin taka til þeirrar starfsemi sem heyrir undir framkvæmdavaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Utan gildissviðs þeirra fellur hins vegar Alþingi og stofnanir þess, svo sem umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðun. Sömuleiðis dómstólarnir, þ.e. Hæstiréttur, héraðsdómstólar og sérdómstólar. Sá hluti starfa forseta Íslands sem fellur undir þátt í löggjafarstarfi fellur að sama skapi utan gildissviðs upplýsingalaga.</p> <p>Ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“</p> <p>Telja verður, með vísan til tilvitnaðs ákvæðis 26. gr. stjórnarskrárinnar, að athafnir forsetans sem lúti að staðfestingu eða synjun staðfestingar á lagafrumvarpi séu þáttur í löggjafarstarfi, jafnvel þótt að í synjun á staðfestingu felist aðeins ákvörðun um að viðkomandi frumvarp sé borið undir þjóðaratkvæði. Gögn sem tengjast framkvæmd forsetans á þessu hlutverki teljast ekki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í skilningi 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Að þessu athuguðu verður að telja að kæran falli utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 50/1996 og þar með valdsviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með vísan til framangreinds ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vísa kærunni frá nefndinni.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [A] á hendur embætti forseta Íslands.</p> <p><br />  </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                        Friðgeir Björnsson                                                     Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-389/2011. Úrskurður frá 25. nóvember 2011 | Kærð var sú ákvörðun Sorpu bs. að synja um aðgang að gögnum sem vörðuðu breytingu á stofnsamþykkt byggðasamlagsins árið 2007. Gildissvið upplýsingalaga. Vinnuskjöl. Aðgangur veittur að hluta. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 25. nóvember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-389/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 31. janúar 2011, kærði [A] lögfræðingur, fyrir hönd [X] ehf., þá ákvörðun Sorpu bs. frá 21. janúar 2011 að synja félaginu um aðgang að „öllum þeim gögnum, upplýsingum, vinnuskjölum varðandi breytingu á stofnsamþykkt Sorpu bs. sem heimilar afsláttar- eða arðgreiðslufyrirkomulag það sem [B] lagði til á ársfundi SSH þann 2.10.2006 og samþykkt var og breytt 29. maí 2007 auk allra annarra gagna sem málið varðar sbr. 10. gr. laga nr. 50/1996.“</p> <p>Í ákvörðun Sorpu bs. kemur fram að tillaga um breytingu á stofnsamþykktum Sorpu bs. hafi verið til umfjöllunar á fjórum fundum stjórnar byggðasamlagsins á tímabilinu frá 27. nóvember 2006 til 26. mars 2007. Í bréfinu kemur ennfremur fram að kæranda hafi verið afhentar fundargerðir þeirra funda en önnur gögn en fundargerðirnar séu „vinnugögn sem undanþegin eru upplýsingarétti sbr. 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 eða sem óheimilt er að veita aðgang að sbr. 5. gr. sömu laga“.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 31. janúar 2011. Þar kemur fram að kærandi telji synjun kærða í andstöðu við 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga enda geymi þau gögn sem óskað sé aðgangs að mikilvægar upplýsingar um endanlega ákvörðun um breytingu á stofnsamningi Sorpu bs. sem ekki sé hægt að afla annars staðar frá.</p> <p>Kæran var send Sorpu bs. með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 3. febrúar, og frestur veittur til að gera athugasemdir við kæruna til 11. febrúar s.m. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Svör byggðasamlagsins bárust með bréfi, dags. 10. febrúar. Í upphafi bréfsins kemur fram að í niðurlagi synjunarbréfs Sorpu bs., dags. 21. janúar 2011, þar sem vísað er til þess að önnur gögn séu vinnugögn eins og rakið er hér að framan, þá sé átt við minnisblað framkvæmdastjóra samlagsins. Um það segir nánar svo í bréfinu:</p> <p>„Það sem SORPA bs. vitnar hér til er minnisblað framkvæmdastjóra (titill: Til stjórnar SORPU bs.) dagsett 13. desember 2006 og sem hér fylgir í ljósriti sem trúnaðarmál. Um engin önnur vinnugögn eða skjöl er að ræða hjá SORPU bs. sem ekki hafa þegar verið afhent [X] í formi fundargerða eða með öðrum hætti.</p> <p>Ástæðan fyrir neitun á að afhenda ofangreint minnisblað var sú að í síðari hluta þess koma fram hugleiðingar framkvæmdastjóra um viðbrögð atvinnulífsins vegna afsláttarfyrirkomulags sem SORPA taldi mjög óheppilegt að ekki væri trúnaður um gagnvart viðskiptamönnum SORPU. Þá eru í upphafi minnisblaðsins útreikningar skrifstofu SORPU sem er vinnuskjal til eigin afnota og hefur ekki að geyma upplýsingar er varða endanlega afgreiðslu málsins. Fjárhæðir langtímalána og vaxtakjör eru hins vegar almennar upplýsingar sem eru aðgengilegar í ársreikningum Sorpu. Þá eru í skjalinu hugleiðingar um ábyrgðargjald sem ekkert varð úr og þannig vinnuskjal til innri nota.</p> <p>Á hinn bóginn er rétt að taka fram vegna bréfs kæranda, að fram kemur í fundargerð stjórnar SORPU bs., dagsett 16. nóvember 2009, að afsláttarkjör eigenda skuli vera 18% eins og kæranda er fullkunnugt um. Allar fundargerðir stjórnar SORPU bs. eru aðgengilegar á heimasíðu fyrirtækisins.</p> <p>Að lokum er rétt að nefna að minnisblað sem er dagsett 25. janúar 2007 og vísað er til, er að fullu tekið upp í fundargerð stjórnar dagsett 5. febrúar 2007.“</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 2. mars 2011, var kæranda gefinn kostur á að gera athugasemdir við umsögn Sorpu bs. og bárust þær í bréfi, dags. 10. mars. Í bréfinu eru fyrri kröfur og rökstuðningur ítrekaður og minnt á mikilvægi þess að aðgangur sé veittur að umræddu vinnuskjali þar sem það hafi að geyma upplýsingar um grundvallarbreytingu á rekstrarfyrirkomulagi Sorpu bs. Þær upplýsingar varði beint fjárhagslega hagsmuni almennings og fyrirtækja. Þá er á það bent að mjög takmörkuð gögn og upplýsingar liggi fyrir um framangreinda breytingu.</p> <p>Trausti Fannar Valsson formaður úrskurðarnefndarinnar lýsti sig vanhæfan til meðferðar þessa máls skv. 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga. Varamaður hans, Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari, tók sæti í nefndinni við afgreiðslu málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h4>1.</h4> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga taka þau til ríkis og sveitarfélaga. Sorpa bs. er byggðasamlag sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og er falið varanlegt samvinnuverkefni þeirra, sbr. 1. mgr. 82. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Byggðasamlagið fellur því undir gildissvið upplýsingalaga.</p> <p>Af því sem fram hefur komið undir rekstri málsins er ljóst að ágreiningur aðila um aðgang nær einungis til eins skjals, þ.e. minnisblaðs framkvæmdastjóra Sorpu bs., dags. 13. desember 2006, til stjórnar samlagsins er varðar viðskiptaafslátt til eigenda þess o.fl.</p> <h4>2.</h4> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 4. til 6. gr. laganna. Kærandi byggir kröfu sína um aðgang að gögnum á framangreindri lagagrein. Í kæru kemur og fram að kærandi telur sig, sem einn stærsta viðskiptamann Sorpu bs., hafa einstaklegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af því að fá aðgang að öllum upplýsingum og gögnum sem lágu til grundvallar því fyrirkomulagi sem á sé byggt í gjaldskrá byggðasamlagsins. Eftir því sem best verður séð byggir kærandi ekki á því að hann eigi rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga enda verður ekki séð að skjölin geymi upplýsingar um hann sjálfan. Kemur því þessi lagagrein ekki til skoðunar við afgreiðslu málsins.</p> <p>Meginröksemd kærða fyrir synjun á aðgangi að umbeðnu skjali er sú að um vinnuskjal sé að ræða í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Kærði hefur einnig vísað til þess að í minnisblaði sem mál þetta lýtur að komi fram upplýsingar sem óheimilt sé að veita aðgang að skv. 5. gr. upplýsingalaga. Af því tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að engar af þeim upplýsingum sem fram koma í minnisblaðinu varða málefni einkaaðila í skilningi 5. gr. Þá verður ekki séð að ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eigi við í máli þessu.</p> <p>Í þessu ljósi veltur niðurstaða málsins einvörðungu á því hvort Sorpu bs. hafi verið heimilt að hafna aðgangi að umræddu skjali með vísan til ákvæðis 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <h4>3.</h4> <p>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota.“</p> <p>Í ákvæði þessu felst að skjal telst vinnuskjal ef það hefur verið ritað af stjórnvaldi sjálfu einvörðungu til eigin afnota, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-279/2009 og A-297/2009. Ennfremur ber að hafa í huga tilgang ákvæðis 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, eins og honum er lýst í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum nr. 50/1996, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-219/2005. Í nefndum athugasemdum kemur m.a. fram að gögn sem verða til á þeim tíma sem stjórnvald er að undirbúa ákvörðun þurfi ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt og því sé lagt til að vinnuskjöl stjórnvalds séu undanþegin upplýsingarétti.</p> <p>Þrátt fyrir að skjal teljist vinnuskjal samkvæmt framangreindu getur það engu að síður verið aðgengilegt almenningi, að hluta eða öllu leyti, á grundvelli undantekningar í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að veita skuli aðgang að vinnuskjölum hafi þau að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi sem síðan varð að upplýsingalögum nr. 50/1995 segir m.a. um þetta atriði: „Með síðastnefndu orðalagi er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.“</p> <h4>4.</h4> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið ítarlega það minnisblað sem beiðni kæranda um aðgang að gögnum lýtur að. Skjalið er tvær blaðsíður. Þar koma í fyrsta lagi fram tillögur um breytingu á 3. og 9. gr. stofnsamnings byggðasamlagsins. Af fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 5. febrúar 2007 er ljóst að þær tillögur náðu ekki fram að ganga óbreyttar. Í minnisblaðinu er í öðru lagi að finna yfirlit um viðskiptaafslátt Sorpu bs. til eigenda byggðasamlagsins á árinu 2005, þ.e. þeirra sveitarfélaga sem standa að byggðasamlaginu. Kemur fram að um sé að ræða leiðréttingu á töflu sem birt hafi verið á fundi stjórnar byggðasamlagsins 27. nóvember 2005. Í gögnum málsins kemur fram að kæranda hafi verið afhent taflan sem afhent var á fundinum 27. nóvember. Í þriðja lagi er í minnisblaðinu að finna samtölu bókfærðra langtímalána byggðasamlagsins í árslok 2005 og upplýsingar um nafnvexti þess árs. Ætla má af samhengi í minnisblaðinu að um sé að ræða upplýsingar um nafnvexti af bókfærðum langtímalánum. Í fjórða lagi er í skjalinu að finna umfjöllun um ábyrgðargjald sem mögulegt væri að Sorpa bs. greiddi eigendum vegna ábyrgða á skuldbindingum byggðasamlagsins og útreikning í því sambandi. Í skýringum Sorpu bs. kemur fram að ekkert hafi orðið úr hugleiðingum um ábyrgðargjald. Að síðustu er í minnisblaðinu að finna almennar vangaveltur framkvæmdastjóra Sorpu bs. um arðgreiðslur til eigenda byggðasamlagsins.</p> <p>Af gögnum málsins, og skýringum Sorpu bs. í málinu, er ljóst að umrætt skjal var unnið af starfsmanni Sorpu bs. til afnota fyrir stjórn og starfsmenn byggðasamlagsins. Ekkert í gögnum málsins bendir til að það hafi verið afhent öðrum. Skjalið var ennfremur unnið í þeim tilgangi að undirbúa tillögu stjórnar byggðasamlagsins um það hvernig fylgt yrði eftir samþykktum ársfundar SHH (Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu), eins og einnig kemur fram í kæru málsins. Að þessu leyti fullnægir umrætt skjal viðmiðum 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga um að vera vinnuskjal ritað til eigin afnota stjórnvalds.</p> <p>Í umræddu skjali koma ekki fram upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls. Hins vegar koma þar fram upplýsingar um tiltekna viðskiptaafslætti sem eigendur Sorpu nutu á árinu 2005, langtímalán Sorpu bs. árið 2005, nafnvexti þess árs og svo um mögulega útfærslu ábyrgðargjalds Sorpu bs. til eigenda sinna vegna langtímalána. Af gögnum málsins í heild og þeim upplýsingum sem stjórn Sorpu bs. aflaði eða fékk afhentar, verður að draga þá ályktun að þessar upplýsingar hafi skipt umtalsverðu máli við undirbúning og afgreiðslu á tillögu um breytingu stofnsamnings byggðasamlagsins sem afgreidd var á fundi stjórnarinnar 5. febrúar 2007. Að því er séð verður er þessar upplýsingar ekki að finna samanteknar með þessum hætti í öðrum gögnum. Með vísan til þessa lítur úrskurðarnefnd um upplýsingmál svo á að kærandi eigi rétt á aðgangi að þeim á grundvelli niðurlagsorða 3. tölul. 4. gr. upplýsinglaga. Hins vegar var heimilt að hafna aðgangi að öðrum upplýsingum í minnisblaðinu á grundvelli upphafsorða sama töluliðar.</p> <p>Í 7. gr. upplýsingalaga kemur fram að eigi ákvæði 4. til 6. gr. aðeins við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins. Samkvæmt því og öllu framansögðu er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú að Sorpu bs. beri að veita [X] ehf. aðgang að þeim hluta skjalsins sem hefst á orðunum „Viðskiptaafsláttur til sveitarfélaganna“ og endar á orðunum „Nafnvextir ársins námu 6,84%“, en ekki öðrum hlutum skjalsins.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Synjað er um aðgang að minnisblaði framkvæmdastjóra Sorpu bs. til stjórnar samlagsins, dags. 13. desember 2006, að undanskildum þeim hluta þess sem hefst á orðunum „Viðskiptaafsláttur til sveitarfélaganna“ og endar á orðunum „Nafnvextir ársins námu 6,84%“. Sorpu bs. ber að veita [X] ehf. aðgang að þessum hluta skjalsins.</p> <p><br /> </p> <p>Friðgeir Björnsson<br /> varaformaður</p> <p>Þorgeir Ingi Njálsson<br /> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-388/2011. Úrskurður frá 25. nóvember 2011 | Kærð var sú ákvörðun Strætó bs. að synja um aðgang að gögnum er urðu til í tengslum við útboð kærða og gögnum er vörðuðu síðari samskipti kærða við Hagvagna hf. eftir að samþykkt var að ganga að tilboði félagsins. Gildissvið upplýsingalaga. Aðili máls. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Bréfaskipti við sérfræðinga til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Vinnuskjöl. Aðgangur veittur að hluta. | <br /> <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 25. nóvember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-388/2011.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 21. janúar 2011, kærði [A] hdl., f.h. [X] ehf., ákvörðun Strætó bs., dags. 21. desember 2010, um að synja félaginu um aðgang að gögnum er urðu til í tengslum við útboð kærða nr. 12369 og síðari samskipti kærða við Hagvagna hf. eftir að hann samþykkti að ganga að tilboði þess félags.</p> <p>Í kæru kemur fram að kærandi hafi vísað ákvörðun Strætó bs. um að ganga til samninga við Hagvagna hf. til kærunefndar útboðsmála, sbr. kæru dags. 2. september 2010. Telur kærandi að þau gögn sem fylgt hafi greinargerð Strætó bs. til kærunefndar útboðsmála hafi verið ófullnægjandi og af þeim sökum hafi hann leitað til byggðasamlagsins og óskað eftir því að öll gögn tengd útboðinu yrðu send kæranda.</p> <p>Í ljósi atvika málsins og þess sem fram hefur komið við meðferð þess fyrir úrskurðarnefnd upplýsingamála, sbr. nánari umfjöllun hér á eftir, telur nefndin ljóst að ágreiningur aðila lúti að aðgangi kæranda að eftirfarandi gögnum:</p> <ol> <li>Minnisblaði VSÓ ráðgjöf um mat á hæfi Hagvagna hf., dags. 1. febrúar 2010</li> <li>Minnisblað VSÓ ráðgjafar, dags. 3. maí 2010, ásamt úttektum á strætisvögnum.</li> <li>Bréfi Strætó bs. til Hagvagna hf., dags. 4. maí 2010.</li> <li>Bréfi Hagvagna hf. til Strætó bs., dags. 10. maí 2010.</li> <li>Minnisblaði VSÓ ráðgjafar, Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar og [B] hdl., dags. 11. maí 2010.</li> <li>Minnisblaði [B], hdl. og [C], hdl., dags. 17. maí 2010</li> <li>Bréfi Strætó bs. til Hagvagna hf., dags. 20. maí 2010.</li> <li>Minnisblaði starfsmanna Strætó bs. um ósk um makaskipti, dags. 27. maí 2010.</li> <li>Minnisblaði Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 27. maí 2010.</li> <li>Minnisblaði starfsmanna Strætó bs., dags. 1. júní 2010.</li> <li>Samningi Strætó bs. og Hagvagna hf., dags. 24. júní 2010.</li> </ol> <h3>Málsatvik</h3> <p>Hinn 10. nóvember 2010 ritaði lögmaður kæranda bréf til Strætó bs. Í bréfinu er vísað til þess að kærandi hafi kært útboð Strætó bs. nr. 12369 til kærunefndar útboðsmála en að töluvert vanti upp á að öll gögn sem tengist útboðinu hafi verið afhent. Í bréfinu er óskað eftir því að „öll gögn sem ekki voru afhent kærunefnd útboðsmála en tengjast umræddu útboði verði afhent [kæranda] á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996“.</p> <p>Í bréfinu er tekið fram að óskað sé eftir öllum þeim gögnum sem kunni að varða útboðið, þ. á m. hvers konar minnisblöð sem varði framkvæmd útboðsins og send hafi verið innanhúss hjá Strætó bs. Í því sambandi er sérstaklega getið um minnisblað framkvæmdarstjóra Strætó bs. þar sem fram hafi komið efasemdir hans um réttmæti útboðsins. Þá er jafnframt óskað eftir afritum af fundargerðum stjórnar Strætó bs. þar sem ákvarðanir í tengslum við útboðið hafi verið teknar og öll samskipti, þ.m.t. tölvupóstsamskipti milli Strætó bs. og Hagvagna ehf. er varði makaskipti Hagvagna ehf. og Strætó bs. á bílaflota félaganna.</p> <p>Í bréfinu sagði jafnframt m.a.:</p> <p>„Strætó bs. hefur haldið því fram að samskipti varðandi makaskipti á bílaflota félaganna varði framkvæmd samnings Strætó bs. og Hagvagna ehf. og sé útboðinu sjálfu óviðkomandi. Sé niðurstaðan sú að Hagvagnar ehf. hafi ekki uppfyllt lágmarkskröfur þær sem gerðar voru til vagnaflota bjóðenda en Strætó bs. hafi samt sem áður tekið því tilboði en síðar hlaupið undir bagga til þess að útvega Hagvögnum ehf. bíla sem uppfylltu kröfur útboðsins er ljóst að makaskiptin varða útboðið beint.“</p> <p>Kæranda barst svar lögmanns Strætó bs. með bréfi, dags. 17. nóvember 2010. Þar segir m.a.:</p> <p>„Hinn 21. október ber sl. skilaði [Strætó bs.] athugasemdum til kærunefndar útboðsmála ásamt fylgiskjölum sem alls voru 32 talsins. Er þar um að ræða öll skjöl sem varða framkvæmd útboðsins eða ákvörðun stjórnar um val á bjóðanda.</p> <p>[Strætó bs.] hafnar því sérstaklega að minnisblöð starfsmanna hans eða utanaðkomandi ráðgjafa falli undir upplýsingarétt skv. 3. gr. laga nr. 50/1996 enda er þar um [að ræða]  vinnuskjöl til eigin afnota sem ekki hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls, sbr. 3. tl. 2. mgr. 4. gr. sömu laga. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. eru hins vegar allar birtar opinberlega og má nálgast þær á vefsvæðinu www.reykjavik.is undir flipanum fundargerðir.</p> <p>Að því er varðar beiðni um tölvupóstssamskipti milli umbjóðanda míns og Hagvagna ehf. vegna svonefndra makaskipta á bílaflota upplýsist hér með að slíkum samskiptum er ekki til að dreifa. Ákvörðun um þessi tilteknu viðskipti var tekin af stjórn umbjóðanda míns líkt og fram kemur í fundargerðum sem birtar hafa verið opinberlega. Þá er og rétt að upplýsa yður um að [Strætó bs.] heldur ekki sérstakar dagbókarfærslur eða lista yfir málsgögn enda lýtur starfsemi hans almennt ekki að því að móttaka erindi frá einstaklingum og/eða lögaðilum til úrskurðar.“</p> <p>Í tilefni af þessu svari ritaði lögmaður kæranda Strætó bs. annað bréf, dags. 26. nóvember 2010. Þar er vitnað til 4. tl. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga þar sem fram komi að veita skuli aðgang að vinnuskjölum ef þau hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá.</p> <p>Í bréfinu er vísað til þess að í fundargerð stjórnar kærða, dags. 3. júní 2010, komi fram að fjallað hafi verið um möguleg skipti á vögnum milli Hagvagna hf. og Strætó bs. Jafnframt komi fram að stjórn samþykki að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Hagvagna hf. á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs, dags. 1. júní 2010. Í fundargerðinni sé hins vegar ekkert vikið að forsendum ákvörðunarinnar né ástæðum hennar. Slíkar upplýsingar sé ekki heldur að finna í öðrum fundargerðum. Þessar upplýsingar séu hins vegar ómissandi til skýringar á ákvörðuninni. Er í þessu efni vitnað til athugasemda í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum nr. 50/1996.</p> <p>Í bréfinu er þess krafist að Strætó bs. veiti kæranda aðgang að minnisblöðum sem vísað sé til í fundargerðum stjórnar Strætó bs. nr. 139-142, erindi Hagvagna hf. um möguleg skipti á vögnum, sem vísað sé til í fundargerð frá fundi nr. 141, sem og bréfi Hagvagna hf. til Strætó bs., dags. 10. maí 2010.</p> <p>Í bréfinu er þess einnig krafist að kæranda verði veittur aðgangur að samningi Strætó bs. og Hagvagna hf. sem stjórn Strætó bs. hafi veitt framkvæmdastjóra félagsins heimild til að gera á 142. fundi.</p> <p>Þá er ennfremur krafist aðgangs að mati VSÓ á umsóknum í forvali sem og tilkynningu Strætó bs. til Hagvagna hf. um niðurstöðu forvals, dags. 2. febrúar 2010.</p> <p>Að lokum er í bréfinu áréttað að telji Strætó bs. undantekningarákvæði upplýsingalaga eiga við um hluta ofangreindra skjala sé þess krafist að kærandi fái aðgang að öðru efni þeirra með vísan til 7. gr. laganna.</p> <p>Kæranda barst svar lögmanns Strætó bs. með bréfi, dags. 21. desember 2010. Í því er fyrri afstaða Strætó bs. áréttuð auk þess sem vísað er til þess, vegna  beiðni um aðgang að samningum við þriðja aðila sem og gögnum ráðgjafa um mat á tilboðum þriðju aðila, að slík gögn séu undanþegin upplýsingaskyldu sbr. 5. gr. upplýsingalaga enda varði þau fjárhags- og viðskiptahagsmuni þriðju aðila. Að lokum er vakin athygli á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p>Eins og rakið er hér að framan leitaði kærandi til úrskurðarnefndar upplýsingamála með kæru, dags. 2. september 2010. Í kærunni er aðdragandi málsins rakinn. Að því er varðar rökstuðning fyrir ósk um aðgang að minnisblöðum er einkum vísað til athugasemda við 4. gr. upplýsingalaga í greinargerð er fylgdi frumvarpi til laganna.</p> <p>Að því er varðar aðgang að samningi Strætó bs. við Hagvagna hf. og gögnum VSÓ ráðgjafa ehf. um mat á tilboðum vísar kærandi til þess að engar röksemdir hafi verið færðar fyrir því af hvaða ástæðum umrædd gögn hafi verið talin fela í sér mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni í skilningi 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í kærunni er vísað til 9. gr. upplýsingalaga og tekið fram að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi í fyrri úrskurðum sínum mótað þá afstöðu að kröfur bjóðanda í opinberum innkaupum um aðgang að tilboðum annarra bjóðenda og öðrum gögnum viðkomandi útboðs skuli skoðast í ljósi þeirrar greinar og að undanþáguregla 5. gr. laganna eigi ekki við um slíkan aðgang.</p> <p>Að því er varðar takmörkunarheimildina í 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er í kærunni vísað til þess að fram komi í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til laganna að í hverju tilviki fyrir sig verði að meta hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að upplýsingarnar séu til þess fallnar að valda tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Er í þessu sambandi jafnframt vísað til niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-220/2005.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 2. febrúar 2011, var kærða kynnt framkomin kæra og um leið gefinn frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu látin í té gögn málsins.</p> <p>Athugasemdir kærða bárust með bréfi lögmanns byggðasamlagsins, dags. 15. febrúar 2011. Í bréfinu segir að í kæru sé ekki að finna tilgreinda lista yfir gögn sem óskað sé eftir heldur vísað með almennum hætti til minnisblaða og samninga sem kærandi telji tengjast útboði Strætó bs. Er tekið fram að Strætó bs. hafi því tekið til þau gögn sem talið sé líklegt að kærandi eigi við og fylgi þau hjálagt bréfinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p>Í bréfi lögmannsins er sérstaklega áréttað að kærandi hafi á engan hátt dregið í efa gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996, enda hefði fyrirtækið haft frumkvæði að því að vekja athygli kæranda á kæruheimild laganna. Þá eru fyrri samskipti kæranda og kærða rakin frá sjónarhorni þess síðarnefnda. Sú afstaða kærða er áréttuð að samningur kærða og Hagvagna hf. um makaskipti og gögn honum tengd séu ekki tengd framkvæmd útboðs nr. 12369 heldur sé um að ræða sjálfstæðan samning sem gerður hafi verið eftir að útboði var lokið og gengið hafði verið til samninga við tiltekinn bjóðanda. Af þeim sökum eigi 9. gr. upplýsingalaga ekki við í málinu.</p> <p>Í bréfinu segir svo m.a. undir yfirskriftinni „Yfirlit yfir gögn undanþegin upplýsingaskyldu að mati Strætó bs.“:</p> <p>„1. Minnisblað VSÓ ráðgjöf um mat á hæfi Hagvagna – 1. febrúar 2010</p> <p>Um er að ræða úttekt á hæfi umsækjanda til að taka þátt í lokuðu útboði þar sem er m.a. að finna lista yfir skráningarnúmer vagna. Umbjóðandi minn telur minnisblaðið falla undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga enda liggur ekki fyrir samþykki Hagvagna um afhendingu þess.</p> <p>2. Úttekt á strætisvögnum unnin af VSÓ ráðgjöf – 3. maí 2010</p> <p>Um er að ræða úttekt á tilteknum strætisvögnum í eigu Hagvagna sem unnin er í samræmi við samning aðila sem undirritaður var í kjölfar útboðs nr. 12369. Þessi úttekt varðar því ekki framkvæmd útboðsins sem slíks og telst því ekki vera skjal er málið varðar í skilningi 1.t. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Umbjóðandi minn ennfremur telur minnisblaðið falla undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga enda liggur ekki fyrir samþykki Hagvagna um afhendingu þess.</p> <p>3. Bréf Strætó bs. til Hagvagna – 4. maí 2010</p> <p>Um er að ræða bréf Strætó bs. til Hagvagna vegna framangreindrar úttektar VSÓ ráðgjafar. Umbjóðandi minn telur bréfið því að sama skapi ekki varða framkvæmd útboðsins sem slíks og telst því ekki vera skjal er málið varðar í skilningi 1. tl. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Umbjóðandi minn ennfremur telur minnisblaðið falla undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga enda liggur ekki fyrir samþykki Hagvagna um afhendingu þess.</p> <p>4. Bréf Hagvagna til Strætó bs. – 10. maí 2010</p> <p>Bréf Hagvagna til Strætó bs. sem felur í sér svar við bréfi frá 4. maí 2010. Umbjóðandi minn telur bréfið því að sama skapi ekki varða framkvæmd útboðsins sem slíks og telst því ekki vera skjal er málið varðar í skilningi 1. tl. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Umbjóðandi minn ennfremur telur minnisblaðið falla undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga enda liggur ekki fyrir samþykki Hagvagna um afhendingu þess.</p> <p>5. Minnisblað VSÓ ráðgjafar, Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar og [B] hdl. – 11. maí 2010</p> <p>Um er að ræða minnisblað utanaðkomandi ráðgjafa sem er undanþegið upplýsingaskyldu sbr. 2. tl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga og á vísun kæranda til greinargerðar með frumvarpi til upplýsingalaga ekki við um slík gögn.</p> <p>6. Minnisblað [B], hdl. og [C], hdl. – 17. maí 2010</p> <p>Um er að ræða minnisblað utanaðkomandi ráðgjafa sem er undanþegið upplýsingaskyldu sbr. 2. tl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga og á vísun kæranda til greinargerðar með frumvarpi til upplýsingalaga ekki við um slík gögn.</p> <p>7. Bréf Strætó bs. til Hagvagna – 20 maí 2010</p> <p>Umbjóðandi minn telur bréfið ekki varða framkvæmd útboðsins sem slíks og telst því ekki vera skjal er málið varðar í skilningi 1. tl. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Umbjóðandi minn ennfremur telur minnisblaðið falla undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga enda liggur ekki fyrir samþykki Hagvagna um afhendingu þess.</p> <p>8. Minnisblað starfsmanna Strætó bs. um ósk um makaskipti – 27. maí 2010</p> <p>Umbjóðandi minn telur bréfið ekki varða framkvæmd útboðsins sem slíks og telst því ekki vera skjal er málið varðar í skilningi 1. tl. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þá telur umbjóðandi minn umrætt minnisblað falla undir ákvæði 4. gr. upplýsingalaga enda um vinnuskjal starfsmanna Strætó bs. að ræða. Hafa ber í huga að um er að ræða ákvörðun um gerð tiltekins viðskiptalegs samnings sem varðar ekki almennt réttindi og skyldur þriðju aðila. Verður því ekki séð að tilvísun kæranda til athugasemda við umrædda 4. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga eigi við. Einnig telur umbjóðandi minn að ákvæði 5. gr. upplýsingalaga kunni að eiga við enda upplýsingar um einkamálefni í minnisblaðinu.</p> <p>9. Minnisblað Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar – 27. maí 2010</p> <p>Umbjóðandi minn telur bréfið ekki varða framkvæmd útboðsins sem slíks og telst því ekki vera skjal er málið varðar í skilningi 1. tl. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þá telur umbjóðandi minn umrætt minnisblað falla undir ákvæði 4. gr. upplýsingalaga enda um minnisblað frá utanaðkomandi ráðgjafa að ræða.</p> <p>10. Minnisblað starfsmanna Strætó bs. – 1. júní 2010</p> <p>Umbjóðandi minn telur bréfið ekki varða framkvæmd útboðsins sem slíks og telst því ekki vera skjal er málið varðar í skilningi 1. tl. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þá telur umbjóðandi minn umrætt minnisblað falla undir ákvæði 4. gr. upplýsingalaga enda um vinnuskjal starfsmanna Strætó bs. að ræða. Hafa ber í huga að um er að ræða ákvörðun um gerð tiltekins viðskiptalegs samnings sem varðar ekki almennt réttindi og skyldur þriðju aðila. Verður því ekki séð að tilvísun kæranda til athugasemda við umrædda 4. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga eigi við. Einnig telur umbjóðandi minn að ákvæði 5. gr. upplýsingalaga kunni að eiga við enda upplýsingar um einkamálefni í minnisblaðinu.</p> <p>11. Samningur Strætó bs. og Hagvagna – dags. [24.] júní 2010</p> <p>Um er að ræða samning einkaréttarlegs eðlis sem umbjóðandi minn telur undanþegin upplýsingaskyldu sbr. 5. gr. upplýsingalaga auk þess sem hann varðar ekki málið sbr. 1. tl. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.“</p> <p>Með bréfi, dag. 2. mars 2011, kynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál lögmanni kæranda framangreinda umsögn Strætó bs. og gaf honum kost á að koma á framfæri athugasemdum í tilefni af henni.</p> <p>Athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 11. mars 2011. Þar segir m.a. orðrétt:</p> <p>„I.    Afmörkun á beiðni um afhendingu gagna</p> <p>Í greinargerð Strætó bs. er vísað til þess að í upphaflegri upplýsingabeiðni umbjóðanda okkar, dags. 10. nóvember 2010, hafi verið óskað eftir öllum gögnum sem varði nánar tiltekið útboð Strætó bs. Í seinni beiðni umbjóðanda okkar, dags. 26. nóvember 2010, hafi beiðnin hins vegar einskorðast við samning Strætó bs. og Hagvagna hf. um makaskipti og gögn honum tengd. Er því haldið fram í greinargerð Strætó bs. að slík gögn varði ekki framkvæmd umrædds útboðs heldur sjálfstæðan samning sem gerður var eftir að útboði var lokið og gengið hafi verið til samninga við tiltekinn bjóðanda.</p> <p>Í fyrsta lagi skal tekið fram að upplýsingabeiðni umbjóðanda okkar, dags. 26. nóvember 2010, einskorðast ekki við upplýsingar um makaskipti Strætó bs. og Hagvagna hf. heldur var jafnframt óskað eftir mati VSÓ á umsóknum í forvali, tilkynningu Strætó bs. til Hagvagna hf. um niðurstöðu forvals o.s.frv.</p> <p>Í öðru lagi skal tekið fram að umbjóðandi okkar telur makaskiptasamning Hagvagna hf. og Strætó bs. hafa falið í sér brot á lögum um opinber innkaup nr. 48/2007[.]</p> <p>...</p> <p>Upplýsingabeiðni umbjóðanda okkar byggist á 3. gr. upplýsingalaga, sbr. bréf umbjóðanda okkar til Strætó bs. dags. 10. nóvember og 26. nóvember 2010. Jafnvel þó svo að umbjóðandi okkar sé ekki aðili að samningnum sjálfum getur hann þannig samt sem áður átt rétt á aðgangi að samningum og gögnum sem tengjast honum.</p> <p>II.    Gögn undanþegin upplýsingaskyldu að mati Strætó bs.</p> <p>Í greinargerð Strætó bs. er því haldið fram að nánar tiltekin gögn séu undanþegin upplýsingaskyldu Strætó bs. með vísan í þar tilgreind rök.</p> <p>1.    Minnisblað VSÓ ráðgjafar um mat á hæfni Hagvagna</p> <p>Í greinargerð Strætó bs. er vísað til þess að minnisblað þetta falli undir 5. gr. upplýsingalaga enda sé ekki að finna samþykki Hagvagna hf. fyrir afhendingu þess.</p> <p>Það skal tekið fram að samþykki þess sem upplýsingarnar varðar er ekki skilyrði fyrir því að stjórnvaldi sé skylt að afhenda umbeðnar upplýsingar. Í athugasemdum við 5. gr. í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum er vísað til þess að í vafatilvikum skuli stjórnvald leita álits þess aðila sem í hlut á. Þannig er ekki gert ráð fyrir að samþykkis sé aflað í hvert og eitt skipti.</p> <p>Þá er ljóst að 5. gr. upplýsingalaga er undantekningarregla sem almennt ber að túlka þröngt.</p> <p>Í greinargerð Strætó bs. kemur fram að í minnisblaðinu sé m.a. að finna lista yfir skráningarnúmer vagna. Ekki fæst séð að slíkar upplýsingar feli með einhverjum hætti í sér viðkvæma fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Hagvagna hf. sem réttlætt geta undanþágu frá almennri upplýsingaskyldu Strætó bs.</p> <p>Umbjóðandi okkar sækist með engum hætti eftir fjárhagsupplýsingum eða öðrum viðkvæmum viðskiptaupplýsingum Hagvagna hf. Þær upplýsingar sem óskað er eftir lúta fyrst og fremst að tæknilegri getu Hagvagna hf. Þannig er óskað eftir upplýsingum um þann tækjakost og þann búnað sem Hagvagnar hf. buðu fram í forvali og í útboði Strætó bs. Þá er jafnframt óskað eftir upplýsingum um hvernig þessi tækjakostur og búnaður kom út við skoðun ráðgjafa Strætó bs. og starfsmanna þess. Þessar upplýsingar eru umbjóðanda okkar mikilvægar til þess að gera lagt mat á það hvort á réttindum umbjóðanda okkar hafi verið brotið í tengslum við útboð Strætó bs.</p> <p>Þá er ítrekuð sú beiðni umbjóðanda okkar að honum sé veittur aðgangur að hluta skjals verði komist að þeirri niðurstöðu að skjal feli í sér slíkar viðkvæmar upplýsingar að eðlilegt þyki að takmarka aðgang að, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>2.     Úttekt á Strætisvögnum unnin af VSÓ ráðgjöf</p> <p>Í  greinargerð Strætó bs. er vísað til þess að úttektin varði ekki framkvæmd útboðsins sem slíks og því telst skjalið ekki varða málið í skilningi 1. tl. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Umbjóðandi okkar er því ósamála að umrædd úttekt varði ekki útboð Strætó bs.</p> <p>Þar fyrir utan ber að líta til þess að í 1. tl. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur til aðgangs að gögnum nái til allra skjala sem mál varða. Ekki er þarna verið að vísa til þess að sá sem óskar eftir upplýsingum verði að vera aðili að hinu tiltekna máli. Þvert á móti er tekið fram í athugasemdum að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi ekki að vera tengdur málinu eða aðilum þess.</p> <p>Strætó bs. getur þannig ekki byggt á því að umrætt skjal sé undanþegið upplýsingarétti á þeim grundvelli að það tengist ekki tilteknu stjórnsýslumáli sem umbjóðandi okkar var aðili að.</p> <p>Hvað undanþágu á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga varðar vísast til þess sem segir í lið 1 hér að framan.</p> <p>...</p> <p>5.    Minnisblað VSÓ ráðgjafar, Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar og [B] hdl.</p> <p>Í greinargerð Strætó bs. er vísað til þess að minnisblaðið sé undanþegið upplýsingaskyldu á grundvelli 2. tl. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Sú undanþága á hins vegar aðeins við um gögn sem verða til eða aflað er í tengslum við dómsmál og undanþágunni er ekki hægt að beita þegar um stjórnsýslumál er að ræða.“</p> <p>Hvað önnur gögn varðar vísast í bréfinu til þeirra athugasemda sem fram koma undir liðum eitt og tvö utan minnisblaðs [B] hdl. og [C] hdl. þar sem vísað er til athugasemda við fimmta lið.</p> <p>Eftir að hafa kynnt sér efni umsagnar Strætó bs. við kæruna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og athugasemda kærða við þá umsögn taldi nefndin nauðsynlegt að afla frekari gagna í málinu.</p> <p>Af þeim sökum ritaði nefndin tvö bréf, dags. 12. október 2011. Annað bréfið var sent [B] hdl. lögmanni kærða, Strætó bs., þar sem þess var óskað að upplýst yrði hvaða vagnar hafi komist í opinbera eigu á grundvelli samnings Strætó bs. og Hagvagna hf., dags. 24. júní 2010.  Hið síðara var ritað Hagvögnum hf. og þess óskað að nefndinni yrði gerð grein fyrir því hvort Hagvagnar hf. teldu eitthvað því til fyrirstöðu að kæranda yrðu afhent gögn er lúta með beinum hætti að Hagvögnum hf. og ef svo væri var þess óskað að fram kæmi að hvaða leyti afhending gæti skaðað hagsmuni fyrirtækisins.</p> <p>Svar lögmanns kærða barst með bréfi, dags. 17. október 2011. Þar kom fram að sex strætisvagnar hefðu komist í eigu kærða á grundvelli áðurgreinds samnings milli kærða og Hagvagna hf. frá 24. júní 2010 Nánar tiltekið er um að ræða vagnana með fastanúmerin: KV-B37, KS-K88, ME-X70, DD-930, SJ-100 og MK-618. Umræddir vagnar munu allir vera af gerðinni Irisbus Heuliez GX 1172.</p> <p>Svar lögmanns Hagvagna hf. barst með bréfi, dags. 19. október 2011. Í bréfinu segir m.a.:</p> <p>„Hagvagnar hf. starfa á viðkvæmum samkeppnismarkaði þar sem hvers kyns upplýsingar um starfsemi félagsins, fjárhags- eða viðskiptahagsmuni geta verið viðkvæmar og afhending slíkra upplýsinga til samkeppnisaðila getur valdið félaginu tjóni. Það er því eðlilegt að lögaðilar njóti verndar hvað varðar slíkar upplýsingar sem opinberir aðilar kunna að búa yfir og að slík vitneskja fari leynt, þrátt fyrir upplýsingaskyldu stjórnvalda að öðru leyti. Vegna slíkra einkahagsmuna voru reistar skorður við aðgangi að slíkum upplýsingum með 5. gr. upplýsingalag nr. 50/1996“</p> <p>Í bréfinu er því næst gerð grein fyrir afstöðu Hagvagna hf. til þeirra gagna sem getið er um í einstökum töluliðum í bréfi kærða frá 15. febrúar 2011, en þar eru gögnin tölusett í sömu röð og í afmörkun á kæruefninu fremst í þessum úrskurði.</p> <p>„Um tl. 1. Hér koma fram upplýsingar um allan vagnaflota Hagvagna hf., flutningsgetu o.fl. Upplýsingar þessar eru ekki aðgengilegar almenningi. Þetta eru viðkvæmar viðskiptaupplýsingar og lendi þær í höndum samkeppnisaðila getur það valdið félaginu tjóni. Því er hafnað að þessar upplýsingar verði afhentar kæranda.</p> <p>Um tl. 2. Sama á við og um tl. 1. Því er hafnað að þessar upplýsingar verði afhentar kæranda.</p> <p>Um tl. 3. Ekki er talið að hér komi fram neinar upplýsingar sem þurfi að fara leynt, enda fylgi tilgreind greinargerð VSÓ ráðgjafar ekki bréfinu.</p> <p>Um tl. 4. Í þessu bréfi koma fram trúnaðarupplýsingar, sem ekki eiga erindi til samkeppnisaðila. M.a. eru hér upplýsingar um fjölda, aldur og ástand vagna umbjóðanda míns sem eru ekki aðgengilegar almenningi og eiga að fara leynt. Því er hafnað að þessar upplýsingar verði afhentar kæranda.</p> <p>Um tl. 7. Ekki er talið að neitt komi fram í bréfi þessu sem þurfi að fara leynt. Bréf þetta er hins vegar ritað eftir að aksturssamningur á milli Strætó bs. og Hagvagna hf. hefur verið gerður og er bréfið því útboðinu sjálfu eða útboðsferlinu óviðkomandi.</p> <p>Um tl. 11. Hér er um viðskiptasamning að ræða sem er óviðkomandi útboði Strætó bs. nr. 12369. Samningur þessi er á engan hátt tengdur þeim aksturssamningi sem Hagvagnar hf. gerðu við Strætó bs. á grundvelli útboðsins. Því er hafnað að þessar upplýsingar verði afhentar kæranda.</p> <p>Hvað varðar áður upp talin minnisblöð í bréfi [B] hdl. tilgreind með nr. 5, 6, 8, 9 og 10 skal tekið fram, að sé þar um upplýsingar að ræða varðandi umbjóðanda minn eða starfsemi hans sem ekki er á allra vitorði eða alkunna, þá er afhendingu þeirra til samkeppnisaðila mótmælt.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <h4>1.</h4> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka ákvæði laganna til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. taka lögin ennfremur til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Kærði er byggðasamlag í eigu nokkurra sveitarfélaga, n.t.t. Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarneskaupstaðar og Sveitarfélagsins Álftaness og er falið varanlegt samvinnuverkefni þeirra um rekstur almenningssamgangna, sbr. 1. mgr. 82. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 Byggðasamlagið fellur því án vafa undir gildissvið upplýsingalaga. Á byggðasamlaginu hvíla því þær skyldur er lögin kveða á um, til afhendingar gagna samkvæmt ákvæðum II. og III. kafla og til kerfisbundinnar skráningar mála  og upplýsinga skv. VII. kafla laganna.</p> <p>Fyrir liggur að kærði synjaði kæranda um aðgang að tilteknum gögnum, sbr. bréf kærða dags. 17. nóvember og 21. desember 2010. Samkvæmt þessu eru uppfyllt skilyrði 14. gr. upplýsingalaga um kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <h4>2.</h4> <p>Athugun úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli þessu afmarkast við synjun kærða á aðgangi kæranda að þeim gögnum sem listuð eru upp í töluliðum 1-11 hér að framan í kaflanum um kæruefni. Þessi gögn tengjast með einum eða öðrum hætti þeirri ákvörðun kærða að ganga til samninga við Hagvagna hf. í kjölfar útboðs nr. 12369.</p> <p>Kærandi telur að Hagvagnar hf. hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru í umræddu útboði og til þess að bregðast við því hafi kærði ákveðið að gera skiptisamning við fyrirtækið, dags. 24. júní 2010, og afsala því strætisvögnum með það fyrir augum að gera Hagvögnum hf. kleift að uppfylla skyldur sínar samkvæmt útboðsskilmálum. Með vísan til þessa telur kærandi að þau gögn sem tengist umræddum skiptisamningi hljóti að teljast til gagna útboðsmálsins. Þessu er kærði ósammála.</p> <p>Eins og rakið er hér að framan er synjun kærða á aðgangi að einstökum gögnum m.a. studd þeim rökum að gögnin teljist ekki skjal sem varði mál í skilningi 1. tl. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er m.a. kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greini í 4.-6. gr. laganna. Í 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. segir m.a. að rétturinn til aðgangs að gögnum nái til allra skjala sem mál varða.</p> <p>Fyrir liggur að kærði ákvað í kjölfar útboðs nr. 12369 að ganga til samninga við Hagvagna hf. um akstur almenningsvagna. Í kjölfar þess að sá samningur komst á gerðu kærði og Hagvagnar hf. með sér samkomulag um skipti á strætisvögnum þannig að síðarnefnda félagið eignaðist strætisvagna sem áður voru í opinberri eigu til að nota við þann akstur sem útboð nr. 12369 laut að. Þessi skiptigerningur stendur í beinum tengslum við samning Strætó bs. við Hagavagna um rekstur almenningssamgangna. Ósk kæranda um aðgang að gögnum er skýrt afmörkuð við þessi samskipti kærða og Hagvagna hf., þ.e. annars vegar útboðið sjálft og hins vegar við ákvörðun um að ganga til samkomulags um skipti á strætisvögnum. Í ljósi þessa fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki á að beiðni kæranda hafi ekki lotið að skjölum sem „mál varða“ í skilningi 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Eftir stendur það álitamál hvort kærði geti talist aðili þess máls sem umrædd skjöl varða. Niðurstaða um það kann að skipta veigamiklu máli enda fer um aðgang aðila máls að gögnum um hann sjálfan eftir 9. gr. upplýsingalaga sem veitir rýmri aðgang en ákvæði 3. gr. sömu laga um aðgang almennings.</p> <p>Í III. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 er fjallað um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Í 1. mgr. 9. gr. segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan“. Þetta ákvæði hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum sem beinlínis fjalla um hann sjálfan heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða viðkomandi með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að þátttakandi í útboði teljist „aðili máls“ í skilningi þessa ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. forvalsgögnum frá öðrum þátttakendum í útboði.</p> <p>Hinn ríki réttur aðila sjálfs til aðgangs að gögnum samkvæmt III. kafla laganna er undantekning frá hinni almennu reglu í II kafla um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Því verður að vera hafið yfir vafa að sá sem fer fram á aðgang að gögnum teljist aðili í skilningi 9. gr. upplýsingalaga svo að leyst verði úr beiðni hans á grundvelli þeirrar greinar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur því almennt ekki talið ákvæðið eiga við þegar aðili að útboði óskar eftir aðgangi að þeim samningum eða gögnum sem verða til eftir að val á bjóðanda hefur farið fram. Sjá í þessu sambandi t.d. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-307/2009.</p> <p>Þann 18. mars 2010 tilkynnti innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar að Strætó bs. hefði samþykkt að ganga að tilboði Hagvagna hf. í verkfléttu 1, 2 og 3 vegna útboðs Strætó bs. nr. 12369. Aðeins eitt af þeim gögnum sem mál þetta lýtur að varð til í útboðsferlinu sjálfu og áður en niðurstaða þess lá fyrir, en það er minnisblað VSÓ ráðgjafar, dags. 1. febrúar 2010, um mat á hæfi Hagvagna hf. til að taka þátt í hinu lokaða útboði. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar upplýsingamála að leyst verði úr ósk kæranda um aðgang að umræddu minnisblaði á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Um önnur gögn gilda hins vegar ákvæði 3. gr. upplýsingalaga um almennan aðgang að upplýsingum að gættum takmörkunum 4.-6. gr. laganna.</p> <p>Verður nú vikið nánar að þeim gögnum sem kæranda hefur verið synjað um aðgang að.</p> <p>1.    Minnisblað VSÓ ráðgjafar um mat á hæfi Hagvagna, dags. 1. febrúar 2010</p> <p>Eins og rakið er hér að framan lýtur minnisblaðið að hæfi Hagvagna hf. til að taka þátt í hinu lokaða útboði sem kærandi var jafnframt þátttakandi í. Synjun kærða á aðgangi kæranda að skjalinu byggðist annars vegar á því að ekki væri um að ræða skjal sem varðaði mál í skilningi 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur þegar í þessum úrskurði hafnað þessu sjónarmiði kæranda. Hins vegar byggðist synjunin á þeirri forsendu að minnisblaðið félli undir 5. gr. upplýsingalaga og ekki lægi fyrir samþykki Hagvagna hf. um afhendingu þess.</p> <p>Í ljósi þess að um aðgang að minnisblaðinu fer skv. 9. gr. upplýsingalaga er ljóst að 5. gr. þeirra laga getur ekki hindrað aðgang kærða að því. Hvað sem því líður er sérstaklega tekið fram í 3. mgr. 9. gr. að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.</p> <p>Fyrir liggur umsögn lögmanns Hagvagna hf., dags. 19. október 2011, þar sem aðgangi kæranda að minnisblaðinu er mótmælt á þeim grundvelli að um sé að ræða viðkvæmar viðskiptaupplýsingar sem geti valdið félaginu tjóni lendi þær í höndum samkeppnisaðila. Hvorki í umsögn Hagvagna hf. né í synjun kærða er hins vegar nánar að því vikið með hvaða hætti aðgangur kærða geti valdið slíku tjóni.</p> <p>Í umræddu minnisblaði er aðeins að finna upplýsingar um vagna í eigu Hagvagna hf. sem boðnir höfðu verið til þess verks sem útboð nr. 12369 laut að og taldir voru uppfylla kröfur forvals til þátttöku í útboðinu.</p> <p>Fyrir liggur að kærandi var á meðal þátttakenda í útboðinu. Í ljósi þeirra ríku hagsmuna sem hann hefur af því að réttilega hafi verið staðið að mati á umsókn annarra bjóðenda um að taka þátt í hinu lokaða útboði um akstur almenningsvagna samkvæmt forvali kærða telur úrskurðarnefndin að kærða beri að afhenda kæranda umrætt minnisblað.</p> <p> 2.    Úttekt á strætisvögnum unnin af VSÓ ráðgjöf, dags. 3. maí 2010</p> <p>Um er að ræða minnisblað ásamt úttekt á 12 strætisvögnum í þáverandi eigu Hagvagna hf. Í minnisblaðinu kemur fram að miðað hafi verið við að skoða einn strætisvagn af hverri tegund til þess að ná heildarsýn yfir ástand vagnaflotans ásamt því að meta þörf á úrbótum.</p> <p>Í úttektinni koma fram skráningarnúmer ásamt nokkuð nákvæmri úttekt á ástandi hvers og eins strætisvagns.</p> <p>Synjun kærða byggist á 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Í umsögn Hagvagna hf., dags. 19. október 2011, er um þetta vísað til sömu sjónarmiða og rakin eru varðandi tölul. 1 hér að framan.</p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Upplýsingalög gera þannig ráð fyrir því að metið sé í hverju tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni, verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta er virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra á metum; hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999.</p> <p>Úrskurðarnefndin fellst á það með kærða og Hagvögnum hf. að hin nákvæma lýsing á einstökum eignum síðarnefnda félagsins í umræddri úttekt teljist til upplýsinga er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis í skilningi 5. gr. upplýsingalaga sem leynt skuli fara.</p> <p>Í 7. gr. upplýsingalaga er tekið fram að ef ákvæði 4-6. gr. eigi aðeins við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins.</p> <p>Fyrir liggur að tveir af þeim 12 vögnum sem úttektin nær til hafa nú komist í opinbera eigu á grundvelli samnings kærða og Hagvagna hf., dags. 24. júní 2010. Er hér nánar tiltekið um að ræða vagnana ME-X70 og SJ-100. Í ljósi þess að umræddir vagnar eru nú í opinberri eigu fær úrskurðarnefndin ekki séð að upplýsingar um vagnana séu til þess fallnar að valda Hagvögnum hf. tjóni. Auk þess sem ber hér að líta til þess að vagnarnir voru það endurgjald sem hið opinbera fékk í skiptum fyrir þá vagna sem Hagvagnar hf. eignuðust á grundvelli samningsins frá 24. júní. Hér er því um að ræða upplýsingar um þau verðmæti sem komu sem greiðsla við ráðstöfun opinberra eigna. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefndin að almenningur eigi rétt á aðgengi að þeirri úttekt sem fram fór á umræddum vögnum. Í þessu ljósi ber að afhenda minnisblað VSÓ ráðgjafar, dags. 3. maí 2010. Jafnframt ber að afhenda yfirlit yfir úttektir á ofangreindum tveimur vögnum, ME-X70 og SJ-100, sem fylgdu minnisblaðinu að því undanskildu að strika ber yfir upplýsingar um fastanúmer annarra vagna sem fram koma í úttektunum.</p> <p>3.    Bréf Strætó bs. til Hagvagna hf., dags. 4. maí 2010</p> <p>Synjun kæranda á afhendingu þessa gagns byggðist á 5. gr. upplýsingalaga enda lægi ekki fyrir samþykki Hagvagna hf. um afhendingu þess. Í umsögn Hagvagna hf. til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 19. október 2011, kemur fram að ekki sé talið að neitt komi fram í bréfinu sem þurfi að fara leynt.</p> <p>Með vísan til þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að kærða beri að afhenda kæranda bréf Strætó bs. til Hagvagna, dags. 4. maí 2010.</p> <p>4.    Bréf Hagvagna hf. til Strætó bs., dags. 10. maí 2010</p> <p>Í rökstuðningi sínum fyrir synjun á aðgangi að bréfi Hagvagna hf. til kærða vísar sá síðarnefndi til 5. gr. upplýsingalaga enda hafi samþykki fyrirtækisins ekki legið fyrir afhendingu. Í umsögn Hagvagna hf. til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 19. október 2011, segir að í bréfunum komi fram trúnaðarupplýsingar sem ekki eigi erindi til samkeppnisaðila.  </p> <p>Í umfjöllun um tölul. 2 hér að framan var vikið að þeim sjónarmiðum sem helst er litið til við beitingu 5. gr. upplýsingalaga. Þar var m.a. vísað til þess að upplýsingalög geri ráð fyrir því að metið sé í hverju tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verði einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar.</p> <p>Í umræddu bréfi eru málsatvik vegna þátttöku Hagvagna hf. í útboði Strætó bs. stuttlega rakin og vísað til þess að fyrirtækið hafi verið í góðri trú um að vagnkostur þess uppfyllti þær kröfur sem gerðar höfðu verið í útboðsskilmálum. Í því ljósi er athugasemdum kærða um vagnkost fyrirtækisins, sem settar eru fram eftir að samningar tókust milli kærða og Hagvagna hf., mótmælt.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að í bréfi Hagvagna hf. komi ekki nema að litlu leyti fram upplýsingar sem ætla megi að séu til þess fallnar að valda fyrirtækinu tjóni verði aðgangur að þeim veittur. Er hér annars vegar um að ræða málsgreinina sem hefst á orðunum „Við höfum lauslega“ og lýkur á orðunum „afkomu félagsins“ og hins vegar síðustu tvær málsgreinarnar, þ.e. frá orðunum „Náist ekki samkomulag“ til lokaorða bréfsins.</p> <p>Með vísan til 7. gr. upplýsingalaga er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærða beri að afhenda kæranda bréf Hagvagna hf. til kærða, dags. 10. maí 2010, með þeim takmörkunum sem raktar eru hér að ofan.</p> <p>5.    Minnisblað VSÓ ráðgjafar, Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar og [B] hdl., dags. 11. maí 2010 og</p> <p>6.    Minnisblað [B], hdl. og [C], hdl., dags. 17. maí 2010</p> <p>Synjun kæranda á aðgangi að minnisblöðunum er reist á 2. tölul. 2. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Í umræddu ákvæði segir að undanþegin upplýsingarétti séu bréfaskipti stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.</p> <p>Í athugasemdum í greinargerð er fylgdi frumvarpi til upplýsingalaga segir um þetta ákvæði:</p> <p>„Að baki undanþágu 2. tölul. býr það sjónarmið að hið opinbera, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, geti leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar, sem þannig er aflað, komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt. Hliðstæð undanþága frá upplýsingarétti aðila máls er í stjórnsýslulögum.“</p> <p>Samkvæmt þessu eru minnisblöð lögmanna og annarra aðila sem stjórnvöld leita til gagngert í því skyni að nota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað undanþegin upplýsingarétti skv. 3. gr. upplýsingalaga. Skiptir þá ekki máli hvort stjórnvald er sóknarmegin eða varnarmegin í viðkomandi dómsmáli.</p> <p>Ásamt því að beita undanþágunni í þeim tilfellum þegar stjórnvöldum hefur verið stefnt, þau höfðað mál eða þau athugað hvort mál skuli höfðað, hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig beitt ákvæði 2. tölul. 2. mgr. 4. gr. þegar stjórnvöld hafa óskað álits beinlínis í tilefni af fram kominni kröfu um greiðslu skaðabóta, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli A-317/2009.</p> <p>Í því tilfelli sem hér um ræðir er ljóst að kæranda hafði ekki verið stefnt fyrir dómstóla. Þá kemur hvergi fram í gögnum málsins að álits þeirra aðila sem rituðu minnisblöðin hafi verið aflað gagngert til þess að meta hvort rétt væri að höfða dómsmál gegn fyrirtækinu. Að lokum hafði skaðabótakröfu ekki verið beint gegn kæranda þótt til umræðu hefði komið af hálfu samningsaðila að slíkt kynni að verða nauðsynlegt í framtíðinni ef atvik þróuðust með tilteknum hætti.</p> <p>Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að tengsl umræddra minnisblaða við hugsanlegan málarekstur fyrir dómi séu ekki nægilega skýr til að skilyrði undanþáguheimildar 2. tölul. 2. mgr. 4. gr. eigi við.</p> <p>Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærða beri að afhenda kæranda minnisblöðin.</p> <p>7.    Bréf Strætó bs. til Hagvagna hf., dags. 20. maí 2010</p> <p>Synjun kæranda á afhendingu þessa gagns byggðist á 5. gr. upplýsingalaga enda lægi ekki fyrir samþykki Hagvagna hf. um afhendingu þess. Í umsögn Hagvagna hf. til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 19. október 2011, kemur fram að ekki sé talið að neitt komi fram í bréfinu sem þurfi að fara leynt.</p> <p>Með vísan til þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að kærða beri að afhenda kæranda bréf Strætó bs. til Hagvagna, dags. 20. maí 2010.</p> <p>8.    Minnisblað starfsmanna Strætó bs. um ósk um makaskipti, dags. 27. maí 2010</p> <p>Í rökstuðningi sínum fyrir synjun á afhendingu minnisblaðsins vísar kærði til 4. og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í 4. gr. upplýsingalaga kveðið á um undanþágur frá upplýsingarétti skv. 3. gr. laganna. Í 1. málsl. 3. tölul. 4. gr. segir að undanþegin upplýsingarétti séu vinnuskjöl „sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota“. Í athugasemdum greinargerðar er fylgdi frumvarpi til laganna er áréttað að með vinnuskjölum sé hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. (Alþt. 1995-1996, A-deild, bls. 3019.) Í 3. tölul. 4. gr. laganna eru hins vegar tvær undantekningar gerðar á þessari takmörkun á upplýsingaréttinum. Annars vegar þegar vinnuskjal geymir endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls og hins vegar ef það geymir upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að umrætt minnisblað sé vinnuskjal í merkingu 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og að það geymi hvorki upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá né feli í sér endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls.</p> <p>Í ljósi þessa telur úrskurðarnefndin ekki þörf á að taka til umfjöllunar hvort 5. gr. upplýsingalaga eigi við um minnisblaðið.</p> <p>Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærða hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að minnisblaði starfsmanna Strætó bs. um ósk um makaskipti, dags. 27. maí 2010.</p> <p>9.    Minnisblað Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 27. maí 2010</p> <p>Um er að ræða minnisblað deildarstjóra innkaupamála hjá innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar sem sent var til framkvæmdastjóra Strætó bs. Minnisblaðið fjallar um þá hugmynd að kærði og Hagvagnar hf. geri samning um skipti á strætisvögnum.</p> <p>Kærði byggir synjun sína á beiðni kæranda um aðgang að þessu gagni á því að um sé að ræða minnisblað í merkingu 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Eins og rakið er hér að framan er í 4. gr. upplýsingalaga kveðið á um undanþágur frá upplýsingarétti skv. 3. gr. laganna. Í 1. málsl. 3. tölul. 4. gr. segir að undanþegin upplýsingarétti séu vinnuskjöl „sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota“.</p> <p>Fyrir liggur að umrætt minnisblað er ritað af starfsmanni Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar en ekki starfsmanni kærða. Hér er því ekki um að ræða vinnuskjal sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Undantekningarákvæði 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga á því ekki við um skjalið. Þá er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að í minnisblaðinu komi ekkert það fram sem fallið gæti undir 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.</p> <p>Samkvæmt þessu ber kærða, Strætó bs., að afhenda kæranda minnisblað Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 27. maí 2010.</p> <p>10.    Minnisblað starfsmanna Strætó bs., dags. 1. júní 2010</p> <p>Minnisblaðið er ritað af framkvæmdastjóra, aðstoðarframkvæmdastjóra og sviðsstjóra rekstrarsviðs kærða. Í því er annars vegar að finna umfjöllun um sjónarmið að baki þeirri hugmynd að ganga til samninga við Hagvagna hf. um skipti á strætisvögnum. Í því koma þannig t.d. fram upplýsingar um úttektir á þeim strætisvögnum Hagvagna hf. sem „í umræðunni [höfðu] verið“.  Úrskurðarnefnd telur rétt að geta þess að umræddir vagnar eru einmitt þeir sex vagnar sem nú eru komnir í eigu kærða á grundvelli samningsins sem síðar var gerður 24. júní 2010.</p> <p>Í synjun sinni á að veita aðgengi að umræddu minnisblaði vísar kærði annars vegar til þess að um sé að ræða vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og hins vegar þess að í skjalinu sé að finna upplýsingar um einkamálefni sem kunni að falla undir 5. gr. laganna. Í umsögn Hagvagna frá 19. október 2011 er tekið fram að komi í minnisblaðinu fram upplýsingar varðandi fyrirtækið eða starfsemi þess sem ekki sé á allra vitorði eða alkunna, þá sé afhendingu gagnsins til samkeppnisaðila mótmælt.</p> <p>Áður er rakið að í 3. tölul. 4. gr. kemur fram að undanþegin séu upplýsingarétti vinnuskjöl sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Hins vegar er jafnframt tekið fram að þó skuli veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að umrætt minnisblað teljist vinnuskjal í skilningi 4. gr. upplýsingalaga og að það feli ekki í sér endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls. Kemur þá til skoðunar hvort í því sé að finna upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá.</p> <p>Eins og rakið hefur verið lýtur mál þetta fyrst og fremst að ósk kæranda um aðgang að gögnum er tengjast þeirri ákvörðun kærða að ganga til samninga við Hagvagna hf. um skipti á strætisvögnum. Fyrir liggur að slíkur samningur var gerður í kjölfar þess að samningar tókust með kærða og Hagvögnum hf. á grundvelli útboðs nr. 12369.</p> <p>Í umræddu minnisblaði stjórnenda kærða er stjórn félagsins upplýst um atriði sem stjórnendurnir telja mikilvægt að fram komi  og tengjast erindi Hagvagna hf. um skipti á vögnum. Jafnframt er þar að finna frekari úttekt á þeim vagnkosti sem til greina komi að skiptast á. Þessar upplýsingar sem lúta að atvikum málsins koma ekki fram í öðrum gögnum málsins, svo sem fundargerðum eða samningnum sjálfum sem síðar var gerður og vikið verður að hér á eftir. Þvert á móti er í fundargerð stjórnar kærða frá 3. júní 2010, þar sem stjórnin samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Hagvagna hf., einmitt vísað til þessa minnisblaðs og lagt til að samningurinn verði gerður á grundvelli þess. Í ljósi þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að niðurlagsorð 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga eigi við og því geti kærði ekki synjað um aðgang að minnisblaðinu á grundvelli 4. gr. laganna.</p> <p>Kemur þá til skoðunar hvort synjun verði byggð á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Um þau sjónarmið sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál byggir á við beitingu á umræddu ákvæði vísast til umfjöllunar um tölul. 2. hér að framan. Úrskurðarnefndin áréttar að því leyti sem minnisblaðið fjalli um eignir þriðja aðila, þ.e. fyrirtækisins Hagvagna hf., sé um að ræða strætisvagna sem nú séu komnir í opinbera eigu á grundvelli þess samnings sem fyrirtækið og kærði gerðu 24. júní 2010. Aðgangur að þessum upplýsingum verður því ekki talinn valda fyrirtækinu tjóni. Það skal einnig áréttað að upplýsingarnar lúta að ráðstöfun opinberra eigna enda voru umræddir strætisvagnar það gagngjald sem kærði fékk í skiptum fyrir sína vagna. Með vísan til þessa telur úrskurðarnefndin að 5. gr. upplýsingalaga geti ekki staðið í vegi því að almenningur fái aðgang að umræddu minnisblaði.</p> <p>Samkvæmt þessu ber kærða, Strætó bs., að afhenda kæranda minnisblað starfsmanna sinna, dags. 1. júní 2010.</p> <p>11.    Samningur Strætó bs. og Hagvagna hf., dags. 24. júní 2010</p> <p>Í umræddum samningi sem ber heitið „samkomulag“ gera Strætó bs. og Hagvagnar hf. með sér samkomulag um gagnkvæma afhendingu strætisvagna. Synjun Strætó bs. byggist á því að um sé að ræða samning einkaréttarlegs eðlis sem undanþeginn sé upplýsingaskyldu á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Hér að framan hefur ítarleg grein verið gerð fyrir þeim sjónarmiðum sem úrskurðarnefndin styðst við í beitingu sinni á 5. gr. upplýsingalaga. Hér nægir því að árétta að lögin gera ráð fyrir því að metið sé í hverju tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við þetta mat verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta er virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999. Við mat á hagsmunum almennings af því að fá aðgang að samningi Strætó bs. og Hagvagn hf. verður að hafa í huga að með samningnum er verið að ráðstafa opinberu fé og eignum.</p> <p>Í umræddum samningi frá 24. júní 2010 er aðeins kveðið á um samkomulag Strætó bs. og Hagvagna hf. um gagnkvæma afhendingu strætisvagna. Þar er ekki vikið að neinum þeim upplýsingum sem sanngjarnt getur talist og eðlilegt að leynt fari í skilningi 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt þessu ber kærða, Strætó bs., að afhenda kæranda samning Strætó bs. og Hagvagna hf., dags. 24. júní 2010.</p> <p>Úrskurðarorð</p> <p>Kærða, Strætó bs., ber að afhenda kæranda eftirfarandi gögn:</p> <ol> <li>Minnisblað VSÓ ráðgjafar um mat á hæfi Hagvagna hf., dags. 1. febrúar 2010.</li> <li>Minnisblað VSÓ ráðgjafar, dags. 3. maí 2010, ásamt úttekt á vögnunum ME-X70 og SJ-100, að því undanskildu að strika ber yfir upplýsingar um fastanúmer annarra vagna sem fram koma í úttektunum.</li> <li>Bréf Strætó bs. til Hagvagna hf., dags. 4. maí 2010.</li> <li>Bréf Hagvagna hf. til kærða, dags. 10 maí 2010, að undanskyldri málsgreininni sem hefst á orðunum „Við höfum lauslega“ og lýkur á orðunum „afkomu félagsins“ og síðustu tveimur málsgreinum bréfsins.</li> <li>Minnisblað VSÓ ráðgjafar, Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar og [B] hdl., dags. 11. maí 2010.</li> <li>Minnisblað [B], hdl. og [C], hdl., dags. 17. maí 2010.</li> <li>Bréf Strætó bs. til Hagvagna hf., dags. 20. maí 2010.</li> <li>Minnisblað Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 27. maí 2010.</li> <li>Minnisblað starfsmanna Strætó bs., dags. 1. júní 2010.</li> <li>Samning Strætó bs. og Hagvagna hf., dags. 24. júní 2010.</li> </ol> <p>Að öðru leyti er fallist á þá ákvörðun kærða að synja kæranda um aðgang að gögnum málsins.</p> <p><br /> </p> <p>Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir<br /> </p> <p>Friðgeir Björnsson</p> |
A-387/2011. Úrskurður frá 25. nóvember 2011 | Kærð var sú ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands að synja um aðgang að skýrslu sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 22. október 2009. Þagnarskylda. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 25. nóvember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-387/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 29. desember 2010, kærði [A] héraðsdómslögmaður, f.h. [B], ákvörðun Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 8. desember 2010, um að synja honum um aðgang að skýrslu sem [C] gaf fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 22. október 2009.</p> <p>Atvik málsins eru þau að með bréfi til Þjóðskjalasafns Íslands, dags. 1. nóvember 2010, óskaði [B] eftir aðgangi að skýrslu [C] fyrir rannsóknarnefndinni á grundvelli 1. mgr. 3. gr., 2. málsl. 3. mgr. 2. gr. og 7. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í beiðninni var vísað til þess að á bls. 143 í 2. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis væri vísað til skýrslu [C]. Í bréfinu var jafnframt vísað til 2. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.</p> <p>Beiðni [B] var ítrekuð nokkrum sinnum með tölvubréfum [A], n.t.t. með póstum 15., 24. og 30. nóvember og 7. desember 2010.</p> <p>Eins og áður segir synjaði Þjóðskjalasafn Íslands beiðni [B] með bréfi, dags. 8. desember 2010. Þar segir m.a.:</p> <p>„Í lögum nr. 142/2008, sbr. 146/2009, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða er fjallað um afhendingu gagna, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, og gagnagrunna, sem orðið hafa til í störfum hennar til Þjóðskjalasafns, sbr. 5. mgr. 17. gr. og 18. gr. laganna. Í 5. mgr. 17. gr. er tekið fram að gögn sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, skulu færð á Þjóðskjalasafn Íslands að rannsókn nefndarinnar lokinni. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 takmarka almenn ákvæði laga um þagnarskyldu ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögunum. Þá er kveðið á um það í 5. gr. upplýsingalaga að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> <p>Í lögum nr. 142/2008 var rannsóknarnefnd Alþingis fengnar víðtækar heimildir til upplýsingaöflunar í þágu rannsóknar sinnar. Í 6. gr. laganna er þannig kveðið á um skyldu til að verða við kröfu rannsóknarnefndarinnar um að láta í té upplýsingar og skyldu einstaklinga til að mæta fyrir nefndina til að veita upplýsingar óháð því hvort þær séu háðar þagnarskyldu. Í 8. gr. laganna er kveðið á um skyldu til að koma fyrir nefndina til skýrslutöku krefjist hún þess. Samkvæmt því hafði nefndin heimild til að fá aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum auk þess sem einstaklingum var skylt að gefa skýrslu fyrir nefndinni. Í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að framangreindum lögum er tekið fram að þagnarskylda víki undantekningarlaust fyrir skyldunni til að láta nefndinni í té upplýsingar en slíkt helgist af eðli rannsóknarinnar þar sem gera megi ráð fyrir að erfitt verði að ná markmiðum frumvarpsins nema með því að nefndin fái aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum. Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á umfjöllun í nefndaráliti allsherjarnefndar um það hvort rannsóknarheimildir nefndarinnar gangi nærri þeirri réttarvernd sem leiði af 71. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um friðhelgi einkalífs.</p> <p>Beiðni yðar beinist að aðgangi að skýrslu einstaklings sem hann gaf fyrir rannsóknarnefnd Alþingis samkvæmt þeirri skyldu sem mælt er fyrir um í 8. gr. laga nr. 142/2008 í þágu rannsóknar nefndarinnar. Fyrir liggur að umræddur einstaklingur sem fyrrum starfsmaður fjármálafyrirtækis er bundinn sérstakri þagnarskyldu að lögum, sbr. 58. gr. [laga] nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Að þessu virtu og með vísan til gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er Þjóðskjalasafni óheimilt að veita aðgang að umræddri skýrslu. Tekið skal fram að Þjóðskjalasafni er allt að einu óheimilt með vísan til 5. gr. upplýsingalaga að veita aðgang að skýrslunni, en ekki kæmi til álita að veita aðgang að hluta skjalsins á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds er beiðni yðar um aðgang að skýrslu [C] fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 22. október 2009 hafnað.“</p> <p>Eins og áður segir kærði [A], fyrir hönd [B], synjun Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 29. desember 2010.</p> <p>Í kærunni er ágreiningsefninu lýst og röksemdir þjóðskjalasafnsins fyrir synjun reifaðar í stuttu máli. Síðan segir svo:</p> <p>„Kærandi hafnar framangreindum rökstuðningi Þjóðskjalasafns sem liggur til grundvallar synjun á beiðni kæranda og telur að ákvörðun Þjóðskjalasafns sé ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Áréttað skal að takmarkanir 4.-6. gr. upplýsingalaga eiga ekki við nema í undantekningartilfellum en megináhersla skal lögð á að ná markmiði laganna um að stjórnvöldum sé skylt að veita almenningi aðgang að gögnum, sbr. 3. gr. upplýsingalaga.“</p> <p>Í kærunni er því næst vikið að 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna 2008 og tengdum atburðum sem og 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Kemur fram að kærandi telji að takmarkanir sem gerðar eru á upplýsingarétti í 4.-6. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í málinu. Beri þar að hafa í huga að gögnin lúti einkum að málefnum banka sem tekinn hafi verið til slitameðferðar og því vandséð að um mikilvæga einka-, fjárhags- eða viðskiptahagsmuni geti verið að ræða. Einnig beri að líta til þess að málefni viðkomandi banka hafi þegar verið gerð opinber í sjálfri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.</p> <p>Í kærunni segir síðan m.a.:</p> <p>„Þá er vísað til 2. ml. 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, þar sem fram kemur að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Í ljósi fyrri túlkana úrskurðarnefndar um upplýsingamál hvað varðar gagnályktun frá 2. ml. 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, þess efnis að sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi upplýsingalaga takmarki aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, ber að nefna nokkur atriði.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðum sínum komist að því að þrátt fyrir að telja beri 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 sem sérákvæði laga um þagnarskyldu, sem gangi lengra en takmarkanir þær sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga, standi það því ekki í vegi að aðgangur sé veittur að hluta gagna í samræmi við ákvæði 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Skal það enn áréttað að takmarkanir 4.-6. gr. upplýsingalaga eiga ekki við nema í undantekningartilfellum og að megináhersla skal lögð á að ná markmiði laganna um að stjórnvöldum sé skylt að veita almenningi aðgang að gögnum, sbr. 3. gr. upplýsingalaga. Verði það niðurstaða nefndarinnar að ákvæði 4.-6. gr. upplýsingalaga eigi við um umrædd gögn að einhverju leyti er þess krafist að veittur verði aðgangur að hluta gagna í samræmi við 7. gr. laganna.</p> <p>Að lokum er vísað til þess að beiðni um aðgang að skýrslu [C] er dagsett 1. nóvember 2010 en ákvörðun Þjóðskjalasafns er dagsett rúmum fimm vikum síðar. Slík afgreiðsla er ekki í samræmi við 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga sem mælir fyrir um að stjórnvald skuli taka ákvörðun um það hvort það verður við beiðni um aðgang að gönum svo fljótt sem verða má. Dráttur á afgreiðslu var hvorki skýrður með viðhlítandi hætti af Þjóðskjalasafni né var kærandi upplýstur hvenær ákvörðunar í málinu yrði að vænta fyrr en eftir töluverðan eftirgang.</p> <p>Um almennan rökstuðning fyrir beiðni kæranda um aðgang að gögnum vísast enn fremur til fyrrgreinds bréfs kæranda dags. 1. nóvember 2010.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 4. janúar 2011, var kærða kynnt framkomin kæra og um leið gefinn frestur til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu látin í té gögn málsins.</p> <p>Athugasemdir kærða ásamt gögnum málsins bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 14. janúar 2011. Í því er áréttað að samkvæmt lögum nr. 142/2008 sé safnið vörsluaðili gagna rannsóknarnefndar Alþingis sem hún aflaði vegna rannsóknarinnar og gagna sem urðu til í störfum hennar. Vísað er til þess að lögin hafi fengið rannsóknarnefndinni víðtækar heimildir til að sinna rannsókn sinni. Þannig hafi rík skylda hvílt á einstaklingum til að mæta fyrir nefndina og verða við kröfu hennar um að láta í té upplýsingar, óháð því hvort þær væru háðar þagnarskyldu, allt að viðlagðri refsiábyrgð, sbr. 11. gr. laganna. Samkvæmt því hafi einstaklingum borið að veita nefndinni aðgang að hvers kyns trúnaðarupplýsingum en synjun um slíkt hefi getað varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Í bréfi þjóðskjalasafnsins segir m.a. svo:</p> <p>„Fyrir liggur að einstaklingur sá sem gaf þá skýrslu sem óskað er aðgangs að var starfsmaður Kaupþings banka. Er hann því bundinn sérstakri þagnarskyldu að lögum, sbr. 58. gr. [laga] nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki en slík þagnarskylda helst eftir að látið er [af] störfum. Á það skal bent að fyrir liggur að sá banki er um þessar myndir í slitameðferð en fyrir liggur að upplýsingalög gilda ekki um gjaldþrotaskipti eða önnur opinber skipti, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Þá gilda lögin ekki heldur um rannsókn sakamáls, sbr. sama ákvæði, en ljóst er að starfsemi hans sætir að einhverju leyti slíkri rannsókn. Að þessu viðbættu er ljóst að í skýrslunni er um mjög viðkvæmar persónuupplýsingar að ræða, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, en það skal áréttað að ekki kom til álita að veita aðgang að hluta skjalsins á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga. Það skal tekið fram að Þjóðskjalasafn lítur svo á að safninu sé óheimilt að veita aðgang að skýrslum einstaklinga sem þeir gáfu fyrir rannsóknarnefndinni án úrskurðar dómstóls um skyldu til að afhenda þær. Hefur Þjóðskjalasafn til að mynda synjað saksóknara Alþingis um aðgang að þessum skýrslum.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds, þ.m.t. eðli þeirra upplýsinga sem um er að ræða í skýrslu viðkomandi einstaklings, er Þjóðskjalasafni með gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem og vísan til 5. gr. upplýsingalaga, óheimilt að veita aðgang að umræddri skýrslu en ekki kæmi til álita að veita aðgang að hluta skjalsins á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Varðandi afgreiðslutíma Þjóðskjalasafns skal tekið fram að gögn þau sem rannsóknarnefndin afhenti Þjóðskjalasafni eru mjög umfangsmikil. Við afhendingu rannsóknarnefndar á gögnunum voru þau að stórum hluta ófrágengin. Á þeim tíma sem Þjóðskjalasafn hefur haft gögnin í sinni vörslu hefur ekki enn tekist að fullu að greina þau og ganga frá þeim þannig að hægt sé að leita í þeim öllum með góðu móti og finna það sem beðið er um. Umrædd afgreiðsla var fyrsta afgreiðsla Þjóðskjalasafns á beiðni um aðgang að skjali úr gagnasafni rannsóknarnefndar Alþingis. Hún þurfti vandlega skoðun og tók þar afleiðandi lengri tíma en ráðgert var. Aðilinn var vel upplýstur um ástæður tafa á afgreiðslunni eins og meðfylgjandi tölvubréf sýna.“</p> <p>Með bréfi, dags. 2. febrúar 2011, kynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda framangreinda umsögn Þjóðskjalasafns Íslands og gaf honum kost á að koma á framfæri athugasemdum í tilefni af henni.</p> <p>Athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 11. febrúar 2011. Þar er vísað til fyrri röksemda fyrir kærunni. Síðan segir m.a. orðrétt undir fyrirsögninni „58. gr. laga um fjármálafyrirtæki“:</p> <p>„Í umsögninni vísar Þjóðskjalasafn einkum til 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 [...]. Rétt er að benda á að slík þagnarskylda getur einungis tekið til þeirra atriða í skýrslunni er beinlínis varða málefni þess fjármálafyrirtækis sem um ræðir og getur því ekki réttlætt, ein og sér, að beiðni okkar sé með öllu hafnað.</p> <p>Skal í þessu sambandi áréttað að úrskurðarnefndin hefur í úrskurðum sínum komist að því að þrátt fyrir að telja beri 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki sem sérákvæði laga um þagnarskyldu, sem gangi lengra en takmarkanir þær sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 [...], standi það því ekki í vegi að aðgangur sé veittur að hluta gagna í samræmi við ákvæði 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Einnig skal bent á að þagnarskyldan getur eðli máls samkvæmt einungis átt við um þau atriði sem ekki hafa fram komið áður á opinberum vettvangi. Standa því öll rök til þess að heimila aðgang að skýrslunni að því leyti sem fjallað er um mál sem áður eru fram komin.“</p> <p>Undir fyrirsögninni „Gildissvið upplýsingalaga“ segir í athugasemdunum:</p> <p>„Í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða segir: „að rannsókn nefndarinnar lokinni skulu gögn sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar færð á Þjóðskjalasafn Íslands. Um aðgang að lögunum fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga.“</p> <p>Í umsögninni er hins vegar vísað til 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, og því haldið fram að þar sem Kaupþing banki hf. sé í slitameðferð og málefni hans sæti að einhverju leyti sakamálarannsókn gildi upplýsingalög ekki um skýrsluna.</p> <p>Rétt er að halda því til haga að skýrslan er gefin af fyrrum starfsmanni Kaupþings banka hf., og er fráleitt að halda því fram að viðkomandi hafi með einhverjum hætti komið fram fyrir hönd bankans við skýrslutökuna.</p> <p>Jafnframt er erfitt að sjá hvernig skýrslan er að öðru leyti viðkomandi slitameðferð Kaupþings banka hf. eða sakamálarannsókn sem kann að standa yfir á hendur bankanum og/eða stjórnendum eða öðrum fyrirsvarsmönnum hans. Þá má ljóst vera að beiðni kæranda er hvorki í tengslum við slitameðferð Kaupþings banka hf. eða sakamálarannsóknir tengdar bankanum.</p> <p>Má af ofangreindu draga þá ályktun að um aðgang að skýrslunni fari eftir upplýsingalögum í samræmi við meginreglu þá er fram kemur í 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008.“</p> <p>Undir fyrirsögninni „Almenn afstaða Þjóðskjalasafns til skýrslna rannsóknarnefndar“ segir í athugasemdum kæranda:</p> <p>„Fram er tekið í [umsögninni] að: „Þjóðskjalasafn líti svo á að safninu sé óheimilt að veita aðgang að skýrslum einstaklinga sem þeir gáfu fyrir rannsóknarnefndinni án úrskurðar dómstóls um skyldu til að afhenda þær“.</p> <p>Ekki fæst betur séð en að Þjóðskjalasafn hafi í raun réttri þegar tekið allar ákvarðanir er kunna að lúta að aðgangi aðila að skýrslum einstaklinga sem þeir gáfu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, án þess að hafa í hyggju að kynna sér málavöxtu í hverju máli fyrir sig.</p> <p>Telur kærandi þetta ámælisverða afstöðu hjá stjórnvaldi sem m.a. er bundið af ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 [...] og annarra meginreglna stjórnsýsluréttar við störf sín. Ber í því samhengi að nefna að skv. 10. gr. stjórnsýslulaga ber stjórnvaldi að sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því.</p> <p>Verður að teljast verulega hætta á að óupplýst ákvörðun sé tekin í stjórnsýslumáli ef stjórnvald hefur í raun réttri myndað sér afstöðu til þess fyrirfram.“<br />  <br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og rakið er hér að framan lýtur mál þetta að lögmæti synjunar Þjóðskjalasafns Íslands á aðgangi [B] að skýrslu [C] fyrir rannsóknarnefnd Alþingis sem tekin var 22. október 2009. Heimild kæranda til að kæra synjun Þjóðskjalasafns Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að finna í 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Kærandi byggir heimild sína til að fá aðgang að skýrslunni einkum á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þjóðskjalasafnið byggir synjun sína um aðgang einkum á 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki á grundvelli gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá vísar safnið einnig til 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur rétt að gera í upphafi sérstaka grein fyrir efni þeirra lagagreina sem helst reynir á í málinu.</p> <p>Um störf Rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað í lögum nr. 142/2008, um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Í 5. mgr. 17. gr. þeirra laga segir orðrétt:</p> <p>„Að rannsókn nefndarinnar lokinni skulu gögn, sem aflað hefur verið vegna rannsóknarinnar, færð á Þjóðskjalasafn Íslands. Um aðgang að þeim fer samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga“.</p> <p>Tilvitnuðu ákvæði var bætt við frumvarp til laganna við þinglega meðferð þess að tilstuðlan allsherjarnefndar. Í áliti nefndarinnar sagði m.a.:</p> <p>„Þá komu einnig fram ábendingar fyrir nefndinni um að í frumvarpinu sé ekki fjallað um hvernig háttað skuli varðveislu þeirra gagna sem aflað er vegna rannsóknarinnar og aðgangi almennings að þeim. Nefndin leggur því til að skýrt verði kveðið á um hvernig fari um þessi atriði og leggur til að við 17. gr. frumvarpsins verði bætt ákvæði sem fjalli sérstaklega um það að gögn skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands að störfum nefndarinnar loknum, sem og að um aðgang að þeim þar fari eftir ákvæðum upplýsingalaga.<br />  <br /> Í framangreindu mundi m.a. felast að við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að umræddum gögnum yrði að meta hvort rétt væri að takmarka aðgang með vísan til 5. gr. upplýsingalaga um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Um aðgang að gögnum um slík málefni færi einnig eftir 3. mgr. 8. gr. upplýsingalaga þess efnis að takmarkanir á aðgangi að gögnum falli niður 80 árum eftir að þau urðu til. Við ákvörðun Þjóðskjalasafns um veitingu aðgangs að gögnum bæri og að virða ákvæði laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þar á meðal ákvæði 7. gr. um sanngirni og meðalhóf.“ (Alþt. 2008-2009, A-deild, bls. 1567-1568.)</p> <p>Með lagaskilaákvæði 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 hefur löggjafinn með skýrum hætti kveðið á um að þau gögn sem rannsóknarnefndin aflaði vegna rannsóknar sinnar skuli færð á Þjóðskjalasafn Íslands og að um aðgang að þeim skuli fara eftir ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í 3. gr. í II. kafla upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p>Í 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1. mgr. 58. gr. segir:</p> <p>„Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> <p>Í 2. mgr. 58. gr. segir svo:</p> <p>„Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“</p> <p>Samkvæmt síðast tilvitnuðu ákvæði flyst sú þagnarskylda sem kveðið er á um í 1. mgr. 58. gr. yfir á þann sem veitir þeim upplýsingum sem undir ákvæðið falla viðtöku. Samkvæmt þessu er Þjóðskjalasafn Íslands bundið þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar sem rannsóknarnefnd Alþingis færði safninu til varðveislu að því leyti sem þær upplýsingar falla undir 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 58. gr. laga nr. 161/2002 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Eins og sjá má af texta 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 þá hvílir þagnarskylda á öllu því sem starfsmennirnir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns „og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess“. Samkvæmt orðalagi sínu veitir þetta ákvæði því ekki vernd gegn því að upplýsingar séu veittar er varða fjármálafyrirtækið sjálft, heldur aðeins viðskiptamenn þess.</p> <p>Eins og að framan er rakið lýtur mál þetta að skýrslu sem fyrrum starfsmaður Kaupþings banka hf. gaf fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að því leyti sem þær upplýsingar sem þar koma fram varða „viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna bankans“ geti þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 átt við. Að því leyti sem upplýsingarnar kunna að lúta að starfsmanninum persónulega eða Kaupþingi banka hf. sjálfum telur nefndin að beita þurfi ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga um takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.</p> <p>Samkvæmt þessu geta ólíkar upplýsingar í einu og sama gagninu, í þessu tilfelli skýrslu sem gefin var fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, fallið undir ólík lagaákvæði er tryggja misríkan aðgang almennings, allt eftir því hvaða upplýsingar í viðkomandi gagni er um að ræða.</p> <p>Með vísan til framangreinds telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál rétt að taka fram að hún fellst ekki á þá afstöðu Þjóðskjalasafns Íslands, sem ráðin verður af athugasemdabréfi safnsins dags. 14. janúar 2011, að því sé heimilt að taka ákvörðun í eitt skipti fyrir öll um að synja um aðgang að öllum skýrslum sem einstaklingar gáfu fyrir rannsóknarnefndinni og krefjast ávallt úrskurðar dómstóls um skyldu til að afhenda þær. Úrskurðarnefndin áréttar í þessu sambandi að skv. 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/2008 skal um aðgang að gögnunum fara samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga og eins og rakið er hér að framan kveða upplýsingalög nr. 50/1996 á um misríkan aðgang að gögnum eftir því hvert eðli eða efnisinnihald þeirra er.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér skýrslu [C] fyrir rannsóknarnefnd Alþingis frá 22. október 2009 ítarlega. Skýrslan er 31 blaðsíða að lengd og lýtur að langmestu leyti að viðskiptum Kaupþings hf. við aðila sem tilteknir eru í skýrslunni og [C] hafði umsjón með. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er hér um að ræða viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og upplýsingarnar að því er þá varðar þess efnis að þær falla undir þagnarskylduákvæði þessa lagaákvæðis. Þótt efni skýrslunnar á stöku stað falli ekki með beinum hætti undir þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 telur úrskurðarnefndin engu að síður að í ljósi efnis skýrslunnar og þess samhengis sem þessir efnisþættir skapa milli þeirra efnisþátta sem varða viðskiptamenn bankans beint verði að líta svo á að þagnarskyldan eigi við um skýrsluna í heild sinni. Þjóðskjalasafni Íslands var því, með vísan til 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002, 5. mgr. 17. gr. laga nr. 142/0008 og gagnályktunar frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, rétt að synja [B] um aðgang að skýrslunni.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Synjun Þjóðskjalasafns Íslands um aðgang að skýrslu [C] fyrir rannsóknarnefnd Alþingis frá 22. október 2009 er staðfest.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                           Sigurveig Jónsdóttir                                     Friðgeir Björnsson</p> |
A-385/2011. Úrskurður frá 14. október 2011 | Kærð var sú ákvörðun forseta Íslands að synja um aðgang að bréfi forseta til forsætisráðherra, dags. 13. júlí 2010. Skjöl tekin saman fyrir fundi ríkisráðs. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 14. október 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-385/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með erindi, dags. 16. maí 2011, kærði [...] þá ákvörðun forsetaembættisins að neita að afhenda honum afrit af bréfum forseta og forsetaskrifstofu til forsætisráðuneytisins vegna umræðu um að teknar verði upp siðareglur fyrir forseta. Með sama erindi kærði [...] þá ákvörðun forsætisráðuneytisins að neita að veita honum aðgang að sömu bréfum. Afstaða er tekin til kæru [...] á hendur forsætisráðuneytinu í úrskurði, dags. í dag í máli nr. A-386/2011.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Aðdragandi málsins er sá að 9. maí 2011 fór kærandi þess á leit við skrifstofu forseta Íslands að honum yrði, með vísan til upplýsingalaga, veittur aðgangur að bréfi eða bréfum forsetaembættisins til forsætisráðuneytisins vegna hugmynda um setningu siðareglna og annarra reglna fyrir forseta og forsetaembættið.</p> <p>Svar barst kæranda frá forsetaritara samdægurs. Þar segir m.a. svo:</p> <p>„Sem svar við beiðni þinni sendi ég hér með afrit af bréfi sem forsetaritari sendi [A], fréttamanni Stöðvar 2, á föstudaginn [...] Í viðhengi er bréf forseta til forsætisráðuneytisins, dags. 29. júní 2010, en í bréfinu til [A] kemur fram afstaða embættisins til birtingar bréfs frá forseta Íslands til forsætisráðherra.“</p> <p>Síðan er í svarinu tekið orðrétt upp svar forsetaritara við nefndu erindi [A]. Þar segir m.a. svo:</p> <p>„Meðfylgjandi er afrit af því eina bréfi um þetta efni sem farið hefur frá embætti forseta Íslands til forsætisráðuneytisins. Það er ritað af Örnólfi Thorssyni forsetaritara, dags. 29. júní 2010, og er hin einu skriflegu samskipti sem „hafa átt sér stað milli embættis forseta Íslands og forsætisráðuneytisins um setningu siðareglna fyrir forseta Íslands“ svo vitnað sé til tölvubréfs þíns frá 18. apríl síðastliðnum.</p> <p>Varði beiðni þín bréf forseta Íslands til forsætisráðherra dags. 13. júlí 2010, sem vísað er til í því bréfi forsætisráðherra frá 15. júlí sem þú hefur nú undir höndum, hefur embætti forseta ákveðið að synja beiðni þinni um afhendingu afrits af því bréfi. Ef orðið yrði við slíkri beiðni væri í fyrsta skipti af hálfu embættis forseta verið að skapa það fordæmi að afhenda fjölmiðlum tiltölulega nýleg bréf forseta til forsætisráðherra. Auk þess er beiðninni synjað með eftirtöldum rökum:</p> <p>1. Embætti forseta Íslands telur mikilvægt að forseti og forsætisráðherra geti skipst á skoðunum, jafnt á fundum sem skriflega, án þess að slík skoðanaskipti berist jafnóðum til fjölmiðla. Gögn sem þessi eru að dómi embættisins fyllilega sambærileg við gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til „fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórna, minnisgreina á ráðherrafundum og sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi.“ Með því að binda gögn tengd ríkisráðsfundum trúnaði styður löggjafinn það sjónarmið að samskipti forseta og ríkisstjórnar skuli undanþegin upplýsingarétti enda má ætla að sá sem sér ástæðu til að slík ákvæði gildi um fundargerðir ríkisráðs sjái einnig ástæðu til að hið sama eigi við um bréfaskipti milli forseta og forsætisráðherra.</p> <p>2. Gögn frá ríkisstjórnarfundum eru sem fyrr sagði undanþegin upplýsingarétti, en það auðveldar ráðherrum að skiptast á skoðunum með frjálslegum hætti. Á sama hátt hafa þingmenn lokaða þingflokksfundi og þingnefndir halda almennt sína fundi fyrir luktum dyrum og þurfa ekki að sæta því að þeirra fundargerðir séu jafnóðum birtar í fjölmiðlum. Vandséð er hvers vegna forseti lýðveldisins ætti að hafa rýrari rétt en ráðherrar og þingmenn til að njóta trúnaðar um samskipti við forsætisráðherra.</p> <p>3. Ef þannig háttar til að forseti og forsætisráðherra eiga erfitt með að hittast á fundi til að ræða trúnaðarmál hafa þeir hingað til getað gripið til bréfaskrifa í staðinn. Ef sá möguleiki að nota bréfleg samskipti yrði úr sögunni vegna þess að fjölmiðlar eigi að hafa tafarlausan og óheftan aðgang að þeim þá er það án vafa til tjóns fyrir æðstu stjórn landsins og takmarkar möguleika hennar á að ráða ráðum sínum. Slíkt gæti skaða hagsmuni lýðveldisins í framtíðinni.</p> <p>4. Embætti forseta Íslands veit ekki til þess að í neinu landi sé skylt að afhenda fjölmiðlum jafnóðum bréfasamskipti milli þjóðhöfðingja og forsætisráðherra.“</p> <p>Kæra vegna framanrakinnar synjunar barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann 16. maí 2011, eins og að framan greinir.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 17. maí 2011, var embætti forseta Íslands kynnt framkomin kæra. Embættinu var jafnframt veittur frestur til 25. sama mánaðar til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi væri þess óskað. Ennfremur var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit þeirra gagna sem kæran lyti að.</p> <p>Svar barst frá embætti forseta Íslands með bréfi, dags. 24. maí 2011. Því bréfi fylgdi afrit bréfs forsetaembættisins til [A], dags. 20. sama mánaðar, og tekið fram að þar sem óskir [...] og [A] væru fyllilega sambærilegar og vörðuðu beiðni um aðgang að sömu gögnum vísaði embættið til þess bréfs um rök vegna synjunar á beiðni [...]. Í nefndu bréfi forsetaembættisins til [A] eru áréttuð þau sjónarmið sem fram komu í svari embættisins til kæranda, dags. 9. maí 2011, og áður hafa verið rakin. Einnig er í svari forsetaembættisins bent á að kæranda hafi verið afhent bréf sem forsetaembættið hafi sent forsætisráðuneytinu vegna þess máls er beiðni kæranda lúti að. Af hálfu embættis forseta sé skýr greinarmunur gerður „annars vegar á þeim bréfum sem það sendir ráðuneytum eða öðrum aðilum á bréfsefni embættisins og undirrituð eru af forsetaritara, skrifstofustjóra eða deildarstjórnum, og hins vegar þeim bréfum sem forseti Íslands sendir ráðherrum eða öðrum á sínu bréfsefni og undirritar einn.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Upplýsingalög taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, sbr. 1. gr. laganna. Beiðni kæranda lýtur að aðgangi að bréfi sem til varð hjá forseta Íslands í tengslum við stjórnsýslulegt hlutverk hans og stöðu, sbr. til hliðsjónar 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. einnig 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í því sambandi sem hér á reynir, hvað varðar rétt almennings til aðgangs að umræddu gagni, hefur ekki áhrif hvort bréfið er ritað á bréfsefni forseta sjálfs og undirritað af honum einum eða ritað á bréfsefni forsetaembættisins og undirritað af starfsmönnum skrifstofu forsetans, þótt slík aðgreining kunni að hafa þýðingu fyrir innra starfsskipulag forsetaembættisins.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Um rétt kæranda til aðgangs að hinu umbeðna gagni fer eftir nefndum ákvæðum II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Embætti forseta Íslands hefur synjað kæranda um aðgang að bréfi forseta Íslands til forsætisráðherra, dags. 13. júlí 2010. Kemur fram í skýringum embættis forseta að svo sé litið á að gögn sem til verði vegna bréfasamskipta forseta Íslands og forsætisráðherra séu fyllilega sambærileg við gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti samkvæmt 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum kemur fram að ríkisráð og ríkisstjórn hafi ótvírætt sérstöðu innan stjórnsýslu ríkisins. Við setningu stjórnsýslulaga hafi verið talið rétt að vernda starfsemi þessara stjórnvalda á þann hátt að undanþiggja frá upplýsingarétti aðila máls fundargerðir þeirra, minnisgreinar á ráðherrafundum og skjöl sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Sömu sjónarmið eigi ekki síður við um upplýsingarétt almennings og er því lagt til að umrædd gögn verði undanþegin meginreglu 1. mgr. 3. gr. Birting upplýsinga úr þessum gögnum verði því eftir sem áður háð ákvörðun þessara stjórnvalda sjálfra.</p> <p>Í almennum athugasemdum sem fylgdu ákvæðum II. kafla laganna kemur fram að undanþágur frá meginreglu frumvarpsins um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tilgreindra mála séu tæmandi taldar, en þær séu almennt af tvennum toga. Annars vegar að tiltekin gögn séu undanþegin upplýsingarétti, hins vegar að ákveðnir hagsmunir standi því í vegi að upplýsingar verði veittar. Þeir hagsmunir geti ýmist verið einkahagsmunir eða almannahagsmunir.</p> <p>Með vísan til framangreinds verður ekki litið öðru vísi á en svo að sú undanþága sem birtist frá upplýsingarétti almennings í 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga sé tæmandi. Það bréf er kærandi hefur óskað aðgangs að fellur ekki undir þá afmörkun gagna sem undanþegin eru upplýsingarétti samkvæmt því. Embætti forseta Íslands hefur ekki vísað til annarra ákvæða upplýsingalaga til stuðnings ákvörðun sinni. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál koma ekki fram í umræddu bréfi upplýsingar sem lotið geta að einkamálefnum einstaklinga eða einkaréttarlegra lögaðila í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Kærða, embætti forseta Íslands, ber samkvæmt framangreindu að veita kæranda aðgang að bréfi forsetans til forsætisráðherra, dags. 13. júlí 2010.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Embætti forseta Íslands ber að afhenda kæranda, [...], afrit af bréfi forsetans til forsætisráðherra, dags. 13. júlí 2010.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p><br />                          Sigurveig Jónsdóttir                                         Friðgeir Björnsson</p> |
A-384/2011. Úrskurður frá 14. október 2011 | Kærð var sú ákvörðun forseta Íslands að synja um aðgang að bréfi forseta til forsætisráðherra, dags. 13. júlí 2010. Skjöl tekin saman fyrir fundi ríkisráðs. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 14. október 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-384/2011.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með erindi, dags. 8. maí 2011, kærði [...] þá ákvörðun embættis forseta Íslands að synja henni um aðgang að bréfi forseta til forsætisráðherra, dags. 13. júlí 2010.</p> <p> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Atvik málsins eru þau að með erindi, dags. 18. apríl 2011, fór kærandi fram á það við forsetaembættið að fá afrit af svörum forsetaembættisins við bréfum forsætisráðuneytisins sem lytu að setningu siðareglna fyrir forseta Íslands.</p> <p>Svar barst kæranda frá forsetaritara, dags. 6. maí. Þar segir m.a. svo:</p> <p>„Meðfylgjandi er afrit af því eina bréfi um þetta efni sem farið hefur frá embætti forseta Íslands til forsætisráðuneytisins. Það er ritað af Örnólfi Thorssyni forsetaritara, dags. 29. júní 2010, og er hin einu skriflegu samskipti sem „hafa átt sér stað milli embættis forseta Íslands og forsætisráðuneytisins um setningu siðareglna fyrir forseta Íslands“ svo vitnað sé til tölvubréfs þíns frá 18. apríl síðastliðnum.</p> <p>Varði beiðni þín bréf forseta Íslands til forsætisráðherra dags. 13. júlí 2010, sem vísað er til í því bréfi forsætisráðherra frá 15. júlí sem þú hefur nú undir höndum, hefur embætti forseta ákveðið að synja beiðni þinni um afhendingu afrits af því bréfi. Ef orðið yrði við slíkri beiðni væri í fyrsta skipti af hálfu embættis forseta verið að skapa það fordæmi að afhenda fjölmiðlum tiltölulega nýleg bréf forseta til forsætisráðherra. Auk þess er beiðninni synjað með eftirtöldum rökum:</p> <p>1. Embætti forseta Íslands telur mikilvægt að forseti og forsætisráðherra geti skipst á skoðunum, jafnt á fundum sem skriflega, án þess að slík skoðanaskipti berist jafnóðum til fjölmiðla. Gögn sem þessi eru að dómi embættisins fyllilega sambærileg við gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti í 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til „fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórna, minnisgreina á ráðherrafundum og sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi.“ Með því að binda gögn tengd ríkisráðsfundum trúnaði styður löggjafinn það sjónarmið að samskipti forseta og ríkisstjórnar skuli undanþegin upplýsingarétti enda má ætla að sá sem sér ástæðu til að slík ákvæði gildi um fundargerðir ríkisráðs sjái einnig ástæðu til að hið sama eigi við um bréfaskipti milli forseta og forsætisráðherra.</p> <p>2. Gögn frá ríkisstjórnarfundum eru sem fyrr sagði undanþegin upplýsingarétti, en það auðveldar ráðherrum að skiptast á skoðunum með frjálslegum hætti. Á sama hátt hafa þingmenn lokaða þingflokksfundi og þingnefndir halda almennt sína fundi fyrir luktum dyrum og þurfa ekki að sæta því að þeirra fundargerðir séu jafnóðum birtar í fjölmiðlum. Vandséð er hvers vegna forseti lýðveldisins ætti að hafa rýrari rétt en ráðherrar og þingmenn til að njóta trúnaðar um samskipti við forsætisráðherra.</p> <p>3. Ef þannig háttar til að forseti og forsætisráðherra eiga erfitt með að hittast á fundi til að ræða trúnaðarmál hafa þeir hingað til getað gripið til bréfaskrifa í staðinn. Ef sá möguleiki að nota bréfleg samskipti yrði úr sögunni vegna þess að fjölmiðlar eigi að hafa tafarlausan og óheftan aðgang að þeim þá er það án vafa til tjóns fyrir æðstu stjórn landsins og takmarkar möguleika hennar á að ráða ráðum sínum. Slíkt gæti skaða hagsmuni lýðveldisins í framtíðinni.</p> <p>4. Embætti forseta Íslands veit ekki til þess að í neinu landi sé skylt að afhenda fjölmiðlum jafnóðum bréfasamskipti milli þjóðhöfðingja og forsætisráðherra.“</p> <p>Kæra vegna framanrakinnar synjunar barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann 8. maí 2011, eins og að framan greinir.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 11. maí 2011, var embætti forseta Íslands kynnt framkomin kæra. Embættinu var jafnframt veittur frestur til 18. sama mánaðar til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi væri þess óskað. Ennfremur var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit þeirra gagna sem kæran lyti að. Að beiðni embættis forseta Íslands var þessi frestur framlengdur til 20. maí.</p> <p>Svar barst frá embætti forseta Íslands með bréfi, dags. 20. maí 2011. Þar eru áréttuð þau sjónarmið sem fram komu í svari embættisins til kæranda, dags. 9. maí 2011, og áður hafa verið rakin. Einnig er í svari forsetaembættisins bent á að kæranda hafi verið afhent bréf sem forsetaembættið hafi sent forsætisráðuneytinu vegna þess máls er beiðni kæranda lúti að. Af hálfu embættis forseta sé skýr greinarmunur gerður „annars vegar á þeim bréfum sem það sendir ráðuneytum eða öðrum aðilum á bréfsefni embættisins og undirrituð eru af forsetaritara, skrifstofustjóra eða deildarstjórnum, og hins vegar þeim bréfum sem forseti Íslands sendir ráðherrum eða öðrum á sínu bréfsefni og undirritar einn.“</p> <p>Framkomnar skýringar embættis forseta Íslands voru kynntar kæranda  með bréfi, dags. 23. maí. Athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 30. sama mánaðar.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Upplýsingalög taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, sbr. 1. gr. laganna. Beiðni kæranda lýtur að aðgangi að bréfi sem til varð hjá forseta Íslands í tengslum við stjórnsýslulegt hlutverk hans og stöðu, sbr. til hliðsjónar 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. einnig 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í því sambandi sem hér á reynir, hvað varðar rétt almennings til aðgangs að umræddu gagni, hefur ekki áhrif hvort bréfið er ritað á bréfsefni forseta sjálfs og undirritað af honum einum eða ritað á bréfsefni forsetaembættisins og undirritað af starfsmönnum skrifstofu forsetans, þótt slík aðgreining kunni mögulega að hafa þýðingu fyrir innra starfsskipulag forsetaembættisins.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Um rétt kæranda til aðgangs að hinu umbeðna gagni fer eftir nefndum ákvæðum II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Embætti forseta Íslands hefur synjað kæranda um aðgang að bréfi forseta Íslands til forsætisráðherra, dags. 13. júlí 2010. Kemur fram í skýringum embættis forseta að svo sé litið á að gögn sem til verði vegna bréfasamskipta forseta Íslands og forsætisráðherra séu fyllilega sambærileg við gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti samkvæmt 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum kemur fram að ríkisráð og ríkisstjórn hafi ótvírætt sérstöðu innan stjórnsýslu ríkisins. Við setningu stjórnsýslulaga hafi verið talið rétt að vernda starfsemi þessara stjórnvalda á þann hátt að undanþiggja frá upplýsingarétti aðila máls fundargerðir þeirra, minnisgreinar á ráðherrafundum og skjöl sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Sömu sjónarmið eigi ekki síður við um upplýsingarétt almennings og er því lagt til að umrædd gögn verði undanþegin meginreglu 1. mgr. 3. gr. Birting upplýsinga úr þessum gögnum verði því eftir sem áður háð ákvörðun þessara stjórnvalda sjálfra.</p> <p>Í almennum athugasemdum sem fylgdu ákvæðum II. kafla laganna kemur fram að undanþágur frá meginreglu frumvarpsins um rétt almennings til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tilgreindra mála séu tæmandi taldar, en þær séu almennt af tvennum toga. Annars vegar að tiltekin gögn séu undanþegin upplýsingarétti, hins vegar að ákveðnir hagsmunir standi því í vegi að upplýsingar verði veittar. Þeir hagsmunir geti ýmist verið einkahagsmunir eða almannahagsmunir.</p> <p>Með vísan til framangreinds verður ekki litið öðru vísi á en svo að sú undanþága sem birtist frá upplýsingarétti almennings í 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga sé tæmandi. Það bréf er kærandi hefur óskað aðgangs að fellur ekki undir þá afmörkun gagna sem undanþegin eru upplýsingarétti samkvæmt því. Embætti forseta Íslands hefur ekki vísað til annarra ákvæða upplýsingalaga til stuðnings ákvörðun sinni. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál koma ekki fram í umræddu bréfi upplýsingar sem lotið geta að einkamálefnum einstaklinga eða einkaréttarlegra lögaðila í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Kærða, embætti forseta Íslands, ber samkvæmt framangreindu að veita kæranda aðgang að bréfi forsetans til forsætisráðherra, dags. 13. júlí 2010.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Embætti forseta Íslands ber að afhenda kæranda, [...], afrit af bréfi forsetans til forsætisráðherra, dags. 13. júlí 2010.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p><br />                              Sigurveig Jónsdóttir                                       Friðgeir Björnsson</p> |
A-383/2011. Úrskurður frá 11. október 2011 | Kærð var sú ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að synja um afrit af leyfum til veiða á háhyrningum frá árinu 1983 og tengdum gögnum. Tilgreining máls eða gagna í máli. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 11. október 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-383/2011.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 28. júní sl., kærði People for the Ethical Treatment of Animals foundation (PETA) synjun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um að afhenda samtökunum afrit af leyfum til veiða á háhyrningum (l. Orcinus orca) sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út árið 1983 og gögnum tengdum þeim leyfum.</p> <p> </p> <h3>Málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 23. maí sl., óskaði [X] f.h. PETA eftir aðgangi að afritum af leyfum til veiða á háhyrningum og öðrum tengdum gögnum sem gefin voru út af sjávarútvegsráðuneytinu árið 1983.</p> <p>Beiðninni var synjað með tölvubréfi upplýsingafulltrúa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 3. júní sl. Í synjuninni kemur fram að beiðnin falli utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu kæruna með bréfi, dags. 30. júní sl., og var ráðuneytinu veittur frestur til 7. júlí til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Svör ráðuneytisins bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 4. júlí. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Það er mat ráðuneytis sjávarútvegs- og landbúnaðarmála að umrædd fyrirspurn sé mun víðtækari og almennari en svo að skylt sé að svara henni samkvæmt 3. grein laga 50/1996.</p> <p>Um er að ræða gögn frá árinu 1983 sem ætla má að séu nú varðveitt í skjalasöfnum, þ.e. eftir atvikum Þjóðskjalasafni, söfnum sveitarfélaga og stofnana sem sumar eru enn starfandi og aðrar ekki.</p> <p>Jafnframt svari var starfsmanni PETA leiðbeint í þá átt að skilgreina ósk sína betur svo ráðuneytið hefði möguleika á að hnitmiða leit og beiðni um gögn við ákveðin skjöl og skjalasöfn.“</p> <p>Með bréfi, dags. 2. ágúst, gaf úrskurðarnefndin kæranda kost á því að gera athugasemdir vegna umsagnar ráðuneytisins og bárust athugasemdir kæranda í bréfi, dags. 8. s.m. Þar kemur m.a. fram að PETA telji beiðnina falla undir gildissvið 2. gr. upplýsingalaga og ráðuneytið hafi ekki vísað til þess að í gögnunum séu upplýsingar sem falla undir 4. – 6. gr. laganna sem heimila stjórnvöldum að takmarka upplýsingarétt almennings. PETA ítrekar beiðni sína og vísar til þess að ef ákvæði 4. – 6. gr. eigi við um hluta skjals beri ráðuneytinu að afhenda aðra hluta þess, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><br /> Eins og fram hefur komið snýr kæra máls þess að synjun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á afhendingu leyfa til veiða á háhyrningum (l. Orcinus orca) sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út árið 1983 og gögnum tengdum þeim leyfum.</p> <p>Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í 1. mgr. 10. gr. sömu laga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006,  segir: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“</p> <p>Í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðan varð að lögum nr. 161/2006 kemur fram að upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum er afmarkaður við skjöl og önnur gögn sem varða tiltekin mál. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir því að þegar beiðni um aðgang varðar gögn í tilteknu máli, en gögnin ekki tilgreind sérstaklega að öðru leyti, verður að miða við að þau hafi verið útbúin, lögð fram eða þeirra aflað vegna máls sem er eða hefur verið til meðferðar í stjórnsýslunni. Verða gögnin því að tilheyra ákveðnu, tilgreinanlegu máli, þ.e. ákveðnu máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnsýslunni hvort sem það hefur verið afgreitt eða ekki.</p> <p>Kærandi óskaði eftir afhendingu leyfa til veiða á háhyrningum (l. Orcinus orca) sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út árið 1983 og gögnum tengdum þeim leyfum. Beiðnin eins og hún er sett fram beinist ekki að ákveðnum, tilgreindum gögnum máls, og fullnægir að því leyti ekki ákvæði fyrri málsliðar 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga sem rakið er hér að framan. Það er heldur ekki hægt að líta svo á að beiðnin lúti að þessu leyti að aðgangi að öllum gögnum í tilteknu máli, eins og kveðið er á um í 10. gr. upplýsingalaganna, því ekki verður litið svo á að öll leyfi gefin út 1983 og gögn þeim tengd flokkist til tiltekins mál. Beiðnin fullnægir þannig ekki þeim kröfum sem gerðar eru í síðari málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða beiðni sem getur varðað fjölda mála á tilteknu tímabili. Með vísan til þessa ber að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Úrskurðarorð<br /> Vísað er frá kæru People for the Ethical Treatment of Animals foundation á hendur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p><br />                         Sigurveig Jónsdóttir                                          Friðgeir Björnsson</p> |
A-380/2011. Úrskurður frá 11. október 2011 | Kærð var sú ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Vesturlands að synja um afhendingu afrita af öllum gildandi samningum stofnunarinnar um sértæka heilbrigðisþjónustu. Sérstaklega var tilgreindur samningur stofnunarinnar við Norðurál. Tilgreining máls eða gagna í máli. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta, frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 11. október 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-380/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi dags. 29. apríl sl., kærði [...] hdl., afgreiðslu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands frá 13. sama mánaðar á beiðni hans um „óyfirstrikuð afrit af öllum samningum stofnunarinnar um sértæka heilbrigðisþjónustu við fyrirtæki og lögaðila, sem enn eru í gildi.“ Einnig var farið fram á aðgang að afritum af samningum stofnunarinnar við einstaka lækna eða starfsfólk á heilbrigðissviði um framkvæmd þessarar þjónustu. Þá var farið fram á aðgang að verðskrá Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Tekið var fram að með sértækri heilbrigðisþjónustu væri átt við „þjónustu trúnaðarlækna, vinnustaðaúttektir, heilsufarsmælingar, bólusetningar, fræðslu, rannsóknir og ráðgjöf varðandi atvinnusjúkdóma o.fl. fyrir einstök fyrirtæki og aðra lögaðila.“</p> <p>Við afgreiðslu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, dags. 13. apríl sl., hafði stofnunin afhent kæranda samning stofnunarinnar við Norðurál um starfsmannaheilsuvernd þar sem strikað var yfir allar fjárhæðir í samningunum. Í bréfinu kom fram að stofnunin hefði gert þennan eina samning við Norðurál um starfsmannaheilsuvernd.</p> <p>Kærandi færði m.a. eftirfarandi rök fyrir máli sínu í kæru til úrskurðarnefndarinnar:</p> <p>¬„I. Kæruefni og málsatvik<br /> Með bréfum undirritaðs, dags. 15. febrúar, 29. mars og 13. apríl s.l., var þess farið á leit við Heilbrigðisstofnun Vesturlands [...] að undirrituðum yrðu afhent óyfirstrikuð afrit af öllum samningum stofnunarinnar um sértæka heilbrigðisþjónustu við fyrirtæki og lögaðila, sem enn eru í gildi. [...] Þá var í beiðninni óskað afrita af samningum HVE við einstaka lækna eða starfsfólk á heilbrigðissviði um framkvæmd þessarar þjónustu. Í beiðninni voru tveir samningar tilgreindir sérstaklega í dæmaskyni, þ.e. samningar við Norðurál og Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Að öðru leyti hefur stjórnvaldið eitt yfirsýn yfir það hve margir samningar hafa verið gerðir á þessu sviði og því útilokað í beiðni að tilgreina þá samninga með nákvæmari hætti en gert var. Það veldur þó ekki neinum vandkvæðum varðandi skýrleika á efni beiðninnar.</p> <p>HVE svaraði beiðni með bréfum dags. 1. mars og 13. apríl sl. Í bréfinu frá 13. apríl kemur fram að stofnunin hafi gert einn samning um starfsmannaheilsuvernd við Norðurál, sem fylgdi með í afriti, en áður hafði verið strikað yfir ákveðin atriði í honum, einkum að því er varðar gjaldtöku samkvæmt samningnum.</p> <p>Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að stofnunin varð til með sameiningu átta heilbrigðisstofnana á Vesturlandi þann 1. janúar 2010. Tekur beiðnin því eðli málsins [samkvæmt] til allra samninga sem HVE og forverar hennar hafa gert og eru í gildi. Virðist HVE einnig hafa lagt þann skilning í beiðnina því umræddur samningur sem fylgdi bréfinu var undirritaður þann 18. maí 2009, þar sem Sjúkrahús heilsugæslunnar á Akranesi (SHA) var samningsaðili.</p> <p>Fyrir liggur að gera verður sérstaka verksamninga við heilbrigðisstarfsfólk þegar það þarf að sinna viðveru annars staðar en á heilbrigðisstofnunum. Engir slíkir samningar hafa verið afhentir, þrátt fyrir beiðni þar um. Í þessu samhengi er eðlilegt að vakin sé athygli úrskurðarnefndarinnar á því að á heimasíðu SHA (þ.e. eins forvera HVE) var umfjöllun um þessa samninga á síðunni undir fyrirsögninni „Starfsmannaheilsuvernd“. Sú heimasíða var síðast uppfærð þann 30. mars 2009, en hún er ekki lengur opinber heimasíða HVE. Í umfjöllun SHA á heimasíðunni sagði m.a. [...]:</p> <p>„Samningar hafa verið gerðir við fyrirtæki á og í nágrenni Akraness um starfsmannaheilsuvernd. Taka þeir til þjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga og felast m.a. í læknisskoðunum nýráðinna starfsmanna og árlegu eftirliti sem beinist fyrst og fremst að vinnutengdum kvillum, rannsóknum og ráðgjöf. Taka þeir einnig til fræðslu um almennt heilsufar, heilsueflingu og atvinnusjúkdóma. Læknir hefur að jafnaði viðveru tvisvar í mánuði í fyrirtækjum og hjúkrunarfræðingur allt að því daglega.“</p> <p>Af þessari umfjöllun SHA um eigin samninga og framkvæmd þeirra, má ljóst vera að fleiri samningar hafa verið gerðir við fyrirtæki um að starfsmenn þeirra njóti sértækrar heilbrigðisþjónustu, auk þess sem fram kemur að læknar og hjúkrunarfræðingar hafa talsverða viðveru á starfsstöðvum fyrirtækjanna við að sinna þjónustunni. Almennt nýtur almenningur þess ekki að hafa sérstakan aðgang að hjúkrunarfræðingi eða lækni daglega, eða geta keypt slíkan aðgang. Eðli málsins samkvæmt hefur þurft að semja sérstaklega við heilbrigðisstarfsfólk um viðveruna í fyrirtækjunum.</p> <p>Með vísan til þess sem að framan greinir er ljóst að fleiri samningar eru til hjá HVE en sá yfirstrikaði, sem undirrituðum var sendur sem fylgiskjal með bréfi HVE þann 13. apríl. Því er ekki hægt að líta öðruvísi á en svo að í reynd hafi HVE synjað beiðni undirritaðs [...].</p> <p>II. Lög á heilbrigðissviði<br /> Lagakerfið sem markar rammann utan um atvinnustarfsemi í heilbrigðisþjónustu er einkum að finna í lögum um heilbrigðisþjónustu, lögum um sjúklingatryggingar, lögum um sjúkraskrár, ásamt samkeppnislögum og reglugerðum samkvæmt þeim lögum. Kostnaður við byggingu heilsugæslustöðva og rekstur þeirra er fjármagnaður af ríkissjóði. Notendur þjónustunnar greiða lítinn hluta hennar samkvæmt heimildum heilbrigðisstofnana til gjaldtöku í lögum um sjúkratryggingar og sérlögum eftir atvikum.</p> <p>Um starfsemi og rekstur heilbrigðisstofnana gilda lög, þ.e. hvaða starfsemi skuli fara fram á stofnununum og hvernig hún skuli fjármögnuð. Þannig eru heilbrigðisstofnanir í allri sinni starfsemi varðandi verkefni og fjármögnun bundnar af lögum. Ráðherra fer með umboð til samningsgerðar um veitingu heilbrigðisþjónustu (lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007) og greiðsluþátttöku ríkisins (lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008) vegna hennar. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er því ekki gert ráð fyrir sérstakri samningsgerð við lögaðila og fyrirtæki um bætt aðgengi starfsmanna þeirra að heilbrigðisþjónustunni, umfram aðgengi almennings að þessari sömu þjónustu. Slíkir samningar samræmast því vart markmiði heilbrigðislöggjafarinnar um jafnt aðgengi allra án tillits til efnahags.</p> <p>Í samræmi við stefnumörkun og orðalag 2. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, hafa dómstólar og samkeppnisyfirvöld litið svo á að lagareglur um samkeppni taki til atvinnustarfsemi opinberra aðila í heilbrigðisþjónustu. Það fær því vart samræmst þeim lögum að framlög úr almannasjóðum séu notuð til að niðurgreiða atvinnustarfsemi opinberra aðila í heilbrigðisþjónustu.</p> <p>III. Rökstuðningur kæru<br /> Umbeðnir samningar falla undir samningsgerð aðila sem heyrir undir stjórnsýslu ríkisins. Beiðni varðar samninga um sértæka heilbrigðisþjónustu sem heilbrigðisstofnunin veitir fyrirtækjum og lögaðilum, auk sérstakra samninga um framkvæmd þessarar þjónustu við heilbrigðisstarfsfólk. Samningarnir falla undir upplýsingalög, sbr. 1. gr. laganna. Beiðnin varðar afmarkað mál, þ.e. sértæka heilbrigðisþjónustu stofnunarinnar og samninga um framkvæmd hennar, og lýtur að því að fá afhenta alla samninga sem eru í gildi og varða það mál, sbr. 1. mgr. 3. gr., sbr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Meginregla upplýsingalaganna um óheftan aðgang almennings að gögnum hjá stjórnvöldum kemur fram í 3. gr. Sá upplýsingaréttur sætir aðeins takmörkunum samkvæmt nánari fyrirmælum í 4.-6. gr. laganna. Eina ákvæðið sem gæti eftir atvikum komið til skoðunar í þessu samhengi er 5. gr. laganna, þar sem vísað er til einka- og fjárhagsmálefna einstaklinga og mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> <p>Með samningum heilbrigðisstofnana um sértæka heilbrigðisþjónustu við lögaðila og fyrirtæki er í reynd verið að veita starfsmönnum þessara aðila betri aðgang að heilbrigðiskerfi landsmanna, en almennt gengur og gerist meðal almennings. Með gerð slíkra samninga eru fyrirtæki og lögaðilar í reynd að kaupa sig fram fyrir almenning í röðinni að því er varðar aðgengi að heilbrigðiskerfinu. Hið bætta aðgengi er að þjónustu sem að mestu er fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og er því í reynd niðurgreidd af almannafé. Það er því fráleit hugmynd að upplýsingar um gjaldtöku opinberra stofnana í slíkum samningum séu undanþegnar upplýsingalögum.</p> <p>Í ljósi þess að um er að ræða stofnun sem er rekin og fjármögnuð af hinu opinbera verður ekki séð að synja megi um afhendingu gagnanna á þeim grunni, enda fjárhagslegir hagsmunir litlir með tilliti til umfangs rekstrar. Slík niðurstaða væri enda á skjön við rétt almennings til að fá upplýsingar um rekstur þeirra stofnana sem hann fjármagnar sjálfur.</p> <p>Lög um heilbrigðisþjónustu skilgreina verkefni heilbrigðisstofnana. Með lögfestingu laga um sjúkratryggingar er reynt að afmarka betur en áður með samningum, hvaða þjónustu ríkið kaupir af heilbrigðisstofnunum. Markmið laga um heilbrigðisstofnanir er að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði í samræmi við ákvæði laganna og lög um sjúkratryggingar.</p> <p>Markmið laga um sjúkratryggingar er að tryggja sjúkratryggðum aðstoð til verndar heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Sjúkratryggingar taka til heilbrigðisþjónustu og annarrar aðstoðar sem ákveðið hefur verið með lögunum, reglugerðum settum samkvæmt þeim eða samningum að veita á kostnað ríkisins eða með greiðsluþátttöku ríkisins. [...] Lögaðilar og fyrirtæki eru [...] ekki sjúkratryggð, einungis einstaklingar.</p> <p>Í lögum um heilbrigðisþjónustu er ekki gert ráð fyrir sérstakri samningsgerð við lögaðila og fyrirtæki, sem ekki eru sjúkratryggð, um bætt aðgengi starfsmanna þeirra að heilbrigðisþjónustunni, umfram aðgengi almennings að þessari sömu þjónustu. Slíkir samningar samræmast því vart markmiði heilbrigðislöggjafarinnar um jafnt aðgengi allra án tillits til efnahags.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram er komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 29. apríl 2011. Kæran var send Heilbrigðisstofnun Vesturlands með bréfi, dags. 2. maí. Var HSV veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 11. s.m. og til að afhenda úrskurðarnefndinni þau gögn sem kæran lýtur að. Fyrir beiðni Heilbrigðisstofnunar Vesturlands var sá frestur framlengdur til 18. maí.  Þann sama dag bárust nefndinni athugasemdir hennar í þeim kom eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„1. Í upphafi skal þess getið að beiðni um framlagningu gagna, sem fram kom í bréfi lögmanns til stofnunarinnar, dags. 15. febrúar sl., var hafnað öðru leyti en því að stofnunin afhenti samning við Norðurál en til þessa samnings var sérstaklega vísað í bréfi lögmanns. Samningur þessi var afhentur að fullu og öllu leyti þó þannig að strikað var yfir upplýsingar um fjárhagsmálefni og verður sjónarmiðum því tengdu gerð nánari skil hér síðar.</p> <p>Í bréfi lögmanns til stofnunar, dags. 15. febrúar s.l. var þess óskað að stofnunin afhenti lögmanni afrit af öllum gildandi samningum um veitingu sértækrar heilbrigðis- og heilsuverndar-, og heilsugæsluþjónustu sem stofnunin eða forverar hennar, hafa gert við fyrirtæki og aðra lögaðila. Þá segir í bréfi: „Með sértækri þjónustu er m.a. átt við þjónustu trúnaðarlæknis, vinnustaðaúttektir, heilsufarsmælingar, bólusetningar, fræðslu, rannsóknir og ráðgjöf varðandi atvinnusjúkdóma o.fl., fyrir einstök fyrirtæki og aðra lögaðila. Þá er einnig óskað afrita af samningum stofnunarinnar við einstaka lækna um framkvæmd þessarar þjónustu.“</p> <p>2. Í bréfi forstjóra HVE til lögmanns, dags. 1. mars 2011, var afhendingu umbeðinna gagna hafnað að öðru leyti en að því er varðar samning stofnunarinnar við Norðurál í Hvalfirði en til þessa samnings var sérstaklega vísað í áðurnefndu bréfi lögmanns til stofnunarinnar. Í svarbréfi HVE kom fram að í erindi lögmanns hafi hvorki verið getið um tilgang fyrirspurnar eða vísað í erindi sem honum hafi borist, að erindið varðaði tiltekið mál eða um það hvort jafnvel sé um að ræða almenna skjalasöfnun lögmannsstofunnar. Í niðurlagi bréfs HVE til lögmanns segir: „Áréttað skal að Heilbrigðisstofnun Vesturlands er í eigu íslenska ríkisins og um hana gilda áðurnefnd upplýsingalög. Samkvæmt þessum sömu lögum er stjórnvöldum ekki skylt að veita aðgang að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund.“</p> <p>Það er afstaða HSV að tilgreining um afhendingu gagna, sem fram kom í bréfi lögmanns og rakin er nánar [...] hér að framan, uppfylli á engan hátt skilyrði þau sem kveðið er á um í lögum nr. 50/1996, upplýsingalög. Vakin er sérstök athygli á afmörkun fyrirliggjandi beiðni og ennfremur viðbótum sem þar koma fram og undirstrikaðar eru í tilgreiningu. Í fyrsta lagi  ber að hafa í huga að hugtakið „sértæk þjónusta“ er ekki skilgreind sérstaklega í lögum, reglugerðum, samningum eða öðrum heimildum og nýtur í raun ekki við annarrar skilgreiningar en þeirrar sem fram kemur í bréfi lögmanns, dags. 15. febrúar s.l. Skilgreining lögmanns er þó ekki frekar afmörkuð en svo að undir það falli „m.a.“ og „o.fl.“ [...] og samkvæmt því augljóslega ekki um tæmandi talningu að ræða. Í öðru lagi ber að hafa í huga að sé beiðni um framlagningu virt í heild sinni verður ekki annað séð en krafist sé afhendingar á ótilgreindum fjölda samninga, þar sem ólík afstaða kann að vera til skilgreiningar hugtaksins „sértæk heilbrigðisþjónusta“ en sú niðurstaða kann ein og sér að leiða til ágreinings um efni og umfang þeirra gagna sem krafist er framlagningar á.</p> <p>3. Af hálfu HSV er á því byggt að beiðni um afhendingu gagna skuli afmörkuð á þann hátt að beiðni varði tiltekið mál. Ákvæði 1. mgr. 3. gr. laga nr. 50/1996, upplýsingalög, áskilur þannig að beiðni um aðgang að upplýsingum varði tiltekið mál. Þessi áskilnaður er nánar útfærður í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga á þann hátt að beiðni skuli annað hvort tiltaka það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir. Samkvæmt upplýsingalögum er stjórnvöldum ekki skylt að veita aðgang að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund. Raunar staðfestir kærandi óskýrleika í kæru og jafnframt að fyrirliggjandi beiðni uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga en þar kemur fram í lok 1. málsgr. ..... að stjórnvald hafi eitt yfirsýn yfir það hve margir samningar hafa verið gerðir á þessu sviði og því sé útilokað að tilgreina þá samninga með nákvæmari hætti í beiðni en gert var.</p> <p>Það er afstaða HVE að fyrirliggjandi beiðni um afhendingu gagna, dags. 15. febrúar s.l., sé með þeim hætti að stofnuninni sé ekki skylt að verða við henni að öðru leyti en þegar hefur verið gert. Fyrirliggjandi beiðni uppfylli ekki þau skilyrði sem ákvæði upplýsingalaga kveða á um. Um þetta atriði hefur verið fjallað í nokkrum fjölda úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p>4. Af hálfu HVE skal upplýst að við framlagningu samnings stofnunarinnar við Norðurál í Hvalfirði var strikað yfir fjárhæðir í samningi. Í sjálfu sér skiptir slíkt ekki meginmáli en fyrir liggur að hlutaðeigandi aðili var ekki upplýstur um framlagningu samnings. Sú afstaða byggir á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn þessa máls ber úrskurðarnefnd að skoða sérstaklega að stofnunin hefur gert samning við einkafyrirtæki og telur stofnunin að takmarkanir á upplýsingagjöf samkvæmt fyrrgreindu ákvæði 5. gr. upplýsingalaga kunni að eiga þar við. Er brýnt að skorið verði sérstaklega úr um þetta atriði við úrlausn máls verði það niðurstaðan að stofnuninni beri að afhenda gögn sem kærandi gerir kröfu um.</p> <p>Vegna umfjöllunar í kæru um samninga við starfsmenn skal áréttað að HVE hefur ekki gert sérstaka skriflega samninga við starfsmenn stofnunarinnar vegna starfa þeirra við þá heilbrigðisþjónustu sem nánar greinir í kæru. Gildir framangreint með þeirri undantekningu sem nánar greinir [...] hér að neðan. Að öðru leyti gildir almennt varðandi þá starfsmenn, sem um ræðir, að hlutaðeigandi verkefni teljast hluti starfsskyldna þeirra hjá stofnuninni og er ekki samið um þau sérstaklega.</p> <p>5. Af hálfu HVE er umfjöllun í kæru mótmælt. Á það skal bent að nokkurs misskilnings gætir í kæru varðandi aðgang starfsmanna þjónustukaupanda að heilbrigðisþjónustu sem um ræðir. Í kæru er látið að því liggja að með slíkum samningi sé þegnum þessa lands mismunað með einhverjum hætti. Af hálfu HVE skal á það bent að um er að ræða samning um þjónustu tengda starfsmannaheilsuvernd og um grundvöll hennar má m.a. vísa til 66. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.</p> <p>Ástæða þykir að gera athugasemdir við umfjöllun í kæru til afstöðu stofnunarinnar til beiðni lögmanns um afhendingu umbeðinna gagna en í kæru er því haldið fram að ekki sé hægt að líta öðruvísi á en svo að í reynd hafi stofnunin synjað beiðni um afhendingu samninga. Af hálfu HVE er á það lögð áhersla að stofnunin hafi orðið við beiðni lögmanns um afhendingu gagna í samræmi við ákvæði laga nr. 50/1996, upplýsingalög, þ.e. að svo miklu leyti sem slík afhending var heimil með hliðsjón af ákvæðum upplýsingalaga. Þá skal vakin athygli á því að einungis er í gildi einn skriflegur samningur á milli stofnunarinnar og tiltekins starfsmanns um þátttöku þess síðarnefnda í þjónustu sem nánar greinir í kæru. Framangreindu til viðbótar skal upplýst að ekki er í gildi hjá HVE sérstök verðskrá eða gjaldskrá en í kæru er krafist afhendingar á verðskrá HVE sem gildi fyrir þjónustu stofnunarinnar við lögaðila og fyrirtæki eins og nánar greinir í kæru.“</p> <p>Með bréfinu afhenti Heilbrigðisstofnun Vesturlands úrskurðarnefnd um upplýsingamál samning stofnunarinnar við Norðurál um starfsmannaheilsuvernd og verksamningur stofnunarinnar við Sigríði Valsdóttur lækni, dags. 1. september 2009. Ekki voru önnur gögn afhent með vísan til þess að beiðni kæranda væri ekki nægilega afmörkuð svo mögulegt væri að afhenda önnur gögn.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 19. maí, voru kæranda kynntar athugasemdir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og veittur frestur til að koma að frekari athugasemdum til 16. maí. Fyrir beiðni kæranda var fresturinn framlengdur til 30. maí. Þann sama dag bárust athugasemdirnar og kom þar eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Í beiðni var óskað afhendingar á samningum sem HVE (og forveri hennar) hefur gert við fyrirtæki og lögaðila um sértæka heilbrigðisþjónustu við ósjúkratryggða aðila, lögaðila og fyrirtæki, sem nánar er skilgreind í kæru. Enn fremur var óskað afhendingar á samningum við starfsmenn um framkvæmd þeirrar þjónustu, auk verðskrár stofnunarinnar. Stofnunin afhenti undirrituðum einn samning, þ.e. við Norðurál, þar sem áður hafði verið strikað yfir allar upplýsingar um greiðslur og gjaldtöku vegna þjónustunnar, en stofnunin hafnaði afhendingu á öðrum samningum. Beiðninni var því synjað.</p> <p>Í umsögn HVE eru gerðar athugasemdir við að tilgreining umbeðinna gagna hafi ekki verið nægjanlega skýr, og vísar stofnunin í því efni til skilyrða 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga og áskilnað þeirra um að erindi skuli varða tiltekin mál.</p> <p>Í umsögn stofnunarinnar kemur fram það efnislega sjónarmið, að upplýsingalögin taki einungis til afhendingar gagna sem tilgreind séu sérstaklega í beiðni. Það er ástæða til að mótmæla þessari skýringu á lögunum sérstaklega. Slík túlkun leiðir til þess að sá sem upplýsinga óskar verði í reynd að þekkja viðkomandi mál afar vel og einnig öll gögn sem því tilheyra til þess að geta óskað eftir aðgengi að upplýsingum á grundvelli laganna. Sú túlkun gæti orðið hvatning fyrir stjórnvöld til þess að leyna tilvist gagna, því þar með væru þau undanþegin upplýsingalögum. Niðurstaðan yrði sú að í stað þess að almenningur gæti nýtt sér upplýsingalögin yrðu þau aðeins tæki í höndum útvalinna, þ.e. þeirra sem hefðu aðgang að nægum upplýsingum og þekktu tilvist tiltekinna gagna. Þessum sjónarmiðum stofnunarinnar og túlkun á lögunum er því vísað á bug.</p> <p>Umbeðnir samningar falla undir upplýsingalög. Beiðnin varðar afmarkað mál, þ.e. samninga um sértæka heilbrigðisþjónustu við lögaðila og fyrirtæki og framkvæmd hennar. Beiðnin lýtur að því að fá afhenta alla samninga sem eru í gildi um þessa þjónustu, auk verðskrár, og varða því það „mál“ sbr. 1. mgr. 3. gr., sbr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Beiðnin er skýrt afmörkuð, hún er ekki umfangsmikil og því afar auðvelt að verða við henni. Umsögn HVE undirstrikar þetta. Í henni kemur fram að nú þegar hafi HVE tekið saman og afhent úrskurðarnefnd umbeðin gögn, og því hefur skilningur á beiðninni ekki valdið vandkvæðum í þeim efnum. Í 5. tl. umsagnarinnar kemur t.a.m. skýrt fram að „einungis sé í gildi einn skriflegur samningur milli stofnunarinnar og tiltekins starfsmanns um þátttöku þess síðarnefnda í þjónustu sem nánar greinir í kæru.“ Enn fremur kemur fram í 6. tl. umsagnarinnar að „meðfylgjandi séu samningar sem stofnunin hefur gert um þjónustu við utanaðkomandi aðila, sveitarfélög, heilbrigðisstofnanir, heilbrigðisfyrirtæki og atvinnurekendur“, auk þess sem tilgreint er að „meðfylgjandi sé enn fremur verksamningur við einn heilbrigðisstarfsmann um þátttöku hans í nánar tilgreindum verkefnum.“ Af umsögninni verður því ráðið, eins og nefnt hefur verið, að það hafi verið lítil fyrirhöfn fyrir stofnunina að taka saman og afhenda umbeðin gögn og óskýrleiki hafi ekki valdið vandkvæðum.</p> <p>Þá vekur það sérstaka athygli í umsögn HVE að þar er fullyrt að engin verðskrá sé í gildi hjá stofnuninni um þessa þjónustu. Þessi fullyrðing samræmist þó ekki ákvæði í samningi við Norðurál, en þar segir nánar í 10. tl., sem fjallar um samningsupphæð: „Framangreindar greiðslur [sem strikað var yfir] taka mið af núgildandi verðskrá og kjarasamningum hjá SHA. Tilkynna skal um forsendur breytinga á gildandi verðskrá með a.m.k. mánaðar fyrirvara áður en þær taka gildi og taka þær ekki gildi án samþykkis verkkaupa. SHA mun senda Norðurál sundurliðaðan reikning fyrir þá vinnu, vörur og selda þjónustu í byrjun hvers mánaðar fyrir síðastliðinn mánuð.“</p> <p>Takmarkanir á upplýsingaskyldu á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga eig[a] ekki við í þessu tilviki, enda um að ræða stofnun sem er rekin og fjármögnuð af hinu opinbera og ekki verður séð að synja megi um afhendingu gagnanna á þeim grunni, enda fjárhagslegir hagsmunir litlir með tilliti til umfangs rekstrar. Slík niðurstaða væri enda á skjön við rétt almennings til að fá upplýsingar um rekstur stofnana sem hann fjármagnar sjálfur.</p> <p>Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar fer Alþingi með löggjafarvaldið. Íslensk stjórnskipun er byggð á lögmætisreglunni, þ.e. þeirri grundvallarreglu að stjórnsýslan er bundin af lögum. Nauðsyn á settum, skrifuðum og birtum lagareglum byggir á þeirri lýðræðislegu þjóðfélagsgerð sem við reisum samfélagið á, og mikilvægi þess að borgararnir viti fyrirfram hvað má, hvað ekki, og að valdheimildir stjórnvalda gagnvart borgurunum séu skýrar og eigi sér stoð í lögum.</p> <p>Við umfjöllun um rétt almennings til upplýsinga verður að líta til þess að forsenda þess að heilbrigðisstofnanir, sem og aðrar ríkisstofnanir, geti stundað sjálfstæða atvinnustarfsemi og tekið fyrir hana gjald er sú að lagaheimild sé til staðar. Í umsögn HVE vísar stofnunin til 66. gr. laga nr. 46/1980 (vinnuverndarlög), um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, varðandi lagaheimild fyrir starfseminni, en ekki er vísað til sérstakra lagaheimilda varðandi gjaldtöku vegna þjónustunnar enda ekki í gildi verðskrá, eins og fram kemur í umsögn.</p> <p>Í 66. gr. vinnuverndarlaga er ekki að finna lagaheimild fyrir heilbrigðisstofnanir til að stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi á sviði heilsu- og vinnuverndar, þ.e. að sinna þeirri þjónustu utan starfsstöðvar. Á hinn bóginn var við samþykkt laganna á Alþingi, árið 1980, kveðið á um í 66. gr. laganna að heilsuvernd starfsmanna fyrirtækja skuli falin þeirri heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi, sem næst liggur eða auðveldast er að ná í. Árið 2003 var lögunum breytt þannig að í stað þess að heilbrigðisstofnunum væri falið verkefnið, eins og áður var, er nú kveðið á um í 66. gr. a. að verkefnið skuli falið hæfum þjónustuaðila, eins og þar segir, sem þarf að hafa hlotið viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins áður en hann hóf starfsemi, auk þess sem það var gert að skilyrði við meðferð málsins á Alþingi að viðkomandi aðili hefði aðgang að hæfu og vel menntuðu starfsfólki. Af skýru orðalagi ákvæðisins og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar er ljóst að lagaheimild heilbrigðisstofnana til sjálfstæðs atvinnurekstrar á vinnu- og heilsuverndarsviði verður ekki sótt í vinnuverndarlögin, eins og stofnunin virðist þó gera í umsögn sinni.</p> <p>Það er ljóst af viðveruskyldu starfsmanna hjá samningsaðila, sem fram kemur í samningi, að þeir sinna ekki heilbrigðisþjónustu við sjúkratryggða á meðan. Flest bendir því til þess að með samningsgerðinni sé heilbrigðisstofnunin að mismuna einstaklingum varðandi aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu, sem samræmist ekki stefnu þjóðarinnar í heilbrigðismálum, enda starfssemin fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna.</p> <p>Með vísan til þess sem að framan greinir er ítrekuð krafa undirritaðs um að úrskurðarnefnd kveði á um að umræddir samningar verði afhentir í samræmi við kröfugerð í kæru.“ </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <h3><br />  <br /> Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og fram hefur komið lýtur kæra máls þessa að afgreiðslu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á beiðni [...] hdl. um afhendingu eftirfarandi gagna:</p> <p>a) Afrit af öllum samningum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um sértæka heilbrigðisþjónustu við fyrirtæki og lögaðila, sem enn eru í gildi.<br /> b) Afrit af samningum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands við einstaka lækna eða starfsfólk á heilbrigðissviði um framkvæmd þessarar þjónustu.<br /> c) Verðskrá Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.<br /> d) Samning Heilbrigðisstofnunar Vesturlands við Norðurál um starfsmannaheilsuvernd, dags. 18. maí 2009.<br /> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p><br /> <strong>2.<br /> </strong>Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í 1. mgr. 10. gr. sömu laga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006,  segir: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“</p> <p>Í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðan varð að lögum nr. 161/2006 kemur fram að upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum er afmarkaður við skjöl og önnur gögn sem varða tiltekin mál. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir því að þegar beiðni um aðgang varðar gögn í tilteknu máli, en gögnin ekki tilgreind sérstaklega að öðru leyti, verður að miða við að þau hafi verið útbúin, lögð fram eða þeirra aflað vegna máls sem er eða hefur verið til meðferðar í stjórnsýslunni. Verða gögnin því að tilheyra ákveðnu, tilgreinanlegu máli, þ.e. ákveðnu máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnsýslunni hvort sem það hefur verið afgreitt eða ekki.</p> <p>Í fyrirliggjandi máli er m.a. kærð synjun Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um að veita kæranda aðgang að afritum af öllum samningum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um sértæka heilbrigðisþjónustu við fyrirtæki og lögaðila, sem enn eru í gildi og afritum af samningum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands við einstaka lækna eða starfsfólk á heilbrigðissviði um framkvæmd þessarar þjónustu. Þessi þáttur kærunnar beinist ekki að ákveðnum, tilgreindum gögnum máls, og fullnægir að því leyti ekki ákvæði fyrri málsliðar 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga sem rakið er hér að framan.</p> <p>Það er heldur ekki hægt að líta svo á að beiðnin lúti að þessu leyti að aðgangi að öllum gögnum í tilteknu máli, eins og kveðið er á um í 10. gr. upplýsingalaganna, því ekki verður litið svo á að samningar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um sértæka heilbrigðisþjónustu við fyrirtæki og lögaðila, sem enn eru í gildi og afrit af samningum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands við einstaka lækna eða starfsfólk á heilbrigðissviði um framkvæmd þessarar þjónustu séu sérstakt tiltekið mál. Beiðnin fullnægir þannig ekki þeim kröfum sem gerðar eru í síðari málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og verður því að vísa þessum þætti málsins frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Þá er einnig vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni kæranda um afhendingu verðskrár Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Stofnunin hefur lýst því yfir að ekki sé til slík verðskrá og hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki forsendur til að draga það í efa.</p> <p>Eftir stendur að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á afhendingu samnings Heilbrigðisstofnunar Vesturlands við Norðurál um starfsmannaheilsuvernd, dags. 18. maí 2009, án þeirra útstrikana sem gerðar hafa verið í skjali því sem afhent hefur verið kæranda. Í bréfi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til úrskurðarnefndarinnar vegna kærunnar, dags. 18. maí sl., kemur fram að þær útstrikanir sem um ræðir byggi á 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða  viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er m.a.  tekið fram til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar að óheimilt sé: „...að veita almenningi upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir samning Heilbrigðisstofnunar Vesturlands við Norðurál um starfsmannaheilsugæslu. Allir hlutar samningsins að undanskildum kafla 10 um samningsupphæð hafa verið afhendir kæranda. Kafli 10 inniheldur upplýsingar um greiðslur fyrir störf lækna og hjúkrunarfræðinga, greiðslur fyrir ferðakostnað, rannsóknir, fíknipróf o.fl. Úrskurðarnefndin telur þær upplýsingar sem þar koma fram ekki fela í sér upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Norðuráls sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Ber því Heilbrigðisstofnun Vesturlands að afhenda kæranda samninginn án þess að undanskilja 10 kafla afhendingu.<br />  </p> <h3> <br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [...] hdl. á hendur Heilbrigðisstofnun Vesturlands um afhendingu afrita af öllum samningum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um sértæka heilbrigðisþjónustu við fyrirtæki og lögaðila, sem enn eru í gildi og afhendingu afrita af samningum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands við einstaka lækna eða starfsfólk á heilbrigðissviði um framkvæmd þessarar þjónustu og afhendingu verðskrár Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.</p> <p>Heilbrigðisstofnun Vesturlands er skylt að afhenda [...] hdl. samning Heilbrigðisstofnunar Vesturlands við Norðurál um starfsmannaheilsugæslu, dags. 18. maí 2009.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                          Sigurveig Jónsdóttir                                         Friðgeir Björnsson</p> |
A-381/2011. Úrskurður frá 14. október 2011 | Kærð var sú ákvörðun landskjörstjórnar að synja um aðgang að gögnum um niðurstöðu talningar atkvæða í kosningum til stjórnlagaþings. Gildissvið upplýsingalaga. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 14. október 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-381/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 27. maí sl., kærði [...] þá ákvörðun landskjörstjórnar að synja honum um aðgang að niðurstöðu talningar atkvæða í kosningum til stjórnlagaþings, sem var grundvöllur rafræns útreiknings á hvaða frambjóðendur hlutu kjör.</p> <p>Með tölvubréfum ritara landskjörstjórnar frá 29. apríl og 2. maí sl. var kæranda synjað um framangreinda beiðni. Í tölvubréfinu frá 29. apríl kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Vegna fyrirspurnar þinnar vill landskjörstjórn taka fram að að gættum fyrirmælum 15. gr. laga nr. 90/2010, er fjallar um kærur vegna kosningar til stjórnlagaþings og 2. mgr. 104. gr. laga um kosningar til Alþingis, standa lagaskilyrði ekki til þess að landskjörstjórn láti af hendi rafræn gögn um talningu atkvæða og úthlutun þingsæta. Í því sambandi skal bent á að þær upplýsingar sem er að finna í þeim gögnum koma fram á vefsíðu landskjörstjórnar eins og áður segir.</p> <p>Að öðru leyti vill landskjörstjórn upplýsa að hún hefur í samráði við innanríkisráðuneytið látið eyða kjörseðlum í umræddri kosningu, í samræmi við fyrirmæli 2. mgr. 104. gr. laga um kosningar til Alþingis.“</p> <p>Þá kemur eftirfarandi m.a. fram í tölvubréfi ritara landskjörstjórnar frá 2. maí:</p> <p>„Eins og fram kemur í svari landskjörstjórnar standa ekki lagaskilyrði til þess að verða við beiðni þinni.</p> <p>Beiðni þín tekur í raun til þess að geta skoðað hvern og einn kjörseðil og hvernig einstakir kjósendur hafa raðað frambjóðendum á kjörseðla að teknu tilliti til fjölda frambjóðenda. Beiðni þín tekur þannig til gagna sem þegar hefur verið eytt. Sama gildir um afrit af þessum gögnum. Við talningu atkvæða var jafnframt notast við sérstakan hugbúnað, sem landskjörstjórn hefur ekki á sínum vegum, sbr.  <a href="http://www.landskjorstjorn,is/stjornlagathing/talning/">http://www.landskjorstjorn,is/stjornlagathing/talning/</a>.</p> <p>Landskjörstjórn hefur birt niðurstöður talningarinnar í samræmi við fyrirmæli 14. gr. laga nr. 90/2010 um stjórnlagaþing, auk þess að birta frekari upplýsingar um framkvæmd talningarinnar, eins og þegar hefur komið fram. Hvorki ákvæði laga nr. 90/2010 um stjórnlagaþing, né ákvæði laga um kosningar til Alþingis gera ráð fyrir því að mál af þeim toga sem hér um ræðir verði skotið til dómstóla eða stjórnvalds á vegum ríkisins.</p> <p>Þú átt hins vegar möguleika á að bera málið undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál og láta reyna á það hvort málið falli undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 1. gr. þeirra laga. Um kæruheimild fer samkvæmt V. kafla þeirra laga.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæran var send landskjörstjórn með bréfi, dags. 3. júní sl., og henni veittur frestur til 10. júní til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Svör landskjörstjórnar bárust úrskurðarnefndinni með bréfi þann sama dag. Í athugasemdum landskjörstjórnar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„<br /> 1. Umbeðin gögn hafa verið birt á vefsíðu landskjörstjórnar, eins og nánar greinir í tölvubréfi landskjörstjórnar til kæranda, dags. 29. apríl 2010. Auk þess sem [...] fékk afhent sérstakt skjal sem útbúið hafði verið fyrir fjölmiðla um röð frambjóðenda. Byggðist þessi afstaða á 1. og 2. mgr. 12. gr. laga um upplýsingamál.</p> <p>2. Fyrir liggur að landskjörstjórn hefur í samráði við innanríkisráðuneytið látið eyða kjörseðlum sem notaðir voru í kosningunni, sbr. reglu 104. gr. laga um kosningar til Alþingis. Eins og kunnugt er gátu kjósendur forgangsraðað frambjóðendum á kjörseðilinn. Grundvöllur hins rafræna útreiknings var þannig kjörseðlarnir sjálfir eða ljósmyndir þeirra sem safnað var saman í sérstakan gagnagrunn. Sérstakur hugbúnaður var síðan notaður við útreikning á úthlutun þingsæta, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga um stjórnlagaþing. Eins og áður segir hefur [...] fengið aðgang að útprentaðri niðurstöðu talningarinnar.</p> <p>3. Það er afstaða landskjörstjórnar að það leiði af 104. gr. laga um kosningar til Alþingis að henni sé óheimilt að miðla hinum rafrænu gögnum, þar sem þau verða ekki án sérstakrar aðgreiningar greind frá kjörseðlunum sjálfum eða afritum þeirra.</p> <p>4. Hin rafrænu gögn eru vistuð á hörðum diski, svonefndum flakkara. Þau samanstanda bæði af sérstökum hugbúnaði og upplýsingaskrám, afritum af kjörseðlum og útreikningnum sjálfum. Ef veita ætti aðgang að hinum rafrænu gögnum þyrfti að útbúa sérstaka rafræna skrá og láta í té sérstakan hugbúnað sem landskjörstjórn hefur ekki yfirráð yfir. Að mati landskjörstjórnar verður ekki séð að ákvæði upplýsingalaga geti átt við um slík gögn, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og jafnvel þó svo yrði talið, gera ákvæði 1. mgr. 3. gr. þeirra laga ekki ráð fyrir því að landskjörstjórn verði látin útbúa slíkt rafrænt skjal eða gagn.</p> <p>5. Landskjörstjórn þótti rétt að vísa til þess að sérstakar reglur giltu um meðferð kærumála út af kosningum til stjórnlagaþings, sbr. 15. gr. laga nr. 90/2010. Byggðust þau viðhorf m.a. á því að hér væri ekki um að ræða stjórnsýslu í merkingu 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga eða mál í skilningi 3. gr. laganna.</p> <p>6. Loks gat landskjörstjórn ekki með skýrum hætti áttað sig á því, við hvað væri átt með gögnum sem hinn rafræni útreikningur byggði á. Að mati landskjörstjórnar gat þar ekki verið um annað að ræða en kjörseðlana sjálfa. Annað fól í sér aðgang að rafrænni skrá eða gagnagrunni, sbr. lið 4. hér að framan. Þá gat landskjörstjórn ekki heldur áttað sig á hvað [...] átti við með „nauðsynlegum skýringargögnum.““ </p> <p>Með bréfi, dags. 20. júní, gaf úrskurðarnefndin kæranda kost á því að gera athugasemdir vegna umsagnar landskjörstjórnar og bárust athugasemdir hans í bréfi, dags. 27. s.m. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Um lið 1</p> <p>Landskjörstjórn segir umbeðin gögn hafa verið birt á vefsíðu landskjörstjórnar, og að undirrituðum hafi verið greint frá því með tölvubréfi dags. 29. apríl að þau sé þar að finna. Stangast sú fullyrðing augljóslega á við þá staðreynd að í sama bréfi var undirrituðum synjað um aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Eðli málsins samkvæmt getur almennt og frjálst aðgengi að tilteknum gögnum ekki verið grundvöllur synjunar á þeim, hvað þá grundvöllur staðfestingar á slíkri synjun.</p> <p>Um lið 2</p> <p>Landskjörstjórn vísar til þess að búið sé að eyða þeim kjörseðlum sem notaðir voru í stjórnlagaþingskosningunni. Líkt og fram hefur komið í tölvusamskiptum undirritaðs og landskjörstjórnar nær beiðni undirritaðs ekki til hinna áþreifanlegu kjörseðla. Því hafnar undirritaður því að eyðing kjörseðlanna sjálfra geti verið grundvöllur synjunar á afhendingu tengdra gagna.</p> <p>Um lið 3</p> <p>Landskjörstjórn telur sér óheimilt með vísan til 104. greinar laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis (alþkl.), að miðla viðkomandi gögnum, án þess að tiltaka af hverju og með hvaða hætti hún telur þá grein gilda um beiðni undirritaðs um aðgang að gögnum. Undirritaður fær ekki séð að sú grein alþkl.  gildi um kosninguna til stjórnlagaþings.</p> <p>...</p> <p>Að mati höfundar má leiða af íslenskri kosningalöggjöf að talning atkvæða feli í sér að tekin er afstaða [til] gildis greiddra kjörseðla og hinir ógildu aðgreindir frá þeim gildu. Þá séu atkvæðatölur gildra kjörseðla teknar saman, með þeim hætti sem hentar því kosningakerfi sem viðkomandi löggjöf byggir á. T.d. samanlagður atkvæðafjöldi tekinn saman, eða gildar vallínur teknar saman eftir hvaða kerfi skal breita.</p> <p>Í tilviki kosninga til Alþingis eru við lok talningar útbúnar skýrslur kjörstjórna í hverju umdæmi, sem innihalda niðurstöður talninga og sendar eru til landskjörstjórnar. Landskjörstjórn úthlutar því næst þingsætum í samræmi við XVI. kafla laga um kosningar til Alþingis. Við sveitarstjórnarkosningar liggja niðurstöður talningar til grundvallar útreiknings á hverjir náðu kjöri samkvæmt XI. kafla laga um kosningar til sveitarstjórnar.</p> <p>Með sama hætti lágu fyrir niðurstöður talningar atkvæða í stjórnlagaþingskosningunni, áður en reiknað var út hverjir náðu kjöri. Eini munurinn er sá að kosningakerfisins vegna þurfti að vista hverja og eina vallínu atkvæðaseðils í tölvu, eftir að búið var að taka afstöðu til gildis kjörseðilsins í þar til gerðum hugbúnaði, í stað þess að taka saman samanlagðar atkvæðatölur hvers frambjóðenda. Þetta skjal, eða skjöl, sem innihalda allar gildar vallínur af atkvæðaseðlum eru niðurstöður talningarinnar sem lá til grundvallar útreikningi á því hverjir hlutu kjör samkvæmt því kjörkerfi sem notað var, og er því sambærilegt hverju öðru niðurstöðuskjali talningar við almennar kosningar nema að því leyti að það þjónar öðru kjörkerfi.</p> <p>Því er ljóst að 104. gr. ætti ekki við um þau gögn sem undirritaður óskar eftir að fá aðgang að, enda eru þau gögn niðurstaða talningar atkvæðanna sem svo aftur lá til grundvallar útreiknings á því hverjir náðu kjöri. Gögnin hafa því verið greind frá kjörseðlum og afritum af þeim, enda er það tilgangur talningar atkvæða að útbúa nýtt gagn sem hægt er að byggja hin eiginlegu kosningaúrslit á.</p> <p>Um lið 4<br />  <br /> Landskjörstjórn viðurkennir nú að rafræn gögn úr kosningum til stjórnlagaþings séu til á svokölluðum flakkara. Þau samanstanda af „sérstökum hugbúnaði og upplýsingaskrám, afritum af kjörseðlum og útreikningum sjálfum“. Áður hafði landskjörstjórn haldið því fram að þessum gögnum hefði verið eytt, samanber þessi orð í tölvubréfi dags. 2. maí (leturbreyting mín):</p> <p>„Beiðni þín tekur í raun til þess að geta skoða hvern og einn kjörseðil og hvernig einstakir kjósendur hafa raðað frambjóðendum á kjörseðla að teknu tilliti til fjölda frambjóðenda. Beiðni þín tekur þannig til gagna sem þegar hefur verið eytt. Sama gildir um afrit af þessum gögnum.“</p> <p>Telur landskjörstjórn að hún þurfi að útbúa sérstaka rafræna skrá fyrir undirritaðan, og henni sé því ekki skylt að útbúa slíka skrá í ljósi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þessi ástæða kom ekki fram í synjun landskjörstjórnar til undirritaðs.</p> <p>Undirritaður telur það ekki standast skoðun að sérstaklega þurfi að búa til nýja skrá til að veita aðgang að gögnunum. Byggir hann þá skoðun sína á því að samkvæmt eðli málsins getur það ekki verið rétt, og því að hann hefur undir höndum útgáfu af sama hugbúnaði og landskjörstjórn notaði við útreikning á því hverjir náðu kjöri í stjórnlagaþingskosningunni, og hefur því sjálfur rannsakað virkni hugbúnaðarins eins og nánar verður rakið.</p> <p>Þegar talning atkvæða fór fram, voru kjörseðlar skannaðir með þar til gerðum skönnum. Því næst las þar til gert forrit hvern og einn kjörseðil. Ef forritið mat engan vafa á því að kjörseðillinn hefði verið rétt lesinn, var vallína kjörseðilsins, þ.e. allt val á frambjóðendum sem skráð var á kjörseðilinn (t.d. „2154, 5748, 1310, 3156, 2434, 6124“) vistað í þar til gert skjal. Ef vafi var á gildi kjörseðilsins, eða hann ekki rétt lesinn af forritinu, þurfti að taka afstöðu til hans í þar til gerðu viðmóti í hugbúnaði landskjörstjórnar. Því næst var vallína hans vistuð í skjalið líkt og við sjálfvirka lesturinn. Þegar búið var að taka afstöðu til allra kjörseðla, voru skjölin sem innihéldu vallínur sameinaðar, ef þau voru ekki þegar í einu skjali. Þetta skjal lá svo til grundvallar útreikningi á úrslitum kosningarinnar, og þar er þetta skjal, eða þessi skjöl, sem ég óska eftir að fá afhent.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Eins og áður hefur verið rakið óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum í fórum landskjörstjórnar um niðurstöðu talningar atkvæða í kosningum til stjórnlagaþings, sem var grundvöllur rafræns útreiknings á því hvaða frambjóðendur hlutu kjör. Fram kemur að kærandi óskar ekki eftir aðgangi að kjörseðlunum sjálfum heldur afleiddum gögnum, þ.e. gögnum sem verða til þegar pappírskjörseðlar hafa verið skráðir inní sérstakt tölvukerfi sem notast var við í kosningunni.</p> <p>Í niðurlagi 2. mgr. 13. gr. laga um Stjórnlagaþing nr. 90/2010 kemur fram að um „meðferð atkvæða, gildi þeirra og framkvæmd talningar fer eftir lögum um kosningar til Alþingis eftir því sem við á að teknu tilliti til 14. gr.“ Þar segir ennfremur að heimilt sé að „beita rafrænum aðferðum við talningu og útreikning á því hver hafi náð kjöri. Landskjörstjórn úrskurðar um gildi atkvæða sem eru haldin einhverjum annmörkum og skal afl atkvæða ráða úrslitum.“</p> <p>Í 104. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, með síðari breytingum, er að finna fyrirmæli um eyðingu kjörgagna. Í samræmi við þetta mun landskjörstjórn, í samráði við innanríkisráðuneytið, hafa látið eyða kjörseðlum sem notaðir voru í kosningunni. Hins vegar eru enn til rafræn gögn sem notuð voru við talningu að afloknum kosningum. Samkvæmt skýringum landskjörstjórnar samanstanda þau bæði af sérstökum hugbúnaði og upplýsingaskrám, afritum af kjörseðlum og útreikningum sjálfum. Kemur fram í skýringum landskjörstjórnar að ef veita ætti aðgang að hinum rafrænu gögnum í samræmi við beiðni kæranda þyrfti að útbúa sérstaka rafræna skrá úr þessum gögnum til afhendingar. Af skýringum landskjörstjórnar verður ráðið að sú skrá sé ekki fyrirliggjandi þótt upplýsingar til að útbúa hana kunni að vera til.</p> <p>Landskjörstjórn hefur í máli þessu fyrst og fremst byggt á tvíþættum rökum fyrir synjun á afhendingu umbeðinna gagna. Í fyrsta lagi að fyrirliggjandi beiðni um upplýsingar beinist ekki að stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í merkingu 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Í öðru lagi að beiðnin lúti ekki að upplýsingum úr tilteknu máli í skilningi 3. gr. sömu laga.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að ýmislegt bendi til að þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að sé ekki að finna í fyrirliggjandi gögnum tiltekins máls í þeim skilningi sem lagður hefur verið í hugtakið mál í 3. og 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Beiðni kæranda beinist þannig að ákveðinni tegund upplýsinga vegna kosningarinnar í heild sinni, en ekki vegna afmarkaðra viðfangsefna sem upp komu í framkvæmd kosninga eða talningu greiddra atkvæða. Áður en tekin er afstaða til þess álitaefnis ber hins vegar að leysa úr því hvort landskjörstjórn falli undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka lögin til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Í skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum kemur fram að með þessari grein sé kveðið á um gildissvið laganna. Segir þar að gert sé „ráð fyrir að þau taki til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með sama hætti og stjórnsýslulög. Þannig taka lögin til þeirrar starfsemi sem heyrir undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Utan gildissviðs þeirra fellur hins vegar Alþingi og stofnanir þess, svo sem umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðun. Sömuleiðis dómstólarnir, þ.e. Hæstiréttur, héraðsdómstólar og sérdómstólar.“</p> <p>Landskjörstjórn byggir starfsemi sína fyrst og fremst  á lögum nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, með síðari breytingum. Er hún kjörin af Alþingi að afloknum hverjum almennum þingkosningum, sbr. 12. gr. þeirra laga. Landskjörstjórn er í lögunum ætlað veigamikið hlutverk við þingkosningar, m.a. í tengslum við úthlutun þingsæta sbr. 9. gr. laganna, sbr. einnig 31. gr. stjórnarskrárinnar. Starfsemi landskjörstjórnar telst án vafa til stjórnsýslu. Ákvarðanir hennar og úrlausnir verða væntanlega bornar undir dómstóla eftir almennum reglum, að því leyti sem Alþingi á ekki úrlausnarvald samkvæmt stjórnarskrá. Hins vegar leiðir hlutverk landskjörstjórnar og það hvernig til hennar er kjörið til þess að stjórnsýsla hennar er samkvæmt lögum nr. 24/2010 í þágu þingsins. Verður því að draga þá ályktun að landskjörstjórn sé stofnun þingsins en teljist ekki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í þeirri merkingu sem á er byggt í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Það breytir ekki þessari niðurstöðu um formlega stöðu landskjörstjórnar í skilningi upplýsingalaga þótt henni séu með öðrum lögum falin tiltekin verkefni sem í eðli sínu teljist til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.</p> <p>Að þessu athuguðu er ljóst að kæran fellur utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 50/1996 og þar með valdsviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með vísan til framangreinds ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vísa kærunni frá nefndinni.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [...] á hendur landskjörstjórn.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                            Sigurveig Jónsdóttir                                   Friðgeir Björnsson</p> |
A-378/2011. Úrskurður frá 11. október 2011 | Kærð var sú ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að synja um afhendingu afrita af öllum gildandi samningum stofnunarinnar um sértæka heilbrigðisþjónustu. Sérstaklega voru tilgreindir samningar stofnunarinnar við sveitarfélögin Árborg og Hveragerðisbæ. Tilgreining máls eða gagna í máli. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Aðgangur veittur að hluta, frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 11. október 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-378/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi dags. 28. mars sl., kærði [...] hdl. synjun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á beiðni hans um afhendingu afrita af öllum gildandi samningum stofnunarinnar um sértæka heilbrigðisþjónustu, hvort sem um væri að ræða samninga við fyrirtæki og lögaðila, eða samninga við lækna og annað starfsfólk um að sinna þjónustunni. Jafnframt var þess krafist að úrskurðað yrði að samningana bæri að afhenda án þess að strikað hefði verið yfir efnisatriði þeirra. Sérstaklega voru tilgreindir samningar stofnunarinnar við sveitarfélögin Árborg og Hveragerðisbæ. Tekið var fram að með sértækri heilbrigðisþjónustu væri átt við þjónustu trúnaðarlækna, vinnustaðaúttektir, heilsufarsmælingar, bólusetningar, fræðslu, rannsóknir, ráðgjöf varðandi atvinnusjúkdóma o.fl.</p> <p>Í synjunarbréfi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, dags. 28. febrúar sl., kom fram að stofnunin synjaði beiðninni þar sem hún teldi hana ekki uppfylla það skilyrði 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að upplýsingabeiðni skuli varða tiltekið mál. Tekið var fram að þar sem vísað var til tveggja tilgreindra samninga stofnunarinnar við Hveragerðisbæ og Sveitarfélagið Árborg væri kæranda sent afrit af þeim samningum. Þó var strikað yfir allar upphæðir í samningunum. Ekki voru tilgreindar ástæður útstrikana.</p> <p>Kærandi færði m.a. eftirfarandi rök fyrir máli sínu í kæru til úrskurðarnefndarinnar:</p> <p>„I. Kæruefni og málsatvik<br /> Með bréfi undirritaðs, dags. 15. febrúar 2011, var þess farið á leit við heilbrigðisstofnun Suðurlands [...] að undirrituðum yrðu afhent afrit af öllum samningum stofnunarinnar um sértæka heilbrigðisþjónustu við fyrirtæki og lögaðila, sem eru í gildi. [...] Þá var í beiðninni óskað afrita af samningum HSU við einstaka lækna eða starfsfólk á heilbrigðissviði um framkvæmd þessarar þjónustu við umrædda aðila. Í beiðninni voru tveir samningar tilgreindir sérstaklega, samningar við starfsmenn Árborgar og Hveragerðis, en um þá hefur verið fjallað í fjölmiðlum. Að öðru leyti hefur stjórnvaldið eitt yfirsýn yfir það hve margir samningar hafa verið gerðir á þessu sviði og því útilokað í beiðni að tilgreina þá samninga með nákvæmari hætti en gert var.</p> <p>HSU svaraði beiðninni með bréfi 28. febrúar sl. Þar kom fram að stofnunin væri tilbúin til að afhenda þá samninga sem tilgreindir voru sérstaklega í beiðninni en synjaði afhendingu annarra samninga. Fyrrnefndir samningar fylgdu svarbréfinu, þó þannig breyttir að strikað hafði verið yfir allar fjárhæðir sem fram komu í samningnum. Varðandi þann hluta beiðninnar sem varðaði afhendingu samninga við starfsfólk HSU, kom fram í bréfinu að stofnunin liti svo á að framkvæmd samninganna væri hluti af starfsskyldum starfsmannanna. Það var þó ekki útskýrt frekar.</p> <p>II. Lög á heilbrigðissviði<br /> Lagakerfið sem markar rammann utan um atvinnustarfsemi í heilbrigðisþjónustu er einkum að finna í lögum um heilbrigðisþjónustu, lögum um sjúklingatryggingar, lögum um sjúkraskrár, ásamt samkeppnislögum og reglugerðum samkvæmt þeim lögum. Kostnaður við byggingu heilsugæslustöðva og rekstur þeirra er fjármagnaður af ríkissjóði. Notendur þjónustunnar greiða lítinn hluta hennar samkvæmt heimildum heilbrigðisstofnana til gjaldtöku í lögum um sjúkratryggingar og sérlögum eftir atvikum.</p> <p>Um starfsemi og rekstur heilbrigðisstofnana gilda lög, þ.e. hvaða starfsemi skuli fara fram á stofnununum og hvernig hún skuli fjármögnuð. Þannig eru heilbrigðisstofnanir í allri sinni starfsemi varðandi verkefni og fjármögnun bundnar af lögum. Ráðherra fer með umboð til samningsgerðar um veitingu heilbrigðisþjónustu (lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007) og greiðsluþátttöku ríkisins (lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008) vegna hennar.</p> <p>Í samræmi við stefnumörkun og orðalag 2. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, hafa dómstólar og samkeppnisyfirvöld litið svo á að lagareglur um samkeppni taki til atvinnustarfsemi opinberra aðila í heilbrigðisþjónustu.</p> <p>III. Rökstuðningur kæru<br /> Umbeðnir samningar falla undir samningsgerð aðila sem heyrir undir stjórnsýslu ríkisins. Beiðni varðar samninga um sértæka heilbrigðisþjónustu sem heilbrigðisstofnunin veitir fyrirtækjum og lögaðilum. Samningarnir falla undir upplýsingalög, sbr. 1. gr. laganna. Beiðnin varðar afmarkað mál, þ.e. sértæka heilbrigðisþjónustu stofnunarinnar, og lýtur að því að fá afhenta alla samninga sem eru í gildi og varða það mál, sbr. 1. mgr. 3. gr., sbr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Meginregla upplýsingalaganna um óheftan aðgang almennings að gögnum hjá stjórnvöldum kemur fram í 3. gr. Sá upplýsingaréttur sætir aðeins takmörkunum samkvæmt nánari fyrirmælum í 4.-6. gr. laganna. Eina ákvæðið sem gæti eftir atvikum komið til skoðunar í þessu samhengi er 5. gr. laganna, þar sem vísað er til einka- og fjárhagsmálefna einstaklinga og mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> <p>Í ljósi þess að um er að ræða stofnun sem er rekin og fjármögnuð af hinu opinbera verður ekki séð að synja megi um afhendingu gagnanna á þeim grunni, enda fjárhagslegir hagsmunir litlir með tilliti til umfangs rekstrar. Slík niðurstaða væri enda á skjön við rétt almennings til að fá upplýsingar um rekstur þeirra stofnana sem hann fjármagnar sjálfur.</p> <p>Hér verður einnig að líta til þess að forsenda þess að heilbrigðisstofnanir megi taka að sér sérstök verkefni á heilbrigðissviði og taka fyrir það gjald er sú, að lagaheimildir séu til staðar. Því er ekki ástæða til að ætla að gjaldtaka samkvæmt umræddum samningunum byggi á öðru en lögum, og því fráleitt að slíkar upplýsingar ættu að vera undanþegnar upplýsingalögum.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram er komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 28. mars 2011. Kæran var send Heilbrigðisstofnun Suðurlands með bréfi, dags. 1. apríl. Var Heilbrigðisstofnun Suðurlands veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 11. s.m. og til að afhenda úrskurðarnefndinni þau gögn sem kæran lýtur að. Þann sama dag bárust nefndinni athugasemdir Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Tekið var fram að upplýsingabeiðni kæranda væri ekki nægjanlega afmörkuð eða skilgreind eins og kveðið er á um í ákvæðum upplýsingalaga, en meðfylgjandi voru eftirfarandi samningar stofnunarinnar:<br /> 1. Samkomulag um trúnaðarlæknaþjónustu við Heilsustofnun NHLÍ, dags. 1. júlí 2006.<br /> 2. Samkomulag við Dvalarheimilið Hjallatún í Vík um læknisþjónustu, dags. 9. mars 2011.<br /> 3. Samkomulag um hjúkrunarþjónustu við Dvalarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka, dags. 22. maí 2009.<br /> 4. Þjónustusamningur á milli stofnunarinnar og Sláturfélags Suðurlands um trúnaðarlækna- og heilbrigðisþjónustu, dags. 17. mars 2010.<br /> 5. Samningur við Hveragerðisbæ um trúnaðarlæknaþjónustu o.fl., dags. 28. október 2008.<br /> 6. Samningur við Árborg um trúnaðarlæknaþjónustu o.fl., dags. 1. desember 2010.   </p> <p>Í athugasemdum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kom eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Af hálfu HSu var beiðni um framlagningu gagna, sem fram kom í bréfi lögmanns dags. 15. febrúar 2011, hafnað að öðru leyti en því að stofnunin afhenti þá samninga sem vísað var sérstaklega til í bréfi. Í bréfi lögmanns til stofnunar, dags. 15. febrúar s.l. var þess óskað að stofnunin afhenti lögmanni afrit af öllum gildandi samningum um veitingu sértækrar heilbrigðis- og heilsuverndar-, og heilsugæsluþjónustu sem stofnunin eða forverar hennar, hafa gert við fyrirtæki og aðra lögaðila. Þá segir í bréfi: „Með sértækri þjónustu er m.a. átt við þjónustu trúnaðarlæknis, vinnustaðaúttektir, heilsufarsmælingar, bólusetningar, fræðslu, rannsóknir og ráðgjöf varðandi atvinnusjúkdóma o.fl., fyrir einstök fyrirtæki og aðra lögaðila. Þá er einnig óskað afrita af samningum stofnunarinnar við einstaka lækna um framkvæmd þessarar þjónustu.“</p> <p>Í fyrrgreindu bréfi HSu til lögmanns, dags. 28. febrúar 2011, var afhendingu umbeðinna gagna hafnað að öðru leyti en varðar samninga stofnunarinnar við Hveragerðisbæ og Sveitarfélagið Árborg. Voru síðarnefndu samningarnir sérstaklega tilgreindir í bréfi lögmanns. Það er afstaða HSu að tilgreining um afhendingu gagna, sem fram kom í bréfi lögmanns og rakin er nánar [...] hér að framan, uppfylli á engan hátt skilyrði þau sem kveðið er á um í lögum nr. 50/1996, upplýsingalög. Vakin er sérstök athygli á afmörkun fyrirliggjandi beiðni og ennfremur viðbótum sem þar koma fram og undirstrikaðar eru í tilgreiningu. Í fyrsta lagi  ber að hafa í huga að hugtakið „sértæk þjónusta“ er ekki skilgreind sérstaklega í lögum, reglugerðum, samningum eða öðrum heimildum og nýtur í raun ekki við annarrar skilgreiningar en þeirrar sem fram kemur í bréfi lögmanns, dags. 15. febrúar s.l. Skilgreining lögmanns er þó ekki frekar afmörkuð en svo að undir það falli „m.a.“ og „o.fl.“ [...] og samkvæmt því augljóslega ekki um tæmandi talningu að ræða. Í öðru lagi ber að hafa í huga að sé beiðni um framlagningu virt í heild sinni verður ekki annað séð en krafist sé afhendingar á ótilgreindum fjölda samninga, þar sem ólík afstaða kann að vera til skilgreiningar hugtaksins „sértæk þjónusta“ en sú niðurstaða kann ein og sér að leiða til ágreinings um efni og umfang þeirra gagna sem krafist er framlagningar á.</p> <p>Af hálfu HSu er á því byggt að beiðni um afhendingu gagna skuli afmörkuð á þann hátt að beiðni varði tiltekið mál. Ákvæði 1. mgr. 3. gr. laga nr. 50/1996, upplýsingalög, áskilur þannig að beiðni um aðgang að upplýsingum varði tiltekið mál. Þessi áskilnaður er nánar útfærður í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga á þann hátt að beiðni skuli annað hvort tiltaka það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir. Samkvæmt upplýsingalögum er stjórnvöldum ekki skylt að veita aðgang að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund. Raunar staðfestir kærandi óskýrleika í kæru og jafnframt að fyrirliggjandi beiðni uppfylli ekki skilyrði upplýsingalaga en þar kemur fram í lok 1. málsgr. ..... að stjórnvald hafi eitt yfirsýn yfir það hve margir samningar hafa verið gerðir á þessu sviði og því sé útilokað að tilgreina þá samninga með nákvæmari hætti í beiðni en gert var.</p> <p>Af hálfu HSu skal upplýst að við framlagningu samninga Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Árborgar var strikað yfir fjárhæðir í samningi. Í sjálfu sér skiptir slíkt ekki meginmáli en fyrir liggur að hlutaðeigandi aðilar voru ekki upplýstir um framlagningu samninga. Sú afstaða byggir á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn þessa máls ber úrskurðarnefnd að skoða sérstaklega að stofnunin hefur gert samninga við einkafyrirtæki og telur stofnunin að takmarkanir á upplýsingagjöf samkvæmt fyrrgreindu ákvæði 5. gr. upplýsingalaga kunni að eiga þar við. Er brýnt að skorið verði sérstaklega úr um þetta atriði við úrlausn máls verði það niðurstaðan að stofnuninni beri að afhenda samninga sem kærandi gerir kröfu um.</p> <p>Vegna umfjöllunar í kæru um samninga við starfsmenn skal áréttað að HSu hefur ekki gert sérstaka skriflega samninga við starfsmenn stofnunarinnar vegna starfa þeirra við framkvæmd hlutaðeigandi samninga. Í bréfi stofnunarinnar til kæranda, dags. 28. febrúar s.l., var upplýst að þeir starfsmenn, sem störfuðu að læknisverkum samkvæmt umræddum samningum, væru starfsmenn HSu og að þessi verk teljist hluti starfsskyldna þeirra.“</p> <p>Með bréfinu afhenti Heilbrigðisstofnun Suðurlands úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit samninga sem stofnunin hefur gert um þjónustu sem hún telur geta flokkast undir sértæka heilbrigðisþjónustu eins og kærandi skilgreinir hana. Heilbrigðisstofnun Suðurlands áréttar að þrátt fyrir þá afhendingu telji hún beiðni kæranda um afhendingu gagna ekki nægilega afmarkaða svo gæti talist til máls í skilningi 3. gr. upplýsingalaga. Auk samninga við Hveragerðisbæ um trúnaðarlæknisþjónustu, bólusetningu, heilsufarsmælingar og fræðslu, dags. 28. október 2008 og við Sveitarfélagið Árborg um trúnaðarlæknisþjónustu, bólusetningu, heilsufarsmælingar, fræðslu og aðra þjónustu, dags. 1. desember 2010, sem áður höfðu verið afhentir kæranda að hluta afhenti Heilbrigðisstofnun Suðurlands úrskurðarnefndinni fjóra aðra samninga.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 12. apríl, voru kæranda kynntar athugasemdir Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og veittur frestur til að koma að frekari athugasemdum til 19. apríl. Þær bárust innan frestsins og kom þar eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Með samningum heilbrigðisstofnana um sértæka heilbrigðisþjónustu við lögaðila og fyrirtæki er í reynd verið að veita starfsmönnum þessara aðila betri aðgang að heilbrigðiskerfi landsmanna, en almennt gengur og gerist meðal almennings. Með gerð slíkra samninga eru fyrirtæki og lögaðilar í reynd að kaupa sig fram fyrir í röðinni varðandi aðgengi að heilbrigðiskerfi. Hið bætta aðgengi er fjármagnað úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og því að hluta niðurgreitt af almannafé.</p> <p>Í svari HSu, í tilvitnuðu bréfi, kemur í fyrsta lagi hvorki fram á hvaða lagagrundvelli þessir samningar eru gerðir né hvert lagaheimildir um gjaldtöku eru sóttar. Í lögum um heilbrigðisþjónustu er ekki gert ráð fyrir sérstakri samningsgerð við lögaðila og fyrirtæki um bætt aðgengi starfsmanna þeirra að heilbrigðisþjónustunni, umfram aðgengi almennings að þessari sömu þjónustu. Slíkir samningar samræmast því vart markmiði heilbrigðislöggjafarinnar um jafnt aðgengi allra án tillits til efnahags.</p> <p>Í annan stað liggur fyrir að um atvinnustarfsemi á heilbrigðissviði gilda ákvæði samkeppnislaga, sbr. t.d. Hrd. 411/2007. Ekki verður séð að framkvæmd á þessari þjónustu sé aðskilin annarri starfsemi HSu, en í bréfi stofnunarinnar kemur fram að starfsfólk hennar sinnir framkvæmd þeirrar þjónustu sem kveðið er á um í samningunum, enda sé það hluti af starfsskyldum þess.</p> <p>Beiðni undirritaðs um afhendingu gagna er því vandlega skilgreind. Beiðnin lýtur að afhendingu samninga HSu við fyrirtæki og lögaðila um sértæka heilbrigðisþjónustu. Slíkir samningar varða afmarkað mál í skilningi upplýsingalaga. Það leiðir af eðli máls að stjórnvaldið eitt hefur yfirsýn yfir það hve margir samningar hafa verið gerðir við lögaðila og fyrirtæki, sem enn eru í gildi. Sú staðreynd gerir það eðlilega ekki að verkum að beiðni um afhendingu þeirra sé þar með orðin óskýr eins og HSu heldur fram. Ef upplýsingalög yrðu skýrð á þann hátt, leiddi það án efa til þess að stjórnvald hefði beinan hag af því að leyna gerð einstakra samninga, því ef ekki væri upplýst um tilvist þeirra þyrfti ekki að afhenda þá. Slík niðurstaða er augljóslega í andstöðu við tilgang upplýsingalaga og í reynd fráleit á allan hátt.</p> <p>Því er hér ítrekuð krafa um afhendingu umbeðinni samninga án yfirstrikana, enda fær það ekki samræmst almennri kröfu um gegnsæi í stjórnsýslu að þeir séu undanþegnir ákvæðum upplýsingalaga um aðgengi, þar sem gögnin varða ráðstöfun almannafjár.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <h3><br />  <br /> Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í 1. mgr. 10. gr. sömu laga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006,  segir: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“</p> <p>Í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðan varð að lögum nr. 161/2006 kemur fram að upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum er afmarkaður við skjöl og önnur gögn sem varða tiltekin mál. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir því að þegar beiðni um aðgang varðar gögn í tilteknu máli, en gögnin ekki tilgreind sérstaklega að öðru leyti, verður að miða við að þau hafi verið útbúin, lögð fram eða þeirra aflað vegna máls sem er eða hefur verið til meðferðar í stjórnsýslunni. Verða gögnin því að tilheyra ákveðnu, tilgreinanlegu máli, þ.e. ákveðnu máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnsýslunni hvort sem það hefur verið afgreitt eða ekki.</p> <p>Í fyrirliggjandi máli er m.a. kærð synjun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að veita kæranda aðgang að „gildandi samningum um veitingu sértækrar heilbrigðis-, heilsuverndar-, og heilsugæsluþjónustu sem stofnunin, eða forverar hennar, [hefðu] gert við fyrirtæki og aðra lögaðila“ og samningum Heilbrigðisstofnun Suðurlands við einstaka lækna um framkvæmd þessarar þjónustu. Þessi þáttur kærunnar beinist ekki að ákveðnum, tilgreindum gögnum máls, og fullnægir að því leyti ekki ákvæði fyrri málsliðar 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga sem rakið er hér að framan.</p> <p>Það er heldur ekki hægt að líta svo á að beiðnin lúti að þessu leyti að aðgangi að öllum gögnum í tilteknu máli, eins og kveðið er á um í 10. gr. upplýsingalaganna, því ekki verður litið svo á að „gildandi samningum um veitingu sértækrar heilbrigðis-, heilsuverndar-, og heilsugæsluþjónustu sem stofnunin, eða forverar hennar, [hefðu] gert við fyrirtæki og aðra lögaðila“ og samningum Heilbrigðisstofnun Suðurlands við einstaka lækna um framkvæmd þessarar þjónustu séu sérstakt tiltekið mál. Beiðnin fullnægir þannig ekki þeim kröfum sem gerðar eru í síðari málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og verður því að vísa þessum þætti málsins frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Með vísan til framangreinds stendur því eftir að taka afstöðu til afhendingar tveggja samninga. Annars vegar við Hveragerðisbæ um trúnaðarlæknisþjónustu, bólusetningu, heilsufarsmælingar og fræðslu, dags. 28. október 2008, og hins vegar við Sveitarfélagið Árborg um trúnaðarlæknisþjónustu, bólusetningu, heilsufarsmælingar, fræðslu og aðra þjónustu, dags. 1. desember 2010, sem kærandi tilgreinir sérstaklega í beiðni sinni um afhendingu upplýsinga.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Eins og rakið hefur verið voru samningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Hveragerðisbæ um trúnaðarlæknisþjónustu, bólusetningu, heilsufarsmælingar og fræðslu, dags. 28. október 2008, og við Sveitarfélagið Árborg um trúnaðarlæknisþjónustu, bólusetningu, heilsufarsmælingar, fræðslu og aðra þjónustu, dags. 1. desember 2010, afhentir kæranda en strikað var yfir fjárhæðir í samningunum. Í bréfi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til úrskurðarnefndarinnar vegna kærunnar, dags. 11. apríl sl., kemur fram að þær útstrikanir byggi á 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða  viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er m.a.  tekið fram til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar að óheimilt sé: „...að veita almenningi upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“ Um er að ræða samninga sem tvö stjórnvöld gera með sér þ.e. heilbrigðisstofnun annar vegar og sveitarfélög hins vegar. Tilvitnað ákvæði 5. gr. upplýsingalaga tekur skv. orðalagi sínu ekki til stjórnvalda heldur einungis til einstaklinga og fyrirtækja eða annarra lögaðila. Af þeim sökum kemur hér ekki til skoðunar hvort fyrir hendi séu þeir hagsmunir sem kveðið er á um í greininni.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Í upphafi 6. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda geymi þau upplýsingar um eitthvert þeirra atriða sem upp eru talin í 1.-5. tölul. greinarinnar. Af ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um: „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.“</p> <p>Í athugasemdum sem fylgdu tilvitnaðri grein í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Hver töluliður sætti sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræði. Um skýringu á 3. tölul. sérstaklega segir að markmið frumvarpsins sé meðal annars að gefa almenningi og fjölmiðlum færi á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Óheftur réttur til upplýsinga geti á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum sé lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona hátti til. Síðan segir orðrétt: „Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar né heldur ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“ </p> <p>Af framangreindu leiðir að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 3. tölul. 6. gr. laganna verður a.m.k. þremur eftirtöldum skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umræddum upplýsingum.</p> <p>Ekki er því nægjanlegt að samkeppnishagsmunir viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar hins opinbera kunni að skaðast við það að aðgangur sé veittur að þeim upplýsingum sem um ræðir. Mikilvægt er að einnig fari fram mat á slíkum hagsmunum andspænis þeim almennu hagsmunum og tilgangi upplýsingalaga að gefa m.a. almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um ráðstöfun opinberra fjármuna.</p> <p>Með vísan til framangreinds og að virtum þeim samningum sem hér um ræðir er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði fyrir því að synja um afhendingu þessara samninga að hluta. Heilbrigðisstofnun Suðurlands ber því að afhenda kæranda afrit samninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands annars vegar við Hveragerðisbæ um trúnaðarlæknisþjónustu, bólusetningu, heilsufarsmælingar og fræðslu, dags. 28. október 2008, og hins vegar við Sveitarfélagið Árborg um trúnaðarlæknisþjónustu, bólusetningu, heilsufarsmælingar, fræðslu og aðra þjónustu, dags. 1. desember 2010. Afritin skulu afhent  kæranda án útstrikana.</p> <h3><br />  <br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [...] hdl. á hendur Heilbrigðisstofnun Suðurlands um afhendingu á „gildandi samningum um veitingu sértækrar heilbrigðis-, heilsuverndar-, og heilsugæsluþjónustu sem stofnunin, eða forverar hennar, hefur gert við fyrirtæki og aðra lögaðila“ og samningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við einstaka lækna um framkvæmd þessarar þjónustu.</p> <p>Heilbrigðisstofnun Suðurlands er skylt að afhenda [...] hdl. afrit samninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands annars vegar við Hveragerðisbæ um trúnaðarlæknisþjónustu, bólusetningu, heilsufarsmælingar og fræðslu, dags. 28. október 2008, og hins vegar við Sveitarfélagið Árborg um trúnaðarlæknisþjónustu, bólusetningu, heilsufarsmælingar, fræðslu og aðra þjónustu, dags. 1. desember 2010, án útstrikana.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"><br /> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                             Sigurveig Jónsdóttir                                      Friðgeir Björnsson</p> |
A-379/2011. Úrskurður frá 11. október 2011 | Kærð var sú ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Austurlands að synja um afhendingu afrita af öllum gildandi samningum stofnunarinnar um sértæka heilbrigðisþjónustu. Sérstaklega var tilgreindur samningur stofnunarinnar við Alcoa Fjarðarál sf. Tilgreining máls eða gagna í máli. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta, frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 11. október 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-379/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi dags. 29. mars sl., kærði [...] hdl., synjun Heilbrigðisstofnunar Austurlands á beiðni hans um afhendingu afrita af öllum gildandi samningum stofnunarinnar um sértæka heilbrigðisþjónustu, hvort sem um væri að ræða samninga við fyrirtæki og lögaðila, eða samninga við lækna og annað starfsfólk um að sinna þjónustunni. Sérstaklega var tilgreindur samningur stofnunarinnar við álver Alcoa Fjarðarál sf. á Reyðarfirði. Tekið var fram að með sértækri heilbrigðisþjónustu væri átt við þjónustu trúnaðarlækna, vinnustaðaúttektir, heilsufarsmælingar, bólusetningar, fræðslu, rannsóknir, ráðgjöf varðandi atvinnusjúkdóma o.fl.</p> <p>Í synjunarbréfi Heilbrigðisstofnunar Austurlands, dags. 10. mars sl., kom fram að þeir samningar sem Heilbrigðisstofnun Austurlands hefði gert við lækna og hinn sérstaklega tilgreindi samningur stofnunarinnar við Alcoa Fjarðarál sf. á Reyðarfirði, væru samningar um þjónustu sem til kæmu á frjálsum markaði og væri HSA sem opinber aðili þar í samkeppni við aðra aðila, opinbera sem einkaaðila. Þá kom eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Samningar HSA við lækna, sem og tilgreindur samningur við Alcoa, eru gerðir á samkeppnisgrundvelli og hafa að geyma viðskiptaupplýsingar, sem ekki eiga erindi til almennings. HSA starfar undir eftirliti Ríkisendurskoðunar, sem yfirfer m.a. samninga stofnunarinnar og lætur eftir atvikum uppi álit sitt á þeim. Ríkisendurskoðun er sá aðili sem framfylgir því eftirlitshlutverki að samningar stofnunarinnar séu á eðlilegum kjörum miðað við það sem almennt gerist. Það kann að skaða viðskiptahagsmuni HSA, sem og viðsemjenda þeirra að samningar þeirra séu gerðir opinberir hverjum þeim sem hafa vill. Þá álítur HSA einnig að stofnuninni sé ekki heimilt að birta opinberlega slíka samninga án samþykkis viðsemjenda sinna. Með tilvísun til ákvæða 3. töluliðs 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er erindi yðar því hafnað.“</p> <p>Kærandi færði m.a. eftirfarandi rök fyrir máli sínu í kæru til úrskurðarnefndarinnar:</p> <p>„I. Kæruefni og málsatvik<br /> Með bréfi undirritaðs, dags. 16. febrúar 2011, var þess farið á leit við Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) að undirrituðum yrðu afhent afrit af öllum samningum stofnunarinnar um sértæka heilbrigðisþjónustu við fyrirtæki og lögaðila, sem eru í gildi. Með sértækri heilbrigðisþjónustu er átt við þjónustu trúnaðarlækna, vinnustaðaúttektir, heilsufarsmælingar, bólusetningar, fræðslu, rannsóknir og ráðgjöf varðandi atvinnusjúkdóma, o.fl. Þá var í beiðninni óskað afrita af samningum HSA við einstaka lækna eða starfsfólk á heilbrigðissviði um framkvæmd þessarar þjónustu. Í beiðninni var einn samningur tilgreindur sérstaklega, samningur við Álver Alcoa á Reyðarfirði, en um tilvist hans var vitað. Að öðru leyti hefur stofnunin ein yfirsýn yfir það hve margir samningar hafa verið gerðir á þessu sviði og því útilokað í beiðni að tilgreina þá samninga með nákvæmari hætti en gert var.</p> <p>[...] Því var það niðurstaða HSA að henni sé ekki heimilt að birta opinberlega slíka samninga án samþykkis viðsemjenda sinna. Ekki kemur þó fram í bréfinu hvort leitað hafi verið samþykkis viðsemjenda þeirra um afhendingu í þessu tilviki. Því var erindi undirritaðs hafnað með vísun til 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>II. Lög á heilbrigðissviði<br /> Lagakerfið sem markar rammann utan um atvinnustarfsemi í heilbrigðisþjónustu er einkum að finna í lögum um heilbrigðisþjónustu, lögum um sjúklingatryggingar, lögum um sjúkraskrár, ásamt samkeppnislögum og reglugerðum samkvæmt þeim lögum. Kostnaður við byggingu heilsugæslustöðva og rekstur þeirra er fjármagnaður af ríkissjóði. Notendur þjónustunnar greiða lítinn hluta hennar samkvæmt heimildum heilbrigðisstofnana til gjaldtöku í lögum um sjúkratryggingar og sérlögum eftir atvikum.</p> <p>Um starfsemi og rekstur heilbrigðisstofnana gilda lög, þ.e. hvaða starfsemi skuli fara fram á stofnununum og hvernig hún skuli fjármögnuð. Þannig eru heilbrigðisstofnanir í allri sinni starfsemi varðandi verkefni og fjármögnun bundnar af lögum. Ráðherra fer með umboð til samningsgerðar um veitingu heilbrigðisþjónustu (lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007) og greiðsluþátttöku ríkisins (lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008) vegna hennar.</p> <p>Í samræmi við stefnumörkun og orðalag 2. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, hafa dómstólar og samkeppnisyfirvöld litið svo á að lagareglur um samkeppni taki til atvinnustarfsemi opinberra aðila í heilbrigðisþjónustu.</p> <p>III. Rökstuðningur kæru<br /> Umbeðnir samningar falla undir samningsgerð aðila sem heyrir undir stjórnsýslu ríkisins. Beiðni varðar samninga um sértæka heilbrigðisþjónustu sem heilbrigðisstofnunin veitir fyrirtækjum og lögaðilum. Samningarnir falla undir upplýsingalög, sbr. 1. gr. laganna. Beiðnin varðar afmarkað mál, þ.e. sértæka heilbrigðisþjónustu stofnunarinnar, og lýtur að því að fá afhenta alla samninga sem eru í gildi og varða það mál, sbr. 1. mgr. 3. gr., og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Meginregla upplýsingalaganna um óheftan aðgang almennings að gögnum hjá stjórnvöldum kemur fram í 3. gr. Sá upplýsingaréttur sætir aðeins takmörkunum samkvæmt nánari fyrirmælum í 4.-6. gr. laganna. Eina ákvæðið sem gæti eftir atvikum komið til skoðunar í þessu samhengi er 5. gr. laganna, þar sem vísað er til einka- og fjárhagsmálefna einstaklinga og mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> <p>Í ljósi þess að um er að ræða stofnun sem er rekin og fjármögnuð af hinu opinbera verður ekki séð að synja megi um afhendingu gagnanna á þeim grunni, enda fjárhagslegir hagsmunir litlir með tilliti til umfangs rekstrar. Slík niðurstaða væri enda á skjön við rétt almennings til að fá upplýsingar um rekstur þeirra stofnana sem hann fjármagnar sjálfur.</p> <p>Hér verður einnig að líta til þess að forsenda þess að heilbrigðisstofnanir megi taka að sér sérstök verkefni á heilbrigðissviði og taka fyrir það gjald er sú, að lagaheimildir séu til staðar. Því er ekki ástæða til að ætla að gjaldtaka samkvæmt umræddum samningunum byggi á öðru en lögum, og því fráleitt að slíkar upplýsingar ættu að vera undanþegnar upplýsingalögum.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram er komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 29. mars 2011. Kæran var send Heilbrigðisstofnun Austurlands með bréfi, dags. 1. apríl. Var Heilbrigðisstofnun Austurlands veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 11. s.m. og til að afhenda úrskurðarnefndinni þau gögn sem kæran lýtur að. Fyrir beiðni kærða var fresturinn framlengdur til 18. apríl. Þann sama dag bárust nefndinni athugasemdir Heilbrigðisstofnunar Austurlands ásamt gögnum. Í athugasemdum Heilbrigðisstofnunar Austurlands, undirrituðum af forstjóra stofnunarinnar, kom eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Óljóst er hverjir hagsmunir lögmannsins eru eða fyrir hverja hann starfar. Hið sama á við um almenning og ekki séð að hann hafi hag af birtingu þessara samninga en augljóst að birtingin gæti verið stofnuninni í óhag. Sama gæti gilt um viðsemjendur stofnunarinnar. [...]</p> <p>Fyrir hönd stofnunarinnar mótmæli ég því að henni verði gert að afhenda lögmanninum [...] téða samninga á grundvelli 3. tl. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga, enda hefur ekki verið sýnt fram [á] hverra hagsmunum það þjónar. Kærandi hefur ekki upplýst fyrir hvaða umbjóðanda hann krefst gagnanna, eða vegna hvers, en samningar HSA eru mjög mismunandi eftir því hvert tilefni þeirra er. Kæranda bæri í það minnsta að tilgreina hvaða atriði það eru sem hann óskar upplýsinga um úr samningum HSA við nefnda aðila. Ítreka skal að stofnunin álítur ekki forsvaranlegt að gera þjónustusamninga sína opinbera, þar sem slíkt getur skaðað samkeppnisstöðu stofnunarinnar, sem leitar þjónustu út á hinn almenna markað. Reglur um samkeppni á markaði yrðu þar með brotnar og stöðu stofnunarinnar á markaðnum spillt.“</p> <p>Með bréfinu afhenti Heilbrigðisstofnun Austurlands úrskurðarnefnd um upplýsingamál í trúnaði þá samninga sem í gildi eru við fyrirtæki og stofnanir. Annars vegar var afhentur samningur við Landsvirkjun um heilbrigðisskoðanir starfsmanna, dags. 28. september 2010, og hins vegar samningur stofnunarinnar við álver Alcoa Fjarðarál sf. á Reyðarfirði sem kærandi óskaði sérstaklega eftir. Sá síðarnefndi er samtals þrettán greinar og við hann eru eftirfarandi fimm viðaukar:<br /> I. Útboðsgögn Alcoa Fjarðaráls sf.<br /> II. Staðlaðir þjónustuskilmálar Alcoa.<br /> III. Verkefni starfsmannagæslu.<br /> IV. Heilbrigðisstaðlar Alcoa – yfirlit yfir staðla.<br /> V. Samstarfsamningur Heilsuverndarstöðvarinnar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands, ódags.<br /> VI. Viðauki við samning um heilbrigðisþjónustu – framlenging, dags. 29. janúar 2009.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 17. maí, voru kæranda kynntar athugasemdir Heilbrigðisstofnunar Austurlands og veittur frestur til að koma að frekari athugasemdum til 25. s. m. Engar frekari athugasemdir bárust nefndinni.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.<br />  </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í ákvæðinu felst ekki sú krafa að gagnabeiðandi sýni fram á að hann hafi eða geti haft hagsmuni af afhendingu gagnanna eða af hvaða ástæðum hann krefst afhendingar þeirra eins og kærði, Heilbrigðisstofnun Austurlands, vísar til.</p> <p>Í 1. mgr. 10. gr. sömu laga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006,  segir: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“</p> <p>Í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðan varð að lögum nr. 161/2006 kemur fram að upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum er afmarkaður við skjöl og önnur gögn sem varða tiltekin mál. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir því að þegar beiðni um aðgang varðar gögn í tilteknu máli, en gögnin ekki tilgreind sérstaklega að öðru leyti, verður að miða við að þau hafi verið útbúin, lögð fram eða þeirra aflað vegna máls sem er eða hefur verið til meðferðar í stjórnsýslunni. Verða gögnin því að tilheyra ákveðnu, tilgreinanlegu máli, þ.e. ákveðnu máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnsýslunni hvort sem það hefur verið afgreitt eða ekki.</p> <p>Í fyrirliggjandi máli er m.a. kærð synjun Heilbrigðisstofnunar Austurlands um að veita kæranda afrit af öllum gildandi samningum stofnunarinnar um sértæka heilbrigðisþjónustu, hvort sem um væri að ræða samninga við fyrirtæki og lögaðila, eða samninga við lækna og annað starfsfólk um að sinna þjónustunni. Þessi þáttur kærunnar beinist ekki að ákveðnum, tilgreindum gögnum máls, og fullnægir að því leyti ekki ákvæði fyrri málsliðar 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga sem rakið er hér að framan.</p> <p>Það er heldur ekki hægt að líta svo á að beiðnin lúti að þessu leyti að aðgangi að öllum gögnum í tilteknu máli, eins og kveðið er á um í 10. gr. upplýsingalaganna, því ekki verður litið svo á að synjun um að veita kæranda afrit af öllum gildandi samningum Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sértæka heilbrigðisþjónustu, hvort sem um væri að ræða samninga við fyrirtæki og lögaðila, eða samninga við lækna og annað starfsfólk um að sinna þjónustunni séu sérstakt tiltekið mál. Beiðnin fullnægir þannig ekki þeim kröfum sem gerðar eru í síðari málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og verður því að vísa þessum þætti málsins frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Með vísan til framangreinds stendur því eftir að taka afstöðu til afhendingar samnings Heilbrigðisstofnunar Austurlands við álver Alcoa Fjarðarál sf. á Reyðarfirði ásamt viðaukum við þann samning, sem kærandi tilgreinir sérstaklega í beiðni sinni um afhendingu upplýsinga.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Eins og rakið hefur verið synjaði Heilbrigðisstofnun Austurlands kæranda með bréfi, dags. 10. mars sl., um afhendingu samnings stofnunarinnar við álver Alcoa Fjarðarál sf. á Reyðarfirði með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í upphafi 6. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda geymi þau upplýsingar um eitthvert þeirra atriða sem upp eru talin í 1.-5. tölul. greinarinnar. Af ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um: „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.“</p> <p>Í athugasemdum sem fylgdu tilvitnaðri grein í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Hver töluliður sæti sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræði. Um skýringu á 3. tölul. sérstaklega segir að markmið frumvarpsins sé meðal annars að gefa almenningi og fjölmiðlum færi á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Óheftur réttur til upplýsinga geti á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum sé lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona hátti til. Síðan segir orðrétt: „Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar né heldur ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“ </p> <p>Af framangreindu leiðir að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 3. tölul. 6. gr. laganna verður a.m.k. þremur eftirtöldum skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umræddum upplýsingum.</p> <p>Ekki er því nægjanlegt að samkeppnishagsmunir viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar hins opinbera kunni að skaðast við það að aðgangur sé veittur að þeim upplýsingum sem um ræðir. Mikilvægt er að einnig fari fram mat á slíkum hagsmunum andspænis þeim almennu hagsmunum og tilgangi upplýsingalaga að gefa m.a. almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um ráðstöfun opinberra fjármuna.</p> <p>Með vísan til framangreinds og að virtum þeim samningi sem hér um ræðir er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði fyrir því að synja um afhendingu þessara samninga með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur rétt að taka næst til skoðunar hvort ákvæði 5. gr. uppl. geti átt hér við þótt Heilbrigðisstofnun Austurlands vísi ekki sérstaklega til þess ákvæðis í synjun sinni.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða  viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er m.a.  tekið fram til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar að óheimilt sé: „...að veita almenningi upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir samning Heilbrigðisstofnunar Austurlands við Alcoa Fjarðarál sf. ásamt viðaukum. Um er að ræða samning um heilbrigðisþjónustu þar sem fram koma m.a. markmið þjónustunnar, upplýsingar um verkaskiptingu og verkefnastjórn, hvaða þjónusta er veitt og í hvaða magni, verð fyrir þjónustu og greiðslufyrirkomulag. Í viðaukum við samninginn er fjallað um í hverju þjónustan felst (viðauki I), gefið er yfirlit yfir samningsskilmála (viðauki II), yfirlit er gefið yfir verkefni starfsmannaheilsugæslu (viðauki III), gefið er yfirlit yfir heilbrigðisstaðla Alcoa sem falla undir samninginn (viðauki IV), fram kemur í samstarfssamningi Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Heilsuverndarstöðvarinnar (InPro) að sú síðarnefnda taki að sér að veita Alcoa Fjarðaráli sf. heilbrigðisþjónustu í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Austurlands og er í samningnum rakið í hverju hún felst (viðauki V) og að síðustu koma fram upplýsingar um að samningur um heilbrigðisþjónustu sé framlengdur en taki aðeins til Alcoa Fjarðaráls sf. og Heilbrigðisstofnunar Austurlands en ekki Heilsuverndarstöðvarinnar (InPro) (viðauki VI).</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið samninginn og þá sex viðauka sem eru við hann. Úrskurðarnefndin telur þær upplýsingar sem þar koma fram ekki fela í sér upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Alcoa Fjarðaráls sf. sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Ber því Heilbrigðisstofnun Austurlands að afhenda kæranda samninginn ásamt viðaukum við hann. </p> <h3> <br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [...] hdl. á hendur Heilbrigðisstofnun Austurlands um afhendingu afrita af öllum gildandi samningum stofnunarinnar um sértæka heilbrigðisþjónustu.</p> <p>Heilbrigðisstofnun Austurlands er skylt að afhenda [...] hdl. samning Heilbrigðisstofnunar Austurlands við álver Alcoa Fjarðarál sf. á Reyðarfirði ásamt viðaukum.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                            Sigurveig Jónsdóttir                                    Friðgeir Björnsson</p> |
A-382/2011. Úrskurður frá 11. október 2011 | Kærð var afgreiðsla ríkislögmanns á beiðni um gögn um bann Fjármálaeftirlitsins við viðskiptum með hlutabréf í Glitni banka þann 6. október 2008. Kærufrestur. Kæruleiðbeiningar. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 11. október 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-382/2011.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 28. júní 2011, kærði [...] hdl. afgreiðslu Ríkislögmanns frá 10. og 30. september 2010 á beiðni hans um gögn í tengslum við lokun Fjármálaeftirlitsins fyrir viðskipti í Glitni banka hf. 6. október 2008.<br />  <br /> Málsatvik og málsmeðferð</p> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 28. júní sl. Í bréfinu er málsatvikum lýst með ítarlegum hætti. Fram kemur að til kæranda hafi leitað sjötíu einstaklingar og fyrirtæki sem festu kaup á hlutabréfum í Glitni banka hf., kt. 550500-3530, samtals fyrir kr. 107.953.467 á tímabilinu 30. september til 6. október árið 2008, en þann dag lokaði Fjármálaeftirlitið fyrir viðskipti með bréf í bankanum, öðru sinni. Kæranda var falið að gæta hagsmuna þeirra.</p> <p>Kærandi sendi fjármálaráðherra bréf, dags. 20. janúar 2010, þar sem hann var beðinn um að taka afstöðu til skaðabótaskyldu íslenska ríkisins vegna aðgerða Fjármálaeftirlitsins. Ríkislögmanni var falið að svara bréfi kæranda og var það niðurstaða hans, dags. 10. september 2010, að ríkið bæri ekki skaðabótaábyrgð gagnvart umbjóðendum kæranda. Áður hafði bréf kæranda verið sent efnahags- og viðskiptaráðuneytinu þar sem starfshópur í ráðuneytinu hafði það hlutverk að halda utan um kröfur og hugsanlegar málsóknir á hendur ríkinu vegna framangreinds.</p> <p>Í kjölfar höfnunar ríkislögmanns á skaðabótaskyldu sendi kærandi ríkislögmanni tölvubréf, dags. 29. september 2010, þar sem hann óskaði eftir þeim gögnum sem lágu til grundvallar niðurstöðu ríkislögmanns og eftir skýrslu starfshóps efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Ríkislögmaður svaraði kæranda 30. s.m. og kemur eftirfarandi fram í svarinu:</p> <p>„Mig minnir að ég hafi sagt þér áður að ég mundi ekki láta frá mér frekari gögn en bréfið sem ég sendi þér þann 10. september sl. Sú ákvörðun stendur enn. Þessu til viðbótar get ég þó sagt þér að starfshópurinn sem þú nefnir í póstinum sendi mér hvorki gögn né skýrslu/umsögn. Frá öðrum aðila fékk ég þó lýsingu á atburðarrás síðustu dagana fyrir hrunið ásamt ýmsum öðrum gögnum sem ég taldi ekki skipta máli vegna afstöðunnar til bótaskyldu. Afstaðan til bótaskyldu er alfarið mín afstaða sett fram fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Hún er byggð á atburðarrásinni, eins og ég taldi hana réttasta, og íslenskum skaðabótarétti eins og ég túlka hann“</p> <p>Þann sama dag ítrekaði kærandi beiðni sína um afhendingu gagna með vísan til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og óskaði einnig eftir því að hinn ónafngreindi aðili yrði nafngreindur. Kæranda bárust ekki svör við þeirri beiðni.<br /> Kærandi vísar til þess að reglur stjórnsýsluréttar hafi verið brotnar við meðferð málsins og vísar í því sambandi sérstaklega til 9., 11., og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þá vísar kærandi til þess að afsakanlegt sé að kæra komi fram að liðnum 30 daga kærufresti, sbr. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, þar sem ríkislögmaður leiðbeindi kæranda hvorki um kærufrest né kærurétt.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p>Í ljósi atvika málsins var ekki leitað afstöðu Ríkislögmanns til kærunnar.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Eins og að framan greinir snýr kæra málsins að synjun Ríkislögmanns á beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Sú beiðni er um ræðir sendi kærandi Ríkislögmanni þann 29. september 2010. Henni var synjað með tölvubréfi Ríkislögmanns degi síðar, 30. september.</p> <p>Í 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að lögin taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og fellur Ríkislögmaður sem er sjálfstætt stjórnvald, undir gildissvið laganna.  Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur ekki til efnislegrar skoðunar hvort stjórnvald hafi við meðferð máls fylgt réttarreglum stjórnsýsluréttar umfram það sem nauðsynlegt er til að taka afstöðu til þess kærumáls sem er fyrir nefndinni hverju sinni. Í þessu sambandi er þó rétt að minna á málshraðareglu 11. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að stjórnvald skuli taka ákvörðun um hvort það verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má og hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. sömu laga skal mál borið skriflega undir nefndina innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun.</p> <p>Í 28. gr. stjórnsýslulaga segir að vísa skuli kæru frá hafi hún borist að liðnum kærufresti nema afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr, sbr. 1. tölul. 1. mgr. ákvæðisins, eða veigamiklar ástæður mæli með því að hún verði tekin til meðferðar, sbr. 2. tölul. 1. mgr. Um er að ræða matskennda heimild handa stjórnvöldum til að taka til greina kæru sem berst að liðnum kærufresti. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er síðar varð að stjórnsýslulögum segir:</p> <p>„Æðra stjórnvaldi ber, að eigin frumkvæði, að kanna hvort kæra hafi borist innan kærufrests. Réttaráhrif þess að kæra berst að liðnum kærufresti eru þau að henni skal vísað frá.</p> <p>Í 1. mgr. eru greindar tvær undantekningar frá þessari reglu. Í fyrsta lagi er undantekning gerð þegar afsakanlegt er að kæra hafi ekki borist fyrr, sbr. 1. tölul. Sem dæmi um slík tilvik má nefna það að lægra stjórnvald hafi vanrækt að veita leiðbeiningar um kæruheimild skv. 20. gr. eða veitt rangar eða ófullnægjandi upplýsingar. Í öðru lagi má taka mál til meðferðar, enda þótt kæra hafi borist að liðnum kærufresti, mæli veigamiklar ástæður með því, sbr. 2. tölul.“<br /> Með vísan til þessa er nauðsynlegt að taka til skoðunar hvort fyrir hendi séu atriði sem hafa þýðingu við mat á því hvort afsakanlegt verði talið að kæran hafi borist að liðnum kærufresti eða hvort veigamiklar ástæður mæla með því að kæran verði tekin til meðferðar.</p> <p>Eins og fram hefur komið skal stjórnvald skv. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þegar það tilkynnir stjórnvaldsákvörðun með skriflegum hætti, m.a. leiðbeina aðila máls um rétt hans til að leggja fram kæru og um kærufrest. Í þessu máli var kæranda ekki leiðbeint um kærurétt og kærufrest. Ljóst er að Ríkislögmaður fullnægði ekki lögboðinni skyldu um leiðbeiningar til handa aðila máls. Kæran berst úrskurðarnefnd um upplýsingamál liðlega níu mánuðum frá afgreiðslu Ríkislögmanns. Úrskurðarnefndin lítur svo á að þrátt fyrir að kæranda hafi ekki verið leiðbeint um kærurétt og kærufrest þá geti það ekki talist afsakanlegt, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, að kæran hafi borist nefndinni átta mánuðum eftir að kærufrestur rann út. Verður kærunni því vísað frá af þeim sökum að of langt er um liðið frá því að kærufrestur rann út.</p> <p>Þá telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi veigamiklar ástæður sem mæla með því að kæran verði tekin til meðferðar, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, enda kemur niðurstaða þessi ekki í veg fyrir að kærandi geti óskað eftir þessum upplýsingum aftur við Ríkislögmann og kært þá synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingarétt innan lögbundins 30 daga kærufrests.</p> <p> </p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [...] hdl. á hendur Ríkislögmanni þar sem kæran er of seint fram komin.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                            Sigurveig Jónsdóttir                                        Friðgeir Björnsson</p> |
A-377B/2011. Úrskurður frá 14. desember 2011 | Farið fram á endurupptöku máls nr. A-377/2011. Beiðni um endurupptöku máls. Endurupptöku hafnað. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 14. desember 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-377B/2011.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 11. nóvember 2011, gerði [A] athugasemdir við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-377/2011 frá 16. september.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 18. nóvember, var þess óskað að hann skýrði nánar hvað fælist í bréfi hans og þá hvort í því fælist beiðni um endurupptöku málsins á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p>Svar [A] er dags. 29. nóvember. Þar kemur fram að hann sé ósammála tveimur setningum í tilvísuðum úrskurði. Fyrri setningin er eftirfarandi: „Ráðuneytið hefur hins vegar ekki synjað kæranda um aðgang að þeim upplýsingum sem stuðst hafi verið við frá alþjóðastofnunum um mat á nauðsyn þess að notast við svínaflensubóluefni.“ Vísar kærandi til þess að hann hafi ekki fengið afhent gögn ráðuneytisins um þetta atriði. Síðari setningin úr úrskurði úrskurðarnefndarinnar er eftirfarandi: „Segir í bréfi ráðuneytisins að því sé ekki kunnugt um að sú miðlun upplýsinga sem sóttvarnarlæknir hafi notast við, þ.e. að gefa upp vefslóð þar sem nálgast má umbeðnar upplýsingar, hafi valdið kæranda sérstökum vandkvæðum.“ Í þessu sambandi vísar kærandi til þess að þær upplýsingar sem vísað er til hafi verið honum gagnslausar. Úrskurðarnefndin telur rétt að túlka bréf hans á þá leið að í því felist beiðni um endurupptöku úrskurðar nr. A-377/2011.</p> <p>Í úrskurði nr. A-377/2011 komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að heilbrigðisráðuneytinu bæri að afhenda [A] afrit af samningi dags. 4. maí 2007 milli GlaxoSmithKline ehf. og GlaxoSmithKline Bilogicals S.A. annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins fyrir hönd íslenska ríkisins hins vegar, með þeim útstrikunum sem tilgreindar eru í undirkafla 4 í niðurstöðum úrskurðarðarins. Þá var kæru vegna skorts á svörum vegna beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá alþjóðastofnunum er heilbrigðisráðuneytið hefði stuðst við er sýndu fram á nauðsyn þess að notast við svínaflensubóluefni frá GlaxoSmithKline vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í beiðni [A] um endurupptöku er vísað til þess að tvær setningar í úrskurði í máli nr. A-377/2011, frá 16. september, séu rangar.</p> <p>Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo: <br />  <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef: <br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.“</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að ekkert sé fram komið um að úrskurður hennar frá 16. september hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða að niðurstaðan hafi byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því ákvörðun var tekin. </p> <p>Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Í því tilviki sem hér um ræðir veltur skylda til slíkrar endurupptöku, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar frá 16. september séu verulegir annmarkar að lögum. Úrskurðarnefndin telur röksemdir kæranda ekki leiða til þess að rétt sé að endurupptaka málið og vísar í því sambandi til forsenda niðurstaðna tilvísaðs úrskurðar.</p> <p>Með vísan til þess sem að framan segir er hafnað beiðni um endurupptöku úrskurðarins í máli nr. A-377/2011, frá 16. september.</p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Beiðni [A] um endurupptöku úrskurðar í máli nr. A-377/2011, frá 16. september, er hafnað.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>Friðgeir Björnsson                                                                                         Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-377/2011. Úrskurður frá 16. september 2011 | Kærð var sú ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins að synja um aðgang að samningi við GlaxoSmithKline ehf. um kaup á bóluefni við svínaflensu o.fl. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 16. september 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-377/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 25. nóvember 2010, kærði [...], afgreiðslu heilbrigðisráðuneytisins vegna beiðni hans um aðgang að samningi við GlaxoSmithKline um kaup á bóluefni við svínaflensu. Með bréfi, dags. 10. desember 2010, tilkynnti ráðuneytið kæranda að það hefði ákveðið að synja beiðni hans. Kæruefni málsins er sú ákvörðun ráðuneytisins. Með bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 1. desember 2010, jók kærandi við kæruefni málsins að því leyti að hann krefðist einnig aðgangs að þeim gögnum frá alþjóðastofnunum er heilbrigðisráðuneytið hefði stuðst við er sýndu fram á nauðsyn þess að notast við svínaflensubóluefni frá GlaxoSmithKline. Af gögnum málsins er ljóst að kærandi telur sig ekki hafa fengið fullnægjandi svör ráðuneytisins við því erindi.</p> <p>Kærandi mun um nokkurn tíma hafa óskað upplýsinga og gagna frá heilbrigðisráðuneytinu, nú velferðarráðuneytinu, og stofnana á þess vegum vegna bólusetningar gegn svonefndri svínaflensu. Í dæmaskyni skal nefnt að með bréfi, dags. 27. janúar 2009, fór kærandi þess á leit við ráðuneytið að honum yrðu veitt svör við nánar tilgreindum spurningum. Þar er m.a. óskað upplýsinga um það hvort íslensk stjórnvöld hafi gert samning við „bóluefnafyrirtækið GlaxoSmithKline (GSK)“ og ef svo sé er beðið um afrit af þeim samningi. Beiðni um aðgang að nefndum samningi áréttaði kærandi í nokkur skipti við ráðuneytið, þar á meðal með bréfi dags. 30. ágúst 2010 og 28. september það ár.</p> <p>Með bréfi til heilbrigðisráðherra, dags. 17. nóvember 2010, afmarkaði kærandi beiðni sína um aðgang að gögnum með þeim hætti að óskað væri aðgangs að afriti „af samningi er gerður var á milli íslenskra heilbrigðisyfirvalda og við bóluefnafyrirtækið GlaxoSmithKline (GSK) varðandi kaup á svínaflensubóluefninu (eða inflúensu A/H1N1-bóluefninu).“ Jafnframt óskaði kærandi eftir afriti af gögnum sem yfirvöld hafi stuðst við frá alþjóðastofnunum er sýni fram á nauðsyn þess að notast við þetta svínaflensubóluefni og að lokum bað hann um afrit af vísindaniðurstöðum (öðrum en frá bóluefnafyrirtækjum) er sýni „fram á að skvalen (e. Squalen) framkalli ekki sjálfofnæmissjúkdóma (e. autoimmune disease) í mönnum“. Eins og áður greinir hefur kærandi nú borið afgreiðslu ráðuneytisins á báðum þessum erindum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál með framlagningu stjórnsýslukæru. </p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 25. nóvember 2010, kynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál heilbrigðisráðuneytinu framkomna kæru, vegna þess að óafgreidd væri beiðni kæranda um aðgang að samningi um kaup á bóluefni. Vakin var athygli á því að stjórnvaldi bæri að taka ákvörðun um það svo fljótt sem verða mætti hvort verða ætti við beiðni um aðgang að gögnum.</p> <p>Svör bárust úrskurðarnefndinni frá ráðuneytinu með bréfi, dags. 10. desember 2010. Kemur þar fram að með bréfi, dags. þann sama dag, hafi erindi kæranda verið synjað með vísan til þess að umbeðinn samningur innihaldi upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðsemjanda, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar sem á markaði bóluefna ríki töluverð samkeppni sé að mati ráðuneytisins ekki hægt að útiloka að viðsemjandi GlaxoSmithKline ehf., verði fyrir tjóni yrði aðgangur veittur að samningnum.</p> <p>Í svörum ráðuneytisins segir ennfremur svo:</p> <p>„Óskað var eftir áliti GlaxoSmithKline ehf. á því hvort veita bæri aðgang að samningnum með bréfi, dags. 3. desember 2010. Ráðuneytinu barst bréf [X], hrl., fyrir hönd GlaxoSmithKline ehf., dags. 7. desember 2010, þar sem lagst var gegn því að veittur yrði almennur aðgangur að samningnum þar sem hann inniheldur upplýsingar sem varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins svo og upplýsingar er varða almannahagsmuni, sbr. 5. og 6. gr. upplýsingalaga (sjá meðfylgjandi fylgiskjal). Því telur ráðuneytið sér ekki heimilt að veita aðgang að samningnum með vísan til samþykkis þess sem í hlut á, sbr. 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga.“</p> <p>Af hálfu ráðuneytisins kom ennfremur fram að það liti svo á að samningurinn innihéldi ekki upplýsingar sem hægt væri að takmarka aðgang að með vísan til almannahagsmuna, sbr. 6. gr. upplýsingalaga, enda væri hann að fullu kominn til framkvæmda.</p> <p>Í kjölfar þess að kærandi jók við kæruefni málsins, með erindi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 1. desember 2010, ritaði úrskurðarnefndin ráðuneytinu á ný og kynnti því framkomið kæruefni vegna þess að upplýsingar hefðu ekki verið veittar um gögn sem yfirvöld hefðu stuðst við frá alþjóðastofnunum. Bréf úrskurðarnefndarinnar til ráðuneytisins er dags. 2. desember. Afrit af svari ráðuneytisins til kæranda vegna þessa erindis barst úrskurðarnefndinni um leið og svör vegna þess kæruefnis sem rakið var hér að framan, þ.e. með bréfi dags. 10. desember. Í umræddu bréfi til kæranda kemur fram að ráðuneytinu hafi borist afrit af bréfi kæranda til sóttvarnarlæknis. dags. 24. nóvember 2010, en þar komi fram gagnrýni á svör sem hann hafi veitt kæranda í bréfi, dags. 18. sama mánaðar. Segir í bréfi ráðuneytisins að því sé ekki kunnugt um að sú miðlun upplýsinga sem sóttvarnarlæknir hafi notast við, þ.e. að gefa upp vefslóð þar sem nálgast má umbeðnar upplýsingar, hafi valdið kæranda sérstökum vandkvæðum. Er kæranda ennfremur bent á að hann geti nálgast afrit þeirra gagna sem liggi að baki þeim vefslóðum er honum hafi verið bent á hjá skrifstofu viðkomandi stjórnvalds samkvæmt beiðni þar um og greiðslu gjalds í samræmi við 4. mgr. 12. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. gjaldskrá nr. 306/2009.</p> <p>Kæranda voru kynnt svör ráðuneytisins við erindum úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 14. desember 2010, og honum veittur frestur til að koma á framfæri athugasemdum vegna þeirra til 22. sama mánaðar. Athugasemdir frá kæranda bárust úrskurðarnefndinni með bréfum, dags. 13. og 21. desember 2010. </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Kæra máls þessa beinist annars vegar að synjun heilbrigðisráðuneytisins á því að afhenda kæranda afrit samnings við fyrirtækið GlaxoSmithKline ehf. við íslensk stjórnvöld um kaup á bóluefni við svínaflensu. Hins vegar beinist hún að afgreiðslu ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að þeim gögnum frá alþjóðastofnunum er heilbrigðisráðuneytið hefði stuðst við og sýndu fram á nauðsyn þess að notast við svínaflensubóluefni frá GlaxoSmithKline.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem fram koma í 4. til 6. gr. laganna. Í 1. mgr. 14. gr. sömu laga kemur fram að heimilt sé að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum.</p> <p>Í máli þessu hefur ráðuneytið synjað kæranda um aðgang að samningi við fyrirtækið GlaxoSmithKline ehf. um kaup á bóluefni við svínaflensu. Kæru málsins er að því leyti réttilega beint að úrskurðarnefndinni. Ráðuneytið hefur hins vegar ekki synjað kæranda um aðgang að þeim upplýsingum sem stuðst hafi verið við frá alþjóðastofnunum um mat á nauðsyn þess að notast við svínaflensubóluefni. Ráðuneytið hefur bent kæranda á að hann hafi fengið send afrit af tilvísunum á heimasíður þar sem umbeðnar upplýsingar sé að finna, auk þess sem kæranda hefur verið leiðbeint um að hann geti formlega óskað afrita af þeim gögnum sem á heimasíðunum séu gegn gjaldi samkvæmt gjaldskrá. Verða skýringar og rök ráðuneytisins ekki skilin með öðrum hætti en þeim að hér sé um að ræða þær einu upplýsingar frá alþjóðastofnunum sem á var byggt við umrætt mat. Synjun á umræddu erindi kæranda liggur því ekki fyrir og ber að vísa þeim þætti málsins frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að samningi við fyrirtækið GlaxoSmithKline ehf. byggist á því að í honum komi fram upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Umræddur samningur er undirritaður þann 4. maí 2007. Samningsaðilar eru annars vegar GlaxoSmithKline ehf., sem skráð er á Íslandi og GlaxoSmithKline Bilogicals S.A., sem skráð er í Belgíu, og hins vegar heilbrigðisráðuneytið fyrir hönd íslenska ríkisins. Samningurinn sjálfur er 43 blaðsíður, ritaður á ensku, en honum fylgja 4 viðaukar eða áætlanir (enska: Schedule). Að áætlununum meðtöldum er samningurinn 55 blaðsíður.</p> <p>Ráðuneytið hefur undir meðferð málsins lýst því yfir að í samningnum sé ekki að finna upplýsingar sem nauðsynlegt sé að haldið verði leyndum vegna almannahags, sbr. 6. gr. upplýsingalaga. Í ljósi þeirra gagna sem um ræðir og röksemda kærða í málinu reynir því einvörðungu á það hvort rétt hafi verið að hafna aðgangi að umbeðnum gögnum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Eins og fram hefur komið leitaði heilbrigðisráðuneytið eftir afstöðu GlaxoSmithKline ehf. til þess hvort félagið teldi eitthvað því til fyrirstöðu að veittur yrði aðgangur að umræddum samningi. Í bréfi lögmanns félagsins, dags. 7. desember 2010, kemur fram að lögð sé áhersla á að allir hlutar samningsins séu trúnaðarmál. Þar segir m.a. svo:</p> <p>„Á markaði með bóluefni ríkir enda mikil samkeppni og þar starfa einungis nokkrir birgjar. Af þeim sökum verður að telja upplýsingar á þeim markaði, ekki síst upplýsingar sem tengjast viðskiptum með bóluefni gegn farsóttum, líkt og við á í þessu tilviki, varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra félaga sem í hlut eiga. Með öðrum orðum eru slíkar upplýsingar mjög viðkvæmar viðskiptalega. Ennfremur hefur umbjóðandi minn notast við upplýsingar í samningnum sem tengjast t.a.m. verði, magni, framleiðslugetu, skuldbindingum, ábyrgðum, reikningagerð, almennum skilmálum, ástandi og afhendingu í samningaviðræðum við aðra aðila. Þá kann einnig að koma til þess að umbjóðandi minn þurfi að notast við upplýsingarnar í framtíðarsamningaviðræðum. Eðli málsins samkvæmt hafa samkeppnisaðilar umbjóðanda míns mikinn hug á að komast yfir þessar upplýsingar og nýta sér þær; til hagsbóta fyrir samkeppnisaðilana en til tjóns fyrir umbjóðanda minn. Almennur aðgangur að upplýsingunum myndi því óneitanlega raska samkeppnisstöðu umbjóðanda míns, auk þess sem slíkur aðgangur myndi eflaust hafa töluverð áhrif á framtíðarsamningaviðræður einkaaðila við íslenska ríkið, þá einkum og sér í lagi varðandi þær upplýsingar sem einkaaðilar væru tilbúnir að veita án trúnaðar. Ljóst má vera að umbjóðandi minn hefði aldrei veitt svo viðkvæmar upplýsingar í umræddum samningi nema gegn því að gætt yrði fyllsta trúnaðar.“</p> <p><strong>4.<br /> </strong>Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Ber ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344).</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið hinn umrædda samning með ítarlegum hætti. Í honum er að hluta til að finna upplýsingar um fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins vegna kaupa á bóluefni, afhendingu, afhendingarfrestum og ýmsum skilyrðum viðskiptanna. Þær upplýsingar lúta með beinum hætti að ráðstöfun opinberra hagsmuna. Í ljósi meginreglu upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr., geta hagsmunir almennings af því að fá aðgang að slíkum upplýsingunum rutt til hliðar viðskiptalegum hagsmunum viðsemjenda ríkisins, enda hafi ekki verið sýnt fram á að það valdi viðkomandi beinu tjóni verði upplýsingarnar gerðar opinberar. Hefur úrskurðarnefndin m.a. byggt á því í úrskurðum sínum að það sjónarmið að upplýsingar um umsamið endurgjald hins opinbera til einkaaðila fyrir veitta þjónustu eða vörur skuli fara leynt verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Hefur í því sambandi einnig verið litið til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum, sbr. m.a. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum A-74/1999, A-133/2001 og A-229/2006, svo dæmi séu tekin.</p> <p>Í hinum umrædda samningi er einnig að hluta til að finna upplýsingar um framleiðsluferli, þar á meðal framleiðslutíma hins umsamda bóluefnis, framleiðslugetu, ástand vöru og þróun hennar. Úrskurðarnefndin telur að upplýsingar um þessi atriði í umræddum samningi séu almennt af því tagi að ætla megi að það geti orðið viðsemjendum ríkisins til tjóns verði þær gerðar opinberar.</p> <p>Með vísan til framangreinds og meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings ber kærða, nú velferðarráðuneytinu, að afhenda kæranda afrit af umræddum samningi, en þó með eftirtöldum útstrikunum skv. 7. gr. laganna: </p> <p>1) Afmá skal kaflaheiti 10. kafla á bls. 2.<br /> 2) Afmá skal í heild málsgreinar (D), (E), (F) og (G) á bls. 4.<br /> 3) Afmá skal þann hluta málsgreinar (J) sem kemur fyrir aftan orðið „laboratories)“ á bls. 5.<br /> 4) Afmá skal í heild skilgreiningu sem birtist á eftir skilgreiningu hugtaksins „Agreement“ og undan skilgreiningu hugtaksins „Antigen Component“ á bls. 7.<br /> 5) Afmá skal þau orð er koma á milli orðanna „the Term and,“ og „any variation to these terms“ í grein 3.3., bls. 13.<br /> 6) Afmá skal þau orð er koma á milli „shall be subject to GSK‘s“ og „(b)“ í grein 4.1. bls. 14.<br /> 7) Afmá skal í heild grein 4.4., bls. 15-16.<br /> 8) Afmá skal þann hluta greinar 4.5. sem kemur aftan við orðin „continued period of Pandemic Vaccine production“, bls. 16.<br /> 9) Afmá skal greinar 4.7.1 og 4.7.2, bls. 17 í heild sinni.<br /> 10) Afmá skal greinar 5.5. og 5.6., bls. 18-19, í heild sinni.<br /> 11) Afmá skal greinar 7.7, 7.8 og 7.9, bls. 22, í heild sinni.<br /> 12) Afmá skal þau orð er koma á milli orðanna „under this Agreement“ og „and manufacturing technologies“ í grein 9.1, bls. 24.<br /> 13) Afmá skal í heild sinni kafla 10, ásamt kafla heiti, bls. 26-28.<br /> 14) Afmá skal í heild sinni grein 11.3, bls. 29.<br /> 15) Afmá skal heiti áætlana nr. 1, 2 og 4, þ.e. „Schedule 1“, „Schedule 2“ og „Schedule 4“, bls. 44. <br /> 16) Afmá skal áætlun nr. 1, „Schedule 1“, bls. 45-47, í heild sinni.<br /> 17) Afmál skal áætlun nr. 2, „Schedule 2“, bls. 48-51, í heild sinni.<br /> 18) Afmá skal áætlun nr. 4, „Schedule 4“, bls. 55, í heild sinni.</p> <p>Þar sem ákvæði 5. gr. upplýsingalaga á aðeins við um hluta umrædds skjals skal veita kæranda aðgang að öðrum hlutum þess. Áréttað skal að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar um þá þætti samningsins sem veita ber aðgang að byggist á því annars vegar að þar komi fram upplýsingar sem ekki séu til þess fallnar að valda samningsaðilum neinu tjóni verði þær gerðar opinberar og hins vegar að um sé að ræða upplýsingar sem lúti með svo beinum hætti að ráðstöfun opinberra fjárhagslegra hagsmuna, s.s. um endurgjald eða aðrar skuldbindingar hins opinbera, að þær beri af þeim sökum að gera opinberar með vísan til 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir að gagnaðilar ríkisins í umræddum samningi teldu það æskilegt að þeim yrði haldið leyndum af tilliti til fjárhagslegra hagsmuna sinna.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru vegna skorts á svörum vegna beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá alþjóðastofnunum er heilbrigðisráðuneytið hefði stuðst við er sýndu fram á nauðsyn þess að notast við svínaflensubóluefni frá GlaxoSmithKline er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Kærða, nú velferðarráðuneytinu, ber að afhenda kæranda afrit af samningi dags. 4. maí 2007 milli GlaxoSmithKline ehf. og GlaxoSmithKline Bilogicals S.A. annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins fyrir hönd íslenska ríkisins hins vegar, með þeim útstrikunum sem tilgreindar eru í undirkafla 4 í niðurstöðum úrskurðar þessa.</p> <p> </p> <p><br />  </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                             Sigurveig Jónsdóttir                                     Friðgeir Björnsson</p> |
A-376/2011. Úrskurður frá 16. september 2011 | Kærð var sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja um aðgang að gögnum sem orðið hefðu til eftir að kærandi sendi tiltekna kvörtun til Eftirlitsstofnunar Fríverslunarsamtaka Evrópu og vörðuðu það málefni sem kvörtunin beindist að. Aðili máls. Samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 16. september 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-376/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 17. febrúar 2011, kærði [X] hdl., f.h. Mílu ehf., ákvörðun utanríkisráðuneytisins frá 19. janúar um að synja fyrirtækinu um „aðgang að gögnum sem orðið hafa til eftir kærandi sendi tiltekna kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og varða málið.“ Umrædd kvörtun er dags. 16. júlí 2010.</p> <p>Í kæru kemur fram að kvörtun sú er beint var til ESA varði ólögmætan ríkisstyrk sem kærandi telji að veittur hafi verið aðilum sem gert hafi samning um leigu á ljósleiðaraþráðum NATO en leigugjaldið hafi verið óhóflega lágt.</p> <p>Í bréfi utanríkisráðuneytisins frá 19. janúar 2011 til lögmanns kæranda, þar sem beiðni hans um aðgang að gögnum er hafnað, segir m.a. eftirfarandi:</p> <p>„Í tilvísuðu erindi þínu er þess óskað að þér f.h. Mílu ehf., verði veittur aðgangur að öllum gögnum sem varða málið og orðið hafa til í kjölfar þess að kvörtunin var send ESA. Að því er þetta varðar gengur ráðuneytið út frá því að hér sé átt við samskipti þau sem ráðuneytið hefur átt og önnur þau gögn sem orðið hafa til hjá því vegna kvörtunar Mílu til ESA.</p> <p>Ráðuneytið staðfestir að í samræmi [við] EES reglur um ríkisaðstoð upplýsti ESA íslensk stjórnvöld um kvörtun Mílu ehf. Í tengslum við frumathugun sína vegna kvörtunarinnar óskaði stofnunin eftir afstöðu stjórnvalda til hennar. Íslensk stjórnvöld hafa í kjölfarið sent ESA greinargerð og önnur þau gögn er tengjast kvörtunarefni Mílu ehf. Á þeim tíma sem þetta erindi er ritað hefur stofnunin ekki tekið ákvörðun um það hvort hefja beri formlega rannsókn á málinu er varðar leigu á ljósleiðaraþráðum NATO.</p> <p>Með hliðsjón af því að ESA hefur ekki lokið umfjöllun sinni í málinu um meinta ríkisaðstoð íslenskra stjórnvalda er beiðni um aðgang hafnað með vísan í 2. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 sbr. og úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 240/2007 og 246/2007.“</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndar upplýsingamála byggir kærandi á því „að þær upplýsingar sem óskað er aðgangs að falli undir 9. gr. upplýsingalaga. Hefur greinin verið skýrð svo að undir hana falli gögn þegar upplýsingarnar varði aðila með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því umfram aðra að fá gögnin, sbr. úrskurð nefndarinnar í málum nr. A-294/2009 og A-299/2009. Kærandi byggir á því að svo sé um hann og þau gögn sem hér um ræðir. Fyrir liggur að það mál sem til umfjöllunar er í þeim gögnum sem um ræðir er orðið til að undirlagi kæranda. Væri um að ræða íslenskt stjórnsýslumál teldist kærandi aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga. Sem samkeppnisaðili þiggjanda meints ríkisstyrks og meðeigandi að þeim þráðum sem mynda ljósleiðarann hefur kærandi einstaklegra, beinna og verulegra hagsmuna að gæta af niðurstöðu máls ESA. Hann hefur því bersýnilega hagsmuni af því umfram aðra að kynna sér sjónarmið utanríkisráðuneytisins í málinu, meðal annars í þeim tilgangi að koma á framfæri athugasemdum sínum eða eftir atvikum leiðréttingum.“</p> <p>Kærandi hafnar því að undanþáguákvæði 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga eigi hér við. Samkvæmt skýringum í frumvarpi til upplýsingalaga við þá grein sé það skilyrði að birting gagna sem undir þann tölulið kunni að falla skapi hættu á tjóni og verði að meta hvert gagn og hluta þess í því ljósi. Ljóst sé að um þrönga undantekningarheimild sé að ræða og rökstyðji utanríkisráðuneytið ekki í hverju hætta á birtingu gagnanna sé fólgin áður en ESA útkljái málið fremur en eftir að því sé lokið. Ólíklegt sé að utanríkisráðuneytið sé í andsvörum sínum til ESA að fjalla um ríkisleyndarmál sem varði almannahag. Af þessum ástæðum beri að veita kæranda umbeðinn aðgang að gögnum en af þeim aðgangi hafi hann ríka hagsmuni.</p> <p>Kvörtun Mílu ehf. til Eftirlitsstofnunar EFTA, sem send var stofnuninni með bréfi, dags. 16. júlí 2010, fylgdi kærunni til úrskurðarnefndar upplýsingamála. Í kvörtuninni kemur fram að fyrirtækið sé eigandi og rekstraraðili 5 af 8 þráðum svokallaðs NATO ljósleiðara. Segir kvörtuninni sem rituð er á ensku m.a. eftirfarandi:</p> <p>“The Trunk lines were included in the purchase by Exista hf., the parent company og Skipti hf., the parent company, of Landssími Ísland hf. (now “Síminn”), Iceland´s largest telecommunication company from the Icelandic state in 2005.“</p> <p>Í framhaldi af þessu er lýst kaupverði Landssíma Íslands, verðmati á Mílu ehf. og hve stór hluti af því er metið verðmæti ljósleiðaraþráðanna einna en fram kemur í kærunni að fyrirtækið óskar eftir því að  halda þessum upplýsingum leyndum.</p> <p>Þá er því lýst að Ríkiskaup hafi í júní 2008 boðið út tvo ljósleiðaraþræði af þeim þremur sem í eigu ríkisins eru en hafi þurft að fjárfesta kr. 250 milljónir til þess að losa um annan þeirra til þess að geta notað þann þriðja einan í þágu „Iceland Air Defence System.“</p> <p>Þá segir eftirfarandi í kærunni til eftirlitsstofnunarinnar:</p> <p>„As a result of the stated aim of the tender to increase competition, the provision of the tender were such that Míla was effectively excluded from participating in the tender process (competition was valued at 40%). The tender awarded contracts for ten years, with the minimum consideration 19 million ISK per year, which was considered to cover the state´s operating costs of the cables. Two companies were awarded such contracts for ten years. Fjarski ehf. for the price of ISK 20,000,000 per year and Og fjarskipti ehf. for the price of ISK 19,150,000 per year. Formal contract has been concluded with Og fjarskipti ehf. but Míla is not aware of such formal contract having been concluded with Fjarski ehf.“</p> <p>Síðar í kvörtuninni segir um fjárhæð meints ríkisstyrks eftirfarandi:</p> <p>“The amount of the aid constitutes the difference between the rent charged by the state for the use of the cables, i.e., 19.150 – 20,000,000  ISK per year, and what a market investor would had deemed an acceptable rent, i.e., over 85 million ISK. The net present value of the total amount of the aid is ISK 464,2 million over the estimated twenty year lifetime of the fiber to each of the two companies, based on the rental price ISK 19,000,000 per year. [...] The aid is granted in the form of a rent for the use of certain infrastructure at a price below what a market investor would had deemed acceptable.”</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fyrr segir barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 17. febrúar 2011. Kæran var send utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 2. mars. Var ráðuneytinu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 14. þess mánaðar og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Þá var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p>Svarbréf utanríkisráðuneytisins er dags. 11. mars 2011. Í því segir að hjálögð séu afrit þeirra gagna sem kæran lúti að. Segir m.a. svo í bréfinu:</p> <p>„Í beiðni sinni til ráðuneytisins, dags. 3. janúar þ.á., óskaði kærandi eftir að [X], fyrir sína hönd, yrði veittur aðgangur að öllum gögnum sem varða kæru Mílu ehf. til ESA, vegna ætlaðs ólögmæts ríkisstyrks sem veittur var þeim aðilum sem gerðu samning um leigu á ljósleiðaraþráðum NATO. Að sama skapi var óskað eftir öllum gögnum sem orðið hafa til í kjölfar þess að kvörtunin var send, m.a. öll samskipti við ESA eða aðra aðila málsins. Við túlkun á því hvaða mál væri um að ræða í skilningi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga lítur ráðuneytið svo á að beiðnin hafi lotið að þeim samskiptum sem ráðuneytið hefði átt fram til þessa tíma og önnur þau gögn sem orðið hefðu til hjá því vegna kvörtunar Mílu ehf. til ESA. Var beiðni kæranda synjað með erindi ráðuneytisins, dags. 19. janúar sl.</p> <p>Við afgreiðslu málsins var litið til gagna í fórum ráðuneytisins en í málaskrá þess er að finna eitt mál sem lýtur að áðurnefndri kvörtun Mílu ehf. til ESA eða mál BRU100090001. Það var stofnað þegar stofnunin upplýsti íslensk stjórnvöld um kvörtunina og bauð þeim að veita henni frekari upplýsingar um málið. Er þar að finna skjöl um samskipti íslenskra stjórnvalda við stofnunina auk þeirra samskipta sem íslensk stjórnvöld áttu sín á milli, þ.e. utanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti sem fer með málefni á sviði ríkisaðstoðar. Í hjálögðu fylgiskjali 1 er að finna yfirlit yfir gögn málsins sem fylgja með líkt og áður greinir. Rétt er að geta þess að fylgiskjal 8 hefur verið sent starfsmanni nefndarinnar í tölvupósti vegna umfangs viðauka 7 við skjalið og fylgir hann því ekki útprentaður.</p> <p>Í svari sínu til Mílu ehf. rökstuddi ráðuneytið synjunina með vísan í 2. mgr. [2. tölu.] 6. gr. upplýsingalaga. Var á því byggt að ESA hefði ekki lokið umfjöllun sinni í málinu um meinta ríkisaðstoð (umfjöllun er, þegar þetta er ritað, enn ekki lokið). Þessu til stuðnings var að auki vitnað til úrskurða úrskurðarnefndarinnar, nr. 240/2007 og nr. 246/2007, þar sem sambærileg málsatvik voru til skoðunar. Telur ráðuneytið ekki þörf á frekari rökstuðningi um þennan þátt málsins.</p> <p>Ráðuneytið vill að auki taka það fram að gögn málsins varða sum hver fjárhagsmálefni nokkurra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Er ráðuneytinu því óheimilt að afhenda án þess að fyrir liggi samþykki þess sem í hlut á. Í engum tilvikum liggur slíkt samþykki fyrir þegar þetta er ritað. Einnig verður að líta til þess að gögnin lúta að samskiptum ráðuneytisins við fjölþjóðastofnunina ESA. Af því leiðir að 2. tölul. 6. gr. laganna veitir ráðuneytinu heimild til að takmarka aðgang að þeim gögnum sem ráðuneytið telur rétt og eðlilegt að gera í þessu tilviki. Fallist úrskurðarnefndin ekki á rökstuðning ráðuneytisins sem settur var fram í synjunarbréfi þess til kæranda, dags. 3. janúar sl., telur ráðuneytið rétt að litið verði til þessara viðbótarraka.“</p> <p>Svarbréfi utanríkisráðuneytisins fylgdi yfirlit yfir skjöl máls nr. BRU10090001, eins og að framan greinir. Samkvæmt þessu yfirliti eru skjöl málsins allnokkur, en að auki er í upphafi vísað til tveggja mála úr málaskrá ráðuneytisins. Annars vegar til máls nr. UTN 11010044. Þetta mál ber heitið „Beiðni um aðgang að gögnum vegna kæru Mílu ehf. til Eftirlitsstofnunar EFTA. Hins vegar til máls nr. UTN11030043, en það mál ber heitið „Kæra vegna synjunar á aðgangi að gögnum vegna kæru Mílu ehf. til Eftirlitsstofnunar EFTA“.</p> <p>Skjöl máls nr. BRU10090001 eru eftirtalin, samkvæmt umræddu yfirliti og þeim gögnum er bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál:</p> <p>1) Tölvubréf, dags. 1. september 2010 frá [A] starfsmanni í fjármálaráðuneytinu til þriggja starfsmanna utanríkisráðuneytisins. Með tölvubréfinu var utanríkisráðuneytinu kynnt fram komið erindi frá Eftirlitsstofnun EFTA vegna kvörtunar Mílu hf. Einnig fylgdu tölvubréfinu ódagsett drög að umsögn fjármálaráðuneytisins vegna dómsmáls sem höfðað var á hendur Fjarskiptasjóði og varðaði m.a. ríkisaðstoð.</p> <p>2) Bréf Eftirlitsstofnunar EFTA til íslenskra yfirvalda, dags. 30. ágúst 2010. Beiðni um upplýsingar vegna kvörtunar Mílu hf. Bréfinu fylgir afrit af kvörtun Mílu hf. til stofnunarinnar sem og afrit af umboði lögmanns fyrirtækisins.</p> <p>3) Bréf fjármálaráðuneytisins til Eftirlitsstofnunar EFTA, dags. 28. september 2010. Í bréfinu er annars vegar óskað aukins frests til að verða við erindi eftirlitsstofnunarinnar frá 30. ágúst 2010. Hins vegar fylgir bréfinu minnisblað utanríkisráðuneytisins varðandi leigu ljósleiðaraþráða, dags. 7. maí 2008 (sama skjal og nefnt er í staflið d) í þessari upptalningu).</p> <p>4) Bréf Eftirlitsstofnunar EFTA til íslenskra yfirvalda, dags. 5. nóvember 2010. Fallist á umbeðinn frest til svara á erindi stofnunarinnar.</p> <p>5) Bréf fjármálaráðuneytisins til Eftirlitsstofnunar EFTA, dags. 3. desember 2010. Svar við erindi stofnunarinnar frá 30. ágúst 2010. Bréfinu fylgdu eftirtalin skjöl: </p> <p>a) Samningur á milli Og fjarskipta ehf. og Varnarmálastofnunar Íslands, dags. 1. febr. 2010, um leigu á ljósleiðara NATO.<br /> b) Breyting á samningi Og fjarskipta ehf. og Varnarmálastofnunar Íslands frá 1. febrúar 2010. Skjalið er dags. 9. apríl 2010.<br /> c) Sameiginleg yfirlýsing Fjarska ehf. og utanríkisráðuneytisins um afsal leiguréttar á ljósleiðara NATO, dags. 9. apríl 2010.<br /> d) Minnisblað utanríkisráðuneytisins varðandi leigu ljóðsleiðaraþráða, dags. 7. maí 2008.<br /> e) Athugasemdir Og fjarskipta ehf. vegna kvörtunar Mílu ehf. til Eftirlitsstofnunar EFTA, sendar fjármálaráðuneytinu með bréfi lögmanns fyrirtækisins, dags. 22. nóvember 2010.<br /> f) Verkefnisskilmálar Ríkiskaupa f.h. Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar leigu til 10 ára á tveimur ljósleiðaraþráðum af átta sem liggja hringinn í kring um Ísland. Skjalið ber heitið „Verkefni NR 14477. Ljósleiðarar. utanríkisráðuneytið. Apríl 2008.“<br /> g) Samningur utanríkisráðuneytisins f.h. íslenska ríkisins og Landsíma Íslands hf. um eignarhald, meðferð, rekstur og viðhald þriggja ljósleiðaraþráða í þágu Atlantshafsbandalagsins (NATO), dags. 27. mars 2001. Tvö eintök, annað á íslensku en hitt á ensku.<br /> h) „Memorandum of Understanding between the Government of Iceland and the Government of the United States regarding the Construction, Operation and Maintenance of a Fiber Optics Communication System“, frá 25. júlí 1989.<br /> i) „Contract N62470-98-4481 Performance Work Statement Facilities Support Contract Iceland Air Defence System Fiber Optics Network.“ Viðauki við „memorandum“ frá 25. júlí 1989 (sjá fskj. 17) og samning frá 11. október 1989.<br /> j) „Resources to Serve Everyone. Policy of the Government of Iceland on the Information Society 2004-2007, gefið út af forsætisráðuneytinu en er ekki dagsett.<br /> k) „Telecom Policy Statment 2005-2010. Report by the Steering Group appointed by the Minister of Transport and Communications, gefið út af samgönguráðuneytinu í júní 2005.<br /> l) „Market Analysis. Retail Market for the minimum Set og leased Lines (market 7), wholesale terminating Segments of leased Lines (market 13), and wholesale Trunk Segments og leased Lines (market 14).“ Gefið út af Póst- og fjarskiptastofnun 23. febrúar 2007.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 29. mars, var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina frekari athugsemdum í ljósi umsagnar utanríkisráðuneytisins og bárust þær í bréfi dags. 6. apríl. Segir þar að ekki sé gerð athugasemd við túlkun ráðuneytisins á því um hvaða mál sé að ræða í skilningi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þá segir orðrétt í bréfinu:</p> <p>„Umbjóðandi okkar vill árétta þá ríku hagsmuni sem hann hefur af því að kynna sér þau gögn sem um ræðir. Ef málareksturinn fyrir Eftirlitsstofnun EFTA væri fyrir innlendu stjórnvaldi telur umbjóðandi okkar ljóst að hann teldist aðili máls í skilningi stjórnsýsluréttar og ætti sem slíkur rétt á aðgangi að gögnum þess, þar með talið sjónarmiðum íslenska ríkisins. Má jafna þeim gögnum til upplýsinga um aðila sjálfan, sbr. 9. gr. upplýsingalaga. Allt að einu verður að telja hæpið að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að samskiptum við stjórnvald, sem ef það væri íslenskt leiddi til þess að aðili máls fengi aðgang að þeim, sé haldið leyndum.</p> <p>Eftir því sem næst verður komist hafa íslensk stjórnvöld í sambærilegum málum til þessa veitt aðgang að sjónarmiðum sínum vegna málareksturs fyrir eftirlitsstofnuninni á grundvelli upplýsingalaga. Virðist því sem um sé að ræða frávik frá stjórnsýsluframkvæmd án lagabreytingar í andstöðu við jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p>Þá skal bent á að samskipti milli utanríkisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins innihalda ekki samskipti við fjölþjóðastofnanir í skilningi 2. tl. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Verður enda að túlka ákvæðið þröngt þar sem um er að ræða undantekningu frá meginreglu laganna um upplýsingarétt.</p> <p>Að lokum er rétt að taka fram að tilvísun ráðuneytisins til þess að sum gagnanna innihaldi upplýsingar um fjárhagsmálefni nokkurra lögaðila sbr. 5. gr. upplýsingalaga fær ekki framangreindu breytt. Varða gögnin ekki leynilegri upplýsingar en svo að ráðuneytið sá ekki ástæðu til þess að taka þetta fram í ákvörðun sinni. Í öllu falli geta slíkar upplýsingar vart verið nema hluti tiltekinna gagna og ber því að veita umbjóðanda okkar aðgang að öðrum hlutum þeirra, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Að öðru leyti vísast til þeirra sjónarmiða og röksemda sem sett voru fram í kæru dags. 17. febrúar sl.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <h3><br /> Niðurstöður</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og að framan er lýst óskaði Míla ehf. í bréfi til utanríkisráðuneytisins, dags. 3. janúar 2011, að lögmanni fyrirtækisins yrði „veittur aðgangur að öllum gögnum sem varða málið og orðið hafa til í kjölfar þess að kvörtunin var send. Með því er meðal annars átt við öll samskipti við ESA eða aðra aðila vegna málsins. Um lagaheimild vísast til 3. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“</p> <p>Í synjunarbréfi utanríkisráðuneytisins til lögmanns kæranda, dagsett 19. janúar 2011, segir m.a. eftirfarandi:</p> <p>„Í tilvísuðu erindi þínu er þess óskað að þér f.h. Mílu ehf. verði veittur aðgangur að öllum gögnum sem varða málið og orðið hafa til í kjölfar þess að kvörtunin var send ESA. Að því er þetta varðar gengur ráðuneytið út frá því að hér sé átt við samskipti þau sem ráðuneytið hefur átt og önnur þau gögn sem orðið hafa til hjá því vegna kvörtunar Mílu til ESA.“</p> <p>Þessa synjun utanríkisráðuneytið kærði lögmaður Mílu ehf. til úrskurðarnefndar upplýsingamála með bréfi, dags. 17. febrúar 2011, þ.e. „að hafna því að veita kæranda aðgang að gögnum sem orðið hafa til eftir að kærandi sendi tiltekna kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og varða málið. Þess er krafist að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og utanríkisráðuneytinu gert að afhenda kæranda umbeðin gögn.“</p> <p>Úrskurðarnefndin álítur að í beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá 3. janúar 2011 hafi verið skýrt afmarkað hvaða gögn það eru sem beðið var um aðgang að með tilvísun til þess tíma sem þau urðu til. Sama máli gegnir um synjun ráðneytisins um þann aðgang frá 19. s.m. Kæra til úrskurðarnefndarinnar frá 17. febrúar 2011 nær eingöngu til synjunar ráðuneytisins um aðgang samkvæmt beiðni kæranda frá 3. janúar. Kæruefnið er því lagt fyrir úrskurðarnefndina með þeim hætti að hún telur að henni beri eingöngu að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að gögnum sem orðið hafa til eftir 16. júlí 2010 og varða kæru Mílu ehf. til Eftirlitsstofnunar EFTA en ekki skjala frá fyrri tíma enda þótt utanríkisráðuneytið kunni að hafa sent ESA þau vegna kvörtunar Mílu ehf. Óski kærandi aðgangs að öðrum gögnum sem utanríkisráðuneytið hefur sent úrskurðarnefnd um upplýsingamál og gerð er grein fyrir hér að framan verður hann að áliti nefndarinnar að beina sérstakri ósk þar um til utanríkisráðuneytisins.</p> <p>Í framangreindu felst að í máli þessu ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að taka til þess afstöðu hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum máls utanríkisráðuneytisins sem í skjalasafni þess hefur málsnúmerið BRU10090001, sbr. yfirlit sem fram kemur í kaflanum „málsmeðferð“ hér að framan, að undanskildu fylgiskjali með skjali nr. 3), þ.e. minnisblaði utanríkisráðuneytisins varðandi leigu ljósleiðaraþráða, dags. 7. maí 2008 og að undanskildum fylgiskjölum með skjali nr. 5) sem auðkennd eru með bókstöfunum a) til og með d) og f) til og með l). Í þessu síðastgreinda felst með öðrum orðum að utan kæruefnis falla öll fylgiskjöl með skjali 5) að undanskildu fylgiskjali sem merkt er með bókstafnum e) í umfjöllun um málsmeðferð hér að framan.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í þessu ákvæði felst meginregla upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í 9. gr. sömu laga er aðila hins vegar veittur sérstakur réttur til aðgangs að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál hafi þau að geyma upplýsingar um hann sjálfan.</p> <p>Kærandi hefur í máli þessu byggt rétt sinn til aðgangs að gögnum á 9. gr. upplýsingalaga. Í 1. mgr. hennar segir svo: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“ Þetta ákvæði laganna hefur verið skýrt svo að undir það falli ekki eingöngu þau tilvik þegar einstaklingur eða lögaðili óskar eftir upplýsingum um hann sjálfan heldur taki hún einnig til þeirra tilvika þegar upplýsingarnar varða þá með þeim hætti að þeir hafi sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnunum. Verður því að meta í hverju tilviki hvort svo sé eða ekki. Ber þó að hafa í huga, sbr. dóm Hæstaréttar frá 19. október 2000, í máli nr. 330/2000, að mikilvægt er að gera skýran greinarmun á upplýsingarétti almennings skv. II. kafla upplýsingalaga og upplýsingarétti aðila skv. III. kafla laganna. Hinn ríki réttur aðila sjálfs til aðgangs að gögnum samkvæmt III. kafla laganna er undantekning frá hinni almennu reglu í II. kafla þeirra um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Því verður að vera hafið yfir vafa að sá sem fer fram á aðgang að gögnum teljist aðili í skilningi 9. gr. upplýsingalaga svo að leyst verði úr beiðni hans á grundvelli þeirrar greinar.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur tvívegis áður kveðið upp úrskurð vegna kæru af hendi kæranda vegna synjunar utanríkisráðuneytisins á aðgangi að gögnum er varða ljósleiðara og útleigu þeirra, sbr. mál nr. A-337/2010 frá 1. júní 2010 og A-342/2010 frá 29. júlí 2010. Í báðum úrskurðunum var það niðurstaða nefndarinnar að þótt kærandi kynni að hafa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnum sem lytu að ráðstöfun á tveimur ljósleiðaraþráðum af átta í ljósleiðarakapli, þar sem kærandi hefur þegar afnot af fimm þeirra, yrði orðalagið „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. 9. gr. ekki skýrt svo rúmt að það tæki til upplýsinga um samningsumleitanir og samningsgerð vegna útleigu á ljósleiðurum, nema fyrir lægi með skýrari hætti hvaða sérstöku hagsmunir hans það væru sem á reyndi í viðkomandi máli. Í máli þessu hafa ekki komið fram með ítarlegri hætti en áður þeir beinu hagsmunir sem kærandi hafi af aðgangi að gögnum málsins umfram aðra. Kvörtun kæranda til Eftirlitsstofnunar EFTA veitir að vísu ítarlegri upplýsingar en komið hafa fram í fyrri málum um það tjón er kærandi telur sig hafa orðið fyrir. Engu að síður verður ekki litið svo á að kærandi hafi með þeim hætti sýnt fram á mögulega bótakröfu eða beina hagsmuni sína í málinu að hann verði af þeim sökum talinn aðili þess í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Kærandi hefur einnig bent á að hann þurfi aðgang að umræddum gögnum til þess að kynna sér sjónarmið utanríkisráðuneytisins í málinu, m.a. „í þeim tilgangi að koma á framfæri athugasemdum eða eftir atvikum leiðréttingum“ eins og í kærunni til úrskurðarnefndar segir. Þá kemur og fram í kærunni að kærandi telji afar mikilvægt að hann fái að sjá og tjá sig um sjónarmið utanríkisráðuneytisins áður en Eftirlitsstofnun EFTA taki ákvörðun um það hvort stofnunin taki málið til frekari meðferðar. Af þessu tilefni bendir úrskurðarnefndin á að þótt vel kunni að vera að kærandi kunni að hafa einhverja hagsmuni af því að koma á framfæri athugasemdum við það sem utanríkisráðuneytið heldur fram gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA um það hvort útleiga ljósleiðaraþráðanna tveggja feli í sér óheimilan ríkisstyrk til viðbótar því sem fram kemur í sjálfri kvörtun kæranda til hennar þá er óljóst hvar slíkum athugasemdum yrði komið á framfæri, né heldur verður séð að slíkur réttur sé lögvarinn gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA. Af þeirri ástæðu verður, á þessu stigi máls, ekki litið svo á að kærandi hafi slíka sérstaka hagsmuni af því umfram aðra að fá aðgang að gögnum málsins að hann teljist aðili í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi skal ennfremur á það bent, þrátt fyrir að það hafi ekki úrslitaþýðingu að þessu leyti að komi sú staða upp gerir Eftirlitsstofnun EFTA ráð fyrir því í málsmeðferðarreglum sínum að kallað verði eftir upplýsingum frá hlutaðeigandi aðilum, þar á meðal þeim er kvörtun hefur lagt fram, telji hún það lögskylt eða þörf á við meðferð máls. Það sýnist stofnunin enn ekki hafa gert. (Sjá hér Protocol 3 on the Functions and Powers of The EFTA Surveillance Authority in the Field of State aid.)</p> <p>Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar upplýsingamála að kærandi hafi ekki sýnt fram á að hann eigi slíka sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá umbeðinn aðgang að gögnum að þeir nægi til þess að málið verði afgreitt samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, að undanskildum tveimur skjölum málsins, þ.e. afriti af kvörtun kæranda til Eftirlitsstofnunar EFTA annars vegar og umboði til lögmanns kæranda í tilefni af kvörtuninni hins vegar. Verður málið því afgreitt á grundvelli II. kafla upplýsingalaga um almennan aðgang að upplýsingum, að undanskildu því er varðar umrædd tvö skjöl.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Eins og að framan segir er stjórnvöldum skylt samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Utanríkisráðuneytið hefur byggt synjun sína á aðgangi að gögnunum á undantekningarákvæði 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í þeim tölulið kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess enda hafi þau að geyma ákveðnar upplýsingar, m.a. um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir.</p> <p>Samkvæmt 108. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, er Eftirlitsstofnun EFTA sjálfstæð eftirlitsstofnun sem EFTA-ríkjunum bar að koma á fót. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 er Eftirlitsstofnun EFTA talin vera fjölþjóðastofnun í skilningi laganna og er henni ætlað m.a. það hlutverk að fylgjast með efndum á skuldbindingum samkvæmt framangreindum samningi. Samskipti við stofnunina falla því undir 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Vísast hér einnig til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-240/2007 frá 14. febrúar 2007.</p> <p>Að því er varðar mikilvæga almannahagsmuni samkvæmt 6. gr. upplýsingalaga ber að líta til þeirrar skýringar á hugtakinu „mikilvægir almannahagsmunir“ sem fram kemur í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaganna en þar segir: „Með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ er vísað til þess að beiðni um upplýsingar verður ekki synjað,  hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Þessir hagsmunir eru tæmandi taldir, en hver töluliður sætir sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræðir.“</p> <p>Í athugasemdunum segir m.a. eftirfarandi um 2. tölul. 6. gr.: „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að. Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir því ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“</p> <p>Þegar litið er til þess að Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki lokið umfjöllun um það mál sem hér um ræðir og framangreindra sjónarmiða, einkum um þau markmið 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við þær fjölþjóðlegu stofnanir sem Ísland á aðild að, er það niðurstaða nefndarinnar að utanríkisráðuneytinu sé heimilt, a.m.k. að svo stöddu, að takmarka aðgang kæranda að þeim gögnum sem beinlínis lúta að samskiptum við stofnunina vegna könnunar hennar á umræddu máli. Í þessu ljósi verður fallist á þá ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að skjölum sem merkt eru með tölustöfunum 2), 3), 4) og 5) hér að framan, enda er í þeim skjölum að finna upplýsingar sem með beinum hætti lúta að samskiptum fjölþjóðastofnunar við íslensk yfirvöld. Um aðgang að fylgiskjölum ofangreindra skjala er nánar fjallað hér að aftan.</p> <p>Í skjali sem merkt er með tölustafnum 1) koma aðeins fram upplýsingar um samskipti íslenskra starfsmanna stjórnarráðsins. Upplýsingar í því skjali falla ekki undir 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá verður heldur ekki séð að í þeim sé að finna upplýsingar um einkamálefni einstaklinga eða lögaðila í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Að skjali nr. 1) ber því að veita kæranda aðgang. Ennfremur ber að veita kæranda aðgang að yfirliti yfir gögn máls utanríkisráðuneytisins sem ber málaskrárnúmerið BRU10090001.</p> <p>Skjali nr. 1) fylgdu ódagsett drög að umsögn fjármálaráðuneytisins vegna dómsmáls sem höfðað var á hendur Fjarskiptasjóði og varðaði m.a. ríkisaðstoð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að í þessu skjali, sem fyrst og fremst geymir almennar vangaveltur um þróun ríkisaðstoðar og um gildi og inntak reglna þar að lútandi, sé ekki að finna upplýsingar sem leynt geti farið með vísan til hvort sem er 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eða 5. gr. sömu laga. Ráðuneytið hefur ekki borið við öðrum ástæðum er réttlætt gætu synjun á aðgangi að skjalinu. Kærandi á því rétt á aðgangi að umræddu skjali.</p> <p>Skjali nr. 2) fylgdi afrit af kvörtun kæranda til Eftirlitsstofnunar EFTA sem og afrit af umboði lögmanns. Gera má ráð fyrir að kærandi hafi þessi gögn undir höndum. Með vísan til 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga og þeirrar beiðni um aðgang gagna sem kærandi hefur lagt fram ber að afhenda honum afrit þeirra.</p> <p>Skjali nr. 3) fylgdi afrit af minnisblaði utanríkisráðuneytisins varðandi leigu ljósleiðaraþráða, dags. 7. maí 2008. Skjalið er einnig fylgiskjal með skjali nr. 5) og er þar auðkennt með stafliðnum d). Eins og áður var rakið falla álitaefni um aðgang kæranda að minnisblaði þessu utan kæru málsins. </p> <p>Skjali nr. 5) fylgdu allnokkur fylgiskjöl. Eins og kæruefni máls þessa hefur verið afmarkað hér að framan fellur það utan máls þessa að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að þeim, að undanskildu skjali sem merkt er með stafliðnum e), athugasemdir Og fjarskipta ehf. vegna kvörtunar Mílu ehf. til Eftirlitsstofnunar EFTA, sendar fjármálaráðuneytinu með bréfi lögmanns fyrirtækisins, dags. 22. nóvember 2010.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál getur umrætt skjal ekki fallið undir ákvæði 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, enda felur það ekki í sér upplýsingar um samskipti íslenska ríkisins eða aðila á þess vegum við annað ríki eða fjölþjóðastofnun. Þá verður heldur ekki litið svo á að um sé að ræða skjal sem útbúið er fyrir stjórnvöld sem beinn liður í slíkum samskiptum. Skjalið felur einvörðungu í sér lýsingu á afstöðu og viðbrögðum Og fjarskipta ehf. við kvörtun kæranda til Eftirlitsstofnunar EFTA. Aðgangur kæranda að umræddu skjali verður að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur ekki takmarkaður með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Í skjalinu koma fram lögfræðilegar skýringar á stöðu fyrirtækisins Og fjarskipta ehf. og stöðu þess samnings sem fyrirtækið er aðili að varðandi leigu ljósleiðarastrengja. Þar er hins vegar ekki að finna upplýsingar um viðskipti, viðskiptaáætlanir, fjárhagsmál eða annað sem ætla má að geti valdið fyrirtækinu Og fjarskiptum ehf. eða öðrum einkaaðilum tjóni verði þær gerðar opinberar.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Kærða, utanríkisráðuneytinu, ber að afhenda kæranda, [X] lögfræðingi, lista yfir gögn í máli númer BRU10090001 í málaskrá ráðuneytisins, auk afrits af eftirtöldum gögnum málsins: Í fyrsta lagi ber að afhenda tölvubréf, dags. 1. september 2010 frá [A] starfsmanni í fjármálaráðuneytinu til þriggja starfsmanna utanríkisráðuneytisins. Með tölvubréfinu var utanríkisráðuneytinu kynnt fram komið erindi frá Eftirlitsstofnun EFTA vegna kvörtunar Mílu hf. Í öðru lagi ber að afhenda ódagsett drög að umsögn fjármálaráðuneytisins vegna dómsmáls, en umrædd umsögn fylgdi nefndu tölvubréfi frá 1. september 2010. Í þriðja lagi ber að afhenda kæranda afrit af kvörtun Mílu ehf. til Eftirlitsstofnunar EFTA, dags. 16. júlí 2010, og afrit af umboði lögmanns Mílu ehf., en þessi gögn bárust ráðuneytinu með bréfi Eftirlitsstofnunarinnar, dags. 30. ágúst 2010. Að síðustu ber að afhenda kæranda afrit af bréfi lögmanns Og fjarskipta ehf., dags. 22. nóvember 2010, og felur í sér athugasemdir fyrirtækisins vegna kvörtunar Mílu ehf. til Eftirlitsstofnunar EFTA. Að öðru leyti er fallist á þá ákvörðun ráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að gögnum málsins.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                        Sigurveig Jónsdóttir                                                Friðgeir Björnsson</p> |
A-386/2011. Úrskurður frá 14. október 2011 | Kærð var sú ákvörðun forsætisráðuneytisins að synja um afhendingu bréfa forseta Íslands til forsætisráðherra, dags. 29. júní og 13. júlí 2010. Gögn í vörslum stjórnvalds. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 14. október 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-386/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með erindi, dags. 16. maí 2011, kærði [...] þá ákvörðun forsætisráðuneytisins að neita að afhenda honum afrit af bréfum forseta og forsetaskrifstofu til ráðuneytisins vegna umræðu um að teknar yrðu upp siðareglur fyrir forseta. Með sama erindi kærði [...] þá ákvörðun forsetaembættisins að neita að veita honum aðgang að sömu bréfum. Afstaða er tekin til kæru [...] gegn forsetaembættinu í úrskurði, dags. í dag, í máli nr. A-385/2011.</p> <p>Atvik málsins eru þau að 9. maí 2011 fór kærandi þess á leit við forsætisráðuneytið að honum yrði veittur aðgangur að bréfi eða bréfum forsetaembættisins til forsætisráðuneytisins vegna hugmynda um setningu siðareglna og annarra reglna fyrir forseta og forsetaembættið. Erindinu svaraði ráðuneytið með tölvubréfi 12. sama mánaðar. Með því fylgdu afrit af fjórum bréfum forsætisráðherra til forseta Íslands, dags. 25. mars, 11. júní, 1. júlí og 15. júlí 2011.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 17. maí 2011, kynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál forsætisráðuneytinu um framkomna kæru. Benti nefndin á að samkvæmt 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 ber stjórnvaldi að taka ákvörðun um, hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum, svo fljótt sem verða má. Að því er virtist hefði beiðni kæranda einungis verið afgreidd að hluta. Kæranda hefðu verið afhent þau bréf sem ráðuneytið hefði ritað vegna málsins en ekki hefði verið tekin efnisleg afstaða til afgreiðslu beiðni um afhendingu bréfa frá forseta Íslands vegna sama máls. Var lagt fyrir ráðuneytið af taka ákvörðun um afgreiðslu á beiðni kæranda og eigi síðar en 25. maí. Ráðuneytið fór þess á leit við úrskurðarnefndina með tölvubréfi, dags. 25. maí að frestur þess til að svara úrskurðarnefndinni yrði framlengdur til 30. maí. Úrskurðarnefndin féllst á þá beiðni.</p> <p>Afrit af svari ráðuneytisins til kæranda barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvubréfi, dags. 30. maí 2011. Þar segir m.a. svo:</p> <p>„Vísað er til kæru yðar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna þess að forsætisráðuneytið hefði í tölvupósti 12. maí sl. ekki tekið afstöðu til beiðni yðar um afrit af bréfum skrifstofu forseta og forseta Íslands til  ráðuneytisins en þau eru dagsett 29. júní og 13. júlí 2010 og varða setningu siðareglna fyrir forsetaembættið.</p> <p>Með bréfi dags. 17. maí sl. lagði úrskurðarnefnd um upplýsingamál fyrir forsætisráðuneytið að taka efnislega afstöðu til beiðni yðar.</p> <p>Forsætisráðherra hefur lýst þeirri afstöðu ráðuneytisins í bréfi til forseta dags. 25. mars sl. að ekki séu heimildir í lögum til að undanþiggja bréf af þessu tagi aðgangi almennings og hefur forsætisráðuneytið í samræmi við það þegar veitt aðgang að þeim bréfum sem ráðuneytið hefur ritað forseta Íslands af þessu tilefni. Forsetaembættið hefur hins vegar verið á öðru máli og mun væntanlega færa fram rök fyrir þeirri afstöðu sinni í tilefni af kæru yðar sem beinist að forsetaembættinu. Í ljósi þessarar mismunandi afstöðu stjórnvalda, en það stjórnvald sem ritaði bréfin er andvígt afhendingu, þeirrar staðreyndar að ekki hefur áður reynt á aðgang að bréfum af þessu tagi og með hliðsjón af stjórnskipulegri stöðu þeirra embætta sem hér um ræðir mun ráðuneytið ekki afhenda umrædd bréf að svo stöddu enda telur ráðuneytið mikilvægt að efnisleg niðurstaða fáist í máli.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Forsætisráðuneytið hefur í máli þessu synjað kæranda um aðgang að tveimur bréfum skrifstofu forseta og forseta Íslands til ráðuneytisins, dags. 29. júní og 13. júlí 2010. Ráðuneytið hefur ekki haldið fram sjálfstæðum röksemdum fyrir þeirri synjun, öðrum en þeim að forsetaembættið hafi lagst gegn afhendingu skjalanna.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.  Í 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga kemur fram að þegar farið er fram á aðgang að gögnum um mál þar sem taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna skuli beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málin. Annars skuli beiðni beint til þess stjórnvalds sem hefur gögnin í vörslum sínum. Þau tvö bréf sem kærumál þetta lýtur að tilheyra ekki máli er lýtur að töku ákvörðunar um rétt eða skyldu manna. Kærandi beindi erindi sínu því réttilega til ráðuneytisins.</p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-385/2011, dags. í dag, komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að forseta Íslands bæri skv. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga að veita kæranda í máli þessu aðgang að bréfi forseta Íslands til forsætisráðherra, dags. 13. júlí 2010. Einnig liggur fyrir að forsetaembættið hefur þegar afhent kæranda afrit af bréfi forseta til forsætisráðherra, dags. 29. júní það ár. Í því ljósi stendur ekkert því í vegi að forsætisráðuneytið veiti kæranda aðgang að þeim einnig, en til þess á kærði sjálfstæðan rétt samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Forsætisráðuneytinu ber að veita kæranda, [...], aðgang að tveimur bréfum skrifstofu forseta og forseta Íslands til ráðuneytisins, dags. 29. júní og 13. júlí 2010.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p><br />                            Sigurveig Jónsdóttir                                       Friðgeir Björnsson<br /> </p> |
A-375/2011. Úrskurður frá 28. júní 2011 | Kærð var sú afgreiðsla Fjölbrautaskólans í Ármúla að synja um aðgang að gömlum prófum nema greiddar væru 500 kr. fyrir ljósrit af hverju prófi. Gjaldtaka fyrir ljósrit. Aðgangur veittur skv. skilyrðum gjaldskrár nr. 306/2009. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 28. júní 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-375/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. maí 2011, kærði [...] þá afgreiðslu Fjölbrautaskólans við Ármúla frá sama degi að synja honum um aðgang að prófum í íslensku 103, 203, 303, 403 og 503 frá vorprófi árið 2003 til og með jólaprófi 2010 nema hann greiði kr. 500,- fyrir hvert próf.</p> <h3>Málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Í tölvubréfum aðstoðarskólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla vegna beiðni kæranda um afhendingu tiltekinna prófa í íslensku, dags. 29. apríl og 2. maí, kemur fram að um sé að ræða 80 próf og verð fyrir hvert þeirra sé kr. 500,-. Hvað gjaldtöku varðar vísar aðstoðarskólameistari til 12. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og segir ljóst að heimilt sé að mæta öllum þeim kostnaði sem hljótist af afhendingu prófanna. Um sé að ræða sama verð og nemendur borgi fyrir afrit prófa og kærandi geti ekki fengið prófin á öðru verði en nemendur.</p> <p>Kærandi vísar til þess í kæru, dags. 2. maí, að hann telji gjaldtökuna andstæða upplýsingalögum. Í því sambandi vísar hann til gjaldskrár nr. 306/2009 sem sett var samkvæmt heimild í 4. mgr. 12. gr. upplýsingalaga. Í 2. gr. gjaldskrárinnar komi fram að fyrir ljósrit eða afrit af skjölum sé heimilt að krefjast kr. 20 fyrir hverja ljósritaða blaðsíðu í stærðinni A4 eða A5, allt að 100 síðum, en kr. 15 fyrir ljósrit af hverri blaðsíðu umfram það.</p> <p>Kæran var send Fjölbrautaskólanum við Ármúla með bréfi, dags. 12. maí, og skólanum veittur frestur til 20. maí til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að rökstutt yrði hvar mætti finna lagaheimild fyrir gjaldtöku sem ekki ætti sér stoð í gjaldskrá nr. 306/2009. Þá óskaði úrskurðarnefndin eftir því að henni yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Svör Fjölbrautaskólans við Ármúla bárust með bréfi, dags. 25. maí. Úrskurðarnefndin hafði áður framlengt frest skólans til athugasemda sem því nemur. Í athugasemdum skólans sem ritaðar eru af skólameistara kemur m.a. fram:</p> <p>„Nemendur og aðrir geta keypt gömul próf í FÁ. Þeir sem það gera greiða 500 kr fyrir hvert próf samkvæmt gjaldskrá sem skólanefnd setti.</p> <p>Eftirfarandi rökstuðningur er fyrir gjaldtökunni:<br /> 1. Prófin eru að meðaltali 10 -15 bls. (meðfylgjandi próf í ÍSL103 er 13. bls.).<br /> 2. Vinna við að finna próf, losa það í sundur, ljósrita og ganga frá því aftur á sinn stað, er a.m.k. 5-10 mínútur (prófin eru geymd í skjalageymslu í kjallara skólans). Við teljum að kostnaðurinn við þá vinnu sé a.m.k. um 500 kr.<br /> 3. Þar ofan á bætist síðan kostnaður við ljósritunina sjálfa (20kr/bls. skv. gjaldskrá nr. 306/2009) að meðaltali ca. 250 kr.<br /> 4. Við teljum því að 500 kr séu sanngjarnt verð fyrir afhendingu þessara ljósrita.</p> <p>Það kemur ekki til greina að afhenda [...] próf á lægra verði en nemendur skólans greiða samkvæmt samþykktri gjaldskrá. Slíkt væri brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna úrskurðarnefndin vill fá öll þessi ca. 200 próf. Skólinn er ekki að banna aðgang að þessum skjölum. Ég fer því fram á að nefndin láti nægja að fá eitt eintak af prófi sem fylgir með þessu bréfi.<br /> ...</p> <p>Gjaldskrá skólans er að mínu mati í ágætis samræmi við 12. grein upplýsingalaganna, þar sem heimilað er að mæta öllum kostnaði sem hlýst af ljósrituninni. Það er tvítekið í lagagreininni. Gjaldskrá skólans var sett löngu áður en gjaldskrá forsætisráðuneytisins var sett.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <h3><br />  <br /> Niðurstaða</h3> <p>Eins og fram hefur komið lýtur kæra máls þessa að afgreiðslu Fjölbrautaskólans við Ármúla á beiðni [...] um afhendingu prófa í íslensku 103, 203, 303, 403 og 503 frá vorprófi árið 2003 til og með jólaprófi 2010. Skólinn batt afhendingu prófanna því skilyrði að greiddar yrðu kr. 500,- fyrir hvert próf en kveðst ekki synja um afhendingu þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur hins vegar að líta verði svo á að sú afgreiðsla skólans hafi falið í sér synjun á afhendingu prófanna í skilningi upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna taka þau til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Fjölbrautaskólinn við Ármúla er lægra sett stjórnvald sem lýtur boðvaldi mennta- og menningarmálaráðherra. Skólinn fellur undir gildissvið laganna.</p> <p>Í 12. gr. upplýsingalaga er fjallað um ljósritun eða afritun gagna. Í 4. mgr. þeirrar greinar segir að forsætisráðherra ákveði með gjaldskrá hvað greiða skuli fyrir afrit gagna sem veitt eru samkvæmt lögunum. Þá kemur þar fram að heimilt sé með gjaldskrá að mæta öllum kostnaði sem hlýst af ljósritun eða afritun gagna á grundvelli laganna. Þann 23. mars 2009 setti forsætisráðherra gjaldskrá nr. 306/2009 fyrir ljósrit eða afrit sem veitt eru á grundvelli upplýsingalaga. Gjaldskráin leysti af hólmi eldri gjaldskrá um sama efni nr. 838/2004. Í 1. gr. gjaldskrár nr. 306/2009 kemur fram að hún gildi fyrir ljósrit eða afrit af gögnum sem afhent eru vegna beiðni á grundvelli upplýsingalaga. Þá er í 2. gr. fjallað um gjaldtöku fyrir ljósrit eða afrit af skjölum og segir eftirfarandi í 1. mgr.: „Fyrir ljósrit eða afrit af skjölum er heimilt að krefjast kr. 20 fyrir hverja blaðsíðu í stærðinni A4 eða A5, sem er ljósrituð, allt að 100 síðum, en kr. 15 fyrir ljósrit af hverri blaðsíðu umfram það.“</p> <p>Samkvæmt 4. mgr. 12. gr. upplýsingalaga skal gjaldtaka stjórnvalda vegna kostnaðar við afhendingu afrita af gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga sækja stoð í umrædda gjaldskrá forsætisráðherra. Stjórnvöldum er óheimilt að gera það að skilyrði fyrir afhendingu gagna samkvæmt upplýsingalögum að greitt sé umfram það sem gjaldskráin mælir fyrir um. Orðalag í niðurlagi 4. mgr. 12. gr. upplýsinglaga um að heimilt sé með gjaldskrá að mæta öllum kostnaði sem hlýst af ljósritun eða afritun gagna breytir hér engu, enda þar aðeins kveðið á um hvað leggja má til grundvallar við ákvörðun gjaldskrárinnar sem slíkrar.</p> <p>Í bréfi Fjölbrautaskólans við Ármúla, dags. 25. maí, segir að skólanefnd skólans hafi sett gjaldskrá sem sé vel í samræmi við 12. gr. upplýsingalaga og hafi hún verið sett löngu áður en forsætisráðuneytið setti gjaldskrá nr. 306/2009. Jafnframt hefur skólinn tekið fram að það fæli í sér brot á jafnræðisreglu yrði kæranda gert að greiða lægra gjald en nemendur skólans hafa þurft að greiða fyrir afrit af prófum. Af þessu tilefni skal áréttað að fjölbrautaskólanum er óheimilt að byggja gjaldtöku vegna afritunar á gögnum samkvæmt upplýsingalögum á gjaldskrá sem skólanefnd skólans hefur sjálf sett. Í því ljósi hefur röksemd skólans um mögulegt brot á jafnræðisreglu enga stoð í máli þessu.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds ber Fjölbrautaskólanum við Ármúla að afhenda kæranda þau gögn sem hann óskar aðgangs að. Vegna atvika málsins skal tekið fram að einvörðungu er heimilt er að taka gjald fyrir ljósrit af þeim gögnum samkvæmt því sem fyrir er mælt í gjaldskrár nr. 306/2009. Óheimilt er að binda afhendingu umbeðinna gagna öðrum skilyrðum.  </p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Fjölbrautarskólinn við Ármúla ber að afhenda kæranda [...] próf í íslensku 103, 203, 303, 403 og 503 frá vorprófi árið 2003 til og með jólaprófi 2010. Óheimilt er að binda afhendingu gagnanna öðrum skilyrðum en greiðslu gjalds samkvæmt gjaldskrá nr. 306/2009.</p> <p><br />  </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>Friðgeir Björnsson                                                                                        Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-374/2011. Úrskurður frá 28. júní 2011 | Kærð var sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja um aðgang að gögnum um kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs. Fyrirliggjandi gögn. Vinnuskjöl. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 28. maí 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-374/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 30. nóvember sl., kærði [X] hdl. fyrir hönd [...] hf. þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að:</p> <p>„1) synja því að veita rökstuðning fyrir því að tiltekin viðskipti teljist ekki valda alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum, sbr. 1. gr. reglna um gjaldeyrismál nr. 370/2010 og synja því að afhenda gögn og veita upplýsingar um það hvernig umrædd viðskipti leiða til betri skilyrða fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hafa jákvæð áhrif á skuldastöðu þjóðarbús og ríkissjóðs.</p> <p>Þau viðskipti sem hér er vísað til er samkomulag um kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs sem Seðlabanki Íslands keypti áður af erlendum aðilum með erlendum gjaldeyri, sbr. frétt á vef Seðlabanka Íslands dags. 19. og 31. maí 2010.</p> <p>2) að synja því að veita upplýsingar um, með vísan til framangreinds, hvers vegna sömu röksemdir eigi ekki við um undanþágubeiðni umbjóðanda okkar frá 5. mars 2010 enda fólu framangreind viðskipti það í sér að innlendir aðilar fengu að kaupa íslensk verðbréf af erlendum aðilum fyrir erlendan gjaldeyri.“</p> <p> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 1. nóvember 2010, synjaði Seðlabanki Íslands kæranda um aðgang að tilvísuðum upplýsingum sem kærandi hafði farið fram á að fá með bréfi, dags. 2. september. Í synjun Seðlabanka Íslands kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„I.<br /> Í fyrsta lagi er, með vísan til samkomulags um kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs, sem Seðlabanki Íslands keypti áður af erlendum aðilum með erlendum gjaldeyri, óskað eftir rökstuðningi fyrir því að þau viðskipti teljist ekki valda alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum, sbr. 1. gr. reglna um gjaldeyrismál nr. 370/2010. Jafnframt er óskað eftir gögnum og eða upplýsingum um það hvernig umrædd viðskipti leiða til betri skilyrða fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hafa jákvæð áhrif á skuldastöðu þjóðarbús og ríkissjóðs.</p> <p>Fram kemur í beiðni yðar að hún sé byggð á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Það ákvæði varðar skyldu stjórnvalda til að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með tilteknum takmörkunum. Samkvæmt ákvæðinu hvílir ekki skylda á Seðlabankanum að veita þann rökstuðning sem farið er fram á í beiðni yðar. Með vísan til þess og þar sem umbjóðandi yðar er ekki aðili að umræddu máli í skilningi stjórnsýslulaga er beiðni yðar um rökstuðning hafnað.</p> <p>Þá er jafnframt óskað eftir gögnum og eða upplýsingum um það hvernig umrædd viðskipti leiða til betri skilyrða fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hafa jákvæð áhrif á skuldastöðu þjóðarbús og ríkissjóðs. Af því tilefni er bent á að þann 31. maí sl. var birt frétt á vefsíðu Seðlabankans með fyrirsögninni „samkomulag um kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforðann.“ Í fréttinni er greint frá því að Seðlabanki Íslands hafi fyrir hönd ríkissjóðs náð samkomulagi við 26 lífeyrissjóði um kaup þeirra á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs. Þá er gerð grein fyrir efni, markmiði og ástæðum viðskiptanna. Að mati Seðlabanka Íslands koma fram, í umræddri fréttatilkynningu, upplýsingar sem skýra með hvaða hætti viðskiptin leiða til betri skilyrða fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hafa jákvæð áhrif á skuldastöðu þjóðarbús og ríkissjóðs. Afrit af framangreindri fréttatilkynningu er meðfylgjandi bréfi þessu.</p> <p>II.<br /> Þá er í öðru lagi óskað eftir rökstuðningi fyrir því af hverju sömu röksemdir eiga ekki við um undanþágubeiðni umbjóðanda yðar dags. 5. mars 2010, enda hafa framangreind viðskipti falið það í sér að innlendir aðilar fengju að kaupa íslensk verðbréf af erlendum aðilum fyrir erlendan gjaldeyri. Eins og fram kemur í beiðni yðar þá er hún byggð á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Rökstuðningur, eins og þér farið fram á að Seðlabankinn veiti, verður ekki veittur á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. það sem fram kemur hér að framan um gildissvið þess ákvæðis auk þess sem umbjóðandi yðar er ekki aðili að umræddu máli í skilningi stjórnsýsluréttarins. Athygli skal vakin á því að í ákvörðun Seðlabankans í máli umbjóðanda yðar, dags. 10. júní 2010, var veittur samhliða rökstuðningur fyrir synjun bankans á beiðni umbjóðanda yðar um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál auk þess sem leiðbeint var um kærurétt til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, sbr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Er beiðni yðar um framangreindan rökstuðning þegar af þeirri ástæði hafnað.“</p> <p>Kæranda var með bréfi Seðlabanka Íslands, dags. 1. nóvember, leiðbeint um kærurétt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kæra máls þess kom fram með bréfi, dags. 30. nóvember, eins og áður hefur verið rakið. Eftirfarandi kemur m.a. fram í kærunni:</p> <p>„Af hálfu [...] er á því byggt að Seðlabanka Íslands sé skylt að veita þær upplýsingar og afhenda þau gögn sem óskað er eftir, sbr. 3. gr. upplýsingalaga. Er því hafnað að beiðnin sé einungis um rökstuðning sem og að umbeðnar upplýsingar hafi þegar verið veittar með fullnægjandi hætti.</p> <p>Meginregla upplýsingalaganna og helsti tilgangur með setningu þeirra var að gera stjórnvöldum skylt að veita almenningi aðgang að gögnum og upplýsingum er varða tiltekið mál. Gildir það um alla stjórnsýslu hins opinbera og skiptir ekki máli hvort mál varða stjórnvaldsákvarðanir heldur taka lögin til allrar starfsemi stjórnvalda.</p> <p>Ekki er ágreiningur um að Seðlabanki Íslands fellur undir upplýsingalögin og þar með hina almennu meginreglu þeirra um upplýsingarétt almennings, svo framarlega sem ákvæði 4.-6. gr. um takmörkun á upplýsingarétti eigi ekki við. Aðgangsréttur almennings er því mjög ríkur og ber að túlka allar takmarkanir á honum mjög þröngt, hvort sem [þær] byggja á upplýsingalögunum sjálfum eða öðrum lögum.</p> <p>Málatilbúnað Seðlabankans verður að skilja á þann veg að bankinn telji að einungis sé verið að fara fram á rökstuðning fyrir ákvörðunum bankans sem hann hafi þegar veitt eða beri ekki skylda til að veita.</p> <p>Því hafnar umbjóðandi okkar alfarið. Eins og beiðni umbjóðanda okkar er sett fram er ljóst að óskað er eftir upplýsingum, og gögnum ef þau eru til staðar um nánar tiltekna afgreiðslu bankans og að hvaða leyti hún samræmist reglum um gjaldeyrismál og sé jákvæð fyrir þjóðarbúið í heild. Þá er óskað eftir upplýsingum, og gögnum ef þau eru til staðar, um það að hvaða leyti sambærileg mál umbjóðenda okkar hjá bankanum, sem fer eftir sömu reglum, hefur ekki fengið sömu afgreiðslu. Skiptir engu í þessu sambandi þó notað sé orðið „rökstuðningur“ og leiðir það eitt og sér ekki til að líta beri á beiðnina sem beiðni um rökstuðning í skilningi stjórnsýslulaga. Enda grundvallar umbjóðandi okkar beiðni sína á upplýsingalögum og fyrir liggur að ekki er verið að fara fram á rökstuðning fyrir tiltekinni stjórnvaldsákvörðun í máli umbjóðanda okkar.</p> <p>Er ljóst að hér er um að ræða beiðni um upplýsingar og gögn í skilningi 3. gr. upplýsingalaga. Beiðni þessi er ekki sett fram á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga eins og má skilja á málatilbúnaði Seðlabankans að um sé að ræða með tilvísun bankans til að umbjóðandi okkar sé ekki aðili máls í skilningi stjórnsýsluréttarins.</p> <p>Rétt þykir að vekja athygli á því að upplýsingar sem um ræðir eiga við um framkvæmd Seðlabanka Íslands á reglum varðandi gjaldeyrishöft. Um er að ræða verulega íþyngjandi reglur og munur á beitingu þeirra milli aðila til þess fallinn að vera mjög íþyngjandi og skaðlegur aðilum á samkeppnismarkaði. Því er sérlega brýnt að slík leynd hvíli ekki yfir málsmeðferðinni að þeim sem lúta reglunum sé gert ókleift að átta sig á því hvað forsendur valda því að undanþágur séu veittar.</p> <p>Verður hér eins og ávallt við meðferð stjórnsýsluvalds að hafa í huga eina helstu meginreglu stjórnsýsluréttarins, þ.e. jafnræðisregluna. Sú regla verður ekki virt nema stjórnsýslan og öll framkvæmd hennar sé opin og gegnsæ og öllum sem þess óska sé gefið færi á að kynna sér framkvæmd sambærilegra mála en leynd eins og sú sem Seðlabankinn ber fyrir sig er einmitt til þess fallin að vekja upp efasemdir um að jafnræðis sé gætt.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 30. nóvember. Kæran var send Seðlabanka Íslands með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. desember, og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 15. s.m. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Svör bankans bárust með bréfi, dags. 31. desember, en bankanum var veittur aukinn frestur til að koma að athugasemdum við kæruna til þess dags. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Af framangreindu tilefni telur Seðlabankinn rétt að taka fram að á Seðlabanka Íslands hvílir sú skylda að tryggja stöðugleika í gengis- og peningamálum. Samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál er eftirlit með gjaldeyrismarkaðnum í höndum Seðlabankans. Að sama skapi er það Seðlabankinn sem setur nánari reglur um framkvæmd gjaldeyrisviðskipta og annast daglega framkvæmd á þessu sviði.  Allt frá gildistöku laga nr. 87/1992 hefur einskonar öryggisákvæði verið í lögunum sem heimilar Seðlabankanum að höfðu samráði við efnahags- og viðskiptaráðuneytið að ákveða stöðvun tiltekinna flokka fjármagnshreyfinga í allt að sex mánuði, sem sérstaklega eru tilteknir í lögunum, ef slíkar hreyfingar til og frá landinu valda að mati bankans óstöðugleika í gengis- og peningamálum, sbr. 3. gr. laganna. Þá hefur Seðlabankanum allt frá gildistöku laga nr. 87/1992 verið heimilt að veita undanþágur frá þeim takmörkunum, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna. Nánar hljóðar ákvæðið svo: </p> <p>„Nú gilda ákveðnar takmarkanir á fjármagnshreyfingum skv. 4. gr., 5. gr. eða ákvæðum til bráðabirgða og er þá Seðlabankanum heimilt að veita undanþágur frá þeim samkvæmt umsókn þar að lútandi.“ </p> <p>Að auki hefur sérstakt þagnarskylduákvæði verið í lögum nr. 87/1992 frá gildistöku þeirra, sbr. 15. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 128/1999. Ákvæðið hefur verið óbreytt í lögunum allan þennan tíma en það var áður í 12. gr. laganna. Ákvæðið hljóðar nánar svo:</p> <p>„Þeir sem annast framkvæmd þessara laga eru bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. “ </p> <p>Með þeim breytingum sem gerðar voru á lögum nr. 87/1992 í árslok 2008, sbr. lög nr. 134/2008, var bankanum fengin heimild til að takmarka og stöðva tiltekna flokka fjármagnshreyfinga til og frá landinu og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast með útgáfu reglna, sbr. bráðabirgðaákvæði I. Eins og kemur fram í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 134/2008 beindist umrædd breyting einkum að því að veita heimild til framangreindra takmarkana í lengri tíma en ákvæði 3. gr. laganna mælti fyrir um. Ber bankanum því eins og áður að bregðast við með þessum hætti meti hann það svo að þessir flokkar fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipta valdi alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Seðlabankinn hefur sett reglur um gjaldeyrismál á grundvelli framangreinds bráðabirgðaákvæðis, nú síðast nr. 370/2010. Samkvæmt þeim eru fjármagnshreyfingar til og frá landinu og milli innlendra og erlendra aðila sem og slík gjaldeyrisviðskipti óheimil nema með tilteknum þröngum undanþágum. Viðskiptamaður sem hyggur á fjármagnshreyfingu eða gjaldeyrisviðskipti og telur sig uppfylla undanþágu umræddra reglna leggur fram gögn því til staðfestingar.</p> <p>Í beiðni Logos lögmannsþjónustu, dags. 2. september sl., var óskað eftir rökstuðningi fyrir því að kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs, sem Seðlabanki Íslands keypti áður af erlendum aðilum með erlendum gjaldeyri, teldust ekki valda alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum, sbr. 1. gr. reglna nr. 370/2010 um gjaldeyrisamál. Þá laut beiðnin jafnframt að aðgangi að ótilgreindum gögnum í máli sem vörðuðu framangreint samkomulag Seðlabanka Íslands við lífeyrissjóðina. Í öðru lagi laut beiðni Logos lögmannsþjónustu að rökstuðningi fyrir því hvers vegna sömu röksemdir ættu ekki við um undanþágubeiðni [...] hf.</p> <p>Með ákvörðun Seðlabankans dags. 10. júní 2010 var beiðni [...] hf. um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál hafnað, með hliðsjón af tilgangi beiðninnar, markmiði reglna nr. 310/2010, þeim gögnum sem beiðninni fylgdu og þeim sjónarmiðum sem lágu til grundvallar, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992. Þegar af þeirri ástæðu að [...] hf. var veittur samhliða rökstuðningur fyrir synjun bankans á beiðni um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál var beiðni félagsins um framangreindan rökstuðning hafnað.   </p> <p>Seðlabankinn synjaði beiðninni m.a. með vísan til þess að rökstuðningur, eins og farið var fram á að Seðlabankinn veitti, var ekki veittur á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, enda væri [...] hf. ekki aðili að umræddu máli í skilningi stjórnsýsluréttarins. Þá var vísað til fréttatilkynningar dags. 31. maí 2010, sem birtist á vefsíðu Seðlabankans með fyrirsögninni „Samkomulag um kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs til að styrkja gjaldeyrisforðann“, en að mati Seðlabanka Íslands komu þar fram upplýsingar sem veittu svör við beiðni Logos lögmannsþjónustu. </p> <p>Í kæru Logos lögmannsþjónustu, dags. 30. nóvember 2010, kemur fram að beiðnin sé ekki sett fram um rökstuðning í skilningi stjórnsýsluréttarins, heldur lúti hún að aðgangi að gögnum og upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996. Fram kemur að óskað sé eftir upplýsingum, og gögnum ef þau eru til staðar, um nánar tiltekna afstöðu bankans og að hvaða leyti hún samræmist reglum um gjaldeyrismál og sé jákvæð fyrir þjóðarbúið í heild. Þá er jafnframt óskað eftir upplýsingum, og gögnum ef þau eru til staðar, um það að hvaða leyti sambærilegt mál umbjóðanda Logos lögmannsþjónustu, hjá Seðlabankanum, sem fer eftir sömu reglum, hefur ekki fengið sömu afgreiðslu.</p> <p>Seðlabankinn vill ítreka þau sjónarmið sem fram koma í ofangreindri fréttatilkynningu, dags. 31. maí sl. Í fréttatilkynningunni er greint frá efni, markmiði og ástæðum viðskipta Seðlabankans við lífeyrissjóðina. Í tilkynningunni kemur [fram] að ríkissjóður og Seðlabanki Íslands hafi eignast umrædd bréf með samningum við Seðlabanka Lúxemborgar og skiptastjóra Landsbankans í Lúxemborg 18. maí sl. Sérstök athygli skal vakin á því að Seðlabanki Íslands og ríkissjóður eru undanþegin reglum um gjaldeyrismál nr. 370/2010 og þurfa ekki að sækja um undanþágu vegna viðskipta við erlenda aðila með erlendan gjaldeyri, sbr. 14. gr. reglnanna.</p> <p>Þá kemur fram að salan hafi verið gerð með það fyrir augum að styrkja gjaldeyrisvaraforðann, en með viðskiptunum jókst gjaldeyrisforði Seðlabankans um 82 milljarða króna, eða um 17%. Mikilvægur þáttur í að tryggja stöðugleika í gengis- og peningamálum, sbr. 1. gr. reglna nr. 370/2010 um gjaldeyrismál, er að byggja upp nægan gjaldeyrisvaraforða til að íslenska ríkinu verði kleift að standa við erlendar skuldbindingar þess. Þar sem lífeyrissjóðirnir eiga umtalsverðar erlendar eignir, voru þeir með þátttöku sinni í viðskiptunum, taldir stuðla að því að skapa betri skilyrði fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Samkvæmt samkomulaginu selja lífeyrissjóðirnir erlendar eignir og greiða fyrir bréfin í evrum, alls 549 milljónir evra, á skráðu kaupgengi Seðlabanka Íslands. Þar sem lífeyrissjóðirnir eru langtímafjárfestar og stærstu eigendur húsbréfa var talið að viðskiptin væru mikilvæg fyrir næstu skref í áætlun stjórnvalda í afnámi gjaldeyrishafta. Að mati Seðlabankans var samkomulag við lífeyrissjóðina þannig talið hagkvæmt, en það myndi jafnframt hafa jákvæð áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins og ríkissjóðs, auk þess sem erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins batnar verulega. Í því sambandi er vísað til þess að bæði  heildarskuldir og hreinar skuldir þjóðarbúsins hafa lækkað um rúmlega 3,5%  af landsframleiðslu. Þá segir að heildarskuldir ríkissjóðs í erlendri mynt aukast hins vegar sem nemur rúmlega 3,5% af landsframleiðslu, en á móti batnar gjaldeyrisstaða ríkissjóðs og Seðlabanka samtals um sem nemur 5,5% af landsframleiðslu. Jafnframt er tekið fram að með viðskiptunum megi líta svo á að ríkissjóður hafi fjármagnað sig á kjörum sem jafngilda 0,75% föstum vöxtum til 15 ára.</p> <p>Í framangreindri umfjöllun eru færðar fram röksemdir fyrir því hvernig viðskiptin eru talin samræmast markmiði 1. gr. reglna nr. 370/2010 um gjaldeyrismál, hvernig þau leiða til betri skilyrða fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hafa jákvæð áhrif á skuldastöðu þjóðarbús og ríkissjóðs. Meðfylgjandi bréfi þessu eru gögn sem renna frekari stoðum undir það sem að framan hefur verið rakið. Frekari gögn er varða framangreinda beiðni umbjóðanda Logos lögmannsþjónustu er ekki að finna hjá Seðlabanka Íslands.</p> <p>Þá kemur jafnframt fram í kæru Logos lögmannsþjónustu að óskað sé eftir upplýsingum og gögnum, um það að hvaða leyti sambærilegt mál umbjóðanda Logos lögmannsþjónustu hjá Seðlabankanum, sem fari eftir sömu reglum, hafi ekki fengið sömu afgreiðslu. Samkvæmt 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. er stjórnvöldum ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Upplýsingar eða gögn er varða þennan hluta beiðni Logos lögmannsþjónustu er ekki að finna hjá Seðlabankanum.“</p> <p>Með bréfinu afhenti Seðlabanki Íslands úrskurðarnefnd um upplýsingamál í trúnaði eitt ódagsett skjal. Skjalið er merkt fyrir miðju „Erlend staða – breyting á efnahag“ og verður að ætla að það sé heiti skjalsins. Fram kemur í athugasemdum Seðlabanka Íslands, dags. 31. desember, að skjalið innihaldi upplýsingar um það hvernig þau viðskipti sem hér um ræðir séu talin samræmast markmiði 1. gr. reglna nr. 370/2010. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði símleiðis samband við Seðlabanka Íslands til að fá nánari útskýringar á þeim upplýsingum sem fram koma í því skjali sem bankinn afhenti nefndinni. Starfsmaður Seðlabanka Íslands upplýsti að skjalið hefði verið unnið af alþjóða- og markaðssviði bankans vegna kaupa lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs sem Seðlabanki Íslands keypti áður af erlendum aðilum með erlendum gjaldeyri. Starfsmaðurinn upplýsti að skjalið væri að mati bankans vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga þ.e. að skjalið hefði verið ritað af starfsmönnum bankans til afnota fyrir þá og hefði það hvorki verið afhent lífeyrissjóðunum né öðrum aðilum utan bankans.<br />  <br /> Með bréfi, dags. 4. janúar, gaf úrskurðarnefndin kæranda kost á því að gera athugasemdir vegna umsagnar Seðlabanka Íslands og bárust athugasemdir hennar í bréfi, dags. 13. s.m. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Ekki er dregið í efa að þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 gildi um Seðlabankann. Kærandi telur hins vegar nefnt þagnarskylduákvæði ekki koma í veg fyrir að umbeðnar upplýsingar verði veittar og gögn afhent, eins og skilja má af umsögn bankans.</p> <p>Seðlabankinn á undir upplýsingalög nr. 50/1996 og þar með meginreglu þeirra um víðtækan upplýsingarétt almennings. Allar takmarkanir á þeim rétti ber að skýra þröngt og á það jafnt við um takmarkanir vegna þagnarskylduákvæða laga eða takmarkanir af öðrum ástæðum. Ganga má út frá því að þagnarskylda samkvæmt nefndri 15. gr. afmarkist við samskonar atriði og takmörkuð eru með 5. gr. upplýsingalaga, þ.e. mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni eða önnur sambærileg atriði sem eðlilegt er að leynt skuli fara.</p> <p>Þó því sé beinlínis haldið fram í umsögn bankans að nefnd þagnarskylduákvæði komi í veg fyrir að bankinn upplýsi um og afhendi það sem farið er fram á má skilja tilvísun bankans til þessa ákvæðis og umfjöllun hans um það á þann veg að svo sé. Í því sambandi skal bent á að umrætt þagnarskylduákvæði, sem takmarkar meginreglu upplýsingaréttar um víðtækan upplýsingarétt, kveður ekki á um þagnarskyldu varðandi öll viðskipti einstakra viðskiptamanna við bankann heldur verður að meta hverju sinni hvort rétt sé að hagsmunir séu verndaðir.</p> <p>Því er alfarið hafnað sem Seðlabankinn virðist halda fram, að beiðni um undanþágu í því máli sem hér er til umfjöllunar geti talist slík atriði sem falla undir þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 enda ekkert fyrirliggjandi að um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni sé að ræða. Því verður að líta svo á að Seðlabankinn geti ekki skýlt sér á bak við umrætt ákvæði sem rök fyrir því að upplýsa kæranda með þeim hætti sem farið er fram á í kærunni.</p> <p>Þá er ekki gerður ágreiningur um að Seðlabankanum sé fengið það hlutverk að veita undanþágur frá þeim takmörkunum sem nú eru í gildi vegna fjármagnshreyfinga til og frá landi og að bankanum beri að meta hverja og einstaka umsókn um undanþágu, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992. Í því ákvæði eru tilgreind þau sjónarmið sem bankinn skal hafa í huga við það mat og liggur í orðalagi ákvæðisins að slíkt mat skuli fara fram í hvert sinn sem sótt er um undanþágur.</p> <p>Fyrir liggur að kæranda var synjað um undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál þann 10. júní 2010 en sótt var um undanþáguna þann 5. mars 2010 og laut hún fyrst og fremst að því að almenn undanþága frá reglum fengist til að selja erlendar eignir og kaupa í staðinn krónur á aflandsgengi sem yrðu fluttar til landsins í því skyni að greiða upp innlend lán við innlendar lánastofnanir...“</p> <p>Þá er í bréfi kæranda fjallað um afgreiðslu þeirrar beiðni og aðrar fjármagnshreyfingar, þ.e. kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs sem Seðlabanki Íslands keypti áður af erlendum aðilum með erlendum gjaldeyri, sem kærandi telur fara gegn ákvæðum 1. mgr. 3. gr. og 3. mgr. 2. gr. reglna um gjaldeyrismál, með sama hætti og kærandi sótti um undanþágu vegna en var synjað um. Í þessu sambandi vísar kærandi til jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar en í henni felst m.a. að sambærileg mál skulu afgreidd með sambærilegum hætti. Því þurfi að liggja fyrir hvaða undanþágur hafa áður verið veittar og á hvaða forsendum. Ennfremur segir í bréfinu að upplýsingalögum sé ætlað það hlutverk að gera almenningi kleift að sannreyna hvort jafnræðis sé gætt og málefnaleg sjónarmið séu í heiðri höfð við töku stjórnvaldsákvarðana.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Að framan er gerð grein fyrir kæru á hendur Seðlabanka Íslands. Til einföldunar er kæran sett fram hér í niðurstöðum með öðrum hætti en gert er hér að framan innan tilvitnunarmerkja. Um er að ræða kæru á synjun  afhendingu eftirtalinna upplýsinga og gagna:</p> <p>a) Rökstuðning fyrir því að samkomulag um kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs sem Seðlabanki Íslands keypti af erlendum aðilum með erlendum gjaldeyri, sbr. frétt á vef Seðlabanka Íslands frá 19. og 31. maí 2010, teljist ekki valda alvarlegum og verulegum óstöðuleika í gengis- og peningamálum, sbr. 1. gr. reglna um gjaldeyrismál nr. 370/2010.<br /> b) Upplýsingar um hvernig kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs sem Seðlabanki Íslands keypti af erlendum aðilum með erlendum gjaldeyri, sbr. frétt á vef Seðlabanka Íslands frá 19. og 31. maí 2010, leiði til betri skilyrða fyrir afnámi gjaldeyrishafta og hafi jákvæð áhrif á skuldastöðu þjóðarbús og ríkissjóðs.<br /> c) Upplýsingar um hvers vegna sömu röksemdir eigi ekki við um undanþágubeiðni kæranda frá reglum um gjaldeyrismál, dags. 5. mars 2010, og kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs sem Seðlabanki Íslands keypti af erlendum aðilum með erlendum gjaldeyri, sbr. frétt á vef Seðlabanka Íslands frá 19. og 31. maí 2010.</p> <p><br /> Skilja verður beiðni kæranda svo að í öllum tilvikum óski hann afrita fyrirliggjandi gagna, sé um þau að ræða, en ella viðeigandi upplýsinga og rökstuðnings sem kærði búi yfir. Af því tilefni skal tekið fram að samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Stjórnvald verður ekki á grundvelli upplýsingalaga krafið um rökstuðning fyrir ákvörðunum sínum liggi hann ekki fyrir í skjölum eða öðrum þeim gögnum stjórnvaldsins sem upp eru talin í 2. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p>Seðlabanki Íslands hefur, eins og fram hefur komið, afhent úrskurðarnefndinni eitt ódagsett skjal vegna málsins sem kæranda hefur ekki verið afhent. Skjalið er merkt fyrir miðju „Erlend staða – breyting á efnahag“ og verður að ætla að það sé heiti skjalsins. Fram kemur í athugasemdum Seðlabanka Íslands, dags. 31. desember, að skjalið innihaldi upplýsingar um það hvernig þau viðskipti sem hér um ræðir eru talin samræmast markmiði 1. gr. reglna nr. 370/2010. Þá kemur fram í athugasemdum Seðlabanka Íslands að önnur skjöl sem falli undir beiðni kæranda sé ekki að finna í bankanum.</p> <p>Með vísan til framangreinds kemur í úrskurði þessum einvörðungu til skoðunar hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að skjali sem ber yfirskriftina „Erlend staða – breyting á efnahag“ og til varð í tengslum við kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs sem Seðlabanki Íslands keypti af erlendum aðilum með erlendum gjaldeyri. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er ekki bær til að úrskurða um skyldu Seðlabanka Íslands til að veita rökstuðning fyrir ákvörðunum sínum.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Meginregla upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum hjá stjórnvöldum kemur fram í 3. gr. laganna. Sá upplýsingaréttur sem þar er kveðið á um sætir takmörkunum samkvæmt nánari fyrirmælum 4.-6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“</p> <p>Eins og fyrr segir hafði úrskurðarnefndin símleiðis samband við Seðlabanka Íslands til að fá nánari útskýringar á skjalinu „Erlend staða – breyting á efnahag“ sem bankinn afhenti nefndinni. Starfsmaður bankans upplýsti að skjalið hefði verið unnið af alþjóða- og markaðssviði bankans vegna kaupa lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs sem Seðlabanki Íslands keypti áður af erlendum aðilum með erlendum gjaldeyri. Starfsmaður bankans upplýsti að skjalið væri vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga þ.e. skjalið var ritað af starfsmönnum bankans til afnota fyrir þá og hefði það hvorki verið afhent lífeyrissjóðunum né öðrum aðilum utan bankans.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skjalsins en það felur í sér yfirlit yfir breytingar á eignum og skuldum í tengslum við kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs sem Seðlabanki Íslands keypti áður af erlendum aðilum með erlendum gjaldeyri. Um er að ræða upplýsingar sem að mestu koma fram í fréttum á vef Seðlabanka Íslands dags. 19. og 31. maí 2010. Aðeins er um að ræða heildartölur í mjög einfölduðu formi. Engin rök ákvarðana koma þar fram.</p> <p>Með vísan til framangreinds verður að telja að það skjal sem um ræðir sé undanþegið upplýsingarétti almennings þar sem um er að ræða vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Að fenginni þessari niðurstöðu er ekki afstaða til þess tekin hvort þær upplýsingar sem fram koma í skjalinu falli undir þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 1. nóvember 2010 um að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum um kaup lífeyrissjóða á íbúðabréfum í eigu ríkissjóðs sem Seðlabanki Íslands keypti af erlendum aðilum með erlendum gjaldeyri er staðfest.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>Friðgeir Björnsson                                                                                        Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-373/2011. Úrskurður frá 28. júní 2011 | Kærð var sú ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að synja um aðgang að gögnum er varða kaup Magma Energy Sweden AB á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku hf. Gildissvið upplýsingalaga. Afmörkun kæruefnis. Gildissvið laga um upplýsingarétt um umhverfismál. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 28. júní 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-373/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 1. ágúst 2010, kærðu [...] og [...], þá ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 23. júlí 2010, að synja beiðni þeirra um aðgang að gögnum er varða kaup Magma Energy Sweden AB á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku hf.</p> <p>Fram kemur í kæru að beiðni um aðgang að gögnum styðjist við 5. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál. Kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál byggist á 15. gr. sömu laga.</p> <p>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að með tölvubréfi 22. júlí 2010 fóru kærendur fram á það við Orkuveitu Reykjavíkur að þeim yrðu afhent gögn vegna samskipta fyrirtækisins og starfsmanna þess við Magma Energy Sweden AB. Samhljóða beiðni var jafnframt send til iðnaðarráðuneytisins, forsætisráðuneytisins, viðskipta¬ráðuneytisins, Landsvirkjunar og ýmissa sveitarfélaga. Samkvæmt gögnum málsins var beiðnin svohljóðandi:</p> <p>„Með vísan til laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál óskum við undirritaðir hér með eftir því að Orkuveita Reykjavíkur afhendi okkur öll gögn (hvers kyns upplýsingar í rituðu, sjónrænu, heyranlegu, rafrænu eða einhverju efnislegu formi) er varða samskipti Orkuveitu Reykjavíkur, dótturfyrirtækja OR og starfsmanna við Magma Energy Sweden AB, Magma Energy Corp Canada, [X], Geysir Green Energy, [Y], HS Orku og tengda aðila. Einnig óskum við eftir afritum af minnisblöðum af fundum Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum með ofangreindum aðilum, og afritum af minnisblöðum og greinargerðum starfsmanna er varða Magma Energy, HS Orku, GGE og tengda aðila. Einnig viljum við varðandi þessa beiðni vísa til upplýsingalaga nr. 50/1996.“</p> <p>Með tölvubréfi, dags. 23. júlí 2010, var erindi kærenda synjað. Í synjun segir m.a. svo:</p> <p>„Orkuveita Reykjavíkur telur umbeðnar upplýsingar hvorki falla undir lög nr. 23/2006 né lög nr. 50/1996. Um er að ræða upplýsingar er varða viðskipti með hlutabréf og munu þær ekki afhentar. Rétt er að benda á að samningur um sölu Orkuveitu Reykjavíkur á hlutabréfum í HS Orku til Magma Energy Sweden hefur verið birtur og er aðgengilegur á netinu.“</p> <p>Í kæru málsins kemur í fyrsta lagi fram að kærð sé sú ákvörðun Orkuveitunnar að synja „um aðgang að gögnum er varða kaup Magma Energy Sweden AB á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku“. Benda kærendur á að af orðalagi í synjun Orkuveitunnar um að umbeðnar upplýsingar varði „viðskipti með hlutabréf“ verði ráðið að Orkuveitan líti svo á að umbeðnar upplýsingar falli ekki undir gildissvið laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006, þ.e. að þær séu ekki á sviði umhverfismála heldur lúti aðeins að „viðskiptum með hlutabréf“. Að mati kærenda fái sá skilningur á gildissviði laganna ekki staðist. Í kærunni segir síðan svo:</p> <p>„HS Orka starfrækir hita- og rafveitu og er tilgangur félagsins m.a. vinnsla og nýting jarðvarma og hvers konar annarra orkuauðlinda innan staðarmarka nánar tilgreindra sveitarfélaga, svo og dreifing og sala raforku, orkugjafa og annarra afurða félagsins. Kaupandinn Magma Energy Sweden AB er dótturfélag skráð í Svíþjóð sem er alfarið í eigu kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy Corp. Með sölunni yrði því kanadíska félagið raunverulegur eigandi hlutarins í HS Orku og jafnframt langstærsti hluthafi félagsins með 98,53%. HS Orka er stærsta orkufyrirtæki landsins í einkaeigu og framleiðir sem nemur 9% af heildarorkuþörf Íslands, en Reykjanesbær leigir HS Orku nýtingarréttinn að orkuauðlindum í eigu bæjarins til langs tíma. Þannig leiðir af framangreindri sölu hlutarins að stærsta orkufyrirtæki Íslands, ásamt langvarandi nýtingarrétti að viðkomandi orkuauðlindum, færist í eigu kanadíska félagsins Magma Energy Corp.</p> <p>Kærendur vísa til þess að framangreind ráðstöfun, þ.e. sala á hlut OR í HS Orku til Magma Energy Corp, sé augljóslega málefni sem fellur undir gildissvið laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál. Í 3. gr. laganna eru þær upplýsingar, sem kærendum er tryggður aðgangur að samkvæmt 5. gr., skilgreindar með rúmum hætti, í samræmi við það markmið laganna að „tryggja almenningi aðgang að upplýsingum um umhverfismál, sem stjórnvöld hafa yfir að ráða eða geymdar eru fyrir þeirra hönd, til að stuðla að sterkari vitund um málefni á umhverfissviði, frjálsum skoðanaskiptum og aukinni þátttöku almennings í töku ákvarðana um umhverfismál“, sbr. 1. gr. Fram kemur í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 23/2006 að lögin byggist á tilskipun Evrópubandalagsins nr. 2003/4/EB um almennan aðgang að upplýsingum um umhverfismál. Með þeirri tilskipun var víkkaður út aðgangur almennings að upplýsingum um umhverfismál frá því sem áður gilti.</p> <p>Í 3. gr. laga nr. 23/20006 er lýst þeirri tegund upplýsinga sem falla undir upplýsingarétt samkvæmt lögunum. Af uppbyggingu ákvæðisins er ljóst að mati kærenda að það tekur til hvers kyns upplýsinga stjórnvalda sem varða umhverfið með beinum eða óbeinum hætti og eru þau tilvik sem beinlíns eru talin upp í greininn í engu tæmandi talin. Þannig kemur fram í 3. tölul. 3. gr. laga nr. 23/2006 að lögin gildi m.a. um hvers kyns upplýsingar „um ráðstafanir í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga á sviði umhverfismála sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti sem um getur í 1. og 2. tölul. [3. gr.], auk kostnaðar og ábatagreiningar eða annars konar hagkvæmnigreiningar sem notuð er í tengslum við ákvarðanir um slíkar ráðstafanir.“ Samkvæmt 1. tölul. 3. gr. verður umrædd ráðstöfun að hafa eða vera líkleg til að hafa áhrif m.a. á „ástand afmarkaðra þátta umhverfisins, svo sem andrúmslofts og lofthjúps, vatns, jarðvegs, lands, landslags og náttúruminja...“ Einnig „þætti á borð við efni, orku, hávaða, geislun eða úrgang...“ sbr. 2. tölul. sömu greinar.</p> <p>Kærendur byggja á því að upplýsingarnar sem beiðni þeirra varðar falli skýrlega undir 3. gr. laga nr. 23/2006. Umræddar upplýsingar lúta sem fyrr greinir að samningi um sölu á  hlut í stærsta orkufyrirtæki landsins til kanadíska félagsins Magma Energy Corp. Slík ráðstöfun varðar almenning í landinu með beinum hætti, enda er ljóst að breyting á eignarhaldi rétthafa nýtingarréttar orkuauðlindar, sér í lagi sala til erlendra aðila, getur haft umtalsverð áhrif á nýtingarhátt, vinnslu og meðferð auðlindanna sem um ræðir. Jafnframt getur slíkt leitt til hækkunar orkuverðs og eftir atvikum lakari þjónustu við almenning. Er því um að ræða ráðstöfun á sviði umhverfis- og orkumála sem er sýnilega til þess fallin að hafa bein áhrif á náttúruauðlindir landsins, mögulega til hins verra. Brýnt er að almenningur eigi greiðan aðgang að öllum upplýsingu er varða söluferlið í heild sinni, svo sem viðræður og fundi íslenskra stjórnvalda við verðandi kaupendur og aðra hlutaðeigandi, stjórnsýslumeðferð málsins og einstakar ákvarðanatökur þar að lútandi, hugsanlegt arðsemismat á sölunni og athuganir á áhrifum sölunnar á orkuverð og þjónustu til langs tíma. Með vísan til framangreinds telja kærendur að fallast beri á að þeir eigi rétt á aðgangi að öllum upplýsingum í umræddu máli samkvæmt 5. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 23/2006.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæra þessa máls barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál 5. ágúst 2010. Með bréfi, dags. 19. ágúst 2010, var Orkuveitu Reykjavíkur kynnt kæran og fyrirtækinu veittur frestur til 30. sama mánaðar til að koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun.</p> <p>Greinargerð Orkuveitu Reykjavíkur barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 27. ágúst 2010. Þar kemur fram að Orkuveitan líti svo á, í fyrsta lagi, að fyrirtækið falli utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 50/1996. Í öðru lagi að beiðni kærenda beinist að upplýsingum um hlutabréfaviðskipti sem óheimilt væri að veita upplýsingar um samkvæmt 5. gr. þeirra sömu laga. Þá vísar Orkuveitan í þriðja lagi til þess að þrátt fyrir að fyrirtækið yrði almennt talið falla undir ákvæði 3. töluliðar 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál, þá telji fyrirtækið að upplýsingar þær sem kærendur hafi beðið um falli ekki undir ákvæði þeirra laga, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 6. gr. þeirra laga.</p> <p>Kærendum var veitt færi á að setja fram afstöðu sína vegna athugasemda Orkuveitu Reykjavíkur. Engin viðbrögð bárust frá þeim af því tilefni. Úrskurðarnefndin taldi við meðferð málsins tilefni til að leita nánari skýringa Orkuveitunnar á ákveðnum þáttum málsins. Ritaði hún því bréf til fyrirtækisins, dags. 7. febrúar 2011. Þar segir m.a. svo:</p> <p>„Með bréfi, dags. 19. ágúst 2010 var Orkuveitunni veittur frestur til 30. sama mánaðar til að setja fram skýringar vegna kærunnar. Svör Orkuveitunnar bárust nefndinni með bréfi dags. 27. ágúst. Kærendum var veitt færi á að setja fram afstöðu sína vegna athugasemda Orkuveitunnar. Efnisleg viðbrögð hafa ekki borist frá þeim. Þeir hafa á hinn bóginn heldur ekki fallið frá kæru sinni og liggur því fyrir nefndinni að leggja úrskurð á hana.</p> <p>Af ofangreindu tilefni er þess óskað að Orkuveitan láti úrskurðarnefndinni í té nánari skýringar og rökstuðning fyrir synjun á umbeðnum aðgangi að gögnum en kom fram í bréfi fyrirtækisins til nefndarinnar 27. ágúst. Sérstaklega skal bent á það að í umræddu bréfi er látið við það sitja að vísa til þess að samkvæmt 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál taki réttur almennings til aðgangs að upplýsingum ekki til gagna sem undanþegin eru aðgangi skv. 4. til 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í engu er hins vegar vikið að því hvaða formlegu eða efnislegu atriði það eru sem eiga að leiða til þeirrar niðurstöðu að umbeðnar upplýsingar séu háðar takmörkunum á upplýsingarétti samkvæmt tilvitnuðum ákvæðum upplýsingalaganna. Þá er ekki að öðru leyti vikið að því að hvaða leyti ákvæði laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál, leiði til þeirrar niðurstöðu að Orkuveitunni beri ekki að afhenda umbeðnar upplýsingar.</p> <p>Auk framangreinds er áréttuð fyrri ósk úrskurðarnefndarinnar um afhendingu þeirra gagna sem kæra málsins lýtur að, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 23/2006. Úrskurðarnefndin tekur fram að henni barst tölvubréf frá lögmanni Orkuveitunnar, dags. 25. ágúst 2010, þar sem vísað er til þess að gögn sem kæran lýtur að hafi ekki verið tekin saman. Þar er hins vegar ekki rökstutt nánar hvort eða að hvaða leyti erfiðleikum sé háð að afmarka beiðni kærenda þannig að hægt sé að afhenda umbeðin gögn í heild eða að hluta, sbr. m.a. 11. gr. laga nr. 23/2006. Úrskurðarnefndin bendir á þetta vegna þess að þrátt fyrir að nefndin hafi í mjög afmörkuðum tilvikum fallist á það að ekki sé þörf á því að stjórnvöld afhendi henni gögn úr málaskrám sínum þá á það almennt aðeins við þegar fullljóst þykir að hinn kærði aðili falli ekki undir gildissvið þeirra laga sem nefndinni er falið að fylgjast með framkvæmd á eða þegar beiðni um aðgang að upplýsingum er augljóslega svo óafmörkuð að ekki er fært að afgreiða hana. Vegna þeirrar skyldu úrskurðarnefndarinnar að upplýsa mál með fullnægjandi hætti, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, getur nefndin hins vegar almennt ekki fallið frá kröfu um aðgang að gögnum málsins sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 nema skýringar viðkomandi stjórnvalds séu það glöggar og réttmætar að nær enginn vafi sé um niðurstöðu máls að þessu leyti.</p> <p>Þess er óskað að gögn málsins og skýringar Orkuveitunnar í málinu berist úrskurðarnefndinni eigi síðar en 22. febrúar nk.“</p> <p>Svör Orkuveitu Reykjavíkur bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 24. febrúar 2011. Þar bendir fyrirtækið á að í fyrra bréfi hafi það sérstaklega vísað til þess að beiðni kærenda beinist að upplýsingum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja sem óheimilt væri að veita aðgang að samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Því falli þær upplýsingar sem óskað sé aðgangs að ekki heldur undir upplýsingarétt samkvæmt lögum um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 enda segi í 1. tölulið 1. mgr. 6. gr. þeirra laga að réttur almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum taki ekki til gagna sem undanþegin séu aðgangi samkvæmt 4. – 6. gr. upplýsingalaga. Þá leggur fyrirtækið áherslu á að kæran beinist að upplýsingum sem lúti einvörðungu að hlutabréfaviðskiptum en teljist ekki til upplýsinga sem til verði eða aflað hafi verið í tilefni af opinberu hlutverki eða þjónustu fyrirtækisins.</p> <p>Í bréfi Orkuveitunnar segir ennfremur svo: „Rétt er að geta þess að eins og krafa kæranda er sett fram á hún ekki aðeins við gögn er varða kaup Magma Energy Sweden AB á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku, heldur „öll gögn (hvers kyns upplýsingar í rituðu, sjónrænu, heyranlegu, rafrænu eða einhverju efnislegu formi) er varða samskipti Orkuveitu Reykjavíkur, dótturfyrirtækja OR og starfsmanna við Magma Energy Sweden AB, Magma Energy Corp Canada, [X], Geysir Green Energy, [Y], HS Orku og tengda aðila.“ Einnig óska kærendur eftir „afritum af minnisblöðum af fundum Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum með ofangreindum aðilum, og afritum af minnisblöðum og greinargerðum starfsmanna er varða Magma Energy, HS Orku GGE og tengda aðila.“ Þarna er um að ræða afar umfangsmikla en jafnframt óskýra beiðni um samantekt gagna og beiðnin ekki afmörkuð við gögn er varða kaup Magma Energy Sweden AB á hlutabréfum OR í HS Orku. Í þessu sambandi má t.d. geta þess að [Y] var starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur um árabil, þar af aðstoðarforstjóri á árunum 2000-2007. Sá hluti gagnakröfu kærenda sem ekki varðar beint sölu á hlutabréfum OS í HS Orku, telur OR að varði ekki tiltekið mál, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og uppfylli því ekki kröfu framangreinds lagaákvæðis.“</p> <p>Með bréfi Orkuveitu Reykjavíkur fylgdu gögn sem varða kaup Magma Energy Sweden AB á hlutabréfum OR í HS Orku. Um er að ræða eftirtalin gögn, sem hér verða auðkennd með númerunum 1 – 5.</p> <p>1. Share Pledge Agreement relating to shares in HS Orka hf. (veðsamningur um hlutabréf í HS Orku hf.) dags. 14. desember 2009.<br /> 2. Magma Energy Sweden AB secured bond (skuldabréf, útgefið af Magma Energy Sweden AB) dags. 14. desember 2009.<br /> 3. Escrow Agreement (vörslusamningur) milli Orkuveitu Reykjavíkur, Magma Energy Sweden AB og Reykjavík Law Firm, dags. 14. desember 2009.<br /> 4. Share Sale and Purchase Agreement (kaup- og sölusamningur um hlutabréf) dags. 31. ágúst 2009.<br /> 5. Yfirferð KPMG á reiknilíkani fjármálasviðs OR vegna útreikninga á söluvirði HS Orku til Magma Energy, dags. 30. ágúst 2009.</p> <p>Eins og að framan segir hafa ekki borist athugasemdir frá kærendum undir meðferð máls þessa. Í kæru málsins er gerð ítarleg grein fyrir sjónarmiðum kærenda, eins og að hluta til hefur verið rakið. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins um málsatvik og sjónarmið aðila. Úrskurðarnefndin hefur hins vegar haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Kærendur byggja beiðni sína um aðgang að gögnum og kæru málsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál m.a. á ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja; skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og samkvæmt 2. mgr. sömu lagagreinar taka lögin einnig til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringum við 1. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Þá er tekið fram að lögin taki einnig til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Síðan segir í skýringunum: „Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema því hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna.“ Sú upptalning einkaréttarlegra félaga sem þarna kemur fram er ekki tæmandi. Hér má einnig taka fram að í skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að lögum nr. 161/2001, um breytingu á upplýsingalögum, segir m.a. í tengslum við gildissvið ákvæða um endurnot opinberra upplýsinga að „utan við gildissvið hugtaksins stjórnvald í skilningi 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga falla t.d. öll fyrirtæki sem ríki og sveitarfélög eiga og sett hafa verið á fót á einkaréttarlegum grundvelli, svo sem hlutafélög, einkahlutafélög, sameignarfélög o.s.frv.“ Orkuveita Reykjavíkur starfar á grundvelli sérstakra laga nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur. Í þeim lögum er ekki með beinu orðalagi kveðið á um að Orkuveitan skuli rekin í tilteknu einkaréttarlegu rekstrarformi, s.s. í formi hlutafélags eða sameignarfélags. Þess í stað er þar notað hugtakið sameignarfyrirtæki. Engu að síður hefur úrskurðarnefndin talið, sbr. úrskurði í málum nr. A-269/2007 og A-273/2007, að það leiði af ákvæðum laga nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, að staða fyrirtækisins sé að flestu leyti sambærileg að lögum við stöðu sameignarfélaga. Með þeim lögum hafi rekstrarumhverfi Orkuveitunnar verið breytt með þeim hætti að hún teljist nú félag einkaréttarlegs eðlis, sbr. áður tilvitnaðar skýringar sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga.</p> <p>Ekki verður ekki séð að þær upplýsingar sem beiðni kæranda lýtur að tengist stjórnsýsluhlutverki, sbr. 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, sem Orkuveitu Reykjavíkur kann að hafa verið fengið með lögum eða á grundvelli heimildar í lögum. Einnig skal á það bent að ekki er að finna í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sérstök fyrirmæli um að ákvæði upplýsingalaga eigi við um sameignarfyrirtækið, líkt og ákveðið er í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 6/2007 um Ríkisútvarpið ohf.</p> <p>Samkvæmt því sem að framan er rakið er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál sú að úrlausn kæruefnisins falli utan við gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996 og því geti kærendur ekki byggt rétt sinn til umbeðinna upplýsinga á þeim lögum.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Kærendur hafa einnig, og aðallega, byggt beiðni um aðgang að upplýsingum og kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á ákvæðum laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál.</p> <p>Í 2. gr. laga nr. 23/2006 er skilgreint til hvaða aðila ákvæði laganna taka. Ákvæðið hljóðar svo:</p> <p>„Lög þessi gilda um:<br /> 1. öll stjórnvöld sem falla undir gildissvið upplýsingalaga,<br /> 2. lögaðila sem falið hefur verið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu sem varðar umhverfið á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings við stjórnvöld sem falla undir 1. tölul.,<br /> 3. lögaðila sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið og lúta stjórn þeirra stjórnvalda sem falla undir 1. tölul. Lögaðili er talinn lúta opinberri stjórn í þessum skilningi þegar stjórnvöld skv. 1. tölul. tilnefna meira en helming stjórnarmanna í stjórn lögaðilans eða hafa á annan hátt virk yfirráð yfir honum.<br /> Einvörðungu upplýsingar sem til verða eða aflað er í tilefni af hinu opinbera hlutverki eða þjónustu þeirra sem ákvæði 2. og 3. tölul. 1. mgr. taka til falla undir lögin.<br /> Lögin gilda ekki um Alþingi, umboðsmann Alþingis, Ríkisendurskoðun eða dómstóla.“</p> <p>Af lögum nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, leiðir að fyrirtækinu eru falin opinber verkefni sem varða umhverfið, s.s. rekstur vatns- og hitaveitu í skilningi 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006. Þá lýtur fyrirtækið stjórn stjórnvalda sem falla undir 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna, sbr. 3. tölulið sama ákvæðis. Orkuveita Reykjavíkur getur því, hvort sem er á grundvelli 2. eða 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál talist falla undir gildissvið þeirra.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Í máli þessu er kærð sú ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að synja beiðni um aðgang að gögnum er varða kaup Magma Energy Sweden AB á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku hf. Í upphaflegri beiðni kærenda til Orkuveitu Reykjavíkur er ósk um upplýsingar ekki með berum orðum afmörkuð við hlutabréfakaup í fyrirtækinu HS Orku, heldur almennt við gögn „er varða samskipti Orkuveitu Reykjavíkur, dótturfyrirtækja OR og starfsmanna við Magma Energy Sweden AB, Magma Energy Corp Canada, [X], Geysir Green Energy, [Y], HS Orku og tengda aðila.“ Þá er í upphaflegri beiðni einnig óskað eftir „afritum af minnisblöðum af fundum Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum með ofangreindum aðilum, og afritum af minnisblöðum og greinargerðum starfsmanna er varða Magma Energy, HS Orku, GGE og tengda aðila.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur á hinn bóginn ljóst, sérstaklega með vísan til þess að það er ítrekað áréttað í kæru málsins, að beiðni kærenda beinist að gögnum er lúta að samskiptum ofangreindra aðila og varða kaup Magma Energy Sweden AB á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku hf. Samkvæmt þeim skilningi úrskurðarnefndarinnar þykir tilgreining kærenda á þeim upplýsingum er óskað er aðgangs að hjá Orkuveitu Reykjavíkur nægilega skýr til að beiðnin verði afgreidd, sbr. 11. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál.</p> <p><strong>4.<br /> </strong>Synjun á aðgangi að gögnum er varða viðskipti Magma Energy Sweden AB og Orkuveitu Reykjavíkur með hluti í HS Orku hefur Orkuveitan fyrst og fremst byggt á tveimur röksemdum. Í fyrsta lagi telur fyrirtækið að umbeðnar upplýsingar lúti að mikilvægum fjárhagslegum málefnum þeirra fyrirtækja er að umræddum samningi standi. Þær falli af þeirri ástæðu undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, og því óheimilt að veita aðgang að þeim, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Í öðru lagi hefur Orkuveitan vísað til þess að umbeðnar upplýsingar lúti að hlutabréfaviðskiptum sem ekki tengist opinberu hlutverki eða þjónustu fyrirtækisins sem varði umhverfismál. Í ljósi þess hvernig umrædd röksemd er fram sett af hálfu Orkuveitunnar í máli þessu telur úrskurðarnefndin að í henni felist í reynd tvíþætt rök. Annars vegar að um sé að ræða upplýsingar er ekki tengist opinberu hlutverki eða þjónustu fyrirtækisins í skilningi 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Hins vegar að ekki sé um að ræða upplýsingar um umhverfismál í skilningi 3. gr. laganna.</p> <p>Af opinberum gögnum er ljóst að HS Orka hf. hefur meðal annars með höndum framleiðslu í því skyni að reka hitaveitu og vatnsveitu. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 139/2001 um stofnun sameignarfélags um Orkuveitu Reykjavíkur er tilgangur fyrirtækisins „vinnsla og framleiðsla raforku, varma og vatns, dreifing og sala afurða fyrirtækisins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað fyrirtækisins, sem og iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi, ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.“ Í sama ákvæði kemur fram að heimilt sé Orkuveitu Reykjavíkur að reka dótturfélög og eiga hlut í öðrum félögum. Í ljósi lagaumhverfis vatnsveitna og hitaveitna er hér á landi, sbr. ákvæði orkulaga nr. 58/1967, með síðari breytingum, og laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, sem og tilgangs Orkuveitu Reykjavíkur eins og hann er afmarkaður í lögum um fyrirtækið, verður að ganga út frá því að upplýsingar um eignarhald og sölu Orkuveitu Reykjavíkur á hlutum í HS Orku hf. geti í sjálfu sér talist til upplýsinga sem til hafa orðið í tengslum við opinbert hlutverk eða þjónustu fyrirtækisins og varðar umhverfið. Hins vegar er það sjálfstætt álitamál hvort í þeim tilteknu upplýsingum sem fyrir liggja hjá Orkuveitu Reykjavíkur og lúta að sölu hluta í HS Orku til Magma Energy Sweden AB komi fram upplýsingar um umhverfismál í skilningi laga nr. 23/2006.</p> <p><strong>5.<br /> </strong>Samkvæmt 3. gr. laga um nr. 23/2006 er með upplýsingum um umhverfismál átt við:</p> <p>“[...] hvers kyns upplýsingar í rituðu, sjónrænu, heyranlegu, rafrænu eða einhverju efnislegu formi um:<br /> 1. ástand afmarkaðra þátta umhverfisins, svo sem andrúmslofts og lofthjúps, vatns, jarðvegs, lands, landslags og náttúruminja, þ.m.t. votlendis og strand- og hafsvæða, líffræðilegrar fjölbreytni og þátta hennar, þ.m.t. erfðabreyttra lífvera, og samspil milli þessara þátta,<br /> 2. þætti á borð við efni, orku, hávaða, geislun eða úrgang, þ.m.t. geislavirkan úrgang og losun hvers kyns efna og þátta út í umhverfið sem hafa áhrif á eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti í umhverfinu sem um getur í 1. tölul.,<br /> 3. ráðstafanir í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga á sviði umhverfismála sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti sem um getur í 1. og 2. tölul., auk kostnaðar- og ábatagreiningar eða annars konar hagkvæmnigreiningar sem notuð er í tengslum við ákvarðanir um slíkar ráðstafanir,<br /> 4. ástandið að því er varðar heilbrigði manna og öryggi, þ.m.t. mengun í fæðukeðjunni, lífsskilyrði fólks, menningarminjar og mannvirki að svo miklu leyti sem þau verða eða líklegt er að þau verði fyrir áhrifum vegna ástands þeirra umhverfisþátta sem um getur í 1. tölul. eða vegna þeirra atriða sem um getur í 2. tölul.”</p> <p>Eins og áður hefur verið rakið hefur Orkuveita Reykjavíkur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál þær upplýsingar sem fyrir liggja hjá fyrirtækinu og varða beiðni kærenda. Um er að ræða eftirtalin skjöl:</p> <p>1. Share Pledge Agreement relating to shares in HS Orka hf. (veðsamningur um hlutabréf í HS Orku hf.) dags. 14. desember 2009.<br /> 2. Magma Energy Sweden AB secured bond (skuldabréf, útgefið af Magma Energy Sweden AB) dags. 14. desember 2009.<br /> 3. Escrow Agreement (vörslusamningur) milli Orkuveitu Reykjavíkur, Magma Energy Sweden AB og Reykjavík Law Firm, dags. 14. desember 2009.<br /> 4. Share Sale and Purchase Agreement (kaup- og sölusamningur um hlutabréf) dags. 31. ágúst 2009.<br /> 5. Yfirferð KPMG á reiknilíkani fjármálasviðs OR vegna útreikninga á söluvirði HS Orku til Magma Energy, dags. 30. ágúst 2009.</p> <p>Skjalið sem auðkennt er með númerinu 4, þ.e. „Share and Purchase Agreement (kaup- og sölusamningur um hlutabréf) dags. 31. ágúst 2009“ var birt á Internetinu á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur þann 1. september 2009 og er þar aðgengilegt. Samkvæmt skýringum Orkuveitu Reykjavíkur eru ekki fyrirliggjandi hjá fyrirtækinu aðrar upplýsingar er falla undir beiðni kærenda. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki ástæðu til að rengja þá fullyrðingu fyrirtækisins.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið umrædd gögn ítarlega. Tilgreind skjöl hafa öll að geyma upplýsingar um kaup Magma Energy Sweden AB á hlutum Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku hf. Skjölin eru fjármálagerningar í þeim skilningi að þar koma aðeins fram upplýsingar um eignatilfærslu hlutabréfa í nefndu fyrirtæki, tryggingar og greiðslur í því sambandi. Í engu þessara skjala er að finna upplýsingar um ástand afmarkaðra þátta umhverfisins eða þætti sem líklegt er að áhrif hafi á slíka þætti, sbr. 1. og 2. tölul. 3. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Þá koma ekki fram í umræddum gögnum neinar upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir, áætlanir eða samninga sem líklegt er að áhrif hafi á þá þætti eða greiningar á kostnaði, ábata eða hagkvæmni sem nýttar verða í tengslum við ákvarðanir um slíkar ráðstafanir.</p> <p>Í ljósi framangreinds er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þær upplýsingar sem fyrir liggja hjá Orkuveitu Reykjavíkur og lúta að kaupum Magma Energy Sweden AB á hlutum fyrirtækisins í HS Orku hf. feli ekki í sér upplýsingar um umhverfismál, eins og það hugtak er skilgreint í 3. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál.</p> <p><strong>6.<br /> </strong>Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál er heimilt að bera synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að upplýsingum um umhverfismál samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Í 2. mgr. ákvæðisins segir ennfremur að um meðferð slíkra mála gildi ákvæði 14.-19. gr. upplýsingalaga. Ágreiningsefni um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt lögum um upplýsingarétt um umhverfismál verða því borin undir úrskurðarnefndina með sama hætti og ágreiningsmál sem lúta að upplýsingarétti skv. upplýsingalögum nr. 50/1996.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál er stjórnvöldum þeim sem falla undir 2. gr. laganna skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál með þeim takmörkunum sem greinir í 6. gr. Þar sem þær upplýsingar sem fyrir liggja hjá Orkuveitunni og falla undir beiðni kærenda fela ekki í sér upplýsingar um umhverfismál verður réttur til aðgangs að þeim ekki byggður á 5. gr. umræddra laga. Réttur til að kæra ákvörðun Orkuveitunnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður samkvæmt því heldur ekki byggður á 1. mgr. 15. gr. laganna.</p> <p>Samkvæmt öllu því sem að framan er rakið ber að vísa máli þessu frá úrskurðarnefndinni.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru [...] og [...] vegna ákvörðunar Orkuveitu Reykjavíkur um að synja beiðni þeirra um aðgang að gögnum er varða kaup Magma Energy Sweden AB á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku hf. er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>Friðgeir Björnsson                                                                                        Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-369/2011. Úrskurður frá 31. maí 2011 | Kærð var sú ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að synja um fullan aðgang að skýrslu dagsettri 2. nóvember sem nefnist: „Sérstök athugun, að beiðni stjórnar Fjármálaeftirlitsins, á atriðum er varða hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins.“ Þagnarskylda. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur að hluta. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 31. maí 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-369/2010.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 27. desember 2010, kærði [...] blaðamaður þá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 26. nóvember að synja honum um fullan aðgang að skýrslu dagsettri 2. nóvember sem nefnist „Sérstök athugun, að beiðni stjórnar Fjármálaeftirlitsins, á atriðum er varða hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins.“ Kærandi óskaði eftir aðgangi að skýrslunni með tölvupósti til Fjármálaeftirlitsins 5. nóvember. Kærandi segist hafa fengið skýrsluna afhenta með umtals-verðum takmörkunum 26. nóvember. Hann hafi í raun ekki fengið aðgang að og afrit af framangreindri skýrslu heldur rafrænt skjal sem að líkindum sé eftirrit skýrslunnar, en þetta skjal sé óundirritað og úr því felldir langir kaflar og máðar út veigamiklar upplýsingar. Þá hafi verið bætt inn í textann athugasemdum til kæranda. Kærandi kveðst gera kröfu til að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geri Fjármálaeftirlitinu skylt að afhenda sér afrit af upprunalegri skýrslu, undirritaðri, án athugasemda og án þess að máðar séu upplýsingar úr henni. Til vara kveðst kærandi gera þá kröfu að úrskurðarnefndin leggi sjálfstætt mat á þau atriði er varði frávik frá upprunalegri skýrslu og „úrskurði um þau og hvort kærandi eigi ekki rétt á frekari aðgangi að upplýsingum en veittur var.“ Þá segir m.a. orðrétt í kærunni: „Í þeirri mynd, sem skýrslan var afhent, rofnar samhengi í henni, á köflum er ógerlegt að átta sig á málavöxtum og ályktunum, og vandséð að nauðsynlegt sé að má út atriði í þeim ríka mæli sem gert var, nema hugsanlega í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að kærandi sem blaðamaður geti tileinkað sér efni hennar til fulls og leitað til aðila í þeim tilgangi að fá nánari skýringar. Er því mótmælt að eðlilegt og sanngjarnt sé að halda leyndum upplýsingum um aðila viðskipta og gerninga sem áttu sér stað fyrir næstum tíu árum og heyrðu undir félög sem voru í eigu eða undir stjórn banka sem er fallinn“.</p> <p>Í bréfi Fjármálaeftirlitsins til kæranda, dags. 26. nóvember 2010, segir m.a. eftirfarandi:</p> <p>„Höfnun á aðgangi að upplýsingum í hluta skjalsins byggir á því að þar er fjallað um viðskipti og rekstur aðila sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari sbr. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Einnig er byggt á því að samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> Þá vill Fjármálaeftirlitið benda sérstaklega á að í V. kafla álitsgerðarinnar, nánar tiltekið tölusettum málsgreinum númer 40 til og með 50, fjallar lögmaðurinn um almenn lögfræðileg sjónarmið sem eiga ekki beint við samkvæmt atvikum þessa máls.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og að framan segir barst kæra máls þessa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 27. desember 2010. Kæran var send Fjármálaeftirlitinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 28. desember, og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana til 7. janúar 2011. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p>Svör Fjármálaeftirlitsins bárust með bréfi, dags. 7. janúar 2011. Í bréfinu er því lýst að synjun stofnunarinnar hafi verið byggð á ákvæðum 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 5. gr. upplýsingalaga. Efni þeirra lagagreina er síðan lýst sem verður og gert í niðurstöðukafla þessa úrskurðar. Síðan segir í bréfinu eftirfarandi í framhaldi af þeirri lýsingu:</p> <p>„13. gr. laganna [nr. 87/1998] er því mun víðtækari en þær takmarkanir sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga. Þetta hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fallist á í mörgum úrskurðum sínum, nú síðast í málum nr. A-334/2010 og A-339/2010. Úrskurðarnefndin hefur þannig talið að Fjármálaeftirlitið hafi heimild til synjunar á afhendingu upplýsinga á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga og 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sé í gögnunum að finna margvíslegar upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra. Umrædd samantekt byggir að miklu leyti á trúnaðargögnum, þ.e.a.s. gögnum sem Fjármálaeftirlitið hafði undir höndum frá eftirlitsskyldum aðilum og varða viðskipti og starfsemi þeirra og viðskiptamanna þeirra. Samkvæmt 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki yfirfærist þagnarskylda um allt það sem snýr að viðskipta- og einkamálefnum viðskiptamanna fjármálafyrirtækis á Fjármálaeftirlitið vegna upplýsinga sem það hefur tekið við. Í umræddri samantekt, sem unnin var fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins eins og áður hefur komið fram, er fjölmargra lögaðila og einstaklinga getið sem og lýsing á viðskiptum þeirra og hinna eftirlitsskyldu aðila. Eins og sjá má á skjalinu sem kæranda var afhent voru eingöngu þær upplýsingar máðar úr samantektinni sem falla undir þagnarskyldu. Fjármálaeftirlitið telur að í því sambandi hafi það ekki þýðingu þótt viðskipti sem um ræðir hafi átt sér stað fyrir nokkrum árum síðan, enda er þagnarskylda skv. lögum um opinbert eftirlit ekki bundin tilteknum tímatakmörkunum og tímatakmörk skv. upplýsingalögum nema að lágmarki 30 árum sbr. 8. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í samantektinni er, eins og áður hefur komið fram, einnig að finna nöfn einstaklinga sem Fjármálaeftirlitið telur sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari og voru því nöfn þessara aðila máð úr samantektinni með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Það er mat Fjármálaeftirlitsins að nöfn þeirra einstaklinga sem talin voru upp í skýrslunni og aðrar persónugreinanlegar upplýsingar falli undir það að vera viðkvæmar persónuupplýsingar sbr. lög um persónuvernd nr. 77/2000 auk þess sem þær falla undir friðhelgi einkalífs sem nýtur verndar 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 með síðari breytingum.</p> <p>Fjármálaeftirlitið mótmælir þeirri staðhæfingu kæranda að hann hafi „í raun ekki fengið aðgang að og afrit af þeirri skýrslu sem stjórn Fjármálaeftirlitsins fékk í hendur“. Engin skylda hvílir á stjórnvöldum skv. upplýsingalögum að afhenda gögn í því formi sem sá sem beiðni leggur fram krefst. Því er hafnað þeirri staðhæfingu kæranda að stofnunin hafi með þeirri ákvörðun sinni að boðsenda kæranda eitt eintak af samantektinni í stað þess að senda hana í tölvupósti, brotið með einhverjum hætti á rétti hans. Þá taldi stofnunin ástæðu til að taka það sérstaklega fram, bæði í bréfi sem fylgdi samantektinni til kæranda og bæta því við í skjalið sjálft, að í V. kafla álitsgerðarinnar væri verið að fjalla um almenn lögfræðileg sjónarmið sem ættu ekki beint við samkvæmt atvikum þessa tiltekna máls sem til umfjöllunar var. Var þetta gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir mistúlkun á efni þessara málsgreina en stofnunin taldi sér skylt að afhenda kæranda þessa umfjöllun. Eini munurinn á þeirri samantekt sem kærandi fékk afhenta og meðfylgjandi samantekt er, fyrir utan útstrikanirnar, framangreind viðbót og að kærandi fékk óundirritað eintak“.</p> <p>Í niðurlagi bréfsins segir m.a. að Fjármálaeftirlitið krefjist þess að kröfum kæranda verði hafnað.</p> <p>Með bréfi til kæranda, dags. 11. janúar 2011, gaf úrskurðarnefndin honum kost á því að koma á framfæri athugasemdum vegna framanrakinna umsagnar Fjármálaeftirlitsins um kæru hans og frest til þess til 21. janúar. Athugasemdir frá kæranda bárust ekki.</p> <p>Hinn 26. apríl 2011 ritaði úrskurðarnefndin Fjármálaeftirlitinu bréf og óskaði eftir nánari upplýsingum og er í bréfinu vísað til bréfs eftirlitsins til nefndarinnar, dags. 26. nóvember 2010. Segir m.a. í bréfi úrskurðarnefndarinnar:</p> <p>„Þegar framangreint skjal [Sérstök athugun, að beiðni stjórnar Fjármálaeftirlitsins, á atriðum er varða hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins] er lesið án þess að nöfn einstaklinga hafi verið afmáð kemur í ljós að nöfn langflestra þeirra sýnast vera nöfn starfsmanna Landsbanka Íslands hf. sem önnuðust ákveðin viðskipti fyrir hönd bankans en voru ekki sjálfir aðilar að viðskiptunum.</p> <p>Úrskurðarnefnd upplýsingalaga óskar eftir því við Fjármálaeftirlitið að það geri nánari grein fyrir en gert er í bréfi þess frá 26. nóvember 2010 hver þau atriði og atvik eru sem að dómi Fjármálaeftirlitsins leiði til þess að þessir nafngreindu einstaklingar njóti verndar 5. gr. upplýsingalaga og laga nr. 77/2000 um persónuvernd og þar af leiði að má eigi nöfn þeirra úr framangreindu skjali.</p> <p>Svarbréf Fjármálaeftirlitsins er dags. 9. maí 2011. Ekki þótti ástæða til að senda kæranda bréfið til athugasemda.</p> <p>Í svarbréfi Fjármálaeftirlitsins er ítrekað það sem kemur fram í bréfi eftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar frá 7. janúar sl. um þagnarskyldu samkvæmt 13. gr. laga 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Tekið er fram að á grundvelli laganna fái Fjármála-eftirlitið viðamiklar upplýsingar um starfsemi og rekstur eftirlitsskyldra aðila og sé afar mikilvægt að þeir aðilar geti treyst því að Fjármálaeftirlitið haldi trúnaði um þær upplýsingar. Annars yrði eftirlitsstörfum stofnunarinnar stefnt í hættu.</p> <p>Fjármálaeftirlitið telur að upplýsingar um nöfn þeirra manna sem afmáð voru úr skjalinu sem kæran beinist að teljist upplýsingar sem eðlilegt og sanngjarnt að leynt fari, bæði samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998 og 5. gr. upplýsingalaga. Þá er bent á að athugun stjórnarinnar á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins beinist að aðkomu hans að tilteknum viðskiptum á ákveðnum tíma en ekki hvaða starfsmenn Landsbanka Íslands hafi annast viðskiptin fyrir hönd bankans. Fjármálaeftirlitið líti svo á að þessi nafngreining séu upplýsingar er varði rekstur bankans og eigi að fara leynt samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998. Við mat á því hvort afmá ætti þessi nöfn úr athuguninni hafi verið litið til þess að nöfnin hefðu ekki þýðingu varðandi athugunina og niðurstöðu hennar.</p> <p>Fallist úrskurðarnefndin ekki á að þagnarskylda samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998 nái til þessara nafna telji Fjármálaeftirlitið að það geri undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Við mat á því hvort svo sé eigi að beita almennu mati á eðli upplýsinganna og verði talið að þær séu það viðkvæmar út frá almennum sjónarmiðum að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna beri að undanþiggja þær aðgangi almennings. Þá segir orðrétt í bréfi Fjármálaeftirlitsins:</p> <p>„Fjármálaeftirlitið mat það svo að eðli upplýsinganna sem áður hefur verið lýst leiddi til þess að hagsmunir umræddra nafngreindra starfsmanna vægi þyngra en almannahagsmunir af því að nöfn starfsmanna sem önnuðust tiltekin viðskipti fyrir hönd bankans yrðu birt. Samkvæmt öllu framangreindu lítur Fjármálaeftirlitið svo á að upplýsingar sem snerta samskipti og störf umræddra einstaklinga séu upplýsingar sem varða rekstur hins eftirlitsskylda aðila sem undanþegnar eru upplýsingarétti almennings með vísan til 13. gr. laga um opinbert eftirlit. Til vara byggir Fjármálaeftirlitið á því að nafngreining umræddra starfsmanna sé einkamálefni sem sé þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að séu undanþegnar upplýsingarétti almennings með vísan til 5. gr. upplýsingalaga“.</p> <h3><br />  <br /> Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Heimild kæranda til að kæra synjun Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að finna í 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Beiðni kæranda um aðgang að úttekt Fjármálaeftirlitsins fellur undir II. kafla upplýsingalaga um almennan aðgang að upplýsingum.</p> <p>Fjármálaeftirlitið byggir synjun sína um frekari aðgang að úttektinni en það hefur heimilað á ákvæðum 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálafyrirtækjum, 1. og 2. gr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og 5. gr. upplýsingalaga. Þá byggir Fjármálaeftirlitið einnig synjun sína á lögum um persónuvernd nr. 77/2000 þar sem í úttektinni sé að finna viðkvæmar persónuupplýsingar en þær njóti einnig verndar 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Úrskurðarnefndin telur rétt að gera í upphafi sérstaka grein fyrir efni þeirra lagagreina sem hér koma aðallega við sögu. Í 3. gr. í II. kafla upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p>Rétt er að taka sérstaklega fram að 3. gr. laganna hefur að geyma almenna reglu um upplýsingarétt almennings og 4.-6. gr. undantekningar frá þeirri reglu. Af því leiðir samkvæmt hefðbundnum lögskýringareglum að lagaákvæðin um undantekningar frá hinni almennu reglu ber að skýra þröngt sé skýringa þörf á annað borð.</p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Í 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1.-4. mgr. 13. gr. segir eftirfarandi.<br />  <br /> „Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, trygginga-stærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.<br /> Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu.<br /> Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.<br /> Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 sem að framan er rakin segir að upplýsingar sem háðar séu þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum séu háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafi verið afhentar Fjármálaeftirlitinu. Í 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki er að finna svohljóðandi ákvæði um þagnarskyldu:</p> <p> „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.<br /> Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“<br /> Eins og fyrr segir færist þagnarskylda samkvæmt framangreindu ákvæði laga nr. 161/2002 á Fjármálaeftirlitið vegna upplýsinga sem það hefur tekið við. Ber því vafalaust að líta á umrætt ákvæði sem sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi upplýsingalaga og skýra það með sama hætti og ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998.</p> <p><br /> <strong>4.<br /> </strong>Eins og að framan er rakið óskar kærandi eftir því að fá fullan aðgang að skjali sem samið var að tilhlutan stjórnar Fjármálaeftirlitsins og ber yfirskriftina „Sérstök athugun, að beiðni stjórnar Fjármálaeftirlitsins, á atriðum er varða hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins“, en skjalið verður kallað athugun hér á eftir. Þessi athugun var unnin af hæstaréttarlögmanni og löggiltum endurskoðanda og er dags. 2. nóvember 2010. Skjalið er 29 bls. að lengd, skiptist í VI kafla og kaflar I-V í 51 tölulið. Kaflarnir eru I Inngangur, II Málavextir, III Þágildandi lagaumhverfi fjármálafyrirtækja, IV Nánar um mat á réttarstöðu GÞA vegna aðkomu að gerningum NBI Holdings Ltd., V Sérstakar hæfiskröfur til forstjóra Fjármálaeftirlitsins og VI Niðurstöður. Í niðurlagi skjalsins segir að athugunin hafi alfarið verið byggð á þeim gögnum sem aflað hafi verið í tilefni af þeim viðskiptum með hlutabréf á árinu 2001 sem greint sé frá í skjalinu og þeim gögnum sem fyrir hafi legið varðandi aðkomu forstjóra Fjármálaeftirlitsins að þeim viðskiptum.</p> <p>Kærandi hefur fengið framangreinda athugun með ákveðnum útstrikunum. Þær eru annars vegar aðallega í lýsingu á viðskiptum félaganna LB Holding Ltd. og NBI Holdings Ltd. með hlutabréf í Kaupþingi, sbr. töluliði 1-11 í athuguninni. Í þessum liðum hafa verið strikuð út mannanöfn og tölulegar upplýsingar um viðskiptin, auk nafna á ákveðnum fyrirtækjum sem þar koma við sögu, þ.á m. nöfn á dóttur- og hlutdeildarfélögum Landsbanka Íslands hf. erlendis. Hins vegar er um að ræða viðskipti NBI Holdings Ltd. með hlutabréf í einu íslensku fyrirtæki, sbr. sérstaklega töluliði 12-18 og í töluliðum 19-25 kemur einnig fram lýsing á þeim viðskiptum, einkum að því er varðar aðkomu Landsbanka Íslands hf., NBI Holdings Ltd. og forstjóra Fjármálaeftirlitsins að viðskiptunum og reyndar einnig að kaupum á hlutabréfum í Kaupþingi hf. Í þessari lýsingu eru strikaðir út töluliðir 14-16 að fullu en þeir hafa að geyma all nákvæma lýsingu á viðskiptunum með hlutabréf í öðru fyrirtækinu, s.s. í hvaða fyrirtæki hlutirnir eru keyptir og af hverjum, fjölda þeirra, kaupverð og greiðslufyrirkomulag þess. Sumar þessara upplýsinga koma fyrir í öðrum hlutum skjalsins og hefur verið strikað yfir þær.</p> <p>Það er ljóst að Landsbanki Íslands hf., sem kom að þessum viðskiptum annars vegar sem væntanlegur kaupandi hlutabréfa og hins vegar sem þátttakandi í hlutabréfakaupum, var undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins samkvæmt ákvæðum laga nr. 87/1998, en hvortveggju viðskiptin hófust á árinu 2001. Upplýsingar um þessi viðskipti, sem annað hvort hafa legið fyrir hjá Fjármálaeftirlitinu þegar ráðist var í framangreinda athugun eða þá aflað hennar vegna, koma eflaust frá Landsbanka Íslands hf. sjálfum, sbr. það sem segir í niðurlagi 1. mgr. þessa kafla úrskurðarins. Að áliti úrskurðarnefndarinnar verður að líta svo á að upplýsingar um sjálf viðskiptin varði rekstur bankans á þessum tíma sem eðlilegt er að leynt fari að svo miklu leyti sem þau hafa ekki verið upplýst í því skjali sem kæranda var afhent. Að áliti úrskurðarnefndarinnar nær hin sérstaka þagnarskylda Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998 til þeirra. Skiptir þá ekki máli á hvaða tíma viðskiptin fóru fram, sbr. niðurlagsákvæði 1. mgr. 13. gr. sömu laga. Þessar upplýsingar varða og viðskiptamenn Landsbanka Íslands hf., annars vegar Kaupþing hf. og hins vegar áðurnefnt íslenskt hlutafélag og þau fyrirtæki sem hugðust selja hluti í því. Af þeim sökum nær þagnarskylda samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002 einnig til upplýsinganna að svo miklu leyti sem hún á við og sú þagnarskylda flyst til Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 2. mgr. þeirrar lagagreinar. Af þessum ástæðum er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að útstrikanir sem hafa verið gerðar á töluliðum 13, 14, 15 og 16 í því skjali sem kærandi hefur fengið afhent, og varða viðskipti NBI Holdings Lt., eigi að haldast en texti úttektarinnar í þessum töluliðum er með þeim hætti að ákvæði 7. gr. upplýsingalaga eiga þar ekki við.</p> <p>Samkvæmt þessari niðurstöðu eiga einnig að haldast í úttektinni útstrikun á blaðsíðu 1 í inngangskafla; útstrikun í fyrirsögn B á bls. 8; á sömu blaðsíðu í 12. tölulið 1. útstrikunin og fyrri útstrikun í neðanmálsgrein 10 á sömu blaðsíðu. Þá eiga einnig að haldast 6. og 7. útstrikun í tölulið 17 á bls. 10 og þær útstrikanir sem hafa verið gerðar í tölulið 18 á bls. 10 og 11. Þá eiga og að haldast útstrikanir sem hafa verið gerðar í neðanmálsgrein 14 á bls. 11, aðrar en fyrsta útstrikunin. Sama máli gegnir um útstrikanir 1, 2 og 4 í tölulið 21 á bls. 12. Í tölulið 25 skal halda sér síðari útstrikunin sem gerð hefur verið. Í tölulið 33 á bls. 17 eiga að halda sér 1. og 4. útstrikun. Í tölulið 34 á bls. 17-19 á að haldast sú eina útstrikun sem þar hefur verið gerð og sama máli gegnir um útstrikun í tölulið 48 á bls. 25. Útstrikanir í tölulið 49 á bls. 25-26 eiga að haldast svo og útstrikanir í D og G- lið á bls. 28-29 í niðurstöðukafla. Þá á og að haldast útstrikun í næstsíðustu línu skjalsins á bls. 29.</p> <p>Að því er varðar upplýsingar um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi hf. og aðkomu Landsbanka Íslands hf. og fyrirtækjanna LB Holding Ltd. og NBI Holdings Ltd. að þeim sem lýst er í töluliðum 1-11 í úttektinni, er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að á sömu forsendum og raktar eru hér að framan eigi að haldast útstrikanir 6, 7 og 8 í tölulið 2 á bls. 3-4, allar útstrikanir í tölulið 5 á bls. 5. Sama máli gegnir um útstrikun í tölulið 11 á bls. 8.</p> <p>Í tölulið 7 á bls. 6 og tölulið 10 á bls. 7 koma fram upplýsingar um erlend dóttur- og hlutdeildarfélög Landsbanka Íslands hf. Þær upplýsingar verður að telja varða rekstur bankans í skilningi 13. gr. laga nr. 87/1998 sem eðlilegt sé að leynt fari. Af þessum ástæðum er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að fyrri útstrikunin í tölulið 7 eigi að haldast svo og útstrikun þess hluta setningarinnar í tölulið 10 sem kemur á eftir upphafi hennar sem er „Þau félög sem tilgreind voru eru:“. Einnig eiga af þessari ástæðu að halda sér fyrri útstrikunin sem gerð var í tölulið 25 bls. 14 og 3. útstrikun sem gerð var í tölulið 33 bls. 17.</p> <p> </p> <p><strong>5.<br /> </strong>Eins og fram kemur fram í lýsingu á málsmeðferð hér að framan telur Fjármálaeftirlitið að afmá eigi nöfn þeirra starfsmanna fjármálafyrirtækjanna sem önnuðust þau viðskipti sem fjallað er um í athuguninni eins og stofnunin gerði áður en kæranda var afhent skjalið auk þess sem afmáð eru nöfn erlendra aðila sem koma þar lítillega við sögu. Af þeirri lýsingu sem kemur fram í athuguninni, svo og svarbréfum Fjármálaeftirlitsins í þessu máli, verður ekki séð að þessir aðilar hafi átt neina beina aðild að viðskiptunum eða átt sérstakra hagsmuna að gæta vegna þeirra heldur annast þau sem starfsmenn viðkomandi fyrirtækja. Starfsmennirnir voru því ekki viðskiptamenn þessara fyrirtækja í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki þannig að leynd eigi að hvíla á nöfnum þeirra af þeim ástæðum. Því er ekki þagnarskyldu til að dreifa samkvæmt 2. mgr. sama lagaákvæði sem flust geti til Fjármálaeftirlitsins.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að í því tilfelli sem hér um ræðir megi hafa í huga þær ástæður sem leiddu til þess að efnt var til athugunarinnar, svo og hvernig efni hennar er úr garði gert og það sem af henni hefur verið birt, þegar metið er hvort nafnleynd eigi að ná til þessara starfsmanna, þ.e. hvort nöfn þessar starfsmanna séu upplýsingar um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila sem Fjármálaeftirlitinu beri að láta fara leynt í skilningi 13. gr. laga nr. 87/1998, þrátt fyrir að þagnarskylda nái ekki til nafnanna samkvæmt ákvæðum 58. gr. laga nr. 161/2002. Hér hagar svo til eins og fyrr greinir að fjármálagerningunum er lýst í texta athugunarinnar sem kærandi hefur fengið aðgang að, þegar frá er skilin hluti lýsingar á viðskiptum NBI Holdings Ltd. sem vörðuðu hlutabréf í ákveðnu fyrirtæki, sem úrskurðarnefndin fellst á að eigi að afmá, sbr. útstrikanir í töluliðum 13-16. Þar koma reyndar fram nöfn nokkurra starfsmanna sem ekki þótti ástæða til að aðgangur yrði heimilaður að samkvæmt ákvæðum 7. gr. upplýsingalaga. Það er álit úrskurðarnefndarinnar að þegar svona háttar til nái þagnarskylda samkvæmt framangreindri lagagrein ekki til nafna þeirra starfsmanna fjármálafyrirtæka sem hér um ræðir því að þar er hvorki um að ræða upplýsingar um viðskipti né rekstur fjármálafyrirtækis sem talið verður að sérstök ástæða sé til að leynt fari samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Úrskurðarnefndin leggur ekki mat á eðli eða lögmæti þessara viðskipta en ekkert hefur komið fram hjá Fjármálaeftirlitinu um að þau hafi með einhverjum hætti verið óeðlileg eða ólögmæt, enda myndi eftirlitið þá væntanlega hafa gripið til þeirra ráða sem því eru tiltæk í slíkum tilfellum, sbr. t.d. ákvæði 12. gr. laga nr. 87/1998, en ekkert er komið fram um að svo hafi verið gert.</p> <p> </p> <p><strong>6.<br /> </strong>Að framangreindri niðurstöðu fenginni kemur til skoðunar hvort útstrikanir á nöfnum í athuguninni eigi að haldast á grundvelli undantekningarákvæðis 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Eins og fram kemur í þeirri lagagrein verður undantekningin aðeins virk þegar um er að ræða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari og verður þá m.a. að líta til þess að friðhelgi einkalífs sé ekki skert. Af margnefndri athugun verður ekki annað séð en þeir starfsmenn sem um ræðir hafi verið að framkvæma það sem fyrir þá var lagt eða þeir þá gerðu að eigin frumkvæði og þeir hafi þannig verið að vinna samkvæmt vinnusambandi eða ráðningarsamningum sínum. Lýsingar á verkum þeirra er víða að finna í athuguninni og hefur kærandi fengið aðgang að þeim lýsingum að hluta eins og fyrr segir. Úrskurðarnefndin óskaði sérstaklega eftir því við Fjármálaeftirlitið í bréfi, dags. 26. apríl sl., að nánari grein yrði gerð fyrir því hver þau atriði og atvik væru sem leiða ættu til þess að afmá ætti nöfn þeirra úr athuguninni samkvæmt ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga. Svar Fjármálaeftirlitsins, sem gerð er grein fyrir hér að framan, er þess efnis að af því verður heldur ekki séð að um einka- eða fjárhagsmálefni viðkomandi starfsmanna sé að ræða sem eðlilegt og sanngjarnt sé að leynt fari samkvæmt ákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Þá verður hvorki séð að upplýsingar um nöfn þessara starfsmanna í því samhengi sem hér um ræðir njóti verndar laga nr. 77/2000 með þeim hætti að hún gangi framar upplýsingarétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga né birting þeirra geti talist skerðing á friðhelgi einkalífs, sbr. ákvæði 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar.</p> <p><strong>7.<br /> </strong>Samkvæmt öllu framansögðu ber að afhenda kæranda umbeðna skýrslu í þeim búningi er greinir í úrskurðarorði.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kærandi, [...], á rétt á aðgangi að skjalinu „Sérstök athugun, að beiðni stjórnar Fjármálaeftirlitsins, á atriðum er varða hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins“, þó að því gefnu að eftirtaldar útstrikanir sem Fjármálaeftirlitið hefur þegar gert á því eintaki er kæranda var afhent 26. nóvember 2010 skulu halda sér: útstrikun á blaðsíðu 1 í inngangskafla skjalsins; á bls. 3-4 útstrikanir 6, 7 og 8 í tölulið 2; á bls. 5 allar útstrikanir í tölulið 5; á bls. 6 fyrri útstrikunin í tölulið 7; á bls. 7 útstrikun þess hluta setningarinnar í tölulið 10 sem kemur á eftir upphafi hennar sem er „Þau félög sem tilgreind voru eru:“; á bls. 8 útstrikun sem gerð hefur verið í tölulið 11, útstrikun í fyrirsögn B og 1., 2., 8. og 10. útstrikun, svo og fyrri útstrikunin í neðanmálsgrein 10 á sömu blaðsíðu; á bls. 8-10 útstrikanir sem gerðar hafa verið í töluliðum 13, 14, 15 og 16; þá eiga að haldast á bls. 10 6. og 7. útstrikun í tölulið 17 og þær útstrikanir sem hafa verið gerðar í tölulið 18 sem endar á bls. 11; á bls. 11 útstrikanir sem hafa verið gerðar í neðanmálsgrein 14, aðrar en fyrsta útstrikunin; á bls. 12 útstrikanir 1, 2 og 4 í tölulið 21; á bls. 14-15 tvær útstrikanir sem þar hafa verið gerðar í tölulið 25; á bls. 17-18 í tölulið 33 1., 3. og 4. útstrikun; á bls. 18 í tölulið 34 sú eina útstrikun sem þar hefur verið gerð; á bls. 25-26 þær útstrikanir sem hafa verið gerðar í töluliðum 48 og 49; á bls. 28-29 þær útstrikanir sem gerðar hafa verið í D og G- liðum og útstrikun í næstsíðustu línu úttektarinnar.</p> <p>Aðrar útstrikanir en að framan greinir sem gerðar hafa verið á úttektinni skal fella brott og Fjármálaeftirlitið afhenda kæranda skjalið í þeim búningi.</p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                          Sigurveig Jónsdóttir                                          Friðgeir Björnsson</p> |
A-370/2011. Úrskurður frá 31. maí 2011 | Kærð var sú ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að synja um aðgang að svörum fjögurra fjármálafyrirtækja við fyrirspurn stofnunarinnar. Þagnarskylda. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 30. maí 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-370/2010.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 6. desember 2010, kærði [...] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun Fjármálaeftirlitsins frá 3. desember s.á. „með vísan til 3. og 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, um aðgang að svörum 4 fjármálafyrirtækja við fyrirspurn stofnunarinnar frá 9. apríl sl.“ Kærandi kveðst krefjast þess að Fjármálaeftirlitinu verði gert að afhenda umbeðin gögn, til vara að fá aðgang „að hluta að svörum 4 tilgreindra fjármálafyrirtækja við bréfi Fjármálaeftirlitsins frá 9. apríl sl.“ og til þrautavara aðgang „að svari SP-Fjármögnunar hf. við bréfi Fjármálaeftirlitsins frá 9. apríl sl., að fullu eða hluta.“ Til þrautaþrautavara fer kærandi fram á „að Fjármálaeftirlitið birti opinberlega efnislegt innihald svara fjármála-fyrirtækjanna um hvernig hvert og eitt þeirra standi að uppgjöri lánasamninga vegna endurheimtar leigumunar/söluhlutar við riftun kaupleigusamnings, svo neytendur geti gert sér grein fyrir hvort fjármálafyrirtæki hafi staðið við skyldur sínar sbr. 1. gr. 19. gr. fftl. [Lög um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002] og 19. gr. laga nr. 121 frá 1994 [Lög um neytendalán].“</p> <p>Um tilefni framangreindrar beiðni segir eftirfarandi í kærunni:</p> <p>„Tilvist fyrirspurnar Fjármálaeftirlitsins frá 9. apríl sl. var kunngerð almenningi á vefsíðu þess þann 4. október sl. með birtingu afrits af dreifiriti dagsettu 30. ágúst sl. Dreifiritið er viðbrögð Fjármálaeftirlitsins við svörum fjármálafyrirtækja við fyrrgreindri fyrirspurn frá 9. apríl um framkvæmd fjármálafyrirtækja á uppgjöri kaupleigusamninga í kjölfar riftunar. Markmið dreifiritsins var að minna fjármálafyrirtækin á að starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármagnsmarkaði sbr. 1. mgr. 19. gr. fftl. Í niðurlagi þess er tilmælum sérstaklega beint til fjármálafyrirtækja, sem leyfi hafa til eignaleigu, að yfirfara starfshætti sína með efni dreifiritsins í huga. Varla er slík ábending sett fram af tilefnislausu.<br /> Þegar stjórnvald og opinber eftirlitsaðili sér ástæðu til að minna eftirlitsskylda aðila á skyldur sínar í opinberu dreifiriti sbr. þau lög sem starfsleyfi þeirra er gefið út eftir, er eðlileg krafa að neytendur geti sótt sér upplýsingar um hvað þar sé á ferðinni enda gefur efni ritsins tilefni til að áætla að starfshættir slíkra fyrirtækja hafi ekki verið eðlilegir eða heilbrigðir lögum samkvæmt.“</p> <p>Kærunni fylgdi m.a. símskeyti til kæranda frá SP-Fjármögnun hf., dags. 27. apríl 2010, þar sem honum eru tilkynnt veruleg vanskil á tilgreindum bílasamningi og sagt að frestur til að ganga frá vanskilunum sé til 30. apríl. Einnig fylgdi kærunni bílasamningur með undirskriftinni „kaupleiga“, sem kærandi gerði við SP-Fjármögnun hf. 18. september 2007 ásamt almennum samningsskilmálum bílasamninga þess fyrirtækis. </p> <p>Í synjun Fjármálaeftirlitsins, sem send var kæranda í tölvupósti, dags. 3. desember 2010, kemur fram að kærandi hafi beðið um afrit af svörum SP-Fjármögnunar hf., Lýsingar hf., Íslandsbanka hf. og Avant hf. við dreifiriti Fjármálaeftirlitsins 9. apríl 2010. Dreifiritið frá 9. apríl fylgdi ekki kærunni en lýsing á efni þess kemur fram í dreifibréfi Fjármálaeftirlitsins til fjármálafyrirtækja, dags. 30. ágúst 2010, en það dreifibréf fylgdi kærunni. Þar segir að í dreifibréfinu frá 9. apríl hafi verið óskað eftir „upplýsingum um framkvæmd uppgjörs við riftun á kaupleigusamningum og þá sérstaklega hvort uppgjör sé endurskoðað í þeim tilvikum þegar bifreið er seld á hærra verði en matsverð hennar hljóðar upp á samkvæmt uppgjöri.“</p> <p>Í tölvupósti Fjármálaeftirlitsins til kæranda frá 3. desember 2010 segir m.a. eftirfarandi:</p> <p>„Þær upplýsingar sem óskað er eftir aðgangi að eru svör umræddra fjármálafyrirtækja við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins er varðar framkvæmd uppgjörs í kjölfar riftunar á kaupleigusamningum á bifreiðum. Svör fyrirtækjanna varða rekstur þeirra, þ. á m. innri verkferla og upplýsingar um kerfi fyrirtækjanna, og því mikilvæga viðskiptahagsmuni sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Með hliðsjón af 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastafsemi og 5. gr. upplýsingalaga synjar Fjármálaeftirlitið aðgangi að umbeðnum gögnum. Umræddar upplýsingar er að finna víða í svörum fjármálafyrirtækjanna og þjónar því ekki tilgangi að veita aðgang að hluta þeirra samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.“</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram í nokkuð löngu máli rökstuðningur kæranda fyrir þeim kröfum sem hann gerir á hendur Fjármálaeftirlitinu. M.a. bendir kærandi á að í synjun Fjármálaeftirlitsins komi ekki fram hvernig umbeðin upplýsingagjöf geti valdið fjármála-fyrirtækjunum tjóni og ekki sé lagt mat á hve miklar líkur séu á því að af upplýsingagjöfinni hljótist tjón eða hve mikið það geti orðið.</p> <p>Kærandi segist hafna því að sem almennur borgari geti hann hagnýtt sér upplýsingar um innri verkferla og kerfi fyrirtækja þeim til tjóns en slíkt tjón gæti einungis orðið „vegna óeðlilegra athafna viðkomandi aðila gegn lögvörðum réttindum almennings.“ Þau fjármálafyrirtæki sem um ræði í beiðni sinni séu sérfróðir aðilar á fjármagnsmarkaði og með ríkar skyldur til þess að haga starfsemi sinni samkvæmt lögum en þeir hafi þó allir misboðið almenningi og neytendum með gerð og innheimtu gengistryggðra lánasamninga með einhliða samningsskilmálum og vafasömum vörslusviptingum í kjölfar gjaldfellingar og riftunar samninganna án atbeina sýslumanns. Þetta kveðst kærandi sjálfur hafa mátt þola. Það sé skýlaus krafa viðskiptamanna fjármálafyrirtækjanna að fá upplýsingar um uppgjör samninga þeirra við fyrirtækin. Þá segir kærandi orðrétt í kærunni:</p> <p>„Neytendur hafa rétt á að geta lagt sjálfstætt mat, með eða án aðstoðar sérfróðs aðila, hvort verklag við uppgjör samnings vegna riftunar hafi verið lögum samkvæmt. Til þess þurfa þeir aðgang að nauðsynlegum upplýsingum.“</p> <p>Þá vitnar kærandi til skjals sem kærunni fylgdi og ber yfirskriftina „Gagnsæisstefna Fjármálaeftirlitsins“ og bendir m.a. á að í því segi að samkvæmt 9. gr. a laga nr. 87/1998, þ.e. 1. gr. laga nr. 20/2009 um breytingu á lögum nr. 87/1998, sé Fjármálaeftirlitinu heimilt að birta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum sem byggist á lögunum nema slík birting verði talin stefna hagsmunum fjármálamarkaðarins í hættu, varði ekki hagsmuni hans eða valdi hlutaðeigandi aðilum tjóni sem ekki sé í samræmi við það brot sem um ræði. Fjármálaeftirlitið skuli birta opinberlega þá stefnu sem það fylgi við framkvæmd slíkrar birtingar.<br /> Í inngangi að framangreindu skjali Fjármálaeftirlitsins segir:<br /> „Aukin upplýsingagjöf um starfsemi Fjármálaeftirlitsins mun auka varnaðaráhrif aðgerða þess og aukin upplýsingagjöf um starfshætti fjármálafyrirtækja mun styrkja aðhald með þeim. Í slíkri upplýsingagjöf geta einnig falist refsikennd viðurlög, þar sem trúverðugleiki fjármálafyrirtækja er þeirra verðmætasta eign. Reynslan hefur sýnt að opinber birting um brot fjármálafyrirtækja er þeim oft meiri þyrnir í auga en nokkur sektarfjárhæð.“</p> <p>Kærandi segir að þau fjármálafyrirtæki sem um ræði í beiðni sinni hafi farið offari í viðskiptum sínum við neytendur. Öll hafi þau boðið ólögmæta samninga með einhliða samningsskilmálum sem þau hafi samið. Neytendastofa hafi úrskurðað suma þessara samninga ólögmæta. Þessi sömu fyrirtæki hafi framkvæmt vörslusviptingar án atbeina sýslumanns sem Talsmaður neytenda hafi bent á að standist ekki og séu hugsanlega gertæki. Þá bendir kærandi á að samkvæmt fréttum í blöðum hafi kaupleigubifreiðar verið seldar á hærra verði en matsverði fjármálafyrirtækis hafi sagt til um án þess að lántakandi hafi notið þeirrar hækkunar.</p> <p>Kærandi kveðst minna á að fyrirtækin hafi mestallt árið [2010] átt reglulega samráðsfundi með ráðherrum í ríkisstjórn vegna stöðu, innheimtu og gjaldfellingar gengistryggðra lánasamninga. Það sé vandséð að slíkur munur sé á viðskiptahagsmunum og innri verkferlum þessara fyrirtækja<br /> að ástæða sé til leyndar þar að lútandi eftir slíka umræðu.</p> <p>Allir umræddir eftirlitsskyldir aðilar á fjármagnsmarkaði starfi á sama vettvangi, Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF), og hafi þeir t.d. allir birt á vefsíðu sinni samræmdar verklagsreglur fyrir félagsmenn sína um úrlausn á skuldavanda fyrirtækja og sértæka skuldaaðlögun einstaklinga. Því verði ekki séð að slíkir viðskiptahagsmunir séu til staðar að Fjármálaeftirlitið hafi forsendur til að synja umbeðnum aðgangi að svargögnum við fyrirspurn sinni sem hafi verið kunngerð með opinberri birtingu 4. október.</p> <p>Þá vitnar kærandi kröfum sínum til stuðnings til úrskurðar úrskurðarnefndar upplýsingamála í máli nr. A321/2009 frá 22. desember 2009 og rekur efni hans að nokkru. Síðan segir í kærunni:</p> <p>„Það er því mat undirritaðs að hvorki sé hægt að telja eðlilegt, né sanngjarnt, að haldið sé leyndum upplýsingum opinberrar eftirlitsstofnunar, mótteknum vegna fyrirspurnar um verklag til að tryggja hvort eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir séu stundaðir í viðskiptum fyrirtækis við almenning, þó um sé að ræða fjármálafyrirtæki. Þá skiptir miklu máli að halda því til haga við mat á því hvort afhenda beri umrædd gögn, að nauðsynlegt er að útiloka að innan eftirlitsskyldra aðila á fjármálamarkaði sé viðhaft óeðlilegt verklag og viðskiptahættir sem geti haft skaðleg áhrif á fjárhagsstöðu einstaklinga, heimila og jafnvel lögaðila með ósanngjörnum hætti.“</p> <p>Í niðurlagi kærunnar segir að Fjármálaeftirlitið hafi séð ástæðu til þess að minna fjármálafyrirtæki á skyldur þeirra með opinberu dreifiriti og því sé fullkomlega eðlilegt með hliðsjón af gagnsæisstefnu Fjármálaeftirlitsins að almenningur fái aðgang að svörum fjármálafyrirtækjanna. Trúverðugleiki fyrirtækjanna og fjármálamarkaðarins í heild sé í húfi og ekki fáist séð hvert tjón geti orðið af birtingu svaranna í ljósi samstarfs þeirra á öðrum sviðum. Markmið sanngjarns uppgjörs sé að tryggja rétt neytenda, sbr. 19. gr. laga um neytendalán, og krafa um gagnsæi en ekki leyndarmakk séu lögvarin réttindi neytenda. Síðan segir orðrétt:</p> <p>„Því er nauðsynlegt að neytendur geti gert sér grein fyrir, hvernig fyrirtæki með jafn ríkar skyldur og fjármálafyrirtæki, og starfar eftir eins ströngu regluverki og gildir um starfsemi fjármálafyrirtækja, hagar sér með tilliti til annarra laga og skyldna. Er það því álit undirritaðs að þagnarskylda Fjármálaeftirlitsins eigi ekki við varðandi afgreiðslu umræddrar beiðni, enda er um lögvarinn borgararétt um aðgang að upplýsingum að ræða. Upplýsingar til almennings um innri verkferla við uppgjör samnings eru einungis til þess fallnar að sýna fram á að ekki sé gengið gegn lögvörðum neytendarétti og eru viðkomandi aðila einungis til tjóns hafi hinn sami ekki haft slíkan rétt í heiðri í starfsemi sinni.“</p> <p>Þá kemur fram það mat kæranda að um enga einstaka og verulega fjárhags- og viðskiptahagsmuni í skilningi 5. gr. upplýsingalaga sé að ræða í þessi tilviki sem hamli aðgangi almennings að umræddum gögnum. Þessir hagsmunir séu ekki æðri almannahagsmunum og njóti því ekki verndar upplýsingalaga.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 14. desember 2010, var Fjármálaeftirlitinu send framangreind kæra, stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir synjuninni um umbeðinn aðgang að gögnum. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Frestur til þess var gefinn til 28. desember.</p> <p>Svarbréf kærunefndarinnar er dags. 6. janúar 2011. Bréfinu fylgdu eftirtalin skjöl:</p> <p>1. Bréf SP-Fjármögnunar hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 13. apríl 2010 um uppgjör í kjölfar riftunar á kaupleigusamningum. [Svar við bréfi Fjármálaeftirlitsins frá 9. apríl 2010]<br /> 2. Dæmi um uppgjörsbréf og söluuppgjör frá SP-Fjármögnun hf. [Tvö bréf til ónafngreinds aðila vegna uppgjörs á ótilgreindum bílasamningi]<br /> 3. Skjal frá SP-Fjármögnun hf. sem ber yfirskriftina „Vörslusvipting bifreiða Hvaða leiðir eru færar?“.<br /> 4. Bréf Lýsingar hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. apríl 2010. [Svar við bréfi Fjármálaeftirlitsins frá 9. apríl 2010]<br /> 5. Verkferlar Lýsingar hf. við vörslusviptingu og eignarleigusamninga, verðmat einkabifreiðar og uppgjör eignaleigusamninga.<br /> 6. Óútfylltur bílaleigusamningur Lýsingar hf. [Form sem notað er við gerð bílaleigu- samnings]<br /> 7. Óútfylltur kaupleigusamningur Lýsingar hf. [Form sem notað er við gerð kaupleigu-samnings]<br /> 8. Bréf Íslandsbanka hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. apríl 2010. [Svar við bréfi Fjármálaeftirlitsins frá 9. apríl 2010]<br /> 9. Skjal frá Íslandsbanka Fjármögnun þar sem lýst er vörslusviptingu tækis leigutaka, mati á því og sölu svo og uppgjöri við leigutaka.<br /> 10. Skilmálar bílasamnings/kaupleigusamnings á millin leigutaka og Íslandsbanka Fjármögnunar.<br /> 11. Bréf Avant hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 23. apríl 2010, um uppgjör í kjölfar riftunar á kaupleigusamningum. [Svar við bréfi Fjármálaeftirlitsins frá 9. apríl 2010]</p> <p> <br /> Í svarbréfi Fjármálaeftirlitsins er aðdraganda að svarbréfum fjármálafyrirtækjanna fjögurra lýst á eftirfarandi hátt:</p> <p>„Fjármálaeftirlitið tók til skoðunar framkvæmd uppgjörs í kjölfar þess að kaupleigusamningum á bifreiðum væri rift og þá sérstaklega hvort uppgjör væri endurskoðað í þeim tilvikum sem bifreið væri seld á hærra verði en matsverð hennar hljóðar á um samkvæmt uppgjöri. Sem liður í þeirri athugun Fjármálaeftirlitsins sendi eftirlitið fyrirspurn til nokkurra fjármálafyrirtækja sem hafa leyfi til eignaleigu samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki (fttl.). Í kjölfar svarbréfa fjármálafyrirtækjanna var ákveðið að upplýsa allar lánastofnanir í dreifibréfi um þá afstöðu eftirlitsins að það samrýmdist eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum að skuldari væri látinn njóta góðs af þeim hagnaði sem myndast þegar bifreið er seld á hærra verði en matsverði hennar samkvæmt uppgjöri. Þá var framangreind afstaða Fjármálaeftirlitsins birt á heimasíðu eftirlitsins. Í svarbréfum umræddra fjármálafyrirtækja er að finna nákvæma lýsingu á verklagi við framkvæmd uppgjörs ásamt innri verkferlum fyrirtækjanna og í einhverjum tilvikum upplýsingum um viðskiptaaðila og tölvukerfi sem fyrirtækin notast við.“</p> <p>Í bréfinu er síðan vikið að 3. og 5. gr. upplýsingalaga og þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi svo og athugasemdum sem fylgdu 5. gr. frumvarps til upplýsingalaga. Fjallað er um efni þessara lagaákvæða og skýringar við þau sem ekki þykir ástæða til að rekja hér þar sem að þeim verður vikið í niðurstöðukafla þessa úrskurðar. Í þessum kafla bréfsins kemur fram að Fjármálaeftirlitið hafi sent fjármálafyrirtækjunum bréf og gefið þeim kost á að koma að athugasemdum við framkomna kæru [...]. Tvö þeirra hafi gert það og lagst í meginatriðum gegn því að aðgangur yrði veittur að svarbréfum þeirra.</p> <p>Í svarbréfi Fjármálaeftirlitsins segir eftir að lýst hefur verið ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga og skýringum á þeim:</p> <p>„Svarbréf umræddra fjármálafyrirtækja innihalda eins og að framan greinir upplýsingar um rekstur fjármálafyrirtækjanna, þ. á m. nákvæma lýsingu á verklagi, innri verkferla og í einhverjum tilvikum upplýsingar um samstarfsaðila og tölvukerfi fyrirtækjanna. Slík gögn innihalda upplýsingar um mikilvæga viðskiptahagsmuni, sem vegna samkeppnissjónarmiða, er sanngjarnt og eðlilegt að fari leynt. Aðgangur almennings að slíkum upplýsingum er til þess fallinn að valda viðkomandi fjármálafyrirtæki tjóni þar sem hann getur orðið til þess að mikilvægar upplýsingar um rekstur umræddra fyrirtækja verði nýttur af hálfu samkeppnisaðila.“ </p> <p>Um 13. gr. laga nr. 87/1998 segir m.a. eftirfarandi eftir að lýst hefur verið efni 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og tengslum þeirrar lagagreinar við 13. gr. laga 87/1998:</p> <p>„Ofangreint ákvæði [þ.e. 13. gr. laga nr. 87/1998] verður að teljast sérstakt þagnarskylduákvæði sem tekur til nánar tilgreindra upplýsinga þ.e. upplýsinga sem leynt eiga að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra. Sérstök þagnarskylduákvæði ganga lengra og takmarka enn frekar rétt almennings til aðgangs að gögnum en 5. gr. upplýsingalaganna gerir. Þetta hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál fallist á í mörgum úrskurðum sínum, nú síðast í málum nr. A-334/2010 og A-339/2010. Annar skilningur myndi að auki leiða til þess að 2. ml. 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga yrði marklaus.<br /> Af framangreindu leiðir að þagnarskylda starfsmanna Fjármálaeftirlitsins tekur til allra upplýsinga sem starfsmenn eftirlitsins komast að í starfi sínu um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila sem leynt eiga að fara. Ekki er í ákvæðinu gerður sérstakur áskilnaður um mikilvægi þeirra hagsmuna sem upplýsingarnar varða. Í þessu sambandi má jafnframt vísa til úrskurðar úrskurðarnefndar nr. A-324/2009 en þar var aðgangi synjað með vísan til sérstaks þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands að því er virðist án þess að fram færi sérstakt mat á mikilvægi þeirra hagsmuna sem upplýsingarnar varða.</p> <p>Í svarbréfum umræddra fjármálafyrirtækja er að finna, eins og áður hefur komið fram, upplýsingar um verklag, innri verkferla, samstarfsaðila og upplýsingakerfi sem varða viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila og leynt eiga að fara. Af 13. oefl. leiðir að starfsmenn eftirlitsins mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra frá slíkum upplýsingum. Má í raun líta svo á að sérregla 13. gr. laganna leiði til þess að það sé í raun dómstóla að kveða upp úrskurð í málinu, sbr. að sérstaklega er áskilið í 13. gr. oefl. að starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins sé óheimilt að láta óviðkomandi upplýsingarnar í té „nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt“. Með vísan til alls framangreinds telur Fjármálaeftirlitið að starfsmönnum þess sé óheimilt að veita aðgang að umræddum gögnum. Þær upplýsingar sem eftirlitið telur að eigi undir 5. gr. upplýsingalaga og hið sérstaka þagnarskylduákvæði 13. gr. oefl. er að finna svo víða í hinum umdeildu bréfum að ekki væri rétt að veita aðgang að hluta þeirra, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.“</p> <p>Í niðurlagi umsagnarinnar krefst Fjármálaeftirlitið þess að úrskurðarnefndin hafni kröfum kæranda.</p> <p>Úrskurðarnefnd upplýsingamála sendi kæranda framangreinda umsögn Fjármálaeftirlitsins með bréfi, dags. 11. janúar 2011, og gaf honum kost á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Hinn 19. janúar bárust nefndinni athugasemdir kæranda í bréfi, dags. 15. janúar. Í þeim kemur m.a. fram að megintilgangur svarbréfa fjármálafyrirtækjanna til Fjármálaeftirlitsins hafi verið að gera grein fyrir uppgjöri þegar samningum sé rift og þá sérstaklega hvort uppgjörið sé endurskoðað þegar bifreið sé seld á hærra verði en matsverði hennar samkvæmt uppgjöri. Eftir að svörin hafi verið metin hafi Fjármálaeftirlitið sent bréf [dags. 30. ágúst 2010] til allra lánastofnana til að vekja athygli á 1. gr. 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki en þar komi fram að fjármálafyrirtæki skuli starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti á fjármálamarkaði og í bréfinu sé minnt á að það samræmdist slíkum viðskiptaháttum að skuldari væri látinn njóta góðs af hagnaði sem myndaðist við mismun á matsverði og söluverði bifreiðar. Bréfið bendi til þess að veruleg brotalöm hafi verið á starfsemi fjármálafyrirtækjanna að þessu leyti. Þá kemur fram í athugasemdum kæranda að margir telji að sú leynd sem kveðið sé á um í 5. gr. upplýsingalaga sé ástæða þess sem aflaga hafi farið í íslensku þjóðfélagi á undangengnum árum. Tvö af fjórum fjármálafyrirtækjum hafi séð ástæðu til þess að svara bréfi Fjármálaeftirlitsins vegna upplýsingabeiðni kæranda og hafi lagst gegn því í meginatriðum að aðgangur yrði veittur að svarbréfum þeirra. Hin tvö hafi ekki svarað því bréfi og verði að líta svo á annars vegar að þau sjái ekki ástæðu til að leggjast gegn slíkri birtingu sér til varnar eða hins vegar hafi verið um tómlæti að ræða. Því sé einkennilegt að Fjármálaeftirlitið standi í vegi fyrir birtingunni á grundvelli þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Þá segir orðrétt í athugasemdunum: „Hafi hagsmunirnir sem Fjármálaeftirlitið nefnir verið eins verulegir og stofnunin metur er engum vafa undirorpið að kröftug mótmæli hefðu átt að berast frá öllum fyrirtækjunum fjórum hvar þau hefðu alfarið lagst gegn birtingu svarbréfanna. Slíkum mótmælum virðist ekki vera til að dreifa. Þá er undirrituðum óljóst hvaða fyrirtæki svöruðu og hver ekki.“</p> <p>Þá segir kærandi að sér sé að meinalausu þótt upplýsingar um samstarfsaðila og tölvukerfi verði máð úr svarbréfum fjármálafyrirtækjanna fjögurra verði það til þess að auðvelda birtingu svarbréfanna enda rýri það ekki upplýsingagildi þeirra í meginatriðum.</p> <p>Kærandi vísar til úrskurða úrskurðarnefndar upplýsingamála í málum nr. A-334/2010, A-339/2010 og A-350/2010 máli sínu til stuðnings. Hann kveðst furða sig á viðbrögðum Fjármálaeftirlitsins við beiðni sinni ekki síst með tilliti til gagnsæisstefnu stofnunarinnar sem birt sé á heimasíðu hennar og undarlegt sé ef þagnarskylda eigi að vernda óheiðarleg vinnubrögð. Hagsmunir fjármálafyrirtækjanna fjögurra af leynd umbeðinna upplýsingar ætti ekki að setja ofar aðgangi almennings að þeim sérstaklega ef framferði þeirra sé á skjön við ákvæði 1. mgr. 19. gr. fftl. eins og raunin virðist vera.</p> <p>Aðilar málsins hafa fært frekari rök fyrir afstöðu sinni en með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim í úrskurði þessum. Úrskurðarnefndin hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Heimild kæranda til að kæra synjun Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er að finna í 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Kærandi byggir heimild sína til að fá aðgang að gögnunum á 3. gr. upplýsingalaga nr. 37/1993.</p> <p>Fjármálaeftirlitið byggir synjun sína um aðgang að gögnunum á 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálafyrirtækjum og 5. gr. upplýsingalaga</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Úrskurðarnefndin telur rétt að gera í upphafi sérstaka grein fyrir efni þeirra lagagreina sem hún byggir á niðurstöðu sína. Í 3. gr. í II. kafla upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“<br /> Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.<br /> Í 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi eru ákvæði um þagnarskyldu og segir eftirfarandi í 1.- 4. mgr. lagagreinarinnar:<br />  „Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, trygginga-stærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.<br /> Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu.<br /> Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.<br /> Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila.“<br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Þar sem í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 segir að upplýsingar sem háðar séu þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum séu háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafi verið afhentar Fjármálaeftirlitinu verður að gera grein fyrir ákvæðum 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki en þar er að finna svohljóðandi ákvæði um þagnarskyldu:<br /> „Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.<br /> Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“<br /> Þagnarskylda samkvæmt framangreindu ákvæði laga nr. 161/2002 færist á Fjármálaeftirlitið vegna upplýsinga sem það hefur tekið við. Ber því vafalaust að líta á umrætt ákvæði sem sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi upplýsingalaga og skýra það með sama hætti og ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 sem er gerð grein fyrir hér að framan.<br /> Úrskurðarnefndinni þykir rétt að taka fram, vegna þess sem fram er komið í málinu um „Gagnsæisstefnu Fjármálaeftirlitsins“ sem svo er nefnd, að starfsemi Fjármálaeftirlitsins verður engu að síður að vera í samræmi við gildandi lög á hverjum tíma. Með þessu tekur úrskurðanefndin enga afstöðu til þess hvort þessi stefna Fjármálaeftirlitsins samræmist stöðu þess að lögum eða ekki. Með sama hætti ber úrskurðarnefndinni að leysa úr ágreiningi aðila samkvæmt þeim lagaákvæðum sem um hann gilda.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Sem fyrr greinir fylgdu bréfi Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar eftirtalin skjöl sem úrskurðarnefndin hefur farið rækilega yfir svo og gefið númerin 1-11.</p> <p>1. Bréf SP-Fjármögnunar hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 13. apríl 2010 um uppgjör í kjölfar riftunar á kaupleigusamningum. [Svar við bréfi Fjármálaeftirlitsins frá 9. apríl 2010]<br /> 2. Dæmi um tvö uppgjörsbréf og söluuppgjör frá SP-Fjármögnun hf. [Tvö bréf til ónafngreinds aðila vegna uppgjörs á ótilgreindum bílasamningi]<br /> 3. Skjal frá SP-Fjármögnun hf. sem ber yfirskriftina „Vörslusvipting bifreiða Hvaða leiðir eru færar?“.<br /> 4. Bréf Lýsingar hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. apríl 2010. [Svar við bréfi Fjármálaeftirlitsins frá 9. apríl 2010]<br /> 5. Verkferlar Lýsingar hf. við vörslusviptingu og eignaleigusamninga, verðmat einkabifreiðar og uppgjör eignaleigusamninga.<br /> 6. Óútfylltur bílaleigusamningur Lýsingar hf. [Form sem notað er við gerð bílaleigu- samnings]<br /> 7. Óútfylltur kaupleigusamningur Lýsingar hf. [Form sem notað er við gerð kaupleigu-samnings]<br /> 8. Bréf Íslandsbanka hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. apríl 2010. [Svar við bréfi Fjármálaeftirlitsins frá 9. apríl 2010]<br /> 9. Skjal frá Íslandsbanka Fjármögnun þar sem lýst er vörslusviptingu tækis leigutaka, mati á því og sölu svo og uppgjöri við leigutaka.<br /> 10. Skilmálar bílasamnings/kaupleigusamnings á millin leigutaka og Íslandsbanka Fjármögnunar.<br /> 11. Bréf Avant hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 23. apríl 2010, um uppgjör í kjölfar riftunar á kaupleigusamningum. [Svar við bréfi Fjármálaeftirlitsins frá 9. apríl 2010]</p> <p><strong>4.<br /> </strong>Þau gögn sem að framan greinir stafa öll frá fjármálafyrirtækjunum fjórum. Þann greinarmun má þó gera á skjölunum að skjöl nr. 1, 4, 8, og 11 eru bréf sem fjármálafyrirtækin sendu Fjármálaeftirlitinu sem svar við bréfi þess frá 9. apríl 2010 og varða það hvernig fyrirtækin standa að framkvæmd uppgjörs við riftun á kaupleigusamningum. Því er um að ræða skjöl sem verða til að gefnu tilefni Fjármálaeftirlitsins. Önnur skjöl sem Fjármálaeftirlitið sendi úrskurðarnefndinni sýnast hafa verið fyrir hendi hjá fjármálafyrirtækjunum áður en þeim barst framangreint bréf Fjármálaeftirlitsins. Þótt þannig sé nokkur eðlismunur á tilurð þessara skjala verður engu að síður að líta svo á að nái sérstök þagnarskylda til þeirra á annað borð fari um hana eftir 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/202 um fjármálafyrirtæki og að sú þagnarskylda hafi yfirfærst til Fjármálaeftirlitsins þegar það fékk bréfin og skjölin send, sbr. ákvæði 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, og þagnarskylda Fjármálaeftirlitsins samkvæmt þeim lögum hafi þar með orðið virk.</p> <p><strong>5.<br /> </strong>Um skjöl nr. 2, 3, 6, 7 og 10 er að mati úrskurðarnefndarinnar það að segja að þau eru almenns eðlis í þeim skilningi að þau geta átt við hvaða viðskiptamann viðkomandi fjármálafyrirtækis sem er. Skjal nr. 2 eru tvö sýnishorn af uppgjörsbréfum SP-Fjármögnunar hf. til ónefndra aðila án númers á þeim samningi sem bréfin eiga við eða upplýsinga um það hverjir séu leigumunirnir. Enda þótt þar komi fram tölur um uppgjör og dagsetningar verður ekki séð að þær upplýsingar verði af skjalinu raktar til einstaks viðskiptamanns. Ekki verður betur séð en hér sé í raun um staðlað bréfsefni fjármálafyrirtækisins að ræða sem ákveðnar tölur hafi verið færðar á. Það er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að þessi bréfsefni verði ekki talin varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanns fjármálafyrirtækisins í skilningi 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002. Því nái þagnarskylda samkvæmt 1. og 2. mgr. sömu lagagreinar ekki til þessara bréfsefna og af því leiðir að þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 eiga heldur ekki við. Kærandi á þar af leiðandi að fá aðgang að þessu skjali. </p> <p>Í skjali nr. 3 sem ber yfirskriftina „Vörslusvipting bifreiða. Hvaða leiðir eru færar?“ er að finna almennar upplýsingar um innheimtuaðgerðir SP-Fjármögnunar hf. í framhaldi af vörslusviptingu bifreiðar vegna vanskila skuldara og til hverra ráða hann getur gripið. Þetta skjal er nú samkvæmt gögnum málsins sent skuldara með riftunarbréfi fjármálafyrirtækisins en áður með uppgjörsbréfi til hans. Um þetta skjal gegnir að mati úrskurðarnefndarinnar hið sama og skjal nr. 2 og því ber að heimila kæranda aðgang að því.</p> <p>Skjöl nr. 6 og 7 eru annars vegar form á svokölluðum bílasamningi Lýsingar hf. í 28 tölusettum liðum og hins vegar form á svokölluðum kaupleigusamningi í 35 tölusettum greinum. Skjöl af þessu tagi hljóta að vera aðgengileg öllum sem vilja skoða það að gera slíka samninga og verður ekki séð að þau varði viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanns fjármálafyrirtækisins eða þess sjálfs.</p> <p>Skjal nr. 10 hefur að geyma samningsskilmála bílasamnings Íslandsbanka Fjármögnunar í 19 tölusettum greinum. Gegnir hér sama máli og með skjöl nr. 6 og 7, slíkar upplýsingar hljóta að vera aðgengilegar hjá þessu fyrirtæki. Um þessi skjöl, þ.e. nr. 6, 7 og 10 gildir að áliti úrskurðarnefndarinnar hið sama og skjöl 2 og 3 og því ber að heimila kæranda aðgang að þeim.</p> <p>Úrskurðarnefndin álítur að efni framangreindra skjala varði ekki einka- eða fjárhagsmálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga og því beri ekki að takmarka aðgang að þeim samkvæmt ákvæðum þeirrar lagagreinar enda þótt tvö fjármálafyrirtækjanna hafi lagst gegn að veittur yrði aðgangur að þeim.</p> <p>Samkvæmt framanskráðu er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú að Fjármálaeftirlitinu beri að heimila kæranda aðgang að skjölum nr. 2, 3, 6, 7 og 10.</p> <p><br /> <strong>6.<br /> </strong>Skjal nr. 5 fylgdi bréfi Lýsingar hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. apríl 2010, og ber það yfirskriftina „Verkferlar“. Í skjali þessu er að finna vinnulýsingar fyrirtækisins að því er varðar vörslusviptingar og eignaleigusamninga, verðmat einkabifreiðar og uppgjör eignaleigusamninga. Er hér um að ræða allítarlegar starfsreglur sem sýnilega eru ætlaðar starfsmönnum fyrirtækisins á ákveðnum sviðum þess.</p> <p>Skjal nr. 9 fylgdi bréfi Íslandsbanka hf. til Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. apríl 2010, sem ber yfirskriftina „Ferli fullnustueigna“. Skjalið hefur að geyma lýsingu á uppgjöri kaupleigusamnings eftir að tilkynnt hefur verið um vörslusviptingu hjá skuldara. Á því stendur að það sé fyrst gefið út 15. október 2008 og næsta uppfærsla verði 15. janúar 2011.</p> <p>Á framangreind skjöl verður að líta sem verklagsreglur framangreindra fjármálafyrirtækja við uppgjör samninga, sbr. skjöl nr. 6, 7 og 10 sem gerð er grein fyrir hér að framan, þegar viðskipti aðila samkvæmt samningunum eru komin á ákveðið stig. Úrskurðarnefndin telur að þessar reglur beri það með sér að þær eigi eingöngu að vera viðkomandi fjármálafyrirtækjum til nota og varði þannig rekstur þeirra í skilningi 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Vegna þessa eðlis skjalanna er það niðurstaða kærunefndarinnar að samkvæmt framangreindri lagagrein eigi ekki að veita kæranda aðgang að þeim og skipti þar ekki máli þótt svör viðkomandi fjármálafyrirtækja við fyrirspurn Fjármálaeftirlitsins frá 9. apríl 2010 byggist að nokkru leyti á þeim.</p> <p><strong>7.<br /> </strong>Skjöl nr. 1, 4, 8 og 11 eru svarbréf fjármálafyrirtækjanna fjögurra við fyrirspurnarbréfi Fjármálaeftirlitsins frá 9. apríl 2010. Svörin, sem eru misítarleg, hafa þannig að geyma lýsingu á því hvernig fyrirtækin standa að uppgjöri þegar skuldarar hafa lent í ákveðnum vanskilum en það uppgjör á eðlilega að fara fram í samræmi við skilmála þeirra samninga sem fyrirtækin hafa gert við þá lánþega sína og eru væntanlega staðlaðir í langflestum tilvikum. Af þeim gögnum sem liggja fyrir um þá samningsskilmála verður ekki betur séð en þeir séu svipaðs eðlis og af því leiðir að uppgjörsaðferðirnar eru það sömuleiðis þó að áherslur á einstök atriði í uppgjörum sýnist vera mismunandi hjá fyrirtækjunum. Augljóst er að lánþegar fyrirtækjanna fá sjálfkrafa vitneskju um það hvernig staðið er að uppgjöri á samningum sem þeir hafa gert við þau og uppgjörið verður því opinbert að því leyti. Það er mat úrskurðarnefndar upplýsingamála að efni framangreindra svarbréfa sé ekki þess eðlis að ástæða sé til að Fjármálaeftirlitið haldi því leyndu samkvæmt ákvæðum 58. gr. laga nr. 161/2002 og 1. og 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</p> <p>Úrskurðarnefndin álítur að efni framangreindra skjala varði ekki einka- eða fjárhagsmálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga og því beri ekki að takmarka aðgang að þeim af þeim ástæðum enda þótt tvö fjármálafyrirtækjanna hafi lagst gegn að veittur yrði aðgangur að þeim. Frá þessari niðurstöðu álítur úrskurðarnefndin að gera verði þá undantekningu að afmá eigi úr skjali nr. 1 lýsingu SP-Fjármögnunar hf. á tölvukerfi því sem fyrirtækið notar við uppgjör, þ.e. þann hluta texta í 2. tölulið skjalsins sem hefst á orðunum „Sumarið fyrir bankahrunið 2008“ og lýkur með orðunum „og fær skuldari sent eintak af því“. Úrskurðarnefndin álítur að þessi lýsing um rekstur fyrirtækisins sé af því tagi að eðlilegt sé að hún fari leynt samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</p> <p><strong> 8.<br /> </strong>Eins og að framan er lýst er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú að Fjármálaeftirlitinu beri að veita kæranda aðgang að skjölum sem nefndin hefur merkt 1, 2, 3, 4, 6, 7, 8, 10 og 11 með þeirri undantekningu að úr skjali 1 ber að afmá þann hluta texta í 2. tölulið skjalsins sem hefst á orðunum „Sumarið fyrir bankahrunið 2008“ og lýkur með orðunum „og fær skuldari sent eintak af því“. Fjármálaeftirlitinu ber ekki að veita kæranda aðgang að skjölum nr. 5 og 9.</p> <h3>   <br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Fjármálaeftirlitinu ber að veita kæranda, [...], aðgang að skjölum sem nefndin hefur merkt 1, 2, 3, 4, 6, 7, 8, 10 og 11 með þeirri undantekningu að úr skjali 1 ber að afmá þann hluta texta í 2. tölulið skjalsins sem hefst á orðunum „Sumarið fyrir bankahrunið 2008“ og lýkur með orðunum „og fær skuldari sent eintak af því“. Fjármálaeftirlitinu ber ekki að veita kæranda aðgang að skjölum nr. 5 og 9.</p> <p> </p> <p><br /> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                           Friðgeir Björnsson                                           Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-371/2011. Úrskurður frá 31. maí 2011 | Kærð var sú ákvörðun Blönduósbæjar að synja um afhendingu afrits af ráðningasamningum sveitarfélagsins við sviðsstjóra tæknideildar, skólastjóra grunnskóla, fjármálastjóra, bæjartæknifræðing, leikskólastjóra og bæjarstjóra sveitarfélagsins. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Ljósrit. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 31. maí 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-371/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 11. október 2010, kærði [...] bæjarfulltrúi, synjun Blönduósbæjar um að afhenda henni afrit af ráðningasamningum sveitarfélagsins við sviðsstjóra tæknideildar, skólastjóra grunnskóla, fjármálastjóra, bæjartæknifræðing, leikskólastjóra og bæjarstjóra sveitarfélagsins.</p> <p>Synjun sveitarfélagsins er byggð á ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Í synjuninni kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„30. gr. sveitarstjórnarlaga hljóðar svo: „Aðalmenn í sveitarstjórnum skulu vegna starfa sinna í sveitarstjórn hafa aðgang að bókum og skjölum sveitarfélagsins og óhindraðan aðgang að stofnunum þess og starfsemi.“ Réttur sveitarstjórnarmanna er mjög skýr að þessu leyti og almennt ekki hægt að takmarka þann rétt. Í þessu ákvæði er ekki fortakslaus skylda til afhendingar gagna. Sveitarstjórnarráðuneytið hefur litið svo á að nægjanlegt sé að bæjarfulltrúar fái tækifæri til að kynna sér gögn á skrifstofu sveitarfélagsins, ekki til afhendingar til að fara með út úr húsi.</p> <p>Í áliti sveitarstjórnarráðuneytisins frá 16. janúar 2007 er komið afar skýrt inn á þessi mál. Þar var það mat ráðuneytisins að kjörnir fulltrúar fái ekki afrit af gögnum sem geta innihaldið upplýsingar um viðkvæm málefni.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og að framan segir barst kæra máls þessa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 11. október 2010. Kæran var send Blönduósbæ með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. október, og sveitarfélaginu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 29. s.m. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Svör sveitarfélagsins bárust með bréfi, dags. 16. nóvember. Úrskurðarnefndin hafði með bréfi, dags. 9. nóvember, veitt sveitarfélaginu aukinn frest til 16. nóvember til að koma að athugasemdum sínum. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„1 Sóknaraðili er kjörinn sveitarstjórnarmaður í sveitarstjórn Blönduósbæjar. Réttarsamband hennar og varnaraðila ákvarðast því af sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998, ekki upplýsingalögum nr. 50/1996. Beiðni hennar um umbeðin gögn hefði því lögum samkvæmt átt að byggjast á 30. gr. sveitarstjórnarlaga og kæran hefði því átt að berast í framhaldinu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sbr. 102. gr. sömu laga. Að þessu virtu hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki valdheimild til að úrskurða um kæru sóknaraðila.</p> <p>2 Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996, tekur stjórnvald ákvörðun um það á hvern hátt aðgangur er veittur, þ.e. hvort umbeðin gögn verði sýnd eða ljósrit af þeim veitt. Í máli því sem hér um ræðir var sóknaraðila veittur aðgangur að umræddum ráðningarsamningum vegna stöðu sinnar sem kjörinn sveitarstjórnarmaður en ekki heimilað að taka ljósrit af samningunum. Ástæða þess voru einkahagsmunir viðkomandi starfsmanna sem höfðu gert ráðningasamningana og lögðust gegn því að sóknaraðila yrðu veitt ljósrit af samningunum. Markmið varnaraðila var að koma í veg fyrir almenna dreifingu og birtingu þessara samninga. Með vísan til 1. mgr. 12. gr. og einkahagsmuna viðkomandi starfsmanna, telur varnaraðila sér heimilt að neita sóknaraðila um ljósrit af umræddum ráðningasamningum.</p> <p>3  Varnaraðili fær jafnframt ekki séð nauðsyn þess að sóknaraðila sé veitt ljósrit af umræddum ráðningasamningum þar sem hún getur hvenær sem er fengið aðgang að samningunum. Að því virtu er það mat varnaraðila að fyrirhuguð vinnsla sóknaraðila á umræddum gögnum samræmist ekki lögum 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sem og lögum um persónuvernd og vernd persónuupplýsinga nr. 77/2000, sbr. 3. tl. 7. gr. laganna þar sem segir að meðferð persónuupplýsinga skuli vera „viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar.“</p> <p>4 Varnaraðili byggir ennfremur á því að það sé viðurkennd stjórnsýsluvenja að sveitarstjórnum sé ekki skylt að uppfylla upplýsingaskyldu sína gagnvart kjörnum sveitarstjórnarmanni með því að afhenda honum umbeðnar upplýsingar heldur sé nægilegt að hann fái tækifæri til að kynna sér upplýsingar á skrifstofu sveitarfélagsins. Það á einkum við þegar um einkamálefni einstaklinga er að ræða ...“</p> <p>Með bréfi, dags. 19. nóvember, gaf úrskurðarnefndin kæranda kost á því að gera athugasemdir vegna umsagnar Blönduósbæjar og bárust athugasemdir hennar í bréfi, dags. 30. nóvember. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram:<br />  <br /> „Því er mótmælt sem fram kemur í athugasemdum Blönduósbæjar, dags. 16. nóvember 2010, að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi ekki heimild til að úrskurða varðandi kæru mína. Jafnvel þótt talið verði að ég hefði haft rétt til að kæra málsmeðferð til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins tel ég mér heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og nefndin hafi heimild til að fjalla um málið og fella um það efnisúrskurð. Ég vísa til þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur tekið til meðferðar kæru vegna ráðningarsamninga starfsmanna sveitarfélaga og stofnana. Hvað þetta varðar vísa ég til úrskurða í málum nr. 86/1999, 22/1997, 17/1997, 10/1997, 122/2001 og 304/2009. Ég tel að réttur minn til að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál verði ekki takmarkaður með vísan til þess að ég er kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn.</p> <p>Því er mótmælt sem fram kemur í athugasemdum Blönduósbæjar, dags. 16. nóvember 2010, að fullnægjandi sé að veita aðgang að umbeðnum upplýsingum með því að veita mér tækifæri til þess að lesa skjölin á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma hennar.</p> <p>Sveitarstjórnarmenn taka á sig umtalsverða vinnu utan almenns vinnutíma vegna þess að ekki er tækifæri til annars. Meðal annars undirbúa sveitarstjórnarmenn sig undir fundi sveitarstjórnar utan vinnutíma. Það eftirlit sem sveitarstjórnarmönnum ber að sinna með starfsemi sveitarfélagsins er þess eðlis að það kallar á meira en örsnöggan yfirlestur skjala og því er fullkomlega óeðlilegt að það sé fullnægjandi að sveitarstjórnarmaður þurfi að sætta sig við að fá aðeins að lesa umbeðin gögn á skrifstofu sveitarfélagsins. Skrifstofa sveitarfélagsins er opin frá kl. 9-15 og bæjarfulltrúar hafa enga vinnuaðstöðu þar. Ef ég á að hafa gagn af því að kynna mér samningana á skrifstofunni mundi ég þurfa að endurrita þá af því tilgangurinn með því að hafa þá er að sinna eftirlitsskyldu minni sem fulltrúi almennings.</p> <p>Þá vísa ég til þess að stjórnvaldið hefur ekki sýnt fram á að viðkomandi einstaklingur hafi lagst gegn því að viðkomandi samningar yrðu afritaðir, en til þess er vitnað í nefndum athugasemdum. Þetta er óstaðfest fullyrðing í athugasemdum stjórnvaldsins.</p> <p>Því er hafnað að einhver venja hafi stofnast um að það sé fullnægjandi að veita tækifæri til lestrar gagna á skrifstofu sveitarstjórnar, eða að stjórnvaldið geti byggt á einhverri slíkri venju.</p> <p>Þeirra upplýsinga sem ég fer fram á verður ekki aflað annars staðar frá. Ég tel það leggja ríkari skyldur á stjórnvöld um að verða við beiðni minni um upplýsingar.</p> <p>Beiðni mín er nægilega skýr um hvaða upplýsingar er um að ræða, þar sem ég tilgreini viðkomandi starfsheiti og hjá Blönduósbæ er aðeins um að ræða einn starfsmann með hvert nefnt starfsheiti. Hvað þetta varðar vísa ég til umfjöllunar í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál  í máli nr. 22/1997.</p> <p>Sem kjörinn sveitarstjórnarmaður ber mér skylda til að hafa eftirlit með starfsemi sveitarfélagsins. Í sveitarstjórnarlögum er ekki afmarkað með bindandi hætti hvernig það eftirlit skuli eða geti farið fram. Meirihluti sveitarstjórnar eða framkvæmdarstjórnar sveitarfélags hefur ekki heimild til þess að ákvarða fyrir mig hvernig slíkt eftirlit skuli fara fram. Þess vegna er mótmæt tilvísun til 3. tl. 7. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 í athugasemdum stjórnvaldsins.</p> <p>Ég vísa til þess sem fram kemur í samþykkt um stjórn og fundarsköp Blönduósbæjar frá 11. júlí 2006, 6. gr., að eitt af verkum bæjarstjórnar er að ráða bæjarstjóra og starfsmenn í helstu stjórnunarstöður í bænum. Með því að neita að afhenda gögn sem varða þetta verkefni sveitarstjórnar, eins og ég tel hafa gerst í þessu máli, er verið að brjóta rétt á sveitarstjórnarmanni.</p> <p>Ég vísa til starfsmannastefnu Blönduósbæjar, samþykkt 11. febrúar 2005, þar sem segir að ráðningarsamningar séu opinber gögn. Þá kemur einnig fram í starfsmannastefnunni að gera skuli starfslýsingar fyrir öll störf á vegum sveitarfélagsins og ég tel það vera hluta af eftirliti mínu sem sveitarstjórnarmanns að bera saman upplýsingar í samningum og starfslýsingum æðstu stjórnenda og lykilstarfsmanna sveitarfélagsins. Það get ég ekki gert ef mér er meinað að fá afrit af gögnunum.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og rakið hefur verið fór kærandi fram á afhendingu afrits af ráðningasamningum Blönduósbæjar við sviðsstjóra tæknideildar, skólastjóra grunnskóla, fjármálastjóra, bæjartæknifræðing, leikskólastjóra og bæjarstjóra sveitarfélagsins. Blönduósbær hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftirfarandi gögn vegna málsins:</p> <p>1. Ráðningasamningur [X] umsjónarmanns tæknideildar. Staðlað eyðublað dags. 15. maí 2008 og skjal dags. 15. maí 2008.<br /> 2. Ráðningarsamningur [Y] skipulags- og byggingarfulltrúa. Staðlað eyðublað dags. 13. júlí 2007 og skjal ódags. en undirritað af [Y]i.<br /> 3. Ráðningarsamningur [Z] leikskólastjóra. Staðlað eyðublað dags. 21. október 2009.<br /> 4. Ráðningarsamningur [Þ] fjármálastjóra. Staðlað eyðublað dags. 20. mars 2008.<br /> 5. Ráðningarsamningur [Æ] skólastjóra grunnskóla. Staðlað eyðublað dags. 21. júlí 2006 og viðauki við samning dags. 21. júlí 2006.<br /> 6. Ráðningarsamningur [Ö] aðstoðarskólastjóra grunnskóla. Staðlað eyðublað dags. 21. júlí 2006 og viðauki við samning dags. 21. júlí 2006.<br /> 7. Ráðningarsamningur [A] bæjarstjóra dags. 15. júní 2010.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í máli þessu hefur kæranda verið heimilaður aðgangur að umræddum gögnum á grundvelli 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 sem lýtur að aðgangi aðalmanna í sveitarstjórn að bókum og skjölum sveitarfélagsins. Þrátt fyrir að kærandi þessa máls geti átt, vegna stöðu sinnar sem aðalmaður í sveitarstjórn Blönduósbæjar, ríkari rétt á aðgangi að gögnum sveitarfélags en almenningur þá breytir það því ekki að kærandi á jafnframt rétt á að biðja um aðgang og/eða afrit að gögnum á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um upplýsingarétt almennings. Af því leiðir að kærandi á einnig kærurétt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál skv. 14. gr. upplýsingalaga sé honum synjað um gögn er falla undir þau lög. Í máli þessu er því til skoðunar hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að gögnunum á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga og þá einnig hvort kærandi eigi rétt á afriti gagnanna.</p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“</p> <p>Í 5. gr. laganna segir: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“<br /> Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: „Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings.“ Þegar allsherjarnefnd Alþingis afgreiddi frumvarpið frá sér til 2. umræðu er ennfremur svo að orði komist í áliti hennar: „Í athugasemdum við 5. gr. frumvarpsins kemur fram að ákvæði greinarinnar standi ekki í vegi fyrir því að almenningur fái aðgang að gögnum um föst laun og önnur föst launakjör opinberra starfsmanna. Að því leyti sem slík upplýsingagjöf fellur undir ákvæði frumvarps þessa en ekki ákvæði laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, leggur nefndin sérstaka áherslu á að skýra beri ákvæði 5. gr. svo að með lögum þessum sé ekki aðeins tryggður aðgangur að upplýsingum um föst laun opinberra starfsmanna heldur einnig að þeim einstaklingsbundnu samningum sem gerðir hafa verið við starfsmenn um önnur föst kjör þeirra, svo sem fasta (ómælda) yfirvinnu, akstursgjald o.fl.“</p> <p>Með vísun til þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndar að veita beri kæranda aðgang að ráðningarsamningum og fylgiskjölum þeirra sem fengið hafa númerin 1-7 að framan, sem gerðir hafa verið við sjö tiltekna starfsmenn Blönduósbæjar, enda hafa þessi skjöl að geyma sömu upplýsingar og vísað er til í hinum tilvitnuðu lögskýringargögnum.</p> <p> </p> <p><strong>3.<br /> </strong>Í 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga, sbr. 4. gr. laga nr. 161/2006, kemur fram að stjórnvöld taki ákvörðun um það hvort gögn, sem heimilt er að veita aðgang að, skuli sýnd eða veitt af þeim ljósrit eða afrit. Í 2. mgr. sömu lagagreinar segir þó að eftir því sem við verði komið sé stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að láta í té ljósrit eða afrit af gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum, sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi á rafrænu formi. Af þessu ákvæði leiðir að fari aðili fram á að fá ljósrit eða afrit af gagni sem hann á rétt á aðgangi að þá skal orðið við þeirri beiðni, eftir því sem við verður komið.</p> <p>Í athugasemdum sem fylgdu 4. gr. frumvarps þess sem síðan varð að lögum nr. 161/2006, kemur  fram að þeim fyrirvara sé haldið með orðunum „eftir því sem við verður komið“ að ekki séu í vegi sérstakar hindranir við að veita afrit eða ljósrit af gögnum. Skjöl geti t.d. verið þannig útlits að ógerlegt sé að ljósrita þau.</p> <p>Slíkar hindranir eiga ekki við um þau gögn sem kærandi óskar eftir aðgangi að. Samkvæmt því og þeim niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar sem að framan eru raktar ber Blönduósbæ að verða við beiðni kæranda um að fá afhent afrit af þeim gögnum sem hún hefur óskað aðgangs að.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Blönduósbæ ber að afhenda kæranda [...] afrit af eftirfarandi gögnum: (1) Ráðningasamningi [X] umsjónarmanns tæknideildar, staðlað eyðublað dags. 15. maí 2008 og skjal dags. 15. maí 2008, (2) ráðningarsamningi [Y] skipulags- og byggingarfulltrúa, staðlað eyðublað dags. 13. júlí 2007 og skjal ódags. en undirritað af [Y], (3) ráðningarsamningi [Z] leikskólastjóra, staðlað eyðublað dags. 21. október 2009, (4) ráðningarsamningi [Þ] fjármálastjóra, staðlað eyðublað dags. 20. mars 2008, (5) ráðningarsamningi [Æ] skólastjóra grunnskóla, staðlað eyðublað dags. 21. júlí 2006 og viðauki við samning dags. 21. júlí 2006, (6) ráðningarsamningi [Ö] aðstoðarskólastjóra grunnskóla, staðlað eyðublað dags. 21. júlí 2006 og viðauki við samning dags. 21. júlí 2006 og (7) ráðningarsamningi [A] bæjarstjóra dags. 15. júní 2010.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p align="center">Sigurveig Jónsdóttir                                                      Friðgeir Björnsson</p> |
A-372/2011. Úrskurður frá 31. maí 2011 | Kærð var sú ákvörðun umboðsmanns Alþingis að synja um afhendingu korts af deiliskipulagssvæði sem kvörtun kæranda til umboðsmanns Alþingis laut að. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 31. maí 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-372/2011.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 20. maí, kærði [...] þá afgreiðslu umboðsmanns Alþingis, sbr. bréf til kæranda dags. 6. maí, að synja honum um afhendingu korts af deiliskipulagssvæði sem kvörtun kæranda til umboðsmanns Alþingis laut að og umboðsmaður lauk með bréfi til kæranda, dags. 6. ágúst 2010, sbr. mál nr. 6035/2010, en kvörtunin beindist að úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 15. apríl 2010 í máli nr. 74/2009.</p> <h3>Málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Í bréfi umboðsmanns Alþingis til kæranda, dags. 6. maí, kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Í tilefni af framangreindu erindi yðar tek ég fram að þegar stjórnvöld láta umboðsmanni Alþingis í té gögn umfram bein svör við fyrirspurn sem til hafa orðið hjá þeim við meðferð þess máls og vegna þeirra ákvarðana sem eru tilefni kvörtunar til umboðsmanns eða stafa frá afgreiðslum í málum annarra aðila, þá hefur þeirri starfsreglu verið fylgt af hálfu umboðsmanns Alþingis að afhenda þeim sem leitað hefur til umboðsmanns ekki afrit af slíkum gögnum nema stjórnvöld vísi beinlínis til þeirra um efnisleg svör við fyrirspurnum hans.“</p> <p>Þá fjallar umboðsmaður Alþingis almennt um upplýsingarétt almennings á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 og upplýsingarétt samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og bendir, með hliðsjón af þeirri umfjöllun, kæranda á að snúa sér með beiðni sína um aðgang að því korti sem um ræðir til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Einnig kemur fram í bréfinu að í samræmi við það lagaumhverfi sem skapað hafi verið hér á landi um rétt til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda sé það réttara að afstaða hlutaðeigandi stjórnvalda til aðgangs að gögnum liggi fyrir og þá eftir atvikum þess stjórnvalds sem hafi farið með málið á kærustigi áður en umboðsmaður Alþingis fjalli um aðgang að þeim.</p> <p>Í kæru, dags. 20. maí, kemur m.a. fram að sú starfsregla sem umboðsmaður Alþingis vitnar til í bréfi sínu til kæranda, dags. 6. maí, og rakin hefur verið, samræmist ekki ákvæðum laga nr. 85/1997 um umboðsmann Alþingis. </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi óþarft að kynna umboðsmanni Alþingis kæru máls þessa áður en úrskurður yrði kveðinn upp.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p>Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að lögin taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum kemur fram að í þessu felist að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyrir undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Utan gildissviðs þeirra falli hins vegar Alþingi og stofnanir þess, svo sem umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun. Af þessu leiðir að ekki er hægt að óska aðgangs að gögnum hjá umboðsmanni Alþingis á grundvelli upplýsingalaga. Þar sem lögin ná ekki til umboðsmanns Alþingis er heldur ekki unnt að kæra afgreiðslu hans á beiðni um afhendingu tiltekinna ganga til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 14. gr. þeirra. Að þessu athuguðu er ljóst að kæran fellur utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 50/1996 og þar með valdsviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p>Með vísan til framangreinds ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vísa kærunni frá nefndinni.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru [...] á hendur umboðsmanni Alþingis, vegna synjunar hans á afhendingu korts af deiliskipulagssvæði sem kvörtun kæranda til umboðsmanns Alþingis laut að og umboðsmaður lauk með bréfi til kæranda, dags. 6. ágúst 2010, sbr. mál nr. 6035/2010, en kvörtunin laut að úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 15. apríl 2010 í máli nr. 74/2009, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> Friðgeir Björnsson                                                                                            Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-366/2011. Úrskurður frá 31. maí 2011 | Kærð var sú ákvörðun Háskóla Íslands að synja um aðgang að listum yfir útreiknuð rannsóknastig háskólakennara við skólann fyrir árin 2001-2009. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Frávísun. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 31. maí 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-366/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 2. mars sl., kærði [...], prófessor við Háskóla Íslands, synjun Háskóla Íslands á beiðni hans um aðgang að listum yfir útreiknuð rannsóknastig háskólakennara við skólann fyrir árin 2001-2009.</p> <p>Í synjunarbréfi Háskóla Íslands, dags. 22. febrúar sl., kemur m.a. eftirfarandi fram um ástæður þess að kæranda er synjað um aðgang að listunum: „Samkvæmt ákvæðum reglna nr. 605/2006 um starfsskyldur kennara og sérfræðinga við Háskóla Íslands skulu kennarar og sérfræðingar háskólans árlega gera grein fyrir rannsóknum sínum, kennslu og öðrum störfum innan háskólans í svokölluðu framtali starfa. Störf þeirra eru síðan metin til stiga á grundvelli matsreglna opinberra háskóla. Upplýsingar um útreiknuð rannsóknastig einstakra starfsmanna eru varðveittar í rafrænni skrá ásamt sambærilegum upplýsingum um útreiknuð stig fyrir kennslu og önnur störf sem starfsmaðurinn hefur með höndum innan háskólans. Markmið matskerfisins og skráningarinnar er að halda utan um og meta árangur starfsmanna og virkni í starfi. Laun starfsmanna eru að hluta til reiknuð út frá stigagjöfinni.</p> <p>[...]</p> <p>Umbeðnar upplýsingar í máli þessu eru persónugreinanlegar og varðveittar í rafrænni skrá sem haldin er kerfisbundið. Slík gögn falla undir lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 og eru þar af leiðandi undanskilin gildissviði upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. þeirra laga. Beiðni um aðgang að upplýsingunum verður því að mati Háskóla Íslands ekki byggð á ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Umbeðin gögn fela í sér yfirlit yfir frammistöðu einstakra starfsmanna og árangur þeirra í starfi. Árangurstengd laun eru reiknuð út frá þeim upplýsingum sem þar koma fram. Að mati Háskóla Íslands er um að ræða persónuupplýsingar sem háskólinn telur sér ekki heimilt að veita aðgang að án samþykkis viðkomandi starfsmanna, sbr. 5. gr. upplýsingalaga og ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Beiðni yðar um aðgang að listum yfir rannsóknastig einstakra kennara við Háskóla Íslands sem unnir eru úr vinnumatsskýrslum fyrir árin 2001-2009 er því hafnað.“</p> <p>Í kærunni til úrskurðarnefndar kemur m.a. eftirfarandi fram: „Á listanum sem ég hef beðið um að fá aðgang að er að finna rannsóknastig allra prófessora við HÍ frá tíu ára tímabili. Rannsóknastigunum er síðan breytt í fjárhæðir (ca. 25.000 kr. á stig) sem úthlutað er til viðkomandi prófessora.</p> <p>[...]</p> <p>Í synjun HÍ á beiðni minni er vitnað í lög um persónuvernd og persónugreinanlegar upplýsingar. En í rannsóknum eiga upplýsingar um niðurstöður og mat einmitt að vera persónugreinanlegar.</p> <p>Raunar má segja að listinn sé ekki leynilegur, því að í Árbók HÍ er að finna allar þær upplýsingar sem fjöldi rannsóknastiga byggist á. Síðan er hægt að nota reglur þær sem finnast um stigamat til að reikna út stig hvers og eins. En það er tímafrekt og hætta á skekkjum.“</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram er komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 2. mars 2011. Kæran var send Háskóla Íslands með bréfi, dags. 3. mars. Var Háskóla Íslands veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 14. s.m. og til að afhenda úrskurðarnefndinni þau gögn sem kæran lýtur að. Þann 10. mars bárust nefndinni athugasemdir háskólans. Tekið var fram að listar þeir sem kærandi fór fram á að fá aðgang að hefðu ekki verið útbúnir og því ekki unnt að afhenda úrskurðarnefndinni þá. Ekki væri um að ræða fyrirliggjandi gögn heldur upplýsingar sem vinna þyrfti handvirkt upp úr rafrænni skrá. Áréttað var að Háskóli Íslands væri tilbúinn til þess að veita úrskurðarnefndinni aðgang að skránni í trúnaði ef óskað væri. Þá fylgdi bréfi háskólans 17 blaðsíðna skrá sem hefur m.a. að geyma upplýsingar rannsóknastig starfsmanna skólans, þ.e. fleiri en prófessora, árið 2006. Þessi skrá er þannig úr garði gerð að erfitt er að átta sig á því hjálparlaust eftir hvaða reglum hún er færð.<br /> Í athugasemdum háskólans kom eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Háskóli Íslands vísar fyrst og fremst til þess rökstuðnings fyrir synjuninni sem fram kemur í bréfi háskólans til kæranda þann 22. febrúar sl. Eins og þar kemur fram eru umbeðnar upplýsingar persónugreinanlegar og varðveittar í rafrænni skrá. Að mati háskólans falla umbeðin gögn undir lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 og eru þar af leiðandi undanskilin gildissviði upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 2. mgr. 2. gr. þeirra laga. Háskólinn bendir auk þess á að listar þeir sem kærandi biður um eru ekki til í háskólanum sem fyrirliggjandi gögn heldur þarf að vinna þau handvirkt upp úr skránni.</p> <p>Kennarar og sérfræðingar háskólans gera árlega grein fyrir rannsóknum sínum, kennslu og öðrum störfum. Störf þeirra eru síðan metin til stiga á grundvelli matsreglna opinberra háskóla. Þrír sjóðir, þ.e. Ritlauna- og rannsóknasjóður prófessora, Vinnumatssjóður Háskóla Íslands (vegna annarra akademískra starfsmanna en prófessora) og Nýdoktorasjóður miða úthlutanir sínar við rannsóknastig. Skrá sú sem starfsmenn vísindasviðs háskólans halda yfir rannsóknastig starfsmanna felur ekki í sér upplýsingar um hvort eða hvernig umrædd rannsóknastig veita rétt til úthlutunar úr umræddum sjóðum. Í skránni eru einnig varðveittar upplýsingar um rannsóknastig þeirra starfsmanna sem ekki eiga rétt á úthlutun úr sjóðunum t.d. vegna lítilla afkasta í starfi. Að mati háskólans eru umræddar upplýsingar persónuupplýsingar sem háskólinn telur sér ekki heimilt að veita aðgang að án samþykkis viðkomandi starfsmanns.“</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 29. mars, voru kæranda kynntar athugasemdir Háskóla Íslands og veittur frestur til að koma að frekari athugasemdum til 6. apríl. Þær bárust innan frestsins og kom þar eftirfarandi m.a. fram: „Aðalrök mín fyrir því að stigamat vegna árangurs í vísindum og meðfylgjandi úthlutun fjár skuli gerð opinber er sú, að niðurstöður í vísindum, þ.m.t. úthlutun stiga og fjár, eru ekki persónuupplýsingar. Úthlutun stiga og fjár vegna árangurs verður líka að vera opin svo að mismunun, sem í dag er gríðarleg milli ólíkra fræðigreina, komi fram. Það fer nefnilega einungis fram vélrænt en ekki faglegt mat fram í HÍ á árangri í rannsóknum.</p> <p>Hvað varðar vinnu við að gera lista yfir rannsóknastig, þá trúi ég því varla að HÍ greiði árlega út u.þ.b. 400 milljónir án þess að vita hversu mikið hver kennari fær. Ruglingslegt bókhald getur varla talist innlegg í málið. [...]</p> <p>Upphæðin sem hver prófessor fær hlýtur að vera aðgengileg. Út frá henni má svo finna stig viðkomandi með því að deila upphæð á stig í úthlutaða upphæð og bæta 10 við útkomuna. [...]</p> <p>Ritaskrá HÍ hefur raunar að geyma það sem með rökum yfirstjórnar HÍ má kalla persónuupplýsingar, nefnilega árlegt yfirlit yfir rannsóknaframlag hvers kennara. Síðan eru til opinberar töflur sem segja til um hve mörg stig hvert atriði í yfirlitinu gefur. [...]</p> <p>Að lokum eitt atriði sem yfirstjórn HÍ ætti að velta fyrir sér áður en farið er að ræða um persónuupplýsingar: Hvað yrði sagt ef leyndarhjúpur umlykti úthlutun listamannalauna, eða þá árangur í Reykjavíkurmaraþoni?“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og fram hefur komið fór kærandi þessa máls fram á aðgang að listum yfir útreiknuð rannsóknastig háskólakennara við Háskóla Íslands fyrir árin 2001-2009. Af hálfu Háskóla Íslands er vísað til þess að upplýsingaréttur kæranda samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki ekki til þessara lista þar sem um sé að ræða upplýsingar sem færðar hafi verið með kerfisbundnum hætti í rafræna skrá. Við úrlausn máls þessa reynir á skil upplýsingalaga gagnvart ákvæðum annarra laga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og nánari afmörkun upplýsingaréttar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Við setningu upplýsingalaga var gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum afmarkað þannig í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau tækju ekki til aðgangs „ ... að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga“, nr. 121/1989, svonefndum tölvulögum. Ákvæði tölvulaga geymdu fyrirmæli um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum sem skráð voru með kerfisbundum hætti. Með kerfisbundinni skráningu upplýsinga var átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulagsbundna heild, eða skrá, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Lög nr. 121/1989 voru felld úr gildi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í skýringum við 44. gr. þess frumvarps er varð að lögum nr. 77/2000 er rakið að ákvæði laganna hafi rýmra gildissvið að því leyti að þau taki til sérhverrar rafrænnar vinnslu persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörkuðum upplýsingum sé safnað í skipulagsbundna heild eða ekki. Samhliða var ákvæðum upplýsingalaga breytt með lögum nr. 83/2000.</p> <p>Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 83/2000 er tilurð frumvarpsins rakin og afmörkun upplýsingalaga gagnvart lögum nr. 121/1989 skýrð með þeim hætti að gildissvið upplýsingalaga hafi í megindráttum oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefði verið afmarkað. Hefðu mörkin „ ... verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.“ Tekið er fram að megintilgangur frumvarpsins sé sá að „ ... varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“</p> <p>Með 1. gr. frumvarps til laga nr. 83/2000 var lögð til breyting á 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í skýringum við 1. gr. frumvarpsins kemur fram að þar sé „ ... lagt til að gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verði afmarkað þannig að upplýsingalögin taki ekki til aðgangs að upplýsingum er lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taka til nema leitað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttarins skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Eftir þessa breytingu ber að virða ákvæði upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 44. gr. þeirra, en í raun leiðir það til sömu niðurstöðu og nú gildir um lagaskil milli upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á þennan hátt halda ákvæði upplýsingalaga gildi sínu óháð lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ekki verður hallað á þann upplýsingarétt sem almenningi hefur þegar verið tryggður samkvæmt núgildandi lögum, ...“</p> <p>Samkvæmt framansögðu miðuðu þær breytingar sem urðu með lögum nr. 83/2000 að því að varðveita áfram sömu lagaskil og verið höfðu gagnvart lögum nr. 121/1989. Við skýringu upplýsingalaga verður því að þessu leyti áfram byggt á fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar. Af þessu leiðir ennfremur að aðgangur að upplýsingum sem einvörðungu er að finna í skrám sem færðar eru með kerfisbundnum hætti og ekki teljast til gagna máls í skilningi 3. gr. upplýsingalaga falla utan gildissviðs þeirra laga. Í úrskurðum sínum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál þannig byggt á því að utan laganna falli m.a. upplýsingar sem skráðar eru t.d. með kerfisbundum hætti í bókhaldi stjórnvalds og það sama eigi ennfremur við sé upplýsingarnar að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess, þ.á m. reikningum vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-69/1998 og A-75/1999. Aftur á móti geti lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafa verið upp úr viðkomandi bókhaldi og þar með orðið hluti afmarkaðs máls, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-35/1997, A-44/1998 og A-245/2007. Af þessu leiðir ennfremur að hafi gögn, sem færð hafa verið í skrá eða er ætlað að vera hluti hennar, verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar stjórnvalds falla þau undir upplýsingarétt, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, enda tilheyra þau þá almennt sérstöku máli.</p> <p> </p> <p><strong>3.<br /> </strong>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr rafrænum skrám og ekki heldur að afhenda slík gögn eða skrá sem þau tilheyra, nema því aðeins að þau eða skráin séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti.</p> <p>Í máli þessu liggur ekkert fyrir um að þau gögn sem kæranda var synjað um aðgang varði sérstakt mál sem Háskóli Íslands hefur tekið til meðferðar og/eða að sérstök yfirlit hafi verið unnin uppúr þeim rafrænu skrám sem hér um ræðir. Með vísan til alls framangreinds og til 2. mgr. 2. gr. og 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga eins og þau hafa verið skýrð taka upplýsingalög ekki til umbeðinna gagna og ber því að vísa kæru, um aðgang að listum yfir útreiknuð rannsóknastig prófessora við Háskóla Íslands fyrir árin 2001-2009, frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Tekið skal fram að af þessu leiðir að úrskurðarnefndin hefur ekki tekið til þess afstöðu samkvæmt framangreindu hvort háskólanum væri heimilt að afhenda upplýsingar um rannsóknarstig starfsmanna sinna.</p> <p>Trausti Fannar Valsson formaður úrskurðarnefndarinnar lýsti sig vanhæfan til meðferðar þessa máls. Varamaður hans, Símon Sigvaldason héraðsdómari, tók sæti í nefndinni við afgreiðslu málsins.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [...], prófessors, á hendur Háskóla Íslands um aðgang að listum yfir útreiknuð rannsóknastig háskólakennara við Háskóla Íslands fyrir árin 2001-2009.<br />  </p> <p><br />  </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> varaformaður</p> <p> </p> <p>Símon Sigvaldason                                                                                          Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-367/2011. Úrskurður frá 31. maí 2011 | Kærð var sú ákvörðun Borgarskjalasafns Reykjavíkur að synja kæranda um aðgang að ýmsum gögnum um látinn föður sinn. Aðili máls. Þagnarskylda. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 31. maí 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-367/2011.</p> <p><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 17. febrúar 2011, kærði [...] synjun Borgarskjalasafns Reykjavíkur á beiðni hennar um gögn um látinn föður sinn, [X].</p> <p>Samkvæmt athugasemdum Borgarskjalasafns við kæruna er forsaga máls þessa sú að kærandi leitaði til safnsins 29. desember 2010 og óskaði eftir að fá afrit skjala sem vörðuðu afskipti barnaverndarnefndar Reykjavíkur af föður hennar sem dvalið hafði á [vistheimilinu A] í æsku. Einnig óskaði kærandi eftir gögnum föður síns úr skóla, einkunnum og öðrum vitnisburðum. Fram kom að kærandi hygðist sækja um sanngirnisbætur vegna föður síns.</p> <p>Borgarskjalasafn afhenti kæranda þann 19. janúar 2011 afrit af færslum úr heimiliseftirliti Barnaverndarnefndar Reykjavíkur varðandi heimili föður hennar og afrit af spjaldi föður hennar úr spjaldskrá Barnaverndarnefndar og Skólaskrifstofu Reykjavíkur. Einnig var kæranda afhent afrit af færslu um föður sinn úr ódagsettri og óundirritaðri greinargerð um börn á barnaheimilinu [B], skýrsla [Y] frá 16. janúar 1959, færslur úr fundargerðarbók Barnaverndarnefndar ásamt staðfestingu á dvalartíma föður kæranda á [himilinu A] sem fram kom í athugun [Z] frá árinu 1961 á vistheimilinu í [A].</p> <p>Borgarskjalasafn synjaði kæranda um aðgang að framfærslugögnum foreldra [X], þar sem þau tengdust ekki kröfu um sanngirnisbætur; skýrslum um eftirlit barnaverndaryfirvalda með heimili [X] og foreldra hans; skýrslum sálfræðinga um dvöl [X] að [B] og [A]; lögregluskýrslum, heilsufarsgögnum og einkunnum frá skólagöngu. Í bréfi til kæranda, dags. 19. janúar kom fram að synjunin byggðist á 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Litið væri til þess að gögnin vörðuðu ekki kæranda og ekki yrði séð að fyrir hendi væru neinir þeir hagsmunir sem réttlættu umbeðinn aðgang.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram er komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 17. febrúar 2011. Kæran var send Borgarskjalasafni með bréfi, dags. 2. mars. Var Borgarskjalasafni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 11. þ.m. og til að afhenda úrskurðarnefndinni þau gögn sem kæran lýtur að. Athugasemdir Borgarskjalasafns ásamt gögnum bárust úrskurðarnefndinni 11. mars. Þó bárust úrskurðarnefndinni ekki einkunnir frá skólagöngu föður kæranda. Í bréfinu kemur m.a. eftirfarandi fram:</p> <p>„Einungis aðilar að máli hafa aðgang að trúnaðargögnum þess, skv. 5. og 9. grein upplýsingalaga nr. 50/1996. Ekki er litið svo á að lögerfingjar aðila hafi aðgang að barnaverndarmáli þar sem það varðar ekki lögvarinn rétt þeirra. Vegna laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 hefur hins vegar verið ákveðið að veita börnum látinna vistmanna upplýsingar um vistunartíma og vistheimili sem dvalið var á og eftir atvikum ástæður vistunar.“</p> <p>Þá kemur einnig fram:<br /> „Í bréfi til kæranda í máli þessu [...] kom fram að synjun Borgarskjalasafns byggðist á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 sem kveður á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Líta bæri til þess að umbeðin gögn varða ekki kæranda og að ekki verði séð að fyrir hendi séu neinir þeir hagsmunir sem réttlætt geta umbeðinn aðgang. [...]</p> <p>Líta verður til þess að um viðkvæman málaflokk er að ræða sem varðar einkamálefni þess einstaklings sem um ræðir og fjölskyldu hans. Meta þarf hvort vegi þyngra fjárhagslegir hagsmunir lögerfingja að fá afhent barnaverndarmál viðkomandi til að nýta sem rökstuðning fyrir kröfu um sanngirnisbætur eða þagnarskylda yfirvalda við hinn látna um viðkvæm einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.</p> <p>[...]</p> <p>Ef ástæða beiðni kæranda er umsókn um sanngirnisbætur, ættu þær upplýsingar sem kærandi fékk varðandi vistheimilisdvöl að nægja til að lýsa kröfum sínum fyrir sýslumanni. Það er síðan sýslumaður sem kallar eftir gögnum frá nefnd skv. lögum nr. 26/2007 eða frá öðrum stjórnvöldum. Í lögum um sanngirnisbætur er ekki gert ráð fyrir að kröfuhafar leggi fram gögn máli sínu til stuðnings. Hér verður að hafa í huga að ekkert í gögnum málsins varpar ljósi á það hvort skilyrði fyrir greiðslu sanngirnisbóta, sbr. 4. gr. laga nr. 26/2007, séu fyrir hendi. Þannig hafa þau skjöl sem um ræðir í mái þessu enga úrslitaþýðingu fyrir kæranda hvað erfðarétt varðar. Því var ekki unnt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að kærandi hafi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta, umfram aðra, sem gæti mögulega réttlætt aðgang hans að gögnum málsins s.s. sökum þess að þeir hafi stöðu aðila, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, og njóti því ríkari upplýsingaréttar. Í þessu sambandi er vísað til úrskurðar nefndarinnar nr. A-182/2004 frá 14. júlí 2004.</p> <p>Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að borið hafi að leysa úr málefnum kæranda á grundvelli III. kafla upplýsingalaga byggir Borgarskjalasafn á því að hafna beri aðgangi á grundvelli 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með hliðsjón af því sem að framan greinir leggur Borgarskjalasafn Reykjavíkur til að beiðni kæranda um að fá afhent barnaverndarmál [X] verði hafnað.“</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 29. mars, voru kæranda kynntar athugasemdir Borgarskjalasafns og veittur frestur til að koma að frekari athugasemdum til 6. apríl, en frekari athugasemdir bárust ekki.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og rakið hefur verið fór kærandi fram á afhendingu gagna um látinn föður sinn [X] í fórum Borgarskjalsafns Reykjavíkur með bréfi dags. 29. desember 2010. Í máli þessu er ágreiningur um skyldu Borgarskjalasafns Reykjavíkur til að veita kæranda aðgang að gögnum um framfærslu foreldra [X], skýrslum um eftirlit barnaverndaryfirvalda með heimili [X] og foreldra hans, skýrslum sálfræðinga um dvöl [X] að [B] og [A], auk þess sem synjað var um aðgang að lögregluskýrslum, heilsufarsgögnum og einkunnum frá skólagöngu [X].</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja; skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði hefur hins vegar verið litið svo á að sérstök þagnarskylduákvæði geti ein og sér komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að óhjákvæmilegt sé að taka hér fyrst til nokkurrar umfjöllunar ákvæði 2. mgr. 27. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 sem hljóðar svo:</p> <p>„Óheimilt er að veita upplýsingar um vitnisburði einstakra nemenda öðrum en þeim sjálfum og foreldrum þeirra. Þó er heimilt að veita þessar upplýsingar vegna flutnings nemenda milli skóla og innritunar í framhaldsskóla, enda sé krafist fullrar þagnarskyldu og málsmeðferðar í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 2. mgr. 27. gr. laga nr. 91/2008 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Af þeim sökum fellst úrskurðarnefndin á það með Borgarskjalasafni Reykjavíkur að safninu sé ekki heimilt að afhenda kæranda upplýsingar um einkunnir föður hennar úr grunnskóla. Að fenginni þessari niðurstöðu kemur það ekki að sök að Borgarskjalasafn Reykjavíkur hafi ekki afhent úrskurðarnefndinni þessi gögn við meðferð málsins.</p> <p><strong> 3.<br /> </strong>Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Samkvæmt 3. gr. sömu laga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna.</p> <p>Sé litið til orðalags 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga virðist í ákvæðinu gert ráð fyrir að þau gögn sem um er beðið þurfi að innihalda upplýsingar sem beinlínis lúta að viðkomandi aðila sjálfum. Að túlkun þessa ákvæðis hefur verið vikið í nokkrum úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. úrskurði í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008, A-294/2009 og A343/2010. Í athugasemdum með 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga sem fylgdu frumvarpi til laganna segir að ákvæðið sé byggt á áður óskráðri meginreglu um rétt einstaklinga til aðgangs að gögnum sem  séu í vörslu stjórnvalda og varði þá sérstaklega, enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Með vísan til þessa hefur úrskurðarnefndin skýrt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi einstaklega hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum. Ber þó að hafa í huga, sbr. dóm Hæstaréttar frá 19. október 2000, í máli nr. 330/2000, að mikilvægt er að gera skýran greinarmun á upplýsingarétti almennings skv. II. kafla upplýsingalaga og upplýsingarétti aðila skv. III. kafla laganna. Hinn ríki réttur aðila sjálfs til aðgangs að gögnum samkvæmt III. kafla laganna er undantekning frá hinni almennu reglu í II. kafla þeirra um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Því verður að vera hafið yfir vafa að sá sem fer fram á aðgang að gögnum teljist aðili í skilningi 9. gr. upplýsingalaga svo að leyst verði úr beiðni hans á grundvelli þeirrar greinar.</p> <p><strong>4.<br /> </strong>Eins og fram er komið synjaði Borgarskjalasafn kæranda um aðgang að, utan einkunna frá skólagöngu, gögnum um framfærslu foreldra [X], skýrslum um eftirlit barnaverndaryfirvalda með heimili [X] og foreldra hans, skýrslum sálfræðinga um dvöl [X] að [B] og [A], auk þess sem synjað var um aðgang að lögregluskýrslum og heilsufarsgögnum. Byggðist synjunin í fyrsta lagi á því að kærandi væri ekki aðili máls í skilningi 1. mgr. 9. gr., en í öðru lagi á 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga sem kveður á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.</p> <p>Í fyrirliggjandi máli óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum um föður sinn sem lést þegar kærandi var barn að aldri. Af gögnum málsins má ráða að kærandi hefur sótt um eða hyggst sækja um sanngirnisbætur vegna föður síns á grundvelli laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur. Kæru sína hefur hann þó ekki byggt með beinum hætti á þeim lögvörðu hagsmunum sínum og hefur úrskurðarnefndin því einnig haft til athugunar hvort gögn málsins beri með sér að kærandi hafi að öðru leyti þá einstaklegu hagsmuni af aðgangi að umbeðnum gögnum, umfram aðra, að hann eigi rétt til þeirra samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga. Hér verður að hafa í huga að þótt um náinn skyldleika sé að ræða verður ekki með almennum hætti lagt til grundvallar að kærandi hafi lögvarða hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að hinum umbeðnum gögnum. Til þess þarf meira til að koma, eins og til að mynda lögvarinn réttur til erfða eða sanngirnisbóta sem umbeðin gögn geta þá varpað ljósi á eða tengst með öðrum hætti. Þegar litið er til þeirra gagna sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur synjað kæranda um aðgang að verður ekki séð að í þeim sé að finna upplýsingar sem kærandi getur talist eiga rétt til samkvæmt ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Ekkert í þeim gögnum er með beinum hætti um kæranda sjálfan og þá verður ekki séð að umrædd gögn innihaldi upplýsingar sem þýðingu hafi í tengslum við framlagningu kröfu um sanngirnisbætur eða gagnvart öðrum lögvörðum hagsmunum kæranda. Þar af leiðandi ber að leysa úr beiðni kæranda um aðgang að gögnunum á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Réttur almennings til aðgangs að gögnum sætir ákveðnum takmörkunum eins og rakið hefur verið. Ákvæði 5. gr. upplýsingalaga hljóðar svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p>Hvað varðar önnur gögn þessa máls, utan einkunna frá skólagöngu, sem kæranda var synjað um aðgang að hefur úrskurðarnefndin kynnt sér efni þeirra. Þau hafa öll að geyma upplýsingar um heilsufar sem og fjárhagslega og félagslega erfiðleika [X] og fjölskyldu hans. Samkvæmt athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er hér um að ræða gögn um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt í skilningi 5. gr. upplýsingalaga eins og greinin hefur verið skýrð að framan. Með skírskotun til þess er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að staðfesta ber þá ákvörðun Borgarskjalasafns að synja kæranda um aðgang að þessum skjölum.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er sú ákvörðun Borgarskjalasafns Reykjavíkur að synja [...] um aðgang að gögnum um föður hennar.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                             Sigurveig Jónsdóttir                                           Friðgeir Björnsson</p> |
A-368/2011. Úrskurður frá 31. maí 2011 | Kærð var sú ákvörðun Barnaverndarstofu að synja um aðgang að gögnum er varða umsókn barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar um meðferð fyrir dóttur kæranda á meðferðarheimilinu A. Gildissvið upplýsingalaga. Aðili máls. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 31. maí 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-368/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Þann 11. janúar 2011 kærði [...] synjun Barnaverndarstofu á beiðni hans um aðgang að gögnum er varða umsókn barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar frá árinu 2007 um meðferð á [meðferðarheimilinu A] fyrir dóttur hans, [X].</p> <p>Í synjunarbréfi Barnaverndarstofu, dags. 9. desember 2010, kemur fram að kæranda sé synjað um aðgang að gögnunum þar sem hann hafi verið sviptur forsjá dóttur sinnar og eigi þar af leiðandi ekki rétt á upplýsingum um hana á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002 eða 52. gr. barnalaga nr. 76/2003. Þá séu viðkvæmar persónuupplýsingar í gögnunum sem ekki þyki rétt að veita öðrum aðgang að, en þeim sem eiga beina aðild að málinu, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Er úrskurðarnefnd hafði borist kæran var hún send Barnaverndarstofu með bréfi, dags. 2. febrúar 2011, og frestur veittur til að gera athugasemdir til 9. febrúar. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu í trúnaði látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Fyrir beiðni Barnaverndarstofu var fresturinn framlengdur til 15. febrúar og þann sama dag bárust svör Barnaverndarstofu með bréfi ásamt gögnunum. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Ljóst er að [...] var ekki aðili að umræddu máli þar sem hann hafði verið sviptur forsjá dóttur sinnar, sbr. 3. mgr. 33. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, og á þar af leiðandi ekki rétt á umræddum upplýsingum á grundvelli þeirra laga. Á [...] á sömu forsendum ekki rétt til aðgangs að umræddum upplýsingum á grundvelli 52. gr. barnalaga nr. 76/2003. Var málið því skoðað á grundvelli II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996, um almennan aðgang að upplýsingum. Ljóst er að umrædd gögn eru þess eðlis að þau falla undir 5. gr. þeirra laga, þ.e. varða einkamálefni stúlkunnar og fósturfjölskyldu sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt. Barnaverndarstofa hefur á undanförnum árum ítrekað skoðað mál stúlkunnar á grundvelli 8. gr. barnaverndarlaga í kjölfar þess að faðir stúlkunnar hefur kvartað yfir meðferð málsins hjá barnaverndarnefnd og ljóst er af þeim gögnum sem aflað hefur verið í tengslum við þær kvartanir að stúlkan myndi ekki samþykkja aðgang að umræddum upplýsingum, en hún hefur t.a.m. neitað umgengni við föður sinn nema undir eftirliti barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar. Var beiðni [...] um aðgang að umræddum gögnum því synjað.</p> <p>Barnaverndarstofa leggur áherslu á í málum sem þessum að virða rétt þeirra einstaklinga, sem fjallað er um í gögnum barnaverndaryfirvalda, til einkalífs. Stofan telur því almennt ekki mögulegt að veita öðrum en aðilum máls aðgang að gögnum sem varða umsóknir um fóstur eða meðferð á meðferðarstofnun. Bendir stofan í því sambandi á skyldu þeirra sem vinna að barnavernd til þess að gæta fyllsta trúnaðar um hagi barna foreldra og annarra sem þeir hafa afskipti af, sbr. 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga. Yrði erfitt fyrir Barnaverndarstofu að starfa í samræmi við trúnaðarskylduna ef aðrir en aðilar máls ættu rétt á aðgangi að umræddum gögnum á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga.“</p> <p>Úrskurðarnefndinni bárust eftirfarandi gögn samhliða bréfi, dags. 15. febrúar: umsókn barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar um vistun [X] á [A], hugleiðingar barnaverndaryfirvalda um líðan hennar, upplýsingar frá skóla hennar um ástundun náms, auk niðurstöðu sálfræðiprófs. </p> <p>Með bréfi, dags. 2. mars 2011, var kæranda gefinn kostur á að gera athugasemdir við umsögn Barnaverndarstofu til 15. mars. Kærandi hefur komið á framfæri við starfsmann úrskurðarnefndar um upplýsingamál munnlegum athugasemdum við umsögnina þar sem hann ítrekar kröfur sínar um aðgang að gögnum.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og áður hefur verið rakið óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum í fórum Barnaverndarstofu er varða umsókn barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar frá árinu 2007 um meðferð á [A] fyrir dóttur hans, [X].</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka lögin til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Í 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum og þjóðréttarsamningum. Í 1. málslið 2. mgr. 2. gr. laganna segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, en þau lög taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga eins og fyrr segir. Í 1. málslið 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga segir að lögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal Barnaverndarstofa, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þegar aðili máls óskar aðgangs að gögnum sem varða ákvarðanir stjórnvalds um rétt eða skyldu í máli hans, en kæra kæranda í þessu máli varðar að hluta slíka ákvörðun, fer um aðgang að þeim samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaganna, en þar segir í upphafi 1. mgr. að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varði. Kemur því fyrst til skoðunar hvort kærandi máls þessa njóti upplýsingaréttar sem aðili að stjórnsýslumáli þar sem hann er faðir ólögráða barns sem gögnin lúta að.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Í 3. mgr. 33. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 segir: „Foreldrar sem hafa verið sviptir forsjá barns eiga ekki aðild að málum sem varða ákvarðanir um úrræði því til handa, að undanskildum málum er varða ákvörðun um umgengnisrétt.“ Í 1. mgr. 45. gr. laganna segir um upplýsingarétt og aðgang að gögnum máls: „Barnaverndarnefnd skal með nægilegum fyrirvara láta aðilum máls í té öll gögn sem málið varða og koma til álita við úrlausn þess, enda tryggi þeir trúnað.“ Með vísan til þessa verður að draga þá ályktun að kærandi hefur ekki átt aðild að stjórnsýslumáli því sem gögn þau sem hér eru til skoðunar lúta að og fer því um aðgang hans að þeim gögnum eftir reglum upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Með vísan til þeirra sjónarmiða sem 33. gr. barnaverndarlaga byggir á verður að draga þá ályktun að regla 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt aðila sem hljóðar svo: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan“ eigi ekki við um kæranda. Um rétt hans til aðgangs að gögnunum fer því ekki eftir 9. gr. laganna heldur fer um aðgang að þeim eftir 3. gr. þeirra, um upplýsingarétt almennings.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í 5. gr. laganna segir: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirra skjala sem kæranda var synjað um aðgang að. Þau hafa sem fyrr segir að geyma umsókn barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar um vistun [X] á [A], hugleiðingar barnaverndaryfirvalda um líðan hennar, upplýsingar frá skóla hennar um ástundun náms, auk niðurstöðu sálfræðiprófs. Samkvæmt athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er hér um að ræða gögn um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að fari leynt, sbr. 5. gr. laganna. Með skírskotun til þess er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að staðfesta ber þá ákvörðun Barnaverndarstofu að synja kæranda um aðgang að þessum skjölum.</p> <p><strong>4.<br /> </strong>Að auki ber að taka til umfjöllunar að Barnaverndarstofa vísar til þess að kærandi njóti ekki upplýsingaréttar samkvæmt 52. gr. barnalaga nr. 76/2003 þar sem hann hafi verið sviptur forsjá dóttur sinnar, en ákvæði 2. mgr. 52. gr. laganna hljóðar svo: „Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá upplýsingar um barnið frá leikskólum, skólum, sjúkrahúsum, heilsugæslu- og félagsmálastofnunum, félagsmálanefndum, barnaverndarnefndum og lögreglu. Réttur samkvæmt þessari málsgrein felur ekki í sér heimild til að fá upplýsingar um hagi forsjárforeldris.“ Samkvæmt athugasemdum við samhljóða ákvæði í frumvarpi til laga nr. 23/1995 um breytingu á eldri barnalögum nr. 20/1992 kemur fram að ákvæðið eigi ekki við um barn sem barnaverndarnefnd ráðstafar í fóstur, en um samband foreldra við það gildi reglur barnaverndarlaga. Í athugasemdum við 52. gr. núgildandi barnalaga er vísað til þeirra athugasemda sem hér hafa verið raktar. Í 4. mgr. 52. gr. sömu laga kemur fram að kæra megi synjun þeirra stofnana og stjórnvalda sem um getur í ákvæðinu til sýslumanns innan tveggja mánaða frá því að foreldri var tilkynnt um ákvörðunina.</p> <p>Með vísan til framangreinds er úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki bær til að taka afstöðu til beiðni um aðgang að upplýsingum á grundvelli 52. gr. barnalaga þótt ákvæðið komi ekki í veg fyrir að úrskurðarnefndin geti fjallað um aðgang að sömu gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Að fenginni þessari niðurstöðu tekur úrskurðarnefndin ekki efnislega afstöðu til þess hvort kærandi á rétt samkvæmt áðurnefndu ákvæði barnalaga eða ekki. </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er sú niðurstaða Barnaverndarstofu að synja [...] um aðgang að gögnum sem varða umsókn barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar um meðferð á [meðferðarheimilinu A] fyrir dóttur hans, [X].</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                           Sigurveig Jónsdóttir                                     Friðgeir Björnsson</p> |
A-365/2011. Úrskurður frá 15. apríl 2011 | Kærð var sú ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að synja um aðgang að minnisblaði um viðbrögð við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna nr. 1306/2004 frá 24. október 2007. Bréfaskipti við sérfræðinga til afnota í dómsmáli. Aðgangur veittur að hluta. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 15. apríl 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-365/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 30. nóvember 2010, kærði [...] synjun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá 2. nóvember 2010 um aðgang að „minnisblaði sem geymt er í ráðuneytinu og dagsett er 23. maí 2008.“ Verður að líta svo á samkvæmt orðalagi í kæru að [...] biðji um aðganginn sjálfur en ekki f.h. þeirrar stofnunar sem hann veitir forstöðu. Minnisblaðið segir hann hafa verið ritað fyrir ráðuneytið og fjalli um sjónarmið og viðbrögð vegna álits mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (nr.1306/2004) frá 24. október 2007.</p> <p> </p> <p>Í synjunarbréfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins kemur fram að minnisblaðið varði sjónarmið og viðbrögð vegna framangreinds álits mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Beiðni kæranda er hafnað með vísun til 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þ.e. að skjalið sé undanþegið upplýsingarétti þar sé um að ræða bréfaskipti stjórnvalds við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.</p> <p> </p> <p>Minnisblað þetta, dags. 23. maí 2008, er frá [A] prófessor, [B], hrl. og dósent og [C] hdl. og er til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, Einars Kristins Guðfinnssonar ráðherra, Sigurgeirs Þorgeirssonar ráðuneytisstjóra og Steinars Inga Matthíassonar skrifstofustjóra.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og að framan segir barst kæra máls þessa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 30. nóvember 2010. Kæran var send sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 2. desember, og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 10. s.m. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Svör ráðuneytisins bárust með bréfi, dags. 6. desember. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Synjun um aðgang var reist á 2. tl. 4. gr. upplýsingalaga. Þar er kveðið á um að réttur almennings til aðgangs að gögnum, undir 3. gr. laganna, taki ekki til „bréfaskrifta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað.“ Nýnefnt minnisblað hefur að geyma úrdrátt úr áliti mannréttindanefndarinnar og greiningu á álitaefnum sem leiða má af því, m.a. hvort þeir aðilar sem kvörtuðu til mannréttindanefndarinnar geti krafist skaðabóta úr hendi íslenska ríkisins á grundvelli álitsins. Það er einmitt málsgrundvöllur máls sem höfðað var á hendur íslenska ríkinu með stefnu sem þingfest var nýlega í Héraðsdómi Reykjavíkur, sbr. hjálagt bréf ríkislögmanns til ráðuneytisins dags. 25. október 2010. Í ljósi þessa krefst ráðuneytið þess að fyrri ákvörðun verði staðfest.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 8. desember, gaf úrskurðarnefndin kæranda kost á því að gera athugasemdir vegna umsagnar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og bárust athugasemdir hans í bréfi, dags. 16. desember. Þar segir m.a.:</p> <p> </p> <p>„Í fyrsta lagi getur umrætt og umbeðið minnisblað ekki eðli málsins samkvæmt snúist um að ríkisvaldið höfði dómsmál vegna álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Í öðru lagi, þegar minnisblaðið er skrifað, stendur ekkert dómsmál yfir, þannig að minnisblaðið getur í besta falli fjallað um hugsanleg málaferli og ekki „dómsmál“ í orðalagi laganna.“</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Hinn 16. desember 1966 desember samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem var undirritaður og fullgiltur af Íslands hálfu 30. desember 1966 með ákveðnum fyrirvörum. Í 26. gr. samningsins er svohljóðandi ákvæði:</p> <p> </p> <p>„Allir eru jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á sömu lagavernd án nokkurrar mismununar. Lögin skulu því í þessu skyni banna hvers konar mismunun og ábyrgjast öllum mönnum jafna og raunhæfa vernd gegn mismunun svo sem vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.“</p> <p> </p> <p>Í IV. hluta samningsins er kveðið á um að stofna skuli mannréttindanefnd sem framkvæma á ákveðin nánar tilgreind störf. Til þessarar nefndar sendu tveir Íslendingar kæru, dags. 15. september 2003, sem þeir byggðu á að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti þeirra sem tryggður væri í 26. gr. samningsins með þeim hætti að þeir fóru fram á að vera veittur möguleiki til að stunda þá atvinnu er þeir helst kysu án þess að þurfa fyrst að yfirstíga hindrun sem væri fólgin í forréttindum annarra. Þá fóru þeir fram á greiðslu bóta vegna þess tjóns sem þeir hefðu orðið fyrir vegna íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins án þess þó að upplýsa hvert það tjón væri.</p> <p> </p> <p>Í stuttu mál sagt þá komst nefndin að þeirri niðurstöðu að „kvótakerfið“ svokallaða væri ekki byggt á sanngjörnum forsendum og fæli í sér brot á 26. gr. framangreinds samnings. Íslenska ríkinu væri skylt að ábyrgjast að kærendur fengju raunhæfar úrbætur, þ. á m. fullnægjandi skaðabætur, og því bæri að endurskoða íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið.</p> <p> </p> <p>Álit nefndarinnar var gefið 24. október 2007 og birt íslenska ríkinu 13. desember s.á.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í því skjali sem kærandi óskar eftir aðgangi að kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafi óskað eftir því að þrír nafngreindir lögfræðingar semdu minnisblað sem hefði að geyma greiningu, sjónarmið og möguleg viðbrögð vegna álits mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007. Minnisblaðið er dags. 23. maí 2008 sem fyrr segir. Úrskurðarnefndin kannaði í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í hvaða formi beiðnin til þremenninganna hefði verið. Svarið var að engin formleg verkbeiðni hefði verið send.</p> <p> </p> <p>Í bréfi ríkislögmanns til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem afhent var úrskurðarnefndinni, dags. 25. október 2010, kemur fram að ráðuneytinu sé jafnframt send stefna og framlögð skjöl í dómsmáli sem annar þeirra manna sem kærðu til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hafi höfðað. Í málinu sé þess krafist að viðurkennt verði að stefndi, íslenska ríkið, sé bundið samkvæmt áliti nefndarinnar frá 24. október 2007 og sé því skaðabótaskylt gagnvart stefnanda vegna brots á 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg- og stjórnmálaleg réttindi. Þá er í bréfinu óskað eftir umsögn ráðuneytisins um kröfur og málatilbúnað stefnanda auk þess sem aflað verði þeirra gagna sem málið kunni að varða og ekki hafi verið lögð fram.   </p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni minnisblaðsins og eins og segir í upphafi þess hefur það að geyma greiningu, sjónarmið og möguleg viðbrögð íslenska ríkisins vegna álits mannréttindanefndarinnar. Þá eru í minnisblaðinu reifuð hugsanleg viðbrögð íslenska ríkisins færi svo að skaðabótamál yrði höfðað á hendur því á grundvelli álitsins. Tekið er og fram að minnisblaðið hafi a.m.k. að einhverju leyti að geyma efnisatriði sem gætu orðið hluti af svari því sem mannréttindanefndinni yrði sent um viðbrögð íslenska ríkisins við áliti nefndarinnar.</p> <p> </p> <p>Minnisblaðið skiptist í eftirtalda kafla:</p> <ol> <li>Inngangur</li> <li>Nánar um mannréttindanefnd SÞ og umrætt álit hennar frá 24. október 2007</li> <li>Tilhögun varna íslenska ríkisins</li> <li>Söguleg umfjöllun um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og viðhorf fræðimanna til þess</li> </ol> <p><span>4.1. </span> <span>Lagalegur grundvöllur fiskveiðistjórnunarkerfisins</span></p> <p><span>4.2. </span> <span>Dómur Hæstaréttar 3. des. 1998 í máli nr. 145/19998 (Hrd. 1998, bls. 4076)</span></p> <p><span>4.3. </span> <span>Undirbúningur og setning laga nr. 1/1999, sem tóku gildi 14. janúar 1999</span></p> <p><span>4.4. </span> <span>Dómur Hæstaréttar 6. apríl 2000 í máli nr. 12/2000 (Hrd. 2000, bls. 1534)</span></p> <p><span>4.5. </span> <span>Viðhorf á sviði lögfræði til fiskveiðistjórnunarkerfisins</span></p> <ol start="5"> <li>Greining á áliti mannréttindanefndar SÞ og möguleg viðbrögð</li> <li>Niðurstaða</li> </ol> <p> </p> <p>Í minnisblaðinu kemur fram að íslenska ríkið hafi sent mannréttindanefndinni athugasemdir 19. janúar 2007 og í athugasemdum sem sendar hefðu verið 29. október 2004 hafi að einhverju leyti komið fram efnisleg sjónarmið þótt það varðaði aðallega formhlið málsins. </p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Eins og fyrr er rakið byggir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið synjun sína um aðgang að minnisblaðinu á undanþáguákvæði í 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og vísar til þess að m.a. sé í minnisblaðinu greining á því hvort þeir aðilar sem kvörtuðu til mannréttindanefndarinnar geti krafist skaðabóta úr hendi íslenska ríkisins á grundvelli álitsins en það hefur annar þeirra gert sem fyrr segir.</p> <p>Samkvæmt 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir um skýringu þessa ákvæðis að því til grundvallar liggi það sjónarmið að hið opinbera, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, geti leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar sem þannig er aflað komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað sé gagngert í þessu skyni og hún taki því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> <p>Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að umrædd bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál sé höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála, sbr. hér einnig úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-300/2009. Í framhaldi af þessum lögskýringum er rétt að taka fram að þær eiga jafnt við hvort heldur sá sem biður um aðgang að gögnum kynni að verða aðili dómsmáls eða ekki.</p> <p>Í skjali því sem kærandi krefst aðgangs að er í köflum 1 til 4.4. gerð grein fyrir stöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, rakið er hvernig vörn íslenska ríkisins var háttað svo og gagnrýni íslensks fræðimanns á nokkur atriði í þeirri vörn og athugasemdir þremenninganna við gagnrýni fræðimannsins. Í 4. kafla er söguleg umfjöllun þremenninganna um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið og viðhorf fræðimanna til þess. Þá er rakið efni tveggja dóma Hæstaréttar Íslands er fallið hafa vegna deilna um fiskveiðistjórnunarkerfið.</p> <p> </p> <p>Það er álit úrskurðarnefndar um upplýsingamál að í framannefndum köflum sé fyrst og fremst gerð samantekt á upplýsingum sem víða er að finna og varða ekki sérstaklega það dómsmál sem nú er rekið gegn íslenska ríkinu þar sem krafist er viðurkenningar á skaðabótaskyldu þess. Er þar ekki undanskilin gagnrýni fræðimanns og athugasemdir þremenninganna við þeirri gagnrýni, enda þótt þær athugasemdir hafi væntanlega ekki verið sérstaklega birtar. Úrskurðarnefndin telur á þessum forsendum að efni þessara kafla minnisblaðsins falli ekki undir undantekningarákvæði 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, sbr. og 7. gr. sömu laga. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu beri því að heimila kæranda aðgang að þessum köflum minnisblaðsins, þ.e. kafla 1 til og með kafla 4.4.</p> <p> </p> <p>Það er hins vegar afstaða úrskurðarnefndarinnar að síðari hluti minnisblaðsins, þ.e. kafli 4.5. til og með kafla 6, hafi að geyma efnisatriði og afstöðu þremenninganna sem tengist bæði með óbeinum og beinum hætti hugsanlegri skaðabótakröfu á hendur íslenska ríkinu, þ.á m. er tekin skýr afstaða til hugsanlegrar skaðabótaskyldu ríkisins vegna fyrirkomulags fiskveiðistjórnunarkerfisins. Enda þótt það skaðabótamál hafi ekki verið höfðað þegar minnisblaðið var ritað lá engu að síður fyrir að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafði komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem kærðu til nefndarinnar ættu að fá fullnægjandi skaðabætur, reyndar án frekari tilgreiningar. Mátti íslenska ríkið þannig búast við að skaðabótamál yrði höfðað á hendur því eins og raunin hefur orðið og því harla eðlilegt að það undirbyggi vörn í slíku máli. Með framanskráð í huga og vísun til skýringar á 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga sem raktar eru hér að framan er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að þessi kaflar minnisblaðsins falli undir undantekningarákvæði 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, þrátt fyrir að veita beri aðgang að öðrum hlutum skjalsins, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Því ber að staðfesta synjun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á því að heimila kæranda aðgang að köflum 4.5., 5 og 6 í minnisblaði því sem hann hefur krafist aðgangs að.  </p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er skylt að heimila kæranda, [...], aðgang að köflum 1, 2, 3, 4, 4.1., 4.2., 4.3. og 4.4. í minnisblaði þriggja lögfræðinga til Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis o.fl., dags. 23. maí 2008. Staðfest er synjun ráðuneytisins að heimila ekki aðgang að köflum 4.5., 5 og 6 í sama skjali.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                             </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-363/2011. Úrskurður frá 15. apríl 2011 | Kærð var sú ákvörðun efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að synja um aðgang að drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999. Mikilvægir almannahagsmunir vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Vinnuskjöl. Aðgangur veittur. | <p>  </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 15. apríl 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-363/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 2. nóvember 2010, kærði [...] lögfræðingur f.h. [X] hrl. þá ákvörðun efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 22. október, að synja um aðgang að drögum frá 13. janúar 2008 að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, með síðari breytingum.</p> <p> </p> <p>Forsaga málsins er sú að með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-310/2009 frá 14. ágúst 2009 staðfesti úrskurðarnefndin synjun viðskiptaráðuneytisins um að veita aðgang að sama skjali. Fallist var á að skilyrðum til að hafna beiðni um aðgang að frumvarpsdrögunum á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga um að fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum ríkisins yrðu þýðingarlausar eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þær á almannavitorði væri fullnægt að svo stöddu. Í úrskurðinum tók nefndin fram að samkvæmt 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga skuli veita aðgang að gögnum sem 4. tölul. 6. gr. laganna tekur til jafnskjótt og ráðstöfun er að fullu lokið, nema ákvæði 5. gr. eða 1.-3. tölul. 6. gr. eigi við. Að fenginni þeirri niðurstöðu tók úrskurðarnefndin ekki afstöðu til þess hvort frumvarpsdrögin teldust vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Kæranda máls þessa var með bréfi efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 22. október 2010, synjað um aðgang að frumvarpsdrögunum annars vegar með vísan til þess að drögin væru vinnugögn í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og hins vegar með vísan til þess að drögin hefðu að geyma upplýsingar um fyrirhugaðrar ráðstafanir á vegum ríkisins sem yrðu þýðingarlausar eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þær á almannavitorði, sbr. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og áður var rakið barst kæra máls þessa með bréfi, dags. 22. nóvember. Í kærunni kemur fram að aftur sé óskað eftir aðgangi að frumvarpsdrögunum í ljósi breyttra aðstæðna þar sem frumvarp til nýrra laga um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta hafi verið lagt fram á Alþingi á 138. löggjþ. og því séu ekki lengur fyrir hendi skilyrði 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá kemur eftirfarandi m.a. fram í kærunni:</p> <p> </p> <p>„Umrædd gögn sem óskað er aðgangs að geta tæplega talist til eigin afnota fyrir stjórnvaldið og geta því ekki talist vera vinnugögn. Það skilyrði hætta þau að uppfylla um leið og þau hafa verið send öðru stjórnvaldi en því sem viðkomandi stjórnsýslunefnd heyrir undir. Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins til rannsóknarnefndar Alþingis voru frumvarpsdrögin kynnt þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvini G. Sigurðssyni, og hugmyndin um að leggja frumvarpið fram var ítrekað rædd af nefndarmönnum í samráðsnefnd um fjármálastöðuleika. (Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, kafli 17.9, bls. 231) Í samráðsnefndinni sátu fulltrúar frá viðskiptaráðuneytinu, forsætisráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum. Eðli máls samkvæmt verður að telja ljóst að frumvarpsdrögin hafa verið afhent fulltrúum samráðsnefndarinnar sem fjallaði ítrekað um hvort leggja ætti frumvarpið fram. Þar sem frumvarpsdrögin voru afhent öðrum stjórnvöldum geta þau ekki talist vinnugögn rituð til eigin afnota fyrir stjórnvaldið.“ Þá kemur einnig fram að það beri að líta á tillögurnar sem endalega ákvörðun samráðsnefndar um fjármálastöðuleika um afgreiðslu máls og því leiði 3. tölul. 4. gr. ekki til þess að synja megi um aðgang að frumvarpsdrögunum. Ennfremur kemur m.a. fram í kærunni:</p> <p> </p> <p>„Umbeðin gögn lágu fyrir í endanlegri mynd í ársbyrjun 2008 og urðu ekki til í tengslum við neinar ráðstafanir sem nú eru fyrirhugaðar. Engin áhrif getur haft á fyrirhugaðar ráðstafanir þótt veittur sé aðgangur að eldri tillögum sem snerta sama efni. Nýjar tillögur gætu verið allt annars efnis enda hefur margt gengið á síðan umbeðin skjöl voru útbúin.</p> <p> </p> <p>Sú staðreynd að ráðuneytið vinni nú að framlagningu frumvarps til breytinga á lögum nr. 98/1999 um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta sem getið er um í synjunarbréfi ráðuneytisins frá 22. október 2010 er þessu máli óviðkomandi og getur enga sjálfstæða þýðingu haft í þessu sambandi.</p> <p> </p> <p>Þar fyrir utan er ljóst að þeim ráðstöfunum, sem fólust í gerð frumvarpsins, var að fullu lokið þegar lagt var fyrir Alþingi frumvarp til nýrra laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, sbr. þskj. 291, mál 255 á 138. löggjafarþingi. Frá þeim tíma var ekki lengur fyrir hendi þörf til þess að halda umræddum gögnum leyndum og skilyrðum til að hafna beiðni um aðgang að umræddum gögnum því ekki lengur fullnægt.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 4. tölul. 6. gr. laganna tekur til jafnskjótt og ráðstöfunar er að fullu lokið, nema ákvæði 5. gr. eða 1.-3. tölul. 6. gr. eiga við. Ljóst er að vinnu við frumvarpsdrögin var að fullu lokið þegar frumvarp til nýrra laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fjárfesta var lagt fyrir Alþingi. Þá er ljóst að ákvæði 5. eða 1.-3.  tölul. 6. gr. eiga ekki við.</p> <p> </p> <p>Þá má jafnframt benda á að frá því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á að skilyrðum til að hafna beiðni um aðgang að umræddum frumvarpsdrögum á grundvelli 4. tölul. 6. gr. uppl. væri fullnægt að svo stöddu, með úrskurði sínum, dags. 14. ágúst 2009, hefur rannsóknarnefnd Alþingis í skýrslu sinni frá 12. apríl 2010 fjallað á ítarlegan hátt um efni umræddra frumvarpsdraga. Í ljósi þess er ekki unnt að halda því fram að skilyrði 4. tölul. 6. gr. eigi ennþá við um umrædd gögn enda eru þær breytingar sem einkum koma fram í drögum frumvarpsins þegar á almannavitorði. Aðgangur að gögnum getur því ekki verið til þess fallinn að skaða viðræður íslenskra stjórnvalda við bresk og hollensk stjórnvöld vegna innstæðna á ICESAVE reikningum gamla Landsbankans né að koma í veg fyrir að sátt náist um nýtt frumvarp til breytinga á lögum um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999, eins og ráðuneytið heldur fram.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 9. nóvember 2010, var efnahags- og viðskiptaráðuneytinu send kæran og veittur frestur til að gera athugasemdir við hana til 19. nóvember. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að sér yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir efnahags- og viðskiptaráðuneytisins bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 19. nóvember. Eftirfarandi kemur m.a. fram í bréfinu:</p> <p> </p> <p>„...Tilefni kærunnar er synjun efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 22. október sl., á að afhenda drög að frumvarpi til breytinga á lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, dagsett 13. janúar 2008 en drögin voru unnin af nefnd sem fara átti yfir hvernig innleiðingu Íslands á tilskipun Evrópusambandsins um innlánstryggingar væri háttað og þáverandi viðskiptaráðherra skipaði vorið 2007.</p> <p> </p> <p>Ráðuneytið telur að umbeðin gögn séu vinnugögn sem undanskilin eru upplýsingarétti almennings sbr. 3. tl. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins til kæranda dags. 27, apríl sl. Einnig telur ráðuneytið að 4. tl. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga eigi við um umrædd gögn en þar segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkisins eða sveitarfélaga. Ráðuneytið vísar að meginstefnu til rökstuðnings fyrir synjun í bréfi til kæranda, dags. 27. apríl sl., en vill þó gera athugasemdir við nokkur atriði er fram koma í kærunni.</p> <p> </p> <p>Í fyrsta lagi er því haldið fram af kæranda að skjölin geti tæplega talist til eigin afnota fyrir stjórnvaldið, það skilyrði hætti þau að uppfylla þegar þau eru send öðru stjórnvaldi en því sem viðkomandi stjórnsýslunefnd heyrir undir. Vísar kærandi til þess að hugmynd um að leggja fram frumvarp hefur margoft verið rædd í samráðsnefnd um fjármálastöðuleika samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hvorki í skjalasafni ráðuneytisins né í umfjöllun skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er að finna gögn þar sem fram kemur að umrædd drög hafi verið afhent samráðsnefnd um fjármálastöðuleika. Umrædd drög voru því aldrei send öðru stjórnvaldi við vinnslu málsins, ofangreind nefnd um innistæðutryggingar fjallaði um málið og formaður nefndarinnar upplýsti þáverandi ráðherra um gang mála í nefndinni. Formaður nefndarinnar átti á þessu tíma einnig sæti í samráðsnefnd um fjármálastöðuleika og þar voru ræddar hugmyndir um að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um innstæðutryggingar. Ekki verður hins vegar séð að frumvarpsdrögin sjálf hafi verið afhent samráðsnefnd um fjármálastöðuleika.</p> <p> </p> <p>Hins vegar voru þau eins og fram hefur komið send rannsóknarnefnd Alþingis í tengslum við lögbundna rannsókn nefndarinnar. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankana og tengdra atburða nr. 142/2008 ákveður nefndin sjálf hvort hún veitir aðgang að gögnum sem nefndin hefur aflað. Eins er í 3. mgr. 16. gr. sömu laga kveðið á um að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum hjá opinberum stofnunum sem rannsóknarnefndin hefur fengið afhent við rannsóknina nema með samþykki nefndarinnar. Af athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laganna má álykta að réttur rannsóknarnefndarinnar gangi framar rétti samkvæmt upplýsingalögum. Í greinargerð er tekið fram að með þessu sé unnt að koma í veg fyrir að það opnist fyrir aðgang að vinnuskjölum stjórnvalda, sem almennt eru undanþegin upplýsingarétti skv. 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga, vegna þess að þau hafa verið afhent nefndinni. Það er því ekki hægt að líta svo á að þar sem umrædd gögn hafa verið send rannsóknarnefndinni séu þau ekki lengur vernduð sem vinnugögn sbr. 3. tl. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í öðru lagi er því haldið fram í kærunni að umrædd gögn séu endanleg ákvörðun nefndar um innstæðutryggingar. Ráðuneytið vísar því alfarið á bug og vísar m.a. til umfjöllunar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem fjallað er um umrædd drög, og kærandi sendi meðfylgjandi ljósrit til úrskurðarnefndarinnar. Þar segir að formaður nefndarinnar um endurskoðun á lögum um innstæðutryggingar hafi tekið saman drög að frumvarpi til breytinga á lögum um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta. Þá segir jafnframt í skýrslunni að eintak rannsóknarnefndarinnar beri það með sér að ekki hafi verið tekin afstaða til ýmissa efnisatriða. Umrædd drög geta því sannarlega ekki talist endanleg niðurstaða nefndarinnar. Nefndin skilaði aldrei formlegum tillögum til ráðherra og var í raun leyst upp áður en til þess kom.</p> <p> </p> <p>Í þriðja lagi heldur kærandi því fram að það hafi engin áhrif á fyrirhugaðar ráðstafanir að veittur sé aðgangur að eldri gögnum sem snerta sama efni og að sú staðreynd að ráðuneytið vinni nú að framlagningu frumvarps til breytinga á lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta sé málinu óviðkomandi og geti enga sjálfstæða þýðingu haft í þessu sambandi. Ráðuneytið er þessu ósammála og bendir á að samkvæmt greinargerð með 4. tl. 6. gr. upplýsingalaga meti stjórnvald sjálfstætt hvaða afleiðingar það hefði að ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir og séu líkur á því að árangur skerðist, þó ekki sé nema að litlu leyti, myndi stjórnvaldið að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar. Málefni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og innstæðutryggingarkerfisins eru viðkvæm bæði innanlands og í Evrópu og hætt við að umræða á grundvelli gagna frá stjórnvöldum sem ekki voru komin í endanlega mynd geti skaðað þá vinnu sem framundan er við uppbyggingu innstæðutryggingarkerfisins, uppbyggingu fjármálakerfis landsins sem og hagsmuni ríkisins í öðrum málum. Í því sambandi má benda á að á síðasta löggjafarþingi lagði efnahags- og viðskiptaráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta. Ekki náðist hins vegar samstaða á Alþingi um frumvarpið og var það ekki útrætt, en frumvarp sama efnis hefur nú verið lagt fram að nýju. Ljóst er því að ekki hefur enn náðst samstaða um það hvernig haga beri innstæðu- og tryggingarkerfi á Íslandi. Ráðuneytið telur afar mikilvægt fyrir uppbyggingu á fjármálakerfi landsins að um frumvarpið náist góð sátt og telur að tilvitnuð gögn, sem ekki fela í sér endanlega niðurstöðu, geti skaðað þá hagsmuni. Eins telur ráðuneytið að ef veittur yrði aðgangur að fyrrgreindum gögnum gæti það skaðað viðræður íslenskra stjórnvalda við bresk og hollensk stjórnvöld vegna innstæðna á ICESAVE reikningum gamla Landsbankans. “</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. nóvember 2010, voru kæranda kynntar athugasemdir efnahags- og viðskiptaráðuneytisins og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum til 29. sama mánaðar. Frekari athugasemdir kæranda bárust ekki en úrskurðarnefndinni barst tölupóstur kæranda þann 3. mars 2011 þar sem þess var óskað að upplýst yrði um stöðu málsins og hvenær úrskurðar væri að vænta.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og rakið hefur verið fór kærandi fram á afhendingu á drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta, dagsett 13. janúar 2008. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefndinni þau drög sem um ræðir.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Eins og rakið hefur verið kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli nr. A-310/2009 frá 14. ágúst 2009 þar sem staðfest var synjun viðskiptaráðuneytisins um að veita aðgang að þeim frumvarpsdrögum sem hér um ræðir. Fallist var á það með ráðuneytinu að skilyrðum til að hafna beiðni um aðgang að frumvarpsdrögunum á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum ríkisins yrðu þýðingarlausar eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þær á almannavitorði væri fullnægt að svo stöddu. Í úrskurðinum tók nefndin fram að samkvæmt 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga skuli veita aðgang að gögnum sem 4. tölul. 6. gr. laganna tekur til jafnskjótt og ráðstöfun er að fullu lokið, nema ákvæði 5. gr. eða 1.-3. tölul. 6. gr. eigi við. Að fenginni þeirri niðurstöðu tók úrskurðarnefndin ekki afstöðu til þess hvort frumvarpsdrögin teldust vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. laganna. Úrskurðarnefndin þarf því að taka afstöðu til þess hvort skilyrði 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga séu ennþá uppfyllt.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga segir m.a. svo um 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. „Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þó ekki sé nema að litlu leyti, myndi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 4. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema ákvæði 5. gr. eða 1.-3. tölul. 6. gr. eigi við, sbr. 1. mgr. 8. gr. frumvarpsins.“</p> <p> </p> <p>Í tilvitnuðum úrskurði nr. A-310/2009, sem laut að sömu gögnum eins og fram hefur komið, kemur eftirfarandi m.a. fram um það hvort skilyrði 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga væru uppfyllt:</p> <p> </p> <p>„Fram hefur komið hjá viðskiptaráðuneytinu að nú standi yfir heildarendurskoðun á lögum nr. 98/1999. Synjaði ráðuneytið beiðni kæranda um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli að umræða byggð á opinberum gögnum um þá endurskoðun sem ekki væru komin í endanlega mynd gæti skaðað þá vinnu, uppbyggingu fjármálakerfis landsins og hagsmuni ríkisins og sé um viðkvæmt mál að ræða bæði innanlands og í Evrópu, sbr. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Röksemdir ráðuneytisins verður að skilja svo að frumvarpsdrögin frá 13. janúar 2008 beri að skoða sem hluta af þeirri vinnu sem nú standi yfir við endurskoðun laga nr. 98/1999. Jafnframt verður að skilja athugasemdir ráðuneytisins svo að verði umræddar upplýsingar gerðar opinberar á þessu stigi endurskoðunar laga nr. 98/1999 kunni tilætlaður árangur af endurskoðuninni að takmarkast.</p> <p> </p> <p>Hvað síðastgreint atriði í röksemdum ráðuneytisins varðar skal tekið fram að ekki hefur komið fram jafn skýrlega og æskilegt væri með hvaða hætti þær fyrirhuguðu ráðstafanir um breytingar á lögum nr. 98/1999 sem birtast í umræddum frumvarpsdrögum kynnu að verða þýðingarlausar eða að þær næðu ekki tilætluðum árangri ef upplýsingar um þær yrðu gerðar opinberar. Af skýringum ráðuneytisins má á hinn bóginn ráða þá afstöðu að verði umrætt gagn gert opinbert á þessu stigi vinnu við endurskoðun laga nr. 98/1999 þá kunni það í fyrsta lagi að hafa áhrif á háttsemi innlendra aðila og/eða þeirra sem eiga innistæður í bönkum hér á landi, og þar með grafa undan framgangi þeirra ráðstafana sem felast í breytingu á tryggingakerfinu. Í öðru lagi verður að skilja ráðuneytið svo að umræddar upplýsingar, og opinber umræða um þær, kunni að hafa áhrif á afstöðu og háttsemi annarra ríkja og annarra erlendra aðila, sem aftur geti haft áhrif á uppbyggingu fjármálakerfis landsins sem og hagsmuni ríkisins. Síðastgreint atriði tengist að vísu ekki með beinum hætti mati á því hvort sú ráðstöfun sem felst í breytingu á því hverjir falla undir eða njóta tryggingaverndar skv. lögum nr. 98/1999 nái fram að ganga eða ekki. Á hinn bóginn má færa fyrir því rök að tilætlaður árangur slíkra ráðstafana takmarkist að nokkru leyti ef upplýsingar um þær verða á þessu stigi til þess að skaða uppbyggingu á fjármálakerfi landsins.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að breytingar á lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta verði að skoða sem ráðstafanir á vegum ríkisins í skilningi framangreinds ákvæðis 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga enda þótt þær varði sérstaka sjálfseignarstofnun, Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta. Með vísan til þess sem rakið hefur verið hér að framan verður að telja að fyrirkomulag tryggingaverndar af þessu tagi, sem og framkvæmd hennar, geti skipt fjárhag ríkisins og aðra hagsmuni þess verulegu máli, og að aðgangur að þeim frumvarpsdrögum sem beiðni kæranda beinist að kynni að svo stöddu að leiða til þess að tilætlaður árangur af endurskoðun laga nr. 98/1999 kynni að einhverju leyti að skerðast en það er og mat ráðuneytisins sjálfs.“</p> <p> </p> <p>Eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð í máli A-310/2009 þann 14. ágúst 2009 lagði efnahags- og viðskiptaráðherra fram á Alþingi frumvarp til laga um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta, sbr. þskj. 291, 255. mál, 138. löggjafarþing. Frumvarpið var lagt fram þann 30. nóvember 2009. Í almennum athugasemdum við frumvarpið kemur fram að frumvarpið sé lagt fram einkum annars vegar vegna breytinga á regluverki Evrópusambandsins á sviðinu og hins vegar vegna þeirra ábyrgða sem fallið hafa á Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta í kjölfar hruns bankanna. Því þótti nauðsynlegt að ráðast í heildarendurskoðun á lögunum. Í athugasemdum ráðuneytisins kemur fram að ekki hafi náðst samstaða um frumvarpið og var það ekki útrætt á þinginu. Frumvarp sama efnis hefur verið lagt fram að nýju og er það frumvarp nú í þinglegri meðferð. Það skjal sem óskað er aðgangs að í máli þessu geymir ekki upplýsingar sem haft geta þýðingu um aðrar ráðstafanir af hálfu stjórnvalda en þær sem lúta að framlagningu umrædds frumvarps, s.s. við framkvæmd nýrra laga um innistæðutryggingar verði þau samþykkt á Alþingi. Með vísan til þessa verður ekki séð að skilyrði 4. tölul. 6. gr. laganna eigi ennþá við. Á grundvelli 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 4. tölul. 6. gr. laganna tekur til jafnskjótt og ráðstöfun er að fullu lokið nema aðrar undanþágur lagnanna eigi við.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók ekki í úrskurði sínum nr. A-310/2009 afstöðu til þess hvort frumvarpsdrögin teldust vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. laganna eins og ráðuneytið byggir á.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædd frumvarpsdrög. Drögin voru unnin af nefnd er fara átti yfir það hvernig innleiðingu Íslands á tilskipun Evrópusambandsins um innlánstryggingar væri háttað og eru þau merkt með upphafsstöfum þáverandi skrifstofustjóra í ráðuneytinu sem var formaður nefndarinnar. Í athugasemdum ráðuneytisins kemur fram að frumvarpið hafi aldrei verið sent öðru stjórnvaldi við vinnslu málsins. Nefnd er fara átti yfir hvernig innleiðingu Íslands á tilskipun Evrópusambandsins um innlánstryggingar yrði háttað fjallaði um málið og þáverandi ráðherra var upplýstur um gang mála í nefndinni. Þá kemur fram að formaðurinn hafi átt sæti í samráðsnefnd um fjármálastöðuleika þar sem ræddar voru breytingar á lögum um innstæðutryggingar en drögin voru aftur á móti ekki afhent samráðsnefnd um fjármálastöðuleika.  </p> <p> </p> <p>Þótt litið yrði svo á að nefnd er fara átti yfir það hvernig innleiðingu Íslands á tilskipun Evrópusambandsins um innlánstryggingar yrði fyrir komið væri sérstök stjórnsýslunefnd í skilningi upplýsingalaga þá hafa þau drög sem nefndin vann verið afhent efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Þar af leiðandi geta drögin ekki talist til vinnuskjala stjórnvalds sem einungis eru notuð til afnota fyrir það. Sú nefnd sem um ræðir var skipuð fimm mönnum, utanaðkomandi aðilum og einum starfsmanni stjórnarráðsins, skv. upplýsingum sem úrskurðarnefndin aflaði sér í tengslum við meðferð í máli þess sem endaði með úrskurði nr. A-310/2009 og varðaði sama skjal. Ef ekki er litið sem svo á að nefndin sé sérstakt stjórnvald þá er ljóst að það skjal sem um ræddi barst þessum nefndarmönnum frá formanni nefndar sem drögin eru merkt og var á þeim tíma skrifstofustjóri í ráðuneytinu. Þar með hætti skjalið að vera einvörðungu til eigin afnota fyrir stjórnvaldið, þ.e. ráðuneytið, og getur því ekki talist til vinnuskjals í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds geta drög frá 13. janúar 2008 að frumvarpi um breytingu á lögum um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999 ekki talist til vinnuskjals í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu ber að afhenda kæranda [...] lögfræðingi drög frá 13. janúar 2008 að frumvarpi um breytingu á lögum um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir<span>                                                                                          </span> Friðgeir Björnsson</p> <h3>   </h3> |
A-363/2011B. Úrskurður frá 27. apríl 2011 | Farið var fram á það við úrskurðarnefnd um upplýsingamál að réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar nr. A-363/2011 yrði frestað. Frestun réttaráhrifa hafnað. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 27. apríl 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-363/2011B.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 18. apríl 2011, fór efnahags- og viðskiptaráðuneytið þess á leit við úrskurðarnefnd um upplýsingamál, með vísan til 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að réttaráhrifum úrskurðar nr. A-363/2011, sem kveðinn var upp 15. sama mánaðar, yrði frestað. Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að efnahags- og viðskiptaráðuneytinu bæri að afhenda kæranda [X] drög frá 13. janúar 2008 að frumvarpi um breytingu á lögum um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999.</p> <p> </p> <p>Í erindi efnahags- og viðskiptaráðuneytisins frá 18. apríl er gerð sú krafa að réttaráhrifum úrskurðar verði frestað. Í erindinu eru ekki færð rök fyrir þeirri kröfu en vísað til þess að þau muni berast úrskurðarnefndinni innan nokkurra daga.</p> <p> </p> <p>Með tölvupósti 18. apríl upplýsti efnahags- og viðskiptaráðuneytið gagnabeiðanda um að sett hafi verið fram krafa um frestun réttaráhrifa. Sama dag barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál tölvupóstur gagnabeiðanda þar sem lögð var áhersla á að umbeðin gögn yrðu afhent sem fyrst.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 27. apríl, barst úrskurðarnefndinni rökstuðningur efnahags- og viðskiptaráðuneytisins fyrir beiðni um frestun réttaráhrifa. Úrskurðarnefndin hafði áður tilkynnt ráðuneytinu að bærist ekki rökstuðningur fyrir kl. 14 þann dag myndi úrskurður vera kveðinn upp án efnislegra raka ráðuneytisins. Í rökstuðningi ráðuneytisins kemur m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Að mati ráðuneytisins geymir það skjal sem um ræðir upplýsingar sem geta haft þýðingu fyrir aðrar ráðstafanir af hálfu stjórnvalda en þær sem lúta að framlagningu frumvarps til laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta á Alþingi. Uppbygging traust fjármálakerfis er margþætt verkefni og er umrætt frumvarp aðeins einn þáttur í stærri heildarmynd. Því er ekki hægt að horfa á umrætt skjal eingöngu í samhengi við lög um innstæðutryggingar. Eins og fram kemur í greinargerð með 4. tölulið 6. gr. upplýsingalaga er gert ráð fyrir því að stjórnvöld meti sjálfstætt hvaða afleiðingar aðgangur að upplýsingum myndu hafa og ef að líkur séu á því að aðgangur skerðist, þó ekki sé nema að litlu leyti, eigi stjórnvaldi að öllu jöfnu að vera heimilt að synja um aðgang. Ráðuneytið hefur farið í þetta mat varðandi umrætt skjal og er niðurstaðan sú að það geti skaðað almannahagsmuni að veita aðgang að skjalinu. Mat nefndarinnar er hins vegar annað og því telur ráðuneytið mikla hagsmuni af því að fá réttaráhrifum frestað og fá skorið úr málinu fyrir dómstólum.</p> <p> </p> <p>Ráðuneytið telur að umrætt gagn uppfylli skilyrði þess að teljast vinnuskjal í skilningi upplýsingalaga. Ljóst er að ráðuneytin skipa oft starfshópa eða nefndir sem vinna að hinum ýmsu málum. Eru þeir iðulega skipaðir aðilum frá fleiri en einu ráðuneyti sem og utanaðkomandi sérfræðingum. Þetta vinnulag hefur ýmsa kosti í för með sér enda eru ráðuneytin á Íslandi fámenn og því oft þörf á aukinni þekkingu úr öðrum ráðuneytum eða utanfrá. Þá er þetta fyrirkomulag oft notað til að fá hagsmunaaðila að borðinu bæði vegna reynslu og þekkingar í málum sem og til að skapa skilning og sátt í ýmsum málum. Þessir vinnuhópar eru iðulega skipaðir af ráðherra og er ætlað að vinna að afmörkuðum verkefnum t.d. að gera frumvarpsdrög. Ráðuneytið telur að ekki sé hægt að flokka slíka vinnuhópa eða nefndir sem sjálfstæðar stjórnsýslunefndir enda er þeim ekki ætlað að taka ákvarðanir um réttindi og skyldur aðila. Ráðuneytið telur hins vegar að líta beri á slíka vinnuhópa sem hluta af starfsemi þess ráðuneytis sem skipar hópinn og þar af leiðandi að þau skjöl sem unnin eru af slíkum hópum teljist vinnuskjöl ráðuneytis.</p> <p> </p> <p>Ráðuneytið telur að hér sé um að ræða verulega hagsmuni, annars vegar fyrir almannahag og hins vegar fyrir stjórnsýsluna í heild sem mikilvægt sé að niðurstaða dómstóla fáist um.“</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti, að kröfu stjórnvalds, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Krafa þess efnis skal gerð eigi síðar en þremur dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests en órökstudd. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur sér heimilt að kveða upp úrskurð vegna beiðni um frestun réttaráhrifa án rökstuðnings stjórnvalds berist sá rökstuðningur ekki samhliða beiðni um frestun réttaráhrifa innan þess frest sem tilvitnað lagákvæði kveður á um. Rökstuðningur fyrir kröfu um frestun réttaráhrifa barst úrskurðarnefndinni áður en úrskurður er kveðinn upp og kom því ekki til þess að úrskurður um frestun réttaráhrifa yrði kveðinn upp án rökstuðnings ráðuneytisins.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum við umrædda grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir m.a. svo: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðum nr. A-78/1999C, A-117/2001B, A-233/2006B, A-277/2008B og A-307/2009B lagt til grundvallar að með 18. gr. upplýsingalaga hafi fyrst og fremst verið höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu að verða skýrð af dómstólum.</p> <p> </p> <p>Í úrskurði í máli nr. A-363/2011 tók úrskurðarnefndin frumvarpsdrögin sem hér um ræðir til sjálfstæðrar skoðunar m.t.t. þess hvort veita bæri að þeim aðgang skv. upplýsingalögum. Var niðurstaða nefndarinnar sú að ekki yrði séð að skilyrði 4. tölul. 6. gr. laganna um <a id="G6M1L4" name="G6M1L4">að heimilt væri að synja um aðgang að upplýsingum um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði ættu ennþá við eins</a> og nefndin taldi í máli nr. A-310/2009 sem varðaði sömu gögn. Nefndin tók fram að á grundvelli 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 4. tölul. 6. gr. laganna tekur til jafnskjótt og ráðstöfun er að fullu lokið nema aðrar undanþágur laganna eigi við. Rökstuðningur efnahags- og viðskiptaráðuneytisins breytir ekki því mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál enda ekkert sem fram kemur í þeim rökum sem skýrir að hvaða leyti hagsmunir almennings kunni að skaðast við það að skjalið verði aðgengilegt almenningi.</p> <p> </p> <p>Þá tók nefndin til skoðunar hvort skjalið teldist vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga en taldi að skjalið hefði ekki verið einvörðungu til afnota fyrir stjórnvaldið eins og lagaákvæðið gerir kröfu um. Rökstuðningur efnahags- og viðskiptaráðuneytisins breytir ekki því mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá ber að árétta að í úrskurði í máli nr. A-363/2011 sem hér um ræðir tekur úrskurðarnefndin ekki afstöðu til þess hvort nefnd er fara átti yfir það hvernig innleiðingu Íslands á tilskipun Evrópusambandsins um innlánstryggingar væri háttað teldist sjálfstæð stjórnsýslunefnd eins og ráðuneytið virðist byggja á í rökstuðningi sínum fyrir frestun á réttaráhrifum þess úrskurðar.  </p> <p> </p> <p>Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar hennar frá 15. apríl sl. Ber því að hafna kröfu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins þar að lútandi.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kröfu efnahags- og viðskiptaráðuneytis, um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar í máli nr. A-363/2011, frá 15. apríl 2011, er hafnað.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p><span>Helga Guðrún Johnson<span>                                             </span><span> </span><span>                  </span><span>                       </span>Friðgeir Björnsson</span></p> |
A-364/2011. Úrskurður frá 15. apríl 2011 | Kærð var sú ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins að synja um aðgang að úttekt á kostnaði af viðhaldi Stangar í Þjórsárdal. Vinnuskjöl. Synjun staðfest. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 15. apríl 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-364/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvupósti frá 15. nóvember 2010 kærði [...] fornleifafræðingur synjun Fornleifaverndar ríkisins um aðgang að úttekt sem sýni að viðhald á Stöng í Þjórsárdal kosti hvorki „meira né minna en 700.000.000 króna.“ Kæruna sendi hann til mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem framsendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál hana með bréfi, dags. 24. nóvember. Hin kærða synjun hljóðar svo:</p> <p> </p> <p>„Svo sem kom fram í fyrra svari Fornleifaverndar ríkisins þá kom fram í meðfylgjandi skoðanakönnun að gert væri ráð fyrir að allsherjar framkvæmdir á öllu svæðinu við Stöng, þmt. fornleifarannsókn myndu kosta um 700 milljónir. Talan sem þar er vísað til er uppfærð áætluð upphæð verkefnis frá 2007, sem er til skoðunar hjá Fornleifavernd ríkisins. Þau gögn eru vinnugögn stofnunarinnar og eru ekki til dreifingar, sbr. lög nr. 50/1996, 4. gr., 3. liður.“</p> <p> </p> <p>Meðal gagna málsins er „Spurningalisti um Stöng í Þjórsárdal“ þar sem gestir eru beðnir um að svara ákveðnum spurningum. Fyrir framan spurningu nr. 19 segir eftirfarandi:</p> <p> </p> <p>„Til þess að bæta aðstöðuna í Stöng þarf fjármagn. Sveitarfélagið er of fámennt til að geta staðið undir slíkri fjármögnun og fjárhagur íslenska ríkisins er þröngur eins og kunnugt er og litlu veitt til varðveislu minja. Það er mat Fornleifaverndar ríkisins að til þess að lagfæra minjarnar með tilheyrandi fornleifarannsókn, setja á staðinn góð upplýsingaskilti og byggja nýjan skála yfir minjarnar þurfi um 700 milljónir króna. Ef tekinn yrði ca 2250 kr. nefskattur miðað við alla Íslendinga, þá dygði sú upphæð til verksins.“</p> <p> </p> <p>Í framhaldi eru gestir spurðir að því hvort þeim finnist góð hugmynd að setja slíka skatt á í eitt skipti fyrir öll til að laga aðstöðuna í Stöng.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin telur augljóst af gögnum málsins að kærandi hafi haft þennan spurningalista undir höndum eða aðgang að honum þegar hann lagði fram  ósk sína um aðgang að gögnum þeim sem að framan er getið.</p> <p> </p> <p>Í kæru [...] kemur m.a. fram að forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins neiti með vísun til upplýsingalaga að afhenda honum gögn og upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar en hjá stofnuninni en samkvæmt upplýsingalögum sé hægt að fá aðgang að gögnum þegar svo hagi til. Í viðhorfskönnun sem eigi að birta séu menn beðnir um að taka afstöðu til upplýsinga um framkvæmdir sem kosti 700 milljónir - sem ekki sé hægt að fá frekari upplýsingar um - með þeim rökstuðningi að um vinnuskjöl sé að ræða. Þessi úttekt hafi verið nefnd opinberlega og geti því vart talist vinnuplagg þegar sérfræðingar hafi unnið að henni fyrir almannafé og hún notuð til þess að gefa mönnum hugmynd um kostnað í tengslum við spurningu í opinberri viðhorfskönnun. Því óski hann eftir því að sér verði gert kleift að fá að sjá öll gögn um það hvernig hægt hafi verið að komast að því að framkvæmdir á Stöng myndu kosta um 700 milljónir. Þá segir orðrétt í kærunni: „Ég hef að sjálfsögðu, sem sá fornleifafræðingur sem mest hefur rannsakað á Stöng, ákveðinna hagsmuna að gæta í þessu máli, þar sem ég hef í hyggju að halda áfram rannsóknum á Stöng í Þjórsárdal ef ég get fundið fjármagn til þess.“ Í kærunni segir og að forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins hafi tjáð kæranda að fornleifafræðingar og arkitektar hafi unnið að úttektinni, en hann hafi spurst fyrir um það meðal fjölda fornleifafræðinga og kannist enginn þeirra við neitt.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Úrskurðarnefndin sendi Fornleifavernd ríkisins framangreinda kæru með bréfi, dags. 29. nóvember 2010, og gaf stofnuninni kost á að færa fram frekari rökstuðning fyrir synjun sinni og frest til þess til 8. desember. Jafnframt óskaði nefndin eftir því að henni yrðu látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p> </p> <p>Hinn 8. desember barst úrskurðarnefndinni bréf lögmanns Fornleifaverndar ríkisins þar sem reifaðar eru athugasemdir stofnunarinnar við kæru [...]. Í bréfinu segir m.a. að ekki sé til nein skýrsla „um viðgerðir og úrbætur á Stöng í Þjórsárdal“ en nefndinni séu afhent afrit af þeim vinnuskjölum sem tengist þeim útreikningum sem legið hafi að baki tiltekinni kostnaðartölu sem Fornleifavernd ríkisins telji að málið snúist um. Þá segir orðrétt í bréfinu:</p> <p> </p> <p>„Gögnin sem um ræðir eru gróflega áætlaður kostnaður vegna allsherjar framkvæmda á svæðinu við þjóðveldisbæinn að Stöng. Í þeim tilgangi einum að athuga viðhorf gesta á Stöng til opinberrar fjármögnunar vegna þeirrar uppbyggingar sem æskilegt væri að ætti sér stað á Stöng var sett fram kostnaðartala upp á 700 milljónir króna, sem kærandi virðist vilja fá rökstuðning fyrir. Slík tala var sett fram til þess að leggja grundvöll fyrir viðhorfsmælingu gesta á skatttöku og skyldi einungis skoðast í því ljósi. Hvergi [hefur] verið getið um þessa upphæð annars staðar en í einfaldri viðhorfskönnun sem lá frammi á bænum Stöng í um mánaðar tímabil.</p> <p>Af hálfu Fornleifaverndar ríkisins hefur ekki verið ákveðið að leggja neins staðar fram viðkomandi áætlun né hefur áætlun þessi verið notuð sem grundvöllur fyrir umsóknum eða ákvörðunum. Því er skjalið ekki hluti af stjórnsýslu Fornleifaverndar og heyrir ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. þeirra laga. Ennfremur hefur umbj.m. útlistað fyrir kæranda, í tölvupósti 15. nóvember sl., að gögn þau sem um ræðir séu „vinnugögn“ í skilningi 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum lögmannsins segir ennfremur að skilji hann kröfu kæranda rétt fari hann fram á aðgang að skýrslu þar sem útlistað sé hvernig talan 700 milljónir sé fengin. Slík skýrsla sé ekki til heldur byggist talan á vinnuskjölum þar sem mögulegur kostnaður vegna heildstæðra endurbóta á Stöng sé lauslega áætlaður. Um sé að ræða útreikninga á grundvelli skýrslu sem snúi einungis að einni rúst á svæðinu þar sem gert sé ráð fyrir að viðgerð húss og fornleifauppgraftrar kosti á að giska 137 milljónir króna, en sú tala hafi aðeins lotið að litlum hluta þess heildarverkefnis sem vitnað sé til í viðhorfskönnuninni þar sem talan 700 milljónir komi fram sem eins og fyrr segi sé byggð á lauslegum og óformlegum útreikningum sem lagðir séu fram í trúnaði með bréfinu.</p> <p> </p> <p>Þá rekur lögmaðurinn að hluta til það sem fram kemur í athugasemdum við 4. gr. í frumvarpi því sem síðar varð að lögum nr. 50/1996 og varðar vinnuskjöl og kveðst leggja áherslu á þá staðreynd að engin ákvörðun hafi verið  tekin á grundvelli þeirra vinnugagna sem kærandi krefjist aðgangs að. Umrædd vinnuskjöl geymi einungis lauslega útreikninga og muni eflaust breytast við nánari skoðun og umfjöllun. Þá sé ekki um að ræða upplýsingar um staðreyndir máls sem hafi vegið þungt við ákvarðanatöku. Fjárhæðin 700 milljónir hafi einungis verið sett fram sem lauslegt mat og tilgreind sem slík. Engin ákvörðun hafi verið tekin á grundvelli umræddra útreikninga og þeir hvergi vegið þungt. Þá leggur lögmaðurinn áherslu á að ekki sé til nein formleg skýrsla sem hægt væri að veita kæranda aðgang að.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin sendi kæranda framangreinda umsögn lögmanns Fornleifaverndar ríkisins með bréfi, dags. 14. desember 2010, og tók fram að vildi kærandi koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar væri þess óskað að þær bærust ekki síðar en 28. desember.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir kæranda bárust kærunefndinni í tölvupósti 20. desember. Í þeim segir m.a. að fram komi í athugasemdum lögmanns Fornleifaverndar ríkisins að talan 700 milljónir sé byggð á lauslegum og óformlegum útreikningum og í því sambandi vilji kærandi upplýsa að forstöðumaður stofnunarinnar hafi ritað sér bréf 26. október 2009 sem lögmaðurinn virðist ekki kannast við. Bréfið sé ekki trúnaðarmál og sé svohljóðandi:</p> <p> </p> <p>„Sæll og blessaður [...]. Hér gætir einhvers misskilnings hjá þér. Talan 700 milljónir byggir á útreikningum fornleifafræðinga, arkitekta og verkfræðinga og snertir ekki bara viðhald á Stangarrústinni, heldur gerð nýs húss til að verja minjarnar, rannsókn sem þyrfti að fara fram í tengslum við gerð hússins, viðhald og skýli yfir fjós og smiðju, gerð miðlunarefnis, endurbætur á aðgengi og aðstöðu fyrir ferðamenn og fleira. Niðurstöður skoðanakönnunar verða gerðar aðgengilegar á netinu á næstu vikum.“</p> <p> </p> <p>Kærandi segir að í þessu bréfi komi greinilega fram að talan 700 milljónir „byggi á útreikningum fornleifafræðinga, arkitekta og verkfræðinga“ en það komi ekki fram í bréfi lögmannsins. Þar sem forstöðumaðurinn tali um fræðinga í fleirtölu og þrjár stéttir þeirra sé því um minnst 6 sérfræðinga að ræða. Þessa útreikninga kveðst kærandi vilja sjá og hverjir reiknimeistararnir hafi verið svo og fá að vita hver kostnaðurinn hafi verið við útreikningana þótt þeir kunni að vera lauslegir og óformlegir. Hvað sem líði greinargerð lögmanns Fornleifaverndar ríkisins kveðst kærandi krefjast með fullri festu að fá aðgang að öllum gögnum sem varði útreikning á 700.000.000 króna kostnaði við framkvæmdir á Stöng í Þjórsárdal.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Skjal það sem Fornleifavernd ríkisins hefur afhent úrskurðarnefnd upplýsingamála, og segir vera eina skjalið sem tengist beiðni kæranda um aðgang að gögnum, er á einni og hálfri blaðsíðu (A4). Skjalið ber yfirskriftina vinnuskjal, er handritað og ódagsett. Efst á skjalinu eru skammstafanir sem vísa til mannanafna og sýnist þar vera um að ræða starfsmenn stofnunarinnar, sbr. heimasíðu hennar þar sem nafna starfsmanna er getið. Úrskurðarnefndin telur þannig óhætt að byggja á því að skjalið sé ritað af starfsmönnum stofnunarinnar til eigin afnota hennar en ekki af aðilum ótengdum henni. Skjalið sýnist vera afar lauslega unnið og uppsett, og í sumum greinum er erfitt að átta sig á efni þess. Talan 700 milljónir kemur þar hvergi fram en með góðum vilja mætti hugsanlega tína til tölur í skjalinu og leggja saman þannig að þær nálguðust að vera 700-800 milljónir. Úrskurðarnefndin telur samkvæmt framansögðu ótvírætt að skjalið sé vinnuskjal í skilningi 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Krafa kæranda um aðgang að upplýsingum fellur undir II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 um almennan aðgang að upplýsingum, enda snerta upplýsingarnar kæranda ekki sjálfan, sbr. ákvæði III. kafla sömu laga. Í 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd upplýsingamála telur ljóst sem fyrr segir, sbr. lýsingu í kafla 1 hér að framan á því skjali sem krafa kæranda telst ná til, að um vinnuskjal í skilningi upplýsingalaga sé að ræða. Það er augljóst af skjalinu að það geymir enga endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls. Við mat á því hvort skjalið hafi að geyma upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá ber að hafa í huga að það ákvæði á aðeins við þegar upplýsingarnar ná til staðreynda máls sem kunna að hafa vegið þungt við ákvarðanatöku stjórnvalds. Sú lagaskýring á sér sérstaka stoð í athugasemdum við 3. tl. 4. gr. í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 50/1996. Þar segir m.a. eftirfarandi: „Með síðastnefndu orðalagi [þ.e. „ef upplýsinga verður ekki aflað annars staðar frá“] er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvarðanatöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.“ Eins að framan segir hefur skjalið sem óskað er aðgangs að ekki að geyma neina ákvörðun stjórnvalds og upplýsingarnar sem í skjalinu er að finna varða þannig ekki stjórnvaldsákvörðun sem hefur verið tekin svo kunnugt sé. Rétt er að taka sérstaklega fram að þótt svo kunni að vera að við tölur úr skjalinu hafi verið stuðst þegar í spurningalistanum til gesta á Stöng í Þjórsárdal var miðað við kostnaðartöluna 700 milljónir verður það ekki talin stjórnvaldsákvörðun í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt því sem að framan segir í kafla 1 og 2 er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að staðfesta beri synjun Fornleifaverndar ríkisins að afhenda kæranda vinnuskjal er varðar þjóðveldisbæinn Stöng í Þjórsárdal.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Fornleifaverndar ríkisins að afhenda kæranda, [...], vinnuskjal er varðar þjóðveldisbæinn Stöng í Þjórsárdal.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> <span>Friðgeir Björnsson                                                                                            Sigurveig Jónsdóttir</span></p> |
A-362/2011. Úrskurður frá 31. maí 2011 | Kærður var dráttur og synjun Samkeppniseftirlitsins á beiðni um aðgang upplýsingum um rannsókn eftirlitsins á meintu ólögmætu samráði milli Hátækni ehf. og Tæknivara ehf./Skipta hf. á heildsölumarkaði fyrir farsíma. Þagnarskylda. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 31. maí 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-362/2011.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 19. október 2010, kærði [...] hrl. f.h. Og fjarskipta ehf. þá afgreiðslu Samkeppniseftirlitsins að svara ekki beiðnum hans, dags. 5. ágúst, 27. ágúst og 16. september 2010, um upplýsingar varðandi rannsókn eftirlitsins á meintu ólögmætu samráði milli Hátækni ehf. og Tæknivara ehf./Skipta hf. á heildsölumarkaði fyrir farsíma. </p> <p>Í kjölfar bréfs úrskurðarnefndar um upplýsingamál til Samkeppniseftirlitsins, dags. 22. október, þar sem úrskurðarnefndin beindi því til Samkeppniseftirlitsins að taka efnislega afstöðu til beiðni kæranda, barst honum svar, dags. 1. nóvember. Í svarinu kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Mál það sem hér er til umræðu á rætur að rekja til tiltekins gagns sem fannst við húsleit Samkeppniseftirlitsins þann 21. apríl 2010, sem framkvæmd var hjá Skiptum hf., Símanum hf., Mílu ehf. og Tæknivörum ehf. vegna meintra brota Símans og tengdra félaga á 11. gr. samkeppnislaga. Hið umrædda gagn sem fannst við húsleitina gaf vísbendingar um meint brot á 10. gr. samkeppnislaga. Lutu hin meintu brot m.a. að verðsamráði og markaðsskiptingu.</p> <p>Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þann 7. maí 2010 var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til húsleitar hjá Hátækni og Olíuverzlun Íslands hf. móðurfélagi Hátækni, vegna ætlaðra brota á 10. gr. samkeppnislaga, sbr. ákvæði 74. og 1. mgr. 75. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.</p> <p>Í kjölfar húsleitarinnar sneru Skipti og Tæknivörur sér til Samkeppniseftirlitsins og óskuðu með vísan til samkeppnislaga eftir því að veita liðsinni við að upplýsa málið. Á þessum grundvelli nýtti Samkeppniseftirlitið sér heimild samkeppnislaga og gerði sátt við Skiptasamstæðuna. Í sáttinni felst m.a. að viðurkennt er að Tæknivörur hafi brotið gegn 10. gr. samkeppnislaga með ólögmætu samráði við Hátækni. Var sáttin gerð þann 9. júlí sl.</p> <p>Þáttur Hátækni og eftir atvikum Olíuverzlunar Íslands er hins vegar enn til rannsóknar.</p> <p>...</p> <p>Í umræddri sátt felst, eins og að framan greinir, að viðurkennd eru tiltekin brot Tæknivara og Skiptasamstæðan fellst á að grípa til ráðstafana í því skyni að efla samkeppni. Með sáttinni telst málinu lokið gagnvart Skiptasamstæðunni og viðkomandi starfsmönnum, sbr. 17. gr. f. og 3. mgr. 42. gr. samkeppnislaga. Þá hefur verið greint opinberlega frá meginefni sáttarinnar.</p> <p>Samkeppniseftirlitið telur að Og fjarskipti eigi á grundvelli upplýsingalaga rétt á að fá í hendur afrit af sáttinni og er hún meðfylgjandi. Um er að ræða eintak þar sem trúnaðarupplýsingar hafa verið fjarlægðar, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Trúnaðarupplýsingar varða aðallega tímafresti sem tengjast skyldu Skipta til þess að selja eignarhlut í Tæknivörum.</p> <p>Önnur gögn málsins eru m.a. gögn sem aflað var í framangreindum húsleitum og gögn sem Skiptasamstæðan afhenti eftir að fyrirtækið hóf að aðstoða Samkeppniseftirlitið við að upplýsa málið. Að mati eftirlitsins verður, a.m.k. á þessu stigi málsins, að hafna því að veita Og fjarskiptum aðgang að gögnunum.</p> <p>...</p> <p>Brot á 10. gr. samkeppnislaga varðar viðurlögum og getur Samkeppniseftirlitið lagt stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem brjóta gegn banni skv. 10. gr. laganna, sbr. 37. gr. samkeppnislaga. Eins geta tiltekin brot á 10. gr. samkeppnislaga varðað fangelsisrefsingu allt að sex árum, sbr. 41. gr. a samkeppnislaga.“</p> <p>Þá er í bréfi Samkeppniseftirlitsins rakið efni 42. gr. samkeppnislaga og tekið fram að skv. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gildi lögin ekki um rannsókn sakamáls eða saksókn. Þá segir áfram í bréfinu.“</p> <p>„Eins og áður greinir er máli því sem hér er fjallað um enn ekki að fullu lokið enda þáttur Hátækni og eftir atvikum Olíuverzlunar Íslands enn til rannsóknar. Rannsókn á meintum brotum á 10. gr. samkeppnislaga getur eftir atvikum verið afar umfangsmikil og flókin enda eru einkenni á samráðsbrotum að þau eru oft framin í leynd. Í ljósi þess að málið er enn í rannsókn liggja fyrir brýnir rannsóknarhagsmunir um að trúnaður ríki um innihald þeirra gagna sem aflað hefur verið í málinu. Þá ber Samkeppniseftirlitinu í öllum málum sem varða m.a. ætlað verðsamráð að leggja mat á hvort vísa skuli þætti einstaklinga til lögreglu. Er þetta upphafsþáttur og hluti af rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Ekki liggur fyrir niðurstaða í málinu varðandi þau atriði sem fram koma í 2. mgr. 42. gr. samkeppnislaga. Þá ber að líta til þess að Hátækni og Olíuverzun Íslands hafa á þessu stigi málsins ekki fengið aðgang að gögnum þess.</p> <p>Í ljósi alls framangreinds er fallist á að afhenda yður afrit af áðurnefndri sátt þar sem trúnaðarupplýsingar hafa verið fjarlægðar í samræmi við upplýsingalög. Hins vegar er ekki unnt að fallast á beiðni um aðgang að öðrum gögnum rannsóknarinnar.“</p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál 19. október sl. Kærandi byggir kröfu um aðgang að framangreindum skjölum aðallega á 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga en hafi Samkeppniseftirlitið gögn sem hafa að geyma upplýsingar um umbjóðanda kæranda, Og fjarskipti ehf., þá er aðgangs að gögnum óskað á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Kæran var kynnt Samkeppniseftirlitinu sem tók efnislega afstöðu til gagnabeiðni kæranda með bréfi til hans, dags. 1. nóvember. Með bréfi Samkeppniseftirlitsins, dags. sama dag, var úrskurðarnefndin upplýst um afgreiðslu málsins og fylgdi því bréfi bréfið til kæranda og afrit sáttar vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á samráði Tæknivara ehf. og Hátækni ehf., dags. 9. júlí 2010. Í bréfi Samkeppniseftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Samkeppniseftirlitið hefur nú tekið ákvörðun vegna beiðni Og fjarskipta og fylgir hún meðfylgjandi. Í þeirri ákvörðun felst að Og fjarskiptum er afhent eintak af sátt sem gerð var við Tæknivörur og önnur fyrirtæki innan sömu fyrirtækjasamstæðu, dags. 9. júlí sl. Um er að ræða eintak þar sem trúnaðarupplýsingar hafa verið fjarlægðar.</p> <p>Jafnframt felst í þessari ákvörðun að hafnað er, a.m.k. á þessu stigi málsins, að veita Og fjarskiptum aðgang að öðrum gögnum. Um er aðallega að ræða gögn sem aflað var í húsleitum hjá m.a. Símanum hf., Tæknivörum og Hátækni. Einnig er um að ræða gögn sem Tæknivörur og Skipti hf. hafa afhent eftir að þau hófu að aðstoða Samkeppniseftirlitið við að upplýsa málið. Ber að athuga sérstaklega að þau fyrirtæki sem eru enn til rannsóknar, Hátækni og Olíuverzlun Íslands, hafa ekki fengið aðgang að rannsóknargögnum málsins og beiting upplýsingalaga má ekki torvelda rannsóknir á ætluðum alvarlegum brotum á samkeppnislögum. Vísar Samkeppniseftirlitið til þess rökstuðnings sem fram kemur í ákvörðuninni.</p> <p>Sú niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að veita ekki umræddan aðgang að gögnum styðst við ákvæði VIII. kafla samkeppnislaga og 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sbr. nánari rökstuðning í umræddri ákvörðun. Telur Samkeppniseftirlitið að þessi ákvæði leiði einnig til þess að ekki sé heimilt að láta úrskurðarnefndinni í té afrit af umræddum gögnum.“</p> <p>Með bréfi, dags. 9. nóvember sl., gaf úrskurðarnefndin kæranda kost á að gera frekari athugasemdir vegna kærunnar í ljósi umsagnar Samkeppniseftirlitsins. Svarbréf kæranda er dags. 18. nóvember sl. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p>„Umbj. minn getur að svo stöddu fallist á að gögn málsins, sem ekki hafa verið kynnt Hátækni ehf. eða Olíuverzlun Íslands hf. verði ekki afhent honum á meðan máli Samkeppniseftirlitsins á hendur þessum aðilum er ólokið. Hins vegar telur umbj. minn að það geti ekki átt við samninga þá sem tilgreindir eru í 2. gr. sáttar eftirlitsins við Skipti hf. og Tæknivörur ehf. enda ljóst að Hátækni ehf. sem annar samningsaðilinn hefur samningana þegar undir höndum.</p> <p>Greindir samningar eru hluti af gögnum málsins. Sátt við Skipti hf. og Tæknivörur ehf. er gerð vegna þeirra. Umbj. minn telur að hann eigi rétt á aðgangi að þeim skv. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Umbj. minn telur að í samningunum geti ekki falist upplýsingar um mikilsverða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Tæknivara ehf. eða Hátækni ehf. þannig að 5. gr. upplýsingalaga takmarki aðgang hans. Ljóst er að með sátt við Samkeppniseftirlitið hafa Tæknivörur ehf. viðurkennt að samningar hafi brotið í bága við bannákvæði 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og því geta fjárhagsupplýsingar í samningunum ekki lengur notið verndar skv. ákvæðinu. Til vara telur umbjóðandi minn að hann eigi rétt á takmörkuðum aðgangi skv. 7. gr. ef talið verður að ákvæði 5. gr. girði fyrir að hann fái aðgang að öllum upplýsingum í samningunum.“ </p> <p>Með bréfi, dags. 18. apríl, fór úrskurðarnefnd um upplýsingamál þess á leit við Samkeppniseftirlitið að henni yrðu látin í té í trúnaði afrit af tilvísuðum samningum. Með bréfi, dags. 27. apríl sl., voru samningarnir afhentir úrskurðarnefndinni.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og rakið hefur verið fór kærandi fram á aðgang að gögnum Samkeppniseftirlitsins varðandi rannsókn þess á meintu ólögmætu samráði milli Hátækni ehf. og Tæknivara ehf./Skipta hf. á heildsölumarkaði fyrir farsíma.</p> <p>Kærandi hefur með bréfi, dags. 18. nóvember, fallið frá ósk sinni um afhendingu allra gagna utan sáttar sem honum var afhent að hluta og samninga sem sú sátt byggir á og vísað er til í sáttinni. Því er ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi eigi rétt á afhendingu þeirra gagna sem hann hefur fallið frá ósk um aðgang að. Í máli þessu er aðeins til skoðunar hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að eftirfarandi gögnum:</p> <p>1. Sátt vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á samráði Tæknivara ehf. og Hátækni ehf., dags. 9. júlí 2010.<br /> 2. Samningur Tæknivara ehf. við Hátækni ehf., dags. 16. ágúst 2004.<br /> 3. Samningur Tæknivara ehf. við Hátækni ehf., dags. 1. febrúar 2007.<br /> 4. Samningur Tæknivara ehf. við Hátækni ehf., gerður 25. og 26. mars 2008.<br /> 5. Samningur Tæknivara ehf. við Hátækni ehf., dags. 17. nóvember 2008.<br /> 6. Samningur Tæknivara ehf. við Hátækni ehf., gerður í desember 2009. </p> <p>Eins og fram er komið fékk úrskurðarnefndin ofangreinda samninga afhenta með bréfi, dags. 27. apríl sl. Við meðferð málsins hafði nefndin því undir höndum öll þau gögn er kæran lýtur að.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja; skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Kærandi byggir kröfu um aðgang að framangreindum skjölum aðallega á 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga en hafi Samkeppniseftirlitið gögn sem hafa að geyma upplýsingar um umbjóðanda kæranda, Og fjarskipti ehf., þá er aðgangs að gögnum óskað á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> Umbjóðanda kæranda, Og fjarskipta ehf., er ekki getið í sátt sem afhent hefur verið úrskurðarnefndinni vegna málsins. Það er afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að sáttin geymi ekki upplýsingar um umbjóðanda kæranda sjálfs í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Um rétt hans til aðgangs að þeim fer því ekki eftir 9. gr. laganna heldur eftir 3. gr. þeirra, um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Áður nefndir samningar sem vísað er til í sátt vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á samráði Tæknivara ehf. og Hátækni ehf., dags. 9. júlí 2010, var aflað annars vegar við húsleitir Samkeppniseftirlitsins hjá Símanum hf., Tæknivörum ehf. og Hátækni ehf. og hins vegar voru þau afhent Samkeppniseftirlitinu þegar málsaðilar hófu að aðstoða Samkeppniseftirlitið við að rannsaka ætlað ólögmætt samráð milli Tæknivara ehf. og Hátækni ehf.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umrædda samninga og er umbjóðanda kæranda, Og fjarskipta ehf., getið í einum þeirra, samningi Tæknivara ehf. við Hátækni ehf., dags. 1. febrúar 2007. Það er afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að sá samningur geymi samt sem áður ekki upplýsingar um umbjóðanda kæranda sjálfs í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Um rétt hans til aðgangs að þeim fer því ekki eftir 9. gr. laganna.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Til stuðnings þeirri ákvörðun að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum sem hann hefur farið fram á hefur Samkeppniseftirlitið m.a. vísað til ákvæðis 34. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Draga má þá ályktun að Samkeppniseftirlitið líti svo á að tilvitnað ákvæði sé sérákvæði um þagnarskyldu sem gangi framar ákvæðum upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum.<br />  <br /> Umrætt ákvæði 34. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 er svohljóðandi: „Þeim sem starfa af hálfu stjórnvalda að framkvæmd laga þessara er óheimilt að skýra frá þeim atriðum sem þeir verða áskynja um í starfi sínu og leynt eiga að fara. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði hefur hins vegar verið litið svo á að sérstök þagnarskylduákvæði geti ein og sér komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Í tilvitnuðu ákvæði 34. gr. samkeppnislega eru ekki tilgreindar sérstaklega þær upplýsingar sem leynt eiga að fara. Verður því ekki litið á umrætt ákvæði sem sérákvæði laga um þagnarskyldu í framangreindum skilningi.</p> <p>Samkeppniseftirlitið hefur einnig byggt afstöðu sína á því að umbeðin gögn tilheyri máli sem enn sé til rannsóknar af hálfu stofnunarinnar. Í ákvæði 42. gr. a, sbr. 5. gr. laga nr. 44/2005 og 234. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, er að finna heimild Samkeppniseftirlitsins til þess að takmarka aðgang málsaðila að gögnum er tengjast rannsókn á meintum refsiverðum brotum á samkeppnislögum. Í þessu ákvæði er ekki mælt fyrir um takmarkanir á upplýsingarétti almennings. Að þessu gættu verður að byggja á því að um rétt almennings til gagna máls þessa fari samkvæmt upplýsingalögum nr. 50/1996, enda hefur ekki komið fram að málið teljist sakamál í skilningi 1. mgr. 2. gr. þeirra laga. Takmarkanir á upplýsingarétti almennings lúta því einnig ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p><strong>4.<br /> </strong>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“ Einnig er rétt að benda á að samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum er geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga, ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Undir þessa undantekningu geta m.a. fallið upplýsingar er fram koma í gögnum mála sem til rannsóknar eru af hálfu stjórnvalda, enda liggi fyrir að afhending þeirra myndi leiða til þess að rannsókn næði ekki tilætluðum árangri, að fullnægðum öðrum skilyrðum 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá er í 7. gr. laganna kveðið á um að eigi ákvæði 4.-6. gr. laganna aðeins við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni þess. </p> <p><strong>5.<br /> </strong>Eins og fram hefur komið hefur Samkeppniseftirlitið afhent kæranda sátt vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á samráði Tæknivara ehf. og Hátækni ehf., dags. 9. júlí 2010, þar sem tilteknar upplýsingar hafa verið fjarlægðar með vísan til 7. gr. upplýsingalaga. Er um að ræða tímafresti sem tengjast skyldu Skipta hf. til þess að selja eignarhluti í Tæknivörum ehf.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þá sátt sem um ræðir og telur að Samkeppniseftirlitinu sé ekki skylt að afhenda kæranda afrit sáttarinnar umfram það sem Samkeppniseftirlitið hefur þegar afhent þar sem um er að ræða upplýsingar sem varðað geta mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni umræddra fyrirtækja í skilningi 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál einnig yfirfarið þá samninga sem getið er í umræddri sátt og Samkeppniseftirlitið hefur afhent úrskurðarnefndinni. Um er að ræða fimm samninga sem lýsa skilmálum í viðskiptum Tæknivara ehf. og Hátækni ehf. við kaup á farsímum sem Samkeppniseftirlitið aflaði vegna rannsóknar á samráði þessara fyrirtækja sem lauk með sátt, dags. 9. júlí 2010. Þær upplýsingar sem fram koma í þeim eru þess eðlis að sanngjarnt er og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.  Þessar upplýsingar koma svo víða fram að ekki þykir ástæða til að veita aðgang að gögnunum að hluta með vísan til 7. gr. upplýsingalaga eins og kærandi hefur vísað til.</p> <p>Með vísan til alls framangreinds er það afstaða úrskurðarnefndarinnar að þeir samningar sem um ræðir feli í sér upplýsingar er falla undir síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga. Ber því að fallast á synjun Samkeppniseftirlitsins á afhendingu umræddra samninga. Það breytir ekki þessari niðurstöðu að Skipti hf. og dótturfélög þess hafi gert sátt við Samkeppniseftirlitið þar sem á því er byggt að umræddir samningar hafi verið ólögmætir. Samkvæmt upplýsingalögum ber að leggja á það mat hvort þær upplýsingar, til að mynda um viðskipti eða annan rekstur, sem umrædd gögn hafa að geyma væru til þess fallnar að valda þeim lögaðilum sem þær varða tjóni yrðu þær gerðar opinberar óháð því hvort þeir gerningar sem um ræðir eru gildir eða ekki.<br />     <br /> Að fenginni ofangreindri niðurstöðu þykir ekki ástæða til að fjalla um aðrar málsástæður sem hafðar hafa verið uppi vegna málsins.</p> <h3> <br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Samkeppniseftirlitsins á að veita kæranda, [...] hrl. f.h. Og fjarskipta ehf., afrit sáttar vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á samráði Tæknivara ehf. og Hátækni ehf., dags. 9. júlí 2010, umfram þann aðgang sem þegar hefur verið veittur. Þá er og staðfest synjun Samkeppniseftirlitsins á því að afhenda kæranda afrit af samningi Tæknivara ehf. við Hátækni ehf., dags. 16. ágúst 2004, afrit af samningi Tæknivara ehf. við Hátækni ehf., dags. 1. febrúar 2007, afrit af samningi Tæknivara ehf. við Hátækni ehf., gerður 25. og 26. mars 2008, afrit af samningi Tæknivara ehf. við Hátækni ehf., dags. 17. nóvember 2008 og afrit af samningi Tæknivara ehf. við Hátækni ehf., gerður í desember 2009. </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                           Friðgeir Björnsson</p> |
A-361/2011. Úrskurður frá 22. febrúar 2011 | Kærð var sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja um aðgang að gögnum um beiðni Magma Energy Sweden AB um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál, fjölda veittra undanþága frá því reglurnar tóku gildi og afrit af ákvörðunum þar sem fallist var á beiðni um undanþágu. Þagnarskylda. Aðgangur veittur að hluta. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 22. febrúar 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-361/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 30. nóvember 2010, kærði [X] hdl. f.h. [Y] hdl. vegna [A] ehf. þá ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 1. nóvember að:</p> <p> </p> <p>„1) synja afhendingu ljósrita allra skjala og gagna, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 (hér eftir upplýsingalög), í eftirfarandi máli:</p> <p> </p> <p>Beiðni Magma Energy Sweden AB, kaupanda hlutabréfa Geysis Green Energy í HS Orku, um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál til að kaupa íslenskar krónur á aflandsmarkaði og flytja til Íslands í því skyni að greiða fyrir umrædd kaup.</p> <p> </p> <p>2) synja um afhendingu upplýsinga um fjölda undanþága frá reglum um gjaldeyrismál frá því að reglurnar tóku gildi árið 2008 og ljósrita af niðurstöðum þeirra beiðna sem fallist var á, sbr. heimild 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um rýmri aðgang en lögbundinn er samkvæmt upplýsingalögum.“</p> <p> </p> <p>Í synjun Seðlabanka Íslands, dags. 1. nóvember, kemur fram að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál er Seðlabanka Íslands heimilt að veita undanþágur frá banni á fjármagnshreyfingum meðal annars samkvæmt bráðabirgðaákvæði I, liggi fyrir umsögn þar að lútandi. Í 15. gr. laga nr. 87/1992 er kveðið á um að þeir sem annist framkvæmd þeirra laga séu bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þá er tekið fram að viðskiptamenn í skilningu ákvæðisins séu bæði einstaklingar og lögaðilar sem leggja fram beiðni um gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar, sbr. 10. gr. laganna. Með gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þar sem fram kemur að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sé Seðlabanka Íslands óheimilt að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar og beiðni hans um upplýsingar um lið eitt með vísan til þess synjað.</p> <p> </p> <p>Hvað lið tvö varðar vísar Seðlabanki Íslands til þess í synjun sinni, dags. 1. nóvember, að í upphaflegri beiðni kæranda, dags. 27. ágúst, sé sérstaklega tekið fram að beiðnin sé ekki byggð á upplýsingalögum heldur þeirri almennu reglu að stjórnsýslan skuli vera gagnsæ og opin og jafnræðis skuli gætt við ákvarðanatöku um atriði er varða réttindi og/eða skyldur almennings. Engu að síður sé í beiðninni vísað til 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um heimild til að veita aukinn aðgang að gögnum. Af þessu tilefni áréttar Seðlabaki Íslands að bankinn sé bundinn af 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, um þagnarskyldu. Samkvæmt ákvæðinu sé bankanum óheimilt að veita framangreindar upplýsingar. Þá er tekið fram að heimild stjórnvalds til að veita rýmri aðgang að gögnum máls samkvæmt 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga sé háð því að ákvæði laga um þagnarskyldu standi því ekki í vegi. Þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 gangi því framar heimildarákvæði 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga og er beiðninni synjað með vísan til þessa.   </p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og áður var rakið barst kæra máls þessa með bréfi, dags. 30. nóvember 2010. Í kærunni kemur fram að fyrir liggi að kaupverð á hlut Geysis Green Energy í HS Orku sé um 16 milljarðar króna og að greitt hafi verið fyrir hlutinn með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa, sbr. frétt um málið á fréttavefnum mbl.is frá 17. maí 2010. Af hálfu kæranda er á því byggt að 15. gr. laga nr. 87/1992 komi ekki í veg fyrir að Seðlabanka Íslands sé skylt og/eða heimilt að afhenda þau gögn sem um ræðir. Þá kemur eftirfarandi m.a. fram í kærunni:</p> <p> </p> <p>„Málatilbúnað Seðlabankans verður að skilja á þann veg að tilvitnað þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 gangi framar meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.</p> <p> </p> <p>Ekki er af hálfu bankans vísað til þess að takmarkanir á aðgangsrétti samkvæmt 4. - 6. gr. upplýsingalaga eigi við. Má vera ljóst af því að bankinn telur að ekki þurfi að meta hvort þau ákvæði eigi við eða að öðru leyti hvort upplýsingarnar/gögnin eru þess efnis að eðlilegt sé að um þau sé leynd.</p> <p> </p> <p>Þessum skilningi og málatilbúnaði Seðlabanka Íslands er alfarið hafnað. Þó umrætt þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 sé talið sérákvæði laga um þagnarskyldu er ekki að sjá að þeir hagsmunir og/eða gögn sem óskað er eftir séu þess efnis að trúnaður skuli ríkja um það, hvorki samkvæmt lögum eða eðli máls.</p> <p> </p> <p>...</p> <p> </p> <p>Ákvæði 15. gr. snýr þannig ekki að því að vernda upplýsingar um einstakar undanþágur, eins og þá sem mál þetta snýst um, enda varðar slík undanþágubeiðni tæplega mikilvæg atriði í rekstri umrædds félags, hvorki fjárhagslega eða viðskiptalega. Hér verður að hafa í huga að viðskiptin sem slík eru opinber sem og upplýsingar sem þau varða, svo sem kaupverð.</p> <p> </p> <p>Það er því ekki að sjá að þær upplýsingar og gögn sem mál þetta snýr að sé þesslegt að ástæða sé til að það njóti sérstakrar verndar gegn upplýsingarétti almennings. Hér er ekki á nokkurn hátt verið að vernda rekstrar- og/eða fjárhagslega hagsmuni viðskiptamanna bankans í skilningi 15. gr., enda standa hvorki önnur lagaákvæði til þess að þessi atriði skuli fara leynt né byggir það á eðli máls.</p> <p> </p> <p>Þá má einnig benda á að þegar 15. gr. laga nr. 87/1992 var lögfest var ekki um það að ræða að sækja þyrfti um slíka undanþágu sem hér um ræðir. Því má þar af leiðandi halda fram að þagnarskylduregla 15. gr. eigi ekki við í þessu tilviki.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Loks ber að vekja athygli á því að upplýsingarnar sem um ræðir eiga við um framkvæmd Seðlabanka Íslands á reglum varðandi gjaldeyrishöft. Um er að ræða verulega íþyngjandi reglur og munur á beitingu þeirra milli aðila til þess fallinn að vera mjög íþyngjandi og skaðlegur aðilum á samkeppnismarkaði. Því er sérstaklega brýnt að slík leynd hvíli ekki yfir málsmeðferðinni að þeim sem lúta reglunum sé gert ókleift að átta sig á því hvaða forsendur valda því að undanþágur séu veittar.</p> <p> </p> <p>Verður hér eins og ávallt við meðferð stjórnsýsluvalds að hafa í huga eina helstu meginreglu stjórnsýsluréttarins, þ.e. jafnræðisregluna. Sú regla verður ekki virt nema stjórnsýsla og öll framkvæmd hennar sé opin og gegnsæ og öllum sem þess óska sé gefið færi á að kynna sér framkvæmd sambærilegra mála en leynd eins og sú sem Seðlabankinn ber fyrir sig er einmitt til þess fallin að vekja upp efasemdir um að jafnræðis sé gætt.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 2. desember 2010, var Seðlabanka Íslands send kæran og veittur frestur til að gera athugasemdir við hana til 10. desember. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að sér yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir Seðlabanka Íslands ásamt gögnum málsins bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 15. desember. Eftirfarandi kemur m.a. fram í bréfinu:</p> <p> </p> <p>„Með þeim breytingum sem gerðar voru á lögum nr. 87/1992 í árslok 2008, sbr. lög nr. 134/2008, var bankanum fengin heimild til að takmarka og stöðva tiltekna flokka fjármagnshreyfinga til og frá landinu og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast með útgáfu reglna, sbr. bráðabirgðaákvæði I. Eins og kemur fram í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 134/2008 beindist umrædd breyting einkum að því að veita heimild til framangreindra takmarkana í lengri tíma en ákvæði 3. gr. laganna mælti fyrir um. Ber bankanum því eins og áður að bregðast við með þessum hætti meti hann það svo að þessir flokkar fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipta valdi alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Seðlabankinn hefur sett reglur um gjaldeyrismál á grundvelli framangreinds bráðabirgðaákvæðis, nú síðast nr. 370/2010. Samkvæmt þeim eru fjármagnshreyfingar til og frá landinu á milli innlendra og erlendra aðila sem og slík gjaldeyrisviðskipti óheimil nema með tilteknum þröngum undanþágum. Viðskiptamaður sem hyggur á fjármagnshreyfingu eða gjaldþrotaviðskipti og telur sig uppfylla undanþágu umræddra reglna leggur fram gögn því til staðfestingar.</p> <p> </p> <p>Sem fyrr hefur Seðlabankinn heimild til að veita undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál samkvæmt umsókn þar að lútandi, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992. Viðskiptamaður sem óskar eftir undanþágu frá reglum Seðlabankans leggur fram gögn með beiðni auk þess sem Seðlabankinn beinir þeim tilmælum til hans að hann leggi fram þau gögn og upplýsingar sem nauðsynlegt er til töku umræddrar ákvörðunar reynist slíkt nauðsynlegt. Það skal tekið fram að almennt er um að ræða gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila.</p> <p> </p> <p>Fyrir liggur að beiðni [A] ehf. beinist að aðgangi að gögnum í máli sem varðar ákvörðun sem tekin er á grundvelli 1. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992. Þá liggur fyrir að Seðlabankinn synjaði beiðninni með vísan til 15. gr. laga nr. 87/1992. Eins og áður er rakið er tekið fram í því ákvæði að þeir sem annast framkvæmd laganna séu bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Ljóst er að Seðlabankinn annast framkvæmd laganna. Þá er ljóst að viðskiptamenn í skilningi þess ákvæðis eru bæði einstaklingar og lögaðilar sem leggja fram beiðni um gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingu og einstaklingar eða lögaðilar sem eru lokamóttakendur yfirfærslunnar, sbr. 10. gr. laganna. Samkvæmt því eru það viðskiptamenn í skilningi laganna sem geta sótt um undanþágu til Seðlabankans á grundvelli 1. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992. Fyrir liggur að upplýsingar í tengslum við slíkar beiðnir, hvort sem þær eru lagðar fram að frumkvæði viðskiptamanns eða að beiðni Seðlabankans, geta almennt varðað fjárhag, rekstur, samkeppnisstöðu og viðskiptahagsmuni þessara viðskiptamanna.</p> <p> </p> <p>Ákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 er sérstakt þagnarskylduákvæði þar sem þær upplýsingar sem trúnaður skal ríkja um eru tilgreindar sérstaklega, þ.e. trúnaður skal ríkja um „hagi einstakra viðskiptamanna“. Af þessu leiðir að þagnarskylda hvílir á öllum þeim sem sjá um framkvæmd laganna, hvort sem um er að ræða Seðlabanka Íslands eða fjármálafyrirtæki. Þá er ljóst að ákvarðanir um gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingu til og frá landinu varða „hagi einstakra viðskiptamanna“, m.a. fjárhag, rekstur, samkeppnisstöðu og viðskiptahagsmuni þeirra.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið og gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er Seðlabankanum óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem varða beiðni um gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á milli landa í skilningi laga nr. 87/1992 og reglna settum á grundvelli þeirra hvort sem um er að ræða flutning eða móttöku yfirfærslunnar. Með vísan til þess er rétt að taka fram að ekki hefur verið tekin afstaða til aðgangs að umræddum gögnum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 28. desember 2010, voru kæranda kynntar athugasemdir Seðlabankans og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum við kæru sína til 4. janúar 2011. Frekari athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 5. janúar og kemur fram að helstu rök og sjónarmið kæranda séu í kæru en í bréfinu segir m.a:</p> <p> </p> <p>„Ekki er gerður ágreiningur um að Seðlabankanum sé heimilt að veita undanþágur frá þeim takmörkunum sem nú eru í gildi vegna fjarmagnshreyfinga til og frá landinu. Ekki þykir heldur ástæða til að draga í efa að þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 gildir um bankann.</p> <p> </p> <p>Kærandi telur hins vegar nefnt þagnarskylduákvæði ekki koma í veg fyrir að umbeðnar upplýsingar verði veittar og gögn afhent, eins og ítarlega er gerð grein fyrir í kærunni.</p> <p> </p> <p>...</p> <p> </p> <p>Þá skal áréttað að gera má ráð fyrir að þagnarskylda samkvæmt nefndri 15. gr. afmarkist við samskonar atriði og takmörkuð eru með 5. gr. upplýsingalaga, þ.e. mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni eða önnur sambærileg atriði sem eðlilegt er að leynt skuli fara.</p> <p> </p> <p>Þagnarskyldurákvæði, sem takmarkar meginreglu upplýsingalaga um viðtækan upplýsingarétt, kveður því ekki á um þagnarskyldur varðandi öll viðskipti einstakra viðskiptamanna við bankann heldur verður að meta hverju sinni hvort rétt sé að hagsmunir séu verndaðir, sbr. umfjöllun í kæru.</p> <p> </p> <p>Því er alfarið hafnað, eins og Seðlabankinn virðist halda fram, að beiðni um undanþágu í því máli sem  hér er til umfjöllunar geti talist slík atriði sem falla undir þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 enda ekkert fyrirliggjandi um að um sé að ræða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni.</p> <p> </p> <p>Hér verður að hafa í huga hvaða gögn og upplýsingar það eru sem óskað er eftir að verði upplýst um og afhent. Það eru undanþágur frá mjög ströngum reglum sem gilda um gjaldeyrishöft og koma í veg fyrir annars frjálsan flutning gjaldeyris til og frá landinu. Þetta eru reglur sem voru settar sérstaklega í því skyni að leitast við að tryggja stöðuleika í gengis og peningamálum.</p> <p> </p> <p>Er því augljóst að vanda þarf til verka við veitingu undanþága frá slíkum reglum og mjög mikilvægt er meginreglna stjórnsýsluréttarins við það sem og afgreiðslu undanþágubeiðna.</p> <p> </p> <p>Þá er ljóst að hagsmunir þess sem sækir um undanþágur eru verulegir af því hvernig beiðni hans er afgreidd og honum mjög mikilvægt að gera fullvissað sig um að fyllsta jafnræðis sé gætt og málsmeðferð öll sé vönduð og í samræmi við stjórnsýslureglur. Enda er bankinn að beita stjórnsýsluvaldi þegar undanþágubeiðnir eru afgreiddar og ákvörðun um afgreiðslu þeirra telst stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga.</p> <p> </p> <p>Ástæða þykir til að benda sérstaklega á eina helstu reglu stjórnsýsluréttarins, jafnræðisregluna, en í henni felst að sambærileg mál skuli afgreidd með sama hætti.</p> <p> </p> <p>Seðlabankinn verður að sjálfsögðu að virða meginreglur stjórnsýsluréttarins þegar hann afgreiðir beiðnir um undanþágur frá reglum um gjaldeyrishöft og skiptir jafnræðisreglan þar höfuðmáli. Má öllum vera það ljóst að það er umsækjenda um undanþágu mjög mikilvægt að geta gengið úr skugga um að afgreiðsla á hans beiðni sé í samræmi við stjórnsýslureglur og þá ekki síst að fyllsta jafnræðis sé gætt, við fyrri afgreiðslur bankans á undanþágubeiðnum. Til að það sé hægt verður að liggja fyrir hvaða undanþágur hafa verið veittar og á hvaða forsendum.</p> <p> </p> <p>Upplýsingalögum er einmitt ætlað það hlutverk að auðvelda almenningi að sannreyna það hvort jafnræðis hafi verið gætt og málefnaleg sjónarmið hafi verið í heiðri við töku stjórnsýsluákvarðana. Leynd sem hvílir yfir afgreiðslu slíkra beiðna er einungis til þess fallin að vekja tortryggni og grunsemdir um misræmi og ójafnræði við slíka afgreiðslu.</p> <p> </p> <p>Rétt þykir að benda á að Seðlabankinn hefur ekki séð ástæðu til að birta neinar upplýsingar um ákvarðanir sínar um undanþágur sem er vægast sagt sérkennilegt í ljósi þess hversu mikilvægar þær ákvarðanir eru fyrir alla þá sem þurfa að sækja um slíkar undanþágur og að hér er um að ræða verulegar hömlur á viðskiptum sem áður voru frjáls.“</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og rakið hefur verið fór kærandi fram á afhendingu ganga í tengslum við undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál. Beiðnin er að mati úrskurðarnefndarinnar þríþætt og felur í sér ósk um aðgang að:</p> <p>1) Ljósritum allra skjala og gagna er lúta að beiðni Magma Energy Sweden AB, kaupanda hlutabréfa Geysis Green Energy í HS Orku, um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál til að kaupa íslenskar krónur á aflandsmarkaði og flytja til Íslands í því skyni að greiða fyrir umrædd kaup.</p> <p>2) Upplýsingum um fjölda undanþága frá reglum um gjaldeyrismál frá því að reglurnar tóku gildi árið 2008.</p> <p>3) Ljósritum af niðurstöðum beiðna um undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál sem Seðlabanki Íslands hefur fallist á frá því að reglurnar tóku gildi 2008.</p> <p><strong> </strong></p> <p>Þau gögn sem Seðlabanki Íslands hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál eru eftirfarandi:</p> <p> </p> <p><span>1.     </span> <span>Beiðni frá [B], dags. 3. desember 2009, f.h. Magma Energy Sweden AB, um undanþágu frá reglum nr. 880/2009 um gjaldeyrismál.</span></p> <p><span>2.     </span> <span>Bréf frá [B], dags. 14. janúar 2010, um upplýsingar um afdrif máls.</span></p> <p><span>3.     </span> <span>Ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 8. júlí 2010.</span></p> <p><span>4.     </span> <span>Samningur, dags. 24. nóvember 2009, um gjaldeyrisviðskipti Magma Energy Corp. hjá The Bank of New York Mellon.</span></p> <p><span>5.     </span> <span>Kaupsamningur milli Magma Energy Sweden AB og Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup hins sænska félags á hlut Orkuveitunnar í HS Orku hf., dags. 31. ágúst 2009.</span></p> <p><span>6.     </span> <span>Kaupsamningur á milli Magma Energy Sweden AB og Hafnarfjarðarkaupstaðar, um kaup hins sænska félags á hlut Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS Orku hf., dags. 31. ágúst 2009.</span></p> <p><span>7.     </span> <span>Kaupsamningur á milli Magma Energy Sweden AB og Sandgerðisbæjar, um kaup hins sænska félags á hlut Sandgerðisbæjar í HS Orku hf., dags. 31. ágúst 2009.</span></p> <p><span>8.     </span> <span>Samningur milli Magma Energy Sweden AB og Orkuveitu Reykjavíkur um útgáfu skuldabréfs í bandaríkjadollurum sem hluta af greiðslu kaupverðs, dags. í ágúst 2009.</span></p> <p><span>9.     </span> <span>Samningur milli Magma Energy Sweden AB og Hafnarfjarðarkaupstaðar um útgáfu skuldabréfs í bandaríkjadollurum sem hluta af greiðslu kaupverðs, dags. í ágúst 2009.</span></p> <p><span>10. </span> <span>Samningur milli Magma Energy Sweden AB og Sandgerðisbæjar um útgáfu skuldabréfs í bandaríkjadollurum sem hluta af greiðslu kaupverðs, dags. í ágúst 2009.</span></p> <p><span>11. </span> <span>Árskýrsla Seðlabanka Íslands 2009, bls. 25 og forsíða.</span></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Til stuðnings þeirri ákvörðun að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum sem hann hefur farið fram á hefur Seðlabanki Íslands vísað til ákvæðis 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Í skýringum Seðlabankans kemur fram að þar á bæ sé litið svo á að tilvitnað ákvæði sé sérákvæði um þagnarskyldu sem gangi framar ákvæðum upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum.</p> <p> </p> <p>Umrætt ákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 er svohljóðandi: „Þeir sem annast framkvæmd þessara laga eru bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði hefur hins vegar verið litið svo á að sérstök þagnarskylduákvæði geti ein og sér komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 15. gr. nr. 87/1992 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu. Að því leyti sem í ákvæðinu eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður því að skýra það í samræmi við ákvæði upplýsingalaga þ.á m. 5. gr. þar sem fjallað er um takmarkanir á upplýsingarétti almennings með vísan til einkahagsmuna.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt efni sínu tekur ákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 um þagnarskyldu til þeirra aðila sem annast framkvæmd laganna, þ.á m. Seðlabanka Íslands. Þegar starfsmenn Seðlabanka Íslands tóku við beiðnum um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál og gögnum sem lutu að þeim beiðnum féll því á þá þagnarskylda að svo miklu leyti sem gögnin hafa að geyma efni sem fellur undir framangreint þagnarskylduákvæði.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Eins og að framan greinir felur beiðni kæranda um aðgang að gögnum m.a. í sér ósk um afhendingu upplýsinga um fjölda undanþága frá reglum um gjaldeyrismál frá því að reglurnar tóku gildi árið 2008. Fyrir liggur að slíkt yfirlit kemur fram á bls. 25 í ársskýrslu Seðlabankans 2009. Ársskýrsla Seðlabankans 2009 var birt opinberlega. Ekkert stendur því í vegi að bankinn afhendi kæranda yfirlit úr skýrslunni. Bankinn hefur sjálfur afmarkað það svo að umrætt yfirlit á bls. 25 í skýrslunni falli undir beiðni kæranda. Með vísan til 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga ber honum því að afhenda hana kæranda svo fljótt sem unnt er.</p> <p> </p> <p>Skylda stjórnvalda samkvæmt upplýsingalögum til afhendingar gagna er afmörkuð með þeim hætti í 1. mgr. 3. gr. laganna að skylt sé að afhenda, þeim er þess óskar, fyrirliggjandi gögn sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Af gögnum málsins verður ráðið að önnur yfirlit með sambærilegum upplýsingum um fjölda afgreiddra beiðna um undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál liggi ekki fyrir í fórum bankans.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Beiðni kæranda lýtur einnig að öllum skjölum og gögnum er varða beiðni Magma Energy Sweden AB, kaupanda hlutabréfa Geysis Green Energy í HS Orku, um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál til að kaupa íslenskar krónur á aflandsmarkaði og flytja til Íslands í því skyni að greiða fyrir umrædd kaup.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þau gögn sem Seðlabankinn hefur afhent úrskurðarnefndinni, með hliðsjón af 15. gr. laga nr. 87/1992, sbr. til hliðsjónar 5. gr. upplýsingalaga. Öll umrædd gögn tilheyra ofangreindu máli, að undanskilinni áðurnefndri bls. 25 úr ársskýrslu Seðlabankans 2009. Það er jafnframt afstaða úrskurðarnefndarinnar að öll umrædd gögn falli undir tilvitnað ákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 enda lúta þau beinlínis að meðferð og afgreiðslu tiltekinnar beiðni um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál og fela samkvæmt efni sínu í sér upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans. Því verður að fallast á þá ákvörðun Seðlabankans frá 1. nóvember 2010 að synja kæranda um aðgang að þeim.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Beiðni kæranda um aðgang að gögnum fól í þriðja lagi í sér ósk um afrit af öllum ákvörðunum Seðlabanki Íslands þar sem fallist er á undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál frá því reglurnar tóku gildi 2008.</p> <p> </p> <p>Eins og leiðir af því sem rakið hefur verið hér að framan hefur Seðlabankinn ekki afhent úrskurðarnefndinni ljósrit af umræddum ákvörðunum sínum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur, þrátt fyrir það, með vísan til þess að beiðni kæranda að þessu leyti lýtur einvörðungu að því að fá afhentar niðurstöður þeirra mála sem um ræðir og bankinn hefur lokið með því að fallast á að veita undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál, og með hliðsjón af efni umræddrar 15. gr. laga nr. 87/1992, þá megi almennt leggja til grundvallar að umræddar upplýsingar lúti að hluta  þagnarskyldureglu þeirri sem fram kemur í ákvæðinu. Þá ber hér einnig að líta til þess að skv. upplýsingalögum verður sú skylda ekki lögð á stjórnvöld að afhenda gögn úr ótilgreindum málum, sbr. 1. mr. 3 gr. og 10. gr. upplýsingalaga, óháð því hvort stjórnvöldum kann að vera það heimilt umfram skyldu, sbr. 3. mgr. 3. gr.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Seðlabanka Íslands ber að afhenda kæranda, [X] hdl., afrit af bls. 25 og forsíðu Árskýrslu Seðlabanka Íslands frá árinu 2009. Ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 1. nóvember 2010 um synjun á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er staðfest að öðru leyti.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir<span>                                                                                          </span> Friðgeir Björnsson</p> |
A-358/2011. Úrskurður frá 22. febrúar 2011 | Kærð var sú ákvörðun iðnaðarráðuneytisins að synja um afhendingu bréfs forstjóra Magma Energy til iðnaðarráðherra í heild sinni. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 22. febrúar 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-358/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 10. september 2011, kærði [...] fréttamaður, synjun iðnaðarráðuneytisins á að afhenda honum í heild sinni bréf, dags. 18. ágúst 2010, frá Ross Beaty, forstjóra Magma Energy til iðnaðarráðherra, en til vara að fá þann hluta bréfsins þar sem Beaty lýsi því í hvað hann vilji nýta orkuna sem HS Orka hf. framleiðir. </p> <p> </p> <p>Í kæru er málsatvikum lýst þannig að í Fréttablaðinu 26. ágúst 2010 hafi birst frétt um að Beaty, forstjóri Magma Energy, hefði í bréfi til iðnaðarráðherra, dags. 18. ágúst, gefið í skyn að hann hefði lítinn áhuga á að HS Orka hf. seldi orku til álvers Norðuráls í Helguvík. Sama dag og fréttin birtist hafi kærandi óskað eftir afriti af umræddu bréfi.</p> <p> </p> <p>Iðnaðarráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi sem einnig er dagsett 26. ágúst 2010. Segir þar að í erindi Magma Energy til iðnaðarráðherra sem kærandi hafi óskað aðgangs að komi fram ákveðnar upplýsingar varðandi viðskipta- og samkeppnislegan rekstur fyrirtækisins, áherslur og viðskiptahagsmuni. Að mati ráðuneytisins falli þær upplýsingar undir 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og verði því ekki afhentar. Jafnframt komi fram í bréfinu ákveðnar upplýsingar sem lýsi persónulegum skoðunum og falli að mati ráðuneytisins undir einkamálefni einstaklinga í skilningi fyrri málsliðar 5. gr. upplýsingalaga. Ráðuneytið hafi leitað álits þess aðila sem í hlut á um afstöðu hans til þess að umbeðnar upplýsingar verði veittar og hafi hann hafnað því. Með vísan til þessa sé heimild ráðuneytisins til afhendingar á afriti af umræddu bréfi takmörkuð af 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 7. gr. sömu laga féllst ráðuneytið hins vegar á að afhenda aðra hluta bréfsins.</p> <p> </p> <p>Í kæru sinni bendir kærandi á að hann telji það ekki fá staðist að ráðuneytið hafni því að veita aðgang að upplýsingum sem lýsi persónulegum skoðunum. Í þeim hluta bréfsins er hann hafi fengið afhentar sé nokkuð um að lýst sé persónulegum skoðunum Ross Beaty. Það að ráðuneytið handvelji hvaða persónulegu skoðanir séu einkamálefni einstaklinga og hverjar ekki teljist ærið vafasamt. Jafnframt vísar kærandi til þess að meint orð Ross Beaty í umræddu bréfi lúti að því til hvers orkan frá HS Orku verði nýtt. Það skipti töluverðu máli fyrir umhverfið hvort orkan sé nýtt í álver í Helguvík eða eitthvað annað. Í því ljósi byggi kærandi beiðni sína einnig á ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæra máls þessa barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál 13. september 2010. Kæran var send iðnaðarráðuneytinu með bréfi, dags. 14. sama mánaðar. Var ráðuneytinu veittur frestur til 23. september til að gera athugasemdir og afhenda úrskurðarnefndinni þau gögn sem kæran lyti að. Með bréfi nefndarinnar, dags. 22. september, var umræddur frestur framlengdur til 28. sama mánaðar. Svar iðnaðarráðuneytisins, ásamt gögnum málsins, barst úrskurðarnefndinni 27. september 2010. Í umræddu bréfi ráðuneytisins er ítrekað vísað með beinum hætti og með endursögn í þær upplýsingar sem ráðuneytið hafði synjað kæranda um aðgang að. Kæranda var því ekki afhent umrætt bréf ráðuneytisins til athugasemda. Hafði nefndin þar einnig í huga að í bréfi ráðuneytisins komu ekki fram nýjar upplýsingar eða nýjar röksemdir af hálfu ráðuneytisins umfram það sem þegar hafði fram komið í synjun þess, dags. 26. ágúst 2010, á upphaflegri beiðni kæranda.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins um málsatvik og sjónarmið aðila en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Eins og fram er komið fer kærandi fram á aðgang að bréfi Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, dags. 18. ágúst 2010, til iðnaðarráðherra í heild sinni. Ráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að hluta af umræddu bréfi, sbr. bréf þess til kæranda, dags. 26. ágúst 2010 með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Kærandi hefur í kæru sinni jafnframt vísað til laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál, ber stjórnvöldum þeim sem falla undir 2. gr. laganna að veita almenningi, sé þess óskað, aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál, með þeim takmörkunum sem greinir í 6. gr. laganna. Í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna  kemur fram að lögin gildi um „öll stjórnvöld sem falla undir gildissvið upplýsingalaga“. Iðnaðarráðuneytið telst til stjórnvalda sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 1. gr. þeirra laga. Ráðuneytið fellur þar með einnig undir gildissvið laga nr. 23/2006. Í 3. gr. laganna er nánar skilgreint hvaða upplýsingar teljist „upplýsingar um umhverfismál“. Þær upplýsingar sem iðnaðarráðuneytið hefur synjað kæranda um aðgang að lúta annars vegar að tiltekinni afstöðu Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, vegna opinberrar umræðu sem tengist viðskiptum með HS Orku. Þar er ekki um að ræða upplýsingar sem teljast upplýsingar um umhverfismál samkvæmt umræddu ákvæði. Hins vegar lúta þær að lýsingu forstjórans á þeirri stöðu sem er fyrir hendi um orkusölu af hálfu HS Orku. Í þeim upplýsingum sem synjað hefur verið um aðgang að er hins vegar ekki að finna beina lýsingu samninga um orkuöflun eða orkusölu eða framkvæmda sem þeim gætu tengst. Í því ljósi verður ekki talið að hér geti verið um að ræða upplýsingar um umhverfismál, sbr. m.a. 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 23/2006. Af framangreindu leiðir að ákvæði laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál, eiga ekki við í máli þessu. Úr kærunni verður því leyst á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Eins og fram er komið hefur iðnaðarráðuneytið einvörðungu vísað til ákvæðis 5. gr. laganna til rökstuðnings á synjun sinni.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt fyrri málslið 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt „að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á“. Iðnaðarráðuneytið byggir synjun á aðgangi að einni setningu í umræddu bréfi á þessari reglu. Í rökstuðningi og skýringum ráðuneytisins er vísað til þess að í greinargerð sem fylgt hafi frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum sé tilgreint sem dæmi um persónuupplýsingar sem án efa séu undanþegnar aðgangi almennings skv. 5. gr. séu stjórnmálaskoðanir. Þá segir í skýringum ráðuneytisins að í þeirri setningu sem hér um ræðir lýsi forstjóri Magma Energy á persónulegan hátt persónulegri skoðun sinni á tilgreindum einstaklingi. Um persónulega skoðun sé því að ræða á sambærilegan hátt og t.d. stjórnmálaskoðun. Að mati ráðuneytisins hafi því borið að líta svo á að hér væri um ræða ummæli sem væru, bæði með tilliti til friðhelgi einkalífs forstjóra Magma Energy og friðhelgi einkalífs þess einstaklings sem ummælin lutu að, þess eðlis að þau vörðuðu „einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á,“ í skilningi 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í tilefni af framangreindu bendir úrskurðarnefndin á að í skýringum við fyrri málslið 5. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það myndi takmarka mjög upplýsingaréttinn ef allar upplýsingar, sem snerta einkahagsmuni einstaklinga væru undanþegnar. Er þeirri stefnu fylgt að láta meginregluna um upplýsingarétt taka til slíkra upplýsinga en með þeim takmörkunum sem gera verður m.a. til að tryggja friðhelgi einkalífs, sbr. 5. gr. Upplýsingarétturinn verður almennt ekki takmarkaður samkvæmt ákvæðinu nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingarnar eru veittar.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni þeirrar setningar sem iðnaðarráðuneytið hefur synjað kæranda um aðgang að samkvæmt framangreindu. Í setningu sem fram kemur í bréfinu næst á undan henni segir svo: „I am a dedicated environmentalist and it has been extremely painful to be the focus of so many attacks on my good reputation with such a lot of nonsense and misinformation.“ Í þeirri setningu sem synjað hefur verið um aðgang að kemur síðan fram það mat bréfritara að athafnir tiltekins einstaklings hafi verið „especially defamatory“.</p> <p> </p> <p>Þrátt fyrir að tilvitnuð orð sé eðlilegt að þýða á íslensku sem „sérstaklega ærumeiðandi“ getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að umræddar upplýsingar séu þess eðlis að þær séu til þess fallnar að skaða friðhelgi einkalífs, hvort sem er bréfritarans eða þess aðila sem ummælin beinast að, yrðu þær gerðar opinberar. Umrætt bréf er ritað iðnaðarráðherra sem þess stjórnvalds sem fer með málefni er varða „orku, þ. á m. grunnrannsóknir á orkulindum, nýtingu orku og orkufyrirtæki“, sbr. 3. tölul. 7. gr. reglugerðar um Stjórnarráð Íslands nr. 177/2007. Í bréfinu er m.a. lýst almennri afstöðu forstjóra Magma Energy, m.a. til viðbragða hér á landi vegna aðkomu Magma Energy að viðskiptum með HS Orku hf. Tilgangur bréfsins, að þessu leyti, virðist m.a. sá að mótmæla tilteknum neikvæðum sjónarmiðum sem lýst hafi verið í opinberri umræðu og þýðingu geti haft fyrir umrædd viðskipti. Tilgangur bréfsins er þannig ekki persónulegur af hálfu bréfritara heldur lýtur hann að því að lýsa, gagnvart bæru stjórnvaldi, afstöðu til tiltekinna aðstæðna sem fyrir hendi eru og lúta að viðskiptum sem fyrirtæki sem hann er í fyrirsvari fyrir hefur haft aðkomu að hér á landi. Þrátt fyrir að orðalag í umræddri setningu um að athafnir tiltekins einstaklings hafi verið „especially defamatory“ feli í sér gildisdóm bréfritara um þær athafnir verður ekki séð að það sé til þess fallið að raska friðhelgi einkalífs hans þótt setningin verði í heild sinni gerð opinber.</p> <p> </p> <p>Í síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að sömu takmarkanir og fram koma í fyrri málslið ákvæðisins gildi „um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Iðnaðarráðuneytið hefur byggt synjun á aðgangi að hluta að umræddu bréfi forstjóra Magma Energy á þessari reglu, enda komi þar fram afstaða til mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna HS Orku hf.</p> <p> </p> <p>Upplýsingalög byggjast á því að við beitingu síðari málsliðar 5. gr. upplýsingalaga sé metið í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni verði þær gerðar opinberar. Þá er í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga m.a. tekið fram til skýringar á niðurlagsákvæði 5. gr. að óheimilt sé að veita almenningi viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu fyrirtækja. Í þeim hluta umrædds bréfs sem iðnaðarráðuneytið hefur synjað kæranda um aðgang að á þeim grundvelli að þar komi fram upplýsingar um viðkvæma fjárhags- og viðskiptahagsmuni koma fram ummæli forstjóra Magma Energy um afstöðu hans til viðskipta og orkusölu af hendi HS Orku. Nefndin fellst á það sjónarmið iðnaðarráðuneytisins að þær séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, af tilliti til viðskiptahagsmuna HS Orku.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds verður ekki talið að iðnaðarráðuneytinu hafi verið heimilt að hafna því að veita kæranda aðgang að þeirri setningu í umræddu bréfi Ross Beaty til iðnaðarráðherra, dags. 18. ágúst 2010, sem kemur næst á eftir orðunum „and misinformation.“ Á hinn bóginn er staðfest synjun ráðuneytisins á öðrum hlutum þessa bréfs.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun iðnaðarráðuneytisins, dags. 26. ágúst 2010, á beiðni kæranda [...], um afhendingu á afriti af bréfi Ross Beaty til iðnaðarráðherra, dags. 18. sama mánaðar, í heild sinni að því undanskildu að ráðuneytinu ber að veita honum aðgang að setningu í bréfinu sem kemur næst á eftir orðunum „and misinformation“.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir<span> </span> <span> </span><span>                                                                                     </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-359/2011. Úrskurður frá 22. febrúar 2011 | Kærð var sú ákvörðun Landvirkjunar að synja um aðgang að gögnum um samskipti fyrirtækisins við Magma Energy, Geysi Green Energy, HS Orku o.fl. Gildissvið laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Fyrirliggjandi gögn.Frávísun. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 22. febrúar 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-359/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 13. september 2010, kærðu [...] og [...], ákvörðun Landsvirkjunar, dags. 13. ágúst 2010, um synjun á aðgangi að gögnum sem þeir höfðu óskað eftir með erindi til fyrirtækisins þann 22. júlí sama ár. Í kærunni kemur fram að hún styðjist við 5. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál.</p> <p> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Þann 22. júlí 2010 sendu kærendur Landsvirkjun svohljóðandi beiðni um aðgang að gögnum:</p> <p> </p> <p>„Með vísan til laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál óskum við undirritaðir hér með eftir því að Landsvirkjun afhendi okkur öll gögn (hvers kyns upplýsingar í rituðu, sjónrænu, heyranlegu, rafrænu eða einhverju efnislegu formi) er varða samskipti Landsvirkjunar, dótturfyrirtækja Landsvirkjunar og starfsmanna við Magma Energy Sweden AB, Magma Energy Corp Canada, [A], Geysir Green Energy, [B], HS Orku og tengda aðila. Einnig óskum við eftir afritum af minnisblöðum af fundum Landsvirkjunar og dótturfélaga með ofangreindum aðilum, og afritum af minnisblöðum og greinargerðum starfsmanna er varða Magma Energy, HS Orku, GGE og tengda aðila.</p> <p> </p> <p>Einnig viljum við varðandi þessa beiðni vísa til upplýsingalaga nr. 50/1996.“</p> <p> </p> <p>Landsvirkjun synjaði þessu erindi kærenda með tölvubréfi, dags. 13. ágúst 2010. Þar segir m.a. svo:</p> <p> </p> <p>„Hvorki Landsvirkjun né dótturfélög Landsvirkjunar hafa átt eða eiga í viðskiptaviðræðum um sameiginlega virkjanakosti eða nýtingu auðlinda við Magma Energy Sweden AB eða Magma Energy Corp Canada, og engir formlegir fundir hafa farið fram með þessum eða tengdum aðilum er varða nýtingu auðlinda eða virkjanakosti.</p> <p> </p> <p>HS Orka hefur hins vegar lengi verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um kaup á rafmagni. Þá taka fyrirtækin tvö saman þátt í rannsóknarverkefninu Iceland Deep Drilling Project ásamt Orkuveitu Reykjavíkur og Orkustofnun. Landsvirkjun hefur einnig nýverið unnið í samvinnu við Geysi Green Energy og fleiri aðila að dagskrá ráðstefnu um orku og loftslagsbreytingar á EXPO heimssýningunni í Kína. Loks eiga orkufyrirtækin ýmiskonar samstarf í gegnum Samorku.</p> <p> </p> <p>Af gefnu tilefni er bent á að Landsvirkjun starfar á samkeppnismarkaði á grundvelli sérlaga um Landsvirkjun nr. 42/1983. Fyrirtækið er í eigu íslenska ríkisins og er sjálfstæður lögaðili með sjálfstæða og óháða stjórn sem tekur sínar ákvarðanir á viðskiptalegum forsendum með hagsmuni fyrirtækisins að leiðarljósi og á grundvelli faglegra sjónarmiða. Í ljósi lögbundinnar stöðu og starfsemi Landsvirkjunar má benda á að fallið hefur úrskurður þar sem staðfest er að upplýsingalög nr. 50/1996 taki ekki til starfsemi Landsvirkjunar. Að mati Landsvirkjunar taka lög nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál ekki heldur til Landsvirkjunar. Landsvirkjun upplýsir eigi að síður um málefni fyrirtækisins þar sem því verður við komið.“</p> <p> </p> <p>Í kæru málsins kemur fram að kærendur telji ofangreind viðbrögð Landsvirkjunar ekki í samræmi við lög nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál. Kærendur fallist hins vegar á það að upplýsingalög nr. 50/1996 taki ekki til Landsvirkjunar. Um nánari rök fyrir afstöðu sinni vísa kærendur m.a. til þess að Landsvirkjun gegni opinberu hlutverki og veiti opinbera þjónustu er varði umhverfið og orkuauðlindir, þ.m.t. selji fyrirtækið rafmagn til stóriðjunotenda og sölufyrirtækja á almennum markaði á grundvelli heildsölusamninga. Einnig gegni Landsvirkjun lögákveðnu hlutverki samkvæmt ýmsum sérlögum svo sem raforkulögum nr. 65/2003 og lögum nr. 38/2002 um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkjunar. Þá er bent á að í áliti umboðsmanns Alþingis frá 24. janúar 2001 í máli nr. 2440/1998 hafi umboðsmaður komist að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun félli undir eldri lög um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál nr. 21/1993, sem séu forveri laga nr. 23/2006. Í samræmi við það álit umboðsmanns hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði í máli nr. A-116/2001 að Landsvirkjun væri skylt samkvæmt lögum nr. 21/1003 að veita aðila málsins aðgang að tilteknum gögnum sem fyrirtækið hafði undir höndum og tengdust starfsemi þess. Með vísan til þess telji kærendur það skjóta skökku við að Landsvirkjun haldi því nú fram að fyrirtækið sé undanþegið gildissviði nýrri laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál, þegar fyrir liggur að eldri lög um sama efni tóku til fyrirtækisins, en í því samhengi sé til þess að líta að lögum nr. 23/2006 sé ætlað að innleiða tilskipun Evrópusambandsins nr. 2003/4/EB sem m.a. feli í sér rýmkun upplýsingaréttar frá því sem gilti samkvæmt lögum nr. 21/1993.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt þessu telji kærendur Landsvirkjun opinberan aðila sem falli undir lög nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál, sbr. 1. mgr. 2. gr. þeirra laga. Beri því að taka afstöðu til beiðni kærenda um aðgang að gögnum í vörslum Landsvirkjunar samkvæmt 5. gr., sbr. 3. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Um nánari rök fyrir því að kærða beri að afhenda umbeðin gögn segir m.a. svo í kæru:</p> <p> </p> <p>„Kærendur byggja á því að upplýsingarnar sem beiðni þeirra varðar falli skýrlega undir 3. gr. laga nr. 23/2006. Umræddar upplýsingar lúta sem fyrr greinir að samningi um sölu á hlut í stærsta orkufyrirtæki landsins til kanadíska félagsins Magma Energy Corp. Slík ráðstöfun varðar almenning í landinu með beinum hætti, enda er ljóst að breyting á eignarhaldi rétthafa nýtingarréttar orkuauðlindar, sér í lagi sala til erlendra aðila, getur haft umtalsverð áhrif á nýtingarhátt, vinnslu og meðferð auðlindanna sem um ræðir. Jafnframt getur slíkt leitt til hækkunar orkuverðs og eftir atvikum lakari þjónustu við almenning. Er því um að ræða ráðstöfun á sviði umhverfis- og orkumála sem er sýnilega til þess fallin að hafa bein áhrif á náttúruauðlindir landsins, mögulega til hins verra. Brýnt er að almenningur eigi greiðan aðgang að öllum upplýsingum er varða söluferlið í heild sinni, svo sem viðræður og fundi íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja á þeirra vegum við verðandi kaupendur og aðra hlutaðeigandi, stjórnsýslumeðferð málsins og einstakar ákvarðanatökur þar að lútandi, hugsanlegt arðsemismat á sölunni og athuganir á áhrifum sölunnar á orkuverð og þjónustu til langs tíma. Með vísan til framangreinds telja kærendur að fallast beri á að þeir eigi rétt á aðgangi að öllum upplýsingum í umræddu máli samkvæmt 5. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 23/2006, en ákvæðin beri að skýra rúmt með hliðsjón af markmiði laganna samkvæmt 1. gr., sbr. einnig tilskipun Evrópubandalagsins nr. 2003/4/EB.</p> <p> </p> <p>Kærendur telja jafnframt að einstakar undantekningar frá upplýsingarétti samkvæmt lögum nr. 23/2006 eigi ekki við um þær upplýsingar sem beiðni kærenda lýtur að, enda standa þeim mun ríkari almannahagsmunir til þess að aðgangur að þeim sé veittur, andspænis miklum mun minni viðskiptahagsmunum Magma Energy Corp.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 21. september 2010, var Landsvirkjun kynnt fram komin kæra og fyrirtækinu veittur frestur til 1. október til að koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun.</p> <p> </p> <p>Greinargerð Landsvirkjunar barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 4. október. Þar kemur fram að Landsvirkjun krefjist þess aðallega að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, en til vara að kröfu kærenda verði hafnað. Í nánari rökstuðningi fyrir kröfum fyrirtækisins segir m.a. svo:</p> <p> </p> <p>„Landsvirkjun byggir kröfur sínar í máli þessu í fyrsta lagi á því að þau gögn sem óskað er eftir að verði afhent séu ekki fyrir hendi. Landsvirkjun, dótturfélög Landsvirkjunar eða starfsmann hafa ekki verið í samskiptum við Magma Energy, Geysi Green Energy eða HS Orku. Til þess að unnt sé að afhenda upplýsingar eða önnur gögn á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 eða laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál verða viðeigandi gögn að vera til staðar. Þar sem slík gögn eru ekki fyrir hendi er útilokað fyrir Landsvirkjun að verða við kröfu kærenda. Þessháttar ágalli og óskýrleiki í kröfugerð (kæru) leiðir ótvírætt til frávísunar málsins.</p> <p> </p> <p>Svo sem fyrr er rakið hefur Landsvirkjun gert samninga við HS Orku hf. um sölu á rafmagni auk þess sem fyrirtækin hafa átt í samstarfi um rannsóknir. Slíkar upplýsingar eru viðskiptalegs eðlis og falla utan gildissviðs framangreindra laga. Þá verður ekki séð að þau viðskipti varði málefni Magma Energy með neinum hætti.</p> <p> </p> <p>Beiðni kærenda uppfyllir ekki skilyrði framangreindra laga um að varða tiltekið mál sem er til meðferðar hjá stjórnvöldum, stofnunum eða fyrirtækjum þeirra. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er þeim sem lögin taka til skylt að veita aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr. Í því felst að tiltaka verður það mál sem óskað er eftir aðgangi að. ... Í máli þessu gera kærendur kröfu um að [fá] öll gögn er varða samskipti Landsvirkjunar og umræddra fyrirtækja, óháð því hvort þau varði tiltekið mál. Í ljósi þess er umrædd beiðni um aðgang haldin svo miklum annmörkum og ónákvæmni að ekki er unnt að verða við henni. Leiðir slíkt ótvírætt til frávísunar málsins eins og fyrr greinir.“</p> <p> </p> <p>Í greinargerð Landsvirkjunar er því í öðru lagi hafnað að upplýsingalög nr. 50/1996 eigi við um Landsvirkjun. Í þriðja lagi er á því byggt í greinargerð að þær upplýsingar sem kærendur óski aðgangs að falli utan gildissviðs laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál. Samkvæmt 2. gr. þeirra laga taki lögin til lögaðila sem hafi verið falið opinbert hlutverk eða veiti almenningi opinbera þjónustu sem varði umhverfið á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samninga. Þá segi jafnframt í 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. að lögin gildi um lögaðila sem falið hafi verið opinbert hlutverk eða veiti almenningi opinbera þjónustu og lúti opinberri stjórn. Þær upplýsingar sem óskað er eftir af hálfu kærenda varði samskipti aðila á orkumarkaði og tengist ekki opinberu hlutverki eða opinberri þjónustu Landsvirkjunar, enda fari fyrirtækið ekki með slíkt stjórnsýsluvald samkvæmt lögum. Þessu til stuðnings vísar Landsvirkjun í úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-336/2010. Í fjórða lagi byggir Landsvirkjun kröfur sínar á því að þau gögn sem kærendur óski aðgangs að teljist ekki upplýsingar um umhverfismál í skilningi laga nr. 23/2006, um umhverfismál, sbr. 3. gr. laganna. Í fimmta lagi falli þær upplýsingar sem óskað er eftir aðgangi að undir undanþágu skv. 6. gr. laga nr. 23/2006, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Greinargerð Landsvirkjunar var send kærendum með bréfum, dags. 21. september 2010, og á ný með tölvubréfi þann 4. janúar 2011. Athugasemdir hafa ekki borist frá þeim. Í kæru málsins eru hins vegar rakin í ítarlegu máli sjónarmið kærenda, m.a. um gildissvið laga nr. 23/2006, gagnvart Landsvirkjun, eins og að hluta til hefur verið rakið hér að framan.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins um málsatvik og sjónarmið aðila. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og kærendur hafa afmarkað beiðni sína um aðgang að gögnum byggist hún á ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006. Kærði, Landsvirkjun, hefur hafnað beiðni kærenda, eins og rakið hefur verið hér að framan.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í 2. gr. laga nr. 23/2006 um upplýsingarétt um umhverfismál er skilgreint til hvaða aðila ákvæði laganna taka. Ákvæðið hljóðar svo:</p> <p> </p> <p>„Lög þessi gilda um:</p> <p>1. öll stjórnvöld sem falla undir gildissvið upplýsingalaga,</p> <p>2. lögaðila sem falið hefur verið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu sem varðar umhverfið á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings við stjórnvöld sem falla undir 1. tölul.,</p> <p>3. lögaðila sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið og lúta stjórn þeirra stjórnvalda sem falla undir 1. tölul. Lögaðili er talinn lúta opinberri stjórn í þessum skilningi þegar stjórnvöld skv. 1. tölul. tilnefna meira en helming stjórnarmanna í stjórn lögaðilans eða hafa á annan hátt virk yfirráð yfir honum.</p> <p>Einvörðungu upplýsingar sem til verða eða aflað er í tilefni af hinu opinbera hlutverki eða þjónustu þeirra sem ákvæði 2. og 3. tölul. 1. mgr. taka til falla undir lögin.</p> <p>Lögin gilda ekki um Alþingi, umboðsmann Alþingis, Ríkisendurskoðun eða dómstóla.“</p> <p> </p> <p>Samkvæmt lögum nr. 42/1983 er Landsvirkjun sameignarfyrirtæki en ekki stjórnvald í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. til hliðsjónar úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-8/1997, A-24/1997 og álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 2440/1998. Af því leiðir að Landsvirkjun fellur ekki undir gildissvið laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. þeirra laga.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál falla þeir lögaðilar, þar á meðal einkaréttarleg félög, undir gildissvið laganna sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veita almenningi opinbera þjónustu sem varðar umhverfið á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings við stjórnvöld sem falla undir 1. tölul. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 42/1983 um Landsvirkjun er það tilgangur fyrirtækisins að stunda starfsemi á orkusviði ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni. Í 3. gr. sömu laga segir ennfremur að Landsvirkjun sé eigandi raforkuvera, annarra mannvirkja, vatnsréttinda og búnaðar sem fyrirtækið hefur eignast fyrir setningu laganna eða með sérlögum eða samningum. Með vísan til þessara lagaákvæða, svo og með vísan til þeirrar starfsemi sem fyrirtækið sinnir, verður á því að byggja að Landsvirkjun fari skv. lögum með verkefni sem geti varðað umhverfið í skilningi 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006.</p> <p> </p> <p>Ennfremur má hér vísa til 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. sömu laga en þar kemur fram að undir gildissvið laganna falli lögaðilar sem gegna „opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið og lúta stjórn þeirra stjórnvalda sem falla undir 1. tölul.“ Landsvirkjun lýtur stjórn stjórnvalds sem fellur undir 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006, og fellur í því tilliti að þeirri afmörkun sem 3. tölul. ákvæðisins mælir fyrir um.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt framangreindu getur Landsvirkjun, hvort sem er á grundvelli 2. eða 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna talist falla undir gildissvið þeirra. Í báðum þessum töluliðum er hins vegar einnig á því byggt að til að lögaðili lúti ákvæðum laganna þá skuli honum hafa verið falið „opinbert hlutverk“ eða að hann „veiti opinbera þjónustu“ sem varðar umhverfið. Þá leiðir af 3. mgr. 2. gr. laganna að undir lögin falla einvörðungu þær upplýsingar sem til verða eða aflað er í tilefni af hinu opinbera hlutverki eða þjónustu þeirra sem ákvæði 2. og 3. tölul. 1. mgr. taka til. Í ljósi þess hvernig hlutverk Landsvirkjunar er markað í lögum verður ekki leyst úr því fyrirfram í eitt skipti fyrir öll hvort fyrirtækið lúti ákvæðum laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006. Úr því álitaefni verður aðeins leyst með hliðsjón af eðli og inntaki þeirra upplýsinga sem óskað er eftir hverju sinni, sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-336/2010.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p><a id="G15M1" name="G15M1">Samkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál er heimilt að bera synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að upplýsingum um umhverfismál samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds á beiðni um ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Í 2. mgr. ákvæðisins segir ennfremur að um meðferð slíkra mála gildi ákvæði 14.-19. gr. upplýsingalaga.</a> <span>Ágreiningsefni um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum skv. lögum um upplýsingarétt um umhverfismál verða því borin undir úrskurðarnefndina með sama hætti og ágreiningsmál sem lúta að upplýsingarétti skv. upplýsingalögum nr. 50/1996.</span></p> <p> </p> <p>Samkvæmt 5. gr. laga um upplýsingarétt um umhverfismál er stjórnvöldum þeim sem falla undir 2. gr. laganna skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál með þeim takmörkunum sem greinir í 6. gr. Segir ennfremur í ákvæðinu að stjórnvöldum sé ekki skylt að afla sérstaklega upplýsinga til þess að láta almenningi þær í té. Af þessu ákvæði leiðir að upplýsingaréttur skv. lögunum tekur aðeins til upplýsinga sem eru til.</p> <p> </p> <p>Kærendur hafa óskað eftir því að Landsvirkjun afhendi þeim öll gögn er varða samskipti Landsvirkjunar, dótturfyrirtækja Landsvirkjunar og starfsmanna við Magma Energy Sweden AB, Magma Energy Corp Canada, [A], Geysir Green Energy, [B], HS Orku og tengda aðila. Einnig hafa þeir óskað eftir afritum af minnisblöðum af fundum Landsvirkjunar og dótturfélaga með ofangreindum aðilum, og afritum af minnisblöðum og greinargerðum starfsmanna er varða Magma Energy, HS Orku, GGE og tengda aðila. Í kæru málsins kemur fram sú nánari afmörkun á beiðninni að hún lúti að öllum gögnum í vörslu Landsvirkjunar varðandi samskipti fyrirtækisins við Magma Energy Sweden AB og tengdra aðila vegna kaupa Magma á eignarhlut í HS Orku hf. Síðar í kærunni kemur fram að brýnt sé að almenningur eigi greiðan aðgang að öllum upplýsingum er varði söluferlið í heild sinni, svo sem viðræður og fundi íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja á þeirra vegum við verðandi kaupendur og aðra hlutaðeigandi. Af þessu má ráða að beiðni kærenda feli í sér ósk um gögn sem fyrir liggi hjá Landsvirkjun og varði viðskipti með hluti í HS Orku hf. í tengslum við kaup Magma Energy Sweden á hlutum í fyrirtækinu, eða tengd viðskipti eða fundi. Í skýringum Landsvirkjunar í málinu kemur fram að slík gögn séu ekki fyrir hendi. Með vísan til þess ber að vísa kærunni frá.</p> <p> </p> <p>Áréttað skal að af þessu leiðir að í úrskurði þessum er engin afstaða tekin til þess hvort upplýsingar sem óskað var aðgangs að hefðu fallið undir lög um upplýsingarétt um umhverfismál hefðu þær legið fyrir.</p> <p> </p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Kæru [...] og [...] á hendur Landsvirkjun er vísað frá.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir                                                                                        Friðgeir Björnsson</p> |
A-360/2011. Úrskurður frá 22. febrúar 2011 | Kærð var sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja um aðgang að gögnum um beiðni Magma Energy Sweden AB um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál, fjölda veittra undanþága frá því reglurnar tóku gildi og afrit af ákvörðunum þar sem fallist var á beiðni um undanþágu. Þagnarskylda. Aðgangur veittur að hluta. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 22. febrúar 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-360/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 29. september 2010, kærði [X] hdl. f.h. [X] hdl. vegna [...] hf. þá ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 9. september að:</p> <p> </p> <p>„1) synja afhendingu ljósrita allra skjala og gagna, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 (hér eftir upplýsingalög), í eftirfarandi máli:</p> <p> </p> <p>Beiðni Magma Energy Sweden AB, kaupanda hlutabréfa Geysis Green Energy í HS Orku, um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál til að kaupa íslenskar krónur á aflandsmarkaði og flytja til Íslands í því skyni að greiða fyrir umrædd kaup.</p> <p> </p> <p>2) synja um afhendingu upplýsinga um fjölda undanþága frá reglum um gjaldeyrismál frá því að reglurnar tóku gildi árið 2008 og ljósrita af niðurstöðum þeirra beiðna sem fallist var á, sbr. heimild 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um rýmri aðgang en lögbundinn er samkvæmt upplýsingalögum.“</p> <p> </p> <p>Í synjun Seðlabanka Íslands, dags. 9. september, kemur fram að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál er Seðlabanka Íslands heimilt að veita undanþágur frá banni á fjármagnshreyfingum meðal annars samkvæmt bráðabirgðaákvæði I, liggi fyrir umsögn þar að lútandi. Í 15. gr. laga nr. 87/1992 er kveðið á um að þeir sem annist framkvæmd þeirra laga séu bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þá er tekið fram að viðskiptamenn í skilningu ákvæðisins séu bæði einstaklingar og lögaðilar sem leggja fram beiðni um gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar, sbr. 10. gr. laganna. Með gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þar sem fram kemur að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sé Seðlabanka Íslands óheimilt að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar og beiðni hans um upplýsingar um lið eitt með vísan til þess synjað.</p> <p> </p> <p>Hvað lið tvö varðar vísar Seðlabanki Íslands til þess í synjun sinni, dags. 9. september, að í upphaflegri beiðni kæranda, dags. 23. ágúst, sé sérstaklega tekið fram að beiðnin sé ekki byggð á upplýsingalögum heldur þeirri almennu reglu að stjórnsýslan skuli vera gagnsæ og opin og jafnræðis skuli gætt við ákvarðanatöku um atriði er varða réttindi og/eða skyldur almennings. Engu að síður sé í beiðninni vísað til 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um heimild til að veita aukinn aðgang að gögnum. Af þessu tilefni áréttar Seðlabaki Íslands að bankinn sé bundinn af 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál, um þagnarskyldu. Samkvæmt ákvæðinu sé bankanum óheimilt að veita framangreindar upplýsingar. Þá er tekið fram að heimild stjórnvalds til að veita rýmri aðgang að gögnum máls samkvæmt 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga sé háð því að ákvæði laga um þagnarskyldu standi því ekki í vegi. Þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 gangi því framar heimildarákvæði 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga og er beiðninni synjað með vísan til þessa.   </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og áður var rakið barst kæra máls þessa með bréfi, dags. 29. september 2010. Í kærunni kemur fram að fyrir liggi að kaupverð á hlut Geysis Green Energy í HS Orku sé um 16 milljarðar króna og að greitt hafi verið fyrir hlutinn með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa, sbr. frétt um málið á fréttavefnum mbl.is frá 17. maí 2010. Af hálfu kæranda er á því byggt að 15. gr. laga nr. 87/1992 komi ekki í veg fyrir að Seðlabanka Íslands sé skylt og/eða heimilt að afhenda þau gögn sem um ræðir. Þá kemur eftirfarandi m.a. fram í kærunni:</p> <p> </p> <p>„Málatilbúnað Seðlabankans verður að skilja á þann veg að tilvitnað þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 gangi framar meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.</p> <p> </p> <p>Ekki er af hálfu bankans vísað til þess að takmarkanir á aðgangsrétti samkvæmt 4. - 6. gr. upplýsingalaga eigi við. Má vera ljóst af því að bankinn telur að ekki þurfi að meta hvort þau ákvæði eigi við eða að öðru leyti hvort upplýsingarnar/gögnin eru þess efnis að eðlilegt sé að um þau sé leynd.</p> <p> </p> <p>Þessum skilningi og málatilbúnaði Seðlabanka Íslands er alfarið hafnað. Þó umrætt þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 sé talið sérákvæði laga um þagnarskyldu er ekki að sjá að þeir hagsmunir og/eða gögn sem óskað er eftir séu þess efnis að trúnaður skuli ríkja um það, hvorki samkvæmt lögum eða eðli máls.</p> <p> </p> <p>...</p> <p> </p> <p>Ákvæði 15. gr. snýr þannig ekki að því að vernda upplýsingar um einstakar undanþágur, eins og þá sem mál þetta snýst um, enda varðar slík undanþágubeiðni tæplega mikilvæg atriði í rekstri umrædds félags, hvorki fjárhagslega eða viðskiptalega. Hér verður að hafa í huga að viðskiptin sem slík eru opinber sem og upplýsingar sem þau varða, svo sem kaupverð.</p> <p> </p> <p>Það er því ekki að sjá að þær upplýsingar og gögn sem mál þetta snýr að sé þesslegt að ástæða sé til að það njóti sérstakrar verndar gegn upplýsingarétti almennings. Hér er ekki á nokkurn hátt verið að vernda rekstrar- og/eða fjárhagslega hagsmuni viðskiptamanna bankans í skilningi 15. gr., enda standa hvorki önnur lagaákvæði til þess að þessi atriði skuli fara leynt né byggir það á eðli máls.</p> <p> </p> <p>Þá má einnig benda á að þegar 15. gr. laga nr. 87/1992 var lögfest var ekki um það að ræða að sækja þyrfti um slíka undanþágu sem hér um ræðir. Því má þar af leiðandi halda fram að þagnarskylduregla 15. gr. eigi ekki við í þessu tilviki.</p> <p> </p> <p> </p> <p>Loks ber að vekja athygli á því að upplýsingarnar sem um ræðir eiga við um framkvæmd Seðlabanka Íslands á reglum varðandi gjaldeyrishöft. Um er að ræða verulega íþyngjandi reglur og munur á beitingu þeirra milli aðila til þess fallinn að vera mjög íþyngjandi og skaðlegur aðilum á samkeppnismarkaði. Því er sérstaklega brýnt að slík leynd hvíli ekki yfir málsmeðferðinni að þeim sem lúta reglunum sé gert ókleift að átta sig á því hvaða forsendur valda því að undanþágur séu veittar.</p> <p> </p> <p>Verður hér eins og ávallt við meðferð stjórnsýsluvalds að hafa í huga eina helstu meginreglu stjórnsýsluréttarins, þ.e. jafnræðisregluna. Sú regla verður ekki virt nema stjórnsýsla og öll framkvæmd hennar sé opin og gegnsæ og öllum sem þess óska sé gefið færi á að kynna sér framkvæmd sambærilegra mála en leynd eins og sú sem Seðlabankinn ber fyrir sig er einmitt til þess fallin að vekja upp efasemdir um að jafnræðis sé gætt.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 4. október 2010, var Seðlabanka Íslands send kæran og veittur frestur til að gera athugasemdir við hana til 13. október. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að sér yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir Seðlabanka Íslands ásamt gögnum málsins bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 15. október. Eftirfarandi kemur m.a. fram í bréfinu:</p> <p> </p> <p>„Með þeim breytingum sem gerðar voru á lögum nr. 87/1992 í árslok 2008, sbr. lög nr. 134/2008, var bankanum fengin heimild til að takmarka og stöðva tiltekna flokka fjármagnshreyfinga til og frá landinu og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast með útgáfu reglna, sbr. bráðabirgðaákvæði I. Eins og kemur fram í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 134/2008 beindist umrædd breyting einkum að því að veita heimild til framangreindra takmarkana í lengri tíma en ákvæði 3. gr. laganna mælti fyrir um. Ber bankanum því eins og áður að bregðast við með þessum hætti meti hann það svo að þessir flokkar fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipta valdi alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Seðlabankinn hefur sett reglur um gjaldeyrismál á grundvelli framangreinds bráðabirgðaákvæðis, nú síðast nr. 370/2010. Samkvæmt þeim eru fjármagnshreyfingar til og frá landinu á milli innlendra og erlendra aðila sem og slík gjaldeyrisviðskipti óheimil nema með tilteknum þröngum undanþágum. Viðskiptamaður sem hyggur á fjármagnshreyfingu eða gjaldþrotaviðskipti og telur sig uppfylla undanþágu umræddra reglna leggur fram gögn því til staðfestingar.</p> <p> </p> <p>Sem fyrr hefur Seðlabankinn heimild til að veita undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál samkvæmt umsókn þar að lútandi, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992. Viðskiptamaður sem óskar eftir undanþágu frá reglum Seðlabankans leggur fram gögn með beiðni auk þess sem Seðlabankinn beinir þeim tilmælum til hans að hann leggi fram þau gögn og upplýsingar sem nauðsynlegt er til töku umræddrar ákvörðunar reynist slíkt nauðsynlegt. Það skal tekið fram að almennt er um að ræða gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila.</p> <p> </p> <p>Fyrir liggur að beiðni [A lögmannsstofu] beinist að aðgangi að gögnum í máli sem varðar ákvörðun sem tekin er á grundvelli 1. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992. Þá liggur fyrir að Seðlabankinn synjaði beiðninni með vísan til 15. gr. laga nr. 87/1992. Eins og áður er rakið er tekið fram í því ákvæði að þeir sem annast framkvæmd laganna séu bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Ljóst er að Seðlabankinn annast framkvæmd laganna. Þá er ljóst að viðskiptamenn í skilningi þess ákvæðis eru bæði einstaklingar og lögaðilar sem leggja fram beiðni um gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingu og einstaklingar eða lögaðilar sem eru lokamóttakendur yfirfærslunnar, sbr. 10. gr. laganna. Samkvæmt því eru það viðskiptamenn í skilningi laganna sem geta sótt um undanþágu til Seðlabankans á grundvelli 1. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992. Fyrir liggur að upplýsingar í tengslum við slíkar beiðnir, hvort sem þær eru lagðar fram að frumkvæði viðskiptamanns eða að beiðni Seðlabankans, geta almennt varðað fjárhag, rekstur, samkeppnisstöðu og viðskiptahagsmuni þessara viðskiptamanna.</p> <p> </p> <p>Ákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 er sérstakt þagnarskylduákvæði þar sem þær upplýsingar sem trúnaður skal ríkja um eru tilgreindar sérstaklega, þ.e. trúnaður skal ríkja um „hagi einstakra viðskiptamanna“. Af þessu leiðir að þagnarskylda hvílir á öllum þeim sem sjá um framkvæmd laganna, hvort sem um er að ræða Seðlabanka Íslands eða fjármálafyrirtæki. Þá er ljóst að ákvarðanir um gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingu til og frá landinu varða „hagi einstakra viðskiptamanna“, m.a. fjárhag, rekstur, samkeppnisstöðu og viðskiptahagsmuni þeirra.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið og gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er Seðlabankanum óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem varða beiðni um gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á milli landa í skilningi laga nr. 87/1992 og reglna settum á grundvelli þeirra hvort sem um er að ræða flutning eða móttöku yfirfærslunnar. Með vísan til þess er rétt að taka fram að ekki hefur verið tekin afstaða til aðgangs að umræddum gögnum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 20. október 2010, voru kæranda kynntar athugasemdir Seðlabankans og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum við kæru sína til 29. október. Frekari athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 27. október og kemur fram að helstu rök og sjónarmið kæranda séu í kæru en í bréfinu segir m.a:</p> <p> </p> <p>„Ekki er gerður ágreiningur um að Seðlabankanum sé heimilt að veita undanþágur frá þeim takmörkunum sem nú eru í gildi vegna fjarmagnshreyfinga til og frá landinu. Ekki þykir heldur ástæða til að draga í efa að þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 gildir um bankann.</p> <p> </p> <p>Kærandi telur hins vegar nefnt þagnarskylduákvæði ekki koma í veg fyrir að umbeðnar upplýsingar verði veittar og gögn afhent, eins og ítarlega er gerð grein fyrir í kærunni.</p> <p> </p> <p>...</p> <p> </p> <p>Þá skal áréttað að gera má ráð fyrir að þagnarskylda samkvæmt nefndri 15. gr. afmarkist við samskonar atriði og takmörkuð eru með 5. gr. upplýsingalaga, þ.e. mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni eða önnur sambærileg atriði sem eðlilegt er að leynt skuli fara.</p> <p> </p> <p>Þagnarskyldurákvæði, sem takmarkar meginreglu upplýsingalaga um viðtækan upplýsingarétt, kveður því ekki á um þagnarskyldur varðandi öll viðskipti einstakra viðskiptamanna við bankann heldur verður að meta hverju sinni hvort rétt sé að hagsmunir séu verndaðir, sbr. umfjöllun í kæru.</p> <p> </p> <p>Því er alfarið hafnað, eins og Seðlabankinn virðist halda fram, að beiðni um undanþágu í því máli sem  hér er til umfjöllunar geti talist slík atriði sem falla undir þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 enda ekkert fyrirliggjandi um að um sé að ræða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni.</p> <p> </p> <p>Hér verður að hafa í huga hvaða gögn og upplýsingar það eru sem óskað er eftir að verði upplýst um og afhent. Það eru undanþágur frá mjög ströngum reglum sem gilda um gjaldeyrishöft og koma í veg fyrir annars frjálsan flutning gjaldeyris til og frá landinu. Þetta eru reglur sem voru settar sérstaklega í því skyni að leitast við að tryggja stöðuleika í gengis og peningamálum.</p> <p> </p> <p>Er því augljóst að fara verður mjög varlega í að veita undanþágur frá slíkum reglum og að mjög mikilvægt er að gætt sé meginreglna stjórnsýsluréttarins við það sem og afgreiðslu undanþágubeiðna.</p> <p> </p> <p>Þá er ljóst að hagsmunir þess sem sækir um undanþágur eru verulegir af því hvernig beiðni hans er afgreidd og honum mjög mikilvægt að gera fullvissað sig um að fyllsta jafnræðis sé gætt og málsmeðferð öll sé vönduð og í samræmi við stjórnsýslureglur. Enda er bankinn að beita stjórnsýsluvaldi þegar undanþágubeiðnir eru afgreiddar og ákvörðun um afgreiðslu þeirra telst stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga.</p> <p> </p> <p>Ástæða þykir til að benda sérstaklega á eina helstu reglu stjórnsýsluréttarins, jafnræðisregluna, en í henni felst að samskonar mál skuli afgreidd með sambærilegum hætti.</p> <p> </p> <p>Seðlabankinn verður að sjálfsögðu að virða meginreglur stjórnsýsluréttarins þegar hann afgreiðir beiðnir um undanþágur frá reglum um gjaldeyrishöft og skiptir jafnræðisreglan þar höfuðmáli. Má öllum vera það ljóst að það er umsækjenda um undanþágu mjög mikilvægt að geta gengið úr skugga um að afgreiðsla á hans beiðni sé í samræmi við stjórnsýslureglur og þá ekki síst að fyllsta jafnræðis sé gætt.</p> <p> </p> <p>Upplýsingalögum er einmitt ætlað það hlutverk að auðvelda almenningi að sannreyna það hvort jafnræðis hafi verið gætt og málefnaleg sjónarmið hafi verið í heiðri við töku stjórnsýsluákvarðana. Leynd sem hvílir yfir afgreiðslu slíkra beiðna er einungis til þess fallin að vekja tortryggni og grunsemdir um misræmi og ójafnræði við slíka afgreiðslu.“</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <h3> Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og rakið hefur verið fór kærandi fram á afhendingu ganga í tengslum við undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál. Beiðnin er að mati úrskurðarnefndarinnar þríþætt og felur í sér ósk um aðgang að:</p> <p>1) Ljósritum allra skjala og gagna er lúta að beiðni Magma Energy Sweden AB, kaupanda hlutabréfa Geysis Green Energy í HS Orku, um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál til að kaupa íslenskar krónur á aflandsmarkaði og flytja til Íslands í því skyni að greiða fyrir umrædd kaup.</p> <p>2) Upplýsingum um fjölda undanþága frá reglum um gjaldeyrismál frá því að reglurnar tóku gildi árið 2008.</p> <p>3) Ljósritum af niðurstöðum beiðna um undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál sem Seðlabanki Íslands hefur fallist á frá því að reglurnar tóku gildi 2008.</p> <p><strong> </strong></p> <p>Þau gögn sem Seðlabanki Íslands hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál eru eftirfarandi:</p> <p> </p> <p><span>1.     </span> <span>Beiðni frá [B], dags. 3. desember 2009, f.h. Magma Energy Sweden AB, um undanþágu frá reglum nr. 880/2009 um gjaldeyrismál.</span></p> <p><span>2.     </span> <span>Bréf frá [B], dags. 14. janúar 2010, um upplýsingar um afdrif máls.</span></p> <p><span>3.     </span> <span>Ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 8. júlí 2010.</span></p> <p><span>4.     </span> <span>Samningur, dags. 24. nóvember 2009, um gjaldeyrisviðskipti Magma Energy Corp. hjá The Bank of New York Mellon.</span></p> <p><span>5.     </span> <span>Kaupsamningur milli Magma Energy Sweden AB og Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup hins sænska félags á hlut Orkuveitunnar í HS Orku hf., dags. 31. ágúst 2009.</span></p> <p><span>6.     </span> <span>Kaupsamningur á milli Magma Energy Sweden AB og Hafnarfjarðarkaupstaðar, um kaup hins sænska félags á hlut Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS Orku hf., dags. 31. ágúst 2009.</span></p> <p><span>7.     </span> <span>Kaupsamningur á milli Magma Energy Sweden AB og Sandgerðisbæjar, um kaup hins sænska félags á hlut Sandgerðisbæjar í HS Orku hf., dags. 31. ágúst 2009.</span></p> <p><span>8.     </span> <span>Samningur milli Magma Energy Sweden AB og Orkuveitu Reykjavíkur um útgáfu skuldabréfs í bandaríkjadollurum sem hluta af greiðslu kaupverðs, dags. í ágúst 2009.</span></p> <p><span>9.     </span> <span>Samningur milli Magma Energy Sweden AB og Hafnarfjarðarkaupstaðar um útgáfu skuldabréfs í bandaríkjadollurum sem hluta af greiðslu kaupverðs, dags. í ágúst 2009.</span></p> <p><span>10. </span> <span>Samningur milli Magma Energy Sweden AB og Sandgerðisbæjar um útgáfu skuldabréfs í bandaríkjadollurum sem hluta af greiðslu kaupverðs, dags. í ágúst 2009.</span></p> <p><span>11. </span> <span>Árskýrsla Seðlabanka Íslands 2009, bls. 25 og forsíða.</span></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Til stuðnings þeirri ákvörðun að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum sem hann hefur farið fram á hefur Seðlabanki Íslands vísað til ákvæðis 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Í skýringum Seðlabankans kemur fram að þar á bæ sé litið svo á að tilvitnað ákvæði sé sérákvæði um þagnarskyldu sem gangi framar ákvæðum upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum.</p> <p> </p> <p>Umrætt ákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 er svohljóðandi: „Þeir sem annast framkvæmd þessara laga eru bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði hefur hins vegar verið litið svo á að sérstök þagnarskylduákvæði geti ein og sér komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 15. gr. nr. 87/1992 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu. Að því leyti sem í ákvæðinu eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður að skýra það í samræmi við ákvæði upplýsingalaga þ.á m. 5. gr. þar sem fjallað er um takmarkanir á upplýsingarétti almennings með vísan til einkahagsmuna.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt efni sínu tekur ákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 um þagnarskyldu til þeirra aðila sem annast framkvæmd laganna, þ.á m. Seðlabanka Íslands. Þegar starfsmenn Seðlabanka Íslands tóku við beiðnum um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál og gögnum sem lutu að þeim beiðnum féll því á þá þagnarskylda að svo miklu leyti sem gögnin hafa að geyma efni sem fellur undir framangreint þagnarskylduákvæði.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Eins og að framan greinir felur beiðni kæranda um aðgang að gögnum m.a. í sér ósk um afhendingu upplýsinga um fjölda undanþága frá reglum um gjaldeyrismál frá því að reglurnar tóku gildi árið 2008. Fyrir liggur að slíkt yfirlit kemur fram á bls. 25 í ársskýrslu Seðlabankans 2009. Ársskýrsla Seðlabankans 2009 var birt opinberlega. Ekkert stendur því í vegi að bankinn afhendi kæranda yfirlit úr skýrslunni. Bankinn hefur sjálfur afmarkað það svo að umrætt yfirlit á bls. 25 í skýrslunni falli undir beiðni kæranda. Með vísan til 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga ber honum því að afhenda hana kæranda svo fljótt sem unnt er.</p> <p> </p> <p>Skylda stjórnvalda samkvæmt upplýsingalögum til afhendingar gagna er afmörkuð með þeim hætti í 1. mgr. 3. gr. laganna að skylt sé að afhenda, þeim er þess óskar, fyrirliggjandi gögn sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Af gögnum málsins verður ráðið að önnur yfirlit með sambærilegum upplýsingum um fjölda afgreiddra beiðna um undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál liggi ekki fyrir í fórum bankans.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Beiðni kæranda lýtur einnig að öllum skjölum og gögnum er varða beiðni Magma Energy Sweden AB, kaupanda hlutabréfa Geysis Green Energy í HS Orku, um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál til að kaupa íslenskar krónur á aflandsmarkaði og flytja til Íslands í því skyni að greiða fyrir umrædd kaup.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þau gögn sem Seðlabankinn hefur afhent úrskurðarnefndinni, með hliðsjón af 15. gr. laga nr. 87/1992, sbr. til hliðsjónar 5. gr. upplýsingalaga. Öll umrædd gögn tilheyra ofangreindu máli, að undanskilinni áðurnefndri bls. 25 úr ársskýrslu Seðlabankans 2009. Það er jafnframt afstaða úrskurðarnefndarinnar að öll umrædd gögn falli undir tilvitnað ákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 enda lúta þau beinlínis að meðferð og afgreiðslu tiltekinnar beiðni um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál og fela samkvæmt efni sínu í sér upplýsingar um hagi viðskiptamanna bankans. Því verður að fallast á þá ákvörðun Seðlabankans frá 9. september 2010 að synja kæranda um aðgang að þeim.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Beiðni kæranda um aðgang að gögnum fól í þriðja lagi í sér ósk um afrit af öllum ákvörðunum Seðlabanki Íslands þar sem fallist er á undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál frá því reglurnar tóku gildi 2008.</p> <p> </p> <p>Eins og leiðir af því sem rakið hefur verið hér að framan hefur Seðlabankinn ekki afhent úrskurðarnefndinni ljósrit af umræddum ákvörðunum sínum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur, þrátt fyrir það, með vísan til þess að beiðni kæranda að þessu leyti lýtur einvörðungu að því að fá afhentar niðurstöður þeirra mála sem um ræðir og bankinn hefur lokið með því að fallast á að veita undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál, og með hliðsjón af efni umræddrar 15. gr. laga nr. 87/1992, þá megi almennt leggja til grundvallar að umræddar upplýsingar lúti að hluta  þagnarskyldureglu þeirri sem fram kemur í ákvæðinu. Þá ber hér einnig að líta til þess að skv. upplýsingalögum verður sú skylda ekki lögð á stjórnvöld að afhenda gögn úr ótilgreindum málum, sbr. 1. mr. 3 gr. og 10. gr. upplýsingalaga, óháð því hvort stjórnvöldum kann að vera það heimilt umfram skyldu, sbr. 3. mgr. 3. gr.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Seðlabanka Íslands ber að afhenda kæranda, [X] hdl., afrit af bls. 25 og forsíðu Árskýrslu Seðlabanka Íslands frá árinu 2009. Ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 9. september 2010 um synjun á beiðni kæranda um aðgang að gögnum er staðfest að öðru leyti.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir<span>                                                                                          </span> Friðgeir Björnsson</p> |
A-357/2011. Úrskurður frá 22. febrúar 2011 | Kærð var sú ákvörðun iðnaðarráðuneytisins að synja um afhendingu bréfs forstjóra Magma Energy til iðnaðarráðherra í heild sinni. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðili máls. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 22. febrúar 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-357/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Þann 7. september 2010 kærði [X] hrl. fyrir hönd Norðuráls Helguvík ehf., ákvörðun iðnaðarráðuneytisins þar sem hafnað var að veita aðgang að bréfi Ross Beaty til iðnaðarráðherra, dags. 18. ágúst 2010, í heild sinni. Er þess krafist að kærða verði gert að veita fullan aðgang að umræddu skjali.</p> <p> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins fór kærandi, Norðurál Helguvík ehf., fram á það við iðnaðarráðuneytið með tölvubréfi, dags. 23. ágúst 2010, að sér yrði afhent bréf Ross Beaty, forstjóra Magma Energy til iðnaðarráðherra, en um það hafi verið fjallað á forsíðu Fréttablaðsins 21. sama mánaðar.</p> <p> </p> <p>Erindinu var svarað 25. ágúst 2010. Segir í svari ráðuneytisins að í erindi Magma Energy til iðnaðarráðherra sem kærandi hafi óskað aðgangs að komi fram ákveðnar upplýsingar varðandi viðskipta- og samkeppnislegan rekstur fyrirtækisins, áherslur og viðskiptahagsmuni. Að mati ráðuneytisins falli þær upplýsingar undir síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og verði því ekki afhentar. Jafnframt komi fram í bréfinu ákveðnar upplýsingar sem lýsi persónulegum skoðunum og falli að mati ráðuneytisins undir einkamálefni einstaklinga í skilningi fyrri málsliðar 5. gr. upplýsingalaga. Til viðbótar bendir ráðuneytið á að samkvæmt 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga sé heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Ráðuneytið líti svo á að í bréfi Magma, dags. 18. ágúst 2010, sé að finna ákveðnar viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni Magma og að fyrirtækið hafi ríka hagsmuni af því að almenningur og samkeppnisaðilar hafi ekki óheftan aðgang að þeim upplýsingum. Ráðuneytið hafi leitað álits þess aðila sem í hlut eigi um afstöðu hans til þess að umbeðnar upplýsingar verði veittar og hafi hann hafnað því. Með vísan til þessa sé heimild ráðuneytisins til afhendingar á afriti af umræddu bréfi takmörkuð af 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. mgr. 9. gr. sömu laga.</p> <p> </p> <p>Á grundvelli 7. gr. sömu laga féllst ráðuneytið hins vegar á að afhenda aðra hluta bréfsins en þá sem geymdu upplýsingar sem ráðuneytið taldi að trúnaðar ætti að gæta um, sbr. framangreint. Þá kemur fram í bréfi ráðuneytisins að það hafi ekki sent nein bréf í tilefni af erindi Magma, dags. 18. ágúst 2010. Því sé ekki í ráðuneytinu að finna önnur gögn er varði þetta tiltekna mál, eins og það sé afmarkað í beiðni Norðuráls.</p> <p> </p> <p>Lögmaður kæranda ritaði af þessu tilefni bréf til iðnaðarráðuneytisins, dags. 26. ágúst 2010. Þar segir m.a. svo:</p> <p> </p> <p>„Vísað er til svars iðnaðarráðuneytisins við beiðni Norðuráls Helguvíkur ehf. ... Með svarinu fylgir umrætt bréf en einhverjar málsgreinar þess hafi verið teknar út og aðgangi Norðuráls að upplýsingunum þannig skert til muna. Ekki kemur fram hvaða málsgreinar hafi verið teknar út eða hversu margar blaðsíður bréfið hafi verið.</p> <p> </p> <p>Fyrir það fyrsta er rétt að vekja athygli á þeirri staðreynd að systurfélag Norðurál, Norðurál Grundartanga er einn stærsti viðskiptavinur HS Orku og hafa félögin gríðarlegra hagsmuna að gæta í málinu vegna uppbyggingar á álveri í Helguvík. Norðurál hefur heimildir fyrir því, líkt og raunar hefur komið fram í fjölmiðlum í dag, að í bréfinu komi fram afstaða forstjóra Magma Energy til orkusölu til álvers Norðuráls í Helguvík.</p> <p> </p> <p>Í ljósi ofangreinds krefst Norðurál fulls aðgangs að bréfi forstjóra Magma Energy til iðnaðarráðherra með vísan til 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í greininni er kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Líkt og fram kemur í svarbréfi iðnaðarráðuneytisins er að finna undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga í 3. mgr. sömu greinar. Norðurál telur hæpið að reglan eigi við, enda ólíklegt að forstjóri Magma Energy hafi reifað mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins í bréfi til iðnaðarráðherra.</p> <p> </p> <p>Komist ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að bréfið hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrrgreindra félaga ber ráðuneytinu að framkvæma hagsmunamat þar sem metnir eru hagsmunir Norðuráls af því að fá aðgang að upplýsingunum annars vegar og hagsmunir Magma Energy og HS Orku af því að upplýsingum sé haldið leyndum hins vegar. Athygli skal vakin á að iðnaðarráðuneytið getur samkvæmt upplýsingalögum og lögskýringargögnum laganna ekki synjað Norðuráli um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Er það skoðun Norðuráls að svarbréf ráðuneytisins beri það með sé að vel ígrundað hagsmunamat hafi ekki farið fram, enda hefur svarbréf ráðuneytisins aðeins að geyma almenna umfjöllun og tilvísanir til upplýsingalaga og lögskýringargagna. Í þessu samhengi er einnig vert að benda á að afrit af bréfi forstjóra Magma ber það með sér að heilu málsgreinarnar hafa verið numdar á brott. Ekki fæst séð hvernig ráðuneytið telur þessi vinnubrögð samræmast meðalhófsreglu íslensks stjórnsýsluréttar sem lögfest er í 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.“</p> <p> </p> <p>Síðar í bréfinu segir jafnframt svo:</p> <p> </p> <p>„Áherslur Magma Energy í viðskiptum eða skoðanir og hugleiðingar forstjóra félagsins geta undir engum kringumstæðum talist til viðkvæmra upplýsinga um rekstrar- og samkeppnisstöðu eða aðra viðskiptahagsmuni samkvæmt upplýsingalögum. Ljóst er að túlkun iðnaðarráðuneytisins á meginreglu 3. gr., sbr. 9. gr. upplýsingalaga, er til þess fallin að grafa undan þýðingu og mikilvægi reglunnar um aðgang almennings að upplýsingum úr stjórnsýslunni.“</p> <p> </p> <p>Svar iðnaðarráðuneytisins til kæranda er dags. 30. ágúst 2010. Þar er hafnað endurskoðun fyrri ákvörðunar. Kæra vegna ákvörðunar iðnaðarráðuneytisins var svo borin upp við úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann 7. september 2010, eins og áður greinir.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kæra málsins var send iðnaðarráðuneytinu með bréfi, dags. 14. september 2010. Var ráðuneytinu veittur frestur til 23. sama mánaðar til að gera athugasemdir og afhenda úrskurðarnefndinni þau gögn sem kæran lyti að. Með bréfi nefndarinnar, dags. 22. september 2009, var umræddur frestur framlengdur til 28. sama mánaðar.</p> <p> </p> <p>Svar iðnaðarráðuneytisins, ásamt gögnum málsins, barst úrskurðarnefndinni 27. september. Í svarinu er ítrekað vísað með beinum hætti og með endursögn í þær upplýsingar sem ráðuneytið hafði synjað kæranda um aðgang að. Kæranda var því ekki afhent umrætt bréf ráðuneytisins til athugasemda. Byggði nefndin í því sambandi einnig á því að í bréfi ráðuneytisins komu ekki fram nýjar upplýsingar eða röksemdir af hálfu ráðuneytisins umfram það sem þegar hafði komið fram í synjun þess, dags. 25. ágúst 2010, sbr. jafnframt bréf ráðuneytisins til kæranda, dags. 30. sama mánaðar.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til að rekja frekar það sem fram kemur í gögnum málsins um málsatvik og sjónarmið aðila. Úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fram er komið synjaði iðnaðarráðuneytið kæranda um aðgang að tveimur hlutum bréfs Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, til iðnaðarráðherra, dags. 18. ágúst 2010.</p> <p> </p> <p>Annars vegar er um að ræða synjun á aðgangi að einni setningu í bréfinu, sem kemur næst á eftir svohljóðandi málsgrein: „I am a dedicated environmentalist and it has been extremely painful to be the focus of so many attacks on my good reputation with such a lot of nonsense and misinformation.“ Í þeirri setningu sem synjað hefur verið um aðgang að kemur fram það mat bréfritara, Ross Beaty, að í þessu sambandi hafi athafnir tiltekins nafngreinds einstaklings hafi verið „especially defamatory“.</p> <p> </p> <p>Ráðuneytið hefur byggt synjun á aðgangi að þessum þætti bréfsins á því að þar lýsi forstjóri Magma Energy á persónulegan hátt persónulegri skoðun sinni á tilgreindum einstaklingi. Um persónulega skoðun sé því að ræða á sambærilegan hátt og t.d. stjórnmálaskoðun. Að mati ráðuneytisins hafi því borið að líta svo á að hér væri um ræða ummæli sem væru, bæði með tilliti til friðhelgi einkalífs forstjóra Magma Energy og friðhelgi einkalífs þess einstaklings sem ummælin lutu að, þess eðlis að þau vörðuðu „einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á,“ í skilningi 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í tilefni af þessu skal bent á að í skýringum við fyrri málslið 5. gr. upplýsingalaga í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það myndi takmarka mjög upplýsingaréttinn ef allar upplýsingar, sem snerta einkahagsmuni einstaklinga væru undanþegnar. Er þeirri stefnu fylgt að láta meginregluna um upplýsingarétt taka til slíkra upplýsinga en með þeim takmörkunum sem gera verður m.a. til að tryggja friðhelgi einkalífs, sbr. 5. gr. Upplýsingarétturinn verður almennt ekki takmarkaður samkvæmt ákvæðinu nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingarnar eru veittar.</p> <p> </p> <p>Þrátt fyrir að tilvitnuð orð (especially defamatory) sé eðlilegt að þýða á íslensku sem „sérstaklega ærumeiðandi“ getur úrskurðarnefndin ekki fallist á að umræddar upplýsingar séu þess eðlis að þær séu til þess fallnar að skaða friðhelgi einkalífs, hvort sem er bréfritarans eða þess aðila sem ummælin beinast að, yrðu þær gerðar opinberar. Umrætt bréf er ritað iðnaðarráðherra sem því stjórnvaldi sem fer með málefni er varða „orku, þ. á m. grunnrannsóknir á orkulindum, nýtingu orku og orkufyrirtæki“, sbr. 3. tölul. 7. gr. reglugerðar um Stjórnarráð Íslands nr. 177/2007. Í bréfinu er m.a. lýst almennri afstöðu forstjóra Magma Energy, m.a. til viðbragða hér á landi vegna aðkomu Magma Energy að viðskiptum með HS Orku hf. Tilgangur bréfsins, að þessu leyti, virðist m.a. sá að mótmæla tilteknum neikvæðum sjónarmiðum sem lýst hafi verið í opinberri umræðu og þýðingu geti haft fyrir umrædd viðskipti. Tilgangur bréfsins er þannig ekki persónulegur af hálfu bréfritara heldur lýtur hann að því að lýsa, gagnvart bæru stjórnvaldi, afstöðu til tiltekinna aðstæðna sem fyrir hendi eru og lúta að viðskiptum sem fyrirtæki sem hann er í fyrirsvari fyrir hefur haft aðkomu að hér á landi. Þrátt fyrir að orðalag í umræddri setningu um að athafnir tiltekins einstaklings hafi verið „especially defamatory“ feli í sér gildisdóm bréfritara um þær athafnir verður ekki séð að það sé til þess fallið að raska friðhelgi einkalífs hans þótt setningin verði í heild sinni gerð opinber.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varðar tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Samkvæmt framangreindu á kærandi rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem fram koma í umræddri setningu á grundvelli 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ákvæði 5. gr. upplýsingalaga stendur þeim aðgangi ekki í vegi. Er því óþarft að taka til þess afstöðu hvort kærandi hafi átt rétt á að umræddum upplýsingum skv. 1. mgr. 9. gr. sömu laga.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Hinn hluti bréfsins, sem iðnaðarráðuneytið hefur synjað kæranda um aðgang að, er 16 samfelldar línur. Þar kemur fram lýsing á afstöðu og tilteknar vangaveltur bréfritara, Ross Beaty, vegna orkusölu af hálfu HS Orku hf.</p> <p> </p> <p>Iðnaðarráðuneytið hefur í svörum sínum til kæranda og úrskurðarnefndarinnar byggt á því að aðgangur kæranda að umræddum 16 línum í bréfi Ross Beaty lúti ákvæði 9. gr. upplýsingalaga þar sem þar komi fram upplýsingar um kæranda sjálfan. Jafnframt hefur komið fram af hálfu ráðuneytisins að það líti svo á að í þessum hluta bréfsins lýsi forstjóri Magma Energy afstöðu til mikilvægra og viðkvæmra fjárhags- og viðskiptahagsmuna sem eigi að fara leynt skv. 3. mgr. sömu greinar.</p> <p> </p> <p>Ákvæði 9. gr. upplýsingalaga tryggir þeim sem upplýsingar varðar almennt ríkari rétt til aðgangs að gögnum en mælt er fyrir um í 1. mgr. 3. gr. sömu laga, þar sem fjallað er um upplýsingarétt almennings. Með hliðsjón af efni umrædds bréfs fellst úrskurðarnefndin á að um rétt kæranda til aðgangs að þeim upplýsingum sem hér um ræðir fari eftir ákvæði 9. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, „sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan“. Samkvæmt 3. mgr. sömu lagagreinar er þó heimilt að „takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.“</p> <p> </p> <p><span>Í skýringum sem fylgdu umræddu ákvæði í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 kemur fram að algengt sé að sömu gögn hafi að geyma</span> <span>upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Þegar fram komi beiðni um aðgang að slíkum gögnum sé líklegt að reyni á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum, er þá varða, sé haldið leyndum. Í skýringunum segir síðan orðrétt:</span></p> <p> </p> <p>„Kjarni reglunnar í 3. mgr. felst í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir eru að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 5. gr. frumvarpsins. Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Stjórnvald getur því ekki synjað aðila um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.“</p> <p> </p> <p>Í umræddum 16 línum í bréfi Ross Beaty til iðnaðarráðherra er fjallað um samninga fyrirtækisins HS Orku hf. um sölu á raforku vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Þar er einnig að finna almenna afstöðu bréfritara til þeirra sjónarmiða sem hann telur að æskilegt væri að hafa í huga við ákvarðanir um orkusölu af hálfu HS Orku hf. Hér er um að ræða upplýsingar sem snerta með beinum hætti viðskiptahagsmuni fyrirtækisins HS Orku hf. og möguleika þess til samninga um sölu á raforku. Væri kæranda veittur aðgangur að þeim kynni það að hafa áhrif á samningsstöðu kæranda gagnvart HS Orku hf. sem mögulegs kaupanda raforku af fyrirtækinu og gæti einnig verið til þess fallið að hafa áhrif á viðræður aðila um inntak og þýðingu samninga sem þessir aðilar hafa þegar gert. Hér er ekki um að ræða upplýsingar sem lúta að aðkomu íslenskra stjórnvalda í þessu efni eða ákvarðanir þeirra, heldur einvörðungu upplýsingar um afstöðu tiltekins einkaaðila um ofangreinda þætti.  Með vísan til þessa verður að telja að hagsmunir HS Orku hf. og eigenda þess fyrirtækis af því að umræddum upplýsingum sé haldið leyndum vegi þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að þeim. Er því fallist á synjun iðnaðarráðuneytisins á beiðni um aðgang að þessum þætti hins umrædda bréfs.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Með vísan til framangreinds verður ekki talið að iðnaðarráðuneytinu hafi verið heimilt að hafna því að veita kæranda aðgang að þeirri setningu í umræddu bréfi Ross Beaty til iðnaðarráðherra, dags. 18. ágúst 2010, sem kemur næst á eftir orðunum „and misinformation.“ Á hinn bóginn er staðfest synjun ráðuneytisins á öðrum hlutum þessa bréfs.</p> <p> </p> <p> </p> <h3> Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun iðnaðarráðuneytisins, dags. 25. ágúst 2010, sbr. einnig ákvörðun ráðuneytisins 30. sama mánaðar, á beiðni kæranda Norðuráls Helguvíkur ehf. um afhendingu á afriti af bréfi Ross Beaty til iðnaðarráðherra, dags. 18. sama mánaðar, í heild sinni að því undanskildu að ráðuneytinu ber að veita kæranda aðgang að setningu í bréfinu sem kemur næst á eftir orðunum „and misinformation“.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>          <span>Sigurveig Jónsdóttir<span> </span><span> </span><span>                                                                             </span>Friðgeir Björnsson</span></p> |
A-356/2011. Úrskurður frá 26. janúar 2011 | Kærð var sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja um aðgang að gögnum um beiðni Magma Energy Sweden AB um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál í tengslum við kaup á hlutabréfum Geysis Green Energy í HS Orku. Þagnarskylda. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Synjun staðfest. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 26. janúar 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-356/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 23. ágúst 2010, kærði [X] hdl. f.h. [...] hdl. þá ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 19. ágúst, að synja henni um aðgang gögnum er lúta að: „Beiðni Magma Energy Sweden AB, kaupanda hlutabréfa Geysis Green Energy í HS Orku, um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál í tengslum við umrædd kaup.“</p> <p> </p> <p>Í synjun Seðlabanka Íslands, frá 19. ágúst, á beiðni kæranda kemur fram að samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál er Seðlabanka Íslands heimilt að veita undanþágur frá banni á fjármagnshreyfingum meðal annars samkvæmt bráðabirgðaákvæði I, liggi fyrir umsögn þar að lútandi. Í 15. gr. laga nr. 87/1992 er kveðið á um að þeir sem annist framkvæmd þeirra laga séu bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þá er tekið fram að viðskiptamenn í skilningu ákvæðisins séu bæði einstaklingar og lögaðilar sem leggja fram beiðni um gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar, sbr. 10. gr. laganna. Með gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þar sem fram kemur að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sé Seðlabanka Íslands óheimilt að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar og beiðni hans með vísan til þess synjað.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og áður var rakið barst kæra máls þessa með bréfi, dags. 23. ágúst 2010. Í kærunni kemur fram að fyrir liggi að kaupverð á hlut Geysis Green Energy í HS Orku sé um 16 milljarðar króna og að greitt hafi verið fyrir hlutinn með reiðufé og yfirtöku skuldabréfa, sbr. frétt um málið á fréttavefnum mbl.is frá 17. maí 2010.  Af hálfu kæranda er á því byggt að 15. gr. laga nr. 87/1992 komi ekki í veg fyrir að Seðlabanka Íslands sé skylt og/eða heimilt að afhenda þau gögn sem um ræðir. Þá kemur eftirfarandi m.a. fram í kærunni:</p> <p> </p> <p>„Málatilbúnað Seðlabankans verður að skilja á þann veg að tilvitnað þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 gangi framar meginreglu upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.</p> <p> </p> <p>Ekki er af hálfu bankans vísað til þess að takmarkanir á aðgangsrétti samkvæmt 4. - 6. gr. upplýsingalaga eigi við. Má vera ljóst af því að bankinn telur að ekki þurfi að meta hvort þau ákvæði eigi við eða að öðru leyti hvort upplýsingarnar/gögnin eru þess efnis að eðlilegt sé að um þau sé leynd.</p> <p> </p> <p>Þessum skilningi og málatilbúnaði Seðlabanka Íslands er alfarið hafnað. Þó umrætt þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 sé talið sérákvæði laga um þagnarskyldu er ekki að sjá að þeir hagsmunir og/eða gögn sem óskað er eftir séu þess efnis að trúnaður skuli ríkja um það, hvorki samkvæmt lögum eða eðli máls.</p> <p> </p> <p>...</p> <p> </p> <p>Ákvæði 15. gr. snýr þannig ekki að því að vernda upplýsingar um einstakar undanþágur, eins og þá sem mál þetta snýst um, enda varðar slík undanþágubeiðni tæplega mikilvæg atriði í rekstri umrædds félags, hvorki fjárhagslega eða viðskiptalega. Hér verður að hafa í huga að viðskiptin sem slík eru opinber sem og upplýsingar sem þau varða, s.s. kaupverð.</p> <p> </p> <p>Það er því ekki að sjá að þær upplýsingar og gögn sem mál þetta snýr að sé þesslegt að ástæða sé til að það njóti sérstakrar verndar gegn upplýsingarétti almennings. Hér er ekki á nokkurn hátt verið að vernda rekstrar- og/eða fjárhagslega hagsmuni viðskiptamanna bankans í skilningi 15. gr., enda standa hvorki önnur lagaákvæði til þess að þessi atriði skuli fara leynt né byggir það á eðli máls.</p> <p> </p> <p>Þá má einnig benda á að þegar 15. gr. laga nr. 87/1992 var lögfest var ekki um það að ræða að sækja þyrfti um slíka undanþágu sem hér um ræðir. Því má þar af leiðandi halda fram að þagnarskylduregla 15. gr. eigi ekki við í þessu tilviki.</p> <p> </p> <p>Loks ber að vekja athygli á því að upplýsingarnar sem um ræðir eiga við um framkvæmd Seðlabanka Íslands á reglum varðandi gjaldeyrishöft. Um er að ræða verulega íþyngjandi reglur og munur á beitingu þeirra milli aðila til þess fallinn að vera mjög íþyngjandi og skaðlegur aðilum á samkeppnismarkaði. Því er sérstaklega brýnt að slík leynd hvíli ekki yfir málsmeðferðinni að þeir sem lúta reglunum sé gert ókleift að átta sig á því hvaða forsendur valda því að undanþágur séu veittar.</p> <p> </p> <p>Verður hér eins og ávallt við meðferð stjórnsýsluvalds að hafa í huga eina helstu meginreglu stjórnsýsluréttarins, þ.e. jafnræðisregluna. Sú regla verður ekki virt nema stjórnsýsla og öll framkvæmd hennar sé opin og gegnsæ og öllum sem þess óska sé gefið færi á að kynna sér framkvæmd sambærilegra mála en leynd eins og sú sem Seðlabankinn ber fyrir sig er einmitt til þess fallin að vekja upp efasemdir um að jafnræðis sé gætt.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 27. ágúst 2010, var Seðlabanka Íslands send kæran og veittur frestur til að gera athugasemdir við hana til 6. september. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að sér yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir Seðlabanka Íslands ásamt gögnum málsins bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 21. september. Eftirfarandi kemur m.a. fram í bréfinu:</p> <p> </p> <p>„Með þeim breytingum sem gerðar voru á lögum nr. 87/1992 í árslok 2008, sbr. lög nr. 134/2008, var bankanum fengin heimild til að takmarka og stöðva tiltekna flokka fjármagnshreyfinga til og frá landinu og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast með útgáfu reglna, sbr. bráðabirgðaákvæði I. Eins og kemur fram í athugasemdum í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 134/2008 beindist umrædd breyting einkum að því að veita heimild til framangreindra takmarkana í lengri tíma en ákvæði 3. gr. laganna mælti fyrir um. Ber bankanum því eins og áður að bregðast við með þessum hætti meti hann það svo að þessir flokkar fjármagnshreyfinga og gjaldeyrisviðskipta valdi alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Seðlabankinn hefur sett reglur um gjaldeyrismál á grundvelli framangreinds bráðabirgðaákvæðis, nú síðast nr. 370/2010. Samkvæmt þeim eru fjármagnshreyfingar til og frá landinu á milli innlendra og erlendra aðila sem og slík gjaldeyrisviðskipti óheimil nema með tilteknum þröngum undanþágum. Viðskiptamaður sem hyggur á fjármagnshreyfingu eða gjaldþrotaviðskipti og telur sig uppfylla undanþágu umræddra reglna leggur fram gögn því til staðfestingar.</p> <p> </p> <p>Sem fyrr hefur Seðlabankinn heimild til að veita undanþágur frá reglum um gjaldeyrismál samkvæmt umsókn þar að lútandi, sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992. Viðskiptamaður sem óskar eftir undanþágu frá reglum Seðlabankans leggur fram gögn með beiðni auk þess sem Seðlabankinn beinir þeim tilmælum til hans að hann leggi fram þau gögn og upplýsingar sem nauðsynlegt er til töku umræddrar ákvörðunar reynist slíkt nauðsynlegt. Það skal tekið fram að almennt er um að ræða gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja.</p> <p> </p> <p>Fyrir liggur að beiðni [A lögmannsstofu] beinist að aðgangi að gögnum í máli sem varðar ákvörðun sem tekin er á grundvelli 1. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992. Þá liggur fyrir að Seðlabankinn synjaði beiðninni með vísan til 15. gr. laga nr. 87/1992. Eins og áður er rakið er tekið fram í því ákvæði að þeir sem annast framkvæmd laganna séu bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Ljóst er að Seðlabankinn annast framkvæmd laganna. Þá er ljóst að viðskiptamenn í skilningi þess ákvæðis eru bæði einstaklingar og lögaðilar sem leggja fram beiðni um gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingu og einstaklingar eða lögaðilar sem eru lokamóttakendur yfirfærslunnar, sbr. 10. gr. laganna. Samkvæmt því eru það viðskiptamenn í skilningi laganna sem geta sótt um undanþágu til Seðlabankans á grundvelli 1. mgr. 7. gr. laga nr. 87/1992. Fyrir liggur að upplýsingar í tengslum við slíkar beiðnir, hvort sem þær eru lagðar fram að frumkvæði viðskiptamanns eða að beiðni Seðlabankans, geta almennt varðað fjárhag, rekstur, samkeppnisstöðu og viðskiptahagsmuni þessara viðskiptamanna.</p> <p> </p> <p>Ákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 er sérstakt þagnarskylduákvæði þar sem þær upplýsingar sem trúnaður skal ríkja um eru tilgreindar sérstaklega, þ.e. trúnaður skal ríkja um „hagi einstakra viðskiptamanna“. Af þessu leiðir að þagnarskylda hvílir á öllum þeim sem sjá um framkvæmd laganna, hvort sem um er að ræða Seðlabanka Íslands eða fjármálafyrirtæki. Þá er ljóst að ákvarðanir um gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingu til og frá landinu varða „hagi einstakra viðskiptamanna“, m.a. fjárhag, rekstur, samkeppnisstöðu og viðskiptahagsmuni þeirra.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið og gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er Seðlabankanum óheimilt að láta af hendi upplýsingar sem varða beiðni um gjaldþrotaskipti og fjármagnshreyfingar á milli landa í skilningi laga nr. 87/1992 og reglna settum á grundvelli þeirra hvort sem um er að ræða flutning eða móttöku yfirfærslunnar. Með vísan til þess er rétt að taka fram að ekki hefur verið tekin afstaða til aðgangs að umræddum gögnum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. september 2010, voru kæranda kynntar athugasemdir Seðlabankans og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum við kæru sína til 1. október. Frekari athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 28. september og kemur fram að helstu rök og sjónarmið kæranda séu í kæru en í bréfinu segir m.a:</p> <p> </p> <p>„Um helstu rök og sjónarmið er vísað til nefndrar kæru þar sem er að finna athugasemdir við flest þau atriði sem Seðlabankinn setur fram í umsögn sinni.</p> <p> </p> <p>Því til viðbótar skal tekið fram að ekki er gerður ágreiningur um að Seðlabankanum sé heimilt að veita undanþágur frá þeim takmörkunum sem nú eru í gildi vegna fjármagnshreyfinga til og frá landinu. Þá er ekki dregið í efa að þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 gildi um bankann.</p> <p> </p> <p>Hins vegar telur kærandi þagnarskylduákvæðið ekki koma í veg fyrir að umbeðnar upplýsingar verði veittar og gögn afhent, eins og ítarlega er gerð grein fyrir í kærunni.</p> <p> </p> <p>...</p> <p> </p> <p>Þá skal áréttað að gera má ráð fyrir að þagnarskylda samkvæmt nefndri 15. gr. afmarkist við samskonar atriði og takmörkuð eru með 5. gr. upplýsingalaga, þ.e. mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni eða önnur sambærileg atriði sem eðlilegt er að leynt skuli fara.</p> <p> </p> <p>Hér er því á engan hátt kveðið á um þagnarskyldu varðandi öll viðskipti einstakra viðskiptamanna við bankann heldur verður að meta hverju sinni hvort rétt sé að hagsmunirnir séu verndaðir, sbr. umfjöllun í kæru.</p> <p> </p> <p>Því er alfarið hafnað, eins og Seðlabankinn virðist halda fram, að beiðni um undanþágu í því máli sem hér er til umfjöllunar geti talist slík atriði sem falla undir þagnarskylduákvæði 15. gr. laga nr. 87/1992 enda ekkert fyrirliggjandi um að um sé að ræða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni.</p> <p> </p> <p>...</p> <p> </p> <p>Ein helsta regla stjórnsýsluréttarins er jafnræðisreglan en í henni felst að samskonar mál skuli afgreidd með sambærilegum hætti. Þessa reglu verður Seðlabankinn að sjálfsögu að virða þegar hann veitir undanþágur frá gjaldeyrishöftum og má hverjum vera ljóst að það er umsækjendum um undanþágur mjög mikilvægt að geta gengið úr skugga um að svo sé. Upplýsingalögin gegna einmitt því hlutverki að auðvelda almenningi að sannreyna hvort jafnræðis sé gætt og málefnaleg sjónarmið hafi verið höfð í heiðri við töku stjórnvaldsákvarðana. Leynd sem hvílir yfir afgreiðslu slíkra beiðna er einungis til þess fallin að vekja tortryggni og grunsemdir um misræmi og ójafnræði við afgreiðslu undanþága.“</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og rakið hefur verið fór kærandi fram á aðgang að gögnum Seðlabanka Íslands er lúta að beiðni Magma Energy Sweden AB, kaupanda hlutabréfa Geysis Green Energy í HS Orku, um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál í tengslum við umrædd kaup.</p> <p> </p> <p>Þau gögn sem Seðlabanki Íslands hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál eru eftirfarandi:</p> <p> </p> <p><span>1.     </span> <span>Beiðni frá Lögfræðistofu Reykjavíkur og Artica Law ehf., dags. 1. desember 2009, um mat á undanþágu frá reglum nr. 880/2009 um gjaldeyrismál.</span></p> <p><span>2.     </span> <span>Ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 7. desember 2009.</span></p> <p><span>3.     </span> <span>Beiðni frá Lögfræðistofu Reykjavíkur, dags. 3. desember 2009, f.h. Magma Energy Sweden AB, um undanþágu frá reglum nr. 880/2009 um gjaldeyrismál.</span></p> <p><span>4.     </span> <span>Bréf frá lögfræðistofu Reykjavíkur, dags. 14. janúar 2010, um upplýsingar um afdrif máls.</span></p> <p><span>5.     </span> <span>Ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 8. júlí 2010.</span></p> <p><span>6.     </span> <span>Samningur, dags. 24. nóvember 2009, um gjaldeyrisviðskipti Magma Energy Corp. hjá The Bank of New York Mellon.</span></p> <p><span>7.     </span> <span>Kaupsamningur milli Magma Energy Sweden AB og Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup hins sænska félags á hlut Orkuveitunnar í HS Orku hf., dags. 31. ágúst 2009.</span></p> <p><span>8.     </span> <span>Kaupsamningur á milli Magma Energy Sweden AB og Hafnarfjarðarkaupstaðar, um kaup hins sænska félags á hlut Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS Orku hf., dags. 31. ágúst 2009.</span></p> <p><span>9.     </span> <span>Kaupsamningur á milli Magma Energy Sweden AB og Sandgerðisbæjar, um kaup hins sænska félags á hlut Sandgerðisbæjar í HS Orku hf., dags. 31. ágúst 2009.</span></p> <p><span>10. </span> <span>Samningur milli Magma Energy Sweden AB og Orkuveitu Reykjavíkur um útgáfu skuldabréfs í bandaríkjadollurum sem hluta af greiðslu kaupverðs, dags. í ágúst 2009.</span></p> <p><span>11. </span> <span>Samningur milli Magma Energy Sweden AB og Hafnarfjarðarkaupstaðar um útgáfu skuldabréfs í bandaríkjadollurum sem hluta af greiðslu kaupverðs, dags. í ágúst 2009.</span></p> <p><span>12. </span> <span>Samningur milli Magma Energy Sweden AB og Sandgerðisbæjar um útgáfu skuldabréfs í bandaríkjadollurum sem hluta af greiðslu kaupverðs, dags. í ágúst 2009.</span></p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja; skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærandi byggir kröfu sína um aðgang á gögnum á 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í greininni segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði hefur hins vegar verið litið svo á að sérstök þagnarskylduákvæði geti ein og sér komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að óhjákvæmilegt sé að taka hér fyrst til nokkurrar umfjöllunar það ákvæði um þagnarskyldu sem Seðlabanki Íslands hefur vísað til í máli þessu, þ.e. 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Eftirfarandi ákvæði um þagnarskyldu er í 15. gr. laga nr. 87/1992 um gjaldeyrismál:</p> <p> </p> <p>„Þeir sem annast framkvæmd þessara laga eru bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 15. gr. nr. 87/1992 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Umrætt ákvæði felur í sér vísireglu, sem tilgreinir að einhverju leyti þær upplýsingar sem þagnarskylda á að ríkja um þó ákvæðið sé orðað með mjög almennum hætti. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p><span>Þau gögn sem afhent hafa verið úrskurðarnefnd um upplýsingamál lúta með einum eða öðrum hætti að beiðni</span> <span>Magma Sweden Energy AB til Seðlabanka Íslands um undanþágu frá reglum nr. 880/2009 um gjaldeyrismál, dags. 2. desember 2009.</span></p> <p> </p> <p>Í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga við 5. gr. segir m.a.: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p> </p> <p>Að framan er gerð grein fyrir 15. gr. laga nr. 87/1992 um þagnarskyldu en hún nær til þeirra aðila sem annast framkvæmd laganna, þ.á m. Seðlabanka Íslands. Þegar starfsmenn Seðlabanka Íslands tóku við beiðni um undanþágu frá reglum nr. 880/2009 um gjaldeyrismál og gögnum sem lutu að þeirri beiðni féll á þá þagnarskylda að svo miklu leyti sem gögnin hafa að geyma efni sem fellur undir framangreint þagnarskylduákvæði.</p> <p> </p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál er framangreint þagnarskylduákvæði í lögum nr. 87/1992 víðtækara, þ.e. gengur lengra en þær takmarkanir sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau gögn sem um ræðir. Lúta þau öll að mögulegum undanþágum frá reglum nr. 880/2009, um gjaldeyrismál, sem settar voru á grundvelli ákvæðis I til bráðabirgða við lög nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Þau gögn sem um ræðir eru beiðnir um undanþágur og tengd bréf, ákvarðanir Seðlabanka Íslands vegna þeirra beiðna og gögn sem fylgdu beiðnum.   </p> <p> </p> <p>Með vísan til þagnarskylduákvæðis 15. gr. laga nr. 87/1992 og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Seðlabanka Íslands beri ekki að veita kæranda aðgang að gögnum málsins sem eru eftirfarandi:</p> <p> </p> <p><span>1.     </span> <span>Beiðni frá Lögfræðistofu Reykjavíkur og Artica Law ehf., dags. 1. desember 2009, um mat á undanþágu frá reglum nr. 880/2009 um gjaldeyrismál.</span></p> <p><span>2.     </span> <span>Ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 7. desember 2009.</span></p> <p><span>3.     </span> <span>Beiðni frá Lögfræðistofu Reykjavíkur, dags. 3. desember 2009, f.h. Magma Energy Sweden AB, um undanþágu frá reglum nr. 880/2009 um gjaldeyrismál.</span></p> <p><span>4.     </span> <span>Bréf frá Lögfræðistofu Reykjavíkur, dags. 14. janúar 2010, um upplýsingar um afdrif máls.</span></p> <p><span>5.     </span> <span>Ákvörðun Seðlabanka Íslands, dags. 8. júlí 2010.</span></p> <p><span>6.     </span> <span>Samningur, dags. 24. nóvember 2009, um gjaldeyrisviðskipti Magma Energy Corp. hjá The Bank of New York Mellon.</span></p> <p><span>7.     </span> <span>Kaupsamningur milli Magma Energy Sweden AB og Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup hins sænska félags á hlut Orkuveitunnar í HS Orku hf., dags. 31. ágúst 2009.</span></p> <p><span>8.     </span> <span>Kaupsamningur á milli Magma Energy Sweden AB og Hafnarfjarðarkaupstaðar, um kaup hins sænska félags á hlut Hafnarfjarðarkaupstaðar í HS Orku hf., dags. 31. ágúst 2009.</span></p> <p><span>9.     </span> <span>Kaupsamningur á milli Magma Energy Sweden AB og Sandgerðisbæjar, um kaup hins sænska félags á hlut Sandgerðisbæjar í HS Orku hf., dags. 31. ágúst 2009.</span></p> <p><span>10. </span> <span>Samningur milli Magma Energy Sweden AB og Orkuveitu Reykjavíkur um útgáfu skuldabréfs í bandaríkjadollurum sem hluta af greiðslu kaupverðs, dags. í ágúst 2009.</span></p> <p><span>11. </span> <span>Samningur milli Magma Energy Sweden AB og Hafnarfjarðarkaupstaðar um útgáfu skuldabréfs í bandaríkjadollurum sem hluta af greiðslu kaupverðs, dags. í ágúst 2009.</span></p> <p><span>12. </span> <span>Samningur milli Magma Energy Sweden AB og Sandgerðisbæjar um útgáfu skuldabréfs í bandaríkjadollurum sem hluta af greiðslu kaupverðs, dags. í ágúst 2009.</span></p> <p> </p> <p>Að þessari niðurstöðu fenginni telur úrskurðarnefndin óþarft að taka afstöðu til annarra röksemda sem aðilar hafa fært fram máli sínu til stuðnings.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <h3> Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Seðlabanka Íslands á að veita kæranda [X] hdl. f.h. [...] hdl. aðgang að gögnum er lúta að beiðni Magma Energy Sweden AB, kaupanda hlutabréfa Geysis Green Energy í HS Orku, um undanþágu frá reglum um gjaldeyrismál í tengslum við umrædd kaup.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> <span>Sigurveig Jónsdóttir<span>                                                                                          </span> Friðgeir Björnsson</span></p> |
A-355/2011. Úrskurður 26. janúar 2011 | Kærður var dráttur og synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni um afrit af þremur bréfum til Íslandsbanka hf., NBI hf. og Nýja Kaupþings banka hf. sem vörðuðu hæfi starfsmanna bankanna. Þagnarskylda. Einkamálefni einstaklinga. Synjun staðfest. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 26. janúar 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-355/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni, málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 8. ágúst 2010, kærði [...] blaðamaður þann drátt sem orðinn var á afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins á beiðni hans frá 5. júlí um afhendingu afrita af þremur bréfum Fjármálaeftirlitsins til Íslandsbanka hf., NBI hf. og Nýja Kaupþings banka hf. um hæfi starfsmanna, dags. 13. júlí 2009. Kæranda hafði verið tilkynnt með bréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 7. júlí, að erindi hans hefði verið móttekið en vegna anna væri fyrirséð að afgreiðsla þess myndi dragast en vonir stæðu til þess að það yrði afgreitt fyrir júlílok.</p> <p> </p> <p><span>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál til Fjármálaeftirlitsins, dags. 11. ágúst, var athygli vakin á</span> <span>því að skv. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 ber stjórnvaldi að taka ákvörðun um hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Ennfremur skuli skýra þeim, sem fer fram á aðgang að gögnum, frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar eins og Fjármálaeftirlitið hafði gert með bréfi til kæranda, dags. 7. júlí. Því var beint til Fjármálaeftirlitsins að taka ákvörðun um afgreiðslu erindis kæranda eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en miðvikudaginn 18. ágúst. Þá tók úrskurðarnefndin fram að kysi Fjármálaeftirlitið að synja kæranda um aðgang að gögnum þeim, er beiðni kæranda laut að, óskaði nefndin eftir því að henni yrðu látin afrit þeirra í té sem trúnaðarmál innan sama frests.</span></p> <p> </p> <p><span>Með tölvubréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 13. ágúst, var kæranda veittur aðgangur að hluta þeirra bréfa sem hann óskaði aðgangs að með vísan til 7. gr. upplýsingalaga þar sem sanngjarnt var talið og eðlilegt að hluti þeirra færu leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Úr bréfunum var afmáður</span> <span>1. málsl. 4. mgr. bréfsins og upptalning starfsmanna sem fram kemur í kjölfar þeirrar málsgreinar.</span> <span>Þann sama dag barst úrskurðarnefndinni tölvubréf kæranda þar sem fram kom að hann héldi kæru sinni til streitu hvað varðaði þær upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið hafði afmáð við afhendingu bréfanna þriggja. </span></p> <p><span>  </span> <span> </span></p> <p>Kæran var eins og áður hefur komið fram send Fjármálaeftirlitinu með bréfi, dags. 11. ágúst, og barst úrskurðarnefndinni bréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 18. ágúst. Í bréfi Fjármálaeftirlitsins kemur m.a. eftirfarandi fram:</p> <p> </p> <p>„Eins og kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til kæranda þá féllst Fjármálaeftirlitið á að veita kæranda aðgang að hluta bréfanna, þ.e. þeim hlutum þeirra sem inniheldur ekki nöfn aðilanna og persónugreinalegar upplýsingar. Höfnun á aðgangi að nöfnum og persónugreinanlegum upplýsingum byggir á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 en greinin kveður á um að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Fjármáleftirlitið mat það sem svo að upplýsingar um nöfn þeirra aðila sem talin voru upp í bréfunum og aðrar persónugreinalegar upplýsingar teljist vera viðkvæmar persónuupplýsingar sbr. lög um persónuvernd nr. 77/2000 auk þess sem þær falla undir friðhelgi einkalífs sem nýtur verndar 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 með síðari breytingum.</p> <p> </p> <p>Í IV. kafla laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998 er kveðið á um þagnarskyldu stjórnar, forstjóra og starfsmanna Fjármálaeftirlitsins. Í 13. gr. laganna segir nánar að stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins séu bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómur úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þá segir m.a. í ákvæðinu að opinber umfjöllun af hálfu þess aðila sem þagnarskyldureglunni er ætlað að vernda um trúnaðarupplýsingar veiti starfsmönnum Fjármáleftirlitsins eða sérfræðingum sem starfa eða starfað hafa á vegum þess ekki heimild til að láta af hendi trúnaðarupplýsingar. Því er ljóst að um er að ræða víðtæka afmörkun á upplýsingarétti í ákvæðinu og hefur löggjafinn ekki látið við það sitja að byggt yrði á almennri lögboðinni þagnarskyldu opinberra starfsmanna heldur sérstaklega mælt fyrir um sérstaka þagnarskyldu.“<span>  </span> <span> </span><span> </span></p> <p> </p> <p>Fjármálaeftirlitið taldi framangreint leiða til þess að hafna bæri beiðni kæranda. Með bréfinu var úrskurðarnefnd um upplýsingamál afhent eftirfarandi gögn:</p> <p> </p> <p><span>1.     </span> <span>Bréf Fjármálaeftirlitsins til Íslandsbanka hf. um hæfi starfsmanna, dags. 13. júlí 2009.</span></p> <p><span>2.     </span> <span>Bréf Fjármálaeftirlitsins til NBI hf. um hæfi starfsmanna, dags. 13. júlí 2009.</span></p> <p><span>3.     </span> <span>Bréf Fjármálaeftirlitsins til Nýja Kaupþings banka hf. um hæfi starfsmanna, dags. 13. júlí 2009.</span></p> <p> </p> <p>Bréf Fjármálaeftirlitsins var kynnt kæranda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 19. ágúst, og honum veittur kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum við kæru sína. Með bréfi, dags. 24. ágúst, ítrekaði kærandi kröfu sína um að sér yrði afhent afriti bréfanna þriggja án þess að upplýsingar væru afmáðar úr bréfunum. </p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og rakið hefur verið fór kærandi fram á afhendingu þriggja bréfa Fjármálaeftirlitsins til Íslandsbanka hf., NBI hf. og Nýja Kaupþings banka hf. um hæfi starfsmanna, dags. 13. júlí 2009. Í þessu máli er um að ræða ágreining um skyldu Fjármálaeftirlitsins til að afhenda kæranda bréfin án þeirra útstrikana sem gerðar hafa verið með vísan til 7. gr. upplýsingalaga sbr. 5. gr.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja; skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p> </p> <p><strong><span>2.</span></strong></p> <p>Kærandi byggir kröfu um aðgang að framangreindum skjölum á 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. þeirra laga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p><span>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði hefur hins vegar verið litið svo á að sérstök þagnarskylduákvæði geti ein og sér komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að óhjákvæmilegt sé að taka hér fyrst til nokkurrar umfjöllunar þau ákvæði um þagnarskyldu sem Fjármálaeftirlitið hefur vísað til í máli þessu, þ.e. 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi með síðari breytingum</span></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1.-4. mgr. 13. gr. segir eftirfarandi.</p> <p> </p> <p>„Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.</p> <p> </p> <p>Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga. Hefur þessi afstaða úrskurðarnefndarinnar verið skýrð í eldri úrskurðum, m.a. í málum A-334/2010, A-338/2010, A-339/2010 og A-351/2011.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Bréfin þrjú sem afhent hafa verið úrskurðarnefnd um upplýsingamál innihalda upplýsingar um hæfi starfsmanna bankanna þriggja. Í bréfinu er vísað til þess að Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar hvort tilteknir lykilstarfsmenn bankanna þriggja hafi brugðist skyldum sínum í kjölfar falls íslensku bankanna haustið 2008 og hvort beina eigi því til stjórnar bankanna að víkja þeim frá störfum. Eru þeir einstaklingar sem um ræðir nafngreindir ásamt því að greint er frá því hvaða stöðu þeir gegna innan bankanna.</p> <p> </p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar gengur þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 lengra en þær takmarkanir sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga. Takmarkanir á upplýsingarétti skv. þessum ákvæðum standa því ekki í vegi að veittur sé aðgangur að hluta skjals, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, eins og Fjármálaeftirlitið hefur gert. Upplýsingar um hvort og þá hvaða starfsmenn bankanna þriggja hafi brugðist skyldum sínum eru ekki upplýsingar um viðskipti eða rekstur bankanna sem eðlilegt er að fari leynt á grundvelli sérstöku þagnarskyldureglu 13. gr. laga nr. 87/1998. Aftur á móti er um að ræða upplýsingar sem snerta atvinnu tiltekinna nafngreindra einstaklinga og hvort Fjármálaeftirlitið eigi að beina því til stjórna þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá að þeim verði vikið frá störfum. Upplýsingarnar varða einkamálefni þessara einstaklinga og eru að mati úrskurðarnefndarinnar þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær séu undanþegnar upplýsingarétti almennings með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. <span>  </span><span> </span><span>  </span><span> </span></p> <p> </p> <p>Með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Fjármálaeftirlitinu beri ekki að veita kæranda afrit af þremur bréfum Fjármálaeftirlitsins til Íslandsbanka hf., NBI hf. og Nýja Kaupþings banka hf. um hæfi starfsmanna, dags. 13. júlí 2009, umfram þann aðgang sem Fjármálaeftirlitið hefur þegar veitt.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <h3 align="center"> Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins frá 5. júlí 2010, um aðgang [...] að afritum af þremur bréfum Fjármálaeftirlitsins til Íslandsbanka hf., NBI hf. og Nýja Kaupþings banka hf. um hæfi starfsmanna, dags. 13. júlí 2009, umfram þann hluta þeirra sem þegar hefur verið veittur aðgangur að.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> <span>Sigurveig Jónsdóttir <span>                             </span> <span>                                                           </span> Friðgeir Björnsson</span></p> |
A-352/2011. Úrskurður frá 10. janúar 2011 | Kærð var sú ákvörðun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps að synja um aðgang að bréfi sem sent var sveitarstjórninni og varðaði jörð kæranda í hreppnum. Kæruheimild. Aðili máls. Aðgangur veittur, frávísun að hluta. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 10. janúar 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-352/2011.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvubréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 28. júlí 2010, kærði [...] þá ákvörðun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps að synja henni um aðgang að bréfi, dags. 22. mars 1996, er sent var sveitarstjórninni og varðar jörð hennar [A] í Grýtubakkahreppi. Kæran stafar einnig frá eiginmanni hennar, [B], þó að synjun sveitarfélagsins hafi einungis beinst að henni. Þar sem synjun sveitarfélagsins beindist einungis að [...] verður miðað við að hún ein sé kærandi.</p> <p> </p> <p>Með tölvupósti, dags. 29. júní, tilkynnti sveitarstjóri Grýtubakkahrepps kæranda um synjunina og var eftirfarandi bókun gerð á fundi sveitarstjórnar daginn áður:</p> <p> </p> <p>„Tölvupóstur frá [...] dags. 22. júní 2010. Er hún að fara fram á ljósrit af trúnaðarbréfi dags. 22. mars 1996. Að fenginni ráðgjöf lögfræðings sveitarfélagsins hafnar sveitarstjórn beiðninni.“</p> <p> </p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærandi telur bréfið varða eignarjörð sína og að öllum líkindum hana og eiginmann hennar persónulega. Þá er tekið fram að kærandi telji bréfið hafa valdið miklum átökum og leiðindum ásamt því að valda þeim hjónum verulegum fjárútlátum vegna lögfræðikostnaðar.</p> <p> </p> <p>Forsaga málsins er sú að með bréfi sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, dags. 24. júní 1996, var kærandi minnt á þágildandi ábúðarlög nr. 64/1976 og þágildandi jarðalög nr. 65/1976 varðandi búsetu hennar á ættaróðali hennar að [A] í Grýtubakkahreppi. Var afrit þess bréfs sent héraðsnefnd Eyjafjarðar. Í kjölfarið hófust bréfaskrif milli sveitarfélagsins, héraðsnefndar, lögmanns kæranda o.fl. vegna meintra lagabrota kæranda sem ekki þykir ástæða til að rekja sérstaklega. Með bréfi héraðsnefndar Eyjafjarðar, dags. 17. apríl 1998, til sveitarstjóra Grýtubakkahrepps er upplýst að héraðsnefndin muni ekki hafa frekari afskipti af málinu. Áður hafði héraðsráð Eyjafjarðar leitað ráða hjá sýslumanninum á Akureyri vegna málsins. Í svari hans kom fram að hann teldi ekki ástæðu fyrir héraðsráðið að vinna meira í málinu að svo stöddu. Af gögnum þess kærumáls sem hér er til umfjöllunar verður ráðið að kærandi telji umbeðið bréf tengjast því máli.</p> <p> </p> <p>Í kjölfar bréfs héraðsnefndar óskaði sveitarstjóri Grýtubakkahrepps með bréfi, dags. 6. júní 1998, eftir upplýsingum frá héraðsnefnd um ástæður þess að sýslumaður teldi ekki ástæðu fyrir héraðsráð að vinna meira í málinu. Svar við því bréfi liggur ekki fyrir og virðist Grýtubakkahreppur ekki hafa aðhafst meira í málinu.</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Sem að framan segir barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvubréfi, dags. 28. júlí 2010.</p> <p> </p> <p>Kæran var send Grýtubakkahreppi með bréfi, dags. 28. júlí. Var hreppnum veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 6. ágúst. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að sér yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Frestur til athugasemda var framlengdur til 13. sama mánaðar að ósk lögmanns Grýtubakkahrepps og bárust athugasemdir úrskurðarnefndinni þann dag.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum Grýtubakkahrepps kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p> „Bréfritari merkir bréf sitt <em>„trúnaðarmál“</em>. Bókað var um bréfið í trúnaðarbók sveitarfélagsins. Ekki er tekin efnisleg afstaða til þess sem er erindi bréfritara og bréfritara raunar bent á að leita til annars stjórnvalds með erindi sitt. Með því að efnislega er ekki tekin ákvörðun í málinu, ekki er tekin nein stjórnvaldsákvörðun um réttindi eða skyldur, hvorki bréfritara né annarra, og í ljósi þess að bréfritari óskar trúnaðar um málið og það er fært í trúnaðarbók, telur kærði sér ekki fært að afhenda afrit bréfsins til kærenda og telur að 9. gr. laga nr. 50/1996 veiti kærendum ekki rétt til að fá bréfið afhent.</p> <p> </p> <p>Eðli máls samkvæmt kemur til skoðunar hvort 3. gr. laga nr. 50/1996, leiði til þess að skylt sé að afhenda kærendum bréf sem óskað er eftir samkvæmt reglum um almennan upplýsingarétt. Í bréfinu er að finna fullyrðingar sem bréfritari setur fram um skoðanir sínar og túlkanir á atvikum máls og ennfremur upplýsingar um eigin hagi eða búskap.</p> <p> </p> <p>Verður að telja að efni bréfsins í heild sé með þeim hæti að það falli undir 5. gr. laga nr. 50/1996. Persónulegar skoðanir og túlkanir bréfritara á til teknu málefni, sem hann lýsir í trúnaðarbréfi sínu til sveitarfélagsins – ásamt upplýsingum um eigin hagi og búsetuskilyrði, verður að leiða til þess að bréfið verður talið gagn sem hafi að geyma upplýsingar bæði um einka- og fjárhagsmálefni bréfritara, sem sanngjarnt og eðlilegt er að leynt fari. Hugrenningar manns hljóta að teljast einkamálefni hans, jafnvel þó hann kunni að kynna þær fyrir sveitarstjórn sem trúnaðarmál.</p> <p> </p> <p>Kærandi hefur ekki sýnt fram á neina þá hagsmuni sem tengjast gagni því sem óskað er afrits af, sem réttlæti það að sveitarfélagið afhendi trúnaðarbréf sem því var sent. Órökstuddar fullyrðingar um áhrif þessa bréfs sem óskað er afrits af, og ætlaðan kostnað sem rakinn verður til þess, eru að engu hafandi, enda hlýtur að vera örðugt fyrir kærendur að fullyrða að efni bréfsins hafi leitt til átaka og leiðinda, ef kærendur þekkja ekki efni bréfsins. Er sennilegt að aðrir þættir hafi þar ráðið meiru.“</p> <p> </p> <p>Með athugasemdunum var úrskurðarnefndinni afhent bréf, dags. 22. mars 1996, til hreppsnefndar Grýtubakkahrepps.</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 17. ágúst, voru kæranda kynntar athugasemdir Grýtubakkahrepps og veittur frestur til 27. sama mánaðar til að koma að frekari athugasemdum vegna kæru sinnar. Frestur til athugasemda var framlengdur að ósk kæranda og bárust þær úrskurðarnefndinni 22. september.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum kæranda kemur fram að í bréfinu sé að öllum líkindum upplýsingar um kæranda í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Kærandi vísar til þess sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hafi tekið stjórnvaldsákvörðun í málinu. Það hafi ekki verið ljóst fyrr en mörgum árum síðar að það bréf sem kærandi hefur farið fram á aðgang að hafi verið upphaf þess máls. </p> <p> </p> <p>Þá ítrekar kærandi í athugasemdum sínum þá ósk sína að fá afhent bréfið, dags. 22. mars 1996, er sent var sveitarstjórninni og varði jörð sína [A] í Grýtubakkahreppi ásamt því að fá minnispunkta sveitarstjórnar vegna málsins sem vísað sé til í bréfi sveitarstjóra, dags. 29. apríl 1996. Síðastgreint bréf er sent [X] og kemur eftirfarandi m.a. fram í bréfinu:</p> <p> </p> <p>„Meðfylgjandi eru minnispunktar vegna jarðarinnar [A] í Grýtubakkahreppi. Samkvæmt þeim hyggst sveitarstjórn senda eigendum jarðarinnar [A] áminningu um setu jarðarinnar samkvæmt ábúðarlögum og afrit til Héraðsnefndar. Einnig er bent á að þú beinir erindi þínu til Héraðsnefndar samkvæmt 68. gr. jarðalaga.“ Þá kemur fram að kærandi hafi ekki vitað um þessa minnispunkta fyrr en eftir að kæra var send til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í ítarlegum gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið lýtur kæra þessa máls að synjun Grýtubakkahrepps á afhendingu <a id="OLE_LINK2" name="OLE_LINK2"></a><a id="OLE_LINK1" name="OLE_LINK1">bréfs, dags. 22. mars 1996, er sent var hreppsnefnd Grýtubakkahrepps og varðar óðalsjörðina [A] í Grýtubakkahreppi sem er í eigu kæranda</a>. Við meðferð málsins fyrir úrskurðarnefndinni jók kærandi við kæru sína, eins og rakið hefur verið, og óskaði einnig aðgangs að minnispunktum sveitarstjórnar vegna málsins sem vísað er til í bréfi sveitarstjóra, dags. 29. apríl 1996, sem sent var [X].</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p> </p> <p>Skilyrði 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga eru ekki uppfyllt þar sem kæranda hefur ekki verið synjað um afhendingu minnispunktanna. Af þeim sökum ber að vísa þeim þætti kæru frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Umrædd beiðni er vegna þessa framsend Grýtubakkahreppi til afgreiðslu skv. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p> </p> <p>Synji sveitarfélagið kæranda um aðgang að minnispunktunum fari hún fram á afhendingu þeirra getur kærandi borið þá synjun skriflega undir úrskurðarnefndina innan 30 daga frá því að ákvörðun um synjun afhendingar er tilkynnt, sbr. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að lögin taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og fellur Grýtubakkahreppur undir gildissvið laganna. Í 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum og þjóðréttarsamningum. Í 1. málslið 2. mgr. 2. gr. laganna segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, en þau lög taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna.</p> <p> </p> <p> Í 1. málslið 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga segir að lögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þegar um er að ræða gögn sem varða ákvarðanir stjórnvalds um rétt eða skyldu manna fer um aðgang að þeim samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaganna, en þar segir í upphafi 1. mgr. að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varði. Af þeim gögnum sem afhent hafa verið úrskurðarnefndinni verður ekki séð að tekin hafi verið stjórnvaldsákvörðun um réttindi eða skyldur kæranda. Þá hefur kærði Grýtubakkahreppur vísað til þess í athugasemdum sínum fyrir úrskurðarnefndinni að svo hafi ekki verið og fer því ákvörðun um aðgang gagna í máli þessu eftir upplýsingalögum.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Samkvæmt 3. gr. sömu laga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum með 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga sem fylgdu frumvarpi til laganna segir að ákvæðið sé byggt á áður óskráðri meginreglu um rétt einstaklinga til aðgangs að gögnum sem  séu í vörslu stjórnvalda og varði þá sérstaklega, enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir það gagn sem um ræðir og varðar það kæranda með þeim hætti að um aðgang þess fer eftir 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt aðila máls. Í 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.</p> <p> </p> <p>Sveitarfélagið Grýtubakkahreppur synjaði kæranda um aðgang að bréfi, dags. 22. mars 1996, er sent var hreppsnefnd Grýtubakkahrepps og varðar óðalsjörðina [A] í Grýtubakkahreppi sem er í eigu kæranda með vísan til 5. gr. upplýsingalaga eins og áður hefur verið rakið.</p> <p> </p> <p>Bréfið inniheldur upplýsingar um óðalsjörð kæranda, [A] í Grýtubakkahreppi, afstöðu bréfritara til eigendaskipta sem urðu í maí 1995 þegar kærandi tók við ættaróðalinu af bróður sínum sem brugðið hafði búi, vangaveltur um forgangsrétt hreppsins, hvort óðalsrétti hafi verið fyrirgert o.fl. Umræddar upplýsingar eru þess eðlis að þær varða kæranda með þeim hætti að hún á rétt á aðgangi að þeim á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá verður ekki talið að skoðanir þær sem fram koma í bréfinu séu þess eðlis að þær feli í sér upplýsingar um einkamálefni bréfritara í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá beiðni [...] um aðgang að minnispunktum sveitarstjórnar sem vísað er til í bréfi sveitarstjóra, dags. 29. apríl 1996, sem sent var [X].</p> <p> </p> <p>Grýtubakkahreppi ber að afhenda [...] bréf, dags. 22. mars 1996, sem [X] sendi hreppsnefnd Grýtubakkahrepps og varðaði óðalsjörðina [A] í Grýtubakkahreppi.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"> Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p>              Sigurveig Jónsdóttir <span>                              </span><span>                                    </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-353/2011. Úrskurður frá 10. janúar 2011 | Kærð var sú ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að synja um aðgang að tveimur minnisblöðum ráðuneytisins um jörðina [A] og [B] í Suður-Þingeyjarsýslu. Vinnuskjöl. Synjun staðfest. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 10. janúar 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-353/2011.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Kæruefni, málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Þann 8. október 2010 kærði [...] þá ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá 9. september 2010 að synja henni um að aðgang að tveimur minnisblöðum ráðuneytisins um jörðina [A] og [B] í Suður-Þingeyjarsýslu.</p> <p> </p> <p>Forsaga máls þessa er sú að kærandi fór þess á leit við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í lok ágúst 2010 að fá aðgang að þeim gögnum sem ráðuneytið hefði í vörslum sínum og vörðuðu jörðina [A] og [B]. Var aðgangur veittur að ýmsum gögnum en með tölvubréfi, dags. 9. september 2010, synjaði ráðuneytið um aðgang að tveimur minnisblöðum með vísan til 4. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 13. október 2010, var kærandi upplýstur um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði móttekið kæru hans. Sama dag var kæran send sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 22. sama mánaðar. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að sér yrðu látin í té afrit af umbeðnum minnisblöðum innan sama frests.</p> <p> </p> <p>Minnisblöðin ásamt athugasemdum ráðuneytisins bárust úrskurðarnefndinni 18. október. Þar kom m.a. fram að ráðuneytið teldi minnisblöðin falla undir vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þau hefðu verið unnin af starfsmanni og ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðuneytisins fyrir ráðherra til nota innan ráðuneytisins. Þau hefðu ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki yrði aflað annars staðar frá.</p> <p> </p> <p>Kæranda voru kynntar athugasemdir ráðuneytisins með bréfi, dags. 20. október, og veittur frestur til að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar. Frekari athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefndinni ekki.</p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Meginregla upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum hjá stjórnvöldum kemur fram í 3. gr. laganna. Sá upplýsingaréttur sem þar er kveðið á um sætir takmörkunum samkvæmt nánari fyrirmælum 4.-6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér umrædd minnisblöð. Annað minnisblaðið er dags. 21. september 1987 en hitt er ódagsett en af efni þess og upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu má ráða að það sé ritað á tímabilinu janúar 1983 til nóvember 1984. Ljóst er að minnisblöðin eru rituð af starfsmanni og ráðuneytisstjóra landbúnaðarráðuneytisins fyrir landbúnaðarráðherra og virðast samkvæmt efni sínu ætluð til eigin nota ráðuneytisins. Ekki liggja fyrir upplýsingar um að skjalið hafi verið afhent öðrum. Í minnisblöðunum koma fram vangaveltur um eignarréttindi ríkisins að hluta lands [A] og hvort aflétta beri kvöð samkvæmt afsali af jörðinni, og vangaveltur um það hvernig slíkt skuli gert. Minnisblöðin hafa hvorki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu málsins né upplýsingar um staðreyndir sem ekki verður aflað annars staðar frá.</p> <p> </p> <p>Að þessu athuguðu verður að telja að minnisblöð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins séu undanþegin upplýsingarétti almennings sem vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Synjun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um aðgang að tveimur minnisblöðum ráðuneytisins um jörðina A og B er staðfest.</p> <p> </p> <p align="center"> Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <span>                     Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                     </span>Friðgeir Björnsson</span> |
A-351/20110. Úrskurður frá 10. janúar 2011 | Kærð var sú ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að synja um afhendingu gagna um aðdraganda þess að Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hf. var færður undir skilanefnd. Þagnarskylda. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja.Aðgangur veittur að hluta. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 10. janúar 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-351/2010.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 11. febrúar 2010, kærði [X] hdl. fyrir hönd [...] hdl. þá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 18. janúar, að synja honum afhendingar gagna um aðdraganda þess að Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hf. var færður undir skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins.</p> <p> </p> <p>Forsaga málsins er sú að með bréfi, dags. 8. janúar 2010, fór umbjóðandi kæranda fram á það í umboði Samson Global Holdings S.à.r.l. að honum yrði veittur aðgangur að nánar tilgreindum gögnum í vörslu Fjármálaeftirlitsins síðustu mánuði og vikur áður en Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki var settur undir skilanefnd á grundvelli laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.</p> <p> </p> <p>Umbjóðandi kæranda hafði með bréfi, dags. 20. október 2009, óskað eftir sömu gögnum en Fjármálaeftirlitið hafnaði afhendingu gagnanna með bréfi, dags. 3. nóvember s.á. Í beiðninni frá 8. janúar sl. kemur eftirfarandi fram:</p> <p> </p> <p>„Með bréfi dagsettu 20. október 2009 óskaði ég eftir sömu upplýsingum og tíundaðar eru hér að neðan, en Fjármálaeftirlitið hafnaði beiðni minni með bréfi dagsettu 3. nóvember.</p> <p> </p> <p>Hef ég nú fengið umboð Samson Global Holdings S.à.r.l., 16, rue Jean l'Aveugle, L-1148, Lúxemborg, en umrætt félag var langstærsti hluthafinn í Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka hf. og réð fyrir 32,31% hlut. Umrætt umboð er hér meðfylgjandi undirritað af stjórnarmönnunum [A] og [B].“</p> <p> </p> <p>Í fyrri beiðni kæranda, dags. 20. október 2009, eru þau gögn sem óskað er eftir afmörkuð með eftirfarandi hætti:</p> <p> </p> <p>„Ég óska hér með formlega eftir því að fá aðgang að skjölum; minnisblöðum, bréfum, skýrslum o.þ.h. í vörslu Fjármálaeftirlitsins er varða samskipti eftirlitsins við Straum-Burðarás frá síðastliðnum áramótum og fram til 9. mars er Straumur var settur undir skilanefnd. Sér í lagi óska ég eftir gögnum sem eru dagsett frá 4. til 9. mars og kunna að varpa ljósi á þá ákvörðun sem tekin var.</p> <p> </p> <p>Til nánari skýrgreiningar á þeim gögnum sem hér um ræðir þá óska ég eftir upplýsingum um fund stjórnenda Straums með [C] og [D] kl. 11:30 að morgni 5. mars 2009. Þá óska ég eftir vitneskju um það (og eftir atvikum gögnum) hvort Fjármálaeftirlitið hafi átt samskipti við breska systurstofnun sína, British Financial Services Authority, fyrir umræddan fund. Einnig óska ég eftir aðgangi að upplýsingum um samskipti þessara stofnana á þeim drögum sem í hönd fóru.</p> <p> </p> <p>Þá óska ég eftir upplýsingum/minnisblöðum eða öðrum gögnum um fund sem [C] átti með stjórnendum Straums kl. 15:00 laugardaginn 6. mars 2009, en á þeim fundi sátu jafnframt fulltrúar Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytis og viðskiptaráðuneytis. Sömuleiðis óska ég eftir upplýsingum um fund [C] og [E] með stjórnendum Straums kl. 16:00 sunnudaginn 8. mars 2009, en þann fund sátu jafnframt [F] og [G]. Einnig óska ég eftir upplýsingum um samskipti stjórnenda Straums og Fjármálaeftirlitsins fram eftir kvöldi 8. mars og aðfaranótt 9. mars. Sér í lagi fer ég fram á upplýsingar um það hvar og hvenær ákvörðun var tekin um að setja skilanefnd yfir bankann og hvernig staðið var að þeirri ákvörðun, þar á meðal hverjir tóku umrædda ákvörðun og þá hvort embættismenn annarra stofnana hafi átt hlut að máli.</p> <p> </p> <p>Ég óska einnig eftir upplýsingum um fund stjórnenda Straums með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins í húsakynnum eftirlitsins kl. 4:00 að morgni mánudagsins 9. nóvember.“</p> <p> </p> <p>Fjármálaeftirlitið synjaði fyrri beiðni kæranda með bréfi, dags. 3. nóvember 2009. Í synjuninni kemur m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Beiðni yðar snýr að aðgangi að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um fjárhags- og viðskiptamálefni Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf. og falla eðli málsins samkvæmt undir þagnarskylduákvæði Fjármálaeftirlitsins [13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi]. Eftirlitsskyldir aðilar sem og aðrir sem Fjármálaeftirlitið á samskipti við verða að geta treyst því að slíkar upplýsingar og gögn sem eftirlitið kann að afla eða hefur undir höndum séu háðar trúnaði. Slíkur trúnaður er forsenda skilvirks eftirlits Fjármálaeftirlitsins.</p> <p> </p> <p>Þegar litið er til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 telur Fjármálaeftirlitið að þær upplýsingar sem þér óskið eftir og varða fjárahags- og viðskiptamálefni Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt með vísan til þagnarskylduálkvæðis 13. gr. laga nr. 87/1998 og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Af ofangreindu virtu synjar Fjármáleftirlitið ósk yðar um aðgang að umbeðnum gögnum.“</p> <p> </p> <p>Fjármálaeftirlitið synjaði síðari beiðni kæranda með bréfi, dags. 18. janúar sl. Er sú synjun kærð í þessu máli. Í bréfinu kemur m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Í bréfi yðar, dags. 8. janúar 2009, segir eftirfarandi: „<em>Með bréfi dagsettu 20. október 2009 óskaði ég eftir sömu upplýsingum og tíundaðar eru hér að neðan, en Fjármálaeftirlitið hafnaði beiðni minni með bréfi dagsettu 3. nóvember.</em>“ Þá kemur einnig fram í bréfinu að þér hafið nú fengið umboð Samson Global Holding, stærsta hluthafa Straums-Burðaráss, er réð yfir 34,31% hlut í félaginu. Meðfylgjandi bréfinu var jafnframt umboð undirritað af stjórnarmönnunum [A] og [B].</p> <p> </p> <p>Fjármálaeftirlitið bendir á að ofangreint umboð Samson Global Holding yður til handa, breytir því ekki að þegar litið er til 3. gr. upplýsingalaganna nr. 50/1996 telur Fjármálaeftirlitið að þær upplýsingar sem þér óskið eftir og varða fjárhags- og viðskiptamálefni Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt með vísan til þagnarskylduákvæðis 13. gr. laga nr. 87/1998 og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds telur Fjármálaeftirlitið, m.t.t. þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir, að ekki sé ástæða til að breyta fyrri ákvörðun eftirlitsins í þessu máli, sbr. bréf dags. 3. nóvember sl., er varðar synjun á ósk yðar um aðgang að umbeðnum gögnum.“</p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og áður var rakið barst kæra máls þessa með bréfi, dags. 11. febrúar sl. Í kærunni kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Umbjóðandi minn telur að jafnvel þó þau lagaákvæði sem FME byggir synjun sína á kunni að koma í veg fyrir afhendingu einhverra gagna (að hluta eða heild sinni í óbreyttri mynd) þá geti þau seint komið í veg fyrir afhendingu allra þeirra gagna sem FME hefur í fórum sínum og tengdust beiðni umbjóðanda míns. Í ákvörðun FME segir að þær upplýsingar sem óskað var eftir séu þess eðlis að sanngjarnt og eðlilegt sé að þær fari leynt með vísan til þagnarskylduákvæðis 13. gr. laga nr. 87/1998 og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Ef synjun FME byggir á að vernda hagsmuni Straums bendir umbjóðandi minn á eftirfarandi atriði máli sínu til stuðnings.</p> <p> </p> <p>Í fyrsta lagi væri hægt að leita eftir samþykki Straums fyrir slíkri afhendingu, enda er beinlínis tekið fram í nefndri 5. gr. upplýsingalaga að takmarkanir gildi ekki liggi slíkt samþykki fyrir. Leiða má líkur að því að Straumur myndi fagna slíkri afhendingu enda hafi félagið og kröfuhafar þess litlar eða engar upplýsingar fengið um grundvöll og ástæður yfirtöku FME.</p> <p> </p> <p>Í öðru lagi má benda á (eins og nefndin hefur gert í úrskurðum sínum) að í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram til skýringar á 5. gr. laganna að óheimilt sé að veita almenningi viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu fyrirtækja eða aðra viðskiptahagsmuni þeirra. Straumur hefur verið undir stjórn skilanefndar í tæpt ár og því ekki haft eiginlegan bankarekstur undir höndum og eru litlar líkur á því að svo verði í framtíðinni. Það er því vandséð hvernig afhending gagna um aðdraganda skipunar skilanefndar geti varðað svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni þótt veittur yrði aðgangur að þeim.</p> <p> </p> <p>Í þessu sambandi má benda á 4. mgr. tilvitnaðrar 13. gr. laga nr. 87/1998 en þar segir að þegar þvinguð eru fram slit á eftirlitsskyldum aðila er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr. greinarinnar. Af þessu má sjá að hagsmunir þeir sem þessum þagnarskylduákvæðum er ætlað að vernda eru að miklu leyti horfnir þegar félag er í slitameðferð.</p> <p> </p> <p>Í þriðja lagi má benda á að í 7. gr. upplýsingalaga segir að eigi takmarkanir 4. – 6. gr. aðeins við um hluta skjals skal veita aðgang að öðru efni skjalsins.</p> <p> </p> <p>Ef synjun FME byggist á því að vernda hagsmuni þriðju aðila (t.d. viðskiptamanna Straums) þá bendir umbjóðandi minn á að 3. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 segir að upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu megi veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir. Þá bendir umbjóðandi minn einnig á áðurnefnda 7. gr. upplýsingalaga í þessu sambandi.</p> <p> </p> <p>Umbjóðandi minn telur synjun FME ólögmæta. Umbjóðandi minn bendir á að staða hans sem stærsta hluthafa í Straumi er afar erfið hvað varðar öflun upplýsinga varðandi yfirtökuna. Undir venjulegum kringumstæðum gæti Straumur óskað eftir rökstuðningi og gögnum málsins í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga en með ákvæðum laga nr. 125/2008 voru slík úrræði afnumin. Þar að auki hefur hann ekki lengur aðkomu að stjórnun Straums eftir yfirtöku FME á félaginu og getur því ekki leitað leiða með atbeina félagsins sjálfs. Verði fallist á að FME sé heimilt að synja algerlega um afhendingu gagna varðandi aðdraganda yfirtökunnar er ljóst að umbjóðanda mínum er nauðugur sá einn kostur að höfða mál fyrir dómstólum vilji hann freista þess að afla upplýsinga um ástæður beitingar þessa viðurhlutamikla úrræðis FME skv. lögum nr. 125/2008.“</p> <p> </p> <p>Kæran var send Fjármálaeftirlitinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 18. febrúar, og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 26. febrúar. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Fjármálaeftirlitinu var veittur aukinn frestur til athugasemda til 5. mars og bárust athugasemdir þess þann dag. Í athugasemdum Fjármálaeftirlitsins kom m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Hin umdeildu gögn í málinu varða Straum-Burðarás fjárfestingabanka hf. (Straum). Gögnin eru eftirfarandi:</p> <p> </p> <p>1.   Margvísleg gögn um samskipti Fjármálaeftirlitsins og Straums 1. janúar 2009 til 9. mars sama ár.</p> <p>2.   Upplýsingar um samskipti við breska fjármálaeftirlitið, FSA.</p> <p>3.   Upplýsingar um „samskipti stjórnenda Straums og Fjármálaeftirlitsins fram eftir kvöldi 8. mars og aðfararnótt [sic] 9. mars“.</p> <p>4.   Upplýsingar „hvar og hvenær ákvörðun var tekin um að setja skilanefnd yfir bankann og hvernig staðið var að þeirri ákvörðun, þar á meðal hverjir tóku umrædda ákvörðun og þá hvort embættismenn annarra stofnana hafi átt hlut að máli“. Sjá meðfylgjandi fundargerð stjórnar Fjármálaeftirlitsins, dags. 8. mars 2009, og fylgigögn með fundargerð.</p> <p> </p> <p>Framangreind gögn eru hjálögð með bréfi þessu í trúnaði að beiðni úrskurðarnefndarinnar.</p> <p> </p> <p>Rétt er að árétta að Fjármálaeftirlitið hefur ekki undir höndum hluta þeirra upplýsinga sem óskað var eftir. Stofnunin getur því ekki orðið við beiðni um afhendingu þeirra. Ítarlegri rökstuðning varðandi þetta atriði er að finna hér á eftir. Þetta á við um beiðni kærenda um eftirfarandi gögn:</p> <p> </p> <p>1. Upplýsingar um „fund stjórnenda Straums með [C] og [D] kl. 11:30 að morgni 5. mars 2009“.</p> <p>2.   Upplýsingar, minnisblöð eða önnur gögn um „fund [C] með stjórnendum Straums kl. 15:00 laugardaginn 6. [sic] mars 2009“.</p> <p>3. <span> </span> Upplýsingar um „fund [C] og [E]<span> </span> með stjórnendum Straums kl. 16:00 sunnudaginn 8. mars 2009“.</p> <p>4.   Upplýsingar um „fund stjórnenda Straums með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins í húsakynnum eftirlitsins kl. 4:00 að morgni mánudagsins 9. nóvember [sic]“.</p> <p> </p> <p>Beiðni kærenda snýr að aðdraganda og skipun skilanefndar fyrir fjármálafyrirtækið Straum-Burðarás fjárfestingabanka hf. (Straumur) á grundvelli 100. gr. a í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki (ffl.). Nauðsynlegt er að hafa í huga að þetta ákvæði kom inn í lögin með 5. gr. laga nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., en þau lög hafa í daglegu tali verið nefnd neyðarlögin. Ákvæðið er í dag að finna lítið breytt í bráðabirgðaákvæði VI. í lögum um fjármálafyrirtæki. Í 8. mgr. ákvæðisins segir:</p> <p> </p> <p>„Ákvæði IV.–VII. kafla stjórnsýslulaga gilda ekki um málsmeðferð og ákvarðanatöku Fjármálaeftirlitsins samkvæmt þessari grein.“</p> <p> </p> <p>Á grundvelli þágildandi 100. gr. a ffl. tók Fjármálaeftirlitið stjórnvaldsákvörðun 8. mars 2009 er sneri að því að taka yfir vald hluthafafundar Straums eftir að ljóst varð að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Skipaði Fjármálaeftirlitið Straumi skilanefnd í kjölfarið. Þess skal getið að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins var gerð opinber 9. mars 2009 og var afrit hennar sent [H] 3. nóvember 2009 í tilefni af fyrri beiðni hans til stofnunarinnar. Í ákvörðuninni kemur m.a. fram að stjórn Fjármálaeftirlitsins hafi tekið ákvörðunina en þetta svarar einni af þeim spurningum sem kærendur hafa borið upp í málinu.</p> <p> </p> <p>Með vísan til þágildandi 8. mgr. 100. gr. a ffl. gilti IV.-VII. kafli stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ekki um framangreinda stjórnvaldsákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Ákvæði um upplýsingarétt aðila að stjórnsýslumáli er að finna í IV. kafla stjórnsýslulaganna. Þar af leiðandi getur sá sem telst eiga aðild að því stjórnsýslumáli ekki krafist upplýsinga um málið á grundvelli stjórnsýslulaga. Að sama skapi getur slíkur aðili ekki veitt öðrum umboð til þess að kalla eftir slíkum upplýsingum, enda getur hann ekki veitt öðrum ríkari rétt en hann nýtur sjálfur að lögum. Þetta sjónarmið verður að hafa í huga þegar virt er umboð Samson Global Holding S.à.r.l. sem liggur fyrir í gögnum málsins.</p> <p> </p> <p>Við mat á ósk um aðgang að gögnum er mikilvægt að kanna lagagrundvöll beiðni um upplýsingar. Sá grundvöllur getur verið þrenns konar. Þannig getur beiðni um upplýsingar byggst á 15. gr. stjórnsýslulaga, 9. gr. upplýsingalaga eða 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. rit Páls Hreinssonar, <em>Upplýsingalögin,</em> bls. 28. Páll bendir á að mikilvægt sé að greina á milli þessara heimilda. Segir hann að ástæðan fyrir þessu sé eftirfarandi: „[...] ákvæði 15. gr. stjórnsýslulaga veita mun víðtækari upplýsingarétt en hin ákvæðin [1. mgr. 3. gr. og 9. gr. uppl.]. Þá veitir 9. gr. uppl. oft víðtækari upplýsingarétt en 1. mgr. 3. gr. uppl.“</p> <p> </p> <p>Í stjórnsýslurétti hefur aðild verið skilgreind með rúmum hætti þannig að þeir sem eiga beina, verulega, sérstaka og lögvarða hagsmuni teljist aðilar máls, sbr. einnig dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 83/2003 frá 19. júní 2003. Í málinu komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Samskip  hf. gætu notið aðildar að stjórnsýslumáli sem varðaði rannsókn á meintum samkeppnisbrotum Eimskipafélags Íslands hf. Um aðild að stjórnsýslumálinu sagði Hæstiréttur m.a.:</p> <p> </p> <p>„Eins og fram kemur í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem hér er fjallað um, gefa lögskýringargögn til kynna að <u>aðildarhugtak í stjórnsýslumálum beri að skýra rúmt</u>, þannig að ekki sé einungis átt við þá, sem eiga beina aðild að máli heldur einnig þá sem hafa óbeinna hagsmuna að gæta. Ekki er til einhlítur mælikvarði í þessum efnum og líta ber til hvers tilviks fyrir sig. Almennt er sá talinn aðili að máli, sem á einstaklegra, beinna og lögvarinna hagsmuna að gæta. Þannig eru þeir, sem bera fram kærur eða kvartanir yfirleitt taldir aðilar að stjórnsýslumáli, enda eigi þeir slíkra hagsmuna að gæta við úrlausn þess.</p> <p>     Þegar þetta er metið er og óhjákvæmilegt að litið sé til hagsmuna annarra, sem að málinu koma. Eins og áður er að vikið leiðir aðild að stjórnsýslumáli til þess að viðkomandi á almennt rétt til að kynna sér skjöl og önnur gögn, er málið varða. Hagsmunir annarra geta hins vegar staðið til þess að aðgangur að gögnum verði takmarkaður. [Undirstrikun höfundar.]“</p> <p> </p> <p>Líkt og Hæstiréttur bendir á kann upplýsingaréttur aðila máls að sæta lögbundnum takmörkunum. Lögmaður kærenda lýsti því yfir í stjórnsýslukæru sinni að Samson Global Holding S.à.r.l., sem er annar kærenda í máli þessu, hefði uppfyllt skilyrði aðildar að því stjórnsýslumáli sem fól í sér skipun skilanefndar til handa Straumi. Teljist maður aðili stjórnsýslumáls, þ.e. aðili máls þar sem tekin hefur verið eða ætlunin er að taka stjórnvaldsákvörðun, bls. 209. fer um upplýsingarétt hans eftir stjórnsýslulögum en ekki upplýsingalögum, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga (Sjá Pál Hreinsson: „Upplýsingaréttur aðila máls“. <em>Úlfljótur</em>, 2. tbl. 60. árgangur 2007). Þar segir:</p> <p> </p> <p>„Lögin gilda ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum“</p> <p> </p> <p>Þar sem aðgangur á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga á ekki undir úrskurðarnefndina, upplýsingaréttur aðila að þeim stjórnvaldsákvörðunum sem teknar voru á grundvelli neyðarlaganna er takmarkaður og loks með hliðsjón af 14. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið er á um kæruheimild á grundvelli laganna er ljóst að beiðni kærenda um upplýsingar og þar með kæra þeirra í málinu getur einungis grundvallast á upplýsingalögum. Ætla verður að þegar neyðarlögin voru samþykkt á Alþingi hafi löggjafinn haft í huga þau viðurkenndu sjónarmið sem Páll Hreinsson setti fram í kennsluriti sínu, <em>Upplýsingalögin</em>, sem reifuð voru hér að framan og fela í sér að aðili stjórnsýslumáls eigi víðtækari rétt til upplýsinga en aðrir. Hér verður einnig að huga að því að neyðarlögunum verður seint líkt við almenna löggjöf sem túlka beri til samræmis við önnur lög. Mun nærtækari skýring er að um sérlög sé að ræða á fjármálamarkaði og að önnur lög beri að túlka til samræmis við neyðarlögin, sbr. lögskýringarregluna <em>lex specialis</em>, en samkvæmt henni ganga sérlög framar almennari lögum ef ákvæði þeirra eru ekki samrýmanleg. Fjármálaeftirlitið telur að þetta sjónarmið eigi einnig við gagnvart lögum sem almennt hafa verið túlkuð sem sérlög á tilteknu sviði, sbr. upplýsingalögin. Neyðarlögin teljast því sérlög gagnvart upplýsingalögum. Þar með standa ekki rök til þess að kærendur geti kallað eftir gögnum sem aðili stjórnsýslumáls getur ekki kallað eftir, en aðili telst eiga víðtækasta upplýsingarétt sem byggt verður á. Önnur niðurstaða væri í andstöðu við þau neyðarsjónarmið sem búa að baki neyðarlögunum og hefði slíkt þau áhrif að ákvæði þeirrar sérlöggjafar næðu ekki tilgangi sínum. Í málatilbúnaði kærenda kemur fram að Samson Global Holding S.à.r.l. hafi sem hluthafa í Straumi reynst erfitt að óska eftir gögnum máls þar sem upplýsingaréttur aðila samkvæmt stjórnsýslulögum hafi verið afnuminn með neyðarlögunum. Segir að krafa kærenda byggist því á upplýsingalögum. Ekki verður um það deilt að ef kærendur geta aflað sér gagna á grundvelli upplýsingalaga sem þeim er meinaður aðgangur að samkvæmt neyðarlögum þá ná neyðarlögin ekki tilgangi sínum.</p> <p> </p> <p>Fallist úrskurðarnefndin ekki á framangreind rök telur Fjármálaeftirlitið að nefndinni beri samt sem áður að hafna beiðninni á grundvelli eftirfarandi sjónarmiða. Ljóst er að beiðni um aðgang að upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga getur aðeins byggst á tveimur ákvæðum laganna, þ.e. 1. mgr. 3. gr. og 9. gr. Fjármálaeftirlitið lítur svo á að í báðum tilvikum beri að synja kærendum um aðgang að hinum umdeildu gögnum.</p> <p> </p> <p>Í 9. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að stjórnvöldum sé skylt að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í athugasemdum með frumvarpi því er varð að upplýsingalögum sagði m.a. um 9. gr. laganna:</p> <p> </p> <p><span> </span> „Í 1. mgr. er upplýsingarétturinn skilgreindur á svipaðan hátt og upplýsingaréttur skv. 3. gr. en því bætt við að skjöl eða önnur gögn, sem óskað er eftir aðgangi að, <u>skuli hafa að geyma upplýsingar um aðila sjálfan</u>. Aðili í þessum skilningi getur verið jafnt einstaklingur sem lögaðili. [Undirstrikun höfundar.]“</p> <p> </p> <p>Eins og ráða má af framangreindu heimilar 9. gr. upplýsingalaga aðila einungis að kalla eftir upplýsingum um sjálfan sig. Upplýsingarnar sem um ræðir í þessu máli fjalla um lögaðilann Straum. Í þessu samhengi skal þess getið að fyrirtækið er enn með starfsleyfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Í hinum umbeðnu gögnum er ekki minnst á [H] eða Samson Global Holding S.à.r.l. Orðlagið „aðila sjálfan“ verður ekki skýrt með þeim hætti að annar aðili en Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. geti kallað eftir þeim upplýsingum. Önnur skýring væri ótæk auk þess sem það skapaði varhugavert fordæmi ef menn gætu byggt á ákvæðinu varðandi upplýsingar um aðra en sjálfan sig. Af þessari ástæðu ber að hafna beiðni kærenda, þ.e.a.s. ef beiðni þeirra byggist á 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Eftir stendur hvort kærandi geti byggt á 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 161/2006. Í ákvæðinu segir:</p> <p> </p> <p>„[Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.]<sup>1)</sup>“</p> <p> </p> <p>Mikilvægt er að hafa í huga að ákvæðinu er ætlað að tryggja almenningi ákveðinn lágmarksaðgang að upplýsingum án þess að þurfa að rökstyðja hagsmuni af þeirri beiðni sinni. Þetta ákvæði gengur eins og áður segir skemmst af þeim ákvæðum sem hægt er að byggja kröfu um upplýsingarétt á, sbr. rit Páls Hreinssonar, <em>Upplýsingalögin</em>, bls. 28. Virða ber sjónarmið um meinta hagsmuni kærenda af því að fá upplýsingar í þessu ljósi.</p> <p> </p> <p>Upphaflega var 1. mgr. 3. gr. orðuð með öðrum hætti en ákvæðið að ofan greinir. Ákvæðinu var hins vegar breytt með lögum nr. 161/2006. Í athugasemdum með frumvarpi til laganna sagði m.a. um þetta ákvæði:</p> <p> </p> <p>„Af framansögðu leiðir að þegar beðið er um aðgang að tilteknum gögnum verður erindið að tengjast <em>tilteknu máli</em>. Þessi niðurstaða byggist einnig á fyrirmyndum upplýsingalaganna. Í athugasemdum við 10. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er tekið fram að gengið sé út frá sömu tilhögun og fram kemur í norsku og dönsku upplýsingalögunum um þetta efni. Þannig sagði svo í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. þeirra norsku upplýsingalaga, sem voru í gildi, þegar frumvarp það var samið, er varð að upplýsingalögum, nr. 50/1996: „Enhver kan hos vedkomennde forvaltningsorgan kreve å få gjøre seg kjent med det offentlige innholdet av dokumenter i en <em>bestemt sak</em>.“</p> <p><u>    Þá leiðir af sama áskilnaði að gögn sem 1. mgr. 3. gr. tekur til eru eingöngu þau sem til eru þegar beiðni um þau er afgreidd. Þessi regla leggur því ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn til að geta orðið við beiðni</u><span>, þ.e. ekki umfram það sem leiðir af skyldu skv. 7. gr. laganna til að veita aðgang að þeim hluta gagna sem undanþága eða takmörkun tekur ekki til, ef því er að skipta. Tilskipun (EB) nr. 2003/98 gerir heldur ekki kröfur umfram þetta.</span></p> <p><u>    Þar sem misskilnings hefur gætt um framangreind atriði við framkvæmd upplýsingalaganna er í 1. og 2. gr. frumvarpsins lagt til að 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna verði orðaðar skýrar að þessu leyti.</u></p> <p><span>   </span> Að því er síðastnefnt atriði varðar er í 1. gr. frumvarpsins lagt til að á því verði hnykkt á tvo vegu í 1. mgr. 3. gr. Annars vegar með því að <u>tiltaka að greinin taki einvörðungu til fyrirliggjandi gagna í vörslu stjórnvalda og hins vegar með því að taka upp sérstakt ákvæði um að á stjórnvöld verði ekki lögð skylda til að útbúa ný gögn sérstaklega til að verða við beiðni</u>. [Undirstrikun höfundar.]“</p> <p> </p> <p>Af framangreindri lagabreytingu leiðir að Fjármálaeftirlitinu ber ekki að útbúa ný gögn og að ef svo ólíklega vildi til að um skyldu til afhendingar á einhverjum gögnum yrði að ræða þá stæði slík skylda einungis til fyrirliggjandi gagna. Í upphafi þessa bréfs var grein gerð fyrir því að Fjármálaeftirlitið hefði ekki öll þau gögn undir höndum sem kærendur óska aðgangs að í víðtækri beiðni sinni. Með hliðsjón af framangreindum rökum er stofnuninni því ómögulegt að verða við því að afhenda umrædd gögn.</p> <p> </p> <p>Þá skal þess getið að heimild manna til að kalla eftir upplýsingum á grundvelli 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga sætir takmörkunum samkvæmt öðrum ákvæðum upplýsingalaga. Í þessu máli eiga takmarkanir samkvæmt 5. og 6. gr. laganna við.</p> <p> </p> <p>Eins og úrskurðarnefndin getur staðreynt eru þær upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið hefur afhent nefndinni í trúnaði afar viðkvæmar. Um er að ræða upplýsingar frá Straumi til Fjármálaeftirlitsins um eignasafn bankans, hugsanlega afskriftaþörf, eiginfjárstöðu, lausafjárstöðu og innlán. Slíkar upplýsingar uppfylla það skilyrði 5. gr. upplýsingalaga að varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Athuga ber einnig að í gögnunum er einnig minnst á viðskiptamenn Straums en þeir njóta einnig verndar samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 58. gr. laga um fjármálafyrirtæki.</p> <p> </p> <p>Varðandi fundargerð stjórnar Fjármálaeftirlitsins 8. mars 2008 skal þess getið að þar eru ýmis viðkvæm mál rædd sem ekki varða beiðni kærenda. Snerta sum þeirra önnur fjármálafyrirtæki og samskipti við erlendar ríkisstofnanir. Ef svo ólíklega vildi til að veittur yrði aðgangur að því skjali telur Fjármálaeftirlitið nauðsynlegt að sá aðgangur verði takmarkaður að því er varðar þær trúnaðarupplýsingar sem koma fram í fundargerðinni og snerta Straum ekki að neinu leyti.</p> <p> </p> <p>Til viðbótar við framangreind rök bendir Fjármálaeftirlitið á að 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi (oefl.) á einnig við í málinu. Í ákvæðinu kemur fram að upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum skuli háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu. Nokkur hluti þeirra gagna sem um ræðir varðar eins og áður segir ekki aðeins Straum heldur einnig viðskiptamenn fyrirtækisins. Falla þau gögn tvímælalaust undir 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Skilyrði fyrir þagnarskyldu samkvæmt 2. mgr. 13. gr. oefl. eru því uppfyllt.</p> <p> </p> <p>Lögmaður kærenda heldur því fram að leita mætti samþykkis Straums fyrir veitingu upplýsinga á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Hér er þó um að ræða misskilning hjá lögmanninum því eins og rakið hefur verið hér að framan voru aðilar að stjórnsýslumálum á grundvelli neyðarlaga sviptir upplýsingarétti sínum með sömu lögum. Sú lögskýring að aðili máls sem ekki hefur heimild til þess að kalla eftir upplýsingum geti samt sem áður veitt samþykki sitt fyrir því að öðrum verði veittar slíkar upplýsingar er ótæk.</p> <p> </p> <p>Hér mætti einnig að líta til 5. mgr. 13. gr. oefl. Þar segir:</p> <p> </p> <p>„Opinber umfjöllun af hálfu þess aðila sem þagnarskyldunni er ætlað að vernda um trúnaðarupplýsingar veitir starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins eða sérfræðingum sem starfa eða starfað hafa á vegum þess ekki heimild til að láta af hendi trúnaðarupplýsingar.“</p> <p> </p> <p>Þetta sýnir glöggt hversu sterka þagnarskyldu 13. gr. oefl. felur í raun í sér.</p> <p> </p> <p>Hér að framan var rakið að sjónarmið lögmanns kærenda um samþykki fyrir veitingu upplýsinga á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga séu ekki á rökum reist. Í sömu umfjöllun staðhæfir lögmaðurinn að Straumur og kröfuhafar félagsins hafi fengið „litlar sem engar upplýsingar um grundvöll og ástæður“ ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins. Þetta er ekki aðeins villandi heldur beinlínis rangt. Líkt og þegar hefur verið getið var ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um beitingu neyðarlaganna gagnvart Straumi gerð opinber daginn eftir að hún var tekin auk þess sem þar er að finna rökstuðning fyrir ákvörðuninni. Þar kemur m.a. fram að Fjármálaeftirlitinu hafi borist bréf frá Straumi 8. mars 2009 þar sem því var lýst að fyrirtækið þyrfti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónir evra 9. sama mánaðar en Straumur hefði aðeins handbært fé að fjárhæð 15,3 milljónir evra. Einnig hafi sagt í bréfi Straums að það sé mat fyrirtækisins að ekki sé raunhæfur kostur að afla þess fjár sem nauðsynlegt sé til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi og að ákveðið hefði verið að óska eftir heimild til greiðslustöðvunar að morgni 9. mars. Í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins er tekið fram að stofnunin hafi með hliðsjón af framangreindu bréfi Straums litið svo á að skilyrði fyrir beitingu 100. gr. a laga um fjármálafyrirtæki (ffl.) væru uppfyllt. Fram kemur að stjórn Fjármálaeftirlitsins hafi tekið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Straums og skipa fyrirtækinu skilanefnd. Ekki er því hægt að fallast á fullyrðingar lögmanns kærenda um að engar upplýsingar liggi fyrir um grundvöll og ástæður ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins.</p> <p> </p> <p>Í málatilbúnaði sínum heldur lögmaður kærenda því fram að undanþágur 5. gr. upplýsingalaga frá upplýsingarétti almennings eigi ekki við í málinu þar sem Straumur hafi ekki haft „eiginlegan bankarekstur með höndum“ í tæpt ár. Hér verður að árétta að Straumur er enn með starfsleyfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.</p> <p> </p> <p>Fjármálaeftirlitið hefur tekið mið af 7. gr. upplýsingalaga um aðgang að hluta af gögnum máls og telur að ákvæðið leiði ekki til annarrar niðurstöðu en stofnunin hefur þegar komist að í máli kærenda.</p> <p> </p> <p>Loks verður að hafa í huga að auk þeirra lögbundnu takmarkana sem er að finna á upplýsingarétti í upplýsingalögum er að finna <em>sérstakt</em> ákvæði um þagnarskyldu í 13. gr. oefl. Í 2. ml. 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga kemur fram að <em>almenn</em> ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki aðgang að upplýsingum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun verður því slegið föstu að <em>sérstök</em> ákvæði um þagnarskyldu geti hins vegar takmarkað aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum umfram þær takmarkanir sem þar er að finna.</p> <p> </p> <p>Í þessu samhengi verður að líta til þess að úrskurðarnefndin hefur í fyrri úrskurðum sínum staðfest að í 13. gr. oefl. felist <em>sérstakt</em> þagnarskylduákvæði, sbr. mál nr. A-85/1999 og A-147/2002.</p> <p> </p> <p>Lögmaður kærenda ber því við að 3. mgr. 13. gr. oefl eigi við í málinu um að upplýsingar megi veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir. Til þess að hægt sé að afhenda upplýsingar á grundvelli þess ákvæðis þarf að vera ljóst að upplýsingarnar verði raunverulega „ópersónugreinanlegar“ í skilningi ákvæðisins. Fjármálaeftirlitið lítur svo á að þetta ákvæði eigi nær eingöngu við um tölfræðilegar upplýsingar sem tengja má við marga einstaklinga. Sú staða er ekki uppi í þessu máli. Ef nöfn aðila eru tekin út en augljóslega má ráða hverjir þar séu á ferðinni þá verður að álykta að skilyrði 3. mgr. 13. gr. oefl. um að upplýsingar séu ópersónugreinanlegar sé ekki uppfyllt. Fjármálaeftirlitið lítur þannig á að þetta sé staðan í fyrirliggjandi máli.</p> <p> </p> <p>Varðandi upplýsingar um samskipti við breska fjármálaeftirlitið, FSA, þá telur Fjármálaeftirlitið rétt að aðgangur að þeim gögnum verði takmarkaður á grundvelli þeirra sjónarmiða sem rakin hafa verið hér að framan. Fjármálaeftirlitið telur einnig að óháð þeim sjónarmiðum beri að takmarka aðgang að þessum upplýsingum á grundvelli 2. tl. 6. gr. upplýsingalaga. Til þess að 2. tl. 6. gr. eigi við þarf skilyrði um mikilvæga almannhagsmuni að vera uppfyllt. Í þessu samhengi er rétt að nefna að samskipti Fjármálaeftirlitsins við erlendar eftirlitsstofnanir eru viðkvæm, sérstaklega eftir bankahrunið svokallaða sem reið yfir í október 2008. Ef til þess kæmi að upplýsingar um samskipti eða inntak samskipta FSA yrðu veittar kærendum væri hætt við því að slíkt hefði afar slæm áhrif á samskipti stofnananna tveggja. Ekki er útilokað að FSA og jafnvel önnur erlend eftirlitsstjórnvöld myndu ekki treysta sér til þess að veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar sem nauðsynlegar eru við rækslu eftirlits með fjármálamarkaðnum. Enginn vafi leikur á því að slíkt hefði slæm áhrif á starfsskilyrði Fjármálaeftirlitsins og snerti þar með mikilvæga almannahagsmuni í skilningi 2. tl. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><span>Að öllu framangreindu virtu mótmælir Fjármálaeftirlitið málatilbúnaði kærenda og krefst þess að úrskurðarnefndin hafni kröfum þeirra.</span><span>“</span></p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 10. mars sl. gaf úrskurðarnefndin kæranda kost á að gera frekari athugasemdir vegna kærunnar í ljósi umsagnar Fjármálaeftirlitsins. Svarbréf kæranda er dags. 17. mars sl. Þar kom eftirfarandi m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Af umsögn FME að dæma virðist leika vafi, af þess hálfu, á því á hvaða lagagrundvelli umbjóðendur mínir óskuðu eftir gögnum sem og á hvaða lagagrundvelli kæran var reist. Í ljósi þessa er rétt að undirstrika að umbjóðendur mínir óskuðu eftir upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996 (hér eftir „lögin“), einkum 1. mgr. 3. gr. laganna en hafi FME undir höndum gögn sem varða umbjóðendur mína sjálfa þá reisa umbjóðendur mínir kröfu sína um aðgang að slíkum gögnum á 1. mgr. 9. gr. laganna, og um kæruheimildina var vísað til 14. gr. upplýsingalaga. Umbjóðendur mínir hafa í þessu máli ekki byggt rétt sinn á IV. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993 (hér eftir „stjórnsýslulögin“), sem eins og FME bendir réttilega á var með lögum nr. 125/2008 (hér eftir „neyðarlögin“) kippt úr sambandi m.a. hvað varðar rétt aðila máls til aðgangs að upplýsingum varðandi málsmeðferð og ákvarðanatöku FME á grundvelli þágildandi 100. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 (hér eftir „ffl.“).</p> <p> </p> <p>Umbjóðendur mínir hafna alfarið lögskýringum FME og því hvað FME ætlar löggjafanum að hafa haft í huga þegar neyðarlögin voru samþykkt, sbr. umfjöllun á bls. 3 í umsögn FME um kæru umbjóðenda minna. Hér verður að hafa í huga að löggjafinn var með 8. mgr. 5. gr. neyðarlaganna að lögfesta íþyngjandi undanþágur frá lögvörðum réttindum<span> </span> aðila stjórnsýslumáls samkvæmt stjórnsýslulögunum sem vitanlega ber að skýra þröngt eða a.m.k. ekki svo rúmt að hún felli um leið úr gildi rétt til aðgangs að upplýsingum skv. upplýsingalögunum sem hvergi er minnst á í fyrrnefndu ákvæði. Hafi löggjafinn ætlað að takmarka rétt almennings til aðgangs að upplýsingum skv. upplýsingalögunum hefði hann að sjálfsögðu þurft að taka það skýrt fram en þar sem hann gerði það ekki gildir réttur almennings til aðgangs að upplýsingum skv. upplýsingalögunum fullum fetum. Sú skýring<span> </span> er ótæk, að lögfesti löggjafinn undantekningu frá upplýsingarétti skv. stjórnsýslulögunum þá felist sjálfkrafa í því að réttur til upplýsinga skv. öðrum lögum sem gengur skemur falli einnig niður. Rétt er að benda á að tilvitnuð undanþága frá málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaganna tekur til fleiri atriða en upplýsingaréttar. Hún var fyrst og fremst lögfest í neyðarlögunum til að einfalda og hraða málsmeðferð FME þegar stjórnvaldið þurfti vissulega að hafa hraðar hendur og ekki var talið ráðlegt að gefa færi á því að tefja málsmeðferðina. Þó afleiðingar undanþágunnar séu einnig þær að stjórnvöld telji að þeim beri ekki að veita aðgang að gögnum er varða þessar ákvarðanir löngu eftir að málsmeðferðinni er lokið, er ekki ljóst að slíkt hafi verið tilgangur löggjafans, enda hefur löggjafinn gert breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki síðan þá varðandi málsmeðferð þegar fjármálafyrirtæki lenda í erfiðleikum. Það er einnig rétt að hafa í huga að sú neyð sem skapaðist eftir fall stóru viðskiptabankanna þriggja í október 2008 var töluvert annars eðlis í mars 2009 þegar FME tók yfir vald hluthafafundar Straums.</p> <p> </p> <p>Umbjóðendur mínir vekja athygli á því að þeir hafa ekki farið fram á það að FME útbúi ný gögn til að geta orðið við beiðni umbjóðenda minna í ríkara mæli en kveðið er á um í 7. gr. upplýsingalaganna. Einungis er óskað eftir þeim gögnum sem FME hefur undir höndum og varðar þau atriði sem umbjóðendur mínir óskuðu eftir upplýsingum um og er sú ósk hér með ítrekuð. Í því sambandi er vakin athygli á því að í greinargerð með frumvarpi að því sem varð að upplýsingalögunum segir m.a. <em>„...hugtakið ,,gögn“ er notað sem samheiti um öll þau form sem upplýsingar eru varðveittar á innan stjórnsýslunnar. Upplýsingaréttur almennings gildir án tillits til þess í hvaða formi umbeðnar upplýsingar eru. Hugtakið á því að skýra rúmt eins og fram kemur í 2. tölul. 3. gr. frumvarpsins.“</em> Beiðni umbjóðenda minna er því ekki takmörkuð við „skjöl“ í þrengri merkingu þess orðs. Umbjóðandi minn skorar á FME að staðfesta hvort einhver „gögn“ í framangreindri merkingu séu til staðar er varða þær upplýsingar sem umbjóðendur mínir óskuðu eftir og FME kveðst ekki hafa undir höndum, en hugtakið upplýsingar er skýrt svo í greinargerðinni <em>„Hugtakið ,,upplýsingar“ er samheiti yfir allt það sem komið hefur til vitundar stjórnvalda.“</em> Það kæmi umbjóðenda mínum á óvart ef engin gögn, í framangreindri merkingu, væru til staðar hjá FME til að mynda varðandi þá fundi sem taldir eru upp í fjórum töluliðum neðst að bls. 1 í umsögn FME við kæru umbjóðenda minna, s.s. tölvupóstsamskipti, fundargerðir, minnisblöð o.þ.h.</p> <p> </p> <p>Þá heldur FME því fram að takmarkanir skv. 5. og 6. gr. upplýsingalaganna eigi við og verður nú vikið að skilyrðum framangreindra ákvæða fyrir því að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að upplýsingum.</p> <p> </p> <p>Varðandi 5. gr. upplýsingalaganna, sem og reyndar tilvitnaða 13. gr. laga nr. 87/1998 (hér eftir „oefl.“), vísar undirritaður til umfjöllunar í kæru umbjóðenda minna, dags. 15. febrúar 2010, þar sem fram koma í þremur liðum röksemdir fyrir því að umræddar takmarkanir þurfi ekki að koma í veg fyrir að FME veiti umbjóðendum mínum aðgang að umbeðnum gögnum, þó e.t.v. kunni að vera nauðsynlegt að strika út tilteknar upplýsingar með vísan til ákvæðisins. Rétt er að árétta að umbjóðendur mínir eru ekki að reyna að nálgast viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar um mikilvæga viðskiptahagsmuni viðskiptamanna Straums.</p> <p> </p> <p>Rétt er að benda á að í greinargerð með frumvarpi því er varð að upplýsingalögunum segir m.a. um 5. gr. „<em>Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Í vafatilvikum er stjórnvaldi rétt að leita álits þess aðila sem í hlut á. Ef hann samþykkir að umbeðnar upplýsingar séu veittar stendur 5. gr. almennt ekki í vegi fyrir upplýsingagjöf. Sama er ef slíkt samþykki er gefið fyrirfram.“</em> Ekki verður séð að þær upplýsingar sem óskað er eftir geti raskað framangreindum hagsmunum hjá fyrirtæki í slitameðferð eða að slíkir hagsmunir séu yfir höfuð fyrir hendi. Erfitt er að koma auga á hvernig tilvist starfsleyfisundanþágu Straums breyti nokkru þar um enda slitameðferð í fullum gangi. Þá verður enn síður séð að FME hafi leitað álits þeirra aðila sem í hlut eiga svo sem þeim hefði verið rétt að gera skv. framangreindu og umbjóðendur mínir höfðu áður bent á. Í því sambandi og í ljósi athugasemda FME, dags. 5. mars 2010 (neðst á bls. 5), er ítrekað að neyðarlögin takmörkuðu einungis rétt til aðgangs að upplýsingum á grundvelli stjórnsýslulaganna en ekki á grundvelli upplýsingalaganna. Loks má benda á að Páll Hreinsson hefur í riti sínu Upplýsingalögin, bls. 62 og 70, bent á að þegar mál snertir fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja ber að leysa úr málinu á grundvelli mats á því hvort þar sé um að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla megi, með tilliti til aðstæðna, að það sé til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni, verði veittur aðgangur að upplýsingunum. Þá verði að meta með tilliti til aðstæðna í fyrirliggjandi máli, hversu mikið tjónið getur orðið og hvaða líkur séu á því að tjón muni hljótast. Erfitt er að sjá hvernig ársgamlar upplýsingar um félag í slitameðferð gæti mögulega valdið því slíku tjóni að rétt sé að fara leynt með upplýsingarnar.</p> <p> </p> <p>Í úrskurði nefndarinnar A-85/1999 sem FME vísar til í umsögn sinni því til stuðnings að 13. gr. oefl. sé sérstakt þagnarskyldu ákvæði sem eigi að leiða til takmörkunar á aðgangi að upplýsingum segir: <em>„Í ljósi þessa orðalags er ekki unnt að skýra umrætt lagaákvæði svo, eins og Fjármálaeftirlitið heldur fram, að öll gögn og upplýsingar, sem stofnunin fær í hendur á grundvelli lögboðinnar eftirlitsskyldu og varða viðskipti og rekstur fyrirtækja eða einstaklinga, séu háð þagnarskyldu, án tillits til efnis þeirra, vegna þess að þá væru orðin "og leynt á að fara" merkingarlaus. Í umræddu ákvæði er hins vegar mælt fyrir um ríka þagnarskyldu stjórnar og starfsmanna Fjármálaeftirlitsins að því er lýtur að viðskiptum og rekstri þeirra aðila sem stofnunin hefur eftirlit með. Á hinn bóginn verður ekki litið framhjá meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga við úrlausn þessa máls, eins og áður hefur verið gerð grein fyrir.“</em> Þá segir jafnframt: <em>„Með tilliti til þess m.a. hve langur tími er liðinn frá því að bréf þessi voru skrifuð er það álit nefndarinnar að í þeim sé ekki að finna neinar upplýsingar, sem leynt eigi að fara skv. 12. gr. laga nr. 87/1998</em> [nú 13. gr.- Innskot lögmanns], <em>sbr. 5. gr. upplýsingalaga.“</em> Í þessu sambandi skal þess getið að í umræddu tilviki hafði liðið „<em>á fjórða mánuð“</em> frá því að FME hafði snúið sér til hins eftirlitsskylda aðila og óskað eftir umþrættum upplýsingum. Þá segir í úrskurði nefndarinnar A-147/2002 sem FME vitnar einnig til: „<em>Eins og fram kemur í áliti efnahags- og viðskiptanefndar, er hér um að ræða ákvæði sem þrengir rétt almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þar af leiðandi lítur úrskurðarnefnd svo á að skýra beri ákvæðið þröngt á sama hátt og önnur slík ákvæði. Í nefndarálitinu virðist vera gengið út frá því að þagnarskylda samkvæmt lögum, sem gilda um eftirlitsskylda aðila, skuli því aðeins ná til stjórnar og starfsmanna Fjármálaeftirlitsins að upplýsinganna, sem um er að ræða, hafi verið aflað frá hinum eftirlitsskyldu aðilum sjálfum, en ekki öðrum aðilum.</em>“ Af framangreindu er ljóst að nefndin hefur hafnað túlkun FME á ákvæðinu, þó fallist hafi verið á að um sé að ræða sérstakt þagnarskylduákvæði þrátt fyrir gagnstæð ummæli í frumvarpi að lögunum, og talið að líta verði til þess hvert efni umræddra gagna er og hvort eðlilegt og rétt sé að leynt skuli fara með þau. Í því sambandi hefur nefndin haft hliðsjón af því hversu langt er liðið síðan gagnanna var aflað og er það ítrekað að í þessu tilviki er um að ræða ársgömul gögn. Þá er vakin athygli á því að nefndin hefur áréttað að ákvæðið beri að túlka þröngt þar sem um undantekningu frá meginreglunni er að ræða. Ennfremur hefur nefndin áréttað að ákvæðið eigi bara við um gögn sem aflað er frá eftirlitsskylda aðilanum sjálfum. Að mati umbjóðenda okkar er í ljósi framangreinds ekki tilefni til að fallast á röksemdir FME enda eiga engin skilyrði fyrir þagnarskyldu skv. umræddu ákvæði við í þessu máli.</p> <p> </p> <p>Í ljósi þess að FME tekur fram í umsögn sinni um kæru umbjóðenda minna að það telji ekki mögulegt að gera upplýsingarnar raunverulega ópersónugreinanlegar er rétt að árétta að nafnleynd getur einungis átt við um þær persónur og leikendur sem ekki er almennt vitað að gögn varða. Það væri t.d. ekki hægt að túlka ákvæði 3. mgr. 13. gr. oefl. þannig í þessu tilviki að ekki mætti veita aðgang að gögnum á þessum grundvelli nema hægt væri að tryggja að Straumur, FME eða t.d. breska fjármálaeftirlitið (hér eftir „FSA“) væru ópersónugreinanleg enda eru það opinberar upplýsingar að þessir aðilar tengjast málinu. Hvað varðar viðskiptamenn Straums verður það að teljast ólíklegt að ekki sé hægt að koma gögnunum í slíkan búning að ekki sé hægt að persónugreina þá. Er því þessum skýringum FME hafnað.</p> <p> </p> <p>Hvað varðar tilvísun FME til 2. tl. 6. gr. upplýsingalaganna þá hafnar umbjóðandi minn því að hún eigi við. Þó svo að hún ætti við að hluta, þá gæti hún ekki átt við um öll samskipti FME og FSA enda skilyrði að um mikilvæga almannahagsmuni sé að ræða og að upplýsingagjöf um þá hefði raunverulega hættu í för með sér á tjóni, sbr. umfjöllun um greinina í greinargerð með frumvarpi að upplýsingalögunum. Það hefur ekki áhrif á rétt almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögunum þótt önnur stjórnvöld, hvort sem eru innlend eða erlend, yrðu óánægð ef almenningi á Íslandi yrði gert kleift að nýta lögbundinn rétt sinn til upplýsinga um athafnir stjórnvalda.</p> <p> </p> <p>Um mikilvægi þess almennt að almenningi sé gert kleift að fá aðgang að upplýsingum úr stjórnsýslunni og þá hugmyndafræði sem að baki upplýsingalögunum búa má vísa til almennra athugasemda í greinargerð með frumvarpi að upplýsingalögunum en þar segir m.a. <em>„Með frumvarpi þessu er lagt til að tekin verði upp sú meginregla í íslensk lög að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál. Hér er m.ö.o. ætlunin að rýmka rétt almennings til aðgangs að gögnum hjá stjórnvöldum, einkum á þeim sviðum þar sem þeim hefur verið talið heimilt, en ekki skylt, að láta upplýsingar í té.“</em> Þá segir ennfremur um undanþágur laganna <em>„Í II. kafla hefur verið leitast við að hafa undanþágur frá fyrrgreindri meginreglu um upplýsingarétt almennings sem fæstar og hefur þeim þannig verið nokkuð fækkað frá eldri frumvörpum, einkum þeim undanþágum sem byggjast á mikilvægum almannahagsmunum. Undanþáguákvæðin ber að sjálfsögðu að skýra þröngt...“</em> Af þessu er ljóst að réttur almennings til aðgangs að upplýsingum skv. upplýsingalögunum á ekki að vera eins takmarkaður og FME gefur í skyn í umsögn sinni um kæru umbjóðenda okkar.</p> <p> </p> <p>Í almennum athugasemdum greinargerðarinnar kemur ennfremur fram að <em>„Í nútíma lýðræðisþjóðfélagi er það talið sjálfsagt að almenningur eigi þess kost að fylgjast með því sem stjórnvöld hafast að, ýmist beint eða fyrir milligöngu fjölmiðla. Liður í því er að hver og einn geti fengið aðgang að upplýsingum um mál sem til meðferðar eru hjá stjórnvöldum, jafnvel þótt það snerti ekki hann sjálfan. Þetta er meginmarkmiðið með frumvarpi þessu og er þannig á sama hátt og stjórnsýslulögum ætlað að stuðla að auknu réttaröryggi í stjórnsýslunni. Lögin ættu jafnframt að draga úr tortryggni almennings í garð stjórnvalda --- tortryggni sem oft og einatt á rót sína að rekja til þess að upplýsingum hefur, stundum að óþörfu, verið haldið leyndum. Að sjálfsögðu getur það verið óhjákvæmilegt í vissum undantekningartilvikum, en til þess þurfa þá að vera brýnar ástæður.“</em></p> <p> </p> <p>Með framangreint í huga og í ljósi hinna fordæmalausu og viðurhlutamiklu inngripa stjórnvalda í rekstur fjármálafyrirtækja á Íslandi eru hagsmunir almennings af því að fá upplýsingar um þá atburði sem áttu sér stað afskaplega brýnir og þurfa því að mati umbjóðenda okkar að liggja fyrir hvort tveggja mjög brýnar ástæður og skýrar lagaheimildir til að takmarka þann rétt svo ekki sé alið á tortryggni almennings í garð stjórnvalda. Hvorugt er fyrir hendi að mati umbjóðenda okkar í því tilviki sem hér er til umfjöllunar. Þessir hagsmunir eru enn ríkari hvað varðar þá aðila sem áttu hlut í þessum fjármálafyrirtækjum. Það er skýr krafa samfélagsins eftir hrunið sem átti sér stað á fjármálamörkuðum árið 2008 að á Íslandi ríki eins mikið gagnsæi og mögulegt er og því brýnt að stjórnvöld leitist við að tryggja gagnsæi sem víðast, í stað þess að túlka reglur er takmarka það eins rúmt og kostur er, eins og FME virðist gera.“</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og rakið hefur verið fór kærandi fram á afhendingu gagna um aðdraganda þess að Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hf. var færður undir skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins.</p> <p> </p> <p>Þau gögn sem Fjármálaeftirlitið hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál eru eftirfarandi:</p> <p> </p> <p><span>1.     </span> <span>Tölvupóstsamskipti starfsmanna FME og</span> <span>Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf. frá 1. janúar 2009 til 9. mars 2009 ásamt fylgigögnum:</span></p> <p><span>a.      </span> <span>Átta skjöl skráð í málskrá FME undir málsnúmerinu [...].</span></p> <p><span>b.     </span> <span>Fjörutíu og níu skjöl skráð í málskrá FME undir málsnúmerinu [...].</span></p> <p><span>2.     </span> <span>Fundargerð fundar Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytis, FME og</span> <span>Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., dags. 10. febrúar 2009 ásamt fylgigögnum:</span></p> <p><span>a.      </span> <span>Fundargerð, dags. 10. febrúar 2009.</span></p> <p><span>b.     </span> <span>Request for Short-Term Funding, dags. 10. febrúar 2009.</span></p> <p><span>c.      </span> <span>Bréf KPMG til Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., dags. 9. febrúar 2009.</span></p> <p><span>d.     </span> <span>Minnisblað FME vegna símtals við [I] hjá Straumi-Burðarás Fjárfestingarbanka hf. vegna frétta af sölu Actavis og slæmri stöðu Sjælsö, skráð af [J] 9. janúar 2009.</span></p> <p><span>e.      </span> <span>Tölvupóstsamskipti [J] hjá FME og [I] hjá Straumi-Burðarás Fjárfestingarbanka hf., dags. 5. og 6 janúar 2009. Um er að ræða tvö skjöl skráð í málaskrá FME undir málsnúmerinu [...].</span></p> <p><span>f.       </span> <span>Disposal plan fyrir tímabilið 26. nóvember til 6. janúar 2009.</span></p> <p><span>3.     </span> <span>Samskipti Fjármálaeftirlitsins við breska fjármálaeftirlitið, FSA:</span></p> <p><span>a.      </span> <span>Tölvupóstsamskipti [D] hjá FME við [K] hjá FSA, dags. 9. mars 2009. Um er að ræða fimm skjöl skráð í málskrá FME undir málsnúmerinu [...].</span></p> <p><span>b.     </span> <span>Minnisblað FME vegna símtals við [K] hjá FSA, skráð af [L] 9. febrúar 2009.</span></p> <p><span>c.      </span> <span>Minnisblað FME vegna fundar í London með [K] hjá FSA, skráð af [L] 9. febrúar 2009.</span></p> <p><span>d.     </span> <span>Minnisblað FME vegna símafundar með [K] og [M] hjá FSA, skráð af [J] 15. janúar 2009 ásamt tölvupóstum dags. 14. janúar um skipulag og efni fundarins og minnisblað um stöðu</span> <span>Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., dags. þann sama dag.</span></p> <p><span>4.     </span> <span>Fundargerð stjórnar Fjármálaeftirlitsins, dags. 8. mars 2009, ásamt fylgigögnum:</span></p> <p><span>a.      </span> <span>Fundargerð, dags. 8. mars 2009.</span></p> <p><span>b.     </span> <span>Bréf frá</span> <span>Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka hf., dags. 8. mars 2009.</span></p> <p><span>c.      </span> <span>Bréf frá FME til Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., dags. 8. mars 2009.</span></p> <p><span>d.     </span> <span>Tillaga að ákvörðun stjórnar varðandi Straum-Burðarás fjárfestingarbanka hf.</span></p> <p><span>e.      </span> <span>Ákvörðun stjórnar FME um skipan skilanefndar fyrir</span> <span>Straum-Burðarás fjárfestingarbanka hf., dags. 9. mars 2009.</span></p> <p><span>f.       </span> <span>Erindisbréf um skipan í skilanefnd</span> <span>Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., dags. 9. mars 2009.</span></p> <p><span>g.      </span> <span>Ensk þýðing (óopinber) á ákvörðun stjórnar FME varðandi</span> <span>Straum-Burðarás fjárfestingarbanka hf.</span></p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja; skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Fjármálaeftirlitsins að frekari gögn er varða kæruna séu ekki til í fórum þess.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærandi byggir kröfu um aðgang að framangreindum skjölum aðallega á 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga en hafi Fjármálaeftirlitið gögn sem hafa að geyma upplýsingar um umbjóðanda kæranda þá er aðgangs að gögnum óskað á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Umbjóðandi kæranda Samson Global Goldings S.à.r.l. kemur hvergi fram í þeim gögnum sem afhent hafa verið úrskurðarnefndinni vegna máls þess. Það er afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að umrædd gögn geymi ekki upplýsingar um umbjóðanda kæranda sjálfs í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Um rétt hans til aðgangs að þeim fer því ekki eftir 9. gr. laganna heldur eftir 3. gr. þeirra, um upplýsingarétt almennings.</p> <p> </p> <p>Í 3. gr. þeirra laga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði hefur hins vegar verið litið svo á að sérstök þagnarskylduákvæði geti ein og sér komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að óhjákvæmilegt sé að taka hér fyrst til nokkurrar umfjöllunar þau ákvæði um þagnarskyldu sem Fjármálaeftirlitið hefur vísað til í máli þessu, þ.e. 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi með síðari breytingum, en líta jafnframt til 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1.-4. mgr. 13. gr. segir eftirfarandi.</p> <p> </p> <p>„Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.</p> <p> </p> <p>Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eru svohljóðandi ákvæði um þagnarskyldu:</p> <p> </p> <p>„Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</p> <p> </p> <p>Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.“</p> <p> </p> <p>Þagnarskylda samkvæmt framangreindu ákvæði laga nr. 161/2002 yfirfærist á Fjármálaeftirlitið vegna upplýsinga sem það hefur tekið við. Ber því vafalaust að líta á umrætt ákvæði sem sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi upplýsingalaga og skýra það með sama hætti og ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 sem er gerð grein fyrir hér að framan.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Þau gögn sem afhent hafa verið úrskurðarnefnd um upplýsingamál lúta öll að þeirri ákvörðun og aðdraganda hennar að Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hf. var færður undir skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins þann 8. mars 2009. Í gögnunum koma meðal annars fram ítarlegar upplýsingar um lausafjárstöðu bankans, stöðu innlána, skuldbindingar bankans og eignir o.fl.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga við 5. gr. segir m.a.: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p> </p> <p>Að framan er gerð grein fyrir ákvæðum 58. gr. laga nr. 161/2002 um þagnarskyldu en hún nær til alls þess sem starfsmenn fjármálafyrirtækja „fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum.“ Sá sem veitir upplýsingum af þessu tagi viðtöku verður bundinn þagnarskyldu með sama hætti. Þegar Fjármálaeftirlitið tók við þeim gögnum sem óskað er aðgangs að féll því á starfsmenn stofnunarinnar sama þagnarskylda að svo miklu leyti sem gögnin hafa að geyma efni sem fellur undir framangreint þagnarskylduákvæði. Auk þessa urðu jafnframt virk með sama hætti þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</p> <p> </p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru framangreind þagnarskylduákvæði í lögum nr. 161/2002 og 87/1998 víðtækari, þ.e. ganga lengra, en þær takmarkanir sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau gögn sem um ræðir og telur þau gögn sem hér að framan í undirkafla 1 eru númeruð 4. c.-g. ekki fela í sér upplýsingar sem fara í bága við þau þagnarskylduákvæði sem rakin hafa verið hér að framan, þ.e. í 13. gr. laga nr. 87/1988 og 58. gr. laga nr. 161/2002. Þá er ekki um að ræða upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Um er að ræða þá ákvörðun stjórnar Fjármálaeftirlitsins að skipa skilanefnd yfir Straum-Burðarás fjárfestingarbanka hf., skjöl bæði á ensku og íslensku, tillögu um skipun skilanefndar og skipunarbréf þeirra sem skipaðir voru í skilanefndina. Tilvísuð skjöl eru gögn sem Fjármáleftirlitið hefur þegar birt opinberlega og/eða veitt upplýsingar um og innihalda ekki upplýsingar sem þagnarskylda ríkir um á grundvelli tilvitnaðra lagagreina. Þá er um að ræða bréf Fjármálaeftirlitsins til Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka sem inniheldur spurningar um lausafjárstöðu bankans en ekki svör bankans við þeim spurningum. Bréfið inniheldur ekki upplýsingar sem þagnarskylda ríkir um á grundvelli tilvitnaðra lagagreina.</p> <p> </p> <p>Ber því Fjármálaeftirlitinu að afhenda eftirfarandi gögn: 1) <span>bréf frá FME til Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., dags. 8. mars 2009, 2) tillögu að ákvörðun stjórnar varðandi Straum-Burðarás fjárfestingarbanka hf., 3) ákvörðun stjórnar FME um skipan skilanefndar fyrir</span> Straum-Burðarás fjárfestingarbanka hf.<span>, dags. 9. mars 2009, 4) erindisbréf um skipan í skilanefnd</span> Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., <span>dags. 9. mars 2009, 5) enska þýðingu (óopinbera) á ákvörðun stjórnar FME varðandi</span> Straum-Burðarás fjárfestingarbank hf. Enda þótt kærandi málsins kunni að hafi undir höndum þau gögn leysir það ekki stjórnvaldið sem gögnin hefur undir höndum undan því að afhenda gögnin beri stjórnvaldinu á annað borð skylda til þess samkvæmt upplýsingalögum, nema undantekningarákvæði í 12. gr. upplýsingalaga eigi við.</p> <p> </p> <p><strong>6.</strong></p> <p>Utan tilvitnaðra gagna er um að ræða frekari gögn sem innihalda upplýsingar um aðdraganda og ástæður þess að Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hf. var settur undir skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins. Í þeim gögnunum koma fram ítarlegar upplýsingar um lausafjárstöðu bankans, stöðu innlána, skuldbindingar bankans og eignir bankans o.fl. Í þessu sambandi skiptir ekki máli þó þvinguðum slitum hafi lokið með nauðasamningum sem staðfestir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. ágúst 2010 enda má gagnálykta frá 4. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 á þann veg að ekki sé heimilt að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir um þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit hafa farið fram í öðrum tilvikum en við rekstur einkamála.</p> <p> </p> <p>Með vísan til þagnarskylduákvæða 58. gr. laga nr. 161/2002 og 13. gr. laga nr. 87/1998 og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Fjármálaeftirlitinu beri ekki að veita aðgang að eftirfarandi gögnum:.</p> <p> </p> <p><span>1.     </span> <span>Tölvupóstsamskipti starfsmanna FME og</span> <span>Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf. frá 1. janúar 2009 til 9. mars 2009 ásamt fylgigögnum:</span></p> <p><span>a.      </span> <span>Átta skjöl skráð í málskrá FME undir málsnúmerinu [...].</span></p> <p><span>b.     </span> <span>Fjörutíu og níu skjöl skráð í málskrá FME undir málsnúmerinu [...].</span></p> <p><span>2.     </span> <span>Fundargerð fundar Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneytis, FME og</span> <span>Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., dags. 10. febrúar 2009 ásamt fylgigögnum:</span></p> <p><span>a.      </span> <span>Fundargerði, dags. 10. febrúar 2009.</span></p> <p><span>b.     </span> <span>Request for Short-Term Funding, dags. 10. febrúar 2009.</span></p> <p><span>c.      </span> <span>Bréf KPMG til Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., dags. 9. febrúar 2009.</span></p> <p><span>d.     </span> <span>Minnisblað FME vegna símtals við [I] hjá Straumi-Burðarás Fjárfestingarbanka hf. vegna frétta af sölu Actavis og slæmri stöðu Sjælsö, skráð af [J] 9. janúar 2009.</span></p> <p><span>e.      </span> <span>Tölvupóstsamskipti [J] hjá FME og [I] hjá Straumi-Burðarás Fjárfestingarbanka hf., dags. 5. og 6 janúar 2009. Um er að ræða tvö skjöl skráð í málaskrá FME undir málsnúmerinu [...].</span></p> <p><span>f.       </span> <span>Disposal plan fyrir tímabilið 26. nóvember til 6. janúar 2009.</span></p> <p><span>3.     </span> <span>Samskipti Fjármálaeftirlitsins við breska fjármálaeftirlitið, FSA:</span></p> <p><span>a.      </span> <span>Tölvupóstsamskipti [D] hjá FME við [K] hjá FSA, dags. 9. mars 2009. Um er að ræða fimm skjöl skráð í málskrá FME undir málsnúmerinu [...].</span></p> <p><span>b.     </span> <span>Minnisblað FME vegna símtals við [K] hjá FSA, skráð af [L] 9. febrúar 2009.</span></p> <p><span>c.      </span> <span>Minnisblað FME vegna fundar í London með [K] hjá FSA, skráð af [L] 9. febrúar 2009.</span></p> <p><span>d.     </span> <span>Minnisblað FME vegna símafundar með [K] og [M] hjá FSA, skráð af [J] 15. janúar 2009 ásamt tölvupóstum dags. 14. janúar um skipulag og efni fundarins og minnisblað um stöðu</span> <span>Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., dags. þann sama dag.</span></p> <p><span>4.     </span> <span>Fundargerð stjórnar Fjármálaeftirlitsins, dags. 8. mars 2009, ásamt fylgigögnum:</span></p> <p><span>a.      </span> <span>Fundargerð, dags. 8. mars 2009.</span></p> <p><span>b.     </span> <span>Bréf frá</span> <span>Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka hf., dags. 8. mars 2009.</span></p> <p> </p> <p>Að þessari niðurstöðu fenginni telur úrskurðarnefndin óþarft að taka afstöðu til annarra röksemda sem aðilar hafa fært fram máli sínu til stuðnings.</p> <p> </p> <h3> Úrskurðarorð</h3> <p>Fjármálaeftirlitinu ber að afhenda [X] hdl. eftirfarandi fylgigögn með f<span>undargerð stjórnar Fjármálaeftirlitsins, dags. 8. mars 2009</span>: 1) <span>bréf frá FME til Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., dags. 8. mars 2009, 2) tillögu að ákvörðun stjórnar varðandi Straum-Burðarás fjárfestingarbanka hf., 3) ákvörðun stjórnar FME um skipan skilanefndar fyrir</span> Straum-Burðarás fjárfestingarbanka hf.<span>, dags. 9. mars 2009, 4) erindisbréf um skipan í skilanefnd</span> Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf., <span>dags. 9. mars 2009, 5) enska þýðingu (óopinbera) á ákvörðun stjórnar FME varðandi</span> Straum-Burðarás fjárfestingarbanka hf.</p> <p> </p> <p>Fjármálaeftirlitinu ber ekki að afhenda kæranda önnur gögn sem afhent hafa verið úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna málsins.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                             </span> <span>           </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-354/2011. Úrskurður frá 10. janúar 2011 | Kærð var sú ákvörðun Fiskistofu að synja um aðgang að upplýsingum um einstakar landanir erlendra skipa á uppsjávarfiski á Íslandi á árinu 2010 ásamt upplýsingum um hvað greitt var fyrir aflann úr hverri löndun, sundurliðað eftir því til hvers konar vinnslu aflinn fór og hver kaupandi aflans var í hvert sinn. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Þagnarskylda.Aðgangur veittur að hluta. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 10. janúar 2011 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-354/2011.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 5. nóvember 2010, kærði X hdl., f.h. [...], þá ákvörðun Fiskistofu, dags. 8. október, að synja [...] um afhendingu upplýsinga „um einstakar landanir erlendra skipa á uppsjávarfiski á Íslandi á árinu 2010 ásamt upplýsingum um hvað greitt var fyrir aflann úr hverri löndun, sundurliðað eftir því til hvers konar vinnslu aflinn fór og hver kaupandi aflans var í hvert sinn.“</p> <p><strong> </strong></p> <p>Í synjun Fiskistofu á beiðni kæranda, dags. 8. október, kemur fram að Fiskistofa telji sér óheimilt með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að veita [...] umbeðnar upplýsingar. Er það mat Fiskistofu að um sé að ræða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni útgerðaraðila og fiskvinnslu, hvort heldur þau fyrirtæki séu í eigu einstaklinga, fyrirtækja eða annarra lögaðila, sem henni sé óheimilt að veita almenningi aðgang að nema sá samþykki sem í hlut á.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 5. nóvember.</p> <p> </p> <p>Kæran var send Fiskistofu með bréfi, dags. 9. nóvember. Var Fiskistofu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 19. þess mánaðar og til að afhenda úrskurðarnefndinni þau gögn sem kæran lýtur að. Athugasemdir Fiskistofu ásamt gögnum bárust úrskurðarnefndinni 18. nóvember. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:</p> <p> </p> <p>„Að mati Fiskistofu hefur [...] stöðu almennings þegar skoðað er hvort veita beri [...] þær upplýsingar sem erindi þeirra, dagsett 21. september sl. varðar, þar sem [...] fer þessa ekki á leit f.h. tilgreinds félagsmanns, sem hefur lögvarða hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingum um söluverðmæti afla úr veiðiferð sem hann hefur tekið þátt í. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli A-89/1999 var Fiskistofu hins vegar gert skylt að veita kæranda sambærilegar upplýsingar á grundvelli sérstaks umboðs frá einstaklingi er taldist aðili máls að undanskildum gögnum á einstökum fiskkaupendum, en að mati úrskurðarnefndarinnar gat það varðað útgerðir og einkum fiskkaupendur miklu að gögnum þeirra væri haldið leyndum.</p> <p> </p> <p>Að mati Fiskistofu ber því að líta til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á og að sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> <p> </p> <p>Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-222/2005 kom fram það mat nefndarinnar að almenningur eigi ríkari rétt til aðgangs að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna og gæða heldur en upplýsingum um viðskipti milli einkaaðila. Var talið, með vísan til eldri úrskurða og sérstaklega úrskurðar í máli A-145/2002, að upplýsingar um hverjir stæðu að aðilaskiptum með aflamark sem tilkynnt eru Fiskistofu vörðuðu slíka fjárhagshagsmuni þeirra einstaklinga og lögaðila sem hlut ættu að máli að sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Fiskistofa telur því að ekki síður sé ástæða til þess að hafna aðgangi almennings að upplýsingum um viðskipti með afla, þ.e. upplýsingum um hvað greitt hafi verið fyrir afla eftir löndunum og kaupendum.</p> <p> </p> <p>Vill Fiskistofa jafnframt benda á að með lögum nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, var kveðið á um að eftirlit með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna færi í þann farveg sem þar er kveðið á um þannig að stuðlað yrði að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Samkvæmt 4. gr. þeirra laga ber Fiskistofu og þeim aðilum sem fyrir hennar hönd safna og vinna úr upplýsingum að veita Verðlagsstofu skiptaverðs aðgang að öllum upplýsingum um ráðstöfun afla og fiskverð. Í 17. gr. þeirra laga er síðan kveðið á um þagnarskyldu starfsmanna Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefndarmanna. Er að mati Fiskistofu ljóst að löggjafinn telur að upplýsingar um kaupendur og kaupverð afla varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja að starfsmenn Verðlagsstofu skuli bundnir þagnarskyldu varðandi veitingu umræddra upplýsinga.</p> <p> </p> <p>Fiskistofa telur því með hliðsjón af öllu ofangreindu að stofnuninni sé ekki heimilt að veita [...] umbeðnar upplýsingar.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 2. desember, voru kæranda kynntar athugasemdir Fiskistofu og veittur frestur til að koma að frekari athugasemdum til 10. þess mánaðar. Athugasemdir kæranda bárust þann dag. Eftirfarandi kemur m.a. fram í athugasemdum kæranda:</p> <p> </p> <p>„Það er álit [...] að þær upplýsingar sem beðið er um séu þess eðlis að almenningur eigi að hafa aðgang að þeim á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í því sambandi vísast meðal annars til þess að upplýsingarnar geti ekki talist atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndamál útgerða né heldur sé um að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu. Til þess að hægt sé að beita undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga þurfa umbeðnar upplýsingar að fela í sér eitthvað af framangreindu, sem að mati [...] þær gera ekki. Beita þarf undantekningum þröngt.</p> <p> </p> <p>[...] vill sérstaklega árétta þá skyldu sem hvílir á útgerðum þess efnis að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt núgildandi kjarasamningum. Í því samhengi ber útgerðum að tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir afla en ekki drýgja eigin hlut, með samningum við sig sjálfar, í skjóli undanþáguákvæðis 5. gr. upplýsingalaga. Slíkt framferði myndi ekki falla að þeim kjarasamningsbundnu skyldum sem aðilar hafa tekið á sig og samþykkt. Það að upplýsingalögum sé beitt til að takmarka möguleika [...] til þess að rækta kjarasamningsbundna skyldu sína til að fylgja eftir og tryggja réttar efndir kjarasamnings fær að mati sambandsins ekki staðist. Slíkur var ekki tilgangur löggjafans.“</p> <p> </p> <p>Fiskistofa afhenti úrskurðarnefndinni yfirlit yfir landaðan afla og aflaverðmæti erlendra skipa, dags. 18. nóvember, vegna málsins. Í yfirlitinu koma fram upplýsingar um löndunardag, skip, fistegund, landaðan afla, verðmæti, kaupanda, frágang og ráðstöfun ásamt athugasemdum.  </p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið fer kærandi fram á aðgang að skjali sem inniheldur upplýsingar „um einstakar landanir erlendra skipa á uppsjávarfiski á Íslandi á árinu 2010 ásamt upplýsingum um hvað greitt var fyrir aflann úr hverri löndun, sundurliðað eftir því til hvers konar vinnslu aflinn fór og hver kaupandi aflans var í hvert sinn“. Fiskistofa hefur afhent úrskurðarnefndinni skjal, dags. 18. nóvember 2010, sem inniheldur upplýsingar sem falla undir beiðni kæranda.</p> <p> </p> <p>Kærandi byggir kröfu sína um aðgang að skjalinu á ákvæðum II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996. Í 3. gr. þeirra laga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að óhjákvæmilegt sé að taka hér fyrst til nokkurrar umfjöllunar þau ákvæði um þagnarskyldu sem Fiskistofa hefur vísað til í máli þessu, þ.e. 17. gr. sbr. 4. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Samkvæmt 4. gr. laga nr. 13/1998 ber Fiskistofu að veita Verðlagsstofu skiptaverðs aðgang að öllum upplýsingum um ráðstöfun afla og aflaverðs. Í 17. gr. laganna er að finna svohljóðandi ákvæði: „Starfsmenn Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefndarmenn eru bundnir þagnarskyldu um allt er varðar hagi tiltekinna einstaklinga eða fyrirtækja og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls nema dómari úrskurði að upplýsingar skuli veittar eða að skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskylda gildir þó ekki gagnvart fiskverði sem úrskurðað er skv. II. kafla eða almennum upplýsingum skv. 3. gr.“ Hér er um að ræða sérstakt lagaákvæði um þagnarskyldu sem tekur til sams konar upplýsinga og kærandi hefur óskað eftir aðgangi að.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 17. gr. laga nr. 13/1998 sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga. Er þessi ályktun í samræmi við úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-89/1999.</p> <p> </p> <p>Ákvæði 17. gr. laga nr. 13/1998 tekur ekki til starfsmanna Fiskistofu. Því verður ekki beitt skv. orðanna hljóðan um meðferð upplýsinga af hálfu þeirrar stofnunar. Á hinn bóginn verður í máli þessu að líta til umrædds ákvæðis og þeirrar verndar upplýsinga sem þar birtist við túlkun 5. gr. upplýsingalaga 50/1996.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið það skjal sem um ræðir. Um er að ræða upplýsingar um samninga sem einkaaðilar hafa gert sín á milli og berast Fiskistofu vegna eftirlits og starfa Fiskistofu. Almenningur á ríkan rétt til aðgangs að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna og gæða. Upplýsingar um viðskipti milli einkaaðila, í þessu tilviki viðskipti með veiddan sjávarafla, teljast ekki til upplýsinga um ráðstöfun opinberra fjármuna í skilningi upplýsingalaga. Að áliti úrskurðarnefndarinnar verður að telja að upplýsingar um kaupendur afla og þau skip sem landa aflanum sem tilkynntar eru Fiskistofu varða slíka fjárhagslega hagsmuni aðila að sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. Upplýsingalaga og sbr. 17. gr. laga nr. 13/1998. Er þessi ályktun í samræmi við úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-89/1999 og A-222/2005.</p> <p> </p> <p>Í 1. gr. laga nr. 116/2006 segir að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og á því almenningur ríkan rétt á upplýsingum um þá stofna nema sérstakar undantekningar eigi við, sbr. meginreglu 3. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um löndunardag, fisktegund, magn landaðs afla, verðmæti, frágang og ráðstöfun ásamt athugasemdum í skjalinu, dags. 18. nóvember, eru ekki upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, sbr. til hliðsjónar 17. gr. laga nr. 13/1998. </p> <p> </p> <p>Með skírskotun til þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að veita beri kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum, að undanskildum upplýsingum um skip sem landað hafa afla og<span> </span> kaupendur þess afla, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.<span>         </span></p> <p> </p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Fiskistofu er skylt að veita kæranda, [X] hdl., f.h. [...], aðgang að yfirliti yfir landaðan afla og aflaverðmæti erlendra skipa, dags. 18. nóvember, að undanskildum upplýsingum um einstök skip sem er að finna í öðrum dálki yfirlitsins og upplýsingum um kaupendur afla sem er að finna í sjötta dálki yfirlitsins. Fiskistofu ber að afmá þær upplýsingar úr því afriti skjalsins sem afhent verður kæranda skv. úrskurði þessum.</p> <p> </p> <p align="center"> Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p><span> </span>Sigurveig Jónsdóttir<span>                                                               </span> <span>                             </span>Friðgeir Björnsson</p> |
A-350/2010. Úrskurður frá 20. desember 2010 | Kærð var ákvörðun Seltjarnarnesbæjar um synjun á beiðni um aðgang að samkomulagi milli Seltjarnarnesbæjar og Íslenskra aðalverktaka hf. um skipti hluta af svokallaðri „Lýsislóð“ og lóðarhluta við Hrólfsskálamel ásamt viðaukum og fylgiskjölum. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. | <p> </p> <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 20. desember 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-350/2010.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvubréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, frá 2. júní 2010, kærði [...] lögfræðingur þá ákvörðun Seltjarnarnesbæjar að synja honum um aðgang að samkomulagi milli Seltjarnarnesbæjar og Íslenskra aðalverktaka hf. um skipti hluta af svokallaðri „Lýsislóð“ og lóðarhluta við Hrólfsskálamel ásamt viðaukum og fylgiskjölum.</p> <p> </p> <p>Í synjun Seltjarnarnesbæjar, sem barst kæranda með tölvubréfi frá 2. júní, kemur fram að ekki sé hægt að verða við erindinu með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og er tekið fram að gagnaðili sveitarfélagsins Íslenskir aðalvertakar hf. líti á málið sem trúnaðarmál.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvubréfi frá 2. júní.</p> <p> </p> <p>Kæran var send Seltjarnarnesbæ með bréfi, dags. 4. júní. Var Seltjarnarnesbæ veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 15. þess mánaðar og til að afhenda úrskurðarnefndinni þau gögn sem kæran lýtur að. Með tölvubréfi lögmanns sveitarfélagsins, frá 7. júlí, var úrskurðarnefndin upplýst um að gagnaðili sveitarfélagsins, Íslenskir aðalverktakar hf., hefðu fallið frá þeirri kröfu sinni að ekki mætti afhenda kæranda samkomulagið. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál var með því tölvubréfi afhent samkomulag milli sveitarfélagsins, Íslenskra aðalverktaka hf., Ármannsfells ehf. og Arion banka hf., dags. 10. maí 2010, um lóðaskipti. </p> <p> </p> <p>Svör sveitarfélagsins voru kynnt kæranda með tölvubréfi hinn 8. júlí. Sama dag áréttaði hann með tölvubréfi að hann færi einnig fram á viðauka og fylgiskjöl samkomulagsins eins og fram kom bæði í beiðni hans til sveitarfélagsins og kæru til úrskurðarnefndarinnar. Með bréfi úrskurðarnefndarinnar til lögmanns sveitarfélagsins, dags. 9. júlí, var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði afhent þau sjö fylgiskjöl sem tilgreind voru í samkomulaginu.</p> <p> </p> <p>Með tölvubréfi lögmanns sveitarfélagsins frá 21. júlí var úrskurðarnefndin upplýst um að gagnaðili sveitarfélagsins, Íslenskir aðalverktakar hf., legðust gegn afhendingu fylgiskjala 2, 3 og 5 með samkomulaginu og því hafni bærinn afhendingu þeirra með vísan til þess að um trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Með tölvubréfinu var úrskurðarnefndinni afhent bréf lögmanns Íslenskra aðalverktaka hf., dags. 20. júlí, vegna málsins og afrit viðaukanna sjö við samkomulagið.</p> <p> </p> <p>Eftirfarandi gögn hafa verið afhent úrskurðarnefndinni vegna málsins:</p> <p> </p> <p><span>1.     </span> <span>Samkomulag milli Seltjarnarnesbæjar, Íslenskra aðalverktaka hf., Ármannsfells ehf. og Arion banka hf., dags. 10. maí 2010, um lóðaskipti, ásamt eftirfarandi fylgiskjölum:</span></p> <p><span>1.1.  </span> <span>Teikning af lóð við Hrólfsskálamel.</span></p> <p><span>1.2.  </span> <span>Útreikningur á fjárhæðum og eignarhlutföllum sem kom fram í 2. gr. samkomulagsins.</span></p> <p><span>1.3.  </span> <span>Yfirlýsing Arion banka hf. um veðbandalausn af lóðarhluta við Hrólfsskálamel.</span></p> <p><span>1.4.  </span> <span>Veðbókarvottorð fyrir Suðurströnd 2.</span></p> <p><span>1.5.  </span> <span>Afsal fyrir íbúðinni nr. 0102 við Hrólfsskálamel og afsal fyrir öðrum réttindum sem falla til bæjarins skv. samkomulaginu.</span></p> <p><span>1.6.  </span> <span>Samningur um tímabundin afnot af bílastæðum.</span></p> <p><span>1.7.  </span> <span>Eldri teikning sem gerði ráð fyrir tilteknum byggingarreitum.</span></p> <p> </p> <p>Til einföldunar verður eftir atvikum vísað til framangreindra númera við umfjöllun um skjölin í úrskurði þessum.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið fór kærandi fram á afhendingu samkomulags Seltjarnarnesbæjar, Íslenskra aðalverktaka hf., Ármannsfells ehf. og Arion banka hf., dags. 10. maí 2010, um lóðaskipti, ásamt sjö fylgiskjölum samkomulagsins. Seltjarnarnesbær hefur afhent úrskurðarnefndinni þau gögn sem að framan er getið.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Með bréfi lögmanns Seltjarnarnesbæjar frá 7. júlí var úrskurðarnefndin upplýst um að gagnaðili sveitarfélagsins, Íslenskir aðalverktakar hf., hefðu fallið frá þeirri kröfu sinni að ekki mætti afhenda kæranda samkomulagið og féll því sveitarfélagið frá synjun sinni um afhendingu skjalsins. Þá var úrskurðarnefndin upplýst með bréfi lögmanns Seltjarnarnesbæjar frá 21. júlí um að bærinn legðist einungis gegn afhendingu fylgiskjala nr. 1.2, 1.3 og 1.5. Þar með hefur sveitarfélagið fallist á afhendingu skjala nr. 1, 1.1, 1.4, 1.6 og 1.7.</p> <p> </p> <p>Stjórnvöldum er heimilt, á grundvelli 3. mgr. 3. gr. laga nr. 50/1996 að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en kveðið er á um í II. kafla laganna, nema fyrirmæli laga um þagnarskyldu standi því í vegi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur þau gögn sem um ræðir, skjöl nr. 1, 1.1, 1.4, 1.6 og 1.7, ekki fela í sér upplýsingar sem heimilt sé að undanþiggja aðgangi almennings á grundvelli 4.-6. gr. laganna eða fyrirmæli annarra laga um þagnarskyldu.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds ber Seltjarnarnesbæ að afhenda kæranda eftirfarandi gögn: (1) samkomulag milli sveitarfélagsins, Íslenskra aðalverktaka hf., Ármannsfells ehf. og Arion banka hf., dags. 10. maí 2010, um lóðaskipti, ásamt eftirfarandi fylgiskjölum, (1.1) teikningu af lóð við Hrólfsskálamel, (1.4) veðbókarvottorð fyrir Suðurströnd 2, (1.6) samningi um tímabundin afnot af bílastæðum og (1.7) eldri teikningu sem gerði ráð fyrir tilteknum byggingarreitum.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Kærandi byggir kröfu sína um aðgang á ákvæðum II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996. Í 3. gr. þeirra laga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“</p> <p> </p> <p>Seltjarnarnesbær byggir synjun sína á 5. gr. upplýsingalaga sem hljóðar svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p>Við beitingu tilvitnaðs ákvæðis verður að hafa í huga að upplýsingalögin gera ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni verði þær gerðar opinberar. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur þeirra lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra á metum hagsmunir viðkomandi aðila eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999. Við mat á hagsmunum almennings í þessu tilliti skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið synjaði Seltjarnarnesbær kæranda um afhendingu eftirfarandi gagna: (1.2) útreikninga á fjárhæðum og eignarhlutföllum sem kom fram í 2. gr. samkomulagsins, (1.3) yfirlýsingu Arion banka hf. um veðbandalausn af lóðarhluta við Hrólfsskálamel og (1.5) afsal fyrir íbúðinni nr. 0102 við Hrólfsskálamel og afsal fyrir öðrum réttindum sem falla til bæjarins skv. samkomulagi. Eins og rakið hefur verið er synjun sveitarfélagsins byggð á 5. gr. upplýsingalaga um að óheimilt sé að afhenda almenningi upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau gögn sem um ræðir.</p> <p> </p> <p>Skjal 1.2 er útreikningar á fjárhæðum og eignarhlutföllum sem komu fram í 2. gr. samkomulagsins. Um er að ræða útreikninga á þeirri uppgjörsaðferð sem lýst er í 2. gr. skjals nr. 1, þ.e. samkomulagi milli sveitarfélagsins, Íslenskra aðalverktaka hf., Ármannsfells ehf. og Arion banka hf., dags. 10. maí 2010, um lóðaskipti en það skjal hefur sveitarfélagið fallist á að afhenda kæranda. Í skjali 1.2 er um að ræða m.a. upplýsingar um nýtingarhlutfall lóðanna tveggja, byggingarmagn, stærð og fleiri upplýsingar tengdar lóðunum, verðmat, upplýsingar um uppgjörsmöguleika og endanlegt uppgjör. Eins og fram hefur komið felur samkomulag aðila (skjal 1) í sér skipti á lóðunum tveimur á sléttu, þ.e. án þess að greiðsla vegna mismunar á verðgildi lóðanna eigi sér stað. Verður að telja að hagsmunir almennings af því að fá upplýsingar er lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár eða opinberra eigna vegi í þessu tilviki þyngra en þeir hagsmunir sem varðir eru af 5. gr. upplýsingalaga. Þær upplýsingar sem um ræðir varða ekki svo mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra lögaðila sem um ræðir að sanngjarnt sé að þær fari leynt. Sveitarfélaginu ber því að afhenda kæranda skjal 1.2.</p> <p> </p> <p>Skjal 1.3 er yfirlýsing Arion banka hf. um veðbandalausn af lóðarhluta við Hrólfsskálamel. Skjalið inniheldur upplýsingar um lóðina að Suðurströnd 2 á Seltjarnarnesi með landnr. 117871 og Hrólfsmel 2-8. Um er að ræða upplýsingar um stærðir lóða, þau veð sem á lóðunum hvíla o.fl. Í skjalinu koma fram upplýsingar sem annars vegar eru í skjali 1 og hins vegar í skjali 1.4 en sveitarfélagið hefur samþykkt að veita aðgang <span> </span>að þeim skjölum. Upplýsingar um veð sem hvíla á lóðum eru upplýsingar úr þinglýsingarbókum sýslumanns sem almenningi eru aðgengilegar og geta þær því ekki falið í sér upplýsingar sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari og fela þær aukinheldur ekki í sér upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni fyrirtækis í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Aðrar upplýsingar í skjali 1.3, s.s. um lóðirnar sjálfar og veðbandalausn þeirra, eru ekki<span> </span> upplýsingar sem leynt eiga að fara í skilningi ákvæðisins. Sveitarfélaginu ber því að afhenda kæranda skjal 1.3.</p> <p> </p> <p>Skjal 1.5 er afsal fyrir íbúðinni nr. 0102 við Hrólfsskálamel og afsal fyrir öðrum réttindum sem falla til bæjarins skv. samkomulagi. Skjalið inniheldur að hluta til sömu upplýsingar og skjal 1.3, fyrir utan 3. gr. skjalsins. Sú grein felur í sér upplýsingar um afsal eignarréttinda Ármannsfells ehf. til sveitarfélagsins en um er að ræða að mestu sömu upplýsingar og fram koma í skjali 1. Aðrar upplýsingar í skjalinu eru ekki þess eðlis að undanþiggja eigi þær upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Sveitarfélaginu ber því að afhenda kæranda skjal 1.5.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds ber Seltjarnarnesbæ að afhenda kæranda eftirfarandi gögn:<span> </span> (1.2) útreikninga á fjárhæðum og eignarhlutföllum sem kom fram í 2. gr. samkomulagsins, (1.3) yfirlýsingu Arion banka hf. um veðbandalausn af lóðarhluta við Hrólfsskálamel og (1.5) afsal fyrir íbúðinni nr. 0102 við Hrólfsskálamel og afsal fyrir öðrum réttindum sem falla til bæjarins skv. samkomulagi.<span>  </span></p> <p> </p> <strong><br clear="all" /> </strong> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Seltjarnarnesbæ ber að afhenda kæranda [...] eftirfarandi gögn: 1) samkomulag milli sveitarfélagsins, Íslenskra aðalverktaka hf., Ármannsfells ehf. og Arion banka hf., dags. 10. maí 2010, um lóðaskipti, ásamt eftirfarandi fylgiskjölum, 2) teikningu af lóð við Hrólfsskálamel, 3) veðbókarvottorð fyrir Suðurströnd 2, 4) samning um tímabundin afnot af bílastæðum, 5) eldri teikningu sem gerði ráð fyrir tilteknum byggingarreitum, 6) útreikninga á fjárhæðum og eignarhlutföllum sem kom fram í 2. gr. samkomulagsins, 7) yfirlýsingu Arion banka hf. um veðbandalausn af lóðarhluta við Hrólfsskálamel og 8) afsal fyrir íbúðinni nr. 0102 við Hrólfsskálamel og afsal fyrir öðrum réttindum sem falla til bæjarins skv. samkomulagi.  </p> <p> </p> <p align="center"> Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> <span>Sigurveig Jónsdóttir <span>     </span> <span>                                                                                   </span> Friðgeir Björnsson</span></p> |
A-349/2010. Úrskurður frá 20. desember 2010 | Kærð var ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar um synjun á beiðni um aðgang að athugasemdum sem bárust sveitarfélaginu eftir forstigskynningu á deiliskipulagstillögu og samantekt athugasemda sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar. Stjórnvaldsákvörðun. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart stjórnsýslulögum. Frávísun. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 20. desember 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-349/2010.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Kæruefni, málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Með tölvubréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 11. október 2010, kærði [...] þá ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að synja honum um aðgang að ábendingum og athugasemdum sem bárust skipulags- og byggingarsviði sveitarfélagsins eftir forstigskynningu á deiliskipulagstillögu fyrir svæðið Miðbær - Hraun og samantekt athugasemda vegna forstigskynningar sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 14. júlí 2010. </p> <p> </p> <p>Forsaga málsins er sú að með tölvubréfi til Hafnarfjarðarbæjar, dags. 8. september 2010, óskaði kærandi eftir að fá í hendur þær ábendingar og athugasemdir sem borist hefðu við deiliskipulagstillögu fyrir Miðbæ - Hraun, eftir forstigskynningu 18. mars 2010 sem hægt var að skila inn til 31. sama mánaðar, samantekt athugsemda vegna forstigskynningar sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 14. júlí 2010 og afrit af því sem bæjarfulltrúinn Sigríður Björk Jónsdóttir sagði á þeim fundi.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 10. september 2010, var kærandi upplýstur um að gerð hefði verið grein fyrir athugasemdunum munnlega á fundi bæjarstjórnar 14. júlí og því liggi ekki fyrir skrifleg samantekt. Þá var kærandi upplýstur um að umræður á fundum bæjarstjórnar væru ekki ritaðar en vísað var á vefveitu Hafnarfjarðarbæjar http.//veitan.hafnarfjordur.is/ þar sem unnt væri að hlusta á þann fund og þær umræður sem kærandi óskaði aðgangs að. Í bréfinu var ekki efnisleg afstaða tekin til beiðni kæranda um afhendingu ábendinga og athugasemda við deiliskipulagstillögu fyrir Miðbæ - Hraun.</p> <p> </p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 11. október 2010, kemur m.a. fram að kærandi hafi í kjölfar bréfs Hafnarfjarðarbæjar, dags. 10. september, haft samband við skipulags- og byggingarsvið sveitarfélagsins og hafi honum verið tjáð af starfsmanni að samráð hafi verið haft við lögfræðisvið sveitarfélagsins. Þar sem umbeðin gögn væru vinnugögn væri ekki skylt að afhenda þau.</p> <p> </p> <p>Í kærunni kemur einnig fram að í deiliskipulagstillögunni séu lagðar fram tillögur um raðhús á næstu lóð við kæranda. Séu þær tillögur í ósamræmi við þær byggingar sem þar eru fyrir. Nú liggi fyrir deiliskipulagstillaga þar sem búið sé að breyta skilmálum fyrir umrædda lóð en þar sem kærandi sé ekki ánægður með þá breytingu hyggist hann leggja fram athugasemd við hana. Vegna þessa þurfi hann að kynna sér hvaða augum aðrir íbúar líti breytingarnar.        </p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 14. október 2010, var kærandi upplýstur um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði móttekið kæru hans. Ekki þótti ástæða til að veita Hafnarfjarðarbæ færi á að gera athugasemdir við kæruna.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p>Eins og fram hefur komið lýtur kæra máls þessa að aðgangi kæranda að ábendingum og athugasemdum sem bárust skipulags- og byggingarsviði Hafnarfjarðarbæjar eftir forstigskynningu á deiliskipulagstillögu fyrir svæðið Miðbæ - Hraun og samantekt athugasemda vegna forstigskynningar sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar 14. júlí 2010. </p> <p> </p> <p>Fyrir liggur að samkvæmt upplýsingum Hafnarfjarðarbæjar hefur ekki verið gerð samantekt á athugasemdum sem bænum bárust vegna forstigskynningar og er því ekki slíkum gögnum til að dreifa. </p> <p> </p> <p>Kærandi er íbúi á því svæði sem deiliskipulagstillagan nær til. Í III. kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er fjallað um gerð og framkvæmd skipulags. Í 25. gr. laganna eru ítarleg ákvæði um kynningu, samþykkt og gildistöku deiliskipulags. Í lögunum er ekki kveðið á um svokallaðar forstigskynningar deiliskipulags en sveitarfélagi er í sjálfsvald sett hvort það kynnir íbúum sveitarfélagsins umfram lagaskyldu hugmyndir og tillögur að deiliskipulagi og/eða hefur samráð við þá umfram lagaskyldu til að stuðla að því að almenn sátt náist um þær tillögur sem síðar verðar lagðar í það lögbundna ferli sem kveðið er á um í 25. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Samþykkt skipulags eða breyting á skipulagi er ákvörðun sem tekin er í skjóli stjórnsýsluvalds og er þeirri ákvörðun beint út á við að borgurunum. Deiliskipulag nær yfir afmarkað svæði og í því eru settar með bindandi hætti skorður við rétt til framkvæmda á svæðinu og jafnframt kveðið á um rétt til ákveðinna framkvæmda. Þegar um er að ræða deiliskipulagstillögur á þegar byggðu svæði verður að ætla að samþykkt skipulagsins feli í sér töku stjórnvaldsákvörðunar í skilningi 1. málsl. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga gagnvart tilteknum aðilum, þ.e. henni er beint að tilteknum aðila eða aðilum í ákveðnu fyrirliggjandi máli. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér sérstaklega þá deiliskipulagstillögu sem mál þetta lýtur að og álítur að í þessu tilviki sé um að ræða stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga. Kærandi sem íbúi á svæðinu er aðili að þeirri stjórnvaldsákvörðun.    </p> <p> </p> <p>Í 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að lögin taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Þá taki lögin einnig til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um réttindi eða skyldur manna.</p> <p> </p> <p>Í 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum og þjóðréttarsamningum. Í 1. málslið 2. mgr. 2. gr. laganna segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, en þau lög taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Í 1. málsl. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga segir að lögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þegar um er að ræða gögn sem varða ákvarðanir stjórnvalds, s.s. samþykkt deiliskipulags, fer um aðgang að þeim samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaganna, en þar segir í upphafi 1. mgr. að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varði.</p> <p> </p> <p>Þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbæ hafi ekki verið skylt að kynna íbúum tillögur að deiliskipulagi fyrir Miðbæ - Hraun umfram hið lögbundna ferli sem kveðið er á um í 25. gr. laganna þá hafa gögn sveitarfélagsins vegna forstigskynningarinnar orðið gögn er varða þá stjórnvaldsákvörðun að samþykkja deiliskipulag fyrir Miðbæ - Hraun í Hafnarfirði.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds telst málið ekki kæranlegt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og ber því að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [...] á hendur Hafnarfjarðarbæ.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"> Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p><span>Sigurveig Jónsdóttir <span>                             </span> <span>                                   </span> <span>           </span><span>            </span> Friðgeir Björnsson</span></p> |
A-345/2010. Úrskurður frá 18. nóvember 2010 | Kærð var sú ákvörðun Biskupsstofu að synja um aðgang að bréfi X til Kirkjuráðs. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest. | <h3 align="center"> ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 18. nóvember 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-345/2010.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvubréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 11. ágúst 2010, kærði [...] blaðamaður þá ákvörðun Biskupsstofu að synja um aðgang að bréfi [X] til Kirkjuráðs, dags. 27. maí 2010, sem tekið var fyrir á 154. fundi ráðsins dagana 24. og 25. júní sama ár.</p> <p> </p> <p>Í synjun Biskupsstofu, dags. 10. ágúst 2010, kemur fram að beiðninni sem barst Biskupsstofu daginn áður sé hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram hefur komið barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæra vegna þessa máls með tölvubréfi, dags. 11. ágúst 2010.  Kæran var send Biskupsstofu með bréfi, dags. 12. ágúst. Var Biskupsstofu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 20. þess mánaðar og bárust þær þann dag.</p> <p> </p> <p>Í athugasemdunum kemur m.a. fram að bréf [X] til Kirkjuráðs innihaldi málefni sem varði látinn föður hennar sem eðlilegt sé að leynt fari með vísan til 5. gr. upplýsingalaga um einkamálefni einstaklings.  </p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 15. september, var [X] kynnt kæran og þess óskað að hún upplýsti hvort hún teldi eitthvað því til fyrirstöðu að [...] blaðamanni yrði veittur aðgangur að bréfi hennar til Kirkjuráðs. Með bréfi nefndarinnar var í bréfinu var einnig tekið fram að samþykkti hún slíka afhendingu yrði aðgangur annarra sem síðar kynnu að óska aðgangs að bréfinu óheftur.  </p> <p> </p> <p>[X] hafði þann 21. september símleiðis samband við ritara úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í því samtali upplýsti hún að hún legðist gegn afhendingu bréfsins vegna einkahagsmuna sinna. </p> <p> </p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 4. til 6. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Af hálfu Biskupsstofu hefur til rökstuðnings þess að rétt sé að synja kæranda um aðgang að umbeðnu gagni verið vísað til 5. gr. upplýsingalaga. Þar segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða  viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni bréfs [X], dags. 27. maí 2010, til Kirkjuráðs. Í bréfinu fjallar hún um látinn föður sinn og verður að telja að þær upplýsingar sem þar koma fram teljist til einkamálefna sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt. Þá hefur hún ekki heimilað afhendingu bréfsins. Þykir því rétt að staðfesta synjun Biskupsstofu.</p> <p> </p> <p sizset="1" sizcache="1"><span> </span><span> </span></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Biskupsstofu frá 10. ágúst 2010, um aðgang [...] að bréfi [X], dags. 27. maí, til Kirkjuráðs.</p> <p> </p> <p> </p> <p> Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p sizset="3" sizcache="1">      Sigurveig Jónsdóttir <span>                               </span><span>                                                       </span> Friðgeir Björnsson</p> |
A-347/2010. Úrskurður frá 18. nóvember 2010 | Kærð var sú ákvörðun matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 að synja um afhendingu sundurliðaðra útreikningsforsendna hverrar jarðar í veiðifélagi sem matsnefndin notaði við arðskrármat sitt. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart stjórnsýslulögum. Frávísun. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong>Hinn 18. nóvember 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-347/2010.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Kæruefni, málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 24. september 2010, kærði [X] hrl. f.h. [...] ehf., eiganda jarðanna [A], [B] og [C], sem allar eiga aðild að Veiðifélagi Víðidalsár, þá ákvörðun matsnefndar skv. lögum um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 að synja um afhendingu sundurliðaðra útreikningsforsendna hverrar jarðar í Veiðifélagi Víðidalsár sem matsnefndin notaði við arðskrármat sitt frá 7. júlí 2010.</p> <p> </p> <p>Forsaga máls þessa er sú að með bréfi matsnefndarinnar, dags. 16. ágúst 2010, var kæranda synjað um afhendingu umbeðinna gagna. Í bréfinu kemur fram að um sé að ræða vinnugögn matsnefndar sem hún telji sér hvorki rétt né skylt að afhenda einstökum veiðiréttarhöfum. Er í bréfinu vísað til þess að rökstuðningur í matsgerð sé ítarlegur og þar sé allra gagna getið sem notuð hafi verið við matið. Gögnin hafi að stærstum hluta verið fengin frá stjórn veiðifélagsins og muni mörg þeirra hafa legið frammi á fundum í félaginu félagsmönnum til skoðunar eða verið send félagsmönnum. Með vísan til þessa var beiðninni hafnað.</p> <p> </p> <p>Með bréfi til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, dags. 30. ágúst 2010, var synjun matsnefndarinnar kærð á grundvelli 2. mgr. 19. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 með vísan til 15. gr. laganna um upplýsingarétt aðila máls og 2. málsl. 3. tölul. 1. mgr. 16. gr. sömu laga þar sem fram kemur að aðili máls eigi rétt á aðgangi að vinnuskjölum ef þau hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá.</p> <p> </p> <p>Með bréfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, dags. 16. september 2010, var kærunni vísað frá án úrskurðar með vísan til 48. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði þar sem fram kemur að matsnefnd skv. 1. mgr. 44. gr. laganna sé sjálfstæð í störfum sínum og að úrskurðum hennar verði ekki skotið til annarra stjórnvalda. Þá var kæranda jafnfram bent á að honum kynni að vera unnt að bera málið undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 9. og 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 14. október 2010, var kærandi upplýstur um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði móttekið kæru hans. Ekki þótti ástæða til að veita matsnefnd skv. lögum um lax- og silungaveiði nr. 61/2006 færi á að gera athugasemdir við kæruna.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p>Eins og fram hefur komið lýtur kæra máls þessa að synjun matsnefndar skv. lögum um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 um að afhenda kæranda sundurliðaðar útreikningsforsendur hverrar jarðar í Veiðifélagi Víðidalsár sem matsnefndin notaði við arðskrármat sitt frá 7. júlí 2010.</p> <p> </p> <p>Í VII. kafla laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði er m.a. fjallað um matsnefnd og meðferð mála fyrir matsnefndinni. Í 1. mgr. 45. gr. laganna kemur fram að greini félagsmenn í veiðifélagi á um arðskrá verði ágreiningi þar að lútandi skotið til matsnefndar. Í 46. gr. laganna er fjallað um málsmeðferð fyrir matsnefndinni og kemur fram í 3. mgr. þeirrar greinar að um meðferð mála fari samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga nema á annan veg sé mælt fyrir í lögunum. Matsnefnd skal í formlegum skriflegum úrskurði gera grein fyrir niðurstöðu sinni og skal form og efni úrskurða matsnefndarinnar, sbr. 5. mgr. 46. gr., vera í samræmi við 31. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p> </p> <p>Umbjóðendur kæranda voru aðilar að arðskrármati Veiðifélags Víðidalsár frá 7. júlí 2010. Með gagnályktun frá VII. kafla laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði verður ráðið að ákvörðun um arðskrá veiðifélags sé stjórnvaldsákvörðun í skilningi 1. málsl. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.    </p> <p> </p> <p>Í 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að lögin taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Þá taki lögin einnig til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um réttindi eða skyldur manna.</p> <p> </p> <p>Í 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum og þjóðréttarsamningum. Í 1. málslið 2. mgr. 2. gr. laganna segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, en þau lög taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Í 1. málsl. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga segir að lögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þegar um er að ræða gögn sem varða ákvarðanir stjórnvalds, s.s. vegna arðskrármats, fer um aðgang að þeim samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaganna, en þar segir í upphafi 1. mgr. að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varði.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds telst málið því ekki kæranlegt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og ber því að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni.</p> <p><strong> </strong></p> <h3> Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [X] hrl. f.h. [...] ehf. á hendur matsnefnd skv. lögum um lax- og silungsveiði nr. 61/2006.</p> <p align="center"> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <span>Sigurveig Jónsdóttir <span>                             </span> <span>                                                           </span> Friðgeir Björnsson</span> |
A-346/2010. Úrskurður frá 18. nóvember 2010 | Kærð var sú ákvörðun Íslandsstofu að synja um aðgang að gögnum um ráðningu framkvæmdastjóra Íslandsstofu. Gildissvið upplýsingalaga. Umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og gögn sem þær varða. Aðgangur veittur að upplýsingum um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda. | <h3 align="center"> ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 18. nóvember 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-346/2010.</p> <p> </p> <h3> Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvubréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 16. ágúst 2010, kærði [...] blaðamaður þá ákvörðun Íslandsstofu frá sama degi að synja honum um aðgang að gögnum um ráðningu framkvæmdastjóra Íslandsstofu.</p> <p> Í synjun Íslandsstofu kemur eftirfarandi fram:</p> <p> „Íslandsstofa er sjálfstæð stofnun með blandaða stjórn opinberra aðila og atvinnulífsins. Eins og gilti um Útflutningsráð Íslands telur stjórnin að ráðningarferli innan Íslandsstofu heyri ekki undir stjórnsýslulög og opinberar reglur heldur gildi um það sömu reglur og venjur og tíðkast almennt í viðskiptalífinu. Sá skilningur hefur mótað störf stjórnarinnar að ráðningarferlinu og samkvæmt honum hefur í einu og öllu verið farið að góðum venjum.“</p> <p> </p> <p>Í kæru, dags. 16. ágúst, eru færð rök fyrir því að Íslandsstofa falli undir gildissvið upplýsingalaga. Er þar tekið fram að til séu lög um Íslandsstofu, hún sé rekin fyrir almannafé, hún sinni opinberri starfsemi fyrir íslensk stjórnvöld og opinberar reglur gildi um starfsemina.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og að framan segir barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvubréfi, dags. 16. ágúst. </p> <p> </p> <p>Kæran var send Íslandsstofu með bréfi, dags. 17. ágúst 2010. Var Íslandsstofu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 20. þess mánaðar og bárust þær þann dag. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að sér yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p> Í athugasemdum Íslandsstofu kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p> „Eins og fram kemur í nefndarálitum utanríkismálanefndar og iðnaðarnefndar um frumvarpið að lögum um Íslandsstofu nr. 38/2010, er Íslandsstofu ætlað að setja ramma utan um kynninga- og ímyndarmál Íslands þar sem aðilar í útflutningi, ferðaþjónustu og þekkingariðnaði koma til samstarfs við hið opinbera um að efla og standa vörð um orðspor Íslands erlendis. Í lögunum er hlutverk Íslandsstofu skilgreint nánar sem fimmþætt, þ.e. að vera samstarfsvettvangur um mótun samræmdar stefnu um uppbyggingu ímyndar Íslands, að veita fyrirtækjum þjónustu og ráðgjöf, laða til landsins erlenda ferðamenn og erlenda fjárfestingu auk þess að styðja við kynningu á íslenskri menningu erlendis.</p> <p> Í fyrrgreindu áliti utanríkismálanefndar kemur einnig fram að nefndin hafi meðal annars beint sjónum sínum að stjórnskipulegri stöðu Íslandsstofu. Sem samstarfsvettvangur opinberra aðila og atvinnulífsins verði hún sjálfstæð stofnun með blandaða stjórn og þannig mörkuð sama staða innan stjórnkerfisins og Útflutningsráð hafði. Sjálfstæði Íslandsstofu og fjárhags- og reikningshalds hennar er sérstaklega áréttað í nefndarálitinu, sbr. 4. gr. laganna. Þá er bent á að fulltrúar atvinnulífsins fari með meirihluta í stjórn stofunnar. Stjórnin skipuleggur og ákveður verkefni Íslandsstofu og gjaldskrá. Á aðalfundi gerir stjórnin grein fyrir stefnumótun stofunnar og störfum sínum og birtir rekstaráætlun og ársreikninga.</p> <p> Með vísan til alls þessa telur stjórn Íslandsstofu ljóst að stofan sé sjálfstæð stofnun sem hafi stöðu einkaréttarlegs aðila enda fari hún hvorki með opinbert vald né taki ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Upplýsingalögin gilda því ekki um starfsemi Íslandsstofu.“</p> <p> Íslandsstofa afhenti ekki úrskurðarnefndinni afrit af umbeðnum gögnum með bréfi sínu.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Meginregla upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum hjá stjórnvöldum kemur fram í 3. gr. laganna. Sá upplýsingaréttur sem þar er kveðið á um sætir takmörkunum samkvæmt nánari fyrirmælum 4.-6. gr. upplýsingalaga. Í máli þessu reynir annars vegar á hvort Íslandsstofa falli undir gildissvið upplýsingalaga og hins vegar, falli Íslandsstofa undir gildissvið laganna, hvort kærandi eigi því rétt á upplýsingum um umsækjendur um starf framkvæmdarstjóra Íslandsstofu.</p> <p> <strong>2.</strong></p> <p>Eins og áður hefur verið rakið telur stjórn Íslandsstofu ljóst að stofan sé sjálfstæð stofnun með stöðu einkaréttarlegs aðila sem fari hvorki með opinbert vald né taki stjórnvaldsákvarðanir og falli því ekki undir gildissvið upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p sizset="2" sizcache="74"><span>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga taka lögin til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt 2. mgr. taka þau ennfremur til starfsemi</span> <a id="G1M2" name="G1M2">einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna</a><span>. Af því leiðir ennfremur að hafi einkaaðila ekki verið fengið slíkt hlutverk þá lýtur hann ekki ákvæðum laganna.</span></p> <p> </p> <p>Stofnanir sem komið er á fót með lögum eða með stoð í lögum, og fengið er tiltekið lögbundið og opinbert hlutverk teljast almennt til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga skv. 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Við nánari afmörkun á gildissviði laganna að þessu leyti skiptir máli að kanna þann lagagrundvöll sem viðkomandi stofnun er afmarkaður, m.a. með hliðsjón af fjármögnun og því hvernig stjórn er hagað.</p> <p> </p> <p>Með lögum nr. 38/2010 var Íslandsstofu komið á fót. Í almennum athugasemdum við frumvarpið sem varð að þeim lögum kemur fram að um sé að ræða nýja stofnun á grunni Útflutningsráðs Íslands. Stjórn Íslandsstofu er skipuð af utanríkisráðherra, sbr. 3. gr. laga nr. 38/2010 um Íslandsstofu og er Ríkisendurskoðun falið að annast árlega endurskoðun reikninga stofunnar, sbr. 5. málsl. 4. gr. laganna. Tekjur stofnunarinnar eru að hluta til markaðar í fjárlögum, sbr. 2. tölul. 5. gr. laganna, en þá kemur einnig fram í lögunum að stjórn Íslandsstofu skuli ákveða gjaldskrá fyrir þjónustu stofnunarinnar, sbr. 4. gr. laganna. Segir þar að þess skuli gætt að útseld þjónusta standi að mestu leyti undir kostnaði við þau störf sem unnin séu samkvæmt beiðni einstakra aðila sem leiti eftir þjónustu stofnunarinnar. Hvað varðar verkefni stofnunarinnar þá er ljóst að henni er með lögum nr. 38/2010 fengið það lögbundna hlutverk að vinna að ímyndar- og kynningarmálum Íslands og efla og standa vörð um orðspor Íslands erlendis. Utanríkisráðherra er ennfremur skv. 6. gr. laganna fengin heimild til að setja reglugerð um starfsemi stofnunarinnar.</p> <p> </p> <p>Framangreind atriði benda sterklega til þess að hér sé um opinbera stofnun að ræða sem lúti opinberum reglum, þar á meðal almennum reglum um tekjustofna og tekjuöflunarleiðir sem gilda um opinber stjórnvöld. Þá hefur stofnunin lögbundið hlutverk og hún heyrir samkvæmt lögunum stjórnarfarslega undir utanríkisráðherra.</p> <p> </p> <p>Í nefndaráliti utanríkismálanefndar frá 12. mars 2010 um frumvarp til laga um Íslandsstofu kemur eftirfarandi fram um stjórnsýslulega stöðu stofunnar:</p> <p> </p> <p>„Samkvæmt frumvarpinu er Íslandsstofa samstarfsvettvangur fyrirtækja, hagsmunasamtaka, stofnana og stjórnvalda. Sem samstarfsvettvangur opinberra aðila og atvinnulífsins verður hún sjálfstæð stofnun með blandaða stjórn. Íslandsstofu er þannig mörkuð sama staða innan stjórnkerfisins og Útflutningsráði nú.“</p> <p> </p> <p sizset="3" sizcache="1"><span>Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að lögum um Íslandsstofu er einnig að finna ummæli sem styðja þá ályktun að um stjórnvald sé að ræða. Í skýringum við 1. gr. frumvarpsins er t.d. tekið fram að með</span> <span>„stofnun Íslandsstofu [verði] útflutningsþjónusta, landkynningar- og markaðsstarf ferðamála og ímyndar- og orðsporsmál Íslands á einum stað í stjórnkerfinu.“</span></p> <p> </p> <p sizset="5" sizcache="1">Af framangreindu virtu er ljóst að Íslandsstofa er opinber stofnun sem telst til stjórnsýslu ríkisins í skilningi 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þessa verður því að taka afstöðu til þess hvort Íslandsstofu hafi verið skylt á grundvelli upplýsingalaga að afhenda kæranda gögn um umsækjendur um starf framkvæmdastjóra Íslandsstofu.<span> </span> <span> </span></p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til „umsókna um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og allra gagna sem þær varða“. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum er ákvæði þetta skýrt á þann hátt, að með því sé tekið af skarið um að öll gögn máls, sem snerta skipun, setningu eða ráðningu í opinber störf, séu undanþegin aðgangi almennings. Umsóknir, einkunnir, meðmæli, umsagnir um umsækjendur og öll önnur gögn í slíkum málum eru þannig undanþegin aðgangi almennings. Frá þessari reglu er þó lögfest eitt frávik, sbr. áðurnefndan 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, en þar segir: „þó er skylt að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn.“</p> <p> </p> <p>Að þessu athuguðu er ljóst að Íslandstofu ber að afhenda kæranda nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Íslandsstofu á grundvelli í 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Aðrar upplýsingar um umsækjendur ber Íslandsstofu ekki að afhenda.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Íslandsstofu ber að afhenda kæranda, [...], upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Íslandsstofu.</p> <p> </p> <p> Trausti Fannar Valsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p sizset="8" sizcache="1"> Sigurveig Jónsdóttir <span>                             </span> <span>                                                           </span> Friðgeir Björnsson</p> |
A-348/2010. Úrskurður frá 18. nóvember 2010 | Kærður var dráttur á afgreiðslu Þjóðskrár Íslands á beiðni um afhendingu upplýsinga og afrita gagna sem leiddu til ákvörðunar um breytta skráningu á fasteignamati tveggja eignarhluta kæranda. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart stjórnsýslulögum. Frávísun. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 18. nóvember 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-348/2010.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni, málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 30. september 2010, kærði [X] f.h. [...] ehf., drátt á afgreiðslu Þjóðskrár Íslands á beiðni hans um afhendingu upplýsinga og afrita gagna sem leiddu til ákvörðunar Þjóðskrár Íslands um að breyta skráningu á fasteignamati eignarhluta með fastanúmerin [...] og [...] að [A].</p> <p> </p> <p>Í kærunni kemur fram að málsmeðferðin sé kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 14. október 2010, var kærandi upplýstur um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði móttekið kæru hans. Ekki þótti ástæða til að veita Þjóðskrá Íslands færi á að gera athugasemdir við kæruna.</p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p>Eins og fram hefur komið lýtur kæra máls þessa að drætti á afhendingu upplýsinga og afrita gagna vegna breytingar á skráningu fasteignamats tveggja eigna. Af gögnum málsins má ráða að eignirnar séu nýbyggingar í eigu kæranda. </p> <p> </p> <p>Í V. kafla laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna er fjallað um fasteignamat og framkvæmd þess. Í 29. gr. kemur fram að Þjóðskrá Íslands metur fasteignir samkvæmt lögunum. Í 30. gr. kemur fram að Þjóðskrá Íslands skuli hlutast til um að allar nýjar eða breyttar eignir, sem upplýsingar berast um skv. 19. gr., skuli metnar frummati innan tveggja mánaða frá því að upplýsingar um þær bárust. Nýtt mat skal skráð í fasteignaskrá og gildir það með þeim almennu breytingum sem á því geta orðið eða þar til því er hrundið með nýju mati. Í 1. mgr. 31. gr. kemur fram að aðili, sem verulega hagsmuni getur átt af matsverði eignar og sættir sig ekki við skráð mat skv. 29. gr. og 30. gr., geti krafist nýs úrskurðar Þjóðskrár Íslands um matið og í 2. mgr. sömu greinar kemur fram að Þjóðskrá Íslands getur að eigin frumkvæði endurmetið einstakar eignir í því skyni að tryggja samræmt mat hliðstæðra eigna. Í 3. mgr. 31. gr. kemur fram að ákvæði 13., 14. og 18. gr. stjórnsýslulaga gilda ekki við meðferð mála samkvæmt 30. og 31. gr. laganna. Eiganda skal tilkynnt um nýtt eða breytt fasteignamat og sætti hann sig ekki við ákvörðun fasteignamats getur hann gert skriflega og rökstudda kröfu um endurupptöku máls innan eins mánaðar frá tilkynningu ákvörðunar.</p> <p> </p> <p>Ákvörðun um fasteignamat skv. lögum nr. 6/2001, með síðari breytingum, er stjórnvaldsákvörðun. Kærandi telst aðili máls vegna umræddra ákvarðana og um rétt hans til aðgangs að umbeðnum upplýsingum fer því eftir ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í upphafi 1. mgr. 15. gr. þeirra laga segir að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varði.</p> <p> </p> <p>Í 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum og þjóðréttarsamningum. Í 1. málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum, nr. 37/1993</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds telst málið því ekki kæranlegt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og ber því að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kæru [X] f.h. [...] ehf. á hendur Þjóðskrá Íslands.</p> <p> </p> <p align="center">Trausti Fannar Valsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <span>Sigurveig Jónsdóttir <span>                             </span> <span>           </span> <span>                                               </span> Friðgeir Björnsson</span> |
A-343/2010. Úrskurður frá 1. september 2010 | Kærð var sú ákvörðun Reykjavíkurborgar, Borgarskjalasafns Reykjavíkur, að synja dætrum Y, sem var látinn, um aðgang að gögnum er varða barnaverndarmál föður þeirra og vistun hans á vistheimilinu A. Aðili máls. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur að hluta. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 1. september 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-343/2010.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 6. júlí 2010, kærði [X] hrl., f.h. dætra [Y], fæddur 28. desember 1939 og látinn 21. júní 1988, ákvörðun Reykjavíkurborgar, Borgarskjalasafns Reykjavíkur, að synja um aðgang að gögnum er varða barnaverndarmál föður þeirra og vistun hans á vistheimilinu [A].</p> <p> </p> <p>Í synjun Reykjavíkurborgar, dags. 5. júlí, kemur fram að í ljósi laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007 sé talið rétt að veita aðgang að upplýsingum um hvort og hvenær umræddur einstaklingur var vistaður á vistheimilinu [A]. Þá kemur eftirfarandi m.a. fram í bréfinu:</p> <p> </p> <p>„Í gögnum máls [Y] kemur fram í fundargerð barnaverndarnefndar Reykjavíkur að hann fór á vistheimilið [A] 29. mars 1954. Í fundargerð nefndarinnar 21. september 1955 óska foreldrar [Y] eftir að fá hann heim og átti hann þá að fara í iðnnám. Í fundargerð kemur ekki fram hvernig málið er afgreitt en í spjaldskrá nefndarinnar kemur fram að barnaverndarnefnd sé því ekki samþykk. Engar frekari færslur finnast um hann eftir þennan tíma en fram kemur í íbúaskrá Reykjavíkur 1. desember 1955 að [Y] er þá skráður til heimilis hjá foreldrum sínum.“</p> <p> </p> <p>Hins vegar var því hafnað af hálfu borgarinnar að veita aðgang að gögnum málsins. Byggist sú afstaða f.o.f. á 5. gr. upplýsingalaga þar sem gögnin voru talin lúta að einkamálefnum [Y] sjálfs. Ekki var talið að fyrir hendi væru hagsmunir umbjóðenda kæranda sem réttlætt gætu aðgang að umbeðnum gögnum. </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 6. júlí 2010. </p> <p> </p> <p>Kæran var send Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 7. júlí. Var Reykjavíkurborg veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 16. þess mánaðar og bárust þær þann dag. Í athugasemdunum kemur m.a. fram að um sé að ræða viðkvæman málaflokk. Meta þurfi hvort vegi þyngra fjárhagslegir hagsmunir lögerfingja að fá afhent barnaverndarmál viðkomandi til að nýta sem rökstuðning fyrir kröfu um sanngirnisbætur eða þagnarskylda yfirvalda við hinn látna um viðkvæm einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Þá kemur fram að í bréfi kæranda séu engar röksemdir færðar fyrir því að umbjóðendur hans þurfi að fá afhent öll gögn um barnaverndarmál föður þeirra. Ef ástæðan sé umsókn um sanngirnisbætur, ættu þær upplýsingar sem kærandi fékk varðandi vistheimilisdvöl að nægja til að lýsa kröfum fyrir sýslumanni. Það sé síðan sýslumanns að kalla eftir nauðsynlegum gögnum. Hafa verði í huga að ekkert í gögnum málsins varpi ljósi á það hvort skilyrði fyrir greiðslu sanngirnisbóta séu fyrir hendi. Hafi þau skjöl sem hér um ræðir enga úrslitaþýðingu fyrir kæranda hvað erfðarétt varði. Ekki sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að kærendur hafi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta, umfram aðra, sem gæti mögulega réttlætt aðgang þeirra að gögnum málsins s.s. vegna aðilastöðu á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Einnig kemur fram í athugasemdunum að telji úrskurðarnefndin að leysa eigi úr málinu á grundvelli III. kafla upplýsingalaga, um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan, beri að hafna aðgangi á grundvelli 3. mgr. 9. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Með bréfi sínu afhenti Reykjavíkurborg nefndinni fundargerðir barnaverndarnefndar Reykjavíkur, afrit spjaldskrár barnaverndarnefndarinnar, lögregluskýrslur sendar barnaverndarnefnd af Sakadómaranum í Reykjavík og yfirlit yfir vistmenn á vistheimilinu [A] tímabilið 1952-1954.  </p> <p> </p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 19. júlí, voru kæranda afhentar athugasemdir Reykjavíkurborgar og þess óskað að teldi hann tilefni til að koma að frekari athugasemdum við kæruna yrði það gert fyrir 26. júlí. Bárust athugasemdir hans 22. þess sama mánaðar. Í athugasemdum kæranda kemur m.a. fram að dætur [Y] teljist aðilar máls í skilningi III. kafla upplýsingalaga og eigi því rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er varði föður þeirra, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá kemur einnig fram að þótt sýslumaður geti sjálfstætt kallað eftir gögnum eigi það ekki að koma í veg fyrir að aðili geti sjálfur kallað eftir gögnum er málið varði.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstöður</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Samkvæmt 3. gr. sömu laga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Sé litið til orðalags 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga virðist í ákvæðinu gert ráð fyrir að þau gögn sem um er beðið þurfi að innihalda upplýsingar sem beinlínis lúta að viðkomandi aðila sjálfum. Að túlkun þessa ákvæðis hefur verið vikið í nokkrum úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. úrskurði í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008 og A-294/2009. Í athugasemdum með 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga sem fylgdu frumvarpi til laganna segir að ákvæðið sé byggt á áður óskráðri meginreglu um rétt einstaklinga til aðgangs að gögnum sem  séu í vörslu stjórnvalda og varði þá sérstaklega, enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Með vísan til þessa hefur úrskurðarnefndin skýrt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi einstaklega hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum. Ber þó að hafa í huga, sbr. dóm Hæstaréttar frá 19. október 2000, í máli nr. 330/2000, að mikilvægt er að gera skýran greinarmun á upplýsingarétti almennings skv. II. kafla upplýsingalaga og upplýsingarétti aðila skv. III. kafla laganna. Hinn ríki réttur aðila sjálfs til aðgangs að gögnum samkvæmt III. kafla laganna er undantekning frá hinni almennu reglu í II. kafla þeirra um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Því verður að vera hafið yfir vafa að sá sem fer fram á aðgang að gögnum teljist aðili í skilningi 9. gr. upplýsingalaga svo að leyst verði úr beiðni hans á grundvelli þeirrar greinar.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærandi hefur lýst því að umbjóðendur hans séu lögerfingjar [Y] sbr. 2. mgr. 2. gr. erfðalaga nr. 8/1962 og þurfi á umræddum gögnum að halda vegna kröfu um bætur á grundvelli laga nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. Í 2. málsl. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 47/2010 kemur fram að hafi tjónþoli fallið frá áður en honum var unnt að lýsa kröfu erfist krafan til eftirlifandi barna sem geta hvert um sig eða sameiginlega framfylgt henni.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir þau gögn sem Reykjavíkurborg hefur afhent nefndinni. Um er að ræða fundargerðir barnaverndarnefndar Reykjavíkur, afrit spjaldskrár barnaverndarnefndarinnar, lögregluskýrslur sendar barnaverndarnefnd af Sakadómaranum í Reykjavík og yfirlit yfir vistmenn á vistheimilinu [A] tímabilið 1952-1954. Gögnin innihalda upplýsingar um föður umbjóðenda kæranda ásamt upplýsingum um aðra drengi sem bæði lögregla og barnaverndaryfirvöld höfðu afskipti af.   </p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin telur að líta verði svo á að umbjóðendur kæranda hafi sem lögerfingjar föður síns, [Y], lögvarða hagsmuni af því umfram aðra að fá aðgang að gögnum sem varpað geta ljósi á dvöl hans á vistheimilinu [A]. Um aðgang þeirra að þeim gögnum málsins sem innihalda slíkar upplýsingar fer því að ákvæði 9. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti fer um aðgang umbjóðenda kærenda að umbeðnum gögnum eftir ákvæði 3. gr. sömu laga, um rétt almennings til aðgangs að gögnum.</p> <p> </p> <p>Þrjú af þeim gögnum sem Reykjavíkurborg hefur afhent úrskurðarnefndinni geta talist varpa ljósi, eða mögulegu ljósi, á dvöl [Y] á vistheimilinu [A]. Í fyrsta lagi er það fundargerð barnaverndarnefndar Reykjavíkur, dags. 31. mars 1954. Þar kemur fram að [Y] hafi farið til [A] 29. mars sama ár. Í öðru lagi fundargerð barnaverndarnefndar Reykjavíkur frá 21. september 1955, þar sem fram kemur ósk foreldra hans um heimkomu [Y]. Í fundargerðinni kemur ekki fram afgreiðsla erindisins. Í þriðja lagi afrit af spjaldi úr spjaldskrá sömu nefndar þar sem fram kemur að barnaverndarnefnd sé ekki samþykk heimkomunni og vísun til gerðabókar nefndarinnar nr. VI 128.</p> <p> </p> <p>Þessi gögn varpa ljósi á tímalengd dvalar [Y] að [A]. Af þeirri ástæðu hafa umbjóðendur kærða beina og sérstaka hagsmuni, umfram aðra, af því að kynna sér þær upplýsingar sem í þeim koma fram.</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Í 5. mgr. ákvæðisins segir ennfremur að ákvæði 3., 7. og 8. gr. gildi, eftir  því sem við getur átt um aðgang aðila að gögnum skv. 9. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Þegar litið er til fyrrnefndra þriggja gagna er ljóst að megininnihald þeirra, að undanskildu afriti úr spjaldskrá, lýtur að einkahögum annarra en [Y]. Upplýsingar sem þar er um að ræða lúta að afskiptum barnaverndaryfirvalda af tilgreindum einstaklingum. Í ljósi þess að umbjóðendur kæranda hafa þegar fengið í hendur upplýsingar sem fram koma í umræddum gögnum og varða dvöl [Y] á dvalarheimilinu að [A], telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að það beri að hafna aðgangi kæranda að gögnunum með vísan til einkahagsmuna annarra, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um [Y] koma að auki fram í svo litlum hluta umræddra skjala að ekki verður talin ástæða til að veita aðgang að hluta þeirra á grundvelli ákvæðis 7. gr. upplýsingalaga. Hins vegar ber að afhenda kæranda afrit af spjaldi úr spjaldskrá barnaverndarnefndar Reykjavíkur, og nefnt var hér að framan.</p> <p> </p> <p>Önnur gögn málsins sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur undir höndum lúta ekki að dvöl [Y] á vistheimilinu [A] heldur að aðdraganda þess að hann var sendur á vistheimilið [A] auk yfirlita yfir vistmenn á vistheimilinu [A] árin 1952-1954. Þau gögn skipta því ekki máli um bótarétt samkvæmt lögum nr. 47/2010. Um aðgang umbjóðenda kærðu að þeim fer því eftir ákvæði 3. gr. upplýsingalaga, um rétt almennings til aðgangs að gögnum.</p> <p> </p> <p>Réttur almennings til aðgangs að gögnum sætir ákveðnum takmörkunum. Í 5. gr. upplýsingalaga kemur þannig fram að <a id="G5M1" name="G5M1">óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.</a> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið gögn málsins með ítarlegum hætti. Þar er að finna upplýsingar um afskipti lögreglu annars vegar og barnarverndarnefndar Reykjavíkur hins vegar af málefnum [Y], auk upplýsinga um sambærileg afskipti stjórnvalda af nokkrum fjölda annarra einstaklinga. Þessar upplýsingar eru þess eðlis að það telst sanngjarnt og eðlilegt að þær fari leynt gagnvart almenningi, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Ber því að staðfesta synjun Reykjavíkurborgar á aðgangi að gögnum að því leyti.</p> <p> </p> <p>Tekið skal fram að í 3. málsl. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 47/2010 kemur fram að um aðgang að gögnum í vörslu vistheimilisnefndar og annarra stjórnvalda varðandi kröfu um bætur á grundvelli erfðaréttar fari samkvæmt ákvæðum 5. og 8. gr. sömu laga. Þau tvö lagaákvæði fjalla um gagnaöflun og upplýsingarétt sýslumanns annars vegar og úrskurðarnefndar um bætur samkvæmt lögum nr. 47/2010 hins vegar. Það er fyrst þegar viðkomandi stjórnvöld hafa aflað þeirra gagna sem um getur verið að ræða sem aðgangsréttur samkvæmt þessu ákvæði verður virkur, og þá í tengslum við meðferð þeirra á einstökum bótamálum. Í máli þessu er ekki deilt um skyldu sýslumanns, eða úrskurðarnefndar til afhendingar gagna samkvæmt lögum nr. 47/2010. Umrædd ákvæði hafa því ekki þýðingu um niðurstöðu þessa máls.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að staðfest er synjun Reykjavíkurborgar, Borgarskjalasafns Reykjavíkur, á afhendingu ganga í fórum safnsins sem varða barnaverndarmál og vistun [Y] á vistheimilinu [A], að því undanskildu að Reykjavíkurborg ber að afhenda kæranda afrit af áðurnefndu spjaldi úr spjaldskrá barnaverndarnefndar Reykjavíkur, þar sem fram kemur nafn [Y] og vísun til gerðarbókar nr. VI 128.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Staðfest er synjun Reykjavíkurborgar, Borgarskjalasafns Reykjavíkur, um aðgang [X] hrl. f.h. dætra [Y] að gögnum er varða barnaverndarmál hans og vistun hans á vistheimilinu [A], að því undanskildu að Reykjavíkurborg ber að afhenda kæranda afrit af spjaldi úr spjaldskrá barnaverndarnefndar Reykjavíkur, þar sem fram kemur nafn [Y] og vísun til gerðabókar nefndarinnar nr. VI 128.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"> Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p>               <span>Sigurveig Jónsdóttir <span>                             </span> <span>                                   </span> Trausti Fannar Valsson</span></p> |
A-344/2010. Úrskurður frá 1. september 2010 | Kærð var synjun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Flugstoða ohf., nú Isavia ohf., á beiðni um afhendingu gagna um viðskiptaáætlun um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Gildissvið upplýsingalaga. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Synjun staðfest. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 1. september 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu máli nr. A-344/2010.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dagsettu 12. maí, kærði [...] synjun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Flugstoða ohf., nú Isavia ohf., á beiðni hans um afhendingu gagna um viðskiptaáætlun um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni í Reykjavík.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Málsatvik og málsmeðferð</strong></p> <p>Kærandi fór fram á það í tölvubréfi til Flugstoða ohf., dags. 21. apríl, að fá afhent þau gögn sem kæran lýtur að. Hinn sama dag var þessari beiðni hafnað af fyrirtækinu og kom þar eftirfarandi m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Málið er enn á viðkvæmu stigi og viðræður enn í gangi við hagsmunaaðila, því telur Flugstoðir ekki tímabært að afhenda þessi gögn. Varðandi upplýsingalögin sem þú vísar til þá er Flugstoðir ekki „Stjórnvald““.</p> <p> </p> <p>Kærandi fór fram á það í tölvubréfi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að fá afhent hin sömu gögn. Ráðuneytið hafnaði beiðninni í tölvubréfi, dags. 6. maí,  þar sem eftirfarandi kom meðal annars fram:</p> <p> </p> <p>„Ekki er unnt á þessu stigi að veita nánari upplýsingar eða láta af hendi gögn um viðskiptaáætlun samgöngumiðstöðvar vegna trúnaðarupplýsinga sem þar eru meðan enn er unnið að frágangi málsins sem nú er vonandi á lokastigi.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin kynnti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Isavia ohf. kæruna með bréfum dagsettum 18. maí, og veitti þeim frest til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni að synja um afhendingu gagnanna.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir bárust frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þann 27. maí. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Samkvæmt 2. ml. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Telur ráðuneytið að ákvæði þetta leiði til þess að óheimilt sé að afhenda hin umbeðnu gögn vegna mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna þess fyrirtækis sem sjá mun um rekstur fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar. Vill ráðuneytið benda á að þó fyrr greind áætlun liggi fyrir hafa engir samningar verið gerðir á grundvelli hennar. Hin umbeðnu gögn innihalda þannig trúnaðarupplýsingar sem ekki er unnt að láta af hendi á meðan unnið er að frágangi málsins, sbr. 2. ml. 5. gr. upplýsingalaga. Kynning sú sem fram fór fyrir lífeyrissjóðunum var liður í undirbúningsvinnu vegna fjármögnunar fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar. Var þar skýrt tekið fram að um trúnaðarupplýsingar væri að ræða.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fylgdi viðskiptaáætlun um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni í Reykjavík.</p> <p> </p> <p>Athugasemdir bárust frá Isavia ohf. þann 7. júní. Þar var vísað til þess að ákvæði upplýsingalaga ættu ekki við um starfsemi þess. Af þeim sökum einum væri því ekki skylt að afhenda hin umbeðnu gögn.</p> <p> </p> <p>Kæranda voru sendar þessar athugasemdir þann 8. júní og veittur frestur til að koma á framfæri frekari athugasemdum. Þær bárust 11. júní. Í athugasemdum kæranda kemur m.a. fram að þrátt fyrir að úrskurðarnefndin fallist á að Isavia ohf. falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga beri ráðuneytinu skylda til þess að afhenda gögnin. Þá kemur eftirfarandi einnig fram:</p> <p> </p> <p>„Samgönguráðuneytið vísar til 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga og segir að ekki sé hægt að afhenda hin umbeðnu gögn vegna mikilvægra fjárhags- og viðskiptahagsmuna þess fyrirtækis sem sjá mun um rekstur fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar. Ekki er tekið fram um hvaða fyrirtæki er að ræða enda liggur það ekki fyrir. Einnig kemur fram í umsögn ráðuneytisins að engir samningar hafa verið gerðir sem byggja á fyrrnefndri viðskiptaáætlun. Ég bendi á í ljósi þess að ekkert liggur fyrir um hvaða fyrirtæki muni sjá um reksturinn og að engir samningar sem byggja á viðskiptaáætluninni hafa verið gerðir, sé vandséð að fjárhags- og viðskiptahagsmunir verði fyrir borð bornir, verði áætlunin gerð opinber. Það að auki má ætla að reksturinn verði útboðsskyldur en við auglýsingu útboðs hlýtur að þurfa að veita upplýsingar um viðskiptaáætlunina sem liggur rekstrinum til grundvallar.“</p> <p> </p> <p>Í kjölfar svara samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Isavia ohf. óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því með bréfi, dags. 20. júní, að ráðuneytið svaraði tilteknum spurningum nefndarinnar vegna málsins. Óskað var eftir svörum við því hvernig 5. gr. upplýsingalaga ætti við um hagmuni Isavia ohf. þar sem fram hafði komið í bréfi Isavia ohf., dags. 7. júní, að fyrirtækið væri opinbert fyrirtæki. Óskað var eftir að upplýst væri hvaða hagsmuni væri um að ræða og af hvaða sökum ekki mætti gera þær upplýsingar opinberar almenningi.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 14. júlí, svaraði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið spurningum nefndarinnar. Í bréfinu kemur m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Ljóst er að hvorki Isavia ohf. né Flugstoðir ohf. eru stofnuð á einkaréttarlegum grundvelli heldur er um opinber félög að ræða. Ráðuneytið leiðréttir því hér með tilvísun til 2. máls. 5. gr. upplýsingalaga sem skal réttilega vera tilvísun til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Isavia ohf. ber ábyrgð á rekstri samgöngumiðstöðvarinnar sem mun m.a. byggjast á leigutekjum frá rekstraraðilum. Samgöngumiðstöðin er því í samkeppni við aðra aðila sem leigja út húsnæði til sambærilegra nota. Umbeðin gögn tengjast beint þessari starfsemi samgöngumiðstöðvarinnar þar sem þar er að finna fjárhagslegar upplýsingar er varða áætlaðar tekjur vegna leigu rekstaraðila ásamt tekjum vegna brottfarargjalda. Ráðuneytið telur að samkeppnishagsmunir Isavia ohf. við rekstur samgöngumiðstöðvar séu svo verulegir að þeir gangi framar rétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umræddum upplýsingum. Líkt og fram kom í fyrra bréfi ráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur ekki verið gengið frá samningum við rekstraraðila vegna samgöngumiðstöðvar. Verði upplýsingar úr viðskiptaáætluninni gerðar opinberar áður en gengið er frá slíkum samningum er ljóst að samningsstaða Isavia ohf. mun raskast verulega. Öðlist væntanlegir samningsaðilar upplýsingar um áætlaðar leigutekjur frá hverjum þeim sem Isavia ohf. hefur hug á að semja við telur ráðuneytið að það muni án vafa hafa áhrif á fjárhæð leigutekna. Kann félagið því að verða fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni og rekstri samgöngumiðstöðvarinnar teflt í tvísýnu.“</p> <p> </p> <p>Kæranda var með bréfi nefndarinnar, dags. 19. júlí, gefinn kostur á að koma í framfæri frekari athugasemdum við kæru sína vegna bréfs ráðuneytisins frá 14. júlí. Svör kæranda bárust með tölvubréfi, dags. 18. ágúst, þar sem kærandi óskaði eftir skjótum málalokum og afsakaði drátt á svörum með vísan til sumarleyfis.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstöður</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir orðrétt: „Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.“ Í skýringum við 1. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er gerð grein fyrir því að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Þar með fellur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið undir lögin. Þá er tekið fram að lögin taki einnig til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Síðan segir í skýringunum: „Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema því hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna.“</p> <p> </p> <p>Isavia ohf. er opinbert hlutafélag sem stofnað var um sameinaðan rekstur Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar.  Ekki verður séð að þær upplýsingar sem beiðni kærandi lýtur að tengist stjórnsýsluhlutverki, sbr. 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, og þá má einnig til þess líta að ekki er að finna í lögum sérstök fyrirmæli um að ákvæði upplýsingalaga eigi við um Isavia ohf., líkt og kveðið er í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 6/2007 um Ríkisútvarpið ohf. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að það beri af þeirri ástæðu að vísa framkominni kæru á hendur félaginu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Á grundvelli 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga er kæru hins vegar réttilega beint að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem lögin taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.</p> <p> </p> <p> <strong>2.</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í þessu ákvæði felst meginregla upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.</p> <p> </p> <p>Eins áður hefur verið rakið fór kærandi fram á afhendingu viðskiptaáætlunar um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri sem kynnt hefur verið fulltrúum nokkurra lífeyrissjóða. Þessari beiðni synjaði ráðuneytið með vísan til 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga en féll frá þeirri tilvísun á síðari stigum og vísaði þess í stað til 3. mgr. 6. gr. laganna. Er hér því til skoðunar hvort samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu hafi verið rétt að synja kæranda um afhendingu þess skjals sem um ræðir með vísan til undantekningarreglu 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í upphafi 6. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda geymi þau upplýsingar um eitthvert þeirra atriða sem upp eru talin í 1.-5. tölul. greinarinnar. Af ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um: „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.“</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum sem fylgdu tilvitnaðri grein í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Hver töluliður sæti sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræði. Um skýringu á 3. tölul. sérstaklega segir að markmið frumvarpsins sé meðal annars að gefa almenningi og fjölmiðlum færi á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Óheftur réttur til upplýsinga geti á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum sé lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona hátti til. Síðan segir orðrétt: „Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar né heldur ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“  </p> <p> </p> <p>Isavia ohf. er hlutafélag í opinberri eigu og innihalda þau gögn sem um ræðir upplýsingar í tengslum við byggingu fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Um er að ræða viðskiptaáætlun vegna samgöngumiðstöðvarinnar þar sem fram koma upplýsingar um þau verkefni félagsins sem eru í vinnslu, upplýsingar um frumforsendur byggingarinnar þ.á m. upplýsingar um stærð hennar, byggingarkostnað, fyrirhuguð brottfarargjöld, eigið fé, arðsemi, fjárfestingar og aðrar upplýsingar sem lúta að rekstri. Þá koma fram upplýsingar um áætlaðar leigutekjur samgöngumiðstöðvarinnar og frá hvaða aðilum þær komi. Umrædd viðskiptaáætlun er unnin af fyrirtækinu [X] ehf. fyrir Isavia ohf. vegna kynningar á fyrirhugaðri samgöngumiðstöð fyrir lífeyrissjóðina vegna mögulegrar fjármögnunar þeirra á verkefninu.    </p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur eins og fyrr segir yfirfarið þau gögn sem um ræðir. Í þeim koma fram upplýsingar um viðskipti fyrirtækis í eigu ríkisins. Úrskurðarnefndin fellst á þau sjónarmið kærða að upplýsingar um áætlaðar leigutekjur, og aðrar áætlanir sem þær snerta lúti að samkeppnishagsmunum Isavia ohf. Þessar upplýsingar koma svo víða fram að ekki þykir ástæða til að veita aðgang að skjalinu að hluta með vísan til 7. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða nefndarinnar að vegna samkeppnishagsmuna Isavia ohf. verði að telja rétt að undanþiggja þær upplýsingar sem um ræðir aðgangi almennings með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu var því rétt að synja kæranda um aðgang að viðskiptaáætlun þeirri sem unnin var fyrir Isavia ohf. vegna fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar.</p> <p> </p> <p>Kæru á hendur Isavia ohf. er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem upplýsingalög taka ekki til hins opinbera hlutafélags. Staðfesta ber synjun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á afhendingu viðskiptaáætlunar um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni í Reykjavík.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Kæru á hendur Isavia ohf. er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Staðfest er synjun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á að veita kæranda, [...], aðgang að viðskiptaáætlun um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni í Reykjavík.</p> <p> </p> <p align="center"> Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> Sigurveig Jónsdóttir                                                                               Trausti Fannar Valsson</p> |
A-342/2010. Úrskurður frá 29. júlí 2010 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni um afhendingu gagna er vörðuðu útboð Ríkiskaupa f.h. utanríkisráðuneytisins, á ljósleiðurum NATO og rekstur þeirra. Þjóðréttarlegar skuldbindingar. Vinnuskjöl. Öryggi og varnir ríkisins. Samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 29. júlí 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-342/2010.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 25. mars 2010, kærði [X] lögfræðingur, f.h. [...] ehf., ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 5. mars, um synjun á beiðni hans um afhendingu gagna er vörðuðu útboð Ríkiskaupa, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, á ljósleiðurum NATO og rekstur þeirra.</p> <p> </p> <p>Forsaga málsins er sú að kærandi óskaði með bréfi, dags. 6. nóvember 2009, eftir gögnum varðandi útboð og rekstur á ljósleiðurum NATO. Með bréfi utanríkisráðuneytisins, dags. 19. janúar 2010, var fallist á afhendingu tiltekinna gagna, synjað um afhendingu annarra en afstaða ekki tekin til hluta gagna ráðuneytisins þar sem þau væru ekki talin falla undir upplýsingabeiðni kæranda. Með bréfi, dags. 18. febrúar, kærði kærandi þá synjun gagna sem fólst í ákvörðuninni frá 19. janúar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurður í því kærumáli var kveðinn upp 1. júní 2010, mál nr. A-337/2010.</p> <p> </p> <p>Með bréfi kæranda til utanríkisráðuneytisins, dags. 18. febrúar 2010, óskaði hann afhendingar þeirra gagna sem ráðuneytið taldi ekki falla undir fyrri beiðni hans. Með bréfi ráðuneytisins, dags. 5. mars, var kæranda veittur aðgangur að hluta þeirra gagna en þau gögn sem utanríkisráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að eru til meðferðar í þessu máli. Um er að ræða eftirfarandi skjöl: (Tekið skal fram að með málsnúmeri er í neðangreindum lista vísað til málsnúmers í málaskrá ráðuneytisins.)</p> <p> </p> <p><span>1.     </span> <span>Fundargerð fundar Mannvirkjasjóðsnefndar NATO, dags. 16. maí 2008. Mál nr. UTN07080206.</span></p> <p><span>2.     </span> <span>Embættiserindi um hagnýtingu mannvirkja NATO á Íslandi, dags. 6. maí 2008. Mál nr. UTN07080206.</span></p> <p><span>3.     </span> <span>Frásögn af fundi með fulltrúum Evrópuherstjórnar NATO (SHAPE) vegna ljósleiðara, dags. 3. apríl 2008. Mál nr. UTN07080206.</span></p> <p><span>4.     </span> <span>Drög að talpunktum NATO, dags. 25. mars 2008. Mál nr. UTN07080206.</span></p> <p><span>5.     </span> <span>Tölvupóstur vegna talpunkta NATO og drög að talpunktum, dags. 24. mars 2008. Mál nr. UTN07080206.</span></p> <p><span>6.     </span> <span>Minnispunktar eftir fund með NATO og drög að talpunktum, dags. 19. mars 2008. Mál nr. UTN07080206.</span></p> <p><span>7.     </span> <span>Tölvupóstur starfsmanns utanríkisráðuneytisins, sendur bæði til aðila utan ráðuneytisins og starfsmanns utanríkisráðuneytisins (síðari blaðsíða skjalsins), og svarpóstur starfsmanns utanríkisráðuneytisins (fyrri blaðsíða skjalsins), dags. 3. október 2007. Mál nr. UTN07080206.</span></p> <p><span>8.     </span> <span>Tilboð [A] í verkefni um mat á virði ratsjárgagna, dags. 14. september 2007. Mál nr. UTN07080206.</span></p> <p><span>9.     </span> <span>Bréf og tölvupóstur til NATO, dags. 9. nóvember 2007. Mál nr. UTN07070034.</span></p> <p><span>10. </span> <span>Tölvupóstur milli starfsmanna utanríkisþjónustunnar um ljósleiðarakerfi, dags. 21. ágúst 2007. Mál nr. UTN07070034.</span></p> <p> </p> <p>Til einföldunar verður eftir atvikum vísað til númera 1 – 10 við umfjöllun um ofangreind skjöl í úrskurði þessum.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 25. mars. Kæran var send utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 12. maí. Var ráðuneytinu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 19. þess mánaðar. Utanríkisráðuneytið fór fram á að sá frestur yrði framlengdur til 9. júní sem úrskurðarnefndin féllst á. Athugasemdir ráðuneytisins bárust nefndinni þann dag. Kæranda var með bréfi, dags. 10. júní, veittur frestur til 21. sama mánaðar til að koma að frekari athugasemdum í málinu í ljósi athugasemda utanríkisráðuneytisins. Svar kæranda barst með bréfi, dags. þann sama dag.</p> <p> </p> <p>Vegna skjals sem auðkennt hefur verið með númerinu 1 hér að framan vísar utanríkisráðuneytið til 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þar sem segir að lögin gildi ekki ef á annan veg er mælt í þjóðréttarsamningum sem Ísland á aðild að. Með aðild sinni að NATO hefur Ísland gengist undir þjóðréttarlegar skuldbindingar gagnvart öðrum aðildarríkjum. Til þess að ná markmiðum samstarfsins þurfa þau að skiptast á trúnaðarupplýsingum og var í því skyni undirritaður 16. ágúst 1998 samningur um öryggi upplýsinga (e. Agreement between the Parties to the North Atlantic Treaty for the Security of Information). Samningurinn hefur ekki verið fullgiltur af hálfu Íslands en í samræmi við meginreglur þjóðaréttar ber ríkinu að virða ákvæði samningsins í samskiptum sínum við NATO og við meðferð trúnaðarskjala frá NATO og aðildarríkjum þess. Skylda Íslands til að fara með upplýsingar NATO í samræmi við samninginn var innleidd með 24. gr. varnarmálalaga nr. 34/2008, en þar er fjallað um öryggisvottun og trúnaðarstig skjala. Þar sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki hlotið öryggisvottun í samræmi við 24. gr. varnarmálalaga ákvað utanríkisráðuneytið að afhenda ekki nefndinni umrætt skjal.</p> <p> </p> <p>Vegna skjala sem auðkennd eru með númerunum 2, 3, 4, 5, 6, og 7 hér að framan vísar utanríkisráðuneytið til þess að skjölin séu vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga en innihaldi einnig upplýsingar um samskipti ráðuneytisins við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir, sbr. 1. og 2. tölul. 6. gr. laganna. Séu þær upplýsingar í meirihluta skjalsins og eigi því 7. gr. upplýsingalaga ekki við, en í henni er kveðið á um að veita eigi aðgang að öðru efni skjals ef ákvæði 4.-6. gr. laganna eigi aðeins við um hluta þess. </p> <p> </p> <p>Vegna skjals sem auðkennt hefur verið með númerinu 8 hér að framan vísar ráðuneytið til þess að um sé að ræða tilboð [A] í verkefni um mat á virði ratsjárgagna. Að mati ráðuneytisins hafi fyrirtækið fjárhagslega og viðskiptalega hagsmuni af því að upplýsingar í þessum gögnum fari leynt. Aðgangi að þeim sé því hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Þær upplýsingar sé að finna í meiri hluta skjalsins og af þeim sökum ekki unnt að afhenda hluta skjalsins samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Vegna skjals sem auðkennt hefur verið með númerinu 9 hér að framan vísar ráðuneytið til þess að skjalið innihaldi upplýsingar um samskipti ráðuneytisins við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir, sbr. 1. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þær upplýsingar sé að finna í meiri hluta skjalsins og af þeim sökum ekki unnt að afhenda hluta skjalsins samkvæmt 7. gr. laganna.  </p> <p> </p> <p>Vegna skjals sem auðkennt hefur verið með númerinu 10 hér að framan vísar ráðuneytið til þess að skjalið sé vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Það innihaldi upplýsingar sem ritaðar séu af starfsmönnum ráðuneytisins fyrir starfsmenn ráðuneytisins og innihaldi hvorki upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá né feli í sér endanlega ákvörðun máls.</p> <p> </p> <p>Með athugasemdum sínum, dags. 9. júní 2010, afhenti utanríkisráðuneytið úrskurðarnefndinni þau gögn sem auðkennd hafa verið með númerunum 2-10, en ekki gagn nr. 1 þar sem úrskurðarnefndin hefur ekki hlotið þá öryggisvottun sem er nauðsynleg á grundvelli þeirra þjóðréttarskuldbindinga sem vísað er til hér að framan.</p> <p> </p> <p>Kærandi hefur bent á, hvað varðar það skjal sem auðkennt er með númerinu 1 hér að framan, að honum sé ekki kunnugt um að í þjóðréttarsamningi Íslands um aðild að NATO sé skýrlega kveðið á um að upplýsingalögin gildi ekki um skjöl sem þessi. Þá bendir hann á að túlka verði undanþáguákvæði 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga þröngt og eftir orðanna hljóðan.</p> <p> </p> <p>Hvað varðar skjöl sem auðkennd hafa verið með númerunum 2-10 hér að framan hefur kærandi í máli þessu bent á að hann hafi ekki fullnægjandi forsendur til að taka afstöðu til þess hvort undanþáguákvæði 4.-6. gr. eigi við um þau gögn, eins og utanríkisráðuneytið hefur í synjun sinni um afhendingu vísað til. Er þess óskað að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess hvort svo sé og einkum hvort kærandi eigi rétt að afhendingu hluta skjals, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Þá hefur kærandi sérstaklega tekið fram að hann hyggist beina kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA þar sem hann telji að í útboði og rekstri á ljósleiðurum NATO hafi falist ólögmæt ríkisaðstoð í andstöðu við 2. kafla IV. hluta samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, sbr. lög nr. 2/1993.</p> <p> </p> <p>Aðilar málsins hafa fært frekari rök fyrir afstöðu sinni en með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim í úrskurði þessum. Úrskurðarnefndin hefur haft þau til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Niðurstöður</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í þessu ákvæði felst meginregla upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í 9. gr. sömu laga er aðila hins vegar veittur sérstakur réttur til aðgangs að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál hafi þau að geyma upplýsingar um hann sjálfan.</p> <p> </p> <p>Í úrskurði nefndarinnar nr. A-337/2010 frá 1. júní 2010, sem vísað var til í lýsingu málsatvika hér að framan, var það niðurstaða nefndarinnar að þótt kærandi kynni að hafa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnum sem lytu að ráðstöfun á tveimur ljósleiðaraþráðum af átta í ljósleiðarakapli, þar sem kærandi hefði þegar afnot af fimm þeirra, yrði orðalagið „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. 9. gr. ekki skýrt svo rúmt að það tæki til upplýsinga um umræddar samningsumleitanir og samningsgerð, nema fyrir lægi með skýrari hætti hvaða sérstöku hagsmunir hans það væru sem á reyndi í viðkomandi máli.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið gögn málsins og röksemdir aðila. Gefa þau ekki vísbendingar um að í þessum málum séu fyrir hendi aðstæður sem leiði til þess að kærandi hafi sérstaka hagsmuni af afhendingu þeirra umfram aðra, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Af framangreindu leiðir að um rétt kæranda til aðgangs að gögnum málsins fer eftir ákvæðum 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Gögn sem utanríkisráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að og afhent hafa verið úrskurðarnefnd um upplýsingamál voru í upphafskafla úrskurðar þessa auðkennd með númerunum 2 til 10. Gagn sem auðkennt hefur verið með númerinu 1 var ekki afhent úrskurðarnefndinni þar sem hún hefur ekki hlotið öryggisvottun.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt lokamálslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki ef á annan veg er mælt í þjóðréttarsamningum sem Ísland á aðild að. Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga sagði um þetta ákvæði. „Þá kann Ísland að hafa gengist undir skuldbindingar gagnvart öðrum ríkjum í þjóðréttarsamningum þess efnis að tilteknum gögnum verði haldið leyndum umfram það sem gert er ráð fyrir í þessum lögum. Vegna slíkra skuldbindinga að þjóðarétti þykir nauðsynlegt að taka af skarið um það að lögin gildi ekki ef öðru vísi er fyrir mælt í þjóðréttarsamningum sem íslenska ríkið á aðild að.“</p> <p> </p> <p>Í athugasemdum utanríkisráðuneytisins við kæru þessa máls er vísað til þess að 16. ágúst 1998 undirritaði íslenska ríkið samning um öryggi upplýsinga (e. Agreement between the Parties to the North Atlantic Treaty for the Security of Information). Þá vísar ráðuneytið í þessu sambandi til ákvæða varnarmálalaga nr. 34/2008.</p> <p> </p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur afhent úrskurðarnefndinni forsíðu gagnsins sem auðkennt er með númerinu 1 hér að framan. Af henni, auk annarra upplýsinga sem nefndin hefur fengið um innihald skjalsins, telur nefndin upplýst að efni þess falli undir þagnarskyldureglu framangreinds samnings sem íslenska ríkið er bundið af að þjóðarrétti. Með vísan til lokamálsliðar 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gilda lögin því ekki um þau gögn. Kröfu um aðgang að þeim er því vísað frá nefndinni. Í ljósi þessa tekur nefndin ekki afstöðu til þess hvort ráðuneytinu hefði verið skylt að afhenda nefndinni umrætt skjal, hefði nefndin talið það nauðsynlegt vegna meðferðar málsins.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur stutt synjun sína á aðgangi að skjölum nr. 2-7 og 10, sbr. töluliði í upphafskafla þessa úrskurðar, þeim rökum að um sé að ræða vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hefur ráðuneytið einnig vísað til þess hvað varðar skjöl nr. 2-7, að um sé að ræða skjöl sem innihaldi upplýsingar sem falli undir 1. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur upplýsingaréttur almennings ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“ Skilyrði fyrir því að skjal teljist vinnuskjal í skilningi þessa ákvæðis er að það sé ritað til eigin afnota fyrir stjórnvaldið sjálft. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga segir svo um þetta atriði: „Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi.“</p> <p> </p> <p>Eins og tekið er fram í niðurlagi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga ber að veita aðgang að vinnuskjölum sem falla undir ákvæðið, ef þau hafa að geyma „upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá“. Síðastgreint orðalag er skýrt svo í athugasemdum með frumvarpi til laganna að með því sé „einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvörðunartöku.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau skjöl sem um ræðir. Skjöl nr. 2, 4, 5, 6, hluti skjals nr. 7 (fyrri blaðsíða af tveimur) og skjal nr. 10 bera það með sér að vera skjöl sem starfsmenn utanríkisráðuneytisins hafa ritað til eigin afnota og hafa ekki verið afhent öðrum en starfsmönnum þess.</p> <p> </p> <p>Skjal nr. 2 er embættiserindi fastanefndar Íslands hjá NATO til utanríkisráðuneytisins vegna hagnýtingar NATO mannvirkja á Íslandi í kjölfar fundar fastanefndar Íslands hjá NATO með Mannvirkjasjóðsnefnd NATO, dags. 6. maí 2008. Í erindinu er gerð grein fyrir fundinum, fyrri fundum og fundum nefndarinnar með fulltrúum tiltekinna ríkja. </p> <p> </p> <p>Skjal nr. 4 er drög að talpunktum NATO. Skjalið inniheldur upplýsingar um varnir Íslands og umfjöllun um inntak Varnarmálalaga, nr. 34/2008 og upplýsingar um starfsemi Varnarmálastofnunar.</p> <p> </p> <p>Skjal nr. 5 er annars vegar tölvupóstur vegna talpunkta NATO og drög að talpunktum, dags. 24. mars 2008. Talpunktarnir er efnislega nánast eins og skjal nr. 4 hér að framan. Tölvupósturinn felur í sér hugleiðingar um efni talpunktanna. </p> <p> </p> <p>Skjal nr. 6 er minnispunktar eftir fund með NATO og drög að talpunktum, dags. 19. mars 2008. Tölvupósturinn felur í sér hugleiðingar um efni talpunktanna ásamt upplýsinga um samskipti við önnur ríki í Mannvirkjasjóðsnefnd NATO. Talpunktarnir innihalda aðallega upplýsingar um varnir Íslands og inntak Varnarmálalaga, nr. 34/2008.   </p> <p> </p> <p>Skjal nr. 7 er annars vegar tölvupóstur starfsmanns utanríkisráðuneytisins sem sendur var bæði til aðila utan ráðuneytisins og starfsmanns utanríkisráðuneytisins (síðari blaðsíða skjalsins) og svarpóstur starfsmanns utanríkiráðuneytisins sem ber það með sér að hafa aðeins verið sendur starfsmönnum utanríkisráðuneytisins (fyrri blaðsíða skjalsins).</p> <p> </p> <p>Skjal nr. 10 er tölvupóstur um ljósleiðarakerfi milli starfsmanna utanríkisþjónustunnar, dags. 21. ágúst 2007.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreindrar umfjöllunar um efni skjala nr. 2, 4, 5, 6, 7 (fyrri blaðsíða skjalsins af tveimur) og skjals nr. 10 telur nefndin ljóst að skjölin séu vinnuskjöl stjórnvalds í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Skjölin eru rituð af starfsmönnum utanríkisráðuneytisins til eigin afnota og af umfjöllun um innihald þeirra má ráða að þar sé ekki að finna upplýsingar um staðreyndir máls sem vegið hafi þungt við ákvörðunartöku varðandi útboð og rekstur á ljósleiðurum NATO og ekki megi afla annars staðar frá. Utanríkisráðuneytinu var því heimilt að hafna umbeðnum aðgangi að þessum skjölum. Ekki hefur því tilgang að fjalla sérstaklega um þau rök ráðuneytisins sem lúta að skýringu á 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Skjal nr. 3 og hluti skjals nr. 7 (síðari blaðsíða skjalsins af tveimur) fullnægja aftur á móti ekki skilyrðum 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga þar sem þau fóru á milli starfsmanna utanríkisráðuneytisins og aðila utan ráðuneytisins. Þau eru því ekki lengur einvörðungu til eigin afnota starfsmanna ráðuneytisins eins og skilyrt er. Kemur því til skoðunar hvort rétt hafi verið að synja um aðgang að þessum gögnum með vísan til 1. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eins og ráðuneytið vísar einnig til.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. tölul. 6. gr. er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins og varnarmál. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er sá hluti ákvæðisins sem lýtur að varnarmálum skýrður á þann hátt að með upplýsingum um varnarmál sé m.a. átt við „...upplýsingar um áætlanir og samninga um varnir landsins, svo og við framkvæmdir á varnarsvæðum. Það er skilyrði fyrir því að takmarka megi aðgang að gögnum, með vísan til þessa ákvæðis, að sýnt sé fram á hættu gagnvart íslenskum hagsmunum. Ákvæðið tekur því aðeins til upplýsinga um innlend varnarmál, en 2. tölul. tekur til upplýsinga um alþjóðleg varnarmál og varnarmál erlendra ríkja. Oft kunna íslenskir og erlendir hagsmunir þó að falla saman að þessu leyti.“ Þá kemur fram í 2. tölul. 6. gr. að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er ákvæðið skýrt á þann hátt að það eigi „...við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að. Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir því ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“ Eins og fram kemur í tilvitnuðum athugasemdum við 2. tölul. 6. gr. sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er það m.a. markmið ákvæðisins að vernda stöðu Íslands í samskiptum við fjölþjóðastofnanir. Ákvæðið hefur því ekki einvörðungu þýðingu í því sambandi að stuðla að trausti í samskiptum slíkra aðila við íslensk stjórnvöld.</p> <p> </p> <p><span>Þau gögn sem um ræðir eru skjal nr. 3,</span> <span>frásögn af fundi með fulltrúum Evrópuherstjórnar NATO (SHAPE) vegna ljósleiðara, dags. 3. apríl 2008 og skjal nr. 7, tölvupóstur milli starfsmanns utanríkisráðuneytisins og bæði aðila utan ráðuneytisins og starfsmanns utanríkisráðuneytisins, dags. 3. október 2007.</span></p> <p> </p> <p>Skjal nr. 3 er frásögn af fundi fulltrúa fastanefndar Íslands hjá NATO með fulltrúum Evrópuherstjórnar NATO vegna ljósleiðara. Í skjalinu eru rakin helstu efnisatriði fundarins en tilgangur hans var að ræða tæknilega útfærslu á hagnýtingu ljósleiðara NATO á Íslandi og samskipti við Mannvirkjasjóðsnefnd NATO.</p> <p> </p> <p>Sá hluti skjals nr. 7 (síðari blaðsíða af tveimur) sem hér er til skoðunar er tölvupóstur starfsmanns utanríkisráðuneytisins sem var sendur bæði til aðila utan ráðuneytisins og starfsmanns utanríkisráðuneytisins hinn 3. október 2007. Í þeim pósti eru aðilar beðnir um að svara tilteknum spurningum er lúta að nýtingu eigna NATO og almennt um ljósleiðaraþræðina. Er beiðnin sett fram vegna fyrirhugaðs fundar með öðru ráðuneyti.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd lítur svo á að það kynni að stofna öryggi íslenska ríkisins í hættu ef upplýsingar um samskipti við NATO yrðu á almanna vitorði. Einnig telur nefndin að það gæti spillt fyrir samskiptum Íslands við ríki innan NATO og dregið úr trausti í skiptum ríkjanna ef frásögn af fundum með Evrópuherstjórn NATO, þar sem áhersla er lögð á gagnkvæman trúnað um það sem þar fer fram, yrði gerð opinber. Sömu sjónarmið eiga ekki við um skjöl sem fela í sér almennar spurningar um nýtingu eigna NATO en fela ekki í sér samskipti við NATO eða upplýsingar sem lúta að öryggi ríkisins eða varnarmála.  </p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds var utanríkisráðuneytinu heimilt að synja kæranda um afhendingu skjals nr. 3 enda telur nefndin ljóst að innihald þess skjals fellur undir 1. og 2. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Utanríkisráðuneytinu ber aftur á móti að afhenda kæranda tölvupóst starfsmanns utanríkisráðuneytisins sem sendur var bæði til aðila utan ráðuneytisins og starfsmanns utanríkisráðuneytisins hinn 3. október 2007, skjal nr. 7 (síðari blaðsíða skjalsins).</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur vísað til þess að skjal nr. 8 innihaldi upplýsingar sem varði svo mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni nánar tilgreinds fyrirtækis að gögnin skuli fara leynt með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p> </p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). Við mat á hagsmunum almennings af því að fá aðgang að gögnum sem fela í sér upplýsingar um viðskiptamálefni einstakra lögaðila verður ennfremur almennt að líta til þess hvort í þeim felist einnig upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið það skjal sem um ræðir og utanríkisráðuneytið hefur hafnað að veita kæranda aðgang að með vísun til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><span>Um er að ræða</span> <span>tilboð fyrirtækisins [A] í verkefni um mat á virði ratsjárgagna, dags. 14. september 2007. Í skjalinu eru drög að vinnuáætlun fyrirtækisins, upplýsingar um einstaka verkliði auk upplýsinga um lengd verks, þann mannauð sem nýttur verði til verksins og áætlun fyrirtækisins um kostnað við verkið. Með vísan til efnis þessara gagna telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að rétt sé að takmarka aðgang kæranda að þeim með vísun til 5. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p> </p> <p>Þegar litið er til þess hversu víða umræddar upplýsingar koma fram í umræddum gögnum verður jafnframt að telja að ekki séu skilyrði til að veita kæranda aðgang að hluta þeirra á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Synjun utanríkisráðuneytisins á aðgangi að skjali nr. 9 byggðist á því að um væri að ræða vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum til úrskurðarnefndarinnar, dags. 9. júní, féll ráðuneytið frá þeirri röksemdarfærslu í ljósi þess að skjalið hafi verið sent öðrum utan ráðuneytisins og geti því ekki lengur talist vinnuskjal í skilningi ákvæðisins. Í skjalinu sé hins vegar að finna upplýsingar um samskipti Íslands við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir sem varða öryggi ríkisins og varnarmál og eigi af þeim sökum að takmarka rétt kæranda til aðgangs að skjalinu með vísan til 1. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Vísast til umfjöllunar að framan um inntak ákvæðisins.</p> <p> </p> <p>Það skjal sem um ræðir er bréf og tölvupóstur til NATO, dags. 9. nóvember 2007, þar sem fulltrúa NATO eru kynnt drög að bréfi vegna beiðni Íslands um að taka yfir skyldur gistiríkis hvað varðar eignir NATO. Endanleg útgáfa bréfsins hefur verið afhent kæranda. Fyrst og fremst er hér um að ræða tillögur að orðalagi í bréfinu og rök fyrir þeim tillögum. Ekki verður séð að upplýsingarnar séu á nokkurn hátt þess eðlis að þeir almannahagsmunir sem undantekningarákvæði 1. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er ætlað að vernda krefjist þess að þeim sé haldið leyndum. Er því ekki fallist á að synjun á aðgangi að umræddum skjölum verði byggð á 1. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og ber því utanríkisráðuneytinu að veita kæranda aðgang að skjalinu.</p> <p> </p> <p><strong>6.</strong></p> <p>Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að kröfu kæranda um aðgang að skjali nr. 1 er vísað frá. Staðfest er synjun utanríkisráðuneytisins um að veita kæranda aðgang að skjölum nr. 2-8 og skjali nr. 10. Utanríkisráðuneytinu er skylt að veita kæranda aðgang að skjali nr. 7 (síðari blaðsíða skjalsins af tveimur) og skjal nr. 9.</p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson er í leyfi frá störfum í úrskurðarnefndinni og hefur varamaður hans, Símon Sigvaldason, tekið sæti í nefndinni.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Synjun utanríkisráðuneytisins frá 5. mars 2010 á beiðni kæranda, [X] lögfræðings fyrir hönd [...] ehf. um aðgang að gögnum, er staðfest, þó að því undanskildu að utanríkisráðuneytinu ber að afhenda kæranda eftirfarandi skjöl: 1) Tölvupóst starfsmanns utanríkisráðuneytisins sem var sendur bæði til aðila utan ráðuneytisins og starfsmanns utanríkisráðuneytisins hinn 3. október 2007. Skjalið er auðkennt með númerinu 7 í úrskurði þessum og er um að ræða síðari blaðsíðu skjalsins. Í málaskrá utanríkisráðuneytisins tilheyrir það  máli með númerinu UTN07080226. 2) Bréf og tölvupóst til NATO, dags. 9. nóvember 2007. Skjalið er auðkennt með númerinu 9 í úrskurði þessum. Í málaskrá utanríkisráðuneytisins tilheyrir það máli með númerinu UTN07070034.</p> <p> </p> <p>Kröfu um aðgang að fundargerð fundar Mannvirkjasjóðsnefndar NATO, dags. 16. maí 2008 er vísað frá nefndinni.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> <span>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                             </span> <span>           </span>Símon Sigvaldason</span></p> |
A-340/2010. Úrskurður frá 7. júlí 2010 | Kærð var ákvörðun Hafnarfjarðarkaupstaðar um synjun á afhendingu afrits af bréfi skólastjóra til starfsmanna skólans. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Skylda til að skrá mál og varðveita málsgögn. Aðgangur veittur. | <p> </p> <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 7. júlí 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-340/2010.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 18. maí 2010, kærði [...] þá ákvörðun Hafnarfjarðarkaupstaðar að synja honum um afhendingu afrits bréfs skólastjóra  [A skóla] til starfsmanna skólans. Hin kærða ákvörðun Hafnarfjarðarkaupstaðar var tekin þann sama dag.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik og málsmeðferð</strong></p> <p>Atvik málsins eru þau að með tölvubréfi, dags. 18 maí fór kærandi þess á leit við Hafnarfjarðarkaupstað að honum yrði afhent afrit af bréfi skólastjóra [A skóla] til starfsmanna skólans. Beiðni þessari var synjað af hálfu sveitarfélagsins með bréfi, dags. sama dag. Þar kemur eftirfarandi fram:</p> <p> </p> <p>„Eftir samráð við starfandi bæjarlögmann ber okkur ekki að afhenda afrit af þessu bréfi sem er ekki til lengur í skjalasafni bæjarins þar sem það hefur verið afturkallað. Sértu ekki sáttur við þessa ákvörðun er þér bent á möguleika þess að kæra hana til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.“</p> <p> </p> <p>Forsaga máls þessa er sú að á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar 10. maí sl. var skólafyrirkomulag [B hverfis] Hafnarfjarðar til umfjöllunar og greint var frá gangi sameiningarmála. Eftirfarandi var bókað á fundinum:</p> <p> </p> <p>„Fræðsluráð harmar bréf skólastjóra [A skóla] til ársráðinna kennara í 49% starfshlutfalli þar sem það er ekki í samræmi við niðurstöðu starfshóps og samþykkt fræðsluráðs.  Bréfið verði því dregið til baka.</p> <p>Fræðsluráð felur stýrihópi vegna skólafyrirkomulags í [B hverfi] að fara yfir stöðu mála, að hópurinn fjalli um þau álitamál sem uppi eru varðandi stöðu starfsfólks sem ráðið er tímabundið við skólann og geri tillögu til fræðsluráðs.</p> <p> </p> <p>Fulltrúi VG óskar bókað:</p> <p>Fulltrúi VG furðar sig á þeirri misstigu sem málefni starfsfólks hafa ratað í við sameiningu skólanna. Ljóst er að bréf sem sent var starfsmönnum [A skóla] og þeim tilkynnt að þeirra starfskrafta væri ekki lengur óskað, er ekki í samræmi við niðurstöðu starfshóps um skólamál [B hverfis]. Þar kemur fram að almennum starfsmönnum verði ekki sagt upp störfum og að starfsfólk skólanna hafi jafna stöðu gagnvart þeim störfum sem til ráðstöfunar eru. Fulltrúi VG fagnar því að bréfið sé dregið til baka og farið að niðurstöðu starfshóps um skólamál [B hverfis].</p> <p> </p> <p>Fulltrúi Sjálfstæðisflokks tekur undir bókun fulltrúa VG.</p> <p>Fulltrúar Samfylkingar óska bókað:</p> <p>Bréf það sem skólastjóri [A skóla] sendi kennurum með ársráðningu í hlutastörf var ekki sent í umboði fræðsluráðs eða annarra bæjaryfirvalda. Bréfið hefur verið dregið til baka með samþykkt fræðsluráðs á þessum fundi.“</p> <p> </p> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvubréfi, dags. 18. maí. Var kæran send Hafnarfjarðarkaupstað með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 19. maí, og sveitarfélaginu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 28. þess sama mánaðar. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Frestur Hafnarfjarðarkaupstaðar til að gera athugasemdir við kæruna var framlengdur til 11. júní.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 7. júní bárust svör Hafnarfjarðarkaupstaðar. Þar kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p> </p> <p>„Bréf það sem um ræðir var sent fyrir misskilning af skólastjóra [A] þann 30. apríl sl. til lausráðinna starfsmanna hjá skólanum og síðan afturkallað með tölvupósti 10. maí sl. eftir umfjöllun í fræðsluráði sama dag.</p> <p> </p> <p>Skjalið hefur því enga þýðingu lengur við meðferð þessa máls sem um ræðir og ekki verður séð að á Hafnarfjarðarbæ hvíli skylda til að varðveita skjalið sem hlýtur að vera forsenda þess að unnt sé að afhenda það kæranda.</p> <p> </p> <p>Ef niðurstaða úrskurðarnefndar verður sú að skjal það sem um ræðir teljist hluti af stjórnsýslumáli og að bænum beri að varðveita það ásamt öðrum gögnum málsins þá er vísað til 5. gr. upplýsingalaga en þar segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Umrætt bréf var sent til örfárra starfsmanna [A] þar sem fram kemur að ekki verði unnt að endurnýja ráðningarsamninga við þá. Ætla verður að slík skjöl hvort sem þau varða að ekki komi til endurráðningar starfsmanna eða uppsagnabréf séu þess eðlis að varði einkamálefni viðkomandi sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi Hafnarfjarðarkaupstaðar var bréf skólastjóra [A], dags. 30. apríl sl., sem kærandi hefur óskað aðgangs að, afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 8. júní, voru kæranda kynntar athugasemdir Hafnarfjarðarkaupstaðar. Með tölvubréfi, dags. 10. júní, ítrekaði kærandi kröfur sínar um afhendingu bréfsins.</p> <p> </p> <p> </p> <p> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga ber stjórnvöldum, þar á meðal sveitarfélögum, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekin mál, sé þess óskað. Til þess að þessi skylda sé virk er ennfremur mælt fyrir um það í 22. gr. sömu laga að stjórnvöldum sé skylt að skrá mál sem koma til meðferðar hjá þeim á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg.</p> <p> </p> <p>Stjórnvöldum er almennt ekki heimilt að draga bréf til baka og afmá þau samhliða úr skjalaskrám sínum. Það á ekki síður við í þeim tilvikum þegar stjórnvöld taka ákvarðanir eða lýsa beinlínis yfir tiltekinni afstöðu sem síðan er dregin til baka eða afturkölluð með öðrum hætti, t.d. á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p> </p> <p>Í þessu máli liggur fyrir að Hafnarfjarðarkaupstaður synjaði beiðni kæranda um aðgang að gögnum í fyrstu með vísan til þess að bréfið væri ekki lengur til í skjalasafni bæjarins þar sem það hefði verið afturkallað. Hafnarfjarðarkaupstaður hefur hins vegar við meðferð málsins afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit þess. Af því er ljóst að bréfið er fyrirliggjandi hjá sveitarfélaginu. Ennfremur er ljóst að það tengist meðferð sveitarfélagins á tilteknu máli, hvort sem það er varðveitt meðal annarra gagna málsins í málaskrám eða ekki.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 4. til 6. gr. laganna. Ljóst er því að beiðni kæranda um aðgang að gögnum á undir upplýsingalög. Hafnarfjarðarkaupstað ber því að verða við beiðni hans um aðgang að gögnum, eigi ekki takmarkanir skv. 4. til 6. gr. laganna við. Af þessari ástæðu er ennfremur óþarft að taka frekari afstöðu til þess hvort sú stjórnsýsla Hafnarfjarðarkaupstaðar að afmá bréf sem ritað var af hálfu starfsmanns sveitarfélagsins úr skjalasafni þess um leið og það var afturkallað hafi verið í samræmi við upplýsingalög.</p> <p> </p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Af hálfu Hafnarfjarðarkaupstaðar hefur til rökstuðnings þess að heimilt sé að synja kæranda um aðgang að umbeðnu gagni verið vísað til 5. gr. upplýsingalaga. Þar segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða  viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p>Hafnarfjarðarkaupstaður hefur vísað til þess að bréfið sem um ræðir innihaldi upplýsingar um að tilteknir starfsmenn hljóti ekki endurráðningu og af þeim sökum upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni bréfs skólastjóra [A skóla], dags. 30. apríl sl., en í bréfinu koma m.a. fram upplýsingar um breytingar vegna sameiningar [Y skóla] og [Z skóla] og stofnunar nýs grunnskóla í [B hverfi] Hafnarfjarðar. Þá kemur í bréfinu fram að ársráðningasamningar við tiltekna starfsmenn í 49% starfi sem renna eiga út 31. júlí nk. verði ekki endurnýjaðir vegna þeirra breytinga sem um ræðir. Þeir starfsmenn sem í hlut eiga eru tilgreindir í bréfinu og þeim þakkað fyrir vel unnin störf og þeim óskað velfarnaðar í framtíðinni.</p> <p> </p> <p>Að þessu virtu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál það bréf sem um ræðir ekki innihalda upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni þessara einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari þar sem einungis er um að ræða lista yfir lausráðið starfsfólk skólans sem ráðið er til 31. júlí nk. Breytir þar engu um þótt sveitarfélagið hafi dregið efni umrædds bréfs til baka á síðari stigum, enda var bréfið á dagskrá fundar fræðsluráðs þar sem það hlaut afgreiðslu eins og rakið hefur verið.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Hafnarfjarðarbæ beri að veita kæranda aðgang að bréfi skólastjóra [A skóla] til starfsmanna skólans sem dags. er 30. apríl sl.  </p> <p>   </p> <p>Trausti Fannar Valsson er í leyfi frá störfum í úrskurðarnefndinni og hefur varamaður hans, Símon Sigvaldason, tekið sæti í nefndinni.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Hafnarfjarðarkaupstað ber að afhenda kæranda, [...], afrit bréfs skólastjóra [A skóla], dags. 30. apríl sl.</p> <p> </p> <p> </p> <p> Friðgeir Björnsson</p> <p>formaður</p> <p sizset="1" sizcache="1">       Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                      </span><span>                      </span>Símon Sigvaldason</p> |
A-339/2010. Úrskurður frá 7. júlí 2010 | Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni um afhendingu gagna og upplýsinga um það hvort peningamarkaðsinnlán hefðu verið færð milli ýmissa banka og sparisjóðs. Einnig var kærð synjun á beiðni um afhendingu afrita af bréfum sem Fjármálaeftirlitið hefði sent hlutaðeigandi aðilum um staðfestingu á millifærslu peningamarkaðsinnlánanna. Þagnarskylda. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta. | <p> </p> <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 7. júlí 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-339/2010.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 3. mars 2010, kærði [X] hdl., f.h. [...] hdl., synjun Fjármálaeftirlitsins á afhendingu gagna og upplýsinga um það hvort peningamarkaðsinnlán hafi verið færð frá Kaupþingi banka hf. til Arion banka hf., frá Glitni banka hf. til Íslandsbanka hf., frá Landsbanka Íslands hf. til NBI hf., frá Straumi – Burðarási fjárfestingarbanka hf. til Íslandsbanka hf. eða frá SPRON til Arion banka hf. og afhendingu afrita af bréfum sem Fjármálaeftirlitið hefði sent hlutaðeigandi aðilum um staðfestingu á millifærslu peningamarkaðsinnlánanna.  </p> <p> </p> <p>Atvik málsins eru þau að með bréfi til Fjármálaeftirlitsins, dags. 22. janúar 2010, fór kærandi fram á afhendingu ofangreindra gagna. Í beiðninni kom fram að gagnanna væri óskað með vísan til 1. gr., 3. gr. og 7. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í beiðninni er þess getið að einungis sé farið fram á upplýsingar um tilfærslu peningamarkaðsinnlána en hvorki afhendingu gagna sem innihaldi upplýsingar um það hverjir séu eigendur viðkomandi peningamarkaðsinnlána né hvaða upphæðir hafi verið færðar á milli af því tilefni.  </p> <p> </p> <p sizset="2" sizcache="221">Fjármálaeftirlitið synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 5. febrúar sl. Í bréfi Fjármálaeftirlitsins kemur fram, hvað varðar millifærslu peningamarkaðsinnlánanna, að allar ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda fjármálafyrirtækja á grundvelli a-liðar 100. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., sbr. einnig VI. ákvæði til bráðabirgðalaga nr. 161/2002, séu birtar á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, <a href="http://www.fme.is/">http://www.fme.is</a>, og því opinber gögn. Þá kemur fram að engin bréf hafi verið send hlutaðeigandi aðilum um staðfestingu á millifærslu peningamarkaðsinnlánanna. Auk þess kemur fram í bréfinu að einstaka skuldbindingar væru á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, undanþegnar upplýsingarétti enda um að ræða upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fjármálafyrirtækja og viðskiptavina þeirra sem séu þess eðlis að eðlilegt og sanngjarnt sé að fari leynt.<span>  </span></p> <p>    </p> <p sizset="2" sizcache="1">Í kæru máls þessa til úrskurðarnefndarinnar er það rakið að í beiðninni frá 22. janúar sé tiltekin sérstaklega ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 11. nóvember 2009. Í þeirri ákvörðun er tekin upp ákvörðun frá 17. mars s.á. og henni breytt að því er varðar flutning peningamarkaðsinnlána frá<span> </span> Straumi – Burðarási fjárfestingarbanka hf. til Íslandsbanka hf. Sé ákvörðunin orðuð með þeim hætti að átt væri við um fjármálafyrirtæki, sem ættu aðild að Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta. Til þess að taka af vafa, hafi með þessari ákvörðun verið tekið af skarið og sérstaklega kveðið á um að Íslandsbanki hf. skuli ekki yfirtaka peningamarkaðsinnlán frá fjármálafyrirtækjum sem kunni að eiga innlán hjá Straumi – Burðarási fjárfestingarbanka hf. Í beiðni sinni hafi kærandi talið að þessi breyting á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins leiði í ljós vafa um heimildir Íslandsbanka hf. til þess að taka yfir peningamarkaðsinnlán frá öðrum bönkum og þar með hafi hugsanlega einhver peningamarkaðsinnlán verið tekin yfir. Þá tekur kærandi fram að beiðnin hafi verið sett fram í þeirri von að hjá Fjármálaeftirlitinu lægju gögn sem vörðuðu beiðni kæranda, önnur en þau sem birt hafi verið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins.<span> </span></p> <p> </p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 3. mars 2010. Var kæran send Fjármálaeftirlitinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 10. mars, og því veittur frestur til 19. mars til að gera athugasemdir við hana. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að sér yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Var Fjármálaeftirlitinu tvívegis veittur frestur með tölvupóstum, dags. 15. mars sl. og 30. mars sl.</p> <p> </p> <p>Svör Fjármálaeftirlitsins bárust með bréfi, dags. 14. apríl. Þar segir meðal annars:</p> <p> </p> <p sizset="3" sizcache="221">„<span>Í erindi kæranda er í fyrsta lagi óskað eftir hvers konar skjölum frá Fjármálaeftirlitinu sem staðfesta hvort að peningamarkaðsinnlán hafi verið flutt frá gömlu bönkunum til nýju bankanna. Var framangreindu svarað með bréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 5. febrúar sl., á þann veg að allar ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun eigna og skulda fjármálafyrirtækja á grundvelli 100. gr. a í lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. 5. gr. laga um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., nr. 125/2008, sbr. nú VI. ákvæði til bráðabirgða í lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 væru birtar á heimasíðu stofnunarinnar,</span> <a href="http://www.fme.is__/">http://www.fme.is__/</a> <span>og væru því opinber gögn. Þá var þess einnig getið í bréfinu að umbjóðanda kæranda, [Y banka], hefðu verið send sérstök bréf til skýringar á áliti eftirlitsins um að peningamarkaðslán fjármálafyrirtækja hefðu ekki átt undir skilgreiningu áðurnefndra ákvarðana Fjármálaeftirlitsins um þær skuldbindingar sem fluttar voru til nýju bankanna þriggja í október 2008.</span></p> <p> </p> <p>Með bréfum Fjármálaeftirlitsins, dags. 11. nóvember 2008, var skilanefndum tilkynnt um ofangreint. [...]</p> <p> </p> <p>Með bréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. nóvember 2008, var gerð frekari grein fyrir málinu (sjá <em>fylgiskjal 5</em>). Segir þar m.a. eftirfarandi:</p> <p> </p> <p>„<em>Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins hvað varðar svokölluð peningamarkaðslán/innlán byggir á ákvörðun þess um ráðstöfun eigna og skulda gömlu bankanna. Í vinnu við gerð stofnefnahags nýju bankanna var miðað við að öll innlán í kerfum bankanna (innstæður á reikningum viðskiptamanna) flytjist yfir til nýju bankanna óháð því hvaða viðskiptamaður á í hlut. Þegar um er að ræða svokölluð peningamarkaðslán/innlán/PM lán/innlán hefur verið fylgt þeirri reglu að litið er á slíkar millifærslur sem innlán, nema þegar gagnaðili bankans hefur verið annað fjármálafyrirtæki. Í þeim tilvikum hefur verið litið á slíka millifærslu sem lánveitingu frá fjármálafyrirtæki sem hefur verið skilin eftir í gömlu bönkunum.“</em></p> <p><em> </em></p> <p>Líkt og hér að ofan hefur verið rakið varða bréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 11. og 21. nóvember 2008, meðferð svokallaðra peningamarkaðslána/innlána við uppskiptingu efnahagsreikninga gömlu bankanna. Fjármálaeftirlitið gerir ekki athugasemdir við það að kærandi fái ofangreind gögn afhent en vekur athygli úrskurðarnefndar á því að kærandi hefur nú þegar gögnin undir höndum, eins og sjá má í meðfylgjandi stefnu (<em>sjá fylgiskjal 6</em>). Í ljósi framangreinds taldi Fjármálaeftirlitið ekki ástæðu til afhenda kæranda umrædd bréf, en lét þess getið að umbjóðandi kæranda, [Y banki], hefði þau undir höndum.</p> <p> </p> <p>Gengið var frá endanlegum efnahagsreikningum fyrir nýju bankanna á ofangreindum grundvelli og miðaðist allt uppgjör á milli þeirra og hinna gömlu banka við að þessar skuldbindingar sem kallaðar hafa verið peningamarkaðsinnlán eða peningamarkaðslán væru ekki meðal þess sem tilheyrðu nýju bönkunum.</p> <p> </p> <p>[...]</p> <p> </p> <p>Í öðru lagi er í erindi kæranda óskað eftir endurriti af bréfum sem Fjármálaeftirlitið hefur sent hlutaðeigandi aðilum um staðfestingu á millifærslu peningamarkaðsinnlána til fjármálafyrirtækja. Var framangreindu efnislega svarað með bréfi, dags. 5. febrúar sl. Segir þar eftirfarandi:</p> <p> </p> <p><em>„Engin slík bréf hafa verið send frá stofnuninni til fjármálafyrirtækja svo vitað sé. Upplýsingar um einstakar skuldbindingar væru auk þess undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga og 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi enda um upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi fjármálafyrirtækis og viðskiptavina þess að ræða, sem eru þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga og 13. gr. laga nr. 87/1998.“</em></p> <p><em> </em></p> <p>Fjármálaeftirlitið hefur aftur framkvæmt leit í gagnasafni stofnunarinnar til að athuga hvort eftirlitið hafi sent bréf sem staðfesta millifærslu peningamarkaðsinnlána. Hefur sú leit engan árangur borið. Er þegar af þeirri ástæðu ekki unnt að verða við beiðni kæranda.  </p> <p> </p> <p>[...]</p> <p><strong> </strong></p> <p>Í þriðja lagi er í erindi kæranda vikið að hugsanlegum vafa um heimild Íslandsbanka hf. til þess að taka yfir peningamarkaðsinnlán hjá öðrum bönkum m.t.t. ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins í málefnum Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf., dags. 11. nóvember 2009. Hvað þetta atriði [varðar] var í bréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 5. febrúar sl., vísað til ákvarðana stjórnar Fjármálaeftirlitsins í þeim málum. Um einstök innlán var vísað til þess sem að framan hafði sagt um upplýsingar sem undanþegnar eru upplýsingarétti.</p> <p> </p> <p>Til frekari upplýsinga fyrir úrskurðarnefndina segir eftirfarandi í forsendum ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun skuldbindinga Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. til Íslandsbanka hf., dags. 11. nóvember 2009:</p> <p> </p> <p>„<em>Í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins í þessu máli er sérstaklega vikið að því að peningamarkaðsinnlán frá fjármálafyrirtækjum skuli ekki flutt yfir til Íslandsbanka hf. Er það í samræmi við aðrar ákvarðanir sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið um flutning innlánsskuldbindinga á grundvelli laga nr. 125/2008. Ákvörðun eftirlitsins er varðar Straum er hins vegar orðuð þannig að þetta eigi við um fjármálafyrirtæki, sem eigi aðild að Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta. Sambærilegt orðalag var ekki í fyrri ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um sama efni. Til að taka af allan vafa um að staða aðila sé hin sama er talið rétt að færa ákvörðun í málefnum Straums til samræmis við fyrri ákvarðanir. Fjármálaeftirlitið telur því að ástæða sé til að taka upp fyrri ákvörðun að því leyti sem hún snýr að skuldbindingum Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. vegna innlána.</em>“</p> <p> </p> <p>Þess skal getið að við vinnu skilanefndar við yfirfærslu innlánsskuldbindinga áttu sér stað samskipti með tölvupósti við Fjármálaeftirlitið. Varða þau samskipti einstaka viðskiptamenn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. og álitamál um hvernig bæri að flokka kröfur þeirra. Umrædd tölvupóstsamskipti fylgir hér með bréfinu, <em>sbr. fylgiskjal 7</em>. Fjármálaeftirlitið telur að það skjal sé undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996, og IV. kafla laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998.</p> <p> </p> <p>Í umræddum tölvupóstssamskiptum er fjallað um vinnulag og verklag við framkvæmd upprunalegrar ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins um ráðstöfun skuldbindinga Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. til Íslandsbanka hf., dags. 17. mars 2009 (sjá ákvörðunina á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins www.fme.is). Er í tölvupóstssamskiptunum einnig vísað til upplýsinga um einstaka viðskiptamenn Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. og álitamál um hvernig beri að flokka kröfur þeirra. Er ljóst af tölvupóstssamskiptunum að þar er að finna margvíslegar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi fjármálafyrirtækja og lögaðila sem eru þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga og 13. gr. laga nr. 87/1998. Er umræddar upplýsingar að finna svo víða í tölvupóstssamskiptunum að ekki þjónar tilgangi að veita aðgang að hluta þeirra skv. 7. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-147/2002.“</p> <p> </p> <p>Með svari Fjármáleftirlitsins voru úrskurðarnefnd um upplýsingamál afhent eftirfarandi gögn:</p> <p> </p> <p sizset="6" sizcache="1"><span>1.     </span> <span>Forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings, dags. 14. október 2008, endurskoðað dags. 19. október 2008.</span></p> <p sizset="8" sizcache="1"><span>2.     </span> <span>Bréf Fjármálaeftirlitsins til skilanefndar Glitnis banka hf., dags. 11. nóvember 2008.</span></p> <p sizset="10" sizcache="1"><span>3.     </span> <span>Bréf Fjármálaeftirlitsins til skilanefndar Landsbanka Íslands hf., dags. 11. nóvember 2008.</span></p> <p sizset="12" sizcache="1"><span>4.     </span> <span>Bréf Fjármálaeftirlitsins til skilanefndar Kaupþings banka hf., dags. 11. nóvember 2008.</span></p> <p sizset="14" sizcache="1"><span>5.     </span> <span>Bréf Fjármálaeftirlitsins til þess er málið varðar, dags. 21. nóvember 2008.</span></p> <p sizset="16" sizcache="1"><span>6.     </span> <span>Stefna [Y banka] aðallega á hendur NBI hf. en til vara Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu, dags. 3. mars 2009.</span></p> <p sizset="18" sizcache="1"><span>7.     </span> <span>Tölvupóstssamskipti starfsmanns Fjármálaeftirlitsins og skilanefndar Straums – Burðaráss fjárfestingarbanka hf., tveir póstar, dags. 19. mars og 1. apríl, frá Fjármálaeftirlitinu til skilanefndar og tveir póstar, dags. 24. og 25. mars, frá skilanefnd til eftirlitsins.</span></p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 21. apríl 2010, gaf úrskurðarnefndin kæranda kost á að gera frekari athugasemdir vegna kærunnar í ljósi umsagnar Fjármálaeftirlitsins. Svarbréf kæranda er dags. 6. maí. Segir þar meðal annars að sé synjun Fjármálaeftirlitsins ætlað að vernda hagsmuni Straums – Burðaráss fjárfestingarbanka hf. hefði átt að leita samþykkis bankans fyrir slíkri afhendingu, og eftir atvikum annarra, enda sé beinlínis tekið fram í 5. gr. upplýsingalaga að takmarkanirnar gildi ekki liggi slíkt samþykki fyrir. Ekki verði séð að þeir hagsmunir sem um ræði í 5. gr. geti raskað hagsmunum fyrirtækja í slitameðferð eða að slíkir hagsmunir séu yfir höfuð fyrir hendi. Þá sé erfitt að koma auga á hvernig starfsleyfisundanþága bankans breyti nokkru þar um enda sé bankinn í slitameðferð. Á það er bent að Fjármálaeftirlitið hafi ekki leitað álits hlutaðeigandi og það áréttað að snerti mál fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja beri að leysa úr málinu á grundvelli mats á því hvort um sé að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla megi að það valdi hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni séu upplýsingarnar sem um ræði afhentar.</p> <p> </p> <p>Á það er sérstaklega bent að Straumur – Burðarás fjárfestingabanki hf. hafi verið undir stjórn skilanefndar í rúmt ár og hafi því ekki haft eiginlegan bankarekstur með höndum og ekki séu líkur á að svo verði í framtíðinni. Í þessu sambandi sé vísað til 4. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, þar sem fram komi að þegar þvinguð séu fram slit á eftirlitsskyldum aðila sé heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildi annars vegar um, samkv. 1. mgr. tilvitnaðrar lagagreinar. Af þessu megi sjá að hagsmunir þeir sem þagnarskylduákvæðum sem þessum sé ætlað að vernda séu að miklu leyti horfnir þegar félag sé í slitameðferð.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fyrr er rakið fór kærandi fram á afhendingu gagna og upplýsinga um það hvort peningamarkaðsinnlán hafi verið færð frá Kaupþing banka hf. til Arion banka hf., frá Glitni banka hf. til Íslandsbanka hf., frá Landsbanka Íslands hf. til NBI hf., frá Straumi – Burðarási fjárfestingarbanka hf. til Íslandsbanka hf. eða frá SPRON til Arion banka hf. og afhendingu afrita af bréfum sem Fjármálaeftirlitið hefði sent hlutaðeigandi aðilum um staðfestingu á millifærslu peningamarkaðsinnlánanna. Fjármálaeftirlitið afhenti úrskurðarnefndinni eftirtalin gögn:   </p> <p> </p> <p sizset="20" sizcache="1"><span>1.     </span> <span>Forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings, dags. 14. október 2008, endurskoðað dags. 19. október 2008.</span></p> <p sizset="22" sizcache="1"><span>2.     </span> <span>Bréf Fjármálaeftirlitsins til skilanefndar Glitnis banka hf., dags. 11. nóvember 2008.</span></p> <p sizset="24" sizcache="1"><span>3.     </span> <span>Bréf Fjármálaeftirlitsins til skilanefndar Landsbanka Íslands hf., dags. 11. nóvember 2008.</span></p> <p sizset="26" sizcache="1"><span>4.     </span> <span>Bréf Fjármálaeftirlitsins til skilanefndar Kaupþings banka hf., dags. 11. nóvember 2008.</span></p> <p sizset="28" sizcache="1"><span>5.     </span> <span>Bréf Fjármálaeftirlitsins til þess er málið varðar, dags. 21. nóvember 2008.</span></p> <p sizset="30" sizcache="1"><span>6.     </span> <span>Stefna [Y banka] aðallega á hendur NBI hf. en til vara Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu, dags. 3. mars 2009.</span></p> <p sizset="32" sizcache="1"><span>7.     </span> <span>Tölvupóstssamskipti starfsmanns Fjármálaeftirlitsins og skilanefndar Straums – Burðaráss fjárfestingarbanka hf., tveir póstar, dags. 19. mars og  1. apríl, frá Fjármálaeftirlitinu til skilanefndar og tveir póstar, dags. 24. og 25. mars, frá skilanefnd til eftirlitsins.</span></p> <p><strong> </strong></p> <p>Undir beiðni kæranda falla skjöl sem tilgreind eru með númerunum 1-5 og skjal nr. 7. Skjal nr. 6 inniheldur ekki upplýsingar sem falla undir kæru málsins og verður því ekki tekin afstaða til þess enda um að ræða stefnu kæranda á hendur íslenska ríkinu og til vara kærða, Fjármálaeftirlitinu.</p> <p><strong> </strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Fjármálaeftirlitsins að frekari gögn er varða kæruna séu ekki til í fórum þess.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærandi byggir kröfu sína um aðgang að framangreindum skjölum á ákvæðum II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996. Í 3. gr. þeirra laga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að óhjákvæmilegt sé að taka hér fyrst til nokkurrar umfjöllunar þau ákvæði um þagnarskyldu sem Fjármálaeftirlitið hefur vísað til í máli þessu, þ.e. 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi með síðari breytingum, en líta jafnframt til 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1.-4. mgr. 13. gr. segir eftirfarandi.</p> <p> </p> <p>„Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.<br /> <br /> </p> <p>Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um samkvæmt 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eru svohljóðandi ákvæði um þagnarskyldu:</p> <p> </p> <p sizset="5" sizcache="221"><a id="G58M2" name="G58M2"> </a>  <a id="G58M1" name="G58M1">„Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</a></p> <p sizset="5" sizcache="221"> </p> <p sizset="34" sizcache="1"><span>Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</span><span>“</span></p> <p> </p> <p>Þagnarskylda samkvæmt framangreindu ákvæði laga nr. 161/2002 yfirfærist á Fjármálaeftirlitið vegna upplýsinga sem það hefur tekið við. Ber því vafalaust að líta á umrætt ákvæði sem sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi upplýsingalaga og skýra það með sama hætti og ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 sem er gerð grein fyrir hér að framan.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Í bréfi Fjármálaeftirlitsins, dags. 14. apríl sl., kemur fram að ekki séu gerðar athugasemdir við að kærandi fái þau gögn afhent sem vísað er til að framan með númerunum 1-5. Fjármálaeftirlitið vísar til þess að kærandi hafi þau gögn þegar undir höndum og því hafi þau ekki verið afhent kæranda. Er því til rökstuðnings vísað til þeirra gagna sem lögð voru fram við þingfestingu máls [Y banka] á hendur NBI hf. en til vara Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. Stefnan var lögð fram af kæranda 3. mars 2009 í héraðsdómi Reykjavíkur, til hennar er vísað með númerinu 6 að framan.</p> <p> </p> <p>Stjórnvöldum er heimilt, á grundvelli 3. mgr. 3. gr. laga nr. 50/1996 að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en kveðið er á um í II. kafla laganna, nema fyrirmæli laga um þagnarskyldu standi því í vegi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur þau gögn sem um ræðir, númeruð 1-5, ekki fela í sér upplýsingar sem fara í bága við þau þagnarskylduákvæði sem rakin hafa verið hér að framan, þ.e. í 13. gr. laga nr. 87/1988 og 58. gr. laga nr. 161/2002. Ber því Fjármálaeftirlitinu að afhenda þau gögn þrátt fyrir að þau kynnu að geta fallið undir undanþáguákvæði upplýsingalaga. Enda þótt upplýst kunni að vera að kærandi máls hafi undir höndum þau gögn sem hann biður um aðgang að leysir það ekki stjórnvaldið sem gögnin hefur undir höndum undan því að afhenda gögnin beri stjórnvaldinu á annað borð skylda til þess samkvæmt upplýsingalögum, nema undantekningarákvæði í 12. gr. upplýsingalaga eigi við.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Tölvupóstar þeir sem afhentir hafa verið úrskurðarnefnd um upplýsingamál og tilgreindir eru með númerinu 7 hér að framan innihalda upplýsingar um samskipti starfsmanns Fjármálaeftirlitsins og fulltrúa skilanefndar Straums – Burðaráss fjárfestingarbanka hf. vegna ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins, dags. 17. mars 2009, um ráðstafanir skuldbindinga bankans. Þá eru í tölvupóstunum vangaveltur um meðferð peningamarkaðsinnlána nokkurra viðskiptavina bankans sem eru tilgreindir sérstaklega.</p> <p><strong> </strong></p> <p>Í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga við 5. gr. segir m.a.: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p> </p> <p>Að framan er gerð grein fyrir ákvæðum 58. gr. laga nr. 161/2002 um þagnarskyldu en hún nær til alls þess sem starfsmenn fjármálafyrirtækja „fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum.“ Sá sem veitir upplýsingum af þessu tagi viðtöku verður bundinn þagnarskyldu með sama hætti. Þegar Fjármálaeftirlitið tók við tölvupóstunum sem óskað er aðgangs að féll því á starfsmenn stofnunarinnar sama þagnarskylda að svo miklu leyti sem skýrslan hefur að geyma efni sem fellur undir framangreint þagnarskylduákvæði. Auk þessa urðu jafnframt virk með sama hætti þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. </p> <p> </p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru framangreind þagnarskylduákvæði í lögum nr. 161/2002 og 87/1998 víðtækari, þ.e. ganga lengra, en þær takmarkanir sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga. Það breytir hins vegar ekki því að séu hlutar tölvupóstanna þess efnis að þagnarskylduákvæði laga nr. 161/2002 og laga 87/1998 auk takmarkana á upplýsingarétti samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga standi því ekki í vegi að aðgangur að þeim sé veittur, ber að veita aðgang að þeim samkvæmt ákvæðum 7. gr. upplýsingalaga. </p> <p> </p> <p>Eins og fyrr er getið innihalda tölvupóstarnir vangaveltur um meðferð peningamarkaðsinnlána nokkurra viðskiptavina bankans sem eru tilgreindir sérstaklega í tölvupóstunum. Með vísan til þagnarskylduákvæða 58. gr. laga nr. 58/161/2002 og 13. gr. laga nr. 87/1998 og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Fjármálaeftirlitinu beri ekki að veita aðgang að þeim.</p> <p> </p> <p>Að þessari niðurstöðu fenginni telur úrskurðarnefndin óþarft að taka afstöðu til annarra röksemda sem aðilar hafa fært fram máli sínu til stuðnings.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>6.</strong></p> <p sizset="36" sizcache="1"><span>Eins og rakið hefur verið</span> <span>gerir Fjármálaeftirlitið ekki athugasemdir við að kærandi fái þau gögn afhent sem vísað er til að framan með númerunum 1-5. Fjármálaeftirlitinu ber því að afhenda kæranda þau enda stjórnvaldi heimilt á grundvelli 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga að veita aðgang að gögnum í ríkara mæli en kveðið er á um í II. kafla laganna nema fyrirmæli um þagnarskyldu standi þar í vegi.</span></p> <p> </p> <p>Þá innihalda þeir tölvupóstar sem tilgreindir eru með númerinu 7 upplýsingar sem undanþegnar eru upplýsingarétti almennings á grundvelli þagnarskylduákvæða laga nr. 161/2002 og laga 87/1998 auk þeirra takmarkana sem eru á upplýsingarétti samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Ber Fjármálaeftirlitinu því ekki skylda til að afhenda kæranda tölvupóstana.</p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson er í leyfi frá störfum í úrskurðarnefndinni og hefur varamaður hans, Símon Sigvaldason, tekið sæti í nefndinni.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Fjármálaeftirlitinu ber að afhenda kæranda, [X] hdl. f.h. [...] hdl., eftirfarandi gögn: 1) Forsendur fyrir skiptingu efnahagsreiknings, dags. 14. október 2008, endurskoðað dags. 19. október 2008, 2) bréf Fjármálaeftirlitsins til skilanefndar Glitnis banka hf., dags. 11. nóvember 2008, 3) bréf Fjármálaeftirlitsins til skilanefndar Landsbanka Íslands hf., dags. 11. nóvember 2008, 4) bréf Fjármálaeftirlitsins til skilanefndar Kaupþings banka hf., dags. 11. nóvember 2008 og 5) bréf Fjármálaeftirlitsins til þess er málið varðar, dags. 21. nóvember 2008.</p> <p>Fjármálaeftirlitinu ber ekki að afhenda kæranda tölvupóstssamskipti starfsmanns Fjármálaeftirlitsins og skilanefndar Straums – Burðaráss fjárfestingarbanka hf., tveir póstar, dags. 19. mars og 1. apríl, frá Fjármálaeftirlitinu til skilanefndar og tveir póstar, dags. 24. og 25. mars, frá skilanefnd til eftirlitsins.</p> <p sizset="38" sizcache="1"><span> </span><span> </span></p> <p>Friðgeir Björnsson</p> <p>formaður</p> <p> </p> <p sizset="40" sizcache="1"> Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                             </span> <span>           </span>Símon Sigvaldason</p> |
A-341/2010. Úrskurður frá 7. júlí 2010 | Kærð var afgreiðsla Reykjavíkurborgar, Borgarskjalasafns Reykjavíkur, á beiðni um afrit af gögnum í fórum safnsins um afskipti barnaverndaryfirvalda af kæranda og vegna dvalar hans sem barns á vistheimili. Aðili máls. Ljósrit. Gögn ekki í vörslum stjórnvalds. Frávísun | <p> </p> <p><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 7. júlí 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-341/2010.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 8. júní sl., kærði [...] afgreiðslu Reykjavíkurborgar, Borgarskjalasafns Reykjavíkur, á beiðni hans um afrit gagna í fórum safnsins um afskipti barnaverndaryfirvalda af honum og vegna dvalar hans sem barn að [vistheimilinu X].</p> <p> </p> <p>Í kæru rekur kærandi að honum hafi verið afhentar upplýsingar um manneskju honum óviðkomandi og af þeim sökum óski hann allra gagna sem til eru á safninu um hann og foreldra hans. Þá telur hann ljósritun gagna, sem þegar hafa verið afhent honum, ábótavant og óskar eftir þeim aftur, betur unnum.</p> <p>  </p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 8. júní sl. Var kæran send Borgarskjalasafni Reykjavíkur með bréfi, dags. 10. júní, og því veittur frestur til 21. júní til að gera athugasemdir við hana. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að sér yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Var frestur veittur til 23. júní og bárust athugasemdir safnsins þann sama dag. Í þeim kemur m.a. fram að engar upplýsingar umfram þær sem afhentar hafa verið kæranda hafi fundist í fórum safnsins.</p> <p> </p> <p>Með athugasemdunum bárust gögn málsins þ.á m. bréf Borgarskjalasafns Reykjavíkur til kæranda, dags. 21. júní, þar sem m.a. kemur fram að kærandi hafi fengið afhent afrit gagna um manneskju honum óviðkomandi, er það harmað og kærandi beðinn um að skila safninu afritunum. Er í bréfinu rakið að mistök hafi væntanlega átt sér stað við skjalavistun málsins fyrir tæpri hálfri öld. Gögn nöfnu móður kæranda voru fyrir mistök vistuð ásamt gögnum sem vörðuðu móður kæranda. Kærandi var með bréfi Borgarskjalasafns Reykjavíkur beðinn afsökunar á þeim óþægindum og vanlíðan sem afhending þessara röngu upplýsinga kynni að hafa valdið honum.  </p> <p> </p> <p>Kæranda var með bréfi, dags. 24. júní, kynntar athugasemdir Borgarskjalasafns Reykjavíkur við kæruna og hann beðinn um að upplýsa hvort hann teldi svar safnsins fullnægjandi. Ef hann teldi svo vera myndi meðferð málsins fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál verða felld niður að hans beiðni, sbr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þess var óskað að svör kæranda bærust nefndinni eigi síðar en 2. júlí sl. en að öðrum kosti yrði kæran tekin til úrskurðar. Frekari svör eða athugasemdir kæranda hafa ekki borist úrskurðarnefnd um upplýsingamál og kæran því tekin til úrskurðar. </p> <p> </p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Í 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að lögin taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og fellur Reykjavíkurborg, Borgarskjalasafn Reykjavíkur, undir gildissvið laganna. Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“ </p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga kemur fram að stjórnvald tekur ákvörðun um það hvort gögn, sem heimilt er að veita aðgang að, skuli sýnd eða veitt af þeim ljósrit eða afrit. Í máli því sem hér um ræðir var kæranda afhent ljósrit allra þeirra gagna sem vörðuðu beiðni hans og til eru í vörslu Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 12. gr. tekur stjórnvald ákvörðun um það á hvern hátt aðgangur er veittur, þ.e. hvort umbeðin gögn verði sýnd eða ljósrit af þeim veitt eins og hér um ræðir. Þegar stjórnvald hefur tekið þá ákvörðun að afhenda ljósrit gagna verður að ætla að þau verði að vera þannig úr garði gerð að sá sem við þeim tekur geti kynnt sér þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þau gögn sem kæranda voru afhent og fær ekki séð að ljósritun sé ábótavant, einkum þegar horft er til aldurs gagnanna.   </p> <p> </p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Nefndin getur því aðeins lagt úrskurð á mál að þau gögn, eða að minnsta kosti þær upplýsingar, sem óskað er eftir aðgangi að, séu í vörslum stjórnvalda, eins og það hugtak er skilgreint í 1. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 3. mgr. 10. gr. laganna. Vegna þess að engin gögn umfram þau gögn sem kæranda hafa þegar verið afhent eru í vörslum Borgarskjalasafns Reykjavíkur, svo sem gerð er grein fyrir í málsmeðferðarkafla hér að framan, verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p>Trausti Fannar Valsson er í leyfi frá störfum í úrskurðarnefndinni og hefur varamaður hans, Símon Sigvaldason, tekið sæti í nefndinni.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Kæru [...] á gagnaafhendingu Reykjavíkurborgar, Borgarskjalasafn Reykjavíkur, er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> <span>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                             </span> <span>  </span><span>         </span>Símon Sigvaldason</span></p> |
A-337/2010. Úrskurður frá 1. júní 2010 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni um afhendingu gagna er vörðuðu útboð Ríkiskaupa f.h. utanríkisráðuneytisins, á ljósleiðurum NATO og rekstur þeirra. Aðili máls. Vinnuskjöl. Samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 1. júní 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-337/2010.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 18. febrúar 2010, kærði [X] lögfræðingur ákvörðun utanríkisráðuneytisins, dags. 19. janúar 2010, um synjun á beiðni hans um afhendingu gagna er vörðuðu útboð Ríkiskaupa fyrir hönd utanríkisráðuneytisins á ljósleiðurum NATO og rekstur þeirra. Með vísan til gagna málsins lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að kæru þessari sé beint til nefndarinnar fyrir hönd fyrirtækisins [...] hf.</p> <p> </p> <p>Málavextir eru með þeim hætti að með bréfi, dags. 6. nóvember 2009, fór kærandi fram á það við utanríkisráðuneytið að fá afhent afrit allra gagna varðandi útboð og rekstur á ljósleiðurum NATO. Í bréfinu kom fram að um væri að ræða gögn vegna útboðs Ríkiskaupa fyrir hönd utanríkisráðuneytisins nr. 14477. Þar kom ennfremur fram að beiðnin væri byggð á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í kæru máls þessa er þó vikið að því að kærandi telji að 9. gr. upplýsingalaga kunni að eiga við um rétt hans til aðgangs að gögnum vegna ákveðinna gagna.</p> <p> </p> <p>Með bréfi utanríkisráðuneytisins, dags. 19. janúar sl., var kæranda veittur aðgangur að 67 skjölum sem ráðuneytið taldi falla undir upphaflega beiðni hans frá 6. nóvember 2009. Jafnframt var honum synjað um aðgang að nokkrum nánar tilgreindum skjölum. Í ákvörðun utanríkisráðuneytisins kemur fram að þau gögn sem beiðni kæranda beinist að séu vistuð í skjalasafni ráðuneytisins undir fjórum málsnúmerum. Þau gögn sem kæranda sé synjað um aðgang að tilheyri tveimur málsnúmerum, UTN07070034 og UTN07080206. Í bréfinu er viðkomandi gögnum lýst nánar og rökstuddar ástæður fyrir synjun á aðgangi að þeim. Eins og kæra málsins er afmörkuð ber í máli þessu að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að þeim skjölum sem utanríkisráðuneytið hefur synjað honum um aðgang að. Um er að ræða eftirtalin skjöl.</p> <p> </p> <p>1. Tvö minnisblöð starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Annars vegar minnisblað, dags. 28. september 2007, um fyrsta fund sem fram fór þann 26. sama mánaðar í starfshópi utanríkisráðuneytisins um hagnýtingu ljósleiðara Ratsjárstofnunar. Hins vegar minnisblað sama starfsmanns, dags. 5. október 2007, um fund í sama starfshópi sem fram fór 4. sama mánaðar. Mál nr. UTN07080206.</p> <p> </p> <p>2. Minnisblað varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins til ráðuneytisstjóra, dags. 1. febrúar 2008, um niðurstöður samningaviðræðna við [...] ehf. um tímabundinn rekstur og viðhald ljósleiðaraþráða NATO. Mál nr. UTN07070034.</p> <p> </p> <p>3. Tvö minnisblöð starfsmanns utanríkisráðuneytisins. Annars vegar minnisblað dags. 11. febrúar 2008, til ráðuneytisstjóra, sem ber yfirskriftina „Áfangaskýrsla um opinbert útboð á viðhaldi og hagnýtingu ljósleiðaraþráða NATO“. Hins vegar minnisblað sama starfsmanns, dags. 21. febrúar 2008, til ráðherra, með sömu yfirskrift og fyrra minnisblaðið. Mál nr. UTN07080206.</p> <p> </p> <p>4. Minnisblað starfsmanns utanríkisráðuneytisins til ráðherra, dags. 12. mars 2008, um fundi íslenskra stjórnvalda með embættismönnum ESA og NATO um mögulega útleigu á ljósleiðaraþráðum. Mál nr. UTN07080206.</p> <p> </p> <p>5. Þrír tölvupóstar, dags. 2. apríl, 9. apríl og 22. apríl 2008. Hverjum tölvupósti fylgja í viðhengi drög að bréfi til ESA vegna fyrirhugaðra samninga um rekstur og nýtingu ljósleiðaraþráða. Umrædd drög eru ekki að öllu leyti samhljóða. Meðal viðtakenda tölvupóstanna eru bæði starfsmenn utanríkisráðuneytisins og samgönguráðuneytisins. Mál nr. UTN07080206.</p> <p> </p> <p>6. Minnisblað starfsmanns utanríkisráðuneytisins, dags. 20. maí 2008, um fund með fulltrúum ESA þann 16. maí 2005. Mál nr. UTN07080206.</p> <p> </p> <p>7. Tillögur þeirra sem lýstu áhuga á að taka að sér rekstur og afnot af ljósleiðaraþráðum. Um er að ræða samtals fimm tillögur; frá [A] ehf., [B] ehf. (tvær tillögur), [C] ehf. og [D] ehf., en það fyrirtæki lagði fram tillögu fyrir hönd óstofnaðs félags. Þessar tillögur bárust utanríkisráðuneytinu með tveimur tölvupóstum frá Ríkiskaupum þann 2. júlí 2008. Mál nr. UTN07080206.</p> <p> </p> <p>8. Matsskýrsla [Y] hjá verkfræðistofunni [E] á tillögum [A] ehf., [C] ehf., [D] og [B] ehf. um rekstur og nýtingu ljósleiðaraþráða. Ríkiskaup sendu utanríkisráðuneytinu skýrsluna með tölvupósti dags. 1. júlí 2008. Í þeim tölvupósti koma ennfremur fram tillögur Ríkiskaupa um næstu skref í samningsumleitunum við tillögugjafa. Mál nr. UTN07080206.</p> <p> </p> <p>9. Minnispunktar, dags. 7. júlí 2008, frá fundi Ríkiskaupa og [A] ehf. sem fram fór þann 3. sama mánaðar. Punktarnir eru unnir af starfsmanni Ríkiskaupa en sendir á fulltrúa utanríkisráðuneytisins, samgönguráðuneytisins og [A] ehf. Mál nr. UTN07080206.</p> <p> </p> <p>10. Minnispunktar, dags. 7. júlí 2008, frá fundi Ríkiskaupa og [B] ehf. sem fram fór þann 3. sama mánaðar. Punktarnir eru unnir af starfsmanni Ríkiskaupa en sendir á fulltrúa utanríkisráðuneytisins, samgönguráðuneytisins og [B] ehf. Mál nr. UTN07080206.</p> <p> </p> <p>11. Minnisblað starfsmanna utanríkisráðuneytisins til ráðuneytisstjóra, dags. 24. mars 2009, um ljósleiðarakerfi IADS og útboðsferli vegna útboðs á tveimur ljósleiðaraþráðum í ljósleiðarakapli NATO. Mál nr. UTN07070034.</p> <p> </p> <p>12. Minnisblað starfsmanns utanríkisráðuneytisins til ráðherra, dags. 10. ágúst 2009, um stöðu mála varðandi leigu á ljósleiðarakerfi NATO. Mál nr. UTN07080206.</p> <p> </p> <p>13. Minnisblað starfsmanna utanríkisráðuneytisins til aðstoðarmanns ráðherra, dags. 17. nóvember 2009, um tillögur vegna framhalds máls varðandi leigu á ljósleiðarakerfum. Mál nr. UTN07080206.</p> <p> </p> <p>Til einföldunar verður eftir atvikum vísað til númera 1 – 13 við umfjöllun um ofangreind skjöl í úrskurði þessum.</p> <p> </p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 18. febrúar 2010. Kæran var send utanríkisráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. sama dag. Var ráðuneytinu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til föstudagsins 26. febrúar. Utanríkisráðuneytið fór fram á að frestur til athugasemda yrði framlengdur til 3. mars. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst á framlengingu frestsins og bárust athugasemdir ráðuneytisins nefndinni þann dag. Kæranda var með bréfi, dags 10. mars, veittur frestur til 17. sama mánaðar til að koma að frekari athugasemdum í málinu í ljósi athugasemda utanríkisráðuneytisins. Svar kæranda barst með bréfi, dags. 25. mars.</p> <p> </p> <p>Vegna skjala sem eru auðkennd með númerunum 7, 8, 9 og 10 hér að framan hefur utanríkisráðuneytið vísað til þess að aðgangi að þeim beri að hafna. Um sé að ræða gögn sem hafi að geyma upplýsingar um fjárhagslega stöðu þeirra fyrirtækja sem gerðu tillögur um rekstur og nýtingu ljósleiðaraþráðanna, tæknilega getu þeirra og hugmyndir varðandi rekstur ljósleiðara. Að mati ráðuneytisins hafi fyrirtækin fjárhagslega og viðskiptalega hagsmuni af því að upplýsingar í þessum gögnum fari leynt. Aðgangi að þeim sé því hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Vegna skjala sem auðkennd eru með númerunum 4 og 6 hér að framan vísar utanríkisráðuneytið til þess að um sé að ræða minnisblöð þar sem fram komi upplýsingar um samskipti við fjölþjóðastofnun sem trúnaður ríki um, sbr. 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Aðgangi að þeim skjölum sé því hafnað. Vegna sömu skjala er ennfremur vísað til þess að um sé að ræða vinnuskjöl sem heimilt sé að hafna aðgangi að á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Um önnur skjöl sem kæran snýst um vísar utanríkisráðuneytið til þess að um sé að ræða vinnuskjöl sem heimilt sé að hafna aðgangi að með vísan til 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, þ.e. 1, 2, 3, 5, 11, 12 og 13.</p> <p> </p> <p>Kærandi hefur í máli þessu bent á að hann hafi ekki fullnægjandi forsendur til þess að taka  afstöðu til þess hvort ákvæði 3. tölul. 4. gr. eigi við um ýmis þeirra gagna sem utanríkisráðuneytið hefur synjað honum um aðgang að. Er þess óskað að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess hvort svo sé og felli ákvörðun utanríkisráðuneytisins úr gildi ef sú sé ekki raunin.</p> <p> </p> <p>Hvað varðar skjöl sem auðkennd eru með númerunum 7, 8, 9 og 10 í úrskurði þessum bendir kærandi á að ólíklegt verði að teljast að ætlaðir einkahagsmunir þeirra fyrirtækja sem um ræðir taki til skjalanna í heild sinni. Kærandi ætti því að eiga rétt á aðgangi að hluta skjals, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá telur kærandi það ófullnægjandi að telja megi „líklegt“ að fyrirtækin sem um ræðir hafi slíka hagsmuni. Ráðuneytinu, eða eftir atvikum úrskurðarnefnd um upplýsingamál, beri að leita afstöðu þessara fyrirtækja. Ennfremur byggir kærandi á því að synjun um afhendingu sé ekki í samræmi við þrönga túlkun úrskurðarnefndarinnar á einkahagsmunum samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-316/2009. Þá telur kærandi ekki útilokað að gögnin innihaldi upplýsingar um hann sjálfan, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Vegna þeirrar röksemdar ráðuneytisins sem lýtur að 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. ofangreint, bendir kærandi á að þeim tölulið verði aðeins beitt „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“. Kærandi byggir á því að um þrönga undantekningarheimild sé að ræða og telur afar ólíklegt að Eftirlitsstofnun EFTA geti fallið þar undir.</p> <p> </p> <p>Aðilar málsins hafa fært frekari rök fyrir afstöðu sinni en með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim í úrskurði þessum. Úrskurðarnefndin hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Niðurstöður</strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í þessu ákvæði felst meginregla upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í 9. gr. sömu laga er aðila hins vegar veittur sérstakur réttur til aðgangs að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál hafi þau að geyma upplýsingar um hann sjálfan.</p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“ Hefur ákvæðið verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-294/2009, A-299/2009 og A-316/2009.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Fyrst og fremst lúta þær upplýsingar sem fram koma í umbeðnum gögnum að samningum íslenskra stjórnvalda um ráðstöfun á afnotum og rekstri tveggja þráða í svonefndum ljósleiðarakapli NATO, og undirbúningi þeirra samninga. [...] ehf. hafði þegar fengið yfirráð yfir fimm þráðum í umræddum kapli, en íslensk stjórnvöld hugðust halda einum þræði til eigin nota.</p> <p> </p> <p>Kærandi var ekki einn þeirra sem lagði fram tillögur til Ríkiskaupa um rekstur og afnot umræddra tveggja ljósleiðaraþráða. Hann var því ekki sjálfur þátttakandi í samningsumleitunum um afnot af þráðunum og hefur því ekki, af þeirri ástæðu, sérstaka hagsmuni umfram aðra af því að fá aðgang að gögnum sem lúta að því ferli. Til álita kemur að hann eigi slíka hagsmuni vegna þeirra afnota sem hann hefur af öðrum þráðum í sama ljósleiðarakapli og/eða að slíkir hagsmunir teljist vera fyrir hendi vegna yfirráða yfir tengistöðvum við kapalinn sem eftir atvikum má gera ráð fyrir að aðrir notendur að þráðum í kaplinum vilji fá afnot af. Ekki er hins vegar nægjanlegt samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga að hægt sé að benda á að mögulega muni upplýsingar til framtíðar litið fá þá þýðingu að þær teljist varða aðila með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því umfram aðra að fá aðgang að þeim. Þótt kærandi kunni að hafa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnum sem lúta að ráðstöfun á tveimur ljósleiðaraþráðum af átta í ljósleiðarakapli þar sem kærandi hefur þegar afnot af fimm þráðum verður orðalagið „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. 9. gr. ekki skýrt svo rúmt að það taki til upplýsinga um umræddar samningsumleitanir og samningsgerð, nema fyrir lægi með skýrari hætti hvaða sérstöku hagsmunir það eru sem um ræðir í viðkomandi máli.</p> <p> </p> <p>Í gögnum málsins kemur fram, með fremur óljósum hætti þó, að kærandi hafi lýst því yfir við utanríkisráðuneytið að hann muni leita til ESA vegna umræddra samninga, að því er virðist vegna brota á ríkisstyrkjareglum. Ennfremur virðist af gögnum málsins mega leiða að á árinu 2009 hafi verið fyrirhuguð endurskoðun á þjónustusamningi [...] ehf. við stjórnvöld vegna ljósleiðara. Ekkert gefur hins vegar vísbendingar um að í þessum málum, hver sem staða þeirra kann að vera, séu fyrir hendi aðstæður sem leiði til þess að kærandi hafi af þeim sökum sérstaka hagsmuni af því umfram aðra, sbr. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, að fá aðgang að þeim gögnum sem til umfjöllunar eru í þessu máli. Af hálfu kæranda hefur ekki verið rökstutt að hvaða leyti hann kunni að hafa slíka hagsmuni í málinu.</p> <p> </p> <p>Af framangreindu leiðir að um rétt kæranda til aðgangs að gögnum málsins fer eftir ákvæði 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Eins og áður hefur fram komið eru þau gögn sem utanríkisráðuneytið synjaði kæranda um aðgang að með ákvörðun þann 19. janúar 2010 og afhent hafa verið úrskurðarnefnd um upplýsingamál talin upp í upphafskafla úrskurðar þessa og auðkennd með númerunum 1 til 13.</p> <p> </p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur stutt synjun sína á aðgangi að skjölum nr. 1 til 6 og 11 til 13, sbr. töluliði í upphafskafla þessa úrskurðar, þeim rökum að um sé að ræða vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur upplýsingaréttur almennings ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá“. Skilyrði fyrir því, að skjal teljist vinnuskjal í skilningi þessa ákvæðis, er að það sé ritað til eigin afnota fyrir stjórnvaldið sjálft. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga segir svo um þetta atriði: „Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi.“</p> <p> </p> <p>Eins og tekið er fram í niðurlagi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga ber að veita aðgang að vinnuskjölum sem falla undir ákvæðið, ef þau hafa að geyma „upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá“. Síðastgreint orðalag er skýrt svo í athugasemdum með frumvarpi til laganna að með því sé „einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvörðunartöku.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau skjöl sem um ræðir. Telur nefndin ljóst að þau fullnægi öll skilyrðum 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, og teljist þar af leiðandi vinnuskjöl, að undanskildum þeim þremur tölvupóstum og meðfylgjandi drögum að bréfum sem tilgreind eru undir lið nr. 5 sem nánar er vikið að hér að neðan. Að þeim skjölum undanþegnum var utanríkisráðuneytinu á þessum grundvelli heimilt að hafna umbeðnum aðgangi að umræddum skjölum. Ekki hefur því tilgang að fjalla sérstaklega um þau rök ráðuneytisins sem lúta að skýringu 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Þau skjöl sem falla undir lið nr. 5 í fyrsta kafla þessa úrskurðar bera það með sér að hafa verið afhent öðrum en starfsmönnum utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur byggt á því að aðgangi að þessum skjölum beri að hafna með vísan til þess að um vinnuskjöl sé að ræða samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Bendir ráðuneytið í því sambandi á að um sé að ræða drög að bréfi sem síðan hafi verið fullunnið, og afhent kæranda í þeirri mynd. Augljóst sé að fyrri drög að svari og tölvupóstar í tengslum við þau drög teljist til vinnuskjala.</p> <p> </p> <p>Eins og áður greinir er það skilyrði þess að skjal teljist vinnuskjal samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga að það sé ritað af stjórnvaldinu sjálfu til eigin afnota þess. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er orðalagið „til eigin afnota“ m.a. skýrt með svofelldum hætti: „Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað. Þá geta þau skjöl ekki talist vinnuskjöl sem stafa frá öðrum en hlutaðeigandi stjórnvaldi enda þótt slík gögn hafi orðið til að frumkvæði stjórnvaldsins ...“ Það hefur því grundvallarþýðingu hvort starfsmaður þess stjórnvalds sem um ræðir hefur útbúið skjalið eða annar aðili og hvort skjalið hafi einungis verið ritað til afnota fyrir starfsmenn þess stjórnvalds sem um ræðir eða hvort það hafi verið afhent öðrum stjórnvöldum eða einkaaðilum. Umrædd skjöl eru drög að bréfi til Eftirlitstofnunar EFTA (ESA) sem fóru á milli starfsmanna utanríkisráðuneytisins, samgönguráðuneytisins og sjálfstæðs ráðgjafa og geta þau af þeim sökum, hvað sem líður eðli umræddra skjala, ekki flokkast til vinnuskjala í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Synjun á aðgangi að umræddum gögnum verður því ekki byggð á 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur einnig í þessu sambandi vísað til þess að um sé að ræða upplýsingar um samskipti við Eftirlitsstofnun EFTA, sem falli undir ákvæði 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 2. tölul. 6. gr. er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er ákvæðið skýrt á þann hátt að það eigi „... við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að. - Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir því ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“ Í dæmaskyni er í athugasemdunum vísað til þess að með fjölþjóðastofnunum sé m.a. átt við Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA).</p> <p> </p> <p>Eins og fram kemur í tilvitnuðum athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er það m.a. markmið ákvæðisins að vernda stöðu Íslands í samskiptum við fjölþjóðastofnanir. Ákvæðið hefur því ekki einvörðungu þýðingu í því sambandi að stuðla að trausti í samskiptum slíkra aðila við íslensk stjórnvöld.</p> <p> </p> <p>Þau gögn sem hér um ræðir eru þrír tölvupóstar, dags. 2., 9. og 22. apríl 2008, ásamt þremur drögum að bréfum til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna fyrirhugaðra ákvarðana íslenskra stjórnvalda um rekstur og nýtingu ljósleiðaraþráða í hinum svonefnda NATO ljósleiðarakapli. Fylgja ein drög hverjum af nefndum tölvupóstum. Þau eru ekki að öllu leyti samhljóða, og af síðasta tölvupóstinum má ráða að fyrirhugað hefur verið að gera allnokkrar breytingar á formi bréfsins. Endanlega útfærslu bréfsins hefur kærandi þegar fengið afhenta.</p> <p> </p> <p>Í nefndum tölvupóstum, sem og þeim athugasemdum og breytingartillögum einstakra aðila á umræddum drögum að bréfi til Eftirlitsstofnunar EFTA, er að finna lýsingu og tillögur á fyrirhuguðum samskiptum við stofnunina og áherslur sem leggja eigi í því sambandi. Af eðli þessara athugasemda leiðir að þær fela meðal annars í sér efnislegar tillögur um stefnumörkun við útfærslu á samningum um afnot af þeim ljósleiðaraþráðum sem um ræðir, þar á meðal um það með hvaða hætti höfð skuli samskipti við Eftirlitsstofnun EFTA og markmið þeirra samskipta.</p> <p> </p> <p>Umræddar upplýsingar, þ.e. sem fela í sér efnislegar tillögur um samskipti við Eftirlitsstofnun EFTA og markmið þeirra samskipta, eru á hinn bóginn mjög óverulegur þáttur í umræddum skjölum. Fyrst og fremst er hér um að ræða tillögur að orðalagi bréfs og rök fyrir þeim tillögum. Ekki verður séð að upplýsingarnar séu á nokkurn hátt þess eðlis að almannahagsmunir krefjist þess að þeim sé haldið leyndum. Er því ekki fallist á að synjun á aðgangi að umræddum skjölum verði byggð á 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur ekki byggt ákvörðun sína um synjun á umræddum skjölum á öðrum röksemdum en að framan greinir. Með vísan til þess verður að telja að kærandi eigi rétt á aðgangi að umræddum skjölum.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur vísað til þess að skjöl sem auðkennd eru með númerunum 7 til 10 innihaldi upplýsingar sem varða svo mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni nánar tilgreindra fyrirtækja að gögnin skuli fara leynt með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p> </p> <p>Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera lögin ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um er að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geta samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra: hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). Við mat á hagsmunum almennings af því að fá aðgang að gögnum sem fela í sér upplýsingar um viðskiptamálefni einstakra lögaðila verður ennfremur almennt að líta til þess hvort í þeim felist einnig upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna.</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau skjöl sem um ræðir og utanríkisráðuneytið hefur hafnað að veita kæranda aðgang að með vísun til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Hér er í fyrsta lagi um að ræða tillögur fyrirtækjanna [A] ehf., [D] ehf., [C] ehf. og [B] ehf., um nýtingu og rekstur á ljósleiðaraþráðum, ásamt viðeigandi gögnum (sbr. skjöl sem auðkennd eru með númerinu 7 í úrskurði þessum).</p> <p> </p> <p>Með vísan til efnis þessara gagna telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að rétt sé að takmarka aðgang kæranda að þeim með vísun til 5. gr. upplýsingalaga. Þar koma fram upplýsingar um viðskiptaáætlanir og fyrirhugaðan rekstur á ljósleiðaraþráðum, þar á meðal um fyrirhugað framboð þjónustu, uppbyggingu á starfsemi o.fl. Í ýmsum tilvikum er þar einnig lýst rekstri og viðskiptaáætlunum þessara fyrirtækja, sem ekki einvörðungu tengjast með beinum hætti rekstri umræddra ljósleiðaraþráða. Þar koma ennfremur fram upplýsingar um aðferðir sem þessi fyrirtæki hyggjast viðhafa til að efna samningsskyldur sínar við stjórnvöld, um fjárhagsstöðu o.fl. viðskiptaleg atriði. Ennfremur er ljóst að hér er um að ræða upplýsingar sem byggja á vinnu viðkomandi aðila við stefnumótun og fleiri þætti, rannsóknum og vinnu sem augljóslega hafa verið lagðir í nokkrir fjármunir. Þessi gögn og þær upplýsingar sem í þeim koma fram bera heldur ekki með sér beinar upplýsingar um það hvernig tilteknum opinberum hagsmunum hefur í reynd verið ráðstafað. Slíkar upplýsingar kunna hins vegar að birtast í þeim samningum sem viðræður stjórnvalda við þessa aðila hafa leitt til.</p> <p> </p> <p>Með vísan til þess hversu víða umræddar upplýsingar koma fram í umræddum gögnum verður jafnframt að telja að ekki séu skilyrði til að veita kæranda aðgang að hluta þeirra á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í öðru lagi er um að ræða matsskýrslu frá því í júní 2008 frá verkfræðistofunni [E] á framlögðum tillögum um afnot og rekstur ljósleiðaraþráða, auk tölvupósts frá starfsmanni Ríkiskaupa til utanríkisráðuneytisins þar sem fram koma tillögur Ríkiskaupa um næstu skref í samningsviðræðum við tillögugjafa. Þessi skjöl eru auðkennd með númerinu 8 í úrskurði þessum.</p> <p> </p> <p>Með vísan til sömu röksemda og raktar voru hér að ofan, vegna skjala sem auðkennd hafa verið með númerinu 7, verður að telja að utanríkisráðuneytinu hafi verið rétt að synja kæranda um aðgang að matsskýrslu verkfræðistofunnar [E]. Hins vegar er í nefndum tölvupósti frá Ríkiskaupum til utanríkisráðuneytisins, dags. 1. júlí 2008, ekki að finna neinar upplýsingar um viðskiptamálefni þeirra fyrirtækja sem um ræðir. Ráðuneytinu ber því að afhenda kæranda tölvupóstinn.</p> <p> </p> <p>Í þriðja lagi er um að ræða minnispunkta starfsmanns Ríkiskaupa, dags. 7. júlí. Annars vegar er um að ræða punkta frá fundi sem haldinn hefur verið með fyrirsvarsmönnum [A] ehf., um tillögur fyrirtækisins um rekstur og afnot af ljósleiðaraþræði. Hins vegar er um að ræða punkta frá fundi sem haldinn hefur verið með fyrirsvarsmönnum [B] ehf. Af gögnum málsins verður ráðið að bæði þessi skjöl eru unnin af starfsmanni Ríkiskaupa og síðan hvort um sig sent til fulltrúa utanríkisráðuneytisins, samgönguráðuneytisins og fyrirsvarsmanns viðkomandi fyrirtækis. Skjölin eru auðkennd með númerunum 9 og 10 framar í úrskurði þessum.</p> <p> </p> <p>Í báðum þessum skjölum er að finna lýsingu á viðræðum við fyrirsvarsmenn fyrirtækjanna [A] ehf. og [B] ehf. um nánari útfærslur á tillögum þeirra um rekstur og nýtingu umræddra ljósleiðaraþráða, uppbyggingu á starfsemi þeirra og þjónustu, auk þess sem þar koma fram upplýsingar um getu þessara fyrirtækja til umræddrar uppbyggingar og veitingu þjónustu til styttri og lengri tíma. Með sömu röksemdum og tilgreindar voru hér að ofan um skjöl auðkennd með númerinu 8, er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að utanríkisráðuneytinu hafi verið rétt að synja kæranda um aðgang að þessum gögnum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Tekið skal fram að af gögnum málsins verður ráðið að utanríkisráðuneytið hafi ekki sérstaklega leitað samþykkis umræddra fyrirtækja fyrir afhendingu framangreindra gagna. Af ákvæði 5. gr. upplýsingalaga er ljóst að lægi slíkt samþykki fyrir væri heimilt að afhenda umrædd gögn, enda er tilgangur undaþágunnar sem þar er lögfest sá að vernda hagsmuni þeirra aðila sem upplýsingar varða. Almennt verður að telja að það væri í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti að leita slíks samþykkis, þegar á ákvæði 5. gr. upplýsingalaga reynir, enda verði afstaða viðkomandi aðila til afhendingar upplýsinga sem hann varðar ekki þegar ráðin af öðrum gögnum málsins, eða hún sé stjórnvaldinu kunn af öðrum ástæðum. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er í þessu sambandi hins vegar aðeins talað um að í vafatilvikum sé stjórnvaldi rétt að leita álits þess aðila sem í hlut á. Þær upplýsingar sem fram koma í umræddum gögnum eru að mati úrskurðarnefndarinnar án vafa þess eðlis að þær varði mikilvæg viðskiptamálefni umræddra fyrirtækja sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari. Málið telst nægilega upplýst þó að afstöðu aðila hafi ekki verið leitað áður en ákvörðun var tekin um að synja kæranda um aðgang umbeðinna gagna. </p> <p> </p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Synjun utanríkisráðuneytisins frá 19. janúar 2010 á beiðni kæranda, [X] lögfræðings fyrir hönd [...] ehf., er staðfest, þó að því undanskildu að utanríkisráðuneytinu ber að afhenda kæranda þrjá tölvupósta, dags. 2., 9. og 22. apríl 2008, ásamt þremur drögum að bréfum til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna fyrirhugaðra ákvarðana íslenskra stjórnvalda um rekstur og nýtingu ljósleiðaraþráða í hinum svonefnda NATO ljósleiðarakapli. Umrædd gögn eru auðkennd með númerinu 5 í úrskurði þessum. Í málaskrá utanríkisráðuneytisins tilheyra þau samkvæmt gögnum málsins máli með númerið Mál nr. UTN07080206. Þá ber utanríkisráðuneytinu einnig að afhenda kæranda tölvupóst frá Ríkiskaupum til utanríkisráðuneytisins, dags. 1. júlí 2008. Umræddur tölvupóstur er meðal skjala sem auðkennd eru með númerinu 8 í úrskurði þessum. Í málaskrá utanríkisráðuneytisins tilheyrir hann samkvæmt gögnum málsins máli með númerið UTN07080206.</p> <p> </p> <p> </p> <p> Staðfest leiðrétting hinn 4. júní 2010</p> <p>á úrskurði frá 1. júní 2010</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson,</p> <p align="center"><span>formaður</span></p> |
A-336/2010. Úrskurður frá 1. júní 2010 | Kærð var ákvörðun Landsvirkjunar um synjun á afhendingu afrita af öllum samningum sem Landsvirkjun hafði gert við eigendur landareigna við neðrihluta Þjórsár á áhrifasvæði þeirra þriggja virkjana sem þar voru fyrirhugaðar, og tengdust virkjunaráformunum með einum eða öðrum hætti. Gildissvið laga um upplýsingarétt um umhverfismál. Frávísun. | <h3> ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 1.  júní 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-336/2010.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni og málsmeðferð</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 11. janúar 2010 kærði [X] héraðsdómslögmaður, fyrir hönd [...], [bænum A] í Flóahreppi, synjun Landsvirkjunar á afhendingu afrita af öllum samningum sem Landsvirkjun hefur gert við eigendur landareigna við neðrihluta Þjórsár á áhrifasvæði þeirra þriggja virkjana sem þar eru fyrirhugaðar, og tengjast virkjunaráformunum með einum eða öðrum hætti.</p> <p> </p> <p>Með bréfi til Landsvirkjunar, dags. 8. desember 2009, fór kærandi fram á afhendingu ofangreindra gagna. Í beiðninni kom fram að gagnanna væri óskað með vísan til ákvæða laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál.</p> <p> </p> <p>Landsvirkjun synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 22. desember. Byggist synjunin fyrst og fremst á þeirri forsendu að Landsvirkjun falli ekki undir gildissvið laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál, þar sem fyrirtækið starfi á samkeppnismarkaði. Er til þess vísað að samkvæmt 2. gr. laga nr. 23/2006 taki lögin til lögaðila sem falið hafi verið opinbert hlutverk eða að veita almenningi opinbera þjónustu og lúti opinberri stjórn. Landsvirkjun sé sameignarfyrirtæki sem sé í meirihlutaeigu ríkisins. Eftir gildistöku raforkulaga nr. 65/2003 starfi Landsvirkjun á samkeppnismarkaði og gegni þar af leiðandi ekki opinberu hlutverki né veiti opinbera þjónustu.</p> <p> </p> <p>Í kæru málsins er áréttuð sú afstaða kæranda að Landsvirkjun falli undir gildissvið umræddra laga. Um þetta atriði segir þar m.a. svo:</p> <p> </p> <p>„Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006 gilda lögin um „lögaðila sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið og lúta stjórn þeirra stjórnvalda sem falla undir 1. tölul. Lögaðili er talinn lúta opinberri stjórn í þessum skilningi þegar stjórnvöld skv. 1. tölul. tilnefna meira en helming stjórnarmanna í stjórn lögaðilans eða hafa á annan hátt virk yfirráð yfir honum.“</p> <p> </p> <p>Eins og sjá má í ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 2008 gegnir Landsvirkjun mikilvægu opinberu hlutverki. Sér fyrirtækið m.a. um rekstur aflstöðva, undirbýr virkjunarframkvæmdir um allt land, borunarverkefni o.s.frv. Ríkissjóður á 99,9% eignarhluta í fyrirtækinu og skipar fjármálaráðherra alla fimm stjórnarmenn fyrirtækisins, sbr. 5. gr. laga nr. 42/1983 um Landsvirkjun. Af framansögðu er ljóst að Landsvirkjun fellur undir gildissvið laga nr. 23/2006. Breytir engu um þá niðurstöðu að hluti af starfsemi Landsvirkjunar sé á samkeppnismarkaði eins og haldið er fram í fyrrgreindu bréfi Landsvirkjunar, dags. 22. desember 2009.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 13. janúar 2010, var Landsvirkjun kynnt fram komin kæra. Greinargerð Landsvirkjunar vegna málsins barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 22. sama mánaðar. Þar krefst fyrirtækið þess aðallega að kröfu kæranda verði vísað frá. Um rökstuðning þeirrar kröfu er vísað til sömu röksemda og fram koma í upphaflegri synjun á kröfu kæranda.</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 27. janúar 2010, var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum vegna greinargerðar Landsvirkjunar í málinu. Athugasemdir hans bárust með bréfi, dags. 5. febrúar. Þar segir m.a. svo:</p> <p> </p> <p>„Landsvirkjun heldur því fram að hún falli ekki undir gildissvið laga nr. 23/2006, eins og það er markað í 1. mgr. 2. gr. laganna. Þetta stenst ekki að mati undirritaðs sé texti ákvæðisins skoðaður. Þannig gilda lögin í fyrsta lagi um „<u>öll stjórnvöld sem falla undir gildissvið upplýsingalaga</u>“, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna. Þau taka því til allra stjórnvalda í skilningi stjórnsýsluréttarins, hvort sem þau eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga, sbr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þetta er vitaskuld stórt mengi aðila. Þar við bætist að lög nr. 23/2006 gilda ennfremur um tvo aðra flokka lögaðila, þ.e. sem falla utan hins stóra mengis 1. gr. upplýsingalaga. Hér er um að ræða:</p> <p> </p> <p>1. „lögaðilar sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu sem varðar umhverfið á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings við stjórnvöld sem falla undir 1. tölul.“, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna, og</p> <p> </p> <p>2. „lögaðila sem <u>gegna opinberu hlutverki</u> <strong>eða</strong> <u>veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið</u> <strong>og</strong> <u>lúta stjórn þeirra stjórnvalda sem falla undir 1. tölul.</u> Lögaðili er talinn lúta opinberi stjórn í þessum skilningi þegar <u>stjórnvöld skv. 1. tölul. tilnefna meira en helming stjórnarmanna í stjórn lögaðilans</u> eða hafa á annan hátt virk yfirráð yfir honum“, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Ljóst er að samkvæmt orðanna hljóðan hlýtur Landsvirkjun að falla a.m.k. í þann flokk lögaðila sem greinir í 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna. Þar nægir að annaðhvort gegni lögaðilinn „opinberu hlutverki“ <u>eða</u> veitir „opinbera þjónustu sem varðar umhverfið“. Þá þarf lögaðilinn í öllum tilvikum að „lúta stjórn“ þeirra stjórnvalda sem heyra til stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélaga. Ljóst liggur fyrir að Landsvirkjun gegnir „opinberu hlutverki“, enda er henni komið á fót með lögum frá Alþingi, sbr. lög nr. 42/1983 um Landsvirkjun með síðari breytingum, og markaður ákveðinn tilgangur, sbr. 2. gr. laganna. Þá liggur ennfremur ljóst fyrir að Landsvirkjun lýtur „stjórn þeirra stjórnvalda sem falla undir 1. tölul.“, enda skipar fjármálaráðherra alla fimm stjórnarmenn í Landsvirkjun, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 42/1983, þ.e. „meira en helming stjórnarmanna“, eins og töluliðurinn áskilur. Samkvæmt þessu liggur ljóst fyrir að Landsvirkjun fellur undir að vera lögaðili samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006 og heyrir þar með undir gildissvið laganna.</p> <p> </p> <p>Í umsögn Landsvirkjunar er ennfremur vísað til athugasemda við 2. gr. í frumvarpi því er varð að lögum nr. 23/2006, en þar segir m.a. að undir ákvæði 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna falli t.d. „ekki <u>orkuframleiðsla</u> eða <u>sala til notenda raforku</u>, en þessi starfsemi [hafi] verið flutt úr rekstrarumhverfi hins opinbera yfir á almennan samkeppnismarkað samkvæmt ákvæðum raforkulaga nr. 65/2003. Þessar athugasemdir geta engu breytt í málinu:</p> <p> </p> <p>1. Í fyrsta lagi beinist krafa umbj. míns um aðgang að gögnum að samningum sem Landsvirkjun hefur gert við eigendur landareigna við neðri hluta Þjórsár á áhrifasvæði þeirra þriggja virkjana sem þar eru fyrirhugaðar. Þessir samningar varða ekki „orkuframleiðslu“ eða „sölu til notenda raforku“, eins og áskilið er að þeir þurfi að gera samkvæmt athugasemdunum, heldur önnur atriði, þ.e. ráðstafanir er tengjast m.a. vatns- og landsréttindum á þessum slóðum og varða því umhverfið með beinum hætti. Samningarnir tengjast því ekki þeirri starfsemi Landsvirkjunar sem athugasemdirnar gætu átt við.</p> <p> </p> <p>2. Auk þess er það svo að texti í athugasemdum með lagafrumvörpum getur aldrei vikið til hliðar skýrum texta lagaákvæðanna sjálfra, en eins og að framan er rakið leiðir texti ákvæðis 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna, sé hann lesinn eðlilegri orðskýringu, ótvírætt til þess að Landsvirkjun falli þar undir. Skýr texti lagaákvæðisins þokar þannig til hliðar sjónarmiðum sem fram koma í athugasemdum með lagaákvæðinu og kunna að fara á svig við orðalag ákvæðisins sjálfs skýrt eftir orðanna hljóðan.“</p> <p> </p> <p>Aðilar hafa fært fram frekari rök fyrir afstöðu sinni. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er ekki þörf á að rekja þær frekar, en nefndin hefur haft þær til hliðsjónar við uppkvaðningu úrskurðarins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p> </p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fram er komið fór kærandi fram á það við Landsvirkjun með bréfi, dags. 8. desember 2009, að fyrirtækið afhenti honum afrit nánar tilgreindra samninga sem gerðir hefðu verið við eigendur landareigna við neðrihluta Þjórsár. Var beiðnin lögð fram með vísan til laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál. Landsvirkjun synjaði beiðni kæranda, m.a. á þeim grundvelli að fyrirtækið félli ekki undir gildissvið þeirra laga.</p> <p> </p> <p>Heimild til að beina kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál byggir kærandi á 15. gr. laga nr. 23/2006, en samkvæmt henni er heimilt að bera synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að upplýsingum um umhverfismál samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurða skal um ágreininginn. Um meðferð slíkra mála gilda ákvæði 14. – 19. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Eins og rakið er hér að framan er í 2. gr. laga nr. 23/2006 skilgreint um hvaða aðila lögin gilda og segir þar:</p> <p> </p> <p>„Lög þessi gilda um:</p> <p>1. öll stjórnvöld sem falla undir gildissvið upplýsingalaga,</p> <p>2. lögaðila sem falið hefur verið opinbert hlutverk eða veitir almenningi opinbera þjónustu sem varðar umhverfið á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings við stjórnvöld sem falla undir 1. tölul.,</p> <p>3. lögaðila sem gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið og lúta stjórn þeirra stjórnvalda sem falla undir 1. tölul. Lögaðili er talinn lúta opinberri stjórn í þessum skilningi þegar stjórnvöld skv. 1. tölul. tilnefna meira en helming stjórnarmanna í stjórn lögaðilans eða hafa á annan hátt virk yfirráð yfir honum.</p> <p> </p> <p>Einvörðungu upplýsingar sem til verða eða aflað er í tilefni af hinu opinbera hlutverki eða þjónustu þeirra sem ákvæði 2. og 3. tölul. 1. mgr. taka til falla undir lögin.</p> <p> </p> <p>Lögin gilda ekki um Alþingi, umboðsmann Alþingis, Ríkisendurskoðun eða dómstóla.“</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt lögum nr. 42/1983 er Landsvirkjun sameignarfyrirtæki. Landsvirkjun telst samkvæmt því vera félag einkaréttarlegs eðlis, þrátt fyrir að vera í eigu hins opinbera. Af því leiðir ennfremur að Landsvirkjun telst ekki til stjórnvalda sem falla undir ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. til hliðsjónar úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. A-8/1997 og A-24/1997 og álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 2440/1998. Af þessu leiðir ennfremur að Landsvirkjun telst ekki falla undir gildissvið laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 samkvæmt 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. þeirra laga. Virðist heldur ekki um það atriði deilt í máli þessu. Hins vegar er sérstakt athugunarefni hvort Landsvirkjun falli undir gildissvið laganna á grundvelli þeirra reglna sem fram koma í 2. eða 3. tölul. nefnds ákvæðis.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006 falla þeir lögaðilar, þar á meðal einkaréttarleg félög, undir gildissvið laganna sem hefur verið falið opinbert hlutverk eða veita almenningi opinbera þjónustu sem varðar umhverfið á grundvelli laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða samnings við stjórnvöld sem falla undir 1. tölul.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt 2. gr. laga nr. 42/1983 um Landsvirkjun er það tilgangur fyrirtækisins að stunda starfsemi á orkusviði ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni. Í 3. gr. sömu laga segir ennfremur að Landsvirkjun sé eigandi raforkuvera, annarra mannvirkja, vatnsréttinda og búnaðar sem fyrirtækið hefur eignast fyrir setningu laganna eða með sérlögum eða samningum.</p> <p> </p> <p>Með vísan til þessara lagaákvæða, svo og með vísan til þeirrar starfsemi sem fyrirtækið sinnir, verður á því að byggja að Landsvirkjun fari tvímælalaust með verkefni sem geti varðað umhverfið í skilningi 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006. Á hinn bóginn er það skilyrði þess að lögaðili falli undir gildissvið laganna samkvæmt tilvitnuðu ákvæði að honum hafi í þessu sambandi verið falið „opinbert hlutverk“ eða að hann „[veiti] almenningi opinbera þjónustu“. Það er því grundvallaratriði í þessu sambandi hvert hlutverk Landsvirkjunar er að þessu leyti.</p> <p> </p> <p>Sama afmörkun á gildissviði laga nr. 23/2006 kemur fram í 3. tölul. umræddrar lagagreinar, en þar segir að undir gildissvið laganna falli lögaðilar sem gegna „opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið og lúta stjórn þeirra stjórnvalda sem falla undir 1. tölul.“</p> <p> </p> <p>Ljóst er að Landsvirkjun lýtur stjórn stjórnvalds sem fellur undir 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006. Það atriði eitt og sér er hins vegar ekki nægjanlegt til þess að fyrirtækið falli undir gildissvið laganna, enda er það einnig skilyrði að viðkomandi lögaðli gegni „opinberu hlutverki“ eða „[veiti] opinbera þjónustu“.</p> <p> </p> <p>Þá skiptir hér einnig máli að samkvæmt 3. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006 falla einvörðungu þær upplýsingar undir lögin sem til verða eða aflað er í tilefni af hinu opinbera hlutverki eða þjónustu þeirra sem ákvæði 2. og 3. tölul. 1. mgr. taka til.</p> <p> </p> <p>Landsvirkjun hefur krafist frávísunar á kæru máls þessa. Til þess að leysa úr þeirri kröfu verður að taka afstöðu til þess hvort þeir samningar sem kærandi hefur krafist aðgangs að feli í sér upplýsingar sem til hafa orðið eða aflað hefur verið í tilefni af opinberu hlutverki eða opinberri þjónustu sem Landsvirkjun sinnir í skilningi 2. eða 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006, sbr. 3. mgr. sama lagákvæðis.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Í frumvarpi því sem síðan varð að lögum nr. 23/2006 segir m.a. svo um skýringu 3. tölul. 1. mgr. 2. gr.</p> <p> </p> <p>„Í 3. tölul. greinarinnar kemur fram að lögin taki til lögaðila sem bera opinbera ábyrgð, gegna opinberu hlutverki eða veita opinbera þjónustu sem varðar umhverfið og lúta opinberri stjórn. Ákvæðið er í samræmi við c-lið 2. mgr. 2. gr. tilskipunar 2003/4/EB. Undir ákvæðið falla einvörðungu aðilar sem hafa á hendi hlutverk eða þjónustu sem talist getur til opinberrar stjórnsýslu. Undir þetta ákvæði fellur því t.d. ekki orkuframleiðsla eða sala til notenda á raforku, en þessi starfsemi hefur verið flutt úr rekstrarumhverfi hins opinbera yfir á almennan samkeppnismarkað samkvæmt ákvæðum raforkulaga, nr. 65/2003. Annað mál er að upplýsingar um umhverfismál sem berast frá slíkum fyrirtækjum til stjórnvalda falla hins vegar undir frumvarpið, ef að lögum verður, og eru þá aðgengilegar hjá stjórnvöldum að svo miklu leyti sem undantekningarákvæði frumvarpsins eiga ekki við.“</p> <p><br /> Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að leggja sömu sjónarmið til grundvallar við skýringu á því hvað felst í orðum 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006 um „opinbert hlutverk“ og veitingu opinberrar þjónustu.</p> <p> </p> <p>Við skýringu framangreindra töluliða 1. mgr. 2. gr. laga nr. 23/2006 ber að hafa í huga að samkvæmt 16. gr. laganna eru þau sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/4/EB frá 28. janúar 2003 um almennan aðgang að upplýsingum um umhverfismál. Af þessu leiðir að við skýringu ákvæða laga nr. 23/2006 verður að líta til efnis umræddrar tilskipunar.</p> <p> </p> <p>Í 1. gr. tilskipunarinnar er kveðið á um að markmið hennar séu þau annars vegar að tryggja rétt til aðgangs að upplýsingum um umhverfismál sem opinber yfirvöld hafa yfir að ráða eða geymdar eru fyrir þeirra hönd, og að tilgreina grundvallarskilmála og -skilyrði og fyrirkomulag í tengslum við beiting þess réttar og hins vegar að smám saman verði talið sjálfsagt að upplýsingar um umhverfismál séu aðgengilegar og þeim verði miðlað til almennings þannig að kerfisbundinn aðgangur að þeim verði sem greiðastur og miðlunin verði sem víðtækust. Í 2. mgr. 2. gr. tilskipunarinnar er gildissvið hugtaksins „opinbert yfirvald“ skilgreint nánar. Segir í c-lið þeirrar málsgreinar að til opinberra yfirvalda teljist sérhver einstaklingur og lögaðili sem ber opinbera ábyrgð, gegnir opinberu hlutverki eða veitir opinbera þjónustu sem varðar umhverfið og fellur undir stjórn aðila eða einstaklings sem um getur í a- eða b-lið sömu málsgreinar.</p> <p> </p> <p>Í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/4/EB er ekki með skýrum hætti tekið af skarið um hvað teljist opinbert hlutverk eða opinber þjónusta. Hins vegar verður ekki séð að sú leið við skýringu laga nr. 23/2006 sem byggt er á í tilvitnuðum athugasemdum með frumvarpinu, að til opinbers hlutverks eða opinberrar þjónustu teljist í reynd þau viðfangsefni sem teljast til opinberrar stjórnsýslu, sé í ósamræmi við ákvæði tilskipunarinnar.</p> <p> </p> <p sizset="2" sizcache="41">Í 1. tölul. 1. gr. raforkulaga nr. 65/2003 kemur fram að markmið laganna sé að skapa forsendur <a id="G1M1L1" name="G1M1L1">fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforkuafhendingar og annarra almannahagsmuna</a>. Í 1. mgr. 27. gr. laganna segir að samkeppnislög gildi um <a id="G27M1" name="G27M1">atvinnustarfsemi sem lög</a>in taki til. Í almennum athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna kemur fram að frumvarpið byggist á nýjum viðhorfum í raforkumálum sem rutt hafi sér til rúms víða um heim á undanförnum árum. Meginefni þeirra felist í því að skilja í sundur náttúrulega einkasöluþætti raforkukerfisins (flutning og dreifingu) og þá þætti þar sem samkeppni verið við komið (vinnslu og sölu). Í hinum almennu athugasemdum kemur ennfremur fram að frumvarpið byggi „á því að öll vinnsla, flutningur, dreifing og sala á raforku verði rekin á einkaréttarlegum grundvelli. Ætlunin [sé] að vinnsla og sala á raforku verði rekin á samkeppnisgrundvelli í markaðskerfi með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar reynast vegna öryggis raforkuafhendingar og annarra almannahagsmuna. Aftur á móti verði starfsemi þeirra fyrirtækja er annast flutning og dreifingu á raforku byggð á sérleyfi enda um náttúrulega einokun að ræða.“</p> <p> </p> <p>Samhliða setningu raforkulaga nr. 65/2003 voru sett lög nr. 64/2003, um breytingu á ýmsum lögum á orkusviði. Með 9. gr. síðarnefndu laganna var lögum nr. 23/1983, um Landsvirkjun, með síðari breytingum, breytt. Í þeim breytingum fólst m.a. að úr lögum voru felld ákvæði um ýmsar sérstakar skyldur sem á Landsvirkjun hvíldu, m.a. um skyldu til að tryggja með öryggi raforku til ákveðinna þarfa og um gjaldskrá fyrirtækisins. Í almennum athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að lögum nr. 64/2003 kemur m.a. fram að í frumvarpi til raforkulaga sé m.a. lagt til að skapaðar verði forsendur til samkeppni í vinnslu og sölu raforku og orkufyrirtækjum verði gert skylt að halda aðgreindum reikningum fyrir samkeppnisstarfsemi annars vegar og einokunarstarfsemi hins vegar. Sé því gert ráð fyrir að öllum skyldum verði aflétt af Landsvirkjun og forréttindi fyrirtækisins falli niður.</p> <p> </p> <p>Af framangreindu verður ráðið að tilgangur raforkulaga hafi m.a. verið sá að koma á samkeppni hér á landi við vinnslu og sölu raforku. Þá verður ekki fram hjá því litið að í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að lögum nr. 23/2006 er án fyrirvara vísað til raforkulaga og á því byggt að ákvæði þeirra leiði til þess að undir opinbert hlutverk eða þjónustu í skilningi 2. mgr. 2. gr. laganna falli ekki framleiðsla á raforku. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki fært að túlka ákvæði laga nr. 23/2006 svo rúmt að vikið verði frá þessari skýru afmörkun á gildissviði þeirra, enda verður að hennar mati ekki talið að hún sé í sjálfu sér í andstöðu við ákvæði laganna sjálfra, eða ákvæði þeirrar tilskipunar sem lögunum var ætlað að innleiða.</p> <p> </p> <p>Með vísan til þessa verður ekki talið að upplýsingar sem fyrir liggja hjá fyrirtækinu Landsvirkjun og lúta með beinum hætti að raforkuvinnslu falli undir gildissvið laga nr. 23/2006, enda tengjast slíkar upplýsingar ekki opinberu hlutverki eða opinberri þjónustu í skilningi 2. og 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna.</p> <p> </p> <p><strong> </strong><strong>6.</strong></p> <p>Eins og fram er komið er kæra máls þessa byggð á 15. gr. laga nr. 23/2006. Þar kemur fram að heimilt sé að bera synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að upplýsingum um umhverfismál samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn.</p> <p> </p> <p>Þeir samningar sem kærandi hefur óskað aðgangs að eru samningar Landsvirkjunar við eigendur landareigna við neðrihluta Þjórsár á áhrifasvæði þeirra þriggja virkjana sem þar eru fyrirhugaðar, og tengjast virkjunaráformum með einum eða öðrum hætti.</p> <p> </p> <p>Fyrir liggur að þær virkjanir sem kærandi vísar til í kæru sinni eru vatnsaflsvirkjanir til framleiðslu á raforku. Eins og kærandi hefur afmarkað beiðni sína um aðgang að gögnum er henni því einvörðungu beint að upplýsingum sem með beinum hætti lúta að raforkuvinnslu Landsvirkjunar. Eins og rakið hefur verið hér að framan teljast slíkar upplýsingar ekki til upplýsinga sem til verða eða aflað hefur verið í tilefni af opinberu hlutverki eða þjónustu fyrirtækisins. Með vísan til 2. gr. laga nr. 23/2006 fellur beiðni kæranda ekki undir ákvæði þeirra laga. Er því óhjákvæmilegt að vísa kæru máls þessa frá.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Vísað er frá kæru [X] héraðsdómslögmanns, fyrir hönd [...], [bænum A] í Flóahreppi, vegna synjunar Landsvirkjunar á afhendingu afrita af öllum samningum sem Landsvirkjun hefur gert við eigendur landareigna við neðrihluta Þjórsár á áhrifasvæði þeirra þriggja virkjana sem þar eru fyrirhugaðar, og tengjast virkjunaráformunum með einum eða öðrum hætti.</p> <p> </p> <p align="center"> Friðgeir Björnsson formaður</p> <p sizset="1" sizcache="1"> Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                              </span><span>   </span>Trausti Fannar Valsson</p> |
A-338/2010. Úrskurður frá 1. júní 2010 | Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni um aðgang að minnisblaði til forstjóra FME er laut m.a. að því álitaefni hvað væru innlán. Þagnarskylda. Synjun staðfest. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 1. júní 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-338/2010.</p> <p> </p> <p><strong>I</strong></p> <p><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Hinn 1. mars sl. barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál svohljóðandi kæra frá lögmannsstofunni [G]:</p> <p> </p> <p>„Kærð er ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) 28. janúar 2010 þar sem synjað var beiðni um aðgang að „minnisblaði“ til forstjóra FME dagsettu 10. nóvember 2008 er lýtur m.a. að því álitaefni hvað séu innstæður samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta nr. 98/1999.“</p> <p> </p> <p>Kærandi krefst þess að FME verði gert að afhenda honum afrit af umbeðnu skjali. Kærandi lýsir því að með erindi frá 21. janúar sl. hafi hann óskað eftir aðgangi að minnisblaðinu en FME synjað um aðganginn með bréfi 28. janúar. FME hafi byggt ákvörðun sína einkum á því að samkvæmt 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi hvíli þagnarskylda á starfsmönnum varðandi upplýsingar sem þeir komist að í stafi sínu og leynt eigi að fara, m.a. um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila eða annarra. Þá hafi FME einnig byggt synjun sína á því að skjalið teldist vinnuskjal í skilningi 3. tl. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga og hefði að geyma upplýsingar um fjárhags- og viðskiptamálefni fyrirtækja og ættu því undanþáguákvæði 5. gr. laganna við um það.</p> <p> </p> <p>Ekki þykir ástæða til þess að rekja hér frekar röksemdir FME sem fram koma í synjun stofnunarinnar frá 28. janúar fyrir því að veita ekki aðgang að skjalinu þar sem þær koma fram í þeim athugasemdum sem stofnunin síðar gerði undir meðferð málsins.</p> <p> </p> <p><strong>II</strong></p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 3. mars, kynnti úrskurðarnefndin Fjármálaeftirlitinu framangreinda kæru og gaf stofnuninni kost á að koma að frekari rökstuðningi fyrir synjun sinni um aðgang að minnisblaðinu. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af minnisblaðinu. Kæranda var og með bréfi, dags. s.d., tilkynnt að kæran hefði verið móttekin og hver yrði málsmeðferð úrskurðarnefndarinnar.</p> <p> </p> <p>Hinn 26. mars bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir og frekari rökstuðningur FME fyrir synjuninni. Með bréfi, dags. 29. mars var lögmannsstofunni [G] gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum í tilefni umsagnar FME frá 26. mars og bárust athugasemdir lögmannsstofunnar 6. apríl. Með bréfi, dags. 14. apríl, var FME gefið tækifæri til að koma að athugasemdum við umsögn lögmannsstofunnar frá 26. mars og bárust þær 21. apríl. Kæranda var gefinn kostur á því að gera athugasemdir við athugasemdir FME frá 21. apríl með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 26. apríl. Athugasemdir kæranda  bárust með bréfi dags. 2. maí.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>III</strong></p> <p><strong>Röksemdir kæranda og FME</strong></p> <p>Eins og gerð er grein fyrir í II. kafla hér að framan var Fjármálaeftirlitinu tvívegis gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna í þessu máli og lögmannsstofunni jafnoft gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við það sem fram kom í athugasemdum FME. Er hér um að ræða tæplega 30 blaðsíður að kærunni meðtalinni. Óhjákvæmilega er því um nokkrar endurtekningar að ræða hjá báðum aðilum. Úrskurðarnefndin hefur því valið þann kost að lýsa í einu lagi helstu röksemdum hvors aðila fyrir sig eins og þær koma fram í kæru og athugasemdum aðila. Úrskurðarnefndin hefur hins vegar við afgreiðslu málsins haft í huga aðrar röksemdir aðila sem koma fram í athugasemdum þeirra enda þótt þeim sé ekki sérstaklega lýst hér á eftir.</p> <p> </p> <p><strong>A</strong></p> <p><strong>Röksemdir kæranda</strong></p> <p>Í kæru lögmannsstofunnar [G] segir m.a eftirfarandi:</p> <p> </p> <p>„Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þann 23. nóvember 2009 þar sem veittur var aðgangur að gögnum er tengdust ráðgjöf ríkislögmanns um lögfræðileg álitaefni er lytu að framkvæmd laga nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. Er nánar tiltekið einkum um að ræða álitsgerð prófessoranna [A], [B] og [C], sem var send ríkislögmanni 14. nóvember 2008. Í álitsgerðinni er, á blaðsíðu 9, vísað til minnisblaðs til forstjóra FME 10. nóvember 2008 og kemur fram að prófessorarnir hafi haft minnisblaðið til stuðnings við athuganir sínar og skrif.“</p> <p> </p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fyrr er rakið er minnisblað til forstjóra FME, dags. 10. nóvember 2008, það skjal sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Kærandi segir að ekki verði fallist á að þagnarskylduákvæðið í 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi komi í veg fyrir að aðgangur að minnisblaðinu verði veittur. Í kærunni segir að þessari lagagrein verði ekki beitt um gögn sem FME hafi látið af hendi til annars stjórnvalds, en minnisblaðið hafi verið afhent ríkislögmanni og/eða forsætisráðuneytinu og þeir aðilar hafi afhent það prófessorunum sem sömdu álitsgerðina frá 14. nóvember. Lögmenn og aðrir sérfræðingar sem starfi fyrir eða á vegum FME séu bundnir þagnarskyldu samkvæmt 13. gr. Prófessorarnir þrír hafi hvorki sinnt störfum fyrir FME né starfað á vegum stofnunarinnar og því nái þagnarskylduákvæði 13. gr. ekki til þeirra. FME hafi ekki getað vænst þess að farið yrði með minnisblaðið sem trúnaðarskjal eða borið fyrir sig þagnarskyldu þegar minnisblaðið hafi verið afhent prófessorunum. Til þess að synja megi um aðgang þurfi til skýr ákvæði um þagnarskyldu þess stjórnvalds sem taki við skjalinu eins og fram komi í 14.-15. gr. laga nr. 87/1998. Þau stjórnvöld sem þar um ræði séu önnur eftirlitsstjórnvöld hér á landi, stjórnvöld annarra EES-ríkja og Seðlabanki Íslands. Þeir aðilar sem þagnarskylda hvíli á samkvæmt framangreindum lagagreinum séu því tæmandi taldir. Þessi þagnarskylduákvæði eigi þannig ekki við um önnur stjórnvöld og verði því ekki beitt um gögn sem þeim hafi verið afhent. Þá segir í framhaldi orðrétt í kærunni:</p> <p> </p> <p>„Jafnframt er byggt á gagnályktun frá umræddum ákvæðum, þannig að upplýsingaskipti við stjórnvöld sem verða ekki felld undir undantekningarákvæði 14.-15. gr. séu háð almennum reglum, þ.m.t. upplýsingalögum. Þessi ályktun á sér jafnframt stoð í því almenna sjónarmiði að skýra beri undantekningar frá upplýsingarétti almennings þröngt, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar nr. A-147/2002.“</p> <p> </p> <p>Þá kveðst kærandi byggja á því að þær upplýsingar sem skjalið geymi séu ekki þess eðlis að þær séu háðar þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Í álitsgerð prófessoranna þriggja komi fram að í minnisblaðinu sé fjallað um það hverjir geti verið innstæðueigendur í skilningi laga nr. 98/1999 og virðist sérstaklega vera fjallað um svokölluð peningamarkaðslán í lögfræðilegu samhengi. Af því verði ekki ráðið að í minnisblaðinu sé fjallað um viðskipti og rekstur ákveðinna aðila heldur sé um að ræða lögfræðilega greiningu á tilteknu álitaefni og niðurstöðu um lagatúlkun.</p> <p> </p> <p>Kærandi segir að þagnarskylduákvæði laga nr. 87/1998 sé ætlað að vernda viðskiptahagsmuni eftirlitsskyldra aðila og annarra og vísar um það til dóms Hæstaréttar í máli nr. 758/2009 þar sem fram komi að bankaleynd sé fyrst og fremst ætlað að vernda viðskiptahagsmuni viðskiptavinar fjármálafyrirtækis en ekki hagsmuni fjármálafyrirtækisins sjálfs. Þá segir kærandi að í þessu samhengi megi vísa til þess að þeir eftirlitsskyldu aðilar sem umbeðið skjal kunni að varða, þ.e. íslensku bankarnir, séu gjaldþrota og því erfitt að sjá hvaða hagsmunir geti verið tengdir því að upplýsingum í skjalinu sé haldið leyndum.</p> <p> </p> <p>Kærandi segist hafna því að hægt sé að beita lögjöfnun frá ákvæði laga nr. 125/2008 um að reglur um upplýsingarétt aðila gildi ekki um ákvarðanir FME samkvæmt þeim lögum. Þetta ákvæði geti ekki leitt til þess að ákvæði upplýsingalaga gildi ekki þrátt fyrir það auk þess sem ekkert skilyrði lögjöfnunar sé fyrir hendi og eru þau skilyrði síðan rakin í athugasemdunum. Þá mótmælir kærandi því harðlega að hann sé að fara í kringum ákvæði laga nr. 125/2008 með því að krefjast aðgangs samkvæmt upplýsingalögum</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærandi mótmælir því að minnisblaðið falli undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og vísar til eðlis þeirra upplýsinga sem hann segir skjalið hafi að geyma og fyrr er  getið um. Ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að upplýsingarnar tengist fjárhags- eða viðskiptamálefnum. Ekki verði séð að sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingarnar fari leynt í skilningi 5. gr. laganna, enda séu bankarnir sem í hlut eigi gjaldþrota og í slitameðferð. Ákvæði upplýsingalaga um að synja um aðgang að skjali í heild vegna þess að svo víða í því sé að finna viðkvæmar upplýsingar beri að beita afar varlega. Í kærunni segir orðrétt:</p> <p> </p> <p>„ Fjalli einhver hluti skjalsins um fjárhagsmálefni lögaðila, sem enn eru í rekstri, þá kann að vera heimilt að synja um aðgang að þeim hluta skjalsins, sbr. 7. gr. upplýsingalaga og er þess krafist til vara.“</p> <p> </p> <p>Þá kemur og fram að kærandi telur að í skjalinu komi fram upplýsingar um forsendur sem lagðar hafi verið til grundvallar til töku ákvarðana um tilfærslu eigna og skulda milli svokallaðra nýju og gömlu banka og þeirra upplýsinga verði ekki aflað annars staðar frá, sbr. niðurlagsákvæði 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Kærandi segir að þrátt fyrir að skjalið beri heitið „minnisblað“ teljist það ekki vinnuskjal sem stjórnvald hafi ritað til eigin afnota, sbr. 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga. Skjalið hafi verið sent frá einu stjórnvaldi til annars og þannig glatað eðli sínu sem vinnuskjal til eigin afnota. Í athugasemdum kæranda frá 6. apríl sl. segir að fyrst FME hafi afhent skjalið aðilum utan stjórnkerfisins sé enn augljósara að óheimilt sé að synja kæranda um aðgang að því. Vinnuskjal geti ekki talist vera til eigin afnota stjórnvalds hafi það verið afhent einkaaðilum. Hvorki sé undanþága þess efnis í upplýsingalögum né verði slík undanþága byggð á 3. tl. 4. gr. laganna eða öðrum ákvæðum þeirra. Undanþágur laganna verði að skýra þröngt. Telja verði að afhending skjalsins til prófessoranna þriggja hafi byggst á 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, þ.e. um aðgang í ríkari mæli en kveðið sé á um í II. kafla upplýsingalaga, og því verði á grundvelli jafnræðis að afhenda kæranda skjalið. Þótt prófessorarnir kunni að hafa undirritað sérstaka yfirlýsingu um trúnað við móttöku skjalsins geti hún ekki komið í veg fyrir aðgang á grundvelli upplýsingalaga en slíkar upplýsingar eigi sér enga stoð í lögum. Um prófessorana gildi ekkert þagnarskylduákvæði en hefðu slík ákvæði gildi gætu stjórnvöld nánast undanþegið upplýsingarétti hvaða skjal sem væri.</p> <p> </p> <p>Kærandi hafnar því að skilja megi dóm Hæstaréttar í máli nr. 397/1991 á þann veg að trúnaðaryfirlýsingar á borð við þær sem prófessorarnir þrír gáfu geti undanþegið skjöl frá upplýsingarétti. Í dómi Hæstaréttar komi ekki fram hvort það hefði leitt til annarrar niðurstöðu réttarins þótt forsætisráðuneytið hefði gert fyrirvara um meðferð þess minnisblaðs sem um var deilt. Kærandi bendir á úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamála og segir að þar hafi samningsákvæði um trúnaðarskyldu í verksamningum ekki verið talin koma í veg fyrir aðgang að verksamningum sem hefðu að geyma slíkt ákvæði (A-133/2001, A232/2006, A-233/2006 og 299/2009). Í máli kæranda og FME hagi eins til. Ákvæði af þessu tagi hafi ekkert gildi nema þau byggist á lagaheimild sem hér sé ekki til að dreifa.</p> <p> </p> <p>Dómur í UfR 1968:278 hafi lotið að því að Landsskatteretten afhenti lögmanni fjármálaráðuneytisins gögn varðandi máls einstaklings eftir að sá hafði leitað til dómstóla vegna málsins og því hafi verið um að ræða samskipti stjórnvalda við lögmann vegna dómsmáls.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Kærandi telur að um minnisblaðið og önnur gögn er varði ráðgjöf prófessoranna þriggja gildi að þau falli hvorki undir undanþágur upplýsingalaga um samskipti við sérfróða aðila við undirbúning dómsmáls, sbr. 2. tl. 4. gr. upplýsingalaga,  né ákvæði 4. tl. 6. gr. laganna um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkisins. Þar sem prófessorarnir þrír byggi í álitsgerð sinni að hluta til á minnisblaðinu geri þeir umfjöllun í minnisblaðinu að sinni og eigi því í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndarinnar frá 23. nóvember 2009 að veita aðgang að minnisblaðinu, rétt eins og álitsgerð prófessoranna. Ekki verði séð að aðrar undanþágur upplýsingalaga geti átt við um skjalið og beri því að veita aðgang að því á grundvelli meginreglu 3. gr. laganna.</p> <p> </p> <p>Kærandi andmælir því að beitt verði undantekningarákvæði í 2. tl. 4. gr. upplýsingalaga um minnisblaðið, en FME hafi ekki vísað til þess ákvæðis fyrr en í athugasemdum sínum frá 12. apríl og breytt grundvelli málsins að því leyti. Upphafleg synjun FME á aðgangi að skjalinu hafi ekki verið byggð á þessu ákvæði. Aðgangur hafi verið veittur að álitsgerð prófessoranna þriggja, minnisblaðið hafi verið afhent þeim vegna þeirrar álitsgerðar og þar með sé ljóst að undantekningarákvæðið í 2. tl. 4. gr. upplýsingalaga geti ekki átt við minnisblaðið.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>B</strong></p> <p><strong>Röksemdir Fjármálaeftirlitsins</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Því er haldið fram að beiðni kæranda um aðgang að skjalinu verði ekki slitið úr samhengi við neyðarlögin svokölluðu, þ.e. lög nr. 125/2008 um heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Skjalið hafi orðið til vegna þeirra aðgerða sem FME hafi verið falið að grípa til á grundvelli neyðarlaganna. Segir síðan orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Lögin kváðu m.a. á um að IV.-VII. kafli stjórnsýslulaga nr. 37/1993 gilti ekki um málsmeðferð og ákvarðanatöku á grundvelli neyðarlaganna, sbr. bráðabirgðaákvæði VI. í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þar með áttu ákvæði stjórnsýslulaga um upplýsingarétt aðila máls ekki við. Aðilar máls eiga hins vegar almennt ríkari rétt til upplýsinga en almenningur getur gert kröfu um á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga. Í þessu máli liggur fyrir að lögmaður meintra kröfuhafa gömlu bankanna er í raun að fara í kringum ákvæði neyðarlaganna með því að beita upplýsingalögunum fyrir sig í stað stjórnsýslulaga. Að mati Fjármálaeftirlitsins má lögjafna frá framangreindu ákvæði neyðarlaganna, sem nú er að finna í lögum um fjármálafyrirtæki, um það tilvik sem nú er uppi. Kærandi, sem er lögmaður, gætir hagsmuna meintra kröfuhafa og reynir að afla gagna sem þeim var að lögum ekki ætlaður aðgangur að.“</p> <p> </p> <p>Af hálfu FME er því haldið fram að í dómi Hæstaréttar í máli nr. 397/2001 komi fram túlkun sem sé í fullu samræmi við eðli og tilgang upplýsingalaganna sem sé ekki aðeins sá að tryggja upplýsingarétt heldur um leið að tryggja að tiltekin gögn verði undanþegin upplýsingarétti og ekki afhent. Sé það þannig fullkomlega í anda laganna að stjórnvald hafi svigrúm til þess að nota og vinna með skjöl sem undanþegin séu upplýsingarétti án þess að eiga það sífellt á hættu að notkun skjalanna geti í einhverjum tilvikum breytt stöðu þeirra samkvæmt upplýsingalögunum.</p> <p> </p> <p>Þá er því haldið fram af hálfu FME að úrskurðir úrskurðarnefndar í málum nr. A-133/2001, A-232/2006, A-233/2006 og A-299/2009 verði ekki talin fordæmi í þessu máli þar sem fjallað hafi verið um skjöl sem aldrei hafi verið undanþegin upplýsingarétti og yfirlýsingar um trúnaðarskyldu hafi ekki getað breytt stöðu skjalanna að því leyti. Í þessu máli sé skjalið sem óskað sé aðgangs að hins vegar undanþegið upplýsingarétti og eðli þess hafi ekki breyst þótt það hafi verið afhent prófessorunum þremur. Sú afstaða sé í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr. 397/2001, þ.e. að skjal sem sé undanþegið upplýsingarétti geti með aðgerðum stjórnvalds haldið þeirri stöðu sinni.</p> <p> </p> <p>Í röksemdum FME segir að ekki verði á það fallist með kæranda að þar sem umfjöllun í minnisblaðinu sé um peningamarkaðsinnlán „í lögfræðilegu samhengi“ geti minnisblaðið ekki fallið undir þagnarskyldu samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Enda myndi slíkt leiða til þess að hvers kyns umfjöllun í lögfræðilegu samhengi gæti ekki varðað „starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra“, en slíkt fái engan veginn staðist. Í því samhengi megi benda á að umrædd peningamarkaðsinnlán séu liður í starfsemi, og þar með rekstri, eftirlitsskyldra aðila auk þess sem álitið varði ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins sem teknar hafi verið í starfsemi þess. Í þessu samhengi megi til viðbótar minna á að gömlu bankarnir svokölluðu teljist enn að lögum eftirlitsskyldir aðilar, enda hafi þeir enn starfsleyfi á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.</p> <p> </p> <p>Þá er í athugasemdum FME lýst ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands sem sé sambærileg fyrrnefndu lagagreininni. Í framhaldi af því segir að ljóst sé að í 13. gr. laga nr. 87/1998 sé kveðið á um sérstaka þagnarskyldu starfsmanna FME eins og staðfest hafi verið í úrskurðum úrskurðarnefndar upplýsingamála í málum nr. A-85/1999 og A-147/2002 og að slík þagnarskylda gangi lengra en ákvæði um almenna þagnarskyldu. Í framhaldi af því er vitnað til ákvæða 14. gr. dönsku upplýsingalaganna sem sé nokkuð sambærileg 3. mgr. 2. gr. íslensku upplýsingalaganna og vitnað til rits John Vogter <em>Offeentlighedsloven með kommentarer</em> frá árinu 1992 þar sem komi fram að sérákvæði um þagnarskyldu takmarki aðgang samkvæmt upplýsingalögum og eigi það sjónarmið fræðimannsins og umboðsmanns danska þingsins fyllilega við í þessu máli.</p> <p> </p> <p>Fjármálaeftirlitið segir rétt hjá kæranda að þagnarskylduákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 sé ætlað að vernda hagsmuni eftirlitsskyldra aðila og viðskiptamanna þeirra. Sú gagnályktun kæranda að ákvæðinu sé ekki ætlað að vernda aðra hagsmuni sé röng. Síðan segir orðrétt í athugasemdunum:</p> <p> </p> <p>„Bankaleynd er tryggð með sérákvæði annarra laga, þ.e. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Eingöngu 2. mgr. 13. gr. tengist því ákvæði. Bankaleynd tengist vissulega hluta af þagnarskyldu Fjármálaeftirlitsins en verður ekki í lögfræðilegum skilningi jafnað til lögmæltrar þagnarskyldu stofnunarinnar í heild. Ella hefði löggjafinn látið nægja að mæla einungis fyrir um ákvæði 2. mgr. 13. gr. í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Sjónarmiðum kæranda í þessum efnum verður því að hafna. Fjármálaeftirlitið telur að framangreindar röksemdir varðandi 13. gr. í lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi leiði til þess að hafna beri beiðni kæranda.“</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Fjármálaeftirlitið segir að í samræmi við þau rök sem það færi fram um að líta verði á umbeðið gagn sem vinnuskjal verði einnig að hafna þeim sjónarmiðum sem kærandi setji fram um þýðingu 13.-15. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi sem eigi ekki við þar sem þau séu byggð á því að minnisblaðið hafi verið afhent öðru stjórnvaldi sem ekki hafi verið gert. Í athugasemdum FME er síðan reifað efni 5. gr. upplýsingalaga og IV. kafla laga nr. 87/1998. Þá er og vitnað til úrskurðar úrskurðarnefndar upplýsingamála í máli nr. A-147/2002. Þar hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að þagnarskylduákvæði laga nr. 87/1998 þrengdu rétt almennings til aðgangs að gögnum og bæri því að skýra þau þröngt eins og önnur slík ákvæði. Hins vegar hefði verið fallist á að FME hefði heimild til synjunar á afhendingu upplýsinga á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga og 13. gr. laga nr. 87/1998 þar sem í viðkomandi gögnum væri að finna margvíslegar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni fjármálafyrirtækis og viðskiptavina þess. Segir síðan orðrétt í athugasemdunum:</p> <p> </p> <p>„Í umræddu minnisblaði er fjallað um vinnulag og verkferla þriggja fjármálafyrirtækja í ákveðnum málum og er vitnað í upplýsingar sem fjármálafyrirtækin hafa gefið Fjármálaeftirlitinu þar um. Þá eru í minnisblaðinu ákveðnar upplýsingar um fjárhæðir og fyrirkomulag við skiptingu innlána milli nýju og gömlu bankanna. Er ljóst að í minnisblaðinu er að finna margvíslegar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi fjármálafyrirtækja sem eru þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga og 13. gr. laga nr. 87/1998. Er umræddar upplýsingar að finna svo víða í minnisblaðinu að ekki þjónar tilgangi að veita aðgang að hluta þess skv. 7. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-147/2002.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í bréfi Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 26. mars sl., segir að stofnunin byggi málatilbúnað sinn á 3. gr. upplýsingalaga en ljóst sé að fleiri en ein af þeim takmörkunum sem fram komi í 4.-6. gr. laganna eigi við um minnisblaðið. Segir þar orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Ljóst er að minnisblað það sem óskað er aðgangs að fellur undir ákvæði 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem um er að ræða vinnuskjal frá starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins til forstjóra stofnunarinnar til eigin afnota, en rétt er að geta þess að tveir þeirra starfsmanna stofnunarinnar sem unnu minnisblaðið voru ráðnir tímabundið til starfa í Fjármálaeftirlitinu frá 4. október 2008 til 30. nóvember 2008. Rökin fyrir undanþágu upplýsingalaganna frá skyldu til að afhenda vinnuskjal til eigin nota koma fram í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum. Þar segir að ekki sé eðlilegt að stjórnvald þurfi að afhenda vinnugögn sem verða til meðan unnið er að undirbúningi ákvörðunar, enda endurspegli slík gögn ekki alltaf réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Þá verður ekki séð að undantekningarákvæði 3. töluliðar eigi við í þessu tilviki [þ.e. að skjalið hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá].“</p> <p> </p> <p>Fjármálaeftirlitið hafi hvorki afhent ríkislögmanni né forsætisráðuneytinu minnisblaðið og ekki heldur öðrum stjórnvöldum. Það hafi einungis afhent hinum þremur sjálfstæðu sérfræðingum sem unnið hafi álitsgerðina fyrir ríkislögmann og hafi þeir allir undirritað sérstaka yfirlýsingu um trúnað í málinu. Aðferðin við afhendingu skjalsins hafi þannig verið í samræmi við þá reglu sem Hæstiréttur hafi mótað í dómi í máli nr. 397/2001 þar sem ágreiningsefnið hafi verið það hvort staða skjals hefði breyst þegar það var sent til aðila utan stjórnarráðsins en í dóminum segi eftirfarandi:</p> <p><em> </em></p> <p><em>„Forsætisráðuneytið gerði heldur engan fyrirvara í skipunarbréfinu um meðferð minnisblaðsins þegar það var sent til aðila utan stjórnarráðsins. Að svo búnu gat ráðuneytið ekki lengur vænst þess að minnisblaðið hefði stöðu skjals, sem tekið hafði verið saman fyrir ráðherrafund [...]“</em></p> <p> </p> <p><span>Fjármálaeftirlitið segir að dönsku upplýsingalögin séu ein helsta fyrirmynd að íslensku upplýsingalögunum og</span> <span>vísar til umfjöllunar danska fræðimannsins John Vogter, í skýringarriti hans, <em>Offentlighedsloven med kommentarer</em>, frá árinu 1992 <span> </span>en þar segi eftirfarandi á bls. 173:</span></p> <p> </p> <p><em>„Endvidere må det antages at interne arbejdsdokumenter, der af myndigheden afgives til den sagkyndige for brug for dennes overvejelser, ikke af den grund vil fortabe deres interne karakter, jf. UfR 1968, side 278 H.“</em></p> <p> </p> <p>Fjármálaeftirlitið líti þannig á að skilyrði 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga eigi við í málinu og beri því að undanþiggja skjalið aðgangi almennings.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Fjármálaeftirlitið kveðst byggja á því til vara, verði ekki fallist á þær röksemdir sem færðar hafi verið fram fyrir því að skjalið sé undanþegið upplýsingarétti, að fyrir liggi að prófessorarnir þrír hafi fengið það afhent á þeirri forsendu að um væri að ræða samskipti stjórnvalda við sérfróða menn til afnota vegna athugunar á hugsanlegum dómsmálum, sbr. 2. tl. 4. gr. upplýsingalaga. Því sjónarmiði til stuðnings vitnar FME til framangreinds skýringarrits John Vogter. Enda þótt forsætisráðuneytinu hafi verið gert skylt að veita aðgang að áliti prófessoranna verði þess að gæta að FME hafi ekki haft tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við úrskurðarnefndina. Er í framhaldi af þessu vitnað til danskra lagaákvæða og fræðirita þar sem talið sé að beita megi rúmri skýringu á því hvaða skjöl megi telja að séu til notkunar í dómsmáli eða við athugun á því hvort dómsmál skuli höfðað.</p> <p> </p> <p><strong>IV</strong></p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fram er komið óskar kærandi aðgangs að minnisblaði nokkurra starfsmanna Fjármálaeftirlitsins til forstjóra stofnunarinnar, dags. 10. nóvember 2008. Efni skjalsins er lýst þannig í yfirskrift þess: „Staða innlánsreikninga við framsal eigna og skulda frá [D banka] hf., [E] banka hf. og [F] banka hf. - Peningamarkaðsinnlán/Money Market Loan.“</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærandi byggir kröfu sína um aðgang að framangreindu skjali á ákvæðum II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996. Í 3. gr. laganna segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda hvað sem líður öðrum lagaákvæðum um upplýsingaskyldu. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að óhjákvæmilegt sé að taka hér fyrst til nokkurrar umfjöllunar þau ákvæði um þagnarskyldu sem Fjármálaeftirlitið hefur vísað til í máli þessu, þ.e. 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi með síðari breytingum, en líta jafnframt til 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1.-4. mgr. 13. gr. segir eftirfarandi.</p> <p> </p> <p>„Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.<br /> <br /> </p> <p>Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eru svohljóðandi ákvæði um þagnarskyldu:</p> <p> </p> <p><a id="G58M1" name="G58M1">„Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</a></p> <p><a id="G58M2" name="G58M2"> </a></p> <p><span>Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</span><span>“</span></p> <p> </p> <p><a id="G13M1" name="G13M1">Þagnarskylda framangreindu ákvæði laga nr. 161/2002 yfirfærist á Fjármálaeftirlitið vegna upplýsinga sem það hefur tekið við. Ber því vafalaust að líta á umrætt ákvæði sem sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi upplýsingalaga og skýra það með sama hætti og ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 sem er gerð grein fyrir hér að framan.</a></p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Skjal það sem krafist er aðgangs að er unnið af starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins og eins og í lýsingu á efni þess kemur fram könnuðu starfsmennirnir hver væri staða innlánsreikninga við framsal eigna og skulda frá Landsbanka Íslands hf., Glitni banka hf. og Kaupþingi banka hf. til Nýja Landsbanka Íslands hf., Nýja Glitnis banka hf. og Nýja Kaupþings banka hf., sbr. ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins frá 9. 14. og 22. október 2008. Í því skyni þurftu þeir að afla upplýsinga um stöðu framangreindra reikninga hjá viðkomandi bönkum við þau uppskipti sem urðu á milli bankanna sem þeir og fengu. Bankarnir eru bundnir þagnarskyldu um þessa reikninga samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og er það álit úrskurðarnefndarinnar að sú skylda hafi hvorki breyst né fallið niður enda þótt til stæði að taka ákvörðun eða ákvörðun kunni að hafa verið tekin um hvort ákveðnir reikningar ættu að vera áfram í sama banka og áður eða færast til nýs banka. Hver og einn innlánseigandi gæti væntanlega óskað eftir upplýsingum um hvar innlánsreikning hans væri að finna. Eftirlitsskylda Fjármálaeftirlitsins nær til þessara banka, bæði þeirra nýju og gömlu, samkvæmt 8. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit um fjármálastarfsemi. Úrskurðarnefndin telur að þagnarskylda bankanna eins og henni er að framan lýst hafi færst til Fjármálaeftirlitsins samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 þegar stofnunin fékk upplýsingar um innlánsreikningana frá bönkunum við gerð minnisblaðsins og sé hún því bundin sömu þagnarskyldu um reikningana og bankarnir sjálfir. Það er því niðurstaða kærunefndarinnar að þagnarskylduákvæði 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 og 13. gr. laga nr. 87/1998 nái til þeirrar umfjöllunar og upplýsinga um stöðu innlánsreikninga sem er að finna í skýrslunni. Enda þótt Fjármálaeftirlitið hafi leyft afnot af minnisblaðinu með þeim hætti sem það gerði hefur það ekki þau áhrif að þagnarskylda stofnunarinnar falli niður og að stofnunin geti ekki borið fyrir sig þagnaskyldu um skjalið af þeim sökum. Taka ber fram að úrskurðarnefndin tekur ekki með þessari niðurstöðu sinni afstöðu til þess hvort þessi leyfðu afnot kunni að hafa haft í för með sér brot á þagnarskyldunni eða ekki, enda ekki ástæða til slíkrar umfjöllunar hér.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Í skjalinu er að finna bollaleggingar um það hvernig innlán eigi að skilgreina og hvert sé eðli þeirra, þ.á m. svokölluð peningamarkaðslána, og tengjast þær þeim meginþunga skýrslunnar er varðar stöðu innlánareikninga, þ.e. hvort reikningarnir voru eða áttu að vera áfram í gömlu bönkunum eða færast til þeirra nýju, samkvæmt framangreindum ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins frá því í október 2008. Efnisatriði skýrslunnar fléttast þannig flest saman við stöðu innlánsreikninganna sem gerir það að verkum að áliti úrskurðarnefndarinnar að á þau fellur sérgreind þagnarskylda samkvæmt þeim þagnarskylduákvæðum sem rakin eru að framan. Þau efnisatriði sem fyrir utan standa eru svo lítill hluti skýrslunnar að ekki þykja efni til að veita sérstaklega aðgang að þeim, sbr. ákvæði 7. gr. laga nr. 50/1996.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>6.</strong></p> <p>Samkvæmt öllu því sem að framan segir er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að staðfesta beri synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang kæranda að minnisblaði til forstjóra stofnunarinnar frá 10. nóvember 2008.</p> <p> </p> <p>Að þessari niðurstöðu fenginni telur úrskurðarnefndin óþarft að taka afstöðu til annarra röksemda sem aðilar hafa fært fram máli sínu til stuðnings.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong><strong>V</strong></p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Staðfest er synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang kæranda að minnisblaði til forstjóra stofnunarinnar frá 10. nóvember 2008.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p><span>Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                              </span><span>      </span>Trausti Fannar Valsson</span></p> |
A-334/2010. Úrskurður frá 29. apríl 2010 | Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni um aðgang að skýrslu PriceWaterhouseCoopers vegna athugunar á tilteknum þáttum í starfsemi [Y banka]. Aðili máls. Þagnarskylda. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur að hluta. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 29. apríl 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-334/2010.</p> <p> </p> <p><strong>I</strong></p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 11. febrúar 2010, kærði [X] hdl. hjá lögmannsstofunni [A] þá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) frá 29. janúar s.á. að synja beiðni hans um aðgang að skýrslu PriceWaterhouseCoopers (PWC) vegna athugunar á tilteknum þáttum í starfsemi [Y]. Lögmaðurinn segir að umbjóðendur lögmannsstofunnar séu eftirtaldir bankar:</p> <p> </p> <p><strong>[...]</strong></p> <p> </p> <p>Lögmaðurinn segir lögmannsstofuna hafa lýst kröfum fyrir hönd þessara banka í bú [Y banka] við slitameðferð hans.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>II</strong></p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Lögmannsstofan [A] ritaði Fjármálaeftirlitinu bréf á ensku, dags. 2. desember 2009, vísar þar til þess að kröfuhafar [Y] hafi á fundi 27. nóvember 2009 fengið upplýsingar um að slitastjórn bankans hefði að beiðni FME fengið PWC til framangreindrar skýrslugerðar (at the request of FME, appointed PWC to investigate potential irregularities in transactions undertaken prior til the collapse of [Y]). Óskaði lögmannsstofan eftir því að fá aðgang að skýrslunni án ónauðsynlegrar tafar. Sá rökstuðningur sem færður er fram fyrir þessari ósk er hluti þeirra röksemda sem tilgreindar eru í kærunni til úrskurðarnefndar upplýsingamála og því óþarft að rekja þær sérstaklega hér. Fram kemur í bréfinu að slitastjórn bankans hefði leitað eftir því við Fjármálaeftirlitið að kröfuhafar fengju aðgang að skýrslunni en því verið synjað.</p> <p> </p> <p>Bréfi lögmannsstofunnar svaraði FME með bréfi, dags. 29. janúar 2010, þar sem beiðninni er synjað. Í bréfinu kemur fram að slitastjórn bankans hafi ávallt haft fullan aðgang að skýrslu PwC. Rökstuðningur fyrir synjuninni kemur fram í athugasemdum FME við kæru lögmannsstofunnar.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>III</strong></p> <p><strong>Málsmeðferð úrskurðarnefndarinnar</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 15. febrúar 2010, var kæra lögmannsstofunnar [A] til úrskurðarnefndar upplýsingamála kynnt FME. Stofnuninni var jafnframt gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni um að synja aðgangs að skýrslu PwC. Frestur til þessa var veittur til 24. febrúar. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p> </p> <p>Að beiðni FME fékk stofnunin frestinn framlengdan til 5. mars og er umsögn stofnunarinnar dagsett þann dag, en barst úrskurðarnefndinni 8. mars. Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 10. mars, var lögmannsstofunni gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kæru hennar í ljósi umsagnar FME og frestur til þess til 17. mars. Athugasemdir lögmannsstofunnar eru dagsettar 22. mars og bárust úrskurðarnefndinni 23. mars sl. Síðar fékk úrskurðarnefndin aðgang að skýrslu PwC.</p> <p> </p> <p><strong>IV</strong></p> <p><strong>Kæra lögmannsstofunnar [A]</strong></p> <p>Í kærunni segir m.a. eftirfarandi:</p> <p>„Af hálfu kærenda er þess aðallega krafist að felld verði úr gildi sú ákvörðun FME að synja um aðgang að ofangreindri skýrslu PWC og lagt verði fyrir FME að veita [A] aðgang að skýrslu PWC án tafar. Til vara er gerð sú krafa að kærendum verði birt skýrslan í samandregnu formi, sbr. 3. mgr. 13. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Kæruheimild:</strong></p> <p>Kæruheimild er í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Málsatvik og rökstuðningur:</strong></p> <p>Þann 2. desember 2009 sendi undirritaður beiðni til FME um aðgang að skýrslu PWC sem inniheldur úttekt á tilteknum þáttum í starfsemi [Y]. Beiðnin var lögð fram fyrir hönd hóps erlendra kröfuhafa [Y]. Fram kemur í beiðninni að umræddir umbjóðendur hafa ríka lögvarða hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingum þeim er skýrslan geymir.</p> <p> </p> <p>Í umræddri beiðni er útskýrt að innihald skýrslunnar muni að öllum líkindum hafa veruleg áhrif á frekari áhrif á þróun mála varðandi endurheimtur kröfuhafa á fjármunum sínum t.d. með tilliti til  riftunarmöguleika og rétthæð krafna. Hagsmunirnir eru því miklir hvað aðgang umbj.m. að viðkomandi upplýsingum varðar.</p> <p> </p> <p>Í beiðninni er jafnframt vakin athygli á því að kröfuhafar [Y] eigi lögvarin réttindi skv. lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 til þess m.a. að mótmæla kröfum annarra kröfuhafa og hefja málsókn á grundvelli XX. kafla laga um gjaldþrotaskipti.</p> <p> </p> <p>Tekið er fram í beiðninni að mikilvægt sé vegna tímatakmarka að aðgangur að skýrslunni sé veittur án ónauðsynlegrar tafar.</p> <p> </p> <p>FME svaraði beiðninni með ákvörðun 29. janúar 2010. Synjar FME aðgengi að skýrslunni á grundvelli 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sbr. fylgiskjal 3.</p> <p> </p> <p>Í ákvörðuninni segir: „Beiðni yðar snýr að aðgangi að gögnum sem hafa að geyma upplýsingar um fjárhags- og viðskiptamálefni [Y] hf. og falla eðli málsins samkvæmt undir þagnarskylduákvæði laga um opinbert eftirlit“.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Aðild</strong></p> <p>Þar sem ákvörðun FME um synjun á upplýsingum varðar rétt umbjóðenda minna til upplýsinga sem þá varða er um stjórnsýsluákvörðun að ræða. Aðild kröfuhafa [Y] að máli þessu er ótvíræð sökum beinna hagsmuna þeirra af því að fá viðkomandi upplýsingar afhentar. Þessu til stuðnings má t.d. líta til dóms Hæstaréttar í máli nr. <strong>83/2003</strong> en í honum taldist Samskip aðili að máli sem Samkeppniseftirlitið hafði til rannsóknar á hendur Eimskipum. Í dómnum kemur fram að í stjórnsýslulögum sé ekki skilgreint hver skuli vera skilyrði aðildar að málum skv. þeim lögum, en skv. lögskýringargögnum beri að skýra aðildarhugtakið rúmt, þannig að ekki sé einungis átt við þá, sem eiga beina aðild að máli heldur einnig „þá sem hafa óbeinna hagsmuna að gæta. Líta beri til hvers tilviks fyrir sig en almennt sé sá talinn aðili að máli, sem á einstaklegra, beinna og lögvarinna hagsmuna að gæta“. Með sömu rökum og koma fram í dómi Hæstaréttar má telja ljóst að kröfuhafar [Y] hafa mikilvægra og sérstakra hagsmuna að gæta í þessu tilliti og aðild þeirra því óumdeild.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Upplýsingaréttur</strong></p> <p>Ofangreind skýrsla sem fjallar um starfsemi [Y], hlýtur eðli máls samkvæmt að geyma upplýsingar sem varða kröfuhafa bankans. Allar meiri háttar ákvarðanir sem teknar eru af stjórnendum bankans varða kröfuhafa hans að meira eða minna leyti. Því er ljóst að skýrsla sú sem farið er fram á aðgang að varðar mál kröfuhafanna að verulegu leyti þar sem um er að ræða upplýsingar um starfsemi [Y] sem haft geta úrslitaáhrif á ákvarðanir og aðgerðir kröfuhafanna.</p> <p> </p> <p>Bent er á að samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Meðalhófsregla</strong></p> <p>Að íslenskum stjórnsýslurétti gildir sú meginregla að stjórnvald skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt verður ekki náð með öðru og vægara móti. FME byggir synjun sína á 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi en í henni er kveðið á um þagnarskyldu stjórnar og starfsmanna. Ákvæði 13. gr. laganna hefur að geyma undanþágu frá almennri meginreglu um upplýsingarétt og ber því að túlka hana þröngt. Hins vegar túlkaði FME þessa undanþágugrein mjög vítt í umræddri ákvörðun sinni. Tilvísað lagaákvæði fjallar aðeins um takmarkanir á upplýsingum til „óviðkomandi aðila“ en kröfuhafar bankans eru honum sannanlega og augljóslega ekki óviðkomandi.</p> <p>Af hálfu FME er heldur ekki litið til 3. mgr. 13. gr. sömu laga sem segir: „Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.“ Hefði FME samkvæmt þessu verið heimilt að upplýsa kröfuhafa um efni viðkomandi skýrslu í samantekt. Er varakrafa kærenda á þessu byggð.</p> <p> </p> <p>Ennfremur lítur FME fram hjá 4. mgr. 13. gr. l. 87/1998 sem segir: „Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr.“ Af þessu má ráða að ætlun löggjafans sé sú að kröfuhafar og aðrir hagsmunaðilar eigi að fá aðgang að upplýsingum sem varða eftirlitsskyldan aðila þegar rekstur hans er kominn í þrot, en slík er einmitt staðan í tilfelli [Y].</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Annað</strong></p> <p>Af hálfu kærenda er gerð athugasemd við þann óútskýrða drátt sem varð á afgreiðslu FME á erindi þessu. Er sú athugasemd sett fram með sérstakri skírskotun til þess að umbj.m. fóru fram á skjóta málsmeðferð í erindi sínu 2. desember 2009. Eins og afgreiðslu FME er háttað blasir ekki við hví afgreiðslan tafðist svo sem raun ber vitni.“</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>V</strong></p> <p><strong>Athugasemdir Fjármálaeftirlitsins</strong></p> <p>Í upphafi athugasemda FME er fjallað um lagagrundvöll beiðni kærenda um aðgang að upplýsingum og á það bent að sá grundvöllur geti verið þrenns konar, þ.e. samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 9. gr. eða 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Sé upplýsinga óskað á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga verði að hafa í huga þá takmörkun, sem fram komi í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. þeirra laga, að upplýsingalög gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Segir síðan orðrétt í athugasemdunum:</p> <p> </p> <p>„Lögmaður kærenda virðist ekki samkvæmur sjálfum sér þegar virtur er sá lagagrundvöllur sem hann byggir kæru sína á. Í stjórnsýslukæru sinni rökstyður lögmaður kærenda nefnilega „aðild“ umbjóðenda sinna líkt og um stjórnsýslumál sé að ræða og vísar í því samhengi til rökstuðnings í dómi Hæstaréttar í máli nr. 83/2003 (Samskip og Eimskip) þar sem ítarlega var fjallað um túlkun á aðildarhugtakinu í stjórnsýslumálum. Ef um stjórnsýslumál er að ræða, þ.e. mál þar sem tekin hefur verið eða ætlunin er að taka stjórnvaldsákvörðun, þá er ljóst að beiðni kærenda grundvallast á 15. gr. stjórnsýslulaga. [...] Sá hængur er á þessu að ef úrskurðarnefndin fellst á að um stjórnsýslumál sé að ræða þá hefði slíkt þau áhrif að málið ætti ekki undir úrskurðarnefndina, sbr. áðurnefndan 1. ml. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón að þessu gefur málatilbúnaður lögmanns kærenda til kynna að úrskurðarnefndinni beri að vísa málinu frá sér.“</p> <p> </p> <p>Þá er í athugasemdunum fjallað um hvort kærandi geti byggt kröfu sína um aðgang að skýrslunni á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga og segir síðan eftirfarandi um það atriði:</p> <p> </p> <p>„Í þessu samhengi skal á það bent að skýrsla PWC fjallar um [Y]. Í þeirri umfjöllun er einnig vikið að viðskiptavinum fyrirtækisins, t.d. lántakendum. Þar er hins vegar ekkert fjallað um kröfuhafa. Þar sem skýrslan beinist efni sínu samkvæmt ekki að kröfuhöfum [Y], þ.m.t. kærendum, og ekkert er um þá fjallað þar verður krafa kærenda um upplýsingar ekki byggð á 9. gr. upplýsingalaga. Af þessum sökum ber að hafna beiðni kærenda án frekari málalenginga.“</p> <p> </p> <p>Þá segir í athugasemdunum að eina ákvæðið sem eftir standi og kærendur gætu hugsanlega byggt á fyrir úrskurðarnefndinni sé 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þar sem lögmaður kærenda byggi kæru sína ekki á því ákvæði liggi beinast við að úrskurðarnefndin hafni kröfum kærenda. Síðan segir orðrétt:</p> <p> </p> <p>„Fallist úrskurðarnefndin ekki á að hafna kröfum kærenda á framangreindum grundvelli fer Fjármálaeftirlitið fram á að litið verði til þeirra takmarkana sem upplýsingalög gera ráð fyrir að 1. mgr. 3. gr. laganna sæti, sbr. einkum 5. gr. sömu laga. Áður en vikið verður að þeim takmörkunum skal þess gerið að 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga veitir eins og áður segir minnstan rétt af þeim lagaákvæðum sem krafa um upplýsingar verður byggð á, enda er markmið reglunnar að almenningur geti nálgast ákveðnar lágmarksupplýsingar án þess að þurfa að rökstyðja nánar þá beiðni sína, t.d. með hagsmunum sínum af aðgangi að gögnum. Við mat á aðgangi að gögnum á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga skipta meintir hagsmunir kærenda því ekki máli.</p> <p> </p> <p>Í þessu máli á 5. gr. upplýsingalaga tvímælalaust við. Hér er ekki einungis um að ræða upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni [Y] heldur einnig upplýsingar um lánveitingar til viðskiptamanna hans sem falla undir verndarhagsmuni 5. gr. og þá ýmist sem fjárhagsmálefni einstaklinga eða mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja, allt eftir því hvort viðskiptamennirnir eru einstaklingar eða lögaðilar, sbr. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki (ffl.) en það ákvæði er einkum ætlað til verndar hagsmunum viðskiptamanna fjármálafyrirtækja. Í þessu samhengi verður að hafa í  huga að [Y] hefur enn starfsleyfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Nánar er fjallað um 1. mgr. 58. gr. ffl. hér að neðan.</p> <p> </p> <p>Til viðbótar við framangreind atriði telur Fjármálaeftirlitið nauðsynlegt að úrskurðarnefndin hafi við úrlausn þessa máls hliðsjón af sérstökum sjónarmiðum um þagnarskyldu Fjármálaeftirlitsins og bankaleynd, sbr. umfjöllun hér að neðan.</p> <p> </p> <p><strong>Sérstök þagnarskylda starfsmanna Fjármálaeftirlitsins samkvæmt lögum nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarsemi og bankaleynd samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.</strong></p> <p><span>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að <em>almenn</em> ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Með gagnályktun má ráða að <em>sérstök</em> ákvæði um þagnarskyldu geti takmarkað aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Í þessu samhengi verður að halda því til haga að í 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi (oefl.), en Fjármálaeftirlitið starfar á grundvelli þeirrar löggjafar, er kveðið á um sérstaka þagnarskyldu starfsmanna Fjármálaeftirlitsins.</span><span>“</span></p> <p> </p> <p><span>13. gr. laga nr. 87/1998 er þessu næst tekin orðrétt upp í athugasemdirnar. Síðan segir:</span></p> <p> </p> <p>„Ekki verður fram hjá því litið að hér er um <em>sérstaka</em> þagnarskyldu að ræða, líkt og úrskurðarnefndin staðfesti reyndar í málum nr. A-85/1999 og A-147/2002. Slík skylda gengur lengra en ákvæði um <em>almenna</em> þagnarskyldu. Verður að telja að þessi ríka skylda gangi auk þess nokkuð lengra en þær takmarkanir á upplýsingarétti sem þegar eru lögfestar í upplýsingalögum.</p> <p> </p> <p>Í 1. mgr. 13. gr. oefl. er rætt um að þagnarskylda starfsmanna Fjármálaeftirlitsins leiði til þess að óheimilt sé að skýra „óviðkomandi aðilum“ frá því sem þeir komast að í störfum sínum. Mikilvægt er að halda því til haga að kröfuhafar eftirlitsskylds aðila sem enn hefur starfsleyfi hljóta að teljast „óviðkomandi aðilar“ í skilning 1. mgr. 13. gr. oefl. Við skýringu á 3. mgr. 13. gr. oefl. verður einnig að hafa þetta í huga. Um 3. mgr. 13. gr. er að öðru leyti vísað til úrskurðar nefndarinnar í máli nr. A-147/2002. Í því máli komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að þær upplýsingar sem talið var rétt að þagnarskylda ríkti um væri að finna svo víða í hinu umdeilda gagni að ekki væri rétt að veita aðgang að hluta þess, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Líkt og vikið er að hér að neðan telur Fjármálaeftirlitið að þessi rök eigi fyllilega við um það mál sem hér er til úrlausnar. Ítreka verður að ekkert er fjallað um kærendur í skýrslu PwC og skjalið er rúmar 350 bls. að lengd.</p> <p> </p> <p>Lögmaður kærenda vísar í málatilbúnaði sínum til 4. mgr. 13. gr. oefl. og heldur því fram að ákvæðið færi honum rétt til skýrslu PwC. Fjármálaeftirlitið mótmælir þeim skilningi og bendir á að sú undanþága frá þagnarskyldu Fjármálaeftirlitsins er einskorðuð við rekstur einkamáls fyrir dómstólum. Þar sem beiðni um upplýsingar hefur ekki verið sett fram í tengslum við slíkan málarekstur verður ekki vikið frá þagnarskyldu Fjármálaeftirlitsins á þeim grundvelli.</p> <p> </p> <p>Í 2. mgr. 13. gr. kemur fram að upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum verði áfram háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu. Ákvæði sambærilegt þessu kom fyrst inn í lögin um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi með lögum nr. 11/2000. Frumvarpið til síðastgreindra laga tók nokkrum breytingum í meðförum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Ein þeirra breytinga var að eftirfarandi ákvæði var bætt við þagnaskyldu Fjármálaeftirlitsins:</p> <p> </p> <p><span>           </span> <span>„Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt lögum sem gilda um eftirlitsskylda <span> </span> aðila eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar <span>     </span> Fjármálaeftirlitinu.““</span></p> <p> </p> <p>Í athugasemdum Fjármálaeftirlitsins er því síðan lýst hvernig efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis rökstuddi framangreinda breytingartillögu við frumvarpið. Þá er lýst breytingu sem gerð var á sama ákvæði, þ.e. 2. mgr. 13. gr. oefl. með lögum nr. 76/2006 og því sem segir í athugasemdum með frumvarpi til þeirra laga, en breytingin sem gerð var er nú gildandi lög. Tilvísunin til athugasemdanna í frumvarpinu er svohljóðandi:</p> <p> </p> <p>„Lögð er til sú breytinga á 2. mgr. 13. gr. laganna að í stað tilvísunar til laga er gilda um eftirlitsskylda aðila sé sérstaklega tiltekið að þagnarskyldan nái til upplýsinga sem Fjármálaeftirlitið getur krafist á grundvelli sérlaga eða annarra laga. Er nauðsynlegt að leggja til þessa breytingu til samræmis við tillögu að nýrri 3. mgr. 9. gr. Getur Fjármálaeftirlitið aflað upplýsinga í trúnaði frá aðilum óháð því hvort um eftirlitsskylda aðila sé að ræða eða aðra án þess að verða skylt með vísan til upplýsingalaga að láta af hendi upplýsingar sem eðli máls samkvæmt væru bundnar þagnarskyldu samkvæmt ákvæðum annarra laga.“</p> <p> </p> <p>Áfram segir í athugasemdum Fjármálaeftirlitsins:</p> <p> </p> <p>„Eins og sjá má af 2. mgr. 13. gr. oefl. og þeim sjónarmiðum sem löggjafinn lagði til grundvallar þegar ákvæðið var samþykkt helst þagnarskylda á grundvelli 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki óbreytt þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitinu séu afhent umrædd gögn. Athygli vekur að í athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 67/2006 er sérstaklega vísað til þess að Fjármálaeftirlitinu verði ekki skylt að afhenda slíkar upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Skýrsla PwC fellur undir þetta ákvæði.“</p> <p> </p> <p>Í athugasemdunum er þessu næst vikið að þagnarskylduákvæði í 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og á það bent að í eldri lögum, þ.e. 43. gr. laga nr. 113/1996 um banka og sparisjóði, hafi verið að finna sambærilega reglu. Bent er á að í úrskurði úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-147/2002 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að Fjármálaeftirlitinu hafi verið heimilt að synja um aðgang að gögnum máls. Þá segir orðrétt í athugasemdunum:</p> <p> </p> <p>„Frá því að þessi úrskurður var kveðinn upp hafa margvíslega lagabreytingar átt sér stað. T.d. er 1. mgr. 58. gr. ffl. orðuð með rýmri hætti en 43. gr. eldri laga um viðskiptabanka og sparisjóði og leggur þannig þagnarskyldu á fleiri aðila. Með gildistöku sterkari þagnarskyldureglu í 1. mgr. 58. gr. ffl. verður varla tilefni til annars en viðurkenningar á aukinni skyldu Fjármálaeftirlitsins til þess að synja um aðgang að upplýsingunum. Upphaflega var 2. mgr. 13. gr. oefl. sett til þess að tryggja aukna þagnarskyldu Fjármálaeftirlitsins. Eins og áður segir var 2. mgr. 13. gr. oefl. síðar breytt með lögum nr. 67/2006. Miðaði sú breyting að því að styrkja þagnarskyldu stofnunarinnar enn frekar.</p> <p> </p> <p>[...]</p> <p> </p> <p>Að baki 2. mgr. 13. gr. oefl. býr það sjónarmið að ekki sé rökrétt að opinber aðili sem kemst yfir upplýsingarnar við sértækt eftirlit sitt með eftirlitsskyldum aðilum veiti upplýsingar um gögn sem löggjafinn hefur bundið sérstakri þagnarskyldu. Benda má á að hér búa ekki einvörðungu að baki hagsmunir fjármálafyrirtækja heldur einkum hagsmunir <em>viðskiptamanna</em> fjármálafyrirtækja. Telja verður að enginn vafi leiki á því að 1. mgr. 58. gr. ffl. og 2. mgr. 13. gr. oefl. eigi við í þessu máli. Ber því að hafna kröfum kærenda.“</p> <p> </p> <p>Í athugasemdunum segir að mikilvægi leyndar um upplýsingar í skýrslu PwC varði einnig rannsóknarhagsmuni þar sem stofnuninni sé falið að lögum að rannsaka brot á ýmsum reglum sem gildi um fjármálamarkaðinn og við vinnslu skýrslunnar hafi PwC verið tryggður aðgangur að gögnum [Y] sem séu ekki almenningi opinber. Rannsókn PwC hafi m.a. beinst að atriðum sem FME muni rannsaka nánar og ríkir rannsóknarhagsmunir geti verið í húfi, sérstaklega við rannsókn mála sem ekki sé lokið. Þá er í skýrslunni fjallað um 1.  mgr. 2. gr. að því er rannsókn sakamála varðar og sagt að óeðlilegt væri að líta svo á að hún geti ekki átt við um gögn sem falli undir rannsókn FME á fjármálabrotum. Öndverð niðurstaða gæti leitt til þess að rannsóknarhagsmunir yrðu fyrir borð bornir. Þá er bent á að brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki sæti aðeins rannsókn lögreglu að undangenginni kæru FME, sbr. 112. gr. d. ffl.</p> <p> </p> <p>Að lokum er beðist velvirðingar á því að lögmanni kærenda hafi ekki verið tilkynnt um drátt á svari við beiðni hans í samræmi við ákvæði 11. gr. upplýsingalaga og útskýrt hvers vegna svar hefði ekki borist á réttum tíma. Þá er og mótmælt málatilbúnaði kærenda og þess krafist að úrskurðarnefndin hafni kröfum þeirra.</p> <p> </p> <p><strong>VI</strong></p> <p><strong>Athugasemdir kærenda</strong></p> <p>Athugasemdir kæranda við ofangreindar skýringar Fjármálaeftirlitsins bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 22. mars 2010. Í upphafi athugasemdanna er tekið fram að þess sé skýrlega getið í kæru að erindi lögmannsstofunnar sé byggt á ákvæðum laga nr. 50/1996 enda sé þar vísað til kæruheimildarinnar í 14. gr. laganna. Því beri úrskurðarnefndinni að fjalla efnislega um afhendingu umbeðinna gagna samkvæmt upplýsingalögunum enda hafi FME komið ítarlega á framfæri sjónarmiðum sínum gegn afhendingu gagnanna á grundvelli 3. og 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Þá er fjallað um efni 5. gr. upplýsingalaga og röksemdir FME að því er þá lagagrein varðar. Segir þar um m.a. eftirfarandi:</p> <p> </p> <p>„Um þetta atriði er af hálfu sóknaraðila í fyrsta lagi vísað til 7. gr. upplýsingalaga sem mælir fyrir um skyldu stjórnvalda til að veita aðgang að öðru efni skjals en því sem kann að falla undir 4.-6. gr. laganna. Af þeim sökum ber Fjármálaeftirlitinu skylda til að afhenda umrædd gögn að frátöldum þeim atriðum sem kunna að varða einka- eða fjárhagsmálefni viðskiptamanna bankans sem sanngjarnt er og eðlilegt getur talist að leynt fari. Með vísan til þess að [Y] og þrír stærstu viðskiptabankar hans ([R], [S], [T]) eru gjaldþrota og í slitameðferð verður ekki séð að nokkrum undirliggjandi hagsmunum sé til að dreifa sem njóta eiga verndar út frá sanngirnissjónarmiðum, sbr. neðangreinda umfjöllun.“</p> <p> </p> <p>Í öðru lagi bendir lögmannsstofan á að [Y] hafi verið skipuð slitastjórn 19. maí 2009 og því sé bankinn í slitameðferð. Þar af leiði að ekki séu fyrir hendi viðskiptahagsmunir sem krefjist þess að upplýsingar um fjárhagsmálefni bankans fari leynt. Þá er vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 758/2009, efni hans að hluta til reifað og sú ályktun dregin að [Y] hafi samkvæmt dóminum enga viðskiptahagsmuni af því að „greindar upplýsingar“ fari leynt.</p> <p> </p> <p>Því er mótmælt að þagnarskylduákvæði í 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi girði fyrir það að umbeðin gögn verði afhent, en þau hafi hvorki verið unnin af stjórn, forstjóra né starfsmönnum FME eða þeim sem starfi fyrir eða á vegum stofnunarinnar. Gögnin hafi verið unnin af hérlendu endurskoðunarfyrirtæki sem starfað hafi á vegum slitastjórnar [Y] en ekki FME. Komi þá til skoðunar hin almennu þagnarskylduákvæði en gerð hafi verið grein fyrir því að þau girði ekki fyrir afhendingu gagnanna.</p> <p> </p> <p>Þá er því harðlega mótmælt að kærendur teljist „óviðkomandi aðilar“. Þeir eigi það sameiginlegt að eiga kröfur á hendur [Y] og því beinna og óumdeilanlegra eignarréttarhagsmuna að gæta. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998 gildi ekki strangari skilyrði um afhendingu gagnanna eftir að þau komust í vörslu FME en um þau giltu fyrir þann tíma. Engu máli skipti þótt [Y] hafi enn starfsleyfi. Hann sé gjaldþrota og í slitameðferð og hafi enga hagsmuni af því að hin umbeðnu gögn fari leynt.</p> <p> </p> <p>Í þessu máli sé ekki til að dreifa rannsóknarhagsmunum í skilningi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga enda sé ekki um rannsókn FME að ræða heldur óháðs endurskoðunarfyrirtækis sem farið hafi fram á vegum slitastjórnar [Y]. Gögnin varði því ekki rannsókn FME. Því sé ekki verið að óska aðgangs að gögnum máls sem sé til rannsóknar hjá FME. Þá segir eftirfarandi í beinu framhaldi:</p> <p> </p> <p>„Verði ekki á þetta fallist verða sóknaraðilar að líta svo á að hér séu þeir í reynd látnir standa undir kostnaði af lögbundnu hlutverki Fjármálaeftirlitsins, en líkt og áður segir var skýrslan unnin af óháðu endurskoðunarfyrirtæki á vegum slitastjórnar [Y] og þar með á kostnað sóknaraðila og annarra kröfuhafa [Y].“</p> <p> </p> <p><strong>VII</strong></p> <p><strong>Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar</strong></p> <p><strong>1</strong></p> <p>Eins og fram er komið óska kærendur aðgangs að skýrslu sem PricewaterhouseCoopers hf. gerði samkvæmt „samningi um könnun á ákveðnum þáttum í innra eftirliti [Y] hf. skv. tilmælum Fjármálaeftirlitsins, dags. 2. apríl sl.“. Skýrslan var gerð frá lokum maí til loka september árið 2009 og er í vörslum Fjármálaeftirlitsins sem er verkkaupi samkvæmt því sem kemur fram í skýrslunni. Samningur um gerð hennar var undirritaður f.h. skilanefndar [Y] hf. 30. apríl 2009. Fjármálaeftirlitið synjaði þeirri málaleitan slitastjórnar bankans að kröfuhafar hans fengju aðgang að skýrslunni, en slitastjórnin sjálf hefur hins vegar haft aðgang að henni. Úrskurðarnefndin hefur fengið þær upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu að af þess hálfu <a id="G12M1" name="G12M1">hafi ekki verið beðið um lögreglurannsókn á grundvelli skýrslunnar, sbr. ákvæði 12. gr. laga nr. 87/1998.</a></p> <p> </p> <p> </p> <p>Skýrslan er 352 blaðsíður að lengd og skiptist í kafla og undirkafla. Kaflaheitin eru sem hér segir:</p> <p> </p> <ol> <li>Helstu niðurstöður</li> <li>Um verkefnið</li> <li>Um [Y] hf.</li> <li>Afleiðuviðskipti</li> <li>Útlán</li> <li>Stórar áhættuskuldbindingar</li> <li>Nýting starfsmanna á fjármunum [Y] og aðgengi að upplýsingakerfum</li> <li>Fjármagnshreyfingar</li> <li>Önnur mál</li> </ol> <p> </p> <p>Þá eru í lok skýrslunnar 6 viðaukar, þ.e.:</p> <ol> <li>Verksamningur og erindisbréf</li> <li>Skammstafanir og hugtök</li> <li>Viðmælendur</li> <li>Ítarefni um afleiðusamninga hjá [Y]</li> <li>Ítarefni um tryggingar</li> <li>Greining á einstökum aðilum.</li> </ol> <p> </p> <p><strong>2</strong></p> <p>Kærendur beina kæru sinni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Er það réttilega gert þar sem skýrslan hefur hvorki að geyma stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 né verður séð af skýrslunni að hún teljist gagn í slíku máli. Fer því ekki um rétt kæranda til aðgangs að henni samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaga. Af þessu leiðir að til skoðunar kemur hvort um upplýsingarétt kærenda fer eftir II. eða III. kafla upplýsingalaga. Í 1. mgr. 9. gr. í III. kafla laganna segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál hafi þau að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Af framangreindri skýrslu verður ekki séð að hún hafi að geyma upplýsingar um kærendur í skilningi 1. mgr. 9. gr. og verður því niðurstaða úrskurðarnefndarinnar byggð á því að um upplýsingarétt kærenda fari eftir II.  kafla upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>3</strong></p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram að oft komi sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum.</p> <p> </p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Þegar um er að ræða sérákvæði laga um þagnarskyldu, þ.e. þegar upplýsingar þær sem þagnarskyldan tekur til eru sérgreindar, fer það eftir „efni og orðalagi þagnarskylduákvæðis hvernig slík ákvæði verða skýrð og þýdd ákvæðum upplýsingalaga“ eins og segir í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðar varð að upplýsingalögum.</p> <p> </p> <p>Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að óhjákvæmilegt sé að taka hér til nokkurrar umfjöllunar þau ákvæði um þagnarskyldu sem Fjármálaeftirlitið hefur vísað til í máli þessu, þ.e. 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi með síðari breytingum, og 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.</p> <p> </p> <p><strong>4</strong></p> <p>Í 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi eru ákvæði um þagnarskyldu. Í 1.-4. mgr. 13. gr. segir eftirfarandi:</p> <p> </p> <p>„Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.</p> <p> </p> <p>Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu.<br /> <br /> </p> <p>Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.<br /> <br /> </p> <p>Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila.“</p> <p> </p> <p>Með lögum nr. 67/2006 var gerð breyting á lögum nr. 87/1998, þ.á m. 2. mgr. 13. gr. og segir í athugasemdum við þá breytingu eftirfarandi:</p> <p> </p> <p>„Lögð er til sú breyting á 2. mgr. 13. gr. laganna að í stað tilvísunar til laga er gilda um eftirlitsskylda aðila sé sérstaklega tiltekið að þagnarskyldan nái til upplýsinga sem Fjármálaeftirlitið getur krafist á grundvelli sérlaga eða annarra laga. Er nauðsynlegt að leggja til þessa breytingu til samræmis við tillögu að nýrri 3. mgr. 9. gr. Getur Fjármálaeftirlitið aflað upplýsinga í trúnaði frá aðilum óháð því hvort um eftirlitsskylda aðila sé að ræða eða aðra án þess að verða skylt með vísan til upplýsingalaga að láta af hendi upplýsingar sem eðli máls samkvæmt væru bundnar þagnarskyldu samkvæmt ákvæðum annarra laga.“</p> <p> </p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að líta beri á tilvitnað ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Að því leyti sem í tilvitnuðu ákvæði eru ekki tilgreindar með beinum og skýrum hætti þær upplýsingar sem ber að gæta trúnaðar um verður þó að skýra það með hliðsjón af efni 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p>Í 1. og 2. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eru svohljóðandi ákvæði um þagnarskyldu:</p> <p> </p> <p><a id="G58M1" name="G58M1">„Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.</a></p> <p><a id="G58M2" name="G58M2"> </a></p> <p><span>Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna.</span><span>“</span></p> <p> </p> <p><a id="G13M1" name="G13M1">Þagnarskylda samkvæmt ákvæði þessu yfirfærist á Fjármálaeftirlitið vegna upplýsinga sem það hefur tekið við. Ber að mati úrskurðarnefndarinnar að líta á umrætt ákvæði sem sérákvæði laga um þagnarskyldu í skilningi upplýsingalaga, sem eftir atvikum þarf að skýra til samræmis við 5. gr. upplýsingalaga með sama hætti og ákvæði 13. gr. laga nr. 87/1998 sem er gerð grein fyrir hér að framan.</a></p> <p> </p> <p><strong>5</strong></p> <p>Eins og fyrr er getið var skýrsla sú sem krafist er aðgangs að gerð í því skyni að rannsaka tiltekna þætti í starfsemi [Y] hf. og er kaflaskipting skýrslunnar lýsandi fyrir þá þætti. Í skýrslunni er fjölmargra viðskiptamanna [Y] hf. getið hvað eftir annað og viðskiptum við þá lýst í tengslum við lýsingu á rannsókninni, rannsóknaraðferðum og þeim niðurstöðum sem rannsakendur komast að. Með hliðsjón af efni þessara upplýsinga ber því við úrlausn máls þessa að líta bæði til 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum, og 58. gr. laga nr. 161/2002. Eftir því sem við getur átt ber einnig að hafa í huga reglu 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>6</strong></p> <p>Í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga við 5. gr. segir m.a.: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um fjárhagsmálefni einstaklinga. [...] Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p> </p> <p>Að framan er gerð grein fyrir ákvæðum 58. gr. laga nr. 161/2002 um þagnarskyldu en hún nær til alls þess sem starfsmenn fjármálafyrirtækja „fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum.“ Sá sem veitir upplýsingum af þessu tagi viðtöku verður bundinn þagnarskyldu með sama hætti. Þegar Fjármálaeftirlitið tók við skýrslu þeirri sem óskað er aðgangs að féll því á starfsmenn stofnunarinnar sama þagnarskylda að svo miklu leyti sem skýrslan hefur að geyma efni sem fellur undir framangreint þagnarskylduákvæði. Auk þessa urðu jafnframt virk með sama hætti þagnarskylduákvæði 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. </p> <p> </p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru framangreind þagnarskylduákvæði víðtækari, þ.e. ganga lengra, en þær takmarkanir sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga. Það breytir hins vegar ekki því að séu hlutar skýrslu PwC þess efnis að þagnarskylduákvæði laga nr. 161/2002 og laga 87/1998 auk takmarkana á upplýsingarétti samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga standi því ekki í vegi að aðgangur að þeim sé veittur, ber að veita aðgang að þeim samkvæmt ákvæðum 7. gr. upplýsingalaga. </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>7</strong></p> <p>Eins og fyrr er getið var skýrsla sú sem krafist er aðgangs að gerð í því skyni að rannsaka tiltekna þætti í starfsemi [Y] hf. og er kaflaskipting skýrslunnar lýsandi fyrir þá þætti. Í skýrslunni er fjölmargra viðskiptamanna [Y] hf. getið hvað eftir annað og viðskiptum við þá lýst í tengslum við lýsingu á rannsókninni, rannsóknaraðferðum og þeim niðurstöðum sem rannsakendur komast að. Með vísan til þagnarskylduákvæða 58. gr. laga nr. 58/161/2002 og 13. gr. laga nr. 87/1998 og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Fjármálaeftirlitinu beri ekki að veita aðgang að skýrslunni að undanteknum þeim hlutum hennar sem verða tilgreindir hér á eftir. Samkvæmt því ber Fjármálaeftirlitinu að veita kærendum aðgang að eftirtöldum hlutum skýrslunnar, en synjun stofnunarinnar á afhendingu hennar að öðru leyti staðfest.</p> <ol> <li>Efnisyfirlit skýrslunnar</li> <li>Bls. 1-9</li> <li>Bls. 25-55 að undanskildum kaflanum „Stöðubreyting á afleiðubók september 2008 til mars 2009“ á bls. 49.</li> </ol> <p> </p> <p><strong> </strong><strong>VIII</strong></p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Fjármálaeftirlitinu ber að afhenda lögmannsstofunni [A] ehf. eftirtalda hluta skýrslu PricewaterhouseCoopers um athugun á þáttum í rekstri [Y] hf.: Efnisyfirlit skýrslunnar, bls. 1-9 og bls. 25-55 að undanskildum kaflanum „Stöðubreyting á afleiðubók september 2008 til mars 2009“ á bls. 49.</p> <p> </p> <p>Synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að skýrslunni er staðfest að öðru leyti.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"><span>Friðgeir Björnsson</span></p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Trausti Fannar Valsson</p> |
A 335/2010. Úrskurður frá 29. apríl 2010 | Kærð var sú ákvörðun Sambands íslenskra sveitarfélaga að synja um upplýsingar um nöfn umsækjanda um starf sérfræðings í félagsþjónustu sveitarfélaga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og nöfn þeirra umsækjenda sem boðaðir voru í viðtal vegna starfsins. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Stjórnvaldsákvörðun | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 29. apríl 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-335/2010.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 7. apríl sl., kærði [...] þá ákvörðun Sambands íslenskra sveitarfélaga að synja henni um upplýsingar um nöfn umsækjanda um starf sérfræðings í félagsþjónustu sveitarfélaga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og nöfn þeirra umsækjenda sem boðaðir voru í viðtal vegna starfsins.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik og málsmeðferð</strong></p> <p>Kærandi fór fram á það með tölvubréfi til Sambands íslenskra sveitarfélaga að fá afrit þeirra gagna sem kæran lýtur að. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði afhendingu gagnanna með bréfi, dags. 29. mars sl., þar sem eftirfarandi kemur meðal annars fram:</p> <p> „Í tölvubréfi þínu vísar þú til þess að þú sért að nýta þér lögbundin réttindi til aðgangs að þessum upplýsingum. Gerir undirritaður ráð fyrir að þú sért að vísa til ákvæða stjórnsýslulaga um aðgang aðila máls að upplýsingum, sbr. einkum 15. gr. laganna. Samband íslenskra sveitarfélaga er hins vegar ekki stjórnvald. Af þeirri ástæðu gilda ákvæði stjórnsýslulaga ekki um ráðningar í störf hjá sambandinu. Af sömu ástæðu eiga ákvæði upplýsingalaga um rétt almennings að upplýsingum ekki við um sambandið.</p> <p> Af framangreindum ástæðum er erindi þínu um upplýsingar um nöfn umsækjenda, hafnað.“</p> <p> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki þörf á því að kynna Sambandi íslenskra sveitarfélagana kæruna sérstaklega þar sem röksemdir sambandsins voru taldar vera fyrir hendi í bréfi því sem laut að synjun afhendingar upplýsinganna, dags. 29. mars sl.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstöður</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið lýtur kæra máls þess að synjun Sambands íslenskra sveitarfélaga á afhendingu upplýsinga um nöfn umsækjanda um starf sérfræðings í félagsþjónustu sveitarfélaga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og nöfn þeirra umsækjenda sem boðaðir voru í viðtal vegna starfsins. Kærandi var meðal umsækjenda um starfið.</p> <p> Í 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að lögin taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Þá taki lögin einnig til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um réttindi eða skyldur manna.</p> <p> Í 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum og þjóðréttarsamningum. Í 1. málslið 2. mgr. 2. gr. laganna segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, en þau lög taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna.</p> <p> Í 1. málslið 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga segir að lögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þegar um er að ræða gögn sem varða ákvarðanir stjórnvalds um rétt eða skyldu manna, s.s. ákvarðanir þess um starfsumsóknir, fer um aðgang að þeim samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaganna, en þar segir í upphafi 1. mgr. að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varði.</p> <p> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki ástæðu til að taka til þess afstöðu hvort Samband íslenskra sveitarfélaga sé stjórnvald í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1996 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Nægilegt er, vegna þessa máls, að benda á að teljist sambandið stjórnvald þá lýtur réttur kæranda til aðgangs að umbeðnum gögnum 15. gr. stjórnsýslulaga. Málið teldist því ekki kæranlegt til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, jafnvel þótt litið yrði á sambandið sem stjórnvald í skilningi upplýsingalaga. Kæru máls þessa ber því að vísa frá úrskurðarnefndinni.</p> <p> </p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Vísað er frá kæru [...] á hendur Sambandi íslenskra sveitarfélaga.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"> Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <span>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Trausti Fannar Valsson</span> |
A 332/2010. Úrskurður frá 25. mars 2010 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins, forsætisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins á afhendingu afrita eða uppskrifta af símtölum utanríkis-, forsætis- og fjármálaráðherra við erlenda starfsbræður sína. Mikilvægir almannahagsmunir vegna samskipta við önnur ríki. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Frávísun að hluta. Synjun staðfest. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 25. mars 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-332/2010.</p> <p> <strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 3. febrúar 2010, kærði [...] synjun utanríkisráðuneytisins frá 15. janúar, synjun forsætisráðuneytisins frá 20. janúar og synjun fjármálaráðuneytisins frá sama degi á afhendingu afrita eða uppskrifta af símtölum utanríkis-, forsætis- og fjármálaráðherra við erlenda starfsbræður sína.</p> <p> Beiðni kæranda, sem barst utanríkisráðuneytinu 8. janúar, var afmörkuð með eftirfarandi hætti:</p> <p> „Með vísan til 1. og 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, 3. gr. laganna, anda þeirra og almennrar upplýsingaskyldu stjórnvalda, óska ég hér með eftir afriti eða uppskrift af eftirfarandi samtölum íslenskra ráðamanna við erlenda starfsbræður sína síðustu sólarhringa. Þau eru tilgreind í tilkynningu ráðuneytisins frá 7. janúar 2010:</p> <p> </p> <ol> <li>Símtal Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands</li> <li>Símtal Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra við Jan-Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands</li> <li>Símtal Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra við Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands</li> <li>Símtal Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra við Alister Darling, fjármálaráðherra Bretlands</li> <li>Símtal Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra við David Milliband, utanríkisráðherra Bretlands“</li> </ol> <p> </p> <p>Upphafleg beiðni kæranda barst utanríkisráðuneytinu sem synjaði afhendingu fyrir sitt leyti, þ.e. vegna liðs fimm í beiðninni, með vísan til 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og með þeim rökum að ráðuneytið birti ekki venju samkvæmt einhliða frásagnir af samskiptum við erlenda aðila vegna mikilvægra almannahagsmuna og þess trausts sem ríkja á í samskiptum Íslands við önnur ríki. Utanríkisráðuneytið tilkynnti kæranda með tölvubréfi frá 19. janúar að kæran hefði verið send forsætisráðuneytinu vegna liða eitt og tvö í beiðni kæranda og fjármálaráðuneytinu vegna liða þrjú og fjögur.   </p> <p> Með bréfum frá 20. janúar synjuðu forsætis- og fjármálaráðuneytið beiðni kæranda með vísan til 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og þeirra sjónarmiða sem fram komu í svari utanríkisráðuneytisins til kæranda.   </p> <p> </p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvubréfi, dags. 3. febrúar. Í kærunni kemur m.a. fram:</p> <p> „Þótt Icesave-málið sé gríðarlega flókið, tæknilegt og umfangsmikið, er jafnframt ljóst að það er mjög pólitískt. Því er líklegt að kjósendur leiti svara við eftirfarandi spurningum í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar:</p> <p> </p> <p><span>1.     </span> <span>Hversu líklegt er að ná megi nýjum og betri samningum, verði lögin felld?</span></p> <p><span>2.     </span> <span>Má búast við því að Bretar eða Hollendingar beiti Íslendinga einhvers konar refsiaðgerðum, verði lögin felld?</span></p> <p><span>3.     </span> <span>Munu stjórnvöld landanna á einhvern hátt leggja stein í götu Íslands á alþjóðavettvangi, verði lögin felld?</span></p> <p><span>4.     </span> <span>Hafa ráðamenn ytra haft í hótunum við hérlenda ráðamenn, beint eða óbeint?</span></p> <p><span>5.     </span> <span>Hafa ráðherrar hér komið fram af fullri einurð í samskiptum sínum við breska og hollenska ráðamenn og haldið rækilega á lofti sjónarmiðum Íslendinga?</span></p> <p> </p> <p>Svörin við fyrstu fjórum spurningunum varða með beinum hætti líklegar afleiðingar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Svarið við fimmtu spurningunni snertir trúverðugleika ráðamanna hér og kjósendur geta þá metið annað það sem frá þeim kemur í því ljósi.</p> <p> Stjórnvöld hér hafa svarað hluta þessara spurninga með sínum hætti. Hins vegar er líka ljóst að almenningur hefur ekki aðgengi að öllum gögnum málsins og verður því að treysta á túlkun ráðamanna. Afrit eða uppskrift af samtölum ráðherranna geta varpað skýrara ljósi á málið og hjálpað kjósendum að svara framangreindum spurningum. Verði aðeins birtur hluti samtalanna eða útdráttur úr þeim, glatast sá möguleiki kjósenda að lesa í anda þeirra eða á milli línanna.</p> <p> <span>Ráðamenn hafa ítrekað lýst því yfir að ekkert nýtt eða merkilegt hafi komið fram í þessum samtölum. Samt sem áður telja stjórnvöld ótækt að birta þau með vísan til mikilvægra almannahagsmuna, sbr. 2. tölulið 6. gr. upplýsingalaga. Vandséð er hvernig það getur staðist miðað við fyrrgreindar yfirlýsingar. Vísað er til þess að ekki sé hefð fyrir því að upplýsa um samtöl íslenskra og erlendra ráðamanna. Miðað við lögin eiga slík rök þó ekki sjálfkrafa við, enda væri þá eðlilegra að þau féllu undir 4. gr. laganna. Stjórnvöld hljóta að þurfa meta í hverju einstöku tilfelli hvort rök um mikilvæga almannahagsmuni séu fyrir því að leynd hvíli yfir slíkum samskiptum.</span><span>“</span></p> <p> Kæran var send utanríkis-, forsætis- og fjármálaráðuneytinu með bréfum úrskurðarnefndar, dags. 8. febrúar sl., og ráðuneytunum veittur frestur til að gera athugasamdir við kæruna til miðvikudagsins 17. febrúar.</p> <p> Með bréfi, dags. 16. febrúar sl., bárust athugasemdir forsætisráðuneytisins, ásamt eftirfarandi gögnum:</p> <p> </p> <ol> <li>Meginatriði símtals Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, við Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, miðvikudaginn 6. janúar 2010.</li> <li>Meginatriði símtals Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, miðvikudaginn 6. janúar 2010.</li> </ol> <p> </p> <p>Eftirfarandi kom m.a. fram í athugasemdum forsætisráðuneytisins:</p> <p> „Eins og fram kemur í svari forsætisráðuneytisins til kæranda, dags. 20. janúar sl., en það er mat ráðuneytisins að augljósir og mikilvægir almannahagsmunir séu fólgnir í því að forsætisráðherra geti átt trúnaðarsamtöl við ráðamann annarra þjóða. Gildir það almennt og sérstaklega, eðli máls samkvæmt, þegar viðræður lúta að sérstökum og viðkvæmum hagsmunamálum þjóðarinnar svo sem á við í þessu tilviki. Er það ljóst að það myndi grafa mjög undan trausti í samskiptum Íslands við önnur ríki ef þau gætu ekki treyst því að unnt væri að gæta trúnaðar um efni samtala sem þau eiga við ráðherra hér á landi. Undanþáguákvæði 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er beinlínis sett til verndar þessum hagsmunum en í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna segir m.a. að með ákvæðinu sé „verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki“. Er það í raun frumskilyrði þess að unnt sé að birta afrit eða uppskriftir af slíkum samtölum án þess að raska umræddum hagsmunum að það sé gert með samþykki beggja aðila eða að slíkt efni sé unnið sameiginlega af aðilum í formi fundargerða eða fréttatilkynninga. Að öðrum kosti verður að mati forsætisráðuneytisins að líta svo á að um sé að ræða vinnuskjöl sem viðkomandi stjórnvald tekur saman til eigin afnota en slík gögn eru alfarið undanþegin upplýsingarétti almennings, skv. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Forsætisráðuneytið sendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi þessu tvö slík vinnuskjöl sem innihalda frásagnir sem unnar voru eftir minni af afloknum þeim símtölum sem óskað er upplýsinga um en símtölin voru ekki hljóðrituð. Forsætisætisráðuneytið leggur ríka áherslu á að hér er um að ræða vinnuskjöl unnin fyrir forsætisráðherra sem ekki hafa verið send hlutaðeigandi erlendum ráðherra til yfirlestrar.“</p> <p> Með bréfi, dags. 17. febrúar sl., bárust athugasemdir fjármálaráðuneytisins, ásamt eftirfarandi gagni:</p> <p> </p> <ol> <li>Símasamtal fjármálaráðherra Bretlands og Íslands, Alistair Darling og Steingríms J. Sigfússonar, 6. janúar 2010 kl. 15:00 í fjármálaráðuneytinu.</li> </ol> <p> </p> <p>Eftirfarandi kom m.a. fram í athugasemdum fjármálaráðuneytisins:</p> <p> „Til svars við kærunni ber þess fyrst að geta að forsenda þess að unnt sé að afhenda umbeðin gögn er að upptökurnar séu til. Í ljós hefur komið að einungis er til afrit af umbeðnu símtali fjármálaráðherra við starfsbróður sinn í Bretlandi, Alistair Darling, frá 6. janúar 2010, sbr. lið 4 í upphaflegri kæru. Upptaka og þá afrit af samtali ráðherrans við starfsbróður sinn í Hollandi, Wouter Bos, sbr. lið 3 í upphaflegri kæru, er hins vegar ekki til. Nefndinni er því einungis afhent útskrift af fyrrnefndu samtali í trúnaði.</p> <p> Með tölvubréfi frá 20. janúar 2010 var beiðni [...] hafnað af hálfu fjármálaráðuneytis með vísan til þess að augljósir og mikilvægir almannahagsmunir væri fólgnir í því að ráðherrarnir gætu átt trúnaðarsamtöl við ráðamenn annarra þjóða. Var þar m.a. vísað til svars utanríkisráðuneytisins við sömu beiðni, en þar kemur fram að ráðuneytið hafi venju samkvæmt ekki birt opinberlega einhliða frásagnir af samskiptum við erlenda aðila. Utanríkisráðuneytið telji mikilvæga almannahagsmuni vera í húfi að því leyti, enda yrði ella grafið mjög undan trausti í samskiptum Íslands við önnur ríki. Öðru máli kunni hins vegar að gegna um opinbera upplýsingagjöf um efni funda eða samtala þegar slíkar frásagnir eru unnar í sameiningu af hlutaðeigandi aðilum í formi fundargerða eða fréttatilkynninga. Slíkt hafi hins vegar ekki verið gert í sambærilegum tilvikum og hér um ræðir.</p> <p> Í svari fjármálaráðuneytis til [...] var vísað til þeirra sjónarmiða sem fram koma í framangreindu svari utanríkisráðuneytisins. Jafnramt var vísað til ákvæða upplýsingalaga, sbr. einkum ákvæði 2. tölul. 6. gr. laganna, sem kveður á um að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafa þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Með þeim rökum var beiðninni hafnað.</p> <p> Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum segir m.a. að þeir hagsmunir sem verið sé að vernda með ákvæðinu séu að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í samskiptum við önnur ríki. Þá er minnt á að með 2. máls. 2. mgr. 2. gr. sé tryggt að skuldbindingar um þagnaskyldu, sem íslenska ríkið hefur gengist undir að þjóðarrétti, haldi gildi sínu. Nánar um túlkun nefndarinnar á ákvæði 2. tölul. 6. gr. laganna er m.a. að finna í úrskurðum hennar í málum A-138/2001 frá 7. desember 2001 og A-246/2007 frá 6. mars 2007.</p> <p> Auk þess sem að framan greinir telur ráðuneytið að líta beri á afrit samtala eins og hér um ræðir sem vinnuskjöl sem rituð hafa verið til eigin afnota og þau því undanþegin upplýsingarétti almennings, sbr. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.“</p> <p> Með bréfi, dags. 18. febrúar sl., bárust athugasemdir utanríkisráðuneytisins. Eftirfarandi kom m.a.  fram í athugasemdum utanríkisráðuneytisins:</p> <p> „Hvað varðar þá ósk úrskurðarnefndar um að nefndinni verði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að skal upplýst að símtalið var um gsm-síma ráðherra. Það var því ekki tekið upp, afritað með öðrum hætti, skrifað upp eða minnispunktar gerðir varðandi efni símtalsins,“ Þá var vísað til þeirra raka sem fram komu í synjun utanríkisráðuneytisins við upphaflegri beiðni kæranda frá 15. janúar.“</p> <p> Kæranda var með bréfi dags, 24. febrúar, veittur frestur til 3. mars til að koma að frekari athugasemdum í málinu í ljósi svara ráðuneytanna þriggja. Frekari athugasemdir bárust ekki frá kæranda.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Niðurstöður</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Þau gögn sem afhent hafa verið úrskurðarnefnd um upplýsingamál og hún kynnt sér eru eftirfarandi:</p> <p> Forsætisráðuneyti afhenti:</p> <p> </p> <ol> <li>Meginatriði símtals Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, við Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, miðvikudaginn 6. janúar 2010.</li> <li>Meginatriði símtals Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, miðvikudaginn 6. janúar 2010.</li> </ol> <p> Fjármálaráðuneyti afhenti:</p> <p> </p> <ol> <li>Símtal fjármálaráðherra Bretlands og Íslands, Alistair Darling og Steingríms J. Sigfússonar, 6. janúar 2010 kl. 15:00 í fjármálaráðuneytinu.</li> </ol> <p> Fjármálaráðuneytið hefur upplýst að upptaka og þá afrit af samtali fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, við starfsbróður hans í Hollandi, Wouter Bos, sé ekki til.</p> <p> Utanríkisráðuneytið hefur ekki afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál gögn þar sem símtal utanríkisráðherra við utanríkisráðherra Bretlands var um farsíma utanríkisráðherra. Utanríkisráðuneytið vísaði til þess, eins og rakið hefur verið, að símtalið hafi ekki verið tekið upp, afritað með öðrum hætti, skrifað upp eða minnispunktar gerðir.</p> <p> <a id="G3M1" name="G3M1">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. Í öðrum málslið sömu málsgreinar kemur ennfremur fram að stjórnvöldum er ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.</a> <span>laganna. Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Nefndin getur því aðeins lagt úrskurð á mál að þau gögn, eða að minnsta kosti þær upplýsingar sem óskað er eftir aðgangi að, séu í vörslum stjórnvalda, sbr. tilvitnaða 1. mgr. 3. gr., sbr. einnig 10. gr. laganna. Þar sem utanríkisráðuneytið hefur ekki í vörslum sínum þau gögn sem kærandi biður um, þ.e. afrit, uppskrift eða minnispunkta símtals Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra við David Milliband, utanríkisráðherra Bretlands, og fjármálaráðuneytið hefur hvorki upptöku né afskrift af samtali fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar við Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti.</span></p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Um aðgang kæranda að þeim gögnum sem forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið hafa afhent úrskurðarnefndinni fer eftir II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar er kveðið á um almennan aðgang að upplýsingum. Ráðuneytin hafa byggt synjanir sínar á afhendingu á 2. tölul. 6. gr. laganna sem heimilar takmarkanir á upplýsingarétti almennings vegna mikilvægra almannahagsmuna þegar upplýsingarnar varða samskipti við önnur ríki.</p> <p> Eins og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum eru þeir hagsmunir sem tilvitnuðu ákvæði 2. tölul. 6. gr. er ætlað að vernda tvíþættir. Annars vegar að vernda stöðu íslenskra stjórnvalda við gerð samninga eða sambærilegra ráðstafana gagnvart erlendum aðilum. Hins vegar er tilgangur ákvæðisins sá að tryggja gagnkvæmt traust í samskiptum við ríki, fyrirsvarsmenn þeirra og fjölþjóðastofnanir, sem og traust í samskiptum innan fjölþjóðastofnana sem Ísland kann að eiga aðild að. Þegar litið er til efnis þeirra gagna sem hér um ræðir og þeirra röksemda sem forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið hafa byggt á í máli þessu er ljóst að hér kemur til skoðunar síðara atriðið skv. framangreindu. Með öðrum orðum reynir hér á það atriði hvort hætt sé við að haggað sé þeim mikilvægu hagsmunum íslenskra stjórnvalda að traust ríki í samskiptum við erlend ríki og fyrirsvarsmenn þeirra, verði umrædd gögn gerð aðgengileg almenningi.</p> <p> Úrskurðarnefndin telur að almennt verði að gefa umræddu sjónarmiði allmikið vægi við túlkun á undanþágureglu 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Á hinn bóginn verður hér einnig að líta til þeirrar meginreglu II. kafla laganna, sbr. 3. gr., að almenningur eigi rétt á aðgangi að fyrirliggjandi gögnum mála sem falli undir gildissvið laganna, enda eigi takmarkanir 4. – 6. gr. laganna ekki við. Þá byggist ákvæði 6. gr. á því að þær undantekningar sem þar eru tilgreindar eigi einvörðungu við í þeim tilvikum að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að þeim sé beitt.</p> <p> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau gögn sem beiðni kæranda beinist að. Með vísan til efnis þeirra, og þeirra sjónarmiða sem forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið hafa byggt á í máli þessu, telur úrskurðarnefndin að þeim hafi verið heimilt að synja þeirri beiðni kæranda sem hér er til úrskurðar á grundvelli 2. tl. 6. gr. laga nr. 50/1996. Af þeim ástæðum kemur ekki sérstaklega til skoðunar hvort þeim var heimilt að synja um aðgang á grundvelli 3. tl. 4. gr. sömu laga.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Kæru [...] á hendur utanríkisráðuneytinu er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Sama máli gegnir um kæruna að því er varðar gögn um samtal fjármálaráðherra Íslands og Hollands.</p> <p> Forsætisráðuneytinu ber ekki að afhenda [...] skjölin; meginatriði símtals Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, við Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, miðvikudaginn 6. janúar 2010 og meginatriði símtals Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, miðvikudaginn 6. janúar 2010.</p> <p> Fjármálaráðuneytinu ber ekki að afhenda [...] skjal sem hefur að geyma símasamtal fjármálaráðherra Bretlands og Íslands, Alistair Darling og Steingríms J. Sigfússonar, 6. janúar 2010 kl. 15:00 í fjármálaráðuneytinu.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>       Sigurveig Jónsdóttir  <span>                                                                          </span>Trausti Fannar Valsson </p> |
A 331/2010. Úrskurður frá 25. mars 2010 |
Kært var að Reykjavíkurborg hefði ekki veitt upplýsingar um þá þjónustu sem öldruðum stendur til boða hjá borginni. Einnig var óskað eftir því að gefin yrðu upp nöfn og starfsheiti starfsmanna á fjármálaskrifstofu borgarinnar. Aðili máls. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Stjórnvaldsákvörðun. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Frávísun. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 25. mars 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-331/2010.</p> <p><br /> <strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Hinn 21. janúar 2010 barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál svohljóðandi bréf frá [...], dags. 20. janúar:</p> <p> „Nefnd yðar finnst ekki í símaskrá. Daman sem svarar í 118 fann ekki númer yðar. Að fela sig þannig fyrir almenningi er bæði óheiðarlegt og vinnur gegn góðum rétti.</p> <p> Í byrjun desember 2009 barst mér seðill með rukkun vegna breytinga á fasteignagjöldum 2009, kr. 29.668. Seðillinn var óundirritaður, sem sýnir ábyrgðarleysi í stjórn borgarinnar. Mér hafði áður verið veittur afsláttur af fasteignagjöldum vegna aldurs, sem nam kr. 29.668. Eins og lærifaðir yðar hefur sjálfsagt brýnt fyrir yður ber stjórnvaldi þegar réttindi eða fjármunir eru teknir af fólki að útskýra það og rökstyðja. Hvorugt var gert í þessu tilviki. Ennfremur á gerðarþolandi rétt á því að andmæla. Borgin sinnti þessu í engu. Reyndar grunar mig að einhver hjá fjármálaskrifstofu borgarinnar hafi sett upp forrit sem plokkar greiðslur eins og þessa og kemur þeim fyrir á eigin reikningi. Þetta er mun auðveldar þegar haft er í huga að þessarar greiðslu (kr. 29.668) hefði ekki verið saknað í bókhaldi borgarinnar, þar sem hún hafði áður verið veitt sem afsláttur.</p> <p> Þann 8. desember ritaði ég skrifstofu borgarstjóra og bað um upplýsingar um þá þjónustu sem borgin veitir öldruðum í heimahúsum. Þessu hefur ekki verið svarað. Ennfremur bað ég um nafn og starfsheiti sérhvers starfsmanns á fjármálaskrifstofu borgarinnar. Þetta gerði ég í því skyni að komast að hver hefði staðið fyrir kröfugerðinni á hendur mér. Þessu hefur ekki verið svarað. Ennfremur þann 8.12. skrifaði ég endurskoðun borgarinnar og bað um upplýsingar varðandi margnefnda kröfu. Þessu hefur ekki verið svarað. Ennfremur, þann 7.12. skrifaði ég fjármálaskrifstofu borgarinnar og bað um útskýringu á kröfunni. Þessu hefur ekki verið svarað.</p> <p> 7. desember skrifaði ég [A], fulltrúa á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og bað hann að kanna og eftir atvikum rannsaka þetta mál. Í bréfi til mín frá 14. janúar 2010 tjáir hann mér að ekkert af því sem ég hef hér rakið að framan sé „refsivert athæfi“, hins vegar bendir hann mér á nefnd yðar sem æðra stjórnvald sem ég geti kært til.</p> <p> Vinsamlega lítið svo á að bréf þetta í heild sé slík kæra.“</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 27. janúar 2010, tilkynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál Reykjavíkurborg að framangreind kæra hefði borist. Var þeim tilmælum beint til borgarinnar að afgreiða beiðni kæranda svo fljótt sem auðið væri hefði það ekki verið gert. Væri synjað um aðgang að umbeðnum gögnum var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té afrit af þeim og í því tilviki væri borginni gefinn kostur á því að koma að athugsemdum við kæruna og frestur gefinn til þess til 5. febrúar.</p> <p> Í bréfi borgarlögmanns til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 5. febrúar sl., segir eftirfarandi:</p> <p> „Vísað er til erindis dags. 27. janúar sl. þar sem óskað er eftir að Reykjavíkurborg birti kæranda og nefndinni ákvörðun um afgreiðslu á beiðni kæranda um upplýsingar. Samkvæmt tilvitnuðu erindi voru tilteknar afgreiðslur Reykjavíkurborgar á beiðnum kæranda dags. 7. og 8. desember 2009 kærðar til úrskurðarnefndarinnar.</p> <p> Það er afstaða Reykjavíkurborgar að umrædd kæra eigi ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996 og því beri að vísa málinu frá úrskurðarnefndinni. Byggist sú afstaða á þeirri staðreynd að beiðnir kæranda í umræddum bréfum falla að öllu leyti undir stjórnsýslulög og eiga því ekki undir gildissvið upplýsingalaga, skv. 2. mgr. 2. gr. þeirra laga. Ljóst er af meðfylgjandi gögnum að kærandi er annars vegar að óska eftir almennum upplýsingum um þjónustustarfsemi Reykjavíkurborgar við aldraða og hins vegar að óska eftir rökstuðningi fyrir breytingu á fasteignagjöldum fyrir árið 2009. Er í þessu sambandi rétt að benda á að upplýsingalögin snerta, skv. 1. ml. 1. mgr. 3. gr. laganna, einungis rétt til þess að fá upplýsingar úr gögnum tiltekins máls sem stjórnvöld hafa í vörslum sínum eða m.ö.o. rétt til aðgangs að gögnum. Þannig eru skilyrði laganna um að beiðni um upplýsingar þurfi að varða tiltekið mál eða gögn máls ekki uppfyllt.</p> <p> Þrátt fyrir ofangreinda afstöðu Reykjavíkurborgar þykir rétt að upplýsa nefndina um meðferð umræddrar beiðni kæranda hjá Reykjavíkurborg og senda kærunefndinni jafnframt afrit af öllum gögnum málsins sem fyrir liggja. Kæranda hafa þegar verið send öll umbeðin svör og allar umbeðnar upplýsingar eins og fylgigögn bera með sér.</p> <p> Álagningarseðill fasteignagjalda 2009 var sendur kæranda í byrjun ársins 2009, sbr. fskj. 1. Á bakhlið hans, sbr. fskj. 2, var að finna nákvæmar útskýringar á fyrirkomulagi því sem viðhaft var við framkvæmd á útreikningi afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum ársins 2009. Þar er sérstaklega tilgreint að endanleg ákvörðun um afslátt á fasteignagjöldum hjá elli- og örorkulífeyrisþegum muni eiga sér stað síðar á árinu þegar endanleg álagning vegna tekna ársins 2008 liggur fyrir og jafnframt að allar breytingar muni verða tilkynntar bréflega. Í samræmi við það verklag sendi fjármálaskrifstofa til kæranda tilkynningu um breytingu á fasteignagjöldum 2009 þann 3. desember 2009, sbr. fskj. 3. Á bakhlið þeirrar tilkynningar var að finna skilyrði til lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds elli- og örorkulífeyrisþega, sbr. fskj. 4. Með umræddri tilkynningu fylgdi greiðsluseðill vegna breytinga á fasteignagjöldum, sbr. fskj. 5.</p> <p> Með bréfi kæranda dags. 7. desember 2009 til fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, sem móttekið var og skráð í skjalasafn 14. desember 2009, var óskað eftir útskýringum á hvernig stæði á tilgreindum bakfærslum á fasteignagjöldum ársins 2009. Í erindi kæranda dags. 8. desember 2009 til endurskoðanda Reykjavíkurborgar, sem móttekið var og skráð í skjalasafn 14. desember 2009, var óskað eftir upplýsingum um sömu bakfærslu fasteignagjalda ársins 2009 en nánar var óskað eftir upplýsingum um „hver gaf út þessa kröfu og af hverju“. Skjalasafn sendi erindi þetta beint til innheimtustjóra fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar.</p> <p> Bréf kæranda dags. 8. desember 2009 til skrifstofu borgarstjóra var móttekið og skráð í skjalasafni Ráðhúss 9. desember s.á. og sent viðkomandi starfsmönnum skrifstofu borgarstjóra samdægurs. Í erindi þessu óskaði kærandi m.a. eftir nafni og starfsheiti einhvers starfsmanns á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar svo að hann gæti leitað réttar síns gagnvart því fólki en í umræddu bréfi kvartaði kærandi jafnframt yfir kröfu Reykjavíkurborgar á hendur honum um greiðslu fasteignagjalda. Með bréfi skrifstofu borgarstjóra dags. 9. desember 2009 til kæranda, sbr. fskj. 9, var honum tilkynnt um að kvörtun hans vegna niðurfellingar á afslætti af fasteignagjöldum hefði verið vísað til fjármálaskrifstofu til meðferðar og að nánari upplýsingar myndi fjármálaskrifstofa veita. Kærandi fékk svo sent svar fjármálaskrifstofu dags. 27. janúar sl., sbr. fskj. 11.</p> <p> Að lokum er rétt að geta þess að auk þess sem að framan er rakið óskaði kærandi eftir því í erindi dags. 8. desember 2009 til skrifstofu borgarstóra að hann fengi svör við því hvers vegna hann hafi aldrei fengið upplýsingar um þá þjónustu sem eldri borgurum stæði til boða hjá Reykjavíkurborg. Samkvæmt bréfi skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra dags. 1. febrúar sl. virðist sem það hafi farist fyrir að svara þeim þætti erindisins er varðar þjónustu Reykjavíkurborgar við eldri borgara. Þeirri beiðni hefur nú verið svarað sbr. fskj. 13.“</p> <p> Hinn 24. febrúar sl. ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda bréf og sendi með því framangreint bréf borgarlögmanns ásamt þeim gögnum sem bréfinu fylgdu. Segir m.a. eftirfarandi í bréfi nefndarinnar:</p> <p> „Þess er óskað að þér upplýsið nefndina um hvort þér teljið svar Reykjavíkurborgar fullnægjandi og innihalda þau gögn sem þér óskið aðgangs að. Ef þér teljið svo vera mun meðferð málsins fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál vera felld niður að beiðni yðar, sbr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Að öðrum kosti verður kæra yðar tekin til úrskurðar.“</p> <p> Kærandi svaraði bréfi úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 26. febrúar sl. Í bréfinu segir m.a.:</p> <p> „Svar Reykjavíkurborgar (fylgisk 1 til 13) er bæði ófullnægjandi og auk þess sem hallað er réttu máli í veigamiklum atriðum. Til að mynda hef ég ekki fengið uppgefin nöfn og starfsheiti starfsmanna fjármálaskrifstofu andstætt því sem frú [B] segir í bréfi sínu til yðar „kæranda hefur þegar verið send öll umbeðin svör.“ Þessi fullyrðing stenst einfaldlega ekki. Hvað sem varðar stjórnsýslulög er alveg greinilegt af beiðni minni um að fá að vita nöfn og starfsheiti manna að kæra mín til yðar snýst um það atriði hvort ég eigi rétt á að fá þetta upplýst eða ekki. Alveg er skýlaust að borgin hefur þessar upplýsingar í vörslum sínum og þær eru gögn sem varða mitt fasteignagjaldamál beint. Skilyrðum upplýsingalaga um tiltekið mál og gögn þess er þannig fullnægt. Ef svo væri ekki, hefði almenningur engan rétt til að leita upplýsinga hjá hinu opinbera.</p> <p>Skýringar fjármálaskrifstofu bárust mér með bréfi [C] 23. febrúar 2010. Sem dæmi um þær rangfærslur sem borgin gerir sig seka um nefni ég „var þér þá boðið upp á greiðsludreifingu“. Í desember 2009 fékk ég aðeins kröfu með eindaga 1. febrúar 2010 og blað með bókhaldsmerkingu „bakfært“. Ekkert tilboð um greiðsludreifingu, sjá fylgiskjal 5.</p> <p> Ég tel að öllu samanlögðu að ástæða mín til kæru til yðar og beiðni um afskipti lögreglu hafi aukist en ekki minnkað. Starfsemi og starfshættir fjármálaskrifstofu eru í fyllsta mæli tortryggileg.“</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Af gögnum þessa máls sést að beiðni kæranda um aðgang að gögnum er fyrst og fremst sprottin af þeirri ákvörðun Reykjavíkurborgar að krefjast þess að kærandi endurgreiddi í byrjun árs 2010 þann afslátt sem honum hafði á árinu 2009 verið reiknaður af fasteignaskatti og holræsagjaldi, samtals kr. 29.668. Er hér um að ræða bréf kæranda til fjármálaskrifstofu borgarinnar, dags. 7. desember 2009 og bréf til endurskoðunar borgarinnar, þ.e. fjármálaskrifstofu, dags. 8. desember 2009, þar að lútandi. Kærandi er tvímælalaust aðili að þessari ákvörðun Reykjavíkurborgar í skilningi stjórnsýslulaga þar sem hún varðar réttindi og skyldur hans.</p> <p> Í bréfi til skrifstofu borgarstjóra, dags. 8. desember 2009, kvartaði kærandi og út af því að hann hafi ekki fengið upplýsingar um þá þjónustu sem öldruðum standi til boða hjá Reykjavíkurborg og eins óskar hann eftir því að fá gefin upp nöfn og starfsheiti starfsmanna á fjármálaskrifstofu borgarinnar.</p> <p> Bréf borgarlögmanns til úrskurðarnefndarinnar, dags. 5. febrúar 2010, verður ekki skilið öðru vísi en svo að hann telji að kærandi hafi fengið send öll gögn sem kæru hans varða. Kærandi hefur m.a. fengið sent ljósrit af bæklingi um þjónustu sem í boði er fyrir eldri borgara í Miðborg og Hlíðum í tilefni af því sem fram kemur áðurnefndu bréfi hans, dags. 8. desember 2009. Sá bæklingur fylgdi ekki bréfi borgarlögmanns til úrskurðarnefndarinnar. Úrskurðarnefndin hefur skoðað þau gögn sem bréfi borgarlögmanns fylgdu, þ.e. fylgiskjöl 1-13, og álítur að þau varði öll þá kæru sem er til meðferðar hjá nefndinni.</p> <p> Kærandi telur hins vegar að hann hafi ekki fengið öll gögn í hendur og nefnir sem dæmi að honum hafi ekki verið gefið upp nafn og starfsheiti sérhvers starfsmanns á fjármálaskrifstofu borgarinnar en erindi þar um hafi ekki verið svarað. Þessa beiðni telur hann tvímælalaust varða „fasteignagjaldamál“ sitt. Þá telur kærandi að bréfum sínum frá 7. og 8. desember, sem getið er hér að framan, hafi ekki verið svarað.</p> <p> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka lögin til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Í 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum og þjóðréttarsamningum. Í 1. málslið 2. mgr. 2. gr. laganna segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, en þau lög taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga eins og fyrr segir. Í 1. málslið 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga segir að lögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þegar aðili máls óskar aðgangs að gögnum sem varða ákvarðanir stjórnvalds um rétt eða skyldu í máli hans, en kæra kæranda í þessu máli varðar að hluta slíka ákvörðun, fer um aðgang að þeim samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaganna, en þar segir í upphafi 1. mgr. að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varði.</p> <p> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að beiðni kæranda um aðgang að gögnum tengist því kvörtunarefni hans að hafa ekki notið afsláttar af fasteignagjöldum og holræsagjöldum ársins 2009. Það á jafnframt við um kvörtun hans um að hafa ekki fengið upplýsingar um þjónustu borgarinnar við aldraða, beiðni um lista yfir nöfn og starfsheiti þeirra manna er starfa á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar og kvörtun um að bréfum hans til Reykjavíkurborgar, dags. 7. og 8. desember 2009, hafi ekki verið svarað. Að þessum þremur atriðum verður vikið síðar. Þar sem ákvörðun borgarinnar um greiðslu kæranda á fasteigna- og holræsagjaldi varðar réttindi og skyldur hans leiðir af framansögðu að um upplýsingarétt kæranda um þá ákvörðun fer eftir stjórnsýslulögum nr. 37/1993, en ekki upplýsingalögum, nr. 50/1996. Er það því ekki á valdi úrskurðarnefndar um upplýsingamál að leysa úr þeirri synjun um aðgang að gögnum sem kærandi staðhæfir að fyrir liggi og hann hefur borið undir nefndina, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 14. gr. upplýsingalaga. Gerði úrskurðarnefndin það færi hún inn á valdsvið annars stjórnvalds með óheimilum hætti. Ber úrskurðarnefndinni af framangreindum ástæðum að vísa þessum hluta kærunnar frá.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 byggist réttur til þess að fá aðgang að skjölum og öðrum gögnum hjá stjórnvöldum á því að þau varði tiltekið mál. Þá er kveðið á um það í 1. mgr. 3. gr. laganna að stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiði af 7. gr. laganna.</p> <p> Beiðni kæranda sem lýtur að lista yfir nöfn og starfsheiti starfsmanna fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar og upplýsingum um þá þjónustu sem borgin veitir öldruðum í heimahúsum lýtur ekki að fyrirliggjandi gögnum í tilgreindu máli, sbr. framangreind lagaákvæði og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, heldur er um að ræða ósk um upplýsingar og skýringar. Af þessum ástæðum verður ekki leyst úr þessum hluta beiðninnar á grundvelli upplýsingalaga. Sama máli gegnir um skort á svörum eða ófullnægjandi svör við slíkum erindum borgaranna.</p> <p> Samkvæmt öllu framansögðu er kærunni í heild vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Kæru [...] vegna afhendingar umbeðinna gagna frá Reykjavíkurborg er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">formaður<br /> <br /> </p> <p> </p> <p> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir<span>      </span> <span>                                                                       </span> Trausti Fannar Valsson</p> |
A 333/2010. Úrskurður frá 25. mars 2010 | Kærð var sú ákvörðun flugráðs að synja beiðni um aðgang að afriti reiknings gefnum út af [A] vegna jólveislu flugráðs. Aðili máls. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong></p> <p>Hinn 25. mars 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-333/2010.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. mars 2010, kærði [...] þá ákvörðun flugráðs að synja beiðni hans um aðgang að afriti reiknings gefnum út af [A] vegna jólveislu flugráðs 17. desember 2009.</p> <p> Í synjun flugráðs um framangreindan aðgang, dags. 26. febrúar, kom eftirfarandi fram:</p> <p> <span>„</span><span>Þú óskaðir eftir fyrir [...] afriti af reikningi vegna kvöldverðar Flugráðs 17. des. s.l. í [A]. Fjármáladeild Flugmálastjórnar sér um bókhald og fjársýslu fyrir Flugráð og kom ég beiðni þinni á framfæri við deildina. [X], deildarstjóri fjármáladeildar, hafði samband við [Y] hjá [A] og óskaði eftir afstöðu hans til afhendingar. Hann mælti gegn birtingu reikninga frá þeim í blöð en staðfesti upphæð reikningsins kr. 207.110 -. Niðurstaða fjármáladeildar Flugmálastjórnar er því að afhenda ekki afrit af reikningnum.</span></p> <p> <span>Ég hef nú veitt allar þær upplýsingar um málið sem ég get og minni á nákvæmar skýringar sem ég hef áður gefið þér.</span><span>“</span></p> <p> </p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með tölvubréfi, dags. 2. mars sl. Í kærunni kemur eftirfarandi m.a. fram:</p> <p> „Hér með er óskað eftir því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál leggi fyrir Flugráð að afhenda afrit reiknings sem gefin var út af [A] vegna jólaveislu Flugráðs 17. desember 2009.</p> <p> Fyrst var óskað eftir þessum gögnum frá samgönguráðuneytinu 7. janúar sl. Eftir margítrekaðar óskir vísaði ráðuneytið á Flugmálastjórn og Flugráð með tveimur tölvupóstum sendum 16. febrúar. Föstudaginn 26. febrúar barst síðan meðfylgjandi svar frá [Z], formanni flugráðs. Kemur fram að umbeðin gögn verði ekki afhent þar sem starfsmaður hjá [A] hafi „mælt gegn birtingu gagna frá þeim í blöð.“ Þessi synjun á afhendingu gagnanna er hér með kærður til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p> Í ljósi þess hversu mjög samgönguráðuneytið og nefndar undirstofnanir þess hafa tafið afgreiðslu erindis [...] er vinsamlegast óskað eftir því að úrskurðarnefndin hraði meðferð málsins eins og unnt er. “</p> <p>Kæran var send flugráði með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 3. mars, og því veittur frestur til að gera athugasamdir við kæruna til föstudagsins 12. mars. Með tölvubréfi, dags. 10. mars, fór flugráð fram á framlengingu frestsins og var hann framlengdur til 18. mars. Með bréfi, dags. 17. mars, bárust athugasemdir flugráðs vegna kærunnar ásamt eftirfarandi gögnum:</p> <p> </p> <ol> <li>Reikningur, dags. 18. desember 2009.</li> <li>Kassakvittun, dags. 17. desember 2009.</li> <li>Greiðsluseðill, dags. 18. desember 2009.</li> </ol> <p> </p> <p>Í athugasemdum flugráðs kom eftirfarandi m.a fram:</p> <p> „Þann 17. desember sl. bauð formaður flugráðs fulltrúum ráðsins og þeim starfsmönnum stjórnsýslunnar sem vinna fyrir ráðið, ásamt mökum, til kvöldverðar í [A] á kostnað ráðsins. Formaður flugráðs vildi með þessum gjörningi þakka þeim fulltrúum og starfsmönnum ráðsins sem ekki fá greitt sérstaklega fyrir störf sín fyrir ráðið. Í flugráði sitja 6 fulltrúar og þar af þrír sem tilnefndir eru af samtökum atvinnulífsins og fá þeir ekki greitt sérstaklega fyrir setu í ráðinu. Kvöldverðarboðið átti sér stað í framhaldi af fundi flugráðs fimmtudaginn 17. desember sl. Tuttugu manns sátu kvöldverðarboðið og var heildarkostnaður þess kr. 207.110.</p> <p> </p> <p>[...]</p> <p> Varðandi afhendingu á reikningi hafði formaður flugráðs samband við fjármáladeild Flugmálastjórnar Íslands sem sér um bókhald og fjársýslu fyrir flugráð. Vegna beiðni kæranda óskaði fjármáladeildin eftir afstöðu framkvæmdarstjóra veitingarstaðarins [A], [Y], til beiðni kæranda. Í tölvupósti, dags. 19. febrúar sl., svarar [Y] því að kærandi gæti ekki fengið reikninginn frá þeim og að þeir væru ekki vanir því að reikningar frá þeim væru settir í blöðin.</p> <p> Með tölvupósti til kæranda, dags. 26. febrúar sl., upplýsti formaður flugráðs um framangreinda afstöðu framkvæmdarstjóra veitingarstaðarins og þá niðurstöðu fjármáladeildar Flugmálastjórnar að afhenda bæri ekki afrit af umræddum reikningi.</p> <p> II. Krafa og rökstuðningur</p> <p> Krafist er að beiðni kæranda um afhendingu á umræddum reikningi verði hafnað á þeim grundvelli að umræddur reikningur falli ekki undir upplýsingalög sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af úrskurðum úrskurðarnefndarinnar (Sjá m.a. úrskurði A-169/1998 og A-75/1999) verður að telja að bókhaldsgögn og fylgiskjöl þess, þ.á.m. reikningur, falli undir lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga nr. 121/1989 ásamt síðari breytingum sbr. 3. mgr. 1. gr. Þá liggur fyrir að eindregin afstaða útgefanda umrædds reiknings um að ekki beri að afhenda reikninginn og því verður að telja með vísan til 5. gr. laga nr. 121/1989 að ekki sé heimilt að afhenda kæranda umræddan reikning.</p> <p> Fallist úrskurðarnefndin ekki á framangreindan rökstuðning verður að telja með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar (Sjá úrskurð A-128/2001 frá 6. september 2001) að aðili geti ekki fengið aðgang að umbeðnum reikningi nema ef um er að ræða beiðni frá aðila máls eða aðila sem hefur ótvírætt hagsmuni af því að fá umbeðinn aðgang sem vegi þyngra en hagsmunir þeirra sem vilja ekki birta viðkomandi gögn.</p> <p> Það er alveg ljóst að kærandi í því máli sem hér er til skoðunar getur hvorki talist aðili máls í skilningi 9. gr. upplýsingalaga né sýnt fram á ótvíræða eða mikilsverða hagsmuni af því að fá aðgang að umræddum reikningi. Auk þess liggur það fyrir að kærandi hefur fengið allar upplýsingar um málið sem hann hefur óskað eftir.</p> <p> Með vísan til framangreinds er gerð krafa um að beiðni kærandi verði hafnað.“</p> <p> Kæranda var með bréfi, dags. 19. mars, veittur frestur til föstudagsins 26. mars til að koma að frekari athugasemdum í málinu í ljósi svarbréfs flugráðs við bréfi úrskurðarnefndarinnar.</p> <p> Með tölvubréfi, dags. 22. mars, ítrekaði kærandi kröfur sínar og hafnaði alfarið rökstuðningi formanns flugráðs.  </p> <p> </p> <p><strong>Niðurstöður</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið hér að framan má samkvæmt gögnum málsins afmarka kæruna við eftirfarandi gögn:</p> <p> </p> <ol> <li>Reikningur, dags. 18. desember 2009.</li> <li>Kassakvittun, dags. 17. desember 2009.</li> <li>Greiðsluseðill, dags. 18. desember 2009.</li> </ol> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Kærði hefur vísað til þess að þau gögn sem kæran lýtur að fall ekki undir upplýsingalög nr. 50/1996 heldur eldri lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga nr. 121/1989.</p> <p> Við setningu upplýsingalaga var gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum afmarkað þannig í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau tækju ekki til aðgangs „... að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga“, nr. 121/1989, svonefndum tölvulögum. Lög nr. 121/1989 voru felld úr gildi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Samhliða var ákvæðum upplýsingalaga breytt með lögum nr. 83/2000. Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 83/2000 er tilurð frumvarpsins rakin og afmörkun upplýsingalaga gagnvart lögum nr. 121/1989 skýrð með þeim hætti að gildissvið upplýsingalaga hafi í megindráttum oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefði verið afmarkað. Hefðu mörkin „... verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.“ Tekið er fram að megintilgangur frumvarpsins sé sá að „... varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“ Þýðingu þessarar breytinga hefur nánar verið lýst í úrskurðum nefndarinnar, sbr. meðal annars úrskurðum í málum A-263/2007, A-260/2007, A-259/2007.</p> <p> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þau gögn sem bárust frá flugráði með umsögn þess í málinu. Um er að ræða reikning, kassakvittun og greiðsluseðil. Umrædd gögn innihalda ekki upplýsingar sem flokkast geta sem persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000, sbr. 1. mgr. 3. gr. þeirra laga, sbr. 1. tölul. 2. gr. Reynir því í máli þessu ekki á gildissvið upplýsingalaga gagnvart almennari ákvæðum laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hér koma því aðeins upplýsingalögin til skoðunar.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Hefur ákvæðið verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-294/2009 og A-299/2009.</p> <p> Flugráð hefur bent á að kærandi geti ekki talist aðili máls í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Á það fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál enda teljast tengsl kæranda við þau gögn sem hann hefur óskað aðgangs að, ekki fela í sér sérstaka hagsmuni hans umfram aðra þannig að hér sé um að ræða upplýsingar um hann sjálfan í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Kemur af þeirri ástæðu ekki til álita að afgreiða beiðni kæranda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Ber samkvæmt því að leysa úr máli þessu á grundvelli II. kafla þeirra laga.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur  gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“ Ákvörðun flugráðs um að halda framangreinda jólaveislu verður að telja mál í skilningi 1. máls. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Að mati kærunefndarinnar er hér um að ræða gögn í því máli sem hafi verið lokið með þeim hætti að reikningur fyrir veitingar var greiddur af flugráði. Verður þannig ekki litið á að þessi gögn séu einungis hluti af skrá stjórnvalds, s.s. bókhaldi, sem því væri hugsanlega óskylt að veita aðgang að samkvæmt upplýsingalögum. Af þessum ástæðum ber að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum, nema það sé óheimilt vegna takmarkana sem kveðið er á um í 5. gr. upplýsingalaga sem flugráð hefur borið fyrir sig.</p> <p> <span>Ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 hljóðar svo í heild sinni: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Með vísan til þess og þá jafnframt með vísan til þess hvernig atvikum málsins er að öðru leyti háttað reynir í máli þessu einvörðungu á það álitaefni hvort kærða hafi verið heimilt að hafna afhendingu umbeðinna gagna með vísan til fyrrnefnds ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p><strong> </strong>Kærði hefur vísað til þess að framkvæmdarstjóri veitingarstaðarins [A] hafi lagst gegn því að kæranda yrðu afhent umrædd gögn. Þau gögn sem um ræðir er reikningur og greiðsluseðill þar sem fram koma upplýsingar um heildarverð jólaveislu flugráðs. Upplýsingar um heildarverð fyrir jólaveisluna hafa áður verið afhentar kæranda. Þá er um að ræða kasskvittun þar sem verð á einstökum vörum er sundurliðað, s.s. verð á jólahlaðborði, gosi, pilsner, léttvíni og kaffi. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umrædd gögn og fær ekki séð að þau geti varðað mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni veitingarstaðarins [A]. Af framangreindum ástæðum er ekki fallist á synjun flugráðs um afhendingu umræddra ganga.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Flugráði ber að afhenda kæranda,[...], afrit reiknings, dags. 18. desember 2009, kassakvittun, dags. 17. desember 2009 og greiðsluseðil, dags. 18. desember 2009.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>            Sigurveig Jónsdóttir <span>                                                                     </span>Trausti Fannar Valsson</p> |
A 329/2010. Úrskurður frá 18. febrúar 2010 | Kærður var dráttur á svari við beiðni um aðgang að gögnum frá Háskóla Íslands. Kærandi aðili að stjórnsýslumáli. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 18. febrúar 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-329/2010.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með tölvubréfi, dags. 22. október 2009, kærði [...] drátt sem orðið hefði á svari við beiðni sinni um aðgang að gögnum frá Háskóla Íslands. Fram kom í kærunni að 18. september 2009 hefði hann með tölvubréfi farið fram á það við [A] að fá aðgang að gögnum sem sýndu að gögn sem hann hefði lagt inn hjá háskólaráði 17. september 2009 væru ekki ný „(gögn frá 21. mars 2002)“. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um, síðast 30. september, hefði enn ekki borist svar.</p> <p>Með tölvubréfi, dags. 6. desember 2009, kærði [...] að deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands hefði ekki svarað bréfi sínu frá 12. nóvember 2009 en í því bréfi hefði hann farið fram á að deildarforsetinn staðfesti með gögnum þær fullyrðingar sem fram hefðu komið í bréfi hans til sín, dags. 10. s.m., að hann væri að óska eftir undanþágum og er þá átt við undanþágur vegna náms kæranda við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Einnig hafi deildarforsetinn fullyrt að bréf kæranda frá 21. mars 2002 væri ekki nýtt þegar hún segði í bréfinu: „Engin frekari gögn hafa verið lögð fram í málinu.“ Fer kærandi fram á það við úrskurðarnefnd upplýsingamála að nefndin komi því til leiðar „að Guðrún sinni sínum lögbundnu skyldum að svara mér og afhenda gögn máli sínu til sönnunar“.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur ákveðið að afgreiða framangreindar kærur í einum úrskurði.</p> <p> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Upphaf þeirra samskipta kæranda og hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, sem gögn málsins er úrskurðarnefndin hefur undir höndum ná til, má rekja til bréfs kæranda til hjúkrunarfræðideildarinnar, sem dagsett er og móttekið 6. febrúar 2002. Í bréfinu óskar kærandi eftir því „að fá að sitja vorönn 2002 á fyrsta ári“, sem honum er heimilað með bréfi deildarinnar, dags. 8. febrúar s.á. Hinn 21. mars 2002 ritar kærandi aftur bréf til hjúkrunarfræðideildarinnar og kveðst hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi misst af of miklu af námsefni vorannar til þess að geta haldið náminu áfram. Þá kemur fram að kærandi stefni að því að hefja aftur nám við hjúkrunarfræðideildina um haustið og óskar hann eftir því að athugað verði hvort hann geti fengið að þreyta í ágúst á ný þau próf sem hann hafi ekki staðist um jólin. Hugmynd hans sé sú, standist hann prófin, að mögulegt sé að hann sleppi við að sitja aftur haustönn 2002. Í gögnum málsins kemur fram að 3. apríl 2002 hafi kæranda verið tjáð munnlega að þessi námsframvinda væri honum heimil.</p> <p>Þá kemur fram í gögnum málsins að haustið 2007 hafi kæranda verið synjað um undanþágu frá reglum Háskóla Íslands og skráningu á 4. námsár í hjúkrunarfræðideild. Sú ákvörðun hafi verið staðfest í háskólaráði 19. júní 2008 og af áfrýjunarnefnd í málefnum háskólanema 19. apríl 2009. Hinn 9. október 2009 ritar kærandi deildarforseta hjúkrunarfræðideildar bréf þar sem segir m.a. eftirfarandi: „Í kjölfar þess að ný gögn (sjá viðhengi) hafa komið fram í máli mínu fer ég fram á að hjúkrunarfræðideildin endurskoði fyrri ákvörðun sína, þar sem mér var neitað um að ljúka fjórða og síðasta námsári mínu við HÍ.“ Í bréfi hjúkrunarfræðideildarinnar til kæranda, dags. 16. október 2009, er því hafnað að þau gögn sem kærandi hafi lagt fram kalli á þá endurskoðun sem hann fer fram á og er erindi hans hafnað. Kærandi ítrekar kröfu sína um endurskoðun á ákvörðun hjúkrunarfræðideildarinnar í bréfi, dags. 2. nóvember 2009, og er synjað um þá endurskoðun í bréfi deildarinnar, dags. 10. nóvember s.á.</p> <p>Kærandi ritar hjúkrunarfræðideildinni bréf, dags. 12. nóvember, og vísar til bréfs deildarinnar, dags. 10. nóvember, þar sem segi að „engin frekari gögn hafa verið lögð fram í máli þínu nú.“ Þá segir í bréfi kæranda eftirfarandi: „Ef ég skil þetta rétt ert þú að segja að bréfið frá 21. mars 2002 sem ég sendi þér 9. október 2009 hafi áður komið fram og sé því ekki nýtt. Í ljósi þessarar fullyrðingar fer ég fram á að þú segir mér hvenær þetta bréf hafi komið fram eftir að það var sent ykkur 21. mars 2002? Vil ég gögn um það. Ef þú telur um misskilning að ræða hjá mér viltu þá segja mér hvað þú átt við með setningunni?“</p> <p>Eins og fyrr er greint frá lýtur síðari kæra kæranda að því að bréfi hans frá 12. nóvember 2009 hafi ekki verið svarað. Kærandi ritar háskólaráði bréf, dags. 17. nóvember 2009, þar sem segir  að ný gögn hafi komið fram og óskar hann eftir því að háskólaráð snúi við ákvörðun hjúkrunarfræðideildarinnar og að samþykki deildarinnar frá 3. apríl 2002 gildi. Þessu erindi kæranda er vísað til heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands sem hafnar því í bréfi, dags. 16. desember 2009.</p> <p>Í öðrum gögnum málsins kemur fram að ágreiningur er á milli kæranda og háskólayfirvalda sem varðar það hvort bréf kæranda frá 21. mars 2002 sé nýtt gagn eða ekki. Verður helst að skilja þann ágreining svo að kærandi telji að bréfið hafi ekki legið fyrir þegar ákvarðanir voru teknar um að synja honum um undanþágu frá reglum Háskóla Íslands og skráningu á 4. námsár í hjúkrunarfræðideild þótt ekki sé það fyllilega ljóst. Úrskurðarnefndin telur ekki ástæðu til að lýsa þessum ágreiningi frekar en gert hefur verið hér að framan, sbr. það sem síðar segir um valdsvið hennar.</p> <h3><br />  <br /> Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 26. október 2009, kynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál Háskóla Íslands kæruna og vakti athygli á því að skv. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 beri stjórnvaldi að taka, svo fljótt sem verða megi, ákvörðun um það hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum. Var Háskóla Íslands gefinn frestur til miðvikudagsins 4. nóvember til að taka ákvörðun um afgreiðslu umræddrar beiðni.</p> <p>Í svarbréfi Háskóla Íslands sem [B], lögfræðingur Háskóla Íslands, ritaði 4. nóvember 2009 segir m.a.:</p> <p>„Kærandi óskaði sl. sumar eftir aðgangi að tilteknum gögnum er vörðuðu nám hans við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Var sá aðgangur veittur. Áður hafði kærandi fengið send gögn í tengslum við kæru hans til háskólaráðs og áfrýjunarnefndar í málefnum háskólanema. Að mati háskólans hefur hann nú fengið afhent öll gögn sem óskað hefur verið eftir og kunnugt er að til séu innan skólans varðandi mál hans. Orðalag tölvupósts kæranda til [A] dags. 18. september 2009 er óljóst varðandi það hvaða gögn kærandi óskar eftir að fá afhent. Má allt eins skilja beiðni kæranda sem beiðni um rökstuðning fremur en beiðni um gögn ...“.</p> <p>Úrskurðarnefndin kynnti kæranda framangreint bréf lögfræðings Háskóla Íslands með bréfi, dags. 10. nóvember 2009. Því bréfi úrskurðarnefndarinnar svaraði kærandi ekki sérstaklega.<br />  <br /> Með bréfi, dags. 28. desember 2009, kynnti úrskurðarnefndin hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands kæru kæranda frá 12. nóvember. Svarbréf deildarinnar er dags. 7. janúar 2010. Í því bréfi kemur eftirfarandi fram: „Öll gögn málsins hafa verið send kæranda og ekki er vitað til að þau gögn sem hann vísar til í tölvupósti sínum dags. 12. nóvember sl. séu til innan háskólans önnur en þau sem þegar hafa verið afhent eins og hann hefur ítrekað verið upplýstur um.“</p> <p>Með bréfi, dags. 28. desember 2009, var kæranda kynnt bréf lögfræðings Háskóla Íslands til úrskurðarnefndarinnar frá 3. s.m. Bréf lögfræðingsins var svar við bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 25. nóvember, þar sem óskað var eftir skýringum á því hvort bréf háskólans til kæranda, dags. 13. nóvember, fæli í sér synjun um afhendingu gagna eða beiðni til hans um frekari skýringar á þeim gögnum sem hann óskaði eftir að fá aðgang að. Í svari kæranda sem barst í tölvupósti 10. janúar sl. segir m.a. eftirfarandi:</p> <p>„Upphaflega óskaði ég eftir því að [A] framvísaði gögnum fullyrðingu sinni til staðfestingar, þegar hann sagði: „Gögn þau er þú nú leggur fram eru ekki ný ...“ Ekki get ég séð með nokkru móti, að svör skólans að mér hafi verið send öll gögn sem ég hef beðið um komi þessu máli nokkuð við. Sú fullyrðing sem hefur einnig komið fram að í bréfi frá 16. október 2009 sé ekki vefengt af hálfu hjúkrunarfræðideildarinnar að um ný gögn væri að ræða. Þessi fullyrðing stenst ekki því í bréfi deildarforseta hjúkrunarfræðideildar frá 10. nóvember 2009 er bent á að ekki sé um ný gögn að ræða og þess vegna hafi ég fengið neitun í bréfi dagsettu 16. október 2009! Því er ljóst að hjúkrunarfræðideildin vefengir að bréfið sé nýtt. Síðan má benda á það að í afgreiðslu stjórnar heilbrigðisvísindasviðs var ekki tekið efnislega á því hvort um ný gögn sé að ræða eða ekki. Í ljósi þessa tel ég að mér hafi ekki borist fullnægjandi svar við kæru minni frá 22. október 2009. Tel ég að það ætti að vera auðvelt að verða við upphaflegu beiðni minni að senda mér þau gögn sem staðfesta ofangreinda fullyrðingu [A]. Ef engin gögn eru til sem staðfesta þessa fullyrðingu hans er leikur einn fyrir skólann að tilkynna það. Málið er ekki flóknara en það.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þykir ekki ástæða til þess að rekja frekar það sem kemur fram í gögnum málsins um málsatvik og ágreiningsefni aðila, en úrskurðarnefndin hefur haft hliðsjón af þeim við úrlausn málsins.</p> <p>Trausti Fannar Valsson lektor er vanhæfur við afgreiðslu málsins og tók Þorgeir Ingi Njálsson, varamaður í úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sæti hans í nefndinni við meðferð og afgreiðslu þess.</p> <p> </p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka lögin til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Háskóli Íslands er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir menntamálaráðherra, sbr. 2. málslið 1. mgr. 3. gr. laga nr. 63/2006 um háskóla, og því fellur stjórnsýsla á hans vegum undir það að vera stjórnsýsla ríkisins í skilningi lagaákvæðisins.</p> <p>Í 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum og þjóðréttarsamningum. Í 1. málslið 2. mgr. 2. gr. laganna segir að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, en þau taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna. Í 1. málslið 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga segir að lögin gildi þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þegar um er að ræða gögn sem varða ákvarðanir stjórnvalds um rétt eða skyldu manna fer um aðgang að þeim samkvæmt 15. gr. stjórnsýslulaganna, en þar segir í upphafi 1. mgr. að aðili máls eigi rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn er málið varði.</p> <p>Af gögnum þessa máls sést að beiðni kæranda um aðgang að gögnum varðar tvær ákvarðanir hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands um námsframvindu kæranda og einnig ákvarðarnir háskólaráðs og áfrýjunarnefndar í málefnum háskólanema um sama efni. Ekki verður séð að beiðni kæranda nái til annarra gagna en þeirra sem að framan er lýst eða þau gögn sem fyrir hendi eru varði önnur mál. Kærandi er tvímælalaust aðili að þessum ákvörðunum öllum í skilningi stjórnsýslulaga þar sem þær varða réttindi og skyldur hans.</p> <p>Af framansögðu leiðir að um upplýsingarétt kæranda fer eftir stjórnsýslulögum nr. 37/1993, en ekki upplýsingalögum, nr. 50/1996. Er það því ekki á valdi úrskurðarnefndar um upplýsingamál að leysa úr þeirri synjun um aðgang að gögnum sem kærandi staðhæfir að fyrir liggi og hann hefur borið undir nefndina, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 14. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt þessu er kærum [...] vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <p> </p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Kærum [...] vegna afhendingar gagna frá Háskóla Íslands er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                            Sigurveig Jónsdóttir                                   Þorgeir Ingi Njálsson<br /> </p> |
A 328B/2010. Úrskurður frá 11. febrúar 2010 | Farið var fram á það við úrskurðarnefnd um upplýsingamál að úrskurður nefndarinnar nr. A-328/2010 yrði endurupptekinn og leiðréttur. Til vara var farið fram á að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað. Beiðni um endurupptöku máls. Frestun réttaráhrifa. Endurupptöku hafnað. Leiðréttingu hafnað. Frestun réttaráhrifa hafnað. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 11. febrúar 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-328/2010B.</p> <h3><br /> Málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 5. febrúar 2010, fór [X] hdl. fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Ríkiskaupa fram á það við úrskurðarnefnd um upplýsingamál að úrskurður nefndarinnar frá 28. janúar sl. nr. A-328/2010 yrði endurupptekinn og leiðréttur. Til vara var farið fram á að réttaráhrifum úrskurðarins yrði frestað.</p> <p>Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg og Ríkiskaup skyldu veita aðgang að ákveðnum hlutum skjals, dags. 31. mars 2009, með yfirskriftina „Helstu skilmálar samnings um kaup á hlutafé eignarhaldsfélagsins [C] og [D] ásamt byggingarrétti í [O] á Austurbakka“. Tilefni úrskurðarins var kæra [Y] hrl. fyrir hönd eignarhaldsfélaganna [A] og [B] vegna synjunar Reykjavíkurborgar og Ríkiskaupa um afhendingu afrita af ,,...af öllum samningum og viðaukum sem gerðir hafa verið eftir 17. júlí 2008 og varða samninga ríkisins, Reykjavíkurborgar og Austurhafnar TR ehf. um byggingu tónlistarhúss við Austurhöfn í Reykjavík og ekki hefur verið fjallað um í kærumálum A-233/2006, 228-2006 og A-307-2009. Er þá jafnframt átt við afrit fundargerða Austurhafnar TR ehf. er varða byggingu húss sem og kaupsamninga um [C], [D] og [E] frá 2009.“ </p> <p>Í bréfi lögmanns Reykjavíkurborgar og Ríkiskaupa segir meðal annars svo:</p> <p>,,Gerð er athugasemd við að úrskurðarnefndin hafi úrskurðað í máli þessu áður en Reykjavíkurborg, Ríkiskaup eða öðrum aðilum að skjalinu sem birta á upplýsingar úr hafi verið gefið tækifæri á að koma að sínum sjónarmiðum gagnvart því hvað ætti að strika yfir í skjalinu, ekki væri fallist á þá kröfu að kærendum væri almennt synjað aðgangi að skjalinu. Hefði það verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti.</p> <p>Ekki er gerð athugasemd við ákvörðun úrskurðarnefndarinnar nema að því leyti er varðar birtingu upplýsinga á blaðsíðu 5 sem hefjast á orðunum „Aðilar eru sammála um að vaxtakjör skuli endurskoðuð ...“ og enda á „...heild eða hluta án sérstaks kostnaðar“. Sú ákvörðun að birta þennan hluta virðist ekki samræmast þeim sjónarmiðum sem nefndin setur fram í úrskurði sínum undir lið 3 á bls. 8. Með birtingu þessa hluta er verið að birta upplýsingar [um] endurskoðun vaxta, tryggingar framkvæmdafjármögnunarinnar, uppgreiðslu lánsins og fleiri samningsatriði Austurhafnar við þriðja aðila sem allir falla utan gildissviðs laganna. Þá verða þessar upplýsingar ekki taldar vera í beinum tengslum við fjárframlög ríkis og borgar. Telja verður að þarna sé beinlínis verið að birta upplýsingar sem eru sama eðlis og aðrar upplýsingar sem synjað er um aðgang að í úrskurðinum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Því er farið fram á að úrskurður þessi verði endurupptekinn og leiðréttur á grundvelli 23. gr. stjórnsýslulaga þannig að upplýsingarnar sem birta á á bls. 5 verði ekki birtar.</p> <p>Til vara er farið fram á með vísan til 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að birtingu úrskurðarins, sem átti sér stað þann 3. febrúar sl. verði frestað með vísan til þeirra athugasemda sem fram koma hér að ofan við birtingu skjalsins.“</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong><br /> Eins og fram kemur í beiðni þeirri sem hér er til úrlausnar er þess aðallega krafist að úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-328/2010 verði endurupptekinn og leiðréttur á grundvelli 23. gr. stjórnsýslulaga þannig að upplýsingarnar sem birta skal á bls. 5 verði ekki birtar.</p> <p>Beiðni kæranda um endurupptöku eða leiðréttingu úrskurðar á grundvelli 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 lýtur ekki að leiðréttingu á bersýnilegri villu í úrskurðinum. Í athugasemdum við þá grein í frumvarp því sem varð að stjórnsýslulögum nr. 37/1993 kemur eftirfarandi fram: „Samkvæmt 2. mgr. 23. gr. er stjórnvaldi heimilt að leiðrétta bersýnilegar villur í ákvörðun, svo sem misritun á orði, nafni eða tölu og reikningsskekkju, svo og aðrar bersýnilegar villur er varða form ákvörðunar. Heimildin tekur hins vegar ekki til leiðréttingar á efni ákvörðunar.“ Slík breyting á efnislegri niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar, sem hér er krafist, getur ekki grundvallast á 23. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p>Fyrirmæli um endurupptöku stjórnsýslumála koma fram í 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. mgr. þess ákvæðis segir svo:<br />  <br /> „Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef:<br /> 1. ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða<br /> 2. íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá       því að ákvörðun var tekin.“</p> <p>Óháð því hvort þau stjórnvöld, sem gert er skv. úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál að afhenda almenningi gögn, teljast aðilar máls í hefðbundnum skilningi, tekur úrskurðarnefndin fram að ekkert er fram komið um að úrskurður hennar frá 28. janúar sl. hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða þá að sú ákvörðun að Reykjavíkurborg og Ríkiskaupum sé skylt að afhenda hluta skjalsins „Helstu skilmálar samnings um kaup á hlutafé eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. og Situsar ehf. ásamt byggingarrétti GLÍ hf. á Austurbakka 2“ hafi byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því ákvörðun var tekin.<br />  <br /> Þegar 24. gr. stjórnsýslulaga sleppir kann úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir atvikum að vera rétt og heimilt að endurupptaka mál á ólögfestum grundvelli. Skylda til slíks veltur þó, að mati nefndarinnar, á því að rökstuddar vísbendingar séu um að á úrskurði hennar séu verulegir annmarkar að lögum.<br /> Beiðni Reykjavíkurborgar og Ríkiskaupa um endurupptöku er byggð á því að upplýsingar á bls. 5 í skilmálaskjali, sem þessum stjórnvöldum var gert að afhenda kærendum í máli nr. A-328/2010, varði samningsatriði Austurhafnar TR ehf. við þriðja aðila sem falli utan við gildissvið upplýsingalaga og séu ekki í beinum tengslum við fjárframlög ríkis og borgar. Þarna sé því um að ræða upplýsingar sem séu sama eðlis og aðrar upplýsingar sem synjað er um aðgang að í úrskurðinum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.<br />  <br /> Í 3. gr. upplýsingalaga er kveðið á um upplýsingarétt. Þar er orðuð almenn regla um víðtækan aðgang almennings að gögnum sem eru í vörslum stjórnvalda. Þessi regla sætir þó undanþágum og takmörkunum samkvæmt ákvæðum 4.-6. gr. laganna sem ber að skýra þröngt samkvæmt almennum lögskýringarreglum. Hvort þessar reglur um undanþágur og takmarkanir á aðgangi eiga við verður að meta í hverju einstöku tilviki. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar frá 28. janúar sl. var rökstutt hverjar ástæður lægju því til grundvallar að heimila ekki fullan aðgang að svokölluðu skilmálaskjali. Það mat leiddi síðan sjálfkrafa til þess að heimilaður var aðgangur að þeim hlutum skjalsins sem undantekningarregla 5. gr. upplýsingalaga var ekki talin ná til.<br />  <br /> Af þessu verður ráðið að úrskurðarnefndin tók rökstudda afstöðu til þess hvort, og þá að hvaða marki, kærðum yrði gert skylt að afhenda kærendum umbeðnar upplýsingar og að hvaða leyti ákvæði 5. gr. upplýsingalaga stæði því í vegi. Því verður að hafna að úrskurður úrskurðarnefndarinnar hafi verið haldinn þeim efnislega annmarka sem lögmaður Ríkiskaupa og Reykjavíkurborgar hefur vísað til í máli þessu.</p> <p>Með vísan til þess sem að framan segir er beiðni um endurupptöku úrskurðarins frá 28. janúar sl. hafnað.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Til vara er krafist frestunar á réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-328/2010.</p> <p>Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti, að kröfu stjórnvalds, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Krafa þess efnis skal gerð eigi síðar en þremur dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests. Í athugasemdum við umrædda grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir m.a. svo: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðum A-78/1999C, A-117/2001B, A-233/2006B og A-277/2008B, lagt til grundvallar að með 18. gr. upplýsingalaga hafi fyrst og fremst verið höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum.</p> <p>Í erindi lögmanns Reykjavíkurborgar og Ríkiskaupa, sem hér er til umfjöllunar, kemur fram almenn athugasemd við þá málsmeðferð úrskurðarnefndar um upplýsingamál, að áður en nefndin kvað upp úrskurð í málinu A-328/2010, hafi umbjóðendum hans og öðrum aðilum ekki verið gefinn kostur á að koma að sjónarmiðum sínum við nefndina um það hvaða hluta þeirra gagna sem um ræddi ætti að afhenda ef ekki yrði staðfest synjun afhendingar þeirra allra.</p> <p>Fyrir liggur að úrskurðarnefnd um upplýsingamál gaf kærðu, Reykjavíkurborg, Ríkiskaupum og Austurhöfn TR ehf. tækifæri til að koma að sjónarmiðum sínum í málinu.  Það tækifæri nýttu kærðu sér með bréfum dags. 18. ágúst 2009 og 14. desember 2009 og mótmæltu því alfarið að skjölin yrðu birt. Í því skyni að upplýsa málið var ekki þörf á frekari umsögnum þar sem enginn vafi lék á því hver afstaða framangreindra aðila væri. Enn fremur liggur fyrir að í beiðni um frestun réttaráhrifa hefur lögmaður Reykjavíkurborgar og Ríkiskaupa aðeins vísað til þess að mikilvægt sé að utan upplýsingaréttar sé haldið upplýsingum á bls. 5 í skilmálaskjali sem aðilar undirrituðu og úrskurðarnefndin hefur talið að þeim beri að afhenda.</p> <p>Úrskurðarnefndin tók í fyrrgreindum úrskurði rökstudda afstöðu til þess hvort þær upplýsingar sem hér um ræðir væru þess eðlis að yrðu þær gerðar opinberar væri veruleg hætta á röskun hagsmuna þeirra einkaaðila sem upplýsingarnarnar vörðuðu, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Ekkert er fram komið sem bendir til að það mat hennar hafi verið rangt, enda bera þær upplýsingar sem heimilaður var aðgangur að  ekkert með sér um fjárhæð lána, lánstíma, vaxtakjör eða annað sem mögulega virðist geta valdið umræddum fyrirtækjum tjóni.</p> <p>Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar síns frá 28. janúar sl. Ber því að hafna kröfu [X] hdl. fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Ríkiskaupa þar að lútandi.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Beiðni [X] hdl. fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Ríkiskaupa um endurupptöku eða leiðréttingu á úrskurði í máli nr. A-328/2010, frá 28. janúar 2010, er hafnað.</p> <p>Kröfu [X] hdl. fyrir hönd Reykjavíkurborgar og Ríkiskaupa, um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar í máli nr. A-328/2010, frá 28. janúar 2010, er hafnað.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br />                     Helga Guðrún Johnson                                    Trausti Fannar Valsson</p> |
A 327/2010. Úrskurður frá 28. janúar 2010 | Kærð var ákvörðunsveitarfélagsins Borgarbyggðar að synja um afhendingu afrita tölvupósta er fóru á milli [A] og [B] héraðsdómslögmanns. Bréfaskipti við sérfræðinga til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 28. janúar 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-327/2010.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 21. janúar 2010, kærði [...] þá ákvörðun sveitarfélagsins Borgarbyggðar að synja honum um afhendingu afrita tölvupósta er fóru á milli [A] og [B] héraðsdómslögmanns og dagsettir eru 10. desember 2008 til 2. júní 2009.</p> <p>Kærandi fór fram á það með bréfi til sveitarfélagsins Borgarbyggðar, dags. 20. desember 2009, að fá afrit þeirra gagna sem kæran lýtur að. [A] hafnaði afhendingu gagnanna með bréfi, dags. 27. desember 2009, þar sem eftirfarandi kom meðal annars fram:</p> <p>,,Umbeðnir tölvupóstar voru hluti af þeim gögnum sem sendir voru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í kjölfar kæru [C] hrl. eftir að Borgarbyggð hafnaði því að afhenda þér gögn er varða lóðarmál við [fasteign X] í Borgarnesi. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar er afrit af áðurnefndum tölvupóstum ekki meðal þeirra gagna sem Borgarbyggð bar að afhenda þér. Því er beiðni þinni um afrit af tölvupóstum undirritaðs og [B] hdl. frá 10.12 2008 og 02.06 2009 hafnað með hliðsjón af áðurnefndum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.“</p> <p> </p> <h3>Málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Forsaga máls þessa er sú að með bréfi, dags. 24. júlí 2009, kærði [C] hæstaréttarlögmaður, fyrir hönd kæranda, þá ákvörðun sveitarfélagsins Borgarbyggðar, dags. 8. júlí 2009, að synja honum um aðgang að gögnum sem varpað geti ljósi á lóðarmörk sem kærandi telur að samið hafi verið um, enda væru þau gögn þýðingarmikil í dómsmáli nr. 180/2009 sem biði úrlausnar Hæstaréttar Íslands. Meðal þeirra gagna sem sveitarfélagið Borgarbyggð synjaði um afhendingu á eru þau gögn sem kæra þessi lýtur að.</p> <p>Í niðurstöðum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-315/2009 sem kveðinn var upp 10. nóvember 2009 vegna fyrri kærunnar frá 24. júlí 2009 kemur eftirfarandi fram um þau gögn sem kæra þessi lýtur að:</p> <p>,,Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur, auk framangreinds, synjað kæranda um aðgang að nokkrum gögnum sem geyma upplýsingar um samskipti sveitarfélagsins Borgarbyggðar við [B] hdl. Þessi gögn lýsa annars vegar samskiptum lögmannsins og [A] vegna dómsmáls sem nú er rekið á milli sveitarfélagsins og kæranda máls þessa og tengjast ákvörðun sveitarfélagsins um eignarnám lóðarinnar að [fasteign X] í Borgarnesi. Hins vegar er um að ræða gögn sem tengjast máli því sem matsnefnd eignarnámsbóta hafði til meðferðar vegna ákvörðunar um eignarnámsbætur fyrir umrædda lóð og lokið var með ákvörðun matsnefndarinnar nr. 1/2008.</p> <p>Samkvæmt 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir um skýringu þessa ákvæðis að því til grundvallar liggi það sjónarmið að hið opinbera, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, geti leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar, sem þannig er aflað, komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og hún taki því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> <p>Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að umrædd bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála, sbr. hér einnig úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-300/2009.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir fyrirliggjandi tölvupóstssamskipti [A] við [B] hdl. Lítur úrskurðarnefndin svo á að tölvupóstar sem fóru á milli [A] og [B] hdl. dags. 10. desember 2008 til 2. júní 2009 séu gögn sem varði fyrirliggjandi dómsmál og séu því undanþegin rétti kæranda til aðgangs skv. 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds verður sveitarfélaginu Borgarbyggð ekki gert að afhenda þá tölvupósta.“</p> <p>Í fyrirliggjandi kæru, dags. 21. janúar 2010, er vísað til þess að máli nr. 180/2009 lauk með dómi Hæstaréttar Íslands frá 17. desember 2009 og því beri að afhenda kæranda umbeðin gögn.</p> <p>Þar sem sveitarfélagið Borgarbyggð hefur fengið að koma að athugasemdum vegna fyrri synjunar þess á afhendingu umbeðinna gagna telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál óþarft að kynna sveitarfélaginu kæruna sérstaklega og gefa því færi á að koma að athugasemdum eins og nefndinni er heimilt að gera á grundvelli 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p>Eins og fram hefur komið lýtur kæra máls þessa að synjun Borgarbyggðar um að afhenda kæranda tölvupósta er fóru á milli [A] og [B] héraðsdómslögmanns dagsettra 10. desember 2008 til 2. júní 2009. Synjun Borgarbyggðar á því að afhenda framangreind gögn staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál, með úrskurði nr. A-315/2009 sem kveðinn var upp 10. nóvember 2009.</p> <p>Samkvæmt 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, eins og fram kemur í niðurstöðum úrskurðar nr. A-315/2009 að framan, tekur réttur til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga á almenningur ekki rétt til aðgangs að gögnum sem falla undir 2. tölul. 4. gr. laganna fyrr en að þrjátíu árum liðnum frá því að þau urðu til. Af þessum sökum gildir undanþága á því að veita aðgang að gögnum samkvæmt 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga áfram enda þótt kveðinn hafi verið upp dómur í máli þar sem málsaðili hefur notfært sér þau gögn sem undanþágan nær til. Af þessum sökum ber að staðfesta synjun Borgarbyggðar á því að afhenda kæranda umbeðin gögn.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Synjun sveitarfélagsins Borgarbyggðar á því að afhenda [...] afrit tölvupósta sem fóru á milli [A]og [B] hdl. 10. desember 2008 til 2. júní 2009 er staðfest.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                         Sigurveig Jónsdóttir                                           Trausti Fannar Valsson</p> |
A 328/2010. Úrskurður frá 28. janúar 2010 | Kærð var ákvörðun Ríkiskaupa, Austurhafnar TR ehf. og Reykjavíkurborgar að hafna beiðni um afrit af öllum samningum og viðaukum sem gerðir hafa verið eftir 17. júlí 2008 og varða samninga ríkisins, Reykjavíkurborgar og Austurhafnar TR ehf. um byggingu tónlistarhúss við Austurhöfn í Reykjavík og ekki hefur verið fjallað um í kærumálum A-233/2006, 228-2006 og A-307-2009. Gildissvið upplýsingalaga Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 28. janúar 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-328/2010.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 28. júlí 2009, kærði [...], fyrir hönd eignarhaldsfélaganna [A] og [B], þá ákvörðun Ríkiskaupa, Austurhafnar TR ehf. og Reykjavíkurborgar að: ,,hafna beiðni kæranda að fá afrit af öllum samningum og viðaukum sem gerðir hafa verið eftir 17. júlí 2008 og varða samninga ríkisins, Reykjavíkurborgar og Austurhafnar TR ehf. um byggingu tónlistarhúss við Austurhöfn í Reykjavík og ekki hefur verið fjallað um í kærumálum A-233/2006, 228-2006 og A-307-2009. Er þá jafnframt átt við afrit fundargerða Austurhafnar TR ehf. er varða byggingu húss sem og kaupsamninga um [C], [D] og [E] frá 2009.“</p> <p>Af málsástæðum og rökstuðningi kærunnar varð ráðið að kærendum hafði ekki verið synjað um afhendingu nefndra gagna heldur hafði beiðni kærenda um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd.</p> <p>Vegna ummæla sem fram koma í kæru málsins um að Ríkiskaup væru kærð fyrir hönd Austurhafnar TR ehf. óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál nánari afmörkunar kærenda á því að hverjum kærunni væri beint. Með tölvubréfi lögmanns kærenda, dags. 5. ágúst 2009, var úrskurðarnefnd um upplýsingamál upplýst um að kærendur litu svo á að kæran beindist að Austurhöfn-TR ehf., Ríkiskaupum og Reykjavíkurborg.</p> <p>Í bréfi lögmanns kærðu, dags. 18. ágúst 2009, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, kemur fram að ofangreindri beiðni kærenda sé hafnað.</p> <p> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Aðdraganda máls þessa má rekja til þess að í apríl 2004 óskaði Ríkiskaup fyrir hönd Austurhafnar-TR ehf., sem er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar, eftir þátttakendum í forvali þar sem fyrirhugað var að efna til samningskaupa um veitingu sérleyfis til að byggja, eiga og reka tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel, ásamt tilheyrandi bílastæðum, við austurhöfnina í Reykjavík. Meðal þeirra sem uppfylltu lágmarksskilyrði forvalsgagna voru kærendur og [C], samstarfshópur þriggja fyrirtækja: [F], [G] og [H] Hinn 9. mars 2006 var undirritaður samningur milli Austurhafnar-TR ehf. og [C]</p> <p>Með bréfi, dags. 16. mars 2006, óskuðu kærendur eftir því að fá afrit af umræddum samningi frá 9. mars sama ár. Þeirri beiðni var synjað. Málið kom til kasta úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í úrskurði í málinu nr. A-233/2006 úrskurðaði nefndin á þann veg að kærendur ættu rétt á aðgangi að samningnum, með nokkrum tilgreindum undantekningum. Eins og kæra sú sem þar var til úrskurðar var úr garði gerð náði beiðni kærenda einvörðungu til þess samnings sem undirritaður var 9. mars 2006 en ekki til þeirra fylgigagna sem í honum var getið. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var staðfest af héraðsdómi, sbr. mál nr. E-7407/2006, og síðan af Hæstarétti, sbr. dóm í máli nr. 366/2007.</p> <p>Með tölvubréfi, dags. 3. júlí 2008, til Ríkiskaupa, Austurhafnar-TR. ehf. og Reykjavíkurborgar, fóru kærendur fram á að fá hið fyrsta afhent öll fylgigögn með samningi milli Austurhafnar-TR ehf. og [C] hf., sem og alla viðbótarsamninga eða viðauka sem gerðir hefðu verið. Þeirri beiðni var synjað. Synjun Austurhafnar TR ehf. og Ríkiskaupa á þeirri beiðni kærðu kærendur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með kæru, dags. 17. sama mánaðar. Í málinu nr. A-307/2009 úrskurðaði nefndin á þann veg að kærendur ættu rétt á aðgangi að umtalsverðum hluta umbeðinna gagna frá kærða Ríkiskaupum. Kæru vegna synjunar Austurhafnar TR ehf. á afhendingu gagna var hins vegar vísað frá. Jafnframt var vísað frá þeim hluta af kæru málsins sem laut að afhendingu gagna sem til hefðu orðið eftir að kærandi lagði fram upphaflega beiðni sína, 3. júlí 2008.</p> <p>Með bréfi, dags. 2. júlí 2009, sem ritað var Ríkiskaupum, Austurhöfn TR ehf. og Reykjavíkurborg, fóru kærendur þess á leit að þeir fengju afhent afrit af öllum þeim gögnum sem varða samninga ríkisins og Reykjavíkurborgar sem og Austurhafnar TR ehf. um byggingu tónlistarhúss við Austurhöfn í Reykjavík og ekki væri fjallað um í kærumáli því sem þá var til meðferðar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. kæru til nefndarinnar, dags. 17. júlí 2008. Tóku kærendur fram í bréfinu að átt væri við alla samninga og viðauka sem gerðir hefðu verið eftir 17. júlí 2008 þ.m.t. kaupsamning um [C] og [D] frá 2009 og afrit allra fundargerða Austurhafnar TR ehf. Kom í erindinu ennfremur fram að hefði erindið ekki verið afgreitt fyrir 10. júlí 2009 yrði málið kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p>Eins og fram er komið bárust svör ofangreindra aðila við beiðni kærenda um aðgang að gögnum ekki fyrir 10. júlí 2009. Beindu þeir af því tilefni þeirri kæru sem hér er til meðferðar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með erindi, dags. 28. þess mánaðar.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 28. júlí 2009. Var kæran send Reykjavíkurborg, Ríkiskaupum og Austurhöfn TR ehf. með bréfum úrskurðarnefndar, dags. 7. ágúst. Hefði beiðni kærenda ekki þegar verið afgreidd var þeim tilmælum beint til þeirra að taka ákvörðun um afgreiðslu hennar eins fljótt og við yrði komið, og eigi síðar en þriðjudaginn 18. ágúst. Fór nefndin þess ennfremur á leit við kærðu að ákvörðun þeirra yrði birt kærendum og nefndinni eigi síðar en kl. 16.00 þann sama dag. Kysu kærðu að synja fram kominni beiðni óskaði nefndin eftir afritum þeirra gagna sem kæran lyti að og að þau yrðu þá afhent innan sama frests. Í því tilviki væri kærðu ennfremur heimilt að láta nefndinni í té frekari rökstuðning fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka.</p> <p>Með bréfi, dags. 18. ágúst 2009, barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál svar [X] héraðsdómslögmanns fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Ríkiskaupa og Austurhafnar TR ehf. Þar segir meðal annars svo:</p> <p>,,Í beiðninni er ekki útlistað með nákvæmum hætti hvaða gögn kærendur óska aðgangs að og er það í ósamræmi við kröfu 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 („upplýsingalög“) um tilgreiningu þeirra gagna sem óskað er aðgangs að.</p> <p>Hins vegar verður ráðið að bréfi kærenda, dags. 2. júlí 2009, að verið sé að óskað eftir eftirfarandi gögnum:</p> <p>(I)     Samningum og viðaukum, sem varða Project Agreement, dags. 9. mars 2006, og viðauka hans, og kærendur fengu aðgang að í samræmi við úrskurði nefndarinnar nr. 233/2006 og 307/2009. Ennfremur vísa kærendur til úrskurðar nr. 228/2006 þar sem veittur var aðgangur að umsögn matsnefndarinnar.</p> <p>(II)    Fundargerðum Austurhafnar varðandi byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins.</p> <p>(III)  Gögn sem varða yfirtöku Austurhafnar í hlutum í [C], [D] og dótturfélögum þeirra.“</p> <p>Varðandi lið (I) er tekið fram að enginn grundvöllur sé fyrir beiðni kærenda þar sem þeim hafi verið veittur aðgangur að Project Agreement og þeim viðaukum sem gerðir voru við hann í samræmi við úrskurði nefndarinnar nr. A-233/2006 og A-307/2009. Hvað lið (II) varðar er vísað til úrskurðar nefndarinnar nr. A-307/2009 þar sem fram kemur að Austurhöfn TR ehf. sé ekki einkaaðili sem falið hefur verið opinbert vald, sbr. 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, og því falli Austurhöfn TR ehf. ekki undir lögin. Eftirfarandi kemur meðal annars fram í bréfinu varðandi lið (III):</p> <p>,,Óskað er eftir aðgangi að gögnum er varða yfirtöku Austurhafnar á hlutum í [C]ti, [D] og dótturfélögum þeirra. Tekið skal fram að engir sérstakir samningar hafa verið gerðir um hluti í [E], [I], [J] eða [K] enda eru þau dótturfélög [C] og [D]. Einungis hefur verið undirritaður kaupsamningur milli Austurhafnar og [F] um kaup 50% hluta í [C].</p> <p>Ljóst er að samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga falla Reykjavíkurborg og Ríkiskaup undir gildissvið laganna, en Austurhöfn utan þeirra, sbr. lið II hér að ofan. Þau gögn sem óskað er aðgangs að varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni [F], [L], [M] og [N] sem óheimilt er að veita aðgang að, nema samþykki viðkomandi fyrirtækja liggi fyrir, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þau gögn sem óskað er eftir varða einkahagsmuni þeirra fyrirtækja sem hlut eiga að máli. Við mat á því hvort 5. gr. upplýsingalaga eigi við ber að horfa til þess hvort um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni sé að tefla að ætla megi að aðgangur að upplýsingum sé til þess fallinn að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið getur orðið og hvaða líkur séu á að það muni hljótast, verði upplýsingarnar veittar. Í þessu máli er ljóst að tjónið af því að upplýsingarnar séu veittar yrði mikið þar sem fyrirtækjunum væri gert skylt að opinbera upplýsingar sem kann að skaða þeirra viðskiptalegu hagsmuni.</p> <p>Við mat á því hvort upplýsingarnar skuli undanþegnar aðgangi með vísan til 5. gr. upplýsingalaga ber að líta til eðlis þeirra. Upplýsingar um viðskiptaleyndarmál og upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu falla til að mynda undir 5. gr. upplýsingalaga. Hér er um að ræða fjárhagslegar upplýsingar er varða kaupverð, lán, kjör og aðra skilmála sem eðlilegt er að fari leynt. Verði slíkar upplýsingar gerðar opinberar kann það að skaða viðkomandi aðila. Í ljósi framangreinds ber að hafna aðgangi að umræddum upplýsingum.</p> <p>Athuga ber að þegar vafi leikur á því hvort veita eigi aðgang að tilteknum upplýsingum, skiptir máli hvort upplýsingarnar eru almennt þekktar og hvort að sá, sem upplýsingarnar snertir, hefur sjálfur fjallað um þær á opinberum vettvangi. Ljóst er að með engu móti hefur verið fjallað um þessi gögn á opinberum vettvangi af hálfu þeirra sem þær varða og skal vega það þungt við mat á því hvort veita eigi aðgang að umræddum upplýsingum.</p> <p>Í þeim gögnum sem hér er óskað aðgangs að er til að mynda að finna upplýsingar um lánakjör Austurhafnar og dótturfélaga þess, sem eðlilegt er að leynt fari. Með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndar nr. 280/2008 (Byggðastofnun) var fallist á að undanþiggja upplýsingar aðgangi með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Var þar vísað til þess að um væri að ræða ítarlegar upplýsingar um rekstur og fjárhagsstöðu, stöðu lána og rekstrarlega stöðu fyrirtækisins.</p> <p>Að öllu framangreindu ber að hafna kröfu kærenda um aðgang að þeim gögnum sem varða yfirtöku Austurhafnar í hlutum í [C], [D] og dótturfélögum þess.</p> <p>Verði ekki fallist á að takmarka aðgang að gögnum í heild með vísan til 5. gr. upplýsingalaga, er þess krafist að takmarkaður verði aðgangur að þeim hluta skjalanna, sem hafa að geyma upplýsingar sem varða mikilvæga fjárhagshagsmuni fyrirtækjanna, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, og þess krafist að haft verði samráð við hlutaðeigandi, þ.e. [L], [M], [N] og [F] við ákvörðun um þann hluta sem veita ber aðgang að.“</p> <p>Hinn 19. ágúst 2009 ritaði úrskurðarnefndin lögmanni kærenda bréf og gaf honum færi á að setja fram athugasemdir í tilefni af umsögn kærðu. Athugasemdir kærenda bárust nefndinni með bréfi, dags. 1. september. Þar segir meðal annars svo:</p> <p>,,Að því er fundið að ekki komi fram með nægilega skýrum hætti hvaða gögn kærendur óska aðgangs að. Kærendur eru ekki í stöðu til að tilgreina með nákvæmum hætti þau skjöl sem óskað er aðgangs að enda ekki er vitað í hvaða formi samningur er um kaup og/eða yfirtöku á [C], [D] og/eða dótturfélögum þeirra félaga. Þá er ekki vitað hvort gerðir hafa verið frekari viðaukar eða samningar við samninga um byggingu tónlistarhúss eftir 17. júlí 2008.</p> <p>Kærendur fara fram á að fá afrit af öllum gögnum er varða samninginn um byggingu tónlistarhúss eins og fram kemur í kæru og samninga um kaup og/eða yfirtöku á áðurgreindum félögum enda hafa kærendur sem og almenningur verulega hagsmuni af því að þeir séu rétt upplýstir um efni samninganna einkum og sér í lagi vegna kaupréttarákvæðis ríkis og borgar sbr. forskrift samningskaupanna. Þá er verkefnið um byggingu tónlistarhúss nú að því best er vitað í höndum félaga sem eru alfarið í eigu hins opinbera og viðskiptabanka þeirra sömuleiðis. Nauðsynlegt er að í þjóðfélaginu ríki traust um ferli hvort heldur er útboð eða samningskaupsferli sem gerð eru á vegum hins opinbera. Er afhending umbeðinna gagna liður í því að þátttakendur og almenningur verði upplýstir að farið hafi verið að forskrift og að jafnræðis hafi verið gætt. Fyrr ríkir ekki traust sem nauðsynlegt er til að einkafyrirtæki ráðist í þátttöku verkefna fyrir hið opinbera og fyrirtæki í þeirra eigu.</p> <p>Ekkert liggur fyrir um það að afhending gagna valdi tjóni auk þess sem alltaf hafi legið fyrir að samningsaðili félagsins væri opinber aðili og að upplýsingalög nr. 50/1996 ættu þar að leiðandi við. Mátti Ríkiskaup, Reykjavíkurborg sem og Austurhöfn því gera ráð fyrir að samningar yrðu gerðir opinberir.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði lögmanni kærðu tvö bréf, dags. 23. nóvember, þar sem óskað var nánari skýringa á tilteknum atriðum. Vörðuðu bréfin annars vegar Reykjavíkurborg og hins vegar Ríkiskaup. Eftirfarandi kemur meðal annars fram í bréfunum:</p> <p>,,Úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísar til athugasemda yðar, dags. 18. ágúst 2009, við kæru Eignarhaldsfélagsins [A] og [B] til nefndarinnar, dags. 28. júlí 2009. Athugasemdir yðar eru gerðar fyrir hönd Austurhafnar-TR ehf., Ríkiskaupa og Reykjavíkurborgar. Með athugasemdum yðar voru engin afrit gagna látin úrskurðarnefndinni í té.</p> <p>Í bréfi yðar ráðið þér af kærunni að meðal annars hafi verið óskað eftir fundargerðum Austurhafnar varðandi byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss og gögnum er varða yfirtöku Austurhafnar á hlutum í [C], [D] og dótturfélögum þeirra. Fjallið þér um beiðni kæranda um aðgang að gögnum á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Hvað fyrra atriðið varðar, þ.e. fundargerðir Austurhafnar, vísið þér til þess að 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga taki aðeins til einkaaðila, að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Vísið þér til þess að Austurhöfn hafi ekki verið falið opinbert vald, sbr. úrskurð úrskurðanefndarinnar nr. A-307/2009 og taki lögin því ekki til Austurhafnar. Hafnið þér því afhendingu á fundargerðum Austurhafnar.</p> <p>Hvað síðara atriðið varðar, þ.e. gögn er varða yfirtöku Austurhafnar á hlutum í [C], [D] og dótturfélögum, vísið þér til þess að Ríkiskaup falli undir gildissvið 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga en Austurhöfn þar fyrir utan. Vísið þér til þess að þau gögn sem óskað er aðgangs að varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni [F], [L], [M] og [N] sem óheimilt sé að veita aðgang að, nema samþykki viðkomandi fyrirtækja liggi fyrir, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá vísið þér til þess að um sé að ræða fjárhagslegar upplýsingar er varða kaupverð, lán, kjör og aðra skilmála sem eðlilegt sé að fari leynt og verði slíkar upplýsingar gerðar opinberar kunni það að skaða viðkomandi aðila. Hafnið þér því aðgangi kæranda að umræddum upplýsingum.  </p> <p>Í dómi Hæstaréttar Íslands nr. 366/2007 frá 23. apríl 2008 kemur fram að Ríkiskaup hafi fyrir hönd Austurhafnar séð um þau innkaup sem leiddu til samnings dags. 9. mars 2006, sá samningur hafi verið kynntur í borgarráði Reykjavíkurborgar sama dag og hann var undirritaður. Þá komi fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-228/2006 frá 18. júlí 2006 að samningurinn hafi verið undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins og Reykjavíkurborg auk ónafngreindra fyrirtækja ,,vegna þeirra skuldbindinga sem af samningum leiddi fyrir þessa aðila.“ Í dómnum segir að af þessu sé ljóst að Ríkiskaup og Reykjavíkurborg hafi samninginn undir höndum vegna verkefna þeirra á sviði stjórnsýslu. Falli hann því undir gildissvið upplýsingalaga.</p> <p>Þess er óskað að þér upplýsið hvort Ríkiskaup [og/eða Reykjavíkurborg] hafi undir höndum gögn sem falla undir kæruna og þar með upplýsingarétt kæranda. Þá er einkum haft í huga að þér vísið til þess að gögn Austurhafnar, sem sbr. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-307/2009 fellur ekki undir upplýsingalögin, séu gögn sem stjórnvaldi er ekki skylt að veita aðgang að með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Ef gögn sem falla undir kæruna eru í fórum Ríkiskaupa [og/eða Reykjavíkurborgar] er þess óskað að þér afhendið þau svo úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga lagt mat á þau og úrskurðað um það hvort Ríkiskaupum [og/eða Reykjavíkurborg] beri að afhenda gögnin eða hvort þau séu undanþegin upplýsingarétti kæranda á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga eins og þér vísið til í bréfi yðar.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst svar lögmanns kærðu með bréfi, dags. 14. desember. Þar kemur meðal annars fram:</p> <p>,,Fundargerðir Austurhafnar að því er varðar bygginu tónlistar- og ráðstefnuhússins eru hvorki í fórum Reykjavíkurborgar eða Ríkiskaupa og ber því að hafna aðgangi kæranda að því er þær varðar.<br />  <br /> Meðfylgjandi er það skjal sem Reykjavíkurborg og Ríkiskaup er varðar yfirtöku Austurhafnar á hlutum í [C], [D] og dótturfélögum, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Rétt þykir að taka fram að skilmálaskjalið er í fórum bæði Reykjavíkurborgar og Ríkiskaupa. Ennfremur þykir rétt að vekja athygli á því að meðfylgjandi skjal hefur áður verið afhent í tengslum við kæru [Y] en aðgangi hans að skjalinu var hafnað, sbr. úrskurð nefndarinnar nr. 309/2009.</p> <p>Vakin er athygli á því að meðfylgjandi skjal hefur að geyma upplýsingar er varða ekki eingöngu Ríkiskaup og Reykjavíkurborg heldur einnig þriðja aðila og var þeim öllum veitt tækifæri til að andmæla birtingu skjalsins við úrlausn kæru, sem tekin var afstaða til í úrskurði nefndarinnar nr. 309/2009.</p> <p>Ítrekaðar eru fyrri röksemdir sem fram koma undir lið III (Gögn sem varða yfirtöku Austurhafnar á hlutum í [C], [D] og dótturfélögum) í greinargerð Reykjavíkurborgar og Ríkiskaupa til úrskurðarnefndar, dags. 18. ágúst 2009.“</p> <p>Eftirfarandi tvö skjöl voru afhent með bréfinu:</p> <p>1. Helstu skilmálar samnings um kaup á hlutafé eignarhaldsfélagsins [C] og [D] ásamt byggingarrétti í [O] á Austurbakka 2, dags. 31. mars 2009.<br /> 2. Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð. Minnisblað um fjármögnun og fyrirkomulag á greiðslu fjármagns og endurgreiðslu lána, dags, 31. mars 2009.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 28. desember, var lögmanni kærenda gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Frekari athugasemdir lögmanns kærenda bárust með bréfi, dags. 8. janúar 2010. Þar ítrekuðu kærendur kröfur sínar og tóku fram að ekki lægi fyrir að afhending gagnanna ylli þriðja aðila tjóni. Þá var bent á að Ríkiskaup og Reykjavíkurborg væru opinberir aðilar og ættu undir upplýsingalögin og því hefðu Ríkiskaup, Reykjavíkurborg og Austurhöfn TR ehf. mátt gera ráð fyrir að samningar yrðu gerðir opinberir.</p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong><br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Þar með falla bæði Reykjavíkurborg og Ríkiskaup undir lögin. Ríkiskaup stóðu, fyrir hönd Austurhafnar TR ehf., sem er fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, að gerð samnings um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss á austurbakka Reykjavíkurhafnar. Hafa kærendur því réttilega beint beiðni sinni og kæru að stjórnvöldunum Reykjavíkurborg og Ríkiskaupum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður, í úrskurðum í málum nr. A-307/2009 og nr. A-309/2009, tekið afstöðu til þess hvort Austurhöfn TR ehf. falli undir gildissvið upplýsingalaga. Í þeim úrskurðum er rakið að samkvæmt 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga taka lögin til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringum við 1. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er gerð grein fyrir því að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Þá er tekið fram að lögin taki einnig til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Síðan segir í skýringunum: „Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema því hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna.“</p> <p>Með vísan til þessa  verður á því að byggja í úrskurði þessum að starfsemi Austurhafnar TR ehf. falli ekki undir ákvæði upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra laga. Ber samkvæmt því að vísa frá úrskurðarnefndinni kæru á hendur því félagi um afhendingu gagna og þar með töldum fundargerðum Austurhafnar TR ehf. varðandi byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins en þær eru samkvæmt gögnum málsins einungis til í fórum þess félags en hvorki Reykjavíkurborgar né Ríkiskaupa.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Í skýringum kærðu í máli þessu kemur fram að í fórum Reykjavíkurborgar annars vegar og Ríkiskaupa hins vegar sé aðeins að finna tvö skjöl sem falla undir kæru máls þessa. Annars vegar er þar um að ræða skjal, dags. 31. mars 2009, sem ber yfirskriftina „Helstu skilmálar samnings um kaup á hlutafé eignarhaldsfélagsins [C] og [D] ásamt byggingarrétti [O] á Austurbakka 2“. Hins vegar skjal, dags. sama dag, með yfirskriftina „Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð. Minnisblað um fjármögnun og fyrirkomulag á greiðslu framlags og endurgreiðslu lána“.</p> <p>Kærðu hafa til stuðnings synjunar á aðgangi að þessum gögnum vísað til 5. gr. upplýsingalaga. Kærðu vísa ennfremur til þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi áður, með úrskurði í máli nr. A-309/2009, tekið afstöðu til helstu skilmála samnings um kaup á hlutafé eignarhaldsfélagsins [C] og [D] ásamt byggingarrétti í [O]. á Austurbakka 2, dags. 31. mars 2009. Nauðsynlegt er að árétta að úrskurðarnefnd um upplýsingamál vísaði því máli frá nefndinni þar sem úrlausn málsins féll utan gildissviðs upplýsingalaga af sömu ástæðum og raktar eru hér að framan í niðurlagi kafla 1, en tók ekki efnislega afstöðu til afhendingar skjalsins.</p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða  viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er m.a.  tekið fram, til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar, að óheimilt sé að veita almenningi viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu fyrirtækja.</p> <p>Við beitingu tilvitnaðs ákvæðis verður að hafa í huga að upplýsingalögin gera ráð fyrir að metið sé í hverju og einu tilviki hvort viðkomandi upplýsingar varði svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækja eða annarra lögaðila að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda þeim tjóni verði þær gerðar opinberar. Við matið verður að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur þeirra lögaðila sem um ræðir á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra á metum hagsmunir viðkomandi aðila eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999. Við mat á hagsmunum almennings í þessu tilliti skiptir almennt verulegu máli hvort og þá að hvaða leyti þær upplýsingar sem um ræðir lúta að ákvörðunum um ráðstöfun opinbers fjár og eigna.</p> <p>Vegna meðferðar úrskurðarnefndarinnar á öðrum málum þar sem reynt hefur á aðgang gagna og upplýsinga sem tengjast þeim gögnum sem hér um ræðir, sem og vegna skýringa kærðu í máli þessu, telur nefndin rétt að byggja á því að þau fyrirtæki sem gögn málsins varða leggist gegn afhendingu þeirra upplýsinga sem fram koma í gögnunum og þeim tengjast.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér ítarlega efni þeirra tveggja skjala máls þessa sem eru samkvæmt skýringum kærðu í þeirra fórum. Að hluta til geyma þau upplýsingar sem beinlínis varða fjármögnun borgarinnar og ríkisins á umræddu verkefni, þ.e. byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík. Að stærstum hluta er þó um að ræða lýsingu á tilteknum samningum eða ráðstöfunum þeirra einkaréttarlegu fyrirtækja sem standa að verkefninu og lýsingu á fjármögnun þeirra sem ekki stendur í beinum tengslum við fjárframlög ríkis eða borgar. Þær upplýsingar eru almennt þess eðlis að aðgangi almennings að þeim ber að hafna á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í inngangi svonefnds skilmálablaðs, dags. 31. mars 2009, kemur fram að íslenska ríkið og Reykjavíkurborg séu aðilar að skilmálablaðinu og meðfylgjandi minnisblaði um fjármögnun einungis varðandi þau ákvæði sem lúta að fjárframlagi ríkis og borgar til tónlistar- og ráðstefnuhúss og veðsetningu vegna þeirrar fjármögnunar, svo og í tengslum við þær breytingar á Project Agreement sem settar séu fram í skilmálablaðinu.</p> <p>Með hliðsjón af gögnum málsins, og með vísan til ofangreindra sjónarmiða, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að eftirfarandi hlutar skilmálablaðs, dags. 31. mars 2009, innihaldi ekki upplýsingar sem rétt er að synja kæranda um aðgang að á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga:</p> <p>1) Blaðsíða 1 í heild sinni<br /> 2) Hluti af blaðsíðu 5, sem hefst á orðunum „Aðilar eru sammála um ...“ og endar á orðunum „... heild eða hluta án sérstaks kostnaðar.“<br /> 3) Hluti af blaðsíðu 6, sem hefst á orðunum „Samningur Austurhafnar og [C] ...“ og endar á orðunum „... fyrir því að framlagsskylda hefjist.“<br /> 4) Blaðsíður 9 og 10 í heild sinni.</p> <p>Hins vegar telur nefndin að þegar virtar eru aðrar upplýsingar sem í skjalinu koma fram lúti þær með svo beinum hætti að fjárhagslegum ráðstöfunum þeirra einkaréttarlegu fyrirtækja sem um ræðir, þar á meðal um lánakjör og aðra viðskiptaskilmála, að rétt sé að hafna aðgangi að þeim með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Ber hér einnig að hafa í huga að þær upplýsingar tengjast aðeins með óbeinum hætti ákvörðunartöku opinberra aðila um ráðstöfun opinberra hagsmuna.</p> <p>Á grundvelli framangreinds er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, með vísan til 3. gr. upplýsingalaga að Reykjavíkurborg og Ríkiskaupum  beri að afhenda kærendum afrit af hinu umrædda skilmálablaði, dags. 31. mars 2009, með þeirri takmörkun, sbr. 5. og 7. gr. sömu laga, að strikað sé yfir aðra hluta skjalsins en þá sem tilgreindir eru hér að ofan.</p> <p>Þær upplýsingar sem fram koma í minnisblaði, dags. 31. mars 2009, og telja verður að lúti að mikilvægum fjárhags- og viðskiptahagsmunum, þeirra fyrirtækja sem þar eru nefnd, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, koma fram svo víða í skjalinu að ekki verður talið fært að veita aðgang að hluta þess með vísan til 7. gr. sömu laga.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Vísað er frá kröfu kærenda, [A] og [B], á hendur Austurhöfn TR ehf.</p> <p>Staðfest er synjun kærðu, Reykjavíkurborgar og Ríkiskaupa, á því að afhenda kærendum, skjal, dags. 31. mars 2009, með yfirskriftina „Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð. Minnisblað um fjármögnun og fyrirkomulag á greiðslu framlags og endurgreiðslu lána.“</p> <p>Kærðu, Reykjavíkurborg og Ríkiskaupum, ber að afhenda kærendum skjal, dags. 31. mars 2009, með yfirskriftina „Helstu skilmálar samnings um kaup á hlutafé eignarhaldsfélagsins [C] og [D] ásamt byggingarrétti [O] á Austurbakka 2“, þó með þeirri takmörkun að fyrir afhendingu skal strika yfir aðra hluta skjalsins en þá sem hér eru upp taldir: (1) Bls. 1 í heild sinni, (2) þann hluta af bls. af blaðsíðu 5, sem hefst á orðunum „Aðilar eru sammála um ...“ og endar á orðunum „... heild eða hluta án sérstaks kostnaðar.“, (3) þann hluta af bls. 6, sem hefst á orðunum „Samningur Austurhafnar og [C] ...“ og endar á orðunum „... fyrir því að framlagsskylda hefjist.“, (4) Blaðsíður 9 og 10 í heild sinni.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                      Helga Guðrún Johnson                                  Trausti Fannar Valsson</p> |
A 330/2010. Úrskurður frá 25. janúar 2010 |
Kærð var ákvörðun Varnarmálastofnunar Íslands um að synja beiðni um aðgang að tilteknum hlutum samnings Varnarmálastofnunar Íslands og [B] sem og öðrum skjölum eða gögnum sem mál það varðaði hjá stofnuninni. Mikilvægir almannahagsmunir vegna öryggis- eða varnarmála. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila Vinnuskjöl. Frávísun að hluta. Aðgangur veittur að hluta. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><strong> </strong>Hinn 25. janúar 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-330/2010.</p> <p> <strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 27. nóvember 2009, kærði [A] þá ákvörðun Varnarmálastofnunar Íslands frá 5. október að synja beiðni kæranda um aðgang að tilteknum hlutum samnings Varnarmálastofnunar Íslands og [B], dags. 8. apríl 2009, sem og öðrum skjölum eða gögnum sem mál það varðar hjá stofnuninni.</p> <p> Eftirfarandi kemur meðal annars fram í beiðni kæranda, dags. 2. september, til Varnarmálastofnunar Íslands:</p> <p> ,,Með vísun til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er þess hér með óskað að Varnarmálastofnun láti undirrituðum í té afrit fyrrnefnds samnings stofnunarinnar og [B] [dags. 8. apríl 2009] sem og afrit allra annarra skjala eða gagna, sem tengjast samningunum og þar með máli þessu með beinum eða óbeinum hætti. Eigi takmarkanir á aðgangi við um hluta samnings eða annarra skjala eða gagna er þess óskað að afrit annarra hluta verði afhent undirrituðum, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> Ennfremur er þess óskað að undirrituðum verði látin í té útprentun úr málaskráningarkerfi Varnarmálastofnunar (dagbókarfærslur) með yfirliti yfir þau skjöl, sem skráð eru á málið og varða umrædda samningsgerð.“</p> <p> Varnarmálastofnun upplýsti kæranda um, í samræmi við 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að ekki væri unnt að svara beiðni hans fyrir 10. september sökum anna en ákvörðunar yrði að vænta 12. október. Kærandi ítrekaði beiðni sína um afhendingu gagna með bréfi til Varnarmálastofnunar, dags. 11. september, þar sem hann vísaði til brýnna hagsmuna af notkun þeirra. Kærandi lagði jafnframt ríka áherslu á að ekki væri einungis óskað eftir afriti þess samnings sem áður hefur verið tilgreindur heldur einnig afriti allra skjala eða gagna, sem tengjast samningnum og þar með málinu með beinum eða óbeinum hætti.</p> <p> Kæranda barst svar Varnarmálastofnunar með bréfi, dags. 5. október, þar sem meðal annars eftirfarandi kom fram:</p> <p> ,,Með tilliti til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 (uppl.) þarf Varnarmálastofnun að takmarka aðgang [A] að umbeðnum gögnum og getur því Varnarmálastofnun aðeins afhent þau að hluta sbr. 7. gr. uppl. Vissir hlutar samningsins varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni [B] og fyrir liggur að [B] samþykkir ekki að umræddar upplýsingar verði afhentar. Varnarmálastofnun er því óheimilt skv. 5. gr. uppl. að veita aðgang að umbeðnum gögnum í heild. Ákveðinn hluti samningsins, viðauki 10, fellur auk þess undir 1. tl. 1. mgr. 6. gr. uppl. þar sem í honum felast upplýsingar um öryggis- og varnarmál ríkisins og er því ekki mögulegt að veita [A] aðgang að þeim hluta.</p> <p> Varnarmálastofnun er ekki með málaskráningarkerfi líkt og ráðuneyti, utanumhald skjala hjá stofnuninni er með öðrum hætti. Meðfylgjandi eru öll þau gögn sem koma að málinu utan einstakra vinnuskjala sem verða ekki afhent skv. 4. gr. uppl. Varnarmálastofnun hefur ekki forræði til að svara fyrir hvort frekari gögn séu til hjá öðrum stjórnvöldum, en bendir á að til þessa máls var upphaflega stofnað hjá Utanríkisráðuneytinu með stuðningi Ríkiskaupa og því mögulegt að frekari gögn um málið liggi fyrir þar.</p> <p> Meðfylgjandi er sá hluti samningsins sem hægt er að veita aðgang að og efnisyfirlit samningsins ásamt tilvísunum í viðeigandi lagagreinar sem takmarka aðgang.“</p> <p> Kæranda var jafnframt leiðbeint um rétt til rökstuðnings á grundvelli 1. mgr. 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og heimild til að kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 16. gr. sömu laga.</p> <p> Kærandi fór fram á rökstuðning fyrir ákvörðun Varnarmálastofnunar með bréfi, dags. 16. október. Eftirfarandi kemur meðal annars fram í bréfi kæranda:</p> <p> ,,Nánar tiltekið var umbjóðanda mínum synjað um aðgang að eftirfarandi hlutum samningsins:</p> <p> </p> <p sizset="1" sizcache="1"><span>1.     </span> <span>Blaðsíðum 5, 6 og 7 í samningnum.</span></p> <p sizset="3" sizcache="1"><span>2.     </span> <span>Viðauka 4 við samninginn.</span></p> <p sizset="5" sizcache="1"><span>3.     </span> <span>Viðauka 5 við samninginn.</span></p> <p sizset="7" sizcache="1"><span>4.     </span> <span>Viðauka 7 við samninginn.</span></p> <p sizset="9" sizcache="1"><span>5.     </span> <span>Viðauka 10 við samninginn.</span></p> <p sizset="11" sizcache="1"><span>6.     </span> <span>Viðauka 11 við samninginn.</span></p> <p sizset="13" sizcache="1"><span>7.     </span> <span>Viðauka 12 við samninginn.      </span></p> <p> </p> <p>Umbjóðandi minn krefst þess að synjun Varnarmálastofnunnar um aðgang að hverjum og einum ofangreindra hluta samningsins verði rökstudd sérstaklega. Í því efni er m.a. tekið fram að umræddur samningur var gerður í kjölfar opinbers útboðs nr. 14443. Þegar af þeim sökum telur umbjóðandi minn að tilboð [B], dags. 16. september 2008 (viðauki 7) geti ekki talist trúnaðarmál samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Með sama hætti geta skýringar og frávik frá umræddu tilboði (viðauki 4) ekki talist trúnaðarmál samkvæmt 5. gr. laganna. Ennfremur verður vart talið að efni allra þeirra fundargerða, sem heyra undir viðauka 5 við samninginn, geti talist trúnaðarmál að öllu leyti samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> Þá er þess krafist að rökstudd verði sú ákvörðun Varnarmálastofnunar að veita ekki aðgang að vinnuskjölum í vörslum stofnunarinnar með vísun til 4. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi er nauðsynlegt að Varnarmálastofnun geri grein fyrir og leggi mat á efnisinntak umræddra vinnuskjala, þ.e. m.a. hvort þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu málsins eða tiltekins hluta þess og hvort þau hafa að geyma upplýsingar, sem ekki verður aflað annars staðar frá.“</p> <p> Kæranda barst rökstuðningur Varnarmálastofnunar með bréfi, dags. 30. október, þar kemur meðal annars fram:</p> <p> ,,Ákvörðun um birtingu auglýsingar var í höndum utanríkisráðuneytis, hún grundvallaðist hvorki á þörf né skyldu og féll utan laga og reglna um opinber innkaup, Að öðru leyti setur Varnarmálastofnun fram eftirfarandi rökstuðning fyrir synjun sinni um aðgang að tilteknum hlutum umrædds samnings.</p> <p> Með tilliti til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þarf Varnarmálastofnun að takmarka aðgang [A] að umbeðnum gögnum og getur því aðeins afhent þau að hluta sbr. 7. gr. uppl. Vissir hlutar samningsins varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni [B] og fyrir liggur að [B] samþykkir ekki að umræddar upplýsingar verði afhentar. Þá er ekki um að ræða opinbert útboð sbr. OIL eins og áður sagði og umræddur hluti gagna því trúnaðarmál í skilningi 5. gr. uppl. Undir 5. gr. falla nánar tiltekið bls. 5, 6 og 7 í samningi Varnarmálastofnunar og [B] og viðaukar 4, 5, 7, 11 og 12.</p> <p> Þá fellur viðauki 10 undir 1. tl. 1. mgr. 6. gr. uppl. þar sem í honum felast upplýsingar um öryggis- og varnarmál íslenska ríkisins.</p> <p> Hvað varðar vinnuskjöl sem eru á forræði stofnunarinnar og lúta að þessu máli, þá hafa þau gögn sem ekki eru undanskilin skv. 3. tl. 1. mgr. 4. gr. uppl. verið afhent. Önnur gögn en þau sem afhent voru, voru rituð til eigin afnota stofnunarinnar, hafa ekki að geyma endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu máls né upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“</p> <p> Samkvæmt gögnum málsins er um að ræða eftirfarandi skjöl:</p> <p sizset="15" sizcache="1"> <span>1.     </span> <span>Útprentun úr málaskráningarkerfi Varnarmálastofnunar (dagbókarfærslur) með yfirliti yfir þau skjöl, sem skráð eru á málið og varða umrædda samningsgerð.</span></p> <p sizset="17" sizcache="1"><span>2.     </span> <span>Samningur [B] og Varnarmálastofnunar Íslands um olíustöð NATO í Helguvík, dags. 8. apríl 2009, ásamt viðaukum.</span></p> <p sizset="19" sizcache="1"><span>2.1.  </span> <span>Blaðsíðum 5, 6 og 7 í samningnum.</span></p> <p sizset="21" sizcache="1"><span>2.2.  </span> <span>Viðauka 4 við samninginn.</span></p> <p sizset="23" sizcache="1"><span>2.3.  </span> <span>Viðauka 5 við samninginn.</span></p> <p sizset="25" sizcache="1"><span>2.4.  </span> <span>Viðauka 7 við samninginn.</span></p> <p sizset="27" sizcache="1"><span>2.5.  </span> <span>Viðauka 10 við samninginn.</span></p> <p sizset="29" sizcache="1"><span>2.6.  </span> <span>Viðauka 11 við samninginn.</span></p> <p sizset="31" sizcache="1"><span>2.7.  </span> <span>Viðauka 12 við samninginn.      </span></p> <p sizset="33" sizcache="1"><span>3.     </span> <span>Minnisblað [X], tekið saman fyrir Varnarmálastofnun, dags. 8. apríl 2009.</span></p> <p sizset="35" sizcache="1"><span>4.     </span> <span>Minnisblað - Drög vegna öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli, Helguvík, dags. 17. ágúst 2008.</span></p> <p sizset="37" sizcache="1"><span>5.     </span> <span>Gróft mat á fylgigögnum tilboðs [B] vegna verkefnis nr. 14443, dags. 24. september 2008.</span></p> <p sizset="39" sizcache="1"><span>6.     </span> <span>Samantekt vegna yfirlesturs og mats á tilboðsgögnum [B], dags. 29. september 2008.</span></p> <p sizset="41" sizcache="1"><span>7.     </span> <span>Erindi skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins til forstjóra Varnarmálastofnunar, dags. 10. október 2008, vegna könnunarviðræðna við [B]</span></p> <p sizset="43" sizcache="1"><span>8.     </span> <span>Minnisblað til forstjóra um fund í Ríkiskaupum vegna Helguvíkur, dags. 22. október 2008.</span></p> <p sizset="45" sizcache="1"><span>9.     </span> <span>Tölvupóstur forstjóra Varnarmálastofnunar til skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, dags. 28. nóvember 2008, vegna samningsviðræðna við [B]</span></p> <p sizset="47" sizcache="1"><span>10. </span> <span>Minnisblað Varnarmálastofnunar, dags. 28. ágúst 2008, með yfirskriftina: „Tilboð [B] í eldsneytiskerfi NATO, tenging við flugvöll“.</span></p> <p> </p> <p><strong>Málsmeðferð</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið barst kæra máls þessa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 27. nóvember 2009. Í kærunni kemur eftirfarandi meðal annars fram:</p> <p> ,,Þess er krafist að umræddri ákvörðun Varnarmálastofnunar Íslands, dags. 5. október 2009 (fskj. 5), verði hnekkt, þannig að Varnarmálastofnun verði gert skylt með vísun til 3. gr. upplýsingalaga að veita kæranda aðgang að eftirfarandi hlutum áðurnefnds samnings:</p> <p> </p> <p sizset="49" sizcache="1"><span>1.     </span> <span>Blaðsíðum 5, 6 og 7 í samningnum.</span></p> <p sizset="51" sizcache="1"><span>2.     </span> <span>Viðauka 4 við samninginn.</span></p> <p sizset="53" sizcache="1"><span>3.     </span> <span>Viðauka 5 við samninginn.</span></p> <p sizset="55" sizcache="1"><span>4.     </span> <span>Viðauka 7 við samninginn.</span></p> <p sizset="57" sizcache="1"><span>5.     </span> <span>Viðauka 10 við samninginn.</span></p> <p sizset="59" sizcache="1"><span>6.     </span> <span>Viðauka 11 við samninginn.</span></p> <p sizset="61" sizcache="1"><span>7.     </span> <span>Viðauka 12 við samninginn.      </span></p> <p> </p> <p>Þá er þess jafnframt krafist að Varnarmálastofnun verði gert skylt með vísun til 3. gr. upplýsingalaga að veita kæranda aðgang að eftirfarandi:</p> <p sizset="63" sizcache="1"> <span>1.     </span> <span>Útprentun úr málaskráningarkerfi Varnarmálastofnunar (dagbókarfærslur) með yfirliti yfir þau skjöl, sem skráð eru á málið og varða umrædda samningsgerð.</span></p> <p sizset="65" sizcache="1"><span>2.     </span> <span>Öllum vinnuskjölum Varnarmálastofnunar, sem tengjast málinu með beinum eða óbeinum hætti.</span></p> <p sizset="67" sizcache="1"><span>3.     </span> <span>Öllum öðrum skjölum eða gögnum Varnarmálastofnunar, sem málið varða með beinum eða óbeinum hætti.</span></p> <p>[...]</p> <p> Á grundvelli framangreinds [málsatvika] telur kærandi með vísun til 3. gr. upplýsingalaga að Varnarmálastofnun sé skylt að afhenda sér hin umbeðnu skjöl eða gögn.</p> <p> Árétta skal að samningur Varnarmálastofnunar og [B] var gerður í kjölfar opinbers útboðs nr. 14443. Þegar af þeim sökum verður talið að tilboð [B], dags, 16. september 2008 (viðauki 7), geti ekki talist trúnaðarmál samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Með sama hætti geta skýringar og frávik frá umræddu tilboði (viðauki 4) ekki talist trúnaðarmál samkvæmt 5. gr. laganna. Ennfremur verði vart talið að efni allra þeirra fundargerða, sem heyra undir viðauka 5 við samninginn, geti talist trúnaðarmál að öllu leyti samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, Samkvæmt ofangreindu hafnar kærandi skýringum Varnarmálastofnunar þess efnis að ekki hafi verið um opinbert útboð að ræða í þessu tilviki, enda ber útskrift af vefsíðu ríkiskaupa  greinilega merki um að svo hafi verið (fskj. 7), auk þess sem útboðið sjálft hafi öll einkenni opinbers útboðs á vegum ríkisins.</p> <p> Ennfremur vísar kærandi m.a. til samkeppnislegra og þar með þjóðhagslegra hagsmuna, enda er annar aðili hins umrædda samnings, [B], í eigu tveggja olíufélaga, [C] og [D].</p> <p> Niðurstaða hins opinbera útboðs fól í sér að [B] mun annast rekstur þeirrar aðstöðu, sem boðin var út, næstu 25 árin og fær með því einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Aðstaðan, sem áður var hernaðarleg, var með útboðinu tekin til borgaralegra nota og er nú nýtt í samkeppnisrekstri á Keflavíkurflugvelli. Í samkeppni telst aðstaðan ómissandi og nýtist hún til móttöku eldsneytis, afgreiðslu þess um lögn upp á flugvallarsvæðið og afgreiðslu þess inn á flugvélar á hluta vallarins. Í útboðinu voru gerðar strangar og kostnaðarsamar kröfur til bjóðenda, sem leiddu m.a. til þess að kærandi lagði ekki inn tilboð í hið opinbera útboð. Þá var í útboðsgögnum gert ráð fyrir því að allir viðskiptavinir tilboðsgjafa ([B]) hefðu jafna stöðu og jöfn kjör. Óvíst er hvort öll slík ákvæði hafi verið í hinum endanlega samningi, sem áður er getið og gerður var milli Varnarmálastofnunar og [B], en kærandi telur mjög mikilvægt að gengið sé úr skugga um hvort svo hafi verið.</p> <p> Í tengslum við aðgang að vinnuskjölum bendir kærandi á að Varnarmálastofnun var nauðsynlegt að gera grein fyrir og leggja sjálfstætt mat á efnisinntak umræddra vinnuskjala, þ.á m. hvort þau hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu málsins eða tiltekins hluta þess og hvort þau hafðu að geyma upplýsingar, sem ekki yrði aflað annars staðar frá. Kærandi telur að þetta hafi ekki verið gert með fullnægjandi hætti.“</p> <p> Kæran var send Varnarmálastofnun Íslands með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 3. desember, og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasamdir við kæruna til föstudagsins 11. desember. Með bréfi, dags. 11. desember, óskaði stofnunin eftir fresti til áramóta til að gera athugasemdir við kæruna vegna manneklu og anna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál veitti Varnarmálastofnun frest til 31. desember. Með bréfi, dags. 5. janúar 2010, bárust athugasemdir Varnarmálastofnunar ásamt eftirfarandi gögnum:</p> <p> </p> <p sizset="69" sizcache="1"><span>1.     </span> <span>Samningur [B] og Varnarmálastofnunar Íslands um olíustöð NATO í Helguvík, dags. 8. apríl 2009, ásamt viðaukum.</span></p> <p sizset="71" sizcache="1"><span>2.     </span> <span>Minnisblað [X], tekið saman fyrir Varnarmálastofnun, dags. 8. apríl 2009.</span></p> <p sizset="73" sizcache="1"><span>3.     </span> <span>Erindi skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins til forstjóra Varnarmálastofnunar, dags. 10. október 2008, vegna könnunarviðræðna við [B]</span></p> <p> </p> <p>Kæranda var með bréfi, dags. 6. janúar, veittur frestur til 15. janúar til að koma að frekari athugasemdum í málinu í ljósi bréfs Varnarmálastofnunar. Frekari athugasemdir kæranda vegna bréfs Varnarmálastofnunar, dags. 5. janúar, bárust ekki úrskurðarnefndinni innan tiltekins frests. Þá ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál Varnarmálastofnun bréf, dags. 6. janúar 2010, þar sem eftirfarandi kom fram:</p> <p sizset="77" sizcache="1"> <span>,,</span><span sizset="77" sizcache="1">Í beiðni kæranda til Varnarmálastofnunar Íslands, dags. 2. september sl., um afrit tiltekinna ganga er þess óskað að kæranda <span>,,verði látin í té útprentun úr málaskráningarkerfi Varnarmálastofnunar (dagbókarfærslur) með yfirliti yfir þau skjöl, sem skráð eru á málið og varða umrædda samningsgerð.“</span> Í bréfi yðar til kæranda, dags. 5. október sl., kemur fram að <span>,,Varnarmálastofnun er ekki með málaskráningarkerfi líkt og ráðuneyti, utanumhald skjala hjá stofnuninni er með öðrum hætti.“</span></span></p> <p> Stjórnvaldi er á grundvelli 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 skylt að skrá mál, sem koma til meðferðar hjá því, á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Réttur almennings til aðgangs að gögnum nær meðal annars til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn, samanber 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þess er óskað að þér afhendið úrskurðarnefnd um upplýsingamál yfirlit yfir skráningar gagna málsins, þó Varnarmálastofnun Íslands haldi ekki hefðbundna málaskrá líkt og fram hefur komið.“</p> <p> Nefndinni barst svar Varnarmálastofnunar, dags. 15. janúar, þar sem fram kom að stofnunin hafi innleitt nýtt málaskráningarkerfi, sem héldi meðal annars utan um skráningar málsgagna með vandaðri hætti en áður. Fram fari heildræn endurskráning gagna í hið nýja kerfi. Þá voru eftirfarandi gögn afhent úrskurðarnefndinni:</p> <p> </p> <p sizset="79" sizcache="1"><span>1.     </span> <span>Minnisblað - Drög vegna öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli, Helguvík, dags. 17. ágúst 2008.</span></p> <p sizset="81" sizcache="1"><span>2.     </span> <span>Gróft mat á fylgigögnum tilboðs [B] vegna verkefnis nr. 14443, dags. 24. september 2008.</span></p> <p sizset="83" sizcache="1"><span>3.     </span> <span>Samantekt vegna yfirlesturs og mats á tilboðsgögnum [B], dags. 29. september 2008.</span></p> <p sizset="85" sizcache="1"><span>4.     </span> <span>Erindi skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins til forstjóra Varnarmálastofnunar, dags. 10. október 2008, vegna könnunarviðræðna við [B]</span></p> <p sizset="87" sizcache="1"><span>5.     </span> <span>Minnisblað til forstjóra um fund í Ríkiskaupum vegna Helguvíkur, dags. 22. október 2008.</span></p> <p sizset="89" sizcache="1"><span>6.     </span> <span>Tölvupóstur forstjóra Varnarmálastofnunar til skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, dags. 28. nóvember 2008, vegna samningsviðræðna við [B]</span></p> <p sizset="91" sizcache="1"><span>7.     </span> <span>Minnisblað Varnarmálastofnunar, dags. 28. ágúst 2008, með yfirskriftina: „Tilboð [B] í eldsneytiskerfi NATO, tenging við flugvöll“.</span></p> <p> </p> <p>Kæranda var með bréfi, dags. 20. janúar, veittur frestur til 29. janúar til að koma að frekari athugasemdum í málinu í ljósi svarbréfs Varnarmálastofnunar við bréfi úrskurðarnefndarinnar.</p> <p> Með bréfi frá 29. janúar ítrekaði kærandi að kæran tæki til allra þeirra gagna sem Varnarmálastofnun hefði afhent nefndinni enda vörðuðu þau umrætt mál með beinum eða óbeinum hætti. Þá var þess óskað að afgreiðslu málsins yrði hraðað eins og kostur væri vegna brýnna hagsmuna kæranda.</p> <p> </p> <p> <strong>Niðurstöður</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fram hefur komið hér að framan má samkvæmt gögnum málsins afmarka kæruna við eftirfarandi gögn:</p> <p> </p> <p sizset="93" sizcache="1"><span>1.     </span> <span>Útprentun úr málaskráningarkerfi Varnarmálastofnunar (dagbókarfærslur) með yfirliti yfir þau skjöl, sem skráð eru á málið og varða umrædda samningsgerð.</span></p> <p sizset="95" sizcache="1"><span>2.     </span> <span>Samningur [B] og Varnarmálastofnunar Íslands um olíustöð NATO í Helguvík, dags. 8. apríl 2009, ásamt viðaukum.</span></p> <p sizset="97" sizcache="1"><span>2.1.  </span> <span>Blaðsíðum 5, 6 og 7 í samningnum.</span></p> <p sizset="99" sizcache="1"><span>2.2.  </span> <span>Viðauka 4 við samninginn.</span></p> <p sizset="101" sizcache="1"><span>2.3.  </span> <span>Viðauka 5 við samninginn.</span></p> <p sizset="103" sizcache="1"><span>2.4.  </span> <span>Viðauka 7 við samninginn.</span></p> <p sizset="105" sizcache="1"><span>2.5.  </span> <span>Viðauka 10 við samninginn.</span></p> <p sizset="107" sizcache="1"><span>2.6.  </span> <span>Viðauka 11 við samninginn.</span></p> <p sizset="109" sizcache="1"><span>2.7.  </span> <span>Viðauka 12 við samninginn.      </span></p> <p sizset="111" sizcache="1"><span>3.     </span> <span>Minnisblað [X], tekið saman fyrir Varnarmálastofnun, dags. 8. apríl 2009.</span></p> <p sizset="113" sizcache="1"><span>4.     </span> <span>Minnisblað - Drög vegna öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli, Helguvík, dags. 17. ágúst 2008.</span></p> <p sizset="115" sizcache="1"><span>5.     </span> <span>Gróft mat á fylgigögnum tilboðs [B] vegna verkefnis nr. 14443, dags. 24. september 2008.</span></p> <p sizset="117" sizcache="1"><span>6.     </span> <span>Samantekt vegna yfirlesturs og mats á tilboðsgögnum [B], dags. 29. september 2008.</span></p> <p sizset="119" sizcache="1"><span>7.     </span> <span>Erindi skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins til forstjóra Varnarmálastofnunar, dags. 10. október 2008, vegna könnunarviðræðna við [B]</span></p> <p sizset="121" sizcache="1"><span>8.     </span> <span>Minnisblað til forstjóra um fund í Ríkiskaupum vegna Helguvíkur, dags. 22. október 2008.</span></p> <p sizset="123" sizcache="1"><span>9.     </span> <span>Tölvupóstur forstjóra Varnarmálastofnunar til skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, dags. 28. nóvember 2008, vegna samningsviðræðna við [B]</span></p> <p sizset="125" sizcache="1"><span>10. </span> <span>Minnisblað Varnarmálastofnunar, dags. 28. ágúst 2008, með yfirskriftina: „Tilboð [B] í eldsneytiskerfi NATO, tenging við flugvöll“.</span></p> <p> </p> <p>Framvegis verður vísað til ofangreindra merkinga á þeim gögnum sem úrskurður nefndarinnar nær til.</p> <p> Fram hefur komið að kærandi í máli þessu taldi sér ófært að taka þátt í útboði í auglýsingu nr. 14443 um olíustöð NATO í Helguvík vegna útboðsskilmála en vera kann að hann hafi haft hug á því. Enda þótt svo kunni að vera verður ekki talið að þær upplýsingar sem hann hefur óskað aðgangs að, feli í sér svo sérstaka hagsmuni hans umfram aðra, að um sé að ræða upplýsingar um hann sjálfan í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Ber samkvæmt því að leysa úr máli þessu á grundvelli II. kafla þeirra laga en í 3. gr. segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur  gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“</p> <p> </p> <p><strong> </strong><strong>2.</strong></p> <p sizset="127" sizcache="1"><span>Eins og fram hefur komið óskaði kærandi meðal annars eftir útprentun úr málaskráningarkerfi Varnarmálastofnunar (dagbókarfærslur) með yfirliti yfir þau skjöl, sem skráð eru á málið og varða umrædda samningsgerð. Varnarmálastofnun hefur upplýst úrskurðarnefnd um upplýsingamál, með bréfi frá 15. janúar 2010, að</span> <span>stofnunin hafi innleitt nýtt málaskráningarkerfi, sem haldi meðal annars utan um skráningar málsgagna með vandaðri hætti en áður. Fram fari heildræn endurskráning gagna í hið nýja kerfi. Í bréfinu er yfirlit yfir öll gögn málsins sem til voru hjá stofnuninni.</span></p> <p> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að kæranda hafi, með afhendingu afrits þess bréfs, verið afhent yfirlit yfir gögn málsins og er kæru um synjun á afhendingu útprentunar úr málaskráningarkerfi Varnarmálstofnunar vísað frá nefndinni af þeim sökum.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Eins fram hefur komið afhenti Varnarmálstofnun kæranda einungis hluta samnings og viðauka samnings [B] og Varnarmálastofnunar Íslands um olíustöð NATÓ í Helguvík, dags. 8. apríl 2009. Vísaði Varnarmálastofnun til þess að [B] samþykki ekki afhendingu annarra hluta samningsins og viðauka hans og sé stofnuninni því óheimilt að afhenda þá með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Þá sé viðauki 10 við samninginn ekki afhentur með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem í honum felist upplýsingar um öryggis- og varnarmál ríkisins.</p> <p> Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða  viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er m.a.  tekið fram til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar að óheimilt sé: „... að veita almenningi upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p> Jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í umræddum samningi og viðaukum við hann geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli er engu að síður gert ráð fyrir því í upplýsingalögum að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við það mat verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra á metum hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999. Við mat á hagsmunum almennings af því að fá aðgang að umræddum samningi og viðaukum verður að hafa í huga að með samningnum er verið að ráðstafa opinberum hagsmunum.</p> <p> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið bls. 5-7 í samningnum auk viðauka 4, 5, 7, 11, 12 við samninginn m.t.t. þess hvort þar komi fram upplýsingar um einka- eða fjárhagshagsmuni [B] sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, enda liggur fyrir að [B] hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir afhendingu þeirra.</p> <p> Á bls. 5 - 7 í umræddum samningi, er að finna samningsgreinar 12 – 14. Í grein 12 er að finna almenna lýsingu á því að olíustöðin sé varnarmannvirki í eigu Atlantshafsbandalagsins, auk þess að stöðin sé varnarmannvirki á öryggissvæði íslenska ríkisins, og þýðingu þess. Þessar upplýsingar geta ekki talist þess eðlis að þeim beri að halda leyndum af tilliti til hagsmuna [B] Í grein 13 er fjallað um endurgjald [B] fyrir afnot af mannvirkjum og búnaði sem teljast til olíustöðvarinnar. Þessar upplýsingar eru að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki þess eðlis að þær myndu valda [B] tjóni verði þær gerðar aðgengilegar almenningi skv. upplýsingalögum. Þá ber að líta til þess að hér er aðeins um að ræða almenna lýsingu á endurgjaldi fyrir afnot af opinberu mannvirki. Verður aðgangi að upplýsingum í 13. gr. samningsins því ekki hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Í grein 14 er fjallað um tryggingar og ábyrgð af rekstri olíustöðvarinnar. Þar koma m.a. fram almennar lýsingar á tryggingum sem [B] skal veita. Hins vegar verður ekki séð að þær upplýsingar sem þarna komi fram lúti að samningum sem [B] hefur gert við tryggingafélög eða aðra aðila, sem fyrirtækinu kann að vera nauðsynlegt að gera til að fullnægja samningsákvæðinu. Þarna koma því ekki fram upplýsingar um lánakjör eða önnur viðskiptamálefni fyrirtækisins gagnvart öðrum en Varnarmálastofnun. Verður ekki séð að hér sé um að ræða upplýsingar sem vegna hagsmuna [B] sé rétt að fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> Með vísan til þessa telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að kærandi eigi skv. 3. gr. upplýsingalaga rétt á aðgangi að bls. 5 – 7 í umræddum samningi [B] og Varnarmálastofnunar (greinar 12 – 14 í samningum, (sjá skjal 2.1. hér að framan).</p> <p> Í viðauka 4 við ofangreindan samning er að finna skýringar og samþykkt frávik frá tilboði [B] 16. september 2008. Í þessum viðauka er að finna almenna lýsingu á endurgjaldi [B] fyrir afnot af mannvirkjum og búnaði sem teljast til olíustöðvarinnar. Þessar upplýsingar eru að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál ekki þess eðlis að þær myndu valda [B] tjóni verði þær gerðar aðgengilegar almenningi skv. upplýsingalögum. Þá ber að líta til þess að hér er aðeins um að ræða almenna lýsingu á endurgjaldi til opinbers stjórnvalds fyrir afnot af mannvirki. Verður aðgangi að umræddum upplýsingum því ekki hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. (Sjá skjal 2.2. hér að framan)</p> <p> Í viðauka 5 við samninginn er að finna sjö fundargerðir sem ritaðar hafa verið vegna skýringarviðræðna samningsaðila við samningsgerð. Fundargerðirnar eru dags. 22. október, 29. október, 10. nóvember, 18. nóvember og 25. nóvember 2008, 16. janúar og 3. febrúar 2009. Hver og ein fundargerð telst sjálfstætt gagn í skilningi upplýsingalaga.</p> <p> Eins og leiðir af samningnum sjálfum, grein 3, eru umræddar fundargerðir hluti samnings aðila og ber að hafa þær til hliðsjónar við beitingu hans og túlkun. Í þeim er að finna ýmsar upplýsingar um viðræður aðila um útfærslu samnings og einstakra samningsákvæða. Að því leyti sem þær hafa leitt til niðurstöðu af hálfu samningsaðila birtast þær niðurstöður í ákvæðum samningsins sjálfs.</p> <p> Í fundargerðunum koma m.a. víða fram upplýsingar um stöðu [B], m.a. til að afla lána og trygginga, um möguleika til framkvæmda í tengslum við viðhald o.fl. Þessar upplýsingar lúta m.a. að stöðu fyrirtækisins og fjármálum þess. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur svo á að hér sé um að ræða upplýsingar sem sanngjarnt sé að leynt fari samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Slíkar upplýsingar koma fram svo víða í umræddum fundargerðum að aðgangur að hluta þeirra verður ekki veittur með vísan til 7. gr. sömu laga. Varnarmálastofnun var því rétt að synja kæranda um aðgang að öllum fundargerðunum sem er að finna í viðauka 5 í heild sinni. (Sjá skjal 2.3. hér að framan)</p> <p> Í viðauka 7 er að finna tilboð [B], dags. 16. september 2008. Um er að ræða tilboð sem [B] lagði fram í tilefni af útboði nr. 14443, og ýmis gögn er því fylgdu. Þær upplýsingar sem fram koma um fyrirtækið [B] í umræddum viðauka eru að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál að stórum hluta þess eðlis að rétt þykir að takmarka aðgang kæranda að þeim á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Þar koma fram upplýsingar um viðskipta- og rekstraráætlanir, margháttaða stefnumörkun, almennar upplýsingar um viðskipti fyrirtækisins og fjárhagsstöðu þess og fleira sem tengist rekstri þess og afkomu. Hluti þeirra upplýsinga er að vísu í formi afrita af ársreikningum fyrirtækisins árin 2005, 2006 og 2007. Fyrir liggur að [B] hefur vegna áranna 2005, 2006 og 2007 staðið skil á ársreikningum sínum til ársreikningaskrár. Af ákvæðum 109. gr. laga nr. 3/2006, um ársreikninga, leiðir að ríkisskattstjóri skal veita aðgang að þeim gögnum sem skilaskyld eru í skrána. Þær upplýsingar sem fram koma í umræddum ársreikningum eru því þegar aðgengilegar almenningi. Úrskurðarnefndin telur því að kærandi eigi rétt á því að fá aðgang að ársreikningum [B] fyrir árin 2005, 2006 og 2007. Úrskurðarnefndin lítur svo á að þær upplýsingar sem fram koma í viðaukanum að öðru leyti séu almennt séð um þær aðferðir sem [B] hyggst viðhafa við að uppfylla samningsskyldur sínar. Þá er augljóst af efni þeirra að til grundvallar umræddu tilboði og fylgigögnum þess liggur umtalsverð vinna sem ljóst er að byggist á rannsóknum og vinnu sem kostað hefur umtalsverða fjármuni. Með vísan til þess hversu víða slíkar upplýsingar koma fram í þessu gagni (þ.e. viðauka 7 við hinn umrædda samning) verður jafnframt að telja að ekki séu skilyrði til að veita kæranda aðgang að hluta þess á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga að öðru leyti en því sem að framan greinir.  </p> <p> Viðauki 11 ber yfirskriftina „Efndatrygging fjármálastofnunar eða samþykkt staðgönguefndatrygging“. Hann inniheldur eitt skjal þar sem er að finna yfirlýsingu fjármálastofnunar um tryggingu til handa [B] Umrætt skjal inniheldur því samkvæmt efni sínu upplýsingar um samninga [B] við tiltekna fjármálastofnun. Þær upplýsingar varða ekki með beinum hætti þá ráðstöfun hagsmuna sem samningur um afnot af olíustöðinni felur í sér. Með vísan til hagsmuna [B] telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að hér sé um að ræða upplýsingar sem eðlilegt sé að fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga. Varnarmálastofnun var því rétt að synja kæranda um aðgang að umræddu skjali.</p> <p> Viðauki 12 ber yfirskriftina „Samþykki Varnarmálastofnunar á framsali [B] til Icelandic Tank Storage dags. 8. apríl 2009“. Viðaukinn inniheldur eitt skjal sem er samningur á milli [B] og Icelandic Tank Storage (ITS), þar sem olíubirgðastöðvar sem samningur [B] og Varnarmálastofnunar lýtur að eru leigðar til ITS. Á öftustu síðu samningsins er að finna yfirlýsingu, sem undirrituð er af fulltrúa Varnarmálastofnunar, um að framsal samkvæmt samningnum sé samkvæmt 15. og 16. gr. Helguvíkursamningsins. Af gögnum málsins verður ráðið að þar er vísað til samnings [B] og Varnarmálastofnunar, dags. 8. apríl 2009.</p> <p> Upplýsingar sem fram koma í umræddum viðauka hafa efni sínu samkvæmt ekki áhrif á samning [B] og Varnarmálastofnunar. Um er að ræða upplýsingar um lögskipti tveggja einkaréttarlegra félaga, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur eðlilegt og sanngjarnt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> Auk framangreinds hefur Varnarmálastofnun byggt á því að hafna beri aðgangi að viðauka nr. 10 við umræddan samning með vísan til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði er heimilt að „takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um: 1. Öryggi ríkisins eða varnarmál; ...“.</p> <p> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið viðauka 10 við samninginn m.t.t. þess hvort í honum komi fram upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, þannig að heimilt væri að takmarka aðgang að þeim á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Viðaukinn lýtur að verndarráðstöfunum [B] sem uppfylla öryggiskröfur NATÓ. Af þeim sökum og með vísan til þess að upplýsingarnar varða ótvírætt öryggi ríkisins og varnarmál er fallist á með Varnarmálastofnun að stofnuninni beri ekki að afhenda kæranda viðauka 10 við samninginn.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Varnarmálastofnun hefur vísað til þess að önnur skjöl en Samningur [B] og Varnarmálastofnunar Íslands um olíustöð NATO í Helguvík, dags. 8. apríl 2009, ásamt viðaukum við þann samning, flokkist undir vinnuskjöl. Umrædd skjöl hafa fengið númerin 3-10 sbr. afmörkun á þeim gögnum sem falla undir kæruna að framan, og eru eftirtalin:</p> <p> </p> <p sizset="129" sizcache="1"><span>3.     </span> <span>Minnisblað [X], tekið saman fyrir Varnarmálastofnun, dags. 8. apríl 2009.</span></p> <p sizset="131" sizcache="1"><span>4.     </span> <span>Minnisblað - Drög vegna öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli, Helguvík, dags. 17. ágúst 2008.</span></p> <p sizset="133" sizcache="1"><span>5.     </span> <span>Gróft mat á fylgigögnum tilboðs [B] vegna verkefnis nr. 14443, dags. 24. september 2008.</span></p> <p sizset="135" sizcache="1"><span>6.     </span> <span>Samantekt vegna yfirlesturs og mats á tilboðsgögnum [B], dags. 29. september 2008.</span></p> <p sizset="137" sizcache="1"><span>7.     </span> <span>Erindi skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins til forstjóra Varnarmálastofnunar, dags. 10. október 2008, vegna könnunarviðræðna við [B]</span></p> <p sizset="139" sizcache="1"><span>8.     </span> <span>Minnisblað til forstjóra um fund í Ríkiskaupum vegna Helguvíkur, dags. 22. október 2008.</span></p> <p sizset="141" sizcache="1"><span>9.     </span> <span>Tölvupóstur forstjóra Varnarmálastofnunar til skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, dags. 28. nóvember 2008, vegna samningsviðræðna við [B]</span></p> <p sizset="143" sizcache="1"><span>10. </span> <span>Minnisblað Varnarmálastofnunar, dags. 28. ágúst 2008, með yfirskriftina: „Tilboð [B] í eldsneytiskerfi NATO, tenging við flugvöll“.</span></p> <p> Samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá“. Það er því í fyrsta lagi skilyrði þess að skjal teljist vinnuskjal að það hafi verið ritað af stjórnvaldi sjálfu til eigin afnota þess. Á þessum grundvelli er ljóst að aðgangi að skjölum nr. 3, 5-7 og 9-10 verður ekki hafnað með vísan til þess að þau séu vinnuskjöl í skilningi nefnds ákvæðis. Umrædd skjöl eru annars vegar rituð af öðrum en starfsmönnum Varnarmálastofnunar en síðan send stofnuninni, sbr. skjöl nr. 3, 5, 6 og 7 og hins vegar rituð af starfsmönnum Varnarmálastofnunar en send öðrum, sbr. skjöl nr. 9 og 10.</p> <p> Eins og fram er komið hefur Varnarmálastofnun einvörðungu vísað til 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga um synjun þess að afhenda ofangreind gögn. Athugun úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur engu að síður leitt í ljós að í gögnum nr. 5 og 6 hér að ofan kemur fram lýsing á upplýsingum úr tilboði [B] og úrskurðarnefndin hefur hér að framan talið að rétt væri að leynt færu samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Eins og leiðir af því ákvæði er stjórnvöldum ekki heimilt að afhenda gögn, falli upplýsingar sem þau geyma undir það ákvæði laganna, nema að fengnu samþykki þess sem upplýsingarnar varða. Fram kemur í skýringum Varnarmálastofnunar í máli þessu að [B] hafi lagst gegn afhendingu umræddra upplýsinga. Með vísan til þessa telur úrskurðarnefndin að óheimilt sé að afhenda framangreind skjöl nr. 5 og 6, þ.e. annars vegar „Gróft mat á fylgigögnum tilboðs [B] vegna vekefnis nr. 14443“, dags. 24. september 2008, og hins vegar „Samantekt vegna yfirlesturs og mats á tilboðsgögnum [B]“, dags. 29. september 2008. Bæði þessi skjöl eru rituð af starfsmanni fyrirtækisins [E].</p> <p> Skjöl nr. 4 „Minnisblað - Drög vegna öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli, Helguvík, dags. 17. ágúst 2008“ og nr. 8, „Minnisblað um fund í Ríkiskaupum vegna Helguvíkur, dags. 22. október 2008“, eru hins vegar ritað af starfsmanni Varnarmálastofnunar og hafa samkvæmt gögnum málsins ekki verið afhent öðrum. Af efni skjals nr. 4 er ljóst að þar koma einvörðungu fram almennar upplýsingar um öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Þá er af efni skjals nr. 8 ljóst að þar koma einvörðungu fram upplýsingar sem lúta að mati starfsmanns Varnarmálastofnunar á samningsviðræðum. Upplýsingarnar sem fram koma í skjölunum eru ekki upplýsingar um endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um staðreyndir málsins sem ekki verður aflað annars staðar frá. Varnarmálastofnun var því heimilt að synja kæranda um aðgang að skjölum nr. 4 og nr. 8 með vísan til 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p> <strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p sizset="145" sizcache="1"><span>Vísað er frá kröfu kæranda, [A], um afhendingu</span> <span>útprentunar úr málaskráningarkerfi Varnarmálstofnunar Íslands.</span> <span>(Skjal nr.1)</span></p> <p> Staðfest er synjun Varnarmálstofnunar Íslands á að afhenda kæranda viðauka nr. 5, 7, 10, 11 og 12 við samning [B] og Varnarmálastofnunar Íslands um olíustöð NATO í Helguvík, dags. 8. apríl 2009 (skjöl nr. 2.3., 2.4., 2.5., 2.6. og 2.7.). Þó skal Varnarmálastofnun Íslands afhenda kæranda ársreikninga [B] fyrir árin 2005, 2006 og 2007, þ.e. hluta skjals 2.4. Þá er staðfest synjun Varnarmálastofnunar Íslands á að afhenda kæranda eftirtalin fjögur gögn: (1) Skjal með yfirskriftina „Gróft mat á fylgigögnum tilboðs [B] vegna verkefnis nr. 14443“, dags. 24. september 2008 (skjal nr. 5). (2) Skjal með yfirskriftina „Samantekt vegna yfirlesturs og mats á tilboðsgögnum [B]“, dags. 29. september 2008 (skjal nr. 6). (3) Skjal með yfirskriftina „Minnisblað - Drög vegna öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli, Helguvík, dags. 17. ágúst 2008“ (skjal nr. 4) og (4) skjal með yfirskriftina „Minnisblað til forstjóra um fund í Ríkiskaupum vegna Helguvíkur“, dags. 22. október 2008 (skjal nr. 8).</p> <p>Varnarmálastofnun Íslands ber að afhenda kæranda eftirtalin gögn: (1) Samning [B] og Varnarmálastofnunar Íslands um olíustöð NATO í Helguvík, dags. 8. apríl 2009, í heild sinni, (skjal nr. 2) þó að undanskildum viðaukum nr. 5, 7, 10, 11 og 12, nema ársreikninga [B] árin 2005, 2006 og 2007 sem ber að afhenda kæranda. (2) Minnisblað [X], tekið saman fyrir Varnarmálastofnun, dags. 8. apríl 2009 (skjal nr. 3). (3) Erindi skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins til forstjóra Varnarmálastofnunar, dags. 10. október 2008, vegna könnunarviðræðna við [B] (skjal nr. 7). (4) Tölvupóstur forstjóra Varnarmálastofnunar til skrifstofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, dags. 28. nóvember 2008, vegna samningaviðræðna við [B] (skjal nr. 9) og (5) minnisblað Varnarmálastofnunar, dags. 28. nóvember 2008, með yfirskriftina: „Tilboð [B] í eldneytiskerfi NATO, tenging við flugvöll“ (skjal nr. 10).</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p sizset="149" sizcache="1">     Sigurveig Jónsdóttir                                                                            Trausti Fannar Valsson</p> <p> </p> |
A 325/2009. Úrskurður frá 13. janúar 2010 | Kærð var sú þá ákvörðun skrifstofu forseta Íslands að synja um afhendingu 17 bréfa sem tilgreind eru í svari embættisins til rannsóknarnefndar Alþingis, og afhent hafa verið rannsóknarnefndinni. Mikilvægir almannahagsmunir vegna samskipta við önnur ríki. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 13. janúar 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-325/2010.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvubréfi, dags. 12. október 2009, kærði [...] þá ákvörðun skrifstofu forseta Íslands að synja honum um afhendingu 17 bréfa sem tilgreind eru í svari embættisins til rannsóknarnefndar Alþingis, dags. 27. ágúst 2009, og afhent hafa verið rannsóknarnefndinni. Um er að ræða eftirfarandi bréf forseta Íslands:</p> <p>1. Til Jiang Zemin forseta Kína, dags. 14. ágúst 1998.<br /> 2. Til [A], dags. 11. júlí 2002.<br /> 3. Til Alexanders krónprins og Katrinar krónprinsessu í Serbíu, dags. 10. janúar 2005.<br /> 4. Til Georgi Parvanov forseta Búlgaríu, dags. 29. september 2005,<br /> 5. Til William Jefferson Clinton fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, dags. 21. október 2004.<br /> 6. Til Hu Jintao forseta Kína, dags. 20. júlí 2005.<br /> 7. Til Lisa Murkowski öldungadeildarþingmanns frá Alaska, dags. 28. nóvember 2005.<br /> 8. Til Nursultan A. Nazarbayev forseta Kasakstans, dags. 12. janúar 2006.<br /> 9. Til Al Gore fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, dags. 8. janúar 2007.<br /> 10. Til Shri Palaniappan Chidambaram fjármálaráðherra Indlands, dags. 22. júní 2007.<br /> 11. Til Hu Jintao forseta Kína, dags. 1. ágúst 2007.<br /> 12. Til Wen Jiabao forsætisráðherra Kína, dags. 1. ágúst 2007.<br /> 13. Til Hamad Bin Khalifa Al Thani emírs af Katar, dags. 4. febrúar 2008.<br /> 14. Til Mani Shankar Ayiar ráðherra íþrótta- og æskulýðsmála á Indlandi, dags. 18. febrúar 2008.<br /> 15. Til Mohammed Bin Zayed Al Nahyan krónprins Abu Dhabi, dags. 23. apríl 2008.<br /> 16. Til Leon Black forstjóra Apollom dags. 4. maí 2008.<br /> 17. Til Hamad Bin Khalifa Al Thani emírs af Katar, dags. 22. maí 2008.</p> <p>Samkvæmt gögnum málsins fór kærandi þess á leit við skrifstofu forseta Íslands, með erindi dags. 5. október 2009, að honum yrðu afhent afrit ofangreindra 17 bréfa. Áður hafði hann fengið afhent frá embættinu bréf forsetaritara til formanns rannsóknarnefndar Alþingis, dags. 27. ágúst sama ár, þar sem bréfin eru tilgreind.</p> <p>Í bréfi forsetaritara, dags. 12. október 2009, þar sem ofangreindri beiðni var synjað, segir m.a. svo:</p> <p>„Í 6. gr. upplýsingalaga nr. 50 frá 1996, öðrum málslið, segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga segir að þeir hagsmunir sem hér sé verið að vernda varði meðal annars það að „tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í samskiptum við önnur ríki“. Skrifstofa forseta Íslands telur að það geti spillt fyrir góðum samskiptum forseta Íslands við þjóðhöfðingja annarra landa og aðra erlenda ráðamenn og einnig spillt fyrir gagnkvæmu trausti ef skammur tími líður frá því bréf eru skrifuð og þar til þau eru birt opinberlega nema gengið sé frá gagnkvæmu samkomulagi um birtingu. Í 8. gr. laganna er kveðið á um að slík gögn séu birt að liðnum ákveðnum árafjölda og eru þess háttar tímamörk algeng í öðrum vestrænum ríkjum.</p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga er einnig vísað til þess að takmarkanir gildi um aðgang almennings að gögnum er varða fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila nema samþykki þeirra liggi fyrir. Í lögunum er þannig áskilið að leita þurfi eftir samþykki viðkomandi aðila.“</p> <p>Eftir að kæra máls þessa barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst nefndinni greinargerð skrifstofu forseta Íslands vegna kærunnar, dags. 23. október 2009. Þar kemur fram að forseti Íslands hafi ákveðið að gera opinber þau framangreindra bréfa sem ekki séu til þjóðhöfðingja og annarra forsvarsmanna ríkja og ríkisstjórna sem enn séu í starfi. Degi síðar, eða þann 24. október, voru átta af umræddum 17 bréfum birt á heimasíðu forsetaembættisins.</p> <h3><br />  <br /> Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram er komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvubréfi,  dags. 12. október 2009. Var kæran send skrifstofu forseta Íslands með bréfi, dags. 14. október, og embættinu veittur frestur til að gera athugasemdir við hana til 23. október. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p>Svar skrifstofu forseta Íslands barst með bréfi, dags. 23. október 2009. Þar kemur m.a. fram:</p> <p>,,Forseti Íslands hefur ákveðið, til að koma til móts við óskir og umræður í samfélaginu, að gera opinber þau þessara bréfa sem ekki eru til þjóðhöfðingja og annarra forsvarsmanna ríkja og ríkisstjórna sem enn eru í starfi. Þau átta bréf sem undir þá skilgreiningu falla verða birt á vef embættisins á morgun, laugardaginn 24. október. Þá verður athygli fjölmiðla vakin á ákvörðun forseta og upplýst um aðgang að þeim.</p> <p>Hin bréfin níu eru öll til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja eða ríkisstjórna sem enn eru í embætti. Birting slíkra bréfa fáeinum misserum eða árum eftir að þau voru send og án þess að mjög ríkir almannahagsmunir krefjist þess yrði algjör stefnubreyting í samskiptum Íslands við önnur ríki og ekki í samræmi við þær venjur sem gilda í slíkum samskiptum ríkja. Í þeim ríkjum sem Ísland hefur helst samstarf við eru lög og reglur sem takmarka mjög eða beinlínis hindra birtingu slíkra bréfa eða gagna fyrr en eftir langt árabil.</p> <p>Ef bréf forseta Íslands til þjóðhöfðingja og annarra æðstu forsvarmanna ríkja og ríkisstjórna sem enn eru í viðkomandi embættum yrðu birt, gæti það orðið stefnumótandi fyrir íslenska stjórnkerfið í heild, bæði ráðherra, ráðuneyti og aðrar æðstu stofnanir ríkisins. Forseti telur að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um slíka stefnubreytingu. Hún yrði að vera niðurstaða af breiðu samkomulagi íslenskra stjórnvalda enda gæti hún haft víðtæk áhrif á samskipti Íslands við önnur ríki um langa framtíð.</p> <p>Í 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að synja megi um aðgang almennings að gögnum ,,þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um „(...) samskipti við önnur ríki“. Í upplýsingalögum grannríkja Íslands í Evrópu er meginreglan sú að heimilt er að undanþiggja gögn sem varða milliríkjasamskipti.</p> <p>Skrifstofa forseta vill vekja sérstaka athygli á því, að ekki er rétt að meta þetta mál aðeins út frá tilefni þess, þ.e. beiðni rannsóknarnefndarinnar, enda tengist innihald bréfanna níu að mjög litlu leyti starfsemi banka eða fjármálafyrirtækja. Þvert á móti varðar meginefni þeirra fjölmarga aðra þætti í samskiptum Íslands við viðkomandi ríki. Rétt er einnig að geta þess að á því árabili sem rannsóknarnefndin tilgreindi í ósk sinni skrifaði forseti Íslands alls 3192 bréf til erlendra og innlendra aðila en aðeins í 13 bréfum var vikið að starfsemi banka og fjármálastofnana og voru þau send nefndinni auk þeirra fjögurra bréfa sem hún bað sérstaklega um.</p> <p>Afstaða skrifstofu forseta Íslands snýst því ekki í sjálfu sér um þessi níu bréf til þjóðhöfðingja og forsvarsmanna ríkja sem eru í embætti heldur um það fordæmi sem birting þeirra mundi skapa og þær afleiðingar sem birting þeirra hefði fyrir afstöðu og starf forseta landsins í framtíðinni, þ.e. ef þeir gætu jafnan vænst þess að bréfleg samskipti við erlenda þjóðhöfðingja eða forsvarsmenn ríkja yrðu fyrirvaralaust og skömmu eftir að þau ættu sér stað gerð opinber. Nauðsynlegt er og í þessu efni að líta til þeirrar gagnkvæmni sem ríkir í alþjóðlegum samskiptum af þessu tagi.</p> <p>Ef sú regla er fest í sessi að fjölmiðlar geti hvenær sem er fengið aðgang að bréfum þjóðhöfðingja landsins til annarra þjóðhöfðingja og forsvarsmanna ríkja, jafnvel þótt þau bréf séu nýskrifuð, gæti það gerst að bréfin birtust í fjölmiðlum, hvort heldur sem er á Íslandi eða í heimalandi viðtakandans, áður en hann hefur sjálfur fengið tækifæri til að lesa þau, fjalla um þau á sínum vettvangi eða svara þeim síðan. Þetta gæti án vafa grafið undan trúverðugleika íslenskra ráðamanna, auk þess sem það gæti leitt til þess að íslenskir ráðamenn veigruðu sér við að skrifa bréf til erlendra ráðamanna. Þar með væri þrengt að nauðsynlegu svigrúmi íslenskra stjórnvalda til að eiga eðlileg samskipti við erlend stjórnvöld í þágu landsins.</p> <p>[...]</p> <p>Skrifstofa forseta Íslands vill vekja athygli á að hjá grannþjóðum okkar eru dæmi um að þjóðhöfðingi sé undanþeginn ákvæðum upplýsingalaga með öllu. Þar má benda á ákvæði bresku laganna. þar sem segir í 37. gr. ,,(1) Information is exempt information if it relates to (...) communications with Her Majesty, with other members of the Royal Family or with the Royal Household“. Í norsku lögunum er sömuleiðis gerður fyrirvari um viss skjöl tengd konungsfjölskyldunni. Með þessari ábendingu er ekki ætlunin að halda fram að sama regla ætti að gilda um forseta Íslands heldur að vekja athygli á ríkjandi viðhorfum í þessu efni í löndum sem hafa langa og sterka réttarhefð. Skrifstofu forseta er raunar ekki kunnugt um dæmi þess að þjóðhöfðingi ríkis í Evrópu hafi verið skyldaður til að birta opinberlega röð bréfa sem hann eða hún hefur skrifað erlendum þjóðhöfðingjum, fáum misserum eða árum eftir að bréfin voru send.“</p> <p>Hinn 26. október 2009 ritaði úrskurðarnefndin kæranda bréf og gaf honum færi á að setja fram athugasemdir í tilefni af svari skrifstofu forseta Íslands. Athugasemdir kæranda, [...], bárust nefndinni með tölvubréfi, dags. 3. nóvember 2009. Þar segir m.a. svo:</p> <p>,,Það er ekki rétt sem segir í umsögn skrifstofu forseta að þau níu bréf, af þeim 17, sem um var beðið, og  ekki hafa verið gerð opinber hafi öll verið send til þjóðhöfðingja og forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti. Eitt þessara bréfa er ritað til Alexanders krónprins og Katrínar krónprinsessu í Serbíu, dagsett 10. janúar 2005.  Serbía er lýðveldi og þjóðhöfðingi þess er Boris Tadic, forseti, sem tók við embætti í júlí 2004. Alexander er víst krónprins Júgóslavíu en föður hans var steypt af stóli sem konungur Júgóslavíu árið 1945. Alexander mun gera tilkall til ríkis í Serbíu  og vill endurreisa þar konungdæmi. Íslenska ríkið hefur ekki lýst yfir viðurkenningu á því að Serbía sé konungdæmi og því er óhugsandi að líta á hvers kyns samskipti forseta Íslands við Alexander og eiginkonu hans sem samskipti við þjóðhöfðingja eða forsvarsmann ríkis, enda er ekki annað vitað en að íslenska ríkið viðurkenni fullveldi lýðveldisins Serbíu.<br />  <br /> Einnig er því vísað á bug að umrædd bréf forseta séu undanþegin upplýsingarétti. Ekki hefur verið sýnt fram á að efni bréfanna varði formleg samskipti íslenska ríkisins og annarra ríkja eða snerti gerð alþjóðlegra samninga sem forseti Íslands hefur tekið þátt í að gera í umboði íslenska ríkisins.“  </p> <p>Hinn 23. nóvember ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál skrifstofu forseta Íslands bréf og gaf embættinu kost á að koma að athugasemdum vegna bréfs kæranda frá 3. nóvember. Í bréfinu óskaði úrskurðarnefndin eftir því að embættið upplýsti nefndina um stöðu Alexanders krónprins af Serbíu og Katrinar krónprinsessu af Serbíu m.t.t. þess hvort hægt væri að líta svo á að bréfaskriftir forsetans við þau gæti að lögum fallið undir 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í svarbréfi skrifstofu forseta Íslands, dags. 1. desember, kemur m.a. fram:</p> <p>„Þau bréf sem ekki voru birt þann 24. október voru „öll til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti“ eins og segir í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Alexander krónprins er tvímælalaust meðal æðstu forsvarsmanna Serbíu að dómi stjórnvalda landsins, serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og verulegs hluta þjóðarinnar. Hann er réttur ríkisarfi landsins í augum margra núlifandi Serba, sonur Péturs II sem síðastur ríkti sem konungur Serbíu en var vikið frá þegar kommúnistar komust til valda.</p> <p>Eftir hrun kommúnismans hefur mikil óvissa einkennt stjórnkerfi Serbíu og veruleg átök verið í landinu sem og við alþjóðasamfélagið eins og deilurnar við og um Slobodan Milo?ević fyrrum leiðtoga landsins eru til vitnis um. Á því tímabili hefur Alexander krónprins gegnt mikilvægu hlutverki og skipað sess í forystusveit landsins með ótvíræðum hætti enda þótt sú skipan kunni að virðast óvenjuleg sé litið til stjórnkerfa í öðrum ríkjum Evrópu.</p> <p>Alexander krónprins snéri heim úr útlegð í boði stjórnvalda sem athentu honum til búsetu og eignar konungshöll í miðborg Belgrad þar sem Tító bjó meðan hann ríkti í Júgóslavíu. Stjórnvöld hafa einnig styrkt krónprinsinn til margvíslegrar starfsemi og átt við hann víðtækt samstarf. Þannig studdi t.d. Zoran Dindi? forsætisráðherra, sem síðar var myrtur, að konungsdæmið yrði endurvakið í landinu og serbneska rétttrúnaðarkirkjan hefur og lýst stuðningi við það.</p> <p>Serbía er lýðveldi og þjóðhöfðingi landsins er Boris Tadić. Þrátt fyrir það er ljóst að samband Alexanders krónprins við ráðamenn Serbíu og þjóðina dregur, með stuðningi stjórnvalda, dám af sambærilegum tengslum í konungsríkjum Evrópu. Alexander ferðast t.d. ásamt krónprinsessunni um landið, heimsækir byggðarlög og stofnanir, tekur þátt í mannfundum, málþingum og minningarathöfnum líkt og konungbornir þjóðhöfðingjar gera annars staðar. Mörg dæmi um slíkt má finna á heimasíðu Alexanders krónprins, t.d. í dagskrá fyrir nýliðinn nóvembermánuð. Þessum þáttum kynntist forseti Íslands líka vel af eigin raun í heimsókn sinni til Belgrad þegar margir helstu ráðamenn landsins, m.a. forseti, ráðherrar og aðrir komu ásamt fulltrúum samtaka, atvinnugreina og stofnana til heiðursmóttöku sem Alexander bauð til í konungshöllinni. Einnig kom þetta skýrt fram á fundum forseta Íslands með ráðamönnum landsins.“</p> <p>Í tilvitnuðu bréfi nefndarinnar, dags. 23. nóvember, til skrifstofu forseta Íslands var vísað til bréfs embættisins frá 2. október þar sem fram kom að Rannsóknarnefnd Alþingis telji, í svari sínu til embættisins þann sama dag, að það muni ekki skaða rannsókn nefndarinnar að heimila aðgang að umbeðnum bréfum. Úrskurðarnefndin taldi ekki ráðið með vissu hvort rannsóknarnefndin hefði með tilvitnuðu bréfi fyrir sitt leyti heimilað að veittur yrði aðgangur að öllum þeim 17 bréfum sem embættið athenti rannsóknarnefndinni, eða hvort leyfi nefndarinnar hafi náð að þessu leyti aðeins til bréfs frá nefndinni til forseta Íslands, dags. 11. ágúst, og svars forsetaritara við því, dags. 27. ágúst. Með vísan til þess óskaði úrskurðarnefndin eftir því að skrifstofa forseta Íslands upplýsti hana um það hvort rannsóknarnefndin hefði fyrir sitt leyti, með umræddu bréfi 2. október eða síðar, heimilað að veittur yrði aðgangur að þeim 17 bréfum sem fylgdu svari forsetans til hennar, dags. 27. nóvember, og jafnframt að embættið afhenti nefndinni afrit af svari rannsóknarnefndarinnar þar sem slíkt leyfi kæmi fram.</p> <p>Bréf rannsóknarnefndar Alþingis, dags. 2. október, barst úrskurðarnefndinni hjálagt fyrrnefndu svarbréfi skrifstofu forseta Íslands, dags. 1. desember. Í bréfi rannsóknarnefndarinnar er vísað til bréfaskipta forsetaembættisins við rannsóknarnefnd Alþingis, bæði bréfa nefndarinnar til forsetans og svara forsetans til nefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að nefndin telji, eftir að hafa farið yfir umrædd bréf, að ekki sé ástæða til að ætla að aðgangur að þeim muni skaða rannsókn nefndarinnar. Veiti hún því samþykki sitt fyrir birtingu þeirra með vísan til 3. mgr. 16. gr. laga nr. 142/2008. Hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að bréfunum ráðist því af ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Af bréfi skrifstofu forseta Íslands, dags. 1. desember, má ráða að embættið telji svar rannsóknarnefndar Alþingis ekki einungis taka til bréfs rannsóknarnefndarinnar til forseta Íslands, dags. 11. ágúst, og svars forsetaritara við því, dags. 27. ágúst, heldur einnig til þeirra 17 bréfa sem fylgdu svarbréfi forsetaritara. Þar sem kærandi vísar í upphaflegri beiðni sinni um aðgang, dags. 15. september, til bréfaskipta forsetaembættisins við rannsóknarnefnd Alþingis, bæði bréfa nefndarinnar til forseta og svara forseta til nefndarinnar verður að ætla að sú beiðni nái einnig til fylgigagna þeirra bréfaskrifta og að rannsóknarnefnd Alþingis hafi tekið afstöðu til bæði bréfa og fylgigagna með bréfi sínu frá 2. október 2009.  </p> <p>Kæranda var með bréfi nefndarinnar, dags. 28. desember, veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum í ljósi umsagnar skrifastofu forseta Íslands frá 1. desember. Nefndinni bárust svör kæranda með tölvubréfi, dags. 30. desember. Í bréfinu kemur m.a. fram:</p> <p>,,Annað hvort er umræddur Alexander þjóðhöfðingi eða ekki.  Þarna eru engin grá svæði og ekkert svigrúm til mats og málfundaræfinga eins og hér eru settar fram af hálfu forsetaritara. Þau rök, sem kynnu að geta staðið til þess að undanþiggja bréf þjóðhöfðingja upplýsingarétti, eiga ekki við um bréfaskipti forseta Íslands við téðan Alexander. Það er ljósara en nokkru sinni eftir lestur bréfs forsetaritara.<br />  <br /> Ekkert kemur fram í bréfi forsetaritara sem bendir til að Alexander gegni einhverju lögbundnu hlutverki í stjórnskipun eða stjórnsýslu lýðveldisins Serbíu eða að hann hafi að neina þá formlegu stöðu sem réttlæti að hann sé flokkaður meðal „æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti.“<br />  <br /> Vangaveltur forsetaritara um pólitíska stöðu einstaklinga í Serbíu kunna að vera fróðlegar áhugasömum en hafa þá þýðingu eina fyrir úrlausn málsins að draga athygli að því að forsetaskrifstofan getur ekki fært boðleg stjórnsýslurök fyrir því að bréf til Alexanders skuli undanþegið upplýsingarétti.“</p> <h3><br />          <br /> Niðurstöður</h3> <p>Þar sem skrifstofa forseta Íslands hefur birt átta bréf af þeim sautján sem kæra [...] lýtur að afmarkar úrskurðarnefnd um upplýsingamál málið við eftirfarandi níu bréf forseta Íslands sem ekki hafa verið gerð opinber:</p> <p>1. Til Alexanders krónprins og Katrinar krónprinsessu í Serbíu, dags. 10. janúar 2005.<br /> 2. Til Georgi Parvanov forseta Búlgaríu, dags. 29. september 2005,<br /> 3. Til Hu Jintao forseta Kína, dags. 20. júlí 2005.<br /> 4. Til Nursultan A. Nazarbayev forseta Kasakstans, dags. 12. janúar 2006.<br /> 5. Til Hu Jintao forseta Kína, dags. 1. ágúst 2007.<br /> 6. Til Wen Jiabao forsætisráðherra Kína, dags. 1. ágúst 2007.<br /> 7. Til Hamad Bin Khalifa Al Thani emírs af Katar, dags. 4. febrúar 2008.<br /> 8. Til Mohammed Bin Zayed Al Nahyan krónprins Abu Dhabi, dags. 23. apríl 2008.<br /> 9. Til Hamad Bin Khalifa Al Thani emírs af Katar, dags. 22. maí 2008.</p> <p>Um rétt kæranda til aðgangs að gögnum þessum fer að II. kafla upplýsingalaga, enda verður ekki á öðru byggt en að þau gögn sem til verði hjá embætti forseta Íslands í tengslum við stjórnsýslulegt hlutverk hans, sbr. til hliðsjónar 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. einnig 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, falli undir gildissvið upplýsingalaga að öðrum skilyrðum fullnægðum.</p> <p>Skrifstofa forseta Íslands hefur byggt synjun á afhendingu framangreindra gagna á 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Eins og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum eru þeir hagsmunir sem ákvæðinu er ætlað að vernda tvíþættir. Annars vegar að vernda stöðu íslenskra stjórnvalda við gerð samninga eða sambærilegra ráðstafana gagnvart erlendum aðilum. Hins vegar er tilgangur ákvæðisins sá að tryggja gagnkvæmt traust í samskiptum við ríki, fyrirsvarsmenn þeirra og fjölþjóðastofnanir, sem og traust í samskiptum innan fjölþjóðastofnana sem Ísland kann að eiga aðild að. Þegar litið er til efnis þeirra bréfa sem hér um ræðir og þeirra röksemda sem skrifstofa forseta Íslands hefur byggt á í máli þessu er ljóst að hér kemur til skoðunar síðara atriðið skv. framangreindu. Með öðrum orðum reynir hér á það atriði hvort hætt sé við að haggað sé þeim mikilvægu hagsmunum íslenskra stjórnvalda, hér fyrst og fremst hagsmunum embættis forseta Íslands, að traust ríki í samskiptum við erlend ríki og fyrirsvarsmenn þeirra verði umrædd bréf aðgengileg almenningi.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að almennt verði að gefa umræddu sjónarmiði allmikið vægi við túlkun á undanþágureglu 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þannig kann sú staðreynd að tiltekin bréfaskipti á milli ríkja verði gerð opinber í sjálfu sér að draga úr trausti í samskiptum ríkjanna, óháð því hversu viðkvæmar upplýsingar sem fram koma í skjalinu í reynd eru. Á hinn bóginn verður hér einnig að líta til þeirrar meginreglu II. kafla laganna, sbr. 3. gr., að almenningur eigi rétt á aðgangi að fyrirliggjandi gögnum mála sem falli undir gildissvið laganna enda eigi takmarkanir 4. – 6. gr. laganna ekki við. Þá byggist ákvæði 6. gr. á því að þær undantekningar sem þar eru tilgreindar eigi einvörðungu við í þeim tilvikum að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að þeim sé beitt.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau níu bréf sem kæranda máls þessa hefur verið synjað um aðgang að. Almennt verður efni þeirra hvorki talið fela í sér viðkvæmar upplýsingar um samskipti þjóðhöfðingja eða annarra né upplýsingar sem í reynd myndu valda tjóni í tengslum við afmörkuð mál, samningsgerð eða aðra viðburði eða ákvarðanir, yrðu þau gerð opinber. Á hinn bóginn fela umrædd bréf almennt í sér tiltölulega nákvæma lýsingu forseta Íslands á samskiptum sínum við aðra þjóðhöfðingja, atriðum sem rædd hafa verið á fundum forsetans við forsvarsmenn erlendra ríkja, beiðnir um fundi eða tiltekna fyrirgreiðslu til handa íslenskum fyrirtækjum, menntastofnunum og öðrum, boð um heimsóknir til Íslands eða boð eða beiðni um önnur samskipti. Telja verður að væru þær upplýsingar gerðar opinberar sem lúta að lýsingu á fundum forseta Íslands með erlendum þjóðhöfðingjum eða öðrum aðilum vegna samskipta við erlend ríki kunni að vera fyrir hendi raunveruleg hætta á að traust í samskiptum aðila bíði ákveðna hnekki. Hið sama á við um upplýsingar um beiðnir forseta Íslands um fundi eða tiltekna fyrirgreiðslu, boð um heimsóknir til Íslands eða önnur samskipti, enda bera umrædd bréf almennt ekki með sér upplýsingar um það hvernig við þeim beiðnum var brugðist af hálfu erlendra aðila eða yfirleitt hvort það var gert.</p> <p>Vegna bréfs forseta Íslands til Alexanders krónprins og Katrinar krónprinsessu í Serbíu, dags. 10. janúar 2005, tekur nefndin fram að hún telur í máli þessu ekki þörf á að taka til þess beina afstöðu hvort þau teljist til þjóðhöfðingja Serbíu í hefðbundnum skilningi þess orðs. Við beitingu undantekningarreglunnar í 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga skiptir mestu, auk mats á þeim hagsmunum sem um ræðir, að upplýst sé hvort viðkomandi upplýsingar lúti að samskiptum við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Ljóst er að umrætt bréf frá því í janúar 2005 hefur forseti Íslands ritað sem lið í embættislegum samskiptum sínum við aðila, sem af hans hálfu hefur verið litið á sem tiltekna fulltrúa annars ríkis eða þjóðar. Slíkt er útaf fyrir sig ekki nægjanlegt til þess að úrskurðarnefndin geti fallist fyrirvaralaust á að bréfaskiptin lúti sem slík að samskiptum við annað ríki. Á grundvelli eðlis og efnis umrædds bréfs, og þá einnig þeirra sérstöku samskipta sem voru undanfari þess að bréfið var ritað, telur nefndin þó engu að síður rétt að fallast á það með forseta Íslands að í umræddu bréfi komi fram upplýsingar sem falla undir þá hagsmuni sem stefnt er að því að vernda með ákvæði 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til framangreindra sjónarmiða ber að fallast á að skrifstofa forseta Íslands hafi, með vísan til 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, verið heimilt að synja kæranda um aðgang þeim níu bréfum sem beiðni kæranda beinist að.</p> <p> </p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun skrifstofu forseta Íslands á því veita kæranda, [...], aðgang að umbeðnum gögnum.</p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br />                               Sigurveig Jónsdóttir                             Trausti Fannar Valsson</p> |
A 326/2009. Úrskurður frá 13. janúar 2010 | Kærð var sú þá ákvörðun skrifstofu forseta Íslands að synja um afhendingu 17 bréfa sem tilgreind eru í svari embættisins til rannsóknarnefndar Alþingis, og afhent hafa verið rannsóknarnefndinni. Mikilvægir almannahagsmunir vegna samskipta við önnur ríki. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 13. janúar 2010 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-326/2010.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvubréfi, dags. 14. október 2009, kærði [...] þá ákvörðun skrifstofu forseta Íslands að synja henni um afhendingu 17 bréfa sem tilgreind eru í svari embættisins til rannsóknarnefndar Alþingis, dags. 27. ágúst 2009, og afhent hafa verið þeirri nefnd. Um er að ræða eftirfarandi bréf forseta Íslands:</p> <p>1. Til Jiang Zemin forseta Kína, dags. 14. ágúst 1998.<br /> 2. Til Björgólfs Thors Björgólfssonar, dags. 11. júlí 2002.<br /> 3. Til Alexanders krónprins og Katrinar krónprinsessu í Serbíu, dags. 10. janúar 2005.<br /> 4. Til Georgi Parvanov forseta Búlgaríu, dags. 29. september 2005,<br /> 5. Til William Jefferson Clinton fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, dags. 21. október 2004.<br /> 6. Til Hu Jintao forseta Kína, dags. 20. júlí 2005.<br /> 7. Til Lisa Murkowski öldungadeildarþingmanns frá Alaska, dags. 28. nóvember 2005.<br /> 8. Til Nursultan A. Nazarbayev forseta Kasakstans, dags. 12. janúar 2006.<br /> 9. Til Al Gore fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, dags. 8. janúar 2007.<br /> 10. Til Shri Palaniappan Chidambaram fjármálaráðherra Indlands, dags. 22. júní 2007.<br /> 11. Til Hu Jintao forseta Kína, dags. 1. ágúst 2007.<br /> 12. Til Wen Jiabao forsætisráðherra Kína, dags. 1. ágúst 2007.<br /> 13. Til Hamad Bin Khalifa Al Thani emírs af Katar, dags. 4. febrúar 2008.<br /> 14. Til Mani Shankar Ayiar ráðherra íþrótta- og æskulýðsmála á Indlandi, dags. 18. febrúar 2008.<br /> 15. Til Mohammed Bin Zayed Al Nahyan krónprins Abu Dhabi, dags. 23. apríl 2008.<br /> 16. Til Leon Black forstjóra Apollom dags. 4. maí 2008.<br /> 17. Til Hamad Bin Khalifa Al Thani emírs af Katar, dags. 22. maí 2008.</p> <p>Samkvæmt gögnum málsins fór kærandi þess á leit við skrifstofu forseta Íslands með erindi, dags. 6. október 2009, að sér yrðu afhent afrit ofangreindra 17 bréfa.</p> <p>Í synjun forsetaritara við ofangreindri beiðni, dags. 12. október 2009, segir m.a. svo:</p> <p>,,Í 6. grein upplýsingalaga nr. 50 frá 1996, öðrum málslið, segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga segir að þeir hagsmunir sem hér sé verið að vernda varði meðal annars það að „tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki“. Skrifstofa forseta Íslands telur að það geti spillt fyrir góðum samskiptum forseta Íslands við þjóðhöfðingja annarra landa og aðra erlenda ráðamenn og einnig spillt fyrir gagnkvæmu trausti ef skammur tími líður frá því bréf eru skrifuð og þar til þau eru birt opinberlega nema gengið sé frá gagnkvæmu samkomulagi um birtingu. Í 8. grein laganna er kveðið á um að slík gögn séu birt að liðnum ákveðnum árafjölda og eru þess háttar tímamörk algeng í öðrum vestrænum ríkjum.</p> <p>Í 5. grein upplýsingalaganna er einnig vísað til þess að takmarkanir gildi um aðgang almennings að gögnum er varða fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila nema samþykki þeirra liggi fyrir. Í lögunum er þannig tilskilið að leita þurfi eftir samþykki viðkomandi aðila.</p> <p>Í ljósi ofangreindra lagagreina og röksemda fyrir upplýsingalögunum á sínum tíma og í ljósi almennra hagsmuna varðandi samskipti forseta Íslands og annarra opinberra íslenskra aðila við fulltrúa erlendra ríkja og erlenda ráðamenn, telur skrifstofa forseta Íslands sér ekki fært að birta slík bréf fyrr en að liðnum þeim almenna fresti sem tilgreindur er í lögunum.“</p> <p>Eftir að kæra máls þessa barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst nefndinni greinargerð skrifstofu forseta Íslands vegna kærunnar, dags. 23. október 2009. Þar kemur fram að forseti Íslands hafi ákveðið að gera opinber þau framangreindra bréfa sem ekki séu til þjóðhöfðingja og annarra forsvarsmanna ríkja og ríkisstjórna sem séu enn í starfi. Degi síðar, eða þann 24. október, voru átta af umræddum 17 bréfum birt á heimasíðu forsetaembættisins.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram er komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvubréfi,  dags. 14. október 2009. Var kæran send skrifstofu forseta Íslands með bréfi, dags. sama dag, og veittur frestur til að gera athugasemdir við hana til 23. október 2009. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p>Svar skrifstofu forseta Íslands barst með bréfi, dags. 23. október 2009. Um er að ræða eitt svarbréf vegna þeirrar kæru sem hér er til umfjöllunar og kæru Péturs Gunnarssonar blaðamanns sem beindist að sömu gögnum. Í svarinu kemur m.a. fram:</p> <p>„Forseti Íslands hefur ákveðið, til að koma til móts við óskir og umræður í samfélaginu, að gera opinber þau þessara bréfa sem ekki eru til þjóðhöfðingja og annarra forsvarsmanna ríkja og ríkisstjórna sem enn eru í starfi. Þau átta bréf sem undir þá skilgreiningu falla verða birt á vef embættisins á morgun, laugardaginn 24. október. Þá verður athygli fjölmiðla vakin á ákvörðun forseta og upplýst um aðgang að þeim.</p> <p>Hin bréfin níu eru öll til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja eða ríkisstjórna sem enn eru í embætti. Birting slíkra bréfa fáeinum misserum eða árum eftir að þau voru send og án þess að mjög ríkir almannahagsmunir krefjist þess yrði algjör stefnubreyting í samskiptum Íslands við önnur ríki og ekki í samræmi við þær venjur sem gilda í slíkum samskiptum ríkja. Í þeim ríkjum sem Ísland hefur helst samstarf við eru lög og reglur sem takmarka mjög eða beinlínis hindra birtingu slíkra bréfa eða gagna fyrr en eftir langt árabil.</p> <p>Ef bréf forseta Íslands til þjóðhöfðingja og annarra æðstu forsvarmanna ríkja og ríkisstjórna sem enn eru í viðkomandi embættum yrðu birt, gæti það orðið stefnumótandi fyrir íslenska stjórnkerfið í heild, bæði ráðherra, ráðuneyti og aðrar æðstu stofnanir ríkisins. Forseti telur að hann geti ekki einn tekið ákvörðun um slíka stefnubreytingu. Hún yrði að vera niðurstaða af breiðu samkomulagi íslenskra stjórnvalda enda gæti hún haft víðtæk áhrif á samskipti Íslands við önnur ríki um langa framtíð.</p> <p>Í 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að synja megi um aðgang almennings að gögnum ,,þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um „(...) samskipti við önnur ríki“. Í upplýsingalögum grannríkja Íslands í Evrópu er meginreglan sú að heimilt er að undanþiggja gögn sem varða milliríkjasamskipti.</p> <p>Skrifstofa forseta vill vekja sérstaka athygli á því, að ekki er rétt að meta þetta mál aðeins út frá tilefni þess, þ.e. beiðni rannsóknarnefndarinnar, enda tengist innihald bréfanna níu að mjög litlu leyti starfsemi banka eða fjármálafyrirtækja. Þvert á móti varðar meginefni þeirra fjölmarga aðra þætti í samskiptum Íslands við viðkomandi ríki. Rétt er einnig að geta þess að á því árabili sem rannsóknarnefndin tilgreindi í ósk sinni skrifaði forseti Íslands alls 3192 bréf til erlendra og innlendra aðila en aðeins í 13 bréfum var vikið að starfsemi banka og fjármálastofnana og voru þau send nefndinni auk þeirra fjögurra bréfa sem hún bað sérstaklega um.</p> <p>Afstaða skrifstofu forseta Íslands snýst því ekki í sjálfu sér um þessi níu bréf til þjóðhöfðingja og forsvarsmanna ríkja sem eru í embætti heldur um það fordæmi sem birting þeirra mundi skapa og þær afleiðingar sem birting þeirra hefði fyrir afstöðu og starf forseta landsins í framtíðinni, þ.e. ef þeir gætu jafnan vænst þess að bréfleg samskipti við erlenda þjóðhöfðingja eða forsvarsmenn ríkja yrðu fyrirvaralaust og skömmu eftir að þau ættu sér stað gerð opinber. Nauðsynlegt er og í þessu efni að líta til þeirrar gagnkvæmni sem ríkir í alþjóðlegum samskiptum af þessu tagi.</p> <p>Ef sú regla er fest í sessi að fjölmiðlar geti hvenær sem er fengið aðgang að bréfum þjóðhöfðingja landsins til annarra þjóðhöfðingja og forsvarsmanna ríkja, jafnvel þótt þau bréf séu nýskrifuð, gæti það gerst að bréfin birtust í fjölmiðlum, hvort heldur sem er á Íslandi eða í heimalandi viðtakandans, áður en hann hefur sjálfur fengið tækifæri til að lesa þau, fjalla um þau á sínum vettvangi eða svara þeim síðan. Þetta gæti án vafa grafið undan trúverðugleika íslenskra ráðamanna, auk þess sem það gæti leitt til þess að íslenskir ráðamenn veigruðu sér við að skrifa bréf til erlendra ráðamanna. Þar með væri þrengt að nauðsynlegu svigrúmi íslenskra stjórnvalda til að eiga eðlileg samskipti við erlend stjórnvöld í þágu landsins.</p> <p>[...]</p> <p>Skrifstofa forseta Íslands vill vekja athygli á að hjá grannþjóðum okkar eru dæmi um að þjóðhöfðingi sé undanþeginn ákvæðum upplýsingalaga með öllu. Þar má benda á ákvæði bresku laganna. þar sem segir í 37. gr. „(1) Information is exempt information if it relates to (...) communications with Her Majesty, with other members of the Royal Family or with the Royal Household“. Í norsku lögunum er sömuleiðis gerður fyrirvari um viss skjöl tengd konungsfjölskyldunni. Með þessari ábendingu er ekki ætlunin að halda fram að sama regla ætti að gilda um forseta Íslands heldur að vekja athygli á ríkjandi viðhorfum í þessu efni í löndum sem hafa langa og sterka réttarhefð. Skrifstofu forseta er raunar ekki kunnugt um dæmi þess að þjóðhöfðingi ríkis í Evrópu hafi verið skyldaður til að birta opinberlega röð bréfa sem hann eða hún hefur skrifað erlendum þjóðhöfðingjum, fáum misserum eða árum eftir að bréfin voru send.“</p> <p>Hinn 26. október 2009 ritaði úrskurðarnefndin kæranda bréf og gaf henni færi á að setja fram athugasemdir í tilefni af svari skrifstofu forseta Íslands.</p> <p>Eins og fram kom hér að framan hefur úrskurðarnefndin samhliða máli þessu, haft til meðferðar kæru Péturs Gunnarssonar, dags. 12. október 2009. Lúta báðar kærurnar að rétti til aðgangs að sömu gögnum. Í tilefni af athugasemdum sem Pétur lét úrskurðarnefndinni í té með tölvubréfi, dags. 3. nóvember 2009, ritaði úrskurðarnefndin skrifstofu forseta Íslands bréf, dags. 23. nóvember, þar sem óskað var nánari upplýsinga um stöðu Alexanders krónprins af Serbíu og Katrinar krónprinsessu af Serbíu m.t.t. þess hvort hægt væri að líta svo á að bréfaskriftir forsetans við þau gæti að lögum fallið undir 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Svar skrifstofu forseta Íslands barst úrskurðarnefndinni með bréfi dags. 1. desember. Með hliðsjón af efni þess og á grundvelli 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, voru kæranda með bréfi, dags. 28. desember, sendar umræddar skýringar og henni veittur frestur til 8. janúar 2010 til að setja fram athugasemdir sínar í tilefni þeirra.</p> <p>Nefndinni hafa ekki borist frekari athugasemdir kæranda eftir að kæra kom fram. Í bréfi skrifstofu forseta Íslands, dags. 1. desember, kemur m.a. fram:</p> <p>„Þau bréf sem ekki voru birt þann 24. október voru „öll til þjóðhöfðingja eða æðstu forsvarsmanna ríkja sem enn eru í embætti“ eins og segir í tilkynningu frá skrifstofu forseta. Alexander krónprins er tvímælalaust meðal æðstu forsvarsmanna Serbíu að dómi stjórnvalda landsins, serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og verulegs hluta þjóðarinnar. Hann er réttur ríkisarfi landsins í augum margra núlifandi Serba, sonur Péturs II sem síðastur ríkti sem konungur Serbíu en var vikið frá þegar kommúnistar komust til valda.</p> <p>Eftir hrun kommúnismans hefur mikil óvissa einkennt stjórnkerfi Serbíu og veruleg átök verið í landinu sem og við alþjóðasamfélagið eins og deilurnar við og um Slobodan Milo?ević fyrrum leiðtoga landsins eru til vitnis um. Á því tímabili hefur Alexander krónprins gegnt mikilvægu hlutverki og skipað sess í forystusveit landsins með ótvíræðum hætti enda þótt sú skipan kunni að virðast óvenjuleg sé litið til stjórnkerfa í öðrum ríkjum Evrópu.</p> <p>Alexander krónprins snéri heim úr útlegð í boði stjórnvalda sem athentu honum til búsetu og eignar konungshöll í miðborg Belgrad þar sem Tító bjó meðan hann ríkti í Júgóslavíu. Stjórnvöld hafa einnig styrkt krónprinsinn til margvíslegrar starfsemi og átt við hann víðtækt samstarf. Þannig studdi t.d. Zoran Dindi? forsætisráðherra, sem síðar var myrtur, að konungsdæmið yrði endurvakið í landinu og serbneska rétttrúnaðarkirkjan hefur og lýst stuðningi við það.</p> <p>Serbía er lýðveldi og þjóðhöfðingi landsins er Boris Tadić. Þrátt fyrir það er ljóst að samband Alexanders krónprins við ráðamenn Serbíu og þjóðina dregur, með stuðningi stjórnvalda, dám af sambærilegum tengslum í konungsríkjum Evrópu. Alexander ferðast t.d. ásamt krónprinsessunni um landið, heimsækir byggðarlög og stofnanir, tekur þátt í mannfundum, málþingum og minningarathöfnum líkt og konungbornir þjóðhöfðingjar gera annars staðar. Mörg dæmi um slíkt má finna á heimasíðu Alexanders krónprins, t.d. í dagskrá fyrir nýliðinn nóvembermánuð. Þessum þáttum kynntist forseti Íslands líka vel af eigin raun í heimsókn sinni til Belgrad þegar margir helstu ráðamenn landsins, m.a. forseti, ráðherrar og aðrir komu ásamt fulltrúum samtaka, atvinnugreina og stofnana til heiðursmóttöku sem Alexander bauð til í konungshöllinni. Einnig kom þetta skýrt fram á fundum forseta Íslands með ráðamönnum landsins.“</p> <p>Í tilvitnuðu bréfi nefndarinnar, dags. 23. nóvember, til skrifstofu forseta Íslands var vísað til bréfs embættisins frá 2. október þar sem fram kom að rannsóknarnefnd Alþingis telji, í svari sínu til embættisins þann sama dag, að það muni ekki skaða rannsókn nefndarinnar að heimila aðgang að umbeðnum bréfum. Úrskurðarnefndin taldi ekki ráðið með vissu hvort rannsóknarnefndin hefði með tilvitnuðu bréfi fyrir sitt leyti heimilað að veittur yrði aðgangur að öllum þeim 17 bréfum sem embættið athenti rannsóknarnefndinni, eða hvort leyfi nefndarinnar hafi náð að þessu leyti aðeins til bréfs frá nefndinni til forseta Íslands, dags. 11. ágúst, og svars forsetaritara við því, dags. 27. ágúst. Með vísan til þess óskaði úrskurðarnefndin þess að skrifstofa forseta Íslands upplýsti hana um það hvort rannsóknarnefndin hefði fyrir sitt leyti, með umræddu bréfi 2. október eða síðar, heimilað að veittur yrði aðgangur að þeim 17 bréfum sem fylgdu svari forsetans til hennar, dags. 27. nóvember, og jafnframt að embættið afhenti nefndinni afrit af svari rannsóknarnefndarinnar þar sem slíkt leyfi kæmi fram.</p> <p>Bréf rannsóknarnefndar Alþingis, dags. 2. október, er hjálagt fyrrnefndu svarbréfi skrifstofu forseta Íslands, dags. 1. desember. Í bréfi rannsóknarnefndarinnar er vísað til bréfaskipta forsetaembættisins við rannsóknarnefnd Alþingis, bæði bréfa nefndarinnar til forsetans og svara forsetans til nefndarinnar. Þar kemur jafnframt fram að nefndin telji, eftir að hafa farið yfir umrædd bréf, að ekki sé ástæða til að ætla að aðgangur að þeim muni skaða rannsókn nefndarinnar og veitir því samþykki sitt með vísan til 3. mgr. 16. gr. laga nr. 142/2008. Hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að bréfunum ráðist því eftir ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p>Af bréfi skrifstofu forseta Íslands, dags. 1. desember, má ráða að embættið telji svar rannsóknarnefndar Alþingis ekki einungis taka til bréfs rannsóknarnefndarinnar til forseta Íslands, dags. 11. ágúst, og svars forsetaritara við því, dags. 27. ágúst, heldur einnig til þeirra 17 bréfa sem fylgdu svarbréfi forsetaritara. Þar sem Pétur Gunnarsson vísar í upphaflegri beiðni sinni um aðgang að sömu gögnum, dags. 15. september, til bréfaskipta forsetaembættisins við rannsóknarnefnd Alþingis, bæði bréfa nefndarinnar til forseta og svara forseta til nefndarinnar verður að ætla að sú beiðni nái einnig til fylgigagna þeirra bréfaskrifta og rannsóknarnefnd Alþingis hafi tekið afstöðu til bæði bréfa og fylgigagna með bréfi sínu frá 2. október 2009. </p> <p>Eins og áður var rakið var kæranda veittur kostur á að koma að frekari athugasemdum við umsögn skrifstofu forseta Íslands frá 1. desember. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál bárust ekki frekari athugasemdir frá kæranda.</p> <h3><br />  <br /> Niðurstöður</h3> <p>Þar sem skrifstofa forseta Íslands hefur birt átta bréf af þeim sautján sem kæra [...] lýtur að afmarkar úrskurðarnefnd um upplýsingamál málið við eftirfarandi níu bréf forseta Íslands sem ekki hafa verið gerð opinber:</p> <p>1. Til Alexanders krónprins og Katrinar krónprinsessu í Serbíu, dags. 10. janúar 2005.<br /> 2. Til Georgi Parvanov forseta Búlgaríu, dags. 29. september 2005,<br /> 3. Til Hu Jintao forseta Kína, dags. 20. júlí 2005.<br /> 4. Til Nursultan A. Nazarbayev forseta Kasakstans, dags. 12. janúar 2006.<br /> 5. Til Hu Jintao forseta Kína, dags. 1. ágúst 2007.<br /> 6. Til Wen Jiabao forsætisráðherra Kína, dags. 1. ágúst 2007.<br /> 7. Til Hamad Bin Khalifa Al Thani emírs af Katar, dags. 4. febrúar 2008.<br /> 8. Til Mohammed Bin Zayed Al Nahyan krónprins Abu Dhabi, dags. 23. apríl 2008.<br /> 9. Til Hamad Bin Khalifa Al Thani emírs af Katar, dags. 22. maí 2008.</p> <p>Um rétt kæranda til aðgangs að gögnum þessum fer að II. kafla upplýsingalaga, enda verður ekki á öðru byggt en að þau gögn sem til verða hjá skrifstofu forseta Íslands í tengslum við stjórnsýslulegt hlutverk hans, sbr. til hliðsjónar 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. einnig 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, falli undir gildissvið upplýsingalaga að öðrum skilyrðum fullnægðum.</p> <p>Skrifstofa forseta Íslands hefur byggt synjun á afhendingu framangreindra gagna á 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar kemur fram að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Eins og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum eru þeir hagsmunir sem ákvæðinu er ætlað að vernda tvíþættir. Annars vegar að vernda stöðu íslenskra stjórnvalda við gerð samninga eða sambærilegra ráðstafana gagnvart erlendum aðilum. Hins vegar er tilgangur ákvæðisins sá að tryggja gagnkvæmt traust í samskiptum við ríki, fyrirsvarsmenn þeirra og fjölþjóðastofnanir, sem og traust í samskiptum innan fjölþjóðastofnana sem Ísland kann að eiga aðild að. Þegar litið er til efnis þeirra bréfa sem hér um ræðir og þeirra röksemda sem skrifstofa forseta Íslands hefur byggt á í máli þessu er ljóst að hér kemur til skoðunar síðara atriðið skv. framangreindu. Með öðrum orðum reynir hér á það atriði hvort hætt sé við að haggað sé þeim mikilvægu hagsmunum íslenskra stjórnvalda, hér fyrst og fremst hagsmunum embættis forseta Íslands, að traust ríki í samskiptum við erlend ríki og fyrirsvarsmenn þeirra verði umrædd bréf aðgengileg almenningi.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að almennt verði að gefa umræddu sjónarmiði allmikið vægi við túlkun á undanþágureglu 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þannig kann sú staðreynd að tiltekin bréfaskipti á milli ríkja verði gerð opinber í sjálfu sér að draga úr trausti í samskiptum ríkjanna, óháð því hversu viðkvæmar upplýsingar sem fram koma í skjalinu í reynd eru. Á hinn bóginn verður hér einnig að líta til þeirrar meginreglu II. kafla laganna, sbr. 3. gr., að almenningur eigi rétt á aðgangi að fyrirliggjandi gögnum mála sem falla undir gildissvið laganna enda eigi takmarkanir 4. – 6. gr. laganna ekki við. Þá byggist ákvæði 6. gr. á því að þær undantekningar sem þar eru tilgreindar eigi einvörðungu við í þeim tilvikum að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að þeim sé beitt.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau níu bréf sem kæranda máls þessa hefur verið synjað um aðgang að. Almennt verður efni þeirra hvorki talið fela í sér viðkvæmar upplýsingar um samskipti þjóðhöfðingja eða annarra né upplýsingar sem í reynd myndu valda tjóni í tengslum við afmörkuð mál, samningsgerð eða aðra viðburði eða ákvarðanir, yrðu þau gerð opinber. Á hinn bóginn fela umrædd bréf almennt í sér tiltölulega nákvæma lýsingu forseta Íslands á samskiptum sínum við aðra þjóðhöfðingja, atriðum sem rædd hafa verið á fundum forsetans við forsvarsmenn erlendra ríkja, beiðnir um fundi eða tiltekna fyrirgreiðslu til handa íslenskum fyrirtækjum, menntastofnunum og öðrum, boð um heimsóknir til Íslands eða boð eða beiðni um önnur samskipti. Telja verður að væru þær upplýsingar gerðar opinberar sem lúta að endursögn á fundum forseta Íslands með erlendum þjóðhöfðingjum eða öðrum aðilum vegna samskipta við erlend ríki kunni að vera fyrir hendi raunveruleg hætta á að traust í samskiptum aðila bíði ákveðna hnekki. Hið sama á við um upplýsingar um beiðnir forseta Íslands um fundi eða tiltekna fyrirgreiðslu, boð um heimsóknir til Íslands eða önnur samskipti, enda bera umrædd bréf ekki almennt ekki með sér upplýsingar um það hvernig við þeim beiðnum var brugðist af hálfu erlendra aðila eða yfirleitt hvort það var gert.</p> <p>Vegna bréfs forseta Íslands til Alexanders krónprins og Katrinar krónprinsessu í Serbíu, dags. 10. janúar 2005, tekur nefndin fram að hún telur í máli þessu ekki þörf á að taka til þess beina afstöðu hvort þau teljist til þjóðhöfðingja Serbíu í hefðbundnum skilningi þess orðs. Við beitingu undantekningarreglunnar í 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga skiptir mestu, auk mats á þeim hagsmunum sem um ræðir, að upplýst sé hvort viðkomandi upplýsingar lúti að samskiptum við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Ljóst er að umrætt bréf frá því í janúar 2005 hefur forseti Íslands ritað sem lið í embættislegum samskiptum sínum við aðila, sem af hans hálfu hefur verið litið á sem tiltekna fulltrúa annars ríkis eða þjóðar. Slíkt er útaf fyrir sig ekki nægjanlegt til þess að úrskurðarnefndin geti fallist fyrirvaralaust á að bréfaskiptin lúti sem slík að samskiptum við annað ríki. Á grundvelli eðlis og efnis umrædds bréfs, og þá einnig þeirra sérstöku samskipta sem voru undanfari þess að bréfið var ritað, telur nefndin þó engu að síður rétt að fallast á það með forseta Íslands að í umræddu bréfi komi fram upplýsingar sem falla undir þá hagsmuni sem stefnt er að því að vernda með ákvæði 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með vísan til framangreindra sjónarmiða ber að fallast á að skrifstofu forseta Íslands hafi, með vísan til 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, verið heimilt að synja kæranda um aðgang þeim níu bréfum sem beiðni kæranda beinist að.</p> <p> </p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun skrifstofu forseta Íslands á því veita kæranda, [...], aðgang að umbeðnum gögnum.</p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                               Sigurveig Jónsdóttir                               Trausti Fannar Valsson</p> |
A 320/2009. Úrskurður frá 22. desember 2009 | Kærð var synjun Reykjavíkurborgar á afhendingu gagna varðandi EES útboð nr. 12165 og til urðu eftir að tilkynnt var um val á viðsemjanda. Aðili máls. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Vinnuskjöl. Aðgangur veittur | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 22. desember 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-320/2009.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 28. ágúst 2009, kærði [...] synjun Reykjavíkurborgar, dags. 30. júlí, á afhendingu gagna varðandi EES útboð nr. 12165 og til urðu eftir að [...] var tilkynnt með bréfi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 2. október 2008, að viðsemjandi hefði verið valinn [A]. Um er að ræða eftirtalin gögn:</p> <p><strong>1.</strong> Drög að verksamningi milli mannvirkjaskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar og [A]. Í neðanmálsgrein kemur fram að drögin séu frá 4. mars 2009.</p> <p><strong>2.</strong> Bréf [A] til innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 25. mars 2009.  </p> <p>Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg auglýsti á Evrópska efnahagssvæðinu 8. júlí 2008 útboð nr. 12165 á uppsteypu og fullnaðarfrágangi á Norðlingaskóla. Verktakafyrirtækið [A] átti lægsta tilboðið í verkið og var öðrum bjóðendum, þ.á m. kæranda, tilkynnt um töku tilboðsins 2. október 2008. </p> <p>Með bréfi, dags. 2. júlí 2009, óskaði kærandi eftir afriti af öllum gögnum varðandi útboðið sem til hefðu orðið eftir að val á samningshafa var tilkynnt bjóðendum. Í synjunarbréfi Reykjavíkurborgar, dags. 30. júlí, kemur meðal annars fram að með bréfinu fylgi þau gögn sem fundust í miðlægum gagnagrunni Reykjavíkurborgar um málið. Ekki verði veittur aðgangur að ódagsettum drögum verksamnings milli mannvirkjaskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar og [A] á grundvelli 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 enda sé um að ræða vinnuskjal og þar að auki drög sem enn séu ókláruð. Þá verði ekki veittur aðgangur að bréfi [A] til innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 25. mars 2009. á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, enda liggi ekki fyrir samþykki fyrirtækisins fyrir því að þær upplýsingar verði veittar.</p> <p>Í kæru, dags. 28. ágúst 2009, kemur eftirfarandi meðal annars fram: ,,Umbj. minn krefst þess að Reykjavíkurborg verði gert skylt að afhenda öll umbeðin gögn. Misbrestur er á því að það hafi verið gert þar sem engin viðhengi fylgja afritum tölvupósta og sérstaklega er tekið fram að bréf [A], dags. 25. mars 2009 sé ekki afhent og drög að verksamningi ekki heldur.</p> <p>Umbj. minn fellst ekki á, að lög standi til þess að synja megi umbj. mínum um aðgang að greindum gögnum. Hafna verður rökstuðningi Reykjavíkurborgar þar að lútandi. Um opinbert útboð var að ræða og umbj. minn var þáttakandi í því og [á] því rétt að aðgangi að öllum gögnum. Í því sambandi getur samningshafi ekki komið í veg fyrir að frekari bréfaskipti við verkkaupa vegna samningsgerðar sé haldið leyndum eins og um einkamálefni sé að tefla enda alls ekki sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari og hið sama hlýtur jafnframt að gilda um drög að verksamningi enda hafa þau væntanlega að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem umbj. minn fær ekki aflað annars staðar frá.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram er komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 28. ágúst 2009. Var kæran send Reykjavíkurborg með bréfi, dags. 3. september, og henni veittur frestur til 14. september til að gera athugasemdir við kæruna. Með tölvubréfi, frá 11. september, óskaði Reykjavíkurborg eftir að fresturinn yrði framlengdur til 18. september 2009. Úrskurðarnefndin varð við þeirri beiðni.</p> <p>Svar Reykjavíkurborgar barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 18. september 2009. Þar kemur fram að við töku tilboðs [A] hafi komst á samningur á milli Reykjavíkurborgar og lægstbjóðenda, sbr. 76. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Þá hafi kærandi réttilega bent á að farist hafi fyrir að senda tiltekin viðhengi tölvupósta með gögnum sem búið væri að afhenda kæranda en þau hafi nú verið afhent honum.</p> <p>Í svarinu segir m.a. svo um synjun afhendingar á ódagsettum drögum að verksamningi milli mannvirkjaskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar og [A]: ,,Reykjavíkurborg telur með hliðsjón af framangreindu einsýnt að ákvæði 3. tl. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga eigi við um aðgang að skjalinu. Reykjavíkurborg er enn að vinna í drögunum og hefur ekki komist að endanlegri niðurstöðu um hvernig afgreiðslu málsins verði háttað, þ.e. hvernig endanlegur samningur mun líta út. Þrátt fyrir að gerð samningsins sé ekki matskennd stjórnvaldsákvörðun í skilningi stjórnsýsluréttar gilda á nokkurn hátt sambærileg sjónarmið við samningsgerðina. Þ.e. Reykjavíkurborg þarf, áður en samningurinn er undirritaður, að vega og meta ólík sjónarmið og móta afstöðu sína til málsins en á því tímabili hafa ólík sjónarmið haft mismunandi vægi og breyst. Langur tími er liðinn frá því tilboði samningshafa var tekið og hafa miklar breytingar átt sér stað í því samningsumhverfi sem leiddi af útboðinu, sér í lagi sökum hruns fjármála- og verktakamarkaðarins. Því hefur Reykjavíkurborg þurft að fara vel yfir forsendur samningsins. Nauðsynlegt er að játa stjórnvöldum svigrúm til að vinna með viðkvæm skjöl óháð inngripi almennings. Er það undirliggjandi markmið með þeim takmörkunum sem koma fram í 3. tl. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaganna.“</p> <p>Þá segir m.a. svo um synjun afhendingar á bréfi [A] til innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 25. mars 2009: ,,Reykjavíkurborg synjaði kæranda um aðgang að bréfi [A], dags. 25. mars 2009 á þeim grundvelli að um væri að ræða skjal sem varðaði mikilvæga fjárhags- og/eða viðskiptahagsmuni félagsins. Í málinu liggur fyrir sú afstaða félagsins að það setji sig gegn því að aðgangur sé veittur að skjalinu sbr. fylgiskjal A með bréfi þessu. Það er mat Reykjavíkurborgar að þær upplýsingar sem fram koma í skjalinu geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni félagsins enda fjallar það um fjármögnun og fjárhagslegar ábyrgðir gagnvart tilteknum þætti verksins. Við skýringu ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga verður jafnframt að hafa í huga þá meginreglu við opinber innkaup að kaupandi skuli gæta trúnaðar um upplýsingar sem hann fær frá bjóðendum, eftir því sem efni og eðli upplýsinganna gefur tilefni til, sbr. m.a. 17. gr. laga um opinber innkaup og 6. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 2004/18/EB frá 31. mars 2004 um samræmingu reglna um útboð og gerð opinberra verksamninga, vörusamninga og þjónustusamninga. Þær upplýsingar sem hér koma einkum til álita eru ýmiss konar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega burði bjóðenda, áætlanir þeirra auk tæknilegra lausna og aðferðir til að koma til móts við þarfir kaupenda sbr. m.a. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-228/2006.“</p> <p>Í svari Reykjavíkurborgar segir ennfremur: ,,Þá er jafnframt byggt á því að 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga eigi við um aðgang að þeim gögnum sem kærandi fer fram á. Samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: ,,Óheftur réttur til upplýsinga getur [...] skaðað samkeppnis- eða rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína.“ Að mati Reykjavíkurborgar er ekki loku fyrir það skotið að það geti í einhverjum tilvikum skaðað stöðu Reykjavíkurborgar á almennum útboðsmarkaði að almenningi sé veittur ótakmarkaður aðgangur að samningum sem gerðir eru á grundvelli útboða.“ </p> <p>Hinn 21. september 2009 ritaði úrskurðarnefndin lögmanni kæranda bréf og gaf honum færi á að gera athugasemdir í tilefni af umsögn Reykjavíkurborgar. Svar lögmanns kæranda barst úrskurðarnefndinni með bréfi dags. 30. september. Þar segir m.a. svo: ,,Umbj. minn ítrekar að hann telji sig njóta aðilastöðu í málinu enda augljóst af málatilbúnaði Reykjavíkurborgar að útboðsferlinu er ekki lokið þar sem ennþá hefur ekki verið undirritaður verksamningur við lægstbjóðanda, þrátt fyrir að undirritun verksamnings eigi að öllu eðlilegu að vera formsatriði með því að öll efnisatriði verði ráðin af útboðsgögnum. Málatilbúnaður Reykjavíkurborgar gefur augljósa vísbendingu um, að stjórnvaldið sé í sérstökum samningaviðræðum við lægstbjóðanda um verulegar breytingar á inntaki samningsins og forsendum hans, sem augljóslega stríðir gegn hagsmunum annarra þátttakenda í útboðinu. Telja verður að stjórnvald hafi afar takmarkaðar heimildir til að ganga þannig á svig við forsendur í opinberu útboði. Ljóst er að umbj. minn hefur verulega hagsmuni af því að geta fylgst með slíku samningsferli sem á sér stað eftir að niðurstaða opinbers útboðs liggur fyrir. Á grundvelli málatilbúnaðar Reykjavíkurborgar leyfir umbj. minn sér að mótmæla þeirri fullyrðingu, sem fram kemur í athugasemdum lögmanns stjórnvaldsins, að samningur sé kominn á milli Reykjavíkurborgar og lægstbjóðanda, sbr. 76. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007. Frekari bréfaskipti og viðræður þessara aðila um efnisatriði verksamnings benda ekki til annars en að báðir aðilar líti svo á að samningsgerðinni sé ekki lokið.</p> <p>Jafnvel þó talið verði að umbj. minn sé ekki lengur aðili máls þá er á því byggt að skylt sé að veita honum aðgang að umbeðnum gögnum. Á því er byggt að ekki séu efni til að fallast á það með Reykjavíkurborg, að hagmunir lægstbjóðanda af trúnaði vegi þyngra að metum en þeir hagsmunir, sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum sé ætlað að tryggja. Við það hagsmunamat verður sérstaklega að líta til þess, að frekari samningsgerð Reykjavíkurborgar og lægstbjóðanda um efnisatriði verksamnings er andstæð meginreglum laga nr. 84/2007 um opinber útboð. Vísað er til dóms Hæstaréttar í málinu nr. 455/1999 til stuðnings þessari málsástæðu.</p> <p>Mótmælt er að skipt geti máli við úrlausn málsins að bréf lægstbjóðanda, dags. 25. mars 2009, geti haft að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags og/eða viðskiptahagsmuni hans, sem leynt eigi að fara, þegar virt er að með þátttöku í útboðinu undirgekkst lægstbjóðandi að þessir hagsmunir hans yrðu skoðaðir og metnir af stjórnvaldinu og að stjórnvaldinu var skylt að veita öðrum þátttakendum aðgang að þeim upplýsingum, sbr. c. lið 2. mgr. 75. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007.</p> <p>Umbj. minn vill sérstaklega mótmæla þeirri málsástæðu Reykjavíkurborgar að tímalengd frá því að tilboði lægstbjóðanda var tekið geti skipt máli varðandi réttindi hans til umbeðinna upplýsinga og hvað þá að svokallað ,,...hrun fjármála- og verktakamarkaðarins“ eigi að leiða til þeirrar niðurstöðu. Að mati umbj. míns eru þessar málsástæður Reykjavíkurborgar haldlausar með öllu enda einmitt brýnt að úr máli þessu sé leyst af hálfu Reykjavíkurborgar fyrir opnum tjöldum.</p> <p>Á því er byggt af hálfu Reykjavíkurborgar að stjórnvaldið þurfi ,,að fara vel yfir forsendur samningsins“. Umbj. minn lítur svo á, að fullyrðing þessi bendi til þess, að fram hafi komið ósk frá lægstbjóðanda um að breytt verði í verulegu frá þeim efnisatriðum sem kveðið var á um í útboðsgögnum vegna verksins. Umbj. minn telur að verulegar breytingar verði ekki gerðar nema að undangenginni riftun fyrri samninga og þá á grundvelli nýs útboðs. Hin umkröfðu gögn sem Reykjavíkurborg skirrist við að afhenda umbj. mínum virðast því hafa að geyma upplýsingar sem varða umbj. minn miklu og geta rennt stoðum undir kröfu, sem hann kanna að setja fram, um ógildingu alls samningsferlisins eða til skaðabóta á síðari stigum.“</p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong><br /> Eins og fram kemur í lýsingu málsatvika hér að framan fer kærandi fram á aðgang að eftirtöldum gögnum:</p> <p>1. Drög að verksamningi milli mannvirkjaskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar og [A]. Í neðanmálsgrein kemur fram að drögin séu frá 4. mars 2009.</p> <p>2. Bréf [A] til innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 25. mars 2009.  </p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“ Þau gögn sem kæranda hefur verið synjað um aðgang að eru gögn sem tengjast þeim samningi sem gerður var í kjölfar vals á bjóðanda. Úrskurðarnefndin lítur svo á að kærandi sé aðili máls í skilningi framangreinds ákvæðis upplýsingalaga þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ.á m. frá öðrum þátttakendum í útboðinu. Öðru máli gegnir hins vegar þegar hann óskar eftir aðgangi að gögnum sem til urðu í kjölfar útboðsins. Þótt kærandi kunni að hafa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnum sem þannig hafa orðið til eftir að val á bjóðanda fór fram verður orðalagið „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. 9. gr. ekki skýrt svo rúmt að það taki til upplýsinga sem fram koma í gögnum sem til urðu eftir þann tíma. Þar af leiðandi gilda reglur II. kafla upplýsingalaga um almennan aðgang að upplýsingum um þann hluta gagnanna.</p> <p>Þau gögn sem fyrir liggja í málinu eru ekki hluti útboðsgagna. Með vísan til þess sem að framan segir verður hér fjallað um rétt kæranda til aðgangs á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, en þar segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“ Í 7. gr. upplýsingalaga kemur m.a. fram að eigi 4.-6. gr. aðeins við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins.</p> <p><br />  <br /> <strong>2.<br /> </strong>Eins og rakið var hér að framan hefur Reykjavíkurborg í máli þessu m.a. byggt synjun á afhendingu gagna á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði er heimilt að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Reykjavíkurborg hefur hins vegar ekki vísað til þess sérstaklega á hvaða hátt þær upplýsingar sem fram koma í þeim tveimur gögnum sem borgin hefur synjað kæranda um aðgang að kunni að skaða samkeppnisstöðu hennar á útboðsmarkaði. Segir um það atriði einvörðungu í skýringum borgarinnar að það sé að mati Reykjavíkurborgar ekki loku fyrir það skotið að það geti í einhverjum tilvikum skaðað stöðu Reykjavíkurborgar á almennum útboðsmarkaði að almenningi sé veittur ótakmarkaður aðgangur að samningum sem gerðir eru á grundvelli útboða.</p> <p>Það leiðir af orðalagi umrædds 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að til þess að takmörkun á aðgangi að gögnum verði á honum byggð verður a.m.k. þremur eftirtöldum skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi verður sá aðili sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, að vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umræddum upplýsingum. Þá verður það mat hagsmuna sem fellur undir síðastgreint atriði ávallt að lúta að þeim tilteknu upplýsingum sem um ræðir í hverju máli fyrir sig. Reykjavíkurborg hefur í máli þessu hvorki rökstutt það sérstaklega á hvaða samkeppnishagsmuni reyni í máli þessu, né hefur hún leitast við að lýsa því hvort einhverjar þær upplýsingar sem fram koma í gögnum þessa máls kynnu að vera til þess fallnar að raska samkeppnisstöðu borgarinnar yrðu þær gerðar opinberar. Í reynd hefur borgin í þessu sambandi einvörðungu á það bent að ekki verði loku fyrir það skotið að í einhverjum tilvikum kynni það að skaða samkeppnisstöðu borgarinnar á útboðsmarkaði yrði almenningi veittur ótakmarkaður aðgangur að samningum sem gerðir eru á grundvelli útboða. Ekkert liggur fyrir um það í máli þessu að þau tvö tilteknu skjöl sem Reykjavíkurborg hefur synjað kæranda um aðgang að innihaldi slíkar upplýsingar. Því getur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ekki fallist á að Reykjavíkurborg sé heimilt að synja um aðgang að gögnum málsins með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Að öðru leyti hefur Reykjavíkurborg byggt synjun sína á því annars vegar að ódagsett drög að verksamningi við [A] sé vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og hins vegar að bréf [A] til borgarinnar, dags. 25. mars 2009, innihaldi upplýsingar sem halda beri leyndum af tilliti til hagsmuna fyrirtækisins skv. 5. gr. sömu laga. Verður nú vikið nánar að þeim röksemdum.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Eins og þegar er fram komið tilkynnti Reykjavíkurborg bjóðendum í EES-útboði nr. 12165 þann 2. október 2008 að tilboði [A] í hið útboðna verk hefði verið tekið. Byggir borgin á því að frá þeim tíma hafi verið til staðar samningur aðila sbr. 76. gr. laga nr. 84/2007, um opinber innkaup. Sami skilningur kemur fram í gögnum málsins af hálfu [A]. Það er ekki hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til þess hvort samningaviðræður aðila eftir að tilboði [A] var tekið skv. framangreindu rúmist innan ákvæða laga um opinber innkaup, sbr. m.a. 3. mgr. 76. gr. þeirra laga. Eins og málum er hér háttað verður ekki talið að röksemdir kæranda máls þessa þar að lútandi geti leitt til rýmri réttar hans til aðgangs að gögnum málsins skv. upplýsingalögum en leiðir af 3. gr. þeirra laga.</p> <p>Í gögnum málsins liggja fyrir drög að verksamningi á tveimur blaðsíðum um hið útboðna verk. Eru drögin væntanlega gerð 4. mars 2009, sé tekið mið af dagsetningu sem fram kemur neðanmáls á fyrri síðu samningsins. Til stuðnings þeirri ákvörðun að synja kæranda um aðgang að umræddu gagni hefur Reykjavíkurborg einvörðungu vísað til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sem áður var um fjallað, og svo 3. tölul. 4. gr. sömu laga. Af gögnum málsins verður ennfremur dregin sú ályktun að endanleg gerð umrædds verksamnings hafi ekki legið fyrir þegar kærandi lagði fram beiðni sína um aðgang að gögnum, dags. 2. júlí 2009.</p> <p>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur upplýsingaréttur almennings „... ekki til:             ... vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin nota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annarsstaðar frá.“ Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er orðalagið „til eigin afnota“ m.a. skýrt með svofelldum hætti: „Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað. Þá geta þau skjöl ekki talist vinnuskjöl sem stafa frá öðrum en hlutaðeigandi stjórnvaldi enda þótt slík gögn hafi orðið til að frumkvæði stjórnvaldsins ...“</p> <p>Þrátt fyrir að þau samningsdrög sem hér um ræðir séu sannanlega drög að samningi og þar með í vinnslu af hálfu Reykjavíkurborgar verður ekki fram hjá því litið að drögin hafa verið afhent verktakanum, [A], til umfjöllunar. Þar með verður ekki litið svo á að umrætt skjal hafi verið ritað einvörðungu til eigin afnota stjórnvaldsins, þ.e. Reykjavíkurborgar. Synjun á aðgangi að því verður þar með ekki byggð á 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Reykjavíkurborg hefur til stuðnings á synjun á aðgangi að umræddu skjali ekki vísað til annarra ákvæða upplýsingalaga en 3. tölul. 6. gr. og 3. tölul. 4. gr. Reykjavíkurborg leitaði afstöðu [A] til fram kominnar beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Í tölvubréfi sem borginni barst frá lögfræðingi hjá [B], fyrir hönd [A], og fyrir liggur í gögnum málsins, er lagst gegn afhendingu á bréfi fyrirtækisins frá 25. mars 2009. Þar er hins vegar ekki tekin afstaða til afhendingar á umræddum samningsdrögum. Verður þrátt fyrir það ekki fullyrt að [A] hafi fallist á afhendingu þeirra fyrir sitt leyti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur af þeim sökum jafnframt yfirfarið drögin með hliðsjón af því hvort  Reykjavíkurborg hefði verið rétt að hafna aðgangi að skjalinu á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, þar sem þar komi fram upplýsingar um viðskipta- eða fjárhagsmálefni [A] sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Ber í því sambandi að hafa í huga að jafnvel þótt í umræddum drögum komi fram upplýsingar sem gætu varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni fyrirtækisins gera upplýsingalög ráð fyrir að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra á metum hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999. Að gættum þeim upplýsingum sem fram koma í umræddum samningsdrögum er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ákvæði 5. gr. upplýsingalaga standi ekki í vegi fyrir því að kæranda verði látin þau í té skv. ákvæði 3. gr. sömu laga.</p> <p>Að öllu framangreindu gættu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að kærða, Reykjavíkurborg, beri að láta kæranda í té afrit af drögum að verksamningi milli mannvirkjaskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar og [A] frá 4. mars 2009.</p> <p> </p> <p><strong>4.<br /> </strong>Í bréfi [A] til innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 25. mars 2009, sem reyndar er útbúið af hálfu starfsmanna [B] sbr. yfirskrift og undirritun bréfsins, er að finna tillögur frá [A] um tilhögun verktryggingar vegna umsamins verks við Norðlingaskóla. Reykjavíkurborg hefur til stuðnings synjunar á afhendingu bréfsins vísað til 5. gr. upplýsingalaga, þ.e. að í því komi fram upplýsingar sem eðlilegt og sanngjarnt sé að leynt fari vegna hagsmuna verktakans. Eins og áður var rakið hefur [A] lagst gegn afhendingu skjalsins til kæranda.</p> <p>Í umræddu bréfi er einvörðungu lýst tillögu um tilhögun verktryggingar. Þar er ekki vikið að samningum [A] um fjármögnun að öðru leyti en því sem lýtur að greiðslum Reykjavíkurborgar fyrir framkvæmd verks. Þá koma þar ekki fram neinar upplýsingar sem lúta að fjárhag fyrirtækisins, mat á fjárhagsstöðu þess eða getu til að framkvæma umsamið verk eða mat á líklegum efndum eða vanefndum verktakans. Þær upplýsingar sem í bréfinu koma fram geta að mati úrskurðarnefndarinnar varðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Þegar hins vegar er tekið mið af því sem að framan er rakið um skýringu á 5. gr.  upplýsingalaga, þá sérstaklega um líkur fyrir því að upplýsingar sem þar koma fram séu til þess fallnar að valda  fyrirtækinu tjóni verði þær gerðar opinberar, telur úrskurðarnefndin að ekki sé eðlilegt að þessar upplýsingar fari leynt.</p> <p>Kærða, Reykjavíkurborg, ber samkvæmt framangreindu að afhenda kæranda afrit af bréfi [A], dags. 25. mars 2009 og undirritað af starfsmönnum [B], til innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Reykjavíkurborg ber að afhenda kæranda, [...], afrit af drögum að verksamningi milli mannvirkjaskrifstofu framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar og [A] frá 4. mars 2009 og afrit af bréfi [A], dags. 25. mars 2009 og undirritað af starfsmönnum [B], til innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar.</p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br />                                  Sigurveig Jónsdóttir                            Trausti Fannar Valsson</p> |
A 318/2009. Úrskurður frá 22. desember 2009 | Kærð var sú ákvörðun sýslumannsins á Sauðárkróki að synja um aðgang að tveimur skýrslum sem gerðar voru af starfsmönnum ríkislögreglustjóra um mitt ár eða síðari hluta árs 2007 varðandi málefni lögreglunnar á Sauðárkróki. Aðili máls. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Kærufrestur. Mikilvægir almannahagsmunir vegna öryggis- eða varnarmála. Tilgreining máls eða gagna í máli. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 22. desember 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-318/2009.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 16. júní 2009, kærði [...] ákvörðun sýslumannsins á Sauðárkróki, dags. 11. mars það sama ár, að synja honum um aðgang að tveimur skýrslum sem gerðar voru af starfsmönnum ríkislögreglustjóra um mitt ár eða síðari hluta árs 2007 varðandi málefni lögreglunnar á Sauðárkróki.</p> <p>Af gögnum verður ráðið að upphaflegri beiðni kæranda um aðgang að ofangreindum skýrslum hafnaði sýslumaðurinn á Sauðárkróki með bréfi, dags. 28. júlí 2008, með þeim rökstuðningi að rétt væri fyrir kæranda að beina beiðni sinni að ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hafnaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 18. ágúst sama ár. Í ákvörðun ríkislögreglustjóra er nánar rakið að um sé að ræða tvær skýrslur. Önnur sé dags. 30. júní 2007 og varði stjórnun og starfsmannamál embættis lögreglustjórans á Sauðárkróki. Hin skýrslan sé framhaldsúttekt, dags. 14. september 2007. Kemur í ákvörðuninni ennfremur fram að í umræddum skýrslum komi nafn kæranda hvergi fyrir, engin gagnrýni sé sett þar fram á störf hans og ekki sé rakið hvað hver og einn lögreglumaður hafi sagt í viðtölum við starfsmenn ríkislögreglustjóra, að undanskildum yfirlögregluþjóni. Kærandi sé þar með ekki aðili skýrslnanna. Að fenginni ofangreindri niðurstöðu ríkislögreglustjóra leitaði kærandi til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður beindi af því tilefni tilteknum spurningum til ríkislögreglustjóra sem þá lét í ljósi þá afstöðu að umræddri beiðni um aðgang að gögnum bæri að beina til sýslumannsins á Sauðarkróki. Þangað beindi kærandi ósk sinni á ný með bréfi, dags. 6. febrúar 2009, en var synjað með ákvörðun sýslumanns, dags. 11. mars 2009. Kærandi beindi þá á ný kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður lauk umfjöllun um kvörtun kæranda með vísan til 3. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, þar sem kærandi hafði ekki nýtt sér rétt til að kæra ákvörðun sýslumannsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Tók hann því ekki efnislega afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að umræddum skýrslum. Kærandi beindi síðan kæru til úrskurðarnefndarinnar vegna umrædds máls með bréfi, dags. 16. júní 2009, eins og fyrr er greint. Af ofangreindu leiðir ennfremur að það er synjun sýslumanns, dags. 11. mars 2009, á ósk kæranda um aðgang gagna sem til umfjöllunar er í kærumáli þessu.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 25. júní 2009, var framkomin kæra kynnt sýslumanninum á Sauðárkróki og honum gefið færi á að setja fram athugasemdir við kæruna og koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir synjun sinni. Jafnframt var óskað afrita af gögnum málsins.</p> <p>Samkvæmt sérstakri ósk sýslumannsins á Sauðárkróki var frestur hans til að svara erindi úrskurðarnefndarinnar framlengdur til 10. júlí. Svar hans, ásamt gögnum málsins, barst nefndinni með bréfi, dags. 8. júlí. Í skýringum sýslumannsins kemur fram að það sé mat hans að umræddar skýrslur eigi ekki erindi í hendur kæranda, hvorki á grundvelli ákvæða upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings né um upplýsingarétt aðila. Ber sýslumaðurinn því við í fyrsta lagi að ekki sé um að ræða „tiltekið mál“ í skilningi 9. gr. og 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sem til meðferðar sé eða hafi verið hjá stjórnvöldum, heldur sé þar mestmegnis um að ræða álit starfsmanna ríkislögreglustjórans á vinnubrögðum einstakra starfsmanna sýslumannsembættisins og samskiptum þeirra á milli. Því eigi kærandi þegar af þeirri ástæðu ekki upplýsingarétt á grundvelli ákvæða upplýsingalaga. Fallist úrskurðarnefndin hins vegar ekki á þau rök sé það ennfremur skoðun sýslumanns að undanþáguákvæði upplýsingalaga um takmörkun á upplýsingarétti sem fram komi í II. kafla laganna og eftir atvikum 3. mgr. 9. gr. sömu laga leiði til þess að kæranda skuli synja um aðgang að skýrslunum. Bendir sýslumaðurinn í því sambandi á að í skýrslunum sé víða fundið að vinnubrögðum einstakra starfsmanna og þeir oftlega nafngreindir. Ennfremur sé þar að finna útdrætti úr trúnaðarsamtölum starfsmanna ríkislögreglustjórans, m.a. sálfræðings ríkislögreglustjóraembættisins, við einstaka starfsmenn sýslumannsembættisins þar sem fram komi ávirðingar í garð samstarfsmanna.</p> <p>Athugasemdir kæranda vegna tilvitnaðra skýringa sýslumannsins á Sauðárkróki bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 23. júlí 2009. Þar bendir kærandi á að hann hafi um árabil verið starfandi varðstjóri við embætti sýslumannsins, meðal annars á þeim tíma sem skýrslurnar taki til. Telur hann því að hann sé án vafa aðili að þeim upplýsingum sem skýrslurnar innihalda. Þá bendir kærandi á að hann telji skýringar sýslumannsins misvísandi varðandi það hvort tilteknir starfsmenn séu nefndir á nafn í skýrslunum.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong><br /> Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Samkvæmt 3. gr. sömu laga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Þá segir í 1. mgr. 10. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.</p> <p>Þær skýrslur sem kærandi hefur óskað aðgangs að voru gerðar af starfsmönnum ríkislögreglustjóra vegna starfsmannamála og stjórnunar við embætti sýslumannsins á Sauðárkróki í tengslum við verksvið hans á sviði löggæslu. Af efni skýrslnanna verður ráðið að þar er fjallað um þessi atriði heildstætt, sem ákveðið og afmarkað viðfangsefni. Þær teljast því til gagna tiltekins máls í skilningi upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. sömu laga skal mál borið skriflega undir nefndina innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var tilkynnt um ákvörðun.</p> <p>Sýslumaðurinn á Sauðárkróki birti kæranda ákvörðun sína með bréfi, dags. 11. mars 2009. Kæran til úrskurðarnefndarinnar er dagsett 16. júní sama ár. Ekki liggur fyrir í gögnum málsins nákvæmlega hvaða dag umrædd ákvörðun barst kæranda þannig að hann ætti þess kost að kynna sér efni hennar. Með vísan til þess að rúmir þrír mánuðir liðu frá dagsetningu ákvörðunar sýslumannsins og þar til kæra málsins var lögð fram má þó gera ráð fyrir að umræddur 30 daga kærufrestur hafi verið liðinn þegar kæran var fram lögð.</p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skal stjórnvald, þegar það tilkynnir stjórnvaldsákvörðun með skriflegum hætti, m.a. leiðbeina aðila máls um rétt hans til að leggja fram kæru og um kærufrest. Kæranda var leiðbeint um kærurétt. Hins vegar láðist að leiðbeina honum varðandi kærufrest. Af þessu leiðir að sýslumaðurinn á Sauðárkróki fullnægði ekki lögboðinni skyldu um leiðbeiningar til handa aðila máls. Úrskurðarnefndin lítur því svo á að það teljist afsakanlegt, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, að kæran hafi ekki borist nefndinni fyrr en raun var á. Verður henni því ekki vísað frá af þeim sökum að kærufrestur hafi verið útrunninn.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Kærandi er hvergi nafngreindur í þeim skýrslum sem beiðni hans lýtur að. Ekki verður af efni þeirra ráðið að athugasemdir sem þar eru gerðar beinist að honum. Það er afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að umræddar skýrslur geymi ekki upplýsingar um kæranda sjálfan í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Um rétt hans til aðgangs að þeim fer því ekki eftir 9. gr. laganna heldur eftir 3. gr. þeirra, um upplýsingarétt almennings.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong><br /> Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum, eins og áður var rakið, skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, sé þeirra óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna.</p> <p>Þau efnislegu rök sem sýslumaðurinn á Sauðárkróki hefur vísað til í máli þessu um synjun á beiðni kæranda lúta að því að í skýrslunum sé víða fundið að vinnubrögðum einstakra starfsmanna og þeir oftlega nafngreindir. Ennfremur sé þar að finna útdrætti úr trúnaðarsamtölum starfsmanna ríkislögreglustjórans við einstaka starfsmenn sýslumanns-embættisins. Vísa þessar röksemdir til þess að í gögnum málsins komi fram upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt ákvæði 5. gr. upplýsingalaga</p> <p>Umrætt ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 hljóðar svo í heild sinni: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni þeirra tveggja skýrslna sem hér um ræðir. Önnur ber yfirskriftina „Úttekt á stjórnun og starfsmannamálum embættis lögreglustjórans á Sauðárkróki“, dags. 30. júní 2007. Þar kemur m.a. fram í inngangi að tveir starfsmenn ríkislögreglustjóra hafi heimsótt embætti lögreglustjórans á Sauðárkróki í júní 2007. Ástæðan hafi verið ýmis atvik sem upp hafi komið hjá embættinu og gefið hafi tilefni til nánari skoðunar. Í dæmaskyni er m.a. nefnt að tilefni skoðunar séu samskiptaörðugleikar og trúnaðarbrestur milli lögreglustjóra og yfirlögregluþjóns, aukastörf lögreglumanna og agaleysi í lögregluliði. Í köflum I og II í skýrslunni er almennt fjallað um tilgang athugunar starfsmanna ríkislögreglustjórans á málefnum embættisins á Sauðárkróki. Þar koma fram upplýsingar um mat starfsmanna ríkislögreglustjórans á starfsaðstæðum og samskiptum yfirstjórnenda lögreglunnar við embætti lögreglustjórans. Eðlilegt er að þær fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga vegna einkahagsmuna þeirra. Í köflum III, IV og V, er fjallað almennt um starfsmenn lögreglustjórans og umdæmi þeirra, starfsfyrirkomulag og svo um störf yfirlögregluþjóns. Ekkert í þessum köflum er þess eðlis að það geti gengið gegn einkahagsmunum þeirra starfsmanna lögreglustjórans sem þar er á minnst verði þeir gerðir opinberir. Aðgangi að þessum þremur köflum verður því ekki hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Í kafla VI er fjallað um samskipti lögreglustjóra og yfirlögregluþjóns, í kafla VII um umferðarátak lögregluembættanna á árinu 2006, í kafla VIII er að finna lýsingu á einstaklingsviðtölum við starfsmenn lögreglustjóraembættisins, án þess þó að nafngreindir séu þeir einstaklingar sem rætt var við, í kafla IX er lýst fundi starfsmanna ríkislögreglustjórans með lögreglustjóra 19. júní 2007 og loks er í kafla X að finna samandregnar niðurstöður skýrslunnar. Með tilliti til einkahagsmuna æðstu yfirstjórnenda lögregluembættisins á Sauðárkróki telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að rétt sé að synja kæranda um aðgang að þessum köflum skýrslunnar, þ.e. köflum VI til og með kafla X.</p> <p>Í kafla XI, sem inniheldur viðauka með töflum um akstur vegna sérstaks umferðareftirlits, kemur ekkert fram um einkahagsmuni einstakra manna sem réttlætt gæti undantekningu frá aðgangi almennings að gögnum skv. meginreglu 3. gr. upplýsingalaga. Þá verður ekki séð að þær upplýsingar sem þarna koma fram séu þess eðlis að þörf sé á að takmarka aðgang að þeim vegna öryggishagsmuna, sbr. ákvæði 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Hin skýrslan sem beiðni kæranda beinist að er dags. 14. desember 2007 og ber yfirskriftina „Framhaldsúttekt á embætti lögreglustjórans á Sauðárkróki“. Í henni er lýst tiltekinni eftirfylgni vegna fyrri skýrslu. Þar er að finna nánari lýsingar á samskiptum lögreglumanna við sýslumanninn og við löglærða fulltrúa sýslumannsins, farið er kerfisbundið yfir tiltekin áhersluatriði úr fyrri skýrslu og tekin afstaða til þess hvernig gengið hafi að framfylgja þeim og lýst er fundum starfsmanna ríkislögreglustjórans með einstökum lögreglumönnum á Sauðárkróki, án þess þó að þeir síðarnefndu séu nafngreindir. Efni skýrslunnar og viðauka við hana lýtur að svo stórum hluta að frammistöðu sýslumanns, löglærðra fulltrúa hans og yfirlögregluþjóns í starfi, að úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur rétt, m.t.t. einkahagsmuna þeirra að efni skýrslunnar verði ekki gert almenningi aðgengilegt. Því ber að fallast á þá afstöðu sýslumannsins á Sauðárkróki að hafna því að veita kæranda aðgang að umræddu gagni í heild sinni með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er sú ákvörðun sýslumannsins á Sauðárkróki frá 11. mars 2009 að synja kæranda um aðgang að skýrslu ríkislögreglustjóra um embætti lögreglustjórans á Sauðárkróki, dags. 14. desember 2007 í heild sinni. Hið sama á við um skýrslu ríkislögreglustjóra um sama embætti, dags. 30. júní 2007, að undanskildum köflum III, IV, V og XI. Veita ber kæranda aðgang að þeim köflum skýrslunnar.</p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p><br />                                 Sigurveig Jónsdóttir                            Trausti Fannar Valsson</p> |
A 323/2009. Úrskurður frá 22. desember 2009 | Kærð var ákvörðun Seðlabanka Íslands að synja um aðgang að og afriti af gögnum sem sýndu afgreiðslu og niðurstöðu Seðlabankans varðandi lánsbeiðni forráðamanna [A] frá 26. september 2008 svo og af lánsbeiðninni sjálfri. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 22. desember 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-323/2009.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 27. október 2009, kærði [...] þá ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 19. október að synja um aðgang að og afriti af gögnum sem sýndu afgreiðslu og niðurstöðu Seðlabankans varðandi lánsbeiðni forráðamanna [A] frá 26. september 2008 svo og af lánsbeiðninni sjálfri.</p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi sendi Seðlabanka Íslands bréf þann 13. október, og óskaði eftir aðgangi að framangreindum gögnum. Með bréfi, dags. 19. október, synjaði Seðlabankinn aðgangi að gögnunum á þeim forsendum að trúnaður ríki um gögn af því tagi sem kærandi bað um samkvæmt 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og því væri bankanum óheimilt að láta í té umbeðnar upplýsingar.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 28. október, var Seðlabanka Íslands kynnt kæran og honum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir að fá afhent í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Þann 10. nóvember óskaði Seðlabanki Íslands eftir lengri fresti til að skila athugasemdum við kæruna og var fallist á það. Athugasemdir Seðlabankans, dags. 12. nóvember, bárust úrskurðarnefndinni 13. nóvember. Í athugasemdunum segir m.a. annars eftirfarandi:</p> <p>„Seðlabankinn telur að samkvæmt 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands sé bankanum óheimilt að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. Samkvæmt ákvæðinu er Seðlabankanum óheimilt að veita almenningi upplýsingar um „allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs“, en [A] sem umbeðin beiðni snertir er „viðskiptamaður“ Seðlabankans.</p> <p>Til frekari rökstuðnings vísar Seðlabankinn til úrskurðar Úrskurðarnefndarinnar í málinu A-305/2009 þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu að [A] sé tvímælalaust viðskiptamaður bankans í skilningi 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og af þeim ástæðum sé Seðlabankanum rétt að synja um aðgang að gögnum sem varða hagi [A].</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur óskað eftir því að Seðlabankinn láti í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Seðlabankinn sendir hér með í trúnaði afrit af eftirtöldum gögnum:<br /> 1. Minnisblað frá 28. september 2008, merkt trúnaðarmál.<br /> 2. Bréf [A] til Seðlabanka dags. 6. október 2008.<br /> 3. Svarbréf Seðlabankans dags. 7. október 2008.<br /> 4. Vinnuskjal ritað til eigin nota dags. 3. október 2008 og tekur Seðlabankinn fram að hann telji umrætt skjal jafnframt undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 3. tl. 4. gr. laga nr. 50/1996.“</p> <p>Með bréfi, dags. 18. nóvember, var kæranda gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Seðlabanka Íslands og frestur gefinn til þess til 27. nóvember. Engar athugasemdir bárust frá kæranda og er því mál þetta tekið til úrskurðar, sbr. 18. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Úrskurðarnefndinni þykir rétt að taka fram að í kæru heldur kærandi því fram að Seðlabankinn geti ekki hafnað beiðni sinni um aðgang að gögnum á grundvelli þagnarskyldu samkvæmt 35. gr. laga nr. 36/2001. [A] sé kominn í þrot og geti því varla talist vera í viðskiptum við Seðlabankann. Því gildi ekki takmarkanir 5. gr. upplýsingalaga í þessu tilviki. Þá gildi almenn ákvæði laga um þagnarskyldu ekki samkvæmt 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Umbeðin gögn geti ekki talist viðkvæm enda sé efni þeirra í grófum dráttum á allra vitorði og þau hafi og að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls og séu því ekki undanskilin upplýsingarétti, sbr. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Eins og fyrr er rakið er nær beiðni kæranda til aðgangs að gögnum sem sýndu afgreiðslu og niðurstöðu Seðlabankans varðandi lánsbeiðni forráðamanna [A] frá 26. september 2008 svo og afrit af lánsbeiðninni sjálfri. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem Seðlabankinn hefur látið henni í té og að framan er gerð grein fyrir.</p> <p> </p> <p><strong>1.</strong><br /> Minnisblað Seðlabanka Íslands frá 28. september 2008 er merkt sem trúnaðarmál og ber yfirskriftina „Drög að áætlun vegna vanda fjármálafyrirtækja.“ Úrskurðarnefndin hefur áður tekið afstöðu til þess hvort Seðlabankanum beri að heimila aðgang að þessu minnisblaði, sbr. úrskurð nefndarinnar frá 25. júní 2009 í máli nr. A-305/2009. Seðlabankinn hefur að sínu leyti vísað til þess úrskurðar að því er varðar röksemdir bankans fyrir því að heimila ekki aðgang að minnisblaðinu.</p> <p>Meginmál framangreinds skjals varðar stöðu [A], s.s. um lánsfjárþörf og beiðni bankans um lánafyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum. Þá eru í skjalinu hugleiðingar um það hvernig Seðlabankinn geti brugðist við lánsfjárbeiðninni, rök fyrir þeim mögulegu viðbrögðum og hættu sem þau gætu skapað. Þá er fjallað um markmið með áætluninni og fleiri atriði sem ekki varða [A] sérstaklega. Í þessu máli hefur Seðlabankinn ekki með beinum hætti borið fyrir sig að skjal þetta sé vinnuskjal í skilningi 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga, en úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði í máli nr. A-305/2009. Hins vegar vísar Seðlabankinn til þessa úrskurðar til frekari rökstuðnings fyrir synjun sinni í bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 12. nóvember, en í því máli hélt Seðlabankinn því fram að skjalið væri vinnuskjal og þar af leiðandi undanþegið upplýsingarétti samkvæmt ákvæðum 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. og 1. tölul. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá hefur Seðlabankinn borið fyrir sig að því er öll skjölin sem hann hefur látið úrskurðarnefndinni í té að þau falli undir ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Í síðari málslið 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að þrátt fyrir að skjal teljist vinnuskjal sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota skuli veita aðgang að slíku skjali hafi það að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá. Af lestri minnisblaðs Seðlabankans frá 28. september 2008 fær úrskurðarnefndin ekki séð að þar sé finna bókun um afgreiðslu máls af neinu tagi. Að því er varðar upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá verður að hafa í huga skýringar við það ákvæði í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar segir eftirfarandi: „Með síðastnefndu orðalagi [upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá] er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvarðanatöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tl. er að finna í stjórnsýslulögum.“</p> <p>Í framangreindu skjali koma fram upplýsingar og hugleiðingar um stöðu [A], annarra banka hérlendis og bankakerfisins í heild. Þrátt fyrir að það sem í skjalinu stendur kunni að tengjast að hluta þeim ákvörðunum sem beiðni kæranda lýtur að verður hins vegar ekki séð að þær geymi með þeim hætti upplýsingar um staðreynd máls að undantekningarákvæðið í síðari málslið 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga verði talið eiga hér við.</p> <p>Meginmál umrædds minnisblaðs Seðlabankans varðar [A] og ýmsa aðra banka landsins. Þessir bankar hafa á undanförnum málum farið í gegnum ákveðið ferli skv. lögum og eru enn starfræktir. Þeir eru tvímælalaust viðskiptamenn Seðlabankans í skilningi 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Af því leiðir að skjalið fellur samkvæmt efni sínu undir þagnarskyldu (bankaleynd) samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, en það ákvæði hljóðar svo, sbr. 9. gr. laga nr. 5/2009: „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p>Það að upplýsingar í fórum stjórnvalda falli undir ákvæði laga um þagnarskyldu er þó eitt út af fyrir sig ekki nægjanlegt til að heimilt sé á grundvelli upplýsingalaga að synja um aðgang að þeim. Í 3. mgr. 2. gr. laganna er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Þagnarskylduákvæði teljast sérstök í þessu sambandi að því leyti sem þau tilgreina sérstaklega þær upplýsingar sem trúnaður skal ríkja um. Tilvitnað ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 telst í þessu sambandi sérstök þagnarskylduregla að því leyti að í henni er tilgreint sérstaklega að trúnaður skuli ríkja um „allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs“.</p> <p>Eins og áður sagði koma fram upplýsingar og hugleiðingar um stöðu [A] og ýmsa aðra banka landsins í umræddu minnisblaði frá 28. september 2008 og einnig að þeir teljist viðskiptamenn bankans í skilningi ákvæðis 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Samkvæmt því sem að framan segir var Seðlabanka Íslands því rétt að synja kæranda um aðgang að þessum gögnum samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001, sbr. 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, og samkvæmt 3. tölul. 4. gr. sömu laga.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Í skjali Seðlabankans frá 3. október 2008, sem ber yfirskriftina [A], kemur fram að [A] hf. hafi sótt um lán hjá Seðlabankanum og lýst hvaða veð hann gæti veitt svo og hvaða fundir hefðu verið haldnir vegna þessarar lánsumsóknar. Af hálfu Seðlabankans er á því byggt að þetta skjal sé vinnuskjal og því undanþegið upplýsingarétti á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Skjal þetta er svipaðs eðlis og minnisblað Seðlabankans frá 28. september 2008 en þar er fjallað um [A] og munnlega umsókn formanns stjórnar bankans um lánafyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum. Eiga því í raun við þetta skjal sömu röksemdir úrskurðarnefndarinnar og raktar eru í lið 2 hér að framan, bæði að því er varðar 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001. Ber því að staðfesta synjun Seðlabanka Íslands um að kærandi fái aðgang að þessu skjali.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong><br /> Bréf [A] til Seðlabanka Íslands hf., dags. 6. október 2008, er efni sínu samkvæmt ítrekun á lánsumsókn sem vikið er að í skjali Seðlabankans frá 3. október 2008. Bréf Seðlabanka Íslands, dags. 7. október 2008, er svar við þeirri lánsumsókn. Kærunefndin telur að bæði þessi bréf falli undir ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og beri því að staðfesta synjun Seðlabankans um að kærandi fái aðgang að bréfunum og vísast um það til þess sem segir um þá lagagrein hér að framan.</p> <p> </p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er synjun Seðlabanka Íslands á því veita kæranda, [...], aðgang að umbeðnum gögnum.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br />                                 Sigurveig Jónsdóttir                              Trausti Fannar Valsson</p> |
A 322/2009. Úrskurður frá 22. desember 2009 | Kærð var ákvörðun Matvælastofnunar um að synja beiðni um aðgang að öllum gögnum í fórum stofnunarinnar er vörðuðu salmonellusýkingar í svínum eða afurðum og úrgangi frá tilteknu svínabúi. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 22. desember 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-322/2009.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 28. september 2009, kærði [...] þá ákvörðun Matvælastofnunar frá 25. ágúst að synja beiðni hennar um aðgang að öllum gögnum í fórum stofnunarinnar er vörðuðu:</p> <p>I. Salmonellusýkingar í svínum eða afurðum og úrgangi frá svínabúinu að [B] í [X-sveit] á undangengnum 12 mánuðum.</p> <p>II. Ef sýkinga hefur orðið vart, þá einkum, en ekki einungis, gögn sem varða:</p> <p>1. Hvenær sýkingar hafa verið greindar á búinu?<br /> 2. Hvaða tegundir salmonella hafa verið greindar á búinu?<br /> 3. Hefur þess verið gætt að dreifing á sýktum skít fari ekki fram?<br /> 4. Hvernig er sóttvörnum háttað?</p> <p>Kærandi segir að framangreind ákvörðun Matvælastofnunar hafi borist sér 28. ágúst 2009.</p> <p>Af gögnum málsins verður ráðið að atvik þess séu eftirfarandi. Með bréfi, dags. 27. júní sl., óskaði [...], f.h. eigenda jarðarinnar [A], eftir að fá ofangreindar upplýsingar hjá Matvælastofnun. Segir m.a. í bréfinu: „Undirrituð er einn af eigendum [A] í [X-sveit], sem liggur milli jarðanna [B] og [C], en á lönd beggja þessara jarða er dreift úrgangi frá svínabúi sem starfrækt er að [B]. Fór dreifing fram síðast fyrir skemmstu, í áliðnum maí. Í [A] er stunduð túnrækt, garðrækt og hrossarækt og eigendum því mikið í mun að halda umhverfi þar heilbrigðu. Ekki þarf að fjölyrða hversu auðveldlega smit getur borist milli jarða með fugli eða vatni. Þar að auki er fjaran í landi [A] vinsælt útivistarsvæði bæði meðal áhugafólks um göngur og útivist, hestafólks og fagfólks í jarðvísindum. Salmonellu-sýkingar greindust fyrst á þauleldisbúinu á [B] árið 2000 og voru viðvarandi árum saman. Í bígerð er að seyru frá búinu verði veitt til sjávar.“</p> <p>Í svarbréfi Matvælastofnunar frá 25. ágúst er hlutverki stofnunarinnar samkvæmt reglugerð nr. 219/1991 um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit á svínabúum lýst og segir í bréfinu um það hlutverk m.a.: „Hlutverk Matvælastofnunar er að tryggja að afurðir svínabúa séu heilnæmar og í því skyni eru lagðar ríkar skyldur á framleiðendur. Samstarf eftirlitsaðila og framleiðenda skiptir því miklu máli við að tryggja slíkt enda um viðvarandi eftirlit að ræða. Innra eftirlit svínabúa er til þess fallið að lýsa þeim fyrirbyggjandi aðgerðum sem gripið er til, til að tryggja öryggi og hollustu svínaafurðanna. Þegar upp kemur salmonella á svínabúi er brugðist við því í samræmi við reglugerð nr. 219/1991.“</p> <p> Þá er í bréfinu rakið efni 5. gr. upplýsingalaga og í framhaldi af því segir eftirfarandi: „Afhending gagna um sýkingar í tilteknu svínabúi geta að mati Matvælastofnunar falið í sér skerðingu er varðar mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi svínabús. Aðgangur að eftirlitsgögnum Matvælastofnunar sem staðfesta slíka sýkingu eru til þess fallin að valda viðkomandi búi verulegu tjóni og geta rýrt samkeppnisstöðu viðkomandi bús gagnvart öðrum framleiðendum. Sérstaklega til lengri tíma litið þar sem sýkingar geta á einhverjum tímapunkti komið upp hjá flestum framleiðendum. Auk þess er afhending slíkra gagna til þess fallin að torvelda áframhaldandi samstarf stofnunarinnar við framleiðendur.</p> <p>Matvælastofnun birtir reglulega almennar tölfræðiupplýsingar á  heimasíðu sinni um niðurstöður úr eftirliti með eldi og slátrun dýra. Þar undir má finna niðurstöður um salmonellu í svínum. Þær upplýsingar eru ekki tengdar tilteknum búum en gefa glögga mynd af tíðni salmonella í svínaskrokkum á landsvísu og röðun svínabúa í flokka.</p> <p>Að teknu tilliti til alls ofangreinds synjar Matvælastofnun landeigendum [A] um aðgang að umbeðnum gögnum.“</p> <p> </p> <h3> Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram er komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi,  dags. 28. september 2009. Var kæran send Matvælastofnun með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 5. október, og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 16. s.m. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p>Svar Matvælastofnunar barst með bréfi, dags. 16. október, ásamt gögnum sem síðar verður lýst. Í bréfinu eru ítrekuð þau atriði sem fram koma í bréfi stofnunarinnar til kæranda 25. ágúst sem rakin eru hér að framan. Þá segir m.a. eftirfarandi í bréfinu:</p> <p>„Mikilvægt er að hafa í huga að litið er á alla svínarækt/framleiðslu, en ekki einstök bú eða sláturhús sem hugsanlegan áhættuþátt m.t.t. salmonellu enda er stöðugt verið að fylgjast með stöðu búanna og sláturhúsum allt árið um kring. Markmið með eftirlitinu er að tryggja eftir því sem frekast er unnt að salmonellumengað svínakjöt fari ekki á markað. Til að ná því markmiði eru lagðar ríkar skyldur á framleiðendur og sláturleyfishafa.</p> <p>[...]</p> <p>Upplýsingar um salmonellusýkingar í tilteknu svínabúi eða sláturhúsi eru að mati Matvælastofnunar viðkvæmar og varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi svínabús. Birting slíkra upplýsinga getur því valdið viðkomandi verulegu fjárhagstjóni auk þess að vera til þess fallin að skerða samkeppnisstöðu á markaðnum fyrir framleiðslu svínakjöts. Ef litið er til lengri tíma geta sýkingar komið upp hjá flest öllum framleiðendum á einhverjum tímapunkti. Afhending gagna um sýkingar hjá tilteknum framleiðendum en ekki hjá öðrum gæti haft þær afleiðingar í för með sér að neytendur myndu sneiða hjá framleiðsluvöru viðkomandi enda þótt afurðir viðkomandi væru jafn neysluhæfar og afurðir annars framleiðanda.</p> <p>Afhending gagna um sýkingar á liðnu ári þurfa aukinheldur ekki að gefa rétta mynd af núverandi stöðu mála hjá viðkomandi framleiðanda og getur því valdið viðkomandi verulegu fjárhagslegu tjóni. Salmonellumengaðar svínaafurðir eru meðhöndlaðar með þeim hætti í sláturhúsi að þær teljast ekki skaðlegar heilsu almennings. Matvælastofnun getur því ekki fallist á að hagsmunir almennings af því að fá aðgang að umræddum gögnum vegi þyngra en hagsmunir viðkomandi svínabús af því að upplýsingunum sé haldi leyndum.</p> <p>Að teknu tilliti til alls ofangreinds fer Matvælastofnun fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun stofnunarinnar um synjun um aðgang að gögnum er varða heilbrigði á svínabúinu á [B] [X-sveit].“</p> <p>Með bréfi, dags. 21. október sl., var kæranda send umsögn Matvælastofnunar og honum gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar og frestur til þess til 30. október. Bréf kæranda, dags. 29. október, barst nefndinni 2. nóvember. Þar lýsir kærandi þeirri afstöðu að tilgangur 5. gr. upplýsingalaga sé ekki sá að vernda stjórnvöld og því mótmælt að sjónarmið Matvælastofnunar um að aðgangur að upplýsingum hafi neikvæð áhrif á samstarf eftirlitsskyldra aðila og stjórnvalda komist að í málinu. Almennar upplýsingar um starfsemi Matvælastofnunar, sem birtar séu opinberlega, víki ekki til hliðar rétti almennings samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga sem verndi rétt almennings til aðgangs að gögnum óháð því hvort viðkomandi stjórnvald hafi komið á framfæri eigin útdrætti og skilningi á gögnum í vörslu þess.</p> <p>Í bréfinu segir orðrétt eftirfarandi: „Kærandi telur hagsmuni almennings af því að umbeðnar upplýsingar séu veittar felist í sjónarmiðum um rétt almennings til að fá vitneskju um hvort matvæli og afurðir sem notaðar eru í matvælaframleiðslu séu ómengaðar, að aðbúnaður og heilbrigði dýra á þauleldisbúinu sé með viðunandi hætti og að umhverfissjónarmiða sé gætt en hætta er á að skít sé dreift í umhverfið þrátt fyrir salmonellusýkingar. Telur kærandi að tilvitnaðir úrskurðir [í málum nr. A-136/2001 og A-163/2003] í kæru skjóti styrkum stoðum undir þessar ályktanir og enn fremur að þessi sjónarmið skuli ganga framar hagsmunum viðkomandi fyrirtækis, enda er ekki um upplýsingar að ræða sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Sjónarmið um að umbeðin gögn varpi ekki ljósi á núverandi stöðu fyrirtækis skipta að mati kæranda ekki máli. Gögnin hljóta eðli máls samkvæmt að endurspegla þann tíma þegar þeirra er aflað en það skerðir ekki rétt almennings til gagnanna, heldur þvert á móti, þá má færa gild rök fyrir því að eldri gögn séu ekki ólíklegri til að valda viðkomandi fyrirtæki tjóni.“</p> <p>Hinn 27. nóvember ritaði úrskurðarnefndin eiganda svínabúsins á [B], [D], bréf þar sem honum var gefinn kostur á að lýsa afstöðu sinni til þess hvort hann teldi eitthvað því til fyrirstöðu að kæranda yrði veittur aðgangur að þeim upplýsingum sem hann hafði óskað eftir. Svar barst frá fyrirsvarsmanni [D], dags. 1. desember. Þar lýsir fyrirtækið andstöðu við að kæranda verði látnar í té umbeðnar upplýsingar.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er ekki þörf á að rekja hér frekar athugasemdir og rök ofangreindra aðila. Úrskurðarnefndin hefur haft þau til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3><br /> Niðurstöður</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og fyrr greinir bað kærandi um aðgang að öllum gögnum í fórum Matvælastofnunar er vörðuðu:<br />  <br /> I. Salmonellusýkingar í svínum eða afurðum og úrgangi frá svínabúinu að [B] í                 [X-sveit] á undangengnum 12 mánuðum.</p> <p>II. Ef sýkinga hefur orðið vart, þá einkum, en ekki einungis, gögn sem varða:<br /> 1. Hvenær sýkingar hafa verið greindar á búinu?<br /> 2. Hvaða tegundir salmonella hafa verið greindar á búinu?<br /> 3. Hefur þess verið gætt að dreifing á sýktum skít fari ekki fram?<br /> 4. Hvernig er sóttvörnum háttað?</p> <p>Sem fyrr segir óskaði úrskurðarnefndin eftir því í bréfi, dags. 28. september, að henni yrðu látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Þau gögn sem nefndin fékk í hendur samkvæmt þessari beiðni eru yfirlit yfir töku stroksýna á svínabúinu að [B] á tímabilinu frá 2. janúar til 28. desember 2008 og frá 12. janúar til 29. september 2009. Nefndin hefur kynnt sér þessi gögn. Á yfirlitunum kemur m.a. fram hvers konar sýni voru tekin, hve mörg og hvort þau voru neikvæð eða jákvæð. Væru sýnin jákvæð er getið um hvaða tegund salmonellusýkingar er að ræða. Yfirliti hvors árs um sig fylgir sérstök samantekt um fjölda sýna, samtals fjölda sýna í safni, heildarfjölda eininga, fjölda jákvæðra sýna og af hve mörgum, svo og hve mörgum hafi verið hent. Á samantekt fyrir árið 2008 stendur „[B]r 2008.“ Á samantekt fyrir árið 2009 stendur „[B]r til 16/10 2009“ en þar er um að ræða sömu dagsetningu og þess bréfs sem gögnin voru send með. Þessi gögn lúta að beiðni kæranda að því er varðar lið I og lið II 1 og 2. Hins vegar voru engin gögn send sem lúta að lið II 3 og 4. Verður af því að álykta að ekki séu fyrir hendi sérstök gögn er þá liði varðar. Ber í því sambandi að árétta að undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður einungis borið hvort stjórnvald hafi með réttu synjað um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum mála, en ekki hvort stjórnvöld hafi að öðru leyti svarað almennum fyrirspurnum borgaranna með fullnægjandi hætti.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996, er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Stjórnvöldum er hins vegar ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Kæru þá sem hér er til meðferðar ber að afgreiða samkvæmt framangreindum lagaákvæðum.</p> <p>Matvælastofnun hefur ekki borið fyrir sig að kæran varði ekki tiltekið mál og telur því úrskurðarnefndin ástæðulaust að taka sérstaka afstöðu til þess hvort svo sé eða ekki. Þá hefur Matvælastofnun ekki borið fyrir sig að hún sé bundin sérstakri trúnaðarskyldu, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga er kveðið á um aðalreglu, þ.e. að almenningur á rétt á að fá aðgang að gögnum sem liggja fyrir hjá stjórnvöldum. Ekki skiptir máli í hvaða tilgangi er beðið um aðgang að gögnum. Í 4.-6. gr. laganna er síðan kveðið á um undantekningar frá þessari aðalreglu sem eðli þeirra samkvæmt ber að skýra þröngt. Þá undantekningarreglu, sem hér kann að eiga við, er að finna í 5. gr. laganna og hljóðar hún svo:</p> <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p>Í skýringum við 5. gr. í frumvarpi því sem síðar varð að upplýsingalögum segir m.a. að við mat á því hvort 5. gr. eigi við eða ekki verði að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Þegar lögaðili á í hlut verður og við mat af þessu tagi að líta til þess hvort hagsmunir hans af því að upplýsingunum sé haldið leyndum séu þyngri á metunum en hagsmunir aðila af því að fá aðgang að þeim, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þetta sjónarmið var lagt til grundvallar í dómi Hæstaréttar Íslands frá 23. mars árið 2000 í máli nr. 455/1999 og birtur er í dómasafni réttarins árið 2000, bls. 1309.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að þær upplýsingar sem fyrir liggja í máli þessu geti ekki talist til upplýsinga um atvinnu, framleiðslu eða viðskipti svínabúsins á [B] sem rétt sé að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga. Hins vegar kemur til skoðunar hvort um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svínabúsins eða aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni í skilningi sömu greinar sem vegi þyngra en réttur almennings til aðgangs að þeim.</p> <p>Því er haldið fram af hálfu Matvælastofnunar að birting upplýsinga um salmonellusýkingar á svínabúinu geti valdið því verulegu fjárhagstjóni auk þess að vera til þess fallin að skerða samkeppnisstöðu búsins á markaði. Þá þurfi gögn um sýkingar á liðnu ári ekki að sýna núverandi stöðu mála hjá viðkomandi búi. Birtingin gæti haft það í för með sér að neytendur sneiddu hjá framleiðsluvöru viðkomandi bús enda þótt afurðir frá því væru jafn neysluhæfar og afurðir annars framleiðanda. Þá kemur og fram hjá Matvælastofnun að salmonellumegnaðar svínaafurðir séu meðhöndlaðar með þeim hætti í sláturhúsi að þær teljist ekki skaðlegar heilsu almennings.</p> <p>Fyrirtækið [D], sem er eigandi svínabúsins að [B], hefur í erindi sínu til úrskurðarnefndarinnar tekið undir athugasemdir Matvælastofnunar að þessu leyti. Bendir fyrirtækið í því sambandi ennfremur á að öll svínabú fyrirtækisins hafi starfsleyfi frá viðkomandi heilbrigðiseftirliti og fullnægi einnig ítrustu kröfum Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar og Hollustuverndar ríkisins. Þá er því hafnað að áhætta geti falist í því að nota svínaseyru til áburðargjafar.</p> <p>Í þeim gögnum sem úrskurðarnefndin hefur undir höndum frá Matvælastofnun er ekki að finna neinar fjárhagslegar upplýsingar er varða sérstaklega rekstur, samkeppnisstöðu eða aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni svínabúsins á [B]. Út af fyrir sig er ekki hægt að telja útilokað að upplýsingar um salmonellusýkingar á tilteknu svínabúi geti einhver áhrif haft á rekstur og samkeppnisstöðu þess enda þótt það sé ekki sjálfgefið. Þótt þessi möguleiki sé fyrir hendi er hvorki hægt að telja eðlilegt né sanngjarnt að haldið sé leyndum upplýsingum opinberrar eftirlitsstofnunar um niðurstöður hennar í rannsóknum á heilbrigði þeirra dýra sem kjöt er selt af á almennum neytendamarkaði. Rétt almennings til upplýsinga af þessu  tagi verður að telja ríkari en svo að undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga geti átt við í því tilviki sem hér er til umfjöllunar.</p> <p>Kærandi bað um aðgang að gögnum frá undangengnum 12 mánuðum en hún sendi beiðni sína til Matvælastofnunar 27. júní 2009. Samkvæmt því sem að framan er rakið er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú að Matvælastofnun beri að afhenda kæranda yfirlit yfir töku sýna á svínabúinu á [B] í [X-sveit] á tímabilinu frá 27. júní 2008 til 27. júní 2009. Vísast hér ennfremur til fyrri úrskurðarframkvæmdar úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. úrskurði í málum A-136/2001 og A-163/2001.</p> <p>Af þeim gögnum sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafa verið afhent verður ráðið að framangreind yfirlit innihalda upplýsingar sem kærandi hefur beðið um og falla undir liði I og   II-1 og II-2 í beiðni hans. Hins vegar nær beiðnin ekki til þeirra samantekta sem að framan er lýst og eru með yfirskriftinni „[B]r 2008“ og „[B]r til 16/10 2009“ en augljóst er að þau skjöl hafa orðið til eftir að beiðni kæranda barst Matvælastofnun.</p> <p>Eins og áður er rakið verður hér á því byggt að í fórum Matvælastofnunar séu ekki fyrirliggjandi gögn sem falla undir lið II-3 og II-4 í beiðni kæranda. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, er stjórnvöldum ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Réttur til upplýsinga samkvæmt lögunum tekur því einvörðungu til gagna sem fyrir liggja þegar um þau er beðið, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað. Samkvæmt því verður að vísa frá beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum sem falla undir lið II-3 og II-4 í beiðni hans þar sem þær eru ekki fyrirliggjandi.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Matvælastofnun ber að veita kæranda, landeigendum [A], aðgang að yfirlitum yfir töku sýna á svínabúinu á [B] í [X-sveit] á tímabilinu frá 27. júní 2008 til 27. júní 2009. Vísað er frá þeim hluta kærunnar sem varðar aðgang að gögnum samkvæmt liðum II-3 og II-4 í beiðni kæranda.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br />                                 Sigurveig Jónsdóttir                              Trausti Fannar Valsson</p> |
A 321/2009. Úrskurður frá 22. desember 2009 | Kærð var ákvörðun Matvælastofnunar um að synja beiðni um aðgang að gögnum. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 22. desember 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-321/2009.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 11. september 2009, kærðu [A] þá ákvörðun Matvælastofnunar frá 25. ágúst að synja beiðni kærenda um aðgang að gögnum.</p> <p>Af upphaflegri beiðni samtakanna, dags. 29. júní 2009, sem beint var til Matvælastofnunar má ráða að nánar tiltekið var óskað eftir gögnum sem hefðu að geyma eftirtaldar upplýsingar, enda hefði Matvælastofnun þau í sínum vörslum:</p> <p>- Prósentuhlutfall stroksýna af svínaskrokkum í sláturhúsi [B] sem greinst hefðu salmonellumenguð tímabilið 1. júlí 2008 til 29. júní 2009.</p> <p>- Prósentuhlutfall stroksýna af svínaskrokkum á landsvísu sem greinst hefðu salmonellumenguð tímabilið 1. júlí 2008 til 29. júní 2009.</p> <p>- Yfirlit yfir frá hvaða bæjum og í hvaða mæli salmonella hefði greinst í stroksýnum af svínaskrokkum tímabilið 1. júlí 2008 til 29. júní 2009.</p> <p>Eins og nánar verður rakið hér að neðan synjaði Matvælastofnun ofangreindri beiðni að öllu leyti.</p> <p> </p> <h3>Málsatvik og málsmeðferð</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Þann 29. júní 2009 beindu [A] ofangreindri beiðni um afhendingu gagna til Matvælastofnunar. Þeirri beiðni var hafnað með bréfi stofnunarinnar, dags. 25. ágúst. Í kæru samtakanna er rakið að Matvælastofnun hafi synjað um afhendingu umbeðinna gagna með þeim röksemdum að hún fæli í sér skerðingu á mikilvægum fjárhags- og viðskiptahagsmunum þeirra svínabúa sem upplýsingarnar varði. Afhendingin sé til þess fallin að valda viðkomandi búum verulegu tjóni og gæti rýrt samkeppnisstöðu þeirra gagnvart öðrum framleiðendum sérstaklega til lengri tíma litið þar sem sýkingar geti á einhverjum tímapunkti komið fram hjá flestum framleiðendum. Þá telji Matvælastofnun að slík afhending gagna sé til þess fallin að torvelda áframhaldandi samstarf stofnunarinnar við framleiðendur.</p> <p>Kærandi segir að sé litið nánar á röksemdir Matvælastofnunar megi vera ljóst að þar komi í raun ekkert fram sem styðji að afhending umbeðinna gagna leiði til verri samkeppnisstöðu viðkomandi búa gagnvart framleiðendum. Þar sé ekki lagt mat á hversu mikið tjónið geti orðið og hverjar líkur séu á að tjón verði en gera verði meiri kröfur til röksemda stjórnvalda ef ætlunin sé að synja um aðgang að gögnum. Þá segir orðrétt í kærunni:</p> <p>„Upplýsingalögin miða við að ekki séu skertir mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir. Það snýr t.d. að áætlunum um framleiðslu á vörum og markaðssetningu þeirra, en ekki þeirri hættu að neytendur og framleiðendur hætti tímabundið að kaupa hráefni frá fyrirtækinu þegar upp kemst um mengun í matvælum sem hættuleg er neytendum á markaði. Það eru ekki hagsmunir sem njóta verndar í upplýsingalögum. Umrædd gögn eru enda of almenn til þess að þau geti talist fela í sér atvinnu- framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál. Raunar er það sérstaklega tekið fram að slík sýking geti á einhverjum tímapunkti komið upp hjá flestum aðilum. Það er því jafnt á komið með þeim, og ef almennt aðgengi verður að umræddum gögnum er samkeppnisstaða eins aðila ekki skert umfram aðra þegar til lengri tíma lætur. Það eru því engir einstakir og verulegir fjárhags- og viðskiptahagsmunir í skilningi 5. gr. upplýsingalaga sem hamla aðgengi [að] umræddum gögnum. Raunar gerir Matvælastofnun þær kröfur til verslana að þær tilkynni neytendum ef upp koma sýkingar í vörum sem þær selja. Er þetta gert með vísan til sjónarmiða um neytendavernd. Slíkar tilkynningar hljóta að leiða til sömu skerðingar á samkeppnisstöðu og vísað er til í röksemdum stofnunarinnar. Því er verslunum og framleiðendum á kjötvörum mikilvægt að hafa á hverjum tíma aðgang að upplýsingum um hvar mengað kjöt er að finna svo hægt sé að sneiða hjá þeim framleiðanda á meðan mengunin er upprætt. Þannig færist varnarlína neytendaverndar fram í framleiðslukeðjuna, neytendum til varnar og hagsbóta.“</p> <p>Þá segir í kærunni að miklu skipti að halda því til haga við mat á því hvort afhenda beri umrædd gögn að um sé að ræða mengun frá fyrirtækjum sem geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks og jafnvel leitt það til dauða. Þá segir og að það sjónarmið að afhending gagnanna sé fallin til þess að torvelda áframhaldandi samstarf stofnunarinnar við framleiðendur njóti ekki verndar að lögum og mikilvægt að hrekja slík sjónarmið af festu.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Með bréfi, dags. 16. september, gaf úrskurðarnefndin Matvælastofnun kost á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi og frestur gefinn til þess til 28. september. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrðu afhent í trúnað afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að innan sama frests. Fresturinn var síðar framlengdur til 19. október.</p> <p>Svar Matvælastofnunar barst með bréfi, dags. 16. október 2009, ásamt gögnum sem síðar verður gerð grein fyrir. Í bréfinu er því lýst að Matvælastofnun hafi með höndum eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði á svínabúum samkvæmt reglugerð 219/1991 með síðari breytingum. Eftirlitinu sé einkum sinnt með sýnatökum, þ.e. kjötsafaprófi, stroksýnum og saursýnum. Markmiðið með eftirlitinu sé að tryggja eftir því sem frekast sé unnt að salmonellusýkt kjöt fari ekki á markað. Framleiðanda svínakjöts sé skylt að viðhafa fyrirbyggjandi aðgerðir gegn salmonellu og samstarf eftirlitsaðila og framleiðanda skipti miklu við að tryggja slíkar aðgerðir enda sé um viðvarandi eftirlit að ræða. Matvælastofnun birti reglulega almennar tölfræðiupplýsingar um eftirlit sitt sem ekki séu tengdar einstökum framleiðendum en gefi glögga mynd af tíðni salmonellu í svínaskrokkum á landsvísu og röðun svínabúa í flokka. Þá er fjallað um efni 5. gr. upplýsingalaga og síðan segir orðrétt í bréfinu<br />  <br /> „Upplýsingar um salmonellu sýkingar í tilteknu svínabúi eða sláturhúsi eru að mati Matvælastofnunar viðkvæmar og varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi svínabús. Birting slíkra upplýsinga getur því valdið viðkomandi verulegu fjárhagstjóni auk þess að vera til þess fallin að skerða samkeppnisstöðu á markaðnum fyrir framleiðslu svínakjöts. Ef litið er til lengri tíma geta sýkingar komið upp hjá flest öllum framleiðendum á einhverjum tímapunkti. Afhending gagna um sýkingar hjá tilteknum framleiðendum en ekki hjá öðrum gæti haft þær afleiðingar í för með sér að neytendur myndu sneiða hjá framleiðsluvöru viðkomandi enda þótt afurðir viðkomandi væru jafn neysluhæfar og afurðir annars framleiðanda.</p> <p>Afhending gagna um sýkingar á liðnu ári þurfa aukinheldur ekki að gefa rétta mynd af núverandi stöðu mála hjá viðkomandi framleiðanda og getur því valdið viðkomandi verulegu fjárhagslegu tjóni. Salmonellumengaðar svínaafurðir eru meðhöndlaðar með þeim hætti í sláturhúsi að þær teljast ekki skaðlegar heilsu almennings. Matvælastofnun getur því ekki fallist á að hagsmunir almennings af því að fá aðgang að umræddum gögnum vegi þyngra en hagsmunir viðkomandi svínabús af því að upplýsingunum sé haldið leyndum.</p> <p>Að teknu tilliti til alls ofangreinds fer Matvælastofnun fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti ákvörðun stofnunarinnar um synjun um aðgang að gögnum um prósentuhlutfall stroksýna af svínaskrokkum í sláturhúsi [B] sem greinst hafa salmonellumenguð svo og yfirlit frá hvaða bæjum og í hvaða mæli salmonella hafi greinst í stroksýnum.“</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Þar sem beiðni [A] beindist m.a. sérstaklega að upplýsingum um prósentuhlutfall stroksýna af svínaskrokkum í sláturhúsi [B]s sem greinst hefðu salmonellumenguð fór úrskurðarnefndin þess á leit við [B] með bréfi, dags. 16. september 2009, að fyrirtækið gerði nefndinni grein fyrir því hvort það teldi eitthvað vera því til fyrirstöðu að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum sem að fyrirtækinu lyti. Frestur til þess var gefinn til 28. september.</p> <p>Svarbréf [B] er dags. 4. október. Segir þar eftirfarandi:</p> <p>„[B] hf er fyrirtæki sem framleiðir, slátrar og selur svínakjöt. Félagið stendur fyrir framleiðslu á u.þ.b. 32% af svínakjötinu sem neytt er á Íslandi en slátrar í kringum 60% af heildarframleiðslunni. Við seljum síðan í kringum 45-50% til kjötvinnsla, einstaklinga og stórmarkaðar um land allt.</p> <p> </p> <p>Sem framleiðandi þá er svarið við slíkri upplýsingagjöf neikvætt. Helstu rökin fyrir þeirri afstöðu eru:</p> <p> </p> <ul> <li>Slíkar upplýsingar gætu orðið til þess að starfsemin muni líða fyrir það til langframa þrátt fyrir breytt ástand á búinu seinna meir. Yfirleitt eru slíkar sýkingar tímabundnar og mjög vægar og því ekki mikil ástæða til að óttast að það valdi sýkingum í mannfólki en orðrómur á markaði getur orðið langlífari.</li> <li>Upplýsingar um stöðu búa gætu og hafa verið notaðar af öðrum framleiðendum til að selja sitt kjöt sem „hreint“ og „æskilegra“ umfram annað kjöt. Þetta getur og rýrt samkeppnisstöðu þess bús sem fyrir verður gagnvart öðrum framleiðendum.</li> <li>Slíkar upplýsingar gætu og hafa verið notaðar til að knýja fram verðlækkun á afurðum til framleiðenda sem fyrir verða slíkri sýkingu.</li> <li>Sem framleiðandi tel ég að 5. gr. upplýsingalaga eigi við þ.e. að gögn þessi séu undanþegin upplýsingarétti.<br />  </li> </ul> <p>Þessu hefur undirritaður reynslu af á markaði. Brýnt er að hafa til hliðsjónar að staðan á neytendamarkaði er á heimsmælikvarða mjög góð og eftirlit mikið og strangt. Matvælastofnun birtir einnig yfirlit og fréttir af stöðu mála mjög reglulega.</p> <p> </p> <p>Sem sláturleyfishafi þá er svarið við slíkri upplýsingagjöf einnig neikvætt. Ástæður þess eru:</p> <p> </p> <ul> <li>Margir framleiðendur slátra í sláturhúsi félagsins og ber sláturleyfishafa að halda trúnað um málefni einstakra framleiðenda. Sláturleyfishafi hefur ekkert umboð framleiðenda til að veita umbeðnar upplýsingar né aðrar upplýsingar um framleiðslu hans.</li> <li>Veiti sláturleyfishafi slíkar upplýsingar án umboðs framleiðenda mun sá trúnaðarbrestur verða til þess að framleiðendur finna aðrar leiðir í sambandi við slátrun og úrvinnslu og slíkt myndi þannig skaða rekstur félagsins.</li> <li>Neikvæð umræða og órökstuddar æsifréttir í kjölfar slíkrar upplýsingagjafar gætu skaðað rekstur sláturhússins og valdið tjóni fyrir viðskiptamenn þess.</li> <li>Sem sláturleyfishafi tel ég að 5. gr. upplýsingalaga eigi við þ.e. að gögn þessi séu undanþegin upplýsingarétti.<br />  </li> </ul> <p>Sem söluaðili og eða heildsali þá er svarið einnig neikvætt. Ástæður eru:</p> <p> </p> <ul> <li>Meðferð og tilgangur slíkra upplýsinga er undirrituðum með öllu óljós. Þetta hefur ekki haft áhrif á endursölu svínakjöts og ekki valdið neinu tjóni á markaði enda er allt kjöt sem selt er heilbrigðisskoðað og uppfyllir allar kröfur um heilnæma vöru. Að því sögðu getur ekki verið neinn annar tilgangur með slíkri upplýsingagjöf en að mismuna framleiðendum sökum ástands sem getur myndast tímabundið á búum þeirra.</li> <li>Svínakjötsmarkaðurinn er frjáls markaður þar sem ríkir mikil samkeppni. Hafi kaupandi einhverjar séróskir varðandi það kjöt sem hann kaupir af framleiðanda, sláturleyfishafa, heildsala eða úrvinnsluaðila getur hann sett þær fram hvenær sem er við viðkomandi aðila. Að upplýsingar liggi fyrir um hvern og einn aðila á markaði er ótækt og sú fullyrðing um að það sé betri vörn fyrir neytendur umfram þá vörn sem er í dag er algerlega ósannað.</li> <li>Undirritaður áttar sig ekki á því orðalagi í kærunni að slík upplýsingagjöf gæti orðið neytendum til hagsbóta nema þá að átt sé við að kjöt frá framleiðendum sem verða fyrir slíkum sýkingum verði selt á lægra verði til neytenda óháð því hvort ekkert hafi greinst í kjötinu eður ei. Slík upplýsingagjöf myndi því klárlega mismuna framleiðendum og það er því líklegra en ella að slíkar upplýsingar gætu því miður orðið meira til tjóns en gagns og því á 5. gr. upplýsingalaga réttilega við.“<br />  </li> </ul> <p> </p> <p>4.<br /> Með bréfi, dags. 21. október, gaf úrskurðarnefndin [A] kost að gera frekari athugasemdir í ljósi umsagnar Matvælastofnunar og frest til þess til 30. október.</p> <p>Athugasemdir [A] bárust nefndinni 28. október. Þar segir að samtökin telji að í kæru þeirra komi fram öll þau grunnsjónarmið sem réttlæti að þau fái aðgang að umbeðnum gögnum. Samtökin telji að Matvælastofnun og forsvarsmenn [B]s misskilji eðli þeirra fjárhags- og viðskiptahagsmuna sem vísað sé til í 5. gr. upplýsingalaga. Segir síðan eftirfarandi í bréfinu:</p> <ul> <li>„Upplýsingar um heilsuspillandi starfsemi tiltekins fyrirtækis (bús, bæjar) hljóta ávallt að vera skaðlegar. Það leiðir af eðli máls. Vörn upplýsingalaga, þ.e. þegar aðgangur að upplýsingum er takmarkaður sbr. 5. gr. laganna m.t.t. fjárhags- og viðskiptahagsmuna, er hins vegar beint að rekstrarlegum þáttum (s.s. tekjum, gjöldum, nýjungum, viðskiptaáherslum, stefnumótun o.fl.)</li> <li>Fráleitt er að ætla að tiltekin starfsemi geti leitað skjóls undir brynju upplýsingalaga við að leyna skaðlegri eða heilsuspillandi starfsemi [fyrir] þeim aðilum, sem ríka hagsmuni hafa af að vita um slíkt. Eftirlit Matvælastofnunar bregst með reglulegu millibili og veitir því ekki nægjanlega vörn. Í þessu samhengi er raunar afar sérstakt að vísa til þess að hin „heilsuspillandi“ starfsemi kunni sjálf að verða fyrir tjóni (fjárhagslegu). Ástæða þess að farið er fram á umræddar upplýsingar er einmitt sú að reyna að takmarka framtíðartjón þeirra sem keypt hafa (og/eða selt) hina heilsuspillandi vöru.</li> <li>Ennfremur er ekki hægt að ganga út frá því að upplýsingar um sýkingar á tilteknum bæjum þurfi sjálfkrafa að vera svo slæmar að tiltekið bú eigi sér enga viðskiptalega framtíð. Ef svo er hljóta umræddar sýkingar að vera í miklu magni og alvarlegar, en þá ætti engum að dyljast mikilvægi upplýsinganna. Að öðrum kosti metur viðskiptaaðili upplýsingar um sýkingar á tilteknum búum með hliðsjón af hinum almenna áhættuþætti slíkrar framleiðslu.</li> <li>Þá er rétt að taka fram að mjög langsótt er að vísa til skerðingar á samkeppnisstöðu sem rök fyrir því að útiloka aðgang að upplýsingum um sýkingu hjá tilteknum framleiðanda (búi). Það er einmitt tilgangur slíkra upplýsinga að efla samkeppni með því að auka gagnsæi.</li> <li>Að lokum má benda á að mikil þjóðhagsleg óhagkvæmni leiðir af því að sá framleiðandi, sem tjóni veldur, sé ekki undir ströngu aðhaldi markaðarins. Það er engan veginn hægt að álíta að það hafi verið tilgangur 5. gr. upplýsingalaga að verja þann sem tjóni veldur.“<br />  </li> </ul> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og fram er komið var beiðni kæranda um aðgang að gögnum þríþætt. Ná allir liðir beiðninnar til tímabilsins 1. júlí 2008 til 29. júní 2009. Úrskurðarnefndin óskaði eftir því í bréfi til Matvælastofnunar, dags. 16. september, að henni yrðu látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Þau gögn sem nefndin fékk í hendur samkvæmt þessari beiðni eru yfirlit yfir stroksýni í öllum svínasláturhúsum á árinu 2008 og á árinu 2009 til 16. október. Þá fékk nefndin og í hendur sérstakt yfirlit yfir stroksýni í sláturhúsi [B] á sama árabili. Nefndin hefur kynnt sér þessi gögn. Á yfirlitunum kemur m.a. fram hvers konar sýni voru tekin, hve mörg og hvort þau hafi verið neikvæð eða jákvæð. Væru sýnin jákvæð er þess getið um hvaða tegund salmonellusýkingar sé að ræða. Á yfirlitum fyrir árið 2008 kemur fram frá hvaða búum skrokkarnir eru sem stroksýni hafa verið tekin af. Það kemur hins vegar ekki fram á yfirlitum fyrir árið 2009. Af þessum gögnum verður þó ráðið að slíkar upplýsingar hefur Matvælastofnun undir höndum og að þau gætu fylgt umræddu yfirliti. Yfirliti hvors árs um sig fylgir ennfremur sérstök samantekt um fjölda sýna, samtals fjölda sýna í safni, heildarfjölda eininga, fjölda jákvæðra sýna og af hve mörgum, svo og hve mörgum hafi verið hent.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996, er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Stjórnvöldum er hins vegar ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Kæru þá sem hér er til meðferðar ber að afgreiða samkvæmt framangreindum lagaákvæðum.</p> <p>Matvælastofnun hefur ekki borið fyrir sig að kæran varði ekki tiltekið mál og telur því úrskurðarnefndin ástæðulaust að taka sérstaka afstöðu til þess hvort svo sé eða ekki. Þá hefur Matvælastofnun ekki borið fyrir sig að hún sé bundin sérstakri trúnaðarskyldu, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin telur að sérstakri trúnaðarskyldu sé heldur ekki til að dreifa í því tilviki sem hér um ræðir.</p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga er kveðið á um aðalreglu, þ.e. að almenningur á rétt á að fá aðgang að gögnum sem liggja fyrir hjá stjórnvöldum. Ekki skiptir máli í hvaða tilgangi er beðið um aðgang að gögnum. Í 4.-6. gr. laganna er síðan kveðið á um undantekningar frá þessari aðalreglu sem eðli þeirra samkvæmt ber að skýra þröngt. Þá undantekningarreglu, sem hér kann að eiga við, er að finna í 5. gr. laganna og hljóðar hún svo:</p> <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p>Í skýringum við 5. gr. í frumvarpi því sem síðar varð að upplýsingalögum segir m.a. að við mat á því hvort 5. gr. eigi við eða ekki verði að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu samkvæmt almennum sjónarmiðum svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna. Þegar lögaðili á í hlut verður og við mat af þessu tagi að líta til þess hvort hagsmunir hans af því að upplýsingunum sé haldið leyndum séu þyngri á metunum en hagsmunir aðila af því að fá aðgang að þeim, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þetta sjónarmið var lagt til grundvallar í dómi Hæstaréttar Íslands frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 og birtur er í dómasafni réttarins árið 2000, bls. 1309.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að þær upplýsingar sem fyrir liggja í máli þessu geti ekki talist til leyndarmála um atvinnu, framleiðslu eða viðskipti þeirra svínabúa sem í hlut eiga í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Hins vegar kemur til skoðunar hvort um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svínabúanna eða aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni í skilningi þess ákvæðis sem vegi þyngra en réttur almennings til aðgangs að þeim samkvæmt meginreglu 3. gr. laganna.</p> <p>Því er haldið fram af hálfu Matvælastofnunar að birting upplýsinga um salmonellusýkingar á svínabúunum geti valdið þeim verulegu fjárhagstjóni auk þess að vera til þess fallin að skerða samkeppnisstöðu búanna á markaði. Þá þurfi gögn um sýkingar á liðnu ári ekki að sýna núverandi stöðu mála hjá viðkomandi búi. Birtingin gæti haft það í för með sér að neytendur sneiddu hjá framleiðsluvöru viðkomandi bús enda þótt afurðir frá því væru jafn neysluhæfar og afurðir annars framleiðanda. Þá kemur og fram hjá Matvælastofnun að salmonellumegnaðar svínaafurðir séu meðhöndlaðar með þeim hætti í sláturhúsi að þær teljist ekki skaðlegar heilsu almennings. Röksemdir forsvarsmanns [B] fyrir því að heimila ekki aðgang að stroksýnum sem tekin hafa verið í sláturhúsi fyrirtækisins, sem raktar eru hér að framan, eru svipaðs eðlis og röksemdir Matvælastofnunar.</p> <p>Í þeim gögnum sem úrskurðarnefndin hefur undir höndum frá Matvælastofnun er ekki að finna neinar fjárhagslegar upplýsingar er varða sérstaklega rekstur, samkeppnisstöðu eða aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni viðkomandi svínabúa. Út af fyrir sig er ekki hægt að telja útilokað að upplýsingar um salmonellusýkingar á tilteknu svínabúi geti einhver áhrif haft á rekstur og samkeppnisstöðu þess enda þótt það sé ekki sjálfgefið. Þótt þessi möguleiki sé fyrir hendi er hvorki hægt að telja eðlilegt né sanngjarnt að haldið sé leyndum upplýsingum opinberrar eftirlitsstofnunar um niðurstöður hennar í rannsóknum á heilbrigði þeirra dýra sem kjöt er selt af á almennum neytendamarkaði. Rétt almennings til upplýsinga af þessu tagi verður að telja ríkari en svo að undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga geti átt við í því tilviki sem hér er til umfjöllunar.</p> <p>Af þeim gögnum sem Matvælastofnun hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál verður ráðið að framangreind yfirlit yfir stroksýni í öllum svínasláturhúsum annars vegar og yfirlit yfir stroksýni í sláturhúsi [B] hins vegar innihalda þær upplýsingar sem kærandi hefur beðið um aðgang að. Ber því að afhenda kæranda afrit slíkra yfirlita frá því tímabili sem beiðni hans tekur. Vísast hér ennfremur til fyrri úrskurðarframkvæmdar úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. úrskurði í málum A-136/2001 og A-163/2001. Hins vegar nær beiðnin ekki til þeirra samantekta sem að framan er lýst um fjölda sýna, samtals fjölda sýna í safni, heildarfjölda eininga, fjölda jákvæðra sýna og af hve mörgum, svo og hve mörgum hafi verið hent, en augljóst er að þau skjöl hafa orðið til eftir að beiðni kæranda barst Matvælastofnun.</p> <p> </p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Matvælastofnun ber að veita kæranda, [A], aðgang að yfirlitum yfir töku stroksýna stofnunarinnar af svínaskrokkum í öllum svínasláturhúsum tímabilið 1. júlí 2008 til 29. júní 2009. Þá ber stofnuninni jafnframt að veita kæranda aðgang að yfirliti yfir stroksýni í sláturhúsi [B] frá sama tímabili.</p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                                Sigurveig Jónsdóttir                                Trausti Fannar Valsson</p> |
A 324/2009. Úrskurður frá 22. desember 2009 | Kærð var sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að neita um upplýsingar er varða aðdraganda þess að sett var skilanefnd yfir [A]. Frávísun. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 22. desember 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-324/2009.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 25. október sl., kærði [...] „þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að neita undirrituðum um upplýsingar er varða aðdraganda þess að sett var skilanefnd yfir [A] hinn 9. mars 2009.“</p> <p>Í kæru segir m.a. eftirfarandi: „Með vísan til 1. og 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 fór undirritaður þess á leit við Seðlabankann, með bréfi dagsettu 6. október 2009, að honum yrðu afhent hvers kyns gögn er vörðuðu samskipti Seðlabankans við [A] frá áramótum og fram til þess tíma er [A] var settur undir skilanefnd. Sér í lagi hafði ég óskað eftir gögnum sem dagsett væru frá 4. til 9. mars og kynnu að varpa ljósi á þá ákvörðun sem tekin var.<br /> Til nánari skýrgreiningar á þeim gögnum sem hér um ræðir óskaði ég eftir upplýsingum um fund stjórnenda [A] með [B] og tveimur öðrum starfsmönnum bankans, þeim [C] og [D] kl. 10:00 að morgni fimmtudagsins 5. mars 2009. Enn fremur óskaði ég eftir upplýsingum/minnisblöðum eða öðrum gögnum um fund þeirra [B] og [E] með stjórnendum [A] og embættismönnum frá fjármálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti og Fjármálaeftirliti kl. 15:00 laugardaginn 6. mars 2009. Sömuleiðis fór ég fram á að mér yrðu veittar upplýsingar um fund stjórnenda [A] með [B], [E], [F], [G], og fleirum á skrifstofu Fjármálaeftirlits klukkan 16:00 mánudaginn 7. mars 2009.“<br /> Í framangreindu bréfi kæranda til Seðlabankans, dags. 6. október 2009, segir m.a.: „Ég óska hér með formlega eftir því að fá aðgang að skjölum; minnisblöðum, bréfum, skýrslum o.þ.h. í Seðlabanka Íslands er varða samskipti bankans við [A] frá síðastliðnum áramótum og fram til 9. mars er [A] var settur undir skilanefnd. Sér í lagi óska ég eftir gögnum sem eru dagsett frá 4. til 9. mars og kunna að varpa ljósi á þá ákvörðun sem tekin var.<br /> Til nánari skýrgreiningar á gögnum sem hér um ræðir óska ég eftir upplýsingum um fund stjórnenda [A] með [B], [C] og [D] kl. 10:00 að morgni fimmtudagsins 5. mars 2009. Enn fremur óska ég eftir upplýsingum/minnisblöðum eða öðrum gögnum um fund þeirra [B] og [E] með stjórnendum [A] og embættismönnum frá fjármálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti og Fjármálaeftirliti kl. 15:00 laugardaginn 6. mars 2009. Einnig óska ég eftir upplýsingum um fund stjórnenda [A] með [B], [E], [F], [G] og fleirum á skrifstofu Fjármálaeftirlits klukkan 16:00 sunnudaginn 7. mars 2009.“<br /> Með bréfi, dags. 14. október 2009, synjaði Seðlabankinn beiðni kæranda á grundvelli 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, þ.e. á þeim forsendum að umbeðin gögn féllu undir bankaleynd.<br /> Málsatvik og málsmeðferð<br /> Úrskurðarnefndin kynnti Seðlabanka Íslands framangreinda kæru með bréfi, dags. 6. nóvember sl., og gaf bankanum kost á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun að synja um aðgang. Nefndin óskaði jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té í trúnaði þau gögn sem beiðnin lyti að. Frestur til þessa var gefinn til 19. nóvember. Af hálfu Seðlabankans var óskað eftir lengri fresti. Svarbréf bankans, dags. 24. nóvember, barst úrskurðarnefndinni 25. nóvember ásamt afritum af tveimur bréfum. Í bréfinu segir m.a.:</p> <p>„Seðlabankinn telur að samkvæmt 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands sé bankanum óheimilt að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. Samkvæmt ákvæðinu er Seðlabankanum óheimilt að veita almenningi upplýsingar um „allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs“, en [A] sem umbeðin beiðni snertir er „viðskiptamaður“ Seðlabankans.</p> <p>Til frekari rökstuðnings vísar Seðlabankinn til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í málinu A-305/2009 þar sem nefndin komst að þeirri niðurstöðu að [H] sé tvímælalaust viðskiptamaður Seðlabankans í skilningi 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 og af þeim ástæðum væri Seðlabankanum rétt að synja um aðgang að gögnum sem varða hagi [H].</p> <p>Kærandi óskar eftir að honum verði afhent hvers kyns gögn sem vörðuðu samskipti Seðlabankans við [A] frá áramótum og fram til þess tíma er [A] var settur undir skilanefnd. Seðlabankinn á í margs konar samskiptum við fjármálafyrirtæki sem varða hin ýmsu málefni. Seðlabankinn telur því að beiðni kæranda um gögn vegna samskipta [A] og Seðlabankans uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um rétt til upplýsinga sem varða tiltekið mál.</p> <p>Kærandi telur að Seðlabankinn túlki ákvæði um þagnarskyldu með of víðtækum hætti og vísar til stuðnings máli sínu að bankinn hafi áður veitt honum aðgang að gögnum er vörðuðu Útvegsbanka Íslands vegna svokallaðs Hafskipsmáls, þ.e. Hæstaréttarmáls nr. 19/1991. Seðlabankinn hafnar þessum rökum og telur afhending gagna vegna Hafskipsmálsins ósambærilegt tilvik enda var um að ræða gögn vegna fjármálafyrirtækis sem löngu var liðið undir lok og fjallað hafi verið ítarlega um fyrir dómstólum.</p> <p>Úrskurðarnefnd hefur óskað eftir að sér verði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lýtur að. Meðfylgjandi eru afrit af skjölum sem Seðlabankinn telur helst varða kæruna og eru hér með send Úrskurðarnefndinni í trúnaði.</p> <p>Bréf Seðlabanka til [A], dags. 29. janúar 2009<br /> Bréf Seðlabanka til [A], dags. 3. febrúar 2009</p> <p>Af þeim fundum sem kærandi óskaði eftir upplýsingum af eru hvorki til fundargerðir né sérstök gögn.“</p> <p>Hinn 27. nóvember ritaði úrskurðarnefndin kæranda bréf og gaf honum kost á að gera frekari athugasemdir vegna kæru hans í ljósi framangreindrar umsagnar Seðlabankans og frest til þess til 4. desember. Engar athugasemdir bárust.</p> <p>Hinn 14. desember barst kærunefndinni bréf Seðlabankans, dags. sama dag. Því bréfi fylgdu afrit af tveimur bréfum frá [A], annað dags. 26. janúar 2009 og hitt dags. 29. s.m. Bæði bréfin varða umsókn bankans um veðlánafyrirgreiðslu og fylgdu síðara bréfinu afrit af tveimur fylgiskjölum er lýsa tiltækum veðum og verðmæti þeirra.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða<br />  </h3> <p><strong>1.</strong><br /> Eins og í upphafi úrskurðarins er rakið óskaði kærandi eftir því við Seðlabanka Íslands, með bréfi dags. 6. október 2009, að honum yrðu afhent hvers kyns gögn er vörðuðu samskipti Seðlabankans við [A] frá áramótum og fram til þess tíma er [A] var settur undir skilanefnd, þ.e. 9. mars 2009. Sér í lagi óskaði kærandi eftir gögnum dagsettum frá 4. til 9. mars sem kynnu að varpa ljósi á þá ákvörðun sem tekin var. Kærandi tilgreindi sérstaklega gögn um fundi sem haldnir voru 5., 6. og 7. mars 2009.</p> <p>Þau skjöl sem Seðlabanki Íslands hefur afhent úrskurðarnefndinni, og telur varða beiðni kæranda, er lýst hér að framan. Bréf [A] hafa að geyma beiðni um ákveðna veðlánafyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum og bréf Seðlabankans svör við þeirri beiðni. Þá fylgja síðara bréfi [A] tvö skjöl þar sem lýst er eignum sem boðnar eru sem veð fyrir láni svo og verðmæti þeirra.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Í bréfi Seðlabankans til úrskurðarnefndarinnar, dags. 24. nóvember, kemur fram að hvorki séu til fundargerðir af þeim fundum sem kærandi tilgreinir né sérstök gögn er þá varði.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki forsendur til að rengja þá fullyrðingu Seðlabankans að gögn er varði ofangreinda fundi séu ekki til í fórum bankans. Af því leiðir ennfremur að ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum að þessu leyti. Af því leiðir að vísa ber kærunni frá að því leyti sem hún nær til þessara tilgreindu gagna sem kærandi óskaði eftir aðgangi að.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í 1. mgr. 10. gr. sömu laga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006,  segir: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“</p> <p>Í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðan varð að lögum nr. 161/2006 kemur fram að upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum er afmarkaður við skjöl og önnur gögn sem varða tiltekin mál. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir því að þegar beiðni um aðgang varðar gögn í tilteknu máli, en gögnin ekki tilgreind sérstaklega að öðru leyti, verður að miða við að þau hafi verið útbúin, lögð fram eða þeirra aflað vegna máls sem er eða hefur verið til meðferðar í stjórnsýslunni. Verða gögnin því að tilheyra ákveðnu, tilgreinanlegu máli, þ.e. ákveðnu máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnsýslunni hvort sem það hefur verið afgreitt eða ekki. Beiðni sína afmarkaði kærandi með þeim hætti, þegar frá eru talin gögn er lúta að ákveðnum, tilgreindum fundum, að hann óskaði eftir „að fá aðgang að skjölum, minnisblöðum, bréfum, skýrslum o.þ.h. í Seðlabanka Íslands er varða samskipti bankans við [A] frá síðastliðnum áramótum og fram til 9. mars er [A] var settur undir skilanefnd. Sér í lagi óska ég eftir gögnum sem eru dagsett frá 4. til 9. mars og kunna að varpa ljósi á þá ákvörðun sem tekin var.“ Að því leyti sem beiðni kæranda um aðgang að gögnum lýtur að samskiptum Seðlabankans við [A] beinist hún ekki að ákveðnum, tilgreindum gögnum máls, og fullnægir að því leyti ekki ákvæði fyrri málsliðar 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga sem rakið er hér að framan. Það er heldur ekki hægt að líta svo á að beiðnin lúti að þessu leyti að aðgangi að öllum gögnum í tilteknu máli, eins og kveðið er á um í 10. gr. upplýsingalaganna, því ekki verður litið svo á að samskipti framangreindra aðila á ákveðnu tímabili séu sérstakt tiltekið mál. Beiðnin fullnægir þannig ekki þeim kröfum sem gerðar eru í síðari málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Gögn sem falla undir síðari lið beiðni kæranda, og tengjast þannig sérstaklega ákvörðun um að [A] var settur undir skilanefnd, kunna út af fyrir sig að teljast til gagna tiltekins máls. Beiðni sína að því leyti hefur kærandi hins vegar afmarkað við tímabilið 4. til 9. mars 2009. Eins og fram er komið liggja ekki fyrir gögn hjá Seðlabankanum sem fallið geta undir þá afmörkun. Á grundvelli sömu forsendna og raktar hafa  verið hér að framan um aðgang kæranda að fundargerðum, sbr. kafla 2, ber að vísa kæru málsins frá um þennan þátt hennar.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong><br /> Þau gögn sem Seðlabankinn hefur afhent nefndinni bera með sér að þau varða fjármálaviðskipti bankans og viðskiptamanns hans, [A]. Af því leiðir að þau falla samkvæmt efni sínu undir þagnarskyldu (bankaleynd) samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, en það ákvæði hljóðar svo, sbr. 9. gr. laga nr. 5/2009: „Bankaráðsmenn, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri, nefndarmenn í peningastefnunefnd og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“</p> <p>Það að upplýsingar í fórum stjórnvalda falli undir ákvæði laga um þagnarskyldu er þó eitt út af fyrir sig ekki nægjanlegt til að heimilt sé á grundvelli upplýsingalaga að synja um aðgang að þeim. Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda. Þagnarskylduákvæði teljast sérstök í þessu sambandi að því leyti sem þau tilgreina sérstaklega þær upplýsingar sem trúnaður skal ríkja um. Tilvitnað ákvæði 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 telst í þessu sambandi sérstök þagnarskylduregla að því leyti að í henni er tilgreint sérstaklega að trúnaður skuli ríkja um „allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs“.</p> <p>Eins og áður sagði bera umrædd gögn með sér að þau varði fjármálaviðskipti Seðlabankans og viðskiptamanns hans [A]. Seðlabanka Íslands var því einnig rétt að synja kæranda um aðgang að þessum gögnum samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 64/2001, sbr. 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Vísað er frá kæru [...] er varðar aðgang að gögnum um fundi sem haldnir voru 5., 6. og 7. mars 2009. Jafnframt er vísað frá þeim þætti kæru hans sem lýtur að aðgangi gagna dags. frá 4. til 9. mars 2009 og kunna að varpa ljósi á þá ákvörðun sem tekin var um að setja [A] undir skilanefnd. Staðfest er synjun Seðlabankans á að veita aðgang að öðrum gögnum.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br />                                 Sigurveig Jónsdóttir                             Trausti Fannar Valsson</p> |
A 319/2009. Úrskurður frá 22. desember 2009 | Kærður var óhæfilegur dráttur á afgreiðslu Seðlabanka Íslands á beiðni um gögn. Gögn er varða tiltekið mál. Tilgreining máls eða gagna í máli. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 22. desember 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-319/2009.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvubréfi, dags. 6. ágúst 2009, kærði [...] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að óhæfilegur dráttur hefði orðið á afgreiðslu Seðlabanka Íslands á beiðni hans um gögn.</p> <p>Kærandi kveðst hafa sent Seðlabankanum svohljóðandi fyrirspurn 6. júlí 2009: „Ég óska eftir því að fá aðgang að öllum samskiptum (bréfaskriftum, e-mail samskiptum og öllu sem upplýsingalög ná yfir) tryggingasjóðs innstæðna og Seðlabankans á tímabilinu janúar 2008 – júní 2009 varðandi erlendar innstæður.“ Með tölvupósti til Seðlabankans, dags. 8. júlí, bætti kærandi við beiðni sína því að hann myndi „vilja fá aðgang að, eða fá að vita um, fyrirspurnir erlendis frá um hvaða innstæður séu tryggðar af íslenskum stjórnvöldum.“</p> <p>Kærandi ítrekaði beiðni sína í tölvupósti til Seðlabankans 24. júlí og fékk þau svör að tafist hefði að afgreiða beiðnina vegna mikils annríkis í bankanum og eins vegna sumarleyfa. Stefnt væri að því að afgreiða beiðnina eftir verslunarmannahelgina.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 7. ágúst 2009, tilkynnti úrskurðarnefndin Seðlabanka Íslands að framangreind kæra hefði borist. Var þeim tilmælum beint til bankans að ósk kæranda yrði afgreidd svo fljótt sem auðið væri, hefði það ekki þegar verið gert. Ef Seðlabankinn hygðist synja beiðninni var óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum og í því tilviki væri bankanum gefinn kostur á því að koma að athugsemdum við kæruna. Frestur til þessa var gefinn til 18. ágúst.</p> <p>Í bréfi Seðlabanka Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 17. ágúst, kemur m.a. eftirfarandi fram:</p> <p>„Réttur almennings til upplýsinga samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er bundinn við fyrirliggjandi gögn sem varða tiltekið mál, þó með þeim fyrirvörum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í beiðni kæranda er ekki vísað til neins tiltekins máls hvorki að því er varðar bréfaskriftir milli Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og Seðlabanka Íslands né fyrirspurnir erlendis frá til Seðlabanka Íslands um hvaða innstæður séu tryggðar af íslenskum stjórnvöldum, og er henni þegar af þeirri ástæðu hafnað. Í því sambandi er því hafnað að samskipti Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og Seðlabankans á afmörkuðu tímabili, sé sérstakt mál í þessu sambandi.</p> <p>Seðlabanki Íslands hefur margvísleg samskipti við innlenda og erlenda aðila. Á grundvelli 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 er hins vegar ekki mögulegt að láta kæranda í té afrit af bréfum sem fara á milli Seðlabanka Íslands og Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, eða þeirra erlendu aðila sem gera fyrirspurnir til bankans. [...]</p> <p>Þar sem á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort fyrir hendi séu í Seðlabankanum gögn sem snerta umrædda beiðni, er því miður eigi unnt að verða við beiðni úrskurðarnefndar um að fá afrit af umbeðnum gögnum.“</p> <p>Kæranda var kynnt framangreint svar Seðlabanka Íslands í bréfi, dags. 18. ágúst, og í bréfinu tekið fram að vildi hann koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi bréfs Seðlabankans væri frestur gefinn til þess til 1. september.</p> <p>Svohljóðandi svar barst úrskurðarnefndinni fá kæranda í tölvupósti, dags. 21. ágúst.</p> <p>„Ég hef engar athugasemdir svo sem við póst lögfræðings Seðlabankans, sem ég átti að svara fyrir 1. september, að öðru leyti en því að ég fordæmi það stórkostlega hirðuleysi sem átti sér stað innan Seðlabankans. Fyrirspurn mín kom 6. júlí og ég fékk ekki upplýsingar um að engin gögn væru fyrir hendi fyrr en rúmlega 40 dögum seinna! Tími blaðamanns, eins og annarra starfsstétta, er verðmætur og hefur honum verið sóað til einskis af Seðlabankanum. Ég vona að þetta bréf sé nóg til þess að fullnægja skilyrðinu um athugasemd.“</p> <p>Úrskurðarnefndin ritaði kæranda bréf, dags. 27. ágúst, og segir þar m.a.:</p> <p>„Í tölvubréfi yðar kemur fram að þér hafið „engar athugasemdir svo sem við póst lögfræðings Seðlabankans“. Með vísan til þess fer nefndin þess á leit við yður að þér látið henni í té upplýsingar um hvort þér óskið þess að nefndin haldi áfram meðferð málsins og felli úrskurð í tilefni af kæru yðar, eða hvort þér hafið í hyggju að falla frá kæru yðar í ljósi svara Seðlabankans.</p> <p>Úrskurðarnefndin tekur fram að tilgangur þessa bréfs er ekki sá að krefja yður um frekari rökstuðning kæru yðar, þó yður sé að sjálfsögðu frjálst að setja hann fram. Tilgangur bréfsins er einvörðungu sá að taka af vafa um rétta meðferð á kærumáli yðar. Mælst er til þess að svör yðar berist nefndinni ekki síðar en miðvikudaginn 9. september nk.“</p> <p>Framangreint bréf kærunefndarinnar var ítrekað með bréfi, dags. 23. október, og frestur gefinn til svara til 2. nóvember. Þar sem engin svör bárust hafði ritari úrskurðarnefndarinnar samband símleiðis við kæranda 25. nóvember. Í því samtali kom fram að kærandi hygðist ekki falla frá kæru sinni og óskaði þess að úrskurður gengi í málinu.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Bréf kæranda til úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. ágúst 2009, sbr. bréf úrskurðarnefndarinnar til kæranda, dags. 27. sama mánaðar, verður ekki skilið öðru vísi en svo að hann geri ekki athugasemdir við þær röksemdir sem Seðlabankinn færir fram fyrir þeirri afstöðu sinni að synja kæranda um umbeðin gögn og hafi sjálfur ekki í hyggju að færa fram frekari röksemdir fyrir beiðni sinni.</p> <p>Samkvæmt 1. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í 1. mgr. 10. gr. sömu laga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, segir: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“</p> <p>Í skýringum við 2. gr. frumvarps þess sem síðan varð að lögum nr. 161/2006 kemur fram að upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum er afmarkaður við skjöl og önnur gögn sem varða tiltekin mál. Af ákvæðum upplýsingalaga leiðir því að þegar beiðni um aðgang varðar gögn í tilteknu máli, en gögnin ekki tilgreind sérstaklega að öðru leyti, verður að miða við að þau hafi verið útbúin, lögð fram eða þeirra aflað vegna máls sem er eða hefur verið til meðferðar í stjórnsýslunni. Verða gögnin því að tilheyra ákveðnu, tilgreinanlegu máli, þ.e. ákveðnu máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnsýslunni hvort sem það hefur verið afgreitt eða ekki. Beiðni sína afmarkaði kærandi með þeim hætti að hann óskaði eftir að fá aðgang að „öllum samskiptum (bréfaskriftum, e-mail samskiptum og öllu sem upplýsingalög ná yfir) tryggingasjóðs innstæðna og Seðlabankans á tímabilinu janúar 2008 – júní 2009 varðandi erlendar innstæður“ og um að „fá aðgang að, eða fá að vita um, fyrirspurnir erlendis frá um hvaða innstæður séu tryggðar af íslenskum stjórnvöldum.“</p> <p>Af framangreindri beiðni kæranda sést að hún beinist ekki að ákveðnum, tilgreindum gögnum máls, og fullnægir að því leyti ekki ákvæði fyrri málsliðar 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga sem rakin er hér að framan. Það er heldur ekki hægt að líta svo á að beiðnin lúti að aðgangi að öllum gögnum í tilteknu máli, eins og kveðið er á um í 10. gr. upplýsingalaganna heldur nær hún til allra samskipta tveggja stjórnvalda á ákveðnu tímabili annars vegar og fyrirspurnir erlendis frá hins vegar. Beiðnin fullnægir þannig ekki þeim kröfum sem gerðar eru í síðari málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Af þessum ástæðum ber að staðfesta synjun Seðlabanka Íslands á því að verða við beiðni kæranda.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð:</h3> <p>Synjun Seðlabanka Íslands á beiðni kæranda um afhendingu gagna er staðfest.</p> <p> </p> <p>Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                               Sigurveig Jónsdóttir                              Trausti Fannar Valsson</p> |
A 316/2009. Úrskurður frá 23. nóvember 2009 | Kærð var sú ákvörðun stjórnar fjarskiptasjóðs að synja beiðni um aðgang að gögnum er varða samning fjarskiptasjóðs og tiltekins fyrirtækis um háhraðatengingar. Aðili máls. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila Frávísun að hluta. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR<br />  </h3> <p>Hinn 23. nóvember 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-316/2009.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p><br /> Með bréfi, dags 16. júlí 2009, kærði [A] þá ákvörðun stjórnar fjarskiptasjóðs, dags. 22. júní 2009, að synja beiðni [A], dags. 10. mars 2009, um aðgang að gögnum er varða samning fjarskiptasjóðs og [B] frá 25. febrúar 2009 um háhraðatengingar. Í kæru [A] kemur nánar tiltekið fram að krafist sé aðgangs að öllum gögnum sem varði umræddan samning, þ.á m afrit af umræddum samningi án útstrikana og afrit af öllum fylgigögnum samningsins sem upp eru talin í 3. gr. hans. [A] kærði jafnframt þann óhóflega drátt sem var á afgreiðslu fjarskiptasjóðs á beiðninni.</p> <p>Atvik málsins eru þau að þann 27. febrúar 2008 birtu Ríkiskaup auglýsingu, fyrir hönd fjarskiptasjóðs, útboðs nr. 14121 um háhraðatengingar til allra landsmanna þar sem óskað var eftir tilboðum vegna háhraðanetþjónustu. Fjórir aðilar sendu inn tilboð, þ.á m. [B] og kærandi. Fjarskiptasjóður ákvað að ganga til samninga við [B] og var samningur þess efnis undirritaður 25. febrúar 2009. Með bréfi dags, 10. mars 2009, óskaði [A] eftir aðgangi að öllum gögnum er vörðuðu samninginn. Með bréfi stjórnar fjarskiptasjóðs, dags. 20. mars 2009, var [A] tilkynnt að fyrirhugaður væri stjórnarfundur í vikunni þar á eftir þar sem erindið yrði tekið til meðferðar og afstöðu stjórnarinnar yrði að vænta í framhaldi af því. Með bréfi, dags. 22. júní 2009, var kæranda afhent afrit samningsins þar sem tilteknar upplýsingar voru strikaðar út með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p><br /> Eins og fram er komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi,  dags. 16. júlí 2009. Var kæran send stjórn fjarskiptasjóðs með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 20. júlí 2009, og henni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 4. ágúst 2009. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p>Svar stjórnar fjarskiptasjóðs barst með bréfi dags. 4. ágúst 2009. Þar segir m.a. svo:</p> <p>,,Eins og áður segir harmar stjórn fjarskiptasjóðs að úrvinnsla málsins hafi dregist svo lengi sem raun bar vitni en vill þó ítreka að starfsmenn sjóðsins hafa gert sitt besta til að tryggja að meðferð upplýsingabeiðninnar væri í samræmi við upplýsingalög nr. 50/1996 svo ekki myndi halla á rétt neinna hlutaðeigandi aðila, hvorki þeirra sem óskuðu eftir upplýsingunum né samningsaðila sem gætu borið skaða af því að samkeppnisaðilum væri veittur aðgangur að gögnum sem varðað geta mikilvæga fjárhags- eða viðskipahagsmuni fyrirtækisins.</p> <p>Í samræmi við ofangreint telur fjarskiptasjóður að rétt hafi verið að veita aðgang að samningi fjarskiptasjóðs og [B] frá 25. febrúar 2009 með yfirstrikunum líkt og gert var.</p> <p>Á meðal þeirra upplýsinga sem strikað hefur verið yfir í samningunum sjálfum eru upplýsingar um verð og útreikninga sem verða að teljast falla undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> Þá er að finna í fylgigögnum samningsins, sbr. 3. gr. hans, ýmis samskonar gögn, s.s. ábyrgðaryfirlýsing frá banka, upplýsingar um tæknilegar lausnir þ.á.m. samningur um endurbúnað og uppsetningu og gervihnattalausnir, sem og vinnugögn þ.á.m. fundargerðir. Telja verður óeðlilegt að slíkar upplýsingar séu látnar samkeppnisaðila í té.<br /> Jafnvel þó um væri að ræða aðila máls sbr. 9. gr. upplýsingalaga, verður engu að síður að telja að hagsmunir þeir sem um ræðir vegi þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.<br /> Fjarskiptasjóður telur að vandað hafi verið til verks þegar umbeðin gögn voru metin með tilliti til þess hvort upplýsingar þær er gögnin hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi óhlutaðeigandi. Að vel ígrunduðu máli var tekin sú ákvörðun að veita aðgang að umræddum upplýsingum og aðeins voru strikaðar út þær upplýsingar sem fjarskiptasjóður taldi óheimilt að láta óhlutaðeigandi í té samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga, að fenginn umsögn [B].“</p> <p>Hinn 6. ágúst 2009 ritaði úrskurðarnefndin kæranda bréf og gaf honum færi á að setja fram athugasemdir í tilefni af umsögn fjarskiptasjóðs. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfi, dags. 12. ágúst 2009. Þar ítrekar kærandi þann þátt kærunnar er lýtur að óhóflegum drætti á afgreiðlsu á beiðni kæranda um aðgang að gögnum fjarskiptasjóðs með vísan til 11. gr. upplýsingalaga og ítrekar þá kröfu sína að aðgang að öllum gögnum er varða samning fjarskiptasjóðs við [B] Í bréfinu segir einnig m.a. svo:</p> <p>,,[V]erulegar líkur [eru] á því að samningurinn feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð til [B] og sé til þess fallinn að hafa mjög skaðleg áhrif á samkeppnina á markaðinum sbr. 61. gr. lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993.“</p> <p>Hinn 7. ágúst 2009 ritaði úrskurðarnefndin [B] bréf til að kanna hvort [B] teldi eitthvað því til fyrirstöðu, umfram það sem fram kæmi í umsögn fjarskiptasjóðs, að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum. Athugasemdir [B] bárust nefndinni með bréfi, dags. 20. ágúst 2009. Í bréfinu tekur [B] undir sjónarmið fjarskiptasjóðs og segir einnig m.a. svo:</p> <p>,,[B] leyfir sér að benda á að upplýsingar þær sem óskað er aðgangs að eru þess eðlis að þær varða með beinum hætti rekstur og samkeppnishæfni [B]. Í þessu sambandi leyfir [B] sér að vekja sérstaka athygli á því að samkvæmt gr. 1.1.9 í útboðsskilmálum skyldu tilboð bjóðenda meðal annars innihalda upplýsingar er vörðuðu eftirfarandi: (i) hvernig bjóðandi hygðist fjármagna verkefnið; (ii) hvernig bjóðandi hygðist þjónusta verkið, þ.m.t. upplýsingar um kerfið sem þjónusta byggði á og þjónustugetu bjóðanda; (iii) upplýsingar um verkefnisstjóra og lykilstarfsmenn; (iv) ábyrgðaryfirlýsingar frá banka og (v) teikningar og / eða tæknilýsingar.</p> <p>[B] hefur eðli máls samkvæmt verulega hagsmuni af því að upplýsingar á borð við þær sem að framan greinir séu ekki gerðar aðgengilegar almenningi, þ.m.t. keppinautum. Upplýsingarnar varða fjárhagslega hæfni [B] og tæknilega getu. Aðgangur almennings, þ.m.t. keppninauta [B], að tilvísuðum upplýsingum er því ljóslega til þess fallinn að skerða samkeppnishæfni [B] og þar með valda fyrirtækinu verulegu tjóni. Skal og bent á í þessu sambandi að tilvísaðar upplýsingar eru nýjar og varða þannig með beinum hætti stöðu [B] í dag.“</p> <p>Hinn 27. ágúst 2009 ritaði úrskurðarnefndin kæranda bréf og gaf honum færi á að setja fram athugasemdir í tilefni af umsögn [B] Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfi, dags. 2. september. Þar segir m.a. svo:</p> <p>,,[B] telur upp örfáa liði sem hann telur dæmi um upplýsingar sem ekki ættu að vera aðgengilegar almenningi, þ.m.t. keppinautum. [A] bendir á að þessi upptalning er bara brot af því sem var undanskilið aðgangi félagsins. Jafnfram á [A] erfitt með að sjá að hvernig aðgangur að upplýsingum um verkefnisstjóra og lykilstarfsmenn gæti skert samkeppnishæfi [B] og valdið fyrirtækinu tjóni. Til að taka af allan vafa um það þá staðfestir [A] hér með að þær upplýsingar hafa ekki mikið gildi fyrir [A].</p> <p>Eins og fram kemur í grein 2.2.13 í útboðsskilmálum skal kerfið vera þannig uppbyggt að hægt sé að veita öðrum aðgang að því í heildsölu. Þá segir í grein 2.2.10 að seljandi, þ.e. [B], skuli veita öðrum þeim aðilum sem þess óska og sem bjóða farsímaþjónustu á Íslandi reikiaðgang inn á þá senda eða sendahluta sem fjarskiptasjóður styrkir, allan samningstímann. Þess má geta í þessu sambandi að [A] hefur þegar óskað eftir reikiaðgangi að þessum sendum. Í ljósi þess að [B] er skyldugur til að selja öðrum fjarskiptafyrirtækjum aðgang að þessum sendum verður að telja að nauðsynlegt sé að [B] upplýsi væntanlega kaupendur um kerfið sem þjónustan er byggð á. Með hliðsjón af því er ekki hægt að fallast á að upplýsingar um kerfið sem þjónustan er byggð á og þjónustugeta bjóðenda séu viðkvæmar upplýsingar sem ekki megi veita aðgang að.</p> <p>[...]</p> <p>Að mati [A] hefur hvorki umsögn [B] né heldur fjarskiptasjóðs tekist að sýna fram á að umræddar upplýsingar varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni [B] með þeim hætti að aðgangur að þeim myndi valda tjóni.“</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er ekki þörf á að rekja hér frekar athugasemdir og rök ofangreindra aðila. Úrskurðarnefndin hefur haft þau til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><br /> <strong>1.<br /> </strong>Eins og fram kemur í lýsingu málsatvika hér að framan fer kærandi fram á aðgang að gögnum er varða samning fjarskiptasjóðs og [B] frá 25. febrúar 2009 um háhraðatengingar. Nánar tiltekið óskar hann eftir því að fá afhentan umræddan samning í heild sinni, án yfirstrikana, auk afrits af þeim viðaukum sem tilgreindir eru í 3. gr. samningsins. Kærandi kærir jafnframt þann óhóflega drátt sem var á afgreiðslu fjarskiptasjóðs á beiðninni. Þar sem stjórn fjarskiptasjóðs hefur nú tekið ákvörðun um umrædda beiðni hefur ekki þýðingu að lögum að úrskurðarnefndin taki síðara kæruefni sérstaklega til úrskurðar. Ber því að vísa þeim þætti kærunnar frá.</p> <p>Stjórn fjarskiptasjóðs afhenti kæranda afrit af samningi sjóðsins og [B], frá 25. febrúar 2009, um háhraðanettengingar til allra landsmanna, með tilteknum yfirstrikunum. Byggði stjórnin ákvörðun um þá yfirstrikun á 5., sbr. 7. gr., upplýsingalaga. Nánar tiltekið var strikað yfir tiltekna töluliði, málsliði eða tilgreind orð eða fjárhæðir í samningnum sjálfum. Auk þess verður að skilja gögn málsins svo að kæranda hafi verið synjað um aðgang að öllum viðaukum samningsins, en þeir eru ellefu talsins, og að sú synjun hafi byggst á 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Í gögnum málsins kemur fram að 9. janúar 2009 hafi, í kjölfar útboðs sem birt var í febrúar 2008, verið ákveðið að velja tilboð sem barst frá [B] Í kjölfarið fóru fram tilteknar skýringaviðræður. Í þeim tóku þátt fulltrúar fjarskiptasjóðs og samgönguráðuneytisins, Ríkiskaupa og [B] Samningur var svo undirritaður milli stjórnvalda og [B] þann 25. febrúar 2009.</p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“ Þau gögn sem kæranda hefur verið synjað um aðgang að eru annars vegar gögn sem til urðu í tengslum við útboð sem kærandi tók sjálfur þátt í. Hins vegar eru þeir gögn sem tengjast þeim samningi sem gerður var í kjölfar vals á bjóðanda. Úrskurðarnefndin lítur svo á að kærandi sé aðili máls í skilningi hins umrædda ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ.á m. frá öðrum þátttakendum í útboðinu. Öðru máli gegnir hins vegar þegar hann óskar eftir aðgangi að samningi þeim sem gerður var í kjölfar útboðsins og viðaukum við hann. Þótt kærandi kunni að hafa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnum sem þannig hafa orðið til eftir að val á bjóðanda fór fram verður orðalagið „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. 9. gr. ekki skýrt svo rúmt að það taki til upplýsinga sem fram koma í gögnum sem til urðu eftir þann tíma. Þar af leiðandi gilda reglur II. kafla upplýsingalaga um almennan aðgang að upplýsingum um þann hluta gagnanna. Með vísan til þessa verður hér fyrst fjallað um rétt kæranda til aðgangs að þeim viðaukum sem teljast til útboðsgagna og gagna sem tilheyra vali á tilboði en síðan um rétt hans til aðgangs að öðrum gögnum málsins.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Viðauki 1 við hinn umrædda samning ber yfirskriftina „Útboðsgögn nr. 14121 dagsett í febrúar 2008 er bera nafnið: Háhraðanettengingar til allra landsmanna“.</p> <p>Viðauki nr. 2 ber yfirskriftina „Fyrirspurnir og svör 1 – 22 á tilboðstímanum, nýir staðalistar, leiðréttingar á útboðsgögnum og fundargerð frá kynningarfundi. Um aðgang kæranda að þessum gögnum fer að 9. gr. upplýsingalaga.<br />  <br /> Viðauki nr. 3 ber yfirskriftina „Tilboð seljanda, dags. 04.09.2008“. Þetta gagn varð eðli máls samkvæmt, eins og viðaukar nr. 1 og 2, til áður en ákvörðun var tekin um val tilboðs. Hið sama á við um eina fundargerð, dags. 20. október 2008, sem er að finna í viðauka 5. Um aðgang kæranda að þessum gögnum fer einnig að 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að almennt sé skylt að veita aðila máls aðgang að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar sem varða hann sjálfan. Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ.á m. segir í 2. tölul. 2. mgr. að ákvæði 1. mgr. gildi ekki „um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni er leynt eiga að fara skv. 6. gr.“ Þá segir orðrétt í 3. mgr.: „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.“</p> <p>Fjarskiptasjóður hefur til stuðnings þeirri ákvörðun að synja kæranda um aðgang að umræddum gögnum fyrst og  fremst vísað til einkahagsmuna [B] Undir þá afstöðu hefur [B] tekið.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið ofangreind gögn, þ.e. viðauka 1 til 3 og fundargerð sem tilheyrir viðauka 5, dags. 20. október 2008. Í viðauka 1 og 2 er að mati nefndarinnar ekkert að finna sem er þess eðlis að því skuli haldið leyndu með tilliti til hagsmuna [B], sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Tilboð [B] í hið umrædda verk, sem er að finna í viðauka 3, er heldur ekki þess eðlis að því beri almennt að halda leyndu fyrir kæranda með tilliti til hagsmuna [B] eða fundargerð, dags. 20. október 2008 sem er hluti af viðauka 5 við umræddan samning. Þó telur nefndin að í hluta af viðauka 3, þ.e. tilboði [B] í umrætt verk, komi fram upplýsingar um tiltekin viðskiptaleg atriði sem eðlilegt sé og sanngjarnt að ekki komist til vitundar samkeppnisaðila, nema fyrir liggi skýlaust samþykki [B] Nánar tiltekið er hér um að ræða töflu sem fylgdi tilboði [B] á 32 blaðsíðum þar sem listaðir eru upp allir þeir staðir sem [B] mun tryggja tiltekna háhraðatengingu, hnit viðkomandi staða og tilboðsverð án virðisaukaskatts vegna hvers staðar fyrir sig. Þó á kærandi rétt á aðgangi að síðustu línu eða röð töflunnar í heild sinni þar sem fram kemur heildarfjárhæð tilboðs.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong><br /> Eins og fram er komið eru önnur gögn málsins dagsett eftir að ákvörðun var tekin þann 9. janúar 2009 um að velja tilboð [B] Um aðgang kæranda að þeim gögnum sem eftir standa fer því að meginreglu 3. gr. upplýsingalaga, en ekki 9. gr. laganna.</p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur  gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“ Í 7. gr. upplýsingalaga kemur m.a. fram að ef 4.-6. gr. eigi aðeins við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins.</p> <p>Fjarskiptasjóður hefur um synjun á gögnum málsins vísað til 5. gr. upplýsingalaga. Undir þau rök hefur [B] tekið.</p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða  viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er m.a.  tekið fram til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar að óheimilt sé: „...að veita almenningi upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Í framangreindu samhengi er rétt að fram komi að jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli gera upplýsingalög ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ.á m. hvort um er að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geta samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra  hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). Við mat á hagsmunum almennings af því að fá aðgang að umræddum samningi og viðaukum hans verður að hafa í huga að með honum er ráðstafað opinberu fé.</p> <p>Úrskurðarnefndin  hefur kynnt sér efni þeirra skjala sem stjórn fjarskiptasjóðs hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál, þ.e. samning fjarskiptasjóðs og [B] frá 25. febrúar 2009 án útstrikana, ásamt fylgigögnum, sbr. 3. gr. samningsins. Þau gögn sem kærði hefur synjað kæranda um aðgang að, og úrskurðarnefndin hefur ekki þegar tekið afstöðu til í kafla 3 hér að framan eru eftirfarandi:</p> <p>Samningur fjarskiptasjóðs og [B], dags. 25. febrúar 2009, án útstrikana.<br /> Viðauki nr. 4, ábyrgðaryfirlýsing banka, dags. 17. febrúar 2009.<br /> Viðauki nr. 5, fundargerðir skýringa- og samningsviðræðna, að undanskilinni þeirri fundargerð sem dags. er 20. október 2008.<br /> Viðauki nr. 6, tíma og verkáætlun seljanda, dags. 20. febrúar 2009.<br /> Viðauki nr. 7, staðalistar, dags. 28.08.2008 og 20.02.2009.<br /> Viðauki nr. 8, samningur um endabúnað og uppsetningu, dags. 20.02.2009.<br /> Viðauki nr. 9, lýsing á notendabúnaði, dags. 20.02.2009.<br /> Viðauki 10, endursölufyrirkomulag, dags. 20.02.2009.<br /> Viðauki nr. 11, sbr. 3. gr. samningsins, gervihnattalausnir, dags. 12. febrúar 2009.</p> <p>Verður nú tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að ofangreindum gögnum.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong><br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni samnings fjarskiptasjóðs og [B] frá 25. febrúar 2009 án útstrikana. Telur nefndin að einvörðungu upplýsingar sem fjarskiptasjóður strikaði yfir í því eintaki samningsins sem afhent var kæranda og fram koma í 16. gr. og 2. mgr. 19. gr. séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt vegna hagsmuna [B] Að öðru leyti ber að afhenda kæranda afrit samningsins, dags. 25. febrúar 2009, án yfirstrikana.<br />  <br /> Viðauki nr. 4 inniheldur ábyrgðaryfirlýsingu banka, dags. 17. febrúar 2009. Með tilliti til efnis yfirlýsingarinnar telur úrskurðarnefndin að í henni komi fram upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Ber því að fallast á synjun fjarskiptasjóðs á aðgangi að því gagni.</p> <p>Í viðauka 5 er að  finna samtals 14 fundargerðir aðila frá tímabilinu 20. október 2008 til og með 13. febrúar 2009. Um aðgang að þessum gögnum hefur fjarskiptasjóður synjað kæranda. Um aðgang að fyrstu fundargerðinni, 20. október 2008, hefur verið fjallað hér að framan.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur, með hliðsjón af efni umræddra fundargerða, að þar sé almennt að finna upplýsingar um fyrirkomulag verks, verkhraða, greiðslufyrirkomulag og önnur atriði sem telja má eðlilegt og sanngjarnt að leynt fari skv. síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Ber því að fallast á synjun fjarskiptasjóðs á beiðni kæranda um aðgang að viðauka 5 í heild sinni, að undanskilinni þeirri fundargerð sem dags. er 20. október 2008, sem fjallað var um að framan.</p> <p>Í viðauka nr. 6 er að finna tíma- og verkáætlun verksala, dags. 20. febrúar 2009. Er henni skipt í 11 áfanga auk þess sem þessum viðauka fylgir Íslandskort þar sem merktir hafa verið inn verkstaðir og tilgreindur verktími á tilteknum svæðum á landinu. Þrátt fyrir að upplýsingar sem fram koma í þessum viðauka geti talist varða viðskiptahagsmuni [B] verður ekki séð að þær lúti að svo mikilvægum fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Ber því að veita kæranda aðgang að viðauka nr. 6.</p> <p>Í viðauka nr. 7 koma fram upplýsingar um þá staði sem gert er ráð fyrir að fái háhraðanettengingu samkvæmt samningi. Annars vegar er um að ræða lista yfir staði samkvæmt leiðréttri tilboðsskrá dags. 28. ágúst 2008. Hins vegar listi yfir viðbótarstaði, sem gera verður ráð fyrir að samið hafi verið um að skyldu fá slíka tengingu, til viðbótar við þá staði sem fram komu á lista frá 28. ágúst 2008. Í umræddum lista yfir viðbótarstaði er sérstaklega merkt við þá staði sem virðast vera „í athugun“.</p> <p>Ekki verður séð að það geti talist til trúnaðarupplýsinga hvaða staðir munu samkvæmt samningum stjórnvalda við [B] fá háhraðanettengingu, hvorki á grundvelli hagsmuna [B] né m.t.t. hagsmuna íbúa þeirra staða sem hér um ræðir. Ólíkt þeirri töflu sem fram kemur í tilboði [B] og liggur til grundvallar hinum umrædda samningi koma ekki fram í þessum lista upplýsingar um kostnað við tryggingu háhraðanets á hverjum stða fyrir sig. Hér hefur úrskurðarnefndin einnig litið til þess að umræddur listi er aðgengilegar á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Með hliðsjón af þessu stendur ekkert því í vegi að fjarskiptasjóður afhendi kæranda afrit af viðauka 7 við umræddan samning.</p> <p>Viðauki nr. 8 inniheldur sérstakan samning um endabúnað og uppsetningu.  Telst hann hluti af meginsamningi um háhraðanettengingar til allra landsmanna, eins og aðrir viðaukar samningsins. Umræddur samningur um endabúnað og uppsetningu inniheldur samkvæmt efni sínu upplýsingar um skyldur seljanda, m.a. gagnvart þeim sem munu njóta þeirra háhraðanettenginga sem þeim verða boðnar samkvæmt aðalsamningi aðila. Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið efni samningsins. Almennt verður að gera ráð fyrir að efni hans innihaldi upplýsingar sem varða viðskiptahagsmuni [B] Á hinn bóginn er það afstaða nefndarinnar að einvörðungu þær upplýsingar um verð og önnur atriði sem fram koma í 1. mgr. 49. gr. og 50. gr. samningsins innihaldi upplýsingar sem séu þess eðlis, að teknu tilliti til hagsmuna [B], að sanngjarnt sé og eðlilegt að þeim sé haldið leyndum. Fjarskiptasjóði ber að veita kæranda aðgang að samningnum að öðru leyti.</p> <p>Í viðauka nr. 9 kemur fram lýsing á notendabúnaði sem verksali mun nota, eða bjóða uppá, þeim notendum sem fá háhraðanettengingu samkvæmt samningi. Þær upplýsingar sem fram koma í viðauka 9 lúta ekki að viðskiptahagsmunum [B] að öðru leyti en því að af þeim má ráða hvaða lausnir það eru sem [B] mun bjóða notendum háhraðanettenginga uppá. Verður ekki séð að í þessum lýsingum komi fram slíkar tæknilegar upplýsingar að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt af þeirri ástæðu. Þá verður ekki talið að ætla megi að þessar upplýsingar séu til þess fallnar að valda [B] tjóni verði almenningi veittur aðgangur að þeim. Ber því að veita kæranda aðgang að viðauka nr. 9.</p> <p>Viðauki nr. 10 ber yfirskriftina „endursölufyrirkomulag“. Hann inniheldur fyrirmynd að tveimur samningum sem [B] gerir, eða mun gera, við svonefnda endursöluaðila. Í fyrri samningnum er um að ræða fyrirmynd að samningi við endursöluaðila um endursölu á UMTS háhraðanetstengingum með internetþjónustu. Í síðari samningnum er um að ræða fyrirmynd að samningi um endursölu á ADSL þjónustu fyrir [B]</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að í þessum samningsfyrirmyndum sé ekkert að finna sem skaðað gæti viðskipthagsmuni [B] með þeim hætti að af þeim sökum beri að synja kæranda um aðgang að þeim.</p> <p>Viðauki nr. 11. ber yfirskriftina „Gervihnattalausnir“. Er hér um að ræða stutt minnisblað, á einni blaðsíðu, um gervihnattatengingar. Með hliðsjón af efni minnisblaðsins, og meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, verður ekki séð að í því komi fram neinar þær upplýsingar sem eðilegt og sanngjarnt sé að haldið sé leyndum að teknu tilliti til hagsmuna [B] Ber því fjarskiptasjóði að afhenda kæranda afrit af umræddum viðauka.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p><br /> Fjarskiptasjóði ber að afhenda kæranda, [...] afrit eftirtalinna gagna: Í fyrsta lagi samning um háhraðanettengingar til allra landsmanna sem sjóðurinn gerði við [B] 25. febrúar 2009, að undanskilinni 16. gr. og 2. mgr. 19. gr. Í öðru lagi ber að afhenda í heild sinni viðauka nr. 1, 2, 6, 7, 9, 10 og 11. Í þriðja lagi viðauka nr. 3, að undanskilinni töflu sem þar er að finna á 32 blaðsíðum og inniheldur lista yfir staði sem gert er ráð fyrir að tryggð verði háhraðanettenging ásamt tilboðsverði án virðisaukaskatts vegna hvers staðar fyrir sig. Þó á kærandi rétt á aðgangi að síðustu línu töflunnar þar sem fram kemur heildarfjárhæð tilboðs. Í fjórða lagi afrit fundargerðar, dags. 20. október 2008, sem tilheyrir viðauka nr. 5 við samninginn. Að öðru leyti er fallist á synjun fjarskiptasjóðs á aðgangi að viðauka nr. 5. Í fimmta lagi ber að afhenda viðauka nr. 8, að undanskildum 1. mgr. 49. gr. og 50. gr. hans.</p> <p>Fallist er á þá ákvörðun fjarskiptasjóðs að synja kæranda um aðgang að viðauka nr. 4 í heild sinni.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br />                            Helga Guðrún Johnson                           Trausti Fannar Valsson</p> |
A 317/2009. Úrskurður frá 23. nóvember 2009 | Kærð var sú ákvörðun forsætisráðuneytisins að synja beiðni um aðgang að gögnum er tengdust ráðgjöf ríkislögmanns um lögfræðileg álitaefni er lytu að framkvæmd laga nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. Bréfaskipti við sérfræðinga til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Mikilvægir almannahagsmunir vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 23. nóvember 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-317/2009.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p><br /> Með bréfi, dags. 28. ágúst 2009, kærði [...] þá ákvörðun forsætisráðuneytisins frá 12. ágúst að synja beiðni lögmannsins um aðgang að gögnum er tengdust ráðgjöf ríkislögmanns um lögfræðileg álitaefni er lytu að framkvæmd laga nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.</p> <p>Forsaga málsins er sú að umboðsmaður Alþingis átti frumkvæði að fundi sem hann hélt með fulltrúum forsætisráðuneytis, viðskiptaráðuneytis og forstjóra Fjármálaeftirlitsins 28. október 2008 þar sem hann kom á framfæri áhyggjum sínum vegna stjórnsýslu við framkvæmd laga nr. 125/2008. Umboðsmaður óskaði eftir svörum og útskýringum stjórnvalda við 12 efnisatriði og eitt þeirra var svohljóðandi:</p> <p>„10. Nauðsyn á því að ríkið afli sjálfstæðs lögfræðilegs mats á áhættu og hugsanlegum bótakröfum í kjölfar laga nr. 125/2008 sem taki þá einnig til takmarkana á heimildum ríkisins vegna EES-samningsins. Hef ég þá einkum í huga skyldu stjórnvalda til að kappkosta að þær lagalegu forsendur sem gengið er út frá við ákvarðanir þeirra og aðgerðir séu (sic) liggi eins skýrt fyrir og mögulegt er þannig að stjórnsýslan fari fram með forsvaranlegum hætti og áhætta af  skaðabótum sé lágmörkuð.“</p> <p>Þessu efnisatriði svaraði forsætisráðuneytið í bréfi til umboðsmanns, dags. 2. desember 2008, með eftirfarandi hætti:</p> <p>„Um 10<br /> Í kjölfar ábendingar yðar um þetta efni fól forsætisráðherra ríkislögmanni að veita ráðgjöf um lögfræðileg álitaefni er lúta að framkvæmd l. nr. 125/2008. Var hann sérstaklega beðinn um að benda á þau atriði sem ríkið og stofnanir þess þyrftu að hafa í huga til að lágmarka hættu á skaðabótaskyldu ríkisins. Ríkislögmaður hefur í þessu efni fengið til liðs við sig prófessorana [A], [B] og [C]. Þá hefur ríkislögmaður ásamt fræðimönnum haldið nokkra fundi með lögfræðilegum ráðgjöfum Fjármálaeftirlitsins til þess að ræða ýmis álitaefni sem uppi eru í starfi Fjármálaeftirlitsins og skilanefnda bankanna.“</p> <p>Með bréfi til forsætisráðuneytisins, dags. 21. júlí 2009, óskaði kærandi eftir afriti af öllum þeim gögnum sem til væru í fórum ráðuneytisins og tengdust ofangreindri tilvitnun í bréfi þess til umboðsmanns, dags. 2. desember 2008, s.s. fundargerðum, bréfaskiptum, skipunarbréfum, skýrslum og álitsgerðum í hvaða formi sem þær væru.</p> <p>Forsætisráðuneytið synjaði framangreindri beiðni í bréfi, dags. 12. ágúst 2009, með vísan til 2. tl. 4. gr., sbr. 4. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p><br /> Eins og fram er komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi,  dags. 28. ágúst 2009. Var kæran send forsætisráðuneytinu með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 3. september 2009, og ráðuneytinu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 14. september 2009. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p>Svar forsætisráðuneytisins barst með bréfi, dags. 30. september 2009. Í upphafi bréfsins er áréttuð sú afstaða ráðuneytisins sem fram kom í bréfi þess til kæranda, dags. 12. ágúst 2009, að ekki beri að túlka 2. tl. 4. gr. upplýsingalaga svo þröngt að hann eigi ekki við um gögn sem aflað sé áður en fyrirsjáanlegt dómsmál er höfðað á hendur ríkinu. Í bréfi forsætisráðuneytisins frá 12. ágúst segir m.a. eftirfarandi:</p> <p>„Undanþága 2. tl. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 helgast af því sjónarmiði að gera ríkinu kleift að afla gagna og ráðgjafar vegna væntanlegra eða yfirstandandi dómsmála og varðveita um þau trúnað. Eðli málsins samkvæmt kunna að felast í þessari ráðgjöf upplýsingar og ábendingar sem kynnu að torvelda málatilbúnað ríkisins í dómsmáli ef þær kæmust í hendur gagnaðila. Jafnframt kann þar að vera bent á leiðir til að draga úr hættu á fjárhagslegu tjóni fyrir ríkið, þ.m.t. úrræði og áform sem ekki næðu tilgangi sínum ef þau væru á almanna vitorði, sbr. 4. tl. 6. gr. upplýsingalaga.“</p> <p>Í bréfi ráðuneytisins frá 30. september segir að eftir setningu laga nr. 125/2008 hafi verið ljóst að miklar líkur væru til að kröfuhafar bankanna myndu láta reyna á gildi laganna og hugsanlega skaðabótaskyldu ríkisins eins og umboðsmaður Alþingis hafi bent á á fundi 28. október 2008. Er síðan vísað til 10. efnisatriðis sem fram kom hjá umboðsmanni og viðbragða ráðuneytisins við því, þ.e. beiðni til ríkislögmanns um ráðgjöf, en hvorutveggja er rakið hér að framan. Segir síðan áfram í bréfi forsætisráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar eftirfarandi:</p> <p>„Óskað var eftir því að um þau gögn sem unnin yrðu á vegum ríkislögmanns ríkti fullur trúnaður, sbr. 4.-6. gr. upplýsingalaga. Í framhaldi áttu sér stað frekari bréfaskipti milli ríkislögmanns og ráðuneytisins og fylgir bréfi þessu afrit af viðkomandi gögnum í trúnaði.</p> <p>Eins og gögnin bera með sér er þar verið að benda á atriði sem ríkið eða stofnanir þess þyrftu að hafa í huga til að lágmarka hættu á skaðabótaskyldu ríkisins vegna aðgerða á grundvelli l. nr. 125/2008. Síðar átti eftir að koma á daginn að dómsmál yrðu höfðuð vegna athafna ríkisins bæði að því er varðar setningu laganna og framkvæmd þeirra. Lögmannsstofa sú sem kærandi starfar hjá fer einmitt með eitt slíkt skaðabótamál á hendur ríkinu fyrir hönd Dekabank Deutsche Girozentrale, sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. júní síðastliðinn. Það myndi því ganga gegn tilgangi umrædds ákvæðis ef kærandi fengi umbeðin gögn í hendur og gæti notað þau í málflutningi sínum. Af hálfu ríkislögmanns sem fer með varnir íslenska ríkisins í því máli er lögð rík áhersla á að trúnaður ríki áfram um umrædd gögn.</p> <p>Að auki er að finna í gögnum þessum ábendingar um ráðstafanir sem enn eru ekki að öllu leyti komnar fram en ríkið kann að vilja grípa til síðar og þær myndu þá ekki ná tilgangi sínum ef þær væru á almannavitorði, sbr. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.“</p> <p>Með bréfi, dags. 30. september sl. gaf úrskurðarnefndin kæranda kost á því að gera frekari athugasemdir vegna kærunnar í ljósi umsagnar forsætisráðuneytisins. Svarbréf kæranda er dags. 23. október sl. Segir þar meðal annars eftirfarandi:</p> <p>„Bréf forsætisráðherra rennir frekari stoðum undir það sem fram kom í kæru – að ráðgjafar ríkislögmanns var aflað til þess að tryggja lögfræðilegan grunn stjórnvaldsákvarðana sem fyrirhugað var að taka á grundvelli laga nr. 125/2008. Í hinum umbeðnu gögnum er bent á atriði sem stjórnvöldum ber að hafa í huga við framkvæmd laganna, einkum til þess að lágmarka hættu á skaðabótaskyldu ríkisins. Ótækt er að túlka ákvæði 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um bréfaskipti til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað svo rúmt að ákvæðið taki til almennra ráðlegginga ríkislögmanns um hvernig haga skal stjórnvaldsákvörðunum á ákveðnu sviði. Því hefur í reynd ekki verið haldið fram að gögnin séu til afnota í dómsmáli – þau voru þvert á móti til afnota við meðferð stjórnsýslumáls en ekki dómsmáls. Ennfremur er ekki unnt að fallast á að takmarka aðgang að umræddum gögnum á þeim grundvelli að þegar þeirra var aflað væri hugsanlegt að síðar myndi koma til málaferla í tengslum við umfjöllunarefni gagnanna. Ekki verður séð – og forsætisráðuneytið hefur kosið að svara því ekki – hvernig málið er frábrugðið úrlausn úrskurðarnefndarinnar 26. júní 1998 í málinu nr. A-50/1998, en þar setti nefndin með skýrum hætti fram það skilyrði að gagna þyrfti að vera aflað gagngert í tengslum við tiltekið dómsmál til þess að undanþágan gæti átt við. Í málinu var því hafnað að lögfræðiálit sem þó snerist um hugsanlega bótaskyldu vegna framkvæmdar laga gæti verið undanskilið upplýsingarétti og það þótt ljóst væri að málaferli myndu hefjast vegna þeirra atriða sem þar voru til umfjöllunar.“</p> <p>Kærandi vísar í bréfi sínu til umfjöllunar í kæru um 4. tl. 6. gr. upplýsingalaga. Þar kemur m.a. fram að lög nr. 125/2008 séu að umtalsverðu leyti fallin úr gildi með setningu laga nr. 44/2009. Af því verði ekki annað ráðið en lokið sé þeim aðgerðum stjórnvalda sem vikið sé að í umbeðnum gögnum. Samkvæmt því sem fram komi í athugasemdum með frumvarpi því sem orðið hafi að upplýsingalögum sé almenningi heimill aðgangur að gögnum þegar þær ráðstafanir séu afstaðnar sem 4. töluliður taki til. Ekki sé hægt að fallast á að nokkur geti með lestri gagnanna aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir að vegum hins opinbera enda sé í gögnunum fjallað um ráðstafanir sem þegar hafi komið til framkvæmdar. Þá sé ekki fjallað um fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum eða sambærileg efni. Ekki sé hægt að fallast á að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að synjað sé um aðgang að gögnunum.</p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er ekki þörf á að rekja hér frekar athugasemdir og rök ofangreindra aðila. Úrskurðarnefndin hefur haft þau til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3><br /> Niðurstöður</h3> <p><br /> <strong>1.</strong><br /> Eins og fyrr er rakið bað kærandi um aðgang að gögnum er tengdust ráðgjöf ríkislögmanns um lögfræðileg álitaefni er lytu að framkvæmd laga nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. Samkvæmt beiðni úrskurðar-nefndarinnar hefur forsætisráðuneytið afhent nefndinni þau gögn sem beiðni kæranda lýtur að. Þau eru eftirtalin:</p> <p>1) Bréf [B] og [C] til ríkislögmanns, dags. 30. nóvember 2008.</p> <p>2) Svör við fyrirspurnum sem tengjast hugsanlegri sölu á [G], dótturfélagi [E]., dags. 6. desember 2008, samin af [B] og [C].</p> <p>3) Álitsgerð frá 14. nóvember 2008 um ýmis atriði sem lúta að lögum nr. 125/2008 samin af  [A], [B] og [C]</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Um aðgang kæranda að framangreindum gögnum fer eftir II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem kveðið er á um almennan aðgang að upplýsingum. Forsætisráðuneytið byggir synjun sína um aðgang aðallega á 2. tölul. 4. gr. laganna en bendir jafnframt á að í gögnunum geti verið bent á leiðir til að draga úr hættu á fjárhagslegu tjóni fyrir ríkið, þ.m.t. úrræði og áform sem ekki næðu tilgangi sínum ef þau væru á almanna vitorði, sbr. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þessum málatilbúnaði hafnar kærandi.</p> <p>Samkvæmt 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir um skýringu þessa ákvæðis að því til grundvallar liggi það sjónarmið að hið opinbera, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, geti leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar, sem þannig er aflað, komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verði til eða aflað sé gagngert í þessu skyni og hún taki því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað sé við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> <p>Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að umrædd bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi  umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála, sbr. hér einnig úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-300/2009.</p> <p>Í athugasemdum í frumvarpi því sem síðar varð að lögum nr. 50/1996 er m.a. eftirfarandi að finna í skýringum við 4. tl. 6. gr.: „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. [...] Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þó ekki sé nema að litlu leyti, myndi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 4. tl. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema ákvæði 5. gr. eða 1.-3. tölul. 6. gr. eigi við, sbr. 1. mgr. 8. gr. frumvarpsins.“</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Bréf [B] og [C] til ríkislögmanns, dags. 30. nóvember 2008, inniheldur frásögn af fundi sem þeir áttu með ríkislögmanni og þremur öðrum lögfræðingum. Skjalið er stílað á ríkislögmann. Efni skjalsins lýtur að breytingum á XII. kafla laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. Er í því m.a. fjallað um nauðsyn þess að setja lög til að unnt verði að setja „gömlu bankana“, þ.e. [D], [E] og [F] í endurskipulagningar- eða slitameðferð, þ.e. að breyta þeim lagaramma sem meðferð þessara banka laut skv. lögum nr. 125/2008. Þessi fyrirhuguðu lög hafa nú verið sett, nr. 44/2009, um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki með síðari breytingum. Með þeim var breytt þeim lagagrundvelli sem meðferð þessara banka hafði hvílt á frá þeim tíma að lög nr. 125/2008 tóku gildi. Eru því þær aðgerðir afstaðnar sem lýst er í skjalinu að æskilegt sé að grípa til. Meðal annars af þeim ástæðum verður synjun um aðgang að skjalinu ekki byggð á 4. tölul 6. gr. laga nr. 50/1996. Telja má ljóst að þetta skjal hefur ekki orðið til í tilefni málsóknar eða yfirvofandi málsóknar. Enda þótt hugsanlegt hafi mátt telja að efni skjalsins yrði einhvern tíma á einhvern hátt notað í rekstri dómsmáls af hálfu ríkisins eða gagnaðila þess telur úrskurðarnefndin engu að síður að tilurð þess og efni sé með þeim hætti að synjun um aðgang að því verði ekki byggð á undantekningarákvæði 2. tölul. 4. gr. Til þess að svo mætti verða yrðu tengsl skjalsins við málarekstur að vera skýrari og augljósari. Samkvæmt því sem að framan segir er forsætisráðuneytinu skylt að heimila kæranda aðgang að því skjali sem hér hefur verið fjallað um.</p> <p>Í öðru lagi reynir í máli þessu á rétt kæranda til aðgangs að svörum við fyrirspurnum sem tengjast hugsanlegri sölu á [G], dótturfélagi [E] dags. 6. desember 2008, samin af [B] og [C]. Umrætt skjal er stílað á ríkislögmann. Í upphafi þess er fjallað um þau atvik málsins sem „eru upplýst og hafa þýðingu fyrir þau álitaefni, sem óskað hefur verið eftir athugun á ...“ Síðan eru gefin svör við álitaefnum undir svohljóðandi fyrirsögnum: „1. Fyrri spurning um hvort KB í greiðslustöðvun sé heimilt að selja KL fyrir eina evru“ og „2. Er möguleiki á, að kröfur innstæðueigenda í Lúxembourg og Belgíu geti með einhverju móti fallið á íslenzka ríkið, eða Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta?“</p> <p>Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin hefur aflað sér var [G] og tók [F] við rekstrinum 13. júlí sl. Ekki hafa orðið eftirmál þeirrar sölu svo vitað sé. Um þetta skjal gegnir svipuðu máli og skjalið sem fjallað var um hér að framan. Bankinn hefur nú verið seldur en ekki liggja fyrir úrskurðarnefndinni upplýsingar um með hvaða hætti sú sala fór fram. Sala bankans gæti hafa farið fram samkvæmt þeirri aðferð sem íslenska ríkið kann að hafa haft í hyggju á þeim tíma er skjalið var ritað eða þá á grundvelli annarra forsendna. Hvort heldur er skiptir hér ekki máli þar sem salan er afstaðin og þeir hagsmunir sem ríkið kann að hafa haft af því á sínum tíma að halda leynd yfir skjalinu vegna fyrirhugaðrar sölu á bankanum er ekki lengur fyrir hendi. Þá verður heldur ekki séð að ástæða sé til þess að halda leyndum skoðunum þeirra er skjalið rita á því hver ábyrgð íslenska ríkisins eða Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta kynni að vera. Af þessu leiðir að synjun um afhendingu skjalsins verður ekki byggð á undantekningarákvæðinu í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br />  <br /> Ekki verður séð að þetta skjal hafi orðið til vegna málsóknar eða yfirvofandi málsóknar. Þá verður heldur ekki séð að skjalið sé þess efnis að það kynni að vera nothæft í rekstri dómsmáls af hálfu ríkisins eða gagnaðila. Af þessu ástæðum verður synjun um aðgang að skjalinu ekki byggð á undantekningarákvæði 2. tölul. 4. gr. Samkvæmt því sem að framan segir er forsætisráðuneytinu skylt að heimila kæranda aðgang að því skjali sem hér hefur verið fjallað um.</p> <p>Eins og fyrr er greint frá sömdu prófessorarnir [A], [B] og [C] álitsgerð um ýmis atriði sem lúta að lögum nr. 125/2008. Skjal þetta er stílað á ríkislögmann og er dags. 14. nóvember 2008. Skjalið er orðið til vegna þess að forsætisráðherra fól ríkislögmanni að veita ráðgjöf um lögfræðileg álitaefni er lytu að framkvæmd laga nr. 125/2008, sérstaklega að því er varðaði þau atriði sem ríkið og stofnanir þess þyrftu að hafa í huga til að lágmarka hættu á skaðabótaskyldu ríkisins.</p> <p>Af þessu leiðir að álitsgerðarinnar var ekki aflað sérstaklega í tilefni af fyrirhugaðri málsókn íslenska ríkisins, fyrirliggjandi málshöfðunar á hendur ríkinu, eða vegna hótunar um slíka málshöfðun heldur til þess að tryggja sem besta framkvæmd laganna á sviði stjórnsýslunnar sem umboðsmaður Alþingis hafði haft áhyggjur af. Þrátt fyrir að af efni skjalsins sé ljóst að þar er m.a. fjallað um atriði sem íslenska ríkið gæti byggt málatilbúnað sinn á, s.s. í dómsmálum þar sem reyndi á gildi laga nr. 125/2008 gagnvart ákvæðum stjórnarskrár, verður jafnframt að telja að við umrædd bréfaskipti ríkislögmanns og þeirra sem rituðu álitsgerðina hafi slík málshöfðun ekki verið nærliggjandi með þeim hætti að það geti leitt til þess að undanþáguákvæði 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga eigi við um umrætt skjal. Verður synjun á aðgangi að skjalinu því ekki byggð á því ákvæði laganna.</p> <p>Þá lúta þau álitaefni sem fjallað er um í ofangreindu áliti ekki að fyrirhuguðum ráðstöfunum íslenskra stjórnvalda eða ríkisins að öðru leyti. Verður synjun á aðgangi að því af þeim sökum ekki byggð á 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framansögðu ber forsætisráðuneytinu að heimila kæranda aðgang að skjalinu.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p><br /> Forsætisráðuneytinu ber að afhenda kæranda, [...] afrit af eftirtöldum skjölum: 1) [B] og [C] til ríkislögmanns, dags. 30. nóvember 2008. 2) Svörum við fyrirspurnum sem tengjast hugsanlegri sölu á [G], dótturfélagi [E], dags. 6. desember 2008, sömdum af [B] og [C]. 3) Álitsgerð frá 14. nóvember 2008 um ýmis atriði sem lúta að lögum nr. 125/2008 saminni af  [A], [B] og [C]</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p>                             Sigurveig Jónsdóttir                              Trausti Fannar Valsson</p> |
A 315/2009. Úrskurður frá 10. nóvember 2009 | Kærð var sú ákvörðun sveitarfélagsins Borgarbyggðar að synja um aðgang að gögnum sem varpað gætu ljósi á lóðarmörk sem kærandi taldi að samið hefði verið um. Aðili máls. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Bréfaskipti við sérfræðinga til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Einkamálefni einstaklinga. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Vinnuskjöl. Frávísun. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 10. nóvember 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-315/2009.</p> <h3><br /> Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 24. júlí 2009, kærði [...], þá ákvörðun sveitarfélagsins Borgarbyggðar, dags. 8. júlí 2009, að synja honum um aðgang að gögnum sem varpað geti ljósi á lóðarmörk sem kærandi telur að samið hafi verið um, enda séu þau gögn þýðingarmikil í dómsmáli nr. [X] sem bíði úrlausnar Hæstaréttar Íslands. Kærð var synjun á beiðni um aðgang á eftirtöldum gögnum:</p> <p>1. Uppdrætti sem unninn var í kjölfar samkomulags aðila málsins í ágúst 2007 og formaður byggðarráðs tilkynnti kæranda að væri til reiðu.<br /> 2. Afrit af minnisblöðum, tölvupóstum og öðrum gögnum formanns byggðarráðs og sveitarstjóra Borgarbyggðar við forstöðumann framkvæmdasviðs Borgarbyggðar er rituð voru vegna fundar í ágúst 2007.<br /> 3. Afrit af öllum vinnugögnum, tölvupóstum og minnisblöðum eða hverjum þeim gögnum sem unnin voru fyrir og eftir vettvangsferð af hálfu starfsmanna Borgarbyggðar við [Y-götu nr.x] og [Y-götu nr.z]  í ágúst 2007.<br /> 4. Afrit af öllum minnisblöðum og tölvupóstum er farið hafa á milli starfsmanna Borgarbyggðar sem að málinu komu og lögfræðinga Borgarbyggðar frá 1. ágúst 2007 til og með 6. júní 2009 vegna lóðarmála [Y-götu nr.x] og [Y-götu nr.z]  .<br /> 5. Afrit af bréfum, tölvupóstum, fundargerðum og minnisblöðum er til eru á skrifstofu Borgarbyggðar vegna samstarfs forstöðumanns Safnahúss Borgarfjarðar, Borgarbyggðar og afkomenda [A] vegna fyrirhugaðs tilboðs í húseignina að [Y-götu nr.x].</p> <p>Forsaga málsins er sú að kærði, Borgarbyggð, sóttist eftir að fá hluta af lóð kæranda að [Y-götu nr.x] framseldan til sín undir bílastæði í samræmi við gildandi deiliskipulag gamla miðbæjarins í Borgarnesi sem samþykkt var 2004. Í kjölfarið fóru fram fundir milli aðila en þá greinir á um hvort samningur hafi komist á og bíður ágreiningurinn úrlausnar Hæstaréttar Íslands eins og að framan er sagt.</p> <p>Atvik málsins eru þau að með tölvubréfi, dags. 6. apríl 2009, óskaði kærði eftir uppdrætti af lóðarmörkum [Y-götu nr.x], [Y-götu nr.z] og lands Borgarbyggðar. Í tölvupósti frá formanni byggðarráðs frá 14. maí kemur fram að hann telji eðlilegra að kærandi beini kröfu um afhendingu gagna frá framkvæmdasviði beint til sveitarstjóra eða formanns framkvæmdasviðs.  Í kjölfarið óskaði kærandi eftir því með tölvupósti, dags. 6. júní 2009, að sveitarstjóri veitti  honum aðgang að áðurnefndum gögnum.</p> <p>Með bréfi, dags. 16. júní 2009, upplýsti Borgarbyggð að óskað hafi verið eftir leiðsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna erindisins og yrði því svarað um leið og sú umsögn lægi fyrir. Hvað varðaði uppdrátt af lóðarmörkum [Y-götu nr.x] og [Y-götu nr.z] þá væri aðeins til einn uppdráttur af tillögu um ný lóðarmörk í tengslum við viðræður kæranda við sveitarfélagið. Sá uppdráttur sé meðal gagna fyrirliggjandi dómsmáls. Væri það misskilningur að til væri annar uppdráttur. Kærandi ítrekaði beiðni sína um aðgang að nefndum gögnum með tölvupósti 3. júlí 2009. Í svari sveitarfélagsins Borgarbyggðar, dags. 8. júlí 2009, segir eftirfarandi:</p> <p>,,Niðurstaða sveitarfélagsins Borgarbyggðar er að hafna erindi þínu um aðgengi að ofangreindum gögnum á grundvelli 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Tölvupóstar á milli sveitarstjóra og forstöðumanns framkvæmdasviðs, sveitarstjóra og formanns byggðarráðs og menningarfulltrúa og [B] eru vinnuskjöl og fela ekki í sér endanlega afgreiðslu máls. Tölvupóstur á milli sveitarstjóra og [C] eru bréfaskriftir á milli sveitarstjóra og sérfróðs aðila. Mögulegt var að þegar þessi samskipti áttu sér stað gætu þau endað sem dómsmál, en allan tímann meðan samskipti átti sér stað var möguleiki á því að sveitarfélagið þyrfti að taka hluta lóðarinnar að [Y-götu nr.x] í Borgarnesi eignarnámi.“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p><br /> Eins og fram er komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi,  dags. 24. júlí 2009. Var kæran send sveitarfélaginu Borgarbyggð með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 28. júlí 2009, og sveitarfélaginu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 11. ágúst 2009. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p>Svar sveitarstjóra Borgarbyggðar barst með bréfi, dags. 10. ágúst 2009. Þar segir m.a. svo:</p> <p>,,Um nokkurt skeið hefur [D] íbúi í Borgarbyggð kallað eftir ýmsum upplýsingum frá sveitarfélaginu Borgarbyggð, sem sum hver tengjast ágreiningi á milli aðila sem hefur verið vegna deiliskipulags fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi, auk þess sem hann hefur kallað eftir upplýsingum um hin fjölbreyttustu mál sem ekki tengjast áðurnefndu ágreiningsefni. Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur sent [D] fleiri tugi bréfa s.l. 5. ár þar sem fyrirspurnum hans og óskum um upplýsingar hefur verið svarað. Vegna þessa og ekki síður vegna þess að í erindi [D] frá 6. júní s.l. var óskað eftir afritum af tölvupóst samskiptum, ákvað undirritaður að leita álits lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga um skyldur sveitarfélaga til að afhenda gögn um samskipti starfsmanna sín á milli, samskipti starfsmanna við kjörna fulltrúa og lögfræðilega ráðgjafa.</p> <p>Í bréfi skrifstofustjóra Borgarbyggðar til [D] þann 8. júli s.l. synjaði sveitarfélagið Borgarbyggð [D] um aðgengi að áðurnefndum gögnum. Synjun er annars vegar rökstudd með því að þarna er um vinnuskjöl að ræða sem feli ekki í sér endanlega afgreiðslu máls og hins vegar með því að um sé að ræða bréfaskriftir á milli sveitarstjóra og sérfróðs aðila. Undirritaður telur að ekki þurfi frekar að rökstyðja ástæður þess að sveitarfélagið tók þessa ákvörðun.“</p> <p>Hinn 13. ágúst 2009 ritaði úrskurðarnefndin kæranda bréf og gaf honum færi á að setja fram athugasemdir í tilefni af umsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfi, dags. 27. ágúst. Þar segir m.a. svo:</p> <p>,,Með tölvupósti þann 13. júlí 2009 óskaði undirritaður m.a. eftir eftirfarandi gögnum frá sveitarstjóra Borgarbyggðar: ,,Óskað er afrits af áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga. Auk þess er farið fram á afrit allra gagna er send hafi verið Samtökum íslenskra sveitarfélaga vegna málsins.“ Frekari tildrög málsins eru: sveitarstjórn Borgarbyggðar svarar bréflega þann 16.06.2009, beiðni undirritaðs frá 06.06.2009, um gögn á þá leið að leitað yrði leiðsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, um hverjar skyldur sveitarfélagsins væru varðandi afhendingu umræddra gagna.</p> <p>Með bréfi dagsettu 28. júlí 2009 sem undirrituðum barst í hendur 30. júlí, 2009 er beiðni um afrit umræddra gagna hafnað af sveitarstjóra með eftirfarandi rökum: ,,Að mati undirritaðs er þarna um að ræða bréfaskriftir á milli sveitarstjóra og sérfróðs aðila sem tengjast dómsmáli sem er í gangi í dag.“</p> <p>Undirritaður hafnar því alfarið að gögn er varða samskipti sveitarstjóra Borgarbyggðar og lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fyrirspurnar minnar til sveitarstjóra 06.06. 2009, geti með nokkru móti haft áhrif á dómsmál það sem í gangi er á milli aðila. Gögnin munu aðeins varpa ljósi á framgang og vinnubrögð stjórnvaldsins, vonandi á þann veg að trúverðugleiki aukist og sýni í eitt skipti fyrir öll að leyndarhyggja sveitarstjóra og sveitarstjórnar Borgarbyggðar sé með öllu óþörf. Álit lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur bein áhrif á endanlega ákvörðun í málinu, því er varðar afhendingu umræddra gagna, krafa undirritaðs er því fullkomlega réttmæt og eðlileg.</p> <p>Krafa: Gerð er krafa um að nefndin úrskurði á þann veg að sveitarfélaginu Borgarbyggð verði gert að afhenda öll gögn er varða samskipti sveitarstjóra Borgarbyggðar og lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna erindis frá undirrituðum frá, 06.06.2009.“</p> <p>Þrátt fyrir að krafa um afhendingu álits lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi ekki komið fram í kæru, dags. 24. júlí 2009, lítur úrskurðarnefnd um upplýsingamál svo á að með bréfi kæranda, dags. 27. ágúst 2009, hafi hann aukið við kæru sína að þessu leyti. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki þörf á að veita sveitarfélaginu frest til að láta í té rökstutt álit á þeim þætti málsins áður en það yrði til lykta leitt eins og nefndinni er heimilt að veita stjórnvöldum á grundvelli 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga þar sem sjónarmið sveitarfélagsins komu skýrt fram í synjunarbréfi til kæranda, dags. 28. júlí 2009, sem er meðal gagna sem nefndinni bárust. Þar segir m.a. svo:</p> <p>,,Sveitarfélagið Borgarbyggð getur ekki orðið við beiðni þinni um að afhenda afrit af tölvupósti á milli sveitarstjóra og lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og byggir þá ákvörðun á 16. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Að mati undirritaðs er þarna um að ræða bréfaskriftir á milli sveitarstjóra og sérfróðs aðila sem tengjast dómsmáli sem er í gangi í dag.“    </p> <p>Meðal gagna málsins sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál bárust frá kærða við meðferð málsins eru bréf Skipulagsstofnunnar, dags. 18. mars 2008, þar sem fram kemur að stofnunin telji skilyrði eignarnáms vera uppfyllt og sveitarstjórn því heimilt að taka eignina að [Y-götu nr.x] eignarnámi til framkvæmdar gildandi deiliskipulags. Einnig er meðal gagna greinargerð eignarnema í matsmálinu nr. 1/2008: Borgarbyggð gegn [D], dags. 30. maí 2008, fyrir Matsnefnd eignarnámsbóta.</p> <p>Við rannsókn málsins aflaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðar Matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2008: Borgarbyggð gegn [D], sem kveðinn var upp 28. ágúst 2008. Úrskurðarorðið er eftirfarandi: ,,Eignarnemi, Borgarbyggð, kt. 510694-2289, Borgarbraut 14, Borgarnesi, greiði eignarnámsþola, [D] kr. 789.750 í eignarnámsbætur og kr. 650.000 auk virðisaukaskatts í kostnað vegna reksturs málsins fyrir Matsnefnd eignarnámsbóta.“</p> <p>Frekari athugasemdir [...] bárust með tölvubréfi þann 6. nóvember sl. Þar segir m.a. svo:</p> <p>,,Undirrituð mótmælir rökstuðningi Borgarbyggðar í bréfi til úrskurðarnefndar dags. 10.08.2009. Telur undirrituð þau skjöl sem óskað er aðgangs að kunni að fela í sér endanlega afgreiðslu málsins. Þau gögn sem um ræðir eru þýðingarmikil gögn fyrir málsaðila um staðfestingu á lóðarmörkum lóðar umbjóðanda míns og lands Borgarbyggðar en um gildi þess samkomulags er nú rekið dómsmál fyrir Hæstarétti. Gögn þessi eru hvergi til nema í fórum Borgarbyggðar og verður þeirra því ekki aflað annars staðar frá. Undirrituð telur líkur fyrir því að ástæða þess að Borgarbyggð synji um aðgang að umræddum gögnum sé sú að þau kunni að staðfesta það að samkomulag hafi komist á milli umbjóðanda míns og Borgarbyggðar en Borgarbyggð hefur mótmælt gildi samkomulagsins í dómsmáli því sem nú er rekið um ágreininginn. Því er ljóst að ef gögnin staðfesti umrætt samkomulag  líkt og  umbjóðandi minn  telur  þá varðar það Borgarbyggð miklu að þau komist ekki í hendur umbjóðanda míns þar sem þau myndu fyrirsjáanlega eyðileggja málatilbúnað Borgarbyggðar í áðurnefndu dómsmáli. Ekki standi heimild til handa stjórnvalda að bera fyrir sig undantekningarákvæði 4. gr. upplýsingalaga og 16. gr. stjórnsýslulaga í tilviki sem þessu. Telur undirrituð því í ljósi umrædda röksemda og þeirra er fram komu í kæru til úrskurðarnefndar dags. 24. júlí 2009 að fallast beri á ósk umbjóðanda míns um aðgang að umræddum gögnum.“</p> <p> </p> <h3><br /> Niðurstöður</h3> <p><br /> <strong>1.</strong><br /> Eins og fram kemur í lýsingu málsatvika hér að framan fer kærandi fram á aðgang að gögnum sem varpað geta ljósi á lóðarmörk sem kærandi telur að samið hafi verið um enda séu þau gögn þýðingarmikil í dómsmáli nr. [X], [D] gegn Borgarbyggð, sem bíður úrlausnar Hæstaréttar Íslands.</p> <p>Um er að ræða gögn sveitarfélagsins sem lúta að ákvörðun þess um eignarnám á hluta af lóðinni að [Y-götu nr.x] sem kærandi var eigandi að, gögn sveitarfélagsins sem til verða eftir ákvörðun þess um eignarnám og gögn sveitarfélagsins vegna málshöfðunar kæranda á hendur sveitarfélaginu fyrir Héraðsdómi Vesturlands til viðurkenningar þess að komist hafi á samningur á milli kæranda og sveitarfélagsins vegna skerðingar á lóð stefnda að [Y-götu nr.x], en málið var þingfest 2. september 2008.</p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnum.</p> <p>Hefur ákvæði 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008 og A-294/2009.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni þeirra gagna sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Umrædd gögn fela annars vegar í sér upplýsingar eða umfjöllun um kæranda og hins vegar fela þau í sér upplýsingar um lóðina [Y-götu nr.x] sem kærandi er eigandi að. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að gögnin teljast geyma upplýsingar um kæranda í skilningi 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt hans til aðgangs að gögnum eftir ákvæðum III. kafla laganna eftir því sem aðgangur að gögnum fellur undir gildissvið laganna.</p> <p><br /> <strong>2.</strong><br /> Þau gögn sem sveitarfélagið Borgarbyggð hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál eru eftirfarandi:</p> <p>1. Gögn vegna ákvörðunar Bogarbyggðar um eignarnám sem dags. eru fram til 23. janúar 2008.<br /> 2. Eftirtalin gögn sem dags. eru eftir 23. janúar 2008.<br /> a. Gögn sem Borgarbyggð hefur afhent matsnefnd eignarnámsbóta í tengslum við meðferð hennar á máli nefndarinnar nr. 1/2008.<br /> b. Gögn sem geyma upplýsingar um samskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins Borgarbyggðar.<br /> c. Gögn sem geyma upplýsingar um samskipti sveitarfélagsins Borgarbyggðar við [C].  Annars vegar gögn sem standa í tengslum við dómsmál. Hins vegar gögn sem ekki standa í tengslum við slíkt mál.<br /> 3. Álit lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna afhendingar gagna, dags. 23. júní 2009.<br /> 4. Tölvupóstsamskipti milli [B], afkomanda [A], menningarfulltrúa Borgarbyggðar [E] og sveitastjórans [F] vegna fyrirhugaðs tilboðs í húseignina að [Y-götu nr.x].</p> <p> </p> <p> </p> <p><br /> <strong>3.<br /> 3.1.<br /> </strong>Um skjöl samkvæmt lið 1<br /> Meðal þeirra gagna sem kærði, sveitarfélagið Borgarbyggð, hefur synjað kæranda um aðgang að er nokkur fjöldi gagna sem tengjast ákvörðun um eignarnám sveitarfélagsins á hluta lóðarinnar að [Y-götu nr.x] í Borgarnesi, sbr. lið 1 hér að framan.</p> <p>Á grundvelli 2. tölul. 2. mgr. 32. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og gildandi deiliskipulags er sveitarstjórn heimilt að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar að taka eignarnámi vegna framkvæmdar skipulagsins: ,,Lóð sem eigandi nýtir ekki á þann hátt sem gildandi deiliskipulag ákveður, enda sé liðinn frestur sem honum hefur verið settur til að byggja á lóðinni eða breyta nýtingu hennar.“ Þá kemur fram í 3. mgr. sömu greinar að: ,,Eignarnám er því aðeins heimilt að sveitarstjórn hafi áður með sannanlegum hætti leitast við að ná samningum við eigendur þeirra eigna eða réttinda sem hún hyggst taka eignarnámi.“</p> <p>Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að lögin gildi ekki um aðgang að gögnum samkvæmt stjórnsýslulögum. Þar af leiðandi ber því aðeins að leysa úr beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga að stjórnsýslulög taki ekki til hennar, enda er réttur aðila máls til aðgangs að málsgögnum rýmri samkvæmt þeim lögum. Þá er í 2. mgr. 19. gr. stjórnsýslulaga kveðið á um að synjun eða takmörkun á aðgangi aðila að gögnum skv. þeim lögum verði kærð til þess stjórnvalds sem ákvörðun í viðkomandi máli verður kærð til.</p> <p>Ákvörðun sveitarfélagsins Borgarbyggðar um eignarnám á lóðinni að [Y-götu nr.x] í Borgarnesi telst ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Gögn sem tengjast þeirri ákvörðun teljast þar af leiðandi til gagna máls sem fellur undir ákvæði stjórnsýslulaga. Kærandi er aðili þess máls. Ber því að leysa úr beiðni hans um aðgang að þeim gögnum sem tilheyra eignarnámsmálinu á grundvelli stjórnsýslulaga, en ekki upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. þeirra laga. Synjun sveitarfélagsins um að veita kæranda aðgang að upplýsingunum verður því ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og ber að vísa þeim hluta kæru hans frá nefndinni.</p> <p>Með hliðsjón af atvikum máls þessa, aðdraganda og svo töku umræddrar ákvörðunar sveitarfélagsins um eignarnám, ber að mati úrskurðarnefndarinnar að líta svo á að til gagna þess stjórnsýslumáls teljist öll gögn sem fyrir liggja hjá sveitarfélaginu Borgarbyggð og tengjast samningsumleitunum kærða og kæranda allt frá því að sveitarfélagið ákvað að því væri mikilvægt, í samræmi við ákvæði skipulags, að fá afnot af tilteknum hluta lóðarinnar að [Y-götu nr.x] og þar til ákvörðun um eignarnám hennar var tekin 23. janúar 2008.</p> <p>Sé litið til þeirra gagna sem sveitarfélagið Borgarbyggð hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál við meðferð á máli þessu er ljóst að hér er um að ræða öll þau gögn sem sveitarfélagið afhenti nefndinni og dagsett eru fyrir 23. janúar 2008, að undanskildum tölvpóstssamskiptum á milli [B], afkomanda [A], menningarfulltrúa Borgarbyggðar [E] og sveitastjórans [F] vegna fyrirhugaðs tilboðs í húseignina að [Y-götu nr.x], sbr. lið 4 að ofan.</p> <p> </p> <p><strong>3.2.</strong><br /> Um skjöl samkvæmt lið 2.a<br /> Í 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að þegar farið er fram á aðgang að gögnum um mál þar sem taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skuli beiðni beint til þess stjórnvalds sem hefur gögnin í sínum vörslum.</p> <p>Þegar kæra máls þessa var borin undir úrskurðarnefndina lá ekki fyrir synjun þar til bærs stjórnvalds, matsnefndar eignarnámsbóta, um aðgang að gögnum sem afhent voru matsnefndinni vegna úrskurðar hennar í máli nr. 1/2008 frá 28. ágúst 2008 um fjárhæð eignarnámsbóta. Ber því að vísa frá þeim þætti kærunnar er varðar gögn sem sveitarfélagið Borgarbyggð afhenti matsnefnd eignarnámsbóta og ljóst er að teljast hluti þess stjórnsýslumáls sem var til meðferðar og ákvörðunar hjá matsnefndinni. Þau gögn sem um ræðir eru; bréf Skipulagsstofnunar til [C], dags. 18. mars 2008, umsögn [C] vegna fyrirhugaðs eignarnáms til Skipulagsstofnunar, dags. 14. mars 2008 og greinargerð eignarnema til matsnefndar eignarnámsbóta, dags. 30. maí 2008.</p> <p>Beiðni um aðgang að þessum þremur gögnum bar kæranda, sbr. 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. einnig 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að beina til matsnefndar eignarnámsbóta.</p> <p>Um skjöl samkvæmt lið 2.b<br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þau skjöl sem falla undir lið 2.b, sbr. kafla 2 hér að framan. Um er að ræða gögn sem innihalda upplýsingar um samskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins Borgarbyggðar og ekki teljast með beinum hætti hluti af stjórnsýslumáli sem lokið var af hálfu sveitarfélagsins með töku ákvörðunar um eignarnám. Hér er um að ræða gögn sem geyma upplýsingar um samskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins Borgarbyggðar og dags. eru eftir 23. janúar 2008. Þar sem þessi gögn teljast ekki til gagna stjórnsýslumáls fer um rétt kæranda til aðgangs að þeim eftir ákvæðum upplýsingalaga. Kærði hefur í máli þessu byggt synjun á aðgangi að þeim á þeirri forsendu að um vinnuskjöl sé að ræða.</p> <p>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga eru vinnuskjöl sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota undanþegin upplýsingarétti. Í skýringum á þessu ákvæði í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir eftirfarandi: „Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin  afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli  starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli  tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð  máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað.“</p> <p>Í þeim gögnum sem hér um ræðir er ekki að finna endanlegar ákvarðanir sem teknar eru af hálfu Borgarbyggðar. Þar sem gögnin innihalda einvörðungu upplýsingar um samskipti kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins og starfsmanna þess og þau hafa ekki, skv. gögnum málsins, verið send öðrum stjórnvöldum eða einkaaðilum sem standa utan sveitarfélagsins, ber að fallast á með sveitarfélaginu Borgarbyggð að þessi hluti gagna málsins teljist til vinnuskjala sem stjórnvaldið hefur ritað til eigin afnota í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þau eru þar með undanþegin upplýsingarétti kæranda. Verður því sveitarfélaginu ekki gert að afhenda kæranda umrædd gögn, enda verður af efni þeirra ekki ráðið að þau hafi að geyma upplýsingar um staðreyndir málsins sem ekki verður aflað annars staðar frá.</p> <p>Um skjöl samkvæmt lið 2.c<br /> Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur, auk framangreinds, synjað kæranda um aðgang að nokkrum gögnum sem geyma upplýsingar um samskipti sveitarfélagsins Borgarbyggðar við [C]. Þessi gögn lýsa annars vegar samskiptum [C] og sveitarstjóra Borgarbyggðar vegna dómsmáls sem nú er rekið á milli sveitarfélagsins og kæranda máls þessa og tengjast ákvörðun sveitarfélagsins um eignarnám lóðarinnar að [Y-götu nr.x] í Borgarnesi. Hins vegar er um að ræða gögn sem tengjast máli því sem matsnefnd eignarnámsbóta hafði til meðferðar vegna ákvörðunar um eignarnámsbætur fyrir umrædda lóð og lokið var með ákvörðun matsnefndarinnar nr. 1/2008.</p> <p>Samkvæmt 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir um skýringu þessa ákvæðis að því til grundvallar liggi það sjónarmið að hið opinbera, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, geti leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar, sem þannig er aflað, komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og hún taki því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> <p>Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að umrædd bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða eða taka til varna í slíku máli. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi  umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeim athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála, sbr. hér einnig úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-300/2009.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir fyrirliggjandi tölvupóstssamskipti [F] sveitarstjóra Borgarbyggðar við [C]. Lítur úrskurðarnefndin svo á að tölvupóstar sem fóru á milli sveitarstjórans [F] og [C] dags. 10. desember 2008 til 2. júní 2009 séu gögn sem varði fyrirliggjandi dómsmál og séu því undanþegin rétti kæranda til aðgangs skv. 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds verður sveitarfélaginu Borgarbyggð ekki gert að afhenda þá tölvupósta.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur farið yfir önnur fyrirliggjandi tölvupóstssamskipti sveitarstjórans []F og [C]. Þau samskipti áttu sér stað tímabilið 24. janúar 2008 til 2. júlí 2008. Samkvæmt efni sínu fela umrædd tölvupóstssamskipti í sér upplýsingar um samskipti þessara aðila í tengslum við meðferð matsnefndar eignarnámsbóta á máli sem hún lauk með ákvörðun nr. 1/2008. Standa gögnin því í tengslum við stjórnsýslumál matsnefndar eignarnámsbóta án þess þó að hafa verið afhent matsnefndinni eins og á við um skjöl samkvæmt lið 2.a hér að framan. Þessi gögn geta samkvæmt efni sínu ekki fallið undir undanþágu 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þá eru umrædd gögn ekki beinn hluti af gögnum þess máls sem síðan lauk með ákvörðun matsnefndar eignarnámsbóta í máli nr. 1/2008, enda verður ekki séð að þau hafi borist þeirri nefnd, heldur er hér um að ræða gögn sem tengjast þeim þætti í stjórnsýslu sveitarfélagsins Borgarbyggðar að leiða ágreining um bætur fyrir eignarnumda lóð til lykta samkvæmt lögmæltri meðferð slíks ágreinings. Þá teljast þessi gögn ekki til vinnuskjala í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga enda ekki einvörðungu rituð af starfsmanni sveitarfélagsins til afnota fyrir sveitarfélagið sjálft. Ekki verður séð að aðgangi að umræddum gögnum verði hafnað á grundvelli annarra þeirra röksemda sem kærði hefur vísað til í þessu sambandi.</p> <p>Samkvæmt framansögðu, og með vísan til efnis þeirra tölvupósta sem hér um ræðir, ber Borgarbyggð að veita kæranda aðgang að tölvupóstum sem afhentir hafa verið úrskurðarnefnd um upplýsingamál og fóru á milli sveitarstjóra Borgarbyggðar, [F], og [C] á tímabilinu 24. janúar  2008 til 2. júlí sama ár.</p> <p> </p> <p><strong>3.3.</strong><br /> Um skjöl samkvæmt lið 3<br /> Eins og komið hefur fram leitaði sveitarfélagið álits lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna beiðni kæranda um afhendingu tiltekinna gagna. Lögmaður kæranda fór ekki fram á það við úrskurðarnefnd um upplýsingamál í kæru, dags. 24. júlí 2009, að það álit yrði afhent enda tók sveitarfélagið ekki afstöðu til beiðni kæranda, dags. 13. júlí 2009, fyrr en 28. júlí 2009 eða fjórum dögum eftir dagsetningu kærunnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál lítur samt sem áður svo á að með bréfi kæranda, dags. 27. ágúst 2009, hafi hann aukið við kæru sína að þessu leyti. Þá liggur fyrir synjun kærða á afhendingu umrædds gagns, sbr. bréf kærða til kæranda, dags. 28. júlí 2009. Skilyrðum laga til að leysa hér, auk annarra álitaefna, úr þessum þætti málsins er því fullnægt.</p> <p>Sveitarfélagið Borgarbyggð hefur rökstutt synjun sína um aðgagng að umræddu skjali með vísan til þess að um sé að ræða bréfaskriftir á milli sveitarstjóra og sérfróðs aðila sem tengist dómsmáli sem sé til meðferðar. Þar sem ekki er um að ræða skjal sem tengist meðferð máls þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu aðila máls í skilningi stjórnsýslulaga, að öðru leyti en því sem tengist afgreiðslu á umræddri beiðni um aðgang að gögnum, fer um rétt kæranda til aðgangs að skjalinu að ákvæðum upplýsingalaga. Með vísan til þeirrar röksemdar sem sveitarfélagið hefur byggt umrædda synjun á verður hér að taka til þess afstöðu hvort kærða, sveitarfélaginu Borgarbyggð, hafi verið heimilt að byggja synjun á aðgangi að umræddu gagni á ákvæði 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Eins og að framan hefur verið rakið býr það sjónarmið að baki umræddum tölulið að hið opinbera, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, skuli geta leitað ráðgjafar sérfróðs aðila án þess að þær upplýsingar, sem þannig er aflað, komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumáls almennt.</p> <p>Í áliti lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. júní 2009, er fjallað um skyldur sveitarfélaga til að afhenda gögn um samskipti starfsmanna sín á milli, samskipti starfsmanna við kjörna fulltrúa og lögfræðilega ráðgjafa. Umrædds álits var því ekki aflað í beinum tengslum við fyrirliggjandi dómsmál. Af þessum sökum fellur það ekki undir undanþáguákvæði í 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Ber sveitarfélaginu Borgarbyggð því að veita kæranda aðgang að álitinu. </p> <p> </p> <p><strong>3.4.<br /> </strong>Um skjöl samkvæmt lið 4<br /> Með vísan til framangreinds verður næst að taka afstöðu til synjunar sveitarfélagsins Borgarbyggðar á afhendingu tölvupóstssamskipta milli [B], afkomanda [A], menningarfulltrúa Borgarbyggðar [E] og sveitastjórans [F] vegna fyrirhugaðs tilboðs sveitarfélagsins í húseignina að [Y-götu nr.x].</p> <p>Beiðni sína að þessu leyti hefur kærandi afmarkað með þeim hætti að hún lýtur einvörðungu að þeim tölvupóstssamskiptum þessara aðila er varða fyrirhugað tilboð í umrædda eign. Borgarbyggð hefur afhent úrskurðarnefndinni allnokkra tölvupósta sem farið hafa milli ofangreindra aðila á tímabilinu 22. maí 2007 til 9. maí 2008. Eftir könnun á þeim lítur nefndin svo á að aðeins tölvupóstar frá [E] til afkomenda [A]; dags. 1. október 2007 kl. 09:53, dags. 14. nóvember 2007 kl. 14:39, dags. 18. janúar 2008 kl. 13:38 og dags. 9. maí 2008 kl. 12:09 innihaldi upplýsingar sem falli undir beiðni kæranda eins og hann hefur afmarkað hana skv. framangreindu. Í máli þessu þarf því ekki að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að öðrum tölvupóstum milli umræddra aðila.</p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.</p> <p>Telur nefndin að í þeim tölvupóstum sem að framan eru taldir, þ.e. tölvupóstum frá [E] til afkomenda [A]; dags. 1. október 2007 kl. 09:53, dags. 14. nóvember 2007 kl. 14:39, dags. 18. janúar 2008 kl. 13:38 og dags. 9. maí 2008 kl. 12:09, felist ekki upplýsingar um einkamálefni annarra sem takmarka eigi aðgang að sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Ber sveitarfélaginu Borgarbyggð því að afhenda kæranda umrædd gögn.</p> <p> </p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p><br /> Kröfu er lýtur að gögnum sem tengjast ákvörðun um eignarnám er vísað frá. Kröfu er lýtur að gögnum sem lögð hafa verið fyrir matsnefnd eignarnámsbóta og tengjast með beinum hætti ákvörðun nefndarinnar í máli nr. 1/2008 og vistuð eru hjá henni er vísað frá. Sveitarfélaginu Borgarbyggð ber hvorki að afhenda kæranda, [D], tölvupóstssamskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins né þá tölvupósta sem fóru á milli sveitarstjórans [F] og [C] dags. 10. desember 2008 til 2. júní 2009.</p> <p>Sveitarfélaginu Borgarbyggð ber að afhenda kæranda tölvupóstssamskipti sveitarstjórans [F] og [C] á tímabilinu frá 24. janúar 2008 til 2. júlí 2008. Sveitarfélaginu Borgarbyggð ber að afhenda kæranda álit lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. júní 2009. Sveitarfélaginu Borgarbyggð ber ennfremur að afhenda kæranda tölvupósta frá [E] til afkomenda [A]; dags. 1. október 2007 kl. 09:53, dags. 14. nóvember 2007 kl. 14:39, dags. 18. janúar 2008 kl. 13:38 og dags. 9. maí 2008 kl. 12:09.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br />                               Sigurveig Jónsdóttir                                Trausti Fannar Valsson</p> |
A 311/2009 Úrskurður frá 24. september 2009 | Kærð var sú ákvörðun félags- og tryggingamálaráðuneytisins að afhenda einungis upplýsingar um nöfn og stöðu umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík en ekki upplýsingar um menntun umsækjenda um stöðuna. Umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og gögn sem þær varða. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 24. september 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-311/2009.</p> <h3><br /> Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 23. júlí 2009, kærði [...] þá ákvörðun félags- og tryggingamálaráðuneytisins, dags. 20. júlí 2009, að afhenda honum einungis upplýsingar um nöfn og stöðu umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík en ekki upplýsingar um menntun umsækjenda um stöðuna.</p> <p>Atvik málsins eru þau að kærandi óskaði munnlega eftir því við félags- og tryggingamálaráðuneytið að honum yrði afhentur listi yfir nöfn umsækjenda um umrætt starf sem var gert samdægurs. Í kjölfar þess óskaði hann eftir nánari upplýsingum um umsækjendur sem ættu að gera honum betur grein fyrir umsækjendum. Með bréfi félags- og tryggingamálaráðuneytisins, dags. 20. júlí 2009, var kæranda afhentur listi með nöfnum umsækjenda, heimilisföngum þeirra og starfsheitum.</p> <h3><br /> Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram hefur komið var sú ákvörðun félags- og tryggingamálaráðuneytisins um að afhenda kæranda einungis upplýsingar um nöfn og stöðu umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík án upplýsinga um menntun þeirra kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi dags. 23. júlí 2009. Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 27. júlí 2009, var félags- og tryggingamálaráðuneytinu kynnt kæran og veittur frestur til 7. ágúst sl. til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi. Einnig var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran laut að.</p> <p>Með bréfi, dags. 5. ágúst sl., bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að kærandi óskaði munnlega eftir upplýsingum frá ráðuneytinu varðandi umsækjendur um umrædda stöðu. Í fyrstu óskaði hann aðeins eftir nöfnum umsækjenda og var honum afhentur listi yfir nöfn umsækjenda þann sama dag. Í kjölfar þess hafði kærandi aftur samband við ráðuneytið og óskaði eftir nánari upplýsingum sem ættu að gera honum betur grein fyrir umsækjendum. Ráðuneytið tekur fram, í athugasemdum sínum til úrskurðarnefndarinnar, að kærandi hafi ekki tilgreint sérstaklega þær upplýsingar sem hann óskaði eftir. Var kæranda tilkynnt að honum yrðu veittar upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda eftir því sem við ætti eins og skylt væri samkvæmt 4. tl. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ráðuneytið tekur einnig fram að ekki hafi annað komið í ljós en kærandi væri sáttur við þá afgreiðslu ráðuneytisins. Upplýsingarnar hefðu í kjölfarið verið sendar kæranda með bréfi, dags. 20. júlí sl. Jafnframt tekur ráðuneytið fram að það fallist ekki á þá staðhæfingu kæranda að ráðuneytið hafi synjað honum um upplýsingar um menntun umsækjenda enda hafi hann ekki óskað þeirra upplýsinga sérstaklega. Ráðuneytið tekur jafnframt fram að það telji að með bréfi, dags. 20. júlí sl., hafi kæranda verið veittar þær upplýsingar sem heimilt hafi verið að veita í málum sem þessum samkvæmt upplýsingalögum. </p> <p>Með bréfi, dags. 10. ágúst sl., kynnti úrskurðarnefndin kæranda umsögn félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Honum var jafnframt veittur frestur til 20. ágúst sl. til að koma að frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnarinnar.</p> <p>Með bréfi kæranda, dags. 14. ágúst sl., tekur hann fram að í 4. tl. 4. gr. upplýsingalaga komi ekki fram að upplýsingar um menntun umsækjenda séu undanþegnar upplýsingarétti og ítrekar hann kröfu sína um upplýsingar um menntun umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. </p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p>Í máli þessu reynir á aðgang kæranda að upplýsingum um menntun umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík sem félags- og tryggingamálaráðherra skipaði 1. júní 2009.<br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn er málið varða og telur að beiðni kæranda um nánari upplýsingar sem ættu að gera honum betur grein fyrir umsækjendum hafi falið í sér beiðni um upplýsingar um gögn í tilteknu máli án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða eins og heimilt er samkvæmt 2. ml. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Sú ákvörðun félags- og tryggingamálaráðuneytisins að afhenda honum upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda hafi falið í sér synjun á afhendingu annarra gagna um umsækjendur á grundvelli 4. tl. 4. gr. upplýsingalaga. Kæru vegna þeirrar synjunar hefur kærandi réttilega beint til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> Meginregla upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum hjá stjórnvöldum kemur fram í 3. gr. laganna. Sá upplýsingaréttur sem þar er kveðið á um sætir takmörkunum samkvæmt nánari fyrirmælum 4.-6. gr. upplýsingalaga. Í máli þessu reynir á hvort upplýsingar um menntun umsækjenda um tiltekið starf séu undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 4. tl. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> Samkvæmt 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til „umsókna um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og allra gagna sem þær varða“. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum er ákvæði þetta skýrt á þann hátt, að með því sé tekið af skarið um að öll gögn máls, sem snerta skipun, setningu eða ráðningu í opinber störf, séu undanþegin aðgangi almennings. Umsóknir, einkunnir, meðmæli, umsagnir um umsækjendur og öll önnur gögn í slíkum málum séu því undanþegin aðgangi almennings. Frá þessari reglu er þó lögfest eitt frávik, sbr. áðurnefndan 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, en þar segir: „þó er skylt að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn“.<br /> Að þessu athuguðu er ljóst að upplýsingar um menntun umsækjenda teljast til þeirra upplýsinga sem í 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um að falli ekki undir rétt almennings til aðgangs að gögnum. Með hliðsjón af því ber að staðfesta þá ákvörðun félags- og tryggingamálaráðuneytisins að synja um aðgang að þeim upplýsingum.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Félags- og tryggingamálaráðuneytinu ber ekki að afhenda kæranda, [...], upplýsingar um menntun umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík sem félags- og tryggingamálaráðherra skipaði 1. júní 2009.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <p> </p> <br /> <br /> |
A 312/2009 Úrskurður frá 24. september 2009 | Kærð var sú ákvörðun Alþingis að afhenda ekki upplýsingar um sundurliðaðar kostnaðargreiðslur til þingmanna af almannafé. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 24. september 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-312/2009.</p> <h3><br /> Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 9. september 2009, kærði [...] þá ákvörðun Alþingis, dags. 7. september 2009, að afhenda honum ekki upplýsingar um sundurliðaðar kostnaðargreiðslur til þingmanna af almannafé. Kærandi óskaði eftir upplýsingunum með bréfi til Alþingis 1. september 2009.</p> <p>Í bréfi Alþingis til kæranda, dags. 7. september 2009, er vísað til þess að upplýsingalög nr. 50/1996 taki ekki til Alþingis, samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna. Þar komi fram að lögin taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Alþingi falli utan gildissviðs laganna en sú stefna hafi þó verið mörkuð að hafa hliðsjón af ákvæðum laganna við úrlausn beiðna sem berist skrifstofu Alþingis um gögn í vörslu þingsins. Hins vegar sé það afstaða Alþingis að afhending umbeðinna gagna kalli á umtalsverða úrvinnslu upplýsinga úr bókhaldi þingsins og er vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga sé stjórnvöldum ekki skylt að taka saman slíkar upplýsingar. Þá leiði það af 2. mgr. 2. gr. laganna að þau taki ekki til upplýsinga sem færðar hafi verið með kerfisbundum hætti í bókhald stjórnvalds. Enn fremur kemur fram í bréfinu að líta verði svo á að um greiðslur til alþingismanna vegna starfskostnaðar, hvort sem um sé að ræða endurgreiðslu afdreginnar staðgreiðslu eða greiðslu starfskostnaðar samkvæmt framvísuðum reikningum, séu undanþegnar upplýsingarétti almennings samkvæmt 5. gr. laganna.</p> <p></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram hefur komið var sú ákvörðun Alþingis að synja kæranda um afhendingu upplýsinga um sundurliðaðar kostnaðargreiðslur til þingmanna af almannafé kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi dags. 9. september 2009. Með bréfinu fylgdi beiðni kæranda til skrifstofu Alþingis, dags. 1. september 2009, ásamt svörum Alþingis, dags. 7. september 2009, við beiðni kæranda.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ekki þörf á að veita Alþingi frest til að láta í té rökstutt álit á málinu áður en það yrði til lykta leitt eins og nefndinni er heimilt að veita stjórnvöldum á grundvelli 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að lögin taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum kemur fram að í þessu felist að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyrir undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Utan gildissviðs þeirra falli hins vegar Alþingi og stofnanir þess, svo sem umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun. Af þessu leiðir að ekki er hægt að óska aðgangs að gögnum hjá Alþingi á grundvelli upplýsingalaga. Það á við þótt Alþingi virðist í einhverjum mæli horfa til laganna þegar því berast beiðnir um afhendingu gagna. Þar sem ekki er unnt að óska aðgangs að gögnum hjá Alþingi á grundvelli laganna er heldur ekki unnt að kæra synjun Alþingis um afhendingu tiltekinna ganga til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 14. gr. þeirra. Að þessu athuguðu er ljóst að kæran fellur utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 50/1996 og þar með valdsviðs úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p>Með vísan til framangreinds ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að vísa kærunni frá nefndinni.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru [...] vegna synjunar Alþingis um afhendingu upplýsinga um sundurliðaðar kostnaðargreiðslur til þingmanna af almannafé er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 314/2009 Úrskurður frá 30. september 2009 | Kærð var sú ákvörðun skilanefndar Landsbanka Íslands hf. að svara ekki beiðni um afhendingu á upplýsingum og gögnum um það hvort og þá hvenær ákvörðun hafi verið tekin af skilanefndinni um að framselja tiltekinn lánasamning milli kæranda og Landsbanka Íslands hf. til NIB hf. ásamt öðrum gögnum varðandi lánasamninginn. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 30. september 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-314/2009.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 24. júní 2009, kærði [X] héraðsdómslögmaður, fyrir hönd [A] í Vestmannaeyjum, þá ákvörðun skilanefndar Landsbanka Íslands hf. að svara ekki beiðni um afhendingu á upplýsingum. Í kærunni kom fram að skilanefnd bankans hefði 20. maí 2009 móttekið bréf [A], dags. 19. þess mánaðar, þar sem umrædd beiðni var sett fram. Laut hún að afhendingu gagna um það hvort og þá hvenær ákvörðun hafi verið tekin af skilanefndinni um að framselja lánasamning, dags. 27. september 2007, milli kæranda og Landsbanka Íslands hf. til NIB hf. ásamt öðrum gögnum varðandi lánasamninginn.</p> <p>Með bréfi, dags. 22. júlí 2009, upplýsti lögmaður kæranda úrskurðarnefnd um upplýsingamál um að hann hefði þann 20. sama mánaðar móttekið afrit af svari skilanefndar Landsbanka Íslands hf., dags. 23. júní 2009. Frumrit bréfsins hefði hins vegar hvorki borist honum né kæranda. Að fengnu tilgreindu svarbréfi lægi fyrir að beiðni kæranda um upplýsingar væri hafnað af skilanefndinni. Með vísan til 1. mgr. 14. gr. laga nr. 50/1996 væri sú ákvörðun kærð.</p> <p>Upphafleg beiðni kæranda um aðgang að gögnum var afmörkuð með eftirfarandi hætti:</p> <p>„[A] vísar til III. kafla laga 50/1996, upplýsingalaga, og krefst þess að skilanefnd Landsbanka Íslands hf. afhendi [A] samanber 2. ml. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 50/1996, samanber III. kafla sömu laga, innan sjö daga frá móttöku bréfs þessa, gögn sem varða;</p> <ul> <li>hvort og þá hvenær ákvörðun var tekin af skilanefnd Landsbanka Íslands að framselja ofangreindan lánasamning milli Landsbanka Íslands hf. og [A] til NBI hf.,</li> <li>ef ofangreindur lánasamningur var framseldur frá skilanefnd Landsbanka Íslands til NBI hf., er þess krafist, að gögn verði afhent er tilgreina söluverðmæti og önnur kjör á ofangreindum lánasamningi frá skilanefnd Landsbanka Íslands til NBI hf.,</li> <li>hafi ofangreindur lánasamningur verið færður í „flokk“ með öðrum kröfum sem eru í eigu Landsbanka Íslands hf., er krafist gagna frá skilanefnd Landsbanka Íslands sem tilgreina þann „flokk“ sem ofangreindur lánasamningur er felldur undir og gögn sem tilgreina hlutfall söluverðs af heildarverðmæti lánasamningsins, frá skilanefnd Landsbanka Íslands,</li> <li>þá krefst [A] þess, með vísun til 1. mgr. 10. gr. laga 50/1996, að fá að kynna sér öll gögn er varða ofangreindan lánasamning, og ákvarðanir skilanefndar Landsbanka Íslands vegna lánasamningsins.“</li> </ul> <p>Eins og fram kemur í bréfi lögmanns kæranda til úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. júlí 2009, og nánar er lýst í niðurstöðukafla úrskurðarins var fyrsta lið ofangreindrar beiðni um upplýsingar svarað með bréfi skilanefndarinnar til kæranda, dags. 23. júní. Samkvæmt því ber í máli þessu að leysa úr því álitaefni hvort kærandi á samkvæmt upplýsingalögum nr. 50/1996 rétt á að skilanefndar Landsbanka Íslands hf. afhendi honum gögn sem geyma þær upplýsingar sem upphafleg beiðni hans til skilanefndarinnar laut að og tilgreind eru í öðrum, þriðja og fjórða lið beiðninnar.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 29. júní 2009, var kærða, skilanefnd Landsbanka Íslands hf., kynnt framkomin kæra vegna dráttar á svörum við beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Þann 14. júlí sama ár barst úrskurðarnefndinni með tölvubréfi frá starfsmanni skilanefndarinnar afrit af svari til kæranda, dags. 23. júní, vegna upphaflegrar beiðni hans um gögn frá 19. maí.  Upplýsingar um svarbréf þetta bárust úrskurðarnefndinni jafnframt með bréfi frá lögmanni kæranda, dags. 22. júlí, eins og áður er rakið.</p> <p>Í umræddu svari skilanefndar Landsbanka Íslands hf. til kæranda kemur fram sú afstaða að nefndinni sé falið að fara með yfirstjórn bankans sem teljist til einkaaðila í skilningi upplýsingalaga og stjórnsýslulaga. Hvorki upplýsingalög né stjórnsýslulög taki til einkaaðila og starfsemi þeirra að þeim tilvikum undanskildum þegar slíkum aðilum sé fengið vald til að taka ákvarðanir um réttindi manna og skyldur, þ.e. stjórnvaldsákvarðanir. Ákvarðanir sem séu einkaréttarlegs eðlis verði ekki taldar stjórnvaldsákvarðanir. Í því ljósi sé ekki tækt að líta svo á að stjórnsýslulög eða upplýsingalög eigi við í þessu tilviki. Í bréfinu staðfesti skilanefnd Landsbankans einnig að lánasamningi [A] hefði verið ráðstafað til NBI hf. í samræmi við lög. NBI hf. væri því löglegur kröfuhafi samkvæmt samningnum. Kröfum og beiðnum sem tengist samningnum beri því að beina til hans.</p> <p>Með vísan til bréfs lögmanns kæranda til úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. júlí, var skilanefnd Landsbanka Íslands hf. veittur kostur á að gera athugasemdir við kæru málsins og koma að frekari rökstuðningi fyrir synjun sinni á beiðni um aðgang að gögnum. Jafnframt var þess óskað að kærði léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran lyti að.</p> <p>Svar skilanefndar Landsbanka Íslands hf. barst úrskurðarnefndinni með tveimur bréfum, dags. 5. ágúst 2009. Í öðru bréfinu eru almennar athugasemdir við kæru málsins. Hitt bréfið ber yfirskriftina „TRÚNAÐARMÁL“ og felur í sér nánari umfjöllun um þau gögn og upplýsingar sem kæra málsins lýtur að.</p> <p>Í almennum athugasemdum kærða er vísað til þess í fyrsta lagi að litið hafi verið svo á að einkaréttarleg félög, s.s. hlutafélög og sameignarfélög, jafnvel þótt þau séu að öllu leyti í eigu hins opinbera, falli utan gildissviðs upplýsingalaga, að því gefnu að viðkomandi félögum hafi ekki verið fengið vald til þess að taka ákvarðanir um réttindi manna eða skyldur. Síðan segir þar m.a. svo:</p> <p>„Landsbanki Íslands hf. er hlutafélag, og fjármálafyrirtæki í skilningi laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, í greiðslustöðvun. Með ákvörðun frá 7. október síðastliðnum tók Fjármálaeftirlitið (hér eftir „FME“) þá ákvörðun, með heimild í 100. gr. a. laga um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., að taka yfir vald hluthafafundar Landsbanka Íslands hf. og víkja stjórn félagsins í heild sinni frá störfum. Um leið skipaði FME bankanum skilanefnd, sem tók við öllum heimildum stjórnar félagsins samkvæmt ákvæðum laga um hlutafélög nr. 2/1995. Hefur skilanefndin allar götur síðan, rétt eins og stjórn Landsbanka Íslands hf. áður en til hinnar áðurnefndu ákvörðunar kom, farið með öll málefni bankans og haft umsjón með allri meðferð eigna hans. Sú starfsemi sem fram fer á vegum Landsbanka Íslands hf., er einkaréttarlegs eðlis að öllu leyti. Á það jafnt við um þá starfsemi sem fram fór fyrir ákvörðun FME þann 7. október sl. og laut umsjá þáverandi stjórnar félagsins, eða þá starfsemi sem nú fer fram á vegum bankans sem félags í greiðslustöðvun og felst aðallega í því að hámarka virði eigna bankans í umsjón núverandi stjórnar, skilanefndarinnar. Af því leiðir að bankinn er einkaaðili, sem ekki fellur undir hugtakið stjórnvald sem fer með stjórnsýslu, hvorki í efnis- eða formerkingu þess hugtaks.</p> <p>Í þeirri staðreynd, að starfsemi bankans er einkaréttarleg að öllu leyti, felst einnig að bankinn fellur ekki undir gildissvið uppl. á þeim grundvelli að honum hafi verið fengið vald til töku ákvarðana um réttindi eða skyldur manna, þ.e. vald til töku stjórnvaldsákvarðana. [...] og í raun þá sækir bankinn hvorki valdheimildir til sérstakra laga né gilda sérstök lög um athafnir og starfsemi bankans að öðru leyti en lög um hlutafélög og önnur þau lög og réttarreglur sem almennt gilda í landinu.“</p> <p>Með vísan til ofangreinds, og fleiri atriða sem rakin eru í bréfinu sem ekki er sérstök ástæða til að tíunda hér, lýsir skilanefnd Landsbanka Íslands hf. síðan þeirri afstöðu sinni að kæru málsins beri að vísa frá eða, eftir atvikum, að synja beiðni kæranda um aðgang að þeim gögnum sem hann fer fram á.</p> <p>Í öðru lagi tekur skilanefnd Landsbanka Íslands hf. fram, að kjósi úrskurðarnefnd um upplýsingamál allt að einu að líta svo á að bankinn sé stjórnvald í skilningi upplýsingalaga, eða einkaaðili sem fengið hefur vald til töku stjórnvaldsákvarðana, telji bankinn engu að síður að synja eigi beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Rekur skilanefndin bæði sjónarmið sem lúta að því að ekki beri að líta svo á að kærandi geti talist aðili máls í skilningi 9. gr. stjórnsýslulaga, en jafnframt, kjósi úrskurðarnefnd um upplýsingamál að líta svo á, er rökstudd sú skoðun að engu að síður beri að synja framkominni beiðni vegna eðlis þeirra upplýsinga sem um ræði.</p> <p>Eins og nánar verður vikið að hér að neðan var kæranda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. ágúst, veittur kostur á að tjá sig um framanrakta umsögn skilanefndar Landsbanka Íslands hf. Með vísan til efnis þess bréfs skilanefndarinnar sem ber yfirskriftina „TRÚNAÐARMÁL“ var kæranda ekki látið í té afrit þess, enda var þar um að ræða umfjöllun um og lýsingu þeirra upplýsinga sem beiðni kæranda lýtur að. Leit nefndin svo á, að svo stöddu, að þar væri að hluta að finna upplýsingar sem nefndin þyrfti að skera úr um hvort kærandi ætti rétt á aðgangi að samkvæmt upplýsingalögum. Auk þess innihéldi  umrætt bréf  ekki í ríkari mæli en sú umsögn sem rakin hefur verið hér að framan upplýsingar sem kærandi hefði hagsmuni af því að fá að tjá sig um á grundvelli andmælareglu 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með vísan til niðurstöðu nefndarinnar, sem nánar er lýst í úrskurði þessum, stendur sú afstaða nefndarinnar óhögguð að ekki sé þörf á að veita kæranda kost á að tjá sig um efni bréfsins áður en úrskurður er lagður á mál þetta. Samhengis vegna og með vísan til rökstuðningsskyldu nefndarinnar samkvæmt stjórnsýslulögum verður efni bréfsins hins vegar rakið hér í meginatriðum. Byggir sú ákvörðun nefndarinnar jafnframt á því sjónarmiði að í umræddu bréfi komi að stærstum hluta einvörðungu fram upplýsingar sem þegar megi telja að fram hafi komið opinberlega af hálfu stjórnvalda og fjölmiðla. </p> <p>Í upphafi umrædds bréfs er lýst þeirri afstöðu skilanefndarinnar að þegar hafi verið orðið við þeirri beiðni kæranda um upplýsingar sem fram komi í 1. tölulið beiðni hans, þ.e. um upplýsingar um „hvort og þá hvenær ákvörðun var tekin af skilanefnd Landsbanka Íslands að framselja ofangreindan lánasamning milli Landsbanka Íslands hf. og [A] til NBI [hf.]. Nokkru síðar í bréfinu segir m.a. svo:</p> <p>„Eins og kunnugt er tók Fjármálaeftirlitið (hér eftir „FME“) þann 7. október 2008 yfir vald hluthafafundar Landsbanka Íslands hf., vék félagsstjórn frá og skipaði bankanum skilanefnd, með heimild í 100. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sbr. lög nr. 125/2008. Þann 9. október tók FME síðan ákvörðun, með heimild í áðurnefndri 100. gr. a. laga um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008 [...]. Í þeirri ákvörðun fólst meðal annars að öllum eignum Landsbanka Íslands hf., hverju nafni sem þær nefnast, s.s. fasteignum, lausafé, reiðufé, eignarhlutum í öðrum félögum og kröfuréttindum skyldi ráðstafað þegar í stað til NBI hf. Samkvæmt ákvörðuninni skyldu þó tilteknar eignir og skuldir vera undanskildar framsalinu, sbr. viðauki við ákvörðunina. Á meðal þeirra voru útlán í verulegri tapshættu, sbr. e. liður II. viðaukans. Líkt og fram kemur í bréfi bankans til kæranda, dags. 23. júní sl., var lánasamningur milli kæranda og Landsbanka Íslands hf. ekki flokkaður sem útlán í verulegri tapshættu, og var honum því ráðstafað til NBI hf. í samræmi við ákvörðun FME frá 9. október sl. Er þetta eini „flokkurinn“ sem lánasamningur kæranda var felldur í, svo vitnað sé til orðalags í 3. tölulið beiðni kæranda hér að ofan, og hefur bankinn þegar upplýst kæranda um þetta atriði, sbr. bréf bankans dags. 23. júní sl.</p> <p>Í 10. gr. ákvörðunar FME frá 9. október sl. kom eftirfarandi fram, um mat á eignum og uppgjör:</p> <p>„Fjármálaeftirlitið skipar viðurkenndan matsaðila til þess að meta sannvirði eigna og skulda sem ráðstafað er til [NBI hf.] samkvæmt þessari ákvörðun. Að því mati loknu skal fara fram uppgjör þar sem [NBI hf.] skal greiða Landsbanka Íslands hf. mismun á virði eigna og skulda er miðast við tímamark framsals skv. 5. tl. Niðurstaða matsaðila skal liggja fyrir innan 30 daga frá ákvörðun þessari.“</p> <p>[...] Vinna við ofangreint uppgjör hefur hins vegar reynst vera flóknari, viðameiri og þar af leiðandi tímafrekari en áætlanir gerðu ráð fyrir, og hefur FME þannig séð sig knúið til þess að framlengja frest til þess að ljúka uppgjöri nokkrum sinnum. [...]</p> <p>Af framangreindu er ljóst að uppgjöri á þeim eignum og skuldum, sem ráðstafað var frá Landsbanka Íslands hf. til NBI hf. í samræmi við ofangreindar ákvarðanir FME, er ekki að fullu lokið. Af þeim sökum liggur ekki ljóst fyrir á þessum tímapunkti, hver endanleg fjárhæð áðurnefnds fjármálagernings, sem NBI hf. skal gefa út til Landsbanka Íslands hf., verður. Þegar af þeim sökum er bankanum ekki tækt að veita úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af þeim gögnum sem kærandi fer fram á í lið 2 hér að ofan. Hið sama á við um gögn „sem tilgreina hlutfall söluverðs af heildarverðmæti lánasamnings, frá skilanefnd [bankans]“, sbr. liður 3. Endanleg niðurstaða í þessum efnum er háð ofangreindu mati og / eða samningum milli bankans annars vegar og NBI hf. hins vegar. Því mati er ekki lokið að fullu og þar sem uppgjör milli aðila liggur ekki ljóst fyrir er ekki unnt að fullyrða um ákveðið „söluverð“ á lánasamningi kæranda eða öðrum eignum sem ráðstafað var til NBI hf. í samræmi við ákvörðun FME þann 9. október sl. Upplýsingar þessar eru því einfaldlega ekki til reiðu.[...]“</p> <p>Þá kom í tilvitnuðu bréfi skilanefndarinnar ennfremur fram, vegna fjórða liðar í beiðni kæranda um aðgang að gögnum, að bankinn hefði ekki undir höndum frekari gögn sem varði lánasamning kæranda við Landsbanka Íslands hf. og geti því ekki veitt úrskurðarnefndinni afrit af slíkum gögnum. Áréttar skilanefndin í því sambandi að NBI hf. sé réttur og löglegur kröfuhafi.</p> <p>Með bréfi, dags. 6. ágúst, var kæranda veittur kostur á að tjá sig um áður rakta umsögn skilanefndar Landsbanka Íslands. Eins og þegar hefur verið lýst var kæranda hins vegar ekki látið í té bréf skilanefndarinnar sem ber yfirskriftina „TRÚNAÐARMÁL“.</p> <p>Í athugasemdum kæranda, dags. 13. ágúst, kemur fram sú afstaða að skilanefnd Landsbanka Íslands hf., sem starfi í umboði Fjármálaeftirlitsins, hafi með þeirri ákvörðun að framselja lánasamning kæranda við bankann til Nýja Landsbankans hf. (NBI hf.) tekið ákvörðun sem snerti rétt hans og skyldu.  Framsal réttinda frá stjórnvaldinu skilanefnd Landsbanka Íslands hf. til tengds aðila, NBI hf., veki tortryggni kæranda sem hann hafi vilja til að eyða með upplýsingum um ákvarðanir skilanefndarinnar.</p> <p>Bæði kærandi og kærði, skilanefnd Landsbanka Íslands hf., hafa í máli þessu fært frekari rök fyrir afstöðu sinni. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefndin hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Með 5. gr. laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., var nýrri grein, 100. gr. a, bætt við ákvæði laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum. Samkvæmt 1. mgr. nefndrar 5. gr. laga nr. 125/2008 var mælt fyrir um að Fjármálaeftirlitið gæti gripið til sérstakra ráðstafana í samræmi við ákvæði greinarinnar teldi það þörf á vegna sérstakra aðstæðna eða atvika, í því skyni að takmarka tjón eða hættu á tjóni á fjármálamarkaði. Í 3. mgr. lagagreinarinnar var í þessu sambandi sérstaklega mælt fyrir um heimild Fjármálaeftirlitsins til að taka yfir vald hluthafafundar í því skyni að taka ákvarðanir um nauðsynlegar aðgerðir, m.a. að takmarka ákvörðunarvald stjórnar, víkja stjórn frá að hluta til eða í heild sinni, taka yfir eignir, réttindi og skyldur fjármálafyrirtækis í heild eða að hluta eða ráðstafa slíku fyrirtæki í heild eða að hluta m.a. með samruna þess við annað fyrirtæki. Í 4. mgr. var ennfremur mælt fyrir um að Fjármálaeftirlitinu væri heimilt, samhliða því sem ákvörðun væri tekin um að víkja stjórn fjármálafyrirtækisins frá, að skipa því fimm manna skilanefnd sem fari með allar heimildir stjórnar samkvæmt ákvæðum hlutafélagalaga. Skilanefnd skyldi samkvæmt málsgreininni fara með öll málefni fjármálafyrirtækisins, þar á meðal að hafa umsjón með allri meðferð eigna þess, svo og að annast annan rekstur þess. Skilanefnd skyldi ennfremur fara eftir og framkvæma þær ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins sem teknar væru á grundvelli ákvæðisins.</p> <p>Á grundvelli tilvitnaðrar 5. gr. laga nr. 125/2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins 7. október 2008 þá ákvörðun að taka yfir vald hluthafafundar Landsbanka Íslands hf. og víkja félagsstjórn í heild sinni frá störfum þegar í stað. Jafnframt skipaði Fjármálaeftirlitið skilanefnd sem tók við öllum heimildum stjórnar félagsins samkvæmt ákvæðum laga um hlutafélög nr. 2/1995. Í ákvörðuninni, sem birt er á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, segir m.a. svo:</p> <p>„Skilanefnd skal fara með öll málefni Landsbanka Íslands hf., þar á meðal að hafa umsjón með allri meðferð eigna þess, svo og að annast annan rekstur þess. Skilanefnd skal fylgja ákvörðunum sem Fjármálaeftirlitið tekur á grundvelli 100. gr. a laga um fjármálafyrirtæki og starfa í samráði við Fjármálaeftirlitið.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu skal eftirfarandi tekið fram:</p> <ol> <li>Skilanefnd skal vinna að því að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi Landsbanka Íslands hf. hér á landi.</li> <li>Innköllun til lánardrottna Landsbanka Íslands hf. skal eigi gefin út vegna ákvörðunar þessarar.</li> <li>Ákvæði 64. og 65. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. eiga ekki við meðan skilanefnd fer með málefni fjármálafyrirtækisins. Á sama tíma verður ekki komið fram gagnvart fjármálafyrirtækinu aðfarargerð á grundvelli laga um aðför eða kyrrsetningu á grundvelli laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl.</li> <li>Ríkissjóður ber ábyrgð á kostnaði af framkvæmd aðgerða Fjármálaeftirlitsins vegna ákvörðunar þessarar, þar með talið skiptakostnaði ef til slíks kostnaðar stofnast.“</li> </ol> <p>Ákvörðun þessi tók þegar gildi.</p> <p>Hinn 9. október tók stjórn Fjármálaeftirlitsins jafnframt ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka Íslands hf. til Nýja Landsbanka Íslands hf. Kom þar m.a. fram að eignum Landsbanka Íslands hf., svo sem fasteignum, lausafé, eignarhlutum í öðrum félögum og kröfuréttindum væri ráðstafað til Nýja Landsbanka Íslands hf. þegar í stað. Tilteknar eignir og réttindi, tilgreind í viðauka, voru þó undanskilin framsalinu. Nýi Landsbankinn hf. skyldi jafnframt, frá og með 9. október 2008 kl. 9.00, taka við starfsemi sem Landsbanki Íslands hf. hefði haft með höndum og tengdist hinum framseldu eignum. Í 10. tölul. ákvörðunarinnar kom jafnframt fram að Fjármálaeftirlitið skipaði viðurkenndan matsaðila til að meta sannvirði eigna og skulda sem ráðstafað væri til Nýja Landsbankans hf. samkvæmt þessari ákvörðun. Að því mati loknu skyldi fara fram uppgjör þar sem Nýi Landsbanki Íslands hf. skyldi greiða Landsbanka Íslands hf. mismun á virði eigna og skulda er miðaðist við tímamark framsalsins. Skyldi niðurstaða matsaðila liggja fyrir innan 30 daga frá ákvörðuninni. Jafnframt skyldi Nýi Landsbankinn hf. gefa út skuldabréf til Landsbanka Íslands hf. til greiðslu endurgjaldsins og skyldu skilmálar þess liggja fyrir innan 10 daga frá því að niðurstaða matsaðila lægi fyrir.</p> <p>Með síðari ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins hefur þessari ákvörðun frá 9. október verið breytt í nokkur skipti. Þar á meðal var með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 14. febrúar 2009, kveðið á um að niðurstaða matsaðila varðandi mat á eignum og skuldum sem ráðstafað væri til Nýja Landsbankans hf. skyldi liggja fyrir eigi síðar en 15. apríl það ár. Nú síðast var umræddri ákvörðun síðan breytt með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. september 2009. Segir í ákvörðunarorði þeirrar ákvörðunar að fjármögnun NBI hf. (áður Nýja Landsbanka Íslands hf.) og útgáfu fjármálagernings um lokauppgjör vegna ráðstöfunar eigna og skulda Landsbanka Íslands hf. skuli lokið eigi síðar en þann 9. október 2009.</p> <p>Ofangreindri ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um tímamörk þess hvenær mat á eignum og skuldum skyldi liggja fyrir var ekki breytt frekar en gert var með tilvitnaðri ákvörðun 14. febrúar 2009. Jafnframt liggur fyrir að Landsbankinn hf. fékk greiðslustöðvun í upphafi desembermánaðar 2008. Þá liggur einnig fyrir að lögum nr. 161/2002, þ.m.t. áður tilvitnuðum ákvæðum þeirra laga sem breytt var með lögum nr. 125/2008, var breytt í nokkrum efnisatriðum með setningu laga nr. 44/2009. Hafa þær breytingar m.a. samkvæmt efni sínu nokkur áhrif á hlutverk og stöðu skilanefndar Landsbanka Íslands hf. Hins vegar liggur enn ekki fyrir endanlegt uppgjör vegna ráðstöfunar eigna og skulda bankans yfir til NBI hf., sbr. m.a. ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 21. september sl.</p> <p> </p> <p><strong>2.<br /> </strong>Þær ákvarðanir sem Fjármálaeftirlitið tók samkvæmt framangreindu um málefni Landsbanka Íslands hf. byggðust á heimildum samkvæmt 5. gr. laga nr. 125/2008. Með hliðsjón af ákvæði 8. mgr. tilvitnaðs lagaákvæðis, þar sem sérstaklega var tekið fram að ákvæði VI. – VII. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993 giltu ekki um ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins sem teknar væru á grundvelli hennar og með vísan til þess að þær valdheimildir sem kveðið er á um í nefndri lagagrein voru fengnar Fjármálaeftirlitinu sem opinberri ríkisstofnun, sbr. til hliðsjónar 3. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, verður á því byggt í úrskurði þessum að nefndar ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins um málefni Landsbanka Íslands hf. teljist til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í skilningi 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Af áður tilvitnaðri 5. gr. laga nr. 125/2008, sem gilti samkvæmt efni sínu um skilanefnd Landsbanka Íslands hf. þegar henni var komið á fót, leiðir að henni var m.a. ætlað það hlutverk að fara eftir og framkvæma þær ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins sem teknar voru á grundvelli 5. gr. laga nr. 125/2008. Af þessu leiðir, að mati úrskurðarnefndarinnar, að þegar skilanefndin beinlínis kom að framanröktum ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins, sem teknar voru á grundvelli umræddrar 5. gr. laga nr. 125/2008, um yfirfærslu eigna frá Landsbanka Íslands hf. til Nýja Landsbankans hf. (nú NBI hf.), á grundvelli fyrirmæla þess, verði að líta svo á að skilanefndin hafi, í því tilliti, farið með opinbert vald á grundvelli beinnar lagaheimildar. Nefndin tekur þó fram að ákvæði laga nr. 125/2008 um stjórnsýslulega stöðu skilanefnda Fjármálaeftirlitsins eru ekki svo skýr sem æskilegt væri. Á það ekki síður við um þýðingu og gildi  upplýsingalaga gagnvart þeim ákvörðunum sem skilanefndunum er falið að sinna en aðrar almennar reglur stjórnsýsluréttar.</p> <p>Eins og þegar er fram komið var upphafleg beiðni kæranda um aðgang að gögnum fjórþætt. Aðeins fyrsti liður beiðninnar laut með beinum hætti að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, og þá eftir atvikum að tengdri ákvörðun eða ákvörðunum skilanefndarinnar, um yfirfærslu á lánasamningi kæranda og Landsbanka Íslands hf. yfir til Nýja Landsbankans hf. (nú NBI hf.) Kærandi hefur þegar, sbr. svar skilanefndar Landsbanka Íslands til hans, dags. 23. júní 2009, fengið afhentar upplýsingar sem lúta að þessum fyrsta lið beiðni hans. Í bréfi lögmanns kæranda til úrskurðarnefndarinnar, dags. 22. júlí 2009, segir m.a. um þennan þátt málsins: „Kröfu [A] um upplýsingar þess efnis, hvort og þá hvenær, ákvörðun var tekin af skilanefnd Landsbanka Íslands að framselja tilgreinda lánasamninga, er svarað í bréfi skilanefndar Landsbanka Íslands. Svarið byggir á tilvísun til ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 9. október 2008. Bréf skilanefndar Landsbanka Íslands verður ekki skilið á annan hátt en að skilanefnd Landsbanka Íslands hafi í kjölfar ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins 9. október 2008, framselt umræddan lánasamning [A] til NBI hf., sem sé löglegur kröfuhafi umrædds lánasamnings frá þeim tíma.“</p> <p>Með vísan til þessa fellur það utan við kæruefni máls þessa að taka afstöðu til afgreiðslu skilanefndar Landsbanka Íslands hf. á þessum þætti upphaflegrar beiðni kæranda um aðgang að gögnum.</p> <p>Hins vegar þarf í máli þessu að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi, á grundvelli upplýsingalaga, rétt á aðgangi að gögnum sem varða annan, þriðja og fjórða lið í upphaflegri beiðni hans um upplýsingar, eins og henni var með bréfi frá 19. maí 2009 beint að skilanefnd Landsbanka Íslands hf.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Í öðrum lið beiðni kæranda um upplýsingar kemur fram að hafi hinn umræddi lánasamningur verið framseldur frá skilanefnd Landsbanka Íslands hf. til NBI hf. óski kærandi aðgangs að gögnum sem tilgreini söluverðmæti og önnur kjör á lánasamningnum frá skilanefnd Landsbanka Íslands hf. til NBI hf.</p> <p>Í skýringum skilanefndar Landsbanka Íslands hf. til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. bréf skilanefndarinnar, dags. 5. ágúst 2009, kemur fram að uppgjöri á þeim eignum og skuldum, sem ráðstafað hafi verið frá Landsbanka Íslands hf. til Nýja Landsbankans hf. (nú NBI hf.) í samræmi við ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins sé ekki að fullu lokið.</p> <p>Segir ennfremur í skýringum skilanefndarinnar að af þessum sökum liggi ekki ljóst fyrir hver endanleg fjárhæð fjármálagernings sem NBI hf. skal gefa út til Landsbanka Íslands hf., verður. Þegar af þeim sökum sé ekki fært að veita úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af þeim gögnum sem kærandi fari fram á í öðrum lið beiðni sinnar um aðgang að gögnum.</p> <p>Tilgreindar skýringar skilanefndarinnar fá staðfestingu í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins, sbr. nú síðast ákvörðun stofnunarinnar um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka Íslands hf. til Nýja Landsbanka Íslands hf. frá 21. september 2009.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Nefndin getur því aðeins lagt úrskurð á mál að þau gögn, eða að minnsta kosti þær upplýsingar, sem óskað er eftir aðgangi að, séu í vörslum stjórnvalda, eins og það hugtak er skilgreint í 1. gr. upplýsingalaga, sbr. hér 9. og 10. gr. laganna. Vegna þess að gögn sem fallið geta undir beiðni kæranda að því leyti sem hér um ræðir eru ekki í vörslum skilanefndar Landsbanka Íslands hf. verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti. Með vísan til þess er í máli þessu ekki þörf á að taka til þess afstöðu hvort mögulegar ákvarðanir skilanefndar Landsbanka Íslands hf., sem tengjast fyrirhuguðu uppgjöri milli Landsbanka Íslands hf. og NBI hf., séu þess eðlis að þær falli undir gildissvið upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>4</strong><br /> Í þriðja lið beiðni kæranda, eins og henni var beint til skilanefndar Landsbanka Íslands hf., kemur fram svohljóðandi ósk um aðgang að gögnum:</p> <p>,,Hafi ofangreindur lánasamningur verið færður í „flokk“ með öðrum kröfum sem eru í eigu Landsbanka Íslands hf., er krafist gagna frá skilanefnd Landsbanka Íslands sem tilgreina þann „flokk“ sem ofangreindur lánasamningur er felldur undir og gögn sem tilgreina hlutfall söluverðs af heildarverðmæti lánasamningsins, frá skilanefnd Landsbanka Íslands.“</p> <p>Í skýringum skilanefndar Landsbanka Íslands hf., sem hún hefur látið úrskurðarnefndinni í té í máli þessu, kemur fram að vegna þess að endanlegt uppgjör milli Landsbanka Íslands hf. og Nýja Landsbankans hf. liggi ekki fyrir, sbr. framangreint, hafi skilanefndin ekki undir höndum gögn sem tilgreini hlutfall söluverðs hins umrædda lánasamnings af heildarverðmæti hans. Tekur skilanefnd Landsbanka Íslands hf. í skýringum sínum fram að endanleg niðurstaða í þessum efnum sé háð mati óháðs matsaðila á verðmæti eigna og skulda sem ráðstafað hafi verið til Nýja Landsbankans hf. (nú NBI hf.) og / eða samningum milli skilanefndar Landsbanka Íslands hf. annars vegar og NBI hf. hins vegar. Því mati sé ekki lokið að fullu og þar sem uppgjör milli aðila liggi ekki ljóst fyrir sé ekki unnt að fullyrða um ákveðið „söluverð“ á lánasamningi kæranda eða öðrum eignum sem ráðstafað hafi verið til NBI hf. í samræmi við ákvörðun FME þann 9. október. Umbeðnar upplýsingar að þessu leyti séu því einfaldlega ekki til reiðu.</p> <p>Í tilvitnuðum skýringum skilanefndar Landsbanka Íslands hf. kemur ennfremur fram að á grundvelli ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins frá 9. október 2008 hafi öllum eignum Landsbanka Íslands hf. verið ráðstafað til NBI hf. Ákveðnar eignir hafi þó verið undanskildar. Þar á meðal hafi verið útlán í verulegri tapshættu. Samningur milli kæranda og Landsbanka Íslands hf. hafi ekki verið flokkaður sem útlán í verulegri tapshættu, og hafi honum því verið ráðstafað til NBI hf. í samræmi við ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Sé þetta eini „flokkurinn“ sem lánasamningur kæranda hafi verið felldur í.</p> <p>Með vísan til ofangreindra skýringa skilanefndar Landsbanka Íslands hf. fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að skilanefndin hafi, a.m.k. á þeim tíma sem kærandi lagði fram beiðni sína um aðgang að gögnum, ekki haft undir höndum gögn sem fallið geti undir þriðja lið beiðni hans. Með vísan til þess og sbr. áður tilvitnaða 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong><br /> Fjórði liður í beiðni kæranda um aðgang að gögnum er svohljóðandi: „Að lokum krefst kærandi þess að fá að kynna sér öll gögn sem varða umræddan lánasamning og ákvarðanir skilanefndar Landsbanka Íslands vegna lánasamningsins.“</p> <p>Í þeim athugasemdum og skýringum sem skilanefnd Landsbanka Íslands hf. lét úrskurðarnefndinni í té í tilefni af þessum lið í beiðni kæranda um aðgang gagna, kemur fram að skilanefndin hafi ekki undir höndum frekari gögn sem varði lánasamning kæranda við Landsbanka Íslands hf. og geti því ekki veitt úrskurðarnefndinni afrit af slíkum gögnum. Áréttar skilanefndin í því sambandi að NBI hf. sé nú réttur og löglegur kröfuhafi vegna skulda kæranda samkvæmt títtnefndum lánasamningi.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að ekki sé ástæða til að rengja ofangreinda fullyrðingu skilanefndar Landsbanka Íslands hf. Sá lánasamningur sem um ræðir hefur verið framseldur Nýja Landsbankanum hf. (nú NBI hf.). Jafnframt skal á það bent að samkvæmt 5. tölul. ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins, dags. 9. október 2008, tók Nýi Landsbankinn hf., frá og með 9. október 2008, við starfsemi sem Landsbanki Íslands hf. hafði haft með höndum og tengdist hinum framseldu eignum, þ.m.t. aðild Landsbanka Íslands hf. að hvers konar greiðslukerfum. Með vísan til þess að gögn sem falla undir umræddan lið í beiðni kæranda eru ekki fyrirliggjandi hjá skilanefnd Landsbanka Íslands hf., og með vísan til áður tilvitnaðrar 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál að þessu leyti.</p> <p> </p> <p><strong>6.</strong><br /> Samkvæmt framangreindu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að ekki séu forsendur til að rengja þær skýringar skilanefndar Landsbanka Íslands hf., sem fram hafa komið við meðferð máls þessa, að gögn sem falla undir annan, þriðja og fjórða lið beiðni kæranda um aðgang að gögnum, séu ekki fyrirliggjandi í fórum skilanefndarinnar. Með vísan til þess, sbr. einnig áður tilvitnaða 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, ber að vísa kæru máls þessa frá úrskurðarnefndinni. Af framangreindu leiðir ennfremur að í máli þessu er ekki þörf á að taka til þess afstöðu hvort umrædd gögn, væru þau fyrirliggjandi í fórum skilanefndarinnar, féllu undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p><br /> Kæru [X] héraðsdómslögmanns, fyrir hönd [A] í Vestmannaeyjum, á synjun skilanefndar Landsbanka Íslands hf. á afhendingu gagna er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson,<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>                                                 Sigurveig Jónsdóttir                          Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 313/2009 Úrskurður frá 24. september 2009 | Kærð var synjun sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps á beiðni um að afhent afrit af öllum reikningum sem færðir hefðu verið til gjalda á ?rotþróargjaldareikning? hjá Svalbarðsstrandarhreppi árin 2005 til 2008. Aðili máls. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 24. september 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-313/2009.</p> <h3><br /> Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 11. júní 2009, kærði [A] synjun sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps frá 13. maí s.á. á beiðni hans um að honum yrði afhent afrit af öllum reikningum sem færðir hefðu verið til gjalda á „rotþróargjaldareikning“ hjá Svalbarðsstrandarhreppi árin 2005 til 2008.</p> <p>Atvik málsins eru þau að [A] fór með bréfi til Svalbarðsstrandarhrepps, dags. 10. apríl 2009, fram á „afrit af öllum reikningum sem færðir eru til gjalda á „rotþróarreikning“ og hvaða losanir liggja bak við hvern reikning“. Vísaði hann í því sambandi til upplýsingalaga nr. 50/1996. Með bréfi, dags. 13. maí 2009, var þessari beiðni synjað. Segir m.a. eftirfarandi í bréfi sveitarfélagsins til kæranda:</p> <p>„Í svarbréfi, dags. 10. mars sl., var [upplýst] um kostnað við rotþróarlosun hvert ár síðastliðin fjögur ár. Sveitarstjórn telur að vinna við að afrita alla reikninga þjóni litlum tilgangi. Í staðinn er sendur meðfylgjandi listi yfir losanir rotþróa í Svalbarðsstrandarhreppi árin 2005 – 2008 og fyrirhugaðar losanir á árunum 2009 og 2010. Jafnframt eru einnig meðfylgjandi aðalbókarhreyfingar vegna rotþróarlosana árin 2005 – 2008. Í þessu sambandi vísast einnig til álits [X] hdl., en þar segir m.a. „...að [A] geti ekki talist aðili máls í skilningi III. kafla laganna í þessu tilfelli, heldur falli hann undir almenning og þá gildi II. kafli laganna og samkvæmt honum er beinlínis óheimilt að veita aðgang að upplýsingum um mikilvæga fjárhagshagsmuni lögaðila, sbr. 5. gr. .“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Eins og fram er komið barst kæra máls þessa úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi,  dags. 11. júní 2009. Var kæran kynnt Svalbarðsstrandarhreppi með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 18. júní 2009, og sveitarfélginu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna til 26. júní 2009. Óskaði úrskurðarnefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests.</p> <p>Svar Svalbarðstrandarhrepps barst með bréfi dags. 24. júní 2009. Þar segir m.a. svo:</p> <p>„Ákvörðun sveitarstjórnar er einkum byggð á því sjónarmiði að kærandi sé ekki aðili máls í skilningi III. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996, þar sem þau gögn sem hann biður um varða ekki tiltekið einstaklega afmarkað stjórnsýslumál sem snýr að honum sérstaklega. Þess vegna verði að líta á málið sem kröfu á grundvelli II. kafla laganna sem fjallar um almennan aðgang að upplýsingum.</p> <p>Sveitarstjórn taldi, að höfðu samráði við lögmann, að rétt væri að hafna beiðni kæranda með vísan til 5. gr. upplýsingalaga, enda væri hann að biðja um afrit af gögnum sem gætu varðað mikilvæga fjárhagslega og viðskiptalega hagsmuni viðsemjenda sveitarfélagsins. Hagsmunir kæranda af því að fá gögnin afhent yrðu að víkja fyrir þessum hagsmunum, ekki síst vegna þess að hann hafði þegar fengið afhent gögn úr bókhaldi sveitarfélagsins, þar sem að mati sveitarstjórnar koma fram allar þær upplýsingar sem máli skipta varðandi þau atriði sem kærandi hefur gert athugasemdir við og krafist upplýsinga um.</p> <p>Við ákvörðun sína tók sveitarstjórn meðal annars mið af úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-128/2001, frá 6. september 2001. Þar féllst nefndin á að afhenda bæri kærendum afrit af tilteknum reikningi. Var það rökstutt með því að eins og þar stóð á ættu kærendur ótvíræða hagsmuni umfram aðra að fá aðgang að umræddum reikningi. Teldust þeir því aðilar máls í skilningi III. kafla upplýsingalaga og beri þar af leiðandi að fjalla um mál þeirra skv. þeim kafla laganna. Þá segir í úrskurðinum að hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að reikningnum vegi augljóslega þyngra en hagsmunir útgefanda reikningsins af því að varnað sé aðgangs að honum.</p> <p>Það er mat sveitarstjórnar að grundvallarmunur sé á aðstöðu kærenda í þessum tveimur málum og því sé óhætt að gagnálykta frá nefndum úrskurði á þann veg að eins og málum er háttað í þessu máli hafi verið rétt að hafna beiðni kæranda.“</p> <p>Hinn 30. júní 2009 ritaði úrskurðarnefndin kæranda bréf og gaf honum færi á að setja fram athugasemdir í tilefni af umsögn Svalbarðstrandarhrepps. Erindi sitt til kæranda ítrekaði nefndin með bréfi, dags. 14. júlí og á ný þann 20. sama mánaðar. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfi, dags. 22. júlí. Þar ítrekar kærandi kröfu sína um að fá afhent umbeðin gögn ásamt upplýsingum um hvað að baki viðkomandi reikningum liggur, og þá sérstaklega á hvaða bæjum eða við hvaða hús hafi verið losað.</p> <p>Af þeim gögnum sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál bárust frá kærða við meðferð málsins verður ráðið að tvö fyrirtæki, [B] og [C], hafi á umræddu árabili sent sveitarfélaginu reikninga sem fallið gætu undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum. Með bréfum, dags. 10. ágúst 2009, óskaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu umræddra fyrirtækja til þess hvort þau teldu eitthvað vera því til fyrirstöðu að veita kæranda aðgang að þeim gögnum sem krafa kæranda beinist að og þau hefðu sent sveitarfélaginu.</p> <p>Svar barst frá [C] með bréfi, dags. 15. ágúst 2009, og [B] með bréfi, dags. 17. sama mánaðar. Kemur í umræddum bréfum fram að af hálfu hvorugs fyrirtækisins séu gerðar athugasemdir við að kæranda verði afhent umbeðin gögn.</p> <p> </p> <h3>Niðurstöður</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Eins og fram kemur í lýsingu málsatvika hér að framan fer kærandi fram á aðgang að öllum reikningum sem færðir hafa verið til gjalda á svonefndan „rotþróarreikning“ hjá sveitarfélaginu Svalbarðsstrandarhreppi og hvaða losanir liggja á bak við hvern reikning. Kærandi hefur í málinu vísað til þess að hann teljist „aðili málsins“ sem greiðandi rotþróargjalds af húseignum sínum í sveitarfélaginu.</p> <p>Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Hefur ákvæðið verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-294/2009 og A-299/2009.</p> <p>Sveitarfélagið Svalbarðsstrandarhreppur hefur á grundvelli laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, ákveðið tiltekið fyrirkomulag á losun rotþróa í sveitarfélaginu. Er losunin og gjaldtaka fyrir hana á forræði sveitarfélagsins, en á þeim grundvelli hefur sveitarfélagið jafnframt fengið verktaka til að framkvæma þjónustuna. Beiðni kæranda um aðgang að gögnum lýtur að þeim reikningum sem slíkir verktakar hafa sent sveitarfélaginu á því árabili sem beiðnin nær til.</p> <p>Þrátt fyrir að kærandi í máli þessu sé íbúi Svalbarðsstrandarhrepps teljast þau tengsl hans við umræddar gjaldfærslur, og þær upplýsingar sem hann hefur óskað aðgangs að, ekki fela í sér svo sérstaka hagsmuni hans umfram aðra íbúa sveitarfélagsins að hér sé um að ræða upplýsingar um hann sjálfan í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Kærandi hefur í máli þessu ekki afmarkað beiðni sína við afrit af reikningum sem honum hefur sjálfum verið gert að greiða, eða gefnir hafa verið út beinlínis vegna fasteigna hans. Kemur af þeirri ástæðu ekki til álita að afgreiða beiðni kæranda á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Ber samkvæmt því að leysa úr máli þessu á grundvelli II. kafla þeirra laga.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Í 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur  gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“</p> <p>Í máli þessu hefur kærði ekki borið því við að beiðni kæranda um aðgang að gögnum varði ekki tiltekið mál í skilningi 3. gr. upplýsingalaga. Kærði telur hins vegar að honum hafi verið rétt að hafna beiðni kæranda á grundvelli 5. gr. þeirra laga, enda gætu gögnin varðað mikilvæga fjárhagslega og viðskiptalega hagsmuni viðsemjenda sveitarfélagsins. Með vísan til þess og þá jafnframt með vísan til þess hvernig atvikum málsins er að öðru leyti háttað reynir í máli þessu einvörðungu á það álitaefni hvort kærða hafi verið heimilt að hafna afhendingu umbeðinna gagna með vísan til fyrrnefnds ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>3.<br /> </strong>Þau gögn sem Svalbarðsstrandarhreppur hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál eru eftirfarandi.</p> <p><strong>1)</strong> Skjal, dags. 2. júlí 2009, þar sem fram kemur yfirlit yfir sex reikninga frá [B] sem sendir hafa verið Svalbarðsstrandarhreppi til greiðslu árin 2005, 2007 og 2008, vegna rotþróarlosunar, auk þess að þar er tilgreindur einn reikningur frá fyrirtækinu [C] sem sendur var sveitarfélaginu á árinu 2007. Af gögnum málsins að öðru leyti verður ráðið að slíkur reikningur barst ekki sveitarfélaginu á árinu 2006.</p> <p><strong>2)</strong> Afrit þeirra sex reikninga frá [B], sem tilgreindir eru í skjali, sbr. lið 1 hér að ofan. Hverjum þessara reikninga fylgja einnig fylgiskjöl þar sem annars vegar eru sundurliðaðar fjárhæðir reikninganna m.v. fjölda tæminga, stærð rotþróa, kölkun seyru og akstur, og hins vegar fylgiskjöl þar sem fram kemur við hvaða fasteignir rotþróarlosun hefur farið fram, hvenær og um stærð þeirra rotþróa sem um er að ræða.</p> <p><strong>3)</strong> Afrit af reikningi frá [C] vegna losunar á rotþró, sbr. lið 1 hér að ofan.</p> <p><strong>4)</strong> Ódags. skjal á tveimur blaðsíðum sem inniheldur yfirlit yfir fasteignir í sveitarfélaginu, greiðendur rotþróargjalds, stærð rotþróa og hvort og þá hvenær losun viðkomandi rotþróa hefur farið þar fram.</p> <p><strong>5)</strong> Þrjár útprentanir sem sýna hreyfingar í aðalbók sveitarfélagsins og lýsa greiðslum úr sveitarsjóði vegna rotþróarlosana árin 2005, 2007 og 2008.</p> <p><strong>6)</strong> Afrit af bréfi Svalbarðsstrandarhrepps til kæranda, dags. 5. janúar 2009.</p> <p><strong>7)</strong> Afrit af tilboði/verksamningi [B] og [D], dags. 19. desember 2000, auk afrits af tölvupósti [B] til sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps þar sem fram kemur yfirlýsing um tiltekna breytingu á samningnum vegna greiðslna fyrir kölkun seyru.</p> <p><strong>8)</strong> Ódags. skjal þar sem fram kemur tillaga að gjaldskrá Svalbarðsstrandarhrepps fyrir hreinsun og losun rotþróa í sveitarfélaginu árið 2008.</p> <p><strong>9)</strong> Ódags. skjal sem ber yfirskriftina „GJALDSKRÁ fyrir losun rotþróa í Svalbarðsstrandarhreppi.“</p> <p><strong>10)</strong> Afrit af tölvupósti [X] héraðsdómslögmanns til Svalbarðsstrandarhrepps, dags. 8. maí 2009, vegna kröfu kæranda um aðgang að gögnum.</p> <p>Samkvæmt gögnum málsins fylgdu þau gögn sem tilgreind eru undir tölul. 4 til 10 hér að ofan bréfi Svalbarðsstrandarhrepps til kæranda, dags. 13. maí 2009. Þau gögn hafa því þegar verið afhent honum. Kæranda hefur á hinn bóginn verið synjað um aðgang að þeim gögnum sem tilgreind eru undir liðum 1, 2 og 3 og verður í næsta kafla tekin afstaða til þeirrar synjunar.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong><br /> <strong>4.1.</strong> Um skjal samkvæmt lið 1<br /> Í skjali, dags. 2. júlí 2009, er fylgdi öðrum gögnum sem kærði lét úrskurðarnefndinni í té, kemur fram yfirlit yfir sex reikninga frá [B], sbr. lið 2 í kafla 3 hér að framan, sem sendir voru Svalbarðsstrandarhreppi til greiðslu árin 2005, 2007 og 2008, vegna rotþróarlosunar, auk þess að þar er tilgreindur einn reikingur frá fyrirtækinu [C] sem sendur var sveitarfélaginu á árinu 2007. Í þessu skjali koma ekki fram aðrar upplýsingar en finna má á þeim reikningum sem um er að ræða. Á hinn bóginn leiðir af 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, að réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur einvörðungu til gagna sem fyrir liggja þegar um þau er beðið. Beiðni kæranda um aðgang að gögnum var beint til Svalbarðsstrandarhrepps með bréfi, dags. 10. apríl. Í úrskurði þessum verður því ekki lagt á kærða að veita kæranda aðgang að umræddu skjali.</p> <p><strong>4.2.</strong> Um skjöl samkvæmt liðum 2 og 3<br /> Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p>Eins og leiðir af orðalagi ákvæðisins felur fyrri málsliður þess í sér takmörkun á upplýsingarétti almennings vegna einkahagsmuna einstaklinga. Síðari málsliðurinn felur á hinn bóginn í sér slíka takmörkun vegna mikilvægra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> <p>Þau gögn sem kærði hefur synjað kæranda um aðgang að geyma að stærstum hluta einvörðungu upplýsingar um málefni þeirra fyrirtækja sem hafa á árabilinu 2005 til 2008 sinnt losun rotþróa í Svalbarðsstrandarhreppi. Þó er í fylgiskjölum sem fylgdu sex reikningum [B] til sveitarfélagsins tilgreint við hvaða fasteignir rotþróarlosun fór fram á vegum fyrirtækisins, hvenær hún fór fram og um stærð þeirra rotþróa sem um er að ræða. Þær upplýsingar sem felast í þessari lýsingu snerta eðli máls samkvæmt einkahagsmuni þeirra einstaklinga sem eru eigendur viðkomandi fasteigna eða af öðrum ástæðum njótendur þeirrar þjónustu sem þarna er um að ræða. Um takmörkun á aðgangi almennings að þeim upplýsingum fer því að fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í gögnum málsins kemur fram að með bréfi, dags. 13. maí 2009, var kæranda afhent ódags. skjal á tveimur blaðsíðum þar sem fram kemur yfirlit yfir fasteignir í sveitarfélaginu, greiðendur rotþróargjalds, stærð rotþróa og hvort og þá hvenær losun viðkomandi rotþróa hefur farið þar fram á tímabilinu 2005 til 2008. Af samanburði á fylgiskjölum umræddra sex reikninga [B] við það skjal sem kæranda hefur þegar verið afhent samkvæmt framangreindu er ljóst að kæranda hafa þegar verið afhentar sambærilegar upplýsingar um það hvar og hvenær rotþróarlosun hefur farið fram í sveitarfélaginu og um stærð viðkomandi rotþróa og fram koma á fylgiskjölum reikninganna. Því til viðbótar er í því skjali sem kæranda hefur verið afhent jafnframt að finna yfirlit yfir greiðendur þeirrar þjónustu sem um ræðir vegna hverrar fasteignar fyrir sig, en þær upplýsingar koma ekki fram á fylgiskjölum umræddra reikninga. Þar sem kæranda hafa samkvæmt þessu þegar verið afhentar þær upplýsingar sem koma fram í umræddum fylgiskjölum verður aðgangur kæranda að þeim ekki takmarkaður með vísan til fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga, eins og atvikum máls þessa er að öðru leyti háttað.</p> <p>Önnur gögn sem kærði hefur synjað kæranda um aðgang að eru sex reikningar sem [B] hefur sent Svalbarðsstrandarhreppi vegna losunar á rotþróm í sveitarfélaginu árin 2005, 2007 og 2008, fylgigögn þeirra reikninga þar sem fram kemur sundurliðun þeirra fjárhæða sem tilgreindar eru á reikningunum og nánari lýsing verkþátta, auk eins reiknings frá [C] vegna losunar á rotþró í sveitarfélaginu árið 2007.</p> <p>Um takmörkun á aðgangi almennings að þeim upplýsingum sem fram koma í þessum gögnum fer að ákvæði síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga, enda geyma þau ekki upplýsingar um einkahagi manna.</p> <p>Eins og áður er rakið er samkvæmt síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga óheimilt að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“</p> <p>Í gögnum málsins er ekki að finna neinar vísbendingar um það að Svalbarðsstrandarhreppur hafi leitað eftir afstöðu þeirra tveggja fyrirtækja sem sendu Svalbarðsstrandarhreppi þá reikninga sem um er að ræða, áður en beiðni kæranda var synjað. Úrskurðarnefndin hefur hins vegar leitað eftir afstöðu þeirra til kæruefnisins. Rakið hefur verið hér að framan að hvorugt fyrirtækið gerir athugasemdir við að afrit reikninga sem frá þeim stafa og tilgreindir hafa verið hér að ofan verði látin kæranda í té.</p> <p>Kærði hefur í máli þessu einvörðungu byggt synjun sína á 5. gr. upplýsingalaga. Með vísan til framangreinds verður ekki talið að aðgangi kæranda að reikningum, sem einvörðungu fela í sér upplýsingar um greiðslur til fyrirtækjanna [B] og [C], verði synjað á grundvelli þess ákvæðis. Hið sama á við um þau fylgiskjöl sem reikningunum fylgdu og fela í sér nánari sundurliðun einstakra verkþátta og fjárhæða eða upplýsingar um það hvar og hvenær þeir verkþættir voru framkvæmdir. Ber kærða, Svalbarðsstrandarhreppi, því að afhenda kæranda þau gögn.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Svalbarðsstrandarhreppi ber að afhenda kæranda, [A], afrit sex reikninga frá [B], dags. 30. júní 2005, 30. júní 2007, 29. nóvember 2007, 30. nóvember 2007, 9. júlí 2008 og 31. ágúst 2008, vegna losunar rotþróa, auk þeirra fylgiskjala sem þeim fylgdu þar sem fram koma sundurliðaðar fjárhæðir reikninganna og lýsing verkstaða. Þá ber kærða jafnframt að afhenda kæranda afrit af reikningi frá [C], dags. 31. október 2007, vegna losunar rotþróa.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson,<br /> formaður</p> <p>      </p> <p><br />                                                       Sigurveig Jónsdóttir                        Trausti Fannar Valsson.</p> <br /> <br /> |
A-309/2009 úrskurður frá 14. ágúst 2009 | Kærð var synjun Austurhafnar-TR ehf. á beiðni um aðgang að upplýsingum um hversu mikið Austurhöfn-TR ehf. greiðir eða ábyrgist vegna yfirtöku á Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu á austurbakka Reykjavíkurhafnar, að undanskildum þeim 14,5 milljörðum króna sem ríkið og Reykjavíkurborg hafa þegar lýst yfir að þau muni láta renna til hússins. Kæru vísað frá. | <p><span>A-309/2009. Ú</span><span>rskurður frá 14. ágúst 2009.</span></p> <p align="center"><strong><span>ÚRSKURÐUR</span></strong></p> <p><span> </span><span>H</span><span>inn 14. ágúst 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-309/2009.</span></p> <p align="center"><strong><span> </span></strong><span>Kæruefni</span></p> <p><span>Með tölvubréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 13. maí 2009, kærði [...], synjun Austurhafnar-TR ehf. á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um hversu mikið Austurhöfn-TR ehf. greiðir eða ábyrgist vegna yfirtöku á Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu á austurbakka Reykjavíkurhafnar, að undanskildum þeim 14,5 milljörðum króna sem ríkið og Reykjavíkurborg hafa þegar lýst yfir að þau muni láta renna til hússins.</span></p> <p><span>Atvik málsins eru þau að með tölvubréfi til Austurhafnar-TR ehf., dags. 21. apríl 2009, óskaði kærandi eftir aðgangi að ofangreindum upplýsingum. Með tölvubréfi, dags. 24. sama mánaðar, var beiðni kæranda synjað með þeim rökum að þær upplýsingar sem um væri beðið væri ekki hægt að veita þar sem þær féllu undir nýgert samkomulag Austurhafnar-TR ehf. við [A], [B] og [C] sem hafi að geyma viðkvæmar fjárhags- og viðskiptaupplýsingar sem fara beri með sem trúnaðarmál. Jafnframt var kæranda leiðbeint um að hann gæti borið synjun Austurhafnar-TR ehf. á beiðni hans undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</span></p> <p align="center"><span> </span><span>Málsmeðferð</span></p> <p><span>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 15. maí 2009, var kæran kynnt Austurhöfn-TR ehf. og fyrirtækinu veittur frestur til 25. sama mánaðar til að koma að athugasemdum og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni um synjun. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran laut að. Með tölvubréfi dags. 25. maí 2009 óskaði Austurhöfn-TR ehf. eftir fresti til 2. júní 2009 til skila inn athugasemdum sínum og féllst úrskurðarnefndin á þá beiðni.</span></p> <p><span>Með tölvubréfi, dags. 2. júní 2009, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál bárust athugasemdir Austurhafnar-TR ehf. Kemur þar meðal annars fram sú afstaða að starfsemi fyrirtækisins félli ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Tölvubréfinu fylgdu ekki afrit þeirra gagna sem úrskurðarnefndin hafði óskað eftir að fá afhent. Með bréfi dags. 12. júní 2009 til Austurhafnar-TR ehf. tók úrskurðarnefnd fram að af hennar hálfu hefði ekki verið tekin afstaða til þess hvort Austurhöfn-TR ehf. félli undir upplýsingalög en engu að síður væri þess farið á leit að umræddar upplýsingar yrðu afhentar nefndinni í trúnaði og veittur til þess frestur til 19. júní 2009. Samkvæmt beiðni Austurhafnar-TR ehf. var sá frestur framlengdur til 24. júní 2009 og barst úrskurðarnefnd afrit af gögnunum þann dag.</span></p> <p><span>Með bréfi, dags. 12. júní 2009, veitti úrskurðarnefndin kæranda kost á<span> </span> að setja fram athugasemdir sínar í tilefni af umsögn Austurhafnar-TR ehf. um kæru hans. Kærandi kom athugasemdum sínum við greinargerð Austurhafnar-TR ehf. á framfæri við úrskurðarnefnd í tölvubréfi, dags. 3. júlí.</span></p> <p><span>Með bréfum dags. 22. júní sl. veitti úrskurðarnefnd [A], [C] og [B] færi á að setja fram athugasemdir vegna framkominnar kæru. Var nefndum aðilum í þessu skyni veittur frestur til 29. sama mánaðar. Sá frestur var síðar framlengdur til 3. júlí 2009. Athugasemdir frá [A] og [B] bárust með bréfum, dags. 2. og 3. júlí 2009. Bréf úrskurðarnefndarinnar til [C] var ítrekað með bréfi, dags. 14. júlí 2009. Svör bárust ekki frá fyrirtækinu.</span></p> <p><span>Í athugasemdum Austurhafnar-TR ehf., [A] og [B] er í öllum tilvikum bent á það sjónarmið að Austurhöfn-TR ehf. falli ekki undir ákvæði upplýsingalaga, enda sé um að ræða einkaréttarlegt félag í skilningi 1. gr. laganna. Þá eru jafnframt í greinargerðum þessara aðila raktar ítarlega ástæður þess að rétt væri og heimilt að synja um aðgang að umbeðnum gögnum, jafnvel þó að félagið félli undir ákvæði laganna. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum.</span></p> <p><span>Kærandi óskaði ekki eftir því að koma að frekari athugasemdum í tilefni af umsögnum [A] og [B].</span></p> <p align="center"><span>Niðurstöður</span></p> <p><span>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga, og samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins taka lögin enn fremur til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringum við 1. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Þá er tekið fram að lögin taki einnig til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Síðan segir í skýringunum: „Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema því hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna.“</span></p> <p><span>Eins og fram hefur komið í fyrri úrskurðum nefndarinnar í málum nr. A-264/2007, A-269/2007, A-273/2007, A-285/2008, A-290/2008 og 307/2009, hefur verið litið svo á, í ljósi framangreindra skýringa með upplýsingalögum, að einkaréttarleg félög, s.s. hlutafélög og sameignarfélög, sem eru í eigu hins opinbera, falli utan við gildissvið upplýsingalaga, enda hafi félaginu ekki verið falið að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, eða í sérlögum sé beinlínis kveðið á um það að upplýsingalögin taki til viðkomandi félags.</span></p> <p><span>Austurhöfn-TR ehf. er einkahlutafélag, stofnað af hálfu stjórnvalda ríkisins og Reykjavíkurborgar. Upphaflegri beiðni kæranda um aðgang að gögnum synjaði Austurhöfn-TR ehf. með vísan til upplýsingalaga. Synjuninni fylgdu leiðbeiningar um rétt kæranda til að bera synjunina undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í skýringum til úrskurðarnefndarinnar hefur fyrirtækið á síðari stigum haldið fram þeirri afstöðu að félagið sé einkaréttarlegt félag í skilningi 1. gr. upplýsingalaga og falli ekki undir gildssvið laganna.</span></p> <p><span>Með vísan til orðalags 1. gr. upplýsingalaga og þess sem að framan segir um skýringu þess ákvæðis, sbr. einnig fyrri umfjöllun úrskurðarnefndar um upplýsingamál um gildissvið upplýsingalaga gagnvart fyrirtækinu Austurhöfn-TR ehf., í úrskurði í máli nr. A-307/2009, verður á því að byggja í úrskurði þessum að starfsemi Austurhafnar-TR ehf. falli ekki undir ákvæði upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra laga, þrátt fyrir upphaflega afgreiðslu fyrirtækisins á beiðni kæranda. Jafnframt liggur fyrir að þau gögn sem kæra máls þessa beinist að tengjast ekki ákvörðunum um rétt eða skyldu manna sem Austurhöfn-TR ehf. kann að hafa verið falið að taka.</span></p> <p><span>Samkvæmt framansögðu fellur úrlausn kæruefnisins utan gildissviðs upplýsingalaga og ber því að vísa kæru þessari frá úrskurðarnefndinni.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>Úrskurðarorð</span></p> <p><span>Kæru [...] frá 13. maí 2009 á hendur Austurhöfn-TR ehf. er vísað frá.</span></p> <p> </p> <p align="center"><span> </span><span>Friðgeir Björnsson</span></p> <p align="center"><span>formaður</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Sigurveig Jónsdóttir<span> </span> Trausti Fannar Valsson</span></p> <br /> <br /> |
A 307/2009B úrskurður frá 14. ágúst 2009 | Með bréfi, dags. 22. júlí 2009, fóru Ríkiskaup þess á leit við úrskurðarnefnd um upplýsingamál, með vísan til 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að réttaráhrifum úrskurðar nr. A-307/2009, sem kveðinn var upp 16. sama mánaðar, yrði frestað. Kröfu Ríkiskaupa um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar frá 16. júlí 2009 í máli nr. A-307/2009 er hafnað. | <p align="left">A 307/2009B. Úrskurður frá 14. ágúst 2009.</p> <p align="left"></p> <p align="center">ÚRSKURÐUR</p> <p align="center"> </p> <p>Hinn 14. ágúst 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-307/2009B.</p> <p align="center"> Málsatvik</p> <p>Með bréfi, dags. 22. júlí 2009, fóru Ríkiskaup þess á leit við úrskurðarnefnd um upplýsingamál, með vísan til 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að réttaráhrifum úrskurðar nr. A-307/2009, sem kveðinn var upp 16. sama mánaðar, yrði frestað. Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að Ríkiskaupum bæri að veita kærendum í málinu aðgang að tilteknum gögnum sem þar eru tilgreind og eru viðaukar eða fylgigögn samnings Austurhafnar-TR ehf. og [A] frá 9. mars 2006, um byggingu, eignarhald og rekstur tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels, ásamt tilheyrandi bílastæðum við austurhöfnina í Reykjavík. Ríkiskaup stóðu, fyrir hönd Austurhafnar-TR ehf., að samningsgerðinni. Að hluta til var í úrskurðinum fallist á synjun Ríkiskaupa á beiðni kærenda um aðgang að gögnum.</p> <p>Vegna misritunar í úrskurðarorði úrskurðar nr. A-307/2009, var Ríkiskaupum, [B] og [C] með bréfum, dags. 6. ágúst 2009, birt nýtt og leiðrétt endurrit úrskurðarins með vísan til 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með vísan til þessa gaf úrskurðarnefndin jafnframt Ríkiskaupum færi á að endurskoða beiðni um frestun réttaráhrifa.</p> <p>Í erindi Ríkiskaupa, dags. 22. júlí, kemur fram að þeir samningar sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði að stofnunin skyldi afhenda hafi að geyma sambærilegar upplýsingar og sé að finna í þeim samningum sem nefndin hafi fallist á að synja ætti um aðgang að á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Þeir samningar sem samkvæmt úrskurðinum beri að afhenda séu svo nátengdir þeim samningum sem synjun um aðgang að hafi verið talin heimil að ekki sé forsvaranlegt að veita aðgang að þeim fremur en hinum síðarnefndu. Í samningunum sem upplýsa skuli um sé að finna tilvísanir til þeirra samninga sem úrskurðarnefndin hafi talið heimilt að synja um aðgang að og sé veittur aðgangur að samningum sem innihaldi slíkar tilvísanir jafngildi það því að veittur sé aðgangur að samningum sem úrskurðarnefndin hafi fallist á að innihaldi upplýsingar sem megi fara leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Telja Ríkiskaup að vegna þessara sérstæðu aðstæðna sé ekki annað forsvaranlegt en að heimila frestun á réttaráhrifum og gefa aðilum kost á að bera málefnið undir dómstóla. Auk þess benda Ríkiskaup á að málefnið sé afar viðkvæmt.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti lögmanni [B] og [C] framkomna beiðni Ríkiskaupa. Í svari lögmannsins, dags. 23. júlí 2009, kemur fram að hann telji kröfu Ríkiskaupa studda óhaldbærum rökum. Ekkert liggi fyrir um að upplýsingagjöf sú sem kveðið er á um í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-307/2009, frá 16. júlí 2009, valdi Ríkiskaupum tjóni auk þess sem alltaf hafi legið fyrir að samningsaðili félagsins væri opinber aðili og að upplýsingalög nr. 50/1996 ættu þar af leiðandi við. Hefðu Ríkiskaup því mátt gera ráð fyrir að samningarnir yrðu gerðir opinberir að einhverju eða öllu leyti. Bendir lögmaðurinn jafnframt á að frestun skaði hagsmuni umbjóðenda hans.</p> <p>Af erindi sem barst úrskurðarnefndinni frá lögmanni Ríkiskaupa, dags. 12. ágúst 2009, verður ráðið að til viðbótar við fyrri rökstuðning á beiðni um frestun réttaráhrifa fari Ríkiskaup þess á leit við úrskurðarnefndina að frestað verði réttaráhrifum hans hvað varðar þrjú tiltekin gögn, eða hluta þeirra. Er í því sambandi nánar vísað til tiltekinna upplýsinga sem fram koma í fundargerðum dags. 8., 9. og 30. september 2005. Þessar fundargerðir tilheyra allar viðauka nr. 3 við samning Austurhafnar-TR ehf. og [A] frá 9. mars 2006.Nefndarmaðurinn Sigurveig Jónsdóttir er vanhæf til meðferðar þessa máls skv. 3. tölul. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og tók varamaður hennar, Helga Guðrún Johnson, því sæti í nefndinni við meðferð og afgreiðslu málsins.</p> <p align="center">Niðurstaða</p> <p>Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti, að kröfu stjórnvalds, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Krafa þess efnis skal gerð eigi síðar en þremur dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests.</p> <p>Í athugasemdum við umrædda grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir m.a. svo: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðum nr. A-78/1999C, A-117/2001B, A-233/2006B og A-277/2008B lagt til grundvallar að með 18. gr. upplýsingalaga hafi fyrst og fremst verið höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu að verða skýrð af dómstólum.</p> <p>Nefndin hefur yfirfarið þau gögn sem fjallað er um í úrskurði í máli nr. A-307/2009, frá 16. júlí sl., með tilliti til þeirra röksemda sem fram hafa komið af hálfu Ríkiskaupa fyrir kröfu um frestun réttaráhrifa. Í úrskurðinum í máli nr. A-307/2009 tók úrskurðarnefndin hvert og eitt þeirra gagna sem beiðni kæranda laut að til sjálfstæðrar skoðunar m.t.t. þess hvort veita bæri að þeim aðgang skv. upplýsingalögum. Nefndin fellst á þá afstöðu Ríkiskaupa, sem fram kemur í beiðni um frestun réttaráhrifa, að í sumum þeirra gagna sem nefndin heimilaði aðgang að í úrskurði sínum frá 16. júlí sl. er að finna tilvísun til annarra gagna málsins, sem eftir atvikum var talið heimilt að synja um aðgang að. Að öðru leyti verður ekki talið að umrædd gögn innihaldi sömu upplýsingar þannig að niðurstaða nefndarinnar um réttmæti synjunar á hluta þeirra leiði til þess að ekki sé af þeirri ástæðu rétt skv. upplýsingalögum að veita aðgang að öðrum gögnum. Hvað varðar þær tilteknu upplýsingar sem Ríkiskaup hafa í greinargerð sinni frá 12. ágúst vísað til og fram koma í fundargerðum, dags. 8., 9. og 30. september 2005, og lúta að tilteknum fjárhæðum og greiðslum í tengslum við tilboð og samning aðila, verður ekki séð að þær séu þess eðlis að á grundvelli þeirra verði réttlætt frestun á réttaráhrifum úrskurðarins í heild eða að hluta.</p> <p>Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar hennar frá 16. júlí sl. Ber því að hafna kröfu Ríkiskaupa þar að lútandi.</p> <p align="center">Úrskurðarorð</p> <p>Kröfu Ríkiskaupa um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar frá 16. júlí 2009 í máli nr. A-307/2009 er hafnað.</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson,</p> <p align="center">formaður</p> <p align="left">Helga Guðrún Johnson Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A-310/2009 úrskurður frá 14. ágúst 2009 | Kærð ákvörðun viðskiptaráðuneytisins frá 27. apríl s.á. þess efnis að synja um aðgang að upplýsingum um tillögur nefndar er fara átti yfir hvernig innleiðingu Íslands á tilskipun Evrópusambandsins um innlánstryggingar væri háttað og þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, skipaði vorið 2007. Synjun staðfest. | <p>A-310/2009. Úrskurður frá 14. ágúst 2009</p> <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p>Hinn 14. ágúst 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-310/2009.</p> <p align="center">Kæruefni</p> <p>Með erindi, dags. 19. maí 2009, kærði [...] ákvörðun viðskiptaráðuneytisins frá 27. apríl s.á. þess efnis að synja honum um aðgang að upplýsingum um tillögur nefndar er fara átti yfir hvernig innleiðingu Íslands á tilskipun Evrópusambandsins um innlánstryggingar væri háttað og þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, skipaði vorið 2007.</p> <p align="center">Kæruefni og málsatvik</p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að með bréfi, dags. 14. apríl sl., fór kærandi fram á það við viðskiptaráðuneytið, með vísan til 1. og 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að honum yrði veittur aðgangur að tillögum nefndar sem viðskiptaráðherra hefði skipað til að fara yfir hvernig innleiðingu Íslands á tilskipun Evrópusambandsins um innlánstryggingar væri háttað. Vísaði kærandi til fréttar í [A] 25. mars 2009 um þetta efni. Þá segir kærandi að í sömu frétt komi fram að upplýsingafulltrúi ráðuneytisins hafi sagt að nefndin hefði skilað tillögum í frumvarpsformi í byrjun árs 2008.</p> <p>Beiðni kæranda synjaði viðskiptaráðuneytið með bréfi, dags. 27. apríl 2009, með vísan til 3. tölul. 4. gr. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Kærandi kærði synjun þessa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og beinist kæran að synjun viðskiptaráðuneytisins á þeim upplýsingum sem kærandi óskaði eftir í bréfi sínu, dags. 14. apríl 2009.</p> <p>Kærandi heldur því fram í kæru sinni að hæpið sé að skjöl þau sem hann bað um aðgang að hafi ekki farið á milli stjórnvalda og því geti þau ekki talist vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Einnig verði að líta svo á að skjölin hafi að geyma endanlega ákvörðum framangreindrar nefndar en í frétt [A] frá 25. mars segi að tillögum hafi verið skilað í frumvarpsformi. Gögnin hafi legið fyrir í endanlegri mynd í byrjun árs 2008 og hafi ekki orðið til í tengslum við neinar ráðstafanir sem nú séu fyrirhugaðar. Þótt veittur sé aðgangur að eldri gögnum er snerti sama efni geti það ekki haft áhrif á slíkar ráðstafanir. Nýjar tillögur gætu orðið allt annars efnis og sú heildarendurskoðun sem nú standi yfir á lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, sé þessu máli óviðkomandi og geti enga sjálfstæða þýðingu haft varðandi beiðni um aðgang að skjölunum. Kærandi heldur því þannig fram að ekki sé heimilt að takmarka aðgang að skjölunum á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með bréfi, dags. 22. maí 2009, var viðskiptaráðuneytinu kynnt kæran og gefinn kostur á því að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir synjun beiðninnar. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran laut að. Úrskurðarnefndin hefur fengið eitt skjal frá viðskiptaráðuneytinu afhent í trúnaði. Um er að ræða drög frá 13. janúar 2008 að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, með síðari breytingum. Byggir úrskurðarnefndin á því að fleiri skjölum er varða beiðni kæranda sé ekki til að dreifa.</p> <p>Svar viðskiptaráðuneytisins við bréfi úrskurðarnefndarinnar frá 22. maí barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 2. júní 2009, ásamt afriti af framangreindum frumvarpsdrögum. Í svarbréfinu er sérstaklega tekin afstaða til þeirra röksemda kæranda sem fram koma í kæru hans til úrskurðarnefndar upplýsingamála en jafnframt vísað til röksemda ráðuneytisins í synjunarbréfi þess frá 27. apríl. Verður eftirfarandi lýsing á röksemdum ráðuneytisins því byggð á báðum bréfunum.</p> <p>Sem fyrr greinir byggir ráðuneytið synjun sína í fyrsta lagi á því að umbeðin gögn séu vinnugögn stjórnvalds í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og því séu þau undanskilin upplýsingarétti almennings.</p> <p>Í bréfi viðskiptaráðuneytisins til kæranda frá 27. apríl segir m.a. svo: „Umrædd nefnd hefur ekki formlega lokið störfum né skilað formlegum tillögum til ráðherra. Hins vegar var nefndin að vinna drög að frumvarpi og formaður nefndarinnar og skrifstofustjóri í ráðuneytinu upplýsti þáverandi ráðherra um hugsanlega niðurstöðu þeirrar vinnu. Eins og áður segir náði nefndin ekki að ljúka störfum og því eru drögin að frumvarpinu ennþá á frumstigi og því ekki endanleg niðurstaða nefndarinnar.“</p> <p>Í bréfi ráðuneytisins frá 2. júní er sömuleiðis tekið fram að nefndin hafi ekki náð að ljúka störfum heldur hafi vinna við frumvarpið verið á frumstigi. Því sé það misskilningur sem fram komi í frétt [A], sem kærandi vísar til, að umrædd gögn séu endanleg ákvörðun nefndarinnar og beri að harma að þær upplýsingar sem fram komi í fréttinni að þessu leyti hafi ekki verið nákvæmar.</p> <p>Þá kemur fram í bréfi ráðuneytisins frá 2. júní að umrædd gögn hafi aldrei verið send öðru stjórnvaldi við vinnslu málsins. Ennfremur eru í bréfinu tilgreindar röksemdir fyrir því að skjöl haldi áfram að vera vinnuskjöl í skilningi upplýsingalaga enda þótt þau hafi verið send rannsóknarnefnd Alþingis og um það vísað til greinargerðar með lögum nr. 142/2008.</p> <p>Í öðru lagi byggir viðskiptaráðuneytið synjun sína um aðgang að gögnum á 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem segir að stjórnvaldi sé heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.</p> <p>Í bréfi ráðuneytisins frá 27. apríl segir m.a. svo „Í ráðuneytinu stendur yfir heildarendurskoðun á lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta sem byggir á innlánatryggingatilskipun Evrópusambandsins. Endurskoðunin tekur bæði á því hvernig innleiða skuli nýja tilskipun um breytingar á innlánatryggingatilskipuninni sem og þáttum sem koma fram í umbeðnum gögnum. Ráðuneytið telur að aðgangur að umbeðnum gögnum geti skaðað þá vinnu sem framundan er enda um viðkvæmt mál að ræða bæði innanlands og í Evrópu.“</p> <p>Ráðuneytið andmælir þeirri röksemd kæranda í bréfi sínu frá 2. júní að það muni engin áhrif hafa á fyrirhugaðar ráðstafanir á þessu sviði þótt veittur yrði aðgangur að eldri gögnum sem snerti sama efni og yfirstandandi endurskoðun á lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nái til eða séu því máli óviðkomandi. Ráðuneytið bendir á að í greinargerð með 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga meti stjórnvald sjálfstætt hvaða afleiðingar það hefði yrði ljóstrað upp um fyrirhugaðar ráðstafanir og séu líkur á því að árangur skerðist, þótt ekki væri nema að litlu leyti, myndi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um aðgang að umbeðnum upplýsingum. Þá segir orðrétt í bréfinu: „Ráðuneytið vill benda á að stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um það hvernig haga skuli málefnum innstæðutrygginga og tryggingakerfa fyrir fjárfesta í framtíðinni en að sú vinna stendur nú yfir. Um er að ræða viðkvæmt mál bæði innanlands og í Evrópu og hætt við að umræða á grundvelli gagna frá stjórnvöldum sem ekki eru komin í endanlega mynd geti skaðað uppbyggingu fjármálakerfis landsins sem og hagsmuni ríkisins. Í því sambandi eru viðræður íslenskra stjórnvalda við bresk og hollensk stjórnvöld vegna innstæðna á ICESAVE reikningum gamla Landsbankans nefndar sem dæmi.“</p> <p>Upplýst var að rannsóknarnefnd Alþingis hefði fengið send umbeðin gögn. Úrskurðarnefndin ritaði rannsóknarnefndinni bréf, dags. 30. júní, og óskaði eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvort hún heimilaði fyrir sitt leyti að aðgangur yrði veittur að umræddum gögnum, sbr. ákvæði 3. mgr. 16. gr. laga nr. 142/2008. Heimilaði rannsóknarnefndin það fyrir sitt leyti með bréfi, dags. 2. júlí.</p> <p>Hinn 4. júní ritaði úrskurðarnefndin kæranda bréf og gaf honum frest til 12. júní til að gera athugasemdir við umsögn viðskiptaráðuneytisins. Hinn 18. júní sendi úrskurðarnefndin tölvubréf til kæranda og benti honum á að frestur til að skila inn athugasemdum væri liðinn. Kærandi sendi tölvubréf daginn eftir þar sem beðið var um aukinn frest og var hann veittur til 22. júní.</p> <p>Athugasemdir kæranda bárust með bréfi dags. 22. júní 2009. Þar kemur fram sú afstaða kæranda að hann hafni því að sú ályktun verði dregin af athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 142/2008 um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna og tengdra atburða að réttur rannsóknarnefndarinnar sem stofnað var til með lögunum gangi framar rétti skv. upplýsingalögum. Varðandi 4. tölul. 6. gr. áréttaði kærandi að þótt stjórnvald meti sjálfstætt hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir þá þýði það ekki að því sé algjörlega í sjálfsvald sett hvort veittur sé aðgangur að umbeðnum gögnum.</p> <p>Samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin aflaði hjá viðskiptaráðuneytinu var nefndin sem viðskiptaráðherra skipaði vorið 2007 lögð niður 27. maí sl. Nefndina skipuðu 5 menn, þar af einn starfsmaður í stjórnarráðinu.</p> <p align="center">Niðurstöður</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. Heimild kæranda til þess að biðja um aðgang að gögnum í máli þessu byggist á II. kafla upplýsingalaga enda telst hann ekki aðili máls í skilningi III. kafla laganna. Viðskiptaráðuneytið byggir synjun sína á þeim takmörkunum sem er að finna í 3. tölul. 4. gr. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Það skjal sem liggur fyrir úrskurðarnefndinni að taka afstöðu til hvort veita eigi aðgang að er í formi draga að lagafrumvarpi um breytingu á lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, með síðari breytingum. Var skjalið unnið af nefnd á vegum viðskiptaráðherra sem ekki er lengur starfandi. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þessi drög og af þeim sést að nefndin sem þau vann hefur gert ákveðnar tillögur til breytinga á lögunum, en sumar þeirra tillagna eru ekki í endanlegum búningi. Það er ljóst að þýðingarmestu tillögurnar til breytinga í drögunum varða það hverjir skuli njóta tryggingaverndar og hverjir ekki og hve víðtæk tryggingaverndin skuli vera.</p> <p>Af 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt er að „takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um [...] 4. fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.“ Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga segir m.a. svo um skýringu þessa ákvæðis:</p> <p> „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Á sama hátt falla hér undir ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis.</p> <p>[...]</p> <p>Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þó ekki sé nema að litlu leyti, myndi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 4. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema ákvæði 5. gr. eða 1.-3. tölul. 6. gr. eigi við, sbr. 1. mgr. 8. gr. frumvarpsins.“</p> <p>Fram hefur komið hjá viðskiptaráðuneytinu að nú standi yfir heildarendurskoðun á lögum nr. 98/1999. Synjaði ráðuneytið beiðni kæranda um aðgang að gögnunum á þeim grundvelli að umræða byggð á opinberum gögnum um þá endurskoðun sem ekki væru komin í endanlega mynd gæti skaðað þá vinnu, uppbyggingu fjármálakerfis landsins og hagsmuni ríkisins og sé um viðkvæmt mál að ræða bæði innanlands og í Evrópu, sbr. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Röksemdir ráðuneytisins verður að skilja svo að frumvarpsdrögin frá 13. janúar 2008 beri að skoða sem hluta af þeirri vinnu sem nú standi yfir við endurskoðun laga nr. 98/1999. Jafnframt verður að skilja athugasemdir ráðuneytisins svo að verði umræddar upplýsingar gerðar opinberar á þessu stigi endurskoðunar laga nr. 98/1999 kunni tilætlaður árangur af endurskoðuninni að takmarkast.</p> <p>Hvað síðastgreint atriði í röksemdum ráðuneytisins varðar skal tekið fram að ekki hefur komið fram jafn skýrlega og æskilegt væri með hvaða hætti þær fyrirhuguðu ráðstafanir um breytingar á lögum nr. 98/1999 sem birtast í umræddum frumvarpsdrögum kynnu að verða þýðingarlausar eða að þær næðu ekki tilætluðum árangri ef upplýsingar um þær yrðu gerðar opinberar. Af skýringum ráðuneytisins má á hinn bóginn ráða þá afstöðu að verði umrætt gagn gert opinbert á þessu stigi vinnu við endurskoðun laga nr. 98/1999 þá kunni það í fyrsta lagi að hafa áhrif á háttsemi innlendra aðila og eða þeirra sem eiga innistæður í bönkum hér á landi, og þar með grafa undan framgangi þeirra ráðstafana sem felast í breytingu á tryggingakerfinu. Í öðru lagi verður að skilja ráðuneytið svo að umræddar upplýsingar, og opinber umræða um þær, kunni að hafa áhrif á afstöðu og háttsemi annarra ríkja og annarra erlendra aðila, sem aftur geti haft áhrif á uppbyggingu fjármálakerfis landsins sem og hagsmuni ríkisins. Síðastgreint atriði tengist að vísu ekki með beinum hætti mati á því hvort sú ráðstöfun sem felst í breytingu á því hverjir falla undir eða njóta tryggingaverndar skv. lögum nr. 98/1999 nái fram að ganga eða ekki. Á hinn bóginn má færa fyrir því rök að tilætlaður árangur slíkra ráðstafana takmarkist að nokkru leyti ef upplýsingar um þær verða á þessu stigi til þess að skaða uppbyggingu á fjármálakerfi landsins.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur að breytingar á lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta verði að skoða sem ráðstafanir á vegum ríkisins í skilningi framangreinds ákvæðis 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga enda þótt þær varði sérstaka sjálfseignarstofnun, Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta. Með vísan til þess sem rakið hefur verið hér að framan verður að telja að fyrirkomulag tryggingaverndar af þessu tagi, sem og framkvæmd hennar, geti skipt fjárhag ríkisins og aðra hagsmuni þess verulegu máli, og að aðgangur að þeim frumvarpsdrögum sem beiðni kæranda beinist að kynni að svo stöddu að leiða til þess að tilætlaður árangur af endurskoðun laga nr. 98/1999 kynni að einhverju leyti að skerðast en það er og mat ráðuneytisins sjálfs.</p> <p>Samkvæmt því sem rakið er hér að framan verður fallast á að skilyrðum til að hafna beiðni um aðgang að umræddum frumvarpsdrögum frá 13. janúar 2008 á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sé fullnægt að svo stöddu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tekur í því sambandi fram að samkvæmt 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga skal veita aðgang að gögnum sem 4. tölul. 6. gr. laganna tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum er að fullu lokið, nema ákvæði 5. gr. eða 1.-3. tölul. 6. gr. eigi við.</p> <p>Að framangreindri niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar fenginni telur hún ástæðulaust að taka sérstaka afstöðu til þess hvort drögin frá 13. janúar 2008 teljist vinnuskjöl eða ekki.</p> <p>Úrskurðarorð</p> <p>Staðfest er synjun viðskiptaráðuneytisins frá 27. apríl 2009 á því að afhenda kæranda, [...] að svo stöddu afrit af drögum frá 13. janúar 2008 að frumvarpi um breytingu á lögum um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999.</p> <p align="center"> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson,</p> <p align="center">formaður</p> <p align="center"> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                                          Trausti Fannar Valsson.</p> <br /> <br /> |
A-308/2009 úrskurður frá 14. ágúst 2009 | Kærð var ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja afhendingu gagna sem lögð voru fram á fundi borgarráðs 28. maí 2009 í tilefni af fyrirspurn fulltrúa í borgarráði frá 14. þess sama mánaðar. Aðgangur veittur að hluta. | <p>A-308/2009. Úrskurður frá 14. ágúst 2009.</p> <p align="center">ÚRSKURÐUR</p> <p>Hinn 14. ágúst 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-308/2009.</p> <p align="center">Kæruefni og málsatvik</p> <p>Með tölvubréfi, dags. 4. júní 2009, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kærði [...] þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja [...] um afhendingu gagna sem lögð voru fram á fundi borgarráðs 28. maí 2009 í tilefni af fyrirspurn fulltrúa í borgarráði frá 14. þess sama mánaðar.</p> <p>Atvik málsins eru þau að kærandi óskaði eftir því við Reykjavíkurborg að fá afhent gögn sem lögð voru fram á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar 28. maí 2009 sem svar við fyrirspurn fulltrúa í ráðinu frá 14. sama mánaðar. Nánar tiltekið fól umrædd fyrirspurn í sér ósk um „sundurliðað yfirlit um stöðu lóðarhafa á nýbyggingarsvæðum borgarinnar m.t.t. stöðu framkvæmda og í hversu mörgum tilvikum [hefðu] komið fram óskir um að Reykjavíkurborg [leysti] lóðirnar til sín.“ Með tölvubréfi frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3. júní 2009, fékk kærandi afhent svar borgarstjóra við umræddri fyrirspurn, dags. 22. maí 2009, þar sem fram kemur m.a. listi yfir þær lóðir sem óskað hafði verið eftir að skilað yrði til borgarinnar. Hins vegar var kæranda með umræddu tölvubréfi ekki afhent fylgiskjal sem fylgt hafði svari borgarstjóra, en í því kemur fram sérstakt yfirlit yfir stöðu framkvæmda á útboðslóðum 2006 í Úlfarsárdal.</p> <p>Með tölvubréfi þann sama dag, þ.e. 3. júní, óskaði kærandi formlega eftir aðgangi að umræddu fylgiskjali með vísan til upplýsingalaga nr. 50/1996. Með tölvubréfi, dags. 4. júní 2009, synjaði Reykjavíkurborg beiðni kæranda með vísan til þess að um væri að ræða upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem borgin teldi rétt að farið væri með sem trúnaðarmál, sbr. fyrri málslið 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Málsmeðferð</p> <p>Eins og fram hefur komið var synjun Reykjavíkurborgar kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með tölvubréfi, dags. 4. júní 2009. Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 10. júní sl., var Reykjavíkurborg kynnt kæran og veittur frestur til 16. júní til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir synjuninni. Var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefndinni yrðu innan sama frests látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran laut að. Með bréfi úrskurðarnefndar, dags. 12. júní, var sá frestur síðan framlengdur til 22. júní að beiðni kærða.</p> <p> Með tölvubréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 19. júní, benti kærandi á að Reykjavíkurborg hefði í desember 2008 veitt íbúa í borginni svipaðar upplýsingar og beiðni hans beindist að og [...] hefði þær upplýsingar nú undir höndum. Fylgdu umræddar upplýsingar bréfi kæranda.</p> <p>Með bréfi, sem einnig er dags. 19. júní., bárust úrskurðarnefndinni athugasemdir Reykjavíkurborgar við hina fram komnu kæru. Var þar ítrekuð sú afstaða að synja bæri beiðninni á grundvelli fyrri málsliðar 5. gr. upplýsingalaga. Segir ennfremur í bréfinu að yfirlitsblaðið hafi að geyma persónugreinanlegar upplýsingar sem varði einkaframkvæmdir og falli ótvírætt undir einkamálefni einstaklinga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að farið verði með sem trúnaðarmál. Með bréfinu fylgdi einnig afrit af hinum umbeðnu gögnum.</p> <p>Með bréfi, dags. 23. júní, kynnti úrskurðarnefnd kæranda umsögn Reykjavíkurborgar og veitti honum frest til 29. sama mánaðar til að koma að frekari athugasemdum vegna kæru hans í ljósi umsagnarinnar. Sama dag kynnti úrskurðarnefnd fyrir Reykjavíkurborg athugasemdir þær sem borist höfðu frá kæranda þann 19. júní og var Reykjavíkurborg einnig veittur frestur til 29. þess mánaðar til að láta í ljós álit sitt á þeim.</p> <p>Reykjavíkurborg sendi inn athugasemdir sínar við erindi kæranda frá 19. júní með bréfi, dags. 26. júní. Voru þar sjónarmið þau sem komið höfðu fram í upphaflegum athugasemdum borgarinnar, dags. 19. júní, ítrekuð. Þar segir ennfremur svo:</p> <p>„Umrætt fylgiskjal sem fylgdi með tölvubréfi kæranda virðist hafa verið afhent vegna mistaka af hálfu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg telur sér ekki skylt að afhenda þau gögn sem kærandi fer fram á þó svo að fyrrgreind afhending hafi farið fram enda getur hún ekki skapað kæranda neinn rétt til aðgangs, t.d. á grundvelli jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, þar sem fyrir liggur það mat sveitarfélagsins að þær upplýsingar sem þar koma fram falli undir ákvæði 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“</p> <p>Af þessu tilefni sendi úrskurðarnefnd kæranda bréf, dags. 1. júlí sl., þar sem honum var veittur frestur til 7. júlí sl. til að koma á framfæri frekari athugasemdum af sinni hálfu vegna hinnar nýju umsagnar Reykjavíkurborgar. Ekki bárust athugasemdir fyrir lok frestsins og sendi úrskurðarnefnd kæranda því tölvubréf, dags. 14. júlí sl., þar sem honum var gefinn frestur til 20. júlí til að koma að athugasemdum sínum, ella yrði málið tekið til úrskurðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna.</p> <p>Kærandi sendi athugasemdir sínar til úrskurðarnefndar með tölvubréfi, dags. 17. júlí 2009.</p> <p align="center">Niðurstöður</p> <p>Í máli þessu reynir á aðgang kæranda að upplýsingum um stöðu lóðarhafa á nýbyggingarsvæðum Reykjavíkurborgar sem koma fram í yfirliti sem fylgdi svari borgarstjóra, dags 22. maí 2009, við fyrirspurn fulltrúa í borgarráði um stöðu lóðarhafa á nýbyggingarsvæðum borgarinnar. Var hið umrædda svar, ásamt yfirlitinu, lagt fram á fundi borgarráðs 28. sama mánaðar.</p> <p>Meginregla upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum hjá stjórnvöldum kemur fram í 3. gr. laganna. Sá upplýsingaréttur sem þar er kveðið á um sætir takmörkunum samkvæmt nánari fyrirmælum 4.-6. gr. upplýsingalaga. Í máli þessu reynir á hvort þær upplýsingar sem fram koma á umræddu skjali teljist upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. laganna. Tekur úrskurðarnefndin fram að í því sambandi skiptir ekki máli hver tilgangur kæranda er með því að leita umræddra upplýsinga, hvort af hans hálfu er fyrirhugað að birta þær í fjölmiðlum eða nýta þær á annan hátt.</p> <p>Samkvæmt fyrri málslið 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það myndi takmarka mjög upplýsingaréttinn ef allar upplýsingar, sem snerta einkahagsmuni einstaklinga væru undanþegnar. Er þeirri stefnu fylgt að láta meginregluna um upplýsingarétt taka til slíkra upplýsinga en með þeim takmörkunum sem gera verður m.a. til að tryggja friðhelgi einkalífs, sbr. 5. gr. Upplýsingarétturinn verður almennt ekki takmarkaður samkvæmt ákvæðinu nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingarnar eru veittar.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér það gagn sem kæranda hefur verið synjað um aðgang að af hálfu Reykjavíkurborgar. Skjalið, sem er dagsett 20. maí 2009, inniheldur fjóra dálka. Í fyrsta dálki kemur fram heiti viðkomandi lóðar. Í dálki tvö kemur fram íbúðafjöldi sem ráðgert er að byggja á hverri lóð fyrir sig. Í þriðja dálki kemur fram hvort teikningar fyrir viðkomandi lóð hafi verið samþykktar og þá hvenær það var gert og í fjórða dálki kemur fram hvort framkvæmdir á viðkomandi lóð séu hafnar, og eftir atvikum hvort húsnæði sé orðið fokhelt. Í lok skjalsins kemur svo fram samantekt ofangreindra upplýsinga. Ekki koma fram beinar upplýsingar á yfirlitinu um fjárhag lóðarhafa, en á hinn bóginn er af upplýsingum í dálkum nr. þrjú og fjögur m.a. hægt að draga ályktanir um stöðu framkvæmda og hvort framgangur þeirra sé í samræmi við almenna skilmála borgarinnar um framkvæmdahraða.</p> <p>Líkt og fram kemur í úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-236/2006 og A-272/2007 verður almennt ekki talið að upplýsingar um það hvort einstaklingur, lögaðili eða opinber aðili hafi fengið útgefið leyfi til byggingar íbúðarhúsnæðis eða húsnæðis fyrir starfsemi sína samkvæmt framlögðum teikningum séu þess eðlis að þær skuli fara leynt skv. 5. eða 6. gr. upplýsingalaga. Hið sama verður almennt að telja að eigi við um úthlutun á byggingarrétti á tilteknum lóðum. Með vísan til þessa verður að telja að kærandi eigi rétt á aðgangi að þeim upplýsingum sem fram koma í dálkum eitt og tvö í umræddu yfirliti, sem og samantektinni síðast í skjalinu.</p> <p>Þær upplýsingar sem fram koma í því yfirliti sem hér er um að ræða lúta á hinn bóginn að fleiri þáttum en einvörðungu því hvort ákveðnum aðila hafi af hálfu sveitarfélags verið veitt heimild til tiltekinna framkvæmda eða honum úthlutaður byggingarréttur á tiltekinni lóð. Með vísan til þess að hið umbeðna yfirlit geymir upplýsingar um stöðu framkvæmda á 102 tilgreindum lóðum í Úlfarsárdal í Reykjavík, þar sem fyrirhugað er að byggja samtals 341 íbúð, og að teknu tilliti til hagsmuna þeirra lóðarhafa sem hér um ræðir, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að fallast beri á þá ákvörðun kærða, Reykjavíkurborgar, að synja kæranda um aðgang að umbeðnu gagni með vísan til 5. gr. upplýsingalaga hvað varðar þær upplýsingar sem fram koma í dálkum þrjú og fjögur í skjalinu.</p> <p>Í 7. gr. upplýsingalaga kemur fram að eigi ákvæði 4.-6. gr. laganna aðeins við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins. Með vísan til þessa ber Reykjavíkurborg að afhenda kæranda það skjal sem honum hefur verið synjað um aðgang að og kæra máls þessa beinist að, en þó með þeirri takmörkun að ekki skal veita honum aðgang að þeim upplýsingum sem fram koma í dálkum þrjú og fjögur í skjalinu. Nánar tiltekið skal veita kæranda aðgang að skjalinu í heild sinni, að undanskildum dálkum með yfirskriftina „Teikningar samþykktar“ og „Framkvæmdir hafnar“.</p> <p>Þar sem Reykjavíkurborg var samkvæmt framangreindu rétt að synja um aðgang að hluta af umræddu skjali með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 hefur það ekki áhrif á niðurstöðu málsins þó að Reykjavíkurborg hafi í desember 2008 afhent einstaklingi sambærilegt yfirlit og það sem beiðni kæranda í máli þessu lýtur að.</p> <p align="center"> Úrskurðarorð</p> <p> Reykjavíkurborg ber að afhenda kæranda, [...] fylgiskjal sem fylgdi svari borgarstjóra, dags. 22. maí 2009, og lagt var fram á fundi í borgarráði Reykjavíkurborgar 28. sama mánaðar, þar sem fram kemur yfirlit yfir stöðu framkvæmda á útboðslóðum í Úlfarsárdal, að undanskildum þeim upplýsingum sem fram koma í dálki þrjú og fjögur í skjalinu.</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson,</p> <p align="center"> formaður</p> <p align="center"> </p> <p align="center"> </p> <p>Sigurveig Jónsdóttir                                                                                                                           Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 307/2009 Úrskurður frá 16. júlí 2009 | Kærð var synjun Ríkiskaupa og Austurhafnar-TR ehf. á beiðni um afhendingu afrits af tilboði og öðrum fylgigögnum sem og viðaukum ef einhverjir væru með samningi sem Ríkiskaup og Austurhöfn-TR ehf. gerðu við [A] 9. mars 2006. Aðili máls. Gildissvið upplýsingalaga. Gögn er varða tiltekið mál. Kröfugerð kæranda. Mikilvægir almannahagsmunir vegna viðskipta. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Vinnuskjöl. Frávísun að hluta. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 16. júlí 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-307/2009.</p> <h3><br /> Kæruefni</h3> <p>Með kæru, dags. 17. júlí 2008, kærði [...], fyrir hönd [A] og [B], hér eftir nefndir kærandi synjun Ríkiskaupa frá 16. júlí 2008 og Austurhafnar-TR ehf. frá 1. júlí 2008 á beiðni kæranda um afhendingu afrits af tilboði og öðrum fylgigögnum sem og viðaukum ef einhverjir væru með samningi sem Ríkiskaup og Austurhöfn-TR ehf. gerðu við [C] 9. mars 2006.</p> <p>Samkvæmt gögnum málsins er hér í fyrsta lagi um að ræða eftirtalda viðauka við samninginn:</p> <p>1. Descriptive document<br /> 2. Private Partners Proposal<br /> 3. Minutes of Meetings<br /> 4. ISO Agreement<br /> 5. Statement from the National Bank<br /> 6. Design and Constructions matters<br /> 7. Design and Constructions Program<br /> 8. Review Procedure<br /> 9. Clients Claims<br /> 10. Direct Agreement<br /> 11. Required Insurance<br /> 12. Registrable liens and Charges<br /> 13. Valuation of assets<br /> 14. Collateral Warranty Consultants<br /> 15. Collateral Warranty Subcontractors<br /> 16. List of Sub-Contractors<br /> 17. Dispute Resolution</p> <p>Í öðru lagi er í gögnum málsins að finna eftirtalin fylgigögn samningsins.</p> <p>1. Proposal for Local Plan<br /> 2. Construction Contract between [D] and [C]<br /> 3. Conceptual Drawings<br /> 4. Private Partner, Articles of Association, relevant clauses<br /> 5. Private Partner II, Articles of Association, relevant clauses<br /> 6. Real Estate Company, Articles of Association relevant clauses<br /> 7. Operation Company, Articles of Association relevant clauses<br /> 8. Agreement between [D] and City of Reykjavík<br /> 9. Declaration from the mayor and chairman of the city‘s planning commitee</p> <p>Rétt er að taka fram að á lista yfir fylgigögn, sem fylgdu samningi Ríkiskaupa og Austurhafnar-TR ehf. frá 9. mars 2006, eru upp talin í númeraðri röð 20 gögn. Hins vegar fylgdu samningnum aðeins ofangreind 9 fylgigögn. Eins og nánar er vikið að í niðurstöðum nefndarinnar hér að aftan verður hér á því byggt að fylgigögn samningsins séu í reynd aðeins þau níu gögn sem hér eru upp talin.</p> <p>Í þriðja lagi liggja fyrir í gögnum málsins tveir viðbótarsamningar sem gerðir voru eftir undirritun samnings aðila frá 9. mars 2006:</p> <p>1. Samkomulag milli  byggingarfulltrúans í Reykjavík f.h. Reykjavíkurborgar, [D], [E] og Austurhafnar-TR ehf.<br /> 2. Samkomulag um breytingu á samningi frá 9. mars 2006, dags. 12. janúar 2007.</p> <p>Um afhendingu allra þessara gagna hafa Ríkiskaup og Austurhöfn-TR ehf. synjað kæranda.</p> <p>Með tölvubréfi, dags. 23. júní 2009, benti lögmaður kæranda á að í kæru hefði komið fram krafa um aðgang að öllum viðbótarsamningum sem gerðir hefðu verið. Ástæða væri til að ætla að fleiri samkomulög hefðu verið gerð milli aðila „nú eftir bankahrun“, eins og segir í bréfinu. Fór lögmaðurinn, fyrir hönd kæranda, fram á að jafnframt yrðu afhentar bókanir sem varði samninginn og feli í sér breytingu frá upphaflegu samþykki. Með bréfi, dags. 1. júlí 2009, var kæranda bent á að samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 væri heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál og skyldi slík ákvörðun borin undir nefndina innan 30 daga frá því að þeim sem fór fram á aðgang að gögnum var kynnt um ákvörðun, sbr. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga. Kærandi ritaði nefndinni á ný tölvubréf, dags. 2. júlí 2009, þar sem áréttuð var sú afstaða að kæran tæki til allra gagna sem varði umræddan samning frá 9. mars 2006, þ.m.t. samninga, bókana, viðauka og annað er hann varði eftir dagsetningu kæru. Fór kærandi þess jafnframt á leit að nefndin kallaði eftir slíkum viðbótum við samninginn hjá kærða.</p> <p> </p> <h3><br /> Málsatvik</h3> <p><br /> Í apríl 2004 óskaði Ríkiskaup fyrir hönd Austurhafnar-TR ehf., sem er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar, eftir þátttakendum í forvali þar sem fyrirhugað var að efna til samningskaupa um veitingu sérleyfis til að byggja, eiga og reka tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel, ásamt tilheyrandi bílastæðum, við austurhöfnina í Reykjavík. Meðal þeirra sem uppfylltu lágmarksskilyrði forvalsgagna var kærandi og [C], samstarfshópur þriggja fyrirtækja: [F], [G] og [D] Hinn 9. mars 2006 var undirritaður samningur milli Austurhafnar-TR ehf. og [C]</p> <p>Með bréfi, dags. 16. mars 2006, óskaði lögmaður Fasteignar hf. eftir því að fá afrit af umræddum samningi frá 9. mars sama ár. Reykjavíkurborg og Ríkiskaup höfnuðu bæði þessari beiðni. Kærandi fékk þó afhent yfirlit samninga sem gerðir höfðu verið. Málið kom til kasta úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í úrskurði í málinu nr. A-233/2006 úrskurðaði nefndin á þann veg að kærandi ætti rétt á aðgangi að samningnum, með nokkrum tilgreindum undantekningum. Eins og kæra sú sem þar var til úrskurðar var úr garði gerð náði beiðni kæranda einvörðungu til þess samnings sem undirritaður var 9. mars 2006 en ekki til þeirra fylgigagna sem í honum var getið. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var staðfest af héraðsdómi, sbr. mál nr. E-7407/2006, og síðan af Hæstarétti, sbr. dóm í máli nr. 366/2007.</p> <p>Með tölvubréfi, dags. 3. júlí 2008, til Ríkiskaupa, Austurhafnar-TR. ehf. og Reykjavíkurborgar, fór kærandi fram á að fá hið fyrsta afhent öll fylgigögn með samningi milli Austurhafnar-TR ehf. og [C] hf., sem og alla viðbótarsamninga eða viðauka sem gerðir hefðu verið.</p> <p>Kæranda barst svar Austurhafnar-TR ehf. með tölvubréfi, dags. 11. júlí. Þar kemur fram að félagið líti svo á að þau gögn sem óskað sé aðgangs að séu milli tveggja einkaréttarlegra félaga og falli því utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 50/1996. Með vísan til dóms Hæstaréttar í máli nr. 366/2007 falli umrædd gögn aðeins undir upplýsingalögin ef íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafi undirritað þau vegna skuldbindinga sem af þeim leiði fyrir ríki og borg. Jafnframt tekur félagið fram að jafnvel þótt talið yrði að gögnin féllu undir upplýsingalög telji félagið að mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir samningsaðila vegi mun þyngra en upplýsingaréttur almennings og því megi ekki veita aðgang að þeim án samþykkis hlutaðeigandi félaga. Með vísan til þessa var beiðni kæranda hafnað.</p> <p>Kæranda barst svar Ríkiskaupa með tölvubréfi, dags. 16. júlí 2008. Þar kemur fram samhljóða rökstuðningur fyrir synjun á beiðni kæranda og í bréfi Austurhafnar-TR ehf.</p> <p>Í kæru máls þessa, dags. 17. júlí 2008, kemur fram að krafa kæranda um aðgang umbeðinna gagna sé einkum byggð á 3. og 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Umbeðin gögn hafi verulega þýðingu um sönnun og því nauðsynleg til þess að kærandi geti metið hvort jafnræðis hafi verið gætt í samningskaupaferli, sbr. 11. gr. þágildandi laga nr. 94/2001, um opinber innkaup. Byggir kærandi á því að telja verði þá til aðila máls í skilningi 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <h3><br /> Málsmeðferð</h3> <p><br /> Ríkiskaupum var kynnt framkomin kæra og stofnuninni gefinn kostur á að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd um upplýsingamál yrðu látin í té gögn málsins.</p> <p>Athugasemdir Ríkiskaupa bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 25. ágúst 2008. Þar hafnar stofnunin því, í fyrsta lagi, að kærandi geti talist aðilar máls í skilningi 9. gr. upplýsingalaga, enda séu þeir ekki aðilar að samningi Austurhafnar-TR ehf. og [C] Hið sama gildi um viðauka og fylgigögn við samninginn. Í öðru lagi kemur fram í athugasemdunum sú afstaða Ríkiskaupa að þeir viðaukar og fylgigögn sem kærandi krefjist aðgagns að falli ekki undir upplýsingalög. Ríkiskaup séu ekki aðili að viðaukum samnings Austurhafnar-TR ehf. og [C] frá 9. mars 2006 eða fylgigögnum hans og í þeim sé ekki mælt fyrir um neinar skuldbindingar stofnunarinnar. Síðan segir m.a. svo:</p> <p>„Upplýsinganefndinni hefur þegar í tengslum við mál nefndarinnar nr. A-233/2006 verið afhent afrit af samningunum, viðaukum og fylgiskjölum. Til viðbótar við þau skjöl eru bréfi þessu meðfylgjandi tveir viðbótarsamningar sem gerðir hafa verið síðan gögnin voru afhent. Kærði gerir ekki athugasemdir við að meðfylgjandi viðbótarsamningar verði afhentir kæranda en krefst þess að fá tækifæri til að strika út viðkvæmar upplýsingar sem þar er að finna til samræmis við heimild þess efnis í 7. gr. UPL áður en samningarnir verða afhentir og gerir þá kröfu að öðrum aðilum samninganna verði gefið samskonar tækifæri.“</p> <p>Hvað varðar aðgang að viðaukum við samninginn frá 9. mars 2006 er af hálfu Ríkiskaupa byggt á því í fyrsta lagi að ekki sé tækt að veita aðgang að gögnum þar sem fram koma upplýsingar um einkahagsmuni [C] og [I] án þess að fyrst sé leitað álits [C]. Þá telja Ríkiskaup að í tilboði [C], sbr. viðauka nr. 2, sé að finna upplýsingar sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Hið sama gildi um þær fundargerðir sem sé að finna í viðauka nr. 3 enda komi í þeim fram viðkvæmar upplýsingar um samningsgerðina. Einnig er á því byggt að fundargerðirnar séu vinnuskjöl og þar með undanþegnar upplýsingarétti á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þá er á því byggt að í viðauka nr. 5 komi fram upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni [I] og séu þær því undanþegnar upplýsingarétti skv. 5. gr. upplýsingalaga. Einnig kemur fram í athugasemdum Ríkiskaupa að í viðauka nr. 7, „Design and Constructions Program“, sé að finna upplýsingar sem varði mikilvæga viðskiptahagsmuni [C]. Beri því að neita aðgangi að viðaukanum í heild sinni á grundvelli 5. gr. upplýsinglaga.</p> <p>Hvað varðar önnur fylgigögn með samningi aðila kemur fram í athugasemdum Ríkiskaupa að þar sé um að ræða gögn sem ekki teljist eiginlegur hluti samningsins heldur skjöl sem aðilar hafi ákveðið að hafa meðfylgjandi honum, fyrst og fremst í hagræðingarskyni. Komi enda fram í skilgreiningarkafla samningsins að hann samanstandi af aðalefni samningsins og viðaukum („Schedules“) við hann. Fylgiskjöl („appendices“) við samninginn séu því ekki hluti hans. Þá taka Ríkiskaup fram að líta beri svo á að umrædd fylgigögn falli ekki undir ákvæði upplýsingalaga endi ekki í þeim mælt fyrir um skuldbindingar af hálfu kærða auk þess sem þau tengist ekki því samningskaupaferli sem kærandi hafi tekið þátt í. Fari svo að úrskurðarnefndin telji umrædd gögn falla undir gildissvið upplýsingalaga er á því byggt að í fylgigögnunum sé að finna upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Byggja Ríkiskaup á því að fylgigagn nr. 2, sbr. númeraröðun þá sem fram kemur hér að framan þar sem fjallað er um afmörkun á kæruefni máls þessa, sé einkaréttarlegur verktakasamningur milli tveggja aðila, [C]ar og [D] Ljóst sé því að hann sé undanþeginn upplýsingaskyldu skv. 5. gr. upplýsingalaga. Fylgigagn nr. 3  tengist tilboði [C]ar og um það gildi því sömu rök og um fylgigagn nr. 2. Fylgigagn nr. 8 sé samningur milli [D] og Reykjavíkurborgar um nánari útfærslu á vegagerð og aðkomu að svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur. Sé það ekki á færi Ríkiskaupa að taka ákvörðun um aðgang að þeim samningi.</p> <p>Að lokum benda Ríkiskaup á að líta beri svo á að bæði samningurinn, viðaukar og fylgigögn feli í heild sinni í sér nokkurskonar „uppskrift að tónlistarhúsi“ og ljóst að í því einu og sér felist gríðarlega mikil verðmæti bæði fyrir einkaréttarlega aðila samningsins og alla þá sem í framtíðinni hyggjast koma að sambærilegri samningsgerð. Umrædd gögn ættu því að vera undanþegin upplýsingaskyldu á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Þá vekja Ríkiskaup athygli á að um sé að ræða samning milli tveggja einkaréttarlegra aðila og sú staðreynd hljóti að leiða til þess að mat á mikilvægum fjárhags- og viðskiptahagsmunum sem undanþegnir séu upplýsingarétti skv. 5. gr. upplýsingalaga verði frábrugðið því mati sem á sér stað þegar um opinberan aðila er að ræða, einkaaðilum til hagsbóta.</p> <p>Kærandi fékk athugasemdir Ríkiskaupa til athugasemda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 11. september 2008. Athugasemdir lögmanns kæranda bárust nefndinni með bréfi, dags. 28. sama mánaðar.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál aflaði frekari gagna í málinu á árinu 2008 og 2009. Hjá nefndinni voru vistuð þau gögn sem beiðni kæranda laut að, frá meðferð nefndarinnar á eldra kærumáli tengdu byggingu hins umrædda tónlistar- og ráðstefnuhúss, sbr. úrskurðarnefndarinnar  nr. A-233/2006. Jafnframt fékk nefndin afhent á ný, frá kærðu, heildargögn málsins. Voru þau afhent úrskurðarnefndinni 13. mars 2009.  Er hér ekki þörf á að lýsa meðferð málsins með tæmandi hætti. Rétt er þó að taka fram að með bréfum, dags. 26. maí 2009, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir nánari afstöðu  [C], Reykjavíkurborgar, Austurhafnar-TR ehf. og [D] og með bréfi og tölvubréfi, dags. 1. júlí 2009, var óskað afstöðu Ríkiskaupa og [I] til kærunnar.</p> <p>Í athugasemdum Guðrúnar Bergsteinsdóttur hdl., dags. 3. júlí 2009, fyrir hönd Austurhafnar-TR ehf.,  [C] og Ríkiskaupa, kemur fram að Austurhöfn-TR ehf. hafi verið stofnað í apríl 2003 í kjölfar samkomulags ríkis og borgar frá árinu áður um að leggjast á eitt um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík. Íslenska ríkið eigi 54% í fyrirtækinu en Reykjavíkurborg 46%. Austurhöfn hafi ekki verið falið neitt opinbert vald og það hafi ekki neitt sérstakt stjórnsýsluhlutverk. Af því leiði að upplýsingalögin eigi ekki við um Austurhöfn. Beri af þeim sökum að hafna beiðni um aðgang að upplýsingum.</p> <p>Sé því á hinn bóginn hafnað að aðgangi að gögnum sé heimilt að synja á þeim grundvelli að upplýsingalög taki ekki til Austurhafnar, sé afstaða Austurhafnar, Ríkiskaupa og [C] eftirfarandi:</p> <p>„Austurhöfn eignaðist [C] og dótturfélög þess ásamt systurfélagi [C], [H], og dótturfélög þess, fyrr á þessu ári og félögin því öll komin í eigu ríkis og borgar. Austurhöfn, Ríkiskaup og [C] líta því svo á að þau hafi ekki lengur neinna hagsmuna að gæta og geti því ekki annað en fallist á beiðni kæranda fyrir sitt leyti. Hins vegar kunna [I] og [J] að hafa hagsmuna að gæta og því telja Austurhöfn, Ríkiskaup og [C] sér ekki fært að veita aðgang að fylgiskjölunum nema í sátt við [I] og [J]“</p> <p>Eins og fram kom hér að framan óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir afstöðu [I] til framkominnar kæru með tölvubréfi, dags. 1. júlí 2009. Svar barst frá bankanum með bréfi, dags. 13. júlí. Þar lýsir bankinn í fyrsta lagi þeirri afstöðu að hann telji að umræddur samningur, og þar með fylgigögn hans, feli í sér upplýsingar um samningsgerð milli einkaaðila, þ.e. Austurhafnar-TR ehf. og [C]. Bendir bankinn á að annars vegar sé um að ræða gögn sem einvörðungu varði Austurhöfn og [C]. Einsýnt sé að þessir aðilar falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga. Hins vegar sé um að ræða gögn sem feli í sér upplýsingar sem tengist samningi aðila en opinberir aðilar hafi aðkomu að. Verði aðgangur að slíkum upplýsingum veittur sé það verulega íþyngjandi fyrir Austurhöfn og [C], og eftir atvikum einnig fyrir bankann. Í ljósi þess og með lögmætisreglu íslensks réttar í huga sé ekki tækt að leggja víðtækari skilning í ákvæði upplýsingalaga en ráða megi af orðum þeirra og telji bankinn því einnig að slík gögn falli utan ákvæða upplýsingalaga. Þá er af hálfu bankans einnig vísað til þess að í dómi Hæstaréttar í máli nr. 366/2007 hafi meirihluti réttarins byggt niðurstöðu sína á því að Ríkiskaup hafi séð um þau innkaup sem leiddu til umrædds samnings fyrir hönd Austurhafnar-TR ehf. og hafi samningurinn verið undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar vegna þeirra skuldbindinga sem af samningnum leiddi fyrir þessa aðila. Meirihlutinn í málinu hafi talið að samningurinn hafi verið gagn sem félli undir gildissvið upplýsingalaga og af niðurstöðunni megi ráða að hún sé að meginstefnu byggð á því að hinir opinberu aðilar, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafi undirritað viðkomandi samning. Með vísan til þessa bendir [I] á að athuga verði aðkomu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar að þeim gögnum sem kærandi óski aðgangs að, með sjálfstæðum hætti í tilviki hvers og eins gagns.</p> <p>Þá tekur [I] fram, fallist úrskurðarnefndin ekki á ofangreindar röksemdir bankans, að hann telji að synja beri um aðgang að hluta eða öllum þeim gögnum sem krafist er aðgangs að á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, enda varði gögnin mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi félaga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Hvað bankann varði sérstaklega er bent á að gögn þau sem kærandi óski aðgangs að kunni að hafa mikil áhrif á bankann og þá starfsemi sem þar fer fram. [I] hafi verið aðaleigandi annars samningsaðila, [C]ar ehf., á þeim tíma sem útboð, samningsviðræður og tilboð í tengslum við samninginn hafi átt sér stað og þegar samningurinn með fylgigögnum var undirritaður. Bendir bankinn á að við mat á því hvort rétt sé að synja um aðgang að gögnum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga beri að líta til þess hvort veiting upplýsinga sé til þess fallin að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni. Beri í því sambandi að nefna að aðalverkefni bankans við þær aðstæður sem nú séu uppi, þar sem bankinn sé félag í greiðslustöðvun og innköllun til kröfuhafa hafi verið gefin út, sé að hámarka eins og kostur sé verðmæti eigna til hagsbóta fyrir kröfuhafana. Mikilvægur þáttur þess verkefnis sé að koma, eins og frekast er unnt, í veg fyrir allt sem valdið geti bankanum fjárhagslegu tjóni. Hafa verði í huga að bankastarfsemi sé í eðli sínu flókin og viðkvæm, þar sem gæta beri ítrustu varfærni og trúnaðar þegar komi að gögnum og upplýsingum. Bendir bankinn jafnframt í þessu sambandi á mikilvægi þess að tekið sé tillit til mögulegs fordæmisgildis sem ákvörðun í málinu kunni að hafa á síðari mál tengd þeirri mikilvægu starfsemi bankans sem framundan sé. Varðandi kröfuhafa bankans sérstaklega er jafnframt vísað til ákvæða laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti, eftir því sem við á, og þess sjónarmiðs að mikilvægt sé að kröfuhafar fái aðgang að upplýsingum með lögformlegum hætti og samtímis, þar sem fyllsta jafnræðis sé gætt.</p> <p>Í ljósi alls ofangreinds og þeirra mikilvægu fjárhags- og viðskiptalegu hagsmuna sem í húfi séu, bæði fyrir Austurhöfn og [C], og eftir atvikum einnig fyrir bankann sem fyrrum eiganda alls hlutafjár, sé það mat bankans að synja beri kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum og upplýsingum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í bréfi [D] til úrskurðarnefndarinnar, dags. 3. júlí 2009, kemur fram að félagið leggist gegn því að kæranda verði afhent fylgigögn nr. 1 og 8, „Construction Contract between [D] and [C]“ og „Agreement between [D] and City of Reykjavík“. Bendir fyrirtækið á að í þessum gögnum komi fram upplýsingar sem varði grundvöll verðlagningar [D] og önnur mikilvæg atriði er varði stöðu félagsins í samkeppni. Óásættanlegt sé að slíkar upplýsingar komist í hendur samkeppnisaðila eða lögmanna þeirra. Hins vegar gerir félagið ekki athugasemdir við að kæranda verði afhent samkomulag byggingarfulltrúans í Reykjavík og [D] frá 8. desember 2006 (sbr. viðbótarsamning nr. 2 í upptalningu að framan) standist slíkt landslög.</p> <p>Í bréfi Reykjavíkurborgar, dags. 11. júní 2009, kemur fram að af hálfu borgarinnar séu hvorki gerðar athugasemdir við að kæranda verði afhent samkomulag milli byggingarfulltrúans í Reykjavík og [D] frá 8. desember 2006 (sbr. viðbótarsamning nr. 2 í upptalningu að framan), né afhendingu á samningi Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og [D] frá 15. mars 2006 (sbr. fylgigagn nr. 8, „Agreement between [D] and City of Reykjavík“).</p> <p>Aðilar málsins, sem og þeir aðilar sem upplýsingarnar varða að öðru leyti, hafa lýst frekari sjónarmiðum og rökum í máli þessu. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er þó ekki þörf á að rekja þau hér með nánari hætti. Úrskurðarnefndin hefur litið til sjónarmiða nefndra aðila við úrlausn málsins.</p> <p>Nefndarmaðurinn Sigurveig Jónsdóttir er vanhæf til meðferðar þessa máls, sbr. 3. tölul. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og tók varamaður hennar, Helga Guðrún Johnson, því sæti í nefndinni við meðferð og afgreiðslu málsins.</p> <p> </p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p><br /> <strong>1.</strong><br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Þar með falla Ríkiskaup undir lögin. Ríkiskaup stóðu, fyrir hönd Austurhafnar-TR ehf., sem er fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, að gerð samnings um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss á austurbakka Reykjavíkurhafnar. Hefur kærandi því réttilega beint beiðni sinni og kæru að stjórnvaldinu Ríkiskaupum.</p> <p>Kæru þessari var jafnframt beint að Austurhöfn-TR ehf. Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. upplýsinglaganna taka lögin til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringum við 1. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Þá er tekið fram að lögin taki einnig til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Síðan segir í skýringunum: „Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema því hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna.“ Hér má einnig taka fram að í skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að lögum nr. 161/2001, um breytingu á upplýsingalögum, segir m.a. í tengslum við gildissvið ákvæða um endurnot opinberra upplýsinga að „utan við gildissvið hugtaksins stjórnvald í skilningi 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga falla t.d. öll fyrirtæki sem ríki og sveitarfélög eiga og sett hafa verið á fót á einkaréttarlegum grundvelli, svo sem hlutafélög, einkahlutafélög, sameignarfélög o.s.frv.“</p> <p>Með vísan til framangreinds hefur verið litið svo á að einkaréttarleg félög, s.s. hlutafélög og sameignarfélög, sem eru í eigu hins opinbera, falli utan við gildissvið upplýsingalaga, enda hafi félaginu ekki verið falið að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, eða að í sérlögum sé beinlínis kveðið á um það að upplýsingalögin taki til viðkomandi félags. Má hér m.a. vísa til úrskurða nefndarinnar í málum nr. A-264/2007, A-269/2007, A-273/2007, A-285/2008 og A-290/2008. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður stöðu kærða, Austurhafnar-TR ehf., að vísu ekki að fullu jafnað við stöðu þeirra einkaréttarlegu félaga sem fjallað hefur verið um í nefndum úrskurðum. Tilvist þeirra félaga sem þar var um fjallað byggist með beinum hætti á lagafyrirmælum eða heimildum í lögum. Austurhöfn-TR ehf. er einkahlutafélag, stofnað af hálfu stjórnvalda ríkisins og Reykjavíkurborgar. Ekki er mælt fyrir um tilvist félagsins í lögum og heimild til að stofna einkaréttarlegt félag um byggingu tónlistarhúss og tengd verkefni á austurbakka Reykjavíkurhafnar kemur ekki fram í lögum.</p> <p>Upplýsingalög taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður sú ályktun ekki dregin af 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga að stjórnvöld hafi um það fullt sjálfdæmi hvort þau færi rekstur sinn eða tiltekin verkefni sem þeim eru falin í form einkaréttarlegra félaga með þeim afleiðingum að umrædd starfsemi falli af þeirri ástæðu utan við gildissvið upplýsingalaga. Á hinn bóginn fellur það ekki undir valdsvið úrskurðarnefndarinnar að taka til þess afstöðu hvort stjórnvöldum sé heimilt í einstökum tilvikum, að taka um það ákvörðun, án beinna lagaheimilda, að færa verkefni í einkaréttarlegt rekstrarform líkt og hér er um að ræða. Með hliðsjón af ákvæði 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga er því ljóst að af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður á því að byggja í úrskurði þessum að starfsemi Austurhafnar-TR ehf. falli ekki undir ákvæði upplýsingalaga. Jafnframt liggur fyrir að því fyrirtæki hefur ekki verið falið að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ber samkvæmt því að vísa frá úrskurðarnefndinni kæru á hendur því félagi.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í tölvubréfi kæranda til úrskurðarnefndarinnar var áréttuð sú krafa, sem þá hafði áður fram komið, að kæran tæki til allra gagna sem varði umræddan samning frá 9. mars 2006, þ.m.t. samninga, bókana, viðauka og annað er hann varði eftir dagsetningu kæru. Fór kærandi þess jafnframt á leit að nefndin kallaði eftir slíkum viðbótum við samninginn hjá kærða.</p> <p>Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Til þess að kærandi geti fengið úrlausn úrskurðarnefndar um upplýsingamál um aðgang að gögnum sem til hafa orðið í starfsemi kærða eftir að sú beiðni sem hér er til umfjöllunar nefndarinnar var fram lögð ber kæranda að leggja fram nýja beiðni um aðgang að gögnum, sem þá kann eftir atvikum að vera hægt að bera undir úrskurðarnefndina skv. 14. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þar sem ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að gögnum sem tengjast áður nefndum samningi Ríkiskaupa og [C] um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík og orðið hafa til eftir að kærandi lagði fram upphaflega beiðni sína um aðgang að gögnum, dags. 3. júlí 2008, ber að þessu leyti að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Samkvæmt framangreindu verður í úrskurði þessum tekin afstaða til synjunar Ríkiskaupa á beiðni kæranda um aðgang að öllum fylgigögnum með samningi milli Austurhafnar-TR ehf. og  [C], sem og allra viðbótarsamninga eða viðauka sem gerðir hafa verið vegna þess samnings, og fyrir lágu við framlagningu kæranda á beiðni um aðgang 3. júlí 2008.</p> <p>Eins og leiðir af kæru málsins, og þeim gögnum sem beiðni kæranda beinist að, þarf hér í fyrsta lagi að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að 17 viðaukum við samning aðila frá 9. mars 2006, sbr. upptalningu fyrr í úrskurði þessum. Í samningi aðila um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík og tengdar framkvæmdir kemur með beinum hætti fram að hann samanstandi af aðalefni samningsins og viðaukum (Schedules) við hann. Viðaukar samningsins eru samkvæmt þessu svo nátengdir efni hans að ljóst er að þeir falla undir gildissvið upplýsingalaga með sama hætti og aðalsamningurinn, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 366/2007.</p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“ Umræddir viðaukar eru annars vegar gögn sem til urðu vegna forvals, sem kærandi tók sjálfur þátt í. Hins vegar eru þeir gögn sem tengjast þeim samningi sem gerður var í kjölfar vals á bjóðanda. Úrskurðarnefndin lítur svo á að kærandi sé aðili máls í skilningi hins umrædda ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. forvalsgögnum frá öðrum þátttakendum í útboðinu. Öðru máli gegnir hins vegar þegar hann óskar eftir aðgangi að samningi þeim sem gerður var í kjölfar forvalsins og viðaukum við hann. Þótt kærandi kunni að hafa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að viðaukum við samninginn verður orðalagið „upplýsingar um hann sjálfan“ í 1. mgr. 9. gr. ekki skýrt svo rúmt að það taki til upplýsinga sem fram koma í þeim samningi eða fylgiskjölum með honum. Þar af leiðandi gilda sömu reglur um aðgang kæranda að þeim gögnum og fram koma í II. kafla upplýsingalaga um almennan aðgang að upplýsingum. Með vísan til þessa verður hér fyrst fjallað um rétt kæranda til aðgangs að þeim viðaukum sem teljast til forvalsgagna en síðan um rétt hans til aðgangs að öðrum viðaukum við samninginn.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong><br /> Samkvæmt gögnum málsins innihalda þrír tilteknir viðaukar samnings aðila gögn sem til urðu á þeim tíma þegar endanlegt val á tilboðsgjafa vegna byggingar tónlistarhúss og tengdra verkefna hafði enn ekki farið fram, þ.e. fram til 19. september 2005. Um aðgang kæranda að þessum gögnum fer að 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Hér er í fyrsta lagi um að ræða svonefnt „Descriptive document“, sbr. viðauka við samninginn nr. 1. Í þessum viðauka kemur fram útboðslýsing verksins og ákveðin fylgigögn sem lúta að samskiptum tilboðsgjafa og [C] hf., þar á meðal spurningar og skýringar á skjalinu. Í öðru lagi er um að ræða svonefnt „Private Partners Proposal“, sbr. viðauka nr. 2. Þar kemur fram tilboð [C] hf., þar á meðal endurbætur tilboðsins sem unnar voru fram til 18. ágúst 2005. Í þriðja lagi er hér um að ræða hluta af þeim skjölum sem falla undir viðauka nr. 3, þ.e. „Minutes of Meetings“. Þær fundargerðir sem til urðu til 19. september 2005 eru sex talsins, dags. 10., 14. og 23. júní 2005 og 1., 8. og 9. september sama ár. Með umræddum fundargerðum eru einnig vistuð tvö skjöl, dags. 7. og 8. september, þar sem fram koma svör [C] hf. við tilgreindum spurningum Austurhafnar-TR ehf.</p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að almennt sé skylt að veita aðila máls aðgang að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar sem varða hann sjálfan. Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir í 2. tölul. 2. mgr. að ákvæði 1. mgr. gildi ekki „um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni er leynt eiga að fara skv. 6. gr.“ Þá segir orðrétt í 3. mgr.: „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.“</p> <p>Þrátt fyrir ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefnd að Ríkiskaup eða Austurhöfn-TR ehf. hafi ekki sýnt fram á að það gæti, eitt og sér, skaðað samkeppnisstöðu ríkisins á útboðsmarkaði þótt kæranda yrði veittur aðgangur að ofangreindum gögnum sem tilheyra viðaukum 1, 2 og 3 við umræddan samning. Þær upplýsingar um bjóðendur sjálfa, sem fram koma í viðauka nr. 2, þ.e. í svonefndu „Private Partners Proposal“, eru hins vegar þess eðlis að rétt þykir að takmarka aðgang kæranda að þeim með vísun til 3. mgr. 9. gr. laganna, enda koma þar fram upplýsingar um viðskiptaáætlanir og rekstur hins fyrirhugaða tónlistarhúss og tengdra verkefna. Almennt má telja að í þessu skjali komi fram upplýsingar um þær aðferðir sem [C] hyggst viðhafa til að efna samningsskyldur sínar, og jafnframt er ljóst að þær aðferðir eru byggðar á rannsóknum og vinnu sem kostað hefur umtalsverða fjármuni. Með vísan til þess hversu víða slíkar upplýsingar koma fram í gagninu verður jafnframt að telja að ekki séu skilyrði til að veita kæranda aðgang að hluta þess á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga. Hið sama er að segja um tvö skjöl, dags. 7. og 8. september 2005, sem fylgja viðauka nr. 3 og getið er hér að framan.</p> <p>Hvað varðar viðauka nr. 1, þ.e. „Descriptive document“ og þær sex fundargerðir sem falla undir viðauka nr. 3 og til urðu áður en niðurstaða um val á tilboðsgjafa lá fyrir þann 19. september 2005, verður á hinn bóginn ekki talið að þar komi neitt fram sem sé þess eðlis að það leiði til þess að heimilt sé að takmarka aðgang kæranda að umræddum gögnum á grundvelli 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Þar sem umræddar fundargerðir voru ekki ritaðar af stjórnvaldi einvörðungu til eigin afnota þess sjálfs kemur ekki til álita að takmarka aðgang að þeim með vísan til þess að um vinnuskjöl sé að ræða í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong><br /> Aðrir viðaukar samningsins en þeir sem fjallað var um hér að framan teljast til gagna sem tengjast samningsgerðinni með beinum hætti, og urðu til eftir að val á bjóðanda hafði farið fram. Um rétt kæranda til aðgangs að þeim fer því að 3. gr. upplýsingalaga að gættum takmörkunum 4.-6. gr. laganna eftir því sem við getur átt. Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt. Eins og rakið var hér að framan verður að telja að umræddir viðaukar séu svo nátengdir efni aðalsamningsins að þeir falli af þeim sökum undir ákvæði upplýsingalaga með sama hætti og samningurinn sjálfur.</p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í umræddum viðaukum geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli gera upplýsingalög ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra á metum hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999. Við mat á hagsmunum almennings af því að fá aðgang að umræddum samningi verður að hafa í huga að með samningnum eru ríki og Reykjavíkurborg að ráðstafa opinberu fé og eignum.</p> <p>Þeir viðaukar við samning aðila sem til urðu eftir að val á tilboðsgjafa lá fyrir fara hér á eftir. Er stuðst við sömu númeraröð gagna og fram kemur í afmörkun kæruefnis í fyrsta þætti þessa úrskurðar:</p> <p>4. ISO Agreement<br /> 5. Statement from the National Bank<br /> 6. Design and Constructions matters<br /> 7. Design and Constructions Program<br /> 8. Review Procedure<br /> 9. Clients Claims<br /> 10. Direct Agreement<br /> 11. Required Insurance<br /> 12. Registrable liens and Charges<br /> 13. Valuation of assets<br /> 14. Collateral Warranty Consultants<br /> 15. Collateral Warranty Subcontractors<br /> 16. List of Sub-Contractors<br /> 17. Dispute Resolution</p> <p>Jafnframt er hér um að ræða þær fundargerðir sem falla undir viðauka nr. 3 og til urðu eftir að ákveðið var að ganga til samninga við [C] um umrætt verk.</p> <p>Í fundargerðum sem falla undir viðauka nr. 3 og til urðu eftir að ákveðið var að ganga til samninga við [C] um þá framkvæmd sem hér um ræðir er að finna upplýsingar um framkvæmd verksins, skuldbindingar [C]  og fjárhagsmálefni þess fyrirtækis. Með vísan til 5. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefndin rétt að takmarka aðgang kæranda að fundargerðum dags., 11. og 29. nóvember 2005, 19. desember sama ár og 11. og 20. febrúar 2006. Á hinn bóginn verður ekki talið að fundargerðir, dags. 30. september 2005, 5. og 15. desember sama ár, tvær fundargerðir dags. 21. febrúar 2006 og fundargerð, dags. 4. mars sama ár, innihaldi upplýsingar sem séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Áréttað skal að þar sem umræddar fundargerðir voru ekki ritaðar af stjórnvaldi einvörðungu til eigin afnota þess sjálfs kemur ekki til álita að takmarka aðgang að þeim með vísan til þess að um vinnuskjöl sé að ræða í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Viðauki nr. 4 er drög að húsaleigu- og þjónustusamningi um húsnæði Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tónlistar- og ráðstefnuhúsi á austurbakka Reykjavíkurhafnar. Í viðaukanum kemur fram að hann sé gerður í beinum tengslum við samning um tónlistar- og ráðstefnuhús sem undirritaður var á milli Austurhafnar-TR ehf. og  [C] 9. mars 2006. Í umræddum drögum koma fram hugmyndir um greiðslur til [C]  og aðrar upplýsingar tengdar fyrirtækinu. Telur úrskurðarnefndin, með vísan til til 5. gr. upplýsingalaga, að hér sé um að ræða upplýsingar sem rétt sé að fari leynt.</p> <p>Viðauki nr. 5 felur í sér yfirlýsingu [I] vegna byggingar tónlistarhússins. Þær upplýsingar sem þar koma fram lúta að fjárhagslegum málefnum [C] og [I] en varða ekki með beinum hætti þá ráðstöfun opinberru hagsmuna sem samningur um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss fól í sér. Með hliðsjón af því telur úrskurðarnefndin að um sé að ræða upplýsingar sem eðlilegt sé að fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Skjöl sem merkt eru sem viðaukar nr. 6, 7, 8 og 9 þ.e. „Design and Constructions matters“, „Design and Constructions Program“, „Review Procedure“ og „Clients Claims“ eru skjöl sem innihalda upplýsingar um framlagningu gagna og upplýsinga, verkáætlun og samskipti samningsaðila aðila að öðru leyti. Þær upplýsingar sem koma fram í þessum gögnum fela ekki í sér upplýsingar sem að mati úrskurðarnefndar er eðlilegt að fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Viðaukar nr. 10 og 11, sem bera heitin „Direct Agreement“ og „Required Insurance“ eru samningar sem lúta að ábyrgðum og skuldbindingum í tengslum við lánveitingar [I] og samskiptum aðila í tengslum við tryggingar þeim tengdum og framkvæmd verksins. Þær upplýsingar sem þar koma fram fela í sér upplýsingar sem að mati úrskurðarnefndar er eðlilegt að fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Viðaukar nr. 12 og 13, sem bera heitin „Registrable liens and Charges“ og „Valuation of assets“ innihalda upplýsingar um verðákvörðun komi til riftunar, beitingu kaupréttar o.fl. í tengslum við þær framkvæmdir sem samningur aðila lýtur að. Þær upplýsingar sem fram koma í þessum gögnum eru ekki þess eðlis að eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Er þá jafnframt tekið tillit til hagsmuna tengdra félaga [C]</p> <p>Viðaukar nr. 14 og 15, sem bera heitin „Collateral Warranty Consultants“ og „Collateral Warranty Subcontractors“ innihalda að mati úrskurðarnefndarinnar ekki upplýsingar sem sanngjarnt er eða eðlilegt að fari leynt í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Hið sama er að segja um viðauka nr. 16, „List of Sub-Contractors“ og viðauka nr. 17, „Dispute Resolution“.</p> <p>Samkvæmt framangreindu ber kærða, Ríkiskaupum, að afhenda kæranda viðauka nr. 6, 7, 8, 9, 12, 13, 14, 15, 16 og 17. Fallist er á þá ákvörðun Ríkiskaupa að synja kæranda um aðgang að viðaukum nr. 4, 5, 10 og 11 með vísun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p><strong>6.</strong><br /> Í máli þessu þarf jafnframt að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að 9 tilgreindum fylgigögnum umrædds samnings frá 9. mars 2006. Eins og þegar er fram komið, sbr. upptalningu í fyrsta þætti þessa úrskurðar, eru þau fylgigögn sem hér um ræðir eftirtalin:</p> <p>1. Proposal for Local Plan<br /> 2. Construction Contract between [D] and [C]<br /> 3. Conceptual Drawings<br /> 4. Private Partner, Articles of Association, relevant clauses<br /> 5. Private Partner II, Articles of Association, relevant clauses<br /> 6. Real Estate Company, Articles of Association relevant clauses<br /> 7. Operation Company, Articles of Association relevant clauses<br /> 8. Agreement between [D] and City of Reykjavík<br /> 9. Declaration from the mayor and chairman of the city‘s planning commitee</p> <p>Af hálfu Ríkiskaupa, Austurhafnar-TR ehf. og [I] hefur verið á það bent að umrædd gögn geti einvörðungu fallið undir gildissvið upplýsingalaga ef íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafi undirritað þau vegna skuldbindinga sem af þeim leiða fyrir ríki og borg. Hafa kærðu einnig bent á að umrædd fylgigögn séu ekki eiginlegur hluti af samningnum heldur skjöl sem aðilar hafi ákveðið að hafa meðfylgjandi honum, fyrst og fremst í hagræðingarskyni.</p> <p>Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að umrædd fylgigögn eru vistuð með samningi sem Ríkiskaup gerðu fyrir hönd Austurhafnar-TR ehf. við [C] Í skýringum Ríkiskaupa til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að umrædd gögn hafi verið vistuð með samningnum í hagræðingarskyni, „m.a. í þeim tilgangi að hafa á einum stað þau skjöl sem vísað er til í samningnum sjálfum.“  Með hliðsjón af þessu verður því almennt að gera ráð fyrir að umrædd gögn gegni eða hafi gegnt ákveðnu hlutverki við gerð og framkvæmd samningsins, nema annað sé augljóst af efni þeirra. Falla þau því undir ákvæði upplýsingalaga og ljóst er að Ríkiskaup hafa haft umræddan samning ásamt umræddum gögnum undir höndum vegna stjórnsýslulegs hlutverks stofnunarinnar. Á hinn bóginn þarf að líta til þess við ákvörðun um það hvort veita skuli að þeim aðgang, m.a. vegna þeirra takmarkana á upplýsingarétti samkvæmt lögunum sem fram koma í 5. gr. laganna, hvort þau innihaldi upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna eða hvort í þeim sé einvörðungu að finna upplýsingar um samningsskuldbindingar einkaréttarlegra aðila.</p> <p>Í fylgigagni nr. 1 er að finna tillögu um deiliskipulag 7,7 ha svæðis í Reykjavík sem afmarkast af Austurbugt, Austurhöfn og Pósthússtræti í vestri, Tryggvagötu í suðri, Lækjargötu og Sæbraut í austri og Faxagötu og Ingólfsgarði í norðri. Tillögur um deiliskipulag og samþykktar deiliskipulagsáætlanir eru gögn sem almennt er stefnt að því að gera opinber eða þá að þau hafa þegar verið gerð opinber. Ekkert liggur fyrir um að umrædd tillaga hafi ennþá slíka stöðu að það geti talist heimilt á grundvelli upplýsinglaga, sbr. 4. eða 6. gr. þeirra laga, að synja um aðgang að henni. Ekki verður því séð að fyrir hendi séu neinir þeir hagsmunir sem leiða til þess að sanngjarnt sé og eðlilegt að umræddum upplýsingum sé haldið leyndum fyrir kæranda.</p> <p>Fylgigagn nr. 2 er verksamningur [E], sem verkkaupa, og [D], sem verktaka. Þessi samningur er ekki beinn hluti samnings [C] og Austurhafnar-TR ehf. og felur ekki í sér neinar skuldbindingar eða réttindi þess síðarnefnda. Með vísan til hagsmuna aðila samningsins, og tengdra félaga, telur úrskurðarnefnd um upplýsingamál að kærandi eigi ekki rétt til aðgangs að þessum samningi, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Fylgigagn nr. 3 eru teikningar unnar fyrir [C] vegna byggingar tónlistarhúss. Úrskurðarnefndin telur að líta beri svo á að umræddar teikningar beri með sér upplýsingar um aðferðir sem [C] hafi stefnt að því að viðhafa við efndir samningsskyldna sinna, og jafnframt að ljóst sé að á bak við teikningarnar liggi vinna byggð á rannsóknum og vinnu sem kostað hefur umtalsverða fjármuni. Með vísan til þess er sanngjarnt og eðlilegt að þær upplýsingar sem fram koma í fylgigagni nr. 3 fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Fylgigögn nr. 4, 5, 6 og 7 eru tillögur aðila um breytingu á samþykktum þeirra félaga sem standa að hinu umrædda verki. Af gögnum málsins að öðru leyti leiðir að umræddar breytingar hafa verið samþykktar. Eru því ekki efni til að halda þeim leyndum.</p> <p>Fylgigagn nr. 8 er verksamningur milli [D], sem verktaka, og Reykjavíkurborgar, sem verkkaupa, um framkvæmdir sem miða að því að lóð vegna tónlistar- og ráðstefnuhúss verði tilbúin til afhendingar í áföngum, jafnframt því að halda umferðarleiðum opnum á framkvæmdatíma. Forsenda samningsins er að samningskaupaferli um byggingu tónlistarhúss ljúki með samningi við [C] þar sem [D] starfi sem aðalverktaki. Í samningnum koma engar þær upplýsingar fram um viðkvæm fjárhags- eða viðskiptamálefni [D] sem réttlætt geta að efni hans sé haldið leyndu á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Hvorki Ríkiskaup né Austurhöfn-TR ehf. eiga aðild að umræddum samingi. Þar sem hann telst skv. gögnum málsins til fylgigagna þess samnings sem þeir aðilar gerðu við [C] hf. verður engu að síður lagt á Ríkiskaup að afhenda hann kæranda.</p> <p>Fylgigagn nr. 9 er yfirlýsing Reykjavíkurborgar, dags. 7. mars 2006, undirrituð af borgarstjóra og formanni skipulagsráðs borgarinnar. Ekkert í efni yfirlýsingarinnar snertir viðkvæm fjárhags- eða viðskiptamálefni þeirra fyrirtækja sem um er að ræða. Ber því að afhenda kæranda afrit hennar.</p> <p>Samkvæmt framangreindu ber kærða, Ríkiskaupum, að afhenda kæranda fylgigögn nr. 1, 4, 5, 6, 7, 8 og 9. Fallist er á þá ákvörðun Ríkiskaupa að synja kæranda um aðgang að fylgigögnum nr. 2 og 3.</p> <p> </p> <p><strong>7.<br /> </strong>Að síðustu þarf í máli þessu að taka afstöðu til réttar kæranda til aðgangs að tveimur viðbótarsamningum sem gerðir voru milli aðila. Annars vegar samkomulagi milli byggingarfulltrúans í Reykjavík f.h. Reykjavíkurborgar, [D], [E] og Austurhafnar-TR ehf. og hins vegar samkomulagi um breytingu á samningi frá 9. mars 2006, dags. 12. janúar 2007.</p> <p>Af hálfu Ríkiskaupa, Austurhafnar-TR ehf., [C], [D] og Reykjavíkurborgar hefur því verið lýst yfir undir meðferð málsins að þessir aðilar telji ekki að í umræddum gögnum komi fram upplýsingar sem nauðsynlegt sé að halda leyndum með hliðsjón af hagsmunum þeirra aðila. [I] hefur andmælt því að Ríkiskaupum verði gert að afhenda umrædd gögn með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Að teknu tilliti til þeirra röksemda sem fram koma í bréfi [I] til úrskurðarnefndarinnar telur nefndin að í umræddum gögnum sé ekki að finna upplýsingar sem leitt geti til tjóns fyrir fyrirtækið verði þær gerðar opinberar, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þess ber Ríkiskaupum að afhenda kæranda áðurnefnd tvö gögn.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarðorð</h3> <p><br /> Vísað er frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæru á hendur Austurhöfn-TR ehf. Þá er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál kröfu kærendum frá 23. júní 2009 um að í úrskurði verði tekin afstaða til réttar þeirra til að fá aðgang að öllum viðbótarsamningum við upphaflegan samning Austurhafnar-TR ehf. frá 9. mars 2006 og bókanir sem feli í sér breytingu á samningnum og orðið hafa til eftir að upphafleg beiðni um aðgang að gögnum var fram lögð 3. júlí 2008.</p> <p>Ríkiskaupum ber að afhenda kærendum, [A] og [B] þau gögn sem talin eru hér upp vegna samnings Ríkiskaupa, fyrir hönd Austurhafnar-TR ehf., og [C], frá 9. mars 2006.</p> <p>Eftirtalda viðauka samningsins ber Ríkiskaupum að afhenda kærendum. Númer skjalanna taka taka mið af númeraröð þeirra í fyrsta hluta úrskurðarins:</p> <p>1. Descriptive Document<br /> 6. Design and Constructions matters<br /> 7. Design and Constructions Program<br /> 8. Review Procedure<br /> 9. Clients Claims<br /> 12. Registrable liens and Charges<br /> 13. Valuation of assets<br /> 14. Collateral Warranty Consultants<br /> 15. Collateral Warranty Subcontractors<br /> 16. List of Sub-Contractors<br /> 17. Dispute Resolution</p> <p>Þá ber Ríkiskaupum að afhenda kærendum fundargerðir, dags. 10., 14. og 23. júní 2005, 1., 8., 9. og 30. september 2005, 5. og 15. desember 2005, 21. febrúar 2006 og 4. mars 2006 sem tilheyra viðauka nr. 3 „Minutes of Meetings“.</p> <p>Eftirtalin fylgigögn samningsins ber Ríkiskaupum að afhenda kæranda. Númer skjalanna taka mið af númeraröð í fyrsta hluta úrskurðarins:</p> <p>1. Proposal for Local Plan<br /> 4. Private Partner, Articles of Association, relevant clauses<br /> 5. Private Partner II, Articles of Association, relevant clauses<br /> 6. Real Estate Company, Articles of Association relevant clauses<br /> 7. Operation Company, Articles of Association relevant clauses<br /> 8. Agreement between [D] and City of Reykjavík<br /> 9. Declaration from the mayor and chairman of the city‘s planning commitee</p> <p>Eftirtalda viðbótar- og viðaukasamninga við samning Austurhafnar-TR ehf. og [C] frá 9. mars 2006 ber Ríkiskaupum að afhenda kæranda:</p> <p>1. Samkomulag milli  byggingarfulltrúans í Reykjavík f.h. Reykjavíkurborgar, [D], [E] og Austurhafnar-TR ehf.<br /> 2. Samkomulag um breytingu á samningi frá 9. mars 2006, dags. 12. janúar 2007.</p> <p>Fallist er á þá ákvörðun Ríkiskaupa að synja kærendum um aðgang að eftirtöldum viðaukum samningsins:</p> <p>2. Private Partners Proposal<br /> 4. ISO Agreement<br /> 5. Statement from the National Bank<br /> 10. Direct Agreement<br /> 11. Required Insurance</p> <p>Þá er fallist á þá ákvörðun Ríkiskaupa að synja kærendum um aðgang að tveimur skjölum, dags. 7. og 8. september 2005, sem tilheyra viðauka 3 „Minutes of Meetings“, auk fundargerða sem tilheyra þeim viðauka, dags. 11. og 29. nóvember 2005, 19. desember 2005 og 11. og 20. febrúar 2006.</p> <p>Fallist er þá ákvörðun Ríkiskaupa að synja kærendum um aðgang að eftirtöldum fylgigögnum samningsins:</p> <p>2. Construction Contract between [D] and [C]<br /> 3. Conceptual Drawings</p> <p> </p> <p>Staðfest leiðrétting hinn 6. ágúst 2009<br /> á úrskurði frá 16. júlí 2009</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson,<br /> formaður</p> |
A-306/2009 úrskurður frá 25. júní 2009 | Kærð var ákvörðun Skipulagsstofnunarað synja um afrit af umsögn stofnunarinnar til Borgarbyggðar, dags. 10. mars 2009, við beiðni Borgarbyggðar um heimild til að auglýsa deiliskipulagsbreytingu Stuttárbotnasvæðisins í Húsafelli í B-deild Stjórnartíðinda. Máli vísað frá. | <p>A-306/2009. Úrskurður frá 25. júní 2009.</p> <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p>Hinn 25. júní 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-306/2009.</p> <p align="center"><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 6. maí 2009, kærði [...] þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að synja sama dag um afrit af umsögn stofnunarinnar til Borgarbyggðar, dags. 10. mars 2009, við beiðni Borgarbyggðar um heimild til að auglýsa deiliskipulagsbreytingu Stuttárbotnasvæðisins í Húsafelli í B-deild Stjórnartíðinda.</p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi óskaði eftir afriti af umsögn Skipulagsstofnunar til Borgarbyggðar, dags. 10. mars 2009, við beiðni Borgarbyggðar um heimild til að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Stuttárbotnasvæðisins í Húsafelli í B-deild Stjórnartíðinda. Kærandi óskaði eftir því í tölvubréfi 6. maí að Skipulagsstofnun léti sér í té afrit af umsögn stofnunarinnar til Borgarbyggðar, dags. 10. mars 2009. Skipulagsstofnun svaraði beiðni kæranda í tölvupósti sama dag þar sem fram kemur það álit stofnunarinnar að beiðninni sé ekki beint til rétts stjórnvalds, sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Kærandi kærði þessa ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í tölvubréfi dags. 6. maí.</p> <p>Með bréfi, dags. 7. maí, var Skipulagsstofnun kynnt kæran og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir að fá afhent í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</p> <p>Athugasemdir Skipulagsstofnunar bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 11. maí. Í athugasemdunum er upplýst að umrætt erindi stofnunarinnar hafi verið sent til Borgarbyggðar á grundvelli 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Í bréfinu segir m.a. að með vísan til 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 hafi Skipulagsstofnun ekki talið heimilt að verða við beiðni kæranda þar sem upplýsingalögin kveði á um að þegar farið sé fram á aðgang að gögnum um mál þar sem taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna, skuli beiðni um aðgang beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Jafnframt er rakin nánar sú afstaða stofnunarinnar að umrætt skjal teljist til gagna stjórnsýslumáls. Í bréfinu segir m.a.: „Með erindi sínu til Borgarbyggðar þann 10. mars sl. var Skipulagsstofnun að uppfylla þessa lagaskyldu, þ.e. að koma á framfæri athugasemdum sínum til sveitarstjórnar. Rétt er að taka fram að slík umsögn Skipulagsstofnunar er ekki bindandi fyrir sveitarstjórn, þ.e. henni er ekki skylt að taka tillit til athugasemda stofnunarinnar. Kemur það heim og saman við fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar frá 6. maí sl., þar sem kemur fram að nefndin beini þeim tilmælum til sveitarstjórnar að birta auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsbreytingar þrátt fyrir athugasemdir Skipulagsstofnunar. Að öllu framangreindu er ljóst að erindi Skipulagsstofnunar til Borgarbyggðar þann 10. mars sl. er hluti af máli sem taka á stjórnvaldsákvörðun í.“</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 22. maí, var kæranda gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Skipulagsstofnunar. Umsögn kæranda barst úrskurðarnefndinni með tölvubréfi dags. 26. maí.</p> <p>Aðilar málsins hafa fært frekari rök fyrir afstöðu sinni en með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim í úrskurði þessum. Úrskurðarnefndin hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p> Skipulagsstofnun hafnaði í máli þessu að afgreiða beiðni kæranda um aðgang að gögnum með vísan til 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga 50/1996. Í svari stofnunarinnar til kæranda kemur fram sú afstaða að stofnuninni sé, á grundvelli þess ákvæðis, óheimilt að afgreiða erindi kæranda þar sem það gagn sem hann hafi óskað aðgangs að teljist til gagna í máli þar sem taka eigi stjórnvaldsákvörðun og er kæranda bent á að beina beiðni sinni um aðgang að umræddu skjali til sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Með framangreindri afgreiðslu vísaði Skipulagsstofnun í reynd frá sér því erindi sem kærandi hafði lagt fram, þó ekki komi það með skýrum hætti fram í afgreiðslu stofnunarinnar á beiðninni.</p> <p>Umrætt gagn, sem kærandi hefur óskað aðgangs að, er umsögn Skipulagsstofnunar sem hún lét Borgarbyggð í té, dags. 10. mars 2009, vegna beiðni Borgarbyggðar um heimild til að auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda deiliskipulagsbreytingu Stuttárbotnasvæðisins í Húsafelli. Umrætt gagn tengist því undirbúningi og ákvörðun sveitarfélagsins Borgarbyggðar um breytingu á deiliskipulagi samkvæmt ákvæðum skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.</p> <p>Í lögum nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál, kemur fram að stjórnvöldum þeim sem falla undir 2. gr. laganna, en bæði Skipulagsstofnun og sveitarfélagið Borgarbyggð teljast til stjórnvalda samkvæmt þeirri grein, er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál með þeim takmörkunum sem greinir í 6. gr. laganna.</p> <p>Í 3. gr. sömu laga er nánar tilgreint hvaða upplýsingar teljast til upplýsinga um umhverfismál samkvæmt lögunum. Segir þar m.a. í 3. tölul. 1. mgr. að til slíkra upplýsinga teljist „ráðstafanir í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga, á sviði umhverfismála sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti sem um getur í 1. og 2. tölul., auk kostnaðar- og ábatagreiningar eða annars konar hagkvæmnigreiningar sem notuð er í tengslum við ákvarðanir um slíkar ráðstafanir.“ Í 1. tölul. ákvæðisins er nánar tilgreint að til upplýsinga um umhverfismál teljist m.a. upplýsingar um ástand afmarkaðra þátta umhverfisins, svo sem andrúmslofts og lofthjúps, vatns, jarðvegs, lands, landslags og náttúruminja.</p> <p>Eins og fram kemur í 1. gr. laga nr. 23/2006 er það markmið laganna að tryggja almenningi aðgang að upplýsingum um umhverfismál, sem stjórnvöld hafa yfir að ráða eða geymdar eru fyrir þeirra hönd, til að stuðla að sterkari vitund um málefni á umhverfissviði, frjálsum skoðanaskiptum og aukinni þátttöku almennings í töku ákvarðana um umhverfismál. Með hliðsjón af því verða tilvitnaðir tölul. 3. gr. laganna almennt ekki túlkaðir þröngt.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ljóst að sú umsögn Skipulagsstofnunar, sem beiðni kæranda beinist að, tengist ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi sveitarfélagsins Borgarbyggðar, og jafnframt að líta verði svo á að sú ákvörðun sem í þeirri deiliskipulagsbreytingu felst sé þess eðlis að hún hafi, eða sé líkleg til að hafa, áhrif á ýmsa þætti umhverfisins, m.a. jarðveg, land og landslag. Af því leiðir að Skipulagsstofnun bar að leysa úr erindi kæranda á grundvelli laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál, en ekki á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996, eins og stofnunin gerði.</p> <p>Engu að síður liggur í máli þessu fyrir sú ákvörðun Skipulagsstofnunar að vísa beiðni kæranda um aðgang að gögnum frá. Byggði stofnunin þá niðurstöðu á ákvæði 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga eins og áður hefur verið rakið. Í 4. mgr. 11. gr. laga nr. 23/2006 er að finna ákvæði sem er sambærilegt nefndri 3. mgr. 10. gr. laga nr. 50/1996. Þar kemur fram að þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skuli beiðni beint til þess stjórnvalds sem hefur upplýsingarnar í vörslum sínum.</p> <p>Ákvörðun um þá deiliskipulagsbreytingu sem um er að ræða í þessu máli er samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 í höndum sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Skipulagsstofnun telst ekki hafa tekið stjórnvaldsákvörðun með útgáfu þeirrar umsagnar sem beiðni kæranda beinist að. Með hliðsjón af þeirri tilteknu deiliskipulagsbreytingu sem um ræðir í þessu máli fellst úrskurðarnefnd um upplýsingamál á þá afstöðu Skipulagsstofnunar að hún teljist stjórnvaldsákvörðun sem tekin er, eða mun verða tekin, af sveitarfélaginu Borgarbyggð. Umrædd umsögn Skipulagsstofnunar telst því innihalda upplýsingar í máli þar sem taka á eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun af hálfu Borgarbyggðar. Með hliðsjón af 4. mgr. 11. gr. laga nr. 23/2006 var kröfu um aðgang að umræddu gagni því ranglega beint að Skipulagsstofnun. Bar stofnuninni að framsenda erindið til sveitarfélagsins Borgarbyggðar skv. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og er sú skylda ennþá virk.</p> <p>Þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun bærs stjórnvalds ber að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Kæru [...] vegna synjunar Skipulagsstofnunar um afhendingu á gögnum er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">formaður</p> <p align="center"> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 304/2009 Úrskurður frá 26. maí 2009 | Kærð var synjun Fasteignamats ríkisins, nú Fasteignaskrá Íslands, á beiðni [A] um aðgang að upplýsingum um föst laun og önnur föst kjör [B], vegna starfa hans hjá Fasteignamati ríkisins, eins og þau voru í maí 2007. Þá segir í kærunni að kærður sé óhæfilegur dráttur á afgreiðslu Fasteignamats ríkisins á afgreiðslu á beiðni kæranda. Aðgangur veittur að hluta. Frávísun. | <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 26. maí 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-304/2009.</p> <p> </p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með erindi, dags. 27. janúar 2009, kærði [...], f.h. BSRB (Bandalag starfsmanna ríkis og bæja), synjun Fasteignamats ríkisins, nú Fasteignaskrá Íslands, á beiðni [A] um aðgang að upplýsingum um föst laun og önnur föst kjör [B] vegna starfa hans hjá Fasteignamati ríkisins, eins og þau voru í maí 2007. Þá segir í kærunni að kærður sé óhæfilegur dráttur á afgreiðslu Fasteignamats ríkisins á afgreiðslu á beiðni kæranda. Í kærunni kemur fram að kærandi hafi ítrekað beðið Fasteignamat ríkisins um aðgang að framangreindum upplýsingum án þess að þeim beiðnum hafi öllum verið svarað. </p> <p> </p> <p>Atvik málsins eru þau að [A] leitaði eftir aðstoð BSRB 2. október 2008 til að afla upplýsinga um föst laun og önnur föst kjör [B], vegna starfa hans hjá Fasteignamati ríkisins, eins og þau voru í maí 2007. Með bréfi, dags. 9. október 2008, fór kærandi fram á aðgang að ofangreindum upplýsingum hjá Fasteignamati ríkisins. Beiðni sína ítrekaði hann með bréfi, dags. 27. sama mánaðar. Með bréfi, dags. 29. október, synjaði Fasteignamat ríkisins beiðni kæranda, með vísan til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-288/2008. Í svari fasteignamatsins segir m.a. svo: „Fasteignamati ríkisins er ekki með úrskurðinum gert að afhenda önnur gögn. Umræddur ráðningasamningur var afhentur [A] þann 1. október 2008.“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 26. nóvember 2008, fór kærandi fram á aðgang að vinnuframlagssamningi eða öðru sambærilegu skjali þar sem tilgreind væru föst laun og föst kjör [B] miðað við laun hans eins og þau voru í maí 2007 og launalista Fasteignamats ríkisins frá maímánuði 2007.  Einnig óskaði kærandi eftir öllum upplýsingum, sem finna mætti í öðrum skjölum eða gögnum um föst laun og föst kjör [B], eins og þau voru þegar hann starfaði hjá Fasteignamati ríkisins. Erindi kæranda var ítrekað í bréfi, dags. 10. desember 2008. Framangreindum tveimur bréfum kæranda svaraði fasteignamatið ekki.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 16. mars 2009, var kæran kynnt Fasteignaskrá Íslands. Í bréfinu var athygli vakin á því að samkvæmt 11. gr. upplýsingalaga bæri stjórnvaldi að taka ákvörðun um hvort það yrði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða mætti. Því var og beint til stofnunarinnar að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni [A] í samræmi við framangreinda lagagrein eigi síðar en 23. mars, hefði ákvörðun um afgreiðslu hennar ekki þegar verið tekin. Synjaði stofnunin um aðgang að umbeðnum gögnum væri henni gefinn frestur til sama tíma til að rökstyðja synjunina og að láta úrskurðarnefndinni í té afrit gagnanna í trúnaði.</p> <p> </p> <p>Svar fasteignaskrárinnar barst úrskurðarnefndinni<span> </span> með bréfi, dags. 1. apríl. <span> </span>Í bréfinu er vísað til þess að [A] hafi fengið afhentan ráðningarsamning [B] 1. október 2008.<span> </span> Í svari sínu vísar fasteignaskráin til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Ennfremur er í svarinu vísað til skýringa við 5. gr. frumvarps sem síðan var samþykkt á Alþingi sem upplýsingalög nr. 50/1996 þar sem fram komi sú afstaða löggjafans að upplýsingar um laun opinberra starfsmanna, þ.e. ákvarðanir um föst laun og önnur föst starfskjör, séu ekki undanþegnar aðgangi almennings, en öðru máli gegni um greidd heildarlaun á hverjum tíma. Síðan segir í bréfinu svo:</p> <p> </p> <p>„Gerður var vinnuframlagssamningur milli Fasteignaskrár Íslands (áður Fasteignamats ríkisins) og [B]. Stofnunin telur sér ekki heimilt að afhenda þann samning á grundvelli 5. gr. laga nr. 50/1996 þar sem að í þeim samningi kemur fram hver heildarlaun [B] voru.<span> </span> Því síður er fallist á það að hægt sé að afhenda launalista þar sem að slíkur listi hefur einnig að geyma upplýsingar um hver heildarlaun [B] voru auk þess sem þar er að finna ýmsar aðrar persónulegar upplýsingar um [B] sem óheimilt er að veita.<span> </span> Ekki liggja fyrir önnur skjöl um föst laun [B].“</p> <p> </p> <p>Með bréfi, dags. 2. apríl, var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum og bárust þær úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 7. apríl.  </p> <p> </p> <p>Þann 28. apríl sl. óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir því við Fasteignaskrá Íslands að úrskurðarnefndinni yrði látinn í té í trúnaði vinnuframlagssamningurinn við [B] og launalisti stofnunarinnar frá því í maí 2007. Umbeðin gögn bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 29. apríl 2009.</p> <p> </p> <p>Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er ekki ástæða til að gera frekari grein fyrir atvikum málsins eða greina með ítarlegri hætti frá þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið af hálfu kæranda og kærða.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong> </strong><strong>1.</strong></p> <p>Beiðni kæranda um upplýsingar lýtur að því að fá aðgang að vinnuframlagssamningi eða öðru sambærilegu skjali þar sem tilgreind séu föstu laun og föst kjör hjá tilteknum starfsmanni Fasteignamats ríkisins, [B], eins og þau voru í maí 2007, eða öðrum sambærilegum skjölum eða gögnum er sýndu hið sama. Kærandi biður sérstaklega um aðgang að launalista [B] fyrir maí 2007. Kærandi fékk aðgang að ráðningarsamningi [B] þann 1. október sl. samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar upplýsingamála í máli nr. A-288/2008. Kærandi telur sig, þrátt fyrir það, ekki hafa fengið upplýsingar um föst laun og föst kjör [B] þar sem ráðningarsamningur hans geymi ekki þær upplýsingar. Í svarbréfi Fasteignaskrár ríkisins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 1. apríl sl., er kæranda synjað um aðgang að þessum upplýsingum og hefur stofnunin með þeim hætti að lokum svarað bréfum kæranda frá 26. nóvember og 10. desember sl. Í máli þessu er það sú synjun sem kemur til úrskurðar af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í kæru máls þessa er sérstaklega tekið fram að kærður sé óhæfilegur dráttur á afgreiðslu Fasteignamats ríkisins á afgreiðslu á beiðni kæranda. Þar sem fasteignaskráin hefur nú formlega synjað umræddri beiðni hefur ekki þýðingu að lögum að úrskurðarnefndin taki það kæruefni sérstaklega til úrskurðar. Ber því að vísa þeim þætti kærunnar frá.</p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í framangreindum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-288/2008 segir m.a. eftirfarandi:</p> <p> </p> <p>„Með svarbréfi Fasteignamats ríkisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál fylgdi afrit af ráðningarsamningi stofnunarinnar við [B]. Kemur þar fram að um launagreiðslur, launaflokk og starfsaldur til launa fari eftir því sem í samningnum greinir og samkvæmt kjarasamningi þess stéttarfélags sem starfsmaðurinn sé í, enda sé starfið á samningssviði stéttarfélagsins og hann hafi rétt til aðildar að stéttarfélaginu samkvæmt samþykktum þess. Í ráðningarsamningnum koma á hinn bóginn hvorki fram upplýsingar um þau laun sem [B] hafði hjá fasteignamatinu, né er þar tilgreindur með beinum hætti sá launaflokkur sem föst laun hans miðuðust við. Af svörum fasteignamatsins verður að draga þá ályktun að í einstökum gögnum sem fyrir liggi hjá stofnuninni, sbr. ákvæði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sé þannig ekki að finna sérstaklega tilgreindar og sundurliðaðar upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör [B] hjá  fasteignamatinu í maí 2007. Engu að síður verður að telja að í þeim upplýsingum sem hér hafa verið raktar og fram koma í umræddum ráðningarsamningi sé að finna upplýsingar sem efnislega geti talist til upplýsinga um föst launakjör hans.“ </p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Eins og fram kemur í tilvitnuninni í úrskurð úrskurðarnefndarinnar í  máli nr. A-288/2008 afhenti Fasteignamat ríkisins einungis ráðningarsamning [B] og var þó, eftir því sem best verður séð, beiðni kæranda í því máli sama efnis og sú beiðni sem hér er til afgreiðslu. Þau gögn sem Fasteignaskrá Íslands sendi með bréfi sínu, dags. 29. apríl 2008, hefur úrskurðarnefndin skoðað en um er að ræða samning við [B] um fast vinnuframlag o.fl. frá 22. nóvember 2004 og launalista hans 1. maí 2007.</p> <p> </p> <p>Í vinnuframlagssamningnum koma fram upplýsingar um hver heildarlaun [B] verði að jafnaði á mánuði og þeim skipt í mánaðarlaun samkvæmt ákveðnum launaflokki og yfirvinnu með orlofi. Þá eru og ákvæði í samningnum um hver yfirvinna geti orðið á hverju 12 mánaða tímabili án þess að greiðsluforsendur breytist, ákvæði um gildistíma, uppsögn og endurskoðun samningsins. Einnig eru ákvæði um mælingu vinnuframlags, dagvinnutímabil, kaffi- og matartíma. Þá er og kveðið á um notkun bifreiða við erindrekstur í þágu stofnunarinnar.</p> <p> </p> <p>Í launalistanum koma fram heildarlaun [B] í maí 2007 og eru þau sundurliðuð. Í fyrstu þremur liðunum á launalistanum er gerð grein fyrir mánaðarlaunum, fastri yfirvinnu og orlofi af yfirvinnu.  </p> <p> </p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Í 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram sú takmörkun á hinum almenna upplýsingarétti skv. 3. gr. laganna að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi.</p> <p> </p> <p>Samkvæmt skýrri og fastmótaðri framkvæmd á upplýsingalögum, sem jafnframt á sér stoð í athugasemdum sem fylgdu umræddri grein í frumvarpi til upplýsingalaga, hafa 3. og 5. gr. laganna verið skýrðar svo að sé óskað aðgangs að gögnum um laun opinberra starfsmanna skuli veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum þar sem fram komi föst launakjör viðkomandi starfsmanna. Þá skuli einnig veita aðgang að einstaklingsbundnum ráðningarsamningum eða öðrum ákvörðunum eða samningum um föst launakjör þeirra. Á hinn bóginn er, vegna ákvæðis 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga, óheimilt að veita aðgang að upplýsingum um heildarlaun opinbers starfsmanns, hvort sem laun hans eru hærri en föst laun og kjör sem stöðu hans fylgja, t.d. vegna unninnar yfirvinnu eða lægri vegna frádráttar sökum fjarvista eða annarra atvika. Vísast hér meðal annars til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-214/2005, A-183/2004, A-68/1997, A-27/1997, A-10/1997, 277/2008 og 288/2008. Jafnframt vísast til álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5103/2007.</p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds verður almennt að telja að almenningur eigi ekki rétt til aðgangs að launaseðlum einstakra starfsmanna í heild sinni nema samþykki þeirra liggi fyrir, enda koma þar iðulega fram meiri upplýsingar um einkamálefni viðkomandi starfsmanna en þær sem beinlínis lúta að föstum launakjörum þeirra. Fyrirfram verður þó ekki útilokað að geymi launaseðlar upplýsingar um föst launakjör þá skuli afhenda afrit af þeim hluta seðilsins þar sem þær upplýsingar koma fram.</p> <p><strong> </strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Það er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að því er varðar samninginn á milli [B] og Fasteignamats ríkisins um fast vinnuframlag o.fl. frá 22. nóvember 2004 að hann geymi upplýsingar um föst laun [B] og starfskjör. Í samningnum kemur fram hver séu umsamin mánaðarlaun en ekki kemur þar fram hver heildarlaun hann kunni að geta fengið greidd á mánuði eða ári í raun. Með vísan til þeirrar framkvæmdar á upplýsingalögunum sem að framan er lýst ber Fasteignaskrá Íslands því að veita kæranda, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, f.h. [A], aðgang að samningnum með því að afhenda kæranda afrit af honum.</p> <p> </p> <p>Að því er varðar fyrstu þrjá liðina á launalista [B] fyrir maímánuð 2007 kemur fram að honum eru greidd laun samkvæmt sama launaflokki og um er samið í samningnum um vinnuframlag. Þau laun eru í krónum talið hærri í maí 2007 en í nóvember 2004 en að öðru leyti verður ekki annað séð en um sömu launaviðmiðun sé að ræða. Þessir þrír liðir hafa því að geyma upplýsingar sem lúta að föstum launakjörum [B] og á kærandi rétt á því að fá aðgang að þeim. Að öðru leyti hefur launalistinn ekki að geyma upplýsingar um föst launakjör [B] og því á kærandi ekki rétt til aðgangs að þeim. Fasteignaskrá ríkisins er því ekki skylt að afhenda afrit af launalistanum í heild sinni heldur einungis upphaf hans ásamt þremur fyrstu liðunum.  </p> <p> </p> <h3> Úrskurðarorð</h3> <p>Fasteignaskrá Íslands skal veita kæranda, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja f.h. [A], aðgang að samningi Fasteignamats ríkisins við [B], dags. 22. nóvember 2004, um fast vinnuframlag o.fl.</p> <p> </p> <p>Fasteignaskrá Íslands skal afhenda kæranda afrit af upphafi launalista [B] 1. maí 2007 ásamt þremur fyrstu launaliðunum en ekki af öðru því sem fram kemur á listanum.</p> <p> </p> <p>Þeim kærulið sem varðar einvörðungu óhæfilegan drátt á afgreiðslu Fasteignaskrár Íslands á erindi kæranda er vísað frá úrskurðarnefnd upplýsingamála.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"> Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">formaður</p> <p> </p> <p> <span>Sigurveig Jónsdóttir<span>                                                                              </span> <span>   </span> Trausti Fannar Valsson</span></p> |
A-305/2009 úrskurður frá 25. júní 2009 | Kærð var synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um að synja um aðgang að öllum gögnum, skráðum í skjalastöð Seðlabanka Íslands, er vörðuðu og lögðu grunn að tillögu formanns bankastjórnar Seðlabankans sem lögð hafi verið fram á fundi seðlabankastjóra, forsætisráðherra, forstjóra og formanns stjórnar [B] að kvöldi 28. september 2008 um að Seðlabankinn og/eða ríkið myndu kaupa 75% hlutafjár í [B]. Synjun staðfest. | <p><strong><span>A-305/2009. Úrskurður frá 25. júní 2009.</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>ÚRSKURÐUR</span></strong></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>Kæruefni og málsatvik</span></strong></p> <p>Hinn 25. júní 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-305/2009. Með bréfi, dags. 6. febrúar 2009, kærðu [A] þá ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 7. janúar s.á. að synja um aðgang að öllum gögnum, skráðum í skjalastöð Seðlabanka Íslands, er vörðuðu og lögðu grunn að tillögu formanns bankastjórnar Seðlabankans sem lögð hafi verið fram á fundi seðlabankastjóra, forsætisráðherra, forstjóra og formanns stjórnar [B] að kvöldi 28. september 2008 um að Seðlabankinn og/eða ríkið myndu kaupa 75% hlutafjár í [B]. [A] kærðu jafnframt synjun Seðlabanka Íslands á aðgangi að öllum gögnum er lögðu grunn að afstöðu og/eða aðkomu Seðlabankans að samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda [B], að höfðu samráði við Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, um að ríkissjóður legði [B] til nýtt hlutafé. Loks beindist kæran að synjun á aðgangi að vinnuskjölum í málinu. Þá segir í kærunni að til vara sé óskað eftir yfirliti yfir þau gögn sem skráð séu í skjalastöð vegna afstöðu og/eða aðkomu Seðlabankans að framangreindri yfirlýsingu bankans og/eða samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda [B].</p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi sendi Seðlabanka Íslands bréf þann 19. desember sl. og óskaði, með vísan til 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, eftir aðgangi að „öllum gögnum sem skráð eru í skjalastöð Seðlabanka Íslands sem lögðu grunn að yfirlýsingu formanns bankastjórnar Seðlabankans á fundi sem hann átti með forsætisráðherra, forstjóra og formanni stjórnar [B] að kvöldi 28. september 2008.“</p> <p>Þá óskaði kærandi einnig eftir aðgangi að „öllum gögnum er lögðu grunn að afstöðu og/eða aðkomu Seðlabanka Íslands að samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda [B] að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið um að ríkissjóður legði [B] til nýtt hlutafé.“</p> <p>Kærandi fór jafnframt fram á aðgang að öllum vinnuskjölum í málinu, með vísan til 3. mgr. 16. gr. stjórnsýslulaga og 3. mgr. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Til vara óskaði kærandi eftir „yfirliti yfir þau gögn sem skráð eru í skjalastöð vegna afstöðu og/eða aðkomu Seðlabanka Íslands að framangreindri viljayfirlýsingu Seðlabankans og/eða samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda [B]. “</p> <p>Beiðni þessari synjaði Seðlabanki Íslands í bréfi dags. 7. janúar 2009, með vísan til 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p>Í kjölfarið lagði kærandi fram þá kæru sem hér er til úrlausnar og beinist hún að synjun Seðlabanka Íslands á þeim upplýsingum sem kærandi óskaði aðgangs að í bréfi dags. 19. desember 2008.</p> <p>Með bréfi, dags. 11. febrúar, var Seðlabanka Íslands kynnt kæran og kostur gefinn á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun um synjun beiðninnar. Jafnframt var óskað eftir að fá afhent í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Þann 16. febrúar óskaði Seðlabanki Íslands eftir því að frestur til að skila athugasemdum við kæruna yrði framlengdur og var fallist á það.</p> <p>Athugasemdir Seðlabanka Íslands bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 26. febrúar. Í bréfinu er vísað til þess að upplýsingalögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. málslið 1. mgr. 14. gr. sömu laga, og eigi tilvísun kæranda í 15. og 16. gr. stjórnsýslulaga því ekki við þegar beðið sé um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þá segir í bréfi Seðlabankans m.a. svo: „Seðlabankinn telur að óheimilt sé að veita [A] aðgang að umræddum gögnum skv. 9. gr. upplýsingalaga þar sem ekki er verið að biðja um upplýsingar um kærandann sjálfan, heldur annan sjálfstæðan aðila, þ.e. [B] sem sé einn af viðskiptamönnum Seðlabankans.“</p> <p>Seðlabankinn byggir synjun sína einnig á 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands en þar segir að Seðlabankanum sé óheimilt að veita almenningi upplýsingar um „allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs“ og vísar til þess að [B] sé „viðskiptamaður“ Seðlabankans.</p> <p>Í framhaldi af því segir svo: „Umrædd beiðni [A] um upplýsingar [snýst] um það að fá aðgang að gögnum sem lögðu grunn að mótun mikilvægra ákvarðana vegna lausafjárvanda [B] sem snerta m.a. upplýsingar um fjárhag, rekstur, samkeppnisstöðu og viðskiptahagsmuni [B] sem er óheimilt að veita. Kærandi hefur heldur ekki fært gild rök fyrir því að hann hafi hagsmuni af því að afla umræddra upplýsinga hjá Seðlabankanum þegar hann sjálfur var ekki aðili að samkomulagi því sem ríkisstjórn Íslands gerði við stjórn [B].“</p> <p>Þá segir í niðurlagi bréfsins að Seðlabankinn telji að það sé fyrst og fremst eitt skjal sem skipti máli í þessu sambandi en það sé minnisblað frá 28. september 2008 sem sé merkt trúnaðarmál og sé það sent úrskurðarnefndinni í trúnaði að hennar beiðni.</p> <p>Með bréfi, dags. 16. mars, var kæranda gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Seðlabanka Íslands. Athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefndinni 23. mars. Í bréfinu heldur kærandi því fram að skýrt sé að [A] sé aðili máls sem stærsti hluthafi [B] og hafi félagið átt aðild að samkomulagi um að ríkissjóður legði bankanum til nýtt hlutafé. Í bréfinu segir m.a. „Eins og sjá má af fundargerð frá stjórnarfundi [B] 29. september 2008 þá voru [B] og aðrir stærstu hluthafar sameiginlega aðilar málsins og skrifuðu undir fundargerðina. Engin gögn höfðu borist frá Seðlabankanum til þess að upplýsa um forsendur tillögunnar og engin kynning var haldin fyrir hluthafa bankans. Það er skýrt að [A] sem stærsti hluthafi í [B] hafi hagsmuni af því að fá upplýsingar um forsendur ákvörðunar um að ríkissjóður með milligöngu Seðlabanka Íslands leggi [B] til hlutafjárframlag að jafnvirði 600 milljóna evra og með því verða eigandi að 75% hlut í [B]. Hagsmunir [A] af því að fá afrit af umbeðnum gögnum eru ríkari en hagsmunir Seðlabankans af því að halda gögnum leyndum.“</p> <p>Með tölvubréfi frá Seðlabankanum, sem barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál 17. mars, var frá því skýrt að bankinn hefði samkvæmt lögum nr. 142/2008 afhent rannsóknarnefnd Alþingis afrit af minnisblaðinu frá 28. september 2008.</p> <p>Úrskurðarnefndin óskaði eftir því í bréfi, dags. 8. maí, að rannsóknarnefnd Alþingis tæki afstöðu til þess hvort hún samþykkti fyrir sitt leyti að veittur yrði aðgangur að framangreindu minnisblaði sem hún gerði í svarbréfi sínu, dags. 11. maí sl.</p> <p>Úrskurðarnefnd upplýsingamála ritaði skilanefnd [B] bréf, dags. 13. maí sl., og óskaði eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvort hún fyrir sitt leyti heimilaði að [A] fengju aðgang að minnisblaðinu. Skilanefndin óskaði eftir því við úrskurðarnefnd upplýsingamála í tölvupósti 25. maí að hún afhenti skilanefndinni minnisblaðið. Úrskurðarnefndin ritaði skilanefndinni bréf, dags. 26. maí, og benti á að skilanefndin yrði að beina þessari ósk sinni til Seðlabanka Íslands sem hún gerði í bréfi, dags. 28. maí. Í svarbréfi Seðlabanka Íslands, dags. 2. júní, segir m.a. eftirfarandi: „Seðlabankinn getur ekki orðið við beiðni yðar um að fá skjalið afhent þar sem það er drög að minnisblaði og er því um vinnuskjal að ræða sem ritað var til eigin afnota. Skjalið er því undanþegið upplýsingarétti sbr. 3. tl. 1. mgr. 4. gr. og 1. tl. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“ Úrskurðarnefndinni var skýrt frá þessum málalokum í bréfi skilanefndarinnar, dags. 4. júní.</p> <p>Úrskurðarnefndin ritaði kæranda bréf, dags. 12. júní, og gaf honum kost á að gera athugasemdir við framangreint bréf Seðlabankans. Var frestur veittur til 19. sama mánaðar. Ritari nefndarinnar hafði símleiðis samband við lögmann kæranda 22. júní þar sem óskað var upplýsinga um hvort kærandi myndi setja fram frekari athugasemdir í tilefni af meðferð málsins fyrir úrskurðarnefndinni. Var það erindi ítrekað með tölvubréfi til hans 24. júní. Svör hafa ekki borist frá kæranda og er mál þetta því tekið til úrskurðar, sbr. 18. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p>Aðilar málsins hafa fært frekari rök fyrir afstöðu sinni en með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim í úrskurði þessum. Úrskurðarnefndin hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p>Í upphafi þessa úrskurðar er kæruefni [A] lýst. Ekki verður annað séð en beiðnin sem Seðlabankinn synjaði 7. janúar 2009 varði í öllum aðalatriðum [B] og Seðlabanka Íslands. Seðlabankinn segir eina gagnið í vörslum bankans sem beiðni kæranda um aðgang að gögnum geti náð til sé minnisblað Seðlabanka Íslands frá 28. september 2008 sem merkt er trúnaðarmál og ber yfirskriftina „Drög að áætlun vegna vanda fjármálafyrirtækja“. Verður niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að byggjast á því að svo sé. Hvorki liggur fyrir né er því haldið fram að skjalið hafi farið á milli tveggja stjórnvalda.</p> <p>Minnisblað þetta verður ekki talið til gagna í máli sem lýtur að töku ákvörðunar um rétt eða skyldu kæranda í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Kæran fellur því ekki undir stjórnsýslulögin en er réttilega borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Að framan er lýst þeim röksemdum Seðlabanka Íslands fyrir því að veita ekki aðgang að framangreindu minnisblaði að skjalið sé bundið bankaleynd samkvæmt ákvæðum 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og eins sé um vinnuskjal að ræða samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Reyndar kom síðari röksemdin fyrst fram í bréfi Seðlabankans til skilanefndar [B], dags. 2. júní sl., en þótt svo sé verður úrskurðarnefndin engu að síður að taka afstöðu til hennar. Kærandi heldur því hins vegar fram að [A] eigi rétt á aðgangi að umbeðnum gögnum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni minnisblaðs Seðlabankans frá 28. september 2008. Að hluta til er í minnisblaðinu sérstaklega fjallað um stöðu [B], s.s. um lánsfjárþörf og beiðni bankans um lánafyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum. Þá eru í skjalinu ýmsar hugmyndir um það hvernig Seðlabankinn geti brugðist við lánsfjárbeiðninni, rök fyrir þeim mögulegu viðbrögðum og hættu sem þau gætu skapað. Í þessum hugleiðingum er einnig vikið að stöðu annarra banka hér á landi og bankakerfisins alls. Þá er fjallað um markmið með áætluninni og fleiri atriði sem ekki varða sérstaklega [B] eða aðra banka í landinu.</p> <p> Úrskurðarnefndin telur ljóst að minnisblaðið frá 28. september 2008 sé vinnuskjal í skilningi 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga. Takmörkun á rétti til aðgangs að gögnum skv. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga á við hvort sem réttur aðila til aðgangs byggist á II. eða III. kafla laganna, sbr. ákvæði 3. gr. og 1. tölul. 2. mgr. 9. gr. Vegna framangreindra takmarkana á upplýsingarétti er sá sem biður um upplýsingar, sem þessar takmarkanir ná til, jafnsettur hvort heldur sem hann telst aðili samkvæmt 9. gr. laganna eða ekki. Eins og atvikum er háttað í þessu máli er því ekki þörf á að taka afstöðu til þess hvort réttur kæranda til aðgangs að minnisblaðinu fer að ákvæði 3. eða 9. gr. laganna.</p> <p>Í síðari málslið 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að þrátt fyrir að skjal teljist vinnuskjal sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota þá skuli veita aðgang að slíku skjali hafi það að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá. Af lestri framangreinds minnisblaðs fær úrskurðarnefndin ekki séð að þar sé finna bókun um afgreiðslu máls af neinu tagi. Að því er varðar upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá verður að hafa í huga skýringar við það ákvæði í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar segir eftirfarandi:</p> <p>„Með síðastnefndu orðalagi [upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá] er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvarðanatöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tl. er að finna í stjórnsýslulögum.“</p> <p>Í því minnisblaði sem hér um ræðir koma fram upplýsingar og hugleiðingar um stöðu [B], annarra banka hér á landi og bankakerfisins í heild. Þrátt fyrir að þær kunni að tengjast að hluta þeim ákvörðunum sem síðar voru teknar um málefni [B] verður á hinn bóginn ekki séð að þær geymi með þeim hætti upplýsingar um staðreyndir máls að undantekningarákvæðið í síðari málslið 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga verði talið eiga hér við.</p> <p align="center"><strong>3.</strong></p> <p>Eins og að framan er lýst varðar meginmál minnisblaðs Seðlabanka Íslands [B] og ýmsa aðra banka landsins. Þessir bankar eru tvímælalaust viðskiptamenn bankans í skilningi 1. mgr. 35. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Af þeim ástæðum var Seðlabankanum rétt að synja um aðgang að minnisblaðinu frá 28. september 2008 að því er varðar þann hluta þess þar sem fjallað er um [B] og aðra banka í landinu.</p> <p>Samkvæmt framanskráðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að staðfesta beri synjun Seðlabanka Íslands um að veita aðgang að minnisblaði bankans frá 28. september 2008.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Staðfest er synjun Seðlabanka Íslands 7. janúar 2009 um að veita aðgang að minnisblaði bankans frá 28. september 2008.</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">formaður</p> <p align="right"> </p> <p align="left">                 Sigurveig Jónsdóttir                                                                                     Trausti Fannar Valsson</p> <p align="left"> </p> <br /> <br /> |
A 303/2009 Úrskurður frá 26. maí 2009 | Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni um afhendingu afrits af ráðningarsamningi [A], auk skjalfestra breytinga sem gerðar hefðu verið á samningnum, bréfi viðskiptaráðherra til stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að hún gengi frá starfslokum við [A] og segði af sér í kjölfarið, og starfslokasamningi sem stjórn Fjármálaeftirlitsins hefði gert við [A]. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Framsending. Mikilvægir almannahagsmunir vegna viðskipta. Frávísun. Aðgangur veittur. | <p></p> <p> </p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"> </p> <p>Hinn 26. maí 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-303/2009.</p> <h3><br /> Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 15. febrúar 2009, kærði Veturliði Þór Stefánsson, afgreiðslu Fjármálaeftirlitsins á beiðni hans um afhendingu afrits af ráðningarsamningi Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra stofnunarinnar, auk skjalfestra breytinga sem gerðar hefðu verið á samningnum, bréfi viðskiptaráðherra til stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að hún gengi frá starfslokum við forstjórann og segði af sér í kjölfarið, og starfslokasamningi sem stjórn Fjármálaeftirlitsins hefði gert við forstjórann.</p> <p>Í kærunni kom fram að kærandi hefði beðið um aðgang að ofangreindum gögnum með bréfi til Fjármálaeftirlitsins 25. janúar en við framlagningu kæru hefði sú beiðni enn ekki verið afgreidd. Í gögnum sem fylgdu kærunni kom fram að Fjármálaeftirlitið hefði með tölvubréfum þann 3. og 15. febrúar lýst því yfir að verið væri að meta beiðni kæranda og að stefnt væri að því að honum bærist svar fyrir lok mánaðarins. Í báðum tölvubréfunum var kæranda jafnframt leiðbeint um að beina beiðni sinni vegna liðar númer tvö í kæru sinni, þ.e. beiðni um aðgang að bréfi viðskiptaráðherra til stjórnar Fjármálaeftirlitsins, til viðskiptaráðherra.</p> <p>Með bréfi, dags. 16. mars, var þess óskað að Fjármálaeftirlitið upplýsti úrskurðarnefnd um upplýsingamál um stöðu málsins. Hefði beiðni kæranda ekki þegar verið afgreidd var því jafnframt beint til stofnunarinnar, með vísan til 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að taka ákvörðun um afgreiðslu hennar svo fljótt sem við yrði komið og eigi síðar en 23. mars. Kysi Fjármálaeftirlitið að synja beiðninni var því gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka auk þess að láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum sem kæran beindist að.</p> <p>Með bréfi, dags. 30. mars, barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál svar Fjármálaeftirlitsins. Þar kom fram að beiðni kæranda væri synjað, en jafnframt að beiðni um aðgang að bréfi viðskiptaráðherra til stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að hún gengi frá starfslokum við forstjóra stofnunarinnar bæri að beina til viðskiptaráðherra sjálfs.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Svari Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 30. mars 2009, fylgdu afrit af ráðningarsamningi Fjármálaeftirlitsins og forstjóra þess, Jónasar Fr. Jónssonar, frá 19. júlí 2005 auk afrits af fjórum viðaukum við hann. Í fyrsta lagi er þar um að ræða tvo viðauka sem gerðir voru 12. febrúar 2007. Annar þeirra lýtur að fjárhæð fastra mánaðarlauna forstjórans en hinn að réttarstöðu forstjóra vegna krafna sem aðilar kunni að beina að honum persónulega í tengslum við störf hans hjá Fjármálaeftirlitinu. Viðaukar voru einnig gerðir við samninginn 13. desember 2007 og 27. maí 2008. Lúta báðir að launakjörum forstjórans. Þá fylgdi afrit af tillögu formanns stjórnar Fjármálaeftirlitsins sem lögð mun hafa verið fyrir á fundi stjórnarinnar í janúar 2009. Skjalið ber yfirskriftina „DRÖG JS 5. janúar 2008“. Efni þess ber hins vegar með sér að það sé skrifað í janúar 2009. Í tillögunni er lögð til lækkun á launum framkvæmdastjóra um 15%. Af skýringum Fjármálaeftirlitsins í máli þessu verður ráðið að þessi tillaga hafi verið samþykkt.</p> <p>Með bréfi, dags. 2. apríl 2009, fór úrskurðarnefndin þess sérstaklega á leit við Fjármálaeftirlitið að upplýst yrði hvort stofnunin hefði afrit af bréfi viðskiptaráðherra til stjórnar Fjármálaeftirlitsins, dags. 25. janúar 2009, í vörslum sínum og þá að afrit þess yrði afhent nefndinni. Jafnframt óskaði nefndin eftir afriti af samkomulagi Fjármálaeftirlitsins við forstjóra um starfslok. Er það samkomulag einnig dagsett 25. janúar 2009. Þessi gögn bárust með bréfi, dags. 17. apríl.</p> <p>Í rökstuðningi Fjármálaeftirlitsins, sbr. bréf þess dags. 30. mars 2009, kemur fram að stofnunin telji rétt að synja beiðni kæranda um aðgang að gögnum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Er í því sambandi vísað til einkahagsmuna fyrrverandi framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Er þar einnig bent á að Fjármálaeftirlitið hafi ávallt verið í mikilli samkeppni við einkaaðila á markaði við að ráða til sín hæft starfsfólk og að í sjálfu sér myndi það jafna samkeppnisstöðu fyrirtækisins gagnvart einkaaðilum að geta tryggt starfsfólki trúnað um launagreiðslur eða takmarkað framlagningu upplýsinga sem varða stöðu þess að öðru leyti. Telur Fjármálaeftirlitið að slík sjónarmið sæki stoð í 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Hvað varðar þann þátt í beiðni kæranda sem beinist að bréfi viðskiptaráðherra til stjórnar Fjármálaeftirlitsins og ritað var í janúar 2009 kemur sérstaklega fram í bréfi stofnunarinnar, dags. 17. apríl, að kæranda hafi verið leiðbeint um að leita til viðskiptaráðuneytisins. Hafi sú afstaða grundvallast á því að umrætt bréf hvorki stafaði hvorki frá Fjármálaeftirlitinu né hefði það að geyma ákvörðun eða ráðstöfun stofnunarinnar, heldur tiltekna ákvörðun eða afstöðu viðskiptaráðherra sem beint hafi verið til stjórnarmanna Fjármálaeftirlitsins persónulega. Í bréfi Fjármálaeftirlitsins segir síðan m.a. svo um þetta atriði málsins:</p> <p>„Á það ber að líta að einungis hluti erindis kæranda átti undir annað stjórnvald og því álitaefni hvort bæri að áframsenda einungis þann hluta eða leiðbeina aðila í þessum efnum. Aðrir þættir kærenda voru að auki þess eðlis að efni þeirra var viðskiptaráðuneytinu óviðkomandi. Leiðbeiningar, sem fram komu í svari Fjármálaeftirlitsins voru því bæði réttar og viðbrögð eðlileg í ljósi aðstæðna.</p> <p>Umræddu bréfi viðskiptaráðherra var beint persónulega til einstakra stjórnarmanna og stílað á heimilisfang hvers og eins þeirra. Erindinu var því ekki beint til Fjármálaeftirlitsins og er því ekki að finna í skjalakerfi þess. Hins vegar óskaði aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins eftir að einn stjórnarmaður leyfði honum að halda eftir afriti af erindinu fyrir sig. Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins vistaði erindið með gögnum stjórnarfundar. Álitamál er hvort erindi til einstakra stjórnarmanna hefði átt að vista hjá Fjármálaeftirlitinu, en þar sem það var vistað hjá aðstoðarforstjóra fylgir það erindi þessu.“</p> <p>Með bréfi, dags. 3. apríl 2009, var framkomin kæra kynnt Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjármálaeftirlitsins, og honum veittur kostur á að lýsa afstöðu sinni til efnis kærunnar. Svar Jónasar barst með bréfi, dags. 17. apríl. Þar kemur fram að hann lýsi sig mótfallinn því að kæranda verði veittur aðgangur að gögnum sem varða ráðningu hans og starfslok hjá stofnuninni en jafnframt að hann telji að Fjármálaeftirlitinu beri af lagalegum ástæðum að hafna afhendingu gagnanna. Í nánari rökstuðningi kemur í fyrsta lagi fram sú afstaða að ráðningarsamningur, ásamt viðaukum og svo starfslokasamningur milli Jónasar og Fjármálaeftirlitsins varði einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Í öðru lagi segir Jónas í bréfinu að starfslokasamningar séu að sínu mati ávallt einkaréttareðlis og teljist þegar af þeirri ástæðu til einkamálefna sem sanngjarnt og eðlilegt sé að fari leynt. Þá leiði óvægin og ósanngjörn umræða á opinberum vettvangi um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, sem m.a. hafi beinst að Jónasi persónulega og haft særandi áhrif á fjölskyldu hans, til þess að hagsmunir hans af því að framlagningu umbeðinna gagna verði synjað séu meiri en hagsmunir þess sem krefjist afhendingar þeirra. Þá tekur Jónas fram að hann hafi látið af störfum hjá Fjármálaeftirlitinu og teljist ekki lengur til starfsmanna stofnunarinnar. Af þeirri ástæðu einni megi færa rök fyrir því að umbeðin gögn, sem hann varði, beri eftirleiðis að meðhöndla sem gögn sem varði einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong><br /> Hin kærða ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um synjun á aðgangi að gögnum er þríþætt. Í fyrsta lagi beinist hún að synjun á beiðni um aðgang að ráðningarsamningi Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra stofnunarinnar, auk skjalfestra breytinga á samningnum. Í öðru lagi beinist hún að synjun á beiðni um aðgang að bréfi viðskiptaráðherra til stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að stjórnin gangi frá starfslokum við forstjórann og segi af sér í kjölfarið. Eins og fram er komið telur Fjármálaeftirlitið að umrædd beiðni eigi ekki að koma til afgreiðslu stofnunarinnar heldur viðskiptaráðuneytisins. Hefur erindi kæranda að þessu leyti þó ekki verið framsent ráðuneytinu til afgreiðslu skv. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í þriðja lagi beinist kæran að synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni um aðgang að samningi stjórnar stofnunarinnar við forstjóra Fjármálaeftirlitsins um starfslok hans.</p> <p><strong>2.</strong><br /> Synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni kæranda um aðgang að ráðningarsamningi Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra stofnunarinnar, auk skjalfestra breytinga á samningnum, byggist annars vegar á því að í umræddum gögnum komi fram upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni þess einstaklings sem samningarnir voru gerðir við sem eðlilegt og sanngjarnt sé að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og hins vegar á samkeppnishagsmunum Fjármálaeftirlitsins. Hefur stofnunin í því sambandi vísað til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. </p> <p>Eins og fram er komið felur ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að þessu leyti í sér synjun á aðgangi að ráðningarsamningi stofnunarinnar við fyrrverandi forstjóra frá 19. júlí 2005 auk neðangreindra skjala sem geyma upplýsingar um breytingar á samningnum:</p> <p>1) Viðauki frá 12. febrúar 2007, um breytingu á föstum launakjörum forstjóra.<br /> 2) Viðauki frá 12. febrúar 2007, um að réttarstöðu forstjóra vegna krafna sem aðilar kunna að beina að honum persónulega í tengslum við störf hans hjá Fjármálaeftirlitinu.<br /> 3) Viðauki frá 13. desember 2007, um breytingu á föstum launakjörum forstjóra. <br /> 4) Viðauki frá 27. maí 2008, um breytingu á föstum launakjörum forstjóra.<br /> 5) Tillaga lögð fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins í janúar 2009, um breytingu á föstum launakjörum forstjóra.</p> <p>Öll framangreind gögn, að undanskildum viðauka frá 12. febrúar 2007, sbr. lið 2) í upptalningunni hér að ofan, geyma beinar skjalfestar upplýsingar um föst laun forstjórans og önnur föst ráðningarkjör hans.</p> <p>Eðli máls samkvæmt teljast upplýsingar um launakjör fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til upplýsinga um fjárhagsmálefni hans. Í því felst þó ekki sjálfkrafa að rétt sé á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga að halda þeim leyndum. Samkvæmt skýrri og fastmótaðri framkvæmd á upplýsingalögum, sem jafnframt á sér stoð í athugasemdum sem fylgdu umræddri grein í frumvarpi til upplýsingalaga, hafa 3. og 5. gr. laganna verið skýrðar svo að sé óskað aðgangs að gögnum um laun opinberra starfsmanna skuli veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum þar sem fram koma föst launakjör viðkomandi starfsmanna, þ. á m. að einstaklingsbundnum ráðningarsamningum eða öðrum ákvörðunum eða samningum um föst launakjör þeirra. Við meðferð frumvarps þess sem síðan varð að upplýsingalögum var þetta sjónarmið áréttað af hálfu allsherjarnefndar Alþingis, en í áliti nefndarinnar kemur fram að skýra beri ákvæði 5. gr. svo að með lögunum væri ekki aðeins tryggður aðgangur að upplýsingum um föst laun opinberra starfsmanna heldur einnig að þeim einstaklingsbundnu samningum sem gerðir hefðu verið við starfsmenn um önnur föst kjör þeirra, svo sem fasta (ómælda) yfirvinnu, akstursgjald o.fl. Á hinn bóginn er, vegna ákvæðis 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga, óheimilt að veita aðgang að upplýsingum um heildarlaun opinbers starfsmanns, hvort sem laun hans eru hærri en föst laun og kjör, sem stöðu hans fylgja, t.d. vegna unninnar yfirvinnu eða þá lægri vegna frádráttar sökum fjarvista eða annarra atvika. Vísast hér meðal annars til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-277/2008, A-214/2005, A-183/2004, A-68/1997, A-27/1997 og A-10/1997. Jafnframt vísast til álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5103/2007.</p> <p>Með vísan til framangreinds verður synjun á aðgangi að ráðningarsamningi Fjármálaeftirlitsins og forstjóra þess frá 19. júlí 2005 og viðaukum við samninginn frá 12. febrúar 2007, 13. desember 2007 og 27. maí 2008, auk tillögu sem lögð var fram á fundi stjórnar Fjármálaeftirlitsins í janúar 2009 um breytingu á launum forstjórans, ekki byggð á því að þar komi fram upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 1. málslið 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Hefur það hér ekki áhrif þó að umræddur forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi nú látið af störfum, enda geyma nefnd gögn einvörðungu upplýsingar um launagreiðslur til hans frá Fjármálaeftirlitinu.</p> <p>Hvað varðar viðauka frá 12. febrúar 2007, um réttarstöðu forstjóra vegna krafna sem aðilar kunna að beina að honum persónulega í tengslum við störf hans hjá Fjármálaeftirlitinu, ber til þess að líta að þar koma ekki fram beinar upplýsingar um föst launakjör forstjórans. Á hinn bóginn verður að telja efni hans nátengt starfskjörum hans að öðru leyti, auk þess sem þar koma fram upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna af hálfu Fjármálaeftirlitsins. Með vísan til þess verður að telja að hagsmunir almennings af því að fá aðgang að umræddum samningsviðauka séu, með vísan til meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum, ríkari en einstaklingsbundnir hagsmunir forstjóra Fjármálaeftirlitsins af því að þeim upplýsingum sem þar koma fram sé haldið leyndum.</p> <p>Í upphafi 6. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda geymi þau upplýsingar um eitthvert þeirra atriða sem upp eru talin í 1.-5. tölul. greinarinnar. Af ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um: „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.“</p> <p>Í athugasemdum sem fylgdu tilvitnaðri grein í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Hver töluliður sæti sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræðir. Um skýringu á 3. tölul. sérstaklega segir að markmið frumvarpsins sé meðal annars að gefa almenningi og fjölmiðlum færi á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Óheftur réttur til upplýsinga geti á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum sé lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona hátti til. Síðan segir orðrétt: „Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar né heldur ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“</p> <p>Með vísan til þess lögbundna hlutverks sem Fjármálaeftirlitinu er falið, m.a. með lögum nr. 88/1997, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum, verður ekki séð að starfsemi Fjármálaeftirlitsins geti talist í samkeppni við aðra í skilningi 3. tl. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Er því skilyrðum til að hafna beiðni um aðgang umræddra gagna á grundvelli 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga ekki fullnægt.</p> <p>Af framangreindu leiðir að Fjármálaeftirlitinu ber að afhenda kæranda afrit af ráðningarsamningi Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra stofnunarinnar, við stofnunina auk skjalfestra breytinga á samningnum.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni um aðgang að bréfi viðskiptaráðherra til stjórnar Fjármálaeftirlitsins um að stjórnin gengi frá starfslokum við forstjórann og segði af sér í kjölfarið byggir, eins og fram er komið, á því að umrædd beiðni eigi ekki að koma til afgreiðslu stofnunarinnar heldur viðskiptaráðuneytisins. Jafnframt hefur Fjármálaeftirlitið vísað til þess í bréfi til úrskurðarnefndarinnar að umræddu bréfi hafi verið beint persónulega til einstakra stjórnarmanna og stílað á heimilisfang hvers og eins þeirra. Erindinu hafi ekki verið beint til Fjármálaeftirlitsins og sé því ekki að finna í skjalakerfi þess. Hins vegar hafi aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins óskað eftir því að einn stjórnarmaður leyfði honum að halda eftir afriti af erindinu fyrir sig. Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins vistaði síðan erindið með gögnum stjórnarfundar.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni bréfs viðskiptaráðherra til stjórnarmanna Fjármálaeftirlitsins. Er því eintaki sem afrit er geymt af hjá Fjármálaeftirlitinu beint til tiltekins stjórnarmanns Fjármálaeftirlitsins persónulega. Af skýringum Fjármálaeftirlitsins, sem og efni bréfsins, má ráða að aðrir stjórnarmenn hafi fengið samhljóða bréf. Í bréfinu koma ekki fram upplýsingar sem lúta að störfum Fjármálaeftirlitsins með beinum hætti eða tengjast forstjóra þess. </p> <p>Í 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að þegar farið er fram á aðgang að gögnum um mál þar sem taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skuli beiðni beint til þess stjórnvalds sem hefur gögnin í sínum vörslum.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur ekki önnur gögn í höndum sem lúta að því að stjórn Fjármálaeftirlitsins lét af störfum í janúar 2009 en umrætt bréf viðskiptaráðherra. Efni þess gefur til kynna að ráðherra hafi einhliða tekið ákvörðun um starfslok stjórnarinnar. Kröfu um aðgang að umræddu bréfi var því ranglega beint að Fjármálaeftirlitinu. Bar stofnuninni að framsenda erindið til viðskiptaráðuneytisins skv. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og er sú skylda ennþá virk. Þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun bærs stjórnvalds um synjun aðgangs að umræddu bréfi, sbr. 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, ber að vísa þessum þætti kærunnar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál í þessu máli. </p> <p> </p> <p><strong> 4.</strong><br /> Synjun Fjármálaeftirlitsins á beiðni um aðgang að samningi stofnunarinnar við fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins um starfslok hans byggist á því að í honum komi fram upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni fyrrverandi forstjóra sem eðlilegt og sanngjarnt sé að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá hefur fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins sjálfur andmælt því að umrætt gagn verði látið af hendi.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umrædds samnings. Lýtur efni hans fyrst og fremst að uppgjöri launagreiðslna í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings frá 19. júlí 2005. Þar kemur einnig fram tilvísun til viðauka við ráðningarsamninginn frá 12. febrúar 2007, um réttarstöðu forstjóra vegna krafna sem aðilar kunna að beina að honum persónulega í tengslum við störf hans hjá Fjármálaeftirlitinu. Ekki verður talið að í umræddum samningi sé að finna upplýsingar um einkamálefni fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Með hliðsjón af framangreindu ber Fjármálaeftirlitinu að afhenda kæranda afrit af samningi Fjármálaeftirlitsins og Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra stofnunarinnar, um starfslok þess síðarnefnda, dags. 25. janúar 2009.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Fjármálaeftirlitinu ber að afhenda kæranda, Veturliða Þór Stefánssyni, afrit af ráðningarsamningi stofnunarinnar við Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra stofnunarinnar, frá 19. júlí 2005 auk eftirtalinna viðauka við hann:</p> <p>1) Viðauka frá 12. febrúar 2007, um breytingu á föstum launakjörum forstjóra.<br /> 2) Viðauka frá 12. febrúar 2007, um að réttarstöðu forstjóra vegna krafna sem aðilar kunna að beina að honum persónulega í tengslum við störf hans hjá Fjármálaeftirlitinu.<br /> 3) Viðauka frá 13. desember 2007, um breytingu á föstum launakjörum forstjóra. <br /> 4) Viðauka frá 27. maí 2008, um breytingu á föstum launakjörum forstjóra.<br /> 5) Tillögu sem lögð var fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins í janúar 2009, um breytingu á föstum launakjörum forstjóra.</p> <p>Fjármálaeftirlitinu ber jafnframt að afhenda kæranda afrit af samningi stofnunarinnar við fyrrverandi forstjóra um starfslok hans, dags. 25. janúar 2009.</p> <p>Kæru vegna synjunar Fjármálaeftirlitsins á að afhenda afrit af bréfi viðskiptaráðherra til stjórnar stofnunarinnar, dags. 25. janúar 2009, er vísað frá.</p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p align="center"> </p> <p align="center"> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 302/2009. Úrskurður frá 13. maí 2009 | Kærð var synjun Mosfellsbæjar á beiðni um aðgang að gögnum vegna skipulags hverfisverndar og framkvæmda í tengslum við uppbyggingu í Helgafellslandi í Mosfellsbæ. Upplýsingar um umhverfismál. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Með erindi dags. 16. febrúar 2008, kærðu [A] synjun Mosfellsbæjar á beiðni þeirra um aðgang að gögnum vegna skipulags hverfisverndar og framkvæmda í tengslum við uppbyggingu í Helgafellslandi í Mosfellsbæ. Kæran var framsend Mosfellsbæ þar sem af gögnum málsins leiddi að bærinn hefði ekki haft tækifæri til að taka afstöðu til beiðni [A], eins og hún var þar sett frem. Í kjölfar synjunar Mosfellsbæjar á beiðni kærenda, svo afmarkaðri, tilkynnti kærandi úrskurðarnefndinni með bréfi dags. 1. júlí 2008, að hann héldi kæru sinni til streitu, en afmarkaði kæruefnið um leið við þrjá tilgreinda töluliði í upphaflegu erindi frá 16. febrúar.</p> <p>Kæran, eins og kærandi afmarkaði hana í bréfi sínu 1. júlí 2008, beinist að synjun Mosfellsbæjar á afhendingu gagna sem sýni fram á að umhverfisnefnd og skipulags- og bygginganefnd Mosfellsbæjar hafi tekið til umfjöllunar að aflétta 50 til 100 metra hverfisvernd við Varmá og Skammadalslæk í tengslum við uppbyggingu í Helgafellslandi, gagna um malbikun göngustíga innan hverfisverndarmarka við Varmá og synjun á afhendingu umsagnar Umhverfisstofnunar um lagningu malbikaðra göngustíga innan þeirra marka.</p> <p> <strong>II. Málsatvik<br /> </strong>Þann 13. janúar 2008 ritaði kærandi bréf til Mosfellsbæjar, þar sem óskað var eftir skjalfestum upplýsingum um það hvenær og með hvaða rökum nefndarmenn í umhverfisnefnd bæjarins hefðu samþykkt að færa umhverfisverndarbelti við gljúfur Skammadalslækjar í 30 metra og enn fremur eftir skjalfestum upplýsingum um það á hvaða fundi nefndarinnar hefði verið tekin afstaða til þess hvort aflétta ætti hverfisvernd við bakka Varmár í tengslum við lagningu tengibrautar um Álafosskvos.  Þá var óskað svara við sömu spurningum vegna framkvæmda á bökkum Varmár, ofan gömlu ullarverksmiðjunnar í grennd við fossinn Álafoss, í farvegi Varmár neðan Vesturlandsvegar sumarið 2007 og lagningu gervigrasvallar við Varmá árið 2006.  Með bréfi frá umhverfisstjóra Mosfellsbæjar, dags. 21. janúar, var erindi þessu hafnað á þeim grundvelli að [A] hefðu lagt fram kærur á hendur bænum sem efnislega fjölluðu um sama viðfangsefni.  Mun hér af hálfu bæjarins hafa veri vísað  til kæru sem beint hafði verið til úrskurðarnefndar skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.  Beiðni um gögn var ítrekuð af hálfu [A] með bréfi til umhverfisstjóra Mosfellsbæjar dags. 27. janúar.  Var þar bent á að [A] hefðu ekki staðið að umræddri kæru.  Í bréfi umhverfisstjóra til [A], dags. 29. janúar, kemur fram að samkvæmt gögnum frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála sé upphafleg kæra á hendur Mosfellsbæ undirrituð fyrir hönd íbúa og [A].  Því standi fyrra svar bæjarins.  Synjun var því staðfest.</p> <p> <strong>III. Málsmeðferð</strong><br /> Ofangreinda synjun kærðu [A] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 16. febrúar 2008, eins og lýst var hér að framan.  Í kærunni var kröfu samtakanna um afhendingu gagna af hálfu Mosfellsbæjar nánar lýst í sjö töluliðum.  Í kjölfar</p> <p>framsendingar á erindi til Mosfellsbæjar var beiðninni synjað á þeim grundvelli að kæran hefði ekki afmarkað nægilega hvern einstakan af þeim sjö liðum sem tilgreindir væru í beiðni um aðgang að gögnum.<br /> Kærandi lýsti því í bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 1. júlí 2008, að hann óskaði þess að halda kæru sinni á synjun kærða á beiðni um aðgang að gögnum til streitu, en jafnframt afmarkað hann kæruefni nánar við tölulið nr. 1, 3 og 4 í upphaflegu erindi sínu, dags. 16 febrúar 2008.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti Mosfellsbæ fram komna kæru og framangreinda afmörkun kæruefnis með bréfi dags. 23. júlí.  Í bréfinu var bænum gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og færa frekari rök fyrir synjun sinni.  Jafnframt var óskað afrits af þeim gögnum sem kæran lyti að.  Í kjölfar ítrekana úrskurðarnefndarinnar á þessu erindi barst úrskurðarnefndinni svar Mosfellsbæjar, dags. 2. febrúar 2009.  Bréfinu fylgdi afrit af bréfi til kæranda dags. sama dag, þar sem segir svo:</p> <p><strong>1.</strong> Gögn sem sýna fram á að umhverfisnefnd og skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar hafi tekið til umfjöllunar að aflétta 50-100m hverfisvernd við Varmá og Skammadalslæk í tengslum við uppbyggingu í Helgafellslandi.</p> <p>Hvergi hefur verið “tekið til umfjöllunar að aflétta  50-100 m hverfisvernd við Varmá og Skammadalslæk.”  Slíkar breytingar á hverfisvernd hafa ekki verið gerðar og það hefur aldrei staðið til.  Ef átt er við breytingu á afmörkun byggðarfleka hverfisverndar meðfram Skammadalslæk, þá var hún gerð með breytingu á aðalskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 18. október 2006 að afloknu lögboðnu afgreiðsluferli skv. skipulags- og byggingarlögum.  Við þá breytingu mjókkaði hverfisverndað svæði norðan lækjarins um 11-16 m á um 400 m löngum kafla, þar sem það hafði áður verið 36-44 m mælt frá lækjarbakka.  Ekki er að sjá að um þetta hafi verið sérstaklega bókað í umhverfisvernd, en um þetta var fjallað í skipulags- og byggingarnefnd og í bæjarstjórn sbr. mál. nr. 200607272.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong> Gögn um malbikun göngustíga innan hverfisverndarmarka við Varmá.</p> <p>Gerð göngustíga á umræddu svæði grundvallast á deiliskipulagi 3. áfanga Helgarfellshverfis, sem samþykkt var í bæjarstjórn 11. apríl 2007, mál nr. 200608200.  Ekki er berum orðum tekið fram að þeir skuli vera malbikaðir, en í greinargerð segir um þá (gr. 1.1.8): “Aðalstígar eru 3 metra breiðir og henta einnig sem hjólreiðastígar.”  Þetta orðalag hlýtur að skiljast þannig að um malbikaða stíga sé að ræða, og hafa hönnun og framkvæmdir miðast við það, án þess að sérstök umfjöllun hafi átt sér stað í nefndum um malbik eða ekki malbik.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong> Umsögn umhverfisstofnunar um lagningu malbikaðra göngustíga á hverfisverndarsvæði við bakka Varmár.</p> <p>Umhverfisstofnun fékk deiliskipulag 3. áf. Helgafellshverfis til umsagnar og sendi umsögn þann 8. júní 2007.  Umsögn umhverfisstofnunar fylgir hjálagt.<br /> Það er von Mosfellsbæjar að ofangreint, svo og hjálögð umbeðin umsögn umhverfisstofnunar, svari að fullu og öllu þeim kæruatriðum sem [A] töldu útaf standa sbr. ofannefnt bréf sitt frá 1. júlí 2008.  Að sjálfsögðu verður veittur aðgangur að ofangreindum málsnúmerum verði þess óskað.”</p> <p><br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gaf kæranda kost á að setja fram athugasemdir vegna tilvitnaðs svars Mosfellsbæjar.  Athugasemdir hans bárust með bréfi, dags. 3. mars.</p> <p>Þar sem af athugasemdum kæranda mátti ráða að hann taldi að enn hefði ekki verið brugðist með réttum hætti við beiðnum hans um aðgang gagna boðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál fulltrúa kæranda til fundar með nefndinni 16. apríl 2009.  Þeim fundi var frestað að beiðni kæranda.  Með tölvubréfi frá kæranda sem barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál þann 20. apríl, kynnti kærandi nefndinni samskipti sem hann hafði átt við Mosfellsbæ í apríl 2009.  Þar sem af þeim mátti ráða að kærandi teldi að enn hefði ekki að fullu verið orðið við beiðni hans um aðgang að gögnum voru fulltrúar kæranda og kærða á ný boðaðir til fundar nefndarinnar 4. maí 2009.</p> <p>Á þeim fundi kom fram að Mosfellsbær hefði þegar afhent kæranda nokkurn hluta þeirra gagna sem féllu undir þau tvö mál sem sérstaklega voru tilgreind í bréfi bæjarins til kæranda, dags. 2. febrúar.  Auk þess lýsti fulltrúi Mosfellsbæjar því yfir að ekkert væri því til fyrirstöðu að kærandi fengi aðgang að öðrum gögnum þessara mála.</p> <p> </p> <p><strong>IV. Niðurstöður</strong></p> <p><strong>1.<br /> </strong> Mál þetta hefur tekið langan tíma í meðferð nefndarinnar.  Að hluta til er skýringa á því að leita í mistökum við skipulag á málsmeðferð úrskurðarnefndarinnar sjálfrar.  Að hluta er skýringa einnig að leita í síðbúnum svörum kærða, Mosfellsbæjar, við erindum úrskurðarnefndarinnar.</p> <p>Eins og rakið hefur verið beinist kæra máls þessa að afgreiðslu Mosfellsbæjar á beiðni kæranda um aðgang að gögnum.  Er kæran þríþætt. Í fyrsta lagi beinist hún að synjun Mosfellsbæjar á afhendingu gagna sem sýna fram á að umhverfisnefnd og skipulags- og bygginganefnd Mosfellsbæjar hafi tekið til umfjöllunar að aflétta 50 til 100 metra hverfisnefnd við Varmá og Skammadalslæk í tengslum við uppbyggingu í Helgafellslandi.  Í öðru lagi beinist hún að synjun á afhendingu gagna um malbikun göngustíga innan umhverfisverndarmarka við Varmá.  Í þriðja lagi beinist hún að synjun Mosfellsbæjar á afhendingu umsagnar Umhverfisstofnunar um lagningu malbikaðra göngustíga innan þeirra marka.</p> <p>Af 3. tölul. 3. gr. laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál, leiðir að undir gildissvið þeirra laga falla m.a. upplýsingar um “ráðstafanir í tengslum við stefnumótun, löggjöf, skipulags- og framkvæmdaáætlanir og samninga á sviði umhverfismála sem hafa eða líklegt er að hafi áhrif á þá þætti sem um getur í 1. og 2. tölul.” sama ákvæðis.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. sömu laga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál með þeim takmörkunum sem greinir í 6. gr. laganna.  Í málsgreininni segir ennfremur að stjórnvöldum sé ekki skylt að afla sérstaklega upplýsinga til að láta almenningi þær í té.  Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna er þetta skýrt svo að upplýsingaréttur samkvæmt lögunum taki einvörðungu til fyrirliggjandi upplýsinga.  Ekki er hægt að krefjast þess á grundvelli ákvæðisins að stjórnvöld afli upplýsinga eða taki þær sérstaklega saman til að geta látið þær í té.</p> <p>Með vísan til þessa fellur beiðni kæranda um aðgang að gögnum undir ákvæði laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál.  Samkvæmt 15. gr. þeirra laga er synjun</p> <p>stjórnvalds á beiðni um aðgang að upplýsingum um umhverfismál kæranleg til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðar um  ágreininginn.</p> <p><br /> <strong>2.</strong></p> <p>Í bréfi Mosfellsbæjar til kæranda, dags. 2. febrúar 2009, kemur í fyrsta lagi fram að hvergi hafi verið tekið til umfjöllunar að aflétta 50 til 100 metra hverfisvernd við Varmá og Skammadalslæk.  Í öðru lagi kemur þar fram að gerð göngustíga innan hverfisverndarmarka við Varmá grundvallist á deiluskipulagi 3. áfanga Helgafellshverfis, sem samþykkt var í bæjarstjórn 11. apríl 2007.  Í því sambandi tekur bærinn einnig fram að ekki hafi farið fram sérstök umfjöllun í nefndum bæjarins um það hvort stígarnir skuli vera malbikaðir eða ekki.  Í þriðja lagi kemur fram að Umhverfisstofnun hafi fengið deiliskipulag 3. áfanga Helgafellshverfis til umsagnar.  Afrit af umsögn stofnunarinnar, dags. 8. júní 2007, fylgdi umræddu bréfi.</p> <p>Á fundi úrskurðarnefndar um upplýsingamál með fulltrúum kæranda og Mosfellsbæjar þann 4. maí 2009 lýsti fulltrúi bæjarins því yfir að ekkert væri því til fyrirstöðu að kærandi fengi aðgang að öllum gögnum í tveimur málum sem tengjast fyrri tveimur liðunum í kæru máls þessa.  Af hálfu fulltrúa bæjarins kom þar jafnframt fram að frekari upplýsingar sem tengjast kærunni með beinum hætti liggi ekki fyrir.  Þá hefur umsögn umhverfisstofnunar, dags. 8. júní 2007, þegar verið afhent kærendum með bréfi Mosfellsbæjar, dags. 2. febrúar 2009.</p> <p>Með vísan til framangreinds ber Mosfellsbæ að afhenda kæranda öll gögn sem fyrir liggja í skjalasafni bæjarins og vistuð eru undir málsnúmerunum 200607272 og 200608200, enda hafi þau ekki þegar verið afhent.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong><br /> Mosfellsbæ ber að afhenda kæranda, [A], afrit allra gagna sem vistuð eru í skjalasafni bæjarins undir málsnúmerunum 200607272 og 200608200, enda hafi þau ekki þegar verið látin kæranda í té.</p> <p> </p> <p align="center"><br />      Friðgeir Björnsson<br />       Formaður</p> <p> </p> <p>                                  Sigurveig Jónsdóttir                            Trausti Fannar Valsson</p> |
A 301/2009 Úrskurður frá 4. maí 2009 | Kærð var synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um að fá aðgang að minnisblaði [?] um símtal hans við forsætisráðherra Íslands. Gildissvið upplýsingalaga. Gögn ekki í vörslum stjórnvalds. Frávísun | <h3 align="center"><span>ÚRSKURÐUR</span></h3> <p><span>Hinn 4. maí 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-301/2009.</span></p> <p> </p> <p> </p> <h3><span>Kæruefni, málsatvik og málsmeðferð</span></h3> <p> </p> <p><span>Með bréfi, dags. 18. mars 2009, kærði [...], synjun Seðlabanka Íslands á beiðni hans frá 25. febrúar um að fá aðgang að minnisblaði [A] um símtal hans við forsætisráðherra Íslands. Kemur fram í kærunni að [A] upplýsti um tilvist minnisblaðsins í viðtali við [B].</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með bréfi, dags. 20. mars 2009, var Seðlabankanum kynnt kæran og honum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndin fengi afhent afrit af framangreindu skjali í trúnaði. Athugasemdir Seðlabankans bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 27. mars. Þar segir m.a. eftirfarandi:</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>„Seðlabanki Íslands ítrekar, sbr. synjunarbréf til kæranda frá 16. mars sl. að minnisblað það sem fyrrverandi [A] upplýsti í [B] að hann hefði fundið við tiltekt, er persónulegt minnisblað [A] sem hann hefur í vörslum sínum og þar af leiðandi sé ekki unnt að verða við beiðni úrskurðarnefndar um afhendingu þess. Vilji úrskurðarnefnd fá umrætt minnisblað í hendur verði hún að leita til [A].“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Úrskurðarnefndin ritaði kæranda bréf, dags. 16. apríl sl., og gaf honum kost á að koma á framfæri frekari athugasemdum vegna kærunnar í ljósi umsagnar Seðlabankans. Svarbréf kæranda er ódagsett en barst úrskurðarnefndinni 20. apríl. Í bréfinu segir m.a. svo:</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>„Hafi [A] haft á brott með sér gögn sem ekki geta á nokkurn hátt talist persónuleg gögn, heldur varða grundvallarþátt í starfsemi bankans, hlýtur bankinn að beita sér fyrir því að slíkum gögnum verði skilað til bankans hið fyrsta, og aðgangur að gögnunum veittur. Vakin er athygli á því að í umsögn Seðlabanka Íslands eru engin rök færð fyrir því að ekki eigi að veita aðgengi að minnisblaðinu, aðeins vísað til þess að bankinn telji það persónuleg gögn fyrrum starfsmanns. Verður því að líta svo á að bankinn telji ekki ástæðu til að meina undirrituðum að fá afrit af minnisblaðinu.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Undirritaður telur það ganga þvert gegn ákvæðum upplýsingalaga nr. 50 frá árinu 1996 geti ríkisstofnun á borð við Seðlabanka Íslands lýst því yfir að gögn sem ættu með réttu að heyra undir upplýsingalög séu persónuleg gögn starfsmanns. Í þessu tilviki var vitnað í gögnin opinberlega og þeim lýst sem minnisblaði sem unnið var eftir samtal forsætisráðherra við [A].</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Undirritaður ítrekar því [...] kröfu um að fá afrit af umbeðnu minnisblaði hið fyrsta.“</span></p> <p> </p> <h3><span> </span><span>Niðurstaða</span></h3> <p><span>Í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006 segir orðrétt: „<a id="G3M1" name="G3M1">Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr</a>.“Af ákvæði þessu leiðir að stjórnvöldum er almennt skylt að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum þeirra.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Eins og fram kemur í lýsingu málsatvika hér að framan hefur Seðlabankinn lýst því yfir að hann hafi ekki í vörslum sínum það gagn sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Af skýringum Seðlabankans verður jafnframt að draga þá ályktun að umrætt skjal sé ekki heldur að finna í skjalasafni annarra stjórnvalda.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Nefndin getur því aðeins lagt úrskurð á mál að þau gögn, eða að minnsta kosti þær upplýsingar, sem óskað er eftir aðgangi að, séu í vörslum stjórnvalda, eins og það hugtak er skilgreint í 1. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 3. mgr. 10. gr. laganna. Vegna þess að hið umbeðna skjal er ekki í vörslum Seðlabankans, svo sem gerð er grein fyrir hér að framan, verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Tekið skal fram að með úrskurði þessum er ekki leyst úr því hvort Seðlabankanum hafi verið skylt, á grundvelli 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, að varðveita það skjal sem mál þetta snýst um, t.d. með því að taka af því afrit, enda fellur það álitaefni ekki undir úrskurðarvald nefndarinnar samkvæmt gagnályktun frá 1. mgr. 14. gr. laganna. Í því felst einnig að í úrskurði þessum er ekki tekin til þess bein afstaða hvort kærandi á þess kost að bera álitaefni stjórnsýslu Seðlabankans að þessu leyti undir aðra aðila sem falið er að hafa eftirlit með starfsemi stjórnvalda.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span><strong><span>Úrskurðarorð</span></strong></p> <p><span>Kæru [...] frá 18. mars 2009 á hendur Seðlabanka Íslands er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>Friðgeir Björnsson</span></p> <p align="center"><span>formaður</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span>                        </span> <span>Sigurveig Jónsdóttir<span>                                                                  </span> <span>     </span> Trausti Fannar Valsson</span></p> <br /> <br /> |
A 299/2009 Úrskurður frá 4. maí 2009 | Kærð var synjun Landmælinga Íslands á afhendingu skýrslu vinnusálfræðings sem unnin var vegna samskiptavanda sem upp kom innan stofnunarinnar. Afrit af gögnum. Gildissvið upplýsingalaga. Trúnaðarmál. Aðgangur veittur | <p align="center"><strong><span>ÚRSKURÐUR</span></strong></p> <p><span></span></p> <p><span>Hinn 4. maí 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-299/2009.</span></p> <p> </p> <p> </p> <h3><span>Kæruefni</span></h3> <p><span>Hinn 18. desember 2008 kærði [...], synjun Landmælinga Íslands á afhendingu skýrslu vinnusálfræðings sem unnin var vegna samskiptavanda sem upp kom innan stofnunarinnar.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í gögnum málsins kemur fram að með bréfi, dags. 14. nóvember 2008, fór kærandi þess á leit við Landmælingar Íslands að fá afhenta álitsgerð tiltekins vinnustaðasálfræðings sem laut að úttekt á vinnustaðnum á árinu 2007. Nánar tiltekið er hér um að ræða svonefnda samskiptagreiningu frá mars 2007 sem unnin var af ráðgjafa fyrir Landmælingar Íslands. Þessari beiðni synjaði stofnunin 27. nóvember sama ár. Fram kemur í<span> </span> synjuninni að við gerð skýrslunnar hafi verið byggt á þeirri forsendu að efni hennar væri trúnaðarmál. Með þeim hætti hafi náðst sátt um að fullur trúnaður yrði um vinnu ráðgjafans og að sú sátt hafi verið forsenda fyrir því að starfsmenn væru reiðubúnir til að tjá sig með opnum hætti í viðtölum við ráðgjafann.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í synjun Landmælinga Íslands kemur ennfremur fram að kæranda er ekki synjað um að kynna sér efni skýrslunnar. Hin kærða ákvörðun lýtur því einvörðungu að synjun á afhendingu á afriti skjalsins.</span></p> <p><span> </span></p> <p> </p> <p><strong><span>Málsmeðferð</span></strong></p> <p><span>Kæran var kynnt Landmælingum Íslands með bréfi, dags. 16. janúar 2009, og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir afriti af þeim gögnum sem kæran lyti að. Í svarbréfi Landmælinga Íslands, dags. 29. janúar, eru áréttuð þau sjónarmið sem fram koma í synjun á erindi kæranda. Svari stofnunarinnar fylgdi jafnframt frumrit umræddrar skýrslu. Í svarinu segir að stofnunin telji að ekkert afrit sé til af skýrslunni. Sá háttur sé hafður á til að tryggja trúnað um skýrsluna og til að tryggja að skýrslan fari ekki í dreifingu. Að notkun skjalsins lokinni er þess óskað að úrskurðarnefndin skili frumritinu til Landmælinga Íslands til varðveislu í skjalasafni stofnunarinnar.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Landmælinga Íslands með bréfi, dags. 18. febrúar. Athugasemdir hans bárust nefndinni með bréfi, dags. 13. mars.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 2. apríl 2009, til Landmælinga Íslands var stofnuninni kynnt að athugun nefndarinnar á málinu beindist m.a. að því hvort það gagn sem beiðni kæranda lyti að teldist gagn í stjórnsýslumáli í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem kærandi hefði stöðu aðila máls. Til að upplýsa nefndina um þetta var óskað frekari gagna sem varpað gætu ljósi á það hvort ákvörðun um starfslok kæranda hjá stofnuninni teldist ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. nefndra laga og hvort umrædd skýrsla teldist gagn í slíku máli. Svar barst með bréfi, dags. 7. apríl, ásamt umbeðnum gögnum. Þar kemur fram að samskiptaerfiðleikar hafi komið upp milli kæranda og annars starfsmanns Landmælinga Íslands haustið 2006. Vegna þeirra hafi umrædd skýrsla verið unnin og hafi hún verið liður í því að bæta vinnuaðstæður og skýra samskiptaferla. Kærandi hafi á síðari stigum sjálfur sett fram ósk um starfslok. Líti stofnunin því svo á að ákvörðun um vinnslu skýrslunnar annars vegar og ákvörðun um starfslok kæranda hins vegar hafi verið tvö aðskilin mál.</span></p> <p> </p> <p> </p> <h3><span>Niðurstaða</span></h3> <p><strong><span>1.</span></strong></p> <p><span>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Samkvæmt gögnum málsins liggur fyrir að kæranda hefur verið synjað um afhendingu afrits af skýrslu í vörslum Landmælinga Íslands. Jafnframt liggur fyrir að umrætt gagn tengist ekki stjórnsýslumáli þar sem taka á, eða tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Er kæran því réttilega borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Landmælingar Íslands hafa í máli þessu vísað til þess að það hafi verið forsenda við gerð þeirrar skýrslu sem kærandi hefur farið fram á að fá afhenta að farið yrði með allar upplýsingar í trúnaði. Slíkt trúnaðarákvæði komi fram í verksamningi vinnusálfræðings þess sem skýrsluna gerði og stofnunarinnar. Með þeim hætti hafi náðst sátt um að fullur trúnaður yrði um vinnu ráðgjafans og að sú sátt hafi verið forsenda fyrir því að starfsmenn væru reiðubúnir til að tjá sig með opnum hætti í viðtölum við ráðgjafann. Af þessu tilefni tekur úrskurðarnefndin fram að samningsákvæði eða yfirlýsingar af hálfu stjórnvalda geta ekki ein og sér komið í veg fyrir rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Stjórnvöld geta ekki samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt þeim lögum og umræddur trúnaður hefur því enga þýðingu í máli þessu að því er skyldur stjórnvaldsins varðar. Við mat á því, hvort aðgangur að tilteknum upplýsingum skuli veittur, getur hins vegar verið að það hafi þýðingu að þær hafi verið gefnar í trúnaði.</span></p> <p> </p> <p> </p> <p><span> </span><strong><span>2.</span></strong></p> <p><span>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 3. mgr. sömu greinar kemur þó fram að heimilt sé að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.</span></p> <p><strong><span> </span></strong></p> <p><span>Hefur ákvæði 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga verið skýrt svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi sérstaka hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004, A-283/2008 og A-294/2009.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Í henni er fjallað um samskipti kæranda við aðra starfsmenn Landmælinga Íslands, og þá sérstaklega um samskipti við einn tiltekinn starfsmann stofnunarinnar. Þar er auk þess að finna upplýsingar um viðbrögð og athafnir yfirmanna stofnunarinnar. Með hliðsjón af þessu telur úrskurðarnefndin ljóst að umrætt skjal teljist geyma upplýsingar um kærða í skilningi 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Fer því um rétt hans til aðgangs að skjalinu eftir ákvæðum III. kafla laganna.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með hliðsjón af efni umræddrar skýrslu lítur úrskurðarnefndin svo á að samkvæmt meginreglu 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga beri að veita kæranda aðgang að henni. Í skýrslunni koma ekki fram lýsingar á viðtölum við einstaka starfsmenn Landmælinga Íslands heldur felur hún í sér almennar ályktanir þess sem skýrsluna gerði, sem hann dregur af umræddum viðtölum og könnun á málsatvikum að öðru leyti. Með hliðsjón af því, sem og þeirri staðreynd, að kærandi hefur þegar fengið tækifæri til að kynna sér efni skýrslunnar í heild sinni, telur úrskurðarnefndin að ekki sé tilefni til að takmarka aðgang kæranda að skýrslunni, í heild eða hluta á grundvelli 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p> </p> <p> </p> <p><span> </span><strong><span>3.</span></strong></p> <p><span>Í 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga, sbr. 4. gr. laga nr. 161/2006, kemur fram að stjórnvöld taki ákvörðun um það hvort gögn, sem heimilt er að veita aðgang að, skuli sýnd eða veitt af þeim ljósrit eða afrit. Í 2. mgr. sömu lagagreinar segir þó að eftir því sem við verði komið sé stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að láta í té ljósrit eða afrit af gögnum á því formi eða sniði og á þeim tungumálum, sem þau eru varðveitt á, nema þau séu þegar aðgengileg almenningi á rafrænu formi. Af þessu ákvæði leiðir að fari aðili fram á að fá ljósrit eða afrit af gagni sem hann á rétt á aðgangi að þá skal orðið við þeirri beiðni, eftir því sem við verður komið.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í athugasemdum sem fylgdu 4. gr. frumvarps þess sem síðan varð að lögum nr. 161/2006, kemur<span> </span> fram að þeim fyrirvara sé haldið með orðunum „eftir því sem við verður komið“ að ekki séu í vegi sérstakar hindranir við að veita afrit eða ljósrit af gögnum. Þannig geti skjöl t.d. verið þannig útlits að ógerlegt sé að ljósrita þau.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Slíkar hindranir eiga ekki við í máli þessu. Samkvæmt því og þeim niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar sem að framan eru raktar ber Landmælingum Íslands að verða við beiðni kæranda um að fá afhent afrit þeirrar skýrslu sem hann hefur óskað aðgangs að.</span></p> <p> </p> <p><span> </span></p> <p><span> </span><strong><span>Úrskurðarorð</span></strong></p> <p><span>Landmælingum Íslands ber að afhenda kæranda, [...], afrit af skýrslu vinnusálfræðings frá mars 2007 vegna samskiptavanda.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span> </span></p> <p align="center"><span>Friðgeir Björnsson</span></p> <p align="center"><span>formaður</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> Sigurveig Jónsdóttir<span> </span>Trausti Fannar Valsson</span></p> <br /> <br /> |
A 300/2009 Úrskurður frá 4. maí 2009 | Kærð var synjun Súðavíkurhrepps um að synja um aðgang að lögfræðiáliti sem sveitarfélagið aflaði í tilefni af kröfu kærenda um greiðslu útlagðs lögmannskostnaðar vegna stjórnsýslukæra á hendur sveitarfélaginu í tengslum við ákvarðanir þess um útgáfu tiltekinna byggingarleyfa. Bréfaskipti við sérfræðinga til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Gildissvið upplýsingalaga. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 4. maí 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í máli nr. A-300/2009.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 6. febrúar 2009, kærðu [...], þá ákvörðun Súðavíkurhrepps frá 19. janúar 2009 að synja þeim um aðgang að lögfræðiáliti sem sveitarfélagið aflaði í tilefni af kröfu kærenda um greiðslu útlagðs lögmannskostnaðar vegna stjórnsýslukæra á hendur sveitarfélaginu í tengslum við ákvarðanir þess um útgáfu tiltekinna byggingarleyfa. Nánar tiltekið er hér vera um að ræða álit frá lögmanni sveitarfélagsins, [X].</p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru kærendur eigendur sumarbústaðar að [A] í Súðavíkurhreppi. Hafa kærendur í tvígang kært til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála ákvörðun Súðavíkurhrepps um útgáfu byggingarleyfa fyrir vélageymslu í nágrenni þeirra. Vegna þessa ágreinings við Súðavíkurhrepp telja kærandur sig hafa lagt í mikinn kostnað, m.a. lögfræðikostnað. Með bréfi, dags. 27. ágúst 2008, fóru kærendur fram á það við sveitarstjórn Súðavíkurhrepps að sveitasjóður endurgreiddi þeim þennan kostnað. Með bréfi, dags. 22. desember 2008, tilkynnti Súðavíkurhreppur að þann 9. október hefði erindið verið sent lögfræðingi til umsagnar. Í sama bréfi kemur fram að á fundi sveitarstjórnar 18. desember hafi erindið verið tekið fyrir og samþykkt að hafna því þar sem fyrir lægi að byggingaraðili vélaskemmunnar ætlaði að höfða mál til ógildingar á úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.</p> <p>Með bréfi, dags. 30. desember 2008, óskuðu kærendur eftir því að fá afrit af áliti lögmanns hreppsins vegna málsins en sveitarstjórnin hafnaði því á fundi sínum þann 19. janúar 2009, með vísan til 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Að fenginni framangreindri niðurstöðu sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps lagði kærandi fram þá kæru sem hér er til úrlausnar.</p> <p>Með bréfi, dags. 13. febrúar sl., var Súðavíkurhreppi kynnt kæran og sveitarfélaginu gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir að fá afhent í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. Athugasemdir Súðavíkurhrepps, ásamt áliti lögmanns sveitarfélagsins, bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 20. febrúar. </p> <p>Í umsögn Súðavíkurhrepps kemur fram sú afstaða að umrætt skjal sé undanþegið upplýsingalögum samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 50/1996, þar sem skjalið teljist til bréfaskipta stjórnvalds við sérfróðan aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á slíku máli. Í bréfinu segir svo: „Í þessu sambandi skal bent á að kærendur hafa beint skaðabótakröfu að Súðavíkurhreppi, sbr. bréf dags. 27. ágúst 2008, þ.e. krafist þess að greiddur verði kostnaður sem kærendur töldu sig hafa haft af meðferð máls hjá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála. Eins og venja er leitar sveitarstjórn álits lögmanns sveitarfélagsins, þegar skaðabótakröfu eða öðrum slíkum kröfum er beint að sveitarfélaginu. Eins og fram kemur í álitinu er m.a. fjallað um mögulega réttarstöðu í slíku skaðabótamáli og jafnframt tengsl þessarar kröfu við dómsmál, sem á þeim tíma hafði verið boðað af hálfu byggingarleyfishafa, og sem nú hefur verið höfðað fyrir Héraðsdómi Vestfjarða, en þar er Súðavíkurhreppi stefnt til réttargæslu. Með vísan til framanritaðs verður að telja að umrætt skjal tengist lögfræðilegum ágreiningi um útgáfu byggingarleyfis, afturköllun þess og boðaðri skaðabótakröfu vegna kostnaðar málsaðila og teljist vera í slíkum tengslum við boðaða málshöfðun á þeim tíma, að skjalið sé undanþegið upplýsingalögum. Í þessu sambandi telur Súðavíkurhreppur eðlilegt að ákvæðið verði túlkað rúmt, í þeim skilningi, að ákvæðið taki til skjala sem lúta að ágreiningi sem kominn er á það stig, að dómsmál sé yfirvofandi eða það boðað, en slík hlýtur að teljast vera í samræmi við tilgang ákvæðisins.“</p> <p>Með bréfi, dags. 25. febrúar, var kærendum gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Súðavíkurhrepps. Athugasemdir kærenda bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 2. mars.</p> <p>Aðilar málsins hafa fært frekari rök fyrir afstöðu sinni en með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim í úrskurði þessum. Úrskurðarnefndin hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Eins og fram kemur í gögnum málsins leitaði Súðavíkurhreppur eftir áliti lögmanns í kjölfar þess að kærendur lögðu fram kröfu á hendur sveitarfélaginu um greiðslu lögmannskostnaðar sem til er kominn vegna kæru þeirra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála varðandi útgefin byggingarleyfi sveitarfélagsins. Þessari beiðni hefur sveitarfélagið synjað með vísan til 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Umrætt gagn verður ekki talið til gagna í máli sem lýtur að töku ákvörðunar um rétt eða skyldu kærenda í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Er því kæra þessi réttilega borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þá ber að taka fram að takmörkun á rétti til aðgangs að gögnum skv. 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga á við hvort sem réttur aðila til aðgangs grundvallast á II. eða III. kafla laganna, sbr. ákvæði 3. gr. og 1. tölul. 2. mgr. 9. gr. Í máli þessu er því ekki þörf á að taka til þess afstöðu hvort réttur kærenda til aðgangs að gögnum fer að ákvæði 3. eða 9. gr. laganna.</p> <p>Samkvæmt 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur til aðgangs að gögnum ekki til bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir um skýringu þessa ákvæðis að því til grundvallar liggi það sjónarmið að hið opinbera, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, geti leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar, sem þannig er aflað, komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni verði aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og hún taki því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt.</p> <p>Orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn benda ekki til þess að gerð sé krafa um að umrædd bréfaskipti eigi sér stað eftir að dómsmál er höfðað eða beinlínis í tilefni af ákvörðun um að höfða slíkt mál eða taka til varna. Samkvæmt sjónarmiðum sem fram koma í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 13. desember 2002, í máli nr. 3643/2002, sem lýtur að skýringu sambærilegs ákvæðis í stjórnsýslulögum nr. 37/1993, og þeirra athugasemda sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga ber að skýra ákvæðið með það fyrir augum að tryggja jafnræði á milli aðila máls og viðkomandi stjórnvalds ef til dómsmáls kemur. Með hliðsjón af þessu verður ekki talið að nauðsynlegt sé að bréfaskipti stjórnvalds við sérfróðan aðila standi í beinum tengslum við mál sem þegar hefur verið höfðað eða þegar hefur verið tekin ákvörðun um að höfða. Undir undanþáguna falla einnig bréfaskipti sem til koma vegna könnunar stjórnvalds á réttarstöðu sinni í tengslum við nærliggjandi möguleika á slíkri málshöfðun, enda lúti þau ekki með beinum hætti að meðferð stjórnsýslumála.</p> <p>Eins og fram kemur í gögnum málsins leitaði Súðavíkurhreppur eftir því lögfræðiáliti sem kærendur hafa óskað aðgangs að beinlínis í tilefni af fram kominni kröfu kærenda um greiðslu útlagðs kostnaðar sem kærendur höfðu orðið fyrir vegna meðferðar tiltekins stjórnsýslumáls. Er efni álitsins bundið við umfjöllun um meðferð umræddrar kröfu og réttarstöðu sveitarfélagsins í tengslum við hana. Það er meginregla íslensks réttar að borgararnir verða sjálfir að bera þann kostnað sem þeir hafa af erindum sínum til stjórnvalda og málarekstri fyrir þeim. Séu ekki fyrir hendi sérstakar lagaheimildir sem tryggja aðilum rétt til greiðslu slíks kostnaðar úr hendi stjórnvalda veltur það því á almennum reglum um skaðabætur hvort borgararnir geta fengið tjón sem slíkum málarekstri hlýst bætt af hálfu stjórnvalda, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar í máli nr. 70/2008. Í eðli sínu er því krafa kærenda um greiðslu kostnaðar vegna meðferðar stjórnsýslumála krafa um greiðslu skaðabóta úr hendi sveitarfélagsins.</p> <p>Þegar horft er til þeirra atvika sem leiddu til þess að Súðavíkurhreppur óskaði eftir umræddu lögfræðiáliti og þess að í álitinu kemur fram ráðgjöf lögmanns til sveitarfélagsins vegna réttarstöðu þess í tilefni af fram kominni kröfu um greiðslu skaðabóta verður að telja að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að álitsgerðinni á grundvelli 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Breytir það ekki þessari niðurstöðu þótt kærendur hafi ekki lýst því sérstaklega yfir að þeir muni höfða mál til að fá umrædda kröfu greidda.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Staðfest er sú ákvörðun Súðavíkurhrepps að synja beiðni kærenda um aðgang að lögfræðiáliti [X].</p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 296/2009 Úrskurður frá 19. mars 2009 | Kærður var skortur á svörum Seðlabanka Íslands við beiðni um aðgang að minnismiðum sem [A] hefði vísað til í viðtali við [X]. Tilgreining máls eða gagna í máli. Vinnuskjöl. Synjun staðfest.
| <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 19. mars 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-296/2009.</p> <p></p> <h3><br /> Kæruefni</h3> <p>Með kæru, sem barst úrskurðarnefnd um úrskurðarmál þann 26. nóvember 2008, kærði [...] skort á svörum Seðlabanka Íslands við beiðni hennar frá 24. október 2008 um aðgang að minnismiðum sem [A] hefði vísað til í viðtali við [X].</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst afrit af bréfi Seðlabanka Íslands til kæranda, dags. 17. desember 2008. Þar var hafnað beiðni kæranda um aðgang að gögnum og er það sú afgreiðsla sem er kæruefni máls þessa.</p> <h3>Málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að 24. október 2008 sendi kærandi tölvupóst til Seðlabanka Íslands. Þar sagði m.a. svo:</p> <p>„Í frétt [Y] í dag segir: [A] segir við [X] í gær að hann hafi oft varað ráðamenn íslensku bankanna við útþenslunni. „Við áttum fund eftir fund með stjórnendum bankanna og getum staðfest það með minnisblöðum.“</p> <p>Með vísan til tilvitnaðra orða [A] fór kærandi fram á aðgang að þeim minnismiðum sem þar er vísað til.</p> <p>Úrskurðarnefndin ritaði Seðlabanka Íslands bréf, dags. 27. nóvember 2008, þar sem skýrt er frá móttöku ofangreindrar kæru og vakin athygli á skyldum stjórnvalda samkvæmt 11. og 13. gr. upplýsingalaga varðandi erindi um aðgang að gögnum. Þá er því beint til Seðlabankans að taka ákvörðun um afgreiðslu erindis kæranda svo fljótt sem verða megi og eigi síðar en mánudaginn 8. desember.</p> <p>Úrskurðarnefndinni barst 17. desember 2008 afrit af bréfi Seðlabanka Íslands til kæranda, dags. sama dag. Í því segir m.a.:</p> <p>„Vísað er til tölvupósts yðar frá 24. október sl. þar sem óskað er eftir afritum af „minnismiðum“ [A] vegna fréttar í [Y] sama dag. Beiðnin er ekki sett fram með vísan til upplýsingalaga.<br /> Beiðni yðar er hér með hafnað með vísan til 1. mgr. 3. gr. og 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, með áorðnum breytingum, og er rökstuðningur Seðlabankans fyrir synjuninni þessi:</p> <p>Seðlabankinn telur að þér hafið ekki sýnt nægilega fram á um hvaða minnismiða verið er að biðja um, en sú krafa er gerð samkvæmt upplýsingalögum til beiðni um aðgang að gögnum að hún tiltaki það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir.</p> <p>Seðlabankinn telur að meintir minnismiðar hafi hvorki verið né séu til meðferðar hjá stjórnvöldum og tilheyri þar af leiðandi ekki tilteknu máli. Þeir hafi aðeins verið ritaðir vegna funda með stjórnendum stærstu bankanna sem séu ekki stjórnvöld.</p> <p>Í þessu sambandi skal vísað til athugasemda um 3. gr. frumvarpsins þar sem segir m.a. að upplýsingaréttur almennings nái eingöngu til gagna sem eru eða hafa verið til meðferðar hjá stjórnvöldum.</p> <p>[...] Þá vísar Seðlabankinn til 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Ákvæðið á við vinnuskjöl eins og minnismiða eða minnisblöð og er Seðlabankanum því rétt að hafna beiðni um afhendingu afrita af slíkum gögnum.</p> <p>Þá telur Seðlabankinn að undantekningar þær sem nefndar eru í 3. tl. 4. gr. eigi ekki við, þar sem umrædd gögn hafi hvorki geymt endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls né upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.</p> <p>Það hafi alls ekki verið um neina ákvörðunartöku að ræða í meintum gögnum og að nefndra upplýsinga megi afla hjá hlutaðeigandi ráðamönnum íslensku bankanna sem fundirnir voru haldnir með.</p> <p>[...]</p> <p>Seðlabankinn mótmælir einnig staðhæfingu yðar þess efnis að hafi vinnuskjöl upphaflega verið rituð sem vinnuskjöl til afnota fyrir Seðlabankann hafi eðli þeirra breyst þegar [A] vísaði til þeirra sem gagna í fréttaviðtali. Til stuðnings þessum rökstuðningi er ekki vísað til neins lagaákvæðis og hefur staðhæfingin því ekki gildi.</p> <p>Að lokum skal þess getið að á meðan tilgreining máls og gagna, sem leitað er eftir, er að mati Seðlabankans ófullnægjandi, verður ekki unnt að láta úrskurðarnefndinni í té afrit af meintum minnismiðum.“</p> <p>Með bréfi, dags. 26. janúar, gaf úrskurðarnefndin kost á að setja fram athugasemdir við þetta bréf Seðlabankans. Veittur var frestur til þess til mánudagsins 2. febrúar. Þá er í bréfinu sérstaklega vísað til þess sem segir í bréfi Seðlabankans um að kærandi hafi ekki sýnt nægilega fram á það hvaða minnismiða óskað sé aðgangs að. Er kæranda með vísan til þess gefinn kostur á nánari afmörkun beiðni sinnar, s.s. með tilgreiningu dagsetninga minnismiðanna eða þeirra funda sem þeir eiga við.</p> <p>Svarbréf kæranda barst úrskurðarnefndinni í tölvubréfi 3. febrúar sl. Hvað varðar tilgreiningu þeirra minnismiða sem um ræðir segir kærandi þar m.a. svo:</p> <p>„Úrskurðarnefndin gefur mér kost á að tilgreina minnismiðana nánar en þegar hefur verið gert. Sú staðreynd að [A] kýs sjálfur að draga tilvist minnismiðanna inn í dagsljósið með ummælum sínum í viðtali við [X], fréttablað á heimsvísu, sem síðar er vitnað í hjá [Y] breytir eðli þeirra eins og áður er tekið fram. Úrskurðarnefndin þarf að taka mið af því að [A] vísar til minnismiðanna sem sönnun fyrir málflutningi sínum.“</p> <p>Úrskurðarnefndin ritaði Seðlabanka Íslands bréf, dags. 11. febrúar, og gaf bankanum kost á að gera athugasemdir við framangreint bréf kæranda. Í bréfi úrskurðarnefndarinnar segir m.a. eftirfarandi:</p> <p>„Í bréfi Seðlabankans til kæranda, dags. 17. desember sl., er beiðni hennar hafnað með vísan til 1. mgr. 3. gr. og 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þ.e. að skjölin varði ekki tiltekið mál og séu vinnuskjöl. Með vísan til þessara röksemda óskar úrskurðarnefndin eftir því að henni verði afhent í trúnaði afrit þeirra minnismiða sem beiðni kæranda beinist að. Úrskurðarnefndin telur sér nauðsynlegt að fá afrit af þessum minnismiðum í hendur til að geta tekið afstöðu til framangreindra röksemda Seðlabankans og í framhaldi af því tekið ákvörðun um meðferð málsins og niðurstöðu þess.“</p> <p>Svarbréf Seðlabanka Íslands er dags. 26. febrúar sl. Þar segir m.a. að kæranda hafi ekki tekist að tilgreina minnismiða bankans nánar en hún hafi áður gert. Ítrekuð eru mótmæli bankans gegn því að miðarnir séu ekki lengur vinnuskjöl til eigin afnota þó svo að vísað hafi verið til þeirra í fréttaviðtali. Þá segir eftirfarandi í bréfi Seðlabankans:</p> <p>„Þótt kærandi hafi ekki gert nægilega grein fyrir því um hvaða minnismiða er að ræða, vill Seðlabankinn þrátt fyrir það senda Úrskurðarnefndinni hér með í trúnaði eitt sýnishorn af fundargerð frá slíkum fundi sem um gæti verið að ræða í þessu sambandi. Það skal tekið fram að við ritun umræddrar fundargerðar gaf Seðlabankinn umbeðinn, öðrum viðstöddum fundarmönnum loforð um að hún yrði ekki afhent öðrum utanaðkomandi aðilum, auk þess sem efni fundargerðarinnar hafi ekki verið staðfest af [...].“</p> <p> </p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996, er að finna meginreglu laganna um upplýsingarétt almennings og í 1. mgr. 10. gr. sömu laga er kveðið á um það hvernig þau gögn skuli tilgreind sem beðið er um aðgang að. Í greinargerð með frumvarpi til laga um breytingar á upplýsingalögum sem varð að lögum nr. 161/2006, eru framangreindar lagagreinar nánar skýrðar og segir þar m.a. svo:</p> <p>„Inntak meginreglunnar skýrist fyrsta kastið af orðalagi hennar sjálfrar en skv. 1. mgr. 3. gr. laganna er stjórnvöldum „skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.“ Enda þótt orðinu mál beri að ljá rúma merkingu felst þó þegar í því hugtaki ákveðin afmörkun á efni upplýsingaréttarins. Þannig er gerð krafa til að beiðni um aðgang tiltaki það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir en það kemur um leið í veg fyrir að unnt sé að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund eða frá ákveðnu tímabili.“</p> <p>Eins og að framan er rakið hefur kærandi ekki afmarkað beiðni sína með öðrum hætti en þeim að hún nái til minnismiða af fundum Seðlabankans með stjórnendum bankanna sem [A] sagði frá í samtali við blaðið [X] 23. október 2008 og sagt er frá í [Y] daginn eftir. Þeir fundir sem minnismiðarnir tengjast eru að öðru leyti ótilgreindir af hálfu kæranda, s.s. hvenær þeir fóru fram eða á hvaða tímabili.</p> <p>Hafa verður í huga að þau ákvæði um afmörkun á beiðni sem kveðið er á um í 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. eiga m.a. að þjóna þeim tilgangi að stjórnvaldi sé ljóst til hvaða gagna beiðni um aðgang nær og að tryggja þannig sem best skilvirkni á afgreiðslu slíkra beiðna. Seðlabankinn hefur borið fyrir sig þá ástæðu að beiðni kæranda sé ekki nægilega afmörkuð. Samkvæmt því sem að framan segir og með tilvísun í skýringar í frumvarpi til breytinga á upplýsingalögunum sem að framan eru raktar telur úrskurðarnefnd upplýsingamála að fallast verði á það sjónarmið og því hafi Seðlabankanum, á grundvelli upplýsingalaga, ekki verið skylt að verða við beiðni kæranda um afhendingu umbeðinna gagna, eins og hún var fram sett.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Þrátt fyrir framangreinda niðurstöðu verður að taka tillit til þess að Seðlabankinn hefur látið úrskurðarnefndinni í té afrit minnismiða af einum fundi sem [...] átti með ráðamönnum eins íslensku bankannna sem haldinn var 16. nóvember 2007. Af efni skjalsins og skýringum Seðlabankans er rökrétt að draga þá ályktun að umrætt skjal sé einn þeirra minnismiða sem [A] vísaði til í áðurnefndu blaðaviðtali. Úrskurðarnefndin telur því rétt eins og hér hagar til að taka afstöðu til þess hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að þessu skjali.</p> <p>Með hliðsjón af synjun Seðlabanka Íslands á beiðni kæranda, sbr. bréf bankans til hennar dags. 17. desember 2008 og síðari bréf bankans til úrskurðarnefndarinnar, kemur í þessu sambandi til athugunar hvort heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að umræddu skjali á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnuskjal stjórnvalds, sbr. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í nefndu ákvæði kemur fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skuli veita aðgang að vinnuskjölum hafi þau að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.</p> <p>Af hálfu Seðlabankans hefur því verið lýst að þeir minnismiðar sem um ræðir hafi verið ritaðar til eigin afnota [...], hafi ekki verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og tilheyri þar af leiðandi ekki tilteknu máli. Úrskurðarnefndin telur að á þessum upplýsingum megi byggja að því er varðar minnismiða um fundinn frá 16. nóvember 2007. Er því skilyrði fyrri málsliðar 3. tölul. 4. gr. fullnægt. Þótt [...] hafi í blaðaviðtali vísað til minnismiða frá fundum [...] með forráðamönnum bankanna, án þess að rekja efni þeirra sérstaklega, breytir það eitt og sér ekki eðli umrædds minnismiða að þessu leyti.</p> <p>Í síðari málslið 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga kemur fram að þrátt fyrir að skjal teljist vinnuskjal sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota þá skuli veita aðgang að slíku skjali hafi það að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá. Af lestri framangreinds minnismiða fær úrskurðarnefndin ekki séð að þar sé finna bókun um afgreiðslu máls af neinu tagi. Að því er varðar upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá verður að hafa í huga skýringar við það ákvæði í frumvarpi til upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar segir eftirfarandi:</p> <p>„Með síðastnefndu orðalagi [upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá] er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvarðanatöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tl. er að finna í stjórnsýslulögum.“</p> <p>Í þeim minnismiða sem hér um ræðir kemur fram að á fundinum hefur verið rætt um ýmsar tölulegar upplýsingar, fjármögnun og skyld efni er viðkomandi banka varðar, eins og þau mál stóðu þegar fundurinn var haldinn. Þessar upplýsingar eru engu að síður þess eðlis að ekki verður séð að þær tengist neins konar ákvarðanatöku eða verði til skýringar á ákvörðunum sem seinna kunna að hafa verið teknar. Af þessum ástæðum er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að umrædd fundargerð sé vinnuskjal í skilningi 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga og kærandi eigi því ekki rétt á að fá aðgang að henni. </p> <p> </p> <p><strong> 3.</strong></p> <p>Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál er samkvæmt öllu framansögðu sú að staðfesta beri þá ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 17. desember 2008 að hafna beiðni [...] um að fá aðgang að afritum af minnismiðum sem ritaðir voru á fundum sem Seðlabanki Íslands hélt með stjórnendum bankanna.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð:</h3> <p>Staðfest er synjun Seðlabanka Íslands á beiðni [...] frá 24. október 2008.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br /> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 298/2009 Úrskurður frá 19. mars 2009 | Kærð var synjun um upplýsingar um samsetningu innlána í Icesave-sjóðum Landsbankans sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar færu með á fund um lausn og lánveitingar vegna Icesave. Mikilvægir almannahagsmunir vegna samskipta við önnur ríki. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur
| <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"></p> <p>Hinn 19. mars 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-298/2009.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með tölvubréfi, dags. 3. febrúar 2009, kærði [...], þá ákvörðun viðskiptaráðuneytisins frá 26. janúar að synja blaðinu um upplýsingar um samsetningu innlána í Icesave-sjóðum Landsbankans sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar færu með á fund um lausn og lánveitingar vegna Icesave.</p> <p> </p> <h3>Málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi sendi tölvubréf þann 20. janúar 2009 til viðskiptaráðuneytisins og óskaði eftir upplýsingum um samsetningu innlána á Icesave-reikningum Landsbankans, þ.e. „hversu háar upphæðir höfðu sveitarfélög lagt inn, stofnanir og svo einstaklingar, allt sundurliðað.“ Upplýsingafulltrúi viðskiptaráðuneytisins sendi sama dag svar til kæranda og vísaði til þess að þessar upplýsingar væru á forræði skilanefndar Landsbankans og ráðlagði kæranda að snúa sér til hennar.</p> <p>Þann 22. janúar, sendi kærandi viðskiptaráðuneytinu nýja beiðni og óskaði eftir „upplýsingum um samsetningu innlána í Icesave-sjóðum Landsbankans – þá samsetningu sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar færu með á fund um lausn og lánveitingar vegna Icesave.“ Einnig óskaði kærandi eftir sundurliðun á því hversu háar upphæðir á Icesave-reikningum bæjar- og sveitarfélög ættu svo og stofnanir, einstaklingar og lífeyris- og eftirlaunasjóðir. Þá óskaði kærandi eftir upplýsingum um hve háar upphæðir væru á Icesave-reikningunum sundurliðað eftir löndum.</p> <p>Beiðni þessari var synjað af viðskiptaráðuneytinu með bréfi dags. 26. janúar. Til stuðnings ákvörðun sinni vísaði ráðuneytið til 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þ.e. að um væri að ræða gögn sem hefðu að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki.</p> <p>Að fenginni framangreindri niðurstöðu viðskiptaráðuneytisins lagði kærandi fram þá kæru sem hér er til úrlausnar. Beinist kæran að synjun ráðuneytisins um að veita kæranda aðgang að þeim gögnum sem hún hafði óskað eftir að fá í tölvubréfi til ráðuneytisins 22. janúar.</p> <p>Með bréfi, dags. 6. febrúar, var viðskiptaráðuneytinu kynnt kæran og því gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir því að úrskurðarnefndin fengi afhent í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran laut að. Þann 13. febrúar óskaði viðskiptaráðuneytið eftir að frestur til að skila inn athugasemdum við kæruna yrði lengdur og var fallist á það. Athugasemdir viðskiptaráðuneytisins, ásamt yfirliti yfir stöðu Icesave-reikninga Landsbankans frá október 2008, bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 16. febrúar. Er hér um eitt skjal að ræða og er fleiri skjölum ekki til að dreifa í ráðuneytinu er varða beiðni kæranda, samkvæmt upplýsingum sem úrskurðarnefndin aflaði sér þaðan.</p> <p>Í umsögn viðskiptaráðuneytisins segir m.a.:</p> <p>„Vegna samningaviðræðna við Breta og Hollendinga vegna lausnar á málefnum innistæðueigenda Icesave-reikninga Landsbankans hafa fulltrúar viðskiptaráðu- neytisins í nefndinni aflað þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar eru vegna viðræðnanna um samsetningu og fjárhæðir innlána Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Ráðuneytið hefur ekki yfir að ráða öllum þeim upplýsingum sem óskað er eftir. Fékk ráðuneytið umræddar upplýsingar afhentar sem trúnaðarupplýsingar frá skilanefnd Landsbankans til notkunar í samningaviðræðum við önnur ríki. Því telur ráðuneytið að því sé óheimilt að veita aðgang að gögnum þar sem þau varða mikilvæga viðskiptahagsmuni Landsbankans, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá telur ráðuneytið sér heimilt og skylt að takmarka aðgang að upplýsingarétti að umræddum gögnum vegna almannahagsmuna, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga.“</p> <p>Með bréfi, dags. 18. febrúar, var kæranda gefinn kostur á að tjá sig um umsögn viðskiptaráðuneytisins. Athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvubréfi, dags. 19. febrúar sl. Þar kemur m.a. fram sú afstaða að viðskiptahagsmunir Landsbankans geti ekki verið í húfi, þar sem hann sé í greiðslustöðvun. Upplýsingarnar geti ekki skaðað stofnanir, sveitarfélög, héraðsstjórnir eða einstaklinga enda sé ekki óskað eftir nafngreiningu þeirra.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“ Viðskiptaráðuneytið byggir synjun sína um aðgang að því skjali sem það hefur undir höndum á þeim takmörkunum á upplýsingarétti sem kveðið er á um í 5. gr. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. </p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Af 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt er að „takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um: [...] 2. samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir; ...“ Í athugasemdum með þessu ákvæði í frumvarpi sem síðan varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir m.a. að ákvæðið eigi við um:</p> <p>„...samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofana sem Ísland er aðili að. Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir því ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg skýring á ákvæðinu.“</p> <p>Eins og fyrr segir hefur úrskurðarnefndin fengið í hendur frá viðskiptaráðuneytinu þær upplýsingar um Icesave-reikninga Landsbankans sem það segist hafa undir höndum. Í því skjali sem um er að ræða kemur fram hver er heildarfjárhæð á Icesave-reikningunum, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Bretlandi. Þeim fjárhæðum er síðan skipt niður í þrjá flokka eftir því á hvaða bili innstæðurnar eru, þ.e., að því er innstæður í Hollandi varðar, lægri innstæður en 20.887 evrur, innstæður frá þeirri fjárhæð að 40.000 evrum og að síðustu hærri innstæður. Sama máli gegnir um innstæðurnar í breskum pundum, þeim er skipt í innstæður lægri en 16.500 pund, innstæður frá þeirri fjárhæð að 35.000 pundum og svo hærri fjárhæðir. Þá kemur fram hve margir innlánsreikningar eru í hverjum flokki um sig.</p> <p>Það er ljóst að upplýsingarnar um fjárhæðir á reikningunum, sem ekki verður séð að geti breyst séu þær réttar, hljóta að verða að sínu leyti lagðar til grundvallar í fyrirhuguðum samningaviðræðum íslenska ríkisins við Breta og Hollendinga. Hins vegar verður ekki séð að þótt þær liggi opinberlega fyrir, þ.e. hjá öðrum en samningsaðilunum, geti þær gert samningsstöðu íslenska ríkisins verri en hún annars kynni að vera þannig að almannahagsmunir séu í hættu af þeim sökum. Að því er séð verður kemur ekkert fram í skjalinu um samningsmarkmið íslenska ríkisins. Þá verður heldur ekki séð að þessar upplýsingar séu til þess fallnar að rýra traust á milli viðsemjenda eða spilla samskiptum þeirra, enda harla líklegt að þessar tölulegu staðreyndir séu viðsemjendum íslenska ríkisins kunnar. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að synjun um aðgang að framangreindu skjali verði ekki byggð á 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga segir:</p> <p>„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“</p> <p>Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram til skýringar á niðurlagsákvæði 5. greinar að samkvæmt því sé óheimilt að veita almenningi viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu fyrirtækja eða aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra.</p> <p>Landsbanki Íslands hf. hefur um nokkurra mánaða skeið verið undir stjórn skilanefndar og því hvorki haft eiginlegan bankarekstur með höndum né eru nokkrar líkur á að svo verði í framtíðinni. Hins vegar mun skilanefndin þurfa að semja við lánardrottna bankans og koma eignum hans í verð. Við þessar aðstæður verður ekki séð að upplýsingar um innstæður á Icesave-reikningum geti varðað svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni bankans, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda honum tjóni þótt veittur yrði aðgangur að þeim. Þar sem ákvæði 5. gr. upplýsingalaga á hér ekki við skiptir ekki máli, hvað varðar niðurstöðu, þótt skilanefnd Landsbankans hf. hafi afhent viðskiptaráðuneytinu umræddar upplýsingar í trúnaði. Það er því niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að synjun um aðgang að framangreindu skjali verði ekki byggð á 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>4.</strong></p> <p>Samkvæmt öllu framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að viðskiptaráðuneytinu beri að heimila [...] aðgang að yfirliti yfir stöðu Icesave-reikninga Landsbankans hf. frá október 2008.</p> <p> </p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p>Viðskiptaráðuneytinu ber að afhenda [...] yfirlit yfir stöðu Icesave-reikninga Landsbankans hf. frá október 2008.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p><br /> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 297/2009 Úrskurður frá 19. mars 2009 | Kærð var synjun Seðlabanka Íslands á beiðni um aðgang að skýrslu um ferð fulltrúa bankans til Lundúna í febrúar 2008. Mál í stjórnsýslunni. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Tilgreining máls eða gagna í máli. Vinnuskjöl. Aðgangur veittur.
| <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p></p> <p>Hinn 19. mars 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-297/2009.</p> <p> </p> <h3><br /> Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, sem barst úrskurðarnefndinni 2. desember 2008, kærði [...], synjun Seðlabanka Íslands á beiðni hans um aðgang að skýrslu um ferð fulltrúa bankans til Lundúna í febrúar 2008.</p> <p> </p> <h3>Málsatvik og málsmeðferð</h3> <p>Með tölvupósti, dags. 19. nóvember 2008, óskaði kærandi eftir því við Seðlabanka Íslands, með vísan til upplýsingalaga, að fá afrit af skýrslu um ferð fulltrúa Seðlabanka Íslands til Lundúna í febrúar 2008 sem Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, hefði vísað til í ræðu sinni daginn áður á fundi Viðskiptaráðs Íslands og sagt að lesin hefði verið upp fyrir forystumenn ríkisstjórnarinnar, fleiri ráðherra og embættismenn. Segir kærandi að því sé ljóst að skýrslan hafi farið á milli tveggja eða fleiri stjórnvalda og hafi ekki verið eingöngu til eigin afnota Seðlabankans. Þá hafi formaður bankastjórnar vitnað beint í skýrsluna í löngu máli í ræðu sinni á framangreindum fundi. Skýrslan sé því ekki vinnuskjal sem undanþegið sé upplýsingarétti. Seðlabankinn synjaði beiðninni í bréfi, dags. 26. nóvember.</p> <p>Í andsvörum Seðlabanka Íslands í tilefni af framkominni kæru sem bárust úrskurðarnefndinni í bréfi, dags. 19. desember, segir m.a. eftirfarandi um rökstuðning fyrir synjun bankans á því að verða við beiðni kæranda:</p> <p> „Umræddur 3. tl. 4. gr. [upplýsingalaga] fjallar um gögn undanþegin upplýsingarétti og segir í greininni m.a. að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Seðlabankinn telur að umrætt ákvæði eigi við um vinnuskjöl eins og ferðaskýrslur og að bankinn geti því hafnað beiðni um afhendingu afrita af slíkum gögnum.<br /> <br /> Þá telur Seðlabankinn að undantekningar í 3. tl. 4. gr. eigi ekki við, þar sem umrædd ferðaskýrsla geymi hvorki endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls né upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Það hafi ekki verið um neina ákvarðanatöku að ræða í umræddri ferðaskýrslu. Í ferðaskýrslunni sé ekki annað en upplýsingar um fund þann sem fulltrúar Seðlabankans áttu við fulltrúa erlendra banka og matsfyrirtækja í febrúar 2008.<br /> <br /> Til frekari rökstuðnings bendir Seðlabankinn á 1. ml. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, en þar segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.<br /> <br /> Seðlabankinn telur að umrædd ferðaskýrsla hafi hvorki verið né sé til meðferðar hjá stjórnvöldum og tilheyri því ekki „tilteknu máli“. Skýrslan hafi aðeins verið rituð vegna fundar með fulltrúum erlendra banka og matsfyrirtækja sem séu ekki stjórnvöld.</p> <p>[...] Með gerð umræddrar ferðaskýrslu var aðeins verið að taka saman þær upplýsingar sem fulltrúar bankans höfðu fengið á nefndum fundi. Það var því ekki verið að rita skýrsluna vegna tiltekins máls sem hafi verið eða væri til meðferðar eða afgreiðslu hjá stjórnvöldum.“<br /> <br /> Í bréfi Seðlabankans eru athugasemdir gerðar við kæruna og vísað sérstaklega til þess sem í henni segir um að gögn sem fari á milli tveggja stjórnvalda teljist ekki til vinnuskjala. Í framhaldi af því segir orðrétt í bréfinu:</p> <p> „Seðlabankinn telur ljóst að þessi tilvísun eigi ekki við í þessu sambandi. Í fyrsta lagi gerir greinargerðin ráð fyrir að gögn fari á milli tveggja stjórnvalda með bréfaskiptum, en ekki með fundi þar sem gögn eru lesin upp fyrir þeim, heldur aðeins handrit að nefndri skýrslu, sem ekki er lengur fyrir hendi. Það er því ómögulegt að verða við kröfu um afhendingu á því handriti.<br /> <br /> Þá er mótmælt þeim rökum kæranda að þar sem formaður bankastjórnar vitnaði sjálfur beint í skýrsluna í löngu máli í ræðu sinni á opinberum vettvangi, meðal annars í niðurlag hennar, teljist hún vart til vinnuskjala Seðlabankans, sem þurfi að njóta verndar undanþáguákvæða upplýsingalaga.<br /> <br /> Seðlabankinn telur að ekkert sé óeðlilegt við það að formaður bankastjórnar hafi vitnað til ákveðinna kafla í endanlegu skýrslunni, sbr. 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga þar sem stjórnvöldum er heimilt að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en kveðið er á um í II. kafla upplýsingalaganna, nema fyrirmæli laga um þagnarskyldu standi því í vegi. Ríkari upplýsingaskylda breyti því hins vegar ekki að endanlega skýrslan verður áfram talin vera vinnuskjal í skilningi laganna.</p> <p> Seðlabankinn telur að þó að bankinn hafi aflétt takmörkunum á upplýsingarétti á þeim hluta skýrslunnar sem formaður bankastjórnar vísaði í, þýði það ekki að aðrir hlutar skýrslunnar séu ekki háðir slíkum takmörkunum á upplýsingarétti, sbr. 7. gr. uppl. Þannig gæti kærandi aðeins krafist aðgangs að þeim hluta skýrslunnar sem formaður bankastjórnar vísaði til í ræðu sinni á morgunfundi Viðskiptaráðs Íslands 18. nóvember 2008.<br /> <br /> Kærandi vísar almennt til 3. gr. og 7. gr. uppl. beiðni sinni til stuðnings með almannahagsmuni í huga. Seðlabankinn telur að upplýsingalög hafi verið samin m.a. með almannahagsmuni í huga. Aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu eigi því ekki að veita kæranda betri rétt en við eðlilegar aðstæður. Með öðrum orðum að það verði að fara eftir gildandi ákvæðum upplýsingalaga. Þess vegna skjóti það ekki skökku við að bankinn synji um aðgang að umræddri skýrslu.<br /> <br /> Að lokum upplýsist það hér með að á meðan ekki er ljóst hvort kærandi er að biðja um handrit nefndrar skýrslu eða endanlega gerð hennar, verður að svo stöddu beðið með að afhenda úrskurðarnefnd afrit af endanlegu skýrslunni.“</p> <p>Hinn 29. desember ritaði úrskurðarnefndin kæranda bréf og gaf honum kost á því að gera athugasemdir við andsvör Seðlabankans. Í svarbréfi kæranda frá 6. janúar er vitnað til eftirfarandi sem fram hafi komið í ræðu formanns bankastjórnar Seðlabankans 18. nóvember 2008:</p> <p> „Þótt Seðlabankamenn hafi lengi haft áhyggjur af stöðu bankakerfisins, varð þeim mjög brugðið vegna þeirra viðhorfa, sem fram komu á fundinum í London. Þegar heim var komið var óskað eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna; fleiri ráðherrum og embættismönnum; og fékkst sá fundur. Þar var lesin upp í heild skýrsla um ferðina sem þá var til í handriti. Skýrsla þessi er alllöng. Ég mun hér vitna til hluta hennar ...“ </p> <p>Segir síðan í bréfi kæranda: </p> <p> „Af framangreindum orðum má ætla að formanni bankastjórnarinnar sé full kunnugt um hvað stóð í handritinu sem hann deildi með öðrum stjórnvöldum. Hann virðist leggja að jöfnu handrit og lokaeintak skýrslunnar. Ég geri slíkt hið sama og krefst aðgangs að handritinu. Sé handritið í raun ófáanlegt og veigamikill munur á því og lokaskýrslu fer ég fram á að fá aðgang að þeim hluta lokaskýrslunnar sem lesinn var upp fyrir önnur stjórnvöld í handriti, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.“</p> <p>Úrskurðarnefndin ritaði Seðlabanka Íslands bréf 15. janúar 2009 og gaf bankanum kost á að gera athugasemdir við bréf kæranda frá 6. sama mánaðar. Í bréfinu segir m.a.:</p> <p>„Úrskurðarnefndin vill gefa yður kost á því að gera athugasemdir við framangreint bréf [...]. Úrskurðarnefndin telur rétt að benda sérstaklega á að í bréfi [...] er beiðni hans um aðgang að gögnum afmörkuð með nánari hætti en fyrr var gert og sýnist það vera vegna andsvara yðar. Hann krefst þess nú að fá aðgang að handriti af umræddri skýrslu en sé það ófáanlegt, og veigamikill munur á því og lokaskýrslu um ferðina, krefst hann þess að fá aðgang að þeim hluta lokaskýrslunnar sem lesinn var upp fyrir önnur stjórnvöld í handriti. Óhjákvæmilegt er að óska eftir afstöðu yðar til beiðninnar eins og hún er nú sett fram.</p> <p>Í andsvörum yðar segir m.a. eftirfarandi: „Þá telur Seðlabankinn að undantekningar í 3. tl. 4. gr. eigi ekki við, þar sem umrædd ferðaskýrsla geymi hvorki endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls né upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“</p> <p>Í tilefni af þessu óskar úrskurðarnefndin upplýsinga um hvort og þá hvar sé að finna upplýsingar um efni skýrslunnar annars staðar en í henni sjálfri. Í andsvörum yðar er fullyrt að handrit að ferðaskýrslunni sé ekki lengur til. Úrskurðarnefndin óskar eftir því að henni verði afhent í trúnaði lokaskýrslan um ferðina til London en nefndinni er nauðsynlegt að fá skýrsluna í hendur til að geta tekið ákvörðun um framhald málsins og niðurstöðu þess eigi síðar en föstudaginn 23. janúar 2009.“</p> <p>Svarbréf Seðlabankans Íslands barst úrskurðarnefndinni 29. janúar og segir þar m.a. eftirfarandi:</p> <p> „Seðlabankinn mótmælir þeirri ályktun kæranda að formaður bankastjórnar Seðlabankans leggi að jöfnu handrit og lokaeintak skýrslunnar.<br /> <br /> Eins og fram kom í bréfi bankans til Úrskurðarnefndar frá 19. desember sl. er handrit af endanlegri ferðaskýrslu ekki lengur fyrir hendi og því ómögulegt aðverða við kröfu kæranda um afhendingu á því í handriti. Og þar sem hin endanlega ferðaskýrsla hefur aldrei verið send öðrum stjórnvöldum eða lesin upp fyrir þeim, er kröfu kæranda um að fá aðgang að þeim hluta lokaskýrslunnar sem lesin var upp fyrir stjórnvöld í handriti hafnað.</p> <p> Þá telur Seðlabankinn ekki nauðsynlegt að afhenda afrit af endanlegri ferðaskýrslu til að unnt sé að meta hvort í skýrslunni séu engar upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Þegar hafi komið fram að umræddur fundur hafi verið haldinn með fulltrúum matsfyrirtækja og banka sem þekktu til íslenskra aðstæðna. Það eitt ætti að vera nægilegt til að gera sér ljóst að fulltrúar umræddra banka og matsfyrirtækja búa einnig yfir sömu upplýsingum um umrædda fundi og fram koma í hinni endanlegu ferðaskýrslu. Skilyrðin í 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga til að heimila aðgang að vinnuskjölum eru því ekki uppfyllt þannig að kærandi á ekki rétt á því að fá hina endanlegu ferðaskýrslu.“</p> <p>Framangreindu bréfi Seðlabanka Íslands fylgdi umrædd skýrsla um fundi í Lundúnum í febrúar 2008.</p> <p>Með tölvubréfi frá Seðlabankanum, sem barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál 17. mars, var frá því skýrt að bankinn hefði afhent rannsóknarnefnd Alþingis samkvæmt lögum nr. 142/2008. Vakin er athygli á ákvæðum 3. mgr. 16. gr. þeirra laga í því sambandi en þar segir að óheimilt sé að veita aðgang að gögnum hjá opinberum stofnunum sem rannsóknarnefndin hafi fengið afhent nema með samþykki nefndarinnar.</p> <p>Af þessu tilefni ritaði úrskurðarnefndin rannsóknarnefnd Alþingis bréf, dags. 18. mars, þar sem spurt var hvort hún samþykkti fyrir sitt leyti að veittur yrði aðgangur að skýrslu Seðlabanka Íslands um ferð fulltrúa bankans til Lundúna í febrúar 2008.</p> <p>Svar barst úrskurðarnefndinni samdægurs. Þar segir m.a. svo:</p> <p>„Ákvæði 3. mgr. 16. gr. laga nr. 142/2008 hljóðar svo: „Óheimilt er að veita aðgang að gögnum hjá opinberum stofnunum sem rannsóknarnefndin hefur fengið afhent við rannsókn þessa nema með samþykki rannsóknarnefndarinnar.“ Í athugasemdum við frumvarp það, er varð að lögum nr. 142/2008, er tekið fram að mat nefndarinnar ráðist af því hvort upplýsingarnar séu þess eðlis að aðgangur að þeim muni skaða rannsóknina.</p> <p>Eftir að hafa farið yfir umrædda skýrslu telur nefndin að ekki sé ástæða til að ætla að aðgangur að henni muni skaða rannsókn nefndarinnar og veitir því samþykki sitt skv. 3. mgr. 16. gr. laga nr. 142/2008. Hvort kærandi á rétt til aðgangs að skýrslunni ræðst því hér eftir einvörðungu af ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996 en rannsóknarnefnd Alþingis tekur enga afstöðu til þess.“</p> <p> </p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fram kemur í andsvörum Seðlabanka Íslands í bréfi til úrskurðarnefndarinnar frá 19. desember byggir bankinn synjun sína á því að umrædd fundaskýrsla sé vinnuskjal ritað til eigin afnota bankastjórnarinnar. Skýrslan hafi hvorki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls né upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá og ekki hafi hún farið á milli tveggja stjórnvalda. Af þessum sökum sé skýrslan undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá hvorki sé skýrslan né hafi verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og tilheyri því ekki tilteknu máli, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. sömu laga, sem leiði einnig til þess að ekki sé skylt að veita aðgang að henni. Ekki skipti heldur máli þótt vitnað hafi verið til hluta skýrslunnar á opinberum vettvangi. Skýrslan sé ekki lengur til í því handriti sem lesið hafi verið upp fyrir stjórnvöld á sínum tíma og sé því ekki hægt að afhenda það. Þá hafi hin endanlega skýrsla hvorki verið send öðrum stjórnvöldum né lesin fyrir þau og því sé hafnað kröfu kæranda um að fá aðgang að þeim hluta lokaskýrslunnar sem lesin hafi verið upp fyrir stjórnvöld í handriti.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í andsvörum Seðlabanka Íslands kemur fram að í umræddri skýrslu um ferð fulltrúa Seðlabanka Íslands til Lundúna í febrúar 2008 hafi verið teknar saman þær upplýsingar sem fulltrúar bankans hafi fengið á þeim fundum sem þeir sátu í ferðinni. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að skýrslan hafi á sínum tíma verið rituð sem vinnuskjal stjórnvalds í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Formaður stjórnar Seðlabankans sagði í ræðu sem hann hélt á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands 18. nóvember 2008 að þegar heim kom hafi verið óskað eftir fundi með forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, fleiri ráðherrum og embættismönnum, og hafi sá fundur fengist. Þar hafi verið lesin upp í heild skýrsla um ferðina sem þá hafi verið til í handriti. Þessi ummæli formanns bankastjórnarinnar benda til þess að skýrslan hafi ekki einvörðungu verið rituð til afnota í Seðlabankanum heldur einnig til þess að kynna ráðherrum og embættismönnum hvað helst hefði komið fram á fundunum í Lundúnum eða að minnsta kosti hafi skýrslan verið notuð til þess. Það liggur enda fyrir samkvæmt orðum formanns bankastjórnarinnar að það sem í handriti skýrslunnar stóð hafi í heild sinni verið lesið upp fyrir „forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, fleiri ráðherrum og embættismönnum.“</p> <p>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga eru vinnuskjöl sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota undanþegin upplýsingarétti. Í skýringum á þessu ákvæði í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir eftirfarandi:</p> <p> „Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað.“</p> <p>Þótt í framangreindum skýringum sé talað um gögn og bréfaskipti sem fari á milli stjórnvalda, sem leiði til þess að þau skjöl sem annars yrðu talin vinnuskjöl verði það ekki lengur, væri það að mati úrskurðarnefndarinnar of þröng skýring á ákvæði 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga að gögn sem ákvæðið nær til geti ekki farið á milli stjórnvalda nema eitt stjórnvald láti þau sérstaklega af hendi til annars stjórnvalds. Má í því sambandi nefna að afhendi eitt stjórnvald öðru stjórnvaldi vinnuskjal til yfirlestrar og afnota en taki það í sína vörslu að afnotunum loknum verður almennt að ganga út frá því að slíkt skjal geti ekki lengur talist vinnuskjal ritað til eigin afnota viðkomandi stjórnvalds enda er þá efni þess í heild sinni komið til vitundar annars. Líta verður svo á að sama máli gegni þegar stjórnvald kynnir öðru stjórnvaldi efni skjals með því að skjalið er lesið upp fyrir því frá orði til orðs eins og formaður bankastjórnar Seðlabankans segir að hafi verið gert við skýrslu Seðlabankans á fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar, fleiri ráðherrum og embættismönnum. Þá er vitneskja um efni skjalsins komin til vitundar annars stjórnvalds með sama eða svipuðum hætti og hefði skjalið sjálft verið afhent til afnota og yfirlestrar. Benda má á að gagnstæð niðurstaða myndi skapa möguleika á því að stjórnvöld gætu sniðgengið upplýsingalögin og reynt með þeim hætti að þrengja þann rétt til upplýsinga sem almenningur á samkvæmt þeim.</p> <p>Ekkert kemur fram um það í andsvörum Seðlabanka Íslands að svokölluð lokaskýrsla hafi verið annars efnis en skýrslan var í handriti enda þótt því sé mótmælt að formaður bankastjórnar leggi að jöfnu handrit skýrslunnar og lokaeintak. Í andsvörunum kemur fram að handriti skýrslunnar hafi verið fargað og því sé ekki hægt að veita aðgang að því. Með atvik þessa máls í huga er eðlilegt að draga þá ályktun að handritinu hafi ekki verið fargað fyrr en svokölluð lokaskýrsla hafði verið rituð samkvæmt því. Enda þótt einhver blæbrigða- eða orðalagsmunur kunni að hafa verið á milli handritsins og lokaskýrslunnar verður í ljósi atvika þessa tiltekna máls að draga þá ályktun að efni hvorutveggja hafi verið hið sama og því efnislega um sama skjal að ræða. Þótt handrit skýrslunnar og lokaskýrslan séu að formi til ekki eitt og sama skjalið breytir það því ekki að við úrlausn á beiðni kæranda verður að líta til þess hvort í þessum tveim skjölum hafi verið að finna sömu upplýsingar og hvort að öðru leyti megi í raun leggja þau að jöfnu. Almennt verður hér einnig að hafa í huga að hafi formi þess hvernig upplýsingar eru varðveittar verið breytt, t.d. þannig að bréf hafi verið lesið á hljóðband, og bréfinu síðan eytt, eða öfugt, verður ekki séð að stjórnvaldi væri einvörðungu á þeim grundvelli heimilt að synja beiðni um aðgang að tilteknu gagni þar sem það væri ekki lengur til. Kærandi í máli þessu bað um aðgang að því handriti sem lesið var upp á fundi formanns bankaráðs Seðlabankans með forystumönnum ríkisstjórnarinnar o.fl. Með vísan til þess sem að framan sagði um efnislega samsvörun handritsins og endanlegrar gerðar skýrslunnar og þess samhengis sem er á milli tilkomu þessara skjala verður að mati úrskurðarnefndarinnar í máli þessu að leggja handrit skýrslunnar og lokaskýrsluna að jöfnu.</p> <p>Niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál er því sú samkvæmt framansögðu að umrædd skýrsla geti ekki lengur talist vinnuskjal þar sem hún í raun hafi farið á milli tveggja stjórnvalda.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Í 1. mgr. 10. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, segir jafnframt svo: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“</p> <p>Seðlabanki Íslands ber því við að ekki sé skylt að afhenda skýrsluna þar sem hún hafi hvorki verið né sé til meðferðar hjá stjórnvöldum og tilheyri því ekki tilteknu máli. Byggir bankinn þessa mótbáru sína á ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Eins og rakið er að framan verður ekki litið svo á að umrædd skýrsla Seðlabanka Íslands sé vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Fyrir liggur að hún var lesin upp á fundi sem haldinn var að beiðni Seðlabankans með forystumönnum ríkisstjórnarinnar, fleiri ráðherrum og embættismönnum. Í ræðu formanns stjórnar Seðlabankans 18. nóvember 2008 las hann m.a. upp úr skýrslunni eftirfarandi:</p> <p>„En þá niðurstöðu má draga af þessum viðræðum og ummælum manna, sem svo vel til þekkja, en voru auðvitað settar fram með misskýrum hætti, að íslenska bankakerfið væri í mikilli hættu, ekki síst vegna þess hvernig það hefur þanist út, skipulagslítið og ógætilega á undanförnum árum, í því trausti að lánsfjárútvegun yrði ætíð leikur einn. Markaðir verði almennt lokaðir íslensku bönkunum a.m.k. næstu 12 mánuði og telja þó sumir að 24 mánuðir séu líklegri tími hvað það varðar.“</p> <p>Af þessum kafla skýrslunnar verður tæplega önnur ályktun dregin en sú að á fundinum hafi verið til umfjöllunar staða íslenska bankakerfisins á þeim tíma sem fundurinn var haldinn.</p> <p>Hvorki er í upplýsingalögunum sjálfum né í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga afmörkuð skilgreining á því hvað telst vera mál í stjórnsýslunni samkvæmt lögunum. Af lögunum sjálfum er ljóst að þeim er fyrst og fremst ætlað að tryggja almenningi rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum tiltekinna mála. Ber að túlka lögin í því ljósi. Með 1. og 2. gr. laga nr. 161/2006, var breytt lítillega orðalagi 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum með frumvarpi því sem síðan var samþykkt sem lög nr. 161/2006, segir m.a. svo um áður nefnda 1. og 2. gr.:</p> <p>„Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, nr. 50/1996, er að finna meginreglu laganna um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Inntak meginreglunnar skýrist fyrsta kastið af orðalagi hennar sjálfrar en skv. 1. mgr. 3. gr. laganna er stjórnvöldum „skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.“ Enda þótt orðinu mál beri að ljá rúma merkingu felst þó þegar í því hugtaki ákveðin afmörkun á efni upplýsingaréttarins. Þannig er gerð krafa til að beiðni um aðgang tiltaki það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir en það kemur um leið í veg fyrir að unnt sé að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund eða frá ákveðnu tímabili.“</p> <p>Nokkru síðar segir jafnframt svo í frumvarpinu í skýringum sem fylgdu umræddum ákvæðum þess: </p> <p>„Í beiðni verður að tilgreina gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á málinu og gögnum þess.“</p> <p>Áskilnaður upplýsingalaga um að sá sem óskar aðgangs að gögnum skuli tilgreina það mál sem beiðni hans lýtur að byggist ekki síst á því sjónarmiði að hægt sé á grundvelli þeirrar beiðni sem fyrir liggur að hafa uppi á viðkomandi máli og þar með þeim gögnum þess sem beiðni lýtur að. Þá liggur fyrir að þessi afmörkun upplýsingaréttarins felur það í sér að stjórnvöldum er ekki skylt að verða við beiðnum sem lúta að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund eða frá ákveðnu tímabili. Á hinn bóginn verður hugtakinu mál af þessum sökum ekki ljáð þröng merking. Þvert á móti verður, m.a. í ljósi þeirrar meginreglu sem fram kemur í 3. gr. upplýsingalaganna, að telja að hugtakið hafi víðtæka merkingu á þessu lagasviði. Þannig getur verið um mál að ræða sé tiltekið afmarkað viðfangsefni tekið til umfjöllunar á fundi, þrátt fyrir að sú umfjöllun leiði ekki til tiltekinnar afgreiðslu, viðbragða eða úrlausnar af öðru tagi á því stigi. Tengist ákveðin gögn því máli og þeirri umræðu verða þau jafnframt hluti þess máls og nær því upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum til þeirra gagna séu skilyrði laganna fyrir aðgangi að þeim að öðru leyti fyrir hendi.</p> <p>Með vísan til þess að á fundi formanns bankastjórnar Seðlabankans með forystumönnum ríkisstjórnarinnar, fleiri ráðherrum og embættismönnum, voru kynntar þær upplýsingar sem fram komu í þeirri skýrslu sem formaðurinn las upp á fundinum, tilefni fundarins og efni skýrslunnar, verður að telja að þar hafi verið til umfjöllunar mál í stjórnsýslunni í skilningi upplýsingalaga.</p> <p>Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er því sú að á fundi bankastjórnar Seðlabankans og forystumanna ríkisstjórnarflokkanna, fleiri ráðherra og embættismanna hafi verið mál til umfjöllunar í stjórnsýslunni sem lokaskýrslan tengdist og því nái upplýsingaréttur almennings til skýrslunnar.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Í skýrslu Seðlabanka Íslands um fundina í Lundúnum í febrúar 2008 er getið nafna þeirra matsfyrirtækja og banka sem áttu fulltrúa á fundunum og eins þeirra íslensku banka sem til umræðu voru. Íslensku bankarnir hafa um nokkurra mánaða skeið verið undir stjórn skilanefnda. Aðstæður og rekstur þeirra er breyttur frá því sem var þegar umrædd skýrsla var gerð. Þótt á sínum tíma hafi verið fjallað um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi banka á fundunum, og grein gerð fyrir þeim í skýrslunni, verður ekki séð að nú sé ástæða til þess að takmarka aðgang að skýrslunni samkvæmt síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga. Þá verður heldur ekki séð að neinum slíkum hagsmunum sé til að dreifa er varða matsfyrirtækin og þá erlendu banka sem nafngreindir eru í skýrslunni.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Samkvæmt öllu því sem að framan segir er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál sú að Seðlabanka Íslands beri að afhenda [...] skýrslu, dags. 12. febrúar 2008, um fundi fulltrúa bankans í Lundúnum í febrúar 2008. </p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Seðlabanka Íslands er skylt að afhenda kæranda, [...], afrit af skýrslu bankans, dags. 12. febrúar 2008, um fundi í Lundúnum í febrúar 2008.<br /> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p><br /> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 295/2009 Úrskurður frá 19. mars 2009 | Kærð var afgreiðslu Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík á beiðni um upplýsingar og afrit af reikningum vegna heimilissjóðs og fæðispeninga á áfangastaðnum [X]. Tilgreining máls eða gagna í máli. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 19. mars 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-295/2009.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 25. nóvember 2008, kærði [...], afgreiðslu Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík á beiðni hans um upplýsingar og afrit af reikningum vegna heimilissjóðs og fæðispeninga á áfangastaðnum [X]. Umrætt erindi lagði [...] fram fyrir hönd dóttur sinnar sem vistmanns á áfangastaðnum.</p> <p>Í gögnum málsins kemur fram að með bréfi, dags. 2. október 2008, lét forstöðumaður áfangastaðarins [X], í tilefni af beiðni kæranda, honum skriflega í té tilteknar upplýsingar um ráðstöfun fjármuna úr heimilissjóði áfangastaðarins. Í kjölfarið mun kærandi hafa sent Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík erindi, dags. 14. október 2008, þar sem hann óskaði eftir nánari upplýsingum um þau atriði varðandi heimilissjóð áfangastaðarins sem forstöðumaður hafði greint frá í bréfinu, dags. 2. október 2008. Þá fór kærandi jafnframt fram á að honum yrði afhent afrit af reikningum vegna hvers liðar fyrir sig. </p> <p>Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra svaraði erindi kæranda með bréfi, dags. 20. nóvember. Þar er vísað til ákvæðis 4. gr. reglugerðar um búsetu fatlaðra, nr. 296/2002, um hlutverk heimilissjóðs og með vísan til þess ákvæðis bent á að allir þeir liðir sem forstöðumaður áfangastaðarins [X] hafi talið til í skýringum til kæranda falli undir skilgreiningu reglugerðarinnar á því sem heimilissjóði beri að greiða. Þá er vísað til þess í svarinu að framlag íbúa í heimilissjóð þurfi að standa undir kostnaði við rekstur, líkt og almennt gildi um hússjóði. Á hinn bóginn sé ekki gert ráð fyrir að fé safnist upp í sjóðunum og því sé sjálfsagt að endurskoða mánaðargjöld íbúa reglulega. Þá geti íbúar óskað eftir því að fá að skoða bókhaldsgögn heimilissjóðs.   </p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Kærandi beindi máli þessu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með kæru, dags 25. nóvember 2008, eins og áður er fram komið.</p> <p>Með bréfi, dags. 28. nóvember, var Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík kynnt kæran, gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni í máli kæranda. Jafnframt var óskað eftir að fá afhent í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að. Athugasemdir stofnunarinnar, ásamt fylgiskjölum, bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 3. desember. </p> <p>Með bréfi, dags. 8. desember, var kæranda gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra. Í kjölfar símtals kæranda við ritara úrskurðarnefndarinnar var frestur hans til að koma svörum á framfæri framlengdur til mánudagsins 5. janúar 2009. Athugasemdir hans bárust með bréfi sem móttekið var af hálfu úrskurðarnefndarinnar 2. þess mánaðar. Kemur þar fram að óskað sé „eftir skilgreiningu á því í hvað þessir peningar fara, ásamt afritum af kvittunum.“ Kærandi vísar til þess að ársgrundvelli séu útgjöld hvers vistmanns á áfangastaðnum í heimilissjóð 180.000 krónur. Fer hann fram á að fá útskrift með fylgiskjölum fyrir þessari upphæð sem tekin sé mánaðarlega af tekjum dóttur hans. Með bréfi, dags. 19. janúar, óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir nánari afmörkun á beiðni kæranda.  Í bréfi nefndarinnar segir svo: </p> <p>„Við nánari skoðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál á kæru yðar og gögnum málsins hefur komið í ljós að ekki er fyllilega ljóst að hverju krafa yðar um beiðni um aðgang að gögnum beinist. Þess er því hér með farið á leit við yður að upplýst verði hvort skilja beri kröfu yðar svo að veitt verði afrit af öllum fylgiskjölum sem tilheyri greiðslum úr heimilissjóði Áfangaheimilisins [X] og ef svo er að þér tilgreinið þá jafnframt til hvaða tímabils sú beiðni taki.“  </p> <p>Í svari kæranda, dags. 27. janúar, kemur fram að kærandi óskar eftir að fá sundurliðun ásamt kvittunum í hvað þær 15.000 krónur fara sem dregnar séu af dóttur hans mánaðarlega á því tímabili sem hún hefur dvalið á áfangastaðnum [X]. </p> <p>Með bréfi, dags. 5. febrúar, var Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík sent afrit af síðastgreindu bréfi kæranda. Óskaði nefndin jafnframt eftir upplýsingum um það hvort í bókhaldi áfangastaðarins [X] væri að finna þær upplýsingar sem kærandi óskaði eftir. Einnig var óskað eftir upplýsingum um það hvort ákveðin gögn lægju fyrir, s.s. rekstrarreikningar heimilissjóðs áfangastaðarins, sem varpað gætu ljósi á fyrirspurnir kæranda. Þá óskaði nefndin eftir upplýsingum þess efnis hvort kæranda stæði til boða að skoða bókhaldsgögn áfangaheimilisins. </p> <p>Í svarbréfi svæðisskrifstofunnar, dags. 13. febrúar, segir að í bókhaldi heimilissjóðs áfangastaðarins sé að finna kvittanir fyrir útlögðum kostnaði. Forstöðumaður haldi utan um bókhaldið og geymi möppur með fylgiskjölum. Íbúar geti skoðað bókhaldsgögnin og það gildi einnig um kæranda, hafi hann umboð frá dóttur sinni til þess. Síðan segir þar „... að framlagi íbúa í heimilissjóð sé ætlað að standa undir kostnaði við rekstur líkt og gildir um hússjóði almennt.  Kostnaður [sé] því ekki „eyrnamerktur“ á hvern íbúa og ekki nákvæmlega skilgreint hvaða hluti kostnaðarins tilheyri dóttur [kæranda] ...“ </p> <p>Með bréfi, dags. 24. febrúar, var kæranda gefinn kostur á því að gera athugasemdir við umsögn svæðisskrifstofunnar og barst nefndinni umsögn kæranda með bréfi, dags. 25. febrúar.</p> <p> </p> <p>Niðurstaða</p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“ Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga kemur enn fremur fram að stjórnvöldum sé skylt að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varði tiltekið mál, ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.</p> <p>Í 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, kemur fram að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau gögn máls sem hann óski að kynna sér. Þá geti hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Af framangreindu leiðir að réttur til upplýsinga á grundvelli 3. og 9. gr. upplýsingalaga tekur einvörðungu til gagna sem fyrir liggja þegar um þau er beðið og tilheyra ákveðnu máli en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað.</p> <p>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína þannig að hann óski aðgangs að sundurliðun á útgjöldum heimilissjóðs áfangastaðar að [X] ásamt kvittunum sem sýni í hvað þær 15.000 krónur fara sem dregnar eru af dóttur hans mánaðarlega á því tímabili sem hún hefur dvalið á áfangaheimilinu [X]. Af skýringum kæranda í máli þessu leiðir að í beiðni hans felst ósk um aðgang að upplýsingum um ráðstöfun þeirrar fjárhæðar sem dóttir hans greiðir í heimilissjóð áfangaheimilisins sérstaklega. Í svörum svæðisskrifstofunnar, dags. 13. febrúar 2009, kemur á hinn bóginn fram að kostnaður sé ekki „eyrnamerktur“ hverjum íbúa og því liggi ekki fyrir nákvæmlega skilgreint hvaða hluti kostnaðarins tilheyri dóttur kæranda.</p> <p>Þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að í máli þessu eru því ekki fyrirliggjandi í tilteknum gögnum hjá viðkomandi stjórnvöldum. Getur kærandi því ekki átt rétt til þeirra á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996, enda leggja þau lög ekki þá skyldu á herðar stjórnvöldum að taka saman upplýsingar sem ekki eru fyrirliggjandi þegar beiðni um aðgang berst. Af þessu leiðir að í máli þessu liggur ekki fyrir synjun stjórnvalds á að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 14. gr. laganna. Ber því að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni.</p> <p>Af gefnu tilefni skal tekið fram að í þessu felst ekki afstaða úrskurðarnefndarinnar til þess hvort kærandi eigi rétt á að skoða bókhaldsgögn vegna heimilissjóðs áfangastaðarins að [X]. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík hefur lýst þeirri afstöðu undir rekstri kærumálsins að slíkt standi kæranda til boða gegn framvísun umboðs frá dóttur hans. Þá leiðir af hlutverki úrskurðarnefndarinnar, eins og það er afmarkað í lögum, að henni er heldur ekki ætlað að taka til þess afstöðu hvort kærandi eigi rétt á að fá frá stjórnvöldum ítarlegri rökstuðning en hann hefur þegar fengið fyrir því hvernig þeirri fjárhæð sem dóttur hans er gert að greiða í umræddan heimilissjóð er varið.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru [...] frá 25. nóvember 2008 á hendur Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br />                                                  Sigurveig Jónsdóttir                                 Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 294/2009 Úrskurður frá 29. janúar 2009 | Kærð var synjun synjun Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á að veita kæranda aðgang að gögnum frá dvalarheimilinu Seljahlíð um ömmu hans og afa, [A] og [B]. Einstaklegir hagsmunir umfram aðra. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 29. janúar 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-294/2009.</p> <h3><br /> Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, sem úrskurðarnefndin móttók 22. september 2008., kærði [...], synjun Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar frá 5. september sama árs á að veita honum aðgang að gögnum frá dvalarheimilinu Seljahlíð um ömmu hans og afa, [A] og [B].</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt því sem segir í bréfi lögfræðings Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar til kæranda, dags. 5. september sl., bað kærandi um að sér yrði veittur aðgangur að framangreindum gögnum en ekki kemur fram hvenær velferðarsviðinu barst sú beiðni. Í bréfinu er beiðni kæranda synjað með vísan til þess að þar sem afi kæranda og amma séu bæði látin verði að telja að eigi sé unnt að veita kæranda aðgang að þeim gögnum er varði einkamálefni þeirra sérstaklega og um það vísað til 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í bréfinu er athygli kæranda vakin á rétti hans til að fá frekari rökstuðning fyrir synjuninni samkvæmt 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og eins á heimild til að skjóta henni til úrskurðarnefndar upplýsingalaga samkvæmt 14. gr. þeirra laga.</p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar segir kærandi ástæðu þess að hann vilji fá aðgang að gögnunum vera þá að sex dögum fyrir andlát afa síns hafi verið gerðar töluverðar breytingar á erfðaskrá þeirra og telji hann sig eiga fullan rétt til þess að sjá hvernig heilsufar þeirra hafi verið þann dag. Kærandi segir afa sinn hafa legið stutta banalegu með krabbamein í heila og morfín í æð og ömmu sína verið illa kalkaða og komna í hjólastól.</p> <p>Kærunni fylgdi afrit af afsali fyrir íbúð [A] og [B] til [C]. Afsalið er dagsett 18. júní 1996 og er undirritunin handsöluð lögmanni. Á afsalið ritar lögbókandinn í Reykjavík sama dag svofellda yfirlýsingu:</p> <p>„Ár 1996, þriðjudaginn 18. júní, var ég undirritaður lögbókandi í Reykjavík kvaddur á heimili hjónanna [A] og [B].</p> <p>[A] getur ekki lesið né skrifað vegna sjóndepru og veikinda og [B] á erfitt með að rita nafn sitt vegna veikinda. Afsalið hér að framan var lesið fyrir þeim hjónum og lýstu þau því yfir, að efni skjalsins væri í alla staði í samræmi við vilja sinn og handsöluðu þau Gunnari I. Hafsteinssyni, hdl., Reykjavík, kt. 250336-2929 undirritanir sínar undir skjalið að mér viðstöddum.</p> <p>Gerðu þau hjón þetta af frjálsum og fúsum vilja og með fullu ráði og kváðu afsalið hafa að geyma vilja sinn.“</p> <p>Í bréfi Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 21. nóvember sl., er greint frá því að umbeðin gögn hafi verið sett til geymslu á röngum stað og þau því ekki fundist fyrr en 19. nóvember þrátt fyrir talsverða leit. Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem orðið hafi á svörum velferðarsviðsins. Rökstuðningur velferðarsviðsins fyrir synjun um afhendingu gagnanna er svohljóðandi:</p> <p>„Velferðarsvið ítrekar upphaflegan rökstuðning hinnar kærðu ákvörðunar. Um er að ræða gögn um einkamálefni [B] og [A] sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar sem [B] og [A] eru bæði látin, er eigi talið unnt að veita kæranda aðgang að gögnum er varða einkamálefni þeirra, en geyma engar upplýsingar um hann sjálfan. Kærandi hefur ekki sýnt fram á að hagsmunir hans af því að fá aðgang að gögnunum séu ríkari en þeir hagsmunir sem mæla með því að gögnunum sé haldið leyndum, sbr. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 50/1996.</p> <p>Velferðarsvið lítur svo á að hagsmunir af því að umbeðnum gögnum sé haldið leyndum séu einkum tvenns konar. Annars vegar er um að ræða hagsmuni hinna látnu sjálfra. Þótt mat þeirra hagsmuna sé vandkvæðum bundið telur Velferðarsvið sér ekki stætt að líta svo á að þessir hagsmunir séu ekki til staðar; hafi ekki vægi sem líta þurfi til við hagsmunamat skv. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Hins vegar er um að ræða hagsmuni almennings af því að upplýsingum sem þessum sé haldið leyndum. Velferðarsvið telur að það hefði neikvæð áhrif mjög víða í samfélaginu ef fólk mætti búast við því að slíkar upplýsingar yrðu gerðar opinberar skömmu eftir dauða þess. Því telur Velferðarsvið kæranda ekki hafa sýnt fram á að hagsmunir hans af því að fá umbeðinn aðgang vegi þyngra en áðurnefndir almannahagsmunir, að viðbættum óljósum hagsmunum hinna látnu.</p> <p>Hjálögð eru eftirfarandi gögn er varða [B]:</p> <p>1. Skýrsla um sjúkraflutninga<br /> 2. Hitablöð<br /> 3. Rannsóknarskýrslur<br /> 4. Gögn frá Röntgendeild<br /> 5. Upplýsingar um hjúkrun<br /> 6. Handritaðar umsagnir lækna<br /> 7. Vistunarmat og tengd skjöl<br /> 8. Fyrirmæli læknis varðandi lyfjagjöf<br /> 9. Dagbókarfærslur<br /> 10. Hjúkrunarbréf<br /> 11. Skýrslur um heilsufar</p> <p><br /> Hjálögð eru eftirfarandi gögn er varða [B].</p> <p>1. Fyrirmæli læknis<br /> 2. Hjúkrunarupplýsingar<br /> 3. Mælingaskýrslur<br /> 4. Hjúkrunargreiningar<br /> 5. Handritaðar umsagnir lækna<br /> 6. Rannsóknarskýrslur<br /> 7. Vistunarmat og tengd skjöl<br /> 8. Skýrslur um heilsufar“</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 23. september 2008, var kæran kynnt Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og því gefinn frestur til 7. október til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Sama dag var kæranda ritað bréf og honum kynnt að úrskurðarnefndin hefði móttekið kæru hans og hver meðferð hennar yrði á vegum nefndarinnar. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar bað um lengri frest í bréfi, dags. 30. september, og með bréfi úrskurðarnefndarinnar til velferðarsviðsins, dags. 6. október, var fresturinn lengdur til 21. október. Svar barst ekki innan tilskilins frests og var þá velferðarsviðinu ritað bréf, dags. 13. nóvember, efni bréfsins frá 23. september ítrekað og jafnframt óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrðu afhent í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran laut að. Frestur til þessa var gefinn til 19. nóvember. Hinn 21. nóvember barst úrskurðarnefndinni bréf Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. sama dag. Hinn 26. nóvember var kæranda ritað bréf og honum gefinn kostur á að gera athugasemdir við bréf velferðarsviðsins frá 21. nóvember. Ítrekunarbréf var sent 8. desember sl. Engar athugasemdir bárust frá kæranda. Hinn 22. desember var kæranda ritað bréf og hann m.a. beðinn um að upplýsa hvort það foreldri hans sem var barn afa hans og ömmu hefði verið á lífi þegar þau undirrituðu afsal fyrir íbúð sinni til Þorsteins Inga Kragh 18. júní 1996. Svar kæranda barst úrskurðarnefndinni 8. janúar sl. og sagði kærandi það foreldri sitt ekki hafa verið á lífi á þeim tíma.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í III. kafla upplýsingalaga er kveðið á um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Sé litið til orðalags 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga virðist í ákvæðinu gert ráð fyrir að þau gögn sem um er beðið þurfi að innihalda upplýsingar sem beinlínis lúta að viðkomandi aðila sjálfum. Að túlkun þessa ákvæðis hefur verið vikið í nokkrum úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. úrskurði í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000, A-182/2004 og A-283/2008. Í athugasemdum með 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga sem fylgdu frumvarpi til laganna segir að ákvæðið sé byggt á áður óskráðri meginreglu um rétt einstaklinga til aðgangs að gögnum sem  séu í vörslu stjórnvalda og varði þá sérstaklega, enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Með vísan til þessa hefur úrskurðarnefnd skýrt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um hann sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann með þeim hætti að hann hafi einstaklega hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum. Ber þó að hafa í huga, sbr. dóm Hæstaréttar frá 19. október 2000, í máli nr. 330/2000, að mikilvægt er að gera skýran greinarmun á upplýsingarétti almennings skv. II. kafla upplýsingalaga og upplýsingarétti aðila skv. III. kafla laganna. Hinn ríki réttur aðila sjálfs til aðgangs að gögnum samkvæmt III. kafla laganna er undantekning frá hinni almennu reglu í II. kafla þeirra um rétt almennings til aðgangs að gögnum. Því verður að vera hafið yfir vafa að sá sem fer fram á aðgang að gögnum teljist aðili í skilningi 9. gr. upplýsingalaga svo að leyst verði úr beiðni hans á grundvelli þeirrar greinar.</p> <p>Kærandi hefur upplýst að móðir hans, barn afa hans og ömmu [A] og [B], hafi verið látin þegar þau afsöluðu íbúð sinni til Þorsteins Inga Kragh 18. júní 1996. Kærandi var þannig lögerfingi eftir afa sinn og ömmu samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 2. gr. erfðalaga nr. 8/1962, þegar afsalið var undirritað af lögmanni fyrir þeirra hönd þar sem hvorugt þeirra treysti sér til þess að undirrita skjalið. Réttur hans sem lögerfingja er því varinn af ákvæðum laga nr. 8/1962.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Í þeim gögnum er ekki fjallað um hann sjálfan heldur einvörðungu heilsufar afa hans á tímabilinu frá því í október 1994 til dánardægurs 24. júní 1996 og ömmu hans frá fyrri hluta árs 1994 til síðari hluta árs 1999 eða atriði er að heilsufarinu lúta.</p> <p>Fyrir liggur í gögnum málsins að afi kæranda var mjög heilsutæpur og andaðist 24. júní 1996 eða tæpri viku eftir að afsalið var undirritað. Í gögnum málsins kemur ekki fram hvert dánardægur ömmu kæranda var en af þeim er ljóst að heilsa hennar var verulega bág á þessum tíma. Í ljósi framangreindra staðreynda og samkvæmt gögnum málsins að öðru leyti, svo og rétti [...] samkvæmt ákvæðum laga nr. 8/1962, telur kærunefndin að leysa beri úr málinu á grundvelli III. kafla upplýsingalaga.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur samkvæmt því sem að framan segir að líta verði svo á að kærandi hafi sem lögerfingi afa síns og ömmu, [A] og [B], lögvarða hagsmuni af því umfram aðra að fá aðgang að þeim gögnum sem honum hefur verið synjað um aðgang að en þau geta varpað ljósi á hæfi þeirra til að ráðstafa eignum sínum á þeim tíma sem um ræðir. Þessir hagsmunir og gögnin eru þess eðlis að hvorki undantekningarákvæði 3. mgr. 9. gr. né ákvæði 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga um  almenn ákvæði laga um þagnarskyldu eiga hér við. Ber því Reykjavíkurborg, vegna velferðarsviðs borgarinnar, að afhenda [...] öll umbeðin gögn.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Reykjavíkurborg, vegna Velferðarsviðs borgarinnar, ber að afhenda [...], aðgang að gögnum frá dvalarheimilinu Seljahlíð um ömmu hans og afa, [A] og [B], og upp eru talin í bréfi Velferðarsviðs til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 21. nóvember 2008.</p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson, formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>                                                    Sigurveig Jónsdóttir                         Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 293/2009 Úrskurður frá 29. janúar 2009 | Kærð var synjun Flugmálastjórnar Íslands á beiðni um afhendingu afrits af viðbúnaðaráætlunum Flugstoða ohf. og Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli samkvæmt gr. 8.2 í viðauka I með reglugerð nr. 535/2006, um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu. Afmörkun kæruefnis. Mikilvægir almannahagsmunir vegna fyrirhugaðra ráðstafana eða prófa á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mikilvægir almannahagsmunir vegna öryggis- eða varnarmála. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Vinnuskjöl. Þagnarskylda. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center"><br /> ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 29. janúar 2009 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. 293/2009.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með erindi, dags. 30. júlí 2008, kærði [...] synjun Flugmálastjórnar Íslands á beiðni félagsins um afhendingu afrits af viðbúnaðaráætlunum Flugstoða ohf. og Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli samkvæmt gr. 8.2 í viðauka I með reglugerð nr. 535/2006, um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu. Kom í kærunni fram að ný reglugerð nr. 631/2008 um þetta efni hefði tekið gildi 30. júní 2008. Í grein 8.2 í viðauka I með þeirri reglugerð væri fjallað um viðbragðsáætlun, en það hugtak hefði sambærilega merkingu og hugtakið viðbúnaðaráætlun í eldri reglugerðinni.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 23. júní 2008, fór kærandi þess á leit við Flugmálastjórn Íslands að sér yrðu afhent afrit af viðbúnaðaráætlunum Flugstoða ohf. og Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli sem gerðar hefðu verið á grundvelli gr. 8.2 í viðauka I við reglugerð nr. 535/2006, um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu. Í tilefni af beiðni kæranda óskaði Flugmálastjórn Íslands eftir því með tveimur tölvubréfum, dags. 26. júní, að Flugstoðir ohf. annars vegar og Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli hins vegar veittu umsögn um framkomna beiðni um afhendingu gagna. Svar Flugstoða ohf. barst stofnuninni með tölvubréfi, dags. 3. júlí 2008. Þar kemur fram að Flugstoðir ohf. telji að Flugmálastjórn Íslands sé óheimilt að afhenda þriðja aðila umbeðnar upplýsingar og vísa þar um til 7. gr. laga nr. 100/2006, um Flugmálastjórn Íslands. Svar Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar bast með tölvubréfi, dags. 4. júní. Þar segir svo: „Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar lítur svo á að það sé ekki hlutverk Flugmálastjórnar Íslands að afhenda gögn Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar til utanaðkomandi aðila. Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli veitir Flugmálastjórn óheftan aðgang að öllum gögnum fyrirtækisins og lítur svo á að trúnaður skuli ríkja milli aðila.“ Að fengnum þessum umsögnum svaraði kærði erindi kæranda með tölvupósti, dags. 8. júlí. Þar var beiðni kæranda synjað með vísan til þess að Flugmálastjórn Íslands væri á grundvelli 7. gr. laga nr. 100/2006 óheimilt að láta umrædd gögn af hendi til þriðja aðila.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 31. júlí 2008, var fram komin kæra kynnt Flugmálastjórn Íslands og stofnuninni gefinn frestur til 11. ágúst til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té í trúnaði afrit af þeim gögnum er kæran laut að. Frestur stofnunarinnar var þann 6. ágúst framlengdur til 18. sama mánaðar. Svar Flugmálastjórnar Íslands barst með bréfi, dags. 19. ágúst, ásamt nánar tilgreindum gögnum málsins. Í svari Flugmálastjórnar er áréttað að með vísan til 7. gr. laga nr. 100/2006, um Flugmálastjórn Íslands, sé óheimilt að láta af hendi umbeðin gögn. Þá falli gögnin undir 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þar sem fram komi að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda geymi gögnin upplýsingar um öryggi ríkisins og varnarmál. Viðbúnaðaráætlun flugleiðsöguþjónustuaðila geti á hverjum tíma falið í sér upplýsingar um skipulag almannavarna og löggæslu vegna margvíslegra aðstæðna sem kunni að koma upp. Þessar upplýsingar séu afar viðkvæmar og því ekki afhentar almenningi. Gögnin falla að mati Flugmálastjórnar einnig undir 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga um heimild til að takmarka aðgang að gögnum sem yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri ef þau væru á almannavitorði. Vísar Flugmálastjórn í þessu sambandi til þess að [...] hafi sett fram beiðni um aðgang að viðbúnaðaráætlunum flugleiðsöguþjónustuaðila nokkrum dögum fyrir boðað verkfall félagsins. Flugmálastjórn Íslands hafi talið að árangur kynni að skerðast af fyrirhuguðum ráðstöfunum vegna flugumferðaröryggis á meðan á verkfalli stæði ef þær yrðu gerðar opinberar. Í svari Flugmálastjórnar Íslands segir einnig svo:</p> <p>„Undanfarið ár hefur verið í vinnslu hjá Flugmálastjórn Íslands umsókn Flugstoða ohf. og Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli um starfsleyfi vegna flugleiðsöguþjónustu, eins og kveður á um í rg. 535/2006. Þessar umsóknir og tilheyrandi vottun starfseminnar skal verða lokið fyrir lok árs 2008, sbr. og reglugerð 631/2008 sem leysir hina fyrrnefndu af hólmi.</p> <p>Fyrirtækin leggja fram rekstrarhandbók sem lýsir starfsemi þeirra og skjal sem tilgreinir hvar í rekstrarhandbók þeir svara öllum kröfum sem settar eru fram í reglugerðum, þar með talið gr. 8.2 í reglugerð 535/2006 sem vitnað er til í kærunni. Í þeim rekstrarhandbókum sem lagðar hafa verið fram, liggja fyrir drög að viðbúnaðaráætlunum mismunandi deilda flugleiðsöguveitandans.</p> <p>Flugmálastjórn Íslands fer yfir þessar viðbúnaðaráætlanir og gerir athugasemdir og kröfur um breytingar, eftir því sem efni standa til. Þess ber að geta að viðbúnaðaráætlun fyrirtækja sem þessara er háð stöðugum breytingum eftir því hvaða atvik kunna að koma upp sem krefjast sérstakra breytinga.</p> <p>Ætlast er til að flugleiðsöguveitendur ljúki þessum breytingum áður en hægt er að gera úttekt á viðbúnaðaráætlunum. Því eru þessi skjöl vinnuskjöl sem eru til yfirferðar og mun verða gerð úttekt á framkvæmd hennar í endanlegri mynd áður en endanlegt starfsleyfi verður gefið út.“</p> <p>Með hliðsjón af þeim rökum sem fram koma í beinni tilvitnun úr bréfi Flugmálastjórnar hér að ofan telur stofnunin að umbeðin gögn hafi verið vinnuskjöl og því undanþegin upplýsingarétti á grundvelli 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Að síðustu bendir Flugmálastjórn Íslands á að það sé mikilvægt í samskiptum stofnunarinnar og þeirra sem hafi með höndum hvers konar rekstur varðandi flug að fullur trúnaðar sé á milli aðila og að viðkomandi sé kunnugt um að Flugmálastjórn afhendi ekki gögn sem stofnuninni berast við eftirlit eða með öðrum hætti nema sérstök lagaheimild sé til. Um þetta segir nánar svo í bréfi stofnunarinnar:</p> <p>„Ein af ástæðunum fyrir þessu er að oftast eru ýmsar leiðir til að uppfylla kröfur laga og reglugerða sem varða þá heimild til rekstrar í flugi sem um ræðir. Rekstraraðilinn lýsir því í handbók sem hann leggur fram til samþykktar hjá Flugmálastjórn hvernig hann ætlar sér að fara að því að uppfylla umræddar kröfur reglugerðanna. Það fer eftir eðli rekstrarins svo og hversu snjall viðkomandi rekstraraðili er í að uppfylla kröfurnar hvernig viðkomandi bók er útfærð. Hann kærir sig eðlilega ekki um að aðrir aðilar geti notfært sér handbók hans enda eru þær hans eign þó að lagðar séu inn til samþykktar hjá Flugmálastjórn Íslands. Dæmi er um að slík handbók hafi verið talin milljóna virði í þrotabúi flugrekanda. Reglugerð nr. 439/1994 um veitingu flugrekstrarleyfis handa flugfélögum, sbr. reglugerð Evrópuráðsins nr. 2407/1992 tekur sérstaklega fram að Flugmálastjórn hafi þagnarskyldu um upplýsingar sem fengnar eru við beitingu reglugerðarinnar.</p> <p>Önnur ástæða fyrir trúnaðinum er að tryggja að öll gögn sem varða flugöryggi berist stofnuninni. Í þeim tilgangi er t.d. í lögum um loftferðir nr. 60/1998 með áorðnum breytingum í 28. og 83. gr. fjallað sérstaklega um að fyrirsvarsmenn rekstraraðila í flugi séu jafnframt trúnaðarmenn stofnunarinnar. Nánar er hnykkt á þessu í reglugerð um flutningaflug nr. 193/2006 og reglugerð um flugvelli nr. 464/2007. Í reglugerðum um flugleiðsöguþjónustu nr. 535/2006 og nr. 631/2008 sem hér eru til umfjöllunar er sérstaklega í gr. 14 og gr. 8 vikið að ábyrgðarmönnum rekstrar í flugleiðsöguþjónustu og trúnaðarsambandi þeirra við Flugmálastjórn. Þess ber að geta að trúnaðarmenn eru þeir sem leggja fram og bera ábyrgð á handbókum rekstraraðila.</p> <p>Enn fremur er sérstaklega fjallað um mikilvægi trúnaðar á þessu sviði í reglugerð um tilkynningarskyldu flugslysa, alvarlegra flugatvika og atvika nr. 53/2006.</p> <p>Að lokum ber að geta þess að það er sérstaklega mikilvægt vegna þeirrar aðferðafræði sem tíðkast við úttektir, eftirfylgni og tillögur rekstraraðila til úrbóta að tryggja flugöryggi að öll gögn sem aflað er með úttektum eða á annan hátt séu bundin trúnaði. Þetta á við allar úttektir, t.d. eru úttektir sem stofnunin gerir á erlendum loftförum í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins aðeins ætlaðar þeim sem starfrækir loftförin svo og erlendum flugmálayfirvöldum.“</p> <p>Í lok bréfsins kemur fram að stofnunin telji, með vísan til þeirra röksemda sem hún hafi sett fram, að óheimilt hefði verið að afhenda umbeðin gögn. Slík ráðstöfun hefði falið í sér brot á 7. gr. laga nr. 100/2006, um Flugmálastjórn Íslands, en jafnframt hafi stofnuninni verið rétt og skylt að synja erindinu með vísan til 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. og 1. og 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Með bréfi, dags. 20. ágúst, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kæru sinnar, m.a. í ljósi umsagnar Flugmálastjórnar Íslands, og frestur til þess til 1. september. Erindi þetta var ítrekað með bréfi, dags. 5. september. Athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 12. sama mánaðar. Í bréfi kæranda segir m.a. svo:</p> <p>„Ljóst er að hvorki Flugstoðum ohf. né Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar er samkvæmt lögum falin verkefni er lúta að öryggi ríkisins eða varnarmálum. Auk þess verður í þessu sambandi að gera skýran greinarmun á hugtökunum „flugöryggi“ (aviation safety) og „flugvernd“ (aviation security).</p> <p>[...] Beiðni [...] lýtur ekki að upplýsingum um flugvernd heldur eingöngu að þeim kröfum sem gerðar eru til veitenda flugleiðsöguþjónustu um flugöryggi (aviation safety) skv. reglugerð nr. 631/2008 (áður 535/2006).“</p> <p>Með vísan til þessa hafnar kærandi því að synjun á aðgangi að gögnum verði byggð á sjónarmiðum um að þau innihaldi upplýsingar um öryggi ríkisins og varnarmál, skv. 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í athugasemdum kæranda er einnig mótmælt tilvísunum Flugmálastjórnar Íslands til 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. og 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. sömu laga. Þá hafnar kærandi því að heimilt sé að byggja synjun á aðgangi að umbeðnum gögnum á viðskiptahagsmunum þeirra aðila sem um ræðir í málinu og vísar í því sambandi til þess að ekki sé hægt að leggja að jöfnu flugrekstur sem fari fram í samkeppni annars vegar og flugleiðsöguþjónustu hins vegar sem fari fram á ábyrgð ríkisins.</p> <p>Með bréfi, dags. 3. nóvember 2008, ritaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál á ný bréf til Flugmálastjórnar Íslands þar sem farið var fram á að nefndinni yrðu afhentar í trúnaði viðbúnaðaráætlanir Flugstoða ohf. og Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli í heild sinni. Í sama bréfi óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari skýringum á því hvort umbeðnar viðbúnaðaráætlanir Flugstoða ohf. og Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli hefðu verið samþykktar í endanlegri mynd þegar beiðni [...] barst stofnuninni eða hvort um hafi verið að ræða „hluta af vinnugögnum stofnunarinnar“. Með bréfi, dags. 17. nóvember, bárust nefndinni athugasemdir og skýringar Flugmálastjórnar Íslands, ásamt umbeðnum gögnum. Í bréfi stofnunarinnar segir m.a. svo:</p> <p>„Í bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál til Flugmálastjórnar Íslands, dags. 3. nóvember er þeim tilmælum beint til Flugmálastjórnar Íslands að nefndinni verði í trúnaði afhentar viðbúnaðaráætlanir Flugstoða ohf. og Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli sem gerðar hafa verið á grundvelli gr. 8.2 í viðauka I með reglugerð 535/2006 (nú reglugerð 631/2008) í heild sinni.</p> <p>Framangreindar viðbúnaðaráætlanir voru hvorki í endanlegum búningi, né samþykktar af Flugmálastjórn Íslands þegar beiðni [...] barst stofnuninni, ef frá er talinn kafli um viðbúnað vegna yfirvofandi verkfalls. Vinnu við þann kafla var hraðað vegna yfirvofandi vinnudeilu hjá [...] annars vegar og Flugstoða og Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli hins vegar. Sá kafli var afhentur úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi Flugmálastjórnar Íslands 19. ágúst sl.“</p> <p>Með bréfi til kæranda, dags. 22. desember sl., var honum tilkynnt að niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í tilefni af kæru hans væri að vænta eigi síðar en um miðjan janúar 2009.</p> <h3><br /> <br /> Niðurstöður</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Eins og fram er komið beinist kæra máls þessa að synjun Flugmálastjórnar á að afhenda kæranda afrit af tilteknum viðbúnaðaráætlunum samkvæmt reglugerð nr. 535/2006, um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu, sbr. nú reglugerð nr. 631/2008, um sama efni.</p> <p>Samkvæmt 1. gr. laga nr. 100/2006, um Flugmálastjórn Íslands, fer stofnunin með stjórnsýslu og eftirlit á sviði loftferða hér á landi og á íslensku yfirráðasvæði eftir því sem nánar er kveðið á um í lögunum og lögum um loftferðir, svo og öðrum lögum og alþjóðasamningum. Er hlutverk stofnunarinnar að þessu leyti nánar útfært í 4. gr. laganna. Í 1. mgr. 57. gr. a í lögum nr. 60/1998, um loftferðir með síðari breytingum, kemur fram að með flugleiðsöguþjónustu sé átt við flugumferðar-, fjarskipta- og ratsjárþjónustu, veðurþjónustu fyrir flugleiðsögu og flugupplýsingaþjónustu. Rekstraraðili flugleiðsöguþjónustu telst hver sá opinber aðili, stofnun eða fyrirtæki sem veitir flugleiðsöguþjónustu fyrir flugumferð. Skal flugleiðsöguþjónusta og búnaður hennar fullnægja kröfum og stöðlum sem samgönguráðherra setur í reglugerð eða gilda samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. Í 2. mgr. sömu greinar segir að vilji aðili hefja starfrækslu flugleiðsöguþjónustu hér á landi skuli umráðamaður og/eða eigandi sækja um starfsleyfi til Flugmálastjórnar Íslands minnst þremur mánuðum fyrir upphaf þjónustunnar. Að fullnægðum kröfum og stöðlum skal Flugmálastjórn Íslands gefa út starfsleyfi, sbr. 3. mgr. greinarinnar.</p> <p>Um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu er nú í gildi reglugerð nr. 631/2008. Á þeim tíma er sú beiðni var lögð fram sem hér er til umfjöllunar var í gildi um þetta sama efni reglugerð nr. 535/2006.</p> <p>Í síðarnefndu reglugerðinni var kveðið á um það í viðauka I, grein 8.2, að frá og með 1. júlí 2007 skyldi rekstraraðli flugleiðsöguþjónustu hafa viðbúnaðaráætlun vegna allra þjónustuþátta er leitt gætu til verulega skertrar þjónustu eða truflunar á þjónustu. Fól gerð slíkrar viðbúnaðaráætlunar því í sér skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis til flugleiðsöguþjónustu. Í 2. tölul. ákvæðis til bráðabirgða við sömu reglugerð sagði á hinn bóginn að Flugmálastjórn væri heimilt að gefa út bráðabirgðastarfsleyfi til þeirra sem hefðu flugleiðsöguþjónustu með höndum, enda teldi stofnunin að flugöryggi yrði ekki stofnað í hættu.</p> <p>Með setningu reglugerðar nr. 631/2008 var um leið innleidd í íslenskan rétt reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2096/2005, um sameiginlegar kröfur vegna veitingar þjónustu á sviði flugleiðsöguþjónustu, og hún birt sem fylgiskjal með reglugerðinni. Í I. viðauka umræddrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar segir í grein 8.2 að eigi síðar en einu ári eftir útgáfu starfsleyfis skuli veitandi flugleiðsöguþjónustu hafa innleitt viðbragðsáætlanir fyrir hvers kyns þjónustu sem hann veitir, til að bregðast við atburðum sem hafa í för með sér verulega skerðingu eða truflun á viðkomandi þjónustu. Í ákvæði til bráðabirgða við reglugerð nr. 631/2008 segir þó að eftirlitsskyldir aðilar, sem þegar hafi fengið útgefin starfsleyfi til bráðabirgða í samræmi við ákvæði reglugerðar um starfsleyfi nr. 535/2006 skuli veittur aðlögunartími til 31. desember 2008 til að uppfylla kröfur reglugerðarinnar að fullu. Með reglugerð nr. 1179/2008, um breytingu á reglugerð nr. 631/2008 um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu var þessari dagsetningu breytt með þeim hætti að í stað 31. desember 2008 kemur 1. júní 2009.</p> <p>Erindi kæranda til Flugumferðarstjórnar Íslands fól samkvæmt því sem fram hefur komið hér að framan í sér beiðni um aðgang að viðbúnaðaráætlunum sem gerðar hefðu verið á grundvelli greinar 8.2 í viðauka I við reglugerð nr. 535/2006. Beiðni kæranda er skýrt afmörkuð að þessu leyti. Verður beiðni kæranda því ekki skilin svo að hún hafi beinst að þeim viðbúnaðaráætlunum sem í vinnslu voru á þeim tíma er hún var lögð fram. Í úrskurði þessum kemur því aðeins til umfjöllunar að hvaða marki kærandi eigi rétt á aðgangi að viðbúnaðaráætlunum Flugstoða ohf. og Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar sem fyrir lágu í endanlegri mynd hjá kærða á þeim tíma er beiðni um aðgang að gögnum var fram lögð.</p> <p>Kjósi kærandi að láta á það reyna hvort hann eigi rétt á aðgangi að öðrum þáttum áætlananna sem orðið hafa til á síðari stigum, eða eftir atvikum að vinnugögnum sem eru til umfjöllunar hjá stjórnvöldum, m.a. á þeim grundvelli hvort þau skuli samþykkt sem hluti slíkra viðbúnaðaráætlana, hefur hann möguleika á að gera það með því að beina nýrri beiðni þar að lútandi til kærða.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Af atvikum máls þessa er ljóst að ekki lágu fyrir endanlegar viðbúnaðaráætlanir staðfestar af Flugmálastjórn Íslands þegar [...] lagði fram beiðni um afrit af viðbúnaðaráætlunum Flugstoða ohf. og Flugmálastjórnarinnar á Keflavíkurflugvelli með erindi, dags. 23. júní 2008. Í skýringum Flugmálastjórnar Íslands til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem fram koma í bréfi stofnunarinnar, dags. 17. nóvember 2008, kemur fram að á þeim tíma hafi þó legið fyrir kafli áætlunarinnar um viðbúnað vegna yfirvofandi verkfalls [...].</p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „- 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004, A-230/2006 og A-278/2008. Leiðir þetta einnig til þess að upplýsingaréttur almennings samkvæmt upplýsingalögum tekur einvörðungu til gagna sem fyrir liggja þegar um þau er beðið.</p> <p>Beiðni [...] fól í sér ósk um afhendingu afrita af fyrirliggjandi viðbúnaðaráætlunum vegna flugleiðsöguþjónustu Flugstoða ohf. og Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. Með vísan til framangreinds, og þess hvernig beiðni kæranda er úr garði gerð, kemur því hér aðeins til umfjöllunar réttur kæranda til aðgangs að þeim hluta viðbúnaðaráætlana þessara aðila sem voru fullbúnar á þeim tíma er beiðni um aðgang að gögnum var fram lögð. Í því felst að í úrskurði þessum verður ekki tekin afstaða til annars en réttar kæranda til aðgangs að þeim kafla umræddra viðbúnaðaráætlana sem lýtur að viðbrögðum við fyrirhuguðum vinnustöðvunum [...] sumarið 2008.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p><strong>3.1.</strong></p> <p>Flugmálastjórn Íslands hefur í rökstuðningi fyrir synjun á beiðni kæranda um aðgang að gögnum vísað til þess að þau gögn sem óskað hafi verið aðgangs að falli undir 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga þar sem um vinnuskjöl sé að ræða. Í skýringum stofnunarinnar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 17. nóvember 2008, kemur fram að þær viðbúnaðaráætlanir sem beiðni kæranda beinist að hafi ekki verið til í endanlegum búningi þegar beiðni [...] barst stofnuninni, „ef frá er talinn kafli um viðbúnað vegna yfirvofandi verkfalla“, eins og segir í bréfinu.</p> <p>Með vísan til þess hvernig afmarka ber kæruefni máls þessa, sbr. umfjöllun undir lið 2 hér að framan, og með vísan til þess að umræddar athugasemdir Flugmálastjórnar verður að skilja svo að umræddir kaflar hafi legið fyrir í endanlegri mynd á þeim tíma er beiðni kæranda barst stofnuninni, verður ekki talið að þeir kaflar viðbúnaðaráætlananna sem fólu í sér lýsingu á viðbrögðum við fyrirhuguðum vinnustöðvunum [...] sumarið 2008 geti talist vinnuskjöl í skilningi umrædds ákvæðis. Beiðni kæranda verður því ekki hafnað á þeim grundvelli. Ekki er þörf á að taka til þess afstöðu hvort aðrir liðir umræddra viðbúnaðaráætlana hafi talist vinnuskjöl, enda tekur beiðni kæranda ekki til aðgangs að þeim.</p> <p> </p> <p><strong>3.2.</strong></p> <p>Í rökstuðningi sínum vísar Flugmálastjórn Íslands einnig til þess að synja beri aðgangi að umbeðnum gögnum á grundvelli 1. og/eða 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Af 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt er að „takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um: 1. Öryggi ríkisins eða varnarmál; ...“. Í athugasemdum með þessu ákvæði í frumvarpi sem síðan var samþykkt sem upplýsingalög segir að við túlkun á ákvæðinu verði „að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar, þeim tengdar, berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt.“ Í greinargerð Flugmálastjórnar Íslands í málinu, dags. 19. ágúst, segir m.a. svo: „Viðbúnaðaráætlun flugleiðsöguþjónustuaðila sem kveðið er á um í gr. 8.2 í reglugerð nr. 535/2006 um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu getur á hverjum tíma falið í sér upplýsingar um skipulag almannavarna og löggæslu vegna margvíslegra hagsmuna sem kunna að koma upp. Kafli um aðgerðir í tilefni af verkfalli er aðeins einn af mörgum köflum þess skjals sem fjallar um hvers konar viðbúnað gegn hættu, m.a. hryðjuverkum. Þessar upplýsingar eru afar viðkvæmar og þess eðlis að þær verða ekki afhentar almenningi.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fellst á það með Flugmálastjórn Íslands að í viðbúnaðaráætlunum sem hafa þann tilgang að lýsa viðbrögðum við atburðum sem hafa í för með sér verulega skerðingu eða truflun á viðkomandi þjónustu, sbr. nú grein 8.2 í I viðauka með reglugerð nr. 631/2008, um starfsleyfi flugleiðsöguþjónustu, sé ekki ólíklegt að geti verið upplýsingar sem lúti að öryggi ríkisins eða varnarmálum, eins og skilja ber þau hugtök í 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Reynir í þessu sambandi almennt á allveigamikla hagsmuni. Á hinn bóginn verður aðgangi að gögnum ekki hafnað með vísan til upplýsingalaga á þeim grundvelli einum að í þeim kunni að finnast upplýsingar sem lotið geta að öryggi ríkisins eða varnarmálum. Umrætt ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga gerir samkvæmt orðalagi sínu ráð fyrir að hverju sinni skuli metið hvort takmörkun á upplýsingarétti skv. 1. tölul. verði réttlætt með vísan til mikilvægra almannahagsmuna.</p> <p>Af þeim gögnum sem Flugmálastjórn Íslands hefur afhent úrskurðarnefnd um upplýsingamál er ákveðinn hluti sem felur í sér lýsingu á viðbúnaðaráætlunum Flugstoða ohf. og Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli við fyrirhuguðu verkfalli [...] sumarið 2008. Samkvæmt athugasemdum Flugmálastjórnar í bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 17. nóvember 2008, ásamt afritum þeirra gagna sem fylgdu því bréfi er þar um að ræða eftirtalin gögn:</p> <p>Viðbúnaðaráætlun Flugstoða ohf.<br /> 1. Skjal, útgáfudagsetning 25. júní 2008, samtals fjórar blaðsíður með yfirskriftinni: „Vinnustöðvun flugumferðarstjóra.“<br /> 2. Ódagsett skjal, ein blaðsíða, sem inniheldur töflu yfir fyrirhuguð verkföll skv. boðun [...].<br /> 3. Ódagsett skjal, ein blaðsíða, með yfirskriftina: „Viðbúnaðaráætlun A vegna vinnustöðvunar flugumferðarstjóra“.<br /> 4. Ódagsett skjal, ein blaðsíða, með yfirskriftina: „DRÖG – Viðbúnaðaráætlun B vegna vinnustöðvunar flugumferðarstjóra.“<br /> 5. Skjal, ein blaðsíða, með yfirskriftina: „NOTAM skeyti fyrir viðbúnaðaráætlun A, 27. júní 2008“.<br /> 6. Skjal, ein blaðsíða, með yfirskriftina: „Drög að NOTAM skeyti fyrir viðbúnaðaráætlun B“.<br /> 7. Skjal, dags. 23. júní 2008, með yfirskriftina: „Safety Assessment: Viðbúnaðaráætlun Flugstoða 27.6.-20.7. (DRÖG 20080623)“, auk meðfylgjandi vinnutöflu á tveimur blaðsíðum, sem einnig er dags. 23. júní.<br /> 8. Ódagsett skjal, ein blaðsíða, með yfirskriftinni „Viðbúnaðaráætlun Flugstoða vegna vinnustöðvana flugumferðarstjóra frá 27. júní – 20. júlí 2008“.</p> <p>Viðbúnaðaráætlun Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli<br /> 1. Ódagsett skjal, tvær blaðsíður, með yfirskriftinni: „Viðbúnaðaráætlun Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar vegna vinnustöðvunar flugumferðarstjóra 27. júní – 20. júlí 2008“.<br /> 2. Ódagsett skjal, ein blaðsíða, með yfirskriftinni: „Drög að texta fyrir NOTAM vegna viðbúnaðaráætlunarinnar“.<br /> 3. Skjal, dags. 25. júní 2008, með yfirskriftinni: „Low / High Impact Risk Assessment Scheme“, þar sem undirstrikunin vísar til þess að hvers konar áhættumat hefur verið framkvæmt.<br />  <br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið umrædd gögn m.t.t. þess hvort í þeim komi fram upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, þannig að heimilt væri að takmarka aðgang að þeim á grundvelli 1. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Í því sambandi hefur nefndin meðal annars litið til þess sjónarmiðs sem fram kemur í athugasemdum Flugmálastjórnar Íslands að það sé sérstaklega mikilvægt vegna þeirrar aðferðafræði, sem tíðkist við úttektir, eftirfylgni og tillögur rekstraraðila til úrbóta til að tryggja flugöryggi, að öll gögn sem aflað er með úttektum eða á annan hátt séu bundin trúnaði.</p> <p>Niðurstaðan af skoðun úrskurðarnefndarinnar, meðal annars m.t.t. þess að sá tími sem umræddar vinnustöðvanir náðu til er liðinn, er að ekkert af þeim gögnum sem upp eru talin hér að framan geymi upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál sem felldar verði undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>3.3.</strong></p> <p>Af 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga sem yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði.</p> <p>Með vísan til þess að vinnustöðvanir þær sem fjallað er um í þeim gögnum sem beiðni máls þessa beinist að eru að baki, verður synjun um aðgang ekki byggð á 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga í úrskurði þessum. Flugmálastjórn Íslands hefur ekki borið því við í máli þessu að nákvæmlega sambærilegar áætlanir yrðu gerðar vegna annarra hugsanlegra vinnustöðvana eða verkfalla starfsstétta á borð við flugumferðarstjóra.</p> <p> </p> <p><strong>3.4.</strong></p> <p>Í athugasemdum Flugmálastjórnar Íslands er auk framangreindra atriða byggt á því að það sé mikilvægt í samskiptum stofnunarinnar og þeirra sem hafi með höndum hverskonar rekstur varðandi flug, að fullur trúnaður sé á milli aðila og að viðkomandi sé kunnugt um að Flugmálastjórn afhendi ekki gögn sem stofnuninni berast við eftirlit, nema sérstök lagaheimild standi til þess. Bendir Flugmálastjórn í þessu sambandi á það að mikilvægt sé fyrir flugleiðsöguþjónustuaðila að aðrir aðilar geti ekki hagnýtt sér upplýsingar um þær leiðir sem hann fer til að fullnægja kröfum fyrir útgáfu starfsleyfis, en einnig að trúnaður um slíkar upplýsingar sé mikilvægur til að tryggja að öll gögn sem varði flugöryggi berist stofnuninni. Þá bendir stofnunin í þessu samhengi einnig á að það sé sérstaklega mikilvægt vegna þeirrar aðferðafræði sem tíðkist við úttektir, eftirfylgni og tillögur rekstraraðila til úrbóta til að tryggja flugöryggi, að öll gögn sem aflað er með úttektum eða á annan hátt séu bundin trúnaði.</p> <p>Til stuðnings þeim röksemdum Flugmálastjórnar sem lúta að sérstökum trúnaði sem viðhafa beri um upplýsingar sem stofnunin aflar við eftirlit hefur stofnunin fyrst og fremst vísað til reglugerðar nr. 439/1994, um veitingu flugrekstrarleyfis handa flugfélögum, sbr. reglugerð Evrópuráðsins nr. 2407/1992, reglugerðar nr. 193/2006, um flutningaflug, reglugerðar um flugvelli nr. 464/2007, 28. og 83. gr. laga nr. 60/1998, um loftferðir, reglugerðar nr. 53/2006, um tilkynningarskyldu flugslysa, alvarlegra flugatvika og atvika, og 7. gr. laga nr. 100/2006, um Flugmálastjórn Íslands.</p> <p>Af því tilefni bendir úrskurðarnefndin á að í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2407/1992, sbr. 4. tölul. 1. gr. auglýsingar nr. 439/1994, er að finna ákvæði sem lúta að flugrekstrarleyfum sem slíkum, sbr. nú ákvæði reglugerðar nr. 969/2008, um veitingu flugrekstrarleyfa, markaðsaðgang flugrekenda, fargjöld og farmgjöld í flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þau gögn sem um ræðir í máli þessu geyma ekki upplýsingar sem felldar verða undir þær reglur. Ákvæði reglugerða nr. 193/2006, nr. 464/2007, og 53/2006 eiga skv. efni sínu heldur ekki með beinum hætti við um atvik þessa máls, og hið sama er að segja um 28. og 83. gr. laga nr. 60/1998, um loftferðir.</p> <p>Í 7. gr. laga nr. 100/2006, um Flugmálastjórn Íslands segir svo:</p> <p>„Starfsmenn Flugmálastjórnar eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki, að viðlagðri ábyrgð, skýra óviðkomandi frá því sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hafa eftirlit með. Sama gildir um sjálfstæða sérfræðinga sem starfa á vegum Flugmálastjórnar. Þagnarskylda helst þótt látið sé af störfum eða verksamningi ljúki.</p> <p>Með gögn og aðrar upplýsingar, sem Flugmálastjórn aflar við eftirlit eða af öðrum ástæðum, skal fara sem trúnaðarmál.</p> <p>Flugmálastjórn er heimilt að safna saman, vinna úr og birta tölfræðilegar upplýsingar um loftferðir og skulu þeir sem reka leyfisbundna starfsemi skyldir til að láta í té slíkar upplýsingar ef eftir er leitað.</p> <p>Þrátt fyrir lagaákvæði um þagnarskyldu má veita eftirlitsstjórnvöldum annarra ríkja og eftirlitsaðilum á vegum viðurkenndra alþjóðasamtaka, sem Ísland er aðili að, upplýsingar sé það liður í samstarfi ríkja um eftirlit með starfsemi eftirlitsskyldra aðila og slík upplýsingagjöf er nauðsynleg til að unnt sé að framfylgja eftirlitinu.“</p> <p>Samkvæmt efni sínu tekur tilvitnað þagnarskylduákvæði 7. gr. laga nr. 100/2006 til upplýsinga sem Flugmálastjórn aflar við veitingu starfsleyfa til flugleiðsöguþjónustuaðila. Umrætt ákvæði felur í sér þagnarskyldureglu vegna vitneskju sem starfsmenn stofnunarinnar komast að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um rekstur eða viðskipti aðila sem þeir hafa eftirlit með.</p> <p>Samkvæmt síðari málslið 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 takmarka almenn ákvæði laga um þagnarskyldu ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt þeim lögum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslu stjórnvalda. Af orðalagi 1. mgr. 7. gr. laga nr. 100/2006 leiðir, að það ákvæði getur aðeins talist fela í sér sérstaka þagnarskyldureglu um þær upplýsingar sem beinlínis lúta að rekstri eða viðskiptum þeirra aðila sem Flugmálastjórn hefur eftirlit með. Fær það stoð í skýringum sem fylgdu umræddu ákvæði í frumvarpi til þeirra laga sem síðan voru samþykkt sem lög nr. 100/2006, en þar segir að ákvæðið sé „til viðbótar við almennt þagnarskylduákvæði 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.“ Er síðan í sama frumvarpi tekið fram að í greininni sé „sérstaklega tiltekið að starfsmenn Flugmálastjórnar skuli gæta þagmælsku gagnvart óviðkomandi um það sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara, m.a. varðandi rekstur og viðskipti aðila sem þeir hafa eftirlit með.“ Hvað varðar 2. mgr. ákvæðisins verður að telja að það feli í sér það almenna lýsingu á skyldum starfsmanna Flugmálastjórnar til að gæta trúnaðar og að það feli ekki í sér ríkari þagnarskyldu en þegar myndi leiða af almennri þagnarskyldureglu 18. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið gögn málsins m.t.t. þess hvort þar sé upplýsingar að finna sem sérstaklega varði rekstur og viðskipti þeirra flugleiðsöguþjónustuaðila sem um ræðir. Verður ekki séð að í gögnunum sé að finna neinar slíkar upplýsingar sem leynt skuli fara. Verður aðgangi að umræddum gögnum því ekki synjað með vísan til 7. gr. laga nr. 100/2006.</p> <p> </p> <p><strong>3.5.</strong></p> <p>Að mati úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður að skilja tilvísun Flugmálastjórnar til þeirra hagsmuna flugleiðsöguþjónustuaðila að aðrir geti ekki hagnýtt sér upplýsingar um þær leiðir sem þeir fari við að fullnægja kröfum fyrir útgáfu starfsleyfis með þeim hætti að hún feli í sér vísun til þeirra hagsmuna sem verndaðir eru af síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Þar kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila...„sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“</p> <p>Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“ Með vísan til þess að nefnt ákvæði upplýsinglaga felur í sér takmörkun á upplýsingarétti almennings, sbr. 3. gr. laganna, ber að túlka það þröngt.</p> <p>Í framkvæmd hefur verið litið svo á að upplýsingar um tilteknar aðferðir í starfsemi eða framleiðslu og byggðar eru á rannsóknum og þróun sem kostað hafa umtalsverða fjármuni geti almennt verið þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga. Ekki verður almennt útilokað að upplýsingar sem fram komi í viðbúnaðaráætlun á grundvelli greinar 8.2 skv. I viðauka reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2096/2005, sem birt er sem fylgiskjal við reglugerð nr. 631/2008, geti falið í sér slíkar upplýsingar. Í þeim gögnum sem mál þetta lýtur að, sbr. upptalningu í kafla 3.2. hér að framan, koma þó að mati nefndarinnar ekki fram upplýsingar sem fela í sér slíkar aðferðir eða aðrar upplýsingar sem felldar verða undir 5. gr. upplýsingalaga. Af því leiðir að synjun á aðgangi að gögnum málsins verður ekki byggð á þeirri grein.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Samkvæmt framangreindu er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú að kærandi eigi rétt á aðgangi að þeim þáttum viðbúnaðaráætlana Flugstoða ohf. og Flugumferðarstjórnar Keflavíkurflugvallar samkvæmt grein 8.2 í I. viðauka reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2096/2005, sem birt er sem fylgiskjal með reglugerð nr. 631/2008, sem fyrir lágu á þeim tíma þegar beiðni hans barst Flugumferðarstjórn Íslands. Af skýringum Flugmálastjórnar í máli þessu verður ráðið að þar sé um að ræða þann hluta áætlananna sem lúta að viðbrögðum við fyrirhuguðu verkfalli [...] sumarið 2008. Nánar tiltekið er hér um að ræða þau skjöl í viðbúnaðaráætlunum áðurnefndra flugleiðsöguþjónustuaðila sem upp eru talin í kafla 3.2. í úrskurði þessum.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Flugmálastjórn Íslands ber að veita kæranda, [...], aðgang að þeim gögnum úr viðbragðsáætlunum Flugstoða ohf. og Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar samkvæmt grein 8.2 í viðauka I við reglugerð nr. 535/2006, sbr. nú grein 8.2. í I. viðauka reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2096/2005 sem birt er sem fylgiskjal með reglugerð nr. 631/2008, sem upp eru talin í kafla 3.2. í úrskurði þessum.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>                                              Sigurveig Jónsdóttir                                    Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 292/2008 Úrskurður frá 22. desember 2008 | Kærð voru ófullnægjandi svör Mosfellsbæjar við erindum þar sem óskað var aðgangs að gögnum vegna ákvarðanatöku bæjarins um lagningu tengibrautar frá Helgafellslandi um Álafossveg að Vesturlandsvegi. Kæruheimild. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 22. desember 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. 292/2008.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Hinn 9. október 2007 kærðu [...] ófullnægjandi svör Mosfellsbæjar við erindum þeirra þar sem óskað var aðgangs að gögnum vegna ákvarðanatöku bæjarins um lagningu tengibrautar frá Helgafellslandi um Álafossveg að Vesturlandsvegi. Kom fram í kærunni að síðast hefðu þau sent Mosfellsbæ erindi með bréfi, dags. 13. september 2007 sem ekki hefði fengist svar við.</p> <p> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Upphaf máls þessa er að rekja til þess að 22. febrúar 2007 fóru kærendur þess á leit við Mosfellsbæ að þeim yrðu látin í té „...afrit af þeim gögnum sem styðja ákvörðun bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ um staðsetningu tengibrautar“ úr Helgafellslandi um Álafossveg að Vesturlandsvegi. Með bréfi, dags. 25. júní 2007, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kærðu kærendur synjun Mosfellsbæjar á því erindi. Með úrskurði nefndarinnar, dags. 20. september 2007 í máli nr. A-265/2007, var kærunni vísað frá með vísan til þess að ekki yrði séð að fullreynt væri hvort kærendum hefði verið synjað um aðgang að gögnum af hálfu bæjarins. Í úrskurðinum var jafnframt á það bent að samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 bæri stjórnvöldum að veita aðila nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar, eftir því sem við yrði komið, reyndist beiðni um aðgang að gögnum ónákvæm. Kærandi gæti því snúið sér á ný til Mosfellsbæjar og leitað eftir leiðbeiningum og aðstoð við afmörkun á erindi sínu þannig að Mosfellsbær gæti tekið efnislega afstöðu til þess.</p> <p>Í bréfi sem kærendur rituðu Mosfellsbæ, dags. 13. september 2007, kemur fram að þeir telji að í stjórnsýslu Mosfellsbæjar sé til mál um tengibraut frá Helgafellslandi um Álafossveg og að Vesturlandsvegi og að innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar hafi verið fjallað um það mál og teknar ákvarðanir því tengdar. Þá er í bréfinu ítrekað að farið sé fram á lista yfir þau gögn sem tilheyri viðkomandi máli.</p> <p>Á þeim tíma er kæra sú sem hér er til meðferðar, dags. 9. október 2007, barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði kærendum ekki borist svar við erindi þeirra, dags. 13. september.</p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Í tilefni af erindi kærenda til úrskurðarnefndarinnar ritaði nefndin kærendum bréf, dags. 29. október 2007. Kemur þar fram að eins og málið liggi fyrir sé ljóst að ekki sé um það að ræða að kærendum hafi verið synjað um aðgang að gögnum í skilningi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ekki sé því tilefni til að úrskurðarnefndin fjalli frekar um málið að svo stöddu. Hins vegar hafi nefndin tekið þá ákvörðun að rita Mosfellsbæ í þeim tilgangi að kanna hvort síðasta bréfi kærenda hafi verið svarað í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. Að fengnum svörum bæjarins verði kærendum kynnt ákvörðun nefndarinnar um frekari meðferð málsins af hennar hálfu.</p> <p>Með bréfi, dags. sama dag eða 29. október 2007, var fram komin kæra kynnt Mosfellsbæ. Fór nefndin þess á leit við bæinn að upplýst yrði eigi síðar en 7. nóvember hvort síðasta bréfi kærenda, dags. 13. september 2007, hefði verið svarað og hvort kærendum hefðu eftir atvikum verið veittar nánari leiðbeiningar um afmörkun fyrirspurnar. Að fengnum svörum Mosfellsbæjar yrði tekin ákvörðun um frekari meðferð málsins af hennar hálfu. Kærendum var sent afrit þessa bréfs.</p> <p>Svar Mosfellsbæjar barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 1. nóvember 2007. Fylgdi því afrit af svari til kærenda, dags. 16. október, vegna bréfs þeirra til bæjarins, dags. 13. september. Í umræddu svari bæjarins til kærenda segir m.a. svo:</p> <p>„Varðandi ítrekun þína í bréfi til Mosfellsbæjar mótteknu þann 18. september 2007. Þar óskar þú aftur eftir því að bæjarritari sendi þér skjalalista yfir þau gögn er notuð voru til grundvallar ákvarðana um val á staðsetningu á legu tengibrautar innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.</p> <p>Undirritaður vísar til bréfs síns f.h. Mosfellsbæjar dags. 7. september 2007 þar sem þess var óskað að þú skilgreinir betur hvaða lista um sé að ræða með því að tilgreina nr. erindis, heiti fundar, tilefni o.sv.frv. Einnig er í bréfinu minnt á að fyrstu hugmyndir um tilvitnaða tengibraut koma fram í aðalskipulagi frá árinu 1983.“</p> <p>Síðar í bréfinu segir svo:</p> <p>„Þess er því enn og aftur óskað að þú gerir betur grein fyrir þeim gögnum sem við er átt, til þess að unnt sé að afgreiða beiðni þína, t.a.m. með því að tilgreina nr. erindis, heiti fundar, tilefni o.sv.frv. Í þessu sambandi er vísað til 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem segir, að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli annað hvort afmarka beiðni sína við tiltekin gögn máls eða við öll gögn tiltekins máls án þess að tilgreina einstök gögn þess.</p> <p>Einnig er minnt á að ennþá stendur til boða að koma á bæjarskrifstofuna og fá að fara þar í gegnum gögn sem fyrir liggja og kynnu að vera að einhverju leyti þau gögn sem þú leitar eftir, sbr. svar Mosfellsbæjar til úrskurðarnefndarinnar á sínum tíma.“</p> <p>Í kjölfar fundar úrskurðarnefndarinnar þann 30. nóvember 2007 var kærendum með bréfi, dags. 1. desember 2007, sent svar Mosfellsbæjar til upplýsingar og jafnframt leitað upplýsinga frá þeim um hvort þeir hefðu nýtt sér boð bæjarins um að fara á skrifstofur hans í því skyni að skoða gögn og fá leiðbeiningar um afmörkun á beiðni um upplýsingar. Í kjölfar símtals sem einn nefndarmanna átti við annan kærandann þann 12. desember var kærendum á ný sent bréf, dags. 14. sama mánaðar. Segir þar m.a. svo:</p> <p>„Með vísan til símtals sem nefndarmaður í úrskurðarnefnd um upplýsingamál átti við [...] 12. desember sl. fer nefndin þess á leit við yður að þér gerið nefndinni grein fyrir því hvort möguleiki sé að tilgreina það mál sem beiðni yðar um gögn lýtur að með nákvæmari hætti en þegar hefur verið gert, s.s. með því að tilgreina tiltekna ákvörðun, eða ákvarðanir, sem teknar hafa verið í því máli sem um ræðir á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs eða annarrar nefndar sveitarfélagsins. Ef svo er þá er þess einnig óskað að þér látið nefndinni í té þá tilgreiningu á málinu með skriflegum hætti eigi síðar en föstudaginn 21. desember nk.“</p> <p>Svar barst frá kærendum með bréfi, dags. 19. desember 2007. Kemur þar fram í fyrsta lagi að kærendur ítreka beiðni um afhendingu gagna sem varði val á staðsetningu tengibrautar úr Helgafellslandi um Álafossveg að Vesturlandsvegi. Kærendur gera öðru lagi athugasemdir við að þurfa að lista upp gögn sem þeir telja ekki til. Þá vísa kærendur sérstaklega til þess að í grein eftir Pétur Blöndal blaðamann, sem birtist í Morgunblaðinu 2. september 2007, komi fram að blaðamaður hafi fengið afhentar hjá Mosfellsbæ fjórar möppur sem merktar hafi verið „Gögn vegna Helgafellsvegar“.  Í niðurlagi bréfsins segir svo: „Biðjum við enn og aftur um að fá afrit og afhent gögnin sem bæjaryfirvöld segja að séu til eftir áratugalangar rannsóknir með tilvísanir í ummæli forseta bæjarstjórar og bæjarstjóra Mosfellsbæjar í blaðagrein Morgunblaðsins“.</p> <p>Með bréfi, dags. 23. janúar 2008, var ofangreint svar kærenda sent Mosfellsbæ, og bænum veittur frestur til 31. sama mánaðar til að gera athugasemdir við fram komnar athugasemdir kærenda. Svar barst úrskurðarnefnd með bréfi Mosfellsbæjar, dags. 13. febrúar 2008. Í tilefni af svari Mosfellsbæjar ritaði úrskurðarnefndin bænum bréf, dags. 6. mars 2008. Þar er í upphafi vísað til þess að í svari bæjarins komi fram að Mosfellsbær hafi „tekið saman mikið safn gagna sem kærendum [hafi] verið boðið að koma og fletta í gegnum svo sem marg oft áður [hafi] komið fram“ og óskað nánari skýringa bæjarins á umræddu gagnasafni, tilgang þess að safnið hafi verið tekið saman, hvenær það hafi verið gert og um efni þeirra gagna sem fyrir liggi í safninu. Í öðru lagi var í bréfinu vísað til þess að í bréfi kærenda til úrskurðarnefndarinnar, dags. 23. janúar 2008, sem bænum hefði þegar verið kynnt, væri vísað til tiltekinnar blaðagreinar í Morgunblaðinu þar sem fram komi að tiltekinn blaðamaður hafi fengið aðgang að fjórum möppum úr stjórnsýslu bæjarins sem merktar hafi verið „Gögn vegna Helgafellsvegar“. Óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvort umræddar fjórar möppur lægju fyrir í skjalasafni bæjarins, og ef svo væri rökstuðningi fyrir því að kærendum hefði ekki verið afhent afrit þeirra gagna sem í þeim væri að finna. Í þriðja lagi vék nefndin að þeirri afstöðu bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ að kærendum hefði í raun enn ekki verið synjað um aðgang tiltekinna gagna. Um það atriði sagði m.a. svo í bréfinu:</p> <p>„Í bréfi bæjarins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 13. febrúar sl., kemur fram að bærinn hafi ekki neitað kærendum um aðgang að gögnum. Þessi ummæli verður að skilja svo að af hálfu Mosfellsbæjar sé litið svo á að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun í tilefni af beiðni kærenda um upplýsingar. Af þessu tilefni er athygli vakin á því að skv. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 ber stjórnvaldi að taka svo fljótt sem verða má ákvörðun um það hvort verða eigi við beiðni um aðgang að gögnum. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra þeim, sem fer fram á aðgang að gögnum frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Þá ber að tilkynna skriflega synjun beiðni, sbr. 13. gr. sömu laga.</p> <p>Sé það afstaða Mosfellsbæjar að beiðni kærenda hafi enn ekki verið afgreidd er því hér með beint til bæjarins að svo verði gert eins fljótt og við verður komið og eigi síðar en þriðjudaginn 18. mars nk.“</p> <p>Tekið skal fram að í bréfinu höfðu áður verið rakin almenn sjónarmið um skyldu stjórnvalda til að gefa viðkomandi aðila færi á að afmarka beiðni sína betur, sbr. til hliðsjónar 7. og 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, væri það afstaða stjórnvalda að beiðni um aðgang að gögnum væri ekki nægilega skýr.</p> <p>Svör Mosfellsbæjar bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 19. maí 2008. Fylgdi svarinu afrit af bréfi til kærenda, dags. sama dag, þar sem fram kemur að bærinn hafi ákveðið að veita þeim í heild sinni aðgang að samanteknum gögnum bæjarins, þ.e. gagnamöppum sem kærendum hafi áður verið boðið að koma og kynna sér á bæjarskrifstofum. Segir í bréfinu að umrædd gögn beri heitið „Gögn vegna Helgafellsvegar“ og séu þau í fjórum köflum sem afhendist með vísan til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Samtals sé um að ræða ljósrit 630 blaðsíðna.</p> <p>Úrskurðarnefndin ritaði af þessu tilefni bréf til kærenda, dags. 22. maí 2008, þar sem fram kom að með vísan til ákvörðunar Mosfellsbæjar frá 19. maí væri ekki tilefni fyrir nefndina til að hafast frekar að í málinu nema kærendur teldu enn að þeim hefði verið synjað um aðgang að einhverjum umbeðnum gögnum. Svar barst frá kærendum með tölvubréfi þann 10. júlí 2008. Í því segir m.a. svo:</p> <p>„...við fengum afhent gögn en ekki gögnin sem við höfum ítrekað beðið um að fá afhent, heldur gögn er fjalla um deiliskipulag tengibrautar frá árinu 2005 og fram að 2008.</p> <p>Við báðum um í kæru okkar gögn er vísað er í og eiga að vera til grundvallar ákvörðun um lagningu tengibrautar, þ.e.a.s. frá árunum 1994-2004. En sú staðhæfing bæjaryfirvalda og í raun krafa skipulagsyfirvalda við skipulagsgerð sveitarfélaga, á að hafa átt sér stað virðist vera úr lausu lofti gripin og bæjaryfirvöld farið með rangt mál í fjölmiðlum, fullyrðingum til skipulagsyfirvalda, annarra stofnana svo og á íbúafundum.</p> <p>Viljum við fá fram í dagsljósið svo enginn leiki vafi um að gögnin eru ekki til og hafa aldrei verið til...</p> <p>Viljum við halda kröfu okkar áfram og teljum að beiðni okkar hafi í engu verið fullnægt. Umbeðin gögn hafa ekki verið afhent til okkar af hálfu bæjaryfirvalda Mosfellsbæjar. Um sýndarleik var að ræða.“</p> <p>Úrskurðarnefndin ritaði Mosfellsbæ á ný bréf, dags. 21. júlí 2008, þar sem óskað var afstöðu nefndarinnar til erindis kærenda. Sérstaklega óskaði nefndin eftir upplýsingum um það hvort í fórum bæjarins lægju fyrir fleiri gögn sem vörðuðu vegalagningu í Helgafellslandi en þau sem kærendum hefðu þegar verið afhent. Var þess óskað að svar bærist eigi síðar en 31. sama mánaðar.</p> <p>Svar barst frá Mosfellsbæ með bréfi, dags. 7. nóvember 2008. Þar kemur í fyrsta lagi fram að í bréfi kærenda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 7. desember 2007 hafi verið vísað til fjögurra tilgreindra mappa, sem merktar hafi verið „Gögn vegna Helgafellsvegar“. Þessar möppur hafi nú verið afhentar kærendum, sbr. ákvörðun bæjarins frá 19. maí 2008. Þessar möppur séu það „safn gagna“ sem vísað hafi verið til í bréfum bæjarins til úrskurðarnefndarinnar og ekki sé vitað til þess að fyrir liggi í skjalasafni bæjarins fleiri gögn varðandi vegalagningu í Helgafellslandi en þau sem þegar hafi verið afhent kærendum. Er þó tekið fram í því sambandi að í þegar afhentum gögnum sé að finna allnokkrar tilvísanir í númer mála sem fyrir liggi í skjalasafni bæjarins, en að hve miklu leyti þar sé um að ræða sömu gögn og þegar hafi verið afhent kærendum hafi ekki verið tekið sérstaklega saman.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong><br /> Mál þetta hefur tekið langan tíma í meðferð úrskurðarnefndarinnar. Að hluta til er skýringa á  því að leita í mistökum við skipulag á málsmeðferð úrskurðarnefndarinnar sjálfrar. Að stórum hluta valda þó því atvik er varða kærða, Mosfellsbæ. Bærinn tók ekki skýra ákvörðun í máli kærenda fyrr en 19. maí 2008 þrátt fyrir að kærendur hefðu þá um nokkurra mánaða skeið ítrekað óskað aðgangs að gögnum í fórum bæjarins og að úrskurðarnefndin hefði einnig á sama tíma haft mál þeirra til meðferðar. Enn fremur verður að telja að svör bæjaryfirvalda til úrskurðarnefndarinnar hafi í nokkrum tilvikum verið síðbúin umfram ástæður og það tafið meðferð málsins..</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Eins og rakið hefur verið beinist kæra máls þessa að afgreiðslu Mosfellsbæjar á beiðni kærenda um aðgang að gögnum vegna ákvarðanatöku bæjarins um lagningu tengibrautar frá Helgafellslandi um Álafossveg að Vesturlandsvegi. Með bréfi, dags. 19. maí 2008, tók Mosfellsbær þá ákvörðun að veita kærendum aðgang að fjórum tilgreindum möppum sem bera heitið „gögn vegna Helgafellsvegar“, samtals um 630 blaðsíður, en í möppunum mun vera að finna gögn sem bærinn safnaði saman um þessa vegalagningu. Í bréfi bæjarins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 7. nóvember 2008, kemur fram að ekki sé vitað til þess að í skjalasafni bæjarins liggi fyrir fleiri gögn um vegalagningu í Helgafellslandi en þau sem þegar hafi verið afhent kærendum. Þar er þó tekið fram að í þessum gögnum sé að finna allnokkrar tilvísanir í málsnúmer í málaskrá bæjarins, en að hve miklu leyti þau mál innihaldi sömu gögn og þegar hafi verið afhent kærendum hafi ekki verið tekið saman.</p> <p>Í 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að heimilt sé að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Hið sama gildi um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Í 1. mgr. 10. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, kemur einnig fram að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau gögn máls sem hann óski að kynna sér en jafnframt geti hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Af svörum Mosfellsbæjar verður ráðið að kærendum hafi þegar verið afhent öll gögn sem fyrir liggi í stjórnsýslu bæjarins og sérstaklega hafi verið safnað saman vegna ákvörðunartöku um lagningu tengibrautar frá Helgafellslandi um Álafossveg að Vesturlandsvegi. Verður að telja sú afgreiðsla bæjarins sé í samræmi við þá beiðni um aðgang að gögnum sem kærendur hafa lagt fram í máli þessu og þá tilgreiningu gagna sem fram kemur í beiðninni. Eins og beiðni kærenda er úr garði gerð, og með hliðsjón af skýringum Mosfellsbæjar í málinu, verður að telja að bærinn hafi orðið við beiðninni að fullu.</p> <p>Tekið skal fram að samkvæmt skýringum Mosfellsbæjar er í því gagnasafni sem kærendum hefur verið afhent að finna allnokkrar tilvísanir í númer tiltekinna mála sem fyrir liggi í skjalasafni bæjarins. Úrskurðarnefndin telur að þessar athugasemdir bæjarins beri að skilja svo að undir viðkomandi málsnúmerum kunni að vera vistuð gögn sem e.t.v. tengjast að einhverju leyti ákvörðunum um vegalagningu í Helgafellslandi og beiðni kærenda gæti beinst að. Þar sem kærendur hafa í máli þessu ekki með beinum hætti farið fram á aðgang að gögnum einhverra þeirra mála sem með þessum hætti eru tilgreind í umræddu gagnasafni verður í úrskurði þessum ekki tekin afstaða til þess að hve miklu leyti kærendur eigi rétt á aðgangi að þeim. Kærendur geta látið á þann rétt reyna með því að óska aðgangs að viðkomandi málum með sérstakri beiðni þar um til Mosfellsbæjar, eftir atvikum með tilvísun til viðeigandi málsnúmera.</p> <p>Með vísan til þess að Mosfellsbær hefur að fullu orðið við beiðni kærenda um aðgang að gögnum, eins og hún er fram sett, liggur ekki fyrir í máli þessu synjun stjórnvalds á beiðni um aðgang að gögnum, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <h3><br /> Úrskurðarorð</h3> <p><br /> Kæru [...] á hendur Mosfellsbæ er vísað frá.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>                                      Sigurveig Jónsdóttir                                                     Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 289/2008 Úrskurður frá 19. desember 2008 | Kærð var synjun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá sama degi um að veita kæranda upplýsingar um hve mörg mál hafi formlega verið látin niður falla mánuðina janúar, febrúar og mars 2008, sundurliðaðar eftir brotaflokkum. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR<br /> </h3> <p>Hinn 19. desember 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-289/2008.</p> <h3>Kæruefni og málsatvik</h3> <p>Með tölvubréfi, dags. 18. ágúst 2008, kærði [...] synjun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá sama degi um að veita kæranda upplýsingar um hve mörg mál hafi formlega verið látin niður falla mánuðina janúar, febrúar og mars 2008, sundurliðaðar eftir brotaflokkum.</p> <p>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 5. ágúst sl., óskaði kærandi eftir því, með vísan til 3. gr. laga nr. 50/1996, að fá upplýsingar frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu um það hve mörg mál hafi formlega verið látin niður falla með bréfi til kæranda síðan embætti lögreglustjórans var stofnað 1. janúar 2007 og að þær upplýsingar yrðu sundurliðaðar eftir mánuðum. Þeirri beiðni synjaði upplýsinga- og áætlanadeild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 6. ágúst sl. með vísan til þess að þær upplýsingar væru ekki fyrirliggjandi og tímafrekt að taka þær saman. Í tölvubréfi, dags. 18. ágúst sl., sendi kærandi lögreglustjóranum nýja beiðni með afmörkun á þann veg að hann óskaði eftir því að fá upplýsingar um hve mörg mál hafi formlega verið látin niður falla mánuðina janúar, febrúar og mars 2008 og að þær upplýsingar yrðu sundurliðaðar eftir brotaflokkum. Lögreglustjórinn synjaði um umbeðnar upplýsingar í tölvubréfi sama dag á grundvelli þess að upplýsingarnar væru ekki fyrirliggjandi, þ.e. að þessum tölum væri ekki sérstaklega haldið saman hjá lögreglunni.  </p> <p> </p> <h3>Málsmeðferð</h3> <p>Með bréfi, dags. 22. ágúst sl., var kæran kynnt lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og embættinu gefinn frestur til 5. september sl. til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Nefndinni bárust athugasemdir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 28. ágúst sl. og í þeim segir m.a. svo:</p> <p>„... Eins og rakið er í þeim gögnum sem fylgdu kærunni eru þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir ekki tiltækar hjá embættinu. Í synjun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu felst því ekki synjun á aðgangi að tilgreindum upplýsingum eða gögnum í tilgreindu máli, heldur synjun á því að vinna tilgreindar tölfræðiupplýsingar úr gagnagrunnum embættisins, þ.e. málaskrá lögreglu og málaskrá ákæruvaldsins. Að mati undirritaðs leggja upplýsingalögin ekki þá skyldu á herðar stjórnvöldum að vinna ákveðnar tölfræðiupplýsingar út úr gagnagrunnum sínum samkvæmt beiðni almennings, eins og felst í beiðni kæranda í máli þessu. Vísað er í því sambandi í 3. gr. upplýsingalaganna, eins og því ákvæði var breytt með 1. gr. laga nr. 16/2006. Einnig er vísað til nýlegs úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málinu A 282/2008, frá 29. júlí sl. Loks er vakin athygli á ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga að því er varðar gildissvið laganna almennt.</p> <p>Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur mikið upp úr vinnslu, greiningu og miðlun tölfræðiupplýsinga og fyrirliggjandi eru margvíslegar upplýsingar um fjölda tilkynninga, tilkynntra brota, kæra, ákæra, fjölda lögreglumála á bak við hverja ákæru og svona mætti áfram telja. Umræddar upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu embættisins og í útgefnum skýrslum. Jafnframt hefur embættið lagt sig fram um að svara beiðnum fjölmiðla og annarra um tölfræðiupplýsingar, t.d. upplýsingar um fjölda afbrota niðurgreint með margvíslegum hætti, t.d. eftir brotaflokkum, staðsetningu og tímasetningu. Slíkar upplýsingar er að öllu jöfnu tiltölulega auðvelt að kalla út úr gagnagrunnum lögreglu og ákæruvalds. Það er hins vegar ekki að heilsa þegar kemur að þeim upplýsingum sem kærandi óskar eftir, en skoða þarf hvert mál fyrir sig til að ná þessum upplýsingum fram með tilheyrandi vinnu, eins og raunar hefur þegar verið útskýrt fyrir kæranda í tölvupóstum.“</p> <p>Með bréfi, dags. 5. september, var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við tilvitnaða umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og veittur frestur til 19. september. Var erindið ítrekað með bréfi, dags. 6. október, og veittur frestur til 13. október til þess að koma að frekari sjónarmiðum en að öðrum kosti yrði málið tekið til úrskurðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sbr. 18. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.  Engar athugasemdir bárust frá kæranda.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p> </p> <p><strong>1.<br /> </strong>Kærandi hefur afmarkað kæru sína við synjun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á beiðni hans um upplýsingar um „hversu mörg mál voru látin niður falla á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.“ Jafnframt óskaði kærandi eftir því að þessar upplýsingar yrðu sundurliðaðar eftir brotaflokkum.  Af hálfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er því lýst að umbeðnar upplýsingar hafi ekki verið teknar saman um þau mál sem formlega hafi verið látin niður falla á fyrstu þremur mánuðum ársins. Jafnframt kom það fram hjá lögreglustjóranum að í synjun hans fælist því ekki synjun á aðgangi að tilgreindum upplýsingum eða gögnum í tilgreindu máli, heldur synjun á því að vinna tilgreindar tölfræðiupplýsingar úr gagnagrunnum embættisins, þ.e. málaskrá lögreglu og málaskrá ákæruvaldsins.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé upp um annað tveggja, skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits að öðrum gögnum.</p> <p> </p> <p><strong>2.<br /> </strong> Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, er áskilið að beiðni um aðgang að upplýsingum varði tiltekið mál. Þessi áskilnaður er nánar útfærður í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga á þann hátt að í beiðni skuli annaðhvort tiltaka það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir. Skv. upplýsingalögum er stjórnvöldum ekki skylt að veita aðgang að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund</p> <p>Í niðurlagi áður tilvitnaðrar 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, er sérstaklega áréttað að stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að lögum nr. 161/2006 er nánar tilgreint að í þessu felist að réttur til upplýsinga á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggja þegar um þau er beðið en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar eftir þeim sé leitað og hafa skýringar úrskurðarnefndarinnar á þessum ákvæðum laganna verið í samræmi við það, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum A-181/2004, A-239/2007, A-243/2007.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>3.<br /> </strong>Í skýringum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að er ekki að finna í tilteknu skjali eða skjölum tiltekins máls. Þegar það er virt hvernig kærandi hefur afmarkað beiðni sína og að ekkert er komið fram, sem leiðir líkur að því að draga megi í efa framangreindar fullyrðingar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að þær upplýsingar sem beiðni kæranda lýtur að hafi ekki verið teknar saman og þær því ekki fyrir hendi hjá embættinu, er óhjákvæmilegt annað en að vísa kærunni frá.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru [...] á hendur lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er vísað frá.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>                    Sigurveig Jónsdóttir                                                                                       Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 291/2008 Úrskurður frá 19. desember 2008 | Kærð voru viðbrögð og svör prófasts [X-prófastsdæmis], biskups Íslands, starfsfólks [Y-kirkju] og starfsfólks Biskupsstofu við beiðni um ýmsar upplýsingar. Gildissvið upplýsingalaga. Kæruheimild. Frávísun að hluta. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 19. desember 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. 291/2008.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með erindi, dags. 28. apríl 2008, kærði [...] viðbrögð og svör prófasts [X-prófastsdæmis], biskups Íslands, starfsfólks [Y-kirkju] og starfsfólks Biskupsstofu við beiðni hans um upplýsingar. Kæruefnið hefur verið afmarkað nánar undir meðferð málsins eins og nánar kemur fram síðar í úrskurðinum, fyrst og fremst kafla 2 í niðurstöðum, og beinist nú aðeins að ákvörðunum biskups Íslands og Biskupsstofu fyrir hans hönd.</p> <p>Málsatvik<br /> Með bréfi, dags. 25. febrúar 2008 óskaði kærandi eftir því við sr. [A], prófast [X-prófastsdæmis], að hann léti sér í té staðfestingu á því hvort skírn dóttur hans hefði átt sér stað tiltekinn dag í kirkju í prófastsumdæmi [A] og öll gögn þar að lútandi. Í bréfinu óskaði hann enn fremur upplýsinga um ábyrgð, skyldu og hlutverk skírnarvotta og svara við fleiri tilgreindum spurningum. Þessu bréfi svaraði prófastur með bréfi, dags. 4. mars. Þar kemur fram að hann hafi ekki undir höndum gögn um embættisverk annarra presta, heldur séu þau send til Þjóðskrár, og þau eigi kærandi rétt á að fá í hendur. Kærandi ritaði í framhaldinu bréf til úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, dags. 18. mars 2008, þar sem kvartað var undan því að prófastur hefði ekki afhent honum umbeðin gögn.</p> <p>Kærandi ritaði bréf til biskups Íslands, dags. 1. apríl, þar sem hann fór fram á að biskupsembættið afhenti honum öll gögn varðandi umrædda skírn. Þá fór kærandi fram á það við Biskupsstofu, með bréfi dags. 14. apríl, að fá að kynna sér öll gögn Þjóðkirkjunnar um Vinaleiðina, kristilega sálgæslu annars vegar og aðgang að öllum skjölum og gögnum sem vörðuðu hann sjálfan og dóttur hans hins vegar, og að lokum ritaði kærandi bréf til [Y-kirkju], dags. 15. apríl, þar sem hann óskaði aðgangs að öllum gögnum vegna skírnar dóttur hans.  </p> <p>Svar barst kæranda frá biskupi, dags. 3. apríl 2008. Kom þar fram að þar sem málið hefði verið kært til úrskurðarnefndar kirkjunnar væri ekki unnt að svara málaleitan hans á meðan málið væri í þeim farvegi. Eins og fyrr segir er kæran til úrskurðarnefndarinnar dags. 28. apríl. Í kærunni kemur fram að kæranda hafi hvorki borist svör við erindi til Biskupsstofu, dags. 14. apríl, né erindi til [Y-kirkju], dags. 15. apríl. Í kærunni kemur einnig fram að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi þann 14. apríl vísað frá máli hans á hendur prófasti [X-prófastsdæmis].</p> <p> </p> <h3><br /> Málsmeðferð</h3> <p>Í upphafi afmarkaði kærandi kæru sína á fremur víðtækan hátt, auk þess sem athugasemdir hans beindust að fleiri þáttum en synjunum stjórnvalda á beiðnum hans um aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af því tilefni ritaði úrskurðarnefndin honum bréf, dags. 30. apríl 2008, sbr. leiðbeiningarreglu 7. gr. og rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, þar sem óskað var eftir nánari afmörkun á kæruefnum.</p> <p>Í svarbréfi kæranda, dags. 1. júní 2008, kemur fram að þau atriði sem hann óski eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki til umfjöllunar séu: „1. Svör eða skortur á svörum vegna erindis til biskups 1. apríl 2008. 2. Skortur á svörum vegna erindis til Biskupsstofu 14. apríl.“ Um fyrrnefnda atriðið tekur kærandi fram að hann óski þess að biskup afhendi honum öll gögn varðandi skírn dóttur hans. Tekur hann fram að hann óski þess að fá upplýsingar um hvar skírnin sé skráð, hvenær, hvernig og af hverjum. Þá óskar kærandi afrita af öllum skráningum, svo sem í kirkjubók og manntalsbók, auk þess sem hann óskar upplýsinga og gagna um skírnarvotta og staðfestingu forsjáraðila á heimild til skírnar. Að lokum óskar kærandi upplýsinga um ábyrgð, skyldu og hlutverk skírnarvotta og um skilning þjóðkirkjunnar á skírninni. Um síðarnefnda atriðið tekur kærandi fram að hann óski þess að kynna sér öll gögn þjóðkirkjunnar um vinaleiðina svonefndu, auk allra gagna sem varða hann sjálfan og dóttur hans.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti Biskupsstofu framkomna kæru, með bréfi, dags. 11. júlí. Beindi úrskurðarnefndin þeim tilmælum til Biskupsstofu, að ef beiðni kæranda hefði ekki þegar verið afgreidd, yrði tekin ákvörðun um beiðni hans, svo fljótt sem við yrði komið, og eigi síðar en 25. júlí. Kysi stofnunin að synja framkominni beiðni óskaði nefndin eftir því að henni yrðu látin í té afrit af gögnum málsins og athugasemdir við framkomna kæru innan sömu tímamarka.</p> <p>Svar Biskupsstofu barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 18. júlí 2008. Í gögnum sem fylgdu bréfinu kom fram að með bréfi til Biskupsstofu, dags. 5. maí 2008, hefði kærandi óskað eftir að fá afrit af vígslubréfi sr. [B] og upplýsingar um kjarasamning, mánaðarlaun og launatengd gjöld og hlunnindi sr. [B] „sem „skólaprests“ veturinn 2006-7“ og hver hafi greitt hvað af þeim launum.</p> <p>Í sama bréfi Biskupsstofu til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að stofnunin hafi sent kæranda öll gögn sem varði mál hans og vistuð séu í skjalasafni Biskupsstofu. Gögn sem varði skírn dóttur hans [í sveitarfélaginu Y] séu ekki vistuð í skjalasafninu og ekki starfslýsing vegna starfs sr. [B] við grunnskóla í [Z-prestakalli] veturinn 2006-2007. Þá sé hafnað beiðni kæranda um upplýsingar um kjarasamning, laun og launatengd gjöld sr. [B], en kæranda bent á að kynna sér úrskurði Kjararáðs um laun presta sem birtir séu á heimasíðu ráðsins. Af afritum bréfa til kæranda sem fylgdu svari Biskupsstofu til úrskurðarnefndarinnar verður ráðið að stofnunin hafi tilkynnt kæranda þessa afstöðu formlega, auk þess að stofnunin hafnaði því sérstaklega í bréfi til kæranda, dags. 15. júlí, að veita honum afrit af vígslubréfi sr. [B] en afhenti honum í staðinn staðlað form af vígslubréfi prests. Af gögnum málsins verður einnig ráðið að með öðru bréfi, dags. sama dag, hafi verið fallist á beiðni kæranda um afhendingu afrits af öllum úrskurðum úrskurðarnefndar og áfrýjunarnefndar Þjóðkirkjunnar frá upphafi og til og með árinu 2005.</p> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 25. júlí, tilkynnti kærandi að sér hefði borist bréf frá Biskupsstofu, dags. 15. júlí, ásamt tilteknum gögnum og lista yfir málsgögn. Þrátt fyrir fullyrðingu Biskupsstofu hefðu sér ekki borist tilgreind átta gögn. Í bréfinu tekur kærandi fram að hann geri sérstakar athugasemdir við að hafa ekki fengið afrit af vígslubréfi sr. [B] og að hann hafi ekki fengið upplýsingar um kjarasamning, laun og launatengd gjöld sr. [B]. Þá segist kærandi efast um að hann hafi fengið aðgang að öllum gögnum um vinaleiðina. Bendir hann í því sambandi á að hann hafi engin gögn fengið um samskipti eða samning milli kirkjunnar annars vegar og bæjaryfirvalda í [sveitarfélaginu Z] hins vegar, eða einstakra skóla í [sveitarfélaginu Z] (og [í sveitarfélaginu Þ]) eða menntamálaráðuneytisins. Þá óskar hann afstöðu úrskurðarnefndar til þess hvort Biskupsstofa og einstakar sóknir séu sama stjórnvald í skilningi laga, eða hvort honum beri að senda sérstakar beiðnir um aðgang að gögnum til einstakra sókna.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál ritaði Biskupsstofu bréf, dags. 24. september 2008, þar sem óskað var upplýsinga um það hvort þau gögn sem væru tilgreind í bréfi kæranda lægju fyrir í skjalasafni stofnunarinnar, og ef svo væri hvort stofnunin teldi rétt að afhenda þau.</p> <p>Svar barst úrskurðarnefndinni með bréfi Biskupsstofu, dags. 1. október 2008. Af gögnum sem fylgdu bréfinu verður ráðið að 25. júlí 2008 hafi kærandi sent Biskupsstofu samhljóða bréf og hann sendi úrskurðarnefndinni þann sama dag. Við því bréfi hafi Biskupsstofa brugðist 2. ágúst og afhent honum þau tilgreindu átta gögn sem áður áttu að hafa verið afhent honum skv. skýringum stofnunarinnar. Í bréfi Biskupsstofu kemur að auki fram að stofnunin hafi hafnað beiðni kæranda um afrit af vígslubréfi sr. [B]. Vígslubréf sé persónulegt gagn viðkomandi prests og þurfi kærandi því að snúa sér til hans með ósk um að fá afhent afrit þess. Biskupsstofa hafi þegar látið af hendi staðlað eintak af eyðublaði vígslubréfs. Þá kemur fram í bréfinu að grunnlaun presta séu skv. úrskurði kjararáðs 473.549 kr. Sóknarprestar og prestar, sem starfi í prestaköllum, fái einnig greiddar einingar og fari fjöldi þeirra eftir íbúafjölda í viðkomandi prestakalli. Vísar stofnunin nánar til úrskurðar Kjararáðs frá 27. ágúst 2008. Þá kemur fram í bréfinu að kæranda hafi þegar verið afhent öll gögn sem Biskupsstofa hafi um verkefnið „Vinaleiðina“, og að stofnunin hafi ekki vitneskju um samninga eða samkomulag milli Biskupsstofu og bæjaryfirvalda í [sveitarfélaginu Z] eða einstakra skóla í [sveitarfélaginu Z] og [í sveitarfélaginu Þ].</p> <p>Með vísan til framangreinds er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál eins og hér segir.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><br /> <strong>1.</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka þau til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Í athugasemdum sem fylgdu umræddu ákvæði í frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum er þetta orðalag skýrt svo að lögin taki „til þeirrar starfsemi sem heyrir undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins.“</p> <p>Af 1. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, leiðir að þjóðkirkjan telst sjálfstætt trúfélag, sem nýtur sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka, sbr. 1. mgr. 2. gr. sömu laga. Það leiðir engu að síður af tengslum ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar, sbr. ekki síst 1. mgr. 62. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, að stofnanir og embætti þjóðkirkjunnar teljast til handhafa framkvæmdarvalds a.m.k. að því leyti sem þeim er falið opinbert vald. Með vísan til þessa taka ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996 til stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, a.m.k. að því leyti sem henni er falið opinbert vald.<br />  <br /> Samkvæmt 6. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, fer biskup Íslands með yfirstjórn þjóðkirkjunnar ásamt öðrum kirkjulegum stjórnvöldum eftir því sem nánar er fyrir mælt í lögunum. Í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur enn fremur fram að biskup fylgi eftir reglum er kirkjuþing setur, samþykktum kirkjuþings og markaðri stefnu þess og prestastefnu og hafi ákvörðunarvald um einstök mál, nema þau heyri undir önnur stjórnvöld þjóðkirkjunnar samkvæmt lögunum. Í lögunum er ekki sérstaklega mælt fyrir um tilvist eða starfsemi Biskupsstofu. Slík fyrirmæli var hins vegar að finna í eldri lögum, sbr. 37. gr. laga nr. 62/1990, um skipan prestakalla o.fl., en þar kom fram að embættisskrifstofa biskups, biskupsstofa, skyldi vera í Reykjavík og annast vörslu og reikningshald sjóða og annarra eigna þjóðkirkjunnar. Byggja verður á því að stofnunin hafi, að því leyti sem hér skiptir máli, enn sambærilega stöðu innan stjórnsýslu þjóðkirkjunnar, en skv. upplýsingum á heimasíðu stofnunarinnar er hún embættisskrifstofa biskups, auk þess að sinna skrifstofustörfum fyrir Kirkjuráð og kirkjuþing.</p> <p>Af atvikum málsins, þeirri kæru sem er til úrskurðar og þeirri löggjöf sem gildir um starfsemi þjóðkirkjunnar leiðir að ákvarðanir þær sem teknar hafa verið í máli þessu af hálfu Biskupsstofu um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga teljast teknar fyrir hönd biskups og á stjórnsýslulegri ábyrgð hans. Þrátt fyrir að kæra sú sem til umfjöllunar er í máli þessu beinist þannig annars vegar að biskupi Íslands og að Biskupsstofu hins vegar ber að leysa úr kærunni með þeim hætti að kærunni sé beint að einum og sama aðilanum, biskupi Íslands, og Biskupsstofu fyrir hans hönd.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Af erindum kæranda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál verður ráðið að athugasemdir hans, eins og þær hafa verið afmarkaðar við meðferð málsins, beinast að eftirtöldum atriðum: Í fyrsta lagi að svörum, eða skorti á svörum, vegna erindis til biskups, dags. 1. apríl 2008. Lúta þær í grundvallaratriðum að því að kæranda hafi ekki verið afhent öll gögn varðandi skírn dóttur hans, hvar skírnin sé skráð, hvenær, hvernig og af hverjum, auk afrita af skráningum í kirkjubók og manntalsbók, gagna og upplýsingar um skírnarvotta og staðfestingu forsjáraðila á heimild til skírnar. Í öðru lagi beinast athugasemdir kæranda, sbr. einnig bréf kæranda til úrskurðarnefndarinnar, dags. 1. júní 2008, að skorti á svörum við erindi hans til Biskupsstofu, dags. 14. apríl. Lúta þær athugasemdir sérstaklega að því að honum hafi ekki verið afhent öll gögn stofnunarinnar um vinaleiðina svonefndu. Í bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 25. júlí, áréttar kærandi þessar athugasemdir. Í þriðja lagi beinast athugasemdir kæranda að því, sbr. bréf til úrskurðarnefndarinnar, dags. 25. júlí, að honum hafi verið synjað um aðgang að vígslubréfi sr. [B], og í fjórða lagi, sbr. athugasemdir í sama bréfi, að hann hafi ekki fengið fullnægjandi upplýsingar um kjarasamning, laun og launatengd gjöld sr. [B].</p> <p>Verður nú fjallað sérstaklega um hvert framangreindra atriða.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Kæra máls þessa beinist að því í fyrsta lagi, sbr. framangreint, að stjórnvöld hafi ekki látið kæranda í té umbeðin gögn varðandi skírn dóttur hans. Réttur samkvæmt upplýsingalögum felur í sér rétt til aðgangs að gögnum sem eru fyrirliggjandi hjá stjórnvöldum og teljast hluti máls, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, og á það við hvort sem beiðni um aðgang grundvallast á rétti almennings til aðgangs að gögnum skv. 3. gr. eða rétti aðila sjálfs til aðgangs að upplýsingum um hann sjálfan skv. 9. gr. laganna. Af hálfu Biskupsstofu hefur komið fram að stofnunin hafi þegar afhent kæranda öll þau gögn sem varði mál hans og vistuð séu í skjalasafni stofnunarinnar. Gögn sem varði skírn dóttur hans [í sveitarfélaginu Y] séu ekki vistuð í skjalasafni stofnunarinnar. Gögn málsins gefa ekki ástæðu til að draga þá fullyrðingu stofnunarinnar í efa.</p> <p>Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Eins og rakið hefur verið liggja ekki frekari gögn fyrir í skjalasafni Biskupsstofu um skírn á dóttur kæranda en honum hafa þegar verið afhent. Ber af þeirri ástæðu að vísa þessum þætti kærunnar frá úrskurðarnefndinni.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Kæra málsins beinist að því í öðru lagi að stjórnvöld hafi ekki afhent kæranda fullnægjandi gögn og upplýsingar um hina svonefndu „Vinaleið“. Í gögnum málsins kemur ekki skýrlega fram að hvaða gögnum eða máli umræddri beiðni er beint. Samkvæmt lýsingu verkefnisstjóra fræðslusviðs Biskupsstofu, dags. 17. mars 2006, sem fyrir liggur í gögnum málsins, kemur á hinn bóginn fram að á kirkjuþingi 2003 hafi verið samþykkt ályktun um þjónustu á vegum kirkjunnar sem nefnd hafi verið „Vinaleið.“ Þar kemur einnig fram að um sé að ræða sálgæslu og forvarnarstarf í grunnskólum sem sé hugsað sem hluti af safnaðarstarfi kirkjunnar og skólum boðin á hverjum stað. Með hliðsjón af fyrirspurnum kæranda, sem og viðbrögðum Biskupsstofu við þeim, verður hér á því byggt að fyrirspurnir kæranda og beiðnir um gögn lúti að þessu leyti að upplýsingum um framkvæmd umrædds verkefnis sem á rætur í samþykkt kirkjuþings árið 2003.</p> <p>Af hálfu Biskupsstofu er fram komið, sbr. bréf stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 1. október 2008, að kæranda hafi verið afhent öll gögn sem Biskupsstofa hafi um verkefnið „Vinaleiðina“. Gögn málsins gefa ekki ástæðu til að draga þá fullyrðingu stofnunarinnar í efa. Með hliðsjón af því ber að vísa þessum þætti í kæru málsins frá úrskurðarnefndinni.</p> <p>Tekið skal fram að í þessari afstöðu úrskurðarnefndarinnar felst ekki afstaða til þess hvort hjá öðrum aðilum, sem eftir atvikum falla undir gildissvið upplýsingalaga, kunni að liggja fyrir frekari upplýsingar um framkvæmd vinaleiðarverkefnisins, s.s. hjá einstökum sveitarfélögum vegna aðkomu viðkomandi grunnskóla að verkefninu eða hjá einstökum prestum, né afstaða til þess hvort slík gögn ættu að liggja fyrir hjá Biskupsstofu, biskupi sjálfum eða Kirkjuráði. Aðeins skal á það bent að ekki verður séð að lög nr. 78/1997 leggi með beinum hætti þær skyldur á herðar þessum aðilum að gæta að því að öll gögn sem til verða vegna verkefna presta liggi fyrir með aðgengilegum hætti í miðlægu skjalasafni á vegum Þjóðkirkjunnar.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong></p> <p>Í þriðja lagi beinist kæra máls þessa að synjun Biskupsstofu á því að láta kæranda í té afrit af vígslubréfi sr. [B]. Hefur Biskupsstofa byggt synjun sína á þeirri forsendu að slíkt bréf sé persónulegt gagn viðkomandi prests og þurfi kærandi því að snúa sér til hans til að fá afhent ljósrit þess.</p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 10. gr. laga nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, er biskupi Íslands að lögum falið það verkefni að vígja presta og setja þeim vígslubréf. Verður ekki annað séð en að hér sé um að ræða lögbundið verkefni biskups sem teljist til stjórnsýslu í skilningi 1. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál fékk afhent afrit af vígslubréfi sr. [B] 18. desember 2008. Í því skjali koma engar tilteknar upplýsingar fram um einkahagi hans sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Ekki verður séð að önnur þau atriði séu fyrir hendi sem leitt geti til þess að undantekningarreglur 4. eða 6. gr. sömu laga eigi við í málinu.</p> <p>Með vísan til þessa og atvika málsins að öðru leyti er það afstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Biskupsstofu beri að afhenda kæranda afrit af vígslubréfi sr. [B].</p> <p> </p> <p><strong>6.</strong></p> <p>Í fjórða lagi beinist kæra málsins að synjun Biskupsstofu á beiðni um upplýsingar um kjarasamning, laun og launatengd gjöld sr. [B]. Nánar tiltekið var beðið um upplýsingar um „kjarasamning, mánaðarlaun og launatengd gjöld og hlunnindi sr. [B] sem „skólaprests“ veturinn 2006-7“. Af öðrum gögnum málsins verður ráðið að beiðni þessi lýtur að upplýsingum um launakjör sr. [B] við vinnu við áður nefnda vinaleið. Þessari beiðni synjaði Biskupsstofa með bréfi, dags. 15. júlí 2008, en þar segir m.a. svo: „Hvað varðar upplýsingar um laun sr. [B] hefur verið ákveðið að hafna þeirri beiðni. Bent skal á að upplýsingar um laun presta er að finna í úrskurðum Kjararáðs sem hægt er að skoða á heimasíðu ráðsins“. Í bréfi stofnunarinnar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 1. október 2008, kemur fram að grunnlaun presta séu skv. úrskurði Kjararáðs 473.549 kr. Sóknarprestar og prestar, sem starfi í prestaköllum, fái einnig greiddar einingar og fari fjöldi þeirra eftir íbúafjölda í viðkomandi prestakalli. Vísar stofnunin nánar til úrskurðar Kjararáðs frá 27. ágúst 2008.</p> <p>Í upplýsingum sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál aflaði frá Biskupsstofu 18. desember 2008 kemur fram að þeir prestar og/eða djáknar sem unnið hafa í grunnskólum sveitarfélaga að vinaleiðinni svonefndu hafi ekki verið ráðnir til þeirra starfa af biskupi, Kirkjuráði eða Biskupsstofu og hafi því ekki fengið greidd laun frá þeim aðilum. Hjá Biskupsstofu liggi því ekki fyrir ráðningarsamningar vegna vinnu við þessi verkefni eða gögn um launagreiðslur vegna þeirra. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál telur ekki ástæðu til að draga þessa fullyrðingu í efa. Af þeim sökum ber að vísa þessum þætti málsins frá úrskurðarnefndinni.</p> <p>Tekið skal fram að samkvæmt upplýsingum sem fram hafa komið af hálfu Biskupsstofu við meðferð málsins má ráða að laun þeirra sem starfað hafa við vinaleiðina svonefndu hafi almennt verið greidd af viðkomandi sveitarfélagi eða viðkomandi sókn. Ekki verður talið útilokað að kærandi eigi kost á að afla umræddra upplýsinga frá þeim aðilum.</p> <p><br />  </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru [...], á hendur Biskupi Íslands og Biskupsstofu er vísað frá að öðru leyti en því að Biskupsstofu ber að afhenda honum afrit af vígslubréfi sr. [B].</p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br />                                    Sigurveig Jónsdóttir                                                       Trausti Fannar Valsson.</p> <br /> <br /> |
A 290/2008 Úrskurður frá 19. desember 2008 | Kærð var synjun Nýja Landsbankans hf. (nú NBI hf.) á beiðni um upplýsingar um laun bankastjóra og annarra stjórnenda bankans. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 19. desember 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. 290/2008.</p> <p> </p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með tölvubréfi, dags. 27. október 2008, kærði [...], synjun Nýja Landsbankans hf. (nú NBI hf.) á beiðni hans um upplýsingar um laun bankastjóra og annarra stjórnenda bankans.</p> <p>Málsatvik og málsmeðferð<br /> Með tölvubréfi til Nýja Landsbankans hf., dags. 21. október 2008, fór kærandi fram á það, með vísan til 3. gr. upplýsingalaga og 1. og 2. mgr. 1. gr. sömu laga, að honum yrðu afhentar allar upplýsingar um laun bankastjóra, stjórnarmanna og yfirmanna einstakra sviða Nýja Landsbankans hf. Með tölvubréfi, dags. 23. sama mánaðar, hafnaði Nýi Landsbankinn hf. þessari beiðni með vísan til þess að félagið teldist ekki til stjórnsýslu ríkis og félli því ekki undir ákvæði upplýsingalaga. Í bréfinu er þetta nánar rökstutt með vísan til þess að í greinargerð sem fylgdi frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum komi fram að lögin gildi ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falli m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 29. október 2008, var kæran kynnt Nýja Landsbankanum hf. og félaginu veittur frestur til 12. nóvember til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Svar félagsins barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 10. nóvember. Þar kemur fram að Nýi Landsbankinn hf. (sem frá 27. október heitir NBI hf.) telji upplýsingalögin ekki eiga við um félagið. NBI hf. sé hlutafélag einkaréttarlegs eðlis sem ekki hafi á hendi sérstakt stjórnsýsluhlutverk og falli því starfsemi þess ekki undir upplýsingalög. Sú staðreynd að félagið sé í eigu ríkisins breyti þar engu um. Með vísan til þessa krefst félagið þess að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Með bréfi, dags. 26. nóvember 2008, var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum vegna svarbréfs NBI hf. Athugasemdir hans bárust með tölvubréfi, dags. 11. desember.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins taka lögin enn fremur til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringum við 1. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Þá er tekið fram að lögin taki einnig til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Síðan segir í skýringunum: „Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema því hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna.“</p> <p>Með 1. mgr. 1. gr. laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., var fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs og að ákveðnum skilyrðum fullnægðum, heimilað að reiða fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki eða þrotabú þess í heild eða að hluta. Í 3. mgr. sömu lagagreinar kemur fram að gert er ráð fyrir að í þessu skyni sé m.a. heimilt að stofna nýtt hlutafélag til þess að taka við rekstri fjármálafyrirtækis að hluta til eða í heild sinni. Af gögnum sem birt hafa verið opinberlega, m.a. á heimasíðu fjármálaráðuneytisins annars vegar og Fjármálaeftirlitsins hins vegar, sbr. til að mynda fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins nr. 16/2008 frá 9. október 2008, og ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka Íslands hf. til Nýja Landsbankans hf., dags. þann sama dag, verður ráðið að Nýi Landsbankinn hf. hafi verið stofnaður á grundvelli umræddrar heimildar í því skyni að taka við hluta af eignum og skuldum Landsbanka Íslands hf.</p> <p>Samkvæmt framangreindu telst Nýi Landsbankinn hf. (NBI hf.) vera hlutafélag, stofnað af stjórnvöldum á grundvelli heimildar í lögum. Hlutafélagið fellur utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 1. gr. þeirra laga, og ekki verður séð að félaginu hafi verið falið stjórnsýsluhlutverk í þeirri merkingu sem gert er ráð fyrir í 2. mgr. sömu greinar. Þá er ekki að finna í lögum sérstök fyrirmæli um að ákvæði upplýsingalaga eigi við um hlutafélagið, líkt og kveðið er á um í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf., sbr. til hliðsjónar úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-277/2008.</p> <p>Samkvæmt framansögðu fellur úrlausn kæruefnisins utan gildissviðs upplýsingalaga og ber því að vísa kæru þessari frá nefndinni.</p> <p> </p> <h3>Úrskurðarorð</h3> <p>Kæru [...] á hendur Nýja Landsbankanum hf. er vísað frá.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>                                    Sigurveig Jónsdóttir                                                       Trausti Fannar Valsson.</p> <br /> <br /> |
A 288/2008 Úrskurður frá 19. ágúst 2008 | Kærð var synjun Fasteignamats ríkisins á beiðni um aðgang að sundurliðuðum upplýsingum um föst laun og önnur föst kjör [A] vegna starfa hans hjá Fasteignamati ríkisins eins og þau voru í maí 2007. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Aðgangur veittur. | <p></p> <p> </p> <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p>Hinn 19. ágúst 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. 288/2008.</p> <p><br /> <strong>Kæruefni og málsatvik</strong><br /> Með erindi, dags. 10. júní 2008, kærði [...], synjun Fasteignamats ríkisins á beiðni hans um aðgang að sundurliðuðum upplýsingum um föst laun og önnur föst kjör [A] vegna starfa hans hjá Fasteignamati ríkisins eins og þau voru í maí 2007.</p> <p>Atvik málsins eru þau að með bréfi, dags. 8. apríl 2008, fór kærandi fram á aðgang að ofangreindum upplýsingum hjá Fasteignamati ríkisins. Beiðni sína ítrekaði hann með bréfi, dags. 17. sama mánaðar. Með bréfi, dags. 22. maí, synjaði Fasteignamat ríkisins beiðni kæranda. Í svari fasteignamatsins segir m.a. svo:</p> <p>„Sú takmörkun 5. gr. upplýsingalaga sem lýtur að gögnunum sjálfum á ekki við í þessu máli og á þeim grundvelli má ætla að fyrirspyrjanda sé þar með heimill aðgangur að upplýsingum um föst laun og önnur föst kjör [...]. Hins vegar þarf einnig að taka afstöðu til þess hvort ákveðnir hagsmunir standi í vegi fyrir því að upplýsingarnar séu veittar. Hér er um að ræða einka- og fjárhagsmálefni einstaklings og í vafatilvikum er stjórnvaldi rétt að leita álits þess aðila sem í hlut á. Ekki liggur fyrir samþykki þess aðila sem fyrirspurnin varðar fyrir því að umræddar upplýsingar verði veittar en af 5. gr. upplýsingalaga er það nauðsynlegt þegar um er að ræða upplýsingar um tekjur og fjárhagsmálefni einstaklinga.</p> <p>Að teknu tilliti til ofangreindra raka og þeirra takmarkana sem koma fram í 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er beiðni þinni um upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör [...] eins og þau voru í maí 2007 hafnað.“</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Málsmeðferð</strong><br /> Með bréfi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 18. júní 2008, var kæran kynnt Fasteignamati ríkisins og stofnuninni veittur frestur til 3. júlí til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu, innan sama frests, látin í té gögn málsins. </p> <p>Svar fasteignamatsins barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 27. júní. Í bréfinu rekur fasteignamatið að í áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5103/2007 komi fram að í skýringum við 5. gr. frumvarps sem síðan var samþykkt á Alþingi sem upplýsingalög nr. 50/1996 komi fram sú afstaða löggjafans að upplýsingar um laun opinberra starfsmanna, þ.e. ákvarðanir um föst laun og önnur föst starfskjör, séu ekki undanþegnar aðgangi almennings, en öðru máli gegni um greidd heildarlaun á hverjum tíma. Síðan segir þar m.a. svo:</p> <p>„Þrátt fyrir fyrrnefnda niðurstöðu í áliti umboðsmanns Alþingis og þau sjónarmið að ákvarðanir um laun og önnur starfstengd réttindi eða greiðslur til starfsmanna hins opinbera séu í eðli sínu upplýsingar um ákvarðanir um ráðstöfun opinberra fjármuna taldi stofnunin eðlilegt að skýra þau sjónarmið þröngt í þessu máli. Hér er óskað eftir upplýsingum sem telja má einka- og fjárhagsmálefni einstaklings og þar af leiðandi eðlilegt að sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. [...]</p> <p>Sú takmörkun 5. gr. upplýsingalaga sem lýtur að því hvort gögn séu undanþegin upplýsingarétti á ekki við. Hins vegar þarf einnig að taka afstöðu til þess hvort ákveðnir hagsmunir standi í vegi fyrir því að upplýsingarnar séu veittar. Hér er litið svo á að um sé að ræða einka- og fjárhagsmálefni einstaklings þar sem samþykki þess aðila sem fyrirspurnin varðar liggur ekki fyrir en af 5. gr. upplýsingalaga má ráða að það sé nauðsynlegt þegar um er að ræða upplýsingar um tekjur og fjárhagsmálefni einstaklinga.“</p> <p>Í niðurlagi svars fasteignamatsins segir enn fremur svo: „með bréfi þessu fylgir ljósrit af ráðningarsamningi Fasteignamats ríkisins og [...], staðfestum af fjármálaráðuneyti. Ekki er getið um launaflokk á ráðningarsamningnum.“</p> <p>Með bréfi, dags. 3. júlí, var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum vegna svarbréfs Fasteignamats ríkisins frá 27. júní. Athugasemdir hans bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 16. júlí sl.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong><br /> Í fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram sú takmörkun á hinum almenna upplýsingarétti skv. 3. gr. laganna að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut eigi.</p> <p>Beiðni kæranda um upplýsingar beinist að launakjörum tiltekins starfsmanns Fasteignamats ríkisins. Samkvæmt skýrri og fastmótaðri framkvæmd á upplýsingalögum, sem jafnframt á sér stoð í athugasemdum sem fylgdu umræddri grein í frumvarpi til upplýsingalaga, hafa 3. og 5. gr. laganna verið skýrðar svo að sé óskað aðgangs að gögnum um laun opinberra starfsmanna skuli veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum þar sem fram komi föst launakjör viðkomandi starfsmanna. Þá skuli einnig veita aðgang að einstaklingsbundnum ráðningarsamningum eða öðrum ákvörðunum eða samningum um föst launakjör þeirra. Á hinn bóginn er, vegna ákvæðis 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga, óheimilt að veita aðgang að upplýsingum um heildarlaun opinbers starfsmanns, hvort sem laun hans eru hærri en föst laun og kjör sem stöðu hans fylgja, t.d. vegna unninnar yfirvinnu eða vegna frádráttar sökum fjarvista eða annarra atvika. Vísast hér meðal annars til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-214/2005, A-183/2004, A-68/1997, A-27/1997 og A-10/1997. Jafnframt vísast til álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5103/2007.</p> <p> </p> <p>Með vísan til þessa verður ekki fallist á þær röksemdir Fasteignamats ríkisins að upplýsingar um föst ráðningarkjör opinberra starfsmanna séu upplýsingar sem á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga sé óheimilt að láta af hendi nema með samþykki þess sem upplýsingarnar varða. Með vísan til 2. mgr. 44. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er ljóst að ákvæði þeirra laga takmarka ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum skv. upplýsingalögum.</p> <p> </p> <p>Með svarbréfi Fasteignamats ríkisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál fylgdi afrit af ráðningarsamningi stofnunarinnar við [A]. Kemur þar fram að um launagreiðslur, launaflokk og starfsaldur til launa fari eftir því sem í samningnum greinir og samkvæmt kjarasamningi þess stéttarfélags sem starfsmaðurinn sé í, enda sé starfið á samningssviði stéttarfélagsins og hann hafi rétt til aðildar að stéttarfélaginu samkvæmt samþykktum þess. Í ráðningarsamningnum koma á hinn bóginn hvorki fram upplýsingar um þau laun sem [A] hafði hjá fasteignamatinu, né er þar tilgreindur með beinum hætti sá launaflokkur sem föst laun hans miðuðust við. Af svörum fasteignamatsins verður að draga þá ályktun að í einstökum gögnum sem fyrir liggi hjá stofnuninni, sbr. ákvæði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sé þannig ekki að finna sérstaklega tilgreindar og sundurliðaðar upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör [A] hjá fasteignamatinu í maí 2007. Engu að síður verður að telja að í þeim upplýsingum sem hér hafa verið raktar og fram koma í umræddum ráðningarsamningi sé að finna upplýsingar sem efnislega geti talist til upplýsinga um föst launakjör hans. </p> <p> </p> <p>Með vísan til framangreinds og þess hvernig beiðni kæranda í máli þessu er úr garði gerð verður að telja að hann eigi rétt til aðgangs að umræddum ráðningarsamningi. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er því sú að Fasteignamati ríkisins beri á grundvelli upplýsingalaga að veita kæranda aðgang að ráðningarsamningi stofnunarinnar við [A]. </p> <p> </p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð</strong><br /> Fasteignamati ríkisins ber að afhenda [...] afrit af ráðningarsamningi stofnunarinnar við [A].</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p><br /> Sigurveig Jónasdóttir Trausti Fannar Valsson<br /> </p> <br /> <br /> |
A 286/2008 Úrskurður frá 19. ágúst 2008 | Kærð var synjun Heilbrigðisnefndar Suðurlands á beiðni um upplýsingar um allar ferðir starfsmanna embættisins til skoðunar og eftirlits varðandi [A] síðustu 18 mánuði auk niðurstaðna þessara heimsókna og skýrslna þar að lútandi. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Vinnuskjöl. Þagnarskylda. Aðgangur veittur. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p>Hinn 19. ágúst 2008 kvað úrskurðarnefnd um úrskurðarmál upp svohljóðandi úrskurði í málinu nr. A-286/2008.</p> <p><br /> <strong>Kæruefni</strong><br /> Með bréfi, dags. 15. maí 2008, kærði [...], synjun Heilbrigðisnefndar Suðurlands á beiðni hans, dags. 14. apríl sama árs, um upplýsingar um allar ferðir starfsmanna embættisins til skoðunar og eftirlits varðandi [A] síðustu 18 mánuði auk niðurstaðna þessara heimsókna og skýrslna þar að lútandi.</p> <p></p> <p><br /> <strong>Málsatvik og málsmeðferð</strong><br /> Atvik málsins eru í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 14. apríl 2008, til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands óskaði kærandi eftir „upplýsingum um allar ferðir starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til skoðunar og eftirlits varðandi [A] síðustu 18 mánuði.“ Einnig óskaði kærandi eftir niðurstöðum þessara heimsókna og skýrslum þar að lútandi. Með bréfi, dags. 23. apríl, synjaði Heilbrigðisnefnd Suðurlands kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum, að undanskildum þeim bréfum sem send höfðu verið umræddu fyrirtæki þá 18 mánuði sem beiðnin laut að þar sem fram komu formlegar ákvarðanir heilbrigðiseftirlitsins. Nánar tiltekið var kæranda veittur aðgangur að tveimur bréfum heilbrigðiseftirlitsins til [A] dags. 12. og. 18. mars 2008.</p> <p>Í ákvörðun sinni vísar Heilbrigðisnefnd Suðurlands til þess að starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins séu bundnir þagnarskyldu, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þá beri að gæta fyrirmæla 2. mgr. 16. gr. sömu laga þar sem segir að upplýsingar og tilkynningar heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til fjölmiðla skuli vera efnislega rökstuddar og þess gætt að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón og álitshnekki að óþörfu. Þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir gætu leitt af sér hættu á að viðkomandi fyrirtæki biði tjón eða álitshnekki að óþörfu, sbr. einnig 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sem verndi sömu hagsmuni og takmarki aðgang almennings að gögnum af þeim sökum. Þá kemur fram í ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar að niðurstöður eftirlits af hálfu starfsmanna séu einungis óformleg vinnuskjöl, sem ætluð séu til eigin afnota heilbrigðiseftirlitsins en feli ekki í sér formlegar eða opinberar ákvarðanir. Þessi gögn séu því undanþegin upplýsingarétti samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Með bréfi, dags. 21. maí 2008, var kæran kynnt Heilbrigðisnefnd Suðurlands og henni veittur frestur til 4. júní til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu innan sama frests látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran laut að. Svar heilbrigðisnefndarinnar barst með bréfi, dags. 10. júní, ásamt afritum umbeðinna gagna. Eru þar ítrekuð rök sem fram koma í hinni kærðu ákvörðun en jafnframt vakin athygli á að í þeim gögnum sem óskað hafi verið aðgangs að komi að mati heilbrigðisnefndar fram trúnaðarupplýsingar sem ekki sé talið heimilt að veita aðgang að. Megi þar nefna að við skráningu mála í málakerfi séu t.a.m. skráðar upplýsingar um aðila sem hafa beint kvörtunum til nefndarinnar. Með því að veita aðgang að umbeðnum gögnum sé ekki hægt að tryggja lögboðna trúnaðarskyldu. Í málaskrá sé úrvinnsla kvartana tengd við kvörtun sjálfa og þar með ekki hægt að skilja upplýsingar sem varði þriðja aðila frá úrvinnslunni.</p> <p>Með bréfi, dags. 18. júní 2008, var kæranda gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum vegna kæru sinnar, m.a. í ljósi umsagnar heilbrigðisnefndarinnar. Erindi þetta var ítrekað með bréfi til kæranda, dags. 11. júlí 2008, og honum veittur frestur til 18. júlí til að koma athugasemdum á framfæri. Svar barst ekki og er því mál þetta tekið til úrskurðar með vísan til 18. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong><br /> Samkvæmt 10. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, skal ekkert sveitarfélag vera án heilbrigðiseftirlits og greiða sveitarfélögin kostnað við eftirlitið að svo miklu leyti sem lög mæla ekki fyrir á annan veg. Á grundvelli 11. gr. sömu laga skiptist landið í 10 eftirlitssvæði og skal heilbrigðisnefnd kosin eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar á hverju svæði. Á Suðurlandi er eitt starfssvæði, sbr. 7. tölul. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 7/1998. Með yfirstjórn heilbrigðiseftirlits á því svæði fer heilbrigðisnefnd Suðurlands. Hlutverk heilbrigðisnefnda er að sjá um að framfylgt sé ákvæðum laganna, reglugerða settum samkvæmt þeim, samþykktum sveitarfélaga og ákvæðum í sérstökum lögum eða reglum sem nefndinni er eða kann að vera falið að annast framkvæmd á, sbr. 13. gr. laganna. Samkvæmt 15. gr. ráða heilbrigðisnefndir á hverju svæði heilbrigðisfulltrúa til að annast eftirlit sveitarfélaganna með þeim viðfangsefnum sem undir lögin falla.</p> <p>Í gögnum málsins virðist ýmist um það að ræða að tiltekin bréf eða önnur skjöl málsins séu rituð á vegum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands eða af tilteknum heilbrigðisfulltrúum fyrir hönd heilbrigðisnefndar Suðurlands. Breytir það þó engu um að hin kærða ákvörðun telst tekin á vegum heilbrigðisnefndar Suðurlands og að heimild til töku þeirrar ákvörðunar var á forræði nefndarinnar, eða eftir atvikum starfsmanna nefndarinnar fyrir hennar hönd.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið þau gögn sem heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur látið nefndinni í té. Samtals er um að ræða 39 skjöl. Tvö þeirra hafa þegar verið afhent kæranda, þ.e. bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til [A], dags. 12. mars 2008, og bréf til sama fyrirtækis, dags. 18. sama mánaðar. Á afriti sem kæranda var afhent af síðara bréfinu hafði verið strikað yfir nokkurn hluta þeirra upplýsinga sem þar komu fram. Í skýringum heilbrigðisnefndar Suðurlands til úrskurðarnefndarinnar, dags. 10. júní 2008, kemur fram að ástæða þessa sé sú að í yfirstrikuðum þætti bréfsins sé fjallað um starfsemi fyrirtækis í eigu [A] en ekki [A] sjálfs sem upplýsingabeiðni kæranda hafi beinst að. Óyfirstrikað eintak bréfsins, sem úrskurðarnefndin hefur fengið afhent, staðfestir þessar skýringar. Hinar yfirstrikuðu upplýsingar teljast því ekki upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að og með vísan til þess verður ekki gerð athugasemd af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál við að kæranda hafi verið afhent umrætt bréf með yfirstrikunum.</p> <p>Gögn málsins samanstanda að öðru leyti af 26 útprentunum úr málaskrá Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, þar sem tilteknar upplýsingar (minnisatriði) hafa verið færð inn á svonefnda forsíðu viðkomandi máls í málaskrárkerfi, 10 útprentunum af tölvupóstsamskiptum starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins við einstaklinga, og eftir atvikum við fyrirsvarsmenn [A], í tilefni af kvörtunum einstaklinga vegna lyktar frá [...] og einu minnisblaði, dags. 5. mars 2007, sem unnið er af starfsmönnum heilbrigðiseftirlitsins fyrir fund heilbrigðisnefndar Suðurlands.</p> <p>Umrætt minnisblað, dags. 5. mars 2007, geymir upplýsingar sem fallið geta undir þá beiðni sem kærandi hefur lagt fram í máli þessu. Þær 10 útprentanir af tölvupóstsamskiptum starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins við einstaklinga í tilefni af kvörtunum vegna lyktar frá [...] geyma á hinn bóginn aðeins svör starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins við fyrirspurnum eða kvörtunum viðkomandi einstaklinga. Umrædd tölvupóstsamskipti bera hvorki með sér upplýsingar um ferðir starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til skoðunar og eftirlits varðandi [A] né niðurstöður þessara heimsókna eða skýrslur þar að lútandi. Falla umrædd tölvupóstsamskipti því utan þeirra gagna sem kærandi hefur óskað aðgangs að.</p> <p>Tólf af 26 nefndum útprentunum af forsíðum mála úr málaskrárkerfi heilbrigðiseftirlitsins geyma aðeins upplýsingar um kvartanir ýmist tilgreindra eða ótilgreindra aðila vegna [...]. Skjöl þessi geyma ekki upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að, þ.e. um ferðir starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins til skoðunar og eftirlits varðandi [A], niðurstöður þessara heimsókna og skýrslur þar að lútandi. Falla umrædd skjöl því utan máls þessa. Í þremur af nefndum 26 útprentunum koma fram minnispunktar starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins vegna símtala við aðila í [sveitarfélaginu X] sem þurrka eða bræða fiskafurðir. Í þessum skjölum koma ekki fram upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Falla þau því einnig utan máls þessa. Hið sama er að segja um eina af umræddum útprentunum sem aðeins geymir upplýsingar um skoðun á öðru fyrirtæki en [A]. Fellur það skjal því einnig utan þeirra gagna er kærandi hefur óskað aðgangs að.</p> <p>Af framangreindu leiðir að 16 af þeim 26 útprentunum af forsíðum mála úr málaskrárkerfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem fylgdu athugasemdum heilbrigðisnefndarinnar til úrskurðar¬nefndar geta ekki talist innihalda upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að. Í tíu af nefndum 26 útprentunum af forsíðum mála er á hinn bóginn að finna minnisatriði um eftirlitsferðir starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í starfstöð [A]. Þessi gögn innihalda því upplýsingar sem kærandi hefur óskað aðgangs að og ber því að leysa úr því í máli þessu hvort kæranda hafi réttilega verið synjað um aðgang að þeim. Er hér um að ræða eftirfarandi skjöl:</p> <p>1) Skjal, dags. 23. nóvember 2006, númer 1716.<br /> 2) Skjal, dags. 4. desember 2006, númer 1720.<br /> 3) Skjal, dags. 8. febrúar 2007, númer 1873.<br /> 4) Skjal, dags. 5. mars 2007, númer 1257.<br /> 5) Skjal, dags. 3. apríl 2007, númer 1978.<br /> 6) Skjal, dags. 17. desember 2007, númer 2780.<br /> 7) Skjal, dags. 19. desember 2007, ónúmerað en er um sömu eftirlitsheimsókn og skjal dags. 17. sama mánaðar.<br /> 8) Skjal, dags. 18. mars 2008, númer 2794.<br /> 9) Skjal, dags. 21. apríl 2008, númer 2798.<br /> 10) Skjal, dags. 21. apríl 2008, ónúmerað en sama efnis og skjal dags. 21. sama mánaðar.</p> <p>Af gögnum málsins, og svörum heilbrigðisnefndar Suðurlands til úrskurðarnefndarinnar, verður ráðið að í skjalasafni heilbrigðiseftirlitsins liggi ekki fyrir fleiri gögn sem fallið geta undir beiðni kæranda um aðgang að gögnum í fórum stjórnvalda sem hér er til umfjöllunar. Ekkert liggur fyrir í máli þessu sem gefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál tilefni til að efast um réttmæti þess. Með vísan til þessa verður í máli þessu að taka afstöðu til synjunar heilbrigðisnefndar Suðurlands á að veita kæranda aðgang að síðastgreindum tíu útprentunum af forsíðum mála úr málaskrárkerfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, þar sem fram koma minnisatriði um eftirlitsferðir starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins í starfstöð [A], og aðgang að minnisblaði, dags. 5. mars 2007, unnið af starfsmönnum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir fund heilbrigðisnefndar Suðurlands.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, segir orðrétt svo: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“</p> <p>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Á þessu er þó sú takmörkun að veita skal aðgang að vinnuskjölum hafi þau að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Þau skjöl sem tilgreind eru hér að framan, og teljast til gagna sem kærandi hefur í máli þessu óskað aðgangs að, geyma öll ákveðin minnisatriði, sem telja má líklegt að rituð séu af starfsmönnum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til eigin afnota og eftir atvikum fyrir fund heilbrigðisnefndar. Með vísan til þess hins vegar að í þessum skjölum koma fram upplýsingar sem beiðni kæranda nær sýnilega til, og er a.m.k. ekki að finna í öðrum gögnum sem fyrir liggja í máli þessu verður, ekki séð að aðgangur að þeim verði takmarkaður á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga kemur fram að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að „gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á“. Í síðari málsl. ákvæðisins segir að sömu takmarkanir gildi „um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Í þessu sambandi kemur einnig til skoðunar ákvæði 16. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, en það hljóðar svo:</p> <p>„Þeir sem starfa samkvæmt lögum þessum eru bundnir þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem þeir fá vitneskju um og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls.<br /> Upplýsingar og tilkynningar heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til fjölmiðla skulu vera efnislega rökstuddar og þess gætt að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón og álitshnekki að óþörfu. Sama gildir um aðra sem starfa samkvæmt lögum þessum.“</p> <p>Samkvæmt síðari málsl. 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga takmarka almenn ákvæði laga um þagnarskyldu ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður á hinn bóginn dregin sú ályktun að sérákvæði í lögum um þagnarskyldu geta takmarkað rétt almennings til aðgangs að gögnum, umfram þær takmarkanir sem fram koma í upplýsingalögum sjálfum. Í síðari málsl. tilvitnaðrar 1. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998 felst almennt ákvæði um þagnarskyldu. Fyrri málsliðurinn inniheldur á hinn bóginn sérreglu, þar sem nánar eru tilgreindar þær upplýsingar sem leynt skulu fara. Með vísan til þess að þar er sérstaklega vísað til atriða „er varða framleiðslu- og verslunarleynd“ verður þó að telja að þær upplýsingar sem undir ákvæðið geta fallið séu almennt einnig varðar af ákvæði 5. gr. upplýsingalaga hvað varðar takmörkun á rétti almennings til aðgangs að þeim. Í 2. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998 er að finna ákvæði sem sérstaklega lýtur að framsetningu heilbrigðiseftirlits á upplýsingum og tilkynningum til fjölmiðla. Það ákvæði á ekki með beinum hætti við í máli þessu þó ekki verði útilokað að efni þess geti haft áhrif á það hvaða upplýsingar heilbrigðiseftirlitinu er almennt heimilt að láta almenningi í té.</p> <p>Í gögnum málsins koma fram upplýsingar um eftirlitsheimsóknir heilbrigðisfulltrúa í starfsstöð [A] auk þess að í minnisblaði, dags. 5. mars 2008, sem unnið var fyrir fund heilbrigðisnefndar Suðurlands, koma fram minnispunktar heilbrigðisfulltrúa vegna starfsleyfisskilyrða fyrirtækisins. Í upphaflegri ákvörðun heilbrigðisnefndar Suðurlands um synjun á aðgangi kæranda að umbeðnum gögnum er vísað til þess að beiðnin lúti að upplýsingum um framkvæmd eftirlits með starfsemi tiltekins fyrirtækis í [sveitarfélaginu X]. Þessar upplýsingar séu háðar trúnaði, sbr. 5. gr. upplýsingalaga og 16. gr. laga nr. 7/1998. Af þessu tilefni bendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál á að aðgangi að gögnum, sem bera með sér upplýsingar um heilbrigðiseftirlit á grundvelli laga nr. 7/1998, verður ekki synjað á þeim grundvelli einum að í þeim komi fram upplýsingar um slíkt eftirlit. Meta verður efnislegt innihald hvers gagns fyrir sig með hliðsjón af því hvort í því komi fram upplýsingar sem rétt sé að takmarka aðgang almennings að vegna hagsmuna þess fyrirtækis sem eftirlit beinist að, eða eftir atvikum vegna hagsmuna annarra aðila sem þar eru tilgreindir.</p> <p>Þær upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins eru mjög misítarlegar. Í þeim tíu útprentunum af forsíðum mála úr málaskrárkerfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og tilgreindar eru undir lið 1 hér að framan kemur hvergi fram mat starfsmanna heilbrigðiseftirlits á því hvort lykt eða önnur atriði sem tengjast starfsemi fyrirtækisins séu með þeim hætti að ekki samræmist starfsleyfi eða öðrum viðeigandi reglum. Í þremur af umræddum tíu skjölum kemur fram að skoðun hafi verið framkvæmd vegna kvörtunar eða að kvörtun hafi verið rædd við forsvarsmenn fyrirtækisins um leið og skoðun fór fram. Þær upplýsingar, þ.e. að kvörtun hafi borist, án þess að þeim fylgi mat starfsmanna heilbrigðiseftirlits á réttmæti þeirra geta vart talist þess eðlis að þær séu til þess fallnar að valda því fyrirtæki sem eftirlit beinist að tjóni einar og sér verði þær gerðar aðgengilegar almenningi. Verður aðgangur að þeim því hvorki takmarkaður á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga né á grundvelli ákvæðis 16. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Hið sama á við um minnisblað heilbrigðisfulltrúa, dags. 5. mars 2008, og unnið var fyrir fund heilbrigðisnefndar Suðurlands.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Með vísan til framangreinds ber að veita kæranda aðgang að tíu áður tilgreindum útprentunum af forsíðum mála úr málaskrárkerfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og fylgdu athugasemdum heilbrigðisnefndarinnar til úrskurðar¬nefndar um upplýsingamál. Þá ber að veita kæranda aðgang að minnisblaði, dags. 5. mars 2007, sem ritað var fyrir fund heilbrigðisnefndar Suðurlands 6. sama mánaðar.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong><br /> Heilbrigðisnefnd Suðurlands ber að veita kæranda, [...], aðgang að eftirfarandi útprentunum af forsíðum mála úr málaskrárkerfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem fylgdu athugasemdum heilbrigðisnefndarinnar til úrskurðar¬nefndar:</p> <p>1) Skjal, dags. 23. nóvember 2006, númer 1716.<br /> 2) Skjal, dags. 4. desember 2006, númer 1720.<br /> 3) Skjal, dags. 8. febrúar 2007, númer 1873.<br /> 4) Skjal, dags. 5. mars 2007, númer 1257.<br /> 5) Skjal, dags. 3. apríl 2007, númer 1978.<br /> 6) Skjal, dags. 17. desember 2007, númer 2780.<br /> 7) Skjal, dags. 19. desember 2007, ónúmerað en er um sömu eftirlitsheimsókn og skjal dags. 17. sama mánaðar.<br /> 8) Skjal, dags. 18. mars 2008, númer 2794.<br /> 9) Skjal, dags. 21. apríl 2008, númer 2798.<br /> 10) Skjal, dags. 21. apríl 2008, ónúmerað en sama efnis og skjal dags. 21. sama mánaðar.<br /> <br /> Þá ber að veita kæranda aðgang að minnisblaði, dags. 5. mars 2007, sem ritað var fyrir fund heilbrigðisnefndar Suðurlands 6. sama mánaðar.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> Ólafur E. Friðriksson Trausti Fannar Valsson</p> <p> </p> <br /> <br /> |
A 287/2008 Úrskurður frá 19. ágúst 2008 | Kærð var synjun Reykjavíkurborgar á aðgangi að upplýsingum um laun starfsmanna Reykjavíkurborgar, fjölda þeirra í hverjum launaflokki fyrir sig, flokkað eftir kyni. Afmörkun kæruefnis. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <p></p> <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p>Hinn 19. ágúst 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-287/2008.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni og málsatvik</strong><br /> Með tölvubréfi, dags. 4. júní 2008, kærði [...], synjun Reykjavíkurborgar, dags. 21. maí sl., á aðgangi að upplýsingum um laun starfsmanna Reykjavíkurborgar, fjölda þeirra í hverjum launaflokki fyrir sig, flokkað eftir kyni.</p> <p>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að kærandi óskaði eftir framangreindum upplýsingum með tölvubréfi til mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar 15. maí 2008. Þeirri beiðni synjaði Reykjavíkurborg með vísan til upplýsingalaga og reglna um upplýsingarétt almennings. Í gögnum málsins kemur ekki fram hvenær erindi kæranda var svarað. Á hinn bóginn liggur fyrir að í svarinu vísaði Reykjavíkurborg til þess að hjá borginni störfuðu um 8000 manns sem tilheyrðu á þriðja tug stéttarfélaga sem gerðir hefðu verið kjarasamningar við. Launatöflur kjarasamninga væru ekki samræmdar milli þessara félaga.</p> <p> </p> <p><strong>Málsmeðferð</strong><br /> Með bréfi, dags. 18. júní, var kæran kynnt Reykjavíkurborg og henni gefinn frestur til 3. júlí til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. </p> <p>Þann 20. júní bárust nefndinni athugasemdir Reykjavíkurborgar og í þeim segir m.a. svo:</p> <p>„...hjá Reykjavíkurborg starfa um 8000 manns sem tilheyra á þriðja tug stéttarfélaga sem Reykjavíkurborg hefur gert kjarasamninga við. Launatöflur kjarasamninga eru ekki samræmdar milli allra þessara félaga og ekki eru heldur fyrirliggjandi gögn sem tilgreina fjölda hvors kyns í ákveðnum launaflokkum. Af þeirri ástæðu einni er ekki mögulegt að veita þær upplýsingar sem beðið er um nema leggja í það umtalsverða og kostnaðarsama vinnu.</p> <p>Réttarreglur um upplýsingarétt almennings / fjölmiðla í II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 ná að mati Reykjavíkurborgar ekki heldur til þeirra upplýsinga sem beðið er um. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laganna er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. upplýsingalaga. Ákvæði laganna gilda um öll gögn án tillits til þess hvenær þau urðu til eða hvenær þau bárust, sbr. 2. mgr. 24. gr. fyrrnefndra laga. Þegar beðið er um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga er því nauðsynlegt að tilgreina sérstakt mál, sbr. 1. mgr. 10. gr. laganna og er þá hægt að fara fram á aðgang að gögnum í því máli með þeim takmörkunum sem af lögunum leiða. Upplýsingar um laun og launaflokka allra starfsmanna Reykjavíkurborgar falla ekki undir ákvæði um upplýsingar tiltekins máls.“</p> <p>Með bréfi, dags. 26. júní, var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við tilvitnaða umsögn Reykjavíkurborgar. Var erindið ítrekað með bréfi, dags. 11. júlí. Athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi hans, dags. 17. júlí. Segir þar m.a. svo:</p> <p>„Aðalatriði meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er að einstaklingar og lögaðilar, þ.m.t. fjölmiðlar, eigi lögum samkvæmt rétt til aðgangs að gögnum mála innan stjórnsýslunnar án þess að þurfa að sýna fram á tengsl við málið eða aðila þess og án þess að þurfa að sýna fram á hagsmuni af því að fá eða nota umbeðnar upplýsingar. Áskilnaður 1. mgr. 10. gr. laganna er á þann hátt að beiðni skuli annaðhvort tiltaka það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir, en það kemur um leið í veg fyrir að unnt sé að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund. Beiðni [...] er skýr þar sem beðið er um afmarkaðan fjölda gagna, sem eru launaupplýsingar allra starfsmanna Reykjavíkurborgar, fjölda þeirra sem eru í hverjum launaflokki fyrir sig og skipt eftir kyni. Beiðnin er því nægjanlega afmörkuð til að lúta kröfu laganna um að beiðni skuli taka til þeirra gagna sem leitað er eftir. Því er hafnað sem haldið er fram í bréfi mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar, dags. 20. júní 2008, þar sem segir að upplýsingar um laun og launaflokka allra starfsmanna Reykjavíkurborgar falli ekki undir upplýsingar um tiltekið mál.</p> <p>[...]</p> <p>Það á heldur ekki að vera tækt að vísa frá fyrirspurn, sem byggð er á rétti almennings til upplýsinga, eingöngu vegna þess að spurningin sé viðamikil og kosti einhverja vinnu. Skýringar mannauðsstjóra um marga mismunandi kjarasamninga og að það sé erfitt að nálgast upplýsingarnar er eingöngu skipulagsatriði hjá Reykjavíkurborg og ætti ekki að skoðast sem röksemdarfærsla þess að beiðni um upplýsingar sem almenningur hefur rétt á er hafnað.“</p> <p>Í bréfi sínu vísar kærandi jafnframt til stuðnings beiðni sinni til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-267/2007.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong><br /> Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, er áskilið að beiðni um aðgang að upplýsingum varði tiltekið mál. Þessi áskilnaður er nánar útfærður í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga á þann hátt að í beiðni skuli annaðhvort tiltaka það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir, en það kemur um leið í veg fyrir að unnt sé að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund.</p> <p>Beiðni kæranda um aðgang að gögnum er skýr að því leyti að ekki veldur vafa hvaða upplýsingar það eru sem beðið er um aðgang að. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að hér er um að ræða beiðni um aðgang að gögnum í ótilteknum fjölda mála í skilningi upplýsingalaga. Þá hefur fram komið af hálfu Reykjavíkurborgar að ekki séu fyrirliggjandi gögn þar sem tilgreindur sé fjöldi hvors kyns í ákveðnum launaflokkum. Í niðurlagi áður tilvitnaðrar 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, er sérstaklega áréttað að stjórnvöldum sé ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að lögum nr. 161/2006 er nánar tilgreint að í þessu felist að réttur til upplýsinga á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggja þegar um þau er beðið en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar eftir þeim sé leitað.</p> <p>Samkvæmt framangreindu lýtur beiðni kæranda að upplýsingum sem ekki varða tiltekið mál og a.m.k. að hluta að upplýsingum sem ekki koma fram í gögnum sem fyrirliggjandi eru í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Með því að beiðni kæranda er ekki afmörkuð á þann hátt sem gerð er krafa um í 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga ber að staðfesta ákvörðun Reykjavíkurborgar um synjun á beiðni hans með vísan til framangreindra ákvæða upplýsingalaga. Tekið skal fram að það fellur ekki undir valdsvið úrskurðarnefndar um upplýsingamál að taka afstöðu til heimilda Reykjavíkurborgar til að safna umræddum upplýsingum, í eigin þágu eða eftir atvikum í því skyni að láta þær af hendi til annarra. </p> <p> <br /> </p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong><br /> Staðfest er ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja beiðni kæranda, [...], um aðgang að upplýsingum um laun starfsmanna Reykjavíkurborgar, fjölda þeirra í hverjum launaflokki fyrir sig, flokkað eftir kyni</p> <p> </p> <p align="center"> <br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p><br /> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <p> </p> <br /> <br /> |
A 282/2008 Úrskurður frá 29. júlí 2008 |
Kærð var synjun heilbrigðisráðuneytisins á beiðni um fjölda starfslokasamninga sem gerðir hefðu verið hjá ráðuneytinu frá áramótum 1995/1996 og hversu mikið hver þeirra kostaði ráðuneytið. Kæruheimild. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Fávísun. | <p><strong><span></span></strong></p> <p><strong><span> </span></strong></p> <p align="center"><strong><span>ÚRSKURÐUR</span></strong></p> <p align="center"><strong><span> </span></strong></p> <p><span>Hinn 29. júlí 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-282/2008.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="left"><strong><span>Kæruefni</span></strong></p> <p><span>Með bréfi, dags. 3. janúar 2008, kærði [...], synjun heilbrigðisráðuneytisins frá 13. desember 2007 á beiðni hans um fjölda starfslokasamninga sem gerðir hefðu verið hjá ráðuneytinu frá áramótum 1995/1996 og hversu mikið hver þeirra kostaði ráðuneytið.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 26. mars 2008, afmarkaði kærandi beiðni sína þannig að óskað væri upplýsinga um það hversu margir starfslokasamningar hefðu verið gerðir á vegum heilbrigðisráðuneytisins á tímabilinu 2004 til 2008 við yfirmenn stofnana og starfsmenn í stjórnunarstöðum, sundurliðað eftir kynjum, og hversu mikið þessir samningar hefðu kostað hver og einn. Í tölvubréfi heilbrigðisráðuneytisins, dags. 23. apríl 2008, sem barst bæði úrskurðarnefnd um upplýsingamál og kæranda, var erindinu synjað.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ber samkvæmt framangreindu að afmarka kæruefni málsins við synjun heilbrigðisráðuneytisins á framangreindri beiðni kæranda um upplýsingar um starfslokasamninga sem gerðir voru á vegum ráðuneytisins á tímabilinu 2004 til 2008.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="left"><strong><span>Málsatvik og málsmeðferð</span></strong></p> <p><span>Samkvæmt gögnum málsins óskaði kærandi, með tölvubréfi til heilbrigðisráðuneytisins, dags. 13. desember 2007, eftir upplýsingum um fjölda starfslokasamninga sem gerðir hefðu verið hjá ráðuneytinu frá áramótum 1995/1996 og hversu mikið hver þeirra kostaði ráðuneytið. Með tölvubréfi sem kæranda barst þann sama dag synjaði ráðuneytið kæranda um aðgang að umbeðnum upplýsingum með vísan til 1. mgr. 10. gr., sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þar sem hún varðaði ekki tiltekið mál, eða tiltekin fyrirliggjandi gögn.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með bréfi, dags. 21. janúar 2008, var kæran kynnt heilbrigðisráðuneytinu og því veittur frestur til 29. sama mánaðar til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Ítrekun var send ráðuneytinu 5. febrúar. Svar ráðuneytisins barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 12. febrúar. Segir þar m.a. svo:</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>„Ráðuneytið bendir á að upplýsingar um starfslokasamninga á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis er að finna í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi um starfslokasamninga á tímabilinu 1994 til og með 2003 (130. löggjafarþing 2003-2004, þskj. 854 – 299 mál og þskj. 1834 – 589. mál).</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Vegna tímabilsins 2004 til 2008 telur ráðuneytið ekki ljóst hvort verið er að óska eftir upplýsingum um starfslokasamninga sem snerta undirstofnanir ráðuneytisins en þess ber að geta að ráðuneytið hefur ekki gert starfslokasamninga við starfsmenn ráðuneytisins á þessu tímabili.“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með bréfi, dags. 13. febrúar, var kæranda kynnt svar heilbrigðisráðuneytisins. Kom þar fram að af hálfu úrskurðarnefndarinnar væri ekki tilefni til að hafast frekar að í málinu nema kærandi teldi að ekki hefðu komið fram upplýsingar sem kæra hans lyti að. Með bréfi, dags. 17. mars 2008, var erindi þetta ítrekað og lýst þeirri afstöðu nefndarinnar að gert væri ráð fyrir að kæra málsins væri niður fallin nema kærandi teldi að honum hefði verið synjað um aðgang að einhverjum umbeðnum gögnum. Í því tilfelli var þess óskað að kærandi gerði nefndinni viðvart eigi síðar en 26. mars.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með tölvubréfi frá kæranda, dags. 26. mars 2008, til úrskurðarnefndarinnar óskaði kærandi formlega eftir upplýsingum um starfslokasamninga á vegum heilbrigðisráðuneytisins fyrir tímabilið 2004 til 2008. Segir svo í tölvubréfinu:</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>„Þær upplýsingar eiga að grundvallast á sömu upplýsingum og svar fjármálaráðherra við fyrirspurn [A] um starfslokasamninga sem gefið var á 130. löggjafarþingi.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Sú fyrirspurn, með breytingum á ártölum hljóðar svo:</span></p> <p><span> </span></p> <ol type="1"> <li><span>Hversu margir starfslokasamningar hafa verið gerðir á ári á tímabilinu 2004 til 2008 við yfirmenn stofnana á vegum hins opinbera og starfsmenn í stjórnunarstöðum hjá hinu opinbera, sundurliðað eftir kynjum?</span></li> <li><span>Hversu mikið kostuðu þessir starfslokasamningar hver og einn?“</span></li> </ol> <p><span> </span></p> <p><span>Tilvitnað erindi kæranda var framsent heilbrigðisráðuneytinu með bréfi, dags. 14. apríl 2008. Í bréfi úrskurðarnefndarinnar til ráðuneytisins segir m.a. svo:</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>„Hér með framsendir úrskurðarnefnd um upplýsingamál yður umrædda kæru þannig að heilbrigðisráðuneytið geti tekið beiðni þá sem þar kemur fram til sjálfstæðrar afgreiðslu. Verði umrædd upplýsingabeiðni kæranda tekin til afgreiðslu óskast afrit af ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins sent úrskurðarnefnd um upplýsingamál um leið og ákvörðunin er kynnt kæranda. Synji ráðuneytið um afgreiðslu þessa erindis er ráðuneytinu með vísan til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 80/2003, hér með veittur frestur til að gera athugasemdir við beiðni þessa og koma að frekari rökstuðningi fyrir synjun til miðvikudagsins 23. apríl nk. Jafnframt er þess óskað að úrskurðarnefndinni verði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Svar heilbrigðisráðuneytisins barst kæranda og úrskurðarnefnd um upplýsingamál með tölvubréfi ráðuneytisins 23. apríl 2008. Kemur þar fram að með vísan til 1. mgr. 10. gr., sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sé beiðni kæranda sem barst ráðuneytinu með bréfi, dags. 14. apríl, synjað þar sem hún varði ekki tiltekið mál eða tiltekin fyrirliggjandi gögn.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Afstaða ráðuneytisins var formlega kynnt kæranda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 29. maí 2008. Í athugasemdum kæranda, sem bárust úrskurðarnefndinni af því tilefni með erindi hans, dags. 11. júní, kemur fram að hann óski eftir því að úrskurðarnefndin kveði upp úrskurð í málinu. Segir þar m.a. svo: „Ég tel mig ekki geta vísað til<span> </span> tiltekinna mála né tiltekinna fyrirliggjandi gagna þar sem ég veit ekkert um fjölda né eðli starfslokasamninganna sem beðið var um. Í því felst enda fyrirspurnin.“</span><strong><span> </span></strong></p> <p align="center"><strong><span> </span></strong></p> <p align="left"><strong><span>Niðurstaða</span></strong></p> <p><span>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé upp um annað tveggja, skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits að öðrum gögnum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, er stjórnvöldum skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Segir enn fremur í ákvæðinu að stjórnvöldum sé þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Í 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, kemur einnig fram að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau gögn máls sem hann óski að kynna sér. Þá geti hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Af framangreindu leiðir að réttur til upplýsinga á grundvelli 3. gr. upplýsingalaga tekur einvörðungu til gagna sem fyrir liggja þegar um þau er beðið en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar eftir þeim sé leitað.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Kæra máls þessa, eins og hana ber að afmarka með vísan til erindis kæranda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 26. mars 2008, beinist að synjun heilbrigðisráðuneytisins á að láta kæranda í té upplýsingar um fjölda starfslokasamninga á vegum ráðuneytisins á tímabilinu 2004-2008 við yfirmenn stofnan og starfsmenn í stjórnunarstöðum, sundurliðað eftir kynjum, og hversu mikið þessir samningar hafi kostað hver og einn. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 12. febrúar 2008, að ráðuneytið hafi ekki gert starfslokasamninga við starfsmenn ráðuneytisins á tímabilinu 2004-2008, en af gögnum málsins að öðru leyti verður ráðið að beiðni kæranda um upplýsingar varði ekki gögn sem séu fyrirliggjandi hjá ráðuneytinu. Samkvæmt framansögðu liggur ekki fyrir synjun stjórnvalds á að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þegar af þeirri ástæðu verður að vísa kæru þessari frá nefndinni.</span></p> <p> </p> <p><strong><span>Úrskurðarorð</span></strong></p> <p><span>Kæru [...], á hendur heilbrigðisráðuneytinu er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>Friðgeir Björnsson</span></p> <p align="center"><span>formaður</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> Sigurveig Jónsdóttir<span> </span> Trausti Fannar Valsson</span></p> <br /> <br /> |
A 281/2008 Úrskurður frá 29. júlí 2008 | Kærð var synjun Vinnueftirlits ríkisins á beiðni um afhendingu gagna varðandi stórslysavarnir og umfjöllun um bruna í ammoníakskúlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi á páskadag 1990 og gagna sem tengjast sprengingu árið 2001 í ammoníakshúsi verksmiðjunnar. Mikilvægir almannahagsmunir vegna öryggis- eða varnarmála. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Þagnarskylda. Aðgangur veittur að hluta. | <p align="center"><strong><span>ÚRSKURÐUR</span></strong></p> <p><strong><span></span></strong></p> <p><span>Hinn 29. júlí 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-281/2008.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="left"><strong><span>Kæruefni</span></strong></p> <p><span>Með bréfi, dags. 17. október 2007, kærði [...], synjun Vinnueftirlits ríkisins á beiðni hans um afhendingu gagna varðandi stórslysavarnir og umfjöllun um bruna í ammoníakskúlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi á páskadag 1990 og gagna sem tengjast sprengingu árið 2001 í ammoníakshúsi verksmiðjunnar.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Af erindi kæranda til Vinnueftirlits ríkisins, dags. 15. mars 2007, þar sem óskað var aðgangs að umræddum gögnum, sem og synjun stofnunarinnar á beiðni hans, verður ráðið að kæran beinist að synjun Vinnueftirlits ríkisins á að láta kæranda í té eftirtalin gögn:</span></p> <p><span> </span></p> <p><span><span>(1)<span> </span></span></span> <span>Hættugreiningar á Áburðarverksmiðju ríkisins með HAZOP aðferð, unnar á árunum 1989 og 1990. Nánar tiltekið mun hér vera um að ræða „HAZOP STUDY of the Á.R. nitric Acid, ammonia, hydrogen and nitrogen production facilities“, skýrsla gerð af fyrirtækinu [A], dags. 4. júní 1990.</span></p> <p><span><span>(2)<span> </span></span></span> <span>Áhættugreining á Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi unnin 1990. Nánar tiltekið mun hér vera um að ræða „Risk analysis of the state fertilizer plant in Iceland, skýrsla gerð af [A], dags. 5. okt. 1990.</span></p> <p><span><span>(3)<span> </span></span></span> <span>Skýrsla [B] áhættufræðings / efnaverkfræðings um rannsókn á bruna í verksmiðjunni á páskadag 1990 unnin á Vinnueftirliti ríkisins á vordögum 1991.</span></p> <p><span><span>(4)<span> </span></span></span> <span>Hættumat vegna Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi frá árinu 2000. Nánar tiltekið mun hér vera um að ræða „Áburðarverksmiðjan hf., hættumat vegna ammoníaks“, skýrsla gerð af [C] í júní 2000.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með erindi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 14. júlí 2008, afmarkaði kærandi kæruefni sitt nánar með þeim hætti að hann færi fram á aðgang að hættugreiningum á Áburðarverksmiðju ríkisins, unnum á árunum 1989 og 1990, áhættugreiningu á verksmiðjunni frá 1990 og hættumati frá árinu 2000 (Sjá liði 1, 2 og 4 að framan). Af erindinu leiðir jafnframt að kærandi telur sig ekki þurfa aðgang að teikningum sem fylgi hættugreiningum sem unnar voru á árunum 1989 og 1990.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="left"><strong><span>Málsatvik og málsmeðferð</span></strong></p> <p><span>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 15. mars 2007, fór kærandi fram á það við Vinnueftirlit ríkisins að fá afhent tímabundið afrit af þeim gögnum sem greind eru í liðum (1), (2), (3) og (4) hér að framan. Svar Vinnueftirlitsins, þar sem beiðni kæranda var synjað, barst kæranda með bréfi, dags. 21. september 2007. Segir þar m.a. svo:</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>„Stofnunin hefur skoða þau gögn sem þér óskið eftir og er í þeim gögnum að finna framleiðsluleyndarmál og viðskiptaleyndarmál. Einnig er að finna nákvæma lýsingu á framleiðsluferli áburðar, en eins og vitað er þá er hægt að nota slíkar upplýsingar við sprengjugerð. Með vísan til þeirrar meginreglu að eftirlitsstofnun lætur aldrei í té þriðja manni gögn sem stofnunin hefur aflað sér við lögbundið eftirlit með eftirlitsskyldum aðila og með vísan til þess að í þeim gögnum sem þér óskið eftir, er að finna viðkvæm framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál auk þess sem opinber birting á nákvæmu framleiðsluferli áburðar er til þess fallið að ógna öryggi almennings og ríkisins þá er ósk þinni hafnað með vísan til 5. og 6. gr. upplýsingalaga.“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Framangreinda synjun kærði kærandi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 17. október 2007.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með bréfi, dags. 5. nóvember, var kæran kynnt Vinnueftirliti ríkisins, og stofnuninni gefinn frestur til 14. sama mánaðar til að koma á framfæri frekari rökum fyrir ákvörðun sinni og láta úrskurðarnefndinni í té afrit af gögnum málsins.<span> </span> Svar Vinnueftirlitsins barst nefndinni með bréfi, dags. 16. nóvember. Kemur þar fram að stofnunin telji sig hafa afmarkað beiðni kæranda um upplýsingar við eftirfarandi gögn:</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>„1. Hazop Study of the Á.R. nitric Acid, ammonia, hydrogen and nitrogen production facilities. Skýrsla gerð af [A] þann 4. júní 1990.</span></p> <p><span>2. Risk analysis of the state fertilizer plant in Iceland, skýrsla gerð af [A] þann 5. okt. 1990.</span></p> <p><span>4. Áburðarverksmiðjan hf., hættumat vegna ammoníaks, skýrsla gerð af [C] í júní 2000.“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í bréfinu er síðan vísað til liðar nr. 3 í upplýsingabeiðni kæranda til Vinnueftirlitsins, þ.e. til beiðnar hans um aðgang að <em>„Skýrslu [B] áhættufræðings/ efnaverkfræðings um rannsókn á bruna í verksmiðjunni á páskadag 1990 unnin á Vinnueftirlitinu á vordögum 1991“</em> og rakin sú niðurstaða Vinnueftirlits ríkisins að stofnunin hafi umrædda skýrslu ekki undir höndum. Að öðru leyti lýsir Vinnueftirlit ríkisins þeirri afstöðu að framangreind gögn, sem hafi fundist í skjalasafni stofnunarinnar, beri að undanþiggja upplýsingarétti á grundvelli 5. og 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í bréfinu segir m.a. svo:</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>„Þau gögn sem Vinnueftirlitið hefur undir höndum eru það nákvæm að líkja mætti hluta þeirra við forskrift fyrir gerð Áburðarverksmiðju líkt og þeirri sem þá var á Gufunesi. Þau gögn sem upplýsingarbeiðandi fer fram á að fá í hendurnar eru því að mati Vinnueftirlitsins viðkvæm viðskipta- og iðnaðarleyndarmál sem komu í vörslur stofnunarinnar í kjölfar lögbundins eftirlits. Þó að verksmiðjan sé hætt störfum þá er það meginregla í störfum eftirlitsstofnana að láta ekki af hendi slík gögn til þess að almennt traust ríki í milli eftirlitsaðila og þess sem eftirlitið beinist að, sbr. t.d. 83. gr. laga nr. 46/1980. Þó hinn eftirlitsskyldi aðili hætti störfum þá geta þær upplýsingar sem aflað hefur verið, ennþá verið viðkvæm viðskipta- og iðnaðarleyndarmál fyrir þann sem upplýsingarnar tilheyra og ættu því að falla utan upplýsingaréttar.“ Í bréfinu segir enn fremur svo: „Verksmiðjan framleiddi m.a. ammoníumnítrat og koma fram í þeim gögnum sem óskað er aðgangs að <u>ýtarlegar</u> leiðbeiningar um notkun, gerð og meðhöndlun slíks efnis. Ammoníumnítrat er hættulegt sprengiefni líkt og útlistað er með fylgigögnum með þessu erindi. Þar sem Áburðarverksmiðjan framleiddi sprengiefni verður að álykta sem svo að hún sé í eðli sínu sprengiefnaverksmiðja þó að framleiðsluvaran hafi verið áburður. Af því leiðir að öll þau gögn sem að ofan greinir ættu að vera utan upplýsingaréttar, sbr. 2. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með bréfi Vinnueftirlitsins fylgdi afrit af minnisblaði efnaverkfræðings stofnunarinnar þar sem segir svo: „Gögn í vörslu Vinnueftirlitsins um ÁR innihalda smáatriðaríkar iðnaðarupplýsingar og leiðbeiningar, samansafnaðar á einn stað á bæði íslensku og ensku, um ammóníumnítrat: - Framleiðslutengdar upplýsingar, ferlalýsingar og tækjaskilgreiningar. – Upplýsingar um hegðun, eiginleika og meðhöndlun: Meðal annars við hvaða aðstæður verða sprengingar af völdum efnisins.“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Gögn málsins fylgdu ekki bréfi Vinnueftirlits ríkisins. Þau bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál 8. febrúar 2008.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Úrskurðarnefndin veitti kæranda kost á að tjá sig um svar stofnunarinnar með bréfi, dags. 20. nóvember 2007. Svar kæranda barst nefndinni með bréfi, dags. 30. sama mánaðar. Er þar m.a. lýst ítarlega efni þeirrar skýrslu [B] sem fram kemur í bréfi Vinnueftirlitsins að ekki hafi fundist í skjalasafni stofnunarinnar. Eins og fram er komið hefur kærandi afmarkað kæru sína með þeim hætti að í máli þessu reynir ekki á aðgang hans að umræddri skýrslu. Kærandi hefur lagt fram önnur gögn og skýringar með bréfum og tölvupóstum til úrskurðarnefndarinnar á síðari stigum málsins, síðast með erindi 14. júlí 2008 eins og áður er rakið.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í bréfi til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 25. maí 2008, frá [D], sem er núverandi eigandi Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, kemur fram að af hálfu þess fyrirtækis sé ekkert því til fyrirstöðu að kæranda verði afhent eintak af gögnum sem hann hafi óskað aðgangs að og varða starfsemi verksmiðjunnar.</span></p> <p><span><span> </span></span></p> <p><span>Með bréfi, dags. 17. júlí 2008, leitaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir áliti [E], prófessors í efnafræði við Háskóla Íslands, á því hvort tilteknir þættir úr skýrslu frá árinu 2000 um hættumat vegna ammoníaks í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi geymdu „upplýsingar sem hægt væri að nýta við framleiðslu sprengiefnis“. Óskaði nefndin þess að prófessorinn léti í ljós álit sitt á því hvort upplýsingar sem fram komu í köflum III.3 og VII úr skýrslunni einar og sér dygðu til slíkrar framleiðslu, og ef svo væri hvort sambærilegar upplýsingar væru hugsanlega þegar aðgengilegar, s.s. í kennslubókum eða á Internetinu. Í áliti prófessorsins, dags. 21. júlí 2008, kemur fram að í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi hafi verið framleitt ammoníumnítrat og almenn lýsing er gefin á framleiðsluaðferðinni. Hvað varði möguleg einkaleyfi eða því um líkar upplýsingar verði ekki „séð að umrædd gögn í skýrslu VGK innihaldi neinar þær upplýsingar sem, vegna einkaleyfa eða með öðrum vernduðum hætti, mættu ekki vera gerðar aðgengilegar þeim, sem telja þær þjóna hagsmunum sínum.“ Í álitinu kemur einnig fram að ammoníumnítrat, sem sé ákjósanlegt efni sem köfnunarefnisáburður fyrir plöntur, geti verið sprengifimt sé það blandað ýmsum aðgengilegum efnum. Það er hins vegar mat prófessorsins að engar líkur séu á að aðilar, sem hefðu hryðjuverk eða aðra ólögmæta starfsemi í huga, gætu komið upp búnaði til framleiðslu ammoníumnítrats á þann hátt sem gert er í áburðariðnaðinum eða starfrækt hann án þess að eftir yrði tekið. Upplýsingar í umræddri skýrslu myndu heldur ekki koma að neinum notum í því sambandi. Í álitinu dregur prófessorinn einnig fram þá staðreynd að hreint ammoníumnítrat innihaldi 35% köfnunarefni, en hér á landi séu seldar áburðartegundir sem innihaldi 27% köfnunarefni.</span></p> <p align="center"><strong><span> </span></strong></p> <p align="left"><strong><span>Niðurstaða</span></strong></p> <p align="left"><strong><span>1.</span></strong></p> <p><span>Eins og kærandi hefur afmarkað kæruefni sitt fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál ber í úrskurði þessum<span> </span> að taka afstöðu til synjunar Vinnueftirlits ríkisins á að veita honum aðgang að eftirtöldum gögnum:</span></p> <p><span> </span></p> <p><span><span>(1)<span> </span></span></span> <span>„HAZOP STUDY of the Á.R. nitric Acid, ammonia, hydrogen and nitrogen production facilities“, skýrsla gerð af fyrirtækinu [A], dags. 4. júní 1990, þó að undanskildum teikningum sem hættugreiningunni fylgja.</span></p> <p><span><span>(2)<span> </span></span></span> <span>„Risk analysis of the state fertilizer plant in Iceland, skýrsla gerð af [A], dags. 5. okt. 1990.</span></p> <p><span><span>(3)<span> </span></span></span> <span>„Áburðarverksmiðjan hf., hættumat vegna ammoníaks“, skýrsla gerð af [C]. í júní 2000.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í fyrstnefnda gagninu, þ.e. skýrslu dags. 4. júní 1990, er á átta handskrifuðum síðum að finna almenna umfjöllun á ensku um Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi fyrst og fremst með hliðsjón af þeim áhættuþáttum sem skýrsluhöfundar telja fyrir hendi. Tveir viðaukar fylgja skýrslunni. Í fyrri viðaukanum er að finna töflur sem innihalda tillögur skýrsluhöfunda um tilteknar aðgerðir. Í síðari viðaukanum er að finna teikningar af ýmsum hlutum verksmiðjunnar. Með hliðsjón af því hvernig kærandi hefur afmarkað kæru sína fyrir úrskurðarnefndinni liggur fyrir að umræddur viðauki fellur utan þeirra gagna sem kærandi hefur óskað aðgangs að.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Gagn númer tvö, þ.e. skýrsla dags. 5. október 1990, er í 12 köflum og níu viðaukum. Í henni er að finna almenna lýsingu á Áburðarverksmiðjunni, umhverfi hennar, veðurfari og fleiri þáttum. Þá er þar lýst þeirri aðferðafræði og forsendum sem byggt er á við mat á hættum sem stafað geta af framleiðslu í verksmiðjunni. Í skýrslunni koma ekki fram ítarlegar lýsingar á framleiðslu sem fram fór í verksmiðjunni.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Gagn númer þrjú, skýrsla frá júní 2000, samanstendur af 12 köflum, sem hver um sig skiptist í undirkafla. Í I. kafla koma fram almennar upplýsingar um hættumat og mat á áhættu af slysum við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Ekkert í þeim kafla felur þó í sér sérgreinda lýsingu á verksmiðjunni í Gufunesi eða þeirri framleiðslu er þar fór fram. Hið sama er að segja um kafla II, þar sem fyrst og fremst er að finna upplýsingar um ammoníak og hegðun þess. Í kafla IV er lýsing á stefnu Áburðarverksmiðjunnar í stórslysavörnum. Aðrir kaflar sem þar koma á eftir hafa að geyma lýsingu á svæðinu sjálfu, neyðaráætlunum, öryggisreglum, öryggisleiðbeiningum, gátlistum fyrir löndun ammoníaks og verklagsreglur og vinnulýsingar. Ekkert í þessum köflum felur í sér ítarlega lýsingu á þeirri framleiðslu sem fram fór í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í kafla III og kafla VII í umræddri skýrslu er að finna „Upplýsingar um starfsstöðina“ annars vegar, sbr. kafli III, og flæðirit fyrir framleiðslu og aðra ferla í verksmiðjunni, sbr. kafli VII. Í þessum köflum kemur fram lýsing á framleiðsluferlum innan Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Með vísan til þeirrar áður greindu afstöðu Vinnueftirlits Ríkisins, að þau gögn sem kærandi hafi óskað aðgangs að séu það viðkvæm að líkja megi hluta þeirra við forskrift fyrir gerð áburðarverksmiðju, líkt og þeirri sem starfrækt var á Gufunesi, og að í umræddum gögnum sé að finna ýtarlegar leiðbeiningar um notkun, gerð og meðhöndlun ammoníumnítrats, sem sé hættulegt sprengiefni, leitaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir áliti [E], prófessors í efnafræði við Háskóla Íslands, á því hvort þær upplýsingar sem þar koma fram væru þess eðlis að sem hægt væri að nýta við framleiðslu sprengiefnis. Nánar tiltekið óskaði nefndin eftir því að prófessorinn léti í ljós álit sitt á því hvort þær upplýsingar sem um ræðir dygðu einar og sér til slíkrar framleiðslu, og ef svo væri hvort sambærilegar upplýsingar væru hugsanlega þegar aðgengilegar, s.s. í kennslubókum eða á Internetinu. Rökstudd niðurstaða prófessorsins er sú að upplýsingar úr köflum III.3 og VII úr umræddri skýrslu myndu ekki koma að notum við framleiðslu á ammoníumnítrati.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="left"><strong><span>2.</span></strong></p> <p><span>Í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, segir orðrétt svo: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr.“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Synjunin í hinni kærðu ákvörðun er byggð á 5. og 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá hefur Vinnueftirlit ríkisins einnig vísað til 83. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í fyrstnefnda ákvæðinu, þ.e. 5. gr. upplýsinglaga, segir svo: „<a id="G5M1" name="G5M1">Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila</a>.“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í máli þessu reynir ekki á aðgang að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Verður því að leggja á það mat hvort í gögnum málsins komi fram upplýsingar sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila. Í athugasemdum sem fylgdu tilvitnuðu ákvæði í frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum segir meðal annars að óheimilt sé að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Að áliti úrskurðarnefndar um upplýsingamál er ekkert í gögnum málsins þess eðlis að það sé til þess fallið að skaða viðskiptahagsmuni Áburðarverksmiðju ríkisins, fyrrverandi eigenda fyrirtækisins eða eftir atvikum núverandi eigendur þess. Þá eru þær upplýsingar sem í gögnunum koma fram of almennar til þess að þær geti talist fela í sér atvinnu-, framleiðslu- eða viðskiptaleyndarmál. Aðgangi að þeim gögnum sem um ræðir verður því ekki hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 18. gr. laga nr. 23/2006, segir að heimilt sé að takmakar aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um:</span></p> <p><span> </span></p> <ol> <li>öryggi ríkisins eða varnarmál;</li> <li><span>samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir;</span></li> <li><span>viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra;</span></li> <li><span>fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangi væru þau á almannavitorði;</span></li> <li>umhverfismál, enda geti birting þeirra haft alvarleg áhrif á vernd þess hluta umhverfisins sem slíkar upplýsingar varða, t.d. heimkynni fágætra tegunda lífvera, steinda, steingervinga og bergmyndana.</li> </ol> <p><span> </span></p> <p><span>Með vísan til eðlis þeirra gagna sem óskað hefur verið aðgangs að í máli þessu verður aðgangur að þeim vart takmarkaður með vísan til annars en 1. tölul. tilvitnaðs ákvæðis. Ber í því sambandi einnig að hafa í huga að af hálfu Vinnueftirlits ríkisins hefur verið vísað til þess að umrædd gögn ættu að vera utan upplýsingaréttar þar sem í þeim sé að finna ýtarlegar leiðbeiningar um notkun, gerð og meðhöndlum ammoníumnítrats, sem sé hættulegt sprengiefni.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Eins og lýst hefur verið hér að framan bera gögn málsins ekki með sér upplýsingar eða leiðbeiningar um notkun og gerð þeirra efna sem framleidd voru í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, að undanskildum köflum III.3 og VII í skýrslunni: „Áburðarverksmiðjan hf., hættumat vegna ammoníaks“, gerð af [C] í júní 2000. Samkvæmt rökstuddu áliti prófessors í efnafræði sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál leitaði til er ekki grundvöllur fyrir því að halda köflum III.3 og VII úr umræddri skýrslu utan upplýsingaréttar með vísan til þess að þar komi fram upplýsingar sem einar og sér verði notaðar við sprengiefnaframleiðslu. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið álit prófessorsins með ítarlegum hætti. Er það afstaða hennar að ekki sé ástæða til að takmarka aðgang kæranda að umræddum upplýsingum á grundvelli almannahagsmuna, sbr. ákvæði 6. gr. upplýsingalaga. Verður að telja nær útilokað að þær upplýsingar sem fram koma í gögnum málsins verði nýttar við framleiðslu sprengiefna. Þá verður einnig að hafa í huga að ammoníumnítrat, eða efnablöndur sem innihalda ammoníumnítrat í allverulegum mæli, eru aðgengilegar á íslenskum markaði með tiltölulega einföldum hætti.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með hliðsjón af þessu verður aðgangi að gögnum málsins ekki synjað á grundvelli 6. gr. upplýsingalaga, með síðari breytingum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><a id="G83M1" name="G83M1"><span>Í 1. mgr. 83. gr. laga nr. 46/1980 segir svo: „Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins mega ekki nota aðstöðu sína til að afla sér annarra upplýsinga um starfsemina en þeirra, sem eru nauðsynlegar eða kunna að vera nauðsynlegar vegna eftirlitsins. Eigi mega þeir heldur láta öðrum í té upplýsingar um starfsemina, starfsmenn eða aðra aðila, ef þeir hafa fengið vitneskjuna vegna eftirlits síns og ástæða er til að ætla, að henni skuli haldið leyndri.</span></a><span>“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Umrætt ákvæði felur í sér þagnarskyldureglu vegna vitneskju um starfsemi fyrirtækis, starfsmenn eða aðra aðila sem starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins hafa fengið vegna eftirlits síns og ástæða er til að ætla að haldið skuli leyndri. Samkvæmt síðari málslið 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 takmarka almenn ákvæði laga um þagnarskyldu ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt þeim lögum. Með vísan til þess að í tilvitnuðu ákvæði laga nr. 46/1980 eru ekki tilgreindar sérstaklega þær upplýsingar sem gæta ber þagnarskyldu um samkvæmt ákvæðinu verður að telja að það feli í sér almenna þagnarskyldureglu í skilningi 2. gr. upplýsingalaga. Aðgangi að þeim gögnum sem um ræðir í máli þessu verður því ekki hafnað á grundvelli 83. gr. laga nr. 46/1980.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Vegna þeirra sérfræðilegu upplýsinga og samantekta sem fram koma í þeim skýrslum sem beiðni kæranda lýtur að, og varða m.a. lýsingu á ýmsum aðstæðum við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi og slysum í efnaverksmiðjum víða um heiminn skal tekið fram að samkvæmt 1. mgr. 22. gr. a í höfundalögum nr. 73/1972, sbr. 18. gr. laga nr. 23/2006, um upplýsingarétt um umhverfismál, telst heimilt að veita aðgang að skjölum eða öðrum gögnum mála samkvæmt stjórnsýslulögum, upplýsingalögum og öðrum lögum með því að afhenda ljósrit eða afrit af þeim þótt þau hafi að geyma verk er njóta verndar samkvæmt höfundalögunum. Af 2. mgr. sama ákvæðis leiðir hins vegar að upplýsingaréttur skv. 1. mgr. er þó háður því skilyrði að verkin verði ekki birt, eintök af þeim gerð, eintökum af þeim dreift eða þau nýtt með öðrum hætti nema með samþykki höfundar.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="left"><strong><span>Úrskurðarorð</span></strong></p> <p><span>Vinnueftirliti ríkisins ber að láta kæranda, [B], í té eftirtalin gögn: (1) „Hazop Study of the Á.R. nitric Acid, ammonia, hydrogen and nitrogen production facilities.“ Skýrsla gerð af [A], dags. 4. júní 1990, að undanskildum teikningum sem er að finna í viðauka II („Appendix II“). (2) „Risk analysis of the state fertilizer plant in Iceland.“ Skýrsla gerð af [A], dags. 5. okt. 1990. (3) „Áburðarverksmiðjan hf., hættumat vegna ammoníaks.“ Skýrsla gerð af [C] frá júní 2000.“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>Friðgeir Björnsson</span></p> <p align="center"><span>formaður</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> Sigurveig Jónsdóttir<span> </span> <span> </span> Trausti Fannar Valsson</span></p> <br /> <br /> |
A 284/2008 Úrskurður frá 29. júlí 2008 | Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um að veita aðgang að þremur ákvörðunum stofnunarinnar um heimildir nánar tilgreindra aðila til að eignast virkan hlut í fjármálafyrirtækjum Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Þagnarskylda. Synjun staðfest. | <p><strong><span></span></strong></p> <p><strong><span> </span></strong></p> <p> </p> <p align="center"><strong><span>ÚRSKURÐUR</span></strong></p> <p><span> </span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Hinn 29. júlí 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-284/2008.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><strong><span>Kæruefni og málsatvik</span></strong></p> <p align="left"><span>Með bréfi, dags. 5. maí 2008, kærði <span> </span>[...], synjun Fjármálaeftirlitsins frá 29. apríl sama árs um að veita henni aðgang að þremur ákvörðunum stofnunarinnar um heimildir nánar tilgreindra aðila til að eignast virkan hlut í fjármálafyrirtækjum.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi hafði í byrjun apríl 2008 símleiðis samband við Fjármálaeftirlitið og óskaði eftir aðgangi að ákvörðunum þess vegna umsókna um virka eignarhluti í fjármálafyrirtækjum. Beiðni þessari var synjað. Með símbréfum, dags. 14., 21. og 28. apríl 2008, ítrekaði kærandi beiðni sína um aðgang að ákvörðunum stofnunarinnar um virka eignarhluti. Síðasta beiðnin var afmörkuð við þrjár tilgreindar ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins. Af kæru málsins, sem og gögnum þess að öðru leyti, leiðir að hér er um að ræða þrjár ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins í tilefni af umsóknum tilgreindra aðila um heimildir til að eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki annars vegar, sbr. VI. kafli laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og hins vegar virkan eignarhlut í vátryggingafélagi, sbr. 39. gr. laga nr. 60/1994, um vátryggingastarfsemi. Með tölvubréfi, dags. 29. apríl, var þessum erindum kæranda synjað. Til stuðnings ákvörðun sinni vísaði Fjármálaeftirlitið fyrst og fremst til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og þagnarskylduákvæðis 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, sbr. breytingar sem á ákvæðinu voru gerðar með lögum nr. 11/2000 og 67/2006. Þá vísar Fjármálaeftirlitið í synjun sinni einnig til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum A-221/2005 og A-147/2002.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Að fenginni framangreindri niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins lagði kærandi fram þá kæru sem hér er til úrlausnar. Beinist kæran einvörðungu að synjun Fjármálaeftirlitsins á þeim þremur ákvörðunum stofnunarinnar sem kærandi óskaði aðgangs að með bréfi til hennar, dags. 28. apríl.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Með bréfi, dags. 9. maí sl., var Fjármálaeftirlitinu kynnt kæran og því gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var óskað eftir að fá afhent í trúnaði afrit af hinum umdeildu ákvörðunum. Svar Fjármálaeftirlitsins, ásamt umbeðnum gögnum, barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 4. júní. Kemur þar fram að stofnunin telji þau gögn sem beiðni kæranda beinist að falla undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 en jafnframt að umbeðnar upplýsingar falli að mati Fjármálaeftirlitsins undir þagnarskyldureglu 13. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, með síðari breytingum, sem sé sérregla er gangi lengra en 5. gr. upplýsingalaga. Með bréfi, dags. 4. júní, var kæranda gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Fjármálaeftirlitsins. Athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 8. júlí sl.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Aðilar málsins hafa fært frekari rök fyrir afstöðu sinni en með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim í úrskurði þessum. Úrskurðarnefndin hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><strong><span>Niðurstaða</span></strong></p> <p align="left"><span>Í 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006 segir orðrétt: „<a id="G3M1" name="G3M1">Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. Stjórnvöldum er þó ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr</a>.“ Í 5. gr. laganna segir síðan: <a id="G5M1" name="G5M1">„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila</a>.“ Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er m.a. tekið fram til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi „viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu fyrirtækja“. Þá segir þar enn fremur að oft komi sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslu stjórnvalda. Fjármálaeftirlitið starfar á grundvelli laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Hefur það í máli þessu, til stuðnings á ákvörðun sinni um synjun um aðgang að umbeðnum gögnum, vísað til 13. gr. þeirra laga. Í 1., 2. og 3. mgr. tilvitnaðs ákvæðis segir svo, sbr. breytingar sem gerðar hafa verið á ákvæðinu með lögum nr. 11/2000 og lögum nr. 67/2006.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><a id="G13M1" name="G13M1"><span>„Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu.</span></a><a id="G13M2" name="G13M2"></a></p> <p align="left"><span><span>Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt sérlögum eða öðrum lögum eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu.</span></span></p> <p align="left"><a id="G13M3" name="G13M3"><span>Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir.</span></a><span>“</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Í úrskurði þessum reynir á skyldu Fjármálaeftirlitsins til að láta af hendi gögn á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996. Því kemur ekki til umfjöllunar í úrskurði þessum heimild Fjármálaeftirlitsins til að veita upplýsingar í samandregnu formi þannig að einstakir aðilar séu ópersónugreinanlegir, sbr. 3. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Í 1. og 2. mgr. tilvitnaðs ákvæðis 13. gr. laga nr. 87/1998 felst að áliti úrskurðarnefndarinnar þagnarskylduregla sem eftir atvikum getur leitt af sér strangari undanþágu frá meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda en ella myndi leiða af 5. gr. þeirra laga. Teldust þær upplýsingar sem fram koma í hinum umdeildu gögnum ekki undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga kæmi því til sérstakrar skoðunar hvort umrædd þagnarskylduregla í 13. gr. laga nr. 87/1998 ætti að leiða til slíkrar takmörkunar í þessu máli.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni þeirra þriggja ákvarðana sem Fjármálaeftirlitið hefur synjað kæranda um aðgang að. Í ákvörðunum þessum koma fram upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið aflaði hjá umsækjendum, auk annarra aðila. Í ákvörðununum er að finna ítarlega lýsingu á umsóknunum og markmiðum umsækjenda á þeim tíma sem umsóknirnar eru lagðar fram auk lýsingar á upplýsingaöflun stofnunarinnar og ástæðum þess að tiltekinna upplýsinga er aflað. Meginefni ákvarðananna hefur að geyma mat á hæfi umsækjenda, s.s. hættu á hagsmunaárekstrum og mögulegri torveldun á eftirliti og réttri upplýsingagjöf, auk nákvæmrar lýsingar á samskiptum umsækjenda við Fjármálaeftirlitið, fjárhagsstöðu umsækjenda, breytingum á eignarhaldi á ýmsum fyrirtækjum og viðskiptum þeim tengdum, fjármögnun í einstökum viðskiptum og fleiri atriðum. Umræddar ákvarðanir eru þannig upp byggðar að framsetningu þeirra upplýsinga sem um ræðir er iðulega tengt mat Fjármálaeftirlitsins á þýðingu þeirra fyrir hæfi umsækjenda, þar með talið mat á hegðun umsækjenda og fjárhagslegri stöðu þeirra. Að áliti nefndarinnar er í ákvörðunum þessum að finna margvíslegar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja og annarra aðila sem þar er um fjallað, svo og málefni starfsmanna fyrirtækjanna, sem eru þess eðlis að eðlilegt og sanngjarnt er að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Umræddar upplýsingar er að finna svo víða í umræddum ákvörðunum að ekki þjónar tilgangi, að mati nefndarinnar, að veita aðgang að hluta þeirra skv. 7. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Með vísan til þessa er ekki þörf á því í úrskurði þessum að taka sérstaklega afstöðu til þess hvort rétt væri að hafna aðgangi kæranda að þeim gögnum sem hann hefur óskað aðgangs að á grundvelli þagnarskylduákvæðis 13. gr. laga nr. 87/1998, með síðari breytingum.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><strong><span>Úrskurðarorð</span></strong></p> <p align="left"><span>Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 29. apríl 2008, um að synja [...] um aðgang að þremur ákvörðunum stofnunarinnar, þar sem tekin var afstaða til umsókna tilgreindra aðila um heimildir til að eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki annars vegar virkan eignarhlut í vátryggingafélagi hins vegar, er staðfest.</span></p> <p><span> </span><span> </span></p> <p align="center"> </p> <p align="center"><span>Friðgeir Björnsson</span></p> <p align="center"><span>formaður</span><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> Sigurveig Jónsdóttir<span> </span> <span> </span> Trausti Fannar Valsson</span></p> <br /> <br /> |
A 285/2008 Úrskurður frá 29. júlí 2008 | Kærð var synjun synjun Flugstoða ohf. á beiðni um afhendingu samnings sem Flugstoðir ohf. og [A] undirrituðu 1. febrúar 2008 um rekstur flugvélar Flugstoða og framkvæmd flugverkefna sem henni fylgja. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun. | <p align="center"><strong><span></span></strong></p> <p><strong><span> </span></strong><strong><span> </span></strong></p> <p align="center"><strong><span>ÚRSKURÐUR</span></strong></p> <p><strong><span> </span></strong></p> <p align="left"><span>Hinn 29. júlí 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. 285/2008.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><strong><span>Kæruefni og málsatvik</span></strong></p> <p align="left"><span>Hinn 21. maí 2008 kærði [...], synjun Flugstoða ohf. á beiðni um afhendingu samnings sem Flugstoðir ohf. og [A] undirrituðu 1. febrúar 2008 um rekstur flugvélar Flugstoða og framkvæmd flugverkefna sem henni fylgja.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Samkvæmt framlögðum gögnum eru atvik málsins í stuttu máli þau að í tilefni af samningi Flugstoða ohf. við [A] um leigu á flugvél óskaði lögmaður kæranda eftir afriti af samningnum. Þeirri beiðni hafa Flugstoðir ohf. hafnað.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál aflaði afstöðu Flugstoða ohf. við fram komna kæru með bréfi, dags. 23. maí. Athugasemdir félagsins bárust með bréfi, dags. 4. júní. Kæranda var með bréfi, dags. 18. júní 2008, veittur frestur til 3. júlí til að koma á framfæri frekari athugasemdum, m.a. í ljósi fram kominna athugasemda Flugstoða ohf. Erindi þetta var ítrekað með bréfi úrskurðarnefndarinnar til kæranda, dags. 10. júlí, og honum þá veittur frestur til 18. sama mánaðar til að koma þeim á framfæri. Frekari athugasemdir hafa ekki borist.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><strong><span>Niðurstaða</span></strong></p> <p align="left"><span>Kæra þessi er tekin til úrskurðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sbr. 18. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins taka lögin enn fremur til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringum við 1. gr. frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Þá er tekið fram að lögin taki einnig til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Síðan segir í skýringunum: „Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema því hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna.“</span></p> <p align="left"><br /> Með lögum nr. 102/2006 var ríkisstjórninni veitt heimild til að stofna hlutafélag um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarrekstur Flugmálastjórnar Íslands og tengda starfsemi. Á grundvelli heimildarinnar var fyrirtækið Flugstoðir ohf. sett á stofn. Tók félagið til starfa 1. janúar 2007. Samkvæmt 5. gr. laga nr. 102/2006 er tilgangur félagsins að annast rekstur og uppbyggingu flugleiðsöguþjónustu, þ.m.t. flugumferðarþjónustu, fjarskipta- og leiðsögukerfa, að annast rekstur og uppbyggingu flugvalla, svo og aðra skylda starfsemi. Segir í ákvæðinu að félaginu skuli vera heimilt að standa að stofnun og gerast eignaraðili að öðrum félögum og fyrirtækjum. Þá skal félaginu vera heimilt að gera hvers konar samninga við aðra aðila til að ná tilgangi sínum á sem hagkvæmastan hátt. Tilgangi félagsins skal nánar lýst í samþykktum þess.</p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Beiðni kæranda um aðgang að gögnum í fórum Flugstoða ohf. beinist að leigusamningi gerðum 1. febrúar 2008 um rekstur á flugvél Flugstoða ohf. Samningurinn var gerður eftir að hið opinbera hlutafélag tók til starfa. Ekki verður séð að samningurinn tengist á neinn hátt opinberu valdi sem félaginu kann mögulega að hafa verið falið til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. upplýsinglaga. Þá er ekki að finna í þeim lögum sem um starfsemi Flugstoða ohf. gilda sérstök fyrirmæli um að ákvæði upplýsingalaga eigi við um hlutafélagið, líkt og ákveðið er í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 6/2007 um Ríkisútvarpið ohf.</span></p> <p align="left"><br /> Samkvæmt framansögðu fellur úrlausn kæruefnisins utan gildissviðs upplýsingalaga og ber því að vísa kæru þessari frá nefndinni.</p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><strong><span>Úrskurðarorð</span></strong></p> <p align="left"><span>Kæru [...], er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</span></p> <p><span> </span></p> <span> </span><br /> <br /> <p align="center"><span>Friðgeir Björnsson</span></p> <p align="center"><span>formaður</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> Sigurveig Jónsdóttir<span> </span> Trausti Fannar Valsson</span></p> <br /> <br /> |
A 283/2008 Úrskurður frá 29. júlí 2008 | Kærð var synjun Borgarskjalasafns á að veita kæranda aðgang að gögnum á nafni föður hans vegna fjárhagsaðstoðar við hann. Aðstandendur sem aðilar máls. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Lögvarðir hagsmunir kæranda. Synjun staðfest. | <h2 align="center"><span>ÚRSKURÐUR</span></h2> <p align="left"></p> <p align="left"> </p> <p align="left"><span>Hinn 29. júlí 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-283/2008.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span><strong>Kæruefni og málsatvik</strong></span></p> <span>Með bréfi, dags. 25. mars 2008, kærði [...], synjun Borgarskjalasafns á að veita honum aðgang að gögnum á nafni föður hans vegna fjárhagsaðstoðar við hann.</span> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Af gögnum málsins og samkvæmt svörum Borgarskjalasafns til úrskurðarnefndarinnar verður ráðið að 4. september 2007 hafi Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sent erindi til Borgarskjalasafns þar sem óskað var eftir öllum skjölum varðandi barnaverndarmál kæranda. Var þar sérstaklega óskað eftir skjölum varðandi kæranda og fjölskyldu hans á árunum 1954-1970. Skjölin voru afhent Velferðarsviði 12. september og sá það um afgreiðslu gagnanna til kæranda.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Þann 31. október 2007 fór kærandi þess á leit við Borgarskjalasafn sjálft að það afhenti sér afrit af öllum gögnum varðandi afskipti Barnaverndarnefndar Reykjavíkur af sér og fjölskyldu sinni á árunum 1954-1970. Við leit fundust engar frekari upplýsingar en þegar höfðu verið afhentar Velferðarsviði. Kærandi lét safninu í té ákveðnar viðbótarupplýsingar með tölvupósti 20. desember. Fór í kjölfar þess fram ítarlegri leit í skjölum safnsins. Formleg afgreiðsla Borgarskjalasafns á beiðni hans um gögn barst honum síðan með bréfi safnsins, dags. 4. mars 2008. Í því segir m.a. svo:</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>„Þrátt fyrir ítarlega endurtekna leit höfum við haft uppi á takmörkuðum upplýsingum varðandi afskipti barnaverndar­yfirvalda af fjölskyldu þinni.</span></p> <p align="left"><span>Í spjaldskrá Barnaverndarnefndar fannst spjald<span> </span> yfir mál föður og móður, þar sem vísað var í tvær lögregluskýrslur og í gjörðabók nefndarinnar. Afrit þess fylgir hér. Að auki fannst heimilisyfirlitsskýrsla frá 1956. Hún var óskráð í skjalasafni nefndarinnar og fannst við handvirka leit í gegnum skýrslur nefndarinnar.</span></p> <p align="left"><span>Í hluta skjalanna er fjallað um einkamálefni annarra einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Veittur er aðgangur að þeim skjölum en nöfn og auðkenni hafa verið afmáð sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p align="left"><span>Ekkert mál fannst um bróður og afskipti af fjölskyldunni eftir 1956. Haft var samband við Velferðarsvið og fannst hvorki barnaverndarmál á þig né foreldra þar. Mál fannst á Borgarskjalasafni á nafni föður vegna fjárhagsaðstoðar við fjölskyldu þína. Synjað er um aðgang að þeim gögnum þar sem um er að ræða gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.“</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Kæra máls þessa beinist að þeirri synjun sem fram kemur í tilvitnuðu bréfi.</span></p> <p align="left"> </p> <p align="left"><strong><span> </span></strong></p> <p align="left"><span><strong>Málsmeðferð</strong></span></p> <p align="left"><span>Með bréfi, dags. 2. apríl 2008, var kæran kynnt Borgarskjalasafni og safninu gefinn frestur til 11. sama mánaðar til að koma á framfæri frekari rökum fyrir ákvörðun sinni og til að láta nefndinni í té afrit af öllum gögnum málsins. Bréf nefndarinnar barst Borgarskjalasafni fyrst þann 9. apríl og var með vísan til þess gefinn lengri svarfrestur. Svar Borgarskjalasafns barst úrskurðarnefndinni 28. apríl með ódagsettu bréfi. Í því kemur fram að á Borgarskjalasafni hafi fundist mál á nafni föður kæranda vegna fjárhagsaðstoðar Félagsmálastofnunar við hann. Synjað hafi verið um aðgang að þeim gögnum með vísan til 5. gr. upplýsingalaga. Kemur fram í bréfinu að gögnin sem um var beðið hafi að geyma upplýsingar um fjárhagsmálefni föður<span> </span> kæranda sem telja megi einkamál hans og sem réttur kæranda sem lögerfingja nái ekki til. Úrskurðarnefndin veitti kæranda kost á að tjá sig um svar Borgarskjalasafns með bréfi, dags. 2. maí sl. Athugasemdir hans bárust með bréfi, dags. 14. sama mánaðar.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Með bréfi, dags. 3. júní, tilkynnti úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæranda að það væri meðal annars til athugunar vegna meðferðar á kærumáli hans hvort Borgarskjalasafni hefði verið rétt að afgreiða beiðni hans skv. III. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 9. gr. þeirra laga, á þeim grundvelli að þau gögn sem um ræddi í málinu teldust innihalda upplýsingar um hann sjálfan. Með vísan til þessa veitti úrskurðarnefndin kæranda kost á að láta henni í té frekari upplýsingar, en þegar hefðu fram komið, um tilgang upplýsingabeiðninnar, þannig að hægt væri að leggja mat á þá hagsmuni, fjárhagslega eða eftir atvikum af öðrum toga, sem kærandi hefði af því að fá gögnin í hendur. Erindi þetta var ítrekað 26. júní. Svar kæranda barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 7. júlí. Kemur þar fram að kærandi hafi ekki frekari upplýsingar um málið fram að færa. Hins vegar áréttar hann að hann telji sig hafa rétt til upplýsinganna þar sem hann hafi í æsku notið, beint eða óbeint, þeirrar aðstoðar sem faðir hans hafi þegið. Auk þess segir hann ástæður sínar fyrir ósk um upplýsingar vera persónulegar og lúta að þekkingu á eigin fortíð, foreldrum og sögu.</span></p> <p align="left"><strong><span> </span></strong></p> <p align="left"><strong><span> </span></strong></p> <p align="left"><strong><span>Niðurstaða</span></strong></p> <p align="left"><strong><span> </span></strong></p> <p align="left"><strong><span>1.</span></strong></p> <p align="left"><span>Í III. kafla upplýsingalaga er kveðið á um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Sé litið til orðalags 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga virðist í ákvæðinu gert ráð fyrir að þau gögn sem um er beðið þurfi að innihalda upplýsingar sem beinlínis lúta að viðkomandi aðila sjálfum. Að túlkun þessa ákvæðis hefur verið vikið í nokkrum úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. úrskurði í málum A-21/1997, A-56/1998, A-106/2000 og A-182/2004. Í athugasemdum með 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga sem fylgdu frumvarpi til laganna segir að ákvæðið sé byggt á áður óskráðri meginreglu um rétt einstaklinga til aðgangs að gögnum sem<span> </span> séu í vörslu stjórnvalda og varði þá sérstaklega, enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi. Með vísan til þessa hefur úrskurðarnefnd skýrt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann sjálfan, þannig að hann hafi einstaklega hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum. Ber þó að hafa í huga, sbr. dóm Hæstaréttar frá 19. október 2000, í máli nr. 330/2000, að mikilvægt er að gera skýran greinarmun á upplýsingarétti almennings skv. II kafla upplýsingalaga og upplýsingarétti aðila skv. III. kafla laganna. Hinn ríki réttur aðila til aðgangs að gögnum er undantekning frá hinni almennu reglu laganna um rétt almennings. Því verður að vera hafið yfir<span> </span> vafa að sá sem fer fram á aðgang að gögnum teljist aðili í skilningi 9. gr. upplýsingalaga svo leyst verði úr beiðni hans á grundvelli þeirrar greinar.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Þau gögn sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur synjað kæranda um aðgang að fjalla ekki með beinum hætti um hann sjálfan, heldur föður hans. Að mjög óverulegu leyti er í gögnunum að finna upplýsingar um móður hans. Í kæru hefur kærandi vísað til þess að hann telji eðlilegt að hann fái umræddar upplýsingar um fjárhagsaðstoð við föður sinn, enda séu báðir foreldrar hans látnir og eðlilegt að hann sem „einn lögerfingi þeirra og (ó)beinn aðnjótandi umræddrar aðstoðar fái umbeðinn aðgang“. Í bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 14. maí 2008, bendir kærandi á að hann sé lögerfingi og að fjárhagsmálefni foreldra hans í æsku hafi af augljósum ástæðum haft áhrif á líf hans. Tekur kærandi fram að honum hafi verið fullkunnugt um að bág fjárhagsstaða hafi verið uppi hjá föður hans. Hafi hann nú aðeins óskað upplýsinga sem staðfesti það, og leiðrétti hugsanlegan misskilning af sinni hálfu. Með bréfi úrskurðarnefndarinnar til kæranda, dags. 3. júní 2008, veitti hún honum kost á að lýsa frekar hagsmunum sínum af því, umfram aðra, að fá aðgang að umbeðnum gögnum. Athugasemdir hans af því tilefni bárust nefndinni með bréfi, dags 7. júlí sama ár.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span>Það leiðir af eðli máls að einstaklingar búa almennt yfir nokkurri vitneskju um fjárhag og heilsufar foreldra sinna. Þeim kann einnig að varða það nokkru að fá slíkar upplýsingar í hendur, séu þær fyrirliggjandi, enda kunna þær m.a. að varpa ljósi á aðstæður í uppvexti þeirra. Almennt verður þó ekki talið að einstaklingar hafi af því lögvarða hagsmuni umfram aðra að fá aðgang að slíkum upplýsingum í fórum stjórnvalda þótt undantekningar kunni vissulega að vera frá slíku, s.s. vegna erfða eða annarra sérgreindra og fyrirliggjandi atvika. Í máli þessu hefur kærandi ekki sýnt fram á að hann hafi af því lögvarða hagsmuni umfram aðra að fá aðgang að þeim gögnum sem Borgarskjalasafn hefur synjað honum um aðgang að. Hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál í þessu sambandi bæði litið til efnis þeirra gagna sem um ræðir og þeirra aðstæðna og röksemda sem kærandi hefur fært fram til stuðnings þess að honum beri að fá aðgang að umræddum gögnum. Þar af leiðandi ber að leysa úr beiðni hans á grundvelli II. kafla upplýsingalaga.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><strong><span>2.</span></strong></p> <p align="left"><span>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að<span> </span> veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, en þó með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Á þessum grundvelli tók Borgarskjalasafn hina kærðu ákvörðun og synjaði kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli 5. gr. laganna. Úrskurðarnefndin hefur fengið gögn málsins í hendur. Fela þau í sér upplýsingar um fjárhagsmálefni föður kæranda og heilsufar. Að mjög óverulegu leyti er einnig vikið í gögnum málsins að heilsufari móður hans. Þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum eru þess eðlis að rétt var að takmarka<span> </span> rétt almennings til aðgangs að þeim á grundvelli fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Ber því að staðfesta hina kærðu ákvörðun.</span></p> <p align="left"><strong><span> </span></strong></p> <p align="left"><strong><span>Úrskurðarorð</span></strong></p> <p align="left"><span>Staðfest er sú ákvörðun Borgarskjalasafns að synja kæranda, [...], um aðgang að gögnum á nafni föður hans vegna fjárhagsaðstoðar við hann.</span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="left"><span> </span></p> <p align="center"><span>Friðgeir Björnsson, formaður</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span> Sigurveig Jónsdóttir<span> </span> Trausti Fannar Valsson</span></p> <br /> <br /> |
A 280/2008 Úrskurður frá 4. júní 2008 | Kærð var synjun Byggðastofnunar á beiðni um aðgang að fundargerð og fleiri gögnum vegna lánveitingar Byggðastofnunar til sjávarútvegsfyrirtækisins [B] ehf. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Synjun staðfest. | <p><strong><span></span></strong></p> <p><strong><span> </span></strong></p> <p><strong><span> </span></strong></p> <p><strong><span> </span></strong></p> <h3 align="center"><span>ÚRSKURÐUR</span></h3> <p><strong><span> </span></strong></p> <p><span>Hinn 4. júní 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-280/2008.</span></p> <p><span> </span></p> <h2><span>Kæruefni og málsatvik</span></h2> <p><span>Með bréfi, dags. 7. apríl 2008, kærði [A] synjun Byggðastofnunar á beiðni hans um aðgang að fundargerð og fleiri gögnum vegna lánveitingar Byggðastofnunar til sjávarútvegsfyrirtækisins [B] ehf.</span></p> <p><span>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að 25. mars 2008 ritaði kærandi tölvupóst til Byggðastofnunar. Þar óskaði hann eftir afriti af fundargerð stjórnar Byggðastofnunar frá fundi þar sem stjórnin ákvað að veita sjávarútvegsfyrirtæki á [Sveitarfélaginu X], [B] ehf., lán. Í erindinu vísaði kærandi til þess að umrædd<span> </span> lánveiting hefði verið veitt þá um veturinn. Einnig óskaði kærandi eftir aðgangi að umsögn lánanefndar Byggðastofnunar um lánaumsókn fyrirtækisins. Svar barst kæranda með tölvupósti forstöðumanns lögfræðisviðs Byggðastofnunar, dags. 1. apríl 2008. Þar segir m.a. svo: „Starfsmenn Byggðastofnunar eru í störfum sínum bundnir þagnarskyldu sbr. 18. gr. laga nr. 106/1999 um Byggðastofnun og 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.</span></p> <p><span>Í umsögn lánanefndar er að finna margvíslegar fjárhagslegar upplýsingar um umsækjanda sem eðlilegt hlýtur að telja að leynt fari og er í því sambandi vísað til ofangreindra ákvæða um þagnarskyldu sem og ákvæða 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Umsögn lánanefndar er ennfremur vinnuskjal sem fellur undir 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga og er þannig undanþegið upplýsingarétti.</span></p> <p><span>Á fundi stjórnar Byggðastofnunar, 6. febrúar 2008, þegar lánveitingin til [B] ehf. var samþykkt, var einungis eitt mál á dagskrá fundarins, lánveitingin til [B] ehf. Í fundargerðinni koma fram viðkvæmar viðskipta- og fjárhagsupplýsingar um umsækjanda sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og áðurnefnd ákvæði um þagnarskyldu.“</span></p> <p><span>Með vísan til framangreindra raka var beiðni kæranda<span> </span> synjað.</span></p> <p><span> </span></p> <h2><span>Málsmeðferð</span></h2> <p><span>Með bréfi, dags. 14. apríl 2008, var kæran kynnt Byggðastofnun og henni gefinn frestur til 22. sama mánaðar til að koma á framfæri frekari rökum fyrir ákvörðun sinni og til að láta nefndinni í té afrit af öllum gögnum málsins. Svar Byggðastofnunar barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 28. apríl. Í því svari eru þær röksemdir sem kæranda höfðu áður verið látnar<span> </span> í té áréttaðar.</span> <span>Úrskurðarnefndin veitti kæranda kost á að tjá sig um svar stofnunarinnar með bréfi, dags. 5. maí 2008. Frestur var veittur til 21. maí.</span> <span>Athugasemdir</span> <span>bárust ekki frá kæranda.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>Niðurstaða</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>1.</span></strong></p> <p><span>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína um aðgang að gögnum við afrit af fundargerð stjórnar Byggðastofnunar þegar stjórnin ákvað að veita sjávarútvegsfyrirtæki á [Sveitarfélaginu X], [B] ehf., lán annars vegar og umsögn lánanefndar um lánsumsókn fyrirtækisins hins vegar. Þessi tvö skjöl hefur Byggðstofnun afhent úrskurðarnefndinni.<span> </span></span></p> <p><span>Til stuðnings synjunar á beiðni kæranda hefur Byggðastofnun í fyrsta lagi vísað til þagnarskylduákvæða í lögum nr. 106/1999, um Byggðastofnun, og lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Í öðru lagi vísar hún til þess að um sé að ræða upplýsingar sem falli undir 5. gr. upplýsingalaga og í þriðja lagi til þess að umsögn lánanefndar í málinu sé vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Er í máli þessu ekki þörf á sérstakri umfjöllun um inntak þeirra þagnarskylduákvæða sem Byggðastofnun hefur vísað til í málinu nema synjun hennar á aðgangi að gögnum teljist ekki hafa verið réttilega byggð á ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga eða á 3. tölul. 4. gr. sömu laga. Kæmi í því tilviki til skoðunar hvort þagnarskylduákvæði laga nr. 106/1999 og 161/2002 gangi lengra í takmörkun upplýsingaréttar en ákvæði upplýsingalaganna.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>2.</span></strong></p> <p><span>Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða<span> </span> viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er m.a.<span> </span> tekið fram til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar að óheimilt sé að veita almenningi viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu fyrirtækja.</span></p> <p><span>Úrskurðarnefndin<span> </span> hefur kynnt sér efni þeirra tveggja skjala sem um ræðir, þ.e. fundargerð stjórnar Byggðastofnunar frá 6. febrúar 2008 og umsögn lánanefndar stofnunarinnar um lánveitingu til [B] ehf., dags. sama dag. Fellst nefndin á það sjónarmið Byggðastofnunar að bæði þessi skjöl innihaldi upplýsingar um svo mikilvæga fjárhagshagsmuni einkafyrirtækis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Er hér um að ræða ítarlegar upplýsingar um rekstur og fjárhagsstöðu, stöðu lána og rekstrarlegar ákvarðanir fyrirtækisins. Umræddar upplýsingar er að finna svo víða í báðum skjölunum að ekki er fært að veita aðgang að hluta þeirra skv. 7. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p><span>Með vísan til framangreinds er hvorki þörf á að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess hvort umsögn lánanefndar í málinu sé vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga né hvort synjun Byggðastofnunar eigi sér stoð í þagnarskylduákvæðum laga nr. 106/1999 og nr. 161/2002.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>Úrskurðarorð</span></strong></p> <p><span>Hin kærða ákvörðun Byggðastofnunar frá 1. apríl 2008 um synjun á beiðni kæranda um<span> </span> aðgang að gögnum<span> </span> er staðfest.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>Friðgeir Björnsson,</span></p> <p align="center"><span>formaður</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Sigurveig Jónsdóttir<span> </span> <span> </span> Trausti Fannar Valsson</span></p> <br /> <br /> |
A 279/2008B Úrskurður frá 4. júní 2008 | Óskað var eftir frestun á réttaráhrifum úrskurðar nr. A-279/2008. Kærufrestur. Frávísun. | <h3 style="text-align: center;">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 4. júní 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð i málinu A-279/2008B.</p> <h3 style="text-align: center;">Málsatvik</h3> <p>Með bréfi, dags. 19. maí 2008, fór utanríkisráðuneytið þess á leit við úrskurðarnefnd um upplýsingamál, með vísan til 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að réttaráhrifum úrskurðar nr. A-279/2008, sem kveðinn var upp 14. sama mánaðar, yrði frestað. Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að utanríkisráðuneytinu bæri að veita kæranda í málinu aðgang að eftirtöldum gögnum: (1) Greinargerð starfshóps um framkvæmd verkefnis vegna færslu rekstrar Keflavíkurflugvallar yfir til íslenskra stjórnvalda samfara brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjanna, dags. 4. desember 2006. (2) Tveimur viðaukum greinargerðarinnar, þ.e. viðauka I og viðauka II. (3) Fylgiskjölum greinargerðarinnar í fjórum möppum, auðkenndum A, B, C og D. (4) Yfirlitum yfir fylgiskjölin sem er að finna fremst í hverri framangreindra mappa.</p> <p>Í erindi utanríkisráðuneytisins kemur fram að í úrskurðinum frá 14. maí 2008 sé því hafnað að ofangreind gögn teljist vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Vísi nefndin til þess að meðlimir vinnuhóps ráðuneytisins sem vann umrædd gögn hafi verið lánaðir til verksins af vinnuveitendum sínum, sem séu undirstofnanir ráðuneytisins, en verið þar áfram á launaskrá og í fullu starfi samhliða verkefninu. Umræddir einstaklingar teljist því ekki hafa verið starfsmenn utanríkisráðuneytisins og geti því greinargerð þeirra ásamt fylgiskjölum ekki talist hafa verið útbúin af viðkomandi stjórnvaldi til eigin afnota.</p> <p>Telur utanríkisráðuneytið að með þessum hætti hafi úrskurðarnefndin túlkað starfsmannahugtakið of þröngt. Ef fallist væri á þessi sjónarmið nefndarinnar myndu ráðuneyti, a.m.k. í sumum tilvikum, veigra sér við að fá sérfræðinga frá undirstofnunum sínum í tímabundin verkefni tengd ritun vinnuskjala þar sem slíkt leiddi til þess að vinnuskjöl ráðuneytis teldust ekki vinnuskjöl lengur. Slík stjórnsýsluframkvæmd myndi hamla um of starfsumhverfi stjórnsýslunnar að því er varðar meðhöndlun vinnuskjala og takmarka aðgengi ráðuneyta að sérfræðiþekkingu hjá starfsmönnum undirstofnana sinna.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kynnti [X] framkomna beiðni utanríkisráðuneytisins. Í tölvubréfi hans frá 22. maí 2008 kemur fram að hann telji ósk utanríkisráðuneytisins ekki styðjast við gild rök. Auk þess óskar hann þess að kannað verði hvort þriggja daga frestur skv. 18. gr. upplýsingalaga hafi verið liðinn þegar ósk ráðuneytisins var sett fram.</p> <h2>Niðurstaða</h2> <p>Í 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að á grundvelli kröfu stjórnvalds geti úrskurðarnefnd um upplýsingamál ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Segir í ákvæðinu að krafa þess efnis skuli gerð eigi síðar en þremur dögum frá birtingu úrskurðar.</p> <p>Erindi ráðuneytisins, þar sem óskað er frestunar á réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli A-279/2008, er af hálfu úrskurðarnefndar um upplýsingamál stimplað um móttöku 21. maí 2008. Í málinu liggur þó fyrir að erindið mun hafa borist nefndinni síðdegis degi fyrr, þ.e. þriðjudaginn 20. maí 2008. Liggja fyrir upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu um að erindið hafi verið boðsent forsætisráðuneytinu eftir hádegi sama dag. Úrskurður úrskurðarnefndarinnar í máli A-279/2008 var sendur utanríkisráðuneytinu með bréfi þann 14. maí 2008. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu mun úrskurðurinn þó fyrst hafa borist þangað og verið móttekinn af hálfu ráðuneytisins föstudaginn 16. maí.</p> <p>Ekki er beinlínis kveðið á um það í upplýsingalögum hvenær erindi telst hafa borist úrskurðarnefndinni á grundvelli 18. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þess hversu knappur frestur skv. lögunum er telur nefndin þó rétt að líta til hliðsjónar til 5. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, en þar segir að kæra teljist nógu snemma fram komin ef bréf, sem hefur hana að geyma, er komið til æðra stjórnvalds eða afhent pósti áður en fresturinn er liðinn. Með vísan til þessa fór frestur utanríkisráðuneytisins að líða föstudaginn 16. maí, þegar úrskurður nefndarinnar var kominn til ráðuneytisins. Erindi ráðuneytisins um frestun á réttaráhrifum barst úrskurðarnefndinni 20. sama mánaðar eins og að framan segir. Var frestur skv. 18. gr. upplýsingalaga þá útrunninn. Ber því að vísa erindi utanríkisráðuneytisins um frestun á réttaráhrifum úrskurðar í máli nr. A-279/2008 frá úrskurðarnefndinni.</p> <p style="text-align: center;"><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Beiðni utanríkisráðuneytisins, frá 19. maí 2998, um frestun á réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 14. sama mánaðar í máli nr. 279/2008, er vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <p style="text-align: center;">Friðgeir Björnsson,</p> <p style="text-align: center;">formaður</p> <p style="text-align: center;">Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson.</p> |
A-277/2008C Úrskurður frá 5. maí 2008 |
Krafist var endurupptöku úrskurðar nr. A-277/2008, sem kveðinn var upp 11. mars 2008. Aðili máls. Frávísun. | <h2 align="center"><span>ÚRSKURÐUR</span></h2> <p><strong><span></span></strong><strong><span> </span></strong></p> <p><span>Hinn 5. maí 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-277/2008C.</span></p> <p><span> </span></p> <h3><span>Beiðni um endurupptöku</span></h3> <p><span>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál barst hinn 26. mars 2008 erindi [X] hrl. fyrir hönd þeirra [A] og [B]. Er þess þar krafist að mál nr. A-277/2008, sem lokið var með úrskurði úrskurðarnefndar 11. mars, verði endurupptekið og að nýju kveðinn upp úrskurður í málinu að lokinni löglegri meðferð þess.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Samkvæmt úrskurðinum frá 11. mars er Ríkisútvarpinu ohf. skylt að veita [C] aðgang að ráðningarsamningum sem það gerði annars vegar við [B] 26. mars<span> </span> 2007 og hins vegar við [A] 2. apríl 2007, að undanskildum upplýsingum sem fram koma í 4. gr. samninganna. Tilefni úrskurðarins var kæra [C] á þeirri ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf. að synja honum um aðgang að upplýsingum um laun nefndra starfsmanna í septembermánuði 2007.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með úrskurði uppkveðnum 18. mars 2008 synjaði úrskurðarnefndin kröfu Ríkisútvarpsins ohf. frá 13. s.m. um að réttaráhrifum úrskurðarins frá 11. mars yrði frestað.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í beiðni [X] hrl. um endurupptöku málsins kemur fram að efni umræddra ráðningarsamninga varði persónuleg réttindi umbjóðenda hans sem njóti verndar samkvæmt lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónu­upplýsinga, sbr. og ákvæði 71. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs. Telur lögmaðurinn að úrskurðarnefndin hefði átt að gæta þess að eigin frumkvæði að umbjóðendur hans, starfsmenn Ríkisútvarpsins ohf., hefðu aðilastöðu í málinu við úrlausn þess. Þetta hafi nefndin ekki gert og þar með ekki gætt „grundvallarreglna stjórnsýsluréttar um upplýsinga- og andmælarétt, svo og um leiðbeiningarskyldu og rannsókn máls“. Telur lögmaðurinn þetta fela í sér að úrskurður úrskurðar­nefndarinnar í máli A-277/2008 sé haldinn verulegum annmörkum og fullnægi ekki almennum stjórnsýslureglum. Séu því skilyrði til endurupptöku máls fyrir hendi, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga.</span></p> <p><span> </span></p> <h3><span>Málsmeðferð</span></h3> <p><span>Úrskurðarnefndin gaf [C] kost á að gera athugasemdir við ofangreinda endurupptökubeiðni. Athugasemdir hans bárust með bréfi [Y] hdl., dags. 31. mars 2008.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með bréfi, dags. 3. apríl, veitti úrskurðarnefndin Ríkisútvarpinu ohf. færi á að láta í ljósi afstöðu til endurupptökubeiðninnar og athugasemda [Y] hdl. Athugasemdir Ríkisútvarpsins ohf. bárust með bréfi [Z] hrl., dags. 10. sama mánaðar.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í athugasemdum lögmanns Ríkisútvarpsins ohf. er á það bent að við meðferð máls A-277/2008 hafi úrskurðarnefndin með bréfi, dags. 12. febrúar 2008, óskað eftir því að Ríkisútvarpið ohf. tjáði sig um það, með hliðsjón af einkahagsmunum þeirra starfsmanna sem um ræddi, hvort heimilt væri að láta af hendi upplýsingar um launakjör þeirra. Í framhaldinu hafi úrskurðarnefndinni verið sent bréf þar sem lýst var þeirri skoðun að umræddar upplýsingar teldust til einka- og fjárhagsmálefna sem<span> </span> eðlilegt væri að leynt færu. Voru nefndinni jafnframt sendar yfirlýsingar þeirra starfsmanna sem í hlut áttu þar um. Lögmaður Ríkisútvarpsins ohf. áréttar í athugasemdum sínum að með umræddu bréfi hafi Ríkisútvarpið ohf. ekki gætt réttarhagsmuna umræddra starfsmanna sem slíkra. Ríkisútvarpið ohf. hafi þannig ekki verið í neinu fyrirsvari fyrir umrædda starfsmenn í málinu. Segir ennfremur að það sé mat Ríkisútvarpsins ohf. að nefndin hefði átt að snúa sér beint til umræddra starfsmanna og gefa þeim kost á að gæta réttar síns. Það sé hlutverk nefndarinnar en ekki Ríkisútvarpsins ohf.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Lögmaður Ríkisútvarpsins ohf. tekur jafnframt fram að hann telji að í máli A-277/2008B hefði jafnframt átt að veita umræddum starfsmönnum aðilastöðu, en eins og fyrr segir var kveðinn upp úrskurður í því máli 18. mars 2008, þar sem synjað var<span> </span> frestun á réttaráhrifum úrskurðar í máli A-277/2008. Með vísan til þessara sjónarmiða tekur lögmaður Ríkisútvarpsins ohf. undir kröfu [X] hrl. um endurupptöku úrskurðarins frá 11. mars 2008.</span></p> <p> </p> <h3><span>Niðurstaða</span></h3> <p><span>Í upplýsingalögum nr. 50/1996 er á því byggt að ákvörðun stjórnvalds, eða annarra aðila sem falla undir lögin, um aðgang að gögnum á grundvelli II. kafla upplýsingalaga teljist ákvörðun um rétt og skyldu þess er óskað hefur aðgangs. Meðferð slíks máls lýtur því ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Hið sama á við um meðferð úrskurðarnefndar um upplýsingamál á kærum og eftir atvikum öðrum erindum sem henni berast á grundvelli upplýsingalaga, s.s. eins og þess erindis sem hér er til meðferðar. Verður þetta meðal annars ráðið af ákvæðum 11. og 16. gr. laganna. Samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin. Þá hefur verið talið að aðili máls geti átt rétt til endurupptöku máls í fleiri tilvikum, s.s. ef fyrir liggja verulegir annmarkar á meðferð máls, sbr. t.d. álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 2485/1998 og máli nr. 2370/1998.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í máli þessu liggur fyrir beiðni um endurupptöku úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-277/2008. Þar komst nefndin að þeirri niðurstöðu að veita skyldi aðgang að tilteknum ráðningarsamningum Ríkisútvarpsins ohf. við tvo tilgreinda starfsmenn fyrirtækisins. Það eru þeir starfsmenn sem standa að endurupptökubeiðninni sem hér er til úrlausnar. </span></p> <p><strong><span> </span></strong></p> <p><span>Hvorki er í upplýsingalögunum sjálfum né greinargerð sem fylgdi frumvarpi til þeirra laga með beinum hætti fjallað um aðild að málum sem varða rétt almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt lögunum. Í stjórnsýslulögum er heldur ekki skilgreint hver telst aðili stjórnsýslumáls. Ekki virðist heldur um það að ræða að tæmandi skilgreiningu hugtaksins sé að finna í dómum eða álitum umboðsmanns Alþingis. Í dómi Hæstaréttar frá 14. mars 2008, í máli nr. 114/2008, var talið að sóknaraðilar hefðu lögvarinna hagsmuna að gæta við að fá úr því skorið hvort tiltekinn úrskurður umhverfisráðherra væri gildur að lögum. Taldi Hæstiréttur að um aðild að dómsmálinu færi að almennum reglum, þar á meðal þeirri grunnreglu að baki ákvæðum laga nr. 91/1991 að dómstólar leysi ekki úr sakarefni nema sýnt sé að það skipti máli að lögum fyrir aðilana að fá dóm um það.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þótt í upplýsingalögunum sjálfum sé ekki með beinum hætti fjallað um aðild að málum sem varða rétt almennings til aðgangs að gögnum, leiðir engu að síður af ákvæðum laganna að það er hlutverk stjórnvalda að taka afstöðu til þess að eigin frumkvæði hvort heimilt sé að afhenda gögn sem óskað hefur verið aðgangs að. Það ræðst af efni viðkomandi gagna og túlkun viðeigandi lagareglna hvort heimilt sé að láta þau af hendi. Skylda stjórnvalda að þessu leyti er lögbundin og breytist til að mynda ekki með því að stjórnvald heiti viðkomandi því að með upplýsingar verði farið í trúnaði. Lögin leggja samkvæmt efni sínu þær skyldur og þá ábyrgð á herðar stjórnvalda að framfylgja lögunum, þar á meðal að ekki sé veittur aðgangur að upplýsingum um einkamálefni einstaklinga sem eðlilegt er og sanngjarnt að leynt fari, sbr. 5. gr. laganna. Stjórnvöldum er hins vegar skylt að láta af hendi gögn er kunna að varða málefni einstaklinga sé réttur þeirra ekki varinn af ákvæðum 5. gr. laganna, enda falli þá viðkomandi gögn undir ákvæði laganna að öðru leyti. Afstaða þess einstaklings sem málefnið kann að varða með einhverjum hætti getur því ekki breytt lögbundinni skyldu stjórnvalda samkvæmt upplýsingalögunum. Ef synjun um aðgang að upplýsingum er síðan borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, er það hlutverk hennar að skera úr um það hvort hún sé lögmæt eða ekki.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með vísan til þess sem að framan er sagt, verður ekki á það fallist að einstaklingar eða lögaðilar sem upplýsingar kunna að varða geti við meðferð þeirra mála sem undir upplýsingalögin falla átt aðild að ákvörðunum um það hvort stjórnvöldum sé lögskylt eða ekki að veita aðgang að gögnum í þeirra vörslu. Þetta breytir hins vegar ekki því að sá einstaklingur sem telur sig eiga lögvarða<span> </span> hagsmuni af því að haldið sé leyndum gögnum sem stjórnvaldi er talið skylt að láta af hendi samkvæmt upplýsingalögunum getur, að fenginni niðurstöðu stjórnvalds eða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, látið á þá hagsmuni reyna fyrir dómstólum, sbr. til hliðsjónar niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í dómi í máli nr. 366/2007 sem kveðinn var upp 23. apríl sl.</span></p> <p> </p> <p><span> </span><span>Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er sú að [A] og [B], umbjóðendur [X] hrl. sem lagt hefur fram þá endurupptökubeiðni sem hér er til afgreiðslu, áttu samkvæmt framangreindu ekki aðild að máli úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-277/2008. Þau geta því heldur ekki átt aðild að endurupptökumáli vegna þess úrskurðar fyrir úrskurðarnefndinni. Ber því að vísa endurupptökubeiðninni frá.</span></p> <p> </p> <h3><span>Úrskurðarorð</span></h3> <p><span>Beiðni [X] hrl., frá 26. mars 2008, fyrir hönd þeirra [A] og [B], um endurupptöku á máli úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. úrskurð í máli A-277/2008, frá 11. mars 2008 er vísað frá úrskurðarnefndinni.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span> </span><span>Friðgeir Björnsson,</span></p> <p align="center"><span>formaður,</span></p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p><span>Sigurveig Jónsdóttir<span> </span> Trausti Fannar Valsson</span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br /> |
A 278/2008 Úrskurður frá 5. maí 2008 |
Kærð var synjun Landspítala-háskólasjúkrahúss á beiðni um að fá afhent afrit af öllum samningum sjúkrahússins við þrjár tilgreindar starfsmannaleigur og reikningum sem þær hefðu gert spítalanum. Gildissvið upplýsingalaga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Trúnaðarmál. Aðgangur veittur að hluta. Synjun að hluta. | <h3 align="center"><span>ÚRSKURÐUR</span></h3> <p><span></span></p> <p><span>Hinn 5. maí 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-278/2008.</span></p> <p><span> </span></p> <h3><span>Kæruefni</span></h3> <p><span>Með kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 1. nóvember 2007, kærði [A] hrl., fyrir hönd [X], synjun Landspítala-háskólasjúkrahúss á beiðni um að fá afhent afrit af öllum samningum kærða við þrjár tilgreindar starfsmannaleigur og reikningum sem þær hefðu gert spítalanum. Í kærunni kom fram að kærði hefði svarað beiðni um aðgang að umræddum gögnum með bréfi, dags.</span> <span>18. október 2007. Svarinu hefðu fylgt í ljósriti samningar við tvær af starfsmannaleigunum. Strikað hefði verið yfir öll tilgreind einingaverð í samningunum og bankanúmer fyrirtækjanna. Þá hefði verið hafnað að senda afrit af reikningum sem fyrirtækin hefðu gert spítalanum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Telur kærandi að með því að honum hafi aðeins verið veittur takmarkaður aðgangur að samningunum og enginn aðgangur að umbeðnum reikningum hafi verið brotið gegn rétti hans til aðgangs að gögnum skv. upplýsingalögum nr. 50/1996. Krafa kæranda er sú að kærða verði gert að veita honum aðgang að umræddum samningum án þess að strikað sé yfir efni þeirra, með þeirri undantekningu að kærandi gerir ekki athugasemdir við að strikað verði yfir upplýsingar um bankareikningsnúmer samningsaðila spítalans. Jafnframt verði kærða gert að veita kæranda aðgang að reikningum sem þær starfsmannaleigur sem um ræðir hafi gert kærða.</span></p> <p><span> </span></p> <h3><span>Málsatvik</span></h3> <p><span>Samkvæmt gögnum málsins fór lögmaður [X] þess á leit við kærða með bréfi, dags. 11. september 2007, að félaginu yrðu afhent afrit af öllum samningum spítalans við þrjár tilgreindar starfsmannaleigur, sem og aðrar leigur ef um þær væri að ræða, og öllum reikningum sem téðar starfsmannaleigur hefðu gert kærða. Með bréfi, dags. 17. september, tilkynnti Landspítali-háskólasjúkrahús kæranda að verið væri að kanna hvort einhverjir samningar hefðu verið gerðir beint af sviðsstjórum spítalans og yrðu þeir þá innkallaðir til yfirstjórnar.</span> <span>Að því loknu yrði tekin afstaða til erindisins.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í bréfi spítalans til kæranda, dags. 28. september, kemur fram að í samningum við þær starfsmannaleigur sem um ræðir séu ákvæði um að þeim verði ekki dreift til utanaðkomandi aðila. Samningarnir geymi auk þess mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni hlutaðeigandi fyrirtækja sem óheimilt sé að veita aðgang að skv. 5. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir þetta komi til greina að veita aðgang að samningum um sjúkraliðaþjónustu ef fallist verði á að strikað yrði yfir þann hluta samningsins sem tilgreini umsamið tímagjald.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í svari lögmanns kæranda til kærða, dags. 3. október, er tillögunni hafnað og þess krafist að umræddir samningar verði afhentir án þess að strikað verði yfir upplýsingar um tímagjald.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í bréfi kærða til kæranda, dags. 18. október, kemur fram að spítalinn hafi aðeins gert samninga við tvö af þeim þremur fyrirtækjum sem tilgreind voru í upphaflegri beiðni kæranda, nánar tiltekið við fyrirtækin [Y] ehf. og [Z] ehf. Í gildi séu sex samningar við annað þessara fyrirtækja en einn við hitt. Umræddir samningar fylgdu bréfinu, en með vísan til 5. gr. upplýsingalaga hafði þó verið strikað yfir upplýsingar um tímagjald sem fram komu í þeim. Á sömu forsendum var því hafnað að afhenda afrit þeirra reikninga sem umrædd fyrirtæki hefðu gert kærða. Í svarinu kemur enn fremur fram að samkvæmt bókhaldi Landspítala-háskólasjúkrahúss hafi verið gjaldfært á tímabilinu janúar til september 2007 kr. 23.974.956 vegna [Y] ehf. en kr. 78.872.353 vegna [Z] ehf.</span></p> <p><span> </span></p> <h3><span>Málsmeðferð</span></h3> <p><span>Með bréfi, dags. 5. nóvember, var kæran kynnt kærða, Landspítala-háskólasjúkrahúsi, og honum veittur frestur til 14. sama mánaðar til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að spítalinn léti úrskurðarnefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að. Bréf úrskurðarnefndar barst spítalanum ekki fyrr en 19. nóvember. Var því veittur lengri frestur til að bregðast við erindi nefndarinnar.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Umsögn kærða barst úrskurðarnefnd með bréfi, dags. 29. nóvember 2007. Kemur þar fram að beiðni kæranda hafi verið synjað á grundvelli síðari málsliðar 5. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um einingaverð veittrar þjónustu starfsmannaleiganna við kærða geti tvímælalaust orðið skaðlegar fyrirtækjunum samkeppnis- og rekstrarlega séð. Verði að telja að hagsmunir fyrirtækjanna vegi þyngra en hagsmunir kæranda þar sem samkeppnishæfni þeirra sé í húfi og þar sem ekki sé um að ræða grundvallarupplýsingar sem varði starfsemi kæranda og sem félagsmenn á hans vegum hafi mikla hagsmuni af að hafa undir höndum. Þá kemur fram í athugasemdum kærða að þess hafi að auki verið heitið að upplýsingar sem fyrirtækin hafi látið spítalanum í té verði ekki gerðar opinberar og séu trúnaðarmál sem aðeins varði kærða og þau fyrirtæki sem um ræðir. Umsögninni fylgdi afrit þeirra samninga sem beiðni kæranda lýtur að.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gaf kæranda kost á því með bréfi, dags. 3. desember, að gera athugasemdir við umsögn kærða. Bárust þær með bréfi, dags. 12. s.m. Eru þar áréttuð fyrri sjónarmið kæranda og til stuðnings kærunni vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum A-206/2006 og A-268/2007.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með bréfi, dags. 11. febrúar 2008, fór úrskurðarnefndin þess á leit við kærða að veittar yrðu skýringar á því að fyrra bréfi til nefndarinnar, dags. 29. nóvember, hefðu ekki fylgt afrit þeirra reikninga sem kæranda hefði verið synjað um aðgang að. Þá óskaði nefndin einnig nánari rökstuðnings þess að kærði hefði synjað kæranda um aðgang að umræddum reikningum. Með vísan til 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 10. gr. sömu laga, og einnig með vísan til úrskurðarframkvæmdar nefndarinnar, sbr. m.a. úrskurð í máli A-260/2007, fór nefndin þess sérstaklega á leit við kærða að upplýst yrði hvort þeir reikningar sem um ræddi hefðu verið teknir til umfjöllunar eða meðferðar stofnunarinnar sem sérstakt mál eða í tengslum við önnur mál.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Svar kærða barst úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 13. mars. Bréfi því fylgdu afrit umbeðinna reikninga. Í bréfinu kemur ennfremur fram að auk áðurnefndra röksemda vísi kærði til þess að utan gildissviðs upplýsingalaga nr. 50/1996 falli m.a. upplýsingar sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi stjórnvalds eða upplýsingar sem sé að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess, þ.á m. reikninga vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar í málum A-69/1998, A75/1999 og A-260/2007. Umræddir reikningar hafi ekki verið til sérstakrar skoðunar eða meðferðar, hvorki sem einstakt mál né í tengslum við önnur mál. Beri því að staðfesta synjun um aðgang að reikningunum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Úrskurðarnefndin veitti kæranda kost á að setja fram athugasemdir sínar í tilefni af síðastgreindu bréfi kærða til nefndarinnar. Athugasemdir lögmanns kæranda bárust nefndinni með bréfi, dags. 27. mars. Segir þar að kærandi sé ósammála þeim sjónarmiðum sem kærði haldi fram. Í málinu hafi verið óskað afrits af tilteknum reikningum. Þeir séu tiltækir hjá kærða og þá þurfi ekki að vinna upp úr bókhaldi. Þá segir m.a. svo í bréfi lögmannsins:</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>„Reikningarnir, sem umbjóðandi minn krefst aðgangs að, varða tiltekið mál hjá LSH. Nánar tiltekið hvernig LSH ráðstafaði rúmum 100 milljónum króna á níu mánuðum síðasta árs. Óumdeilt er að rammasamningar, sem lagðir hafa verið fram með yfirstrikunum, varða málið. Þeir hafa hins vegar ekki að geyma upplýsingar um undirsamninga á grundvelli rammasamninganna. Grundvallaratriði málsins fást því ekki upplýst nema með reikningunum. Í reikningunum koma fram upplýsingar um hvað raunverulega var samið, þ.e. þjónustutegundir, magn og verð. Það færi gegn meginreglu upplýsingalaganna um upplýsingarétt ef synjað yrði um aðgang að reikningunum á þeim grundvelli að þeir varði ekki málið.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Af sömu ástæðum er mótmælt sjónarmiðum LSH [...]. Reikningarnir hafa þegar verið notaðir í því skyni að veita tilteknar upplýsingar um málið. Þannig varða þeir einnig málið.“</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með vísan til þess að aðgangur að þeim samningum sem um ræðir hefur þegar verið veittur kæranda, að undanskildum upplýsingum um einingaverð sem þar koma fram, sem og með vísan til efnis og stöðu þeirra reikninga sem kæra málsins beinist var með vísan til rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ekki talin nauðsyn á að leita sérstaklega eftir afstöðu þeirra tveggja starfsmannaleiga, sem samningar kærða eru við, til kæruefnisins.</span></p> <p><span> </span></p> <h3><span>Niðurstaða</span></h3> <p align="center"><strong><span>1.</span></strong></p> <p><span>Eins og atvikum máls þessa er háttað verður hér annars vegar tekin afstaða til réttar kæranda til aðgangs að sjö samningum kærða við tvær tilteknar starfsmannaleigur.</span> <span>Hins vegar til réttar hans til afrita af reikningum sem téðar starfsmannaleigur hafa gert kærða á grundvelli samninganna.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>2.</span></strong></p> <p><span>Landspítali-háskólasjúkrahús hefur í máli þessu afhent kæranda sjö samninga spítalans við tvær tilteknar starfssmannaleigur en með þeirri takmörkun að strikað hefur verið yfir upplýsingar um bankareikningsnúmer fyrirtækjanna og öll einingaverð. Krafa kæranda er sú að honum verði veittur aðgangur að umræddum samningum án þess að strikað sé yfir efni þeirra, með þeirri undantekningu að hann gerir ekki athugasemdir við að strikað verði yfir upplýsingar um bankareikningsnúmer samningsaðila spítalans. Landspítali-háskólasjúkrahús hefur hafnað þessari kröfu kæranda með vísan til síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Landspítali-háskólasjúkrahús hefur í málinu einnig vísað til þess að í þeim samningum sem um ræðir séu sérstök trúnaðarákvæði. Úrskurðarnefndin tekur fram að slík ákvæði geta ekki komið í veg fyrir aðgang kæranda að samningunum á grundvelli upplýsingalaga. Stjórnvöld geta ekki samið sig undan skyldum sem á þeim hvíla samkvæmt upplýsingalögum og umrædd trúnaðarákvæði hafa því enga þýðingu í máli þessu að því er skyldur stjórnvaldsins varðar.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“ Með vísan til þess að nefnt ákvæði upplýsinglaga felur í sér takmörkun á upplýsingarétti almennings, sbr. 3. gr. laganna, ber að túlka það þröngt.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Upplýsingalögin gera ráð fyrir að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði veittur aðgangur að þeim. Við það mat verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Hér verður ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ. á m. hvort um er að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geta samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). Koma þessi sjónarmið m.a. fram í úrskurðum nefndarinnar í málum A-233/2006, A-220/2005, A-206/2005 og A-234/2006.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í framkvæmd hefur verið litið svo á að upplýsingar um það hvernig viðsemjendur hins opinbera efni samningsskyldur sínar, svo sem með samstarfi við aðra aðila og með kaupum á vörum og þjónustu, séu almennt þess eðlis að sanngjarnt og eðlilegt sé að þær fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga. Hið sama getur átt við ef slíkar aðferðir eru byggðar á rannsóknum og þróun sem kostað hafa umtalsverða fjármuni, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-74/1999 og A-192/2004 og ennfremur um fjármögnun einstakra liða. Sama niðurstaða hefur á hinn bóginn almennt ekki orðið um þær upplýsingar er lúta að umsömdu endurgjaldi stjórnvalds og einkaaðila fyrir tiltekin verk eða þjónustu. Við því má vissulega búast að almenn vitneskja um slíkt endurgjald geti skaðað samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja og annarra lögaðila sem taka að sér slík verkefni fyrir stjórnvöld. Það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald skuli fara leynt, verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Við mat á hagsmunum almennings af því að fá aðgang að umræddum samningum verður jafnframt að hafa í huga að með þeim er Landspítali-háskólasjúkrahús að ráðstafa opinberum hagsmunum og fjármunum. Almenningur á ríkari rétt til aðgangs að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna og gæða heldur en upplýsingum um viðskipti milli einkaaðila, sbr. t.d. úrskurði í málum A-222/2005 og A-224/2006. Skiptir þá ekki máli þótt samningsbundnar fjárhæðir geti gefið vísbendingar um fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu fyrirtækis eða haft áhrif á samkeppnislega stöðu þess. Við úrlausn málsins verður þannig að ganga út frá því að síðari málsliður 5. gr. upplýsingalaga sé því ekki til fyrirstöðu að kæranda sé veittur aðgangur að upplýsingum um þau einingaverð sem tilgreind eru í samningum Landspítala-háskólasjúkrahúss og þeirra tveggja starfsmannaleiga sem um ræðir nema sýnt hafi verið fram á eða leiddar verulegar líkur að því að þær hafi sérstaka fjárhags- eða viðskiptalega þýðingu fyrir fyrirtækin.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Eins og áður er komið fram hefur Landspítali-háskólasjúkrahús bent á að í þeim samningum sem um ræðir séu sérstök trúnaðarákvæði samningsaðila. Af þeim ákvæðum má leiða þá afstöðu umræddra starfsmannaleiga að líklegt sé að þær myndu leggjast gegn afhendingu samninganna til utanaðkomandi aðila, yrði eftir afstöðu<span> </span> þeirra leitað. Landspítali-háskólasjúkrahús hefur engu að síður afhent lögmanni kæranda afrit samninganna, að undanskildum upplýsingum um einingaverð sem þar koma fram og upplýsingum um bankareikningsnúmer. Eins og kærandi hefur afmarkað beiðni sína um aðgang að gögnum stendur því aðeins eftir spurning um aðgang að þeim einingaverðum sem samið hefur verið um. Af umræddum einingaverðum verða ekki dregnar ályktanir um sérstakar aðferðir eða tækni sem fyrirtækin beita við framkvæmd umsaminnar þjónustu. Þar koma heldur ekki fram upplýsingar um viðsemjendur fyrirtækjanna eða starfsmenn þeirra eða beinar upplýsingar sem lúta að fyrirtækjunum að öðru leyti, s.s. um getu þeirra til að veita þjónustu eða þ.u.l. Þegar það er virt sem rakið hefur verið hér að framan er það niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Landspítala-háskólasjúkrahúsi beri að veita kæranda aðgang að samningum sínum við þær tvær starfsmannaleigur sem um ræðir. Nánar tiltekið skal kærði veita kæranda aðgang að eftirtöldum samningum í heild sinni, þó að því gættu að strikað skal yfir bankareikningsnúmer þeirra fyrirtækja sem eru aðilar samninganna.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>1) Framahald á samstarfssamningi [Y] ehf. og LSH, dags. 11. janúar 2006.</span></p> <p><span>2) Samstarfssamningur [Z] ehf. og Skurðlækningasviðs LSH, dags. 29. maí 2007.</span></p> <p><span>3) Samstarfssamningur [Z] ehf. og Svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið LSH, dags. 29. maí 2007.</span></p> <p><span>4) Samstarfssamningur [Z] ehf. og Endurhæfingarsviðs LSH, dags. 29. maí 2007.</span></p> <p><span>5) Samstarfssamningur [Z] ehf. og Lyflækningasviðs LSH, dags. 29. maí 2007.</span></p> <p><span>6) Samstarfssamningur [Z] ehf. og Lyflækningasviðs I á LSH, dags. 29. maí 2007.</span></p> <p><span>7) Samstarfssamningur [Z] ehf. og Öldrunarsviðs á LSH, dags. 29. janúar 2007.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>3.</span></strong></p> <p><span>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Af framangreindu leiðir ennfremur að litið hefur verið svo á að aðgangur að upplýsingum sem er að finna í skrám sem færðar eru með kerfisbundnum hætti falli utan gildissviðs upplýsingalaga. Í þessu felst m.a. að utan laganna falla upplýsingar sem skráðar eru með kerfisbundnum hætti í bókhaldi stjórnvalds og það sama á ennfremur við sé upplýsingarnar að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess, þ.á m. reikningum vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum A-69/2008 og A-75/1999. Á hinn bóginn geta lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafa verið upp úr viðokmandi bókhaldi, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-35/1997, A-44/1998 og A-245/2007. Hafi gagn sem fært hefur verið í skrá eða er ætlað að vera hluti hennar verið tekið til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar stjórnvalds fellur það jafnframt undir upplýsingarétt, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, enda tilheyrir skjalið þá sérstöku máli.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Af hálfu Landspítala-háskólasjúkrahúss er staðhæft að þeir reikningar sem starfsmannaleigur hafa gert spítalanum á grundvelli þeirra samninga sem rætt er um hér að framan hafi ekki verið teknir til umfjöllunar eða meðferðar við stofnunina sem sérstakt mál eða í tengslum við önnur mál að öðru leyti en því að reiknuð var samtala greiddra reikninga úr bókhaldskerfi stofnunarinnar og þær upplýsingar veittar kæranda málsins. Sú meðferð sem reikningarnir hafi hlotið að öðru leyti hafi aðeins verið í tengslum við færslu bókhalds og gerð yfirlita yfir kostnað stofnunarinnar.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ekkert er fram komið í máli þessu sem gefur tilefni til að efast um staðhæfingu Landspítala-háskólasjúkrahúss. Þá kemur fram í svörum spítalans að umræddir reikningar hafi ekki verið til sérstakrar skoðunar eða meðferðar sem sérstakt mál eða í tengslum við önnur mál. Upplýsingar um samtölur umræddra reikninga, sundurliðaðar eftir því til hvaða fyrirtækis þær runnu, voru unnar upp úr umræddum upplýsingum. Kæranda hefur þegar verið afhent það yfirlit. Að því leyti sem reikningarnir kunna að hafa verið teknir til skoðunar eða umfjöllunar eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hóf meðferð máls þessa skal tekið fram að upplýsingaréttur almennings samkvæmt upplýsingalögum tekur einvörðungu til gagna sem fyrir liggja þegar um þau er beðið, sbr. 1. mgr. 3. gr., sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar að staðfesta beri synjun Landspítala-háskólasjúkrahúss á afhendingu afrita af reikningum sem starfsmanna­leigur hafi gert spítalanum á grundvelli samninga við spítalann.</span></p> <p><span> </span></p> <h3><span>Úrskurðarorð</span></h3> <p><span>Landspítala-háskólasjúkrahúsi ber að veita kæranda, [X], eða eftir atvikum lögmanni þess, [A] hrl., aðgang að eftirtöldum samningum í heild sinni, þó að því gættu að strikað skal yfir bankareikningsnúmer þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að samningunum:</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>1) Framahald á samstarfssamningi [Y] ehf. og LSH, dags. 11. janúar 2006.</span></p> <p><span>2) Samstarfssamningur [Z] ehf. og Skurðlækningasviðs LSH, dags. 29. maí 2007.</span></p> <p><span>3) Samstarfssamningur [Z] ehf. og Svæðinga-, gjörgæslu- og skurðstofusvið LSH, dags. 29. maí 2007.</span></p> <p><span>4) Samstarfssamningur [Z] ehf. og Endurhæfingarsviðs LSH, dags. 29. maí 2007.</span></p> <p><span>5) Samstarfssamningur [Z] ehf. og Lyflækningasviðs LSH, dags. 29. maí 2007.</span></p> <p><span>6) Samstarfssamningur [Z] ehf. og Lyflækningasviðs I á LSH, dags. 29. maí 2007.</span></p> <p><span>7) Samstarfssamningur [Z] ehf. og Öldrunarsviðs á LSH, dags. 29. janúar 2007.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Staðfest er synjun Landspítala-háskólasjúkrahúss á afhendingu afrita af reikningum sem [Y] ehf. og [Z] ehf. hafa gert spítalanum á grundvelli ofangreindra sjö samninga.</span></p> <p><span> </span></p> <p> </p> <p align="center"><span>Friðgeir Björnsson,</span></p> <p align="center"><span>formaður</span></p> <p><span> </span></p> <span> </span><br /> <br /> <p><span>Sigurveig Jónsdóttir<span> </span> Trausti Fannar Valsson</span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br /> |
A 279/2008 Úrskurður frá 14. maí 2008 |
Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni um afhendingu gagna sem útbúin hefðu verið vegna samskipta ráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar varðandi athugun Ríkisendurskoðunar á vatnsleka á varnarsvæðinu í Keflavík. Mikilvægir almannahagsmunir vegna samskipta við önnur ríki. Mikilvægir almannahagsmunir vegna öryggis- eða varnarmála. Ríkisendurskoðun. Vinnuskjöl. Aðgangur veittur að hluta. Synjun að hluta. | <h2 align="center"><span>ÚRSKURÐUR</span></h2> <p><strong><span> </span></strong><span>Hinn 14. maí 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-279/2008.</span></p> <p><span> </span></p> <h3><span>Kæruefni</span></h3> <p><span>Með erindi sem barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál 7. nóvember 2007 kærði [...] blaðamaður synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um afhendingu gagna sem útbúin hefðu verið vegna samskipta ráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar varðandi athugun Ríkisendurskoðunar á vatnsleka á varnarsvæðinu í Keflavík.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>Málsatvik</span></strong></p> <p><span>Atvik málsins eru í stuttu máli eftirfarandi. Kærandi ritaði tölvupóst til utanríkisráðuneytisins 24. október 2007. Þar vísaði hann til þess að í nóvember 2006 hefði ráðuneytið falið Ríkisendurskoðun að gera úttekt á umsýslu ráðuneytisins og stofnana þess og annarra aðila sem komið hefðu að umsjón með byggingum á varnarsvæðinu. Tilefnið hafi verið mikill vatnsleki í íbúðabyggingum þar. Fór kærandi fram á að fá afrit allra gagna sem útbúin hefðu verið vegna þessarar úttektar og farið hefðu á milli ráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Samkvæmt gögnum sem fylgdu kæru málsins sendi kærandi sama dag samskonar beiðni til Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun hafnaði beiðninni með vísan til þess að stofnunin félli ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996, enda teldist hún stofnun Alþingis og því ekki hluti af stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga skv. 1. mgr. 1. gr. laganna. Í ítrekun frá 26. október 2007 á fyrra</span> <span>svari sínu rökstyður Ríkisendurskoðun synjunina nánar með þeim hætti að þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun líti svo á að henni beri að starfa í anda bæði stjórnsýslu- og upplýsingalaga, eftir því sem atvik leyfi hverju sinni, hafi stofnunin almennt litið svo á að þeir sem vilji fá aðgang að gögnum<span> </span> hjá stjórnsýslunni, sem hún kunni einnig að hafa undir höndum vegna eftirlitshlutverks síns, eigi að bera slík erindi upp við viðkomandi stjórnsýsluaðila. Auk þess bendir stofnunin á að hún hafi jafnframt talið að vafasamt sé í sjálfu sér að heimila aðgang að gögnum sem aflað hafi verið vegna tiltekinnar athugunar eða rannsóknar sem enn sé ekki lokið. Í svari Ríkisendurskoðunar til kæranda kemur fram að fallist utanríkis­ráðuneytið á afh</span><span>endingu umbeðinna gagna geri Ríkisendur­skoðun enga athugasemd við það enda líti hún svo á að gögnin séu á forræði ráðuneytisins.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í tilefni af beiðni kæranda óskaði utanríkisráðuneytið eftir því með bréfi, dags. 31. október 2007, að Ríkisendurskoðun veitti umsögn um framkomna upplýsingabeiðni. Í bréfi ráðuneytisins sagði m.a. svo: „Þar sem um er að ræða vinnuskjöl ráðuneytisins sem einvörðungu Ríkisendurskoðun hefur verið veittur aðgangur að í tengslum við framangreinda úttekt, sem er ólokið, óskar ráðuneytið eftir umsögn Ríkisendurskoðunar...“.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Svar Ríkisendurskoðunar barst ráðuneytinu samdægurs. Þar vísar stofnunin til þess að um sé að ræða innri endurskoðun á stjórnsýsluathöfnum. Verði ekki séð að það að stofnuninni sé veittur aðgangur að tilteknum vinnuskjölum ráðuneytisins geti leitt til þess að þau teljist við þá athöfn ekki lengur vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</span> <span>Ríkisendurskoðun bendir á að sé mál til meðferðar hjá henni geti afhending vinnuskjala sem snerta það mál haft áhrif á málsmeðferðina, enda geti verið að þau endurspegli ekki lokaályktun stofnunarinnar um viðkomandi mál. Það sé afstaða stofnunarinnar að yrðu upplýsingalög skýrð svo að upplýsingaréttur almennings teld</span><span>ist ná til atvika sem þessara myndu stjórnvöld veigra sér við að biðja Ríkisendurskoðun um úttektir og veita henni aðgang að vinnuskjölum sínum eða undirstofnana sinna. Slíkt væri óæskileg þróun.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Utanríkisráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi, dags. 31. október. Ráðuneytið lét kæranda í té afrit af beiðni ráðuneytisins um stjórnsýsluúttekt, fyrirmælabréf til sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, bréf Flugmálastjórnar Keflavíkurflugvallar, umsagnarbeiðni til Ríkisendurskoðunar og umsögn Ríkisendurskoðanda. Önnur gögn málsins taldi utanríkis­ráðuneytið vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og því undanþegin upplýsingarétti almennings. Aðgangi að þeim var því hafnað. Í tölvupósti sem ráðuneytið sendi kæranda samdægurs segir ennfremur að þegar niðurstaða Ríkisendurskoðunar liggi fyrir sé ráðuneytið tilbúið til viðræðna við kæranda um það hvort tilefni sé til að veita honum aðgang að einhverjum nánar tilteknum vinnuskjölum, þrátt fyrir að þau séu sem slík undanþegin upplýsingarétti.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>Málsmeðferð</span></strong></p> <p><span>Með bréfi, dags. 7. nóvember 2007, var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því gefinn frestur til 16. sama mánaðar til að koma á framfæri frekari rökum fyrir ákvörðun sinni og til að láta nefndinni í té afrit af öllum gögnum málsins. Erindi þetta<span> </span> var ítrekað með bréfi nefndarinnar, dags. 21. nóvember. Í svari<span> </span> utanríkisráðuneytisins, dags. 28. sama mánaðar, áréttar ráðuneytið þá afstöðu sína að þau gögn málsins sem ekki hafi verið afhent kæranda séu vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsinglaga. Yfirstandandi athugun Ríkisendurskoðunar á málinu sé innri endurskoðun á stjórnsýsluathöfnum og fái ráðuneytið ekki séð að það eitt, að veita Ríkisendurskoðun aðgang að tilteknum vinnuskjölum ráðuneytisins af því tilefni, leiði til þess að þau teljist ekki lengur vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með bréfi, dags. 4. desember, barst úrskurðarnefndinni viðbótarathugasemd utanríkisráðuneytisins þar sem ráðuneytið tók fram að það teldi jafnframt að gögn málsins væru<span> </span> undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 1. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þar sem þau varði öryggis- og varnarmál og samskipti utanríkisráðuneytisins við<span> </span> varnarlið Bandaríkjanna.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Úrskurðarnefndin veitti kæranda kost á að tjá sig um framangreinda afstöðu ráðuneytisins með bréfum, dags. 3. desember 2007 og 22. janúar 2008. Með tölvubréfum, dags. 24. og 29. janúar, ítrekaði kærandi fyrri kröfur sínar í málinu.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Með bréfi, dags. 14. mars 2008, tilkynnti úrskurðarnefndin kæranda að vegna umfangs málsins væri ljóst að meðferð þess gæti dregist enn frekar en orðið væri.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>Niðurstaða</span></strong></p> <p align="center"><strong><span>1.</span></strong></p> <p><span>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína um aðgang að gögnum með þeim hætti að hann hefur óskað afrits af öllum þeim gögnum sem útbúin voru vegna samskipta utanríkisráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar varðandi athugun þeirrar stofnunará vatnsleka á varnarsvæðinu í Keflavík. Nánar tiltekið er um að ræða úttekt sem utanríkisráðuneytið óskaði í nóvember 2006 eftir að Ríkisendurskoðun annaðist og varðar vatnsleka í íbúðabyggingum á varnarsvæðinu.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þau gögn sem beiðni kæranda lýtur að eru allmikil að vöxtum. Í fyrsta lagi er um að ræða greinargerð starfshóps sem starfaði á vegum utanríkisráðuneytisins, sem ber yfirskriftina „Um framkvæmd verkefnis vegna færslu reksturs Keflavíkurflugvallar yfir til íslenskra stjórnvalda samfara brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjanna“, dags. 4. desember 2006. Greinargerðinni, sem er sjö blaðsíður fylgja tveir viðaukar og fylgiskjöl í fjórum möppum. Fylgiskjölin eru samtals um 184 talsins; misjafnlega efnismikil. Í öðru lagi er um að ræða þau skjöl sem kæranda hafa þegar verið afhent, sbr. bréf utanríkisráðuneytisins til hans dags. 31. október 2007 og í þriðja lagi fylgdi gögnum þeim er ráðuneytið lét úrskurðarnefndinni í té fimm blaðsíðna samantekt, „Minnisatriði utanríkisráðuneytisins um vatnstjón á Keflavíkurflugvelli í nóvember 2006“, dags. 23. október 2007.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í máli þessu hefur utanríkisráðuneytið byggt á því að þau gögn málsins, sem kærandi hefur ekki þegar fengið aðgang að, skuli undanþegin rétti hans til aðgangs að gögnum á grundvelli upplýsingalaga með vísan til 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga annars vegar og 1. og 2. tölul. 6. gr. laganna hins vegar. Ráðuneytið hefur ekki vísað til annarra lagaákvæða eða röksemda til stuðnings þeirrar synjunar á beiðni um aðgang að gögnum sem hér er til umfjöllunar. Með vísan til þessa, sem og með vísan til efnis þeirra gagna sem málið lýtur að, verður hér í fyrsta lagi leyst úr því hvort umrædd gögn teljist vinnuskjöl ráðuneytisins, og þess vegna undanþegin aðgangsrétti almennings á þeim grundvelli. Að því leyti sem þau skjöl sem beiðni kæranda beinist að teljast ekki vinnuskjöl verður jafnframt að leysa úr því hvort þau séu undanþegin rétti almennings til aðgangs að gögnum vegna mikilvægra almannahagsmuna, enda geymi þau upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál, sbr. 1. tölul. 6. gr. laganna, eða um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 6. gr.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>2.</span></strong></p> <p><span>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Á þessu er þó sú takmörkun að veita skal aðgang að vinnuskjölum hafi þau að geyma endanlega ákvörðun um afgeiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Það leiðir af orðalagi umrædds ákvæðis að til að skjal teljist vinnuskjal verður það að hafa verið ritað af stjórnvaldi til eigin afnota. Með öðrum orðum þarf viðkomandi gagn að hafa verið útbúið af starfsmönnum stjórnvaldsins til eigin afnota þess.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í kjölfar upplýsinga um að varnarlið Bandaríkjahers myndi hverfa úr landi kom utanríkisráðuneytið í byrjun apríl 2006 á fót sérstökum vinnuhópi. Hlutverk hans var að tryggja snurðulausa yfirfærslu á rekstri alþjóðaflugvallarins á Keflavíkurflugvelli samfara brotthvarfi varnarliðsins. Hópurinn var skipaður [A], [B] og [C].</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í greinargerð starfshópsins, frá 4. desember 2006, segir að meðlimir vinnuhópsins hafi verið lánaðir til verksins af vinnuveitendum sínum sem séu undirstofnanir ráðuneytisins, en hafi þó áfram verið á launaskrá og í fullu starfi hjá þeim samhliða verkefninu. Boðvald yfir starfshópnum, varðandi yfirfærsluverkefnið, hafi þó einvörðungu verið hjá utanríkisráðuneytinu.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Af framangreindu má ráða að utanríkisráðuneytið hefur skipað í umræddan starfshóp einstaklinga sem ekki töldust á þeim tíma starfsmenn ráðuneytisins. Þrátt fyrir að í störfum þeirra hafi falist umsjón ákveðinna verkefna í umboði ráðuneytisins og jafnframt tillögugerð til þess leiðir þetta atriði engu að síður til þess að umrædd greinargerð og gögn sem henni fylgja, þ.m.t. fylgiskjöl greinargerðarinnar, geta ekki talist hafa verið útbúin af viðkomandi stjórnvaldi til eigin afnota. Aðgangi að umræddri greinargerð starfshópsins, dags. 4. desember 2006, tveimur viðaukum sem henni fylgdu og fylgiskjölum í fjórum möppum verður því ekki hafnað með vísan til 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga á þeim grundvelli að um vinnuskjöl sé að ræða.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Hvað varðar fimm blaðsíðna samantekt, dags. 23. október 2007, sem ber yfirskriftina „Minnisatriði utanríkisráðuneytisins um vatnstjón á Keflavíkurflugvelli í nóvember 2006“, verður ekki annað séð en að það skjal sé unnið af starfsmönnum ráðuneytisins til eigin afnota. Ekki verður til að mynda séð að<span> </span> það hafi borist umræddum starfshópi eða stafi frá honum. Í skjalinu eru dregin saman nokkur atriði málsins, fyrst og fremst varðandi meðferð ráðuneytisins á málum sem snerta brotthvarf hersins frá Keflavík á árinu 2006. Við lestur þess verður ekki séð að það geymi upplýsingar um málsatvik sem ráðið hafa niðurstöðu tiltekins máls og ekki koma fyrir í öðrum gögnum sem eru aðgengileg. Ekkert er fram komið um að skjal þetta hafi verið sent út úr ráðuneytinu til annarra aðila en Ríkisendurskoðunar eða nýtt í öðrum tilgangi en að framan greinir.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ríkisendurskoðun starfar á grundvelli laga nr. 86/1997. Hlutverk hennar er að endurskoða<span> </span> ríkisreikning og reikninga þeirra aðila sem hafa<span> </span> með höndum rekstur og fjárvörslu á vegum<span> </span> ríkisins, sbr. 43. gr. stjórnarskrárinnar. Þá getur hún, sbr. 1. og 9. gr. laganna, annast stjórnsýsluendurskoðun og hefur að auki eftirlit með framkvæmd fjárlaga og er þingnefndum til aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni ríkisins. Samkvæmt 10. gr. laganna hefur stofnunin í störfum sínum ríkan rétt til aðgangs að öllum gögnum sem máli skipta, þar á meðal fylgiskjölum, skýrslum, bókum og bréfum. Í máli þessu reynir ekki á rétt til aðgangs að gögnum hjá Ríkisendurskoðun, en synjun hennar á að afhenda umbeðin gögn var ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar. Í lögum um þá stofnun er heldur ekki að finna sérstök lagaákvæði sem mæla fyrir um áhrif þess gagnvart upplýsingalögum ef gögn hafa verið afhent úr gagnasöfnum stjórnvalda til þeirrar stofnunar. Eins og áður hefur verið bent á felst í orðalagi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga skilyrði um að til að skjal teljist vinnuskjal skuli það hafa verið ritað til eigin afnota stjórnvalds. Sé gagn, eða afrit þess, sent öðru stjórnvaldi eða einkaaðila getur það almennt ekki lengur fallið undir þetta skilyrði, og skiptir þá ekki máli þótt skjal hafi í upphafi talist vinnuskjal. Úrskurðarnefndin telur þó að hér undir falli ekki þau tilvik þegar gögn eru afhent Ríkisendurskoðun á grundvelli eftirlitshlutverks hennar samkvæmt lögum nr. 86/1997. Verður ekki séð, þótt skjal sé afhent aðila eins og Ríkisendurskoðun á grundvelli eftirlitshlutverks hennar og lögbundins réttar til að krefjast aðgangs að gögnum í því sambandi, að það breyti því eðli skjalsins að það teljist ritað til eigin afnota stjórnvaldsins. Umrædd samantekt, dags. 23. október 2007, telst því vinnuskjal utanríkisráðuneytisins í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og bar ráðuneytinu ekki skylda til að veita aðgang að því á grundvelli upplýsingalaga.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>3.</span></strong></p> <p><span>Með vísan til framangreindrar niðurstöðu verður í máli þessu að taka afstöðu til þess hvort heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að áður nefndri greinargerð starfshóps, dags. 4. desember 2006, viðaukum sem henni fylgdu og fylgiskjölum í fjórum möppum, á grundvelli 1. eða 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ekki þarf á hinn bóginn að taka á sama hátt afstöðu til synjunar utanríkisráðuneytisins á aðgangi að áður nefndri fimm blaðsíðna samantekt, dags. 23. október 2007, með yfirskriftinni „Minnisatriði utanríkisráðuneytisins um vatnstjón á Keflavíkurflugvelli í nóvember 2006“, enda var þegar á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga heimilt að hafna aðgangi að henni.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Af 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt er að „takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um: ... öryggi ríkisins eða varnarmál“. Í athugasemdum með þessu ákvæði í frumvarpi sem síðan var samþykkt sem upplýsingalög segir að við túlkun á ákvæðinu „verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar, þeim tengdar, berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt.“ Af 2. tölul. 6. gr. leiðir að heimilt er að „takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um: ...samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir“. Í athugasemdum með ákvæðinu í frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir að ákvæðið eigi við um samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Hagsmunir þeir sem ákvæðinu er ætlað að tryggja eru tvenns konar. Annars vegar að koma í veg fyrir að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu Íslendinga. Hins vegar að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þau gögn sem hér þarf að taka afstöðu til eru eftirtalin, sbr. það sem áður hefur fram komið: (1) Greinargerð starfshóps um framkvæmd verkefnis vegna færslu reksturs Keflavíkurflugvallar yfir til íslenskra stjórnvalda samfara brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjanna, dags. 4. desember 2006, (2) tveir viðaukar greinargerðarinnar; Viðauki I og Viðauki II, og (3) fylgiskjöl greinargerðarinnar í fjórum möppum, auðkenndum A, B, C og D.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Hvað greinargerðina sjálfa varðar þá felur hún í sér fremur almenna lýsingu á verkefnum vinnuhópsins og framgangi á verkefnum hans. Ekki verður séð að í henni sé neinar þær upplýsingar að finna sem áhrif hafi á öryggi ríkisins eða varnarmál þess, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Hið sama er að segja um þá tvo viðauka sem henni fylgja. Aðgangi að greinargerðinni og viðaukum með henni verður því ekki synjað á grundvelli þess lagaákvæðis.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í greinargerðinni er vikið að samskiptum starfshópsins og varnarliðsins og samningaviðræðum þessara aðila um viðskilnað varnarsvæðisins og um þann búnað sem skilinn verður eftir á svæðinu. Þær upplýsingar varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir, sbr. 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Íslenska ríkið hefur af því mikla hagsmuni að tryggð séu samskipti af þessu tagi og því verður almennt að veita stjórnvöldum allrúmar heimildir til að undanskilja aðgangsrétti gögn sem geyma upplýsingar um slík samskipti. Verður engu að síður að hafa í huga að umrætt ákvæði gerir samkvæmt orðlagi sínu ráð fyrir að hverju sinni skuli metið hvort takmörkun á upplýsingarétti skv. 2. tölul. 6. gr. verði réttlætt með vísan til mikilvægra almannahagsmuna. Verður ekki séð að upplýsingar sem fram koma í umræddri greinargerð um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir séu til þess fallnar að skerða hagsmuni íslenska ríkisins. Styður það þessa niðurstöðu að nú er allnokkuð um liðið síðan umrædd greinargerð var samin. Aðgangi kæranda að greinargerðinni verður því ekki synjað á grundvelli 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaganna.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í viðauka II með greinargerðinni, er að finna yfirlit yfir atburði í tímaröð. Þar á meðal eru tilgreindir fundir starfshópsins með fulltrúum varnarliðsins. Upplýsingar um þá fundi lúta eðli máls samkvæmt að samskiptum við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Með hliðsjón af því hversu knappar umræddar upplýsingar eru verður á hinn bóginn ekki séð að takmörkun á aðgangi að yfirlitinu verði réttlætt með vísan til mikilvægra almannahagsmuna, sbr. orðalag 6. gr. upplýsingalaga. Ekkert kemur heldur fram í viðauka I sem fallið getur undir ákvæði 2. tölul. 6. gr. Verður því ekki heldur séð að heimilt hafi verið að synja kæranda um aðgang að umræddum tveimur viðaukum á grundvelli 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Fylgiskjöl umræddrar greinargerðar eru um það bil 184 talsins, eins og áður hefur fram komið. Hafa þau verið flokkuð í fjórar möppur, með eftirfarandi hætti:</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Mappa A: Skjöl frá 15. mars til 30. september 2006, auðkennd A001 til A051.</span></p> <p><span>Mappa B: Skjöl frá 1. október 2006, auðkennd frá B001 til B047.</span></p> <p><span>Mappa C: Fundargerðir og skýrslur, auðkennd frá C001 til C037.</span></p> <p><span>Mappa C: Ýmis skjöl er málið varðar, auðkennd frá D001 til D049.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Öllum möppunum fylgir yfirlit yfir viðkomandi skjöl. Með vísan til 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að réttur til aðgangs að gögnum nái til: „dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn“ verður að telja að kærandi eigi rétt til aðgangs að umræddum yfirlitum. Verður enda ekki séð að í þeim komi fram upplýsingar sem heimilt er að synja um aðgang að á grundvelli 1. eða 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaganna.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið ítarlega þau fylgiskjöl sem er að finna í umræddum möppum. Í fyrsta lagi yfirfór nefndin gögnin m.t.t. þess hvort í þeim kæmu fram upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál þannig að heimilt væri að takmarka aðgang að þeim á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Meðal annars skoðaði nefndin vel ýmsa lista sem er að finna í gögnunum yfir búnað og byggingar á varnarsvæðinu. Niðurstaða þessarar skoðunar er sú að ekkert þeirra fylgiskjala sem um er að ræða geymi upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál sem felldar verða undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í öðru lagi yfirfór nefndin gögnin m.t.t. þess hvort í þeim kæmu fram upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir í skilningi 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Eins og áður sagði má almennt telja að íslenska ríkið hafi af því mikla hagsmuni að tryggð séu samskipti af þessu tagi. Verða stjórnvöld því að hafa allrúmar heimildir til að takmarka aðgang almennings að þeim. Á hinn bóginn verður ekki séð að þær upplýsingar sem fram<span> </span> koma<span> </span> í umræddum fylgiskjölum séu þess eðlis að aðgangur að þeim verði takmarkaður á þessum grundvelli.<span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>4.</span></strong></p> <p><span>Utanríkisráðuneytinu var skv. framangreindu ekki heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að umræddum gögnum, þ.e. (1) greinargerð starfshóps um framkvæmd verkefnis vegna færslu reksturs Keflavíkurflugvallar yfir til íslenskra stjórnvalda samfara brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjanna, dags. 4. desember 2006, (2) tveimur viðaukum greinargerðarinnar; Viðauka I og Viðauka II, og (3) fylgiskjölum greinargerðarinnar í fjórum möppum, auðkenndum A, B, C og D. Ráðuneytinu var á hinn bóginn heimilt að synja kæranda um aðgang að fimm blaðsíðna samantekt, dags. 23. október 2007, með yfirskriftina „Minnisatriði utanríkisráðuneytisins um vatnstjón á Keflavíkurflugvelli í nóvember 2006“.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><strong><span>Úrskurðarorð</span></strong></p> <p><span>Utanríkisráðuneytinu ber að veita kæranda, [...], aðgang að eftirtöldum gögnum: (1) Greinargerð starfshóps um framkvæmd verkefnis vegna færslu reksturs Keflavíkurflugvallar yfir til íslenskra stjórnvalda samfara brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjanna, dags. 4. desember 2006. (2) Tveimur viðaukum greinargerðarinnar, þ.e. viðauka I og viðauka II. (3) Fylgiskjölum greinargerðarinnar í fjórum möppum, auðkenndum A, B, C og D. (4) Yfirlitum yfir fylgiskjölin sem er að finna fremst í hverri af nefndum möppum, A, B, C og D.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Staðfest er synjun utanríkisráðuneytisins á afhendingu á fimm blaðsíðna samantekt, dags. 23. október 2007, með yfirskriftina „Minnisatriði utanríkisráðuneytisins um vatnstjón á Keflavíkurflugvelli í nóvember 2006“.</span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span>Friðgeir Björnsson</span></p> <p align="center"><span>formaður</span></p> <p><span> </span><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Sigurveig Jónsdóttir<span> </span>Trausti Fannar Valsson</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br /> |
A-277/2008B. Úrskurður frá 18. mars 2008. | Krafist var frestunar á réttaráhrifum úrskurðar nr. A-277/2008, sem kveðinn var upp 11. mars 2008. Frestun réttaráhrifa. Kröfu hafnað. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"></p> <p>Hinn 18. mars 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-277/2008B.</p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 13. mars 2008, krafðist [...] þess, fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf., með vísan til 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að réttaráhrifum úrskurðar nr. A-277/2008, sem kveðinn var upp 11. sama mánaðar, yrði frestað.<br /> Í úrskurðinum var komist að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið ohf. skyldi veita aðgang að ráðningarsamningi við [X], dags. 26. mars 2007, annars vegar og ráðningarsamningi við [Y], dags. 2. apríl 2007, hins vegar, þó að undanskildum þeim upplýsingum sem fram koma í 4. gr. samninganna. Tilefni úrskurðarins var kæra [A], fyrir hönd [B], vegna synjunar Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni um aðgang að upplýsingum um laun nefndra starfsmanna í septembermánuði 2007.<br /> Í bréfi lögmanns Ríkisútvarpsins ohf. kemur fram að fyrirtækið telji að hér séu afar mikilvægir hagsmunir í húfi og verði úrskurði nefndarinnar framfylgt geti það skaðað verulega samkeppnis- og rekstrarstöðu þess gagnvart samkeppnisaðilum sínum. Segir m.a. svo í bréfi lögmannsins: „Verði þær upplýsingar, sem ofangreindur úrskurður kveður á um, gerðar opinberar, fá samkeppnisaðilar umbj. míns upplýsingar um þau kjör sem umbj. minn veitir lykilstarfsmönnum sínum og setur umbj. minn í nánast ómögulega aðstöðu gagnvart samkeppnisaðilum hvað varðar samkeppni um hæfa starfsmenn.“ Að öðru leyti vísar Ríkisútvarpið ohf. til fyrri greinargerða og gagna sem lögð hafi verið fram.<br /> Með bréfi, dags. 14. mars 2008, óskaði úrskurðarnefndin eftir því að [A] sendi nefndinni þær athugasemdir sem hann teldi ástæðu til að gera við fram komna kröfu um frestun réttaráhrifa. Svarbréf hans barst nefndinni 17. mars. Kemur þar fram að þess sé krafist, fyrir hönd [B], að beiðni Ríkisútvarpsins ohf. verði synjað<br /> Í fjarveru Friðgeirs Björnssonar tók Þorgeir Ingi Njálsson varamaður hans sæti í úrskurðarnefndinni við meðferð og afgreiðslu kröfu þessarar.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti, að kröfu stjórnvalds, ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu ástæðu til þess. Krafa þess efnis skal gerð eigi síðar en þremur dögum frá birtingu úrskurðar. Krafa sú sem hér er til úrskurðar barst innan þessa frests. Í athugasemdum við umrædda grein í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir m.a. svo: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á.“<br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðum A-78/1999C, A-117/2001B og A-233/2006B lagt til grundvallar að með 18. gr. upplýsinglaga hafi fyrst og fremst verið höfð í huga tilvik þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum.<br /> Í úrskurði nefndarinnar í máli A-277/2008 var komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að upplýsingar um þau launakjör sem krafist var aðgangs að í málinu tengdust þeirri starfsemi fyrirtækisins sem væri í samkeppni við aðra aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, yrði ekki talið að rekstrar- eða samkeppnislegir hagsmunir Ríkisútvarpsins ohf. af því að halda umræddum upplýsingum leyndum væru svo ríkir að þeir réttlættu undanþágu frá meginreglu 3. gr. laganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda og annarra aðila sem bundnir væru af ákvæðum upplýsingalaga.<br /> Að framangreindu virtu telur úrskurðarnefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar síns frá 11. mars sl. Ber því að hafna kröfu [...], fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf., þar að lútandi.</p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Kröfu [...], fyrir hönd Ríkisútvarpsins ohf., um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar frá 11. mars 2008 nr. A-277/2008 er hafnað.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"><br /> Trausti Fannar Valsson<br /> varaformaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir Þorgeir Ingi Njálsson</p> <br /> <br /> |
A 277/2008 Úrskurður frá 11. mars 2008 | Kærð var synjun Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni um aðgang að upplýsingum um mánaðarlaun [X] og [Y] fyrir septembermánuð 2007. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Mikilvægir almannahagsmunir vegna viðskipta. Aðgangur veittur. | <p></p> <h4 align="center">ÚRSKURÐUR</h4> <p>Hinn 11. mars 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-277/2008.</p> <p><br /> <strong>Kæruefni og málsmeðferð</strong></p> <p>Með kæru, sem barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál 3. desember 2007, kærði [...] synjun Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um mánaðarlaun [X] og [Y] fyrir septembermánuð 2007.<br /> Með bréfi, dags. 3. desember 2007, var kæran kynnt Ríkisútvarpinu ohf. Umsögn þess barst nefndinni með bréfi, dags. 17. sama mánaðar, ásamt afriti af launaseðlum áðurnefndra starfsmanna Ríkisútvarpsins, þeirra [X] og [Y], fyrir septembermánuð 2007. Kæranda var með bréfi, dags. 18. desember, veittur frestur til 8. janúar 2008 til að tjá sig um umsögn hlutafélagsins. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfi innan þess frests. Úrskurðar¬nefndin ritaði Ríkisútvarpinu ohf. á ný bréf, dags. 12. febrúar 2008, þar sem óskað var eftir afstöðu fyrirtækisins til tveggja tilgreindra atriða. Svar Ríkisútvarpsins ohf. barst með bréfi, dags. 27. sama mánaðar. Með bréfi því fylgdu afrit af ráðningar¬samningum þeirra [X] og [Y] ásamt yfirlýsingum þeirra tveggja þar sem því var mótmælt að aðgangur yrði veittur að umbeðnum upplýsingum um laun þeirra og launakjör.</p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvupósti 14. nóvember 2007 til Ríkisútvarpsins ohf. fór kærandi fram á aðgang að upplýsingum um mánaðarlaun tveggja fyrrnefndra starfsmanna fyrirtækisins. Kæranda var synjað um þessa beiðni með tölvupósti útvarpsstjóra frá 19. nóvember. Kemur þar fram að beiðninni sé hafnað „m.a. á grundvelli 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga“.<br /> Í fyrri umsögn Ríkisútvarpsins ohf. til úrskurðarnefndarinnar, dags. 17. desember 2007, er áréttað að synjunin hafi byggst á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, en í því ákvæði segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Í umsögninni kemur fram að yrðu umbeðnar upplýsingar um launakjör gerðar aðgengilegar almenningi hefðu samkeppnisaðilar Ríkisútvarpsins ohf. nákvæmar upplýsingar um þau kjör sem fyrirtækið veitir lykilstarfsmönnum. Segir í þessu sambandi að félagið „yrði bersýnilega sett í nánast ómögulega aðstöðu gagnvart samkeppnis¬aðilum í samkeppninni um hæfa starfsmenn“. Ríkisútvarpið ohf. vísar í umsögninni jafnframt til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar í máli A-184/2004, þar sem staðfest var synjun Ríkisútvarpsins um aðgang að rekstrarreikningi vegna fyrsta ársfjórðungs 2004 og greinargerð frá forstöðumanni textavarps um spjallsíður textavarpsins, notkun síðnanna og tekjur af þeim. Byggðist sú niðurstaða á samkeppnishagsmunum stofnunarinnar.<br /> Með bréfi, dags. 12. febrúar 2008, óskaði úrskurðarnefndin eftir nánari afstöðu Ríkisútvarpsins ohf. til tveggja tilgreindra atriða. Annars vegar óskaði nefndin eftir nánari skýringum á samkeppnislegri stöðu Ríkisútvarpsins ohf. og þá hvort þeir starfsmenn sem beiðni kæranda lyti að störfuðu við verkefni hjá fyrirtækinu sem teldust til samkeppnisreksturs. Hins vegar óskaði nefndin eftir afstöðu fyrirtækisins til þess hvort 5. gr. upplýsingalaga stæði í vegi fyrir því að veittur yrði aðgangur að umbeðnum upplýsingum, þ.e. á grundvelli einkahagsmuna viðkomandi starfsmanna, en að því atriði hafði ekki verið vikið í fyrri umsögn Ríkisútvarpsins ohf.<br /> Í síðari umsögn Ríkisútvarpsins ohf., dags. 27. febrúar, kemur fram sú afstaða að það sé hafið yfir allan vafa að tiltekin starfsemi sem talin sé til útvarpsþjónustu í almannaþágu í skilningi 3. gr. laga nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf., sé í beinni samkeppni við aðra aðila á markaði. Eigi það ekki síst við um almenna og hlutlæga fréttaþjónustu, sbr. 7. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna, og framleiðslu og dreifingu útvarpsefnis fyrir sjónvarp og hljóðvarp á sviði fréttamiðlunar, fræðslu, lista og afþreyingar, sbr. 3. tölul. sömu lagagreinar. Slík starfsemi teljist til samkeppnis¬reksturs í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og þeir starfsmenn sem upplýsinga¬beiðni kæranda lúti að starfi við slíka starfsemi, sbr. þá starfslýsingu sem fram komi í ráðningar¬samningum þeirra.<br /> Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hér ekki ástæða til að gera frekari grein fyrir atvikum málsins eða greina með ítarlegri hætti frá þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið af hálfu kæranda og kærða. </p> <p> </p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong><br /> Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að þau taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Þá segir í 2. mgr. sömu greinar að lögin taki til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Segir í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga að lögin gildi að öðru leyti ekki um einkaaðila, en undir það hugtak falli m.a. „félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu“.<br /> Ríkisútvarpið ohf. er sjálfstætt hlutafélag í opinberri eigu samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 6/2007. Vegna sérákvæðis 12. gr. laganna, þar sem sérstaklega er tekið fram að upplýsingalög nr. 50/1996 gildi um starfsemi Ríkisútvarpsins ohf., liggur þó fyrir að upplýsingalögin gilda engu að síður um aðgang almennings að gögnum í fórum Ríkisútvarpsins. Hið sama á við um ákvæði laganna um rétt þess sem upplýsinga óskar til að beina kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 14. gr. laganna. Í málinu liggur fyrir synjun Ríkisútvarpsins ohf. á beiðni um aðgang að upplýsingum. Með vísan til þess og atvika máls að öðru leyti er kæru því réttilega beint til úrskurðarnefndarinnar.<br /> Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Felur þetta ákvæði í sér meginreglu upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda. Þær upplýsingar sem beiðni kæranda beinist að tengjast ekki sérstökum hagsmunum hans umfram aðra. Um rétt hans til upplýsinga fer því að umræddri reglu 3. gr. upplýsingalaganna um upplýsingarétt almennings.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Í fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga kemur fram sú takmörkun á hinum almenna upplýsingarétti skv. 3. gr. laganna að óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.<br /> Beiðni kæranda um upplýsingar beinist að launakjörum tiltekinna starfsmanna hjá Ríkisútvarpinu ohf. Slíkar upplýsingar um málefni einstaklinga teljast eðli máls samkvæmt til upplýsinga um fjárhagsmálefni þeirra. Samkvæmt skýrri og fastmótaðri framkvæmd á upplýsingalögum, sem jafnframt á sér stoð í athugasemdum sem fylgdu umræddri grein í frumvarpi til upplýsingalaga, hafa 3. og 5. gr. laganna verið skýrðar svo að sé óskað aðgangs að gögnum um laun opinberra starfsmanna skuli veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum þar sem fram koma föst launakjör viðkomandi starfsmanna, þ.á m. að einstaklingsbundnum ráðningar¬samningum eða öðrum ákvörðunum eða samningum um föst launakjör þeirra. Á hinn bóginn er, vegna ákvæðis 1. málsl. 5. gr. upplýsingalaga, óheimilt að veita aðgang að upplýsingum um heildarlaun opinbers starfsmanns, hvort sem laun hans eru hærri en föst laun og kjör, sem stöðu hans fylgja, t.d. vegna unninnar yfirvinnu eða þá lægri launa vegna frádráttar sökum fjarvista eða annarra atvika. Vísast hér meðal annars til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. A-214/2005, A-183/2004, A-68/1997, A-27/1997 og A-10/1997. Jafnframt vísast til álits umboðsmanns Alþingis í máli nr. 5103/2007. Með vísan til framangreinds verður til að mynda að telja að oftast eigi almenningur ekki rétt til aðgangs að launaseðlum einstakra starfsmanna nema samþykki þeirra liggi fyrir, enda koma þar iðulega fram meiri upplýsingar um einkamálefni viðkomandi starfsmanna en þær sem beinlínis lúta að föstum launakjörum þeirra.<br /> Í máli þessu hefur Ríkisútvarpið ohf. fyrst og fremst byggt synjun um aðgang að upplýsingum á samkeppnishagsmunum hlutafélagsins, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í síðari umsögn fyrirtækisins í málinu, dags. 27. febrúar 2008, kemur þó einnig fram að það telji að umbeðnar upplýsingar um launakjör þeirra starfsmanna sem um ræðir teljist til einka- og fjárhagsmálefna þeirra sem eðlilegt sé að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þess verður hér fyrst leyst úr því hvort heimilt hafi verið að synja umræddri beiðni um upplýsingar á grundvelli samkeppnishagsmuna Ríkisútvarpsins ohf. Það fer eftir niðurstöðu þeirrar umfjöllunar hvort jafnframt er nauðsynlegt að taka sérstaka afstöðu til þess hvort skylt sé að hafna umbeðnum aðgangi á grundvelli einkahagsmuna þeirra starfsmanna Ríkisútvarpsins ohf. sem um ræðir.</p> <p> </p> <p> <strong>3.</strong><br /> Í upphafi 6. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist, enda geymi þau upplýsingar um eitthvert þeirra atriða sem upp eru talin í 1.-5. tölul. greinarinnar. Af ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiðir að heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almanna¬hagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um: „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra“.<br /> Í athugasemdum sem fylgdu tilvitnaðri grein í frumvarpi til upplýsingalaga segir að með orðalaginu „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast“ sé vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Hver töluliður sæti sjálfstæðri skýringu með tilliti til eðlis þeirra upplýsinga sem um ræðir. Um skýringu á 3. tölul. sérstaklega segir að markmið frumvarpsins sé meðal annars að gefa almenningi og fjölmiðlum færi á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Óheftur réttur til upplýsinga geti á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum sé lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona hátti til. Síðan segir orðrétt: „Ákvæðið er sem fyrr segir einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eru í samkeppni við aðra aðila. Ákvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar né heldur ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við.“<br /> Af framangreindu leiðir að til þess að stjórnvöld geti byggt takmörkun á aðgangsrétti á 3. tölul. 6. gr. laganna verður a.m.k. þremur eftirtöldum skilyrðum að vera fullnægt. Í fyrsta lagi skal starfsemi þess aðila sem upplýsingabeiðni beinist að, eða upplýsingar tengjast að öðru leyti, í heild eða að hluta, vera í samkeppni við aðra aðila. Í öðru lagi þurfa þær upplýsingar sem beðið er um að tengjast þeirri starfsemi viðkomandi aðila sem telst til samkeppnisrekstrar hans. Í þriðja lagi að sú afstaða hafi verið tekin á grundvelli ígrundaðs mats að þeir samkeppnishagsmunir hinnar opinberu stofnunar eða fyrirtækis sem um ræðir séu það verulegir að réttlætanlegt sé að þeir gangi framar hagsmunum og rétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga til aðgangs að umræddum upplýsingum.<br /> Ekki er því nægjanlegt að samkeppnishagsmunir viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar hins opinbera kunni að skaðast við það að aðgangur sé veittur að þeim upplýsingum sem um ræðir. Mikilvægt er að einnig fari fram mat á slíkum hagsmunum andspænis þeim almennu hagsmunum og tilgangi upplýsingalaga að gefa m.a. almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um ráðstöfun opinberra fjármuna.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong><br /> Í athugasemdum Ríkisútvarpsins ohf. í máli þessu kemur fram sú afstaða að yrðu þær upplýsingar sem óskað hefur verið aðgangs að í máli þessu gerðar opinberar hefðu samkeppnisaðilar Ríkisútvarpsins ohf. nákvæmar upplýsingar um þau kjör sem fyrirtækið veiti lykilstarfsmönnum. Yrði félagið „bersýnilega sett í nánast ómögulega aðstöðu gagnvart samkeppnis¬aðilum í samkeppninni um hæfa starfsmenn“.<br /> Um starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. gilda ákvæði laga nr. 6/2007. Í 1. mgr. 3. gr. þeirra segir að hlutverk þess sé rekstur hvers konar útvarpsþjónustu í almannaþágu, svo sem hljóðvarps og sjónvarps, eftir því sem nánar sé mælt fyrir um í lögunum. Í 2. mgr. sömu lagagreinar er síðan upp talið í 13 töluliðum hver sú starfsemi sé sem teljist útvarpsþjónusta í almannaþágu. Er þar meðal annars upp talið að undir slíka þjónustu falli m.a. „senda út til alls landsins og næstu miða a.m.k. eina hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring“, sbr. 2. tölul. ákvæðisins. Þá kemur fram í 3. tölul. að hér undir falli að „framleiða og dreifa hvers konar útvarpsefni fyrir sjónvarp og hljóðvarp á sviði fréttamiðlunar, fræðslu, lista og afþreyingar.“ Um aðra starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. en útvarpsþjónustu í almannaþágu er fjallað í 4. gr. laganna. Þar kemur hins vegar ekki fram nákvæm útlistun á þeim verkefnum sem þar falli undir. Í 5. gr. laganna kemur fram að halda skuli „fjárreiðum alls reksturs, sem ekki fellur undir útvarp í almannaþágu, aðskildum frá fjárreiðum reksturs vegna útvarps í almannaþágu skv. 3. gr.“. Segir þar enn fremur að félaginu sé óheimilt að nota fjármuni frá rekstri skv. 3. gr. til þess að greiða niður kostnað vegna annarrar starfsemi, „þar á meðal starfsemi sem telst vera samkeppnisrekstur“.<br /> Í almennum hluta athugasemda sem fylgdu frumvarpi því sem síðan var samþykkt sem lög nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf., eru upp talin í nokkrum töluliðum svonefnd meginatriði frumvarpsins. Segir þar m.a.: „Mælt er fyrir um fjárhagslegan aðskilnað þess reksturs sem fellur undir útvarp í almannaþágu, sbr. 3. gr., og alls annars reksturs, þar á meðal nýrrar starfsemi sem félagið kann að fara út í eitt sér eða með öðrum og rekstur sem telja má samkeppnisrekstur og ekki fellur undir skilgreiningu um útvarp í almannaþágu.“ Í beinu framhaldi segir jafnframt svo: „Lögð er sú skylda á Ríkisútvarpið ohf. að gera grein fyrir því í ársskýrslu til aðalfundar hvernig tekist hefur að uppfylla lögbundnar skyldur félagsins um útvarp í almannaþágu. Í ljósi þess að Ríkisútvarpinu ohf. er ætlað að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu, sem er í eðli sínu opinber þjónusta, kveður frumvarpið á um að upplýsingalög, nr. 50/1996, gildi um starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. Með því er tryggt að almenningur geti fengið aðgang að gögnum mála hjá því í samræmi við ákvæði laganna.“<br /> Í tilvitnuðum athugasemdum er einnig fjallað stuttlega um formbreytingu á rekstri Ríkisútvarpsins og fjárhagslegan aðskilnað, eins og það er nefnt. Segir þar m.a. um ástæðu þess að hlutafélagsformið hafi verið valið að það hafi þótt „henta mun betur til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru um fjárhagslegan aðskilnað almannaútvarps frá samkeppnisrekstri.“ Stuttu síðar segir jafnframt svo í athugasemdunum: „Þá þarf hið nýja hlutafélag að skilja á milli fjárhags þess hluta starfseminnar sem fellur undir skilgreiningu 3. gr. um útvarp í almannaþágu og þess hluta starfseminnar sem fellur ekki undir þessa skilgreiningu og er jafnvel í beinni samkeppni við aðra aðila, sbr. 4. og 5. gr. Hins vegar getur sum starfsemi eða þjónusta verið þess eðlis að hún fellur undir skilgreininguna um útvarp í almannaþjónustu en er jafnframt í samkeppni við aðra aðila. Verður t.d. að telja netþjónustu Ríkisútvarpsins rúmast innan hugtaksins útvarp í almannaþágu skv. 3. gr. en sjálfsagt getur það breyst í tímans rás hvers konar rekstur verður almennt talinn geta flokkast undir útvarpsþjónustu í almannaþágu. Ekki má nota fjármuni frá rekstri skv. 3. gr. til þess að greiða niður kostnað af rekstri sem ekki flokkast undir útvarp í almannaþágu.“<br /> Með vísan til framanrakinna ákvæða í lögum nr. 6/2007 og athugasemda sem fylgdu frumvarpi til þeirra laga verður ekki útilokað að rekstur og starfsemi sú sem fram fer á vegum Ríkisútvarpsins ohf. sé á margvíslegan hátt í samkeppni við aðra aðila í skilningi 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, t.d. þá aðila hér á landi sem reka útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar. Vísast hér m.a. til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-183/2004. Eiga þau sjónarmið sem þar eru rakin enn að mestu leyti við um stöðu Ríkisútvarpsins ohf. gagnvart upplýsingalögum, þrátt fyrir þá breytingu sem varð á hlutverki og rekstrarformi fyrirtækisins með gildistöku laga nr. 6/2007. Gildir þetta óháð því hvort sú starfsemi Ríkisútvarpsins sem um ræðir telst útvarpsþjónusta í almannþágu eða annars konar starfsemi. Það er á hinn bóginn nauðsynlegt að hafa hliðsjón af þeirri sérstöðu Ríkisútvarpsins ohf. sem leiðir af því lögbundna hlutverki þess að reka útvarpsþjónustu í almannaþágu þegar leyst er úr því hvort unnt sé að rökstyðja synjun um aðgang að gögnum í vörslum hlutafélagsins með vísun til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaganna. Verður í því sambandi heldur ekki fram hjá því litið að rekstur Ríkisútvarpsins ohf. er ekki að öllu leyti sambærilegur rekstri annarra fjölvakamiðla að því leyti að tekjustofnar þess eru lögbundnir og byggja í grundvallaratriðum á heimildum hins opinbera til skatttöku.<br /> Á grundvelli framangreinds verður að telja að upplýsingar um launakjör þeirra tveggja stjórnenda hjá Ríkisútvarpinu ohf. sem sú beiðni sem hér er til umfjöllunar beinist að séu upplýsingar sem tengjast starfsemi fyrirtækisins sem sé í samkeppni við aðra aðila, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ekki verður á hinn bóginn talið að rekstrar- eða samkeppnislegir hagsmunir Ríkisútvarpsins ohf. af því að halda umræddum upplýsingum leyndum séu svo ríkir að þeir réttlæti undanþágu frá meginreglu 3. gr. upplýsingalaganna um rétt almennings til aðgangs að gögnum í fórum stjórnvalda og annarra aðila sem bundnir eru af ákvæðum upplýsingalaga. Verður hér einnig að líta til þess, m.a. með hliðsjón af þeim tekjustofnum sem starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. byggist á, að upplýsingar um launakjör starfsmanna Ríkisútvarpsins ohf. eru í eðli sínu upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna sem a.m.k. að stórum hluta eiga uppruna sinn í skatttekjum hins opinbera.<br /> Með vísan til þessa verður aðgangi að umbeðnum upplýsingum ekki synjað á grundvelli samkeppnishagsmuna Ríkisútvarpsins ohf., sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p><strong>5.</strong><br /> Eins og áður er fram komið segir svo í 5. gr. upplýsingalaga: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Eins og nánar er rakið í kafla IV.2. í úrskurði þessum hefur úrskurðarnefnd skýrt ákvæðið svo, þegar óskað er eftir upplýsingum um laun opinberra starfsmanna, að aðgangur skuli veittur að upplýsingum um föst laun og launakjör þeirra, þ. á m. að einstaklings¬bundnum ráðningarsamningum og öðrum slíkum samningum. Á hinn bóginn eigi almenningur ekki rétt á að fá upplýsingar um það hverjar heildargreiðslur hver starfsmaður hafi fengið fyrir störf sín.<br /> Það er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í þessu máli að aðgangi að umbeðnum upplýsingum um launakjör tveggja tilgreindra starfsmanna Ríkisútvarpsins ohf. verði ekki synjað á grundvelli samkeppnishagsmuna fyrirtækisins, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Á þeim grundvelli og með vísan til þess sem að framan er sagt um 5. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefndin að Ríkisútvarpinu ohf. sé skylt að veita kæranda aðgang að ráðningarsamningum þeirra [X] og [Y], en í þeim koma fram upplýsingar um föst ráðningarkjör þessara tveggja starfsmanna. Samningur [X] er dags. 26. mars 2007 en samningur [Y] 2. apríl það sama ár. Ríkisútvarpinu ohf. ber þó, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 7. gr. sömu laga, að afmá þær upplýsingar sem fram koma í grein 4 í umræddum samningum áður en afrit þeirra eru látin af hendi.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Ríkisútvarpið ohf. skal veita kæranda, [...], aðgang að ráðningarsamningi fyrirtækisins við [X], dags. 26. mars 2007, að undanskildum þeim upplýsingum sem fram koma í 4. grein samningsins.</p> <p>Ríkisútvarpið ohf. skal jafnframt veita kæranda aðgang að ráðningarsamningi fyrirtækisins við [Y], dags. 2. apríl 2007, að undanskildum þeim upplýsingum sem fram koma í 4. grein samningsins.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 276/2008 Úrskurður frá 26. febrúar 2008 | Kærð var synjun menntamálaráðuneytisins um aðgang að og afrit af öllum skjölum og gögnum sem væru í vörslu ráðuneytisins vegna óskar og ákvörðunar um að Menntaskólinn við Hamrahlíð gæti farið fram á að nemandi næði að lágmarki 10 einingum á önn til að færast yfir á næstu önn. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Frávísun. | <p></p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 26. febrúar 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-276/2008.</p> <p><br /> <strong>Kæruefni og málsmeðferð</strong></p> <p>Með kæru, dags. 5. nóvember 2007, kærði [...], synjun menntamálaráðuneytisins á beiðni hennar frá 18. október s.á. um aðgang að og afrit af öllum skjölum og gögnum sem væru í vörslu ráðuneytisins vegna óskar og ákvörðunar um að Menntaskólinn við Hamrahlíð gæti farið fram á að nemandi næði að lágmarki 10 einingum á önn til að færast yfir á næstu önn.</p> <p>Í kærunni kom fram að menntamálaráðuneytið hefði ekki svarað ofangreindri beiðni um gögn. Þar sem beiðnin hefði ekki verið afgreidd innan lögbundins frests, sbr. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, liti kærandi svo á að tómlæti ráðuneytisins um afgreiðslu beiðninnar jafngilti synjun hennar.</p> <p>Með bréfi, dags. 6. nóvember 2007, var kæran kynnt menntamálaráðuneytinu. Umsögn þess barst nefndinni með bréfi, dags. 15. nóvember sama ár. Kæranda var með bréfi, dags. 19. nóvember, veittur frestur til 29. sama mánaðar til að tjá sig um umsögn ráðuneytisins. Erindið var ítrekað með bréfi til kæranda, dags. 6. desember 2007, og honum veittur frestur til að koma sjónarmiðum sínum að til 13. sama mánaðar. Athugasemdir bárust ekki.</p> <p>Með bréfi úrskurðarnefndarinnar til menntamálráðuneytisins, dags. 18. desember, var óskað afrita af gögnum í tilteknu máli sem verið hafði til úrlausnar hjá ráðuneytinu og vísað hafði verið til í fyrri umsögn ráðuneytisins. Umbeðin gögn bárust nefndinni með bréfi, dags. 16. janúar 2008. Þá afhenti menntamálaráðuneytið úrskurðarnefndinni þann 19. desember 2007 afrit af bréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 5. desember 2007.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með beiðni, dags. 18. október 2007, óskaði kærandi eftir aðgangi að og afriti af öllum gögnum sem væru í vörslu menntamálaráðuneytisins vegna óskar og ákvörðunar um að Menntaskólinn við Hamrahlíð gæti farið fram á að nemandi næði að lágmarki 10 einingum á önn til að færast yfir á næstu önn. Með vísan til þess að það hefði dregist að svör bærust frá menntamálaráðuneytinu lagði kærandi málið fyrir úrskurðarnefndina.</p> <p>Með bréfi, dags. 6. nóvember 2007, var kæran kynnt menntamálaráðuneytinu. Var athygli ráðuneytisins vakin á því að skv. 11. gr. upplýsingalaga bæri stjórnvaldi að taka ákvörðun svo fljótt sem verða mætti um það hvort verða ætti við beiðni um aðgang að gögnum. Enn fremur að skýra skyldi þeim, sem færi fram á aðgang að gögnum, frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta, hefði beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Þá bæri að tilkynna skriflega synjun á beiðni, sbr. 13. gr. laganna.</p> <p>Með vísan til þessa beindi úrskurðarnefndin því til menntamálaráðuneytisins, hefði beiðni kæranda ekki þegar verið afgreidd, að taka ákvörðun um afgreiðslu hennar svo fljótt sem verða mætti og eigi síðar en föstudaginn 16. nóvember 2007. Kysi ráðuneytið að synja kæranda um aðgang að gögnum þeim sem beiðnin lyti að óskaði nefndin jafnframt eftir því að henni yrðu látin í té afrit þeirra innan sama frests. Í því tilviki væri ráðuneytinu einnig veittur kostur á að koma að athugasemdum sínum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka.</p> <p>Umsögn menntamálaráðuneytisins barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dags. 15. nóvember 2007. Kemur þar fram að ráðuneytið hefði ekki afgreitt beiðni kæranda þegar bréf úrskurðarnefndar barst ráðuneytinu 8. nóvember 2007, þrátt fyrir ákvæði 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í umsögninni segir síðan m.a. svo: „Ráðuneytið lítur svo á að beiðni kæranda sé tilkomin vegna bréfs ráðuneytisins til Menntaskólans við Hamrahlíð, dags. 30. mars 2007, sem hér fylgir með í ljósriti. Til svars kærunni skal upplýst að könnun á skjalasafni ráðuneytisins hefur ekki leitt í ljós skjöl eða gögn, „?sem varða ósk og ákvörðun um að Menntaskólinn við Hamrahlíð geti farið fram á að nemandi nái að lágmarki 10 einingum á önn til að færast yfir á næstu önn.“</p> <p>Sem fyrr segir barst úrskurðarnefndinni síðan þann 19. desember 2007 afrit af bréfi menntamálaráðuneytisins til kæranda, dags. 5. sama mánaðar. Með því bréfi hafði kæranda jafnframt verið afhent afrit af bréfi menntamálaráðuneytisins til Menntaskólans í Hamrahlíð, dags. 30. mars 2007.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong><br /> Eins og fram er komið hafði menntamálaráðuneytið ekki afgreitt beiðni kæranda um aðgang að gögnum þegar kæra máls þessa barst úrskurðarnefndinni. Ráðuneytið hafði enn ekki afgreitt beiðnina þegar bréf nefndarinnar, dags. 6. nóvember 2007, barst því. Í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar, dags. 15. nóvember 2007, kemur fram að könnun á skjalasafni ráðuneytisins hafi ekki leitt í ljós að til væru skjöl eða gögn sem féllu undir þá beiðni um upplýsingar sem kærandi beindi til ráðuneytisins.</p> <p>Jafnframt liggur fyrir að með bréfi, dags. 5. desember 2007, var kæranda afhent afrit af bréfi menntamálaráðuneytisins til skólameistara Menntaskólans í Hamrahlíð, dags. 30. mars sama ár. Kom sérstaklega fram í bréfi ráðuneytisins til kæranda að athugun á framkvæmd framhaldsskóla á ákvæðum 7. kafla aðalnámskrár, sem lýst væri í umræddu bréfi til skólameistara Menntaskólans við Hamrahlíð hefði ekki verið hrint í framkvæmd. Kæmi það meðal annars til af því að menntamálaráðherra hefði lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um framhaldsskóla og væri fyrirsjáanlegt að við framkvæmd þeirra myndu námskrár fyrir framhaldsskóla verða endurskoðaðar.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Samkvæmt framangreindu verður að ganga út frá því að nú liggi fyrir ákvörðun mennta¬málaráðu¬neytisins varðandi upplýsingabeiðni kæranda frá 18. október 2007 og að sú ákvörðun hafi verið birt honum. Ákvörðun ráðuneytisins lá ekki fyrir innan þess frests sem tilgreindur er í 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, og þá bera gögn málsins ekki með sér að ráðuneytið hafi sent kæranda sérstakar tilkynningar þar sem greint var frá ástæðum fyrir töfum við meðferð málsins. Þessi framkvæmd ráðuneytisins er ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996. Hér skal þess einnig getið að samkvæmt gögnum málsins virðist ráðuneytið ekki hafa gætt að því við afgreiðslu á beiðni kæranda að taka sérstaka og skýra ákvörðun í máli hans og birta honum hana síðan með skriflegum hætti, sbr. 13. gr. upplýsingalaga. Með því hins vegar að kæranda hefur borist afrit af umsögn ráðuneytisins, dags. 15. nóvember 2007, til úrskurðarnefndarinnar og í ljósi bréfs, dags. 5. desember, sem ráðuneytið ritaði kæranda verður að telja, eins og atvikum þessa sérstaka máls er háttað, að ráðuneytið hafi orðið við ósk kæranda um upplýsingar.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur yfirfarið gögn málsins. Meðal annars kallaði hún eftir og yfirfór afrit gagna í tilteknu stjórnsýslumáli sem verið hafði til meðferðar í ráðuneytinu. Kannað var hvort í þeim gögnum væru upplýsingar um ósk eða ákvörðun varðandi það hvort Menntaskólinn við Hamrahlíð gæti farið fram á að nemandi næði að lágmarki 10 einingum á önn til að færast yfir á næstu önn.</p> <p>Kæranda hefur verið afhent afrit af bréfi ráðuneytisins til skólameistara Menntaskólans við Hamrahlíð, dags. 30. mars 2007. Ekkert í máli þessu bendir til þess að ástæða sé til að efast um þá fullyrðingu menntamálaráðuneytisins að í skjalasafni þess sé ekki að finna önnur skjöl eða gögn sem fallið geti undir beiðni kæranda.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Þá segir í 7. gr. laganna að eigi ákvæði 4.-6. gr. aðeins við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins.</p> <p>Þau gögn sem fyrir liggja og falla undir beiðni kæranda hefur menntamalaráðuneytið nú afhent honum. Af skýringum ráðuneytisins í máli þessu leiðir að önnur gögn sem fallið geta undir beiðni kæranda liggja ekki fyrir í skjalasafni þess.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Samkvæmt framangreindu hefur menntamálaráðuneytið fallist á beiðni kæranda að fullu. Frekari gögn en þau sem aðgangur hefur þegar verið veittur að og fallið geta undir upplýsingabeiðni kæranda, eru ekki fyrirliggjandi hjá menntamálaráðuneytinu. Ber því að vísa kærunni frá.</p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Kæru [...] á hendur menntamálaráðuneytinu, dags. 5. nóvember 2007, er vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 275/2008 Úrskurður frá 26. febrúar 2008 | Kærð var sú ákvörðun stjórnar Persónuverndar að hafna beiðni kæranda um að látið verði hjá líða að birta á heimasíðu Persónuverndar ákvörðun stjórnar stofnunarinnar nr. [X]. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Frávísun | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 26. febrúar 2008 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-275/2008.</p> <p><br /> <strong>Kæruefni og málsmeðferð</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 20. desember 2007, kærði [...] ákvörðun stjórnar Persónuverndar frá 10. s.m. að hafna beiðni kæranda um að látið verði hjá líða að birta á heimasíðu Persónuverndar ákvörðun stjórnar stofnunarinnar nr. [X] um að [...]. Í kæru gerir kærandi jafnframt þá kröfu að úrskurðarnefndin beini þeim fyrirmælum til Persónuverndar að ákvörðunin verði fjarlægð af heimasíðu Persónuverndar nú þegar, a.m.k. þar til endanleg niðurstaða hafi fengist í málinu fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Til vara er þess krafist að nánar tiltekin gögn og upplýsingar verði felld út úr umræddri ákvörðun stjórnar Persónuverndar. Þá er gerð krafa um það, falli úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál kæranda í óhag, að réttaráhrifum úrskurðarins verði frestað með vísan til 2. mgr. 17. gr., sbr. 18. gr. laga nr. 50/1996, þar sem kærandi muni bera úrskurðinn undir dómstóla.</p> <p>Með bréfi, dags. 21. desember 2007, var kæran var kynnt Persónuvernd og henni veittur frestur til 4. janúar 2008 til að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Með tölvubréfi dags. þann dag óskaði Persónuvernd eftir frekari fresti til þess að verða við erindi nefndarinnar og var veittur frestur til 9. sama mánaðar. Umsögn Persónuverndar barst nefndinni með bréfi, dags. 7. janúar sl.. Lögmanni kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn Persónuverndar með bréfi, dags. 11. janúar sl., og honum veittur frestur til 18. janúar sl. Með bréfi, dags. 21. janúar, var veittur frekari frestur til 28. sama mánaðar. Athugasemdir bárust nefndinni þann 28. janúar sl. Með bréfi, dags. 29. janúar fékk Persónuvernd frest til 5. febrúar sl. til þess að gera athugasemdir við umsögn kæranda. Umsögn Persónuverndar barst þann 6. febrúar sl. og var kæranda gefinn kostur á að gera athugasemdir til 14. febrúar sl. Athugasemdir hans bárust með bréfi, dags. 12. þess mánaðar.</p> <p>Nefndarmaðurinn, Trausti Fannar Valsson, er vanhæfur til meðferðar þessa máls, sbr. 6. tölul. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og tók varamaður hans, Símon Sigvaldason, því sæti í nefndinni.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p><strong>1.<br /> </strong>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfum frá 28. og 29. nóvember sl. óskaði kærandi eftir því við Persónuvernd að látið yrði hjá líða að birta ákvörðun stjórnar Persónuverndar nr. [X] á heimasíðu stofnunarinnar, en sú ákvörðun fól í sér [...]. Í bréfi Persónuverndar til kæranda, dags. 30. nóvember 2007, segir að með vísan til 7. tölul. 3. mgr. 37. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, telji stofnunin að almennt beri að birta þær ákvarðanir sem teknar séu á hennar vegum. Þá beri til þess að líta að samkvæmt  upplýsingalögum nr. 50/1996 sé almenningi heimill aðgangur að gögnum í stjórnsýslumálum. Í bréfinu segir enn fremur svo: „Í samræmi við nútímavenjur í stjórnsýslu hefur Persónuvernd, líkt og aðrar opinberar stofnanir, tíðkað að nota heimasíðu sína til þess að birta ákvarðanir sínar og telur stofnunin að mjög sérstakar ástæður verði að koma til þess að grundvallarákvörðunum hennar sé haldið leyndum fyrir almenningi.“ Í niðurlagi bréfs Persónuverndar kemur síðan fram að umrædd ákvörðun verði birt nema ljóst sé að einhver efnisatriði í henni falli undir eitthvert af undanþáguákvæðum 4., 5. og 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í bréfi til Persónuverndar, dags. 10. desember sl., rökstuddi kærandi kröfu sína frekar m.a. með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, en þar er m.a. mælt fyrir um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> <p>Á fundi 10. desember 2007 hafnaði stjórn Persónuverndar  umræddri kröfu kæranda. Í samræmi við það var ákvörðun stjórnar Persónuverndar nr. [X] birt á heimasíðu stofnunarinnar 12. sama mánaðar.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í kæru til úrskurðarnefndarinnar bendir kærandi sérstaklega á að í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segi það eitt að heimilt sé að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Hið sama gildi um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Segir í kærunni að það sé afstaða kæranda að af þessu orðalagi verði „ekki gagnályktað á þann veg að ekki sé hægt að kæra aðrar ákvarðanir sem stjórnvald byggir á grundvelli ákvæða upplýsingalaga nr. 50/1996 eins og í þessu máli, þar sem umbj. okkar hefur af því mikla hagsmuni að geta borið undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál þá ákvörðun stjórnvalds að synja beiðni um að hjá verði látið líða að birta gögn sem falla undir ákvæði 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“  Kærandi telur að orðalag lagagreinarinnar gangi þar með lengra en umsögn í greinargerð með lögunum.</p> <p>Í umsögn Persónuverndar til úrskurðarnefndarinnar, dags. 7. janúar sl., kemur fram sú afstaða að ákvörðun stjórnar Persónuverndar verði ekki kærð til úrskurðarnefndarinnar þar sem valdsvið hennar afmarkist við að taka til meðferðar synjun stjórnvalds um aðgang að tilteknum gögnum með vísan til 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996</p> <p>Kærandi tekur fram í bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 28. janúar 2008, að hann telji sig hafa sýnt fram á að þeir hagsmunir hans að trúnaðarupplýsingar verði ekki birtar á heimasíðu Persónuverndar vegi mun þyngra en hagsmunir Persónuverndar að birta ákvörðunina í heild sinni, m.a. vegna þess að í ákvörðuninni séu birtar upplýsingar sem ekki virðist liggja til grundvallar hinni efnislegu ákvörðun Persónuverndar á grundvelli laga nr. 77/2000.</p> <p>Í umsögn Persónuverndar frá 4. febrúar sl. er ítrekað það sjónarmið stofnunarinnar er fram kom í umsögn, dags. 7. janúar sl., og jafnframt vísað til úrskurða úrskurðarnefndar upplýsingamála um valdmörk hennar, m.a. úrskurð, dags. 10. júní 2005, í máli nr. A-208/2005. Einnig er vísað til úrskurðar nefndarinnar í málum nr. A-210/2005, nr. A-239/2007, nr. A-250/2007 og nr. A-251/2007.  </p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Samkvæmt framangreindu lýtur kæra máls þessa að þeirri ákvörðun stjórnar Persónuverndar  frá 10. desember að hafna beiðni kæranda um að látið verði hjá líða að birta á heimasíðu Persónuverndar ákvörðun stjórnar stofnunarinnar nr. [X]. Til vara að tiltekin gögn og upplýsingar, sem lýst er nánar í kæru, verði fjarlægðar og felldar út úr ákvörðun nr. [X] á heimasíðu Persónuverndar. Falli úrskurður úrskurðarnefndar upplýsingamála kæranda í óhag er þess krafist að réttaráhrifum ákvörðunar verði frestað með vísan til 2. mgr. 17. gr., sbr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá er og þess krafist í kæru að úrskurðarnefndin beini þeim fyrirmælum til Persónuverndar að ákvörðun nr. [X] verði fjarlægð nú þegar af heimasíðu stofnunarinnar, a.m.k. þar til endanleg niðurstaða nefndarinnar liggi fyrir.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Þá leiðir það ennfremur af 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, eins og þeim var breytt með 2. gr. laga nr. 161/2006, að sá sem fer fram á aðgang að gögnum getur annað hvort afmarkað beiðni sína við tiltekin gögn máls eða gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.</p> <p>Eins og lýst er í málavöxtum var kæranda ekki synjað um aðgang að tilteknum gögnum, heldur var synjað þeirri kröfu hans að ákvörðun stjórnvalds í máli hans yrði ekki birt á heimasíðu þess. Heimild í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga til að kæra ákvörðun stjórnvalds til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er skýrt afmörkuð við synjun stjórnvalds um aðgang gögnum. Synjun stjórnvalds á kröfu um að tilteknar upplýsingar eða gögn verði ekki birt eða að slík birting verði takmörkuð að einhverju leyti fellur augljóslega utan þeirrar afmörkunar. Af því leiðir að slík ákvörðun verður ekki borin undir úrskurðarnefndina. Með vísan til þessa ber að vísa frá úrskurðarnefndinni kæru á ákvörðun stjórnar Persónuverndar frá 10. desember 2007 í máli kæranda þar sem hafnað var kröfu um að látið yrði hjá líða að birta ákvörðun stjórnarinnar nr. [X] á heimasíðu stofnunarinnar. Af framangreindri skýringu á kæruheimild í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga leiðir að það er ekki á valdsviði úrskurðarnefndarinnar að taka efnislega afstöðu til annarra krafna sem kærandi hefur haft uppi og ber því einnig að vísa þeim frá kærunefndinni.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Kæru [...] frá 20. desember 2007 er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p><br />                                            Símon Sigvaldason                                         Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A 272/2007 Úrskurður frá 21. desember 2007 | Kærð var synjun Hafnarfjarðarbæjar á beiðni um aðgang að tilteknu skjali með upplýsingum um álögð gjöld vegna framkvæmda á lóðinni [X] í sveitarfélaginu. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Mikilvægir almannahagsmunir vegna öryggis- eða varnarmála. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 21. desember 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-272/2007.</p> <p><br /> <strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með kæru, dags. 5. nóvember 2007, kærði [...] synjun Hafnarfjarðarbæjar á beiðni hans um aðgang að tilteknu skjali með upplýsingum um álögð gjöld vegna framkvæmda á lóðinni [X] í sveitarfélaginu.</p> <p>Með bréfi, dags. 7. nóvember 2007, var kæran kynnt Hafnarfjarðarbæ. Umsögn sveitarfélagsins barst nefndinni með bréfi, dags. 15. nóvember sama ár. Fylgdi henni, auk annarra gagna, afrit af því skjali sem beiðni kæranda beinist að. Kæranda var með bréfi, dags. 19. nóvember 2007, veittur frestur til 29. sama mánaðar til að tjá sig um umsögn Hafnarfjarðarbæjar. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 28. nóvember 2007.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þau að með beiðni, dags. 22. október 2007, óskaði kærandi eftir aðgangi að tilteknu skjali með upplýsingum um álögð gjöld Hafnarfjarðarbæjar vegna framkvæmda á lóðinni [X] í Hafnarfirði. Í beiðninni kom nánar tiltekið fram að farið væri fram á afrit af skjali vegna framkvæmda á framangreindri lóð, sem væri sambærilegt við ljósrit af skjali sem fylgdi kærunni en laut að álagningu gjalda vegna framkvæmda á annarri lóð í sveitarfélaginu.</p> <p>Af gögnum málsins sést að beiðni kæranda lýtur að skjali sem Hafnarfjarðarbær gaf út 25. september 2007 vegna umsóknar um leyfi til að stækka hús á lóðinni og byggja þar nýja bílageymslu. Kemur fram í skjalinu að skipulags- og byggingarfulltrúi bæjarins samþykki umsóknina auk þess sem þar eru tilgreind tiltekin gjöld er gera þarf skil á til sveitarfélagsins áður en heimilt er að hefja framkvæmdir.</p> <p>Hafnarfjarðarbær synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 24. október 2007, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í umsögn Hafnarfjarðarbæjar til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að beiðnin hafi verið metin svo að hún tæki til gagns er varðaði fjárútlát einstaklings til sveitarfélagsins vegna framkvæmda og teldist því til fjárhagsmálefna einstaklings sem sanngjarnt væri að færu leynt. Segir jafnframt í umsögninni að kærandi geti kynnt sér gjaldskrár sem gjaldtakan byggist á, en þær séu aðgengilegar á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Með umsögn Hafnarfjarðarbæjar, dags. 15. nóvember 2007, barst nefndinni m.a. afrit af því skjali sem beiðni kæranda lýtur að. Er þar getið um fjárhæðir tiltekinna gjalda sem greiða þurfi sveitarfélaginu áður en heimilt er að hefja þær framkvæmdir á lóðinni sem sótt hafði verið um.<br /> Meginregla upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum hjá stjórnvöldum kemur fram í 3. gr. laganna. Sá upplýsingaréttur sem þar er kveðið á um sætir takmörkunum samkvæmt nánari fyrirmælum 4.-6. gr. upplýsingalaga. Í máli þessu reynir á hvort þær upplýsingar sem fram koma á umræddu skjali teljist upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. laganna.<br /> Eins og fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-236/2006 verður ekki talið að upplýsingar um það hvort einstaklingur, lögaðili eða opinber aðili hafi fengið útgefið leyfi til byggingar íbúðarhúsnæðis eða húsnæðis fyrir starfsemi sína samkvæmt framlögðum teikningum séu þess eðlis að þær skuli fara leynt skv. 5. eða 6. gr. upplýsingalaga. Öryggishagsmunir opinberra aðila, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geta leitt til þess að takmarka beri aðgang almennings að upplýsingum um opinberar byggingar vegna þeirrar starfsemi sem þar á sér stað. Ljóst er að það sama getur átt við um fyrirtæki og lögaðila sem reka þannig starfsemi að eðlilegt og sanngjarnt sé að aðgangur almennings að upplýsingum um innra skipulag bygginga þeirra sé takmarkaður. Sömu sjónarmið geta einnig átt við um íbúðarhúsnæði einstaklinga, enda hafi einstaklingur tilefni til þess ætla að öryggi hans sé betur tryggt með því að takmarkaður sé aðgangur almennings að upplýsingum um innra skipulag heimilis hans. Þá er ekki útilokað að einstakar upplýsingar um persónu manns eða fjölskylduhagi, sem fram koma í slíkum gögnum, geti verið með þeim hætti að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt.<br /> Samkvæmt fyrri málslið 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það myndi takmarka mjög upplýsingaréttinn ef allar upplýsingar, sem snerta einkahagsmuni einstaklinga væru undanþegnar. Er þeirri stefnu fylgt að láta meginregluna um upplýsingarétt taka til slíkra upplýsinga en með þeim takmörkunum sem gera verður m.a. til að tryggja friðhelgi einkalífs, sbr. 5. gr. Upplýsingarétturinn verður almennt ekki takmarkaður samkvæmt ákvæðinu nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingarnar eru veittar.<br /> Það skjal sem hér um ræðir inniheldur aðeins upplýsingar um álögð gjöld vegna umsóknar um tilteknar framkvæmdir á lóðinni [X] í Hafnarfirði. Eins og rakið var hér að framan hefur ekki verið talið að upplýsingar um það hvort einstaklingur, lögaðili eða opinber aðili hafi fengið útgefið leyfi til byggingar íbúðarhúsnæðis eða húsnæðis fyrir starfsemi sína samkvæmt framlögðum teikningum séu þess eðlis að þær skuli fara leynt skv. 5. eða 6. gr. upplýsingalaga. Almennt verður heldur ekki séð að upplýsingar um fermetrafjölda, eða rúmmál bygginga séu þess eðlis að þær skuli leynt fara á grundvelli þeirra ákvæða, nema sérstök sjónarmið komi til, sbr. framangreint. Þau gjöld sem tilgreind eru á því skjali sem beiðni kæranda lýtur að byggjast á gjaldskrám Hafnarfjarðarbæjar vegna yfirferða á uppdráttum og úttektum vegna byggingarframkvæmda og byggingarleyfisgjöldum. Síðastgreinda gjaldtakan tekur samkvæmt gjaldskrá bæjarins mið af rúmmáli þeirra bygginga sem um ræðir. <br /> Með vísan til atvika máls þessa og framlagðra gagna verður ekki talið að upplýsingar þær sem fram koma á umbeðnu skjali séu þess eðlis að rétt sé að takmarka aðgang að þeim á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Hafnarfjarðarbæ ber því að veita kæranda afrit af umbeðnu skjali.</p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Hafnarfjarðarbær skal veita kæranda, [...], aðgang að skjali, útgefnu 25. september 2007, sem inniheldur upplýsingar um álögð gjöld vegna leyfis fyrir stækkun á húsi og byggingu nýrrar bílageymslu á lóðinni [X] í Hafnarfirði.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson,<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p>                                              Sigurveig Jónsdóttir                                     Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 274/2007 Úrskurður frá 21. desember 2007 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins á beiðni um aðgang að verðmati á ríkisjörðinni [X]. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Mikilvægir almannahagsmunir vegna viðskipta. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 21. desember 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-274/2007.</p> <p><br /> <strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með kæru, sem barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál 8. nóvember 2007, kærði [...], synjun landbúnaðarráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að verðmati á ríkisjörðinni [X].</p> <p>Með bréfi, dags. 14. nóvember 2007, var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu. Umsögn þess barst nefndinni með bréfi, dags. 20. nóvember, ásamt afriti af því verðmati sem beiðni kæranda lýtur að. Kæranda var með bréfi, dags. 29. nóvember, veittur frestur til 12. desember til að tjá sig um umsögn ráðuneytisins. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfi, dags. 4. desember sl.</p> <p>Með bréfi, dags. 29. nóvember 2007, fór nefndin þess jafnframt á leit við landbúnaðarráðuneytið að það léti nefndinni í té afrit af upphaflegri beiðni kæranda og synjun ráðuneytisins. Umbeðin gögn bárust með bréfi ráðuneytisins, dags. 3. desember sl.</p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt framlögðum gögnum eru málsatvik í stuttu máli þau að 1. október 2007 sendi kærandi tölvupóst til landbúnaðarráðuneytisins þar sem fram kom að hann væri að reyna að „...grafa upp gamalt verðmat á ríkisjörðinni [X].“ Kemur enn fremur fram í tölvupóstinum að kæranda minni að matið hafi farið fram um mitt ár 2003. Kærandi fyllti 3. desember 2007 út þar til gert eyðublað landbúnaðarráðuneytisins þar sem formlega var farið fram á aðgang að umræddu verðmati.</p> <p>Ráðuneytið synjaði kæranda um framangreinda beiðni með bréfi, dags. 9. október 2007. Í bréfinu er synjunin rökstudd með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og tilvísun til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum A-12/1997 og A-34/1997.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins í málinu kemur ennfremur fram að verðmat á jörðinni [X] hafi verið unnið af Ríkiskaupum fyrir beiðni landbúnaðarráðuneytisins í kjölfar þess að sveitarfélagið Skagafjörður óskaði eftir viðræðum við ráðuneytið um kaup á jörðinni í nóvember 2003. Í þágildandi jarðalögum nr. 65/1976 hafi verið heimilað að selja sveitarfélögum jarðir án auglýsingar enda mælti jarðanefnd með sölunni. Jarðanefnd Skagafjarðarsýslu hefði lýst sig meðmælta kaupunum með bréfi, dags. 18. desember 2003, og í framhaldi af því hefði verið óskað verðmats Ríkiskaupa. Verðmatið hefði legið fyrir með skoðunar- og matsskýrslu, dags. 30. maí 2005. Í júní 2005 hefði ráðuneytið sent sveitarfélaginu matsskýrsluna.</p> <p>Í skýringum ráðuneytisins kemur fram að af kaupum hafi enn ekki orðið en ekki sé útilokað að svo verði, enda sé viðræðum ekki formlega lokið. Matsskýrslan sé fyrst og fremst trúnaðargagn og vinnugagn í viðskiptum ráðuneytisins og sveitarfélagsins. Ráðuneytið vísar í umsögn sinni til þess að verði af sölu jarðarinnar [X] verði litið til verðmatsins, að teknu tilliti til athugasemda sem kunni að verða gerðar við það, svo og við ákvörðun lágmarksverðs, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 206/2003, um ráðstöfun eigna ríkisins. Mikilvægt sé að mati ráðuneytisins að upplýsingum um verðmat í skýrslum Ríkiskaupa til ráðuneytisins sé haldið utan upplýsingaskyldu stjórnvalda enda byggi regluverk um ákvörðun á lágmarksverði á sjónarmiðum um forsvaranlega meðferð ríkiseigna við sölu þeirra eigna. Þá áréttar ráðuneytið fyrri tilvísun til úrskurða úrskurðarnefndarinnar í málum A-12/1997 og A-34/1997 og þeirrar afstöðu að umbeðið skjal feli í sér upplýsingar sem séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 4. desember sl. Vísar hann þar meðal annars til þess að umbeðið gagn teljist ekki vinnuskjal, enda hafi það verið sent þriðja aðila. Þá varði skjalið ekki einka- eða almannahagsmuni. Tekur kærandi fram að hann telji vandséð hvaða hagsmunum sé ógnað, svo að réttlæta megi að verðmat ríkis á ríkiseignum til ákvörðunar á lágmarksverði við útboð skuli undanþegið upplýsingaskyldu, eða hvernig það megi tryggja betur forsvaranlega meðferð á ríkiseignum.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.<br /> </strong>Í máli þessu liggur fyrir verðmat Ríkiskaupa á ríkisjörðinni [X], dags. 30. maí 2005. Landbúnaðarráðuneytið hefur byggt synjun á aðgangi að skjalinu á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Efnislega verður jafnframt að skilja umsögn ráðuneytisins í máli þessu svo að það telji mikilvægt að upplýsingum um verðmat í skýrslum Ríkiskaupa til ráðuneytisins verði haldið utan upplýsingaskyldu stjórnvalda, enda byggi regluverk um ákvörðun á lágmarksverði á sjónarmiðum um forsvaranlega meðferð ríkiseigna við sölu þeirra sem aftur megi segja að byggi á sjónarmiðum einkaréttar. Sýnist í þessum röksemdum ráðuneytisins felast sú afstaða að verði umrætt verðmat gert aðgengilegt almenningi á grundvelli upp¬lýsingalaga kunni það að skaða hagsmuni hins opinbera við mögulega sölu á ríkisjörðinni [X].</p> <p> </p> <p><strong>2.<br /> </strong> Samkvæmt síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tilvitnað ákvæði skýrt svo að „... óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“ <br /> Í umsögn sinni hefur landbúnaðarráðuneytið vísað til úrskurða úrskurðarnefndarinnar í málum A-12/1997 og A-34/1997. Í fyrri úrskurðinum var lýst þeirri afstöðu nefndarinnar að kæmu ríki eða sveitarfélög fram eins og hverjir aðrir einkaaðilar við kaup og sölu fasteigna og lausafjár væru upplýsingar um kaup- og söluverð, svo og upplýsingar um greiðsluskilmála, þess eðlis að sanngjarnt væri og eðlilegt að þær færu leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga. Í síðari úrskurðinum, í máli A-34/1997, er lýst sambærilegri afstöðu úrskurðarnefndarinnar, að því viðbættu að hafa beri í huga „... að ákvæðum greinarinnar [sé] ætlað að koma í veg fyrir að veittar séu upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni nafngreindra einstaklinga eða lögaðila.“ Í báðum þessum málum reyndi á rétt almennings til aðgangs að upplýsingum varðandi kaup og sölu jarða í eigu ríkisins. Í fyrra málinu reyndi á rétt til aðgangs að gögnum hjá landbúnaðarráðuneytinu vegna kaupa ríkisins á fasteignum á tilteknum ríkisjörðum á tilteknu árabili. Í síðara málinu reyndi á rétt til aðgangs að útboðsskilmálum vegna sölu tiltekinnar jarðar, svo og afritum allra kauptilboða sem bárust og afrits þess kaupssamnings sem gerður var.<br /> Atvik í tilvitnuðum málum eru ekki sambærileg atvikum í því máli sem hér er til úrlausnar. Gögn þau sem krafist var aðgangs að í málum A-12/1997 og A-34/1997 fólu, a.m.k. að einhverju leyti, í sér upplýsingar um þá einstaklinga eða aðra einkaaðila sem leituðu eftir eða gerðu samninga við hið opinbera vegna þeirra jarða sem um ræddi, og var leyst úr umræddum málum á þeim grundvelli. Það skjal sem beiðni kæranda í þessu máli lýtur að inniheldur engar samsvarandi upplýsingar um mögulega viðsemjendur hins opinbera komi til sölu eða annarrar ráðstöfunar jarðarinnar [X].<br /> Með hliðsjón af því að í ákvæði 5. gr. upplýsingalaga eru teknar upp takmarkanir sem upplýsingaréttur almennings sætir í þágu einkahagsmuna einstaklinga, fyrirtækja og annarra lögaðila, verður ekki séð að synjun á aðgangi að verðmati Ríkiskaupa á jörðinni [X] verði á henni byggð, enda koma engar upplýsingar fram í skjalinu um slíka aðila.</p> <p> </p> <p><strong>3.<br /> </strong>Ráðuneytið hefur í máli þessu lagt áherslu á að það kunni að skaða hagsmuni hins opinbera við sölumeðferð jarðarinnar [X] verði verðmat á henni gert opinbert. Samkvæmt framangreindu verður ekki fallist á þá afstöðu ráðuneytisins að synjun á beiðni kæranda í máli þessu geti byggst á 5. gr. upplýsingalaga. Hér þarf engu að síður, eins og atvikum er háttað og með hliðsjón af þeim röksemdum sem landbúnaðarráðuneytið hefur haldið fram í málinu, að taka afstöðu til þess hvort aðgangur að umbeðnum upplýsingum gæti skaðað hagsmuni hins opinbera vegna mögulegrar sölu jarðarinnar. Með vísan til þessa, og atvika málsins að öðru leyti, reynir hér á það álitaefni hvort beiðni um aðgang að umbeðnu verðmati á jörðinni [X] verði synjað á grundvelli 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga. Önnur ákvæði 4.-6. gr. upplýsingalaga koma hér ekki til skoðunar.<br /> Samkvæmt 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang að gögnum vegna tiltekinna almannahagsmuna. Segir í 1. mgr. greinarinnar að heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum þegar „mikilvægir almannahagsmunir krefjist“, enda hafi þau að geyma upplýsingar um atriði sem upp eru talin í tölul. 1-5. Í 3. tölul. ákvæðisins kemur fram að á þessum grundvelli sé heimilt að synja um aðgang að gögnum innihaldi þau upplýsingar um „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra“. Segir í skýringum við ákvæði þetta í frumvarpi því sem síðan varð að upplýsingalögum að meginsjónarmiðið að baki ákvæðisins sé „... að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr.“ Jafnframt segir þar eftirfarandi um skýringu þessa ákvæðis: „Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína.“<br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni skoðunar- og matsskýrslu Ríkiskaupa, vegna jarðarinnar [X], dags. 30. maí 2005. Þar er í stuttu máli lýst landi jarðarinnar, byggingum og landgæðum, auk þess sem þar kemur fram áætlað mat Ríkiskaupa á verðmæti hennar. Þær upplýsingar sem þar koma fram gætu mögulega haft einhver áhrif á fjárhæð þeirra tilboða sem fram kæmu í jörðina yrði hún boðin til sölu á almennum markaði, sem reyndar stóð ekki til þegar matið fór fram. Við framkvæmd upplýsingalaga hefur á hinn bóginn almennt verið út frá því gengið að almenningur eigi ríkari rétt til aðgangs að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna heldur en upplýsingum er varðað geta viðskipti milli einkaaðila, sbr. fyrri úrskurði úrskurðarnefndar, t.d. í máli A-234/2006. Þá hefur úrskurðarnefndin í úrskurðum sínum, þar sem fjallað hefur verið um aðgang að samningum um kaup opinberra aðila á þjónustu eða vöru hjá einkaaðilum eða að gögnum um undirbúning slíkra samninga, vísað til þess að skýra beri takmarkanir á upplýsingarétti almennings sbr. 3. gr. upplýsingalaga þröngt, þ. á m. reglurnar í 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. þeirra laga, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-206/2005, A-168/2004 og A/133/2001. Samkvæmt skýringum landbúnaðarráðuneytisins eru viðræður við sveitarfélagið Skagafjörð um kaup jarðarinnar [X] enn í gangi. Sölumeðferð á almennum markaði hefur ekki verið hafin, þó vera kunni að leitast verði við að selja jörðina með þeim hætti.<br /> Verðmatið sem hér um ræðir var gert í tilefni fyrirhugaðra viðskipta tveggja opinberra aðila, ríkisins og sveitarfélagsins Skagafjarðar. Upplýsingalögin taka til beggja þessara aðila samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna. Landbúnaðarráðuneytið hefur bent á að til verðmatsins verði litið þegar lágmarksverð jarðarinnar verði ákveðið í samræmi við 4. gr. reglugerðar nr. 206/2003 um ráðstöfun eigna ríkisins, en það verður að skilja svo að það lágmarksverð gæti orðið annað en verð samkvæmt mati Ríkiskaupa sem fram fór fyrir rúmlega 30 mánuðum. Líta verður til þess að aldur verðmatsins hefur eðli máls samkvæmt áhrif á það hversu ríkir hagsmunir hins opinbera eru af því að almenningi verði ekki veittur aðgangur að því. Þótt hugsanlegt sé, eins og fyrr segir, að upplýsingar um verðmatið gætu einhver áhrif haft á verð það sem fengist fyrir jörðina [X] yrði hún seld verður engan veginn talið að hagsmunir ríkisins af því að halda verðmatinu leyndu af þeim sökum geti komið í veg fyrir að landbúnaðarráðuneytinu sé skylt að veita kæranda aðgang að verðmatinu. Verður þannig ekki á það fallist að heimilt sé að synja um aðgang að skýrslunni með vísan til 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>4.<br /> </strong>Þegar það er virt sem að framan er rakið er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú að landbúnaðar¬ráðuneytinu beri að veita kæranda aðgang að umræddu skjali. Samkvæmt þessu er fallist á kröfu kæranda.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Landbúnaðarráðuneytinu ber að veita kæranda, [...], aðgang að skoðunar- og matsskýrslu Ríkiskaupa, dags. 30. maí 2005, vegna jarðarinnar [X], nú sveitarfélaginu Skagafirði.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p>                                               Sigurveig Jónsdóttir                                    Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 271/2007 Úrskurður frá 18. desember 2007 | Kærð var synjun Reykjavíkurborgar á beiðni kæranda um aðgang að staðfestri launaáætlun og/eða afriti af launaáætlun, sem nefnd hefði verið við kæranda og honum sýnd í atvinnuviðtali. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Tilgreining máls eða gagna í máli. Frávísun.
| <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p></p> <p>Hinn 18. desember 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu A-271/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með kæru, dags. 31. október 2007, kærði [...], synjun Reykjavíkurborgar á beiðni hans um aðgang að staðfestri launaáætlun og/eða afriti af launaáætlun, sem nefnd hefði verið við kæranda og honum sýnd í atvinnuviðtali [...] vegna starfs [...] hjá [X-sviði] Reykjavíkur.</p> <p>Með bréfi, dags. 5. nóvember 2007, var kæran kynnt Reykjavíkurborg. Umsögn [X-sviðs] Reykjavíkur barst nefndinni með bréfi, dags. 17. nóvember sama ár. Kæranda var með bréfi, dags. 29. nóvember 2007, veittur frestur til 12. desember 2007 til að tjá sig um umsögn borgarinnar. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfi, dags. 11. desember sama ár.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt framlögðum gögnum eru málsatvik í stuttu máli þau að 13. ágúst 2007 lagði kærandi fram umsókn um starf [...] hjá [X-sviði] Reykjavíkur. Atvinnuviðtal við kæranda vegna umsóknarinnar fór fram [...]. Kærandi fékk ekki starfið.</p> <p>Með tölvupósti 12. október 2007 fór kærandi þess á leit við [X-svið] Reykjavíkur að fá launaáætlun, sem nefnd hefði verið við hann í starfsviðtali [...], staðfesta. Var sú beiðni ítrekuð af hans hálfu með tölvupósti til yfirlögfræðings sviðsins 16. október 2007, og þar vísað til stuðnings beiðninni til ákvæða 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Svar yfirlögfræðingsins barst kæranda með tölvupósti 29. október 2007. Kemur þar fram að ekki sé unnt að verða við beiðni um staðfestingu á launaáætlun sem nefnd hefði verið í tilvísuðu atvinnuviðtali. Ekki séu útbúnar launaáætlanir fyrir þá aðila sem ekki séu ráðnir í starf. Þá er tekið fram í svarinu að vandséð sé hvernig 15. gr. stjórnsýslulaga, um upplýsingarétt, geti átt við um umrætt tilvik þar sem ekki sé um það að ræða að nein slík gögn hafi verið lögð fram í starfsviðtalinu. Hið sama gildi jafnvel enn frekar um tilvísun til ákvæða upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Ekki virðist um það deilt að í atvinnuviðtali við kæranda hafi legið frammi umsóknargögn þau sem kærandi lagði fram með umsókn sinni. Auk þess kemur fram í kæru að honum hafi í viðtalinu verið sýnd launaáætlun vegna starfs [...] þar sem fram hafi komið að fyrir 100% starf [...] hjá [X-sviði] Reykjavíkur væru áætluð mánaðarlaun [...] u.þ.b. 180.000 kr., í ljósi menntunar kæranda sem guðfræðings frá guðfræðideild Háskóla Íslands, sem og lögbundinnar kandidatsþjálfunar hans. Í minnispunktum sem fylgdu umsögn [X-sviðs] Reykjavíkur kemur á hinn bóginn fram að blað með launatöflu kjarasamnings Starfsmannafélags Reykjavíkur hafi verið í gögnum þeirra sem tóku viðtalið og að það hafi verið tekið fram þegar rætt var um launamál starfs [...]. Í umræddum minnispunktum kemur enn fremur fram að kæranda hafi verið sýnd launatafla Starfsmannafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar en ekki launaáætlun.</p> <p>Í athugasemdum kæranda vegna umsagnar [X-sviðs] kemur fram að beiðni hans lúti ekki að sérútbúinni launaáætlun fyrir hann. Þvert á móti sé það tilgangur beiðninnar að fá „fyrirhuguð nefnd laun, sem koma fram á [...] launatöflu/lista, staðfest skriflega og/eða afrit af viðkomandi launatöflu/lista, sem felur í sér staðfest afrit, með stimpli stofnunarinnar og dagsetningu, og merkt með áherslupenna við hin fyrirhuguðu laun, sem nefnd voru við kæranda og voru að finna á fyrrnefndri launatöflu/lista, sem kæranda var sýnd í atvinnuviðtalinu þann [...]...“. Segir síðar í athugasemdum kæranda að beiðni hans lúti að því að fá annað tveggja: „Skriflega staðfestingu á hinum fyrirhuguðu launum, sem finna má á launatöflunni. Eða, að fá afrit af fyrrnefndri launatöflu (og myndi kærandi ekki telja þann kost síðri), og þá staðfest afrit af launatöflunni, merkt stimpli stofnunarinnar ásamt dagsetningu, og merkt með áherslupenna við þau laun, sem nefnd voru við kæranda u.þ.b. kr. 180.000, og honum sýnd á launatöflunni, í fyrrnefndu atvinnuviðtali...“.</p> <p> </p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.<br /> </strong>Samkvæmt framangreindu lýtur beiðni kæranda um upplýsingar að því að fá skriflega staðfestingu [X-sviðs] Reykjavíkur á þeim launum sem honum hefðu boðist hjá embættinu hefði hann fengið það starf [...] sem hann sótti um 13. ágúst 2007 og nefnd voru við hann í starfsviðtali [...]. Í athugasemdum sem kærandi lét úrskurðarnefndinni í té með bréfi, dags. 11. desember sl., hefur hann skýrt ósk sína um aðgang að gögnum svo að hún lúti að því að fá annað tveggja, skriflega staðfestingu á fyrirhuguðum launum hans vegna umrædds starfs, eða staðfest afrit af launatöflu sem honum var sýnd í atvinnuviðtali [...], þar sem sérstaklega sé merkt við þá launatölu sem nefnd hafi verið við hann í viðtalinu.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong><br /> Samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsinga um hann sjálfan, með þeim takmörkunum sem leiða af 2. og 3. mgr. sömu greinar. Í 1. mgr. 10. gr. sömu laga, eins og henni var breytt með 2. gr. laga nr. 161/2001, segir enn fremur að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau gögn máls sem hann óski að kynna sér. Þá geti hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Samkvæmt þessu nær réttur samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga til aðgangs að gögnum sem eru fyrirliggjandi í tilteknu máli ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Upplýsingalög veita einstaklingi á hinn bóginn ekki rétt til að krefjast þess af stjórnvöldum að þau útbúi fyrir hann sérstök gögn með upplýsingum sem hann hefur áhuga á að fá hjá viðkomandi stjórnvaldi.<br /> Í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 50/1996 er kveðið á um það að heimilt sé að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds um að afhenda ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tekið fram að kæruheimildin sé bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja, skyldu stjórnvalds til þess að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki séð að Reykjavíkurborg hafi synjað kæranda um aðgang að gögnum í skilningi upplýsingalaga heldur hafi borgin ekki staðfest skriflega þær upplýsingar sem beðið var um, sem er synjun annars eðlis og á ekki undir lög nr. 50/1996.</p> <p> </p> <p><strong>3.<br /> </strong>Með vísan til þess sem að framan segir um 1. mgr. 14. gr. laga nr. 50/1996 og skýringar við ákvæðið ber að vísa kæru þeirri sem hér er til umfjöllunar frá nefndinni.<br /> Það er utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 50/1996, að taka afstöðu til þess hvort Reykjavíkurborg beri að verða við beiðni kæranda um skriflega staðfestingu á launakjörum sem hann kynni að hafa notið hefði hann fengið umsótt starf [...] hjá [X-sviði] Reykjavíkur og hann telur að hafi komið fram í atvinnuviðtali vegna starfsins [...].</p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p><br /> Kæru [...], frá 31. október sl., er vísað frá.</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> </p> <p><br /> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 273/2007 Úrskurður frá 21. desember 2007 | Kærð var synjun Orkuveitu Reykjavíkur á beiðni um upplýsingar vegna dótturfyrirtækis orkuveitunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. Gildissvið upplýsingalaga. Opinber aðili. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p><br /> Hinn 21. desember 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-273/2007.</p> <p><br /> <strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með kæru, dags. 28. september 2007, kærði [...], synjun Orkuveitu Reykjavíkur á beiðni hans um upplýsingar vegna dótturfyrirtækis orkuveitunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur ehf.</p> <p>Með bréfi, dags. 19. október 2007, var kæran kynnt Orkuveitu Reykjavíkur og fyrirtækinu veittur frestur til 26. október 2007 til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að orkuveitan léti úrskurðarnefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að. Með bréfi, dags. 5. nóvember 2007, var umsagnarbeiðnin ítrekuð.</p> <p>Umsögn Orkuveitu Reykjavíkur barst nefndinni með bréfi, dags. 12. nóvember 2007. Kæranda var með bréfi, dags. 11. desember 2007 veittur frestur til 17. sama mánaðar til að tjá sig um umsögn fyrirtækisins.  Athugasemdir frá kæranda bárust ekki.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt framlögðum gögnum eru málavextir í stuttu máli þeir að með tölvupósti 26. september 2007 óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum Orkuveitu Reykjavíkur er tengdust verðmati á Gagnaveitu Reykjavíkur. Þar með óskaði kærandi eftir „matsgerðum [X] og [Y], fundargerðum Orkuveitu Reykjavíkur þar sem fjallað [væri] um verðmatið, og minnisblöðum þar sem fjallað [væri] um málið, auk annarra gagna“. Í beiðni sinni tók kærandi jafnframt fram að með vísan  til 25. gr. upplýsingalaga teldi hann Orkuveitu Reykjavíkur falla í flokk opinberra aðila.</p> <p>Með tölvupósti 28. september 2007 var beiðni kæranda hafnað. Nánar tiltekið segir í svari orkuveitunnar að beiðninni sé hafnað á grundvelli upplýsingalaga, m.a. með vísan til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum A-264/2007, A-24/1997, A-37/1997, A-8/1997, og fleiri mála svipaðs eðlis, auk viðskiptahagsmuna Gagnaveitu Reykjavíkur.</p> <p>Í umsögn Orkuveitu Reykjavíkur til úrskurðarnefndarinnar, dags. 12. nóvember 2007, kemur enn fremur fram að Orkuveitan sé sameignarfyrirtæki sem um gildi lög nr. 139/2001. Samkvæmt þeim sé félagið sjálfstæður réttaraðili með sjálfstæðan fjárhag og reikningshald. Þá er í umsögninni bent á að samkvæmt lögunum sé tilgangur Orkuveitunnar „vinnsla og framleiðsla raforku, varma og vatns, dreifing og sala afurða fyrirtækisins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir þekkingu eða búnað fyrirtækisins, sem og iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi, ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni“. Verði því ekki séð að starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur falli undir ákvæði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1996. Orkuveitan gerir þá kröfu að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong><br /> Eins og fram er komið hefur kærandi, á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996, farið fram á aðgang að gögnum sem lúta að verðmati á dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. Beinist beiðnin að orkuveitunni. Kærandi hefur sérstaklega byggt á því að Orkuveita Reykjavíkur teljist til opinberra aðila í skilningi 25. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af því verði starfsemi orkuveitunnar eða dótturfyrirtækja ekki jafnað við starfsemi einkaaðila með þeirri afleiðingu að fyrirtækið falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 1. gr.  laganna, eins og Orkuveita Reykjavíkur hefur haldið fram. Þá hafnar kærandi einnig þeirri röksemd sem fram kemur í synjun orkuveitunnar á beiðni hans að viðskiptahagsmunir Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. geti leyst orkuveituna undan því að veita aðgang að umbeðnum upplýsingum. Með vísan til þeirrar áherslu sem kærandi hefur lagt á það atriði að Orkuveita Reykjavíkur teljist opinber aðili í skilningi 25. gr. upplýsingalaga verður stuttlega vikið að þýðingu ákvæðisins í úrskurði þessum.</p> <p> </p> <p><strong>2.<br /> </strong>Með lögum nr. 161/2006, sem tóku gildi 1. janúar 2007, var upplýsingalögum breytt í nokkrum atriðum. Meðal annars var bætt við lögin nýjum kafla, nr. VIII, um endurnot opinberra  upplýsinga. Í 1. mgr. 24. gr. laganna segir að markmið kaflans sé að auka endurnot opinberra upplýsinga til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Samkvæmt 3. mgr. 24. gr. hefur umræddur kafli þó ekki bein áhrif á rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þar segir að ákvæði kaflans gildi einvörðungu um endurnot fyrirliggjandi upplýsinga sem séu í vörslum stjórnvalda og almenningur eigi rétt til aðgangs að á grundvelli 3. gr. laganna eða annarra ákvæða sem veita almenningi slíkan rétt. Í skýringum við þessa málsgrein í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2006 er áréttað að ákvæði kaflans gildi „einungis um endurnot upplýsinganna en mæli ekki á neinn hátt fyrir um rétt til aðgangs að opinberum upplýsingum.“<br /> Af framangreindu leiðir að ákvæði VIII. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 5. gr. laga nr. 161/2006, fjalla aðeins um heimildir einkaaðila til að nýta opinberar upplýsingar eftir að þær hafa verið gerðar aðgengilegar. Ákvæði kaflans mæla ekki fyrir um það hverjar þær upplýsingar eru sem einkaaðilar eigi rétt til aðgangs að í þessu skyni. Það ræðst af upplýsingarétti almennings skv. 3. gr. upplýsingalaga eða eftir atvikum skv. öðrum lagaákvæðum sem tryggja almenningi rétt til upplýsinga. Með öðrum orðum: Ef upplýsingar falla undir aðgangsrétt almennings samkvæmt framangreindu mælir VIII. kafli upplýsingalaga fyrir um heimildir einkaaðila til að endurnota upplýsingarnar. Í ákvæðum kaflans felst því ekki sjálfstæður réttur til aðgangs að upplýsingum.<br /> Í 1. mgr. 25. gr. upplýsingalaga kemur fram að ákvæði VIII. kafla laganna taki til ríkis og sveitarfélaga, og annarra opinberra aðila, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Í skýringum við umrætt ákvæði í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 161/2006 kemur fram að stefnt sé að sambærilegri afmörkun á gildissviði kaflans og fram komi í 3. gr. laga nr. 94/2001, um opinber innkaup, sbr. nú 3. gr. laga nr. 84/2007. Þessi afmörkun er víðari en 1. gr. upplýsingalaga gerir að öðru leyti ráð fyrir. Fallast má á það með kæranda að líkur séu fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur teljist til annarra opinberra aðila í skilningi umrædds ákvæðis. Fyrir úrlausn þessa máls skiptir niðurstaða um það atriði þó ekki máli. Beiðni kæranda felur ekki í sér ósk um endurnot upplýsinga samkvæmt VIII. kafla upplýsingalaga heldur ósk um aðgang að gögnum. Eins og atvikum er hér háttað fer það að ákvæðum II. kafla upplýsingalaga um rétt almennings til aðgangs að gögnum hvort kærandi eigi á grundvelli laganna rétt til þeirra upplýsinga sem hann hefur farið fram á. Verður því að leysa úr beiðni kæranda á þeim lagagrundvelli.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins taka lögin enn fremur til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringum við 1. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Þá er tekið fram að lögin taki einnig til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Síðan segir í skýringunum: „Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema því hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna.“<br /> Sú upptalning einkaréttarlegra félaga sem þarna kemur fram er ekki tæmandi. Hér má einnig taka fram að í skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem síðan varð að lögum nr. 161/2001, um breytingu á upplýsingalögum, segir m.a. í tengslum við gildissvið ákvæða um endurnot opinberra upplýsinga að „utan við gildissvið hugtaksins stjórnvald í skilningi 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga falla t.d. öll fyrirtæki sem ríki og sveitarfélög eiga og sett hafa verið á fót á einkaréttarlegum grundvelli, svo sem hlutafélög, einkahlutafélög, sameignarfélög o.s.frv.“<br /> Orkuveita Reykjavíkur starfar á grundvelli sérstakra laga nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur. Í þeim lögum er ekki með beinum hætti kveðið á um að Orkuveitan skuli rekin í tilteknu einkaréttarlegu rekstrarformi, s.s. í formi hlutafélags eða sameignarfélags. Þess í stað er þar notað hugtakið sameignarfyrirtæki. Engu að síður hefur úrskurðarnefndin talið, sbr. úrskurð í máli A-269/2007, frá 11. desember 2007, að það leiði af ákvæðum laga nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, að staða fyrirtækisins sé að flestu leyti sambærileg að lögum við stöðu sameignarfélaga. Með þeim lögum hafi rekstrarumhverfi orkuveitunnar verið breytt með þeim hætti að hún teljist nú félag einkaréttarlegs eðlis, sbr. áður tilvitnaðar skýringar sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga. Í þessu sambandi má geta þess að á undanförnum árum hefur rekstrarumhverfi allnokkurra orkufyrirtækja verið breytt og þeim með lögum búið einkaréttarlegt félagsform. Má hér m.a. nefna lög um stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja, nr. 10/2001, lög um stofnun hlutafélags um Norðurorku, nr. 159/2002, lög um stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur, nr. 13/2005 og lög um stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins, nr. 25/2006.<br /> Með vísan til framangreinds er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að sameignarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996 eins og það er afmarkað í 1. mgr. 1. gr. laganna. Ekki verður ekki séð að þær upplýsingar sem beiðni kæranda lýtur að tengist stjórnsýsluhlutverki, sbr. 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, sem Orkuveitu Reykjavíkur kann að hafa verið fengið með lögum. Einnig má til þess líta að ekki er að finna í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sérstök fyrirmæli um að ákvæði upplýsingalaga eigi við um sameignarfyrirtækið, líkt og ákveðið er í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 6/2007 um Ríkisútvarpið ohf.<br />  Samkvæmt því sem að framan er rakið er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál sú að úrlausn kæruefnisins falli utan við gildissvið upplýsingalaga og beri því að vísa kærunni frá.<br /> Af þessari niðurstöðu leiðir enn fremur að ekki kemur til athugunar úrskurðarnefndar hvort upplýsingaréttur kæranda sæti takmörkunum samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga á grundvelli þess að um sé að ræða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Kæru [...], frá 28. september 2007, vegna synjunar Orkuveitu Reykjavíkur á beiðni hans um aðgang að öllum gögnum Orkuveitu Reykjavíkur er tengjast verðmati á Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. er vísað frá.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p><br />                                                   Sigurveig Jónsdóttir                                Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 269/2007 Úrskurður frá 11. desember 2007 | Kærð var synjun Orkuveitu Reykjavíkur á beiðni um upplýsingar varðandi fyrirtæki í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun. | <p></p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p> </p> <p>Hinn 11. desember 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-269/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með kæru, dags. 24. september 2007, kærði [...] synjun Orkuveitu Reykjavíkur á beiðni hans um upplýsingar varðandi fyrirtæki í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. </p> <p>Með bréfi, dags. 25. september 2007, var kæran kynnt Orkuveitu Reykjavíkur og fyrirtækinu veittur frestur til 5. október 2007 til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að orkuveitan léti úrskurðarnefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að.</p> <p>Umsögn Orkuveitu Reykjavíkur barst nefndinni með bréfi, dags. 1. október 2007. Kæranda var með bréfi, dags. 9. október 2007, veittur frestur til 16. október sama ár til að tjá sig um umsögn fyrirtækisins. Erindið var ítrekað með bréfi til kæranda, dags. 29. október 2007, og kæranda þá veittur frestur til 5. nóvember til að tjá sig um umsögn orkuveitunnar. Athugasemdir bárust ekki.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt framlögðum gögnum eru málavextir í stuttu máli þeir að með tölvupósti 27. júlí 2007 óskaði kærandi eftir aðgangi að tilgreindum upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur um fjárfestingar í fyrirtækjunum [X] og [Y] og rekstur þeirra en fyrirtækin eru í eigu orkuveitunnar. Hvorki er beðið um ákveðin skjöl né öll skjöl í tilgreindu máli.</p> <p>Með tölvupósti 1. ágúst 2007 var beiðni kæranda hafnað. Kemur þar meðal annars fram að orkuveitan hafi ákveðið að láta verðmeta [X]. Niðurstaða matsins kunni að leiða til þess að fyrirtækið verði selt. Orkuveitan telji ekki eðlilegt, meðan á mats- og hugsanlegu söluferli standi, að veita umbeðnar upplýsingar, umfram það sem gert sé í opinberum skýrslum fyrirtækisins.</p> <p>Í umsögn Orkuveitu Reykjavíkur til úrskurðarnefndarinnar, dags. 1. október 2007, kemur enn fremur fram að orkuveitan sé sameignarfyrirtæki sem um gildi lög nr. 139/2001, en þau lög eru um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt þeim sé félagið sjálfstæður réttaraðili með sjálfstæðan fjárhag og reikningshald. Þá er í umsögninni bent á að samkvæmt lögunum sé tilgangur orkuveitunnar „vinnsla og framleiðsla raforku, varma og vatns, dreifing og sala afurða fyrirtækisins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað fyrirtækisins, sem og iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi, ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.“ Verði því ekki séð að starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur falli undir ákvæði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 50/1996. Orkuveitan gerir þá kröfu að kærunni verði vísað frá úrskurðarnefndinni.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins taka lögin ennfremur til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringum við 1. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Þá er tekið fram að lögin taki einnig til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Síðan segir í skýringunum: „Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema því hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna.“ Í skýringum með frumvarpinu kemur jafnframt fram að ákvæði þess um gildissvið séu sniðin eftir samsvarandi ákvæðum stjórnsýslulaga, svo langt sem þau nái.<br /> Orkuveita Reykjavíkur starfar á grundvelli sérstakra laga nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur. Í þeim lögum er ekki með beinum hætti kveðið á um að Orkuveitan skuli rekin í tilteknu einkaréttarlegu rekstrarformi, s.s. í formi hlutafélags eða sameignarfélags. Þess í stað er þar notað hugtakið sameignarfyrirtæki. Í umsögn Orkuveitu Reykjavíkur í málinu, dags. 1. október 2007, er til stuðnings kröfu um frávísun kærunnar vísað til fyrri úrskurða úrskurðarnefndarinnar í málum A-24/1997, A-37/1997 og A-8/1997, en þau mál varða beiðni um aðgang að upplýsingum varðandi Landsvirkjun. Landsvirkjun starfar á grundvelli laga nr. 42/1983, sem sameignarfyrirtæki í eigu ríkissjóðs og Eignarhluta ehf., sbr. 1. gr. laga nr. 154/2006. Á þeim tíma er nefndir úrskurðir gengu hjá úrskurðarnefndinni var Landsvirkjun sameignarfyrirtæki í eigu ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrar¬kaupstaðar. Í málum A-8/1997 og A-24/1997 var það niðurstaða úrskurðarnefndar að með vísan til 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga næðu lögin ekki til Landsvirkjunar.<br /> Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í framangreindum málum um gildissvið upplýsingalaga gagnvart Landsvirkjun verður ekki sjálfkrafa lögð til grundvallar að því er Orkuveitu Reykjavíkur varðar. Niðurstaða um það hvort orkuveitan telst félag einkaréttarlegs eðlis, sbr. áður tilvitnað orðalag í skýringum við 1. gr. frumvarps þess sem varð að upplýsinga¬lögum, ræðst af efni þeirra lagareglna sem um rekstur orkuveitunnar gilda, en ekki eingöngu af því heiti sem fyrirtækinu er valið í lögum. Af lögum nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, verður ráðið að rekstrarform fyrirtækisins tekur um margt mið af þeim reglum sem gilda um sameignarfélög, þó að í lögunum séu einnig gerð viss frávik frá þeim hefðbundnu reglum sem um slík félög gilda, sbr. nú til hliðsjónar ákvæði laga nr. 50/2007, um sameignarfélög, sem taka gildi 1. janúar 2008. Ber þar ekki síst að líta til þess að í 1. gr. laga nr. 139/2001 kemur fram að eigendur Orkuveitunnar eru í einfaldri hlutfallslegri ábyrgð fyrir öllum skuldbindingum fyrirtækisins en almennt hefur verið litið á það sem einkenni sameignarfélaga að fjárhagsleg ábyrgð sameigenda á skuldbindingum félagsins sé óskipt, sbr. m.a. þær athugasemdir sem fram koma í skýringum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 50/2007, um sameignarfélög.<br /> Í áður tilvitnuðum skýringum við 1. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum kemur fram að lögin gildi ekki um einkaaðila, en undir það hugtak falli meðal annars félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Sú upptalning einkaréttarlegra félaga sem þarna kemur fram er ekki tæmandi. Verður því, eins og áður sagði, að líta til fleiri þátta við mat á því hvort Orkuveita Reykjavíkur telst sérstakt einkaréttarlegt félag í þeim skilningi að það falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> Orkuveitan er lögbundið fyrirtæki með sérstakri stjórn og vítt afmörkuðu starfssviði, sbr. m.a. 3. gr. laga nr. 139/2001. Stjórnun fyrirtækisins er í grundvallaratriðum í höndum aðalfundar og stjórnar þess. Í 10. gr. laga nr. 139/2001, eins og þau lög voru upphaflega samþykkt, sagði að um skyldu Orkuveitu Reykjavíkur til greiðslu opinberra gjalda til ríkis og sveitarsjóða færi á sama hátt sem um skyldu fyrirtækja og stofnana sem sýslu- og sveitarfélög reka og bera ótakmarkaða ábyrgð á og slíkan rekstur hafa með höndum. Þá sagði í sömu lagagrein að Orkuveita Reykjavíkur skuli undanþegin stimpilgjöldum. Í skýringum sem fylgdu þessari grein laganna í frumvarpi því sem varð að lögum nr. 139/2001 kemur fram að með henni sé lagt til að skattaleg staða Orkuveitu Reykjavíkur haldist óbreytt þrátt fyrir breytt rekstrarform. Umrætt lagaákvæði var fellt brott úr lögum nr. 139/2001 með 5. gr. laga nr. 65/2005, um breyting á ýmsum lögum á orkusviði, en samkvæmt skýringum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að lögum nr. 65/2005 var tilgangur þess að afnema öll ákvæði í sérlögum sem veittu orkufyrirtækjum sérstakar undanþágur frá sköttum og öðrum opinberum gjöldum.<br /> Hér ber einnig til þess að líta að á undanförnum árum hefur rekstrarformi ýmissa orkufyrirtækja verið breytt. Almennt virðist sú leið hafa verið valin að stofna hlutafélag um rekstur þeirra orkufyrirtækja sem um ræðir, sbr. m.a. lög um stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja, nr. 10/2001, lög um stofnun hlutafélags um Norðurorku, nr. 159/2002, lög um stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur, nr. 13/2005 og lög um stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins, nr. 25/2006. Í skýringum sem fylgdu frumvarpi til laga um stofnun einkahlutafélags um Orkuveitu Húsavíkur kemur fram að undanfarin ár hafi rekstrarformi nokkurra orkufyrirtækja í eigu sveitarfélaga verið breytt. Árið 2001 hafi verið stofnuð hlutafélög um rekstur Hitaveitu Suðurnesja og Orkubú Vestfjarða. Árið 2002 hafi verið stofnað sameignarfyrirtæki um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur og árið 2003 hafi verið stofnað hlutafélag um rekstur Norðurorku. Segir síðan að frumvarpið sé „m.a. byggt á frumvarpi til laga um stofnun hlutafélags um Norðurorku og [svipi] í flestu til annarra laga um breytingar á rekstrarformi orkufyrirtækja. Í frumvarpi til laga um stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins segir enn fremur svo: „Öll önnur orkufyrirtæki hér á landi hafa valið þann kost að breyta rekstrarformi sínu yfir í hlutafélagsform að undanskildri Orkuveitu Reykjavíkur sem kaus fremur sameignarfélagsformið sem er sama rekstrarform og Landsvirkjun hefur notað.“<br /> Af þessum atriðum verður ráðið, þrátt fyrir að lög nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur, taki ekki með beinum hætti af skarið um það hvort rekstrarform fyrirtækisins sé einkaréttarlegt með sama hætti og það væri ef beinlínis hefði verið valið að reka fyrirtækið sem sameignarfélag, að gengið hefur verið út frá því að staða fyrirtækisins sé að flestu leyti sambærileg að lögum við stöðu sameignarfélaga, sbr. m.a. stöðu Landsvirkjunar. Með vísan til þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að sameignarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur teljist vera félag einkaréttarlegs eðlis í skilningi upplýsingalaga. Þá verður ekki séð að þær upplýsingar sem beiðni kæranda lýtur að tengist stjórnsýsluhlutverki, sbr. 2. mgr. 1. gr. upplýsinglaga, sem Orkuveitu Reykjavíkur kann að hafa verið fengið með lögum. Þá verður að líta til þess að ekki er að finna í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur sérstök fyrirmæli um að ákvæði upplýsingalaga eigi við um sameignarfyrirtækið, líkt og ákveðið er í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 6/2007 um Ríkisútvarpið ohf.<br /> Samkvæmt framansögðu fellur úrlausn kæruefnisins utan gildissviðs upplýsingalaga og ber því að vísa kæru þessari frá nefndinni.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Kæru [...], vegna synjunar Orkuveitu Reykjavíkur á beiðni hans um upplýsingar varðandi fyrirtæki í eigu Orkuveitu Reykjavíkur er vísað frá.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p><br /> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 270/2007 Úrskurður frá 11. desember 2007 | Kærð var synjun Skeiða- og Gnúpverjahrepps á beiðni um upplýsingar um þá aðila sem greitt hefðu fasteignaskatt til sveitarfélagsins samkvæmt hærri gjaldstofni (svonefndum b-stofni). Tilgreining máls eða gagna í máli. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <p></p> <h3 align="center"><br /> ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 11. desember 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-270/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með kæru, dags. 18. október 2007, kærði [...] synjun Skeiða- og Gnúpverjahrepps á beiðni hans um upplýsingar um þá aðila sem greitt hefðu fasteignaskatt til sveitarfélagsins samkvæmt hærri gjaldstofni (svonefndum b-stofni).</p> <p>Með bréfi, dags. 23. október 2007, var kæran kynnt Skeiða- og Gnúpverjahreppi og sveitarfélaginu veittur frestur til 2. nóvember 2007 til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að sveitarfélagið léti úrskurðarnefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að.</p> <p>Umsögn frá sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps barst nefndinni með bréfi, dags. 31. október 2007. Kom þar meðal annars fram að kærandi hefði, í framhaldi af fundi hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2. október 2007, fengið yfirlit yfir það hvaða aðilar greiddu fasteignaskatt í sveitarfélaginu „samkvæmt hærri álagningarstofni og eiga lögheimil í Skeiða- og Gnúpverjahreppi“.</p> <p>Kæranda var með bréfi, dags. 5. nóvember 2007, kynnt umsögn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og því lýst að af hálfu nefndarinnar væri ekki tilefni til aðhafast frekar í málinu nema hann teldi að honum hefði verið synjað um aðgang að einhverjum af umbeðnum gögnum.</p> <p>Athugasemdir kæranda bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 13. nóvember 2007. Kemur þar fram að kæra hans lúti að synjun Skeiða- og Gnúpverjahrepps á að afhenda honum staðfestar upplýsingar um hvaða aðilar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi hlotið álagningu fasteignagjalda „samkvæmt b og c stofni síðustu fjögur ár, hvert ár sundurliðað“. Þessi gögn hafi sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps neitað að láta af hendi.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt framlögðum gögnum eru málavextir þeir að með tölvupósti 27. ágúst 2007 sendi sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps kæranda ódagsett skjal þar sem fram kom listi með nöfnum þeirra aðila sem greiddu fasteignaskatt til sveitarfélagsins „samkvæmt B-stofni“ og áttu lögheimili í sveitarfélaginu. Einnig kom fram í skjalinu að álagningarprósenta fasteignaskatts á þessa aðila væri 1,45%. Aðilar með atvinnurekstur, en áttu ekki lögheimili í sveitarfélaginu, greiddu einnig 1,45% af fasteignum sínum en aðrir greiddu 0,6%. Með tölvupósti sveitarstjórans til kæranda 28. ágúst 2007 var einum aðila bætt við framangreindan lista.</p> <p>Í bréfi sveitarstjóra til kæranda, dags. 6. september 2007, er vísað til heimsóknar kæranda og munnlegra fyrirspurna hans og þess óskað að hann sendi erindi sín skriflega til sveitarfélagsins. Það gerði kærandi með bréfi, dags. 10. sama mánaðar. Lagði hann þar fram beiðni um aðgang að gögnum í fjórum töluliðum. Í tölulið nr. 2 kemur fram ósk kæranda um „[s]taðfestan lista af sveitarstjóra yfir þá aðila í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem flokkast hafa í B og C stofna fasteignagjalda síðustu fjögur ár, hvert ár sundurliðað“.</p> <p>Svar sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps barst kæranda með bréfi, dags. 4. október 2007. Kemur þar fram að erindi hans hafi verið tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2. október 2007. Vegna framangreindrar beiðni um aðgang að lista yfir þá sem „flokkast hafa í B og C stofna fasteignagjalda“ segir í bréfi sveitarstjórans að slíkur listi hafi ekki verið tekinn saman og verði það ekki gert.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Kærandi hefur afmarkað kæru sína við synjun Skeiða- og Gnúpverjahrepps á beiðni hans um aðgang að lista, staðfestum af sveitarstjóra, „yfir þá aðila í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem flokkast hafa í B og C stofna fasteignagjalda síðustu fjögur ár, hvert ár sundurliðað.“ Af hálfu Skeiða- og Gnúpverjahrepps er vísað til þess að kærandi hafi fengið afhentan lista þar sem fram kemur hvaða aðilar greiði samkvæmt hærri álagningarstofni og eigi lögheimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Af gögnum málsins verður ráðið að á þeim lista komi fram hver var álaging á umrædda aðila vegna fasteignaskatts árið 2007. Jafnframt hefur komið fram af hálfu sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps að listi sá sem beiðni kæranda lúti að hafi ekki verið tekinn saman og að ekki sé fyrirhugað að gera það.<br /> Af ákvæðum 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, og 1. og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. leiðir að sá sem óskar eftir upplýsingum hjá stjórnvöldum getur afmarkað beiðni sína við tiltekin gögn er mál varða eða öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn málsins. Synji stjórnvald um aðgang að gögnum samkvæmt framansögðu er heimilt að bera synjunina undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, er stjórnvöldum ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Skýring úrskurðarnefndarinnar á þessum ákvæðum laganna, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-181/2004, A-239/2007 og A-243/2007, er sú að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggi, þegar um þau sé beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki séu fyrirliggjandi þegar eftir þeim sé leitað.<br /> Af hálfu Skeiða- og Gnúpverjahrepps er á því byggt að sá listi sem beiðni kæranda lýtur að hafi ekki verið tekinn saman. Samkvæmt framangreindu ræðst niðurstaða máls þessa af því hvort umbeðnar upplýsingar sé að finna í tilteknu skjali eða skjölum tiltekins máls. Þegar það er virt hvernig kærandi hefur afmarkað beiðni sína og að ekkert er komið fram, sem leiðir líkur að því að draga megi í efa framangreindar fullyrðingar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að sá listi sem beiðni kæranda lýtur að hafi ekki verið tekinn saman og sé því ekki fyrir hendi hjá sveitarfélaginu, er óhjákvæmilegt annað en að staðfesta synjun sveitarfélagsins á beiðni um lista, sem ekki er að finna í vörslu þess. Af þessari niðurstöðu leiðir ennfremur að ekki kemur til athugunar úrskurðarnefndar hvort upplýsingaréttur kæranda sæti takmörkunum samkvæmt 4.-6. gr. upplýsinga¬laga, s.s. á grundvelli þess að um sé að ræða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari eða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sbr. 5. gr. laganna.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p><br /> Staðfest er ákvörðun Skeiða- og Gnúpverjahrepps, frá 4. október 2007, um að synja kæranda, [...], um aðgang að gögnum sem ekki er að finna í vörslu þess.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 268/2007 Úrskurður frá 30. nóvember 2007 | Kærð var synjun Heilbrigðisstofnunar Austurlands á beiðni um aðgang að skriflegum samningi stofnunarinnar við [X] um aðstöðu til sölu gleraugna á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað. Mikilvægir viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur.
| <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"></p> <p>Hinn 30. nóvember 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-268/2007.</p> <p><br /> <strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með kæru, dags. 1. október 2007, kærði [...], framkvæmdastjóri [Y], synjun Heilbrigðisstofnunar Austurlands á beiðni hans um aðgang að skriflegum samningi stofnunarinnar við [X] um aðstöðu til sölu gleraugna á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað.</p> <p>Með bréfi, dags. 15. október 2007, var kæran kynnt Heilbrigðisstofnun Austurlands og henni veittur frestur til 26. október 2007 til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að.</p> <p>Umsögn Heilbrigðisstofnunar Austurlands barst nefndinni með bréfi, dags. 26. október 2007. Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn stofnunarinnar með bréfi, dags. 5. nóvember 2007. Athugasemdir hans bárust nefndinni með bréfi, dags. 12. nóvember sl. Ljóst er af þeim gögnum sem nefndin fékk frá heilbrigðisstofnuninni að um er að ræða ódagsettan samning um afnot af rými í heilsugæslustöðvum HSA með gildistíma frá 28. febrúar 2007 til 28. febrúar 2010.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt framlögðum gögnum eru málavextir í stuttu máli þeir að með símtali 27. september 2007 hafnaði forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Austurlands beiðni kæranda, framkvæmdastjóra [Y] um aðgang að skriflegum samningi stofnunarinnar við [X]. um aðstöðu til sölu gleraugna á Fjórðungssjúkrahúsi Neskaupsstaðar.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong><br /> Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við samning Heilbrigðisstofnunar Austurlands við fyrirtækið [X] um aðstöðu til sölu gleraugna á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað.<br /> Í umsögn Heilbrigðisstofnunar Austurlands til nefndarinnar, dags. 26. október 2007, kemur fram að stofnunin hafi ekki talið sér skylt að afhenda kæranda afrit samningsins, en það sé lagt í hendur úrskurðarnefndarinnar að skera úr um hvort stofnuninni beri að verða við ósk hans, auk þess sem óskað er leiðbeininga nefndarinnar um það hvort stofnuninni beri að afhenda viðskiptasamninga sem hún gerir hverjum þeim sem um þá biður.<br /> Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir röksemdum aðila máls þessa í úrskurðinum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>2.<br /> </strong>Úrskurðarnefndin hefur í úrskurðum sínum, þar sem fjallað hefur verið um aðgang að samningum um kaup opinberra aðila á þjónustu eða vöru hjá einkaaðilum, vísað til þess að skýra beri takmarkanir á upplýsingarétti almennings þröngt, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum A- 232/2006 og A-133/2001.<br /> Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang „... að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar, að óheimilt sé „... að veita almenningi upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“<br /> Í ákvæðum upplýsingalaga er gert ráð fyrir að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, séu upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ. á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). Koma þessi sjónarmið m.a. fram í úrskurðum nefndarinnar í málum A-234/2006, A-233/2006 og A-206/2005.<br /> Úrskurðarnefndin hefur lagt til grundvallar í úrskurðum sínum, sbr. t.d. A-234/2006, A-224/2005, að almenningur eigi almennt ríkari rétt til aðgangs að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna og gæða heldur en upplýsinga um viðskipti milli einkaaðila. Varði upplýsingar á hinn bóginn innri málefni aðila sem starfa á einkaréttarlegum grundvelli þ. á m. upplýsingar um fjárhagslega afkomu þeirra eða rekstur verður almennt að líta svo á að óheimilt sé að veita aðgang að þeim samkvæmt síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Samningurinn sem hér um ræðir er um leigugjald einkafyrirtækis fyrir tiltekna aðstöðu í Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Í máli þessu liggur ekki fyrir afstaða fyrirtækisins [X] til þess hvort umræddur samningur innihaldi upplýsingar sem skaðað geti fjárhags- og samkeppnisstöðu fyrirtækisins ef þær upplýsingar sem þar koma fram verði gerðar opinberar.<br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér samninginn. Í honum eru aðeins upplýsingar um hver hin leigða aðstaða er og gjaldið sem fyrirtækið greiðir fyrir hana. Enda þótt í samningnum sé tilgreint leigugjald fyrirtækis verður ekki séð að í þessu tilviki sé um að ræða fjárhagsmálefni sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt eigi að fara samkvæmt ákvæðum 5. gr. upplýsingalaga. Verður jafnframt að hafa í huga að hér er um að ræða ráðstöfun opinberra eigna þótt í litlu sé. Með tilvísun til þess og þeirra sjónarmiða sem meginreglan um upplýsingarétt almennings byggist á er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að veita beri kæranda aðgang að umræddum samningi Heilbrigðisstofnunar Austurlands við fyrirtækið [X].<br /> Niðurstaða þessi á eðli máls samkvæmt aðeins við um þann samning sem beiðni kæranda lýtur beinlínis að. Heilbrigðisstofnun Austurlands ber hverju sinni að taka afstöðu til beiðna um aðgang að viðskiptasamningum á grundvelli framangreindra sjónarmiða.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Heilbrigðisstofnun Austurlands er skylt að veita kæranda, [...], framkvæmdastjóra, aðgang að ódagsettum samningi stofnunarinnar við [X]. um afnot af rými í heilsugæslustöðvum HSA með gildistíma frá 28. febrúar 2007 til 28. febrúar 2010.</p> <p> </p> <p><br /> Friðgeir Björnsson formaður</p> <p> </p> <p><br /> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 267/2007 Úrskurður frá 30. nóvember 2007 | Kærð var synjun Neytendastofu á beiðni um upplýsingar varðandi könnun stofunnar á verðbreytingum hjá veitingahúsum. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Sjálfstætt skjal. Skráning upplýsinga um málsatvik. Tilgreining máls eða gagna í máli. Vinnuskjal. Aðgangur veittur.
| <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 30. nóvember 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-267/2007.</p> <p></p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með kæru, dags. 13. september 2007, kærði [...], synjun Neytendastofu á beiðni um upplýsingar varðandi könnun stofunnar á verðbreytingum hjá veitingahúsum. Eins og fram kemur í kærunni óskaði kærandi eftir því að fá „allar upplýsingar sem Neytendastofa [hefði] undir höndum vegna verðkönnunar sem hún gerði á verði á veitingastöðum í ágúst 2007, þar með talið nöfn þeirra veitingahúsa sem Neytendastofa gerði verðkönnun hjá og niðurstöður könnunarinnar.“ Í kærunni kemur fram að með bréfi, dags. 22. ágúst 2007, hafi Neytendastofa synjað kæranda um aðgang að umræddum gögnum, öðrum en þeim sem birst hefðu á heimasíðu hennar.</p> <p>Með bréfi, dags. 18. september 2007, var kæran kynnt Neytendastofu og henni veittur frestur til 28. sama mánaðar til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að Neytendastofa léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests.</p> <p>Umsögn Neytendastofu barst nefndinni með bréfi, dags. 25. september 2007. Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn stofnunarinnar með bréfi, dags. 29. september, og á ný með bréfi nefndarinnar, dags. 19. október sl. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt framlögðum gögnum eru málavextir í stuttu máli þeir að með tölvupósti þann 21. ágúst 2007 óskaði kærandi, fyrir hönd [X], eftir að fá allar upplýsingar sem Neytendastofa hefði undir höndum vegna verðkönnunar sem hún gerði á verði á veitingastöðum í ágúst 2007, þar með talið nöfn þeirra veitingahúsa sem Neytendastofa gerði verðkönnun hjá og niðurstöður könnunarinnar. Fram kom í beiðninni að hún væri lögð fram með vísan til upplýsingalaga nr. 50/1996. Með bréfi forstjóra Neytendastofu, dags. 22. ágúst 2007, var kæranda tilkynnt að Neytendastofa hafnaði beiðni hennar þar sem hún félli ekki undir almennan upplýsingarétt skv. 3. gr. upplýsingalaga. Segir í bréfinu að það sé mat stofnunarinnar að þær upplýsingar sem fram komi á skrám Neytendastofu, þar með talin nöfn þeirra veitingahúsa sem könnunin tók til, séu undanþegnar upplýsingarétti, enda veiti lögin ekki rétt til aðgangs að skrám sem stjórnvöld halda. Í bréfinu er enn fremur bent á að upplýsingar um verð veitingahúsa séu aðgengilegar á heimasíðum þeirra.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða<br /> 1.<br /> </strong>Kærandi afmarkaði beiðni sína til Neytendastofu um aðgang að gögnum með þeim hætti að óskað væri allra upplýsinga sem Neytendastofa hefði undir höndum vegna könnunar sem hún gerði á verði á veitingastöðum í ágúst 2007, þar með talið nöfnum þeirra veitingahúsa sem verðkönnunin náði til og niðurstöðum hennar. Beiðnina verður að skilja svo að hún nái til allra þeirra upplýsinga sem Neytendastofa hefur undir höndum og tengjast verðkönnun hennar hjá veitingastöðum sem lauk í ágúst 2007.<br /> Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Þá segir í 1. mgr. 10. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Verðkönnun sú sem fram fór af hálfu Neytendastofu á verði á veitingastöðum fólst í því að safnað var saman upplýsingum um verðbreytingar hjá allnokkrum veitingastöðum. Upplýsingar þær sem aflað var voru sambærilegar og upplýsingaöflunin fór fram samtímis á veitingastöðunum. Þeim var safnað saman af hálfu Neytendastofu og samantekt um niðurstöður könnunarinnar var birt á heimasíðu stofnunarinnar. Að þessum atriðum gættum er það álit úrskurðarnefndar að beiðni kæranda fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru til afmörkunar máls í 1. mgr. 3. gr., sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, eins og hér háttar til. Er kæran því tæk til úrskurðar að því er efni beiðninnar varðar.</p> <p> </p> <p><strong>2.<br /> </strong>Neytendastofa hefur til rökstuðnings synjun sinni bent á að ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996 veiti almennt ekki rétt til aðgangs að skrám sem stjórnvöld haldi. Við þá könnun sem hér um ræði hafi Neytendastofa þurft að halda skrár vegna úrvinnslu upplýsinga um verð þeirra veitingahúsa sem könnunin tók til. Þær upplýsingar sem fram komi á skrám stofnunarinnar hafi verið teknar saman til notkunar innanhúss en ekki í þeim tilgangi að birta opinberlega.<br /> Með vísan til röksemda Neytendastofu verður í fyrsta lagi að taka afstöðu til þess hvort þau gögn sem fyrir liggja hjá Neytendastofu og lúta að verðkönnun stofnunarinnar hjá veitingastöðum í ágúst 2007 og niðurstöðum hennar falli undir almennan upplýsingarétt samkvæmt upplýsingalögum. Reynir þar á skil upplýsingalaga gagnvart ákvæðum annarra laga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, og nánari afmörkun upplýsinga¬réttar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna. Í öðru lagi, ef þau gögn sem um ræðir teljast falla undir almennan upplýsingarétt samkvæmt upplýsingalögum, þarf að taka afstöðu til þess hvort það hafi hér þýðingu að þær upplýsingar sem um ræðir hafi af hálfu Neytendastofu verið teknar saman til notkunar innanhúss en ekki í þeim tilgangi að birta opinberlega.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong><br /> Við setningu upplýsingalaga var gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum afmarkað þannig í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau tækju ekki til aðgangs „ ... að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga“, nr. 121/1989, svonefndum tölvulögum. Lög nr. 121/1989 voru felld úr gildi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Samhliða var ákvæðum upplýsingalaga breytt með lögum nr. 83/2000. Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 83/2000 er tilurð frumvarpsins rakin og afmörkun upplýsingalaga gagnvart lögum nr. 121/1989 skýrð með þeim hætti að gildissvið upplýsingalaga hafi í megindráttum oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefði verið afmarkað. Hefðu mörkin „ ... verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.“ Tekið er fram að megintilgangur frumvarpsins sé sá að „ ... varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“ Þýðingu þessarar breytinga hefur nánar verið lýst í úrskurðum nefndarinnar, sbr. meðal annars úrskurði í málum A-263/2007, A-260/2007, A-259/2007.<br /> Úrskurðarnefndin hefur yfirfarið þau gögn sem bárust frá Neytendastofu með umsögn hennar í málinu. Að undanskildum gögnum sem þegar hafa verið birt á heimasíðu Neytendastofu er aðeins um að ræða afrit af töflu sem lýsir niðurstöðum könnunarinnar hjá einstökum veitingahúsum. Þannig hefur taflan að geyma lista yfir þau veitingahús sem könnunin beindist að, verð tiltekinna rétta á matseðlum þeirra í febrúar, mars og ágúst 2007 og útreikning verðbreytinga milli nefndra mánaða í prósentuhlutföllum. Umrædd tafla inniheldur ekki upplýsingar sem flokkast geta sem persónuupplýsingar í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000, sbr. 1. mgr. 3. gr. þeirra laga, sbr. 1. tölul. 2. gr. Reynir því í máli þessu ekki á gildissvið upplýsingalaga gagnvart almennari ákvæðum laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hér kemur aðeins til skoðunar hvort umrædd tafla telst til gagna sem talin eru upp í 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga og aðgangsréttur almennings tekur því til nema takmarkanir skv. 4.-6. gr. laganna standi því í vegi.<br /> Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr skrám og ekki heldur að afhenda slík gögn nema því aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti. Annað kann á hinn bóginn að eiga við lúti beiðni um aðgang að skrá í heild sinni, teljist skráin mynda sjálfstætt skjal eða annars konar gagn í tilteknu máli. Í 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er upplýsingaréttur afmarkaður við öll skjöl sem mál varða og í 2. tölul. sömu mgr. er tekið fram að aðgangsrétturinn taki til allra annarra gagna, svo sem gagna sem vistuð eru í tölvu. Með hliðsjón af efni og formi þeirrar töflu sem fylgdi umsögn Neytendastofu í máli þessu verður ekki annað séð en að hún teljist sjálfstætt skjal í skilningi 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga í tilteknu máli, jafnvel þó að hún í eðli sínu innihaldi skrá yfir þá veitingastaði sem verðkönnunin beindist að og að þar komi fram upplýsingar um verðlag hjá þeim lögaðilum sem um ræðir. Aðgangi að umræddu gagni verður því ekki hafnað á þeim grundvelli að það falli ekki undir almennan upplýsingarétt samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>4.</strong><br /> Sem fyrr segir er stjórnvöldum skylt samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. laganna, sé þess óskað. Í umsögn Neytendastofu til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að þær upplýsingar sem fram komi á skrám stofnunarinnar vegna þeirrar verðkönnunar sem beiðni kæranda lýtur að hafi verið teknar saman til notkunar innanhúss en ekki í þeim tilgangi að birta opinberlega. Ekki kemur hins vegar skýrlega fram afstaða stofnunarinnar til þess hvort hún telji að af þessu leiði takmörkun, sbr. 4.-6. gr. upplýsingalaga, á rétti almennings til aðgangs að gögnum málsins. Þegar litið er framangreinds telur nefndin rétt að taka til umfjöllunar það atriði hvort sú tafla sem fyrir liggur í gögnum málsins geti talist vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Ekki verður á hinn bóginn talið að tilvitnuð ummæli í umsögn Neytendastofu geti falið í sér vísun til annarra takmarkana samkvæmt umræddum ákvæðum 4.-6. gr. laganna.<br /> Í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“ Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um einkenni vinnuskjala: „Í 3. tölul. er mælt svo fyrir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Margar ákvarðanir, sem stjórnvöld taka, eru svonefndar matskenndar ákvarðanir. Þá hafa lög eða stjórnvaldsfyrirmæli, sem ákvörðun er byggð á, ekki að öllu leyti að geyma þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo að ákvörðun verði tekin eða þau veita stjórnvöldum að einhverju leyti mat á því hvert efni ákvörðunar skuli vera. Þegar matskennd stjórnvaldsákvörðun er tekin verða stjórnvöld iðulega að vega og meta mörg ólík sjónarmið. Af þessu leiðir að einatt tekur það einhvern tíma að móta afstöðu stjórnvalds til fyrirliggjandi máls og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma ítarlegri upplýsingar um málsatvik. Gögn, sem til verða á þessum tíma, þurfa því ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Er því lagt til að farin verði sama leið og í stjórnsýslulögunum, og reyndar einnig í dönsku og norsku upplýsingalögunum, að vinnuskjöl stjórnvalds verði undanþegin upplýsingarétti.<br /> Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað. Þá geta þau skjöl ekki talist vinnuskjöl sem stafa frá öðrum en hlutaðeigandi stjórnvaldi enda þótt slík gögn hafi orðið til að frumkvæði stjórnvaldsins, t.d. álit eða skýrslur sérfræðinga o.s.frv. Ennfremur er rétt að taka fram að gögn, sem verða til við skráningu upplýsinga um málsatvik, sbr. 23. gr., falla ekki undir ákvæði 3. tölul.<br /> Að öðru leyti er ekki hægt að tilgreina með tæmandi hætti hvaða gögn teljast vinnuskjöl í skilningi ákvæðisins. Við nánari skýringu þess verður að líta sérstaklega til þess hvort upplýsingarnar snerta atriði sem kunna að breytast eða hafa breyst við nánari skoðun eða umfjöllun.“<br /> Af innihaldi þess gagns sem fyrir liggur í málinu, þ.e. töflu þeirrar sem lýsir niðurstöðum könnunarinnar vegna einstakra veitingahúsa, má sjá að hún hefur að geyma upplýsingar sem teljast endanlegar af hálfu Neytendastofu um verðkönnun hjá veitingahúsum í ágúst 2007. Taflan sýnir niðurstöður verðkönnunarinnar í heild sinni og samanburðartölur vegna kannana hjá sömu veitingastöðum í febrúar og mars sama ár. Þótt litið væri fram hjá álitaefnum um hvort tafla af þessu tagi geti í eðli sínu talist vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga liggur að minnsta kosti fyrir að óheimilt yrði að synja um aðgang að skjalinu á þeim grundvelli þar sem það inniheldur hvoru tveggja upplýsingar um endanlega niðurstöðu máls og upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá, sbr. síðari málsl. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. <br /> Með vísan til þess sem að framan segir er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að [...] eigi rétt á því að fá aðgang að gögnum vegna könnunar Neytendastofu á verði á veitingastöðum sem lauk í ágúst 2007, öðrum en þeim sem þegar hafa verið birt á heimasíðu stofnunarinnar. Um er að ræða töflu sem að framan er lýst og hefur að geyma niðurstöður könnunarinnar hjá einstökum veitingahúsum.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð</strong></p> <p>Neytendastofa skal veita kæranda, [...], aðgang að þeirri töflu sem fylgdi umsögn stofnunarinnar, dags. 25. september 2007, til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og inniheldur lista yfir þau veitingahús sem verðkönnun stofnunarinnar í ágúst 2007 beindist að, verð tiltekinna rétta á matseðlum þeirra í febrúar, mars og ágúst 2007 og útreikning verðbreytinga milli nefndra mánaða í prósentuhlutföllum.</p> <p> </p> <p><br /> Friðgeir Björnsson formaður</p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir Trausti Fannar Valsson</p> <br /> <br /> |
A 266/2007 Úrskurður frá 20. september 2007 | Kærð var synjun embættis forseta Íslands um upplýsingar um nýafstaðna ferð forseta Íslands til Englands. Kæruheimild. Tilgreining máls eða gagna í máli. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Frávísun.
| <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p></p> <p>Hinn 20. september 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-266/2007</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Hinn 13. september sl. kærði [...], synjun embættis forseta Íslands, dags. 12. september sl., um upplýsingar um nýafstaðna ferð forseta Íslands til Englands.<br /> Þá óskaði kærandi eftir því að úrskurðarnefndin tæki jafnframt afstöðu til þess hvort upplýsingar um gististað og gistikostnað forsetans, svo og dagpeninga úr ríkissjóði væru undanþegnar upplýsingarétti, þótt ekki hefði verið óskað eftir þeim upplýsingum hjá forsetaembættinu.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt framlögðum gögnum kæranda eru atvik málsins í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 12. september sl., óskaði hann eftir upplýsingum embættis forseta Íslands um ferð forsetans til Englands á dögunum. Jafnframt óskaði kærandi upplýsinga um ferðatilhögun, þ. á m. með hvaða flugvél var flogið, hvort um áætlunarflug eða einkaflug hafi verið að ræað og um fylgdarlið forseta Íslands í ferðinni. Loks var óskað upplýsinga um eiganda flugvélarinnar, fjölda farþega á vegum embættisins og nöfn þeirra og einnig kostnað forsetaembættisins við ferðina.<br /> Erindi kæranda var svarað með tölvubréfi forsetaritara, dags. 12. september sl. Í svarinu er rakið með almennum hætti hvernig ferðum forseta til útlanda sé hagað. Tekið er fram að skrifstofa forseta Íslands geti ekki veitt nánari upplýsingar um tiltekin flug eða ferðir forseta umfram það sem fram komi á heimasíðu embættisins og fylgi skrifstofan í því efni reglum um öryggi þjóðhöfðingja.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, tekur upplýsingaréttur almennings til þess að fá aðgang að fyrirliggjandi gögnum hjá stjórnvöldum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Í 2. mgr. 3. gr. eru tilgreind þau gögn sem þessi réttur nær til. Þá kemur fram í 1. mgr. 10. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli annaðhvort afmarka beiðni sína við tiltekin gögn máls eða við öll gögn tiltekins máls án þess að tilgreina einstök gögn þess. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, og ennfremur í lögum nr. 161/2006, kemur fram að í beiðni verði „... að tilgreina gögnin eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á gögnunum eða málinu.“<br /> Í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 50/1996 er kveðið á um það að heimilt sé að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurði um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds um að afhenda ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum er tekið fram að kæruheimildin sé bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja, skyldu stjórnvalds til þess að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.<br /> Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki séð að forsetaembættið hafi synjað kæranda um aðgang að gögnum í skilningi upplýsingalaga heldur hafi það ekki veitt þær upplýsingar sem beðið var um, sem er synjun annars eðlis og á ekki undir lög nr. 50/1996. Þegar til þessa er litið þykir úrskurðarnefndinni ekki ástæða til að leita eftir athugasemdum forsetaembættisins við kæruna áður en hún tekur afstöðu til hennar. Með vísan til þess sem að framan segir um 1. mgr. 14. gr. laga nr. 50/1996 og skýringar við ákvæðið ber að vísa kærunni frá nefndinni.<br /> Það er utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar, sbr. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 50/1996, að verða við þeirri ósk kæranda að nefndin taki afstöðu til þess hvort upplýsingar um gististað og gistikostnað forsetans, svo og dagpeninga úr ríkissjóði séu undanþegnar upplýsingarétti. Þeirri ósk er því hafnað.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Kæru [...] er vísað frá.<br /> Hafnað er þeirri ósk kæranda að úrskurðarnefnd um upplýsingamál taki afstöðu til þess hvort upplýsingar um gististað og gistikostnað forsetans, svo og dagpeninga úr ríkissjóði séu undanþegnar upplýsingarétti.</p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> varaformaður</p> <p> </p> <p> Sigurveig Jónsdóttir Þorgeir Ingi Njálsson</p> <br /> <br /> |
A 265/2007 Úrskurður frá 20. september 2007 | Kærð var synjun Mosfellsbæjar, um aðgang að gögnum vegna rannsókna á tímabilinu 1994-2005, sem Mosfellsbær hafi byggt á ákvörðun sína um lagningu tengibrautar frá Helgafellslandi, um Álafosskvos að Vesturlandsvegi. Kæruheimild. Leiðbeiningar um afmörkun beiðni. Tilgreining máls eða gagna í máli. Frávísun.
| <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p></p> <p>Hinn 20. september 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-265/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 25. júní sl., kærðu [...] synjun Mosfellsbæjar, dags. 9. júní sl., um aðgang að gögnum vegna rannsókna á tímabilinu 1994-2005, sem Mosfellsbær hafi byggt á ákvörðun sína um lagningu tengibrautar frá Helgafellslandi, um Álafosskvos að Vesturlandsvegi.<br /> Með bréfi, dags. 26. júní sl., var kæran kynnt Mosfellsbæ og honum veittur frestur til föstudagsins 6. júlí sl. til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að Mosfellsbær léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Veittur var viðbótarfrestur til 17. júlí sl.<br /> Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar barst nefndinni með bréfi, dags. 16. júlí sl. Kærendum var gefinn kostur á að tjá sig um umsögnina með bréfi, dags. 19. júlí sl., og veittur frestur til miðvikudagsins 1. ágúst sl. til að koma á framfæri frekari athugasemdum við hana.<br /> Athugasemdir kærenda bárust með tölvubréfi hans, dags. 19. júlí sl., og með bréfum, dags. 23. og 25. sama mánaðar.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 22. febrúar sl., fór annar kærenda þess á leit að Mosfellsbær léti honum í té „... afrit af þeim gögnum sem styðja ákvörðun bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ um staðsetningu tengibrautar“ úr Helgafellslandi um Álafossveg að Vesturlandsvegi. Til stuðnings beiðninni er rakið að samkvæmt yfirlýsingum bæjarfulltrúa og embættismanna bæjarins hefðu áralangar rannsóknir sérfræðinga og fagaðila stutt staðarval tengibrautarinnar. Jafnframt var þess óskað að látin yrðu í té afrit af útreikningum á kostnaði vegna annarra leiða, sem til ættu að vera. Í svarbréfi bæjarritara Mosfellsbæjar, dags. 9. júní sl., er rakið að honum sé ekki kunnugt um að „sérstaklega séu til samantekin þau gögn“ sem óskað hafi verið eftir eða að sérstakt erindi hafi verið til meðferðar í stjórnsýslunni þar sem umbeðin gögn hafi verið lögð fram. Þar sem ekki væri að finna skýra tilvitnun í afgreiðslunúmer eða heiti þess erindis sem umbeðin gögn kynnu að hafa verið hluti af væri ekki unnt að verða við beiðninni. Í bréfi bæjarritarans er ennfremur að finna upplýsingar um gögn, sem að mati hans geti varðað beiðnina.<br /> Í umsögn lögmanns Mosfellsbæjar er fullyrt að kærendum hafi aldrei verið neitað um aðgang að gögnunum. Er tekið fram að af hálfu Mosfellsbæjar hafi aldrei verið ljóst hvaða gögn kærendur væru nákvæmlega að biðja um. Umrædd tengibraut hafi verið sýnd í aðalskipulagi Mosfellsbæjar allt frá árinu 1983. Gríðarlegt magn gagna væri til um málið, „verkfræðigögn ýmis konar, rannsóknir, mælingar o.s.frv.“ Eins og kæran sé orðuð séu kærendur að biðja um óheyrilegt magn af gögnum. Í því felist mikil fyrirhöfn fyrir fámennt starfslið Mosfellsbæjar að fara í gegnum allt gagnasafn bæjarins og taka afrit af þeim gögnum sem kærendur myndu hugsanlega vilja fá og yrði bærinn að fá utanaðkomandi aðstoð við verkið, sbr. 5. gr. gjaldskrár nr. 838/2004. Eðlilegast sé að kærendur upplýstu með nákvæmari hætti hvaða gögn það séu sem þeir óski eftir afriti af. Jafnframt er tekið fram að kærendum hafi ávallt staðið til boða að koma á bæjarskrifstofuna og fara í gegnum gögn og fá síðan ljósriti af þeim gögnum sem þeir óskuðu. Með því verklagi væri unnt að takmarka kostnað kærenda af beiðninni. Þá er bent á að æskilegt sé að kærendur hafi samband við tilgreindan starfsmann bæjarins til þess að fara í gegnum þau gögn sem til séu og eftir atvikum fá ljósrit af þeim gögnum sem þeir óski eftir að fá afrit af. Loks segir í niðurlagi umsagnarinnar að þar sem kærendum hafi aldrei verið neitað um aðgang að umræddum gögnum og óljóst sé hvaða gögn það séu nákvæmlega sem þeir vilji fá aðgang að telji Mosfellsbær ekki tilefni til þess, a.m.k. að svo stöddu, að afhenda úrskurðarnefndinni í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kærendur væru að biðja um.<br /> Í athugasemdum kærenda í tölvubréfi, dags. 19. júlí sl., er vísað til þess að umbeðin gögn séu nefnd í gögnum til Skipulagsstofnunar, í fjölmiðlum og á opnum fundum í bæjarfélaginu. Í athugasemdum kærenda, dags. 23. júlí sl., sé einnig bent á að samkvæmt yfirlýsingum bæjarverkfræðings Mosfellsbæjar í fjölmiðlum, í netpóstsamskiptum og á opnum íbúafundi í febrúar 2007 hafi verið vísað til kostnaðaráætlunar við gerð stokks undir Ásland í Mosfellsbæ. Í viðbótarathugsemdum kærenda 25. júlí 2007 eru samskipti kærenda við stjórnendur í Mosfellsbæ rakin. Í niðurlagi bréfsins er sérstaklega vísað til þess að í þeim tilgangi að auðvelda Mosfellsbæ að verða við beiðni þeirra óski þau eftir aðgangi að dagbókarfærslum sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn, sbr. 3. tölul. 3. gr. upplýsingalaga.<br /> Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður í úrskurði þessum ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum og sjónarmiðum aðila sem fram hafa komið, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, tekur upplýsingaréttur almennings til þess að fá aðgang að fyrirliggjandi gögnum hjá stjórnvöldum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. Í 2. mgr. 3. gr. eru tilgreind þau gögn sem þessi réttur nær til. Þá kemur fram í 1. mgr. 10. gr., sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skuli annaðhvort afmarka beiðni sína við tiltekin gögn máls eða við öll gögn tiltekins máls án þess að tilgreina einstök gögn þess. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, og ennfremur í lögum nr. 161/2006, kemur fram að í beiðni verði „... að tilgreina gögnin eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á gögnunum eða málinu.“<br /> Í beiðni kærenda, dags. 22. febrúar sl., eins og hún er afmörkuð, er vísað til ótilgreindra gagna sem ákvörðun Mosfellsbæjar um staðsetningu tengibrautar hafi byggst á og útreikninga á kostnaði vegna annarra leiða. Samkvæmt þessu verður við það að miða að kærendur óski eftir því að fá að kynna sér tiltekin gögn máls vegna undirbúnings umræddrar ákvörðunar Mosfellsbæjar. Reynir því á hvort kærendur hafi í beiðni sinni tilgreint með nægilega glöggum hætti þau gögn sem þau hafi óskað eftir að kynna sér. Af hálfu bæjarins er á því byggt að ekki liggi fyrir synjun hans um aðgang að umbeðnum gögnum, heldur hafi ekki verið unnt að verða við beiðni kærenda, eins og hún var úr garði gerð, vegna umfangs hennar og að ekki hafi verið tilgreind nákvæmlega þau gögn sem óskað hafi verið eftir aðgangi að.<br /> Samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er „heimilt ... að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn.“ Þegar virtir eru málavextir í máli þessu, hvernig beiðni kærenda er úr garði gerð og viðbrögð Mosfellsbæjar við henni verður ekki annað ráðið en að ekki sé fullreynt, hvort kærendum hafi verið synjað um aðgang að gögnum. Á þetta einnig við þau gögn sem kærendur tilgreindu sérstaklega í þeim athugasemdum sem þeir gerðu í bréfi til úrskurðarnefndarinnar, dags. 25. júlí, sl., þ.e. dagbókarfærslur sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki liggi fyrir synjun um afhendingu gagna samkvæmt upplýsingalögum. Ber því að vísa kærunni frá.<br /> Samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ber stjórnvöldum að veita aðila nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar, eftir því sem við verður komið, reynist beiðni ónákvæm. Kærandi getur því snúið sér á ný til Mosfellsbæjar eins og rakið er í umsögn lögmanns bæjarins og leitað eftir leiðbeiningum og aðstoð við að afmarka erindi sitt nánar þannig að Mosfellsbær geti tekið efnislega afstöðu til þess.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Kæru [...] er vísað frá.</p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> varaformaður</p> <p><br /> Sigurveig Jónsdóttir Þorgeir Ingi Njálsson</p> <br /> <br /> |
A 257/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007 | Kærð var synjun menntamálaráðuneytisins um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts menntamálaráðherra fyrir árið 2006. Afmörkun kæruefnis. Bókhaldsgögn. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <p>A-257/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007</p> <h3 align="center"><br /> ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"></p> <p>Hinn 3. júlí 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-257/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. apríl sl., kærði [...] synjun menntamálaráðuneytisins frá 20. mars sl. um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts menntamálaráðherra fyrir árið 2006.<br /> Með bréfi, dags. 4. apríl sl., var kæran kynnt menntmálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins barst nefndinni með bréfi, dags. 20. apríl sl.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn menntamálaráðuneytisins með bréfi, dags. 27. apríl sl. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 18. maí sl.<br /> Með bréfi, dags. 21., júní sl. var þess óskað að menntamálaráðuneytið léti nefndinni í té upplýsingar um hvort mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorts menntamálaráðherra vegna ársins 2006 hafi verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins eitt sér eða í tenglum við önnur mál. Svar ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 28. júní sl.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 5. mars sl., óskaði kærandi eftir því að menntamálaráðuneytið léti honum í té „ ... útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins), ..., fyrir árið 2006“. Í tölvubréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 20. mars sl., er að finna útskýringar á notkun kreditkorts menntamálaráðherra. Tekið er fram að upplýsingar um notkunaryfirlit á kreditkortinu sé að finna í bókhaldsgögnum og samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki upplýsingaréttur ekki til þess að stjórnvöld útbúi eða taki saman skjöl með tilteknu efni.<br /> Í umsögn menntamálaráðuneytisins er vísað til röksemda þess í tölvubréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 20. mars sl. Þá er tekið fram að kærandi hafi óskað upplýsinga um kreditkortanotkun menntamálaráðherra og sérstaklega tilgreint „útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðherrans) ... fyrir árið 2006“. Synjun ráðuneytisins hafi byggst á því að um sé ræða bókhaldsgögn en samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga taki ákvæði laganna ekki til slíkra gagna. Ákvæði laganna taki þannig ekki til upplýsinga í skrám sem unnar hafi verið með kerfisbundnum hætti, sbr. 2. mgr. 2. gr. nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-174/2004. Þá hafi verið litið svo á að ef um sé að ræða upplýsingar sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, falli úrlausn um aðgang að þeim utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. mál A-245/2007. Tekur ráðuneytið fram að eins og beiðni kæranda sé afmörkuð taki hún til upplýsinga sem séu skráðar í bókhaldi þess en engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit, hafi verið unnin upp úr bókhaldinu. Beiðni kæranda feli í sér kröfu um að teknar verði saman tilteknar upplýsingar, en að mati ráðuneytisins samræmist það ekki skilyrðum 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Er það afstaða ráðuneytisins að þar sem beiðni kæranda taki til upplýsinga sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, og að þess verði ekki krafist að útbúin verði skjöl af þeim toga sem kærandi hafi óskað eftir, hafi synjun ráðuneytisins verið í samræmi við upplýsingalög.<br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn menntamálaráðuneytisins segir að kreditkortafyrirtækin sendi viðskiptavinum sínum reglubundið yfirlit yfir notkun kreditkortanna sem þeir hafa á sínu nafni. Engin ástæða sé til þess að gera ráð fyrir öðru en að ráðherrar eða ráðuneyti fái reglulega eða geti fengið slík yfirlit. Beiðni sín snúist eingöngu um að fá afrit af eða annan aðgang að yfirlitum fyrir árið 2006.<br /> Í svarbréfi menntamálaráðuneytisins, dags. 28. júní sl., upplýsti ráðuneytið að mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorts menntamálaráðherra á árinu 2006 hafi ekki verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins ein sér eða í tengslum við önnur mál.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><br /> <strong>1.</strong></p> <p>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við aðgang að „notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins)... fyrir árið 2006“. Þó svo að í beiðni kæranda sé með almennum hætti vísað til notkunaryfirlits fyrir árið 2006 þykir mega miða við að beiðni hans taki til aðgangs að yfirlitum sem ráðuneytið hafi fengið send frá fjármálastofnun vegna notkunar kreditkortsins umrætt tímabil. Er kæran því tæk til úrskurðar að því er efni beiðninnar varðar.<br /> Synjun ráðuneytisins er á því byggð að upplýsingaréttur kæranda samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki ekki til umræddra gagna þar sem þau séu hluti bókhalds og að ekki hafi verið teknar saman upplýsingar um notkun kreditkortsins á árinu 2006, þ.e. að ekki hafi verið útbúin ný skjöl eða önnur gögn sem hafi að geyma upplýsingar um notkun kreditkortsins, sbr. 2. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn máls þessa reynir á skil upplýsingalaga gagnvart ákvæðum annarra laga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og nánari afmörkun upplýsingaréttar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p><br /> <strong>2.</strong></p> <p>Við setningu upplýsingalaga var gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum afmarkaða þannig í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau tækju ekki til aðgangs „ ... að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga“, nr. 121/1989, svonefndum tölvulögum. Ákvæði tölvulaga geymdu fyrirmæli um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum sem skráð voru með kerfisbundum hætti. Með kerfisbundinni skráningu upplýsinga var átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulagsbundna heild, eða skrá, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Lög nr. 121/1989 voru felld úr gildi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í skýringum við 44. gr. þess frumvarps er varð að lögum nr. 77/2000 er rakið að ákvæði laganna hafi rýmra gildissvið að því leyti að þau taki til sérhverrar rafrænnar vinnslu persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörkuðum upplýsingum sé safnað í skipulagsbundna heild eða ekki. Samhliða var ákvæðum upplýsingalaga breytt með lögum nr. 83/2000.<br /> Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 83/2000 er tilurð frumvarpsins rakin og afmörkun upplýsingalaga gagnvart lögum nr. 121/1989 skýrð með þeim hætti að gildissvið upplýsingalaga hafi í megindráttum oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefði verið afmarkað. Hefðu mörkin „ ... verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.“ Tekið er fram að megintilgangur frumvarpsins sé sá að „ ... varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“<br /> Með 1. gr. frumvarps til laga nr. 83/2000 var lögð til breyting á 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í skýringum við 1. gr. frumvarpsins kemur fram að þar sé „ ... lagt til að gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verði afmarkað þannig að upplýsingalögin taki ekki til aðgangs að upplýsingum er lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taka til nema leitað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttarins skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Eftir þessa breytingu ber að virða ákvæði upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 44. gr. þeirra, en í raun leiðir það til sömu niðurstöðu og nú gildir um lagaskil milli upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á þennan hátt halda ákvæði upplýsingalaga gildi sínu óháð lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ekki verður hallað á þann upplýsingarétt sem almenningi hefur þegar verið tryggður samkvæmt núgildandi lögum, ...“<br /> Samkvæmt framansögðu miðuðu þær breytingar sem urðu að með lögum nr. 83/2000 að því að varðveita áfram sömu lagaskil og verið höfðu gagnvart lögum nr. 121/1989. Við skýringu upplýsingalaga verður því að þessu leyti áfram byggt á fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar. Af þessu leiðir ennfremur að aðgangur að upplýsingum sem er að finna í skrám sem færðar eru með kerfisbundnum hætti falla utan gildissviðs upplýsingalaga. Í úrskurðum sínum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál þannig byggt á því að utan laganna falli m.a. upplýsingar sem skráðar eru með kerfisbundum hætti í bókhaldi stjórnvalds og það sama eigi ennfremur við sé upplýsingarnar að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess, þ. á m. reikningum vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-69/1998 og A-75/1999. Aftur á móti geti lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafa verið upp úr viðkomandi bókhaldi, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-35/1997, A-44/1998 og A-245/2007. Af þessu leiðir ennfremur að hafi gagn, sem fært hefur verið í skrá eða er ætlað að vera hluti hennar, verið tekið til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar stjórnvalds fellur það undir upplýsingarétt, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, enda tilheyrir skjalið þá sérstöku máli.</p> <p><br /> <strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi sem t.d. varða notkun kreditkorts og ekki heldur að afhenda slík gögn nema því aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti.<br /> Af hálfu menntamálaráðuneytisins er staðhæft að engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit sem varði kæruefnið, hafi verið unnin upp úr bókhaldi þess. Er ekkert komið fram í máli þessu sem gefur tilefni til þess að draga í efa staðhæfingu ráðuneytisins. Þá verður ekki annað ráðið af svörum þess, en að umrædd notkunaryfirlit séu eingöngu að finna í bókhaldi ráðuneytisins og hafi þar að öðru leyti ekki verið til sérstakrar skoðunar eða meðferðar.<br /> Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar að staðfesta beri synjun menntamálaráðuneytisins um afhendingu umræddra notkunaryfirlita vegna kreditkorts menntamálaráðherra árið 2006.</p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Staðfest er sú ákvörðun menntamálaráðuneytisins að synja kæranda, [...], um aðgang að notkunaryfirlitum kreditkorts menntamálaráðherra vegna ársins 2006.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"> </p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A 253/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007 | Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts fjármálaráðherra fyrir árið 2006. Afmörkun kæruefnis. Bókhaldsgögn. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest.
| <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p></p> <p>Hinn 3. júlí 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-253/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. apríl sl., kærði [...] synjun fjármálaráðuneytisins frá 19. mars sl., um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts fjármálaráðherra fyrir árið 2006.<br /> Með bréfi, dags. 10. apríl sl., var kæran kynnt fjármálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins barst nefndinni með bréfi, dags. 18. apríl sl.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn fjármálaráðuneytisins með bréfi, dags. 23. apríl sl. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 18. maí sl.<br /> Með bréfi, dags. 21. júní sl., var þess óskað að fjármálaráðuneytið léti nefndinni í té upplýsingar um hvort mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorts fjármálaráðherra vegna ársins 2006 hafi verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins eitt sér eða í tenglum við önnur mál. Svar ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 2. júlí sl.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 5. mars sl., óskaði kærandi eftir því að fjármálaráðuneytið léti honum í té „ ... útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins), ..., fyrir árið 2006“. Í tölvubréfi ráðuneytisins, dags. 19. mars sl., er að finna útskýringar á notkun kreditkorts fjármálaráðherra. Tekið er fram að upplýsingar um notkunaryfirlit á kreditkortinu sé að finna í bókhaldsgögnum og samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki upplýsingaréttur ekki til þess að stjórnvöld útbúi eða taki saman skjöl með tilteknu efni. Yrði því ekki unnt að verða við beiðni kæranda um útskrift á umræddum upplýsingum.<br /> Í umsögn fjármálaráðuneytisins er vísað til röksemda þess í bréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 19. mars sl. Þá er tekið fram að kærandi hafi óskað upplýsinga um kreditkortanotkun fjármálaráðherra og sérstaklega tilgreint „útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðherrans) ... fyrir árið 2006“.Synjun ráðuneytisins hafi byggst á því að um sé að ræða bókhaldsgögn en samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga taki ákvæði laganna ekki til slíkra gagna. Ákvæði laganna taki þannig ekki til upplýsinga í skrám sem unnar hafi verið með kerfisbundnum hætti, sbr. 2. mgr. 2. gr., nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-174/2004. Þá hafi verið litið svo á að ef um sé að ræða upplýsingar sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, falli úrlausn um aðgang að þeim utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. mál A-245/2007. Tekur ráðuneytið fram að eins og beiðni kæranda sé afmörkuð taki hún til upplýsinga sem séu skráðar í bókhaldi þess en engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit, hafi verið unnin upp úr bókhaldinu. Beiðni kæranda feli í sér kröfu um að teknar verði saman tilteknar upplýsingar, en að mati ráðuneytisins samræmist það ekki skilyrðum 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Er það afstaða ráðuneytisins að þar sem beiðni kæranda taki til upplýsinga sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, og að þess verði ekki krafist að útbúin verði skjöl af þeim toga sem kærandi hafi óskað eftir, hafi synjun ráðuneytisins verið í samræmi við upplýsingalög.<br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn fjármálaráðuneytisins segir að kreditkortafyrirtækin sendi viðskiptavinum sínum reglubundið yfirlit yfir notkun kreditkortanna sem þeir hafa á sínu nafni. Engin ástæða sé til þess að gera ráð fyrir öðru en að ráðherrar eða ráðuneyti fái reglulega eða geti fengið slík yfirlit. Beiðni sín snúist eingöngu um að fá afrit af eða annan aðgang að yfirlitum fyrir árið 2006.<br /> Í svarbréfi fjármálaráðuneytisins, dags. 2. júlí sl., upplýsti ráðuneytið að mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorta fjármálaráðuneytisins á árinu 2006 hafi ekki verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins ein sér eða í tengslum við önnur mál.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við aðgang að „notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins)... fyrir árið 2006“. Þó svo að í beiðni kæranda sé með almennum hætti vísað til notkunaryfirlits fyrir árið 2006 þykir mega miða við að beiðni hans taki til aðgangs að yfirlitum sem ráðuneytið hafi fengið send frá fjármálastofnun vegna notkunar kreditkortsins umrætt tímabil. Er kæran því tæk til úrskurðar að því er efni beiðninnar varðar.<br /> Synjun ráðuneytisins er á því byggð að upplýsingaréttur kæranda samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki ekki til umræddra gagna þar sem þau séu hluti bókhalds og að ekki hafi verið teknar saman upplýsingar um notkun kreditkortsins á árinu 2006, þ.e. að ekki hafi verið útbúin ný skjöl eða önnur gögn sem hafi að geyma upplýsingar um notkun kreditkortsins, sbr. 2. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn máls þessa reynir á skil upplýsingalaga gagnvart ákvæðum annarra laga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og nánari afmörkun upplýsingaréttar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p><br /> <strong>2.</strong></p> <p>Við setningu upplýsingalaga var gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum afmarkaða þannig í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau tækju ekki til aðgangs „ ... að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga“, nr. 121/1989, svonefndum tölvulögum. Ákvæði tölvulaga geymdu fyrirmæli um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum sem skráð voru með kerfisbundum hætti. Með kerfisbundinni skráningu upplýsinga var átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulagsbundna heild, eða skrá, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Lög nr. 121/1989 voru felld úr gildi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í skýringum við 44. gr. þess frumvarps er varð að lögum nr. 77/2000 er rakið að ákvæði laganna hafi rýmra gildissvið að því leyti að þau taki til sérhverrar rafrænnar vinnslu persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörkuðum upplýsingum sé safnað í skipulagsbundna heild eða ekki. Samhliða var ákvæðum upplýsingalaga breytt með lögum nr. 83/2000.<br /> Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 83/2000 er tilurð frumvarpsins rakin og afmörkun upplýsingalaga gagnvart lögum nr. 121/1989 skýrð með þeim hætti að gildissvið upplýsingalaga hafi í megindráttum oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefði verið afmarkað. Hefðu mörkin „ ... verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.“ Tekið er fram að megintilgangur frumvarpsins sé sá að „ ... varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“<br /> Með 1. gr. frumvarps til laga nr. 83/2000 var lögð til breyting á 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í skýringum við 1. gr. frumvarpsins kemur fram að þar sé „ ... lagt til að gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verði afmarkað þannig að upplýsingalögin taki ekki til aðgangs að upplýsingum er lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taka til nema leitað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttarins skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Eftir þessa breytingu ber að virða ákvæði upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 44. gr. þeirra, en í raun leiðir það til sömu niðurstöðu og nú gildir um lagaskil milli upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á þennan hátt halda ákvæði upplýsingalaga gildi sínu óháð lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ekki verður hallað á þann upplýsingarétt sem almenningi hefur þegar verið tryggður samkvæmt núgildandi lögum, ...“<br /> Samkvæmt framansögðu miðuðu þær breytingar sem urðu að með lögum nr. 83/2000 að því að varðveita áfram sömu lagaskil og verið höfðu gagnvart lögum nr. 121/1989. Við skýringu upplýsingalaga verður því að þessu leyti áfram byggt á fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar. Af þessu leiðir ennfremur að aðgangur að upplýsingum sem er að finna í skrám sem færðar eru með kerfisbundnum hætti falla utan gildissviðs upplýsingalaga. Í úrskurðum sínum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál þannig byggt á því að utan laganna falli m.a. upplýsingar sem skráðar eru með kerfisbundum hætti í bókhaldi stjórnvalds og það sama eigi ennfremur við sé upplýsingarnar að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess, þ. á m. reikningum vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-69/1998 og A-75/1999. Aftur á móti geti lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafa verið upp úr viðkomandi bókhaldi, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-35/1997, A-44/1998 og A-245/2007. Af þessu leiðir ennfremur að hafi gagn, sem fært hefur verið í skrá eða er ætlað að vera hluti hennar, verið tekið til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar stjórnvalds fellur það undir upplýsingarétt, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, enda tilheyrir skjalið þá sérstöku máli.</p> <p><br /> <strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi sem t.d. varða notkun kreditkorts og ekki heldur að afhenda slík gögn nema því aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti.<br /> Af hálfu fjármálaráðuneytisins er staðhæft að engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit sem varði kæruefnið, hafi verið unnin upp úr bókhaldi þess. Er ekkert komið fram í máli þessu sem gefur tilefni til þess að draga í efa staðhæfingu ráðuneytisins. Þá verður ekki annað ráðið af svörum þess en að umrædd notkunaryfirlit séu eingöngu að finna í bókhaldi ráðuneytisins og hafi þar að öðru leyti ekki verið til sérstakrar skoðunar eða meðferðar.<br /> Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar að staðfesta beri synjun fjármálaráðuneytisins um afhendingu umræddra notkunaryfirlita vegna kreditkorts fjármálaráðherra árið 2006.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Staðfest er sú ákvörðun fjármálaráðuneytisins að synja kæranda, [...], um aðgang að notkunaryfirlitum kreditkorts fjármálaráðherra vegna ársins 2006.</p> <p> </p> <p align="center">Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A 262/2007 Úrskurður frá 27. júní 2007 | Kærð var synjun Ríkisútvarpsins ohf. um aðgang að upplýsingum um heildarkostnað félagsins vegna kaupa á sýningarrétti EM í knattspyrnu og heildarkostnað vegna kaupa á sjónvarpsþáttunum Lost, Desperate Housewives og The Sopranos. Afmörkun kæruefnis. Kæruheimild. Tilgreining máls eða gagna í máli. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <p>A-262/2007 Úrskurður frá 27. júní 2007</p> <h3 align="center"><br /> ÚRSKURÐUR</h3> <p></p> <p>Hinn 27. júní 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-262/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 13. apríl sl., kærði [...] synjun Ríkisútvarpsins ohf. frá sama degi um aðgang að upplýsingum um heildarkostnað félagsins vegna kaupa á sýningarrétti EM í knattspyrnu og heildarkostnað vegna kaupa á sjónvarpsþáttunum Lost, Desperate Housewives og The Sopranos.<br /> Með bréfi, dags. 16. apríl sl., var kæran kynnt Ríkisútvarpinu ohf. og því veittur frestur til 26. apríl sl. til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. apríl sl. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Með bréfi, dags. 24. apríl sl., var fresturinn framlengdur til 3. maí sl. og með bréfi, dags. 2. maí sl., var viðbótarfrestur veittur til 7. maí sl. Umsögn Ríkisútvarpsins ohf. barst úrskurðarnefnd með bréfi dagsettu sama dag.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn Ríkisútvarpsins ohf. með bréfi, dags. 9. maí sl. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfi lögmanns hans, dags. 22. maí sl. Bréf kæranda var kynnt Ríkisútvarpinu ohf. 19. júní sl. og eru athugasemdir félagsins af því tilefni, dags. 21. júní sl. Athugasemdir félagsins voru kynntar kæranda með tölvubréfi, dags. 23. júní.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 3. apríl sl., óskaði kærandi „ ... eftir upplýsingum um heildarkostnað RÚV vegna kaupa á sýningarrétti á EM í knattspyrnu, heildarkostnað RÚV vegna kaupa á, í fyrsta lagi sjónvarpsþáttunum Lost, í öðru lagi, Desparate Housewives, og í þriðja lagi, The Sopranos.“ Með tölvubréfi, dags. 13. apríl sl., hafnaði útvarpsstjóri beiðni kæranda „ ... um aðgang að upplýsingum varðandi kostnað RÚV vegna kaupa á sýningarrétti á EM í knattspyrnu, Lost, Desperate Housewives og The Sopranos ...“ með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og að félagið hefði undirgengist að virða trúnað um fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðsemjenda sinna, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Í umsögn Ríkisútvarpsins ohf. kemur fram að félagið skilji beiðni kæranda þannig að óskað sé upplýsinga um innkaupsverð tiltekins sýningarefnis. Ekki liggi fyrir í afmörkuðu skjali upplýsingar um rekstrarkostnað tengdum sýningu efnisins. Byggt sé á því að félaginu hafi verið óheimilt að veita aðgang að umbeðnum upplýsingum, sbr. 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga, auk þess sem synjunin eigi sér stoð í 3. tölul. 6. gr. laganna. Óumdeilt sé að félagið annist útvarpsþjónustu í samkeppni við aðrar útvarpsstöðvar í eigu einkaaðila, þ.m.t. 365 hf. Í umsögn félagsins er rakinn 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga, ásamt lögskýringargögnum, og vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um skýringu ákvæðisins. Að mati félagsins sé ljóst að umbeðnar upplýsingar teljist til viðkvæmra upplýsinga um rekstrar- og samkeppnisstöðu þeirra aðila sem í hlut eiga, þ.e. viðsemjenda þess, og verði aðgangur veittur að þeim sé slíkt auðveldlega til þess fallið að valda þeim tjóni. Seljendur sjónvarpsefnis leggi verulega áherslu á að kaupverð, og aðrar viðlíka upplýsingar, séu trúnaðarmál. Til skýringar er í umsögn félagsins vísað til samningsskilmála í samningum vegna kaupa á sýningarrétti EM í knattspyrnu og samninga vegna sýninga á sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives og The Sopranos. Við kaup á umræddu efni verði starfsemi félagsins gagnvart viðsemjendum þess jafnað til starfsemi einkaaðila á samkeppnismarkaði. Til stuðnings kröfu sinni um að synjun þess verði staðfest er ennfremur vísað til úrskurða úrskurðarnefndar í málum A-238/2007 og A-220/2005. Að því er varði tilvísun Ríkisútvarpsins ohf. til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sé ljóst að aðgangur að umbeðnum upplýsingum sé ótvírætt til þess fallinn að skaða samkeppnis- og rekstrarstöðu þess gagnvart samkeppnisaðilum, þ.m.t. 365 hf. Verði félaginu gert skylt að veita aðgang að umræddum upplýsingum standi félagið ekki jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum um kaup á sjónvarpsefni og samkeppnisaðilar fái þar með nákvæmar upplýsingar um öll verð og kjör Ríkisútvarpsins ohf. Bendir félagið á að í samkeppnisrétti sé lögð mikil áhersla á að keppinautar séu í öllum markaðsaðgerðum sínum sjálfstæðir. Eigi það ekki síst við vegna þess að ákveðin óvissa um aðgerðir og getu keppenda á markaði sé drifkraftur samkeppni. Sé það mat Ríkisútvarpsins ohf. að þau sjónarmið sem fram komi í umsögn þess, eigi sér skýra stoð í úrskurði nefndarinnar í máli A-184/2004.<br /> Í umsögn lögmanns kæranda er lýst hlutverki Ríkisútvarpsins ohf. samkvæmt lögum nr. 6/2007 og tekið fram að þær upplýsingar sem óskað sé eftir falli augljóslega innan þess hlutverks félagsins að veita útvarpsþjónustu í almannaþágu. Því sé mótmælt að ekki sé unnt að taka til greina kröfu um upplýsingar liggi þær ekki fyrir samanteknar. Beiðni kæranda falli undir ákvæði 2. mgr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem fram komi að sá sem fari fram á aðgang að gögnum geti óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varði. Þá er vísað til þess að af ummælum í lögskýringargögnum leiði að skýra beri undantekningar frá lögunum þröngt. Til að mynda komi það fram í athugasemdum við 3. tölul. 6. gr. að markmið frumvarpsins sé m.a. að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Óheftur réttur til upplýsinga geti hins vegar skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja þegar svo hátti til að hið opinbera keppi á markaði við einkaaðila, sem ekki séu skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Tekið er fram að síðastgreindar upplýsingar geti með engu móti átt við um þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir. Eingöngu hafi verið farið fram á upplýsingar um heildarkostnað Ríkisútvarpsins ohf. af tilteknum sjónvarpsþáttum en ekki sundurgreindar upplýsingar t.d. um einstaka þætti eða samninga um sýningarrétt. Samkvæmt þessu gildi því meginregla upplýsingalaga um heimild almennings og fjölmiðla til að fá upplýsingar um ráðstöfun opinberra fjármuna í þessu tilviki. Af hálfu lögmanns kæranda er áréttað að engu máli skipti hver það sé sem óski upplýsinga á grundvelli upplýsingalaga. Þá er því ennfremur mótmælt að umbeðnar upplýsingar geti skaðað rekstrar- eða samkeppnisstöðu félagsins, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, þar sem ekki sé óskað upplýsinga um einstaka þætti samninga eða aðrar sundurgreindar upplýsingar. Verði krafa félagsins tekin til greina á þessum grundvelli sé erfitt að sjá í hvaða tilvikum upplýsingar í tengslum við ráðstöfun opinberra fjármuna verði veittar. Að því er varði tilvísun Ríkisútvarpsins ohf. til trúnaðarákvæða í samningum þá geti þær ekki hindrað aðgang að upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar í málum A-133/2001 og A-232/2006. Í niðurlagi umsagnar lögmanns kæranda er áréttað að ekki hafi verið beðið um sundurgreindar upplýsingar um kostnað heldur eingöngu hve miklu Ríkisútvarpið ohf. hefði kostað til á ári vegna áðurnefndra dagskrárliða.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Ákvæði upplýsingalaga gilda um starfsemi Ríkisútvarpsins ohf., sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf.<br /> Af ákvæðum 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, og 1. og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. leiðir að sá sem óskar eftir upplýsingum hjá stjórnvöldum getur afmarkað beiðni sína við tiltekin gögn er mál varða eða öll gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn málsins. Synji stjórnvald um aðgang að gögnum samkvæmt framansögðu er heimilt að bera hana undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, er stjórnvöldum ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Er þetta í samræmi við þá skýringu nefndarinnar á ákvæðinu, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-181/2004, A-239/2007 og A-243/2007, að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggi, þegar um þau sé beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki séu fyrirliggjandi þegar eftir þeim sé leitað.<br /> Af hálfu Ríkisútvarpsins ohf. er á því byggt að kærandi hafi fyrst og fremst óskað upplýsinga um innkaupsverð umræddra sjónvarpsþátta, en að því leyti sem beiðni hans kunni að varða upplýsingar um rekstarkostnað tengdan sýningu efnisins feli slíkt í sér kröfu um að félagið taki saman upplýsingar úr ýmsum rekstrarkerfum og vinni þær. Er af hálfu félagins fullyrt að slíkar upplýsingar séu ekki fyrir hendi og að þær hafi ekki verið teknar saman í einu afmörkuðu skjali. Kærandi hefur í umsögn sinni áréttað að með beiðni sinni hafi eingöngu verið óskað upplýsinga um heildarkostnað Ríkisútvarpsins ohf. af tilteknum sjónvarpsþáttum, en ekki sundurgreindra upplýsinga um kostnað, t.d. um einstaka þætti eða um sýningarrétt. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið verður við það að miða við afgreiðslu málsins að niðurstaðan ráðist af því hvort upplýsingar um framangreindan heildarkostnað sé að finna í tilteknu skjali eða skjölum tiltekins máls. Þegar það er virt hvernig kærandi hefur afmarkað beiðni sína og að ekkert er komið fram, sem leiðir líkur að því að draga megi í efa framangreindar fullyrðingar Ríkisútvarpsins ohf. um að þessar upplýsingar séu ekki fyrir hendi hjá félaginu í einstökum skjölum er óhjákvæmilegt annað en að staðfesta synjun félagsins. Af þessari niðurstöðu leiðir ennfremur að ekki kemur til athugunar úrskurðarnefndar hvort upplýsingaréttur kæranda sæti takmörkunum samkvæmt seinni málsl. 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> Úrskurður þessi er því ekki til fyrirstöðu að kærandi afmarki erindi sitt með öðrum hætti en gert var og láti með því reyna á upplýsingarétt sinn.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Staðfest er ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf., frá 3. apríl 2007, um að synja kæranda, [...], um aðgang að gögnum, sem ekki er að finna í vörslu þess.<br /> </p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"> </p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A 254/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007 | Kærð var synjun forsætisráðuneytisins um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts forsætisráðherra fyrir árið 2006. Afmörkun kæruefnis. Bókhaldsgögn. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <p>A-254/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007</p> <p></p> <h4 align="center">ÚRSKURÐUR</h4> <p> </p> <p>Hinn 3. júlí 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-254/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. apríl sl., kærði [...] synjun forsætisráðuneytisins frá 16. mars sl., um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts forsætisráðherra fyrir árið 2006.<br /> Með bréfi, dags. 12. apríl sl., var kæran kynnt forsætisráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins barst nefndinni með bréfi, dags. 20. apríl sl.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn forsætisráðuneytisins með bréfi, dags. 23. apríl sl. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 18. maí sl.<br /> Með bréfi, dags. 21. júní sl. var þess óskað að forsætisráðuneytið léti nefndinni í té upplýsingar um hvort mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorts forsætisráðherra vegna ársins 2006 hafi verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins eitt sér eða í tenglum við önnur mál. Svar ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 27. júní sl.</p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 5. mars sl., óskaði kærandi eftir því að forsætisráðuneytið léti honum í té „ ... útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins), ..., fyrir árið 2006“. Í tölvubréfi ráðuneytisins til kæranda dags. 16. mars sl., er að finna útskýringar á notkun kreditkorts forsætisráðherra. Tekið er fram að upplýsingar um notkunaryfirlit á kreditkortinu sé að finna í bókhaldsgögnum og samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki upplýsingaréttur ekki til þess að stjórnvöld útbúi eða taki saman skjöl með tilteknu efni.<br /> Í umsögn forsætisráðuneytisins er vísað til röksemda þess í tölvubréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. mars sl. Þá er tekið fram að kærandi hafi óskað upplýsinga um kreditkortanotkun forsætisráðherra og sérstaklega tilgreint „útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðherrans) ... fyrir árið 2006“.Synjun ráðuneytisins hafi byggst á því að um sé að ræða bókhaldsgögn en samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga taki ákvæði laganna ekki til slíkra gagna. Ákvæði laganna taki þannig ekki til upplýsinga í skrám sem unnar hafi verið með kerfisbundnum hætti, sbr. 2. mgr. 2. gr., nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-174/2004. Þá hafi verið litið svo á að ef um sé að ræða upplýsingar sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, falli úrlausn um aðgang að þeim utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. mál A-245/2007. Tekur ráðuneytið fram að eins og beiðni kæranda sé afmörkuð taki hún til upplýsinga sem séu skráðar í bókhaldi þess en engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit, hafi verið unnin upp úr bókhaldinu. Beiðni kæranda feli í sér kröfu um að teknar verði saman tilteknar upplýsingar, en að mati ráðuneytisins samræmist það ekki skilyrðum 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Er það afstaða ráðuneytisins að þar sem beiðni kæranda taki til upplýsinga sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, og að þess verði ekki krafist að útbúin verði skjöl af þeim toga sem kærandi hafi óskað eftir, hafi synjun ráðuneytisins verið í samræmi við upplýsingalög.<br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn forsætisráðuneytisins segir að kreditkortafyrirtækin sendi viðskiptavinum sínum reglubundið yfirlit yfir notkun kreditkortanna sem þeir hafa á sínu nafni. Engin ástæða sé til þess að gera ráð fyrir öðru en að ráðherrar eða ráðuneyti fái reglulega eða geti fengið slík yfirlit. Beiðni sín snúist eingöngu um að fá afrit af eða annan aðgang að yfirlitum fyrir árið 2006.<br /> Í svarbréfi forsætisráðuneytisins, dags. 27. júní sl., upplýsti ráðuneytið að mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorta forsætisráðuneytisins á árinu 2006 hafi ekki verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins ein sér eða í tengslum við önnur mál.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><br /> <strong>1.</strong></p> <p>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við aðgang að „notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins)... fyrir árið 2006“. Þó svo að í beiðni kæranda sé með almennum hætti vísað til notkunaryfirlits fyrir árið 2006 þykir mega miða við að beiðni hans taki til aðgangs að yfirlitum sem ráðuneytið hafi fengið send frá fjármálastofnun vegna notkunar kreditkortsins umrætt tímabil. Er kæran því tæk til úrskurðar að því er efni beiðninnar varðar.<br /> Synjun ráðuneytisins er á því byggð að upplýsingaréttur kæranda samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki ekki til umræddra gagna þar sem þau séu hluti bókhalds og að ekki hafi verið teknar saman upplýsingar um notkun kreditkortsins á árinu 2006, þ.e. að ekki hafi verið útbúin ný skjöl eða önnur gögn sem hafi að geyma upplýsingar um notkun kreditkortsins, sbr. 2. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn máls þessa reynir á skil upplýsingalaga gagnvart ákvæðum annarra laga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og nánari afmörkun upplýsingaréttar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p><br /> <strong>2.</strong></p> <p>Við setningu upplýsingalaga var gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum afmarkaða þannig í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau tækju ekki til aðgangs „ ... að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga“, nr. 121/1989, svonefndum tölvulögum. Ákvæði tölvulaga geymdu fyrirmæli um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum sem skráð voru með kerfisbundum hætti. Með kerfisbundinni skráningu upplýsinga var átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulagsbundna heild, eða skrá, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Lög nr. 121/1989 voru felld úr gildi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í skýringum við 44. gr. þess frumvarps er varð að lögum nr. 77/2000 er rakið að ákvæði laganna hafi rýmra gildissvið að því leyti að þau taki til sérhverrar rafrænnar vinnslu persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörkuðum upplýsingum sé safnað í skipulagsbundna heild eða ekki. Samhliða var ákvæðum upplýsingalaga breytt með lögum nr. 83/2000.<br /> Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 83/2000 er tilurð frumvarpsins rakin og afmörkun upplýsingalaga gagnvart lögum nr. 121/1989 skýrð með þeim hætti að gildissvið upplýsingalaga hafi í megindráttum oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefði verið afmarkað. Hefðu mörkin „ ... verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.“ Tekið er fram að megintilgangur frumvarpsins sé sá að „ ... varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“<br /> Með 1. gr. frumvarps til laga nr. 83/2000 var lögð til breyting á 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í skýringum við 1. gr. frumvarpsins kemur fram að þar sé „ ... lagt til að gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verði afmarkað þannig að upplýsingalögin taki ekki til aðgangs að upplýsingum er lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taka til nema leitað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttarins skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Eftir þessa breytingu ber að virða ákvæði upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 44. gr. þeirra, en í raun leiðir það til sömu niðurstöðu og nú gildir um lagaskil milli upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á þennan hátt halda ákvæði upplýsingalaga gildi sínu óháð lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ekki verður hallað á þann upplýsingarétt sem almenningi hefur þegar verið tryggður samkvæmt núgildandi lögum, ...“<br /> Samkvæmt framansögðu miðuðu þær breytingar sem urðu að lögum nr. 83/2000 að því að varðveita áfram sömu lagaskil og verið höfðu gagnvart lögum nr. 121/1989. Við skýringu upplýsingalaga verður því að þessu leyti áfram byggt á fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar. Af þessu leiðir ennfremur að aðgangur að upplýsingum sem er að finna í skrám sem færðar eru með kerfisbundnum hætti falla utan gildissviðs upplýsingalaga. Í úrskurðum sínum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál þannig byggt á því að utan laganna falli m.a. upplýsingar sem skráðar eru með kerfisbundum hætti í bókhaldi stjórnvalds og það sama eigi ennfremur við sé upplýsingarnar að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess, þ. á m. reikningum vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-69/1998 og A-75/1999. Aftur á móti geti lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafa verið upp úr viðkomandi bókhaldi, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-35/1997, A-44/1998 og A-245/2007. Af þessu leiðir ennfremur að hafi gagn, sem fært hefur verið í skrá eða er ætlað að vera hluti hennar, verið tekið til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar stjórnvalds fellur það undir upplýsingarétt, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, enda tilheyrir skjalið þá sérstöku máli.</p> <p><br /> <strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi sem t.d. varða notkun kreditkorts og ekki heldur að afhenda slík gögn nema því aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti.<br /> Af hálfu forsætisráðuneytisins er staðhæft að engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit sem varði kæruefnið, hafi verið unnin upp úr bókhaldi þess. Er ekkert komið fram í máli þessu sem gefur tilefni til þess að draga í efa staðhæfingu ráðuneytisins. Þá verður ekki annað ráðið af svörum þess en að umrædd notkunaryfirlit séu eingöngu að finna í bókhaldi ráðuneytisins og hafi þar að öðru leyti ekki verið til sérstakrar skoðunar eða meðferðar.<br /> Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar að staðfesta beri synjun forsætisráðuneytisins um afhendingu umræddra notkunaryfirlita vegna kreditkorts forsætisráðherra árið 2006.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p><br /> Staðfest er sú ákvörðun forsætisráðuneytisins að synja kæranda, [...], um aðgang að notkunaryfirlitum kreditkorts forsætisráðherra vegna ársins 2006.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"> </p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A 252/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007 | Kærð var synjun félagsmálaráðuneytisins um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts félagsmálaráðherra fyrir árið 2006. Afmörkun kæruefnis. Bókhaldsgögn. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"></p> <p>Hinn 3. júlí 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-252/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. apríl sl., kærði [...] synjun félagsmálaráðuneytisins frá 16. mars sl. um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts félagsmálaráðherra fyrir árið 2006.<br /> Með bréfi, dags. 10. apríl sl., var kæran kynnt félagsmálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins barst nefndinni með bréfi, dags. 18. apríl sl.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn félagsmálaráðuneytisins með bréfi, dags. 23. apríl sl. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 18. maí sl.<br /> Með bréfi dags. 21. júní sl. var þess óskað að félagsmálaráðuneytið léti nefndinni í té upplýsingar um hvort mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorts félagsmálaráðherra vegna ársins 2006 hafi verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins eitt sér eða í tenglum við önnur mál. Svar ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 26. júní sl.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 5. mars sl., óskaði kærandi eftir því að félagsmálaráðuneytið léti honum í té „ ... útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins) ... fyrir árið 2006“. Í tölvubréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. mars sl., er að finna útskýringar á notkun kreditkorts félagsmálaráðherra. Tekið er fram að upplýsingar um notkunaryfirlit á kreditkortinu sé að finna í bókhaldsgögnum og samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki upplýsingaréttur ekki til þess að stjórnvöld útbúi eða taki saman skjöl með tilteknu efni. <br /> Í umsögn félagsmálaráðuneytisins er vísað til röksemda þess í tölvubréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. mars sl. Þá er tekið fram að kærandi hafi óskað upplýsinga um kreditkortanotkun félagsmálaráðherra og sérstaklega tilgreint „útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðherrans) ... fyrir árið 2006“. Synjun ráðuneytisins hafi byggst á því að um sé að ræða bókhaldsgögn en samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga taki ákvæði laganna ekki til slíkra gagna. Ákvæði laganna taki þannig ekki til upplýsinga í skrám sem unnar hafi verið með kerfisbundnum hætti, sbr. 2. mgr. 2. gr., nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-174/2004. Þá hafi verið litið svo á að ef um sé að ræða upplýsingar sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, falli úrlausn um aðgang að þeim utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. mál A-245/2007. Tekur ráðuneytið fram að eins og beiðni kæranda sé afmörkuð taki hún til upplýsinga sem séu skráðar í bókhaldi þess en engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit, hafi verið unnin upp úr bókhaldinu. Beiðni kæranda feli í sér kröfu um að teknar verði saman tilteknar upplýsingar, en að mati ráðuneytisins samræmist það ekki skilyrðum 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Er það afstaða ráðuneytisins að þar sem beiðni kæranda taki til upplýsinga sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, og að þess verði ekki krafist að útbúin verði skjöl af þeim toga sem kærandi hafi óskað eftir, hafi synjun ráðuneytisins verið í samræmi við upplýsingalög.<br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn félagsmálaráðuneytisins segir að kreditkortafyrirtækin sendi viðskiptavinum sínum reglubundið yfirlit yfir notkun kreditkortanna sem þeir hafa á sínu nafni. Engin ástæða sé til þess að gera ráð fyrir öðru en að ráðherrar eða ráðuneyti fái reglulega eða geti fengið slík yfirlit. Beiðni sín snúist eingöngu um að fá afrit af eða annan aðgang að yfirlitum fyrir árið 2006.<br /> Í svarbréfi félagsmálaráðuneytisins, dags. 26. júní sl., upplýsti ráðuneytið að mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorts hljóti sömu meðferð og allir aðrir reikningar sem berast ráðuneytinu. Farið sé yfir reikninga, sannreynt að þeir séu réttir, þeir merktir vegna bókhalds, undirritaðir og að lokum séu þeir sendir Fjársýslu ríkisins til greiðslu. Þar séu þeir síðan varðveittir. Um hefðbundna bókhaldslega meðferð hefur verið að ræða en ekki neina sérstaka umfjöllun eða meðferð umfram það.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong><br /> Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við aðgang að „notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins)... fyrir árið 2006“. Þó svo að í beiðni kæranda sé með almennum hætti vísað til notkunaryfirlits fyrir árið 2006 þykir mega miða við að beiðni hans taki til aðgangs að yfirlitum sem ráðuneytið hafi fengið send frá fjármálastofnun vegna notkunar kreditkortsins umrætt tímabil. Er kæran því tæk til úrskurðar að því er efni beiðninnar varðar.<br /> Synjun ráðuneytisins er á því byggð að upplýsingaréttur kæranda samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki ekki til umræddra gagna þar sem þau séu hluti bókhalds og að ekki hafi verið teknar saman upplýsingar um notkun kreditkortsins á árinu 2006, þ.e. að ekki hafi verið útbúin ný skjöl eða önnur gögn sem hafi að geyma upplýsingar um notkun kreditkortsins, sbr. 2. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn máls þessa reynir á skil upplýsingalaga gagnvart ákvæðum annarra laga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og nánari afmörkun upplýsingaréttar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p><br /> <strong>2.<br /> </strong>Við setningu upplýsingalaga var gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum afmarkaða þannig í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau tækju ekki til aðgangs „ ... að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga“, nr. 121/1989, svonefndum tölvulögum. Ákvæði tölvulaga geymdu fyrirmæli um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum sem skráð voru með kerfisbundum hætti. Með kerfisbundinni skráningu upplýsinga var átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulagsbundna heild, eða skrá, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Lög nr. 121/1989 voru felld úr gildi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í skýringum við 44. gr. þess frumvarps er varð að lögum nr. 77/2000 er rakið að ákvæði laganna hafi rýmra gildissvið að því leyti að þau taki til sérhverrar rafrænnar vinnslu persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörkuðum upplýsingum sé safnað í skipulagsbundna heild eða ekki. Samhliða var ákvæðum upplýsingalaga breytt með lögum nr. 83/2000.<br /> Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 83/2000 er tilurð frumvarpsins rakin og afmörkun upplýsingalaga gagnvart lögum nr. 121/1989 skýrð með þeim hætti að gildissvið upplýsingalaga hafi í megindráttum oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefði verið afmarkað. Hefðu mörkin „ ... verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.“ Tekið er fram að megintilgangur frumvarpsins sé sá að „ ... varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“<br /> Með 1. gr. frumvarps til laga nr. 83/2000 var lögð til breyting á 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í skýringum við 1. gr. frumvarpsins kemur fram að þar sé „ ... lagt til að gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verði afmarkað þannig að upplýsingalögin taki ekki til aðgangs að upplýsingum er lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taka til nema leitað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttarins skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Eftir þessa breytingu ber að virða ákvæði upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 44. gr. þeirra, en í raun leiðir það til sömu niðurstöðu og nú gildir um lagaskil milli upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á þennan hátt halda ákvæði upplýsingalaga gildi sínu óháð lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ekki verður hallað á þann upplýsingarétt sem almenningi hefur þegar verið tryggður samkvæmt núgildandi lögum, ...“<br /> Samkvæmt framansögðu miðuðu þær breytingar sem urðu að lögum nr. 83/2000 að því að varðveita áfram sömu lagaskil og verið höfðu gagnvart lögum nr. 121/1989. Við skýringu upplýsingalaga verður því að þessu leyti áfram byggt á fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar. Af þessu leiðir ennfremur að aðgangur að upplýsingum sem er að finna í skrám sem færðar eru með kerfisbundnum hætti falla utan gildissviðs upplýsingalaga. Í úrskurðum sínum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál þannig byggt á því að utan laganna falli m.a. upplýsingar sem skráðar eru með kerfisbundum hætti í bókhaldi stjórnvalds og það sama eigi ennfremur við sé upplýsingarnar að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess, þ. á m. reikningum vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-69/1998 og A-75/1999. Aftur á móti geti lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafa verið upp úr viðkomandi bókhaldi, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-35/1997, A-44/1998 og A-245/2007. Af þessu leiðir ennfremur að hafi gagn, sem fært hefur verið í skrá eða er ætlað að vera hluti hennar, verið tekið til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar stjórnvalds fellur það undir upplýsingarétt, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, enda tilheyrir skjalið þá sérstöku máli.</p> <p><br /> <strong>3.</strong><br /> Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi sem t.d. varða notkun kreditkorts og ekki heldur að afhenda slík gögn nema því aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti.<br /> Af hálfu félagsmálaráðuneytisins er staðhæft að engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit sem varði kæruefnið, hafi verið unnin upp úr bókhaldi þess. Er ekkert komið fram í máli þessu sem gefur tilefni til þess að draga í efa staðhæfingu ráðuneytisins. Þá verður ekki annað ráðið af svörum þess, en að umrædd notkunaryfirlit séu eingöngu að finna í bókhaldi ráðuneytisins og hafi þar að öðru leyti ekki verið til sérstakrar skoðunar eða meðferðar.<br /> Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar að staðfesta beri synjun félagsmálaráðuneytisins um afhendingu umræddra notkunaryfirlita vegna kreditkorts félagsmálaráðherra árið 2006.</p> <p align="left"><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="left">Staðfest er sú ákvörðun félagsmálaráðuneytisins að synja kæranda, [...], um aðgang að notkunaryfirlitum kreditkorts félagsmálaráðherra vegna ársins 2006.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"> </p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A 259/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007 | Kærð var synjun umhverfisráðuneytisins um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts umhverfisráðherra fyrir árið 2006. Afmörkun kæruefnis. Bókhaldsgögn. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <p>A-259/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007</p> <p></p> <h4 align="center"><br /> ÚRSKURÐUR</h4> <p> </p> <p>Hinn 3. júlí 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-259/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. apríl sl., kærði [...] synjun umhverfisráðuneytisins frá 19. mars sl., um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts umhverfisráðherra fyrir árið 2006.<br /> Með bréfi, dags. 10. apríl sl., var kæran kynnt umhverfisráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins barst nefndinni með bréfi, dags. 20. apríl sl.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn umhverfisráðuneytisins með bréfi, dags. 23. apríl sl. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 18. maí sl.<br /> Með bréfi, dags. 21. júní sl., var þess óskað að umhverfisráðuneytið léti nefndinni í té upplýsingar um hvort mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorts umhverfisráðherra vegna ársins 2006 hafi verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins eitt sér eða í tenglum við önnur mál. Svar ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 2. júlí sl.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 5. mars sl., óskaði kærandi eftir því að umhverfisráðuneytið léti honum í té „ ... útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins) ... fyrir árið 2006“. Í tölvubréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. mars sl., er að finna útskýringar á notkun kreditkorts umhverfisráðherra. Tekið er fram að upplýsingar um notkunaryfirlit á kreditkortinu sé að finna í bókhaldsgögnum og samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki upplýsingaréttur ekki til þess að stjórnvöld útbúi eða taki saman skjöl með tilteknu efni. <br /> Í umsögn umhverfisráðuneytisins er vísað til röksemda þess í tölvubréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. mars sl. Þá er tekið fram að kærandi hafi óskað upplýsinga um kreditkortanotkun umhverfisráðherra og sérstaklega tilgreint „útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðherrans) ... fyrir árið 2006“. Synjun ráðuneytisins hafi byggst á því að um sé að ræða bókhaldsgögn en samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga taki ákvæði laganna ekki til slíkra gagna. Ákvæði laganna taki þannig ekki til upplýsinga í skrám sem unnar hafi verið með kerfisbundnum hætti, sbr. 2. mgr. 2. gr., nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-174/2004. Þá hafi verið litið svo á að ef um sé að ræða upplýsingar sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, falli úrlausn um aðgang að þeim utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. mál A-245/2007. Tekur ráðuneytið fram að eins og beiðni kæranda sé afmörkuð taki hún til upplýsinga sem séu skráðar í bókhaldi þess en engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit, hafi verið unnin upp úr bókhaldinu. Beiðni kæranda feli í sér kröfu um að teknar verði saman tilteknar upplýsingar, en að mati ráðuneytisins samræmist það ekki skilyrðum 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Er það afstaða ráðuneytisins að þar sem beiðni kæranda taki til upplýsinga sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, og að þess verði ekki krafist að útbúin verði skjöl af þeim toga sem kærandi hafi óskað eftir, hafi synjun ráðuneytisins verið í samræmi við upplýsingalög.<br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn umhverfisráðuneytisins segir að kreditkortafyrirtækin sendi viðskiptavinum sínum reglubundið yfirlit yfir notkun kreditkortanna sem þeir hafa á sínu nafni. Engin ástæða sé til þess að gera ráð fyrir öðru en að ráðherrar eða ráðuneyti fái reglulega eða geti fengið slík yfirlit. Beiðni sín snúist eingöngu um að fá afrit af eða annan aðgang að yfirlitum fyrir árið 2006.<br /> Í svarbréfi umhverfisráðuneytisins, dags. 2. júlí sl., upplýsti ráðuneytið að mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorts umhverfisráðherra á árinu 2006 hafi ekki verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins eitt sér eða í tengslum við önnur mál.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við aðgang að „notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins)... fyrir árið 2006“. Þó svo að í beiðni kæranda sé með almennum hætti vísað til notkunaryfirlits fyrir árið 2006 þykir mega miða við að beiðni hans taki til aðgangs að yfirlitum sem ráðuneytið hafi fengið send frá fjármálastofnun vegna notkunar kreditkortsins umrætt tímabil. Er kæran því tæk til úrskurðar að því er efni beiðninnar varðar.<br /> Synjun ráðuneytisins er á því byggð að upplýsingaréttur kæranda samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki ekki til umræddra gagna þar sem þau séu hluti bókhalds og að ekki hafi verið teknar saman upplýsingar um notkun kreditkortsins á árinu 2006, þ.e. að ekki hafi verið útbúin ný skjöl eða önnur gögn sem hafi að geyma upplýsingar um notkun kreditkortsins, sbr. 2. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn máls þessa reynir á skil upplýsingalaga gagnvart ákvæðum annarra laga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og nánari afmörkun upplýsingaréttar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p><br /> <strong>2.</strong></p> <p>Við setningu upplýsingalaga var gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum afmarkaða þannig í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau tækju ekki til aðgangs „ ... að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga“, nr. 121/1989, svonefndum tölvulögum. Ákvæði tölvulaga geymdu fyrirmæli um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum sem skráð voru með kerfisbundum hætti. Með kerfisbundinni skráningu upplýsinga var átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulagsbundna heild, eða skrá, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Lög nr. 121/1989 voru felld úr gildi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í skýringum við 44. gr. þess frumvarps er varð að lögum nr. 77/2000 er rakið að ákvæði laganna hafi rýmra gildissvið að því leyti að þau taki til sérhverrar rafrænnar vinnslu persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörkuðum upplýsingum sé safnað í skipulagsbundna heild eða ekki. Samhliða var ákvæðum upplýsingalaga breytt með lögum nr. 83/2000.<br /> Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 83/2000 er tilurð frumvarpsins rakin og afmörkun upplýsingalaga gagnvart lögum nr. 121/1989 skýrð með þeim hætti að gildissvið upplýsingalaga hafi í megindráttum oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefði verið afmarkað. Hefðu mörkin „ ... verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.“ Tekið er fram að megintilgangur frumvarpsins sé sá að „ ... varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“<br /> Með 1. gr. frumvarps til laga nr. 83/2000 var lögð til breyting á 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í skýringum við 1. gr. frumvarpsins kemur fram að þar sé „ ... lagt til að gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verði afmarkað þannig að upplýsingalögin taki ekki til aðgangs að upplýsingum er lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taka til nema leitað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttarins skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Eftir þessa breytingu ber að virða ákvæði upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 44. gr. þeirra, en í raun leiðir það til sömu niðurstöðu og nú gildir um lagaskil milli upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á þennan hátt halda ákvæði upplýsingalaga gildi sínu óháð lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ekki verður hallað á þann upplýsingarétt sem almenningi hefur þegar verið tryggður samkvæmt núgildandi lögum, ...“<br /> Samkvæmt framansögðu miðuðu þær breytingar sem urðu að lögum nr. 83/2000 að því að varðveita áfram sömu lagaskil og verið höfðu gagnvart lögum nr. 121/1989. Við skýringu upplýsingalaga verður því að þessu leyti áfram byggt á fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar. Af þessu leiðir ennfremur að aðgangur að upplýsingum sem er að finna í skrám sem færðar eru með kerfisbundnum hætti falla utan gildissviðs upplýsingalaga. Í úrskurðum sínum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál þannig byggt á því að utan laganna falli m.a. upplýsingar sem skráðar eru með kerfisbundum hætti í bókhaldi stjórnvalds og það sama eigi ennfremur við sé upplýsingarnar að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess, þ. á m. reikningum vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-69/1998 og A-75/1999. Aftur á móti geti lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafa verið upp úr viðkomandi bókhaldi, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-35/1997, A-44/1998 og A-245/2007. Af þessu leiðir ennfremur að hafi gagn, sem fært hefur verið í skrá eða er ætlað að vera hluti hennar, verið tekið til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar stjórnvalds fellur það undir upplýsingarétt, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, enda tilheyrir skjalið þá sérstöku máli.</p> <p><br /> <strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi sem t.d. varða notkun kreditkorts og ekki heldur að afhenda slík gögn nema því aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti.<br /> Af hálfu umhverfisráðuneytisins er staðhæft að engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit sem varði kæruefnið, hafi verið unnin upp úr bókhaldi þess. Er ekkert komið fram í máli þessu sem gefur tilefni til þess að draga í efa staðhæfingu ráðuneytisins. Þá verður ekki annað ráðið af svörum þess en að umrædd notkunaryfirlit séu eingöngu að finna í bókhaldi ráðuneytisins og hafi þar að öðru leyti ekki verið til sérstakrar skoðunar eða meðferðar.<br /> Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar að staðfesta beri synjun umhverfisráðuneytisins um afhendingu umræddra notkunaryfirlita vegna kreditkorts umhverfisráðherra árið 2006.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Staðfest er sú ákvörðun umhverfisráðuneytisins að synja kæranda, [...], um aðgang að notkunaryfirlitum kreditkorts umhverfisráðherra vegna ársins 2006.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"> </p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A 260/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts utanríkisráðherra fyrir árið 2006. Afmörkun kæruefnis. Bókhaldsgögn. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <p>A-260/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007</p> <h4 align="center"><br /> ÚRSKURÐUR</h4> <p></p> <p>Hinn 3. júlí 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-260/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. apríl sl., kærði [...] synjun utanríkisráðuneytisins frá 21. mars sl., um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts utanríkisráðherra fyrir árið 2006.<br /> Með bréfi, dags. 4. apríl sl., var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því veittur frestur til föstudagsins 13. apríl sl. að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Beiðni sína ítrekaði úrskurðarnefndin með bréfum sínum, dags. 11. apríl, 25. apríl og 7. maí sl. Umsögn ráðuneytisins barst nefndinni með bréfi, dags. 10. maí sl.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn utanríkisráðuneytisins með bréfi, dags. 14. maí sl. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 18. maí sl.<br /> Með bréfi, dags. 21. júní sl., var þess óskað að utanríkisráðuneytið léti nefndinni í té upplýsingar um hvort mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorts utanríkisráðherra vegna ársins 2006 hafi verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins eitt sér eða í tenglum við önnur mál. Svar ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 29. júní sl.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 5. mars sl., óskaði kærandi eftir því að utanríkisráðuneytið léti honum í té „ ... útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins), ..., fyrir árið 2006“. Í bréfi ráðuneytisins til kæranda dags. 21 mars sl., er að finna útskýringar á notkun kreditkorts utanríkisráðherra. Tekið er fram að upplýsingar um notkunaryfirlit á kreditkortinu sé að finna í bókhaldsgögnum og samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki upplýsingaréttur ekki til þess að stjórnvöld útbúi eða taki saman skjöl með tilteknu efni.<br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins er vísað til röksemda þess í bréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 21. mars sl. Þá er tekið fram að kærandi hafi óskað upplýsinga um kreditkortanotkun utanríkisráðherra og sérstaklega tilgreint „útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðherrans) ... fyrir árið 2006“.Synjun ráðuneytisins hafi byggst á því að um sé að ræða bókhaldsgögn en samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga taki ákvæði laganna ekki til slíkra gagna. Ákvæði laganna taki þannig ekki til upplýsinga í skrám sem unnar hafi verið með kerfisbundnum hætti, sbr. 2. mgr. 2. gr., nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-174/2004. Þá hafi verið litið svo á að ef um sé að ræða upplýsingar sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, falli úrlausn um aðgang að þeim utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. mál A-245/2007. Tekur ráðuneytið fram að eins og beiðni kæranda sé afmörkuð taki hún til upplýsinga sem séu skráðar í bókhaldi þess en engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit, hafi verið unnin upp úr bókhaldinu. Beiðni kæranda feli í sér kröfu um að teknar verði saman tilteknar upplýsingar, en að mati ráðuneytisins samræmist það ekki skilyrðum 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Er það afstaða ráðuneytisins að þar sem beiðni kæranda taki til upplýsinga sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, og að þess verði ekki krafist að útbúin verði skjöl af þeim toga sem kærandi hafi óskað eftir, hafi synjun ráðuneytisins verið í samræmi við upplýsingalög.<br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn utanríkisráðuneytisins segir að kreditkortafyrirtækin sendi viðskiptavinum sínum reglubundið yfirlit yfir notkun kreditkortanna sem þeir hafa á sínu nafni. Engin ástæða sé til þess að gera ráð fyrir öðru en að ráðherrar eða ráðuneyti fái reglulega eða geti fengið slík yfirlit. Beiðni sín snúist eingöngu um að fá afrit af eða annan aðgang að yfirlitum fyrir árið 2006.<br /> Í svarbréfi utanríkisráðuneytisins, dags. 29. júní sl., upplýsti ráðuneytið að mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorta utanríkisráðuneytisins á árinu 2006 hafi ekki verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins ein sér eða í tengslum við önnur mál.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við aðgang að „notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins)... fyrir árið 2006“. Þó svo að í beiðni kæranda sé með almennum hætti vísað til notkunaryfirlits fyrir árið 2006 þykir mega miða við að beiðni hans taki til aðgangs að yfirlitum sem ráðuneytið hafi fengið send frá fjármálastofnun vegna notkunar kreditkortsins umrætt tímabil. Er kæran því tæk til úrskurðar að því er efni beiðninnar varðar.<br /> Synjun ráðuneytisins er á því byggð að upplýsingaréttur kæranda samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki ekki til umræddra gagna þar sem þau séu hluti bókhalds og að ekki hafi verið teknar saman upplýsingar um notkun kreditkortsins á árinu 2006, þ.e. að ekki hafi verið útbúin ný skjöl eða önnur gögn sem hafi að geyma upplýsingar um notkun kreditkortsins, sbr. 2. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn máls þessa reynir á skil upplýsingalaga gagnvart ákvæðum annarra laga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og nánari afmörkun upplýsingaréttar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p><br /> <strong>2.</strong></p> <p>Við setningu upplýsingalaga var gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum afmarkaða þannig í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau tækju ekki til aðgangs „ ... að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga“, nr. 121/1989, svonefndum tölvulögum. Ákvæði tölvulaga geymdu fyrirmæli um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum sem skráð voru með kerfisbundum hætti. Með kerfisbundinni skráningu upplýsinga var átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulagsbundna heild, eða skrá, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Lög nr. 121/1989 voru felld úr gildi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í skýringum við 44. gr. þess frumvarps er varð að lögum nr. 77/2000 er rakið að ákvæði laganna hafi rýmra gildissvið að því leyti að þau taki til sérhverrar rafrænnar vinnslu persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörkuðum upplýsingum sé safnað í skipulagsbundna heild eða ekki. Samhliða var ákvæðum upplýsingalaga breytt með lögum nr. 83/2000.<br /> Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 83/2000 er tilurð frumvarpsins rakin og afmörkun upplýsingalaga gagnvart lögum nr. 121/1989 skýrð með þeim hætti að gildissvið upplýsingalaga hafi í megindráttum oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefði verið afmarkað. Hefðu mörkin „ ... verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.“ Tekið er fram að megintilgangur frumvarpsins sé sá að „ ... varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“<br /> Með 1. gr. frumvarps til laga nr. 83/2000 var lögð til breyting á 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í skýringum við 1. gr. frumvarpsins kemur fram að þar sé „ ... lagt til að gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verði afmarkað þannig að upplýsingalögin taki ekki til aðgangs að upplýsingum er lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taka til nema leitað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttarins skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Eftir þessa breytingu ber að virða ákvæði upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 44. gr. þeirra, en í raun leiðir það til sömu niðurstöðu og nú gildir um lagaskil milli upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á þennan hátt halda ákvæði upplýsingalaga gildi sínu óháð lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ekki verður hallað á þann upplýsingarétt sem almenningi hefur þegar verið tryggður samkvæmt núgildandi lögum, ...“<br /> Samkvæmt framansögðu miðuðu þær breytingar sem urðu að lögum nr. 83/2000 að því að varðveita áfram sömu lagaskil og verið höfðu gagnvart lögum nr. 121/1989. Við skýringu upplýsingalaga verður því að þessu leyti áfram byggt á fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar. Af þessu leiðir ennfremur að aðgangur að upplýsingum sem er að finna í skrám sem færðar eru með kerfisbundnum hætti falla utan gildissviðs upplýsingalaga. Í úrskurðum sínum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál þannig byggt á því að utan laganna falli m.a. upplýsingar sem skráðar eru með kerfisbundum hætti í bókhaldi stjórnvalds og það sama eigi ennfremur við sé upplýsingarnar að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess, þ. á m. reikningum vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-69/1998 og A-75/1999. Aftur á móti geti lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafa verið upp úr viðkomandi bókhaldi, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-35/1997, A-44/1998 og A-245/2007. Af þessu leiðir ennfremur að hafi gagn, sem fært hefur verið í skrá eða er ætlað að vera hluti hennar, verið tekið til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar stjórnvalds fellur það undir upplýsingarétt, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, enda tilheyrir skjalið þá sérstöku máli.</p> <p><br /> <strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi sem t.d. varða notkun kreditkorts og ekki heldur að afhenda slík gögn nema því aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti.<br /> Af hálfu utanríkisráðuneytisins er staðhæft að engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit sem varði kæruefnið, hafi verið unnin upp úr bókhaldi þess. Er ekkert komið fram í máli þessu sem gefur tilefni til þess að draga í efa staðhæfingu ráðuneytisins. Þá verður ekki annað ráðið af svörum þess en að umrædd notkunaryfirlit séu eingöngu að finna í bókhaldi ráðuneytisins og hafi þar að öðru leyti ekki verið til sérstakrar skoðunar eða meðferðar.<br /> Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar að staðfesta beri synjun utanríkisráðuneytisins um afhendingu umræddra notkunaryfirlita vegna kreditkorts utanríkisráðherra árið 2006.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Staðfest er sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kæranda, [...], um aðgang að notkunaryfirlitum kreditkorts utanríkisráðherra vegna ársins 2006.</p> <p align="center">Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A 263/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að láta í té afrit sjóðsbóka í evrum og dölum vegna utanumhalds sjóðs á Kabúlflugvelli í Afganistan 2004. Bókhaldsgögn. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <p>A-263/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007</p> <p></p> <h4 align="center"><br /> ÚRSKURÐUR</h4> <p> </p> <p>Hinn 3. júlí 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-263/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 20. maí sl., kærði [...], synjun utanríkisráðuneytisins frá 25. apríl um að honum yrðu látin í té afrit sjóðsbóka í evrum og dölum vegna utanumhalds sjóðs á Kabúlflugvelli í Afganistan 2004.<br /> Með bréfi, dags. 22. maí sl., var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því veittur frestur til 1. júní sl. til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té innan sama frests afrit þeirra gagna sem kæran laut að. Umsögn ráðuneytisins, ásamt umbeðnum gögnum, barst nefndinni með bréfi, dags. 1. júní sl.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn utanríkisráðuneytisins með bréfi, dags. 4. júní sl. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfi, dags. 11. júní sl.<br /> Með bréfi, dags. 27. júní sl., óskaði úrskurðarnefnd eftir því að utanríkisráðuneytið léti nefndinni í té upplýsingar um það hvort umræddar sjóðsbækur hefðu verið teknar til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins einar sér eða í tengslum við önnur mál. Umbeðnar upplýsingar bárust nefndinni með bréfi, dags. 28. júní sl.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 9. mars sl., óskaði kærandi eftir því að utanríkisráðuneytið léti honum í té afrit sjóðsbóka í evrum og dölum vegna utanumhalds sjóðs á Kabúlflugvelli í Afganistan 2004. Ráðuneytið gaf kæranda kost á að skýra frekar grundvöll beiðni sinnar með bréfi, dags. 19. mars sl. Tók ráðuneytið fram að það sæi ekki að umbeðin gögn væru þess eðlis að þau féllu undir almennan upplýsingarétt skv. 3. gr. upplýsingalaga enda innhéldu þau bæði upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga og lögaðila, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá vörðuðu gögnin starfsemi sem unnin væri á vegum Atlantshafsbandalagsins og kæmu því ákvæði 2. tölul 6. gr. laganna einnig til skoðunar. Í tölvupósti kæranda sama dag er því hafnað að ákvæði 5. gr. eða 6. gr. upplýsingalaga geti takmarkað aðgang hans að umræddum gögnum. Utanríkisráðuneytið hafnað beiðni kæranda með bréfi, dags. 25. apríl 2007, þar sem beiðnin félli ekki undir almennan upplýsingarétt samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá væri um að ræða gögn um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga og lögaðila sem undanskilin sé upplýsingarétti, sbr. 5. gr. upplýsingalaga og gögn sem geti samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga fallið undir ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, en ekki upplýsingalög.<br /> Í kæru sinni vísar kærandi til þess að umbeðin gögn snerti málarekstur hans gegn fjármálaráðuneytinu til heimtu tryggingabóta vegna starfa sinna sem friðargæsluliða. Beiðni hans uppfylli skilyrði 3. gr. upplýsingalaga og því eigi tilvísun ráðuneytisins til 2. mgr. 2. gr. ekki við í málinu. Þá geti ákvæði 5. gr. upplýsingalaga ekki heldur átt við þar sem ekki sé um að ræða gögn sem varði einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga að því marki að leynt eigi að fara. Eingöngu sé um að ræða bókhaldsgögn og hagsmunir hlutaðeigandi einstaklinga því ekki hætta búin. Óþarft sé því að neita um aðgang að gögnunum og sama eigi við um mikilvæga hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins eru áréttuð þau sjónarmið og lagatilvísanir er fram koma í synjun þess. Auk þessa bendir ráðuneytið á að um sé að ræða upplýsingar sem skráðar hafi verið með kerfisbundnum hætti vegna bókhalds og með vísan til 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sýnist ákvæði upplýsingalaga ekki taka til umræddra gagna. Vegna fyrirspurnar úrskurðarnefndar, dags. 27. júní sl., upplýsti utanríkisráðuneytið með bréfi, dags. 28. júní sl., að umræddar sjóðsbækur hefðu aldrei verið teknar til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins, hvorki einar sér eða í tengslum við önnur mál.<br /> Í athugasemdum kæranda er því hafnað að ráðuneytið vísi kærunni frá skv. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Hafi hann fært rök fyrir því af hverju ráðuneytinu beri að láta í té umbeðnar upplýsingar samkvæmt 2. mgr. 3. gr.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinn kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við afrit af sjóðsbókum í evrum og bandríkjadölum vegna utanumhalds sjóðs vegna starfa íslensku friðargæslunnar á Kabúlflugvelli í Afganistan árið 2004. Af hálfu utanríkisráðuneytisins er vísað til þess að upplýsingaréttur kæranda samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki ekki til sjóðsbókanna þar sem um sé að ræða upplýsingar sem færðar hafi verið með kerfisbundnum hætti í bókhald. Við úrlausn máls þessa reynir á skil upplýsingalaga gagnvart ákvæðum annarra laga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og nánari afmörkun upplýsingaréttar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p> </p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Við setningu upplýsingalaga var gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum afmarkað þannig í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau tækju ekki til aðgangs „ ... að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga“, nr. 121/1989, svonefndum tölvulögum. Ákvæði tölvulaga geymdu fyrirmæli um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum sem skráð voru með kerfisbundum hætti. Með kerfisbundinni skráningu upplýsinga var átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulagsbundna heild, eða skrá, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Lög nr. 121/1989 voru felld úr gildi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í skýringum við 44. gr. þess frumvarps er varð að lögum nr. 77/2000 er rakið að ákvæði laganna hafi rýmra gildissvið að því leyti að þau taki til sérhverrar rafrænnar vinnslu persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörkuðum upplýsingum sé safnað í skipulagsbundna heild eða ekki. Samhliða var ákvæðum upplýsingalaga breytt með lögum nr. 83/2000.<br /> Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 83/2000 er tilurð frumvarpsins rakin og afmörkun upplýsingalaga gagnvart lögum nr. 121/1989 skýrð með þeim hætti að gildissvið upplýsingalaga hafi í megindráttum oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefði verið afmarkað. Hefðu mörkin „ ... verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.“ Tekið er fram að megintilgangur frumvarpsins sé sá að „ ... varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“<br /> Með 1. gr. frumvarps til laga nr. 83/2000 var lögð til breyting á 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í skýringum við 1. gr. frumvarpsins kemur fram að þar sé „ ... lagt til að gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verði afmarkað þannig að upplýsingalögin taki ekki til aðgangs að upplýsingum er lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taka til nema leitað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttarins skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Eftir þessa breytingu ber að virða ákvæði upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 44. gr. þeirra, en í raun leiðir það til sömu niðurstöðu og nú gildir um lagaskil milli upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á þennan hátt halda ákvæði upplýsingalaga gildi sínu óháð lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ekki verður hallað á þann upplýsingarétt sem almenningi hefur þegar verið tryggður samkvæmt núgildandi lögum, ...“<br /> Samkvæmt framansögðu miðuðu þær breytingar sem urðu með lögum nr. 83/2000 að því að varðveita áfram sömu lagaskil og verið höfðu gagnvart lögum nr. 121/1989. Við skýringu upplýsingalaga verður því að þessu leyti áfram byggt á fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar. Af þessu leiðir ennfremur að aðgangur að upplýsingum sem er að finna í skrám sem færðar eru með kerfisbundnum hætti falla utan gildissviðs upplýsingalaga. Í úrskurðum sínum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál þannig byggt á því að utan laganna falli m.a. upplýsingar sem skráðar eru með kerfisbundum hætti í bókhaldi stjórnvalds og það sama eigi ennfremur við sé upplýsingarnar að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess, þ. á m. reikningum vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-69/1998 og A-75/1999. Aftur á móti geti lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafa verið upp úr viðkomandi bókhaldi, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-35/1997, A-44/1998 og A-245/2007. Af þessu leiðir ennfremur að hafi gögn, sem færð hafa verið í skrá eða er ætlað að vera hluti hennar, verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar stjórnvalds falla þau undir upplýsingarétt, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, enda tilheyra þau þá sérstöku máli.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi og ekki heldur að afhenda slík gögn eða skrá sem þau tilheyra, nema því aðeins að þau eða skráin séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti.<br /> Af hálfu utanríkisráðuneytisins er upplýst, sbr. bréf þess frá 28. júní sl., að umræddar sjóðsbækur hafi aldrei verið teknar til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins, hvorki einar sér né í tengslum við önnur mál. Ekkert er fram komið í máli þessu sem gefur tilefni til þess að draga í efa staðhæfingar ráðuneytisins um þetta.<br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þær sjóðsbækur sem beiðni kæranda tekur til. Um er að ræða handfærðar upplýsingar um mánaðarlegar inn- og útborgarnir, sem skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti í svonefndar sjóðsbækur og eru vegna bókhalds. Með tilvísun til 2. mgr. 2. gr. og 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga eins og þau hafa verið skýrð, sbr. lið 2 hér að framan, taka upplýsingalög ekki til þessara gagna og ber því að staðfesta synjun utanríkisráðuneytisins um afhendingu umræddra sjóðsbóka.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda, [...], um afhendingu sjóðsbóka vegna utanumhalds sjóðs á Kabúlflugvelli 2004 er staðfest.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A 261/2007 Úrskurður frá 21. júní 2007 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um aðgang í fyrsta lagi að yfirlitum þriggja tilgreindra mála úr málaskrá ráðuneytisins. Í öðru lagi að fjórum tilgreindum tölvubréfum og í þriðja lagi að gögnum um samskipti ráðuneytisins við hagsmunaaðila vegna samningsgerðar við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur og um breytingu á lagaákvæðum um tollkvóta við innflutning landbúnaðarafurða. Afmörkun kæruefnis. Beiðni um aðgang beint að réttu stjórnvaldi. Dagbækur. Gildissvið upplýsingalaga. Mikilvægir almanna¬hagsmunir vegna samskipta við önnur ríki. Kæruheimild. Vinnuskjöl. Aðgangur veittur að hluta. Synjun staðfest að hluta. | <p>A-261/2007 Úrskurður frá 21. júní 2007</p> <h3 align="center"><br /> ÚRSKURÐUR</h3> <p></p> <p>Hinn 21. júní 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-261/2007:</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með skriflegri kæru, dags. 11. apríl sl., kærði [...] synjun landbúnaðarráðuneytisins frá 4. apríl sl. um aðgang í fyrsta lagi að yfirlitum þriggja tilgreindra mála úr málaskrá ráðuneytisins. Í öðru lagi að fjórum tilgreindum tölvubréfum og í þriðja lagi að gögnum um samskipti ráðuneytisins við hagsmunaaðila vegna samningsgerðar við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur og um breytingu á lagaákvæðum um tollkvóta við innflutning landbúnaðarafurða.<br /> Með bréfi, dags. 16. apríl sl., var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu og því veittur frestur til fimmtudagsins 26. apríl sl. til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins barst nefndinni með bréfi, dags. 18. apríl sl.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn landbúnaðaráðuneytisins með bréfi, dags. 23. apríl sl. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 3. maí sl.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p><br /> <strong>1.</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 24. mars sl., fór kærandi þess á leit að hann fengi afrit af öllum gögnum sem landbúnaðarráðuneytið hefði undir höndum um undirbúning og gerð samkomulags við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur, er tók gildi 1. mars sl. Sérstaklega óskaði kærandi eftir afriti af öllum færslum úr málaskráningarkerfi ráðuneytisins um málefnið og afriti af bréfaskiptum ráðuneytisins við fulltrúa íslenskra ráðuneyta í Brussel.<br /> Í svarbréfi ráðuneytisins, dags. 28. mars sl., kemur fram að þau minnisblöð, sem beiðni kæranda taki til, séu vinnugögn starfsmanna ráðuneytisins og til kynningar og ákvarðanatöku fyrir ráðherra og ráðuneytisstjóra, sbr. 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Sama eigi einnig við um afrit af bréfaskiptum ráðuneytisins við fulltrúa ráðuneyta í Brussel. Synjun um aðgang að gögnunum var einnig rökstudd með tilvísun til 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Bréfi ráðuneytisins fylgdi jafnframt yfirlit úr málaskrá þess.<br /> Með bréfi, dags. 31. mars. sl., óskaði kærandi eftir útprentunum úr málaskrárkerfi ráðuneytisins vegna eftirfarandi mála: 1) LAN04020039 Viðræður varðandi viðskipti með landbúnaðarvörur v. 19. gr. EES samningsins, 2) LAN04090226 Samningsumleitan við Evrópusambandið varðandi aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur og 3) vegna máls til undirbúnings frumvarps til laga um breytingu á lagaákvæðum um tollkvóta við innflutning landbúnaðarafurða. Sérstaklega óskaði kærandi eftir því að fá afrit að skráningum undir nefndum málum þar sem fram komi vísanir milli mála, þ.e. í önnur mál ráðuneytisins. Í öðru lagi óskaði kærandi eftir aðgangi að gögnum nr. 5, 6, 7 og 16 á lista yfir málsgögn sem fylgdu bréfi ráðuneytisins frá 28. mars sl. Í þriðja lagi óskaði kærandi eftir afriti að öllum gögnum um samskipti við hagsmunaaðila vegna umrædds samnings og undirbúning frumvarps til laga um breytingu á lögum um tollkvóta við innflutning landbúnaðarafurða.<br /> Í svarbréfi landbúnaðarráðuneytisins, dags. 4. apríl sl., eru efnisatriði röksemda kæranda raktar og því lýst að ráðuneytið hafi ákveðið að senda kæranda á ný málsyfirlit vegna áðurnefndra tveggja mála og að auki útprentun á málsyfirliti vegna undirbúnings frumvarps til laga um breytingu á lagaákvæðum um tollkvóta við innflutning landbúnaðarafurða. Ráðuneytið muni á hinn bóginn ekki taka saman skráningar eða tilvísanir sem raktar séu í 1. tölul. bréfs kæranda, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Að því er varði beiðni kæranda um afrit af gögnum nr. 5, 6, 7 og 16 á lista yfir málsgögn ítrekaði ráðuneytið fyrri afstöðu sína og vísaði ennfremur til ummæla í lögskýringargögnum við 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Tekur ráðuneytið fram að samningaviðræður Evrópusambandsins og íslenska ríkisins, sbr. 19. gr. EES-samningsins hafi verið leiddar í sameiningu af utanríkisráðuneytinu og landbúnaðarráðuneytinu. Náið samstarf hafi verið á milli starfsmanna ráðuneytanna við samningaviðræðurnar og ekki hafi verið unnt að aðgreina þessi tvö ráðuneyti. Með vísan til dóms Hæstaréttar Hrd. 2002:1024 telur ráðuneytið að skjölin hafi haft stöðu vinnuskjals þó svo að aðrir starfsmenn innan Stjórnarráðsins, en starfsmenn landbúnaðarráðuneytisins hafi hagnýtt sér þau. Að því er varði tilvísun til 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga þá séu samningaviðræður vegna 19. gr. EES-samningsins í raun ekki lokið þar sem samningurinn geri ráð fyrir endurskoðun með reglubundnum hætti, sbr. 14. tölul. inngangsorða hans. Í þeim gögnum sem kærandi óski aðgangs að sé m.a. fjallað um hvað fram hafi farið á lokuðum samningsfundum við Evrópusambandið þar sem rætt hafi verið um samningsmarkmið beggja aðila og samningsstöðu Íslands. Einnig sé mikilvægt að traust ríki í alþjóðlegum viðskiptaviðræðum og verði því markmiði best þjónað með því að nýta heimild 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Séu þessir hagsmunir mun ríkari en hagsmunir almennings af aðgangi. Hvað viðkomi beiðni kæranda um aðgang að gögnum í máli til undirbúnings frumvarps til laga um breytingu á lagaákvæðum um tollkvóta við innflutning landbúnaðarafurða hafi ráðuneytið látið kæranda í té gögn málsins að undanskildum tveimur minnisblöðum til ríkisstjórnarinnar. Að því er varði beiðni kæranda um öll gögn sem varði samskipti við hagsmunaaðila tekur ráðuneytið fram að því leyti sem þau sé ekki að finna í þeim gögnum sem borist hafa kæranda muni ráðuneytið með tilvísun til 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga ekki taka þau sérstaklega saman.</p> <p><br /> <strong>2.</strong></p> <p>Kærandi tekur fram í kæru sinni að hann telji sig hafa sýnt fram á aðgangsrétt sinn í bréfum sínum til ráðuneytisins, dags. 24. og 31. mars 2007. Aðgangsréttur hans, sbr. 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga taki einnig til dagbókarfærslna sem lúti að gögnum málsins. Sé þessar færslur að finna í málaskrárkerfi ráðuneyta. Augljóst sé að landbúnaðarráðuneytinu beri að veita aðgang að færslunum með útprentuðu yfirliti um málið. Sé prentun þessi einföld og á tæmandi yfirliti komi einnig fram tilmæli og athugasemdir sem skráðar verði vegna málsins, m.a. á grundvelli VII. kafla upplýsingalaga. Um 2. lið kæru sinnar tekur kærandi fram að tilvísun landbúnaðarráðuneytisins til dóms Hæstaréttar í máli 397/2001 (2002: 1024) styðji ekki synjun ráðuneytisins, þar sem í því máli hafi fyrst og fremst verið fjallað um 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og að svo miklu leyti sem fjallað sé um 3. tölul 4. gr. styðji dómurinn sjónarmið kæranda um að veita beri aðgang að umræddum gögnum. Staðhæfing um að ekki sé unnt að greina á milli landbúnaðarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins standist ekki. Að því er varðar 3. lið kæru sinnar tekur kærandi fram að synjun ráðuneytisins byggi á 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Hann hafi á hinn bóginn ekki farið fram á vinnslu gagna heldur að hann fengi afrit af þeim gögnum sem ráðuneytið hefði undir höndum um samskipti þess við hagsmunaaðila vegna samningsgerðar við ESB og þeirrar lagabreytingar sem fylgdi í kjölfarið. Slík gögn hljóti að liggja fyrir að teknu tilliti til eðlis þess málefnis sem til umfjöllunar var.<br /> Í umsögn landbúnaðarráðuneytisins er því lýst að kæranda hafi verið látin í té umbeðin yfirlit með því að afrita þau úr málaskrárkerfi ráðuneytisins yfir í svonefnt excel skjal og prenta þau þaðan. Hafi yfirlitin þannig verið gerð læsilegri. Til samanburðar fylgdi umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndarinnar útprentun úr málaskrá með þeim hætti sem kærandi hafði óskað eftir. Að því er varði aðgang kæranda að athugasemdum og tilmælum sem skráð hafi verið á forsíðu málanna gerir ráðuneytið ekki athugasemdir við það að kærandi fái aðgang að forsíðunum. Kærandi hafi á hinn bóginn fyrst með kæru sinni óskað með skýrum hætti eftir aðgangi að forsíðum málanna. Hvað varði afrit að gögnum sem gengið hafi á milli starfsmanna landbúnaðarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins við samningsgerð samninganefndar íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið á grundvelli 19. gr. EES-samningsins sé um að ræða vinnuplögg, sem nefndin hafi ritað til eigin nota og snúi að innra starfi nefndarinnar. Fráleitt sé að skilgreina vinnugögnin með þeim hætti að þau hafi farið milli stjórnvalda vegna þess eins hvernig nefndin hafi verið skipuð. Tekur landbúnaðarráðuneytið fram að þrátt fyrir að nefndin hafi verið skipuð starfsmönnum beggja ráðuneytanna þá sé það utanríkisráðuneytið sem fari með samningsumboð íslenska ríkisins við önnur ríki, sbr. ákvæði reglugerðar um Stjórnarráð Íslands, ennfremur ákvæði 21., sbr. 13. gr. stjórnarskrárinnar og lög nr. 39/1971 um utanríkisþjónustu Íslands. Hinum diplómatísku samningaviðræðum hafi lyktað með samkomulagi milli Íslands og Evrópusambandsins um tvíhliða viðskipti með landbúnaðarafurðir, sbr. 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir að eintök umræddra gagna sé að finna í skjalasafni þess þá telji ráðuneytið að af uppbyggingu stjórnsýslunnar og diplómatakerfisins leiði að utanríkisráðuneytið sé eitt bært til að meta til fulls gildi takmarkana 5.-6. gr. upplýsingalaga í kærumálinu og taka ákvörðun um að veita eða synja um aðgang að umbeðnum gögnum samninganefndarinnar. Þar sem málið sé á kærustigi hafi það framsent utanríkisráðuneytinu gögn þess og farið fram á að það taki afstöðu til þess hvort veita skuli aðgang að umræddum gögnum. Að því er varði beiðni kæranda um aðgang að gögnum um samskipti við hagsmuna aðila vegna undirbúnings og gerðar áðurnefnds samkomulags og breytingu á lagaákvæðum um tollkvóta við innflutning á landbúnaðarvörum hafi ráðuneytið látið kæranda í té öll gögn í máli sem varði nefnda lagasetningu að undanskildum tveimur minnisblöðum til ríkisstjórnar. Einungis hafi verið um óformlegt samráð við [A] áður en að samningaviðræðunum kom og hafi ráðuneytið því engin gögn í sínum fórum sem falli undir þennan hluta beiðni kæranda.<br /> Í athugasemdum kæranda er því hafnað að ákvæði 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga geti haft þýðingu í málinu. Þá hafi ráðuneytið látið útbúa yfirlit úr málaskrá ráðuneytisins án þess að verða við beiðni um útprentað yfirlit.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Ákvæði upplýsingalaga taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Ákvæði laganna gera ekki greinarmun á því hvers eðlis sú starfsemi sé sem stjórnvöld hafa með höndum. Gildissvið laganna er ekki einskorðað við ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, heldur taka lögin til hverskonar þjónustustarfsemi, samningsgerðar og annarrar starfsemi stjórnvalda. Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. laganna nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Um takmarkanir upplýsingaréttarins er fjallað í 4.-6. gr.<br /> Kæruefnið er þríþætt og tekur til aðgangs kæranda að gögnum samkvæmt 1. og 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Um synjun sína um afhendingu gagna hefur landbúnaðarráðuneytið einkum vísað til 3. tölul. 4. gr. og 2. mgr. 6. gr. laganna.</p> <p><br /> <strong>1.</strong></p> <p>Í fyrsta lagi hefur kærandi afmarkað beiðni sína við aðgang að málsyfirlitum þriggja tilgreindra mála í skjalasafni landbúnaðarráðuneytisins. Upplýsingaréttur samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er tvíþættur. Tekur hann annars vegar til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum máls og hins vegar lista yfir málsgögn. Fyrir liggur að landbúnaðarráðuneytið hefur látið útbúa lista yfir málsgögn og hefur kærandi fengið aðgang að honum. Beiðni kæranda tekur á hinn bóginn til dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins.<br /> Í samræmi við 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga og ákvæði 6. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands felur málaskrárkerfi ráðuneyta í sér kerfi málsnúmera, sem raðað er samkvæmt skráningarkerfi eða bréfalyklum, er tekur mið af viðfangsefnum ráðuneytisins og staðfest hefur verið af Þjóðskjalasafni Íslands. Sérhverju viðfangsefni eða máli er úthlutað ákveðnu málsnúmeri eða eftir atvikum málsnúmerum. Undir málsnúmerum má sjá yfirlit yfir dagbókafærslur þess máls sem um er að ræða. Þá hefur hvert málsnúmer sérstaka forsíðu, þar sem m.a. kemur fram heiti máls, nöfn aðila, nafn starfsmanns og hvar málið er vistað í skjalasafni ráðuneytisins. Þá er gert ráð fyrir því að á forsíðu máls sé einnig hægt að skrá tilmæli og athugasemdir ásamt tengingu við önnur málsnúmer. Kærandi hefur óskað eftir útprentuðu yfirliti dagbókarfærslna sem skráðar hafa verið á tiltekin málsnúmer vegna þriggja tilgreindra mála ásamt forsíðum þeirra. Að mati úrskurðarnefndar verður forsíða málsnúmers ekki skilin frá dagbókarfærslum þess. Af umsögn ráðuneytisins verður ekki séð að kærandi hafi fengið útprentað yfirlit úr málaskrárkerfi ráðuneytisins. Þess í stað hafi hann, eins og áður segir, fengið yfirlit sem unnið hafi verið upp úr framangreindu málaskrárkerfi, þar sem það hafi að mati ráðuneytisins þótt gleggra.<br /> Umsögn landbúnaðarráðuneytisins fylgdu forsíður þriggja málsnúmera LAN04020039, LAN04090226 og LAN07020044. auk útprentaðs yfirlits dagbókarfærslna sem þar eru skráð. Með tilvísun til 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. verður að telja að kærandi eigi rétt til aðgangs að yfirliti yfir þær dagbókarfærslur sem skráðar eru á umrædd málsnúmer og forsíður þeirra, enda verður ekki séð að ákvæði 4.-6. gr. standi því í vegi.</p> <p><br /> <strong>2.</strong></p> <p>Í öðru lagi hefur kærandi óskað eftir aðgangi að fjórum skjölum auðkennd nr. 5, 6, 7 og 16. Synjun landbúnaðarráðuneytisins er á því byggð að um sé að ræða vinnugögn í merkingu 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og að ákvæði 2. mgr. 6. gr. leiði einnig til þess að takmarka beri aðgang kæranda að gögnunum. Í umsögn ráðuneytisins er ennfremur vísað til fyrirmæla 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og tekið fram að þrátt fyrir að gögnin sé að finna í skjalasafni þess þá leiði það að af uppbyggingu stjórnsýslunnar og diplómatakerfisins að utanríkisráðuneytið sé eitt bært til að meta til fulls gildi takmarka samkvæmt 5.-6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> <br /> <strong>2.1</strong></p> <p>Tilvísun landbúnaðarráðuneytisins til 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga getur ekki átt við í máli þessu. Ákvæðið geymir fyrirmæli um hvaða stjórnvald skuli veita aðgang að gögnum í máli þar sem tekin hefur verið ákvörðun eða mál er til ákvörðunar um rétt eða skyldu manna í merkingu 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Ákvarðanir um undirbúning og gerð þjóðréttarsamninga, sbr. 19. gr. EES-samningsins falla ekki undir framangreint ákvæði upplýsingalaga. Samkvæmt þessu verður beiðni borin fram við það stjórnvald sem hefur gögnin í sínum vörslum, nema annað leiði af lögum. Koma sjónarmið þess fram í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum. Þar sem umbeðin gögn er að finna í skjalasafni landbúnaðarráðuneytisins ber því að leysa úr beiðni kæranda.</p> <p><br /> <strong>2.2</strong></p> <p>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur upplýsingaréttur almennings „ ... ekki til: ... vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin nota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annarsstaðar frá.“ Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er orðalagið „til eigin afnota“ m.a. skýrt með svofelldum hætti: „Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað. Þá geta þau skjöl ekki talist vinnuskjöl sem stafa frá öðrum en hlutaðeigandi stjórnvaldi enda þótt slík gögn hafi orðið til að frumkvæði stjórnvaldsins ...“<br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau fjögur skjöl sem landbúnaðarráðuneytið hefur synjað kæranda um aðgang að. Í skjölum 5, 6 og 7 er lýst tölvupóstsamskiptum vegna fyrirhugaðra fundarhalda íslenskra stjórnvalda með fulltrúum Evrópusambandsins vegna undirbúnings samningaviðræðna á grundvelli 19. gr. EES-samningsins. Stafa skjölin frá öðrum aðilum en landbúnaðarráðuneytinu og verða þau því ekki talin vinnuskjöl í merkingu 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Það sama gildir um skjal það sem merkt er nr. 16, en það geymir tölvubréf starfsmanns utanríkisráðuneytisins til starfsmanns landbúnaðaráðuneytisins og tveggja annarra starfsmanna utanríkisráðuneytinu, dags. 8. mars 2005. Í tölvubréfinu er óskað athugasemda við drög að frásögn af fundi samningarnefnda fulltrúa íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins vegna undirbúnings samningafundar vegna tvíhliða landbúnaðarsamnings Íslands og Evrópusambandsins.</p> <p><br /> <strong>2.3</strong></p> <p>Samkvæmt 2. tölul. 6. gr. er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er ákvæðið skýrt á þann hátt að það eigi „... við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að. - Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir því ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“ Í dæmaskyni er í athugasemdunum vísað til þess að með fjölþjóðastofnunum sé m.a. átt við Evrópusambandið (EU).<br /> Skjal nr. 16. geymir tölvubréf starfsmanns utanríkisráðuneytisins til starfsmanns landbúnaðarráðuneytisins og tveggja annarra starfsmanna utanríkisráðuneytisins. Tölvubréfið geymir drög að frásögn af undirbúningsfundi með fulltrúum Evrópusambandsins 7. mars 2005 um endurskoðun á tvíhliða landbúnaðarsamningi Íslands og Evrópusambandsins. Í frásögninni er m.a. að finna lýsingu á samningsmarkmiðum íslenskra stjórnvalda og hvað hafi efnislega verið rætt í því sambandi. Í þessu ljósi og með hliðsjón af tilgangi 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga eins og því er lýst hér að frama verður að fallast á að landbúnaðarráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að framangreindu skjali. Skjöl nr. 5, 6 og 7 varða undirbúning samningaviðræðna íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. Hvernig íslensk stjórnvöld hyggjast haga undirbúningi slíkra viðræðna, þ. á m. hvaða einstaklingar muni taka þátt í þeim eða koma að undirbúningi þeirra geta skipt máli varðandi samningsstöðu og samningsmarkið íslenskra stjórnvalda. Ekki er unnt að útiloka að tjón geti hlotist af verði slíkar upplýsingar gerðar opinberar. Verður því einnig að fallast á að landbúnaðaráðuneytinu hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að umræddum skjölum.</p> <p><br /> <strong>3.</strong></p> <p>Í þriðja lagi hefur kærandi afmarkað beiðni sína við gögn er varða samskipti ráðuneytisins við hagsmunaaðila vegna samningsgerðar við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur og um breytingu á lagaákvæðum um tollkvóta við innflutning landbúnaðarafurða.<br /> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum.<br /> Af hálfu landbúnaðarráðuneytisins er staðhæft að það hafi þegar látið kæranda í té öll gögn í máli er varði umrædda lagasetningu að undanskildum tveimur minnisblöðum til ríkisstjórnarinnar. Þá hafi ráðuneytið einungis haft óformlegt samráð við [A] áður en að samningaviðræðum kom og að hjá ráðuneytinu séu engin gögn er varða þennan hluta beiðni kæranda. Eins og kæruefnið er afmarkað af hálfu kæranda tekur kæra hans ekki til tilvitnaðra minnisblaða til ríkisstjórnarinnar. Ekkert hefur komið fram í máli þessu sem er til þess fallið að draga beri í efa framangreindar fullyrðingar ráðuneytisins. Samkvæmt framansögðu liggur ekki fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Ber því að staðfesta þá ákvörðun ráðuneytisins frá 4. apríl 2007 að synja kæranda um aðgang að gögnum sem ekki eru til í vörslu þess.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Landbúnaðarráðuneytinu er skylt að veita kæranda, [...], aðgang að útprentuðu yfirliti úr málaskrá ráðuneytisins vegna mála sem skráð eru á málsnúmerin LAN0409226, LAN07020044 og LAN04020039 ásamt forsíðum þeirra.<br /> Staðfest er synjun landbúnaðarráðuneytisins á beiðni kæranda um aðgang að skjölum auðkenndum nr. 5, 6, 7 og 16.<br /> Ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins frá 4. apríl 2007 að synja um aðgang að gögnum, sem ekki eru til í vörslu þess, er staðfest.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"> </p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A 264/2007 Úrskurður frá 27. júní 2007 | Kærð var synjun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. um afrit allra gagna um aðdraganda samningsgerðar fyrirtækisins við [A] ehf. um verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., þ.m.t. afrit af samningi milli fyrirtækjanna um reksturinn. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun. | <p>A-264/2007 Úrskurður frá 27. júní 2007</p> <h3 align="center"><br /> ÚRSKURÐUR</h3> <p></p> <p>Hinn 27. júní 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-264/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Hinn 31. maí 2007 kærði [...], synjun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. 3. maí sl. um afrit allra gagna um aðdraganda samningsgerðar fyrirtækisins við [A] ehf. um verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf., þ.m.t. afrit af samningi milli fyrirtækjanna um reksturinn.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt framlögðum gögnum kæranda eru atvik málsins í stuttu máli þau að í tilefni af samningi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. við fyrirtækið [A] ehf. um verslunarrekstur í flugstöðinni átti lögmaður kæranda í bréfaskiptum við fyrirsvarsmenn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. um samningsgerðina og aðdraganda hennar. Með bréfi, dags. 13. apríl sl., óskaði lögmaður kæranda eftir upplýsingum og gögnum um aðdraganda samningsgerðarinnar og afriti af samningi fyrirtækjanna. Forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. hafnaði beiðninni með bréfi, dags. 3. maí sl., þar sem um trúnaðarmál sé að ræða milli samningsaðila.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Kæra þessi er tekin til úrskurðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sbr. 18. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga taka ákvæði þeirra til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins taka lögin ennfremur til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Í skýringum við 1. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er rakið að lögin taki til þeirrar starfsemi sem heyri undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Þá er tekið fram að lögin taki einnig til þeirrar starfsemi einkaaðila sem lýtur að því að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Síðan segir í skýringunum: „Að öðru leyti gilda lögin ekki um einkaaðila, en undir hugtakið „einkaaðilar“ falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu. Ef rekstrarformi opinberrar stofnunar hefur t.d. verið breytt í hlutafélagsform fellur hlutafélagið sem slíkt utan gildissviðs laganna, jafnvel þótt það sé að öllu leyti í eigu ríkis eða sveitarfélags, nema því hafi verið falið sérstakt stjórnsýsluhlutverk, þ.e. að taka ákvarðanir, í skjóli stjórnsýsluvalds, um rétt eða skyldu manna.“<br /> Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. fer með starfsemi Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli á grundvelli laga nr. 76/2000 um stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, reglugerðar nr. 766/2000, um starfsemi, skyldur og eftirlit með Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, og rekstrarleyfis sem utanríkisráðherra veitir, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 766/2000. Samkvæmt lögum nr. 76/2000 hefur Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. ekki verið fengið stjórnsýsluhlutverk í framangreindri merkinu. Þá er ekki heldur að finna í þeim lögum sérstök fyrirmæli um að ákvæði upplýsingalaga eigi við um hlutafélagið, líkt og ákveðið er í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 6/2007 um Ríkisútvarpið ohf.<br /> Samkvæmt framansögðu fellur úrlausn kæruefnisins utan gildissviðs upplýsingalaga og ber því að vísa kæru þessari frá nefndinni.</p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Kæru [...] á hendur Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. er vísað frá.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A 258/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007 | Kærð var synjun sjávarútvegsráðuneytisins um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts sjávarútvegsráðherra fyrir árið 2006. Afmörkun kæruefnis. Bókhaldsgögn. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <p>A-258/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007</p> <h3 align="center"><br /> ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"></p> <p>Hinn 3. júlí 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-258/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. apríl sl., kærði [...] synjun sjávarútvegsráðuneytisins frá 16. mars sl., um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts sjávarútvegsráðherra fyrir árið 2006.<br /> Með bréfi, dags. 10. apríl sl., var kæran kynnt sjávarútvegsráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins barst nefndinni með bréfi, dags. 18. apríl sl.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn sjávarútvegsráðuneytisins með bréfi, dags. 23. apríl sl. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 18. maí sl.<br /> Með bréfi, dags. 21. júní sl., var þess óskað að sjávarútvegsráðuneytið léti nefndinni í té upplýsingar um hvort mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorts sjávarútvegsráðherra vegna ársins 2006 hafi verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins eitt sér eða í tenglum við önnur mál. Svar ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 2. júlí sl.</p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 5. mars sl., óskaði kærandi eftir því að sjávarútvegsráðuneytið léti honum í té „ ... útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins) ... fyrir árið 2006“. Í tölvubréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. mars sl., er að finna útskýringar á notkun kreditkorts sjávarútvegsráðherra. Tekið er fram að upplýsingar um notkunaryfirlit á kreditkortinu sé að finna í bókhaldsgögnum og samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki upplýsingaréttur ekki til þess að stjórnvöld útbúi eða taki saman skjöl með tilteknu efni. <br /> Í umsögn sjávarútvegsráðuneytisins er vísað til röksemda þess í tölvubréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. mars sl. Þá er tekið fram að kærandi hafi óskað upplýsinga um kreditkortanotkun sjávarútvegsráðherra og sérstaklega tilgreint „útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðherrans) ... fyrir árið 2006“. Synjun ráðuneytisins hafi byggst á því að um sé að ræða bókhaldsgögn en samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga taki ákvæði laganna ekki til slíkra gagna. Ákvæði laganna taki þannig ekki til upplýsinga í skrám sem unnar hafi verið með kerfisbundnum hætti, sbr. 2. mgr. 2. gr., nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-174/2004. Þá hafi verið litið svo á að ef um sé að ræða upplýsingar sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, falli úrlausn um aðgang að þeim utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. mál A-245/2007. Tekur ráðuneytið fram að eins og beiðni kæranda sé afmörkuð taki hún til upplýsinga sem séu skráðar í bókhaldi þess en engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit, hafi verið unnin upp úr bókhaldinu. Beiðni kæranda feli í sér kröfu um að teknar verði saman tilteknar upplýsingar, en að mati ráðuneytisins samræmist það ekki skilyrðum 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Er það afstaða ráðuneytisins að þar sem beiðni kæranda taki til upplýsinga sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, og að þess verði ekki krafist að útbúin verði skjöl af þeim toga sem kærandi hafi óskað eftir, hafi synjun ráðuneytisins verið í samræmi við upplýsingalög.<br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn sjávarútvegsráðuneytisins segir að kreditkortafyrirtækin sendi viðskiptavinum sínum reglubundið yfirlit yfir notkun kreditkortanna sem þeir hafa á sínu nafni. Engin ástæða sé til þess að gera ráð fyrir öðru en að ráðherrar eða ráðuneyti fái reglulega eða geti fengið slík yfirlit. Beiðni sín snúist eingöngu um að fá afrit af eða annan aðgang að yfirlitum fyrir árið 2006.<br /> Í svarbréfi sjávarútvegsráðuneytisins, dags. 2. júlí sl., upplýsti ráðuneytið að mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorta sjávarútvegsráðuneytisins á árinu 2006 hafi ekki verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins ein sér eða í tengslum við önnur mál.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við aðgang að „notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins)... fyrir árið 2006“. Þó svo að í beiðni kæranda sé með almennum hætti vísað til notkunaryfirlits fyrir árið 2006 þykir mega miða við að beiðni hans taki til aðgangs að yfirlitum sem ráðuneytið hafi fengið send frá fjármálastofnun vegna notkunar kreditkortsins umrætt tímabil. Er kæran því tæk til úrskurðar að því er efni beiðninnar varðar.<br /> Synjun ráðuneytisins er á því byggð að upplýsingaréttur kæranda samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki ekki til umræddra gagna þar sem þau séu hluti bókhalds og að ekki hafi verið teknar saman upplýsingar um notkun kreditkortsins á árinu 2006, þ.e. að ekki hafi verið útbúin ný skjöl eða önnur gögn sem hafi að geyma upplýsingar um notkun kreditkortsins, sbr. 2. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn máls þessa reynir á skil upplýsingalaga gagnvart ákvæðum annarra laga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og nánari afmörkun upplýsingaréttar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p><br /> <strong>2.</strong></p> <p>Við setningu upplýsingalaga var gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum afmarkaða þannig í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau tækju ekki til aðgangs „ ... að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga“, nr. 121/1989, svonefndum tölvulögum. Ákvæði tölvulaga geymdu fyrirmæli um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum sem skráð voru með kerfisbundum hætti. Með kerfisbundinni skráningu upplýsinga var átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulagsbundna heild, eða skrá, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Lög nr. 121/1989 voru felld úr gildi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í skýringum við 44. gr. þess frumvarps er varð að lögum nr. 77/2000 er rakið að ákvæði laganna hafi rýmra gildissvið að því leyti að þau taki til sérhverrar rafrænnar vinnslu persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörkuðum upplýsingum sé safnað í skipulagsbundna heild eða ekki. Samhliða var ákvæðum upplýsingalaga breytt með lögum nr. 83/2000.<br /> Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 83/2000 er tilurð frumvarpsins rakin og afmörkun upplýsingalaga gagnvart lögum nr. 121/1989 skýrð með þeim hætti að gildissvið upplýsingalaga hafi í megindráttum oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefði verið afmarkað. Hefðu mörkin „ ... verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.“ Tekið er fram að megintilgangur frumvarpsins sé sá að „ ... varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“<br /> Með 1. gr. frumvarps til laga nr. 83/2000 var lögð til breyting á 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í skýringum við 1. gr. frumvarpsins kemur fram að þar sé „ ... lagt til að gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verði afmarkað þannig að upplýsingalögin taki ekki til aðgangs að upplýsingum er lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taka til nema leitað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttarins skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Eftir þessa breytingu ber að virða ákvæði upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 44. gr. þeirra, en í raun leiðir það til sömu niðurstöðu og nú gildir um lagaskil milli upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á þennan hátt halda ákvæði upplýsingalaga gildi sínu óháð lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ekki verður hallað á þann upplýsingarétt sem almenningi hefur þegar verið tryggður samkvæmt núgildandi lögum, ...“<br /> Samkvæmt framansögðu miðuðu þær breytingar sem urðu að lögum nr. 83/2000 að því að varðveita áfram sömu lagaskil og verið höfðu gagnvart lögum nr. 121/1989. Við skýringu upplýsingalaga verður því að þessu leyti áfram byggt á fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar. Af þessu leiðir ennfremur að aðgangur að upplýsingum sem er að finna í skrám sem færðar eru með kerfisbundnum hætti falla utan gildissviðs upplýsingalaga. Í úrskurðum sínum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál þannig byggt á því að utan laganna falli m.a. upplýsingar sem skráðar eru með kerfisbundum hætti í bókhaldi stjórnvalds og það sama eigi ennfremur við sé upplýsingarnar að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess, þ. á m. reikningum vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-69/1998 og A-75/1999. Aftur á móti geti lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafa verið upp úr viðkomandi bókhaldi, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-35/1997, A-44/1998 og A-245/2007. Af þessu leiðir ennfremur að hafi gagn, sem fært hefur verið í skrá eða er ætlað að vera hluti hennar, verið tekið til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar stjórnvalds fellur það undir upplýsingarétt, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, enda tilheyrir skjalið þá sérstöku máli.</p> <p><br /> <strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi sem t.d. varða notkun kreditkorts og ekki heldur að afhenda slík gögn nema því aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti.<br /> Af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins er staðhæft að engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit sem varði kæruefnið, hafi verið unnin upp úr bókhaldi þess. Er ekkert komið fram í máli þessu sem gefur tilefni til þess að draga í efa staðhæfingu ráðuneytisins. Þá verður ekki annað ráðið af svörum þess en að umrædd notkunaryfirlit séu eingöngu að finna í bókhaldi ráðuneytisins og hafi þar að öðru leyti ekki verið til sérstakrar skoðunar eða meðferðar.<br /> Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar að staðfesta beri synjun sjávarútvegsráðuneytisins um afhendingu umræddra notkunaryfirlita vegna kreditkorts sjávarútvegsráðherra árið 2006.</p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Staðfest er sú ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að synja kæranda, [...], um aðgang að notkunaryfirlitum kreditkorts sjávarútvegsráðherra vegna ársins 2006.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"> </p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A 256/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts landbúnaðaráðherra fyrir árið 2006. Afmörkun kæruefnis. Bókhaldsgögn. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <p>A-256/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007</p> <p></p> <h4 align="center">ÚRSKURÐUR</h4> <p> </p> <p>Hinn 3. júlí 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-256/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. apríl sl., kærði [...] synjun landbúnaðarráðuneytisins frá 16. mars sl., um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts landbúnaðarráðherra fyrir árið 2006.<br /> Með bréfi, dags. 4. apríl sl., var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins barst nefndinni með bréfi, dags. 20. apríl sl.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn landbúnaðarráðuneytisins með bréfi, dags. 23. apríl sl. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 18. maí sl.<br /> Með bréfi, dags. 21. júní sl., var þess óskað að landbúnaðarráðuneytið léti nefndinni í té upplýsingar um hvort mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorts landbúnaðarráðherra vegna ársins 2006 hafi verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins eitt sér eða í tenglum við önnur mál. Svar ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 27. júní sl.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 5. mars sl., óskaði kærandi eftir því að landbúnaðarráðuneytið léti honum í té „ ... útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins) ... fyrir árið 2006“. Í tölvubréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. mars sl., er að finna útskýringar á notkun kreditkorts landbúnaðarráðherra. Tekið er fram að upplýsingar um notkunaryfirlit á kreditkortinu sé að finna í bókhaldsgögnum og samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki upplýsingaréttur ekki til þess að stjórnvöld útbúi eða taki saman skjöl með tilteknu efni. <br /> Í umsögn landbúnaðarráðuneytisins er vísað til röksemda þess í bréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 16. mars sl. Þá er tekið fram að kærandi hafi óskað upplýsinga um kreditkortanotkun landbúnaðarráðherra og sérstaklega tilgreint „útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðherrans) ... fyrir árið 2006“.Synjun ráðuneytisins hafi byggst á því að um sé að ræða bókhaldsgögn en samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga taki ákvæði laganna ekki til slíkra gagna. Ákvæði laganna taki þannig ekki til upplýsinga í skrám sem unnar hafi verið með kerfisbundnum hætti, sbr. 2. mgr. 2. gr., nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-174/2004. Þá hafi verið litið svo á að ef um sé að ræða upplýsingar sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, falli úrlausn um aðgang að þeim utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. mál A-245/2007. Tekur ráðuneytið fram að eins og beiðni kæranda sé afmörkuð taki hún til upplýsinga sem séu skráðar í bókhaldi þess en engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit, hafi verið unnin upp úr bókhaldinu. Beiðni kæranda feli í sér kröfu um að teknar verði saman tilteknar upplýsingar, en að mati ráðuneytisins samræmist það ekki skilyrðum 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Er það afstaða ráðuneytisins að þar sem beiðni kæranda taki til upplýsinga sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, og að þess verði ekki krafist að útbúin verði skjöl af þeim toga sem kærandi hafi óskað eftir, hafi synjun ráðuneytisins verið í samræmi við upplýsingalög.<br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn landbúnaðarráðuneytisins segir að kreditkortafyrirtækin sendi viðskiptavinum sínum reglubundið yfirlit yfir notkun kreditkortanna sem þeir hafa á sínu nafni. Engin ástæða sé til þess að gera ráð fyrir öðru en að ráðherrar eða ráðuneyti fái reglulega eða geti fengið slík yfirlit. Beiðni sín snúist eingöngu um að fá afrit af eða annan aðgang að yfirlitum fyrir árið 2006.<br /> Í svarbréfi landbúnaðarráðuneytisins, dags. 27. júní sl., upplýsti ráðuneytið að mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorta ráðuneytisins á árinu 2006 hafi ekki verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins ein sér eða í tengslum við önnur mál.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við aðgang að „notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins)... fyrir árið 2006“. Þó svo að í beiðni kæranda sé með almennum hætti vísað til notkunaryfirlits fyrir árið 2006 þykir mega miða við að beiðni hans taki til aðgangs að yfirlitum sem ráðuneytið hafi fengið send frá fjármálastofnun vegna notkunar kreditkortsins umrætt tímabil. Er kæran því tæk til úrskurðar að því er efni beiðninnar varðar.<br /> Synjun ráðuneytisins er á því byggð að upplýsingaréttur kæranda samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki ekki til umræddra gagna þar sem þau séu hluti bókhalds og að ekki hafi verið teknar saman upplýsingar um notkun kreditkortsins á árinu 2006, þ.e. að ekki hafi verið útbúin ný skjöl eða önnur gögn sem hafi að geyma upplýsingar um notkun kreditkortsins, sbr. 2. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn máls þessa reynir á skil upplýsingalaga gagnvart ákvæðum annarra laga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og nánari afmörkun upplýsingaréttar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p><br /> <strong>2.</strong></p> <p>Við setningu upplýsingalaga var gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum afmarkaða þannig í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau tækju ekki til aðgangs „ ... að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga“, nr. 121/1989, svonefndum tölvulögum. Ákvæði tölvulaga geymdu fyrirmæli um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum sem skráð voru með kerfisbundum hætti. Með kerfisbundinni skráningu upplýsinga var átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulagsbundna heild, eða skrá, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Lög nr. 121/1989 voru felld úr gildi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í skýringum við 44. gr. þess frumvarps er varð að lögum nr. 77/2000 er rakið að ákvæði laganna hafi rýmra gildissvið að því leyti að þau taki til sérhverrar rafrænnar vinnslu persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörkuðum upplýsingum sé safnað í skipulagsbundna heild eða ekki. Samhliða var ákvæðum upplýsingalaga breytt með lögum nr. 83/2000.<br /> Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 83/2000 er tilurð frumvarpsins rakin og afmörkun upplýsingalaga gagnvart lögum nr. 121/1989 skýrð með þeim hætti að gildissvið upplýsingalaga hafi í megindráttum oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefði verið afmarkað. Hefðu mörkin „ ... verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.“ Tekið er fram að megintilgangur frumvarpsins sé sá að „ ... varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“<br /> Með 1. gr. frumvarps til laga nr. 83/2000 var lögð til breyting á 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í skýringum við 1. gr. frumvarpsins kemur fram að þar sé „ ... lagt til að gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verði afmarkað þannig að upplýsingalögin taki ekki til aðgangs að upplýsingum er lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taka til nema leitað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttarins skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Eftir þessa breytingu ber að virða ákvæði upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 44. gr. þeirra, en í raun leiðir það til sömu niðurstöðu og nú gildir um lagaskil milli upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á þennan hátt halda ákvæði upplýsingalaga gildi sínu óháð lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ekki verður hallað á þann upplýsingarétt sem almenningi hefur þegar verið tryggður samkvæmt núgildandi lögum, ...“<br /> Samkvæmt framansögðu miðuðu þær breytingar sem urðu að lögum nr. 83/2000 að því að varðveita áfram sömu lagaskil og verið höfðu gagnvart lögum nr. 121/1989. Við skýringu upplýsingalaga verður því að þessu leyti áfram byggt á fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar. Af þessu leiðir ennfremur að aðgangur að upplýsingum sem er að finna í skrám sem færðar eru með kerfisbundnum hætti falla utan gildissviðs upplýsingalaga. Í úrskurðum sínum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál þannig byggt á því að utan laganna falli m.a. upplýsingar sem skráðar eru með kerfisbundum hætti í bókhaldi stjórnvalds og það sama eigi ennfremur við sé upplýsingarnar að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess, þ. á m. reikningum vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-69/1998 og A-75/1999. Aftur á móti geti lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafa verið upp úr viðkomandi bókhaldi, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-35/1997, A-44/1998 og A-245/2007. Af þessu leiðir ennfremur að hafi gagn, sem fært hefur verið í skrá eða er ætlað að vera hluti hennar, verið tekið til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar stjórnvalds fellur það undir upplýsingarétt, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, enda tilheyrir skjalið þá sérstöku máli.</p> <p><br /> <strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi sem t.d. varða notkun kreditkorts og ekki heldur að afhenda slík gögn nema því aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti.<br /> Af hálfu landbúnaðarráðuneytisins er staðhæft að engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit sem varði kæruefnið, hafi verið unnin upp úr bókhaldi þess. Er ekkert komið fram í máli þessu sem gefur tilefni til þess að draga í efa staðhæfingu ráðuneytisins. Þá verður ekki annað ráðið af svörum þess en að umrædd notkunaryfirlit séu eingöngu að finna í bókhaldi ráðuneytisins og hafi þar að öðru leyti ekki verið til sérstakrar skoðunar eða meðferðar.<br /> Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar að staðfesta beri synjun landbúnaðarráðuneytisins um afhendingu umræddra notkunaryfirlita vegna kreditkorts landbúnaðarráðherra árið 2006.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Staðfest er sú ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins að synja kæranda, [...], um aðgang að notkunaryfirlitum kreditkorts landbúnaðarráðherra vegna ársins 2006.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"> </p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A 255/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007 | Kærð var synjun iðnaðar- og viðskiptamálaráðuneytisins um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts iðnaðar- og viðskiptamálaráðherra fyrir árið 2006. Afmörkun kæruefnis. Bókhaldsgögn. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <p>A-255/2007 Úrskurður frá 3. júlí 2007</p> <h4 align="center">ÚRSKURÐUR</h4> <p> </p> <p>Hinn 3. júlí 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-255/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 2. apríl sl., kærði [...] synjun iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins frá 19. mars sl., um aðgang að útskrift notkunaryfirlits kreditkorts iðnaðar- og viðskiptaráðherra fyrir árið 2006.<br /> Með bréfi, dags. 10. apríl sl., var kæran kynnt iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins barst nefndinni með bréfi, dags. 20. apríl sl.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins með bréfi, dags. 23. apríl sl. Athugasemdir kæranda bárust með bréfi, dags. 18. maí sl.<br /> Með bréfi, dags. 21. júní sl. var þess óskað að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið léti nefndinni í té upplýsingar um hvort mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorts iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna ársins 2006 hafi verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins eitt sér eða í tenglum við önnur mál. Svar ráðuneytisins barst með bréfi, dags. 28 júní sl.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi, dags. 5. mars sl., óskaði kærandi eftir því að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið léti honum í té „ ... útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins), ..., fyrir árið 2006“. Í bréfi ráðuneytisins, til kæranda, dags. 19. mars sl., er að finna útskýringar og notkun kreditkorts iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tekið er fram að upplýsingar um notkunaryfirlit á kreditkortinu sé að finna í bókhaldsgögnum og samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki upplýsingaréttur ekki til þess að stjórnvöld útbúi eða taki saman skjöl með tilteknu efni.<br /> Í umsögn iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins er vísað til röksemda þess í bréfi ráðuneytisins til kæranda, dags. 19. mars sl. Þá er tekið fram að kærandi hafi óskað upplýsinga um kreditkortanotkun iðnaðar- og viðskiptaráðherra og sérstaklega tilgreint „útskrift á notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðherrans) ... fyrir árið 2006“.Synjun ráðuneytisins hafi byggst á því að um sé að ræða bókhaldsgögn en samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga taki ákvæði laganna ekki til slíkra gagna. Ákvæði laganna taki þannig ekki til upplýsinga í skrám sem unnar hafi verið með kerfisbundnum hætti, sbr. 2. mgr. 2. gr., nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-174/2004. Þá hafi verið litið svo á að ef um sé að ræða upplýsingar sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, falli úrlausn um aðgang að þeim utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. mál A-245/2007. Tekur ráðuneytið fram að eins og beiðni kæranda sé afmörkuð taki hún til upplýsinga sem séu skráðar í bókhaldi þess en engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit, hafi verið unnin upp úr bókhaldinu. Beiðni kæranda feli í sér kröfu um að teknar verði saman tilteknar upplýsingar, en að mati ráðuneytisins samræmist það ekki skilyrðum 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Er það afstaða ráðuneytisins að þar sem beiðni kæranda taki til upplýsinga sem skráðar séu með kerfisbundnum hætti í bókhaldi, og að þess verði ekki krafist að útbúin verði skjöl af þeim toga sem kærandi hafi óskað eftir, hafi synjun ráðuneytisins verið í samræmi við upplýsingalög.<br /> Í athugasemdum kæranda við umsögn iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins segir að kreditkortafyrirtækin sendi viðskiptavinum sínum reglubundið yfirlit yfir notkun kreditkortanna sem þeir hafa á sínu nafni. Engin ástæða sé til þess að gera ráð fyrir öðru en að ráðherrar eða ráðuneyti fái reglulega eða geti fengið slík yfirlit. Beiðni sín snúist eingöngu um að fá afrit af eða annan aðgang að yfirlitum fyrir árið 2006.<br /> Í svarbréfi iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 28. júní sl., upplýsti ráðuneytið að mánaðarleg yfirlit vegna notkunar kreditkorta iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis vegna ársins 2006 hafi ekki verið tekin til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar ráðuneytisins ein sér eða í tengslum við önnur mál. Reikningsviðskipti ráðuneytisins séu skráð samkvæmt reikningum frá söluaðilum vöru og þjónustu og greiðsla miðast við mánaðarlega stöðu viðkomandi viðskiptareiknings. Staða viðskiptareikninga sé borin saman við greiðsluseðla og yfirlit til að sannreyna samræmi bókhalds milli aðila.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.</strong></p> <p>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við aðgang að „notkunaryfirliti ráðherrans (ráðherrakorti ráðuneytisins)... fyrir árið 2006“. Þó svo að í beiðni kæranda sé með almennum hætti vísað til notkunaryfirlits fyrir árið 2006 þykir mega miða við að beiðni hans taki til aðgangs að yfirlitum sem ráðuneytið hafi fengið send frá fjármálastofnun vegna notkunar kreditkortsins umrætt tímabil. Er kæran því tæk til úrskurðar að því er efni beiðninnar varðar.<br /> Synjun ráðuneytisins er á því byggð að upplýsingaréttur kæranda samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga taki ekki til umræddra gagna þar sem þau séu hluti bókhalds og að ekki hafi verið teknar saman upplýsingar um notkun kreditkortsins á árinu 2006, þ.e. að ekki hafi verið útbúin ný skjöl eða önnur gögn sem hafi að geyma upplýsingar um notkun kreditkortsins, sbr. 2. málslið 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn máls þessa reynir á skil upplýsingalaga gagnvart ákvæðum annarra laga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og nánari afmörkun upplýsingaréttar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna.</p> <p><br /> <strong>2.</strong></p> <p>Við setningu upplýsingalaga var gildissvið þeirra gagnvart öðrum lögum afmarkaða þannig í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau tækju ekki til aðgangs „ ... að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga“, nr. 121/1989, svonefndum tölvulögum. Ákvæði tölvulaga geymdu fyrirmæli um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum sem skráð voru með kerfisbundum hætti. Með kerfisbundinni skráningu upplýsinga var átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulagsbundna heild, eða skrá, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Lög nr. 121/1989 voru felld úr gildi með lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í skýringum við 44. gr. þess frumvarps er varð að lögum nr. 77/2000 er rakið að ákvæði laganna hafi rýmra gildissvið að því leyti að þau taki til sérhverrar rafrænnar vinnslu persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörkuðum upplýsingum sé safnað í skipulagsbundna heild eða ekki. Samhliða var ákvæðum upplýsingalaga breytt með lögum nr. 83/2000.<br /> Í almennum athugasemdum með frumvarpi því er varð að lögum nr. 83/2000 er tilurð frumvarpsins rakin og afmörkun upplýsingalaga gagnvart lögum nr. 121/1989 skýrð með þeim hætti að gildissvið upplýsingalaga hafi í megindráttum oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefði verið afmarkað. Hefðu mörkin „ ... verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.“ Tekið er fram að megintilgangur frumvarpsins sé sá að „ ... varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.“<br /> Með 1. gr. frumvarps til laga nr. 83/2000 var lögð til breyting á 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í skýringum við 1. gr. frumvarpsins kemur fram að þar sé „ ... lagt til að gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verði afmarkað þannig að upplýsingalögin taki ekki til aðgangs að upplýsingum er lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taka til nema leitað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttarins skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Eftir þessa breytingu ber að virða ákvæði upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 44. gr. þeirra, en í raun leiðir það til sömu niðurstöðu og nú gildir um lagaskil milli upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á þennan hátt halda ákvæði upplýsingalaga gildi sínu óháð lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ekki verður hallað á þann upplýsingarétt sem almenningi hefur þegar verið tryggður samkvæmt núgildandi lögum, ...“<br /> Samkvæmt framansögðu miðuðu þær breytingar sem urðu að lögum nr. 83/2000 að því að varðveita áfram sömu lagaskil og verið höfðu gagnvart lögum nr. 121/1989. Við skýringu upplýsingalaga verður því að þessu leyti áfram byggt á fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar. Af þessu leiðir ennfremur að aðgangur að upplýsingum sem er að finna í skrám sem færðar eru með kerfisbundnum hætti falla utan gildissviðs upplýsingalaga. Í úrskurðum sínum hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál þannig byggt á því að utan laganna falli m.a. upplýsingar sem skráðar eru með kerfisbundum hætti í bókhaldi stjórnvalds og það sama eigi ennfremur við sé upplýsingarnar að finna í afmörkuðum hluta bókhalds eða einstökum fylgiskjölum þess, þ. á m. reikningum vegna kaupa á vöru eða þjónustu, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-69/1998 og A-75/1999. Aftur á móti geti lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafa verið upp úr viðkomandi bókhaldi, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-35/1997, A-44/1998 og A-245/2007. Af þessu leiðir ennfremur að hafi gagn, sem fært hefur verið í skrá eða er ætlað að vera hluti hennar, verið tekið til sérstakrar umfjöllunar eða meðferðar stjórnvalds fellur það undir upplýsingarétt, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, enda tilheyrir skjalið þá sérstöku máli.</p> <p><br /> <strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að ákvæði þeirra eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sem tilheyrt geta máli. Í samræmi við þetta og ákvæði 1. mgr. 3. gr., eins og því var breytt með 1. gr. laga nr. 161/2006, um breytingu á upplýsingalögum, tekur upplýsingaréttur almennings einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið og tilheyrt geta ákveðnu máli, en leggur ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi þegar eftir þeim er leitað, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-129/2001, A-181/2004 og A-230/2006. Stjórnvaldi er þannig ekki skylt að taka saman gögn úr bókhaldi sem t.d. varða notkun kreditkorts og ekki heldur að afhenda slík gögn nema því aðeins að þau séu orðin hluti af gögnum sem varða sérstakt mál sem stjórnvald hefur tekið til meðferðar og skilyrðum upplýsingalaga sé fullnægt að öðru leyti.<br /> Af hálfu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins er staðhæft að engin skjöl, þ. á m. sérstök yfirlit sem varði kæruefnið, hafi verið unnin upp úr bókhaldi þess. Er ekkert komið fram í máli þessu sem gefur tilefni til þess að draga í efa staðhæfingu ráðuneytisins. Þá verður ekki annað ráðið af svörum þess en að umrædd notkunaryfirlit séu eingöngu að finna í bókhaldi ráðuneytisins og hafi þar að öðru leyti ekki verið til sérstakrar skoðunar eða meðferðar.<br /> Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndar að staðfesta beri synjun iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um afhendingu umræddra notkunaryfirlita vegna kreditkorts iðnaðar- og viðskiptaráðherra árið 2006.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Staðfest er sú ákvörðun iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins að synja kæranda, [...], um aðgang að notkunaryfirlitum kreditkorts iðnaðar- og viðskiptaráðherra vegna ársins 2006.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"> </p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-251/2007 Úrskurður frá 11. maí 2007 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að upplýsingum um aðgang að upplýsingum um samskipti Íslands við Atlantshafsbandalagið. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Frávísun. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p></p> <p>Hinn 11. maí sl. kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-251/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 12. mars sl., kærði [...] synjun utanríkisráðuneytisins, dags. 2. mars sl., um aðgang að upplýsingum um samskipti Íslands við Atlantshafsbandalagið.<br /> Með bréfi, dags. 14. mars sl., var kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu og því veittur frestur til til 26. mars sl. að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins barst nefndinni með bréfi þess, dags. 22. mars. sl.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn utanríkisráðuneytisins með bréfi, dags. 30. mars sl. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni 5. apríl sl.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 10. október sl., óskaði kærandi eftir svörum utanríkisráðuneytisins við tilgreindum spurningum um samskipti Íslands við Atlantshafsbandalagið. Í fyrsta lagi hvort Alþingi eða utanríkismálanefnd hefði verið kynntur samningur Íslands við Atlantshafsbandalagið „Security Agreement by the Parties of the North Atlantic Treaty Organization“ frá 19. apríl 1952. Í öðru lagi hvort íslensk stjórnvöld hefðu undirritað og staðfest samning um „Agreement between the parties to the North Atlantic Treaty for the security of information“ frá 2002. Jafnframt óskaði kærandi eftir svörum við nánar tilgreindum spurningum hefði síðastgreindur samningur verið staðfestur. Í svarbréfi utanríkisráðuneytisins, dags. 2. mars. sl., er vísað til þess að beiðni kæranda varði upplýsingar um samskipti Íslands við Atlantshafsbandalagið um meðferð trúnaðarupplýsinga. Segir í svarinu að á heimasíðu ráðuneytisins, sem tilgreind er í svarinu, megi finna reglur og helstu þjóðréttarsamninga Atlantshafsbandalagsins um meðferð trúnaðarupplýsinga, og að það sé mat ráðuneytisins að ekki sé tilefni til frekari athugasemda eða skýringa við þær reglur.<br /> Í kæru sinni telur kærandi að svar ráðuneytisins sé ófullnægjandi og ekki í samræmi við upplýsingalög. Ekki sé að finna rökstuðning fyrir synjun ráðuneytisins, heldur einungis vísað á vefsíðu ráðuneytisins.<br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins er því lýst að kærandi hafi óskað eftir svörum við tilgreindum spurningum og að honum hafi verið vísað á fyrirliggjandi reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga hjá Atlantshafsbandalaginu. Ekki hafi verið tilefni til þess að tjá sig frekar um nánari framkvæmd þeirra eða túlkun, enda hefði ekki verið óskað eftir aðgangi að fyrirliggjandi gögnum um það efni. Hafi að mati ráðuneytisins mátt ráða af beiðninni að kærandi hefði óskað eftir afstöðu þess til nánar tilgreindra álitaefna um túlkun þeirra og framkvæmd hér á landi. Ákvæði upplýsingalaga feli aftur á móti ekki í sér skyldu stjórnvalda til þess að taka saman álitsgerðir um túlkun eða beitingu þjóðréttarreglna sem Ísland sé bundið af eða starfsreglna sem settar hafi verið hjá alþjóðastofnunum sem Ísland eigi aðild að.<br /> Af hálfu kæranda er á það bent að hann hafi ekki fengið þau svör sem hann hafi óskað eftir og að svör ráðuneytisins hefðu ekki nema að hluta snert fyrirspurnir hans. Í athugasemdum kæranda við umsögn utanríkisráðuneytisins ítrekar hann óskir sínar um að spurningum hans verði svarað.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, er stjórnvöldum ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Er þetta í samræmi við fyrri framkvæmd nefndarinnar, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-181/2004, A-239/2007 og A-243/2007, að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggi, þegar um þau sé beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki séu fyrirliggjandi.</p> <p>Fram kemur í þeim bréfaskiptum sem kærandi hefur átt við utanríkisráðuneytið og ennfremur í umsögn ráðuneytisins og í athugasemdum kæranda við þær, að beiðni kæranda taki ekki til aðgangs að tilteknum gögnum heldur að hann fái svör við nánar tilgreindum spurningum sem hann hafi lagt fyrir utanríkisráðuneytið.</p> <p>Samkvæmt framansögðu liggur ekki fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þegar af þeirri ástæðu á úrlausn þessa ágreiningsmáls ekki undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál og verður því að vísa kæru þessari frá nefndinni.</p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p><br /> Kæru [...] á hendur utanríkisráðuneytinu er vísað frá.</p> <p> </p> <p align="center">Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"> </p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-250/2007 Úrskurður frá 11. maí 2007 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að upplýsingum um samskipti íslenskra og bandarískra stjórnvalda er varða hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Frávísun. Synjun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"></p> <p>Hinn 11. maí 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-250/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 12. mars 2007, kærði [...] synjun utanríkisráðuneytisins frá 2. mars 2007 um aðgang að upplýsingum um samskipti íslenskra og bandarískra stjórnvalda er varða hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001.<br /> Með bréfi, dags. 14. mars sl., var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því veittur frestur til 26. mars til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. sl. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins barst nefndinni með bréfi þess, dags. 26. mars. sl.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn utanríkisráðuneytisins með bréfi, dags. 30. mars sl. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni 5. apríl sl.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 25. desember 2005, óskaði kærandi eftir því að utanríkisráðuneytið léti honum í té svör við eftirtöldum spurningum:<br /> „1. Hafa fulltrúar Bandaríkjanna átt fund með starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Reykjavík haustið 2001, þar sem lagðar hafa verið fram sannanir um hlutdeild Al Qaeda í fjöldamorðunum 11. september 2001? Ef svo er, hvenær og hvar var þessi fundur haldinn og hverjir hafa verið fulltrúar Íslands sem tóku þátt á þessum fundi?<br /> 2. Fengu fulltrúar ráðuneytisins ráðrúm til að kanna með sjálfstæðum hætti trúverðugleika staðhæfinga bandarískra stjórnvalda um tengsl milli Osama bin Laden og árásanna 11. september 2001?<br /> 3. Hefur Utanríkisráðuneytið í vörslu sinni hin meintu sönnunargögn sem Bandaríkjamenn kynnu að hafa lagt fram við fulltrúa Íslands ?<br /> 4. Hefur Utanríkisráðuneytið fengið óyggjandi sannanir um að hinir 19 meintu flugræningjar sem bandaríska alríkislögreglan hefur nafngreint hafi farið um borð flugvélanna morguninn 11. september 2001, og ef svo, hvers eðlis eru þessar sannanir.“<br /> Kærandi lýsir því í kæru sinni að hann hafi leitað til umboðsmanns Alþingis vegna dráttar sem varð á því að ráðuneytið svaraði erindi hans. Utanríkisráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi, dags. 2. mars sl. Er þar vísað til þess að íslensk stjórnvöld ættu í nánu samstarfi við Bandaríkin um varnar- og öryggismál og að gagnkvæmur trúnaður þyrfti að ríkja í samskiptum ríkjanna á þessu sviði. Af þessum sökum teldi ráðuneytið sér ekki unnt að upplýsa nánar hvaða upplýsingar íslensk stjórnvöld hefðu þegið frá Bandaríkjunum um öryggismál þess, enda væri upplýsingagjöf af þeim toga til þess fallin að grafa undan trúnaði og spilla samstarfi ríkjanna. Taldi ráðuneytið því ekki hægt að verða við beiðni kæranda og yrði afstaða þess ekki rökstudd frekar, sbr. 3. mgr. 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1991, en að því marki sem 2. mgr. 6. gr. upplýsingalaga yrði lögð henni til grundvallar gæti kærandi borið hana undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins er vísað til þess að beiðni kæranda varði ekki nema að hluta ósk um aðgang að gögnum sem fallið geta undir gildissvið upplýsingalaga og með tilvísun til 1. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga falli beiðni kæranda utan upplýsingaskyldu á grundvelli upplýsingalaga. Þá sé ennfremur ljóst af gildissviði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr. laganna, að ákvæði þeirra taki eingöngu til skriflegra gagna sem fyrirliggjandi séu hjá stjórnvöldum. Tekið er fram að í skjalasafni ráðuneytisins sé ekki að finna nein skrifleg gögn er hafi að geyma upplýsingar frá bandarískum stjórnvöldum frá september til október 2001 um það hverjir hafi borið ábyrgð á hryðjuverkunum 11. september 2001. Þar sem ekki verði annað séð en beiðni kæranda beinist að aðgangi að slíkum upplýsingnum, og að erindi hans gefi ekki tilefni til þess að leita í skjalasafni ráðuneytisins að sambærilegum upplýsingum frá öðrum tímabilum, sé ekki tilefni til frekari athugasemda við kæruna.<br /> Í athugasemdum kæranda er því lýst að afstaða utanríkisráðuneytisins sé ekki í samræmi við þau markmið upplýsingalaga að draga úr tortryggni almennings í garð stjórnvalda. Hafi beiðnir hans snúist um það að fá að vita á hvaða forsendum Ísland hafi stutt árásarstríð gegn Afganistan haustið 2001, en ráðuneytið hafi neitað að birta þær. Dregur kærandi í efa að ekki finnist eitt einasta skjal um þessar forsendur í fórum utanríkisráðuneytisins.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, er stjórnvöldum ekki skylt að útbúa ný skjöl eða önnur gögn í ríkari mæli en leiðir af 7. gr. laganna. Er þetta í samræmi við þá skýringu nefndarinnar á ákvæðinu, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-181/2004, A-239/2007 og A-243/2007, að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggi, þegar um þau sé beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki séu fyrirliggjandi þegar eftir þeim sé leitað. Þá leiðir það ennfremur af 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, eins og þeim var breytt með 2. gr. laga nr. 161/2006, að sá sem fer fram á aðgang að gögnum getur annað hvort afmarkað beiðni sína við tiltekin gögn máls eða gögn um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.</p> <p>Eins og lýst er í málavöxtum fela liðir 1, 2 og 4 í beiðni kæranda ekki í sér ósk um tiltekin gögn, heldur beiðni um svör við nánar tilgreindum spurningum. Að því er varðar lið 3 í beiðni kæranda hefur utanríkisráðuneytið staðhæft að í skjalasafni þess sé „ekki að finna nein skrifleg gögn“ sem ráða megi að falli undir beiðni kæranda. Að mati úrskurðarnefndar liggja ekki fyrir upplýsingar eða gögn sem leiða til þess að draga beri í efa framangreindar fullyrðingar ráðuneytisins.</p> <p>Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að ekki liggi fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þegar af þeirri ástæðu verður að vísa kæru þessari frá nefndinni.</p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Ákvörðun utanríkisráðuneytisins frá 2. mars 2007 að synja um aðgang að gögnum, sem ekki eru til í vörslu þess, er staðfest.</p> <p> </p> <p align="center">Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p><br /> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-249/2007 Úrskurður frá 29. mars 2007 | Kærð var synjun Ríkisútvarpsins um aðgang að upplýsingum um kostnað stofnunarinnar við Áramótaskaupið 2006. Afmörkun kæruefnis. Mikilvægir almannahagsmunir vegna viðskipta. Tilgreining máls eða gagna í máli. Aðgangur veittur að hluta.
| <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 29. mars 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-249/2007:</p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Hinn 15. janúar 2007 kærði [...] synjun Ríkisútvarpsins, dags. 9. janúar sl., um aðgang að upplýsingum um kostnað stofnunarinnar við Áramótaskaupið 2006.<br /> Með bréfi, dags. 15. febrúar 2007, var kæran kynnt Ríkisútvarpinu og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til 26. febrúar sl. Jafnframt var þess óskað að Ríkisútvarpið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Í umsögn lögmanns Ríkisútvarpsins, dags. 26. febrúar sl., er kröfu kæranda hafnað.<br /> Með bréfi, dags. 28. febrúar sl., var kæranda var veittur frestur til 9. mars sl. til þess að tjá sig um umsögn Ríkisútvarpsins. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni 14. mars sl. með bréfi hans, dags. 8. mars sl.<br /> Með bréfi, dags. 19. mars sl. var fyrirtækinu [A] ehf. veittur frestur til 25. mars sl. til þess að upplýsa nefndina, hvort fyrirtækið teldi eitthvað vera því til fyrirstöðu að veita kæranda aðgang að þeim gögnum sem kæra hans laut að og með hvaða hætti hagsmunir þess gætu hlotið skaða af yrði kæranda veittur aðgangur að þeim. Í svarbréfi fyrirtækisins, dags. 23. mars sl., er lagst gegn afhendingu samnings þess og Ríkisútvarpsins um gerð Áramótaskaupsins 2006. Athugasemdir kæranda við umsögn [A] ehf. bárust nefndinni með tölvubréfi hans, dags. 27. mars sl.</p> <p></p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með munnlegri beiðni fór kærandi þess á leit að fá aðgang að gögnum um kostnað Ríkisútvarpsins við gerð Áramótaskaups 2006. Með bréfi framkvæmdastjóra Sjónvarps, dags. 9. janúar sl., var beiðninni synjað með vísan til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga Tekið er fram að byggja verði á því að sjónvarpsstöð í opinberri eign, sem sé í samkeppnisrekstri, eigi að vera jafnsett sjónvarpsstöðvum í einkaeign. Þar sem slíkum sjónvarpsstöðum sé óskylt að verða við beiðni um aðgang að sambærilegum gögnum verði að telja að Ríkisútvarpið sé það einnig óskylt.<br /> Í umsögn lögmanns Ríkisútvarpsins er vísað til þess að í þeim gögnum, sem geymi upplýsingar um kæruefnið, séu upplýsingar um kostnað annars vegar af greiðslum til viðsemjanda stofnunarinnar og hins vegar framlagi hennar sjálfrar til verkefnisins, svo sem föstum mannafla og búnaði. Er því mótmælt að stofnuninni sé skylt að afhenda samning við samstarfsaðila sinn. Vakin er athygli á því að kæran lúti hvorki að tilteknu gagni né gögnum tiltekins máls eins og tilskilið sé, heldur aðeins að upplýst verið um tiltekna fjárhæð. Ennfremur er vísað til þess að ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sé ætlað að hafa þau áhrif að opinberir aðilar, sem keppa við aðra á frjálsum markaði, standi jafnfætis keppinautum sínum að því er snerti skyldu til að veita upplýsingar um viðskipti sín. Upplýsingar um verðákvarðanir í samningum við verktaka um framleiðslu efnis og um eigin framlag í samstarfsverkefnum geti nýst samkeppnisaðila og þar með veikt samkeppnisstöðu þess sem verði skyldaður til að afhenda samkeppnisaðila sínum slíkar upplýsingar.<br /> Í athugasemdum lögmanns kæranda er því lýst að beiðnin uppfylli skilyrði 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. þar sem sá sem óski eftir aðgangi að gögnum geti óskað eftir því að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Jafnframt er vísað til þess að utantekningar frá upplýsingarétti almennings, sbr. 3. gr. laganna beri að skýra þröngt. Þannig sé rakið í athugasemdum með 3. tölul. 6. gr. að markmið frumvarps þess er varð að upplýsingalögum sé meðal annars að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri til að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið. Óheftur réttur til upplýsinga geti hins vegar skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja þegar hið opinbera keppi á markaði við einkaaðila sem ekki séu skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Að mati kæranda geti þessar röksemdir ekki átt við um kostnað við gerð áramótaskaups. Eingöngu hafi verið óskað eftir upplýsingum um heildarkostnað Ríkisútvarpsins af gerð áramótaskaups en ekki sundurgreindar upplýsingar. Undantekningarregla 3. tölul. 6. gr. eigi því ekki við í máli þessu og hljóti meginreglan um upplýsingarétt almennings að ganga framar í þessu máli.<br /> Í umsögn fyrirtækisins [A] ehf. ert lagst gegn því að kærandi fái aðgang að verksamningi þess og Ríkisútvarpsins frá 29. september 2006. Hafi efni samningsins verið trúnaðarmál milli samningsaðila, sbr. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga. Í samningnum komi fram viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu og þar af leiðandi viðkvæma viðskiptahagsmuni. Af hálfu kæranda er í umsögn hans 27. mars sl. áréttað að hann hafi ekki óskað eftir aðgangi að umræddum samningi heldur einungis að fá uppgefinn kostnað Ríkisútvarpsins vegna Áramótsskaupsins 2006.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.<br /> </strong>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 161/2006, er stjórnvöldum skylt, „... sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr.“ Þá segir í 1. mgr. 10. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 161/2006, að: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn máls sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“ Framangreind ákvæði eru á því byggð að í beiðni verður að tilgreina gögn máls eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á málinu og gögnum þess.<br /> Ríkisútvarpið hefur fært þau rök fyrir synjun sinni að beiðni kæranda lúti hvorki að tilteknu gagni né gögnum tiltekins máls svo sem tilskilið sé. Af hálfu stofnunarinnar var ekki byggt á þessari röksemd í synjun hennar 9. janúar sl. Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við upplýsingar um heildarkostnað Ríkisútvarpsins af gerð Áramótaskaups 2006. Þótt kærandi hafi þannig farið fram á að fá aðgang að tilteknum upplýsingum, án þess að tilgreina þar sérstaklega fyrirliggjandi gögn, verður við það að miða að hann hafi afmarkað beiðni sína við gögn tiltekins máls. Þykir beiðnin því nægilega afmörkuð, sbr. síðari málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, enda verður ekki séð að hún hafi valdið Ríkisútvarpinu vandkvæðum við að hafa uppi á málinu eða gögnum þess.</p> <p><br /> <strong>2.<br /> </strong>Ríkisútvarpið hefur látið úrskurðarnefndinni í té verksamning, dags. 29. september 2006, ásamt fylgiskjölum, þ. á m. kostnaðaráætlun sem telst hluti verksamningsins. Geymir áætlunin m.a. upplýsingar um framleiðslukostnað Ríkisútvarpsins af gerð Áramótaskaups 2006, þar sem fram koma m.a. upplýsingar um greiðslur til verktaka og reiknaðan kostnað stofnunarinnar vegna verksins. Verður að byggja á því að beiðni kæranda taki til þessara upplýsinga eingöngu, sbr. einnig tölvubréf hans, dags. 27. mars sl. Af þessari afmörkun kæruefnisins leiðir ennfremur að beiðni kæranda tekur ekki til upplýsinga er falla undir síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir að kynna sér eru tilgreindar í nefndri kostnaðaráætlun undir liðnum „Framleiðslukostnaður alls ...“. Synjun Ríkisútvarpsins um afhendingu upplýsinganna er reist á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu er heimilt að takmarka aðgang að gögnum, „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.“ Samkvæmt upphafi 6. gr. er því aðeins heimilt að takmarka upplýsingar af þessari ástæðu að „mikilvægir almannahagsmunir“ krefjist. Þá kemur fram í athugasemdum með frumvarpi til laganna að óheftur réttur til upplýsinga geti „... skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína.“ Við úrlausn máls verður að gæta að þessum sjónarmiðum.<br /> Eins og kæruefnið hefur verið afmarkað varðar það ráðstöfun opinberra fjármuna. Úrskurðarnefndin hefur í úrskurðum sínum, byggt á því að sjónarmið um það, að upplýsingar um umsamið endurgjald fyrir kaup á þjónustu oppinnberra aðila skuli fara leynt, verði að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er ennfremur rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verði hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Koma sjónarmið þessi m.a. fram í úrskurðum nefndarinnar í málum A-74/1999, A-133/2001 og A-232/1006. Þegar það er virt sem hér hefur verið rakið, um skýringu á 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og að ekki hefur af hálfu Ríkisútvarpsins verið sýnt fram á að það geti skaðað samkeppnisstöðu stofnunarinnar, verði kæranda veittur aðgangur að umræddum upplýsingum, er það niðurstaða nefndarinnar að veita beri kæranda aðgang að þeim upplýsingum sem er að finna í kostnaðaráætlun með áðurnefndum verksamningi undir liðnum „Framleiðslukostnaður alls“, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Ríkisútvarpinu er skylt að veita kæranda, [...] aðgang að upplýsingum, sem tilgreindar eru í liðunum „Framleiðslukostnaður alls“ í kostnaðaráætlun með verksamningi Ríkisútvarpsins og [A] ehf., dags. 29. september 2006.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p><br /> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-248/2007 Úrskurður frá 29. mars 2007 | Kærð var synjun Reykjavíkurborgar um aðgang að upplýsingum um raforkuverð Landsvirkjunar til [A] og [B]. Vinnuskjöl. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 29. mars 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-248/2007:</p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Hinn 16. janúar 2007 kærði [...] synjun Reykjavíkurborgar, dags. 10. janúar sl., um aðgang að upplýsingum um raforkuverð Landsvirkjunar til [A] og [B].<br /> Með bréfi, dags. 17. janúar sl., var kæran kynnt Reykjavíkurborg og henni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til 26. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að Reykjavíkurborg léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Í umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 25. janúar sl., er kröfu kæranda hafnað.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn Reykjavíkurborgar með bréfi, dags. 31. janúar sl. Athugasemdir bárust frá kæranda með bréfi hans, dags. 20 mars sl.<br /> Með bréfi, dags. 14. mars sl., fór úrskurðarnefnd fram á það að Reykjavíkurborg upplýsti hvort skjal það er kæran laut að hefði verið samið til eigin nota fyrir borgina og starfsmenn hennar og hvort það hefði verið afhent öðrum en starfsmönnum hennar. Umbeðnar upplýsingar bárust nefndinni með bréfi Reykjavíkurborgar, dags. 15. mars 2007.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 3. janúar sl., fór kærandi þess á leit að Reykjavíkurborg veitti honum aðgang að öllum gögnum sem voru til umfjöllunar og skoðunar hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar, borgarráði og borgarstjórn vegna sölu Reykjavíkurborgar á 45% hlut í Landsvirkjun til íslenska ríkisins. Sérstaklega óskaði kærandi eftir upplýsingum um raforkuverð Landsvirkjunar til [A] og [B].<br /> Með bréfi Reykjavíkurborgar, dags. 10. janúar sl., voru kæranda send þau gögn sem voru til umfjöllunar hjá Reykjavíkurborg vegna sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun til íslenska ríkisins. Jafnframt er tekið fram að Reykjavíkurborg telji sér ekki skylt að veita aðgang að upplýsingum um raforkuverð Landsvirkjunar til [A] og [B], sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í umsögn Reykjavíkurborgar er afstaða borgarinnar áréttuð. Bent er á að ákvæði upplýsingalaga taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga en ekki einkaaðila, þ. á m. félaga einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélaga og sameignarfélaga þótt þau séu í opinberri eigu. Tekið er fram að Landsvirkjun sé sameignarfyrirtæki, nú í eigu ríkissjóðs og Eignarhluta ehf., sbr. 1. gr. laga nr. 154/2006. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 42/1983 um Landsvirkjun sé tilgangur félagsins m.a. að stunda starfsemi á orkusviði. Starfsemi fyrirtækisins falli undir raforkulög nr. 65/2003 en meðal markmiða laganna sé að skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku, en úrskurðarnefndin hafi í úrskurði sínum í máli A-238/2007 lagt til grundvallar að fyrirtækið starfi á samkeppnismarkaði. Beri því að vísa kærunni frá úrskurðarnefndinni. Þá er á því byggt af hálfu Reykjavíkurborgar að umrætt skjal sé vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Skjalið hafi verið útbúið af starfsmanni Reykjavíkurborgar, borgarhagfræðingi, til þess að setja fram kröfu um að framtíðartekjur Landsvirkjunar af sölu á raforku til stóriðju ættu að vera meiri en ráð væri fyrir gert í verðmati unnu af fyrirtækinu ParX. Í skjalinu sé að finna skrá um samanburð á raforkuverði Landsvirkjunar til stóriðju í samningi við [A] við raforkuverð samkvæmt samningum Orkuveitu Reykjavíkur við [B] og [C] og séu niðurstöðurnar miðaðar við mismunandi álverð. Skjalið geymi ekki endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls og þær upplýsingar sem fram komi í skjalinu sé hægt að fá annars staðar frá. Bent er á að markmið ákvæðisins sé m.a. að veita stjórnvöldum svigrúm til þess að vega og meta mál með skriflegum hætti til undirbúnings að úrlausn þess án þess að eiga það á hættu að uppkast að niðurstöðu eða, eins og hér standi á, stuðningsgagn verði síðar meir gert opinbert. Þá er í umsögn Reykjavíkurborgar bent á að ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga girði fyrir aðgang að umræddum upplýsingum. Loks er á það bent að telja verði að upplýsingar um raforkuverð og raforkusölu Landsvirkjunar til [A] og [B] varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þessara þriggja fyrirtækja í skilningi ákvæðisins, sbr. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga og því sé óheimilt að láta þær af hendi.<br /> Í bréfi Reykjavíkurborgar, dags. 15. mars sl., er upplýst að umrætt skjal hafi verið samið af borgarhagfræðingi Reykjavíkurborgar til eigin nota. Skjalið hafi ekki verið afhent öðrum og eigi það bæði við um aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar sem og aðra aðila.<br /> Í athugasemdum sínum bendir kærandi á að beiðni hans snúist um aðgang að gögnum sem varði mikla almannahagsmuni þar sem um sé að ræða ráðstöfun opinberra fjármuna og í því ljósi beri að skýra takmarkanir á upplýsingarétti almennings þröngt. Bendir kærandi á að kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun geti ekki talist gagnsæ nema allir grundvallarþættir fyrir verðmati fyrirtækisins liggi fyrir, en þar á meðal séu upplýsingar um raforkuverð í samningum Landsvirkjunar við [A] og [B]. Að mati kæranda sé það óviðunandi að verðmætamat á Landsvirkjun fari fram með leynd, út frá upplýsingum sem ekki séu opinberar. Tugmilljarða viðskipti með eignir sem almenningur í landinu standi að baki sem ábyrgðaraðili, þurfi að vera gagnsæ lögum samkvæmt.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Ákvæði upplýsingalaga taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Ákvæði laganna gera ekki greinarmun á því hvers eðlis sú starfsemi sé sem stjórnvöld hafi með höndum. Gildissvið laganna er ekki einskorðað við ákvarðanir um rétt eða skyldu manna, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga, heldur taka lögin til hverskonar þjónustustarfsemi, samningsgerðar og annarrar starfsemi stjórnvalda. Skjal það sem hér um ræðir var tekið saman af starfsmanni Reykjavíkurborgar vegna fyrirhugaðrar sölu Reykjavíkurborgar á eignarhlut sínum í Landsvirkjun til íslenska ríkisins. Taka ákvæði upplýsingalaga því ótvírætt til þess máls sem hér er til úrlausnar.<br /> Um meginregluna um upplýsingarétt almennings er fjallað í 3. gr. upplýsingalaga. Tekur rétturinn til allra skjala og gagna sem mál varða, sbr. nánari fyrirmæli í 2. mgr. ákvæðisins. Um takmarkanir upplýsingaréttarins er fjallað í 4.-6. gr. Af almennum athugasemdum í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum og úrskurðum úrskurðarnefndar leiðir að undanþágur frá upplýsingarétti almennings eru skýrðar þröngt.<br /> Af hálfu Reykjavíkurborgar er á því byggt að umrætt skjal sé vinnuskjal í merkingu 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga en samkvæmt því nær upplýsingaréttur almennings „ ... ekki til: ... vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“ Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er orðalagið „til eigin afnota“ m.a. skýrt með svofelldum hætti: „Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi ... Þá geta þau skjöl ekki talist vinnuskjöl sem stafa frá öðrum en hlutaðeigandi stjórnvaldi enda þótt slík gögn hafi orðið til að frumkvæði stjórnvaldsins ...“<br /> Í umsögn Reykjavíkurborgar og bréfi, dags. 15. mars sl., kemur fram að umrætt skjal, hafi verið ritað af borgarhagfræðingi, starfsmanni Reykjavíkurborgar, til afnota í viðræðum við ríkið um sölu á eignarhluta borgarinnar í Landsvirkjun. Skjalið, sem er ódagsett, geymir samanburðarskrá yfir raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju eftir samningi við [A] við samninga Orkuveitu Reykjavíkur við [B] og [C]. Er ekki annað komið fram en að skjalið hafi verið ritað til eigin nota fyrir Reykjavíkurborg og geymi ekki endanlega ákvörðun í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þá hefur Reykjavíkurborg upplýst að umrætt skjal hafi ekki verið afhent öðrum. Er ekkert komið fram að mati úrskurðarnefndar sem gefur tilefni til að draga í efa fullyrðingar borgarinnar í þessum efnum. Eftir stendur hins vegar að skera úr því hvort umrætt skjal hafi að geyma upplýsingar, sem ekki verður aflað annars staðar frá, sbr. ákvæðið í niðurlagi 3. tölul. 4. gr. Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga segir svo um þetta ákvæði: „Með síðastnefndu orðalagi er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum.“<br /> Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni skjalsins og að mati nefndarinnar er ljóst að þar er hvorki að finna endanlega ákvörðun um afgreiðslu málsins né neinar þær upplýsingar um staðreyndir þess sem máli skipta og ekki verður aflað annars staðar frá. Verður því staðfest sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja kæranda um aðgang að umræddu skjali.<br /> Af framansögðu leiðir að ekki verður tekin afstaða til þess hvort synjun Reykjavíkur um aðgang að umræddu skjali verði reist á öðrum ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Staðfest er synjun Reykjavíkurborgar um aðgang kæranda að ódagsettri samanburðarskrá yfir raforkuverð Landsvirkjunar til stóriðju eftir samningi við [A] og við samninga Orkuveitu Reykjavíkur við [B] og [C].</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p> Friðgeir Björnsson Ólafur E. Friðriksson</p> <br /> <br /> |
A-247/2007 Úrskurður frá 6. mars 2007 | Óskað var eftir því að kannað yrði hvort „sá listi sem tilgreindur er í kunnri Þjóðmálagrein, [X] sé enn til í íslenskum eða bandarískum gögnum .... [yfir] menn með ákveðnar stjórnmálaskoðanir er útiloka skyldi frá vissum störfum á vegum ríkisins.“ Framsending. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun.
| <h4 align="center">ÚRSKURÐUR</h4> <p></p> <p>Hinn 6. mars 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-247/2007:</p> <p><br /> Með bréfi, dags. 5. febrúar sl., er barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál 14. febrúar sl., óskaði [...] eftir því að kannað verði hvort „sá listi sem tilgreindur er í kunnri Þjóðmálagrein, [X] sé enn til í íslenskum eða bandarískum gögnum .... [yfir] menn með ákveðnar stjórnmálaskoðanir er útiloka skyldi frá vissum störfum á vegum ríkisins.“ Jafnframt er tekið fram að óskað sé upplýsinga um hvort tilteknar yfirlýsingar dóms- og kirkjumálaráðherra byggi á skrám sem kunni að vera til í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu eða á skrám sem þar séu færðar.</p> <p>Ákvæði upplýsingalaga, nr. 50/1996, eru á því byggð að sá sem óskar eftir því að nýta sér rétt sinn til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum skuli beina beiðni sinni um tiltekin gögn eða upplýsingar um tiltekið mál, sbr. 3. og 10. gr. upplýsingalaga, til hlutaðeigandi stjórnvalds. Hafi slíkri beiðni verið synjað er heimilt að bera hana undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 14. gr. laganna.</p> <p>Að mati úrskurðarnefndarinnar felur erindi [...] í sér beiðni um aðgang að nánar tilgreindum gögnum og upplýsingum. Af erindinu og fylgiskjali þess verður ekki séð að fyrir liggi synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins eða utanríkisráðuneytisins, á beiðni [...] um aðgang að gögnum eða upplýsingum um tiltekið mál, sem kært verður til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Ber því að vísa beiðni hennar frá nefndinni.</p> <p>Þar sem beiðni [...] varðar starfssvið dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins, sem fer með samkipti við önnur ríki, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er beiðnin framsend dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu til meðferðar.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Beiðni [...] um aðgang að skrám yfir íslenska menn með ákveðnar stjórnmálaskoðanir er vísað frá úrskurðarnefnd.<br /> Beiðni [...] um aðgang að skrám yfir íslenska menn með ákveðnar stjórnmálaskoðanir er áframsend dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu til meðferðar.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p><br /> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-246/2007 Úrskurður frá 6. mars 2007. | Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins um aðgang að gögnum sem farið hefðu á milli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og ráðuneytisins vegna undirbúnings frumvarps til laga um Ríkisútvarpið ohf. Mikilvægir almannahagsmunir vegna samskipta við önnur ríki. Synjun.
| <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"></p> <p>Hinn 6. mars 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-246/2007:</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 3. janúar 2006, kærði [...] synjun fjármálaráðuneytisins um aðgang að gögnum sem farið hefðu á milli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og ráðuneytisins vegna undirbúnings frumvarps til laga um Ríkisútvarpið ohf.<br /> Með bréfi, dags. 11. janúar sl., var kæran kynnt fjármálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til 23. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran lýtur að innan sama frests. Umsögn fjármálaráðuneytisins barst nefndinni með bréfi ráðuneytisins, dags. 23. janúar 2007, þar sem kröfu kæranda er hafnað.<br /> Kæranda var með bréfi, dags. 24. janúar sl., gefinn kostur á að tjá sig um umsögn fjármálaráðuneytisins. Er umsögn kæranda dags. 2. febrúar 2007.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með erindi, dags. 12. desember sl., óskaði kærandi eftir að fá afrit af samskiptum fjármálaráðuneytisins og ESA vegna frumvarps til laga um breytingar á eignarhaldi Ríkisútvarpsins.<br /> Með vísan til 5. gr. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga hafnaði fjármálaráðuneytið beiðni kæranda með bréfi, dags. 28. desember sl. Í synjun ráðuneytisins eru rakin ákvæði 6. gr. upplýsingalaga og athugsemdir við þau í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum. Tekið er fram að samkvæmt 122. gr. EES-samningsins og 24. gr. í II. hluta bókunar 3 við Samning um eftirlitsstofnun og dómstól, sé fjallað um valdsvið ESA í ríkisstyrkjamálum. Af þessu leiði að stofnunin sé almennt bundin trúnaði um einstök mál á meðan þau séu enn til efnismeðferðar hjá ESA, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli A-138/2001. Fram kemur að ráðuneytið hafi í tilefni af ósk menntamálanefndar Alþingis í janúar 2006, vegna umfjöllunar um frumvarp til laga um RÚV hf., afhent nefndinni í trúnaði bréf ESA, dags. 3. júní 2005, og bréf fjármálaráðuneytisins, dags. 15. ágúst 2005. Eftir að ráðuneytið hafði fengið samþykki kæranda, fyrirtækisins [X], og ESA var trúnaði aflétt af bréfunum 20. janúar 2006. Í niðurlagi bréfs ráðuneytisins er tekið fram að með vísan til 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga hafi ráðuneytið ekki heimild til að veita kæranda aðgang að öðrum gögnum er varða samskipti milli íslenskra stjórnvalda og ESA, á meðan málið sé enn til meðferðar hjá stofnuninni.<br /> Í umsögn fjármálaráðuneytisins eru raktar röksemdir ráðuneytisins fyrir synjun þess á beiðni kæranda um afhendingu umræddra gagna og skýringar þess á ákvæðum 5. gr. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Er áréttað að ráðuneytið telji sig ekki hafa heimild til að veita kæranda aðgang að öðrum gögnum um samskipti milli íslenskra stjórnvalda og ESA, á meðan málið sé enn til meðferðar hjá stofnuninni. Bendir ráðuneytið jafnframt á að ESA sé bundin af reglum sínum um meðferð trúnaðarupplýsinga í leiðbeinandi reglum á sviði ríkisaðstoðar um verndun trúnaðarupplýsinga um viðskiptalega hagsmuni (Kafli 9.C. “Professional Secrecy in State Aid Decisions”). Samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins hafi ESA enn fremur hafnað óskum kæranda um aðgang að sömu gögnum og hann hafi óskað eftir að fá aðgang að hjá ráðuneytinu. Að því er varði tilvísun til 5. gr. upplýsingalaga bendir ráðuneytið á að rannsókn ESA á málefnum Ríkisútvarpsins sé tilkomin vegna kæru [X] og að það fyrirtæki kunni að hafa lögvarða hagsmuni af því að gögn er varða kæru þess sé ekki afhent þriðja aðila á meðan rannsókn ESA stendur enn yfir.<br /> Af hálfu kæranda er vísað til meginreglunnar um upplýsingarétt almennings í 3. gr. upplýsingalaga. Beiðnin lúti að gögnum sem varði almannahagsmuni en um sé að ræða breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem hafi almannahlutverki að gegna. Allar takmarkanir á upplýsingarétti almennings beri að skýra þröngt í málinu. Tekur kærandi fram að eðlilegt sé að leynd sé aflétt af öllum skjölum sem varði málið, enda engir mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir í húfi sem krefjast þess að leynd hvíli yfir bréfasamskiptum stjórnvalda við ESA. Um sé að ræða lagatæknileg atriði sem leynd geti ekki hvílt yfir að mati kæranda og standi ákvæði 5. gr. upplýsingalaga ekki gegn afhendingu gagnanna. Í umsögn sinni bendir kærandi jafnframt á að samkvæmt upplýsingum ESA sé það í valdi stjórnvalda í viðkomandi ríki að meta hvort veita beri aðgang að gögnum um samskipti þess við ESA. Er af hálfu kæranda undirstrikuð sú afstaða hans að 5. og 6. gr. upplýsingalaga standi því ekki í vegi fyrir því að honum verði veittur aðgangur að öðrum gögnum um samskipti fjármálaráðuneytisins og ESA vegna framangreinds máls.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Samkvæmt 2. tölul. 6. gr. er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er ákvæðið skýrt á þann hátt að það eigi „... við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að. - Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir því ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“ Í dæmaskyni er í athugasemdunum vísað til þess að með fjölþjóðastofnunum sé m.a. átt við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA).<br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á að hafi ESA lokið umfjöllun í málum er varða meinta ríkisaðstoð íslenskra stjórnvalda fari um takmarkanir á upplýsingarétti almennings eftir síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli A-240/2007. Samkvæmt gögnum málsins hefur ESA ekki lokið umfjöllun sinni um áðurnefnt kærumál [X]. Þegar til þess er litið og þeirra sjónarmiða sem rakin hafa verið hér að framan, einkum um þau markmið 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við þær fjölþjóðlegu stofnanir sem Ísland á aðild að, er það niðurstaða nefndarinnar að heimilt sé að takmarka aðgang kæranda að þeim gögnum á meðan málið er til meðferðar hjá ESA ber því að mati úrskurðarnefndarinnar að staðfesta að svo stöddu synjun fjármálaráðuneytisins að þessu leyti.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Staðfest er synjun fjármálaráðuneytisins á beiðni kæranda, [...] um aðgang að gögnum sem farið hafa á milli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fjármálaráðuneytisins vegna undirbúnings frumvarps um Ríkisútvarpið ohf.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p><br /> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-245/2007 Úrskurður frá 6. mars 2007. | Kærð var synjun svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, um aðgang og afrit af öllum skjölum og gögnum um fjármálamisferli fyrrverandi forstöðumanns á áfangastaðnum [X] sem uppvíst varð um í ágúst 2005. Einka eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Gildissvið upplýsingalaga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Bókhaldsgögn. Gögn sem bætast við mál eftir að beiðni kemur fram en áður en afstaða er til hennar tekin. Frávísun. Synjun að hluta. Aðgangur veittur að hluta.
| <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"></p> <p>Hinn 6. mars 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-245/2007:</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Hinn 27. nóvember 2006 kærði [...], synjun svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, dags. 6. nóvember sl., um aðgang og afrit af öllum skjölum og gögnum um fjármálamisferli fyrrverandi forstöðumanns á áfangastaðnum [X] sem uppvíst varð um í ágúst 2005.<br /> Með bréfi, dags. 29. nóvember sl., var kæran kynnt svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til 8. desember sl. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran lýtur að innan sama frests. Með bréfi, dags. 11. desember sl., var fresturinn framlengdur til 15. desember sl. Umsögn svæðisskrifstofunnar, dags. 18. desember sl., barst nefndinni 21. desember sl., þar sem kröfu kæranda er hafnað. Jafnframt taldi stofnunin að henni væri ekki skylt að láta nefndinni í té umrædd gögn í trúnaði.<br /> Kæranda var veittur frestur til 9. janúar 2007 til þess að tjá sig um umsögn svæðisskrifstofunnar. Ekki bárust athugasemdir frá kæranda.<br /> Með bréfi, dags. 8. janúar sl., ítrekaði úrskurðarnefndin beiðni sína um afhendingu þeirra gagna sem kæran tekur til. Umbeðin gögn bárust nefndinni með bréfi svæðisskrifstofunnar, dags. 18. janúar sl., og var kæranda tilkynnt um afhendingu þeirra með bréfi, dags. 24. janúar sl.<br /> Með bréfi svæðisskrifstofunnar, dags. 6. febrúar sl., upplýsti stofnunin að hún hefði með bréfi, dags. 19. janúar sl., kært til lögreglu mál það er beiðni kæranda laut að.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 12. október sl., óskaði kærandi eftir aðgangi og afriti af öllum skjölum og gögnum í vörslu svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík er vörðuðu fjármálamisferli fyrrverandi forstöðumanns á áfangastaðnum [X] sem komið hafi í ljós í ágúst 2005. Um rökstuðning fyrir beiðni sinni vísaði kærandi til II. kafla upplýsingalaga.<br /> Svæðisskrifstofan hafnaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 6. nóvember sl., á grundvelli þess að um vinnugögn væri að ræða og þau væru undanþegin upplýsingarétti skv. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, en stofnunin hefði ritað þau til eigin afnota vegna undirbúnings ákvörðunar um að kæra til lögreglu meint misferli. Að auki væru gögnin þess eðlis að stofnuninni væri ekki heimilt að veita aðgang að þeim vegna einkamálefna og fjárhagsmálefna íbúa vistheimilisins sem sanngjarnt og eðlilegt sé að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> Í bréfi svæðisskrifstofunnar, dags. 18. janúar sl., kemur og fram að um meint misferli sé að ræða. Hafi Ríkisendurskoðun lokið skoðun sinni og skilað leiðbeinandi gögnum til stofnunarinnar. Að því búnu hafi stofnunin ákveðið að kæra málið til lögreglu til frekari rannsóknar, en vinna við frágang kærunnar sé á lokastigi. Er áréttað að stærstur hluti gagnanna séu persónuleg gögn og að rannsóknarhagsmunir séu í húfi á meðan málið sé enn í rannsókn. Með bréfi svæðisskrifstofunnar, dags. 19. janúar sl.,var málið kært til lögreglustjórans í Reykjavík<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.<br /> </strong>Áfangastaðir eru skilgreindir sem búsetuúrræði fyrir fatlaða, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Meðferð umsókna um búsetu fyrir fatlaða er í höndum svæðisskrifstofa í málefnum fatlaðra, sbr. ennfremur reglugerð nr. 296/2002 um búsetu fyrir fatlaða. Um svæðisskrifstofur í málefnum fatlaðra og verkefni þeirra er fjallað í 12. gr. laga 59/1992. Sú starfsemi sem svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík hefur með höndum að áfangaheimilinu [X] fellur samkvæmt framansögðu undir stjórnsýslu ríkisins og heyrir þar með undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laganna.<br /> Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Hinn 12. október sl. lagði kærandi fram beiðni sína um aðgang að umræddum gögnum og var tekin var afstaða til hennar 6. nóvember sl. Í ljósi þess að þá hafði meint misferli ekki verið kært til lögreglu á kærandi rétt á því að leyst verði úr beiðninni á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p><br /> <strong>2.<br /> </strong>Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 83/2000, gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nema óskað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum, sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga tekur til, sbr. og 44. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „ - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að þau lög eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sbr. 1. og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna. Lögin gilda því ekki um aðgang að upplýsingum í skrám, sem unnar hafa verið með kerfisbunum hætti, nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli A-174/2004. Í þessu samhengi hefur úrskurðarnefndin litið svo á, að sé um að ræða upplýsingar sem skráðar eru með kerfisbundum hætti í bókhaldi þess sem kæra beinist að, falli úrlausn slíks máls utan gildissviðs upplýsingalaga. Á hinn bóginn geti lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafi verið upp úr viðkomandi bókhaldi, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í málum A-35/1997 og A-44/1998. Í samræmi við þetta hefur nefndin í fyrri úrskurðum sínum ennfremur skýrt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga svo að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar eftir þeim er leitað, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-181/2004 og 230/2006.<br /> Í máli því sem hér er til úrlausnar, óskar kærandi eftir aðgangi að öllum skjölum og gögnum er varða meint fjármálamisferli fyrrverandi forstöðumanns áðurnefnds áfangaheimils. Með bréfi svæðisskrifstofunnar, dags. 18. janúar sl., bárust úrskurðarnefndinni gögn málsins sem hún hefur kynnt sér. Í fyrsta lagi er um að ræða möppu 1 með gögnum heimilissjóðs, sbr. 4. og 5. gr. reglugerðar nr. 296/2002, sbr. reglugerð nr. 856/2002. Er þar um að ræða ýmis bókhaldsgögn, þ. á m. bankayfirlit, skjöl um hreyfingar á tilgreindum bókhaldslyklum og ýmis fylgiskjöl í formi yfirlita, útprentana og reikninga. Í öðru lagi mappa 2 vegna umsjónar með fjármunum einstakra vistmanna, sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 296/2002. Um er að ræða ýmis bókhaldsgögn, þ. á m. færslur á reikningum íbúa, reikningsyfirlit, dagbókarfærslur og ýmis fylgiskjöl, en einnig yfirlit yfir fjármál einstakra vistmanna. Í þriðja lagi er um að ræða tvær plastmöppur er geyma útprentun bókhaldslykils vegna inn- og útborgunar af bankareikningi vegna reksturs áfangaheimilisins. Ennfremur bréf svæðisskrifstofunnar til KB-banka, dags. 21. nóvember sl. og svarbréf bankans, dags. 7. desember 2006 og loks bréf Ríkisendurskoðunar, dags. 21. september sl.<br /> Gögn í möppum 1 og 2 geyma upplýsingar, sem skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti vegna bókhalds áfangaheimilisins og einstakra íbúa. Með tilvísun til 2. mgr. 2. gr. og 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga taka ákvæði upplýsingalaga ekki til þessara gagna og ber því að vísa kærunni frá að þessu leyti.<br /> Að því er varðar þau yfirlit, sem tekin hafa verið saman um fjárhagsmálefni íbúa áfangaheimilisins, sbr. skjöl í möppu 2, er ljóst að þær upplýsingar sem þar koma fram varða einka- og fjárhagsmálefni viðkomandi íbúa sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Að því er varðar bréf Ríkisendurskoðunar, dags. 21. september sl., er það mat úrskurðarnefndarinnar að það geymi ekki upplýsingar sem takmarka beri aðgang að, sbr. fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga að undanskildum nöfnum þeirra íbúa sem tilgreindir eru á bls. 3 í bréfinu. Á það sama við um bréf svæðisskrifstofunnar, dags. 21. nóvember sl., til KB-banka að undanskildum upplýsingum í 4. lið bréfsins um nafn og kennitölu þess einstaklings sem óskað er upplýsinga um. Ber því að fallast á kröfu kæranda um aðgang að framangreindum bréfum, að gættum ákvæðum 7. gr. upplýsingalaga.<br /> Það fellur utan kæruefnisins að fjalla um aðgang kæranda að svarbréfi KB-banka, dags. 7. desember sl., þar sem réttur kæranda takmarkast við þau gögn sem til staðar voru þegar hann lagði fram beiðni sína 27. nóvember sl. og hin kærða ákvörðun tekur til.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd kröfu [...] á hendur svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík um aðgang að bókhaldsgögnum um rekstur áfangaheimilis að [X] og bókhaldsgögnum um íbúa heimilisins í möppum 1 og 2.<br /> Staðfest er synjun svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík um aðgang að yfirlitum um fjárhag íbúa á áfangaheimilinu [X].<br /> Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík er skylt að veita kæranda aðgang að bréfi Ríkisendurskoðunar, dags. 21. september 2006, að undanskildum upplýsingum um nöfn einstakra íbúa, og að bréfi svæðisskrifstofunnar, dags. 21. nóvember 2006, að undanskildu nafni og kennitölu þess einstaklings sem tilgreindur er í bréfinu.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-244/2007 Úrskurður frá 22. mars 2007 | Kærð var synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu um aðgang að fundargerðum nefndarinnar sem tengdust sölu á hlut ríkisins í sjö tilgreindum fyrirtækjum auk greinargerða matsaðila og skýrslum eftirlitsaðila. Fundargerðir. Gögn ekki í vörslum stjórnvalds. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Tilgreining máls eða gagna í máli. Vinnuskjöl. Frávísun. Aðgangur veittur. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 22. mars 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-244/2007:</p> <p></p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Hinn 22. desember 2006 kærði [...] synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu, dags. 22. desember sl., um aðgang að fundargerðum nefndarinnar sem tengdust sölu á hlut ríkisins í sjö tilgreindum fyrirtækjum auk greinargerða matsaðila og skýrslum eftirlitsaðila.<br /> Með bréfi, dags. 28. desember 2006, var framkvæmdanefnd um einkavæðingu kynnt kæran og nefndinni veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til 9. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að forsætisráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran laut að innan sama frests. Framangreindur frestur var framlengdur til 15. janúar sl. Umsögn framkvæmdanefndar um einkavæðingu barst úrskurðarnefndinni með bréfi nefndarinnar, dags. 16. janúar sl., þar sem kröfum kæranda er hafnað. Umsögn nefndarinnar fylgdu umræddar fundargerðir og önnur gögn er kæran náði til.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn framkvæmdanefndarinnar með bréfi, dags. 17. janúar sl. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfi hans, dags. 26. janúar sl.<br /> Úrskurðarnefndin óskaði eftir því með bréf. dags. 14. febrúar 2007, að framkvæmdanefnd um einkavæðingu léti nefndinni í té upplýsingar um hvaða fundargerðir nefndin hefði afhent og þá hverjum í héraðsdómsmálinu nr. E-2190/2006 [A] ehf. og [B] hf. gegn íslenska ríkinu og ennfremur hvort nefndin hefði afhent öðrum fundargerðir sínar í þeim málum sem kæran tekur til. Umbeðnar upplýsingar bárust úrskurðarnefndinni með bréfi, dags. 20. febrúar sl.<br /> Með bréfi, dags. 8. mars 2007 óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um það hvort framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefði í þremur tilteknum fundargerðum tekið endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu þeirra mála sem þar væru tilgreind. Umbeðnar upplýsingar bárust úrskurðarnefndinni. með bréfi, dags. 15 mars. sl.<br /> Nefndarmaðurinn Páll Hreinsson er vanhæfur til meðferðar þessa máls, sbr. 2. tölul. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og tók varamaður hans, Skúli Magnússon, því sæti í nefndinni.</p> <p><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi 21. desember sl., óskaði kærandi eftir öllum fundargerðum framkvæmdanefndar um einkavæðingu, sem tengdust sölu eftirtalinna fyrirtækja: [C], [D], [E], [F], [G], [H] og [I]. Auk þess óskaði kærandi eftir greinargerðum matsaðila á tilboðum sem bárust í fyrirtækin og skýrslum eftirlitsaðila, t.d. fjármálaeftirlitsins, sem unnar hefðu verið um söluferli fyrirtækjanna.<br /> Beiðni kæranda var hafnað með tölvubréfi starfsmanns framkvæmdanefndarinnar, dags. 22. desember sl., með vísan til 4. og 5. gr. upplýsingalaga. Af hálfu framkvæmdanefndar um einkavæðingu er á því byggt að fundargerðirnar séu vinnugögn í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þá feli matsgerðirnar í sér sérfræðilegt mat á þeim tilboðum sem bárust í hluti ríkisins í umræddum fyrirtækjum. Í þeim komi fram upplýsingar sem enn varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni, þeirra aðila sem að baki tilboðunum stóðu. Séu gögnin því undanþegin upplýsingarétti, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Að því er varði sérstakar skýrslur eftirlitsaðila um söluferlið kemur fram að framkvæmdanefndin hafi ekki slík gögn í fórum sínum. Þá vísar framkvæmdanefndin til þess að beiðni kæranda samræmist ekki 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> Í athugasemdum kæranda, dags. 26. janúar sl., segir að beiðni hans snúi að aðgangi að gögnum um mikla almannahagsmuni þar sem um sé að ræða ráðstöfun eigna og fjármuna ríkisins. Er því hafnað að beiðnin uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Tilgreind hafi verið tiltekin gögn og fundargerðir í málum er varði sölu nafngreindra ríkisfyrirtækja. Fái röksemdafærsla nefndarinnar ekki staðist þar sem jafnframt sé verið að byggja á því að gögnin eigi að vera undanþegin aðgangi samkvæmt 3. tölul. 4. gr. og síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga. Bendir kærandi á að þó svo fundargerðir teljist vinnuskjal geti bókun í fundargerð um tiltekið mál engu að síður verið aðgengileg almenningi, að hluta eða öllu leyti á grundvelli þess að veita skuli aðgang að vinnuskjölum ef þau hafi að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verða aflað annarstaðar frá. Bendir kærandi á að fundargerðirnar hafi verið afhentar öðrum, þar sem hluti þeirra hafi verið birtur í héraðsdómsmálinu E-2190/2006. Þá sé það mat kæranda að framkvæmdanefndin hafi ekki fært fullnægjandi rök fyrir því á hvern hátt hagsmunir tiltekinna fyrirtækja verði hætta búin við afhendingu matsgerðanna, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þeim séu augljóslega ríkari.<br /> Með bréfi framkvæmdanefndar um einkavæðingu, dags. 15. mars sl., er því lýst að nefndin taki ekki endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála í merkingu 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Nefndin starfi á vegum ráðherranefndar um einkavæðingu eins og nánar sé lýst í verklagsreglum um útboð og sölu ríkisfyrirtækja frá 9. febrúar 1996. Nefndinni sé m.a. ætlað að hafa yfirumsjón með sölu ríkisfyrirtækja, ríkiseigna og sölu eignarhluta ríkisins í öðrum fyrirtækjum. Endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála og verkefna sem nefndin annist séu hins vegar í höndum ráðherranefndarinnar og hlutaðeigandi ráðherra. Nefndin hafi þannig ekki tekið endanlegar ákvarðanir í þeim þrem tilvikum sem leitað var upplýsinga um í bréfi úrskurðarnefndarinnar frá 8. mars. sl.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p><br /> <strong>1.</strong><br /> Kærandi hefur afmarkað beiðni sína annars vegar við fundargerðir framkvæmdanefndar um einkavæðingu er tengjast undirbúningi og sölu á hlut ríkisins í sjö tilgreindum fyrirtækjum. Hins vegar hefur kærandi afmarkað beiðnina við greinargerðir matsaðila á tilboðum og skýrslum eftirlitsaðila sem unnar hafa verið um söluferli fyrirtækjanna. Af hálfu framkvæmdanefndarinnar er því hafnað að nefndin hafi í fórum sínum skýrslur af síðastgreindum toga. Í bréfi sínu frá 26. janúar sl. vefengdi kærandi ekki þessa afstöðu nefndarinnar. Úrskurðarnefndin telur ekki ástæðu til að draga í efa að síðastgreind gögn séu ekki til í fórum framkvæmdanefndarinnar. Af þessum sökum verður kröfu kæranda að þessu leyti vísað frá.<br /> Af umsögn framkvæmdanefndarinnar verður ráðið að nefndin byggi aðallega á því að beiðni kæranda uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga um afmörkun, en verði ekki fallist á þær röksemdir nefndarinnar byggi nefndin synjun sína á 3. tölul. 4. gr. og 5. gr. upplýsingalaga. Í upphaflegri synjun nefndarinnar er ekki vísað til 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu getur sá sem fer fram á aðgang að gögnum annað hvort afmarkað beiðni sína við tiltekin gögn sem hann óskar að kynna sér eða við það að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Í athugasemdum við 10. gr. þess frumvarps sem varð að upplýsingalögum er m.a. vísað til þess að „í beiðni verður að tilgreina gögnin eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á gögnunum eða málinu.“ Þegar horft er til þess að beiðni kæranda er afmörkuð við nánar tilgreind gögn í tilteknum málum verður kæru hans ekki vísað frá á þessum grundvelli.</p> <p><br /> <strong>2.<br /> </strong>Samkvæmt markmiðum upplýsingalaga ber almennt að skýra þröngt undantekningar frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings, sbr. 3. gr. laganna.<br /> Samkvæmt síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“<br /> Jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í þeim gögnum sem hér um ræðir geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli gera upplýsingalög ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ. á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). Koma þessi sjónarmið m.a. fram í úrskurðum nefndarinnar í málum A-206/2005, A-220/2005, A-233/2006 og A-234/2006.<br /> Af fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar verður ráðið að undir 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga falli enn fremur aðferðir sem viðsemjendur hins opinbera viðhafa til þess að efna samningsskyldur sínar. Ekki síst á þetta við ef aðferðirnar eru byggðar á rannsóknum og þróun sem kostað hafa umtalsverða fjármuni, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-74/1999 og A-192/2004 og enn fremur um fjármögnun einstakra liða.<br /> Við mat á hagsmunum almennings af því að fá aðgang að umræddum gögnum verður jafnframt að ganga út frá því að síðari málsliður 5. gr. upplýsingalaga sé því ekki til fyrirstöðu að kæranda sé veittur aðgangur að gögnunum nema sýnt sé fram á eða leiddar séu verulegar líkur að því að þær hafi sérstaka fjárhagslega- eða viðskiptalega þýðingu fyrir þau fyrirtæki sem hlut eiga að máli.<br /> Af hálfu framkvæmdanefndarinnar er með almennum hætti vísað til þess að matsgerðirnar feli í sér sérfræðilegt mat á þeim tilboðum er báurst í umrædd fyrirtæki og að þar sé að finna upplýsingar sem varði mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra einstaklinga og fyrirtækja er að baki tilboðunum stóðu. Ekki er af hálfu nefndarinnar vísað til tiltekinna skjala eða hvernig einstök atriði í þeim geti haft þýðingu í þessu samhengi. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem um er að ræða. Að undanskildum þeim fundargerðum sem fjallað eru um í lið 2.2. er um að ræða mismunandi skjöl allt frá tilkynningum um niðurstöðu útboðs til sérstakra matsskýrslna. Þykir nefndinni rétt að gera grein fyrir mati sínu á þeim með svofelldum hætti:<br /> 1. Við sölu á hlutabréfum ríkisins í [F] hefur framkvæmdanefndin vísað til þriggja skjala: Bréfs Viðskiptaskrifstofu [E], dags. 19. maí 1998, fréttatilkynningar, dags. 17. apríl 1998, og yfirlits Viðskiptastofu [E] til framkvæmdanefndarinnar, dags. 14. apríl 1998, um tilboðssöluna og loks uppgjörs vegna sölunnar. Skjölin veita upplýsingar um niðurstöðu hlutafjárútboðs vegna sölunnar og um uppgjör vegna hennar. Verður ekki séð gögn þessi geymi upplýsingar sem takmarka ber aðgang að, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, og verður reyndar að gera ráð fyrir því að fréttatilkynningin hafi verið birt á sínum tíma.<br /> 2. Í bréfi undirrituðu af [X] hrl., [Y] hrl. og [Z] prófessor, dags. 29. október 1999, til framkvæmdanefndarinnar eru þeir taldir sem uppfylltu skilmála sölulýsingarinnar vegna sölu á [C]. Eru þær upplýsingar ekki þess eðlis að takmarka beri aðgang að þeim, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> 3. Í greinargerð [Þ], dags. 10. apríl 2003, er lýst mati fyrirtækisins á tilboðum bjóðenda í hlutabréf ríkisins í [G] hf. með vísan til nánar tilgreindra matsþátta. Þegar litið er til þess að rétt um fjögur ár eru liðin frá matinu og að ekki verður séð að þar komi fram upplýsingar sem talist geta varðað fjárhagsmálefni einstaklinga eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila með þeim hætti að þær séu líklegar til að valda þeim aðilum sem fjallað er um í greinargerðinni skaða, er það mat úrskurðarnefndarinnar að skjalið verði ekki undanþegið aðgangi, skv. 5. gr.<br /> 4. Í greinargerð [Æ] um tilboð í hlut ríkissjóðs í [H], dags. 23. apríl 2003, er gerð grein fyrir mati fyrirtækisins á tilboðum með vísan til nánar tilgreindra matsþátta. Í 3. lið greinargerðarinnar á bls. 3 er lagt mat á tilboðin út frá fjárhagslegum styrk og fjármögnun tilboðsgjafa. Að mati nefndarinnar geta upplýsingar af þeim toga sem þar koma fram varðað mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem þar eiga hlut að máli. Þegar á hinn bóginn er litið til þess að rétt um fjögur ár eru liðin og að greinargerðin hefur verið lögð fram í héraðsdómsmálinu nr. E-2190/2006, dómsskjal nr. 27, verður ekki séð að þær upplýsingarnar sem þar koma fram séu líklegar til að valda skaða þeim aðilum sem fjallað er um. Er það mat nefndarinnar að skjalið verði ekki undanþegið aðgangi, skv. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> 5. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í máli nr. A-215/2005 úrskurðað að ákvæði 5. gr. upplýsingalaga hafi ekki takmarkað rétt kæranda í því máli til aðgangs að skýrslum fjárfestingabankans [Ö], vegna sölu á hlut ríkisins í [E], dags. 8. september 2002, og í [D], dags. 4. nóvember 2002. Eins og hér hagar til þykir mega leggja úrskurðinn til grundvallar í máli þessu. Verður því ekki fallist á að takmarka beri aðgang kæranda að umræddum matsskýrslum á grundvelli tilvitnaðs ákvæðis upplýsingalaga<br /> 6. Um sölu á hlut ríkisins í [I] hf. hefur framkvæmdanefndin sent úrskurðarnefndinni minnisblað til ráðherranefndar um einkavæðingu, dags. 25. maí 2005, þar sem gerð er grein fyrir mati nefndarinnar á óbindandi tilboðum í forvali ásamt minnisblöðum fjármálafyrirtækisins [Q] frá 18. og 24. maí 2005. Í tilvitnuðum skjölum er að finna mat á hvort tilboðsgjafar í forvali hafi uppfyllt skilyrði sölulýsingar. Geyma skjöl þessi ekki upplýsingar sem talist geta varðað fjárhagsmálefni einstaklinga eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem undanþegin verða aðgangi, sbr. 5. gr. upplýsingalaga<br /> Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið fellst úrskurðarnefndin á kröfu kæranda um afhendingu framangreindra skjala, enda verður ekki séð að ákvæði 5. gr. upplýsingalaga standi í vegi fyrir afhendingu þeirra.</p> <p><br /> <strong>3.<br /> </strong>Kærandi hefur í beiðni sinni tilgreint fundargerðir framkvæmdanefndar um einkavæðingu í málum er varða sölu á hlut ríkisins í 7 ríkisfyrirtækjum. Úrskurðarnefndin hefur í úrskurðum sínum ekki talið að ákvæði 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga standa í vegi fyrir aðgangi að fundargerðum nema stjórnvaldið beri skýrlega fyrir sig að um vinnuskjöl sé að ræða, sbr. úrskurð í máli A-154/2002.<br /> Í úrskurði nefndarinnar máli A-219/2005 er með ítarlegum hætti fjallað um þau sjónarmið sem nefndin leggur til grundvallar við úrlausn þess hvort fundargerðir stjórnsýsluaðila geti talist til vinnuskjala í merkingu 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt ákvæðinu tekur upplýsingaréttur almennings ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“<br /> Að mati úrskurðarnefndarinnar geta fundargerðir stjórnsýslunefndar uppfyllt það skilyrði að teljast vinnuskjöl (1) ef þær eru ritaðar af nefndarmanni eða starfsmanni nefndar og (2) séu ekki afhentar öðrum heldur einvörðungu til eigin afnota fyrir nefndarmenn og aðra starfsmenn, sem tilheyra sama stjórnvaldi, (3) með sama hætti og vinnuskjöl eru almennt notuð við meðferð mála, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-140/2002 og A-186/2004. Mat á því hvort síðastgreinda skilyrðið er uppfyllt fer fram á grundvelli þeirra sjónarmiða sem fram komu í athugasemdum við 4. gr. frumvarps þess, er varð að upplýsingalögum nr. 50/1996, en þar segir svo um einkenni vinnuskjala:<br /> „Í 3. tölul. er mælt svo fyrir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Margar ákvarðanir, sem stjórnvöld taka, eru svonefndar matskenndar ákvarðanir. Þá hafa lög eða stjórnvaldsfyrirmæli, sem ákvörðun er byggð á, ekki að öllu leyti að geyma þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo að ákvörðun verði tekin eða þau veita stjórnvöldum að einhverju leyti mat á því hvert efni ákvörðunar skuli vera. Þegar matskennd stjórnvaldsákvörðun er tekin verða stjórnvöld iðulega að vega og meta mörg ólík sjónarmið. Af þessu leiðir að einatt tekur það einhvern tíma að móta afstöðu stjórnvalds til fyrirliggjandi máls og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma ítarlegri upplýsingar um málsatvik. Gögn, sem til verða á þessum tíma, þurfa því ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Er því lagt til að farin verði sama leið og í stjórnsýslulögunum, og reyndar einnig í dönsku og norsku upplýsingalögunum, að vinnuskjöl stjórnvalds verði undanþegin upplýsingarétti.<br /> Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað. Þá geta þau skjöl ekki talist vinnuskjöl sem stafa frá öðrum en hlutaðeigandi stjórnvaldi enda þótt slík gögn hafi orðið til að frumkvæði stjórnvaldsins, t.d. álit eða skýrslur sérfræðinga o.s.frv. Ennfremur er rétt að taka fram að gögn, sem verða til við skráningu upplýsinga um málsatvik, sbr. 23. gr., falla ekki undir ákvæði 3. tölul.<br /> Að öðru leyti er ekki hægt að tilgreina með tæmandi hætti hvaða gögn teljast vinnuskjöl í skilningi ákvæðisins. Við nánari skýringu þess verður að líta sérstaklega til þess hvort upplýsingarnar snerta atriði sem kunna að breytast eða hafa breyst við nánari skoðun eða umfjöllun.“<br /> Nefndin hefur litið svo á, sbr. áðurnefndan úrskurði í máli A-219/2005, að leggja verði heildstætt mat á fundargerð stjórnsýslunefndar á grundvelli framangreindra sjónarmiða þegar metið er hvort hún er notuð með sama hætti og vinnuskjöl eru almennt notuð við meðferð mála, en ekki aðeins eitt af þessum sjónarmiðum eins og raunin virðist þó hafa verið í úrskurðum nefndarinnar í málum A-96/2000 og A-169/2004. Þannig er að mati nefndarinnar augljóst að fundargerðir sem hafa að geyma vangaveltur nefndar eða einstakra nefndarmanna um úrlausn máls og samanburð á ólíkum leiðum til lausnar máls teljist almennt til vinnuskjala.<br /> Jafnvel þótt fundargerð teljist vinnuskjal getur bókun í fundargerð um tiltekið mál engu að síður átt að vera aðgengileg almenningi, að hluta eða öllu leyti, á grundvelli undantekningar þeirrar, sem fram kemur í 2. málsl. 3. tölul. 4. gr. laganna, en þar segir: „þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.“ Á grundvelli þessa ákvæðis hefur verið veittur aðgangur að upplýsingum úr fundargerðum sem hafa að geyma endanlega niðurstöðu um afgreiðslu mála, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli A-170/2004. Hjá mörgum stjórnsýslunefndum er það eitt skráð hverjir sitja fund, hvaða mál er tekið fyrir og hver endanleg niðurstaða þess er. Slík skráning í fundargerð um tiltekið mál verður að mati úrskurðarnefndarinnar almennt ekki talin undanþegin aðgangi vegna ákvæðis í 2. málsl. 3. tölul. 4. gr. laganna, nema önnur ákvæði 4.-6. gr. laganna eigi við. Um ákvæði 2. málsl. 3. tölul. 4. gr. laganna segir svo í athugasemdum við 4. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 50/1996:<br /> „Þrátt fyrir að stjórnvald kunni að hafa útbúið tiltekið gagn í eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er í niðurlagi 3. tölul. 1. mgr. lagt til að aðgangur verði veittur í tveimur tilvikum. Annars vegar þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls og hins vegar ef upplýsinga verður ekki aflað annars staðar. Með síðastnefndu orðalagi er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tölul. er að finna í stjórnsýslulögum.“<br /> Samkvæmt framansögðu verður ráðið að með vinnuskjölum sé einkum átt við skjöl sem stjórnvöld hafa ritað til eigin afnota við undirbúning stjórnvaldsákvarðana og annars konar ákvarðana sem varða réttindi og skyldur borgaranna. Í samræmi við það er ljóst að undantekningarnar frá þeirri reglu, að vinnuskjöl séu undanþegin upplýsingarétti almennings, eru fyrst og fremst miðaðar við skjöl sem tekin hafa verið saman við undirbúning ákvarðana af þessu tagi. Þegar um er að ræða skjöl í öðrum málum en þeim, þar sem teknar eru stjórnvaldsákvarðanir eða sambærilegar ákvarðanir samkvæmt framansögðu, verður að líta til þess hvort þau skjöl gegni svipuðu hlutverki og vinnuskjöl í eiginlegum stjórnsýslumálum þegar skorið er úr því hvort skjölin teljast vinnuskjöl í skilningi upplýsingalaga. Koma sjónarmið þessi m.a. fram í úrskurði nefndarinnar í máli A-186/2004.</p> <p><br /> <strong>3.1.<br /> </strong>Í áðurnefndum úrskurði í máli A-219/2005, þar sem fjallað var um aðgang að fundargerðum framkvæmdanefndar um einkavæðingu vegna sölu ríkisins á eignarhluta þess í [D] hf., komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að af fundargerðunum væri ljóst að (1) þær væru ritaðar af nefndarmanni/starfsmanni og (2) virtust efni sínu samkvæmt ætlaðar til eigin nota nefndarinnar. Þá hefðu fundargerðirnar aldrei verið birtar öðrum en nefndarmönnum og var ekki talin ástæða af hálfu nefndarinnar til að draga fullyrðingu framkvæmdanefndarinnar í þessu sambandi í efa. (3) Í fundargerðunum væri m.a. að finna vangaveltur um á hvaða tímamarki bæri að selja [D] hf., sjónarmið um það hversu stóran hlut bæri að selja til almennings, viðhorf um það hvaða kostir væru í stöðunni um fyrirkomulag sölunnar, val á kostum um það hvernig vinnulag og aðferðarfræði í samningaviðræðum skyldi hagað. Við lestur fundargerðanna yrði ekki heldur séð að þær hefðu haft að geyma upplýsingar um staðreyndir málsins, þ.e. málsatvik sem réðu niðurstöðu máls, sem ekki koma fyrir í öðrum gögnum sem aðgengileg væru almenningi. Var það mat úrskurðarnefndarinnar að telja yrði að fundargerðir framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á hlutabréfum ríkisins í [D] hf. væru undanþegnar aðgangi almennings á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> Að því er varðar mál það sem hér er til umfjöllunar verður að mati nefndarinnar að leggja til grundvallar framangreinda niðurstöðu að því er varðar aðgang kæranda að umbeðnum fundargerðum vegna sölu á hlut ríkisins í [D] hf. Ber því að staðfesta synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu að þessu leyti.</p> <p><br /> <strong>3.2.<br /> </strong>Fundargerðir framkvæmdanefndar um einkavæðingu vegna sölu ríkisins á eignarhluta ríkisins í [H] hf. hafa verið lagðar fram í málinu nr. E-2190/2006 í Héraðsdómi Reykjavíkur og þar með afhentar öðrum. Teljast fundargerðirnar því ekki lengur vinnuskjöl í merkingu 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni fundargerðanna og er það mat hennar að ekkert í þeim sé þess eðlis að hagsmunir annarra af því, að þeim upplýsingum sem þar koma fram sé haldið leyndum, vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim. Ber framkvæmdanefndinni því að verða við kröfu kæranda um aðgang að fundargerðum nefndarinnar sem lagðar hafa verið fram í framangreindu héraðsdómsmáli og varða sölu á eignarhlut ríkisins í [H] hf.</p> <p><br /> <strong>3.3.<br /> </strong>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þær fundargerðir sem varða sölu ríkisins á [E] hf., [G] hf., [C] hf., [F] hf. og [I] hf. Af því tilefni óskaði úrskurðarnefndin sérstaklega eftir því með bréfi, dags. 8. mars sl., að framkvæmdanefnd um einkavæðingu upplýsti hvort nefndin hefði í fundargerðum sínum vegna sölumeðferðar á hlut ríkisins í [F], dags. 20. desember 1997, [I] hf., dags. 30. ágúst 2001 og [E] hf. og [D] hf., dags. 3. febrúar 2003, tekið endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu þeirra mála sem þar væru tilgreind. Af hálfu nefndarinnar er því lýst í svarbréfi, dags. 15. mars sl., að endanlegar ákvarðanir í þeim málum sem nefndin hafði til umfjöllunar og meðferðar hafi verið í höndum ráðherranefndar um einkavæðingu og hlutaðeigandi ráðherra og hefðu fundargerðirnar því ekki falið í sér endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála í merkingu 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Með vísan til þeirra gagna sem fyrir liggja er ekki tilefni til þess að draga í efa þessa fullyrðingu framkvæmdanefndarinnar.<br /> Athugun úrskurðarnefndarinnar á framangreindum fundargerðum hefur leitt í ljós að þar er fyrst og fremst greint frá því, sem fram fór á fundum framkvæmdanefndarinnar og eftir atvikum starfsmanna hennar og annarra er sátu fundi hennar um einstök verkefni. Fundargerðirnar eru ritaðar af starfsmanni nefndarinnar eða nefndarmanni og verður ekki annað ráðið af efni þeirra en að þær hafi verið ætlaðar til eigin nota hennar. Ekkert er fram komið um það að fundargerðirnar hafi verið afhentar öðrum eða gefur tilefni til þess að draga í efa fullyrðingar framkvæmdanefndarinnar í þessu sambandi. Líkt og rakið er í 3.1. er m.a. að finna í fundargerðunum vangaveltur um á hvaða tíma beri að selja umrædd fyrirtæki, sjónarmið um hvernig skuli staðið að sölu þeirra, val á kostum um vinnulag og aðferðarfræði í samningaviðræðum.<br /> Við lestur fundargerðanna verður ekki séð að þær hafi að geyma upplýsingar um staðreyndir máls, þ.e. málsatvik sem réðu niðurstöðu þess, sem ekki koma fyrir í öðrum gögnum sem aðgengileg eru almenningi.<br /> Þegar þau almennu sjónarmið eru virt sem nefndin hefur lagt til grundvallar í kafla 3 hér að framan og það sem hér hefur verið rakið fellst úrskurðarnefnd á það með framkvæmdanefnd um einkavæðingu að framangreindar fundargerðir teljist vinnuskjöl í merkingu 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd kröfu kæranda, [...], um afhendingu skýrslna eftirlitsaðila vegna sölu á hlut ríkisins í [D] hf., [E] hf., Sementverksmiðju ríkisins hf., [C] hf., [F] h.f., [H] hf. og [I] hf.<br /> Framkvæmdanefnd um einkavæðingu er skylt að veita kæranda aðgang að matsskýrslum vegna sölu ríkisins á hlut sínum í [D] hf., [E] hf., [G] hf., [C] hf., [F], [H] hf. og [I] hf., sbr. 1-6 tl. í 2. kafla niðurstöðu í úrskurðinum.<br /> Synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu um aðgang að fundargerðum nefndarinnar um sölu á hlut ríkisins í [D] hf., er staðfest.<br /> Framkvæmdanefnd um einkavæðingu er skylt að veita kæranda aðgang að fundargerðum nefndarinnar er varða sölu á hlut ríkisins í [H] hf.<br /> Synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu um aðgang að fundargerðum nefndarinnar um sölu á hlut ríkisins í [E] hf., [G] hf., [C] hf., [F] hf. og [I] hf., er staðfest.</p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> varaformaður</p> <p align="center"> </p> <p> Skúli Magnússon Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-243/2007 Úrskurður frá 8. febrúar 2007 | Kærð var synjun Vestmannaeyjabæjar á beiðni um tilteknar upplýsingar um bæjarstjórnarfundi og setu fulltrúa á þeim. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Frávísun. | <p>A-243/2007 Úrskurður frá 8. febrúar 2007</p> <p align="center"><br /> <strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="center"></p> <p>Hinn 8. febrúar 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-243/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með skriflegri kæru, dags. 23. desember sl., kærði [...] synjun Vestmannaeyjabæjar, dags. 20. desember 2006, á beiðni hans um tilteknar upplýsingar um bæjarstjórnarfundi og setu fulltrúa á þeim.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt framlögðum gögnum kæranda eru málavextir í stuttu máli þeir að kærandi óskaði eftir því með bréfi, dags. 15. desember 2006, að honum yrðu veittar upplýsingar um fjölda funda í bæjarstjórn Vestmannaeyja á yfirstandandi kjörtímabili og enn fremur hversu marga fundi einstakir fulltrúar í bæjarstjórn hefðu setið. Tók kærandi fram að beiðni hans ætti sér stoð í 21. gr. samþykkta bæjarins um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar og 27. gr. sveitarstjórnarlaga.<br /> Með bréfi bæjarstjóra Vestmannaeyjarbæjar, dags. 20. desember 2006, var kæranda tilkynnt að kæra hans samræmdist ekki ákvæðum upplýsingalaga, þar sem þær upplýsingar sem hann óskaði eftir hefðu ekki verið teknar saman og því ekki unnt að verða við beiðni hans.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Kæra þessi er tekin til úrskurðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sbr. 18. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja: skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skýrt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga svo að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki séu fyrirliggjandi þegar eftir þeim sé leitað, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í málum nr. A-181/2004 og A-239/2007. Fram kemur í þeim bréfaskiptum sem kærandi hefur átt við Vestmannaeyjabæ að þær upplýsingar sem kærandi óski eftir liggi ekki fyrir í því formi sem hann hafi leitað eftir.</p> <p>Samkvæmt framansögðu liggur ekki fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þegar af þeirri ástæðu verður að vísa kæru þessari frá nefndinni.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Kæru [...] á hendur Vestmannaeyjabæ er vísað frá.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p><br /> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-240/2007 Úrskurður frá 14. febrúar 2007. | Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins um aðgang að öllum skjölum sem tengjast úrskurði eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 14. mars 2003, þ.e. nr. 40/03, um fjármögnun og aðgerðir í skattamálum í tengslum við byggingu álvers í Fjarðabyggð, og enn fremur um aðgang að öðrum skjölum milli ESA og íslenskra stjórnvalda um fasteignagjöld Landsvirkjunar eða undanþágur fyrirtækisins frá greiðslum þeirra og annarra opinberra gjalda og skatta. Gildissvið gagnvart þjóðréttarsamningum. Mikilvægir almannahagsmunir vegna samskipta við önnur ríki. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Tilgreining máls. Þjóðréttarlegar skuldbindingar. Synjun að hluta. Aðgangur veittur að hluta. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p>Hinn 14. febrúar 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-240/2007.</p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Hinn 7. nóvember 2006 kærði [...] synjun fjármálaráðuneytisins, dags. 19. október sl., um aðgang að öllum skjölum sem tengjast úrskurði eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 14. mars 2003, þ.e. nr. 40/03, um fjármögnun og aðgerðir í skattamálum í tengslum við byggingu álvers í Fjarðabyggð, og enn fremur um aðgang að öðrum skjölum milli ESA og íslenskra stjórnvalda um fasteignagjöld Landsvirkjunar eða undanþágur fyrirtækisins frá greiðslum þeirra og annarra opinberra gjalda og skatta.<br /> Kæran var kynnt fjármálaráðuneytinu með bréfi, dags. 14. nóvember sl., og gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Í svarbréfi ráðuneytisins, dags. 24. nóvember sl., er vísað til þeirra sjónarmiða er fram koma í synjun þess og ákvæða 5. gr. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir fjármálaráðuneytisins með bréfi, dags. 27. nóvember sl., og bárust þær nefndinni 8. desember 2006.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 9. október sl., óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum skjölum sem tengdust ákvörðun eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 14. mars 2003 um fjármögnun og aðgerðir í skattamálum í tengslum við byggingu álvers í Fjarðabyggð. Vísaði kærandi til þess að um væri að ræða a.m.k. 10 skjöl sem hann hafi tilgreint í beiðni sinni. Jafnframt óskaði kærandi eftir aðgangi að öðrum skjölum sem farið hefðu á milli ESA og íslenskra stjórnvalda um fasteignagjöld Landsvirkjunar og undanþágur fyrirtækisins frá greiðslu þeirra og annarra opinberra gjalda.</p> <p>Í synjun fjármálaráðuneytisins er vísað til þess að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum ef þau hafi að geyma upplýsingar um samskipti íslenskra stjórnvalda við ESA, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-138/2001. Í þeim bréfaskiptum sem átt hefðu sér stað í aðdraganda ákvörðunarinnar komi fram upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni tiltekinna fyrirtækja. Byggist synjun ráðuneytisins á síðari málsl. 5. gr. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> Um tilvísun fjármálaráðuneytisins til 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga og úrskurðar í máli nr. A-138/2001 tekur kærandi fram að með úrskurðinum hafi utanríkisráðuneytinu verið gert skylt að veita kæranda málsins aðgang að bréfi ESA til íslenskra stjórnvalda. Hafi sú niðurstaða byggst á því að ekki væri eitt og sér nægilegt, að um samskipti við fjölþjóðastofnun væri að ræða. Fleira verði að koma til svo unnt sé að hafna aðgangi. Ekki komi fram hjá ráðuneytinu með hvaða hætti aðgangur kæranda að umræddum gögnum skapi hættu á því að tjón verði vegna röskunar á hagsmunum íslenska ríkisins. Um tilvísun ráðuneytisins til 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga bendir kærandi á að gögnin geti ekki í heild sinni verið undanskilin aðgangi almennings af þessum sökum. Af lýsingu ESA á skjölunum sé ljóst að þau innihaldi flest upplýsingar um fyrirhugaðar skattaráðstafanir íslenskra stjórnvalda auk almennra upplýsinga um fjármögnun framkvæmda. Dregur kærandi í efa að upplýsingar um skattaráðstafanir geti talist gögn um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, fyrirtækja eða annarra lögaðila. Þannig geti skjal Doc.No.03-1533A, um skuldbindingu íslenskra stjórnvalda þess efnis að ríkisstyrk til framkvæmdanna skuli haldið undir vissu hámarki, vart talist varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, fyrirtækja eða annarra lögaðila.<br /> Af hálfu fjármálaráðuneytisins er bent á að í bréfaskiptum milli íslenskra stjórnvalda og ESA, í aðdraganda ákvörðunar ESA frá 14. mars 2003, komi fram upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna Landsvirkjunar og [X], m.a. um rafmagnsverð, viðskiptalega skilmála og fleira í viðskiptum þeirra. Óumdeilanlegt sé í ljósi mikillar samkeppni, bæði á álmarkaði og raforkumarkaði, að um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um samkeppnisstöðu fyrirtækjanna, hvoru á sínum markaði. Af þessum sökum sé óheimilt að veita kæranda aðgang að umræddum gögnum, sbr. síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Ekki hafi verið unnt með tilvísun til 7. gr. laganna að veita kæranda aðgang að hluta þeirra. Bendir ráðuneytið á að í ákvörðun ESA séu öll bréfasamskipti rakin og farið ítarlega yfir efnisatriði málsins án þess þó að upplýsa um atriði sem innihaldi viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni. Sé ástæða þess sú að stofnunin sé bundin af sérstökum reglum um verndun trúnaðarupplýsinga um viðskiptalega hagsmuni, (Kafli 9.C. „Professional Secrecy in State Aid Decisions“).<br /> Þá tekur fjármálaráðuneytið fram að þann þátt kærunnar er snúi að öðrum skjölum frá ESA til íslenskra stjórnvalda eða frá þeim „... til ESA og snerta fasteignagjöld og/eða undanþágur Landsvirkjunar frá greiðslu þeirra og annarra gjalda og skatta“ hafi verið komið inn á í tveimur málum milli ESA og íslenskra stjórnvalda. Annars vegar í ákvörðun nr. 174/98 frá 8. júlí 1998 vegna álvers á Grundartanga og í ákvörðun nr. 187/05 frá 20. júlí 2005 um stækkun þess. Hins vegar sé um að ræða kærumál frá 13. maí 2002, sem enn sé til meðferðar hjá ESA, vegna meintrar ríkisaðstoðar til Landsvirkjunar, en stofnunin sé bundin trúnaði á meðan svo sé, sbr. 122. gr. EES-samningsins og 24. gr. í II. hluta bókunar 3 við samning um eftirlitsstofnun og dómstól. Með tilvísun til 2. málsl. 6. gr. upplýsingalaga sé ráðuneytið einnig bundið trúnaði á meðan einstök mál séu til efnislegrar meðferðar, auk þess sem ákvæði 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga eigi einnig við. Að því er varði áðurnefndar ákvarðanir ESA vegna álvers á Grundartanga eigi sömu röksemdir við og raktar hafi verið um ákvörðun stofnunarinnar frá 14. mars 2003 vegna álvers í Reyðarfirði.<br /> Í bréfi kæranda sem barst nefndinni 8. nóvember sl. kemur fram að kærandi líti svo á að beiðni hans taki einnig til skjala frá 19. júlí 2002 sem vísað er til á bls. 3 í ákvörðun ESA.<br /> Með tölvubréfi 29. janúar 2007 barst úrskurðarnefndinni dagbókaryfirlit úr málaskrá fjármálaráðuneytisins vegna þeirra mála sem ráðuneytið vísar til í umsögn sinni og komið hafa til kasta þess. Er þar að finna yfirlit yfir skráningu útsendra og innkominna bréfa auk annara samskipta í umræddum málum.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.<br /> </strong>Beiðni kæranda tekur til gagna fjármálaráðuneytisins í málum sem eru eða hafa verið til meðferðar hjá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Í málunum er fjallað um það hvort íslensk stjórnvöld hafi í athöfnum sínum fylgt fyrirmælum EES-samningsins um ríkisaðstoð, sbr. 61. og 62. gr. hans. Kærandi hefur annars vegar tilgreint öll skjöl er tengjast ákvörðun ESA nr. 40/03 frá 14. mars 2003 um fjármögnun og aðgerðir í skattamálum vegna byggingar álvers í Fjarðabyggð og hins vegar önnur skjöl sem gengið hafa á milli ESA og íslenskra stjórnvalda um fasteignagjöld eða undanþágur Landsvirkjunar frá greiðslu þeirra og annarra opinberra gjalda og skatta. Varðandi síðari hluta kærunnar vísar fjármálaráðuneytið til þess að komið hafi verið inn á málefni Landsvirkjunar í tveimur málum. Annars vegar í málum sem varða byggingu og stækkun álvers á Grundartanga, sbr. ákvarðanir ESA í málum nr. 174/98 og nr. 187/05 og hins vegar í kærumáli frá 13. maí 2002 sem enn sé til meðferðar hjá ESA vegna meintrar ríkisaðstoðar til Landsvirkjunar. Ekki er ágreiningur um aðgang kæranda að framangreindum ákvörðunum stofnunarinnar, en þær hafa verið birtar á vefsíðu hennar.</p> <p> </p> <p><strong>2.<br /> </strong>Synjun fjármálaráðuneytisins á beiðni kæranda er byggð á 2. mgr. 6. gr. og síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga. Við úrlausn málsins reynir enn fremur að mati úrskurðarnefndarinnar á fyrirmæli lokamálsliðar 2. mgr. 2. gr. laganna.</p> <p> </p> <p><strong>2.1</strong><br /> Samkvæmt lokamálslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gilda ákvæði upplýsingalaga ekki ef á annan veg er mælt fyrir í þjóðréttarsamningum sem Ísland á aðild að. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi til upplýsingalaga segir m.a.: „Þá kann Ísland að hafa gengist undir skuldbindingar gagnvart öðrum ríkjum í þjóðréttarsamningum þess efnis að tilteknum gögnum verði haldið leyndum umfram það sem gert er ráð fyrir í þessum lögum. Vegna slíkra skuldbindinga að þjóðarétti þykir nauðsynlegt að taka af skarið um það að lögin gildi ekki ef öðru vísi er fyrir mælt í þjóðréttarsamningum sem íslenska ríkið á aðild að. Sem dæmi um slíka þjóðréttarskuldbindingu má nefna 2. mgr. 31. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og 122. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993.“ Með undirritun EES-samningsins undirgengust íslensk stjórnvöld þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem þar eru tilgreindar. Var samningurinn lögfestur hér á landi með lögum nr. 2/1993.</p> <p>Í 122. gr. EES-samningsins er tekið fram að „Fulltrúar, sendimenn og sérfræðingar samningsaðila, svo og embættismenn og aðrir starfsmenn samkvæmt samningi þessum, skulu bundnir þagnarskyldu, sem helst enda þótt þeir láti af störfum, um vitneskju sem á að fara leynt í starfi þeirra, einkum upplýsingar um fyrirtæki, viðskiptatengsl þeirra og kostnaðarþætti.“ Í athugasemdum er fylgdu frumvarpi því sem varð að lögum nr. 2/1993 segir að ákvæðið taki „... einkum til þagnarskyldu um upplýsingar sem varða eftirlit með samkeppnisreglum.“</p> <p>Á grundvelli 108. gr. EES-samningsins og bókunar 26 með samningnum settu EFTA-ríkin á fót eftirlitsstofnun til þess að hafa eftirlit með beitingu samkeppnisreglna um ríkisaðstoð. Samningurinn um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls tók gildi 1. janúar 1994, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda, nr. 32/1993. Samkvæmt lokamálsgrein 14. gr. samningsins skulu „eftirlitsfulltrúar eftirlitsstofnunar EFTA, embættismenn og aðrir starfsmenn hennar, ... bundnir þagnarskyldum sem helst þótt þeir láti af störfum, um vitneskju sem á að fara leynt í starfi þeirra, einkum upplýsingar um fyrirtæki, viðskiptatengsl þeirra og kostnaðarþætti.“ Í bókun 3 með samningnum er fjallað um störf og valdsvið ESA á sviði ríkisaðstoðar. Bókuninni var breytt með samningi EFTA-ríkjanna 10. desember 2001 er tók gildi 28. ágúst 2003, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda, nr. 23/2003. Í 1. kafla bókunarinnar er mælt fyrir um meðferð einstakra mála og í 24. gr. hennar, er tekið fram að „Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-ríkjunum, embættismönnum þeirra og öðrum opinberum starfsmönnum, þar með töldum óháðum sérfræðingum sem Eftirlitsstofnunin tilnefnir er óheimilt að láta öðrum í té upplýsingar sem þeir hafa fengið við beitingu ákvæða þessa kafla og falla undir þagnarskyldu.“ Þá ber þess ennfremur að geta að ESA hefur gefið út leiðbeinandi reglur um ríkisstyrki, The EFTA Surveillance Authority’s State Aid Guidelines, sem taka til skýringar og málsmeðferðar stofnunarinnar samkvæmt 61. og 62. gr. EES- samningsins og 1. gr. bókunar 3 við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls. Í kafla 9C, Professional secrecy in state aid decisions, er lýst meðferð trúnaðarupplýsinga og hvernig skuli standa að birtingu þeirra í ákvörðun stofnunarinnar í ríkisaðstoðarmálum. Vísað er til þess í kafla 9C.2. að reglurnar byggist m.a. á ákvæðum 122. gr. EES-samningsins og 24. gr. í bókun 3 við samning EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls. Að því er varðar nánari afmörkun gagna sem talist geta viðskiptaleyndarmál (Business secrets) og leynt eiga að fara eru undanskildar í 2 lið í kafla 9C.3.1. athugasemdir eða upplýsingar frá eftirlitsstofnuninni sjálfri (statements from the Authority itself).</p> <p>Framangreindar þagnarskyldureglur taka til stofnana sem starfa á grundvelli EES-samningsins og starfsmanna þeirra eða þeirra sem þátt taka í störfum stofnananna vegna mála sem þar eru til meðferðar. Af þessu leiðir jafnframt að reglurnar taka ekki til stofnana í þeim ríkjum sem aðild eiga að samningnum eða til starfsmanna þeirra vegna starfa þeirra þar. Af efni reglnanna verður ekki annað lagt til grundvallar en að markmið þeirra sé að koma í veg fyrir tjón sem af getur hlotist verði viðkvæmar upplýsingar um fyrirtæki, viðskiptatengsl þeirra og kostnaðarþætti gerðar opinberar. Slíkt mat ber hins vegar íslenskum stjórnvöldum einnig að framkvæma skv. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga þegar óskað er eftir sömu eða sambærilegum upplýsingum sem vistuð eru í skjalasöfnum þeirra. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður ekki dregin sú ályktun að nefndar þagnarskyldureglur girði almennt fyrir það að ákvæði upplýsingalaga taki til þeirra skjala sem varðveitt eru í skjalasafni fjármálaráðuneytisins og beiðni kæranda tekur til. Er það niðurstaða nefndarinnar að þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem hér hafa verið nefndar, sbr. ákvæði lokamálsliðar 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, girði almennt ekki fyrir aðgang að þeim skjölum sem hér er um að ræða, heldur fari um aðgang að þeim skv. 3. gr. upplýsingalaga að gættum takmörkunum 4.-6. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>2.2<br /> </strong>Samkvæmt 2. tölul. 6. gr. er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga er ákvæðið skýrt á þann hátt að það eigi „... við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að. - Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir því ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“ Í dæmaskyni er í athugasemdunum vísað til þess að með fjölþjóðastofnunum sé m.a. átt við Eftirlitstofnun EFTA (ESA).</p> <p>Þegar litið er til þess að ESA hefur ekki lokið umfjöllun sinni um áðurnefnt kærumál frá 13. maí 2002 um meinta ríkisaðstoð Landsvirkjunar og þeirra sjónarmiða sem rakin hafa verið hér að framan, einkum um þau markmið 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við þær fjölþjóðlegu stofnanir sem Ísland á aðild að, er það niðurstaða nefndarinnar að heimilt sé að takmarka aðgang kæranda að þeim gögnum. Ber því að mati úrskurðarnefndarinnar að staðfesta synjun fjármálaráðuneytisins að þessu leyti.</p> <p><br /> <strong>3.<br /> </strong>Með hliðsjón af markmiðum upplýsingalaga ber almennt að skýra undantekningar frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings, sbr. 3. gr. laganna, þröngt.</p> <p>Samkvæmt síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í þeim gögnum sem hér um ræðir geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli gera upplýsingalög ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ. á m. hvort um er að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geta samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). Koma þessi sjónarmið m.a. fram í úrskurðum nefndarinnar í málum A-206/2005, A-220/2005, A-233/2006 og A-234/2006.</p> <p>Af fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar verður ráðið að undir 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga falli enn fremur aðferðir sem viðsemjendur hins opinbera viðhafa til þess að efna samningsskyldur sínar. Ekki síst á þetta við ef aðferðirnar eru byggðar á rannsóknum og þróun sem kostað hafa umtalsverða fjármuni, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-74/1999 og A-192/2004 og enn fremur um fjármögnun einstakra liða.</p> <p>Við mat á hagsmunum almennings af því að fá aðgang að umræddum gögnum verður jafnframt að ganga út frá því að síðari málsliður 5. gr. upplýsingalaga sé því ekki til fyrirstöðu að kæranda sé veittur aðgangur að gögnunum nema sýnt sé fram á eða leiddar séu verulegar líkur að því að þær hafi sérstaka fjárhagslega- eða viðskiptalega þýðingu fyrir þau fyrirtæki sem hlut eiga að máli. Af hálfu fjármálaráðuneytisins er með almennum hætti vísað til þess að í þeim bréfasamskiptum sem átt hafi sér stað milli íslenskra stjórnvalda og ESA í aðdraganda ákvarðana stofnunarinnar sé að finna upplýsingar sem varði mikilvæga viðskiptahagsmuni tiltekinna fyrirtækja. Um sé að ræða margvíslegar upplýsingar einkaréttarlegs eðlis, m.a. um rafmagnsverð, viðskiptalega skilmála og fleira í samskiptum fyrirtækjanna, þ. á m. Landsvirkjunar og [X]. Þá sé í ljósi mikillar samkeppni á bæði álmarkaði og raforkumarkaði óumdeilanlegt að um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um þau fyrirtæki sem hér um ræðir, sem starfi hvor á sínum markaði. Því hafi verið óheimilt að veita aðgang að umræddum upplýsingum.</p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem fjármálaráðuneytið sendi nefndinni í trúnaði. Að slepptum þeim skjölum sem fjallað er um í 2.2 er um að ræða 58 skjöl, sem skráð eru á þrjú málsnúmer í skjalasafni ráðuneytisins og er meginhluti þeirra á ensku. Í fyrsta lagi er um að ræða gögn vegna samskipta ESA og fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ESA nr. 174/98 frá 8. júlí 1998 í tilefni af byggingu álvers [X] á Grundartanga í Hvalfirði og ákvörðunar stofnunarinnar nr. 187/05 frá 20. júlí 2005 um stækkun þess. Í öðru lagi er um að ræða ákvörðun ESA nr. 40/03 frá 14. mars 2003 um byggingar álvers [Y] í Reyðarfirði.</p> <p> </p> <p><strong>3.1</strong><br /> Fjármálaráðuneytið hefur sent úrskurðarnefndinni 16 skjöl vegna ákvörðunar ESA nr. 174/98 og 26 skjöl vegna ákvörðunar ESA nr. 187/05. Eru skjölin skráð á málsnúmer F97060222 og málsnúmer FJR0310019 í skjalasafni ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur í umsögn sinni ekki tilgreint sérstaklega þau skjöl sem leynt eiga að fara og ekki heldur í hvaða skjölum er „komið inn á“ upplýsingar í framangreindum málum um fasteignagjöld og eða undanþágur Landsvirkjunar frá greiðslu þeirra og annarra opinberra gjalda, sem beiðni kæranda lýtur að.</p> <p>Eftir að hafa kynnt sér efni þeirra skjala sem hér um ræðir þykir nefndinni ljóst að í engu þeirra er sérstaklega vikið að skattalegum málefnum Landsvirkjunar. Af þeim sökum fellur það utan kæruefnisins að taka afstöðu til aðgangs kæranda að umræddum skjölum.</p> <p>Framangreind skjöl eru mörg hver umfangsmikil og geyma oft á tíðum tæknilegar útlistanir. Með því að tilgreina ekki nánar þær upplýsingar sem ráðuneytið taldi að gætu varðað beiðni kæranda hefur umfang málsins orðið meira og afgreiðsla þess dregist af þeim sökum.</p> <p><br /> <strong>3.2.<br /> </strong>Fjármálaráðuneytið hefur sent úrskurðarnefndinni 16 skjöl vegna ákvörðunar ESA nr. 40/03 frá 14. mars 2003 þar sem fjallað er um byggingu álvers í Reyðarfirði. Að ósk nefndarinnar sendi fjármálaráðuneytið henni dagbókaryfirlit málsins þar sem fram koma bréfaskipti ESA og ráðuneytisins vegna þess. Eru nefnd skjöl skráð á málsnúmer FJR02110099 í skjalasafni fjármálaráðuneytisins og verður ekki annað ráðið en að þar séu talin öll skjöl þess máls. Kærandi hefur beðið um aðgang að öllum skjölum er tengjast framangreindri ákvörðun ESA og nefnt sérstaklega 10 skjöl sem vísað er til í ákvörðuninni sjálfri. Með hliðsjón af gildissviði upplýsingalaga verður umfjöllun úrskurðarnefndarinnar takmörkuð við þau skjöl sem varðveitt eru í skjalasafni fjármálaráðuneytisins og tilheyra ofangreindu máli, sbr. síðari málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Fjármálaráðuneytið hefur í umsögn sinni ekki tilgreint sérstaklega þau skjöl sem leynt eiga að fara eða í hvaða skjölum komi fram upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja sem leynt eiga að fara, sbr. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga. Er það skoðun fjármálaráðuneytisins að kæranda verðir ekki veittur aðgangur að hluta skjalanna, sbr. ákvæði 7. gr. upplýsingalaga þar sem hinar viðkvæmu upplýsingar sé að finna á víð og dreif í framangreindum skjölum. Umrædd skjöl eru á ensku og lýsa eins og áður segir bréfaskiptum ESA og fjármálaráðuneytisins við undirbúning nefndrar ákvörðunar. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni skjalanna og þykir rétt að gera grein fyrir mati sínu á þeim með svofelldum hætti:<br /> 1. Bréf fjármálaráðuneytisins, dags. 16. desember 2002, er 16 síður og geymir tilkynningu ráðuneytisins til ESA um fyrirhugaða byggingu álvers í Reyðarfirði, í samræmi við 61. gr. EES-samningsins. Er þar lýst tilurð fjögurra samninga um byggingu álversins: Fjárfestingarsamningur (Investment Agreement), milli íslenska ríkisins og [X] og [Y] og [X] og [Z] sbr. auglýsingu nr. 529/2003 í B-deild Stjórnartíðinda; Samningur um land undir verksmiðjuna (Site Agreement) milli íslenska ríkisins og [X]; Samningur um hafnaraðstöðu (Harbour Agreemennt) milli hafnaryfirvalda (Harbour Fund) í Fjarðabyggð og [X] og orkusölusamningur (Power Agreement) milli [X] og Landsvirkjunar. Í bréfinu er lýst aðdraganda og skipulagi, samfélagslegum áhrifum, innihaldi samninganna og þýðingu þeirra. Farið er yfir lagareglur um skatta og gjöld vegna uppbyggingar og starfrækslu álversins og m.a. tekið fram að Landsvirkjun og [X] hafi gagnkvæma hagsmuni af því að samningar um orkusölu verði ekki gerðir opinberir. Að undanskildri lokamálsgrein í kafla II.D bréfsins, þar sem fjallað er um mat Landsvirkjunar á arðsemi fjárfestinganna, er það mat úrskurðarnefndarinnar að bréfið geymi ekki upplýsingar sem takmarka beri aðgang að, sbr. lokamálslið 5. gr. upplýsingalaga.<br /> 2. Bréf fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 16. janúar 2003, geymir ekki upplýsingar er falla undir síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.<br /> 3. Bréf ESA, dags. 14. febrúar 2003, felur í sér viðbrögð við bréfi fjármálaráðuneytisins frá 16. desember 2002. Er þar óskað upplýsinga um álverð, um stöðu álmarkaða og framtíðarhorfur og um umfang starfseminnar með tilliti til álmarkaðar í Evrópu. Að mati úrskurðarnefndarinnar geymir bréfið ekki upplýsingar sem teljast viðkvæmar, sbr. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.<br /> 4. Bréf fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 18. febrúar 2003, geymir nánari skýringar og svör við bréfi ESA frá 14. febrúar. 2003. Að mati úrskurðarnefndarinnar geyma svör ráðuneytisins í liðum c, d, f, g, i og j í kafla 2.5 upplýsingar sem geta talist varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Landsvirkjunar og [X]. Þó svo að um þessar upplýsingar sé að miklu leyti fjallað á bls. 19-22 í ákvörðun ESA nr. 40/03 er það mat nefndarinnar að þar sé enn fremur að finna upplýsingar sem ekki er unnt að sérgreina sérstaklega, sbr. síðari málsl. 5. gr. og 7. gr. upplýsingalaga.<br /> 5. Bréf Landsvirkjunar, dags. 20. febrúar 2003, til iðnaðarráðuneytisins og fjármálaráðuneytis geymir upplýsingar um rekstur og viðskiptalega hagsmuni Landsvirkjunar varðandi miðlun og sölu raforku til álversins. Þykja þær upplýsingar að mati nefndarinnar geta varðað mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, sbr. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.<br /> 6. Bréf fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 20 febrúar 2003, geymir ekki viðkvæmar upplýsingar, sbr. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga. Það sama á ennfremur við um tölvupóst, dags. 27. febrúar 2003, þar sem framsent er bréf ESA, dag. 27. febrúar 2003 til fjármálaráðuneytisins<br /> 7. Bréf ESA til fjármálaráðuneytisins, dags. 27. febrúar 2003, geymir frekari fyrirspurnir stofnunarinnar í tilefni af bréfi fjármálaráðuneytisins, dags. 18. febrúar 2003. Í bréfi stofnunarinnar er óskað nánari útlistunar á atriðum er snerta fjárfestingarsamninginn, samninginn um hafnaraðstöðu og um raforkusamning milli [X] og Landsvirkjunar. Fyrirspurnir stofnunarinnar er lúta að síðastgreindum samningi geta snert mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna, sbr. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga. Þegar á hinn bóginn er litið til þess að spurningarnar varða lánskjör Landsvirkjunar með tilliti til ábyrgðar eigenda fyrirtækisins og hvort í útreikningum ráðuneytisins hafi verið litið til þess að undanþágur frá skattskyldu kynnu að breytast er það niðurstaða nefndarinnar að upplýsingar þessar, falli ekki undir síðastgreint ákvæði upplýsingalaga.<br /> 8. Úrskurðarnefndin lítur svo á að óundirritað bréf ráðuneytisins, dags. 4. mars 2003, sé uppkast bréfs, dags. 5. mars 2003, til ESA. Eru bréfin nánast efnislega samhljóða og í síðari bréfaskiptum við ESA er vísað til bréfs ráðuneytisins, dags. 5. mars 2003, sem svar ráðuneytisins við fyrirspurnum þess frá 27. febrúar 2003. Að þessu virtu er það mat nefndarinnar að fyrrnefnt bréf sé uppkast þess síðara og teljist því vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og því undanþegið upplýsingarétti, sbr. 3. gr. sömu laga.<br /> 9. Bréf fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 5. mars 2003, geymir svör ráðuneytisins við fyrirspurnum í bréfi, ESA, dags. 27. febrúar 2003. Lúta svörin að nánari sundurgreiningu kostnaðar við byggingu álversins og greiningu á eðli ríkisaðstoðar (Operating aid or investment aid) samkvæmt ríkisstyrkja reglum ESA (State Aid Guidelines). Þá er svarað spurningum um fjárfestingarsamninginn, hafnarsamninginn, raforkusamninginn og jafnframt veittar viðbótarupplýsingar um útreikninga á sköttum og gjöldum vegna byggingar álversins. Að mati úrskurðarnefndarinnar geymir bréf ráðuneytisins ekki upplýsingar sem takmarka ber aðgang að samkvæmt síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.<br /> 10. Bréf fjármálaráðuneytisins til sendiráðs Íslands í Brussel, dags. 7. mars 2003 geymir ekki upplýsingar sem falla undir síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.<br /> 11. Bréf ESA, dags. 11. mars 2003 felur í sér frekari fyrirspurnir í tilefni af svörum fjármálaráðuneytisins, dags. 5. mars 2003. Spurt er nánar út í fjárfestingarsamninginn með tilliti til skattalegrar meðferðar við byggingu og rekstur álversins. Í því sambandi er í kafla 1.8 (The submitted calculations by the Icelandic authorities on the aid elements of the Investment Agreement) óskað staðfestingar á tilteknum tölulegum upplýsingum í fimm liðum. Í liðum 1 og 2 er óskað staðfestingar á upplýsingum er varða forsendur útreikninga ráðuneytisins þ. á m. tengsl raforkuverðs og áls og verð kílóvattstundar. Þó svo að svör við spurningunum séu að mestu leyti að finna á bls. 15 í ákvörðun ESA nr. 40/03 er það mat úrskurðarnefndarinnar þær upplýsingar sem óskað er staðfestingar á snerti fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem hér eiga hluta að máli og má telja líklegt að hagsmunir þeirra geti skaðast verði þær gerðar opinberar. Það er því mat nefndarinnar að framangreindar upplýsingar skuli undanþegnar skv. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga. Að öðru leyti eru þær upplýsingar er fram koma í bréfi stofnunarinnar ekki þess eðlis að undanþiggja beri þær aðgangi samkvæmt nefndu lagaákvæði.<br /> 12. Bréf fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 12. mars 2003, geymir svör ráðuneytisins við fyrirspurnum stofnunarinnar frá 11. mars 2003. Með vísan til þess sem rakið er hér á undan lítur nefndin svo á að þær upplýsingar sem fram koma í kafla 1.8 í bréfi fjármálaráðuneytisins séu þess eðlis að undanþiggja beri þær upplýsingarétti, sbr. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga. Með sama hætti ber að mati nefndarinnar að undanskilja upplýsingar er fram koma í 4. kafla bréfs ráðuneytisins. Skiptir að mati nefndarinnar ekki máli þó svo að þar sé um að ræða upplýsingar sem að mestu leyti er fjallað um á bls. 20-21 í ákvörðun ESA nr. 40/03, en þar eru að auki raktar tilteknar viðskiptalegar forsendur Landsvirkjunar sem rétt er að mati nefndarinnar að fella undir síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga enda megi búast við að hagsmunir fyrirtækisins geti beðið skaða ef þær verða gerðar opinberar.<br /> 13. Bréf fjármálaráðuneytisins til sendiráðs Íslands í Brussel, dags. 12. mars 2003, geymir ekki upplýsingar er fjalla undir síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.<br /> 14. Bréf ESA, dags. 14. mars 2003 þar sem tilkynnt er um ákvörðun nefndarinnar nr. 40/03 geymir ekki upplýsingar sem falla undir síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.<br /> 15. Ákvörðun ESA nr. 40/03 frá 14. mars 2003 hefur þegar verið birt almenningi á vefsíðu stofnunarinnar.<br /> 16. Tölvupóstur starfsmanns sendiráðs Íslands í Brussel, dags. 14. mars 2003. þar sem tilkynnt er um bréf ESA, dags. 14. mars 2003, og um ákvörðun stofnunarinnar í máli 40/03 sama dag.</p> <p>Samkvæmt ofansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að með tilvísun til 3. gr. og síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga skuli veita kæranda aðgang að ofangreindum skjölum að undanskildu bréfi Landsvirkjunar, dags. 5. febrúar 2003. Með tilvísun til 3. gr. og síðari málsliðar 5. gr. upplýsingalaga, sbr. 7. gr. sömu laga skulu eftirfarandi upplýsingar enn fremur undanþegar aðaðgangi:<br /> 1. Lokamálsgrein kafla II.D í bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 16. desember 2006<br /> 2. Liðir c, d, f, g, i og j í kafla 2.5 í bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 18. febrúar 2003.<br /> 3. Uppkast að bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 4. mars 2003, sbr. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> 4. Liðir 1 og 2 í kafla 1.8 í bréfi ESA til fjármálaráðuneytisins, dags.11. mars 2003.<br /> 5. Kafli 1.8., að undanskilinni fyrirsögn hans, og kafli 4, í bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 12. mars 2003.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Fjármálaráðuneytinu er skylt að veita kæranda, [...], aðgang að skjölum þess máls sem auðkennt er í skjalasafni fjármálaráðuneytisins, sem mál nr. FJR02110099 að undanskildu bréfi Landsvirkjunar, dags. 20. febrúar 2003, og eftirfarandi upplýsingum:<br /> 1. Lokamálsgrein kafla II.D í bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 16. desember 2006.<br /> 2. Liðum c, d, f, g, i og j í kafla 2.5 í bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 18. febrúar 2003.<br /> 3. Uppkast að bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 4. mars 2003.<br /> 4. Liðum 1 og 2 í kafla 1.8 í bréfi ESA til fjármálaráðuneytisins, dags.11. mars 2003.<br /> 5. Kafla 1.8., að undanskilinni fyrirsögn, og kafla 4 í bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA, dags. 12. mars 2003.<br /> Staðfest er synjun fjármálaráðuneytisins á aðgangi kæranda að skjölum máls sem auðkennt er í skjalasafni fjármálaráðuneytisins sem mál FJR020600057.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"> </p> <p> Friðgeir Björnsson Ólafur E. Friðriksson</p> <br /> <br /> |
A-242/2007 Úrskurður frá 8. febrúar 2007 | Kærð var synjun Vinnumálastofnunar um aðgang að upplýsingum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks fyrir árin 2004, 2005 og 2006. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p>Hinn 8. febrúar 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-242/2007.</p> <p> </p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Hinn 16. nóvember 2006 kærði [...] synjun Vinnumálastofnunar, dags. 17. október sl., um aðgang að upplýsingum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks fyrir árin 2004, 2005 og 2006.<br /> Með bréfi, dags. 17. nóvember sl., var kæran kynnt Vinnumálastofnun og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til 28. nóvember. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti nefndinni í té afrit þeirra gagna sem kæran lýtur að innan sama frests. Umsögn Vinnumálastofnunar, dags. 30. nóvember, barst nefndinni 4. desember, þar sem kröfu kæranda er hafnað með tilvísun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Jafnframt fylgdi bréfi stofnunarinnar yfirlit yfir greiðslur til fiskvinnslufyrirtækja vegna hráefnisskorts árin 2004, 2005 og 2006, dags. 27. nóvember 2006.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn Vinnumálastofnunar 5. desember sl. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni 11. desember.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi 12. október sl. óskaði kærandi eftir upplýsingum Vinnumálastofnunar um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks samkvæmt lögum nr. 51/1995 um greiðslur sjóðsins vegna fiskvinnslufólks. Óskaði kærandi eftir upplýsingunum í formi excelskjals fyrir árin 2004, 2005 og 2006 (janúar-ágúst) og að fram kæmi „... kennitala fyrirtækis, fjöldi (mann)daga sem greitt er fyrir og heildarfjárhæð til hvers fyrirtækis á hverju ári.“<br /> Með vísun til 5. gr. upplýsingalaga hafnaði Vinnumálastofnun beiðni kæranda með bréfi, dags. 17. október sl.<br /> Af hálfu kæranda er því hafnað að umrædd gögn eigi að vera leynileg eða að þau varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra sem fá greiðslur úr sjóðnum. Um sé að ræða takmarkaðar greiðslur sem fari eftir mjög ströngum skilyrðum. Þá hafi ekki verið gefinn kostur á að fá hluta af upplýsingunum, t.d. með því að kennitala fiskvinnslufyrirtækis verði felld út úr svarinu, þannig að ekki verði hægt að rekja greiðslurnar til einstakra fyrirtækja.<br /> Í umsögn Vinnumálastofnunar kemur fram að synjun stofnunarinnar sé byggð á 5. gr. upplýsingalaga. Að mati stofnunarinnar varði umbeðin gögn slíka fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem um ræðir að sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari nema fyrir liggi samþykki þeirra. Slíkt samþykki liggi ekki fyrir. Um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu fyrirtækja sem óheimilt sé að veita aðgang að. Vegi þessir hagsmunir þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim. Að því er varði óskir kæranda um að honum verði veittur aðgangur að hluta upplýsinganna, t.d. með því að kennitölur séu felldar brott þannig að ekki sé hægt að rekja greiðslur til einstakra fyrirtækja, er tekið fram að kærandi hafi sérstaklega beðið um upplýsingarnar með kennitölum viðkomandi aðila.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Í máli þessu reynir á aðgang kæranda að upplýsingum um greiðslur Vinnumálastofnunar til fyrirtækja samkvæmt lögum nr. 51/1995, um greiðslur Atvinnuleysistrygginga vegna fiskvinnslufólks. Með lögunum er gert ráð fyrir því að greiða skuli fiskvinnslufyrirtækjum atvinnuleysisbætur úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna fiskvinnslufólks sem gert hefur kauptryggingarsamninga samkvæmt almennum kjarasamningum. Synjun Vinnumálastofnunar er byggð á síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Fyrir liggur að Vinnumálastofnun hefur tekið saman yfirlit yfir greiðslur vegna hráefnisskorts fyrir árin 2004, 2005 og 2006 sem dagsett eru 27. nóvember 2006. Á yfirlitunum eru greiðslurnar greindar eftir heiti fyrirtækis, fjölda starfsmanna, skráðum dögum, greiddum tíma og samtölu greiðslna.<br /> Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. laganna. Samkvæmt síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Í lögskýringargögnum við upplýsingalögin segir m.a. svo um þetta ákvæði: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“ Af lögskýringargögnum við upplýsingalögin verður jafnframt ráðið að ráð sé fyrir því gert að metið sé í hverju og einu tilviki hvort þeir hagsmunir séu fyrir hendi sem þessum takmörkunum er ætlað að vernda. Í athugasemdum við II. kafla frumvarps þess er varð að upplýsingalögum segir svo: „Aðgangur almennings að upplýsingum verður almennt ekki takmarkaður á grundvelli ákvæða 5.-6. gr. nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingar eru veittar.“<br /> Af hálfu Vinnumálastofnunar er með almennum hætti vísað til þess að um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu umræddra fyrirtækja, án þess að það sé skýrt nánar. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni þeirra gagna sem beiðni kæranda tekur til. Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um greiðslur atvinnuleysisbóta til fiskvinnslufyrirtækja geti varðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga. Það sjónarmið að greiðslur bótanna verði að fara leynt verður þó að mati nefndarinnar að jafnaði að víkja fyrir þeirri meginreglu upplýsingalaga að aðgangur að upplýsingum um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum í formi óafturkræfra framlaga og styrkja sé heimil nema lög mæli á annan veg, sbr. dóm Hæstaréttar 8. október 1998 (H 1998: 3096). Verður ekki séð að hagsmunir þeirra aðila sem fengið hafa framlög og styrki úr Atvinnuleysistryggingasjóði á grundvelli þeirra laga sem um sjóðinn gilda vegi þyngra en réttur almennings á að fá um það upplýsingar. Samkvæmt þessu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Vinnumálastofnun sé skylt veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> Samkvæmt. 3. gr. laga nr. 51/1995 skulu starfsmenn Vinnumálastofnunar „... fara með allar upplýsingar sem þeir komast að við framkvæmd á lögum þessum og varða persónuleg málefni eða rekstur fyrirtækja sem trúnaðarmál.“ Af hálfu Vinnumálastofnunar er ekki með beinum hætti vísað til þessara fyrirmæla, enda taka þau til upplýsinga sem starfsmenn Vinnumálastofnunar afla vegna starfa sinna, en beiðni kæranda varðar ekki slíkar upplýsingar.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Vinnumálastofnun skal veita kæranda, [...], aðgang að yfirlitum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna hráefnisskorts árin 2004, 2005 og 2006, dagsettum 27. nóvember 2006.</p> <p> </p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p> </p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-241/2007 Úrskurður frá 16. janúar 2007 | Kærð var afgreiðsla utanríkisráðuneytisins, dags. 11. desember 2006, varðandi afrit af bréfi þess til [X] dags. 6. nóvember 2006. Gildissvið upplýsingalaga. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þagnarskylda. Frávísun. | <p align="center"><br /> <strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="center"></p> <p>Hinn 16. janúar 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-241/2007:</p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með tölvubréfi, dags. 21. nóvember 2006, kærði [...] afgreiðslu utanríkisráðuneytisins, dags. 11. desember sl., varðandi afrit af bréfi þess til [X] dags. 6. nóvember sl.<br /> Kæran var kynnt utanríkisráðuneytinu með bréfi, dags. 21. nóvember sl., og því beint til þess að taka ákvörðun um afgreiðslu á beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið. Yrði kæranda synjað um aðgang að umbeðnum gögnum var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin afrit þeirra í té sem trúnaðarmál. Í því tilviki var ráðuneytinu ennfremur gefinn kostur á að koma að athugasemdum sínum og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka. Umsögn ráðuneytisins barst nefndinni með bréfi, dags. 11. desember sl., ásamt afriti umrædds bréfs og synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda dagsettri sama dag.<br /> Kæranda var veittur frestur til 22. desember til þess að gera athugasemdir við umsögn utanríkisráðuneytisins. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi frá 8. nóvember sl., fór kærandi þess á leit að utanríkisráðuneytið léti henni í té afrit af bréfi ráðuneytisins til [X], dags. 6. nóvember sl., í tilefni af beiðni hans frá 26. október sl., um leiðbeiningar um eðli og umfang trúnaðarskyldu hans vegna skýrslutöku um meinta ólögmæta hlerun á síma hans, er hann starfaði í utanríkisráðuneytinu.<br /> Í synjun utanríkisráðuneytisins og umsögn þess til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að ráðuneytið hafi veitt [...]. leiðbeiningar í bréfi til hans, dags. 6. nóvember sl., varðandi þagnarskyldu hans og hafi bréfið jafnframt verið sent sýslumanninum á Akranesi. Leiðbeiningarnar hafi falið í sér afmörkun á þagnarskyldu opinbers starfsmanns í tengslum við skýrslugjöf sem væri liður í rannsókn opinbers máls, en samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nái gildissvið laganna ekki til rannsóknar eða saksóknar í opinberu máli.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Af hálfu utanríkisráðuneytisins er á því byggt að bréf þess frá 6. nóvember sl. tengist rannsókn eða saksókn í opinberu máli, sbr. niðurlag 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Hvorki í upplýsingalögum né lögskýringargögnum kemur fram hvers konar gögn það eru sem varða rannsókn eða saksókn í opinberu máli í skilningi hins tilvitnaða lagaákvæðis. Í úrskurðum sínum hefur úrskurðarnefndin tekið fram að ljóst sé að til þeirra teljist skjöl og önnur gögn, sem séu eða verði að öllum líkindum til skoðunar við rannsókn lögreglu á ætluðum refsiverðum brotum. Bréfaskipti milli lögregluyfirvalda, og eftir atvikum, handhafa ákæruvalds, vegna rannsóknar opinbers máls flokkist jafnframt undir slík gögn, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli A-137/2001. Þá hefur nefndin áskilið sér rétt, sbr. úrskurði hennar í málum A-127/2001 og A-167/2003, til þess að meta það, í ljósi atvika hverju sinni, hvort aðgangur skuli veittur að gögnum á grundvelli upplýsingalaga þótt þau kunni að tengjast rannsókn opinbers máls og þá skipti m.a. máli hvort ætla megi að gögnin verði tekin til skoðunar við rannsókn málsins.<br /> Bréf utanríkisráðuneytisins frá 6. nóvember sl. er til fyrrverandi starfsmanns þess í tilefni af boðun hans til skýrslutöku hjá sýslumanninum á Akranesi vegna sakamálarannsóknar á meintum hlerunum á síma hans vorið 1995. Í bréfinu kemur fram að sýslumaðurinn á Akranesi hafi óskað eftir því að þagnarskyldunni yrði aflétt vegna skýrslutökunnar, sbr. 53. og 54. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð einkamála, og er svar ráðuneytisins við þeirri beiðni rakið í bréfinu. Bréf ráðuneytisins felur í sér nánari afmörkun á þagnarskyldu starfsmanns, en þagnarskyldan helst eftir að hann hefur látið af störfum, sbr. nú 18. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og ennfremur 2. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er í bréfi ráðuneytisins sérstaklega tilgreindir þeir verndarhagsmunir sem þagnarskyldunni er ætlað að vernda. Þá kemur fram í bréfinu að sýslumanninum á Akranesi hafi verið sent afrit þess. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður að leggja til grundvallar að umrætt bréfi varði sérstaklega skýringu á vitnaskyldu ríkisstarfsmanns, sbr. áðurnefnd ákvæði laga nr. 19/1991, og komi því til sérstakrar skoðunar við rannsókn eða saksókn í opinberu mál, sbr. niðurlag 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og fellur því málið utan gildissviðs upplýsingalaga.<br /> Samkvæmt framansögðu verður synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang kæranda að bréfi þess, dags. 6. nóvember sl., ekki kærð til úrskurðarnefndar, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Ber því að vísa kærunni frá nefndinni.</p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Kæru [...] á hendur utanríkisráðuneytinu er vísað frá úrskurðarnefnd.</p> <p> </p> <p align="center">Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-239/2007 Úrskurður frá 16. janúar 2007 | Kærðar voru synjanir ríkisskattstjóra, dags. 8. og 20. nóvember 2006, á að veita tilteknar upplýsingar og staðfesta tiltekin atriði um greiðendur fjármagnstekjuskatts tekjuárið 2004. Þá var kærð synjun embættis ríkisskattstjóra, dags. 12. desember 2006, á að staðfesta tilteknar upplýsingar um greiðendur fjármagnstekjuskatts tekjuárið 2004. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Frávísun.
| <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p></p> <p>Hinn 16. janúar 2007 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-239/2007.</p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með skriflegri kæru, dags. 8. desember sl., kærði [...] synjun ríkisskattstjóra, dags. 8. og 20. nóvember 2006, á að veita henni tilteknar upplýsingar og staðfesta tiltekin atriði um greiðendur fjármagnstekjuskatts tekjuárið 2004 (álagningarárið 2005).<br /> Hinn 13. desember sl. lagði lögmaður kæranda fram kæru vegna synjunar embættis ríkisskattstjóra, dags. 12. desember sl., á að staðfesta tilteknar upplýsingar um greiðendur fjármagnstekjuskatts tekjuárið 2004 (álagningarárið 2005).<br /> Ofangreindar kærur hafa verið sameinaðar.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt framlögðum gögnum kæranda eru málavextir í stuttu máli þeir að lögmaður kæranda óskaði eftir því með bréfi 25. október 2005 að honum yrði, vegna dómsmáls sem hann ræki fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur f.h. kæranda, látnar í té upplýsingar um nánar tilgreind atriði til framlagningar í dómsmálinu og snertu fjölda einstaklinga sem náð höfðu 67 ára aldri á tekjuárinu 2004 og töldu fram fjármagnstekjuskatt en engar lífeyrisgreiðslur. Í svarbréfi embættis ríkisskattstjóra 8. nóvember sl. kemur fram að embættið hafi tekið saman og birt á vef embættisins tölfræðilegar upplýsingar, sem talið yrði að hefðu almennt upplýsingagildi fyrir almenning og að embættið teldi sér ekki skylt að útbúa þau gögn sem kærandi hafi óskað eftir, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> Með bréfi, dags. 13. nóvember sl., óskaði lögmaður kæranda eftir því með bréfi, dags. 13. nóvember sl., að embætti Ríkiskattstjóra staðfesti skriflega nánar tilgreindar upplýsingar. Tekið var fram að staðfestingin yrði lög fram í ofangreindu dómsmáli. Í svarbréfi embættis ríkisskattstjóra, dags. 20. nóvember sl., er erindi kæranda hafnað með tilvísun til þess að því sé hvorki rétt né skylt að taka saman upplýsingar að ósk einstakra aðila.<br /> Með bréfi lögmanns kæranda, dags. 1. desember sl., er þess farið á leit að embætti ríkisskattstjóra staðfesti nánar tilgreindar upplýsingar um skattlagningu fjármagnstekna einstaklings tekjuárið 2004 (álagningarárið 2005) og yrði staðfestingin lögð fram í áðurnefndu dómsmáli. Í svarbréfi embættis ríkisskattstjóra 12. desember sl. segir að embættinu telji sér ekki skylt að útbúa eða taka sérstaklega saman gögn af þessu tilefni, sbr. bréf embættisins, dags. 8. og 20. nóvember sl.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Kæra þessi er tekin til úrskurðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sbr. 18. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.<br /> Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé upp um annað tveggja, skyldu stjórnvalds til að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits að öðrum gögnum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur skýrt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga svo að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn sem ekki séu fyrirliggjandi, þegar eftir þeim sé leitað, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-181/2004. Fram kemur í þeim bréfaskiptum sem kærandi hefur átt við embætti ríkisskattstjóra að þær upplýsingar sem kærandi óski eftir liggi ekki fyrir í því formi sem hann hafi leitað eftir.</p> <p>Samkvæmt framansögðu liggur ekki fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þegar af þeirri ástæðu verður að vísa kæru þessari frá nefndinni.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p><br /> Kæru [...] á hendur embætti ríkiskattstjóra er vísað frá.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p><br /> Símon Sigvaldason Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-238/2007 Úrskurður frá 16. janúar 2007 | Kærð var synjun iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um aðgang að skýrslu, í heild sinni, sem unnin var fyrir eigendur Landsvirkjunar um verðmæti fyrirtækisins vegna sölu þess til ríkisins. Almannahagsmunir. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Synjun staðfest. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p>Hinn 16. janúar 2007 desember 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-238/2007:</p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Hinn 9. nóvember sl. kærði [...] synjun iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um aðgang að skýrslu, í heild sinni, sem unnin var fyrir eigendur Landsvirkjunar um verðmæti fyrirtækisins vegna sölu þess til ríkisins.<br /> Kæran var kynnt iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu með bréfi, dags. 13. nóvember sl., og því gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Í svarbréfi iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins 23. nóvember 2006 er því hafnað að kærandi fái aðgang að umbeðnum upplýsingum. Bréfi ráðuneytisins fylgdu tvö eintök skýrslunnar: „Verðmat Landsvirkjunar“, dags. 18. september 2006. Er annað eintakið með útfellingum en hitt án þeirra.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins með bréfi, dags. 27. nóvember sl. Athugasemdir hafa ekki borist frá kæranda.<br /> Með bréfi, dags. 18. desember sl., var kæran kynnt Landsvirkjun ásamt umsögn iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins og þess farið á leit að úrskurðarnefndinni yrði gerð grein fyrir því hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu, umfram það sem fram kæmi í bréfi ráðuneytisins, að veita kæranda aðgang að umbeðnum göngum.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Málavextir eru í stuttu máli þeir að með bréfi, dags. 2. nóvember sl., óskaði kærandi eftir því að fá skýrslu sem unnin var fyrir eigendur Landsvirkjunar um verðmæti fyrirtækisins vegna sölu þess til ríkisins. Ráðuneytið féllst á ósk kæranda 7. nóvember sl., en tók fram að með vísan til 3. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga hefði kæranda verið synjað um aðgang að tilteknum málsgreinum og töflum, sem væri sérstaklega auðkennt í skýrslunni.<br /> Kærandi vísar til þess að þær málsgreinar og töflur sem hann fái ekki aðgang að varði m.a. meginniðurstöður skýrslunnar, þ.e. mat á verðmæti Landsvirkjunar. Möguleikar hans til þess að skrifa upplýsandi frétt um þær forsendur sem lágu til grundvallar þegar fyrirtækið var selt hafi með þessu verið verulega skertir. Enginn rökstuðningur komi fram í bréfi ráðuneytisins fyrir ákvörðun sinni um að veita kæranda ekki aðgang að allri skýrslunni. Með tilvísun til 14. gr. upplýsingalaga gerir kærandi þá kröfu að fá aðgang að umræddri skýrslu í heild sinni.<br /> Af hálfu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins er upplýst að þegar kærandi hafi lagt fram beiðni sína hafi ráðuneytið haldið fund með fulltrúa Landsvirkjunar þar sem farið var yfir skýrsluna og í kjölfar þess hafi ráðuneytið ákveðið að undanskilja tiltekin atriði í henni frá aðgangi, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Í fyrsta lagi vísar ráðuneytið til þess að samkvæmt 3. tölul. 6. gr. laganna girði almannahagsmunir fyrir aðgang að umræddum upplýsingum. Landsvirkjun starfi á samkeppnismarkaði um framleiðslu og sölu á raforku. Sömu sjónarmið eigi einnig við um þann orkuframleiðanda sem nefndur er á bls. 5 í skýrslunni. Í öðru lagi hafi verið skylt að takmarka aðgang að umræddum upplýsingum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, sbr. ennfremur úrskurð nefndarinnar í máli nr. 8/1997. Loks er af hálfu ráðuneytisins vísað til þess að af 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga leiði að takmarka beri aðgang að áætlunum um verðmæti vatnsréttinda. Opinberun slíkra upplýsinga gæti gert það að verkum að sú málsmeðferð sem í gangi væri vegna deilna Landsvirkjunar og eigenda vatnsréttinda í tengslum við Kárahnjúkavirkjun myndi ekki ná tilætluðum árangri ef það væri á almannavitorði hvernig Landsvirkjun meti vatnsréttindin, sbr. til hliðsjónar úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-154/2002. Í umsögn ráðuneytisins er því lýst nánar hvaða málsgreinar og töflur hafi verið felldar úr skýrslunni og hvaða ákvæði upplýsingalaga samkvæmt framansögðu hafi þar verið lögð til grundvallar.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.<br /> </strong>Í máli þessu reynir á aðgang kæranda að skýrslu um verðmat Landsvirkjunar frá 18. september 2006 í heild sinni. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur með tilvísun til 7. gr. upplýsingalaga fellt út úr skýrslunni upplýsingar á fimm blaðsíðum, bls. 5, 19, 30, 31, og 32, alls sex sinnum. Byggir ráðuneytið ákvörðun sína á síðari málslið 5. gr. og 3. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í frumvarpi því er varð að upplýsingalögum og í úrskurðum úrskurðarnefndar er á því byggt að undantekningar frá upplýsingarétti almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda beri að skýra þröngt.<br /> Í samræmi við ofangreint liggur fyrir að skera úr því hvort þær upplýsingar sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur fellt út úr skýrslunni samræmist tilvitnuðum ákvæðum upplýsingalaga.</p> <p><br /> <strong>2.<br /> </strong>Samkvæmt 2. gr. laga nr. 42/1983 um Landsvirkjun er tilgangur fyrirtækisins m.a. að stunda starfsemi á orkusviði. Landsvirkjun er sameignarfyrirtæki, nú í eigu ríkissjóðs og Eignarhluta ehf., sbr. 1. gr. laga nr. 154/2006. Starfsemi fyrirtækisins á orkusviði fellur undir raforkulög nr. 65/2003 en meðal markmiða laganna er að skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku. Samkvæmt þessu verður að leggja til grundvallar að fyrirtækið starfi á samkeppnismarkaði. Þá hefur úrskurðarnefndin litið svo á að ákvæði síðari málsliðar 5. gr. upplýsingalaga og 3. tölul. 6. gr. laganna taki til fyrirtækisins, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-8/1997 og A-116/2001.<br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þær upplýsingar sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur fellt út úr umræddri skýrslu.</p> <p><br /> <strong>2.1.<br /> </strong>Á bls. 5 og 32 í skýrslunni hafa verið felldar út upplýsingar um breytingar á orkuverðum við endurnýjun stóriðjusamninga, um áhrif þess annars vegar og vatnsréttinda hins vegar á verðmat Landsvirkjunar. Eins og lýst er í umsögn ráðuneytisins er þar m.a. byggt á upplýsingum úr samningum tiltekins orkuframleiðanda. Byggir ákvörðun ráðuneytis um að undanþiggja aðgang kæranda að þessum upplýsingum á 3. tölul. 6. gr. og 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang að gögnum, „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra“. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: „Óheftur réttur til upplýsinga getur … skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. – Meginsjónarmiðið að baki þessa ákvæðis er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr.“<br /> Í ljósi ofangreindra sjónarmiða verður að mati úrskurðarnefndarinnar að fallast á það með iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu að upplýsingar um forsendur, er byggjast á viðmiðunarverðum í stóriðjusamningum og um áhrif vatnsréttinda á verðmatið séu líklegar til þess að geta skaðað samkeppni- og rekstrarstöðu Landsvirkjunar, verði veittur aðgangur að þeim.<br /> Að því er varðar tilvísun ráðuneytisins til síðari málsliðar 5. gr. upplýsingalaga hefur nefndin í úrskurðum sínum vísað til þess að ákvæðið sé skýrt þannig í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum „... að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig sé óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“<br /> Jafnvel þótt umræddar upplýsingar geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli gera upplýsingalög ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni, verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ. á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að meta hvort vegi þyngra hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). Koma þessi sjónarmið m.a. fram í úrskurðum nefndarinnar í málum A-233/2006, A-220/2005, A-206/2005 og A-234/2006.<br /> Að mati nefndarinnar verður að líta svo á að upplýsingar um orkuverð við endurnýjun stóriðjusamninga milli orkusölufyrirtækja sem starfa á samkeppnismarkaði og kaupenda orkunnar varði mikilvæga fjárhags- eða viðskipta hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila í merkingu síðari málsliðar 5. gr. upplýsingalaga. Í ljósi ákvæðisins vegi hagsmunir fyrirtækis af því að halda slíkum upplýsingum leyndum þungt, enda geta þær skaðað stöðu þess verði þær gerðar opinberar.<br /> Þegar litið er til framangreindra sjónarmiða um skýringu á tilvitnuðum ákvæðum upplýsingalaga og þeirra skýringa sem fram koma í umsögn iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að staðfesta beri þá ákvörðun ráðuneytisins að fella út þær upplýsingar sem tilgreindar eru sérstaklega á bls. 5 og 32 í skýrslunni.</p> <p><br /> <strong>2.2.<br /> </strong>Á bls. 19 í skýrslunni hafa verið felldar út upplýsingar um áætlaðan kostnað vegna vatnsréttinda tengdum Kárahnjúkum. Er vísað til þess að eigendur þessara vatnsréttinda hafi gert háar kröfur um bætur og að meðferð þess máls sé nú hjá sérstakri matsnefnd aðila og að heimilt sé að skjóta niðurstöðum hennar til dómstóla. Ákvörðun ráðuneytisins um að undanþiggja upplýsingarnar er byggð á 5. gr. og 3. og 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> Eins og áður er fram komið er Landsvirkjun sameignarfyrirtæki í eigu ríkisins og Eignarhluta ehf. Við mat á því hvort framangreindar upplýsingar varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins, sbr. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga, verður með hliðsjón af þeim almennu sjónarmiðum sem rakin eru í 2.1. að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma sem matið fer fram eða hvort um sé að ræða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt.<br /> Með skírskotun til þess sem hér hefur verið rakið, og að fyrir liggur að sérstakri matsnefnd hefur verið falið að leysa úr ágreiningi um verðmæti vatnsréttindanna, verður að telja að óheimilt sé að veita kæranda aðgang að upplýsingum um það verð sem Landsvirkjun gerir ráð fyrir að greiða fyrir þau enda megi búast við því að almenn vitneskja um það geti skaða hagsmuni fyrirtækisins.</p> <p><br /> <strong>2.3.<br /> </strong>Á bls. 30 í skýrslunni hefur verið felld út tafla yfir spár um fjárflæði Landsvirkjunar. Með tilvísun til þeirra almennu sjónarmiða sem rakin eru í 2.1. hér að framan um skýringu á ákvæðum 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga verður að fallast á það með iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu að upplýsingarnar geti skaðað stöðu fyrirtækisins á samkeppnismarkaði ef þær yrðu á almannavitorði. Að mati nefndarinnar gildir það sama um þær upplýsingar sem felldar hafa verið út úr skýrslunni á bls. 31, en fallast verður á að þær geti endurspeglað orkuverð Landsvirkjunar í stóriðjusamningum og þar með skaðað samkeppnisstöðu fyrirtækisins verði þær gerðar opinberar.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Synjun iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um að veita kæranda, [...], aðgang að þeim upplýsingum sem ráðuneytið hefur fellt út úr skýrslu um verðmat Landsvirkjunar, dags. 18. september, er staðfest.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p><br />                                  Friðgeir Björnsson                                                               Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-237/2006 Úrskurður frá 22. desember 2006 | Kærð var synjun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um aðgang að fjórum þjónustusamningum við félagasamtökin [X] og einum þjónustusamningi við félagasamtökin [Y]. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur.
| <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 22. desember 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-237/2006.</p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dags. 4. nóvember 2006, kærði [...] synjun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um aðgang að fjórum þjónustusamningum við félagasamtökin [X] og einum þjónustusamningi við félagasamtökin [Y].<br /> Kæran var kynnt velferðarsviði Reykjavíkurborgar 7. nóvember sl. og því gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran laut að. Í svarbréfi lögfræðings velferðarsviðs borgarinnar, dags. 21. nóvember sl. er þess krafist að kærunni verði vísað frá en annars að henni verði hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> Með bréfum, dags. 24. nóvember sl., var félagasamtökunum [X] og [Y] kynnt kæran og framkomnar athugasemdir velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og þeim gefinn kostur á að gera úrskurðarnefndinni grein fyrir því hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum og að hvaða leyti afhending þeirra gæti skaðað hagsmuni þeirra. Athugasemdir samtakanna bárust nefndinni með bréfum þeirra, dags. 3. desember 2006, þar sem kröfum kæranda um aðgang að umræddum samningum í heild sinni er hafnað.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir velferðarsviðs Reykjavíkurbogar 6. nóvember sl. Athugasemdir hans bárust nefndinni með bréfi hans, dags. 29. nóvember sl.</p> <p> </p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að í framhaldi af tölvupóstsamskiptum kæranda við starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í mars sl. óskaði kærandi eftir því með tölvupósti 24. mars sl. að fá aðgang að þjónustusamningum Reykjavíkurborgar við ellefu tilgreind félagasamtök og aðra þá sem starfa að forvörnum og meðferðarstarfi. Er í beiðni kæranda vísað til þess að um ráðstöfun opinberra fjármuna sé að ræða. Samningarnir hafi verið til umfjöllunar og meðferðar hjá borginni og að ákvæði 5. gr. upplýsingalaga eigi ekki að girða fyrir það að veittur verði aðgangur að þeim.<br /> Í ódagsettu svarbréfi velferðarsviðs borgarinnar var kæranda sendur samningur velferðarsviðsins við [Y], dags. 13. maí 2005, og samningar sviðsins við [X], dags. 28. maí 2005, 6. júlí 2005 og 1. apríl 2005. Tekið er fram að atriði í samningnum, sem varði fjárhæðir hafi verið afmáð, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Kærandi leitaði á ný til velferðarsviðs borgarinnar 27. október sl. með ósk um afhendingu samninganna. Hinn 3. nóvember fékk kærandi afhenta fjóra samninga velferðarsviðsins við [X]. Eru tveir þeirra dagsettir 6. júlí 2005, sá þriðji 1. apríl 2005 og sá fjórði 13. júní 2006. Jafnframt barst kæranda samningur velferðarsviðsins og [Y], dags. 13. maí 2005.<br /> Í umsögn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er vísað til þess að ákveðið hafi verið að strika út fjárhagstölur í samningunum, sbr. 5. og 7. gr. upplýsingalaga. Óheimilt sé að veita upplýsingar til almennings um mikilvæga fjárhagshagsmuni þriðja aðila. Þær tölur sem strikaðar hafi verið út gefi afar mikilvægar og viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu umræddra félagasamtaka. Ekki sé heimilt að veita almenningi og/eða öðrum sambærilegum félagasamtökum umræddar fjárhags- og rekstrarupplýsingar. Hljóti velferðarsviðinu að vera heimilt að meta hverjar afleiðingar það hafi ef upplýst verði um fjárhagstölur í þjónustusamningum sem sviðið geri við fjölmörg félagasamtök ár hvert. Enn fremur er bent á að þó ekki sé um að ræða viðskiptalega samkeppni á milli [kæranda] og umræddra félagasamtaka, þá starfi samtökin á svipuðum vettvangi og því kunni að eiga við samkeppnisleg sjónarmið og/eða sjónarmið um viðskiptaleyndarmál. Því sé sanngjarnt og eðlilegt að umræddar fjárhagsupplýsingar fari leynt. Eigi því mikilvægar fjárhagsupplýsingar tveggja félagasamtaka að njóta vafans og vera undanþegnar upplýsingarétti. Um frávísun kærunnar er vísað til þess að kærufrestur samkvæmt 16. gr. upplýsingalaga hafi verið liðinn er kæran barst nefndinni.<br /> Af hálfu kæranda er því hafnað að fram hafi komið röksemdir sem réttlæti að halda eigi leyndum þeim upplýsingum sem máðar hafi verið út í umræddum samningum. Um frávísunarkröfu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vísar kærandi til þess að hann hafi óskað eftir afhendingu samninganna 27. október sl. og hafi hann fengið þá með útstrikunum 3. nóvember sl.<br /> Í umsögn [X] segir að samtökin starfi á sama markaði og [kæranda]. Ekki sé um beina samkeppni að ræða milli þeirra. Þó geti ríkir hagsmunir verið í húfi þegar komi að upplýsingum um fjárhags- og rekstrarforsendur. Eðli starfseminnar sé slík að samkeppni ríki um fjármagn frá einka- sem opinberum aðilum. Samtökin telji að ekki komi til greina að þau verði þvinguð til að gefa öðrum óopinberum einkaréttarlegum samtökum upplýsingar sem kunni að nýtast þeim til undirboða eða annarra aðgerða á grundvelli þeirra upplýsinga.<br /> Í umsögn [Y] er tekið undir þá afstöðu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að strika beri út umræddar upplýsingar. Um sé að ræða fjárhagshagsmuni sem séu mikilvægir samtökum eins og [Y], en rekstrargrundvöllur samtakanna byggist á greindum þjónustusamningi og þeim fjármunum sem frá stofnuninni berist. Þá njóti rekstur samtakanna einnig góðs af frjálsum framlögum fyrirtækja og einstaklinga. Opinberun á ofangreindum fjárhagstölum gæti haft neikvæð áhrif á frjáls framlög og dregið úr þeim og þannig skaðað samtökin. Telja þau að hagsmunir þeirra af því að fjárhagstölur í samningunum verði ekki gerðar opinberar séu miklu ríkari en hagsmunir [kæranda].<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurðinum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.<br /> </strong>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við fjóra tilgreinda samninga [X] og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og einn samning sviðsins við [Y], sem hann fékk afhenta 3. nóvember sl. Lýtur kæra hans að því að fá aðgang að þeim fjárhagsupplýsingum sem velferðarsvið Reykjavíkur hefur máð úr samningunum.<br /> Velferðarsvið Reykjavíkurborgar byggir synjun sína á því að þær fjárhagsupplýsingar sem framkoma í umræddum samningum varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni [X] og [Y] og því sé óheimilt að veita aðgang að þeim, sbr. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>2.<br /> </strong>Úrskurðarnefndin hefur í úrskurðum sínum, þar sem fjallað hefur verið um aðgang að samningum um kaup opinberra aðila á þjónustu eða vöru hjá einkaaðilum, vísað til þess að skýra beri takmarkanir á upplýsingarétti almennings þröngt, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar í málum A- 232/2006 og A-133/2001.<br /> Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang „... að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar, að óheimilt sé „... að veita almenningi upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“<br /> Í ákvæðum upplýsingalaga er gert ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt sé að það muni verða, séu upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafi fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ. á m. hvort um sé að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geti samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). Koma þessi sjónarmið m.a. fram í úrskurðum nefndarinnar í málum A-234/2006, A-233/2006 og A-206/2005.<br /> Úrskurðarnefndin hefur lagt til grundvallar í úrskurðum sínum, sbr. t.d. A-234/2006, A-224/2005, að almenningur eigi almennt ríkari rétt til aðgangs að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna og gæða heldur en upplýsinga um viðskipti milli einkaaðila. Varði upplýsingar á hinn bóginn innri málefni aðila sem starfa á einkaréttarlegum grundvelli þ. á m. upplýsingar um fjárhagslega afkomu þeirra eða rekstur verður almennt að líta svo á að óheimilt sé að veita aðgang að þeim samkvæmt síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Með þeim samningum sem hér um ræðir er opinberum fjármunum ráðstafað, til áður nefndra félagasamtaka. Það athugast ennfremur, að svo miklu leyti sem samkeppnissjónarmið geta átt við í máli þessu, að úrskurðarnefndin hefur þar sem slík sjónarmið hafa átt við byggt á því að fyrirtæki og aðrir lögaðilar, þ. á m. frjáls félagasamtök verða hverju sinni að vera undir það búin að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Koma sjónarmið þessi m.a. fram í úrskurðum nefndarinnar í málum A-74/1999 og A-133/2001.</p> <p><br /> <strong>3.</strong><br /> Samtökin [X] og [Y] teljast til fyrirtækja eða lögaðila í merkingu síðari málsliðar 5. gr. upplýsingalaga. Hafa þau lýst því yfir að þau leggist gegn því að kærandi fái aðgang að umræddum upplýsingum. Er í því sambandi vísað til þess að fjárhags- og samkeppnisstaða samtakanna muni skaðast ef þær fjárhagsupplýsingar er fram koma í samningunum verði gerðar opinberar. Ekki er af hálfu samtakanna skýrt nánar á hvern hátt hagsmunum þeirra sé hætta búin verði fallist á beiðni kæranda um afhendingu umræddra samninga í heild sinni.<br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þá samninga sem hér um ræðir. Um er að ræða tvo samninga við [X], sem dagsettir eru 6. júlí 2005, þar sem [X] tekur að sér rekstur stuðningsheimilis að [...] og heimilis fyrir heimilislausa að [...]. Eru samningarnir með gildistíma til 31. desember 2005. Þá er um að ræða tvo þjónustusamninga, sá fyrri er dags. 1. apríl 2005, með gildistíma til 31. desember 2005 og hinn síðari er dags. 13. júní 2006 með gildistíma til 31. desember 2006 vegna styrks til reksturs félagsmiðstöðvar, kaffistofu og stoðbýlis samtakanna. Tekið er fram að samningarnir grundvallist á XI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991. Samningur velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og [Y], dags. 13. maí 2005, er einnig þjónustusamningur á grundvelli XI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og tekur til þjónustu sem samtökin veita foreldrum og börnum með lögheimili í Reykjavík. Er sá samningur með gildistíma til 31. desember 2007.<br /> Með tilvísun til þess sem hér hefur verið, og þeirra sjónarmiða sem meginreglan um upplýsingarétt almennings byggist á er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að veita beri kæranda aðgang að upplýsingum um þær fjárhæðir sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur innt til [X] og [Y] samkvæmt áðurnefndum samningum. Í því sambandi hefur úrskurðarnefndin útbúið eintök af samningunum og merkt sérstaklega við þær upplýsingar sem veita ber kæranda aðgang að.<br /> Að mati nefndarinnar teljast á hinn bóginn upplýsingar um hlutfall eða prósentur af áætluðum kostnaði þeirrar starfsemi sem greitt er vegna, samkvæmt samningunum, til innri málefna umræddra samtaka og varða sem slík mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra, sbr. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga. Að því marki sem slíkar upplýsingar hafa ekki þegar verið birtar kæranda ber að takmarka aðgang að þeim, sbr. síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Reykjavíkurborg er skylt að veita kæranda, [...], aðgang að upplýsingum um þær fjárhæðir sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiðir samkvæmt eftirfarandi samningum við [X] og [Y]:<br /> 1. Tveir samningar við [X], dags. 6. júlí 2005, og aðrir tveir samningar við samtökin, dags. 1. apríl 2005 og 13. júní 2006.<br /> 2. Samningur við [Y], dags. 13. maí 2005</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-236/2006 Úrskurður frá 22. desember 2006 | Kærð var synjun Kópavogsbæjar um aðgang að uppdráttum og öðrum gögnum sem lögð höfðu verið fyrir Kópavogsbæ og tengdust byggingu fyrirhugaðs húss við [X-götu nr. Y] þar í bæ. Ekki hefur þýðingu í hvaða skyni ætlunin er að nota umbeðnar upplýsingar. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Öryggishagsmunir einstaklinga og lögaðila. Aðgangur veittur að hluta. | <h3>ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 22. desember 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-236/2006.</p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Hinn 24. október sl., kærði [...] synjun Kópavogsbæjar um aðgang að uppdráttum og öðrum gögnum sem lögð höfðu verið fyrir Kópavogsbæ og tengdust byggingu fyrirhugaðs húss við [X-götu nr. Y] þar í bæ.<br /> Kæran var kynnt Kópavogsbæ, með bréfi dags. 26. október sl., og kostur gefinn á því á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran laut að. Í svarbréfi Kópavogsbæjar, dags. 2. nóvember sl., er þess krafist að kærunni verði hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Til vara er þess krafist að Kópavogsbæ verði eingöngu gert skylt að afhenda hluta þeirra gagna sem beiðni kæranda nær til.<br /> Með bréfi, dags. 13. nóvember 2006, var eiganda [hússins nr. Y við X-götu] í Kópavogi kynnt kæran og framkomnar athugasemdir Kópavogsbæjar og honum gefinn kostur á að gera úrskurðarnefndinni grein fyrir því, hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum og að hvaða leyti afhending þeirra gæti skaðað hagsmuni hans.<br /> Athugasemdir eiganda [hússins nr. Y við X-götu] bárust nefndinni með bréfi, dags. 27. nóvember sl., þar sem hann hafnar því að þau gögn sem um ræðir verði afhent.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Kópavogsbæjar með bréfi, dags. 6. nóvember sl., og um athugasemdir eiganda [hússins nr. Y við X-götu] með bréfi, dags. 28. nóvember sl. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfum hans, dags. 8. nóvember sl. og 12. desember sl.</p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að 19. september sl. óskaði kærandi eftir afriti af framlögðum gögnum hjá yfirvöldum Kópavogsbæjar um byggingu húss á lóðinni [X-götu nr. Y]. Kærandi var í tölvupóstsamskiptum við starfsmenn Kópavogsbæjar vegna beiðni sinnar til 20. október sl., er hann krafðist afhendingar uppdrátta og lýsinga, sem Kópavogsbær hefði vegna fyrirhugaðar byggingar á lóðinni [X-götu nr. Y]. Með tölvupósti skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs Kópavogsbæjar 24. október sl. var beiðni kæranda hafnað með tilvísun til 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Í umsögn Kópavogsbæjar um kæruna kemur fram að gengið sé út frá því að kærandi hyggist birta umrædd gögn eða hluta þeirra í fjölmiðlum. Skýra verði ákvæði 5. gr. upplýsingalaga þannig að innra skipulag íbúðarhúsa einstaklinga teljist til einkahagsmuna og eigi því að vera undanþegið aðgangi. Líta beri til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs og ekki síður öryggissjónarmiða þegar tekin sé ákvörðun um að veita aðgang að upplýsingum um heimili einstaklinga. Meta verði þá hagsmuni sem um sé að ræða. Ef telja verði upplýsingarnar viðkvæmar út frá almennum sjónarmiðum, þannig að þær eigi ekki erindi við allan þorra manna, beri að undanþiggja þær aðgangi almennings. Nákvæmar upplýsingar af þessum toga leiði enn fremur til þess að nota megi þær í ólögmætum tilgangi. Tekið er fram að fyrir byggingarnefnd sé almennt lagðar þrenns konar teikningar, útlitsteikningar, afstöðumyndir og grunnmyndir, sem sýni innra skipulag. Verði ekki fallist á þá kröfu að hafna beiðni kæranda sé þess krafist til vara að afhending ganga verði takmörkuð við aðrar teikningar en grunnmynd.<br /> Í umsögn eiganda [X-götu nr. Y] er því eindregið hafnað að kærandi fái aðgang að umbeðnum gögnum. Er þar vísað til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs, sbr. 71. gr. stjórnarskrárinnar. Kærandi hafi ekki tilgreint neina þá hagsmuni sem fyrir hendi þurfi að vera til þess að réttlæta að veittur verði aðgangur að þeim einkamálefnum er fram komi í umræddum gögnum. Þá séu teikningar af húsinu verðmætt hugverk sem óskað sé að haldið verði leyndum. Sjónarmið um öryggi fjölskyldu hans mæli gegn afhendingu teikninganna. Er nefnt sem dæmi að innbrotsþjófar ættu hægar um vik svo og þeir sem kynnu að vilja skaða fjölskyldu hans. Tekið er fram að á þetta sé bent af gefnu tilefni þar sem á síðustu árum hafi hann orðið fyrir líflátshótunum sem m.a. hafi komið til kasta lögreglu. Þá fari birting teikninganna gegn ákvæðum 22. gr. a höfundalaga nr. 73/1972. Það er mat eignanda [X-götu nr. Y] að í málinu beri honum að njóta vafans þar sem réttur hans til friðhelgi um einkalíf sitt sé ótvíræður, en ólíklegt að almannahagsmunir snertist af málinu.<br /> Í athugasemdum kæranda er m.a. vísað til þess að yfirvöld í Kópavogsbæ og í öðrum sveitarfélögum hafi afhent hverjum sem vilji uppdrætti af byggingum í bænum. Í þessu máli hafi önnur sjónarmið verið látin gilda og sé ekki hægt að fallast á slíkt.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.<br /> </strong>Með bréfi Kópavogsbæjar, dags. 2. nóvember 2006, bárust nefndinni teikningar af húsinu að [X-götu nr. Y], sem áritaðar eru af byggingarfulltrúa um samþykkt byggingarnefndar Kópavogs 9. október 2006. Um er að ræða fimm teikningar: Grunnmynd 1. hæðar, grunnmynd 2. hæðar, þakmynd-þaksvalir og tvær útlitsteikningar. Kópavogsbær hefur hafnað beiðni kæranda með tilvísun til einkahagsmuna eiganda [X-götu nr. Y], sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá hefur eigandi [X-götu nr. Y] lagst gegn afhendingu teikninganna af sömu ástæðu og einnig að með afhendingu þeirra kynni öryggis hans og fjölskyldu að vera hætta búin.<br /> Meginreglan um upplýsingarétt almennings, sbr. 3. gr. upplýsingalaga, byggist á því að sá sem upplýsinga beiðist þurfi ekki að tiltaka ástæður fyrir beiðni sinni. Aðgangi að upplýsingum verður því ekki synjað á þeim grundvelli að ætlunin sé að birta þær. Annað mál er að hagnýting eða birting upplýsinga kann að varða við t.d. hegningarlög eða höfundalög, sbr. 22. gr. a höfundalaga nr. 73/1972 og 5. tölul. 25. gr. upplýsingalaga.<br /> Upplýsingaréttur almennings sætir takmörkunum samkvæmt nánari fyrirmælum 4.-6. upplýsingalaga. Í máli þessu reynir á hvort einkalífshagsmunir og öryggishagsmunir eiganda [X-götu nr. Y] eigi að leiða til takmarkana á upplýsingarétti kæranda.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Ekki verður talið að upplýsingar um það hvort einstaklingur, lögaðili eða opinber aðili hafi fengið útgefið leyfi til byggingar íbúðarhúsnæðis eða húsnæðis fyrir starfsemi sína samkvæmt framlögðum teikningum séu þess eðlis að þær skuli fara leynt skv. 5. eða 6. gr. upplýsingalaga. Að mati nefndarinnar má vera ljóst að öryggishagsmunir opinberra aðila, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geta leitt til þess að takmarka beri aðgang almennings að upplýsingum um opinberar byggingar vegna þeirrar starfsemi sem þar á sér stað. Ljóst er að það sama getur átt við um fyrirtæki og lögaðila sem reka þannig starfsemi að eðlilegt og sanngjarnt sé að aðgangur almennings að upplýsingum um innra skipulag bygginga þeirra sé takmarkaður. Verður ekki annað séð en að sömu sjónarmið geti einnig átt við um íbúðarhúsnæði einstaklinga og að ekki standi rök til þess að hafa hér annan hátt á, enda hafi einstaklingur tilefni til þess ætla að öryggi hans sé betur tryggt með því að takmarkaður sé aðgangur almennings að upplýsingum um innra skipulag heimilis hans.<br /> Ekki er heldur útilokað að einstakar upplýsingar um persónu manns eða fjölskylduhagi hans, sem fram koma í slíkum gögnum, geti verið með þeim hætti að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt. Samkvæmt fyrri málslið 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari nema sá samþykki sem í hlut á. Í skýringum við ákvæðið í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum kemur fram að það myndi takmarka mjög upplýsingaréttinn ef allar upplýsingar, sem snerta einkahagsmuni einstaklinga væru undanþegnar. Er þeirri stefnu fylgt að láta meginregluna um upplýsingarétt taka til slíkra upplýsinga en með þeim takmörkunum sem gera verður m.a. til að tryggja friðhelgi einkalífs, sbr. 5. gr. Upplýsingarétturinn verður almennt ekki takmarkaður samkvæmt ákvæðinu nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingarnar eru veittar. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður í framangreindu tilliti einnig að telja öryggishagsmuni einstaklinga.</p> <p><strong>3.</strong><br /> Á grunnmynd 1 og 2 er lýst allnákvæmlega innra skipulagi fyrirhugaðs íbúðarhúss að [X-götu nr. Y] og verður að leggja til grundvallar að það sé sérstaklega hannað samkvæmt persónulegum óskum eigandans og lýsi sérstökum þörfum hans og fjölskyldu. Þegar til þessa er litið og afstöðu hans til takmarkaðs aðgangs almennings að teikningunum, á grundvelli öryggishagsmuna sinna verður að telja að ekki sé útilokað að framangreindir hagsmunir hans geti skaðast ef þær upplýsingar sem þar koma fram verða veittar.<br /> Með vísun til þess sem að framan greinir er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Kópavogsbæ sé óheimilt að veita kæranda aðgang að grunnmyndum vegna 1. og 2. hæðar [X-götu nr. Y], en að öðru leyti eigi kærandi rétt á aðgangi að þeim gögnum sem hann hefur beðið um.</p> <p><br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Kópavogsbæ er skylt að veita kæranda aðgang að uppdráttum af íbúðarhúsi við [X-götu nr. Y], sem samþykktar voru af byggingarfulltrúa 9. október 2006, að undanskildum grunnmyndum 1. og 2. hæðar.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-235/2006 Úrskurður frá 22. desember 2006 | Kærð var synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni um aðgang og afrit af öllum skjölum og gögnum í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands um símhleranir, sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið afhenti safninu í júlí 2006. Aldur skjala. Framsending. Gildissvið upplýsingalaga. Skjalasöfn. Tilgreining máls. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þagnarskylda. Öryggi og varnir ríkisins. Afhending að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 22. desember 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-235/2006.</p> <p><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með skriflegri kæru, dags. 17. ágúst sl., kærði ... [A] synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni hans um aðgang og afrit af öllum skjölum og gögnum í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands um símhleranir, sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið afhenti safninu í júlí sl.<br /> Þjóðskjalasafni Íslands var kynnt kæran með bréfi 22. ágúst sl., og gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og láta nefndinni í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum. Viðhorf safnsins kom fram í bréfi þjóðskjalavarðar 31. ágúst sl. Fylgdu því í skjalamöppu 18 skjöl, auðkennd „Afhending-25“. Kæranda var veittur frestur til 13. september sl. til þess að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi umsagnarinnar. Athugasemdir bárust ekki frá kæranda.<br /> Hinn 19. september sl. óskaði úrskurðarnefndin eftir því að dóms- og kirkjumálaráðuneytið léti henni í té upplýsingar um það hvort nefnd skjöl hefðu verið varðveitt saman í einu lagi í skjalasafni þess. Ennfremur hvort þau hefðu að geyma upplýsingar sem takmarka bæri aðgang að vegna skuldbindinga um þagnarskyldu sem íslenska ríkið hefði gengist undir að þjóðarétti og loks hvort sérstök lagafyrirmæli um þagnarskyldu girtu fyrir aðgang að umræddum skjölum. Einnig óskaði nefndin eftir því að upplýst yrði hvort skjölin geymdu upplýsingar um virka öryggishagsmuni ríkisins. Svör ráðuneytisins koma fram í bréfi þess, dags. 25. september sl.<br /> Úrskurðarnefndin óskaði eftir því 3. október sl. að dóms- og kirkjumálaráðuneytið veitti nánari upplýsingar um það hvor eitthvert þeirra 18 skjala, sem ráðuneytið hafði sent Þjóðskjalasafni teldust til opinberrar rannsóknar í máli eða málum, sem hefðu verið til umfjöllunar eða úrlausnar í ráðuneytinu. Að öðru leyti var þess óskað að ráðuneytið upplýsti hvort skjölin hefðu að geyma upplýsingar sem takmarka bæri aðgang að vegna skuldbindinga um þagnarskyldu sem íslenska ríkið hefði gengist undir að þjóðarétti, sbr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og loks hvort sérstök lagafyrirmæli um þagnarskyldu girtu fyrir aðgang að nefndum skjölum, en í því sambandi óskaðist upplýst hvort skjölin hefðu að geyma upplýsingar um virka öryggishagsmuni ríkisins. Í svarbréfi ráðuneytisins 6. október sl. er vísað til þess að þrjú skjöl séu samrit og sex skjöl hafi verið hluti af rannsókn í opinberu máli. Níu skjöl varði öryggishagsmuni ríkisins og sé stærstur hluti þeirra merktur sem trúnaðarmál. Er það mat ráðuneytisins að það sé ekki í stakk búið að ákveða, að svo stöddu, að leynd skuli aflétt af síðastnefndum skjölum, sem sum hver varði samskipti við önnur ríki, en þann málaflokk annist utanríkisráðuneytið. Svör ráðuneytisins voru kynnt kæranda með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 12. október sl.<br /> Hinn 18. október sl. átti ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál fund með skrifstofustjóra lagaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins á skrifstofu hennar. Á fundinum auðkenndi ritari nefndarinnar sérstaklega fimm skjöl sem að mati ráðuneytisins töldust hluti af rannsókn í opinberu máli. Að athuguðu máli var ekki talið að sjötta skjalið, merkt nr. 16, hefði tilheyrt opinberri rannsókn.<br /> Með bréfi, dags. 19. október sl., óskaði úrskurðarnefndin eftir því að utanríkisráðuneytið léti nefndinni í té upplýsingar um, hvort eitthvert þeirra tíu skjala auðkennt, nr. 4-10, 13, 14 og 16, sem afhent höfðu verið nefndinni í trúnaði, hefðu að geyma upplýsingar, sem takmarka bæri aðgang að vegna skuldbindinga um þagnarskyldu, sem íslenska ríkið hefði gengist undir að þjóðarétti eða hvort sérstök lagafyrirmæli um þagnarskyldu girtu fyrir aðgang að þeim. Sérstaklega óskaði nefndin eftir því að fram kæmi hvort skjölin geymdu upplýsingar um virka öryggishagsmuni ríkisins. Óskað var eftir því að upplýsingarnar bærust nefndinni fyrir 30. október sl. Nefndin ítrekaði beiðni sína 1. og 15. nóvember og 1. desember sl. Utanríkisráðuneytið upplýsti 14., 24. og 30. nóvember sl. að það hefði leitað upplýsinga um eitt skjalanna sem stafaði frá leynisþjónustu bandaríska flotans og umsögn þess hefði dregist af þeim sökum. Svör utanríkisráðuneytisins koma fram í bréfi þess, dags. 13. desember sl.</p> <p><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að með bréfi þjóðskjalavarðar 15. ágúst sl., var beiðni kæranda frá 3. ágúst sl. um aðgang og afrit af umræddum gögnum hafnað. Er þar vísað til þess að upplýsingalög taki ekki til þeirra gagna sem kærandi nefni. Um gögnin og aðgang að þeim fari eftir reglugerð sem menntamálaráðherra setji að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar, sbr. 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands og 25. gr. upplýsingalaga. Þar sem reglugerðin hafi ekki verið sett geti safnið ekki veitt aðgang að gögnunum.<br /> Til stuðnings kærunni vísar kærandi til þess að þjóðskjalaverði sé skylt að afhenda honum gögnin í samræmi við upplýsingalög. Rökstuðningur í bréfi þjóðskjalavarðar sé ófullnægjandi, þar sem ekki sé getið um lagalegar forsendur fyrir henni. Ekki stoði að vísa til reglugerðar sem ekki hafi verið sett. Beri að afhenda honum gögnin nema ótvíræð undanþága sé til þess í lögum.<br /> Í umsögn Þjóðskjalasafns Íslands um kæruna er að auki vísað til þess að þau gögn sem kærandi óski aðgangs að séu eingöngu gögn í málum sem snerta rannsókn eða saksókn í opinberum málum. Þar af leiðandi gilda upplýsingalögin ekki um þau gögn með vísan til niðurlags 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaganna. Í umsögn safnsins er ennfremur vísað til þess að kærandi hafi ekki getið neinna sérstakra hagsmuna, sem í húfi séu, um afhendingartíma eða frestun á aðgangi, en til þess hafi verið litið við ákvarðanatökuna.<br /> Í bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 25. september sl. er rakið að í 2. mgr. 19. gr. laga um fjarskipti nr. 30/1941 hafi verið gert ráð fyrir því að veita hafi mátt lögreglu aðgang að því að hlusta á símasamtöl, þegar öryggi landsins hafi krafist þess eða um mikilsverð sakamál hafi verið að ræða, „enda hafi dómsmálaráðherra í hvert skipti fellt skriflegan úrskurð um, að svo skuli gert og um hvaða tímabil ...“ Ákvæðið hafi verið fellt brott með lögum nr. 27/1951, um meðferð opinberra mála. Nýtt ákvæði hafi verið tekið upp í 47. gr. þeirra laga, sbr. 47. gr. laga nr. 74/1974, er leystu þau lög af hólmi og hafi það staðið óbreytt þar til lög nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála tóku gildi. Með því að taka upp þá skipan að dómari skuli úrskurða um hlerunarheimild, vegna síma sem sökunautur hefði eða ætla mætti að hann notaði, mætti leiða að því rök að hlustanir samkvæmt síðastgreindu ákvæði hlytu ávallt að hafa verið í þágu rannsóknar sakamáls. Þá væri ákvæðinu skipað í lög um meðferð opinberra mála og gert ráð fyrir sökunaut þ.e. sakborningi sem ekki hafi verið fyrir gildistöku laga nr. 27/1951. Er það mat ráðuneytisins að ákvæði upplýsingalaga taki ekki til hlerana sem heimilaðar hafi verið á grundvelli laga nr. 27/1951 og 74/1974. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur tilgreint sérstaklega fimm skjöl í þessu sambandi, sem merkt hafa verið nr. 1, 2, 3, 17 og 18. Um varðveislu skjalanna segir í bréfi ráðuneytisins að þau hafi verið geymd í læstri hirslu.<br /> Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dags. 13. desember sl. er lýst þeirri afstöðu ráðuneytisins að heimilt sé að veita almenningi aðgang að þeim 10 skjölum, sem úrskurðarnefndin hafi sent ráðuneytinu 19. október sl. Í umsögn ráðuneytisins er vikið að efni skjalanna og greind afstaða þess til aðgangs almennings að þeim. Er þar að meginstefnu vísað til þess að umrædd skjöl séu eldri en 30 ára, sbr. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, en einnig eftir því sem við á að þau varði ekki samskipti við önnur ríki, þagnarskyldu að þjóðarrétti eða virka öryggishagsmuni íslenska ríkisins þannig að takmarka beri aðgang almennings að þeim.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <p><strong>Niðurstaða</strong></p> <p><strong>1.<br /> </strong>Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við öll skjöl sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið afhenti Þjóðskjalasafni Íslands í júlí sl. og varða símhleranir. Þjóðskjalasafn Íslands afhenti úrskurðarnefndinni í trúnaði umrædd skjöl í skjalamöppu auðkennd „Afhending 2006-25.“ Um er að ræða 18 skjöl, sem nefndin hefur tölusett. Skjal nr. 15 er samrit skjals nr. 14 og skjöl nr. 11 og 12 samrit skjals nr. 13. Þá er skjal nr. 18. handrit skjals nr. 17.<br /> Í skjalamöppu þeirri, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, er þannig að finna 14 skjöl ásamt afritum og samritum af sumum skjalanna. Skjölin tilheyra ekki öll einu og sama málinu heldur virðast þau vera samtíningur skjala úr nokkrum málum sem öll varða öryggi íslenska ríkisins í víðum skilningi. Af svörum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins verður ráðið að þessi skjöl hafa um langa hríð verið geymd saman á einum stað í læstri hirslu í ráðuneytinu og var skilað í einu lagi til Þjóðskjalasafns Íslands í júlí s.l. án þess að málin væru sérgreind. Í ljósi þessa óvanalega vörsluháttar skjalanna og þess fyrirkomulags sem var á skilum þeirra til Þjóðskjalasafns Íslands telur nefndin að ákvæði 10. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu máls standi ekki í vegi fyrir því að lagður verði úrskurður á það hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að umræddum skjölum.</p> <p><br /> <strong>2.</strong></p> <p>Í máli þessu reynir annars vegar á hvort veita eigi kæranda aðgang að skjölum nr. 1, 2, 3, 17 og 18 sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið tekur fram að varði rannsókn eða saksókn í opinberu máli, og falli því utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1996. Hins vegar hvort eitthvert þeirra skjala nr. 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 13, 14 og 16 og send voru utanríkisráðuneytinu til umsagnar hafi að geyma upplýsingar, sem takmarka beri aðgang að vegna skuldbindinga um þagnarskyldu, sem íslenska ríkið hefur gengist undir að þjóðarétti, sbr. 2. gr. upplýsingalaga, eða hvort sérstök lagafyrirmæli um þagnarskyldu girði fyrir aðgang að skjölunum og hvort þau geymi upplýsingar um virka öryggishagsmuni ríkisins, sbr. 1. tölul. 6. gr. laganna.<br /> Um aðgang að gögnum þjóðskjalasafns fer samkvæmt 9. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands, sbr. 6. tölul. 25. gr. upplýsingalaga. Í fyrri málslið ákvæðisins er gert ráð fyrir því að um aðgang að skjölum og öðrum gögnum, sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni Íslands fari samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Um aðgang að öðrum gögnum og skjölum, sem upplýsingalög taka ekki til, fer samkvæmt reglugerð sem menntamálaráðherra setur að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar, sbr. síðari málsliður ákvæðisins. Í synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni kæranda um aðgang að framangreindum skjölum er ekki gerður greinarmunur á efni þeirra með tilliti til 1. eða 2. málsliðar 9. gr. laga nr. 66/1985.</p> <p> </p> <p><strong>2.1.</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Að mati úrskurðarnefndarinnar verður einnig að líta svo á að skjöl sem stjórnvöld hafa útbúið, vegna rannsóknar eða undirbúnings opinbers máls, og lögð hafa verið fyrir dómstóla eða önnur þar til bær stjórnvöld til úrskurðar og ennfremur úrskurðir í slíkum málum, falli utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. þeirra laga. Samkvæmt þessu teljast slík gögn til annarra gagna í merkingu síðari málsliðar 9. gr. laga nr. 66/1985 þegar þau hafa verið afhent Þjóðskjalasafni Íslands samkvæmt þeim lögum.<br /> Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni skjala 1, 2, 3, 17 og 18.<br /> Skjal 1 er endurrit úrskurðar, Sakadóms Reykjavíkur, dags. 8. júní 1968. Í úrskurðinum eru heimilaðar, til og með 27. júní 1968, hlustanir á 17 tilgreindum símanúmerum.<br /> Skjal 2 er endurrit bréfs dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til yfirsakadómarans í Reykjavík, dags. 1. júní 1968, þar sem óskað er heimildar til þess að hlusta 17 tilgreind símanúmer. Er þess óskað að málefnið verði tekið til úrskurðar samkvæmt 47. gr. laga um meðferð opinberra mál.<br /> Skjal 3 er lögregluskýrsla, dags. 30. maí 1968, ásamt fylgiseðli til ráðuneytisstjóra dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 31. maí 1968. Skýrslan geymir frásögn einstaklings af orðrómi sem honum hafi borist um undirbúning mótmæla vegna væntanlegs fundar NATO í Reykjavík 24. til 26. júní 1968.<br /> Skjal 17 geymir endurrit bréfs dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til Sakadóms Reykjavíkur, dags. 26. mars 1949 þar sem mælst er til um hlustun símanúmera, sem þó eru ekki tilgreind með beinum hætti.<br /> Skjal 18 er handrit skjals nr.17.<br /> Þegar efni framangreindra skjala er metið verður ekki annað ráðið en að þau varði rannsókn opinbers máls eða undirbúning slíkrar rannsóknar. Þar sem ákvæði upplýsingalaga taka ekki til slíkra skjala sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna verður synjun Þjóðskjalasafns Íslands á beiðni kæranda um aðgang að þeim ekki skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 20. gr. og 21. gr. upplýsingalaga. Ágreiningi út af synjun Þjóðskjalasafns Íslands um aðgang að skjölum 1, 2, 3, 17 og 18. verður því í samræmi við ofangreint skotið til menntamálaráðherra, sem æðra stjórnvalds, sbr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með tilvísun til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, verður sá hluti kærunnar er lýtur að synjun Þjóðskjalasafns Íslands um afhendingu ofangreindra skjala framsend menntamálaráðuneytinu til meðferðar.</p> <p> </p> <p><strong>2.2.</strong></p> <p>Að því er varðar efni skjala nr. 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 13 og 14 og ennfremur skjal nr. 16 hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytið tekið fram í bréfi sínu 6. október sl. að það sé ekki í stakk búið til að ákveða að svo stöddu að leynd skuli aflétt af þeim, þar sem sum hver varði skipti við önnur ríki en utanríkisráðuneytið fari með þann málaflokk. Á hinn bóginn er það mat utanríkisráðuneytis, eftir að hafa metið hvert og eitt framangreindra skjala, að heimilt sé að veita almenningi aðgang að þeim. Er þá í samræmi við fyrirspurn úrskurðarnefndarinnar einkum litið til aldurs skjalanna, sbr. 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, en einnig að aðgangur að þeim sé ekki takmarkaður vegna skuldbindinga að þjóðarétti, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga eða samkvæmt sérstökum þagnarskyldu reglunum sbr. 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og að skjölin geymi ekki upplýsingar um virka öryggishagsmuni ríkisins, sbr. 1. tölul. 6. gr. sömu laga.<br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér efni tilvitnaðra skjala með hliðsjón af framangreindum ákvæðum upplýsingalaga og ennfremur ákvæði 1. málsliðar 5. gr. laganna og lagt mat á hvort þau girði fyrir aðgang almennings að þeim skv. 3. gr. laganna. Er það niðurstaða nefndarinnar að ekki hafi komið fram rök eða verið sýnt fram á að takmarka beri aðgang almennings að skjölum auðkenndum nr. 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 13, 14, 16 og samrit auðkennd nr. 11, 12. og 15.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að með tilvísun til fyrri málsliðar 9. gr. laga nr. 66/1985, ber að veita kæranda aðgang þeim skjölum sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið afhenti Þjóðskjalasafni Íslands í júlí sl. Undanskilin eru þau skjöl sem nefndin hefur auðkennt nr. 1, 2, 3, 17 og 18 og rakin eru í lið 2.1. hér að framan.<br /> Þjóðskjalasafni Íslands er með úrskurði þessum send ljósrit skjala 1-18 eins og þau hafa verið auðkennd af nefndinni.<br /> Við meðferð máls þessa hefur tvívegis þurft að leita umsagna dóms- og kirkjumálarráðuneytisins og sitja fund með starfsmanni þess við nánari afmörkun á efni skjalanna. Leiddu svör ráðuneytisins til þess að nefndin þurfti einnig að afla umsagnar utanríkisráðuneytisins, sem aftur leitaði umsagnar leyniþjónustu bandaríska flotans um efni eins skjalsins. Hefur meðferð málsins dregist nokkuð af þessum sökum.</p> <p> </p> <p><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p>Kröfu kæranda um aðgang að fimm skjölum nr. 1, 2, 3, 17 og 18, er framsend menntamálaráðuneytinu til úrskurðar.<br /> Þjóðskjalasafni Íslands ber að afhenda kæranda, ... , önnur skjöl alls þrettán að tölu og auðkennd eru sem auðkennd eru nr. 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 13, 14, 16 og samrit auðkennd nr. 11, 12. og 15.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center"> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p><br />                                             Friðgeir Björnsson                                          Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-234/2006 Úrskurður frá 10. nóvember 2006 | Kærð var synjun bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar á beiðni um aðgang að upplýsingum og gögnum um samninga milli Seyðisfjarðarkaupstaðar og [A] ehf. í tengslum við fyrirhugaðar virkjanir í Fjarðará. Gildissvið laga um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 10. nóvember 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-234/2006:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 23. ágúst 2006 kærði [H] synjun bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar, dags. 24. júlí 2006, á beiðni hans um aðgang að upplýsingum og gögnum um samninga milli Seyðisfjarðarkaupstaðar og [A] ehf. í tengslum við fyrirhugaðar virkjanir í Fjarðará.</p> <p>Með bréfi, dags. 28. ágúst sl., var Seyðisfjarðarkaupstað kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og láta úrskurðarnefndinni í té í trúnaði afrit af þeim gögnum er kæran laut að. Viðhorf kaupstaðarins koma fram í bréfi bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar, dags. 7. september sl., þar sem áréttað er að bærinn hafi hafnað beiðninni, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og að fenginni afstöðu framkvæmdastjóra [A] ehf. Bréfi Seyðisfjarðarkaupstaðar fylgdi samningur kaupstaðarins og [A] ehf., dags. 3. október 2003 og viðauki við hann, dags. 3. júlí sl. Með viðaukanum framseldi [A] ehf. réttindi sín og skyldur samkvæmt samningnum frá 3. október til [B] ehf.</p> <p>Með bréfi, dags. 11. september sl., óskaði nefndin eftir afstöðu [A] ehf. til kærunnar. Svar barst með bréfi félagsins, dags. 29. september 2006. Kæranda var gefinn kostur á að gera athugasemdir við framkomnar skýringar og bárust þær með bréfi lögmanns kæranda, dags. 12. október sl.</p> <p>Þar sem [A] ehf. hefur framselt réttindi sín og skyldur samkvæmt framangreindum samningum til [B] ehf. fór úrskurðarnefndin þess á leit með bréfi, dags. 19. október sl., sem sent var lögmanni [B] ehf. með símbréfi, að félagið upplýsti hvort það væri sammála framkomnum athugasemdum við kæruna eða hvort það hyggðist bæta einhverju við þær. Svar [B] ehf. hefur borist nefndinni og í því er tekið undir öll sjónarmið [A] ehf.</p> <h3><br /> Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 20. júlí sl., fór kærandi þess á leit með vísan til upplýsingalaga, nr. 50/1996 og laga nr. 21/1993 um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál, við bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar að hann fengi send eintök af samningum sem gerðir hefðu verið milli kaupstaðarins og [A] ehf. í tengslum við fyrirhugaðar virkjanir í Fjarðará. Í bréfi bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar, dags. 24. júlí sl., kemur fram sú afstaða bæjarráðs kaupstaðarins að kaupstaðnum beri ekki skylda til þess að afhenda umrædd gögn, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, og að framkvæmdastjóri [A] ehf. hafi lagst gegn afhendingu gagnanna.</p> <p>Af hálfu kæranda er þess krafist að synjun Seyðisfjarðarkaupstaðar verði ómerkt og að lagt verði fyrir kaupstaðinn að taka erindi kæranda til umfjöllunar á nýjan leik, þar sem kaupstaðurinn hafi ekki tekið sjálfstæða afstöðu í málinu. Ennfremur að synjuninni verði hnekkt og að kaupstaðnum verði gert skylt að veita kæranda aðgang að gögnum um samninga hans og [A] ehf. um virkjanir í Fjarðará, en að öðru leyti verði Seyðisfjarðarkaupstað gert skylt að veita kæranda aðgang að þeim skjölum eða hluta skjala og öðrum gögnum sem ákvæði 5. gr. upplýsingalaga taki ekki til. Til rökstuðnings kröfunum vísar kærandi til þess að ekki hafi verið sýnt fram á með rökstuddum hætti að umbeðnar upplýsingar varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Að auki sé um að ræða fjölmargar aðrar upplýsingar og gögn, svo sem um umhverfismál, sem 5. gr. laganna taki ekki til. Aðgangur að slíkum gögnum sé auk þess sérstaklega heimilaður almenningi samkvæmt lögum nr. 21/1993. Meginreglan hljóti að mati kæranda að vera sú að skylt sé að afhenda gögnin nema sýnt sé fram á að undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga og 5. gr. laga nr. 21/1993 eigi við og jafnframt til hvaða skjala eða hluta úr skjölum ákvæðin taki til.</p> <p>Af hálfu Seyðisfjarðarkaupstaðar er því hafnað að kaupstaðurinn hafi ekki tekið sjálfstæða afstöðu til beiðni kæranda. Þá er og vísað til þess að framkvæmdastjóri [A] ehf. hefði lagst gegn afhendingu samningsins þar sem í honum séu fjölmörg atriði sem varði fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins.</p> <p>Af hálfu [A] ehf. er kröfum kærenda hafnað. Bent er á að kröfugerð lögmanns kæranda sé önnur og víðtækari en felist í upphaflegri beiðni kæranda. Fyrirtækið starfi á samkeppnismarkaði eftir setningu raforkulaga nr. 65/2003. Samningar sem slíkur aðili geri um virkjanaframkvæmdir feli í sér viðamiklar upplýsingar um viðskiptaaðferðir og upplýsingar um fjárhagslega afkomu og arðsemi af starfsemi hans sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari fyrir samkeppnisaðilum. Í samningum Seyðisfjarðarkaupstaðar og fyrirtækisins sé að finna nákvæmar upplýsingar um samstarf þess við kaupstaðinn og þær viðskiptalegu og fjárhagslegu forsendur sem samstarf þeirra byggist á. Í þeim upplýsingum felist vitneskja um viðskiptaaðferðir og fjárhagslega afkomu fyrirtækisins af því verkefni sem samningurinn fjalli um. Að mati fyrirtækisins beri að undanþiggja umrædd gögn aðgangi, sbr. lokamálslið 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, enda sé um að ræða ríka fjárhagslega og viðskiptalega hagsmuni þess.</p> <p>Af hálfu fyrirtækisins er því einnig hafnað að ákvæði laga nr. 21/1993 veiti víðtækari aðgangsrétt en ákvæði upplýsingalaga. Umræddur samningur innihaldi ekki upplýsingar um umhverfismál. Þá er vakin athygli á að d-liður 1. mgr. 5. gr. laganna veitir með sama hætti og 5. gr. upplýsingalaga heimild til að synja beiðni um upplýsingar til verndar mikilvægum viðskiptahagsmunum.</p> <p>Með tölvupósti, er barst úrskurðarnefndinni 27. október sl. er af hálfu lögmanns [B] ehf. áréttað að kröfur félagsins og [A] ehf. séu hinar sömu, að þau gögn sem máið varða verði ekki afhent þar sem þau innihaldi viðkvæmar viðskiptaupplýsingar og framleiðsluleyndarmál.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Seyðisfjarðarkaupstaður hefur synjað kæranda um aðgang að samningi milli Seyðisfjarðarkaupstaðar og [A] ehf., dags. 3. október 2003 og viðaukasamningi milli kaupstaðarins og [B] ehf., dags. 3. júlí sl., um fyrirhugaðar virkjanir í Fjarðará. Er synjun kaupstaðarins rökstudd með vísan til síðari málsliðar 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Af 2. tölulið 25. gr. upplýsingalaga, er breytti 4. gr. laga nr. 21/1993, um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál, leiðir að upplýsingalög gilda að meginstefnu til um allar upplýsingar sem finna má í gögnum stjórnvalda, með þeim undantekningum sem mælt er fyrir um í 4.-6. gr. laganna, sbr. ennfremur úrskurð nefndarinnar í málinu A-116/2001. Lög nr. 21/1993 gilda á hinn bóginn um upplýsingamiðlun um umhverfismál, sbr. 8. gr. laganna, og um öflun upplýsinga um umhverfismál sem ekki eru fyrirliggjandi hjá stjórnvöldum, sbr. 7. gr. laganna og ennfremur skýringar við 25. gr. frumvarps þess sem varð að upplýsingalögum. Í máli þessu hafa lög nr. 21/1993 ekki þýðingu um rétt kæranda samkvæmt upplýsingalögum.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Í máli þessu reynir á hvort síðari málsliður 5. gr. upplýsingalaga leiði til þess að takmarka beri rétt kæranda til aðgangs að nefndum samningum. Með hliðsjón af markmiðum upplýsingalaga ber að skýra undantekningar frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings þröngt.</p> <p>Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Jafnvel þótt upplýsingar sem fram koma í umræddum samningi geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli gera upplýsingalög ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis, að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram, þ. á m. hvort um er að ræða nýjar eða óþekktar framleiðsluaðferðir eða upplýsingar sem skert geta samkeppnishæfni þess á annan hátt. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra  hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). Koma þessi sjónarmið m.a. fram í úrskurðum nefndarinnar í málum A-233/2006, A-220/2005 og A-206/2005.</p> <p>Af fyrri framkvæmd úrskurðarnefndar verður ráðið að undir 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga falli ennfremur aðferðir sem viðsemjendur hins opinbera viðhafa til þess að efna samningsskyldur sínar. Ekki síst á þetta við ef aðferðirnar eru byggðar á rannsóknum og þróun sem kostað hafa umtalsverða fjármuni, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-74/1999 og A-192/2004 og ennfremur um fjármögnun einstakra liða.</p> <p>Við mat á hagsmunum almennings af því að fá aðgang að umræddum samningum verður jafnframt að hafa í huga að með þeim er Seyðisfjarðarkaupstaður að ráðstafa landsgæðum í eigu sveitarfélagins. Af fyrri úrskurðaframkvæmd má ráða að almenningur á ríkari rétt til aðgangs að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna og gæða heldur en upplýsingum um viðskipti milli einkaaðila, sbr. t.d. úrskurði í málum A-222/2005 og A-224/2006. Skiptir þá ekki máli þótt samningsbundnar fjárhæðir, geti gefið vísbendingar um fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu fyrirtækis. Við úrlausn málsins verður þannig að ganga út frá því að síðari málsliður 5. gr. upplýsingalaga sé því ekki til fyrirstöðu að kæranda sé veittur aðgangur að upplýsingum um þær greiðslur sem sveitarfélagið tekur við vegna ráðstöfunar umræddra landsgæða nema sýnt sé fram á eða leiddar séu verulegar líkur að því að þær hafi sérstaka fjárhagslega- eða viðskiptalega þýðingu fyrir fyrirtæki sem greiðir.</p> <p>[A] ehf. hefur lýst því yfir að fyrirtækið leggist gegn afhendingu umræddra gagna. Hið sama á við um [B] ehf. Er í því sambandi vísað til þess að samkeppnisstaða fyrirtækjanna muni skaðast ef upplýsingar um viðskiptaaðferðir og fjárhagsupplýsingar er fram koma í samningunum verði gerðar opinberar. Ekki er af hálfu fyrirtækjanna vísað til þess að í gögnunum sé lýst sérstökum aðferðum eða tækni sem fyrirtækin hyggjast beita við framkvæmd samningsins. Þá er það ekki skýrt nánar á hvern hátt hagsmunum þeirra sé hætta búin verði fallist á beiðni kæranda um afhendingu umræddra gagna.</p> <p> </p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér samning [A] ehf. og Seyðisfjarðarkaupstaðar, dags. 3. október 2003, um rétt fyrirtækisins til að rannsaka og virkja Fjarðará í Seyðisfirði (aðalsamningur) og viðauka við hann dags. 3. júlí 2006 (viðaukasamningur). Eins og fram er komið hefur [B] ehf. tekið við réttindum og skyldum samkvæmt fyrrnefndum samningum.</p> <p>Í framangreindum samningum er lýst þeim skilyrðum og skilmálum sem sett eru fyrir hagkvæmnirannsóknum og virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði. Að því er varðar önnur ákvæði en 7. gr. aðalsamningsins og 2. gr. viðaukasamningsins, er með tilvísun til þess sem að framan greinir ekki að finna neinar þær upplýsingar um atvinnu- og viðskiptaleyndarmál ellegar rekstrar- eða samkeppnisstöðu fyrirtækjanna sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í 7. gr. aðalsamningsins er fjallað um greiðslur fyrir vatnsréttindi og landnot. Með 2. gr. viðaukasamningsins eru gerðar breytingar á 1. mgr. 7. gr. aðalsamningsins. Er þar lýst nánar með hvaða hætti skuli greitt fyrir vatnsréttindi og landnot og hvernig greiðslufyrirkomulagi skuli háttað, komi til þess að [B] ehf. framselji rétt sinn samkvæmt samningunum til annars aðila. Að mati nefndarinnar geta upplýsingar af þeim toga sem fram koma í nefndum samningsákvæðum varðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna. Þegar hins vegar er tekið mið af því sem að framan er rakið, einkum þeim ríku almannahagsmunum sem eru tengdir því að almenningur eigi kost á að fá upplýsingar um ráðstöfun opinberra eigna,  er það niðurstaða nefndarinnar að ekki sé eðlilegt að þessar upplýsingar fari leynt.</p> <p>Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að veita beri kæranda aðgang að umræddum samningum í heild sinni.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð:</h3> <p>Seyðisfjarðarkaupstað er skylt að veita kæranda [...]   aðgang að samningi [A] ehf. og Seyðisfjarðarkaupstaðar, dags. 3. október 2003, og viðaukasamningi Seyðisfjarðarkaupstaðar og [B] ehf., frá 3. júlí 2006, í heild sinni.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> varaformaður</p> <p>                              Skúli Magnússon                                                                         Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-233/2006B Úrskurður frá 18. október 2006 | Krafist var frestunar réttaráhrifa úrskurðar í máli nr. A-233/2006, sem kveðinn var upp 27 september 2006. Aðili máls. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Frestun réttaráhrifa. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 18. október 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-233/2006B.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 2. október sl., kröfðust Ríkiskaup þess með vísan til 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/2006, að réttaráhrifum úrskurðar í máli A-233/2006, sem kveðinn var upp 27. september sl., yrði frestað. Sömu kröfu gerðu Reykjavíkurborg og lögmaður [C] ehf. fyrir hönd þess með bréfum, dags. sama dag. Málið snérist um aðgang [A] hf. og [B] hf. að samningi Austurhafnar-TR ehf. og [C], dags. 9. mars 2006 að undanskildum tilteknum upplýsingum sem tilgreindar eru í úrskurðinum.</p> <p>Í bréfum Ríkiskaupa og Reykjavíkurborgar kemur fram að [C] ehf. hafi lýst því yfir við samningsaðila sína að félagið hafi skuldbundið sig gagnvart þeim að halda leyndum mikilvægum fjárhags- og viðskiptahagsmunum annarra, svo sem hönnuða og listamanna, sem sé að finna í samningnum. Sömu upplýsingar sem leynt eigi að fara um [C] ehf. sé einnig að finna í samningnum.</p> <p>Í bréfi lögmanns [C] ehf. kemur m.a. fram að aðilar samningsins hafi heitið trúnaði um efni hans enda séu í honum upplýsingar um atvinnu- og viðskiptaleyndarmál félagsins. Að auki séu í samningnum upplýsingar sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni annarra, svo sem hönnuða og listamanna. Hafi félagið skuldbundið sig gagnvart samstarfsaðilum til þess að halda slíkum upplýsingum leyndum. Telur félagið nauðsynlegt vegna ríkra hagsmuna þess að leitað verði úrlausnar dómstóla um aðgang að samningnum. Um aðild félagsins samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga er tekið fram að í einstaka málum geti einkaaðilar haft mikla hagsmuni af úrskurðum nefndarinnar og úrlausnum dómstóla í sama máli. Telur félagið sig hafa verulega og beina hagsmuni af því að hnekkja úrskurði nefndarinnar. Uppfylli félagið aðildarskilyrði stjórnsýsluréttar og einkamálaréttarfars þó svo að félagið hafi ekki verið aðili að málinu. Með lögjöfnun frá 18. gr. upplýsingalaga eigi félagið ennfremur rétt á að gera kröfu um að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fresti réttaráhrifum úrskurðar í málinu og einnig rétt á að standa að málshöfðun í framhaldinu. Um rétt sinn til aðildar að málinu vísar [C] ehf. einnig til 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Þá er í bréfi lögmanns [C] ehf. áréttaðir frekar hagsmunir félagsins af því að fá réttaráhrifum úrskurðarins frestað og að hagsmunir þess séu mun meiri af frestun þeirra en hagsmunir kæranda í framangreindu máli.</p> <p>Með bréfi, dags. 3. október sl., óskaði úrskurðarnefndin eftir því að [A] hf. og [B] hf. sendu nefndinni þær athugasemdir sem félögin teldu ástæðu til að gera við framkomnar kröfur um frestun réttaráhrifa úrskurðarins. Í svarbréfi lögmanns félaganna er á því byggt að engin efni séu til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðarins og að kröfur aðila séu ekki studdar haldbærum rökum. Ekkert liggi fyrir um það að sú upplýsingagjöf, sem úrskurðurinn mæli fyrir um, valdi [C] ehf. tjóni auk þess sem alltaf hafi legið fyrir að samningsaðili félagsins væri opinber aðili og að upplýsingalög nr. 50/1996 eigi þar við. Hafi félagið mátt gera ráð fyrir því að samningar yrðu gerðir opinberir að einhverju eða öllu leyti. Frestun myndi skaða hagsmuni kærenda sem hefðu þá ekki tök á að skoða hvort á þeim hafi verið brotið í samningskaupaferli Austurhafnar-TR ehf.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p>Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti að kröfu stjórnvalds ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess og skal krafa þess efnis gerð ekki síðar en þremur dögum frá birtingu úrskurðar. Í athugasemdum við 18. gr. frumvarps þess, er varð að upplýsingalögum nr. 50/1996, segir: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á. [...] Skal krafa stjórnvalds gerð ekki síðar en þremur dögum frá birtingu úrskurðar, en um útreikning þessa frests fer eftir 8. gr. stjórnsýslulaga.“</p> <p>Úrskurðurinn var birtur aðilum með bréfi fimmtudaginn 28. september sl. Upplýst er að hann barst aðilum 2. október sl. Með hliðsjón af 8. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, ber að telja kröfur aðila komnar fram innan þess frests, sem settur er í 18. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Ákvæði upplýsingalaga taka til aðgangs almennings að upplýsingum hjá stjórnvöldum, sbr. 1. mgr. 1. gr. og 3. gr. laganna. Í því ljósi og samkvæmt ótvíræðu orðalagi 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga veitir ákvæðið einungis stjórnvaldi rétt til að krefjast frestunar réttaráhrifa. Er því óhjákvæmilegt að vísa kröfum [C] ehf. frá úrskurðarnefndinni.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðum A-78/1999C og A-117/2001B lagt til grundvallar að með 18. gr. upplýsingalaga hafi fyrst og fremst verið höfð í huga tilvik, þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. Í því ljósi hefur nefndin við mat sitt á því hvort verða eigi við framkomnum kröfum um frestun réttaráhrifa úrskurðarins einnig litið til þeirra sjónarmiða sem fram koma í kröfu [C] ehf. 2. október sl.</p> <p>Aðilar að samningnum frá 9. mars 2006 kusu að benda ekki á einstök ákvæði samningsins sem töldu að leynt ættu að fara en töldu að leynd ætti að gilda um samninginn í heild sinni.</p> <p>Í úrskurði í málinu A-233/2006 eru tilgreind þau efnisatriði samningsins sem að mati úrskurðarnefndarinnar vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni [C] ehf. og annarra lögaðila og einstaklinga sem óheimilt er að veita aðgang að, sbr. 5. gr upplýsingalaga. Sá samningur sem fjallað var um í máli A-233/2006 varðar hagsmuni þriðja aðila með ýmsu móti. Þótt nefndin hafi í úrskurði sínum fellt út fjölmörg atriði í samningnum, þykir ekki hægt að útiloka að fullu að leitt verði í ljós undir rekstri dómsmáls að þar séu enn ákvæði er kunni að njóta verndar 5. gr. upplýsingalaga. Telur nefndin því rétt eins og hér hagar til að gefa Reykjavíkurborg og Ríkiskaupum möguleika á sönnunarfærslu af því tagi og fellst því á frestun réttaráhrifa úrskurðar A-233/2006, sem kveðinn var upp 27. september 2006.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Fallist er á frestun réttaráhrifa úrskurðar A-233/2006 enda beri Reykjavíkurborg og Ríkiskaup málið undir dómstóla innan sjö daga frá birtingu þessa úrskurðar og óski eftir að það hljóti flýtimeðferð.</p> <p>Kröfu [C] ehf. er vísað frá.</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> varaformaður</p> <p>Skúli Magnússon                                                        Helga Guðrún Johnson</p> <br /> <br /> |
A-233/2006 Úrskurður frá 27. september 2006 | Kærð var synjun Reykjavíkurborgar, dags. 22. mars sl. og Ríkiskaupa 2. apríl sl., á beiðni kærenda um að fá í hendur afrit samnings er Austurhöfn-TR ehf. gerði við [C] þann 9. mars sl., um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar á Austurbakka Reykjavíkurhafnar. Aðili máls. Gildissvið upplýsingalaga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Trúnaðarmál. Aðgangur veittur að hluta.
| <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 27. september 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-233/2006.</p> <h3><br /> Kæruefni</h3> <p>Með skriflegri kæru, dags. 19. apríl sl., kærði [...] fyrir hönd [A] hf. og [B] hf. synjun Reykjavíkurborgar, dags. 22. mars sl. og Ríkiskaupa 2. apríl sl., á beiðni kærenda um að fá í hendur afrit samnings er Austurhöfn-TR ehf. gerði við [C] þann 9. mars sl., um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar á Austurbakka Reykjavíkurhafnar.<br /> Með bréfi, dags. 9. maí sl., var kæran kynnt Reykjavíkurborg og henni veittur frestur til 23. maí sl. til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Í tölvupósti borgarritara 31. maí sl. segir að rökstuðningur fyrir afstöðu Reykjavíkurborgar komi fram í bréfi lögfræðings borgarstjórnar 22. mars sl. Með bréfi 1. júní sl. áréttaði úrskurðarnefndin fyrri ósk sína við Reykjavíkurborg um að nefndinni yrðu látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran laut að og að þau bærust henni fyrir 9. júní sl. Með tölvupósti borgarritara sama dag. er upplýst að eftir samráð eigenda Austurhafnar-TR ehf. hefði niðurstaðan orðið sú að Ríkiskaup afhentu nefndinni samninginn. Tekið er fram að samningseintak Reykjavíkurborgar sé geymt í skjalasafni borgarinnar<br /> Með bréfi 1. júní sl. veitti úrskurðarnefndin Ríkiskaupum frest til 12. júní sl. til þess að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrði innan sama frests látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran laut að. Í svari Ríkiskaupa 12. júní sl. kemur fram að samningurinn sé upp á 115 blaðsíður fyrir utan viðauka og fylgiskjöl sem rúmast í fimm stórum möppum. Mappa 1 geymi meginmál samningsins, mappa 2 viðauka, mappa 3 samningskaupalýsingu (Decriptive Documents) og mappa 4 og 5 tilboð [C].<br /> Með bréfi, dags. 2. júní sl. var kæran kynnt Austurhöfn TR ehf. og þess óskað að félagið gerði úrskurðarnefndinni grein fyrir því hvort það teldi eitthvað vera því til fyrirstöðu að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum og ef svo væri með hvaða hætti afhending gagnanna gæti skaðað hagsmuni félagsins. Umsögn Austurhafnar-TR ehf. um kæruna barst nefndinni með bréfi félagsins, dags. 12. júní sl.<br /> Hinn 21. júní sl. óskaði úrskurðarnefndin eftir því að [C] gerði úrskurðarnefndinni grein fyrir því, hvort það teldi eitthvað vera því til fyrirstöðu að veita kærendum aðgang að umbeðnum gögnum og ef svo væri með hvaða hætti afhending ganganna gæti skaðað hagsmuni félagsins. Barst umsögn félagsins með bréfi lögmanns þess 28. júní sl.<br /> Með bréfi, dags. 21. júní sl., var kærendum gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Ríkiskaupa og Austurhafnar TR ehf. Jafnframt var kærendum með símbréfi 29. júní sl., gefinn kostur á að senda úrskurðarnefndinni athugasemdir sínar í tilefni af umsögn [C] frá 28. júní sl. Athugasemdir kæranda við umsagnirnar bárust nefndinni með bréfi lögmanns þeirra, dags. 30. júní sl.<br /> Með bréfum, dags. 6. júlí sl., óskaði úrskurðarnefndin eftir því að Austurhöfn-TR ehf., [C], og Ríkiskaup skýrðu nánar hver einstök efnisatriði umrædds samnings ættu að þeirra mati að vera undanþegin aðgangi, sbr. 3. og 5. gr. upplýsingalaga. Var þess óskað að umbeðin svör bærust nefndinni fyrir 17. júlí sl. og með þeim hætti að nefndinni yrði sent eintak samningsins á íslensku þar sem niðurfellingar væru auðkenndar. Óskir úrskurðarnefndarinnar voru endurteknar gagnvart [C] og lögmanni félagsins með bréfum, dags. 18. júlí sl. Svör Austurhafnar-TR ehf. og Ríkiskaupa bárust nefndinni með bréfum, dags. 17. júlí sl. Svör [C] bárust nefndinni með bréfi lögmanns félagsins, dags 25. júlí 2006.<br /> Með bréfi til Ríkikaupa, dags. 9. ágúst sl., ítrekaði nefndin fyrri beiðni sína um að stofnunin skýrði nánar hver einstök efnisatriði umrædds samnings ættu að þeirra mati að vera undanþegin aðgangi, sbr. 3. og 5. gr. upplýsingalaga. Svarbréf Ríkiskaupa er dagsett 29. ágúst sl. Með bréfum, dags. 4. september sl., veitti úrskurðarnefndin Austurhöfn-TR ehf. og [C] frest til 15. september sl. til þess að koma á framfæri frekari athugasemdum í tilefni af framangreindu bréfi Ríkiskaupa. Úrskurðarnefndinni hafa ekki borist frekari athugasemdir frá Austurhöfn-TR ehf. og [C].<br /> Nefndarmennirnir Páll Hreinsson og Sigurveig Jónsdóttir eru vanhæf til meðferðar þessa máls, sbr. 2. tölul. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og tóku varamenn þeirra, Helga Guðrún Johnson og Skúli Magnússon, því sæti í nefndinni.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að í apríl 2004 óskaði Ríkiskaup fyrir hönd Austurhafnar-TR ehf., sem er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar, eftir þátttakendum í forvali 13484 þar sem fyrirhugað var að efna til samningskaupa um veitingu sérleyfis til að byggja, eiga og reka tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel, ásamt tilheyrandi bílastæðum, við austurhöfnina í Reykjavík. Af hálfu verkkaupa Austurhafnar-TR ehf. var stefnt að því að gerður yrði sérleyfissamningur við einn bjóðanda. Meðal þeirra sem uppfylltu lágmarksskilyrði forvalsgagna voru kærendur og [C], samstarfshópur þriggja fyrirtækja: [D] hf., [E] hf. og [F] hf. Hinn 9. mars sl. var undirritaður samningur milli Austurhafnar-TR ehf. og [C] í eigu [E] hf. og [F] hf. um byggingu tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels við Austurhöfn í Reykjavík.<br /> Með bréfi, dags. 16. mars sl., fór lögmaður kærenda þess á leit við Reykjavíkurborg að fá afrit af framangreindum samningi sem einnig var samþykktur í borgarráði 9. mars sl. f.h. Reykjavíkurborgar vegna þeirra skuldbindinga sem í honum fólust fyrir borgina. Sama dag óskaði lögmaður kærenda einnig eftir því að Ríkiskaup léti kærendum í té afrit samningsins.<br /> Með bréfi Reykjavíkurborgar, 22. mars sl., synjaði Reykjavíkurborg lögmanni kærenda um afrit samningsins með vísan til bókunar í borgarráði 9. mars sl., um að samningurinn hafi verið kynntur þar sem trúnaðarmál af viðskiptaástæðum. Svarbréfi Reykjavíkurborgar fylgdi yfirlit yfir efni samningsins, sem kynnt hafði verið á fundi borgarstjórnar 21. mars sl.<br /> Ríkiskaup synjaði beiðni lögmanns kæranda um afrit samningsins með bréfi, dags. 2. apríl sl. með vísan til þess að stofnunin væri bundin trúnaði við [C] sem og aðra bjóðendur í samræmi við ákvæði í samningskaupalýsingu, sem Ríkiskaup og Austurhöfn-TR ehf. hefðu undirritað.<br /> Til stuðnings kæru sinni vísar kærandi til 3. og 9. gr. upplýsingalaga, en um sé að ræða opinber gögn sem varði kærendur. Gögnin hafi verulega þýðingu um sönnun og við mat á því hvort gætt hafi verið jafnræðis í samningskaupaferlinu, svo sem áskilið sé í 11. gr. laga nr. 94/2001, um opinber innkaup. Þau lög takmarki ekki aðgang aðila máls að gögnum í vörslum stjórnvalda. Til stuðnings kröfu sinni vísa kærendur ennfremur til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-71/1999.<br /> Í umsögn Ríkiskaupa, 12. júní sl., kemur fram að umræddur samningur geymi ekki neinar upplýsingar um kærendur og teljist þeir því ekki aðilar málsins í skilningi 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Hafi úrskurðarnefnd um upplýsingamál áður komist að sambærilegri niðurstöðu í úrskurði 25. maí 1999 í máli A-74/1999. Í umsögn Ríkiskaupa er finna lýsingu á efnisatriðum samningsins. Sé það afstaða stofnunarinnar og aðila samningsins, Austurhafnar-TR ehf., Reykjavíkurborgar og [C] að efni hans sé þess eðlis, að mestu leyti, að eðlilegt sé að leynt fari. Tekið er fram að samningskaupalýsingin sem sé hluti samningsins, sbr. mappa 3, sé þegar til hjá kærendum og öðrum og ekki hluti þeirra gagna sem fara eigi leynt. Um takmarkanir á upplýsingarétti fari eftir 5. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða einkaréttarlegan samning milli tveggja hlutafélaga sem sé svo viðkvæmur að hann eigi ekki erindi við allan þorra manna. Skipti ekki máli í því sambandi að Austurhöfn TR ehf. sé í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar. Í samningnum sé fjallað á mjög ítarlegan hátt um fjárhagslegar skuldbindingar, viðskiptaleg málefni og útfærslu [C] á einstökum verkþáttum í tengslum við verkefnið. Um sé að ræða viðskiptaleg málefni og lausnir [C] sem hvorki sé eðlilegt né réttlætanlegt að séu birtar öllum almenningi. Með því væri vegið að samkeppnisstöðu félagsins í veigamiklum atriðum. Sé það sérstaklega mikilvægt í tengslum við verkefnið sem hér um ræðir þar sem það komist ekki í fulla framkvæmd fyrr en eftir rúmlega 3 ár. Það myndi raska stöðu [C] verulega ef samkeppnisaðilar og almenningur allur hefðu á þeim langa tíma aðgang að ofangreindum upplýsingum. Er það afstaða Ríkiskaupa að samningurinn í heild sé undanþeginn upplýsingarétti að undanskilinni möppu 3.<br /> Í umsögn Austurhafnar TR-ehf. 12. júní sl. segir að ekki sé gerð athugasemd við að Ríkiskaup afhendi nefndinni samning Austurhafnar-TR ehf. og [C] í trúnaði, en tekið undir þau sjónarmið sem fram koma í ofangreindri umsögn Ríkiskaupa að óæskilegt og óeðlilegt sé að kærendur fái aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> Í umsögn lögmanns [C] 28. júní sl. segir að um upplýsingarétt kærenda fari eftir 3. gr. upplýsingalaga en ekki 9. gr. þeirra laga þar sem kærendur teljist ekki aðilar að umræddum samningi, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-74/1999, A-133/2001 og A-180/2004. Þá er í umsögninni tekið fram að 5. gr. upplýsingalaga standi því í vegi að kæranda verði veittur aðgangur að samningnum, þar sem í honum sé að finna upplýsingar um atvinnu- og viðskiptaleyndarmál [C] og upplýsingar er varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni samstarfsaðila [C], auk þess sem félagið hafi skuldbundið sig gagnvart samstarfsaðilum til þess að halda slíkum upplýsingum leyndum, er hér m.a. vísað til úrskurðarnefndarinnar í máli A-74/1999. Við mat á því hvort veita skuli aðgang að gögnum sem innihaldi mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila fari fram hagsmunamat. Ekki verði séð að kærendur eða aðrir hafi mikla hagsmuni af því að fá afrit af samningnum. Í umsögninni er enn fremur vísað til þess að rétt sé að skýra ákvæði 7. gr. upplýsingalaga þannig að komi upplýsingar sem falli undir 4.-6. gr. upplýsingalaga ekki fram í afmörkuðum hluta skjala heldur í meiri hluta þess verði skjalið í heild sinni undanþegið upplýsingarétti almennings, sbr. t.d. úrskurð úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-221/2005. Leggst félagið gegn því að kærendum verði veittur aðgangur eða afrit af umræddum samningi. Verði ekki fallist á staðfestingu synjunar eigi einungis að veita aðgang að hluta samningsins sem nefndin telji að þjóni þeim markmiðum sem kærendur styðja kæru sína við.<br /> Eins og áður segir var kærendum gefinn kostur á að senda nefndinni athugasemdir sínar í tilefni af umsögnum Ríkiskaupa og Austurhafnar TR-ehf. með bréfi nefndarinnar, dags. 21. júní 2006. Þá var kærendum með símbréfi 29. júní enn fremur gefinn kostur á að senda nefndinni athugasemdir sínar í tilefni af umsögn lögmanns [C], dags. 28. júní sl. Athugasemdir kærenda vegna framangreindra umsagna bárust nefndinni með bréfi lögmanns kærenda, dags. 30. júní sl. Um aðild sína vísa kærendur til kæru sinnar frá 22. febrúar 2006 og að þeir hafi verið aðilar að tilboðsgerð í samningskaupaferli sem Ríkiskaup annaðist f.h. einkafyrirtækis, sem ríkið ásamt Reykjavíkurborg séu eigendur að. Samningurinn gæti því tæpast talist einkaréttarlegur. Að mati kærenda sé eðlilegt að samningur sem gerður er við þann sem hlutskarpastur reynist í samningskaupaferli skuli vera hlutaðeigendum opinn. Sé slíkt eina leiðin fyrir aðra tilboðsgjafa til þess að sjá að farið hafi verið að reglum og forskrift og að ekki hafi verið vikið frá tilboði við samningsgerð. Í athugasemdum kærenda er því enn fremur hafnað að verði samningurinn birtur aðilum ógni það sambærilegum verkefnum í framtíðinni.<br /> Í bréfaskiptum úrskurðarnefndarinnar er hófust með bréfum úrskurðarnefndarinnar, dags. 6. júlí sl. og lauk með bréfi nefndarinnar til Ríkiskaupa 4. september sl. var þess óskað að Ríkiskaup Austurhöfn-TR ehf. og [C] tilgreindu í umræddum samningi þau gögn sem þessir aðilar teldu að ættu að vera undanþegin aðgangi, sbr. 3. og 5. gr. upplýsingalaga. Lauk þessum bréfaskiptum með bréfum nefndarinnar til Austurhafnar-TR ehf. og [C], dags. 4. september sl. Í bréfi Ríkiskaupa 9. ágúst 2006 er því lýst að stofnunin sé ekki aðili að samninginum sjálfum og því ekki bær til þess að setja fram skoðun á því hver efnisatriði samningsins ættu að vera undanþegin aðgangi, skv. 3. og 5. gr. upplýsingalaga. Er það mat Ríkiskaupa að [C] sé sá aðili sem vernda þurfi þegar tekin sé afstaða til þess hvort og þá hversu mikið af samningnum eigi að birta. Í bréfi lögmanns [C], dags. 25. júlí sl., kemur fram að félagið telji að þær niðurfellingar sem nauðsynlegar séu, til að vernda mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins og samstarfsaðila þess, taki yfir svo stóran hluta samningsins að ekki sé unnt að veita aðgang að honum. Með því að tiltaka nauðsynlegar niðurfellingar úr samningnum væri félagið óbeint að samþykkja birtingu á öðru efni samningsins, en samningsaðilar hefðu heitið að segja ekki frá efni hans. Þannig geti félagið ekki samþykkt birtingu hluta hans, jafnvel ekki á óbeinan hátt. Muni félagið því ekki taka afstöðu til mögulegra niðurfellinga úr samningnum heldur ítrekar þá afstöðu sína að ekki beri að veita aðgang að honum.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga taka lögin til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Þar með falla Ríkiskaup og Reykjavíkurborg ótvírætt undir lögin, sbr. enn fremur úrskurð nefndarinnar í málum A-71/1999 og A-228/2006. Ríkiskaup og Reykjavíkurborg hafa synjað kærendum um afrit samnings sem gerður var milli Austurhafnar-TR ehf. og [C] 9. mars sl. um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar. Samningurinn hefur verið lagður fyrir borgarstjórn Reykjavíkurborgar til staðfestingar vegna þeirra skuldbindinga sem í honum felast fyrir borgina.<br /> Ákvæði upplýsingalaga gera ekki greinarmun á því hvers eðlis sú starfsemi er sem stjórnvöld hafa með höndum. Af þeim og lögskýringargögnum leiðir að lögin taka ekki einvörðungu til þess þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna heldur og til hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerðar og annarrar starfsemi hins opinbera. Þá gera lögin ekki ráð fyrir því að sá sem óskar aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum þurfi að sýna fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að fá upplýsingarnar.<br /> Þar sem kærendur eru ekki aðilar að umræddum samningi ber að fjalla um aðild þeirra að honum eða um upplýsingar úr honum á grundvelli II. kafla upplýsingalaga, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-180/2004 og A-133/2001.<br /> Eins og kæran er úr garði gerð lítur úrskurðarnefndin svo á að hún nái einvörðungu til samningsins sem undirritaður var 9. mars 2006 en ekki til þeirra fylgigagna sem í honum er getið um.</p> <p><br /> <strong>2.<br /> </strong>Um rétt almennings til upplýsinga fer eftir 3. gr. upplýsingalaga að gættum takmörkunum 4.-6. gr. laganna eftir því sem við getur átt. Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt. Í máli þessu er deilt um hvort ákvæði 5. gr. upplýsingalaga takmarki rétt kæranda til aðgangs að umræddum samningi.<br /> Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskipta-hagsmuni.“<br /> Jafnvel þótt upplýsingar, sem fram koma í umræddum samningi geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli gera upplýsingalög ráð fyrir því að það sé metið í hverju og einu tilviki hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim. Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður enn fremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs, svo og hvaða þýðingu þær hafa fyrir rekstur fyrirtækisins á þeim tíma er matið fer fram. Þegar allt þetta hefur verið virt verður að því búnu að meta hvort vegi þyngra á metum hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344). Koma þessi sjónarmið m.a. fram í úrskurðum nefndarinnar í málum A-220/2005 og A-206/2005. Við mat á hagsmunum almennings af því að fá aðgang að umræddum samningi verður að hafa í huga að með samningnum eru ríki og Reykjavíkurborg að ráðstafa opinberu fé og eignum.<br /> [C] hefur lýst því yfir að það leggist gegn afhendingu samningsins. Vísar félagið til þess að í honum komi fram upplýsingar um atvinnu- og viðskiptaleyndarmál félagsins, þ. á m. fjármögnun og ýmsar lausnir sem feli í sér verðmæta þekkingu og séu afrakstur mikillar vinnu. Þá geymi samningurinn enn fremur mikilvæga hagsmuni samstarfsaðila félagsins svo sem hönnuða og listamanna. Auk þess hafi samningsaðilar heitið því að ljóstra ekki upp efni samningsins. Af hálfu [C], Austurhafnar-TR ehf. eða Ríkiskaupa hafa ekki verið tilgreindir nánar eða sérstaklega mikilsverðir viðskipta- eða fjárhagshagsmunir sem girða eigi fyrir aðgang almennings að samningnum eða einstökum hlutum hans.<br /> Að því er varðar tilvísun [C] til trúnaðar samningsaðila um efni samningsins, sbr. 21. kafla hans skal tekið fram að slík ákvæði geta ekki komið í veg fyrir aðgang kæranda að honum á grundvelli upplýsingalaga, eins og reyndar verður ályktað af í samningsákvæði 21.2.5, sbr. enn fremur úrskurði nefndarinnar í málum A-133/2001 og A-232/2006.</p> <p><strong>3.</strong><br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér samning Austurhafnar-TR ehf. og [C], dags. 9. mars 2006. Samningurinn samanstendur af 30 köflum og er 115 síður að lengd. Í honum er lýst sérleyfi [C], sem hér er einnig nefndur verksali til að byggja og reka tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð og hvernig sérstök rekstrar- og fasteignafélög verða af hans hálfu stofnuð um starfsemina. Jafnframt er lýst byggingu og rekstri hótels og bílageymslu auk annarra framkvæmda tengda uppbyggingunni. Þá er enn fremur fjallað um réttindi og skyldur samningsaðila á byggingartímanum og við rekstur þeirrar starfsemi sem þar á sér stað að honum loknum og samskiptum aðila við sérfræðinga og hönnuði. Í samningnum er ennfremur kveðið á um fjárframlög kauprétt og forkaupsrétt aðila. Samningurinn er margþættur þar sem samningsskyldur þeirra sem að verkinu koma er lýst auk tilvísana til fjölda undirskjala um skyldur aðila og nánara fyrirkomulag. Verkkaupi eru ríki og Reykjavíkurborg, sem hafa ennfremur stofnað saman einkahlutafélag, Austurhöfn-TR efh. til þess að efna sameiginlegar samningsskuldbindingar sínar og hafa eftirlit með framkvæmd verksins og fyrirhuguðum rekstri. Kærendur hafa takmarkað kæru sína við aðgang að ofangreindum samningi.<br /> Við mat á því hvort takmarka beri aðgang almennings að samningum, sbr. 2. ml. 5. gr. upplýsingalaga, þykir rétt að rekja eftirfarandi ákvæði samningsins og afstöðu nefndarinnar til þeirra eftir því sem við á. Í 1. kafla er almenn kynning á efni samningsins, þeim aðilum sem koma að byggingu og rekstri starfseminnar. Kafli 2 fjallar um verkið sjálft og önnur tengd verkefni. Þar er m.a. lýst markmiðum verkkaupa og tilgangi verksins. Ákvæði greinar 2.3.3 geyma upplýsingar um möguleg verk sem háð eru samþykki þriðja aðila. Teljast þær upplýsingar varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni sem ekki er rétt að veita aðgang að. Sama á við um upplýsingar í grein 2.4.3. Í 3. kafla samningsins er fjallað um ráðstöfun lands undir einstakar byggingar, byggingarrétt, o.fl. Í kafla 4 eru ákvæði um forsendur fyrstu greiðslu verkkaupa til framkvæmdaraðila. Ákvæði 4.1.1.1 og 4.1.2.2 geyma upplýsingar sem telja verður að varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni [C] og fyrirtæki tengd félaginu og því ekki rétt að veita aðgang að þessum ákvæðum. Í 5. og 6. kafla er fjallað um hönnun, skipulag og framkvæmd verksins. Í 7. og 8. kafla er fjallað um eftirlit verkkaupa og úrræði hans. Í 9. kafla er fjallað um sérstaka ráðgjafa verkkaupa varðandi hljómburð. Hefur verkkaupi gert grein fyrir hlutverki hans á vefsíðu sinni og í fréttatilkynningum. Í 10. og 11. kafla er fjallað um almennar gæðakröfur til verksala og fyrirtækja tengd honum við framkvæmd verksins og rekstur fyrirhugaðrar starfsemi. Ákvæði 11.3 geymir upplýsingar um skipulag við fjármögnun listviðburða. Að mati nefndarinnar varða þessar upplýsingar ekki mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni aðila. Í 12. kafla er fjallað um viðhald og umsýslu eigna. 13. kafli geymir upplýsingar um fjármál. Ákvæði 13.3.2 og 13.3.3 ásamt kafla 13.4 geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni og skulu því undanþegnar aðgangi. Sama á við um upplýsingar í köflum 13.6 og 13.7. Í köflum 14 og 15 er fjallað um ábyrgðir og tryggingar. Þá er í 16. kafla fjallað um takmarkanir á sölu hlutabréfa og forkaupsrétt. Upplýsingar í kafla 16.1 varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni og skulu því undanþegnar aðgangi. Í 17. kafla er fjallað um rétt verkkaupa til þess að leysa til sín verkið og hlutabréf. Í 18. kafla er fjallað um vanefndir. Í köflum 19 til 30 er finna ákvæði sem varða m.a. heimildir til riftunar, breytingar sem verða vegna breyttrar löggjafar, trúnað, samskipti við almenning og fjölmiðla og auglýsingar, úrlausn ágreiningsmála og vexti. Að mati nefndarinnar geyma þessi ákvæði samningsins ekki upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni verksala og fyrirtækja tengdum honum, sem rétt getur talist að takmarka aðgang almennings að.<br /> Samkvæmt framansögðu er það mat úrskurðarnefndarinnar að veita beri kæranda aðgang að umræddum samningi að slepptum eftirtöldum ákvæðum hans: 2.3.3, 2.4.3, 4.1.1.1, 4.1.2.2, 13.3.2, 13.3.3, 13.4, 13.6, 13.7 og 16.1.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð:</h3> <p>Ríkiskaupum og Reykjavíkurborg er skylt að veita kærendum, [A] hf. og [B] hf., aðgang að samningi Austurhafnar-TR ehf. og [C], dags. 9. mars 2005, að undanskildum upplýsingum er fram koma í eftirtöldum köflum og ákvæðum samningsins: 2.3.3, 2.4.3, 4.1.1.1, 4.1.2.2, 13.3.2, 13.3.3, 13.4, 13.6, 13.7 og 16.1.</p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson<br /> varaformaður</p> <p align="center"> </p> <p align="center">Skúli Magnússon Helga Guðrún Johnson</p> <br /> <br /> |
A-230/2006 Úrskurður frá 4. júlí 2006 | Kærð var synjun sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps um afhendingu gagna úr bókhaldi sveitarfélagsins, svonefndri aðalbók fyrir árin 2002, 2003, 2004 og 2005. Gildissvið upplýsingalaga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <h3 align="center"><br /> ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 4. júlí 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-230/2006.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 19. maí sl., kærði [...] synjun sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps um afhendingu gagna úr bókhaldi sveitarfélagsins, svonefndri aðalbók fyrir árin 2002, 2003, 2004 og 2005<br /> Með bréfi, dags. 19. maí sl., var kæran kynnt sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps og hreppnum gefinn kostur á að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum er kæran laut að. Í svari hreppsins 29. maí sl., kemur fram að synjunin byggi á 4 gr. upplýsingalaga og að umbeðin gögn séu ekki tiltæk. Um sé að ræða bókhaldsgögn sem teljist vinnuskjöl og geymi ekki endanlega ákvörðun um afgreiðslu tiltekins máls. Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Skeiða- og Gnúpverjahrepps með bréfi, dags. 29. maí 2006. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfi hans, dags. 7. júní 2006.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að með tölvupósti 8. maí 2006 fór kærandi fram á að fá afrit af aðalbók Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir árin 2002-2005 vegna undirbúnings framboðs til sveitarstjórnar. Í tölvupóstssamskiptum kæranda og sveitarstjóra hreppsins kemur fram að kærandi hafi fengið aðalbók fyrir skóla hreppsins og hann óski eftir að fá senda samskonar aðalbók fyrir alla málaflokka. Í svari sveitarstjóra 9. maí sl. kemur fram að hann muni láta útbúa það eins og þar segir. Í tölvupósti sveitarstjóra til kæranda 18. maí sl. er lýst efasemdum um réttmæti þess að kærandi eigi kröfu til þess að láta útbúa umbeðin gögn og að ákveðið hafi verið að hafna beiðni hans með vísan til 4. gr. upplýsingalaga.<br /> Af hálfu kæranda er því hafnað að 4. gr. upplýsingalaga geti átt við, þar sem aðalbók sé eingöngu samtölulisti bókhaldslykla og beri á engan hátt með sér persónugreinanlegar upplýsingar. Þá standi ákvæði 5. gr. upplýsingalaga ekki gegn því að hann geti fengið aðgang að umbeðnum upplýsingum.<br /> Í athugasemdum sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps 19. maí sl., er vísað til þess að samkvæmt 4. gr. upplýsingalaga teljist bókhaldsgögn til vinnuskjala, sem í heild sinni hafi ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu tiltekins máls, sbr. ennfremur 3. gr. laganna. Beiðnin hafi ekki falið í sér afmörkun við tiltekið mál og varði þar af leiðandi ekki gögn sem hafi að geyma upplýsingar um afgreiðslu tiltekins máls. Beiðnin feli ennfremur í sér óskir um upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins umfram það sem venjulega sé gert opinbert. Kalli beiðnin á sérstaka vinnu á vegum hreppsskrifstofunnar við að taka saman upplýsingarnar. Þá er tekið fram að þau gögn sem óskað sé eftir séu ekki tiltæk.<br /> Í bréfi kæranda 7. júní 2006 er röksemdum sveitarstjóra andmælt og bent á að tæpast sé hægt að kalla aðalbók bókhaldsgögn. Bendir kærandi í því sambandi á 12. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald, um að í aðalbók skuli koma fram staða hvers einstaks bókhaldsreiknings í lok hvers bókhaldstímabils í samræmi við hreyfingalista eða dagbók í handfærðu bókhaldi. Þá hafnar kærandi því að beiðni hans snúist um aðgang að vinnuskjölum en ekki að afgreiðslu tiltekins máls. Í því sambandi sé aðalbók liðins árs eitt helsta vinnuskjal við gerð fjárhagsáætlana. Því mætti ætla að allir sveitarstjórnarmenn fái aðalbók afhenta til að þeir geti sinnt þeirri skyldu sinni að stjórna fjármálum hreppsins.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong><br /> Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum til: „1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur litið svo á, sbr. úrskurð A-185/2004, að skýra ber tilvísunina, „gagna sem vistuð eru í tölvu“ í 2. tölul. þessarar málsgreinar með hliðsjón af 1. tölul. hennar, þar sem vísað er til „skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum . . .“ Af því leiðir að réttur til aðgangs að gögnum, sem vistuð eru í tölvu, er einskorðaður við afmörkuð rafræn skjöl á borð við afrit af bréfum eða samningum. Í samræmi við það hvílir ekki skylda á stjórnvöldum samkvæmt upplýsingalögum að láta í té upplýsingar, sem fyrir hendi eru hjá þeim, nema þær sé að finna í afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum, þ. á m. gögnum sem vistuð eru í tölvu. Samkvæmt þessu gilda upplýsingalög því ekki um aðgang að þeim upplýsingum, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum, sjá hér td. úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-174/2004.</p> <p><strong>2.</strong><br /> Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4. - 6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í úrskurðum sínum litið svo á að sé um að ræða upplýsingar sem skráðar eru með kerfisbundum hætti í bókhaldi þess sem kæra beinist að falli úrlausn slíks máls utan gildissviðs upplýsingalaga. Á hinn bóginn geti lögin átt við um sérstök yfirlit sem unnin hafa verið upp úr viðkomandi bókhaldi, sbr. td. úrskurð nefndarinnar í málum A-35/1997 og A-44/1998. Í samræmi við þetta hefur nefndin í fyrri úrskurðum sínum ennfremur skýrt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga svo að réttur til upplýsinga taki einvörðungu til gagna sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar eftir þeim er leitað, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli A-181/2004.</p> <p><br /> <strong>3.</strong></p> <p>Í máli því, sem hér er til úrlausnar, óskar kærandi eftir aðgangi að aðalbók Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir alla málaflokka árin 2002, 2003, 2004 og 2005. Aðalbók geymir yfirlit yfir dagbókafærslur raðað eftir fyrirfram gefnum bókhaldslyklum ásamt samtölum þeirra. Í aðalbók eru þannig færðar með kerfisbundnum hætti upplýsingar um rekstur bókhaldsskyldra aðila fyrir ákveðið tímabil á grundvelli fyrirliggjandi fylgiskjala. Samkvæmt framansögðu fellur slík kerfisbundin rafræn skrá ekki undir gildissvið upplýsingalaga þótt einstaka listar samkvæmt slíkri skrá geti fallið undir lögin.<br /> Af hálfu hreppsins er því lýst yfir að beiðni kæranda kalli á sérstaka vinnu á vegum hreppsskrifstofunnar við að taka saman umbeðnar upplýsingar og að umrædd gögn séu ekki tiltæk á því formi sem óskað er eftir. Þar sem ekki er ástæða til að vefengja þessa yfirlýsingu, verður samkvæmt framansögðu ekki leyst úr beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 2. mgr. 3. gr. laganna.<br /> Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, ber að staðfesta synjun Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.<br /> Áréttað skal að í úrskurði þessum er á engan hátt tekin afstaða til aðgangs aðalmanna í sveitarstjórnum að þeim upplýsingum sem hér um ræðir samkvæmt 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð:</h3> <p>Staðfest er synjun sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps um afhendingu gagna úr bókhaldi sveitarfélagsins, fyrir árin 2002, 2003, 2004 og 2005, til kæranda [...].</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-228/2006 Úrskurður frá 18. júlí 2006 | Kærð var synjun Ríkiskaupa á beiðni um afrit umsagnar matsnefndar um tillögu [C] frá september 2005 í verkefninu 13571 – „Tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel“, auk annarra gagna og bréfaskipta milli Austurhafnar-TR ehf. og Ríkiskaupa við [C]. Aðili máls. Forvalsgögn. Gildissvið upplýsingalaga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Tilgreining máls eða gagna í máli. Trúnaðarmál. Útboð. Aðgangur veittur að hluta. Synjun staðfest. | <p></p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 18. júlí 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-228/2006.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Hinn 22. febrúar sl., kærði [...], hrl. fyrir hönd [A] hf. og [B] hf. synjun Ríkiskaupa, dags. 30. janúar sl., á beiðni kærenda um afrit umsagnar matsnefndar um tillögu [C] frá september 2005 í verkefninu 13571 – „Tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel“, auk annarra gagna og bréfaskipta milli Austurhafnar-TR ehf. og Ríkiskaupa við [C].<br /> Með bréfi, dags. 23 febrúar sl., var kæran kynnt Ríkiskaupum og stofnuninni veittur frestur til 6. mars sl. til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té, í trúnaði, afrit af þeim gögnum sem kæran laut að. Umsögn Ríkiskaupa ásamt umbeðnum gögnum er frá 27. mars sl. Kærendum var með bréfi, dags. 29. mars sl., gefinn kostur á að tjá sig um umsögnina. Athugasemdir kærenda bárust úrskurðarnefndinni með bréfi lögmanns þeirra, dags. 21. apríl sl.<br /> Með bréfi, dags. 9. maí sl., óskaði úrskurðarnefndin eftir umsögn Ríkiskaupa um síðastgreint bréf lögmanns kærenda. Jafnframt var þess óskað að stofnunin aflaði afstöðu Austurhafnar-TR ehf. og [C] til kærunnar. Umsögn Ríkiskaupa ásamt afstöðu félaganna bárust úrskurðarnefndinni með bréfi stofnunarinnar, dags. 30. maí sl. Athugasemdir lögmanns kærenda við umsögnina bárust nefndinni með bréfi hans, dags. 9. júní sl.<br /> Með bréfi, dags. 2. júní sl., var kæran kynnt Austurhöfn-TR ehf. og þess óskað að félagði gerði úrskurðarnefndinni grein fyrir því hvort það teldi eitthvað vera því til fyrirstöðu að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum og ef svo væri með hvaða hætti afhending þeirra gæti skaðað hagsmuni félagsins. Umsögn Austurhafnar-TR ehf. um kæruna barst nefndinni með bréfi félagsins, dags. 12. júní sl.<br /> Með bréfi, dags. 21. júní sl., óskaði úrskurðarnefndin eftir því að [C] gerði úrskurðarnefndinni grein fyrir því, hvort það teldi eitthvað vera því til fyrirstöðu að veita kærendum aðgang að umbeðnum gögnum og ef svo væri með hvaða hætti afhending þeirra gæti skaðað hagsmuni félagsins. Barst umsögn félagsins með bréfi lögmanns þess 28. júní sl.<br /> Með bréfi, dags. 21. júní sl., var kærendum gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Ríkiskaupa og Austurhafnar TR ehf. Jafnframt var kærendum með símbréfi 29. júní sl., gefinn kostur á að senda úrskurðarnefndinni athugasemdir sínar í tilefni af umsögn [C], dags. 28. júní sl. Athugasemdir kæranda við umsagnirnar bárust nefndinni með bréfi lögmanns þeirra, dags. 30. júní sl.<br /> Við meðferð málsins lagði lögmaður kærenda fram kæru, dags. 19. apríl sl., vegna synjunar Ríkiskaupa og Reykjavíkurborgar á að afhenda kærendum afrit samnings er Austurhöfn TR-ehf. og [C] gerðu 9. mars sl. um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar á austurbakka Reykjavíkur. Hafa málin verði rekin samhliða, en sem aðskilin mál.<br /> Nefndarmennirnir Páll Hreinsson og Sigurveig Jónsdóttir voru vanhæf til meðferðar málsins, sbr. [2. tl. 3. gr.] laga nr. 37/1993, og tóku varamenn þeirra, Helga G. Johnson og Skúli Magnússon, því sæti í nefndinni.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að í apríl 2004 óskaði Ríkiskaup fyrir hönd Austurhafnar-TR ehf., sem er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar, eftir þátttakendum í forvali 13484 þar sem fyrirhugað var að efna til samningskaupa um veitingu sérleyfis til að byggja, eiga og reka tónlistarhús, ráðstefnumiðstöð og hótel, ásamt tilheyrandi bílastæðum, við austurhöfnina í Reykjavík. Af hálfu verkkaupa Austurhafnar-TR ehf. var stefnt að því að gerður yrði sérleyfissamningur við einn bjóðanda. Meðal þeirra sem uppfylltu lágmarksskilyrði forvalsgagna voru kærendur og [C], samstarfshópur þriggja fyrirtækja: [D] hf., [E] hf. og [F] hf. Hinn 9. mars sl. var undirritaður samningur milli Austurhafnar-TR ehf. og [C] í eigu [E] hf. og [F] hf. um byggingu tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels við austurhöfnina í Reykjavík. Samningurinn var einnig undirritaður af fulltrúum íslenska ríkisins, Reykjavíkurborgar, [F] hf. og [E] hf., auk þriggja annarra fyrirtækja vegna þeirra skuldbindinga sem af samningum leiddi fyrir þessa aðila.<br /> Hinn 10. október 2005 óskaði lögmaður kærenda eftir því við Austurhöfn-TR ehf. „... að fá afrit mats matsnefndar um tillögu/tilboð [C] „Evaluation Report on Revised Proposal of [C]“ frá september 2005 auk annarra gagna sem matsnefnd byggði mat sitt á.“ Jafnframt var þess óskað að látin yrðu í té „... afrit af öllum þeim bréfaskiptum sem farið hafa á milli Austurhafnar-TR ehf. og Ríkiskaupa við [C].“ Með bréfi til Austurhafnar og Ríkiskaupa, dags. 12. janúar sl., ítrekaði lögmaður kærenda fyrri óskir sínar um umbeðin gögn. Ríkiskaup hafnaði beiðninni með bréfi, dags. 30. janúar sl., með vísan til þess að hún teldi sig bundna trúnaði við félagið sem og aðra bjóðendur í verkefninu.<br /> Til stuðnings kæru sinni vísar kærendur til 3. og 9. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða opinber gögn sem varði kærendur en þeir séu aðilar málsins. Gögnin hafi verulega þýðingu um sönnun og við mat á því hvort gætt hafi verið jafnræðis í samningskaupaferlinu, svo sem áskilið sé í 11. gr. laga nr. 94/2001, um opinber innkaup. Þau lög takmarki ekki aðgang aðila máls að gögnum í vörslum stjórnvalda. Þá vísa kærendur ennfremur til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-71/1999.<br /> Í umsögn Ríkiskaupa 27. mars sl. kemur fram að stofnunin sé almennt bundin trúnaði við [C] sem og aðra bjóðendur í samræmi við trúnaðaryfirlýsingu sem stofnunin og aðilar á hans vegum hafi undirritað. Að því er varðar aðgang kæranda að umsögn matsnefndar um tillögu/tilboð [C] frá 20. september 2005 er það mat Ríkiskaupa að efni umsagnar matsnefndarinnar sé þess eðlis að veita megi afrit af henni að mestu leyti nema að því er varðar fjárhagslega, viðskiptalega og samkeppnislega hagsmuni [C], sbr. 5. gr. upplýsingalaga og úrskurð nefndarinnar í máli A-74/1999. Því til áréttingar fylgdi umsögn Ríkiskaupa eintak af umsögn matsnefndarinnar þar sem strikaðar eru út þær fjárhagslegu og viðskiptalegu upplýsingar sem Ríkiskaup telja að varði [C] miklu að haldið verði leyndum.<br /> Um aðgang kæranda að öðrum gögnum segir í umsögn Ríkiskaupa að tilgreining þeirra sé óljós, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Er þess krafist að þessum hluta kærunnar verði hafnað. Að því er varðar bréfaskipti milli Austurhafnar-TR ehf. og Ríkiskaupa við [C] sé tilvísun kærenda ónákvæm, en miða megi við að þar sé átt við öll bréfaskipti Austurhafnar-TR ehf. og Ríkiskaupa við [C] fram til 10. október 2005. Umsögn Ríkiskaupa fylgdu afrit af öllum bréfaskiptum Austurhafnar-TR ehf. og Ríkiskaupa við [C] frá 30. september 2004 fram til 10. október 2005. Af hálfu Ríkiskaupa er tekið fram að efni þeirra sé ekki þess eðlis að leynt skuli fara skv. áðurnefndri trúnaðaryfirlýsingu nema að því leyti sem varði spurningar Ríkiskaupa í bréfum 4. og 6. september 2005 til [C] um frekari útskýringar „Revised Proposal“ og svör félagsins við þeim 7. og 8. september 2005. Geymi gögn þessi upplýsingar um viðskiptaleg málefni og útfærslu [C] á einstökum verkþáttum.<br /> Í athugasemdum lögmanns kærenda, dags. 21. apríl sl., segir að óskað hafi verið eftir þeim gögnum sem forsendur matsnefndar væru byggðar á. Sé þar m.a. átt við bindandi umsagnir eða bindandi álit sérfræðihópa þeirra sem skipaðir voru sem og annarra sérfræðinga er hafi verið matsnefnd til ráðgjafar. Jafnframt sé óskað eftir því að fá afrit af samskiptum og upplýsingamiðlunum sem hafi borist milli kærða og [C]. Í svarbréfi Ríkiskaupa, dags. 30. maí sl., er vísað til þess að stofnunin hafi með bréfi sínu til úrskurðarnefndarinnar, dags. 27. mars sl., og með afhendingu þeirra gagna sem þar greinir í öllum meginatriðum orðið við beiðni kærenda. Að því er varði tilvísun lögmanns kærenda til annarra gagna, þá sé þar um að ræða vinnugögn í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> Af hálfu kærenda kemur fram í bréfi lögmanns þeirra, dags. 9. júní sl., að kærendur hafi ekki fengið afrit af umsögn, mati matsnefndar um tillögu [C] eða bréfaskiptum sem kærði muni hafa afhent úrskurðarnefndinni. Þá hafi kærendum einungis borist samantekt úr samningi Austurhafnar-TR ehf. og [C].<br /> Í umsögn Austurhafnar TR-ehf., dags. 12. júní sl., er bent á sérstakt eðli samningskaupaferilsins um gerð tilboða og að ekki sé hægt að rjúfa trúnað um inntak tilboðs á meðan verkinu sé ekki lokið. Er í umsögninni lagst gegn afhendingu ganganna.<br /> Í umsögn lögmanns [C], dags. 28. júní sl., er þess krafist að kærunni verði vísað frá þar sem umsögn matsnefndarinnar hafi verið notuð við undirbúning stjórnvaldsákvörðunar, skv. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt 1. málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gildi lögin ekki um upplýsingar, sem fjalla beri um aðgang að á grundvelli stjórnsýslulaga. Verði ekki fallist á frávísunarkröfuna beri að synja um aðgang að umbeðnum gögnum eða takmarka hann verulega, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Þá er því haldið fram að umsögn matsnefndarinnar séu vinnuskjöl og falli því undir 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Ennfremur takmarkist upplýsingaréttur kæranda af mikilvægum fjárhags- og viðskiptahagsmunum [C] og að hagsmunir fyrirtækisins vegi þyngra en hagsmunir kæranda.<br /> Athugasemdir kærenda, í tilefni af umsögnum Ríkiskaupa, Austurhafnar-TR ehf. og [C] bárust úrskurðarnefndinni eins og áður segir með bréfi lögmanns þeirra 30. júní sl.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga taka lögin til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Þar með falla Ríkiskaup ótvírætt undir lögin, sbr. ennfremur úrskurði nefndarinnar í málum A-71/1999 og A-74/1999. Af þessu leiðir ennfremur að lög nr. 94/2001 um opinber innkaup takmarka hvorki aðgang almennings skv. II. kafla upplýsingalaga né aðgang aðila máls skv. III. kafla laganna að gögnum í vörslum stjórnvalda, nema að því leyti sem lögin heimila víðtækari aðgang en þar er gert ráð fyrir, sbr. 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Þá er heldur ekki mælt sérstaklega fyrir um þagnarskyldu í umræddum lögum.<br /> Við skýringu á ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og aðila máls, sbr. II. og III. kafla laganna, og takmarkanir hans ber á hinn bóginn að hafa í huga þá meginreglu við opinber innkaup að kaupandi skuli gæta trúnaðar um upplýsingar sem hann fær frá bjóðendum, eftir því sem efni og eðli upplýsinganna gefur tilefni til, sbr. m.a. 17. gr. reglugerðar nr. 655/2003 um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu. Þær upplýsingar sem hér koma einkum til álita eru ýmiss konar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega burði bjóðenda, áætlanir þeirra auk tæknilegra lausna og aðferða til að koma til móts við þarfir kaupanda í útboði.<br /> Í umsögnum sínum vísa Ríkiskaup, Austurhöfn-TR ehf. og [C] til trúnaðaryfirlýsingar er aðilar hafi undirritað, sbr. lið 10 í samningskaupalýsingu og lið 7.8.2. í sömu lýsingu um trúnað (Confidentiality of Basic Ideas and Proposals). Slík ákvæði sem hér um ræðir geta ekki ein og sér komið í veg fyrir aðgang kærenda að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga, sbr. ofangreinda úrskurði nefndarinnar.<br /> Af hálfu kærenda hefur komið fram að þeir hafi ekki fengið afhent þau gögn sem vísað sé til í bréfi Ríkiskaupa 27. mars sl. Verður að leggja það til grundvallar við úrlausn málsins.</p> <p><strong>2.</strong><br /> Kærendur voru meðal þeirra sem uppfylltu skilyrði forvalsgagna um þátttöku í samningskaupum, sbr. 34. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup. Úrskurðarnefndin hefur byggt á því í málum, þar sem þátttakendur í útboðum á vegum opinberra aðila hafa óskað eftir aðgangi að gögnum útboðsmálsins, að um upplýsingarétt aðila fari skv. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurði A-71/1999, A-74/1999 og A-126/2001. Telja verður kærendur aðila máls í skilningi greinarinnar þar eð þeir hafa, að áliti úrskurðarnefndar, einstaklega og verulega hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnum útboðsmálsins.<br /> Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga kemur fram að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Í 2. og 3. mgr. 9. gr. er að finna undantekningar frá þeirri meginreglu sem kemur fram í 1. mgr. Þannig segir í 2. mgr. að ákvæði 1. mgr. taki ekki til gagna sem talin eru í 4. gr. laganna eða gagna sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni er leynt eiga að fara skv. 6. gr. Þá segir ennfremur orðrétt í 3. mgr: „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.“<br /> Þau gögn, sem beiðni kærenda nær til, hafa að nokkru að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni þeirra aðila er þátt tóku í umræddum samningskaupum. Við úrlausn þess hvort veita beri kæranda aðgang að umbeðnum gögnum reynir því á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsinga óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að tilteknum atriðum sé haldið leyndum. Í þessu samhengi er tekið fram í athugasemdum við 9. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum að: „Kjarni reglunnar í 3. mgr. felst í því að vega skuli og meta þessa gagnstæðu hagsmuni, en síðarnefndu hagsmunirnir eru að meginstefnu hinir sömu og liggja að baki 5. gr. frumvarpsins.“ Þannig verði aðgangur einungis „... takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Stjórnvald getur því ekki synjað aðila um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig.“ Þá segir ennfremur: „Regla 3. mgr. byggist á því að við hagsmunamatið sé stjórnvaldi ljóst hverjir verndarhagsmunirnir eru. Oft verður því að leita álits þess sem á andstæðra hagsmuna að gæta, en yfirlýsing hans um að hann vilji ekki að upplýsingarnar séu veittar er þó ein og sér ekki nægjanleg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.“ Í þessu samhengi segir ennfremur í athugasemdum við 10. gr. þess frumvarps er varð að upplýsingalögum, að samkvæmt 3. mgr. 9. gr. skuli eins og áður segir meta þá andstæðu hagsmuni sem vegast á þegar tekin er afstaða til beiðni og „af þeim sökum getur verið nauðsynlegt að aðili upplýsi í hvaða tilgangi hann óskar upplýsinganna.“</p> <p><br /> <strong>3.</strong></p> <p>Sú beiðni sem kærendur hafa beint til Ríkiskaupa er að mati nefndarinnar þríþætt. Í fyrsta lagi hvort veita eigi þeim ótakmarkaðan aðgang að umsögn matsnefndar um tillögu [C] frá 20. september (Evaluation Report on Revised Proposal of [C] from September 2005). Í öðru lagi hvort þau 28 skjöl, er fylgdu umsögn Ríkiskaupa, dags. 27. mars sl., skuli öll afhent honum að undanskildum skjölum merktum nr. 23, 24, 25 og 26 og loks í þriðja lagi hvort veita beri kæranda aðgang að öðrum gögnum sem matsnefnd hafi byggt umsögn sína á.</p> <p><br /> <strong>3.1</strong></p> <p>Bréfi Ríkiskaupa 27. mars sl., fylgdu annars vegar áðurnefnd umsögn matsnefndar um tillögu [C] auðkennd nr. 1 og hins vegar eintak umsagnarinnar án mikilvægra upplýsinga um [C] auðkennd nr. 2. Umsögn matsnefndarinnar er 28 síður. Úrskurðarnefndin hefur borið saman skjölin. Þær upplýsingar sem Ríkiskaup hafa fellt út með tilvísun til 7. gr. má finna á síðum 5, 7, 8, 13, 14, 15, og 17. Er þar um að ræða tæknilegar útfærslur varðandi hönnun byggingarinnar og um fjármögnun.<br /> Að mati nefndarinnar geyma útstrikanir á síðum 5, 13, 14, 15 og 17 upplýsingar sem flokkast undir atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál sem telja má eðlilegt og sanngjarnt að ekki komist til vitundar samkeppnisaðila, nema fyrir liggi skýlaust samþykki bjóðenda, sbr. hér til hliðsjónar 5. gr. upplýsingalaga eins og hún er skýrð í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til laganna. Nefndar útstrikanir geyma að mati úrskurðarnefndarinnar upplýsingar um mikilvæga viðskiptahagsmuni [C] sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, jafnvel þótt í hlut eigi aðili máls. Verður ekki talið að hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að umræddum upplýsingum úr matsskýrslunni, vegi þyngra en hagsmunir [C] af því að upplýsingunum sé haldið leyndum. Hins vegar telur úrskurðarnefndin að ekki verði séð að útstrikanir á síðum 7, 8 og 15, 4. mgr. að neðan, hafi að geyma upplýsingar sem eigi að fara leynt með sama hætti. Með skírskotun til meginreglunnar í 1 mgr. 9. gr. upplýsingalaga og þess, sem rakið er hér að framan um undantekningar frá henni, er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að Ríkiskaupum sé að öðru leyti skylt að veita kærendum aðgang að hinni umbeðnu matsskýrslu.</p> <p><br /> <strong>3.2</strong></p> <p>Með bréfi Ríkiskaupa, dags. 27. mars sl., fylgdu afrit af öllum bréfaskiptum Austurhafnar TR ehf. og Ríkiskaupa við [C] frá 30. september 2004 fram til 10. október 2005. Er það mat Ríkiskaupa að efni þeirra sé ekki þess eðlis að leynt skuli fara að undanskildum gögnum auðkenndum nr. 23, 24, 25 og 26. Verður það mat Ríkiskaupa haft í huga við niðurstöðu nefndarinnar.<br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér framangreind gögn. Skjal auðkennt nr. 23 er tölvupóstur til framkvæmdastjóra Austurhafnar-TR ehf., dags. 4. september 2005, til [C] með fyrirspurnum um nánari útlistun tilboðs [C] á kostnaðarskiptingu milli framkvæmdaraðila annars vegar og Reykjavíkurborgar, Faxahafna og Vegagerðarinnar hins vegar. Skjal auðkennt nr. 26 geymir svarbréf [C], dags. 8. september 2005 við þeim fyrirspurnum. Skjöl nr. 27 og 28 eru að finna í samingakaupalýsingu og koma því ekki til frekari skoðunar. Það er álit nefndarinnar að hér sé um að ræða gögn sem eru hluti umrædds útboðsmáls.<br /> Þrátt fyrir þau almennu sjónarmið sem hafa ber í huga við skýringu upplýsingalaga við framkvæmd laga, nr. 94/2001 sem rakin eru í kafla 1 hér að framan og um takmarkanir á upplýsingarétti aðila samkvæmt 2. og 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. kafla 2 hér að framan, telur úrskurðarnefndin að Ríkiskaup hafi ekki sýnt fram á að það gæti, eitt og sér, skaðað samkeppnisstöðu ríkisins á útboðsmarkaði eða einkahagsmuni þótt kæranda verði veittur aðgangur að framangreindum skjölum auðkenndum nr. 23 og 26. Er þá litið til þess að í framangreindum skjölum kemur fram nánari afmörkun á tilboði tiltekins þátttakanda í samningskaupaferli. Öðru máli gegnir um skjöl auðkennd nr. 24 og 25., en þau geyma fyrirspurnir Ríkiskaupa og svör [C] um fjármögnun og fjárhagslegar ábyrgðir. Verður að telja að upplýsingar þessar séu þess eðlis að eðlilegt og sanngjarnt að leynt fari. Er það mat úrskurðarnefndarinnar að þessar upplýsingar varði mikilvæga viðskiptahagsmuni [C] sem eðlilegt að leynt fari. Verður ekki talið að hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að upplýsingum úr nefndum skjölum vegi þyngra en hagsmunir [C] af því að upplýsingunum verði haldið leyndum, sbr. 3. mgr. 9. gr. laganna.</p> <p><br /> <strong>3.3</strong></p> <p>Beiðni kærenda lýtur í þriðja lagi að aðgangi að öðrum gögnum sem matsnefnd hafi byggt mat sitt á, sbr. bréf kærenda til Austurhafnar-TR 10. október 2005, og bréf kærenda til Ríkiskaupa og Austurhafnar-TR 12. janúar sl.<br /> Þó svo að samningskaupalýsing 13571, sbr. 5. kafla hennar, geri ráð fyrir því að matsnefndin byggi umsögn sína á störfum þriggja tilgreindra starfshópa, reynir engu að síður á hvort kærandi hafi afmarkað beiðni sína með nægilega glöggum hætti, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Af athugasemdum við 10. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum leiðir að „í beiðni verður að tilgreina gögnin eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á gögnunum eða málinu.“ Kærandi hefur í máli sínu fyrir úrskurðarnefndinni m.a. vísað til umsagna framangreindra starfshópa. Erindi hans var ekki þannig úr garði gert þegar það var borið fram við Austurhöfn-TR ehf. í október 2005 og síðar gagnvart sama aðila og Ríkiskaupum í janúar sl. Eins og beiðni kærenda var úr garði gerð var Ríkiskaupum ekki skylt að afhenda kæranda frekari gögn en leiðir af niðurstöðu nefndarinnar í köflum 3.1 og 3.2.<br /> Úrskurðarorð</p> <p>Ríkiskaupum er skylt að veita kærendum, [A] hf. og [B] hf., aðgang að matsskýrslu matsnefndar „Evaluation Report on Revised Proposal of [C] að undanskyldum upplýsingum er fram koma í útstrikunum á síðum 13, 14, 17 og 2. og 3. mgr. að neðan á síðu 15, sbr. bréf Ríkiskaupa, dags. 27. mars 2006, fylgiskjal 2.</p> <p>Ríkiskaup skulu veita kærendum aðgang að skjölum auðkenndum nr. 1-23 og nr. 26, en undanþegin eru skjölin auðkennd nr. 24 og 25, allt sbr. bréf Ríkiskaupa, dags. 27. mars 2006.</p> <p>Staðfest er synjun Ríkiskaupa um afhendingu annarra gagna útboðsmálsins.</p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson<br /> varaformaður<br /> Skúli Magnússon Helga Guðrún Johnson</p> <br /> <br /> |
A-229/2006 Úrskurður frá 4. júlí 2006 | Kærð var afgreiðsla Seyðisfjarðarkaupstaðar á beiðni um aðgang að gögnum um samskipti kaupstaðarins og [A] ehf. vegna fyrirhugaðrar virkjunar Fjarðarár í Seyðisfirði. Leiðbeiningar um afmörkun beiðni. Tilgreining máls eða gagna í máli. Frávísun. | <p></p> <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 4. júlí 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-229/2006:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 26. apríl sl., kærði [...] afgreiðslu Seyðisfjarðarkaupstaðar á beiðni hans um aðgang að gögnum um samskipti kaupstaðarins og [A] ehf. vegna fyrirhugaðrar virkjunar Fjarðarár í Seyðisfirði.<br /> Með bréfi, dags. 2. maí sl., var bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar kynnt kæran og gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og láta úrskurðarnefndinni í té í trúnaði afrit af þeim gögnum er kæran laut að. Í svari Seyðisfjarðarkaupstaðar 10. maí sl. kemur fram að kærandi hafi fengið í hendur öll gögn varðandi [A] ehf. sem bærinn hafi haft undir sínum höndum þegar kærandi hafi óskað eftir aðgangi að þeim. Með bréfi, dags. 15. maí sl., var kæranda gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Seyðisfjarðarkaupstaðar. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfum hans, dags. 23. og 24. maí sl.<br /> Með bréfi, dags. 15. maí sl., var bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar beðinn um að láta nefndinni í té upplýsingar um þau gögn sem afhent hefðu verið. Seyðisfjarðarkaupstaður svaraði nefndinni með bréfi, dags. 18. maí sl. Með bréfinu fylgdi listi yfir þau gögn sem höfðu verið send kæranda, ásamt upplýsingum um þau gögn sem komið hefðu fram eftir að kærandi setti fram beiðni sína. Kæranda var með bréfi, dags. 29. maí sl., gefinn kostur á að koma á framfæri frekari athugasemdum í ljósi framangreinds bréfs Seyðisfjarðarkaupstaðar. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með bréfi hans, dags. 1. júní sl.</p> <h3><br /> Málsatvik</h3> <p>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 31. mars 2006, fór kærandi þess á leit við bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar að fá afhent öll gögn um samskipti kaupstaðarins og [A] ehf. vegna fyrirhugaðrar virkjunar Fjarðarár í Seyðisfirði. Sérstaklega óskaði kærandi eftir arðsemisútreikningum virkjunarinnar sem kynntar hefðu verið í bæjarstjórn haustið 2004 og í febrúar 2005. Í svarbréfi kaupstaðarins, dags. 25. apríl sl., kemur fram að sú kynning, sem kærandi vísi til að hafi farið fram á arðsemisútreikningum virkjunarinnar, hafi ekki farið fram í bæjarstjórn. Það hafi aftur á móti verið gert á opnum fundum sem haldnir hafi verið að loknum bæjarstjórnarfundum. Auk þess hafi málið verið kynnt á fleiri almennum fundum. Hafi bæjarstjórn hvorki safnað gögnum frá þeim fundum né hafi bæjarstjórnin heimild til að koma arðsemisútreikningum einstakra fyrirtækja á framfæri.<br /> Í bréfi bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar 10. maí er því haldið fram að kærandi hafi fengið í hendur öll gögn um [A] ehf. sem kaupstaðurinn hafi haft undir höndum þegar kærandi óskaði eftir þeim. Að mati bæjarstjóra snúist málið um aðgang að arðsemisútreikningum [A] ehf. vegna virkjunarmöguleika í Fjarðará. Hafi bærinn ekki haft útreikningana undir höndum og hafi því ekki getað afhent þá. Fyrirtækið hafi á hinn bóginn kynnt útreikninga fyrir forsvarsmönnum bæjarins í þrígang. Fyrst á fundi með bæjarstjórn og umhverfismálaráði. Í annan stað á opnum fundi sem haldinn hafi verið í kjölfarið og í þriðja skiptið á fundi bæjarráðs nýverið. Í bréfi bæjarstjóra kaupstaðarins 18. maí 2006 koma fram upplýsingar um þau gögn sem kæranda hafa verið látin í té og þau gögn sem síðar hafa komið fram og varða málið.<br /> Af hálfu kæranda er því haldið fram að hann hafi ekki fengið öll gögn varðandi samskipti Seyðisfjarðar og [A] ehf. og gögn er varða virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði, sbr. bréf kæranda frá 23. og 24. maí sl. Sé þetta m.a. ljóst af lestri fundargerða sem lagðar hafi verið fram. Þá telur kærandi, sbr. bréf hans, dags. 1. júní 2006 að Seyðisfjarðarkaupstaður hafi nefnda arðsemisútreikninga undir höndum.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er áskilið að beiðni um aðgang að upplýsingum varði tiltekið mál. Þessi áskilnaður er nánar útfærður í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga á þann hátt að í beiðni skuli annaðhvort tiltaka það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir, en það kemur um leið í veg fyrir að unnt sé að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund. Er þannig gert ráð fyrir í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum að í beiðni um aðgang að gögnum verði að tilgreina umrædd gögn eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa upp á gögnunum eða málinu. Í athugasemdum í frumvarpi til upplýsingalaga, segir svo um skýringu á ákvæðinu að af því leiði að ekki sé „hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili.“<br /> Gagnvart Seyðisfjarðarkaupstað hefur kærandi óskað eftir aðgangi að öllum gögnum um samskipti kaupstaðarins og [A] ehf. vegna virkjunar Fjarðarár í Seyðisfirði. Í því sambandi hefur kærandi óskað sérstaklega eftir að fá afhenta arðsemisútreikninga virkjunarinnar. Greinir aðila á um hvort kaupstaðurinn hafi útreikningana hjá sér og hvort kærandi hafi fengið öll gögn um nefnd samskipti.<br /> Að því er varðar beiðni kæranda um aðgang að nefndum arðsemisútreikningum hefur bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar lýst því yfir að kaupstaðurinn hafi útreikningana ekki undir höndum. Eftir að hafa kynnt sér framkomin gögn í málinu hefur úrskurðarnefndin ekki ástæðu til þess að draga þessa yfirlýsingu kaupstaðarins í efa. Þar sem líta verður svo á að gögn þessi séu ekki til staðar hjá Seyðisfjarðarkaupstað ber þegar af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá að þessu leyti.<br /> Að því er varðar aðgang að gögnum um samskipti Seyðisfjarðarkaupstaðar og [A] ehf. vegna virkjunar Fjarðarár reynir á hvort kærandi hafi afmarkað beiðni sína með nægilega glöggum hætti, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Kærandi hefur í máli sínu fyrir úrskurðarnefndinni m.a. vísað til gagna í fundargerðum bæjarráðs og bæjarstjórnar kaupstaðarins, sem hann hafi ekki fengið aðgang að. Erindi hans var ekki þannig úr garði gert þegar það var borið fram við bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar. Þá er einnig til þess að líta að mörg þeirra gagna sem kærandi vísar til varða mörg stjórnsýslumál. Eins og beiðni hans var úr garði gerð var Seyðisfjarðarkaupstað ekki skylt að afhenda kæranda frekari gögn.<br /> Á grundvelli 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ber stjórnvöldum að veita aðila nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar, eftir því sem við verður komið, reynist beiðni ónákvæm. Kærandi getur því snúið sér á ný til Seyðisfjarðarkaupstað og leitað eftir leiðbeiningum og aðstoð við að afmarka erindi sitt nánar þannig að hægt verði að taka efnislega afstöðu til erindis hans.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru [...] á hendur Seyðisfjarðarkaupstað að því er varðar aðgang að arðsemisútreikningum virkjunar í Fjarðará er vísað frá.<br /> Seyðisfjarðarkaupstað var að öðru leyti ekki skylt að veita kæranda [...] aðgang að frekari gögnum eins og beiðni hans var úr garði gerð.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-231/2006 Úrskurður frá 4. júlí 2006 | Kærð var synjun Þingvallanefndar um aðgang að afritum gagna um sölu sumarhúsa í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Stjórnvaldsákvörðun. Þinglýsing. Synjun staðfest að hluta. Aðgangur veittur að hluta. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 4. júlí 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-231/2006.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Hinn 30. maí sl. kærði [...] synjun Þingvallanefndar um aðgang að afritum gagna um sölu sumarhúsa í þjóðgarðinum á Þingvöllum.<br /> Með bréfi, dags. 2. júní sl., var kæran kynnt Þingvallanefnd og henni gefinn kostur á að koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té afrit af þeim gögnum er kæran laut að. Í svarbréfi Þingvallanefndar, 16. júní sl., er þess krafist að kærunni verði vísað frá nefndinni en annars verði kröfu kæranda hafnað.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Þingvallanefndar með bréfi, dags. 21. júní sl. Athugasemdir kæranda bárust nefndinni með tölvupósti hans, dags. 28. júní s.l.</p> <h3><br /> Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvupósti 18. maí sl. óskaði kærandi eftir afritum gagna um sölu sumarhúsa í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Sérstaklega var beðið um upplýsingar um viðskipti vegna fjögurra tilgreindra eigna við [M-stíg] í landi Þjóðgarðsins:<br /> „...“<br /> Í svari þjóðgarðsvarðar sama dag er vísað til þess að samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga sé nefndinni óheimilt að veita umbeðnar upplýsingar. Með tölvupósti 22. maí sl. óskaði kærandi eftir því að Þingvallanefnd léti honum í té öll skjöl; kaupsamninga og bréfaskipti, varðandi fasteignaviðskipti sem verið hefðu á borði nefndarinnar vegna áðurnefndra eigna. Kærandi ítrekaði beiðni sína með tölvupósti 29. maí sl. Í svarskeyti Þingvallanefndar, dags. 30. maí sl., er vísað til svars þjóðgarðsvarðar frá 18. maí sl. og að öðru leyti til þess að hjá embætti sýslumannsins á Selfossi eigi að vera hægt að fá upplýsingar og afrit þinglýstra skjala varðandi umræddar fasteignir.<br /> Í umsögn Þingvallanefndar um kæruna er vísað til þess að úrskurðarnefndin hafi skýrt 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga þannig að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu máli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind. Í þessu sambandi séu hver fasteignaviðskipti aðskilin mál og lúti beiðni kæranda því að gögnum í fjórum aðskildum málum. Telur nefndin að beiðni kæranda sé ekki svo afmörkuð að leysa beri úr henni á grundvelli upplýsingalaga. Beri því að vísa kærunni frá, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Verði kærunni á hinn bóginn ekki vísað frá beri að synja um aðgang að gögnunum skv. 5. gr. upplýsingalaga. Hafi úrskurðarnefndin litið svo á að almenningur eigi ríkari rétt til aðgangs að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna og gæða heldur en upplýsingum um viðskipti milli einkaaðila, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli A-222/2005. Þær upplýsingar sem kærandi krefjist aðgangs að megi finna í samningum einkaaðila sem séu í vörslu Þingvallanefndar. Séu þau gögn einkaréttarlegir gerningar og varpi ekki ljósi á störf nefndarinnar. Hafi þau eftir atvikum að geyma upplýsingar um einka- og fjárhagshagsmuni einkaaðila, svo sem um kaupverð fasteigna. Telur Þingvallanefnd að umbeðin gögn varði slíka einka- og fjárhagshagsmuni einkaaðila sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Með tölvupósti 28. júní sl. hafnaði kærandi þeim röksemdum sem fram komu í umsögn Þingvallanefndar og krafðist þess að úrskurðarnefndin úrskurðaði um rétt hans til aðgangs að umræddum gögnum í samræmi við ákvæði upplýsingalaga.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong></p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 47/2004 um þjóðgarðinn á Þingvöllum fer þingvallanefnd með stjórn þjóðgarðsins. Er nefndinni m.a. heimilt, eftir því sem fjárveitingar á fjárlögum leyfa, að kaupa einstakar fasteignir, mannvirki og nytjaréttindi sem eru innan þjóðgarðsins og ekki eru í eigu íslenska ríkisins. Þá er gert ráð fyrir því í 8. gr. reglugerðar nr. 845/2005 um þjóðgarðinn á Þingvöllum, verndun hans og meðferð að þingvallanefnd kveði á um forkaupsrétt ríkisins í lóðarleigusamningum. Af framangreindum lagaheimildum leiðir ennfremur að Þingvallanefnd er stjórnsýslunefnd er tekur m.a. ákvörðun hvort og þá með hvaða hætti hún nýtir forkaupsrétt vegna sölu eigna innan þjóðgarðsins.<br /> Þingvallanefnd hefur látið úrskurðarnefndinni í té þau gögn sem lögð hafa verið fyrir nefndina, þar sem óskað er eftir því að hún falli frá forkaupsrétti vegna aðilaskipta að umræddum sumarhúsum. Þau gögn sem hér um ræðir eru erindi til nefndarinnar ásamt fylgigögnum, svo sem samþykkt kauptilboð eða kaupsamningar og svör nefndarinnar við þeim erindum.</p> <p><strong>2.</strong></p> <p>Í máli því sem hér er til umfjöllunar hefur kærandi óskað eftir öllum skjölum, kaupsamningum og bréfaskiptum vegna aðilaskipta að fjórum sumarhúsum við [M-stíg] í þjóðgarðinum á Þingvöllum þar sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að nýta ekki forkaupsrétt ríkisins. Með vísun til þess að um er að ræða sams konar upplýsingar og með hliðsjón af málsatvikum að öðru leyti er það niðurstaða úrskurðarnefndarinnar að beiðnin sé nægilega afmörkuð í skilningi 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Verður kærunni því ekki vísað frá á þessum grundvelli.</p> <p><strong>3.</strong></p> <p>Um takmarkanir á upplýsingarétti almennings samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er fjallað í 4.-6. gr. þeirra laga. Samkvæmt 5. gr. laganna er „Óheimilt ... að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á því hvaða fjárhagsmálefni einstaklinga séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þau fari leynt, að óheimilt sé að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.<br /> Með hliðsjón af síðastgreindu orðalagi hefur úrskurðarnefndin litið svo á, að samningar einstaklinga um kaup og sölu fasteigna og lausafjár, sem geymi upplýsingar um kaup- og söluverð, svo og upplýsingar um greiðsluskilmála, séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga. Sérstaklega ber að hafa í huga í þessu samhengi að ákvæðum greinarinnar er ætlað að koma í veg fyrir að veittar séu upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni nafngreindra einstaklinga eða lögaðila.<br /> Í því máli, sem hér er til úrlausnar, fer kærandi fram á að fá afrit gagna í málum þar sem Þingvallanefnd hefur fallið frá forkaupsrétti vegna aðilaskipta að fjórum tilgreindum sumarhúsum. Líta verður svo á að kaupsamningar og kauptilboð einkaaðila, sem lögð hafa verið fyrir Þingvallanefnd í þeim málum, séu undanþegin upplýsingarétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga. Annað gildir um önnur gögn þessara mála svo sem bréfaskipti Þingvallanefndar og þeirra aðila sem hlut eiga þar að máli, enda geymi þau ekki upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. nefndu lagaákvæði. Geymi gögnin aftur á móti að hluta upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, fer um aðgang að þeim eftir 7. gr. upplýsingalaga. Þau gögn sem hér er vísað til og varða bréfaskipti þingvallanefndar vegna umræddra sumarhúsa geyma að mati úrskurðarnefndarinnar ekki upplýsingar sem falla undir 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p><strong>4.</strong></p> <p>Gögn sem þinglýst hefur verið, þ. á m. kaupsamningar, fá aðra réttarstöðu við slíka aðgerð þar sem þau hafa þá verið gerð opinber, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-12/1997 og A-34/1997. Í 9. gr. reglugerðar nr. 284/1996 um þinglýsingar segir: "Almenningur skal hafa aðgang að þinglýsingabókum og skjalahylkjum þeim eða möppum, sem geyma eintök þinglýstra skjala í þeim tilgangi að kynna sér efni þeirra, eftir nánari ákvörðun viðkomandi þinglýsingarstjóra."<br /> Kauptilboðum, kaupsamningum og þeim afsölum, sem lögð hafa verið fyrir Þingvallanefnd, hefur ekki verið þinglýst. Á meðan svo er standa ákvæði 5. gr. upplýsingalaga í vegi fyrir aðgangi almennings að þeim hjá Þingvallanefnd.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Staðfest er synjun Þingvallanefndar á beiðni kæranda um afhendingu kauptilboða, kaupsamninga og afsala vegna aðilaskipta að fjórum tilgreindum sumarhúsum við [M-stíg] í landi þjóðgarðsins.<br /> Þingvallanefnd er skylt að veita kæranda aðgang að þeim bréfum þar sem óskað hefur verið eftir því að nefndin falli frá forkaupsrétti vegna nefndra sumarhúsa og svörum nefndarinnar við slíkum erindum.</p> <p></p> <p> </p> <p align="center">Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-232/2006 Úrskurður frá 4. júlí 2006 | Kærð var synjun Ríkiskaupa um aðgang að upplýsingum um niðurstöðu útboðs 13100 – Eldsneyti, olíuvörur og aðrar vörur þjónustustöðva, í janúar 2003. Mikilvægir almannahagsmunir vegna viðskipta. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Trúnaðarmál. Útboð. Aðgangur veittur. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 4. júlí 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-232/2006.</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 26. apríl sl., kærði [...] ehf. synjun Ríkiskaupa um aðgang að upplýsingum um niðurstöðu útboðs 13100 – Eldsneyti, olíuvörur og aðrar vörur þjónustustöðva, í janúar 2003, en samið var við [A] hf. og [B] ehf. á grundvelli tilboða þeirra.<br /> Með bréfi, dags. 28. apríl sl., var Ríkiskaupum gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og láta nefndinni í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum. Ríkiskaup gerðu athugasemdir við kæruna með bréfi, dags. 15. maí sl., og kröfðust þess að henni yrði hafnað. Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Ríkiskaupa hinn 17. maí sl. Koma viðhorf hans fram í tölvupósti 29. maí 2006. Hinn 1. júní sl. bárust úrskurðarnefndinni rammasamningur Ríkiskaupa og [A] hf. (1849 RK-05.05), dags. 16. apríl 2003, og rammasamningur Ríkiskaupa og [B] ehf. (1850 RK-05.05) sama dag, ásamt tilboðum félaganna og viðaukum þeirra.<br /> Með bréfum, dags. 7. júní sl., óskaði úrskurðarnefndin eftir því að [A] hf. og [B] ehf. gerðu grein fyrir því hvort þau teldu eitthvað vera því til fyrirstöðu að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum og ef svo væri að hvaða leyti afhending umbeðinna upplýsinga gæti skaðað hagsmuni félaganna. Umsögn [A] hf. barst nefndinni með bréfi lögmanns félagsins, dags. 13. júní 2006. Umsögn [B] ehf. barst nefndinni með bréfi félagsins, dags. 15. júní s.l., og lögmanni þess, dags. 26. júní sl.<br /> Með bréfi úrskurðarnefndarinnar, dags. 26. júní sl.,var kæranda gefinn kostur á að tjá sig við framkomnar athugasemdir [B] ehf. og [A] hf. og bárust athugasemdir hans með bréfi hans, dags. 3. júlí 20006.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að í janúar 2003 efndu Ríkiskaup, fyrir hönd ríkisfyrirtækja og ríkisstofnana, til rammasamningsútboðs nr. 13100, Eldsneyti, olíur og aðrar rekstrarvörur fyrir ökutæki og vélar. Við opnun tilboða 20. febrúar 2003 lágu fyrir tilboð frá [B] ehf., [C] hf. og [A] hf. Gengið var til samninga við [A] hf. og [B] ehf. 16. apríl 2006. Fyrir liggur að rammasamningur Ríkiskaupa og [B] ehf. (1849 RK – 05.05) og Rammasamningur Ríkiskaupa og [A] hf. (1850 RK -05.05) hafa verið framlengdir síðast til 30. apríl 2007.<br /> Hinn 3. apríl sl. óskaði kærandi eftir því við Ríkiskaup að fá upplýsingar um niðurstöðu útboðsins. Í synjun Ríkiskaupa 10. apríl sl. er m.a. vísað til ákvæðis 1.1.11 í útboðsskilmálum þar sem segir að „... við opnun tilboða verða aðeins lesin upp nöfn bjóðenda. Aðrar upplýsingar sem bjóðendur leggja fram þ.m.t. afsláttarprósenta, eru trúnaðarmál og verða ekki birtar.“ Jafnframt vísa Ríkiskaup til þess að í þeim upplýsingum sem felast í tilboðum bjóðenda sé að finna upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni, sem óheimilt sé að veita aðgang að samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Til stuðnings kærunni vísar kærandi til heimildar stjórnvalda til þess að veita aðgang að upplýsingum í ríkara mæli en kveðið sé á um í II. kafla upplýsingalaga, sbr. lokamálsgrein 3. gr. laganna og að það þjóni hvorki hagsmunum almennings né geti það hamlað samkeppni að viðkomandi upplýsingar verði gerðar opinberar.<br /> Í umsögn Ríkiskaupa um kæruna er vísað til fyrrgreindra útboðsskilmála og takmarkana á upplýsingarétti samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga. Lítur stofnunin svo á að hún sé bundin trúnaði við samningshafa í ofangreindu útboði, sbr. áðurnefnda lýsingu sem hafi orðið hluti af skuldbindingum aðila við töku tilboðs og gerð samnings. Jafnframt er í umsögn Ríkiskaupa vísað til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga um heimild til þess að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, og um er að ræða upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Telja Ríkiskaup að það geti skaðað stöðu opinberra aðila á almennum útboðsmarkaði ef almenningi verði veittur ótakmarkaður aðgangur að samningum sem gerðir eru á grundvelli útboða sérstaklega í tilviki eins og því sem kæran lýtur að.<br /> Í umsögn lögmanns [A] hf., 13. júní 2006, er eindregið lagst gegn því að afhenda kæranda umbeðnar upplýsingar, þar sem um trúnaðarmál sé að ræða. Vísar félagið þar til 2. mgr. gr. 1.1.11 í útboðslýsingu. Upplýsingar um afsláttarprósentu teljist vera viðskiptaleyndarmál og þeir aðilar sem samið hafi verið við hefðu hvorugur haft upplýsingar um verð hins. Þá vísar [A] hf. til 14. gr. samningsins við Ríkiskaup um að hann sé trúnaðarmál og að óheimilt sé að afhenda upplýsingarnar skv. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Í umsögn [B] ehf. er vísað til þess að gögnin í tilboði félagsins séu trúnaðarmál milli seljanda og kaupanda. Er þessi afstaða áréttuð í umsögn lögmanns félagsins 26. júní 2006, en að auki vísað til þess að það væri í fullkominni andstöðu við ákvæði samkeppnislaga, sbr. 10. gr. þeirra laga ef kærandi gæti á grundvelli upplýsingalaga fengið aðgang að upplýsingum um þau kjör sem [B] ehf. veitir viðsemjendum sínum. Telur félagið að fái kærandi aðgang að umbeðnum upplýsingum fengi félagið samkeppnisréttarlegt forskot við næsta útboð, sem bæði félögin muni taka þátt í. Til stuðnings afstöðu [B] ehf. er ennfremur vísað til úrskurðar úrskurðarnefndar í málum nr. 126/2001, 94/2000 og 104/2000.<br /> Athugasemdir kæranda í tilefni af framangreindri umsögn Ríkiskaupa, [A] hf. og [B] ehf. bárust úrskurðarnefndinni með bréfi þess, dags. 3. júlí sl.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.<br /> </strong>Með umsögn Ríkiskaupa 15. maí sl. fylgdi útboðslýsing fyrir rammasamningsútboð nr. 13100, sem lögð var til grundvallar tilboðum [A] hf. og [B] ehf. ásamt viðauka I: Sýnishorni af rammasamningi og viðauka II: Skilagreinar. Jafnframt fylgdi gögnunum fundargerð um opnun tilboða 20. febrúar 2003. Framangreinda útboðslýsingu og sýnishorn hefur kærandi fengið afhent hjá Ríkiskaupum. Hinn 1. júní sl. bárust úrskurðarnefndinni Rammasamningur 1849 RK-05.05 milli [A] hf. og Ríkiskaupa og Rammasamningur 1850 milli [B] ehf. og Ríkiskaupa R-05.05. Eldsneyti, olíur og aðrar rekstrarvörur, ökutæki og vélar. Eru báðir samningarnir gerðir samkvæmt áðurnefndu sýnishorni og dagsettir 16. apríl 2003. Í 1. og 2. gr. samningana er fjallað um samningsaðila og lýsingu á hinu selda. Um samningsgögn er í 3. gr. tekið fram að hluti samningsins sé rammasamningurinn (RK-05.05); útboðsgögn vegna rammasamningsútboðs nr. 131000, ásamt fyrirspurnum og svörum; leiðbeiningar um uppgjör og skil á umsýsluþóknun og tilboð seljanda. Í 4. gr. er fjallað um verð og þann afslátt sem seljendur veita af vörum sínum. Fjallað er um verðbreytingar í 5. gr. og í 6. grein er fjallað um verðlista. Segir þar m.a. að verðlistar sem birtist í rammasamningskerfi Ríkiskaupa skulu vera á því formi að birt er heiti þeirra liða sem samið er um og tilboðsverð seljanda. Þá segir í 14. gr. samninganna að ekki megi á nokkurn hátt ljóstra upp um einstaka efnisþætti þeirra til óviðkomandi aðila, án þess að bæði Ríkiskaup og seljandi samþykki það skriflega. Í úrskurði þessum er ekki ástæða til þess að rekja frekar efni umræddra rammasamninga.<br /> Kærandi hefur afmarkað beiðni sína við niðurstöður rammasamningsútboðs nr. 13100 er lauk með gerð áðurnefndra rammasamninga milli Ríkiskaupa og framangreindra fyrirtæka, sem framlengdir hafa verið til 30. apríl 2007. Hefur Ríkiskaup synjað kæranda um afhendingu þessara gagna.</p> <p><strong>2.</strong><br /> Úrskurðarnefndin hefur í úrskurðum sínum, þar sem fjallað hefur verið um aðgang að samningum um kaup opinberra aðila á þjónustu eða vöru hjá einkaaðilum eða að gögnum um undirbúning slíkra samninga, vísað til þess að skýra beri takmarkanir á upplýsingarétti almennings sbr. 3. gr. upplýsingalaga þröngt, þ. á m. reglurnar í 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. þeirra laga, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum A-206/2005, A-168/2004 og A-133/2001.</p> <p><strong>2.1<br /> </strong>Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang „...að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar, að óheimilt sé „... að veita almenningi upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Við skýringu á ákvæðum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings og takmarkanir hans ber að hafa í huga þá meginreglu við opinber innkaup að kaupandi skuli gæta trúnaðar um upplýsingar sem hann fær frá bjóðendum, eftir því sem efni og eðli upplýsinganna gefur tilefni til, sbr. m.a. 17. gr. reglugerðar nr. 655/2003 um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu. Þær upplýsingar sem hér koma einkum til álita eru ýmisskonar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega burði bjóðenda, áætlanir þeirra auk tæknilegra lausna og aðferða til að koma til móts við þarfir kaupanda í útboði. Samkvæmt 47. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup er lögskylt þegar tilboð eru opnuð að greint sé frá nafni bjóðanda, heildartilboðsupphæð, greiðsluskilmálum, afhendingarskilmálum og eðli frávikstilboða. Í útboði því sem mál þetta varðar voru einungis nöfn bjóðenda lesin upp. Bjóðendum var þannig aðeins kynnt hverjir hefðu gert tilboð en ekki efni þeirra samkvæmt ákvæðum 47. gr. þar um. Verður þó að telja að það verð sem fram kemur í 4. gr. rammasamninganna falli undir þessa lagagrein.</p> <p>Af 47. gr. leiðir að þær upplýsingar sem samkvæmt henni á að gefa við opnun tilboða falla utan trúnaðarskyldu kaupanda, enda þótt sá háttur hafi verið hafður á við opnun tilboðsins í því tilviki sem hér um ræðir og að framan er lýst. Ákvæði í 14. gr. rammasamninganna um að ekki megi „ ... á nokkurn hátt ljóstra upp um einstaka efnisþætti samnings þessa til óviðkomandi aðila, án þess að bæði Ríkiskakup og seljandi samþykki það skriflega“ getur ekki komið í veg fyrir aðgang kæranda að honum á grundvelli upplýsingalaga.</p> <p>Að mati nefndarinnar er óhætt að leggja til grundvallar, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli A-206/2005, að upplýsingar sem skylt er að gefa við opnun tilboða séu ekki þess eðlis að þær falli undir 5. gr. upplýsingalaga. Þá verður að gera ráð fyrir því að útboðsgögn í almennu útboði falli ekki undir nefnda undantekningarreglu upplýsingalaga. Athugast í þessu sambandi að þessar upplýsingar eru nauðsynleg forsenda þess að almenningur geti fylgst með því að vel sé farið með almannafé og að málefnaleg sjónarmið ráði ferð við opinber innkaup.<br /> Að þessu virtu getur nefndin ekki fallist á að verð og afsláttarkjör, sbr. 4. og 6. gr. umræddra rammasamninga, séu eins og hér hagar til upplýsingar er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt og eðlilegt að leynt fari sbr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p><strong>2.2<br /> </strong>Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang að gögnum, „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.“ Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: „Óheftur réttur til upplýsinga getur ... skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína.“<br /> Ekki er loku fyrir það skotið að það geti í einhverjum tilvikum skaðað stöðu hins opinbera á almennum útboðsmarkaði sé almenningi veittur ótakmarkaður aðgangur að samningum sem gerðir eru á grundvelli útboða. Það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald skuli fara leynt, verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Ennfremur ber að benda á að skv. 1. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup er það m.a. tilgangur laganna að stuðla að virkri samkeppni. Koma sjónarmið þessi m.a. fram í úrskurði nefndarinnar í málum A-74/1999 og A-133/2001.<br /> Í umsögnum sínum hafa Ríkiskaup, [A] hf. vísað til ákvæða í umræddum samningi um að hann skuli vera trúnaðarmál. Slík ákvæði geta ekki komið í veg fyrir aðgang kæranda að honum á grundvelli upplýsingalaga, sbr. úrskurð nefndarinnar í máli A-133/2001.<br /> Í máli þessu hefur af hálfu Ríkiskaupa ekki verið sýnt fram á að það eitt sér, gæti skaðað samkeppnisstöðu ríkisins á útboðsmarkaði þótt kæranda yrði veittur aðgangur að umræddum rammasamningum. Þá hefur ekki heldur verið sýnt fram á að sérstök sjónarmið eigi að gilda um þær vörur sem umræddir rammasamningar taka til.</p> <p><strong>3.<br /> </strong>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér efni umræddra rammasamninga milli Ríkiskaupa og áðurnefndra fyrirtækja, ásamt þeim viðaukum sem þeim fylgja og vísað er til hér að framan. Þegar það er virt sem hér hefur verið rakið er það niðurstaða nefndarinnar að Ríkiskaupum beri að veita kæranda aðgang að umræddum rammasamningum. Samkvæmt þessu er fallist á kröfur kæranda.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð:</h3> <p>Ríkiskaupum ber að veita kæranda, [...] ehf., aðgang að Rammasamningum 1849 og 1850 ásamt viðaukum og fylgigöngum.</p> <p> </p> <p align="center">Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-227/2006 Úrskurður frá 14. mars 2006 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að upplýsingum er varða ákvörðun ríkisstjórnar um framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p align="center"></p> <p>Hinn 14. mars 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-227/2006:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 23. nóvember s.l., kærði [...], synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að upplýsingum er varða ákvörðun ríkisstjórnar um framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.<br /> Með bréfi, dags. 29. nóvember s.l., var utanríkisráðuneytinu gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og láta í nefndinni í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum. Í svari utanríkisráðuneytisins, dags. 13. desember s.l., segir að eina skjalið sem lagt hafi verið fyrir ríkisstjórn varðandi ákvörðun um framboð til öryggisráðsins hafi verið minnisblað frá utanríkisráðherra og það falli að öllu leyti undir 1. tl. 4. gr. upplýsingalaga. Fylgdi svarinu afrit af minnisblaðinu í trúnaði, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir utanríkisráðuneytisins. Þrátt fyrir ítrekanir hefur kærandi ekki sent nefndinni frekari rökstuðning fyrir kæru sinni. Er málið því tekið til úrskurðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sbr. 18. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 14. október s.l., óskaði kærandi eftir því við utanríkisráðuneytið að fá aðgang að gögnum sem varða ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 1998 um framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í svarbréfi ráðuneytisins, dags. 25. október s.l., er beiðninni synjað enda sé hér um að ræða upplýsingar er falli undir 1. tl. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> Eins og áður segir skaut kærandi synjun þessari til úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 23. nóvember s.l. Þar er dregið í efa að rök utanríkisráðuneytisins fyrir synjun taki til allra gagna málsins. Utanríkisráðuneytinu var gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna. Í bréfi ráðuneytisins, dags. 13. desember s.l., kemur fram að eina skjalið sem lagt hafi verið fyrir ríkisstjórn varðandi ákvörðunina um framboð, sem tekin var 30. október 1998, sé minnisblað frá utanríkisráðherra þar að lútandi. Falli það að öllu leyti undir undanþágu 1. tl. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum en þrátt fyrir ítrekanir hefur hún ekki nýtt sér þann möguleika.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kæra þessi er tekin til úrskurðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sbr. 18. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærandi fór fram á aðgang að upplýsingum er varða ákvörðun ríkisstjórnar um framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðuneytið hefur túlkað beiðnina svo að hún eigi einungis við um gögn sem lögð voru fyrir ríkisstjórn áður en ákvörðun um framboð var tekin. Þessum skilningi er ómótmælt. Ótvírætt er að minnisblað það sem lagt var fram í ríkisstjórn 30. október 1998 fellur undir 1. tl. 4. gr. upplýsingalaga þar sem það var tekið saman fyrir fund ríkisstjórnar. Er synjun utanríkisráðuneytisins því staðfest.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð:</h3> <p>Staðfest er synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að minnisblaði dags. 30. október 1998.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Páll Hreinsson<br /> formaður<br /> Símon Sigvaldason Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-226/2006 Úrskurður frá 14. mars 2006 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að upplýsingum er varða vopnakaup íslenskra stjórnvalda vegna rekstrar íslensku friðargæslunnar. Umbeðin gögn aldrei verið til. Frávísun. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 14. mars 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-226/2006:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 24. nóvember s.l., kærði [...], synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að upplýsingum er varða vopnakaup íslenskra stjórnvalda vegna rekstrar íslensku friðargæslunnar.<br /> Með bréfi, dags. 29. nóvember s.l., var utanríkisráðuneytinu gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og láta í nefndinni í té í trúnaði afrit af umbeðnum gögnum. Í svari utanríkisráðuneytisins, dags. 14. desember 2005, segir að ekki hafi verið keypt nein vopn vegna friðargæslunnar og því sé ekki hægt að verða við beiðninni.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir utanríkisráðuneytisins. Þrátt fyrir ítrekanir hefur kærandi ekki sent nefndinni frekari rökstuðning fyrir kæru sinni. Er málið því tekið til úrskurðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sbr. 18. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 28. september s.l., óskaði kærandi eftir því með vísan til II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 að fá aðgang að öllum skjölum og gögnum í vörslu ráðuneytisins er varða vopnakaup á vegum íslenskra stjórnvalda í tengslum við rekstur íslensku friðargæslunnar.<br /> Í svarbréfi ráðuneytisins, dags. 27. október s.l., er beiðninni synjað enda sé hér um að ræða upplýsingar um hagsmuni sem varðir séu af 1. tölul. 6. gr. laga nr. 50/1996.<br /> Kærandi skaut synjun þessari til úrskurðarnefndarinnar með bréfi, dags. 24. nóvember, eins og áður segir. Vísar hann til þess að í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga segi meðal annars um 1. tl. 6. gr. að eingöngu sé vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Þá segir kærandi að ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar um vopnakaup íslenskra stjórnvalda vegna friðargæslu skapi hættu gegn íslenskum hagsmunum, varði almannahagsmuni né varði sérstaklega öryggi ríkisins eða varnarmál. Íslenska friðargæslan hafi ekki heimild til þess að stunda störf sem varði öryggi ríkisins né störf sem flokkist undir varnarmál. Málefni hennar geti því aldrei varðað öryggi ríkisins né varnarmál.<br /> Í athugasemdum utanríkisráðuneytisins við kæruna, dags. 14. desember, kemur fram að ekki hafi verið keypt nein vopn til íslensku friðargæslunnar. Eftir atvikum hafi hins vegar verið leigð vopn frá Norðmönnum. Þegar af þeirri ástæðu sé ekki hægt að verða við beiðni kæranda. Þar að auki telji ráðuneytið að fyrirspurnin varði hagsmuni sem falli undir 1. tl. 6. gr. laga nr. 50/1996.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kæra þessi er tekin til úrskurðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna, sbr. 18. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kærandi fór fram á aðgang að öllum skjölum og gögnum í vörslu utanríkisráðuneytisins er vörðuðu vopnakaup á vegum íslenskra stjórnvalda í tengslum við rekstur íslensku friðargæslunnar. Þótt það hafi ekki komið fram í synjun utanríkisráðuneytisins í upphafi heldur í athugasemdum þess til úrskurðarnefndarinnar, þá liggur fyrir að engin vopn hafa verið keypt til friðargæslunnar. Þar sem þau gögn eru ekki til sem óskað var aðgangs að ber að vísa kærunni frá. Áréttað skal að í máli þessu hefur engin afstaða verið tekin til þess hvort gögn um leigu vopna til friðargæslunnar falli undir 1. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru [...] á hendur utanríkisráðuneytinu er vísað frá.</p> <p> </p> <p align="center">Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center">Símon Sigvaldason Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-223/2006 Úrskurður frá 9. febrúar 2006 | Kærð var meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að upplýsingum um árás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl í Afganistan hinn 23. október 2004. Einkahagsmunir annarra. Gildissvið gagnvart þjóðréttarsamningum. Skjal sem kærandi hefur ritað sjálfur. Aðgangur veittur að hluta. Synjun staðfest að hluta. Frávísun. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="center"></p> <p>Hinn 9. febrúar 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-223/2006:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 4. júlí 2005 kærði [...] meðferð utanríkisráðuneytisins, á beiðni sinni um aðgang að upplýsingum um árás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl í Afganistan hinn 23. október 2004.<br /> Með bréfi, dagsettu 8. júlí var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því beint til ráðuneytisins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda ekki síðar en hinn 20. júlí. Voru tilmælin ítrekuð með bréfum dags. 8. og 30. ágúst s.l. Ráðuneytið svaraði með bréfi dags. 13. september þar sem segir að umbeðin gögn verði send til kæranda.<br /> Með bréfi dags. 15. september var kærandi inntur eftir því hvort hann teldi sig hafa fengið öll umbeðin gögn afhent. Í bréfi hans dags. 16. september kemur fram að hann telji svo ekki vera. Hann hafi eingöngu fengið afrit af skýrslu yfirmanns friðargæslunnar dags. 29. okt. 2004 ásamt ódagsettri og óundirritaðri samantekt um atburðina. Kvaðst hann vilja kæra þessa afgreiðslu til úrskurðarnefndarinnar.<br /> Með bréfi dags. 28. september s.l. var utanríkisráðuneytinu gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna. Var frestur gefinn til 7. október. Í svarbréfi ráðuneytisins dags. 3. október s.l. er rakið hvaða gögn séu til í ráðuneytinu um umbeðið mál. Úrskurðarnefndin fjallaði um kæruna á fundi 17. október og ákvað að leita eftir því við utanríkisráðuneytið að nánar yrði rökstutt hvers vegna ekki bæri að veita aðgang að þeim skjölum sem hefðu verið undanþegin aðgangi. Var óskað eftir svörum ekki síðar en 28. október. Voru tilmælin ítrekuð með bréfi dags. 4. nóvember. Ráðuneytið svaraði með bréfi dags. 18. nóvember.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir ráðuneytisins og koma viðhorf hans fram í bréfi dags. 29. nóvember. Úrskurðarnefnd fjallaði að nýju um kæruna á fundi 28. desember s.l. Þar var ákveðið að afla frekari gagna og upplýsinga frá utanríkisráðuneytinu. Svör ráðuneytisins bárust með bréfi dags. 18. janúar s.l. Var kæranda kynnt bréf ráðuneytisins og koma viðhorf hans fram í bréfi dags. 1. febrúar.</p> <h3><br /> Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi vann fyrir utanríkisráðuneytið í Kabúl á árinu 2004 og var einn þeirra sem ráðist var á hinn 23. október það ár í „Kjúklingastræti”. Slapp hann við alvarleg meiðsl. Með tölvubréfi til utanríkisráðuneytisins, dags. 18. desember 2004 fór kærandi þess á leit að fá aðgang að skjölum sem vörðuðu framangreinda árás. Nánar tiltekið óskaði hann eftir að fá a) lista yfir þau skjöl sem til væru í utanríkisráðuneytinu varðandi árásina, b) afrit af skýrslum og tilkynningum sem gerðar voru í Kabúl af friðargæsluliðum sem og af Alþjóðlegu friðargæslunni í Afganistan (ISAF) sem vörðuðu árásina og eftirmál hennar og öryggisástand og öryggisviðbúnað í Kabúl á þessum tíma, c) afrit af öllum tölvupóstsamskiptum milli ráðuneytisins og starfsmanna í Kabúl sem vörðuðu þessa árás og eftirköst hennar, d) afrit af öllum innanhússkýrslum í utanríkisráðuneytinu sem vörðuðu þessa árás og eftirmál hennar, þ.m.t. lokaskýrslu um atburðinn og ákvarðanir ráðuneytisins um hvernig á málum skyldi haldið varðandi samskipti við fjölmiðla og þá starfsmenn sem í árásinni lentu og e) afrit af samskiptum ráðuneytisins við NATO og starfsmenn ráðuneytisins hjá NATO í Brussel um þetta mál, að svo miklu leyti, sem ekki hvíldi leynd yfir þeim.<br /> Kærandi ítrekaði þessa beiðni hinn 17. janúar 2005 og aftur 28. febrúar. Hinn 4. mars fékk kærandi sendan tölvupóst frá ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins þar sem kom fram að fyrirspurn hans væri í vinnslu hjá friðargæslunni.<br /> Með bréfi, dagsettu 4. júlí kærði [...] meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um árás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl í Afganistan hinn 23. október 2004.<br /> Með bréfi, dags. 8. júlí var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því beint til ráðuneytisins, með vísan til 11. gr. upplýsingalaga, að afgreiða beiðni kæranda ekki síðar en hinn 20. júlí. Voru tilmælin ítrekuð með bréfum dags. 8. og 30. ágúst. Ráðuneytið svaraði með bréfi dags. 13. september og kvaðst mundu senda umbeðin gögn til kæranda. Bréfi ráðuneytisins fylgdi ódagsett og óundirrituð samantekt á atburðarás þeirri sem átti sér stað í Kabúl hinn 23. október 2004, greinargerð [X], dags. 29. október 2004, en hann var einn þeirra sem varð fyrir árásinni og kort af vettvangi.<br /> Með bréfi dags. 15. september var kærandi spurður hvort hann hefði fengið öll umbeðin gögn afhent. Í bréfi hans dags. 16. september s.l. kemur fram að hann telji svo ekki vera. Hann hafi eingöngu fengið afrit af skýrslu yfirmanns friðargæslunnar dags. 29. okt. 2004 ásamt ódagsettri og óundirritaðri samantekt um atburðina. Kvaðst hann vilja kæra þessa afgreiðslu til úrskurðarnefndarinnar. Ítrekar hann kröfu um að fá afrit af umbeðnum skjölum ásamt lista yfir þau skjöl sem til væru um málið. Vísaði hann til upplýsingalaga, stjórnsýslulaga og leiðbeiningarskyldu stjórnvalda.<br /> Með bréfi dags. 28. september var utanríkisráðuneytinu gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna. Var jafnframt óskað eftir því að fá umbeðin gögn send í trúnaði. Var frestur gefinn til 7. október. Í svarbréfi ráðuneytisins dags. 3. október er rakið hvaða gögn séu til í ráðuneytinu um umbeðið mál og fylgdu þau bréfinu að því marki sem þau höfðu ekki verið afhent kæranda. Að sögn ráðuneytisins er þar um að ræða skýrslur frá [Y] dags. 23. október 2004 og frá [Z], [Þ] og [Æ] dags. 31. október 2004. Fram kemur að síðarnefnda skýrslan sé nokkuð tilfinningarík og var þess óskað að farið væri með fyrrgreind skjöl sem trúnaðarmál. Fram kemur að ekki hafi verið gerðar neinar fundargerðir eða minnispunktar frá viðræðum sem fram fóru í utanríkisráðuneytinu um atburðinn. Eini tölvupósturinn í ráðuneytinu um hann sé frá kæranda, dags. 16. desember 2004, og fylgi hann með ásamt frásögn kæranda af atburðinum dags. 28. október 2004. Auk þess séu til þrjú skjöl Atlantshafsbandalagsins um þetta mál, eitt merkt NATO-Secret og tvö merkt NATO-Confidential. Kærandi taki sérstaklega fram að hann óski ekki eftir aðgangi að þeim.<br /> Úrskurðarnefndin fjallaði um kæruna á fundi 17. október s.l. og ákvað að leita eftir því við utanríkisráðuneytið að nánar yrði rökstutt hvers vegna það teldi að ekki bæri að veita aðgang að þeim skjölum sem hefðu verið undanþegin aðgangi. Var óskað eftir svörum ekki síðar en 28. október. Voru tilmælin ítrekuð með bréfi dags. 4. nóvember. Í svari ráðuneytisins dags. 18. nóvember segir að einu skjölin sem kærandi hafi ekki fengið afhent séu 3 trúnaðarmerkt skjöl Atlantshafsbandalagsins. Eitt þeirra sé merkt NATO-Secret og tvö merkt NATO-Confidential.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir ráðuneytisins eins og þær birtust í bréfum dags. 3. október og 18. nóvember s.l. og koma viðhorf hans fram í bréfi dags. 29. nóvember. Kveðst hann telja að sumu leyti skiljanlegt að óskað sé trúnaðar varðandi skýrslur fjögurra friðargæsluliða utan sinnar eigin þar sem málið sé viðkvæmt fyrir viðkomandi aðila, ráðuneytið og hann sjálfan. Kveðst hann heita fyllsta trúnaði varðandi gögnin jafnvel þótt hann þyrfti þess ekki lagalega séð. Strika megi þó yfir lýsingar á meiðslum viðkomandi enda séu þau einkamál þeirra, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Kærandi kveðst ekki óska eftir NATO skjölum sem leynd ríki yfir og merkt séu „secret”. Hins vegar óski hann eftir skjölum sem merkt séu „trúnaður” eða „confidential”.<br /> Úrskurðarnefnd fjallaði að nýju um kæruna á fundi 28. desember s.l. Þar var ákveðið að afla frekari gagna og upplýsinga frá utanríkisráðuneytinu. Svör ráðuneytisins bárust með bréfi dags. 18. janúar 2006. Þar fékkst staðfest að auk NATO-skjala hefði kærandi ekki fengið aðgang að hluta skýrslna sem gerðar voru um árásina 23. október 2004. Var kæranda kynnt bréf ráðuneytisins og koma viðhorf hans fram í bréfi dags. 1. febrúar s.l.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p><strong>1.</strong><br /> Um réttarstöðu kæranda fer samkvæmt III. kafla upplýsingalaga. Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.” Fram er komið að kærandi hefur fengið afrit af skýrslu [X] dags. 29. október 2004 og af ódagsettri og óundirritaðri samantekt ráðuneytisins um atburðinn. Sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að öðrum skýrslum um árásina 23. október 2004 virðist byggjast á 3. mgr. 9. gr. laganna. Samkvæmt henni er heimilt „að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.” Ráðuneytið ber því ekki við að um vinnuskjöl sé að ræða í skilningi 3. tl. 4. gr., sbr. 2. mgr. 9. gr., upplýsingalaga og er því ekki þörf á því að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess.<br /> Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þær skýrslur aðrar sem kærandi fer fram á aðgang að en hefur ekki fengið. Telur nefndin að skýrsla [Y] um atburðinn 23. október 2004 dags. 1. nóvember 2004 hafi ekki að geyma upplýsingar um einkamálefni í skilningi 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga og því beri að veita aðgang að henni. Um skýrslu [Z], [Þ] og [Æ] dag. 31. október 2004 gegnir öðru máli þar sem víða er fjallað um viðkvæm atriði er snerta einkalíf nafngreindra manna. Af þeim sökum standa ákvæði 3. mgr. 9. gr. því í vegi að aðgangur verði veittur.<br /> Kærandi fer fram á aðgang að eigin tölvupósti til ráðuneytisins frá 16. desember 2004 og skýrslu hans dags. 28. október 2004. Í samræmi við úrskurð í máli A-41/1998 um aðgang að bréfi sem aðili hafði sjálfur skrifað stjórnvaldi ber ráðuneytinu að afhenda þau gögn enda hefur ráðuneytið ekki borið við neinum ástæðum sem mæla gegn afhendingu.</p> <p><strong>2.<br /> </strong>Samkvæmt lokamálslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gilda lögin ekki ef á annan veg er mælt í þjóðréttarsamningum sem Ísland á aðild að. Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga sagði um þetta ákvæði: “Þá kann Ísland að hafa gengist undir skuldbindingar gagnvart öðrum ríkjum í þjóðréttarsamningum þess efnis að tilteknum gögnum verði haldið leyndum umfram það sem gert er ráð fyrir í þessum lögum. Vegna slíkra skuldbindinga að þjóðarétti þykir nauðsynlegt að taka af skarið um það að lögin gildi ekki ef öðru vísi er fyrir mælt í þjóðréttarsamningum sem íslenska ríkið á aðild að.”<br /> Í bréfi utanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndar dags. 18. janúar s.l. segir: „Einnig hjálagt eru umbeðnar upplýsingar um gildandi alþjóðasamninga varðandi trúnaðarskjöl Atlantshafs¬bandalagsins sem Ísland er aðili að og nánari upplýsingar um þagnarskylduákvæði og meðhöndlun þeirra upplýsinga sem merkt eru sem trúnaðarmál. Umræddir samningar eru þrír; einn undirritaður af hálfu Íslands 18. júní 1964 og endurnýjaður 6. mars 1997, annar undirritaður 20. mars 1997 (aðgangur að kjarnorkuvopnaupplýsingum) og viðauki við ofangreinda samninga undirritaður 1. desember 1999.”<br /> Óumdeilt er að önnur gögn en þau sem fjallað er um í lið 1 og sem kærandi biður um aðgang að falla undir þagnarskyldureglur framangreindra samninga sem íslenska ríkið er bundið af að þjóðarétti. Með vísan til lokamálsliðar 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gilda lögin því ekki um þau gögn. Ber því að vísa kröfu um aðgang að þeim frá nefndinni.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Utanríkisráðuneytinu ber að afhenda kæranda afrit af skýrslu [Y] dags. 1. nóvember 2004, af tölvupósti frá kæranda, dags. 16. desember 2004, og af skýrslu kæranda, dags. 28. október. Staðfest er synjun um aðgang að skýrslu [Z], [Þ] og [Æ] dags. 31. október 2004.<br /> Kröfum kæranda um aðgang að NATO-skjölum er vísað frá nefndinni.</p> <p> </p> <p align="center">Páll Hreinsson formaður<br /> Friðgeir Björnsson<br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> <p align="center"> </p> <br /> <br /> |
A-225/2006 Úrskurður frá 9. febrúar 2006 | Kærð var synjun byggingarnefndar [A-bæjar] um afhendingu á gögnum sem lögð höfðu verið fram á fundi nefndarinnar 30. nóvember 2005. Beiðni ekki beint að réttu stjórnvaldi. Framsending. Frávísun. | <p align="center"><br /> <strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p>Hinn 9. febrúar 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-225/2006:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með tölvupósti dags. 14. desember s.l. kærði [...] synjun byggingarnefndar [A-bæjar] frá deginum áður um afhendingu á gögnum sem lögð hefðu verið fram á fundi nefndarinnar 30. nóvember s.l.<br /> Með bréfi dags. 15. desember s.l. var [A-bæ] gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna. Var beiðnin ítrekuð með bréfi dags. 10. janúar s.l. Með bréfi dags. 20. janúar s.l. gerði [A-bær] athugasemdir við kæruna og krafðist aðallega frávísunar þar sem beiðni væri ekki beint að réttu stjórnvaldi. Til vara var gerð krafa um að kærunni yrði hafnað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir [A-bæjar] og koma viðhorf hans fram í tölvupósti dags. 26. janúar s.l.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að 29. nóvember s.l. óskaði lóðarhafi að [X-götu], [A-bæ], eftir því að starfsemi hárgreiðslustofu í næsta húsi yrði stöðvuð þar sem fyrir henni væru ekki tilskilin leyfi. Erindið var tekið fyrir á fundi byggingarnefndar [A-bæjar] 30. nóvember s.l. og því vísað til heilbrigðisnefndar í ljósi þess að hún færi með útgáfu starfsleyfa vegna viðkomandi starfsemi.<br /> Hinn 5. desember s.l. óskaði kærandi eftir afriti þeirra gagna sem lögð hefðu verið fram á umræddum fundi byggingarnefndar um viðkomandi mál. Byggingarnefnd [A-bæjar] synjaði beiðninni með tölvupósti dags. 13. desember s.l. með vísan til 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.<br /> Í athugasemdum [A-bæjar] við kæruna dags. 20. janúar s.l. er aðallega krafist frávísunar vegna þess að beiðninni hafi ekki verið beint að réttu stjórnvaldi. Vísar sveitarfélagið til viðauka I með reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti en þar segi í 9. gr. að heilbrigðisnefndir annist útgáfu starfsleyfa vegna hárgreiðslustofu. Jafnframt segi í 6. gr., sbr. 75. gr. reglugerðarinnar, að það sé hlutverk heilbrigðisnefndar að tryggja að ákvæðum hennar sé framfylgt.<br /> Til vara gerir [A-bær] kröfu um að kærunni sé hafnað á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga enda sé að finna í gögnum málsins upplýsingar er skaðað geti fjárhags- eða viðskiptahagsmuni viðkomandi fyrirtækis.<br /> Í athugasemdum kæranda dags. 26. janúar s.l. er meðal annars bent á ósamræmi í rökstuðningi [A-bæjar] fyrir því að afhenda ekki gögnin. Hefði sveitarfélagið strax átt að framsenda beiðnina til heilbrigðisnefndar.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Samkvæmt 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í máli þegar um er að ræða gögn um mál þar sem taka á ákvörðun um rétt eða skyldu manna. Leyfisveiting vegna hárgreiðslustofu er samkvæmt 12. tölul. 4. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir í höndum heilbrigðisnefndar. Eftirlit með því að starfsleyfi sé fyrir hendi og skilyrði þess uppfyllt eru í höndum heilbrigðisnefndar og heilbrigðisfulltrúa samkvæmt 26. gr. sömu laga. Afturköllun starfsleyfis er alfarið í höndum heilbrigðisnefndar.<br /> Kröfunni um aðgang að gögnum er vörðuðu leyfi til rekstar hárgreiðslustofu var því ranglega beint að byggingarnefnd [A-bæjar]. Bar byggingarnefnd [A-bæjar] að framsenda erindið til heilbrigðisnefndar skv. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og er sú skylda enn þá virk. Þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun bærs stjórnvalds samkvæmt 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga ber að vísa málinu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru [...] vegna synjunar byggingarnefndar [A-bæjar] um afhendingu á gögnum er vísað frá.</p> <p align="center">Páll Hreinsson formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <p> </p> <br /> <br /> |
A-224/2006 Úrskurður frá 9. febrúar 2006 | Kærð var synjun sveitarfélagsins [A] um aðgang að tilteknum gögnum sem vörðuðu viðskipti sveitarfélagsins við [B] ehf. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. | <p>A-224/2006 Úrskurður frá 9. febrúar 2006</p> <p align="center"><br /> <strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p>Hinn 9. febrúar 2006 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-224/2006:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi dags. 25. október s.l. kærði [...] til úrskurðarnefndar um upplýsingamál synjun sveitarfélagsins [A] frá 18. október s.l. um aðgang að tilteknum gögnum sem vörðuðu viðskipti sveitarfélagsins við [B] ehf. Úrskurðarnefndin sendi kæruna til umsagnar sveitarfélagsins með bréfi dags. 4. nóvember. Sveitarfélagið fól [X] hrl. að svara fyrir sína hönd og er svar hans dags. 25. nóvember. Bréfinu fylgdu í trúnaði þau gögn sem kæranda hafði verið synjað um aðgang að.<br /> Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn sveitarfélagsins og bárust athugasemdir hans með bréfi dags. 29. nóvember. Með bréfi dags. 28. desember óskaði úrskurðarnefndin eftir tilteknum viðbótarupplýsingum frá sveitarfélaginu varðandi hluta af kærunni sem varðaði fundargerðir sérstaks starfshóps sveitarfélagsins og aðgang að þeim. Í svari lögmanns sveitarfélagsins dags. 10. janúar 2006 kemur fram að fallist sé á afhendingu fundargerðanna. Skýrði úrskurðarnefndin kæranda frá þessu með bréfi dags. 13. janúar.<br /> Með bréfi dags. 29. desember s.l. leitaði úrskurðarnefndin álits [B] ehf. á því hvort afhenda mætti hin umdeildu gögn. Svar [Y] lögmannsstofu hf. f.h. [B] ehf. er dags. 11. janúar. Var kæranda gefinn kostur á að tjá sig um svar þetta og barst afstaða hans með bréfi dags. 19. janúar.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik í stuttu máli þau að sveitarfélagið [A] gerði hinn 31. júlí 2001 samning við [B] ehf. um sölu á jörðinni [C] gegn því að tiltekin uppbygging ættu sér þar stað. Fjórum árum seinna eða haustið 2005 kom þessi samningur til umræðu í bæjarráði [A]. Meðal annars var rætt um hvort kaupandi hefði staðið að öllu leyti við ákvæði samningsins.<br /> Kærandi fór fram á það með tölvupósti til [A] 10. október s.l. að hann fengi aðgang að og afrit af öllum skjölum og gögnum í vörslu sveitarfélagsins sem [B] ehf. hefðu sent því til að sýna fram á að staðið hefði verið við ákvæði umrædds kaupsamnings. Vísaði kærandi til upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> [A] synjaði beiðni þessari með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 eins og fram kemur í tölvupósti frá fjármálastjóra sveitarfélagsins dags. 10. október.<br /> Í kæru dags. 25. október 2005 segir kærandi að synjunin eigi ekki við nein rök að styðjast. Þær 50 milljónir króna sem eigendum [B] ehf. var skylt að verja til uppbyggingar staðarins væru hluti af kaupverði jarðarinnar. Að leyna gögnum um það hvernig þessum fjármunum var varið jafngildi því að gefa upp fjárhæð kaupverðs en ekki gjaldmiðil. Á fundi bæjarráðs [A] 28. september 2005 hafi verið lögð fram greinargerð og yfirlit yfir framkvæmdir [B] ehf. Á sama fundi hafi verið kynnt sú niðurstaða sérstaks starfshóps sveitarfélagsins að ekki hefði verið varið 50 milljónum króna til uppbyggingarinnar. Hér sé um hagsmuni almennings að tefla og ráðstöfun opinberra eigna. Almenningur eigi rétt á að kynna sér gögn í slíkum málum. Þá bendir kærandi á að frestur til að rifta samningnum renni út 1. nóvember 2005 og því varði það almannahagsmuni að upplýsingarnar komi fram sem fyrst. Fram kom hjá kæranda að hann krefðist ekki einungis aðgangs að greinargerð og framkvæmdaryfirliti [B] ehf. sem lögð voru fram í bæjarráði heldur einnig að fundargerðum starfshóps sem skipaður var 14. september s.l.<br /> Í umsögn lögmanns sveitarfélagsins dags. 25. nóvember er enn vísað í 5. gr. upplýsingalaga og þar kemur fram að í umbeðnum gögnum sé að finna nánast allar upplýsingar um fjárhag og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins og lögaðilans [B] ehf. Fyrirtækið hafi ekki samþykkt að gögn þessi yrðu afhent og raunar talið að opinber umfjöllun væri ekki eðlileg á meðan leitað væri samkomulags milli aðila. Í athugasemdum kæranda dags. 29. nóvember eru fyrri kröfur ítrekaðar og þess krafist að gögn verði afhent sem sýni eins nákvæmlega og hægt er hvernig fénu hafi verið varið.<br /> Úrskurðarnefndin ákvað að leita álits [B] ehf. á afhendingu gagnanna og í umsögn lögmanns félagsins dags. 11. janúar s.l. kemur fram að um sé að ræða bókhaldsgögn og önnur gögn um rekstur félagsins sem eðli málsins samkvæmt séu mikilvæg og viðkvæm. Í undirbúningi séu ýmiss konar samningar og opinber umfjöllun um einkamálefni félagsins geti haft skaðleg áhrif á þá. Sé því með vísan til 5. gr. upplýsingalaga lagst gegn afhendingu.<br /> Kæranda var loks gefinn kostur á að tjá sig um þessa afstöðu [B] ehf. Fram kemur að hann telji að hagsmunir almennings af því að fá réttar og nákvæmar upplýsingar um það hvernig greiðslu fyrir eign sem bæjarfélagið selur sé háttað vegi þyngra en sjónarmið þau sem færð séu fram af hálfu [B] ehf. Þá bendir kærandi á að þeir sem [B] ehf. komi til með að semja við hafi nú þegar séð þau gögn sem óskað hafi verið eftir.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kærandi krefst aðgangs að greinargerð og framkvæmdaryfirliti [B] ehf. sem lögð voru fram í bæjarráði. Einnig krefst hann aðgangs að fundargerðum starfshóps sveitarfélagsins [A] sem skipaður var 14. september s.l. og hefur verið fallist á hann af hálfu sveitarfélagsins.<br /> Af fyrri úrskurðaframkvæmd má ráða að almenningur á ríkari rétt til aðgangs að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna og gæða heldur en upplýsingum um viðskipti milli einkaaðila, sbr. t.d. úrskurð í máli A-222/2005. Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér þau gögn sem kærandi óskar eftir aðgangi að og varða ráðstöfun á opinberri eign. Er það mat nefndarinnar að veita beri aðgang að greinargerð [B] ehf. dags. 1. september 2005 vegna framkvæmda við [C] og yfirliti [Z] um framkvæmdakostnað á tímabilinu 31. júlí 2001 til 1. september 2005 enda sé þar ekki að finna neinar þær upplýsingar sem eðlilegt sé og sanngjarnt að leynt fari í skilningi 5. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>[A] ber að veita kæranda aðgang að greinargerð [B] ehf. dags. 1. september 2005 vegna framkvæmda við [C] og yfirliti [Z] um framkvæmdakostnað á tímabilinu 31. júlí 2001 til 1. september 2005.</p> <p align="center">Páll Hreinsson formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <p><br />  </p> <br /> <br /> |
A-222/2005 Úrskurður frá 30. nóvember 2005 | Kærð var synjun Fiskistofu um aðgang að upplýsingum um hverjir stæðu að baki viðskiptum með aflamark hinn 13. september 2004. Aflamark. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Tilgreining máls. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Synjun staðfest, á grundvelli upplýsingalaga. | <h4>A-222/2005 Úrskurður frá 30. nóvember 2005</h4> <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p><br /> Hinn 30. nóvember 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-222/2005:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með úrskurði kveðnum upp 15. nóvember 2004 í máli A-190/2004 vísaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál frá kæru [A] alþingismanns dags. 20. september 2004 vegna synjunar Fiskistofu um aðgang að upplýsingum um hverjir stæðu að baki viðskiptum með aflamark hinn 13. september 2004. Með bréfi, dags. 2. mars s.l., greindi umboðsmaður Alþingis úrskurðarnefnd um upplýsingamál frá því að [A] hefði leitað til hans og kvartað yfir úrskurðinum. Var þar meðal annars varpað fram spurningum um hvers vegna kæranda hefði ekki verið gefinn kostur á að neyta andm</p> <p>ælaréttar, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 4. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Hinn 30. mars s.l. fór nefndin yfir bréf umboðsmanns Alþingis og gögn málsins. Á fundinum var ákveðið að bjóða kæranda að málið yrði endurupptekið og fjallað yrði um það að nýju. Var þess farið á leit að óskaði kærandi endurupptöku málsins léti hann nefndinni í té viðhorf sín til nýjustu gagna þess, þ.e. svara Fiskistofu dags. 11. október 2004.</p> <p>Með bréfi, dags. 27. apríl s.l., staðfesti kærandi að hann óskaði eftir endurupptöku málins. Bað hann jafnframt um frest til að setja fram viðhorf til fyrirliggjandi gagna á meðan sjávarútvegsráðuneytið skæri úr um leiðbeiningarskyldu Fiskistofu. Var frestur veittur til 1. júní s.l. Þann dag skrifaði kærandi nefndinni á ný og óskaði eftir viðbótarfresti þar sem sjávarútvegsráðuneytið hefði hinn 25. maí s.l. lagt fyrir Fiskistofu að veita honum leiðbeiningar um hvernig hann gæti afmarkað ósk sína um upplýsingar. Var umbeðinn frestur veittur og 10. ágúst s.l. sendi kærandi bréf þar sem fram koma viðhorf hans til svara Fiskistofu ásamt fylgigögnum.</p> <p>Með bréfi frá 15. september s.l. leitaði úrskurðarnefnd eftir svörum um það hjá kæranda hvort hann hefði fengið umbeðnar leiðbeiningar Fiskistofu. Með bréfi dags. 29. september s.l. svaraði kærandi því til að hann hefði engar slíkar leiðbeiningar fengið.</p> <p>Með bréfi dags. 17. október s.l. fór úrskurðarnefndin þess á leit við Fiskistofu að hún rökstyddi á hverju var byggt við það mat hennar að ekki bæri að afhenda umræddar upplýsingar. Jafnframt óskaði nefndin eftir því að fá umrædd gögn afhent í trúnaði.</p> <p>Svar Fiskistofu er dagsett 1. nóvember s.l. og fylgdu því umbeðin gögn.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til Fiskistofu, dagsettu 13. september 2004, fór kærandi þess á leit að fá upplýsingar um það hvaða lögaðilar hefðu staðið að baki viðskiptum þess dags með aflamark í þorski.</p> <p>Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 16. september 2004. Þar er tekið fram að stofnunin birti á vef sínum tilteknar upplýsingar um viðskipti með aflamark, þ.e. um fisktegund, magn, kílóverð og heildarverðmæti hverrar færslu sem skráð sé. Hins vegar séu ekki birtar upplýsingar um það á milli hvaða aðila viðskiptin séu. Jafnframt kemur fram í bréfinu að upplýsingarnar séu birtar með þessum hætti í samráði við sjávarútvegsráðuneytið og með vísun til 4. mgr. 12. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, að teknu tilliti til ákvæða upplýsingalaga nr. 50/1996 er lúta að takmörkunum á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.</p> <p>Með kæru [A] fylgdi yfirlit yfir viðskipti með aflamark í þorski sem tilkynnt voru Fiskistofu 13. september 2004. Á yfirlitinu kemur fram að 37 slíkar tilkynningar hafi borist stofnuninni þann dag fram til kl. 13.09.</p> <p>Í umsögn Fiskistofu til úrskurðarnefndar, dags. 11. október 2004, segir að upplýsingar um millifærslur berist stofnuninni á sérstöku eyðublaði er nefnist <em>Tilkynning til Fiskistofu um flutning aflamarks (krókaaflamarks) milli skipa</em>. Á þessu eyðublaði komi fram upplýsingar um það á milli hvaða skipa aflamark skuli flutt, hverjir séu eigendur skipanna og útgerðaraðilar. Þá sé þar að finna upplýsingar um magn einstakra fisktegunda og verðmæti þess magns. Tilkynningar þessar séu lagðar til geymslu í skjalasafni þegar upplýsingar úr þeim hafi verið skráðar og séu þær geymdar í gagnagrunni í tvennu lagi. Annars vegar sé um að ræða upplýsingar um hvenær og á milli hvaða skipa aflamark hafi verið flutt, ásamt magni í einstökum tegundum. Hins vegar upplýsingar um magn í einstökum tegundum, ásamt verðmæti, án tenginga við skip eða forráðamenn þeirra.</p> <p>Þá er í umsögn Fiskistofu áréttað að ákvörðun um að takmarka miðlun upplýsinga á vef stofnunarinnar hafi verið tekin í samráði við sjávarútvegsráðuneytið, að undangengnum bréfaskiptum og fundum með starfsmönnum Persónuverndar og áður tölvunefndar. Þessu til skýringar fylgdu umsögninni afrit af tveimur erindum, annars vegar frá tölvunefnd, dags. 24. október 2000, og hins vegar frá Persónuvernd, dags. 25. júlí 2002.</p> <p>Í umsögn Fiskistofu er staðfest að synjun hennar á beiðni kæranda hafi byggst á þeim ákvæðum upplýsingalaga er lúta að takmörkun á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, enda sé erindi hans þess eðlis að það geti varðað einkamálefni, fjárhagsmálefni eða önnur málefni einstaklinga, stofnana, fyrirtækja ellegar annarra lögpersóna sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.</p> <p>Eins og fyrr segir var kæranda gefinn kostur á að tjá sig um afstöðu Fiskistofu eftir að ákvörðun var tekin um að taka málið upp að nýju. Í bréfi hans dags. 10. ágúst s.l. kveðst hann vera ósammála lagatúlkun Fiskistofu. Samkvæmt 22. gr. laga nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar séu upplýsingar um aflahlutdeild einstakra skipa, úthlutun aflamarks til þeirra, afla einstakra skipa og ráðstöfun aflaheimilda opinberar upplýsingar sem öllum sé heimill aðgangur að. Af þessari grein sé ljóst að upplýsingar um ráðstöfun aflaheimilda séu opinberar upplýsingar sem öllum sé heimill aðgangur að. Þessa grein beri einnig að skoða með hliðsjón af lögum nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, þar sem segi að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar. Augljóst sé að með ráðstöfun aflaheimilda sé átt við ráðstöfun þeirra milli skipa. Ef ætlunin hefði verið takmarka upplýsingar um aflaheimildir við það skip sem fær aflaheimildinni úthlutað hefði verið fjallað um úthlutaða aflaheimild.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p>Að mati úrskurðarnefndar er krafa kæranda nægilega vel afmörkuð í skilningi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Beiðni hans fylgdi sundurliðað yfirlit yfir viðskipti með aflamark umræddan dag og er yfirlitið prentað út af heimasíðu Fiskistofu kl. 13.09. Fiskistofu var því ekkert að vanbúnaði að svara kröfu hans efnislega sem hún reyndar gerði í svari sínu 16. september 2004 þar sem vísað var í undanþáguákvæði upplýsingalaga vegna einkahagsmuna. Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér þau gögn sem kærandi krefst aðgangs að. Þar er um að ræða lögmæltar tilkynningar til Fiskistofu á þar til gerðum eyðublöðum þar sem fram koma heiti þeirra báta eða skipa sem aflamark er flutt á milli og nöfn aðila. Skylt er að geta verðs fyrir þær aflaheimildir sem fluttar eru nema þegar flutt er á milli skipa í eigu sama aðila.</p> <p>Fiskistofa hefur í bréfum sínum vísað til afstöðu tölvunefndar og Persónuverndar eins og hún birtist í bréfum til nefndarinnar dags. 24. október 2000 og 23. júlí 2002. Að mati úrskurðarnefndar hafa þessi bréf ekki beina þýðingu í því máli sem hér er til úrlausnar því þau snúast annars vegar um aðgang að upplýsingum um aflaheimildir og afla einstakra útgerðarfyrirtækja og hins vegar um skrá yfir öll fiskiskip.</p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p>Í 12. gr.<a id="G12M1" name="G12M1"></a>laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða með síðari breytingum er að finna ákvæði um skyldu til að tilkynna Fiskistofu flutning aflamarks milli skipa. Í 4. mgr. 12. gr. segir að<br /> Fiskistofa skuli „daglega birta aðgengilegar upplýsingar um flutning aflamarks, þar á meðal um magn eftir tegundum, auk upplýsinga um verð, þar sem við á.“</p> <p>Um rétt til upplýsinga í fórum Fiskistofu að öðru leyti er kveðið á í 22. gr.<a id="G22M1" name="G22M1"></a>laga nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar en hún hljóðar svo: „Upplýsingar um aflahlutdeild einstakra skipa, úthlutun aflamarks til þeirra, afla einstakra skipa og ráðstöfun aflaheimilda eru opinberar upplýsingar sem öllum er heimill aðgangur að. Fiskistofa skal reglulega birta upplýsingar um þau skip sem veitt hafa umfram aflaheimildir. Þá skal Fiskistofa árlega birta upplýsingar um álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla á liðnu fiskveiðiári.“</p> <p>Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 57/1996 segir:</p> <p>„Lagt er til að lögfest verði sú meginregla að upplýsingar um úthlutun aflamarks til einstakra skipa og önnur þau atriði, sem upp eru talin í greininni, skuli vera opinberar upplýsingar sem öllum skuli heimill aðgangur að. Ákvæðið er byggt á því sjónarmiði að almenningur skuli að öðru jöfnu eiga aðgang að upplýsingum í stjórnsýslunni. Við það bætist þörf á því að sem flestir eigi kost á að fylgjast með framkvæmd laga á þessu sviði, en með því móti má fremur búast við að brot á lögunum upplýsist.“</p> <p>Fiskistofa hefur skilið orðalag 22. gr. á þann veg að ekki beri að veita ríkari upplýsingar um ráðstöfun aflamarks í viðskiptum milli einkaaðila heldur en stofnunin gerir á heimasíðu sinni. Af hálfu kæranda voru í andmælum hans frá 10. ágúst sl. færð fram þau rök að hann ætti rétt til aðgangs að upplýsingum um nöfn þeirra, sem ráðstafað hafa aflaheimildum, vegna fyrirmæla í 22. gr. um að veita beri öllum upplýsingar um „ráðstöfun aflaheimilda.“ Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er ekki bær til að leggja úrskurð á þetta álitaefni þar sem valdmörk hennar eru bundin við ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 14. gr. laganna. Í ljósi þess veltur niðurstaðan í þessu máli á skýringu á upplýsingalögum.</p> <p align="center"><strong>3.</strong></p> <p>Kærandi krefst aðgangs að upplýsingum sem finna má í samningum einkaaðila sem eru í vörslu opinberra aðila vegna eftirlits- og skráningarhlutverks Fiskistofu.</p> <p>Í framkvæmd hjá úrskurðarnefnd hefur verið gerður greinarmunur á samningum sem gerðir eru á milli (1) einkaaðila og opinberra aðila annars vegar og (2) einkaaðila hins vegar.</p> <p>(1) Fyrrnefndu samningarnir eru almennt taldir falla undir aðgangsrétt almennings með fáum undantekningum, sbr. úrskurði nefndarinnar í málum nr. A-14/1997, A-18/1997, A-67/1998, A-98/2000, A-116/2001, A-122/2001, A-128/2001, A-145/2002, A-158/2003, A-165/2003, A-168/2004, A-169/2004, A-179/2004, A-180/2004, A-187/2004 og A-192/2004. Dæmi eru hins vegar um að takmarkaður hafi verið aðgangur að tilboðum í opinber verk vegna atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmála tilboðsgjafa, sbr. úrskurð í máli A-71/1999. Þótt svo hafi verið hefur engu að síður verið veittur aðgangur að samningi sem gerður var í tilefni af útboði, sbr. A-74/1999. Undantekningu er að finna í máli A-133/2001 varðandi ákvæði í samningi fjármálaráðuneytisins í kjölfar útboðs á nýju fjárhagskerfi fyrir ríkissjóð þar sem fjallað var um kaup á notendaleyfum.</p> <p>Samningar um sölu á opinberum fasteignum hafa verið taldir aðgengilegir almenningi eftir að þeim hefur verið þinglýst og þeir þannig gerðir opinberir, sbr. úrskurði A-12/1997, A-90/2000. Ef ákveðnar upplýsingar í þinglýstum kaupsamningi eða leigusamningi hafa ekki verið aðgengilegar almenningi skv. 9. gr. reglugerðar nr. 284/1996 um þinglýsingar, hefur heldur ekki verið veittur aðgangur að þeim á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurði A-20/1997 og A-34/1997.</p> <p>Þá hafa ákvæði í lánasamningum Byggðastofnunar verið talin undanþegin aðgangi vegna mikilvægra fjárhagshagsmuna fyrirtækja, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð í máli A-117/2001. Sama átti við um upplýsingar um lánveitingar Nýsköpunarsjóðs sbr. úrskurð í máli A-131/2001 og upplýsingar um vaxtakjör sem banki veitti sveitarfélagi, sbr. mál A-177/2004.</p> <p>Ef samningar opinberra aðila geyma upplýsingar um fjárhagsstöðu einstaklinga þá hefur það leitt til þess að þær hafa verið undanþegnar aðgangi, sbr. mál A-209/2005.</p> <p>(2) Öðru máli gegnir um samninga sem einkaaðilar gera sín á milli og berast stjórnvöldum vegna eftirlits eða annarra starfa stjórnvalda. Sérstakir samningar einkaaðila um kaup á lausafé sem ekki teljast til neytendakaupa, hafa þannig verið taldir undanþegnir aðgangi almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 eða sérstakra þagnarskyldureglna. Þannig voru upplýsingar um kaup nafngreindra lífeyrissjóða í hlutabréfum fyrirtækja í heimabyggð sjóðanna undanþegnar aðgangi almennings skv. sérstökum þagnarskyldureglum, sbr. úrskurð B-78/1999. Upplýsingar sem lágu fyrir hjá utanríkisráðuneytinu um samning íslensks fyrirtækis um samvinnu og viðskipti við kínverskt fyrirtæki voru og undanþegnar aðgangi almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð A-104/2000.</p> <p>Ekki aðeins samningar um kaup hafa verið undanþegnir aðgangi almennings skv. 5. gr. heldur einnig afli sem fiskast hefur, þar sem sérstök ákvæði laga mæla ekki fyrir um birtingu slíkra upplýsinga. Þannig má nefna að upplýsingar um hvernig laxveiði í net í Ölfusá og Hvítá hafði skipst á milli þeirra er hana stunduðu á tímabilinu 1990-1999 voru undanþegnar aðgangi almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga, sbr. A-94/2000.</p> <p>Loks hefur verið talið að upplýsingar um framsal eða annars konar aðilaskipti að greiðslumarki milli einstakra lögbýla varði slíka fjárhagshagsmuni þeirra einstaklinga og lögaðila sem hlut eiga að máli að sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, eins og segir í úrskurði í máli A-145/2002.</p> <p align="center"><strong>4.</strong></p> <p>Af ofangreindu má ráða að almenningur á ríkari rétt til aðgangs að upplýsingum um ráðstöfun opinberra fjármuna og gæða heldur en upplýsingum um viðskipti milli einkaaðila. Vissulega felst í úthlutun aflahlutdeildar og aflamarks á grundvelli laga nr. 38/1990 ráðstöfun á opinberum verðmætum. Framsal þeirra gæða milli einkaaðila eftir að úthlutun á sér stað er hins vegar fyrst og fremst einkaréttarlegur gerningur og varpar ekki ljósi á hvernig hið opinbera hefur staðið að verki.</p> <p>Með vísan til eldri úrskurða og sérstaklega úrskurðar í máli A-145/2002 verður að telja að upplýsingar um hverjir standi að aðilaskiptum með aflamark sem tilkynnt eru Fiskistofu varði slíka fjárhagshagsmuni þeirra einstaklinga og lögaðila sem hlut eiga að mál að sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Synjun Fiskistofu um aðgang að upplýsingum, á grundvelli upplýsingalaga, um það hverjir stóðu á bak við viðskipti með aflamark í þorski 13. september 2004 er því staðfest.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Staðfest er synjun Fiskistofu um aðgang að upplýsingum, á grundvelli upplýsingalaga, um það hverjir stóðu á bak við viðskipti með aflamark í þorski 13. september 2004.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson<br /> formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-220/2005 Úrskurður frá 16. nóvember 2005 |
Kærð var synjun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um aðgang að upplýsingum um gengistap og hækkun launa umfram neysluverðsvísitölu hjá fyrirtækjunum [X] hf. og [Y] hf. sem felldar voru út úr úrskurði nefndarinnar nr. 3/2004. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Synjun staðfest. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p><br /> Hinn 16. nóvember 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-220/2005:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 4. ágúst s.l., kærði [lögmannsstofan B] f.h. [A] áfrýjunarnefnd samkeppnismála fyrir að synja um aðgang að upplýsingum um gengistap og hækkun launa umfram neysluverðsvísitölu hjá fyrirtækjunum [X] hf. og [Y] hf. sem felldar voru út úr úrskurði nefndarinnar nr. 3/2004.</p> <p>Með bréfi, dags. 8. ágúst s.l., var áfrýjunarnefnd um samkeppnismál gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi. Starfsmaður áfrýjunarnefndar tilkynnti með tölvupósti, dags. 25. ágúst s.l., að nefndin myndi ekki tjá sig um erindi kæranda. Með bréfi, dags. 14. september s.l., óskaði úrskurðarnefndin eftir því að fá afhentan í trúnaði fyrrnefndan úrskurð áfrýjunarnefndar um samkeppnismál, án brottfellinga. Þá óskaði nefndin eftir afriti af bréfum [X og Y] sem þau sendu áfrýjunarnefnd þegar afhending umræddra upplýsinga var borin undir þau. Voru umrædd gögn send nefndinni með bréfi, dags. 23. september s.l.</p> <p>Með bréfi, dags. 10. október s.l., óskaði nefndin eftir afstöðu [X] hf. og [Y] hf. til kæru kæranda. Svör bárust frá félögunum tveimur og eru þau, dags. 19. október s.l. og 9. nóvember s.l.</p> <h3><br /> <br /> Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik í stuttu máli þau að hinn 16. júní s.l. óskaði [A] á grundvelli upplýsingalaga eftir aðgangi að úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 3/2004, frá 29. janúar 2005, með trúnaðarupplýsingum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála sendi beiðnina til aðila málsins, sem trúnaðarupplýsingarnar vörðuðu, þ.e. [X] hf., [Y] hf. og [Z] hf. til umsagnar. Í athugasemdum [X] hf., dags. 4. júlí 2005, kom fram að félagið teldi aðstæður ekki hafa breyst í grundvallaratriðum frá því að trúnaður var veittur og minnti á að mál væri nú rekið til að fá skorið úr um lögmæti sakfellingar. Treysti félagið áfrýjunarnefnd samkeppnismála til að meta eðli umbeðinna upplýsinga og taka ákvörðun í samræmi við lög og kvaðst ekki myndu gera athugasemdir við niðurstöðu nefndarinnar um aðgang hver sem hún kynni að verða. Svipuð afstaða kom fram hjá [Z] hf.</p> <p>Í athugasemdum [Y] hf., dags. 4. júlí s.l., sem sendar voru áfrýjunarnefnd samkeppnismála var beiðni [A] mótmælt á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Umræddar upplýsingar væru viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um fjárhag og rekstur félagsins sem myndu skaða félagið ef þær yrðu gerðar opinberar. Ennfremur kvaðst félagið líta svo á að brot sem leiddi til stjórnvaldssekta samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga, en um þau var fjallað í úrskurði áfrýjunarnefndar, teldist refsing í skilningi 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, 70. gr. stjórnarskrár og refsiréttar. Það þýddi að allt málið félli undir reglur um meðferð opinberra mála en samkvæmt 2. gr. upplýsingalaga giltu þau ekki um rannsókn eða saksókn í opinberum málum.</p> <p>Hinn 8. júlí s.l. tilkynnti áfrýjunarnefnd samkeppnismála kæranda að fallist hefði verið á beiðni hans að hluta. Hins vegar væri ekki fallist á að aflétta trúnaði af upplýsingum um gengistap og hækkun launa umfram neysluverðsvístölu, sbr. neðanmálsgreinar 1-4 bls. 250-251 í úrskurðinum. Þetta væru viðskiptaupplýsingar sem eðlilegt væri að færu leynt.</p> <p>Kærandi skaut þessari afgreiðslu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eins og áður segir með bréfi, dags. 4. ágúst s.l. Þar kemur fram að hann telji framangreindar upplýsingar skipti máli varðandi mat á áhrifum lögbrota [félaganna] á afkomu þeirra og jafnframt hvernig þau högnuðust með ólögmætum hætti á viðskiptavinum sínum en kærandi sé í fyrirsvari fyrir langstærstu notendur og kaupendur olíu í landinu. Minnt er á að samkeppnisyfirvöld hafi í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 21/2004 og úrskurði áfrýjunarnefndar nr. 3/2004 staðfest að ólöglegt samráð átti sér stað. Upplýsingar um lögbrot og það tjón sem viðskiptavinir [félaganna] urðu fyrir geti ekki verið undanþegnar aðgangi samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Þá kemur fram hjá kæranda að viðkomandi upplýsingar séu ekki mikilvægar fjárhagslegar upplýsingar í skilningi upplýsingalaga. Annars vegar sé um að ræða upplýsingar um gengistap sem [félögin] eins og önnur innflutningsfyrirtæki urðu fyrir, sérstaklega á árunum 2000 og 2001 og hins vegar upplýsingar um áhrif hækkunar launavísitölu á laun sem [félögin] greiddu, en því hafi verið haldið fram af [félögunum] að greidd laun væru verulegur hluti af almennum rekstrarkostnaði þeirra. Gögn þessi varði ekki mikilvæga viðskiptahagsmuni í eðlilegu og virku samkeppnisumhverfi. Þau veiti engar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu [félaganna] í dag, áætlanir um þjónustu, markaðssetningu eða verðmyndun í nútíð eða til framtíðar.</p> <p>Fram kemur að félagsmenn kæranda hafi í hyggju að höfða skaðabótamál á hendur [X, Y og Z] til greiðslu skaðabóta vegna tjóns sem þau hafi orðið fyrir vegna ólögmæts samráðs [félaganna]. Þeim sé því mikilvægt að hafa undir höndum sem nákvæmastar upplýsingar um þann ávinning sem [félögin] höfðu af lögbrotum sínum.</p> <p>Kærandi bendir ennfremur á að þegar meta eigi hvort afhending gagna sé til þess fallin að valda tjóni verði að ganga út frá því að rekstur fyrirtækja hafi farið fram á löglegan og eðlilegan hátt. Einungis upplýsingar um löglega starfsemi geti notið leyndar. Ekki sé hægt að tala um „tjón“ [félaganna] vegna birtingar gagna og upplýsinga um ólögmætt samráð og lögbrot sem fram fóru í rekstri þeirra.</p> <p>Kærandi hefur fært frekari rök fyrir kærunni en með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p>Eins og áður segir ákvað áfrýjunarnefnd samkeppnismála að tjá sig ekki frekar um erindi kæranda. </p> <p>Í bréfi [lögmannsstofunnar C] f.h. [Y] hf., dags. 19. október s.l., kemur fram að félagið mótmæli því að kærandi fái aðgang að umbeðnum upplýsingum. Um sé að ræða gögn sem varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Bent er á að samningsstaða félagsins við t.d. stórnotendur muni skaðast verulega ef viðskiptavinir þess verði upplýstir um gengistap félagsins og kostnað vegna hækkunar launavísitölu umfram hækkun á neysluvísitölu. Slíkar upplýsingar séu ótvírætt trúnaðarmál í öllum rekstri enda um að ræða innanhússupplýsingar er varða rekstur og samkeppnishæfni fyrirtækja. Varðandi aldur upplýsinganna sé rétt að benda á að litlar breytingar hafi orðið á umræddum markaði frá árinu 2001 sem þýði að slíkar upplýsingar séu enn í gildi og nothæfar.</p> <p>Í bréfi [lögmannstofunnar D] f.h. [X] hf. kemur fram að ekkert hafi komið fram í málinu sem leiða eigi til annarrar niðurstöðu en þeirrar sem varð hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Upplýsingarnar varði meðal annars innkaupa- og launamál sem geti varðað miklu í viðskiptalegu og samkeppnislegu tilliti. Þá er bent á að nú sé rekið dómsmál um lögmæti úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála og muni félagið taka afstöðu til þess hvort það afhendi sjálft umbeðnar upplýsingar að loknum þeim málaferlum.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p>Þær upplýsingar sem kærandi óskar eftir aðgangi að koma fram í úrskurði áfrýjunarnefndar nr. 3/2004 í máli [X] hf. (áður [Þ] hf.), [Y] hf., [Z] hf. og [Æ] ehf. Í þeirri útgáfu úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 3/2004 sem birt var almenningi voru felldar út ákveðnar upplýsingar með tilvísuninni „fellt úr vegna trúnaðar“. Með ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 8. júlí 2005 var ákveðið að veita aðgang að upplýsingum um veltutölur [félaganna[ sem þannig höfðu verið felldar út úr úrskurði áfrýjunarnefndar. Á hinn bóginn var ákveðið að veita ekki aðgang að upplýsingum um gengistap og hækkun launa umfram neysluverðsvísitölu. Deila málsins lýtur að því hvort kærandi eigi rétt á aðgangi að þessum upplýsingum.</p> <p>Í kærunni kemur fram að útvegsmenn séu langstærsti notandi og kaupandi á olíu og olíuvörum í landinu. Hafi þeir beðið verulegt fjárhagslegt tjón af ólögmætu samráði [félaganna]. Þær upplýsingar sem óskað er eftir aðgangi að varði áhrif lögbrota á afkomu [félaganna] og jafnframt áhrif hins ólögmæta samráðs á viðskiptavini [félaganna] og hvernig félögin högnuðust með ólögmætum hætti á viðskiptavinum sínum. Annars vegar er um að ræða upplýsingar um gengistap sem [félögin] eins og önnur innflutningsfyrirtæki urðu fyrir, sérstaklega á árunum 2000 og 2001 og hins vegar upplýsingar um áhrif hækkunar launavísitölu á laun sem [félögin] greiddu, en því var haldið fram af [félögunum] að greidd laun séu verulegur hluti af almennum rekstrarkostnaði þeirra, sbr. nánar úrskurð áfrýjunarnefndar nr. 3/2004, bls. 250-251.</p> <p>Þess ber að geta að í 27. gr. nýju norsku samkeppnislaganna, sem tóku gildi 1. maí 2004, var tekið upp svohljóðandi ákvæði um aðgang brotaþola samkeppnisbrota svo og annarra sem lögvarða hagsmuni eiga að gæta að upplýsingum:</p> <p>„Enhver med rettslig interesse kan kreve innsyn i dokumenter hos konkurransemyndighetene i en avsluttet sak om overtredelse av §§ 10, 11 eller 12. For innsynsretten skal kunne omfatte opplysninger som er undirgitt lovbestemt taushetsplikt, kreves det at innsyn ikke vil virke urimelig overfor den opplysningene gjelder. Blir det begjært innsyn i taushetbelagte opplysninger etter denne bestemmelse, skal de som har krav på taushet varsles og gis en frist til å uttale seg om spørsmålet. Avslag på begjæring om innsyn kan påklages til departementet. Reglene i forvaltningsloven kapittel VI gjelder tilsvarende.“</p> <p>Með þessu ákvæði geta þeir, sem lögvarinna hagsmuna eiga að gæta, fengið aðgang að upplýsingum sem falla undir ákvæði laga um þagnarskyldu að ákveðnu marki, til nota í dómsmálum sem sprottin eru af brotum á samkeppnislögum. Með ákvæði þessu er talið stuðlað að virkari framkvæmd samkeppnislaga í Noregi.</p> <p>Sambærilegt ákvæði er ekki að finna í íslenskum rétti og fer því um rétt annarra en málsaðila til aðgangs að upplýsingum í samkeppnismálum eftir hinum almennu ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Um rétt almennings til aðgangs að gögnum mála hjá stjórnvöldum fer samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga. Þar segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.</p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga er fjallað um takmarkanir á aðgangi að gögnum mála vegna viðskiptahagsmuna. Þar segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> Jafnvel þótt upplýsingar, sem fram koma í úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála, geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli gera upplýsingalögin ráð fyrir að það sé metið í hverju og einu tilviki. Í athugasemdum við II. kafla frumvarps þess er varð að upplýsingalögum segir svo:<br /> „Aðgangur almennings að upplýsingum verður almennt ekki takmarkaður á grundvelli ákvæða 5.-6. gr. nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingar eru veittar.“<br /> Verður þannig að fara fram í hvert skipti mat á því hvort um sé að ræða upplýsingar um svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækis að ætla megi að þær séu til þess fallnar að valda því tjóni verði aðgangur veittur að þeim.Við matið verður einnig að líta til þess hversu mikið tjónið geti orðið og hversu líklegt það er að það muni verða, verði upplýsingarnar veittar. Við það mat verður ennfremur að líta til eðlis upplýsinganna, framsetningar þeirra og aldurs svo og hvaða þýðingu þær hafa nú fyrir rekstur fyrirtækisins. Þegar allt þetta hefur verið virt verður síðan að meta hvort vegi þyngra á metum hagsmunir fyrirtækisins eða þeir hagsmunir, sem meginreglu 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að gögnum er ætlað að tryggja, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999 (H 2000:1344).<br /> Við mat á hagsmunum almennings af því að fá aðgang að þessum upplýsingum verður að hafa í huga að upplýsingarnar koma fram í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem er æðsti úrskurðaraðili í stjórnsýslu á sviði samkeppnismála. Upplýsingarnar lúta að ákveðnum staðreyndum málsins sem bein áhrif höfðu á niðurstöðu áfrýjunarnefndar um fjárhæð sekta í tilefni af ólöglegu samráði [félaganna]. Í úrskurðinum kemur fram á bls. 249-250 að umrætt samráð hafi staðið í langan tíma eða í um 9 ár. Kom það til framkvæmda varðandi útboð og hækkanir á eldsneytisverði. Ávinningur af brotunum hafi verið verulegur. Jafnframt verði ekki fram hjá því litið að samráðið náði til allflestra eldsneytisvara á markaðnum en verðmæti þeirra nemur um 8-9% af heildarinnflutningi þjóðarinnar. Þau [félög] sem í hlut áttu höfðu nær 100% markaðshlutdeild á umræddum markaði. Þessar staðreyndir veita, samkvæmt því sem segir í úrskurðinum, vísbendingu um að samráðið hafi valdið talsverðum skaða í samfélaginu.</p> <p>Á hinn bóginn hafa bæði félögin sem í hlut eiga lýst sig mótfallin því að upplýsingarnar verði veittar. Vísa þau til þess að samningsstaða gagnvart t.d. stórnotendum muni skaðast verulega ef viðskiptavinir þeirra verði upplýstir um gengistap félaganna og kostnað vegna hækkunar launavísitölu umfram hækkun á neysluvísitölu. Slíkar upplýsingar séu ótvírætt trúnaðarmál í öllum rekstri enda um að ræða innanhússupplýsingar er varða rekstur og samkeppnishæfni fyrirtækja. Varðandi aldur upplýsinganna hafa þau bent á að litlar breytingar hafi orðið á umræddum markaði frá árinu 2001 sem þýði að slíkar upplýsingar séu enn í gildi og nothæfar.</p> <p>Með vísan til framangreindra raka [félaganna] telur úrskurðarnefndin rétt að fallast á það mat áfrýjunarnefndar að þær upplýsingar, sem felldar voru út úr úrskurði nefndarinnar, séu réttilega heimfærðar undir ákvæði 2. málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, enda hafa [félögin] í skýringum sýnum gert það nægilega líklegt að birting upplýsinganna muni skaða hagsmuni þeirra verulega.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð:</h3> <p>Synjun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að veita aðgang að upplýsingum, sem felldar voru út úr úrskurði nefndarinnar nr. 3/2004, er staðfest.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> <p> </p> <p> </p> <br /> <br /> |
A-218/2005 Úrskurður frá 16. nóvember 2005 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að upplýsingum um það hverjir hefðu fengið diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf í tíð [X] sem utanríkisráðherra. Til vara var farið fram á lista yfir alla handhafa slíkra vegabréfa. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Frávísun | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p><br /> Hinn 16. nóvember 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-218/2005:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dagsettu 3. október s.l., kærði [...], blaðamaður á [Y], synjun utanríkisráðuneytisins, dags. sama dag, um aðgang að upplýsingum um það hverjir hefðu fengið diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf í tíð [X] sem utanríkisráðherra. Til vara var farið fram á lista yfir alla handhafa slíkra vegabréfa.</p> <p>Með bréfi, dagsettu 6. október s.l., var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því gefinn frestur til að koma á framfæri athugasemdum. Jafnframt var þess sérstaklega óskað að upplýst væri með hvaða hætti skrá um handhafa diplómatískra og þjónustuvegabréfa væri haldin og hvernig meðferð hennar væri háttað.</p> <p>Í bréfi utanríkisráðuneytisins, dags. 14. október s.l., koma fram rök fyrir því hvers vegna synjað hafi verið um aðgang að umbeðnum upplýsingum.</p> <p>Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um svör utanríkisráðuneytisins og koma viðhorf hans fram í bréfi dags. 27. október s.l.</p> <h3><br /> Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik í stuttu máli þau að 29. september s.l. fór kærandi fram á það í tölvupósti til Útlendingastofnunar að fá lista yfir þá sem fengið hefðu diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf í tíð [X] utanríkiráðherra. Sama dag svaraði Útlendingastofnun því til að erindið væri til vinnslu í utanríkisráðuneytinu og var kæranda bent á að snúa sér þangað. 30. september fékk kærandi tölvupóst frá utanríkisráðuneytinu þar sem sagði að hann myndi fá listann um leið og búið væri að taka hann saman.</p> <p>Með bréfi, dags. 3. október s.l., hafnaði utanríkisráðuneytið beiðninni. Vísaði ráðuneytið meðal annars til þess að af 1. og 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga yrði ráðið að þau tækju almennt ekki til kerfisbundið færðra skráa sem stjórnvöld héldu. Með hliðsjón af efni þeirrar skrár, sem hér um ræddi, virtist því eiga að fara um aðgang að henni samkvæmt lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þegar svo bæri undir væri aðgangur almennt ekki heimill nema því yrði fundin stoð í lögum nr. 77/2000. Heimild í því skyni virtist hins vegar ekki vera fyrir hendi, sbr. einkum 8. og 9. gr. þeirra laga. Tekið var fram að ákvörðun um lagaskil upplýsingalaga og laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga kynni að mega bera undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Með bréfi dags. 3. október s.l. kærði kærandi þessa afgreiðslu utanríkisráðuneytisins. Kom þar fram að kærandi óskaði eftir því aðallega að fá afhentan lista yfir þá sem fengið hefðu diplómatísk eða þjónustuvegabréf í tíð [X]. Til vara óskaði hann eftir því að fá afhentan listann í heild yfir handhafa slíkra vegabréfa. Fram kom hjá kæranda að ekki væri hægt að fallast á að listinn hefði að geyma persónulegar upplýsingar. Það hlyti að vera megintilgangur upplýsingalaga nr. 50/1996 að almenningur ætti þess kost að fylgjast með því sem stjórnvöld hefðust að.</p> <p>Með bréfi, dags. 6. október s.l., var kæran send utanríkisráðuneytinu til umsagnar. Sérstaklega var óskað eftir því að upplýst væri með hvaða hætti skrá um handhafa diplómatískra og þjónustuvegabréfa væri haldin og hvernig meðferð hennar væri háttað.</p> <p>Í svari utanríkisráðuneytisins dags. 14. október s.l. kemur fram að í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 136/1998 um vegabréf sé gert ráð fyrir að utanríkisráðuneytið gefi út diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf samkvæmt reglum sem utanríkisráðherra setji. Í samræmi við það hafi verið gefin út reglugerð um slík vegabréf nr. 55/2004. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða við þessa reglugerð skuli Útlendingastofnun annast skráningu upplýsinga um handhafa þessara vegabréfa í svonefnda vegabréfaskrá þar til utanríkisráðuneytinu verði kleift að annast um það sjálft. Skrá þessi sé haldin í samræmi við fyrirmæli í g-lið 11. gr. laga nr. 136/1998 um vegabréf eins og þau væru nánar útfærð í 27. gr. samnefndrar reglugerðar nr. 624/1999. Í 3. og 4. mgr. þessarar greinar sé að finna ákvæði um meðferð skrárinnar. Þar komi m.a. fram að útlendingaeftirlitið, nú Útlendingastofnun, taki ákvörðun um aðgang að skránni og setji um það reglur að fenginni umsögn tölvunefndar, nú Persónuverndar, en formlega muni slíkar reglur ekki hafa verið settar enn.</p> <p>Í svari utanríkisráðuneytisins segir ennfremur að jafnvel þótt færsla skrárinnar sé samkvæmt framangreindu í höndum Útlendingastofnunar sé ljóst af bráðabirgðaákvæði við reglugerð nr. 55/2004 að þeirri skipan sé eingöngu ætlað að vera til bráðabirgða auk þess sem utanríkisráðuneytið taki allar ákvarðanir sem færslu hennar varði, sbr. 1. gr. sömu reglugerðar. Með hliðsjón af 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga hafi því þótt þrátt fyrir 4. mgr. 27. gr. reglugerðar nr. 624/1999 heyra undir utanríkisráðuneytið að taka ákvörðun um aðgang að nefndri skrá að því er þessi vegabréf varðar.</p> <p>Þá segir í bréfi ráðuneytisins að upplýsingar sem færðar séu í vegabréfaskrá skv. 2. mgr. 27. gr. reglugerðar nr. 624/1999 séu persónuupplýsingar í skilningi 2. gr. laga nr. 77/2000 um persónvernd og meðferð persónuupplýsinga. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. gr. laga nr. 83/2000, gildi þau ekki um aðgang að upplýsingum sem lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taki til, nema óskað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga eigi við um. Samkvæmt lögskýringargögnum sé inntaki upplýsingaréttarins í þeirri grein upplýsingalaga lýst á þann hátt að þau nái til hvers kyns gagna í vörslu stjórnvalda að undanskildum skrám sem þau halda. Að þessu athuguðu þyki ljóst að ekki séu lagaskilyrði til að afgreiða beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga, sbr. áðurnefnda lagaskilareglu í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir ráðuneytisins. Í bréfi hans dags. 27. október s.l. var ítrekað að almenningur ætti samkvæmt meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga rétt á því að fylgjast með því sem stjórnvöld aðhefðust. Það hlyti að teljast afar langsótt að afhending lista yfir handhafa diplómatískra vegabréfa og þjónustuvegabréfa varðaði persónuvernd. Bréfi kæranda fylgdi greinargerð lögmanns hans, [A] hdl. Þar segir að hans mati skorti ákvæði til bráðabirgða í reglum nr. 55/2004 lagastoð. Í 27. gr. reglugerðar nr. 624/1999 komi fram að Útlendingaeftirlitið (nú Útlendingastofnun) skuli halda miðlæga skrá á tölvutæku formi um öll útgefin vegabréf. Í 4. mgr. 27. gr. reglugerðarinnar segi síðan að Útlendingaeftirlitið (nú Útlendingastofnun) ákveði hverjir fái aðgang að skránni og setji nánari reglur um hana að fenginni umsögn tölvunefndar (nú Persónuverndar). Með vísan til þessa sé það Útlendingastofnun en ekki utanríkisráðuneytið sem eigi að ákveða hvort upplýsingar skuli veittar um handhafa vegabréfa. Er því gerð krafa um að úrskurðarnefndin óski eftir afstöðu Útlendingastofnunar til erindis hans. </p> <p>Þá kemur fram í greinargerð lögmanns kæranda að telji úrskurðarnefndin að utanríkisráðuneytið sé rétti aðilinn til að fjalla um þetta mál þá beri að líta svo á að umbeðnar upplýsingar séu ekki persónuupplýsingar í skilningi 2. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Með engu móti verði fallist á að handhöfn diplómatísks vegabréfs og þjónustuvegabréfs geti verið persónulegt málefni. Eins og fram komi í reglum nr. 55/2004 sé handhöfn slíkra vegabréfa almennt tengd starfi viðkomandi. Störf einstaklinga séu ekki viðkvæmar persónulegar upplýsingar.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Með 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er almenningi tryggður aðgangur að gögnum sem varða tiltekið mál sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum, sbr. og 1. mgr. 10. gr. laganna. Af áskilnaði um að beiðni um aðgang varði tiltekið mál verður meðal annars dregin sú ályktun að lögin feli ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að gögnum í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Af sama áskilnaði leiðir að lögin veita heldur ekki rétt til að krefjast aðgangs að gögnum sem verða til við kerfisbundna skráningu og vinnslu upplýsinga um þau mál sem til meðferðar eru hjá stjórnvöldum. Ef upplýsingar eru persónugreinanlegar, fer um aðgang að slíkum upplýsingum samkvæmt nánari fyrirmælum laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, eins og einnig verður ráðið af 2. málslið 2. mgr. 2. gr., sbr. 1. gr. laga nr. 83/2000, og 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.<br /> Þær upplýsingar sem kærandi hefur krafist að fá afhentar leiða af kerfisbundinni skráningu á handhöfum vegabréfa. Umbeðin skrá og vinnsla þeirra upplýsinga sem henni liggur til grundvallar er ekki tiltekið mál í framangreindum skilningi. Af því leiðir að upplýsingalögin gilda ekki um aðgang að henni. Við setningu upplýsingalaga nr. 50/1996 var kveðið svo á í 1. mgr. 2. gr. laganna að þau giltu ekki um aðgang að upplýsingum skv. lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á grundvelli þessa ákvæðis hafa í úrskurðum nefndarinnar verið undanþegnar upplýsingar sem einvörðungu er að finna í kerfisbundnum skrám sem haldnar eru á tölvutæku formi, sbr. t.d. úrskurði A-10/1997, A-17/1997, A-22/1997, A-31/1997, A-32/1997 og A-36/1998. Með 1. gr. laga nr. 83/2000 var 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga breytt þar sem lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsingalaga voru felld úr gildi og gildi tóku lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í almennum athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 83/2000 sagði m.a. svo:<br /> „Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Ákvæði frumvarpsins eru víðtæk og almenns eðlis í þeim skilningi að þau taka til hvers kyns meðferðar og vinnslu persónuupplýsinga hvar og hvernig sem hún fer fram með þeim frávikum sem fram koma í frumvarpinu. Af þeim sökum er í 1. mgr. 44. gr. frumvarpsins tekið fram að það taki jafnframt til meðferðar og vinnslu slíkra upplýsinga sem fram fer samkvæmt öðrum lögum nema þau lög tilgreini annað sérstaklega. Slík sérákvæði er m.a. að finna í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og í upplýsingalögum, nr. 50/1996, en ætla verður að þau taki að hluta til sömu gagna og frumvarp til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Til að taka af allan vafa er því jafnframt tekið skýrt fram í 2. mgr. 44. gr. frumvarpsins að ákvæði þess takmarki ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem stjórnsýslulög og upplýsingalög kveða á um.<br /> Í IV. kafla stjórnsýslulaga er að finna ákvæði um rétt aðila máls til aðgangs að þeim gögnum er mál hans varða. Samkvæmt lagaskilareglu 44. gr. halda þessi ákvæði gildi sínu óháð frumvarpinu, enda mæla stjórnsýslulögin ekki sérstaklega fyrir um gildissvið þeirra gagnvart gildandi lögum nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, með síðari breytingum. Í 6. gr. frumvarpsins er aðeins leitað eftir smávægilegri lagfæringu að því er varðar vísun til þeirra laga í 17. gr. stjórnsýslulaganna.<br /> Þessu er öðru vísi farið í upplýsingalögum. Efnisreglur þeirra eru tvenns konar. Önnur mælir fyrir um aðgang almennings að upplýsingum í vörslu stjórnvalda en hin um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan í öðrum tilvikum en þeim sem falla undir stjórnsýslulögin. Með fyrri málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga eru skilin á milli þeirra laga og gildandi laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga dregin með þeim hætti að upplýsingar sem hin síðarnefndu taka til eru í raun undanþegnar gildissviði upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga hefur því að þessu leyti oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga er afmarkað. Í grófum dráttum má segja að mörkin þarna á milli hafi verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.<br /> Frumvarp til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er öðru vísi úr garði gert en gildandi lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Frumvarpið gerir þannig ráð fyrir að gildissvið laganna verði rýmkað að því leyti að það nái til sérhverrar rafrænnar vinnslu persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörkuðum upplýsingum er safnað í skipulagsbundna heild eða ekki. Því er ljóst að breyta þarf framangreindri lagaskilareglu í upplýsingalögum til að varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa á milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Er það megintilgangur frumvarps þessa."<br /> Í athugasemdum við 1. gr. frumvarpsins sagði m.a. svo:<br /> „Hér er lagt til að gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verði afmarkað þannig að upplýsingalögin taki ekki til aðgangs að upplýsingum er lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taka til nema leitað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttarins skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Eftir þessa breytingu ber að virða ákvæði upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 44. gr. þeirra, en í raun leiðir það til sömu niðurstöðu og nú gildir um lagaskil milli upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á þennan hátt halda ákvæði upplýsingalaga gildi sínu óháð lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ekki verður hallað á þann upplýsingarétt sem almenningi hefur þegar verið tryggður samkvæmt núgildandi lögum, en í 72. lið formála tilskipunar nr. 95/46/EB, um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, er gert ráð fyrir að taka megi tillit til slíkra sjónarmiða. Ef breyting í þessa veru yrði hins vegar ekki gerð myndi það að öðru óbreyttu hafa verulega réttaróvissu í för með sér um skil upplýsingalaga og laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga."<br /> Af framangreindum lögskýringargögnum er ljóst að markmiðið með setningu 1. gr. laga nr. 83/2000 var að viðhalda óbreyttu réttarástandi varðandi rétt til aðgangs að gögnum skv. upplýsingalögum enda þótt gildi tækju ný lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Af framansögðu er því ljóst að utan gildissviðs upplýsingalaga falla áfram persónuupplýsingar sem færðar hafa verið kerfisbundið í rafræna skrá. Með skrá í þessum skilningi er þá vísað til skilgreiningar 3. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000 þar sem skrá er skilgreind sem „sérhvert skipulagsbundið safn persónuupplýsinga þar sem finna má upplýsingar um einstaka menn."<br /> Þar sem umbeðnar upplýsingar í máli þessu er að finna í rafrænni skrá sem haldin en kerfisbundið, fellur erindið ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. og upplýsingalaga og 2. mgr. 3. gr. sömu laga. Kröfum kæranda ber því að vísa frá nefndinni án frekari umfjöllunar.<br /> </p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Vísað er frá úrskurðarnefnd kröfum [...] blaðamanns á hendur utanríkisráðuneytinu um aðgang að upplýsingum um það hverjir hefðu fengið diplómatísk vegabréf og þjónustuvegabréf í tíð [X] sem utanríkisráðherra sem og varakröfu um lista yfir alla handhafa slíkra vegabréfa.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson formaður<br /> Símon Sigvaldason Sigurveig Jónsdóttir</p> <p> </p> <p> </p> <br /> <br /> |
A-221/2005 Úrskurður frá 16. nóvember 2005 | Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að öllum gögnum sem lágu til grundvallar áliti stofnunarinnar sem fram kom í bréfi hennar til tiltekins lífeyrissjóðs. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Þagnarskylda. Frávísun. Synjun staðfest. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p><br /> Hinn 16. nóvember 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-221/2005:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi dagsettu 29. september s.l. kærðu [X og Y], fyrrverandi stjórnarmenn í [lífeyrissjóðnum A], synjun Fjármálaeftirlitsins frá 29. ágúst s.l. um að veita þeim aðgang að öllum gögnum sem lágu til grundvallar því áliti stofnunarinnar sem fram kom í bréfi hennar til sjóðsins dags. 27. júní sl.</p> <p>Með bréfi, dags. 5. október s.l., var Fjármálaeftirlitinu gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi. Jafnframt var óskað eftir að fá sent í trúnaði afrit af hinum umdeildu gögnum. Koma viðhorf stofnunarinnar fram í bréfi, dags. 14. október s.l. Þar er kröfu um aðgang að gögnum hafnað og jafnramt krafist frávísunar á kröfu [Y] þar sem hann hafi ekki átt aðild að því að óska eftir upplýsingunum í upphafi.</p> <p>Með bréfi, dags. 17. október s.l., var kærendum gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Fjármálaeftirlitsins. Koma viðhorf þeirra fram í bréfi, dags. 28. október s.l. Þar er fallið frá kröfu um aðgang að hluta gagna málsins en kröfur að öðru leyti ítrekaðar.<br /> <br /> </p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik í stuttu máli þau að hinn 26. s.l. óskaði [X] eftir því með tölvupósti að Fjármálaeftirlitið afhenti honum tiltekin gögn varðandi afskipti stofnunarinnar af starfslokum framkvæmdastjóra [A]. Óskaði hann eftir að fá afhenta upphaflega fyrirspurn Fjármálaeftirlitsins til [A] svar stjórnar [A], bréf Fjármálaeftirlitsins til [A] þar sem aðfinnslur komu fram og loks lista yfir öll gögn sem lögð voru til grundvallar afstöðu Fjármálaeftirlitsins og einnig afrit þeirra.</p> <p>Fram kom í tölvupóstinum að [X] hefði verið stjórnarmaður í [A] þegar umræddir samningar við fyrrverandi framkvæmdastjóra voru gerðir. Þar sem stjórnin neitaði að upplýsa fyrrverandi stjórnarmenn um fyrirspurn Fjármálaeftirlitsins og Fjármálaeftirlitið hefði ekki leitað upplýsinga hjá þeim þyrfti hann að fá aðgang að umræddum gögnum til að geta svarað gagnrýni málefnalega sem fram hefði komið hjá Fjármálaeftirlitinu.</p> <p>Með bréfi, dags. 29. ágúst s.l., svaraði Fjármálaeftirlitið [X] en áður hafði stofnunin tilkynnt honum að dráttur yrði á afgreiðslu beiðni hans. Þar kemur fram að athugun stofnunarinnar hafi beinst að því hvernig formlega var staðið að gerð umrædds ráðningarsamnings og breytingum á honum. Samkvæmt lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 skuli stjórn lífeyrissjóða taka ákvörðun um ráðningu og kjör framkvæmdastjóra og skuli halda gerðabók um það sem gerist á fundum stjórnar. Jafnframt sé kveðið á um eftirlitshlutverk stjórnar sjóðsins með rekstri, bókhaldi og ráðstöfun eigna. Athugun stofnunarinnar hafi aðallega beinst að þessum þáttum, þ.e. hvernig og hvort stjórn sjóðsins hafi komið að gerð umrædds ráðningarsamnings og breytingum á honum, að hvaða marki var fjallað um ákvörðunina á fundum stjórnarinnar og hvort fyrir hafi legið formlegt umboð stjórnarinnar til einstakra stjórnarmanna til þess að gera breytingar á ráðningarsamningi. Í ljósi þessa hafi stofnunin ekki litið svo á að [X] væri aðili málsins í skilningi stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p>Þá kemur fram í bréfi Fjármálaeftirlitsins að það veiti aðgang að hluta umbeðinna gagna á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Um sé að ræða fyrirspurn stofnunarinnar til [A], dags. 21. mars 2005, að undanskilinni málsgrein er varði starfslok fyrrverandi framkvæmdastjóra og lokabréf stofnunarinnar í málinu, dags. 27. júní 2005, að undanskildum upplýsingum sem stafi frá [A], sbr. þagnarskylduákvæði 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.</p> <p>Vegna beiðni kæranda um lista yfir öll gögn sem lögð voru til grundvallar afstöðu Fjármálaeftirlitsins tók stofnunin fram að um væri að ræða svör [A], dags. 4. apríl og 26. maí 2005, ráðningarsamning við fyrrverandi framkvæmdastjóra frá 16. janúar 1998 ásamt viðaukum og fundargerðir [A]. Aðgangi að þessum gögnum væri hafnað skv. 32. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</p> <p>Með bréfi, dags. 29. september s.l., skutu kærendur synjun Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þeir kveðast hafa verið formaður og varaformaður stjórnar sjóðsins á þeim tíma um ræðir. Þrátt fyrir það hafi þeim ekki gefist kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum áður en Fjármálaeftirlitið komst að niðurstöðu sinni. Niðurstaða þess hafi verið kærð til kærunefndar sbr. lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998. Telji þeir nauðsyn að fá aðgang að öllum gögnum sem lágu að baki ákvörðun Fjármálaeftirlitsins enda sé mannorð þeirra í húfi.</p> <p>Í athugasemdum Fjármálaeftirlitsins við kæruna, dags. 14. október s.l., er þess krafist að kröfum [Y] verði vísað frá vegna aðildarskorts. Beiðni um aðgang að gögnum hafi eingöngu borist frá [X].</p> <p>Þá er aðdragandi afskipta Fjármálaeftirlitsins af málefnum [A] rakinn. Niðurstaðan af athugun stofunarinnar hafi orðið sú að ekki hafi verið fylgt ákvæðum 29. gr. laga nr. 129/1997 þar sem kveðið sé á um að stjórn lífeyrissjóðs skuli ákveða laun og ráðningarkjör framkvæmdastjóra. Hafi stofnunin ekki fallist á þá skoðun stjórnar sjóðsins að þáverandi formaður og varaformaður hafi haft umboð til að gera viðauka við ráðningarsamning fyrrverandi framkvæmdastjóra án aðkomu annarra stjórnarmanna. Til rökstuðnings synjun sinni vísar Fjármálaeftirlitið til 32. gr. laga nr. 129/1997. Ljóst sé að fundargerðir stjórnar [A] og ráðningarsamningur við fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins ásamt viðaukum falli undir þetta ákvæði og þ.a.l. sé stofnuninni óheimilt sbr. 2. mgr. 13. gr. l. nr. 87/1998 að láta þessi gögn af hendi. Þá hafi umræddur ráðningarsamningur ásamt viðaukum að auki að geyma upplýsingar um einkamálefni fyrrverandi framkvæmdastjóra sem beri að halda leyndum, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Ennfremur tekur stofnunin fram að athugun hennar hafi ekki beinst að stjórnarmönnum persónulega heldur að starfsháttum stjórnar lífeyrissjóðsins sem slíkri. Því hafi stofnunin ekki litið svo á að kærendur nytu andmælaréttar á grundvelli 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Við athugun sína hafi stofnunin leitað eftir upplýsingum frá sjóðnum sjálfum og hann lýst því yfir að hann byggi ekki yfir frekari upplýsingum en þegar hefðu verið sendar stofnuninni. Að mati Fjármálaeftirlitsins teldist málið fullupplýst og ekki þörf á að afla frekari gagna eða leita upplýsinga hjá kærendum.</p> <p>Kærendum var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir Fjármálaeftirlitsins. Í bréfi [X], dags. 28. október s.l., kemur fram varðandi aðild [Y] að bréfi þess fyrrnefnda til Fjármálaeftirlitsins hafi verið gert með vitund og vilja þeirra fjögurra fyrrverandi stjórnarmanna í [A] sem ekki sætu nú í stjórn. Fallið er frá kröfu um aðgang að ráðningarsamningi við fyrrverandi framkvæmdastjóra og breytingar sem gerðar voru á honum í maí 2000 þar sem kærendur hafi þau gögn undir höndum. Þó væri að sögn kærenda æskilegt að fá upptalningu gagna til að geta sannreynt að stuðst hefði verið við þau gögn sem kærendur gerðu ráð fyrir. Þá falla kærendur einnig frá kröfu um aðgang að fundargerðum stjórnar þar sem þeir hafi þær undir höndum. Æskilegt væri þó að fá lista yfir þær fundargerðir sem Fjármálaeftirlitið vísi til.</p> <p>Að öðru leyti halda kærendur fast við fyrri kröfur.</p> <p>Aðilar málsins hafa fært frekari rök fyrir afstöðu sinni en með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p> </p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Kæru [Y] ber að vísa frá úrskurðarnefnd enda liggur ekki fyrir synjun til hans um aðgang að upplýsingum sem kæranleg var til úrskurðarnefndarinnar á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Vegna tengsla kæranda við málið þar sem hann var stjórnarformaður [A] þegar þau atvik urðu sem urðu tilefni rannsóknar Fjármálaeftirlitsins ber að leysa úr kæruefninu á grundvelli III. kafla upplýsingalaga.</p> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.“</p> <p>Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda.</p> <p>Fjármálaeftirlitið starfar á grundvelli laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjár-málastarfsemi. Í 13 gr. laga nr. 87/1998 er að finna svohljóðandi ákvæði um þagnar-skyldu, eins og því hefur verið breytt með lögum nr. 11/2000:</p> <p>„Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu. - Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt lögum sem gilda um eftirlitsskylda aðila eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu. - Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir eftirlitsskyldir aðilar séu ekki auðkenndir. - Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila. - Opinber umfjöllun af hálfu þess aðila sem þagnar-skyldunni er ætlað að vernda um trúnaðarupplýsingar veitir starfsmönnum Fjármála-eftirlitsins eða sérfræðingum sem starfa eða starfað hafa á vegum þess ekki heimild til að láta af hendi trúnaðarupplýsingar.“</p> <p>Ein af þeim breytingum sem gerð var á þagnarskylduákvæðinu með lögum nr. 11/2000, var að tekið var upp svohljóðandi ákvæði í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998:</p> <p>„Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt lögum sem gilda um eftirlitsskylda aðila eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu.“</p> <p>Þetta ákvæði var ekki að finna í upphaflegu frumvarpi til laga nr. 11/2000, heldur var því bætt við frumvarpið að frumkvæði efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Í nefndaráliti er gerð svofelld grein fyrir umræddu ákvæði:</p> <p>„Lagt er til að nýju ákvæði verði bætt við frumvarpið þar sem fram komi að upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt lögum sem gilda um eftir-litsskylda aðila séu háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu. Er þessi breyting lögð til þar sem mjög mikilvægt er að eftirlitsskyldir aðilar geti treyst því að svo sé. Geti því Fjármálaeftirlitið aflað upp-lýsinga í trúnaði frá eftirlitsskyldum aðilum án þess að verða skylt með vísan til upplýsingalaga að láta af hendi upplýsingar sem eðli máls samkvæmt væru bundnar þagnarskyldu samkvæmt lögum sem gilda um eftirlitsskylda aðila.“</p> <p>Eins og fram kemur í áliti efnahags- og viðskiptanefndar, er hér um að ræða ákvæði sem þrengir rétt almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Eins og fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar nr. A-147/2002 ber að skýra ákvæðið þröngt á sama hátt og önnur slík ákvæði. Í nefndarálitinu virðist vera gengið út frá því að þagnarskylda samkvæmt lögum, sem gilda um eftirlitsskylda aðila, skuli því aðeins ná til stjórnar og starfsmanna Fjármálaeftirlitsins að upplýsinganna, sem um er að ræða, hafi verið aflað frá hinum eftirlitsskyldu aðilum sjálfum, en ekki öðrum aðilum.</p> <p>Í máli því, sem hér er til úrlausnar, lýtur beiðni kærenda að því að fá aðgang að bréfum [A] til Fjármálaeftirlitsins, dags. 4. apríl s.l. og 26. maí s.l. Með vísun til þess, sem að framan greinir, telur úrskurðarnefnd því að líta beri til þagnarskylduákvæðisins í 43. gr. laga nr. 113/1996 við úrlausn þessa máls, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</p> <p>Í 13. gr. laga nr. 87/1998 er mælt fyrir um ríka þagnarskyldu stjórnar, forstjóra og annarra starfsmanna Fjármálaeftirlitsins að því er lýtur að viðskiptum og rekstri þeirra aðila, sem stofnunin hefur eftirlit með, svo og þeirra aðila sem tengjast þeim aðilum.</p> <p>Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra bréfa sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Í bréfi, dags. 4. apríl s.l., er fjallað um ákvörðun launakjara framkvæmdastjóra sjóðsins og ástæður þess að hann lét af störfum. Bréfinu fylgja gögn sem Fjármálaeftirlitið hafði kallað eftir. Í bréfi dags. 26. maí s.l. er m.a. fjallað um stefnumörkun hinnar nýju stjórnar varðandi það hvernig staðið muni að samningum við framkvæmdastjóra eftirleiðis. Að áliti nefndarinnar er í þessum bréfum að finna margvíslegar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni sjóðsins, svo og málefni starfsmanna hans, sem eru þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, 13. gr. laga nr. 87/1998 og 43. gr. laga nr. 113/1996. Umræddar upplýsingar er að finna svo víða í bréfunum að ekki þjónar tilgangi, að mati nefndarinnar, að veita aðgang að hluta þeirra skv. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Ef kærandi leitar eftir því þá er Fjármálaeftirlitinu rétt að afhenda honum lista yfir málsgögn þar sem fram komi dagsetningar skjala, sbr. 3. tl. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <h3><br /> Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru [Y] er vísað frá.</p> <p>Synjun Fjármálaeftirlitsins um að veita [X] aðgang að bréfum stjórnar [A] til stofnunarinnar, dags. 4. apríl og 26. maí s.l., er staðfest.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> <p> </p> <p> </p> <br /> <br /> |
A-217/2005 Úrskurður frá 10. október 2005 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um aðgang að upplýsingum um hvert lægsta, hæsta og meðalverð hafi verið í hverjum tollflokki vegna tilboða í tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum annars vegar og ostum hins vegar fyrir tímabilið 1. júlí 2004 – 30. júní 2005. Innflutningur. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagmmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. | <h2 align="center"><span>ÚRSKURÐUR</span></h2> <p><span>Hinn 10. október 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-217/2005:</span></p> <h3><span>Kæruefni</span></h3> <p><span>Með bréfi, dags. 11. júlí s.l., kærði [...] synjun landbúnaðarráðuneytisins frá 1. júlí s.l. um aðgang að upplýsingum um hvert lægsta, hæsta og meðalverð hafi verið í hverjum tollflokki vegna tilboða í tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum annars vegar og ostum hins vegar fyrir tímabilið 1. júlí 2004 – 30. júní 2005.</span></p> <p><span>Með bréfi, dags. 18. júlí s.l., var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu og því gefinn frestur til að koma á framfæri athugasemdum og frekari rökstuðningi fyrir synjuninni.</span></p> <p><span>Í bréfi landbúnaðarráðuneytisins, dags. 28. júlí s.l., koma fram rök fyrir því hvers vegna synjað hafi verið um aðgang að umbeðnum upplýsingum.</span></p> <p><span>Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um svör landbúnaðarráðuneytisins og koma viðhorf félagsins fram í bréfi [...] dags. 8. ágúst s.l. Með bréfi dags. 14. september s.l. óskaði úrskurðarnefndin eftir því að</span> <span>fá sent í trúnaði, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, afrit af hæstu og lægstu tilboðum í hverjum tollflokki vegna innflutnings á unnum kjötvörum og osti árið 2004. Þá kvaðst nefndin vilja fá upplýst hvort meðalverð tilboða í hverjum tollflokki hefði verið reiknað út af hálfu ráðuneytisins. Loks var óskað eftir því að nefndinni yrðu sendar þær reglugerðir og auglýsingar ráðuneytisins sem áttu við um viðkomandi úthlutun.</span></p> <p><span>Landbúnaðarráðuneytið sendi umbeðnar upplýsingar með bréfi dags. 23. september s.l. Þar kom fram að meðalverð tilboða í hverjum tollflokki hefði verið reiknað út af hálfu ráðuneytisins.</span></p> <h3><span>Málsatvik</span></h3> <p><span>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik í stuttu máli þau að 14. júní s.l. óskaði kærandi eftir því með tölvupósti til landbúnaðarráðuneytisins að gefnar yrðu upplýsingar um lægsta, hæsta og meðalverð tilboða í hverjum tollflokki þegar tollkvótar fyrir unnar kjötvörur og osta voru boðnir út vorið 2004. Var vísað til fyrri samtala við starfsmenn landbúnaðarráðuneytisins og óskað eftir því að svör bærust samdægurs áður en tilboðsfrestur rynni út vegna útboðs tollkvóta fyrir árið 2005-2006. Kvað kærandi að sér væri nauðsynlegt að hafa þessar upplýsingar til þess að njóta jafnræðis gagnvart öðrum sem einnig byðu í tollkvóta en fengið hefðu úthlutun árið áður.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Í svarbréfi landbúnaðarráðuneytisins, dags. 20. júní s.l., kom fram að sökum sumarleyfistíma og anna sæi ráðuneytið sér ekki fært að svara fyrirspurninni innan 7 daga, sbr. 11. gr. upplýsingalaga. Með bréfi, dags. 1. júlí s.l., synjaði ráðuneytið svo um upplýsingarnar. Fram kom að eftir hverja úthlutun hefðu verið birtar á heimasíðu ráðuneytisins upplýsingar um lægsta, hæsta og meðalverð í hverjum vörulið. Vöruliður væri auðkenndur með 4 stafa tölu en tollnúmer með 8 stafa tölu. Ráðuneytið teldi sér ekki heimilt vegna 5. gr. upplýsingalaga að veita sömu upplýsingar um tilboð í tollnúmer. Þegar fyrirtæki/einstaklingar byðu í tollkvóta eftir einstökum tollnúmerum væri oft um að ræða tiltölulega fáa aðila þannig að auðvelt væri að finna út tilboðsfjárhæð hvers og eins. Slíkar upplýsingar vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Kærandi skaut þessari ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dags. 11. júlí s.l. Þar var þess krafist eins og áður segir að landbúnaðarráðuneytinu yrði gert skylt að láta kæranda í té upplýsingar um lægsta, hæsta og meðalverð tilboða í hverjum tollflokki sem bárust vegna útboðs á tollkvótum til innflutnings á unnum kjötvörum annars vegar og osti hins vegar fyrir tímabilið 1. júlí 2004 – 30. júní 2005. Fram kom hjá kæranda að þær upplýsingar sem landbúnaðarráðuneytið veitti á heimasíðu sinni um tilboð í vöruliði hefðu takmarkað gildi. Undir hverjum vörulið væru mörg tollnúmer og gætu þau skipt tugum. Þeir sem hefðu fengið úthlutað tollkvóta vissu þó að sjálfsögðu hvert verð þeir greiddu fyrir hann. Aðrir bjóðendur hefðu ekki aðgang að sömu upplýsingum og stæðu því lakar að vígi við næsta útboð.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Kærandi vísaði í bréfi sínu til þess að uppboð á tollkvóta væri í eðli sínu sambærilegt útboðum en um þau gilda lög nr. 65/1993 um framkvæmd útboða og lög nr. 94/2001 um opinber innkaup. Fyrirkomulag við úthlutun tollkvóta væri í hróplegu ósamræmi við þær meginreglur sem gilda um útboð, að bjóðendur nytu jafnræðis og að framkvæmd væri gagnsæ. Var í því sambandi vísað til ákvörðunar úrskurðarnefndarinnar í máli nr. A-161/2003.<span> </span> Einnig var nefnt hversu miklir fjárhagslegir hagsmunir væru í húfi og að um væri að ræða gæði sem væru takmörkuð og hlotnuðust einungis fáum. Þá vísaði kærandi til meginreglu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um jafnræði og þess höfuðmarkmiðs upplýsingalaga að borgurunum sé gert kleift að fylgjast með athöfnum stjórnvalda. Þótt ekki væri verið að saka landbúnaðarráðuneytið um neitt misjafnt væri ómögulegt að fullvissa sig um að farið væri að lögum við úthlutunina vegna þess hversu ógagnsætt fyrirkomulagið væri. Þá lagði kærandi áherslu á að hann færi einungis fram á upplýsingar um fjárhæðir tilboða en ekki um hverjir stæðu á bak við tilboðin.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Landbúnaðarráðuneytinu var gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna. Í bréfi ráðuneytisins, dags. 28. júlí s.l. er vitnað í þá afstöðu kæranda að meginreglur um útboð og opinber innkaup eigi við um útboð tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur. Af því tilefni kveðst ráðuneytið líta svo á að búvörulög nr. 99/1993 og reglugerðir á grundvelli þeirra séu sérreglur sem taki mið af þeim sérhagsmunum sem gildi um hin takmörkuðu gæði sem lögin taka til.</span></p> <p><span>Allir tilboðsgjafar fái upp gefnar sömu upplýsingar, þ.e. um meðalverð, hæsta og lægsta tilboð í hverjum vörulið. Þær upplýsingar sem hver og einn tilboðsgjafi hafi fram yfir næsta tilboðsgjafa séu upplýsingar um eigið tilboðsverð. Ekki verði séð að af þeirri ástæðu einni leiði brot á jafnræðisreglunni.</span></p> <p><span>Þá segir í bréfi landbúnaðarráðuneytisins að lögmaður kæranda bendi réttilega á að um takmörkuð gæði sé að ræða. Af þeirri ástæðu sé eðlilegt að þeim upplýsingum sem um er að ræða sé haldið leyndum til að vernda viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem bjóða. Þrátt fyrir að kærandi óski ekki eftir því að fá uppgefin nöfn þeirra fyrirtækja sem bjóða í tollkvótana beri að benda á þá staðreynd að hið íslenska viðskiptasamfélag sé lítið og auðvelt að finna út hvaða fyrirtæki sé um að ræða. Tilboð í tollkvóta sé mikið samkeppnismál fyrir fyrirtæki og fyrst og fremst hagsmunir þeirra sem verið sé að vernda með því að halda þessum upplýsingum leyndum.</span></p> <p><span>Í umsögn lögmanns kæranda um athugasemdir landbúnaðarráðuneytisins, dags. 8. ágúst s.l. segir að ekki hafi verið sýnt fram á hvers vegna sérreglur eigi að gilda um útboð á tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur. Þvert á móti standi rök til þess að meginreglur um gagnsæi gildi um þennan málaflokk eins og aðra. Ítrekað er að undir hverjum vörulið séu mörg tollnúmer og því séu upplýsingar um lægstu, hæstu, og meðalverð í hverjum vörulið nær gagnslausar. Þeir sem fengu tollkvóta úthlutað vorið 2004 <span> </span>viti þó að sjálfsögðu hvaða verði þeir greiddu hann. Aðrir sem bjóði í tollkvóta vorið 2005 hafi ekki aðgang að þessum upplýsingum. Standi hæstbjóðendur hverju sinni því mun betur að vígi en aðrir, þegar tollkvóti er boðinn út næst.</span></p> <p><span>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</span></p> <h3><span>Niðurstaða</span></h3> <p><span>Reglur um útboð á tollkvótum vegna innflutnings landbúnaðarvöru er að finna í lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nánar tiltekið í 65. gr. og 65.gr. a laganna. Eru þær til komnar vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Þá er á hverju ári sett reglugerð um vörumagn í hverju tollnúmeri og tímabil innflutnings og tilhögun útboðs, sbr. reglugerðir nr. 401 og 402 frá 10. maí 2004.</span></p> <p><span>Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til breytinga á búvörulögum þegar innflutningur á landbúnaðarvörum var gefinn frjáls segir um viðkomandi ákvæði, þ.e. 53. gr. sem nú er 65. gr. laganna:</span></p> <p><span>“Þar sem innflutningur á landbúnaðarvörum verður gefinn frjáls eru brostnar forsendur fyrir veitingu innflutningsleyfa sem 53. gr. búvörulaga fjallar um. Við taka tollkvótar sem eiga að tryggja að hægt verði að flytja inn landbúnaðarvörur þrátt fyrir háa verndartolla. Landbúnaðarráðherra verður skylt að úthluta tollkvótum þeim sem vísað er til í 1. mgr. 53. gr.</span></p> <p><span>Í 2.–4. mgr. er lýst tilhögun á úthlutun tollkvóta. Gert er ráð fyrir því að sérstök úthlutun fari fram til umsækjenda þegar um er að ræða hina smærri kvóta, svo sem vegna kjöt- og mjólkurvara. Þegar um stóra tollkvóta er að ræða er hins vegar gert ráð fyrir því að opnað verði fyrir innflutning á lægri tollum, annaðhvort í tiltekinn tíma eða þar til tilgreint magn hefur verið flutt inn.”</span></p> <p><span>Ekki er í þessum lögum né reglum að finna sérstök ákvæði um hvernig tryggja eigi gagnsæi og upplýsingagjöf til bjóðenda og almennings. Landbúnaðarráðuneytið hefur hins vegar ákveðið að birta upplýsingar um hæsta, lægsta og meðalverð í hverjum vörulið á heimasíðu sinni. Fram hefur komið hjá landbúnaðarráðuneytinu að tilboðsgögnin hafi einungis að geyma upplýsingar um tilboðsgjafa, tilboðsverð og það magn sem boðið er í.</span></p> <p><span>Við skýringu framangreindra ákvæða ber að hafa í huga þá meginreglu við opinber innkaup að kaupandi skuli gæta trúnaðar um upplýsingar sem hann fær frá bjóðendum, eftir því sem efni og eðli upplýsinganna gefur tilefni til, sbr. m.a. 17. gr. reglugerðar nr. 655/2003 um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu. Þær upplýsingar sem hér koma einkum til álita eru ýmiskonar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega burði bjóðenda, áætlanir þeirra auk tæknilegra lausna og aðferða til að koma til móts við þarfir kaupanda í útboði. Af 47. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup leiðir hins vegar að ákveðnar upplýsingar falla utan trúnaðarskyldu kaupanda. Samkvæmt þessu skal við opnun tilboða skýra frá nafni bjóðenda, heildarupphæð tilboða, greiðsluskilmálum, afhendingarskilmálum og eðli frávikstilboða. Án þess að taka afstöðu til þess hvort útboð á tollkvótum falli undir l. nr. 94/2001 er að mati nefndarinnar óhætt að leggja til grundvallar að upplýsingar sem skylt er að gefa við opnun tilboða séu ekki þess eðlis að þær falli undir 5. gr. upplýsingalaga. Athugast í þessu sambandi að þessar upplýsingar eru nauðsynleg forsenda þess að almenningur geti fylgst með því að vel sé farið með almannafé og að málefnaleg sjónarmið ráði ferð við opinber innkaup. Á sama hátt er aðgangur að upplýsingum um fjárhæð tilboða í tollkvóta nauðsynleg forsenda þess að almenningur geti fylgst með stjórnsýsluframkvæmd á þessu sviði og að málefnaleg sjónarmið ráði við úthlutun tollkvótanna sem eru í eðli sínu takmörkuð fjárhagsleg gæði sem ráðstafað er af hinu opinbera.</span></p> <p><span>Að mati nefndarinnar ber því að fallast á með kæranda að hagsmunir þeir sem landbúnaðarráðuneytið vísar til, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, séu ekki nægilega ríkir til þess að réttlæta að upplýsingum um tilboð í hverjum tollflokki sé haldið leyndum. Landbúnaðarráðuneytinu ber samkvæmt því að láta af hendi upplýsingar við kæranda um hæsta og lægsta boð enda fer kærandi ekki fram á aðgang að öllum tilboðum. Ennfremur ber ráðuneytinu að afhenda fyrirliggjandi upplýsingar um meðalverð tilboða í hverjum tollflokki.</span></p> <h3><span>Úrskurðarorð:</span></h3> <p><span>Landbúnaðarráðuneytið skal veita kæranda, [...] aðgang að upplýsingum um lægsta og hæsta tilboð auk meðalverðs í hverjum tollflokki vegna útboðs tollkvóta fyrir innflutning á unnum kjötvörum annars vegar og ostum hins vegar í júní 2004.<span> </span></span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span> </span></p> <p align="center"><span>Páll Hreinsson formaður<br /> </span><span>Friðgeir Björnsson<span><br /> </span>Sigurveig Jónsdóttir</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br /> |
A-219/2005 Úrskurður frá 10. október 2005 | Kærðar voru fimm synjanir framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Úrskurðað var um fjóra kæruliði með úrskurði A-215/2005. Í þessu máli var síðasti liðurinn tekinn til úrskurðar, þ.e. synjun um aðgang að fundargerðum framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Fundargerðir. Vinnuskjöl. Synjun staðfest. | <h2 align="center"><span>ÚRSKURÐUR</span></h2> <p><span>Hinn 10. október 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-219/2005:</span></p> <h3><span>Kæruefni</span></h3> <p><span>Með þremur bréfum, dagsettum 17. maí og 24. maí s.l., kærði [X] lögmannsstofa hf., f.h.[A], synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu á beiðni kæranda um a) afrit af niðurstöðum úr áreiðanleikakönnun sem fjárfestingabankinn [Y] gerði á þá ónafngreindum erlendum banka sem [B] tilgreindi sem einn af fjárfestingaraðilum vegna kaupanna á Búnaðarbanka Íslands hf. síðla árs 2002, b) skýrslur fjárfestingabankans [Y] vegna sölu á Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf., c) gögn sem Ríkisendurskoðun voru fengin í því skyni að vinna skýrslu um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998-2003, d) öll gögn sem [Z] voru fengin til að vinna úr, þ.m.t. vinnureglur sem þeim voru settar vegna einkavæðingar Landssíma Íslands hf. og e) fundargerðir framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf.</span></p> <p><span>Í þessum úrskurði verður kæruefni samkvæmt e)-lið tekið til úrskurðar. Úrskurðað var um kæruliði a), b), c) og d) með úrskurði A215 frá 7. september s.l.</span></p> <p><span>Með bréfi dagsettu 26. maí s.l., var kæran kynnt framkvæmdanefnd um einkavæðingu og henni gefinn frestur til að koma á framfæri athugasemdum. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</span></p> <p><span>Í bréfi dags. 9. júní s.l. kom fram afstaða framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hafnaði framkvæmdanefndin því að veita aðgang að fundargerðum enda væru þær vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Ennfremur væru þar viðkvæmar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni einstaklinga og fyrirtækja, sem rétt væri og eðlilegt að færu leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Fundargerðirnar voru afhentar úrskurðarnefnd í trúnaði.</span></p> <p><span>Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um svör framkvæmdanefndar um einkavæðingu og var sérstaklaga farið fram á að upplýst yrði hvort kærandi yndi afgreiðslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu þar sem aðgangur hefði verið veittur að hluta, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p><span>Viðhorf kæranda koma fram í bréfi [X] lögmannsstofu dags. 19. júlí s.l. Þar eru fyrri kröfur ítrekaðar og því lýst yfir að kærandi fallist ekki á afgreiðslu framkvæmdanefndar að því er varðar aðgang að hluta.</span></p> <h3><span>Málsatvik</span></h3> <p><span>Atvik málsins eru í stuttu máli eftirfarandi:</span></p> <p><span>Hinn 19. apríl s.l. fór kærandi fram á það við forsætisráðuneytið í tölvuskeyti að fá aðgang að öllum fundargerðum framkvæmdanefndar um einkavæðingu og ráðherranefndar um sölu Búnaðarbankans. Beiðnin var framsend framkvæmdanefnd um einkavæðingu og svaraði hún kæranda með bréfi dags. 28. apríl s.l. þar sem beiðni um aðgang að fundargerðum framkvæmdanefndar er vörðuðu sölu á hlutabréfum í Búnaðarbanka Íslands er hafnað með vísan til 3. tölul. 4. gr. og 5. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p><span>Kærandi kærði þessa afgreiðslu til úrskurðarnefndar með bréfi dags. 24. maí s.l. Þar er ekki lengur gerð krafa um aðgang að fundargerðum ráðherranefndarinnar. Í bréfinu kemur fram að tilgreindar fundargerðir geti á engan hátt talist vinnuskjal í skilningi upplýsingalaga. Telja megi öruggt að í umbeðnum gögnum felist endanleg ákvörðun um afgreiðslu máls, a.m.k. að hluta. Í ljósi vinnulags við einkavæðingu séu einnig allar líkur á því að gögnin hafi farið frá einu stjórnvaldi til annars. Þá er dregið í efa að 5. gr. upplýsingalaga eigi við.</span></p> <p><span>Með bréfi dagsettu 26. maí s.l., voru erindi kæranda kynnt framkvæmdanefnd um einkavæðingu og henni gefinn frestur til að koma á framfæri athugasemdum. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</span></p> <p><span>Í bréfi dags. 9. júní s.l. kom fram afstaða framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hafnar framkvæmdanefndin því að veita aðgang að fundargerðunum enda séu þær vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Ennfremur séu þar viðkvæmar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni einstaklinga og fyrirtækja, sem rétt sé og eðlilegt að fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Þá sé öllum meiriháttar ákvörðunum sem nefndin tekur komið á framfæri með öðrum og almennari hætti, ekki síst með fréttatilkynningum, og fundargerðum nefndarinnar ekki dreift til annarra stjórnvalda. Fundargerðirnar voru afhentar úrskurðarnefnd í trúnaði.</span></p> <p><span>Kærandi fékk að tjá sig um afstöðu framkvæmdanefndarinnar. Í bréfi [A] lögmannsstofu dags. 19. júlí s.l. eru fyrri kröfur ítrekaðar.</span></p> <p><span>Með bréfi dags. 8. september s.l. óskaði úrskurðarnefndin eftir því við framkvæmdanefnd um einkavæðingu að upplýst yrði hvort aðilar utan framkvæmdanefndarinnar hefðu fengið fundargerðirnar afhentar og hvort einhverjar upplýsingar um staðreyndir málsins væru í fundargerðunum sem ekki mætti finna í þeim gögnum málsins sem aðgengileg væru almenningi.</span> <span>Í svari framkvæmdanefndarinnar dags. 12. september s.l. kemur fram að fundargerðirnar séu aldrei <span></span> birtar öðrum en nefndarmönnum. Öllum meiriháttar ákvörðunum framkvæmdanefndar og ráðherranefndar um einkavæðingu séu gerð skil með opinberum hætti. Ljóslega geti þó legið í fundargerðunum upplýsingar um staðreyndir mála sem ekki hafi birst annars staðar. Nefndin telji þó óljóst hvað átt sé við og hvað túlka beri sem staðreyndir sem máli skipta. Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um þessa afstöðu framkvæmdanefndarinnar. Í bréfi lögmanns kæranda dags. 14. september s.l. kemur fram að hann fallist ekki á að fundargerðirnar séu vinnuskjöl í skilningi 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga. Þá felist í svari framkvæmdanefndar viðurkenning á að einhverjum ákvörðunum séu gerð skil í fundargerðunum og því eigi umbj. hans rétt á aðgangi að hluta eða öllu leyti.</span></p> <p><span>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</span></p> <h3><span>Niðurstaða</span></h3> <p><span>Þegar um fundargerðir er að ræða hefur úrskurðarnefndin ekki talið ákvæði 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga standa í vegi fyrir aðgangi að þeim nema stjórnvaldið beri skýrlega fyrir sig að um vinnskjöl sé að ræða, sbr. úrskurð nefndarinnar A-154/2002.</span></p> <p><span>Samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til ”vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá”.</span></p> <p><span>Það eru ekki til samræmdar reglur hér á landi um það hvað beri að skrá í fundargerðir stjórnsýslunefnda og hvaða markmið þær eigi að hafa við meðferð mála og í starfsemi nefndar yfirleitt. Stjórnsýslunefndir hafa um margt ólík verkefni með höndum og hafa fundargerðir þeirra því ekki alltaf sama hlutverk eða stöðu við meðferð mála. Að mati úrskurðarnefndarinnar verða fundargerðir því ekki einhlítt flokkaðar sem vinnuskjöl. Fundargerðir stjórnsýslunefndar geta uppfyllt það skilyrði að teljast vinnuskjöl ef (1) þær eru ritaðar af nefndarmanni eða starfsmanni nefndar og (2) séu ekki afhentar öðrum heldur einvörðungu til eigin afnota fyrir nefndarmenn og aðra starfsmenn, sem tilheyra sama stjórnvaldi, (3) með sama hætti og vinnuskjöl eru almennt notuð við meðferð mála, sbr. úrskurði nefndarinnar í málu A-140/2002 og A-186/2004. Mat á því hvort síðastgreinda skilyrðið er uppfyllt fer fram á grundvelli þeirra sjónarmiða sem fram komu í athugasemdum við 4. gr. frumvarps þess, er varð að upplýsingalögum nr. 50/1996, en þar segir svo um einkenni vinnuskjala:</span></p> <p><span> „Í 3. tölul. er mælt svo fyrir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Margar ákvarðanir, sem stjórnvöld taka, eru svonefndar matskenndar ákvarðanir. Þá hafa lög eða stjórnvaldsfyrirmæli, sem ákvörðun er byggð á, ekki að öllu leyti að geyma þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi svo að ákvörðun verði tekin eða þau veita stjórnvöldum að einhverju leyti mat á því hvert efni ákvörðunar skuli vera. Þegar matskennd stjórnvaldsákvörðun er tekin verða stjórnvöld iðulega að vega og meta mörg ólík sjónarmið. Af þessu leiðir að einatt tekur það einhvern tíma að móta afstöðu stjórnvalds til fyrirliggjandi máls og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma ítarlegri upplýsingar um málsatvik. Gögn, sem til verða á þessum tíma, þurfa því ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Er því lagt til að farin verði sama leið og í stjórnsýslulögunum, og reyndar einnig í dönsku og norsku upplýsingalögunum, að vinnuskjöl stjórnvalds verði undanþegin upplýsingarétti.</span></p> <p><span>Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað. Þá geta þau skjöl ekki talist vinnuskjöl sem stafa frá öðrum en hlutaðeigandi stjórnvaldi enda þótt slík gögn hafi orðið til að frumkvæði stjórnvaldsins, t.d. álit eða skýrslur sérfræðinga o.s.frv. Ennfremur er rétt að taka fram að gögn, sem verða til við skráningu upplýsinga um málsatvik, sbr. 23. gr., falla ekki undir ákvæði 3. tölul.</span></p> <p><span>Að öðru leyti er ekki hægt að tilgreina með tæmandi hætti hvaða gögn teljast vinnuskjöl í skilningi ákvæðisins. Við nánari skýringu þess verður að líta sérstaklega til þess hvort upplýsingarnar snerta atriði sem kunna að breytast eða hafa breyst við nánari skoðun eða umfjöllun.“</span><span><span> </span></span></p> <p><span>Nefndin telur að leggja verði heildstætt mat á fundargerð stjórnsýslunefndar á grundvelli framangreindra sjónarmiða þegar metið er hvort hún er notuð</span> <span>með sama hætti og vinnuskjöl eru almennt notuð við meðferð mála, en ekki aðeins eitt af þessum sjónarmiðum eins og raunin virðist þó hafa verið í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-96/2000. Þannig er að mati nefndarinnar augljóst að fundargerðir sem hafa að geyma vangaveltur nefndar eða einstakra nefndarmanna um úrlausn máls og samanburð á ólíkum leiðum til lausnar máls teljast almennt til vinnuskjala.</span></p> <p><span>Jafnvel þótt fundargerð teljist vinnuskjal getur bókun í fundargerð um tiltekið mál engu að síður verið aðgengileg almenningi, að hluta eða öllu leyti, á grundvelli undantekningar þeirrar, sem fram kemur í 2. málsl. 3. tölul. 4. gr. laganna, en þar segir: „</span><span>þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.” Á grundvelli þessa ákvæðis hefur verið veittur aðgangur að upplýsingum úr fundargerðum sem hafa að geyma endanlega niðurstöðu um afgreiðslu mála, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli A-170/2004.</span> <span>Hjá mörgum stjórnsýslunefndum er það eitt skráð hverjir sitja fund, hvaða mál er tekið fyrir og hver endanleg niðurstaða þess er. Slík skráning í fundargerð um tiltekið mál verður að mati</span> <span>úrskurðarnefndarinnar almennt ekki talin undanþegin aðgangi vegna ákvæðis</span> <span>í 2. málsl. 3. tölul. 4. gr. laganna</span><span>, nema önnur ákvæði 4.-6. gr. laganna eigi við.</span> <span>Um ákvæði 2. málsl. 3. tölul. 4. gr. laganna segir svo í athugasemdum við 4. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 50/1996:</span></p> <p><span>“Þrátt fyrir að stjórnvald kunni að hafa útbúið tiltekið gagn í eigin þágu og til nota við meðferð máls getur efni þess engu að síður verið slíkt að rök standi til að veita almennan aðgang að því. Í ljósi þessa er í niðurlagi 3. tölul. 1. mgr. lagt til að aðgangur verði veittur í tveimur tilvikum. Annars vegar þegar gögn hafa að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls og hins vegar ef upplýsinga verður ekki aflað annars staðar. Með síðastnefndu orðalagi er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum. Samsvarandi undanþágu frá upplýsingarétti aðila máls og fram kemur í 3. tölul. er að finna í stjórnsýslulögum.”</span></p> <p><span>Úrskurðarnefndin hefur kynnt sér umræddar fundargerðir. Af þeim er ljóst að (1) þær eru ritaðar af nefndarmanni/starfsmanni og (2) virðast efni sínu samkvæmt ætlaðar til eigin nota nefndarinnar. Samkvæmt bréfi framkvæmdanefndar um einkavæðingu, dags. 12. september s.l., hafa fundargerðirnar aldrei verið birtar öðrum en nefndarmönnum. Af þeim gögnum sem nefndinni hafa verið afhent er ekki ástæða til að draga réttmæti þessa svars í efa. (3) Í fundargerðunum er m.a. að finna vangaveltur um á hvaða tímamarki bæri að selja Búnaðarbankann hf.,<span> </span> sjónarmið um það hversu stóran hlut bæri að selja til almennings, viðhorf um það hvaða kostir væru í stöðunni um fyrirkomulag sölunnar, val á kostum um það hvernig vinnulag og aðferðarfræði í samningaviðræðum skyldi hagað.</span></p> <p><span>Við lestur fundargerðanna verður ekki séð að þær hafi að geyma upplýsingar um staðreyndir málsins, þ.e. málsatvik sem réðu niðurstöðu máls, sem ekki koma fyrir í öðrum gögnum sem aðgengileg eru almenningi.</span></p> <p><span>Af framansögðu athuguðu verður að telja að</span> <span>fundargerðir framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. séu undanþegnar aðgangi almennings á grundvelli 3. tölul.</span> <span>4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</span></p> <h3><span>Úrskurðarorð:</span></h3> <p align="left"><span>Synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu um aðgang að fundargerðum framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. er staðfest.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span> </span></p> <p align="center"><span> </span></p> <p align="center"><span>Páll Hreinsson formaður<br /> </span><span>Friðgeir Björnsson<br /> Sigurveig Jónsdóttir</span></p> <br /> <br /> |
A-216/2005 Úrskurður frá 14. september 2005 |
Kærð var synjun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um aðgang að gögnum er vörðuðu leyfisveitingu til framleiðslu forskriftarlyfja. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p>Hinn 14. september 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-216/2005:</p> <h3 align="center">Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 7. júní s.l., kærði [X] lögmannsþjónusta f.h. [A] hf. synjun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá 9. maí s.l. um aðgang að gögnum er vörðuðu leyfisveitingu til [B ehf.], þ.e. umsókn, dags. 29. nóvember 2004, sbr. samhljóða bréf dags. 3. desember 2004, og umsögn Lyfjastofnunar dags. 21. desember 2004.</p> <p>Með bréfi, dags. 8. júní s.l., gaf úrskurðarnefnd um upplýsingamál heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu kost á að gera athugasemdir við kæruna. Athugasemdir ráðuneytisins bárust með bréfi, dags. 16. júní s.l. Bréfinu fylgdu hin umdeildu gögn í trúnaði.</p> <p>Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir ráðuneytisins og koma viðhorf hans fram í bréfi [X] lögmannsþjónustu, dags. 28. júní s.l.</p> <p>Sökum þess að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið vísaði í 5. gr. upplýsingalaga því til stuðnings að ekki mætti afhenda gögnin, ákvað úrskurðarnefndin að leita álits [B] ehf. Var það gert með bréfi, dags. 25. júlí s.l. Var ítrekun send 25. ágúst s.l. Svör [B] ehf. bárust svo með béfi, dags. 2. september s.l.</p> <h3 align="center">Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 29. apríl s.l., fór [A] hf. fram á það við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið að fá aðgang að gögnum í tengslum við leyfisveitingu til [B] ehf. sem fengið hefði leyfi skömmu áður til framleiðslu forskriftarlyfja, eins og það var orðað í bréfinu. </p> <p>Ráðuneytið svaraði með bréfi, dags. 9. maí s.l. Bréfinu fylgdi hluti gagna málsins, þ.e. bréf ráðuneytisins, dags. 9. desember 2004, þar sem Lyfjastofnun er beðin um umsögn um beiðni [B] ehf., dags. 3. desember 2004, sbr. samhljóða bréf dags. 29. nóvember 2004, um undanþágu til framleiðslu forskriftarlyfja til 1. júlí 2005. Einnig fylgdi bréf heilbrigðisráðuneytisins, dags 23. desember 2004, þar sem [B] ehf. er veitt umbeðin undanþága frá 1. janúar 2005 til 1. júlí 2005 með því skilyrði að á undanþágutímanum verði komið til móts við kröfur Lyfjastofnunar. Ráðuneytið kveðst hins vegar á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga hvorki geta afhent umsókn [B] ehf. né umsögn Lyfjastofnunar.</p> <p>[A] hf. skaut málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi [X] lögmannsþjónustu, dags. 7. júní s.l. Þar kemur fram að kærandi telji að honum sé mismunað með þeim hætti að keppinautum sé ekki gert að uppfylla sömu kröfur og hann hafi orðið að sæta. Hafi hann um langa hríð reynt að fá framleiðsluleyfi en ekki hlotið náð fyrir augum heilbrigðisyfirvalda.</p> <p>Þá ítrekar kærandi að hann hafi óskað eftir öllum gögnum málsins, þ.m.t. gögnum ráðuneytisins sjálfs sem lögð voru til grundvallar við leyfisveitinguna.</p> <p>Með bréfi, dags. 8. júní s.l., var heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu gefið færi á að gera athugasemdir við kæruna. Í bréfi ráðuneytisins, dags. 16. júní s.l., er vísað til lögskýringargagna með 5. gr. upplýsingalaga. Þá kveðst ráðuneytið hafa metið það svo að í umræddum bréfum væri að finna viðkvæmar upplýsingar er lytu að framleiðsluvörum og snertu þannig viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Þá kemur fram að viðkomandi tvö bréf séu einu gögn málsins sem kærandi hafi ekki fengið aðgang að. Þá tók ráðuneytið fram að það teldi þýðingarlaust að veita aðgang að hluta, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, þar sem meginefni bréfanna félli undir 5. gr. laganna.</p> <p>Lögmanni kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um athugasemdir ráðuneytisins. Fram kemur í bréfi hans, dags. 28. júní s.l., að draga verði í efa að viðkvæmar upplýsingar sé að finna svo víða í hinum umbeðnu gögnum að 7. gr. eigi ekki við. Er vísað til þess að úrskurðarnefndin hafi afar sjaldan fallist á að svo háttaði um gögn sem deilt væri um. </p> <p>Leitað var eftir afstöðu [B] ehf. og í bréfi félagsins, dags. 2. september s.l., er alfarið lagst gegn því að upplýsingarnar verði afhentar. Kærandi hafi um tíma unnið að því að veikja samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Ef hann komist yfir þessar upplýsingar muni það veikja stöðu fyrirtækisins enn frekar og valda því tjóni. Þarna sé til dæmis að finna viðskiptaleyndarmál varðandi fyrirhugaða framleiðslu fyrirtækisins.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3 align="center">Niðurstaða</h3> <p>Í máli þessu liggur fyrir að heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra veitti í árslok 2004 [B] tímabundið og skilyrt leyfi til framleiðslu svokallaðra forskriftarlyfja. Í XIII. kafla lyfjalaga nr. 93/1994 er mælt fyrir um skilyrði slíks leyfis. Kemur þar fram að Lyfjastofnun leggja mat á hvort umsækjandi sé þannig búinn húsnæði, tækjum og starfsliði að það fullnægi kröfum um framleiðslu, geymslu og meðferð lyfja. Í reglugerð um framleiðslu lyfja nr. 893/2004 er einnig að finna ítarlegar reglur um leyfisveitingar og hvaða skilyrði lyfjaframleiðendur þurfa að uppfylla. Augljósir almannahagsmunir um vernd lífs og heilsu almennings búa að baki eftirlits- og umsagnarskyldu Lyfjastofnunar að þessu leyti.</p> <p>Kærandi byggir á því meðal annars að fyllsta jafnræðis hafi ekki verið gætt þar sem hann hafi ekki fengið leyfi til lyfjaframleiðslu á meðan [B] hafi fengið slíkt leyfi.</p> <p>Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur byggt synjun um aðgang að umbeðnum gögnum á 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki, er í hlut á. Fyrir liggur að lyfjaframleiðandinn sem í hlut á er ekki samþykkur því að upplýsingarnar verði afhentar og hefur fært fyrir því nokkur rök. Í lögskýringargögnum við upplýsingalögin segir m.a. svo um 5. gr.: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."</p> <p>Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra gagna sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Í umsókn [B] ehf., dags. 29. nóvember 2004, sbr. samhljóða bréf dags. 3. desember 2004, er að finna ýmsar upplýsingar um áform þess í framtíðinni sem eðlilegt er og sanngjarnt að leynt fari. Hins vegar sér nefndin ekkert því til fyrirstöðu, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, að veita aðgang að inngangi bréfsins, 1. kafla og 4. kafla bréfsins, þó þannig að næstsíðasta setningin falli út. Í umsögn Lyfjastofnunar, dags. 21. desember, er annars vegar að finna nákvæma úttekt á leyfisumsækjanda og fyrri samskiptum stofnunarinnar við hann. Hins vegar er þar að finna í lokin nokkurs konar samantekt á niðurstöðu Lyfjastofnunar. Telur nefndin að eðlilegt sé og sanngjarnt að fyrri hluti umsagnarinnar sé ekki afhentur enda hafi hann að geyma viðkvæmar upplýsingar um rekstur og áform leyfisumsækjanda. Hins vegar gegnir öðru máli um næstsíðustu málsgrein á fyrstu síðu og síðustu fimm málsgreinar á síðustu síðu umsagnarinnar. Þar kemur fram í hnotskurn afstaða Lyfjastofnunar og þar vega þyngra hagsmunir almennings af vitneskju um störf stjórnvalda.</p> <h3 align="center">Úrskurðarorð:</h3> <p>Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu ber að veita aðgang að annars vegar inngangi, 1. og 4. kafla umsóknar [B] ehf. dags. 29. nóvember 2004 að undanskilinni næstsíðustu setningu bréfsins og hins vegar næstsíðustu málsgrein á fyrstu síðu og síðustu fimm málsgreinunum á lokasíðu í umsögn Lyfjastofnunar, dags. 21. desember 2004.</p> <p align="center">Páll Hreinsson formaður<br /> Friðgeir Björnsson<br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> <p><br /> </p> <br /> <br /> |
A-215/2005 Úrskurður frá 7. september 2005 |
Kærð var synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu á beiðni kæranda um a) afrit af niðurstöðum úr áreiðanleikakönnun fjárfestingabankans [Y], b) skýrslur fjárfestingabankans [Y] vegna sölu á Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf., c) gögn sem Ríkisendurskoðun voru fengin í því skyni að vinna skýrslu um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998-2003, d) öll gögn sem [Z] voru fengin til að vinna úr, þ.m.t. vinnureglur sem þeim voru settar vegna einkavæðingar Landssíma Íslands hf. og e) fundargerðir framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Tilgreining máls eða gagna. Aðgangur veittur. Frávísun staðfest. Frávísun. | <h2 align="center"><span>ÚRSKURÐUR</span></h2> <p align="left"><span>Hinn 7. september 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-215/2005:</span></p> <h3 align="center"><span></span><span>Kæruefni</span></h3> <p><span> </span><span>Með þremur bréfum, dagsettum 17. maí og 24. maí s.l., kærði [X] lögmannsstofa hf., f.h. [A], synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu á beiðni kæranda um a) afrit af niðurstöðum úr áreiðanleikakönnun sem fjárfestingabankinn [Y] gerði á þá ónafngreindum erlendum banka sem [B] tilgreindi sem einn af fjárfestingaraðilum vegna kaupanna á Búnaðarbanka Íslands hf. síðla árs 2002, b) skýrslur fjárfestingabankans [Y] vegna sölu á Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf., c) gögn sem Ríkisendurskoðun voru fengin í því skyni að vinna skýrslu um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998-2003, d) öll gögn sem [Z] voru fengin til að vinna úr, þ.m.t. vinnureglur sem þeim voru settar vegna einkavæðingar Landssíma Íslands hf. og e) fundargerðir framkvæmdanefndar um einkavæðingu varðandi sölu á hlutabréfum ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf..</span><span> </span></p> <p><span>Í þessum úrskurði verða liðir a), b), c) og d) teknir til úrskurðar. Sérstakur úrskurður verður kveðinn upp um kæruefni samkvæmt e)-lið.</span><span> </span></p> <p><span>Með bréfum dagsettum 26. maí s.l., var kæran kynnt framkvæmdanefnd um einkavæðingu og henni gefinn frestur til að koma á framfæri athugasemdum. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</span><span> </span></p> <p><span>Í bréfum dags. 9. júní s.l. kom fram afstaða framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Um a)-lið kærunnar segir framkvæmdanefndin að sér hafi ekki borist formlegt erindi frá fjárfestingabankanum [Y] um niðurstöður slíkrar áreiðanleikakönnunar og því sé ekki hægt að verða við kröfu kæranda.<span> </span> Hins vegar hafi kæranda verið send ódagsett tilkynning frá téðum banka, [Q], þar sem tilgreindar eru upplýsingar um bankann og ástæður hans fyrir fjárfestingu í Búnaðarbanka Íslands hf. Varðandi b)-lið kærunnar hafi framkvæmdanefndin ákveðið að afhenda kæranda þá kafla í skýrslum [Y] vegna sölu bankanna sem ekki féllu að hennar mati undir 5. gr. upplýsingalaga. Aðrir kaflar voru sendir úrskurðarnefnd í trúnaði til skoðunar. Hvað c)-lið varðar taldi framkvæmdanefndin ekki unnt að verða við kröfunni þar sem hún væri of almenns eðlis og óljós. Varðandi d)-lið kærunnar þá kvaðst framkvæmdanefndin hafa afhent kæranda viðkomandi gögn.</span><span> </span></p> <p><span>Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um svör framkvæmdanefndar um einkavæðingu og var sérstaklaga farið fram á að upplýst yrði hvort kærandi yndi afgreiðslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu þar sem aðgangur hefði verið veittur að hluta, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p><span> </span><span>Viðhorf kæranda koma fram í bréfi [X] lögmannsstofu dags. 19. júlí s.l. Þar eru fyrri kröfur ítrekaðar og því lýst yfir að kærandi fallist ekki á afgreiðslu framkvæmdanefndar að því er varðar aðgang að hluta.</span></p> <h3 align="center"><span>Málsatvik</span><span> </span></h3> <p><span>Atvik málsins eru í stuttu máli eftirfarandi:</span><span> </span></p> <p><span>a) Með tölvupósti dags. 3. maí s.l. óskaði kærandi eftir því við forsætisráðuneytið að fá afrit af niðurstöðum úr áreiðanleikakönnun sem fjárfestingabankinn [Y] hefði gert á ónafngreindum erlendum banka sem [B] hefði tilgreint sem einn af fjárfestingaraðilum vegna kaupanna á Búnaðarbankanum síðla árs 2002. Erindið var framsent framkvæmdanefnd um einkavæðingu og í svari hennar dags. 10. maí s.l. var beiðninni hafnað með vísan til 3. tölul. 4. gr. og 5. gr. upplýsingalaga. Kærandi skaut þessari afgreiðslu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi dags. 17. maí s.l. Þar var byggt á því að skilyrði upplýsingalaga til að undanþiggja gögnin aðgangi væru ekki uppfyllt.</span></p> <p><span> </span><span>b-c) Með tölvupósti dags. 28. apríl s.l. fór kærandi fram á það við forsætisráðuneytið að fá skýrslur fjárfestingabankans [Y] sem unnar hefðu verið fyrir framkvæmdanefnd um einkavæðingu vegna sölu Landsbankans annars vegar og Búnaðarbankans hins vegar. Einnig var óskað eftir öllum þeim gögnum sem Ríkisendurskoðun voru fengin í því skyni að vinna skýrslu um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998-2003. Þá<span> </span> var óskað eftir uppkasti að þeirri skýrslu. Erindið var framsent framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Í svari nefndarinnar dags. 5. maí s.l. var beiðninni hafnað með vísan til 3. tölul. 4. gr. og 5. gr. upplýsingalaga.<span> </span></span></p> <p><span> </span><span>Kærandi kærði þessa afgreiðslu með bréfi dags. 17. maí s.l. Þar er ekki lengur gerð krafa um uppkast að skýrslu Ríkisendurskoðunar. Kærandi vísaði til þess að skýrsla [Y] væri vinnuskjal þar sem hún væri unnin af utanaðkomandi aðila fyrir stjórnvaldið. Þá væru skilyrði 5. gr. ekki uppfyllt varðandi skýrsluna. Varðandi gögn sem afhent voru Ríkisendurskoðun þá væri um að ræða upplýsingar sem væru ekki lengur til eigin nota fyrir stjórnvald og því ætti 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga ekki við.</span></p> <p><span> </span><span>Ennfremur vísaði kærandi til þess að langt væri um liðið og því yrði enginn fyrir tjóni þótt þessi gögn yrðu gerð opinber.</span></p> <p><span> </span><span>d) Hinn 19. apríl s.l. fór kærandi fram á það við forsætisráðuneytið í tölvuskeyti að fá afhenta skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins [Z] sem unnin var fyrir framkvæmdanefnd um einkavæðingu vegna sölu Símans. Beiðnin var framsend framkvæmdanefnd um einkavæðingu og svaraði hún kæranda með bréfi dags. 28. apríl s.l. þar sem kemur fram að tillaga [Z] um fyrirkomulag sölu á hlutabréfum í Landssíma Íslands hf. verði birt á heimasíðu framkvæmdanefndar daginn eftir.</span></p> <p><span> </span><span>Kærandi ítrekaði þá við framkvæmdanefndina kröfu sína um aðgang að öllum gögnum sem [Z] voru fengin til að vinna úr, þar með taldar vinnureglur sem þeim voru settar. Svar barst við þeirri beiðni með bréfi dags. 13. maí og var henni hafnað sbr. 3. tl. 4. gr. og 5. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p><span> </span><span>Kærandi kærði þessa afgreiðslu til úrskurðarnefndar með bréfi dags. 24. maí s.l. Þar er einkum vísað til þess að vinnureglurnar feli í sér endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls, sbr. 3. tl. 4. gr. upplýsingalaga, og því hljóti að verða veittur aðgangur að þeim.</span></p> <p align="center"><span> </span><span>***</span><span> </span></p> <p><span>Með bréfum dagsettum 26. maí s.l., voru erindi kæranda kynnt framkvæmdanefnd um einkavæðingu og henni gefinn frestur til að koma á framfæri athugasemdum. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</span><span> </span></p> <p><span>Í bréfum dags. 9. júní s.l. kom fram afstaða framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Kom þar fram varðandi a)-lið kærunnar eins og hún var afmörkuð hér að ofan að framkvæmdanefndinni hefði ekki borist formlegt erindi frá fjárfestingabankanum [Y] um niðurstöður slíkrar áreiðanleikakönnunar og því væri ekki hægt að verða við kröfu kæranda.<span> </span> Hins vegar var kæranda send ódagsett tilkynning frá téðum banka [Q] þar sem tilgreindar eru upplýsingar um bankann og ástæður hans fyrir fjárfestingu í Búnaðarbanka Íslands hf. Varðandi b)-lið kærunnar hefði framkvæmdanefnd ákveðið að afhenda kæranda þá kafla í skýrslum [Y] vegna sölu bankanna sem ekki féllu að hennar mati undir 5. gr. upplýsingalaga. Aðrir kaflar voru sendir úrskurðarnefnd í trúnaði til skoðunar. Hvað c)-lið varðar taldi framkvæmdanefndin ekki unnt að verða við kröfunni þar sem hún væri of almenns eðlis og óljós. Varðandi d)-lið kærunnar segist framkvæmdanefndin hafa afhent kæranda viðkomandi gögn.</span></p> <p><span> </span><span>Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um svör framkvæmdanefndar um einkavæðingu og var sérstaklaga farið fram á að upplýst yrði hvort kærandi yndi afgreiðslu framkvæmdanefndar um einkavæðingu þar sem aðgangur hefði verið veittur að hluta, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</span></p> <p><span> </span><span>Viðhorf kæranda koma fram í bréfi [X] lögmannsstofu dags. 19. júlí s.l. Þar eru fyrri kröfur ítrekaðar og því lýst yfir að kærandi fallist ekki á afgreiðslu framkvæmdanefndar að því er varðar aðgang að hluta. Fram kemur sérstaklega varðandi aðgang að gögnum sem Ríkisendurskoðun voru fengin að ómöguleiki standi til þess að kærandi geti tilgreint þau nánar.</span></p> <p><span> </span><span>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</span></p> <h3 align="center"><span> </span><span>Niðurstaða</span><span> </span></h3> <p><span>a) Í bréfi framkvæmdanefndar um einkavæðingu dags. 9. júní síðastliðinn kom fram að henni hefði ekki borist formlegt erindi frá fjárfestingabankanum [Y] um niðurstöður áreiðanleikakönnunar á þá ónafngreindum banka sem [B] tilgreindi sem einn af fjárfestingaraðilum vegna kaupanna á Búnaðarbanka Íslands síðla árs 2002. Lögmaður kæranda vefengdi ekki þessa afstöðu nefndarinnar í bréfi dags. 19. júlí síðastliðinn. Þá telur úrskurðarnefndin ekki ástæðu til að draga í efa að gögn þau sem kærandi óskaði eftir undir þessum lið séu ekki til. Af þessum sökum verður kröfunni vísað frá.</span></p> <p><span> </span><span>b) Framkvæmdanefnd byggði synjun um afhendingu á skýrslum fjárfestingabankans [Y] vegna sölu á Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. á 5. gr. upplýsingalaga. Af því tilefni lagði úrskurðarnefnd fyrir framkvæmdanefnd um <span>einkavæðingu að kanna afstöðu þeirra fyrirtækja sem í hlut ættu. Í bréfi framkvæmdanefndar um einkavæðingu dags. 31. ágúst s.l. kemur fram að annars vegar hafi verið leitað álits hjá [C] ehf., [D] hf., [E] hf., [F] og [G] vegna skýrslu [Y] um Landsbankann, og hins vegar hjá öllum ofangreindum utan [C] ehf., vegna skýrslu [Y] um bjóðendur í Búnaðarbankann. Ekki var talin ástæða til að senda [H] hf. erindi, þar sem félagið sameinaðist [I] hf. og er ekki lengur skráð félag. Svör bárust frá [C] ehf. og [D] hf. innan tilskilins frests og leggjast þessi félög ekki gegn afhendingu.</span></span></p> <p><span> </span><span>Með vísan til þess að þau félög sem í hlut eiga leggjast ekki gegn afhendingu skýrslu [Y] eða hafa ekki svarað innan tilskilins tíma fellst úrskurðarnefnd á kröfu kæranda um afhendingu, enda verður ekki séð að ákvæði 5. gr. standi í vegi fyrir afhendingu þessarar skýrslu.</span></p> <p><span> </span><span>c) Við mat á kröfu kæranda um aðgang að gögnum þeim sem Ríkisendurskoðun voru fengin í því skyni að vinna skýrslu um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998-2003 reynir á skýringu 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ákvæðið hljóðar svo: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“ Í athugasemdum við 10. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir m.a. svo: „Beiðni um aðgang að gögnum er annaðhvort hægt að binda við tiltekin skjöl eða önnur gögn, sem aðili óskar eftir að fá að kynna sér, eða gögn tiltekins máls. Þegar óskað er eftir að fá aðgang að gögnum tiltekins máls á hlutaðeigandi rétt á að fá aðgang að öllum þeim gögnum sem talin eru upp í 2. mgr. 3. gr., enda standi ákvæði 4.-6. gr. því ekki í vegi.</span></p> <p><span>Í beiðni verður að tilgreina gögnin eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á gögnunum eða málinu. Það leiðir af 1. mgr. að ekki er hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Í frumvarpinu er gengið út frá sömu tilhögun og fram kemur í norsku og dönsku upplýsingalögunum um þetta efni, þ.e. að tilgreina verður þau gögn eða það mál sem beiðni beinist að.“</span></p> <p><span> </span><span>Í beiðni sinni gerði kærandi hvorki kröfu um aðgang að tilteknu máli né að gögnum tiltekins máls sem Ríkisendurskoðun voru afhent vegna einkavæðingar tiltekins fyrirtækis, heldur óskaði hann eftir gögnum í öllum málum af ákveðinni tegund frá tilteknu tímabili.<span> </span> Beiðnin uppfyllir því ekki þær kröfur sem leiða af 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu máls eða gagna þess, sbr. einnig rökstuðning í máli A-213/2005. Frávísun framkvæmdanefndar um einkavæðingu á þessu erindi er því staðfest.</span></p> <p><span> </span><span>Á grundvelli 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ber stjórnvöldum að veita aðila nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar, eftir því sem við verður komið, reynist beiðni ónákvæm. Kærandi getur því snúið sér á ný til framkvæmdanefndar um einkavæðingu og leitað eftir leiðbeiningum og aðstoð við að afmarka erindi sitt nánar þannig að hægt verði að taka efnislega afstöðu til erindis hans.</span></p> <p><span> </span><span>d) Í bréfi framkvæmdanefndar um einkavæðingu dags. 9. júní s.l. kemur fram að tiltekin gögn sem lúta að einkavæðingu Landssíma Íslands hf. hafi verið afhent kæranda. Lögmaður kæranda hefur ekki borið þetta til baka í bréfi til úrskurðarnefndar, dags. 19. júlí s.l., og verður því að líta svo á að orðið hafi verið við erindi kæranda að því er þennan lið varðar. Ber því að vísa kærunni frá að þessu leyti.</span><span> </span><span> </span></p> <h3 align="center"><span>Úrskurðarorð:</span></h3> <p align="left"><span>Framkvæmdanefnd um einkavæðingu ber að afhenda kæranda afrit af skýrslu [Y] vegna sölu á Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. í heild.</span></p> <p align="left"><span>Frávísun framkvæmdanefndar um einkavæðingu á erindi um aðgang að gögnum, sem Ríkisendurskoðun voru fengin í því skyni að vinna skýrslu um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998-2003, er staðfest.</span></p> <p align="left"><span>Öðrum kröfum kæranda, sem hér eru teknar til úrskurðar, er vísað frá. </span><span> </span></p> <p align="center"><span>Páll Hreinsson formaður<br /> </span><span>Friðgeir Björnsson<br /> Sigurveig Jónsdóttir</span></p> <br /> <br /> |
A-214/2005 Úrskurður frá 25. júlí 2005 | Kærð var synjun Fjársýslu ríkisins um aðgang að upplýsingum um föst laun og kjör 49 nafngreindra opinberra starfsmanna fyrir nóvember 2004. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kærufrestur. Synjun staðfest. | <h3 align="center">ÚRSKURÐUR</h3> <p>Hinn 25. júlí 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-214/2005:</p> <h3 align="center">Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dagsettu 3. júní s.l., kærði […] synjun Fjársýslu ríkisins, dags. 18. apríl s.l., um aðgang að upplýsingum um föst laun og kjör 49 nafngreindra opinberra starfsmanna fyrir nóvember 2004.</p> <p>Með bréfi, dagsettu 8. júní s.l., var kæran kynnt Fjársýslu ríkisins og henni gefinn frestur til að koma á framfæri athugasemdum.</p> <p>Í bréfi Fjársýslu ríkisins, dags. 27. júní s.l., koma fram rök fyrir því hvers vegna synjað hafi verið um aðgang að umbeðnum upplýsingum.</p> <p>Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um svör Fjársýslu ríkisins og koma viðhorf félagsins fram í bréfi [A] hrl. dags. 18. júlí s.l.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik í stuttu máli þau að 1. mars s.l. fór [...] fram á það í bréfi til Fjársýslu ríkisins að fá upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör 49 nafngreindra opinberra starfsmanna. Var beiðnin útskýrð svo að átt væri við gögn þar sem fram kæmu upplýsingar um launaflokk viðkomandi, kjarasamning sem hann fengi greitt eftir, fastar samningsbundnar yfirvinnugreiðslur hvort sem þær væru unnar eða ekki og væru því hluti af umsömdum kjörum, fastar einingagreiðslur og jafnframt verð pr. einingu og loks hvort aðili fengi fasta aksturspeninga. Óskað var eftir þessum upplýsingum varðandi launaútborgun vegna nóvembermánaðar 2004. Vísaði [...] í bréfi sínu til upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Með bréfi dags. 18. apríl s.l. svaraði Fjársýsla ríkisins og synjaði um umbeðnar upplýsingar. Kom fram að þau gögn sem beðið væri um væru ekki til hjá Fjársýslunni. Því ættu upplýsingalög nr. 50/1996 ekki við. Þá væri það hlutverk Fjársýslu ríkisins að afgreiða laun en ekki að veita upplýsingar um persónulega hagi manna.Var vísað á nefnd um kjararannsóknir opinberra starfsmanna sem hefði það hlutverk að annast kjararannsóknir og upplýsingaöflun vegna kjarasamninga.</p> <p>Með bréfi dags. 3. júní s.l. kærði [...] synjun Fjársýslu ríkisins til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Taldi kærandi að beiðni sín hefði verið nægilega vel afmörkuð þar sem óskað væri eftir gögnum sem þegar væru til hjá Fjársýslu ríkisins, þ.e. gögn að baki launaútborgunum, svo sem samningar eða annað. Þá yrði Fjársýslan að lúta upplýsingalögum nr. 50/1996 þótt meginhlutverk hennar væri afgreiðsla launa.</p> <p>Úrskurðarnefndin gaf Fjársýslu ríkisins færi á að gera athugasemdir við kæruna. Í bréfi dags. 27. júní s.l. kom fram að stofnunin greiddi laun til ríkisstarfsmanna í umboði fjármálaráðherra. Vegna þessa yrðu að liggja fyrir tilteknar upplýsingar um starfsmenn sem nota þyrfti við launagreiðslur. Hlutverk stofnunarinnar væri ekki að veita upplýsingar um launakjör. Yrði því ekki talið að heimilt að nota fyrirliggjandi upplýsingar í öðrum tilgangi, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd.</p> <p>Þá sagði í bréfi Fjársýslu ríkisins að upplýsingarnar sem beðið væri um lægju ekki fyrir sem skjöl. Upplýsingarnar væru á rafrænu formi sem sérstaklega yrði að vinna upp úr. Var í því sambandi vísað til 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga og úrskurðar í máli A-165/2003. Þá væri því við að bæta að stofnunin gæti ekki staðfest í öllum tilvikum hvort um væri að ræða föst kjör tilgreindra starfsmanna eða ekki. Í ýmsum tilvikum þyrfti að hafa samband við þær stofnanir sem starfsmennirnir ynnu hjá til að fá úr því skorið.</p> <p>Þá væru upplýsingar um greidd laun starfsmanna að mati Fjársýslu ríkisins persónuupplýsingar sem starfsmenn ættu ekki að þurfa að sæta að gefnar væru upp án þeirra samþykkis, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Röðun starfsmanna samkvæmt kjarasamningum væri mun persónubundnari en áður þegar miðað var við miðlæga afgreiðslu kjarasamninga.</p> <p>Úrskurðarnefndin gaf kæranda kost á að tjá sig um athugasemdir Fjársýslu ríkisins. Í bréfi [A] hrl. f.h. kæranda dags. 18. júli s.l. kom fram að ljóst væri að Fjársýsla ríkisins væri sá aðili sem hefði þær upplýsingar sem um væri beðið, sbr. 2. málslið 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Engu máli skipti hvert væri hlutverk Fjársýslunnar varðandi upplýsingagjöf; gildissvið upplýsingalaga næði skýrlega til starfsemi hennar. Kærandi hefði ekki óskað eftir aðgangi að neins konar skrám sem fallið gætu undir lög nr. 77/2000.</p> <p>Þá vísaði lögmaður kæranda til þess að úrskurðarnefndin hefði margoft í úrskurðum sínum staðfest að 5. gr. upplýsingalaga, sem Fjársýslan vísaði til, takmarkaði ekki rétt almennings til aðgangs að gögnum um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna, sbr. t.d. úrskurð í máli A-22/1997. Lögmaður kæranda segði ennfremur að ljóst mætti vera af hlutverki Fjársýslu ríkisins eins og það væri skilgreint í lögum að stofnunin hefði gögn um föst laun og önnur föst kjör hinna tilgreindu starfsmanna sem send hefðu verið frá viðkomandi ráðuneytum og stofnunum. Ella væri stofnuninni ókleift að rækja það hlutverk sitt að hafa umsjón með afgreiðslu launa til nefndra starfsmanna. Ekki yrði fallist á þær skýringar Fjársýslunnar að vinna yrði sérstaklega upp úr gögnunum, enda hlyti hér eðli málsins samkvæmt að vera um að ræða sendingu viðkomandi ráðuneyta eða stofnana á ráðningar- og/eða kjarasamningum, bréfum eða annars konar skjölum um föst laun og önnur föst launakjör viðkomandi starfsmanna. Yrði að mati kæranda að ganga út frá þessu nema Fjársýslan sýndi fram á annað, eða að öðrum kosti krefjast nákvæmra útlistana hennar á því með hvaða hætti henni hefðu borist upplýsingar um föst ráðningarkjör viðkomandi nafngreindra starfsmanna. Vísað væri til þess að á yfirmönnum stofnunar hvíldi sú lagaskylda að gera skriflega ráðningarsamninga, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.</p> <p>Þá kom fram í bréfi lögmanns kæranda að hvort sem gögnin væru vistuð á rafrænu formi eða á pappír væri ljóst að um væri að ræða gögn í skilningi 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. úrskurð í máli A-185/2004.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>1.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 16. greinar upplýsingalaga nr. 50/1996 skal bera mál skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því tilkynnt er um ákvörðun. Ákvörðun Fjársýslu ríkisins var tilkynnt kæranda með bréfi dagsettu 18. apríl s.l. en var ekki borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál fyrr en 3. júní s.l.</p> <p>Eins og málum er háttað þykir afsakanlegt hversu seint kæran er fram komin, sbr. 1. mgr. 28. greinar stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Er þá litið til þess að ekki var leiðbeint um kæruheimild í bréfi Fjársýslu ríkisins, eins og þó ber að gera samkvæmt 2. mgr. 20. greinar stjórnsýslulaga.</p> <p>2.</p> <p>3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr."</p> <p><br /> Í 5. gr. laganna segir síðan: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: „Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings." Þegar allsherjarnefnd Alþingis afgreiddi frumvarpið frá sér til 2. umræðu er ennfremur svo að orði komist í áliti hennar: „Í athugasemdum við 5. gr. frumvarpsins kemur fram að ákvæði greinarinnar standi ekki í vegi fyrir því að almenningur fái aðgang að gögnum um föst laun og önnur föst launakjör opinberra starfsmanna. Að því leyti sem slík upplýsingagjöf fellur undir ákvæði frumvarps þessa en ekki ákvæði laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, leggur nefndin sérstaka áherslu á að skýra beri ákvæði 5. gr. svo að með lögum þessum sé ekki aðeins tryggður aðgangur að upplýsingum um föst laun opinberra starfsmanna heldur einnig að þeim einstaklingsbundnu samningum sem gerðir hafa verið við starfsmenn um önnur föst kjör þeirra, svo sem fasta (ómælda) yfirvinnu, akstursgjald o.fl."</p> <p>Á grundvelli framangreindra lögskýringargagna hefur úrskurðarnefnd skýrt 5. gr. upplýsingalaga svo að almenningur eigi rétt til þess að fá vitneskju um föst laun og launakjör opinberra starfsmanna falli þau gögn, sem óskað er eftir aðgangi að, innan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. t.d. úrskurði nefndarinnar A-10/1997 og A-68/1998.</p> <p>Við setningu upplýsingalaga nr. 50/1996 var kveðið svo á í 1. mgr. 2. gr. laganna að þau giltu ekki um aðgang að upplýsingum skv. lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á grundvelli þessa ákvæðis hafa í úrskurðum nefndarinnar verið undanþegnar upplýsingar um launakjör opinberra starfsmanna sem einvörðungu er að finna í kerfisbundnum skrám sem haldnar eru á tölvutæku formi, sbr. t.d. úrskurði A-10/1997, A-17/1997, A-22/1997, A-31/1997, A-32/1997 og A-36/1998.</p> <p>Með 1. gr. laga nr. 83/2000 var 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga breytt þar sem lög nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsingalaga voru felld úr gildi og gildi tóku lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í almennum athugasemdum við frumvarp það er varð að lögum nr. 83/2000 sagði m.a. svo:</p> <p>„Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Ákvæði frumvarpsins eru víðtæk og almenns eðlis í þeim skilningi að þau taka til hvers kyns meðferðar og vinnslu persónuupplýsinga hvar og hvernig sem hún fer fram með þeim frávikum sem fram koma í frumvarpinu. Af þeim sökum er í 1. mgr. 44. gr. frumvarpsins tekið fram að það taki jafnframt til meðferðar og vinnslu slíkra upplýsinga sem fram fer samkvæmt öðrum lögum nema þau lög tilgreini annað sérstaklega. Slík sérákvæði er m.a. að finna í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, og í upplýsingalögum, nr. 50/1996, en ætla verður að þau taki að hluta til sömu gagna og frumvarp til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Til að taka af allan vafa er því jafnframt tekið skýrt fram í 2. mgr. 44. gr. frumvarpsins að ákvæði þess takmarki ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem stjórnsýslulög og upplýsingalög kveða á um.</p> <p>Í IV. kafla stjórnsýslulaga er að finna ákvæði um rétt aðila máls til aðgangs að þeim gögnum er mál hans varða. Samkvæmt lagaskilareglu 44. gr. halda þessi ákvæði gildi sínu óháð frumvarpinu, enda mæla stjórnsýslulögin ekki sérstaklega fyrir um gildissvið þeirra gagnvart gildandi lögum nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, með síðari breytingum. Í 6. gr. frumvarpsins er aðeins leitað eftir smávægilegri lagfæringu að því er varðar vísun til þeirra laga í 17. gr. stjórnsýslulaganna.</p> <p>Þessu er öðru vísi farið í upplýsingalögum. Efnisreglur þeirra eru tvenns konar. Önnur mælir fyrir um aðgang almennings að upplýsingum í vörslu stjórnvalda en hin um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan í öðrum tilvikum en þeim sem falla undir stjórnsýslulögin. Með fyrri málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga eru skilin á milli þeirra laga og gildandi laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga dregin með þeim hætti að upplýsingar sem hin síðarnefndu taka til eru í raun undanþegnar gildissviði upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga hefur því að þessu leyti oltið á því hvernig gildissvið laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga er afmarkað. Í grófum dráttum má segja að mörkin þarna á milli hafi verið dregin á þann hátt að gildandi lög um persónuupplýsingar taki til aðgangs að persónuupplýsingum í skrám sem færðar eru kerfisbundið en upplýsingalögin til persónuupplýsinga sem varðveittar eru á annan hátt. Hvort leyst er úr beiðni um aðgang að persónuupplýsingum eftir upplýsingalögum eða lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga hefur því í raun oltið á því á hvaða formi slíkar upplýsingar eru varðveittar.</p> <p>Frumvarp til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er öðru vísi úr garði gert en gildandi lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Frumvarpið gerir þannig ráð fyrir að gildissvið laganna verði rýmkað að því leyti að það nái til sérhverrar rafrænnar vinnslu persónuupplýsinga án tillits til þess hvort afmörkuðum upplýsingum er safnað í skipulagsbundna heild eða ekki. Því er ljóst að breyta þarf framangreindri lagaskilareglu í upplýsingalögum til að varðveitt verði sömu lagaskil og verið hafa á milli þeirra laga og nýrra laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Er það megintilgangur frumvarps þessa."</p> <p>Í athugasemdum við 1. gr. frumvarpsins sagði m.a. svo:</p> <p>„Hér er lagt til að gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verði afmarkað þannig að upplýsingalögin taki ekki til aðgangs að upplýsingum er lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga taka til nema leitað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttarins skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Eftir þessa breytingu ber að virða ákvæði upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 44. gr. þeirra, en í raun leiðir það til sömu niðurstöðu og nú gildir um lagaskil milli upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Á þennan hátt halda ákvæði upplýsingalaga gildi sínu óháð lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og ekki verður hallað á þann upplýsingarétt sem almenningi hefur þegar verið tryggður samkvæmt núgildandi lögum, en í 72. lið formála tilskipunar nr. 95/46/EB, um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, er gert ráð fyrir að taka megi tillit til slíkra sjónarmiða. Ef breyting í þessa veru yrði hins vegar ekki gerð myndi það að öðru óbreyttu hafa verulega réttaróvissu í för með sér um skil upplýsingalaga og laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga."</p> <p>Af framangreindum lögskýringargögnum er ljóst að markmiðið með setningu 1. gr. laga nr. 83/2000 var að viðhalda óbreyttu réttarástandi varðandi rétt til aðgangs að gögnum skv. upplýsingalögum enda þótt gildi tækju ný lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Af framansögðu er því ljóst að utan gildissviðs upplýsingalaga falla áfram persónuupplýsingar sem færðar hafa verið kerfisbundið í rafræna skrá. Með skrá í þessum skilningi er þá vísað til skilgreiningar 3. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000 þar sem skrá er skilgreind sem „sérhvert skipulagsbundið safn persónuupplýsinga þar sem finna má upplýsingar um einstaka menn."</p> <p>Þar sem umbeðnar upplýsingar í máli þessu er einvörðungu að finna í rafrænni skrá sem haldin en kerfisbundið, verður samkvæmt framansögðu ekki hjá því komist en að staðfesta synjun Fjársýslu ríkisins þar sem erindi […] fellur ekki undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. og upplýsingalaga og 2. mgr. 3. gr. sömu laga.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Staðfest er synjun Fjársýslu ríkisins, dags. 18. apríl 2005, um að veita aðgang að upplýsingum um föst laun og kjör 49 nafngreindra opinberra starfsmanna sem til eru í rafrænni skrá Fjársýslu ríkisins.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Páll Hreinsson formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-213/2005 Úrskurður frá 25. júlí 2005 | Kærð var synjun Flugmálastjórnar um að veita aðgang að fundargerðum aðalvarðstjórafunda hjá flugumferðarþjónustu stofnunarinnar á tilteknu tímabili. Ennfremur var kærð synjun Flugmálastjórnar um að veita aðgang að dagbókum flugturnsins í Reykjavík fyrir tiltekið tímabil. Tilgreining máls eða gagna. Synjun staðfest. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p>Hinn 25. júlí 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-213/2005:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dagsettu 24. júní 2004, kærði [...], synjun Flugmálastjórnar frá 21. júní 2004 um að veita honum aðgang að fundargerðum aðalvarðstjórafunda hjá flugumferðarþjónustu stofnunarinnar á tímabilinu frá 1. maí til 30. september 1999. Ennfremur kærði [...] með bréfi, dags. 5. júlí 2004, synjun Flugmálastjórnar, dags. 1. júlí 2004, um að veita honum aðgang að dagbókum flugturnsins í Reykjavík fyrir tímabilið 1987 til 1990.</p> <p>Með úrskurði uppkveðnum hinn 23. ágúst 2004 staðfesti úrskurðarnefnd um upplýsingamál framangreindar ákvarðanir Flugmálastjórnar. Hinn 17. janúar 2005 kvartaði [...] yfir þessum úrskurði úrskurðarnefndar til umboðsmanns Alþingis. Fram kom m.a. í kvörtuninni að [...] teldi sig ekki hafa fengið viðhlítandi tækifæri til þess að tjá sig um málið áður en úrskurður var á það lagður. Af því tilefni ákvað úrskurðarnefndin að bjóða [...] að málið yrði endurupptekið sem hann þáði.</p> <p>Með bréfi, dags. 5. maí s.l., gerði [...] grein fyrir viðhorfum sínum til málsins. Með bréfi, dags. 17. maí s.l., var Flugmálastjórn veitt tækifæri til þess að koma að athugasemdum. Svör lögmanns Flugmálastjórnar bárust með bréfi, dags. 6. júní s.l. Með bréfi, dags. 8. júní s.l., var [...] á ný veitt færi á að koma að viðhorfum sínum til svara Flugmálastjórnar. Svör [...] bárust með bréfi, dags. 17. júní s.l.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til flugmálastjóra, dags. 25. maí s.l., fór kærandi fram á að fá aðgang að fundargerðum aðalvarðstjórafunda, sbr. lið b. gr. 5.1 í upplýsingabréfi OACC nr. 00-009 „Skipurit flugumferðarþjónustu Flugmálastjórnar" í „Unit Directives" flugstjórnarmiðstöðvar, á tímabilinu frá 1. maí til 30. september 1999. Flugmálastjórn synjaði beiðni kæranda með bréfi, dags. 21. júní s.l., á þeim grundvelli að beiðni hans uppfyllti ekki skilyrði 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 10. gr. sömu laga, þar sem ekki var tilgreint það mál sem hann óskaði upplýsinga um.</p> <p>Í máli kæranda hefur komið fram að hann telji að beiðni hans um aðgang að umbeðnum gögnum uppfylli skilyrði upplýsingalaga, þótt ekki hafi verið tilgreint sérstakt mál. Því til rökstuðnings vísar hann til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málunum A-96/2000, A-131/2001 og A-169/2004. Kærandi telur einnig að umræddar fundargerðir verði ekki taldar til vinnuskjala í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og vísar hann í því sambandi jafnframt til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-169/2004.</p> <p>Í umsögn flugmálastjóra um kæruna, dags. 4. ágúst 2004, er áréttað að beiðni kæranda uppfylli ekki skilyrði 3. gr., sbr. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem ekki sé tilgreint tiltekið mál eða gögn í tilteknu máli sem óskað er aðgangs að. Þá telur flugmálastjóri jafnframt að fundargerðir stjórnendafunda og aðalvarðstjórafunda teljist til vinnuskjala, sem séu undanþegin aðgangi almennings skv. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, enda hafi þau ekki að geyma endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, heldur sé þar eingöngu að finna upplýsingar um málefni sem rædd hafi verið á vinnufundi starfsmanna Flugmálastjórnar.</p> <p>Með tölvubréfi til flugmálastjóra, dags. 15. júní s.l., fór kærandi fram á að fá að skoða dagbækur flugturnsins í Reykjavík fyrir tímabilið 1987 til 1990. Flugmálastjórn synjaði þessari beiðni kæranda með bréfi, dags. 1. júlí s.l., þar sem ekki væri tilgreint vegna hvaða máls hann hygðist kanna gögnin eða hvað í dagbókunum („log-bókunum") hann hygðist kanna, sbr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Í umsögn lögmanns Flugmálastjórnar Íslands, dags. 6. júní 2005, er því borið við að ekki hafi verið tilgreind þau mál sem óskað væri eftir aðgangi að þannig að uppfyllt væru skilyrði 1. mgr. 10. gr., sbr. 3. gr. upplýsingalaga. Þar að auki hafi verið beðið um aðgang að vinnuskjölum sem séu undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Deila máls þessa lýtur að því hvort beiðni [...] uppfylli skilyrði 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Ákvæðið hljóðar svo:</p> <p>„Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."</p> <p>Af hálfu kæranda er á því byggt að heimilt sé að tilgreina þau gögn, sem hann óskar eftir að kynna sér, án nokkurrar tilgreiningar á því máli sem gögnin tilheyra. Af hálfu Flugmálastjórnar Íslands er því á hinn bóginn haldið fram að erindi [...] um aðgang að gögnum teljist almennt ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nema að málið sé jafnframt tilgreint sem gögnin tilheyra.</p> <p>Í athugasemdum við 10. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir m.a. svo:</p> <p>„Beiðni um aðgang að gögnum er annaðhvort hægt að binda við tiltekin skjöl eða önnur gögn, sem aðili óskar eftir að fá að kynna sér, eða gögn tiltekins máls. Þegar óskað er eftir að fá aðgang að gögnum tiltekins máls á hlutaðeigandi rétt á að fá aðgang að öllum þeim gögnum sem talin eru upp í 2. mgr. 3. gr., enda standi ákvæði 4.-6. gr. því ekki í vegi.</p> <p>Í beiðni verður að tilgreina gögnin eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á gögnunum eða málinu.</p> <p>Það leiðir af 1. mgr. að ekki er hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Í frumvarpinu er gengið út frá sömu tilhögun og fram kemur í norsku og dönsku upplýsingalögunum um þetta efni, þ.e. að tilgreina verður þau gögn eða það mál sem beiðni beinist að."</p> <p>Við skýringu á þeirri heimild 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga að aðili máls geti tilgreint þau gögn sem hann óskar að kynna sér, verður að taka tillit til ákvæða 3. og 9. gr. um efnislega afmörkun á upplýsingarétti. Þannig er upplýsingaréttur almennings afmarkaður svo í 1. mgr. 3. gr. laganna að stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Upplýsingarétturinn er þannig bundin við „tiltekin mál". Þetta er ennfremur áréttað í 2. mgr. 3. gr. laganna þar sem tekin er afstaða til hvaða gagna upplýsingarétturinn tekur. Í 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. er tekið skýrt af skarið um að rétturinn taki til „allra skjala sem mál varða ... " Í 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. er mælt svo fyrir að rétturinn taki einnig til „allra annarra gagna sem mál varða," og loks er í 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. kveðið svo á um að hann taki til „dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn." Upplýsingaréttur aðila er einnig afmarkaður við tiltekið mál í 1. mgr. 9. gr. laganna. Þar segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða „tiltekið mál" ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan.</p> <p>Af framansögðu leiðir að þegar beðið er um aðgang að tilteknum gögnum verður erindið að tengjast tilteknu máli. Þessi niðurstaða byggist einnig á fyrirmynd upplýsingalaganna. Eins og greinir hér að framan er tekið fram í athugasemdum við 10. gr. frumvarps þess, er varð að upplýsingalögum, að gengið sé út frá sömu tilhögun og fram kemur í norsku og dönsku upplýsingalögunum um þetta efni. Þannig sagði svo í 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. þeirra norsku upplýsingalaga, sem voru í gildi, þegar frumvarp það var samið, er varð að upplýsingalögum nr. 50/1996: „Enhver kan hos vedkommende forvaltningsorgan kreve å få gjøre seg kjent med det offentlige innholdet av dokumenter i en bestemt sak."</p> <p>Þótt tilgreining á máli hafi þannig einnig þýðingu þegar beðið er um aðgang að tilteknu skjali eða tilteknum gögnum nægir þó í mörgum tilvikum að tilgreina það skjal sem beðið er um aðgang að þegar heiti þess vísar skýrlega til málsins. Þannig verður að telja að erindi um aðgang að forðagæsluskýrslu fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp fyrir árið 1996 ætti að vera fullnægjandi tilgreining á skjali þar sem heiti skjalsins vísar skýrlega til málsins. Í úrskurði nefndarinnar í máli A-30/1997 var deilt um það hvort slík tilgreining uppfyllti skilyrði 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Þar sem málsaðili hafði ekki tilgreint ártal skýrslunnar og aðeins beðið um nýjustu forðagæsluskýrslur í Hvalfjarðarstrandahreppi var erindið ekki talið nægjanlega tilgreint, enda vísaði það þannig úr garði gert ekki til tiltekins máls.</p> <p>Kærandi hefur réttilega bent á það að í úrskurði nefndarinnar í máli A-131/2001 var erindi um aðgang að fundargerðum Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í mánuðunum maí, júní og júlí árið 1999 talið uppfylla skilyrði 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Að mati nefndarinnar má fallast á það með kæranda að ósamræmi sé á milli þeirra krafna sem gerðar voru í málum A-30/1997 og A-131/2001. Telur nefndin að þau sjónarmið, sem beitt var í seinni úrskurðinum, samræmist ekki framangreindum viðhorfum um rétta skýringu á ákvæðum 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurður nefndarinnar í máli A-186/2004 er að hluta til sama marki brenndur.</p> <p>Í athugasemdum við 1. mgr. 10. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum er tekið fram að það leiði af 1. mgr. 10 gr. að ekki sé hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Að mati nefndarinnar er beiðni kæranda um aðgang að gögnum háð þessum annmarka þar sem beðið er um aðgang að skjölum af ákveðinni tegund frá tilteknu tímabili án þess að tilgreina þau mál sem skjölin varða.</p> <p>Að öllu framangreindu virtu er það mat úrskurðarnefndar um upplýsingamál að beiðni kæranda um aðgang að fundargerðum aðalvarðstjórafunda hjá flugumferðarþjónustu Flugmálastjórnar á tímabilinu frá 1. maí til 30. september 1999 svo og beiðni kæranda um aðgang að dagbókum flugturnsins í Reykjavík fyrir tímabilið 1987 til 1990 uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga um tilgreiningu á gögnum máls sem óskað er eftir aðgangi að.</p> <p>Á grundvelli 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ber stjórnvöldum að veita aðila nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar, eftir því sem við verður komið, reynist beiðni ónákvæm. Kærandi getur því snúið sér á ný til Flugmálastjórnar Íslands og leitað eftir leiðbeiningum og aðstoð við að afmarka erindi sitt nánar þannig að hægt verði að taka efnislega afstöðu til erindis hans.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Staðfestar eru þær ákvarðanir Flugmálastjórnar að synja kæranda, [...], um aðgang að dagbókum flugturnsins í Reykjavík fyrir tímabilið 1987 til 1990 og fundargerðum aðalvarðstjórafunda hjá flugumferðarþjónustu stofnunarinnar á tímabilinu frá 1. maí til 30. september 1999.</p> <p align="center">Páll Hreinsson formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">Sigurveig Jónsdóttir</p> |
A-212/2005 Úrskurður frá 28. júní 2005 | Kærð var synjun skólanefndar Landakotsskóla um afhendingu á minnisblaði sem lagt hefði verið fram á fundi fulltrúa kennararáðs með skólanefnd. Gildissvið upplýsingalaga. Minnispunktar. Varðveisla gagna. Kröfu hafnað. | <p><strong>Úrskurður í málinu nr. A-212/2005</strong></p> <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p>Hinn 28. júní 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-212/2005:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dagsettu 15. mars s.l., kærði […] synjun skólanefndar Landakotsskóla, dags. 9. mars s.l., um afhendingu á minnisblaði sem lagt hefði verið fram á fundi fulltrúa kennararáðs með skólanefnd hinn 28. janúar s.l.</p> <p>Með bréfi, dagsettu 21. mars s.l., var kæran kynnt skólanefnd Landakotsskóla. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af því minnisblaði sem kæran laut að.</p> <p>Í svari [A] skólastjóra Landakotsskóla dags. 20. apríl s.l. er staðfest að umrætt minnisblað hafi verið lagt fram á fundi skólanefndar 28. janúar s.l. Hins vegar hafi skólastjórinn ekki fengið afrit. Vísaði skólastjórinn á þrjá nafngreinda einstaklinga í skólanefnd sem lagt hefðu minnispunktana fram.</p> <p>Úrskurðarnefndin ritaði skólanefnd enn bréf hinn 27. apríl s.l. og beindi því til hennar að taka kæruna til formlegrar afgreiðslu þannig að afstaða hennar kæmi fram. Þá var óskað eftir því að upplýst yrði hvort skólanefndin liti á umrætt minnisblað sem vinnuskjal. Ennfremur var beðið um að það yrði upplýst hvort skjalinu hefði verið fargað og þá á grundvelli hvaða heimildar. Bréf þetta var ítrekað hinn 17. maí og aftur 12. júní s.l.</p> <p>Í svari skólastjórnar Landakotsskóla ses. dags. 14. júní s.l. kemur fram að kaþólska kirkjan hafi hætt rekstri skólans fyrir nokkru og hafi ný stjórn verið skipuð hinn 8. maí s.l. á stofnfundi sjálfseignarstofnunarinnar Landakots ses. Hafi skólastjórnin tekið við hlutverki skólanefndar. Á síðasta fundi stjórnar skólans 10. júní s.l. hafi einnig verið skipt um formann og ritara stjórnar. Þá segir í svarinu að erindi úrskurðarnefndar hafi verið tekið fyrir á fundi skólastjórnar 13. júní s.l. Þar hafi komið fram að umrætt skjal hafi ekki verið lagt fram af fulltrúum kennararáðs á fundi þeirra með skólanefnd 28. janúar s.l. Um hafi verið að ræða minnispunkta sem einn fulltrúi kennararáðs hafi sett niður á blað til að styðjast við í máli sínu, en því hafi ekki verið dreift meðal fundarmanna. Það sé mat skólastjórnar að umræddir minnispunktar falli ekki undir skjal sem stjórnvaldi hafi verið sent í skilningi 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og því sé ekki til staðar upplýsingaréttur samkvæmt 3. gr. laganna.</p> <p>Svar skólastjórnar Landakotsskóla var sent lögmanni kærenda til umsagnar. Í umsögn hans dags. 23. júní s.l. er meðal annars bent á að fulltrúar skólanefndar hafi sýnt skólastjóra umrætt skjal. Þegar af þeirri ástæðu eigi skólanefnd með vísan til 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga, sbr. meginreglu 3. gr. sömu laga, að verða við þeirri kröfu að afhenda umrætt skjal.</p> <p>Formaður og varaformaður úrskurðarnefndar voru fjarverandi við meðferð og úrskurð í máli þessu. Sæti þeirra tóku varamennirnir Skúli Magnússon og Símon Sigvaldason og var Skúli jafnframt settur til að stýra meðferð málsins og uppkvaðningu úrskurðar í því með bréfi forsætisráðuneytisins, dagsettu 27. júní sl.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik í stuttu máli þau að lögmaður kærenda fór með bréfi til skólanefndar Landakotsskóla dags. 2. mars s.l. fram á að fá afhent afrit af minnispunktum sem kennararáð hefði lagt fram á fundi með skólanefnd 28. janúar s.l. Í minnispunktum þessum væri gróflega vegið að starfsheiðri kennara við skólann. Hinn 9. mars s.l. svaraði [A] skólastjóri og kvaðst ekki geta afhent umbeðið plagg. Fundur kennararáðs og hluta skólanefndar hefði verið haldinn án sinnar vitundar. Skólanefndarmenn hefðu komið að máli við sig hinn 31. janúar s.l. og sýnt sér umrædda minnispunkta en hann hefði ekki fengið afrit. Á fundi með kennararáði hinn 14. febrúar s.l. hefði hann einnig óskað eftir að fá afrit af minnispunktunum en ekki fengið. Ritari skólanefndar, sem hefði haft minnispunktana í sinni vörslu, segðist hafa fargað sínu eintaki.</p> <p>Með bréfi, dags. 15. mars s.l., kærðu kærendur afgreiðslu formanns skólanefndar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kæran var send skólanefnd til umsagnar með bréfi dags. 21. mars s.l. Í svari skólastjórans dags. 20. apríl s.l. er vísað á þrjá nafngreinda skólanefndarmenn. Úrskurðarnefndin fór fram á það með bréfi dags. 27. apríl s.l. að kæran yrði lögð fyrir skólanefnd þannig að fram kæmi afstaða hennar. Voru þau tilmæli ítrekuð með bréfum17. maí og 12. júní s.l.</p> <p>Í svari [B], nýskipaðs formanns skólastjórnar Landakots, dags. 14. júní s.l. kemur fram að erindi úrskurðarnefndar hafi verið tekið fyrir á stjórnarfundi deginum áður. Þar hafi komið fram að umræddir minnispunktar hafi ekki verið lagðir fram af fulltrúum kennararáðs á fundi þeirra með skólanefnd 28. janúar s.l. Að sögn þeirra tveggja manna sem væru í skólastjórn nú og hefðu verið í skólanefndinni á þessum tíma hefði einn fulltrúa kennararáðs haft minnispunktana til hliðsjónar til að styðjast við í máli sínu en þeim hefði ekki verið dreift meðal fundarmanna.</p> <p>Þá kemur fram í bréfi skólastjórnar að ritari skólanefndar hafi staðfest ofangreint. Hún hefði skráð niður það á fundinum 28. janúar s.l. sem fram kom í máli fulltrúa kennararáðs en óskað þess í lok fundarins að fá afrit fyrrgreindra minnispunkta til að styðjast við. Þegar skólanefndin hefði hitt [A] skólastjóra að máli þremur dögum síðar hefði ritari ekki verið búinn með samantektina og hefði hún enn haft minnispunktana í sínum fórum. Hefði [A] fengið minnispunktana stuttlega til aflestrar.</p> <p>Þá kemur fram í bréfi skólastjórnar að eftir að ritari skólanefndar hafði gengið frá fundargerð hefði hún fargað minnispunktunum. Þeir hefðu verið án yfirskriftar og ódagsettir samkvæmt upplýsingum hennar og teldi hún ekki að þeir hefðu verið lagðir fram á fundinum 28. janúar s.l. sem gagn í máli.</p> <p>Fram kemur í bréfi skólastjórnar að þær athugasemdir sem ritari skólanefndar tók saman eftir fundinn 28. janúar s.l. hafi verið sendar [A] með tölvupósti 1. febrúar s.l. Þær hafi einnig verið birtar kennurum og m.a. ræddar á kennarafundi í skólanum 1. mars s.l.</p> <p>Skólastjórnin kveðst að lokum líta svo á að umræddir minnispunktar séu ekki skjal í skilningi 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga og því sé ekki til staðar upplýsingaréttur samkvæmt 3. gr. laganna.</p> <p>Lögmaður kærenda átti þess kost að tjá sig um fyrrgreint bréf skólastjórnar. Í umsögn hans dags. 23. júní s.l. gerir hann þær athugasemdir við lýsingu málavaxta að fram hafi komið hjá [A] skólastjóra að hann hafi á fundinum með skólanefnd 31. janúar s.l. óskað sérstaklega eftir að fá afrit af umræddum minnispunktum en því hafi verið hafnað. Hafi hann í kjölfarið sent bréf til fundarmanna og ítrekað beiðni sína. Fylgir umsögninni afrit af því bréfi. Hinn 14. febrúar s.l. hafi skólastjóri og aðstoðarskólastjóri átt fund með kennararáði þar sem þeir óskuðu eftir að fá öll gögn sem lögð hefðu verið fram á fundinum 28. janúar s.l. Bókað svar hefði verið að gögnin væru í tölvu og hægt væri að prenta þau út og að þau yrðu afhent að fundi loknum. Af því hefði hins vegar ekki orðið. 23. febrúar hafi skólastjóra svo borist formlegt svar og hafi þá brugðið svo við að fulltrúar kennararáðs hafi ekki sagst geta orðið við beiðninni því minnispunktarnir hafi ekki verið vistaðir í tölvu.</p> <p>Lögmaður kærenda kveður umbjóðendur sína byggja á því að lög nr. 66/1995 um grunnskóla eigi við um skólastjórn og skólanefnd Landakotsskóla. Skólanefnd skólans sé sérstakt stjórnvald. Fyrir liggi í málinu að fulltrúar skólanefndar hafi sýnt skólastjóra umrædda minnispunkta. Þegar af þeirri ástæðu eigi skólanefnd með vísan til 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga að verða við þeirri kröfu að afhenda umrætt skjal.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í máli þessu krefjast kærendur aðgangs að ódagsettum minnispunktum sem einn fulltrúa kennararáðs studdist við í umræðum á fundi með skólanefnd Landakotsskóla 28. janúar s.l. Á þessum fundi munu hafa verið ræddar umkvartanir sumra kennara í garð skólastjórnenda. Þá mun ritari skólanefndar hafa fengið minnispunktana afhenta eftir fundinn til að styðjast við þegar gerð yrði samantekt af fundinum. Hefur komið fram að ritarinn hafi fargað minnispunktunum að því loknu, en samantektin var síðar kynnt kennurum skólans.</p> <p>Af hálfu skólastjórnar Landakotsskóla ses. er því ekki andmælt að umrædd starfsemi skólanefndar falli undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna.</p> <p>Samkvæmt framangreindu lögðu fulltrúar kennararáðs hvorki fram umrædda minnispunkta á fundinum 28. janúar s.l., dreifðu þeim, né óskuðu eftir því að um þá yrði bókað. Eins og málið liggur fyrir er þannig um að ræða vinnuplagg tiltekins fulltrúa kennararáðs, sem hann studdist við í viðræðum á fundi, og var það ekki lagt fram eða vísað til þess með öðrum hætti af hálfu kennararáðs. Geta þessir minnispunktar því ekki talist til málsgagna samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga. Breytir engu þar um þótt ritari skólanefndar hafi fengið punktana til afnota til að auðvelda samantekt fundarins. Af þessu leiðir einnig að skólanefnd var ekki skylt að varðveita umrædda minnispunkta samkvæmt 22. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Samkvæmt þessu verður kröfu kærenda hafnað.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kröfu kærenda á hendur skólastjórn Landakotsskóla ses. er hafnað.</p> <p align="center">Skúli Magnússon,settur formaður<br /> Símon Sigvaldason<br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-211/2005 Úrskurður frá 14. júní 2005 | Kærð var synjun Rannsóknarnefndar flugslysa um aðgang að umsögn nefndarinnar um drög að lokaskýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar sem skipuð var til að rannsaka orsakir flugslyss. Jafnframt var kært að Rannsóknarnefnd flugslysa skyldi ekki taka afstöðu til kröfu hans um aðgang að öllum bréfaskriftum milli Rannsóknarnefndar flugslysa og hinnar sérstöku rannsóknarnefndar. Flugslys. Vinnuskjöl. Synjun að svo stöddu staðfest. | <p><br /> <strong>Úrskurður í málinu nr. A-211/2005</strong></p> <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p>Hinn 14. júní 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-211/2005:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi dagsettu 17. mars s.l. kærði […] synjun Rannsóknarnefndar flugslysa með bréfi dagsettu 8. mars s.l. um aðgang að umsögn nefndarinnar um drög að lokaskýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar sem skipuð var til að rannsaka orsakir flugslyss í Skerjafirði hinn 7. ágúst árið 2000. Jafnframt kærði […] að Rannsóknarnefnd flugslysa skyldi ekki taka afstöðu til kröfu hans um aðgang að öllum bréfaskriftum milli Rannsóknarnefndar flugslysa og hinnar sérstöku rannsóknarnefndar.</p> <p>Með bréfi, dagsettu 21. mars s.l., var kæran kynnt Rannsóknarnefnd flugslysa og henni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til 4. apríl s.l. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af umsögn þeirri er kæran laut að.</p> <p>Rannsóknarnefnd flugslysa svaraði með bréfi dagsettu 4. apríl s.l. þar sem komu fram rök hennar fyrir því að afhenda ekki umbeðna umsögn. Kvað nefndin það vera í verkahring hinnar sérstöku rannsóknarnefndar að taka ákvörðun um afhendingu. Bréfinu fylgdi í trúnaði afrit af umsögninni sem dagsett er 19. janúar s.l. Jafnframt kom fram að Rannsóknarnefnd flugslysa liti svo á að bréfaskriftir milli hennar og sérstöku rannsóknarnefndarinnar væru trúnaðarmál.</p> <p>Með bréfi dagsettu 11. apríl s.l. leitaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu formanns hinnar sérstöku rannsóknarnefndar flugslysa til þess hvort í umsögn Rannsóknarnefndar flugslysa, dags. 19. janúar s.l., væru upplýsingar sem þagnarskylda ríkti um samkvæmt 9. eða 19. grein laga nr. 35/2004 um rannsókn flugslysa eða samkvæmt ákvæðum þjóðréttarsamninga sem íslenska ríkið er bundið af, sbr. 2. málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Var óskað eftir svari ekki síðar en 26. apríl 2005.</p> <p>Svar formanns hinnar sérstöku rannsóknarnefndar er dagsett 26. apríl s.l. Þar kemur m.a. fram að hann líti svo á að umsögn Rannsóknarnefndar flugslysa, dags. 19. janúar s.l., falli undir þagnarskyldu ákvæði 9. og 19. greinar laga nr. 35/2004. Hið sama gildi um bréfaskipti milli Rannsóknarnefndar flugslysa og hinnar sérstöku rannsóknarnefndar.</p> <p>Bréf Rannsóknarnefndar flugslysa, dags. 4. apríl s.l., og formanns hinnar sérstöku rannsóknarnefndar, dags. 26. apríl s.l., voru send kæranda til umsagnar. Bárust umsagnir hans innan tilskilins frests dags. 21. apríl og 3. maí s.l. Þar ítrekar kærandi kröfur sínar og kemur með frekari röksemdir þeim til stuðnings.</p> <p>Við meðferð málsins ákvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál að leita eftir því við formann hinnar sérstöku rannsóknarnefndar að hann afhenti nefndinni skipunarbréf nefndarmanna. Þá óskaði úrskurðarnefndin einnig eftir því við Rannsóknarnefnd flugslysa að fá afrit af öllum bréfaskriftum milli þeirrar nefndar og hinnar sérstöku rannsóknarnefndar. Svaraði Rannsóknarnefnd flugslysa með bréfi dags. 8. júní s.l. og fylgdu með afrit af fjölmörgum bréfum og tölvuskeytum sem gengið höfðu milli nefndanna á tímabilinu 6. júní 2003 til 14. apríl 2005. Segir í bréfi Rannsóknarnefndar flugslysa að samskipti nefndanna hafi að miklu leyti verið munnleg þar sem rannsakendur Rannsóknarnefndar flugslysa svöruðu ýmsum spurningum hinnar sérstöku rannsóknarnefndar á fundum eða í síma.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik í stuttu máli þau að kærandi fór með bréfi til Rannsóknarnefndar flugslysa, dagsettu 31. janúar s.l., fram á að fá aðgang að umsögn nefndarinnar um drög að skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar um flugslys sem varð í Skerjafirði 7. ágúst árið 2000. Einnig fór kærandi fram á aðgang að bréfaskriftum milli nefndanna tveggja.</p> <p>Með bréfi til kæranda, dags. 8. mars. s.l., svaraði Rannsóknarnefnd flugslysa því til að umbeðin umsögn hennar væri vinnuskjal sem kynni með beinum eða óbeinum hætti að byggja á upplýsingum sem væru trúnaðarmál samkvæmt lögum og alþjóðasamþykktum. Erindið hefði verið framsent til hinnar sérstöku rannsóknarnefndar flugslysa sem tæki ákvörðun um hvort umsögnin yrði afhent. Ekki var þar getið um afritin af bréfaskriftum milli nefndanna tveggja.</p> <p>Með bréfi dagsettu 17. mars s.l. kærði kærandi afgreiðslu Rannsóknarnefndar flugslysa. Vísaði hann til úrskurðar úrskurðarnefndar í máli nr. A-121/2001 því til stuðnings að hann ætti rétt á aðgangi að umbeðnum upplýsingum. Kvað hann umsögnina hafa gengið á milli tveggja stjórnvalda og því gæti hún ekki talist vinnuskjal.</p> <p>Rannsóknarnefnd flugslysa var send kæran til umsagnar með bréfi, dags. 21. mars s.l. Í svari hennar, dags. 4. apríl s.l., kemur fram að henni hafi verið send drög að lokaskýrslu hinnar sérstöku rannsóknarnefndar sem trúnaðarmál, skv. 15. grein laga nr. 59/1996 um rannsókn flugslysa. Líti hún því svo á að athugasemdir hennar við drögin séu einnig trúnaðarmál. Sé það á valdi hinnar sérstöku rannsóknarnefndar að taka ákvörðun um hvort umsögnin verði afhent. Þá telur Rannsóknarnefnd flugslysa að svo náin tengsl séu milli nefndanna tveggja að líta megi á umsögnina sem vinnuskjal stjórnvalda til eigin nota. Varðandi bréfaskriftir milli nefndanna að öðru leyti þá séu þær einnig trúnaðarmál.</p> <p>Kæranda var gefinn kostur á því með bréfi, dags. 11. apríl s.l., að tjá sig um athugasemdir Rannsóknarnefndar flugslysa. Í svari hans, dags. 21. apríl s.l., kemur fram meðal annars að hann telur sig og aðra aðstandendur fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði 7. ágúst 2000 njóta aðilastöðu og hafa þannig aukinn rétt til upplýsinga. Telur hann jafnframt að hin sérstaka rannsóknarnefnd hafi viðurkennt slíka aðilastöðu og vitnar í því sambandi til ummæla aðstoðarmanns samgönguráðherra í tölvubréfi dagsettu 19. janúar 2005. Þá ítrekar kærandi að hann telji að Rannsóknarnefnd flugslysa geti ekki varpað því á annan aðila, þ.e. hina sérstöku rannsóknarnefnd, að taka ákvörðun um hvort afhenda eigi umsögn sem stafar frá hinni fyrrnefndu.</p> <p>Þá var kæran einnig borin undir formann hinnar sérstöku rannsóknarnefndar flugslysa með bréfi, dags. 11. apríl s.l. Var þar óskað eftir áliti á því hvort hann teldi að í umsögn Rannsóknarnefndar flugslysa, dags. 19. janúar s.l., kæmu fram upplýsingar sem þagnarskylda ríkti um skv. lögum nr. 35/2004 um rannsókn flugslysa eða skv. ákvæðum þjóðréttarsamninga sem íslenska ríkið er bundið af, sbr. 2. málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í svari formanns hinnar sérstöku rannsóknarnefndar, dags. 26. apríl s.l., kemur fram að um störf hennar gildi mjög víðtæk þagnarskylda samkvæmt 9. og 19. greinum laga nr. 35/2004. Hafi þess skylda verið rýmkuð miðað við það sem var í eldri lögum. Sé það í samræmi við alþjóðlega þróun á sviði flugöryggismála. Bent er á að þótt svo kunni að virðast að í umsögn Rannsóknarnefndar flugslysa frá 19. janúar s.l. sé ekkert sem standi því í vegi að afhenda hana þá sé rétt að benda á kafla þar sem fjallað er um hinn mannlega þátt og um björgunarþáttinn. Þar kunni að búa að baki gögn um einkahagi manna sem njóti þagnarverndar skv. 9. gr. l. nr. 35/2004 og upplýsingar sem snerti einkahagi manna , sbr. 3. mgr. 19. gr. sömu laga. Þessar upplýsingar tengist svo náið því sem í umsögninni standi að sá sem fengi hana í hendur hlyti að fara fram á að þær yrðu einnig afhentar.</p> <p>Þá kemur fram hjá formanni hinnar sérstöku rannsóknarnefndar að meginmarkmiði laga nr. 35/2004 um að auka öryggi í flugi verði ekki náð til fulls nema þeir sem hlut eiga að máli tjái sig sem skýrast og dragi ekkert undan. Þessu til tryggingar sé þagnarvernd nauðsynleg. Ef menn megi vænta þess að skýrslur þeirra fyrir Rannsóknarnefnd flugslysa verði notaðar gegn þeim til að koma fram viðurlögum eða þeim til álitshnekkis, sem meðal annars hafi áhrif á starfsferil, sýni reynslan að hætta sé á að menn dragi undan upplýsingar sem ef til vill skipti máli til þess að koma í veg fyrir flugslys framvegis.</p> <p>Þessu til viðbótar bendir formaður hinnar sérstöku rannsóknarnefndar á að drög að lokaskýrslu hafi verið send Rannsóknarnefnd flugslysa sem trúnaðarmál og ekki hafi verið farið fram á að trúnaði verði aflétt. Óeðlilegt verði að telja að umsögn um skýrslu sem sé bundin trúnaði verði afhent aðilum sem ekki hafi fengið hana til umsagnar.</p> <p>Kæranda var gefið færi á að tjá sig um athugasemdir formanns hinnar sérstöku rannsóknarnefndar. Í svarbréfi, dags. 3. maí s.l., kemur meðal annars fram að markmið kæranda með því að óska eftir upplýsingum sé að veita aðhald enda hafi það sýnt sig á fyrri stigum málsins að slíkt aðhald hafi verið nauðsynlegt. Ekki sé verið að forvitnast um einkahagi fólk eða reyna að koma fram viðurlögum gegn einhverjum sem kunni að hafa veitt upplýsingar í trúnaði. Er bent á að opinberri rannsókn lögreglustjóra sé lokið án þess að ástæða hafi verið talin til útgáfu ákæru. Fyrir liggi að réttur til málshöfðunar sé liðinn samkvæmt loftferðalögum.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Um réttarstöðu kæranda fer samkvæmt III. kafla upplýsingalaga, sbr. úrskurð í máli A-121/2001 frá 31. júlí 2001.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 35/2004 um rannsókn flugslysa er tilgangur flugslysarannsókna einvörðungu að auka öryggi í flugi. Rannsóknarnefnd flugslysa fer með rannsóknir flugslysa hér á landi, skv. 3. grein laganna, og skal hún starfa sjálfstætt og óháð stjórnvöldum.</p> <p>Samkvæmt skipunarbréfi hinnar sérstöku rannsóknarnefndar dags. 5. nóvember 2002 er henni ætlað í störfum sínum að fara að lögum nr. 59/1996 um rannsókn flugslysa. Síðan þá hafa gengið í gildi lög nr. 35/2004 um rannsókn flugslysa.</p> <p>Úrskurðarnefndin telur að líta beri á rannsóknarnefndina sem eitt og sama stjórnvaldið í skilningi stjórnsýsluréttar hvort sem aðalmenn gegna þar störfum eða nefndarmenn hafa verið skipaðir til að fara með tiltekna rannsókn þegar aðalmenn víkja sæti við endurupptöku málsins. Af þessum sökum telur nefndin bréfaskipti á milli hinna sérstaklega skipuðu nefndarmanna og aðalmanna rannsóknarnefndar flugslysa, þar sem kallað er eftir gögnum og upplýsingum, teljist vinnuskjöl í skilningi 3. tl. 1. mgr. 4. gr. Sama á við um umsögn Rannsóknarnefndar flugslysa um drög að lokaskýrslu. Réttur almennings til aðgangs að gögnum nær skv. 4. gr. ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota enda hafi þau ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Telur úrskurðarnefnd rétt að skilja þetta ákvæði svo að þau veiti ekki rétt til aðgangs að vinnuskjölum á meðan verið er að undirbúa ákvörðun eða niðurstöðu, sbr. athugasemdir með frumvarpi til upplýsingalaga.</p> <p>Að þessu athuguðu er staðfest sú ákvörðun Rannsóknarnefndar flugslysa að synja að svo stöddu um aðgang að umsögn hennar um drög að lokaskýrslu hinnar sérstöku rannsóknarnefndar flugslyssins í Skerjafirði 7. ágúst 2000, dags. 19. janúar s.l., og að bréfum sem gengið hafa á milli nefndanna tveggja.</p> <p>Tekið skal fram að úrskurður þessi er því ekki til fyrirstöðu að Rannsóknarnefnd flugslysa veiti aðgang að umbeðnum gögnum á síðari stigum samkvæmt 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Staðfest er sú ákvörðun Rannsóknarnefndar flugslysa að synja að svo stöddu um aðgang að umsögn hennar dags. 19. janúar s.l. um drög að lokaskýrslu hinnar sérstöku rannsóknarnefndar flugslyssins í Skerjafirði 7. ágúst 2000 og um afrit af bréfum sem gengið hafa á milli nefndanna tveggja.</p> <p align="center">Páll Hreinsson,formaður<br /> Friðgeir Björnsson<br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-209/2005 Úrskurður frá 14. júní 2005 | Kærð var synjun viðskiptaráðuneytisins um afhendingu á afriti af samningi um sölu á hlut íslenska ríkisins í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur að hluta. | <p><strong>Úrskurður í málinu nr. A-209/2005</strong></p> <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p>Hinn 14. júní 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-209/2005:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dags. 10. maí s.l., kærði […] synjun viðskiptaráðuneytisins, dags. 3. maí s.l., um afhendingu á afriti af samningi um sölu á hlut íslenska ríkisins í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.</p> <p>Kæran var send viðskiptaráðuneytinu til umsagnar með bréfi dags. 12. maí s.l. Var þar jafnframt óskað eftir því að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té afrit af þeim samningum sem kæran lyti að.</p> <p>Í umsögn viðskiptaráðuneytisins dags. 20. maí s.l. kemur fram að gögn málsins hafi verið send kaupendum á hlut ríkisins í ofangreindum bönkum til að fá fram afstöðu þeirra. Komið hafi fram hjá kaupendum Búnaðarbanka Íslands hf. að þeir gerðu ekki athugasemdir við að ráðuneytið afhenti afrit af samningnum. Hefði kæranda verið afhent afrit af þeim samningi. Kaupendur á hlut íslenska ríkisins í Landsbanka Íslands hf., [A] ehf., hafi hins vegar lagst gegn afhendingu afrits af samningnum. Er afstaða þeirra rökstudd í bréfi [lögmannsstofunnar X], dags. 18. maí s.l. Kveðst ráðuneytið taka undir þau sjónarmið.</p> <p>Bréfi ráðuneytisins fylgdi í trúnaði afrit af samningi um sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf., dags. 31. desember 2002.</p> <p>Bréf ráðuneytisins, ásamt bréfi [X], var sent [...] til umsagnar með bréfi dags. 23. maí s.l. Í svarbréfi [...] dags. 31. maí s.l. eru áréttaðar kröfur um afhendingu á afriti af samningi íslenska ríkisins um sölu á Landsbanka Íslands hf. að öllu leyti eða að hluta.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Atvik málsins eru þau að hinn 28. apríl s.l. fór kærandi, [...], fram á það við viðskiptaráðuneytið að fá, með vísan til upplýsingalaga, afrit af samningi sem gerður var við kaupendur Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. um sölu á hlut íslenska ríkisins í bönkunum.</p> <p>Með bréfi dags. 3. maí s.l. synjaði viðskiptaráðuneytið þessari beiðni. Vísaði ráðuneytið til þess að samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga væri óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Kvaðst ráðuneytið telja að í umbeðnum samningum væru upplýsingar sem vörðuðu svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að það væri til þess fallið að valda fyrirtækjum tjóni ef aðgangur að þeim væri veittur.</p> <p>Þessa synjun kærði [lögmannsstofan Y hf.] fyrir hönd kæranda til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi dags. 10. maí s.l. Gerð var krafa um það aðallega að ákvörðun viðskiptaráðuneytisins yrði felld úr gildi og lagt fyrir ráðuneytið að afhenda gögnin. Til vara var þess krafist að lagt yrði fyrir ráðuneytið að afla umsagnar hjá hlutaðeigandi kaupendum um hvort afhenda mætti umrædd gögn. Til þrautavara var þess krafist að umrædd gögn yrðu afhent að hluta.</p> <p>Þessum kröfum til stuðnings benti lögmaður kæranda á að umræddir samningar fælu í sér eina stærstu einkavæðingu íslenska ríkisins frá upphafi. Væri augljóst að almenningur ætti að eiga þess kost að fá upplýsingar um efni þessara samninga og hvernig staðið hefði verið að þeim. Þá kemur fram í bréfi lögmanns kæranda að hann telji augljóst af synjunarbréfi ráðuneytisins að ekkert mat hafi farið fram á því hvort sanngjarnt væri og eðlilegt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, að umbeðin gögn færu leynt. Þá bendir lögmaður kæranda á að þrjú ár séu liðin síðan kaupin áttu sér stað og bæði Landsbanki Íslands hf. og Kaupþing Banki hf. (áður Búnaðarbanki Íslands hf.) séu skráðir í Kauphöll Íslands og beri ríka upplýsingaskyldu á þeim vettvangi. Þá ættu allar upplýsingar sem fram kæmu í samningunum að vera almennt þekktar enda langur tími síðan umbeðin gögn urðu til. Hverfandi líkur væru á því að þær væru til þess fallnar að valda tjóni fyrir viðkomandi.</p> <p>Með bréfi dags. 12. maí s.l. óskaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál eftir viðhorfum viðskiptaráðuneytisins til kærunnar. Sérstaklega var óskað eftir því að ráðuneytið útskýrði í ljósi dóms Hæstaréttar í máli nr. 455/1999 sem kveðinn var upp 23. mars 2000 hvers vegna það teldi umrædda samninga falla undir 5. gr. upplýsingalaga. Jafnframt var óskað eftir því að ráðuneytið afhenti nefndinni umrædda samninga í trúnaði.</p> <p>Í svarbréfi viðskiptaráðuneytisins dags. 20. maí s.l. kemur fram að kæran hafi verið send kaupendum í ofangreindum samningum til að fá fram viðhorf þeirra. Kaupendur á hlut íslenska ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. hafi ekki lagst gegn því að samningur þeirra við ríkið yrði afhentur. Kæranda hafi því verið afhent afrit þess samnings. Viðhorf kaupenda á hlut íslenska ríkisins í Landsbanka Íslands hf. komi fram í bréfi [lögmannsstofunnar X], f.h. [A] ehf., dags. 18. maí s.l. Taki ráðuneytið undir þau sjónarmið sem þar komi fram.</p> <p>Bréfi ráðuneytisins fylgdi í trúnaði afrit af samningi um sölu á hlut íslenska ríkisins í Landsbanka Íslands hf., dags. 31. desember 2002.</p> <p>Í bréfi [lögmannstofunnar X], f.h. [A] ehf., dags. 18. maí s.l. kemur fram að félagið leggist alfarið gegn því að afrit samnings félagsins við íslenska ríkið um kaup á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands hf., dags. 31. desember 2002, verði afhent. Í samningnum sé að finna ýmsar viðkvæmar fjármálaupplýsingar um [A], svo sem um skilmála kaupanna, sem falli undir undanþáguákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Þessar upplýsingar varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni [A] sem eðlilegt sé að leynt fari.</p> <p>Þá sé vakin athygli á 7. gr. samningsins, sem fjalli um fjármögnun kaupanda, en í henni sé að finna upplýsingar um fjárhagsstöðu þeirra þriggja einstaklinga sem eigi [A]. Þetta séu upplýsingar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Þá séu í samningnum upplýsingar um fjárhagsmálefni Landsbanka Íslands hf., erlend skuldabréfalán, lánveitendur o.s.frv. eins og t.d. komi fram í 8. gr. samningsins. Þá telji félagið útilokað að afhenda samninginn eða fylgiskjöl með honum með yfirstrikunum, þar sem efni samningsins í heild varði einkahagsmuni félagsins og einstaklinganna þriggja sem að [A] ehf. standa.</p> <p>Hvað varðar dóm Hæstaréttar í máli nr. 455/1999 beri að hafa í huga að í niðurstöðunni sé tekið mið af því að upplýsingarnar sem þar var um að ræða voru orðnar nokkuð gamlar. Jafnframt sé sá munur á að í því máli sem hér sé til umfjöllunar sé m.a. um að ræða upplýsingar um viðkvæm og persónuleg fjárhagsmálefni þriggja einstaklinga. Þegar af þeirri ástæðu eigi þau rök sem færð voru fram í dómi Hæstaréttar ekki við. Þá vísar lögmaðurinn til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. A-94/2000, A-104/2000, A-126/2001 og A-147/2002 máli sínu til stuðnings.</p> <p>Lögmanni kæranda voru sendar athugasemdir viðskiptaráðuneytisins og lögmanns [A] ehf. Í bréfi lögmanns kæranda, dags. 31. maí s.l., kemur fram að erfitt sé að svara þeim sjónarmiðum sem fram hafi komið hjá lögmanni [A] ehf. því að umbjóðandi hans hafi ekki fengið að sjá umræddan samning. Verði þó að telja mjög sérstakt að fylla samninga um sölu á opinberum eignum með upplýsingum um mikilsverða fjárhags- og viðskiptahagsmuni einstaklinga og það með þeim hætti að samningurinn falli undir 5. gr. upplýsingalaga í heild sinni. Kærandi vilji leggja áherslu á efni þessa samnings. Með gerð hans hafi verið seld ein verðmætasta eign íslenska ríkisins. Hagsmunir almennings, sem tryggðir séu í upplýsingalögum, séu einfaldlega æðri þeim hagsmunum sem fram komi í bréfi lögmanns kaupanda. Ekki verði heldur séð hvernig skilmálar kaupanna geti verið mikilvægir fjárhagslegir eða viðskiptalegir hagsmunir. Þá bendir lögmaður kæranda á að í þeim úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem lögmaður [A] ehf. vitni til sé um að ræða hagsmuni sem standi því mun nær að vera einkaréttarlegir hagsmunir heldur en samningur um sölu á einni verðmætustu eign íslenska ríkisins.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurðinum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í máli þessu er eingöngu til úrlausnar réttur kæranda til að fá afhent afrit af kaupsamningi um sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. dags. 31. desember 2002. Samningurinn um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. hefur þegar verið afhentur kæranda.</p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.“ Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt, þ. á m. reglurnar í 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. þeirra.<br /> <br /> Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á“. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur kynnt sér þann samning sem kærandi fer fram á aðgang að. Fallast ber á með [A] ehf. og viðskiptaráðuneytinu að í honum séu upplýsingar um fjárhag þeirra einstaklinga sem í hlut áttu sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Þessar upplýsingar má þó að mati nefndarinnar auðveldlega greina frá öðrum ákvæðum samningsins. Þannig er fallist á það að ákvæði 7.1. um fjármögnun kaupanna geymi upplýsingar um fjárhagsaðstæður einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Þá er sömuleiðis fallist á að í ákvæði 8.1.4. komi fram upplýsingar um lán til Landsbanka Íslands hf. sem eðlilegt sé og sanngjarnt að leynt fari enda varða þær mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins. Þetta á þó einungis við um stafliði i-iv. en ekki innganginn að ákvæði 8.1.4. Sömu sjónarmið eiga að breyttu breytanda við um upplýsingar í ákvæði 8.1.5. um skuldabréf sem bankinn hafði gefið út. Þá telur nefndin að í ákvæði 11.5. kunni einnig að koma fram upplýsingar sem eðlilegt sé og sanngjarnt að leynt fari.</p> <p>Önnur ákvæði samningsins en þau sem að ofan greinir um forsendur, kaupverð og greiðslu þess, afhendingu, skilyrði af hálfu aðilja, meðferð atkvæðisréttar, takmarkanir á ráðstöfun hluta, veðsetningu, vanefndir o.fl. verða að mati nefndarinnar ekki undanskilin upplýsingarétti. Er þá haft mið af þeim ríku almannahagsmunum sem eru tengdir því að almenningur eigi kost á að fá upplýsingar um ráðstöfun opinberra eigna, af því tagi sem hér um ræðir. Hvað varðar ákvæði 9.1.1. sérstaklega telur nefndin að veita beri aðgang að því vegna þess að sá tími sem um ræðir í ákvæðinu sé liðinn.</p> <p>Samkvæmt framansögðu ber viðskiptaráðuneytinu að afhenda kæranda afrit af samningnum um sölu á Landsbanka Íslands að undanskildum ákvæðum 7.1., 8.1.4. (stafliðir i-iv), 8.1.5. og 11.5.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Viðskiptaráðuneytinu er skylt að veita kæranda, [...], Reykjavík, aðgang að kaupsamningi milli íslenska ríkisins og [A] ehf., dags. 31. desember 2002, að undanskildum ákvæðum 7.1., 8.1.4. (stafliðir i-iv), 8.1.5. og 11.5.</p> <p align="center">Páll Hreinsson formaður<br /> Friðgeir Björnsson<br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-210/2005 Úrskurður frá 14. júní 2005 | Kærð var synjun landlæknisembættisins um afrit af kvörtunarbréfi sem embættinu hefði borist vegna meðferðar sem veitt væri af hálfu kæranda. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Frávísun. | <p><strong>Úrskurður í málinu nr. A-210/2005</strong></p> <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p>Hinn 14. júní 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-210/2005:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dagsettu 27. maí s.l., kærði […] synjun landlæknisembættisins um afrit af kvörtunarbréfi sem embættinu hefði borist vegna meðferðar sem veitt væri af hálfu kæranda.</p> <p>Með bréfi, dagsettu 31. maí s.l., var kæran kynnt landlæknisembættinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til 10. júní s.l. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p>Landlæknisembættið svaraði með bréfi dagsettu 3. júní s.l. Þar kom fram meðal annars að athygli landlæknisembættisins var vakin á því með tölvupósti frá tannlækni nokkrum að í pósti frá kæranda hefði verið auglýst tannhvítun með hydrogen-peroxíði 35%. Hefði komið fram að umrætt efni væri sett á tennur af starfsmönnum stofunnar án þess að nokkuð væri gert til að verja tannhold. Væri þetta talið ólöglegt og óskað eftir því að landlæknir tæki málið til skoðunar. Einnig hefðu landlækni borist munnlegar ábendingar.</p> <p>Þá kom fram að landlæknisembættið hefði ákveðið að taka málið til skoðunar með hliðsjón af eftirlitsskyldu sinni með heilbrigðisstéttum. Hefði kæranda verið skrifað bréf þar að lútandi hinn 7. apríl s.l. Því bréfi svaraði kærandi hinn 26. apríl s.l. og óskaði þá eftir afriti af kvörtunarbréfinu. Því synjaði landlæknir með bréfi dags. 3. maí s.l.</p> <p>Bréfi landlæknis til úrskurðarnefndarinnar fylgdi í trúnaði afrit af umræddum tölvupósti dags. 16. mars s.l.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Ljóst er að kærandi sætir nú eftirliti af hálfu landlæknis á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990. Er kærandi því aðili stjórnsýslumáls í skilningi stjórnsýslulaga. Um aðgang hans að upplýsingum sem tengjast því stjórnsýslumáli fer því skv. 15.-19. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Af þeim sökum fellur kæran utan við gildissvið upplýsingalaga og verður því að vísa henni frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem kæruheimild til nefndarinnar er einvörðungu bundin við synjun um aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru […] vegna synjunar landlæknisembættisins um aðgang að kvörtunarbréfi dags. 16. mars s.l. er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p align="center">Páll Hreinsson,formaður<br /> Friðgeir Björnsson<br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-206/2005B Úrskurður frá 10. júní 2005 | Þess var krafist að réttaráhrifum úrskurðar í málinu A-206/2005 yrði frestað. Krafa um frestun réttaráhrifa. Kröfu hafnað. | <p><strong>Úrskurður í málinu nr. A-206/2005B</strong></p> <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p>Hinn 10. júní 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-206/2005B:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi dags. 3. júní s.l. krafðist Vegagerðin þess með vísan til 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að réttaráhrifum úrskurðar í málinu A-206/2005, sem kveðinn var upp 25. maí s.l. yrði frestað. Málið snerist um aðgang að upplýsingum úr tilboðum sem gerð voru í rekstur Vestmannaeyjaferju árið 2000. Segir í bréfi Vegagerðarinnar að þótt fallast megi á röksemdir í ofangreindum úrskurði um að veita beri aðgang að upplýsingum sem skylt sé að birta samkvæmt lögum nr. 94/2001 um opinber innkaup verði engan veginn fallist á niðurstöðu úrskurðarins. Ekki hafi verið skylt samkvæmt lögum um opinber innkaup að birta þær upplýsingar sem hér um ræðir því þær hafi ekki verið nauðsynlegar til að velja á milli tilboða í útboðinu. Samtala tilboðsliða hafi verið birt við opnun tilboða eins og venja væri og hafi samanburður og val á tilboði byggst á því.</p> <p>Þá segir í bréfi Vegagerðarinnar að þar sem niðurstaða úrskurðarnefndar hafi verði byggð á misskilningi á málsatvikum sé nauðsynlegt að dómstólar fái tækifæri til að fjalla um málið. Fyrir liggi andstaða bjóðanda í verkið, [A] hf., við að umræddar upplýsingar verði veittar enda myndi slíkt fyrirsjáanlega skaða viðskiptahagsmuni og samkeppnisstöðu þeirra í yfirvofandi útboði á rekstri Vestmannaeyjaferju. Auk þess geti niðurstaðan raskað opinberum hagsmunum af framkvæmd útboða. Nauðsynlegt sé að gefa fyrirtækinu færi á að verja hagsmuni sína en ekki liggi fyrir að úrskurðurinn hafi verið birtur því.</p> <p>Fram kemur í bréfi Vegagerðarinnar að úrskurðurinn hafi verið móttekinn hjá stofnuninni hinn 30. maí s.l. Ekki hafi verið unnt að koma strax við nauðsynlegri umfjöllun um hann. Túlka verði hinn skamma frest laganna til að krefjast frestunar réttaráhrifa stjórnvaldi og öðrum hagsmunaaðilum í hag. Forðast verði að svipta aðila rétti til að bera mál undir dómstóla nema brýna nauðsyn beri til. Ljóst sé að engir hagsmunir verði fyrir borð bornir þótt fallist yrði á frestun, enda liggi ekki fyrir af hvaða tilefni kærandi í máli A-206/2005 hafi óskað eftir upplýsingunum.</p> <p>Þá segir Vegagerðin að verði fallist á frestun réttaráhrifa hyggist stofnunin vísa málinu til dómstóla eins fljótt og kostur er í kjölfar ákvörðunar nefndarinnar, sbr. 2. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Úrskurður í máli A-206/2005 var kveðinn upp 25. maí s.l. eins og fyrr segir. Sama dag var hann sendur með bréfi til Vegagerðarinnar og kæranda í því máli og kom fram í bréfinu að þar með væri úrskurðurinn birtur gagnvart þessum aðilum. Jafnframt var úrskurðurinn sendur [A] hf. þennan sama dag til upplýsingar.</p> <p>Í 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 kemur fram að úrskurðarnefnd um upplýsingamál geti að kröfu stjórnvalds ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess. Krafa þess efnis skuli gerð ekki síðar en þremur dögum frá birtingu úrskurðar. Í athugasemdum við 18. gr. frumvarps þess, er varð að upplýsingalögum nr. 50/1996, segir: „Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á. [...]Skal krafa stjórnvalds gerð ekki síðar en þremur dögum frá birtingu úrskurðar, en um útreikning þessa frests fer eftir 8. gr. stjórnsýslulaga.“</p> <p>Fyrir liggur að Vegagerðin fékk úrskurðinn í hendur 30. maí s.l. Það var svo ekki fyrr en 3. júní s.l. sem stofnunin sendi úrskurðarnefnd um upplýsingamál kröfu um frestun réttaráhrifa. Var sú krafa send bréfleiðis en einnig með tölvupósti til ritara nefndarinnar. Þá voru liðnir þeir þrír dagar sem stjórnvald hefur til að krefjast frestunar réttaráhrifa samkvæmt 1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga. Þótt fallast megi á með kæranda að um stuttan frest sé að ræða er ákvæðið afdráttarlaust. Þegar af þeirri ástæðu er ekki hægt að taka kröfu Vegagerðarinnar til greina.</p> <p>1. mgr. 18. gr. upplýsingalaga veitir einungis stjórnvaldi rétt til að krefjast frestunar réttaráhrifa. Þegar af þeirri ástæðu koma ekki til álita hagsmunir þriðja aðila, í þessu tilfelli [A] hf., af frestun réttaráhrifa.</p> <p>Úrskurðarorð:<br /> Kröfu Vegagerðarinnar um frestun réttaráhrifa úrskurðar í máli A-206/2005 er hafnað.</p> <p align="center"><br /> Páll Hreinsson formaður<br /> Friðgeir Björnsson<br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-208/2005 Úrskurður frá 10. júní 2005 | Óskað var eftir því að úrskurðarnefndin tæki afstöðu til þriggja álitamála. Í fyrsta lagi hvort úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki til meðferðar kæru á þeirri ákvörðun Samkeppnisstofnunar að veita [X] aðgang að svonefndum trúnaðarupplýsingum. Voru hin tvö álitamálin skilyrt að því leyti að úr þeim yrði eingöngu leyst ef svar úrskurðarnefndarinnar við fyrsta álitaefninu væri á þá leið að nefndin tæki við kærum í málum sem þessum. Valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Frávísun. | <p align="left"><strong>Úrskurður í málinu nr. A-208/2005</strong></p> <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p>Hinn 10. júní 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-208/2005:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi dags. 31. maí s.l. óskaði [...] eftir því við úrskurðarnefnd um upplýsingamál að hún tæki afstöðu til þriggja álitamála. Í fyrsta lagi hvort úrskurðarnefnd um upplýsingamál tæki til meðferðar kærur í málum sem því sem rakið er í bréfinu. Var þar um að ræða þá ákvörðun Samkeppnisstofnunar dags. 23. mars s.l. að veita [X] aðgang að svonefndum trúnaðarupplýsingum sem fram komu í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 21/2004 en voru felldar út í þeirri útgáfu ákvörðunarinnar sem var aðgengileg almenningi. Kærandi og [B] kærðu þessa ákvörðun til áfrýjunarnefndar samkeppnismála en hún vísaði kærunni frá með úrskurði í máli nr. 9/2005 25. maí s.l. þar sem 9. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 ætti ekki við um málskot þetta. Í öðru lagi hvort reglur upplýsingalaga um frestun réttaráhrifa giltu í slíkum málum með tilliti til almennra sjónarmiða um lögjöfnun. Í þriðja lagi sagði í bréfi kæranda að væri svar úrskurðarnefndarinnar að hún tæki við kærum sem þessum þá væri máli áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 9/2005 hér með skotið til hennar.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Bréf kæranda, dags. 31. maí s.l., er óvenjulegt að því leyti að kæran sem þar er borin fram er skilyrt því að úrskurðarnefnd um upplýsingamál svari tilteknum lögfræðilegum spurningum játandi. Þrátt fyrir þetta telur nefndin rétt að taka kæruna til umfjöllunar eins og hún væri skilyrðislaus.</p> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er fjallað um valdmörk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þar er tekið fram að heimilt sé að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögum þessum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildi um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Í athugasemdum við 14. gr. frumvarps þess er varð að upplýsingalögum nr. 50/1996 segir m.a. svo: „Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja, skyldu stjórnvalds til þess að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita aðgang í formi ljósrits af skjölum eða afrits af öðrum gögnum. Þetta þýðir að ákvörðun stjórnvalds um að fallast í öllu á beiðni um aðgang að upplýsingum sætir ekki kæru til úrskurðarnefndarinnar.“ Með vísan til þessara ummæla í lögskýringargögnum sem leiðir m.a. til þess að gagnálykta verður frá ákvæðum 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er ljóst að ekki er heimilt að kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál ákvörðun stjórnvalds um að verða við beiðni um aðgang að gögnum. Þegar af þeirri ástæðu verður að vísa frá kæru [...] vegna þeirrar ákvörðunar Samkeppnisstofnunar, dags. 23. mars s.l., að veita [X] aðgang að tilteknum upplýsingum sem fram höfðu komið í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 21/2004. Af sömu ástæðu fellur það ekki undir úrskurðarvald nefndarinnar að skera úr um hvort ákvæðum 18. gr. upplýsingalaga verði beitt með lögjöfnun um ákvörðun Samkeppnisstofnunar.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Kæru [...] vegna ákvörðunar Sam-keppnis-stofnunar, dags. 23. mars s.l., er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</p> <p>Páll Hreinsson,formaður<br /> Friðgeir Björnsson<br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-207/2005 Úrskurður frá 10. júní 2005 | Kærð var synjun Umhverfisstofnunar um aðgang að gagnagrunni um þá sem hafa opinber réttindi sem meindýraeyðar eða garðaúðarar. Í sama bréfi var kærð synjun Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur um aðgang að gagnagrunni um þá sem hafa opinbert starfsleyfi í sömu starfsgreinum. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Framsending. Kærufrestur. Kæruleiðbeiningar. Upplýsingar ekki verið teknar saman. Synjun staðfest. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p>Hinn 10. júní 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-207/2005:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi dags. 15. desember 2004 kærði [...] til umhverfisráðuneytisins synjun Umhverfisstofnunar dags. 26. okt. 2004 um aðgang að gagnagrunni um þá sem hafa opinber réttindi sem meindýraeyðar eða garðaúðarar. Í sama bréfi kærði [...] einnig synjun Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur dags. 17. maí 2004 um aðgang að gagnagrunni um þá sem hafa opinbert starfsleyfi sem meindýraeyðar eða garðaúðarar. Með vísan til 2. mgr. 7. gr. laga nr. 37/1993 framsendi umhverfisráðuneytið kæruna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi dagsettu 14. febrúar 2005. Um er að ræða tvö stjórnvöld og hefur úrskurðarnefndin samkvæmt því ákveðið að afgreiða kærurnar hvora í sínu lagi. Í úrskurði þessum verður afgreidd kæra vegna synjunar Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur. Leyst var úr kæru vegna synjunar Umhverfisstofnunar með úrskurði í máli nr. A-201/2005 sem kveðinn var upp hinn 11. apríl s.l.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur sendi hinn 26. febrúar 2004 bréf til félagsmanna [...] um að garðaúðun væri leyfisskyld starfsemi. Kom að sögn kæranda fram að leyfi myndu að jafnaði gilda í 12 ár frá útgáfudegi með möguleika á endurskoðun á 4 ára fresti. Kærandi fór fram á það með bréfi dags. 5. mars 2004 við Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur að fá skýringar á því hvers vegna leyfisveitingin væri til 12 ára án þess að samráð hefði verið haft við kæranda. Vísaði kærandi til þess að starfsheitaskírteini og eiturefnaskírteini fyrir meindýraeyða og garðaúðara sem gefin væru út af Umhverfisstofnun og lögreglustjórum/sýslumönnum giltu í 3 ár.</p> <p>Með bréfi dags. 1. apríl 2004 óskaði kærandi eftir því við Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur að fá upplýsingar um meindýraeyða og garðaúðara sem fengið hefðu starfsleyfi. Með bréfi dagsettu 17. maí 2004 synjaði Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur kæranda um umbeðnar upplýsingar. Var þar byggt á 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga sem hefði verið skýrð svo að ekki væri í skylt að útbúa ný gögn sem ekki væru fyrirliggjandi þegar beðið væri um upplýsingar. Ekki væri til sérstakur listi yfir meindýraeyða og garðaúðara með starfsleyfi í Reykjavík. Þann lista yrði að útbúa sérstaklega.</p> <p>Kærandi óskaði því næst eftir því við umhverfisráðuneytið með bréfi dags. 15. desember 2004 að ákvörðun Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur yrði felld úr gildi. Með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 framsendi umhverfisráðuneytið kæru þessa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi dags. 14. febrúar 2005 eins og fyrr segir.</p> <p>Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sendi Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkurborgar kæruna til umsagnar með bréfi dags. 4. apríl s.l. Var umsagnarbeiðnin ítrekuð með bréfi dags. 20. apríl s.l. Með bréfi dags. 26. apríl s.l. svaraði skrifstofustjóri Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur sé ekki lengur starfandi þar sem við skipulagsbreytingar hjá Reykjavíkurborg hafi Umhverfissvið Reykjavíkurborgar frá og með 1. febrúar s.l. tekið við verkefnum hinnar fyrrnefndu.</p> <p>Í bréfi Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar kemur fram að þau gögn sem kærandi fari fram á séu ekki til í þeim búningi sem óskað sé eftir. Stjórnvöldum beri ekki skylda til þess samkvæmt upplýsingalögum að safna saman eða útbúa ný gögn, sem ekki séu fyrirliggjandi, þegar óskað sé eftir aðgangi. Hins vegar megi geta þess að unnið sé að því að taka upp nýtt skráningarkerfi hjá stofnuninni, sem muni gera það kleift að birta upplýsingar um útgefin starfsleyfi á heimasíðu stofnunarinnar.</p> <p>Kærandi tjáði sig um svör Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar með bréfi dags. 13. maí s.l. Þar sem úrskurðarnefndinni þótti ekki ljóst af bréfi hans hvort hann félli frá kæru sinni var hann beðinn um að skýra nánar afstöðu sína og kom fram í bréfi hans dags. 26. maí s.l. að hann héldi fast við kæruna.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p>Samkvæmt 1. mgr. 16. greinar upplýsingalaga nr. 50/1996 skal bera mál skriflega undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því tilkynnt er um ákvörðun. Ákvörðun Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur var tilkynnt kæranda með bréfi dagsettu 17. maí 2004 en var ekki borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál fyrr en umhverfisráðuneytið framsendi kæru Félags meindýraeyða með bréfi dagsettu 14. febrúar s.l.</p> <p>Eins og málum er háttað þykir afsakanlegt hversu seint kæran er fram komin, sbr. 1. mgr. 28. greinar stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Er þá litið til þess að ekki var leiðbeint um kærumöguleika í bréfi Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, eins og þó ber að gera samkvæmt 2. mgr. 20. greinar stjórnsýslulaga.</p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: “Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.” Af þessari meginreglu leiðir að rétturinn til aðgangs nær aðeins til gagna sem til eru þegar um þau er beðið. Kærandi bað Umhverfis- og heilbrigðisstofu um upplýsingar um þá meindýraeyða sem fengið hefðu starfsleyfi. Slíkan lista hefði orðið að útbúa sérstaklega. Kærandi átti ekki á grundvelli upplýsingalaga tilkall til þess að slík ný gögn yrðu útbúin og afhent honum. Ber af þeim sökum að staðfesta ákvörðun Umhverfis- og heilbrigðisstofu sem tilkynnt var í bréfi til kæranda dagsettu 17. maí 2004.</p> <p>Úrskurðarorð:</p> <p>Staðfest er synjun Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur um aðgang að upplýsingum um þá meindýraeyða og garðaúðara sem fengið hafa starfsleyfi.</p> <p align="center">Páll Hreinsson,formaður<br /> Friðgeir Björnsson<br /> Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-206/2005 Úrskurður frá 25. maí 2005 | Kærð var synjun Vegagerðarinnar um aðgang að tilboðum [A] og [B] í liði E1, F2, A1 og L1 samkvæmt tilboðsskrá í útboði Vestmannaeyjaferju 2001-2003. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. | <h3>Úrskurður í málinu nr. A-206/2005</h3> <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p>Hinn 25. maí 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-206/2005:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi dags. 23. mars s.l. kærði […] synjun Vegagerðarinnar um aðgang að tilboðum [A] og [B] í liði E1, F2, A1 og L1 samkvæmt tilboðsskrá í útboði Vestmannaeyjaferju 2001-2003. Synjun Vegagerðarinnar var send kæranda með tölvupósti dags. 15. mars s.l..</p> <p>Með bréfi, dags. 2. apríl s.l., var kæran kynnt Vegagerðinni og henni veittur frestur til 13. apríl s.l. til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum er kæran laut að.</p> <p>Vegagerðin svaraði með bréfi dags. 13. apríl s.l. þar sem komu fram rök hennar fyrir því að afhenda ekki umbeðin gögn. Bréfinu fylgdi í trúnaði afrit af tilboðum í rekstur Vestmannaeyjaferju frá [A] og [B] bæði dags. 11. september 2000.</p> <p>Með bréfum dags. 18. apríl s.l. leitaði úrskurðarnefndin eftir afstöðu þeirra fyrirtækja sem í hlut áttu, þ.e. [B] og [A], til afhendingar umbeðinna upplýsinga. Var óskað eftir svari eigi síðar en 27. apríl s.l. Ekki barst svar frá [A] enda mun það félag ekki lengur vera til. Svar barst frá [B] dags. 29. apríl s.l. Þar er eindregið lagst gegn því að þær upplýsingar, sem beðið var um og varða fyrirtækið, séu afhentar.</p> <p>Með bréfum dags. 18. og 30. apríl s.l. var kæranda gefinn kostur á að tjá sig um svar Vegagerðarinnar og umsögn [B] Bárust svör hans innan tilskilins frests hinn 20. apríl og 9. maí s.l. Færði hann þar fram frekari rök fyrir máli sínu.</p> <p>Í fjarveru formanns, Páls Hreinssonar, tók Skúli Magnússon sæti í nefndinni.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik í stuttu máli þau að kærandi fór með tölvupósti dags. 2. mars s.l. fram á það við Vegagerðina að fá eftirtaldar upplýsingar um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs fyrir árin 2000 til 2004:</p> <p>1. Allur kostnaður Vegagerðarinnar vegna reksturs Herjólfs, sundurliðaðan vegna reksturs annars vegar og afborgana af skipi hins vegar. Greiðslur til [A] og [B] vegna rekstrarsamnings.<br /> 2. Ferðafjöldi.<br /> 3. Flutningar, sundurliðað, farþegar (fullorðnir, unglingar/skólafargj. ellilífeyrisþ o.þ.h., börn), bílar, kojur, vöruflutningar.<br /> 4. Fargjöld og breytingar á þeim á tímabilinu.<br /> 5. Tilboð í rekstur Herjólfs er reksturinn var boðinn út árið 2000.<br /> 6. Rekstrarsamningur sem gerður var við [B] í kjölfar útboðs sem og aðrir samningar og breytingar á samningi við [B].</p> <p>Í svari dags. 8. mars s.l. veitti Vegagerðin umbeðnar upplýsingar en kaus, að því er tilboðin varðaði (5. tl. hér að ofan), að tilgreina einungis heildarfjárhæð þeirra tilboða sem bárust í grunnáætlun Vestmannaeyjaferju frá [A] og [B] árið 2000. Þá var afmáð ákvæði til bráðabirgða í viðauka við verksamning milli Vegagerðarinnar og [B] dags. 4. október 2002 með tilvísun til niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli A-158/2003.</p> <p>Kærandi leitaði eftir því með tölvupósti dags. 15. mars s.l. að fá nánar sundurliðað hvað hefði falist í tilboðunum í rekstur Vestmannaeyjaferju. Vegagerðin svaraði því samdægurs með tölvupósti að ekki væri gefið upp einingaverð úr tilboðum.</p> <p>Kærandi felldi sig ekki við þessi málalok og sneri sér til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kæru hans dags. 23. mars s.l. segir að reyndin hafi orðið sú frá útboði á rekstri Vestmannaeyjaferjunnar að ferðum hafi fjölgað mjög. Tilboð í viðbótar- og aukaferðir hafi því vegið verulega þungt í þeim greiðslum sem verktaka hafi verið greiddar vegna samnings sem gerður var í kjölfar útboðsins. Er minnt á í því sambandi að útboð Vegagerðarinnar hafi verið almennt útboð á rekstri styrktum með ríkisfé.</p> <p>Þá segir kærandi að erfitt sé að koma auga á rök fyrir því að gefa upplýsingar um tilboð í einn lið, þ.e. grunnáætlun, en ekki í aðra liði, þ.e. viðbótarferðir yfir sumartímann, aukaferðir og aðrar siglingar utan áætlunar. Enn fremur hafi Vegagerðin veitt upplýsingar um raunkostnað við aukaferðir samkvæmt samningi við [B] og viðaukum við hann.</p> <p>Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 13. apríl s.l. kemur fram að kærandi hafi fengið að vita heildartilboðsfjárhæð í grunnáætlun enda sé þar um að ræða upplýsingar sem birtar voru við opnun tilboða og því séu þær opinberar. Með því að veita þessar upplýsingar hafi hins vegar ekki verið vikið frá þeirri reglu sem viðhöfð hafði verið hjá Vegagerðinni að gefa ekki upp einingaverð tilboða í verk og þjónustu sem hún byði út. Fram kemur að afstaða Vegagerðarinnar byggist á langri hefð frá því áður en upplýsingalög voru sett og hafi hún ekki sætt athugasemdum til þessa. Synjun um að veita upplýsingar um einingaverð tilboðs byggist einkum á því að þær varði mikilvæga viðskiptahagsmuni bjóðenda og þeir einir geti heimilað aðgang að þessum upplýsingum. Í tilboði sé að finna mikilvægar upplýsingar um það hvernig bjóðandi í útboði hagi rekstri sínum og hvar tækifæri séu til að lækka kostnað og ná með því betri árangri í samkeppni. Með því að veita aðgang að slíkum upplýsingum væri samkeppnisaðilum gert kleift að hagnýta sér kunnáttu og þekkingu bjóðanda á því sviði sem um ræðir. Það sé því beinlínis óheimilt að veita umbeðnar upplýsingar, sbr. 5. gr. upplýsingalaga og úrskurð í máli A-133/2001.</p> <p>Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn Vegagerðarinnar. Í bréfi hans dags. 20. apríl s.l. mótmælir hann eindregið röksemdafærslu Vegagerðarinnar og vísar í því sambandi til niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar í málum A-158/2003, A-169/2004A, A-179/2004, A-187/2004 og A-192/2004. Telur hann einnig að úrskurður í máli A-133/2001, sem Vegagerðin vísaði til, styðji frekar hans eigin málstað.</p> <p>Fram kom hjá [B], þegar eftir var leitað, að fyrirtækið legðist gegn því að kæranda yrðu veittar umbeðnar upplýsingar. Upplýsingar um einingaverð væru annars eðlis en upplýsingar til að mynda um heildarsöluverð eða greiðsluskilmála. Hinar fyrrnefndu gæfu sterka vísbendingu um kostnaðaruppbyggingu fyrirtækja og samkeppnisgetu. Rétt væri að geta þess að [B] liti svo á að kærandi hefði stöðu keppinautar félagsins vegna fyrirhugaðs útboðs á rekstri Herjólfs seinna á árinu.</p> <p>Einnig er vísað til þess af hálfu [B] að þar sem Vegagerðin hafi ætíð synjað almenningi um aðgang að upplýsingum um einingaverð tilboða telji [B] sig með vísan til jafnræðissjónarmiða eiga rétt á sambærilegri leynd.</p> <p>Kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um umsögn [B]. Í bréfi hans dags. 9. maí s.l. kemur meðal annars fram að ekki sé rétt að líta svo á að Vegagerðin sé eingöngu að synja um aðgang að einingaverði í tilboði. Hún synji einnig um aðgang að niðurstöðutölum vegna liða E1, F2 og A1 á tilboðsblaði. Þá andmælir kærandi því að á hann skuli litið sem keppinaut [B]. Honum sé ekki kunnugt um útboð á rekstri Herjólfs.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3>Niðurstaða</h3> <p>Í útboðsgögnum Vegagerðinnar fyrir rekstur á ferjuleiðinni Vestmannaeyjar – Þorlákshöfn var í fyrsta lagi óskað eftir tilboðum í grunnáætlun 1.308 ferða á þriggja ára tímabili (F1) og fast verð ef ferð félli niður (E1). Gerðu útboðsgögn ráð fyrir þremur ferðum undir liðnum E1. Samkvæmt tilboðsskrá, sem var hluti útboðsgagna, skyldi draga frá samtölu þessara liða kostnað vegna þurrleigu á Herjólfi og leigu á mannvirkjum. Niðurstöðutölu þessara liða (F1+E1 að frádreginni fastri leigu á ferju og mannvirkjum í eigu verkkaupa) skyldi færa á tilboðsblað. Eins og áður segir hafa kæranda þegar verið afhentar upplýsingar um þessa niðurstöðutölu í tilboðum [A] og [B].</p> <p>Í áðurnefndum útboðsgögnum var einnig óskað eftir tilboðum í viðbótarferðir yfir sumartímann (F2) og gerði tilboðsskrá ráð fyrir því að um 48 ferðir yrði að ræða. Þá var óskað eftir tilboðum í aukaferðir að ósk verkkaupa á sömu leið (A1) með hliðsjón af sex ferðum og loks aðrar aukaferðir samkvæmt tímagjaldi (L1). Eins og áður er fram komið hefur Vegagerðin synjað kæranda um aðgang að upplýsingum um þessa liði.</p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.“ Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt, þ. á m. reglurnar í 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. þeirra.</p> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á“. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Við skýringu framangreindra ákvæða ber að hafa í huga þá meginreglu við opinber innkaup að kaupandi skuli gæta trúnaðar um upplýsingar sem hann fær frá bjóðendum, eftir því sem efni og eðli upplýsinganna gefur tilefni til, sbr. m.a. 17. gr. reglugerðar nr. 655/2003 um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu. Þær upplýsingar sem hér koma einkum til álita eru ýmiskonar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega burði bjóðenda, áætlanir þeirra auk tæknilegra lausna og aðferða til að koma til móts við þarfir kaupanda í útboði. Af 47. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup leiðir hins vegar að ákveðnar upplýsingar falla utan trúnaðarskyldu kaupanda. Samkvæmt þessu skal við opnun tilboða skýra frá nafni bjóðenda, heildarupphæð tilboða, greiðsluskilmálum, afhendingarskilmálum og eðli frávikstilboða. Að mati nefndarinnar er óhætt að leggja til grundvallar að upplýsingar sem skylt er að gefa við opnun tilboða séu ekki þess eðlis að þær falli undir 5. gr. upplýsingalaga. Þá verður að gera ráð fyrir því að útboðsgögn í almennu útboði falli ekki undir nefnda undantekningarreglu upplýsingalaga. Athugast í þessu sambandi að þessar upplýsingar eru nauðsynleg forsenda þess að almenningur geti fylgst með því að vel sé farið með almannafé og að málefnaleg sjónarmið ráði ferð við opinber innkaup.</p> <p>Eins og áður segir skal við opnun tilboða lesa upp heildarfjárhæð tilboða, sbr. b. lið 1. mgr. 47. gr. laga nr. 94/2001. Í útboði því sem mál þetta varðar hagaði svo til að einungis niðurstöðutölur úr einum lið á útboðsskrá voru færðar á tilboðsblað. Er þannig ekki fram komið að niðurstöðutölur úr öðrum liðum tilboðsskrár (F2, A1 og L1) hafi verið færðar á tilboðsblað eða gerðar aðgengilegar við opnun tilboða með öðrum hætti.</p> <p>Að mati nefndarinnar fólu niðurstöður úr umræddum liðum tilboðsskrár í sér afgerandi upplýsingar um heildartilboðsfjárhæð bjóðanda í umræddu útboði. Var því ekki unnt að gera sér grein fyrir heildartilboði viðkomandi bjóðanda án þess að umræddar upplýsingar væru gerðar aðgengilegar.</p> <p>Að þessu virtu getur nefndin ekki fallist á að niðurstöðutölur í liðum F2, A1 og L1 séu upplýsingar er varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af eðli þeirra upplýsinga sem hér um ræðir og að teknu tilliti til þess að fimm ár eru liðin síðan tilboðin voru gerð telur nefndin rétt að veita kæranda einnig aðgang að niðurstöðutölu í lið E1. Samkvæmt þessu er fallist á kröfur kæranda.</p> <h3>Úrskurðarorð:</h3> <p>Vegagerðinni ber að veita kæranda, […], aðgang að niðurstöðutölum í liðum E1, F2, A1 og L1 í þeim tilboðum sem bárust frá [B] og [A] í útboði vegna reksturs Vestmannaeyjaferju 2001-2003.</p> <p align="center"><br /> Friðgeir Björnsson,varaformaður</p> <p align="center">Skúli Magnússon</p> <p align="center">Sigurveig Jónsdóttir</p> <p><br /> </p> <br /> <br /> |
A-205/2005 Úrskurður frá 25. maí 2005 | Kærð var synjun tollstjórans í Reykjavík um upplýsingar um hvort [A], [B] og eftir atvikum fleiri aðilar hefðu fengið sömu tolla og vörugjöld, sem kæranda var gert að greiða, felld niður vegna innflutnings á sambærilegum búnaði. Jafnræðisreglan. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Tilgreining máls eða gagna í máli. Frávísun að hluta. Aðgangur veittur að hluta. | <h3>Úrskurður í málinu nr. A-205/2005</h3> <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p>Hinn 25. maí 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-205/2005:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dagsettu 18. apríl s.l., kærði […] synjun tollstjórans í Reykjavík, dags. 22. mars s.l., um upplýsingar um hvort [A], [B] og eftir atvikum fleiri aðilar hafi fengið sömu tolla og vörugjöld, sem kæranda var gert að greiða, felld niður vegna innflutnings á sambærilegum búnaði.</p> <p>Með bréfi, dagsettu 20. apríl s.l., var kæran kynnt tollstjóranum í Reykjavík og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til 29. apríl s.l. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrði látið í té í trúnaði afrit af þeim gögnum er kæran laut að. Að beiðni tollstjórans í Reykjavík var fresturinn framlengdur til 9. maí s.l.</p> <p>Tollstjórinn í Reykjavík svaraði með bréfi dagsettu 9. maí s.l. þar sem komu fram rök hans fyrir því að afhenda ekki umbeðin gögn. Bréfinu fylgdi í trúnaði afrit af þeim gögnum er kæran laut að.<br /> <br /> Með bréfi dagsettu 11. maí s.l. var kæranda var gefinn kostur á að tjá sig um svar tollstjórans í Reykjavík. Bárust svör kæranda innan tilskilins frests hinn 20. maí s.l. Færði hann þar fram frekari rök fyrir máli sínu.</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir og varamaður hennar viku sæti í máli þessu og var Ólafur E. Friðriksson settur staðgengill við meðferð og úrskurð málsins. Í fjarveru formanns, Páls Hreinssonar, tók Skúli Magnússon sæti í nefndinni.</p> <h3>Málsatvik</h3> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik í stuttu máli þau að kærandi, sem hyggur á stafrænar gagnvirkar sjónvarpsútsendingar, sótti hinn 24. febrúar 2003 um niðurfellingu á öllum tollum og vörugjaldi á öllum móttöku-, efnismeðhöndlunar-, útsendingar- og fjarskiptabúnaði til ofangreindrar starfsemi, sem slík gjöld bera samkvæmt tollalögum. Með ákvörðun tollstjóra 25. mars 2003 var hafnað umsókn kæranda á þeim forsendum að fyrirtækið væri ekki með hljóðver eða myndver skv. 9. gr. reglugerðar nr. 719/2000. Sama niðurstaða var staðfest með úrskurði tollstjórans í Reykjavík nr. 6/2003 hinn 27. september 2003. Endanlega var þessi ákvörðun staðfest með úrskurði fjármálaráðherra dags. 23. janúar 2004.</p> <p>Með bréfi dags. 11. febrúar s.l. fór kærandi fram á það við tollstjórann í Reykjavík að fá upplýsingar um það hvort [A] og [B] og eftir atvikum fleiri aðilar hefðu fengið sömu tolla og vörugjöld, sem kæranda var gert að greiða, felld niður vegna innflutnings á sambærilegum búnaði.</p> <p>Með bréfi dags. 22. mars s.l. synjaði tollstjórinn í Reykjavík um aðgang að þessum upplýsingum. Kvað tollstjóri sér ekki heimilt að upplýsa um nöfn þeirra aðila er niðurfellingu hefðu hlotið á grundvelli 9. gr. reglugerðar nr. 719/2000. Vísaði hann þar til 24. gr. og 141. gr. tollalaga nr. 55/1987 og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Kærandi leitaði þá til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með bréfi dags. 18. apríl s.l. fór hann fram á að úrskurðarnefndin felldi úr gildi synjun tollstjóra dags. 22. mars. Tók hann fram að hann hefði út af fyrir sig enga hagsmuni af því að fá upplýsingar um það hvert væri verðmæti eða magn þess búnaðar sem [A], [B] og eftir atvikum aðrir hefðu flutt inn. Hagsmunir almennings og viðskiptalífsins krefðust þess að aðgangur að þessum upplýsingum væri óheftur, eftir atvikum með takmörkunum samkvæmt 7. gr. upplýsingalaga. Ekki væri nokkur leið fyrir gjaldanda að fá vissu fyrir því hvort hann nyti jafnræðis á við aðra gjaldendur í sömu aðstöðu, nema því aðeins að tollyfirvöld veittu aðgang að upplýsingum af þessu tagi.</p> <p>Þá vísaði kærandi til álits umboðsmanns Alþingis í máli 481/1991 þar sem reyndi á skýringu 141. greinar tollalaga (SUA 1994, bls. 304).</p> <p>Í umsögn tollstjórans í Reykjavík um kæruna dags. 9. maí s.l. kemur fram að hann líti svo á að með því að veita umbeðnar upplýsingar væri um leið verið að upplýsa um fjárhagsleg atriði sem geti varðað mikilvæga verslunarhagi einstakra aðila, sbr. 141. gr. tollalaga. Með því að veita aðgang að umbeðnum upplýsingum væri jafnframt verið að veita upplýsingar um það hvort tilteknir aðilar fullnægðu skilyrðum reglugerðar nr. 719/2000 og hvort þeir hefðu með höndum atvinnustarfsemi sem fæli í sér kvikmyndagerð, framleiðslu myndbanda og starfsemi hljóðvera (mynd- og hljóðvinnslu). Fengi kærandi upplýsingar um það hvaða aðilar nytu niðurfellingar og hverjir ekki, gæti hann út frá þeim upplýsingum áætlað hvað hver aðili fyrir sig þyrfti að greiða í gjöld af umræddum vörum enda lægi ljóst fyrir hvaða gjöld hvíldu á vörunum, lögum samkvæmt.</p> <p>Þá vörðuðu þær upplýsingar sem hér væri óskað eftir, að mati tollstjóraembættisins, mikilvæga verslunarhagi einstakra aðila og yrði því að teljast sanngjarnt og eðlilegt að þær færu leynt. Taka bæri fram að kærandi væri í samkeppni við þá aðila sem hann óskaði eftir upplýsingum um og að mati embættisins væri hér um að ræða viðkvæmar upplýsingar um um fjárhagsleg atriði tengd mikilvægum verslunarhagsmunum.</p> <p>Þá tók tollstjóri fram að ljóst væri að ekki lægi fyrir samþykki þeirra aðila sem í hlut ættu. Kærandi væri ennfremur „óviðkomandi aðili” í skilningi 141. greinar tollalaga auk þess sem hann væri í samkeppni við þá aðila sem upplýsingabeiðnin varðaði, sem gerði það enn vandasamara að veita honum þær upplýsingar sem óskað væri eftir.</p> <p>Tollstjórinn í Reykjavík hafnaði því í umsögn sinni að álit umboðsmanns Alþingis sem kærandi vísaði til ætti við í þessu máli. Bréfi tollstjóra fylgdu í trúnaði gögn er vörpuðu frekara ljósi á kæruefnið.</p> <p>Kærandi átti þess kost að tjá sig um umsögn tollstjórans í Reykjavík. Í bréfi [...] dags. 19. maí s.l. er því andmælt að um viðkvæmar upplýsingar sé að ræða enda hafi að minnsta kosti [B] ekki farið leynt með þessa starfsemi sína. Þá hafnar hann því að það sé sanngjarnt og eðlilegt að þessar upplýsingar fari leynt. Þvert á móti sé sanngjarnt að þær fari ekki leynt til þess að kærandi geti notið jafnræðis við keppinauta hvað varðar beitingu tollalaga. Þá er tekið fram að almennt þagnarskylduákvæði eins og í 141. grein tollalaga geti ekki takmarkað rétt kæranda til upplýsinganna, sbr. 3. mgr. 2. gr. þeirra laga.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurðinum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3><br /> Niðurstaða</h3> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er áskilið að beiðni um aðgang að upplýsingum varði tiltekið mál. Þessi áskilnaður er nánar útfærður í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga á þann hátt að beiðni skuli annaðhvort tiltaka það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir, en það kemur um leið í veg fyrir að unnt sé að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund.</p> <p>Þegar til þess er litið að hluti beiðni kæranda varðar ekki tiltekin mál verður hún að því leyti ekki talin uppfylla þennan áskilnað um afmörkun beiðni. Með því að beiðnin er ekki afmörkuð á þann hátt sem 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga gerir kröfu til ber að vísa frá kröfu um aðgang að upplýsingum um hvort aðrir aðilar en [A] og [B] hafi fengið niðurfellingu gjalda á grundvelli reglugerðar nr. 719/2000. Hins vegar verður talið að kærandi eigi rétt á að fá skorið úr um hvort tollstjóranum í Reykjavík sé skylt að upplýsa hann um hvort [A] og [B] hafi fengið niðurfellingu gjalda á grundvelli 9. gr. reglugerðar nr. 719/2000.</p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.” Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt, þ. á m. reglurnar í 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. þeirra.<br /> <br /> Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á”. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.”</p> <p>Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um undanþágur frá greiðslu opinberra gjalda varði fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra fyrirtækja sem eiga í hlut. Það sjónarmið, að upplýsingar um niðurfellingu gjalda verði að fara leynt, verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993.</p> <p>Tollstjórinn í Reykjavík ber fyrir sig 141. gr. tollalaga nr. 55/1987 sem hljóðar svo: „Tollstarfsmönnum er bannað, að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra óviðkomandi aðilum frá því sem þeir komast að í starfi sínu um verslunarhagi einstakra manna og fyrirtækja, þar með talin hvers konar vitneskja sem ráða má af samritum af sölu- og vörureikningum sem tollyfirvöld halda eftir.” Þótt vera kunni að upplýsingar um hvort tilteknir aðilar hafi fengið niðurfellingu aðflutningsgjalda varði verslunarhagi þeirra, er það mat úrskurðarnefndarinnar að í þessu tilfelli vegi þyngra hagsmunir kæranda af því að fá upplýsingar afhentar. Telur úrskurðarnefndin að ekki sé sanngjarnt og eðlilegt að því sé haldið leyndu hvort tiltekin fyrirtæki sem kærandi nafngreinir hafi fengið undanþágu á grundvelli reglugerðar nr. 719/2000. Styðst það einnig við sjónarmið um jafnræði gjaldenda. Ber því að fallast á kröfu kæranda um aðgang að þeim upplýsingum. Jafnframt verði upplýst um þá vöruflokka sem í hlut eiga. Eins og áður segir gerir kærandi ekki kröfu um aðgang að upplýsingum um fjárhæð undanþágunnar og er því ekki þörf á því að úrskurðarnefndin taki afstöðu til þess hvort hann ætti kröfu til þeirra upplýsinga.</p> <h3><br /> Úrskurðarorð:</h3> <p>Tollstjóranum í Reykjavík ber að veita kæranda, […] aðgang að gögnum sem upplýsa hvort [A] og [B] hafi fengið niðurfellingu gjalda á grundvelli 9. gr. reglugerðar nr. 719/2000. Að öðru leyti er kröfum kæranda vísað frá.</p> <p> </p> <p> </p> <p align="center">Friðgeir Björnsson varaformaður</p> <p align="center">Skúli Magnússon</p> <p align="center">Ólafur E. Friðriksson</p> <p> </p> <br /> <br /> |
A-204/2005 Úrskurður frá 27. apríl 2005 | Kærð var synjun yfirdýralæknis um að veita aðgang að öllum gögnum er fyrir lægju hjá embættinu vegna umsagna þess til landbúnaðarráðuneytisins um löggildingu tiltekinna sláturhúsa. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p align="justify">Hinn 27. apríl 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-204/2005:</p> <h3 align="center">Kæruefni</h3> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 12. október s.l., kærði […] synjun yfirdýralæknis, dagsetta 4. s.m., um að veita umbjóðendum hans aðgang að öllum gögnum, skjölum, erindum, bréfum, skýrslum og úttektum, er fyrir lægju hjá embættinu vegna umsagna þess til landbúnaðarráðuneytisins um löggildingu sláturhúsanna í [sveitarfélögunum A, B, C, D, E, F, G, H og I], sbr. reglugerð nr. 461/2003.</p> <p align="justify">Í bréfinu fóru kærendur einnig á grundvelli 5. gr. sömu reglugerðar fram á aðgang að skýrslum vegna árlegs eftirlits með þessum sláturhúsum á yfirstandandi ári. Með bréfi, dagsettu 22. nóvember s.l., tilkynnti umboðsmaður kærenda að kæran tæki eingöngu til eftirlitsskýrslna vegna sláturhúsanna í [A], á [F] og [H]. Úrskurðarnefndin ákvað að kljúfa þessa beiðni í þrjú mál, þar sem fjallað væri sjálfstætt um aðgang að eftirlitsskýrslum um sérhvert þessara sláturhúsa. Í úrskurði þessum er fjallað um aðgang að eftirlitsskýrslum varðandi sláturhús [F]. Um sláturhúsið [H] var fjallað í úrskurði A-196/2005 og um sláturhúsið [A] í úrskurði A-203/2005.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 15. nóvember s.l., var upphaflega kæran kynnt yfirdýralækni og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 26. nóvember s.l. Jafnframt var þess óskað að í umsögn hans kæmi fram hvert væri umfang þeirra gagna sem kærendur höfðu leitað eftir. Með bréfi, dagsettu 28. nóvember s.l., var yfirdýralækni kynnt síðari kæran frá 22. nóvember 2004 og honum gefinn kostur á að gera við hana athugasemdir til kl. 16.00 hinn 13. desember s.l.</p> <p align="justify">Með bréfi dags. 27. janúar sl. var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té í trúnaði afrit af eftirlitsskýrslum héraðsdýralæknis vegna eftirlits með sláturhúsunum [A] og [F] á árinu 2004. Var gefinn frestur til 2. febrúar s.l.</p> <p align="justify">Umsögn yfirdýralæknis um upphaflegu kæruna, dagsett 24. nóvember sl., barst hinn 29. s.m. Umsögn hans um síðari útgáfu hennar, dagsett 13. desember sl., barst innan tilskilins frests. Loks bárust gögn vegna umræddra tveggja sláturhúsa einnig innan tilskilins frests. Kom þar fram að sláturhúsin [A] og [F] væru enn starfandi og bréfritara ekki kunnugt um að fyrirhugað væri að úrelda þau. Gögnin um sláturhús [F] hf. eru nánar tiltekið "Gátlisti fyrir skoðun á sláturhúsi/kjötpökkunarstöð/frystihúsi" gerður af hálfu héraðsdýralæknisins [J] og dagsettur 30. janúar 2004.</p> <p align="justify">Með bréfi dags. 10. febrúar sl. var sláturhúsi [F] hf. gefinn kostur á að tjá sig um hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að þeirra mati að eftirlitsskýrslan fyrir árið 2004 yrði afhent. Í svari framkvæmdastjóra sláturfélags [F] hf. dags. 22. febrúar sl. er því mótmælt að upplýsingum sem yfirdýralæknisembættið hafi aflað með skoðun á húsi félagsins sé miðlað til samkeppnisaðila. Slíkt sé brot á trúnaði af hendi hins opinbera.</p> <p align="justify">Úrskurðarnefndin hefur fengið þær upplýsingar hjá yfirdýralækni að þótt yfirskrift umræddrar skýrslu sé "gátlisti" þá sé hér um þá eftirlitsskýrslu að ræða sem kærandi hefur farið fram á aðgang að.</p> <h3 align="center">Málsatvik</h3> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að umboðsmaður kærenda fór með bréfi til yfirdýralæknis, dagsettu 27. september s.l., fram á að fá aðgang að öllum gögnum, skjölum, erindum, bréfum, skýrslum og úttektum, er fyrir lægju hjá embættinu vegna umsagna þess til landbúnaðarráðuneytisins um löggildingu sláturhúsanna í [sveitarfélögunum A, B, C, D, E, F, G, H og I], sbr. reglugerð nr. 461/2003, og skýrslur vegna eftirlits með þeim á grundvelli 5. gr. sömu reglugerðar á yfirstandandi ári.</p> <p align="justify">Með bréfi til umboðsmanns kærenda, dagsettu 4. október sl., synjaði yfirdýralæknir beiðni kærenda með vísan til þess að umbeðin gögn vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi sláturhúsa. Því væri óheimilt að veita að þeim aðgang á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p align="justify">Í kæru til nefndarinnar er dregið í efa að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar er varði hagsmuni sem varðir séu af 5. gr. upplýsingalaga. Jafnvel þótt svo væri, er ennfremur talið að mikilvægir almannahagsmunir m.t.t. fæðuöryggis og heilnæmra lífsskilyrða ættu að vega þyngra og víkja þeim til hliðar.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3 align="center">Niðurstaða </h3> <p align="justify">Kærendur hafa óskað eftir aðgangi að skoðunarskýrslum yfirdýralæknis vegna sláturhúss [F] hf. árið 2004.</p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. laganna. Samkvæmt síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskipta-hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki, er í hlut á. Í athugasemdum við 5. gr. frumvarps til upplýsingalaga segir m.a. svo um þetta ákvæði:</p> <p align="justify">„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."</p> <p align="justify">Samkvæmt 2. og 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 461/2003, um slátrun og meðferð sláturafurða, skulu héraðsdýralæknar árlega skoða ítarlega húsnæði og búnað sláturhúsa, kjötpökkunarstöðva, kjötfrystihúsa, kjötvinnslustöðva og dreifistöðva, meðferð á afurðunum, innra eftirlit og annað sem yfirdýralæknir gefur fyrirmæli um og skila ítarlegri skýrslu um skoðun sína til eiganda fyrirtækisins og yfirdýralæknis. Af 4. mgr. sömu greinar má ráða að eftirlit þetta fer fram til að ganga úr skugga um að starfsemin á viðkomandi stað uppfylli enn skilyrði löggildingar.</p> <p align="justify">Jafnvel þótt upplýsingar, sem aflað er um ástand slíkra húsa í þessu skyni, geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra, er hlut eiga að máli, gera upplýsingalögin ráð fyrir að það sé metið í hverju og einu tilviki. Í athugasemdum við II. kafla frumvarps þess er varð að upplýsingalögum segir svo:</p> <p align="justify">„Aðgangur almennings að upplýsingum verður almennt ekki takmarkaður á grundvelli ákvæða 5.-6. gr. nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingar eru veittar."</p> <p align="justify">Úrskurðarnefnd hefur gengið úr skugga um að fyrir árið 2004 var einungis gerður fyrrnefndur gátlisti um sláturhús [F] hf. af hálfu héraðsdýralæknisins [J]. Hefur nefndin kynnt sér efni þeirrar skýrslu. Að áliti hennar er þar ekki að finna neinar þær upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni er réttlæti samkvæmt framansögðu að synja kærendum um aðgang að henni. Að þessu athuguðu eru ekki að lögum skilyrði til að takmarka aðgang að framangreindri skýrslu. </p> <h3 align="center">Úrskurðarorð:</h3> <p align="justify">Yfirdýralæknir skal veita kærendum, [...] aðgang að skýrslu um sláturhús [F], dagsettri 30. janúar 2004. </p> <p align="center">Páll Hreinsson, formaður</p> <p align="center">Símon Sigvaldason</p> <p align="center">Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-203/2005 Úrskurður frá 11. apríl 2005 | Kærð var synjun yfirdýralæknis um að veita aðgang að öllum gögnum er fyrir lægju hjá embættinu vegna umsagna þess til landbúnaðarráðuneytisins um löggildingu sláturhúsa í tilteknum sveitarfélögum. Einnig var farið fram á aðgang að skýrslum vegna árlegs eftirlits með þessum sláturhúsum á yfirstandandi ári. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p align="justify">Hinn 11. apríl 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-203/2005:</p> <h3 align="center">Kæruefni</h3> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 12. október sl., kærði […] synjun yfirdýralæknis, dagsetta 4. s.m., um að veita umbjóðendum hans aðgang að öllum gögnum, skjölum, erindum, bréfum, skýrslum og úttektum, er fyrir lægju hjá embættinu vegna umsagna þess til landbúnaðarráðuneytisins um löggildingu sláturhúsanna í [sveitarfélögunum A, B, C, D, E, F, G, H og I], sbr. reglugerð nr. 461/2003</p> <p align="justify">Í bréfinu fóru kærendur einnig á grundvelli 5. gr. sömu reglugerðar fram á aðgang að skýrslum vegna árlegs eftirlits með þessum sláturhúsum á yfirstandandi ári. Með bréfi, dagsettu 22. nóvember sl., tilkynnti umboðsmaður kærenda að kæran tæki eingöngu til eftirlitsskýrslna vegna sláturhúsanna [A], [F] og [H]. Úrskurðarnefndin ákvað að kljúfa þessa beiðni í þrjú mál, þar sem fjallað væri sjálfstætt um aðgang að eftirlitsskýrslum um sérhvert þessara sláturhúsa. Í úrskurði þessum er fjallað um aðgang að eftirlitsskýrslum varðandi sláturhús [A]. Um sláturhúsið á [H] var fjallað í úrskurði A-196/2005.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 15. nóvember sl., var upphaflega kæran kynnt yfirdýralækni og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 26. nóvember s.l. Jafnframt var þess óskað að í umsögn hans kæmi fram hvert væri umfang þeirra gagna sem kærendur höfðu leitað eftir. Með bréfi, dagsettu 28. nóvember sl., var yfirdýralækni kynnt síðari kæran frá 22. nóvember 2004 og honum gefinn kostur á að gera við hana athugasemdir til kl. 16.00 hinn 13. desember s.l.</p> <p align="justify">Með bréfi dags. 27. janúar s.l. var þess óskað að úrskurðarnefndinni yrðu látin í té í trúnaði afrit af eftirlitsskýrslum héraðsdýralæknis vegna eftirlits með sláturhúsi [A] og sláturhúsinu [F] á árinu 2004. Var gefinn frestur til 2. febrúar s.l.</p> <p align="justify">Umsögn yfirdýralæknis um upphaflegu kæruna, dagsett 24. nóvember s.l., barst hinn 29. s.m. Umsögn hans um síðari útgáfu hennar, dagsett 13. desember s.l., barst innan tilskilins frests. Loks bárust gögn vegna umræddra tveggja sláturhúsa einnig innan tilskilins frests. Kom þar fram að sláturhúsin [A] og [F] væru enn starfandi og bréfritara ekki kunnugt um að fyrirhugað væri að úrelda þau.</p> <p align="justify">Með bréfi dags. 10. febrúar sl. var [A] gefinn kostur á að tjá sig um hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að þeirra mati að eftirlitsskýrslan yrði afhent. Í svari [A] dags. 31. mars s.l. er því mótmælt að upplýsingar um sláturhús félagsins séu afhentar samkeppnisaðila.</p> <h3 align="center">Málsatvik</h3> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að umboðsmaður kærenda fór með bréfi til yfirdýralæknis, dagsettu 27. september s.l., fram á að fá aðgang að öllum gögnum, skjölum, erindum, bréfum, skýrslum og úttektum, er fyrir lægju hjá embættinu vegna umsagna þess til landbúnaðarráðuneytisins um löggildingu sláturhúsanna [sveitarfélögunum A, B, C, D, E, F, G, H og I], sbr. reglugerð nr. 461/2003, og skýrslur vegna eftirlits með þeim á grundvelli 5. gr. sömu reglugerðar á yfirstandandi ári.</p> <p align="justify">Með bréfi til umboðsmanns kærenda, dagsettu 4. október sl., synjaði yfirdýralæknir beiðni kærenda með vísan til þess að umbeðin gögn vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi sláturhúsa. Því væri óheimilt að veita að þeim aðgang á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p align="justify">Í kæru til nefndarinnar er dregið í efa að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar er varði hagsmuni sem varðir séu af 5. gr. upplýsingalaga. Jafnvel þótt svo væri, er ennfremur talið að mikilvægir almannahagsmunir m.t.t. fæðuöryggis og heilnæmra lífsskilyrða ættu að vega þyngra og víkja þeim til hliðar.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <h3 align="center">Niðurstaða</h3> <p align="justify">Kærendur hafa óskað eftir aðgangi að skoðunarskýrslum yfirdýralæknis vegna sláturhúss [A] árið 2004.</p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. laganna. Samkvæmt síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskipta-hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki er í hlut á. Í athugasemdum við 5. grein frumvarps til upplýsingalaga segir m.a. svo um þetta ákvæði:</p> <p align="justify">„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."</p> <p align="justify">Samkvæmt 2. og 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 461/2003 um slátrun og meðferð sláturafurða, skulu héraðsdýralæknar árlega skoða ítarlega húsnæði og búnað sláturhúsa, kjötpökkunarstöðva, kjötfrystihúsa, kjötvinnslustöðva og dreifistöðva, meðferð á afurðunum, innra eftirlit og annað sem yfirdýralæknir gefur fyrirmæli um og skila ítarlegri skýrslu um skoðun sína til eiganda fyrirtækisins og yfirdýralæknis. Af 4. mgr. sömu greinar má ráða að eftirlit þetta fer fram til að ganga úr skugga um að starfsemin á viðkomandi stað uppfylli enn skilyrði löggildingar.</p> <p align="justify">Jafnvel þótt upplýsingar sem aflað er um ástand slíkra húsa í þessu skyni geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli, gera upplýsingalögin ráð fyrir að það sé metið í hverju og einu tilviki. Í athugasemdum við II. kafla frumvarps þess er varð að upplýsingalögum segir svo:</p> <p align="justify">„Aðgangur almennings að upplýsingum verður almennt ekki takmarkaður á grundvelli ákvæða 5.-6. gr. nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingar eru veittar."</p> <p align="justify">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra skýrslna sem kærendur hafa óskað eftir aðgangi að. Að áliti hennar er þar ekki að finna neinar þær upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni er réttlæti samkvæmt framansögðu að synja kærendum um aðgang að þeim. Að þessu athuguðu eru ekki að lögum skilyrði til að takmarka aðgang að framangreindum skýrslum. </p> <h3 align="center">Úrskurðarorð:</h3> <p align="justify">Yfirdýralæknir skal veita kærendum, […], aðgang að skýrslu um sláturhús [A] dagsettri 6. október 2004.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Páll Hreinsson, formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-202/2005 Úrskurður frá 11. apríl 2005 | Kærð var synjun yfirdýralæknis um að veita aðgang að skjali, „athugasemdum á blaði“, sem fylgdi skýrslu um sláturhús [A]. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 11. apríl 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-202/2005:</p> <p></p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 8. mars s.l., kærði […] synjun yfirdýralæknis, dagsetta 3. s.m., um að veita umbjóðendum hans aðgang að skjali, „athugasemdum á blaði", sem fylgdi skýrslu um sláturhús [A] frá 8. ágúst 2004. Skýrsluna hafði yfirdýralæknir afhent kærendum 12. febrúar 2005 í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 26. janúar 2005 í máli nr. A-196/2005.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 18. mars s.l., var kæran kynnt yfirdýralækni og honum veittur frestur til að gera athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 1. apríl s.l. Jafnframt var þess óskað að hann léti nefndinni í té í trúnaði afrit af þeim gögnum sem kæran lyti að.</p> <p align="justify">Umsögn yfirdýralæknis um kæruna, dagsett 29. mars 2005, barst hinn 1. apríl 2005. Henni fylgdu umræddar „athugasemdir á blaði" dagsettar 6. ágúst 2004, sama dag og skýrslan um sláturhúsið.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að 12. febrúar s.l. sendi yfirdýralæknir umboðsmanni kærenda afrit af skýrslum um sláturhús og kjötfrystihús [A] í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 26. janúar s.l. í máli nr. A-196/2005. Skýrslur þessar eru samtals 3 bls. og í skýrslunni um sláturhús er vísað í „meðfylgjandi athugasemdir" eða „meðfylgjandi blað". 25. febrúar s.l. fór umboðsmaður kærenda fram á það við yfirdýralækni að fá einnig aðgang að þessum athugasemdum sem vísað væri til í skýrslunni um sláturhús [A] enda væru þær hluti skýrslunnar.</p> <p align="justify">Með bréfi til umboðsmanns kærenda, dagsettu 3. mars s.l., synjaði yfirdýralæknir beiðni kærenda með vísan til þess að í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í máli nr. A-196/2005 væri einungis kveðið á um aðgang að skýrslunum sjálfum. Teldi hann sig hafa fullnægt úrskurðinum með því að afhenda skýrslurnar.</p> <p align="justify">Með bréfi dags. 8. mars s.l. kærði umboðsmaður kærenda þessa synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Er því hafnað að eitthvað í skjalinu falli undir undanþáguákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996. Ljóst sé með tilliti til úrskurðar úrskurðarnefndarinnar frá 26. janúar 2005 að mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, geti ekki leitt til þess að synjun sé heimil. Jafnvel þótt umbeðið skjal kynni að falla undir 5. grein upplýsingalaga hlutrænt séð, þá beri að líta svo á að hagsmunir almennings af aðgangi vegi þyngra.</p> <p align="justify">Í símbréfi [A] til úrskurðarnefndar dags. 20. janúar s.l., sem sent var vegna meðferðar úrskurðarnefndar á kæru í máli A-196/2005, er staðfest að sláturhús félagsins á [X] hafi verið úrelt og að ekki verði slátrað þar oftar. Á hinn bóginn leggur félagið ríka áherslu á að eftirlitsheimildum hins opinbera þurfi að fylgja rík trúnaðarskylda. Upplýsingar sem aflað sé í þágu opinbers eftirlits beri því að fara með sem trúnaðarmál og eingöngu nýta í því skyni. Í samræmi við það lýsir félagið sig algerlega mótfallið því að upplýsingum sem embætti yfirdýralæknis hafi aflað í eftirlitsskyni verði miðlað til annarra, þ. á m. keppinauta þess. Ekki þótti ástæða til að leita aftur álits [A] á því hvort afhenda mætti athugasemdirnar sem fylgdu skýrslunni um sláturhúsið á [X].</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Kærendur hafa óskað eftir aðgangi að athugasemdum sem fylgdu skoðunarskýrslu yfirdýralæknis vegna sláturhúss á [..]. Fyrir liggur að skoðun fór fram hinn 6. ágúst 2004 og voru skýrslur gerðar af því tilefni um sláturhús og kjötfrystihús. Til úrlausnar er hvort kærendur eigi rétt á aðgangi að athugasemdum sem fylgdu annarri af þessum skýrslum.</p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. laganna. Samkvæmt síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskipta-hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki, er í hlut á. Í athugasemdum við 5. gr. Frumvarps þess er varð aðupplýsingalögum segir m.a. svo um þetta ákvæði:</p> <p align="justify">„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."</p> <p align="justify">Samkvæmt 2. og 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 461/2003, um slátrun og meðferð sláturafurða, skulu héraðsdýralæknar árlega skoða ítarlega húsnæði og búnað sláturhúsa, kjötpökkunarstöðva, kjötfrystihúsa, kjötvinnslustöðva og dreifistöðva, meðferð á afurðunum, innra eftirlit og annað sem yfirdýralæknir gefur fyrirmæli um og skila ítarlegri skýrslu um skoðun sína til eiganda fyrirtækisins og yfirdýralæknis. Af 4. mgr. sömu greinar má ráða að eftirlit þetta fari fram til að ganga úr skugga um að starfsemin á viðkomandi stað uppfylli enn skilyrði löggildingar.</p> <p align="justify">Jafnvel þótt upplýsingar, sem aflað er um ástand slíkra húsa í þessu skyni, geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra er hlut eiga að máli gera upplýsingalögin ráð fyrir að það sé metið í hverju og einu tilviki. Í athugasemdum við II. kafla frumvarps þess er varð að upplýsingalögum segir svo:</p> <p align="justify">„Aðgangur almennings að upplýsingum verður almennt ekki takmarkaður á grundvelli ákvæða 5.-6. gr. nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingar eru veittar."</p> <p align="justify">Þegar til þess er litið að ekki verður framar slátrað í því húsi, sem hér er um að ræða, verða upplýsingar um ástand þess vart taldar til þess fallnar að skaða þá hagsmuni, sem verndaðir eru af síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga, eftir að starfsemi þar er hætt.</p> <p align="justify">Úrskurðarnefnd hefur einnig kynnt sér efni þeirra athugasemda sem kærendur hafa óskað eftir aðgangi að. Að áliti hennar er þar ekki að finna neinar þær upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni er réttlæti samkvæmt framansögðu að synja kærendum um aðgang að þeim. Að þessu athuguðu eru ekki að lögum skilyrði til að takmarka aðgang að framangreindum athugasemdum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Yfirdýralæknir skal veita kærendum, [..]., aðgang að athugasemdum, sem fylgdu skýrslu um sláturhús að [X], dagsettum 6. ágúst 2004.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Páll Hreinsson, formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-201/2005 Úrskurður frá 11. apríl 2005 | Kærð var synjun Umhverfisstofnunar um aðgang að gagnagrunni um þá sem hafa opinber réttindi sem meindýraeyðar eða garðaúðarar. Einnig var kærð synjun Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur um aðgang að gagnagrunni um þá sem hafa opinbert starfsleyfi sem meindýraeyðar eða garðaúðarar. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Framsending. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Frávísun. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 11. apríl 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-201/2005:</p> <p align="justify"></p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi dags. 15. desember 2004 kærði [..] til umhverfisráðuneytisins synjun Umhverfisstofnunar dags. 26. okt. 2004 um aðgang að gagnagrunni um þá sem hafa opinber réttindi sem meindýraeyðar eða garðaúðarar. Í sama bréfi kærði [..] einnig synjun Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur dags. 17. maí 2004 um aðgang að gagnagrunni um þá sem hafa opinbert starfsleyfi sem meindýraeyðar eða garðaúðarar. Með vísan til 2. mgr. 7. gr. laga nr. 37/1993 framsendi umhverfisráðuneytið kæruna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi dagsettu 14. febrúar 2005. Um er að ræða tvö stjórnvöld og hefur úrskurðarnefndin samkvæmt því ákveðið að afgreiða kærurnar sitt í hvoru lagi. Í úrskurði þessum verður afgreidd kæra vegna synjunar Umhverfisstofnunar.</p> <p align="justify">Páll Hreinsson vék sæti við meðferð og úrskurð í máli þessu. Sæti hans tók Skúli Magnússon varamaður.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur sendi hinn 26. febrúar 2004 bréf til félagsmanna í [...] um að garðaúðun væri leyfisskyld starfsemi. Kom að sögn kæranda fram að leyfi myndu að jafnaði gilda í 12 ár frá útgáfudegi með möguleika á endurskoðun á 4 ára fresti. Kærandi fór fram á það með bréfi dags. 5. mars 2004 við Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur að fá skýringar á því hvers vegna leyfisveitingin væri til 12 ára án þess að samráð hefði verið haft við kæranda. Vísaði kærandi til þess að starfsheitaskírteini og eiturefnaskírteini fyrir meindýraeyða og garðaúðun sem gefin væru út af Umhverfisstofnun og lögreglustjórum/sýslumönnum giltu í 3 ár.</p> <p align="justify">Með bréfi dags. 1. apríl 2004 óskaði kærandi eftir því við Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur að fá upplýsingar um meindýraeyða og garðúðara sem fengið hefðu starfsleyfi. Með bréfi dagsettu 17. maí 2004 synjaði Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur kæranda um umbeðnar upplýsingar.</p> <p align="justify">Kærandi sneri sér því næst til Umhverfisstofnunar en með bréfi dags. 26. október 2004 synjaði hún kæranda um aðgang að gagnagrunni í vörslu stofnunarinnar um þá aðila sem hefðu starfsréttindi meindýraeyða og garðaúðara og vísaði í því sambandi til 1. tl. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kvaðst stofnunin vera reiðubúin að afla samþykkis þeirra meindýraeyða sem hefðu enn ekki veitt samþykki sitt og hins vegar þeirra sem hefðu starfsréttindi garðaúðara fyrir því að nöfn þeirra yrðu látin kæranda í té. Jafnframt kvaðst stofnunin reiðubúin til að senda út upplýsingar frá kæranda til þeirra í umræddum starfsgreinum sem hún héldi skrá yfir.</p> <p align="justify">Þessa ákvörðun kærði kærandi til Persónuverndar samkvæmt ábendingu umhverfisstofnunar. Með bréfi dagsettu 23. nóvember 2004 svaraði Persónuvernd því til að það félli ekki undir valdsvið stofnunarinnar að leggja á ábyrgðaraðila persónuupplýsinga skyldu til að afhenda tiltekin gögn. Stofnunin gæti hins vegar leyst úr ef ágreiningur risi um það hvort ábyrgðaraðili hefði farið út fyrir heimildir sínar, sbr. 2. mgr. 37. gr. laga nr. 77/2000. Í þessu tilviki lægi enginn slíkur ágreiningur fyrir.</p> <p align="justify">Kærandi óskaði því næst eftir því við umhverfisráðuneytið með bréfi dags. 15. desember 2004 að ákvarðanir Umhverfisstofnunar og Umhverfisstofu yrðu felldar úr gildi. Með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 framsendi umhverfisráðuneytið kæru þessa til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi dags. 14. febrúar 2005 eins og fyrr segir.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 14. greinar upplýsingalaga nr. 50/1996 er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Í bréfi Umhverfisstofnunar dags. 26. október 2004 er ákvörðun ekki reist á upplýsingalögum. Ekki liggur því fyrir synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þegar af þeirri ástæðu verður að vísa kæru [...] á hendur Umhverfisstofnun frá. Það athugast að með upplýsingalögum er almenningi tryggður aðgangur að gögnum sem varða tiltekið stjórnsýslumál, sbr. einkum 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna. Af þessum ákvæðum verður dregin sú ályktun að á grundvelli þessara laga verði ekki krafist upplýsinga sem stafa af kerfisbundinni skráningu og vinnslu þeirra, sé ekki sérstökum gögnum til að dreifa vegna þeirrar skráningar.</p> <br /> <br /> |
A-198/2005 Úrskurður frá 30. mars 2005 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins, um að veita aðgang að öllum gögnum um síðustu löggildingu sláturhúss [A], þ. á m. að umsögn embættis yfirdýralæknis um málið og gögnum henni tengdri. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Tilgreining máls eða gagna í máli. Aðgangur veittur. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 30. mars 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-198/2005:</p> <p></p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 18. janúar sl., kærði […] synjun landbúnaðarráðuneytisins, dagsetta 12. s.m., um að veita umbjóðendum hans aðgang að öllum gögnum um síðustu löggildingu sláturhúss [A] [í sveitarfélaginu X], þ. á m. að umsögn embættis yfirdýralæknis um málið og gögnum henni tengdri.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 21. janúar sl., var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 4. febrúar sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrði í trúnaði látin í té afrit af þeim gögnum, er kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins, dagsett. 25. janúar sl., barst innan tilskilins frests. Hennig fylgdu m.a. umsókn [A] til landbúnaðarráðuneytisins um sláturleyfi, dagsett 18. júní 1990 og erindi landbúnaðarráðuneytisins til [A], dagsett 1. september 1990, um sláturleyfi/löggildingu fyrir sláturhús félagsins í <em></em>[X].</p> <p align="justify">Af umsókn sláturfélagsins um sláturleyfi, dagsettri 18. júní 1990, og leyfi til slátrunar, dagsettu 1. september 1990, má ráða að átt sé við löggildingu skv. 2. gr. þágildandi laga nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum. Samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar var heimild ráðuneytisins til að gefa út slíkt leyfi eða löggildingu undir því komin, að viðkomandi hús uppfyllti skilyrði til að yfirdýralæknir eða hlutaðeigandi héraðsdýralæknir gæti mælt með því. Með skírskotun til beiðni kæranda var því beint til landbúnaðarráðuneytisins með bréfi, dagsettu 1. febrúar sl., að láta nefndinni í té afrit af þeim meðmælum, sem lögum samkvæmt voru nauðsynlegur undanfari að útgáfu löggildingarinnar, sem og að öðrum þeim gögnum, er kynnu að hafa legið henni til grundvallar. Með bréfi, dagsettu sama dag, sendi landbúnaðarráðuneytið nefndinni meðmæli yfirdýralæknis til landbúnaðar-ráðuneytisins, dagsett 3. ágúst 1989, með því að tiltekin sláturhús fengju undanþágu til slátrunar samkvæmt lista er þeim fylgdu. Jafnframt hefur ráðuneytið staðfest að önnur viðeigandi gögn finnist ekki.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að umboðsmaður kærenda fór með bréfi til landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 4. janúar sl., fram á að ráðuneytið veitti umbjóðendum hans aðgang að öllum gögnum um síðustu löggildingu sláturhúss [A] í [X], þ. á m. að umsögn embættis yfirdýralæknis um málið og gögnum henni tengdri.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 12. janúar sl., synjaði landbúnaðarráðuneytið beiðni kærenda með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 <strong></strong>á þeim grundvelli að umbeðin gögn vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni félagsins.</p> <p align="justify">Í kæru til nefndarinnar er dregið í efa að 5. gr. upplýsingalaga eigi við. Þó svo væri telja kærendur að hagsmunir almennings af að fá aðgang að gögnum er tengjast opinberu eftirliti vegi almennt þyngra en einkahagsmunir þeirra er þær snerta. Verði takmörkun samt sem áður talin eiga við, fara kærendur einnig fram á að afstaða verði tekin til aðgangs að öðru leyti á grundvelli 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Í umsögn landbúnaðarráðuneytisins til úrskurðarnefndar er áréttað að ákvörðun þess hafi byggst á 5. gr. upplýsingalaga, enda varði umbeðin gögn viðkvæmar rekstrarupplýsingar, sem geti haft áhrif á samkeppnisstöðu fyrirtækisins. Þar kemur jafnframt fram að löggilding sláturhússins hafi verið gefin út árið 1990 á grundvelli laga nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum. Með lögum nr. 96/1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat, lögum nr. 93/1995, um matvæli og síðar með reglugerð nr. 461/2003, um slátrun og meðferð sláturafurða, hafi útgáfa sláturleyfis verið skilin frá löggildingu og á þann hátt að yfirdýrlæknir fari með útgáfu þess.</p> <p align="justify">Í máli nr. 196/2005 var fjallað um önnur gögn er varða sama sláturhús. Við rekstur málsins kom fram að sláturhúsið hefði verið úrelt eftir slátrun síðastliðið haust og að ekki verði slátrað þar oftar.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Fyrir liggur að síðasta löggilding sem sláturhúsi [A] í [X] var veitt var með erindi landbúnaðarráðuneytisins til [A], dagsettu 1. september 1990. Þessi löggilding byggðist á 2. gr. laga nr. 30/1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum, en samkvæmt því ákvæði var það skilyrði fyrir að flytja mætti sláturafurðir á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu innanlands að slátrað væri í löggiltu sláturhúsi. Hélst þetta skilyrði óbreytt þegar gildandi lög nr. 96/1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum, leystu lög nr. 30/1966 af hólmi hvað sem líður viðbótarskilyrðum um sérstök sláturleyfi yfirdýralæknis.</p> <p align="justify">Jafnframt liggur fyrir að eina gagnið sem fundist hefur tengt útgáfu þessarar löggildingar er umsókn [A] til landbúnaðarráðuneytisins, dagsett 18. júní 1990, um sláturleyfi fyrir sláturhúsið í [X] og fjögur önnur sláturhús félagsins. Skýra verður beiðni kæranda svo að hún taki einvörðungu til þeirra upplýsinga í þessari umsókn sem varða sláturhúsið í [X].</p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. laganna. Samkvæmt síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskipta-hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki, er í hlut á. Í lögskýringargögnum við upplýsingalögin segir m.a. svo um þetta ákvæði: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."</p> <p align="justify">Af lögskýringargögnum við upplýsingalögin verður jafnframt ráðið að ráð sé fyrir því gert að metið sé í hverju og einu tilviki hvort þeir hagsmunir séu fyrir hendi sem þessum takmörkunum er ætlað að vernda. Í athugasemdum við II. kafla frumvarps þess er varð að upplýsingalögum segir svo: „Aðgangur almennings að upplýsingum verður almennt ekki takmarkaður á grundvelli ákvæða 5.-6. gr. nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingar eru veittar."</p> <p align="justify">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra gagna sem beiðni kærenda tekur samkvæmt framansögðu til. Í skjali því, sem nefnt er „Leyfi til slátrunar" og veitti sláturhúsinu í [X] löggildingu, dagsett 1. september 1990, eru engar upplýsingar, sem varða sláturhúsið sérstaklega, aðrar en hámark þess fjölda kinda sem þar mátti slátra daglega. Að mati nefndarinnar eru það ekki upplýsingar sem eru til þess fallnar að valda fjárhags- eða viðskiptahagsmunum [A] tjóni, sér í lagi þegar haft er í huga að ekki verður framar slátrað í húsinu. Sama á við um skjalið, sem nefnt er „Umsókn um sláturleyfi", dagsett 18. júní 1990. Þó skal þess getið að úrskurður nefndarinnar þar að lútandi tekur í samræmi við beiðni kæranda einvörðungu til þeirra upplýsinga í því skjali er varða sláturhúsið í [X].</p> <p align="center">Úrskurðarorð:</p> <p align="justify">Landbúnaðarráðuneytið skal veita kærendum, […], aðgang að umsókn [A] til landbúnaðarráðuneytisins um sláturleyfi, dagsett 18. júní 1990, að því er varðar sláturhúsið í [X] og bréfi landbúnaðarráðuneytisins til [A], dagsett 1. september 1990, um leyfi til slátrunar í sláturhúsinu í [X].</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Páll Hreinsson, formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p>Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-200/2005 Úrskurður frá 30. mars 2005 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að afhenda ættbók Cocker Spaniel hundsins [A]. Kærufrestur. Frávísun. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 30. mars 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-200/2005:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 23. mars 2005 [sic], mótteknu 24. febrúar 2005, kærði […], synjun landbúnaðarráðuneytisins dagsetta 22. október 2004 um að afhenda henni ættbók Cocker Spaniel hundsins [A].</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="left">Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 50/1996 er frestur til að kæra synjun um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum 30 dagar frá tilkynningu ákvörðunar. Þegar kæra […] barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál voru liðnir rúmlega 4 mánuðir frá því henni var tilkynnt um synjun.</p> <p align="justify">Telur nefndin ekki efni til að taka kæruna til meðferðar á grundvelli 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 enda var kæranda leiðbeint um kærufrest í synjunarbréfi landbúnaðarráðuneytisins. </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Kröfu kærenda, […], á hendur landbúnaðarráðuneytinu um að fá aðgang að ættarbók Cocker Spaniel hundsins [A] er vísað frá.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Páll Hreinsson, formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-199/2005 Úrskurður frá 25. febrúar 2005 | Kærð var synjun Bændasamtaka Íslands um að veita aðgang að lista yfir greiðslumark í fjárbúskap. Jafnframt fór kærandi fram á að fá aðgang að lista yfir mjólkurkvóta allra framleiðenda á landinu. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Kerfisbundin skráning og vinnsla upplýsinga. Stjórnvaldsákvörðun. Tilgreining máls eða gagna í máli. Frávísun á báðum kröfum. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 25. febrúar 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-199/2005:</p> <p></p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 13. janúar sl., kærði [..] synjun Bændasamtaka Íslands, dagsetta 7. s.m., um að veita honum aðgang að lista yfir greiðslumark í fjárbúskap. Jafnframt fór kærandi fram á að fá aðgang að lista yfir mjólkurkvóta allra framleiðenda á landinu.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 4. febrúar sl., var kæran kynnt Bændasamtökum Íslands og þeim veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 16. febrúar sl. Umsögn Bændasamtakanna, dagsett 15. febrúar sl., barst innan tilskilins frests.</p> <p align="justify">Formaður og varaformaður úrskurðarnefndar viku sæti við meðferð og úrskurð í máli þessu. Sæti þeirra tóku varamennirnir Skúli Magnússon og Símon Sigvaldason og var Skúli jafnframt settur til að stýra meðferð málsins og uppkvaðningu úrskurðar í því með bréfi forsætisráðuneytisins, dagsettu 28. janúar sl. Þá tók Helga Guðrún Johnson varamaður sæti Sigurveigar Jónsdóttur í fjarveru hennar.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi fór hinn 9. desember sl. fram á að fá upplýsingar um greiðslumark í fjárbúskap frá landbúnaðarráðuneytinu. Landbúnaðarráðuneytið greindi kæranda frá því í tölvupósti hinn 22. s.m. að erindi hans hefði verið framsent Bændasamtökum Íslands til afgreiðslu í samræmi við upplýsingalög og „að höfðu samráði við Persónuvernd".</p> <p align="justify">Bændasamtökin afgreiddu beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 7. janúar sl., þar sem fram kom að henni væri synjað á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p align="justify">Í kæru til nefndarinnar er bent á að upplýsingar um aflamark í sjávarútvegi séu öllum aðgengilegar. Telur kærandi að sömu reglur eigi að gilda um greiðslumark í fjárbúskap.</p> <p align="justify">Í umsögn Bændasamtakanna til úrskurðarnefndar kemur fram að í beiðni kæranda felist ósk um að fá upplýsingar um greiðslumark nærri 2000 lögbýla í landinu. Þar kemur jafnframt fram að beiðnin varði ekki gögn sem afmarkist við ákveðið skjal.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt 2. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. 1. gr. laga nr. 124/1995, er greiðslumark lögbýlis tiltekinn fjöldi ærgilda sem ákveðinn er fyrir hvert lögbýli og veitir rétt til beingreiðslu úr ríkissjóði. Samkvæmt 38. gr. laga nr. 99/1993, sbr. 7. gr. laga nr. 88/2000, skulu Bændasamtök Íslands halda skrá yfir rétthafa greiðslumarks lögbýla og handhafa beingreiðslna samkvæmt því, en ýmis réttaráhrif eru tengd færslu í skrána, meðal annars þau að vera grundvöllur beingreiðslna úr ríkissjóði til handhafa greiðslumarks hverju sinni.</p> <p align="justify">Samkvæmt framangreindu er stofnað til og kveðið á um efni umræddrar skrár með settum lögum auk þess sem ákvarðanir um einstakar færslur í skrána geta haft verulega þýðingu fyrir fjárhagslega hagsmuni þeirra sem í hlut eiga. Teljast ákvarðanir Bændasamtakanna um færslur í skrána þannig ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Fellur málið undir gildissvið upplýsingalaga að þessu leyti.</p> <p align="justify">Með 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er almenningi tryggður aðgangur að gögnum sem varða tiltekið mál sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum, sbr. og 1. mgr. 10. gr. laganna. Af áskilnaði um að beiðni um aðgang varði tiltekið mál verður meðal annars dregin sú ályktun að lögin feli ekki í sér rétt til að óska eftir aðgangi að gögnum í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Af sama áskilnaði leiðir að lögin veita heldur ekki rétt til að krefjast aðgangs að gögnum sem verða til við kerfisbundna skráningu og vinnslu upplýsinga um þau mál sem til meðferðar eru hjá stjórnvöldum. Ef þær eru persónugreinanlegar, fer um aðgang að slíkum upplýsingum samkvæmt nánari fyrirmælum laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, eins og einnig verður ráðið af 2. málslið 2. mgr. 2. gr., sbr. 1. gr. laga nr. 83/2000, og 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Þær upplýsingar sem kærandi hefur krafist að fá afhentar leiða af kerfisbundinni skráningu á greiðslumarki allra rétthafa slíkra réttinda í landinu. Umbeðin skrá og vinnsla þeirra upplýsinga sem henni liggur til grundvallar er ekki tiltekið mál í framangreindum skilningi. Af því leiðir að upplýsingalögin gilda ekki um aðgang að henni. Kröfu kæranda ber því að vísa frá nefndinni án frekari umfjöllunar.</p> <p align="justify">Eins og áður greinir krefst kærandi þess einnig að hann fái aðgang að lista yfir mjólkurkvóta allra framleiðenda í landinu. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að kærandi hafi óskað eftir umræddum lista fyrr en í kæru sinni til nefndarinnar. Liggur þannig ekki fyrir synjun Bændasamtaka Íslands um aðgang að umræddum lista sem heimilt er að bera undir nefndina samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga. Er nefndin því ekki bær til að fjalla efnislega um þessa kröfu kæranda og verður henni vísað frá nefndinni þegar af þessari ástæðu.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Kröfum kæranda, […], á hendur Bændasamtökum Íslands um að fá aðgang að listum yfir greiðslumark í fjárbúskap og mjólkurkvóta allra framleiðenda í landinu er vísað frá nefndinni.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Skúli Magnússon, formaður</p> <p align="center">Helga Guðrún Johnson</p> <p align="center">Símon Sigvaldason</p> <br /> <br /> |
A-196/2005 Úrskurður frá 26. janúar 2005 | Kærð var synjun yfirdýralæknis um að veita aðgang að öllum gögnum er fyrir lægju hjá embættinu vegna umsagna þess til landbúnaðarráðuneytisins um löggildingu sláturhúsa í tilteknum sveitarfélögum. Einnig var farið fram á aðgang að skýrslum vegna árlegs eftirlits með þessum sláturhúsum á yfirstandandi ári. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Einni kæru skipt upp í fleiri mál. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Frávísun á fyrri kröfu. Aðgangur veittur skv. seinni kröfu. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 26. janúar 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-196/2005:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 12. október sl., kærði […]n hrl. f.h. […] synjun yfirdýralæknis, dagsetta 4. s.m., um að veita umbjóðendum hans aðgang að öllum gögnum, skjölum, erindum, bréfum, skýrslum og úttektum, er fyrir lægju hjá embættinu vegna umsagna þess til landbúnaðarráðuneytisins um löggildingu sláturhúsanna í [sveitarfélögunum A, B, C, D, E, F, G, H og I], sbr. reglugerð nr. 461/2003</p> <p align="justify">Í bréfinu fóru kærendur einnig fram á aðgang að skýrslum vegna eftirlits með þessum sláturhúsum á grundvelli 5. gr. sömu reglugerðar á yfirstandandi ári. Með bréfi, dagsettu 22. nóvember sl., tilkynnti umboðsmaður kærenda að kæran tæki eingöngu til eftirlitsskýrslna vegna sláturhúsanna í [A, B og C]. Úrskurðarnefndin ákvað að kljúfa þessa beiðni í þrjú mál, þar sem fjallað væri sjálfstætt um aðgang að eftirlitsskýrslum um sérhvert þessara sláturhúsa. Í úrskurði þessum er fjallað um aðgang að eftirlitsskýrslum varðandi sláturhúsið að [A].</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 15. nóvember sl., var upphaflega kæran kynnt yfirdýralækni og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 26. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögn hans kæmi fram hvert væri umfang þeirra gagna sem kærendur höfðu leitað eftir. Með bréfi, dagsettu 29. nóvember sl., var yfirdýralækni kynnt síðari kæran frá 22. s.m. og honum gefinn kostur á að gera við hana athugasemdir til kl. 16.00 hinn 13. desember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu í trúnaði látin í té afrit af umbeðnum gögnum varðandi sláturhúsið á [A].</p> <p align="justify">Umsögn yfirdýralæknis um upphaflegu kæruna, dagsett 24. nóvember sl., barst hinn 29. s.m. Umsögn hans um síðari útgáfu hennar, dagsett 13. desember sl., barst innan tilskilins frests. Henni fylgdu ýmis gögn er varða endurnýjun sláturleyfis fyrir sláturhúsið á [A], en ekki um löggildingu þess.</p> <p align="justify">Með bréfi til yfirdýralæknis, dagsettu 29. desember sl., var þess farið á leit að nefndinni yrði látið í té afrit af eftirlitsskýrslu héraðsdýralæknis skv. 5. gr. reglugerðar nr. 461/2003, um slátrun og meðferð sláturhúsa, vegna eftirlits með sláturhúsinu á [A] fyrir árið 2004. Með bréfi frá yfirdýralækni, dagsettu 6. janúar sl., bárust umbeðin gögn.</p> <p align="justify">Af erindi héraðsdýralæknisins til [J, eiganda sláturhússins], dagsettu 6. ágúst 2004, mátti ráða að áform væru um slátra ekki framar í sláturhúsinu á [A] að lokinni sláturtíð þá um haustið. Með bréfi til [J], dagsettu 12. janúar sl., leitaði úrskurðarnefnd eftir upplýsingum um hvort þessi áform hefðu gengið eftir. Jafnframt var þess óskað, að úrskurðarnefnd yrði gerð grein fyrir því, hvort félagið teldi eitthvað vera því til fyrirstöðu að veita kærendum aðgang að umbeðnum gögnum og af hverju það væri, ef það teldi svo vera. Svar [J], dagsett 20. janúar sl., barst í símbréfi sama dag.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að umboðsmaður kærenda fór með bréfi til yfirdýralæknis, dagsettu 27. september sl., fram á að fá aðgang að öllum gögnum, skjölum, erindum, bréfum, skýrslum og úttektum, er fyrir lægju hjá embættinu vegna umsagna þess til landbúnaðarráðuneytisins um löggildingu sláturhúsanna í [A, B, C, D, E, F, G, H og I], sbr. reglugerð nr. 461/2003, og skýrslur vegna eftirlits með þeim á grundvelli 5. gr. sömu reglugerðar á yfirstandandi ári.</p> <p align="justify">Með bréfi til umboðsmanns kærenda, dagsettu 4. október sl., synjaði yfirdýralæknir beiðni kærenda með vísan til þess að umbeðin gögn vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðkomandi sláturhúsa. Því væri óheimilt að veita að þeim aðgang á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p align="justify">Í kæru til nefndarinnar kemur fram að umsókn kærenda um löggildingu fyrir sláturhús þeirra hafi verið hafnað. Telja þeir að sér hafi verið mismunað m.t.t. annarra sláturhúsaeigenda. Þá draga kærendur í efa að umbeðin gögn hafi að geyma upplýsingar er varði hagsmuni sem varðir séu af 5. gr. upplýsingalaga. Jafnvel þótt svo væri, er ennfremur talið að mikilvægir almannahagsmunir m.t.t. fæðuöryggis og heilnæmra lífsskilyrða ættu að vega þyngra og víkja þeim til hliðar.</p> <p align="justify">Í símbréfi [J] til úrskurðarnefndar er staðfest að sláturhús félagsins á [A] hafi verið úrelt og að ekki verði slátrað þar oftar. Á hinn bóginn leggur félagið ríka áherslu á að eftirlitsheimildum hins opinbera þurfi að fylgja rík trúnaðarskylda. Upplýsinga sem aflað sé í þágu opinbers eftirlits beri því að fara með sem trúnaðarmál og eingöngu nýta í því skyni. Í samræmi við það lýsir félagið sig algerlega mótfallið því að upplýsingum sem embætti yfirdýralæknis hafi aflað í eftirlitsskyni verði miðlað til annarra, þ. á m. keppinauta þess.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 461/2003, um slátrun og meðferð sláturafurða, er það í höndum landbúnaðarráðuneytisins að taka ákvörðun um löggildingu sláturhúsa, en ekki yfirdýralæknis. Þegar beiðni um aðgang að gögnum varðar mál, sem tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun í, sbr. 1. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, ber skv. 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga að beina henni til þess stjórnvalds, sem ákvörðunina hefur tekið. Að þessu athuguðu lá ekki fyrir synjun þar til bærs stjórnvalds um aðgang að gögnum um löggildingu tiltekinna sláturhúsa þegar kæra málsins var borin fram við úrskurðarnefndina. Ákvörðun yfirdýralæknis þar að lútandi verður því ekki borin undir nefndina, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og ber því að vísa henni frá nefndinni.</p> <p align="justify">Ábendingu um þessa niðurstöðu var komið á framfæri við kærendur um leið og hún lá fyrir, sbr. erindi formanns nefndarinnar til kærenda, dagsett 29. desember sl., með afriti til landbúnaðarráðuneytisins og yfirdýralæknis.</p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p align="justify">Kærendur hafa óskað eftir aðgangi að skoðunarskýrslum yfirdýralæknis vegna sláturhúss að [A] nr. 24. Fyrir liggur að skoðun fór fram hinn 6. ágúst 2004 og voru skýrslur gerðar af því tilefni um sláturhús, kjötfrystihús og kjötverkunarstöð. Til úrlausnar er hvort kærendur eigi rétt á aðgangi að þessum skýrslum.</p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. laganna. Samkvæmt síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskipta-hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki, er í hlut á. Í lögskýringargögnum við upplýsingalögin segir m.a. svo um þetta ákvæði:</p> <p align="justify">„Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."</p> <p align="justify">Samkvæmt 2. og 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 461/2003, um slátrun og meðferð sláturafurða, skulu héraðsdýralæknar árlega skoða ítarlega húsnæði og búnað sláturhúsa, kjötpökkunarstöðva, kjötfrystihúsa, kjötvinnslustöðva og dreifistöðva, meðferð á afurðunum, innra eftirlit og annað sem yfirdýralæknir gefur fyrirmæli um og skila ítarlegri skýrslu um skoðun sína til eiganda fyrirtækisins og yfirdýralæknis. Af 4. mgr. sömu greinar má ráða að eftirlit þetta fer fram til að ganga úr skugga um að starfsemin á viðkomandi stað uppfylli enn skilyrði löggildingar.</p> <p align="justify">Jafnvel þótt upplýsingar, sem aflað er um ástand slíkra húsa í þessu skyni, geti varðað mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra, er hlut eiga að máli, gera upplýsingalögin ráð fyrir að það sé metið í hverju og einu tilviki. Í athugasemdum við II. kafla frumvarps þess er varð að upplýsingalögum segir svo:</p> <p align="justify">„Aðgangur almennings að upplýsingum verður almennt ekki takmarkaður á grundvelli ákvæða 5.-6. gr. nema að undangengnu mati stjórnvalds á því hvort hætta sé á að þeir hagsmunir, sem þar eru tilgreindir, skaðist ef upplýsingar eru veittar."</p> <p align="justify">Þegar til þess er litið að ekki verður framar slátrað í því húsi, sem hér er um að ræða, verða upplýsingar um ástand þess vart taldar til þess fallnar að skaða þá hagsmuni, sem verndaðir eru af síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga, eftir að starfsemi þar er hætt.</p> <p align="justify">Úrskurðarnefnd hefur einnig kynnt sér efni þeirra skýrslna sem kærendur hafa óskað eftir aðgangi að. Að áliti hennar er þar ekki að finna neinar þær upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni er réttlæti samkvæmt framansögðu að synja kærendum um aðgang að þeim. Að þessu athuguðu eru ekki að lögum skilyrði til að takmarka aðgang að framangreindum skýrslum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Kröfu kærenda, […], á hendur yfirdýralækni um að fá aðgang að gögnum mála er varða löggildingu sláturhúsanna í [A, B, C, D, E, F, G, H og I] er vísað frá.</p> <p align="justify">Yfirdýralæknir skal veita kærendum, […], aðgang að skýrslu um sláturhús að [A], skýrslu um kjötfrystihús að [A] og skýrslu um skoðun á kjötverkunarstöð að [A], öllum dagsettum 6. ágúst 2004.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Páll Hreinsson, formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-197/2005 Úrskurður frá 26. janúar 2005 | Kærð var synjun Hafnarfjarðarbæjar um að veita aðgang að yfirliti yfir allar samþykktar íbúðir norðan Reykjanesbrautar. Tilgreining máls eða gagna. Leiðbeiningar um afmörkun beiðni. Frávísun staðfest. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 26. janúar 2005 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-197/2005:</p> <p></p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 14. desember sl., kærðu […] synjun Hafnarfjarðarbæjar, dagsetta 1. s.m., um að veita þeim aðgang að yfirliti yfir allar samþykktar íbúðir norðan Reykjanesbrautar, hvenær þær voru samþykktar, hversu stórar þær væru í fermetrum og hversu stór þau hús væru í fermetrum, sem þær tilheyrðu.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 6. janúar sl., var kæran kynnt Hafnarfjarðarbæ og bænum veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 18. janúar sl. Umsögn Hafnarfjarðarbæjar, dagsett 17. janúar sl., barst innan tilskilins frests.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærendur fóru með bréfi til Hafnarfjarðarbæjar, dagsettu 24. nóvember sl., fram á að fá yfirlit yfir allar samþykktar íbúðir norðan Reykjanesbrautar, hvenær þær voru samþykktar, hversu stórar þær væru í fermetrum og hversu stór þau hús væru í fermetrum, sem þær tilheyrðu.</p> <p align="justify">Hafnarfjarðarbær synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 1. desember sl., á þeim grundvelli að hún varðaði ekki tiltekið mál, sbr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, og væri a.ö.l. of almenn og víðtæk til að við henni mætti verða.</p> <p align="justify">Af beiðni kærenda má ráða að hún miði að því að kanna hvort jafnræðis hafi verið gætt við afgreiðslu sambærilegra mála.</p> <p align="justify">Í umsögn bæjarins til úrskurðarnefndar er áréttað að beiðni kærenda beinist ekki að tilteknu máli heldur að ákveðnum tegundum húsnæðis á stóru iðnaðarsvæði. Þessara upplýsinga verði ekki aflað með öðru móti en að fletta því upp í Fasteignaskrá <strong></strong>ríkisins.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er áskilið að beiðni um aðgang að upplýsingum varði tiltekið mál. Þessi áskilnaður er nánar útfærður í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga á þann hátt að beiðni skuli annaðhvort tiltaka það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir, en það kemur um leið í veg fyrir að unnt sé að óska aðgangs að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund.</p> <p align="justify">Þegar til þess er litið að beiðni kærenda varðar ekki tiltekin mál, tilteknar fasteignir eða íbúðir, heldur ákveðnar upplýsingar um ótiltekinn fjölda íbúða, verður hún ekki talin uppfylla þennan áskilnað um afmörkun beiðni. Með því að beiðnin er ekki afmörkuð á þann hátt sem 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga gerir kröfu til ber að staðfesta ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar um að vísa henni frá.</p> <p align="justify">Tekið skal fram að ekkert stendur því í vegi að kærandi beri á ný fram erindi við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að gögnum þar sem tiltekið er það mál sem óskað er eftir aðgangi að.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Staðfest er ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar frá 1. desember 2004 um að vísa frá erindi […], dags. 24. nóvember 2004, um aðgang að upplýsingum um ótiltekinn fjölda íbúða.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Páll Hreinsson, formaður</p> <p align="center">Friðgeir Björnsson</p> <p align="center">Sigurveig Jónsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-195/2004 Úrskurður frá 30. desember 2004 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að gögnum um viðræður forsætisráðherra og utanríkisráðherra við aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna 5. júní 2003. Vinnuskjal sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Öryggi og varnir ríkisins. Samskipti við önnur ríki. Synjun staðfest. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p><br /> Hinn 30. desember 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-195/2004:</p> <p align="center"><br /> <strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dagsettu 8. desember sl., kærðu […] meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni þeirra um aðgang að gögnum varðandi viðræður þáverandi forsætis- og utanríkisráðherra við aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna sem fram fóru 5. júní 2003.</p> <p>Með bréfi, dagsettu 8. desember sl., var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því beint til þess að afgreiða beiðni kærenda eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en hinn 21. desember sl. Jafnframt var þess óskað að ákvörðun ráðuneytisins yrði birt kærendum og úrskurðarnefnd eigi síðar en kl. 16.00 þann dag. Ef ráðuneytið kysi að synja kærendum um aðgang að þeim gögnum, er beiðni þeirra lyti að, var þess ennfremur óskað að nefndinni yrðu látin í té, í trúnaði, afrit af gögnunum innan sama frests.</p> <p>Með bréfi utanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettu 20. desember sl., var nefndinni tilkynnt að beiðni kærenda hefði verið synjað og jafnframt var umsögn veitt um kæruefnið. Bréfinu fylgdi auk þess afrit af frásögn sem skráð hafði verið af umræddum fundi ráðherranna hinn 5. júní 2003.</p> <p>Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</p> <p align="center"><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að í síðasta mánuði óskuðu kærendur eftir því að fá aðgang og afrit „af öllum skjölum og gögnum í vörslu utanríkisráðuneytisins er varða viðræður Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra og Halldórs Ásgrímssonar, þáverandi utanríkisráðherra við Elizabeth Jones, aðstoðarráðherra í málefnum Evrópu og Asíu í bandaríska utanríkisráðuneytinu, sem fram fóru í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu 5. júní 2003.“ Þar eð ráðuneytið svaraði ekki þessari beiðni kærenda kærðu þau meðferð á beiðninni til úrskurðarnefndar, eins og gerð er grein fyrir í kaflanum um kæruefni hér að framan.</p> <p>Í kæru sinni, dagsettri 8. desember sl., færa kærendur rök fyrir því að veita beri þeim aðgang að fyrrgreindum gögnum á grundvelli II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996. Að mati þeirra er m.a. ekki stætt á því að synja þeim um slíkan aðgang skv. 6. gr. laganna þó svo að beiðni þeirra varði varnarmál. Efni og niðurstaða umrædds fundar séu nauðsynlegar fyrir umræðu um varnarmál landsins og sé ólíklegt að nokkuð hafi komið þar fram sem varðar almannaheill.</p> <p>Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dagsettri 20. desember sl., er tekið fram að beiðni kærenda eigi við frásögn af umræddum fundi. Frásögnin sé rituð á íslensku og eingöngu ætluð til minnis fyrir íslenska þátttakendur á fundinum. Í ráðuneytinu sé farið með hana sem algert trúnaðarmál og hafi eingöngu ákveðnir starfsmenn þess aðgang að henni. Ráðuneytið telur því að frásögnin uppfylli skilyrði 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga til að vera undanþegin aðgangi sem vinnuskjal er stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Ennfremur segir í umsögn ráðuneytisins að sú ákvörðun að synja kærendum um aðgang að frásögn af fundi ráðherranna sé á því byggð að efni frásagnarinnar varði mikilvægar upplýsingar af því tagi sem undanþegnar séu aðgangi almennings á grundvelli 1. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.– 6. gr.“ Sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kærendum um aðgang að frásögn af fundi þáverandi forsætis- og utanríkisráðherra með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fram fór 5. júní 2003, er m.a. byggð á 3. tölul. 4. gr. laganna.</p> <p>Í þeim tölulið er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá“. Þetta ákvæði felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum og ber því fremur að skýra það þröngt en rúmt.</p> <p>Frumskilyrði þess að skjal falli undir 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga er að það sé í eðli sínu vinnuskjal í merkingu ákvæðisins. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir m.a. svo um það atriði: „Þegar matskennd stjórnvaldsákvörðun er tekin verða stjórnvöld iðulega að vega og meta mörg ólík sjónarmið. Af þessu leiðir að einatt tekur það einhvern tíma að móta afstöðu stjórnvalds til fyrirliggjandi máls og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma ítarlegri upplýsingar um málsatvik. Gögn, sem til verða á þessum tíma, þurfa því ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Er því lagt til … að vinnuskjöl stjórnvalds verði undanþegin upplýsingarétti.“</p> <p>Hin tilvitnuðu ummæli eiga við gögn í máli, þar sem tekin er stjórnvaldsákvörðun. Sé um að ræða annars konar stjórnsýslumál verður, þegar leyst er úr því hvort skjal teljist vinnuskjal í skilningi upplýsingalaga, að líta til þess hvort skjalið gegni ámóta hlutverki og gerð er grein fyrir í athugasemdunum hér að framan. Skjal það, sem kærendur hafa óskað eftir að fá aðgang að, hefur einvörðungu að geyma frásögn af því sem fram fór á umræddum fundi. Af þeim sökum er vafasamt að líta á það sem vinnuskjal samkvæmt hinni þröngu skilgreiningu í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Ekki verður heldur séð að unnt sé að afla þeirra upplýsinga, sem þar er að finna, annars staðar frá. Þegar það er virt verður ekki talið að frásögnin sé undanþegin upplýsingarétti almennings á grundvelli þessa ákvæðis.</p> <p align="center"><br /> 2.</p> <p>Samkvæmt. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt „að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um … öryggi ríkisins eða varnarmál“. Með sama skilorði er skv. 2. tölul. sömu greinar heimilt að takmarka aðgang að gögnum með upplýsingum um „samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir“.</p> <p>Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir m.a. um 1. tölul. 6. gr. að með því ákvæði sé „eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við“. Þá segir jafnframt í athugasemdunum: „Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni. Ef upplýsingar, þeim tengdar, berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt. – Með upplýsingum um varnarmál er m.a. átt við upplýsingar um áætlanir og samninga um varnir landsins, svo og við framkvæmdir á varnarsvæðum. Það er skilyrði fyrir því að takmarka megi aðgang að gögnum, með vísan til þessa ákvæðis, að sýnt sé fram á hættu gagnvart íslenskum hagsmunum. Ákvæðið tekur því aðeins til upplýsinga um innlend varnarmál, en 2. tölul. tekur til upplýsinga um alþjóðleg varnarmál og varnarmál erlendra ríkja. Oft kunna íslenskir og erlendir hagsmunir þó að falla saman að þessu leyti.“</p> <p>Ennfremur er að finna svofellda skýringu á 2. tölul. 6. gr. í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga: „Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki … – Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir því ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg við skýringu á ákvæðinu.“</p> <p>Bandaríkin annast varnir Íslands á grundvelli sérstaks varnarsamnings, sbr. lög nr. 110/1951. Í frásögn þeirri af fundi þáverandi forsætis- og utanríkisráðherra með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hér er til umfjöllunar, koma fram margvíslegar upplýsingar um varnir landsins. Úrskurðarnefnd lítur svo á að það kynni að stofna öryggi íslenska ríkisins í hættu ef upplýsingar þessar yrðu á almanna vitorði. Einnig telur nefndin að það gæti spillt fyrir samskiptum Íslands við Bandaríkin og dregið úr trausti í skiptum ríkjanna tveggja ef frásögn af fundi ráðamanna þeirra, þar sem áhersla er lögð á gagnkvæman trúnað um það sem þar fer fram, yrði gerð opinber.</p> <p>Samkvæmt þessu og með vísun til 1. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er staðfest sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kærendum um aðgang að frásögn af því sem fram fór á umræddum fundi ráðherranna.</p> <p align="center"><br /> <strong>Úrskurðarorð</strong>:</p> <p>Staðfest er sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kærendum, […], um aðgang að frásögn af því sem fram fór á fundi þáverandi forsætis- og utanríkisráðherra með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna 5. júní 2003.</p> <p align="center"><br /> Eiríkur Tómasson formaður<br /> Ólafur E. Friðriksson<br /> Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-191/2004 Úrskurður frá 22. desember 2004 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang gögnum um árás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl í Afganistan 23. október 2004. Vinnuskjal sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Einkamálefni einstaklinga. Samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Aðgangur veittur að hluta skjals. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p><br /> Hinn 22. desember 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-191/2004:</p> <p align="center"><br /> <strong>Kæruefni</strong></p> <p><br /> Með bréfi, dagsettu 4. nóvember sl., kærði […], blaðamaður, synjun utanríkisráðuneytisins, dagsetta 3. nóvember sl., um að veita honum aðgang að gögnum, sem gerð hafi verið í ráðuneytinu, um árás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl í Afganistan hinn 23. október sl.</p> <p>Með bréfi, dagsettu 15. nóvember sl., var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 22. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Að beiðni ráðuneytisins var frestur þessi framlengdur til 29. nóvember sl. Þann dag barst umsögn þess, dagsett sama dag, ásamt afritum af ódagsettri frásögn af árásinni og skýrslu [A], yfirmanns flugvallarins í Kabúl, um fyrrgreint atvik, dagsettri 29. október sl.</p> <p>Að lokinni athugun á málinu og gögnum þess spurðist nefndin nánar fyrir um stöðu [A], þ. á m. hvort hann hafi gegnt starfi yfirmanns flugvallarins í Kabúl í þjónustu Atlantshafsbandalagsins og lotið stjórn bandalagsins á meðan hann gegndi því starfi. Svar utanríkisráðuneytisins við þessari fyrirspurn, dagsett 16. desember sl., barst nefndinni þann dag.</p> <p align="center"><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi til utanríkisráðuneytisins, dagsettu 2. nóvember sl., fór kærandi þess á leit að fá aðgang að skýrslu [A], yfirmanns flugvallarins í Kabúl, um árásina sem gerð var á íslenska friðargæsluliða í borginni hinn 23. október sl., svo og að „öllum þeim skýrslum, samantektum eða minnisblöðum sem gerð hafa verið hjá ráðuneytinu vegna þessa máls.“</p> <p>Utanríkisráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 3. nóvember sl., og lét honum í té frásögn ráðuneytisins af umræddu atviki, en synjaði honum um aðgang að öðrum gögnum, sem beiðni hans tók til, á þeim grundvelli að um sé að ræða vinnuskjöl, sem undanþegin séu aðgangi almennings á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Jafnframt segir í svari ráðuneytisins að það hafi einnig tekið afstöðu til þess að ekki sé unnt að veita aukinn aðgang að gögnunum á grundvelli 3. mgr. 3. gr. laganna vegna þess að gögnin hafi að geyma upplýsingar, sem þagnarskylda ríkir um skv. 5. gr. og 1. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, með tilliti til öryggishagsmuna og einkalífsverndar þeirra er þær varða.</p> <p>Í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 29. nóvember sl., kemur fram að gögn þau, sem beiðni kæranda tekur til, séu annars vegar skýrsla [A], yfirmanns flugvallarins í Kabúl, um umrætt atvik og hins vegar frásögn af árásinni sem að hluta hafi verið byggð á skýrslu [A]. Síðarnefnda skjalið hafi verið sent kæranda um leið og beiðni hans var svarað og honum synjað um aðgang að fyrrnefnda skjalinu. Svo sem þar komi fram hafi synjun ráðuneytisins byggst á því, að skýrslan sé undanþegin aðgangi á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga sem vinnuskjal er stjórnvald hafi ritað til eigin afnota. Skýrslan sé rituð af starfsmanni ráðuneytisins til að upplýsa það um atvik málsins frá fyrstu hendi. Sá sem skýrsluna ritaði hafi, sem yfirmaður flugvallarins í Kabúl, komið að því hlutverki sínu sem starfsmaður íslensku friðargæslunnar. Það sé samheiti þeirra starfsmanna ráðuneytisins sem það ræður til að sinna verkefnum er það taki að sér í þágu friðargæslu á alþjóðlegum vettvangi. Að þessu athuguðu telur ráðuneytið ekki leika á því vafa að skýrslan sé rituð af starfsmanni ráðuneytisins til nota í þess eigin þágu, enda hafi hún ekki verið sýnd eða send neinum utan þess.</p> <p>Ennfremur er í umsögn ráðuneytisins áréttað að þar sem skýrslan hafi jafnframt að geyma upplýsingar um öryggisráðstafanir á flugvellinum og um heilsuhagi þeirra, er fyrir árásinni urðu, hafi heldur ekki verið unnt að veita að henni aukinn aðgang á grundvelli 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, enda ríki þagnarskylda um slíkar upplýsingar, sem óheimilt sé að rjúfa, sbr. 1. og 2. tölul. 6. gr. og 5. gr. laganna. Bent er á þá staðreynd að í ráðuneytinu hafi verið unnin frásögn af atvikum málsins sem kæranda hefur verið látin í té. Í ljósi þess telur ráðuneytið heldur ekki að frávik það, sem niðurlag 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga gerir ráð fyrir, komi til álita.</p> <p>Í svarbréfi utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn úrskurðarnefndar, dagsettu 16. desember sl., segir m.a. orðrétt: „Af þessu tilefni skal tekið fram að alþjóðlega friðargæslan í Afganistan (ISAF) er í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna undir stjórn Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur leitað til aðildarríkja sinna og víðar um að deila byrðum af þessum verkefni og hafa íslensk stjórnvöld fyrir sitt leyti leitast við að axla á því ábyrgð með því að taka að sér stjórn alþjóðaflugvallarins í Kabúl í ákveðinn tíma. Fyrir verkefni af þessu tagi hefur utanríkisráðuneytið á að skipa ákveðnum hópi manna, sem nefndur hefur verið íslenska friðargæslan. Úr þessum hópi eru hverju sinni valdir viðeigandi einstaklingar eftir því sem viðkomandi verkefni gefur tilefni til. Þeir sem fyrir valinu verða eru ráðnir af utanríkisráðuneyti, það borgar þeim laun, það ræður hvenær og hvert þeir eru sendir og hversu lengi þeim er haldið til verka. Eðli máls samkvæmt ganga þeir í verkum sínum inn í það stjórnskipulag sem haldið er uppi á hverjum stað og getur í þágu stigskiptingar innan þess kerfis verið skylt að taka við fyrirmælum frá öðrum. Yfirmanni flugvallarins í Kabúl getur því við framkvæmd þeirra starfa sinna verið skylt að taka við fyrirmælum frá stjórn alþjóðlegu friðargæslunnar (ISAF) sem nú er undir stjórn Atlantshafsbandalagsins. – Á hinn bóginn gefur fyrirspurn yðar sérstakt tilefni til að árétta að skýrsla sú, sem er andlag kærumáls þessa, tekur alls ekki til atvika sem varða stjórn flugvallarins í Kabúl. Hún varðar atvik sem urðu þegar yfirmaðurinn hélt til einkaerinda utan flugvallarins og snertu fimm aðra starfsmenn, sem ráðuneytið hafði ráðið til verka ytra. Skýrslan var því rituð til að gefa ráðuneytinu sem vinnuveitanda þessara manna sem gleggstar upplýsingar um rás atburða þennan dag og gera því á grundvelli þeirra kleift að taka ákvarðanir um nauðsynlegar ráðstafanir vegna þessara starfsmanna …“</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.“ Sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að skýrslu [A], dagsettri 29. október sl., er m.a. byggð á 3. tölul. 4. gr. laganna.</p> <p>Í þeim tölulið er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá“. Þetta ákvæði felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum og ber því fremur að skýra það þröngt en rúmt.</p> <p>Frumskilyrði þess að skjal falli undir 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga er að það sé í eðli sínu vinnuskjal í merkingu ákvæðisins. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir m.a. svo um það atriði: „Þegar matskennd stjórnvaldsákvörðun er tekin verða stjórnvöld iðulega að vega og meta mörg ólík sjónarmið. Af þessu leiðir að einatt tekur það einhvern tíma að móta afstöðu stjórnvalds til fyrirliggjandi máls og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma ítarlegri upplýsingar um málsatvik. Gögn, sem til verða á þessum tíma, þurfa því ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Er því lagt til … að vinnuskjöl stjórnvalds verði undanþegin upplýsingarétti.“</p> <p>Hin tilvitnuðu ummæli eiga við gögn í máli, þar sem tekin er stjórnvaldsákvörðun. Sé um að ræða annars konar stjórnsýslumál verður, þegar leyst er úr því hvort skjal teljist vinnuskjal í skilningi upplýsingalaga, að líta til þess hvort skjalið gegni ámóta hlutverki og gerð er grein fyrir í athugasemdunum hér að framan. Skýrsla sú, sem hér um ræðir, var rituð, eins og segir í svarbréfi utanríkisráðuneytisins, dagsettu 16. desember sl., „til að gefa ráðuneytinu sem vinnuveitanda þessara manna sem gleggstar upplýsingar um rás atburða … og gera því á grundvelli þeirra kleift að taka ákvarðanir um nauðsynlegar ráðstafanir vegna þessara starfsmanna …“ Í skýrslunni er þar af leiðandi lýst aðdraganda að sprengjuárás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl hinn 23. október sl., árásinni sjálfri og afleiðingum hennar. Ennfremur gerir skýrsluhöfundur grein fyrir viðhorfum sínum til málsins og umfjöllunar um það, ekki síst umfjöllunar af hálfu íslenskra fjölmiðla. Þar eð skýrslan hefur fyrst og fremst að geyma upplýsingar um málsatvik og viðhorf höfundar til þess, sem gerðist í umrætt sinn, og þess, sem á eftir fór, án þess að vikið sé að hugsanlegum viðbrögðum ráðuneytisins í tilefni af þessum atburðum, er það álit úrskurðarnefndar að ekki sé unnt að líta á skýrsluna sem vinnuskjal samkvæmt hinni þröngu skilgreiningu í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu er hún ekki undanþegin upplýsinga-rétti almennings á grundvelli þess ákvæðis.</p> <p align="center"><br /> 2.</p> <p>Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt „að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.“ Þá er heimilt „að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um … öryggi ríkisins eða varnarmál“ ellegar „samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir“, sbr. 1. og 2. tölul. 6. gr. laganna.</p> <p>Fyrir liggur að utanríkisráðuneytið hefur veitt kæranda aðgang að frásögn af sprengjuárásinni í Kabúl hinn 23. október sl. sem byggð er á upplýsingum úr hinni umbeðnu skýrslu. Úrskurðarnefnd hefur borið efni þeirrar frásagnar saman við skýrsluna og telur að þar sé að finna nákvæma endursögn af því, sem fram kemur í þeim hlutum skýrslunnar, þar sem lýst er aðdraganda árásarinnar, árásinni sjálfri og afleiðingum hennar. Þau atriði, sem felld hafa verið brott í endursögninni, varða að mati nefndarinnar upplýsingar sem falla ýmist undir 5. gr. eða 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þar er annars vegar um að ræða nánari lýsingu á áverkum þeirra, sem fyrir árásinni urðu, og hins vegar upplýsingar um skipulag friðargæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Ef þessi atriði væru numin á brott úr skýrslunni er það skoðun nefndarinnar að það, sem eftir stæði, gæfi ekki eins heillega mynd af atburðunum, eins og þeim er lýst í frásögninni sem kærandi hefur þegar fengið aðgang að.</p> <p>Umrædd frásögn hefur hins vegar ekki að geyma endursögn af því sem fram kemur í inngangi skýrslunnar og niðurlagi hennar, þ.e. þeim kafla sem ber yfirskriftina „Önnur atriði“. Það er niðurstaða úrskurðarnefndar að í þeim hlutum skýrslunnar sé ekki að finna upplýsingar, sem falla undir 5. eða 6. gr. upplýsingalaga, ef frá er talin umfjöllun um einkamálefni skýrsluhöfundar í einni málsgrein í niðurlagi hennar. Þá koma heldur ekki fram upplýsingar á uppdrættinum, er fylgdi skýrslunni, sem samkvæmt framansögðu eru undanþegnar upplýsingarétti almennings.</p> <p>Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, og með vísun til 7. gr. upplýsingalaga ber utanríkisráðuneytinu að veita kæranda aðgang að hluta hinnar umbeðnu skýrslu, ásamt meðfylgjandi uppdrætti. Ljósrit af skýrslunni fylgja því eintaki af úrskurði þessum, sem sent verður ráðuneytinu, þar sem úrskurðarnefnd hefur merkt við þá hluta sem hún telur rétt að undanþiggja aðgangi almennings skv. 5. gr. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="center"><br /> <strong>Úrskurðarorð</strong>:</p> <p>Utanríkisráðuneytinu er skylt að veita kæranda, […], aðgang að skýrslu [A], yfirmanns flugvallarins í Kabúl, um árás, sem gerð var á íslenska friðargæsluliða í borginni hinn 23. október sl., að hluta, svo og að uppdrætti sem fylgdi skýrslunni, eins og nánar er kveðið á um í úrskurði þessum.</p> <p align="center"><br /> Eiríkur Tómasson formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson</p> <p></p> <br /> <br /> |
A-194/2004 Úrskurður frá 17. desember 2004 | Kærð var synjun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. um að veita aðgang að gögnum um bílagæslu við flugstöðina og meðferð utanríkisráðuneytisins á sams konar beiðni.Gildissvið upplýsingalaga. Gögn ekki í vörslum stjórnvalds. Kæruheimild. Frávísun. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p><br /> Hinn 17. desember 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-194/2004:</p> <p align="center"><br /> <strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dagsettu 17. nóvember sl., kærðu […] synjun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., dagsetta 25. október sl., um að veita þeim aðgang að gögnum um bílagæslu við flugstöðina. Jafnframt kærðu þau meðferð utanríkisráðuneytisins á sams konar beiðni.</p> <p>Með bréfi, dagsettu 23. nóvember sl., var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því beint til ráðuneytisins að afgreiða beiðni kærenda sem fyrst og eigi síðar en 10. desember sl. Færi svo að beiðninni yrði synjað var þess jafnframt óskað að nefndinni yrði látin í té, í trúnaði, afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sömu tímamarka. Í því tilviki var ráðuneytinu ennfremur gefinn kostur á að lýsa viðhorfi sínu til kærunnar og rökstyðja ákvörðun sína nánar. Utanríkisráðuneytið svaraði erindi nefndarinnar með bréfi, dagsettu 26. nóvember sl.</p> <p>Ekki þótti ástæða til að leita álits Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. á málinu.</p> <p align="center"><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að í tölvubréfum til utanríkisráðuneytisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., dagsettum 25. október sl., fóru kærendur þess á leit að fá aðgang að samningum, sem gerðir hafa verið við öryggisfyrirtækið Securitas um bílagæslu við flugstöðina, svo og að útboðs- og/eða forvalsgögnum sem og öðrum gögnum er legið hafi til grundvallar þeim samningum. Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. svaraði beiðni kærenda með tölvubréfi 27. október sl., en ráðuneytið hefur ekki svarað henni.</p> <p>Í bréfi utanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndar er upplýst að hlutafélagið Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. sjái um alla starfsemi, sem flugstöðina varðar, í samræmi við 7. gr. laga nr. 76/2000 um stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ráðuneytið hvorki hafi umbeðin gögn í vörslum sínum né væri því heimilt að láta gögnin af hendi, ef svo væri, enda sé um að ræða samning milli verktaka og hlutafélags sem ráðuneytið eigi ekki aðild að.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p>Í 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir orðrétt: „Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.“ Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði m.a. skýrt svo að lögin gildi almennt „ekki um einkaaðila, en undir hugtakið einkaaðilar falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu.“</p> <p>Samkvæmt framansögðu taka upplýsingalög því ekki til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., enda hefur því hlutafélagi ekki verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. laganna. Ber þegar af þeirri ástæðu að vísa framkominni kæru á hendur félaginu frá úrskurðarnefnd.</p> <p align="center"><br /> 2.</p> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.“ Samkvæmt þessu er stjórnvöldum almennt skylt að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum þeirra.</p> <p>Eins og fram kemur í lýsingu málsatvika hér að framan, hefur utanríkisráðuneytið lýst því yfir að ráðuneytið hafi ekki í vörslum sínum þau gögn sem kærendur hafa óskað eftir aðgangi að. Þar með liggur ekki fyrir synjun stjórnvalds um að veita kærendum aðgang að skjölum eða annars konar gögnum í vörslum þess. Af þeim sökum verður málið ekki borið undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og ber þar af leiðandi að vísa því frá nefndinni.</p> <p align="center"><br /> <strong>Úrskurðarorð</strong>:</p> <p>Kæru […] á hendur Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og utanríkisráðuneytinu er vísað frá úrskurðarnefnd.</p> <p align="center"><br /> Eiríkur Tómasson formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson</p> <p></p> <br /> <br /> |
A-193/2004 Úrskurður frá 16. desember 2004 | Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að bréfi frá einum umsækjenda um embætti hæstaréttardómara. Umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og öll gögn sem þau varða. Synjun staðfest. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p><br /> Hinn 16. desember 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-193/2004:</p> <p align="center"><br /> <strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dagsettu 22. október sl., kærði […] hrl. synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsetta 12. s.m., um að veita honum aðgang að bréfi sem því hefði borist frá [A] í tengslum við umsókn hans um embætti hæstaréttardómara.</p> <p>Með bréfi, dagsettu 18. nóvember sl., var kæran kynnt dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 29. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrði í trúnaði látin í té afrit af bréfi því, er kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsett 25. nóvember sl., barst innan tilskilins frests ásamt afriti af bréfi [A], dagsettu 24. september sl., til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra, sem settur hafði verið til að veita nefnt dómaraembætti.</p> <p>Formaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál, Eiríkur Tómasson, vék sæti í máli þessu og varaformaður nefndarinnar, Valtýr Sigurðsson, var fjarstaddur við afgreiðslu þess. Í þeirra stað var varamaður formanns, Steinunn Guðbjartsdóttir, sett til að stýra meðferð máls þessa og uppkvaðningu úrskurðar í því. Jafnframt tók varamaður varaformanns, Arnfríður Einarsdóttir, sæti hans við meðferð og úrskurð í málinu.</p> <p align="center"><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi fór með bréfi til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsettu 5. október sl., fram á að fá aðgang að bréfi, sem [A] hefði sem umsækjandi um embætti hæstaréttardómara sent veitingarvaldinu eftir að umsóknarfrestur rann út og gögn málsins send ráðherra þeim, sem settur hafði verið til að fara með málið og taka ákvörðun í því.</p> <p>Dóms- og kirkjumálaráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 12. október sl., og synjaði henni með vísan til 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í kæru til nefndarinnar er því haldið fram að umrætt bréf falli ekki undir 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga þar eð aðrir umsækjendur hafi ekki sent ráðuneytinu sambærileg gögn eða gefinn kostur á því.</p> <p>Í umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettu 25. nóvember sl., kemur fram að umbeðið bréf hafi haft að geyma viðbrögð eins umsækjanda um embætti hæstaréttardómara við umsögn réttarins um umsækjendur, sem ráðuneytið hafði sent þeim öllum. Að mati ráðuneytisins sé því hafið yfir allan vafa að bréfið teljist til þeirra gagna, sem undanþegin eru aðgangi á grundvelli 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Samkvæmt 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til umsókn um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og allra gagna sem þær varða. Í athugasemdum við frumvarp það, er varð að upplýsingalögum, er ákvæði þetta skýrt á þann hátt, að með því sé tekið af skarið um að öll gögn máls, sem snerta skipun, setningu eða ráðningu í opinber störf, séu undanþegin aðgangi almennings. Umsóknir, einkunnir, meðmæli, umsagnir um umsækjendur og öll önnur gögn í slíkum málum séu því undanþegin aðgangi almennings. Frá þessari reglu er lögfest eitt frávik, sem felst í því, að skylt er að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn. Eru þá tæmandi talin þau frávik sem heimiluð eru frá þessari undanþágu.</p> <p>Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér bréf það, sem er andlag kærumáls þessa, og staðreynt að efni þess ber með sér að vera ritað í tilefni af umsögn hæstaréttar um umsækjendur um embætti dómara við réttinn. Að þessu athuguðu er ljóst að bréfið telst til þeirra gagna sem 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur til og ber því að staðfesta ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að synja um aðgang að því.</p> <p align="center"><br /> <strong>Úrskurðarorð</strong>:</p> <p>Staðfest er sú ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, að synja kæranda, [A] hrl., um aðgang að bréfi [A], dagsettu 24. september 2004, til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra, sem settur var til að fara með og taka ákvörðun um veitingu þess embættis hæstaréttardómara, sem [A] hafði sótt um.</p> <p align="center"><br /> Steinunn Guðbjartsdóttir formaður<br /> Arnfríður Einarsdóttir<br /> Elín Hirst</p> <p></p> <br /> <br /> |
A-192/2004 Úrskurður frá 2. desember 2004 | Kærð var synjun Reykjavíkurhafnar um að veita óskoraðan aðgang að samningi hafnarinnar um útvegun fyllingarefnis fyrir höfnina á árunum 1997 til 1999 og að framlengingu samningsins til og með árinu 2003. Málshraði. Form aðgangs. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Samkeppni. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Aðgangur veittur. Afhenda ber ljósrit af undirrituðu frumriti. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p><br /> Hinn 2. desember 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-192/2004:</p> <p align="center"><br /> <strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dagsettu 27. október sl., kærði […] hdl. þá ákvörðun Reykjavíkurhafnar, dagsetta 4. s.m., að synja honum um óskoraðan aðgang að samningi hafnarinnar við [A] hf. um útvegun fyllingarefnis fyrir höfnina á árunum 1997 til 1999, svo og að þeim hluta samningsins sem lýtur að framlengingu hans til og með árinu 2003.</p> <p>Með bréfi, dagsettu 15. nóvember sl., var kæran kynnt Reykjavíkurhöfn og henni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 26. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té, í trúnaði, afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn Reykjavíkurhafnar, dagsett 19. nóvember sl., barst innan tilskilins frests ásamt afriti af verksamningi við [A] hf., dagsettum 3. mars 1997, og sérstöku yfirliti, dagsettu í janúar 2004, um breytingar á verði fyllingarefnis samkvæmt samningnum á tímabilinu frá febrúarmánuði 1997 til desembermánaðar 2003.</p> <p align="center"><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til Reykjavíkurhafnar, dagsettu 12. febrúar sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að ýmsum upplýsingum um framkvæmdir við höfnina, þ. á m. að gildandi samningum við [A] ehf. eða önnur félög, því tengd, um dýpkun hafnarinnar og gerð tiltekinna landfyllinga á árunum 2000–2003. Beiðni þessi var ítrekuð með öðru bréfi, dagsettu 26. mars sl.</p> <p>Þar sem erindi kæranda var ekki svarað af hálfu Reykjavíkurhafnar kærði hann töf á afgreiðslu þess til úrskurðarnefndar með bréfi, dagsettu 14. maí sl. Í kjölfar þeirrar kæru beindi nefndin þeim eindregnu tilmælum til fyrirsvarsmanna hafnarinnar og Reykjavíkurborgar að svara erindinu, sbr. bréf hennar til Reykjavíkurhafnar, dagsett 18. maí og 5. júlí sl., og til borgarstjórnar Reykjavíkur, dagsettu 27. september sl.</p> <p>Reykjavíkurhöfn svaraði beiðni kæranda loks með bréfi, dagsettu 4. október sl. Var honum látið í té ódagsett og óundirritað eintak af verksamningi við [A] hf. um útvegun fyllingarefnis fyrir Reykjavíkurhöfn á árunum 1997 til 1999, að undanskildum upplýsingum um verð og efnismagn sem fram koma í samningnum. Í bréfi hafnarinnar til kæranda er tekið fram að þessi samningur hafi síðar verið framlengdur til ársins 2003 og þá samið samhliða um endurskoðun og lækkun grunnverða.</p> <p>Í kæru sinni til úrskurðarnefndar, dagsettri 27. október sl., telur kærandi að sú ákvörðun Reykjavíkurhafnar að takmarka aðgang að upplýsingum um verð og magn fyllingarefnis í ofangreindum samningi fái ekki staðist. Jafnframt gerir kærandi athugasemd við að hafa ekki verið látið í té afrit af undirrituðu eintaki samningsins. Þá telur hann að 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 geti tæpast átt við um rekstur hafnarinnar á því tímabili sem beiðni hans tók til.</p> <p>Í umsögn Reykjavíkurhafnar um kæruna, dagsettri 19. nóvember sl., kemur fram að verksamningur hafnarinnar við [A] hf. hafi í raun verið rammasamningur, þar sem lagðar voru línur um verðforsendur og samningsform á afhendingu fyllingarefnis úr sjó til ýmissa framkvæmda á samningstímanum. Til efnis og afhendingar þess séu aftur á móti gerðar mismunandi gæðakröfur og efni sótt í námur í sjó, þar sem rétt fyllingarefni með tilskildum gæðakröfum sé að finna. Samningurinn kveði síðan á um mismunandi verð eftir gæðum, afhendingu efnis o.fl. Fyrir reyndan aðila séu upplýsingar um það ákveðinn leiðarvísir að efnistökustöðum og efnisgæðum. [A] hf. hafi áratugum saman unnið að námuleit á þessu svæði og kostað ýmsar rannsóknir í því skyni. Af þessum sökum hafi höfnin synjað um að upplýsa um einingaverð og aðrar trúnaðarupplýsingar sem í samningnum felist. Í umsögninni er tekið fram að í 3. gr. samningsins sé að finna ákvæði um endurskoðun grunnverða sem eru tengd verðbótaákvæðum samningsins á samningstíma. Samkomulag um framlengingu hafi eingöngu snúist um endurskoðun grunnverða í ljósi verðlagsþróunar. Síðan er gerð nánari grein fyrir áhrifum þeirrar þróunar á verði efnisins í sérstöku yfirliti sem fylgdi umsögninni.</p> <p>Í umsögn Reykjavíkurhafnar er vísað til meðfylgjandi álits borgarlögmanns, þar sem m.a. segir að almenningur hafi ekki ótakmarkaðan aðgang að samningum, sem opinberar stofnanir og fyrirtæki geri á grundvelli útboða, ef stofnanirnar eða fyrirtækin séu í samkeppni við aðra, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í umsögninni segir ennfremur orðrétt: „Í krafti þessa samnings hefur Reykjavíkurhöfn verið að kaupa fyllingarefni undir þeim verðum sem hér þekkjast á verktakamarkaði og allar tilraunir til þess að fá upp í útboðum verka sambærileg verð frá verktakamarkaðnum [hefðu] leitt af sér hærri kostnað við þau verk þar sem fyllingarefnisútvegun er umtalsverður hluti verks. Reykjavíkurhöfn hefur um langan tíma verið að úthluta lóðum til notenda á fyllingum á hafnarsvæðinu. Til viðbótar kostnaði við gatnagerð og frágang lands, sambærilegt við úthlutanir lóða á öðrum svæðum fellur landgerðarkostnaður á Reykjavíkurhöfn. Verð lóða á hafnarsvæðum til notenda er aftur á móti sambærilegt við það sem annars staðar gerist. Þegar að fyllingar eru að jafnaði um 10 til 15 metrar að þykkt þá telur verð á fyllingarefni mikið í kostnaði og eins gott að fast sé haldið um efnisverð og efniskaupaforsendur.“</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga skal stjórnvald taka ákvörðun um hvort það verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Eins og fram kemur í lýsingu málsatvika hér að framan, liðu meira en sjö mánuðir frá því að kærandi óskaði upphaflega eftir aðgangi að hinum umbeðnu gögnum hjá Reykjavíkurhöfn þar til höfnin svaraði erindinu, eftir ítrekuð tilmæli úrskurðarnefndar. Þessi dráttur á afgreiðslu erindisins er vítaverður.</p> <p>Í 1. mgr. 12. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvald taki ákvörðun um hvort umbeðin gögn skuli sýnd eða hvort ljósrit eða afrit skuli veitt af þeim. Þegar Reykjavíkurhöfn ákvað að verða að hluta við beiðni kæranda og láta honum í té ljósrit af hluta hins umbeðna samnings bar höfninni, samkvæmt þessu, að afhenda honum ljósrit af undirrituðu frumriti samningsins.</p> <p align="center"><br /> 2.</p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.“ Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt, þ. á m. reglurnar í 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. þeirra.</p> <p>Í 5. gr. laganna er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila … sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á“. Í athugasemdum með frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um umsamið endurgjald fyrir verk eða þjónustu geti skaðað samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja og annarra lögaðila sem taka að sér slík verkefni fyrir ríki og sveitarfélög. Það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald skuli fara leynt, verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993.</p> <p>Sem fyrr segir er réttur almennings til aðgangs að gögnum takmörkunum háður, m.a. þegar um er að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig lítur úrskurðarnefnd svo á að upplýsingar um það, hvaða aðferðir viðsemjendur hins opinbera viðhafa til þess að efna samningsskyldur sínar, séu almennt þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga. Ekki síst á það við ef þessar aðferðir eru byggðar á rannsóknum og þróun sem kostað hafa umtalsverða fjármuni.</p> <p>Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang að gögnum, „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra“. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: „Óheftur réttur til upplýsinga getur … skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína.“</p> <p align="center"><br /> 3.</p> <p>Eins og fram kemur í lýsingu málsatvika hér að framan, hefur Reykjavíkurhöfn þegar látið kæranda í té meginefni umbeðins samnings, að undanskildum upplýsingum um grunnverð fyrir kaup og afhendingu fyllingarefnis og hlutfallsbreytingar á því, miðað við mismunandi form afhendingar, svo og um áætlað heildarefnismagn og efnistökustaði, sbr. 3. gr. samningsins og upphaf verklýsingar sem honum fylgir. Það álitaefni, sem leysa þarf úr í þessu máli, er því hvort kærandi eigi rétt á að fá aðgang að þessum upplýsingum á grundvelli II. kafla upplýsingalaga.</p> <p>Því er haldið fram af hálfu Reykjavíkurhafnar að vegna þess að höfnin þurfi að keppa við aðra aðila um sölu á lóðum og annarri aðstöðu sé henni heimilt, með vísun til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, að takmarka aðgang almennings að fyrrgreindum upplýsingum. Samkvæmt upphafi 6. gr. er því aðeins heimilt að takmarka upplýsingar af þessari ástæðu að „mikilvægir almannahagsmunir“ krefjist. Þá kemur fram í athugasemdum með frumvarpi til laganna að slíkt sé því aðeins heimilt að hið opinbera þurfi að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki sé skylt að gefa upplýsingar um stöðu sína. Þar sem telja verður að Reykjavíkurhöfn njóti sérstöðu í samanburði við einkaaðila, m.a. í krafti eignarhalds Reykjavíkurborgar og aðstöðu hafnarinnar, og að hún þurfi fyrst og fremst að keppa um sölu á lóðum og aðstöðu við hafnir í eigu annarra sveitarfélaga, sbr. 8. gr. hafnalaga nr. 61/2003, verður samkvæmt framansögðu ekki fallist á að henni sé heimilt sé að takmarka aðgang að umræddum upplýsingum. Sömu sjónarmið eiga við um aðgang að þeim upplýsingum um breytingar á verði samkvæmt umbeðnum samningi er fram koma á yfirliti sem tekið var saman í janúarmánuði 2004 og fylgdi umsögn hafnarinnar til úrskurðarnefndar.</p> <p>Reykjavíkurhöfn hefur þegar veitt kæranda aðgang að margvíslegum upplýsingum um efnistöku, þó ekki um efnistökustaði, ef frá eru taldar námur úr Faxaflóa, sbr. upphaf verklýsingar. Með vísun til 5. gr. upplýsingalaga verður að telja að upplýsingar um aðra efnistökustaði í samningnum séu svo almenns eðlis að það muni ekki skaða hagsmuni viðsemjanda hafnarinnar, [A] hf., þótt almenningi verði veittur aðgangur að þeim.</p> <p>Með skírskotun til alls þess, sem að framan greinir, er það niðurstaða úrskurðarnefndar að Reykjavíkurhöfn sé skylt að veita kæranda aðgang að umbeðnum samningi í heild sinni, svo og að sérstöku yfirliti yfir breytingar á verði samkvæmt samningnum sem tekið var saman í janúarmánuði 2004. Ber höfninni að afhenda kæranda ljósrit af undirrituðu frumriti samningsins.</p> <p align="center"><br /> <strong>Úrskurðarorð</strong>:</p> <p>Reykjavíkurhöfn er skylt að veita kæranda, […], aðgang að verksamningi um útvegun fyllingarefnis fyrir höfnina, sem dagsettur er 3. mars 1997, með því að afhenda honum ljósrit af frumriti samningsins í heild sinni. Ennfremur er höfninni skylt að veita kæranda aðgang að sérstöku yfirliti yfir breytingar á verði samkvæmt samningnum sem tekið var saman í janúarmánuði 2004.</p> <p align="center"><br /> Eiríkur Tómasson formaður<br /> Ólafur E. Friðiksson<br /> Valtýr Sigurðsson</p> <p></p> <br /> <br /> |
A-189/2004 Úrskurður frá 18. nóvember 2004 | Kærð var synjun Umhverfisstofnunar um að veita aðgang að dagbók hundaræktar, sem stofnunin hafði aflað í eftirlits skyni. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Synjun staðfest. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p><br /> Hinn 18. nóvember 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-189/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dagsettu 1. september sl., kærði […] synjun Umhverfisstofnunar, dagsetta 5. ágúst sl., um að veita henni aðgang að dagbók Hundaræktarinnar í […].</p> <p>Með bréfi, dagsettu 27. september sl., var kæran kynnt Umhverfisstofnun og henni veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 11. október sl. Umsögn Umhverfisstofnunar, dagsett 12. október sl., barst hinn 13. s.m. ásamt ljósriti af dagbók hundaræktarinnar á tímabilinu frá 2. febrúar til 2. júlí 2004.</p> <p>Í fjarveru Eiríks Tómassonar tók Steinunn Guðbjartdóttir varamaður sæti í nefndinni við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins fór kærandi fram á það við Umhverfisstofnun hinn 14. júlí sl. að fá aðgang að tilteknum gögnum, sem stofnunin hafði aflað í tengslum við athugun á Hundræktinni í […], þ. e. að dagbók sem hundaræktinni bæri að halda á grundvelli 11. gr. reglugerðar nr. 499/1997, um dýrahald í atvinnuskyni.</p> <p>Umhverfisstofnun svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 5. ágúst sl. Þar kom fram að umboðsmaður eigenda Hundaræktarinnar í […] hefði lagst gegn því að aðgangur yrði veittur að dagbókinni á þeim grundvelli að það gæti skaðað samkeppnisstöðu umbjóðenda hans gagnvart keppinautum í hundarækt. Þá væri stofnunin á þessu stigi að leiðbeina ræktinni um færslu dagbókar og benda henni á hvað þar ætti að koma fram. Af þessum ástæðum var beiðni kæranda synjað á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Í kæru til nefndarinnar er dregið í efa að aðgangur að dagbókinni geti skaðað fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Hundaræktarinnar í […]. Jafnframt er af hálfu kæranda áréttað að hún óski fyrst og fremst eftir aðgangi að upplýsingum sem þar koma fram um aðbúnað dýranna, en ekki um fjárhagsstöðu hundaræktarinnar.</p> <p>Í umsögn Umhverfisstofnunar um kæruna, dagsettri 12. október sl., er vísað til fyrri rökstuðnings fyrir afstöðu stofnunarinnar. Fram kemur að samkvæmt reglugerð nr. 499/1997 beri þeim sem rækta hunda í atvinnuskyni, að hafa leyfi til slíks reksturs en umdeilt hafi verið hvað teljist ræktun hunda í atvinnuskyni. Því hafi aðeins tvö hundabú slíkt leyfi nú. Unnið sé að gerð reglugerðar þar sem settar séu niður með ákveðnari hætti en nú er, hvaða aðilar sem stunda hundaræktun séu starfsleyfisskyldir. Þá kemur fram að með bréfi, dagsettu 14. júlí, 2004 hafi Umhverfisstofnun sent Hundaræktinni í […] bréf þar sem segir m. a. „Dagbókarfærslum er ábótavant og standast þær ekki ákvæði reglugerðarinnar varðandi skrá um fjölda dýra, viðkomu og afföll, heilsufar og fleira sem varðar líðan þeirra.“</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p>Beiðni kæranda varðar aðgang að dagbók sem Hundarækin í […] hefur haldið tímabilið 2. febrúar til og með 1. júlí 2004 og Umhverfisstofnun kallaði eftir með vísan til 11. gr. reglugerðar nr. 499/1997, um dýrahald í atvinnuskyni. Greinin er svohljóðandi:<br /> „Forráðamenn skulu að staðaldri færa nákvæma dagbók um þau dýr, sem þeir hafa í umsjá sinni. Þar skal skrá fjölda dýranna, viðkomu og afföll, heilsufar og fleira er varðar líðan þeirra. Halda skal skrá yfir viðskipti með einstök dýr þar sem fram komi nafn og heimilisfang kaupanda eða seljanda. Eftirlitsmenn á vegum lögreglustjóra skulu hafa óhindraðan aðgang að þeim upplýsingum, þegar þurfa þykir.<br /> Lögreglustjóri skal hlutast til um að eftirlit fari fram hjá þeim aðilum, sem stunda dýrahald í atvinnuskyni. Skal það framkvæmt að óvörum, ásamt embættisdýralækni og lögreglustjóra og heilbrigðisfulltrúa afhent skýrsla með niðurstöðunum.“</p> <p>Svo sem rakið er hér að framan er dagbókarfærslum Hundaræktarinnar […] ábótavant og standast ekki ákvæði 11. gr. reglugerðarinnar um upplýsingar varðandi veigamikil atriði sem þar skulu koma fram. Ennfremur eru þar skráð önnur atriði er lúta að daglegum rekstri búsins. Hvað sem því líður telur úrskurðarnefnd að aðgengi að dagbókinni verði ekki takmörkuð af þeim sökum, enda liggur fyrir að færsla hennar miðaði að því að uppfylla nefnt reglugerðarákvæði.</p> <p align="center">2.</p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr.“ Umhverfisstofnun hefur rökstutt synjun sína um að veita kæranda aðgang að [hinni umbeðnu dagbók] með því að vísa til 5. gr. laganna.</p> <p>Sú grein hljóðar svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.“ Ákvæði þetta felur í sér undantekningu frá meginreglu upplýsingalaga og ber því að skýra það þröngt. Í athugasemdum við síðari málslið þessarar greinar sagði m.a. svo í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Við mat á því, hvort gögn hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, skv. 5. gr. upplýsingalaga, kemur m.a. til skoðunar hvort hagsmunir lögaðilans af því að upplýsingunum skuli haldið leyndum vegi þyngra á metum en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þeim, sbr. 1. mgr. 3. gr. laganna. Var þetta sjónarmið lagt til grundvallar í hæstaréttardómi [sem birtur er í dómasafni hæstaréttar frá árinu] 2000, bls. 1309. Í máli 163/2003 heimilaði úrskurðarnefnd kæranda í því máli aðgang að minnisblaði dýralæknis vegna ferðar í umrædda hundarækt m.a. með vísan til 2. gr. laga nr. 15/1994 um dýravernd. Hér gegnir hins vegar öðru máli þar sem ekki er um að ræða gagn frá opinberum aðila heldur dagbók sem haldin er á hundaræktarbúinu.</p> <p>Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni dagbókarinnar sem kærandi óskar eftir aðgangi að. Dagbókarfærslum er að mörgu leyti ábótavant um þær upplýsingar sem þar eiga að koma fram eins og getið var um hér að framan. Hins vegar er þar að finna upplýsingar um fjölda búra, fjölda hvolpa úr gotum auk ýmissa persónulegra upplýsinga. Hundaræktin […] hefur selt hunda til almennings í samkeppni við aðra aðila. Upplýsingar sem fram koma í dagbókinni kunna að skaða fjárhags- og viðskiptahagsmuni ræktarinnar og samkeppnisstöðu þess gagnvart öðrum sem slíka hundarækt stunda. Þrátt fyrir að mikilvægt sé fyrir almenning að geta fylgst með því að aðbúnaður hunda á staðnum sé viðunandi, þá þykja þeir hagsmunir ekki vega þyngra en hagsmunir hundaræktarinnar af því að ekki sé veittur aðgangur að upplýsingum sem fram koma í dagbókinni.</p> <p>Með skírskotun til alls þess sem að framan greinir er það niðurstaða úrskurðarnefndar að staðfesta beri synjun Umhverfisstofnunar sem fram kom í svari hennar 5. ágúst sl.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð</strong>:</p> <p>Sú ákvörðun Umhverfisstofnunar að synja kæranda, […], um aðgang að dagbók Hundaræktarinnar í […], er staðfest.</p> <p align="center"><br /> Valtýr Sigurðsson formaður<br /> Elín Hirst<br /> Steinunn Guðbjartsdóttir</p> <p> </p> <br /> <br /> |
A-190/2004 Úrskurður frá 15. nóvember 2004 | Kærð var synjun Fiskistofu um að veita aðgang að upplýsingum um á milli hvaða aðila viðskipti með aflamark í þorski fóru fram 13. september 2004. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Tilgreining máls. Frávísun. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p><br /> Hinn 15. nóvember 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-190/2004:</p> <p align="center"><br /> <strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dagsettu 20. september sl., kærði […], alþingismaður, þá ákvörðun Fiskistofu, dagsetta 16. september sl., að synja honum um aðgang að upplýsingum um það á milli hvaða aðila viðskipti með aflamark í þorski hafi farið fram hinn 13. september sl.</p> <p>Með bréfi, dagsettu 27. september sl., var kæran kynnt Fiskistofu og henni veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 11. október sl. Sérstaklega var þess óskað að í umsögn stofnunarinnar kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar séu varðveittar hjá henni. Umsögn Fiskistofu, dagsett 11. október sl., barst innan tilskilins frests.</p> <p align="center"><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til Fiskistofu, dagsettu 13. september sl., fór kærandi þess á leit að fá upplýsingar um það hvaða lögaðilar hafi staðið að baki viðskiptum þess dags með þorsk.</p> <p>Fiskistofa synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 16. september sl. Þar er tekið fram að stofnunin birti á vef sínum tilteknar upplýsingar um viðskipti með aflamark, þ.e. um fisktegund, magn, kílóverð og heildarverðmæti hverrar færslu sem skráð er. Hins vegar séu ekki birtar upplýsingar um það á milli hvaða aðila viðskiptin séu. Jafnframt kemur fram í bréfinu að upplýsingarnar séu birtar með þessum hætti í samráði við sjávarútvegsráðuneytið og með vísun til 4. mgr. 12. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, að teknu tilliti til ákvæða upplýsingalaga nr. 50/1996 er lúta að takmörkunum á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna.</p> <p><br /> Með kæru, dagsettri 20. september sl., fylgdi yfirlit yfir viðskipti með aflamark í þorski sem tilkynnt voru Fiskistofu 13. september sl. Á yfirlitinu kemur fram að a.m.k. 37 slíkar tilkynningar hafi borist stofnuninni þann dag.</p> <p>Í umsögn Fiskistofu til úrskurðarnefndar, dagsettri 11. október sl., segir að upplýsingar um millifærslur berist stofnuninni á sérstöku eyðublaði er nefnist Tilkynning til Fiskistofu um flutning aflmarks (krókaflamarks) milli skipa. Á þessu eyðublaði komi fram upplýsingar um það á milli hvaða skipa aflamark skuli flutt, hverjir séu eigendur skipanna og útgerðaraðilar. Þá sé þar að finna upplýsingar um magn einstakra fisktegunda og verðmæti þess magns. Tilkynningar þessar séu lagðar til geymslu í skjalsafni þegar upplýsingar úr þeim hafi verið skráðar og séu þær geymdar í gagnagrunni í tvennu lagi. Annars vegar sé um að ræða upplýsingar um hvenær og á milli hvaða skipa aflamark hafi verið flutt, ásamt magni í einstökum tegundum. Hins vegar upplýsingar um magn í einstökum tegundum, ásamt verðmæti án tenginga við skip eða forráðamenn þeirra.</p> <p>Þá er í umsögn Fiskistofu áréttað að ákvörðun um að takmarka miðlun upplýsinga á vef stofnunarinnar hafi verið tekin í samráði við sjávarútvegsráðuneytið, að undangengum bréfaskiptum og fundum með starfsmönnum Persónuverndar og áður tölvunefndar. Þessu til skýringar fylgdu umsögninni afrit af tveimur erindum, annars vegar frá tölvunefnd, dagsettu 24. október 2000, og hins vegar frá Persónuvernd, dagsettu 25. júlí 2002.</p> <p>Í umsögn Fiskistofu er staðfest að synjun hennar á beiðni kæranda hafi byggst á þeim ákvæðum upplýsingalaga er lúta að takmörkun á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna, enda sé erindi hans þess eðlis að það geti varðað einkamálefni, fjárhagsmálefni eða önnur málefni einstaklinga, stofnana, fyrirtækja ellegar annarra lögpersóna sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Í öðrum málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, eins og honum var breytt með 1. gr. laga nr. 83/2000, er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nema óskað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga tekur til. Í 2. mgr. 44. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er kveðið svo á um að þau lög takmarki ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum.</p> <p>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er upplýsingaréttur almennings bundinn við aðgang að skjölum og öðrum sambærilegum gögnum sem skilgreind eru í 2. mgr. þeirrar greinar. Í 1. mgr. 10. gr. laganna segir ennfremur orðrétt: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.“ Síðastgreint ákvæði er m.a. skýrt með svofelldum hætti í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga: „Beiðni um aðgang að gögnum er annaðhvort hægt að binda við tiltekin skjöl eða önnur gögn, sem aðili óskar eftir að fá að kynna sér, eða gögn tiltekins máls … Það leiðir af 1. mgr. að ekki er hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili.“</p> <p>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laga nr. 77/2000 gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga um meðferð og vinnslu þeirra upplýsinga, sem Fiskistofu berast um viðskipti með aflaheimildir, þ.m.t. aflamark. Eins og áður greinir, þá gilda upplýsingalög um aðgang að upplýsingum ef óskað er eftir aðgangi að tilteknum skjölum eða öðrum gögnum ellegar gögnum úr tilteknu stjórnsýslumáli hjá opinberum stofnunum, þ. á m. Fiskistofu. Þar sem hér er um að ræða undantekningu frá meginreglunni í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 77/2000 verður beiðni um aðgang að gögnum að vera mjög afmörkuð til þess að hún teljist borin fram á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 10. gr. laganna.</p> <p>Líta verður á sérhverja tilkynningu um viðskipti með aflamark, er Fiskistofu berst, sem stjórnsýslumál í skilningi upplýsingalaga. Samkvæmt því lýtur beiðni kæranda að því að fá aðgang að gögnum í a.m.k. 37 málum. Með vísun til þess, sem að framan greinir, er beiðnin ekki svo afmörkuð að leysa beri úr henni á grundvelli þeirra laga. Ber því að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd skv. 1. mgr. 14. gr. laganna.</p> <p align="center"><br /> <strong>Úrskurðarorð</strong>:</p> <p>Kæru […] á hendur Fiskistofu er vísað frá úrskurðarnefnd.</p> <p align="center"><br /> Eiríkur Tómasson formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson</p> <p></p> <br /> <br /> |
A-188/2004 Úrskurður frá 27. september 2004 | Kærð var synjun skrifstofu hæstaréttar um að veita að gang að nöfnum meðmælenda frambjóðenda við kjör forseta Íslands 26. júní 2004. Gildissvið upplýsinglaga. Frávísun. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p><br /> Hinn 27. september 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-188/2004:</p> <p align="center"><br /> <strong>Kæruefni</strong></p> <p>Með bréfi, dagsettu 3. september sl., kærði […], til heimilis að […], synjun skrifstofustjóra Hæstaréttar Íslands, dagsetta 25. ágúst sl., um að veita honum aðgang að nöfnum meðmælenda frambjóðenda við kjör forseta Íslands sem fram fór 26. júní sl.</p> <p>Eins og málið er vaxið, þótti ekki ástæða til að leita eftir umsögn Hæstaréttar um kæruna.</p> <p>Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</p> <p align="center"><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 24. maí sl. fór kærandi fram á að fá aðgang að lista yfir meðmælendur með forsetaframboði Ástþórs Magnússonar. Ráðuneytið svaraði kæranda samdægurs á þá leið að meðmælendalistar allra frambjóðenda hefðu lögum samkvæmt verið sendir Hæstarétti.</p> <p>Með tölvubréfi, dagsettu 26. maí sl., beindi kærandi sama erindi til Hæstaréttar. Skrifstofustjóri réttarins svaraði kæranda samdægurs á þann veg að ekki yrði tekin efnisleg afstaða til erindis hans nema réttinum bærist formlegt undirritað erindi, þar sem hann gerði ítarlega grein fyrir því á hvaða lagagrundvelli hann teldi sig eiga rétt á aðgangi að umbeðnum gögnum.</p> <p>Með bréfi til skrifstofustjóra Hæstaréttar, dagsettu 16. júní sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að undirrituðu samþykki forsetaefna, sem í kjöri væru, listum með nöfnum meðmælenda forsetaefnanna og vottorðum yfirkjörstjórna um að allir meðmælendur væru kosningabærir. Með bréfi skrifstofustjórans, dagsettu 23. júní sl., voru kæranda látin í té afrit af samþykki forsetaefnanna og vottorðum yfirkjörstjórna, en synjað um aðgang að nöfnum meðmælenda þeirra. Með bréfi til skrifstofustjórans, dagsettu 28. júní sl., áréttaði kærandi beiðni sína um aðgang að umbeðnum listum, en fór ella fram á ítarlegan rökstuðning fyrir synjun við þeirri beiðni. Með bréfi skrifstofustjórans, dagsettu 25. ágúst sl., var kæranda gerð grein fyrir því að Hæstiréttur telji að um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni einstaklinga, sem óheimilt sé að veita aðgang að, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p>Kærandi hefur fært frekari rök fyrir kærunni. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.“</p> <p>Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er þetta ákvæði m.a. skýrt með eftirgreindum hætti: „Í þessari grein er kveðið á um gildissvið laganna. Gert er ráð fyrir að þau taki til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með sama hætti og stjórnsýslulög. Þannig taka lögin til þeirrar starfsemi sem heyrir undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Utan gildissviðs þeirra fellur hins vegar Alþingi og stofnanir þess, svo sem umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðun. Sömuleiðis dómstólarnir, þ.e. Hæstiréttur, héraðsdómstólar og sérdómstólar.“</p> <p>Samkvæmt þessu verður að líta svo á að dómstólar landsins, þ. á m. Hæstiréttur, falli utan gildissviðs upplýsingalaga, án tillits til þess hvort um sé að ræða eiginlega dómsýslu eða önnur störf sem dómstólunum eru falin. Sú ákvörðun Hæstaréttar að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum er því ekki reist á upplýsinga-lögum og verður þar af leiðandi ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál skv. 1. mgr. 14. gr. laganna. Ber því að vísa kærunni frá nefndinni.</p> <p><br /> Úrskurðarorð:</p> <p>Kæru […] á hendur Hæstarétti Íslands er vísað frá úrskurðarnefnd.</p> <p align="center"><br /> Eiríkur Tómasson formaður<br /> Ólafur E. Friðriksson<br /> Valtýr Sigurðsson</p> <p></p> <br /> <br /> |
A-187/2004 Úrskurður frá 27. september 2004 | Kærð var synjun Heilbrigðisstofnunar Austurlands um að veita aðgang að samningi um heilbrigðisþjónustu á virkjanasvæði Kárahnjúkavirkjunar. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Samkeppni. Aðgangur veittur. | <h2 align="center">ÚRSKURÐUR</h2> <p><br /> Hinn 27. september 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-187/2004:</p> <p align="center"><br /> <strong>Kæruefni</strong></p> <p><br /> Með bréfi, dagsettu 30. júlí sl., kærði […], til heimilis að […], synjun Heilbrigðisstofnunar Austurlands, dagsetta 23. júlí sl., um að veita honum aðgang að samningi um heilbrigðisþjónustu á virkjanasvæði Kárahnjúkavirkjunar.</p> <p>Með bréfi, dagsettu 5. ágúst sl., var kæran kynnt Heilbrigðisstofnuninni og henni veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 19. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té, í trúnaði, afrit þeirra gagna, sem kæran laut að, innan sama frests. Umbeðin gögn bárust innan tilskilins frests, en umsögn stofnunarinnar, dagsett 30. ágúst sl., barst nokkru síðar vegna sumarleyfa starfsmanna hennar.</p> <p>Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</p> <p align="center"><br /> <strong>Málsatvik</strong></p> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, dagsettu 30. júní sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að samningi sem gerður var milli Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Landsvirkjunar og verktakafyrirtækisins Impregilo S.p.A. um framkvæmd heilsugæslu á Kárahnjúkasvæðinu haustið 2003. Í bréfi hans kemur fram að hann eigi sæti í sjúkraflutningaráði landlæknis og telji sér sem slíkum nauðsyn á að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum.</p> <p>Heilbrigðisstofnunin synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 23. júlí sl., með vísun til þess að samningurinn tilheyri þeim aðilum sem að honum standa. Verði hann ekki afhentur öðrum en fulltrúum þeirra.</p> <p>Í umsögn Heilbrigðisstofnunarinnar til nefndarinnar, dagsettri 30. ágúst sl., er tekið fram að samningurinn innihaldi viðskiptalegar upplýsingar. Því sé ekki unnt að afhenda hann öðrum, án samþykkis samningsaðila. Staða kæranda sem heilbrigðisstarfsmanns breyti engu um þá afstöðu. Á hinn bóginn er vakin athygli á því að samningurinn hafi hlotið samþykki heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og verið kynntur landlækni.</p> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><br /> <strong>Niðurstaða</strong></p> <p>Heilbrigðisstofnun Austurlands er ríkisstofnun, sem varð til við samruna sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Austurlandi, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, sbr. 1. gr. laga nr. 78/2003. Stofnunin fellur því undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 1. mgr. 1. gr. þeirra.</p> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr.“ Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt, þ. á m. regluna í 5. gr. þeirra.</p> <p>Í 5. gr. laganna er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila“ „… sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá sam-þykki sem í hlut á“. Í athugasemdum með frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni.“</p> <p>Upplýsingar um þjónustu hins opinbera við einkafyrirtæki og greiðslur fyrir hana, sem sérstaklega hefur verið samið um, geta að sjálfsögðu varðað mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna. Hins vegar verða þau að sætta sig við að slíkar upplýsingar verði kunngerðar opinberlega vegna fyrirmæla upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings.</p> <p>Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni samnings þess sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Samningurinn er á ensku og er hann dagsettur 7. október 2003. Með vísun til þess, sem að framan greinir, lítur nefndin svo á að þar sé ekki að finna neinar þær upplýsingar um atvinnu- og viðskiptaleyndarmál ellegar rekstrar- eða samkeppnisstöðu viðsemjenda Heilbrigðisstofnunarinnar, Landsvirkjunar eða Impregilo S.p.A., sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ber að veita kæranda aðgang að samningnum í heild sinni.</p> <p align="center"><br /> <strong>Úrskurðarorð</strong>:</p> <p>Heilbrigðisstofnun Austurlands ber að veita kæranda, […], aðgang að samningi milli stofnunarinnar, Landsvirkjunar og Impregilo S.p.A. um heilbrigðisþjónustu fyrir starfsmenn við gerð Kárahnjúkavirkjunar sem dagsettur er 7. október 2003.</p> <p align="center"><br /> Eiríkur Tómasson formaður<br /> Ólafur E. Friðriksson<br /> Valtýr Sigurðsson</p> |
A-185/2004 Úrskurður frá 23. ágúst 2004 | Kærð var synjun Reykjavíkurborgar, um að veita aðgang að launaseðlum þriggja nafngreindra starfsmanna borgarinnar á þriggja ára tímabili. Persónuupplýsingar. Fyrirliggjandi gögn. Frávísun. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p align="justify">Hinn 23. ágúst 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-185/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 15. júní sl., kærði […] hdl., fyrir hönd […], sálfræðings, synjun Reykjavíkurborgar, dagsetta 1. júní sl., um að veita honum aðgang að launaseðlum þriggja nafngreindra einstaklinga á nánar tilteknu tímabili.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 5. júlí sl., var kæran kynnt Reykjavíkurborg og henni veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 20. júlí sl. Sérstaklega var þess óskað að í umsögn borgarinnar kæmi fram hvort umbeðin gögn væru til hjá henni. Ef ekki, var þess jafnframt óskað að í umsögninni kæmi fram á hvaða formi upplýsingar í þeim væru varðveittar. Umsögn borgarinnar, dagsett 19. júlí sl., barst hinn 20. júlí sl., ásamt afriti af fylgiskjali með kjarasamningi borgarinnar og Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi sem dagsett er 31. október 2001.</p> <p align="justify">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í máli þessu.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfum, dagsettum 25. maí sl., fór Stéttarfélag sálfræðinga á Íslandi fram á það, fyrir hönd kæranda, að fá aðgang að launaseðlum þriggja nafngreindra karla, er allir starfa sem sálfræðingar hjá Reykjavíkurborg, á tímabilinu frá 1. apríl 2001 til 1. maí 2004. Til vara var þess krafist að aðgangur yrði veittur að hluta, þannig að hann tæki eingöngu til fastra starfskjara umræddra starfsmanna. Í beiðnunum er tekið fram að kærandi starfi einnig sem sálfræðingur hjá Reykjavíkurborg og hún telji nauðsynlegt að fá aðgang að þessum upplýsingum til að geta metið heildstætt, hvort munur á launum hennar og þremenninganna geti varðað við jafnréttislög.</p> <p align="justify">Reykjavíkurborg synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 1. júní sl., þar sem segir að ljósrit eða afrit af mánaðarlegum launaseðlum umræddra þriggja starfsmanna liggi ekki fyrir hjá kjaraþróunardeild borgarinnar. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem deildin hafi, séu einu föstu laun starfsmannanna mánaðarlaun þeirra, en aðrar greiðslur til þeirra séu breytilegar frá einum mánuði til annars. Jafnframt er tekið fram að deildin hafi áður veitt Stéttarfélaginu upplýsingar um grunnlaunaröðun starfsmannanna í bréfi til félagsins, dagsettu 9. febrúar sl.</p> <p align="justify">Í kæru til úrskurðarnefndar er áréttað að kærandi hafi ástæðu til að ætla að ábyrgð, sem hún ber í starfi, endurspeglist ekki nægilega vel í starfskjörum hennar í samanburði við karlkyns sálfræðinga sem starfi hjá Reykjavíkurborg. Þess vegna megi ætla að ákvæði jafnréttislaga nr. 96/2000 hafi verið brotin gagnvart henni.</p> <p align="justify">Í umsögn Reykjavíkurborgar, dagsettri 19. júlí sl., kemur fram að upplýsingar um starfsmenn borgarinnar, þ. á m. starfskjör þeirra, séu geymd með rafrænum hætti í starfsmanna- og launakerfi <em>Oracle,</em> en kjaraþróunardeild hafi yfirumsjón með kerfinu. Launaseðlar starfsmanna séu sendir þeim mánaðarlega, milliliðalaust, eftir hverja launakeyrslu, en liggi ekki fyrir hjá kjaraþróunardeild eða öðrum stofnunum borgarinnar. Með vísun til gildissviðs upplýsingalaga, eins og það sé afmarkað með tilliti til persónuupplýsinga í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. lög nr. 83/2000, gildi upplýsingalög ekki um aðgang að upplýsingum sem varðveittar eru í starfsmanna- og launakerfi borgarinnar.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Í öðrum málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, eins og honum var breytt með 1. gr. laga nr. 83/2000, er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nema óskað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga tekur til. Í 2. mgr. 44. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er kveðið svo á um að þau lög takmarki ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum.</p> <p align="justify">Ákvæði 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er svohljóðandi: „ Réttur til aðgangs að gögnum nær til: 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn." Skýra ber tilvísunina, „gagna sem vistuð eru í tölvu" í 2. tölul. þessarar málsgreinar með hliðsjón af 1. tölul. hennar, þar sem vísað er til „skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum . . ." Það þýðir að réttur til aðgangs að gögnum, sem vistuð eru í tölvu, er einskorðaður við afmörkuð rafræn skjöl á borð við afrit af bréfum eða samningum. Í samræmi við það hvílir ekki skylda á stjórnvöldum samkvæmt upplýsingalögum að láta í té upplýsingar, sem fyrir hendi eru hjá þeim, nema þær sé að finna í afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum, þ. á m. gögnum sem vistuð eru í tölvu.</p> <p align="justify">Í máli því, sem hér er til úrlausnar, óskar kærandi eftir aðgangi að launaseðlum þriggja nafngreindra starfsmanna Reykjavíkurborgar á rúmlega þriggja ára tímabili. Því er lýst yfir af hálfu borgarinnar að ekki séu til í vörslum hennar ljósrit eða annars konar afrit af hinum umbeðnu launaseðlum, heldur séu þær upplýsingar, sem koma fram á seðlunum, geymdar með rafrænum hætti á fleiri en einum stað í starfsmanna- og launakerfi borgarinnar. Þar sem ekki er ástæða til að vefengja þessa yfirlýsingu, verður samkvæmt framansögðu ekki leyst úr beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 2. mgr. 3. gr. laganna. Ber því að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd skv. 1. mgr. 14. gr. þeirra laga.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Kæru [...] á hendur Reykjavíkurborg er vísað frá úrskurðarnefnd.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Ólafur E. Friðriksson</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-186/2004 Úrskurður frá 23. ágúst 2004 | Kærð var synjun Flugmálastjórnar um að veita aðgang að fundargerðum aðalvarðstjórafunda hjá flugumferðarþjónustu stofnunarinnar frá hluta árs 1999 og aðgang að dagbókum flugturnsins í Reykjavík fyrir tímabilið 1987 til 1990. Fundargerðir. Vinnuskjöl. Tilgreining máls. Fjöldi mála. Synjun staðfest. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p align="justify">Hinn 23. ágúst 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-186/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 24. júní sl., kærði […], […], synjun Flugmálastjórnar, dagsetta 21. júní sl., um að veita honum aðgang að fundargerðum aðalvarðstjórafunda hjá flugumferðarþjónustu stofnunarinnar á tímabilinu frá 1. maí til 30. september 1999. Ennfremur kærði […] með bréfi, dagsettu 5. júlí sl., synjun Flugmálastjórnar, dagsetta 1. júlí sl., um að veita honum aðgang að dagbókum flugturnsins í Reykjavík fyrir tímabilið 1987 til 1990.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 4. ágúst sl., var fyrri kæran kynnt Flugmálastjórn og henni veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 11. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té, í trúnaði, afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn Flugmálastjórnar, dagsett 13. ágúst sl., barst úrskurðarnefnd innan framlengds frests, ásamt umbeðnum gögnum. Nefndin sá ekki ástæðu til að leita umsagnar Flugmálastjórnar vegna síðari kærunnar.</p> <p align="justify">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í máli þessu.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til flugmálastjóra, dagsettu 25. maí sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að fundargerðum aðalvarðstjórafunda, sbr. lið b. gr. 5.1 í upplýsingabréfi OACC nr. 00-009 „Skipurit flugumferðarþjónustu Flugmálastjórnar" í „Unit Directives" flugstjórnarmiðstöðvar, á tímabilinu frá 1. maí til 30. september 1999. Flugmálastjórn synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 21. júní sl., á þeim grundvelli að beiðni hans uppfyllti ekki skilyrði 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 10. gr. sömu laga, með því að tilgreina ekki það mál sem hann óskaði upplýsinga um.</p> <p align="justify">Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 24. júní sl., tekur kærandi fram að beiðni um aðgang að tilteknum gögnum, án þess að tilgreina sérstakt mál, uppfylli skilyrði upplýsingalaga. Því til rökstuðnings vísar hann til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málinu nr. A-131/2001. Með því að tilgreina fundargerðirnar telur hann að gögnin séu nægilega tilgreind, enda beri yfirflugumferðarstjóra að halda reglubundið fundi með aðalvarðstjórum samkvæmt tilvitnaðri grein í starfsreglum starfsmanna flugstjórnarmiðstöðvarinnar og skipuriti flugumferðarþjónustu Flugmálastjórnar.</p> <p align="justify">Í umsögn flugmálastjóra um kæruna, dagsettri 4. ágúst sl., er áréttað að beiðni kæranda uppfylli ekki skilyrði 3. gr., sbr. 10. gr. upplýsingalaga, þar sem ekki sé tilgreint tiltekið mál eða gögn í tilteknu máli sem óskað er aðgangs að. Þá telur flugmálastjóri jafnframt að fundargerðir stjórnendafunda og aðalvarðstjórafunda teljist til vinnuskjala, sem séu undanþegin aðgangi almennings skv. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, enda hafi þau ekki að geyma endanlegar ákvarðanir um afgreiðslu mála, heldur sé þar eingöngu að finna upplýsingar um málefni sem rædd hafi verið á vinnufundi starfsmanna Flugmálastjórnar.</p> <p align="justify">Með tölvubréfi til flugmálastjóra, dagsettu 15. júní sl., fór kærandi fram á að fá að skoða dagbækur flugturnsins í Reykjavík fyrir tímabilið 1987 til 1990. Flugmálastjórn synjaði þessari beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 1. júlí sl., þar sem ekki sé tilgreint vegna hvaða máls hann hyggist kanna gögnin eða hvað í dagbókunum („log-bókunum") hann hyggist kanna, sbr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p align="justify">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr." Ennfremur segir í 1. mgr. 10. gr. laganna: „ Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."</p> <p align="justify">Úrskurðarnefnd hefur skýrt síðargreinda ákvæðið svo, með hliðsjón af því fyrrnefnda, að aðgangur sé að öðru jöfnu heimill að skjali þótt þar sé að finna upplýsingar um fleiri en eitt stjórnsýslumál. Á hinn bóginn hefur nefndin talið að ekki sé unnt, í sömu beiðni, að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu máli, þótt skjölin séu nægilega tilgreind. Með sama hætti er ekki unnt að fara fram á aðgang að ótakmörkuðu magni upplýsinga um mikinn fjölda stjórnsýslumála í einni og sömu beiðni.</p> <p align="justify">Í þeim fundargerðum, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, er fjallað um mörg stjórnsýslumál í skilningi upplýsingalaga. Hins vegar er þessi fyrri beiðni hans afmörkuð við fimm mánuði og einungis er um að ræða fjórar fundargerðir, sem ritaðar voru á svonefndum aðalvarðstjórafundum á þessu tímabili, þ.e. á fundum 18. maí, 3. júní, 15. júní og 9. september 1999. Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, er það álit úrskurðarnefndar að þessi beiðni fullnægi þeim skilyrðum, sem sett eru í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, þótt ekki sé farið fram á aðgang að gögnum í einu tilgreindu máli.</p> <p align="justify">Öðru máli gegnir um síðari beiðni kæranda, þar sem farið er fram á aðgang að dagbókum flugturnsins í Reykjavík á fjögurra ára tímabili. Vegna þess að afskipti flugumferðarstjóra af hverju loftfari í tiltekið skipti, t.d. við flugtak eða lendingu, teljast vera eitt stjórnsýslumál í merkingu upplýsingalaga hlýtur að vera að finna mikið magn upplýsinga um mikinn fjölda stjórnsýslumála í umræddum dagbókum á þessu árabili. Með vísun til þess, að ekki sé unnt að fara fram á aðgang að ótakmörkuðu magni upplýsinga um mikinn fjölda stjórnsýslumála í einni og sömu beiðni, verður ekki talið að þessi beiðni kæranda uppfylli þau skilyrði sem sett eru í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Ber því þegar af þeirri ástæðu að staðfesta synjun Flugmálastjórnar um að verða við beiðninni.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">2.</p> <p align="justify">Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá". Ekki er nánar skilgreint í lögunum hvaða skjöl teljast vera „vinnuskjöl" í skilningi þeirra. Af athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, verður ráðið að með slíkum skjölum sé einkum átt við skjöl sem stjórnvöld hafa ritað til eigin afnota við undirbúning stjórnvaldsákvarðana og annars konar ákvarðana sem varða réttindi og skyldur borgaranna. Í samræmi við það er ljóst að undantekningarnar frá þeirri reglu, að vinnuskjöl séu undanþegin upplýsingarétti almennings, eru fyrst og fremst miðuð við skjöl sem tekin hafa verið saman við undirbúning ákvarðana af þessu tagi.</p> <p align="justify">Þegar um er að ræða skjöl í öðrum málum en þeim, þar sem teknar eru stjórnvaldsákvarðanir eða sambærilegar ákvarðanir samkvæmt framansögðu, verður að líta til þess hvort þau skjöl gegni svipuðu hlutverki og vinnuskjöl í eiginlegum stjórnsýslumálum þegar skorið er úr því hvort skjölin teljast vinnuskjöl í skilningi upplýsingalaga. Þær fundargerðir, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, hafa ekki að geyma ákvarðanir af því tagi, sem að framan greinir, heldur er þar greint frá því, sem fram fór á fundum yfirflugumferðarstjóra, aðalvarðstjóra og eftir atvikum annarra starfsmanna Flugmálastofnunar, þar sem rætt var um starfsemi hennar.</p> <p align="justify">Með vísun til þess, sem að framan greinir, fellst úrskurðarnefnd á það með Flugmálastjórn að umræddar fundargerðir teljist vera vinnuskjöl í merkingu 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Ekki er loku fyrir það skotið að í fundargerðunum sé að finna upplýsingar um staðreyndir í einhverju stjórnsýslumáli sem ekki verði aflað annars staðar frá. Vegna þess að kærandi hefur ekki óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál, sbr. 1. mgr. 10. gr. laganna, er hins vegar útilokað að taka afstöðu til þess álitaefnis í þessu máli. Samkvæmt því ber að staðfesta þá ákvörðun Flugmálastjórnar að synja kæranda um aðgang að fundargerðunum, eins og beiðni hans er úr garði gerð.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Staðfestar eru þær ákvarðanir Flugmálastjórnar að synja kæranda, [...], um aðgang að dagbókum flugturnsins í Reykjavík fyrir tímabilið 1987 til 1990 og fundargerðum aðalvarðstjórafunda hjá flugumferðarþjónustu stofnunarinnar á tímabilinu frá 1. maí til 30. september 1999.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Ólafur E. Friðriksson</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-184/2004 Úrskurður frá 4. ágúst 2004 | Kærð var synjun Ríkisútvarpsins um að veita aðgang að gögnum sem lögð voru fram á fundi útvarpsráðs 17. maí 2004. Fundargerðir. Vinnugögn. Samkeppnisstaða opinberrar stofnunar. Mikilvægir almannahagsmunir. Upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Aðgangur veittur að hluta. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 4. ágúst 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-184/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 9. júní sl., kærði [ …] , blaðamaður, fyrir hönd [ …] , ódagsetta synjun Ríkisútvarpsins um að veita honum aðgang að nánar tilteknum gögnum sem lögð voru fram á fundi útvarpsráðs hinn 17. maí sl.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 5. júlí sl., var kæran kynnt Ríkisútvarpinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 20. júlí sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té í trúnaði afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn Kristjáns Þorbergssonar hrl., fyrir hönd Ríkisútvarpsins, dagsett 20. júlí sl., barst innan tilskilins frests ásamt umbeðnum gögnum.</p> <p align="justify">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson, varamaður, sæti hennar við meðferð og úrlausn kærumáls þessa.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi 17. maí sl. fór kærandi fram á að fá aðgang að gögnum sem lögð höfðu verið fram á fundi útvarpsráðs þann sama dag. Með símbréfi frá skrifstofu útvarpsstjóra var kæranda veittur aðgangur að hluta þessara gagna, en synjað var aðgangi að öðrum með vísun til þess að þau væru vinnugögn.</p> <p align="justify">Samkvæmt fundargerð útvarpsráðs var kæranda synjað um aðgang að eftirtöldum gögnum:</p> <div style="margin-left: 2em"> <p align="justify">1. Rekstrarreikningi RÚV, fyrsta ársfjórðungi 2004.</p> <p align="justify">2. Greinargerð Ágústs Tómassonar forstöðumanns textavarps.</p> <p align="justify">3. Yfirliti DI yfir útsent efni Rásar 2 eftir efnisflokkum EBU 2002 og 2003 og fyrir Rás 1 1996 – 2003 ásamt skýringarmyndum.</p> <p align="justify">4. Bréfi frá Ólafi F. Magnússyni, dagsettu 24. mars sl.</p> <p align="justify">5. Bréfi frá Kristjáni Kristjánssyni, fyrir hönd Kastljóssins, dagsettu 6. apríl sl.</p> </div> <p align="justify">Í umsögn umboðsmanns Ríkisútvarpsins, dagsettri 20. júlí sl., er dregið í efa að það sé í anda upplýsingalaga „að heilu fundargerðirnar séu teknar og gagna krafist eftir því sem dagskrárliðir telja." Þá er vakin athygli á því að útvarpsráð fari ekki með stjórn Ríkisútvarpsins, heldur móti það dagskrárstefnu þess í höfuðatriðum. Gögn séu því iðulega lögð þar fram til kynningar á því starfi, sem er í vinnslu og mótun af hálfu stofnunarinnar, en ekki til afgreiðslu.</p> <p align="justify">Í umsögninni er jafnframt bent á þá staðreynd að Ríkisútvarpið sé í samkeppnisrekstri. Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 verði stofnunum í þeirri stöðu ekki gert skylt að veita aðgang að gögnum, umfram það sem keppinautum þeirra sé skylt, enda geti það skaðað rekstrar- og samkeppnisstöðu þeirra. Sérstaklega eigi þetta sjónarmið við um gögn skv. liðum 1 og 2 hér að framan sem sjáist þegar efni þeirra sé skoðað. Sjónarmiðið eigi einnig við um hin gögnin þótt með öðrum hætti sé. Þá hljóti að vera vafamál hvort réttur til aðgangs taki til aðsendra bréfa og athugasemda til undirbúnings að svari við slíku bréfi.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong> </strong></p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p align="justify">Í 2. gr. laga nr. 122/2000 um Ríkisútvarpið segir orðrétt: „Ríkisútvarpið er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins." Það fellur því undir gildissvið upplýsingalaga skv. <u>1. mgr. 1. gr.</u> þeirra laga.</p> <p align="justify">Í 3. gr. laganna er mælt fyrir um hlutverk Ríkisútvarpsins. Þar er m.a. að finna svohljóðandi ákvæði í 2. – 4. mgr.: „<a id="G3M2" name="G3M2">Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.<a id="G3M3" name="G3M3"></a> – Ríkisútvarpið skal m.a. veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða. Það skal flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Sérstaklega skal þess gætt að hafa á boðstólum fjölbreytt efni við hæfi barna, jafnt í hljóðvarpi og sjónvarpi. Ríkisútvarpið skal flytja efni m.a. á sviði lista og bókmennta, vísinda og sögu auk tónlistar. Það skal veita almenna fræðslu og gera sjálfstæða dagskrárþætti er snerta Ísland eða Íslendinga sérstaklega.<a id="G3M4" name="G3M4"></a> – Útvarpsefni skal miða við fjölbreytni íslensks þjóðlífs. Veita skal alla þá þjónustu sem unnt er með tækni útvarpsins og þjóðinni má að gagni koma.</a> "</p> <p align="justify">Svofelld ákvæði er að finna í 8. gr. laganna um almennt hlutverk og valdsvið útvarpsráðs: „<a id="G8M1" name="G8M1">Útvarpsráð tekur ákvarðanir um hversu útvarpsefni skuli haga í höfuðdráttum innan marka fjárhagsáætlunar.<a id="G8M2" name="G8M2"></a> – Ráðið setur reglur, eins og þurfa þykir, til gæslu þess að fylgt sé ákvæðum 3. gr. Ákvarðanir útvarpsráðs um útvarpsefni eru endanlegar. Útvarpsstjóri getur þó stöðvað gerð þegar samþykkts dagskrárefnis þyki sýnt að það reynist fjárhagslega ofviða.</a>" Í 3. mgr. 10. gr. laganna segir m.a. að útvarpsstjóri kynni fjárhagsáætlun stofnunarinnar fyrir útvarpsráði.</p> <p align="justify">Ríkisútvarpið annast rekstur útvarps, þ.e. hljóðvarps og sjónvarps, í samkeppni við útvarpsstöðvar í eigu einkaaðila sem fengið hafa leyfi til útvarps á grundvelli útvarpslaga nr. 53/2000. Samkvæmt f-lið 4. mgr. 6. gr. þeirra laga getur útvarpsréttarnefnd krafist upplýsinga úr bókhaldi og reikningum útvarpsstöðvar, sem fengið hefur útvarpsleyfi, ef þess er talin þörf í þeim tilgangi sem þar er nánar greindur. Í niðurlagi stafliðarins er sérstaklega mælt svo fyrir að nefndarmenn, starfsmenn og trúnaðarmenn nefndarinnar séu bundnir þagnarskyldu um allt það sem leynt á að fara.</p> <p align="center"> </p> <p align="center">2.</p> <p align="justify">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr." Ennfremur segir í 1. mgr. 10. gr. laganna: „ Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."</p> <p align="justify">Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er síðarnefnda ákvæðið skýrt með eftirgreindum hætti: „Beiðni um aðgang að gögnum er annaðhvort hægt að binda við <em>tiltekin skjöl eða önnur gögn</em>, sem aðili óskar eftir að fá að kynna sér, eða <em>gögn tiltekins máls</em>. Þegar óskað er eftir að fá aðgang að gögnum tiltekins máls á hlutaðeigandi rétt á að fá aðgang að öllum þeim gögnum sem talin eru upp í 2. mgr. 3. gr., enda standi ákvæði 4. – 6. gr. því ekki í vegi. – Í beiðni verður að tilgreina gögnin eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á gögnunum eða málinu. – Það leiðir af 1. mgr. að ekki er hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Í frumvarpinu er gengið út frá sömu tilhögun og fram kemur í norsku og dönsku upplýsingalögunum um þetta efni, þ.e. að tilgreina verður þau gögn eða það mál sem beiðni beinist að."</p> <p align="justify"><br /> Ríkisútvarpið hefur m.a. fært þau rök fyrir því að synja kæranda um aðgang að ofangreindum gögnum að hann geti ekki, á grundvelli upplýsingalaga, farið fram á aðgang að þeim í einni og sömu beiðni. Þessi röksemd á sér ekki stoð í orðalagi 1. mgr. 10. gr. laganna, þar sem segir að beiðni geti ýmist beinst að ákveðnum gögnum, sem tilgreina beri, eða tilteknu stjórnsýslumáli, án þess að tilgreina þurfi einstök gögn sem málið varða. Af athugasemdunum, sem vitnað er til að framan, verður hins vegar ráðið að setja verði beiðni um aðgang að gögnum vissar skorður. Með hliðsjón af 3. gr. upplýsingalaga hefur úrskurðarnefnd skýrt umrætt ákvæði í 1. mgr. 10. gr. svo að ekki sé unnt, í sömu beiðni, að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu máli, þótt þau séu nægilega tilgreind.</p> <p align="justify">Beiðni kæranda tók upphaflega til gagna sem lögð voru fram á fundi útvarpsráðs 17. maí sl. Varð Ríkisútvarpið við beiðninni að hluta, án þess að bera það fyrir sig að hún væri of víðtæk. Þótt kærandi hafi þannig farið fram á að fá aðgang að gögnum í fleiri en einu stjórnsýslumáli í merkingu upplýsingalaga er það álit úrskurðarnefndar, með vísun til þess sem að framan greinir, að beiðni hans fullnægi þeim skilyrðum, sem sett eru í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, enda er fjölda þeirra skjala, sem óskað er eftir aðgangi að, í hóf stillt.</p> <p align="center">3.</p> <p align="justify"><br /> Samkvæmt 3. tölul 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um „viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra". Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga er ákvæði þetta m.a. skýrt svo: „Markmiðið með þessu frumvarpi er meðal annars að gefa almenningi og fjölmiðlum tækifæri á að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum er varið. Óheftur réttur til upplýsinga getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína. Af þessum sökum er lagt til að takmarkaður verði aðgangur að upplýsingum um viðskipti hins opinbera þegar svona háttar til. – Meginsjónarmiðið að baki þessa ákvæðis er að opinber aðili eigi að standa jafnfætis öðrum samkeppnisaðilum í viðskiptum, hvorki betur né verr . . ."</p> <p align="justify">Þótt Ríkisútvarpið annist útvarpsrekstur í samkeppni við aðrar útvarpsstöðvar í eigu einkaaðila nýtur það óneitanlega sérstöðu í samanburði við þá, óháð eignaraðild og rekstrarformi, þar sem á Ríkisútvarpinu hvíla ríkari skyldur samkvæmt lögum en á öðrum útvarpsstöðvum. Má þar t.d. nefna skyldu þess til að „gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð", sbr. niðurlag 2. mgr. 3. gr. laga nr. 122/2000. Ennfremur skyldu til að „veita almenna fréttaþjónustu og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða", sbr. upphaf 3. mgr. sömu greinar. Nauðsynlegt er að hafa hliðsjón af þessari sérstöðu Ríkisútvarpsins þegar leyst er úr því hvort unnt sé að rökstyðja synjun um aðgang að gögnum í vörslum stofnunarinnar með því að vísa til ákvæðisins í 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="center">4.</p> <p align="justify">Í máli þessu greinir aðila á um það hvort kærandi eigi rétt á því, á grundvelli upplýsingalaga, að fá aðgang að gögnum sem lögð voru fram á fundi útvarpsráðs 17. maí sl. Nánar tiltekið er um að ræða eftirgreind gögn:</p> <div style="margin-left: 2em"> <p align="justify">1. Rekstrarreikning yfir rekstur Ríkisútvarpsins á fyrsta ársfjórðungi 2004.</p> <p align="justify">2. Greinargerð, sem reyndar ber yfirskriftina minnisblað, frá forstöðumanni textavarps Ríkisútvarpsins um spjallsíður textavarpsins, þar sem m.a. kemur fram hver hafi verið notkun rásanna og hverjar hafi verið tekjur stofnunarinnar af spjalli á þeim.</p> <p align="justify">3. Þrjú yfirlit yfir skiptingu dagskrárefnis í hljóðvarpi, annars vegar á árabilinu 1996 – 2003 og hins vegar á árunum 2002 og 2003.</p> <p align="justify">4. Bréf Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa, til útvarpsráðs, dagsett 24. mars sl., og svar Kristjáns Kristjánssonar, dagskrárgerðarmanns, við bréfi Ólafs í formi tölvubréfs sem dagsett er 6. apríl sl.</p> </div> <p align="justify">Með skírskotun til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga verður að telja að heimilt sé að undanþiggja gögn skv. 1. og 2. lið upplýsingarétti almennings, þar sem þær upplýsingar, sem þar er að finna, eru þess eðlis að óheftur aðgangur að þeim kynni að skaða samkeppnisstöðu Ríkisútvarpsins gagnvart öðrum útvarpsstöðvum. Á hinn bóginn skortir forsendur til að beita þessu ákvæði til að synja um aðgang að gögnum skv. 3. og 4. lið. Yfirlitin skv. 3. lið hafa að geyma upplýsingar um dagskrárefni sem þegar hefur verið flutt í hljóðvarpi. Þegar af þeirri ástæðu getur það ekki skaðað samkeppnisstöðu Ríkisútvarpsins þótt aðgangur sé veittur að þeim. Vegna þeirrar sérstöðu stofnunarinnar, sem að framan greinir, m.a. til að gæta fyllstu óhlutdrægni í dagskrárgerð og vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á þeim málum, sem efst eru á baugi eða almenning varða, er ekki unnt að synja um aðgang að bréfunum skv. 4. lið með vísun til samkeppnisstöðu hennar gagnvart öðrum útvarpsstöðum.</p> <p align="justify">Í tilefni af tilvísun til þess í umsögn umboðsmanns Ríkisútvarpsins að svar dagskrárgerðarmannsins skv. 4. lið hafi verið hugsað sem vinnugagn til undirbúnings formlegu svarbréfi stofnunarinnar, þá liggur í fyrsta lagi ekki fyrir hvort bréfi borgarfulltrúans hafi verið svarað af hennar hálfu. Í annan stað skal skv. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga veita aðgang að vinnuskjölum, sem rituð hafa verið til eigin afnota stjórnvalds, ef þau hafa að geyma upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá.</p> <p align="justify">Samkvæmt framansögðu er staðfest sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að synja kæranda um aðgang að gögnum skv. 1. og 2. lið. Hins vegar ber stofnuninni að veita honum aðgang að gögnum skv. 3. og 4. lið.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Staðfest er sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að synja kæranda, [ …] , um aðgang að rekstrarreikningi stofnunarinnar yfir rekstur hennar á fyrsta ársfjórðungi 2004 og greinargerð forstöðumanns textavarps hennar um spjallsíður textavarpsins. Ríkisútvarpinu ber að veita kæranda aðgang að þremur yfirlitum yfir skiptingu dagskrárefnis í hljóðvarpi. Ennfremur að bréfi Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa, til útvarpsráðs, dagsettu 24. mars sl., og svari Kristjáns Kristjánssonar, dagskrárgerðarmanns, við því, dagsettu 6. apríl sl.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Ólafur E. Friðriksson</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-179/2004 Úrskurður frá 4. ágúst 2004 | Kærð var synjun sýslumannsins í Vestmannaeyjum um að veita aðgang að upplýsingum um tilboð sem borist höfðu í auglýsingar í bæjarblöðunum. Tilboð. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Samkeppnissjónarmið. Aðgangur veittur. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 4. ágúst 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-179/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 4. maí sl., kærði [ …] , til heimilis að [ …] í [ …] , meðferð sýslumannsins í Vestmannaeyjum á beiðni hans, dagsettri 21. apríl sl., um að veita honum aðgang að upplýsingum um tilboð sem borist hefðu í auglýsingar sýslumanns í bæjarblöðunum.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 12. maí sl., var kæran kynnt sýslumanni og beint til hans tilmælum um að taka ákvörðun um afgreiðslu á beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 21. maí sl. Var þess óskað að ákvörðun sýslumanns yrði birt kæranda og nefndinni eigi síðar en kl. 16.00 þann dag. Færi svo að kæranda yrði synjað um aðgang að þeim gögnum, sem beiðni hans laut að, var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin afrit þeirra í té, í trúnaði, innan sama frests. Í því tilviki var sýslumanni ennfremur gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun innan sömu tímamarka.</p> <p align="justify">Umsögn sýslumanns um kæruna, dagsett 18. maí sl., barst innan tilskilins frests. Henni fylgdu afrit af fyrri bréfaskiptum sýslumanns við kæranda vegna sama máls. Þar eð úrskurðarnefnd taldi ekki sýnt að hann hefði í þessum bréfaskiptum við kæranda tekið afstöðu til aðgangs að hinum umbeðnu upplýsingum, beindi úrskurðarnefnd því til sýslumanns með bréfi, dagsettu 5. júlí sl., að gera það sem fyrst og gera jafnframt úrskurðarnefnd og kæranda grein fyrir ákvörðun sinni eigi síðar en 20. júlí sl. Ef sýslumaður væri þeirrar skoðunar að takmarka beri aðgang kæranda að þessum upplýsingum var því jafnframt beint til hans að gera úrskurðarnefnd grein fyrir ástæðum þess og láta henni í té afrit af gögnum málsins. Með bréfi til nefndarinnar, dagsettu 20. júlí sl., fylgdi afrit af erindi sýslumanns til kæranda, dagsettu sama dag, og afrit af tveimur tölvubréfum, dagsettum 13. og 16. febrúar sl., þar sem fram koma tilboð í birtingu auglýsinga frá embætti hans frá tveimur af þeim blöðum sem gefin eru út í Vestmannaeyjum.</p> <p align="justify">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson, varamaður, sæti hennar við meðferð og úrlausn kærumáls þessa.</p> <p align="center"><strong> </strong></p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til sýslumannsins í Vestmannaeyjum, dagsettu 21. apríl sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að upplýsingum um þau tilboð eða verðhugmyndir sem sýslumanni hefðu borist í auglýsingar frá embætti hans í bæjarblöðum.</p> <p align="justify">Í umsögn sýslumanns til úrskurðarnefndar, dagsettri 18. maí sl., kemur fram að hann hafi með bréfum, dagsettum 15. og 21. mars sl., svarað tveimur fyrirspurnum frá kæranda, þar sem hann hafi efnislega farið fram á sömu upplýsingar og í bréfi sínu frá 21. apríl sl. Sýslumaður telur því að hann hafi þegar tekið afstöðu til beiðni kæranda og birt honum hana, jafnvel þótt dráttur hafi orðið á að svara síðastgreindu erindi kæranda, en honum var sent afrit af umsögninni til úrskurðarnefndar.</p> <p align="justify">Umsögninni fylgdi afrit af erindi kæranda til sýslumanns, dagsettu 10. mars sl., þar sem farið var fram á að fá aðgang að yfirlýsingu frá honum, sem vitnað hefði verið til í vikublaðinu Vaktinni, um að auglýsingar um nauðungaruppboð myndu framvegis birtast í vikublaðinu Fréttum. Sýslumaður svaraði kæranda með bréfi, dagsettu 15. mars sl., þar sem fram kemur að embætti hans hafi ekki gefið frá sér neina yfirlýsingu varðandi þetta málefni nýverið og geti því ekki orðið við beiðni hans.</p> <p align="justify">Umsögn sýslumanns fylgdi ennfremur afrit af öðru erindi frá kæranda, dagsettu 17. mars sl., um sama mál, svo og af svari sýslumanns, dagsettu 18. mars sl. Þar er tekið fram að sýslumaður láti þar með lokið bréfaskiptum við kæranda um þetta mál.</p> <p align="justify">Eftir að kærandi bar fram kæru sína á hendur sýslumanni 4. maí sl. hafa úrskurðarnefnd borist erindi frá honum, dagsett 21. maí sl. og 16. júní sl., þar sem áréttuð er ósk hans um að fá aðgang að umbeðnum upplýsingum um tilboð eða verðhugmyndir fyrir birtingu auglýsinga frá embætti sýslumanns í bæjarblöðunum í Vestmannaeyjum.</p> <p align="justify">Með bréfi úrskurðarnefndar til sýslumanns, dagsettu 5. júlí sl., var því sem fyrr segir beint til hans að taka afstöðu til beiðni kæranda sem fyrst og gera honum og nefndinni grein fyrir ákvörðun sinni eigi síðar en 20. júlí sl.</p> <p align="justify">Með bréfi sýslumanns til kæranda, dagsettu 20. júlí sl., var beiðni hans synjað á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Í bréfi þessu segir orðrétt: „Gögn þau sem óskað var eftir eru tölvupóstur tveggja bæjarblaða í Vestmannaeyjum til undirritaðs og fjalla svörin um það hvaða verð þau eru tilbúin til þess að veita embættinu ef embættið tæki ákvörðun um að skipta við þau vegna nauðungarsöluauglýsinga embættisins. – Uppljóstrun embættisins um þessar verðhugmyndir blaðanna hljóta að varða mikilvæga hagsmuni þeirra, þar sem þau eru að hluta eða jafnvel að öllu leyti rekin fyrir auglýsingatekjur og mikilvægt fyrir fyrirtæki á þessu sviði að verðhugmyndir þeirra til einstakra viðskiptavina séu ekki öllum kunn og gæti slíkt auðveldlega skaðað samkeppnisstöðu þeirra og stöðu gagnvart öðrum viðskiptavinum."</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Með skírskotun til 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996<u>,</u> sbr. og 1. mgr. 11. gr. þeirra, verður að líta svo á að synjun sýslumannsins í Vestmannaeyjum um að veita kæranda aðgang að tveimur tölvubréfum, sem hafa að geyma tilboð í birtingu auglýsinga frá embætti hans í tveimur bæjarblöðum í Vestmannaeyjum, hafi verið réttilega kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</p> <p align="justify">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr." Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt, þ. á m. ákvæði 5. gr. þeirra.</p> <p align="justify"><br /> Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila . . . sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."<br /> <br /> Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um tilboð fyrirtækja í þjónustu við hið opinbera á borð við birtingu auglýsinga geti skaðað samkeppnisstöðu fyrirtækjanna og kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríkis eða sveitarfélaga. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993.</p> <p align="justify">Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur einvörðungu stutt synjun sína um að veita kæranda aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum þeim rökum að slíkt geti almennt séð skaðað fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra tveggja bæjarblaða sem í hlut eiga. Með vísun til þess, sem að framan segir, lítur úrskurðarnefnd svo á að þessir hagsmunir séu ekki þess eðlis að þeir réttlæti að umræddum upplýsingum sé haldið leyndum fyrir almenningi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ber sýslumanni að veita kæranda aðgang að áðurgreindum tveimur tölvubréfum sem dagsett eru 13. og 16. febrúar sl.</p> <p align="center"> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Sýslumanninum í Vestmannaeyjum ber að veita kæranda, [ …] , aðgang að tveimur tölvubréfum, dagsettum 13. og 16. febrúar sl., þar sem fram koma tilboð í birtingu auglýsinga frá embætti hans í tveimur bæjarblöðum í Vestmannaeyjum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Ólafur E. Friðriksson</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-183/2004 Úrskurður frá 27. júlí 2004 | Kærð var synjun forsætisráðuneytisins um að veita aðgang að lista um greiðslur fyrir nefndarstörf á tilteknu tímabili. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 27. júlí 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-183/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með tölvubréfi, sem barst 1. júní sl., kærði [ …] blaðamaður f.h. [ …] synjun forsætisráðuneytisins, dagsetta sama dag, um að veita honum aðgang að lista um greiðslur til þeirra sem fengu greiddar hæstar fjárhæðir fyrir nefndarstörf á vegum ríkisins síðastliðin þrjú ár.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 10. júní sl., var kæran kynnt forsætisráðuneytinu og því veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 22. júní sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrði í trúnaði látin í té afrit af þeim gögnum, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Forsætisráðuneytið fór með bréfi, dagsettu 21. júní sl., fram á að frestur til að svara álitsumleitan nefndarinnar yrði framlengdur um tvær vikur og varð nefndin við því með bréfi, dagsettu 22. s.m. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 6. júlí sl., barst innan tilskilsins frests, ásamt afriti af umbeðnum lista.</p> <p align="justify">Formaður úrskurðarnefndar, Eiríkur Tómasson, vék sæti við meðferð og úrskurð í máli þessu. Jafnframt er varaformaður nefndarinnar, Valtýr Sigurðsson, fjarstaddur. Varamenn þeirra, Steinunn Guðbjartsdóttir og Arnfríður Einarsdóttir, tóku því sæti þeirra við meðferð og úrskurð í máli þessu. Jafnframt var Steinunn sett til að stýra meðferð málsins.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi fór með tölvubréfi til forsætisráðuneytisins hinn 25. maí sl. fram á að fá aðgang að lista sem unninn hafði verið upp úr bókhaldi Fjársýslu ríkisins til að svara fyrirspurn frá Alþingi um það, hversu háar fjárhæðir hefðu verið greiddar þeim, sem mest hefðu fengið greitt fyrir nefndarstörf á vegum ríkisins síðastliðin þrjú ár, þ.e. 2001–2003.</p> <p align="justify">Forsætisáðuneytið synjaði beiðni kæranda með tölvubréfi hinn 1. júní sl. þar sem fram kom að umbeðin gögn hefðu að geyma upplýsingar um heildargreiðslur til tiltekinna einstaklinga fyrir ákveðin störf á tilteknum tímabilum. Í ljósi þess væri það mat ráðuneytisins að um væri að ræða upplýsingar um fjárhagsmálefni af því tagi sem skylt væri að takmarka aðgang að á grundvelli fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Í umsögn ráðuneytisins til nefndarinnar var áréttað að umbeðinn listi hefði verið unninn upp úr bókhaldi ríkisins til að geta svarað seinni lið svofelldrar spurningar í fyrirspurn frá Alþingi um nefndir, stjórnir og ráð á vegum ríkisins:</p> <div style="margin-left: 2em"> <p align="justify"><em>Hve margir sem áttu sæti í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins á [árunum 2001, 2002 og 2003] voru í fleiri en einni nefnd? Í hve mörgum nefndum sat hver þeirra og hve háar fjárhæðir voru greiddar þeim tíu sem mest fengu í sinn hlut?</em></p> </div> <p align="justify">Til svars við seinni spurningunni hafi í svari ráðuneytisins til Alþingis eingöngu verið tilgreindur fjöldi þeirra nefnda sem viðkomandi hafði starfað í og heildarfjárhæð launa fyrir nefndarstörf hvers um sig þau þrjú ár sem fyrirspurnin tók til (sjá þskj. 1674 á 130. löggjafarþingi). Listinn sem tekinn var saman til undirbúnings að þessu svari hefði eingöngu haft að geyma upplýsingar um heildargreiðslur til tiltekinna einstaklinga fyrir ákveðin störf á tilteknum tímabilum. Í ljósi þess væri það mat ráðuneytisins að um væri að ræða upplýsingar um fjárhagsmálefni af því tagi sem skylt væri að takmarka aðgang að á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 af tilliti til einkahagsmuna þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða. Það mat væri byggt á þeim úrskurðum nefndarinnar sem gengið hafa um aðgang að upplýsingum um laun fyrir störf í þágu hins opinbera, sér í lagi úrskurðum í málum nr. A-32/1997 og A-36/1998.</p> <p align="justify">Í þessum úrskurðum hefði verið fjallað um aðgang að launalistum sem fjármálaráðuneytið sendir ríkisstofnunum eftir hverja reglulega launavinnslu. Þar væru birt yfirlit um allar greiðslur til hvers starfsmanns um sig, þ.m.t. mánaðarlaun samkvæmt launaflokki og launaþrepi og yfirvinnugreiðslur hverju sinni, eða m.ö.o. yfirlit um heildarlaunagreiðslur til hvers starsfmanns hverju sinni. Með vísan til þeirra ummæla í lögskýringargögnum að ákvæði 5. gr. upplýsingalaga stæði til að undanþiggja upplýsingar um heildarlaun starfsmanna hverju sinni væru í úrskurðum í þessum málum staðfestar synjanir um að veita aðgang að þessum listum. Í samræmi við þessa úrskurðaframkvæmd taldi ráðuneytið ekki heimilt að veita aðgang að umbeðnum lista.</p> <p align="justify">Þá þótti ráðuneytinu sýnt að laun þessi væru í öllum tilvikum greidd fyrir sérstök og mæld aukastörf í þágu hins opinbera og gætu því ekki talist til fastra launa eða annarra fastra kjara þeirra sem þau þæðu. Einnig í því ljósi þótti það því vera í samræmi við úrskurðaframkvæmd nefndarinnar m.t.t. túlkunar á 5. gr. upplýsingalaga að synja um aðgang að þessum upplýsingum.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Kærandi hefur farið fram á að fá aðgang að lista sem tekinn var saman af Fjársýslu ríkisins að beiðni forsætisráðuneytisins í tilefni af fyrirspurn til forsætisráðherra á Alþingi. Á listanum er að finna upplýsingar um greiðslur til alls 328 einstaklinga fyrir störf þeirra í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins á árunum 2001, 2002 og 2003, auk fjölda þeirra nefnda, ráða og stjórna sem hver þeirra átti sæti í þetta tímabil. Nöfn þeirra tíu einstaklinga, sem hæstar greiðslur fengu fyrir þessi störf á tímabilinu, koma fram á listanum.</p> <p align="justify">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr."</p> <p align="justify">Í 5. gr. upplýsingalaga er að finna svofellt ákvæði: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: „Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings. Á grundvelli 5. gr. er það aftur á móti undanþegið aðgangi almennings hver heildarlaun hver opinber starfsmaður hefur haft, hvort sem laun hans eru hærri en föst laun og kjör, sem stöðu hans fylgja, sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri vegna launafrádráttar sökum fjarvista eða annarra atvika." Þegar allsherjarnefnd Alþingis afgreiddi frumvarpið frá sér til 2. umræðu er ennfremur svo að orði komist í áliti hennar: „Í athugasemdum við 5. gr. frumvarpsins kemur fram að ákvæði greinarinnar standi ekki í vegi fyrir því að almenningur fái aðgang að gögnum um föst laun og önnur föst launakjör opinberra starfsmanna. Að því leyti sem slík upplýsingagjöf fellur undir ákvæði frumvarps þessa … leggur nefndin sérstaka áherslu á að skýra beri ákvæði 5. gr. svo að með lögum þessum sé ekki aðeins tryggður aðgangur að upplýsingum um föst laun opinberra starfsmanna heldur einnig að þeim einstaklingsbundnu samningum sem gerðir hafa verið við starfsmenn um önnur föst kjör þeirra, svo sem fasta (ómælda) yfirvinnu, akstursgjald o.fl."</p> <p align="justify">Í ljósi fyrrgreindra ummæla í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga og með hliðsjón af áliti þeirrar þingnefndar, sem fjallaði um frumvarpið, hefur úrskurðarnefnd skýrt ákvæðið í 5. gr. svo, þegar óskað er eftir upplýsingum um laun opinberra starfsmanna, að aðgangur skuli veittur að upplýsingum um föst laun og launakjör þeirra, þ. á m. að einstaklingsbundnum ráðningarsamningum og öðrum slíkum samningum. Á hinn bóginn eigi almenningur ekki rétt á að fá upplýsingar um það hverjar heildargreiðslur hver starfsmaður hafi fengið fyrir störf sín. Hefur nefndin talið að heildargreiðslur fyrir einstaka þætti, sem tengjast starfi, svo sem dagpeningagreiðslur, séu þannig undanskildar upplýsingarétti almennings, sbr. úrskurði nefndarinnar 31. október 1997 í máli nr. A-27/1997 og 17. desember 1998 í máli nr. A-68/1998.</p> <p align="justify">Eins og fyrr segir, koma fram á þeim lista, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, upplýsingar um heildargreiðslur til hvers einstaklings fyrir störf hans í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins á tilteknu tímabili. Með vísun til þess, sem að framan greinir, lítur úrskurðarnefnd svo á að hér sé um að ræða upplýsingar um þessa einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi 5. gr. laganna. Þar af leiðandi er forsætisráðuneytinu óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim og ber samkvæmt því að staðfesta hina kærðu synjun ráðuneytisins.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Staðfest er sú ákvörðun forsætisráðuneytisins að synja kæranda, [ ...] f.h. [ ...] , um aðgang að lista yfir greiðslur til þeirra sem setið hafa í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins 2001–2003.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður</p> <p align="center">Arnfríður Einarsdóttir</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <br /> <br /> |
A-182/2004 Úrskurður frá 14. júlí 2004 | Kærð var synjun Borgarskjalasafns um að veita aðgang að gögnum um afa og ömmu kæranda. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Heilbrigðisupplýsingar. Upplýsingar varða kæranda sjálfan. Aðgangur veittur að hluta. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p align="justify">Hinn 14. júlí 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-182/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 20. maí sl., kærði [ …] , til heimilis að [ …] á [ …] , synjun Borgarskjalasafns, dagsetta 10. maí sl., um að veita honum aðgang að gögnum um móðurafa hans og móðurömmu, [ A] og [ B] .</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 27. maí sl., var kæran kynnt Borgarskjalasafni Reykjavíkur og safninu veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 10. júní sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrði í trúnaði látin í té afrit af þeim gögnum, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn borgarskjalavarðar, dagsett 10. júní sl., barst innan tilskilsins frests, ásamt ljósritum af meginþorra umbeðinna gagna, að undanskildum stöðluðum kvittunum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til Borgarskjalasafns, dagsettu 19. apríl sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að þeim gögnum, sem eru í vörslu safnsins um móðurafa hans og móðurömmu, [ A] og [ B] . Þau [ A] og [ B] eru bæði látin. Hann lést árið 1957 og hún árið 1967.</p> <p align="justify">Borgarskjalavörður svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 10. maí sl., þar sem fram kemur að honum verði veittur aðgangur að þeim gögnum er náð hafa 80 ára aldri. Aðgang að yngri gögnum verði hins vegar að takmarka með tilliti til þess að þau fjalli um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að takmarka aðgang að.</p> <p align="justify">Í kæru sinni til úrskurðarnefndar færir kærandi rök fyrir því að hann eigi hagsmuni af því að afla upplýsinga um hvað raunverulega hafi hent þessa forfeður sína.</p> <p align="justify">Í umsögn borgarskjalavarðar til nefndarinnar, dagsettri 10. júní sl., kemur fram að beiðni kæranda hafi verið tekin til meðferðar og afgreidd á grundvelli 20. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Kærandi hafi gert þá grein fyrir beiðni sinni að fá sem besta mynd af högum og aðstæðum afa síns og ömmu. Borgarskjalasafn hafi þó ekki talið að afgreiða beri beiðni hans á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, þar sem ekkert sé fjallað um kæranda sjálfan í gögnum þeirra mála, sem um er að ræða, hann eigi ekki aðild að þeim og hafi ekki verið lögerfingi þeirra hjóna.</p> <p align="justify">Í umsögninni kemur ennfremur fram að um sé að ræða gögn í tveimur málum. Gögn í öðru þeirra ná fram til ársins 1936, en í hinu til ársins 1956. Kæranda hafi þegar verið veittur aðgangur að þeim gögnum, sem náð hafa 80 ára aldri, en ekki að öðrum gögnum. Synjun um aðgang að þeim hafi byggst á 5. gr. upplýsingalaga, þar sem málin fjalli um viðkvæm einka- og fjárhagsmálefni sem eðlilegt sé og sanngjarnt gagnvart minningu þeirra [ A] og [ B] að fari leynt. Þessi málsskjöl hafi m.a. að geyma upplýsingar um félagslega erfiðleika þeirra, fátækt og fjárhagslegan stuðning hins opinbera við þau. Þá séu í þessum skjölum upplýsingar um sjúkdóma einstaklinga úr fjölskyldu þeirra, sjúkrahúsdvöl þeirra og kostnað því samfara.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p align="justify">Í III. kafla upplýsingalaga er kveðið á um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Úrskurðarnefnd hefur skýrt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik, þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann sjálfan, þannig að hann hafi einstaklega hagmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.</p> <p align="justify">Samkvæmt upplýsingalögum er gerður skýr greinarmunur á upplýsingarétti almennings skv. II. kafla upplýsingalaga og upplýsingarétti aðila skv. III. kafla þeirra. Hinn ríki réttur aðila til aðgangs að gögnum er undantekning frá hinni almennu reglu laganna. Því verður að vera hafið yfir allan vafa að sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, teljist aðili í skilningi 9. gr. laganna, svo að leyst verði úr beiðni hans á grundvelli þeirrar greinar, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar 10. nóvember 2000 í máli nr. A-106/2000.</p> <p align="justify">Í máli því, sem til úrlausnar er, óskar kærandi eftir aðgangi að gögnum um móðurafa sinn og móðurömmu sem bæði eru látin fyrir all mörgum árum. Þótt þannig sé um náinn skyldleika að ræða verður ekki talið að kærandi hafi lögvarða hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum, eins og atvikum er háttað, þ. á m. stóð hann ekki til erfða eftir afa sinn og ömmu samkvæmt lögum þegar þau féllu frá. Þar af leiðandi ber að leysa úr beiðni hans um aðgang að gögnunum á grundvelli II. kafla upplýsingalaga.</p> <p align="center">2.</p> <p align="justify">Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. upplýsingalaga skal veita almenningi aðgang að gögnum, án tillits til þeirra upplýsinga sem þar er að finna, þegar liðin eru áttatíu ár frá því að þau urðu til. Eitt þeirra skjala, sem Borgarskjalasafn virðist hafa synjað kæranda um aðgang að, er dagsett 15. desember 1923 og nokkur önnur skjöl stafa frá fyrri hluta árs 1924. Ber safninu að veita honum aðgang að þessum skjölum í samræmi við skýr fyrirmæli upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni annarra þeirra skjala sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Flest þeirra hafa að geyma upplýsingar um heilsuhagi sem og félagsleg og fjárhagsleg vandamál þeirra [ A] , [ B] og fjölskyldna þeirra. Samkvæmt athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er hér um að ræða gögn um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt skuli fara skv. 5. gr. laganna. Með skírskotun til þess ber að staðfesta þá ákvörðun Borgarskjalasafns að synja kæranda um aðgang að þessum skjölum.</p> <p align="justify">Fáein þeirra skjala, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, eru hins vegar þess eðlis að 5. gr. upplýsingalaga tekur ekki til þeirra. Hér er fyrst og fremst um að ræða svonefnd lífsvottorð frá sóknarprestum, svo og bótaskírteini um ellilífeyri [ A] heitins frá því í janúarmánuði 1956. Ber Borgarskjalasafni að veita kæranda aðgang að þessum skjölum á grundvelli meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um aðgang almennings að slíkum gögnum, sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Staðfest er sú ákvörðun Borgarskjalasafns að synja kæranda, [ ...] , um aðgang að gögnum um móðurafa hans og móðurömmu, [ A] og [ B] . Þó ber að veita honum aðgang að þeim gögnum, sem stafa frá fyrri hluta árs 1924 eða fyrri tíma, svo og þeim skjölum sem nánar eru tilgreind í úrskurði þessum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-181/2004 Úrskurður frá 2. júlí 2004 | Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins um að veita kæranda aðgang að upplýsingum um heildargreiðslur ríkisins til fyrirtækis í tengslum við verksamning og hugbúnaðarkaup á grundvelli útboðs Ríkiskaupa. Bókhaldsgögn. Fyrirliggjandi gögn. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir. Synjun staðfest. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 2. júlí 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-181/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 4. maí sl., kærði [ …] hrl. f.h. [ A] hf. synjun fjármálaráðuneytisins, dagsetta 3. apríl sl., um að veita kæranda aðgang að upplýsingum um heildargreiðslur ríkisins til [ B] hf. í tengslum við verksamning og hugbúnaðarkaup á grundvelli útboðs Ríkiskaupa nr. 12576.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 17. maí sl., var kæran kynnt fjármálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 26. maí sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögninni kæmi fram á hvern hátt umbeðnar upplýsingar væru varðveittar hjá ráðuneytinu. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 27. maí sl., barst hinn 1. júní sl.</p> <p align="justify">Í fjarveru Eiríks Tómassonar tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður sæti hans við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi tók þátt í útboði Ríkiskaupa nr. 12576 sem bar heitið „Ný fjárhagskerfi fyrir ríkissjóð og stofnanir hans". Samkvæmt því sem fram kemur í kærunni var hér um að ræða eitt umfangsmesta útboð sinnar tegundar sem fram hefur farið hér á landi. Í samræmi við útboðsskilmála voru tvö tilboð valin til frekari greiningar og var annað þeirra frá kæranda en hitt frá [ B] hf. Ríkið ákvað að ganga til samninga við [ B] hf. á grundvelli tilboðs þess.</p> <p align="justify">Kærandi hefur áður farið fram á að fá aðgang að tilboði [ B] hf. í framangreindu útboði; að samningnum sem gerður var við fyrirtækið á grundvelli þess, að upplýsingum um fjölda notendaleyfa sem ákvörðuð hafa verið á grundvelli samningsins og að upplýsingum um hvað greitt hefur verið fyrir aukaverk og hugbúnaðarkaup í tengslum við samninginn.</p> <p align="justify">Synjun um aðgang að tilboðinu var staðfest með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppkveðnum 31. ágúst 2001 í málinu nr. A-126/2001. Samkvæmt úrskurði frá 25. október 2001 í málinu nr. A-133/2001 var á hinn bóginn lagt fyrir Ríkiskaup að veita kæranda aðgang að samningnum að undanskyldri umfjöllun um verð á keyptum notendaleyfum í 3. gr. samningsins. Þá var fjármálaráðuneytinu í úrskurði frá 20. febrúar 2004 í málinu nr. 168/2004 gert að veita aðgang að upplýsingum um fjölda notendaleyfa og hvað greitt hafi verið fyrir aukaverk og hugbúnaðarkaup í tengslum við samninginn.</p> <p align="justify">Eftir að kærandi hafði fengið aðgang að þessum upplýsingum fór hann fram á með bréfi til fjármálaráðuneytsins, dagsettu 11. mars sl., að fá aðgang að upplýsingum um heildargreiðslur ríkisins til [ B] hf. í tengslum við verksamning og hugbúnaðarkaup á grundvelli tilvitnaðs útboðs.</p> <p align="justify">Fjármálaráðuneytið synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 3. apríl sl., með vísan til þess að umbeðnar upplýsingar lægju ekki fyrir. Þær væri ekki hægt að prenta á einfaldan hátt úr bókhaldskerfi ríkisins, heldur yrði af nánar tilgreindum ástæðum að vinna úr því sérstakt yfirlit. Þá vísaði ráðuneytið jafnframt til þess að jafnvel þótt þessi vandkvæði væru ekki fyrir hendi kæmu mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir viðsemjanda þess í veg fyrir að hægt yrði að veita aðgang að umbeðnum upplýsingum.</p> <p align="justify">Í kærunni er bent á að á fjármálaráðuneytið hafi á grundvelli samningsins við [ B] hf. keypt og sett upp kerfi sem sé í hópi fullkomnustu bókhalds- og upplýsingakerfa sem völ sé á og að ótrúverðugt sé að ráðuneytið geti ekki á einfaldan hátt notað þetta kerfi til að fá upplýsingar um hvað það hafi kostað. Þá telur kærandi að lagaskylda hvíli á ráðuneytinu til að halda utan um umbeðnar upplýsingar á einfaldan og aðgengilegan hátt og vísar í því skyni til 5. gr. reglugerðar um Stjórnarráð Íslands, nr. 3/2004, og 13.-15. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins, auk 3.-5. kafla s.l. Þá bendir kærandi á að upplýsingar sem fram hafi komið á Alþingi bendi til að uppsetning og viðhald tölvukerfanna, sem umrætt útboð tók til, hafi reynst mun dýrari en samningurinn við [ B] hf. kvað á um og að fyrirtækið hafi fengið verulegar greiðslur umfram það sem ætla mætti á grundvelli hans. Kærandi telur sig eiga rétt á upplýsingum um raunverulegan heildarkostnað verksins og að aðgangur að þeim geti ekki skaðað viðskiptahagsmuni [ B] hf.</p> <p align="justify">Í umsögn fjármálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar kemur fram að ekki hafi verið byrjað að bóka kostnað vegna nýja bókhaldskerfisins fyrr en um síðustu áramót. Áður til fallinn kostnaður hafi því verið færður í eldra bókhaldskerfi ríkisins. Til að svara beiðni kæranda yrði því að vinna sérstakt yfirlit úr báðum bókhaldskerfunum. Í því skyni myndi ekki nægja að prenta svar við einfaldri fyrirspurn úr kerfunum. Til að þær yrðu áreiðanlegar og réttar myndi m.a. þurfa að fara í hvert ár (2001-2004) og flytja í sérstaka skrá allar hreyfingar sem tilheyra viðkomandi viðfangsefnum, samræma viðfangsefna- og tegundanúmer fyrir öll árin, bæta við færslurnar heiti viðfanga og heiti tegunda, yfirfara færslur án kennitalna til að sannreyna uppruna þeirra, fjarlægja færslur sem ekki stafa frá [ B] hf. og byggja upp veltitöflu fyrir frekari vinnslu upplýsinganna. Telur ráðuneytið að vinnsla af þessu tagi sé umfram það sem af upplýsingalögunum leiðir.</p> <p align="justify">Þá telur ráðuneytið að umbeðnar upplýsingar varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni [ B] hf. sem takmarka bæri aðgang að á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, lægju þær fyrir á því formi sem lögin taka til. Er um það vísað til sérstakrar greinargerðar, sem ráðuneytið aflaði frá [ B] hf., dagsettri 6. apríl sl., og lét fylgja umsögn sinni.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p align="justify">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr." Ennfremur segir í 1. mgr. 10. gr. laganna: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."</p> <p align="justify">Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er síðarnefnda ákvæðið skýrt með eftirgreindum hætti: „Beiðni um aðgang að gögnum er annaðhvort hægt að binda við tiltekin skjöl eða önnur gögn, sem aðili óskar eftir að fá að kynna sér, eða gögn tiltekins máls. Þegar óskað er eftir að fá aðgang að gögnum tiltekins máls á hlutaðeigandi rétt á að fá aðgang að öllum þeim gögnum sem talin eru upp í 2. mgr. 3. gr., enda standi ákvæði 4.- 6. gr. því ekki í vegi. – Í beiðni verður að tilgreina gögnin eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á gögnunum eða málinu. – Það leiðir af 1. mgr. að ekki er hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Í frumvarpinu er gengið út frá sömu tilhögun og fram kemur í norsku og dönsku upplýsingalögunum um þetta efni, þ.e. að tilgreina verður þau gögn eða það mál sem beiðni beinist að."</p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p align="justify">Í máli því sem hér er til úrlausnar óskar kærandi eftir aðgang að upplýsingum um heildargreiðslur ríkisins til [ B] hf. í tengslum við verksamning og hugbúnaðarkaup á grundvelli útboðs Ríkiskaupa nr. 12576.</p> <p align="justify">Synjun fjármálaráðuneytisins á beiðni kæranda er á því byggð að umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir og því verði að vinna þær sérstaklega úr bókhaldskerfi ríkisins. Í kærunni var, eins og rakið hefur verið hér að framan, dregið í efa að kerfið, sem væri í hópi fullkomnustu bókhalds- og upplýsingakerfa, gæti ekki veitt umbeðnar upplýsingar á einfaldan hátt og jafnframt vísað til lagaskyldu ráðuneytisins til að halda utan um umbeðnar upplýsingar á einfaldan og aðgengilegan hátt.</p> <p align="justify">Í umsögn fjármálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar koma fram nánari skýringar á því af hverju umbeðnar upplýsingar liggja ekki fyrir í hinu nýja bókhaldskerfi og útskýrt hvaða vinna fælist í því að útbúa sérstakt yfirlit um umbeðnar upplýsingar. Bendir ráðuneytið á að vinnsla af þessu tagi sé umfram það sem af upplýsingalögunum leiðir.</p> <p align="justify">Úrskurðarnefnd hefur í fyrri úrskurðum skýrt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga svo, að hún taki einvörðungu til gagna, sem fyrir liggja, þegar um þau er beðið, en leggi ekki á stjórnvöld skyldu til að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar eftir þeim er leitað. Fjármálaráðuneytið hefur upplýst nefndina um að umbeðnar upplýsingar liggi ekki fyrir á því formi sem eftir er leitað.</p> <p align="justify">Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, ber að staðfesta synjun fjármálaráðuneytisins um að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Staðfest er sú ákvörðun fjármálaráðuneytisins að synja kæranda, [ A] hf. um að veita honum aðgang að gögnum um heildargreiðslur ríkisins til [ B] hf. í tengslum við verksamning og hugbúnaðarkaup á grundvelli útboðs Ríkiskaupa nr. 12576.</p> <p align="center"> </p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Steinunn Guðbjartsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-180/2004 Úrskurður frá 10. júní 2004 | Kærð var synjun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um að veita aðgang að upplýsingum um söluverð og greiðsluskilmála á tilteknu vörumerki. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Upplýsingar varða kæranda sjálfan. Aðgangur veittur. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Hinn 10. júní 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-180/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 1. apríl sl., kærði [ …] , til heimilis að [ …] í [ …] , synjun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um að veita honum aðgang að upplýsingum um söluverð og greiðsluskilmála á vörumerkinu [ A] þegar sjóðurinn seldi það.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 12. maí sl., var kæran kynnt Nýsköpunarsjóði og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni kl. 16.00 hinn 21. maí sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu í trúnaði látin í té afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sömu tímamarka. Að ósk Nýsköpunarsjóðs var frestur þessi framlengdur til 24. maí sl. Þann dag barst umsögn Kristínar Edwald hdl. f.h. sjóðsins, dagsett 21. maí sl., ásamt eftirtöldum gögnum:</p> <ol> <li>Tilboði félagsins [ …] í vörumerki [ A] , dagsettu 20. febrúar 2003.</li> <li>Svarbréfi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, dagsettu 21. febrúar 2003.</li> <li>Kaupsamningi um vörumerki, dagsettum 25. apríl 2003.</li> </ol> <p align="justify">Umsögn Nýsköpunarsjóðs fylgdi jafnframt umsögn 18 ehf., dagsett 21. maí sl., um kæruna.</p> <p align="justify">Í fjarveru Eiríks Tómassonar tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður sæti hans í nefndinni við meðferð og úrskurð í máli þessu.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þau að við gjaldþrot fyrirtækisins [ A] árið 2003 eignaðist Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins vörumerki þess. Með ódagsettu bréfi kæranda til sjóðsins fór hann fram á að fá svar við tilboði sínu í vörumerkið [ A] og upplýsingar um hvað greitt hefði verið fyrir merkið þegar það var selt. Í bréfi Nýsköpunarsjóðs til kæranda, dagsettu 24. febrúar sl., var áréttað að gengið hefði verið til samninga við annan tilboðsgjafa og í framhaldi af því gerður við hann kaupsamningur um vörumerkið.</p> <p align="justify">Kærandi ítrekaði beiðinu sína um upplýsingar um söluverð vörumerkisins og um greiðslukjör þess með bréfi, dagsettu 27. febrúar sl. Nýsköpunarsjóður synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 9. mars sl. Þar kom fram að synjun sjóðsins væri byggð á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem umbeðnar upplýsingar vörðuðu mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni kaupandans.</p> <p align="justify">Með bréfi til Nýsköpunarsjóðs, dagsettu 10. mars sl., áréttaði kærandi að hann gæti á engan hátt sætt sig við að tilvitnað ákvæði kæmi í veg fyrir að hann fengi aðgang að umbeðnum upplýsingum, enda hefði hann verið aðili að því máli sem upplýsingarnar varða.</p> <p align="justify">Í umsögn umboðsmanns Nýsköpunarsjóðs til úrskurðarnefndar er áréttað að sjóðurinn telji umbeðnar upplýsingar varða svo mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni [ B] ehf. að þeir gætu skaðast, ef öðrum væri veittur að þeim aðgangur, sér í lagi samkeppnisstaða þess. Þessari umsögn fylgdi jafnframt umsögn fyrirtækisins sem upplýsingarnar varða, [ B] ehf., þar sem eindregið er lagst gegn því að öðrum verði veittur aðgangur að umbeðnum upplýsingum, sér í lagi keppinautum þess.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p align="justify">Svo sem fram kemur í málsatvikalýsingu hér að framan átti kærandi annað tveggja tilboða sem bárust Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins í vörumerkið [ A] . Með bréfi, dagsettu 24. febrúar sl. tilkynni Nýsköpunarsjóður kæranda að gengið hefði verið til samninga við hinn tilboðsgjafann og gerður við hann kaupsamningur um vörumerkið í framhaldi af því.</p> <p align="justify">Sá tilboðsgjafi sem ekki var samið við á ekki aðild að þeim samningi og upplýsingar sem þar koma fram eru ekki „um hann sjálfan" svo sem 9. gr. upplýsingalaga áskilur. Um aðild kæranda að samningi þessum eða upplýsingar úr honum ber því að fjalla á grundvelli II. kafla upplýsingalaga.</p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p align="justify">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt.</p> <p align="justify">Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskipta-hagsmuni."</p> <p align="justify">Rétt þykir í þessu sambandi að líta til 47. gr. laga nr. 94/2001, um opinber innkaup, við úrlausn málsins en þar segir, að bjóðendum sé heimilt að vera við opnun tilboða og fá þar upplýsingar um nafn bjóðanda, heildartilboðsupphæð, greiðsluskilmála, afhendingarskilmála, og eðli frávikstilboða.</p> <p align="justify">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni kaupsamnings milli annars vegar fyrirtækisins [ B] ehf. og Nýsköpunarsjóðs hins vegar. Er það niðurstaða nefndarinnar, að teknu tilliti til þess sem hér að framan er rakið, að upplýsingar um söluverð og greiðsluskilmála sem óskað er aðgangs að varði ekki mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni kaupanda sem eðlilegt sé og sanngjarnt að leynt fari, skv. 5 gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Samkvæmt því, og með vísan til þess sem hér að framan greinir, er það niðurstaða úrskurðarnefndar að Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins beri að veita kæranda aðgang að upplýsingum um söluverð og greiðsluskilmála á vörumerkinu [ A] samkvæmt kaupsamningi dagsettum 25. apríl 2003.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins beri að veita kæranda aðgang að upplýsingum um söluverð og greiðsluskilmála á vörumerkinu [ A] sem fram koma í 2. tölulið kaupsamnings dagsettum 25. apríl 2003.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Steinunn Guðbjartsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-178/2004 Úrskurður frá 28. maí 2004 | Kærð var synjun bókasafns Vestmannaeyja um aðgang að upplýsingum um umsækjendur um starf bókavarðar. Umsækjendur um opinber störf. Aðgangur veittur. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p align="justify">Hinn 28. maí 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-178/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 16. mars sl., kærði [ …] , til heimilis að [ …] í [ …] , meðferð bókasafns Vestmannaeyja á beiðni hans, dagsettri 4. mars sl., um aðgang að upplýsingum um umsækjendur um starf bókavarðar við safnið.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 12. maí sl., var kæran kynnt bókasafninu og þeim tilmælum beint til þess að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 21. maí sl. Var þess óskað að ákvörðun safnsins yrði birt kæranda og nefndinni eigi síðar en kl. 16.00 þann dag. Yrði kæranda synjað um aðgang að þeim gögnum, sem beiðni hans lýtur að, var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin í té í trúnaði afrit af þeim innan sama frests. Í því tilviki var safninu ennfremur gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun, innan sömu tímamarka. Bréf barst frá safninu vegna kærunnar og er það dagsett 21. maí sl. Því fylgdu engin gögn.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til bóksafns Vestmannaeyja, dagsettu 4. mars sl., fór kærandi fram á að fá upplýsingar um nöfn og heimilisföng umsækjenda um starf bókavarðar við safnið. Í bréfi hans kemur fram að umsóknarfrestur um starfið hafi runnið út 1. mars sl.</p> <p align="justify">Í bréfi bókasafns Vestmannaeyja til úrskurðarnefndar, dagsettu 21. maí sl., er tekið fram að fundur vegna ráðningar bókavarðar hafi verið haldinn 11. mars sl. og því hafi ekki verið hægt að senda upplýsingar um það hver hefði verið ráðinn í starfið fyrir þann tíma. Þá er bent á að kærandi sé áskrifandi að fundargerðum nefnda og ráða Vestmannaeyjabæjar og því hafi hann fengið upplýsingar „um þetta strax og það fór í gegn". Einnig hafi verið sagt frá því í héraðsfréttablöðunum í Vestmannaeyjum hverjir hafi sótt um umrætt starf og hver hafi verið ráðinn í það. Því megi ætla að kærandi hafi þegar fengið umbeðnar upplýsingar.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Samkvæmt 4. tölul. 4. gr. laganna tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til „umsókna um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og allra gagna sem þær varða; þó er skylt að veita upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn."</p> <p align="justify">Eins og skýrt er fyrir mælt í niðurlagi 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, er skylt að veita hverjum þeim, sem þess óskar, upplýsingar um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda um störf hjá sveitarfélögum og stofnunum þeirra þegar umsóknarfrestur er liðinn. Samkvæmt því bar bókasafni Vestmannaeyja að láta kæranda í té upplýsingar um nöfn og heimilisföng umsækjenda um starf bókavarðar hjá safninu í samræmi við beiðni hans, jafnskjótt og umsóknarfrestur um starfið var liðinn. Kærandi á ekki síður rétt á því að fá þessar upplýsingar nú og er safninu því skylt að verða við beiðni hans án frekari tafar, nema honum hafi sannanlega verið send fundargerð, þar sem hinar umbeðnu upplýsingar er að finna. Það leysir safnið ekki undan þessari skyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum þótt upplýsingarnar hafi verið birtar í héraðsfréttablöðum í Vestmannaeyjum.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Bókasafni Vestmannaeyja er skylt að láta kæranda, [ …] , í té upplýsingar um nöfn og heimilisföng umsækjenda um starf bókavarðar við safnið.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-176/2004 Úrskurður frá 28. maí 2004 | Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins að veita aðgang að bréfi til innheimtumanna ríkissjóðs um skuldajöfnun vaxta- og barnabóta. Fyrirliggjandi gögn. Frávísun. | <p><strong>A-176/2004 Úrskurður frá 28. maí 2004</strong></p> <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 28. maí 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-176/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 13. apríl sl., kærði [ …] , til heimilis að [ …] á [ …] , þá ákvörðun fjármálaráðuneytisins að veita honum ekki aðgang að bréfi sem hann telur að ráðuneytið hafi ritað öllum innheimtumönnum ríkissjóðs um það hvernig skuli „skuldajafnað af vaxtabótum og barnabótum m.a. upp í skuldir einstaklinga við ríkissjóð".</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 12. maí sl., var kæran kynnt fjármálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 21. maí sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrði látið í té afrit af því skjali, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 18. maí sl., barst innan tilskilins frests.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dagsettu 16. mars sl., fór kærandi fram á að fá afhent afrit af bréfi fjármálaráðuneytisins til tollstjórans í Reykjavík varðandi reglur um skuldajöfnuð inneigna upp í umferðarlagasektir. Í bréfi ráðuneytisins til kæranda, dagsettu 5. apríl sl., er tekið fram að ráðuneytið hafi ekki sent innheimtumönnum ríkissjóðs bréf varðandi skuldajöfnuð inneigna upp í slíkar sektir. Af þeim sökum sé ekki unnt að verða við beiðni kæranda um að veita honum aðgang að slíku bréfi.</p> <p align="justify">Í umsögn fjármálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 18. maí sl., eru sömu skýringar áréttaðar.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr." Samkvæmt þessu er stjórnvöldum almennt skylt að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum þeirra.</p> <p align="justify">Fjármálaráðuneytið hefur lýst því yfir að sú fullyrðing kæranda, að ráðuneytið hafi sent bréf til innheimtumanna ríkissjóðs varðandi skuldajöfnuð inneigna upp í umferðarlagasektir, eigi ekki við rök að styðjast. Þar sem bréf það, sem kærandi óskar eftir aðgangi að, hafi ekki verið sent og sé því ekki til í vörslum ráðuneytisins sé ekki unnt að verða við beiðni hans.</p> <p align="justify">Vegna þess að ekki liggur fyrir synjun stjórnvalds um að veita kæranda aðgang að skjölum eða annars konar gögnum í vörslum þess verður málið ekki borið undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber þar af leiðandi að vísa því frá nefndinni.</p> <p align="center"> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Kæru [ …] á hendur fjármálaráðuneytinu er vísað frá úrskurðarnefnd.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-177/2004 Úrskurður frá 28. maí 2004 | Kærð var synjun Vestmannaeyjabæjar um að veita aðgang að lána-, gjaldmiðla- og vaxtaskiptaamningum vegna uppgjörs á gjaldeyrisskiptasamningi frá árinu 2001. Samningur. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækis. Þagnarskylda. Aðgangur veittur að hluta. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p align="justify">Hinn 28. maí 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-177/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 27. febrúar sl., kærði [ …] , til heimilis að [ …] í [ …] , synjun Vestmannaeyjabæjar um að veita honum aðgang að lána-, gjaldmiðla- og vaxtaskiptaamningum, vegna uppgjörs á gjaldeyrisskiptasamningi frá árinu 2001.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 12. maí sl., var kæran kynnt Vestmannaeyjabæ og bænum veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 21. maí sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn Vestmannaeyjabæjar, dagsett 18. maí sl., barst innan tilskilins frests ásamt afriti af gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningi Vestmannaeyjabæjar og [ …] hf., dagsettum 23. janúar 2004, svo og afriti af lánssamningi milli sömu aðila, dagsettum sama dag.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til bæjarráðs Vestmannaeyja, dagsettu 23. febrúar sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að lána-, gjaldmiðla- og vaxtasamningum, vegna uppgjörs á gjaldeyrisskiptasamningi frá 2001. Beiðni þessi var árituð um synjun af hálfu bæjarins með vísun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p align="justify">Í umsögn Vestmannaeyjabæjar til úrskurðarnefndar, dagsettri 18. maí sl., kemur fram að í umbeðnum gögnum sé að finna ákvæði um viðskiptakjör, þ.m.t. vaxtakjör, sem [ …] hafi ákveðið að veita Vestmannaeyjabæ og óskað hafi verið eftir að trúnaður ríki um. Það sé mat bæjarins að þessi gögn varði í ljósi þess það mikilvæga hagsmuni viðsemjanda hans, [ …] , að rétt sé að takmarka aðgang að þeim á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga, enda gæti aðgangur valdið bankanum tjóni, einkum með hliðsjón af stöðu hans gagnvart öðrum viðsemjendum sínum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt, þ. á m. reglurnar í 5. gr. þeirra.</p> <p align="justify"><br /> Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."<br /> <br /> Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um kjör í viðskiptum fyrirtækja við hið opinbera geti skaðað samkeppnisstöðu þeirra og kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu hins opinbera, hvort sem er ríkis eða sveitarfélaga. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993.</p> <p align="justify">Í umsögn sinni til úrskurðarnefndar hefur Vestmannaeyjabær einvörðungu stutt synjun sína um að veita kæranda aðgang að hinum umbeðnu samningnum þeim rökum að slíkt geti skaðað hagsmuni viðsemjanda hans, [ …] hf. Samkvæmt 1. mgr. 58. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eru stjórnendur og starfsmenn slíks fyrirtækis, þ. á m. viðskiptabanka, „bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- og einkamálefni viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum." Þótt þetta ákvæði sé sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og geti þar af leiðandi staðið í vegi fyrir almennum aðgangi að upplýsingum á grundvelli laganna, verður að telja að svo sé ekki í því máli, sem hér er til úrlausnar, enda er ákvæðinu ætlað, eins og orðalag þess ber með sér, að vernda hagsmuni viðskiptamanna banka og annarra fjármálafyrirtækja, en ekki hagsmuni fyrirtækjanna sjálfra.</p> <p align="justify">Séu þeir samningar, sem kærandi hefur óskað eftir að fá aðgang að, virtir í heild sinni í ljósi þess, sem að framan segir, er það álit úrskurðarnefndar að kærandi eigi rétt á því að fá aðgang að þeim, að undanskildum ákvæðum um umsamda vexti í þeim viðskiptum sem um er að ræða. Nefndin lítur svo að slíkar upplýsingar séu svo viðkvæmar, með tilliti til samkeppnisstöðu [ …] , að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær skuli fara leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Í öðrum samningnum er kveðið á um að efni hans skuli vera trúnaðarmál á milli aðila. Slíkt ákvæði getur ekki, eitt og sér, komið í veg fyrir aðgang kæranda að samningnum á grundvelli upplýsingalaga, eins og skýrt er tekið fram í athugasemdum með 3. gr. frumvarps til þeirra.</p> <p align="justify">Samkvæmt því, sem að framan greinir, ber Vestmannaeyjabæ að veita kæranda aðgang að gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningi milli bæjarins og [ …] , sem dagsettur er 21. janúar sl., svo og að lánssamningi milli sömu aðila sem dagsettur er sama dag. Með vísun til 7. gr. upplýsingalaga er, eins og að framan greinir, óheimilt að veita honum aðgang að ákvæðum um vaxtafót, að því er varðar skuldbindingar beggja samningsaðila samkvæmt gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningnum, og grein 3.1. í lánssamningnum, þar sem fjallað er um upphæð vaxta.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Vestmannaeyjabæ er skylt að veita kæranda, [ …] , aðgang að gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningi milli bæjarins og [ …] hf., sem dagsettur er 21. janúar sl., svo og að lánssamningi milli sömu aðila, sem dagsettur er sama dag, að undanskildum ákvæðum um umsamda vexti, eins og nánar greinir hér að framan.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-175/2004 Úrskurður frá 24. maí 2004 | Kærð var synjun formanns nefndar skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu um að veita aðgang að öllum niðurstöðum nefndarinnar á tilteknu árabili. Ótiltekinn fjölda mála. Þagnarskylda. Synjun staðfest. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 24. maí 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-175/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 6. apríl sl., kærði [ …] , f.h. [ …] , synjun nefndar skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 97/1990 um að veita honum aðgang að álitsgerðum nefndarinnar vegna kvartana allt aftur til ársins 2000.</p> <p align="justify">Með bréfi úrskurðarnefndar, dagsettu 12. maí sl., var kæranda bent á að nefndin hafi, í samræmi við 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, ítrekað vísað frá nefndinni kærum sem varða aðgang að ótilteknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund eða frá ákveðnu tímabili. Að þessu athuguðu var kæranda bent á að búast mætti við að máli hans yrði vísað frá nefndinni, ef hann óskaði eftir að það gengi til úrskurðar.</p> <p align="justify">Með tölvubréfi til nefndarinnar, dagsettu 13. maí sl., áréttaði kærandi ósk sína um að mál hans yrði tekið til formlegs úrskurðar. Af því tilefni benti hann [ á] að nefnd skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 97/1990 hafi birt endurrit álitsgerða fyrri ára á veraldarvefnum. Í beiðni hans felist því ekki annað en að fá aðgang að sams konar upplýsingum á því árabili er beiðni hans tekur til. Til vara krefst hann þess að fá aðgang að úrlausnum í málum nr. 1-12/2000, 1-12/2001, 1-12/2002 og 1-12/2003. Til þrautavara krefst hann þess að fá aðgang að skýrslum yfir álitsgerðir nefndarinnar fyrir árin 2000, 2001, 2002 og 2003.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt kæru eru atvik málsins í stuttu máli þau að 23. mars sl. fór kærandi fram á, með tölvubréfi til formanns nefndar skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, að fá aðgang að niðurstöðum nefndarinnar í málum, þar sem kvartað hafi verið yfir meintum mistökum á heilbrigðisstofnunum á tímabilinu frá 2000 til síðasta úrskurðar. Með tölvubréfi formanns nefndarinnar, dagsettu sama dag, var því beint til kæranda að gera nánar grein fyrir beiðni sinni. Kæranda svaraði samdægurs á sama hátt með því að ítreka beiðni sína, án þess að tilgreina nánar það mál eða þau mál sem hann óskaði eftir að fá upplýsingar um.</p> <p align="justify">Með öðru tölvubréfi frá formanni nefndarinnar, dagsettu 26. mars sl., greindi hann kæranda frá því að beiðni hans væri hafnað með vísun til þagnarskylduákvæðis í 10. gr. starfsreglna nefndarinnar nr. 150/1985. Í ljósi þess telji nefndin sér „allavega óheimilt að veita aðgang að nöfnum þeirra einstaklinga sem fyrir koma í álitsgerðunum". Jafnframt var kæranda greint frá því að nefndin hyggist vinda bráðan bug að því gera útdrátt úr þessum álitsgerðum til birtingar á netinu á sama hátt og gert hafi verið fyrir þann tíma sem beiðni kæranda tekur til. Sama afstaða var síðar áréttuð í enn öðru tölvubréfi formanns nefndarinnar til kæranda, dagsettu 31. mars sl., að því við bættu að nefndin vísi jafnframt til 5. gr. upplýsingalaga, til áréttingar afstöðu sinni.</p> <p align="justify">Kærandi hefur fært frekari rök fyrir kæru sinni. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr." Ennfremur segir í 1. mgr. 10. gr. laganna: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."</p> <p align="justify">Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er síðarnefnda ákvæðið skýrt með eftirgreindum hætti: „Beiðni um aðgang að gögnum er annaðhvort hægt að binda við <em>tiltekin skjöl eða önnur gögn</em>, sem aðili óskar eftir að fá að kynna sér, eða <em>gögn tiltekins máls</em>. Þegar óskað er eftir að fá aðgang að gögnum tiltekins máls á hlutaðeigandi rétt á að fá aðgang að öllum þeim gögnum sem talin eru upp í 2. mgr. 3. gr., enda standi ákvæði 4.- 6. gr. því ekki í vegi. – Í beiðni verður að tilgreina gögnin eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á gögnunum eða málinu. – Það leiðir af 1. mgr. að ekki er hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Í frumvarpinu er gengið út frá sömu tilhögun og fram kemur í norsku og dönsku upplýsingalögunum um þetta efni, þ.e. að tilgreina verður þau gögn eða það mál sem beiðni beinist að."</p> <p align="justify">Með hliðsjón af 3. gr. upplýsingalaga og athugasemdunum, sem vitnað er til hér að framan, hefur úrskurðarnefnd skýrt umrætt ákvæði í 1. mgr. 10. gr. laganna svo að ekki sé unnt, í sömu beiðni, að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala, sem varða fleiri en eitt mál, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind. Í máli því, sem til úrlausnar er, óskar kærandi eftir að fá aðgang að álitsgerðum nefndar, sem starfar á grundvelli 5. mgr. 3. gr. laga nr. 97/1990, án þess að tilgreina þær álitsgerðir, sem hann fer fram á að fá aðgang að, eða þau mál sem þar er fjallað um. Samkvæmt framansögðu fullnægir slík beiðni ekki þeim skilyrðum sem upplýsingalög setja. Verður þar með að staðfesta hina kærðu ákvörðun nefndarinnar um að synja kæranda um aðgang að álitsgerðum hennar, eins og beiðni hans er úr garði gerð. Breyta framangreindar vara- og þrautavarakröfur hans fyrir úrskurðarnefnd engu um þessa niðurstöðu.</p> <p align="center"> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Staðfest er sú ákvörðun nefndar skv. 5. mgr. 3. gr. laga nr. 97/1990 að synja beiðni kæranda, [ …] , f.h. [ …] , um aðgang að álitsgerðum nefndarinnar á tilteknu árabili.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-174/2004 Úrskurður frá 24. maí 2004 | Kærðar voru synjanir forsætisráðuneytisins um að veita aðgang að upplýsingum um utanferðir forsætisráðherra. Bókhaldsgögn. Fyrirliggjandi gögn. Fjöldi mála. Synjun staðfest. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 24. maí 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-174/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 29. apríl sl., kærði [ …] , f.h. [ …] , þær ákvarðanir forsætisráðuneytisins, sem tilkynntar voru honum 31. mars sl. og 26. apríl sl., að synja honum um aðgang að nánar tilgreindum upplýsingum um utanfarir forsætisráðherra.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt kæru eru atvik málsins í stuttu máli þau að með tölvubréfi til forsætisráðuneytisins 9. febrúar sl. fór kærandi fram á að fá upplýsingar um hversu marga daga forsætisráðherra hafi verið erlendis á hverju ári fyrir sig árin 1991 til 2004. Einnig hvar ráðherrann hafi verið og hverra erindagjörða. Erindi þetta var ítrekað með tölvubréfi 25. mars sl.</p> <p align="justify">Forsætisráðuneytið svaraði beiðni kæranda 31. mars sl. Í svari ráðuneytisins kemur fram að ekki séu tiltæk í ráðuneytinu aðgengileg gögn sem svari til beiðni kæranda.</p> <p align="justify">Með öðru tölvubréfi til forsætisráðuneytisins 31. mars sl. fór kærandi fram á að fá upplýsingar um útgjöld af utanferðum forsætisráðherra á árunum 1999 til 2004, t.d. sundurliðuð eftir fargjöldum, gistingu, dagpeningum, dagpeningum maka og risnu. Jafnframt var ítrekuð beiðni um að tekið verði saman hversu marga daga ráðherrann hafi verið erlendis á hverju ári og greint á milli þess hvenær hann hafi verið í einkaerindum og hvenær í vinnuferðum og þá hvert tilefni vinnuferða hafi verið. Þessari beiðni svaraði ráðuneytið á sama hátt og þeirri fyrri 26. apríl sl. á þann veg að í ráðuneytinu séu ekki tiltæk aðgengileg gögn sem svari til beiðni kæranda.</p> <p align="justify">Kærandi hefur í kæru sinni áréttað að hún taki til beggja framangreindra beiðna.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 83/2000, gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nema óskað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum, sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga tekur til, sbr. og 44. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Ákvæði 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er svohljóðandi: „Réttur til aðgangs að gögnum nær til: – 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; – 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; – 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn."</p> <p align="justify">Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að þau lög eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sbr. 1. og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna. Lögin gilda því ekki um aðgang að þeim upplýsingum, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum.</p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p align="justify">Sá sem fer fram á aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum verður að afmarka beiðni sína með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.</p> <p align="justify">Líta verður svo á að hver utanferð, sem farin er á vegum hins opinbera, sé eitt mál í skilningi upplýsingalaga. Þar eð fyrri beiðni kæranda tekur til tæplega þrettán ára tímabils og sú síðari til rúmlega fimm ára tímabils er hann samkvæmt því að fara fram á að fá upplýsingar úr miklum fjölda skjala eða annars konar gagna úr mörgum stjórnsýslumálum.</p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4. - 6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum.</p> <p align="justify">Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, ber að staðfesta synjun forsætisráðuneytisins um að veita kæranda umbeðnar upplýsingar.</p> <p align="center"><strong>3.</strong></p> <p align="justify">Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvald skal taka ákvörðun um hvort það verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta."</p> <p align="justify">Forsætisráðuneytið svaraði fyrri beiðni kæranda fyrst þegar meira en sjö vikur voru liðnar frá því að hún barst. Tæpar fjórar vikur liðu síðan þar til ráðuneytið svaraði síðari beiðni kæranda. Þessi málsmeðferð brýtur í bága við fortakslaus fyrirmæli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og er hún því aðfinnsluverð.</p> <p align="center"> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Staðfestar eru þær ákvarðanir forsætisráðuneytisins að synja kæranda, [ …] , f.h. [ …] , um nánar tilgreindar upplýsingar um utanferðir forsætisráðherra, annars vegar á árunum 1991 – 2004 og hins vegar á árunum 1999 – 2004.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-173/2004 Úrskurður frá 24. maí 2004 | Kærð var synjun Akureyrarbæjar um að veita aðgang að upplýsingum um leigu bílaleigubíla hjá Akureyrarbæ. Bókhaldsgögn. Fyrirliggjandi gögn. Synjun staðfest. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p align="justify">Hinn 24. maí 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-173/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 30. mars sl., kærði [ …] lögmannsþjónusta, f.h. [ …] ehf., synjun Akureyrarbæjar, dagsetta 3. mars sl., um að veita kæranda aðgang að upplýsingum um veltu í leigu bílaleigubifreiða hjá Akureyrarbæ frá 1. janúar 2001, sundurliðuðum eftir leigusölum.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 2. apríl sl., var kæran kynnt Akureyrarbæ og bænum veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 14. apríl sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögninni kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar hjá bænum og hvort þeim hefði verið safnað í eitt eða fleiri skjöl eða annars konar gögn, með eða án umbeðinnar sundurliðunar. Ef svo væri, var þess óskað að nefndinni yrðu jafnframt látin í té í trúnaði afrit þessara gagna. Að beiðni Akureyrarbæjar var frestur til að svara nefndinni framlengdur til 28. apríl sl. Umsögn bæjarins, dagsett þann dag, barst innan tilskilins frests.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til Akureyrarbæjar, dagsettu 16. febrúar sl., fór umboðsmaður kæranda fram á að fá upplýsingar um veltu í leigu bílaleigubifreiða hjá bænum frá 1. janúar 2001, sundurliðaðar eftir leigusölum. Ástæðan var sögð sú að kærandi hafi óskað eftir því að gætt verði hagsmuna hans vegna vanefnda áskrifenda að rammasamningakerfi ríkissjóðs á rammasamningi kæranda og Ríkiskaupa. Eftir bréfinu að dæma er Akureyrarbær áskrifandi að umræddu rammasamningakerfi.</p> <p align="justify">Beiðni kæranda var synjað með bréfi, dagsettu 3. mars sl. Þar kemur fram að umbeðnar upplýsingar séu ekki tiltækar í bókhaldi Akureyrarbæjar, nema með mjög mikilli vinnu og í raun aðeins með því að fara í gegnum hvert fylgiskjal. Ástæðan sé sú að kostnaðar vegna bílaleigubíla sé færður á nokkra mismunandi gjaldaliði, þar sem einnig sé færður annar kostnaður. Á þessa lykla sé einnig fært ýmislegt annað. Allnokkra vinnu þurfi því til að sjá viðskipti við ákveðnar bílaleigur sl. þrjú ár. Með öðrum orðum sé ekki fært á einn einstakan lið kostnaður vegna bílaleigubifreiða eingöngu. Þá sé ekki hægt að nota veltu hjá hverju og einu fyrirtæki, þar sem sum fyrirtæki, sem leigja bifreiðar, séu einnig í annars konar rekstri og viðskipti við viðkomandi séu ekki sundurliðuð eftir tegund viðskipta.</p> <p align="justify">Í umsögn Akureyrarbæjar til úrskurðarnefndar, dagsettri 28. apríl sl., er framangreint áréttað. Þar sem umbeðnar upplýsingar séu ekki sundurliðaðar eftir gjaldaliðum er bent á að á þá liði sé einnig fært ýmislegt annað, svo sem ferðakostnaður, námskeiðskostnaður, eldsneytiskaup, aðkeyptur akstur o.fl. Upplýsingunum hafi hins vegar ekki verið safnað í eitt eða fleiri skjöl og að þær liggi ekki fyrir sundurliðaðar eftir viðskiptavinum.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 83/2000, gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nema óskað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum, sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga tekur til, sbr. og 44. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Ákvæði 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er svohljóðandi: „Réttur til aðgangs að gögnum nær til: – 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; – 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; – 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn."</p> <p align="justify">Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að þau lög eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sbr. 1. og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna. Lögin gilda því ekki um aðgang að þeim upplýsingum, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum.</p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p align="justify">Sá sem fer fram á aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum verður að afmarka beiðni sína með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.</p> <p align="justify">Líta verður svo á að í hvert skipti, sem bílaleigubifreið er tekin á leigu á vegum hins opinbera, sé um að ræða eitt mál í skilningi upplýsingalaga. Þar eð beiðni kæranda tekur til rúmlega þriggja ára tímabils er hann samkvæmt því að fara fram á að fá upplýsingar úr miklum fjölda skjala eða annars konar gagna úr mörgum stjórnsýslumálum.</p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar, að veita aðila sjálfum, eins og kæranda í þessu tilviki, aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum.</p> <p align="justify">Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, ber að staðfesta synjun Akureyrarbæjar um að veita kæranda umbeðnar upplýsingar.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Staðfest er sú ákvörðun Akureyrarbæjar að synja kæranda, [ …] ehf., um að veita honum aðgang að upplýsingum um veltu í leigu bílaleigubifreiða hjá bænum frá 1. janúar 2001.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-172/2004 Úrskurður frá 24. maí 2004 | Kærð var synjun Kópavogsbæjar um að veita aðgang að upplýsingum um leigu bílaleigubíla hjá Kópavogsbæ. Bókhaldsgögn. Fyrirliggjandi gögn. Synjun staðfest. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p align="justify">Hinn 24. maí 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-172/2004:</p> <p> </p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 17. mars sl., kærði [ …] lögmannsþjónusta, f.h. [ …] ehf., synjun Kópavogsbæjar, dagsetta 20. febrúar sl., um að veita kæranda aðgang að upplýsingum um veltu í leigu bílaleigubifreiða hjá Kópavogsbæ frá 1. janúar 2001, sundurliðuðum eftir leigusölum.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 19. mars sl., var kæran kynnt Kópavogsbæ og bænum veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 31. mars sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögninni kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar hjá bænum og hvort þeim hefði verið safnað í eitt eða fleiri skjöl eða annars konar gögn, með eða án umbeðinnar sundurliðunar. Ef svo væri, var þess óskað að nefndinni yrðu jafnframt látin í té í trúnaði afrit þessara gagna. Að beiðni Kópavogsbæjar var frestur til að svara nefndinni framlengdur til 7. apríl sl. Umsögn bæjarins, sem ranglega er dagsett 6. mars sl., barst innan tilskilins frests.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til Kópavogsbæjar, dagsettu 16. febrúar sl., fór umboðsmaður kæranda fram á að fá upplýsingar um veltu í leigu bílaleigubifreiða hjá bænum frá 1. janúar 2001, sundurliðaðar eftir leigusölum. Ástæðan var sögð sú að kærandi hafi óskað eftir því að gætt verði hagsmuna hans vegna vanefnda áskrifenda að rammasamningakerfi ríkissjóðs á rammasamningi kæranda og Ríkiskaupa. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum sé Kópavogsbær áskrifandi að umræddu rammasamningakerfi.</p> <p align="justify">Beiðni kæranda var synjað með bréfi, dagsettu 20. febrúar sl. Þar kemur fram að umbeðnar upplýsingar sé að finna í bókhaldi Kópavogsbæjar, en ekki skráðar þar á þann hátt sem leitað sé eftir. Öflun þeirra feli því í sér að leita þurfi í kerfinu að upplýsingunum, safna þeim saman, skrá niður viðkomandi viðskiptaaðila, sundurliða, reikna heildargreiðslur o.fl. Að þessu athuguðu taldi bærinn sér ekki skylt, á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996, að afla umbeðinna upplýsinga úr bókhaldinu og útbúa þær á þann hátt sem óskað var eftir.</p> <p align="justify">Í fyrrgreindri umsögn Kópavogsbæjar til úrskurðarnefndar kemur fram að bókhaldskerfi bæjarins sé byggt upp á þann hátt að hægt sé að skrá inn verknúmer á bókhaldslykla og skoða færslur eftir þeim. Í kerfinu sé hægt að fletta dagbókarfærslum eftir dagbókarnúmerum, fylgiskjalsnúmerum, upphæðum o.fl. Umbeðnar upplýsingar séu hins vegar ekki skráðar með sérstökum lykli eða númeri inn í kerfið, heldur á mismunandi lykla eftir sviðum og deildum. Þarfir einstakra sviða og deilda séu mismunandi og því ekki alltaf gert ráð fyrir sömu útgjaldaliðum hjá þeim öllum. Umbeðnar upplýsingar séu því í raun skráðar á mismunandi lyklum fyrir gjaldaliði, sem bera ólík heiti, en enginn sérstakur bókhaldslykill sé fyrir bílaleigur eða kostnað vegna bílaleigu hjá sveitarfélaginu. Öflun slíkra upplýsinga feli því í sér að leita þurfi í kerfinu á þann hátt sem lýst er að framan. Umbeðin gögn sé heldur ekki að finna á einu eða fleiri skjölum eða í öðrum gögnum, með eða án umbeðinnar sundurliðunar.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 83/2000, gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nema óskað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum, sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga tekur til, sbr. og 44. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Ákvæði 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er svohljóðandi: „Réttur til aðgangs að gögnum nær til: – 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; – 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; – 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn."</p> <p align="justify">Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að þau lög eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sbr. 1. og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna. Lögin gilda því ekki um aðgang að þeim upplýsingum, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum.</p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p align="justify">Sá sem fer fram á aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum verður að afmarka beiðni sína með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.</p> <p align="justify">Líta verður svo á að í hvert skipti, sem bílaleigubifreið er tekin á leigu á vegum hins opinbera, sé um að ræða eitt mál í skilningi upplýsingalaga. Þar eð beiðni kæranda tekur til rúmlega þriggja ára tímabils er hann samkvæmt því að fara fram á að fá upplýsingar úr miklum fjölda skjala eða annars konar gagna úr mörgum stjórnsýslumálum.</p> <p align="justify">Samkvæmt <u>1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga</u> er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar, að veita aðila sjálfum, eins og kæranda í þessu tilviki, aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum.</p> <p align="justify">Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, ber að staðfesta synjun Kópavogsbæjar um að veita kæranda umbeðnar upplýsingar.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Staðfest er sú ákvörðun Kópavogsbæjar að synja kæranda, [ …] ehf., um að veita honum aðgang að upplýsingum um veltu í leigu bílaleigubifreiða hjá bænum frá 1. janúar 2001.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-170/2004 Úrskurður frá 26. mars 2004 | Kærð var synjun Fiskræktarsjóðs um að veita aðgang að upplýsingum um umsóknir um styrki og styrkveitingar úr sjóðnum á árunum 2002 og 2003. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Kærufrestur. Almannahagsmunir. Meðferð almannafjár. Fundargerðir. Aðgangur veittur. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 26. mars 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-170/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 12. janúar sl., kærði [ …] synjun Fiskræktarsjóðs um að veita félaginu aðgang að nánar tilgreindum upplýsingum um umsóknir um styrki og styrkveitingar úr sjóðnum á árunum 2002 og 2003.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 26. janúar sl., var kæran kynnt Fiskræktarsjóði og sjóðnum veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 6. febrúar sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn Fiskræktarsjóðs, dagsett 29. janúar sl., barst innan tilskilins frests, ásamt eftirtöldum gögnum:</p> <div style="margin-left: 2em"> <p align="justify">1. Ódagsettu bréfi frá Jóhannesi Sturlaugssyni, fyrrum starfsmanni Veiðimálastofnunar, til stjórnarformanns Fiskræktarsjóðs.</p> <p align="justify">2. Umsókn frá Veiðimálastofnun um styrk úr Fiskræktarsjóði til verkefnis um útbreiðslu og atferlisvistfræði íslenskra laxa í sjó – mælimerkingar gönguseiða, dagsettri 26. mars 2002.</p> <p align="justify">3. Erindi Veiðimálastofnunar til Fiskræktarsjóðs, dagsettu 8. apríl 2003.</p> <p align="justify">4. Ódagsettri umsókn frá Veiðimálastofnun um styrk úr Fiskræktarsjóði til verkefnis um sjávardvöl íslenska laxins.</p> <p align="justify">5. Bréfi frá stjórn Fiskræktarsjóðs til Veiðimálastofnunar, dagsettu 10. júní 2003, um afgreiðslu umsókna stofnunarinnar úr sjóðnum.</p> </div> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með bréfi úrskurðarnefndar til Fiskræktarsjóðs, dagsettu 20. febrúar sl., var gerð athugasemd við það að umsögn sjóðsins hafi ekki fylgt nema hluti þeirra gagna sem kæran tekur til. Með vísun til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 var þess farið á leit að sjóðurinn léti nefndinni þegar í stað í té öll gögn er varða upplýsingar um hverjum Fiskræktarsjóður hafi veitt styrki árin 2002 og 2003, hversu háa fjárhæð í hverju tilviki og um vinnuheiti þeirra verkefna sem styrkt hafa verið. Að því marki sem upplýsingar um það kæmu ekki fram í þessum gögnum, var þess jafnframt farið á leit að nefndinni yrðu látin í té gögn um það hvaða afgreiðslu umsóknir frá Veiðimálastofnun hafi fengið á árinu 2002. Ennfremur allar umsóknir frá þeirri stofnun um styrki til rannsókna á laxi í sjó.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Eftir að beiðni þessi hafði verið ítrekuð í símtali 9. mars sl. lét Fiskræktarsjóður úrskurðarnefnd í té afrit af eftirtöldum fundargerðum veiðimálanefndar sem jafnframt er stjórn sjóðsins:</p> <p align="justify">6. Fundargerð frá 8. maí 2002.</p> <p align="justify">7. Fundargerð frá 4. júní 2003.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Jafnframt sendi sjóðurinn nefndinni allar umsóknir um styrki úr sjóðnum á árunum 2002 og 2003. Meðal þeirra voru eftirtalin gögn sem kæruna kunna að varða:</p> <div style="margin-left: 2em"> <p align="justify">8. Erindi Veiðimálastofnunar til Fiskræktarsjóðs, dagsett 26. mars 2002.</p> <p align="justify">9. Umsókn frá Veiðimálastofnun um styrk úr Fiskræktarsjóði til sjávarrannsókna á laxi, með nýtingu gagna um umhverfisþætti sjávar og laxgengd, dagsett 26. mars 2002.</p> <p align="justify">10. Viðaukar við umsókn, auðkennda nr. 2 hér að framan, um mælimerkin DSTmicro og DSTmilli – útlit, eiginleika og notkun – og um þróun laxveiðinnar hérlendis 1970–2000, ásamt skrá yfir rit og aðra birtingu verka Jóhannesar Sturlaugssonar til og með árinu 2001.</p> <p align="justify">11. Ódagsett umsókn frá Veiðimálastofnun um styrk úr Fiskræktarsjóði til sjávarrannsókna á laxi með nýtingu gagna um umhverfisþætti sjávar og laxgengd.</p> </div> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til stjórnarformanns Fiskræktarsjóðs, dagsettu 28. september sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að umsóknum frá Veiðimálastofnun um styrki úr sjóðnum til rannsókna á laxi í sjó og að upplýsingum um afgreiðslu þeirra á árunum 2002 og 2003. Í beiðni kæranda kom fram að leitað væri eftir aðgangi að þessum gögnum til þess að gæta hagsmuna fyrrum starfsmanns Veiðimálastofnunar sem verið hefði verkefnisstjóri þessara rannsókna meðan hann starfaði þar.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Fiskræktarsjóður synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 14. október sl., á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga með vísun til þess að umbeðin gögn varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Veiðimálastofnunar sem stofnunin hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir að veittur verði aðgangur að. Að fenginni þessari synjun fór kærandi fram á að fá aðgang að upplýsingum um það, hverjum Fiskræktarsjóður hafi veitt styrki á árunum 2002 og 2003, hversu háa styrkfjárhæð í hverju tilviki og hvert hafi verið vinnuheiti þeirra verkefna sem styrkt voru. Bréf þessa efnis er dagsett 28. september sl., en samkvæmt kæru virðist það ekki hafa verið ritað fyrr en um miðjan októbermánuð. Með bréfi, dagsettu 26. október sl., synjaði Fiskræktarsjóður einnig þessari beiðni með vísun til þess að samþykki þeirra, sem sjóðurinn hafi styrkt, liggi ekki fyrir.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 12. janúar sl., var þessi tvíþætta synjun Fiskræktarsjóðs kærð til landbúnaðarráðherra. Samkvæmt 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 framsendi landbúnaðarráðuneytið úrskurðarnefnd um upplýsingamál kæruna með bréfi, dagsettu 19. janúar sl.</p> <p align="justify">Í kærunni dregur kærandi í efa að 5. gr. upplýsingalaga geti átt við um aðgang að upplýsingum um styrki úr opinberum sjóðum. Sérstaklega er því vísað á bug að Veiðimálastofnun geti notið verndar þessa ákvæðis.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"> </p> <p align="center">1.</p> <p align="center"> </p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga er kærufrestur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál 30 dagar. Þótt sá frestur hafi verið liðinn, þegar hinar kærðu ákvarðanir Fiskræktarsjóðs voru bornar undir nefndina, er afsakanlegt að kæran barst ekki fyrr, þar sem kæranda voru ekki veittar leiðbeiningar um heimild til þess að kæra ákvarðanirnar, kærufrest eða hvert beina skyldi kærunni, svo sem skylt er skv. 1. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Verður henni því ekki vísað frá nefndinni, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. þeirra laga.</p> <p align="center">2.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Kærandi hefur farið fram á að fá aðgang að umsóknum frá Veiðimálastofnun um styrki til rannsókna á laxi í sjó og að upplýsingum um afgreiðslu þeirra á árunum 2002 og 2003. Ennfremur að upplýsingum um það, hverjum Fiskræktarsjóður hafi veitt styrki á árunum 2002 og 2003, hversu háa styrkfjárhæð í hverju tilviki og hvert hafi verið vinnuheiti þeirra verkefna sem styrkt voru. Ber að leysa úr þessari beiðni hans á grundvelli II. kafla upplýsingalaga.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laganna er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4. – 6. gr. þeirra, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða." Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli. Með hliðsjón af því verður að skýra beiðni kæranda á þann veg að hún beinist að því að fá aðgang að eftirgreindum skjölum í vörslum Fiskræktarsjóðs:</p> <p align="justify">A. Erindi Veiðimálastofnunar til Fiskræktarsjóðs, dagsettu 26. mars 2002, skjal auðkennt nr. 8 hér að framan.</p> <p align="justify">B. Umsókn frá Veiðimálastofnun um styrk úr Fiskræktarsjóði til verkefnis um útbreiðslu og atferlisvistfræði íslenskra laxa í sjó – mælimerkingar gönguseiða, dagsettri 26. mars 2002, skjal auðkennt nr. 2.</p> <p align="justify">C. Umsókn frá Veiðimálastofnun um styrk úr Fiskræktarsjóði til sjávarrannsókna á laxi, með nýtingu gagna um umhverfisþætti sjávar og laxgengd, dagsettri 26. mars 2002, skjal auðkennt nr. 9.</p> <p align="justify">D. Erindi Veiðimálastofnunar til Fiskræktarsjóðs, dagsettu 8. apríl 2003, skjal auðkennt nr. 3.</p> <p align="justify">E. Ódagsettri umsókn frá Veiðimálastofnun um styrk úr Fiskræktarsjóði til sjávarrannsókna á laxi með nýtingu gagna um umhverfisþætti sjávar og laxgengd, skjal auðkennt nr. 11.</p> <p align="justify">F. Ódagsettri umsókn frá Veiðimálastofnun um styrk úr Fiskræktarsjóði til verkefnis um sjávardvöl íslenska laxins, skjal auðkennt nr. 4.</p> <p align="justify">G. Bréfi frá stjórn Fiskræktarsjóðs til Veiðimálastofnunar, dagsettu 10. júní 2003, um afgreiðslu umsókna stofnunarinnar úr sjóðnum, skjal auðkennt nr. 5.</p> <p align="justify">H. Fundargerð veiðimálanefndar, sem jafnframt er stjórn Fiskræktarsjóðs, frá 8. maí 2002, skjal auðkennt nr. 6, þar sem í liðum 1.1. – 1.11. er gerð grein fyrir afgreiðslu umsókna um styrki úr sjóðnum.</p> <p align="justify">I. Fundargerð veiðimálanefndar, sem jafnframt er stjórn Fiskræktarsjóðs, frá 4. júní 2003, skjal auðkennt nr. 7, þar sem í liðum 1. – 9. er gerð grein fyrir afgreiðslu umsókna um styrki úr sjóðnum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">3.</p> <p align="center"> </p> <p align="justify">Fiskræktarsjóður starfar á grundvelli XIV. kafla laga nr. 76/1970 um lax og silungsveiði. Veiðimálanefnd fer með stjórn sjóðsins og er henni heimilt að veita styrki og lán úr sjóðnum, með eftirfarandi samþykki landbúnaðarráðherra, eftir því sem nánar er kveðið á um í 2. mgr. 98. gr. og 99. gr. laganna.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Í 5. gr. upplýsingalaga er að finna svofellt undantekningarákvæði frá fyrrgreindri meginreglu 1. mgr. 3. gr. laganna: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila."</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Veiðimálastofnun er rannsókna- og ráðgjafarstofnun í veiðimálum sem rekin er af ríkinu skv. 2. mgr. 90. gr. laga nr. 76/1970. Vegna þess að 5. gr. upplýsingalaga takmarkar einungis upplýsingarétt almennings með tilliti til einkahagsmuna, en ekki almannahagsmuna, verður því ákvæði ekki beitt til þess að takmarka rétt kæranda til aðgangs að upplýsingum um umsóknir Veiðimálastofnunar um styrki úr Fiskræktarsjóði og afgreiðslu þeirra. Ekki verður heldur séð að takmarka beri þennan rétt með vísun til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, enda hefur því ekki verið haldið fram af hálfu Fiskræktarsjóðs. Sama á við um rétt kæranda til þess að fá upplýsingar um umsókn um styrk frá veiðimálastjóra og afgreiðslu hennar.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Við mat á því, hvort veita skuli kæranda aðgang að upplýsingum um umsóknir frá einstaklingum og öðrum einkaaðilum um styrki úr Fiskræktarsjóði og afgreiðslu þeirra, verður annars vegar að líta til réttar almennings til þess að fá upplýsingar um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum í formi styrkja og hins vegar hagsmuna umsækjenda og styrkþega af því að þeim upplýsingum sé haldið leyndum. Með hliðsjón af fyrrgreindri meginreglu upplýsingalaga verður ekki séð að umræddir hagsmunir þeirra, sem sótt hafa um styrki úr Fiskræktarsjóði og eftir atvikum fengið styrki úr sjóðnum, vegi þyngra en réttur almennings til að fá vitneskju um þessar umsóknir og afgreiðslu þeirra, sbr. dóm Hæstaréttar 8. október 1998 í máli nr. 497/1997, sem er að finna í dómasafni réttarins 1998, bls. 3096. Samkvæmt því er Fiskræktarsjóði skylt að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum, merktum A – G, í heild sinni, svo og að þeim hlutum af fundargerðum stjórnar sjóðsins, merktum H og I, þar sem gerð er grein fyrir afgreiðslu umsókna um styrki úr sjóðnum á árunum 2002 og 2003.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">4.</p> <p align="center"> </p> <p align="justify">Eins og áður greinir, lét Fiskræktarsjóður undir höfuð leggjast að sinna lögboðinni skyldu sinni skv. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga til þess að veita kæranda leiðbeiningar um að heimilt væri að kæra synjun á beiðni hans um aðgang að gögnum og upplýsingum í vörslum sjóðsins, svo og um kærufrest og hvert beina skyldi kærunni. Þá sinnti sjóðurinn ekki þeirri skyldu sinni að láta úrskurðarnefnd í té afrit af þeim gögnum, sem fram komin kæra laut að, svo sem honum er skylt skv. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, fyrr en eftir að írekað hafði verið kallað eftir þeim gögnum af hálfu nefndarinnar. Verður ekki hjá því komist að átelja þessa málsmeðferð.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Fiskræktarsjóði er skylt að veita kæranda, [ …] , aðgang að umbeðnum upplýsingum um umsóknir um styrki og styrkveitingar úr sjóðnum á árunum 2002 og 2003, eftir því sem nánar er kveðið á um í úrskurði þessum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-171/2004 Úrskurður frá 15. mars 2004 | Kærð var synjun Landmælinga Íslands um að veita aðgang að áskriftarsamningi við ríkisstofnanir um aðgang að hæðarlíkani af Íslandi, svo og að nánar tilgreindum upplýsingum þar að lútandi. Vinnuskjal til eigin afnota. Samningur. Fyrirhugað útboð. Aðgangur veittur að hluta. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p align="justify">Hinn 15. mars 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-171/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 16. febrúar sl., kærði [ …] lögmannsþjónusta, f.h. [ …] ehf., synjun Landmælinga Íslands, dagsetta 10. febrúar sl., um að veita kæranda aðgang að áskriftarsamningi við ríkisstofnanir um aðgang að hæðarlíkani af Íslandi, svo og að nánar tilgreindum upplýsingum þar að lútandi.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 20. febrúar sl., var kæran kynnt Landmælingum Íslands og stofnuninni veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 5. mars sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn Landmælinga, dagsett 23. febrúar sl., barst innan tilskilins frests, ásamt eftirtöldum gögnum:</p> <ol> <li>Sýnishorni af dreifibréfi, dagsettu 2. desember 2003, um kynningarfund um gerð hæðarlíkans af Íslandi, ásamt lista yfir viðtakendur.</li> <li>Sýnishornum af afnotasamningi um hæðarlíkan af Íslandi með 2 metra nákvæmni.</li> <li>Sýnishorni af viljayfirlýsingu um áskrift að hæðarlíkani af Íslandi.</li> <li>Minnisblaði frá forstjóra Landmælinga Íslands til ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins, dagsettu 6. febrúar sl.</li> </ol> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 4. mars sl., leitaði úrskurðarnefnd sérstaklega eftir rökstuddu viðhorfi Landmælinga til þess, hvort stofnunin teldi að aðgangur að umbeðnum gögnum væri til þess fallinn að skaða hagsmuni, sem verndaðir væru af 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Landmælingar svöruðu fyrirspurn nefndarinnar með bréfi, dagsettu 9. mars sl.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að Ríkiskaup tilkynntu opinberlega hinn 15. desember sl. að fyrirhugað væri að bjóða út gerð hæðarlíkans af Íslandi á Evrópska efnahagssvæðinu. Í bréfum kæranda til umhverfisráðuneytisins og Landmælinga Íslands, dagsettum 5. febrúar sl., er vísað til þessarar tilkynningar. Segir þar ennfremur að kærandi hafi fengið upplýsingar um það að fjölmörgum ríkisstofnunum hafi verið boðið að gera áskriftarsamning til 10 ára um afnot af hæðarlíkaninu. Í ljósi þess fór kærandi þess á leit að fá afrit af slíkum samningi og jafnframt skriflegar upplýsingar um það hvaða stofnanir hafi fengið samninginn afhentan og hverjar þeirra hafi undirritað hann.</p> <p align="justify">Umhverfisráðuneytið taldi að Landmælingar ættu að afgreiða beiðni kæranda og tilkynnti honum um það með bréfi, dagsettu 12. febrúar sl. Landmælingar svöruðu beiðninni með bréfi, dagsettu 10. febrúar sl. Þar er tekið fram að stofnunin hafi, að beiðni umhverfisráðuneytisins, kannað möguleika á því að bjóða út gerð hæðarlíkans, að vissum skilyrðum uppfylltum. Eitt þeirra sé að nægilegt fé fáist til verksins. Í því skyni hafi stofnunin haldið nokkra fundi með forráðamönnum ríkisstofnana og fyrirtækja, en niðurstaða liggi enn ekki fyrir og því sé ekki ljóst hvort af útboðinu verði. Gögn sem orðið hafi til í þessu ferli telji stofnunin að séu vinnuskjöl sem rituð hafi verið til eigin afnota. Því séu gögnin undanþegin aðgangi almennings skv. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Synjaði stofnun beiðni kæranda á þeim grundvelli.</p> <p align="justify">Í kæru til úrskurðarnefndar er það dregið í efa af hálfu kæranda að hin umbeðnu gögn hafi verið rituð til eigin afnota, enda sé m.a. um að ræða áskriftarsamninga sem hljóti eðli máls samkvæmt að hafa verið afhentir öðrum. Meðal annars af þeim sökum telur kærandi að 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga geti ekki átt við um þau gögn sem hann leitar eftir aðgangi að.</p> <p align="justify">Í umsögn Landmælinga til úrskurðarnefndar, dagsettri 23. febrúar sl., kvaðst stofnunin engu hafa við fyrri rökstuðning ákvörðunar sinnar að bæta. Í svari stofnunarinnar, dagsettu 9. mars sl., við fyrirspurn nefndarinnar, dagsettri 4. mars sl., er bent á að kærandi geti hugsanlega verið á meðal bjóðenda í gerð líkansins við fyrirhugað útboð. Því verði að telja óeðlilegt að hann geti fengið aðgang að gögnum málsins á vinnslustigi þess.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p align="justify">Kærandi hefur í fyrsta lagi farið fram á að fá afhent ljósrit af áskriftarsamningi Landmælinga Íslands við einstakar ríkisstofnanir um aðgang þeirra að hæðarlíkani af Íslandi. Landmælingar hafa látið úrskurðarnefnd í té ljósrit af tveimur slíkum samningum og eru þeir í meginatriðum eins.</p> <p align="justify">Í öðru lagi óskar kærandi eftir upplýsingum um það hvaða ríkisstofnanir hafi fengið drög að áskriftarsamningnum afhent og hverjar þeirra hafi undirritað hann. Í þeim gögnum, sem Landmælingar hafa látið úrskurðarnefnd í té, kemur ekki fram hvaða ríkisstofnanir hafa fengið umrædd drög afhent. Hins vegar sést á lista yfir viðtakendur dreifibréfs, dagsetts 2. desember 2003, þar sem boðað er til kynningarfundar um fyrirhugað útboð á gerð hæðarlíkansins, hvaða stofnunum hefur verið sent það bréf. Þykir rétt að skýra beiðni kæranda á þann veg að hann óski eftir aðgangi að þessum lista. Á minnisblaði frá forstjóra Landmælinga til ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins, dagsettu 6. febrúar sl., kemur m.a. fram hvaða ríkisstofnanir hafa undirritað umbeðinn samning eða viljayfirlýsingar um að greiða gjald fyrir afnot af hæðarlíkaninu. Með hliðsjón af 7. gr. upplýsingalaga verður að líta svo á að kærandi óski eftir aðgangi að þeim upplýsingum þótt hann, eðli máls samkvæmt, hafi ekki farið fram á að fá aðgang að minnisblaðinu að öðru leyti.</p> <p align="center">2.</p> <p align="justify">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr." Þar sem hér er kveðið á um meginreglu um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda ber að skýra undantekningar frá henni þröngt.</p> <p align="justify"><br /> Af hálfu Landmælinga Íslands er því haldið fram að öll gögn, sem orðið hafa til vegna fyrirhugaðs útboðs á gerð hæðarlíkans af Íslandi, teljist vera vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og séu þar af leiðandi undanþegin upplýsingarétti almennings skv. 1. mgr. 3. gr. laganna. Í 3. tölul. 4. gr. er tekið fram að réttur til að fá aðgang að gögnum taki ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá".</p> <p align="justify">Skilyrði fyrir því, að skjal teljist vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, er að það sé ritað til eigin afnota fyrir stjórnvaldið sjálft. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir svo um þetta atriði: „Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað."</p> <p align="justify">Samkvæmt framansögðu hafa Landmælingar ekki ritað þau skjöl, sem vísað er til hér að framan, til eigin afnota í merkingu 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, þ. á m. er minnisblaðið frá 6. febrúar sl. stílað á ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins sem telst vera annað stjórnvald í þessu samhengi. Eina undantekingin frá þessu, sem hér skiptir máli, er listi yfir viðtakendur dreifibréfsins frá 2. desember 2003. Þess ber hins vegar að geta að þeirra upplýsinga, sem þar er að finna, verður ekki aflað annars staðar frá og því fellur listinn ekki undir umrætt undantekingarákvæði í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="center">3.</p> <p align="justify">Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt er „að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um . . .„fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði." Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga segir m.a. orðrétt um þetta ákvæði: „Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Á sama hátt falla hér undir ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. – Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja."</p> <p align="justify">Með skírskotun til markmiðs undanþáguákvæðisins í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, eins og það er skýrt hér að framan, verður að telja að stofnunum ríkis og sveitarfélaga sé heimilt að takmarka aðgang almennings að upplýsingum, sem varða fyrirhuguð útboð á vegum hins opinbera, ef almenn vitneskja um þær upplýsingar kynni að verða þess valdandi að ekki fengjust eins hagstæð tilboð í það, sem ætlunin er að bjóða út, og ella yrði raunin. Samkvæmt því lítur úrskurðarnefnd svo á að upplýsingar um verð og verðskilmála fyrir aðgangi einstakra ríkisstofnana að fyrirhuguðu hæðarlíkani séu þess eðlis að Landmælingum Íslands sé ekki skylt að láta þær af hendi til kæranda, að svo stöddu, skv. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 8. gr. þeirra.</p> <p align="justify">Nefndin telur hins vegar, með vísun til 1. mgr. 3. gr. laganna, að Landmælingum sé skylt að veita kæranda aðgang að öðrum þeim upplýsingum sem beiðni hans tekur til. Nánar tiltekið er um að ræða sýnishorn af afnotasamningi um aðgang að hæðarlíkani af Íslandi, að undanskildum upplýsingum um fjárhæð árlegrar hámarksgreiðslu eftir að samningurinn er fallinn úr gildi og upplýsingum um greiðsluskilmála í heild sinni. Ennfremur lista yfir viðtakendur dreifibréfsins frá 2. desember 2003 og upptalningu úr minnisblaðinu frá 6. febrúar sl. á þeim ríkisstofnunum, sem hafa undirritað afnotasamning eða viljayfirlýsingu um að greiða árlegt gjald fyrir afnot af hæðarlíkaninu, að undanskildum þeim fjárhæðum sem hver stofnun hefur skuldbundið sig til að inna af hendi. Ljósrit af umræddum skjölum fylgja því eintaki af úrskurði þessum, sem sent verður Landmælingum, þar sem nefndin hefur merkt við þá hluta, sem hún telur stofnuninni óskylt að veita kæranda aðgang að, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Landmælingum Íslands er skylt að veita kæranda, [ …] ehf., aðgang að sýnishorni af afnotasamningi um aðgang að hæðarlíkani af Íslandi, svo og af lista yfir viðtakendur dreifibréfs frá 2. desember 2003 og hluta af minnisblaði frá 6. febrúar sl., eftir því sem nánar er kveðið á um í úrskurði þessum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-169/2004 Úrskurður frá 1. mars 2004 | Kærð var synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að veita aðgang að kaupsamningi og umfjöllun um sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. í fundargerðum nefndarinnar. Fundargerðir. Vinnuskjöl stjórnvalds. Samningur. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækis. Aðgangur veittur. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 1. mars 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-169/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 19. janúar sl., kærði [ …] hdl., f.h. [ A] ehf. og [ B] ehf., synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu, dagsetta 23. desember sl., um að veita þeim aðgang að umfjöllun um sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. í fundargerðum nefndarinnar, svo og að samningi um kaup Eignarhaldsfélagsins AV ehf. á þeim hlut.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 26. janúar sl., var kæran kynnt framkvæmdanefnd um einkavæðingu og henni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 6. febrúar sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té í trúnaði afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn framkvæmdanefndar um einkavæðingu, dagsett 6. febrúar sl., barst innan tilskilins frests, ásamt umbeðnum gögnum. Umsögninni fylgdi jafnframt afrit af bréfi nefndarinnar til lögmanns kærenda, dagsettu sama dag, þar sem fram kemur að nefndin hafi ákveðið að veita þeim aðgang að 2. og 6. grein umrædds samnings.</p> <p align="justify">Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tók Arnfríður Einarsdóttir varamaður sæti hans við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að í byrjun marsmánaðar 2003 auglýsti framkvæmdanefnd um einkavæðingu eftir tilboðum í 39,86% hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. Kærendur voru meðal þeirra fjögurra aðila sem gerðu tilboð í hlutinn. Samþykkt var að ganga til viðræðna við einn bjóðenda, Eignarhaldsfélagið AV ehf., og var síðar, 2. maí 2003, gerður samningur við það félag um kaup þess á hlutafé ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. Tilboði kærenda í umræddan eignarhlut var því ekki tekið.</p> <p align="justify">Með bréfi til framkvæmdanefndar um einkavæðingu, dagsettu 10. desember sl., fór lögmaður kærenda fram á það, fyrir þeirra hönd, að fá aðgang að fundargerðum nefndarinnar, þar sem rætt var um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf., svo og að samningi um sölu hlutarins við Eignarhaldsfélagið AV ehf.</p> <p align="justify">Framkvæmdanefnd um einkavæðingu synjaði þessari beiðni kærenda með bréfi, dagsettu 23. desember sl. Þar er tekið fram að synjun nefndarinnar byggist, að því er fundargerðirnar varðar, á því að þær teljist vinnuskjöl og séu því undanþegnar aðgangi samkvæmt upplýsingalögum nr. 50/1996, á grundvelli 3. tölul. 4. gr. laganna. Ennfremur er því haldið fram af hálfu nefndarinnar að fundargerðirnar hafi að geyma upplýsingar sem varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni annarra aðila en kærenda og beri því einnig að takmarka aðgang að þeim á grundvelli 5. gr. og 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Þá telur nefndin að upplýsingar í samningi um sölu hlutabréfanna umfram það, sem kunngert hafi verið um efnisatriði hans í fréttatilkynningu frá nefndinni 2. maí 2003, varði einkahagsmuni kaupanda sem takmarka beri aðgang að á grundvelli síðastgreindra lagaákvæða.</p> <p align="justify">Í kæru til nefndarinnar kemur fram að kærendur hafa gert athugasemdir við fyrirkomulag á sölu umrædds eignarhlutar og þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Telja kærendur að gróflega hafi verið á þeim brotið og hyggjast leita réttar síns. Til þess að þeim verði það kleift telja þeir nauðsynlegt að þeir hafi undir höndum afrit umbeðinna gagna, þar sem þar komi fram upplýsingar um meðferð málsins sem ekki verði aflað annars staðar frá. Þá benda kærendur á að í mati Verðbréfastofunnar hf. á tilboðum komi fram að Eignarhaldsfélagið AV hf. hafi gert tilboð sitt með fyrirvara sem leiði til þess að tilboðið hafi verið ógilt. Í matinu komi á hinn bóginn fram að framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafi talið tilboðið vera gilt. Af þessum sökum sé kærendum nauðsynlegt að fá aðgang að samningnum til þess að meta hvort fyrirvarar hafi verið gerðir í honum sem ekki hafi verið hluti söluskilmála.</p> <p align="justify">Í umsögn framkvæmdanefndar um einkavæðingu til úrskurðarnefndar, dagsettri 6. febrúar sl., er áréttað að hún telji 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga eiga við um fundargerðir nefndarinnar. Þær séu ritaðar af starfsmanni nefndarinnar og séu eingöngu ætlaðar til eigin nota, enda hafi þær ekki verið birtar öðrum en nefndarmönnum einum. Þá hafi fundargerðirnar ekki að geyma upplýsingar um endanlega afgreiðslu þess máls sem hér sé til umfjöllunar. Afgreiðsla þess hafi verið birt kærendum sem tilboðsgjöfum með bréfi til þeirra, dagsettu 25. apríl 2003. Einnig telur nefndin að umfjöllunarefni hennar séu oft þess eðlis að varðað geti einkahagsmuni og einkamálefni, sbr. 5. gr. og 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Þá lítur framkvæmdanefndin svo á að samningur um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. sé trúnaðarmál milli seljanda og kaupanda, sem þriðji aðili verði ekki upplýstur um, umfram það sem gert hafi verið í fréttatilkynningu sem nefndin gaf út um málið og fyrr er getið. Jafnframt telur nefndin að upplýsingar í samningnum varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni kaupanda.</p> <p align="justify">Loks er tekið fram í umsögn framkvæmdanefndarinnar að rétt hafi þótt, eftir að synjun hennar um aðgang að upplýsingum var kærð til úrskurðarnefndar, að upplýsa kærendur um það að engir fyrirvarar séu í fyrrgreindum samningi af því tagi sem fram komu í tilboði kaupanda. Hafi nefndin veitt kærendum aðgang að þeim ákvæðum í samningnum er varða kaupverð annars vegar og ábyrgðir seljanda hins vegar. Telur nefndin að þessi ákvæði sýni skýrt fram á að engir fyrirvarar af hálfu kaupanda hafi verið teknir til greina við gerð samningsins. Síðan segir orðrétt í umsögn nefndarinnar: „Þar eð framkvæmdanefndin álítur að ekki hafi verið sýnt fram á af hálfu kæranda að önnur atriði en umræddur fyrirvari í kauptilboði hefði hugsanlega getað leitt til að réttur kæranda hafi verið fyrir borð borinn, telur nefndin ekki efni til þess að birta fleiri atriði eða samninginn í heild sinni."</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p align="justify">Kærendur hafa í fyrsta lagi óskað eftir aðgangi að þeim hluta af fundargerðum framkvæmdanefndar um einkavæðingu, þar sem er að finna frásögn af fundum nefndarinnar í mars 2002 og í febrúar, mars og júní 2003 þegar fjallað var um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. Í annan stað hafa þeir farið fram á aðgang að samningi sem gerður var um kaup Eignarhaldsfélagsins AV ehf. á hlutafé ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. 2. maí 2003.</p> <p align="justify">Eins og fram kemur í lýsingu málsatvika hér að framan, gerðu kærendur kauptilboð í umræddan eignarhlut ríkisins, ásamt þremur öðrum aðilum. Samkvæmt því eiga kærendur einstaklega hagsmuni af því, umfram þá sem ekki gerðu tilboð í þennan hlut, að fá aðgang að gögnum, þ. á m. fundargerðum, sem hafa að geyma upplýsingar um umfjöllun um þau tilboð sem bárust í hann. Verður þar af leiðandi leyst úr beiðni kærenda um aðgang að fundargerðunum á grundvelli III. kafla upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Öðru máli gegnir hins vegar um aðgang að þeim gögnum, sem urðu til, eftir að öðru tilboði hafði verið tekið og gengið hafði verið til samninga við þann tilboðsgjafa á grundvelli þess. Kærendur áttu þannig ekki aðild að ofangreindum kaupsamningi, sem gerður var við Eignarhaldsfélagið AV ehf., og upplýsingar, sem þar er að finna, varða ekki þá sjálfa í skilningi 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Um aðgang kærenda að þeim samningi ber því að leysa á grundvelli II. kafla upplýsingalaga.</p> <p align="center">2.</p> <p align="justify">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 9. gr. gilda ákvæði 1. mgr. greinarinnar þó ekki „um þau gögn sem talin eru í 4. gr."</p> <p align="justify">Í 3. tölul. 4. gr. laganna er tekið fram að réttur til að fá aðgang að gögnum taki ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá".</p> <p align="justify">Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir m.a. svo um þetta ákvæði: „Þegar matskennd stjórnvaldsákvörðun er tekin verða stjórnvöld iðulega að vega og meta mörg ólík sjónarmið. Af þessu leiðir að einatt tekur það einhvern tíma að móta afstöðu stjórnvalds til fyrirliggjandi máls og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma ítarlegri upplýsingar um málsatvik. Gögn, sem til verða á þessum tíma, þurfa því ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Er því lagt til að farin verði sama leið og í stjórnsýslulögunum . . . að vinnuskjöl stjórnvalds verði undanþegin upplýsingarétti." Ennfremur segir í athugasemdunum: „Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað. Þá geta þau skjöl ekki talist vinnuskjöl sem stafa frá öðrum en hlutaðeigandi stjórnvaldi enda þótt slík gögn hafi orðið til að frumkvæði stjórnvaldsins, t.d. álit eða skýrslur sérfræðinga o.s.frv. Ennfremur er rétt að taka fram að gögn, sem verða til við skráningu upplýsinga um málsatvik, sbr. 23. gr., falla ekki undir ákvæði 3. tölul. – Að öðru leyti er ekki hægt að tilgreina með tæmandi hætti hvaða gögn teljast vinnuskjöl í skilningi ákvæðisins. Við nánari skýringu þess verður að líta sérstaklega til þess hvort upplýsingarnar snerta atriði sem kunna að breytast eða hafa breyst við nánari skoðun eða umfjöllun."</p> <p align="justify"><br /> Af þessum ummælum er ljóst að þau skjöl geta ein talist vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, sem ætla má að kunni að breytast í meðförum stjórnvalds, áður en endanleg stjórnvaldsákvörðun er tekin. Þar af leiðandi geta fundargerðir, þar sem einungis er að finna upplýsingar um það, sem fram fer á fundum stjórnsýslunefndar á borð við framkvæmdanefnd um einkavæðingu, ekki flokkast undir vinnuskjöl samkvæmt upplýsingalögum. Skiptir í því efni ekki máli þótt fundargerðirnar hafi verið færðar, án þess að það væri skylt að lögum, eða þær hafi ekki verið birtar öðrum en nefndarmönnum.</p> <p align="justify">Í 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er svo fyrir mælt: „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum." Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þess hluta af fundargerðum framkvæmdanefndar um einkavæðingu, þar sem er að finna frásögn af því þegar fjallað var um sölu á eignarhlut ríksins í Íslenskum aðalverktökum hf. á fundum nefndarinnar. Ekkert í þessum hluta fundargerðanna þykir þess eðlis að hagsmunir annarra einkaaðila af því, að þeim upplýsingum sé haldið leyndum, vegi þyngra en hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að þeim. Samkvæmt því er framkvæmdanefndinni skylt að veita þeim aðgang að umræddum hluta af fundargerðum hennar.</p> <p align="center">3.</p> <p align="justify">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. – 6. gr." Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt, þ. á m. regluna í 5. gr. þeirra.</p> <p align="justify">Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila" „. . . sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á". Í athugasemdum með frumvarpi til laganna er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskipta-hagsmuni."<br /> <br /> Upplýsingar um umsamið verð og skilmála vegna kaupa einkafyrirtækja á eignum ríkisins geta að sjálfsögðu varðað mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna. Hins vegar verða þau að sætta sig við að slíkar upplýsingar verði kunngerðar opinberlega vegna fyrirmæla upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Þetta viðhorf kemur skýrt fram í dómi Hæstaréttar 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999, sem er að finna í dómasafni réttarins 2000, bls. 1309.</p> <p align="justify"><br /> Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur þegar látið kærendum í té upplýsingar úr samningnum frá 2. maí 2003, annars vegar um umsamið kaupverð fyrir hið selda hlutafé ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. og hins vegar um ábyrgðir ríkisins sem seljanda samkvæmt samningnum. Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér annað efni samningsins og telur, með vísun til þess sem að framan greinir, að þar sé ekki að finna neinar þær upplýsingar um atvinnu- og viðskiptaleyndarmál eða rekstrar- eða samkeppnisstöðu kaupandans, Eignarhaldsfélagsins AV ehf., eða Íslenskra aðalverktaka hf. sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Í umsögn sinni til úrskurðarnefndar vísar framkvæmdanefndin til ákvæðis í umræddum kaupsamningi um að hann skuli vera trúnaðarmál. Slíkt ákvæði getur ekki komið í veg fyrir aðgang kærenda að honum á grundvelli upplýsingalaga, eins og reyndar er tekið fram í samningsákvæðinu sjálfu. Ber framkvæmdanefndinni því, samkvæmt framansögðu, að veita kærendum aðgang að samningnum í heild sinni.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Framkvæmdanefnd um einkavæðingu er skylt að veita kærendum, [ A] ehf. og [ B] ehf., aðgang að umfjöllun um sölu á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. í fundargerðum nefndarinnar 27. mars 2002, 3. febrúar, 12. febrúar, 24. febrúar, 26. febrúar, 3. mars, 6. mars, 14. mars, 24. mars og 20. júní 2003. Ennfremur er nefndinni skylt að veita kærendum aðgang að samningi milli íslenska ríkisins og Eignarhaldsfélagsins AV ehf., dagsettum 2. maí 2003, um kaup á hlutafé ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Arnfríður Einarsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-168/2004 Úrskurður frá 20. febrúar 2004 | Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins um að veita aðgang að upplýsingum um fjölda notendaleyfa og greiðslur fyrir aukaverk í tengslum við verksamning og hugbúnaðarkaup á grundvelli útboðs Ríkiskaupa í janúar 2001. Framkvæmd útboðs. Upplýsingar sem varða kæranda sjálfan. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækis. Fyrirliggjandi gögn. Aðgangur veittur. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 20. febrúar 2004 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-168/2004:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify"> </p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 12. janúar sl., kærði [ …] hrl. f.h. [ A] hf. synjun fjármálaráðuneytisins um að veita honum aðgang að upplýsingum um fjölda notendaleyfa sem ákvörðuð hafa verið á grundvelli samnings við [ B] hf. frá 17. júlí 2001 og að upplýsingum um hvað greitt hefur verið fyrir aukaverk í tengslum við verksamning og hugbúnaðarkaup á grundvelli útboðs Ríkiskaupa nr. 12576 í janúar 2001.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 26. janúar sl., var kæran kynnt fjármálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 4. febrúar sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu í trúnaði látin í té afrit af þeim fyrirliggjandi gögnum, sem kæran laut að, innan sama frests. Umsögn fjármálaráðuneytisins, dagsett 3. febrúar sl., barst innan tilskilins frests ásamt yfirliti um sundurliðun á notendaleyfum í samningi [ B] hf. og ríkisins frá 17. júlí 2001 og uppgjör á þeim og yfirliti um aukaverk og greiðslur fyrir þau á árunum 2002 og 2003.</p> <p align="justify">Í fjarveru Eiríks Tómassonar tekur Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður sæti hans í nefndinni við úrlausn máls þessa.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi tók þátt í útboði Ríkiskaupa nr. 12576 sem bar heitið „Ný fjárhagskerfi fyrir ríkissjóð og stofnanir hans". Samkvæmt því sem fram kemur í kærunni var hér um að ræða eitt umfangsmesta útboð sinnar tegundar sem fram hefur farið hér á landi. Í samræmi við útboðsskilmála voru tvö tilboð valin til frekari greiningar og var annað þeirra frá kæranda en hitt frá [ B] hf. Ríkið ákvað síðan að ganga til samninga við [ B] hf. á grundvelli tilboðs þess.</p> <p align="justify">Kærandi hefur áður farið fram á að fá aðgang m.a. að tilboði [ B] hf. og síðar að þeim samningi sem gerður var við fyrirtækið. Synjun um aðgang að tilboðinu var staðfest með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál uppkveðnum 31. ágúst 2001 í málinu nr. A-126/2001. Samkvæmt úrskurði frá 25. október 2001 í málinu nr. A-133/2001 var á hinn bóginn lagt fyrir Ríkiskaup að veita kæranda aðgang að samningnum að undanskyldri umfjöllun um verð á keyptum notendaleyfum í 3. gr. samningsins.</p> <p align="justify">Með kæru, dagsettri 13. ágúst 2001, bar kærandi framkvæmd útboðsins og eftirfarandi samningsgerð við [ B] hf. undir kærunefnd útboðsmála. Hinn 17. desember 2001 kvað kærunefndin upp þann úrskurð að ríkið hefði við framkvæmd útboðsins bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart kæranda. Kærandi hefur fylgt úrskurði þessum eftir fyrir dómstólum og hefur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 18. júní 2003 verið áfrýjað til hæstaréttar.</p> <p align="justify">Með samhljóða bréfi til Ríkiskaupa og Fjársýslu ríkisins, dagsettu 15. maí sl., fór kærandi fram á að fá upplýsingar um til hvaða stofnana útboðið hefði náð og hvenær það hefði verið ákveðið. Jafnframt óskaði hann eftir upplýsingum um fjölda svonefndra notendaleyfa, sem gefin hefðu verið út á grundvelli samningsins og hvaða stofnanir væru handhafar slíkra leyfa, en samkvæmt 15. gr. samningsins frá 17. júlí 2001 hafði ríkið greitt kr. 282.848.358 fyrir slík leyfi. Þar kom einnig fram að fjölda þeirra skyldi ákveða fyrir 1. mars 2003.</p> <p align="justify">Erindi þetta ítrekaði kærandi 11. júlí 2003 og aftur með bréfi, dagsettu 19. nóvember s.á. Í síðastnefndu bréfi fór hann auk þess fram á að fá upplýsingar um hversu mikið hefði verið greitt fyrir aukaverk vegna þess verks sem boðið hafði verið út í nefndu útboði sundurliðað eftir kerfishlutum og hvort þau hefðu verið unnin fyrir eða eftir umsamin verklok.</p> <p align="justify">Fjármálaráðuneytið svaraði kæranda með bréfi, dagsettu 12. desember sl. Þar kom fram að útboðið hefði tekið til allra stofnana sem teldust til A-hluta á fjárlögum. Ekki kom fram hver fjöldi notendaleyfa hefði verið, en þó var tekið fram að ákveðið hefði verið að miða við óbreyttan fjölda leyfa eftir að verksali hefði boðið upp á nýtt verðlagningarfyrirkomulag er heimilaði sama aðgang að öllum kerfishlutum fyrir hvert leyfi. Loks var kæranda synjað um aðgang að umbeðnum upplýsingum um greiðslur fyrir aukaverk með vísan til síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og að fengnu því áliti [ B] hf. að þær gætu skaðað mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækisins.</p> <p align="justify">Í kæru til nefndarinnar er sérstaklega bent á að takmörkun á aðgangi að upplýsingum um notendaleyfi í 3. gr. samningsins frá 17. júlí 2001 samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málinu nr. A-133/2001 hafi byggst á viðskiptahagsmunum [ B] hf. m.t.t. kaupverðs notendaleyfanna. Það eigi ekki við nú þar sem kærandi hafi eingöngu óskað eftir upplýsingum um fjölda leyfanna. Þá telur kærandi að aukin fjárframlög til hugbúnaðargerðar og reksturs tölvukerfa ríkissjóðs í fjárlögum fyrir árin 2001 til 2004 bendi til að uppsetning og viðhald tölvukerfanna sem útboðið tók til hafi reynst mun dýrari en samningur ríkisins við [ B] hf. kvað á um og fyrirtækið hafi því fengið verulegar greiðslur umfram samninginn fyrir aukaverk. Loks telur kærandi að hann hafi sem aðili að umræddu útboði verulega hagsmuni af því að fá upplýsingar um hvort að greiðslur til keppinautar hans séu í samræmi við forsendur útboðsins og gerða samninga.</p> <p align="justify">Í umsögn fjármálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar kemur fram að ráðuneytið hafi í tilefni af erindi nefndarinnar til ráðuneytisins farið fram á að Fjársýsla ríkisins tæki saman yfirlit yfir þau gögn sem óskað var eftir aðgangi að þar sem ráðuneytið hefði þau ekki í sínum vörslum. Með bréfi stofnunarinnar, dagsettu 2. febrúar sl., hefði ráðuneytinu borist yfirlit yfir fjölda notendaleyfa og greiðslur fyrir aukaverk auk nánari upplýsinga er vörðuðu fyrirspurn kæranda í málinu. Tekið er fram að bréf þetta sé fylgiskjal með svari ráðuneytisins og teljist hluti af því.</p> <p align="justify">Í umsögn sinni ítrekar ráðuneytið að út frá því hafi verið gengið strax í upphafi að útboðið skyldi ná til þeirra stofnana ríkisins sem eru í A hluta fjárlaga eins og fram hefur komið og að byggt hafi verið á þeim skilningi í útboðsferlinu og í samningi fjármálaráðuneytisins við [ B] hf. Í samningnum hafi verið gert ráð fyrir sundurgreindum fjölda leyfa eftir kerfishlutum og hafi verið kveðið á um að fyrir 1. mars 2003 ætti að fara fram endanleg ákvörðun um fjölda leyfa sem ætti að nýta í hverju kerfi. Þegar gengið hafi verið endanlega frá leyfunum í samræmi við umrætt ákvæði samningsins hefi verið tekin sú ákvörðun að miða við óbreyttan fjölda leyfa en taka boði verksala um nýtt verðlagningarfyrirkomulag sem heimili aðgang að öllum kerfishlutunum fyrir hvert leyfi, enda breytingin talin ríkinu hagstæð. Í bréfi Fjársýslu ríkisins sé að finna nánari skýringar auk sundurliðunar á notendaleyfum í samningnum og upplýsingar um endanlegan fjölda leyfa ásamt þeim kerfishlutum sem bætist við.</p> <p align="justify">Þá bendir ráðuneytið á að leitað hafi verið eftir afstöðu [ B] hf. til þess að veita kæranda aðgang að upplýsingum um greiðslur fyrir aukaverk. Í tölvubréfi frá framkvæmdastjóra þess komi fram eindregin afstaða félagsins gegn því að ráðuneytið afhendi umbeðin gögn til keppinautar þess þar sem þau hafi að geyma mikilvægar fjárhags- og viðskiptalegar upplýsingar milli félagsins og viðskiptavinar þess. Telji félagið að keppinautar þess geti gert sér mat úr þessum viðkvæmu upplýsingum og valdið félaginu skaða. Með hliðsjón af þessari afstöðu viðsemjanda sín hafi fjármálaráðuneytið ákveðið að takmarka aðgang að þessum upplýsingum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Loks áréttar ráðuneytið að til að unnt væri að afhenda nefndinni upplýsingar á þann hátt sem um var beðið í bréfi kæranda hafi Fjársýsla ríkisins sérstaklega þurft að safna umbeðnum upplýsingum saman m.a. úr bókhaldi stofnunarinnar.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p align="justify">Svo sem fram kemur í málsatvikalýsingu hér að framan átti kærandi annað tveggja tilboða í síðari hluta útboðs Ríkiskaupa nr. 12756. Í úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-126/2001 var, með skírskotun til aðildar kæranda að þessum hluta útboðsferilsins, fjallað um rétt hans til aðgangs að hinu tilboðinu og vinnugögnum Ríkiskaupa á grundvelli III. kafla upplýsingalaga. Í síðari úrskurði nefndarinnar í máli nr. A-133/2001 var hins vegar talið að öðru máli gegndi eftir að tilboði annars tilboðsgjafa hefur verið tekið og samið við hann á grundvelli þess. Sá tilboðsgjafi, sem ekki var samið við, ætti ekki aðild að þeim samningi og upplýsingar sem þar koma fram væru ekki „um hann sjálfan" svo sem 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga áskilur. Um aðgang kæranda að samningi þessum bæri því að fjalla á grundvelli II. kafla upplýsingalaga. Hið sama á við um það úrlausnarefni sem hér er til meðferðar.</p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p align="justify">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Af þessari meginreglu leiðir að rétturinn til aðgangs nær aðeins til gagna sem til eru þegar um þau er beðið eða bæst hafa við mál áður en beiðni er afgreidd. Á stjórnvöld er því ekki lögð skylda til að búa til gögn eða afla þeirra til að geta afgreitt beiðni um aðgang að upplýsingum. Jafnvel þótt gögn um umbeðnar upplýsingar lægju ekki fyrir þegar eftir þeim var leitað, hvorki í fjármálaráðuneytinu né hjá Fjársýslu ríkisins, var synjun ráðuneytisins um að veita að þeim aðgang ekki byggð á því. Eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál óskaði í samræmi við þessa afgreiðslu ráðuneytisins eftir að sér yrðu látin í té afrit af fyrirliggjandi gögnum í málinu lét ráðuneytið hins vegar aðra stofnun, Fjársýslu ríkisins, sérstaklega útbúa fyrir sig tvö skjöl. Annars vegar yfirlit um sundurliðun á notendaleyfum í samningi [ B] og ríkisins frá 17. júlí 2001 og um uppgjör á þeim. Hins vegar yfirlit um aukaverk í tengslum við sama samning og hugbúnaðarkaup á grundvelli umrædds útboðs, árin 2002 og 2003, sundurliðað eftir viðfangsefnum. Þar eð gögn þessi liggja nú fyrir á þann hátt sem meginregla upplýsingalaga gerir kröfu til og fjármálaráðuneytið hefur tekið efnislega afstöðu til aðgangs að þeim, bæði í erindi sínu til kæranda, dags. 12. desember sl., og í umsögn um kæru hans, dags. 3. febrúar sl., þykja fullnægjandi skilyrði vera til að endurskoða synjun ráðuneytisins.</p> <p align="center"><strong>3.</strong></p> <p align="justify">Í áðurnefndu yfirliti um notendaleyfin er auk heildartölu þeirra að finna ýmsar upplýsingar umfram það sem kærandi hefur leitað eftir og kæra hans takmarkast við. Af þeim sökum skal hér áréttað að úrskurðarnefnd tekur eingöngu afstöðu til aðgangs að þeim upplýsingum sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að og takmarkast því við upplýsingar um fjölda notendaleyfa eins og skýrt gengur fram í kæru hans til nefndarinnar.</p> <p align="justify">Af hálfu fjármálaráðuneytisins hefur til svars við þessari beiðni eingöngu verið gerð grein fyrir ákveðnum breytingum sem orðið hafa á samkomulagi aðila og leiða til þess að allir notendur umrædds kerfis hafa sama aðgang að öllum hlutum þess. Jafnframt hefur ráðuneytið upplýst að fjöldi þeirra sé „óbreyttur" án þess að fram hafi komið hver hann hafi áður verið. Á hinn bóginn hefur ráðuneytið ekki gert neina grein fyrir því á hvaða lagagrundvelli takmörkun á aðgangi að upplýsingum um fjölda notendaleyfa er byggð. Með vísan til meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga ber því að veita kæranda aðgang að upplýsingum um það, enda eigi takmarkanir í 4.–6. gr. laganna ekki við.</p> <p align="center"><strong>4.</strong></p> <p align="justify">Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila […] sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi því, er varð að þessum lögum, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni." Í samræmi við markmið upplýsingalaga hefur úrskurðarnefnd skýrt þessa takmörkun á meginreglu laganna þröngt.</p> <p align="justify">Yfirlit um greiðslur fyrir aukaverk er sundurliðað eftir árum og viðfangsefnum. Eins og mál þetta er vaxið bera að líta svo á að upplýsingar í yfirliti þessu svari, svo langt sem þær ná, til þeirra upplýsinga sem kærandi hefur farið fram á, jafnvel þótt sundurgreining þeirra sé ekki með þeim hætti sem óskað var eftir í beiðni hans, dagsettri 19. nóvember sl.</p> <p align="justify">Að fengnu áliti viðsemjanda síns, [ B] hf., er af hálfu fjármálaráðuneytisins á því byggt að upplýsingar um greiðslur þessar séu til þess fallnar að skaða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins án þess að fram komi um hvaða hagsmuni sé þar að ræða eða á hvern hátt þeim sé hætta búin. Að þessu athuguðu er það mat nefndarinnar að hér séu ekki í húfi þeir hagsmunir sem síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að vernda. Með vísan til 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga ber því að veita kæranda aðgang að þessum upplýsingum.</p> <p align="center"> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Fjármálaráðuneytinu ber að veita kæranda, [ A] hf., aðgang að upplýsingum um fjölda notendaleyfa og upplýsingum um hvað greitt hafi verið fyrir aukaverk í tengslum við verksamning og hugbúnaðarkaup á grundvelli útboðs Ríkiskaupa nr. 12576.</p> <p align="justify"><em> </em></p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Steinunn Guðbjartsdóttir</p> <p align="justify"> </p> <br /> <br /> |
A-167/2003 Úrskurður frá 17. desember 2003 | Kærð var meðferð forsætisráðuneytisins og synjun utanríkisráðuneytisins á beiðni um að veita aðgang að gögnum um andlát sonar kærenda. Rannsókn í opinberu máli. Samskipti við erlend stjórnvöld. Upplýsingar varða kærendur sjálfa. Frávísun að hluta. Aðgangur veittur að hluta. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 17. desember 2003 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-167/2003:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfum, dagsettum 17. nóvember sl., kærðu [ …] og [ …] , til heimilis að [ …] á [ …] , meðferð forsætisráðuneytis og utanríkisráðuneytis á beiðnum þeirra, dagsettum 19. september sl., um að veita þeim aðgang að gögnum í þeirra vörslum um málefni sonar þeirra sem lést í Hollandi á fyrra ári.</p> <p align="justify">Með bréfum, dagsettum 19. nóvember sl., voru kærurnar kynntar ráðuneytunum og því beint til þeirra að taka ákvörðun um afgreiðslu á beiðni kærenda eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 28. nóvember sl. Yrði kærendum synjað um aðgang að umbeðnum gögnum var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin afrit þeirra í té sem trúnaðarmál innan sama frests. Í því tilviki var ráðuneytunum ennfremur gefinn kostur á að koma að athugasemdum sínum og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðunum sínum innan sömu tímamarka.</p> <p align="justify">Utanríkisráðuneyti synjaði um aðgang að hluta þeirra gagna, sem ráðuneytið hefur í vörslum sínum, og lét nefndinni í té afrit af þeim með bréfi, dagsettu 27. nóvember sl.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að sonur kærenda, [ …] , hvarf í Rotterdam í Hollandi 27. júní 2002 og fannst síðar látinn þar tveimur dögum síðar, 29. júní 2002. Fljótlega eftir andlát hans leituðu kærendur eftir atbeina íslenskra stjórnvalda til þess að fylgja eftir rannsókn á aðdraganda þess í Hollandi. Með bréfum til forsætisráðuneytis og utanríkisráðuneytis, dagsettum 17. september sl., fóru kærendur þess á leit að fá staðfest endurrit af öllum gögnum er ráðuneytin byggju yfir í málinu.</p> <p align="justify">Forsætisráðuneytið svaraði beiðni kærenda með bréfi, dagsettu 17. nóvember sl., og lét þeim í té afrit af öllum gögnum málsins, sem voru í vörslum þess, ásamt lista yfir málsgögn. Utanríkisráðuneyti svaraði beiðni kærenda með bréfi, dagsettu 27. nóvember sl., og lét þeim einnig í té öll gögn ráðuneytisins, sem málið varða, önnur en þau sem það taldi varða samskipti íslenskra og hollenskra lögregluyfirvalda.</p> <p align="justify">Í umsögn utanríkisráðuneytis til úrskurðarnefndar, dagsettri 27. nóvember sl., kemur fram að gögn þessi hafi verið látin ráðuneytinu í té í trúnaði og að nauðsynlegt sé fyrir lögregluyfirvöld að geta treyst því að trúnaður ríki í samskiptum þeirra. Auk þess varði gögn þessi rannsókn opinbers máls sem ekki sé lokið. Þau kunni jafnframt að hafa að geyma upplýsingar sem séu þess eðlis að þær verði að fara leynt samkvæmt hollenskum lögum. Með vísun til þess telur ráðuneytið að takmarka beri aðgang að þeim á grundvelli 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. einnig 1. mgr. 2. gr. sömu laga.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p align="justify">Mál það, sem til úrlausnar er, varðar beiðni kærenda um aðgang að gögnum í vörslum forsætisráðuneytis og utanríkisráðuneytis er lúta að rannsókn sem fram fer á aðdraganda að andláti sonar þeirra í Hollandi. Upplýst er að forsætisráðuneytið hefur veitt þeim aðgang að öllum gögnum í vörslum þess ráðuneytis sem varða umrætt mál. Þegar af þeirri ástæðu ber að vísa kæru á hendur því ráðuneyti frá úrskurðarnefnd.</p> <p align="center">2.</p> <p align="justify">Fyrrgreind rannsókn beinist að því að upplýsa hvort lát sonar kærenda verði rakið til refsiverðs verknaðar og, ef svo er, hver eða hverjir hafi verið þar að verki. Þótt íslensk yfirvöld og rannsóknaraðilar hafi veitt aðstoð við rannsóknina er hún í höndum hollenskra yfirvalda.</p> <p align="justify">Í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin gildi ekki „um rannsókn eða saksókn í opinberu máli." Samkvæmt þessu lagaákvæði er enginn greinarmunur gerður á því hvort rannsókn á ætlaðri refsiverðri háttsemi fer fram hér á landi eða erlendis. Þar af leiðandi tekur ákvæðið til þeirrar rannsóknar sem mál þetta snýst um.</p> <p align="justify">Ekki er tekið fram í upplýsingalögum eða lögskýringargögnum hvers konar gögn það eru sem varða rannsókn eða saksókn í opinberu máli í skilningi hins tilvitnaða lagaákvæðis. Þó er ljóst að til þeirra teljast skjöl og önnur gögn, sem eru eða munu að öllum líkindum koma til skoðunar við rannsókn lögreglu á ætluðum refsiverðum brotum. Ennfremur hljóta bréfaskipti milli lögregluyfirvalda og, eftir atvikum, handhafa ákæruvalds vegna rannsóknar opinbers máls að flokkast undir slík gögn, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar 6. desember 2001 í máli nr. A-137/2001.</p> <p align="justify">Þau skjöl, sem utanríkisráðuneyti hefur synjað kærendum um aðgang að, eru þessi:</p> <p align="justify">1. Bréf ríkislögreglustjóra til ráðuneytisins, dagsett 6. ágúst 2002.</p> <p align="justify">2. Bréf ráðuneytisins til ríkislögreglustjóra, dagsett 2. september 2002.</p> <p align="justify">3. Bréf ríkislögreglustjóra til saksóknara í Rotterdam í Hollandi (á íslensku og í hollenskri þýðingu), dagsett 24. október 2002.</p> <p align="justify">4. Bréf saksóknara í Rotterdam í Hollandi til ríkislögreglustjóra (á hollensku og í enskri þýðingu), dagsett 26. nóvember 2002.</p> <p align="justify">5. Orðsending ríkislögreglustjóra til ráðuneytisins, dagsett 17. desember 2002.</p> <p align="justify">6. Bréf ráðuneytisins til ríkislögreglustjóra, dagsett 4. apríl 2003.</p> <p align="justify">7. Bréf ríkislögreglustjóra til ráðuneytisins, dagsett 7. apríl 2003.</p> <p align="justify">8. Bréf ríkislögreglustjóra til ráðuneytisins, dagsett 8. apríl 2003.</p> <p align="justify">9. Erindi ráðuneytisins til sendiráðs Íslands í Lundúnum, dagsett 1. maí 2003.</p> <p align="justify">10. Tölvubréf ríkislögreglustjóra til ráðuneytisins, dagsett 1. maí 2003.</p> <p align="justify">Með skírskotun til þess, sem að framan segir, er það álit úrskurðarnefndar að þau skjöl, sem auðkennd eru nr. 3, 4, 9 og 10 hér að framan, séu þess eðlis að þau varði rannsókn opinbers máls í skilningi ákvæðisins í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Vegna þess að ekki verður krafist aðgangs að skjölunum á grundvelli upplýsingalaga verður synjun um aðgang að þeim ekki kærð til úrskurðarnefndar, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Ber því að vísa frá nefndinni þeim hluta kærunnar á hendur utanríkisráðuneyti sem snýr að þessum skjölum.</p> <p align="justify">Eins og fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar 6. september 2001 í máli nr. A-127/2001, áskilur nefndin sér rétt til þess að meta það, í ljósi atvika hverju sinni, hvort aðgangur skuli veittur að gögnum á grundvelli upplýsingalaga þótt þau kunni að tengjast rannsókn opinbers máls. Í því efni skiptir m.a. máli hvort ætla megi að gögn þau, sem um er að ræða, verði tekin til skoðunar við rannsókn málsins.</p> <p align="justify">Í bréfum þeim og erindum, sem farið hafa á milli utanríkisráðuneytis og ríkislögreglustjóra og auðkennd eru nr. 1, 2, 5, 6, 7 og 8 hér að framan, er fyrst og fremst að finna upplýsingar um afskipti íslenskra stjórnvalda af rannsókn þeirri sem mál þetta snýst um. Ekki verður séð að þessi skjöl, sem farið hafa á milli íslenskra stjórnvalda, verði tekin til skoðunar við rannsókn þá sem fram fer á vegum hollenskra yfirvalda og mál þetta er sprottið af. Samkvæmt því og með vísun til þess, sem að framan greinir, lítur úrskurðarnefnd svo á að leysa beri úr rétti kærenda til aðgangs að þessum síðastgreindu skjölum á grundvelli upplýsingalaga, enda er hér ekki um að ræða mál, þar sem tekin verður ákvörðun af hérlendum stjórnvöldum um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p align="center">2.</p> <p align="justify">Kærendur hafa sem foreldrar látins sonar síns einstaklega hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að síðastgreindum skjölum. Af þeim sökum ber að leysa úr beiðni þeirra samkvæmt III. kafla upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Í 1. mgr. 9. gr. laganna segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Samkvæmt 2. tölul. 2. mgr. þeirrar greinar gilda ákvæði 1. mgr. ekki „um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni er leynt eiga að fara skv. 6. gr." Ennfremur er heimilt að takmarka aðgang skv. 1. mgr. 9. gr. „að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum", eins og segir í 3. mgr. þeirrar greinar.</p> <p align="justify">Ekki verður séð að mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess að efni umræddra skjala sé haldið leyndum fyrir kærendum með tilliti til samskipta íslenska ríkisins við önnur ríki, skv. 2. tölul. 2. mgr. 9. gr., sbr. 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þótt í skjölunum sé að finna upplýsingar um persónuleg málefni, sem sanngjarnt er og eðlilegt að haldið sé leyndum fyrir almenningi, að minnsta kosti á þessu stigi máls, er ekkert sem mælir á móti því að kærendur fái aðgang að þeim sem nánustu eftirlifandi aðstandendur hins látna. Samkvæmt því ber utanríkisráðuneyti að veita þeim aðgang að umræddum sex skjölum.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Kæru [ …] og [ …] á hendur forsætisráðuneyti er vísað frá úrskurðarnefnd.</p> <p align="justify">Utanríkisráðuneyti ber að veita kærendum aðgang að skjölum sem varða rannsókn á andláti sonar þeirra og auðkennd eru nr. 1, 2, 5, 6, 7 og 8 hér að framan. Kæru þeirra á hendur ráðuneytinu er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd.</p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-166/2003 Úrskurður frá 17. desember 2003 | Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og ríkislögreglustjóra um að veita aðgang að gögnum um andlát sonar kærenda. Rannsókn í opinberu máli. Samskipti við erlend stjórnvöld. Upplýsingar er varða kærendur sjálfa. Frávísun að hluta. Aðgangur veittur að hluta. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 17. desember 2003 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-166/2003:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfum, dagsettum 24. október sl., kærðu [ …] og [ …] , til heimilis að [ …] á [ …] , synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dagsetta 3. október sl., og ríkislögreglustjóra, dagsetta 24. september sl., um að veita þeim aðgang að gögnum sem varða andlát sonar þeirra í Hollandi.</p> <p align="justify">Með bréfum, dagsettum 29. október sl., voru kærurnar kynntar dóms- og kirkjumálaráðuneyti og ríkislögreglustjóra og þeim veittur frestur til að gera við þær athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðunum sínum til kl. 16.00 hinn 10. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að stjórnvöldin létu úrskurðarnefnd í té skrár um þau gögn málsins, sem kærurnar lúta að, innan sama frests. Að beiðni ríkislögreglustjóra var frestur þessi framlengdur til 17. nóvember sl. Umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dagsett 6. nóvember sl., barst innan tilskilins frests, en umsögn ríkislögreglustjóra, dagsett 18. nóvember sl., barst hinn 19. nóvember sl. Báðum umsögnum fylgdu umbeðnar skrár.</p> <p align="justify">Að lokinni athugun á málinu og fyrirliggjandi gögnum, fór úrskurðarnefnd þess á leit við ríkislögreglustjóra með bréfi, dagsettu 10. desember sl., að nefndinni yrðu afhent afrit af tveimur nánar tilgreindum skjölum í vörslum embættisins sem kærurnar lúta að. Umbeðin afrit bárust nefndinni daginn eftir.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að sonur kærenda, [ …] , hvarf í Rotterdam í Hollandi 27. júní 2002 og fannst síðar látinn þar tveimur dögum síðar, 29. júní 2002. Fljótlega eftir andlát hans leituðu kærendur eftir atbeina íslenskra stjórnvalda til þess að fylgja eftir rannsókn á aðdraganda þess í Hollandi. Var aðstoðaryfirlögregluþjóni við embætti ríkislögreglustjóra falið að annast um það af hálfu hérlendra stjórnvalda. Með bréfi til ríkislögreglustjóra, dagsettu 15. september sl., og til dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dagsettu 19. september sl., fóru kærendur fram á að fá aðgang að öllum gögnum um málið í vörslum þessara tveggja stjórnvalda.</p> <p align="justify">Með bréfi ríkislögreglustjóra, dagsettu 24. september sl., var beiðni kæranda synjað með vísun til 3. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, á þeim grundvelli að gögn málsins varði rannsókn á opinberu máli sem ekki sé lokið og sé auk þess í höndum hollenskra yfirvalda. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 3. október sl., á sama grundvelli að því er varðar þau gögn í vörslum ráðuneytisins sem það telur að beint varði hina opinberu rannsókn. Í bréfi ráðuneytisins segir orðrétt: „Um er að ræða í öllum tilvikum afrit af bréfum sem ráðuneytinu hafa borist og gengið hafa á milli ríkislögreglustjóra og hollenskra lögregluyfirvalda." Svo virðist sem kærendum hafi á hinn bóginn verið veittur aðgangur að öllum öðrum gögnum sem skráð eru á sama mál í ráðuneytinu.</p> <p align="justify">Í kærum til nefndarinnar, dagsettum 24. október sl., vísa kærendur til hagsmuna sinna sem foreldra látins sonar síns af því að fá upplýsingar um framvindu rannsóknar á láti hans. Jafnframt er dregið í efa að opinber rannsókn í öðru landi geti takmarkað aðgang að gögnum þess hér á landi.</p> <p align="justify">Í umsögn ríkislögreglustjóra til úrskurðarnefndar, dagsettri 18. nóvember sl., er gerð grein fyrir aðstoð embættisins við að upplýsa málið. Fram kemur að ríkislögreglustjóraembættið hafi reynt að koma að málinu með þeim hætti að gögn, sem aflað er hér á landi, nýtist við rannsókn málsins í Hollandi og að áhersla hafi verið lögð á að vanda verði til meðferðar þeirra svo að þau haldi gildi sínu sem gögn í sakamáli í Hollandi, ef til kæmi. Síðan segir orðrétt í umsögninni: „Mál þetta sætir rannsókn opinbers máls í Hollandi og er forræði þess alfarið í höndum yfirvalda þar, þ.e. lögreglu og saksóknara. Tekist hefur að koma á samskiptum milli ríkislögreglustjórans og hollenskra yfirvalda sem hafa fallist á að láta af hendi tiltekin gögn og taka við gögnum frá Íslandi og yfirfara þau í tengslum við þessa rannsókn . . . Hollensk yfirvöld geta á hvaða stigi málsins sem er afþakkað hjálp íslensku lögreglunnar enda hvílir engin lagaskylda á þeim að haga málum með þeim hætti sem þau hafa kosið hér."</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p align="justify">Mál það, sem til úrlausnar er, varðar beiðni kærenda um aðgang að gögnum í vörslum dóms- og kirkjumálaráðuneytis og ríkislögreglustjóra er lúta að rannsókn sem fram fer á aðdraganda að andláti sonar þeirra í Hollandi. Rannsóknin beinist að því að upplýsa hvort lát hans verði rakið til refsiverðs verknaðar og, ef svo er, hver eða hverjir hafi verið þar að verki. Þótt íslensk yfirvöld og rannsóknaraðilar hafi veitt aðstoð við rannsóknina er hún í höndum hollenskra yfirvalda.</p> <p align="justify">Í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin gildi ekki „um rannsókn eða saksókn í opinberu máli." Samkvæmt þessu lagaákvæði er enginn greinarmunur gerður á því hvort rannsókn á ætlaðri refsiverðri háttsemi fer fram hér á landi eða erlendis. Þar af leiðandi tekur ákvæðið til þeirrar rannsóknar sem mál þetta snýst um.</p> <p align="justify">Ekki er tekið fram í upplýsingalögum eða lögskýringargögnum hvers konar gögn það eru sem varða rannsókn eða saksókn í opinberu máli í skilningi hins tilvitnaða lagaákvæðis. Þó er ljóst að til þeirra teljast skjöl og önnur gögn, sem eru eða munu að öllum líkindum koma til skoðunar við rannsókn lögreglu á ætluðum refsiverðum brotum. Ennfremur hljóta bréfaskipti milli lögregluyfirvalda og, eftir atvikum, handhafa ákæruvalds vegna rannsóknar opinbers máls að flokkast undir slík gögn, sbr. úrskurð úrskurðarnefndar 6. desember 2001 í máli nr. A-137/2001.</p> <p align="justify">Skýra verður beiðni kærenda um aðgang að gögnum á þann veg að þau fari fram á að fá afhent afrit af þeim skjölum, sem eru í vörslum stjórnvaldanna tveggja og lúta að umræddri rannsókn, þó ekki þeim skjölum sem stafa frá þeim sjálfum ellegar þeim eða lögmanni þeirra hafa verið send. Þau skjöl, sem kærendur fara þannig fram á að fá aðgang að og eru í vörslum ríkislögreglustjóra, eru í fyrsta lagi lögregluskýrsla, í öðru lagi bréfaskipti ríkislögreglustjóra við hollensk yfirvöld (í einu tilviki fyrir milligöngu sendiráðs Íslands í Lundúnum), í þriðja lagi bréfaskipti hans og hollenskra yfirvalda við sambandsskrifstofu lögreglu Norðurlanda í Hollandi, í fjórða lagi bréfaskipti hans við íslenska rannsóknaraðila, í fimmta lagi rannsóknargögn íslenskra rannsóknaraðila og bréfaskipti þeirra við hollensk yfirvöld og í sjötta lagi bréfaskipti ríkislögreglustjóra við utanríkisráðuneyti og minnisblað hans til dóms- og kirkjumálaráðuneytis um málavexti. Þau skjöl, sem kærendur hafa óskað eftir aðgangi að og eru í vörslum ráðuneytisins, varða bréfaskipti þess og ríkislögreglustjóra við hollensk yfirvöld og sambandsskrifstofu lögreglu Norðurlanda í Hollandi, ef frá er talið fyrrgreint minnisblað frá ríkislögreglustjóra.</p> <p align="justify">Með skírskotun til þess, sem að framan segir, er það álit úrskurðarnefndar að öll þau skjöl, sem talin eru upp hér að framan, að undanskildu minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytis og bréfaskipti hans við utanríkisráðuneyti, séu þess eðlis að þau varði rannsókn opinbers máls í skilningi ákvæðisins í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Vegna þess að ekki verður krafist aðgangs að skjölunum á grundvelli upplýsingalaga verður synjun um aðgang að þeim ekki kærð til úrskurðarnefndar, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Ber því að vísa frá nefndinni þeim hluta kæranna sem snúa að þessum skjölum.</p> <p align="justify">Eins og fram kemur í úrskurði úrskurðarnefndar 6. september 2001 í máli nr. A-127/2001, áskilur nefndin sér rétt til þess að meta það, í ljósi atvika hverju sinni, hvort aðgangur skuli veittur að gögnum á grundvelli upplýsingalaga þótt þau kunni að tengjast rannsókn opinbers máls. Í því efni skiptir m.a. máli hvort ætla megi að gögn þau, sem um er að ræða, verði tekin til skoðunar við rannsókn málsins.</p> <p align="justify">Í bréfum þeim, sem farið hafa á milli ríkislögreglustjóra og utanríkisráðuneytis og auðkennd eru nr. 5, 7, 21, 22 og 23 í skjalaskrá ríkislögreglustjóraembættisins, er fyrst og fremst að finna upplýsingar um afskipti íslenskra stjórnvalda af rannsókn þeirri sem mál þetta snýst um. Sama máli gegnir um minnisblað ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytis, sem auðkennt er nr. 13 í skjalaskránni, þótt þar sé greint ítarlegar frá málavöxtum. Ekki verður séð að þessi skjöl, sem farið hafa á milli íslenskra stjórnvalda, verði tekin til skoðunar við rannsókn þá sem fram fer á vegum hollenskra yfirvalda og mál þetta er sprottið af. Samkvæmt því og með vísun til þess, sem að framan greinir, lítur úrskurðarnefnd svo á að leysa beri úr rétti kærenda til aðgangs að þessum síðastgreindu skjölum á grundvelli upplýsingalaga, enda er hér ekki um að ræða mál, þar sem tekin verður ákvörðun af hérlendum stjórnvöldum um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p align="center">2.</p> <p align="justify">Kærendur hafa sem foreldrar látins sonar síns einstaklega hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að síðastgreindum skjölum. Af þeim sökum ber að leysa úr beiðni þeirra samkvæmt III. kafla upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Í 1. mgr. 9. gr. laganna segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Samkvæmt 3. mgr. þeirrar greinar er heimilt að takmarka aðgang skv. 1. mgr. „að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."</p> <p align="justify">Þótt í skjölunum, einkum í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dóms- og kirkjumálaráðuneytis, sé að finna upplýsingar um persónuleg málefni, sem sanngjarnt er og eðlilegt að haldið sé leyndum fyrir almenningi, að minnsta kosti á þessu stigi máls, er ekkert sem mælir á móti því að kærendur fái aðgang að þeim sem nánustu eftirlifandi aðstandendur hins látna. Samkvæmt því ber ríkislögreglustjóra að veita þeim aðgang að umræddum sex skjölum og jafnframt ber dóms- og kirkjumálaráðuneyti að veita þeim aðgang að minnisblaði ríkislögreglustjóra til ráðuneytisins.<br /> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Dóms- og kirkjumálaráðuneyti ber að veita kærendum, [ …] og [ …] , aðgang að minnisblaði ríkislögreglustjóra til ráðuneytisins, dagsettu 21. nóvember 2002, varðandi rannsókn á andláti sonar þeirra. Ríkislögreglustjóra ber að veita kærendum aðgang að skjölum varðandi sömu rannsókn, sem einkennd eru nr. 5, 7, 13, 21, 22 og 23 í skjalalista ríkislögreglustjóraembættisins, dagsettum 18. nóvember sl. Kærum þeirra á hendur dóms- og kirkjumálaráðuneyti og ríkislögreglustjóra er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <p align="justify"> </p> <br /> <br /> |
A-165/2003 Úrskurður frá 28. október 2003 | Kærð var synjun Landspítala háskólasjúkrahúss um aðgang að upplýsingum um föst laun læknaritara og skrifstofustjóra á sjúkrahúsinu. Óskað aðgangs að mörgum stjórnsýslumálum. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Persónuvernd. Aðgangur veittur. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 28. október 2003 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-165/2003:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 18. ágúst sl., kærði [ …] trúnaðarmaður, f.h. læknaritara Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, synjun Landspítala háskólasjúkrahúss, dagsetta 22. júlí sl., um að veita henni aðgang að upplýsingum um föst laun 28 nafngreindra læknaritara og skrifstofustjóra á sjúkrahúsinu.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 29. ágúst sl., var kæran kynnt Landspítala háskólasjúkrahúsi og því veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 10. september sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögn sjúkrahússins kæmi fram á hvern hátt umbeðnar upplýsingar væru varðveittar. Að beiðni stofnunarinnar var frestur þessi framlengdur um eina viku og barst umsögnin, dagsett 16. september sl., innan þess frests. Þar segir að yfirlit eða skjal með umbeðnum upplýsingum sé ekki til í því formi sem um hafi verið beðið. Á hinn bóginn er þar tekið fram að þegar gerðir hafi verið formlegir samningar við starfsmenn um fasta yfirvinnu séu þeir varðveittir í starfsmannamöppu viðkomandi launþega á launadeild stofnunarinnar.</p> <p align="justify">Í ljósi þessa var því beint til Landspítala háskólasjúkrahúss að kanna hvort slíkir samningar hafi verið gerðir við einhvern þeirra, sem nafngreindur er í bréfi kæranda til sjúkrahússins, dagsettu 26. maí sl. Hafi svo verið gert, var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té afrit af þeim samningum. Með bréfi, dagsettu 1. október sl., bárust afrit af samningum við 21 þeirra starfsmanna sem nafngreindir eru í fyrrgreindu bréfi kæranda til sjúkrahússins.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til Landspítala háskólasjúkrahúss, dagsettu 15. maí sl., fór kærandi fram á að fá upplýsingar um grunnlaun og fasta yfirvinnu löggiltra læknaritara á sjúkrahúsinu á síðastliðnu ári. Sjúkrahúsið svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 21. maí sl., þar sem tekið er fram að fastar yfirvinnugreiðslur séu hluti af ráðningarkjörum læknaritara við sjúkrahúsið, en mismunandi eftir eðli og umfangi starfa hvers og eins. Jafnframt var því hafnað að veita upplýsingar um umfang þeirra með vísun til úrskurðar úrskurðarnefndar, uppkveðnum 27. nóvember 1997, í málinu nr. A-32/1997.</p> <p align="justify">Með bréfi kæranda til Landspítala háskólasjúkrahúss, dagsettu 26. maí sl., var í ljósi framangreinds úrskurðar og með skírskotun til 3. gr., sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, farið fram á að fá að aðgang að upplýsingum um föst laun, þ.e. grunnlaun og fastar yfirvinnugreiðslur, nokkurra nafngreindra læknaritara og skrifstofustjóra á sjúkrahúsinu. Var þessari beiðni kæranda einnig hafnað af hálfu sjúkrahússins með bréfi, dagsettu 22. júlí sl. Þar segir að yfirvinnugreiðslur séu greiddar hlutaðeigandi starfsmönnum fyrir vinnuframlag sem geti verið mismunandi, bæði eftir deildum og innan deilda, auk þess sem slíkar greiðslur geti tekið breytingum frá einum tíma til annars. Í þessu sambandi er enn vísað til úrskurðar í máli nr. A-32/1997. Af hálfu sjúkrahússins sé heldur ekki litið á umræddar yfirvinnugreiðslur á sama hátt og mánaðarlaun eða taxtalaun.</p> <p align="justify">Í kæru til úrskurðarnefndar, dagsettri 18. ágúst sl., er áhersla lögð á að með samningsbundnum föstum yfirvinnugreiðslum sé átt við fastar greiðslur, sem samsvari tilteknum fjölda yfirvinnustunda er greiddar séu til launþega, hvort sem hann hefur unnið þessar stundir eða ekki og séu þær því hluti af umsömdum kjörum hans. Með öðrum orðum sé átt við óunna yfirvinnu, sbr. úrskurð í máli nr. A-32/1997, þar sem sama hugtak sé notað án þess að vafi leiki á merkingu þess. Áréttað er að beiðni kæranda taki til upplýsinga um fjölda fastra, umsamdra yfirvinnustunda hjá nokkrum nafngreindum læknariturum sem valdir hafi verið af handahófi. Ennfremur að beiðnin taki hvorki til svonefndra launalista né upplýsinga um aðra þætti launa hjá þeim.</p> <p align="justify">Í umsögn Landspítala háskólasjúkrahúss til úrskurðarnefndar, dagsettri 16. september sl., segir m.a. svo: „Yfirvinna á föstum forsendum sem greidd er til hluta þeirra starfsmanna sem um er spurt er ekki óunnin yfirvinna sem greidd er fyrir dagvinnu eina og sér. Hér er um að ræða greiðslu fyrir vinnuframlag sem þó kann að vera mismunandi . . . Vegna þessa er fjöldi yfirvinnutíma mismunandi eftir því hvaða störf er um að ræða. - Í þessu sambandi má benda á að í samningum um yfirvinnutíma á föstum forsendum sem gerðir eru nú um stundir á LSH, m.a. við læknaritara, er eftirfarandi texti: „ . . . Starfsmaður fær ekki greidda yfirvinnu umfram þann tímafjölda á mánuði er að framan greinir, enda ekki gert ráð fyrir að yfirvinna starfsmanns verði að jafnði meiri en því nemur." Þá er bent á að um sé að ræða greiðslur fyrir vinnuframlag og því hluti af ráðningarbundnum kjörum sem varði starf hvers og eins starfsmanns. Upplýsingar um fjölda fastra tíma varði því persónubundin kjör og feli að hluta í sér upplýsingar um vinnuframlag hvers og eins starfsmanns.</p> <p align="justify">Í umsögn Landspítala háskólasjúkrahúss er ennfremur tekið fram að upplýsingar um yfirvinnu, bæði fasta og breytilega, séu varðveittar eins og aðrar launaupplýsingar í launakerfi stofunarinnar. Yfirlit eða skjal í því formi, sem um sé beðið, sé ekki til sem slíkt. Þegar gerðir hafi verið formlegir samningar við starfsmenn um fasta yfirvinnu séu „þeir varðveittir í starfsmannamöppu viðkomandi launþega á launadeild stofnunarinnar ásamt tilkynningum um breytingar sem kunna að hafa verið gerðar á slíkum samningum í gegnum tíðina." Í sumum tilvikum séu skriflegir samningar ekki til staðar um þessi ráðningarkjör, en það eigi einkum við um eldri starfsmenn.</p> <p align="justify">Með skírskotun til síðastgreindra upplýsinga var í bréfi úrskurðarnefndar til Landspítala háskólasjúkrahúss, dagsettu 24. september sl., farið fram á að kannað yrði hvort slíkir samningar hafi verið gerðir við einhvern þeirra sem nafngreindur er á lista með bréfi kæranda til sjúkrahússins, dagsettu 26. maí sl. Hafi svo verið gert, var því jafnframt beint til sjúkrahússins að láta úrskurðarnefnd afrit slíkra samninga í té í trúnaði. Með bréfi sjúkrahússins, dagsettu 1. október sl., voru úrskurðarnefnd send afrit af samningum um fasta yfirvinnutíma við 21 starfsmann af þeim 28, sem listi kæranda tók til, ásamt afritum af breytingatilkynningum. Samningar þessir bera ýmist yfirskriftina „Samningur um fasta yfirvinnu" eða „Samningur um yfirvinnu á föstum forsendum". Í samningunum er m.a. vísað til þess að samningur um fasta yfirvinnu gildi ákveðinn tíma. Í bréfi sjúkrahússins er þess getið að ekki hafi verið til formleg gögn varðandi sjö af þeim starfsmönnum sem er að finna á lista kæranda.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p align="justify">Skýra verður beiðni kæranda svo, m.a. með hliðsjón af því hvernig hún orðar kæru sína, að hún óski eftir upplýsingum um „fastar yfirvinnugreiðslur" til 28 nafngreindra starfsmanna á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Upplýst hefur verið af hálfu sjúkrahússins að gerðir hafi verið samningar um slíkar greiðslur við 21 af þessum 28 starfsmönnum.</p> <p align="justify">Í öðrum málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, eins og honum var breytt með 1. gr. laga nr. 83/2000, er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nema óskað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga tekur til. Í 2. mgr. 44. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er kveðið svo á um að þau lög takmarki ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum.</p> <p align="justify">Í máli því, sem hér er til úrlausnar, hefur kærandi eins og áður greinir óskað eftir aðgangi að upplýsingum úr 21 samningi, ásamt fylgiskjölum, en þau skjöl falla öll undir 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þar með ber að leysa úr á málinu á grundvelli þeirra laga, en ekki laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.</p> <p align="center">2.</p> <p align="justify">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 5. gr. laganna er að finna svohljóðandi ákvæði: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: „Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings. Á grundvelli 5. gr. er það aftur á móti undanþegið aðgangi almennings hver heildarlaun hver opinber starfsmaður hefur haft, hvort sem laun hans eru hærri en föst laun og kjör, sem stöðu hans fylgja, sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri vegna launafrádráttar sökum fjarvista eða annarra atvika."</p> <p align="justify">Í þeim 21 samningi, sem áður eru nefndir, er í öllum tilvikum samið um fastar lágmarksgreiðslur fyrir yfirvinnu á mánuði til handa þeim starfsmönnum, sem hlut eiga að máli, óháð því hvort vinnuframlag þeirra breytist frá einum mánuði til annars. Samkvæmt framansögðu teljast þessar greiðslur því til fastra launa starfsmannanna og eru upplýsingar um þær þar af leiðandi ekki undanþegnar upplýsingarétti almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="center">3.</p> <p align="justify">Sá sem fer fram á aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga verður að miða beiðni sína við tiltekin gögn, með því að tilgreina annaðhvort þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. laganna. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.</p> <p align="justify">Eins og mál þetta er vaxið hefur kærandi óskað eftir aðgangi að tilteknum upplýsingum úr 21 stjórnsýslumáli. Með vísun til þess að um er að ræða sams konar upplýsingar og með hliðsjón af málsatvikum að öðru leyti er það niðurstaða úrskurðarnefndar að beiðnin sé nægilega afmörkuð í skilningi 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga til þess að Landspítala háskólasjúkrahúsi sé skylt að verða við henni.</p> <p align="justify">Samningar þeir um fastar yfirvinnugreiðslur, sem um er að ræða, eru staðlaðir ef frá eru taldar almennar upplýsingar um hlutaðeigandi starfsmann, starfshlutfall hans, fjölda fastra yfirvinnustunda á mánuði og gildistíma hvers samnings. Af þeim sökum er rétt að kærandi fái aðgang að samningunum í heild sinni, ásamt tilkynningum um breytingar á þeim.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Landspítala háskólasjúkrahúsi er skylt að veita kæranda, [ …] , aðgang að samningum um yfirvinnugreiðslur við 21 starfsmann á sjúkrahúsinu, eftir því sem nánar er kveðið á um í úrskurði þessum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-164/2003 Úrskurður frá 3. september 2003 | Kærð var synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að veita aðgang að mati á tilboðum í útboði á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. og að tilboðum annarra tilboðsgjafa í útboðinu. Upplýsingar er varða kæranda sjálfan. Fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Vinnuskjal stjórnvalds. Aðgangur veittur. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p align="justify">Hinn 3. september 2003 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-164/2003:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 16. júlí sl., kærði [ …] hdl. f.h. [ A] ehf. og [ B] ehf. synjun framkvæmdanefndar um einkavæðingu, dagsetta 26. júní sl., um að veita umbjóðendum hans aðgang að mati Verðbréfastofunnar á tilboðum í útboði á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. og að tilboðum annarra tilboðsgjafa í því.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 24. júlí sl., var kæran kynnt framkvæmdanefnd um einkavæðingu og henni veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 8. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrði í trúnaði látin í té afrit af þeim göngum, sem kæran laut að, innan sama frests. Umsögn framkvæmdanefndar um einkavæðingu, dagsett 7. ágúst sl., barst innan tilskilsins frests ásamt umbeðnum gögnum.</p> <p align="justify">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</p> <p align="justify">Í fjarveru Eiríks Tómassonar og Elínar Hirst tóku varamennirnir Steinunn Guðbjartsdóttir og Ólafur E. Friðriksson sæti þeirra við meðferð og úrskurð í máli þessu.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þau að kærendur voru meðal tilboðsgjafa í 39,86% eignarhlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf., sem framkvæmdanefnd um einkavæðingu auglýsti f.h. utanríkisráðherra til sölu síðastliðinn vetur. Tilboði þeirra var ekki tekið en auk kæranda buðu þrír aðilar í eignarhlutann þ. e. [ …] ehf, [ …] hf. og [ …] ehf. Með bréfi til framkvæmdanefndar um einkavæðingu, dagsettu 28. apríl sl., fór umboðsmaður kærenda fram á aðgang að greinargerð Verðbréfastofunnar hf. sem framkvæmdi mat á tilboðunum. Framkvæmdanefnd synjaði beiðninni með bréfi, dagsettu 14. maí sl., á þeim forsendum að um væri að ræða upplýsingar um svo mikilvæga viðskiptahagsmuni tilboðsgjafa að óheimilt væri að veita að þeim aðgang á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p align="justify">Með öðru bréfi, dagsettu 11. júní sl., ítrekaði umboðsmaður kærenda beiðni um aðgang að greinargerð Verðbréfastofunnar hf. og fór með vísan til hagsmuna þeirra sem tilboðsgjafa fram á að fá aðgang að tilboðum annarra tilboðsgjafa á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</p> <p align="justify">Með bréfi framkvæmdanefndar um einkavæðingu, dagsettu 26. júní sl., var því hafnað að fjalla um rétt kærenda til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli stjórnsýslulaga. Á hinn bóginn þótti aðild þeirra að útboði leiða til þess að fjalla bæri um beiðni þeirra á grundvelli III. kafla upplýsingalaga. Var það niðurstaða nefndarinnar að upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni annarra tilboðsgjafa í tilboðum þeirra kæmi í veg fyrir að unnt væri að veita umbjóðendum hans aðgang að þeim, sbr. 3. gr. 9. gr. upplýsingalaga. Sama ætti við um mat Verðbréfastofunnar á öðrum tilboðum, en jafnframt taldi nefndin að rök stæðu til að undanskilja það skjal aðgangi á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 9. gr. s.l., enda væri það eingöngu unnið sem vinnuskjal fyrir nefndina og hefði ekki verið sýnt öðrum.</p> <p align="justify">Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kærendur hyggist bera lögmæti sölu fyrirtækisins undir dómstóla. Af þeim sökum sé þeim nauðsynlegt að fá aðgang að umbeðnum gögnum. Jafnframt er því vísað á bug að tilvitnaðar lagagreinar standi til að takmarka aðgang þeirra þeim.</p> <p align="justify">Í umsögn framkvæmdanefndar um einkavæðingu til úrskurðarnefndar, dagsettri 7. ágúst sl., er fyrri afstaða nefndarinnar áréttuð og sérstaklega tekið fram að ekkert sé fram komið sem gefi henni tilefni til að endurskoða þá afstöðu sína.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p align="justify">Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga er svo fyrir mælt að þau taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, sem er nefnd sem starfar á vegum ráðherranefndar um einkavæðingu, fellur ótvírætt undir lögin.</p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p align="justify">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Úrskurðarnefnd lítur svo á að kærandi sé aðili máls í skilningi hins umrædda ákvæðis þar eð hann hefur augljósa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum.</p> <p align="justify">Samkvæmt framansögðu er í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga mælt svo fyrir að skylt sé að veita aðila máls aðgang að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar er snerta hann sjálfan. Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir í 1. tölul. 2. mgr. að ákvæði 1. mgr. gildi ekki „um þau gögn sem talin eru í 4. gr." laganna. Þá segir ennfremur orðrétt í 3. mgr.: „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."</p> <p align="justify">Í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga segir að réttur til aðgangs að gögnum taki ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá". Samkvæmt því, sem fram kemur í lýsingu málsatvika, er ekki fallist á að mat Verðbréfastofunnar hf. á tilboðsgjöfum sé vinnuskjal skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="center"><strong>3.</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt því, sem fram kemur í málsskjölum, fól framkvæmdanefnd um einkavæðingu Verðbréfastofunni hf. að leggja mat á fimm atriði sem gera átti grein fyrir í áðurnefndum tilboðum. Við matið studdist Verðbréfastofan hf. við tiltekið vægi þessara atriða og ákvað röð tilboðsgjafanna. Í mati Verðbréfastofunnar hf. er ekkert það að finna, að áliti nefndarinnar, sem er þess eðlis að því skuli haldið leyndu með tilliti til hagsmuna annarra þátttakenda í útboðinu, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Tilboðslýsingar tilboðsgjafanna þriggja eru mjög mismunandi ítarlegar. Þar er gerð grein fyrir þeim fimm þáttum sem sem fram kom í auglýsingu að framkvæmdanefnd um einkavæðingu mundi leggja áherslu á við val á besta tilboði. Að áliti úrskurðarnefndar er þar ekki að finna upplýsingar um málefni fyrirtækjanna sem halda beri leyndum fyrir kæranda með tilliti til hagsmuna tilboðsgjafanna.</p> <p align="justify">Með skírskotun til meginreglunnar í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga og þess, sem rakið er hér að framan, er það niðurstaða úrskurðarnefndar að framkvæmdanefnd um einkavæðingu sé skylt að veita kæranda aðgang að hinum umbeðnu gögnum.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Framkvæmdanefnd um einkavæðingu ber að veita kæranda, [ A] ehf. og [ B] ehf. aðgang að mati Verðbréfastofunnar hf. á tilboðum á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hf. og að tilboðum annarra tilboðsgjafa.</p> <p align="justify"><strong> </strong></p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson, formaður</p> <p align="center">Ólafur E. Friðriksson</p> <p align="center">Steinunn Guðbjartsdóttir</p> <br /> <br /> |
A-163/2003 Úrskurður frá 10. júlí 2003 | Kærð var synjun Umhverfisstofnunar um að veita aðgang að minnisblaði um eftirlitsferð dýralæknis í hundaræktarbú. Fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækis. Þagnarskylda. Almannahagsmunir. Aðgangur veittur. | <p><strong>A-163/2003 Úrskurður frá 10. júlí 2003</strong></p> <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 10. júlí 2003 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-163/2003:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 23. júní sl., kærði [ A] , til heimilis að [ …] í [ …] , synjun Umhverfisstofnunar, dagsetta 4. júní sl., um að veita honum aðgang að minnisblaði [ B] , dýralæknis, vegna eftirlitsferðar í [ X] ehf. hinn 9. apríl sl.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 25. júní sl., var kæran kynnt Umhverfisstofnun og henni veittur frestur til þess að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 4. júlí sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrði látið í té í trúnaði afrit af því skjali, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn Umhverfisstofnunar, dagsett 30. júní sl., barst innan tilskilins frests, ásamt umbeðnu skjali.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins fór kærandi fram á það við Umhverfisstofnun 22. maí sl. að fá aðgang að minnisblaði [ B] , dýralæknis, vegna eftirlitsferðar í [ X] ehf. hinn 9. apríl sl. Stofnunin synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 4. júní sl., á þeim grundvelli að upplýsingar í minnisblaðinu varði svo mikla fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins að óheimilt sé skv. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að veita að því aðgang.</p> <p align="justify">Í kæru sinni leggur kærandi áherslu á þá hagsmuni almennings að fá upplýsingar um umhirðu hunda og aðstæður á því hundaræktarbúi sem um sé að ræða. Eigi það sér í lagi við um þá sem hafi í hyggju að kaupa hvolpa af búinu. Dregur hann jafnframt í efa að hagsmunir félagsins af því að halda hinu umbeðna minnisblaði leyndu njóti verndar skv. 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Í umsögn Umhverfisstofnunar til úrskurðarnefndar, dagsettri 30. júní sl., segir að [ X] ehf. stundi ræktun og sölu á hundum til almennings. Bent er á að rekstur búsins sé afar viðkvæmur fyrir hvers kyns umfjöllun og lítið þurfi út af að bregða til þess að dragi verulega úr sölu á dýrum þaðan. Þá er tekið fram að minnisblaðið feli í sér greinargerð sem aflað hafi verið í tengslum við stjórnsýslumál er fjallað hafi um kröfu stofnunarinnar á hendur [ X] um úrbætur á aðbúnaði dýra á hundaræktarbúinu. Greinargerð þessi hafi verið meðal gagna sem fyrir lágu þegar ákvörðun var tekin í málinu. Ákvörðun þessi hafi þó ekki falið það í sér að tekið hafi verið undir það sem fram kom í greinargerðinni. Áhrif greinargerðarinnar á fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins geti því orðið mun meiri og alvarlegri, ef aðgangur sé veittur að henni, en vægi hennar við töku þessarar ákvörðunar gaf tilefni til. Af þeim sökum telur stofnunin eðlilegt og sanngjarnt að takmarka aðgang að hinu umbeðna minnisblaði, enda sé þeim hagsmunum sem 5. gr. upplýsingalaga er ætlað að vernda annars raskað að óþörfu.</p> <p align="justify">Umsögn Umhverfisstofnunar til úrskurðarnefndar fylgdi jafnframt umsögn umboðsmanns [ X] ehf., dagsett 27. maí 2003, til stofnunarinnar, þar sem fjallað er um beiðni kæranda. Þar er eindregið lagst gegn því að orðið verði við henni enda telji fyrirsvarsmenn hundaræktarbúsins að þær fullyrðingar, sem koma fram í hinu umbeðna minnisblaði, eigi ekki við rök að styðjast. Því til stuðnings er vitnað til álits héraðsdýralæknis og bréfs Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, þar sem fram komi að 14. maí sl. hafi heilbrigðisfulltrúar farið í lokaúttekt hjá [ X] til þess að staðfesta að búið sé að uppfylla allar kröfur Umhverfis- og heilbrigðisstofnunarinnar. Í bréfinu sé tekið fram að engar athugasemdir séu gerðar í kjölfar eftirlitsins. Með vísun til þessa telji fyrirsvarsmennirnir að greinargerðin á minnisblaðinu gefi ekki rétta mynd af starfsemi og aðstöðu búsins.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr." Umhverfisstofnun hefur rökstutt synjun sína um að veita kæranda aðgang að hinu umbeðna minnisblaði með því að vísa til 5. gr. laganna.</p> <p align="justify"><br /> Sú grein hljóðar svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Ákvæði þetta felur í sér undantekningu frá meginreglu upplýsingalaga og ber því að skýra það þröngt. Í athugasemdum við síðari málslið þessarar greinar sagði m.a. svo í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."</p> <p align="justify"><br /> Við mat á því, hvort gögn hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga, kemur m.a. til skoðunar hvort hagsmunir lögaðilans af því, að upp-lýsingunum skuli haldið leyndum, vegi þyngra á metum en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þeim, sbr. 1. mgr. 3. gr. laganna. Var þetta sjónarmið lagt til grundvallar í hæstaréttardómi 2000, bls. 1309.</p> <p align="justify"><br /> Í 2. gr. laga nr. 15/1994 um dýravernd er m.a. svo fyrir mælt að skylt sé að fara vel með öll dýr. Ennfremur er gert ráð fyrir því í lögunum að almenningur fylgist með aðbúnaði dýra, þ. á m. er kveðið á um það í 1. mgr. 18. gr. þeirra að leiki grunur á að meðferð á dýrum brjóti gegn lögum beri þeim, sem verða þess varir, að tilkynna það Umhverfisstofnun, héraðsdýralækni eða lögreglu í viðkomandi umdæmi. Þá er hvorki í þeim lögum né í lögum nr. 90/2002 um Umhverfisstofnun að finna ákvæði, þar sem mælt er sérstaklega fyrir um þagnarskyldu starfsmanna stofnunarinnar að því er varðar dýravernd.</p> <p align="justify">Minnisblað það, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, hefur að geyma greinargerð dýralæknis sem gerð var að beiðni Umhverfisstofnunar um aðbúnað dýra og aðstæður á hundaræktarbúi. Búið hefur selt hunda til almennings í samkeppni við aðra aðila. Upplýsingar, sem fram koma í greinargerðinni, kunna að skaða fjárhags hagsmuni búsins og samkeppnisstöðu þess gagnvart öðrum búum. Á móti kemur að mikilvægt er fyrir almenning, ekki síst viðskiptavini búsins, að geta fylgst með því að aðbúnaður hunda á búinu sé viðunandi. Þegar þessir mismunandi hagsmunir eru virtir er það niðurstaða úrskurðarnefndar, með vísun til þess sem að framan greinir, að hagsmunir almennings af því að fá aðgang að greinargerðum um aðbúnað dýra skuli almennt vega þyngra en hagsmunir þeirra, sem bú reka, af því að upplýsingum, sem þar koma fram, sé haldið leyndum.</p> <p align="justify"><br /> Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þess minnisblaðs sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Að áliti hennar er þar ekki að finna neinar þær upplýsingar um fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess hundaræktarbús, sem í hlut á, er réttlæti samkvæmt framansögðu að synja kæranda um aðgang að minnisblaðinu. Ber Umhverfisstofnun þar af leiðandi að verða við beiðni hans.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Umhversstofnun er skylt að veita kæranda, [ A] , aðgang að minnisblaði [ B] , dýralæknis, vegna eftirlitsferðar í [ X] ehf. hinn 9. apríl sl.</p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-162/2003 Úrskurður frá 10.júlí 2003 | Kærð var synjun Umhverfisstofnunar um aðgang að gögnum um úthlutun innflutningskvóta klórflúorkolefnis og vetnisklórflúorkolefnis 1999 til 2002, svo og um markaðshlutdeild hlutaðeigandi innflytjenda á árinu 1989. Úthlutun innflutningsleyfa. Fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Þagnarskylda. Fyrirliggjandi gögn. Upplýsingar er varða kæranda sjálfan. Aðgangur veittur. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p align="justify">Hinn 10. júlí 2003 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-162/2003:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 2. júní sl., kærði [ …] hdl., f.h. [ …] ehf., synjun Umhverfisstofnunar, dagsetta 14. maí sl., um að veita honum aðgang að tilgreindum gögnum um úthlutun innflutningskvóta klórflúorkolefnis (hér eftir nefnt CFC) og vetnisklórflúorkolefnis (hér eftir nefnt HCFC) á tímabilinu 21. apríl 1999 til 22. apríl 2002, svo og um markaðshlutdeild hlutaðeigandi innflytjenda á árinu 1989.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 4. júní sl., var kæran kynnt Umhverfisstofnun og stofnuninni veittur frestur til þess að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 16. júní sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té í trúnaði afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn Umhverfisstofnunar, dagsett 16. júní sl., barst innan tilskilins frests ásamt eftirtöldum gögnum:</p> <ol> <li>Ljósritum af sex bréfum, dagsettum 6. júní 1995, vegna afgreiðslu heimilda til innflutnings á HCFC á árinu 1995.</li> <li>Ljósritum af fimm bréfum, dagsettum 2. júlí 1999, vegna afgreiðslu heimilda til innflutnings á HCFC í kæliiðnaði á árinu 1999.</li> <li>Ljósrit af bréfi til kæranda, dagsettu 27. maí 2002.</li> <li>Ljósriti af bréfi til kæranda, dagsettu 7. janúar sl.</li> </ol> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 25. júní sl., fór úrskurðarnefnd þess á leit að Umhverfisstofnun gerði nefndinni nánari grein fyrir því á hvern hátt hafi verið staðið að úthlutun innflutningsleyfa vegna HCFC árin 2000 og 2001 og gögn um það varðveitt. Jafnframt var þess óskað að kannað yrði hvort tekið hafi verið saman sérstakt yfirlit um markaðshlutdeild eða innflutning einstakra innflytjenda á HCFC á árinu 1989. Hafi það verið gert var þess óskað að úrskurðarnefnd yrði látið afrit þess í té. Svar stofnunarinnar, dagsett 2. júlí sl., barst úrskurðarnefnd 3. júlí sl. Því fylgdi greinargerð, þar sem fyrirspurnum nefndarinnar er svarað.</p> <p align="justify">Í kæru til úrskurðarnefndar er m.a. vísað til hæstaréttardóms 1999, bls. 1709, í máli sem kærandi höfðaði gegn íslenska ríkinu. Af því tilefni og með hliðsjón af niðurlagi kærunnar var umboðmaður kæranda beðinn um það, með bréfi, dagsettu 25. júní sl., að gera nefndinni grein fyrir tengslum kæranda við mál það, sem til úrlausnar er, þ. á m. hvort og þá hvaða sérstöku hagsmuni hann eigi, umfram aðra, af því að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum, sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Svar umboðsmannsins, dagsett 26. júní sl., barst nefndinni 1. júlí sl.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins hóf kærandi í byrjun árs 1995 innflutning á HCFC til notkunar í kæli- og frystitækjum. Þá gilti um innflutning efnisins reglugerð nr. 546/1994 um varnir gegn mengun af völdum ósoneyðandi efna. Samkvæmt opinberum auglýsingum skyldi við úthlutun innflutningsheimilda miðað við hve mikinn innflutning hver innflytjandi hafi haft með höndum á árinu 1989. Á því ári hafði kærandi hins vegar ekki flutt efnið inn.</p> <p align="justify">Kærandi sótti um leyfi til innflutnings HCFC á árinu 1995 og enn á ný á árunum 1996 og 1997, en var synjað um þær innflutningsheimildir sem hann fór fram á. Hann höfðaði þá mál á hendur íslenska ríkinu, m.a. til ógildingar á þeirri ákvörðun Hollustuverndar ríkisins að veita honum takmarkaða heimild til innflutnings á árinu 1997. Niðurstaða Hæstaréttar í því máli var í stuttu máli sú að það ákvæði í hinum opinberu auglýsingum ráðherra, að taka skyldi mið af innflutningi hjá hverjum innflytjanda á árinu 1989, ætti sér ekki lagastoð. Því var hin umdeilda ákvörðun Hollustuverndar dæmd ólögmæt.</p> <p align="justify">Með bréfi til Hollustuverndar ríkisins, dagsettu 27. febrúar sl., fór umboðsmaður kæranda fram á að fá upplýsingar um það með hvaða hætti stofnunin hafi farið eftir þeim leiðbeiningum og skyldum sem lagðar voru á hana samkvæmt framangreindum hæstaréttardómi við úhlutun á leyfum til innflutnings á HCFC til notkunar í kæli- og frystitækjum. Þá óskaði hann eftir því að upplýst yrði hverjir hafi fengið umrædd innflutningsleyfi á síðastliðnum fimm árum og hvaða sjónarmið hafi legið þar að baki.</p> <p align="justify">Umhverfisstofnun, sem samkvæmt lögum nr. 90/2002 tók við starfsemi Hollustuverndar ríkisins 1. janúar sl., svaraði umboðsmanni kæranda með bréfi, dagsettu 21. mars sl. Þar kemur fram að úthlutun innflutningsleyfa á árunum 1998 til 2000 hafi byggst á reglugerð nr. 656/1997, en samkvæmt henni skyldi taka mið af markaðshlutdeild innflytjenda „undanfarin ár og innflutningi CFC og HCFC árið 1989". Lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni hafi síðan verið breytt með lögum nr. 68/2002 á þann veg að miða megi úthlutun innflutningsleyfa við markaðshlutdeild innflytjenda síðastliðin fimm ár, sbr. reglugerð nr. 586/2002. Með bréfinu voru veittar upplýsingar um það hvaða fyrirtæki hafi fengið úthlutað leyfum til innflutnings á HCFC til notkunar í kæli- og frystitækjum á undanförnum árum.</p> <p align="justify">Í bréfi umboðsmanns kæranda til Umhverfisstofnunar, dagsettu 5. apríl sl., gagnrýnir hann að úthlutun umræddra innflutningsleyfa hafi, eftir að áðurnefndur dómur féll og þar til lög nr. 68/2002 öðluðust gildi, eftir sem áður tekið mið af markaðshlutdeild innflytjenda á árinu 1989. Af þeim sökum fór hann fram á að fá upplýsingar um það hversu mikið þau fyrirtæki, sem tilgreind voru í bréfi Umhverfisstofnunar frá 21. mars sl., hafi fengið úthlutað af innflutningskvóta CFC og HCFC á því tímabili og hver hafi verið markaðshlutdeild þeirra árið 1989.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 14. apríl sl., tilkynnti Umhverfisstofnun umboðsmanni kæranda að hún myndi, með tilliti til 5. gr. upplýsingalaga, leita álits þessara fyrirtækja á beiðni hans, áður en tekin yrði ákvörðun um afgreiðslu hennar. Með bréfi, dagsettu 14. maí sl., tilkynnti stofnunin að ekkert þessara fyrirtækja hafi veitt samþykki sitt til þess að honum yrðu látnar í té umbeðnar upplýsingar. Þar eð þessir keppinautar kæranda gætu orðið fyrir verulegu tjóni, ef aðgangur yrði veittur að gögnum um markaðshlutdeild þeirra, var beiðni hans synjað með vísun til 5. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Í kæru til úrskurðarnefndar er dregið í efa að upplýsingar um markaðshlutdeild fyrirtækja geti talist viðskiptaleyndarmál sem falli undir 5. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar um markaðshlutdeild olíufélaga, tryggingafélaga o.fl. séu t.d. iðulega birtar í fjölmiðlum. Þá sé kæranda nauðsynlegt að fá aðgang að umbeðnum upplýsingum til þess að ganga úr skugga um hvort framfylgt hafi verið dómi Hæstaréttar í framangreindu dómsmáli. Í bréfi umboðsmanns kæranda, dagsettu 26. júní sl., er ennfremur bent á að sem innflytjandi umræddra efna eigi kærandi mikla fjárhagslega hagsmuni af því að fá umbeðnar upplýsingar. Þeir hljóti að vega þyngra en hagsmunir annarra innflytjenda af því að halda upplýsingunum leyndum.</p> <p align="justify">Í umsögn Umhverfisstofnunar til úrskurðarnefndar, dagsettri 16. júní sl., kemur fram að stofnunin telur sér skylt, í ljósi þagnarskylduákvæðis 16. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 5. gr. upplýsingalaga, að takmarka aðgang að viðkvæmum upplýsingum um innflutning og markaðshlutdeild einstakra fyrirtækja, þar sem almenn vitneskja um þær geti haft áhrif á rekstrar- og samkeppnisstöðu þeirra. Enginn hlutaðeigandi innflytjenda hafi veitt skýrt og ótvírætt samþykki sitt fyrir því að veittur verði aðgangur að upplýsingunum og hluti þeirra hafi talið sig geta orðið fyrir tjóni, ef aðgangur yrði veittur að þeim og þær notaðar í samkeppni um sölu á kælimiðlum.</p> <p align="justify">Umhverfisstofnun bendir ennfremur á að hún hafi tilgreint nákvæmlega hvaða viðmið hafi verið notuð við úthlutun innflutningsleyfa til fyrirtækja, sem flytja inn HCFC og að allar tölur, sem lagðar hafi verið til grundvallar leyfunum, hafi legið ljósar fyrir. Telur stofnunin að þessar upplýsingar ættu að nægja kæranda til þess að ganga úr skugga um að dómi Hæstaréttar hafi verið framfylgt. Í umsögninni er upplýst að innflutningur á CFC til notkunar í kælikerfum hafi verið bannaður frá 1. janúar 1995.</p> <p align="justify">Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurnum úrskurðarnefndar, dagsettu 2. júlí sl., kemur fram að við útreikninga á innflutningsleyfum árin 2000 og 2001 hafi verið stuðst við sömu forsendur og við úthlutun leyfanna árið 1999. Innflytjendum hafi verið gert að sækja um leyfin, en um formlega úthlutun hafi ekki verið að ræða. Af svarinu verður ráðið að ekki hafi legið fyrir heildstæðar upplýsingar hjá stofnuninni um markaðshlutdeild innflytjenda HCFC árið 1989 þegar beiðni kæranda barst og tekin var afstaða til hennar.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem greindar eru í lögunum, að veita þeim, sem þess óskar, aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum.<br /> <br /> Ennfremur verður sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, að miða beiðni sína við tiltekin gögn, með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Hollustuvernd ríkisins sendi þeim innflytjendum, sem höfðu sótt um leyfi til þess að flytja inn efnið HCFC árið 1999, bréf sem dagsett eru 2. júlí það ár. Í hverju bréfi um sig eru greind þau atriði sem stofnunin tók mið af við úthlutun leyfa til innflutnings á efninu árið 1999. Þar er jafnframt skýrt frá þeim kvóta sem hlutaðeigandi fyrirtæki var úthlutað á því ári. Til skýringar er getið innflutnings fyrirtækisins á efninu á árunum 1995-1998, svo og á árinu 1989, ef um innflutning var að ræða á því ári. Aðspurð hefur Umhverfisstofnun upplýst að ekki séu í vörslum stofnunarinnar samvarandi gögn sem hafi að geyma upplýsingar um leyfi til innflutnings á efninu árin 2000 og 2001.</p> <p align="justify">Samkvæmt framansögðu lítur úrskurðarnefnd svo á að einu gögnin, sem voru í vörslum Umhverfisstofnunar 14. maí sl. og höfðu að geyma þær upplýsingar er kærandi hefur óskað eftir, séu umrædd fimm bréf frá 2. júlí 1999. Hér á eftir verður leyst úr því ágreiningsefni hvort stofnuninni sé skylt, á grundvelli upplýsingalaga, að veita kæranda aðgang að þeim bréfum, sem send voru öðrum innflytjendum en honum sjálfum, þ.e. Heildverslun [ …] , [ …] , [ …] og [ …] ehf.</p> <p align="center">2.</p> <p align="justify">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Orðalagið „um hann sjálfan" hefur verið skýrt svo að það taki einnig til upplýsinga sem varða einstakling eða lögaðila ef sá, sem óskar eftir aðgangi að gögnum, hefur einstaklega hagsmuni af því, umfram aðra, að fá að kynna sér gögnin.</p> <p align="justify">Kærandi hefur ekki fengið leyfi til þess að flytja inn það magn af efninu HCFC sem hann hefur sótt um. Þá er það, sem honum hefur verið leyft að flytja inn, einungis hluti af því magni sem leyft hefur verið að flytja inn af efninu. Af þessum sökum verður að telja að hann hafi einstaklega hagsmuni af því, umfram aðra, að fá að kynna sér gögn sem varða úthlutun leyfa til handa öðrum innflytjendum til þess að fá að flytja þetta efni hingað til lands. Vegna þess að um er ræða fimm mismunandi stjórnsýslumál ber að leysa úr beiðni hans um aðgang að ofangreindum bréfum á grundvelli III. kafla upplýsingalaga.</p> <p align="justify"><br /> Í 2. og 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er að finna undantekningar frá meginreglu 1. mgr. þeirrar greinar. Orðrétt segir í 3. mgr.: „Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."</p> <p align="justify">Takmörkun á vöruinnflutningi felur í sér skerðingu á atvinnufrelsi, sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 13. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995. Þegar innflytjendum er veitt heimild til innflutnings á takmörkuðu magni vöru, eins og HCFC, er verið að úthluta þeim takmörkuðum gæðum af hálfu hins opinbera. Að áliti úrskurðarnefndar eiga upplýsingar um slíka úthlutun og á hvaða forsendum hún er byggð að vera aðgengilegar, a.m.k. fyrir þá sem sótt hafa um að fá að njóta þeirra gæða sem um er að tefla.</p> <p align="justify">Í 1. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998 er að finna svofellt ákvæði um þagnarskyldu: „Þeir sem starfa samkvæmt lögum þessum eru bundnir þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem þeir fá vitneskju um og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls." Þótt upplýsingar um markaðshlutdeild séu þess eðlis, að þær varði að jafnaði mikilvæga viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila og falli þar með undir verslunarleynd, verða þeir hagsmunir, sem mæla með því að þeim upplýsingum sé haldið leyndum, að víkja fyrir þeim hagsmunum sem að framan greinir.</p> <p align="justify">Með skírskotun til alls þess, sem rakið hefur verið, er það niðurstaða úrskurðarnefndar að Umhverfisstofnun beri að veita kæranda aðgang að ofangreindum fjórum bréfum í heild sinni.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Umhverfisstofnun er skylt að veita kæranda, [ ...] ehf., aðgang að fjórum bréfum stofnunarinnar til Heildverslunar [ …] , [ …] , [ …] og [ …] ehf., dagsettum 2. júlí 1999.</p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-161/2003 Úrskurður frá 26. júní 2003 | Kærð var synjun iðnaðarráðuneytisins um aðgang að gögnum um kaup Orkubús Vestfjarða á Hitaveitu Dalabyggðar. Minnisblað ráðherra. Skjöl tekin saman fyrir ráðherrafund. Vinnuskjöl til eigin afnota. Synjun staðfest. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 26. júní 2003 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-161/2003:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 3. júní sl., kærði [ …], til heimilis að [ …] , synjun iðnaðarráðuneytisins, dagsetta 26. maí sl., um að veita honum aðgang að nánar tilteknum gögnum um þátt ráðuneytisins í sölu Hitaveitu Dalabyggðar ehf.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 4. júní sl., var kæran kynnt iðnaðarráðuneytinu og því veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 18. júní sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu í trúnaði látin í té afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 18. júní sl., barst innan tilskilsins frests, ásamt umbeðnum gögnum.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi til iðnaðarráðuneytisins, dagsettu 15. maí sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að gögnum sem varpað „kunna ljósi á þátt ráðuneytisins í því ferli sem leitt hefur til þess að undirritaður hefur verið kaupsamningur milli Hitaveitu Dalabyggðar ehf. og Orkubús Vestfjarða hf. þar sem Orkubú Vestfjarða kaupir Hitaveitu Dalabyggðar." Til stuðnings beiðninni vitnaði kærandi til erindis iðnaðarráðherra til Orkubús Vestfjarða, dagsetts 10. mars 2003, og óskaði sérstaklega eftir aðgangi að gögnum sem skýrt geti þá ákvörðun ráðherra „að óska eftir því við Orkubú Vestfjarða hf. að fyrirtækið taki upp viðræður við Hitaveitu Dalabyggðar ehf. um kaup á eignum og rekstri fyrirtækisins".</p> <p align="justify">Iðnaðarráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 26. maí sl. Lét það honum í té öll umbeðin gögn, að undanskildum tveimur minnisblöðum, sem ráðuneytið taldi að væru undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 1. og 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 3. júní sl., heldur kærandi því fram að ekkert komi fram í þeim gögnum, er honum hafa verið látin í té, sem skýrt geti tilvitnaða ákvörðun iðnaðarráðherra hér að framan.</p> <p align="justify">Í umsögn iðnaðarráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 18. júní sl., er áréttað að umrædd minnisblöð séu undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 1. og 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Annars vegar sé um að ræða minnisblað sem iðnaðarráðherra hafi lagt fyrir ríkisstjórnina til þess að upplýsa hana um stöðu málsins. Minnisblaðið hafi ekki verið kynnt á öðrum vettvangi og uppfylli þar með ótvírætt þau skilyrði sem gerð séu til þess að fella megi skjal undir undanþáguákvæði 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Hins vegar sé um að ræða minnisblað skrifstofustjóra ráðuneytisins til ráðherra og ráðuneytisstjóra, þar sem dregnar séu saman þær upplýsingar sem fyrir lágu í málinu. Þar sé ekki að finna ákvörðun um afgreiðslu málsins. Að þessu athuguðu telur ráðuneytið að minnisblaðið sé undanþegið aðgangi almennings á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Aðspurt hefur ráðuneytið upplýst að síðarnefnda minnisblaðið hafi ekki verið sýnt öðrum utan ráðuneytisins.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center">1.</p> <p align="justify">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr. laganna."</p> <p align="justify">Samkvæmt 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til „fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi". Í upphafi 17. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni." Regla þessi er áréttuð í 1. mgr. 2. gr. laga nr. 73/1969 um Stjórnarráð Íslands. Markmið hins tilvitnaða ákvæðis í 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga er, eins og ráðið verður af athugasemdum er fylgdu frumvarpi til laganna, að ríkisstjórn og einstakir ráðherrar geti, með tilliti til almannahagsmuna, fjallað á fundum sínum um pólitísk mál og mótað í sameiningu stefnu í mikilvægum málum, án þess að þeim sé skylt að veita almenningi aðgang að gögnum sem tekin hafa verið saman fyrir þá fundi.</p> <p align="justify">Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur upplýsingaréttur almennings heldur ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá". Skilyrði fyrir því, að skjal teljist vinnuskjal í skilningi þessa ákvæðis, er að það sé ritað til eigin afnota fyrir stjórnvaldið sjálft. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir svo um þetta atriði: „Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi."</p> <p align="justify">Eins og tekið er fram í niðurlagi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, ber að veita aðgang að vinnuskjölum, sem falla undir ákvæðið, ef þau hafa að geyma „upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá". Síðastgreint orðalag er skýrt svo í athugasemdum með frumvarpi til laganna að með því sé „einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvörðunartöku."</p> <p align="center">2.</p> <p align="justify">Mál það, sem til úrlausnar er, snýst um það hvort kærandi eigi rétt á því, samkvæmt upplýsingalögum, að fá aðgang að tveimur minnisblöðum í vörslum iðnaðarráðuneytisins.</p> <p align="justify">Fyrra minnisblaðið, sem dagsett er 27. febrúar sl., var ritað af skrifstofustjóra ráðuneytisins til ráðherra og ráðuneytisstjóra. Samkvæmt framansögðu var því um að ræða vinnuskjal sem fellur undir undantekningarákvæðið í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Í fyrri hluta minnisblaðsins eru dregnar saman staðreyndir þess máls, sem til umfjöllunar var, og koma þær í höfuðdráttum fram í þeim gögnum sem iðnaðarráðuneytið hefur látið kæranda í té. Í síðari hluta minnisblaðsins eru dregnar ályktanir af þessum staðreyndum og m.a. sett fram tillaga þess, sem það tók saman, um afgreiðslu málsins af hálfu ráðuneytisins. Þar er hvorki að finna endanlega ákvörðun ráðuneytisins um afgreiðslu málsins, sem fram kemur hins vegar í bréfi þess til Orkubús Vestfjarða hf. 10. mars sl., né upplýsingar um staðreyndir málsins sem máli skipta og ekki verður aflað annars staðar frá. Með vísun til þess, sem að framan greinir, er það því niðurstaða úrskurðarnefndar að minnisblaðið sé undanskilið upplýsingarétti almennings í heild sinni.</p> <p align="justify"><br /> Síðara minnisblaðið, sem dagsett er 1. apríl 2003 og fjallar um sama mál, var lagt fyrir ríkisstjórnina af iðnaðarráðherra. Upplýst er að það hafi ekki verið kynnt á öðrum vettvangi. Samkvæmt 1. tölul. 3. gr. upplýsingalaga tekur upplýsingaréttur almennings því ekki til þess.</p> <p align="justify"><br /> Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, ber að staðfesta þá ákvörðun iðnaðarráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að umræddum minnisblöðum.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Staðfest er sú ákvörðun iðnaðarráðuneytisins að synja kæranda, [ ...] , um aðgang að minnisblöðum, dagsettum 27. febrúar sl. og 1. apríl sl., sem fjalla m.a. um hugsanleg kaup Orkubús Vestfjarða hf. á Hitaveitu Dalabyggðar ehf.</p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A 160/2003 Úrskurður frá 23. júní 2003 | Kærð var synjun Umhverfisstofnunar um að veita aðgang að hæfnisprófum veiðimanna. Aðgangur að prófverkefnum. Almannahagsmunir. Synjun staðfest. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 23. júní 2003 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-160/2003:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 28. maí sl., kærði [ A] synjun Umhverfisstofnunar, dagsetta 26. maí sl., um að veita honum aðgang að síðustu sex hæfnisprófum veiðimanna sem haldin voru á árinu 2002.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 4. júní sl., var kæran kynnt Umhverfisstofnun og henni veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 13. júní sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té í trúnaði afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn Umhverfisstofnunar, dagsett 12. júní sl., barst innan tilskilins frests, ásamt umbeðnum gögnum.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi til Umhverfisstofnunar, dagsettu 20. maí sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að sex síðustu hæfnisprófum veiðimanna sem haldin voru á árinu 2002.</p> <p align="justify">Umhverfisstofnun synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 26. maí sl., með vísun til 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í svari stofnunarinnar er tekið fram að prófið sé mjög ítarlegt, en breytist lítið á milli ára. Prófið nái þar af leiðandi ekki tilætluðu markmiði ef það væri á almanna vitorði.</p> <p align="justify">Í kæru til nefndarinnar er dregið í efa að heimilt sé að takmarka aðgang að umbeðnum gögnum í ljósi úrskurðar úrskurðarnefndar í máli nr. A-73/1999 sem kærandi telur að hafi fordæmisgildi í þessu máli. Bendir hann sérstaklega á að Umhverfisstofnun hafi ekki haldið því fram að um nákvæmlega sömu próf sé að ræða, heldur eingöngu að þau breytist lítið milli ára.</p> <p align="justify">Í umsögn Umhverfisstofnunar til úrskurðarnefndar, dagsettri 12. júní sl., kemur fram að um nákvæmlega sama próf er að ræða í hvert sinn, sem það er lagt fyrir, ef undan er skilin ein spurningin sem til sé í tveimur útfærslum. Framkvæmdin sé sú að báðar þessar prófgerðir séu þó nýttar í hverju prófi þannig að um það bil helmingur próftaka leysi úr hvorri gerð fyrir sig. Nánar tiltekið er um að ræða tvær spurningar, þar sem reynir á kunnáttu próftaka til þess að greina tegundir fugla. Hvor spurning um sig vegur 2%, þannig að um er að ræða 4% af prófinu í heild.</p> <p align="justify">Í umsögn Umhverfisstofnunar segir ennfremur að sama próf hafi verið lagt fyrir próftaka allt frá árinu 1997 og ekki standi til að gera breytingu á því á þessu ári. Af þeim sökum telur stofnunin að prófin geti ekki gefið óvilhalla niðurstöðu nema þeim sé haldið leyndum áður en þau eru lögð fyrir.</p> <p align="justify">Kærandi hefur fært frekari rök fyrir kæru sinni. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="justify">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. laganna er heimilt „að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um . . . fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga, ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almanna vitorði." Í athugasemdum með frumvarpi því, sem varð að upplýsingalögum, segir m.a. um þetta ákvæði að með prófi sé átt við hvers konar prófraunir sem opinberir aðilar standa fyrir. Hæfnispróf veiðimanna, sem mál þetta snýst um, fellur því augljóslega undir umrætt undantekningarákvæði.</p> <p align="justify">Í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga er að finna svohljóðandi ákvæði: „Veita skal aðgang að gögnum sem 4. tölul. 6. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið, nema ákvæði 5. gr. eða 1.–3. tölul. 6. gr. eigi við." Þrátt fyrir orðalag þessa ákvæðis ber, eðli máls samkvæmt, að skýra það á þann veg að heimilt sé að synja um aðgang að prófverkefnum ef fyrir liggur að nákvæmlega sömu spurningar verði lagðar fyrir þá sem þreyta sams konar próf síðar. Að öðrum kosti væru spurningarnar á almanna vitorði og því væri prófið þýðingarlaust eða næði a.m.k. ekki tilætluðum árangri, sbr. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Upplýst er að sömu spurningar hafa verið lagðar fyrir þá sem þreytt hafa hæfnispróf veiðimanna á undanförnum árum. Jafnframt er ætlunin að leggja þessar sömu spurningar fyrir þá sem þreyta munu prófið á næstunni. Eina undantekningin er sú að tvær spurningar, sem vega samtals 4% af prófinu í heild, eru til í tveimur útgáfum og er hvor útgáfa um sig lögð fyrir um það bil helming próftaka hverju sinni.</p> <p align="justify">Samkvæmt því er það niðurstaða úrskurðarnefndar, með skírskotun til þess sem að framan segir, að Umhverfisstofnun hafi verið heimilt að synja kæranda um aðgang að umræddum prófverkefnum.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Staðfest er sú ákvörðun Umhverfisstofnunar að synja kæranda, [ A] , um aðgang að síðustu sex prófverkefnum sem lögð voru til grundvallar á hæfnisprófi veiðimanna á árinu 2002.</p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-159/2003 Úrskurður frá 7. febrúar 2003 | Kærð var synjun forsætis-, fjármála- og utanríkisráðuneyta um að veita aðgang að upplýsingum um utanferðir forsætis-, fjármála- og utanríkisráðherra, m.a. fjölda ferða, kostnað við hverja ferð og greiðslur dagpeninga. Meðferð persónuupplýsinga. Fyrirliggjandi gögn. Óskað aðgangs að skjölum úr mörgum stjórnsýslumálum. Synjun staðfest að hluta. Aðgangur veittur að hluta. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p> </p> <p align="justify">Hinn 7. febrúar 2003 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-159/2003:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 8. janúar sl., kærði [ A] , fréttamaður á […], synjun forsætisráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins um að veita honum aðgang að nánar tilgreindum upplýsingum um utanferðir forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 9. janúar sl., var kæran kynnt ráðuneytunum þremur og þeim veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðunum sínum til kl. 16.00 hinn 20. janúar sl. Sérstaklega var þess óskað að í umsögn ráðuneytanna kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar og hvort þær hefðu verið teknar saman í eitt eða fleiri skjöl eða annars konar gögn. Umsagnir ráðuneytanna bárust innan tilskilsins frests.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Atvik málsins eru í stuttu máli þau að með bréfi til utanríkisráðuneytisins, dagsettu 6. nóvember sl., og með bréfum til forsætisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins, dagsettum 11. desember sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að eftirgreindum upplýsingum um utanferðir hlutaðeigandi ráðherra:</p> <ol> <li>Allar utanferðir ráðherra frá ársbyrjun 1999 „fram á þennan dag".</li> <li>Kostnað við hverja utanferð.</li> <li>Hvað ráðherrann hafi þegið í dagpeninga fyrir hverja ferð.</li> <li>Hvað ráðherrann hafi þegið í dagpeninga alls frá ársbyrjun 1999 og til mánaðamóta október-nóvember 2002.</li> </ol> <p align="justify">Utanríkisráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 9. desember sl., og lét honum í té yfirlit sem sýndu allar embættisferðir utanríkisráðherra á árunum 1999-2002. Þar kemur fram tilefni ferðar, fjöldi daga og dagpeningar sem ráðherra hafa verið greiddir. Ráðuneytið lét hins vegar ekki í té upplýsingar um annan kostnað við hverja ferð og lét þess getið að það, að veittar væru aðrar og frekari upplýsingar í svari ráðuneytisins, væri umfram skyldu, sbr. 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</p> <p align="justify">Forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið synjuðu beiðni kæranda að öllu leyti með samhljóða bréfum, dagsettum 11. desember sl. Í svörunum segir að ráðuneytin telji beiðni kæranda ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, um tilgreiningu máls eða gagna í máli, sem óskað sé aðgangs að, sbr. jafnframt 1. mgr. 10. gr. sömu laga. Því til stuðnings vísuðu bæði ráðuneytin til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. A-31/1997, A-32/1997, A-36/1997 og A-65/1998.</p> <p align="justify">Í umsögn forsætisráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 20. janúar sl., kemur fram að upplýsingar um utanferðir ráðherra séu annars vegar varðveittar í skjalasafni ráðuneytisins og hins vegar í bókhaldi þess. Í skjalasafni ráðuneytisins sé stofnað sérstakt mál um hverja ferð og það fært á viðeigandi bréfalykil í skjalasafni eftir tilefni ferðar. Þannig séu t.d. gögn um þátttöku í leiðtogafundum fjölþjóðlegra stofnana færð á bréfalykil viðkomandi stofnunar og gögnum um opinberar heimsóknir til annarra ríkja sé safnað á sérstaka lykla fyrir slíkar heimsóknir. Í bókhaldið séu á hinn bóginn færðar upplýsingar um kostnað af hverjum ferðamanni á vegum ráðuneytisins samkvæmt upplýsingum á ferðareikningi, sem útbúinn er að loknu hverju ferðalagi og varðveittur, ásamt afritum af öðrum reikningum, sem fylgiskjal.</p> <p align="justify">Síðan segir í umsögn forsætisráðuneytisins: „Þar eð umbeðnar upplýsingar hafa ekki verið teknar saman sérstaklega leit ráðuneytið svo til, að í framangreindu erindi kæranda væri fólgin beiðni um aðgang að mörgum málum af tiltekinni tegund frá ákveðnu tímabili. Að áliti ráðuneytisns er sú framsetning ekki í samræmi við þá kröfu sem ákvæði 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga gerir til afmörkunar beiðni um aðgang að gögnum, þ.e. að hún sé bundin við tiltekið mál. Það ákvæði er nánar útfært í 1. mgr. 10. gr. s.l., sem í athugasemdum við þá grein frumvarps þess, er varð að upplýsingalögum, er skýrð svo, að af henni leiði „að ekki [sé] hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá ákveðnu tímabili". Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur í samræmi við þetta ítrekað skýrt þessi ákvæði svo, að lögin veiti ekki aðgang að mörgum málum í einu lagi, jafnvel þótt tegund þeirra sé nægilega tilgreind . . . . Auk þess er stjórnvöldum ekki skylt að útbúa sérstaklega gögn, sem ekki liggja fyrir, þegar eftir þeim er leitað . . . ."</p> <p align="justify">Í umsögn fjármálaráðuneytisins, dagsettri 20. janúar sl., er tekið í sama streng að því er varðar afmörkun á beiðni kæranda. Um varðveislu umbeðinna upplýsinga er tekið fram að útbúinn sé í ráðuneytinu ferðareikningur fyrir hverja ferð, þar sem fram komi m.a. upplýsingar um heildardagpeninga, flugfargjald og annan kostnað af hverjum ferðamanni og þær færðar í tekjubókhaldskerfi ríkisins. Umbeðnar upplýsingar hafi hins vegar ekki verið dregnar saman í eitt eða fleiri skjöl eða annars konar gögn.</p> <p align="justify">Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dagsettri 16. janúar sl., kemur fram að upplýsingar um heildarkostnað við hverja ferð sé að finna í ferðareikningum sem útfylltir eru og færðir í bókhald ráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið telur, á sama hátt og forsætisráðuneytið, að bókhald og fylgiskjöl þess falli utan við gildissvið upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. þeirra. Jafnframt telur utanríkisráðuneytið, eins og hin ráðuneytin tvö, að beiðni kæranda hafi ekki verið afmörkuð eins og 1. mgr. 3. gr., sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga geri kröfu til og að ráðuneytinu hafi því ekki verið skylt að taka sérstaklega saman þær upplýsingar sem leitað var eftir. Engu að síður hafi ráðuneytið ákveðið að láta taka saman umbeðnar upplýsingar og veitt, á grundvelli heimildar í 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, aðgang að þeim, að öðru leyti en því að ekki hafi verið veittur aðgangur að upplýsingum um heildarkostnað af hverri ferð ráðherrans. Af svari ráðuneytisins verður hins vegar ráðið að þær upplýsingar hafi verið teknar saman úr bókhaldi þess og liggi þar fyrir á sömu yfirlitum og þær upplýsingar sem þegar hefur verið veittur aðgangur að.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 83/2000, gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nema óskað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum, sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga tekur til, sbr. og 44. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Ákvæði 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er svohljóðandi: „Réttur til aðgangs að gögnum nær til: - 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; - 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; - 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn."</p> <p align="justify">Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að þau lög eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sbr. 1. og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna. Lögin gilda því ekki um aðgang að þeim upplýsingum, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, nema þær sé að finna í einu eða fleiri afmörkuðum skjölum eða sambærilegum gögnum.</p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p align="justify">Sá sem fer fram á aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalögum verður að afmarka beiðni sína með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.</p> <p align="justify">Líta verður svo á að hver utanferð, sem farin er á vegum hins opinbera, sé eitt mál í skilningi upplýsingalaga. Þar eð beiðni kæranda tekur til tæplega fjögurra ára tímabils er hann samkvæmt því að fara fram á að fá upplýsingar úr miklum fjölda skjala eða annars konar gagna úr mörgum stjórnsýslumálum.</p> <p align="justify">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4. - 6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum.</p> <p align="justify">Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, ber að staðfesta synjun forsætisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins um að veita kæranda umbeðnar upplýsingar.</p> <p align="center"><strong>3.</strong></p> <p align="justify">Fyrir liggur í máli þessu að utanríkisráðuneytið hefur tekið saman í fjögur yfirlit, þar sem fram koma upplýsingar um utanferðir utanríkisráðherra á því tímabili sem beiðni kæranda tekur til. Hefur ráðuneytið þegar látið honum í té upplýsingar skv. 1., 3. og 4. tölul. beiðninnar. Hins vegar hefur það synjað honum um upplýsingar skv. 2. tölul., þar sem farið er fram á kostnað við hverja ferð.</p> <p align="justify">Skýra verður þessa beiðni kæranda svo að hann sé að fara fram á að fá upplýsingar um heildarkostnað við hverja ferð. Slíkar upplýsingar um útgjöld ríkisins eru þess eðlis að þær falla almennt ekki undir þær undantekningar frá upplýsingarétti almennings sem gerðar eru í 4 .- 6. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Samkvæmt því ber utanríkisráðuneytinu að láta kæranda í té upplýsingar um heildarkostnað hverrar utanferðar utanríkisráðherra á því tímabili sem beiðni hans tekur til.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Staðfestar eru ákvarðanir forsætisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins að synja kæranda, [ A] , um nánar tilgreindar upplýsingar um utanferðir forsætisráðherra og fjármálaráðherra á árunum 1999 - 2002.</p> <p align="justify">Utanríkisráðuneytinu ber að láta kæranda í té upplýsingar um heildarkostnað hverrar utanferðar utanríkisráðherra á tímabilinu frá 1. janúar 1999 og til 31. október 2002.</p> <p align="justify"> </p> <p align="justify"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Valtýr Sigurðsson</p> <br /> <br /> |
A-158/2003 Úrskurður frá 20. janúar 2003 | Kærð var synjun Vegagerðarinnar um að veita bæjarstjórn Vestmannaeyja aðgang að samningi við skipafélag um rekstur ferjunnar Herjólfs. Kæra frá stjórnvaldi. Samningur. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Samkeppnisstaða hins opinbera. Fjárhags- og viðskiptahagsmunir. Aðgangur veittur að hluta. | <p align="center"><strong>ÚRSKURÐUR</strong></p> <p align="justify">Hinn 20. janúar 2003 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-158/2003:</p> <p align="center"><strong>Kæruefni</strong></p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 10. desember sl., kærði bæjarstjórn Vestmannaeyja synjun Vegagerðarinnar, dagsetta 21. október sl., um að veita bæjarstjórninni aðgang að samningi milli Vegagerðarinnar og [ …] hf. um ferjuna Herjólf. Nánar tiltekið er um að ræða viðaukasamning, dagsettan 4. október sl., við verksamning milli þessara aðila sem upphaflega var gerður 27. október 2000.</p> <p align="justify">Með bréfi, dagsettu 23. desember sl., var kæran kynnt Vegagerðinni og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 6. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té í trúnaði afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sömu tímamarka. Umsögn Vegagerðarinnar, dagsett 6. janúar sl., barst innan tilskilins frests, ásamt umbeðnum gögnum.</p> <p align="justify">Í forföllum Valtýs Sigurðssonar tók Arnfríður Einarsdóttir, varamaður, sæti hans í nefndinni við meðferð og úrlausn kærumáls þessa.</p> <p align="center"><strong>Málsatvik</strong></p> <p align="justify">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að með bréfi til Vegagerðarinnar, dagsettu 15. október sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að nýgerðum samningi stofnunarinnar við [ …] hf. um ferjuna Herjólf. Vegagerðin synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 21. október sl. Þar segir að um sé að ræða verksamning við fyrirtæki í einkarekstri sem stofnunin telji sér hvorki heimilt né skylt að afhenda þriðja aðila.</p> <p align="justify">Í umsögn Vegagerðarinnar til úrskurðarnefndar kemur fram að stofnunin og [ …] hf. hafi með verksamningi 27. október 2000 samið um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs, að undangengnu útboði. Kærandi, þ.e. bæjarstjórn Vestmannaeyja, hafi fengið útboðsgögnin til umsagnar meðan unnið var að gerð þeirra, en hafi að öðru leyti ekki átt aðild að útboðinu eða samningi sem gerður var á grundvelli þess. Í útboðsgögnum, sem voru hluti verksamningsins við [ …] hf., sé þó í fjórum tilvikum gert ráð fyrir að bæjarstjórn Vestmannaeyja komi að málum, þ.e. varðandi tímaáætlun, fjölgun ferða, gjaldskrá og fjarveru ferju vegna slipps o.fl. Tekið hafi verið á öllum þessum atriðum í þríhliða samningi milli bæjarstjórnarinnar, Vegagerðarinnar og [ …] , dagsettum 8. febrúar 2002, og í framhaldi af því hafi verið gerður viðauki við verksamning milli Vegagerðarinnar og [ …] sem dagsettur er 12. febrúar 2002.</p> <p align="justify">Síðastliðið vor hafi samgönguráðherra síðan skipað starfshóp til þess að fjalla um samgöngur milli lands og eyja, þar sem tveir fulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja hafi m.a. átt sæti. Í áfangaskýrslu hópsins frá 12. ágúst sl. hafi m.a. verið lagt til að ferðum í vetraráætlun ferjunnar yrði fjölgað í þrjár á viku. Samgönguráðherra hafi fallist á þessa tillögu og í framhaldi af því hafi verið gerður viðaukasamningur milli Vegagerðarinnar og [ …] hf. um fjölgun ferða í samræmi við það. Viðaukasamningur þessi hafi verið undirritaður 4. október sl. og sé það sá samningur sem bæjarstjórnin leiti nú eftir aðgangi að. Ferðaáætlun ferjunnar hafi verið breytt í byrjun október 2002 í samræmi við 1. gr. þessa samnings. Öllum sem til þekkja sé því ljóst hvert efni hans sé. Önnur ákvæði samningsins séu hins vegar viðskiptalegs eðlis og falli ekki undir þau tilvik sem tiltekið sé í verksamningnum frá 27. október 2000 að bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar skuli höfð í ráðum með. Í 2. gr. samningsins sé fjallað um einingaverð fyrir hverja ferð og í 10. gr. gefnar upp eingreiðslur vegna breyttra forsendna frá upphaflegum verksamningi. Þessar upplýsingar telur Vegagerðin að sér óheimilt að veita aðgang að með vísun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, enda hafi viðsemjandi hennar, [ …] hf., jafnframt lagst gegn því. Þá sé í 5. gr. viðaukasamningsins, svo og í ákvæði til bráðabirgða, að finna upplýsingar sem spillt geti samningsstöðu Vegagerðarinnar gagnvart Vestmannaeyjabæ og [ …] gagnvart stéttarfélögum, ef þær yrðu á almanna vitorði.</p> <p align="justify">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <p align="center"><strong>Niðurstaða</strong></p> <p align="center"><strong>1.</strong></p> <p align="justify">Ákvörðun Vegagerðarinnar 21. október sl. um að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðna verksamningi barst kæranda 23. október sl. Sú ákvörðun var fyrst kærð til úrskurðarnefndar með bréfi, dagsettu 10. desember sl. Þá var liðinn sá 30 daga kærufrestur sem tiltekinn er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga.</p> <p align="justify">Í 1. tölul. 28. gr. stjórnsýslulaga segir að vísa skuli kæru frá, sem borist hefur að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Ekki verður séð að kæranda hafi verið veittar leiðbeiningar um kærufrest skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga sem þó var skylt að gera skv. 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af þeim sökum telur úrskurðarnefnd ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist of seint enda var ekki liðinn sá almenni kærufrestur sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga.</p> <p align="center"><strong>2.</strong></p> <p align="justify">Upplýsingalög kveða fyrst og fremst á um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Ennfremur er í III. kafla laganna að finna ákvæði um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan.</p> <p align="justify">Ekkert er því hins vegar til fyrirstöðu samkvæmt upplýsingalögum að stjórnvald óski eftir aðgangi að gögnum hjá öðru stjórnvaldi á grundvelli laganna eins og hver annar borgari. Þar sem kærandi hefur valið þá leið í því máli, sem hér er til úrlausnar, ber að leysa úr kærunni samkvæmt II. kafla laganna um almennan aðgang að upplýsingum, óháð því þríhliða samkomulagi sem gert hefur verið milli Vegagerðarinnar, [ …] hf. og kæranda og dagsett er 8. febrúar 2002.</p> <p align="center"><strong>3.</strong></p> <p align="justify">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: „Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt, þ. á m. reglurnar í 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. þeirra.</p> <p align="justify"><br /> Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang að gögnum, „þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: „Óheftur réttur til upplýsinga getur ... skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína." Þannig getur það óefað skaðað fjárhagslega hagsmuni ríkisins ef almenningi er veittur ótakmarkaður aðgangur að samningum einstakra ríkisstofnana við aðra aðila.</p> <p align="justify"><br /> Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi „aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: „Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."<br /> <br /> Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um umsamið endurgjald fyrir þjónustu geti skaðað samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja, sem taka að sér slík verkefni fyrir ríkið, og kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu ríkisins sjálfs. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993.</p> <p align="justify"><br /> Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, verður ekki talið að Vegagerðin hafi sýnt fram á að halda beri þeim upplýsingum leyndum fyrir almenningi sem fram koma í hinum umbeðna viðaukasamningi. Undantekning frá því eru þó upplýsingar, sem fram koma í ákvæði til bráðabirgða við samninginn, en þær geta, að áliti úrskurðarnefndar, skaðað samningsstöðu [ …] hf. gagnvart viðsemjendum sínum.</p> <p align="justify">Samkvæmt því og með vísun til 7. gr. upplýsingalaga ber Vegagerðinni að veita kæranda aðgang að viðaukasamningnum, að undanskildu ákvæði til bráðabirgða, sbr. 5. gr. laganna.</p> <p align="center"><strong>Úrskurðarorð:</strong></p> <p align="justify">Vegagerðinni ber að veita kæranda, bæjarstjórn Vestmannaeyja, aðgang að viðaukasamningi, dagsettum 4. október sl., við verksamning milli stofnunarinnar og [ …] hf. frá 27. október 2000, að undanskildu ákvæði til bráðabirgða við viðaukasamninginn.</p> <p align="center"> </p> <p align="center">Eiríkur Tómasson, formaður</p> <p align="center">Elín Hirst</p> <p align="center">Arnfríður Einarsdóttir<br /> <br /> </p> |
A-157/2002 Úrskurður frá 30. desember 2002 | Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að úrlausnum úr heimaverkefnum sem fengu jákvæða umsögn dómnefndar í prófum um dómtúlka og skjalaþýðendur. Mat á prófúrlausnum. Þagnarskylda. Skýring upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga. Einkahagsmunir annarra. Veittur aðgangur að hluta. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 30. desember 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-157/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 29. október sl., kærði [A] hrl. synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsetta 30. september sl., um að veita honum aðgang að úrlausnum úr heimaverkefnum, sem fengu jákvæða umsögn dómnefndar í prófum í þýðingum úr og á ensku er haldin voru í febrúar sl. samkvæmt lögum nr. 148/2000 um dómtúlka og skjalaþýðendur, svo og að mati prófnefndar á þeim úrlausnum. Kærunni var jafnframt fylgt eftir með greinargerð frá kæranda, dagsettri 8. nóvember sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 20. nóvember sl., var kæran kynnt dóms- og kirkju-mála-ráðu-neytinu og því veittur frestur til að gera við hana athugasemdir og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 4. desember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té í trúnaði afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sömu tímamarka. Umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsett 21. nóv-ember sl., barst innan tilskilsins frests ásamt umbeðnum gögnum. Að ósk kæranda var honum gefinn kostur á að tjá sig um umsögn ráðuneytisins. Umsögn hans þar að lútandi, dagsett 16. desember sl., barst 17. desember sl. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að kærandi stóðst ekki próf sem haldið var í febrúarmánuði síðastliðnum fyrir þá er öðlast vilja löggildingu sem skjalaþýð-endur samkvæmt lögum nr. 148/2000. Í bréfi, sem hann ritaði dóms- og kirkju-málaráðuneytinu af því tilefni, dagsettu 14. ágúst sl., fór hann fram á að fá aðgang að úrlausnum úr svonefndum heimaverkefnum þeirra próftaka, sem próf-nefnd hafði mælt með að veitt yrði löggilding eftir töku sama prófs og kærandi hafði þreytt, þ.e. að sex úrlausnum fjögurra próftaka, tveggja á ensku úr íslensku og fjögurra á íslensku úr ensku. Jafnframt fór hann fram á aðgang að umsögnum prófnefndar um þessar úrlausnir. Kærandi tók fram að hann gerði ekki athugasemdir við það þótt gætt yrði fullrar nafnleyndar við afhendingu gagnanna. Í bréfi sínu færði hann m.a. þau rök fyrir beiðni sinni að hann ætti rétt á að fá að vita hvaða þýðingar prófnefndin viðurkenndi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Dóms- og kirkjumálaráðuneytið svaraði kæranda með bréfi, dagsettu 30. september sl. Þar segir m.a.: "Að því er snertir beiðni yðar um að fá afhentar prófúrlausnir annarra próftaka, ónafngreindar, tekur ráðuneytið fram að ekki verður séð að þær úrlausnir geti skipt máli eða haft einhver áhrif á mat á úrlausn yðar . . . Ráðuneytið telur tilgangslaust að úrlausnir yðar verði bornar saman við úrlausnir annarra, þar sem unnt er við þýðingu á texta að orða efni hans á mjög misjafnan hátt á öðru tungumáli, og þýðingarnar kunna samt sem áður að geta talist réttar og fullgildar. Hér gildir ekki það sama og í raunvísindum að aðeins ein lausn sé tæk eða rétt. Ráðuneytið telur sig ekki þurfa að rökstyðja ákvörðun sína um synjun um aðgang að úrlausnum annarra próftaka hvað þetta snertir, þar sem eigi verður séð að þér hafið neina hagsmuni af því að skoða úrlausnir annarra próftaka."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í greinargerð með kæru til nefndarinnar, dagsettri 8. nóvember sl., áréttar kærandi hagsmuni sína sem próftaka af því að fá að kynna sér vinnubrögð prófnefndar og bera í því skyni saman eigin úrlausn við þær sem fengið hafa jákvæða umsögn nefndar-innar. Kröfu sína byggir hann á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og tiltekur sér-staklega að hann telji 5. gr. sömu laga ekki eiga við um hagsmuni annarra próftaka.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 21. nóvember sl., er fyrri rökstuðningur fyrir að synja beiðni kæranda áréttaður. Jafnframt bendir ráðuneytið á að nöfn þeirra, sem veitt er löggilding sem skjalaþýðendum á grundvelli jákvæðrar umsagnar prófnefndar, séu auglýst í Lögbirtingablaðinu. Þar sem einungis tveir úr hópi umsækjenda, sem þreyttu löggildingarpróf úr og á ensku, hafi fengið jákvæða umsögn, sem veiti rétt til löggildingar, sé auðvelt að rekja hvaða tveir einstaklingar eigi í hlut, jafnvel þótt auðkenni þeirra yrðu máð úr þeim gögnum sem aðgangur yrði veittur að. Af þeim sökum beri einnig að hafna beiðni kæranda á grund-velli 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn kæranda, dagsettri 16. desember sl., bendir hann m.a. á að umbeðin gögn geymi eingöngu vitnisburð um frammistöðu próftaka og mat prófnefndar á málfari og þýð-ingum. Þau geti því ekki varðað upplýsingar um einkamálefni sem eðlilegt sé að leynt fari á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 893/2001 um próf og löggildingu fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur skal sá, sem öðlast vill réttindi til að vera skjalaþýðandi samkvæmt lögum nr. 148/2000, sanna kunnáttu sína í tungu þeirri sem hann vill öðlast rétt til að þýða skjöl úr og á með því að standast prófraun sem dómsmálaráðuneytið efnir til. Samkvæmt 2. gr. reglugerðarinnar er prófraun til skjalaþýðingarréttinda skrifleg og skiptist í tvo hluta, þ.e. sameiginlegt próf í prófstofu og heimaverkefni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mat á úrlausnum er í höndum sérstakrar prófnefndar, sem dómsmálaráðherra skipar fyrir hvert próftímabil, sbr. 5. gr. reglugerðarinnar. Samkvæmt 6. gr. hennar metur próf-nefnd úrlausnir í sameiningu og sendir prófstjórn greinargerð um þær þar sem fram kemur mat á því hvort nefndin telji próftaka hafa kunnáttu og leikni til að öðlast löggildingu sem skjalaþýðandi, bæði úr íslensku á hið erlenda mál og úr hinu erlenda máli á íslensku eða aðeins af hinu erlenda máli á íslensku eða öfugt. Mat prófnefndar er endanlegt. Prófstjórn gefur síðan út prófskírteini til þeirra sem staðist hafa próf þar sem fram kemur í hvaða máli og í hvaða þáttum prófs próftaki hefur staðist próf. Slíkt skírteini veitir rétt til löggildingar skv. 2. gr. laga nr. 148/2000 að uppfylltum öðrum skilyrðum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt framansögðu lítur úrskurðarnefnd svo á að úrlausnir hvers próftaka um sig teljist til gagna í sérstöku stjórnsýslumáli, enda er mat prófnefndar á þeim bundið við frammistöðu hvers próftaka, óháð frammistöðu annarra þeirra sem próf þreyta. Þar sem kærandi hefur farið fram á að fá aðgang að öðrum prófúrlausnum en sínum eigin og mati á þeim telst hann ekki aðili máls, hvorki í skilningi stjórnsýslulaga né upp-lýsinga-laga. Þar af leiðandi ber að fjalla um rétt hans til aðgangs að hinum umbeðnum gögnum á grundvelli II. kafla upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðgang að gögnum, sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum, sem greinir í 4.–6. gr. laganna. Markmið þessarar reglu er m.a. að auka á aðhald með starfsemi stjórnsýslunnar. Í framsöguræðu með frumvarpi því, er varð að upp-lýsingalögum, vék forsætisráðherra að því markmiði með þessum orðum: "Með lögunum opnast sú leið að fá upplýsingar um áður afgreidd mál hjá stjórnvöldum, svo hægt sé að meta hvort stjórnvöld hafi gætt samræmis og jafnræðis við úrlausn mála."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt að takmarka aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. að við mat á því hvort undanþiggja skuli upplýsingar um einkamálefni aðgangi almennings verði "að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu, samkvæmt almennum sjónarmiðum, svo við-kvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi hefur farið fram á að fá aðgang að sex úrlausnum fjögurra próftaka í prófi sem fram fór í febrúarmánuði síðastliðnum. Af þessum fjórum hafa a.m.k. tveir fengið löggildingu sem skjalaþýðendur og hafa nöfn þeirra verið birt opinberlega. Af þeim sökum er auðvelt að komast að því hverjir umræddir próftakar eru, jafnvel þótt nafnleyndar verði gætt gagnvart kæranda. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ennfremur hefur kærandi óskað eftir aðgangi að mati prófnefndar á umræddum próf-úrlausnum. Meðal þeirra gagna, sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur látið úr-skurðar-nefnd í té, eru sjálfstæðar athugasemdir prófnefndar um úrlausnir próftaka, þ. á m. þær úrlausnir sem beiðni kæranda tekur til. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í lögum er ekki að finna almenn ákvæði sem tryggja eða takmarka aðgang að próf-úr-lausnum. Í 3. mgr. 45. gr. laga um grunnskóla nr. 66/1995 segir hins vegar að nemandi og forráðamaður hans hafi rétt til að skoða metnar prófúrlausnir nemanda. Með hlið-sjón af 2. mgr. þeirrar greinar, þar sem mælt er fyrir um þagnarskyldu, er eðlilegt að gagnálykta frá ákvæðinu á þann veg að aðrir en nemandi sjálfur eða forráðamaður hans eigi ekki aðgang að prófúrlausnum hans.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við mat á því, hvort 5. gr. upplýsingalaga takmarki aðgang kæranda að hinum um-beðnu prófúrlausnum, telur úrskurðarnefnd rétt að líta til þeirrar megin-reglu sem mörkuð hefur verið í lögum um grunnskóla og gerð er grein fyrir hér að framan. Þótt úrlausnirnar hafi ekki að geyma upplýsingar um persónuleg málefni próftaka verður ekki framhjá þeirri staðreynd litið að um er að ræða persónulegt framlag af hans hálfu. Með vísun til þess, sem að framan segir, er það álit úrskurðarnefndar að próftakarnir hafi mátt ganga út frá því sem meginreglu að prófúrlausnir þeirra komi ekki fyrir al-mennings sjónir. Öðru máli gegnir um sjálfstætt mat prófnefndar á úrlausnunum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt þessu ber, með skírskotun til 5. gr. upplýsingalaga, að staðfesta þá ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu prófúrlausnum. Með vísun til meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga á hann hins vegar rétt á því að fá aðgang að fyrrgreindum athugasemdum prófnefndar við úrslausnirnar. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að synja kæranda, [A] hrl., um aðgang að úrlausnum úr heimaverkefnum í prófi í skjalaþýðingum úr og á ensku sem haldið var í febrúarmánuði síðastliðnum. Hins vegar ber að veita honum aðgang að sjálfstæðum athugasemdum prófnefndar við úrlausnirnar. </FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT></DIV><BR> |
A-156/2002 Úrskurður frá 9. desember 2002 | Kærð synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að kröfulista þjóða í yfirstandandi viðræðum á grundvelli alþjóðlegs samnings. Samkeppni. Trúnaðarmál. Almannahagsmunir. Samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 9. desember 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-156/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 23. október sl., kærði [A] synjun utanríkisráðuneytisins, dagsetta 11. október sl., um að veita bandalaginu aðgang að kröfulistum Japans og Bandaríkjanna og annarra aðila, sem slíka lista kunna að hafa lagt fram, í yfirstandandi viðræðum á grundvelli svonefnds GATS-samnings á vett-vangi Alþjóða--viðskipta-stofnunarinnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 30. október sl., var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 13. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu í trúnaði látin í té afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sömu tímamarka. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 13. nóvember sl., barst innan til-skilsins frests ásamt umbeðnum gögnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í forföllum Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson, varamaður, sæti hennar við meðferð og úrlausn kærumáls þessa.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">GATS-samningurinn (á ensku </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">General Agreement on Trade in Services</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">) gildir um öll þjónustuviðskipti nema opinbera þjónustu og hefur hann að geyma almennar reglur um slík viðskipti milli aðildarríkja hans. Samningurinn gerir ráð fyrir að aðildar-ríkin efni reglulega til samningaviðræðna til þess að koma á auknu frelsi í þjónustu-viðskiptum. Hófst yfirstandandi samningalota í því skyni í janúar-mánuði 2000. Viðræðurnar ganga þannig fyrir sig að einstök aðildarríki leggja fram kröfur um markaðsaðgang á einstökum sviðum þjónustuviðskipta á hendur öðrum aðildarríkjum. Í framhaldinu eru haldnar tvíhliða viðræður milli þess ríkis sem kröfurnar gerir og þess sem þær beinast að. Tilboð aðildarríkja eru síðan sett fram í nýjum drögum að svokallaðri skuldbindingaskrá. Kröfulistar Bandaríkjanna og Japans eru þeir fyrstu sem íslenskum stjórnvöldum hafa borist af þessu tilefni, en í umsögn utanríkis-ráðu-neytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 13. nóvember sl., er upplýst að einnig hafi borist kröfur frá Indlandi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi til utanríkisráðuneytisins, dagsettu 23. september sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að kröfulistum Japans og Bandaríkjanna sem og annarra aðila, sem kunna að hafa lagt slíka lista fram vegna yfirstandandi viðræðna um frekari útfærslu GATS-samningsins. Utanríkisráðuneytið synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 11. október sl., með vísun til 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru sinni til úrskurðarnefndar, dagsettri 23. október sl., vísar kærandi til almanna-hagsmuna sem standi til þess að umbeðnir kröfulistar verði gerðir opinberir, enda séu líkur á að þar séu gerðar kröfur til að ákveðnir geirar þjónustu, er snerta velferðar-þjónustu og stoðkerfi, verði felldir undir samninginn. Því sé nauðsynlegt að fram fari opinber umræða um hvort leyfa eigi óhefta erlenda samkeppni á þeim sviðum. Í greinargerð, sem fylgdi kærunni, er því m.a. mótmælt að mikilvægir almanna-hags-munir standi því í vegi að aðgangur verði veittur að kröfulistunum. Þeir almanna-hagsmunir, sem utan-ríkisráðuneytið vísi til, séu í raun hagsmunir einstakra fyrirtækja, innlendra sem erlendra. Þá hafi heldur ekki verið sýnt fram á hættu á því að veiting umbeðinna upplýsinga muni valda tjóni, eins og áskilið sé í 2. tölul. 6. gr. upplýsinga-laga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af hálfu utanríkisráðuneytisins er áhersla lögð á að almennt sé farið með kröfu-lista vegna GATS-samningsins sem trúnaðarmál milli aðildarríkja hans. Aðgangur að þeim hér á landi væri því til þess fallinn að draga úr trúverðugleika íslenska ríkisins gagn-vart öðrum aðildarríkjum og skaða samningsstöðu þess innan Alþjóðaviðskipta-stofnun-ar-innar. Jafnframt er bent á að um sé að ræða nýtt svið í alþjóðaviðskiptum sem óljóst sé hvernig kunni að þróast. Þeir hagsmunir, sem um sé teflt, kunni að vera miklir og því sé enn frekari ástæða til að sýna varfærni á áður óþekktum viðræðuvettvangi. Þá tekur ráðuneytið fram að kannað hafi verið hver afstaða Bandaríkjanna og Japans myndi verða til þess ef veittur yrði aðgangur að umbeðnum listum. Stjórnvöld í báðum þessum ríkjum hafi lagst gegn því að við slíkri beiðni yrði orðið. Á þessum grundvelli telur ráðuneytið að skilyrði 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga til þess að takmarka aðgang að umbeðnum gögnum séu uppfyllt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum, "þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: "Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir við-semj-endur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að. - Vegna fyrr-greinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um sam-skipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir því ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg við skýringu á ákvæðinu."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þeir kröfulistar, sem kærandi hefur farið fram á að fá aðgang að, stafa frá stjórn-völdum þriggja ríkja, Bandaríkjanna, Indlands og Japans. Þær kröfur, sem þar koma fram, eru gerðar á grundvelli alþjóðasamnings á vettvangi Alþjóða-viðskipta-stofnunar-innar sem Ísland á aðild að. Því leikur enginn vafi á að listarnir hafa að geyma upplýsingar um samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjöl-þjóða-stofnun í skilningi 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í máli þessu er fyrst og fremst deilt um það hvort utanríkisráðuneytinu sé heimilt að takmarka aðgang almennings að hinum umbeðnu kröfulistum vegna þess að "mikil-vægir almannahagsmunir" krefjist þess, svo sem áskilið er í upphafsorðum 6. gr. upplýsingalaga. Eins og tekið er fram í áður tilvitnuðum athugasemdum, verður að skýra þetta orðalag svo að fyrir hendi verði að vera raunveruleg hætta á tjóni í sam-skiptum íslenska ríkisins við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir til þess að 2. tölul. greinarinnar eigi við. Af orðum athugasemdanna má jafnframt draga þá ályktun að ekki sé ástæða til að gera ríkar kröfur um sönnun á hættu á slíku tjóni ef um veiga-mikla hagsmuni er að ræða.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn utanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndar er því m.a. haldið fram að trú-verðug-leiki og samningsstaða Íslands gagnvart aðildarríkjum Alþjóðaviðskipta-stofnun-ar-innar muni skaðast ef afhent verði skjöl á borð við umrædda kröfulista sem almennt sé farið með sem trúnaðarskjöl milli ríkja. Jafnframt kemur fram í um-sögn-inni að bandarísk og japönsk stjórnvöld hafi lagst gegn því að afrit af kröfulistum þessara ríkja verði afhent almenningi. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til þessa telur úrskurðarnefnd að sýnt hafi verið nægilega fram á það af hálfu utanríkisráðuneytisins að hætta sé á að samskipti íslenska ríkisins við Banda-ríkin, Indland og Japan, svo og önnur aðildarríki Alþjóðaviðskipta-stofnun-ar-innar, muni skaðast ef kæranda verður veittur aðgangur að hinum umbeðnu kröfulistum. Ber af þeim sökum að staðfesta hina kærðu synjun ráðuneytisins skv. 2. tölul. 6. gr. upplýsinga-laga.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja [A] um aðgang að kröfulistum Bandaríkjanna, Indlands og Japans sem settir hafa verið fram gagnvart Íslandi í yfirstandandi viðræðum á grundvelli svonefnds GATS-samnings.</FONT><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur E. Friðriksson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT></DIV><BR> |
A-1552002 Úrskurður frá 8. nóvember 2002 | Kærð var meðferð landlæknis á beiðni um aðgang að gögnum er vörðuðu veikindi móður beiðanda. Þagnarskylda. Skýring upplýsingalaga. Gildissvið. Lögvarðir hagsmunir. Upplýsingaréttur aðila. Kæruheimild. Frávísun. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 8. nóvember 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-155/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 30. ágúst sl., kærði [A], til heimilis að [...] í [...], meðferð landlæknis á beiðni hans um aðgang að nánar til-greindum gögnum varðandi veikindi móður hans sem lést á Borgar-spítalanum [dags.], nú Landspítalanum- háskólasjúkrahúsi, Fossvogi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 27. september sl., var kæran kynnt landlækni og honum veittur frestur til 8. október sl. til þess að gera nefndinni grein fyrir meðferð beiðninnar hjá embætti hans. Jafnframt var þess sérstaklega óskað að gerð yrði grein fyrir á hvaða laga-grundvelli beiðnin hefði verið afgreidd. Svar landlæknis, dagsett 1. október sl., barst úrskurðarnefnd 4. október sl.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að með bréfi til landlæknis, dagsettu 21. mars sl., óskaði kærandi "eftir að fá aðgang að sjúkraskýrslum, hjúkrunarskýrslum og öllum öðrum gögnum er varða" móður hans sem lést á Borgarspítalanum [dags.]. Erindi þetta ítrekaði hann með tölvubréfi til landlæknis, dagsettu 5. apríl sl. Í erindum kæranda kom m.a. fram að hann hefði fengið litlar upplýsingar um aðdragandann að andláti móður sinnar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi til lækningaforstjóra Landspítala-háskólasjúkrahúss, dagsettu 19. apríl sl., óskaði aðstoðarlandlæknir eftir að fá afrit af sjúkraskrá móður kæranda með vísun til 12. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga. Tilkynnti aðstoðarlandlæknir kæranda þetta með bréfi, dagsettu 22. apríl sl. Hinn 7. maí sl. bárust landlækni ljósrit af nótum lækna í sjúkraskrá móðurinnar frá Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Í framhaldi af því bauð aðstoðarlandlæknir kæranda að koma til viðtals við sig með bréfi, dagsettu 20. júní sl., og fór það viðtal fram á skrifstofu hans 26. júní sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn landlæknis til úrskurðarnefndar, dagsettri 1. október sl., kemur fram að kærandi hafi í nefndu viðtali verið upplýstur um að ekkert kæmi fram í þessum gögnum sem benti til að eitthvað athugavert væri við málið. Að öðru leyti hefði landlæknir ekki talið ástæðu til að víkja frá meginreglu 12. gr. laga nr. 74/1997 um þagnarskyldu, enda hefði ekkert komið fram í sjúkraskýrslunni sem varðaði hagsmuni kæranda sjálfs.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru sinni til úrskurðarnefndar hefur kærandi einskorðað beiðni sína um aðgang að fyrrgreindum gögnum við upplýsingar frá 1995 og 1996. Hann hefur ennfremur gert athugasemdir við að hafa ekki fengið sjálfur að lesa þau gögn, sem starfslið heilbrigðiskerfisins hafi haft undir höndum, heldur hafi einungis verið lesnir fyrir hann valdir kaflar eða í þá vitnað í almennu spjalli. Þá hafi landlæknir einungis fjallað um beiðni hans um aðgang að sjúkraskýrslum móður hans, en ekki að öðrum gögnum, svo sem hjúkrunarskýrslum, dagálum og ef til vill fleiri gögnum sem hana varðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. og 2. mgr. 2. gr. laganna eins og henni hefur verið breytt með lögum nr. 83/2000, taka lögin til þess þegar óskað er eftir aðangi að skjölum og öðrum gögnum í vörslum hins opinbera sem þar eru nánar greind. Frá þessari meginreglu er gerð undantekning í 4. mgr. 9. gr. upplýsingalaga sem er svohljóðandi eftir að henni hefur verið breytt með 5. gr. laga nr. 76/1997: "Um aðgang sjúklings að upplýsingum úr sjúkraskrá fer eftir ákvæðum laga um réttindi sjúklinga."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 14. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga er kveðið á um aðgang að sjúkraskrá. Í 2. mgr. þeirrar greinar segir að skylt sé "að sýna hana sjúklingi eða umboðsmanni hans". Þar er með öðrum orðum gert ráð fyrir aðgangi annars en sjúklings sjálfs að sjúkraskrá hans. Ákvæðið tekur sem fyrr segir til umboðsmanns sjúklings, en ekki er þar tekið fram, berum orðum, að nánustu aðstandendur látins manns, t.d. lögerfingjar hans, njóti sama réttar og umboðsmaður, en margt mælir með því að þeir séu lagðir að jöfnu við hann, sbr. 12. gr. laganna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur skýrt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga svo að undir greinina falli ekki einvörðungu þau tilvik, þegar maður óskar eftir aðgangi að gögnum með upp-lýsingum um sig sjálfan, heldur taki hún einnig til þess þegar upplýsingarnar varða hann sjálfan, þannig að hann hafi einstaklega hagmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum. Í máli því, sem til úrlausnar er, óskar kærandi eftir aðgangi að gögnum um heilsufar og meðferð móður sinnar skömmu áður en hún lést. Sem sonur hennar og jafnframt lögerfingi, sbr. 1. mgr. 1. gr. erfðalaga nr. 8/1962, hefur hann ótvírætt lögvarða hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnunum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til þess, sem að framan segir, lítur úrskurðarnefnd svo á að um aðgang kæranda að sjúkraskrá látinnar móður sinnar skuli leyst á grundvelli laga um réttindi sjúklinga, sbr. 4. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. </FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hvorki í lögum nr. 74/1997 né í öðrum lögum er að finna skilgreiningu á hugtakinu "sjúkraskrá". Í 1. gr. reglugerðar nr. 227/1991 um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál segir hins vegar orðrétt: "Sjúkraskrá . . . er safn sjúkragagna sem unnin eru eða fengin annars staðar frá vegna meðferðar einstaklinga hjá lækni eða í heil-brigðis-stofnun. - Sjúkragögn í sjúkraskrá geta verið lýsing eða túlkun í rituðu máli, myndir, þ.m.t. röntgenmyndir, línurit eða upptaka sem numin hefur verið með hjálp tæknibúnaðar. Gögnin innihalda upplýsingar um heilsufar og aðra einkahagi við-komandi einstaklinga og tímasettar upplýsingar um það sem gerist eða gert er meðan einstaklingurinn er í meðferð hjá lækni eða í heilbrigðisstofnun." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þótt þetta reglu-gerðar-ákvæði hafi verið sett með stoð í 16. gr. læknalaga nr. 53/1988, þar sem á þeim tíma var kveðið á um aðgang að sjúkraskrá, er ljóst að löggjafinn hefur stuðst við þessa skýringu á hugtakinu þegar lög nr. 74/1997 voru sett. Í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 76/1997 um breytingu á ýmsum laga-ákvæðum um aðgang að sjúkraskrám o.fl., sem samþykkt var samhliða lögum nr. 74/1997, er þannig beinlínis vísað til fyrrgreindrar skilgreiningar hugtaksins í 1. gr. reglu-gerðar nr. 227/1991.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til hinnar rúmu skilgreiningar, sem liggur til grundvallar ákvæðum laga um sjúkraskrá og aðgang að henni, er það niðurstaða úrskurðarnefndar að þau gögn, sem kærandi óskar eftir aðgangi að, teljist öll til sjúkraskrár móður hans. Samkvæmt því ber að leysa úr beiðni hans í heild á grundvelli laga um réttindi sjúklinga. Þar með er ekki fyrir hendi heimild til þess að kæra synjun eða meðferð landlæknis á beiðninni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 14. gr. upp-lýsingalaga. Ber því að vísa kærunni frá nefndinni.</FONT><DIV ALIGN=center></DIV><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru [A] á hendur landlækni er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-154/2002 Úrskurður frá 25. október 2002 | Kærð var synjun forsætisráðuneytisins um aðgang að tilteknum gögnum um sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. Fyrirhugaðar ráðstafanir. Brottfall takmarkana. Viðskiptahagsmunir. Einka- og fjárhagshagsmunir einstaklinga og fyrirtækja. Skýring upplýsingalaga. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 25. október 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-154/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 25. september sl., kærði [A] fréttamaður synjun forsætis-ráðuneytisins, dagsetta 18. sepember sl., um að veita honum aðgang að nánar tilteknum gögnum um sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 27. september sl., var kæran kynnt forsætisráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 9. október sl. Umsögn ráðuneytisins, dagsett þann dag, barst nefndinni innan tilskilins frests, ásamt ljósriti af umbeðnum gögnum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik málsins eru í stuttu máli þessi:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi til forsætis-ráðuneytisins, dagsettu 11. september sl., óskaði kærandi "eftir aðgangi að og afriti af bréfi einkavæðingarnefndar til forsvarsmanna [B] varðandi ákvörðun nefndarinnar um að ganga til viðræðna við þá um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Ennfremur óskaði hann "eftir aðgangi að og afriti af fundargerð einkavæðingarnefndar frá fundi hennar þegar framangreind ákvörðun var tekin."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Forsætisráðuneytið synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 18. september sl. Þar sagði m.a. svo: "Þar eð aðgangur óviðkomandi að þessum upplýsingum er til þess fallinn að draga úr árangri af þeim ráðstöfunum sem að er stefnt við sölu bankans og kunna auk þess að varða mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra, sem rætt hefur verið við í þessu skyni, er beiðni yðar synjað með vísan til 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og síðari málsl. 5. gr. s.l."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, dagsettri 9. október sl., áréttaði forsætis-ráðuneytið fyrrgreinda afstöðu sína með svofelldum hætti: "Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur unnið að undirbúningi að sölu hlutabréfa ríkisins í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. um nokkurt skeið og gert er ráð fyrir að sú vinna standi yfir í nokkrar vikur enn. Ákveðið var á grundvelli þeirrar vinnu sem þá hafði farið fram að ganga til samninga við [B] og standa þær viðræður nú yfir. Þau gögn sem óskað er eftir aðgangi að eru hluti þeirra gagna sem liggja til grundvallar viðræðum ríkisins og [B] um viðskipti með hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. Upplýsingar í þeim standa í tengslum við það sem farið hefur á milli viðræðuaðila og verður ekki skýrt nema í samhengi við þær og önnur gögn. – Verði t.a.m. upplýsingar í fundargerðum nefndarinnar um aðdragandann að ákvörðun hennar um að ganga til viðræðna við [B] á almanna vitorði er það til þess fallið að veikja stöðu nefndarinnar í þeim viðræðum sem nú standa yfir. Sama á við um þau atriði, er fram koma í bréfi nefndarinnar til [B], enda getur almenn umræða um þau hæglega grafið undan viðkvæmum viðræðum aðila og komið í veg fyrir að ríkið nái þeim árangri sem að er stefnt, sbr. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. – Loks telur ráðuneytið að umbeðin gögn veiti upplýsingar um fjárhags- og viðskiptamálefni viðsemjanda þess af því tagi, sem varin eru aðgangi á grundvelli síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins frá 19. október sl., sem birt hefur verið opinberlega, segir m.a. orðrétt: "Framkvæmdanefnd um einkavæðingu og [B] hafa náð samkomulagi um kaup [B] á 45,8% hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. Söluverð er rúmlega 12,3 milljarðar kr. Samkomulagið er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun beggja aðila. Helstu atriði samkomulagsins eru eftirfarandi: · Afhending hlutabréfanna og greiðsla verður tvískipt. Annars vegar 33,3% hlutafjár í kjölfar undirritunar kaupsamnings og hins vegar 12,5% að ári liðnu. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">· Núvirt meðalgengi hlutabréfa í viðskiptunum er 3,91. Það er 6% yfir 90 daga meðalgengi og 12% hærra en gengi í útboði ríkisins í júní sl. · Kaupverð verður að fullu greitt í Bandaríkjadölum og einkum nýtt til greiðslu erlendra skulda ríkissjóðs."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Áður hafði Ríkisendurskoðun tekið saman greinargerð, að beiðni forsætis-ráðu-neytis-ins, um vinnubrögð framkvæmdanefndar um einkavæðingu við undirbúning sölu áður-greindra hlutabréfa ríkisins í Landsbanka Íslands hf. Í greinargerðinni, sem birt hefur verið opinberlega, er m.a. fjallað um það sem gerðist á fundum nefndarinnar þegar rætt var um sölu á hlutabréfunum til [B].</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrir liggur að þau gögn, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, eru annars vegar bréf framkvæmdanefndar um einkavæðingu til [B], dag-sett 9. september sl., og þeir hlutar af fundargerðum nefndarinnar 8. og 9. september sl. sem hafa að geyma frásögn af umfjöllun hennar um sölu á hlutabréfum ríkisins í Landsbanka Íslands hf. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. </FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang að gögnum, "þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almanna vitorði." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: "Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera." Síðar er þar komist svo að orði: "Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjara-samningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar hin tilvitnuðu ummæli í athugasemdunum eru virt verður að líta svo á að þau geti, eftir atvikum, tekið til gagna sem hafa að geyma upplýsingar um fyrirhugaða sölu á eignum ríkis eða sveitarfélaga. Markmiðið með því að halda slíkum upp-lýsingum leyndum fyrir almenningi er að hindra að mögulegir kaupendur geti aflað sér vitneskju sem kunni að koma þeim að notum í samningum við hið opinbera. Með því móti er tryggt að jafnræði ríki í skiptum hins opinbera og við-semjenda þess.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga er að finna svofellt ákvæði: "Veita skal aðgang að gögnum sem 4. tölul. 6. gr. tekur til jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófum er að fullu lokið, nema ákvæði 5. gr. eða 1.- 3. tölul. 6. gr. eigi við." Þetta þýðir að jafnskjótt og gerður hefur verið samningur um sölu á eign hins opinbera ber að veita aðgang að fyrr-greindum upplýsingum, nema ákvæði 5. gr. eða 1. - 3. tölul. 6. gr. upp-lýsinga-laga eigi við.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og fram kemur í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins frá 19. október sl., hefur verið gengið frá samningi milli framkvæmdanefndar um einkavæðingu og [B] um sölu á tilteknum hlutabréfum ríkisins í Landsbanka Íslands hf. Í fréttatilkynningunni, sem birt hefur verið opinberlega, er greint frá söluverði hluta-bréfanna og nokkrum öðrum atriðum sem varða skilmála sölunnar. Þá er ýmislegt af því, sem fram kemur í fundargerðum nefndarinnar frá 8. og 9. september sl., á almanna vitorði eftir að greinargerð Ríkisendurskoðunar, sem vísað er til að framan, hefur verið gerð opinber. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til þess, sem að framan segir, verður ekki talið að ákvæði 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga standi því í vegi að kærandi fái aðgang að hinum umbeðnu gögnum. </FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi "aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskipta-hagsmuni."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Upplýsingar um umsamið verð og skilmála vegna kaupa einkafyrirtækja á eignum ríkis eða sveitarfélaga geta að sjálfsögðu varðað mikilvæga fjárhags- eða viðskipta-hagsmuni fyrirtækjanna. Hins vegar verða þau að sætta sig við að slíkar upplýsingar verði kunngerðar opinberlega vegna almennra fyrirmæla upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra gagna sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Í þeim er ekki að finna neinar þær upplýsingar um atvinnu- og viðskipta-leyndarmál eða rekstrar- eða samkeppnisstöðu [B] sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því og með vísun til þess, sem að framan greinir, ber forsætisráðuneytinu að verða við beiðni kæranda.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Forsætisráðuneytinu ber að veita kæranda, [A], aðgang að bréfi fram-kvæmda-nefndar um einkavæðingu til [B], dag-settu 9. september sl., og þeim hlutum af fundargerðum nefndarinnar 8. og 9. september sl. sem hafa að geyma frásögn af umfjöllun hennar um sölu á hlutabréfum ríkisins í Lands-banka Íslands hf. </FONT><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-153/2002 Úrskurður frá 22. október 2002 | Kærð var synjun landlæknis um aðgang að bréfi hans til yfirlæknis um starfsleyfi til handa kínverskum lækni. Einka- og fjárhagshagsmunir einstaklinga. Kæruheimild. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 22. október 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-153/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 28. ágúst sl., framsendi Persónuvernd afrit af tölvubréfi frá [A], til heimilis að [...] í [...], dagsettu 26. ágúst sl., þar sem kærð er synjun landlæknis um að veita honum aðgang að bréfi hans til [B], yfirlæknis, dagsettu 8. júní 1999, um starfsleyfi til handa kínverskum læknis.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi úrskurðarnefndar, dagsettu 30. ágúst sl., var kæran kynnt landlækni og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 13. september sl. Erindi þetta var ítrekað með öðru bréfi, dagsettu 27. september sl., og fyrri frestur framlengdur til 3. október sl. Umsögn landlæknis, dagsett 1. október sl., barst nefndinni hinn 4. október sl., ásamt ljósriti af umbeðnu bréfi.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fyrrgreindu tölvubréfi til Persónuverndar kvaðst kærandi hafa óskað eftir því að fá að sjá bréf, ritað af embætti landlæknis, dagsett 8. júní 1999, "til [B] yfirlæknis í [...]" varðandi starfsleyfi kínversks læknis. Hafi honum verið synjað um að fá afrit af bréfinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt umsögn landlæknisembættisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 1. október sl., kynnti [B] yfirlæknir [...] í [...] hugmyndir um að fá kínverskan lækni til starfa hér á landi í kynningar skyni og leitaði eftir sjónarmiðum embættisins til þess með bréfi, dagsettu 17. maí 1999. Í svarbréfi landlæknis, dagsettu 8. júní það ár, hafi hann tekið fram að sér þætti hugmyndin áhugaverð og að hann styddi hana svo framarlega sem "þetta sé gert einfarið á faglegri ábyrgð lækna stofnunarinnar". Í umsögninni segir síðan orðrétt: "Það er skilningur landlæknisembættisins að hér hafi verið um einstakt mál að ræða og á engan hátt fordæmisgefandi." Á þeirri forsendu hafi kæranda verið synjað um aðgang að umræddu bréfi.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa ekki látið úrskurðarnefnd í té nein gögn um samskipti sín, áður en kærandi sendi tölvubréf sitt til Persónuverndar. Þar eð landlæknir hefur ekki gert athugasemdir við staðhæfingar kæranda um málsatvik eða mótmælt því, að litið verði á erindi hans sem kæru á synjun um að veita honum aðgang að hinu umbeðna bréfi, verður leyst úr málinu eins og venjulegu kærumáli á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Í bréfi því, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, er ekki að finna neinar upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga. Landlæknir hefur heldur ekki bent á önnur ákvæði í 4. eða 6. gr. laganna, sem aftra því að kærandi fái aðgang að bréfinu, en það eitt að afgreiðsla máls hafi verið afbrigðileg eða óvenjuleg af hálfu stjórnvalds getur ekki staðið því í vegi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til þessa ber landlækni að veita kæranda aðgang að umræddu bréfi.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landlækni er skylt að veita kæranda, [A], aðgang að bréfi til [B], yfirlæknis, dagsettu 8. júní 1999, varðandi starfsleyfi til handa kínverskum lækni.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-152/2002 Úrskurður frá 8. ágúst 2002 | Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að bréfi til flugfélags vegna tiltekinna öryggisráðstafana í tengslum við opinbera heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands. Lögskýring. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Einkahagsmunir einstaklinga. Öryggi ríkisins. Stjórnarskrá. Aðgangur að hluta. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 8. ágúst 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-152/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 9. júlí sl., kærði [A], fréttamaður, synjun dóms- og kirkju-málaráðuneytisins, dagsetta 1. júlí sl., um að veita honum aðgang að bréfi ráðu-neytisins til [flugfélagsins B] vegna tiltekinna öryggisráðstafana í tengslum við opinbera heimsókn forseta Kína hingað til lands í júnímánuði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 15. júlí sl., var kæran kynnt dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 26. júlí sl. Frestur þessi var síðar framlengdur til 2. ágúst sl. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 30. júlí sl., barst nefndinni þann dag, ásamt ljósriti af umbeðnu bréfi á íslensku og ensku. Ljósrit af lista, sem fylgdi bréfinu, barst nefndinni frá ráðuneytinu 1. ágúst sl., sbr. bréf þess dagsett þann dag.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst vék sæti í máli þessu og tók Ólafur E. Friðriksson, varamaður, þátt í meðferð og úrlausn málsins í hennar stað. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, sem barst dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 24. júní sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að bréfi ráðuneytisins til [B], dagsettu 11. júní sl., vegna tiltekinna öryggisráðstafana í tengslum við opinbera heimsókn forseta Kína hingað til lands.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Dóms- og kirkjumálaráðuneytið synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 1. júlí sl., með vísun til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar segir að ráðuneytið hafi þegar veitt upplýsingar um efni bréfsins á opinberum vettvangi að því marki sem það telji unnt. Fram hafi komið að efni bréfsins tengist þeim öryggisráðstöfunum sem nauðsynlegt hafi verið að grípa til vegna opinberrar heimsóknar forseta Kína hingað til lands. Í því skyni hafi verið lagt fyrir flugfélagið að flytja ekki félaga í hreyf-ingunni [C] hingað til lands meðan á heimsókninni stæði. Að öðru leyti taldi ráðuneytið að ekki væri unnt að upplýsa um efni bréfsins né heldur að veita að því aðgang, hvort sem er að hluta eða í heild.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar er þessi tilgangur bréfsins til [B] áréttaður. Þar segir m.a. orðrétt: "Með bréfinu fylgdu listar frá embætti ríkislögreglustjóra með nöfnum einstaklinga, sem vitað var að væru meðlimir í umræddri hreyfingu eða tengdust henni með öðrum hætti. Bréf þetta og umræddir listar eru hluti af gögnum sem án alls vafa falla undir 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Bréfið tengist þeim öryggisráðstöfunum sem lögreglu-yfirvöld töldu nauðsynlegt að grípa til vegna opinberrar heimsóknar forseta Kína til Íslands. Upplýsingar þessar varða öryggi ríkisins, þ.e. öryggisráðstafanir íslenskra lögreglu-yfirvalda í tengslum við opinbera heimsókn þjóðhöfðingja til Íslands."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd óskaði sérstaklega eftir því við dóms- og kirkjumálaráðuneytið að gerð yrði nánari grein fyrir því að hve miklu leyti upplýsingar um efni bréfsins hefðu þegar verið veittar opinberlega. Um þetta segir svo í umsögn ráðuneytisins: "Greint var frá því af hálfu ráðherra og embættismanna í samtölum við fjölmiðla að lagt hefði verið fyrir [B] að flytja ekki hingað til lands meðlimi í hreyfingunni [C]. Þessi aðgerð svo og aðrar aðgerðir íslenskra yfirvalda sem tengdust hinni opinberu heimsókn voru einnig rækilega rökstuddar af sömu aðilum með sama hætti. Með hliðsjón af öryggishagsmunum íslenska ríkisins var hins vegar ekki hægt að greina nánar frá atriðum sem tengdust skipulagi öryggismála í tengslum við hina opinberu heimsókn. Var þar m.a. um að ræða með hvaða hætti listar íslenskra lögregluyfirvalda um þekkta meðlimi í hreyfingunni [C] hefðu verið settir saman svo og áhættumat lögreglu vegna heimsóknarinnar. Bréf ráðuneytisins til [B] fellur undir þetta, en því fylgdu áðurnefndir listar."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">I.</FONT><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þótt kærandi segist í kæru óska eftir aðgangi að bréfi dóms- og kirkjumála-ráðu-neytis-ins til [B] "frá 11. júní sl." er ljóst að hann er að fara fram á að fá aðgang að bréfi ráðuneytisins til flugfélagsins vegna tiltekinna öryggisráðstafana í tengslum við opinbera heimsókn forseta Kína hingað til lands. Þau bréf eru raunar tvö. Fyrra bréfið er á íslensku og er dagsett 10. júní sl. Því fylgdi sá listi eða listar sem vitnað er til í umsögn ráðuneytisins frá 30. júlí sl. Það síðara er á ensku og er dagsett 11. júní sl. Með vísun til 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga er rétt að líta svo á að kærandi sé í raun að óska eftir aðgangi að báðum þessum bréfum. </FONT><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">II.</FONT><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 1. tölul. 6. gr. laganna segir síðan að heimilt sé "að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almanna-hagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um . . . öryggi ríkisins eða varnarmál".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er fyrri hluti þessa töluliðar skýrður á svofelldan hátt: "Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir . . . Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingar-mikla hagsmuni. Ef upplýsingar, þeim tengdar, berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þótt rétt sé að skýra orðin "öryggi ríkisins" í 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga tiltölulega rúmt verður á hinn bóginn ekki framhjá því litið, við úrlausn þessa máls, að hér er um að ræða undantekningu frá meginreglunni í 1. mgr. 3. gr. laganna. Þar af leiðandi er ekki heimilt að synja almenningi, þ. á m. fjölmiðlum, um aðgang að gögnum á grundvelli ákvæðisins nema ótvírætt sé að upplýsingar, sem þau hafa að geyma, varði öryggi ríkisins og mikilvægir almanna-hagsmunir krefjist þess að þeim sé haldið leyndum, sbr. upphafsorð 6. gr. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni bréfa dóms- og kirkjumála-ráðu-neytisins til [B]. Þótt bréfin hafi vissulega tengst öryggisráðstöfunum í tengslum við opinbera heimsókn erlends þjóðhöfðingja hingað til lands er þar, að mati nefndar-innar, ekki að finna neinar upplýsingar, sem varða öryggi ríkisins, þannig að mikil-vægir almanna-hagsmunir krefjist þess að þeim sé haldið leyndum. Við það mat hefur m.a. verið tekið tillit til þess að megininntak bréfanna hefur þegar verið kunngert opinberlega og að hinni opinberu heimsókn er lokið.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">III.</FONT><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrri málsliður 5. gr. upplýsingalaga er svohljóðandi: "Óheimilt er að veita almenn-ingi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Listi sá, sem fylgdi fyrra bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til [B], hefur að geyma nöfn einstaklinga sem pantað höfðu far með flugfélaginu hingað til lands dagana 3.-14. júní sl. Töldu íslensk lögregluyfirvöld að hér væri ýmist um að ræða einstaklinga sem væru félagar í hreyfingunni [C] eða að þeir tengdust henni með einhverjum hætti. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Trúfrelsi manna og skoðanafrelsi eru stjórnarskrárvarin réttindi, sbr. 63. gr. og 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Úrskurðarnefnd lítur svo á að upplýsingar um trúarbrögð manna, svo og um aðild þeirra og afstöðu til hreyfinga á borð við [C], teljist til upplýsinga um einkamálefni einstaklinga, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu ber því að synja kæranda um aðgang að umræddum lista.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Efst á fyrstu síðu listans, á undan upptalningu nafna, er að finna leiðbeinandi upplýsingar, að því er virðist til starfsmanna [B], sem hvorki falla undir ákvæði 5. gr. né 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga, eins og þau eru skýrð hér að framan. Með skírskotun til 7. gr. laganna ber því að veita kæranda aðgang að þeim.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Dóms- og kirkjumálaráðuneytið skal veita kæranda, [A], aðgang að bréfum ráðuneytisins til [B], dagsettum 10. og 11. júní sl., í tilefni af opinberri heim-sókn forseta Kína hingað til lands, svo og að leiðbeinandi upplýsingum efst á fyrstu síðu listans sem fylgdi fyrra bréfinu.</FONT><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur E. Friðriksson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT></DIV><BR> |
A-151/2002 Úrskurður frá 15. júlí 2002 | Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að reglum um vopnaburð, settar með stoð í vopnalögum. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Öryggi ríkisins. Lögskýring. Gildissvið upplýsingalaga. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 15. júlí 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-151/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 13. júní sl. kærði [A], fréttamaður á Stöð 2, fyrir sína hönd og [B], fréttamanns á Stöð 2, synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dag-setta sama dag, um að veita þeim aðgang að reglum um vopnaburð sem dóms-mála-ráðherra hefur sett með stoð í 3. gr. vopnalaga nr. 16/1998. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 18. júní sl., var kæran kynnt dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 2. júlí sl. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 1. júlí sl., barst 4. júlí sl. og fylgdi henni ljósrit af bréfi ríkislögreglustjóra til annarra lög-reglu-stjóra og Lögregluskóla ríkisins, dagsettu 16. mars 1999, og reglum um vald-beitingu lög-reglu-manna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, útgefnum 22. febrúar 1999, ásamt skýringum með reglunum. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 11. júní sl., óskaði [A], fyrir sína hönd og [B], "eftir aðgangi að og afriti af þeim reglum, sem dómsmálaráðherra hefur sett, um vopnaburð með stoð í 3. grein vopnalaga og ná yfir vopnaburð lög-reglu-manna, öryggisvarða og lífvarða, þ. á m. lífvarða erlendra þjóðhöfðingja í heimsókn hér á landi." Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafnaði aðgangi kærenda að umræddum reglum með bréfi, dagsettu 13. júní sl. Synjunin var rökstudd með þeim hætti að reglurnar séu eingöngu birtar innan lögreglunnar og gildi einvörðungu gagn-vart lögreglumönnum og öðrum þeim einstaklingum, sem fara með vopn á grund-velli reglnanna, t.d. erlendum öryggisvörðum. Ráðuneytinu sé rétt og skylt að takmarka aðgang almennings að þessum gögnum, enda krefjist mikilvægir almanna-hagsmunir og öryggi ríkisins þess, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru er m.a. komist svo að orði af hálfu kærenda: "Hlýtur að teljast einkennilegt í meira lagi að reglur, sem settar eru samkvæmt landslögum um vopnaburð, jafnvel erlendra gesta hér á landi, sé haldið leyndum. Er þvert á móti eðlilegt að landsmenn geti gert sér grein fyrir þeim reglum, sem gilda um vopnaburð lífvarða, sem kunna að hafa afskipti af borgurum hér." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á það er bent í umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að í bréfi ríkislögreglu-stjóra til annarra lögreglustjóra og Lögregluskóla ríkisins, dagsettu 16. mars 1999, sé lögð áhersla á að umræddar reglur séu háðar tak-mörkunum á upplýsingarétti vegna mikil-vægra almannahagsmuna og öryggis ríkisins. Ennfremur er tekið fram að það sé skýr afstaða ráðuneytisins að með reglurnar skuli fara skv. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Síðan segir orðrétt í umsögninni: "Reglur af þessu tagi hafa til þessa ekki verið birtar almenningi og er birting þeirra bundin við lögreglumenn og aðra þá sem fara skulu eftir þessum reglum. Reglurnar fjalla um valdbeitingu og valdbeitingartæki lögreglu, lögregluvopn, skotvopn og önnur vopn og beitingu þeirra. Það er því mat ráðu-neytisins að það stríddi beinlínis gegn almannahagsmunum og öryggi ríkisins ef þessar reglur væru á allra vitorði. Lögð er áhersla á að reglum þessum er fyrst og fremst beint að lögeglumönnum og þær birtar þeim. Ljóst er að ef þessar upplýsingar væru á allra vitorði gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar og beinlínis valdið lögreglu-mönnum erfiðleikum og hættu í störfum sínum."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center></DIV><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 1. tölul. 6. gr. laganna segir síðan að heimilt sé "að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almanna-hagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um . . . öryggi ríkisins eða varnarmál".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er fyrri hluti þessa töluliðar skýrður á svofelldan hátt: "Með upplýsingum um öryggi ríkisins er eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við. Upplýsingar um skipulag löggæslu, landhelgisgæslu, almannavarna og útlendingaeftirlits geta fallið hér undir . . . Við túlkun á ákvæðinu verður að hafa í huga að því er ætlað að vernda mjög þýðingar-mikla hagsmuni. Ef upplýsingar, þeim tengdar, berast út getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þess vegna verður að skýra ákvæðið tiltölulega rúmt."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Reglur þær um valdbeitingu lög-reglu-manna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, sem kærendur óska eftir aðgangi að, hafa verið settar með heimild í 1. mgr. 3. gr. vopnalaga sem er svohljóðandi: "Lög þessi gilda ekki um vopn, tæki og efni skv. 1. og 2. gr. sem eru í eigu Landhelgisgæslu, lögreglu, fangelsa eða erlendra lögreglu-manna eða öryggisvarða sem starfa undir stjórn lögreglu. Ráðherra setur um þau sérstakar reglur."</FONT><DIV ALIGN=center></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og fram kemur í umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, hafa umræddar reglur einungis verið birtar lögreglumönnum og öðrum þeim sem fara eiga eftir reglunum. Eftir sem áður er þeim einstaklingum að sjálfsögðu skylt að hlíta fyrir-mælum lögreglulaga nr. 90/1996 og annarra laga, svo og stjórnvaldsfyrirmæla, þar sem mælt er fyrir um samskipti lögreglumanna og annarra þeirra, sem fara með lögreglu-vald, við almenna borgara.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd fellst á þau rök dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að það gæti stofnað öryggi ríkisins í hættu ef vitneskja um vopnaburð lögreglu og meðferð hennar og notkun á vopnum og öðrum valdbeitingartækjum væri á allra vitorði. Slík vitneskja gæti jafnframt valdið lög-reglu-mönnum erfiðleikum og hættu í störfum sínum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til alls þess, sem að framan greinir, verður að telja að heimilt sé, í þágu öryggis ríkisins, að takmarka aðgang almennings að umræddum reglum, sbr. 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Ber þar af leiðandi að stað-festa hina kærðu ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að synja kærendum um aðgang að reglunum.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að synja kærendum, [A] og [B], um aðgang að reglum um valdbeitingu lög-reglu-manna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, útgefnum 22. febrúar 1999.</FONT><BR><BR><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-150/2002 Úrskurður frá 11. júlí 2002 | Kærð var synjun Mosfellsbæjar um að veita aðgang að lögfræðiáliti sem aflað var vegna bótakröfu á hendur bænum. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Stjórnvaldsákvörðun. Kæruleiðbeiningar. Kæruheimild. Frávísun. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 11. júlí 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-150/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 22. maí sl., kærði [A] hdl., f.h. [B], til heimilis að [C] í [...], til félagsmálaráðu-neytis-ins synjun Mosfellsbæjar, dagsetta 15. maí sl., um að veita honum aðgang að lög-fræðiáliti sem aflað var vegna bótakröfu hans á hendur bænum. Að mati félagsmála-ráðuneytisins heyrir kæran undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál og framsendi það hana því til nefndarinnar með bréfi, dagsettu 27. maí sl. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 19. júní sl., var kæran kynnt Mosfellsbæ og bænum veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 3. júlí sl. Umsögn bæjarins, dagsett 1. júlí sl., barst innan þessa frests og fylgdi henni m.a. ljósrit af lögfræðiáliti Lex ehf. lögmannsstofu, dagsettu 17. apríl sl., sem mál þetta snýst um. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærumál þetta á rætur að rekja til þess að á árinu 2000 synjaði Mosfellsbær umsókn kæranda um stækkun aukaíbúðar að [C]. Kærandi skaut þeirri ákvörðun til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála sem felldi hana úr gildi og lagði fyrir bæjaryfirvöld að taka umsókn kæranda til meðferðar að nýju til lögmætrar ákvörðunar. Í kjölfarið lagði kærandi fram bótakröfu á hendur bænum, vegna ólög-mætrar synjunar á fyrrgreindri umsókn hans. Að fengnu lögfræðiáliti frá Lex ehf. lögmannsstofu hafnaði bærinn bótakröfunni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 3. maí sl. óskaði kærandi munnlega eftir að fá lögfræðiálitið afhent og var sú ósk ítrekuð samdægurs með bréfi umboðsmanns hans til bæjarritara Mosfellsbæjar. Með bréfi bæjarritara til kæranda, dagsettu 15. maí sl., var þeirri beiðni hafnað með vísun til 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Jafnframt var kæranda bent á rétt til þess að kæra synjunina til úrskurðarnefndar um upp-lýsinga-mál skv. 14. gr. upp-lýsinga-laga. Eins og fram kemur í kaflanum um kæruefni hér að framan, kærði umboðsmaður kæranda synjunina hins vegar til félagsmálaráðuneytisins á grundvelli stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Til stuðnings beiðni kæranda um að fá lögfræðiálitið afhent er í kærunni vísað til 1. mgr. 15. gr. og 2. mgr. 16. gr. þeirra laga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga er ekki ástæða til að gera frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samvæmt 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga á aðili stjórnsýslumáls rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn, er málið varða, þar sem taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. Frá upplýsingarétti aðila máls eru gerðar undantekningar í 3. mgr. 15. gr., svo og í 16. og 17. gr. stjórnsýslulaga. Þótt fyrirmæli laganna um upplýsingarétt séu nátengd fyrirmælum 13. gr. þeirra um and-mælarétt getur aðili máls haft ríka hagsmuni af því að fá að kynna sér gögn máls eftir að ákvörðun stjórnvalds liggur fyrir, t.d. til að ákveða hvort ákvörðunin skuli borin undir dómstóla.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er svo fyrir mælt að stjórnvöldum sé skylt að veita aðila aðgang að skjölum og öðrum gögnum, sem varða tiltekið stjórnsýslumál, ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Frá þeirri meginreglu er að finna undan-tekningar í 2. og 3. mgr. greinarinnar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er kveðið á um að lögin gildi ekki um aðgang að gögnum samkvæmt stjórnsýslulögum. Þar af leiðandi ber því aðeins að leysa úr beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga að stjórnsýslulög taki ekki til hennar, enda er réttur aðila máls til aðgangs að málsgögnum rýmri samkvæmt þeim lögum. Þegar vafi leikur á því, hvort leysa beri úr beiðni um aðgang að gögnum sam-kvæmt stjórnsýslulögum eða upplýsingalögum, er því eðlilegt að það sé gert á grund-velli þeirra fyrrnefndu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í því máli, sem til úrlausnar er, fer kærandi fram á að fá aðgang að lögfræðiáliti sem Mosfellsbær hefur aflað í tilefni af kröfu hans um bætur vegna þeirrar ákvörðunar bæjar-ins að synja honum um stækkun á íbúð. Vegna þess að sú ákvörðun er ótvírætt stjórn-valds-ákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga og beiðni kæranda er borin fram af honum, sem aðila að því stjórnsýslumáli, ber samkvæmt framansögðu að leysa úr beiðninni á grundvelli stjórnsýslulaga, en ekki upp-lýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. þeirra laga. Þar af leiðandi verður synjun bæjarins um að veita kæranda aðgang að lögfræðiálitinu ekki kærð til úrskurðar-nefndar um upplýsingamál skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsinga-laga og verður af þeim sökum að vísa kæru hans frá nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru [B] á hendur Mosfellsbæ er vísað frá úrskurðarnefnd. </FONT><BR><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-148/2002 Úrskurður frá 3. júlí 2002 | Kærð var synjun Hreppsnefndar Austur-Eyjafjallahrepps um að veita aðgang að útboðsgögnum. Hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Útboð. Gildissvið upplýsingalaga. Upplýsingaréttur aðila. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Takmarkanir á upplýsingarétti. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 3. júlí 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-148/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 21. mars sl., óskaði [A], til heimilis að [...] í [...], eftir því að úrskurðarnefnd tæki afstöðu til ýmissa atriða varðandi útboð á vegum hreppsnefndar Austur-Eyjafjallahrepps, þar sem auglýst hafði verið eftir tilboðum í leigu á sal, eldhúsi og annarri aðstöðu í félagsheimilinu Fossbúð í Skógum til reksturs ferðaþjónustu. Í því skyni var ýmsum spurningum beint til nefndarinnar, þ. á m. þeirri hvort hreppsnefndin gæti "neitað að afhenda bjóðendum afrit af þeim tilboðum sem bárust". </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í ljósi þess að [A] hafði óskað eftir að fá afrit af umræddum tilboðum og verið synjað um það með bréfi oddvita Austur-Eyjafjallahrepps, dagsettu 27. febrúar sl., leit úrskurðarnefnd á fyrrgreint bréf hans sem kæru á þeirri synjun. Með bréfi, dagettu 24. apríl sl., var kæranda tilkynnt þessi niðurstaða nefndarinnar og honum jafnframt gerð grein fyrir því að ekki sé á valdi hennar að leysa úr öðrum álitaefnum varðandi útboðið en því hvort veita beri honum aðgang að tilboðunum á grundvelli upplýsinga-laga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu sama dag, var kæran kynnt hreppsnefnd Austur-Eyjafjallahrepps og henni veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 7. maí sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu í trúnaði látin í té afrit af þeim gögnum, sem kæran lyti að, innan sama frests. Með símbréfi, dagsettu 7. maí sl., fór [...] hrl. fram á að frestur þessi yrði framlengdur til 27. maí sl. Með bréfi, dagsettu sama dag, var fallist á að framlengja frestinn til 14. maí sl. Með tölvubréfi, dagsettu sama dag, fór umboðsmaður hreppsnefndarinnar enn fram á lengri frest og var hann með bréfi nefndarinnar, dagsettu sama dag, framlengdur til 17. maí sl. Þar eð engin gögn höfðu borist frá hreppsnefndinni hinn 23. maí sl. var skorað á hana að láta þau þegar í stað í té með bréfi, dagsettu þann dag. Umsögn umboðsmanns hreppsnefndarinnar, dagsett 25. maí sl., barst úrskurðarnefnd í símbréfi 27. maí sl. og gögn málsins loks eftir ítrekun hinn 14. júní sl. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með auglýsingu í Morgunblaðinu 14. október sl. bauð hreppsnefnd Austur-Eyjafjallahrepps út leigu á sal og annarri aðstöðu í félagsheimilinu Fossbúðum í Skógum til reksturs ferðaþjónustu. Kærandi bauð í þennan rekstur ásamt þremur öðrum einstaklingum. Að auki bárust tvö önnur tilboð, þ.e. frá [B], dagsett 30. október 2001, og [C], dagsett 31. október 2001. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tilboðin voru síðan opnuð og lesin upp á opnum fundi hreppsnefndar 10. desember 2001. Í kjölfarið var ákveðið að leita eftir umsögnum [D] og hússtjórnar félagsheimilisins um þau. Á fundi hreppsnefndar 21. janúar sl. var samþykkt að taka tilboði frá [C] í reksturinn. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 8. febrúar sl., óskaði kærandi m.a. "eftir að fá afrit af þeim tilboðum sem bárust í ofangreindan rekstur og greinargerðir endurskoðanda um þau." Með bréfi oddvita hreppsnefndar, dagsettu 27. febrúar, var beiðni kæranda um að fá afrit af tilboðunum hafnað þar sem oddvitinn taldi sig ekki hafa heimild til þess "að dreifa tilboðum þeim er bárust í umræddan rekstur." Hins vegar kemur fram í bréfi kæranda til úrskurðarnefndar, dagsettu 21. mars sl., að hann hafi fengið afhentar greinargerðir [D] um tilboðin.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn umboðsmanns hreppsnefndar til úrskurðarnefndar, dagsettri 25. maí sl., kemur fram að hreppurinn hafi ekki litið svo á að um opinber innkaup hafi verið að ræða í skilningi laga nr. 94/2001, heldur tímabundna útleigu á húsnæði hreppsins. Þá er bent á að öll tilboðin hafi verið birt á hreppsnefndarfundi 10. desember 2001. Hreppsnefnd líti á hinn bóginn svo á að henni sé óheimilt að ljósrita tilboð einstakra aðila og dreifa þeim. Öll birting eða dreifing þeirra umfram það, sem þegar hafi verið gert á hreppsnefndarfundinum, sé trúnaðarbrot við einstaka bjóðendur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga segir að lögin taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Lögin gilda um beiðni um aðgang að tilboðum þegar um er að ræða útboð á vegum ríkis og sveitarfélaga á vörum og þjónustu, hvort sem um er að ræða beiðni al-mennings eða aðila máls. Ástæðan er sú að ákvarðanir, sem teljast einkaréttar eðlis, eins og þær hvort og þá hvaða tilboði skuli tekið, falla utan gildissviðs stjórnsýslulaga, eins og tekið er fram í athugasemdum við 1. gr. frumvarps til þeirra laga, sbr. og 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Skiptir í þessu sambandi ekki máli hvort um sé að ræða opinber innkaup í skilningi laga nr. 94/2001. </FONT><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Úrskurðarnefnd lítur svo á að kærandi sé aðili máls í skilningi hins umrædda ákvæðis þar eð hann hefur sem einn af tilboðsgjöfum augljósa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að hinum um-beðnu gögnum. Með vísun til meginmarkmiðs upplýsingalaga og athugasemda með frumvarpi til laganna hefur nefndin skýrt orðalagið "upplýsingar um hann sjálfan" svo rúmt að það taki til upplýsinga sem varða aðila máls. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er þannig skylt að veita aðila máls aðgang að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar sem varða hann sjálfan. Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir í 2. tölul. 2. mgr. að ákvæði 1. mgr. gildi ekki "um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni er leynt eiga að fara skv. 6. gr." laganna. Þá segir ennfremur orðrétt í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."</FONT><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang að gögnum, "þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: "Óheftur réttur til upplýsinga getur ... skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína." Ekki er loku fyrir það skotið að það geti skaðað stöðu hins opinbera á almennum útboðsmarkaði ef þeim, sem þátt taka í útboði, er veittur ótakmarkaður aðgangur að tilboðum annarra þátttakenda í útboðinu. Slíkt gæti leitt til þess að framvegis tækju færri þátt í útboðum á vegum hins opinbera. Í máli þessu hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á það af hálfu hreppsnefndar Austur-Eyjafjallahrepps að það, eitt og sér, gæti skaðað samkeppnisstöðu sveitarfélagsins á útboðsmarkaði þótt kæranda yrði veittur aðgangur að hinum umbeðnu gögnum. </FONT><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra tveggja tilboða sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að og greind eru í kaflanum um málsatvik hér að framan. Í tilboðunum er ekkert það að finna, að áliti nefndarinnar, sem er þess eðlis að þeim skuli haldið leyndum fyrir kæranda með tilliti til hagsmuna þeirra, sem þau gerðu, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til meginreglunnar í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga og þess, sem rakið er hér að framan, er það því niðurstaða nefndarinnar að hreppsnefnd Austur-Eyja-fellshrepps sé skylt að veita kæranda aðgang að tilboðunum í heild sinni.</FONT><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hreppsnefnd Austur-Eyjafjallahrepps ber að veita kæranda, [A], aðgang að tilboðum frá [B], dagsettu 30. október 2001, og [C], dagsettu 31. október 2001, í leigu á sal, eldhúsi og annarri aðstöðu í félagsheimilinu Fossbúð í Skógum til reksturs ferðaþjónustu.</FONT><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-149/2002 Úrskurður frá 1. júlí 2002 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytis um aðgang að gögnum um ríkisjörð. Beiðni um aðgang að upplýsingum. Tilgreining máls. Fjöldi mála. Synjun. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 1. júlí 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-149/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 21. maí sl., kærði [A], f.h. [B], til heimilis að [...] í [...], [...], synjun landbúnaðarráðuneytisins, dagsetta 22. apríl sl., um að veita honum aðgang að gögnum um ríkisjörðina [C] í [...].</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 23. maí sl., var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 3. júní sl. Að beiðni ráðuneytisins var frestur þessi framlengdur til 14. júní sl. Þann dag barst umsögn ráðuneytisins og er hún dagsett sama dag.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi og [D], sem búa á jörðinni [...] í [...], [...], hafa um nokkurt skeið leitað eftir því við landbúnaðar-ráðuneytið að fá ríkisjörðina [C] í sömu sveit til ábúðar eða leigu. Ráðuneytið hefur hafnað þeirri beiðni þegar af þeirri ástæðu að jörðin sé ekki laus til ráðstöfunar. Með bréfi til ráðuneytisins, dagsettu 26. mars sl., óskuðu kærandi og [D] eftir "öllum gögnum varðandi umrædda jörð, frá árinu 1968, og fram til dagsins í dag." Í bréfinu eru gögn þau, sem óskað er eftir aðgangi að, skýrð með eftir-greindum hætti: "Allar skriflegar heimildir til og frá ráðu-neyti varðandi umrædda jörð. Minnispunktar og fundargerðir þar sem fjallað er um umrædda jörð. Leigusamningar og upplýsingar um afdrif kvóta, sem hér var. Óskum eftir, að með þessum gögnum fylgi listi yfir þessi gögn, þar sem þeirra gagna er líka getið sem við getum ekki fengið aðgang að, ef nokkur eru."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landbúnaðarráðuneytið synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 22. apríl sl., á þeim grundvelli að beiðni hans sé ekki þannig úr garði gerð sem áskilið er í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til úrskurðarnefndar er málsástæðum landbúnaðarráðuneytisins hafnað og áréttað að beiðni kæranda sé einskorðuð við tiltekin gögn málsins á þann hátt sem að framan greinir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn landbúnaðarráðuneytisins til nefndarinnar er áréttað að beiðni kæranda upp-fylli ekki þau skilyrði sem 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga geri til beiðni um aðgang að gögnum samkvæmt lögunum, enda feli hún í raun í sér að ráðuneytið láti í té öll gögn sem til eru í ráðuneytinu um jörðina [C] frá 34 ára tímabili. Beiðni hans taki því til ótilgreinds fjölda gagna úr mörgum stjórn-sýslumálum sem verið hafi til meðferðar í ráðuneytinu á þessu tímabili. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sá sem fer fram á aðgang að gögnum, verður að miða beiðni sína við tiltekin gögn með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði m.a. skýrt svo: "Í beiðni verður að tilgreina gögnin eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á gögnunum eða málinu. - Það leiðir af 1. mgr. að ekki er hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili." Í samræmi við þetta hefur úrskurðarnefnd skýrt ákvæðið svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og fram kemur í lýsingu málsatvika hér að framan, óskar kærandi eftir að fá aðgang að ótilteknum fjölda gagna í vörslum landbúnaðarráðuneytisins varðandi tilgreinda ríkisjörð frá 34 ára tímabili. Þótt beiðnin sé afmörkuð á þann veg að taldar séu upp þær tegundir skjala, sem farið er fram á aðgang að, er engu að síður verið að óska eftir aðgangi að fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli frá tímabili sem spannar nokkra áratugi. Samkvæmt framansögðu verður synjun ráðu-neytisins þar af leiðandi staðfest.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins að synja kæranda, [B], um aðgang að gögnum um jörðina [C] í Skaftárhreppi, eins og beiðni hans er úr garði gerð.</FONT><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-147/2002 Úrskurður frá 10.4 2002 | Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um að veita fréttamönnum aðgang að bréfi sem það hafði sent tilteknum aðilum um sviptingu atkvæðisréttar þeirra á aðalfundi viðskiptabanka. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna viðskipta- og fjárhagshagsmuna. Þagnarskylda. Eftirlitsskylda hins opinbera. Gildissvið upplýsingalaga. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 10. apríl 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-147/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 18. mars sl., kærðu fréttamennirnir [A] og [B] synjun Fjármálaeftirlitsins, dagsetta 13. mars sl., um að veita þeim aðgang að bréfi eða bréfum þess til eigenda [C], [...] og fleiri í svonefndum [D]-hópi, um sviptingu atkvæðisréttar þeirra á aðalfundi [E] 11. mars sl. og ástæður fyrir henni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 18. mars sl., var kæran kynnt Fjármálaeftirlitinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 26. mars sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu í trúnaði látin í té afrit af þeim gögnum, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn [...] hrl., f.h. Fjármálaeftirlitsins, dagsett 26. mars sl., barst innan tilskilins frests, ásamt afriti af bréfi stofnunarinnar til [C], dagsettu 11. mars sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við úrlausn þessa máls.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að á grundvelli 12. gr. laga nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði, sbr. 10. gr. sömu laga, tók Fjármálaeftirlitið þá ákvörðun að hlutum [C] í [E] skyldi ekki fylgja atkvæðisréttur. Var bankanum tilkynnt sú ákvörðun 11. mars sl. og samdægurs var tilkynning þess efnis birt á Verðbréfaþingi Íslands. Í tilkynningunni sagði að [C] hefði verið kynnt þessi ákvörðun og ástæður hennar. Þá var tekið fram að ákvörðunin yrði tekin til endurskoðunar jafnskjótt og gripið hefði verið til úrbóta af hálfu félagsins og annarra hlutaðeigandi aðila sem Fjármálaeftirlitið teldi nægilegar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 12. mars sl., óskuðu kærendur eftir "aðgangi að og afriti af bréfi eða bréfum Fjármálaeftirlitsins til eigenda [C], [...] og fleiri í svonefndum [D]-hópi um sviptingu atkvæðisréttar þeirra á aðalfundi [E] í gær, 11. mars, og ástæðurnar fyrir henni." Fjármálaeftirlitið synjaði beiðni þeirra með bréfi, dagsettu 13. mars sl., þar sem vísað er til þagnar-skylduákvæða IV. kafla laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Jafnframt er tekið fram í svarinu að Fjár-mála-eftirlitið telji það vera á meðal grunnforsendna þess að geta beitt eftirliti og tekið ákvarðanir, í þessu tilviki á grundvelli laga um viðskiptabanka og sparisjóði, að tryggt sé að trúnaður sé virtur gagnvart þeim aðilum sem ákvörðun beinist að.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar er m.a. vísað til þeirra röksemda, sem búa að baki upp--lýsingarétti almennings, svo og til fordæmisgildis ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins og hags--muna almennra hluthafa í [E] af því að öðlast vitneskju um á hverju hún hefði byggst.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn umboðsmanns Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndar er áréttað að stofnunin njóti víðtækra heimilda til aðgangs að gögnum hjá þeim aðilum, sem eftirlit hennar beinist að, til þess að hún geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu, sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 87/1998. Á stjórn og starfsmönnum stofnunarinnar hvíli því rík þagnarskylda skv. 13. gr. sömu laga. Opinber umfjöllun af hálfu þess, sem þagnarskyldunni er ætlað að vernda, leiði ekki til þess að þeim, sem þagnarskyldan hvílir á, sé heimilt að láta af hendi trúnaðarupplýsingar, sbr. 5. mgr. 13. gr. Í því skyni sé m.a. mælt svo fyrir í 2. mgr. 13. gr. að á Fjármálaeftirlitinu hvíli sambærileg þagnarskylda og á þeim aðilum, sem eftirlit þess beinist að í hverju tilviki. Í því tilviki, sem hér um ræðir, eigi því við 43. gr. laga nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði. Líta verði á þá grein sem sérákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsinga-laga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögninni er ennfremur gerð grein fyrir heimild sem Fjármálaeftirlitið hafi til að grípa til ráðstafana gagnvart aðila sem fer með virkan eignarhlut í viðskipta-banka, ef aðila er svo farið eða fari hann þannig með hlut sinn að það skaði heil-brigðan og traustan rekstur bankans. Þær ráðstafanir geti m.a. falið í sér að ákveðið sé að hlutum fylgi ekki atkvæðisréttur. Við mat á því hvort gripið sé til slíkra ráðstafana skuli m.a. höfð hliðsjón af þeim atriðum, sem mælt sé fyrir um í 6. mgr. 10. gr. laga nr. 113/1996, auk þess sem sérstök hliðsjón skuli höfð af því hvort staða eða háttsemi viðkomandi aðila sé til þess fallin að rýra traust almennings á hlutaðeigandi banka, ef hún væri opinber, sbr. 2. mgr. 12. gr. laganna. Við ákvörðun á því, hvort virkum eignaraðila verði meinaður atkvæðisréttur á grundvelli hluta sinna, sé m.a. tekið mið af fjárhagsstöðu hans og öðrum atriðum er varða hag hans. Þegar Fjármálaeftirlitinu berist slíkar upplýsingar frá viðskiptabanka verði þær undanþegnar upplýsingaskyldu á grundvelli 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Af því leiði að slíkar upplýsingar séu háðar sérstakri þagnarskyldu skv. 43. gr. laga nr. 113/1996. Ef þær koma fram í ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skv. 12. gr. þeirra laga verði þær þar af leiðandi undan-þegnar upplýsingarétti almennings með gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að öðru leyti er í umsögninni vísað til þagnarskylduákvæðis 1. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998. Skýra beri það ákvæði svo að það teljist sérstakt þagnarskylduákvæði sem girði fyrir að almenningur fái aðgang að upplýsingum. Við túlkun á 1. og 2. mgr. 13. gr., sbr. 43. gr. laga nr. 113/1996, verði einnig að athuga að við ákvörðun á grundvelli 12. gr. síðarnefndu laganna um sviptingu atkvæðisréttar skuli litið til þess hvort staða eða háttsemi, sem leiða kunni til þeirrar ákvörðunar, sé til þess fallin að rýra traust almennings á hlutaðeigandi banka væri hún opinber. Líta verði svo á að hvers konar upplýsingar, sem teljist til þess fallnar að rýra traust almennings á viðskiptabanka, hljóti að teljast varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni. Þegar svo standi á sé því sérstaklega brýnt að tekið sé tillit til þess tjóns, sem birting upplýsinga kunni að hafa, m.a. fyrir viðskiptabanka, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 113/1996.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af hálfu Fjármálaeftirlitsins er ennfremur byggt á því að mál það, sem óskað er upplýsinga um, sé enn til meðferðar hjá stofnuninni og að frekari ráðstafanir séu fyrirhugaðar, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, svo sem vikið hafi verið að í til-kynningu stofnunarinnar sem áður er getið. Það sé mat hennar að veruleg röskun yrði á þessari aðgerð og frekari ráðstöfunum, ef málinu yrði á þessu stigi uppljóstrað, auk þess sem líkur myndu minnka á að árangur næðist, sbr. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Þá er á það bent að kærufrestur vegna kæru til æðra stjórnvalds sé ekki liðinn, sbr. 18. gr. laga nr. 87/1998.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við úrlausn máls þessa sé loks til þess að líta að skylda Fjármálaeftirlitsins til að afhenda utanaðkomandi aðilum upplýsingar um rannsóknir og úrlausnir einstakra mála, sem falla undir verksvið þess, sé til þess fallin að draga úr hæfi og þar með mögu-leikum stofnunarinnar til að annast lögbundið eftirlit sitt. Jafnvel þótt litið væri svo á að henni kynni að vera skylt að láta óviðkomandi í té almennar upplýsingar og bréfa-skipti, sem ekki hafa að geyma neinar sértækar upplýsingar eða atriði varðandi fjár-hags-leg málefni þeirra er rannsókn beinist að, verði að telja mikilvægt að henni sé ekki gert að láta af hendi til óviðkomandi aðila upplýsingar um mál, sem sæta sérstakri rannsókn , sbr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 5. gr. laganna segir síðan: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmál efni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar, að óheimilt sé að veita almenningi "viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu" fyrirtækja. Þá segir þar ennfremur að oft komi sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fjármálaeftirlitið starfar á grundvelli laga nr. 87/1998 um opinbert eftir-lit með fjár-mála-starfsemi. Í 13 gr. laga nr. 87/1998 er að finna svohljóðandi ákvæði um þagnar-skyldu, eins og því hefur verið breytt með lögum nr. 11/2000: "Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu. - Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt lögum sem gilda um eftirlitsskylda aðila eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu. - Upplýsingar skv. 1. mgr. má veita í samandregnu formi þannig að einstakir eftirlitsskyldir aðilar séu ekki auðkenndir. - Þegar eftirlitsskyldur aðili er gjaldþrota eða þvinguð slit fara fram er heimilt við rekstur einkamála að upplýsa um atriði sem þagnarskylda gildir annars um skv. 1. mgr. Þagnarskyldan gildir þó um upplýsingar sem varða þriðja aðila sem á hlut að björgunaraðgerðum vegna eftirlitsskylds aðila. - Opinber umfjöllun af hálfu þess aðila sem þagnar-skyldunni er ætlað að vernda um trúnaðarupplýsingar veitir starfsmönnum Fjármála-eftirlitsins eða sérfræðingum sem starfa eða starfað hafa á vegum þess ekki heimild til að láta af hendi trúnaðarupplýsingar." </FONT><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur í úrskurði, uppkveðnum 20. júlí 1999 í máli nr. 78/1999, komist að þeirri niðurstöðu að líta beri á umrætt þagnarskylduákvæði sem sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Eins og tekið er fram í þeim úrskurði, girðir þetta ákvæði ekki fyrir það að almenningur fái aðgang að gögnum í vörslum Fjármálaeftirlitsins, heldur ber að skýra það til samræmis við ákvæði upp-lýsinga-laga, eftir því sem við á, eins og tekið er fram í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til þeirra laga.</FONT><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ein af þeim breytingum sem gerð var á þagnarskylduákvæðinu með lögum nr. 11/2000, var að tekið var upp svohljóðandi ákvæði í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998: </FONT><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">"Upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt lögum sem gilda um eftirlitsskylda aðila eru háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu." Þetta ákvæði var ekki að finna í upphaflegu frumvarpi til laga nr. 11/2000, heldur var því bætt við frumvarpið að frumkvæði efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Í nefndaráliti er gerð svofelld grein fyrir umræddu ákvæði: "Lagt er til að nýju ákvæði verði bætt við frumvarpið þar sem fram komi að upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu samkvæmt lögum sem gilda um eftir-litsskylda aðila séu háðar sambærilegri þagnarskyldu þegar þær hafa verið afhentar Fjármálaeftirlitinu. Er þessi breyting lögð til þar sem mjög mikilvægt er að eftirlitsskyldir aðilar geti treyst því að svo sé. Geti því Fjármálaeftirlitið aflað upp-lýsinga í trúnaði frá eftirlitsskyldum aðilum án þess að verða skylt með vísan til upplýsingalaga að láta af hendi upplýsingar sem eðli máls samkvæmt væru bundnar þagnarskyldu samkvæmt lögum sem gilda um eftirlitsskylda aðila." </FONT><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og fram kemur í áliti efnahags- og viðskiptanefndar, er hér um að ræða ákvæði sem þrengir rétt almennings til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þar af leiðandi lítur úrskurðarnefnd svo á að skýra beri ákvæðið þröngt á sama hátt og önnur slík ákvæði. Í nefndarálitinu virðist vera gengið út frá því að þagnarskylda samkvæmt lögum, sem gilda um eftirlitsskylda aðila, skuli því aðeins ná til stjórnar og starfsmanna Fjármálaeftirlitsins að upplýsinganna, sem um er að ræða, hafi verið aflað frá hinum eftirlitsskyldu aðilum sjálfum, en ekki öðrum aðilum.</FONT><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í máli því, sem hér er til úrlausnar, lýtur beiðni kærenda um að fá aðgang að bréfi Fjármálaeftirlitsins til [C], dagsettu 11. mars sl., þar sem félaginu er tilkynnt að það hafi verið svipt atkvæðisrétti sem hluthafi í [E] á grund-velli 12. gr. laga nr. 113/1996 um banka og sparisjóði. Þar er vísað til bréfaskipta Fjár-mála-eftirlitsins við [C] og [D], svo og til erinda stofnunarinnar til bankaráðs [E]. og viðbrögð við þeim. Í bréfinu kemur og fram að aflað hafi verið tilgreindra upplýsinga hjá [E]. Með vísun til þess, sem að framan greinir, telur úrskurðarnefnd því að líta beri til þagnar-skyldu-ákvæðisins í 43. gr. laga nr. 113/1996 við úrlausn þessa máls, sbr. 2. mgr. 13. gr. laga nr. 87/1998.</FONT><DIV ALIGN=center><BR><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 13. gr. laga nr. 87/1998 er mælt fyrir um ríka þagnarskyldu stjórnar, forstjóra og annarra starfsmanna Fjármálaeftirlitsins að því er lýtur að viðskiptum og rekstri þeirra aðila, sem stofnunin hefur eftirlit með, svo og þeirra aðila sem tengjast þeim aðilum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni bréfs þess sem kærendur hafa óskað eftir aðgangi að. Í bréfinu eru m.a. greint frá ástæðum þess að Fjármálaeftirlitið ákvað að svipta [C] atkvæðisrétti sem hluthafa í [E] Að áliti nefndar-innar er þar að finna margvíslegar upplýsingar um fjárhags- og viðskiptahagsmuni bankans og umrædds félags, svo og málefni einstakra eigenda félagsins, sem eru þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, 13. gr. laga nr. 87/1998 og 43. gr. laga nr. 113/1996. Umræddar upplýsingar er að finna svo víða í bréfinu að ekki þjónar tilgangi, að mati nefndarinnar, að veita aðgang að hluta þess skv. 7. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að synja kærendum, [A] og [B], um aðgang að bréfi stofnunarinnar til [C], dagsettu 11. mars sl. </FONT><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur E. Friðriksson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT></DIV><BR> |
A-146/2002 Úrskurður frá 4. apríl 2002 | Kærð var synjun flugmálastjórnar um að veita upplýsingar um flugferil þyrlu vegna þyrluslyss. Rafræn gögn. Kærufrestur. Kæruleiðbeiningar. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Fyrirliggjandi gögn. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 4. apríl 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-146/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 5. mars sl., kærði [A], til heimilis að [...] í [...], synjun Flugmálastjórnar, dagsetta 5. september 2001, um að veita honum upplýsingar um flugferil þyrlunnar [B] yfir [...] [dags.], eins og nánar greindi í beiðni hans til stofnunarinnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 7. mars sl., var kæran kynnt Flugmálastjórn og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 18. mars sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðar-nefnd yrðu látin í té í trúnaði afrit af þeim gögnum, sem kæran laut að, innan sama frests. Umsögn Flugmálastjórnar, dagsett 18. mars sl., barst innan tilskilins frests.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi, dagsettu 1. ágúst 2001, fór kærandi fram á að fá "tilsent rétt staðfest afrit/myndrit af radarmynd þar sem á er flugferill þyrlunnar [B], þar sem þyrlan er yfir landi á [...] að loknu gæsluflugi yfir Faxaflóa, merkt með línu eða línum inn á landakort af svæðinu, þar til þyrlan nauðlendir á túni alvarlega skemmd og óflughæf eftir að eitt eða fleiri blöð þyrlunnar skullu í stélfleti hennar, vegna ókyrrðar í lofti á flugferli þeim sem þyrlan flaug yfir land á þessu svæði." Flugmálastjórn synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 5. september 2001, með vísun til 43. gr. laga nr. 107/1999 um fjarskipti og 5. gr. reglugerðar nr. 83/1986 um leynd og vernd fjarskipta. Með bréfi, dagsettu 8. september 2001, skaut kærandi synjun Flugmálastjórnar til samgönguráðuneytisins og síðar til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, eins og gerð er grein fyrir í kaflanum um kæruefni hér að framan.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kærunni til samgönguráðuneytisins, sem fylgdi kærunni til úrskurðarnefndar, segir kærandi m.a. orðrétt: "Í erindi mínu til Flugmálastjórnar krafðist ég þess . . . að það stjórnsýslustig tæki fram skriffæri og teiknaði inn á landabréf af [...] flugferil þyrlunnar [B], sem aðdraganda að flugóhappi svo ég gæti virt fyrir mér flug-öryggis-þátt málsins. Það var þetta sama stjórnsýslustig sem átti að skoða skeyti, starfræksluskjöl, fjarskiptasamtöl, hljóðritun þeirra og afritun þeirra. Það var þeirra hjá Flugmálastjórn að vinna alla þá vinnu sem þetta mál snýst um. Þar kæmi undir-ritaður ekki nærri neinum upplýsingum eins og gefið er í skyn. Þessi tilvitnun í reglu-gerð er því óviðkomandi aðalatriði þessa máls um að fá flugferil þyrlunnar [B] teiknaðan inn á landabréf frá Landmælingum Íslands um flug þyrlunnar yfir [B] [dags.]." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Flugmálastjórnar til úrskurðarnefndar er synjun stofnunarinnar á grundvelli þagnarskylduákvæða framangreindra laga og reglugerðar áréttuð, enda teljist þau vera sérákvæði um þagnarskyldu, sem gangi framar upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1996. Í umsögninni er ennfremur tekið fram að stofnunin sjái sér ekki fært að verða við beiðni nefndarinnar um að láta henni í té afrit af þeim gögnum, sem kæran lúti að, vegna forms þeirra og aðgengis að þeim. Segir síðan orðrétt um það atriði: "Format ratsjárgagna er á svonefndu bitaformi sem talnaröð talnanna 1 og 0. Gögnin eru varðveitt sem skrá og eru ólæsileg nema þau séu forunnin sérstaklega með hugbúnaði í eigu stofnunarinnar. Sérstakan hugbúnað þarf til að umvinna gögnin svo lesa megi þau í textaskrá eða myndrænt. Hvað varðar myndræna vinnslu skránna þá væru þau aðgengilegust á svonefndu gif formati sem mynd þar sem ratsjármynd er sýnd á tilteknu tímamarki. Til að átta sig á flugferli þyrfti því að vinna fjölmargar slíkar myndir í tímaröð með nokkurra sekúndna millibili. Með sama hætti þyrfti að umvinna textaskrár í læsilegan texta. Þessi gögn liggja ekki fyrir í svo aðgengilegu formi heldur á spólu sem einungis verður spiluð upp í tölvukerfi stofnunarinnar studd hugbúnaði sem getur lesið gögnin. Vinnsla gagnanna yfir á læsilegt form er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt verk."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og gerð er grein fyrir í kaflanum um kæruefni hér að framan, var mál þetta fyrst kært til úrskurðarnefndar með bréfi kæranda, dagsettu 5. mars sl., þótt Flugmálastjórn hefði synjað beiði hans með bréfi, dagsettu 5. september 2001. Samkvæmt því var sá 30 daga kærufrestur, sem tiltekinn er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, löngu liðinn þegar mál þetta var borið undir nefndina. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. tölul. 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga segir að vísa skuli kæru frá, sem borist hefur að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Ekki verður séð að Flugmálastjórn hafi veitt kæranda leiðbeiningar um kæruheimild eða kæru-frest sem stofnuninni var þó skylt að gera skv. 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórn-sýslulaga. Þá skaut kærandi synjun Flugmálastjórnar þegar í stað til samgöngu-ráðu-neytisins, án þess að séð verði að ráðuneytið hafi afgreitt kæruna eða framsent hana á réttan stað, sbr. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Að þessu virtu telur úrskurðarnefnd ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist of seint, enda er sá frestur, sem greindur er í 2. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga, enn ekki liðinn. </FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4. - 6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og kærandi tekur fram í kæru sinni til samgönguráðuneytisins, sem vitnað er til í kaflanum um málsatvik, beinist beiðni hans ekki að því að fá aðgang að tilteknum gögnum, sem fyrir hendi eru hjá Flugmálastjórn, heldur fer hann fram á að stofnunin útbúi og láti honum í té upplýsingar um flugferil þyrlunnar [B] í umrætt skipti sem unnar verði á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, er stofnuninni ekki skylt að verða við slíkri beiðni á grundvelli upp-lýsingalaga. Ber þar af leiðandi að staðfesta hina kærðu ákvörðun. </FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun Flugmálastjórnar að synja kæranda, [A], um upplýsingar um flugferil þyrlunnar [B] yfir [...] [dags.] samkvæmt beiðni hans þess efnis, dagsettri 1. ágúst 2001. </FONT><BR><BR><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-144/2002 Úrskurður frá 21. mars 2002 | Kærð var synjun félagsmálastjóra Kópavogsbæjar um að veita aðgang að tilteknum gögnum um daggæslu tiltekinna aðila. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Aðgangur að hluta skjals. Aðgangur veittur að hluta. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 21. mars 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-144/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 31. janúar sl., kærði [A], f.h. Fréttablaðsins, synjun félagsmálastjóra Kópavogsbæjar, dagsetta 30. janúar sl., um að veita honum aðgang að nánar tilteknum gögnum um daggæslu [B] og [C] fyrir börn að [...], þar í bæ.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 4. mars sl., var Kópavogsbæ veittur frestur til að lýsa viðhorfi sínu til kærunnar og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 11. mars sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu í trúnaði látin í té ljósrit af öllum gögnum málsins innan sama tíma. Að ósk framkvæmdastjóra félags-málasviðs Kópavogsbæjar var frestur þessi framlengdur til kl. 16.00 hinn 15. mars sl. Umsögn [...] hrl., f.h. Kópavogsbæjar, dagsett 14. mars sl., barst innan tilskilins frests, ásamt umbeðnum gögnum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með tölvubréfi til félagsmálastjóra Kópa-vogs-bæjar, dagsettu 30. janúar sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að eftirtöldum gögnum:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">"1. Leyfi frá árinu 1998 til handa [B] og [C] vegna reksturs daggæslu að heimili þeirra í Kópavogi.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> 2. Allar bréfaskriftir milli bæjaryfirvalda annars vegar og [B] og [C] hins vegar vegna rekstrar daggæslunnar.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> 3. Allar bréfaskriftir milli þriðja aðila (t.d. foreldra barna) og félagsmálasviðsins vegna daggæslu þeirra [B] og [C]."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Félagsmálastjóri Kópavogsbæjar synjaði beiðni kæranda með tölvubréfi, dagsettu sama dag. Af svari hans má ráða að sú afgreiðsla hafi verið reist á því að umbeðin gögn varði mál, sem sé til meðferðar að hætti opinberra mála, sbr. niðurlag 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Af því tilefni beindi úrskurðarnefnd því til ríkis-saksóknara með bréfi, dagsettu 5. febrúar sl., að nefndinni yrði gerð grein fyrir því hvort umbeðin gögn tengist rannsókn eða saksókn á hans vegum. Ef ákæra hafi verið gefin út í málinu, var þess jafnframt farið á leit að nefndinni yrði látið í té ljósrit af henni, sem trúnaðarmál.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ríkissaksóknari svaraði beiðni úrskurðarnefndar með bréfi, dagsettu 11. febrúar sl. Þar segir m.a. orðrétt: "Ekki verður annað séð en að umbeðin gögn tengist sakarefni opinbers máls sem höfðað hefur verið á hendur framangreindum aðilum. Að mati ákæru-valdsins kunna þau því að falla undir 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi ríkissaksóknara fylgdi ákæra á hendur [B] og [C], útgefin 25. janúar sl. Samkvæmt ákærunni er höfðað mál gegn ákærðu fyrir manndráp af gáleysi og brot á reglum um atvinnuháttu. Síðara ákæruatriðinu er þar lýst með svofelldum hætti: "Báðum ákærðu er gefið að sök að hafa við leyfis-skyldan rekstur Daggæslu [B] og [C], [...], Kópavogi, mánuð-ina janúar 2001 til og með apríl 2001, tekið mun fleiri börn til gæslu en þeim var heimilt samkvæmt 12. gr. reglugerðar nr. 198/1992 um daggæslu barna í heimahúsum, daggæsluleyfum félagsmálaráðs Kópavogsbæjar dags. 1. maí 2000 og 15. janúar 2001 og sérstöku leyfi félagsmálayfirvalda í Kópavogi . . ." Dómur í umræddu sakamáli var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness hinn 1. mars sl. Hefur úrskurðarnefnd aflað sér endurrits af dóminum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á grundvelli þeirra gagna, sem að framan er lýst, var ekki unnt að útiloka að beiðni kæranda tæki til fleiri gagna en fyrir lágu fyrir við undirbúning og rekstur saka-málsins. Af þeim sökum taldi úrskurðarnefnd að málið yrði ekki nægilega upplýst, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, nema fyrir hana yrðu lögð öll þau gögn sem beiðni kæranda tekur til. Með vísun til þess og 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, beindi nefndin því til Kópavogsbæjar með bréfi, dagsettu 4. mars sl., að láta henni í té ljósrit þeirra sem trúnaðarmál. Jafnframt var stofnuninni gefinn kostur á að lýsa viðhorfi sínu til kærunnar og koma að frekari rökstuðningi, svo sem áður getur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn umboðsmanns Kópavogsbæjar til úrskurðarnefndar, dagsettri 14. mars sl., er bent á að í framangreindri ákæru hafi ákærðu m.a. verið gefið að sök að hafa við leyfis-skyldan rekstur daggæslu tekið mun fleiri börn í gæslu en þeim hafi verið heimilt samkvæmt reglugerð um daggæslu í heimahúsum og sérstöku leyfi félagsmálayfirvalda. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness 1. mars sl. hafi bæði ákærðu verið sakfelld fyrir brot gegn 187. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við meðferð málsins í héraði hafi tiltekinn daggæslufulltrúi borið vitni, m.a. um ætlaðan fjölda barna í daggæslu hjá ákærðu og um athugasemdir sem fram höfðu komið þar að lútandi. Aðrir starfsmenn félagsmálasviðs Kópavogsbæjar hafi einnig gefið skýrslu hjá lögreglu. Af þessum ástæðum hafi verið talið að mál það, sem umbeðin gögn lúta að, hafi sætt opinberri rannsókn í skilningi 2. gr. upplýsingalaga og gögnin því ekki fallið undir gildissvið laganna. Frestur til að áfrýja málinu sé ekki liðinn og komið hafi fram að dómi héraðsdóms verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meðferð málsins sé því ekki lokið og sæti það enn saksókn í skilningi laganna. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að auki hefur umboðsmaður Kópavogsbæjar bent á að meðal gagnanna séu kvartanir til barnaverndarnefndar og athuganir á grundvelli þeirra. Ætla verði að þau varði að þessu leyti mikilvæga einkahagsmuni þeirra, sem hlut eiga að máli, sbr. 5. gr. upp-lýsing-laga. Ennfremur er bent á að 60. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitar-félaga, sbr. 13. gr. laga nr. 34/1997, geri starfsmönnum félagsþjónustunnar skylt að varðveita málsgögn, sem varða persónulega hagi einstaklinga, með tryggilegum hætti þannig að óviðkomandi fái ekki aðgang að þeim. Hafi þeir kynnst einkamálefnum skjólstæðinga í starfi sé þeim óheimilt að ræða þau mál við óviðkomandi aðila nema að fengnu samþykki skjólstæðings eða forráðamanna hans. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin gildi ekki um "rannsókn eða saksókn í opinberu máli." Það þýðir að ekki er unnt að krefjast aðgangs að gögnum varðandi slíka rannsókn eða saksókn á grundvelli laganna. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort mál er enn til rannsóknar hjá lögreglu eða henni er lokið. Sama á við um meðferð opinbers máls hjá ríkissaksóknara eða öðrum handhöfum ákæru-valds, að rannsókn lokinni. Ekki skiptir máli hvort mál er þar enn til meðferðar, það hefur verið fellt niður, þ. á m. með niðurfellingu saksóknar, eða ákæra í því hefur verið gefin út. Um leið og opinbert mál hefur verið þingfest fyrir héraðsdómi, er ekki unnt að krefjast aðgangs að gögnum þess máls á grundvelli upplýsingalaga, vegna þess að dóm-stólar og starfsemi þeirra fellur utan gildissviðs laganna, sbr. gagnályktun frá 1. mgr. 1. gr. þeirra. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ekki er tekið fram í upplýsingalögum eða lögskýringargögnum með þeim hvers konar gögn það eru sem varða rannsókn eða saksókn í opinberu máli í skilningi hins tilvitnaða laga-ákvæðis. Eins og tekið er fram í úrskurðum úrskurðarnefndar 10. ágúst 2001 í málum nr. A-123/2001, A-124/2001 og A-125/2001, er ljóst að til þeirra teljast skjöl og önnur gögn sem eru eða munu að öllum líkindum koma til skoðunar við rann-sókn lögreglu á ætluðum refsiverðum brotum. Sama gildir um meðferð handhafa ákæruvalds á opin-beru máli, að rannsókn lokinni. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu áskilur nefndin sér rétt til þess að meta það, í ljósi atvika hverju sinni, hvort aðgangur skuli veittur að gögnum á grundvelli upplýsingalaga, þótt þau kunni að tengjast eða hafa tengst rannsókn eða saksókn í opinberu máli, sbr. úrskurð hennar í máli nr. A-127/2001 sem upp var kveðinn 6. september 2001.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í ákæru á hendur þeim [B] og [C] í fyrrgreindu sakamáli er vísað til daggæsluleyfa félagsmálaráðs Kópavogsbæjar frá 1. maí 2000 og 15. janúar 2001, svo og til sérstaks leyfis félagsmálayfirvalda í Kópavogi. Í héraðs-dómi, þar sem ákærðu voru bæði sakfelld, er vitnað til fyrrgreindra leyfa, svo og til daggæslu-leyfa félagsmálayfirvalda til þeirra [B] og [C] frá fyrri tíma. Af þeim sökum og með skírskotun til þess, sem að framan greinir, er það álit úrskurðar-nefndar að aðgangur að gögnum, sem varða leyfi til þeirra tveggja til dag-gæslu barna, falli ekki undir upplýsingalög, sbr. niðurlag 1. mgr. 2. gr. þeirra og gagn-ályktun frá 1. mgr. 1. gr. laganna og. Sama á við um eftirgreind bréf sem fylgdu umsögn umboðsmanns Kópavogsbæjar:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Beiðni félagsmálastjóra Kópavogsbæjar um opinbera rannsókn á þeim sakargiftum sem hér um ræðir og fram kemur í bréfi hans til lögreglunnar í Kópavogi, dagsettu 10. október 2001. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Beiðni yfirmanns fjölskyldudeildar Félags--þjónustu bæjarins, dagsettri 25. maí 2001, um lögreglurannsókn vegna handleggsbrots átta mánaða barns, sem mun á þeim tíma, þegar það slys varð, hafa verið í dagvist hjá þeim [B] og [C].</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Á hinn bóginn lítur úrskurðarnefnd svo á að gögn, sem varða sviptingu á leyfi þeirra [B] og [C] til daggæslu barna, tengist ekki rannsókn eða saksókn í ofangreindu sakamáli með þeim hætti að aðgangur að þeim falli utan gildissviðs upp-lýsingalaga. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr." Í 5. gr. laganna er að finna svohljóðandi ákvæði: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða við-skiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Meðal þeirra gagna, sem beiðni kæranda tekur til, er bréf daggæslufulltrúa í Kópa-vogi, dagsett 7. mars 2001, þess efnis að þau [B] og [C] hafi tilkynnt sem dagforeldrar um að barn í þeirra umsjá hafi sætt vanrækslu af hálfu móður þess. Sömuleiðis athugasemdir af hálfu daggæslufulltrúa, dagsettar 26. mars 2001, vegna kvörtunar þessarar sömu móður um aðbúnað barna í daggæslu þeirra [B] og [C]. Með vísun til 5. gr. upplýsingalaga, 15. gr. barna-verndarlaga nr. 58/1992, sbr. 1. mgr. 12. gr. og 2. mgr. 13. gr. laganna, og 60. gr. laga nr. 40/1991 er það niðurstaða úrskurðarnefndar að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að þessum gögnum, fyrst og fremst vegna hagsmuna barnsins og móðurinnar sem í hlut eiga. Í ljósi málavaxta verður ekki talið að brotið sé gegn hagsmunum þeirra [B] og [C] þótt upplýst sé í úrskurði þessum að þau hafi tilkynnt um að umrætt barn hafi sætt vanrækslu af hálfu móðurinnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra bréfa sem starfsmenn félagsmálasviðs Kópavogsbæjar sendu þeim [B] og [C] á tímabilinu 1. júní til 15. október 2001 og varða m.a. sviptingu leyfis þeirra til daggæslu barna. Jafnframt efni bréfs yfirmanns fjölskyldudeildar Félagsþjónustu Kópavogsbæjar til Barnarverndar-stofu, dagsetts 25. maí 2001, í tilefni af slysi því sem áður er gerð grein fyrir. Með skírskotun til upplýsingaréttar almennings, sem fyrir er mælt í 1. mgr. 3. gr. upp-lýsingalaga, er það álit nefndarinnar að ekki séu efni til þess að synja kæranda um aðgang að þessum gögnum á grundvelli 5. gr. laganna. Með tilliti til barnsins, sem slasaðist, og aðstandenda þess ber þó að má nafn þess og kennitölu úr bréfinu frá 25. maí 2001, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. </FONT><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er ákvörðun félagsmálastjóra Kópavogsbæjar um að synja kæranda, [A], f.h. Fréttablaðsins, um aðgang að bréfi daggæslufulltrúa bæjarins, dag-settu 7. mars 2001, og athugasemdum hans, dagsettum 26. mars 2001. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Veita ber kæranda aðgang að bréfum sem starfsmenn félagsmálasviðs Kópavogsbæjar sendu þeim [B] og [C] á tímabilinu 1. júní til 15. október 2001. Sömuleiðis að bréfi yfirmanns fjölskyldudeildar Félagsþjónustu bæjar-ins til Barnarverndar-stofu, dagsettu 25. maí 2001, að frátöldu nafni og kennitölu barns-ins sem þar er vísað til.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að öðru leyti er máli þessu vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-145/2002 Úrskurður frá 7. mars 2002 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um að veita aðgang að upplýsingum um greiðslumark á ríkisjörð við sölu hennar til ábúenda og ráðstöfun greiðslumarksins eftir að jörðin hafði verið afsalað til þeirra. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Aðgangur veittur að hluta. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 7. mars 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-145/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 17. janúar sl., kærði [A], blaðamaður á Fréttablaðinu, synjun landbúnaðarráðuneytisins, dagsetta 14. desember sl., og Bænda-samtaka Íslands, dagsetta 18. desember sl., um að veita honum aðgang að upp-lýsingum um greiðslumark á jörðinni [B] í [...] við sölu jarðarinnar til ábúenda hennar og ráðstöfun greiðslumarksins, eftir að jörðinni hafði verið afsalað til þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfum, dagsettum 23. janúar sl., var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu og Bændasamtökum Íslands og þeim veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðunum sínum til kl. 16.00 hinn 6. febrúar sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té, í trúnaði, þau gögn, sem kæran laut að, innan sama frests. Umsögn Bændasamtakanna, dagsett 1. febrúar sl., og umsögn landbúnaðarráðuneytisins, dagsett 6. febrúar sl., bárust báðar innan tilskilins frests, ásamt gögnum með upplýsingum um greiðslumark, sem fylgdi ofangreindri jörð við sölu hennar til ábúenda í janúar 2001, og aðilaskipti að greiðslumarkinu eftir þann tíma.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi, dagsettu 29. nóvember sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að gögnum um sölu ríkisjarðarinnar [B] og kaup fullvirðisréttar af henni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landbúnaðarráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 14. desember sl., og lét honum í té ljósrit af afsali jarðarinnar til ábúenda hennar. Í bréfinu er tekið fram að við sölu jarðarinnar hafi fylgt henni greiðslumark samkvæmt ákvæðum laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Upplýsingar um, hvert greiðslumarkið hafi verið, varði hins vegar fjárhagsmálefni einstaklinga sem sann-gjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Beiðni kæranda um aðgang að þeim upplýsingum var því hafnað á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í bréfi landbúnaðarráðuneytisins er ennfremur sagt að þar liggi ekki fyrir upplýsingar um hvort eða hvernig kaupandi kunni að hafa ráðstafað greiðslumarki umræddrar jarðar eftir útgáfu afsals. Bent er á að skv. 38. og 46. gr. laga nr. 99/1993 haldi Bændasamtök Íslands skrá um greiðslumark lögbýla og handahafa réttar til bein-greiðslna samkvæmt því. Sá hluti af beiðni kæranda var því framsendur Bændasamtökunum til þóknanlegrar meðferðar og afgreiðslu, með vísun til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Bændasamtökin synjuðu þessum hluta af beiðni kæranda með bréfi til hans, dagsettu 18. desember sl., á sama grundvelli og ráðuneytið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Bæði landbúnaðarráðuneytið og bændasamtökin áréttuðu fyrri afstöðu sína til beiðni kæranda í umsögnum sínum til úrskurðarnefndar. Í umsögn ráðuneytisins, dagsettri 6. febrúar sl., segir orðrétt: "Greiðslumark fylgir lögbýli, sbr. 38. og 46. gr. laga nr. 99/1993 . . . en greiðslumarkið veitir framleiðendum á lögbýlum rétt sérstakra greiðslna úr ríkissjóði í samræmi við ákvæði búvörusamninga og gildandi laga á hverjum tíma. Samkvæmt 47. gr. laganna eru beingreiðslur framlag úr ríkissjóði til framleiðenda mjólkur og sauðfjárafurða og greiðast til framleiðenda í samræmi við greiðslumark hvers lögbýlis eftir nánar tilgreindum reglum sem settar eru með reglu-gerðum, sbr. nú reglugerðir nr. 19/2001 og 472/2001. Beingreiðslur til framleiðenda mjólkur og sauðfjárafurða eru samkvæmt því hluti af reglulegum tekjum fram-leiðendanna. Upplýsingar um greiðslumark, sem fylgir lögbýlum geta því veitt vísbendingar um reglulegar tekjur einstakra framleiðenda. Einnig getur greiðslumark lögbýla haft fjárverðgildi í viðskiptum." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 2. mgr. 38. gr. laga nr. 99/1993 skal tilkynna Bændasamtökum Íslands framsal á greiðslumarki vegna framleiðslu sauðfjárafurða og skulu samtökin jafnframt halda skrá yfir rétthafa slíks greiðslumarks, sbr. 1. mgr. sömu greinar. Í 2. mgr. 47. gr. laganna er kveðið á um að aðilaskipti með greiðslumark vegna framleiðslu mjólkur skuli ekki taka gildi fyrr en staðfesting Bændasamtakanna liggur fyrir. Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. skulu samtökin jafnframt halda skrá yfir slíkt greiðslumark. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd lítur svo á að þessi starfsemi Bændasamtakanna teljist til stjórnsýslu ríkis-ins, sbr. 2. mgr., sbr. 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga. Með skírskotun til niðurlags 3. mgr. 10. gr. laganna og 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga var þeim hluta af beiðni kæranda, sem varðar aðilaskipti að greiðslumarki jarðarinnar [B], því rétti-lega beint til samtakanna, enda eru gögn sem þau varða ekki aðgengileg annars staðar.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr." Í 5. gr. laganna er að finna svohljóðandi ákvæði: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 39. gr. og 1. mgr. 48. gr. laga nr. 99/1993 eru svonefndar bein-greiðslur framlög úr ríkissjóði til framleiðenda sauðfjárafurða og mjólkur og miðast þær við greiðslumark lögbýlis á hverjum tíma, eins og nánar er kveðið á um í lögunum og reglugerðum sem settar hafa verið á grundvelli þeirra. Með skírskotun til þeirrar meginreglu um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum hins opin-bera, sem fram kemur í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, er stjórn-völdum skylt að veita aðgang að upplýsingum um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum í formi styrkja eða annarra óafturkræfra framlaga, sbr. dóm Hæstaréttar 1998, bls. 3096 í dómasafni réttarins. Vegna þess að framlög úr ríkissjóði í formi beingreiðslna miðast við greiðslu-mark lögbýlis á hverjum tíma lítur úrskurðarnefnd svo á að veita beri upp-lýsingar, ef þess er óskað, um það hvert sé eða hafi verið greiðslumark hvers einstaks lögbýlis. Þótt beingreiðslur séu hluti af reglulegum tekjum framleiðenda getur það ekki staðið í vegi fyrir því að almenningur fái upplýsingar um grundvöll slíkra óaftur-kræfra framlaga úr ríkissjóði. Samkvæmt því er landbúnaðarráðuneytinu skylt að veita kæranda aðgang að gögnum með upplýsingum um hvert hafi verið greiðslumark jarðarinnar [B], vegna framleiðslu sauðfjárafurða og mjólkur, þegar landbúnaðarráðherra, fyrir hönd jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins, seldi jörðina ábúendum hennar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 2. mgr. 38. gr. og 1. mgr. 47. gr. laga nr. 99/1993 er heimilt að framselja greiðslumark, vegna framleiðslu sauðfjárafurða og mjólkur, frá einu lögbýli til annars, að uppfylltum skilyrðum sem nánar eru greind í lögunum og reglugerðum, settum sam-kvæmt þeim. Telja verður að upplýsingar um framsal eða annars konar aðilaskipti að greiðslumarki milli ein-stakra lögbýla varði slíka fjárhagsmuni þeirra einstaklinga og lögaðila, sem hlut eiga að máli, að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, enda varpa þær upplýsingar ekki frekara ljósi á það hvernig hin óafturkræfu framlög úr ríkissjóði eru reiknuð og hverjum þau eru greidd. Með vísun til þess ber að staðfesta synjun Bændasamtaka Íslands um að veita kæranda aðgang að gögnum með upp-lýsingum um aðilaskipti að greiðslumarki jarðarinnar [B].</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landbúnaðarráðuneytinu er skylt að veita kæranda, [A], aðgang að gögnum með upplýsingum um hvert hafi verið greiðslumark jarðarinnar [B], vegna framleiðslu sauðfjárafurða og mjólkur, þegar landbúnaðarráðherra, fyrir hönd jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins, seldi jörðina ábúendum hennar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er ákvörðun Bændasamtaka Íslands um að synja kæranda aðgang að gögnum með upplýsingum um aðilaskipti að greiðslumarki umræddrar jarðar.</FONT><BR><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-143/2002 Úrskurður frá 4. mars 2002 | Kærð var synjun rannsóknarnefndar flugslysa um að veita aðgang að ratsjárgögnum flugferla fjögurra tilgreindra flugvéla að Reykjavíkurflugvelli að kvöldi [dags.] og um að láta honum í té afrit af þeim á prentuðu eða tölvutæku formi. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Gildissvið upplýsingalaga. Vörslur gagna. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Frávísun. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 4. mars 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-143/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 21. desember sl., kærði [...], til heimilis að [...] í [...], synjun flugmálastjórnar, dagsetta 4. desember sl., um að veita honum aðgang að ratsjárgögnum um flugferla nánar tilgreindra flugvéla í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli að kvöldi [dags.] og um að láta honum í té afrit af þeim á prentuðu eða tölvutæku formi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 7. janúar sl., var kæran kynnt flugmálastjórn og henni veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 21. janúar sl. Sérstaklega var þess óskað, að í umsögn stofnunarinnar yrði upplýst á hvaða formi umbeðin gögn væru varðveitt og hvort afritun þeirra væri einhverjum vandkvæðum bundin. Umsögn flugmálastjórnar, dagsett 21. janúar sl., barst innan tilskilins frests.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að kærandi fór upphaflega fram á að fá afhent ratsjárgögn um flugferla flugvélanna [A], [B], [C] og [D] í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli að kvöldi [dags.] með tölvubréfi til rannsóknarnefndar flugslysa, dagsettu 14. september sl. Rannsóknarnefndin synjaði beiðni hans með bréfi, dagsettu 20. september sl., og kærði hann þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dagsettu 8. október sl. Í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa til úrskurðarnefndar af því tilefni kom fram að umbeðin gögn væru ekki í vörslum rannsóknarnefndinnar, heldur flugmálastjórnar. Á þeim grundvelli vísaði úrskurðar-nefnd málinu frá nefndinni með úrskurði, uppkveðnum 22. nóvember sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að fenginni þessari niðurstöðu beindi kærandi sams konar erindi til flugmálastjórnar í tölvubréfi, dagsettu 27. nóvember sl. Flugmálastjórn synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 4. desember sl., á þeim grundvelli að 43. gr. laga nr. 107/1999 um fjar-skipti og 5. gr. reglugerðar nr. 83/1986 um leynd vegna fjarskipta, kæmu í veg fyrir að unnt væri að verða við henni. Jafnframt leiðbeindi flugmálastjórn kæranda um að ákvörðun hennar væri kæranleg til samgönguráðuneytisins, í samræmi við ákvæði stjórn-sýslulaga nr. 37/1993.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til úrskurðarnefndar dregur kærandi í efa að heimilt hafi verið að afgreiða beiðni hans á framangreindan hátt, þar sem beiðni hans hafi eingöngu tekið til ratsjár-gagna, en þau teljist ekki til fjarskipta. Um þetta segir m.a. í kæru hans til nefndar-innar: "Ekki er um að ræða samskipti manna heldur rafeindamerki frá tæknibúnaði sem nemur endurvarp rafsegulbylgna. Þannig eru radargögn mjög hliðstæð gögnum frá sjálfvirkum veðurathugunarstöðvum, svo dæmi sé tekið . . . Í nútíma upplýsinga-þjóðfélagi er ekki unnt að skilgreina gögn út frá því eftir hvaða leiðum og um hvers konar tæknibúnað þau berast frá sendanda til móttakanda. Sé til dæmis litið á tölvupóst, með bréf sem viðhengi, eða faxsendingu, er ómögulegt að sjá fyrir hvort slíkar sendingar berist einhvern hluta leiðarinnar um tæknibúnað sem skilgreindur er sem "fjarskiptavirki". Um getur verið að ræða hefðbundnar símalínur, ljósleiðara, örbylgjusendi/móttakara, gervihnött o.s.frv. Líklega fara radarmerkin að mestu um ljósleiðara, en svo er einnig með nær allan tölvupóst . . . Það er því ljóst að radarmerki geta ekki talist fjarskipti . . ."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ennfremur vísar kærandi til hagsmuna sinna af því að fá aðgang að umbeðnum gögnum sem lögerfingi sonar síns sem lést af völdum áverka er hann hlaut þegar [D] fórst umrætt kvöld. Hafi honum, ásamt fleiri sem málinu tengjast, jafnframt verið leyft að hlusta á fjarskipti umræddra flugvéla og skoða ratsjárferla þá, sem beiðni hans tekur til, hinn 5. apríl 2001 með samþykki flugmálastjóra, sbr. áritun hans á útprentað tölvubréf starfsmanns flugmálastjórnar til kæranda, dagsett 4. apríl sl. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Bendir kærandi á að hliðstæðar upplýsingar og kæra hans tekur til hafi oft birst á opin-berum vettvangi. Sem dæmi er tekin grein í Algrími, blaði félags tölvunarfræðinema við Háskóla Íslands, frá árinu 2001, þar sem birt er skjámynd af raunverulegri flug-umferð úr ratsjárvinnslukerfi flugmálastjórnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn flugmálastjórnar til úrskurðarnefndar, dagsettri 21. janúar sl., er bent á að flugslysið í [E] [dags.] sæti opinberri rannsókn. Einstakir þættir slyssins hafi ekki verið undanskildir þeirri rannsókn. Umbeðin gögn hafi verið afhent lögreglunni í Reykjavík að fengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 27. september 2000. Jafnframt hafi leyfi flugmálastjóra til handa aðstandendum þeirra, sem fórust í flugslysinu, til þess að skoða umbeðin ratsjárgögn verið kærð til lögreglu. Rannsókn á því máli sé enn ólokið. Af þessum sökum telur stofnunin að upplýsingalög taki ekki til gagna málsins, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna, og fer fram á að nefndin vísi því frá sér af þeirri ástæðu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í tilefni af þessari síðastnefndu málsástæðu flugmálastjórnar beindi úrskurðarnefnd því til lögreglustjórans í Reykjavík með bréfi, dagsettu 5. febrúar sl., að nefndinni yrði gerð grein fyrir því hvort umbeðin gögn tengist rannsókn á hans vegum. Í bréfi lögreglustjórans til nefndarinnar, dagsettu 8. febrúar sl., segir m.a.: "Það skal hér með staðfest að afrit umræddra radargagna voru send embætti lögreglustjórans í Reykjavík í septembermánuði 2000 samkvæmt beiðni embættisins og eru hluti rann-sóknargagna í máli sem embættið hefur haft til rannsóknar í tilefni af flugslysinu í [E]. Því máli er ekki lokið hjá embættinu." Í bréfinu er það leiðrétt að hin umbeðnu gögn hafi verið afhent lögreglu, að fengnum úrskurði Héraðs-dóms Reykjavíkur. Hið rétta sé að það hafi verið afrit hljóðupptaka af samtölum flug-umferðar-stjóra við flugumferð sem flugmálastjórn afhenti að fengnum úrskurði héraðsdóms, en ekki umrædd ratsjárgögn. Í bréfi lögreglustjóra segir ennfremur orðrétt: "Einnig skal það staðfest að til meðferðar er hjá embættinu mál vegna beiðni Félags íslenskra flugumferðarstjóra um rannsókn á því hvort starfsmenn flugmála-stjórnar hafi brotið lög með því að afhenda til birtingar í fjölmiðlum afrit af fjar-skiptum milli flugvélarinnar [D] og flug-umferðarþjónustudeilda og jafnframt með því að heimila óviðkomandi aðilum aðgang að hljóðritunum af fjarskiptum. Embættið hefur hins vegar ekki litið svo á að sú kæra varði á nokkurn hátt umrædd radargögn heldur einvörðungu hljóðupptökur af sam-tölum flugumferðarstjóra við flugumferð."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í máli því, sem til úrlausnar er, hefur kærandi farið fram á að fá aðgang að ratsjár-gögnum í vörslum flugmálastjórnar um flugferla nánar tilgreindra flugvéla í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli að kvöldi [dags.] þegar [D] fórst í [E]. Sonur kæranda var farþegi í flugvélinni og lét hann lífið af völdum áverka sem hann hlaut er vélin fórst. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hin umbeðnu gögn tilheyra ekki stjórnsýslumáli, þar sem tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Samkvæmt því verður ekki leyst úr kærumáli þessu á grundvelli þeirra laga, heldur upplýsingalaga nr. 50/1996, nánar tiltekið III. kafla þeirra, þó að því tilskildu að aðgangur að gögnunum falli undir gildissvið laganna. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að þau gildi ekki um "rannsókn eða sak-sókn í opinberu máli." Það þýðir að ekki er unnt að krefjast aðgangs að gögnum sem falla undir slíka rannsókn eða saksókn á grundvelli laganna. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort rannsókn stendur enn yfir eða henni er lokið. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vegna ummæla í umsögn flugmálastjórnar, dagsettri 21. janúar sl., hefur lögreglu-stjórinn í Reykjavík staðfest í bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 8. febrúar sl., að hin umbeðnu ratsjárgögn séu hluti af þeim gögnum sem rannsökuð hafa verið vegna rannsóknar lögreglu á flugslysinu í [E] [dags.]. Þeirri rannsókn sé enn ólokið. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vegna þess að hér er um að ræða rannsóknargögn í opinberu máli er ekki unnt að krefjast aðgangs að þeim á grundvelli upplýsingalaga og því verður synjun um aðgang að gögnunum heldur ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál skv. 1. mgr. 14. gr. laganna, sbr. 1. mgr. 2. gr. þeirra. Ber þar af leiðandi að vísa máli þessu frá nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru [...] á hendur flugmálastjórn er vísað frá úrskurðar-nefnd.</FONT><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-142/2002 Úrskurður frá 8. febrúar 2002 | Kærð var synjun forsætisráðuneytisins um að veita aðgang að upplýsingum um skiptingu kostnaðar við einkavæðingu sem leitað var eftir fjárveitingu fyrir í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2001. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna einkahagsmuna. Takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagsmuna. Viðskipta- og einkahagsmunir. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 8. febrúar 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-142/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 13. desember sl., kærðu [A] og [B], fréttamenn á Stöð 2, synjun forsætisráðuneytisins, dagsetta 5. desember sl., um að veita þeim aðgang að upplýsingum um skiptingu kostnaðar við einkavæðingu sem leitað var eftir fjárveitingu fyrir í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2001.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 17. desember sl., var kæran kynnt forsætisráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 4. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 3. janúar sl., barst innan tilskilins frests, ásamt afritum af samningum framkvæmdanefndar um einkavæðingu við fyrir-tækin </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">[C], [D], [E]</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> og Búnaðar-banka Íslands hf.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2001 var undir liðnum 01-190 </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Forsætisráðuneyti – ýmis verkefni</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> leitað eftir fjárveitingu til útboðs- og einkavæðingarverkefna að fjárhæð 300 milljónir króna. Í athugasemdum við þennan lið frumvarpsins sagði að um væri að ræða kostnað við sölu á hlutabréfum ríkisins vegna ráðgjafar, umsjónar með sölu og frágangi skjala. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi til forsætisráðuneytisins, dagsettu 5. desember sl., fóru kærendur fram á að fá aðgang að upplýsingum um skiptingu framangreinds kostnaðar. Ráðuneytið svaraði beiðni kærenda með bréfi, dagsettu 6. desember sl. Þar kom fram að á síðasta ári hefði verið unnið að sölu hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf., Landsbanka Íslands hf., Íslenskum aðalverktökum hf. og Stofnfiski hf. Í því skyni hefði framkvæmda-nefnd um einkavæðingu samið um ráðgjöf við </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">[C]</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> í [...] og [...], Búnaðarbanka Íslands hf., </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">[D]</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> í [...], lögmannsstofuna </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">[E] </FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">í [...], Landsbanka Íslands hf. og Ríkiskaup. Jafnframt voru veittar upplýsingar um fjárhæð þóknunar til Ríkiskaupa vegna umsjónar með sölu hlutabréfa í Stofnfiski hf. Upplýsingar um endurgjald til annarra viðsemjenda nefndarinnar voru hins vegar taldar varða mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra og á þeim grundvelli var synjað um aðgang að þeim með vísun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 3. janúar sl., er áréttað að ráðuneytið telji upplýsingar um endurgjald til þeirra ráðgjafa, sem framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur samið við, varða mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra. Sam-kvæmt 5. gr. upplýsingalaga sé ríkinu skylt að takmarka aðgang að slíkum upp-lýsingum, ef hann er til þess fallinn að skaða þá hagsmuni sem í húfi eru. Á þeim grundvelli hafi nefndin jafnframt heitið viðsemjendum sínum trúnaði um endur-gjald til hvers og eins þeirra, eins og samningar við þá bera með sér.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ennfremur upplýsti ráðuneytið að til flestra þessara samninga hefði verið stofnað í kjölfar tilboða frá bönkum eða ráðgjafarfyrirtækjum. Birt hefði verið almenn aug-lýsing um að leitað væri eftir tilboðum, auk þess sem send hefði verið orðsending þess efnis til allra þeirra ráðgjafarfyrirtækja sem þóttu komu til greina og höfðu sýnt áhuga á að vinna að einkavæðingu hérlendra fyrirtækja. Þeir sem áhuga höfðu á að gera tilboð hefðu fengið send frekari gögn þar sem skilmálar höfðu verið skilgreindir nánar. Á grundvelli tilboðanna hefði verið gengið til samninga við þá sem átt hefðu hagstæð-ustu tilboðin að mati framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Alla tíð hefði verið gert ráð fyrir að með efni tilboða og samninga yrði farið sem trúnaðarmál, enda væri það viðtekin venja í samskiptum banka og ráðgjafarfyrirtækja í sambærilegum viðskiptum. Opnun tilboða hefði ekki farið fram, að viðstöddum bjóðendum, og enginn þeirra hefði gert athugasemd við þá tilhögun. Bjóðendum, sem þess óskuðu, hefðu þó verið veittar almennar upplýsingar um samanburð tilboðs þeirra við hag-stæð-asta tilboðið. Þegar tilboða væri leitað í verkefni af því tagi, sem hér um ræðir, mætti ætla að einstök fyrirtæki gerðu tilboð sem að einhverju leyti væru frábrugðin öðrum tilboðum í sambærileg verk. Aðgangur að samningum, sem gerðir væru á grundvelli slíkra tilboða, væri því til þess fallinn að skaða mikilvæga viðskipta-hagsmuni þeirra gagnvart öðrum viðskiptamönnum sínum. Það gæti aftur komið niður á fjárhagslegum hagsmunum þeirra og samkeppnisstöðu til lengri tíma litið. Á þessum grundvelli hefði framkvæmdanefndin því talið sér vera heimilt að heita þeim trúnaði um umsamið endurgjald, enda væri hér um að ræða hagsmuni sem nytu verndar skv. 5. gr. upplýsingalaga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá væri til þess að líta að hluti samninganna væri þannig upp byggður að endanleg þóknun réðist af árangri ráðgjafanna og tæki þá bæði mið af því hvort af sölu yrði og því verði sem fengist fyrir viðkomandi fyrirtæki. Sala hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. og Landssíma Íslands hf. væri hins vegar ekki lokið. Að svo stöddu lægju því í raun ekki fyrir upplýsingar um nákvæma skiptingu þess kostnaðar sem leitað var eftir fjárveitingu fyrir í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2001.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í ljósi framangreindrar uppbyggingar samninganna hefði tillaga ráðuneytisins um fjárveitinguna hins vegar byggst á áætlun framkvæmdanefndar um einkavæðingu um endanlegt söluverð hlutabréfanna og vinnuframlag ráðgjafanna. Upplýsingar um þessar áætlanir myndu því jafnframt fela í sér upplýsingar um hvaða væntingar nefndin hefði um söluverð hlutabréfa í nefndum fyrirtækjum. Samningsstaða ríkisins gagnvart hugsanlegum kaupendum þessara hlutabréfa væri því um leið eyðilögð, ef aðgangur yrði veittur að þessum áætlunum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að þessu virtu taldi ráðuneytið að aðgangur að umbeðnum upplýsingum væri ekki eingöngu til þess fallinn að skaða hagsmuni þeirra ráðgjafarfyrirtækja, sem samið hefði verið við, heldur einnig og ekki síður þeirra fyrirtækja, sem unnið væri að því að einkavæða, sem og ríkisins sem eiganda þeirra. Gagnvart fyrirtækjunum sjálfum hlytu upplýsingar um hugmyndir ríkisins um verðmæti þeirra að njóta verndar samkvæmt síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga og gagnvart ríkinu sem seljanda þeirra í samkeppni við aðra eigendur sambærilegra fyrirtækja skv. 3. tölul. 6. gr. laganna. Yrði ekki á það fallist taldi ráðuneytið að umbeðnar upplýsingar bæri engu að síður að verja aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þar til sala fyrirtækjanna hefði farið fram, til verndar sömu hagsmunum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að gefnu tilefni hefur ráðuneytið upplýst að ekki hafi verið gerðir samningar við banka eða ráðgjafarfyrirtæki vegna einkavæðingar Íslenskra aðalverktaka hf., en rætt hafi verið við Landsbanka Íslands hf. um að veita aðstoð í því sambandi.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í lýsingu málsatvika kemur fram að ekki er til í vörslum forsætis-ráðuneytisins sundur-liðun á þeirri fjárhæð, 300 milljónum króna, sem farið var fram á fjár-veitingu fyrir, af hálfu ráðuneytisins, til útboðs- og einkavæðingarverkefna með frum-varpi til fjárauka-laga fyrir árið 2001. Ennfremur kemur þar fram að ráðuneytið hefur þegar veitt kær-endum upplýsingar um hluta af þessari fjárhæð sem er þóknun til Ríkiskaupa vegna sölu hlutabréfa ríkisins í Stofnfiski hf.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og gerð er grein fyrir hér að framan, hafa verið gerðir samningar við banka og ráðgjafar-fyrir-tæki um ráðgjöf og aðra þjónustu vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar Landssíma Íslands hf. og Landsbanka Íslands hf. Slíkir samningar hafa hins vegar ekki verið gerðir vegna einkavæðingar Íslenskra aðalverktaka hf.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í samningi við Búnaðar-banka Íslands hf. frá 26. apríl 2001 og í samningum við </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">[C]</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> frá 27. apríl og 11. maí 2001, vegna einkavæðingar Lands-síma Íslands hf., er svo um samið að greiða skuli þessum aðilum fastákveðna þóknun fyrir þjónustu samkvæmt hverjum samningi um sig, þar af skuli þóknunin öll eða hluti hennar innt af hendi á árinu 2001. Samkvæmt síðarnefnda samningnum við </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">[C] </FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">á ennfremur að greiða fyrirtækinu þóknun sem er árangurs-tengd og kemur ekki til útborgunar fyrr en tiltekinn hluti af hlutabréfum ríkisins í Landssíma Íslands hf. hefur verið seldur. Af gögnum málsins verður ráðið að það hafi ekki gerst á árinu 2001.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt samningi við </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">[D]</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> frá 26. september 2001, vegna einkavæðingar Landsbanka Íslands hf., miðast þóknun bankans við að sala á hluta-bréfum ríkisins í hlutafélaginu hafi farið fram, eftir því sem nánar er kveðið á um í samningnum. Þó er svo um samið að tilteknar greiðslur skuli inntar af hendi, án tillits til árangurs, þar af skal hluti þeirra inntur af hendi á árinu 2001. Samkvæmt samningum við </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">[E]</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> frá 26. september 2001, annars vegar vegna einkavæðingar Landsbanka Íslands hf. og hins vegar vegna einkavæðingar Landssíma Íslands hf., er ekki samið um neina ákveðna fjárhæð sem þóknun til lögmanns-stofunnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til þess, sem að framan greinir, lítur úrskurðarnefnd svo á, að eins og beiðni kærenda er úr garði gerð, taki hún einvörðungu til þeirra ákvæða í ofan-greindum samningum, þar sem aðilar hafa samið sín á milli um tiltekið endurgjald sem koma átti til greiðslu á árinu 2001. Þar af leiðandi þarf einungis að taka afstöðu til þess í kærumáli þessu hvort kærendur eigi rétt til að fá aðgang að þessum samningsákvæðum á grundvelli upplýsingalaga.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt, þ. á m. reglurnar í 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang að gögnum, "þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: "Óheftur réttur til upplýsinga getur ... skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína." Þannig getur það óefað skaðað fjárhagslega hagsmuni ríkisins ef almenningi er veittur ótakmarkaður aðgangur að samningum þess við aðra aðila.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi "aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskipta-hagsmuni."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um umsamið endurgjald fyrir þjón-ustu geti skaðað samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja, sem taka að sér slík verkefni fyrir ríkið, og kunni jafnvel að skaða samkeppnisstöðu ríkisins sjálfs. Það sjónarmið verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upp-lýsinga-rétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn sinni til úrskurðarnefndar vísar forsætisráðuneytið til ákvæða í fyrrgreindum samningum um að efni þeirra skuli vera trúnaðarmál. Slík ákvæði geta ekki, ein og sér, komið í veg fyrir aðgang kærenda að samningunum eða einstökum ákvæðum þeirra á grundvelli upplýsingalaga, eins og skýrt er tekið fram í athugasemdum með 3. gr. frum-varps til þeirra.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til þess, sem að framan segir, er það niðurstaða úrskurðarnefndar að forsætisráðuneytinu beri að veita kærendum aðgang að þeim ákvæðum í ofan-greindum samningum vegna einkavæðingar Landssíma Íslands hf. og Landsbanka Íslands hf., þar sem aðilar hafa samið sín á milli um tiltekið endurgjald sem koma átti til greiðslu á árinu 2001. Nánar tiltekið er um ræða samninga við Búnaðar-banka Íslands hf. frá 26. apríl 2001, við </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">[C]</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> frá 27. apríl og 11. maí 2001 og við </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">[D]</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> frá 26. september 2001. Ljósrit af þessum samningum fylgja úrskurði þessum, þar sem nefndin hefur merkt við þá hluta sem samkvæmt framansögðu ber að veita kærendum aðgang að.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Forsætisráðuneytinu ber að veita kærendum, [A] og [B], aðgang að tilgreindum ákvæðum í samningum framkvæmdanefndar um einkavæðingu við Búnaðar-banka Íslands hf. frá 26. apríl 2001, við </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">[C]</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> frá 27. apríl og 11. maí 2001 og við </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">[D]</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> frá 26. september 2001, eftir því sem nánar er kveðið á um í úrskurði þessum.</FONT><BR><BR><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-141/2002 Úrskurður frá 18. janúar 2002 | Kærð var meðferð úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta um aðgang að tilteknum gögnum. Kæruheimild. Málshraði. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 18. janúar 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-141/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 19. nóvember sl., kærði [A], til heimilis að […] í […], meðferð úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta á beiðnum hennar um aðgang að umfjöllun nefndarinnar um mál hennar í fundargerðum nefndarinnar, að þeim gögnum, sem þá lágu fyrir nefndinni, og að frumriti úrskurðar nefndarinnar í málinu nr. […].</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 26. nóvember sl., var kæran kynnt úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta og henni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari skýringum á afgreiðslu beiðna hennar til kl. 16.00 hinn 10. desember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum, sem kæranda kynni að hafa verið synjað um aðgang að, innan sama frests. Umsögn úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta, dagsett 18. desember sl., barst hinn 19. s.m. ásamt eftirtöldum gögnum:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Úrskurði úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta frá 30. júlí 2001 í málinu nr. [B], um endurupptöku úrskurðar sömu nefndar frá 31. maí 1999 í málinu nr. [C], um ákvörðun úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta fyrir Norðurland vestra um að fella niður bótarétt kæranda.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Úrskurði úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta frá 31. maí 1999 í málinu nr. [C].</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Bréfi skattstjórans í Norðurlandsumdæmi vestra, dagsett 25. júní 2001, til úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Bréfi úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta, dagsettu 22. maí 2001, til kæranda.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. Bréfi úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta, dagsettu 12. júní 2001, til kæranda.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">6. Bréfi úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta, dagsettu 12. júní 2001, til skattstjórans í Norðurlandsumdæmi vestra.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">7. Bréfi úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta, dagsettu 25. júní 2001, til kæranda.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">8. Bréfi úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta, dagsettu 1. ágúst 2001, til kæranda.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">9. Yfirliti, dagsettu 22. maí 2001, um greiðslusögu kæranda.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta kvað hinn [dags.] upp úrskurð í málinu nr. [C] um kæru [A] á þeirri ákvörðun úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta fyrir Norðurland vestra, að fella niður rétt hennar til atvinnuleysisbóta. Kærandi kvartaði yfir þessum úrskurði til umboðsmanns Alþingis og lét hann í té álit af því tilefni hinn [dags.] í málinu nr. [D]. Í samræmi við niðurstöðu álitsins var mál kæranda endurupptekið fyrir úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta, sem mál nr. [B], og kveðinn upp annar úrskurður í því hinn [dags.].</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi til úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta, dagsettu [dags.], fór kærandi fram á að fá aðgang að öllum fundargerðum nefndarinnar, þar sem fjallað hefði verið um mál nr. [C], auk þeirra gagna málsins, er lágu fyrir þessum fundum. Af þessu tilefni sendi úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta kæranda tvær fundargerðir, dagsettar [dags.] og 31. maí s.á., með bréfi, dagsettu [dags.]. Þar kom jafnframt fram, að kæranda hefðu þegar verið send önnur gögn málsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með öðru bréfi til úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta, dagsettu [dags.], fór kærandi fram að fá aðgang að öllum fundargerðum nefndarinnar, þar sem fjallað hefði verið um mál nr. [B], auk þeirra gagna málsins, er lágu fyrir þessum fundum. Þetta erindi ítrekaði hún með símbréfi, dagsettu 8. október s.á.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál kemur fram að síðarnefndu bréfi kæranda til úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta hafi ekki verið svarað. Þá bendir hún á að umboðsmaður Alþingis hafi leitað álits nefndarinnar á kvörtun hennar til hans með bréfi, dagsettu [dags.], og að honum hafi ekki borist svar nefndarinnar við þeirri álitsumleitan fyrr en 7. apríl s.á. Í ljósi þess að nefndin hafi ekki látið sér í té nein gögn um umfjöllun nefndarinnar um mál nr. [C] á þessu tímabili, dregur kærandi í efa að sér hafi verið send öll gögn málsins. Loks gerir kærandi athugasemd við að sér hafi eingöngu verið birtur úrskurður úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta í málinu nr. [B] með símbréfi, en ekki verið sendur hann í frumriti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fer kærandi fram á að úrskurðarnefnd um upplýsingamál fjalli um framangreind atriði á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt þeim lögum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Þá hefur óhæfilegur dráttur á meðferð beiðni um aðgang að gögnum, sem afgreiða ber á grundvelli upplýsingalaga, jafnframt verið talinn kæranlegur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt þessu er kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í öllum tilvikum bundin því skilyrði að leysa beri úr beiðni um aðgang að upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af úrskurðum úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta í málunum nr. [C] og nr. [B], sem nefndin hefur látið úrskurðarnefnd um upplýsingamál í té, verður ráðið, að kærandi átti sjálf aðild að þeim málum, sem þar var ráðið til lykta. Í báðum þessum málum var fjallað um rétt hennar til bóta samkvæmt lögum nr. 12/1997, um atvinnuleysistryggingar, og í þeim tekin ákvörðun af því tagi, sem fyrri málsliður 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 tekur til. Með skírskotun til aðildar kæranda að þessum málum ber því að fjalla um rétt hennar til aðgangs að gögnum þeirra á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga með þeim takmörkunum, sem leiða kunna af 16. og 17. gr. sömu laga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 83/2000, gilda þau lög ekki um upplýsingar, sem fjalla ber um aðgang að á grundvelli stjórnsýslulaga. Af því leiðir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál er ekki bær til að fjalla um meðferð úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta á beiðnum kæranda um aðgang að gögnum þeirra mála, sem hún hefur sjálf átt aðild að fyrir þeirri nefnd, og ber því að vísa kæru hennar frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru [A] á meðferð úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta á beiðnum hennar um aðgang að gögnum málanna nr. [C] og [B] er vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur E. Friðriksson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT></DIV><BR> |
A-140/2002 Úrskurður frá 18. janúar 2002 | Kærð var synjun flugmálastjórnar um að veita aðgang að skráðum upplýsingum um hvað fór fram á svonefndum rýnifundi sem haldinn var á vegum stofnunarinnar um flugslys. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Gildissvið upplýsingalaga. Upplýsinga ekki aflað annars staðar frá. Upplýsingaréttur aðila. Eigin afnot stjórnvalds af vinnuskjali. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 18. janúar 2002 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-140/2002:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 3. desember sl., kærði [...], til heimilis að [...] í [...], synjun flugmálastjórnar, dagsetta 21. nóvember sl., um að veita honum aðgang að skráðum upplýsingum um hvað fram fór á svonefndum rýnifundi, sem haldinn var á vegum stofnunarinnar hinn 15. ágúst 2000 um flugslys TF-GTI hinn 7. s.m.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 6. desember sl., var kæran kynnt flugmálastjórn og henni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 19. desember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum, sem kæran laut að, innan sama frests. Þá var þess sérstaklega óskað, að í umsögn flugmálastjórnar kæmi fram, hvort umbeðin gögn hefðu að geyma upplýsingar, sem aflað yrði úr öðrum gögnum, sem kæranda hefði aðgang að. Umsögn flugmálastjórnar, dagsett 19. desember sl., barst innan tilskilins frests ásamt skjali auðkenndu "Vinnuskjal til eigin nota – Rýnifundur vegna flugslyss TF-GTI", er hefur að geyma minnispunkta af fundi, sem haldinn var 15. ágúst 2000.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður tók sæti Eiríks Tómassonar og Ólafur E. Friðriksson varamaður tók sæti Elínar Hirst við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik málsins eru í stuttu máli þau að með tölvubréfi til flugmálastjórnar, dagsettu 11. nóvember sl., óskaði kærandi "eftir afriti fundargerðar frá rýnifundi sem haldinn var 15. ágúst 2000 á Hótel Loftleiðum vegna flugslyss TF-GTI þann 7. ágúst 2000". Flugmálastjórn synjaði erindi kæranda með bréfi, dagsettu 21. nóvember sl. Rök flugmálstjórnar fyrir synjuninni voru m.a. þau að fundurinn hefði verið lokaður vettvangur þeirra aðila, sem koma að flugslysi með einum eða öðrum hætti, allt frá aðgerðastjórn til þeirra sem eru á vettvangi. Þessir aðilar kæmu saman til að ræða aðkomu sína að slysinu og upplifun í fyllstu einlægni og trausti og "myndu ekki gera það ættu þeir á hættu að umræður þeirra yrðu birtar á opinberum vettvangi". Þá var tekið fram að ekki hefði verið rituð fundargerð á fundinum, heldur hefði starfsmaður flugmálastjórnar skráð hjá sér minnispunkta til eigin afnota. Beiðninni var því synjað á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru sinni til úrskurðarnefndar hefur kærandi upplýst að hann sé faðir eins þeirra sem lést af völdum áverka er hann hlaut í umræddu flugslysi. Með skírskotun til þess hefur kærandi farið fram á að fjallað verði um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, með tilliti til hagsmuna hans sem lögerfingja sonar síns. Hann geti þó sætt sig við að nöfn þeirra, er fundinn sátu, verði afmáð úr því eintaki, er hann fer fram á að vera veittur aðgangur að. Í kærunni er málsástæðum flugmálastjórnar að öðru leyti vísað á bug og dregið í efa að þær geti átt við um gögn málsins. Þá telur hann að hann geti ekki fengið umbeðnar upplýsingar annars staðar frá.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn flugmálastjórnar til úrskurðarnefndar, dagsettri 19. desember sl., er vísað til þess, að umrætt flugslys sæti opinberri rannsókn. Á þeim grundvelli telur stofnunin að ekki verði fjallað um aðgang að umbeðnu skjali á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. þeirra, og að vísa beri málinu frá úrskurðarnefnd. Samkvæmt upplýsingum, sem nefndin hefur aflað frá flugmálstjórn, eru umbeðnir minnispunktar þó ekki á meðal þeirra gagna, sem stofnunin hefur látið lögreglu í té vegna rannsóknarinnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Til vara byggir flugmálastjórn afstöðu sína á því að í upphafi umrædds fundar hafi aðstoðarframkvæmdastjóri flugumferðarsviðs falið aðalvarðstjóra sama sviðs að taka niður punkta á fundinum í þeim tilgangi að rituð væri fundargerð. Á síðari hluta fundarins hafi hins vegar verið fallið frá þeirri fyrirætlan m.t.t. þeirra umræðna sem fram fóru. Fundargerð hafi því aldrei verið rituð og minnispunktum, sem teknir voru saman, ekki verið dreift til þeirra, er fundinn sátu. Þeir hafi eingöngu verið til afnota fyrir flugumferðarsvið og ekki ætlaðir til framsendingar til annarra sviða og deilda innan stofnunarinnar eða til aðila utan hennar. Jafnframt sé til þess að líta, að það sem tekið var niður, hafi verið valið af handahófi þess er punktana ritaði og samstarfsmanna hans og hafi að geyma vangaveltur, innlegg og sundurlaus atriði, sem kunni að gefa mjög takmarkaða innsýn í þær umræður, sem fram fóru á fundinum. Ennfremur hafi fundarmenn tjáð sig í trúnaði og í trausti þess að öðrum yrði ekki veittur aðgangur að því, sem fram fór á fundinum, enda hafi hann verið lokaður öðrum en þeim, sem til hans var boðið. Loks er tekið fram að minnispunktarnir hafi hvorki verið liður í afgreiðslu máls né forsendur til ákvörðunar af hálfu flugmálastjórnar. Á þessum grundvelli telur flugmálastjórn að minnispunktarnir séu undanþegnir aðgangi á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Jafnframt telur stofnunin að 5. gr. s.l. geti átt við m.t.t. einkahagsmuna þeirra, sem fundinn sóttu, og tjáðu sig þar í trúnaði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir, að lögin gildi ekki um "rannsókn eða saksókn í opinberu máli". Óumdeilt er í máli þessu að yfir stendur lögreglurannsókn á flugslysi því sem varð í Skerjafirði hinn 7. ágúst 2000. Samkvæmt upplýsingum, sem nefndin hefur aflað frá flugmálastjórn, eru umbeðnir minnispunktar ekki meðal þeirra gagna sem lögregla hefur undir höndum vegna þeirrar rannsóknar. Er það í samræmi við fullyrðingar flugmálastjórnar um eðli og tilgang minnispunktanna. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til þessa er ekki fallist á með flugmálastjórn að vísa beri málinu frá nefndinni á grundvelli 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt upplýsingalögum er gerður greinarmunur á aðgangi aðila máls að upplýsingum um hann sjálfan, sbr. III. kafla laganna, og almennum aðgangi að upplýsingum, sbr. II. kafla þeirra. Einn þeirra, sem lést af völdum flugslyssins í Skerjafirði 7. ágúst 2000 var sonur kæranda. Sem lögerfingi hans, skv. 2. mgr. 3. gr. erfðalaga nr. 8/1962, hefur kærandi hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Hann telst því aðili máls í skilningi III. kafla upplýsingalaga og ber þar af leiðandi að leysa úr beiðni hans á grundvelli þessa kafla laganna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum, sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Orðalagið "upplýsingar um hann sjálfan" hefur verið skýrt þannig að það taki til upplýsinga, sem varða aðila máls sérstaklega, sbr. dóm hæstaréttar frá 19. október 2000 í málinu nr. 330/2000.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt framansögðu er í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga mælt svo fyrir, að skylt sé að veita aðila máls aðgang að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar er snerta hann sjálfan. Í 2. og 3. mgr. sömu greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir í 1. tölul. 2. mgr. að ákvæði 1. mgr. gildi ekki "um þau gögn sem talin eru í 4. gr." laganna.</FONT><DIV ALIGN=center></DIV><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga segir að réttur til aðgangs að gögnum taki ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Minnispunktar þeir sem hér um ræðir bera yfirskriftina "VINNUSKJAL TIL EIGIN NOTA – RÝNIFUNDUR VEGNA FLUGSLYSS TF-GTI". Fyrir liggur að skjalið var tekið saman um það sem fram fór á umræddum fundi af starfsmanni flugumferðarsviðs. Þá hefur flugmálastjórn upplýst að minnispunktar þessir hafi eingöngu verið ætlaðir til eigin nota innan flugumferðarsviðs stofnunarinnar og að þeir hafi ekki verið sýndir eða sendir öðrum. Úrskurðarnefnd hefur ekki ástæðu til að draga staðhæfingar flugmálastjórnar um þessi atvik málsins í efa. Samkvæmt því ber að fallast á það með flugmálastjórn að hér sé um að ræða vinnuskjal, sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Loks kemur þá til athugunar hvort umræddir minnispunktar hafi að geyma upplýsingar, sem ekki verður aflað annars staðar frá, sbr. frávik frá undanþágu í 3. tölul. 4. gr. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, sagði svo um þetta frávik: "Með [þessu] orðalagi er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni minnispunktanna. Í þeim er ekki að finna neinar upplýsingar um staðreyndir málsins, sem ekki verða fundnar</FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">annars staðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið er það álit úrskurðarnefndar, með skírskotun til 1. og 2. mgr. 9. gr., sbr. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, að flugmálastjórn sé ekki skylt að láta kæranda í té minnispunkta þessa. Er synjun flugmálastjórnar því staðfest.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun flugmálastjórnar að synja kæranda, [...], um aðgang að skráðum upplýsingum um hvað fram fór á svonefndum rýnifundi 15. ágúst 2000 vegna flugslyss TF-GTI.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur E. Friðriksson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT></DIV><BR> |
A-139/2001 Úrskurður frá 21. desember 2001 | Kærð var meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum, sem fyrrverandi utanríkisráðherra hafði látið Ríkisendurskoðun í té vegna athugunar á embættisfærslu hans sem fjármálaráðherra. Gögn afhent Ríkisendurskoðun tilheyra skjalasafni þeirrar stofnunar, sem þau stafa frá. Beiðni ekki beint að réttu stjórnvaldi. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 21. desember 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-139/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 19. nóvember sl., kærði […] hrl. meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum, sem [A], þáverandi utanríkisráðherra, lét Ríkisendurskoðun í té, sbr. bréf stofnunarinnar til hans, dagsett 12. október 1989. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 22. nóvember sl., var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari skýringum á afstöðu sinni til kl. 16.00 hinn 6. desember sl. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 5. desember sl., barst innan tilskilins frests. Með bréfi, dagsettu 10. desember sl., var kæranda gefinn kostur á að lýsa viðhorfi sínu til umsagnar ráðuneytisins og lýsti hann því í bréfi til nefndarinnar, dagsettu 12. desember sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson vék sæti við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu og tók Arnfríður Einarsdóttir varamaður sæti hans í nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til ríkisendurskoðanda, dagsettu 4. ágúst sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að gögnum, sem vísað er til í bréfi Ríkisendurskoðunar til þáverandi utanríkisráðherra, [A], dagsettu 12. október 1989. Í bréfi þessu kemur fram að Ríkisendurskoðun hafi, að beiðni ráðherrans, athugað gögn, sem hann hafi látið stofnuninni í té um það með hvaða hætti afmælisveisla eiginkonu hans, sem haldin var 9. júlí 1988, hefði verið fjármögnuð, en [A] gegndi þá embætti fjármálaráðherra. Ríkisendurskoðun hafi borið gögnin saman við tvær úttektarnótur, dagsettar 19. júlí og 5. ágúst 1988, sem vörðuðu reikningsgerð Borgartúns 6 á hendur fjármálaráðuneyti, vegna áfengisúttektar þess samkvæmt risnuheimildum. Samkvæmt bréfi kæranda laut beiðni hans að þeim gögnum sem þáverandi utanríkisráðherra hafði látið Ríkisendurskoðun í té vegna þessarar athugunar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ríkisendurskoðandi svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 21. september sl. Þar segir að Ríkisendurskoðun hafi jafnan talið sér óheimilt að afhenda þriðja manni gögn sem henni hafi verið afhent til athugunar í tengslum við lögbundin verkefni stofnunarinnar. Nægi í því sambandi að vísa til 7. gr. laga nr. 18/1997 um endurskoðendur. Stofnunin hafi þann hátt á, í tilvikum sem þessum, að vísa á þann sem afhenti eða veitti aðgang að gögnunum. Í þessu máli sé um að ræða gögn, sem þáverandi utanríkisráðherra, [A], hafi afhent stofnuninni til skoðunar. Í samræmi við það var kæranda leiðbeint um að beina erindi sínu til utanríkisráðuneytisins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 24. september sl., beindi kærandi fyrrgreindri beiðni til utanríkisráðuneytisins. Greindi ráðuneytið honum frá því, með bréfi dagsettu 1. október sl., að umbeðin gögn hefðu ekki fundist, en leit stæði yfir. Ráðuneytið myndi hraða henni eins og kostur væri og taka að því loknu afstöðu til beiðninnar. Með bréfi til ráðuneytisins, dagsettu 5. október sl., benti kærandi á að telja mætti víst að umbeðin gögn væri að finna í vörslum Ríkisendurskoðunar. Samkvæmt því væri ugglaust nóg, til afgreiðslu á erindi hans, að gefa stofnuninni fyrirmæli um að veita honum aðgang að þeim. Með bréfi til kæranda, dagsettu 12. október sl., greindi utanríkisráðuneytið honum frá því að umbeðin gögn væri ekki að finna í skjalasafni ráðuneytisins. Ekki yrði heldur ráðið af öðrum gögnum þess að umrætt mál hefði verið þar til meðferðar. Því væri það afstaða ráðuneytisins að það væri ekki bært stjórnvald samkvæmt upplýsingalögum nr. 50/1996 til þess að fjalla frekar um málið. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í bréfi úrskurðarnefndar til utanríkisráðuneytisins, dagsettu 22. nóvember sl., var í ljósi þessarar niðurstöðu bent á að af bréfi ríkisendurskoðanda til kæranda, dagsettu 21. september sl., yrði engu að síður ráðið að umbeðin gögn hefðu borist honum frá utanríkisráðuneytinu. Með skírskotun til þess og með hliðsjón af 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga var þess sérstaklega farið á leit að í umsögn ráðuneytisins til nefndarinnar yrði gerð grein fyrir því, hvers vegna gögn málsins hefðu ekki verið varðveitt í skjalasafni ráðuneytisins, sbr. jafnframt 7. gr. laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn utanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 5. desember sl., segir að atvik þau, sem mál þetta sé sprottið af, hafi átt sér stað þegar [A] gegndi embætti fjármálaráðherra á árinu 1988. Úttektarnótur, sem ríkisendurskoðandi hafi borið saman við gögn frá honum, hafi verið gefnar út af fjármálaráðuneytinu. Málið varði því ekki störf hans sem utanríkisráðherra. Það tengist þar með ekki valdsviði utanríkisráðuneytisins og hafi ekki verið þar til meðferðar. Beiðni kæranda fullnægi því ekki þeim áskilnaði, sem leiða megi af 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, að gögn varði tiltekið mál sem er eða hefur verið til meðferðar hjá viðkomandi stjórnvaldi og liggi fyrir hjá því þegar beiðni er borin fram. Þá segir m.a. í umsögninni: "Opinberar athuganir vegna fyrri starfa ráðherra, hvort sem þeir hafa áður gegnt öðru ráðherraembætti eða verið forstöðumenn ríkisstofnana, falla því hvorki undir valdssvið eða störf þess ráðuneytis sem þeir síðar veita forstöðu. Af því leiðir að bréfaskriftir vegna slíkrar athugunar eru því ekki mál þess ráðuneytis. Eins og áður hefur verið vitnað til varðar mál þetta atvik sem gerðust í ráðherratíð [A] sem fjármálaráðherra, og utanríkisráðuneytið hefur aldrei haft málið til meðferðar." Þessi atvik telur ráðuneytið jafnframt skýra hvers vegna engin bréf séu til staðar í skjalasafni þess um þetta mál, enda hafi engin slík bréfaskipti verið skráð í inn- eða útbækur þess árið 1989. Ráðuneytið geti því ekki fallist á að það eigi að afhenda gögn sem varða framangreind atvik og tengist ráðuneytinu á engan hátt. Ráðuneytið geti enn síður fallist á að það skuli vera í þeirri stöðu, sem kærandi heldur fram, að geta farið fram á það við Ríkisendurskoðun að hún afhendi kæranda umbeðin gögn. Þar sem gögnin séu ekki í vörslum ráðuneytisins og það hafi aldrei tekið neina ákvörðun í málinu af því tagi, sem vísað er til í 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, geti það ekki verið rétt stjórnvald til að fjalla um aðgang að gögnum í skilningi sama ákvæðis. Leiðbeiningar ríkisendurskoðanda til kæranda skapi honum heldur ekki neinn rétt til þess.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn kæranda til úrskurðarnefndar, dagsettri 12. desember sl., er áréttað að hann telji Ríkisendurskoðun hafa umbeðin gögn í vörslum sínum vegna verkefnis sem stofnunin sinnti að beiðni þáverandi utanríkisráðherra. Engu máli skipti í því sambandi þó að gögnin varði atburði sem áttu sér stað meðan hann gegndi embætti fjármálaráðherra. Fyrrverandi ráðherrar geti ekki látið stofnunina vinna verk fyrir sig. Þá bendir kærandi á að þáverandi utanríkisráðherra hafi óskað eftir athugun Ríkisendurskoðunar á umbeðnum gögnum í skjóli stöðu sinnar sem utanríkisráðherra. Í því hljóti að felast að hann hafi tekið málið til meðferðar í utanríkisráðuneytinu. Fyrir liggi að umbeðin gögn séu í vörslum Ríkisendurskoðunar vegna þess að utanríkisráðherra hafi afhent þau þangað. Það geti engu breytt um skyldu ráðuneytisins til að veita kæranda aðgang að þeim, þótt svo kunni að standa á að afriti þeirra hafi ekki verið haldið eftir í ráðuneytinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrir liggur í máli þessu að [A], þáverandi utanríkisráðherra, lét Ríkisendurskoðun í té gögn þau sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Eins og fram kemur í bréfi stofnunarinnar til [A], dagsettu 12. [október] 1989, hafa gögn þessi að geyma upplýsingar um fjármögnun á afmælisveislu eiginkonu hans 9. júlí 1988 meðan hann gegndi embætti fjármálaráðherra. Úttektarnótur þær, sem vísað er til í bréfinu og útgefnar eru af fjármálaráðuneytinu, bera þetta með sér.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt að varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Í 7. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands kemur ennfremur fram að stofnunum ríkisins, þ. á m. ráðuneytum, sé almennt séð óheimilt að ónýta nokkurt skjal nema með leyfi Þjóðskjalasafns. Þótt svo sé fyrir mælt í 1. mgr. 10. gr. laga um Ríkisendurskoðun nr. 86/1997 að hún hafi aðgang að öllum gögnum, sem máli skipta, hjá ríkisstofnunum, þ. á m. ráðuneytum, og gert sé ráð fyrir því í þeirri málsgrein og 3. mgr. sömu greinar að stofnunin geti kallað eftir slíkum gögnum, verður ekki ráðið af lögunum að þau gögn skuli varðveitt þar til frambúðar. Í ljósi 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga er því eðlilegast að líta svo á að gögn, sem þannig hafa verið afhent Ríkisendurskoðun, vegna endurskoðunar hennar eða athugunar á einstökum málum, tilheyri áfram skjalasafni þeirrar stofnunar sem þau stafa frá. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þótt [A] hafi látið Ríkisendurskoðun í té hin umbeðnu gögn eftir að hann tók við embætti utanríkisráðherra varða þau embættisfærslu hans sem fjármálaráðherra. Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, lítur úrskurðarnefnd svo á að gögnin tilheyri skjalasafni fjármálaráðuneytisins þrátt fyrir að þau séu enn varðveitt hjá Ríkisendurskoðun, enda þótt athugun stofnunarinnar á embættisfærslu fyrrverandi fjármálaráðherra virðist vera löngu lokið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt því bar kæranda að beina beiðni sinni um aðgang að gögnunum til fjármálaráðuneytisins í stað utanríkisráðuneytisins, sbr. 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Verður hin kærða ákvörðun þar af leiðandi staðfest.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til 7. gr. stjórnsýslulaga hefði utanríkisráðuneytið átt að benda kæranda á að beina beiðni sinni til fjármálaráðuneytisins, sbr. 1. mgr. 7. gr., eða framsenda beiðnina til þess, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Þar eð ráðuneytið gerði hvorugt hefur það brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart kæranda samkvæmt stjórnsýslulögum. Er það aðfinnsluvert.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja beiðni kæranda, […], um aðgang að gögnum sem [A], þáverandi utanríkisráðherra, lét Ríkisendurskoðun í té og varða embættisfærslu hans sem fjármálaráðherra, sbr. bréf stofnunarinnar til hans, dagsett 12. október 1989.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Arnfríður Einarsdóttir</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT></DIV><BR> |
A-138/2001 Úrskurður frá 7. desember 2001 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að formlegri viðvörun Eftirlitsstofnunar EFTA varðandi jarðalögin. Upplýsingaréttur aðila. Samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Mikilvægir almannahagsmunir. Tími frá því viðvörun barst. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 7. desember 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-138/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 9. nóvember sl., kærði […] hdl. synjun utanríkisráðuneytisins, dagsetta 10. október sl., um að veita henni aðgang að bréfi Eftirlitsstofnunar EFTA til íslenskra stjórnvalda með "formlegri viðvörun varðandi jarðalögin", eins og komist var að orði í beiðni hennar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 14. nóvember sl., var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 28. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 28. nóvember sl., barst innan tilskilins frests ásamt afriti af bréfi Eftirlitsstofnunar EFTA til sendiráðs Íslands gagnvart Evrópusambandinu, dagsettu 4. júlí sl., með svohljóðandi yfirskrift (á ensku): </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Letter of formal notice concerning restrictions to the acquisition of real estate in Iceland.</FONT></I><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi til landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 14. ágúst sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að "formlegri viðvörun varðandi jarðalögin sem Eftirlitsstofnun EFTA sendi íslenskum stjórnvöldum nýverið". Landbúnaðarráðuneytið framsendi utanríkisráðuneytinu beiðnina með bréfi, dagsettu 29. ágúst sl. Það ráðuneyti synjaði síðan beiðninni með bréfi, dagsettu 10. október sl. Fyrir synjuninni voru m.a. færð eftirgreind rök: "Bréf það sem þér vísið til markar á grunni samningsins milli EFTA ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls fyrsta skrefið í mögulegri málsókn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir EFTA dómstólnum. Með hliðsjón af því telur ráðuneytið eðlilegt að með beiðni yðar verði farið á grundvelli 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem ESA telst að mati ráðuneytisins fjölþjóðastofnun í skilningi þess ákvæðis. – Formleg viðvörun af því tagi er hér um ræðir er einhliða skoðun ESA á tilteknu lagalegu álitaefni sem einungis í takmörkuðum mæli endurspeglar sjónarmið íslenskra stjórnvalda. Viðbúið er að erindið leiði til frekari skoðanaskipta milli ESA og íslenskra stjórnvalda sem á endanum kunna að leiða til þess að málinu verði ekki frekar fylgt eftir af hálfu ESA. Meðan málið er á því stigi telur ráðuneytið að almannahagsmunir standi til þess að aðgangur að upplýsingum af þessu tagi sé takmarkaður á grundvelli 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar bendir kærandi á að umbjóðandi hennar hafi upphaflega kært mál það til Eftirlitsstofnunar EFTA sem varð tilefni viðvörunar stofnunarinnar til stjórnvalda. Þá dregur kærandi í efa að umbeðin gögn varði nokkra þá hagsmuni, sem 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sé ætlað að vernda, og bendir á að stjórnvöld hafi áður veitt aðgang að sambærilegum erindum frá Eftirlitsstofnun EFTA, nánar tiltekið að rökstuddum álitum, þ. á m. vegna áfengiseinkasölu ríkisins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn utanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 28. nóvember sl., er synjun þess áréttuð. Þar segir m.a.: "Málsmeðferð Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) skiptist í nokkur stig þar sem á hverju stigi málsmeðferðar er skipst á upplýsingum og rökum fyrir afstöðu aðila í einstökum atriðum. Upphaf málsmeðferðar leiðir í langflestum tilvikum til að þess að tillit er tekið til athugasemda ESA, sbr. meðfylgjandi upplýsingar í nýlegri skýrslu ESA. Því má með nokkrum sanni segja að á því stigi sem það mál sem hér um ræðir er standi líkur til þess að stjórnvöld og ESA nái sátt um það hvort og þá með hvaða hætti komið er til móts við sjónarmið ESA. Það mál sem hér um ræðir er í slíkum farvegi og hafa íslensk stjórnvöld í stað þess að svara ESA efnislega kosið að gefa ESA til kynna að undirbúningur að ákveðnum breytingum standi fyrir dyrum. Munu íslensk stjórnvöld og ESA halda áfram skoðanaskiptum um málið í ljósi þeirra lagabreytinga sem á endanum kunna að verða lagðar til. Að teknu tilliti til þeirrar stöðu málsins og á þessu stigi málsmeferðar er það afstaða ráðuneytisins að eins og hér háttar til standi almannahagsmunir í skilningi 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga til þess að aðgangi að gögnum málsins skuli synjað."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til úrskurðarnefndar, sem undirrituð er af […] hdl., er umbjóðandi lögmannsins ekki nafngreindur. Af þeim sökum lítur nefndin svo á að lögmaðurinn sé sjálfur kærandi máls þessa. Þar af leiðandi verður leyst úr því á grundvelli II. kafla upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. laganna segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Synjun utanríkisráðuneytisins um að veita kæranda aðgang að hinu umbeðna bréfi er einvörðungu byggð á undantekningarákvæðinu í 2. tölul. 6. gr. laganna sem er svohljóðandi: "Heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um: … 2. samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ákvæði þetta er m.a. skýrt á svofelldan hátt í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga: "Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem Ísland er aðili að. - Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir því ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg við skýringu á ákvæðinu."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eftirlitsstofnun EFTA er ein af undirstofnunum Fríverslunarsamtaka Evrópu sem Ísland á aðild að. Samkvæmt því er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Eftirlitsstofnunina "þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og gerð er grein fyrir hér að framan, er unnt að gera þetta í tvenns konar tilgangi. Eðli máls samkvæmt á það markmið að tryggja samningsstöðu íslenska ríkisins gagnvart erlendum viðsemjanda ekki við í máli því sem hér er til úrlausnar. Að teknu tilliti til þess, hve langur tími er liðinn síðan hið umbeðna bréf barst íslenskum stjórnvöldum, verður heldur ekki talið að utanríkisráðuneytið hafi sýnt fram á að það geti spillt samskiptum íslenska ríkisins við Eftirlitsstofnunina eða Fríverslunarsamtökin þótt almenningur fái vitneskju um efni bréfsins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, ber utanríkisráðuneytinu að veita kæranda aðgang að bréfinu. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Utanríkisráðuneytinu er skylt að veita kæranda, […], aðgang að bréfi Eftirlitsstofnunar EFTA til íslenskra stjórnvalda, dagsettu 4. júlí sl., sem ber ensku yfirskriftina: </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Letter of formal notice concerning restrictions to the acquisition of real estate in Iceland.</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT></DIV><BR><BR> |
A-137/2001 Úrskurður frá 6. desember 2001 | Kærð var synjun lögreglustjórans í Reykjavík og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að bréfi ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans í Reykjavík um framkvæmd tiltekinnar húsleitar. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Frávísun. Sérálit. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 6. desember 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-137/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 16. nóvember sl., kærði […], blaðamaður, f.h. […], synjun lögreglustjórans í Reykjavík og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, frá því fyrr þann sama dag, um að veita honum aðgang að bréfi ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans í Reykjavík um framkvæmd nánar tiltekinnar húsleitar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfum, dagsettum 16. nóvember sl., var kæran kynnt dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og lögreglustjóranum í Reykjavík og þeim veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðunum sínum til kl. 16.00 hinn 22. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrði látið í té sem trúnaðarmál afrit af því bréfi, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn lögreglustjórans í Reykjavík, dagsett 20. nóvember sl., og umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsett 22. nóvember sl., bárust innan tilskilins frests ásamt afriti af umbeðnu bréfi. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik málsins eru þau að með tölvubréfi til lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettu 15. nóvember sl., og símbréfi til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsettu sama dag, fór kærandi fram á að fá aðgang að bréfi ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans í Reykjavík um framkvæmd húsleitar á heimili [A] að [B] í [C] hinn [dags.]. Samkvæmt gögnum málsins svipti [A] sig lífi meðan á leitinni stóð.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Lögreglustjórinn í Reykjavík synjaði beiðni kæranda með tölvubréfi, dagsettu 16. nóvember sl., án frekari rökstuðnings. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið synjaði einnig beiðni kæranda með bréfi, dagsettu sama dag, með vísun til þess að skv. 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 séu gögn um rannsókn eða saksókn í opinberu máli undanskilin gildissviði laganna</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar er vísað til þess að í bréfi frá ríkissaksóknara, dagsettu 11. september sl., hafi komið fram að hann hafi látið kanna sérstaklega verklag lögreglu við framangreinda leit. Í ljósi þess dregur kærandi í efa að umbeðið bréf teljist til gagna máls er sæti opinberri rannsókn eða saksókn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögnum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og lögreglustjórans í Reykjavík til úrskurðarnefndar er á því byggt, að umbeðið bréf varði rannsókn í opinberu máli og teljist sem slíkt undanskilið gildissviði upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. þeirra. Enda þótt bréfið varði jafnframt verklag og vinnuaðferðir lögreglu, er af hálfu lögreglustjórans lögð á það áhersla, að efnisatriði þess tengist svo náið máli, sem til rannsóknar hafi verið samkvæmt lögum nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála, að ákvæði 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga hljóti allt að einu að taka til þess í heild sinni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þessu til viðbótar er af hálfu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins bent á að málið varði m.a. sjálfsvíg einstaklings. Aðgangur að gögnum þess kunni því að takmarkast með tilliti til einkahagsmuna fjöldskyldu hans, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Af hálfu lögreglustjórans í Reykjavík er tekið undir sama sjónarmið. Jafnframt er þar bent á að í hinu umbeðna bréfi komi fram atriði, er varði starfsmann eða starfsmenn lögreglunnar, og séu enn til skoðunar. Þar af leiðandi geti bréfið einnig varðað einkahagsmuni þessara starfsmanna. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin gildi ekki um "rannsókn eða saksókn í opinberu máli." Það þýðir að ekki er unnt að krefjast aðgangs að gögnum varðandi slíka rannsókn eða saksókn á grundvelli laganna. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort rannsókn stendur enn yfir eða henni er lokið, t.d. vegna þess að mál hefur verið fellt niður skv. 1. mgr. 76. gr. laga um meðferð opinberra mála. Hins vegar gilda upplýsingalög um aðgang að gögnum, sem lúta að almennum eftirlitsaðgerðum lögreglu, svo sem ráðið verður af skýringum á 4. tölul. 6. gr. í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ekki er tekið fram í upplýsingalögum eða lögskýringargögnum hvers konar gögn það eru sem varða rannsókn eða saksókn í opinberu máli í skilningi hins tilvitnaða lagaákvæðis. Þó er ljóst að til þeirra teljast skjöl og önnur gögn, sem eru eða munu að öllum líkindum koma til skoðunar við rannsókn lögreglu á ætluðum refsiverðum brotum, sbr. úrskurði úrskurðarnefndar 10. ágúst 2001 í málum nr. A-123/2001, A-124/2001 og A-125/2001. Ennfremur hljóta skýrslur lögreglu og bréfaskipti milli einstakra lögregluembætta vegna rannsóknar opinbers máls, svo að dæmi séu tekin, að flokkast undir slík gögn. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Bréf það, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, er bréf sem ríkislögreglustjóri sendi lögreglustjóranum í Reykjavík í tilefni af tiltekinni húsleit sem framkvæmd var af lögreglunni í Reykjavík vegna gruns um refsivert brot. Þótt í bréfinu sé vikið að verklagi lögreglu og vinnuaðferðum við húsleit, almennt séð, snýst það fyrst og fremst um framkvæmd umræddrar húsleitar sem gripið var til í þágu rannsóknar opinbers máls. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt því, sem að framan greinir, og með vísun til efnis bréfsins er það álit úrskurðarnefndar að um sé að ræða skjal sem lýtur fyrst og fremst að rannsókn tiltekins opinbers máls. Af þeim sökum verður synjun um aðgang að því ekki kærð til nefndarinnar skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Ber því að vísa máli þessu frá henni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru […], f.h. […], á hendur lögreglustjóranum í Reykjavík og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sérálit Elínar Hirst</FONT></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég undirrituð er ósammála þeirri niðurstöðu meirihluta úrskurðarnefndar að vísa máli þessu frá nefndinni, þar sem ég tel að í hinu umbeðna bréfi sé m.a. að finna almennar leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd húsleitar. Því hefði átt að taka kæruna til efnislegrar meðferðar. </FONT><DIV ALIGN=center><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><BR></DIV><BR> |
A-136/2001 Úrskurður frá 30. nóvember 2001 | Kærð var synjun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um aðgang að öllum gögnum um könnun á örverufræðilegu ástandi á ís úr vél og aðbúnaði á hverjum sölustað um sig. Tilgreining máls. Almenn ákvæði laga um þagnarskyldu. Lögskýring. Mikilvægir viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 30. nóvember 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-136/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 29. október sl., kærði […] synjun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dagsetta 24. s.m., um að veita honum aðgang að öllum gögnum um könnun þess á örverufræðilegu ástandi á ís úr vél og um aðbúnað á hverjum sölustað um sig.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 29. október sl., var kæran kynnt heilbrigðiseftirlitinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 8. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn heilbrigðiseftirlitsins, dagsett 7. nóvember sl., barst innan tilskilins frests. Með bréfi, dagsettu 9. s.m., voru nefndinni send eftirtalin gögn málsins:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1) Skýrsla matvælasviðs heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dagsett í október 2001, um könnun á örverufræðilegum gæðum á ís úr vél.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2) Eftirlitsskýrslur, gögn um rannsóknarniðurstöður og bréfaskipti við 51 sölustað íss í tilefni af þeim.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3) Eftirlitsskýrslur, gögn um rannsóknarniðurstöður og bréfaskipti við tvo framleiðendur ísblandna í tilefni af þeim.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Eiríks Tómassonar og Elínar Hirst tóku varamennirnir Steinunn Guðbjartsdóttir og Ólafur E. Friðriksson sæti þeirra við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerði sl. sumar könnun á örverufræðilegu ástandi á ís úr vél og á aðbúnaði á sölustöðum í Reykjavík. Í fréttatilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu, dagsettri 18. október sl., kom fram að könnunin hefði verið gerð í þeim tilgangi að fá yfirsýn yfir örverufræðilegt ástand íss úr vél og almenns aðbúnaðar á íssölustöðum. Könnunin hefði náð til 51 sölustaðar og tveggja tilgreindra framleiðenda ísblandna á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin hefur aflað er það yfirgnæfandi meirihluti sölustaða í umdæmi heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Um niðurstöður könnunarinnar sagði m.a. að þær sýndu að örverufræðilegt ástand íss úr vél á sölustöðum í Reykjavík hafi verið óviðunandi og lítið breyst síðan síðasta könnnun var gerð árið 1997. Þá voru helstu niðurstöður dregnar saman á eftirfarandi hátt í tilkynningunni:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">· Aðbúnaður á sölustað til þrifa á ísvélum var yfirleitt nokkuð góður en hinsvegar vantaði víða fullnægjandi aðstöðu til handþvotta utan salernis og einnig virtist vera nokkur misbrestur á að hún væri notuð þar sem hún var til staðar.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">· Í fyrstu sýnatökuumferð voru 53% fyrirtækjanna með ófullnægjandi niðurstöðu, 25% fengu senda athugasemd en aðeins 22% voru með fullnægjandi niðurstöður.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">· Góður árangur náðist í að bæta öruverufræðilegt ástand íss á flestum stöðum á meðan á könnuninni stóð og í kjölfar þriðju og síðustu sýnatöku kom aðeins til lokunar á tveimur stöðum af þeim 27 sem voru með ófullnægjandi niðurstöður í fyrstu umferð.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">· Helstu ástæður ófullnægjandi niðurstaða úr örverumælingum á íssýnum má rekja til ófullnægjandi kælingar á ísblöndunni, endurnýtingar hennar við þrif og ófullnægjandi þrifa á ísvélinni.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">· Íslensku viðmiðunarmörkin fyrir örverufræðilegt mat á ís eru strangari en viðmiðunarmörk sambærilegra reglugerða í nágrannalöndum okkar.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Loks var í tilkynningunni bent á að skoða mætti skýrslu um könnunina á heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins eða nálgast eintak af henni á skrifstofu stofnunarinnar. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin hefur aflað er það sama skýrsla og auðkennd er nr. 1 í kæruefnislýsingu hér að framan.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með tölvubréfi til heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dagsettu 21. október sl., fór kærandi fram að fá aðgang að öllum skjölum og gögnum í vörslu heilbrigðiseftirlitsins "sem sýna örverufræðilegt ástand á ís úr vél og aðbúnaði á hverjum hinna rannsökuðu sölustaða í borginni fyrir sig" með vísan til framangreindrar fréttatilkynningar stofnunarinnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Beiðni kæranda var synjað með bréfi frá heilbrigðiseftirlitinu, dagsettu 24. október sl. Þar var m.a. vísað til svohljóðandi ákvæðis í 3. lið reglna, sem umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hafi sett, um birtingu upplýsinga um mál, sem eru til meðferðar hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur: "Átaks- og rannsóknarverkefni skal kynna með eftirfarandi hætti: Niðurstöður verkefna skulu kynntar fjölmiðlum með fréttatilkynningu, þar sem fram komi heildaryfirlit um þær og nöfn þeirra fyrirtækja, sem rannsökuð voru. Sérstaklega skal vandað til þessara fréttatilkynninga og þess gætt að fjalla um málið í heild og valda ekki viðkomandi fyrirtækjum tjóni að óþörfu. Niðurstöður rannsókna skulu kynntar þeim fyrirtækjum, sem rannsökuð voru, áður en fréttatilkynning er send út og þeim gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum og réttmætum athugasemdum að málinu. Fyrirspurnum um einstök fyrirtæki skal svara skv. ákvæðum upplýsingalaga." Jafnframt var vísað til svohljóðandi ákvæðis í 2. mgr. 1. lið sömu reglna: "Veita skal upplýsingar um tiltekið mál, með þeim takmörkunum, sem fram koma í upplýsingalögum eða öðrum lögum og nær upplýsingarétturinn til allra gagna málsins. Sérstaklega ber að gæta reglna 16. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og gæta þess, að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón að óþörfu." Ennfremur var vísað til svohljóðandi ákvæðis í 2. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir: "Upplýsingar og tilkynningar heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til fjölmiðla skulu vera efnislega rökstuddar og þess gætt að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón og álitshnekki að óþörfu. Sama gildir um aðra sem starfa samkvæmt lögum þessum." Loks sagði í bréfi heilbrigðiseftirlitsins til kæranda að þær upplýsingar, sem hann hefði farið fram á, gætu leitt af sér hættu á, að einstök fyrirtæki biðu tjón eða álitshnekki að óþörfu. Þeir sölustaðir íss, sem ekki fullnægðu kröfum um örverufræðileg gæði íss úr vél, hefðu í flestum tilvikum einnig með höndum aðra starfsemi. Sala íss úr vél væri aðeins lítill hluti starfsemi þeirra. Niðurstaða könnunarinnar væri að hér væri ekki á ferðinni hollustuvandamál, heldur gæðavandamál. Hins vegar gæti birting umbeðinna upplýsinga orðið þess valdandi að viðkomandi söluaðili biði tjón á annarri starfsemi sinni, sem þá væri meginstarfsemi viðkomandi aðila.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar er því vísað á bug að aðgangur að umbeðnum upplýsingum sé til þess fallinn að skaða viðkomandi atvinnugrein eða fyrirtæki að óþörfu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til úrskurðarnefndar eru áréttaðar sömu röksemdir og í synjun stofnunarinnar til kæranda. Þá telur stofnunin að þeir hagsmunir, sem verndaðir eru af 2. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998, séu hinir sömu og síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taki til og þeim grundvelli beri að staðfesta synjun hennar um aðgang að þeim.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Beiðni kæranda varðar könnun á örverufræðilegu ástandi íss úr vél og aðbúnaði á 51 sölustað í Reykjavíkurborg og hjá tveimur ísblönduframleiðendum. Gögn málsins, önnur en þau sem kærandi hefur þegar aðgang að, sbr. fréttatilkynningu stofnunarinnar, dagsetta 18. október sl., eru eftirlitsskýrslur, skýrslur um rannsóknarniðurstöður og tilkynningar um þær til þeirra sem könnunin náði til, auk annarra bréfaskipta eftir því sem niðurstöður gáfu tilefni til. Líta má á könnun hjá hverju þessara fyrirtækja sem sérstakt mál í skilningi 1. mgr. 3. gr., sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, sem að öðru jöfnu veitir ekki rétt til aðgangs að öllum gögnum máls af ákveðinni tegund eða frá ákveðnu tímabili. Hins vegar ber til þess að líta, að heilbrigðiseftirlitið virðist sjálft líta á könnun hjá hverjum og einum sem lið í stærri könnun eða verkefni, kannanirnar fóru allar fram á svipuðum tíma og tóku til sams konar atriða, niðurstöður þeirra hafa verið dregnar saman í eina skýrslu og af þeim dregnar ályktanir, sem birtar hafa verið í fréttatilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu. Jafnframt hefur gögnum um hverja könnun verið haldið saman sem þau tilheyrðu einu máli. Að þessu virtu er það álit úrskurðarnefndar að beiðni kæranda fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru til afmörkunar máls í 1. mgr. 3. gr., sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga,. eins og hér háttar til.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998 er svohljóðandi kröfur gerðar til þagnarskyldu starfsmanna heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga: "Þeir sem starfa samkvæmt lögum þessum eru bundnir þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem þeir fá vitneskju um og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls." Þeir hagsmunir, sem fyrri málslið þessa ákvæðis er ætlað að vernda, eru hinir sömu og síðari málsliður 5. gr. upplýsingalaga tekur til. Síðari málsliður ákvæðisins takmarkar ekki aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. síðari málslið 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá eru í 2. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998 gerðar tilteknar kröfur til framsetningar upplýsinga frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaga til fjölmiðla og áskilið að þær megi ekki valda einstökum atvinnugreinum eða fyrirtækjum tjóni að óþörfu</FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">.</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> Fallast má á það með heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að einnig þetta ákvæði verndi sams konar hagsmuni og síðari málsliður 5. gr. upplýsingalaga tekur til, að því tilskildu að sanngjarnt þyki og eðlilegt að viðkomandi upplýsingar fari leynt.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. laganna. Samkvæmt síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskipta-hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki, er í hlut á. Í lögskýringargögnum við upplýsingalögin segir m.a. svo um þetta ákvæði: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í máli þessu liggur fyrir að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerði sl. sumar könnun á örverufræðilegu ástandi á ís úr vél og aðbúnaði á sölustöðum í Reykjavík. Ætla verður að könnun þessi hafi farið fram í samræmi við hlutverk heilbrigðiseftirlitsins samkvæmt lögum nr. 7/1998 og lögum nr. 93/1995 um matvæli til að ganga úr skugga um, hvort ástand og aðbúnaður þessarar vörutegundar fullnægði þeim kröfum, sem til hennar eru gerðar samkvæmt lögunum og öðrum reglum, sem um það gilda, sbr. einkum reglugerð nr. 392/1997, um mjólk og mjólkurvörur, og reglugerð nr. 522/1994, um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. Ekkert er fram komið í málinu, sem bendir til að könnunin hafi ekki náð markmiðum sínum eða heilbrigðiseftirlitið hafi farið út fyrir valdheimildir sínar við framkvæmd könnunarinnar. Þvert á móti bendir tilkynning heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til fjölmiðla, dagsett 18. október sl., til að könninin hafi tekist eins og til var ætlast.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá hefur heilbrigðiseftirlitið veitt almennan aðgang skýrslunni "Könnun á örverufræðilegum gæðum á ís úr vél", þar sem fram koma samandregnar almennar niðurstöður könnunarinnar, ályktanir, sem af þeim eru dregnar, og ábendingar um hvaða úrbóta sé þörf. Meðal þess, sem þar er sérstaklega getið, er að örverufræðilegt ástand íss úr vél á sölustöðum í Reykjavík hafi verið óviðunandi og lítið breyst síðan síðasta könnun var gerð árið 1997. Jafnframt kemur þar fram, að sala á ís úr vél hafi verið stöðvuð á tveimur stöðum að aflokinni þriðju sýnatökuumferð, þar sem niðurstöður hafi reynst ófullnægjandi. Leggja verður til grundvallar að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur telji þessa framsetningu á niðurstöðum könnunarinnar og ályktunum, sem af þeim eru dregnar, ekki valda fyrirtækjum á þessu sviði tjóni eða álitshnekki að óþörfu, sbr. niðurlag fyrri málsliðar 2. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga er m.a. ætlað að vernda mikilvæga samkeppnishagsmuni fyrirtækja sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Þessir hagsmunir fyrirtækja sem hér um ræðir, horfa hins vegar mismunandi við eftir því hver niðurstaða varð hjá hverju þeirra. Úrskurðarnefnd þykir ljóst að þau eiga ekki við um þau fyrirtæki, sem stóðust könnunina. Að þessu athuguðu kemur hér aðeins til álita, hvort 5. gr. upplýsingalaga og eftir atvikum 2. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998 takmarki aðgang að gögnum um þau fyrirtæki, sem ekki stóðust þær kröfur, sem viðkomandi lög og reglur gera til ástands og aðbúnaðar íss úr vél. Þar sem ljóst þykir að aðgangur að þessum gögnum kann að raska þeim hagsmunum, sem þessi ákvæði taka til, tekur mat á því einvörðungu til þess, hvort þeim sé að óþörfu raskað eða hvort eðlilegt sé og sanngjarnt að halda þeim leyndum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við mat á því er til þess að líta að hér er um að ræða könnun sem fram fór á grundvelli laga gagngert í þeim tilgangi að vernda heilsu almennings og heilnæm lífsskilyrði. Því þykir að mati úrskurðarnefndar hvorki sanngjarnt né eðlilegt, m.a. með tilliti til þess sem þegar hefur verið birt um niðurstöður kannananna og ályktanir sem af þeim eru dregnar, að gögnum um þau fyrirtæki sé haldið leyndum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt þessu er það niðurstaða úrskurðarnefndar að veita beri kæranda aðgang að þeim gögnum sem falla undir töluliði 2 og 3 í lýsingu kæruefnis hér að framan. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur ber að veita kæranda, […], aðgang að eftirlitsskýrslum, gögnum um rannsóknarniðurstöður og bréfaskipti við 51 sölustað íss auk tveggja framleiðenda ísblandna í tilefni af könnun þess á örverufræðilegu ástandi á ís úr vél og aðbúnaði á sölustöðum sumarið 2001. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur E. Friðriksson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT><BR><BR></DIV><BR> |
A-135/2001 Úrskurður frá 22. nóvember 2001 | Kærð var synjun rannsóknarnefndar flugslysa um að veita aðgang að ratsjárgögnum yfir aðflug fjögurra tilgreindra flugvéla að Reykjavíkurflugvelli að kvöldi 7. ágúst 2000 annars vegar og hins vegar að "logbókum" tiltekinnar flugvélar. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Gildissvið upplýsingalaga. Vörslur gagna. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Frávísun. | <p><DIV align=center> <P>ÚRSKURÐUR</P></DIV><BR><BR>Hinn 22. nóvember 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-135/2001:<BR><BR> <DIV align=center><B>Kæruefni</B><BR></DIV><BR>Með bréfi, dagsettu 8. október sl., kærði […], til heimilis að […] í […], synjun rannsóknarnefndar flugslysa, dagsetta 20. september sl., um að veita honum aðgang, annars vegar, að ratsjárgögnum yfir aðflug fjögurra tilgreindra flugvéla að Reykjavíkurflugvelli að kvöldi 7. ágúst 2000 og, hins vegar, að "logbókum" flugvélarinnar [A].<BR><BR>Með bréfi, dagsettu 22. október sl., var kæran kynnt rannsóknarnefnd flugslysa og henni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 31. október sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum, sem kæran laut að, innan sama frests. Að beiðni rannsóknarnefndarinnar var frestur þessi framlengdur til 7. nóvember sl. Þann dag barst umsögn hennar, dagsett sama dag. Síðar hefur rannsóknarnefndin látið í té ljósrit af bréfi hennar til rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík, dagsettu 21. maí sl. <BR><BR>Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tók Arnfríður Einarsdóttir, varamaður, sæti hans í úrskurðarnefnd við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.<BR><BR> <DIV align=center><B>Málsatvik</B></DIV><BR>Atvik málsins eru í stuttu máli þau að með tölvubréfi til formanns rannsóknarnefndar flugslysa, dagsettu 14. september sl., óskaði kærandi "eftir afriti gagna um ferla flugvélanna, [B], [C], [D] og [A] í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli að kvöldi 7. ágúst 2000, sérstaklega afriti af radargögnum á tölvutæku formi". Síðar fór kærandi fram á að fá afrit "af logbókum [A] sem fórst í [E] [dags.]", sbr. tölvubréf hans til formanns rannsóknarnefndarinnar, dagsett 17. september sl.<BR><BR>Rannsóknarnefnd flugslysa synjaði báðum erindum kæranda með bréfi, dagsettu 20. september sl. Rök nefndarinnar fyrir synjuninni voru m.a. þau að flugslys það, sem varð í [E] [dags.], sæti opinberri rannsókn hjá lögreglustjóranum í Reykjavík. Af þeim sökum hafi lögreglustjóranum verið afhent öll þau gögn rannsóknarinnar, sem hann hafi beðið um og rannsóknarnefndin hafi talið að hún mætti afhenda, sbr. 3. mgr. 14. gr. laga nr. 59/1996 um rannsókn flugslysa. Því eigi upplýsingalög nr. 50/1996 ekki við, sbr. 1. mgr. 2. gr. þeirra laga og úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málum nr. A-123/2001, A-124-2001 og A-125/2001. <BR><BR>Í kæru sinni til úrskurðarnefndar hefur kærandi upplýst að hann sé faðir eins þeirra sem lést af völdum áverka er hann hlaut í umræddu flugslysi. Með skírskotun til þess hefur kærandi farið fram á að fjallað verði um rétt hans til aðgangs að umbeðnum gögnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga, með tilliti til hagsmuna hans sem lögerfingja sonar síns. Í kærunni er málsástæðum rannsóknarnefndarinnar vísað á bug og dregið í efa að þær geti átt við um öll þau gögn sem málinu tengjast.<BR><BR>Í umsögn rannsóknarnefndar flugslysa til úrskurðarnefndar, dagsettri 7. nóvember sl., eru fyrri ástæður synjunar nefndarinnar áréttaðar. Í umsögninni kemur ennfremur fram að frumgögn ratsjárgagna séu ekki í vörslum rannsóknarnefndarinnar, heldur Flugmálastjórnar. Sú stofnun ráði yfir sérhæfðum tækjabúnaði til að taka upp og endurspila ratsjármyndir og hafi rannsóknarnefndin einungis aðgang að honum, eftir því sem þörf krefur. "Nefndarmenn skrá niður þau atriði sem máli skipta við endurspilun þessara gagna og fá jafnframt útprentun af þeim skjámyndum sem nefndin telur að mundi gagnast í rannsókn sinni. Þessi afrit eru aðeins brot af þeim upplýsingum sem koma fram á frumgögnunum sem aðeins eru til hjá Flugmálastjórn", segir orðrétt í umsögninni.<BR><BR>Að ósk úrskurðarnefndar hefur lögreglustjórinn í Reykjavík staðfest í bréfi til nefndarinnar, dagsettu 15. nóvember sl., að mál vegna umrædds flugslyss hafi verið til rannsóknar hjá embættinu og sé enn ólokið. Í bréfi rannsóknarnefndar flugslysa til rannsóknardeildar lögreglunnar kemur fram að nefndin hafi afhent lögreglunni "frumrit viðhaldshandbókar og dagbækur (Aircraft Maintenance Records) flugvélarinnar [A]". Er móttaka þessara gagna staðfest með undirritun lögreglumanns.<BR><BR>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<BR><BR> <DIV align=center><B>Niðurstaða</B><BR><BR><B>1.</B><BR></DIV><BR>Í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin gildi ekki um "rannsókn eða saksókn í opinberu máli." Staðfest er, m.a. með fyrrgreindu bréfi lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettu 15. nóvember sl., að yfir stendur lögreglurannsókn á flugslysi því sem varð í [E] hinn [dags.]. Eins og gerð er grein fyrir í lýsingu málsatvika hér að framan, hefur rannsóknarnefnd flugslysa afhent lögreglu frumrit viðhaldshandbókar og dagbóka flugvélarinnar [A] sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. <BR><BR>Með skírskotun til þessa verður synjun rannsóknarnefndarinnar um aðgang að þessum gögnum ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Ber því að vísa frá úrskurðarnefnd þeim hluta kærunnar sem varðar þennan þátt málsins.<BR> <DIV align=center><B>2.</B></DIV><BR>Í 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga er að finna svohljóðandi ákvæði: "Þegar farið er fram á aðgang að gögnum um mál þar sem taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem hefur gögnin í sínum vörslum."<BR><BR>Í umsögn rannsóknarnefndar flugslysa, dagsettri 7. nóvember sl., kemur fram að frumgögn ratsjárgagna þeirra, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, séu ekki í vörslum rannsóknarnefndarinnar, heldur Flugmálastjórnar. Ennfremur má ráða það af umsögninni að afrit þau, sem rannsóknarnefndin hefur undir höndum, séu aðeins hluti af þeim gögnum sem um er að ræða. Samkvæmt því hefði kærandi átt að beina beiðni sinni til Flugmálastjórnar, en ekki rannsóknarnefndarinnar, svo sem hann gerði, sbr. niðurlag 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. <BR><BR>Vegna þess að ekki liggur fyrir synjun Flugmálastjórnar um að veita kæranda aðgang að hinum umbeðnu ratsjárgögnum verður ekki hjá því komist að vísa einnig frá úrskurðarnefnd þeim hluta kærunnar, sem varðar þennan þátt málsins, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Með vísun til 7. gr. stjórnsýslulaga hefði rannsóknarnefnd flugslysa átt að benda kæranda á að beina beiðni sinni til Flugmálastjórnar, sbr. 1. mgr. 7. gr., eða framsenda beiðnina á réttan stað, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Þar eð rannsóknarnefndin gerði hvorugt hefur hún brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart kæranda samkvæmt stjórnsýslulögum. Er það aðfinnsluvert.<BR><BR> <DIV align=center><B>Úrskurðarorð:</B></DIV><BR>Kæru […] á hendur rannsóknarnefnd flugslysa er vísað frá úrskurðarnefnd.<BR><BR> <DIV align=center>Eiríkur Tómasson, formaður<BR>Arnfríður Einarsdóttir<BR>Elín Hirst<BR></DIV></p> |
A-134/2001 Úrskurður frá 15. nóvember 2001 | Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2002.Gildissvið upplýsingalaga. Upplýsingaréttur alþingismanna. Fyrirhugaðar ráðstafanir. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 15. nóvember 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-134/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 22. október sl., kærði […], alþingismaður, synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsetta 9. október sl., um að veita henni aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2002.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 23. október sl., var kæran kynnt dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 5. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum, sem kæran laut að, innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 5. nóvember sl., barst innan tilskilins frests, ásamt umbeðnum fjárlagatillögum og greinargerð frá fjármálaráðuneytinu, dagsettri sama dag.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik málsins eru þau að með tölvubréfi, dagsettu 1. október sl., fór kærandi fram á það við dóms- og kirkjumálaráðuneytið að fá afhent afrit af fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík til ráðuneytisins fyrir árið 2002. Beiðni sinni til stuðnings vísaði kærandi til rökstuðnings og niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál í úrskurði, uppkveðnum 24. september sl., í málinu nr. A-130/2001. Samkvæmt þeim úrskurði var ráðuneytinu gert skylt að veita kæranda aðgang að fjárlagatillögum lög-reglu-stjórans í Reykjavík fyrir árin 2000 og 2001, ásamt gögnum og rökstuðningi er þeim fylgdu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Dóms- og kirkjumálaráðuneytið synjaði beiðni kæranda að svo stöddu með bréfi, dagsettu 9. október sl., þar sem fram kemur að sú afstaða byggist á gagnályktun frá svofelldum málslið í niðurstöðu framangreinds úrskurðar: "Í því efni skiptir og máli að um er að ræða gögn sem varða undirbúning að gerð frumvarpa til fjárlaga, er hafa verið lögð fram og samþykkt á Alþingi, sbr. 1. mgr. 8. gr., sbr. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga." Á þessum grundvelli telur ráðuneytið að réttur til aðgangs taki ekki til fjárlagatillagna vegna frumvarpa sem ekki hafa verið samþykkt á Alþingi. Á hinn bóginn er því lýst yfir að kæranda verði veittur aðgangur að umbeðnum tillögum þegar frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár hafi verið samþykkt, ef eftir því verði óskað. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til úrskurðarnefndar dregur kærandi í efa að fyrir hendi séu skilyrði til að takmarka aðgang að hinum umbeðnu gögnum skv. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þar sem útilokað sé að í gögnunum sé að finna upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir, aðrar en þær sem fjárlagafrumvarpið geri þegar ráð fyrir og séu þar með á almanna vitorði. Ráðstafanir, sem einstakar stofnanir hafi óskað eftir, en ekki sé tillit tekið til í frumvarpinu, geti hins vegar ekki talist fyrirhugaðar af hálfu ríkisins. Verði allt að einu fallist á að 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga geti átt við um aðgang að tillögunum, telur kærandi að takmarkanir samkvæmt því ákvæði hafi fallið niður við framlagningu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi, sbr. 1. mgr. 8. gr. upplýsinglaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kærunni segir ennfremur orðrétt: "Mikilvægt er, að frá því að fjárlagafrumvarp er lagt fram á Alþingi og þar til það er endanlega afgreitt, að þeir sem um það fjalla hafi sem besta yfirsýn og upplýsingar um hvaðeina sem liggur að baki þeim tillögum sem stjórnvöld setja fram. Þegar fjárþörf einstakra stofnana er metin er nauðsynlegt og eðlilegt að fyrir liggi hvað viðkomandi stofnun sjálf telur fjárþörfina mikla. Þetta er nauðsynlegt til að fagleg umræða geti farið fram um fjárþörf einstakra stofnana við umfjöllun og meðferð fjárlagafrumvarpsins innan þings og utan."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar er m.a. bent á að ný útgjaldatilefni komi oft í ljós frá því að frumvarp til fjárlaga er lagt fram og þar til það er afgreitt á Alþingi. Ný útgjöld kunni að vera mætt með tillögum um að lækka aðra útgjaldaliði frumvarpsins, í samræmi við grundvallarreglu svonefndrar ramma-fjárlaga-gerðar. Þeim kunni þó einnig að vera mætt með því að breyta tekjuhlið fjár-laga eða draga úr tekjuafgangi. Allt sé þetta samslungið og til þess fallið að hafa áhrif á ýmsar ráðstafanir úti í þjóðfélaginu. Ráðuneytið telur því að ekki einasta í þessu tilviki, heldur einnig almennt, eigi ekki að veita aðgang að þeim tillögum sem mótað geti endanlega gerð fjárlaga. Með tilliti til 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sé jafnframt mjög þýðingarmikið að geta vegið og metið hinar ýmsu hugmyndir, sem upp koma í fjárlagaferlinu, án þess að þær séu í kastljósi fjölmiðla og undir þrýstingi frá hinum ýmsu hagsmunaaðilum í samfélaginu. Af þeim sökum sé nauðsynlegt að aðgangur að fjárlagatillögum hinna ýmsu stofnana ríkisins sé ekki leyfður, fyrr en eftir að fjárlög hafi verið endanlega afgreidd.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í greinargerð fjármálaráðuneytisins, sem fylgdi umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, kemur m.a. fram að það yrði til að grafa undan fjárstjórn ríkisins ef opnað yrði fyrir aðgang almennings að tillögum einstakra ríkisstofnana og hefja nýjan fjár-lagaferil að hausti ár hvert, eftir að forgangsröðun verkefna er lokið og flókið ferli ákvarðana að baki. Eðlilegra sé að slíkar upplýsingar verði opinberar, eftir að fjárlög hafa verið samþykkt og komi til umræðu við gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Frumvarp til fjárlaga sé að sjálfsögðu tillaga ríkisstjórnarinnar sem lögð sé fyrir Alþingi. Fjárlaga-nefnd þingsins fari síðan gaumgæfilega yfir forsendur frumvarpsins og kanni hversu traustar þær séu. Í nefndinni eigi sæti fulltrúar stjórnar og stjórnarandstöðu og hún geti kallað eftir þeim upplýsingum, sem hún telji sig þurfa, bæði frá ráðuneytum og einstökum stofnunum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er að finna svohljóðandi ákvæði: "Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. komist svo að orði um þetta ákvæði: "Í þessari grein er kveðið á um gildissvið laganna. Gert er ráð fyrir að þau taki til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með sama hætti og stjórnsýslulög. Þannig taka lögin til þeirrar starfsemi sem heyrir undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Utan gildissviðs þeirra fellur hins vegar Alþingi og stofnanir þess, svo sem umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðun."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt þessu fellur það utan gildissviðs upplýsingalaga þegar alþingismaður óskar eftir upplýsingum frá einstökum ráðherrum og ráðuneytum þeirra innan vébanda Alþingis, t.d. í formi fyrirspurnar, sbr. 54. gr. stjórnarskrárinnar og 49. gr. laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að alþingismaður óski eftir aðgangi að gögnum hjá stjórnvöldum, þ. á m. ráðuneytum, á grundvelli upplýsingalaga eins og hver annar. Þar sem kærandi hefur valið þá leið í því máli, sem hér er til úrlausnar, ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að leysa úr kærunni samkvæmt II. kafla upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 14. gr. þeirra.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi hefur sem fyrr segir farið fram á aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2002 sem sendar voru dóms- og kirkjumálaráðuneytinu vegna undirbúnings að gerð frumvarps til fjárlaga fyrir það ár. Synjun ráðuneytisins á beiðni kæranda er byggð á ákvæði 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga sem er svohljóðandi: "Heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um: … 4. fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. gerð svofelld grein fyrir þessu ákvæði: "Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Á sama hátt falla hér undir ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. - Enn fremur er heimilt samkvæmt þessum tölulið að takmarka aðgang almennings að gögnum sem lúta að fyrirhuguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til þess að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verður einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja … Ákvæðið gerir ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þó ekki sé nema að litlu leyti, myndi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 4. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema ákvæði 5. gr. eða 1.–3. tölul. 6. gr. eigi við, sbr. 1. mgr. 8. gr. frumvarpsins."</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 41. gr. stjórnarskrárinnar er svo fyrir mælt: "Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum." Ennfremur er svohljóðandi ákvæði að finna í 42. gr. hennar: "Fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar er það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í samræmi við 42. gr. stjórnarskrárinnar er það hlutverk fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar, að leggja fyrir Alþingi frumvarp til fjárlaga fyrir það ár sem í hönd fer. Að lokinni fyrstu umræðu um frumvarpið skal því vísað til fjárlaganefndar þingsins og síðan að nýju að lokinni annarri umræðu, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis. Í 3. mgr. 25. gr. er að finna svofellt ákvæði: "Fjárlaganefnd á rétt á að fá þær upplýsingar sem hún telur nauðsynlegar um rekstur og fjárhagsáætlanir fyrirtækja og stofnana sem óska eftir framlögum úr ríkissjóði. Enn fremur er þeim stofnunum ríkisins, er fást við efnahagsmál, skylt að veita nefndinni upplýsingar og aðstoð sem hún þarf á að halda við afgreiðslu þingmála."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í III. kafla laga nr. 88/1997 um fjárreiður ríkisins er kveðið á um efni frumvarps til fjárlaga, umram það sem segir í 42. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig er t.d. í niðurlagi 1. mgr. 21. gr. laganna gert ráð fyrir að þar skuli "fyrir fram leitað heimilda til greiðslna úr ríkissjóði, eftirgjafar krafna og til að gera hvers konar samninga um fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð og ríkisstofnanir." Samkvæmt 2. og 3. mgr. 22. gr. skulu þar sýndar tekjur ríkissjóðs "eftir meginflokkum tekna og helstu skattstofnum", svo og gjöld ríkissjóðs, "sundurliðuð eftir ábyrgðarsviðum og viðfangsefnum". Í 23. gr. segir síðan orðrétt: "Sé í fjárlagafrumvarpi gert ráð fyrir breytingum á lögbundnum tekjustofnum eða lögbundnum framlögum úr ríkissjóði skulu breytingar á hlutað-eigandi sérlögum teknar upp í frumvarpið. Gildistími breytinga samkvæmt þessari grein skal vera hinn sami og fjárlaga. Í frumvarpi til fjárlaga skal vera sérstakt yfirlit um stöðu og ráðstöfun markaðra tekna og lögbundinna framlaga." Samkvæmt 24. gr. skal þar og "gerð grein fyrir tekjuáætlun ríkissjóðs og útgjaldaáformum æðstu stjórnar ríkisins, ráðuneyta, ríkisstofnana, ríkisfyrirtækja og lánastofnana". Þá skal þar jafnframt "koma fram áætlun um rekstrarafkomu, arðgreiðslur, fjárfestingu, lántökur og lánveitingar einstakra aðila í B- og C-hluta ríkisreiknings", sbr. 1. mgr. 25. gr. Að lokum skal þess getið að í frumvarpi til fjárlaga "skal leitað heimilda til lántöku, lánveitinga og ríkisábyrgða á fjárlagaárinu", sbr. 26. gr. umræddra laga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar er fjárveitingavaldið í höndum Alþingis. Þótt frumvarp til fjárlaga marki að sjálfsögðu stefnu ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum fyrir það ár, sem í hönd fer, tekur frumvarpið ávallt verulegum breytingum í meðförum þingsins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. mgr. 21. gr. laga nr. 88/1997 er gert ráð fyrir því að við undirbúning að gerð frumvarps til fjárlaga skili einstakar stofnanir og fyrirtæki ríkisins fjárlagatillögum sínum til viðkomandi ráðuneytis. Hvert ráðuneyti skilar síðan fjárlagatillögum sínum, þ. á m. tillögum um tekjur og gjöld þeirra stofnana og fyrirtækja sem undir það heyra, til fjármálaráðuneytisins sem gengur að lokum frá frumvarpinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tillögur einstakra stofnana og fyrirtækja ríkisins kunna að geyma fyrirætlanir og ráðagerðir um þau atriði, sem samkvæmt framansögðu skulu koma fram í frumvarpi til fjárlaga, þ. á m. um margvíslegar ráðstafanir í ríkisfjármálum. Almenn vitneskja um slíkar ráðstafanir, áður en tekin hefur verið afstaða til þeirra af hálfu fjármálaráherra og ríkisstjórnar við gerð fjárlagafrumvarps, gæti augljóslega leitt til þess að þær næðu ekki tilætluðum árangri. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þótt fjárlagatillögur einstakra stofnana og fyrirtækja ríkisins séu ekki lagðar fyrir Alþingi eða fjárlaganefnd þingsins er ekki loku fyrir það skotið að hugmyndir og ráðagerðir um ráðstafanir í ríkisfjármálum, sem þar koma fram, geti haft áhrif á breytingar, sem þingið kann að gera á frumvarpi til fjárlaga, sbr. t.d. fyrrgreint ákvæði í 3. mgr. 25. gr. laga nr. 55/1991 um rétt fjárlaganefndar til "að fá þær upplýsingar sem hún telur nauðsynlegar um rekstur og fjárhagsáætlanir fyrirtækja og stofnana sem óska eftir framlögum úr ríkissjóði". Fyrr en Alþingi hefur samþykkt frumvarp til fjárlaga og forseti Íslands staðfest það, sbr. 26. gr. stjórnarskrárinnar, hefur heldur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um þær ráðstafanir í ríkisfjármálum sem kveða skal á um í fjárlögum. Sé almenningi veittur ótakmarkaður aðgangur að fjárlaga-tillögum einstakra stofnana og fyrirtækja, meðan frumvarpið er til meðferðar á Alþingi, er því hugsanlegt að ráðstafanir, sem fram koma í fjárlögum eða þar er gert ráð fyrir, næðu ekki tilætluðum árangri, sbr. niðurlag 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og tekið er fram í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga, er með orðalaginu í upphafi 6. gr. laganna, "þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast", vísað til þess að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað nema aðgangur almennings að upplýsingum muni skaða einhverja af þeim almannahagsmunum sem tilgreindir eru í ákvæðinu. Orðalagið hefur því takmarkaða sjálfstæða þýðingu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar leyst er úr því álitaefni, hvort veita beri aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga með tilliti til almannahagsmuna, leikast á tvö andstæð sjónarmið. Annars vegar er um að ræða rétt almennings til að fylgjast með því, sem stjórnvöld hafast að, og hins vegar möguleika stjórnvalda til að halda upplýsingum leyndum í þágu mikil-vægra almannahagsmuna. Úrskurðarnefnd lítur svo á að tekið sé tillit til beggja þessara sjónarmiða með því að stjórnvöld eigi þess kost að synja almenningi um aðgang að öllum þeim gögnum, sem tekin hafa verið saman við undirbúning að gerð fjárlaga og hafa að geyma hugmyndir og ráðagerðir einstakra stjórnvalda um ráð-stafanir í ríkisfjármálum, meðan frumvarp til fjárlaga er til meðferðar á Alþingi og þar til lögin hafa verið samþykkt. Eftir það eigi aðgangur að slíkum gögnum alla jafna að vera heimill, sbr. úrskurð nefndarinnar, uppkveðinn 24. september sl., í málinu nr. A-130/2001.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til alls þess, sem að framan segir, er það niðurstaða úrskurðarnefndar að staðfesta beri þá ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að umbeðnum fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík á grundvelli upp-lýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að synja kæranda, […], um aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2002 á grundvelli upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT></DIV><BR> |
A-133/2001 Úrskurður frá 25. október 2001 | Kærð var synjun Ríkiskaupa um að veita aðgang að samningi ríkisins við tiltekið fyrirtæki um á grundvelli tilboðs þess í útboði stofnunarinnar á nýju fjárhagskerfi fyrir ríkissjóð og stofnanir hans. Tilgreining gagna í máli. Upplýsingaréttur aðila máls. Aðild að máli. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Samkeppni. Stjórnvöld geta ekki heitið trúnaði umfram það er leiðir af ákvæðum upplýsingalaga. Aðgangur veittur að hluta. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 25. október 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-133/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 18. september sl., kærði […] hrl. f.h. [A] hf. synjun Ríkiskaupa frá 21. ágúst sl., um að veita honum aðgang að samningi ríkisins við [B] hf. á grundvelli tilboðs þess í útboði stofnunarinnar nr. 12576.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 24. september sl., var kæran kynnt Ríkiskaupum og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 8. október sl. Jafnframt var því beint til stofnunarinnar að gefa [B] hf. kost á að lýsa viðhorfi sínu til málsins. Þá var þess ennfremur óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, er kæran laut að, innan sama frests. Að beiðni Ríkiskaupa var frestur þessi framlengdur til 15. október sl. Þann dag bárust umsagnir [B] hf., dagsett 12. október sl., og umsögn Ríkiskaupa, dagsett 15. s.m. Umsögn Ríkiskaupa fylgdi samningur, dagsettur 17. júlí 2001, sem ber heitið: "Samningur um kaup og viðhald á notendaleyfum ásamt afnotarétti, aðlögun, uppsetningu, innleiðingu, kennslu og þjónustu á fjárhags- og mannauðskerfum fyrir ríkissjóð og stofnanir hans." Að beiðni nefndarinnar voru afrit af eftirtöldum sex viðaukum við samninginn jafnframt send nefndinni hinn 19. október sl.:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">I. Verk- og tímaáætlun.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">II. Yfirlýsing [C], dagsett 16. júlí 2001.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">III. Kennsla og þjálfun notenda.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">IV. Yfirfærsla gagna/Tengingar við BÁR.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">V. Viðbótarkröfulýsing vegna vaktaáætlana- og viðverukerfa.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">VI. Verktrygging, bankaábyrgð, dagsett 17. júlí 2001.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi tók þátt í útboði Ríkiskaupa nr. 12576, sem ber heitið "Ný fjárhagskerfi fyrir ríkissjóð og stofnanir hans". Samkvæmt því sem fram kemur í kærunni var hér um að ræða eitt umfangsmesta útboð sinnar tegundar sem fram hefur farið hér á landi. Tilboðsfrestur rann út 8. mars sl. og í samræmi við útboðsskilmála voru hinn 30. apríl sl. valdir út tveir bjóðendur, sem buðu hagkvæmustu lausnirnar, og þeim falið að fara í gegnum frekari greiningu á lausnum sínum. Kærandi var annar þessara aðila, en hinn var [B] hf. Af því tilefni sömdu starfsmenn kæranda greinargerð, sem dagsett er 28. maí sl. Á vegum Ríkiskaupa störfuðu vinnuhópar við samanburð á tilboðunum og skiluðu þeir niðurstöðum sínum til stofnunarinnar. Hinn 22. júní sl. tóku Ríkiskaup þá ákvörðun að ganga til samningaviðræðna við [B] hf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins frá 8. mars sl., en það hljóðaði upp á 708.422.325 krónur í stofnkostnað og 56.229.330 krónur í viðhaldsgjöld á ári.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með tölvubréfi til Ríkiskaupa, dagsettu 27. júní sl., óskaði kærandi eftir "afriti af öllum niðurstöðum allra vinnuhópa í verkþætti 2 í umræddu útboði þar sem unnar voru skýrslur um mat á lausnum [A] hf. og [B] hf." Tekið var fram að óskað væri eftir niðurstöðum um mat á báðum þessum aðilum. Einnig var óskað eftir afriti af tilboðum [B] hf. í framangreindu útboði. Með bréfi Ríkiskaupa, dagsettu 6. júlí sl., var beiðni kæranda synjað. Kærandi bar þá ákvörðun undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál með bréfi, dagsettu 27. júlí sl., og var hún staðfest þar með úrskurði uppkveðnum 31. ágúst sl. í málinu nr. A-126/2001.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þann 17. júlí sl. var gengið frá samningi fjármálaráðuneytis og [B] hf. og hljóðaði samningsfjárhæðin upp á 819.000.000 krónur í stofnkostnað og 69.000.000 krónur í viðhaldsgjöld á ári. Með bréfi til Ríkiskaupa, dagsettu 25. s.m., fór kærandi fram á að að fá afrit samningsins með vísan til 3. og 9. gr. upplýsingalaga. Þeirri beiðni synjaði Ríkiskaup með bréfi, dagsettu 21. ágúst sl. Þar var tekið fram að kæranda hefði þegar verið gerð grein fyrir "samningsaðilum, samningsupphæð, gildistíma og þeim upplýsingum sem útboðslýsing hefur að geyma". Aðrir hlutar samningsins fjalli hins vegar um hvernig verkefnið yrði leyst. Þeir hefðu því að geyma upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál og um rekstrar- og samkeppnisstöðu viðsemjandans, sem takmarka bæri aðgang að á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar bendir kærandi á að umbeðinn samningur hafi verið gerður á grundvelli útboðs, sem hann hafi eytt í miklum tíma og fjármunum. Í skýrslu sérstakrar stýrinefndar um val á nýju fjárhags- og mannauðskerfi, sem kæranda hefur verið veittur aðgangur að, hafi tilboð kæranda verið metið mun meira að gæðum en tilboð [B] hf. og sama eigi við um hæfni kæranda sjálfs. Val á samningsaðila hljóti því að hafa ráðist af innbyrðis vægi einstakra þátta, en ákvörðun um það hafi ekki verið tekin fyrr en á lokastigi útboðsferilsins. Að þessu virtu varði beiðni kæranda mikilvæga hagsmuni hans. Þá bendir kærandi á að í bréfi Ríkiskaupa, dagsettu 21. ágúst sl., hafi komið fram, að forsendur tilboðs [B] hf. hafi ekki verið í samræmi við forsendur annarra tilboðsgjafa og verkkaupa sjálfs. Kærandi eigi því jafnframt verulega hagsmuni af því að kanna, hvort endanlegur samningur sé í samræmi við forsendur útboðsins. Loks telur kærandi að skýringar Ríkiskaupa á mismunandi fjárhæðum í tilboði [B] hf. og endanlegum samningi séu óljósar og ekki sannfærandi. Sem aðili að útboðinu eigi hann því hagsmuni af því að kanna hvernig það misræmi sé útfært í samningnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Ríkiskaupa til úrskurðarnefndar, dagsettri 15. október sl., er vísað til þess að samningurinn sé skilgreining á viðskiptasambandi opinbers aðila og einkafyrirtækis og innihaldi útfærslu á viðskiptahugmynd sem sett hafi verið fram í umræddu útboði. Efni samningsins sé hins vegar óviðkomandi vali á bjóðanda í útboðinu. Þá telur stofnunin að aðgangur kæranda, sem keppinautar [B] hf., geti haft veruleg áhrif á þann markað sem þeir starfi á. Undir það sjónarmið er tekið í umsögn [B] hf. um málið, dagsettri 12. október sl., enda veiti samningurinn upplýsingar um viðkvæm samkeppnismál þess.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Bæði Ríkiskaup og [B] vísa til svohljóðandi ákvæðis í samningnum:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">"Aðilar samnings þessa lýsa því yfir að þeir og starfsmenn þeirra muni fara með upplýsingar er varða samning þennan og framkvæmd hans sem trúnaðarmál, þó með fyrirvara vegna ákvæða upplýsingalaga nr. 50/1996. Samningi þessum skal aðeins dreift til þeirra sem þurfa að vita um efni hans og þeim þá aðeins sýnd þau ákvæði hans sem nauðsynleg eru þeim til að efna eða aðhafast á grundvelli hans eftir efni sínu."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Báðir aðilar samningsins telja samkvæmt þessu ljóst að samningurinn hafi að geyma upplýsingar sem ekki eigi erindi við aðra en þá, sem beina aðild eiga að honum. Sérstaklega telja þeir mikilvægt að aðrir hlutar samningsins en meginmál hans verði undanskildir aðgangi. Jafnframt leggja þeir sérstaka áherslu á að í meginmáli samningsins verði takmarkaður aðgangur að upplýsingum um sundurliðun samningsfjárhæða í 2. og 3. gr., enda sé þar vísað til fjölmargra tilboðs- og útboðsgagna, sem kæranda hafi áður verið synjað um aðgang að. Ennfremur að tæknilegum upplýsingum í 6.–8. gr. með vísan til viðskiptahagsmuna [B] hf. og að upplýsingum um greiðslur fyrir notkunarleyfi og viðhaldsgjöld í 15. og 16. gr. með vísan til samkeppnishagsmuna fyrirtækisins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt samningsyfirliti tilheyra sex viðaukar samningnum ásamt útboðsgögnum Ríkiskaupa og tilboði [B] hf. og teljast þessi gögn vera hluti hans. Kærandi var tilboðsgjafi í útboði þessu og hefur sem slíkur haft aðgang að útboðsgögnum. Þá var synjun Ríkiskaupa um aðgang kæranda að tilboði [B] hf. í sama útboði staðfest með úrskurði nefndarinnar frá 31. ágúst sl. í málinu nr. A-126/2001. Að því virtu verða þessir hlutar samningsins ekki taldir til kæruefnis í máli þessu. Lýtur því úrlausn nefndarinnar eingöngu að samningnum og sex tölusettum viðaukum við hann.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Svo sem fram kemur í málsatvikalýsingu hér að framan átti kærandi annað tveggja tilboða í síðari hluta útboðs Ríkiskaupa nr. 12756. Með skírskotun til aðildar kæranda að þessum hluta útboðsferilsins var fjallað um rétt hans til aðgangs að hinu tilboðinu og vinnugögnum Ríkiskaupa á grundvelli III. kafla upplýsingalaga í áðurnefndum úrskurði. Öðru máli gegnir hins vegar eftir að tilboði hefur verið tekið og samið hefur verið við annan tilboðsgjafa á grundvelli þess. Sá tilboðsgjafi, sem ekki var samið við, á ekki aðild að þeim samningi og upplýsingar sem þar koma fram eru ekki "um hann sjálfan", svo sem 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga áskilur. Um aðgang kæranda að samningi þessum ber því að fjalla á grundvelli II. kafla upplýsingalaga, sbr. jafnframt niðurstöðu nefndarinnar um sams konar álitaefni í úrskurði frá 25. maí 1999 í málinu nr. A-74/1999.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt, þ. á m. reglurnar í 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang að gögnum, "þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: "Óheftur réttur til upplýsinga getur ... skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína." Ekki er loku fyrir það skotið að það geti skaðað stöðu hins opinbera á almennum útboðsmarkaði ef almenningi er veittur ótakmarkaður aðgangur að samningum sem gerðir eru á grundvelli útboða. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi "aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um umsamið endurgjald fyrir verk eða þjónustu geti skaðað samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja og annarra lögaðila sem taka að sér slík verkefni fyrir ríki og sveitarfélög. Það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald skuli fara leynt, verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. Ennfremur ber að benda á að skv. 1. gr. laga nr. 94/2001 um opinber innkaup er það m. a. tilgangur laganna að stuðla að virkri samkeppni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögnum sínum til úrskurðarnefndar vísa bæði Ríkiskaup og [B] hf. til ákvæðis í umræddum samningi um að hann skuli vera trúnaðarmál. Slíkt ákvæði getur ekki komið í veg fyrir aðgang kæranda að honum á grundvelli upplýsingalaga eins og reyndar er tekið fram í samningsákvæðinu sjálfu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sem fyrr segir er réttur almennings til aðgangs að gögnum takmörkunum háður, m.a. þegar um er að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig lítur úrskurðarnefnd svo á að upplýsingar um það, hvernig viðsemjendur hins opinbera efna samningsskyldur sínar með samstarfi við aðra aðila eða með kaupum á vöru og þjónustu, séu almennt þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga. </FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni umrædds samnings milli fjármálaráðuneytisins og [B] hf. ásamt þeim viðaukum sem honum fylgja og taldir eru hér að framan. Með skírskotun til þess, sem að framan segir, er það niðurstaða nefndarinnar að Ríkiskaupum beri að veita kæranda aðgang að samningnum. Þó ber að undanskilja 3. gr. samningsins sem fjallar um kaup á notendaleyfum, en þar koma fram sundurliðaðar upplýsingar um verð á einstökum þjónustuliðum, sem telja verður mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Nefndin telur á hinn bóginn að allir viðaukar samningsins, tölusettir I.–VI., séu þess eðlis að efni þeirra falli undir undanþáguákvæði 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. laganna. </FONT><DIV ALIGN=center><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ríkiskaupum ber að veita kæranda, [A] hf., aðgang að samningi fjármálaráðuneytisins og [B] hf., um kaup og viðhald á notendaleyfum o. fl., dagsettum 17. júlí 2001, að undanskildri 3. gr. samningsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er synjun Ríkiskaupa um að veita kæranda aðgang að viðaukum samningsins, tölusettum I. – VI.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur E. Friðriksson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-132/2001 Úrskurður frá 23. október 2001 | Kærð var synjun Ríkisútvarpsins um að veita aðgang að tilteknu bréfi sem formaður og framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna höfðu skrifað útvarpsstjóra. Einkahagsmunir. Álit þess er hlut á að máli. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 23. október 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-132/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 1. október sl., kærði […], ritstjóri […]blaðsins [A], synjun Ríkisútvarpsins, dagsetta 21. september sl., um að veita honum aðgang að tilteknu bréfi sem formaður og framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna skrifuðu útvarpsstjóra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 4. október sl., var kæran kynnt Ríkisútvarpinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 16. október sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðar-nefnd yrði látið í té sem trúnaðarmál afrit af hinu umbeðna bréfi, innan sama frests. Umsögn Ríkisútvarpsins ásamt afriti af bréfinu barst nefndinni innan tilskilins frests.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst vék sæti í máli þessu og tók Ólafur E. Friðriksson, varamaður, sæti hennar við meðferð málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik eru í stuttu máli þau að kærandi tók viðtal við [B], fiskifræðing og fréttamann hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins, sem birtist í 2. tölublaði […]blaðsins [A] 2001 er út kom í júnímánuði sl. Nokkru síðar varð kærandi þess áskynja að formaður og framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna hefðu ritað útvarpsstjóra bréf í tilefni af þessu viðtali. Fór hann þess þá á leit, bæði símleiðis 12. september sl. og í tölvubréfi til framkvæmdastjóra Ríkisútvarpsins og starfandi útvarpsstjóra 13. september sl., að fá afrit af bréfinu. Með tölvubréfi frá framkvæmdastjóranum, dagsettu 21. september sl., var beiðni kæranda synjað með vísun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og þess að bréfritarar hefðu lagst gegn því að við beiðninni yrði orðið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til úrskurðarnefndar dregur kærandi í efa að 5. gr. upplýsingalaga eigi við um aðgang að hinu umbeðna bréfi. Í lok kærunnar tekur hann fram að [B] sé samþykkur því að hann fái afrit af bréfinu. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Ríkisútvarpsins til nefndarinnar, dagsettri 16. október sl., segir orðrétt: "Skv. 5. gr. tilvitnaðra laga er ekki ætlast til þess að upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni, þ.m.t. viðskiptahagsmuni, séu látnar af hendi nema sá samþykki sem í hlut á. – Í athugaemdum við 5. gr. laganna eins og þær birtust í frumvarpi til þeirra kemur fram að í vafatilfellum sé leitað álits þess aðila sem hagsmuna á að gæta. Ríkisútvarpið bar erindi kæranda undir fyrirsvarsmenn LÍÚ sem lögðust gegn því að aðgangur yrði veittur að bréfi samtakanna. Að öðru leyti á Ríkisútvarpið ekki hagsmuna að gæta í máli þessu." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi hefur fært frekari rök fyrir kærunni. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vegna einkahagsmuna eru gerðar svofelldar takmarkanir á upplýsingarétti í 5. gr. upplýsingalaga: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir m.a. svo um þetta ákvæði: "Í 5. gr. frumvarpsins eru teknar upp takmarkanir sem upplýsingaréttur almennings sætir í þágu einkahagsmuna einstaklinga, fyrirtækja og annarra lögaðila. – Augljóst er að óheftur aðgangur almennings að öllum gögnum, sem stjórnvöld ráða yfir, kynni að rjúfa friðhelgi einkalífs manna. Á hinn bóginn myndi það takmarka upplýsingaréttinn mjög ef allar upplýsingar, sem snerta einkahagsmuni einstaklinga eða fyrirtækja, væru undanþegnar. Því hefur víðast hvar, þar sem upplýsingalög hafa verið sett, verið fylgt þeirri stefnu að láta meginregluna um upplýsingarétt taka til slíkra upplýsinga en með þeim takmörkunum sem gera verður til að tryggja friðhelgi einkalífs og mikilvæga hagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. – Hér er lagt til að lögfest verði nokkurs konar vísiregla um það hvenær rétt sé að halda leyndum upplýsingum um einkahagsmuni. Stjórnvaldi er m.ö.o. ætlað að vega og meta umbeðin gögn með tilliti til þess hvort upplýsingar þær sem þau hafa að geyma séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu, samkvæmt almennum sjónarmiðum, svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna." Síðar segir orðrétt: "Í vafatilvikum er stjórnvaldi rétt að leita álits þess aðila sem í hlut á. Ef hann samþykkir að umbeðnar upplýsingar séu veittar stendur 5. gr. almennt ekki í vegi fyrir upplýsingagjöf. Sama er ef slíkt samþykki er gefið fyrirfram. Í ljósi þess að samkvæmt ákvæðinu er óheimilt að veita upplýsingarnar verður þó að gera nokkuð ríkar kröfur til þess að samþykki sé skýrt og ótvírætt."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og skýrt kemur fram í 5. gr. upplýsingalaga og áréttað er í hinum tilvitnuðu athugasemdum með frumvarpi til laganna, er stjórnvöldum skylt að veita aðgang að gögnum, þótt þau hafi að geyma upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga ellegar mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila, nema upplýsingarnar séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt. Þó skal veita aðgang að síðastgreindum upplýsingum ef sá, sem í hlut á, veitir samþykki sitt til þess. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt þessu ræðst réttur almennings til aðgangs að gögnum með upplýsingum um málefni einstaklinga eða hagsmuni lögaðila af því hvers eðlis upplýsingarnar eru. Í því sambandi skiptir ekki máli, að lögum, hver er afstaða þess aðila, sem hlut á að máli hverju sinni, nema um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptahagsmuni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þess bréfs sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Í bréfinu eru gerðar athugasemdir við vinnubrögð nafngreinds fréttamanns Ríkisútvarpsins. Þar er hins vegar ekki að finna neinar þær upplýsingar um fréttamanninn, bréfritara eða aðra einstaklinga né heldur lögaðila sem eðlilegt er og sanngjarnt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ber Ríkisútvarpinu að veita kæranda aðgang að bréfinu í heild sinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ríkisútvarpinu ber að veita kæranda, […], aðgang að bréfi til útvarpsstjóra, undirrituðu af formanni og framkvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem dagsett er 2. ágúst sl.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur E. Friðriksson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR></DIV><BR> |
A-131/2001 Úrskurður frá 11. október 2001 | Kærð var synjun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins um að veita aðgang að fundargerðum sjóðsstjórnar á mánuðunum maí, júní og júlí árið 1999. Gildissvið upplýsinglaga. Almenn ákvæði laga um þagnarskyldu. Upplýsingar varða ekki kæranda sjálfan. Tilgreining máls. Beiðni varðar aðgang að upplýsingum í fleiri en einu máli. Umfang gagna. Mikilvægir fjárhagshagsmunir fyrirtækja. Fjárhagsmálefni einstaklinga. Umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og gögn er þær varða. Aðgangur veittur að hluta. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">Úrskurður </FONT></DIV><UL><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 11. október 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-131/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 13. september sl., kærði […], til heimilis að […], synjun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, dag-setta 21. ágúst sl., um að veita honum aðgang að fundargerðum stjórnar sjóðsins í mánuðunum maí, júní og júlí árið 1999.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 24. september sl., var kæran kynnt Nýsköpunarsjóði og sjóðnum veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 4. október sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit umbeðinna gagna innan sama frests. Umsögn sjóðsins, dagsett 3. október sl. og undirrituð af […] hrl., barst innan tilskilins frests, ásamt umbeðnum gögnum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins fór kærandi fram á það, með bréfi til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, dagsettu 3. ágúst sl., að fá aðgang að fundargerðum stjórnar sjóðsins frá því í maí, júní og júlí 1999. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi Nýsköpunarsjóðs til kæranda, dagsettu 21. ágúst sl., var erindi hans synjað. Í bréfinu segir m.a.: "Það er mat Nýsköpunarsjóðs að hann hafi ekki skyldu eða heimild, hvorki samkvæmt stjórnsýslulögum né gildandi lögum um upplýsingaskyldu að afhenda utanaðkomandi aðila afrit af fundargerðum sjóðsstjórnar. Öðru máli gegnir, með ákveðnum fyrirvörum, ef aðili óskar eftir upplýsingum um eitthvað tiltekið mál og óskar eftir að fá afrit fundargerða eða þess hluta þeirra, þar sem um hið tiltekna mál er fjallað." Af bréfi Nýsköpunarsjóðs til kæranda verður jafnframt ráðið að hann hafi leitað eftir fyrirgreiðslu sjóðsins til þess að fjármagna gerð tiltekinnar kvikmyndar. Í tilefni af fyrirspurn hans voru honum því látin í té endurrit af þeim hluta fundargerða verkefnisstjórnar vöruþróunar- og markaðsdeildar frá 25. maí 1999 og stjórnar sjóðsins frá 28. sama mánaðar, þar sem greint er frá afgreiðslu þeirrar umsóknar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Nýsköpunarsjóðs til úrskurðarnefndar, dagsettri 3. október sl., eru fyrr-greind sjónarmið sjóðsins áréttuð. Síðan segir þar orðrétt: "Eðli málsins samkvæmt eru viðkvæmar upplýsingar um fjárhag einstaklinga og fyrirtækja oft uppi á borðum hjá stjórn NSA og því mikilvægt að fullur trúnaður sé milli sjóðsins og þeirra sem við hann skipta. Það varðar aðila sem skipta við NSA afar miklu að óviðkomandi geti ekki í krafti upplýsingalaga nálgast fjárhagslegar og/eða markaðslegar upplýsingar um þá, sérstaklega þar sem um er að ræða nýsköpunarverkefni sem eðli málsins samkvæmt geta orðið að engu ef upplýsingar um þau liggja á lausu." Að öðru leyti er vísað til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og II. kafla laganna.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í upphafi 1. gr. laga nr. 61/1997 um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins segir orðrétt: "Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins." Sjóðurinn fellur því undir gildissvið upplýsingalaga skv. 1. mgr. 1. gr. þeirra laga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 2. gr. laga nr. 61/1997 er að finna svohljóðandi ákvæði: "Hlutverk Nýsköpunarsjóðs er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingarverkefnum á sviði nýsköpunar og styðja við þróunar- og kynningarverkefni. Í þessu skyni er sjóðnum heimilt að leggja fram hlutafé eða veita lán, ábyrgðir eða styrki. Þá starfrækir sjóðurinn tryggingardeild útflutningslána skv. II. kafla. – Í starfsemi sinni er sjóðnum heimilt að leita samstarfs við aðra aðila á sviði áhættufjármögnunar." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Svofellt ákvæði er að finna í 16. gr. laganna: "Stjórnendur Nýsköpunarsjóðs og aðrir þeir sem vinna fyrir sjóðinn eru bundnir þagnarskyldu um atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi." Þar eð hér er um að ræða almennt ákvæði um þagnarskyldu takmarkar það ekki, eitt og sér, rétt til aðgangs að gögnum í vörslum sjóðsins samkvæmt upplýsingalögum, sbr. niðurlag 3. mgr. 2. gr. þeirra laga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ekki verður séð, hvorki af beiðni kæranda né kæru hans til úrskurðarnefndar, að fundargerðir þær, sem hann hefur óskað eftir aðgangi að, hafi að geyma upplýsingar um hann sjálfan í merkingu 9. gr. upplýsingalaga. Af þeim sökum ber að leysa úr beiðni hans á grundvelli II. kafla laganna. </FONT><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr." Ennfremur segir í 1. mgr. 10. gr. laganna: " Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er síðarnefnda ákvæðið skýrt með eftirgreindum hætti: "Beiðni um aðgang að gögnum er annaðhvort hægt að binda við </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">tiltekin skjöl eða önnur gögn</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">, sem aðili óskar eftir að fá að kynna sér, eða </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">gögn tiltekins máls</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">. Þegar óskað er eftir að fá aðgang að gögnum tiltekins máls á hlutaðeigandi rétt á að fá aðgang að öllum þeim gögnum sem talin eru upp í 2. mgr. 3. gr., enda standi ákvæði 4.- 6. gr. því ekki í vegi. – Í beiðni verður að tilgreina gögnin eða málið með það glöggum hætti að stjórnvöldum sé fært að hafa uppi á gögnunum eða málinu. – Það leiðir af 1. mgr. að ekki er hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Í frumvarpinu er gengið út frá sömu tilhögun og fram kemur í norsku og dönsku upplýsingalögunum um þetta efni, þ.e. að tilgreina verður þau gögn eða það mál sem beiðni beinist að."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nýsköpunarsjóður hefur m.a. synjað kæranda um aðgang að fundargerðunum, sem mál þetta snýst um, á þeirri forsendu að hann geti ekki, á grundvelli upplýsingalaga, farið fram á aðgang að þeim í heild sinni, heldur verði beiðni hans að vera einskorðuð við tiltekið mál sem þar sé fjallað um. Þessi skilningur á sér ekki stoð í orðalagi 1. mgr. 10. gr. laganna, þar sem segir að beiðni geti ýmist beinst að ákveðnum gögnum, sem tilgreina beri, eða tilteknu stjórnsýslumáli, án þess að tilgreina þurfi einstök gögn sem málið varða. Af athugasemdunum, sem vitnað er til að framan, verður hins vegar ráðið að setja verði beiðni um aðgang að gögnum vissar skorður.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með hliðsjón af 3. gr. upplýsingalaga hefur úrskurðarnefnd skýrt umrætt ákvæði í 1. mgr. 10. gr. svo að aðgangur sé að öðru jöfnu heimill að skjali eða sambærilegu gagni þótt þar sé að finna upplýsingar um fleiri en eitt stjórn-sýslumál. Á hinn bóginn hefur nefndin talið að ekki sé unnt, í sömu beiðni, að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu máli, þótt þau séu nægilega tilgreind. Þegar um er að ræða skjöl eins og fundargerðir, þar sem fjallað er um fleiri en eitt mál, verður samkvæmt framansögðu að setja því einhverjar skorður, til hversu margra slíkra skjala beiðni geti tekið. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Beiðni kæranda er afmörkuð við þrjá mánuði, þ.e. tímabilið frá 1. maí til 31. júlí 1999. Á þeim tíma voru haldnir fjórir fundir í stjórn Nýsköpunarsjóðs og eru fundargerðirnar, sem hann óskar eftir aðgangi að, því fjórar talsins. Þótt þar sé greint frá umfjöllun stjórnarinnar um fleiri en eitt stjórnsýslumál á hverjum fundi eru sumar bókanirnar þess eðlis að óheimilt er að veita almenningi aðgang að þeim, eins og gerð er grein fyrir í kafla 3 hér á eftir. Að teknu tilliti til þessa er það álit úrskurðarnefndar, með vísun til þess sem að framan greinir, að beiðnin fullnægi þeim skil-yrðum sem sett eru í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. </FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til þeirrar meginreglu um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum hins opinbera, sem fram kemur í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, hefur verið litið svo á að stjórnvöldum beri að veita aðgang að upplýsingum um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum í formi styrkja eða annarra óafturkræfra framlaga, sbr. dóm Hæstaréttar 1998, bls. 3096 í dómasafni réttarins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Önnur sjónarmið eiga við um lánveitingar opinberra sjóða og þátttöku þeirra í atvinnu-rekstri. Í 5. gr. upplýsingalaga er þannig svo fyrir mælt að óheimilt sé að veita almenningi "aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila … sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Sömu takmarkanir gilda um "aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 2. gr. laga nr. 61/1997 er það hlutverk Nýsköpunarsjóðs að taka þátt í fjárfestingarverkefnum á sviði nýsköpunar og styðja við þróunar- og kynningarverkefni, m.a. með því að leggja fram hlutafé eða veita lán. Í hluta af fundargerðum þeim, sem mál þetta snýst um, er fjallað um þátttöku sjóðsins í einstökum fjárfestingarverkefnum, þar sem m.a. er að finna upplýsingar um fjárhagsmálefni þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga. Með vísun til 5. gr. upplýsingalaga er þessi hluti fundargerðanna undanþeginn upplýsingarétti. Sama gildir um upplýsingar sem þar koma fyrir og varða fjárhagsmálefni nafngreinds einstaklings.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá er í fundargerð frá stjórnarfundi 6. maí 1999 fjallað um umsóknir um starf framkvæmdastjóra sjóðsins. Með vísun til 4. tölul. 4. gr. og 5. gr. upplýsingalaga er þessi hluti fundargerðarinnar jafnframt undanþeginn upplýsingarétti, að undanskildum nöfnum og starfsheitum umsækjenda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að mati úrskurðarnefndar fellur ekkert annað efni fundargerðanna undir undantekningarákvæðin í 4.–6. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 7. gr. laganna ber því sjóðnum að veita kæranda aðgang að þeim að öðru leyti en að framan greinir. Ljósrit af fundargerðunum fylgir því eintaki úrskurðarins, sem sent verður sjóðnum, þar sem merkt hefur verið við þá hluta sem kærandi á, samkvæmt framansögðu, ekki rétt til aðgangs að.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins er skylt að veita kæranda, […], aðgang að fundargerðum stjórnar sjóðsins frá maí, júní og júlí árið 1999, að hluta, eftir því sem nánar er kveðið á um hér að framan.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT></DIV><BR></UL><BR> |
A-130/2001 Úrskurður frá 24. september 2001 | Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árin 2000 og 2001 ásamt gögnum og rökstuðningi er þeim hafi fylgt. Gildissvið upplýsingalaga. Upplýsingaréttur alþingismanna. Gögn sem upplýsingalögin taka til. Vinnuskjöl. Eigin afnot stjórnvalds af vinnuskjali. Gögn tekin saman fyrir ráðherrafund. Fyrirhugaðar ráðstafanir. Ráðstöfunum að fullu lokið. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 24. september 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-130/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 15. ágúst sl., kærði […], alþingismaður, til heimilis að […], synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsetta 9. ágúst sl., um að veita henni aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árin 2000 og 2001, ásamt gögnum og rökstuðningi er þeim hafi fylgt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 17. ágúst sl., var kæran kynnt dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 28. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit umbeðinna gagna innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 21. ágúst sl., barst innan tilskilins frests, en henni fylgdu engin gögn. Með bréfi til ráðuneytisins, dagsettu 4. september sl., var ítrekuð sú ósk nefndarinnar að gögn málsins yrðu afhent henni og var frestur til þess framlengdur til kl. 16.00 hinn 7. september sl. Þann dag bárust gögn málsins, ásamt annarri umsögn sem dagsett er sama dag.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með tölvubréfi nefndasviðs Alþingis til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsettu 23. júní sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að fjárlagatillögum, sem borist hefðu frá embætti lögreglustjórans í Reykjavík, ásamt gögnum og rökstuðningi er þeim fylgdu, fyrir árin 2000 og 2001. Beiðnin var ítrekuð með tölvubréfi, dagsettu 30. júlí sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í tölvubréfi frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, dagsettu 31. júlí sl., var kæranda tilkynnt að leitað hefði verið álits fjármálaráðuneytisins á beiðni hennar og að beðið yrði umsagnar þess, áður en henni yrði svarað. Með tölvubréfi, dagsettu 9. ágúst sl., var kæranda síðan tilkynnt að ráðuneytinu væri, að fenginni umsögn fjármálaráðuneytisins, ekki kleift að afhenda vinnuskjöl er tengjast fjárlagabeiðnum einstakra stofnana. Í þeirri umsögn, sem dagsett er 7. ágúst sl., segir m.a. svo: "Fjármálaráðuneytið telur að ekki sé skylt að verða við beiðni þingmannsins þar sem um vinnuskjöl vegna undirbúnings fjárlagafrumvarpa sé að ræða. Ráðuneytið telur að það gæti unnið gegn grunnhugsuninni að baki rammafjárlagagerðar ef fjárlagabeiðnir einstakra stofnana væru opinber plögg. Ráðuneytið er því þeirrar skoðunar að ekki eigi að verða við ósk þingmannsins."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til úrskurðarnefndar er því hafnað að umbeðin gögn teljist vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, enda fullnægi þau ekki því skilyrði að vera til eigin nota viðkomandi stofnunar. Þá telur kærandi að aðgangur að umbeðnum gögnum sé til þess fallinn að stuðla að opinni og gagnrýninni umræðu um fjárþörf einstakra stofnana og stuðli auk þess að vandaðri tillögusmíð frá stofnunum ríkisins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsettri 21. ágúst sl., er áréttuð sú afstaða þess að umbeðin gögn séu undanþegin aðgangi á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Síðan segir þar: "Gerð fjárlagafrumvarps í dag er langt ferli þar sem ráðuneytið glímir við að raða tillögum stofnana sem undir það heyra í þann heildarútgjaldaramma sem því er skammtaður í ákvörðunum ríkisstjórnar. Síðan getur ramminn tekið ýmsum breytingum í ferlinu með nýjum ákvörðunum eða óvæntum útgjaldatilefnum, og slíkar breytingar á ramma geta kallað á breytingar sem þýða aukningu á einhverjum liðum en samsvarandi lækkun á öðrum. Tillögur stofnana geta breyst í ferlinu bæði að frumkvæði þeirra og eins fyrir ábendingar ráðuneytisins og í þessu ferli starfa ráðuneytið og stofnanir þess sem eitt stjórnvald." Þá telur ráðuneytið að það myndi torvelda mjög þau frjálsu skoðanaskipti milli ráðuneytis og stofnana þess, sem nauðsynleg eru til þess að hægt sé að framkvæma rammafjárlagagerð, ef aðgangur yrði veittur að umbeðnum gögnum. Þegar fjárlagafrumvarp liggi fullgert fyrir að hausti sé um leið komin niðurstaða um þau skoðanaskipti og vinnuskjöl, sem á milli aðila hafa gengið, hafi þá ekki þýðingu lengur.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í síðari umsögn ráðuneytisins til nefndarinnar, dagsettri 7. september sl., er því vinnulagi, sem tíðkast við undirbúning fjárlagafrumvarps, lýst með svofelldum hætti: "Stofnunum ráðuneytisins er ætlað að senda inn tillögur um breytingar á fjárveitingum, en geri þær það ekki verða fjárveitingar til þeirra skv. fjárlagafrumvarpi óbreyttar að öðru leyti en því að þær taka verðlagsbreytingum. Stofnunum er ætlað að slá inn fjárlagatillögur sínar í aðgangsverndaðan gagnagrunn fjárlaga, en stofnanir ríkisins geta fengið innsláttaraðgang að þeim gagnagrunni yfir Internetið. Gagnagrunnurinn er í umsjá fjármálaráðuneytisins. Í flestum tilvikum er fjárlagatillögum eingöngu skilað í þessu formi, en þeim er þó oft fylgt eftir með samtölum og óformlegum tjáskiptum og fyrir kemur að stofnanir sendi formleg bréf til frekari skýringa." Þá kemur fram að lögreglustjórinn í Reykjavík hafi, við undirbúning fjárlaga fyrir árið 2000, ekki gert formlegar fjárlagatillögur í gagnagrunn fjárlaga. Embættið hafi hins vegar sent bréf með hugmyndum um rekstrarumfang þess frá mismunandi sjónarhornum. Við undirbúning fjárlaga fyrir árið 2001 hafi það hins vegar sent tillögur inn í gagnagrunninn, auk þess að senda ráðuneytinu bréf. Ráðuneytið lýsir því sem eindreginni skoðun sinni að umbeðin gögn séu vinnuskjöl sem undanþegin séu aðgangi annarra en þeirra sem unnið hafi að gerð fjárlagafrumvarpanna. Ennfremur sé til þess að líta að frumvarp til fjárlaga sé unnið fyrir ríkisstjórnina, sem leggi það síðan fyrir Alþingi með þeim breytingum og áherslum er hún ákveði. Gögnin séu því einnig á þeim grundvelli undanþegin aðgangi almennings.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er að finna svohljóðandi ákvæði: "Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. komist svo að orði um þetta ákvæði: "Í þessari grein er kveðið á um gildissvið laganna. Gert er ráð fyrir að þau taki til allrar stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga með sama hætti og stjórnsýslulög. Þannig taka lögin til þeirrar starfsemi sem heyrir undir framkvæmdarvaldið samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins. Utan gildissviðs þeirra fellur hins vegar Alþingi og stofnanir þess, svo sem umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðun."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt þessu fellur það utan gildissviðs upplýsingalaga þegar alþingismaður óskar eftir upplýsingum frá einstökum ráðherrum og ráðuneytum þeirra innan vébanda Alþingis, t.d. í formi fyrirspurnar, sbr. 54. gr. stjórnarskrárinnar og 49. gr. laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að alþingismaður óski eftir aðgangi að gögnum hjá stjórnvöldum, þ. á m. ráðuneytum, á grundvelli upplýsingalaga eins og hver annar. Þar sem kærandi hefur valið þá leið í því máli, sem hér er til úrlausnar, ber úrskurðarnefnd um upplýsingamál að leysa úr kærunni samkvæmt II. kafla upplýsinga-laga, sbr. 1. mgr. 14. gr. þeirra.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Þar sem 4.–6. gr. laganna hafa að geyma undantekningar frá meginreglu 1. mgr. 3. gr. ber að skýra þau ákvæði þröngt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nær réttur til aðgangs að gögnum m.a. til "allra skjala sem mál varða", sbr. 1. tölul. málsgreinarinnar, og "allra annarra gagna sem mál varða, svo sem … gagna sem vistuð eru í tölvu", sbr. 2. tölul. hennar. Fjárlagatillögur lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2000, sem voru í formi bréfs til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsetts 16. ágúst 1999, ásamt fylgiskjölum, falla augljóslega undir skilgreiningu 2. mgr. 3. gr., sbr. 1. tölul. hennar. Sama er að segja um bréf lögreglustjórans til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsett 17. febrúar 2000, sem ritað var í tilefni af fjárlagagerð fyrir árið 2001. Þá eru fjárlagatillögur embættisins fyrir árið 2001 skráðar með afmörkuðum hætti í gagnagrunn fjármálaráðuneytisins og falla því jafnframt undir skilgreiningu málsgreinarinnar, sbr. 2. tölul. hennar.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita kæranda aðgang að hinum umbeðnu gögnum er í fyrsta lagi byggð á 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skilyrði fyrir því, að skjal teljist vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr., er að það sé ritað til eigin afnota fyrir stjórnvaldið sjálft. Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga segir svo um þetta atriði: "Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað. Þá geta þau skjöl ekki talist vinnuskjöl sem stafa frá öðrum en hlutaðeigandi stjórnvaldi enda þótt slík gögn hafi orðið til að frumkvæði stjórnvaldsins, t.d. álit eða skýrslur sérfræðinga o.s.frv."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Óumdeilt er að gögn þau, sem um er að ræða, stöfuðu frá embætti lögreglustjórans í Reykjavík og voru ætluð dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Þau voru því ekki rituð til eigin afnota fyrir embætti lögreglustjórans og geta því, þegar af þeirri ástæðu, ekki talist vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í öðru lagi er synjun dóms- og kirkumálaráðuneytisins reist á 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, þar sem tekið er fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til "fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga er undantekningarákvæði þetta m.a. skýrt svo: "Undanþágan gildir um alla fundi þar sem saman koma tveir ráðherrar eða fleiri hvort heldur er á formlegum ríkisstjórnarfundi eða við aðrar óformlegri aðstæður." Eins og að framan greinir, ber annars að skýra ákvæðið þröngt. Samkvæmt því verður að líta svo á að með orðalaginu "skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi" sé annars vegar átt við skjöl, sem gagngert hafa verið tekin saman fyrir fundi ríkisstjórnar eða ráðherra, tveggja eða fleiri, og hins vegar skjöl sem samkvæmt lagaboði, venju eða eðli máls eru lögð fyrir slíka fundi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. mgr. 21. gr. laga nr. 88/1997 um fjárreiður ríkisins segir orðrétt: "Fjárlagatillögum aðila í A-, B- og C-hluta skal skilað til viðkomandi ráðuneytis. Hvert ráðuneyti skal skila fjárlagatillögum til fjármálaráðuneytisins eftir nánari reglum sem settar eru í reglugerð." Samkvæmt þessu lagaákvæði er gert ráð fyrir því að stofnun á borð við embætti lögreglustjórans í Reykjavík skili fjárlagatillögum sínum til þess ráðuneytis, sem hún heyrir undir, þ.e. til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Því ráðuneyti er ætlað að fara yfir tillögurnar og skila síðan tillögum sínum til fjármálaráðuneytisins. Ekkert kemur fram um það í lögum nr. 88/1997 að fjárlagatillögur einstakra stofnana skuli lagðar fyrir ríkisstjórnarfund eða fund einstakra ráðherra. Verður það heldur ekki ráðið af fyrirliggjandi umsögnum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins að það sé venja eða helgist af eðli máls. Þar með verða hin umbeðnu gögn ekki felld undir 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til alls þess, sem að framan greinir, er það niðurstaða úrskurðarnefndar að dóms- og kirkjumálaráðuneytinu beri að verða við ósk kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Í því efni skiptir og máli að um er að ræða gögn, sem varða undirbúning að gerð frumvarpa til fjárlaga, er hafa verið lögð fram og sam-þykkt á Alþingi, sbr. 1. mgr. 8. gr., sbr. 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu er skylt að veita kæranda, […], aðgang að fjárlagatillögum lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árin 2000 og 2001, ásamt gögnum og rökstuðningi er þeim fylgdu, svo sem nánar er gerð grein fyrir í úrskurði þessum.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-129/2001 Úrskurður frá 19. september 2001 | Kærð var synjun Íbúðalánasjóðs um að veita aðgang að upplýsingum stöðu á tilteknu láni hjá sjóðnum. Upplýsingar kerfisbundið færðar í skiplagsbundna skrá. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Frávísun. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 19. september 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-129/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 24. ágúst sl., kærði […] hdl., f.h. […], synjun Íbúðalánasjóðs, dagsetta 20. ágúst sl., um að veita umbjóðanda hans upplýsingar um stöðu á láni sjóðsins til félagsins "[A]", með veði í fasteigninni [B] í Reykjavík.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 30. ágúst sl., var kæran kynnt Íbúðalánasjóði og sjóðnum veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 6. september sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögn sjóðsins kæmi fram á hvaða lagagrundvelli hefði verið leyst úr beiðni kæranda og á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar. Umsögn sjóðsins, dagsett 6. september sl., barst innan tilskilins frests.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og fram kemur í kæru til úrskurðarnefndar, seldi kærandi félaginu "[A]" fasteignina [B] í Reykjavík, sbr. kaupsamning, dagsettan 19. janúar 2001. Til greiðslu kaupverðsins tók félagið m.a. lán hjá Íbúðalánasjóði með veði í fasteigninni. Vegna vanskila á kaupsamningnum og til þess að gæta hagsmuna kæranda vegna mögulegs nauðungaruppboðs á fasteigninni fór umboðsmaður kæranda þess á leit, með bréfi til sjóðsins, dagsettu 17. ágúst sl., að fá upplýsingar um stöðu umrædds veðláns hjá sjóðnum og hugsanleg vanskil þess.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Íbúðalánasjóður synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 20. ágúst sl. Í svarbréfinu segir m.a.: "Skráðar upplýsingar hjá Íbúðalánasjóði falla undir lög nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Það er almennt mat Íbúðalánasjóðs, vegna eðlis upplýsinga hjá sjóðnum um fjárhagsmálefni einstaklinga, að þær séu varðar af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. – Stjórn Íbúðalánasjóðs samþykkti hinn 22. júní 2000 reglur um upplýsingagjöf starfsmanna um stöðu lána, sbr. hjálagt ljósrit. Þar kemur m.a. fram, að heimilt er að veita upplýsingar um stöðu lána við gerð kröfulýsinga, sem er að jafnaði degi fyrir framhald sölu. – Samkvæmt ofanskráðu er ekki unnt að verða við erindi yðar." Bréfi sjóðsins fylgdu jafnframt reglur stjórnar sjóðsins frá 22. júní 2000.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til úrskurðarnefndar leggur umboðsmaður kæranda áherslu á hagsmuni hans af því að fá upplýsingar um stöðu veðlánsins og hvort það sé í skilum. Kærandi þurfi að geta undirbúið sig fjárhagslega undir mögulega sölu fasteignarinnar á uppboði, þ. á m. að ákveða hvort hann muni freista þess að tryggja hagsmuni sína með því að kaupa hana og fjármagna þau kaup. Í því skyni þurfi hann jafnframt að fá upplýsingar um hvort taka megi yfir lánið, hverjar séu mánaðarlegar afborganir af því o.s.frv. Tilboð Íbúðalánasjóðs um að veita kæranda aðgang að upplýsingum um þetta degi fyrir nauðungarsölu sé alltof skammur tími til þess að taka svo stórar ákvarðanir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Íbúðalánasjóðs til úrskurðarnefndar, dagsettri 6. september sl., er ekki talin ástæða til þess að auka við þann rökstuðning sem sjóðurinn hafði áður látið kæranda í té. Á hinn bóginn er tekið fram að umbeðnar upplýsingar séu varðveittar í tölvukerfi Reiknistofu bankanna og einnig í sérstöku tölvukerfi sjóðsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þær upplýsingar, sem kærandi óskar eftir aðgangi að, varða tiltekið lán hjá Íbúðalánasjóði og þar með fjárhagslega hagsmuni hlutaðeigandi lántaka. Samkvæmt umsögn sjóðsins til úrskurðarnefndar eru þær upplýsingar varðveittar í tölvukerfi Reiknistofu bankanna, svo og í sérstöku tölvukerfi sjóðsins sjálfs. Af því verður dregin sú ályktun að upplýsingum um einstök lán og lántaka sé safnað saman og þær færðar kerfisbundið í eina skipulagsbundna heild sem varðveitt er í þessum kerfum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 83/2000, gilda lögin ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nema óskað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum, sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga tekur til, sbr. og 44. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Ákvæði 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er svo-hljóðandi: "Réttur til aðgangs að gögnum nær til: – 1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda megi ætla að það hafi borist viðtakanda; – 2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu; – 3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af þessari afmörkun á gildissviði upplýsingalaga leiðir að þau lög eiga einungis við þegar farið er fram á aðgang að upplýsingum, sem er að finna í afmörkuðum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum, sbr. 1. og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna. Þar sem þær upplýsingar, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, hafa ekki, samkvæmt umsögn Íbúðalánasjóðs, verið teknar saman í eitt skjal eða sambærilegt gagn eiga lögin samkvæmt framansögðu ekki við um aðgang að upplýsingunum. Ber því að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru […] á hendur Íbúðalánasjóði er vísað frá úrskurðarnefnd. </FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-127/2001 Úrskurður frá 6. september 2001 | Kærð var synjun Endurbótasjóðs menningarbygginga um að veita aðgang að fundargerðum sjóðsstjórnar næstliðin tvö ár. Rannsókn í opinberu máli. Tilgreining máls. Beiðni varðar aðgang að fleiri en einu máli. Umfang gagna. Vinnuskjal. Aðgangur veittur að hluta. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 6. september 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-127/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 30. júlí sl., kærði […] synjun Endurbótasjóðs menningarbygginga, dagsetta 27. júlí sl., um að veita honum aðgang að fundargerðum stjórnar sjóðsins síðastliðin tvö ár.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 10. ágúst sl., var kæran kynnt Endurbótasjóði menningarbygginga og sjóðnum veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 24. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af fundargerðum sjóðsstjórnar 1999 og 2000 í heild sinni innan sama frests. Frestur í þessu skyni var að beiðni sjóðsins framlengdur til 30. ágúst sl. Umsögn sjóðsins, dagsett 28. ágúst sl., barst úrskurðarnefnd sama dag ásamt umbeðnum gögnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tekur Arnfríður Einarsdóttir, varamaður, sæti í nefndinni við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 23. júlí sl. fór kærandi fram á það, með skriflegri umsókn til menntamálaráðuneytisins að fá aðgang að fundargerðum stjórnar Endurbótasjóðs menningarbygginga síðastliðin tvö ár. Ráðuneytið framsendi erindið til stjórnar sjóðsins sem synjaði kæranda um aðgang að fundargerðunum með bréfi, dagsettu 27. júlí sl. Í bréfi sjóðsstjórnar var m.a. komist svo að orði: "Tekið skal fram … að ríkissaksóknari hefur í fjölmiðlum tjáð sig um að einungis væri tímaspursmál hvenær opinber rannsókn hæfist vegna mála sem tengjast byggingarnefnd Þjóðleikhússins. Vegna umræddra ummæla ríkissaksóknara má telja ljóst að embættið hafi tekið ákvörðun um að opinber rannsókn muni fara fram. Jafnframt telur stjórn Endurbótasjóðs menningarbygginga miklar líkur á því að óskað verði eftir þeim gögnum Endurbótasjóðs, sem varða framkvæmdir við Þjóðleikhúsið, í þágu rannsóknarinnar. Mat á því hvaða gögn muni varða rannsóknina er lögum skv. í höndum lögreglu og ákæruvaldsins, en ekki sjóðsstjórnarinnar." Á þessum grundvelli var beiðni kæranda synjað með vísun til 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, en jafnframt boðað að ákvörðun um það yrði tekin til endurskoðunar þegar niðurstaða Ríkisendurskoðunar eða ákvörðun um gagnaöflun vegna hins opinbera máls lægi fyrir.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í tilefni af öðrum kærumálum, sem einnig lutu að synjun stjórnvalda um að veita aðgang að gögnum tengdum byggingarframkvæmdum við Þjóðleikhúsið og byggingarnefnd leikhússins, sendi úrskurðarnefnd ríkissaksóknara svofellda fyrirspurn með bréfi, dagsettu 31. júlí sl.: "Í fréttum hefur verið greint frá því að þér, herra ríkissaksóknari, hafið lagt fyrir lögreglu að hefja opinbera rannsókn á máli sem varðar m.a. byggingarframkvæmdir við Þjóðleikhúsið og byggingarnefnd leikhússins. Þar sem í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er tekið fram, að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli, er þess virðingarfyllst farið á leit við yður að þér staðfestið að umrædd rannsókn sé hafin, t.d. með því að láta úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál ljósrit af bréfi yðar til ríkislögreglustjóra sem vísað hefur verið til í fréttum. Ennfremur er þess óskað að þér eða ríkislögreglustjóri upplýsið nefndina um það hvort þau gögn, sem fyrrgreind kærumál lúta að, verði eða kunni að verða tekin til skoðunar vegna rannsóknarinnar, svo og hversu langt aftur í tímann rannsóknin muni eða kunni að ná." Eftir að sú kæra, sem hér er til umfjöllunar, barst úrskurðarnefnd var ríkissaksóknara ritað annað bréf, dagsett 1. ágúst sl., og óskað eftir að svar hans við fyrra bréfi nefndarinnar tæki jafnframt til þessa máls.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í svarbréfi ríkissaksóknara, dagsettu 3. ágúst sl., var eftirfarandi tekið fram: "Með bréfi, dagsettu 27. f.m. var efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans falið að hefja lögreglurannsókn á ætluðum refsiverðum auðgunarbrotum [A] í tengslum við vöruúttektir hans í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Að beiðni nefndarinnar fylgir hér með ljósrit af því bréfi. – Ætla má að þau gögn sem fyrrgreind kærumál lúta muni verða til skoðunar við lögreglurannsókn málsins. Ekki þykir fært á þessu stigi að segja til um hversu langt aftur í tímann lögreglurannsókn muni ná, það mun að einhverju leyti ráðast af því sem athugun ríkisendurskoðunar á fjármála- og umsýslustörfum [A] leiðir í ljós."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að þessu upplýstu leitaði úrskurðarnefnd eftir umsögn Endurbótasjóðs menningarbygginga um kæruna með bréfi, dagsettu 10. ágúst sl. Umsögn stjórnar sjóðsins, dagsett 28. ágúst sl., barst nefndinni sama dag. Þar er fyrri afstaða sjóðsstjórnar ítrekuð á grundvelli sömu sjónarmiða og áður og áréttuð með vísan til framangreinds svars ríkissaksóknara við erindi nefndarinnar og úrskurða úrskurðarnefndar frá 10. ágúst sl. í málunum nr. A-123/2001, A-124/2001 og A-125/2001.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þess má geta að í greinargerð Ríkisendurskoðunar vegna athugunar á opinberum fjárreiðum [A], […], sem send hefur verið fjölmiðlum, er gerð sérstök grein fyrir samskiptum Endurbótasjóðs menningarbygginga við byggingarnefnd Þjóðleikhússins og menntamálaráðuneytið. Er þar m.a. vitnað orðrétt til fundargerða stjórnar sjóðsins frá árunum 1998, 1999 og 2001. Hluti af umræddri greinargerð hefur verið birtur í fjölmiðlum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin gildi ekki um "rannsókn eða saksókn í opinberu máli." Í úrskurðum, sem kveðnir voru upp 10. ágúst sl. í málunum nr. A-123/2001, A-124/2001 og A-125/2001, komst úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að vísa bæri málunum frá nefndinni þótt gögn þau, sem þar var óskað eftir aðgangi að, hefðu ekki verið afhent lögreglu eða ákæruvaldi. Það var gert á grundvelli þeirrar yfirlýsingar ríkissaksóknara að ætla mætti að þau yrðu tekin til skoðunar við rannsókn lögreglu á ætluðum auðgunarbrotum [A], fyrrverandi formanns byggingarnefndar Þjóðleikhússins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þrátt fyrir þessa niðurstöðu áskilur nefndin sér rétt til þess að meta það, í ljósi atvika hverju sinni, hvort aðgangur skuli veittur að gögnum á grundvelli upplýsingalaga þótt þau kunni að tengjast rannsókn máls. Í því efni skiptir að sjálfsögðu máli, en sker þó ekki úr, að því hafi verið lýst yfir af hálfu ákæruvalds að ætla megi að gögn þau, sem um er að ræða, verði tekin til skoðunar við rannsókn opinbers máls.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í þessu máli liggur í fyrsta lagi ljóst fyrir að á þeim fundum stjórnar Endurbótasjóðs menningarbygginga, sem haldnir voru á árunum 1999 og 2000, var fjallað um fjölmörg önnur mál en endurbyggingu Þjóðleikhússins og styrkveitingu til hennar. Með lögjöfnun frá 7. gr. upplýsingalaga kæmi, þegar af þeirri ástæðu, ekki til álita að vísa frá úrskurðarnefnd nema þeim hluta kærumáls þessa sem lýtur að þessu eina máli. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í öðru lagi tengjast þau gögn, sem um var fjallað í fyrrgreindum þremur kærumálum, þ.e. fundargerðir byggingarnefndar Þjóðleikhússins, yfirlit um kostnað vegna framkvæmda við leikhúsið á tilteknu árabili og skjöl um samskipti menntamálaráðuneytisins og Framkvæmdasýslu ríkisins vegna byggingarnefndarinnar, rannsókn á ætluðum auðgunarbrotum fyrrverandi formanns nefndarinnar með beinni hætti en þær fundargerðir sem mál þetta snýst um. Síðast en ekki síst hefur Ríkisendurskoðun gert opinbera greinargerð sína um athugun á fjárreiðum formannsins, þar sem m.a. er gerð sérstök grein fyrir samskiptum Endurbótasjóðs menningarbygginga við byggingarnefndina og menntamálaráðuneytið og í því sambandi vitnað orðrétt til fundargerðar stjórnar sjóðsins 23. mars 1999. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til alls þess, sem að framan greinir, er það niðurstaða úrskurðarnefndar að ekki standi rök til þess að vísa máli þessu frá nefndinni á grundvelli niðurlagsákvæðisins í 1. mgr. 2. gr. laganna, hvorki í heild né að hluta.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr." Ennfremur segir í 1. mgr. 10. gr. laganna: " Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur skýrt síðargreinda ákvæðið svo, með hliðsjón af því fyrrnefnda, að aðgangur sé að öðru jöfnu heimill að skjali þótt þar sé að finna upplýsingar um fleiri en eitt stjórnsýslumál. Á hinn bóginn hefur nefndin talið að ekki sé unnt, í sömu beiðni, að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu máli, þótt þau séu nægilega tilgreind.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og gerð er grein fyrir hér að framan, er að fjallað um mörg stjórnsýslumál í þeim fundargerðum sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Hins vegar er beiðni hans afmörkuð við tvö ár og einungis er um að ræða sex fundargerðir stjórnar Endurbótasjóðs menningarbygginga frá því tímabili. Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, er það álit úrskurðarnefndar að beiðnin fullnægi þeim skilyrðum, sem sett eru í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, enda hefur því ekki verið borið við af hálfu sjóðsins.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til þeirrar meginreglu um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum hins opinbera, sem fram kemur í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, hefur verið litið svo á að stjórnvöldum beri að veita aðgang að upplýsingum um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum í formi styrkja eða annarra óafturkræfra framlaga, sbr. dóm Hæstaréttar 1998, bls. 3096 í dómasafni réttarins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér þær fundargerðir sem hér um ræðir. Telur hún að drög að áætlun um fjárveitingar úr Endurbótasjóði menningarbygginga og ráðstöfun þeirra árin 2000–2004, sem felld eru inn í fundargerð sjóðsstjórnar 7. febrúar 2000, teljist vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga sem sé undanskilið upplýsingarétti almennings. Að öðru leyti falli ekkert það, sem í fundargerðunum er að finna, undir undantekningarákvæðin í 4. - 6. gr. upplýsingalaga. Ber því sjóðnum að veita kæranda aðgang að þeim, með þeirri undantekningu sem að framan greinir.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Endurbótasjóði menningarbygginga er skylt að veita kæranda, […] aðgang að fundargerðum stjórnar sjóðsins síðastliðin tvö ár, þ.e. árin 1999 og 2000, að hluta, eftir því sem nánar er kveðið á um hér að framan.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Arnfríður Einarsdóttir</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR></DIV><BR> |
A-128/2001 Úrskurður frá 6. september 2001 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að afhenda kærendum ljósrit af reikningi tiltekins hæstaréttarlögmanns fyrir vinnu við gerð samkomulags um ábúðarlok kærenda á tilteknum jörðum. Málshraði. Ámælisverður dráttur á afgreiðslu máls. Upplýsingaréttur aðila máls. Einkahagsmunir annarra. Aðgangur veittur. Skylt að veita ljósrit af umbeðnu skjali. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 6. september 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-128/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 19. júlí sl., kærðu [A] og [B], til heimilis að […], synjun landbúnaðar-ráðu-neytis-ins, dagsetta 5. júlí sl., um að afhenda þeim ljósrit af reikningi [C] hrl. fyrir vinnu við gerð samkomulags um ábúðarlok kærenda á jörðunum [D], [E] og [F] í [H], svo og af greinargerð er kunni að hafa fylgt reikningnum. Þar eð kærunni fylgdu ekki þau skjöl, sem þar var vísað til, óskaði úrskurðarnefnd eftir því með bréfi, dagsettu 25. júlí sl., að kærendur létu henni í té afrit af þeim. Þau bárust síðan nefndinni 14. ágúst sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 17. ágúst sl., var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 28. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af umbeðnum gögnum innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 27. ágúst sl., barst innan tilskilsins frests ásamt ljósriti af umbeðnum reikningi frá Sigurði Sigurjónssyni hrl. til jarðadeildar ráðuneytisins, dagsettum 5. mars 1999.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tekur Arnfríður Einarsdóttir, varamaður, sæti í nefndinni við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærendur og landbúnaðarráðuneytið gerðu 5. mars 1999 með sér samkomulag um ábúðarlok kærenda á ríkisjörðunum [D], [E] og [F] í [H]. Í samkomulaginu kemur m.a. fram að ráðuneytið greiði hluta kostnaðar kærenda vegna lögmanns þeirra vegna samninga og deilumáls í Gufudal, kr. 550.000, auk virðisaukaskatts. Í samræmi við samkomulagið greiddi ráðuneytið reikning þann, sem ágreiningur í máli þessu stendur um, hinn 19. mars 1999.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til framangreinds samkomulags fóru kærendur fram á að fá ljósrit af reikningi lögmannsins í bréfi til landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 4. nóvember 2000. Ennfremur fóru þeir fram á að fá ljósrit af greinargerð með reikningnum ef einhver slík hefði fylgt honum. Í bréfinu tóku kærendur fram að þeir teldu lögmanninn hafa "tvírukkað" fyrir vinnu sína í sambandi við lausn ágreiningsmála þeirra við ráðuneytið. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi til kærenda, dagsettu 23. nóvember 2000, tilkynnti landbúnaðarráðuneytið þeim að það hefði leitað eftir afstöðu lögmannsins til erindis þeirra og veitt honum frest til 30. nóvember 2000 til þess að svara því. Jafnframt var þeim tilkynnt að erindi þeirra yrði svarað að þeim tíma liðnum. Með bréfi ráðuneytisins til kærenda, dagsettu 4. desember 2000, var þeim tilkynnt að afgreiðslu erindis þeirra væri frestað til 15. þess mánaðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærendur ítrekuðu síðan erindi sitt með bréfi til landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 25. júní sl. Með bréfi ráðuneytisins, dagsettu 5. júlí sl., var þeim tilkynnt að beiðni þeirra væri synjað, m.a. á þeim grundvelli að gögn, er varði gerð reikninga fyrir aðkeypta þjónustu, séu undanþegin aðgangi skv. 4.–6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Jafnframt var tekið fram að leitað hefði verið eftir samþykki útgefanda reikningsins, [C] hrl., en svar hefði ekki borist frá honum. Í greinargerð ráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 27. ágúst sl., er þetta ítrekað og einnig tekið fram að engin greinargerð eða vinnuskýrsla hafi fylgt reikningnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvald skal taka ákvörðun um hvort það verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærendur fóru upphaflega fram á að fá afhent ljósrit af hinum umbeðna reikningi með bréfi, dagsettu 4. nóvember 2000. Landbúnaðarráðuneytið tilkynnti þeim tæpum þremur vikum síðar að beiðninni yrði svarað í byrjun desembermánaðar og enn síðar að það yrði gert 15. desember 2000. Ekki verður ráðið af gögnum málsins að ráðuneytið hafi aðhafst neitt frekar í því fyrr en kærendur ítrekuðu beiðni sína í júnílok 2001.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landbúnaðarráðuneytið tilkynnti kærendum fyrst um afstöðu sína til beiðni þeirra þegar um það bil átta mánuðir voru liðnir frá því að hún kom fyrst fram. Þótt ekkert sé við það að athuga að ráðuneytið hafi gefið lögmanni þeim, sem hlut átti að máli, hæfilegan tíma til þess að láta í ljós álit sitt á beiðninni réttlætir það ekki þennan óhóflega drátt sem telja verður ámælisverðan.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt upplýsingalögum er gerður greinarmunur á aðgangi aðila máls að upplýsingum um hann sjálfan, sbr. III. kafla laganna, og almennum aðgangi að upplýsingum, sbr. II. kafla þeirra. Eins og að framan greinir, fara kærendur fram á að fá ljósrit af reikningi frá lögmanni sínum sem landbúnaðarráðuneytið hefur greitt samkvæmt samkomulagi við þá. Í beiðni sinni til ráðuneytisins kváðust kærendur telja að lögmaðurinn hefði fengið tvígreitt fyrir störf í þeirra þágu og vildu þeir bersýnilega fá ljósrit af reikningnum og hugsanlegum fylgigögnum með honum til þess að geta gengið úr skugga um það. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og hér stendur á, eiga kærendur ótvíræða hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að umræddum reikningi. Teljast þeir því aðilar máls í skilningi III. kafla upplýsingalaga og ber þar af leiðandi að leysa úr beiðni þeirra um aðgang að honum á grundvelli þessa kafla laganna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Orðalagið "upplýsingar um hann sjálfan" hefur verið skýrt þannig að það taki til upplýsinga, sem varða aðila máls sérstaklega, sbr. dóm Hæstaréttar 19. október 2000 í máli nr. 330/2000. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 2. og 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er að finna undantekningar frá meginreglu 1. mgr., þ. á m. segir svo í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hags-munir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er álit úrskurðarnefndar að hagsmunir kærenda af því að fá aðgang að hinum umbeðna reikningi vegi augljóslega þyngra en hagsmunir lögmanns þeirra af því að varna þeim aðgangs að honum. Samkvæmt því er landbúnaðarráðuneytinu skylt að veita kærendum aðgang að reikningnum. Þá hafa þeir jafnframt farið fram á að fá ljósrit af honum. Með vísun til 2. mgr. 12. gr. upplýsingalaga ber ráðuneytinu einnig að verða við þeirri beiðni. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landbúnaðarráðuneytinu er skylt að afhenda kærendum, [A] og [B] ljósrit af reikningi [C] hrl., dagsettum 5. mars 1999, fyrir vinnu við gerð samkomulags um ábúðarlok kærenda á jörðunum [D], [E] og [F] í [H].</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Arnfríður Einarsdóttir</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR></DIV><BR> |
A-126/2001 Úrskurður frá 31. ágúst 2001 | Kærð var synjun Ríkiskaupa um að veita aðgang að niðurstöðum vinnuhópa í verkþætti 2 í útboði á nýju fjárhagskerfi fyrir ríkissjóð og stofnanir hans og að tilteknu tilboði í útboðinu. Upplýsingaréttur aðila máls. Vinnuskjöl. Einkahagsmunir annarra. Mikilvægir viðskiptahagsmunir. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 31. ágúst 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-126/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 27. júlí sl., kærði […] hæstaréttarlögmaður, fyrir hönd [A] hf., synjun Ríkiskaupa, dagsetta 6. júlí sl., um að veita honum aðgang að niðurstöðum vinnuhópa í verkþætti 2 í útboði nr. 12576 og tilboðum [B] hf. í því útboði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 1. ágúst sl., var kæran kynnt Ríkiskaupum og henni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 13. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, er kæran lýtur að, innan sama frests. Frestur þessi var, að beiðni Ríkiskaupa, framlengdur til 20. ágúst sl. Umsögn Ríkiskaupa, dagsett 20. ágúst sl., barst úrskurðarnefnd hinn 22. sama mánaðar ásamt eftirtöldum gögnum:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Niðurstöður sérfræðinga um mat á hæfni úr 1. hluta útboðs.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Niðurstöður vinnuhópa úr 1. hluta útboðs.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Niðurstöður sérfræðihóps um eignarhaldskostnað úr 2. hluta útboðs.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Skýrsla stýrinefndar um val á nýju fjárhags- og mannauðskerfi.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. Niðurstöður vinnuhóps um greiningu í 2. hluta útboðs.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">6. Niðurstöður vinnuhópa um 10 verkferli í 2. hluta útboðs.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">7. Tilboðsgögn [B] hf.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi tók þátt í útboði Ríkiskaupa nr. 12576, sem ber heitið "Ný fjárhagskerfi fyrir ríkissjóð og stofnanir hans". Samkvæmt því sem fram kemur í kærunni var hér um að ræða eitt umfangsmesta útboð sinnar tegundar sem fram hefur farið hér á landi. Tilboðsfrestur rann út 8. mars sl. og í samræmi við útboðsskilmála voru hinn 30. apríl sl. valdir út tveir bjóðendur, sem buðu hagkvæmustu lausnirnar, og þeim falið að fara í gegnum frekari greiningu á lausnum sínum. Kærandi var annar þessara aðila, en hinn var [B] hf. Af því tilefni sömdu starfsmenn kæranda greinargerð, sem dagsett er 28. maí sl. Á vegum Ríkiskaupa störfuðu vinnuhópar við samanburð á tilboðunum og skiluðu þeir niðurstöðum sínum til stofnunarinnar. Hinn 22. júní sl. tóku Ríkiskaup þá ákvörðun að ganga til samningaviðræðna við [B] hf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins frá 8. mars sl., en það hljóðaði upp á 708.422.325 krónur í stofnkostnað og 56.229.330 krónur í viðhaldsgjöld á ári. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með tölvubréfi til Ríkiskaupa, dagsettu 27. júní sl., óskaði kærandi eftir "afriti af öllum niðurstöðum allra vinnuhópa í verkþætti 2 í umræddu útboði þar sem unnar voru skýrslur um mat á lausnum [A] hf. og [B] hf." Tekið var fram að óskað væri eftir niðurstöðum um mat á báðum þessum aðilum. Einnig var óskað eftir afriti af tilboðum [B] hf. í framangreindu útboði. Með bréfi Ríkiskaupa, dagsettu 6. júlí sl., var beiðni kæranda synjað. Fram kom að varðandi fyrra atriðið væri synjunin byggð á því, að um væri að ræða vinnuskjöl sem væru undanþegin upplýsingarétti með vísan til 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Hvað seinna atriðið varðaði þá var vísað til 5. gr. laganna og talið að í tilboði [B] hf. væri að finna upplýsingar er vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni [B] hf. sem sanngjarnt og eðlilegt væri að leynt færu. Hinn 17. júlí sl. var gengið frá samningi Ríkiskaupa og [B] hf. og hljóðaði samningsfjárhæðin upp á 819.000.000 krónur í stofnkostnað og 69.000.000 krónur í viðhaldsgjöld á ári. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af hálfu kæranda er því haldið fram að umræddar niðurstöður vinnuhópa Ríkiskaupa geti ekki talist vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga enda sé óskað eftir niðurstöðum vinnuhópanna, en ekki vinnuskjölum þeirra. Þá komi hvergi fram í útboðsskilmálum að þær niðurstöður séu eingöngu ætlaðar til afnota fyrir Ríkiskaup. Líklegt sé að umrædd skjöl hafi að geyma endanlega ákvörðun um að gengið skuli til samningaviðræðna við [B] hf. í stað kæranda og efni þeirra, eðli málsins samkvæmt, ráðið mestu um val Ríkiskaupa á samningsaðila. Þá hafi umrædd skjöl að geyma upplýsingar sem kærandi geti ekki aflað sér annars staðar frá. Gerir því kærandi kröfu um afhendingu þessara gagna á grundvelli 3. gr og 9. gr. upplýsingalaga. Kröfu sína um afhendingu á afriti af tilboðum [B] hf. byggir kærandi á sömu lagagreinum. Bendir kærandi á að í synjun Ríkiskaupa um aðgang að þessum gögnum sé ekki vísað til tiltekinna hagsmuna [B] hf. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi telur sig hafa mikla hagsmuni af því að fá ofangreind gögn til að geta metið hvort staðið hafi verið rétt að mati á tilboðunum tveimur, en samkvæmt útboðsgögnum skyldu gæði lausnar ráða mestu um val á samningsaðila. Að mati kæranda var lausn hans betri en sú lausn sem [B] hf. bauð. Þá telur kærandi ástæðu til að ætla að tilboð [B] hf. hafi ekki verið í samræmi við útboðsskilmála. Það fyrirtæki hafi sent inn þrjú tilboð með miklum verðmun og hafi endanleg samningsfjárhæð verið mun hærri en sem nemur hæsta tilboði þess.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi óskaði þess að meðferð kærumáls þessa yrði hraðað. Af þeim sökum óskaði kærandi eftir því að fyrst yrði leyst úr því atriði hvort hann eigi rétt á að fá afhent gögn um niðurstöður vinnuhópanna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Ríkiskaupa til úrskurðarnefndar, dagsettri 20. ágúst sl., er ítrekað það sjónarmið stofnunarinnar að umræddar niðurstöðu vinnuhópa, sem voru fimm að tölu, hafi verið rituð sem vinnuskjöl þeirra sem fóru yfir viðkomandi tilboð og hafi ekki að geyma endanlega niðurstöðu. Um hafi verið að ræða yfirferð yfir einstaka þætti tilboðanna og hafi skjölin verið alfarið rituð til eigin nota, en ekki til dreifingar. Skýrsla stýrinefndar, sem stjórnaði yfirferð tilboða, hafi hins vegar verið send kæranda, en á henni byggðist endanleg ákvörðun. Hvað varði kröfu kæranda um afhendingu tilboða [B] hf. þá sé þess getið í 47. gr. laga nr. 94/2001, um opinber innkaup, hvaða upplýsingar skuli lesnar upp eftir því sem þær koma fram í tilboði. Þar sé um að ræða tæmandi talningu upplýsinga sem bjóðandi eigi rétt á að fá úr tilboðum annarra bjóðenda. Öll önnur atriði í tilboði [B] hf. varði lausnir og feli í sér sundurliðun einstakra tilboðsliða sem eðlilegt sé og sanngjarnt að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi úrskurðarnefndar til [B] hf., dagsettu 23. ágúst sl., var fyrirtækinu gefinn kostur á að lýsa viðhorfi sínu til kröfu kæranda um aðgang að umræddu tilboði þess. Farið var fram á að fyrirtækið gerði grein fyrir því að hvaða leyti það teldi gögn þau, er tilboðið hafi að geyma varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þess. Í svarbréfi [B] hf., dagsettu 28. ágúst sl., leggst fyrirtækið eindregið gegn afhendingu umbeðinna tilboðsgagna og gerði grein fyrir ástæðum þess. Benti fyrirtækið á að í útboðsskilmálum væru gerðar kröfur um margs konar og afar ítarleg gögn frá bjóðendum um innri málefni þeirra. Í tilboðinu væru því látnar í té afar ítarlegar upplýsingar um margvísleg málefni fyrirtækisins og samstarfsaðila þess, þ. á m. um viðskiptasamninga við aðra aðila, samstarfssamninga, verð og verðmyndun, tæknileg atriði og margt fleira, sem fyrirtækið leggi ríka áherslu á að farið sé með viðskiptaleyndarmál.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Telja verður kæranda aðila máls í skilningi hins umrædda ákvæðis þar eð hann hefur, að áliti úrskurðarnefndar, einstaklega og verulega hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt framansögðu er í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga mælt svo fyrir að skylt sé að veita aðila máls aðgang að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar er snerta hann sjálfan. Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir í 1. tölul. 2. mgr. að ákvæði 1. mgr. gildi ekki "um þau gögn sem talin eru í 4. gr." laganna. Þá segir ennfremur orðrétt í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga segir að réttur til aðgangs að gögnum taki ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá". Samkvæmt því, sem fram kemur í lýsingu málsatvika, er fallist á að hinar umbeðnu niðurstöður vinnuhópa á vegum Ríkiskaupa séu vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Eftir stendur hins vegar að skera úr því hvort niðurstöður vinnuhópanna hafi að geyma upplýsingar, sem ekki verður aflað annars staðar frá, sbr. ákvæðið í niðurlagi töluliðarins. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir svo um þetta ákvæði: "Með síðastnefndu orðalagi er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Upplýst er að Ríkiskaup hafa veitt kæranda aðgang að skýrslu stýrinefndar um val á nýju fjárhags- og mannauðskerfi, skjali auðkenndu nr. 4. Beiðni hans lýtur einvörðungu að niðurstöðum vinnuhópa í verkþætti 2 í útboðinu, skjölum auðkenndum nr. 3, 5 og 6. Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þessara skjala. Í skjali auðkenndu nr. 3 er að finna samanburð á tilboðum kæranda og [B] hf. m.a. með tilliti til eignarhaldskostnaðar. Í skjali auðkenndu nr. 5 er lagt mat á aðferðarfræði, innra skipulag, gæðastjórnun o.fl. Í skjali auðkenndu nr. 6 er gerður samanburður á því hvernig fyrirtækin tvö greindu þarfir ákveðinna ríkisstofnanna og lagt mat á úrlausnir þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það er álit nefndarinnar að í skjölum þessum sé ekki að finna aðrar upplýsingar um staðreyndir en fram koma í gögnum þeim sem kærandi hefur þegar undir höndum, þar á meðal í skjali auðkenndu nr. 3. Af þeim sökum á hann ekki rétt til aðgangs að þessum þremur skjölum.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang að gögnum, "þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: "Óheftur réttur til upplýsinga getur ... skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ekki er loku fyrir það skotið að það geti skaðað stöðu ríkisins á almennum útboðsmarkaði ef þeim, sem þátt taka í útboði, er veittur ótakmarkaður aðgangur að tilboðum annarra þátttakenda í útboðinu. Slíkt gæti leitt til þess að framvegis tækju færri þátt í útboðum á vegum hins opinbera. Í máli þessu hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á það af hálfu Ríkiskaupa að það, eitt og sér, gæti skaðað samkeppnisstöðu ríkisins á útboðsmarkaði þótt kæranda yrði veittur aðgangur að tilboðsgögnum [B] hf. Engu að síður er ástæða til að hafa fyrrgreint sjónarmið í huga þegar tekin er afstaða til þess hvort veita beri kæranda aðgang að þeim.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 3. mgr. 9. gr. upplýsingarlaga er heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum.</FONT><BR><P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 47. gr. laga nr. 94/2001, um opinber innkaup, segir að bjóðendum sé heimilt að vera við opnun tilboða og fá þar upplýsingar um nafn bjóðanda, heildartilboðsupphæð, greiðsluskilmála, afhendingarskilmála, og eðli frávikstilboða.</FONT><UL><UL></UL></UL><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni hinna umbeðnu tilboðsgagna. Það er niðurstaða nefndarinnar, að teknu tilliti til þess sem að framan segir, að tilboðsgögnin hafi í heild sinni að geyma upplýsingar um mikilvæga viðskiptahagsmuni [B] hf. sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, jafnvel þótt í hlut eigi aðili máls. Verður ekki talið að hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að upplýsingum úr tilboðsgögnunum, umfram þær sem hann hefur þegar fengið, vegi þyngra en hagsmunir [B] hf. af því að upplýsingunum sé haldið leyndum. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sú ákvörðun Ríkiskaupa, að synja kæranda, [A] hf., um aðgang að niðurstöðum vinnuhópa í verkþætti 2 í útboði nr. 12576 og tilboðsgögnum [B] hf. í sama útboði, er staðfest.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur E. Friðriksson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-123/2001 Úrskurður frá 10. ágúst 2001 | Kærð var synjun þjóðleikhússtjóra um að veita aðgang að fundargerðum byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Gögn varða rannsókn að hætti opinberra mála. Frávísun. Sérálit. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 10. ágúst 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-123/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með símbréfi, dagsettu 19. júlí sl., kærði […], fréttamaður, f.h. […], munnlega synjun þjóðleikhússtjóra um að veita honum aðgang að fundargerðum byggingarnefndar Þjóðleikhússins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 20. júlí sl., var kæran kynnt þjóðleikhússtjóra og honum veittur frestur til að lýsa viðhorfi sínu til hennar til kl. 16.00 hinn 30. júlí sl. Ennfremur var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn þjóðleikhússtjóra, dagsett 26. júlí sl., barst nefndinni þann dag. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi fór upphaflega fram á það við menntamálaráðuneytið að það léti honum í té ljósrit af fundargerðum byggingarnefndar Þjóðleikhússins fyrir árin 1996–2001. Með bréfi, dagsettu 18. júlí sl., tilkynnti ráðuneytið kæranda að hin umbeðnu gögn væri ekki að finna í skjalasafni þess.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru sinni til úrskurðarnefndar, dagsettri 19. júlí sl., kvaðst kærandi hafa óskað eftir því við þjóðleikhússtjóra "að fá afhentar þær fundargerðir byggingarnefndar Þjóðleikhússins, sem eru í vörslu Þjóðleikhússins." Hafi þjóðleikhússtjóri tjáð sér "í samtali að fundargerðir nefndarinnar séu í vörslum Þjóðleikhússins og jafnframt að hann muni ekki láta þær af hendi."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn þjóðleikhússtjóra til úrskurðarnefndar, dagsettri 26. júlí sl., segir m.a. orðrétt: "Í fórum undirritaðs eru engar fundargerðir byggingarnefndar Þjóðleikhússins frá því tímabili sem úttekt Ríkisendurskoðunar nær til, þe. frá 1996 til þessa dags enda fundir ekki skráðir með formlegum hætti í formannstíð […] á umræddu tímabili. – Hvað varðar fundargerðir eldri byggingarnefndar, sem starfaði meðan á endurbyggingu Þjóðleikhússins stóð, allt frá 1988, eru þær ekki í formlegri vörslu leikhússins, þar eð enginn fulltrúi Þjóðleikhússins sat í þeirri nefnd."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í tilefni af þessu kærumáli sem og öðrum kærumálum, sem lotið hafa að synjun stjórnvalda um að veita aðgang að gögnum, tengdum byggingarframkvæmdum við Þjóðleikhúsið og byggingarnefnd leikhússins, ákvað úrskurðarnefnd að senda ríkissaksóknara svofellda fyrirspurn með bréfi, dagsettu 31. júlí sl.: "Í fréttum hefur verið greint frá því að þér, herra ríkissaksóknari, hafið lagt fyrir lögreglu að hefja opinbera rannsókn á máli sem varðar m.a. byggingarframkvæmdir við Þjóðleikhúsið og byggingarnefnd leikhússins. Þar sem í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er tekið fram, að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli, er þess virðingarfyllst farið á leit við yður að þér staðfestið að umrædd rannsókn sé hafin, t.d. með því að láta úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál ljósrit af bréfi yðar til ríkislögreglustjóra sem vísað hefur verið til í fréttum. Ennfremur er þess óskað að þér eða ríkislögreglustjóri upplýsi nefndina um það hvort þau gögn, sem fyrrgreind kærumál lúta að, verði eða kunni að verða tekin til skoðunar vegna rannsóknarinnar, svo og hversu langt aftur í tímann rannsóknin muni eða kunni að ná."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í svarbréfi ríkissaksóknara, dagsettu 3. ágúst sl., er eftirfarandi tekið fram: "Með bréfi, dagsettu 27. f.m. var efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans falið að hefja lögreglurannsókn á ætluðum refsiverðum auðgunarbrotum [A]í tengslum við vöruúttektir hans í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Að beiðni nefndarinnar fylgir hér með ljósrit af því bréfi. – Ætla má að þau gögn sem fyrrgreind kærumál lúta muni verða til skoðunar við lögreglurannsókn málsins. Ekki þykir fært á þessu stigi að segja til um hversu langt aftur í tímann lögreglurannsókn muni ná, það mun að einhverju leyti ráðast af því sem athugun ríkisendurskoðunar á fjármála- og umsýslustörfum [A] leiðir í ljós."</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin gildi ekki um "rannsókn eða saksókn í opinberu máli." Þótt fundargerðir byggingarnefndar Þjóðleikhússins, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, hafi ekki verið afhentar lögreglu eða ákæruvaldi hefur því verið lýst yfir af hálfu ríkissaksóknara að ætla megi að þær verði til skoðunar við rannsókn lögreglu á ætluðum refsiverðum auðgunarbrotum fyrrverandi formanns byggingarnefndarinnar. Þar eð sú rannsókn er nú hafin verður synjun um aðgang að umræddum fundargerðum ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Ber því að vísa máli þessu frá nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru […], f.h. […], á hendur þjóðleikhússtjóra er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sérálit Elínar Hirst</FONT></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég undirrituð er ósammála meirihluta úrskurðarnefndar um þá túlkun á niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem fram kemur í niðurstöðu úrskurðarins. Ég tel ekki rétt að synja um aðgang að hinum umbeðnu gögnum þar sem ekki er hægt að ráða það af svari ríkissaksóknara frá 3. ágúst sl. hvort umbeðin gögn verði tekin til rannsóknar eður ei. </FONT><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT></DIV> |
A-124/2001 Úrskurður frá 10. ágúst 2001 | Kærð var synjun Framkvæmdasýslu ríkisins um að veita aðgang að sundurliðuðu yfirliti um kostnað vegna framkvæmda við Þjóðleikhúsið á árunum 1996–1998. Gögn varða rannsókn að hætti opinberra mála. Frávísun. Sérálit. | <p><DIV align=center> <P>ÚRSKURÐUR</P></DIV><BR><BR>Hinn 10. ágúst 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-124/2001:<BR><BR> <DIV align=center><B>Kæruefni</B><BR></DIV><BR>Með símbréfi, dagsettu 19. júlí sl., kærði […], fréttamaður, f.h. […], synjun Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsetta 17. júlí sl., um að veita honum aðgang að sundurliðuðu yfirliti um kostnað vegna framkvæmda við Þjóðleikhúsið á árunum 1996–1998. <BR><BR>Með bréfi, dagsettu 20. júlí sl., var kæran kynnt Framkvæmdasýslu ríkisins og stofnuninni veittur frestur til að lýsa viðhorfi sínu til hennar til kl. 16.00 hinn 30. júlí sl. Ennfremur var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn Framkvæmdasýslunnar, dagsett 30. júlí sl., barst nefndinni þann dag ásamt ljósriti af hinum umbeðnu gögnum. <BR><BR> <DIV align=center><B>Málsatvik</B></DIV><BR>Kærandi óskaði eftir því við Framkvæmdasýslu ríkisins með tölvubréfi, dagsettu 17. júlí sl., að fá sundurliðað verkyfirlit frá stofnuninni um kostnað vegna framkvæmda við Þjóðleikhúsið frá og með árinu 1996 til þess dags. Í svari Framkvæmdasýslunnar, dagsettu samdægurs, segir orðrétt: "Þar sem Ríkisendurskoðun hefur nú hafið rannsókn á þessu máli hefur hún farið fram á að Framkvæmdasýslan láti engum öðrum í té gögn úr bókhaldi stofnunarinnar. – Við virðum þessa beiðni Ríkisendurskoðunar og getum því ekki orðið við beiðni þinni." <BR><BR>Í kæru sinni til úrskurðarnefndar, dagsettri 19. júlí sl., tók kærandi fram að hluti hinna umbeðnu gagna hefði verið afhentur honum, fyrir milligöngu ríkisendurskoðanda. Um væri að ræða gögn frá árunum 1999–2001, en beðið hefði verið um gögn fyrir árin 1996–2001. <BR><BR>Eins og mál þetta er vaxið, er ekki ástæða til að gera grein fyrir umsögn Framkvæmdasýslu ríkisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 30. júlí sl. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, hefur nefndin haft þær röksemdir, sem þar koma fram, til hliðsjónar við úrlausn málsins. <BR><BR>Í tilefni af þessu kærumáli sem og öðrum kærumálum, sem lotið hafa að synjun stjórnvalda um að veita aðgang að gögnum, tengdum byggingarframkvæmdum við Þjóðleikhúsið og byggingarnefnd leikhússins, ákvað úrskurðarnefnd að senda ríkissaksóknara svofellda fyrirspurn með bréfi, dagsettu 31. júlí sl.: "Í fréttum hefur verið greint frá því að þér, herra ríkissaksóknari, hafið lagt fyrir lögreglu að hefja opinbera rannsókn á máli sem varðar m.a. byggingarframkvæmdir við Þjóðleikhúsið og byggingarnefnd leikhússins. Þar sem í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er tekið fram, að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli, er þess virðingarfyllst farið á leit við yður að þér staðfestið að umrædd rannsókn sé hafin, t.d. með því að láta úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál ljósrit af bréfi yðar til ríkislögreglustjóra sem vísað hefur verið til í fréttum. Ennfremur er þess óskað að þér eða ríkislögreglustjóri upplýsi nefndina um það hvort þau gögn, sem fyrrgreind kærumál lúta að, verði eða kunni að verða tekin til skoðunar vegna rannsóknarinnar, svo og hversu langt aftur í tímann rannsóknin muni eða kunni að ná."<BR><BR>Í svarbréfi ríkissaksóknara, dagsettu 3. ágúst sl., er eftirfarandi tekið fram: "Með bréfi, dagsettu 27. f.m. var efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans falið að hefja lögreglurannsókn á ætluðum refsiverðum auðgunarbrotum [A] í tengslum við vöruúttektir hans í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Að beiðni nefndarinnar fylgir hér með ljósrit af því bréfi. – Ætla má að þau gögn sem fyrrgreind kærumál lúta muni verða til skoðunar við lögreglurannsókn málsins. Ekki þykir fært á þessu stigi að segja til um hversu langt aftur í tímann lögreglurannsókn muni ná, það mun að einhverju leyti ráðast af því sem athugun ríkisendurskoðunar á fjármála- og umsýslustörfum [A] leiðir í ljós."<BR><BR> <DIV align=center><B>Niðurstaða</B></DIV><BR>Í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin gildi ekki um "rannsókn eða saksókn í opinberu máli." Þótt yfirlit það um kostnað vegna framkvæmda við Þjóðleikhúsið á tilteknu árabili, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, hafi ekki verið afhent lögreglu eða ákæruvaldi hefur því verið lýst yfir af hálfu ríkissaksóknara að ætla megi að það verði til skoðunar við rannsókn lögreglu á ætluðum refsiverðum auðgunarbrotum fyrrverandi formanns byggingarnefndar leikhússins. Þar eð sú rannsókn er nú hafin verður synjun um aðgang að umræddu yfirliti ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Ber því að vísa máli þessu frá nefndinni.<BR><BR> <DIV align=center><B>Úrskurðarorð:</B></DIV><BR>Kæru […], f.h. […], á hendur Framkvæmdasýslu ríkisins er vísað frá úrskurðarnefnd.<BR><BR><BR>Eiríkur Tómasson, formaður<BR>Valtýr Sigurðsson<BR> <DIV align=center><BR></DIV><BR> <DIV align=center>Sérálit Elínar Hirst</DIV><BR>Ég undirrituð er ósammála meirihluta úrskurðarnefndar um þá túlkun á niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem fram kemur í niðurstöðu úrskurðarins. Ég tel ekki rétt að synja um aðgang að hinum umbeðnu gögnum þar sem ekki er hægt að ráða það af svari ríkissaksóknara frá 3. ágúst sl. hvort umbeðin gögn verði tekin til rannsóknar eður ei. <BR> <DIV align=center>Elín Hirst</DIV></p> |
A-125/2001 Úrskurður frá 10. ágúst 2001 | Kærð var synjun menntamálaráðuneytisins um að veita aðgang að minnisblöðum og bréfum í vörslum ráðuneytisins varðandi ráðuneytið og Framkvæmdasýslu ríkisins vegna byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Gögn varða rannsókn að hætti opinberra mála. Frávísun. Sérálit. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 10. ágúst 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-125/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með símbréfi, dagsettu 26. júlí sl., kærði […], fréttamaður, f.h. […], synjun menntamálaráðuneytisins, dagsetta þann dag, um að veita honum aðgang að minnisblöðum og bréfum í vörslum ráðuneytisins varðandi ráðuneytið og Framkvæmdasýslu ríkisins vegna byggingarnefndar Þjóðleikhússins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og mál þetta er vaxið, taldi úrskurðarnefnd ekki ástæðu til þess að leita umsagnar menntamálaráðuneytisins um kæruna, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi óskaði eftir því við menntamálaráðuneytið með beiðni, dagsettri 20. júlí sl., að fá ljósrit af öllum minnisblöðum og bréfum í vörslum ráðuneytisins varðandi ráðuneytið og Framkvæmdasýslu ríkisins vegna byggingarnefndar Þjóðleikhússins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Menntamálaráðuneytið hafnaði beiðninni með bréfi, dagsettu 26. júlí sl. Ekki er ástæða til þess að gera grein fyrir röksemdum ráðuneytisins fyrir synjun sinni, en með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, hefur úrskurðarnefnd haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru sinni til úrskurðarnefndar, dagettri 26. júlí sl., segir kærandi orðrétt: "Ég hef í dag móttekið synjun ráðuneytisins við umsókn minni … Í synjuninni er vísað til ummæla sem höfð hafa verið eftir ríkissaksóknara í fjölmiðlum um að embætti hans muni í náinni framtíð hlutast til um rannsókn á málum tengdum byggingarnefndinni og því synjað með vísan til 1. mgr. 2. gr. laganna", þ.e. upplýsingalaga. Síðan segir: "Ég mótmæli þessum rökstuðningi ráðuneytisins og tel eðli gagna, sem óumdeilanlega hafa verið opinber fram að þessu, breytist ekki við það að þau kunni að koma að gagni við opinbera rannsókn. Ég tel það fráleita stjórnsýslu og með öllu andstæða anda upplýsingalaganna að synja um aðgang að öllum gögnum sem varða slíkt mál á þessum forsendum, sem byggjast á rýmstu túlkun á undanþáguákvæði 1. mgr. 2. gr. laganna."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í tilefni af þessu kærumáli sem og öðrum kærumálum, sem lotið hafa að synjun stjórnvalda um að veita aðgang að gögnum, tengdum byggingarframkvæmdum við Þjóðleikhúsið og byggingarnefnd leikhússins, ákvað úrskurðarnefnd að senda ríkissaksóknara svofellda fyrirspurn með bréfi, dagsettu 31. júlí sl.: "Í fréttum hefur verið greint frá því að þér, herra ríkissaksóknari, hafið lagt fyrir lögreglu að hefja opinbera rannsókn á máli sem varðar m.a. byggingarframkvæmdir við Þjóðleikhúsið og byggingarnefnd leikhússins. Þar sem í 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er tekið fram, að lögin gildi ekki um rannsókn eða saksókn í opinberu máli, er þess virðingarfyllst farið á leit við yður að þér staðfestið að umrædd rannsókn sé hafin, t.d. með því að láta úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál ljósrit af bréfi yðar til ríkislögreglustjóra sem vísað hefur verið til í fréttum. Ennfremur er þess óskað að þér eða ríkislögreglustjóri upplýsi nefndina um það hvort þau gögn, sem fyrrgreind kærumál lúta að, verði eða kunni að verða tekin til skoðunar vegna rannsóknarinnar, svo og hversu langt aftur í tímann rannsóknin muni eða kunni að ná."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í svarbréfi ríkissaksóknara, dagsettu 3. ágúst sl., er eftirfarandi tekið fram: "Með bréfi, dagsettu 27. f.m. var efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans falið að hefja lögreglurannsókn á ætluðum refsiverðum auðgunarbrotum [A] í tengslum við vöruúttektir hans í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Að beiðni nefndarinnar fylgir hér með ljósrit af því bréfi. – Ætla má að þau gögn sem fyrrgreind kærumál lúta muni verða til skoðunar við lögreglurannsókn málsins. Ekki þykir fært á þessu stigi að segja til um hversu langt aftur í tímann lögreglurannsókn muni ná, það mun að einhverju leyti ráðast af því sem athugun ríkisendurskoðunar á fjármála- og umsýslustörfum [A] leiðir í ljós."</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin gildi ekki um "rannsókn eða saksókn í opinberu máli." Þótt þau skjöl um samskipti menntamálaráðuneytisins og Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna byggingarnefndar Þjóðleikhússins, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, hafi ekki verið afhent lögreglu eða ákæruvaldi hefur því verið lýst yfir af hálfu ríkissaksóknara að ætla megi að þau verði til skoðunar við rannsókn lögreglu á ætluðum refsiverðum auðgunarbrotum fyrrverandi formanns byggingarnefndarinnar. Þar eð sú rannsókn er nú hafin verður synjun um aðgang að umræddum skjölum ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Ber því að vísa máli þessu frá nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru […], f.h. […], á hendur menntamálaráðuneytinu er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sérálit Elínar Hirst</FONT></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ég undirrituð er ósammála meirihluta úrskurðarnefndar um þá túlkun á niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem fram kemur í niðurstöðu úrskurðarins. Ég tel ekki rétt að synja um aðgang að hinum umbeðnu gögnum þar sem ekki er hægt að ráða það af svari ríkissaksóknara frá 3. ágúst sl. hvort umbeðin gögn verði tekin til rannsóknar eður ei. </FONT><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT></DIV><BR><BR> |
A-122/2001 Úrskurður frá 1. ágúst 2001 | Kærð var synjun Akureyrarbæjar um að veita aðgang að ráðningarsamningum við tvo sviðsstjóra hjá bænum. Gildissvið gagnvart lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Upplýsingaréttur aðila máls. Einkahagsmunir annarra. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 1. ágúst 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-122/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 10. júlí sl., kærði [A], til heimilis að […], synjun Akureyarbæjar, dagsetta 18. júní sl., um að láta honum í té ljósrit af ráðningarsamningum við tvo sviðsstjóra hjá bænum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 17. júlí sl., var kæran kynnt Akureyrarbæ og bænum veittur frestur til að lýsa viðhorfi sínu til hennar til kl. 16.00 hinn 30. júlí sl. Ennfremur var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn bæjarins, dagsett 30. júlí sl., barst hinn 31. júlí sl. ásamt afriti af hinum umbeðnu gögnum. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi gegndi starfi bæjarritara hjá Akureyrarbæ um árabil. Skömmu eftir að hann lét af starfi og hóf töku eftirlauna var ákveðið að skipta starfi bæjarritara á milli tveggja sviðsstjóra, annars vegar fyrir stjórnsýslu- og þjónustusvið og hins vegar fyrir fjármálasvið. Samkvæmt samþykkt fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrarbæjar hafa eftirlaun kæranda miðast við tiltekinn hundraðshluta af föstum launum sviðsstjóranna. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 22. mars og 17. apríl sl. voru gerðir ráðningarsamningar við umrædda sviðsstjóra, sem fólu í sér breytt laun þeirra, að sögn kæranda, meðan eftirlaun hans hafi staðið óbreytt. Með bréfi, dagsettu 14. júní sl., óskaði kærandi eftir ljósritum af ráðningarsamningunum, "enda lít ég svo á að þeir snerti hagsmuni mína", eins og orðrétt segir í bréfinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í svarbréfi bæjarstjórans á Akureyri segir m.a. orðrétt: "Mér er óheimilt að veita upplýsingar um heildarlaun einstakra starfsmanna Akureyrarbæjar, en þú átt fullan rétt á því að fá upplýsingar um föst laun þessara aðila. … – Ekki er unnt að verða við erindi þínu um að fá afrit ráðningarsamninga, þar sem í þeim koma fram upplýsingar/vísbendingar um heildarlaun sviðsstjóranna."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru sinni til úrskurðarnefndar, dagsettri 10. júlí sl., kveðst kærandi eiga skýlausan rétt til þess að fá ljósrit af ráðningarsamningunum, vegna hagsmuna sinna og með vísun til upplýsingalaga, "þannig að mér megi ljóst vera hver réttur minn er samkvæmt þeim ekki einungis hvað föst laun snertir heldur einnig aukagreiðslur, gildistíma, afturvirkni, breytingar á samningstíma o.s.frv."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í greinargerð Akureyrarbæjar, dagsettri 30. júlí sl., segir að kæranda hafi þegar verið veittar upplýsingar um föst laun sviðsstjóranna. Synjun bæjarins um að veita honum frekari upplýsingar um launakjör þeirra byggist á 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Laun sviðsstjóranna séu tvíþætt, annars vegar föst dagvinnulaun og hins vegar laun fyrir yfirvinnu/aukavinnu. Síðarnefndu launin byggi ekki á föstum greiðslum, heldur skráningu á vinnu viðkomandi sviðsstjóra. Þær launagreiðslur geti verið breytilegar milli einstaklinga og milli mánaða/ára og geti því vart talist hluti fastra launa.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í öðrum málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, eins og honum var breytt með 1. gr. laga nr. 83/2000, er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nema óskað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga tekur til. Í 2. mgr. 44. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga er kveðið svo á um að þau lög takmarki ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í máli því, sem hér er til úrlausnar, hefur kærandi óskað eftir aðgangi að tveimur ráðningarsamningum sem falla augljóslega undir 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Þar með ber að leysa úr á málinu á grundvelli þeirra laga, en ekki laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt upplýsingalögum er gerður greinarmunur á aðgangi aðila máls að upplýsingum um hann sjálfan, sbr. III. kafla laganna, og almennum aðgangi að upplýsingum, sbr. II. kafla þeirra. Eins og að framan greinir, miðast eftirlaun kæranda við laun eftirmanna hans í starfi. Þar af leiðandi á hann hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að samningum um launakjör þessara starfsmanna Akureyrarbæjar og telst hann því aðili máls í skilningi III. kafla upplýsingalaga. Samkvæmt því ber að leysa úr beiðni hans um aðgang að umræddum ráðningarsamningum á grundvelli þessa kafla laganna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum, sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Orðalagið "upplýsingar um hann sjálfan" hefur verið skýrt þannig að það taki til upplýsinga, sem varða aðila máls sérstaklega, sbr. dóm Hæstaréttar 19. október 2000 í máli nr. 330/2000. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 2. og 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er að finna undantekningar frá meginreglu 1. mgr., þ. á m. segir svo í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur áður komist að þeirri niðurstöðu, með vísun til lögskýringargagna, að skýra beri 5. gr. upplýsingalaga svo að almenningur eigi rétt til þess að fá vitneskju um föst laun og launakjör opinberra starfsmanna. Þar af leiðandi verða þeir almennt að sæta því að ráðningarsamningar þeirra verði gerðir opinberir. Þótt í samningum þeim, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, sé gert ráð fyrir breyti-legum launagreiðslum til sviðsstjóranna fyrir yfirvinnu og/eða aukavinnu getur það, eitt og sér, ekki skert rétt hans skv. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga til þess að kynna sér efni þeirra. Samkvæmt því er Akureyrarbæ skylt að veita honum aðgang að samningunum í heild sinni, enda er þar ekki að finna neinar þær upplýsingar sem réttlæta að þeim sé haldið leyndum á grundvelli 3. mgr. 9. gr. laganna.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Akureyrarbæ er skylt að veita kæranda, [A], aðgang að ráðningarsamningum við tvo sviðsstjóra hjá bænum sem dagsettir eru 22. mars og 17. apríl sl.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-121/2001 Úrskurður frá 31. júlí 2001 | Kærð var synjun Flugmálastjórnar um að veita aðgang að athugasemdum stofnunarinnar við drög að skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa vegna tiltekins flugslyss. Upplýsingaréttur aðila máls. Sérstök ákvæði laga um þagnarskyldu. Þjóðréttarlegar skuldbindingar um takmarkanir á aðgangi. Skýring upplýsingalaga til samræmis við alþjóðasamninga sem Ísland á aðild að. Markmið upplýsingalaga. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 31. júlí 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-121/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 4. júlí sl., kærði [A], til heimilis að […], synjun Flugmálastjórnar, dagsetta 2. júlí sl., um að láta honum í té endurrit af athugasemdum stofnunarinnar við drög að skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa vegna flugslyss þess sem varð í [B] [dags.].</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 6. júlí sl., var kæran kynnt Flugmálastjórn og stofnuninni veittur frestur til að lýsa viðhorfi sínu til hennar til kl. 16.00 hinn 16. júlí sl. Ennfremur var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Greinargerð kæranda, dagsett 7. júlí sl., sem barst nefndinni 12. júlí sl., var send Flugmálastjórn með bréfi, dagsettu 13. júlí sl. Jafnframt var frestur stofnunarinnar til að lýsa viðhorfi sínu og láta í té gögn framlengdur til kl. 16.00 hinn 23. júlí sl. Umsögn hennar, dagsett 19. júlí sl., barst innan þess frests ásamt afriti af hinum umbeðnu gögnum. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Einn þeirra, sem lést af völdum flugslyssins í [B] [dags.], var sonur kæranda. Hann var ókvæntur og barnlaus. Lokaskýrsla rannsóknarnefndar flugslysa um slysið er dagsett 23. mars sl. Í samræmi við 15. gr. laga nr. 59/1996 um rannsókn flugslysa höfðu drög að skýrslunni áður verið send til umsagnar aðila máls og Flugmálastjórnar, en skv. 2. gr. reglugerðar nr. 852/1999 eru aðilar máls í skilningi laganna þeir, sem rannsókn leiðir í ljós að geti hafa átt þátt í því að flugslys varð, að mati rannsóknarnefndarinnar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi til Flugmálastjórnar, dagsettu 11. júní sl., óskaði kærandi, með vísun til upplýsingalaga nr. 50/1996, eftir "endurritum af öllum þeim athugasemdum sem Flugmálastjórn lét af hendi við Rannsóknarnefnd flugslysa vegna skýrslugerðar RNF um flugslysið í [B] [dags.]." Sér í lagi óskaði kærandi "endurrita af athugasemdum vegna bæði skýrsludraganna frá 29. desember 2000 og vegna "milliskýrslunnar" sem dagsett er 12. mars 2001." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Flugmálastjórn synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 2. júlí sl. Í bréfinu er tekið fram að skv. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gildi lögin ekki ef á annan veg er mælt í þjóðréttarsamningum sem Ísland er aðili að. Bent er á að Ísland sé aðili að Chicago samningnum frá 1944 eða Samþykkt um alþjóðaflugmál, sbr. auglýsingu nr. 45/1947 í A-deild Stjórnartíðinda. Í viðauka 13 við samþykktina, sem fjalli um flugslysarannsóknir, sé tekið fram að ekki skuli að jafnaði veittur aðgangur að tilteknum gögnum varðandi slíkar rannsóknir, þ. á m. álitsgerðum sem látnar séu í té til að greina upplýsingar um slys. Falli þær athugasemdir, sem óskað sé eftir aðgangi að, undir síðastgreint ákvæði. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ennfremur er tekið fram í bréfi Flugmálastjórnar að rannsóknarnefnd flugslysa starfi sjálfstætt og óháð öðrum stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Rannsóknir nefndarinnar gegni mikilvægu flugöryggislegu hlutverki þar sem aðalmarkmið rannsóknar hverju sinni er að komast að orsökum slyss til þess að koma í veg fyrir slíka atburði. Það að Flugmálastjórn og nefndin geti skipst á skoðunum og athugasemdum í trúnaði, án umfjöllunar fjölmiðla eða annarra, verði að teljast frumforsenda þess að slík rannsókn geti farið fram.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í greinargerð kæranda, dagsettri 7. júlí sl., eru færð rök fyrir því að veita beri honum aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Bent er á að íslensk flugmálayfirvöld hafi tilkynnt Alþjóðaflugmálastofnuninni um frávik frá því ákvæði í viðauka 13, sem vitnað hafi verið til af hálfu Flugmálastjórnar, þar sem tekið sé fram að ekki sé unnt að ábyrgjast að ekki verði veittur aðgangur að þeim gögnum sem ákvæðið vísi til. Þá lítur kærandi svo á að ákvæðið eigi einungis við um rannsóknaraðila flugslyss, þ.e. þá sem vinna að greiningu upplýsinga. Flugmálastjórn komi hins vegar hvergi að greiningu upplýsinga vegna rannsóknar á flugslysi og því eigi ákvæðið ekki við, að hans mati.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í greinargerðinni kemst kærandi svo að orði um lokaskýrslu rannsóknarnefndar flugslysa um umrætt slys, dagsetta 23. mars 2001, að hún sé "gríðarlega frábrugðin skýrslu þeirri, er send var málsaðilum til umsagnar." Sérstaklega eigi þetta við um þátt Flugmálastjórnar. Athugasemdirnar hljóti "því að vera órjúfanlegur hluti hinnar útgefnu lokaskýrslu." Nokkru síðar segir orðrétt í greinargerðinni: "Sú röksemdafærsla Flugmálastjórnar "að Flugmálastjórn og rannsóknarnefnd verði að geta skipst á skoðunum og athugasemdum í trúnaði, án umfjöllunar fjölmiðla eða annarra" er með öllu óviðeigandi og er í raun frekar til þess fallin að draga úr flugöryggi og trausti hins fljúgandi almennings." Greinargerðinni fylgdi bréf frá rannsóknarnefnd flugslysa til kæranda, dagsett 25. apríl sl., þar sem ósk hans um þýðingu á skýrslu nefndarinnar um umrætt flugslys var synjað. Í bréfinu er m.a. svo að orði komist: "Eins og fram kemur í 1. mgr. 14. gr. laga nr. 59/1996 um rannsókn flugslysa, má gera rannsóknarskýrslu á ensku ef málsaðili er útlendur. Þar sem allir skilgreindir aðilar málsins voru íslenskir var skýrslan gerð á íslensku og mun Rannsóknarnefnd flugslysa því ekki þýða eða láta þýða hana á ensku."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Flugmálastjórn vekur í fyrsta lagi athygli á því í umsögn sinni, dagsettri 19. júlí sl., að tilkynning sú um frávik, sem kærandi vísar til, hafi verið nauðsynleg "þar sem þáverandi og núverandi landslög banna ekki beinum orðum slíka upplýsingagjöf." Alþjóðaflugmálastofnuninni hafi jafnframt verið tjáð að reynt yrði að takmarka upplýsingagjöf, eins og hægt væri. Þannig hafi ekki verið gerður fyrirvari um gildi umrædds ákvæðis hér á landi af hálfu íslenskra stjórnvalda og sé það því í fullu gildi. Í öðru lagi er vísað til þess að gert sé ráð fyrir samstarfi rannsóknarnefndar flugslysa og Flugmálastjórnar í lögum um rannsókn flugslysa og reglugerð um rannsóknarnefnd flugslysa, þar sem Flugmálastjórn skuli veita nefndinni upplýsingar og afhenda henni gögn. Stofnunin hafi oft og tíðum, í tilefni af því að henni hafi borist skýrsludrög frá nefndinni, lagt út í sjálfstæðar athuganir á einstökum atriðum og farið út í frekari öflun gagna til að styðja við rannsókn nefndarinnar. Í umsögninni segir ennfremur að sú staðhæfing kæranda, að athugasemdir aðila séu órjúfanlegur hluti hinnar útgefnu lokaskýrslu rannsóknarnefndar flugslysa, sé "gjörsamlega úr lausu lofti gripin enda er það lokaskýrsla nefndarinnar sem geymir endanlegar niðurstöður og álit nefndarinnar á orsökum flugslyss".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þau gögn, sem Flugmálastjórn hefur látið úrskurðarnefnd í té, eru ljósrit af bréfi stofnunarinnar til rannsóknarnefndar flugslysa, dagsettu 5. febrúar sl., ásamt viðauka, sem því fylgdi, auðkenndur "viðauki 1". Bréfinu fylgdu og athugasemdir og ábendingar stofnunarinnar í tilefni af drögum nefndarinnar að skýrslu um umrætt flugslys og voru þær færðar inn í sjálf drögin, "fyrst og fremst til að auðvelda skilning á því við hvað þær eiga", eins og komist er að orði í bréfinu. Þá hefur stofnunin ennfremur látið nefndinni í té ljósrit af bréfi hennar til rannsóknarnefndarinnar, dagsettu 16. mars sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt upplýsingalögum er gerður greinarmunur á aðgangi aðila máls að upplýsingum um hann sjálfan, sbr. III. kafla laganna, og almennum aðgangi að upplýsingum, sbr. II. kafla þeirra. Einn af þeim, sem lést af völdum flugslyssins í [B] [dags.] var sonur kæranda. Sem lögerfingi hans skv. 2. mgr. 3. gr. erfðalaga nr. 8/1962 á kærandi hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Hann telst því aðili máls í skilningi III. kafla upplýsingalaga og ber þar af leiðandi að leysa úr beiðni hans á grundvelli þessa kafla laganna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum, sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Orðalagið "upplýsingar um hann sjálfan" hefur verið skýrt þannig að það taki til upplýsinga, sem varða aðila máls sérstaklega, sbr. dóm Hæstaréttar 19. október 2000 í máli nr. 330/2000. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í niðurlagi 3. mgr. 2. gr. laganna er sérstaklega tekið fram: "Almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum þessum." Með því að gagnálykta frá þessu ákvæði liggur á hinn bóginn ljóst fyrir að lagaákvæði, sem hafa að geyma sérstök fyrirmæli um þagnaskyldu, geta staðið því í vegi að veittur sé aðgangur að gögnum samkvæmt upplýsingalögum, hvort sem um er að ræða aðgang á grundvelli II. eða III. kafla þeirra. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í lokamálslið 2. mgr. 2. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 83/2000, segir ennfremur orðrétt: "Þá gilda lögin heldur ekki ef á annan veg er mælt í þjóðréttarsamningum sem Ísland á aðild að." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga á sínum tíma, var gerð svofelld grein fyrir þessu síðastnefnda ákvæði: "Þá kann Ísland að hafa gengist undir skuldbindingar gagnvart öðrum ríkjum í þjóðréttarsamningum þess efnis að tilteknum gögnum verði haldið leyndum umfram það sem gert er ráð fyrir í þessum lögum. Vegna slíkra skuldbindinga að þjóðarétti þykir nauðsynlegt að taka af skarið um það að lögin gildi ekki ef öðru vísi er fyrir mælt í þjóðréttarsamningum sem íslenska ríkið á aðild að. Sem dæmi um slíka þjóðréttarskuldbindingu má nefna 2. mgr. 31. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og 122. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993."</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Flugmálastjórn starfar á grundvelli laga nr. 60/1998 um loftferðir. Í 1. mgr. 6. gr. þeirra laga segir orðrétt: "Flugmálastjórn Íslands er sérstök stofnun undir stjórn flugmálastjóra sem fer með framkvæmdarvald samkvæmt lögum þessum og öðrum lögum og stjórnvaldsreglum sem settar eru á sviði loftferða." Samkvæmt þessu fellur stofnunin almennt undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 2. gr. laga um rannsókn flugslysa segir orðrétt: "Rannsóknarnefnd flugslysa annast rannsókn allra flugslysa samkvæmt lögum þessum og alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að." Svohljóðandi ákvæði um hlutverk og starfsemi nefndarinnar er að finna í 6. gr. laganna: "Rannsóknarnefnd flugslysa starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Hún ákveður sjálf hvenær efni eru til rannsóknar flugslyss. – Nefndin getur krafið Flugmálastjórn um aðgang að hvers konar gögnum sem nauðsynleg eru við rannsókn máls. – Flugmálastjórn, Rannsóknarlögreglu og lögreglu er skylt að veita nefndinni nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð við rannsókn máls." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í almennum athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laga um rannsókn flugslysa, er m.a. komist svo að orði: "Mikilvægasta breyting á rannsóknum flugslysa, sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir, er að rannsóknarheimildir- og skyldur Flugmálastjórnar eru alfarið felldar niður og rannsókn lögð í hendur eins sjálfstæðs og óháðs aðila, rannsóknarnefndar flugslysa. Í stjórnsýslukerfinu telst nefndin sjálfstæð stjórnsýslu-stofnun en heyrir stjórnsýslulega beint undir samgönguráðherra eins og flugslysanefnd samkvæmt núgildandi loftferðalögum. Þessi breyting er óhjákvæmileg vegna þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem Ísland hefur gengist undir þar sem ætlast er til að sjálfstæðir og óháðir aðilar annist slíka rannsókn …."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í lögunum er að finna ákvæði um það, hvernig rannsóknarnefnd flugslysa skuli standa að rannsókn slíkra slysa og hvaða heimildir nefndin hafi í því skyni, með það að markmiði "að koma í veg fyrir að flugslys endurtaki sig og að öryggi í flugi megi aukast", sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna. Í 11. gr. er t.d. kveðið svo á: " Rannsóknarnefnd flugslysa og starfsmönnum hennar er heimilt að krefjast framlagningar á bókum, öðrum skjölum og upptökum er varða loftfarið og áhöfn þess, taka skýrslur af eiganda, notanda eða umráðanda loftfarsins, áhöfn þess og hverjum öðrum sem ætla má að kunni að geta veitt vitneskju er stuðli að því að leiða í ljós orsök slyssins. – Nefndin getur leitað aðstoðar rannsóknastofnana, innlendra eða erlendra, eftir því sem nauðsynlegt er við rannsókn flugslyss. Innlendum aðilum er skylt að veita nefndinni þessa aðstoð. – Rannsóknarnefnd flugslysa er heimilt að kalla til starfa með nefndinni sérfræðinga á tilteknum sviðum telji hún það nauðsynlegt." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að lokinni rannsókn skal rannsóknarnefnd flugslysa semja sérstaka skýrslu um niðurstöðu rannsóknarinnar. Í 14. gr. laga um rannsókn flugslysa segir þannig orðrétt: "Þegar rannsókn er lokið skal rannsóknarnefnd flugslysa svo fljótt sem verða má semja skýrslu um niðurstöðu rannsóknarinnar. Rannsóknarskýrslu má gera á ensku ef málsaðili er útlendur. Í skýrslunni skal gerð grein fyrir orsök eða sennilegri orsök slyssins auk þess sem þar skulu gerðar tillögur um þær varúðarráðstafanir sem gera má til þess að afstýra frekari slysum af sömu eða líkum orsökum, sbr. 7. gr. – Skýrslum rannsóknarnefndar flugslysa skal ekki beitt sem sönnunargögnum í opinberum málum, sbr. 4. mgr. 1. gr., enda er markmið flugslysarannsókna samkvæmt lögum þessum að greina orsakaþætti flugslysa í því skyni einu að koma í veg fyrir frekari flugslys. Tilgangurinn er ekki að skipta sök eða ábyrgð. Skal þessa getið á forsíðu hverrar lokaskýrslu sem rannsóknarnefnd flugslysa sendir frá sér. – Í þeim tilvikum sem flugslys verða tilefni rannsóknar að hætti laga um meðferð opinberra mála skal rannsóknarnefnd flugslysa veita Rannsóknarlögreglu upplýsingar og gögn sem varða vettvang og úrlausn tæknilegra álitaefna. Ekki skal afhenda gögn sem geyma framburð aðila og vitna fyrir nefndinni." Í 15. gr. segir ennfremur: "Aðili máls, eigandi eða flugrekandi viðkomandi loftfars, svo og Flugmálastjórn, skal eiga þess kost, með þeim hætti sem rannsóknarnefnd flugslysa ákveður hverju sinni, að tjá sig um drög að lokaskýrslu nefndarinnar innan tilskilins frests áður en endanlega er gengið frá skýrslunni, sbr. 14. gr., enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstaða þeirra og rök fyrir henni eða slíkt sé augljóslega óþarft." Loks er svo fyrir mælt í 1. mgr. 17. gr. laganna: "Rannsóknarnefnd flugslysa skal senda aðilum máls lokaskýrslu rannsóknar og hæfilegan eintakafjölda til Flugmálastjórnar sem afhendir þau þeim er þess óska."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í lögum um loftferðir er ekki að finna sérstök fyrirmæli um þagnarskyldu starfsmanna Flugmálastjórnar. Í lögum um rannsókn flugslysa er heldur ekki að finna slík fyrirmæli um þagnarskyldu nefndarmanna eða starfsmanna rannsóknarnefndar flugslysa. Í 4. gr. reglugerðar nr. 852/1999 er hins vegar að finna almennt ákvæði um þagnarskyldu nefndarmanna, starfsmanna og ráðgjafa nefndarinnar. Þótt ekki sé kveðið berum orðum á um þagnarskyldu í lögum um rannsókn flugslysa verður að líta svo á að í niðurlagi 3. mgr. 14. gr. laganna, þar sem svo er fyrir mælt að ekki skuli afhenda lögreglu gögn sem geyma framburð aðila og vitna fyrir nefndinni, felist fyrirmæli um sérstaka þagnarskyldu nefndarmanna og starfsmanna nefndarinnar. Að þessu atriði er vikið í almennum athugasemdum með frumvarpi til laganna, þar sem m.a. er svo að orði komist: "Í frumvarpinu er kveðið á um að sönnun í opinberum málum verði ekki byggð á skýrslum rannsóknarnefndar flugslysa. Ástæða þessa er ekki síst sú að trúnaður megi haldast milli rannsakanda og þeirra sem rannsóknin beinist að. Þetta er í samræmi við alþjóðareglur, enda er þess getið á forsíðu hverrar rannsóknarskýrslu. Önnur ástæða er tillit til réttaröryggis þeirra sem skýrslur gefa. Framburður þeirra fyrir rannsóknarnefnd flugslysa er gefinn við aðrar aðstæður en hjá þeim sem rannsaka mál að hætti opinberra mála. Þannig er Rannsóknarlögreglu skylt að greina hlutaðeigandi frá því hvort hann er yfirheyrður sem grunaður eða vitni og grunaðir menn njóta réttar við skýrslugjöf hjá Rannsóknarlögreglu sem ekki er gefinn gaumur að þegar þeir gefa rannsóknarnefnd flugslysa skýrslu. Það samræmist þess vegna ekki þeim kröfum sem gerðar eru til réttaröryggis og varða réttarstöðu sakaðra og grunaðra að framburður aðila, gefinn fyrir þeim sem rannsakar flugslys samkvæmt þeirri sérstöku meðferð sem kveðið er á um í frumvarpi þessu, verði notaður sem sönnunargagn í sakamáli."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ísland er aðili að svonefndum Chicago- eða ICAO-sáttmála um alþjóðaflugmál frá árinu 1944. Sáttmálinn var fullgiltur af Íslands hálfu 21. mars 1946 og var hann síðan birtur í A-deild Stjórnartíðinda undir heitinu "Samþykkt um alþjóðaflugmál", sbr. auglýsingu nr. 45/1947. Frá því að sáttmálinn var upphaflega gerður hafa verið samþykktir fjölmargir viðaukar við hann, þ. á m. viðauki nr. 13 um rannsókn flugslysa. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Frumtexti sáttmálans er til á fimm tungumálum, þ. á m. á ensku, og hefur verið stuðst við enska textann hér á landi. Engin opinber íslensk þýðing á sáttmálanum virðist vera til. Í grein 5.12 í viðauka 13 segir orðrétt (á ensku): "The State conducting the investigation of an accident or incident, wherever it occured, shall not make the following records available for purposes other than accident or incident investigation, unless the appropriate authority for the administration of justice in that State determines that their disclosure outweighs the adverse domestic and international impact, such action may have on that or any future investigations: … e) opinions expressed in the analysis of information, including flight recorder information." Eftirfarandi skýringartexta er að finna við grein 5.12: "Information contained in the records listed above, which includes information given voluntarily by persons interviewed during the investigation of an accident or incident, could be utilized inappropariately for subsequent disciplinary, civil, administrative and criminal proceedings. If such information is distributed, it may, in the future, no longer be openly disclosed to investigators. Lack of access to such information would impede the investigative process and seriously affect flight safety." </FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í samræmi við 1. mgr. 17. gr. laga um rannsókn flugslysa hefur lokaskýrsla rannsóknarnefndar flugslysa um rannsókn á flugslysi því, sem varð í [B] [dags.], verið gerð opinber. Ágreiningur sá, sem til úrlausnar er í þessu máli, snýst um það hvort kærandi eigi rétt á því að fá aðgang að athugasemdum og ábendingum þeim sem Flugmálastjórn gerði við drög að skýrslunni. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ákvörðun Flugmálastjórnar um að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum er fyrst og fremst byggð á fyrirmælum e-liðar í grein 5.12 í viðauka 13 við sáttmálann um alþjóðaflugmál, sem vísað er til hér að framan. Því til stuðnings vísar stofnunin til lokamálsliðar 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að lögin gildi ekki ef á annan veg er mælt í þjóðréttarsamningum sem Ísland á aðild að. Eins og fram kemur í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga, var þetta ákvæði tekið upp í lögin með tilliti til skuldbindinga Íslands gagnvart öðrum ríkjum í þjóðréttarsamningum. Vegna þess að um er að ræða ákvæði, sem skerðir meginreglu upplýsingalaga um rétt manna til þess að fá aðgang að gögnum í vörslum stjórnvalda skv. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 9. gr. þeirra ber að túlka það þröngt. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Flugslysið [dags.] varð á íslensku yfirráðasvæði og þeir, sem fórust í slysinu eða af völdum þess, voru allir búsettir hér á landi. Í bréfi rannsóknarnefndar flugslysa til kæranda, dagsettu 25. apríl sl., er ennfremur tekið fram að allir málsaðilar að flugslysinu [dags.], eins og þeir eru skilgreindir í lögum um rannsókn flugslysa og reglugerð um rannsóknarnefnd flugslysa, hafi verið íslenskir. Samkvæmt þessu verður ekki séð að erlend ríki eða aðrir erlendir aðilar hafi beina hagsmuni af því að hinum umbeðnu gögnum sé haldið leyndum. Þar af leiðandi leikur vafi á því, að áliti úrskurðarnefndar, að ákvæðið í lokamálslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga eigi við um aðgang kæranda að gögnunum. Hins vegar er það viðurkennd regla að íslenskum rétti að skýra skuli hérlend lög til samræmis við þá alþjóðasamninga, sem Ísland hefur staðfest, eftir því sem kostur er.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og gerð er grein fyrir hér að framan, er ekki að finna í lögum nein sérstök fyrirmæli um þagnarskyldu, sem takmarka aðgang almennings eða málsaðila að gögnum í vörslum Flugmálastjórnar eða rannsóknarnefndar flugslysa, ef frá er talið ákvæðið í niðurlagi 3. mgr. 14. gr. laga um rannsókn flugslysa. Þar er svo fyrir mælt að verði flugslys tilefni opinberrar rannsóknar skuli nefndin ekki afhenda lögreglu gögn sem geyma framburð aðila og vitna fyrir nefndinni. Þótt ákvæði þetta sé einskorðað við lögreglu, eftir að hún hefur hafið rannsókn, verður að telja að það hafi almennt gildi, enda er sá skýringarkostur í samræmi við áðurnefnda grein 5.12 í viðauka 13 við sáttmálann um alþjóðaflugmál og vilja löggjafans, eins og hann birtist í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laga um rannsókn flugslysa. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í skýringartexta við grein 5.12 og athugasemdum við lagafrumvarpið er lögð áhersla á trúnað milli rannsakanda og þeirra sem rannsókn beinist að. Ef upplýsingar, sem slíkir aðilar, t.d. einstaklingar, láta rannsóknarnefnd flugslysa í té verði gerðar opinberar sé hætta á því að þeim verði framvegis haldið leyndum, en það kæmi óhjákvæmilega niður á rannsókninni og kynni að skaða flugöryggi til lengri tíma litið. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Umrætt ákvæði í 3. mgr. 14. gr. laga um rannsókn flugslysa vísar einvörðungu til gagna "sem geyma framburð aðila og vitna fyrir nefndinni." Með skírskotun til e-liðar í grein 5.12 í viðauka 13 við sáttmálann um alþjóðaflugmál, þar sem vísað er til álita, sem lúta að greiningu á upplýsingum, er eðlilegt að skýra ákvæðið þannig að það geti jafnframt tekið til sérfræðiskýrslna, sem teknar hafa verið saman fyrir nefndina, að beiðni hennar, sbr. 2. og 3. mgr. 11. gr. laga um rannsókn flugslysa. Þó hlýtur það að vera skilyrði fyrir því, að slíkum skýrslum sé haldið leyndum, að sömu sjónarmið eigi við um þær og framburð aðila og vitna fyrir rannsóknarnefndinni, enda er ákvæðið í grein 5.12 ekki fortakslaust, heldur geta dómstólar og úrskurðaraðilar hvers aðildarríkis veitt aðgang að þeim gögnum, sem greinin tekur til, ef þessi sjónarmið eru ekki til staðar</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Það álitaefni, sem leysa þarf úr í þessu máli, er hvort umrædd sjónarmið eigi við um þær athugasemdir og ábendingar sem Flugmálastjórn gerði við drög að skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa á grundvelli 15. gr. laga um rannsókn flugslysa. Í því sambandi skiptir máli að ekki var um að ræða álit óháðrar rannsóknarstofnunar, heldur lögbundna umsögn stjórnvalds með sérfræðiþekkingu á sviði flugmála. Slík umsögn verður, að áliti úrskurðarnefndar, ekki lögð að jöfnu við óháð sérfræðiálit og því síður framburð aðila og vitna fyrir rannsóknarnefndinni, enda verður ekki séð að það hefði skaðleg áhrif á rannsókn flugslysa í framtíðinni þótt þær athugasemdir og ábendingar, sem hér eru til umfjöllunar, verði gerðar opinberar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af almennum athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga má ráða að markmiðið með lögunum sé að tryggja að almenningur og ekki síður málsaðilar eigi þess kost að fylgjast með því, sem stjórnvöld aðhafast, til þess m.a. að draga úr tortryggni í þeirra garð. Með skírskotun til þessa og alls þess, sem að framan er rakið, er það niðurstaða úskurðarnefndar að kærandi eigi rétt á því skv. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum í vörslum Flugmálastjórnar, enda verður ekki talið að undantekningarákvæði 2. og 3. mgr. 9. gr. eigi við í þessu máli.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og beiðni kæranda er úr garði gerð, er Flugmálastjórn samkvæmt framansögðu skylt að veita honum aðgang að bréfum stofnunarinnar til rannsóknarnefndar flugslysa, dagsettum 5. febrúar og 16. mars sl., ásamt viðauka, auðkenndum "viðauki 1", sem fylgdi fyrra bréfinu. Ennfremur athugasemdum og ábendingum stofnunarinnar í tilefni af drögum að skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem fylgdu sama bréfi. Þótt þær hafi af hagkvæmnisástæðum verið færðar inn í sjálf drögin getur það, eitt og sér, ekki staðið í vegi fyrir rétti kæranda til aðgangs að þeim, heldur getur Flugmálastjórn, með hliðsjón af 7. gr. upplýsingalaga, afmáð texta sjálfra skýrsludraganna úr skjalinu og veitt kæranda aðgang að athugasemdum og ábendingum stofnunarinnar, þó þannig að hann geti áttað sig á því við hvaða kafla draganna þær eiga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Flugmálastjórn er skylt að veita kæranda, [A], aðgang að bréfum stofnunarinnar til rannsóknarnefndar flugslysa, dagsettum 5. febrúar og 16. mars sl., ásamt viðauka, auðkenndum "viðauki 1", sem fylgdi fyrra bréfinu. Ennfremur athugasemdum og ábendingum stofnunarinnar í tilefni af drögum að skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem fylgdu sama bréfi.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-120/2001 Úrskurður frá 2. júlí 2001 | Kærð var meðferð Launasjóðs fræðirithöfunda á beiðni um aðgang að tilteknum upplýsingum um úthlutun starfslauna á árinu 2001. Kærandi aðili að stjórnsýslumáli í skilningi stjórnsýslulaga. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart stjórnsýslulögum. Frávísun. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 2. júlí 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-120/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 9. maí sl., kærði […], til heimilis að […], meðferð Launasjóðs fræðirithöfunda á beiðni hans, dagsettri 30. mars sl., um aðgang að nánar tilgreindum upplýsingum um úthlutun starfslauna á árinu 2001.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 12. júní sl., var kæran kynnt Launasjóði fræðirithöfunda og sjóðnum veittur frestur til að lýsa viðhorfi sínu til hennar til kl. 16.00 hinn 26. júní sl. Var þess sérstaklega óskað að í umsögn sjóðsins yrði upplýst, hvort þær umbeðnu upplýsingar, sem kærandi hefur talið að á skorti í svörum sjóðsins, hefðu verið teknar saman eða lægju fyrir í gögnum sjóðsins. Umsögn formanns sjóðsstjórnar, dagsett 25. júní sl., barst innan tilskilins frests.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dagsettu 30. mars sl., beindi kærandi eftirtöldum spurningum til formanns stjórnar Launasjóðs fræðirithöfunda um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2001: </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">" 1. Hverjir fengu starfslaun, hver er námsgráða þeirra og hvað hafa þeir áður látið frá sér fara?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Til hve langs tíma fékk hver styrkþegi starfslaun?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Fyrir hvaða verkefni voru starfslaunin veitt?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Hverjar eru þær forsendur sem liggja að baki þeirri ákvörðun að einn fær en annar ekki?"</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Rannsóknarráð Íslands svaraði fyrirspurn kæranda fyrir hönd stjórnar Launasjóðs fræðirithöfunda með bréfi, dagsettu 10. apríl sl., þar sem segir að sjóðsstjórn muni fjalla um og svara erindi hans fyrir lok aprílmánaðar. Jafnframt var kæranda bent á að á "heimasíðu Rannís" mætti finna lista yfir þá er hlutu starfslaun úr sjóðnum á árinu 2001. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Formaður stjórnar Launasjóðs fræðirithöfunda svaraði fyrirspurnum kæranda með öðru bréfi, dagsettu 30. apríl sl. Því bréfi fylgdi skrá um nöfn þeirra einstaklinga, sem hlutu starfslaun úr sjóðnum á yfirstandandi ári, og verkefni þeirra. Í bréfinu segir orðrétt: "Umsókn þín lenti ekki í hópi þeirra átta verkefna sem styrkt voru að þessu sinni og byggir sú niðurstaða á fjölþættu mati og mikilli samkeppni um starfslaunin. Það er ábyrgð stjórnar Launasjóðs fræðirithöfunda að meta það hverju sinni hvaða umsóknir verða styrktar. Til grundvallar því mati leggur stjórnin markmið sjóðsins eins og þau eru sett fram í reglugerð sjóðsins, en þar segir að Launasjóði fræðirithöfunda sé ætlað að auðvelda samningu alþýðlegra fræðirita til eflingar íslenskri menningu. Við úthlutun vegur stjórnin marga þætti s.s. hvort verkefni falli að ramma Launasjóðs fræðirithöfunda, hversu raunhæf verkefnaáætlunin er, hversu líklegt sé að verkinu verði lokið og gefið út í nánustu framtíð, og feril og reynslu umsækjenda."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til úrskurðarnefndar tekur kærandi fram að spurningu, auðkenndri númer tvö hér að framan, sé fullsvarað, spurningum númer eitt og fjögur að nokkru leyti, en spurningu númer þrjú alls ekki. Að því er varðar spurningu númer eitt gerir hann athugasemd við það að ekki hafi verið veittar upplýsingar um fyrri verk styrkþega né heldur um námsgráðu þeirra allra. Að því er varðar spurningu númer þrjú telur hann lýsingu á verkefnum, sem styrkt eru, ekki vera fullnægjandi í öllum tilvikum, en ekki kemur fram að hvaða leyti hann telur svör við spurningu númer fjögur vera áfátt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn formanns stjórnar Launasjóðs fræðirithöfunda til úrskurðarnefndar eru fyrri svör áréttuð og nánar lýst markmiðum og verklagi sjóðsstjórnar. Kemur þar m.a. fram að stjórnin gæti þess í störfum sínum að fara með allar umsóknir sem trúnaðarmál og fari gætilega með allar upplýsingar sem henni berast, oft til að vernda hugmyndir sem þar koma fram. Þá er tekið fram að ekki liggi fyrir sérstök samantekt á störfum, menntun, verkum eða verkefnislýsingum umsækjenda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi lætur þess ekki getið í kæru sinni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál að hann hafi verið meðal umsækjenda um styrki úr Launasjóði fræðirithöfunda á yfirstandandi ári. Hins vegar kemur fram í svarbréfi formanns sjóðsstjórnar til hans, dagsettu 30. apríl sl., að svo hafi verið. Þar með telst kærandi vera aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga, sbr. til hliðsjónar 3. tölul. 2. mgr., sbr. 1. mgr. 21. gr. þeirra laga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til þess eiga 15.–17. gr. stjórnsýslulaga við um aðgang kæranda að gögnum sem varða úthlutun styrkja úr Launasjóði fræðirithöfunda á árinu 2001. Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Þar af leiðandi verður sú ákvörðun að synja kæranda um frekari upplýsingar um úthlutun styrkja úr sjóðnum ekki kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því að vísa kærunni frá nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru Jóhanns M. Haukssonar á hendur Launasjóði fræðirithöfunda er vísað frá úrskurðarnefnd. </FONT><BR><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR></DIV><BR> |
A-119/2001 Úrskurður frá 14. júní 2001 | Kærð var synjun húsnæðisnefndar Reykjavíkur um að veita aðgang að upplýsingum um sölu íbúða á vegum nefndarinnar á tímabilinu frá 4. júní 1999 til 10. febrúar 2001. Umbeðnar upplýsingar ekki verið teknar saman. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls eða gagna í máli. Gögn í fjölda mála. Umfang mála. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><FONT SIZE=4 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 14. júní 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-119/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 27. apríl sl., kærði […] hdl., f.h. […] ehf. fasteignasölu, synjun húsnæðisnefndar Reykjavíkur um að veita kæranda aðgang að upplýsingum um sölu íbúða á vegum nefndarinnar á tímabilinu frá 4. júní 1999 til 10. febrúar 2001.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og mál þetta er vaxið, taldi úrskurðarnefnd ekki ástæðu til að leita umsagnar húsnæðisnefndar Reykjavíkur um kæruna, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt lýsingu umboðsmanns kæranda á málsatvikum eru þau í stuttu máli þessi: Í kjölfar útboðs á vegum Ríkiskaupa tók kærandi að sér, ásamt annarri fasteignasölu, að annast sölu á íbúðum Íbúðalánasjóðs og íbúðum í félagslega kerfinu í umdæmum sýslumannanna í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði eftir ákvörðun húsnæðisnefnda í sveitarfélögum er tilheyra þessum umdæmum. Þrátt fyrir þetta hafi húsnæðisnefnd Reykjavíkur ekki falið kæranda að selja íbúðir sem hún hefur leyst til sín. Telur kærandi að það hafi bakað honum fjárhagslegt tjón sem Reykjavíkurborg beri bótaábyrgð á. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af þessum sökum leitaði umboðsmaður hans eftir svofelldum upplýsingum með bréfi til húsnæðisskrifstofu Reykjavíkur, dagsettu 13. febrúar sl.:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">"1. Hvað hefur húsnæðisnefnd Reykjavíkur selt margar íbúðir á tímabilinu frá 4. júní 1999 til 10. febrúar 2001?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Hvert er heildarverðmæti hverrar íbúðar fyrir sig?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Hvenær voru viðkomandi íbúðir seldar?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Um hvaða eignir er að ræða og er óskað upplýsinga um götuheiti og húsnúmer allra seldra íbúða á tímabilinu."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Húsnæðisnefnd Reykjavíkur synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 30. mars sl. Í svari nefndarinnar kemur fram að afstaða hennar byggist á því að ákvæði upplýsingalaga feli ekki í sér heimild til að krefjast þess að stjórnvald vinni tilteknar skýrslur eða gefi skýringar, eins og kærandi hafi óskað eftir. Ekki sé til nein samantekt á því hversu margar íbúðir húsnæðisnefnd hafi selt á nefndu tímabili og því sé ekki unnt að verða við beiðninni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Auk framangreindra hagsmuna af því að geta metið umfang fyrrgreinds fjártjóns byggir kærandi kröfur sínar á því að umbeðnar upplýsingar hljóti að koma fram í sölusamningum um þær íbúðir sem um sé að ræða. Þeim sé öllum þinglýst og þeir þannig opinberir öllum. Gerir kærandi þá kröfu fyrir úrskurðarnefnd að hin kærða synjun verði felld úr gildi og lagt verði fyrir húsnæðisnefnd Reykjavíkur að veita honum hinar umbeðnu upplýsingar, en til vara að nefndin afhendi honum afrit af öllum sölusamningum um íbúðarhúsnæði á vegum húsnæðisskrifstofu Reykjavíkur á ofangreindu tímabili, þ.e. frá 4. júní 1999 til 10. febrúar 2001.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi hefur fært frekari rök fyrir kærunni. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4.–6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í því máli, sem hér er til úrlausnar, fer kærandi fram á að fá upplýsingar um sölu á íbúðum á vegum húsnæðisnefndar Reykjavíkur á all löngu tímabili. Af svari nefndarinnar til hans verður ráðið að upplýsingar þessar hafi ekki verið teknar saman, þannig að þær séu aðgengilegar á einum stað. Með vísun til þess, sem að framan segir, ber þar með að staðfesta synjun nefndarinnar um að veita honum hinar umbeðnu upplýsingar. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sá sem fer fram á aðgang að gögnum, verður að miða beiðni sína við tiltekin gögn með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru sinni til úrskurðarnefndar hefur kærandi gert þá kröfu að fá aðgang að öllum sölusamningum um íbúðarhúsnæði á vegum húsnæðisskrifstofu Reykjavíkur á tímabilinu frá 4. júní 1999 til 10. febrúar 2001. Eins og fram kemur í gögnum þeim, sem fylgdu kærunni, er hér um að ræða mikinn fjölda samninga, sem gerðir hafa verið á tæplega tveggja ára tímabili. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt framansögðu lítur úrskurðarnefnd svo á að ekki sé unnt, á grundvelli upplýsingalaga, að fara fram á aðgang að svo miklum fjölda skjala úr jafn mörgum stjórnsýslumálum, því að sala hverrar íbúðar fyrir sig telst ótvírætt sérstakt stjórnsýslumál í skilningi laganna. Ber þar af leiðandi að hafna umræddri varakröfu kæranda og staðfesta hina kærðu ákvörðun.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er synjun húsnæðisnefndar Reykjavíkur um að veita kæranda, […] ehf. fasteignasölu, aðgang að upplýsingum um sölu íbúða á vegum nefndarinnar, þar með töldum sölusamningum, á tíma-bilinu frá 4. júní 1999 til 10 febrúar 2001.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
A-118/2001 Úrskurður frá 22. maí 2001 | Kærð var synjun hreindýraráðs um að veita aðgang að upplýsingum um skiptingu hreindýraarðs í tilteknu sveitarfélagi vegna hreindýraveiða á árinu 2000. Gildissvið laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga gagnvart upplýsingalögum. Afmörkun máls í skilningi upplýsingalaga. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 22. maí 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-118/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 12. mars sl., kærði […] bæjarstjóri [sveitarfélagsins A] synjun hreindýraráðs, dagsetta 15. febrúar sl., um að veita sveitarfélaginu aðgang að upplýsingum um skiptingu hreindýraarðs í [A] vegna hreindýraveiða árið 2000.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 30. mars sl., var kæran kynnt hreindýraráði og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 11. apríl sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, er kæran lýtur að, innan sama frests. Umsögn hreindýraráðs, dagsett 9. apríl sl., barst úrskurðarnefnd hinn 16. s.m. ásamt tölvuskrám um alla úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2000.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson vék sæti við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu. Sæti hans tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 4. mgr. 14. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar villtra fugla og villtra spendýra, sbr. 1. gr. laga nr. 100/2000, er hreindýraráði falið að selja leyfi til að veiða hreindýr og skipta arði af sölu þeirra og afurða felldra dýra. Samkvæmt 6. mgr. sömu greinar setur ráðherra nánari reglur um framkvæmd laganna, m.a. um skiptingu arðs af hreindýraveiðum. Samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 454/2000, um skiptingu arðs af hreindýraveiðum, skal hreindýraráð ráðstafa arði þessum innan hvers sveitarfélags til þeirra sem verða fyrir ágangi af völdum hreindýra á jörðum sínum. Af hverju felldu dýri rennur tiltekin krónutala til ábúenda eða umráðenda þeirrar jarðar, sem dýrið er fellt á, en að öðru leyti er eftirstöðvunum skipt í ákveðnum hlutföllum samkvæmt fasteignamati og landstærð annars vegar og eftir mati á ágangi hins vegar. Mati hreindýraráðs má vísa til umhverfisráðherra til úrskurðar. Þeir sem ekki leyfa veiðar á jörðum sínum njóta ekki hlutdeildar í arðgreiðslum þessum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi fór með bréfi til hreindýraráðs, dagsettu 8. febrúar sl., fram á það f.h. bæjarstjórnar [A] að vera látnar í té upplýsingar um skiptingu hreindýraarðs vegna hreindýraveiða í [A] á árinu 2000. Hreindýraráð synjaði beiðni bæjarstjórnarinnar með bréfi, dagsettu 15. febrúar 2000 (sic), með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í erindi ráðsins kom fram að synjun þess væri byggð á því mati ráðsins að um svo viðkvæmar upplýsingar væri að ræða, að þær ættu ekki erindi við almenning.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 12. mars sl., hefur bæjarstjóri [A] gert grein fyrir þrenns konar ástæðum þess að bæjarstjórnin fari fram á að fá aðgang að upplýsingum um úthlutun arðsins. Í fyrsta lagi eigi sveitarfélagið hagsmuni af því að fá aðgang að þessum upplýsingum í krafti eignarhalds síns á jörðum í [B] þar sem ágangur hreindýra sé hvað mestur. Í öðru lagi hafi sveitarfélagið kostað öll fjallskil í sveitarfélaginu vegna eyðijarða án þess að innheimta fyrir þau nokkurt gjald. Hafi það verið rökstutt með því að hluti hreindýraarðsins væri notaður til þess. Nú muni sveitarfélagið hins vegar hefja innheimtu fyrir þessa þjónustu og því sé því nauðsynlegt að fá upplýsingar um þá sem fá greiddan hreindýraarð í sveitarfélaginu. Í þriðja lagi sé nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að fá þessar upplýsingar til að taka ákvörðun um hvort endurmeta skuli fasteignamat jarða með tilliti til þeirra hlunninda sem í arðgreiðslunum felast.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn hreindýraráðs til nefndarinnar, dagsettri 9. apríl sl., kemur fram að ráðið hafi þurft að leita eftir upplýsingum um jarðeigendur á Austurlandi, kennitölur þeirra og eignarhlutföll í viðkomandi jörðum úr fasteignaskrá Fasteignamats ríkisins til að geta úthlutað arði af hreindýraveiðum á árinu 2000 í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 454/2000. Umsögn ráðsins fylgdi afrit af svari fasteignamatsins, dagsettu 30. nóvember 2000, við beiðni þess þar að lútandi. Þar kemur fram að stofnunin hafi leitað umsagnar tölvunefndar um beiðnina. Í umsögn nefndarinnar komi fram að það sé skilningur hennar að eingöngu verði unnið með umbeðin gögn í þeim tilgangi að koma arðgreiðslum jarðeigenda til skila í samræmi við settar réttarreglur. Nefndin geri því ekki athugasemdir við að umbeðnar upplýsingar verði veittar. Á þeim grundvelli lét fasteignamatið umbeðnar upplýsingar í té að því tilskildu að meðferð þeirra yrði hagað í samræmi við tilgang beiðninnar og að öðru leyti í samræmi við þágildandi lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, nr. 121/1989.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn hreindýraráðs til úrskurðarnefndar er skírskotað til framangreindra skilyrða sem ráðinu voru sett við öflun þeirra upplýsinga, sem því voru nauðsynlegar til að úthluta hreindýraarði á síðasta ári. Þar sé um að ræða persónuupplýsingar sem ráðið telji sér ekki vera heimilt að láta öðrum í té. Þá veiti skrár um úthlutun arðsins upplýsingar um fjármál og tekjur einstaklinga sem ráðið telji óheimilt að veita aðgang að á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Að auki bendir ráðið á að allir landeigendur eða umráðamenn lands, sem þess hafi óskað, hafi fengið afhentar allar upplýsingar og forsendur fyrir úthlutun arðs til sín. Þeir sem telji sig þurfa að fá mat á því hvort þeim sé mismunað miðað við aðra sem fá arð greiddan, geti leitað úrskurðar umhverfisráðherra þar um. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Umsögn hreindýraráðs fylgdu á tölvudisklingi skrár um úthlutun hreindýraarðs á árinu 2000. Í skránum er að finna upplýsingar um jarðarheiti, tegund jarðar, eignarnúmer, eiganda eða ábúanda ásamt kennitölu og eignar- eða umráðahlut í viðkomandi jörð, fasteignamat jarðar, landstærð, ágang miðað við hagagöngu, felld dýr á jörðinni og útreikning arðs miðað við fasteignamat, landstærð og ágang, svo og heildarsummuna af öllu þessu saman lögðu. Upplýst er í málinu að eingöngu skrár auðkenndar [C] og [D] varða úthlutun arðs til jarðeigenda eða umráðamanna jarða í [A] og að þær tilheyri báðar sama úthlutunarsvæði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Umbeðnar skrár hafa að geyma safn persónuupplýsinga í skilningi 2. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Um gildissvið þeirra laga gagnvart upplýsingalögum segir nú í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga eins og henni var breytt með 1. gr. laga nr. 83/2000 að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nema óskað sé eftir aðgangi að skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga tekur til. Í því ákvæði er inntak upplýsingaréttar almennings skilgreint á þann hátt að aðgangur almennings taki til gagna í máli sem er eða hefur verið til meðferðar hjá stjórnvöldum og liggja fyrir hjá þeim. Að jafnaði myndi það leiða til þess að upplýsingalögin taki ekki til skráa sem stjórnvöld halda um úrlausn fleiri en eins máls. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skrár þær sem hér um ræðir eru hins vegar eingöngu færðar í þeim tilgangi að úthluta arði sem til verður við sölu veiðileyfa fyrir tiltekið tímabil og afurða felldra dýra eftir hlutlægum reglum, sbr. reglugerð nr. 454/2000. Allir landeigendur, sem verða fyrir ágangi hreindýra og leyfa veiðar á jörðum sínum, eiga rétt til úthlutunar úr þessum sjóði.</FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af úthlutunarreglum má ráða að leitast er við að úthluta arði í samræmi við þann ágang sem hver og einn landeigandi verður fyrir. Að verulegu leyti er ákvörðun um það komin undir mati hreindýraráðs. Þá er um að ræða greiðslu sem miðast við hvar dýr er fellt. Að þessu virtu er það mat nefndarinnar að líta verði á úthlutun arðs á hverju svæði fyrir sig sem eitt mál í skilningi 3. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ber að taka beiðni um aðgang að nefndum skrám til efnislegrar úrlausnar á grundvelli upplýsingalaga.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. upplýsingalaga. Skrár þær sem hér um ræðir hafa að geyma upplýsingar um skiptingu svonefnds hreindýraarðs milli einstakra landeigenda sem verða fyrir ágangi af völdum hreindýra og þar sem þau eru veidd. Að þessu athuguðu kemur til álita hvort upplýsingar um greiðslur til einstakra landeigenda úr þessum sjóði og skipting hans varði einhverja þá hagsmuni sem njóta verndar skv. fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga, en samkvæmt því ákvæði er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Við mat á því ber til þess að líta, að skipting þess arðs sem hér um ræðir fer fram samkvæmt settum reglum sem öllum eru aðgengilegar. Af þeim má ráða hverjir eigi rétt til hlutdeildar í þeim sjóði, sem myndast að loknu hverju veiðitímabili, og hvaða viðmiðanir eru lagðar til grundvallar úthlutunar úr honum. Samkvæmt þeim ræðst hún af tölu felldra dýra á hverri jörð, fasteignamati hennar, stærð lands og mati á því fyrir hversu miklum ágangi viðkomandi jörð verður af völdum hreindýra. Greiðslum úr sjóðnum má því í raun jafna til bóta fyrir það tjón sem ágangur dýranna er líklegur til að hafa valdið á hverri jörð um sig. Upplýsingar um úthlutun greiðslna af þessu tagi gefa engar vísbendingar um aflahæfi þeirra sem þær fá og fjárhæðir þeirra veita ekki nema óverulegar upplýsingar um fjárhags- eða eignastöðu viðkomandi. Að þessu virtu er það álit úrskurðarnefndar að upplýsingar um skiptingu arðs af hreindýraveiðum í umbeðnum skrám og viðtakendur hans njóti ekki verndar skv. fyrri málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Að fenginni þeirri niðurstöðu á sama við um aðrar upplýsingar, sem þar koma fram, s.s. kennitölur og fasteignarmat einstakra jarða. Samkvæmt þessu ber að veita bæjarstjórn [A] aðgang að umbeðnum upplýsingum um úthlutun arðs af hreindýraveiðum á árinu 2000 í sveitarfélaginu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hreindýraráði er skylt að veita kæranda, bæjarstjórn [A], aðgang að skrám um úthlutun arðs af hreindýraveiðum á árinu 2000 í sveitarfélaginu.</FONT><BR><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT><BR><BR> |
A-117/2001B Úrskurður frá 17. maí 2001 | Kærð var synjun Byggðastofnunar um að veita aðgang að gögnum samskipti stofnunarinnar við útgerðaraðila togara. Gildissvið upplýsingalaga. Frestur stjórnvalda til að láta úrskurðarnefnd í té rökstutt álit á máli. Skylda stjórnvalda til að láta úrskurðarnefnd gögn máls í té. Mikilvægir fjárhagshagsmunir fyrirtækja. Þagnarskylda. Lögskýring. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Ráðstöfun almannafjár. Almennir lánaskilmálar. Vinnuskjöl. Synjun staðfest. Aðgangur veittur að hluta. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 17. maí 2001 var tekin fyrir í úrskurðarnefnd um upplýsingamál krafa Byggðastofnunar um að réttaráhrifum úrskurðar, sem kveðinn var upp hinn 7. maí sl. í kærumálinu […] gegn Byggðastofnun, auðkennt nr. A-117/2001, verði frestað á grundvelli 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að því er varðar þau gögn, er stofnuninni var gert skylt að veita kæranda aðgang að. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt nefndum úrskurði var staðfest synjun Byggðastofnunar um aðgang að gögnum stofnunarinnar varðandi lánveitingar hennar til [B] ehf., að öðru leyti en því að stofnuninni var gert skylt að veita kæranda aðgang að eftirtöldum gögnum:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">· Skjali auðkenndu nr. 6: Útdráttur úr fundargerð 244. fundar stjórnar Byggðastofnunar sem haldinn var 3. desember 1999.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">· Skjali auðkenndu nr. 7 í úrskurðinum: Bréf Byggðastofnunar til [B] ehf., dagsett 17. desember 1999.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">· Skjali auðkenndu nr. 9: Bréf Ríkisendurskoðunar til Byggðastofnunar, dagsett 8. febrúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">· Skjali auðkenndu nr. 11: Bókun forstjóra Byggðastofnunar, dagsett 29. febrúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">· Skjali auðkenndu nr. 13: Minnisblað forstjóra Byggðastofnunar til stjórnar stofnunarinnar, dagsett 17. mars 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">· Skjali auðkenndu nr. 14: Bréf formanns stjórnar Byggðastofnunar til forstjóra stofnunarinnar, dagsett 28. mars 2000. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">· Skjali auðkenndu nr. 15: Minnisblað forstjóra Byggðastofnunar til formanns stjórnar stofnunarinnar, dagsett 3. apríl 2000.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af 18. gr. upplýsingalaga, kröfugerð Byggðastofnunar og eðli máls leiðir að úrlausnarefnið er bundið við þau gögn sem úrskurðað hefur verið að veita skuli aðgang að.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Nefndur úrskurður var sendur kæranda og Byggðastofnun með bréfi, dagsettu hinn 7. maí sl., er póstlagt var þann dag. Með bréfi […] hrl. f.h. Byggðastofnunar, dagsettu 11. maí sl., er barst nefndinni sama dag, var þess krafist að réttaráhrifum hans yrði frestað. Í bréfi hans kom fram að úrskurðurinn hefði borist Byggðastofnun hinn 9. maí sl. Með hliðsjón af birtingarháttu nefndarinnar og 1. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 telst úrskurðurinn því birtur stofnuninni þann dag. Með hliðsjón af 1. mgr. 8. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, ber að telja kröfu Byggðastofnunar fram komna innan þess frests, sem settur er í 18. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Eiríks Tómassonar tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður sæti hans við meðferð kröfu þessarar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæranda var með símbréfi, dagsettu hinn 14. maí sl., gefinn kostur á að lýsa viðhorfum sínum kröfu Byggðastofnunar. Í bréfi til nefndarinnar, dagsettu sama dag, vísar kærandi til áður fram kominna raka fyrir beiðni sinni í kæru til nefndarinnar, dagsettri 28. mars sl., og krefst þess á þeim grundvelli að kröfu Byggðastofnunar verði hafnað.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Krafa Byggðastofnunar frá 11. maí sl. var ekki rökstudd sérstaklega. Sama á við um ákvörðun hennar um að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum, sbr. málsatvikalýsingu í úrskurði nefndarinnar frá 7. maí sl. Með bréfi, dagsettu í dag, hefur […] hrl. f.h. Byggðastofnunar fært fram þau rök fyrir kröfu stofnunarinnar að starfsemi hennar sé í raun tvískipt, þ.e. stjórnvald annars vegar og lánastofnun í skilningi laga nr. 123/1993 hins vegar. Þó stofnunin falli óumdeilanlega undir 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga hvað varðar fyrri þáttinn þá sé það ekki sjálfgefið varðandi síðari þáttinn, þ.e. lánveitingar stofnunarinnar, sem séu á samkeppnisgrunni og ekki af almannafé.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Forsendur og niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga." Ákvæði þetta er m.a. skýrt svo í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga: "Öfugt við stjórnsýslulög er ekki gerður neinn greinarmunur á því hvers eðlis sú starfsemi er sem stjórnvöld hafa með höndum. Lögin taka því ekki einvörðungu til þess þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga, heldur og til hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerðar og annarrar starfsemi." Í samræmi við hið víðtæka gildissvið upplýsingalaga er gert ráð fyrir því í 3. tölul. 6. gr. laganna að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum, þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um "viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra". Í ljósi þessara athugasemda leikur enginn vafi á því að Byggðastofnun fellur undir gildissvið upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur staðfest ákvörðun Byggðastofnunar um að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum um lánveitingar til [B] ehf., er teljast varða mikilvæga fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins á grundvelli 43. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, sbr. 4. mgr. 7. gr. laga nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, og 5. gr. upplýsingalaga. Jafnframt hefur nefndin staðfest synjun stofnunarinnar um aðgang að tveimur vinnuskjölum, sem rituð hafa verið til eigin nota fyrir stofnunina, á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Hins vegar hefur nefndin talið að veita beri aðgang að þeim gögnum málsins, sem hvorki hafa að geyma upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni eða annars konar viðskiptahagsmuni þess fyrirtækis, er í hlut á.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að því er varðar síðastgreind gögn segir í úrskurði nefndarinnar að þar sé ekki að finna upplýsingar um mikilvæga fjárhagsmuni einkaaðila, nema að óverulegu leyti. Þar komi á hinn bóginn fram upplýsingar um almannahagsmuni, þ.e. um ráðstöfun á fé Byggðastofnunar í formi lána til [B] ehf. og almenna skilmála fyrir þeim lánum. Með skírskotun til 43. gr. laga nr. 113/1996, sbr. 4. mgr. 7. gr. laga nr. 123/1993, var ekki talið heimilt að takmarka aðgang að slíkum gögnum, nema 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga ætti við. Það ákvæði er hins vegar einskorðað við þá stöðu þegar opinberir aðilar eiga í samkeppni við aðra aðila. Í ljósi 1. og 2. gr. laga nr. 106/1999, um Byggðastofnun, var ekki talið að stofnunin ætti í samkeppni við aðrar lánastofnanir á lánamarkaði. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 18. gr. upplýsingalaga segir: "Að kröfu stjórnvalds getur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess." Í athugasemdum við þetta ákvæði frumvarps þess, er varð að upplýsingalögum, segir svo: "Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd telur að með þessu ákvæði hafi fyrst og fremst verið höfð í huga tilvik, þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í ljósi þess sem að framan er rakið er það álit úrskurðarnefndar að í máli þessu eigi undantekningar- eða takmörkunarákvæði upplýsingalaga ekki við um þau gögn, sem úrskurðað hefur verið að veita beri aðgang að. Sama á við um þagnarskylduákvæði laga nr. 113/1996, sbr. lög nr. 123/1993, eins og hér háttar til. Að þessu virtu telur nefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar síns frá 7. maí sl. Ber því að hafna kröfu […] hrl. f.h. Byggðastofnunar.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kröfu […] hrl. f.h. Byggðastofnunar um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar frá 7. maí 2001 þess efnis að skylt sé að veita aðgang að nánar tilteknum gögnum, er varða lánveitingar Byggðstofnunar til [B] ehf., er hafnað.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT><BR><BR> |
A-117/2001 Úrskurður frá 7. maí 2001 | Byggðastofnun krafðist þess að réttaráhrifum úrskurðar, sem kveðinn var upp 7. maí 2001 í málinu nr. A-117/2001, yrði frestað að því er varðaði gögn sem stofnuninni var gert skylt að veita kæranda aðgang að. Skýring upplýsingalaga. Kröfu hafnað. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 7. maí 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-117/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 28. mars sl., kærði […], til heimilis að […], synjun Byggðastofnunar, dagsetta 19. mars sl., um að veita honum aðgang að gögnum í vörslum stofnunarinnar sem varða togarann [A].</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 30. mars sl., var kæran kynnt Byggðastofnun og henni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 9. apríl sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 9. apríl sl., leitaði Byggðastofnun eftir áliti úrskurðarnefndar á því hvort gögn, sem varða lánveitingar vegna umrædds togara, séu undanþegin aðgangi almennings á grundvelli þagnarskyldu skv. 43. gr. laga nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði, sbr. 4. mgr. 7. gr. laga nr. 123/1993 um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði. Með bréfi, dagsettu sama dag, var stofnuninni bent á að það yrði eðli máls samkvæmt ekki metið án þess að gögn málsins og þau sjónarmið, sem stofnunin hefði lagt til grundvallar afstöðu sinni, lægju fyrir nefndinni. Með skírskotun til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, var því ítrekað að stofnunin gerði nefndinni grein fyrir afstöðu sinni og léti henni í té þau gögn sem kæran lýtur að. Samhliða var frestur í því skyni framlengdur til kl. 16.00 hinn 18. apríl sl. Að beiðni stofnunarinnar var sá frestur enn framlengdur til 25. apríl sl. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þann dag barst úrskurðarnefnd ljósrit af erindi Byggðastofnunar til viðskiptaráðuneytisins, dagsettu 23. apríl sl., þar sem leitað var eftir áliti ráðuneytisins á því hvort stofnuninni væri skylt að láta nefndinni í té umbeðin gögn. Af því tilefni sendi nefndin stofnuninni enn eitt bréf, dagsett sama dag, þar sem áréttað var að henni sé að lögum skylt að láta nefndinni í té þau gögn sem hún óskar eftir. Ennfremur var bent á að skv. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga væru stjórnvöldum einungis ætlaðir stuttir frestir til að bregðast við erindum nefndarinnar. Enda þótt frestir stofnunarinnar í því skyni hefðu tvívegis verið framlengdir yrði ekki séð að þeir hefðu verið nýttir sem skyldi. Með hliðsjón af því var eindregið til þess mælst að stofnunin afhenti gögn málsins án frekari tafa og eigi síðar en á hádegi hinn 30. apríl sl. Afrit af þessu erindi var jafnframt sent viðskiptaráðuneytinu. Í tilefni af þessum bréfaskiptum lýsti iðnaðarráðuneytið því áliti sínu við Byggðastofnun, sbr. bréf ráðuneytisins, dagsett 27. apríl sl., að stofnuninni væri skylt að lögum að láta umbeðin í gögn í té. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfum, dagsettum 30. apríl sl., bárust loks eftirtalin gögn frá Byggðastofnun:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Bréf [B] ehf. til Byggðastofnunar, dagsett 31. maí 1999.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Bréf [C] hf. til [D], dagsett 20. október 1999.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Bréf [B] ehf. til Byggðastofnunar, dagsett 2. nóvember 1999.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Bréf lögmannsstofunnar [E] ehf. til Byggðastofnunar, dagsett 20. október 1999.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. Umsögn Byggðastofnunar, ódagsett.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">6. Útdráttur úr fundargerð 244. fundar stjórnar Byggðastofnunar sem haldinn var 3. desember 1999.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">7. Bréf Byggðastofnunar til [B] ehf., dagsett 17. desember 1999.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">8. Minnispunktar Byggðastofnunar, ódagsettir.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">9. Bréf Ríkisendurskoðunar til Byggðastofnunar, dagsett 8. febrúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">10. Bréf [F] hrl. til Byggðastofnunar, dagsett 20. febrúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">11. Bókun forstjóra Byggðastofnunar, dagsett 29. febrúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">12. Bréf frá [G] ehf. til Byggðastofnunar, dagsett 15. mars 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">13. Minnisblað forstjóra Byggðastofnunar til stjórnar stofnunarinnar, dagsett 17. mars 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">14. Bréf formanns stjórnar Byggðastofnunar til forstjóra stofnunarinnar, dagsett 28. mars 2000. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">15. Minnisblað forstjóra Byggðastofnunar til formanns stjórnar stofnunarinnar, dag-sett 3. apríl 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">16. Yfirlýsing [B] ehf., dagsett 6. júní 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">17. Afgreiðsla fyrri hluta lána 7. júní 2000, ásamt lánsskjölum á 74 blaðsíðum.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">18. Yfirlýsing [B] ehf. og [H] ehf., dagsett 27. júní 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">19. Samþykki Byggðastofnunar, dagsett 28. júní 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">20. Afgreiðsla síðari hluta lána 28. júní 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">21. Beiðni um veðleyfi, ódagsett.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">22. Yfirlit um stöðu lána 28. apríl 2001.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til Byggðastofnunar, dagsettu 16. mars 2001, fór kærandi fram á að fá eftirfarandi upplýsingar um samskipti stofnunarinnar og útgerðaraðila togarans [A]:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">"1. Afrit af samþykktum stjórnar Byggðastofnunar í málefnum tengdum áðurnefndu skipi og útgerð og/eða eigendum þess.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Afrit af öllum bréfum sem málið varða og borist hafa Byggðastofnun eða verið send af henni til aðila sem málinu tengjast með einhverjum hætti.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Afrit af dagbókarfærslum sem málinu tengjast.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Afrit af öllum öðrum gögnum sem málið varða.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. Upplýsingar um greiðslustöðu lána sem Byggðastofnun hefur veitt vegna áðurnefnds skips."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi Byggðastofnunar til kæranda, dagsettu 19. mars 2001, var beiðni hans synjað með vísun til 43. gr. laga nr. 113/1996, sbr. 4. mgr. 7. gr. laga nr. 123/1993, og 18. gr. laga nr. 106/1999 um Byggðastofnun.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar hefur kærandi m.a. bent á að í frétt í Morgunblaðinu 27. mars sl. sé haft eftir formanni stjórnar Byggðastofnunar að útgerðarfyrirtæki [A] hafi fengið 20 milljóna króna lán hjá stofnuninni árið 1999.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í bréfi Byggðastofnunar til nefndarinnar, dagsettu 30. apríl 2000, er áréttað að stofnunin telji hin umbeðnu gögn vera undanþegin aðgangi almennings á grundvelli áðurnefndra lagaákvæða, auk 5. gr. upplýsingalaga. Í bréfinu eru ekki færð frekari rök fyrir hinni kærðu ákvörðun.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi hefur hins vegar fært frekari rök fyrir kærunni. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, sbr. 3. gr. laga nr. 83/2000, þar sem kveðið er á um málsmeðferð fyrir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, segir orðrétt: "Nefndin getur veitt hlutaðeigandi stjórnvaldi stuttan frest til þess að láta í té rökstutt álit á málinu áður en því er ráðið til lykta. Stjórnvaldi er skylt að láta nefndinni í té afrit af þeim gögnum er kæra lýtur að."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 106/1999 segir ennfremur orðrétt: "Byggðastofnun er sérstök stofnun í eigu íslenska ríkisins og heyrir undir yfirstjórn iðnaðarráðherra." Samkvæmt því fellur stofnunin augljóslega undir upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 1. gr. þeirra laga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til þessara lagaákvæða bar Byggðastofnun skýlaus skylda til þess að láta úrskurðarnefnd án tafar í té afrit af þeim gögnum sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að og eru í vörslum stofnunarinnar. Dráttur á því að sinna þessari lagaskyldu var með öllu ástæðulaus af hálfu stofnunarinnar og ber að átelja hann harðlega, enda er skýrt tekið fram í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga að það sé hlutverk hinnar sérstöku úrskurðarnefndar, en ekki einstakra ráðuneyta, að leysa úr kærum vegna synjunar stjórnvalda um að veita aðgang að gögnum á grundvelli laganna.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: " Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Í 5. gr. laganna segir síðan: " Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar, að óheimilt sé að veita almenningi "viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu" fyrirtækja. Þá segir þar ennfemur að oft komi sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum um einka- eða fjárhagsmálefni einkaaðila.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Ákvæði 18. gr. laga nr. 106/1999 hljóðar svo: "Stjórnarmenn og allir starfsmenn Byggðastofnunar eru bundnir þagnarskyldu um atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðli málsins. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi." Ákvæði þetta, sem er sama efnis og mörg önnur ákvæði um þagnarskyldu opinberra starfsmanna, t.d. 18. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, hlýtur að teljast almennt þagnarskylduákvæði í skilningi hins tilvitnaða ákvæðis í upplýsingalögum. Öðru máli gegnir hins vegar um 43. gr. laga nr. 113/1996, sem gildir um Byggðastofnun, sbr. 4. mgr. 7. gr. laga nr. 123/1993, enda eru lánveitingar snar þáttur í starfsemi stofnunarinnar, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 11. gr. laga nr. 106/1999.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 43. gr. laga nr. 113/1996 segir orðrétt: "Bankaráðsmenn, stjórnarmenn sparisjóðs, bankastjórar og sparisjóðsstjórar, endurskoðendur og aðrir starfsmenn viðskiptabanka eða sparisjóðs eru bundnir þagnarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptamanna hlutaðeigandi stofnunar og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi." Þótt ákvæði þetta geti komið í veg fyrir aðgang að hvers kyns upplýsingum um lánveitingar hjá þeim lánastofnunum, sem falla utan gildissviðs upplýsingalaga, hefur úrskurðarnefnd skýrt ákvæðið svo að það standi fyrst og fremst í vegi fyrir því að almenningur fái aðgang að gögnum í vörslum opinberra lánastofnana ef þau hafa að geyma upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einkaaðila, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Þó geta mikilvægir almannahagsmunir réttlætt undanþágu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings, einkum þegar um er að ræða opinberar lánastofnanir sem eiga í samkeppni við aðra aðila á lánamarkaði, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. </FONT><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Beiðni kæranda lýtur að gögnum varðandi lán sem Byggðastofnun veitti [B] ehf. á árinu 2000 vegna útgerðar togarans [A]. Fyrir liggur að önnur gögn, sem varða togarann, er ekki er að finna hjá stofnuninni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra skjala sem talin eru upp hér að framan. Að mati nefndarnnar er í mörgum þeirra að finna upplýsingar um svo mikilvæga fjárhagsmuni einkafyrirtækja að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga og 43. gr. laga nr. 113/1996. Hér er um að ræða skjöl sem einkennd eru nr. 1–4, 10, 12 og 16–22. Umræddar upplýsingar er að finna svo víða í skjölunum að ekki er fært að veita aðgang að hluta þeirra skv. 7. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í öðrum skjölum er, að mati úrskurðarnefndar, ekki að finna upplýsingar um mikilvæga fjárhagsmuni einkaaðila, nema að óverulegu leyti, heldur koma þar fram upplýsingar um almannahagsmuni, þ.e. um ráðstöfun á fé Byggðastofnunar í formi lána til [B] ehf. og almenna skilmála fyrir þeim lánum. Með skírskotun til þess, sem að framan segir, er það álit úrskurðarnefndar að ekki sé heimilt að halda slíkum upplýsingum leyndum hjá opinberri stofnun, eins og Byggðastofnun, sem fellur undir gildissvið upplýsingalaga, nema eitthvert af undantekningarákvæðum 6. gr. laganna standi því í vegi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sé tekið mið af eðli og hlutverki Byggðastofnunar, sbr. einkum 1. og 2. gr. laga nr. 106/1999, verður ekki séð að hún sé í beinni samkeppni við aðrar lánastofnanir á lánamarkaði. Af þeim sökum lítur úrskurðarnefnd svo á að 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga komi ekki til álita í því máli, sem hér er til úrlausnar, og enn síður aðrir töluliðir greinarinnar, enda hefur ekki verið á því byggt af hálfu stofnunarinnar. Í þessu sambandi má og vísa til þess, sem fram kemur í athugasemdum með 3. tölul. 6. gr. í frumvarpi til upplýsingalaga, þar sem tekið er fram að markmiðið með lögunum sé m.a. að gefa almenningi tækifæri til að fá vitneskju um það hvernig opinberum fjármunum sé varið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndar að Byggðastofnun beri að veita kæranda aðgang að öðrum skjölum en þeim, sem að framan eru greind, þó að undanskildum skjölum, auðkenndum nr. 5 og 8. Þau skjöl eru vinnuskjöl sem rituð hafa verið til eigin nota fyrir stofnunina og eru því undanþegin upplýsingarétti almennings skv. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hin kærða ákvörðun Byggðastofnunar er staðfest að öðru leyti en því að stofnuninni ber að veita kæranda, […], aðgang að eftirtöldum gögnum varðandi lánveitingar hennar til [B] ehf.:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skjali, auðkenndu nr. 6: Útdráttur úr fundargerð 244. fundar stjórnar Byggðastofnunar sem haldinn var 3. desember 1999.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skjali, auðkenndu nr. 7: Bréf Byggðastofnunar til [B] ehf., dagsett 17. desember 1999.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skjali, auðkenndu nr. 9: Bréf Ríkisendurskoðunar til Byggðastofnunar, dagsett 8. febrúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skjali, auðkenndu nr. 11: Bókun forstjóra Byggðastofnunar, dagsett 29. febrúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skjali, auðkenndu nr. 13: Minnisblað forstjóra Byggðastofnunar til stjórnar stofnunarinnar, dagsett 17. mars 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skjali, auðkenndu nr. 14: Bréf formanns stjórnar Byggðastofnunar til forstjóra stofnunarinnar, dagsett 28. mars 2000. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skjali, auðkenndu nr. 15: Minnisblað forstjóra Byggðastofnunar til formanns stjórnar stofnunarinnar, dagsett 3. apríl 2000.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
A-116/2001 Úrskurður frá 23. apríl 2001 | Kæra á synjun Landsvirkjunar um að veita aðgang að fundargerðum í vörslum Landsvirkjunar um virkjun eða stíflugerð í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, uppgræðslu við Kráká og samninga við aðila á Laxársvæðinu var tekin til meðferðar á ný vegna tilmæla umboðmanns Alþingis. Fyrirliggjandi gögn um umhverfismál. Gildissvið upplýsingalaga. Kæruheimild. Gildissvið laga um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál. Áhrif hins opinbera á einkaréttarlegt fyrirtæki. Upplýsingaréttur aðila máls. Vinnuskjöl. Fundargerðir. Upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Einkahagsmunir annarra. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 23. apríl 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-116/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 8. febrúar sl., fór […] hdl., fyrir hönd [B], til heimilis að Þverá í Laxárdal, fram á að úrskurðarnefnd tæki á ný til meðferðar kæru umbjóðanda hennar á synjun Landsvirkjunar um að veita bróður hans, [A], aðgang að fundargerðum í vörslum Landsvirkjunar um virkjun eða stíflugerð í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, uppgræðslu við Kráká og samninga við aðila á Laxársvæðinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Beiðni kæranda er borin fram á grundvelli niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í áliti hans frá 24. janúar sl. í málinu nr. 2440/1998. Álit þetta var látið í té í tilefni af kvörtun umboðsmanns kæranda, fyrir hönd [A], sem lést áður en meðferð málsins lauk hjá umboðsmanni. Í álitinu komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að úrskurður úrskurðarnefndar frá 29. desember 1997 í málinu nr. A-37/1997, þar sem fyrrgreindu kæruefni var vísað frá nefndinni, hefði ekki verið í samræmi við lög. Í ljósi þess beindi umboðsmaður því til nefndarinnar að mál kæranda yrði tekið til meðferðar að nýju, bærist um það ósk frá umboðsmanni hans eða öðrum, sem bær væri að lögum til þess að fara fram á, fyrir hönd hans, að Landsvirkjun afhenti umbeðin gögn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd kynnti Landsvirkjun niðurstöðu umboðsmanns, svo og beiðni kæranda um að kæran yrði tekin fyrir á ný, með bréfi, dagsettu 21. febrúar sl. Þar sem viðhorf fyrirtækisins til þess að veita aðgang að hinum umbeðnu gögnum á þeim grundvelli, sem lagður var í áliti umboðsmanns, lá ekki fyrir í gögnum málsins, var því beint til fyrirtækisins að taka afstöðu til beiðni kæranda á grundvelli efnisreglna upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. 4. gr. laga nr. 21/1993, eftir því sem við ætti, sbr. 2. mgr. 2. gr. síðastgreindra laga. Ennfremur var þess óskað að fyrirtækið birti nefndinni og kæranda ákvörðun sína eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 9. mars sl. Yrði beiðninni synjað var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin umbeðin gögn í té sem trúnaðarmál innan sama frests. Í því tilviki var fyrirtækinu gefinn kostur á að lýsa viðhorfi sínu til kærunnar og gera nánari grein fyrir ákvörðun sinni, innan sömu tímamarka. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að beiðni Landsvirkjunar var frestur þessi upphaflega framlengdur til 16. mars og síðar til 23. mars sl. Þann dag barst umsögn fyrirtækisins, dagsett sama dag. Gögn málsins bárust þó ekki fyrr en með bréfi, dagsettu 4. apríl sl., þar sem tafir á framsendingu þeirra voru skýrðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson, varamaður, sæti hennar við meðferð og úrskurð í máli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að [A], þá til heimilis að [C] í Laxárdal, leitaði í tvígang eftir umbeðnum gögnum hjá Landsvirkjun á árinu 1997 sem jarðeigandi að Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu og félagsmaður í Veiðifélagi Laxár og Krákár. Í fyrra skiptið óskaði hann með bréfi, dagsettu 28. júlí 1997, "eftir afriti eða ljósriti af fundargerðum stjórnar Landsvirkunar þar sem fjallað hefur verið um virkjun eða stíflugerð í Laxá, uppgræðslu við Kráká og samninga við aðila á Laxársvæðinu." Einnig óskaði hann "eftir afriti af fundargerðum samninganefndar Landsvirkjunar við samninganefnd heimaaðila um sömu mál." Beiðni hans var í þetta sinn reist á stjórnsýslulögum nr. 37/1993, svo og á upplýsingalögum. Í síðara skiptið óskaði umboðsmaður [A] með bréfi, dagsettu 29. október 1997, eftir að hann fengi "afhend ljósrit af fundargerðum sem stofnunin hefur varðandi virkjun eða stíflugerð í Laxá, uppgræðslu við Kráká og samninga við aðila á Laxársvæðinu." Auk þess "fundargerð samninganefndar Landsvirkjunar við samninganefnd heimaaðila um sömu mál." Þessi síðarnefnda beiðni var byggð á lögum nr. 21/1993 um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landsvirkjun synjaði beiðni [A] í bæði skiptin. Þeim synjunum skaut hann til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem vísaði þeim báðum frá, sbr. úrskurði nefndarinnar frá 19. september og 29. desember 1997 í málum nr. A-24/1997 1997 og A-37/1997.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrri úrskurður nefndarinnar byggðist á því að Landsvirkjun félli ekki undir gildissvið upplýsingalaga skv. 1. gr. þeirra. Í síðari úrskurðinum tók nefndin hins vegar til athugunar hvort mögulegt væri að bera synjun Landsvirkjunar um að afhenda fyrirliggjandi gögn um umhverfismál undir nefndina á grundvelli 4. gr. laga nr. 21/1993, eins og því ákvæði var breytt með 2. tölul. 25. gr. upplýsingalaga. Í úrskurði nefndarinnar var m.a. vísað til þess að í stjórnarskránni sé gengið út frá þeirri meginreglu að ráðherra fari með yfirstjórn stjórnsýslunnar nema hún sé að lögum fengin öðrum stjórnvöldum. Samkvæmt því verði stjórnvaldsákvarðanir almennt kærðar til þess ráðherra, sem fari með stjórn viðeigandi málaflokks, nema lög mæli á annan veg. Sökum þessa taldi nefndin að skýra yrði ákvæði 14. gr. upplýsingalaga þröngt enda fæli það í sér undantekningu frá framangreindri meginreglu um að yfirstjórn stjórnsýslunnar sé í höndum ráðherra. Nefndin taldi að enda þótt í 2. og 3. tölul. 25. gr. upplýsingalaga, sem breyttu 4. og 6. gr. laga nr. 21/1993, kynni að felast ráðagerð um að synjun á aðgangi að upplýsingum samkvæmt síðastnefndum lögum yrði kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sé það hvergi tekið fram berum orðum, hvorki í lögunum sjálfum né lögskýringargögnum. Þá taldi nefndin að kæruheimild til hennar yrði ekki heldur byggð á lögjöfnun þar eð lög nr. 21/1993 fjalli um tiltölulega sérhæft svið og yrði því ekki jafnað til upplýsingalaga sem hafi að geyma almenn ákvæði um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda. Samkvæmt því var það niðurstaða nefndarinnar að synjun Landsvirkjunar yrði ekki skotið til úrlausnar hennar á grundvelli 4. gr. laga nr. 21/1993.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Umboðsmaður [A] leitaði þá til umboðsmanns Alþingis og bar fram kvörtun vegna þess að Landsvirkjun hefði hafnað beiðni hans um aðgang að umbeðnum gögnum. Í tilefni af því tók umboðsmaður til athugunar hvort frávísun úrskurðarnefndar hefði stuðst við lög.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Álit umboðsmanns er dagsett 24. janúar sl. og var það birt úrskurðarnefnd með bréfi, dagsettu sama dag. Í ljósi orðalags 4. gr. laga nr. 21/1993, eins og henni var breytt með 2. tölul. 25. gr. upplýsingalaga, lögskýringargagna og skuldbindinga stjórnvalda á grundvelli EES-samningsins, sbr. tilskipun nr. 90/313/EBE, féllst umboðsmaður ekki á þá niðurstöðu nefndarinnar að í nefndri lagagrein fælist ekki jafnframt heimild til þess að kæra synjun um aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál til hennar. Samkvæmt því bæri nefndinni að taka kærur um aðgang að slíkum upplýsingum til efnislegrar meðferðar, að öðrum skilyrðum uppfylltum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Enda þótt umboðsmaður geri ekki athugasemdir við þá niðurstöðu nefndarinnar að Landsvirkjun falli ekki undir 1. gr. upplýsingalaga, telur hann að skýra beri efnissvið laga nr. 21/1993 rýmra en gildissvið upplýsinglaga. Þannig eigi að skýra 1. mgr. 2. gr. laga nr. 21/1993 á þann veg að lögin taki m.a. til fyrirtækja sem séu að öllu eða veru-legu leyti undir áhrifum opinberra aðila, sökum eignarhalds, og starfi á sviðum er tengjast umhverfinu með beinum hætti. Jafnframt verði að líta til þess hvort slík fyrirtæki hafi að lögum eða í reynd einokunaraðstöðu. Á þessum grundvelli telur umboðsmaður að starfsemi, lögbundinn tilgangur, eignarhald og lagaleg staða Landsvirkjunar sé þess eðlis að telja verði að fyrirtækið falli undir lög nr. 21/1993. Landsvirkjun sé því almennt skylt að taka afstöðu til beiðna um aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um umhverfismál, sem séu í vörslum fyrirtækisins og falli undir 2. mgr. 2. gr. laga nr. 21/1993, á grundvelli 4. gr. þeirra laga, eins og henni var breytt með 2. tölul. 25. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kjölfar álits umboðsmanns fór umboðsmaður kæranda, [B], fram á, með bréfi, dagsettu 8. febrúar sl., að úrskurðarnefnd tæki til skoðunar að nýju beiðni [A] um aðgang að umbeðnum gögnum hjá Landsvirkjun. Þar eð [A] væri nú látinn hefði bróðir hans, [B], tekið við málinu, en hann væri einn af erfingjum hins látna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Landsvirkjunar til úrskurðarnefndar, dagsettri 23. mars sl., er skýringu umboðsmanns á gildissviði laga nr. 21/1993 andmælt, bæði almennt að því er tekur til fyrirtækja, sem rekin eru með einkaréttarlegu rekstrarformi, og sérstaklega með tilliti til Landsvirkjunar. Í því sambandi er bent á að fyrirtækið ráði ekki sjálft hvar og hvernig ráðist sé í framkvæmdir. Um það segir m.a. í umsögninni: "Umboðsmaður bendir á 1. mgr. 2. gr. laga nr. 60/1981 (ekki frá árinu 1984 eins og umboðsmaður vísar til í áliti sínu) sem dæmi um sjálfstæðan rétt Landsvirkjunar til að gera ráðstafanir sem nauðsynlegar þykja til að tryggja rekstur orkuveranna á Þjórsársvæðinu. Hins vegar láist umboðsmanni að líta til 3. mgr. 6. gr. laga nr. 42/1983, um Landsvirkjun, en til þessara framkvæmda, eins og reyndar allra, þarf fyrirtækið samþykki iðnaðarráðherra." Fyrirtækið hafi því ekki sjálfstæðan rétt til ákvörðunartöku um þætti sem miklu máli skipta fyrir umhverfið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Um hlutverk fyrirtækisins við raforkuframleiðslu í landinu og ályktanir umboðsmanns í ljósi þess segir síðan í umsögninni: "Í 9. lið IV. kafla álits síns kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu, í ljósi niðurstöðu sinnar um efnissvið 1. mgr. 2. gr. laga nr. 21/1993, að starfsemi, lögbundinn tilgangur, eignarhald og lagaleg staða Landsvirkjunar sé þess eðlis að telja verði að fyrirtækið falli undir nefnt ákvæði. Í rökstuðningi sínum segir umboðsmaður meðal annars "Landsvirkjun er með lögum veittur einkaréttur til að reisa og reka raforkuver yfir ákveðnum stærðarmörkum" og að fyrirtækinu sé veittur "lögbundinn forgangur til hagnýtingar á umhverfi landsins í þágu starfsemi þess". Hér er um alvarlega rangfærslu að ræða og misskilning á viðfangsefninu. Samkvæmt 10. gr. orkulaga nr. 58/1967 þarf leyfi Alþingis til að reisa og reka raforkuver stærra en 2000 kw. Hefur Alþingi veitt slík leyfi til fjölmargra aðila og benda má á að með 1. gr. laga nr. 48/1999, um breytingu á lögum um raforkuver, nr. 60/1981, var heimild til byggingar Villinganesvirkjunar í Skagafirði tekin af Landsvirkjun og veitt Rafmagnsveitum ríksins í félagi með aðilum í Skagafirði. Ekki er neitt skilyrði um að þeir aðilar séu háðir hinu opinbera á einhvern hátt. Þá má benda á raforkuframleiðslu Orkuveitu Reykjavíkur. Starfsskilyrði raforkufyrirtækja eru að breytast og fyrir dyrum stendur samkeppni á þeim markaði. Er það að hluta vegna gildistöku nýrra tilskipana innan ESB. Landsvirkjun er þegar tekin að undirbúa sig fyrir komandi samkeppni. Álit umboðsmanns tekur ekki á þeim breyttu aðstæðum sem uppi eru í starfsumhverfi evrópskra raforkufyrirtækja."</FONT><P><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Loks er er af hálfu Landsvirkjunar bent á að umbeðnar fundargerðir séu vinnuskjöl til eigin nota sem hafi ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu mála, tengdum óskum kæranda. Jafnframt sé um að ræða upplýsingar um einkahagsmuni þriðja aðila og viðskiptahagsmuni Landsvirkjunar sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Takmarkanir 3. tölul. 4. gr., 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 4. gr. laga nr. 21/1993, og 2. og 3. mgr. 3. gr. tilskipunar nr. 90/313/EBE eigi því við um gögnin, ef lög nr. 21/1993 verði á annað borð talin taka til fyrirtækisins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">[A], sem upphaflega kærði mál þetta til úrskurðarnefndar, er látinn og hefur bróðir hins látna, [B], sem er einn af erfingjum hans, tekið við málinu, eins og fram kemur í kaflanum um málsatvik hér að framan. Þar eð engin athugasemd er gerð við þetta atriði af hálfu Landsvirkjunar verður litið svo á að [B] sé nú kærandi þessa máls og hafi hann sömu réttarstöðu og [A] bróðir hans hafði sem upphaflegur kærandi þess. </FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fyrrgreindu áliti umboðsmanns Alþingis er því m.a. lýst að 4. gr. laga nr. 21/1993 hafi verið breytt á þann veg, með 2. tölul. 25. gr. upplýsingalaga, að um aðgang að fyrirliggjandi gögnum um umhverfismál fari nú eftir upplýsingalögum. Færir umboðsmaður rök fyrir því að með umræddri breytingu hafi jafnframt verið gert ráð fyrir því af hálfu löggjafans, þótt ekki sé það beint tekið fram, hvorki í lögum né lögskýringargögnum, að synjun um aðgang að þessum gögnum verði kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 4. gr. laga nr. 21/1993.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með úrskurði, uppkveðnum 29. desember 1997 í máli nr. A-37/1997, komst úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að skjóta synjun um aðgang að fyrirliggjandi gögnum á grundvelli laga nr. 21/1993 til nefndarinnar, þar sem ekki væri mælt fyrir um slíka kæruheimild, með ótvíræðum hætti, hvorki í lögum né lögskýringargögnum. Þar eð umboðsmaður Alþingis hefur nú komist að gagnstæðri niðurstöðu telur nefndin rétt að verða við þeim tilmælum hans að taka mál þetta, sem á sínum tíma var kært til hennar, til skoðunar að nýju, nú þegar kæran hefur verið ítrekuð. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Forsenda fyrir því að úrskurðarnefnd geti leyst efnislega úr máli þessu er þó sú að kærandi geti beint beiðni um aðgang að hinum umbeðnu gögnum, sem eru í vörslum Landsvirkjunar, að fyrirtækinu sjálfu á grundvelli laga nr. 21/1993. </FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 2. gr. laga nr. 21/1993 segir orðrétt: "Lög þessi gilda um aðgang almennings að upplýsingum um umhverfismál hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum þeirra." Í áliti umboðsmanns Alþingis, sem fyrr er vitnað til, er gerð ítarleg grein fyrir tilurð þessa lagaákvæðis, þ. á m. er því lýst að lög nr. 21/1993 hafi verið sett til að uppfylla skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. tilskipun 90/313/EBE. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í áliti sínu leiðir umboðsmaður rök að því, m.a. með því að vísa til ákvæða í tilskipun 90/313/EBE og hvernig þau hafi verið skilgreind, að skýra beri hið tilvitnaða ákvæði í 1. mgr. 2. gr. laga nr. 21/1993 rúmt. Lögin taki þannig ekki einvörðungu til stjórn-sýslu ríkis og sveitarfélaga á sama hátt og upplýsingalög, heldur geti fyrirtæki í formi hlutafélags og sameignarfélags einnig fallið undir þau ef "fyrirtækið sé alfarið eða að verulegu leyti undir áhrifum opinberra aðila … þannig að leggja verði til grundvallar að það starfi í skjóli opinbers valds með beinum eða óbeinum hætti." Þar skipti m.a. máli hvort sömu sjónarmið eigi við um fyrirtækið og almennt eigi við um einkaréttarlega lögaðila, svo sem sjónarmið um viðskipti og samkeppni. Með vísun til framangreindra röksemda fellst úrskurðarnefnd á þessa lögskýringu umboðsmanns.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ef ætlun löggjafans hefði verið að þrengja gildissvið laga nr. 21/1993, að því er varðar aðgang að gögnum um umhverfismál, hefði legið beint við að breyta 1. mgr. 2. gr. laganna í stað þess að breyta 4. og 6. gr. þeirra á þann veg sem gert var með 2. og 3. tölul. 25. gr. upplýsingalaga. Því fellst nefndin einnig á þá ályktun umboðsmannns að skýra beri ákvæði 4. gr. á þá leið að þar sé einungis mælt fyrir um að aðgangur að fyrirliggjandi gögnum þessa efnis skuli fara eftir efnis- og málsmeðferðarreglum upplýsingalaga. Ákvæðið þrengi hins vegar ekki gildissvið laga nr. 21/1993. Þannig sé í 1. mgr. 2. gr. þeirra eftir sem áður kveðið á um það að hvaða aðilum krafa um aðgang gögnum um umhverfismál geti beinst, án tillits til þess hvort þau liggi þegar fyrir eða þeirra þurfi að afla sérstaklega, sbr. 6. gr. laganna. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eftir stendur að leysa úr því hvort Landsvirkjun falli undir gildissvið laga nr. 21/1993, miðað við þá skýringu á 1. mgr. 2. gr. þeirra sem að framan greinir. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. gr. laga nr. 42/1983 er Landsvirkjun sameignarfyrirtæki ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar og því einvörðungu í eigu ríkisins og tveggja sveitarfélaga. Stjórnarmenn og fastráðnir starfsmenn fyrirtækisins hafa réttindi og skyldur opinberra sýslunarmanna skv. 6. mgr. 9. gr. lagannna. Þótt Landsvirkjun hafi hvorki verið veittur lögbundinn einkaréttur til þess að reisa og reka raforkuver yfir ákveðnum stærðarmörkum né forgangur til hagnýtingar á umhverfi landsins í þágu starfsemi sinnar nýtur fyrirtækið engu að síður verulegrar sérstöðu, bæði samkvæmt lögum og í reynd. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 42/1983, sbr. og 10. gr. orkulaga nr. 58/1967, þarf Landsvirkjun leyfi ráðherra til byggingar nýrra raforkuvera og meginstofnlína. Þótt ráðherra hafi visst eftirlit með þeim framkvæmdum, sbr. t.d. 2. mgr. 7. gr., verður ekki annað ráðið af lögunum en fyrirtækið skuli sjálft annast framkvæmdirnar, sem varða óhjákvæmilega umhverfi og náttúruauðlindir landsins, sbr. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 21/1993. Samkvæmt 3. mgr. 6. gr. laga nr. 42/1983 er Landsvirkjun heimilt, að fengnu samþykki ráðherra, að gera ráðstafanir til að tryggja rekstur orkuvera á Þjórsársvæðinu. Samkvæmt 4. mgr. sömu greinar ber fyrirtækinu ennfremur að hafa forgöngu um virkjanir á orkusvæði sínu, sem er, eftir atvikum, landið allt skv. 1. mgr. 3. gr. laganna, svo og að kappkosta styrkingu og frekari uppbyggingu meginstofnlínukerfis síns.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá hefur Landsvirkjun reist og rekur nú flest, ef ekki öll stærstu raforkuver landsins, sbr. 1. og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 42/1983, sbr. og lög nr. 60/1981 um raforkuver. Ennfremur er fyrirtækinu veitt heimild til þess í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 42/1983 að kaupa raforkuver og stofnlínukerfi af öðrum aðilum og starfrækja þau mannvirki. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar litið er til alls þess, sem að framan greinir, svo til hlutverks Landsvirkjunar, eins og það er skilgreint í 2. gr. laga nr. 42/1983, verður að telja að fyrirtækið hafi veru-legt svigrúm til þess, að lögum, að gera áætlanir um einstakar framkvæmdir, sem áhrif hafa á umhverfi og náttúru, og taka síðan ákvarðanir um tilhögun þeirra, án beinna afskipta eða íhlutunar stjórnvalda. Þar með er engin trygging fyrir því að gögn um þær áætlanir eða ákvarðanir sé að finna í vörslum þeirra stjórnvalda, sem falla undir gildissvið upplýsingalaga, sbr. 1. gr. þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til þess að Landsvirkjun er einvörðungu í opinberri eigu, að fyrirtækið gerir áætlanir og tekur ákvarðanir um umhverfismál, án beinna afskipta stjórnvalda, og að fyrirtækið nýtur þeirrar sérstöðu, bæði að lögum og í reynd, að starfsemi þess verður ekki lögð að jöfnu við starfsemi venjulegs fyrirtækis í einkarekstri, verður að fallast á þá niðurstöðu umboðsmanns Alþingis að fyrirtækið falli undir gildissvið laga nr. 21/1993. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt framansögðu lítur úrskurðarnefnd því svo á að kærandi hafi réttilega beint beiðni sinni að Landsvirkjun samkvæmt lögum nr. 21/1993. Því beri nefndinni að leysa úr því hvort synjun hennar um að veita honum aðgang að hinum umbeðnu gögnum sé á rökum reist.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að framan er gerð grein fyrir því að skv. 4. gr. laga nr. 21/1993 fer um aðgang að hinum umbeðnu gögnum samkvæmt ákvæðum upplýsingalaga. Með hliðsjón af 1. mgr. 10. gr. þeirra laga verður að skýra beiðni [A], sem fram kemur í bréfi umboðsmanns hans frá 29. október 1997, á þann veg að í máli þessu fari kærandi fram á að fá aðgang að fundargerðum í vörslum Landsvirkjunar varðandi virkjun og stíflugerð í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, uppgræðslu við Kráká og samninga við aðila á Laxársvæðinu. Með orðinu "fundargerðir" sé vísað til bókana og skráðra frásagna af fundum stjórnar fyrirtækisins og undirnefndar hennar, svonefndrar "Norðurlandsnefndar", svo og af viðræðufundum stjórnarmanna og/eða starfsmanna fyrir-tækisins við aðila á Laxársvæðinu sem haldnir hafa verið á tímabilinu frá 1. júní 1989 til þessa dags. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af gögnum þeim, sem Landsvirkjun hefur látið úrskurðarnefnd í té, lítur nefndin svo á, að hér sé um að ræða eftirgreind skjöl:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Fundargerð frá fundi stjórnar Landsvirkjunar 1. júní 1989.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Fundargerð frá fundi "Norðurlandsnefndar" Landsvirkjunar 18. mars 1993. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Fundargerð frá fundi "Norðurlandsnefndar" Landsvirkjunar 23. ágúst 1993.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Fundargerð frá fundi "Norðurlandsnefndar" Landsvirkjunar 25. nóvember 1993.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. Fundargerð frá fundi "Norðurlandsnefndar" Landsvirkjunar 19. apríl 1994.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">6. Fundargerð frá fundi "Norðurlandsnefndar" Landsvirkjunar 30. maí 1994.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">7. Frásögn af fundi sem haldinn var á Hótel Reynihlíð 24. ágúst 1994.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">8. Frásögn, með yfirskriftinni "orðsending", af fundi sem haldinn var á Akureyri 1. febrúar 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">9. Frásögn af fundi sem haldinn var á Hótel Reynihlíð 6. febrúar 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">10. Fundargerð frá fundi "Norðurlandsnefndar" Landsvirkjunar 18. maí 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">11. Fundargerð frá fundi stjórnar Landsvirkjunar 26. maí 1995. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">12. Frásögn, með yfirskriftinni "fundargerð", af fundi sem haldinn var á skrif-stofu Landsvirkjunar 20. september 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">13. Frásögn, með yfirskriftinni "fundargerð", af fundi sem haldinn var á skrif-stofu Landsvirkjunar 10. nóvember 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">14. Frásögn, með yfirskriftinni "fundargerð", af fundi sem haldinn var á skrif-stofu Landsvirkjunar 8. október 1996. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">15. Frásögn af fundi um hækkun Laxárstíflu sem haldinn var 22. nóvember 1996.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">16. Fundargerð frá fundi stjórnar Landsvirkjunar 25. júlí 1997.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">17. Fundargerð frá fundi stjórnar Landsvirkjunar 26. júní 1998.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">18. Frásögn, með yfirskriftinni "fundargerð", af fundi sem haldinn var að Laxamýri 19. október 1999. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">19. Fundargerð frá fundi stjórnar Landsvirkjunar 20. október 1999.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt upplýsingalögum er gerður greinarmunur á aðgangi aðila máls að upplýsingum um hann sjálfan, sbr. III. kafla laganna, og almennum aðgangi að upplýsingum, sbr. II. kafla þeirra. [A], sem upphaflega kærði mál þetta til úrskurðarnefndar, átti land að Laxá og var jafnframt félagsmaður í Veiðifélagi Laxár og Krákár. Af þeim sökum átti hann hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum og var því aðili máls í skilningi III. kafla upplýsingalaga. Samkvæmt því og með vísun til þess, sem að framan greinir um réttarstöðu kæranda, ber að leysa úr beiðni hans á grundvelli þessa kafla laganna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum, sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Orðalagið "upplýsingar um hann sjálfan" hefur verið skýrt þannig að það taki til upplýsinga, sem varða aðila máls sérstaklega, sbr. dóm Hæstaréttar 19. október 2000 í máli nr. 330/2000. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 2. og 3. mgr. 9. gr. er að finna undantekningar frá meginreglu 1. mgr. um upplýsingarétt aðila máls.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. tölul. 2. mgr. 9. gr. segir að ákvæði 1. mgr. gildi ekki um þau gögn sem talin eru í 4. gr. upplýsingalaga. Meðal þeirra eru vinnuskjöl, sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota, enda hafi þau ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar, sem ekki verður aflað annars staðar frá, sbr. 3. tölul. þeirrar greinar. Ákvæði þetta felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt samkvæmt upplýsingalögum og ber því fremur að skýra það þröngt en rúmt. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í ljósi þess verður almennt að telja formlegar fundargerðir stjórna og nefnda þess eðlis að þær geti ekki fallið undir hugtakið "vinnuskjöl", enda er þar, eðli máls samkvæmt, að finna ákvarðanir um afgreiðslu mála, auk þess sem upplýsinga, sem þar greinir, verður tæpast aflað annars staðar frá. Þessi ályktun styðst og við ákvæði 1. tölul. 4. gr., þar sem fundargerðir ríkisráðs og ríkisstjórnar eru sérstaklega undanþegnar upplýsingarétti. Hugsanlegt er að frásagnir af óformlegri fundum geti talist vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. Að dómi úrskurðarnefndar geta þau skjöl, sem auðkennd eru nr. 7, 8, 9. 12, 13, 14, 15 og 18 hér að framan, þó ekki talist vinnuskjöl, enda hefur ekki verið sýnt fram á það af hálfu Landsvirkjunar að upplýsingar, sem þar er að finna, verði aflað annars staðar frá. Því verður beiðni kæranda ekki synjað með vísun til þess ákvæðis. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 2. tölul. 2. mgr. 9. gr. er ennfremur tekið fram að ákvæði 1. mgr. gildi ekki um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni er leynt eiga að fara skv. 6. gr. upplýsingalaga. Þá segir loks orðrétt í 3. mgr. 9. gr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur litið svo á, t.d. í úrskurði, uppkveðnum 19. mars 1997, í máli nr. A-8/1997, að hagsmunir Landsvirkjunar, sem er einkaréttarlegur aðili í skilningi upp-lýsinga-laga, teljist einkahagsmunir þegar leyst er úr beiðni um aðgang að gögnum á grundvelli þeirra laga einvörðungu. Þegar á hinn bóginn er leyst úr beiðni á grundvelli laga nr. 21/1993, eins og í þessu máli, er eðlilegt að hagsmunir fyrirtækisins verði felldir undir opinbera hagsmuni og þar með 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 9. gr. laganna. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra skjala, sem talin eru upp hér að framan, að því leyti sem þar er vikið að virkjun og stíflugerð í Laxá, upp-græðslu við Kráká og samninga við aðila á Laxársvæðinu. Það er samdóma álit nefndarmanna að ekkert komi fram í þeim skjölum, sem rétt sé að halda leyndu fyrir kæranda, hvorki með tilliti til almannahagsmuna, þ. á m. samkeppnisstöðu Landsvirkjunar, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, né með vísun til hagsmuna annarra einkaaðila, sbr. 3. mgr. 9. gr. þeirra. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landsvirkjun er skylt að veita kæranda, [B], aðgang að eftirtöldum fundargerðum, að því leyti sem þar er vikið að virkjun eða stíflugerð í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, uppgræðslu við Kráká og samninga við aðila á Laxársvæðinu:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Fundargerð frá fundi stjórnar Landsvirkjunar 1. júní 1989.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Fundargerð frá fundi "Norðurlandsnefndar" Landsvirkjunar 18. mars 1993.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Fundargerð frá fundi "Norðurlandsnefndar" Landsvirkjunar 23. ágúst 1993.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Fundargerð frá fundi "Norðurlandsnefndar" Landsvirkjunar 25. nóvember 1993.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. Fundargerð frá fundi "Norðurlandsnefndar" Landsvirkjunar 19. apríl 1994.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">6. Fundargerð frá fundi "Norðurlandsnefndar" Landsvirkjunar 30. maí 1994.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">7. Frásögn af fundi sem haldinn var á Hótel Reynihlíð 24. ágúst 1994.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">8. Frásögn, með yfirskriftinni "orðsending", af fundi sem haldinn var á Akureyri 1. febrúar 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">9. Frásögn af fundi sem haldinn var á Hótel Reynihlíð 6. febrúar 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">10. Fundargerð frá fundi "Norðurlandsnefndar" Landsvirkjunar 18. maí 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">11. Fundargerð frá fundi stjórnar Landsvirkjunar 26. maí 1995. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">12. Frásögn, með yfirskriftinni "fundargerð", af fundi sem haldinn var á skrif-stofu Landsvirkjunar 20. september 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">13. Frásögn, með yfirskriftinni "fundargerð", af fundi sem haldinn var á skrif-stofu Landsvirkjunar 10. nóvember 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">14. Frásögn, með yfirskriftinni "fundargerð", af fundi sem haldinn var á skrif-stofu Landsvirkjunar 8. október 1996. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">15. Frásögn af fundi um hækkun Laxárstíflu sem haldinn var 22. nóvember 1996.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">16. Fundargerð frá fundi stjórnar Landsvirkjunar 25. júlí 1997.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">17. Fundargerð frá fundi stjórnar Landsvirkjunar 26. júní 1998.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">18. Frásögn, með yfirskriftinni "fundargerð", af fundi sem haldinn var að Laxamýri 19. október 1999. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">19. Fundargerð frá fundi stjórnar Landsvirkjunar 20. október 1999.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur E. Friðriksson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
A-115/2001 Úrskurður frá 9. mars 2001 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita að aðgang að myndbandsupptöku, er hafði verið í vörslum ráðuneytisins þegar beiðni um aðgang barst, en fjarlægð þaðan áður en hún var afgreidd. Gagn er varðar tiltekið mál. Málshraði. Meginmarkmið upplýsingalaga. Skylda til að varðveita málsgögn þannig að þau séu aðgengileg. Forsendur kærumeðferðar. Frávísun. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 9. mars 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-115/2001:</FONT><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 16. febrúar sl., kærði […], fréttamaður, synjun landbúnaðar-ráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að myndbandi með upptöku er sýnir, að hans sögn, afleiðingar óhapps í laxeldi á Suðurnesjum. Af erindi ráðuneytisins til kæranda, dagsettu 14. febrúar sl., varð ráðið að myndbandið hefði verið í vörslum ráðuneytisins, þegar beiðni hans barst, en fjarlægð þaðan áður en hún var afgreidd.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 21. febrúar sl., var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að skýringum á afgreiðslu sinni á beiðni kæranda til kl. 16:00 hinn 28. febrúar sl. Var þess sérstaklega óskað að í umsögn ráðuneytisins kæmi fram á hvaða lagagrundvelli sú ákvörðun hefði verið tekin að fjarlægja myndbandið úr vörslum ráðuneytisins og hvenær það hefði verið gert. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 28. febrúar sl., barst innan tilskilins frests.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson, varamaður, sæti hennar við meðferð og úrlausn kærumáls þessa. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að með bréfi, dagsettu 6. febrúar sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að upptöku á myndbandi sem hann taldi vera í vörslum land-búnaðar-ráðuneytisins og sýna afleiðingar óhapps í laxeldi á Suður-nesjum. Með bréfi landbúnaðarráðuneytisins til kæranda, dagsettu 14. febrúar sl., var upplýst að upptaka á slíku óhappi hefði nýlega borist ráðuneytinu á myndbandi. Það hefði haft hana til skoðunar, en síðan skilað myndbandinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar er því haldið fram að myndbandið hafi verið afhent landbúnaðar-ráðuneytinu í þeim tvíþætta tilgangi að vekja athygli á sóðaskap við fiskeldið og hafa áhrif á ákvarðanir ráðuneytisins um starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Telur kærandi að ráðuneytið hafi gripið til aðgerða gagnvart fyrirtækinu, m.a. á grundvelli upplýsinga er fram komu á myndbandinu. Af þeim sökum lítur kærandi svo á að myndbandið hafi talist til gagna máls sem ráðuneytið hafi haft til meðferðar. Ráðuneytinu hafi því borið að varðveita myndbandið á aðgengilegan hátt, á grundvelli 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, og fjalla efnislega um aðgang hans að því, á grundvelli 1. og 2. mgr. 3. gr. sömu laga. Þess í stað hafi ráðuneytið fjarlægt myndbandið úr vörslum sínum áður en beiðni hans var afgreidd og þannig gengið á svig við efnis-ákvæði upplýsingalaga. Krefst kærandi þess aðallega að ráðuneytinu verði gert að afhenda honum umrætt myndband, en til vara að viðurkennt verði að honum hafi borið aðgangur að myndbandinu og að málsmeðferð ráðuneytisins hafi verið andstæð lögum og reglum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn landbúnaðarráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 28. febrúar sl., er skýrt frá því að nafngreindur einstaklingur hafi afhent ráðuneytinu myndbandið til skoðunar með þeim áskilnaði að það yrði ekki afhent öðrum. Ráðuneytinu hafi borist beiðni kæranda 6. febrúar sl. og í kjölfar þess hafi starfsmaður ráðuneytisins árangurslaust reynt að ná tali af þeim sem afhent hafði myndbandið. Einnig hafi hann reynt að ná tali af kæranda, sömuleiðis án árangurs. Í umsögninni er tekið fram að ráðuneytið hafi ekki talið sér skylt að varðveita eða afhenda öðrum myndbandið, sbr. 3. gr. upplýsingalaga, m.a. vegna þess að málefni fiskeldis-fyrirtækisins, sem myndbandið tengist, séu þar ekki til umfjöllunar. Myndbandinu hafi því verið skilað til þess, er afhenti það, hinn 14. febrúar sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 85. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði segir að landbúnaðarráðherra hafi yfirstjórn allra veiðimála. Í samræmi við það hefur sá ráðherra, eðli máls samkvæmt, almennt eftirlit með framkvæmd þeirra laga, þ. á m. með fiskeldi og hafbeit, enda þótt veiði-málastjóri veiti leyfi til slíkrar starfsemi skv. 62. gr. laganna. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrir liggur að landbúnaðarráðuneytið fékk afhent til skoðunar myndband með upptöku sem tengdist starfsemi ákveðins fiskeldisfyrirtækis. Ekki verður annað ráðið af umsögn ráðuneytisins en að það hafi skoðað upptökuna, áður en það endursendi myndbandið. Vegna fyrrgreinds eftirlitshlutverks ráðuneytisins varð myndbandið þar með að gagni í stjórnsýslu-máli og varðaði þannig tiltekið mál í skilningi 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Því var ráðuneytinu skylt að veita kæranda aðgang að myndbandinu, sbr. og 2. tölul. 2. mgr. þeirrar greinar, nema eitthvert af undantekningarákvæðum 4. - 6. gr. laganna ætti við. Við úrlausn þess skiptir ekki máli þótt myndbandið hafi verið afhent ráðuneytinu með þeim áskilnaði að það yrði ekki afhent öðrum, eins og skýrt er tekið fram í athuga-semdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga bar landbúnaðarráðuneytinu að leysa úr beiðni kæranda svo fljótt sem verða mátti meðan myndbandið var enn í vörslum þess. Í stað þess endursendi ráðu-neytið myndbandið, án þess að séð verði að nokkra nauðsyn hafi borið til þess, eins og á stóð. Með þessu móti hefur verið komið í veg fyrir að unnt sé að afgreiða beiðni kæranda á grundvelli upplýsinga--laga þar sem myndbandið er ekki lengur í vörslum stjórnvalda. Verður að átelja þessi vinnubrögð ráðuneytisins harðlega vegna þess að með þeim er ekki einasta brotið gegn rétti kæranda til þess að fá leyst úr beiðni sinni lögum samkvæmt, heldur ganga þau jafnframt gegn því meginmarkmiði upplýsingalaga að málsgögn skuli varðveitt þannig að þau séu aðgengi-leg svo að almenningur geti átt aðgang að þeim, nema sérstakar ástæður mæli því í mót, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 22. gr. laganna. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Nefndin getur því aðeins lagt úrskurð á mál að þau gögn eða í það minnsta þær upp-lýsingar, sem óskað er eftir aðgangi að, séu í vörslum stjórnvalda, eins og það hugtak er skilgreint í 1. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 3. mgr. 10. gr. laganna. Vegna þess að hið umbeðna myndband er ekki lengur í vörslum land-búnaðarráðuneytisins eða annarra stjórnvalda, svo sem gerð er grein fyrir hér að framan, verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tekið skal fram að með úrskurði þessum er ekki leyst úr því hvort landbúnaðarráðu-neytinu hafi verið skylt, á grundvelli 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga, að varðveita til langframa myndband það, sem mál þetta snýst um, t.d. með því að taka af því afrit, enda fellur það álitaefni ekki undir úrskurðarvald nefndarinnar samkvæmt gagnályktun frá 1. mgr. 14. gr. laganna.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru […] á hendur landbúnaðarráðuneytinu er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur e: Friðriksson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
A-114/2001 Úrskurður frá 23. febrúar 2001 | Kærð var meðferð tollstjórans í Reykjavík á beiðni um aðgang að upplýsingum um hversu mörgum gjaldendum hefðu verið greiddir inneignarvextir vegna endurákvörðunar skatta og gjalda á tímabilinu frá 1. janúar 1995 til júlí 1999 og hvaða fjárhæðum þær greiðslur næmu. Umbeðnar upplýsingar ekki verið teknar saman. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Gögn í fjölda mála. Ekki skylt að verða við beiðni. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 23. febrúar 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-114/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 2. janúar sl., kærði […], til heimilis að […], meðferð tollstjórans í Reykjavík á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um hversu mörgum gjaldendum hefðu verið greiddir inneignarvextir vegna endurákvörðunar skatta og gjalda á tímabilinu frá 1. janúar 1995 til júlí 1999, í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis frá 12. júlí 1999 í tilefni af kvörtun kæranda til hans. Ennfremur hvaða fjárhæðum þær greiðslur næmu sem farið hefðu eða myndu fara fram á grundvelli þessa álits.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 26. janúar sl., var kæran kynnt tollstjóranum í Reykjavík og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að skýringum á meðferð sinni á beiðni kæranda til kl. 16.00 hinn 8. febrúar sl. Var þess sérstaklega óskað að í umsögn hans kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar og hvort þeim hefði verið safnað eða þær teknar saman í eitt skjal eða annars konar gögn. Ef svo væri, var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra skjala eða gagna innan sama frests. Umsögn tollstjórans, dagsett 31. janúar sl., barst innan tilskilins frests. Úrskurðarnefnd kynnti kæranda umsögn tollstjórans með bréfi, dagsettu 7. febrúar sl., og fór fram á að kærandi staðfesti við nefndina hvort hann óskaði eftir að meðferð máls hans yrði fram haldið fyrir henni eigi síðar en 15. febrúar sl. Kærandi staðfesti að svo væri með bréfi sem barst úrskurðarnefnd hinn 9. febrúar sl.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi leitaði á árinu 1998 til umboðsmanns Alþingis og kvartaði m.a. yfir því að innheimtumaður ríkissjóðs greiddi ekki vexti og verðbætur á inneignir gjaldenda að eigin frumkvæði. Í áliti, sem umboðsmaður Alþingis lét í té af þessu tilefni, komst hann að þeirri niðurstöðu að misbrestur hefði orðið á því að innheimtumenn ríkissjóðs hefðu frumkvæði að því að greiða vexti þegar ofteknir skattar væru endurgreiddir. Beindi umboðsmaður þeim tilmælum til fjármálaráðherra að hann hefði forgöngu um að framkvæmd á þessu sviði yrði komið í lögmælt horf. Þá væri brýnt að ráðherra tæki almenna ákvörðun um framkvæmd innheimtumanna ríkissjóðs á leiðréttingu aftur í tímann og beindi þeim fyrirmælum til innheimtumanna að haga framkvæmdinni í samræmi við þá ákvörðun.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfum kæranda til tollstjórans í Reykjavík, dagsettum 23. apríl 1999, 10. september 1999 og 18. nóvember 2000, fór kærandi m.a. fram á að fá upplýsingar um hversu mörgum gjaldendum hefðu verið greiddir inneignarvextir vegna oftekinna skatta og gjalda á grundvelli framangreinds álits umboðsmanns og um hvaða fjárhæðir væri þar að ræða. Með bréfum tollstjórans í Reykjavík, dagsettum 28. maí 1999, 7. desember 1999 og 23. október 2000, var beiðnum kæranda svarað efnislega á þann veg að umbeðnar upplýsingar lægju ekki fyrir hjá embætti tollstjóra. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn tollstjórans í Reykjavík til úrskurðarnefndar, dagsettri 31. janúar sl., kemur fram að hjá embætti hans liggi ekki fyrir neinar upplýsingar um það, hve mörgum aðilum hafi verið greiddir inneignarvextir vegna endurákvörðunar skatta á tímabilinu frá 1. janúar 1995 til júlí 1999 né um hvaða fjárhæðir sé þar að ræða. Með vísun til þess hafi embættið ekki getað veitt kæranda þær upplýsingar sem hann hafi óskað eftir. Þar eð embættið telji sér heldur ekki skylt að taka umbeðnar upplýsingar saman eða afla þeirra, á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996, hafi beiðnum hans verið hafnað.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4.–6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum. Þetta kemur m.a. fram í 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 83/2000, þar sem segir að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. lög nr. 77/2000, nema óskað sé eftir skjölum eða öðrum gögnum sem 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga tekur til.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í máli því, sem til úrlausnar er, hefur kærandi óskað eftir upplýsingum sem varða mikinn fjölda stjórnsýslumála sem til meðferðar hafa verið hjá embætti tollstjórans í Reykjavík. Eins og fram kemur í umsögn tollstjórans til úrskurðarnefndar, hefur þeim upplýsingum ekki verið safnað saman í eitt skjal eða sambærilegt gagn, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Í 1. mgr. 10. gr. laganna er áskilið að sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verði að miða beiðni sína við tiltekin gögn, með því annaðhvort að tilgreina gögnin eða það stjórnsýslumál sem hann óskar að kynna sér. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala eða gagna úr fleiri en einu stjórnsýslumáli.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, er tollstjóranum í Reykjavík ekki skylt að verða við beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga, eins og hún er úr garði gerð.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun tollstjórans í Reykjavík að synja kæranda, […], um upplýsingar um það, hversu mörgum gjaldendum hafi verið greiddir inneignarvextir vegna endurákvörðunar skatta og gjalda á tímabilinu frá 1. janúar 1995 til júlí 1999, svo og hvaða fjárhæðum þær greiðslur hafi numið eða muni nema.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
A-113/2001 Úrskurður frá 13. febrúar 2001 | Kærðar voru synjanir félagsmálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands um að veita aðgang að drögum að reglugerð um breytingu á reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti. Beiðni um aðgang skal einvörðungu beint að því stjórnvaldi sem gefur fyrirmæli út. Kæruheimild. Frávísun. Fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 13. febrúar 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-113/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 25. janúar sl., kærði […], fréttamaður, synjun félagsmálaráðuneytisins, dagsetta 24. janúar sl., og Seðlabanka Íslands, dag-setta 25. janúar sl., um að veita henni aðgang að drögum að reglugerð til breytinga á reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfum, dagsettum 26 janúar sl., var kæran kynnt félagsmálaráðuneytinu og Seðlabankanum og þeim veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 6. febrúar sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af þeim reglu-gerðar-drögum, er kæran laut að, innan sama frests. Umsagnir bankans og ráðu-neytis-ins, dagsettar 5. og 6. febrúar sl., bárust innan tilskilins frests. Umsögn ráðuneytisins fylgdu hin umbeðnu drög.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tók Arnfríður Einarsdóttir, varamaður, sæti hans við með-ferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfum til félags-mála-ráðuneytisins og Seðlabanka Íslands, dagsettum 24. janúar sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að drögum að reglugerð "um úthlutunarreglur Íbúðalánasjóðs" sem til umsagnar væru hjá sjóðnum og bankanum. Ráðuneytið og Seðlabankinn synjuðu beiðninni með bréfum, dagsettum 24. og 25. janúar sl., með vísun til 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Jafnframt var af bankans hálfu talið eðlilegra að kærandi beindi beiðninni til ráðuneytisins þar eð drögin væru eingöngu til umsagnar í bank-anum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru sinni til úrskurðarnefndar kveður kærandi það vera sitt mat og í samræmi við anda upplýsingalaga að gögn af því tagi, sem hún hafi óskað eftir aðgangi að, eigi að vera opinber, svo að almenningur fái innsýn í málin, sem þau varða, áður en þau koma á ákvörðunarstig. Ekki sé um að ræða vinnugögn í skilningi 3. tölul. 4. gr. laganna þar eð reglugerðardrögin hafi verið send til umsagnar og þau því ekki verið rituð til eigin afnota fyrir ráðuneytið. Ennfremur segir í kærunni að fráleitt sé að halda því fram að afhend-ing umbeðinna gagna skaði hagsmuni almennings. Þar með stoði ekki að synja beiðninni á grundvelli ákvæðisins í 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn félagsmálaráðuneytisins er skýrt frá því að ráðuneytið hafi að undanförnu unnið að ýmsum breytingum á reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti í samvinnu við Íbúðalánasjóð, Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytið. Í fyrirliggjandi drögum að reglugerð sé m.a. að finna tillögur til breytinga á reglum um aðgang að lánsfé, veðlánaflutninga og önnur atriði, er gætu haft áhrif á verðmyndun húsbréfa á almenn-um fjármagnsmarkaði, ef þær næðu fram að ganga. Upplýsingar um slík atriði, áður en þau eru fullmótuð, geti gefið kaupendum og seljendum íbúða rangar hugmyndir um stöðu sína og ýtt undir ótilhlýðilega spákaupmennsku. Að áliti ráðuneytisins gæti að-gang-ur að upplýsingunum því skert þann árangur, sem breytingarnar miða að, og dregið úr líkum á að markmið þeirra nái fram að ganga. Þar af leiðandi hafi ráðu-neytið talið rétt að synja um aðgang að reglugerðardrögunum á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsinga-laga. Þar að auki liggi nú fyrir að reglugerðin verði ekki sett, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um hana. Með skírskotun til þess eigi 1. tölul. 4. gr. laganna einnig við í máli þessu. Í umsögninni er upplýst að drögin séu nú til athugunar í fjármálaráðuneytinu, þar sem lagt verði mat á væntanleg áhrif breyt-inganna á útgjöld ríkissjóðs.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Seðlabankans er m.a. tekið fram að eðlilegra hefði verið að kærandi beindi beiðni sinni um aðgang að reglugerðardrögunum til félagsmálaráðuneytisins þar sem þau hafi verið samin. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fyrri málslið 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga er að finna svohljóðandi ákvæði: "Þegar farið er fram á aðgang að gögnum um mál þar sem taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu." Þótt þetta ákvæði taki fyrst og fremst til þess, þegar stjórnvöld taka ákvörðun um rétt eða skyldu tiltekins manns eða manna, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, verður að telja að það eigi einnig við þegar stjórnvöld vinna að samningu almennra stjórnvaldsfyrirmæla á borð við reglugerðir. Samkvæmt því hefði kærandi átt að beina beiðni sinni einvörðungu til félags-mála-ráðuneytisins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi hefur réttilega kært synjun ráðuneytisins um að veita henni aðgang að hinum umbeðnu reglugerðardrögum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Með því að leysa úr þeirri kæru verður tekin afstaða til þess hvort veita skuli kæranda aðgang að drögunum á grundvelli laganna. Með vísun til þess, sem að framan segir, hefur hún þar með ekki lögvarða hagsmuni af því að leyst sé sérstaklega úr kæru hennar á hendur Seðlabanka Íslands. Ber því að vísa þeirri kæru frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Í kærumáli því, sem til úrlausnar er, hefur félagsmálaráðneytið synjað kæranda um aðgang að reglugerðardrögunum á grundvelli 1. tölul. 4. gr. og 4. tölul. 6. gr. laganna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Upphaf 6. gr. og 4. tölul. hennar hljóða svo: "Heimilt er að takmarka aðgang almenn-ings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um: . . . fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almanna-vitorði." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, var m.a. gerð svo-felld grein fyrir síðastnefndu ákvæði: "Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfunum á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrirhugaðar ráðstafanir í fjármálum, svo sem aðgerðir í gjaldeyrismálum, skatta-málum, tolla-málum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera." Af athuga-semdunum er ljóst að þær ráðstafanir í fjármálum, sem geta fallið undir ákvæð-ið, eru ekki bundnar við ráðstafanir til að afla ríkinu tekna, heldur getur það, eðli máls samkvæmt, tekið til ráðstafana sem kunna að hafa í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkis-sjóð. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá er ennfremur látið svo um mælt í athugasemdunum að ákvæðið geri "ráð fyrir því að stjórnvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á því að árangur skerðist, þó ekki sé nema að litlu leyti, myndi stjórnvaldi að öllu jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli" þess. Í umsögn félagsmálaráðuneytisins, sem áður er vitnað til, er því m.a. haldið fram að almenn vitneskja um fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um hús-bréf og húsbréfa-viðskipti, áður en þær koma til fram-kvæmda, geti m.a. ýtt undir ótilhlýðilega spákaupmennsku á fasteignamarkaði og skert þann árangur sem breyt-ingar-nar miði að. Eftir að hafa kynnt sér gögn þessa máls, þ. á m. fyrir-liggjandi reglugerðardrög, telur úrskurðarnefnd að ekki séu fyrir hendi forsendur til þess að draga þetta mat ráðuneytisins í efa. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt því verður synjun ráðuneytisins um að veita kæranda aðgang að reglu-gerðar-drögunum staðfest með vísun til 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Að þeirri niðurstöðu fenginni er óþarft að taka afstöðu til þess hvort ráðuneytið geti jafnframt reist synjun sína á 1. tölul. 4. gr. laganna.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun félagsmálaráðuneytisins að synja kæranda, […], um aðgang að drögum að reglugerð til breytinga á reglugerð um húsbréf og húsbréfaviðskipti. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru hennar á hendur Seðlabanka Íslands er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Arnfríður Einarsdóttir</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><BR> |
A-112/2001 Úrskurður frá 25. janúar 2001 | Kærð var synjun ríkissaksóknara um að veita aðgang að bréfum tveggja sálfræðinga. Gildissvið upplýsingalaga. Gagna ekki aflað vegna rannsóknar eða saksóknar í opinberu máli. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila máls. Bréfaskipti við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ástæður stjórnvalds fyrir öflun gagna. Einkahagsmunir annarra. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 25. janúar 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-112/2001:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 5. janúar sl., kærði […] hrl., f.h. [A], synjun ríkissaksóknara um að veita umbjóðanda hennar aðgang að tveimur bréfum til hans. Annars vegar að bréfi frá dr. [B], sálfræðingi, dagsettu 25. nóvember 1999, og hins vegar að bréfi frá dr. [C], sálfræðingi, dagsettu 10. desember 1999.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 11. janúar sl., var kæran kynnt ríkissaksóknara og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 22. janúar sl. Í ljósi svarbréfa hans til kæranda, dagsettra 19. desember og 3. janúar sl., var þess sérstaklega óskað að í umsögn um kæruna kæmu fram viðhorf til þess, á hvaða lagagrundvelli bæri að leysa úr beiðni kæranda. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum, sem kæran laut að, innan sama frests. Umsögn ríkissaksóknara, dagsett 22. janúar sl., barst innan tilskilins frests ásamt umbeðnum gögnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Varamennirnir Arnfríður Einarsdóttir og Ólafur E. Friðriksson tóku sæti Valtýs Sigurðssonar og Elínar Hirst við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að við meðferð sakamáls í héraði var sálfræðingunum, dr. [B] og dr. [C], falið sem sérfræðingum að rannsaka kæranda sem brotaþola, m.a. með tilliti til þroska hennar og heilbrigðisástands. Skiluðu sálfræðingarnir skýrslum sem lagðar voru fram í málinu. Þegar málið var til meðferðar fyrir Hæstarétti lagði verjandi ákærða fram sérfræðiálit, sem hann hafði aflað, frá [D], lækni og sérfræðingi í taugalækningum, [E], geðlækni, og dr. [F], sálfræðingi, þar sem fjallað er um persónu og heilsufar brotaþola, þ.e. kæranda, með hliðsjón af skýrslum sálfræðinganna tveggja og framburði þeirra fyrir héraðsdómi. Eftir að dómur var kveðinn upp í Hæstarétti 28. október 1999 fékk kærandi aðgang að framangreindum gögnum á grundvelli 14. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 163. laga nr. 19/1991.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 3. nóvember 1999, leitaði ríkissaksóknari eftir athugasemdum dr. [C] við bréf verjandans til dr. [F], dagsett 18. ágúst 1999, bréf hennar til verjandans, dagsett 24. ágúst 1999, ásamt fylgiskjölum, svo og við bréf [D], dagsett 29. ágúst 1999. Með bréfi, dagsettu 8. nóvember 1999, leitaði ríkissaksóknari jafnframt eftir athugasemdum dr. [B] við álitsgerð [E], geðlæknis. Athugasemdir dr. [B] bárust ríkissaksóknara með bréfi, dagsettu 25. nóvember 1999, og athugasemdir dr. [C] með bréfi, dagsettu 10. desember 1999.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Umboðsmaður kæranda fór í upphafi fram á að fá aðgang að síðastgreindum bréfum sálfræðinganna tveggja með vísun til 3. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 48. gr. laga nr. 36/1999, svo fram kemur í bréfi til ríkissaksóknara, dagsettu 8. desember sl. Ríkissaksóknari synjaði þessari beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 19. desember sl., á þeim grundvelli að bréfin, sem hefðu að geyma athugasemdir sálfræðinganna, hefðu ekki verið gögn í hæstaréttarmálinu. Í ljósi þessarar niðurstöðu leitaði umboðsmaður kæranda á ný eftir aðgangi að sömu gögnum á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. bréf, dagsett 22. desember sl. Með bréfi ríkissaksóknara, dagsettu 3. janúar sl., var kæranda enn synjað um aðgang að gögnunum, að þessu sinni með vísun til þess að þeim mætti jafna til gagna, sem undanþegin væru aðgangi skv. 1. tölul. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. tölul. 4. gr. laganna. Jafnframt væri í bréfum sálfræðinganna að finna athugasemdir þeirra við trúnaðargögn sem afhent hefðu verið með því skilyrði að um þau yrði ekki fjallað á opinberum vettvangi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar er á því byggt að kærandi teljist aðili í skilningi 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga þar eð umbeðin gögn varði hana persónulega. Þá kemur fram að landlæknir hafi til meðferðar kæru hennar á hendur [E], geðlækni. Væntir kærandi þess að umbeðin gögn geti m.a. varpað ljósi á réttmæti athugasemda geðlæknisins við álit sálfræðinganna tveggja í fyrrgreindu dómsmáli, m.a. um persónu og trúverðugleika kæranda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn ríkissaksóknara eru áréttuð þau sjónarmið sem hann hafði áður fært fyrir synjun sinni. Í henni kemur ennfremur fram að ríkissaksóknari hafi ekki óskað eftir athugasemdum sálfræðinganna tveggja eða þær verið gerðar í þeim tilgangi að þær yrðu lagðar fram í dómsmáli, heldur einungis til upplýsingar og fróðleiks í framhaldi af dómi Hæstaréttar, uppkveðnum 28. október 1999.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með 2. gr. laga nr. 76/1997 voru skýrslur sálfræðinga og félagsráðgjafa felldar undir þágildandi lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, nr. 121/1989, og þar með teknar undan gildissviði upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Hinn 1. janúar sl. tóku gildi lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sem felldu úr gildi lög nr. 121/1989, þ. á m. umrætt sérákvæði um skýrslur sálfræðinga og félagsráðgjafa. Þær skýrslur falla því að nýju undir gildissvið upplýsingalaga, eftir því sem við getur átt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Enginn vafi leikur á því að þau lög taka til ríkissaksóknara og embættis hans, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna. Hins vegar gilda lögin ekki um "rannsókn eða saksókn í opinberu máli", eins og tekið er fram í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af hálfu ríkissaksóknara hefur því verið lýst yfir, eins og fram kemur í kaflanum um málsatvik hér að framan, að bréf þau, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, hafi hvorki verið lögð fram í dómsmáli né þeirra verið aflað í því skyni. Af því verður dregin sú ályktun að bréfin tengist ekki rannsókn á ætlaðri refsiverðri háttsemi eða saksókn vegna hennar. Þar af leiðandi ber að beita ákvæðum upplýsingalaga við úrlausn þessa máls, enda var bréfanna ekki aflað í tengslum við stjórnsýslumál, þar sem tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Málið hefur því verið réttilega borið undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Í bréfum þeim, sem kærandi hefur farið fram á að fá aðgang að, er að finna athugasemdir sálfræðinga, sem varða þroska og heilbrigðisástand hennar, og eiga rætur að rekja til sakamáls þar sem hún hafði réttarstöðu brotaþola. Þar með lítur úrskurðarnefnd svo á að hin umbeðnu gögn hafi að geyma upplýsingar um hana sjálfa í skilningi 1. mgr. 9. gr. og því falli beiðni um aðgang að þeim undir III. kafla upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga gilda ákvæði 1. mgr. ekki "um þau gögn sem talin eru í 4. gr." Í 2. tölul. 4. gr. laganna segir að réttur til aðgangs að gögnum taki ekki til "bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað". </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir orðrétt um þetta ákvæði: "Að baki undanþágu 2. tölul. býr það sjónarmið að hið opinbera, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, geti leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar, sem þannig er aflað, komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af þessum ummælum má draga þá ályktun að ákvæði 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga eigi fyrst og fremst við einkamál þar sem aðilar máls eru jafnt settir fyrir dómi. Í ákvæðinu sjálfu er það jafnframt gert að skilyrði, svo að því verði beitt, að bréf þau, sem um er að ræða, verði lögð fram í dómsmáli eða a.m.k. sé ætlunin að gera það ellegar að þau lúti að athugun á því hvort dómsmál skuli höfðað. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og fram kemur í umsögn ríkissaksóknara, óskaði hann ekki eftir athugasemdum sálfræðinganna tveggja í því skyni að þær yrðu lagðar fram í dómsmáli. Sem fyrr segir verður heldur ekki séð að þeirra hafi verið aflað við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfða, heldur einungis til upplýsingar og fróðleiks í framhaldi af tilteknum hæstaréttardómi. Með skírskotun til þessa verður umræddu ákvæði í 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga ekki beitt í þessu máli, hvorki samkvæmt orðanna hljóðan né heldur með rýmkandi lögskýringu eða lögjöfnun, enda er hér um að ræða undantekningarákvæði frá meginreglum 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 9. gr. laganna, sbr. 1. tölul. 2. mgr. þeirrar greinar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Því hefur verið haldið fram af hálfu ríkissaksóknara að synja beri kæranda um aðgang að bréfum sálfræðinganna tveggja vegna þess að í þeim séu gerðar athugasemdir við trúnaðargögn. Þessi röksemd fær ekki staðist af þeirri ástæðu að kærandi hefur þegar fengið aðgang að þeim gögnum. Ekki verður talið að hagsmunir annarra af því að halda upplýsingum í bréfunum leyndum vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá að kynna sér þær, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til þess, sem að framan greinir, er skylt að verða við beiðni kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ríkissaksóknara er skylt að veita kæranda, [A], aðgang að bréfum dr. [B] og dr. [C] til hans sem dagsett eru 25. nóvember og 10. desember 1999.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Arnfríður Einarsdóttir</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur E. Friðriksson</FONT><BR><BR> |
A-111/2001 Úrskurður frá 23. janúar 2001 | Kærð var synjun forsætisráðuneytisins um að veita aðgang að minnisblaði, sem fylgdi skipunarbréfi starfshóps, er forsætisráðherra skipaði í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar til að meta áhrif hæstaréttardóms frá 19. desember 2000 í málinu nr. 125/2000: Tryggingastofnun ríkisins gegn Öryrkjabandalagi Íslands. Gögn tekin saman fyrir ráðherrafund. Upplýsingaréttur aðila máls. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 23. janúar 2001 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-111/2001:</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 10. janúar sl., kærði […] hrl. synjun forsætisráðuneytisins um að veita honum aðgang að minnisblaði, sem fylgdi skipunarbréfi starfshóps, er forsætisráðherra skipaði í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar til að meta áhrif dóms Hæstaréttar frá 19. desember sl. í málinu nr. 125/2000: Tryggingastofnun ríkisins gegn Öryrkjabandalagi Íslands og gagnsök.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 11. janúar sl., var kæran kynnt forsætisráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 18. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrði látið í té sem trúnaðarmál afrit af umbeðnu minnisblaði innan sama frests. Umsögn forsætisráðuneytisins, dagsettri 12. janúar sl., fylgdi ljósrit minnisblaðs vinnuhóps, dagsett, 22. desember 2000, til forsætisráðherra, utanríkisráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og fjármálaráðherra. Vinnuhóp þennan skipuðu fulltrúar forsætisráðherra, heilbrigðis- og tryggingamála-ráðherra, fjármálaráðherra og embættis ríkislögmanns til að fjalla um dóm Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins og Tryggingastofnunar ríkisins. Niðurstaða hópsins var lögð fram á 109. ráðherrafundi 22. desember 2000, samanber áritun þar um.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson vék sæti við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu. Sæti hans tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins varð forsætisráðuneytið hinn 27. desember sl. við beiðni kæranda um að veita honum aðgang að skipunarbréfi starfshóps, er forsætisráðherra skipaði í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar hinn 22. desember sl. til að meta áhrif áðurnefnds hæstaréttardóms. Í skipunarbréfinu var vísað til minnisblaðs, sem því fylgdi og ríkisstjórnin hafði lagt til grundvallar framangreindri ákvörðun sinni. Beiðni kæranda um aðgang að þessu minnisblaði var hins vegar synjað með bréfi ráðuneytisins, dagsettu sama dag. Þar kom fram að um væri að ræða minnisblað, sem forsætisráðherra hefði lagt fyrir ríkisstjórnina á fundi hennar 22. desember sl. og undirbúið hefði verið fyrir þann fund af fulltrúum forsætisráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, fjármálaráðherra og embætti ríkislögmanns. Með skírskotun til þess var kæranda synjað um aðgang að minnisblaðinu með vísan til 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru sinni til úrskurðarnefndar, dagsettri 10. janúar sl., byggir kærandi á því að ákvæði 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga eigi einungis við um minnisgreinar á ráðherrafundum, sem eingöngu séu notaðar á slíkum fundum. Minnisgreinum þeim sem hér sé krafist aðgangs að hafi hins vegar verið dreift víða, þ. á m. til allra þeirra sem skipuðu nefndan starfshóp. Ætla verði að í minnisgreinunum felist bein eða óbein fyrirmæli til starfshópsins um það að hvaða niðurstöðum hann skyldi stefna í störfum sínum og af því leiði að Öryrkjabandalag Íslands og kærandi, sem lögmaður þess, hafi brýnna hagsmuna að gæta af því að fá aðgang að þeim</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn forsætisráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 12. janúar sl., er áréttað að umrætt minnisblað hafi verið samið að tilhlutan forsætisráðherra, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra af starfsmönnum þriggja hinna fyrsttöldu, auk ríkislögmanns, til að undirbúa umfjöllun og ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar um fyrstu viðbrögð við áðurnefndum hæstaréttardómi. Forsætisráðherra hafi lagt minnisblaðið fyrir ríkisstjórnina á fundi hennar 22. desember sl. sem hafi á grundvelli þess tekið ákvörðun um skipun sérstaks starfshóps til að fjalla um málið og undirbúa aðgerðir ríkisstjórnarinnar af því tilefni. Eðli máls samkvæmt hafi verið vísað til minnisblaðsins í skipunarbréfum starfshópsins og það látið fylgja þeim sem fylgiskjal. Minnisblaðið hafi hins vegar ekki verið sýnt eða sent öðrum en þeim, sem völdust til þessara trúnaðarstarfa í þágu ríkisstjórnarinnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ráðuneytið telur ljóst að þessu athuguðu, að umbeðið minnisblað teljist óumdeilanlega til þeirra gagna sem undanþegin séu aðgangi skv. 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Heimild til að undanþiggja gögn, sem það ákvæði taki til, sé ekki bundin því skilyrði, að gögnin séu eingöngu ætluð til afnota á ráðherrafundum, sbr. hins vegar 3. tölul. 4. gr. s.l. Skipti því engu þótt minnisblaðið hafi verið kynnt öðrum utan ríkisstjórnarinnar, enda óhjákvæmilegt til að fylgja ákvörðun hennar eftir. Ekki þyki ástæða til að rökstyðja synjun um aðgang að minnisblaðinu frekar með vísan til efnis þess, sbr. 3. mgr. 22. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, enda byggist mat á því, hvort ákvæði 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga eigi við um gögn, ekki á efni þeirra upplýsinga, sem þau hafi að geyma, heldur hlutverki gagnanna við málsmeðferð stjórnvalda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Samkvæmt 1. tölul. 4. gr. tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til "fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala, sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Markmið hins tilvitnaða ákvæðis í 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga er, eins og ráðið verður af athugasemdum við frumvarp það er varð að upplýsingalögum að ríkisstjórn og einstakir ráðherrar geti, með tilliti til almannahagsmuna, fjallað á fundum sínum um pólitísk mál og mótað í sameiningu stefnu í mikilvægum málum án þess að vera skylt að veita almenningi aðgang að gögnum, sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Forsætisráðuneytið hefur upplýst að minnisblað það, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, hafi verið tekið saman fyrir ríkisstjórnina og lagt fyrir fund hennar, eins og úrskurðarnefnd hefur jafnframt staðreynt að efni þess ber með sér. Samkvæmt því ber að fallast á það með forsætisráðuneytinu að heimilt sé að synja kæranda um aðgang að minnisblaðinu á grundvelli 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Að því virtu er það komið undir mati ríkisstjórnarinnar sjálfrar hverjum hún veitir að því aðgang, sbr. jafnframt 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 9. gr. upplýsingalaga sætir réttur aðila máls til aðgangs að upplýsingum um hann sjálfan skv. 1. mgr. 9. gr. s.l. sömu takmörkunum og réttur almennings að því er varðar gögn, sem 4. gr. laganna tekur til. Þegar af þeirri ástæðu ber að hafna þeirri málsástæðu kæranda að hagsmunir umbjóðanda hans komi til álita við úrlausn máls þessa.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Synjun forsætisráðuneytisins um að veita kæranda, […], aðgang að minnisblaði vinnuhóps, dagsettu 22. desember 2000, er lagt var fyrir ráðherrafund sama dag vegna dóms Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins og Tryggingastofnunar ríkisins, er staðfest.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT><BR><BR> |
A-110/2000 Úrskurður frá 21. desember 2000 | Kærð var synjun Siglingastofnunar Íslands um að veita aðgang að skoðunarskýrslu skips. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja eða annarra lögaðila. Aðgangur veittur. | <P> <DIV align=center> <P><B>ÚRSKURÐUR</B></P></DIV><BR><BR>Hinn 21. desember 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-110/2000:<BR><BR> <DIV align=center><B>Kæruefni</B><BR></DIV><BR>Með bréfi samgönguráðuneytisins, dagsettu 29. nóvember sl., var úrskurðarnefnd um upplýsingamál framsend kæra […] fréttamanns, f.h. fréttastofu […], en kæran er dagsett 17. nóvember sl. Kærð er synjun Siglinga-stofnunar Íslands, dagsett 16. nóvember sl., um að veita kæranda aðgang að nýlegri skoðunarskýrslu um skipið […].<BR><BR>Með bréfi, dagsettu 30. nóvember sl., var Siglingastofnun kynnt kæran og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 11. desember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrði látið í té sem trúnaðarmál afrit af skýrslu þeirri, sem kæran laut að, innan sama frests. Umsögn Siglingastofnunar, dagsett 8. desember sl., barst innan tilskilins frests ásamt umbeðnu skjali.<BR><BR> <DIV align=center><B>Málsatvik</B></DIV><BR>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að hinn 15. nóvember sl. fór kærandi fram á að Siglingastofnun Íslands léti honum í té afrit af skoðunarskýrslu, sem starfsmenn stofnunarinnar hefðu gert að lokinni skoðun á skipinu […] í Reykja-víkurhöfn nýlega. Siglingastofnun synjaði beiðni kæranda daginn eftir á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 með vísun til fjárhags- eða viðskiptahagsmuna útgerðar-aðila skipsins.<BR><BR>Synjun Siglingastofnunar var kærð til samgönguráðuneytisins 17. nóvember sl. Með vísun til úrskurðar úrskurðarnefndar í málinu nr. A-65/1998 framsendi samgöngu-ráðuneytið kæruna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál með bréfi, dag-settu 29. nóvember sl.<BR><BR>Í kærunni er ekki dregið í efa af hálfu kæranda að skoðunarskýrsla varði fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðar. Hins vegar telji hann ótvírætt að aðrir hagsmunir vegi þyngra í þessu máli, svo sem öryggishagsmunir sjómanna og annarra sjófarenda. Með leynd um ástand skips séu stjórnvöld ennfremur að veita brotlegri útgerð skipsins vernd sem stuðlað geti að því að útgerðin telji síður ástæðu til úrbóta.<BR><BR>Í umsögn Siglingastofnunar til úrskurðarnefndar, dagsettri 8. desember sl., er vísað til þess að ástand skipa hljóti eðli máls samkvæmt alltaf að varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðaraðila þeirra. Af þeim sökum telji stofnunin óheimilt að veita aðgang að skýrslum um skoðun þeirra á grundvelli 5. gr. upplýsinglaga. Stofnunin hafi þó veitt tilteknum hagsmunaaðilum aðgang að slíkum skýrslum, þ.e. rannsóknarnefnd sjóslysa, útgerðaraðilum og sjómönnum eða stéttarfélögum þeirra. Þá bendir stofnunin á að nokkur flokkunarfélög hafi heimild til þess að skoða skip auk Siglingastofnunar. Ekki verði séð að upplýsingalög gildi um þessi flokkunarfélög, en ólíklegt verði að telja að þau séu reiðubúin að gera skoðunarskýrslur sínar opinberar. <BR><BR>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<BR><BR> <DIV align=center><B>Niðurstaða</B></DIV><BR>Í máli þessu er deilt um það hvort Siglingastofnun Íslands beri að veita kæranda aðgang að skýrslu um skoðun á tilteknu skipi sem framkvæmd var af starfsmönnum stofnunar-innar á grundvelli 2. mgr. 10. gr. laga nr. 35/1993 um eftirlit með skipum. Enginn ágreiningur er um það að Siglingastofnun fellur undir upplýsingalög skv. 1. mgr. 1. gr. laganna. Skiptir í því sambandi ekki máli hvort aðrir aðilar framkvæma einstaka þætti skipa-skoðunar, svo sem heimilað er í 2. mgr. 10. gr. og 4. mgr. 11. gr. laga nr. 35/1993.<BR><BR>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Siglingastofnun hefur rökstutt synjun sína um að veita kæranda aðgang að umræddri skýrslu með því að vísa til 5. gr. laganna.<BR><BR>Sú grein hljóðar svo: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikil-væga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Ákvæði þetta felur í sér undantekningu frá meginreglu upplýsingalaga og ber því að skýra það þröngt. Í athugasemdum við síðari málslið þessarar greinar sagði m.a. svo í frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."<BR><BR>Við mat á því, hvort gögn hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjár-hags- eða viðskipta-hags-muni lögaðila, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsinga-laga, kemur m.a. til skoðunar hvort hagsmunir lögaðilans af því, að upp-lýsingunum skuli haldið leyndum, vegi þyngra á metum en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þeim, sbr. 1. mgr. 3. gr. laganna. Var þetta sjónarmið lagt til grundvallar í dómi Hæstaréttar sem upp var kveðinn 23. mars 2000 í máli nr. 455/1999.<BR><BR>Einstök ákvæði laga nr. 35/1993, svo sem 2. tölul. 12. gr. og 19. gr., gefa til kynna þann vilja lög-gjafans að öryggissjónarmið skuli vega þungt við framkvæmd laga um skoðun skipa. Þá er hvorki í þeim lögum né í lögum nr. 6/1996 um Siglingastofnun Íslands að finna ákvæði, þar sem mælt er sérstaklega fyrir um þagnarskyldu starfs-manna stofnunar-innar að því er varðar efni skýrslna um skoðun skipa. <BR><BR>Upplýsingar, sem fram koma í slíkum skýrslum um ástand skips og önnur atriði, kunna að varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni útgerðar. Á móti kemur að mikil-vægt er fyrir almenning að geta fylgst með því að öryggi skipa sé tryggt. Þegar þessir mismunandi hagsmunir eru virtir er það niðurstaða úrskurðar-nefndar, með vísun til þess sem að framan greinir, að hagsmunir almennings af því að fá aðgang að skýrslum um skoðun skipa skuli almennt vega þyngra en hagsmunir útgerðar af því að upplýsingum, sem þar koma fram, sé haldið leyndum.<BR><BR>Nefndin hefur kynnt sér efni þeirrar skýrslu sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Að áliti hennar er þar ekki að finna neinar þær upplýsingar um fjárhags- eða viðskipta-hagsmuni útgerðar skipsins sem réttlæti samkvæmt framansögðu að synja kæranda um aðgang að skýrslunni. Ber Siglingastofnun þar af leiðandi að verða við beiðni hans. <BR><BR> <DIV align=center><B>Úrskurðarorð:</B></DIV><BR>Siglingastofnun Íslands ber að veita kæranda, […], f.h. fréttastofu […], aðgang að skýrslu um skoðun á skipinu […] sem fram fór dagana 18., 23. og 24. október 2000.<BR><BR><BR><BR>Eiríkur Tómasson, formaður<BR>Elín Hirst <BR>Valtýr Sigurðsson<BR><BR><BR> <P></P> |
A-109/2000 Úrskurður frá 21. desember 2000 | Kærð var meðferð Húsaskóla og Öldutúnsskóla á beiðnum um aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um kæranda. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Frávísun. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 21. desember 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-109/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 21. október sl., kærði [A], til heimilis að […], meðferð Húsaskóla og Öldutúnsskóla á beiðnum hans, dagsettum 18. apríl og 20. september sl., um aðgang að öllum upplýsingum, sem fyrir liggja um hann, hjá skólunum tveimur. Sérstaklega fór hann þess á leit að Öldutúnsskóli veitti sér aðgang að umsögn/meðmælabréfi til félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og að umsögn [B], skólasálfræðings Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, og [C], umsjónarkennara, um stuðningskennslu kæranda við nafngreindan nemanda sinn. Önnur gögn voru ekki tilgreind sérstaklega.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 27. nóvember sl., var kæran kynnt skólastjórum Húsaskóla og Öldutúnsskóla og beint til þeirra að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 7. desember sl. Var þess óskað að ákvörðun þeirra yrði birt kæranda og úrskurðarnefnd eigi síðar en kl. 16.00 þann dag. Ef þeir teldu ástæðu til að synja kæranda um aðgang að einhverjum gögnum, er beiðni hans laut að, var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té afrit þeirra sem trúnaðarmál innan sama frests. Í því tilviki var skólastjórunum auk þess gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðunum sínum innan sömu tímamarka. Umsögn skólastjóra Öldutúnsskóla, dagsett 4. desember sl., barst innan tilskilins frests ásamt umbeðinni skýrslu sálfræðings um nafngreindan nemanda við skólann. Umsögn skólastjóra Húsaskóla, dagsett 7. desember sl., barst hinn 11. desember sl., ásamt afriti af erindi hans til kæranda, dagsettu 2. nóvember sl.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með samhljóða bréfum til skólastjóra Húsaskóla og Öldutúnsskóla, dagsettum 18. apríl sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að öllum upplýsingum, sem fyrir liggja um hann, hjá skólunum. Með samhljóða bréfum til skólastjóranna, dagsettum 20. september sl., ítrekaði hann fyrri beiðni sína. Um ástæður beiðni hans kom þar fram að kærandi taldi sig hafa heyrt um "meintan orðróm og ærumeiðingar um sig á báðum skólunum á mjög líku tímabili, u.þ.b. fjórum vikum eftir að hafa farið með sitthvorn bekkinn, þar sem [kærandi] var í stuðningskennslu, annars vegar í Hafnarfjarðarkirkju í desember 1998, og hins vegar í Grafarvogskirkju í desember 1999". Telur kærandi að ástæða sé til að ætla að "einhverjir kennarar/starfsfólk við báða skóla hafi a.m.k. einhverja vitneskju um málið".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar hefur kærandi sérstaklega óskað eftir aðgangi að umsögn [B] skólasálfræðings Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar og [C] umsjónarkennara um stuðningskennslu kæranda við nafngreindan nemanda hans og að umsögn eða meðmælabréfi skólastjóra Öldutúnsskóla til félagsvísinda-deildar Háskóla Íslands um umsókn kæranda um nám í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda vorið 1999. Önnur gögn eru ekki tilgreind sér-staklega frekar en í framangreindum beiðnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með umsögn skólastjóra Húsaskóla til úrskurðarnefndar, dagsettri 7. desember sl., fylgdi afrit af erindi hans til kæranda, dagsettu 2. desember sl., þar sem fram kemur að því fylgi svör við fyrirspurnum hans. Í umsögn til nefndarinnar er jafnframt áréttað að ekki liggi fyrir neinar frekari upplýsingar um kæranda en ráðningarsamningur, vinnuskýrsla, skýrsla um afleysingarkennslu og veikindaforföll ásamt læknisvottorðum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn skólastjóra Öldutúnsskóla til úrskurðarnefndar, dagsettri 4. desember sl., er vísað til þess að í skólanum liggi ekki fyrir aðrar upplýsingar um kæranda, en þær sem nefndar hafi verið í erindi hans til kæranda, dagsettu 2. maí sl., þ.e. starfssamningur, gögn vegna menntunar og meðmæli, sem almennt hafi tengst ráðningu hans og kærandi sjálfur látið í té. Að því er varðar meðmæli til félagsvísindadeildar Háskóla Íslands er jafnframt upplýst að eyðublað, er til þess hafi verið ætlað, hafi verið lagt til hliðar og ekki sent deildinni, enda hafi kærandi ekki gengið frekar eftir því. Hins vegar liggi fyrir umbeðin skýrsla sálfræðings um nafngreindan nemanda sem kærandi veitti tímabundinn stuðning. Skýrslan fjalli þó eingöngu um nemandann en ekki kæranda. Því telji skólastjórinn sér ekki vera heimilt að afhenda hana öðrum án samþykkis hlutaðeigandi, þ. á m. foreldra barnsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og mál þetta liggur fyrir, hefur kæranda ekki verið synjað um aðgang að öðrum fyrirliggjandi gögnum en skýrslu skólasálfræðings um nafngreindan nemanda sem kæranda var falið að veita tímabundinn stuðning í Öldutúnsskóla.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónu-upplýsinga, sbr. 2. gr. laga nr. 76/1997, falla skýrslur sálfræðinga undir gildissvið þeirra laga, hvort sem þær teljast skrár í skilningi 2. mgr. sömu greinar eða ekki. Samkvæmt fyrri málslið 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 gilda þau ekki um aðgang að upplýsingum sem lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga taka til. Þar með verður synjun um aðgang að framangreindri skýrslu ekki borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því að vísa máli þessu frá nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru [A] á hendur Húsaskóla og Öldutúnsskóla er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR><BR> |
A-108/2000 Úrskurður frá 30. nóvember 2000 | Kærð var meðferð byggingarfulltrúa Dalabyggðar og Reykhólahrepps á ítrekaðri beiðni um aðgang að upplýsingum um tiltekin hús í Flatey á Breiðafirði. Málshraði. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Ekki skylt að veita aðgang. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 30. nóvember 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-108/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 31. október sl., kærði […], til heimilis að […], meðferð byggingarfulltrúa Dalabyggðar og Reykhólahrepps á beiðni hans, dagsettri 31. ágúst sl., um aðgang að upplýsingum um tiltekin hús í Flatey á Breiðafirði, svo og á ítrekun hennar, dagsettri 13. október sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 3. nóvember sl., var kæran kynnt byggingarfulltrúanum og athygli hans vakin á 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um málshraða. Var því beint til hans að afgreiða beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið og birta ákvörðun sína kæranda og nefndinni fyrir kl. 16.00 hinn 16. nóvember sl. Yrði kæranda synjað um aðgang að þeim gögnum, sem kæra hans laut að, var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin afrit þeirra í té sem trúnaðarmál innan sama frests. Í því tilviki var honum auk þess gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 3. nóvember sl., kom kærandi á framfæri við úrskurðarnefnd svari sveitarstjóra Reykhólahrepps, dagsettu 25. október sl., við erindum hans frá 31. ágúst og 13. október sl. Með bréfi úrskurðarnefndar til sveitarstjóra Reykhólahrepps, dagsettu 7. nóvember sl., var honum jafnframt gefinn kostur á að lýsa viðhorfi sínu til athugasemda í þessu erindi kæranda. Umsögn sveitarstjóra Reykhólahrepps, dagsett 9. nóvember sl., í tilefni af fyrra bréfi úrskurðarnefndar barst nefndinni hinn 14. nóvember sl. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að með bréfi til byggingarfulltrúa Dalabyggðar, sem jafnframt er starfsmaður Reykhólahrepps, dagsettu 31. ágúst sl., fór kærandi fram á að fá ýmsar upplýsingar um nánar tilgreind hús í Flatey á Breiðafirði. Fyrir-spurn kæranda var svohljóðandi:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">"A) Varðar húsið Sjávarslóð sem reist var austan við Læknishús.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Hver fékk þessari lóð úthlutaðri og hvenær (dags.mán.ár)?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Hver úthlutaði lóðinni? Hver á landið sem húsið stendur á?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Er lóðin útmæld? Hvernig? Hvað er lóðin stór í fermetrum?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Hver vann deiliskipulag lóðarinnar? Hvenær (dags.mán.ár) var deiliskipulagið samþykkt í bygginganefnd?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. Hvenær (dags.mán.ár) var teikning hússins samþykkt í bygginganefnd?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">6. Hvenær (dags.mán.ár) var húsið sett á lóðina? Hvenær tekið út af byggingafulltrúa?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">7. Eru á landinu og/eða húsinu einhverjar kvaðir? Hverjar?</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">B) Varðar hús sem sett hafa verið á land suður af Læknishúsi.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Hver á þessi hús? Hver á landið sem þau standa á?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Hver gaf leyfi fyrir þessum húsum þarna? Hvenær (dags.mán.ár)?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Til hvaða nota eru þessi hús? Eru þetta orlofshús til útleigu?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Hvenær (dags.mán.ár) samþykkti bygginganefnd leyfi fyrir þessum húsum?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. Hvenær voru húsin tekin út af byggingarfulltrúa?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">6. Eru á landinu og/eða húsunum einhverjar kvaðir? Hverjar?</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">C) Varðar húsið Byggðarenda.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Hvenær (dags.mán.ár) voru lagðar inn til bygginganefndar teikningar af þeim umfangsmiklu breytingum sem farið hafa fram á húsinu undanfarin ár og standa enn yfir?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Hvenær samþykkti (dags.mán.ár) bygginganefnd þessar breytingar?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Eru þær breytingar sem gerðar hafa verið í samræmi við samþykktir bygginganefndar?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Eru í samþykkt bygginganefndar ákvæði um hvenær framkvæmdunum skuli lokið? Ef svo er þá hvenær?</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">D) Varðar húsið Sólbakka.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Liggja fyrir teikningar samþykktar af bygginganefnd um breytingar á húsinu?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Hvenær (dags.mán.ár) samþykkti bygginganefnd leyfi til breytinga skv. þeim teikningum.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Ef ekki liggja fyrir samþ. teikningar – Hvenær (dags.mán.ár) samþykkti bygginganefnd breytingarnar? Hvernig var að þeirri ákvörðun staðið? Hvað lá til grundvallar samþykkt bygginganefndar?</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Eru þær breytingar sem þegar hafa verið gerðar á húsinu í samræmi við samþykktir bygginganefndar?"</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi til byggingarfulltrúa Dalabyggðar, dagsettu 13. október sl., ítrekaði kærandi fyrirspurn sína og fór fram á að fá ljósrit af eftirtöldum gögnum sem fyrirspurnin beindist að: 1) Teikningum staðfestum af byggingarnefnd svo og óstaðfestum, ef um það væri að ræða, 2) úr gerðabókum byggingarnefndar, 3) af öllum bréfum umsækj-enda og byggingarnefndar og 4) öðrum gögnum. Spurningum, sem ekki væri hægt að svara með því að afhenda ljósrit af málsgögnum, fór kærandi fram á að svarað væri skrif-lega.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sveitarstjóri Reykhólahrepps svaraði erindi kæranda með bréfi, dagsettu 25. október sl. Þar kom fram að dregist hefði að svara erindi hans sökum veikindaleyfis og síðar uppsagnar byggingarfulltrúa hreppsins. Síðan sagði: "Þar sem það er mjög tímafrek vinna ef svara ætti bréfi þínu og finna allar þær upplýsingar í fundargerðabókum og skjölum, sem beðið er um, sé ég mér ekki fært að leggja fram þá vinnu að svo stöddu. Auk þess mun eitthvað af þeim skjölum vera komið í geymslu annars staðar. Fjárhagsstaða Reykhólahrepps er með þeim hætti að skrifstofan er undirmönnuð og tæplega hægt að komast yfir öll þau verkefni sem vinna verður hér. – Hins vegar er þér að sjálfsögðu velkomið að fá aðgang á opnunartíma skrifstofunnar, að þeim gögnum sem finna má hér á skrifstofunni, með því fororði að það trufli ekki vinnu starfsmanna hér við önnur verkefni." Af bréfi kæranda til úrskurðarnefndar, dagsettu 3. nóvember sl., má ráða að hann telji þessa afgreiðslu af hálfu hreppsskrifstofunnar ekki full-nægjandi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn sveitarstjóra Reykhólahrepps til úrskurðarnefndar, dagsettri 9. nóvember sl., var ítrekað að kæranda væri velkomið að fá aðgang að öllum þeim gögnum sem væri að finna á hreppsskrifstofunni og tengdust spurningum hans. Vegna veikinda og upp-sagnar byggingarfulltrúa og þess að á skrifstofunni væru ekki starfskraftar til að sinna svo viðamiklu verkefni, sem í beiðni hans fælist, væri hins vegar ekki unnt að verða við beiðninni með öðrum hætti, nema það tækist að fá til þess fólk og að greitt yrði fyrir vinnu þess.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Upplýst hefur verið að gögn, sem varða fasteignir og mannvirki í Flatey og voru í vörslum Flateyjarhrepps meðan hann var sjálfstætt sveitarfélag, eru nú í vörslum Þjóð-skjalasafns. Hreppurinn var sameinaður Reykhólahreppi, ásamt öðrum hreppum í Austur-Barðastrandarsýslu, á árinu 1987. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og fram kemur í lýsingu málsatvika hér að framan, eru gögn, sem hafa að geyma upplýsingar um fasteignir og mannvirki í Flatey og afskipti sveitarfélaga af þeim, ýmist í vörslum Þjóðskjalasafns eða Reykhólahrepps. Þótt beiðni kæranda hafi upphaflega verið beint til byggingarfulltrúa Dalabyggðar verður að líta svo á, með vísun til málsatvika, að hún beinist að Reykhólahreppi. Jafnframt verður að skýra beiðnina svo að hún taki aðeins til gagna, sem eru í vörslum hreppsins, sbr. 3. mgr. 10. gr. upp-lýsinga-laga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4. - 6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að safna þeim saman eða útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upp-lýsingum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða." Í máli því, sem hér er til úrlausnar, hefur kærandi farið fram á aðgang að gögnum, sem varða tiltekin hús í Flatey, án þess að tilgreina nákvæmlega hvaða gögn það eru, sbr. ítrekun á beiðni hans frá 13. október sl. Þá beinist beiðnin ekki að gögnum úr einu stjórnsýslumáli, eins og gert er ráð fyrir í síðari málslið 1. mgr. 10. gr., heldur að gögnum úr mörgum stjórnsýslumálum, því að líta verður svo á að upplýsingar í vörslum sveitarfélags um eina fasteign eða eitt hús séu að lágmarki upplýsingar um eitt tiltekið mál í skilningi þessa ákvæðis. Þess konar upplýsingar geta reyndar talist upplýsingar um fleiri mál, t.d. ef sveitarfélag hefur haft afskipti af eign í fleiri en eitt skipti. Tekið skal fram, til upplýsingar fyrir málsaðila, að úrskurðarnefnd hefur skýrt 1. mgr. 10. gr. svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt framansögðu er beiðni kæranda um aðgang að gögnum ekki þannig úr garði gerð sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu er Reykhólahreppi ekki skylt að verða við beiðninni. Með þessum úrskurði er hins vegar ekki tekin afstaða til þess hvort hreppnum sé skylt að láta kæranda í té ljósrit af gögnum á grundvelli 12. gr. upplýsinga-laga.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Reykhólahreppi er ekki skylt að veita kæranda, […], aðgang að gögnum um tiltekin hús í Flatey á Breiðafirði, eins og beiðni hans er úr garði gerð.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR><BR> |
A-106/2000 Úrskurður frá 10. nóvember 2000 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um aðgang að gögnum varðandi andlát unnusta kæranda. Upplýsingaréttur aðila máls. Fordæmi hæstaréttar. Lögskýring. Meginregla upplýsingalaga. Einkamálefni einstaklinga. Vinnuskjal. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 10. nóvember 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-106/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 11. október sl., kærði [A] hrl., f.h. [B] synjun utanríkisráðuneytisins, dagsetta 13. september sl., um að veita umbjóðanda hans aðgang að tilteknum gögnum sem varða andlát [C].</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 12. október sl., var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 20. október sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, sem kæran laut að, innan sama frests. Að beiðni ráðuneytisins var fallist á að framlengja frest þennan til 28. október sl. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 30. október sl., barst þann sama dag ásamt eftirtöldum málsgögnum:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Símbréfi ráðuneytisins til ræðismanns Íslands á Benidorm, dagsettu 16. janúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Símbréfi ráðuneytisins til [D], dagsettu 18. janúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Símbréfi ráðuneytisins til sr. [E], dagsettu 19. janúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Tölvubréfi ráðuneytisins til sendiráðsins í London, dagsettu 19. janúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. Bréfi ræðismannsins á Benidorm til ráðuneytisins, dagsettu 19. janúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">6. Tölvubréfi sendiráðsins í London til ráðuneytisins, dagsettu 20. janúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">7. Tölvubréfi [F] til ráðuneytisins, dagsettu 9. febrúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">8. Tölvubréfi [F] til ráðuneytisins, dagsettu 14. febrúar 2000. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">9. Minnisblaði ráðuneytisins um símtal við ræðismanninn á Benidorm, dagsettu 16. febrúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">10. Fylgibréfi ræðismannsins á Benidorm til ráðuneytisins, dagsettu 17. febrúar 2000, með dánarvottorði, skýrslu réttarlæknis og lögreglu. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">11. Minnisblaði ráðuneytisins um símtal við ræðismanninn á Benidorm, dagsettu 21. febrúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">12. Bréfi ræðismanns Spánar í Reykjavík til [G] og [H], dagsettu 24. febrúar 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">13. Bréfi ræðismanns Spánar í Reykjavík til [G] og [H], dagsettu 5. apríl 2000.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Mál þetta á rætur að rekja til þess að [C] lést af slysförum á Spáni hinn 15. janúar sl. Í bréfi til utanríkisráðuneytisins, dagsettu 21. júní sl., lýsir umboðs-maður kæranda hagsmunum hennar af því að kanna bótagrundvöll vegna fráfalls [C] sem verið hafi sambýlismaður hennar. Frá vori 1998 hafi kærandi og [C] heitinn búið saman hjá foreldrum hans og frá hausti það sama ár hafi þau dvalið til skiptis hjá foreldrum hvors annars. Hafi þau fest kaup á íbúð í aprílmánuði 1999 og flutt þangað, jafnframt því að staðfesta samband sitt með hringtrúlofun. Hafi þau bæði unnið og laun þeirra runnið inn á sameiginlegan sparisjóðsreikning. Þau hafi þó ekki látið skrá sambúð sína né átt lögheimili á sama stað. Í bréfinu er tekið fram að vegna þessa kunni kærandi að eiga rétt til skaðabóta vegna fráfalls [C] og hugsanlega rétt til greiðslu á grund-velli samningsbundinna trygginga. Er sérstaklega vísað til 13. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 þar sem m.a. er kveðið á um bætur til handa sambúðarmaka fyrir missi framfæranda. Því er farið fram á að kærandi fái aðgang að öllum gögnum í vörslum ráðuneytisins um slys það sem varð [C] að aldurtila.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Utanríkisráðuneytið afgreiddi beiðni kæranda á grundvelli II. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 og lét umboðsmanni hennar í té hluta af þeim gögnum, sem málið varða, ásamt lista yfir gögn málsins, sbr. bréf ráðuneytisins, dagsett 13. september og 9. október sl. Með vísun til 3. tölul. 4. gr. og 5. gr. upplýsingalaga synjaði ráðuneytið um aðgang að þeim gögnum málsins, sem auðkennd eru nr. 1-6, 9 og 11-13 hér að framan, svo og um hluta þeirra gagna sem auðkennd eru nr. 7, 8 og 10. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 11. október sl., hefur umboðsmaður kæranda áréttað þau sjónarmið sem fram komu í beiðni hennar um aðgang að gögnum. Telur kærandi að hún eigi sérstaklega rétt á að fá aðgang að gögnum, auðkenndum nr. 1–6.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Umsögn utanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 30. október sl., fylgdi afrit af bréfi [I] hrl., dagsettu 16. ágúst sl., þar sem látin er í té umsögn um beiðni kæranda, f.h. foreldra hins látna. Þar kemur fram að þeir hafi fengið bú hans framselt til einkaskipta og leggist eindregið gegn því að nokkur gögn, sem varða fráfall hans, verði afhent öðrum en réttum fyrirsvarsmönnum dánar-búsins.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn utanríkisráðuneytisins er ennfremur gerð ítarleg grein fyrir meðferð á beiðni kæranda í ráðuneytinu og þeim sjónarmiðum sem búa að baki hinni kærðu ákvörðun. Þar kemur m.a. fram að gögn, auðkennd nr. 9 og 11, hafi verið undan-þegin aðgangi sem vinnuskjöl ráðuneytisins, sbr. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, en upplýsingar í öðrum gögnum varði einkamálefni einstaklinga með þeim hætti að verndar njóti samkvæmt fyrri málslið 5. gr. laganna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í III. kafla upplýsingalaga er kveðið á um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Hefur úrskurðarnefnd skýrt 9. gr. laganna svo rúmt að hún taki til þess þegar einstaklingur hefur lögvarða hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að umbeðnum gögnum, sbr. niðurstöðu Hæstaréttar í dómi sem upp var kveðinn 19. október sl. í máli nr. 330/2000.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í hæstaréttardóminum segir jafnframt að gera verði skýran greinarmun á upplýsingarétti almennings skv. II. kafla upplýsingalaga og upplýsingarétti aðila skv. III. kafla þeirra. Hinn ríki réttur aðila til aðgangs að gögnum er undantekning frá hinni almennu reglu laganna. Því verður að vera hafið yfir allan vafa að sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, teljist aðili í skilningi 9. gr. laganna svo að leyst verði úr beiðni hans á grund-velli þeirrar greinar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi heldur því fram að hún hafi lögvarða hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að gögnum um slys það, sem varð [C] heitnum að aldurtila, þar sem hann hafi verið sambýlismaður hennar og hún kunni að eiga rétt á bótum vegna fráfalls hans. Í bréfi umboðsmanns kæranda til utan-ríkis-ráðuneytisins kemur fram að þau [C] hafi búið saman um all nokkurt skeið áður en hann lést. Sambúð þeirra var þó ekki skrásett, enda áttu þau lögheimili hvort á sínum stað. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í íslenskum lögum er að finna a.m.k. tvö ákvæði, þar sem mælt er fyrir um rétt til bóta eftir sam-býlis--maka, þ.e. 13. gr. skaðabótalaga og 44. gr. laga nr.117/1993 um almanna-tryggingar. Í fyrra ákvæðinu er m.a. kveðið á um bætur til sambúðarmaka fyrir missi framfæranda. Í 1. og 3. mgr. 44. gr. laga nr. 117/1993 segir hins vegar orðrétt: "Sama rétt til bóta og hjón hafa samkvæmt lögum þessum einnig karl og kona sem eru í óvígðri sambúð er skráð hefur verið í þjóðskrá lengur en eitt ár. Sama rétt hafa karl og kona sem átt hafa saman barn eða konan er þunguð af hans völdum, enda sé óvígð sambúð þeirra skráð í þjóðskrá. Sama gildir um bótarétt þess sem eftir lifir. - Sameiginlegt lögheimili eða sambúð eftir öðrum ótvíræðum gögnum lengur en eitt ár skal lagt að jöfnu við skráningu sambúðar í þjóðskrá."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til þess, sem að framan segir, verður ekki talið að kærandi hafi sýnt fram á að hún eigi rétt til bóta eftir [C] heitinn á grundvelli þessara lagaákvæða. Hefur hún heldur ekki gert sennilegt að hún eigi rétt til vátryggingarbóta vegna fráfalls hans. Þar af leiðandi ber að leysa úr beiðni hennar um aðgang að hinum umbeðnu gögnum á grundvelli II. kafla upplýsingalaga. </FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra skjala sem um er deilt í máli þessu. Er það niðurstaða hennar að skjöl þau, sem auðkennd eru nr. 1-8, 10, 12 og 13, hafi öll að geyma einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsinga-laga. Minnisblöð þau, sem auðkennd eru nr. 9 og 11, falla undir 3. tölul. 4. gr. laganna. Hafa þau ekki að geyma upplýsingar um staðreyndir, sem ekki verður aflað annars staðar frá, þannig að skylt sé að veita aðgang að þeim samkvæmt umræddu ákvæði. Ber því að staðfesta hina kærðu ákvörðun. </FONT><DIV ALIGN=center><BR><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kæranda, [B], um frekari aðgang að gögnum sem varða andlát [C].</FONT><BR><DIV ALIGN=center></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR><BR> |
A-107/2000 Úrskurður frá 7. nóvember 2000 | Kærð var synjun Sjúkrahúss Reykjavíkur um að veita aðgang að upplýsingum um hverjum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskrám kæranda. Gildissvið gagnvart tölvulögum og lögum um réttindi sjúklinga. Kæruheimild. Frávísun. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 7. nóvember 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-107/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 17. október sl., kærði […], til heimilis að […], synjun Sjúkrahúss Reykjavíkur, dagsetta 22. október 1998, um að veita honum upplýsingar um hverjum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskrám hans.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og mál þetta er vaxið, taldi úrskurðarnefnd ekki ástæðu til að nýta sér heimild í 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og leita eftir umsögn hlutaðeigandi stjórnvalds um málið.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd um upplýsingamál starfar á grundvelli V. kafla upplýsingalaga. Sam-kvæmt 1. mgr. 14. gr. þeirra laga er heimild til þess að kæra ákvörðun stjórnvalds til nefndarinnar bundin því skilyrði að um sé að ræða synjun um að veita aðgang að gögnum eða veita ljósrit eða afrit af gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Af því leiðir að nefndin er ekki bær til að fjalla um aðgang að gögnum samkvæmt öðrum lögum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 3. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 227/1991 um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál, sbr. og 4. mgr. 15. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga, mynda færslur um það, hverjum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskrá, hluta af þeim upplýsingum sem færðar eru í hana. Að teknu tilliti til þess, sem að framan greinir, getur úrskurðarnefnd því aðeins leyst úr kærumáli þessu að í upplýsingalögum sé kveðið á um aðgang að sjúkraskrám. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum, sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í 1. mgr. 10. gr. þeirra segir að sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, skuli tilgreina þau gögn eða það mál sem hann óskar að kynna sér. Þessi afmörkun hefur það í för með sér að lögin veita ekki rétt til aðgangs að skrám, sem stjórnvöld halda, ef frá eru taldar dagbókarfærslur um gögn máls og listar yfir slík gögn, sbr. 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. þeirra. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga segir m.a. að lögin taki til hvers konar kerfisbundinnar skráningar á persónuupplýsingum. "Með kerfisbundinni skráningu upplýsinga er átt við söfnun og skráningu ákveðinna og afmarkaðra upplýsinga í skipulagsbundna heild", eins og orðrétt segir í 2. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt 10. gr. sömu laga og 4. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. lög nr. 76/1997, fer um aðgang sjúklings að sjúkraskrá eftir ákvæðum laga um réttindi sjúklinga, sbr. 14. og 15. gr. laga nr. 74/1997.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til þess, sem að framan greinir, er kveðið á um aðgang að sjúkraskrám í lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga og lögum um réttindi sjúklinga. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr., 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga gilda þau lög því ekki um aðgang að þeim skrám. Þar með brestur úrskurðarnefnd vald til þess að leysa úr kærumáli þessu og ber af þeim sökum að vísa því frá nefndinni. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru […] er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR><BR> |
A-105/2000 Úrskurður frá 2. nóvember 2000 | Kærðar voru synjanir samgönguráðuneytisins og Flugmálastjórnar um aðgang að skjölum og öðrum gögnum um vöruflutningavél sem kom hingað til lands. Öll gögn er málið varða. Skráning mála. Skráning upplýsinga um málsatvik. Valdbærni. Þagnarskylda. Synjun staðfest. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 2. nóvember 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-105/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 2. október sl., kærði […] fréttamaður ákvarðanir sam-göngu-ráðuneytisins og Flugmálastjórnar um að synja honum um aðgang að skjölum og öðrum gögnum um vöruflutningavél […] sem kom hingað til lands á vegum […] hf. í ágústmánuði sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 3. október sl., var kæran kynnt samgönguráðuneytinu og Flug-mála-stjórn og þeim veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðunum sínum til kl. 16.00 hinn 12. október sl. Jafnframt var þess óskað að Flugmálastjórn léti úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum, er kæran laut að, innan sömu tímamarka. Umsögn samgönguráðuneytisins, dagsett 9. október sl., barst innan tilskilins frests ásamt eftirtöldum gögnum:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Bréfi Flugmálastjórnar til samgönguráðuneytisins, dagsettu 2. október sl.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Skjali með yfirskriftinni "Minnispunktar - Samgönguráðuneytið", dagsettu 26. september sl.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Skeyti frá Flugmálastjórn, dagsettu 23. ágúst sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Umsögn Flugmálastjórnar, dagsett 10. október sl., barst úrskurðarnefnd fyrst 13. október sl. Í umsögninni kom fram að Flugmálastjórn taldi beiðni kæranda ekki hafa tekið til afgreiðslu stofnunarinnar á komu vélarinnar, heldur eingöngu til úttektar eftirlitsmanna hennar á vélinni. Af þessu tilefni leitaði úrskurðarnefnd eftir viðhorfi kæranda til þessarar afmörkunar á beiðni hans með bréfi, dagsettu 20. október sl. Í svari kæranda til nefndarinnar, dagsettu sama dag, áréttaði hann að beiðni hans hefði tekið til "allra skjala og gagna málið varðandi". </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til þessa beindi úrskurðarnefnd því til Flugmálastjórnar að stofnunin tæki afstöðu til þess hluta af beiðni kæranda, sem hún hefði ekki þegar tekið afstöðu til, svo fljótt sem verða mætti og eigi síðar en hinn 27. október sl. Í svari Flugmálastjórnar til úrskurðarnefndar, dagsettu 24. október sl., kemur fram að stofnunin telji rétt að verða við beiðni kæranda um aðgang að gögnum er varði afgreiðslu hennar og samgönguráðuneytisins á komu vélarinnar eins og mögulegt sé. Með símbréfi, dagsettu 27. október sl., barst nefndinni síðan afrit af símbréfi Flugmálastjórnar til kæranda, dagsettu sama dag, sem gerð er grein fyrir í kaflanum um málsatvik hér á eftir. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd gaf samgönguráðuneytinu jafnframt kost á að tjá sig um fyrrgreint svar kæranda til nefndarinnar, dagsett 20. október sl. Svar ráðu-neytisins er dagsett 26. október sl. og barst nefndinni degi síðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í áðurgreindri umsögn Flugmálastjórnar til úrskurðarnefndar frá 10. október sl. er tekið fram að lokaskýrsla stofnunarinnar um úttekt á umræddri vöruflutningavél liggi enn ekki fyrir. Skýrslan barst nefndinni síðan með svari Flugmálastjórnar 24. október sl.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þessi: Með samhljóða bréfum til samgönguráðuneytisins og loftferðaeftirlits Flugmálastjórnar, sem bæði eru ódagsett, fór kærandi fram á að fá aðgang og afrit af öllum skjölum og gögnum í þeirra vörslum, sem vörðuðu vöruflutningavél […], er kom hingað til lands í lok ágústmánaðar sl., einkum þeim skjölum og gögnum sem hefðu að geyma niður-stöður skoðunar loftferðaeftirlitsins á vélinni. Jafnframt var þess óskað að samgöngu-ráðu-neytið léti í té gögn um leyfi ráðuneytisins til að nota flugvélina til fraktflugs hér á landi.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Flugmálastjórn synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 7. september sl., með vísun til 138. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir. Samgönguráðuneytið tilkynnti kæranda jafnframt með bréfi, dagsettu sama dag, að engin skjöl eða gögn um téða flugvél væru í vörslum ráðuneytisins. Með símbréfi til kæranda, dagsettu 27. október sl., sendi Flugmálastjórn honum afrit af skeyti úr "SITA-kerfinu", dagsett 23. ágúst sl., sem hefur að geyma upplýsingar um afgreiðslu á komu vélarinnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Flugmálastjórnar til úrskurðarnefndar, dagsettri 10. október sl., kemur m.a. fram að stofnunin sé aðili að Evrópusambandi flugmálastjórna (ECAC) og Evrópu-samtökum flugmálastjórna (JAA). Sem aðili að að ECAC taki Flugmálastjórn virkan þátt í ýmsum samstarfsverkefnum með öðrum aðildarríkjum, svo sem SAFA-verkefninu. (SAFA er skammstöfun á enska heitinu Safety Assessment of Foreign Aircraft.) Evrópusamtök flugmálastjórna þjóni samhæfingarhlutverki í SAFA-verk-efninu að því er lýtur að þjálfun starfsmanna vegna eftirlits og úttekta á loftförum. Bendir stofnunin á að ákvæði 138. gr. laga nr. 60/1998 hafi sérstaklega verið sett vegna þátttöku Flugmálastjórnar í SAFA-verkefninu. Í athugasemdum við frumvarp það, sem varð að lögum nr. 60/1998, segi m.a.: "Ákvæði um skyldu til upplýsingagjafar til Flugmálastjórnar og um meðferð slíkra upplýsinga … er hér breytt nokkuð m.a. með tilliti til samstarfsverkefnis flugmálastjórna í Evrópu um eftirlit með öryggismálum erlendra flugrekenda. Flugmálayfirvöld í Evrópuríkjum þeim sem aðild eiga að samstarfinu framkvæma skoðanir á erlendum loftförum sem í þeim eiga viðdvöl og skila skýrslum um skoðanirnar til sameiginlegrar skrifstofu í Hollandi. Að upplýsingum þessum eiga aðeins yfirvöld hlutaðeigandi ríkja aðgang og ótækt væri með tilliti til samkeppnissjónarmiða að skylda hvíldi á yfirvöldum á hverjum stað til að veita hverjum sem um biður aðgang að upplýsingum sem fengnar eru með þessum hætti og í þessu skyni." Þá er í umsögninni áréttað að SAFA-verkefnið nái til allra flugrekenda sem viðdvöl eiga innan lofthelgi aðildarríkja ECAC, hvert sem þjóðerni þeirra sé. Upp-lýsingar um úttektir á loftförum séu trúnaðarmál allra þeirra sem í verkefninu taka þátt samkvæmt sérstöku samkomulagi þar að lútandi. Að þessu virtu telur Flug-mála-stjórn að þagnarskylduákvæði 138. gr. laga nr. 60/1998 gangi framar ákvæðum upplýsingalaga nr. 50/1996 með gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. þeirra. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn samgönguráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 9. október sl., koma fram sams konar sjónarmið. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þess skal getið að í kæru sinni til nefndarinnar bendir kærandi m.a. á að svar sam-göngu--ráðuneytisins við beiðni hans gefi til kynna að ráðuneytið hafi ekki virt ákvæði 22. og 23. gr. upplýsingalaga um skráningu mála og upplýsinga um málsatvik.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og gerð er grein fyrir hér að framan, tekur beiðni kæranda til skjala, sem eru í vörslum samgönguráðuneytisins og Flugmálastjórnar og varða komu tiltekinnar vöru-flutningavélar […] hingað til lands í ágústmánuði sl., þ. á m. til skjala um úttekt á vélinni á vegum Flugmálastjórnar. Þau skjöl, sem um er að ræða og kærandi hefur ekki þegar fengið aðgang að, eru nánar tiltekið:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Bréf Flugmálastjórnar til samgönguráðuneytisins, dagsett 2. október sl.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Skjal með yfirskriftinni "Minnispunktar - Samgönguráðuneytið", dagsett 26. sept-ember sl.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Lokaskýrsla um úttekt Flugmálastjórnar á umræddri vöruflutningavél, dagsett 24. ágúst sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Heimilt er að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögum þessum undir úrskurðarnefnd um upp-lýsinga-mál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum." Með vísun til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd ekki úrskurðarvald um það hvort samgönguráðuneytið og Flug-mála-stjórn hafi gætt fyrirmæla 22. eða 23. gr. upplýsingalaga í störfum sínum, heldur ber henni einungis að leysa úr því ágreiningsefni hvort kærandi eigi rétt á því að fá aðgang að ofangreindum skjölum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Í síðari málslið 3. mgr. 2. gr. laganna er kveðið á um það að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum sam-kvæmt lögunum. Með gagnályktun frá síðastnefndu ákvæði verður litið svo á, eins og skýrt kemur fram í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga, að sérstök ákvæði laga um þagnarskyldu geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 138. gr. laga nr. 60/1998 segir orðrétt: "Skráður umráðandi loftfars í loftfaraskrá, flug-rekstraraðili, þar með talinn erlendur aðili, og réttur umráðandi viðurkennds flugvallar eða annars loftferðamannvirkis eru skyldir til að láta í té þær upplýsingar sem Flugmálastjórn krefst. Sömu skyldu hefur fyrirsvarsmaður viðurkenndrar starfsemi skv. 28. gr. eða annarrar starfsemi sem rekin er samkvæmt viðurkenningu eftir lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim. - Flugmálastjórn er óheimilt að skýra þriðja aðila frá vitneskju sem hún hefur fengið með framangreindum hætti eða skv. 27. gr., nema að því leyti sem það er nauðsynlegt í samstarfi við önnur yfirvöld, þar með talin erlend." Í 1. mgr. 27. gr. laganna er að finna svohljóðandi ákvæði: "Flugmálastjórn, svo og aðila þeim eða yfirvaldi er getur í 2. mgr. 21. gr. og Flugmála-stjórn hefur samþykkt, er heimill aðgangur að hverju því loftfari sem notað er til loftferða eftir lögum þessum. Nefndum aðilum er heimilt að framkvæma hverja þá rannsókn á loftfarinu og búnaði þess sem þeir telja nauðsynlega við skoðun og eftirlit. Sömu aðilum er í þessu skyni heimilt að krefja umráðanda samkvæmt loftfaraskrá, flugstjóra og áhöfn loftfars þeirrar aðstoðar sem þörf er á. Þeim er þannig heimilt að krefjast þess að loftfarið sé haft tiltækt til skoðunar, það affermt og prófflug og önnur próf framkvæmd. Heimild þessi tekur jafnframt til erlendra loftfara sem eiga viðdvöl á Íslandi."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og sést m.a. á ummælum í athugasemdum með frumvarpi til laga um loftferðir, sem vitnað er til í kaflanum um málsatvik hér að framan, leikur enginn vafi á því að hið fortakslausa ákvæði um þagnarskyldu í 2. mgr. 138. gr. laganna tekur til upplýsinga sem Flugmálastjórn aflaði sér um ástand umræddrar vöruflutningavélar og skyld atriði og fram koma í skýrslu um úttekt stofnunarinnar á vélinni frá 24. ágúst sl. Af þeirri ástæðu og með skírskotun til þess, sem að framan segir, ber að staðfesta þá ákvörðun Flugmálastjórnar að synja kæranda um aðgang að skýrslunni.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrrgreint ákvæði í 2. mgr. 138. gr. laga nr. 60/1998, sem felur í sér undantekningu frá meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, verður, eðli máls samkvæmt, að skýra þröngt. Samkvæmt orðanna hljóðan tekur það einvörðungu til vitneskju, sem Flugmálastjórn hefur fengið frá öðrum aðilum, eða vitneskju, sem starfsmenn stofnun-ar-innar eða aðilar á hennar vegum hafa aflað sér með rannsókn skv. 1. mgr. 27. gr. laganna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í bréfi Flugmálastjórnar til samgönguráðuneytisins frá 2. október sl. er ekki að finna neinar þær upplýsingar sem falla undir umrætt þagnarskylduákvæði samkvæmt framan-sögðu. Í bréfinu koma heldur ekki fram upplýsingar sem 4. - 6. gr. upplýsingalaga taka til. Af þeim sökum eru ekki efni til þess að synja kæranda um aðgang að því.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skjal með yfirskriftinni "Minnispunktar - Samgönguráðuneytið" frá 26. september sl. er í raun og veru fylgiskjal með fyrrgreindu bréfi Flugmálastofnunar og er undirritað af starfsmanni hennar. Eiga sömu sjónarmið við um efni þess og bréfsins sjálfs. Verður kæranda því ekki synjað um aðgang að því. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun Flugmálastjórnar að synja kæranda, […], um aðgang að skýrslu, dagsettri 24. ágúst sl., um úttekt stofnunarinnar á vöruflutningavél […] sem kom hingað til lands í þeim mánuði.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samgönguráðuneytinu er skylt að veita kæranda aðgang að bréfi Flug-mála-stjórnar til ráðuneytisins, dagsettu 2. október sl., varðandi komu umræddrar vöruflutninga-vélar hingað til lands, svo og að skjali með yfiskriftinni "Minnispunktar - Samgöngu-ráðuneytið", dagsettu 26. september sl.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR><BR> |
A-104/2000 Úrskurður frá 13. október2000 | Kærð var meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að gögnum um samvinnu íslenskra aðila við fyrirtæki í Kína um framleiðslu á lakkrís. Ámælisverður dráttur á afgreiðslu á beiðni. Kærufrestur. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Mikilvægir almannahagsmunir vegna samskipta við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir. Skýring upplýsingalaga. Fordæmi hæstaréttar. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 13. október 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-104/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfum, dagsettum 23. júní og 14. júlí sl., kærði [A], til heimilis að […], meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni hans um aðgang að gögnum í vörslum ráðuneytisins um samvinnu íslenskra aðila við fyrir-tæki í borginni Guangzhou í Kína um framleiðslu á lakkrís.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af fyrrgreindum bréfum kæranda og gögnum, sem þeim fylgdu, varð ekki ráðið hvernig beiðni hans hefði verið háttað né hvenær hún hefði verið borin fram. Jafnframt varð ekki séð hvort utanríkisráðuneytið hefði svarað beiðni hans, á hvern hátt né hvenær það hefði verið. Með bréfi úrskurðarnefndar til kæranda, dagsettu 19. júlí sl., var þess farið á leit, að hann léti nefndinni í té upplýsingar um þessi atriði. Svarbréfi kæranda til nefndarinnar, dagsettu 16. ágúst sl., fylgdi afrit af bréfi utanríkisráðuneytisins til hans frá 1. febrúar 1999. Þar kemur fram að ráðuneytinu hafi borist beiðni frá kæranda um aðgang að framangreindum gögnum og hafi honum verið afhent afrit af hluta þeirra. Hins vegar komi til álita að takmarka aðgang hans að öðrum gögnum málsins. Í bréfi ráðuneytisins er ennfremur boðað að athugun á því álitaefni verði lokið innan tveggja mánaða. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi úrskurðarnefndar til utanríkisráðuneytisins, dagsettu 11. september sl., var eftir því leitað hvort ráðuneytið hefði tekið afstöðu til beiðni kæranda og afgreitt hana. Ef svo væri, var þess jafnframt óskað að nefndin yrði upplýst um hvenær það hefði gerst og með hvaða hætti. Í því tilviki, að kæranda hefði verið synjað um aðgang að gögnum, var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té afrit þeirra gagna sem trúnaðarmál eigi síðar en 27. september sl. Ennfremur var ráðuneytinu gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni, innan sömu tímamarka. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Utanríkisráðuneytið gerði grein fyrir meðferð og afgreiðslu á beiðni kæranda með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 27. september sl. Þar er tekið fram að með bréfi, dagsettu 15. júní sl., hafi ráðuneytið synjað kæranda um aðgang að tilteknum gögnum, og fylgdu bréfinu afrit af þeim gögnum, ásamt sérstöku minnisblaði. Skömmu áður eða með bréfi, dagsettu 23. september sl. hafði kærandi komið á framfæri við nefndina ljósriti af umræddu bréfi ráðuneytisins frá 15. júní sl. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með tölvubréfi til sendiráðs Íslands í Peking, dagsettu 27. nóvember 1998, fór kærandi fram á að fá aðgang að gögnum í vörslum sendiráðsins varðandi samvinnu íslenskra aðila við kín-verskt fyrirtæki í borginni Guangzhou um lakkrísframleiðslu. Erindi þetta framsendi sendiráðið til utanríkisráðuneytisins. Ráðuneytið tilkynnti kæranda með bréfi, dagsettu 18. desember 1998, að það tæki nokkurn tíma að taka saman umbeðin gögn og taka afstöðu til beiðni hans. Með bréfi ráðuneytisins, dagsettu 1. febrúar 1999, voru kæranda síðan látin í té afrit af öllum gögnum máls þess, er beiðni hans laut að, að undanskildum einstökum skjölum "sem að mati ráðuneytisins koma til álita hvort séu undanþegin upplýsingarétti yðar með vísan til 2. málsl. 5. gr. og 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996", eins og orðrétt segir í bréfinu. Samdægurs var umboðsmanni þeirra einkaaðila, sem hlut áttu að umræddu máli, gefinn kostur á að lýsa viðhorfi sínu til beiðni kæranda. Með bréfum, dagsettum 5. og 19. febrúar 1999, lagðist umboðsmaðurinn eindregið gegn því að kæranda yrði veittur frekari aðgangur að málsgögnunum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi ítrekaði beiðni sína um aðgang að öllum gögnum málsins með bréfi til utan-ríkis-ráðuneytisins, dagsettu 2. apríl sl. Þessu bréfi hans var svarað með bréfi ráðu-neytisins, dagsettu 15. júní sl., þar sem honum var tjáð að ekki væri unnt að veita honum frekari aðgang að gögnunum. Byggðist afstaða ráðuneytisins á því að þau gögn, sem honum hefði ekki þegar verið veittur aðgangur að, hefðu að geyma upplýsingar um viðskiptamálefni, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að færu leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga, enda lægi samþykki þeirra, sem í hlut ættu, ekki fyrir. Jafnframt væri að finna meðal gagnanna upplýsingar um milligöngu ráðuneytisins gagnvart kínverskum stjórnvöldum í málinu, sem takmarka bæri aðgang að á grundvelli 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í því efni væri einnig litið til 5. gr. laganna þar eð gögn þau, sem um ræddi, vörðuðu fjárhagsmálefni einstaklinga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Umsögn utanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 27. september sl. fylgdi minnisblað þar sem gerð er grein fyrir þeim gögnum, sem synjun ráðuneytisins tekur til, auk þess sem þar eru greind rök ráðuneytisins fyrir synjuninni. Þau gögn, sem hér um ræðir, eru:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1) Samningur ("Sino-Foreign Equity Joint Venture Contract") milli [B] og [C] hf., á ensku, dagsettur 8. janúar 1991.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2) Bréf frá [B] til [D], á ensku, dagsett 31. ágúst 1994.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3) Greinargerð [E], á íslensku, dagsett 22. janúar 1995, og á ensku, dagsett 23. janúar 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4) Bréf frá forstjóra [B] til [C] hf., [D], [F] hrl. og [E], á ensku, dagsett 17. júlí 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5) Lokaskýrsla um mat á eignum ("Final Report of Asset Valuation") [G] frá kínversku endurskoðunarfyrirtæki, á ensku og kínversku, dagsett 19. júní 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">6) Samkomulag ("Understanding Memorandum") milli [H] og [C] hf., á ensku, dagsett 3. júní 1997.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">7) Orðsending kínverska utanríkisráðuneytisins, í enskri þýðingu, ódagsett.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er að finna svohljóðandi ákvæði: "Stjórnvald skal taka ákvörðun um hvort það verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi fór upphaflega fram á að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum með tölvu-bréfi til sendiráðs Íslands í Peking, dagsettu 27. nóvember 1998. Eftir að hafa fengið beiðnina framsenda svaraði utanríkisráðuneytið kæranda 18. desember 1998 á þann veg að "nokkuð tímafrekt" yrði að taka hin umbeðnu gögn saman til að unnt væri að taka afstöðu til beiðninnar. Með bréfi, dagsettu 1. febrúar 1999, veitti ráðuneytið kæranda aðgang að hluta af gögnunum, en kvaðst taka endanlega afstöðu til beiðni hans "innan tveggja mánaða frá dagsetningu" bréfsins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Rúmu ári síðar, þ.e. með bréfi 2. apríl sl., ítrekaði kærandi beiðni sína. Það var síðan ekki fyrr en með bréfi, dagsettu 15. júní sl., sem utanríkisráðuneytið tók endanlega afstöðu til beiðninnar, eftir að liðið var u.þ.b. eitt og hálft ár frá því að hún barst ráðuneytinu. Þessi dráttur á afgreiðslu beiðninnar hefur ekki verið réttlættur og er því hér um að ræða brot á 1. mgr. 11.gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi skaut synjun utanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndar með kæru, dagsettri 23. júní sl. Þótt kæran hafi ekki verið orðuð með nægilega skýrum hætti er það álit nefndarinnar, með vísun til þeirra málsatvika sem að framan eru rakin, að synjun ráðuneytisins hafi verið kærð innan þess kærufrests, sem fyrir er mælt í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, sbr. og 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Svohljóðandi ákvæði er að finna í 5. gr. upplýsingalaga: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er síðari málsliður greinarinnar m.a. skýrður með svo-felldum hætti: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskipta-hagsmuni."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt "að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um . . . samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir". Um þetta ákvæði segir m.a. svo í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga: "Ákvæðið á við samskipti íslenska ríkisins við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir, hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem hér er verið að vernda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að forðast að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki, þar á meðal innan þeirra fjölþjóðlegu stofana sem Ísland er aðili að. - Vegna fyrrgreinds skilyrðis um mikilvæga almannahagsmuni verður beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki og fjölþjóðastofnanir því ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg við skýringu á ákvæðinu."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eitt af mikilvægustu hlutverkum utanríkisþjónstunnar er að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki á erlendri grund, þ. á m. að veita þeim aðstoð í viðskiptum þeirra erlendis. Til þess að utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands geti sinnt þessu hlutverki láta þeir einkaaðilar, sem í hlut eiga, stjórnvöldum í té margvísleg skjöl sem oft og tíðum hafa að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptahagsmuni. Þetta er fyrst og fremst gert til þess að þjóna hagsmunum hlutaðeigandi einkaaðila, en ekki hags-munum íslenska ríkisins sem slíks. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og tekið er fram í athugasemdunum að framan, er markmið 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga m.a. það að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum íslenska ríkisins við önnur ríki. Mögulegt er að þeim samskiptum yrði stefnt í hættu ef almenningur ætti óheftan aðgang að greinargerðum frá stjórnvöldum annarra ríkja um viðskipti íslenskra einkaaðila við þarlenda aðila.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af þeim gögnum, sem fyrir liggja í máli þessu, er ljóst að þeir íslensku aðilar, sem áttu samstarf við aðila í Kína um framleiðslu á lakkrís þar í landi, leituðu aðstoðar íslenskra stjórnvalda við að gæta réttar síns gagnvart kínverskum samstarfsaðilum sínum og kínverskum stjórnvöldum. Í því skyni létu þeir utanríkisráðuneytinu og sendiráði Íslands í Peking í té ýmis gögn um samskipti sín við fyrrgreinda aðila. Þá barst íslenskum stjórnvöldum að auki orðsending frá kínverska utanríkisráðuneytinu, þar sem gerð er grein fyrir samstarfi hinna íslensku og kínversku aðila frá sjónarmiði þess, sbr. skjal merkt nr. 7.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar lagt er mat á það, hvort gögn hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjár-hags- eða viðskipta-hags-muni lögaðila, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsinga-laga, kemur m.a. til skoðunar hvort hagsmunir lögaðilans af því, að upp-lýsingunum skuli haldið leyndum, vegi þyngra á metum en hagsmunir almennings af því að fá aðgang að þeim, sbr. 1. mgr. 3. gr. laganna. Var þetta sjónarmið lagt til grundvallar í dómi Hæstaréttar sem upp var kveðinn 23. mars sl. í máli nr. 455/1999.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra skjala sem kærandi hefur óskað eftir að-gangi að og talin eru upp í kaflanum um málsatvik hér að framan. Að áliti hennar hafa þau öll að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra einkaaðila sem hlut eiga að máli. Með skírskotun til þess, sem að framan er rakið, er það niðurstaða nefndarinnar að hagsmunir þeirra aðila af því að trúnaðar sé gætt vegi þyngra en hagsmunir almennings, þ. á m. kæranda, af því að fá aðgang að umræddum gögnum. Samkvæmt því ber að staðfesta þá ákvörðun utanríkis-ráðu-neytisins að synja beiðni hans um aðgang að gögnunum.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kæranda, [A], um aðgang að gögnum í vörslum ráðuneytisins um samvinnu íslenskra aðila við fyrir-tæki í borginni Guangzhou í Kína um framleiðslu á lakkrís.</FONT><DIV ALIGN=center></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR><BR> |
A-102/2000 Úrskurður frá 7. september 2000 | Kærð var meðferð sóknarnefndar Garðaprestakalls á Akranesi á beiðni um aðgang að gjaldskrá og ársreikningum Útfararþjónustu Akraneskirkju. Gildissvið upplýsingalaga. Beiðni beint að réttu stjórnvaldi. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Lögskýring. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 7. september 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-102/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 4. ágúst sl., kærði […], f.h. […], meðferð sóknarnefndar Garðaprestakalls á Akranesi á ítrekaðri beiðni hans um aðgang að tilteknum gögnum um Útfararþjónustu Akraneskirkju.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 11. ágúst sl., var kæran kynnt sóknarnefnd Garðaprestakalls og því beint til hennar að taka afstöðu til beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 24. ágúst sl. Var þess óskað að ákvörðun nefndarinnar þess efnis yrði birt kæranda og úrskurðarnefnd eigi síðar en kl. 16.00 þann dag. Ef nefndin kysi að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum, sem beiðni hans lýtur að, var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té afrit af þeim sem trúnaðarmál, innan sama frests. Í því tilviki var sóknarnefndinni gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka. Þessum tilmælum úrskurðarnefndar var ekki svarað innan tilskilins frests. Nefndin ítrekaði því tilmæli sín í öðru bréfi til sóknarnefndarinnar, dagsettu 25. ágúst sl., og skoraði á hana að taka afstöðu til beiðni kæranda eigi síðar en 31. ágúst sl. Þann dag barst umsögn […] hdl. um kæruna, f.h. sóknarnefndarinnar, og er hún dagsett sama dag. Jafnframt fylgdi afrit af bréfi hans til kæranda, dagsettu 2. ágúst sl., þar sem honum er synjað um aðgang að umbeðnum gögnum. Afrit af gögnunum bárust síðan með símbréfi, dagsettu 6. september sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tók Sif Konráðsdóttir varamaður sæti hans við meðferð málsins og uppkvaðningu þessa úrskurðar. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til sóknar-nefndar Garðaprestakalls, dagsettu 15. júní sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að eftir-töldum gögnum um Útfararþjónustu Akraness:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Ársreikningum fyrir árin 1998 og 1999.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Gjaldskrá á árinu 1999</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Gjaldskrá frá 1. janúar 2000.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Erindi þetta ítrekaði kærandi með bréfi, dagsettu 24. júlí sl. Með bréfi umboðsmanns sóknarnefndar, dagsettu 2. ágúst sl., var beiðni hans synjað.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn umboðsmanns sóknarnefndar til úrskurðarnefndar, dagsettri 31. ágúst sl., er þess krafist að málinu verði vísað frá úrskurðarnefnd á þeim grundvelli að það falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá er vísað til þess að Útfarar-þjónusta Akraness sé einkafyrirtæki í samkeppnisrekstri og að kærandi starfi fyrir einn af keppinautum hennar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Verði málinu ekki vísað frá úrskurðarnefnd er gerð sú krafa að synjun sóknarnefndar verði staðfest. Beiðni kæranda sé með öllu órökstudd og ekki vísað til einstakra lagaákvæða, heldur almennt til ákvæða upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 53. - 57. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar er kveðið á um skipun, störf og starfshætti sóknarnefnda. Í 1. mgr. 53. gr. segir t.d. orðrétt: "Í hverri kirkjusókn er sóknarnefnd sem annast rekstur og framkvæmdir á vegum sóknarinnar og styður kirkjulegt starf í sókninni ásamt sóknarpresti og starfsmönnum sóknarinnar." Í 8. gr. laga nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu er að finna svohljóðandi ákvæði: "Hver kirkjugarður þjóðkirkjunnar er sjálfseignarstofnun með sérstöku fjárhaldi, í umsjón og ábyrgð safnaðar undir yfirstjórn prófasts (í Reykjavík prófasta) og biskups. - Sóknarnefnd eða sérnefnd kjörin af safnaðarfundi, sbr. 9. gr., hefur á hendi umsjón og fjárhald kirkjugarðs samkvæmt því sem fyrir er mælt í lögum þessum. Er hún hér eftir nefnd kirkjugarðsstjórn." Ennfremur segir í 21. gr. þeirra laga: "Útfararþjónustu mega þeir einir reka sem hafa til þess leyfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Ráðherra setur nánari reglur um leyfisveitinguna í reglugerð. - Þar sem kirkjugarðsstjórnir reka útfararþjónustu skal sú starfsemi og fjárhagur henni tengdur vera algerlega aðskilin frá lögboðnum verkefnum kirkjugarðsstjórnar."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fyrir liggur að ekki er um að ræða stjórnunarlegan aðskilnað á milli kirkjugarðs-stjórnar, þ.e. sóknarnefndar Garðasóknar, og Útfararþjónustu Akraneskirkju. Fjár-hagur, tengdur þeirri þjónustu, á hins vegar að vera aðskilinn frá annarri starfsemi á vegum sóknarnefndarinnar skv. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 36/1993. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og gerð er grein fyrir í atvikalýsingu hér að framan, hefur kærandi farið fram á það við sóknarnefnd Garðasóknar að fá aðgang að tilteknum gögnum varðandi fjárhag Útfarar-þjónustu Akraneskirkju. Líta verður svo á að þau gögn séu í vörslum sóknar-nefndarinnar sem samkvæmt framansögðu fer með stjórn Útfararþjónustunnar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þótt þjóðkirkjan njóti vissulega sjálfstæðis og sérstöðu í íslensku stjórnkerfi eru rík tengsl milli hennar og ríkisvaldsins. Þannig ber ríkisvaldinu að styðja hana og vernda, svo sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 62. gr. stjórnarskrárinnar. Í samræmi við það er kveðið á um það í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 78/1997 að ríkið skuli greiða þjóðkirkjunni árlegt framlag til reksturs hennar. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytið umsjón með því að þjóðkirkjan og stofnanir hennar fari að lögum, svo að nokkur dæmi séu nefnd um þessi formlegu tengsl. Þar með leikur enginn vafi á því að þjóðkirkjan á undir framkvæmdarvald ríkisins, að svo miklu leyti sem hún á undir ríkisvaldið á annað borð. Stjórnvöld þjóðkirkjunnar teljast því vera stjórnvöld í skilningi laga, a.m.k. þegar þau fara með opinbert vald, lögum samkvæmt, enda er út frá því gengið í mörgum af þeim lagaákvæðum sem taka til þjóðkirkjunnar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og áður segir er kveðið á um skipun, störf og starfshætti sóknarnefnda í 53. - 57. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þótt svo sé kveðið á um í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 36/1993, að hver kirkjugarður þjóðkirkjunnar sé sjálfs-eignar-stofnun með sérstöku fjárhaldi, er jafnframt tekið fram að hann skuli starfræktur í umsjón og ábyrgð safnaðar, undir yfirstjórn prófasts og biskups. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um skýringu á þessu ákvæði: "Öfugt við stjórnsýslulög er ekki gerður neinn greinarmunur á því hvers eðlis sú starfsemi er sem stjórnvöld hafa með höndum. Lögin taka því ekki einvörðungu til þess þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga, heldur og til hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerðar og annarrar starfsemi."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til alls þess, sem að framan er rakið, er það niðurstaða úrskurðar-nefndar að sóknarnefnd Garðasóknar teljist stjórnvald í skilningi upplýsingalaga þegar hún kemur fram sem kirkjugarðsstjórn samkvæmt lögum nr. 36/1993, eins og í því máli sem hér er til úrlausnar. Þar með ber að leysa úr beiðni kæranda um að fá afhent tiltekin gögn í vörslum sóknarnefndarinnar á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 3. mgr. 10. gr. laganna.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr." Í 5. gr. laganna segir orðrétt: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga er niðurlagsákvæðið m.a. skýrt á svofelldan hátt: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og við-skipta-leyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þar með er ljóst að viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu fyrir-tækja og annarra lögaðila falla undir undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Þar eð Útfararþjónusta Akraneskirkju er sjálfseignarstofnun eða hluti af slíkri stofnun skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 36/1993 teljast hagsmunir hennar einkahagsmunir í skilningi upplýsingalaga og því geta þeir fallið undir 5. gr. laganna, en ekki 3. tölul. 6. gr. þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í VIII. kafla laga nr. 144/1994 um ársreikninga er kveðið á um að almenningur skuli eiga aðgang að ársreikningum þeirra félaga, sem lögin taka til, eða a.m.k. samandregnum útgáfum ársreikninganna. Sama regla gildir um ársreikninga þeirra sjálfs-eignar-stofnana, er falla undir gildissvið laga nr. 33/1999 um sjálfseignar-stofnanir sem stunda atvinnurekstur, sbr. V. kafla þeirra laga. Þótt óvíst sé að lögin taki til Útfarar-þjónustu Akraneskirkju, sbr. a-lið 4. gr. þeirra, er það álit úrskurðarnefndar að löggjafinn hafi með fyrrgreindri lagasetningu markað þá meginstefnu að árseikningar þeirra lögaðila, sem stunda atvinnurekstur, skuli vera aðgengilegir almenningi. Þar af leiðandi beri að skýra 5. gr. upplýsingalaga með tilliti til þeirrar meginreglu. Nefndin hefur kynnt sér ársreikninga Útfararþjónustunnar fyrir árin 1998 og 1999 og lítur svo á að þeir hafi ekki að geyma neinar þær upplýsingar um rekstar- eða samkeppnis-stöðu hennar sem telja verði viðkvæmar í skilningi greinarinnar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eðli máls samkvæmt hlýtur hver sá, sem leitar eftir viðskiptum við Útfararþjónustuna, að geta fengið aðgang að gjaldskrám fyrir þjónustu hennar. Af þeim sökum standa ekki rök til þess að synja kæranda um aðgang að þeim.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt framansögðu ber sóknarnefnd Garðasóknar að veita kæranda aðgang að hinum umbeðnu gögnum. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sóknarnefnd Garðasóknar ber að veita kæranda, […], aðgang að ársreikn-ingum Útfarar-þjónustu Akraneskirkju fyrir árin 1998 og 1999, svo og að skjali sem ber yfirskriftina: Útfarar-þjónusta Akraneskirkju. Gjaldskrá 1999-2000. </FONT><DIV ALIGN=center></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR><BR><BR> |
A-103/2000 Úrskurður frá 7. september 2000 | Kærð var meðferð sóknarnefndar Borgarnessóknar á beiðni um aðgang að gjaldskrá og ársreikningum Útfararþjónustu Borgarfjarðar. Gildissvið upplýsingalaga. Beiðni beint að réttu stjórnvaldi. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja eða annarra lögaðila. Lögskýring. Aðgangur veittur að hluta. | <P> <DIV align=center> <P><B>ÚRSKURÐUR</B></P></DIV><BR><BR>Hinn 7. september 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-103/2000:<BR><BR> <DIV align=center><B>Kæruefni</B><BR></DIV><BR>Með bréfi, dagsettu 4. ágúst sl., kærði […], f.h. […], meðferð sóknar-nefndar Borgarnessóknar á ítrekaðri beiðni hans um aðgang að tilteknum gögnum um Útfararþjónustu Borgarfjarðar.<BR><BR>Með bréfi, dagsettu 11. ágúst sl., var kæran kynnt sóknarnefnd Borgarnessóknar og því beint til hennar að taka afstöðu til beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 24. ágúst sl. Var þess óskað að ákvörðun nefndarinnar þess efnis yrði birt kæranda og úrskurðarnefnd eigi síðar en kl. 16.00 þann dag. Ef nefndin kysi að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum, sem beiðni hans lýtur að, var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té afrit af þeim sem trúnaðarmál, innan sama frests. Í því tilviki var sóknarnefndinni gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sömu tímamarka. Umsögn […] hdl., f.h. Útfararþjónustu Borgarfjarðar, dagsett 24. ágúst sl., barst úrskurðarnefnd sama dag í símbréfi. Frumrit hennar barst hinn 25. ágúst sl., ásamt hinum umbeðnu gögnum.<BR><BR>Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tók Sif Konráðsdóttir varamaður sæti hans við meðferð málsins og uppkvaðningu þessa úrskurðar. <BR><BR> <DIV align=center><B>Málsatvik</B></DIV><BR>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til sóknar-nefndar Borgarnessóknar, dagsettu 15. júní sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að eftirtöldum gögnum um Útfararþjónustu Borgarfjarðar:<BR>1. Ársreikningum fyrir árin 1998 og 1999.<BR>2. Gjaldskrá á árinu 1999.<BR>3. Gjaldskrá frá 1. janúar 2000.<BR><BR>Erindi þetta ítrekaði kærandi með bréfi, dagsettu 24. júlí sl. Af umsögn umboðsmanns Útfararþjónustu Borgarfjarðar til úrskurðarnefndar, dagsettri 24. ágúst sl., verður ráðið að sóknarnefndin hefur synjað honum um aðgang að framangreindum gögnum. <BR><BR>Í umsögninni er þess krafist að málinu verði vísað frá úrskurðarnefnd á þeim grund-velli að það falli ekki undir gildissvið upplýsingalaga nr. 50/1996. Útfararþjónusta Borgarfjarðar sé sjálfstætt fyrirtæki, starfrækt með leyfi kirkjumálaráðherra frá 7. september 1995 og skráð sem fyrirtæki hjá Hagstofu Íslands hinn 20. desember 1996. Frá 1997 hafi Útfararþjónustan haft sjálfstæðan fjárhag og verið rekin sem hvert annað fyrirtæki. Starfsemi hennar falli því ekki undir stjórnsýslu ríkis eða sveitar-félaga. Því til stuðnings er bent á úrskurð samkeppnisráðs og áfrýjunarnefndar sam-keppnis--mála í málinu nr. 14/1999.<BR><BR>Verði málinu ekki vísað frá úrskurðarnefnd er þess krafist að kæranda verði ekki veittur aðgangur að þeim gögnum sem farið er fram á. Útfararþjónustan starfi á samkeppnismarkaði. Engin rök standi til þess að afhenda keppinaut þess ársreikninga eða önnur gögn sem hafi að geyma trúnaðarupplýsingar um starfsemi fyrirtækisins. <BR><BR>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<BR><BR> <DIV align=center><B>Niðurstaða</B><BR><BR><BR><B>1.</B><BR></DIV><BR>Í 53. - 57. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar er kveðið á um skipun, störf og starfshætti sóknarnefnda. Í 1. mgr. 53. gr. segir t.d. orðrétt: "Í hverri kirkjusókn er sóknarnefnd sem annast rekstur og framkvæmdir á vegum sóknarinnar og styður kirkjulegt starf í sókninni ásamt sóknarpresti og starfsmönnum sóknarinnar." Í 8. gr. laga nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu er að finna svohljóðandi ákvæði: "Hver kirkjugarður þjóðkirkjunnar er sjálfseignarstofnun með sérstöku fjárhaldi, í umsjón og ábyrgð safnaðar undir yfirstjórn prófasts (í Reykjavík prófasta) og biskups. - Sóknarnefnd eða sérnefnd kjörin af safnaðarfundi, sbr. 9. gr., hefur á hendi umsjón og fjárhald kirkjugarðs samkvæmt því sem fyrir er mælt í lögum þessum. Er hún hér eftir nefnd kirkjugarðsstjórn." Ennfremur segir í 21. gr. þeirra laga: "Útfararþjónustu mega þeir einir reka sem hafa til þess leyfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Ráðherra setur nánari reglur um leyfisveitinguna í reglugerð. - Þar sem kirkjugarðsstjórnir reka útfararþjónustu skal sú starfsemi og fjárhagur henni tengdur vera algerlega aðskilin frá lögboðnum verkefnum kirkjugarðsstjórnar."<BR><BR>Fram kemur í ákvörðun samkeppnisráðs nr. 20/1999 og úrskurði áfrýjunarnefndar sam-keppnis-mála í kærumálinu nr. 14/1999, Þorbergur Þórðason gegn samkeppnisráði, sem vitnað er til í umsögn umboðsmanns Útfararar-þjónustu Borgarfjarðar, að ekki er um að ræða stjórnunarlegan aðskilnað á milli kirkjugarðsstjórnar, þ.e. sóknarnefndar Borgarnessóknar, og Útfararþjónustunnar. Fjárhagur, tengdur þeirri þjónustu, á hins vegar að vera aðskilinn frá annarri starfsemi á vegum sóknarnefndarinnar skv. 2. mgr. 21. gr. laga nr. 36/1993. <BR><BR>Eins og gerð er grein fyrir í atvikalýsingu hér að framan, hefur kærandi farið fram á það við sóknarnefnd Borgarnessóknar að fá aðgang að tilteknum gögnum varðandi fjárhag Útfarar-þjónustu Borgarfjarðar. Líta verður svo á að þau gögn séu í vörslum sóknar-nefndarinnar sem samkvæmt framansögðu fer með stjórn Útfararþjónustunnar. <BR><BR>Þótt þjóðkirkjan njóti vissulega sjálfstæðis og sérstöðu í íslensku stjórnkerfi eru rík tengsl milli hennar og ríkisvaldsins. Þannig ber ríkisvaldinu að styðja hana og vernda, svo sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 62. gr. stjórnar-skrárinnar. Í samræmi við það er kveðið á um það í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 78/1997 að ríkið skuli greiða þjóðkirkjunni árlegt framlag til reksturs hennar. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laganna hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytið umsjón með því að þjóðkirkjan og stofnanir hennar fari að lögum, svo að nokkur dæmi séu nefnd um þessi formlegu tengsl. Þar með leikur enginn vafi á því að þjóðkirkjan á undir framkvæmdarvald ríkisins, að svo miklu leyti sem hún á undir ríkisvaldið á annað borð. Stjórnvöld þjóðkirkjunnar teljast því vera stjórnvöld í skilningi laga, a.m.k. þegar þau fara með opinbert vald, lögum samkvæmt, enda er út frá því gengið í mörgum af þeim lagaákvæðum sem taka til þjóðkirkjunnar. <BR><BR>Eins og áður segir er kveðið á um skipun, störf og starfshætti sóknarnefnda í 53. - 57. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Þótt svo sé kveðið á um í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 36/1993, að hver kirkjugarður þjóðkirkjunnar sé sjálfs-eignar-stofnun með sérstöku fjárhaldi, er jafnframt tekið fram að hann skuli starfræktur í umsjón og ábyrgð safnaðar, undir yfirstjórn prófasts og biskups. <BR><BR>Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um skýringu á þessu ákvæði: "Öfugt við stjórnsýslulög er ekki gerður neinn greinarmunur á því hvers eðlis sú starfsemi er sem stjórnvöld hafa með höndum. Lögin taka því ekki einvörðungu til þess þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga, heldur og til hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerðar og annarrar starfsemi."<BR><BR>Með skírskotun til alls þess, sem að framan er rakið, er það niðurstaða úrskurðar-nefndar að sóknarnefnd Borgarnessóknar teljist stjórnvald í skilningi upplýsingalaga þegar hún kemur fram sem kirkjugarðsstjórn samkvæmt lögum nr. 36/1993, eins og í því máli sem hér er til úrlausnar. Þar með ber að leysa úr beiðni kæranda um að fá afhent tiltekin gögn í vörslum sóknarnefndarinnar á grundvelli upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 3. mgr. 10. gr. laganna.<BR><BR> <DIV align=center><B>2.</B></DIV><BR>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr." Í 5. gr. laganna segir orðrétt: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga er niðurlags-ákvæðið m.a. skýrt á svofelldan hátt: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og við-skipta-leyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni." <BR><BR>Þar með er ljóst að viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu fyrir-tækja og annarra lögaðila falla undir undantekningarákvæði 5. gr. upplýsingalaga. Þar eð Útfararþjónusta Borgar-fjarðar er sjálfseignarstofnun eða hluti af slíkri stofnun skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 36/1993 teljast hagsmunir hennar einkahagsmunir í skilningi upplýsingalaga og því geta þeir fallið undir 5. gr. laganna, en ekki 3. tölul. 6. gr. þeirra.<BR><BR>Í VIII. kafla laga nr. 144/1994 um ársreikninga er kveðið á um að almenningur skuli eiga aðgang að ársreikningum þeirra félaga, sem lögin taka til, eða a.m.k. samandregnum útgáfum ársreikninganna. Sama regla gildir um ársreikninga þeirra sjálfs-eignar-stofnana, er falla undir gildissvið laga nr. 33/1999 um sjálfseignar-stofnanir sem stunda atvinnurekstur, sbr. V. kafla þeirra laga. Þótt óvíst sé að lögin taki til Útfarar-þjónustu Borgarfjarðar, sbr. a-lið 4. gr. þeirra, er það álit úrskurðarnefndar að löggjafinn hafi með fyrrgreindri lagasetningu markað þá meginstefnu að árseikningar þeirra lögaðila, sem stunda atvinnurekstur, skuli vera aðgengilegir almenningi. Þar af leiðandi beri að skýra 5. gr. upplýsingalaga með tilliti til þeirrar meginreglu. Nefndin hefur kynnt sér ársreikninga Útfararþjónustunnar fyrir árin 1998 og 1999 og lítur svo á að þeir hafi ekki að geyma neinar þær upplýsingar um rekstar- eða samkeppnis-stöðu hennar, sem telja verði viðkvæmar í skilningi greinarinnar, ef frá eru taldar upp-lýsingar um nöfn ein-stakra launþega og laun þeirra, svo og nöfn einstakra við-skipta-manna í ársreikningnum fyrir árið 1998.<BR><BR>Eðli máls samkvæmt hlýtur hver sá, sem leitar eftir viðskiptum við Útfararþjónustuna, að geta fengið aðgang að gjaldskrám fyrir þjónustu hennar. Af þeim sökum standa ekki rök til þess að synja kæranda um aðgang að þeim.<BR><BR>Samkvæmt framansögðu ber sóknarnefnd Borgarnessóknar að veita kæranda aðgang að hinum umbeðnu gögnum, að undanskildum þeim upplýsingum sem að framan greinir, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.<BR><BR> <DIV align=center><B>Úrskurðarorð:</B><BR></DIV><BR>Sóknarnefnd Borgarnessóknar ber að veita kæranda, […], aðgang að ársreikn-ingum Útfarar-þjónustu Borgarfjarðar fyrir árin 1998 og 1999, að undanskildum upplýsingum um nöfn og laun launþega og nöfn viðskiptamanna í ársreikningnum fyrir árið 1998. Ennfremur ber sóknarnefndinni að veita kæranda aðgang að fyrirliggjandi gjaldskrám Útfarar-þjónustunnar, merktum Verðskrá frá 01.01.1999 og Verðskrá frá 01.01.2000.<BR><BR><BR>Eiríkur Tómasson, formaður<BR>Elín Hirst<BR>Sif Konráðsdóttir<BR><BR> <P></P> |
A-101/2000 Úrskurður frá 11. ágúst 2000 | Kærð var synjun ÁTVR um að veita upplýsingar um mánaðarlega sölu einstakra tegunda í tveimur verslunum fyrirtækisins og í hvaða verslunum þær tegundir frá kæranda væru seldar, sem valdar væru af verslunarstjórum. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Fyrirliggjandi gögn. Aðgangur veittur. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 11. ágúst 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-101/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 21. júlí sl., kærði […] f.h. […] ehf. synjun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) um að veita honum aðgang að tvenns konar upplýsingum. Annars vegar að upplýsingum um mánaðarlega sölu einstakra tegunda í vínbúðunum Heiðrúnu (vínbúðin Stuðlahálsi 2) og í Kringlunni. Hins vegar að upplýsingum um í hvaða vínbúðum þær tegundir frá [A] ehf. eru seldar, sem útsölustjórar ÁTVR hafa valið til sölu á tímabilinu frá júní til ágúst á yfirstandandi ári umfram svonefnt skylduval.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 24. júlí sl., var kæran kynnt ÁTVR og versluninni veittur frestur til að að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 3. ágúst sl. Var þess sérstaklega óskað að í umsögn verslunarinnar kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar og hvort þeim hefði verið safnað eða teknar saman í eitt skjal eða annars konar gögn. Ef svo væri, var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra skjala eða gagna innan sömu tímamarka. Umsögn […] hdl. f.h. ÁTVR, dagsett 3. ágúst sl., barst innan tilskilins frests ásamt eftirtöldum gögnum:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Skrá yfir samtölu sölu einstakra tegunda í vínbúðunum Heiðrúnu og í Kringlu í júní 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Verðskrá ÁTVR nr. 26.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Skrá yfir sölu einstakra vara (vörunúmera) í vínbúðunum Heiðrúnu og í Kringlu á tímabilinu frá 1. júlí 1999 til 30. júní 2000.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Söluskýrslu ÁTVR frá janúar til júní 2000.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Eiríks Tómassonar tók varamaður Steinunn Guðbjartsdóttir sæti í nefndinni við afgreiðslu málsins.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt reglum nr. 130/2000, um innkaup og sölu áfengis og skilmála í viðskiptum við birgja, sbr. auglýsingu nr. 358/2000, um breytingu á þeim reglum, er vöru raðað í söluflokka eftir aðgengi hennar að verslunum ÁTVR. Samkvæmt tölul. 1.3. er áfengi í söluflokknum kjarna til sölu í öllum verslunum ÁTVR. Í verslununum Heiðrúnu og í Kringlunni fást allar vörur í þessum söluflokki en vöruval í öðrum verslunum er bundið við tiltekinn hámarksfjölda tegunda. Val á þessum tegundum er endurmetið á þriggja mánaða fresti á grundvelli samanlagðrar sölu í Heiðrúnu og Kringlunni á hverju þriggja mánaða sölutímabili. Þá velja verslunarstjórar allt að 10% hámarksfjölda sölutegunda í samræmi við eftirspurn viðskiptavina.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi fór í tölvupósti, sem sendur var hinn 29. maí sl., fram á að fá upplýsingar um sölutölur hvers mánaðar í verslununum í Kringlunni og Heiðrúnu. Forstjóri ÁTVR sendi öllum birgjum áfengis tölvupóst þann 9. júní sl. um framangreinda tilhögun og upplýsti að ÁTVR myndi að loknu hverju sölutímabili, að jafnaði tíu dögum eftir lok þess, birta samtölu sölu hverrar og einnar tegundar í kjarna. Síðan sagði hins vegar: "Upplýsingar um mánaðarsölu einstakra tegunda í Heiðrúnu og Kringlunni verða ekki látnar í té."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með tölvupósti til ÁTVR, sem sendur var hinn 9. júní sl., fór kærandi fram á að fá lista yfir þær tegundir sem útsölustjórar ÁTVR hefðu valið að hafa í búðum sínum umfram svonefnt skylduval. Erindi þetta ítrekaði kærandi með tölvupósti, sem sendur var hinn 16. júní sl. Skrifstofa ÁTVR svaraði beiðni þessari með tölvupósti, sem sendur var hinn 20. júní sl., þar sem fram kom að umbeðnar upplýsingar væru ekki tiltækar án sérstakrar úrvinnslu. Með tölvupósti til ÁTVR, sem sendur var hinn 4. júlí sl., ítrekaði kærandi enn þessa síðastnefndu beiðni og með tölvupósti til stjórnar ÁTVR, sem sendur var hinn 7. júlí sl., ítrekaði hann báðar beiðnir sínar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til úrskurðarnefndar, dagsettri 21. júlí sl., er bent á að innflutningur kæranda sé að stærstum hluta ætlaður til endursölu til ÁTVR og að stundum þurfi að panta vörur erlendis frá með nokkrum fyrirvara. Þá heldur kærandi því fram að samanlögð sala í vínbúðunum í Kringlunni og Heiðrúnu nemi um 25% af heildarsölu ÁTVR. Með vísan til framangreindra reglna um áhrif sölu í þessum tveimur verslunum á val á tegundum í kjarna telur kærandi sér því vera nauðsynlegt að geta fylgst með mælingum á söluárangri einstakra tegunda í þeim mánaðarlega til að hann geti hagað innkaupum sínum með hagkvæmum hætti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn umboðsmanns ÁTVR til nefndarinnar, dagsettri 3. ágúst sl., er bent á að fyrirtækið skuli skv. reglum nr. 130/2000, tölul. 1.10, í hverjum mánuði leggja fram samanlagðar sölutölur undanfarinna 12 mánaða í vínbúðunum Heiðrúnu og í Kringlu eftir flokksdeildum, þ.e. skipan vöru í hóp eftir upprunasvæði, hráefni, framleiðsluaðferð eða stærð umbúða. Í framkvæmd séu þessar upplýsingar hins vegar látnar birgjum í té flokkaðar eftir vörum eða vörunúmerum. Með því móti telji fyrirtækið að fullnægt sé þeim skyldum sem tilvitnaðar reglur leggi því á herðar. Aftur á móti séu mánaðarlegar upplýsingar um söluárangur einstakra tegunda í vínbúðunum Heiðrúnu og í Kringlu ekki tiltækar í skrá er ÁTVR búi að jafnaði til. Vandalítið sé þó að gera slíka skrá yfir samtölu sölu í þessum tveimur búðum. Slík skrá yfir sölu í júní sl. hafi verið tekin saman sérstaklega vegna þessa máls, en vegna kröfu um jafnræði milli birgja sé þess óskað að hún verði ekki látin kæranda í té.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá er í umsögninni bent á að samkvæmt reglum nr. 130/2000 sé það í raun val neytenda hverju sinni sem ráði veru tegundar í kjarna. Þannig sé leitast við að tryggja birgjum jafnræði í aðgangi að hillum verslana ÁTVR og þjóna heildarhagsmunum þeirra. Að auki sé reglunum ætlað að tryggja að í verslunum ÁTVR sé hæfileg endurnýjun á vöruúrvali og koma í veg fyrir að þar séu vörur sem ekki svari kröfum neytenda. Síðan segir í umsögninni: "Ástæða þess að birgjum eru ekki látnar í té mánaðarlegar sölutölur þessara vínbúða er sú, að slíkt myndi ýta undir, að birgjar reyni að hafa áhrif á sölu þeirra tegunda, sem þeir flytja inn, með magninnkaupum, sjái þeir fram á að sala þeirra sé ekki nægileg til að halda þeim inni í kjarna. … Salan, og þar með vera tegundar í kjarna, myndi þá ekki endurspegla vilja neytenda svo sem tilgangur neytendakönnunarinnar er." Samkvæmt 2. gr. laga nr. 63/1969, um verslun með áfengi og tóbak, með síðari breytingum, skuli ÁTVR gæta þess að jafnræði gildi gagnvart öllum birgjum áfengis. Í umsögninni kemur að fram að fyrirtækið telji það vera í andstöðu við þessa jafnræðisreglu, ef einum birgi yrðu veittar umbeðnar upplýsingar á undan öðrum. Jafnframt telur fyrirtækið það geta vegið að innbyrðis jafnræði milli birgja, ef þeim væri öllum látnar þær í té, sökum misgóðrar aðstöðu þeirra til að hafa áhrif á sölu einstakra tegunda með magninnkaupum. Af þessum sökum telur fyrirtækið að synja beri kæranda um að skrár með hinum umbeðnu upplýsingum verði unnar fyrir hann.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að því er varðar val verslunarstjóra verslana ÁTVR á allt að 10% af hámarksfjölda sölutegunda er í umsögninni bent á að þeir séu í vali sínu ekki bundnir af öðru en eftirspurn viðskiptavina. Val þeirra sé hins vegar hvorki bundið við ákveðið tímabil né tengt söluárangri einstakra tegunda í Heiðrúnu eða í Kringlu á ákveðnu tímabili. Þannig séu listar yfir vöruval þeirra, hvað þennan hluta vöruúrvalsins varðar, í raun ekki annað en stoðtæki rekstrardeildar hverju sinni við kannanir á vöruúrvali verslana og gefi því litlar sem engar vísbendingar um vöruval þeirra í framtíðinni. Með skírskotun til þeirra upplýsinga um söluárangur einstakra tegunda í Heiðrúnu og Kringlunni, sem getið er að framan og birgjum eru mánaðarlega látnar í té auk þess sem þær eru birtar á netinu og seldar á disklingum, og taka yfir um 90% af vöruúrvaldi hverrar verslunar, telur fyrirtækið ekki þörf á því að birta birgjum sérstaklega upplýsingar um vöruúrval einstakra verslana og hefur því ekki látið vinna þá sérstaklega. Skrám um það sé haldið saman í svonefndum </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Excel-</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">skjölum hjá rekstrardeild ÁTVR. Þær séu hins vegar ekki samkeyrðar í eitt skjal og ekki hægt að samkeyra þær við bókhaldskerfi ÁTVR. Miðað við núverandi verklag, mannskap og tölvuvinnslu eigi fyrirtækið því litla möguleika á að gefa út slíkar skrár auk þess sem þörfin fyrir þær sé vandséð. Með nýju bókhaldskerfi sem tekið verði í notkun í haust verði hins vegar unnt að einkenna vöruúrval hverrar verslunar og verði þær upplýsingar birtar á vefsíðu fyrirtækisins á netinu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í málsatvikalýsingu hér að framan kemur fram að synjanir þær, er kærandi hefur kært til úrskurðarnefndar, voru birtar honum í tölvupósti. Leggja verður til grundvallar að synjanir þessar hafi borist kæranda sama dag og þær voru sendar, enda hefur kærandi ekki haldið öðru fram. Synjun um aðgang að þeim upplýsingum, er fyrra kæruefnið tekur til, var send 9. júní sl. og um síðara kæruefnið hinn 20. s.m. Kæra til úrskurðarnefndar um bæði kæruefnin er hins vegar dagsett 21. júlí sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga byrjar kærufrestur að líða þegar þeim, sem farið hefur fram á aðgang að gögnum, er tilkynnt synjun stjórnvalds. Í 5. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga segir að kæra teljist nógu snemma fram komin ef bréf, sem hana hefur að geyma, er komið til æðra stjórnvalds eða afhent pósti áður en kærufrestur er liðinn. Samkvæmt framansögðu var því sá 30 daga kærufrestur, sem tiltekinn er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, liðinn þegar mál þetta var borið skriflega undir úrskurðarnefnd. Í 1. tölul. 28. gr. stjórnsýslulaga segir að vísa skuli kæru frá, sem borist hefur að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Ekki verður séð að ÁTVR hafi veitt kæranda leiðbeiningar um kærufrest skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, svo sem þó er skylt að gera skv. 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af þeim sökum telur úrskurðarnefnd ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist of seint.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög, en síðarnefndu lögin kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin. … " Samkvæmt 3. mgr. sömu greinar er með persónuupplýsingum m.a. átt við upplýsingar er varða einkamálefni, fjárhagsmálefni eða önnur málefni stofnana, fyrirtækja og annarra lögpersóna, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til þessara laga, er það sagt vera meginmarkmið þeirra "að tryggja mönnum vernd gegn hættu á misnotkun upplýsinga um einkamálefni þeirra sem varðveittar eru og skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti." Með vísan til þessa og athugasemda, er fylgdu 1. gr. frumvarpsins, þar sem m.a. er tekið fram að utan gildissviðs þess falli einstakar tilviljunarkenndar skrár, verður að líta svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd telur að upplýsingar um sölu einstakra tegunda áfengis í verslunum ÁTVR, þ. á m. í búðunum Heiðrúnu og í Kringlunni, séu upplýsingar um fjárhags- og viðskiptamálefni birgja sem 5. gr. laga nr. 121/1989 tekur til aðgangs að að því leyti sem þær eru skráðar með kerfisbundnum hætti í bókhald fyrirtækisins. Þegar stjórnvald hefur unnið upplýsingar upp úr slíkum gögnum og fellt í sérstök yfirlit um afmarkað efni, fellur aðgangur að þeim hins vegar undir upplýsingalög.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í máli þessu liggur fyrir að slíkar upplýsingar hafi ekki verið unnar upp úr bókhaldi fyrirtækisins að öðru leyti en því, að skrá um sölu einstakra tegunda í umræddum vínbúðum í júní sl. var tekin saman í tilefni af kærumáli þessu. Samkvæmt framansögðu og með hliðsjón af beiðni kæranda ber því að fjalla um aðgang að þeirri skrá í úrskurði þessum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af hálfu ÁTVR er synjun um aðgang að upplýsingum um mánaðarlega sölu einstakra tegunda í umræddum vínbúðum á því byggð, að með því sé leitast við að vernda markmið reglna um stjórn á framboði tegunda í verslunum fyrirtækisins og koma í veg fyrir að birgjar freisti þess að hafa áhrif á sölu þeirra. Þegar til þess er litið að upplýsingar þessar tilheyra sölutímabili, sem nú er liðið, eru þeir hagsmunir, sem fyrirtækið byggði synjun sína á, ekki fyrir hendi lengur varðandi þá skrá sem fyrir liggur í málinu varðandi sölu einstakra tegunda í júní 2000. Af þeim sökum ber að veita kæranda aðgang að þeirri skrá enda eiga undantekningarákvæði 4.-6. gr. upplýsingalaga augljóslega ekki við og ekki á þeim byggt af hálfu ÁTVR.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum, sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr. laganna. Eðli máls samkvæmt nær þessi réttur þó einungis til þeirra gagna sem fyrir liggja hjá stjórnvöldum þegar beiðni er borin fram. Á stjórnvöld er því ekki lögð skylda til að útbúa gögn eða afla upplýsinga sérstaklega í tilefni af því að beiðni um það er borin fram.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt umsögn ÁTVR til úrskurðarnefndar eru mánaðarlegar upplýsingar um söluárangur einstakra tegunda í vínbúðunum Heiðrúnu og í Kringlunni að jafnaði ekki tiltækar eða búnar til. Jafnframt liggi upplýsingar um vöruúrval einstakra verslana ekki fyrir í því formi sem kærandi leitar eftir. Með skírskotun til framanritaðs verður ÁTVR því ekki talið skylt að útbúa slík yfirlit sérstaklega í tilefni af beiðni kæranda. Að þessu leyti ber þegar af þeirri ástæðu að staðfesta synjun ÁTVR. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÁTVR ber að veita kæranda […] ehf. aðgang að skrá yfir söluárangur einstakra tegunda áfengis í júní 2000 í vínbúðunum Heiðrúnu og í Kringlunni. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Að öðru leyti er staðfest synjun ÁTVR um aðgang kæranda að umbeðnum gögnum.</FONT><DIV ALIGN=center><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT><BR><BR> |
A-100/2000 Úrskurður frá 10. ágúst 2000 | Kærð var synjun Skipulagsstofnunar um aðgang að minnisblaði og rafpósti sem farið hafði á milli Skipulagsstofnunar og Dönsku vatnafræðistofnunarinnar, umboðsmanns hennar og stjórnvalda við athugun á frekara kísilnámi úr Mývatni. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Vinnuskjal. Eigin afnot stjórnvalds. Upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Synjun staðfest. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 10. ágúst 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-100/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 20. júlí sl., kærði […], formaður stjórnar […], synjun Skipulagsstofnunar, dagsetta 14. júlí sl., um að veita honum aðgang að minnisblöðum og svonefndum rafpósti, sem farið hafi á milli Skipulagsstofnunar og Dönsku vatnafræðistofnunarinnar, umboðsmanns hennar og stjórnvalda við nýafstaðna athugun á frekara kísilgúrnámi úr Mývatni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 24. júlí sl., var kæran kynnt Skipulagsstofnun og henni veittur frestur til að að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 1. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, er kæran laut að, innan sama frests. Umsögn stofnunarinnar, dagsett 1. ágúst sl., barst innan tilskilins frests ásamt umbeðnum gögnum og lista yfir gögn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með umsókn, dagsettri 13. júlí sl., fór kærandi fram á að Skipulagsstofnun léti sér í té öll gögn, þ. á m. minnismiða og tölvupóst, sem fóru á milli stofnunarinnar og Dönsku vatnafræði-stofnunarinnar (Dansk Hydrologisk Institut, Vand og Miljø - DHI), [A], umboðsmanns hennar hér á landi, og stjórnvalda við athugun á frekara kísilgúrnámi úr Mývatni. Samkvæmt áritun Skipulagsstofnunar á umsóknina, dagsettri sama dag, var kæranda veittur aðgangur að ýmsum bréfum sem gengið höfðu á milli stofnunar-innar og annarra aðila vegna málsins. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi ítrekaði erindi sitt 14. júlí sl. með vísun til upplýsingalaga nr. 50/1996 og laga nr. 21/1993 um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál. Þeirri ítrekun svaraði skipulagsstjóri með bréfi, dagsettu 14. júlí sl., þar sem tekið er fram að kæranda hafi þegar verið afhent öll gögn sem hafi að geyma endanlegar upplýsingar um ákvörðun í umræddu máli. Minnisblöð og tölvupóstur hafi hins vegar ekki að geyma upplýsingar sem komið hafi til meðferðar við úrlausn málsins. Aðgangi að slíkum gögnum var því synjað með vísun til 3. tölul. 4. gr. upplýsinga-laga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru sinni til úrskurðarnefndar telur kærandi að gögn þessi geti haft að geyma upplýsingar sem gætu hafa haft áhrif á mat skipulagsstjóra á umhverfisáhrifum áframhaldandi kísilgúrnáms í Syðriflóa Mývatns. Kveðst kærandi eiga óskoraðan rétt til aðgangs að þessum gögnum, enda komi það til kasta stjórnar […] að taka ákvörðun um hvort mati skipulagsstjóra verði skotið til umhverfisráðherra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar, dagsettri 1. ágúst sl., segir m.a. orðrétt um minnisblöð þau sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að: "Minnisblöðin eru milli starfsmanna stofnunarinnar, ætluð til eigin nota og hafa ekki verið afhent til nota annarra." Af þeim sökum lítur stofnunin svo á að þau falli undir 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og séu því undanþegin upplýsingarétti. Í umsögninni er ennfremur bent á að upplýsingar, sem sé að finna í tölvupósti um málið, komi einnig fram í bréfi Skipulagsstofnunar til Dönsku vatnafræðistofnunarinnar, dagsettu 16. maí sl., en afrit af því bréfi hafi þegar verið afhent kæranda. Listi yfir gögn málsins, sem fylgdi umsögninni, ber með sér að kærandi hefur fengið aðgang að öllum þeim gögnum, sem beiðni hans tekur til, að undanskildum tölvupósti, sem farið hefur á milli Skipulags-stofnunar og [A], svo og tölvubréfi frá Náttúruvernd ríkisins til stofnunar-innar sem dagsett er 9. júní sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. </FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í máli þessu er úrlausnarefnið tvíþætt. Í fyrsta lagi hvort kærandi eigi rétt á að fá aðgang að átta minnisblöðum sem starfsmenn Skipulagsstofnunar tóku saman um frekara kísilgúrnám úr Mývatni á tímabilinu 29. febrúar til 18. maí sl. Í öðru lagi hvort hann eigi rétt á að fá aðgang að tölvupósti, sem fór á milli stofnunarinnar og Dönsku vatnafræðistofnunarinnar, tilgreinds umboðsmanns hennar hér á landi og annarra stjórn-valda út af sama stjórnsýslumáli. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt framansögðu hefur kærandi farið fram á að fá aðgang að gögnum úr tilteknu máli, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr." Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. nær réttur til aðgangs að gögnum til allra skjala og annarra gagna, sem mál varða, þ. á m. "gagna sem vistuð eru í tölvu", eins og sérstaklega er tekið fram í niðurlagi 2. tölul. þeirrar málsgreinar. Þar með nær réttur til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum án efa til tölvubréfa, sem stjórnvöld hafa sent eða tekið á móti, nema þau séu undanþegin upplýsingarétti skv. 4. - 6. gr. laganna. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ekki verður séð að neitt þessara undantekningarákvæða taki til þeirra tölvubréfa sem farið hafa á milli Skipulagsstofnunar og [A]. Stofnunin hefur heldur ekki borið því við að fyrrgreint tölvubréf frá Náttúruvernd ríkisins til hennar, dagsett 9. júní sl., út af því máli, sem hér um ræðir, falli undir eitthvert þessara ákvæða. Samkvæmt því ber Skipulags-stofnun að veita kæranda aðgang að umræddum tölvu-bréfum.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga er kveðið á um það að réttur til aðgangs að gögnum taki ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er orðalagið "til eigin afnota" m.a. skýrt með svofelldum hætti: "Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað. Þá geta þau skjöl ekki talist vinnuskjöl sem stafa frá öðrum en hlutaðeigandi stjórnvaldi enda þótt slík gögn hafi orðið til að frumkvæði stjórnvaldsins . . ."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar kemur fram að minnisblöð þau, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, hafi verið rituð af starfsmönnum stofnunarinnar til afnota fyrir þá sjálfa og samstarfsmenn þeirra innan hennar. Minnisblöðin bera það jafnframt með sér að þau hafi verið liður í undirbúningi að uppkvaðningu úrskurðar skipulagsstjóra í málinu. Með vísun til þessa hvors tveggja er fallist á það álit Skipu-lags-stofnunar að um sé að ræða vinnuskjöl sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eftir stendur hins vegar að skera úr því hvort umrædd minnisblöð hafi að geyma upplýsingar, sem ekki verður aflað annars staðar frá, sbr. ákvæðið í niðurlagi 3. tölul. 4. gr. Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga segir svo um þetta ákvæði: "Með síðastnefndu orðalagi er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undan-þiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnu-skjölum."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni minnisblaðanna og telur að þar sé ekki að finna neinar þær upplýsingar um staðreyndir máls þess, sem hér um ræðir, er ekki verði aflað annars staðar frá. Verður því staðfest sú ákvörðun Skipulagsstofnunar að synja kæranda um aðgang að þeim.</FONT><DIV ALIGN=center><BR><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun Skipulagsstofnunar að synja kæranda, […], um aðgang að minnisblöðum starfsmanna hennar um nýafstaðna athugun á frekara kísil-gúrnámi úr Mývatni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skipulagsstofnun er skylt að veita kæranda aðgang að tölvubréfum, sem farið hafa á milli hennar og [A] út af sama stjórnsýslumáli, svo og að tölvubréfi frá Náttúruvernd ríkisins til stofnunarinnar, dagsettu 9. júní sl.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
A-099/2000 Úrskurður frá 3. ágúst 2000 | Kærð var synjun rannsóknarnefndar sjóslysa um að veita aðgang að gögnum sem látin voru rannsóknarnefndinni í té vegna slyss sem kærandi varð fyrir um borð í skipi. Umsögn aðila. Upplýsingaréttur aðila máls. Einkamálefni annarra. Sérstök ákvæði laga um þagnarskyldu. Stjórnvöld geta ekki heitið trúnaði umfram það sem lögbundnar takmarkanir leyfa. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 3. ágúst 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-99/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 28. júní sl., kærði […] hrl., f.h. [A], synjun rannsóknarnefndar sjóslysa, dagsetta 13. júní sl., um að veita honum aðgang að gögnum sem [B] lét rannsóknarnefndinni í té vegna slyss er umbjóðandi hans varð fyrir um borð í m.s. [C] hinn 8. febrúar 1997.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 3. júlí sl., var kæran kynnt rannsóknarnefnd sjóslysa og nefndinni veittur frestur til að að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 17. júlí sl. Jafnframt var því beint til nefndarinnar að leita eftir viðhorfi [B] til aðgangs kæranda að þeim gögnum, er kæran laut að, og láta álit þess fylgja umsögn sinni. Ennfremur var þess farið á leit að úrskurðarnefnd yrðu látin í té afrit af gögnunum sem trúnaðarmál innan sama frests. Umsögn rannsóknarnefndarinnar, dagsett 17. júlí sl., barst innan tilskilins frests, ásamt umbeðnum gögnum og umsögn [D] hdl., f.h. [B], sem dagsett er 14. júlí sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn rannsóknarnefndar sjóslysa, dagsettri 17. júlí sl., kemur fram að nefndin byggir synjun sína m.a. á samþykkt Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar frá 1997. Með bréfi, dagsettu 19. júlí sl., var þess farið á leit að rannsóknarnefndin léti úrskurðarnefnd í té eintak af samþykktinni og upplýsti hvort hún hefði verið birt opinberlega hér á landi. Í tilefni af umsögn umboðsmanns [B], dagsettri 14. júlí sl., var þess ennfremur farið á leit að rannsóknarnefndin innti félagið eftir því hvað það væri nákvæmlega í skjölum þeim, sem kærandi hefði óskað eftir aðgangi að, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt færi, með tilliti til tilgreindra ákvæða í upplýsingalögum nr. 50/1996. Með bréfi rannsóknarnefndarinnar, dagsettu 24. júlí sl., var því hafnað að leita eftir frekari upplýsingum frá [B]. Í bréfinu segir hins vegar að afrit af því, svo og af fyrrgreindu bréfi úrskurðarnefndar, hafi verið sent félaginu. Afrit af samþykkt Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar, </FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Code for the investigation of marine casualties and incidents</FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">,</FONT><I><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT></I><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ódagsettri, barst úrskurðarnefnd hinn 20. júlí sl.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi starfaði sem umsjónarmaður farms um borð í leiguskipi [B], m.s. [C], þegar hann slasaðist við losun gáma úr skipinu í Argentia á Nýfundnalandi hinn 8. febrúar 1997. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi til rannsóknarnefndar sjóslysa, dagsettu 28. apríl sl., tjáði umboðsmaður kæranda að hann hygðist kanna nánar grundvöll til að krefjast bóta vegna slyssins og fór í því skyni fram á að nefndin hefði milligöngu um að afla þeirra gagna um slysið sem kynnu að vera í vörslum [B] eða annarra aðila. Sérstaklega væri leitað eftir upplýsingum um ástand kranans, sem notaður var þegar slysið bar að höndum, svo og upplýsingum um nöfn eiganda og útgerðarmanns skipsins og um vá-trygginga-félag þess. Í bréfinu er þess getið að kærandi hafi áður leitað eftir þessum sömu gögnum hjá félaginu, en það neitað að afhenda þau, nema gegn yfirlýs-ingu um að hann myndi ekki gera neinar kröfur á hendur því vegna slyssins. Slíka yfirlýsingu hafi kærandi ekki fallist á að gefa.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Beiðni kæranda var synjað með bréfi rannsóknarnefndar sjóslysa, dagsettu 13. júní sl. Þar kemur fram að nefndin byggi afstöðu sína á því að upplýsingar, sem hún hafi aflað frá [B] vegna málsins, hafi verið veittar henni í trúnaði. Á þeim grundvelli sé henni því óheimilt að láta þær öðrum í té.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn rannsóknarnefndarinnar til úrskurðarnefndar, dagsettri 17. júlí sl., segir m.a. svo: "Umrædd gögn voru fengin til rannsóknar á orsökum slyss og afhent sem trúnaðar-mál frá útgerð. Með vísan til samþykktar IMO (Alþjóðasiglinga-mála-stofnunar-innar) dags. nóvember 1997 er skýrt kveðið á um að við rannsókn slysa til sjós verði eingöngu miðað við að upplýsa um orsakir slysanna og gögnin verði ekki nýtt til málareksturs fyrir dómi. – Verði sá trúnaður sem skapast hefur milli aðila rofinn, þ.e. að upplýsingar verði eingöngu notaðar til að upplýsa um raunverulegar orsakir slysa í þeim tilgangi einum að auka öryggi sjófarenda, er farið út af þeirri braut sem alþjóðasamtök hafa markað. … Ef rjúfa á það traust sem áunnist hefur milli aðila hvort sem það eru útgerðarfyrirtæki eða sjómenn fara stjórnvöld út af þeirri stefnu alþjóðasamtakanna, sem Íslendingar eru aðilar að, að rannsóknir beinist eingöngu að því að auka öryggi sæfarenda."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn umboðsmanns [B], dagsettri 14. júlí sl., er áhersla lögð á þá hagsmuni, sem í því séu fólgnir að trúnaður megi haldast milli rannsóknarnefndar sjóslysa og þeirra, sem rannsókn beinist að, svo að allir, sem að þeim málum komi, geti án tortryggni lagt sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi til sjós og koma í veg fyrir slys. Vegna þessa og þar sem álitum rannsóknarnefndarinnar sé ekki ætlað að kveða á um sök í sjóslysamálum verði að tryggja að trúnaður sé haldinn, enda séu aðrar leiðir færar til að fá gögn afhent en að krefjast aðgangs að þeim hjá nefndinni.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fyrri málslið 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga er að finna svohljóðandi ákvæði um heimild úrskurðarnefndar um upplýsingamál til þess að gefa stjórnvaldi því, sem í hlut á, kost á að tjá sig fyrir nefndinni: "Nefndin getur veitt hlutaðeigandi stjórnvaldi stuttan frest til þess að láta í té rökstutt álit á málinu áður en því er ráðið til lykta." Í samræmi við þetta ákvæði var rannsóknarnefnd sjóslysa, sem synjað hafði kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum, gefinn kostur á að tjá sig um kæru hans, áður en hún yrði tekin til úrskurðar. Þar eð rannsóknarnefndin hafði byggt synjun sína á afstöðu [B] var því jafnframt beint til nefndarinnar að leita eftir viðhorfi félagsins til kærunnar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í tilefni af umsögn umboðsmanns [B], sem fylgdi umsögn rannsóknarnefndarinnar til úrskurðarnefndar, var því beint til nefndarinnar að inna félagið eftir nánari skýringu á afstöðu þess til framkominnar kæru. Þótt nefndin yrði ekki við þessum tilmælum sendi hún afrit af erindi úrskurðarnefndar þessa efnis til félagsins 24. júlí sl. Hefur félaginu þannig gefist tækifæri til að koma á framfæri frekari skýringum við úrskurðarnefnd, áður en mál þetta var tekið til úrskurðar.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Með hliðsjón af markmiði laganna og athugasemdum er fylgdu frumvarpi til þeirra, hefur úrskurðarnefnd skýrt orðalagið "upplýsingar um hann sjálfan" svo rúmt að það taki til upplýsinga sem varða einstaklinga eða lögaðila sérstaklega. Eins og atvikum þessa máls er háttað, hefur kærandi augljósa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Telst hann því aðili máls í skilningi III. kafla upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 2. og 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er að finna undantekningar frá fyrrgreindri meginreglu 1. mgr. greinarinnar. Í 3. mgr. segir svo: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum." Þá er í 2. mgr. 9. gr. vísað til 4. og 6. gr. laganna, en telja verður að ekkert af þeim ákvæðum eigi við í máli þessu, enda hefur því ekki verið borið við af hálfu rannsóknarnefndar sjóslysa.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með gagnályktun frá síðari málslið 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga verður að telja að sérstök ákvæði laga um þagnarskyldu geti takmarkað aðgang að gögnum, hvort sem í hlut eiga aðilar máls eða aðrir sem ekki eru sérstaklega við það riðnir. Í 230. og 231. gr. siglingalaga nr. 34/1985 er að finna ákvæði um rannsóknarnefnd sjóslysa. Þær greinar hafa ekki að geyma nein sérstök ákvæði um þagnarskyldu. Í fyrrgeindri umsögn umboðsmanns [B] er vitnað til laga nr. 68/2000 um rannsókn sjóslysa. Þar eð þau lög öðlast ekki gildi fyrr en 1. september nk. koma þau þegar af þeirri ástæðu ekki til álita við úrlausn máls þessa.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samþykkt Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar, sem vísað er til í umsögn rannsóknarnefndarinnar, hefur ekki verið birt opinberlega hér á landi. Samþykktin hefur því ekki gildi, svo að skuldbindandi sé, í skiptum eintaklinga og lögaðila við hið opinbera. Ekki verður heldur séð að ákvæði samþykktarinnar standi því í vegi að kærandi fái aðgang að hinum umbeðnu gögnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er tekið fram að stjórnvald geti ekki heitið þeim trúnaði sem gefur upplýsingar. Slíkt verður ekki gert nema ótvírætt sé að upplýsingarnar falli undir einhverja af fyrrgreindum undantekningum frá upplýsingarétti. Fyrirvari [B] þess efnis að gögn þau, sem kærandi óskar eftir aðgangi að, megi ekki koma fyrir sjónir annarra en rannsóknarnefndarinnar hefur því ekkert sjálfstætt gildi þegar leyst er úr máli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér þau gögn sem mál þetta snýst um. Samkvæmt framansögðu er það niðurstaða hennar, með vísun til 1. og 3. mgr. 9. gr. upplýsinga-laga, að gögnin hafi ekki að geyma neinar þær upplýsingar um einkamálefni annarra aðila, sem ástæða sé til að halda leyndum, ef litið er til hagsmuna kæranda af því að fá aðgang að þeim. Rannsóknarnefnd sjóslysa er því skylt að veita honum aðgang að gögnunum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Tekið skal fram að í úrskurði þessum er aðeins leyst úr því hvort kærandi eigi rétt á að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum sem aðili máls. Í samræmi við það hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort aðrir en kærandi eigi rétt á að fá aðgang að þeim. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Rannsóknarnefnd sjóslysa er skylt að veita kæranda,[A], aðgang að gögnum sem [B] lét nefndinni í té vegna slyss er kærandi varð fyrir um borð í m.s. [C] hinn 8. febrúar 1997. </FONT><BR><DIV ALIGN=center></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
A-098/2000 Úrskurður frá 25. júlí 2000 | Kærð var meðferð Borgarbyggðar á beiðni um aðgang að gögnum um kostnað af skólaakstri á Mýrum. Kæruheimild. Meginregla upplýsingalaga. Fjárhags- og viðskiptahagsmunir aðila. Lögbundin verkefni sveitarfélaga. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 25. júlí 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-98/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 30. júní sl., kærði […] hdl., f.h. [A], meðferð Borgarbyggðar á ítrekaðri beiðni hans um aðgang að gögnum um kostnað af skólaakstri á Mýrum á nánar tilgreindum tímabilum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 6. júlí sl., var kæran kynnt Borgarbyggð og því beint til bæjarins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið og ekki síðar en 14. júlí sl. Jafnframt var þess óskað að ákvörðun bæjarins yrði birt kæranda og nefndinni ekki síðar en kl. 16.00 þann dag. Yrði kæranda synjað um aðgang að umbeðnum gögnum var þess ennfremur farið á leit að nefndinni yrðu látin í té afrit þeirra sem trúnaðarmál innan sama frests. Í því tilviki var bænum gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Umsögn bæjarstjóra Borgarbyggðar, dagsett 14. júlí sl., barst innan tilskilins frests ásamt hluta af þeim gögnum sem beiðni kæranda lýtur að.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með samhljóða bréfum til bæjarstjóra Borgarbyggðar, dagsettum 19. apríl og 8. júní sl., fór umboðsmaður kæranda fram á að fá ítarlegri upplýsingar um kostnað af skólaakstri á Mýrum, á skólaárinu 1998/1999 annars vegar og 1999/2000 hins vegar, en fram höfðu komið í bréfi bæjarstjóra til umboðsmanns kæranda, dagsettu 9. mars sl. Þá hafði kæranda verið sent yfirlit um samanburðartölur vegna kostnaðar við þennan akstur fyrir og eftir breytingu sem gerð hafi verið á skipulagi hans í upphafi skólaárs 1998/1999 og leiddi, að því er ráðið verður af gögnum málsins, til þess að eldri samningi við kæranda um aksturinn hafði verið sagt upp. Á yfirliti þessu er að finna upplýsingar um fjölda skólabarna og ekna kílómetra á hverri leið, á dag og á mánuði, á hvoru skólaári um sig. Í bréfinu frá 9. mars sl. koma að auki fram upplýsingar um kostnað af skólaakstri á mánuði á sömu tímabilum. Jafnframt er tekið fram að tveir bílstjórar keyri á sömu töxtum og áður. Taxti annars þeirra hafi hækkað um tiltekna krónutölu á kílómetra, en taxti hins lækkað. Þá hafi ein leið bæst við eftir að skipulagi á akstrinum var breytt. Ekki er hins vegar talin ástæða til að gefa upp taxta einstakra skólabílstjóra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í áðurnefndum bréfum frá 19. apríl og 8. júní sl. kemur fram að umboðsmaður kæranda telur framangreindar upplýsingar ekki fullnægjandi til þess að umbjóðandi hans geti staðreynt sparnaðaráhrif þeirra breytinga sem leitt höfðu til uppsagnar hans. Fer hann því fram á að fá aðgang að reikningum skólabílstjóra vegna skólaaksturs frá byrjun skólaárs 1998 til áramóta 1998/1999 annars vegar og frá byrjun skólaárs 1999 til áramóta 1999/2000 hins vegar. Bréfum þessum var ekki svarað af hálfu Borgar-byggðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn bæjarstjóra Borgarbyggðar til úrskurðarnefndar, dagsettri 14. júlí sl., er áréttað að í bréfi bæjarins til umboðsmanns kæranda, dagsettu 9. mars sl., hafi falist synjun um að veita upplýsingar um taxta einstakra skólabílstjóra, enda sé litið svo á að samningar við einstaka bílstjóra um einingarverð sé trúnaðarmál milli viðsemjenda. Þess í stað hafi kæranda verið látin í té gögn er sýni fram á að breytingar á fyrirkomulagi skólaaksturs skólaárið 1999/2000 hafi skilað áætlaðri hagræðingu í formi færri ekinna kílómetra en áður.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Umsögninni fylgdi sams konar yfirlit og kæranda hafði áður verið látið í té, að við-bættum upplýsingum um kílómetrataxta hvers bílstjóra og kostnað af akstri á hverri akstursleið um sig, á hvoru nefndra tímabila um sig. Auk þess fylgdu í ljósritum sýnishorn mánaðarreikninga frá hverjum bílstjóra um sig á skólaárinu 1999/2000. Í umsögninni er jafnframt tekið fram að einingarverð á kílómetra ráðist m.a. af fjölda nemenda sem ekið er á hverri leið.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og fram kemur í atvikalýsingunni her að framan, hefur kærandi óskað eftir að fá aðgang að fyrirliggjandi gögnum um kostnað Borgarbyggar af skólaakstri á Mýrum á nánar tilgreindum tímabilum. Þau gögn, sem um er að ræða, eru annars vegar yfirlit, þar sem er að finna upplýsingar um þennan kostnað, og hins vegar reikningar hvers skóla-bílstjóra um sig.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í bréfi Borgarbyggðar til umboðsmanns kæranda, dagettu 9. mars sl., er því ekki af-dráttar-laust synjað að láta honum í té upplýsingar um taxta einstakra skólabílstjóra. Vegna þess að bærinn lét undir höfuð leggjast að svara bréfum umboðsmannsins frá 19. apríl og 8. júní sl., þar sem beiðni um aðgang að þessum upplýsingum var ítrekuð, verður að telja að mál þetta hafi réttilega verið kært til úrskurðarnefndar um upplýsingamál skv. 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þar eð bærinn hefur nú skýrt bréf sitt frá 9. mars sl. svo, að með því hafi verið synjað um hinar umbeðnu upplýsingar, mun nefndin taka málið til úrskurðar á grund-velli síðastnefnds lagaákvæðis. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt, þ. á m. ákvæði 5. gr. þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sú grein er svohljóðandi: "Óheimilt er að veita almenn-ingi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um umsamið endurgjald fyrir verk eða þjónustu geti skaðað fjárhags- og viðskiptahagsmuni, þ. m. t. samkeppnisstöðu þeirra einstaklinga og lögaðila sem taka að sér slík verkefni fyrir ríki og sveitarfélög. Það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald skuli fara leynt, verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að einstaklingar og lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. sam-keppnis-laga nr. 8/1993. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í máli því, sem hér er til úrlausnar, hefur kærandi óskað eftir aðgangi að gögnum um kostnað við skólaakstur á vegum sveitarfélags. Í samræmi við 1. mgr. 4. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna, skulu sveitarfélög kosta skóla-akstur og bera ábyrgð á skipulagi hans, eins og tekið er fram í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til þeirra laga. Hér er því um að ræða lögbundið hlutverk sveitar-félaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá verða greiðslur til einstakra skólabílstjóra ekki lagðar að jöfnu við launagreiðslur í skilningi 5. gr. upplýsingalaga þar að þær fela ekki ein-vörðungu í sér endurgjald fyrir vinnu, heldur er þeim jafnframt ætlað að standa straum af öðrum kostnaði við skóla-akstur. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með skírskotun til alls þess, sem að framan segir, er það niðurstaða úrskurðarnefndar að veita beri kæranda aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Eins og beiðni hans er orðuð, verður að líta svo á að hann óski eftir aðgangi að reikningum frá einstökum skóla-bílstjórum, annars vegar frá upphafi skólaársins 1998/1999 og til 31. desember 1998 og hins vegar frá upphafi skólaársins 1999/2000 og til 31. desember 1999, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Borgarbyggð er skylt að veita kæranda, [A], aðgang að yfirliti um kostnað við skólaakstur á Mýrum, þar sem m.a. koma fram umsamin einingarverð fyrir hvern ekinn kílómetra og áætlaðar greiðslur til hvers skólabílstjóra á mánuði, svo og að reikningum frá einstökum bílstjórum vegna tímabilsins frá byrjun skólaárs 1998/1999 til 31. desember 1998 og frá byrjun skólaárs 1999/2000 til 31. desember 1999.</FONT><DIV ALIGN=center></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
A-097/2000 Úrskurður frá 19. júlí 2000 | Kærð var ákvörðun Félagsþjónustu Reykjavíkur að afmá hluta upplýsinga úr dagálsnótum sem fylgdu erindi stofnunarinnar til kæranda. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Kæruheimild. Stjórnvaldsákvörðun. Gildissvið gagnvart barnaverndarlögum. Upplýsingaréttur aðila. Sérákvæði um þagnarskyldu. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur að hluta. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 19. júlí 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. 97/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 14. júní sl., kærði […], þá ákvörðun Félagsþjónustu Reykjavíkur að afmá hluta upplýsinga úr dagáls-nótum, sem fylgdu erindi stofnunarinnar til kæranda, dagsettu 19. ágúst 1999.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 16. júní sl., var kæran kynnt Félagsþjónustunni og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 26. júní sl. Jafnframt var þess farið á leit að úrskurðarnefnd yrðu látin í té afrit þeirra gagna, er kæran laut að, innan sama frests. Að beiðni Félagsþjónustunnar var frestur þessi fyrst framlengdur til 29. júní sl. og síðar til 7. júlí sl. Umsögn stofnunarinnar, dagsett 6. júlí sl., barst innan þess frests ásamt umbeðnum gögnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tók Sif Konráðsdóttir varamaður sæti hans við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik þessa máls má rekja til ársins 1993 þegar barnaverndarnefnd Reykjavíkur lét kanna aðbúnað sonar kæranda. Könnunin fólst í því að aflað var upplýsinga hjá ýmsum aðilum, þ. á m. kæranda, og voru þær færðar í svonefndar dagálsnótur. Leiddi könnunin ekki til frekari aðgerða af hálfu barnaverndaryfirvalda. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi til félagsmálastjóra Reykjavíkurborgar, dagsettu 10. júní 1999, fór kærandi m.a. fram á að fá aðgang að þeim gögnum "sem hrundu máli þessu af stað". Með bréfi Félagsþjónustu Reykjavíkur, dagsettu 19. ágúst 1999, voru kæranda látin í té afrit af tilkynningu um aðbúnað sonar hans, dagsettri 11. júní 1993, og dagálsnótum starfsmanna Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar um meðferð málsins á tímabilinu frá 23. júní til 17. september 1993. Í bréfi Félagsþjónustunnar til kæranda var honum greint frá því að sá, sem tilkynnt hafði um aðbúnað sonar hans, hefði einnig haft upplýsingar sínar frá öðrum einstaklingi sem til þekkti og hefði hann óskað nafnleyndar gagnvart öðrum en barnaverndar-nefnd. Hefði verið orðið við þeirri ósk á grundvelli 15. gr. barnaverndarlaga nr. 58/1992 og texti í dagálsnótum sums staðar afmáður af þeim sökum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kjölfarið fór kærandi ítrekað fram á að fá aðgang að öllum gögnum í framangreindu máli, þ. á m. óheftan aðgang að umræddum dagálsnótum, sbr. bréf hans til Félagsþjónustunnar, dagsett 8. og 27. september 1999. Í svarbréfum stofnunarinnar, dagsettum 10. september og 5. október 1999, er áréttað að kæranda hafi þegar verið veittur aðgangur að þeim gögnum, sem til séu, með þeim takmörkunum, er leiði af ósk eins viðmælanda stofnunarinnar um nafnleynd og gerð er grein fyrir hér að framan. Í síðara svarbréfinu er kæranda leiðbeint um að synjun stofnunarinnar um aðgang að dagálsnótunum megi skjóta til Barnaverndarstofu á grundvelli 9. og 10. gr. reglugerðar nr. 264/1995 um þá stofnun, sbr. 3. gr. barnaverndarlaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 15. október 1999, skaut kærandi synjun Félagsþjónustunnar um óheftan aðgang að nefndum dagálsnótum til Barnaverndarstofu. Með bréfi stofnunarinnar til kæranda, dagsettu 25. febrúar 2000, var honum tilkynnt að hún teldi ekki ástæðu til þess að gera athugasemdir við þessa ákvörðun. Í bréfinu er tekið fram að Barnaverndar-stofa telji ákvörðunina ekki vera "svokallaða stjórnsýsluákvörðun" í skilningi stjórn-sýslulaga nr. 37/1993 og muni því ekki kveða upp formlegan úrskurð í málinu. Hins vegar taki stofnunin afstöðu til þess hvort ákvörðunin uppfylli skilyrði barnaverndarlaga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfum, dagsettum 23. og 28. mars sl., skaut kærandi máli sínu til félagsmála-ráðuneytisins. Í bréfi ráðuneytisins til kæranda, dagsettu 30. maí sl., kemur fram að ráðuneytið telji ekki efni til að kveða upp úrskurð í málinu þar sem Barnaverndarstofa hafi ekki fjallað um þann þátt þess er lýtur að takmörkun á aðgangi að gögnum í vörslu Félagsþjónustu Reykjavíkur. Á hinn bóginn er m.a. bent á það að synjun Félags-þjónustunnar megi kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 14. júní sl., tekur kærandi sérstaklega fram að hann sætti sig við að nafn þess, sem veitt hafi barnaverndarnefnd upplýsingar og jafnframt óskað nafnleyndar, verði numið á brott úr hinum umbeðnu gögnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Félagsþjónustu Reykjavíkur til úrskurðarnefndar, dagsettri 6. júlí sl., segir m.a. að í kjölfar könnunar á grundvelli 18. gr. barnaverndarlaga, í tilefni af tilkynningu um að misfellur væru á uppeldi og aðbúnaði sonar kæranda, hafi verið tekin stjórnsýsluákvörðun sem hafi falið í sér lyktir málsins, án frekari aðgerða. Kærandi hafi verið og sé enn umönnunaraðili og forsjárhafi sonar síns. Verði því að telja að hann eigi lögmætra hagsmuna að gæta varðandi fyrrgreinda ákvörðun og teljist því aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga. Samkvæmt því hafi kæranda verið veittur aðgangur að gögnum málsins á grundvelli barnaverndarlaga, sbr. og 15.–17. gr. stjórnsýslulaga. Ákvörðun um að synja honum um hluta af upplýsingum úr hinum umbeðnu dagálsnótum hafi þannig verið tekin með vísun til 15. gr. barnaverndarlaga til að vernda nafnleynd tilkynnanda, enda hafi þær sérstöku ástæður, sem vísað er til í síðastnefndu lagaákvæði, ekki þótt mæla með því að nafnleynd yrði aflétt. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögninni er tekið fram að ekki hafi verið tekin afstaða til upplýsingaréttar kæranda á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996, enda talið að þau lög gildi ekki um aðgang að gögnum barnaverndarmálsins, sbr. 2. mgr. 2. gr. þeirra. Er þess krafist að málinu verði vísað frá úrskurðarnefnd, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og fram kemur í atvikalýsingunni hér að framan var synjun Félagsþjónustu Reykja-víkur um að veita kæranda óheftan aðgang að hinum umbeðnu gögnum, sem tilkynnt var honum með bréfi stofnunarinnar, dagsettu 19. ágúst 1999, og síðar áréttuð með bréfum hennar, dagsettum 10. september og 5. október 1999, fyrst kærð til úrskurðarnefndar með kæru, dagsettri 14. júní sl. Þá var löngu liðinn sá 30 daga kæru-frestur sem tiltekinn er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. tölul. 28. gr. stjórnsýslulaga segir að hafi kæra borist að liðnum kærufresti skuli ekki vísa henni frá ef afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Fyrir liggur í gögnum málsins að kærandi skaut synjun Félagsþjónustunnar til Barnaverndarstofu tíu dögum eftir að honum var leiðbeint um að hann gæti skotið henni þangað. Frá því að Barnaverndar-stofu barst erindi kæranda liðu síðan rúmir fjórir mánuðir þar til það var afgreitt af hálfu stofnunarinnar. Tæpum mánuði síðar skaut kærandi málinu til félagsmálaráðuneytisins sem afgreiddi það af sinni hálfu rúmum tveimur mánuðum síðar. Að fenginni ábendingu um kæru-heimild til úrskurðarnefndar bar kærandi loks synjunina undir nefndina u.þ.b. tveimur vikum síðar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ekki verður hjá því komist að gera athugasemdir við málsmeðferð Barnaverndarstofu og félagsmálaráðuneytisins. Í stað þess að ganga úr skugga um, hvort beiðni kæranda um óheftan aðgang að hinum umbeðnu gögnum byggðist á stjórnsýslulögum eða upplýsinga-lögum, fjallaði Barnaverndarstofa einvörðungu um það hvort synjun Félagsþjónustunnar hafi uppfyllt skilyrði barnaverndarlaga, eins og tekið er fram í bréfi stofnunarinnar til kæranda, dagsettu 25. febrúar sl. Ef niðurstaðan hefði orðið sú að beiðni kæranda byggðist á stjórnsýslulögum og stofnunin væri stjórnvald, "sem ákvörðun í málinu verður kærð til", í skilningi 2. mgr. 19. gr. þeirra laga hefði stofnuninni borið að taka málið til formlegs úrskurðar í samræmi við þá kæruheimild, sem þar er að finna, sbr. 31. gr. laganna. Að öðrum kosti hefði stofnunin átt að veita kæranda leiðbeiningar um það hvert hann gæti skotið synjun Félagsþjónustunnar, sbr. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Þá var afgreiðsla félagsmálaráðuneytisins á erindi kæranda heldur ekki fyllilega í samræmi við fyrirmæli stjórnsýslu- og upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til þess, sem að framan greinir, telur úrskurðarnefnd rétt að taka kæruna til greina, þótt hún hafi borist of seint, enda verður að telja afsakanlegt að hún hafi ekki borist innan lögmælts kærufrests. Þá er heldur ekki liðinn frestur sá sem tilgreindur er í 2. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga.</FONT><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og fram kemur í kaflanum um málsatvik hér að framan, leiddi könnun barnaverndar-yfirvalda á sínum tíma á aðbúnaði sonar kæranda ekki til frekari aðgerða af þeirra hálfu. Sú ákvörðun að hafast ekkert frekar að í málinu verður ekki talin stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1.gr. stjórnsýslulaga þar sem ekki verður séð að með henni hafi verið bundinn endi á málið með formlegum hætti. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur áður skýrt 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga svo að ljúki stjórnsýslumáli ekki með eiginlegri stjórnvaldsákvörðun skuli III. kafli upplýsingalaga gilda um aðgang aðila máls að gögnum þess, en ekki 15. - 17. gr. stjórnsýslulaga, sbr. t.d. úrskurð nefndarinnar í máli nr. A-29/1997 sem upp var kveðinn 20. nóvember 1997. Samkvæmt þessu hefur mál þetta réttilega verið kært til nefndarinnar skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir svo í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga verður jafnframt dregin sú ályktun að sérákvæði laga um þagnarskyldu geti takmarkað rétt aðila máls til aðgangs að gögnum skv. 1. mgr. 9. gr. laganna. Eitt þessara ákvæða er 15. gr. barnaverndarlaga þar sem segir: "Ef sá sem tilkynnir barnaverndarnefnd óskar nafnleyndar gagnvart öðrum en nefndinni skal það virt nema sérstakar ástæður mæli því gegn." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna þegar þau voru upphaflega sett, segir m.a. um þetta ákvæði: "Það er mikilvægt að upplýsingar berist greiðlega til barnaverndaryfirvalda. Með því að tryggja almenningi nafn-leynd er greitt fyrir því að svo verði. Nafnleyndin hefur þann tilgang að stuðla að bættri barnavernd."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með hliðsjón af hinum tilvitnuðu ummælum verður að líta svo á að löggjafinn hafi ætlast til þess, ekki síst með tilliti til hagsmuna þeirra barna sem í hlut eiga, að hið tilvitnaða ákvæði í 15. gr. barnaverndarlaga verði túlkað fremur rúmt en þröngt. Í því máli, sem til úrlausnar er, var sá, sem tilkynnti barnaverndar-nefnd um að aðbúnaði sonar kæranda væri ábótavant, starfsmaður barnaverndarráðs á þeim tíma. Hann kvaðst m.a. hafa fengið þessar upplýsingar frá öðrum einstaklingi sem óskaði nafnleyndar gagnvart öðrum en barna-verndar-nefnd. Með vísun til markmiðs ákvæðisins í 15. gr. barnaverndarlaga, sem gerð er grein fyrir hér að framan, verður að líta svo á að halda beri nafni þessa einstaklings leyndu fyrir kæranda, enda verður að telja að þeir hagsmunir, sem mæla með því að upp-lýsingum um hann sé haldið leyndum, vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Verður heldur ekki talið að þær sérstöku ástæður, sem vitnað er til í niðurlagi 15. gr. barnaverndarlaga, séu fyrir hendi, eins og skilmerkilega er gerð grein fyrir í bréfi félagsmálaráðuneytisins til kæranda, dagsettu 30. maí sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með vísun til þessa er Félagsþjónustu Reykjavíkur óskylt að veita kæranda aðgang að upplýsingum um nafn og persónulega hagi þess einstaklings sem óskað hefur nafnleyndar samkvæmt framansögðu og fram koma í hinum umbeðnu dagálsnótum. Ljósrit af nótunum fylgir því eintaki af úrskurði þessum sem sent verður Félagsþjónustunni þar sem úrskurðarnefnd hefur merkt við þær upplýsingar sem hún telur að halda skuli leyndum fyrir kæranda. Veita ber honum aðgang að öðru efni nótanna skv. 7. gr. upplýsingalaga. </FONT><DIV ALIGN=center></DIV><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hin kærða ákvörðun Félagsþjónustu Reykjavíkur er staðfest, að öðru leyti en því að veita ber kæranda, […], aðgang að hluta af umbeðnum dagálsnótum, eins og gerð er grein fyrir hér að framan. </FONT><BR><BR><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR> |
A-096/2000 Úrskurður frá 6. júlí 2000 | Kærð var synjun úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um að láta kæranda í té ljósrit af þeim færslum í fundargerðum nefndarinnar er vörðuðu umfjöllun hennar um tvö kærumál vegna framkvæmda við barnaspítala á lóð Landspítalans við Hringbraut. Vinnuskjöl. Upplýsingar ekki að finna annars staðar. Skylt að veita ljósrit af umbeðnum gögnum. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 6. júlí 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-96/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 31. maí sl., kærði […], synjun úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dagsetta 22. maí sl., um að láta honum í té ljósrit af þeim færslum í fundargerðum nefndarinnar er varða umfjöllun hennar um tvö kærumál vegna framkvæmda við barnaspítala á lóð Landspítalans við Hringbraut, hér í borg.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 7. júní sl., var kæran kynnt úrskurðarnefnd skipulags- og byggingar-mála og nefndinni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 15. júní sl. Að beiðni nefndarinnar var frestur þessi framlengdur til 3. júlí sl. Umsögn nefndarinnar, dagsett 1. júlí sl., barst í tölvupósti hinn 4. júlí sl. og frumrit hennar hinn 6. júlí.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik máls þessa eru þau að með bréfi til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dagsettu 5. maí sl., fór kærandi fram á að fá ljósrit af tilteknum gögnum í tveimur kærumálum vegna framkvæmda við barnaspítala á Landspítalalóð. Af gögnum málsins verður ráðið að um er ræða mál nr. 38/1998, sem lokið var með úrskurði 4. febrúar 1999, og mál nr. 27/1999 sem lokið var með úrskurði 16. september 1999. Mál þessi varða bæði byggingarleyfi fyrir barnaspítalann. Nánar tiltekið fór kærandi fram á að fá ljósrit af 1) fundargerðum nefndarinnar, þegar fjallað var um þessi mál, 2) skrá um bréf, sem nefndin hefði sent vegna þeirra, og 3) dagbókarfærslum um gögn þeirra og listum yfir málsgögn.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála til kæranda, dagsettu 22. maí sl., voru honum látnir í té listar yfir málsgögn og fylgiskjöl í hvoru kærumáli um sig, ásamt útskrift úr tölvufærðri bréfadagbók nefndarinnar þar sem m.a. var að finna yfirlit um móttekin og útsend erindi í hvoru máli um sig. Í stað ljósrita af viðeigandi fundargerðum nefndarinnar voru bókanir um hvort mál um sig dregnar út og færðar í sérstakt endurrit sem sent var kæranda. Auk þeirrar samantektar voru honum send endurrit af úrskurðum í hvoru kærumáli um sig, þar sem fram kom hvaða nefndarmenn höfðu haft þau til meðferðar. Jafnframt var sérstaklega tekið fram í áðurnefndu bréfi til kæranda að þessir nefndarmenn, sem væru aðalmenn í nefndinni, hefðu undantekningarlaust setið alla þá fundi sem getið væri í samantekt um bókanir um málin á fundum nefndarinnar.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 31. maí sl., benti kærandi á að í umræddri samantekt kæmi ekki fram hverjir hefðu setið fundi nefndarinnar og hverjir hefðu komið til fundar við hana vegna þessara mála, ef því hefði verið að skipta. Þá kæmi ekki fram hvaða gögn hefðu verið lögð fram á hverjum fundi. Af þeim sökum taldi hann samantektina ekki koma í stað ljósrita eða staðfestra eftirrita af fundargerðum nefndarinnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dagsettri 1. júlí sl., er bent á að í samantektinni sé efnislega greint frá öllum bókunum nefndarinnar í hlutaðeigandi málum. Jafnframt hafi nefndin gert kæranda sérstaka grein fyrir því hvaða nefndarmenn hafi tekið þátt í meðferð þeirra á fundum hennar. Engar bókanir séu hins vegar færðar um hverjir hafi komið á fundi nefndarinnar eða hvaða gögn séu lögð þar fram. Skjöl, sem nefndinni berast, séu færð í tölvukeyrt skjalavistunarkerfi nefndarinnar og afrit af þeim oftast send nefndarmönnum milli funda. Þetta vinnulag gefi því ekki tilefni til að fram-lagning skjala á fundum sé sérstaklega færð til bókar. Að þessu athuguðu sé samantektin því efnislega tæmandi um það sem bókað hafi verið um mál þessi á fundum nefndarinnar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá er í umsögninni bent á það að ekki hvíli lagaskylda á úrskurðarnefndinni til að halda fundargerðabók, svo sem títt sé um önnur stjórnvöld, þ. á m. sveitarstjórnir og nefndir þeirra. Slík bók hafi þó verið haldin um fundi nefndarinnar til 1. október 1999, aðallega til þess að halda saman upplýsingum um fundina sjálfa og hverjir hafi setið þá. Frá þeim tíma hafi fundarskrá hins vegar verið færð í tölvu.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Synjun úrskurðarnefndarinnar um að láta í té ljósrit úr fundargerðabókinni sé annars vegar byggð á því að umræddar fundargerðir séu vinnuskjöl nefndarinnar og að þær hafi verið haldnar umfram skyldu. Hins vegar hafi kæranda þegar verið látin í té eftirrit af bókunum nefndarinnar um hlutaðeigandi mál sem staðfest séu af framkvæmdastjóra hennar. Telji nefndin það fullnægjandi afgreiðslu á erindi kæranda.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd um upp-lýsinga-mál hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dagsettri 1. júlí sl., kemur fram að á þeim tíma þegar kærumál þau, sem kærandi hefur óskað eftir upplýsingum um, voru til meðferðar hjá nefndinni voru færðar fundargerðir um það, sem fram fór á fundum hennar, í sérstaka fundargerðabók. Álitaefni það, sem til úrlausnar er í þessu máli, er það hvort kærandi eigi rétt á því samkvæmt upplýsingalögum nr. 50/1996 að fá afhent ljósrit af fundargerðum af þeim fundum, þar sem fjallað var um fyrrgreind kærumál. </FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4. - 6. gr." Í 3. tölul. 4. gr. laganna er tekið fram að réttur almennings að gögnum taki ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir m.a. svo um þetta síðarnefnda ákvæði: "Þegar matskennd stjórnvaldsákvörðun er tekin verða stjórnvöld iðulega að vega og meta mörg ólík sjónarmið. Af þessu leiðir að einatt tekur það einhvern tíma að móta afstöðu stjórnvalds til fyrirliggjandi máls og á því tímabili kunna ólík sjónarmið að hafa mismunandi vægi og breytast, t.d. ef fram koma ítarlegri upplýsingar um málsatvik. Gögn, sem til verða á þessum tíma, þurfa því ekki að endurspegla réttilega að hvaða niðurstöðu er stefnt. Er því lagt til að farin verði sama leið og í stjórnsýslulögunum […] að vinnuskjöl stjórnvalds verði undanþegin upplýsingarétti." Ennfremur segir í athuga-semdunum: " … er ekki hægt að tilgreina með tæmandi hætti hvaða gögn teljast vinnuskjöl í skilningi ákvæðisins. Við nánari skýringu þess verður að líta sérstaklega til þess hvort upplýsingarnar snerta atriði sem kunna að breytast eða hafa breyst við nánari skoðun eða umfjöllun."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af þessum ummælum er ljóst að þau skjöl geta ein talist vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga sem ætla má að kunni að breytast í meðförum stjórnvalds áður en endanleg stjórnvaldsákvörðun verður tekin. Þar af leiðandi geta fundargerðir, þar sem ekki er að finna drög eða tillögur að ákvörðunum, heldur einungis upplýsingar um það, sem fram fer á fundum stjórnsýslunefndar á borð við úrskurðarnefnd skipulags- og byggingar-mála, ekki flokkast undir vinnuskjöl samkvæmt upplýsingalögum. Skiptir í því efni ekki máli þótt fundargerðirnar hafi verið færðar, án þess að það væri skylt að lögum. Þar eð úrskurðarnefndin hefur ekki fært fram önnur viðhlítandi rök fyrir þeirri ákvörðun sinni að synja kæranda um aðgang að fyrrgreindum fundargerðum ber henni að veita honum aðgang að þeim.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 2. mgr. 12. gr. upplýsingalaga er að finna svofellt ákvæði: "Sé farið fram á að fá ljósrit af skjölum skal orðið við þeirri beiðni, nema skjölin séu þess eðlis eða fjöldi þeirra svo mikill að það sé vandkvæðum bundið." Með vísun til þeirrar meginreglu, sem þar er mælt fyrir um, ber úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála að láta kæranda í té ljósrit af fundargerðum þeim þar sem fjallað er um þau kærumál sem beiðni hans lýtur að. Ekki verður talið að undantekningar þær, sem greindar eru í niðurlagi 2. mgr. 12. gr., eigi við, enda getur úrskurðarnefndin notfært sér heimild 3. mgr. 12. gr. til að fela öðrum að sjá um ljósritun fundargerðanna hafi hún ekki aðstöðu til þess að ljósrita þær. Þótt kæranda hafi verið látið í té staðfest endurrit af einstökum bókunum úr fundargerðunum breytir það heldur engu um þessa niðurstöðu, vegna þess að í 2. mgr. 12. gr. er mælt fyrir um skyldu stjórnvalds til að láta í té ljósrit af skjölum, sé þess óskað. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í ljósi þess áskilnaðar 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, að umbeðin gögn skuli varða tiltekið mál, ber að skilja beiðni kæranda svo að hann óski eftir ljósritum af fundar-gerðum þeirra funda, þar sem fjallað var um umrædd kærumál, að undanskildum bókunum um önnur mál. Þó er ekkert því til fyrirstöðu að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála afhendi honum ljósrit af fundargerðunum í heild, nema fyrirmæli laga um þagnarskyldu standi því í vegi, sbr. 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingar-mála er skylt að afhenda kæranda, […], ljósrit af fundargerðum þeirra funda nefndarinnar, þar sem fjallað var um kærumálin nr. 38/1998 og 27/1999, að undanskildum bókunum um önnur mál sem þar kann að vera að finna.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
A-095/2000 Úrskurður frá 26. apríl 2000 | Kærð var meðferð Ríkisútvarpsins á beiðni um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf deildarstjóra svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Akureyri. Kæruheimild. Kærandi þegar fengið umbeðnar upplýsingar. Frávísun. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B><BR></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 26. apríl 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-95/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 7. apríl sl., kærði […], meðferð Ríkisútvarpsins á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf deildarstjóra svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Akureyri. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eins og mál þetta er úr garði gert, taldi úrskurðarnefnd ekki ástæðu til að leita eftir umsögn Ríkisútvarpsins um kæruna, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru þeirra Elínar Hirst og Valtýs Sigurðssonar tóku þau Ólafur E. Friðriksson og Sif Konráðsdóttir varamenn sæti þeirra við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi óskaði hinn 4. apríl sl. eftir upplýsingum um nöfn umsækjenda um starf deildarstjóra svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Akureyri. Samkvæmt auglýsingu bar að skila umsóknum til skrifstofu starfsmannastjóra Ríkisútvarpsins fyrir 3. apríl sl.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt tölvubréfi til kæranda, dagsettu 4. apríl sl., var honum tilkynnt að nöfn umsækj-enda um starfið yrðu birt að morgni næsta dags og að honum yrðu þá send þau með tölvupósti.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar telur kærandi að Ríkisútvarpið hafi með þessari meðferð beiðninnar brotið upplýsingalög og óskar eftir að úrskurðarnefnd úrskurði í málinu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum málsins höfðu kæranda verið látnar í té þæ upplýsingar, sem hann óskaði eftir, þegar hann kærði meðferð á beiðni sinni til úrskurðarnefndar. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er einungis unnt að kæra til úrskurðarnefndar "synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum" eða "synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum." Þá er kæruheimild sú, sem er að finna í 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, bundin því skilyrði að stjórnsýslumál sé ekki til lykta leitt, eins og ráðið verður af athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til þeirra laga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þar eð kæranda hafa þegar verið veittar þær upplýsingar, sem beiðni hans tók til, brestur samkvæmt framansögðu skilyrði til að skjóta meðferð á beiðninni til úrskurðarnefndar. Ber því að vísa kærunni frá nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæru […] á hendur Ríkisútvarpinu vegna meðferðar á beiðni hans um aðgang að upplýsingum um umsækjendur um starf deildarstjóra svæðisstöðvar Ríkis-útvarps-ins á Akureyri er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
A-094/2000 Úrskurður frá 26. apríl 2000 | Kærð var synjun Veiðimálastofnunar um að veita aðgang að upplýsingum um hvernig árleg laxveiði í net í Ölfusá/Hvítá á tímabilinu 1990–1999 hafi skipst á milli þeirra sem hana stunda. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 26. apríl 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. 94/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 4. apríl sl., kærði […], f.h. [A], synjun Veiðimálastofnunar, dagsetta 16. mars sl., um að veita stjórninni aðgang að upplýsingum um hvernig árleg laxveiði í net í Ölfusá/Hvítá hafi skipst á milli þeirra, er hana stunda, á tímabilinu 1990-1999.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 6. apríl sl. var kæran kynnt Veiðimálastofnun og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 17. apríl sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál gögn þau, er kæran laut að, innan sama frests. Umsögn Veiðimálastofnunar, dagsett 13. apríl sl., barst innan tilskilins frests ásamt yfirliti um skiptingu veiðinnar eftir einstökum veiðijörðum á árinu 1998.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru þeirra Elínar Hirst og Valtýs Sigurðssonar tóku þau Ólafur E. Friðriksson og Sif Konráðsdóttir varamenn sæti þeirra við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi til Veiðimálastofnunar, dagsettu 9. mars sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að gögnum í vörslu stofnunarinnar sem sýni með nákvæmri sundurliðun hvernig netaveiði í Ölfusá/Hvítá hafi skipst á milli þeirra, sem stunda laxveiðar í net, á hverju ári aftur til ársins 1990.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 16. mars sl., synjaði Veiðimálastofnun um að veita kæranda upplýsingar um sundurliðaðan afla einstakra veiðiréttarhafa með vísun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í bréfinu kemur fram að stofnunin telur þessar upplýsingar geta verið viðkvæmar og að þær hafi ekki verið veittar aðilum, sem ekki tengist þeim með beinum hætti, án samþykkis viðkomandi veiðiréttarhafa. Hins vegar er bent á að heildarupplýsingar um veiði í ám og vötnum hafi verið teknar saman og birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Jafnframt sé hægt að láta í té upplýsingar um heildarstangveiði og -netaveiði á umræddu svæði, ef eftir því verði leitað.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar leggur kærandi áherslu á að fyrirspurn hans varði aðeins fjölda veiddra laxa, en ekki tekjur af sölu þeirra. Af þeim sökum dregur hann í efa að heimilt sé að takmarka aðgang að þessum upplýsingum vegna fjárhagslegra hagsmuna veiðiréttarhafa.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Veiðimálastofnunar til úrskurðarnefndar er áréttað að stofnunin líti svo á að umbeðnar upplýsingar snerti fjárhag einstaklinga. Á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga telji stofnunin því óheimilt að veita aðgang að þeim. Umsögninni fylgir yfirlit um veiði á svæðinu á árinu 1998 samkvæmt veiðiskýrslum, skipt eftir einstökum veiðijörðum. Í umsögninni er tekið fram að ekki hafi borist skýrslur frá öllum sem eigi kost á að veiða í net á umræddu svæði. Líklegast sé að flestir þeirra hafi ekki reynt að veiða eða enginn afli orðið. Skýrslunar séu því nokkuð tæmandi um laxveiði í net á svæðinu. Að lokum er tekið fram að ekki hafi verið unnt að vinna sams konar yfirlit allt aftur til ársins 1990 á þeim skamma tíma sem veittur hafi verið til umsagnar um kæruna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Úrskurðarnefnd hefur skýrt umrætt ákvæði svo að hafi upplýsingar verið felldar í afmörkuð skjöl, eitt eða fleiri, falli aðgangur að þeim undir upplýsingalög. Samkvæmt því fellur aðgangur að einstökum veiðiskýrslum og sérstökum yfirlitum, sem unnin hafa verið upp úr skýrslunum undir þau lög, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. þeirra.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.–6. gr." Í 5. gr. laganna segir síðan: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á því hvaða fjárhagsmálefni einstaklinga séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þau fari leynt, að óheimilt sé að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 76/1970 er landeiganda einum heimil veiði í vatni á landi sínu, enda sé ekki öðru vísi mælt í lögunum. Í rétti til lax- og silungsveiði eru þannig fólgin hlunnindi sem njóta verndar eins og hver önnur eignarréttindi. Vegna þess að lax er eftirsóttur fiskur til neyslu er hann verðmætur og því hefur nýting laxveiðiréttar fjárhagslega þýðingu fyrir landeiganda. Að auki er hægur vandi að afla upplýsinga um verð lax á markaði og þar af leiðandi tiltölulega auðvelt að áætla tekjur hvers landeiganda af veiðinni ef fyrir liggur hve mikil hún hefur verið. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 12. gr. laga nr. 76/1970 er mælt fyrir um að hver sá, sem veiði stundar, skuli gefa skýrslu um veiði sína til veiðimálastjóra, sem fer með stjórn veiðimála samkvæmt lögunum, sbr. 1. mgr. 86. gr. þeirra. Þessi skýrslugjöf leiðir ekki sjálfkrafa til þess að öllum sé heimill aðgangur að skýrslunum til að kynna sér efni þeirra, heldur ræðst það af lögum og eðli máls, þ. á m. af ákvæðum upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í því máli, sem hér er til úrlausnar, fer kærandi fram á að fá aðgang að upplýsingum um hvernig netaveiði í Ölfusá/Hvítá hafi skipst á milli þeirra, sem stunda laxveiðar í net, á ári hverju á tilteknu árabili. Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að upplýsingar þessar varði fjárhagsmálefni einstakra landeigenda, sem hlut eiga að máli, og séu jafnframt þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga. Með vísun til þess ber að staðfesta hina kærðu ákvörðun.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er sú ákvörðun Veiðimálastofnunar að synja kæranda, stjórn Landssambands stangarveiðifélaga, um aðgang að upplýsingum um hvernig árleg laxveiði í net í Ölfusá/ Hvítá hafi skipst á milli þeirra, er hana stunda, á tímabilinu 1990-1999.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur E. Friðriksson </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR><BR> |
A-093/2000 Úrskurður frá 7. febrúar 2000 | Kærð var meðferð Vestmannaeyjabæjar á 31 umsókn um aðgang að margvíslegum upplýsingum og gögnum. Meginregla upplýsingalaga. Stjórnvaldi bar að skýra aðila frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar væri að vænta. Ekki hægt að synja um aðgang að gögnum á grundvelli fjölda beiðna. Ámælisverður dráttur á afgreiðslu erinda úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Aðgangur veittur. | <P> <DIV align=center> <P><B>ÚRSKURÐUR</B></P></DIV><BR><BR>Hinn 7. febrúar 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-93/2000:<BR><BR> <DIV align=center><B>Kæruefni</B></DIV><BR>Með bréfum, dagsettum 9., 23., 30. og 31. ágúst sl. og 1., 3., 6., 13., 16., 20. og 21. september sl., kærði […], meðferð Vestmannaeyjabæjar á 31 umsókn hans um aðgang að margvíslegum upp-lýsingum og gögnum.<BR>Með bréfum, dagsettum 16. og 25. ágúst sl., 3. september sl. og 14. október sl., leitaði úrskurðarnefnd eftir skýringum á töfum á afgreiðslu umsókna frá kæranda um aðgang að umræddum upplýsingum og gögnum. Í síðastnefndu bréfi var jafnframt farið fram á að nefndin yrði upplýst um það, eigi síðar en 25. október sl., hvernig umsóknirnar hefðu verið afgreiddar. Erindum þessum var ekki svarað. Með bréfum til úrskurðarnefndar, dagsettum 25. október og 1. nóvember sl., ítrekaði kærandi erindi sín fyrir nefndinni. Þá leitaði kærandi til forsætisráðuneytisins með bréfum, dagsettum 9. og 29. nóvember sl., og kvartaði yfir óhóflegum drætti á afgreiðslu mála sem hann hefði beint til nefndarinnar. Af því tilefni beindi forsætisráðuneytið því til nefndar-innar með bréfi, dagsettu 1. desember sl., að hún upplýsti ráðuneytið um ástæður tafanna og hvenær þess mætti vænta að mál kæranda yrðu afgreidd.<BR><BR>Með bréfi, dagsettu 9. desember sl., skoraði nefndin á Vestmannaeyjabæ að taka afstöðu til umsókna kæranda og gera honum og nefndinni grein fyrir afgreiðslu þeirra fyrir 17. desember sl. Í því tilviki, að synjað yrði um aðgang að þeim upplýsingum og gögnum er umsóknirnar lutu að, var þess jafnframt óskað, að nefndinni yrðu látin í té afrit af gögnunum sem trúnaðarmál innan sama frests. Auk þess var bæjaryfirvöldum gefinn kostur á að koma að athugasemdum við ofangreindar kærur innan sömu tímamarka. Með bréfi til nefndarinnar, dagsettu 18. desember sl., greindi kærandi frá því að Vestmannaeyjabær hefði enn ekki orðið við framangreindri áskorun nefndar-innar.<BR><BR>Í bréfi, dagsettu 23. desember sl., gerði bæjarritarinn í Vestmannaeyjabæ svohljóðandi grein fyrir afstöðu bæjarins: "Það tilkynnist hér með til úrskurðarnefndar um upp-lýsinga-mál að Vestmannaeyjabær mun að svo komnu máli hvorki svara bréfum frá […] hér í bæ, né heldur senda honum nokkur gögn. Bréf frá honum verða endursend og ekki bókuð inn í bréfasafn bæjarins. – Ákvörðun þessi er hrein neyðarráðstöfun og gerð til þess að u.þ.b. 10 bæjarstarfsmenn fái áreitislaust að sinna þeirri vinnu sem þeir eru ráðnir til en það eru einkum starfsmenn við skjala-vörslu og ritun. […] hefur á þessu ári sent um 450 bréf og fyrirspurnir, eða um 2 á hverjum virkjum degi. Á árinu 1998 voru bréfin 319 og 39 á árinu 1997. Á þremur árum eru þetta um 800 bréf og fyrirspurnir og hefur þeim flestum verið svarað." Bréfi þessu fylgdu afrit af erindum kæranda til bæjarins á síðastliðnu ári. Afrit af bréfinu voru send kæranda og félagsmálaráðuneytinu.<BR><BR>Með bréfi úrskurðarnefndar, dagsettu 30. desember sl., var Vestmannaeyjabæ greint frá því að nefndin myndi í ljósi framangreindrar afstöðu bæjaryfirvalda taka ofangreindar kærur til efnislegrar meðferðar. Af þeim sökum var þess farið á leit að staðfest yrði að skjöl þau, sem kærandi hafði óskað eftir aðgangi að, væru öll fyrir hendi og í vörslum Vestmannaeyjabæjar. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af skjölum, auðkenndum hér á eftir nr. 3–4, 7–11, 13–17 og 23–30 hið allra fyrsta. Ennfremur var bæjaryfirvöldum gerð grein fyrir því, að hefði svar bæjarins og umbeðin skjöl ekki borist fyrir 12. janúar sl, yrðu kærurnar teknar til úrskurðar án frekari fyrirrvara, enda þótt nefndarmenn hefðu ekki haft tök á að kynna sér efni skjalanna. <BR><BR>Með bréfi, dagsettu 12. janúar sl., barst úrskurðarnefnd svar Vestmannaeyjabæjar ásamt afritum af þeim skjölum sem er að finna í bréfasafni bæjarins.<BR><BR> <DIV align=center><B>Málsatvik</B><BR></DIV><BR>Kærandi hefur sent Vestmannaeybæ umsóknir um aðgang að eftirtöldum upplýsing-um og gögnum á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996:<BR> <UL>1. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um starf uppeldisfulltrúa við barna-skólann, sbr. umsókn dagsetta 20. júlí sl.<BR>2. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um tvö störf skólavarða við barna-skólann, sbr. umsókn dagsetta 20. júlí sl.<BR>3. Árituðum reikningum bæjarsjóðs og stofnana hans, þ.m.t. Þróunarsjóðs, ásamt athugasemdum skoðunarmanna, sbr. umsókn dagsetta 6. júlí sl.<BR>4. Fundargerðum Herjólfsdalsnefndar, sbr. umsókn dagsetta 14. júlí sl.<BR>5. Úttektareyðublöðum á verklagsreglum, vistuðum í sérstakri möppu merktri "Skráningar", samkvæmt samningi um rekstur sorpeyðingarstöðvar, sbr. umsókn dagsetta 14. júlí sl.<BR>6. Áætlun um úrbætur í ferlimálum og aðgengi fatlaðra í stofnunum Vestmannaeyjabæjar, samþykktri í bæjarstjórn 24. september 1998, sbr. umsókn dagsetta 14. júlí sl.<BR>7. Tilboði [A] og [B] í innheimtur fyrir Vestmanna-eyjabæ, sbr. umsókn dagsetta 14. júlí sl.<BR>8. Samningi Vestmannaeyjabæjar og [C] byggingavöruverslunar um að allar stofnanir bæjarsjóðs fái 14% viðskiptaafslátt í [C] frá 12. júlí sl., sbr. umsókn dagsetta 5. ágúst sl.<BR>9. Tillögu veitustjóra um stofnun einkahlutafélags til að standa að nýtingu vindorku til orkuframleiðslu, sbr. umsókn dagsetta 23. ágúst sl.<BR>10. Svari Þróunarfélags Vestmannaeyja vegna erindis frá [D], sem menn-ingar-málanefnd tók fyrir 23. september 1998, sbr. umsókn dagsetta 20. ágúst sl.<BR>11. Verksamningi við [E] hf. vegna endurbyggingar Landlystar, sbr. umsókn dag-setta 20. ágúst sl.<BR>12. Ársreikningi kertaverksmiðjunnar [F] vegna ársins 1998, sbr. umsókn dagsetta 20. ágúst sl.<BR>13. Bréfi frá [G], dags. 17. ágúst sl., um opnunartíma á [H] og [I], sbr. umsókn dagsetta 23. ágúst sl.<BR>14. Bréfi frá fjármálaráðuneyti, dagsett 12. ágúst sl., þar sem því er hafnað að gangast í fjárhagslega ábyrgð vegna lífeyrisskuldbindinga starfsmanna Sjúkrahúss Vestmannaeyja, sbr. umsókn dagsetta 23. ágúst sl.<BR>15. Greinargerð veitustjóra vegna fyrirspurnar um fatasöfnun o.fl., lagðri fram í veitustjórn 11. júní sl., sbr. umsókn dagsetta 23. ágúst sl.<BR>16. Verksamningi við [J] ehf. um uppsetningu lyftu í Hamarsskóla, sbr. umsókn dagsetta 29. júlí sl.<BR>17. Fundargerð bæjarráðs frá 23. ágúst sl., dagsett 26. ágúst sl.<BR>18. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um að sinna liðveislu fyrir félagsmála-stofnun, sbr. umsókn dagsetta 26. ágúst sl.<BR>19. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um að sinna frekari liðveislu fyrir félags-málastofnun, sbr. umsókn dagsetta 26. ágúst sl.<BR>20. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um að vera til stuðnings á vegum félags-málastofnunar, sbr. umsókn dagsetta 26. ágúst sl.<BR>21. Tilboði í ræstingu og rekstrarvörur fyrir stofnanir bæjarsjóðs, sbr. samþykkt á 2472. fundi bæjarráðs, sbr. umsókn dagsetta 26. ágúst sl.<BR>22. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um starf tómstunda- og forvarnafulltrúa, sbr. umsókn dagsetta 6. ágúst sl.<BR>23. Verksamningi við [J] ehf. um endurbætur og viðbyggingu við íþrótta-miðstöðina, samþykktum í bæjarráði 26. júlí sl., sbr. umsókn dagsetta 29. júlí sl.<BR>24. Þremur bréfum frá [K] tæknifræðingi, dagsettum 23. júlí sl., um kostnaðarþátttöku í gerð veggja, sbr. umsókn dagsetta 3. ágúst sl.<BR>25. Fjögurra mánaða uppgjöri bæjarveitna, sbr. umsókn dagsetta 2. júlí sl.<BR>26. Fundargerð stjórnar bæjarveitna frá 26. ágúst sl., sbr. umsókn dagsetta 3. september sl.<BR>27. Umsókn [L] og [M], dagsettri 18. ágúst sl., um að fá hluta af Stakkagerðistúni fyrir nautgriparækt, sbr. umsókn dagsetta 25. ágúst sl.<BR>28. Bréfi frá RARIK og Landsvirkjun vegna skerðingar á afgangsorku frá 1. september sl., sem tekið var fyrir í veitustjórn 26. ágúst sl., sbr. umsókn dagsetta 6. september sl.<BR>29. Bréfi frá [N], dagsettu 10. ágúst sl., þar sem óskað er eftir samþykki Vestmannaeyjabæjar og bæjarveitna til að leggja ljósleiðarastreng, sbr. umsókn dagsetta 6. september sl.<BR>30. Fundargerð húsnæðisnefndar frá 13. júlí sl., sbr. umsókn dagsetta 5. ágúst sl.<BR>31. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um stöðu starfsleiðbeinanda hjá kerta-verksmiðjunni [F], sbr. umsókn dagsetta 23. ágúst sl.</UL><BR>Í bréfi Vestmannaeyjabæjar til úrskurðarnefndar, dagsettu 12. janúar sl., var staðfest að framangreindar upplýsingar og gögn væri öll að finna í skjalasafni bæjarins, að undanskildum þeim sem tilgreind eru hér á eftir:<BR> <UL>1. Ársreikningi Þróunarsjóðs Vestmannaeyja, sbr. umsókn kæranda sem auðkennd er nr. 3 að framan.<BR>2. Fundargerðum Herjólfsdalsnefndar, sbr. umsókn kæranda sem auðkennd er nr. 4 að framan.<BR>3. Úttektareyðublöðum á verklagsreglum, sbr. umsókn kæranda sem auðkennd er nr. 5 að framan.<BR>4. Áætlun um úrbætur í ferlimálum o.fl., sbr. umsókn kæranda sem auðkennd er nr. 6 að framan.<BR>5. Samningi Vestmannaeyjabæjar og [C] byggingavöruverslunar, sbr. umsókn kæranda sem auðkennd er nr. 8 að framan, en samningur þessi er aðeins munn-legur.<BR>6. Svari Þróunarfélags Vestmannaeyja, sbr. umsókn kæranda sem auðkennd er nr. 10 að framan.<BR>7. Tilboði í ræstingu o.fl., sbr. umsókn kæranda sem auðkennd er nr. 21 að framan, en ekkert útboð hefur farið fram. <BR>8. Fundargerð húsnæðisnefndar frá 13. júlí sl., sbr. umsókn kæranda sem auðkennd er nr. 30 að framan, en ekki var haldinn fundur í nefndinni þann dag. </UL><BR>Bréfi Vestmannaeyjabæjar fylgdu skjöl sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að og auðkennd eru hér að framan nr. 3, 7, 9, 11–17 og 23–31. Umsóknir, auðkenndar nr. 1, 2, 18–20, 22 og 31, varða allar nöfn og heimilisföng umsækjenda um laus störf hjá stofnunum bæjarins. <BR><BR>Í bréfinu var því ennfremur lýst yfir að hálfu Vestmannaeyjabæjar að engar upplýsingar í hinum umbeðnu skjölum séu þess efnis, að að mati bæjaryfirvalda, að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga. Hins vegar standi enn óhögguð sú ákvörðun, sem kynnt var nefndinni og félagsmálaráðuneytinu með fyrrgreindu bréfi bæjarins frá 23. desember sl..<BR><BR> <DIV align=center><B>Niðurstaða</B><BR><BR><B>1.</B><BR></DIV><BR>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um þá meginreglu laganna að stjórn-völdum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál. Þótt upplýsingaréttur almennings hafi þannig verið rýmkaður verulega, eins og fram kemur í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þar jafnframt tekið fram að ekki sé lögð nein skylda á herðar stjórnvöldum til að veita almenningi upplýs-ingar að eigin frumkvæði. Ennfremur er aðeins veittur aðgangur að fyrirliggjandi gögnum í vörslum þeirra. <BR><BR>Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er svo fyrir mælt að stjórnvald skuli taka ákvörðun um það svo fljótt sem verða má hvort það verður við beiðni um aðgang að gögnum. Í ljósi þess, að kærandi hefur á síðustu þremur árum sent Vestmannaeyjabæ u.þ.b. 800 beiðnir og fyrir-spurnir um aðgang að margvíslegum upplýsingum og gögnum, verður samt sem áður að telja það afsakanlegt af hálfu bæjaryfirvalda að fresta því að taka afstöðu til beiðna hans meðan starfsmenn bæjarins þurftu að sinna öðrum lögboðnum störfum. Þeim bar hins vegar að skýra kæranda frá ástæðum þessara fyrirsjáanlegu tafa og gera honum grein fyrir, hvenær ætla mætti að beiðnir hans yrðu afgreiddar, sbr. niðurlag 1. mgr. 11. gr. <BR><BR>Þótt sami einstaklingur eða lögaðili fari margítrekað fram á aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga getur það, eitt og sér, ekki réttlætt að honum sé synjað um þann aðgang. Þar af leiðandi styðst sú afstaða Vestmannaeyjabæjar, sem fram kemur í bréfi bæjarritara frá 23. desember sl. og áður er gerð grein fyrir, ekki við lög.<BR> <DIV align=center><BR><B>2.</B><BR></DIV><BR>Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er Vestmannaeyjabæ skylt að veita kæranda aðgang að þeim upplýsingum og skjölum, sem hann hefur óskað eftir og er að finna í skjalasafni bæjarins, nema eitthvert af undantekningarákvæðunum í 4. - 6. gr. laganna standi því í vegi. Ekki verður séð, að svo sé, enda hafa bæjaryfirvöld ekki rökstutt synjun sína um að veita aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum og skjölum með vísun til þeirra ákvæða. Þar af leiðandi er skylt að veita kæranda aðgang að þeim, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. <BR><BR>Afgreiðsla á máli þessu hefur dregist úr hömlu, fyrst og fremst vegna þess að Vestmannaeyjabær hefur látið undir höfuð leggjast að svara ítrekuðum erindum úrskurðar-nefndar. Sá dráttur hefur ekki verið réttlættur og telst hann því ámælisverður, sbr. 11. gr. og 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, sbr. og 1. og 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. <DIV align=center><BR><BR><BR><B>Úrskurðarorð:</B><BR></DIV><BR>Vestmannaeyjabæ er skylt að veita kæranda, […], aðgang að eftirgreind-um upplýsingum og skjölum:<BR> <UL>1. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um starf uppeldisfulltrúa við barna-skólann.<BR>2. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um tvö störf skólavarða við barna-skólann.<BR>3. Árituðum reikningum bæjarsjóðs og stofnana hans, ásamt athugasemdum skoðunar-manna.<BR>4. Tilboði [A] og [B] í innheimtur fyrir Vestmanna-eyjabæ.<BR>5. Tillögu veitustjóra um stofnun einkahlutafélags til að standa að nýtingu vindorku til orkuframleiðslu.<BR>6. Verksamningi við [E] hf. vegna endurbyggingar Landlystar.<BR>7. Ársreikningi kertaverksmiðjunnar [F] vegna ársins 1998.<BR>8. Bréfi frá [G], dagsettu 17. ágúst sl., um opnunartíma á [H] og [I].<BR>9. Bréfi frá fjármálaráðuneyti, dagsettu 12. ágúst sl., þar sem því er hafnað að gangast í fjárhagslega ábyrgð vegna lífeyrisskuldbindinga starfsmanna Sjúkrahúss Vest-manna-eyja.<BR>10. Greinargerð veitustjóra vegna fyrirspurnar um fatasöfnun o.fl., lagðri fram í veitustjórn 11. júní sl.<BR>11. Verksamningi við [J] ehf. um uppsetningu lyftu í Hamarsskóla.<BR>12. Fundargerð bæjarráðs frá 23. ágúst sl.<BR>13. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um að sinna liðveislu fyrir félagsmála-stofnun.<BR>14. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um að sinna frekari liðveislu fyrir félags-málastofnun.<BR>15. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um að vera til stuðnings á vegum félags-málastofnunar.<BR>16. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um starf tómstunda- og forvarnafulltrúa.<BR>17. Verksamningi við [J] ehf. um endurbætur og viðbyggingu við íþrótta-miðstöðina, samþykktum í bæjarráði 26. júlí sl.<BR>18. Þremur bréfum frá [K] tæknifræðingi, dagsettum 23. júlí sl., um kostnaðarþátttöku í gerð veggja.<BR>19. Fjögurra mánaða uppgjöri bæjarveitna.<BR>20. Fundargerð stjórnar bæjarveitna frá 26. ágúst sl.<BR>21. Umsókn [L] og [M], dagsettri 18. ágúst sl., um að fá hluta af Stakkagerðistúni fyrir nautgriparækt.<BR>22. Bréfi frá RARIK og Landsvirkjun vegna skerðingar á afgangsorku frá 1. september sl., sem tekið var fyrir í veitustjórn 26. ágúst sl.<BR>23. Bréfi frá [N], dagsettu 10. ágúst sl., þar sem óskað er eftir samþykki Vestmannaeyjabæjar og bæjarveitna til að leggja ljósleiðarastreng.<BR>24. Nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um stöðu starfsleiðbeinanda hjá kerta-verksmiðjunni [F].</UL><BR>Eiríkur Tómasson, formaður<BR>Elín Hirst<BR>Valtýr Sigurðsson<BR><BR> <P></P> |
A-092/2000 Úrskurður frá 31. janúar 2000 | Kærð var synjun Hollustuverndar ríkisins um að veita aðgang að gögnum er tilgreindu fyrirtæki sem athuguð voru í könnun á þrifum í matvælafyrirtækjum og á hitastigi kælivara í matvöruverslunum og hvaða athugasemdir voru gerðar hjá hverju þeirra um sig. Tilgreining máls. Vinnuskjöl. Vinnuskjöl sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum ríkisins. Ráðstöfunum að fullu lokið. Mikilvægir fjárhags- og viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Þagnarskylda. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 31. janúar 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-92/2000:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 6. janúar sl., kærði [A], fréttamaður á [B] synjun Hollustuverndar ríkisins, dagsetta 4. s.m., um að veita honum aðgang að gögnum, er tilgreina þau fyrirtæki, sem athuguð voru í könnun stofnunarinnar á þrifum í matvælafyrirtækjum og á hitastigi kælivara í matvöruverslunum og hvaða athugasemdir voru gerðar hjá hverju þeirra um sig.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 6. janúar sl., var kæran kynnt Hollustuvernd ríkisins og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 14. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, sem kæran laut að, innan sama frests. Umsögn [C] hdl. f.h. Hollustuverndar ríkisins, dagsett 11. janúar sl., barst úrskurðarnefnd innan tilskilins frests, svo og eftirtalin gögn með bréfi frá Hollustuvernd ríkisins, dagsettu 13. s.m.:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Erindi Hollustuverndar ríkisins til allra heilbrigðiseftirlitssvæða, dagsett 18. febrúar 1999, um eftirlitsverkefni á árinu 1999 og gögn vegna þeirra.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Könnun á hitastigi kælivara í matvöruverslunum:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">i. Samanburður á mælingum árin 1997 og 1999, dreifing eftir hitastigi og vörutegundum, og samanburður á milli svæða</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ii. Niðurstöður mælinga flokkaðar eftir vörutegundum.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">iii. Samanburður á niðurstöðum mælinga milli svæða, flokkaðar eftir vörutegundum.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">iv. Niðurstöður mælinga á hverri vörutegund í hverju fyrirtæki um sig.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">v. Erindi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dagsett 27. ágúst 1999, um niðurstöður könnunar á svæðinu ásamt niðurstöðum könnunar í hverju fyrirtæki um sig á útfylltum eyðublöðum.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">vi. Niðurstöður könnunar á Suðurnesjasvæði á útfylltum eyðublöðum fyrir hvert fyrirtæki um sig.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">vii. Niðurstöður könnunar á Vestfjarðasvæði á útfylltum eyðublöðum fyrir hvert fyrirtæki um sig.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">viii. Símbréf Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, dagsett 6. október 1999, um niðurstöður könnunar á svæðinu á útfylltum eyðublöðum fyrir hvert fyrirtæki um sig.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ix. Erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dagsett 23. september 1999, um niðurstöður könnunar á svæðinu ásamt útfylltum eyðublöðum fyrir hvert fyrirtæki um sig.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">x. Niðurstöður könnunar á Kjósarsvæði á útfylltum eyðublöðum fyrir hvert fyrirtæki um sig.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">xi. Erindi Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dagsett í ágústlok 1999, um niðurstöður könnunar á svæðinu ásamt útfylltum eyðublöðum fyrir hvert fyrirtæki um sig.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Könnun á þrifum í veitingahúsum og kjötvinnslum:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">i. Yfirlit um niðurstöður könnunar í hverju fyrirtæki um sig frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ii. Niðurstöður könnunar á Kjósarsvæði í hverju fyrirtæki um sig á útfylltum eyðublöðum og á yfirlitsblaði.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">iii. Niðurstöður könnunar á Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæði í hverju fyrirtæki um sig á útfylltum eyðublöðum og á yfirlitsblaði.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">iv. Niðurstöður könnunar á Vestfjarðasvæði í hverju fyrirtæki um sig á útfylltum eyðublöðum.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">v. Niðurstöður könnunar á Norðurlandssvæði vestra í hverju fyrirtæki um sig á útfylltum eyðublöðum og á yfirlitsblaði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Eiríks Tómassonar tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður sæti hans við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum máls þessa eru atvik þess í stuttu máli þau að Hollustuvernd ríkisins lét á tímabilinu frá apríl til október 1999 gera úrtakskönnun á þrifum í matvælafyrirtækjum og á hitastigi kælivara í matvöruverslunum á nokkrum heilbrigðiseftirlitssvæðum. Samandregnar almennar niðurstöður kannananna voru birtar á heimasíðu stofnunarinnar (www.hollver.is) án þess að fram kæmi hvaða fyrirtæki hefðu verið könnuð og hvaða athugasemdir hefðu verið gerðar hjá hverju þeirra. Jafnframt var fjölmiðlum send tilkynning um að þessar upplýsingar væri þar að finna með bréfi, dagsettu 3. janúar 2000.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi til Hollustuverndar ríkisins, dagsettu 3. janúar sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að gögnum stofnunarinnar um hvaða fyrirtæki hefðu verið könnuð og hvaða athugasemdir hefðu verið gerðar hjá hverju þeirra um sig. Með bréfi, dagsettu 4. s.m., var beiðni kæranda synjað með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og 16. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Í bréfi stofnunarinnar var jafnframt til þess vísað að kannanir þessar hefðu verið gerðar á löngum tíma og viðkomandi fyrirtæki verið upplýst um niðurstöður þeirra. Birting þeirra nú kynni því að gefa ranga mynd af núverandi stöðu mála á hverjum stað um sig. Þá hefði aðeins hluti fyrirtækja á viðkomandi eftirlitssvæðum lent í úrtakinu. Markmið þessara kannana hefði verið að stuðla að virku innra eftirliti í matvælafyrirtækjum og tryggja þannig öryggi matvæla á markaði. Þá hefði könnun á þrifum sérstaklega verið að ætlað að taka út ástand mála og kynna aðferðir við mat á hreinlæti og könnun á hitastigi kælivara verið gerð til að fá samanburð við niðurstöður mælinga í sambærilegri eldri könnun. Birtingu almennra niðurstaðna í könnununum væri ekki aðeins beint gegn þeim fyrirtækjum, sem könnuð hefðu verið, heldur hefði einnig falið í sér ábendingu til annarra fyrirtækja af sama tagi um að kanna hreinlætisáætlanir og hvernig staðið væri að þrifum og kælingu matvara.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 6. janúar sl., var bent á að umbeðnar upplýsingar varði heilnæmi söluvöru á markaði og eigi með skírskotun til þess erindi við almenning.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn umboðsmanns Hollustuverndar ríkisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 11. janúar sl., var áréttað að aðeins hluti heilbrigðiseftirlitssvæða í landinu hafi tekið þátt í umræddum könnununum og ekki hafi öll fyrirtæki innan hvers svæðis verið heimsótt. Fyrirtækin hafi verið valin af handahófi og tilviljun ein ráðið hvaða fyrirtæki var skoðað. Jafnframt voru framangreind markmið kannananna áréttuð og upplýst að þau tengist innra eftirliti, sem fyrirtækjum væri nú skylt að viðhafa, skv. 4. gr. reglugerðar nr. 522/1994, um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla, í því skyni að stuðla að öryggi matvæla á markaði. Slíkar kannanir gætu ekki þjónað tilgangi sínum, nema fyrirtæki gætu óhikað opnað dyr sínar fyrir eftirlitsmönnum og átt við þá gott samstarf um framkvæmd þeirra. Fyrirsjáanlegt væri að erfitt yrði um vik að fá aðila til slíks samstarfs í úrtakskönnun, ef þeir mættu búast við að nafn fyrirtækis þeirra yrði síðar tengt niðurstöðum slíkrar könnunar. Tilgangur þeirra væri að afla meðaltalsupplýsinga til frekari úrvinnslu í þágu almannaheilla og tölfræðilegra upplýsinga milli ára. Allt þetta ferli yrði sett í uppnám ef stofnuninni yrði gert að veita upplýsingar um nöfn þeirra fyrirtækja sem af tilviljun lentu í úrtakskönnun af þessum toga. Af þeim sökum teldi stofnunin að 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga ætti við um hinar umbeðnu upplýsingar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá er í umsögninni bent á að gögn þau, sem synjað hafi verið um aðgang að, geymi einungis upplýsingar sem ætlaðar séu til frekari úrvinnslu á vegum einstakra heilbrigðisnefnda. Meðferð þeirra og afgreiðsla felist í að vinna úr þeim meðaltalstölur og bera niðurstöður þeirra saman á ýmsan hátt, s.s. milli ára, milli landshluta, milli landa o.fl. Að því virtu teljist þau vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, enda geymi þau ekki upplýsingar um endanlega afgreiðslu máls.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Loks telur stofnunin að óheimilt sé að veita aðgang að umbeðnum gögnum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga vegna samkeppnishagsmuna þeirra fyrirtækja, sem þátt tóku í könnununum. Því til stuðnings er bent á að samkeppnisráð hafi í ákvörðun nr. 40/1998 frá 17. desember 1999 talið að aðgerðir Hollustuverndar ríkisins á grundvelli laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, gætu haft áhrif á samkeppnisstöðu einkaaðila. Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu telur Hollustuvernd að það geti hamlað samkeppni og a.m.k. brenglað samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja, sem um er að ræða, ef aðgangur yrði veittur að niðurstöðum kannananna. Allsendis sé óvíst að ástand hjá þeim fyrirtækjum, sem ekki voru könnuð, sé með öðrum hætti en ástand hjá þeim, sem heimsótt voru. Verði aðgangur veittur að upplýsingum um ástand mála hjá keppinautum þeirra, sem ekki voru kannaðir, sé það til þess fallið að hafa áhrif á samkeppnisstöðu einstakra fyrirtækja óháð því hvort ástand mála var kannað hjá þeim eða ekki. Jafnframt sé til þess að líta upplýsingar úr könnununum séu nú orðnar svo gamlar að þær gefi e.t.v. ekki rétta mynd af stöðu mála hjá viðkomandi fyrirtækjum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga á sá sem fer fram á aðgang að gögnum að tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kannanir þær sem hér um ræðir fóru annars vegar fram á sjö af tíu heilbrigðiseftirlitssvæðum og hins vegar á fimm svæðum. Í hinni fyrrnefndu voru 73 fyrirtæki heimsótt og í hinni síðarnefndu 79. Framkvæmd þeirra var í höndum fulltrúa heilbrigðisnefndar á hverju svæði um sig. Samandregnar niðurstöður kannananna og ályktanir sem af þeim eru dregnar voru birtar á heimasíðu Hollustuverndar ríkisins og athygli fjölmiðla vakin á þeim með tilkynningu frá stofnuninni, dagsettri 3. janúar 2000. Að þessu athuguðu er það álit úrskurðarnefndar að líta verði svo á að hvor könnun um sig og gögn er þær varða teljist sérstakt mál í skilningi 1. mgr. 3. gr., sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</FONT><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 3. tölul. 4. gr. laganna er tekið fram, að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá." Síðastnefnt ákvæði felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum og ber því að skýra það þröngt. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir svo um þetta atriði: "Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki vinnuskjal enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt 18. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, er Hollustuvernd ríkisins starfrækt til að annast eftirlit með framkvæmd laganna og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um málefni er undir lögin falla. Stofnunin hefur yfirumsjón með heilbrigðiseftirliti og skal sjá um "vöktun og að rannsóknir þessu tengdar séu framkvæmdar". Samkvæmt 11. gr. sömu laga, sbr. 1. gr. laga nr. 59/1999, er landinu skipt í eftirlitssvæði og skal heilbrigðisnefnd, kosin eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar, starfa á hverju svæði.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í málinu liggur fyrir að Hollustuvernd ríkisins fól heilbrigðisnefndum á ákveðnum eftirlitssvæðum að framkvæma úrtakskönnun, annars vegar á þrifum í matvælafyrirtækjum og hins vegar á hitastigi kælivara í matvöruverslunum. Af gögnum málsins að dæma verður ekki annað ráðið en að niðurstöður kannananna liggi fyrir í endanlegri gerð og hafi ásamt vinnugögnum verið sendar Hollustuvernd ríkisins. Þar með teljast gögn þessi ekki vinnuskjöl sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</FONT><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Upphaf 6. gr. upplýsingalaga og 4. tölul. hennar hljóða svo: "Heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um: fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði." Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga kemur fram, að markmið þessa ákvæðis laganna sé að hindra að unnt sé að afla sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera eða ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi. Ennfremur geti fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir heilbrigðiseftirlits fallið þar undir. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Fallast má á að ákvæði 4. tölul. 6. gr. geti m.a. takmarkað aðgang að upplýsingum um fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir af því tagi, sem hér um ræðir. Sú takmörkun fellur hins vegar niður jafnskjótt og slíkum aðgerðum er lokið skv. 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga, nema önnur takmörkunarákvæði 5. eða 6. gr. s.l. eigi við. Samkvæmt skýrslu Hollustuverndar var tilgangur kannana þessara að afla meðaltalsupplýsinga til frekari úrvinnslu í þágu almannaheilla og tölufræðilegra upplýsinga milli ára. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að Hollustuvernd ríkisins eða viðkomandi heilbrigðisnefndir hafi áform um frekari aðgerðir gagnvart þeim fyrirtækjum sem könnuð voru. Að þessu athuguðu verður ekki á það fallist að heimilt sé að takmarka aðgang að gögnum þeim, sem hér um ræðir, á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 8. gr. s.l.</FONT><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af hálfu Hollustuverndar ríkisins er því einnig haldið fram, að aðgangur að gögnum máls þessa sé til þess fallinn að raska samkeppnisstöðu fyrirtækja á þeim eftirlitssvæðum, sem könnunin tók til, án tillits til þess hvort ástand mála var kannað hjá þeim eða ekki. Til stuðnings þeirri málsástæðu vísar stofnunin m.a. til ákvörðunar samkeppnisráðs í tilteknu máli þar sem fram kom það álit, að aðgerðir stofnunarinnar væru til þess fallnar að hafa áhrif á samkeppnisstöðu einkaaðila. Í ljósi þeirra samkeppnishagsmuna, sem þannig séu í húfi, telur stofnunin að skylda beri til að takmarka aðgang að umræddum gögnum á grundvelli síðari málsliðar 5. gr. upplýsingalaga</FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT></B><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 5. gr. upplýsingalaga segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Ákvæði þetta felur í sér undantekningu frá meginreglu upplýsingalaga og ber því að skýra það þröngt. Í athugasemdum við síðari málslið þessarar greinar sagði m.a. svo í frumvarpi því, er varð að upplýsingalögum: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þá er í 1. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998 að finna svohljóðandi þagnarskylduákvæði: "Þeir sem starfa samkvæmt lögum þessum eru bundnir þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildir um atriði sem þeir fá vitneskju um og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls." Þeir hagsmunir, sem fyrri málslið þessa ákvæðis er ætlað að vernda, eru hinir sömu og síðari málsliður 5. gr. upplýsingalaga tekur til. Síðari málsliður ákvæðisins takmarkar ekki aðgang að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. síðari málslið 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Í 2. mgr. 16. gr. laga nr. 7/1998 segir jafnframt svo: "Upplýsingar og tilkynningar heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til fjölmiðla skulu vera efnislega rökstuddar og þess gætt að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón og álitshnekki að óþörfu. Sama gildir um aðra sem starfa samkvæmt lögum</FONT><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> </FONT></B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">þessum."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kannanir þær sem hér um ræðir fóru fram á grundvelli heimilda í lögum nr. 7/1998 og reglugerð nr. 522/1994 til að hafa eftirlit með matvælafyrirtækjum. Þær náðu ekki til allra slíkra fyrirtækja á þeim heilbrigðiseftirlitssvæðum, sem þátt tóku í könnununum, heldur aðeins hluta þeirra. Samkvæmt skýrslu Hollustuverndar ríkisins réð tilviljun ein hvaða fyrirtæki voru skoðuð. Ekkert bendir til að stjórnvöld hafi farið út fyrir valdheimildir sínar við framkvæmd kannananna, þau ekki gætt jafnræðis milli aðila eða kannanirnar ekki náð markmiðum sínum. Þvert á móti bendir tilkynning Hollustuverndar ríkisins til fjölmiðla, dagsett 3. janúar sl., til að kannanirnar hafi tekist eins og til var ætlast.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í máli þessu liggur fyrir að Hollustuvernd ríkisins hefur þegar birt upplýsingar um samandregnar almennar niðurstöður kannananna, ályktanir sem af þeim eru dregnar og hvaða úrbóta stofnunin telji þörf. M.a. er þar sérstaklega dregið fram að ástand mála sé allvíða ekki í samræmi við þær kröfur sem gerður eru. Leggja verður til grundvallar að stofnunin telji þá framsetningu ekki valda fyrirtækjum á hlutaðeigandi svæðum tjóni eða álitshnekki að óþörfu, sbr. niðurlag fyrri málsliðar 2. mgr. 16. gr. laga n.r 7/1998.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga er m.a. ætlað að vernda mikilvæga samkeppnishagsmuni fyrirtækja sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Þessir hagsmunir fyrirtækja á þeim svæðum, sem þátt tóku í könnuninni, horfa hins vegar mismunandi við eftir því hvort fyrirtækin tóku þátt í könnuninni og hver niðurstaða varð hjá hverju þeirra. Ljóst þykir að upplýsingar af því tagi, sem hér um ræðir, eru almennt til þess fallnar að hafa áhrif á samkeppnisstöðu viðkomandi fyrirtækja. Hins vegar þykir, m.t.t. þess sem þegar hefur verið birt um niðurstöður kannananna og ályktanir sem af þeim eru dregnar, ekki sanngjarnt eða eðlilegt að gögnum málsins sé haldið leyndum hvorki gagnvart þeim fyrirtækjum sem könnuð voru né þeim sem ekki voru könnuð. Að þessu athuguðu þykir ekki uppfyllt það skilyrði 5. gr. upplýsingalaga að sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingarnar fari leynt. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt þessu er það niðurstaða úrskurðarnefndar að veita beri kæranda aðgang að gögnum sem talin eru undir töluliðum 2 og 3 í kæruefnislýsingu hér að framan, gögn í tölulið 1 falla utan við beiðni hans.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hollustuvernd ríkisins ber að veita kæranda, [A], aðgang að gögnum, er tilgreina þau fyrirtæki, sem athuguð voru í könnun stofnunarinnar á þrifum í matvælafyrirtækjum og á hitastigi kælivara í matvöruverslunum og hvaða athugasemdir voru gerðar hjá hverju þeirra um sig, sbr. tilgreind gögn í töluliðum 2 og 3 í kæruefnislýsingu.</FONT><DIV ALIGN=center></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT><BR><BR> |
A-091/2000 Úrskurður frá 21. janúar 2000 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að gögnum sem tengjast samningi ráðuneytisins við Keflavíkurkaupstað og yfirlýsingu þess tengdri umræddum samningi. Aðgangur aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Vinnuskjal. Eigin afnot stjórnvalds af vinnuskjali. Upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Aðgangur veittur að hluta. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 21. janúar 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-91/2000:</FONT><DIV ALIGN=center><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 20. desember sl., kærði […] hrl., f.h. [A], synjun utanríkisráðuneytisins, dagsetta 24. nóvember sl., um að veita umbjóðanda hans aðgang að tilteknum gögnum sem tengjast samningi ráðuneytisins við Keflavíkurkaupstað frá 21. apríl 1983 og yfirlýsingu þess frá 7. febrúar 1990.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 3. janúar sl., var utanríkisráðuneytinu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæru þessa og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 10. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum, sem kæran laut að, innan sama frests. Að beiðni ráðuneytisins var frestur þessi framlengdur til kl. 16.00 hinn 17. janúar sl. Þann dag barst umsögn utanríkisráðuneytisins, dagsett sama dag, ásamt umbeðnum gögnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar og Elínar Hirst tóku varamennirnir Ólafur E. Friðriksson og Sif Konráðsdóttir sæti þeirra við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt gögnum máls þessa eru atvik í stuttu máli þau að utanríkisráðuneytið og Keflavíkurkaupstaður gerðu 21. apríl 1983 með sér samning um leigu á landspildu á Hólmsbergi norðan Helguvíkur til að reisa þar olíubirgðastöð fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og önnur mannvirki því tengd, þ. á m. hafnargarð í Helguvík. Í 5. mgr. II. gr. samnings þessa segir orðrétt: "Umsjón, afgreiðsla og öryggisgæsla á hafnarsvæðinu verði í höndum íslenskra aðila og gjaldtaka með sama hætti og verið hefur í Keflavíkurhöfn til þessa". Til að fullnægja þessu ákvæði samningsins gaf ráðuneytið síðar út yfirlýsingu 7. febrúar 1990, þar sem það lýsti sig reiðubúið til þess að veita Keflavíkurkaupstað einkarétt til að semja við bandarísk stjórnvöld um þessi verkefni í olíuhöfn og á eldsneytisbirgðasvæði varnarliðsins í Helguvík til a.m.k. fimm ára, að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Utanríkisráðuneytið hefur síðan falið öðrum aðila að annast þessi verkefni frá og með 1. maí 1999. Í framhaldi af bréfaskiptum umboðsmanns kæranda og ráðuneytisins af því tilefni fór umboðsmaðurinn fram á, f.h. kæranda, með bréfi, dagsettu 20. október sl., að fá aðgang að öllum gögnum ráðuneytisins sem tengjast framangreindum samningi og yfirlýsingu. </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 24. nóvember sl., varð utanríkisráðuneytið við beiðni kæranda að hluta, en synjaði um aðgang að eftirgreindum skjölum á grundvelli 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Handrituðu skjali um Helguvíkurmál, ódagsettu.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Minnisblaði um gjaldtöku, dagsettu 22. september 1989.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Vinnuskjali varnarmálaskrifstofu um vörugjöld vegna Helguvíkurhafnar, dagsettu 10. nóvember 1989.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Minnisblaði vegna leigulóðar við Helguvík, dagsettu 15. janúar 1993.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. Minnisblaði vegna viðlegukants í Helguvíkurhöfn, dagsettu 8. nóvember 1994.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">6. Minnisblaði varnarmálaskrifstofu til ráðuneytisstjóra um olíuflutninga um Helgu-víkurhöfn, dagsettu 23. apríl 1996.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Af hálfu kæranda er því haldið fram að skjöl þessi hafi að geyma upplýsingar sem ekki verði aflað annars staðar frá. Af þeim sökum geti undanþága 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga ekki átt við. Þá telur hann að upplýsingar í þessum skjölum geti orðið til þess að skýra frekar framangreindan samning og hugsanlega jafnað ágreining aðila um framkvæmd hans. Með vísun til þeirra hagsmuna telur kærandi að veita beri aðgang að þeim á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn utanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 17. janúar sl., er áréttað að synjun ráðuneytisins byggist á 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Telur ráðuneytið að frávik frá þeirri undanþágu eigi ekki við umbeðin skjöl. Um sé að ræða minnisblöð og hugleiðingar starfsmanna ráðuneytisins. Ekkert þeirra hafi að geyma upplýsingar um endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar um staðreyndir, sem ekki verði aflað annars staðar frá. Jafnframt bendir ráðuneytið á að skjöl þessi snerti ekki túlkun þess á umræddum samningi og yfirlýsingu. Afstaða þess til túlkunar þeirra liggi ljós fyrir í bréfi til kæranda, dagsettu 5. júlí 1999, en þar kemur m.a. fram að ráðuneytið telji yfirlýsinguna einungis hafa tryggt Keflavíkur-kaupstað einkarétt til þeirra verkefna, sem að framan greinir, í fimm ár og að engin slík réttindi hafi falist í samningnum sjálfum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Með vísun til meginmarkmiðs upplýsingalaga og athugasemda með frumvarpi til laganna ber að skýra orðalagið "upplýsingar um hann sjálfan" svo rúmt að það taki til upplýsinga sem varða aðila máls. Vegna þess að kærandi, [A], hefur tekið við réttindum og skyldum Keflavíkurkaupstaðar samkvæmt samningnum við utanríkisráðuneytið frá 21. apríl 1983 verður að telja [A] aðila máls í skilningi hins umrædda ákvæðis þar eð hann hefur, að áliti úrskurðarnefndar, einstaklega og verulega hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að hinum umbeðnu gögnum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt framansögðu er í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga mælt svo fyrir að skylt sé að veita aðila máls aðgang að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar er snerta hann sjálfan. Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir í 1. tölul. 2. mgr. að ákvæði 1. mgr. gildi ekki "um þau gögn sem talin eru í 4. gr." laganna. </FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2.</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Utanríkisráðuneytið byggir þá ákvörðun sína að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum einvörðungu á 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, en ekki öðrum ákvæðum 4. - 6. gr. laganna. Í 3. tölul. 4. gr. segir að réttur til aðgangs að gögnum taki ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá".</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Upplýst er að utanríkisráðuneytið hefur veitt kæranda aðgang að þeim gögnum, sem varða beiðni hans og eru í vörslum stofnunarinnar, ef frá eru talin þau sex skjöl sem talin eru upp í kaflanum um málsatvik hér að framan. Fallist er á það álit ráðuneytisins að þau skjöl séu öll vinnuskjöl sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eftir stendur hins vegar að skera úr því hvort umrædd skjöl hafi að geyma upp-lýsingar, sem ekki verður aflað annars staðar frá, sbr. ákvæðið í niðurlagi 3. tölul. 4. gr. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir svo um þetta ákvæði: "Með síðastnefndu orðalagi er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni umræddra skjala. Að því leyti, sem þau lúta að samningnum frá 21. apríl 1983 og/eða yfirlýsingunni frá 7. febrúar 1990, er þar fyrst og fremst að finna hugleiðingar starfsmanna utanríkisráðuneytisins um þá gerninga, en ekki neinar upplýsingar um staðreyndir sem máli skipta og ekki verður aflað annars staðar frá. Í skjali, merktu nr. 3, er hins vegar að finna slíkar upplýsingar og verður ekki séð, hvorki af umsögn ráðuneytisins né þeim skjölum, sem lögð hafa verið fyrir úrskurðarnefnd í máli þessu, að þeirra verði aflað annars staðar frá. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt framansögðu og með vísun til 1. mgr. 9. gr. og 3. tölul. 4. gr. upplýsinga-laga er það álit úrskurðarnefndar að utanríkisráðuneytinu sé heimilt að synja kæranda um aðgang að skjölum, merktum nr. 1 - 2 og 4 - 6. Hins vegar sé því skylt að veita honum aðgang að hluta af skjali, merktu nr. 3, sbr. 7. gr. laganna. Ljósrit af síðastgreindu skjali fylgir því eintaki af úrskurði þessum, sem sent verður ráðuneytinu, þar sem nefndin hefur merkt við þá hluta sem hún telur að veita beri kæranda aðgang að.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Staðfest er hin kærða ákvörðun utanríkisráðuneytisins, að öðru leyti en því að ráðuneytinu ber að veita kæranda, [A], aðgang að hluta vinnuskjals varnarmálaskrifstofu um vörugjöld vegna Helguvíkurhafnar, dagsettu 10. nóvember 1989. </FONT><DIV ALIGN=center></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Ólafur E. Friðriksson</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR><BR> |
A-090/2000 Úrskurður frá 6. janúar 2000 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að kaupsamningi um tiltekna ríkisjörð. Meginregla upplýsingalaga. Einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">ÚRSKURÐUR</FONT></B><BR></DIV><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 6. janúar 2000 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-90/2000:</FONT><DIV ALIGN=center><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 20. desember sl., kærði [A], blaðamaður á [B] synjun landbúnaðarráðuneytisins, dagsetta 23. nóvember sl., um að veita honum aðgang að kaupsamningi um jörðina [C], dagsettum 6. nóvember 1998.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 23. desember sl., var landbúnaðarráðuneytinu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæru þessa og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 30. desember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrði látið í té sem trúnaðarmál afrit af þeim kaupsamningi, sem kæran laut að, innan sama frests. Úrskurðarnefnd barst umsögn landbúnaðarráðuneytisins, dagsett 29. desember sl., innan tilskilins frests ásamt umbeðnu afriti.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi, dagsettu 17. nóvember sl., fór kærandi fram á að fá afrit af kaupsamningi vegna sölu á ríkisjörðinni [C], dagsettum 6. nóvember 1998. Jafnframt fór hann í sama bréfi fram á að fá afrit af leigusamningi vegna sömu jarðar, útgefnum 11. júní 1993.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi landbúnaðarráðuneytisins til kæranda, dagsettu 23. nóvember sl., var beiðni hans synjað á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í bréfi ráðuneytisins var vísað til þess að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefði í úrskurðum sínum frá 12. maí 1997 í málinu nr. A-12/1997 og frá 15. desember 1997 í málinu nr. A-34/1997 skýrt þetta ákvæði upplýsingalaga svo, að upplýsingar um kaup- og söluverð fasteigna og lausafjár, svo og upplýsingar um greiðsluskilmála í slíkum samningum, væru þess eðlis að sanngjarnt væri og eðlilegt að takmarka að þeim aðgang. Ætti það jafnt við um ríkið þegar það kæmi fram sem hver annar einkaaðili við kaup og sölu slíkra eigna. Þær takmarkanir féllu þó niður ef samningum um slík viðskipti hefði verið þinglýst, sbr. fyrri málslið 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og 9. gr. reglugerðar nr. 284/1996 um þinglýsingar, sbr. þinglýsingalög nr. 39/1978. Með því að umbeðnum gerningum hefði ekki verið þinglýst var erindi kæranda synjað.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í kæru til úrskurðarnefndar, dagsettri 20. desember sl., var synjun ráðuneytisins um að veita aðgang að nefndum kaupsamningi skotið til nefndarinnar, en synjun þess um aðgang að leigusamningi um sömu jörð var ekki borin undir hana. Í kærunni var sérstaklega bent á að almannahagsmunir stæðu til þess að veita aðgang að umbeðnum samningi með því að jörðin hefði verið seld án undangenginnar auglýsingar.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn landbúnaðarráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 29. desember sl., var rökstuðningur ráðuneytisins í bréfi þess til kæranda áréttaður.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Vegna ummæla í kæru þess efnis, að almannahagsmunir standi til þess að aðgangur skuli veittur að hinu umbeðna skjali, verður ekki talið að markmið með beiðni um aðgang að upplýsingum skipti máli við skýringu á upplýsingalögum, hvorki til rýmk-unar né þrengingar á upplýsingarétti almennings.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. gr. laganna segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Þær undanþágur, sem þar er að finna, ber að skýra þröngt.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 5. gr. laganna segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á því hvaða fjárhagsmálefni einstaklinga séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þau fari leynt, að óheimilt sé að veita upplýsingar um tekjur og fjárhags-stöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með hliðsjón af síðastgreindu orðalagi hefur úrskurðarnefnd litið svo á að komi ríki eða sveitarfélög fram eins og hverjir aðrir einkaaðilar við kaup og sölu fasteigna og lausafjár séu upplýsingar um kaup- eða söluverð, svo og upplýsingar um greiðslu-skilmála, þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga. Í því máli, sem hér er til úrlausnar, kom landbúnaðarráðuneytið hins vegar ekki fram eins og hver annar einstaklingur eða einkaaðili. Ástæðan er sú að í kaupsamningum, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, er sala á þeirri jörð, sem um er að ræða, gerð með fyrirvara um að Alþingi veiti "nauðsynlega lagaheimild til sölunnar", eins og orðrétt segir í samningnum. </FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Þegar svo stendur á verða hagsmunir kaupanda af því, að kaupverði og öðrum kaupskilmálum sé haldið leyndum, að víkja fyrir meginreglu 1. mgr. 3. gr. upp-lýsinga-laga. Í því tilviki skiptir ekki máli hvort skjali hefur verið þinglýst eða ekki. Samkvæmt því ber að fella hina kærðu ákvörðun landbúnaðar-ráðuneytisins úr gildi og veita kæranda aðgang að kaupsamningnum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B><BR></DIV><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Landbúnaðarráðuneytinu ber að veita kæranda, [A], aðgang að kaupsamningi um jörðina [C], dagsettum 6. nóvember 1998.</FONT><BR><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
89/1999 Úrskurður frá 30. desember 1999 í málinu nr. A-89/1999 | Kærð var synjun Fiskistofu um að veita aðgang að nánar tilgreindum upplýsingum um söluverðmæti landaðs afla ákveðins skips á tilteknu tímabili. Kæruleiðbeiningar. Kærufrestur. Krafa um sætisvikningu. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Beiðni um aðgang beint að réttu stjórnvaldi. Upplýsingaréttur aðila. Þagnarskylda. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur að hluta. | <p>Hinn 30. desember 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-89/1999:<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 8. desember sl., kærði [...] hdl., f.h. Sjómannasambands Íslands, synjun Fiskistofu, dagsetta 7. október sl., um að veita umbjóðanda hans aðgang að sundurliðuðum upplýsingum um landaðan afla [A] eftir hverja veiðiferð á tímabilinu frá 3. mars til 7. maí 1999, um kaupendur hans og það verð sem hver kaupandi um sig greiddi fyrir hverja fisktegund eftir hverja löndun. Beiðni Sjómannasambandsins um aðgang að þessum upplýsingum var borin fram vegna [B], [...], skipverja á [A], á grundvelli sérstaks umboðs sem hann hafði veitt sambandinu.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 16. desember sl., var Fiskistofu veittur frestur til að gera athugasemdir við kæru þessa og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 22. desember sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögn stofnunarinnar kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar, þ. á m. hvort þær lægju fyrir á því formi sem kærandi óskaði eftir. Ef svo væri var þess ennfremur óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna innan sama frests. Úrskurðarnefnd barst umsögn Fiskistofu, dagsett 21. desember sl., innan tilskilins frests ásamt yfirliti, dagsettu 17. desember sl., um söluverðmæti afla [A] á fyrrgreindu tímabili.<br /> <br /> Í kæru til nefndarinnar er vísað til þess að einn nefndarmanna, Valtýr Sigurðsson, eigi jafnframt sæti í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna sem starfar á grundvelli laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Telur kærandi að seta hans í þeirri nefnd sé til þess fallinn að hafa áhrif á afstöðu hans til kæruefnisins. Með vísun til þess hefur umboðsmaður kæranda farið fram á að hann víki sæti við meðferð máls þessa og úrskurð í því.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að [B] veitti kæranda, Sjómannasambandi Íslands, skriflegt umboð 9. júní 1999 til að yfirfara uppgjör sín vegna starfa um borð í [A] á tímabilinu 3. mars til 7. maí 1999. Í umboðinu fólst jafnframt að Sjómannasambandið mætti, fyrir hans hönd, afla þeirra gagna sem þyrfti til að kanna hvort uppgjörin væru rétt með tilliti til kjarasamnings milli sambandsins og Landssambands íslenskra útvegsmanna.<br /> Með bréfi til Fiskistofu, dagsettu 11. júní sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að sundurliðuðum upplýsingum um hverja löndun [A] á fyrrgreindu tímabili með skírskotun til hagsmuna umbjóðanda síns samkvæmt framangreindu umboði. Óskað var eftir að fram kæmi hverjir hefðu keypt afla skipsins eftir hverja veiðiferð, hvaða fisktegundir hver kaupandi hefði keypt og hve mikið magn af hverri tegund. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um það verð sem hver kaupandi hefði greitt fyrir hverja tegund. Kærandi ítrekaði beiðni sína með bréfi til Fiskistofu, dagsettu 9. september sl.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 7. október sl., synjaði Fiskistofa beiðni kæranda með vísun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 á þeim grundvelli að óheftur aðgangur að þessum upplýsingum sé til þess fallinn að skaða viðskiptahagsmuni viðkomandi útgerðarmanns og viðskiptamanna hans. Í bréfi þessu veitti stofnunin kæranda leiðbeiningar um að heimilt væri að kæra þessa ákvörðun hennar til sjávarútvegsráðuneytisins skv. 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 innan þriggja mánaða frá birtingu hennar.<br /> Í kæru til úrskurðarnefndar, dagsettri 8. desember sl., fór kærandi fram á að beitt yrði heimild í 28. gr. stjórnsýslulaga til að taka kæruna til meðferðar, þrátt fyrir að kærufrestur skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga væri liðinn, vegna þess að Fiskistofa hefði samkvæmt framangreindu veitt sér rangar leiðbeiningar um kæruleið og kærufrest. Í umsögn Fiskistofu til nefndarinnar, dagsettri 21. desember sl., er tekið undir þessa beiðni kæranda.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar féll kærandi jafnframt frá beiðni um upplýsingar vegna afla, sem seldur hefði verið á fiskmarkaði, enda lægi fyrir í þeim tilvikum opinber skráning á kaupverði. Í kærunni gerði kærandi ennfremur grein fyrir hagsmunum umbjóðanda síns af því að afla hinna umbeðnu upplýsinga. Sjómenn taka laun sín samkvæmt hlutaskiptakerfi, en tilhögun þess er að stofni til lýst í lögum nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins. Efnisreglur laganna hafa síðan, að sögn kæranda, verið nánar útfærðar í kjarasamningi hans og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Í kjarasamningnum kemur m.a. fram að útvegsmenn selji afla fiskiskipa í umboðssölu fyrir sjómenn á viðkomandi skipi á hæsta mögulega gangverði. Telur kærandi það leiða af þessum samningi og skýringu á 1. gr. laga nr. 24/1986 að veiddur afli sé sameign sjómanna og útvegsmanna. Samkvæmt lögum og kjarasamningum heldur kærandi því fram að umbjóðandi hans eigi launakröfu í hlutfalli við söluverð þess afla sem landað var úr þeim veiðiferðum er hann tók þátt í. Þar af leiðandi beri að leysa úr beiðninni, sem mál þetta snýst um, á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga. Hljóti hagsmunir umbjóðanda hans af því að geta staðreynt, hvort uppgjör við hann sé rétt, að vega þyngra en hagsmunir útgerðar af því að takmarka aðgang hans að þeim.<br /> <br /> Í umsögn Fiskistofu til úrskurðarnefndar, dagsettri 21. desember sl., er áréttuð fyrri afstaða stofnunarinnar, þ. á m. telur stofnunin að 9. gr. upplýsingalaga eigi ekki við í máli þessu. Í umsögninni kemur fram að umbeðnar upplýsingar séu veittar stofnuninni af kaupendum afla og/eða uppboðsmörkuðum á grundvelli 1. mgr. 12. gr. laga nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar, sbr. 3. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 516/1999 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 1999/2000. Um sé m.a. að ræða upplýsingar um það verð sem tilgreindir fiskkaupendur greiði viðkomandi útgerðarmanni fyrir hverja fisktegund og varði þær þannig mikilsverða fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra.<br /> <br /> Þá bendir Fiskistofa á að eftirliti með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna hafi verið komið í ákveðinn farveg með lögum nr. 13/1998 sem ætlað sé að stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut sjómanna. Samkvæmt 4. gr. þeirra laga beri Fiskistofu að veita Verðlagsstofu skiptaverðs aðgang að öllum upplýsingum um ráðstöfun afla og fiskverð. Í 17. gr. laganna sé að finna ítarleg ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna þeirrar stofnunar um allt er snertir hagi tiltekinna einstaklinga og fyrirtækja. Af því megi ráða, að löggjafinn hafi talið upplýsingar um kaupendur og kaupverð afla varða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra, að þær eigi að vera háðar þagnarskyldu, að undanskildu því fiskverði sem stofnunin úrskurðar.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Fyrir liggur að Fiskistofa veitti kæranda rangar leiðbeiningar um kæruheimild og kærufrest. Þótt hin kærða ákvörðun hafi ekki verið borin undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál fyrr en að liðnum kærufresti skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga verður kærunni þar af leiðandi ekki vísað frá nefndinni, sbr. 1. tölul. 28. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> Kærandi hefur sem fyrr segir farið fram á að Valtýr Sigurðsson víki sæti við meðferð máls þessa og úrskurð í því vegna þess að hann sitji í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna sem starfar á grundvelli laga nr. 13/1998. Sú nefnd hefur ekki fjallað um mál það sem hér er til úrlausnar. Með skírskotun til þess verður ekki talið að umræddur nefndarmaður sé vanhæfur til meðferðar málsins skv. 3. gr. stjórnsýslulaga enda eru ekki neinar þær aðstæður fyrir hendi, svo að séð verði, sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu. Valtýr Sigurðsson tók ekki þátt í úrlausn þessa þáttar málsins, sbr. 4. mgr. 5. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Fiskistofa hefur 17. desember sl. tekið saman sérstakt yfirlit um þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir og varða söluverðmæti afla [A] á tímabilinu 3. mars til 7. maí 1999. Þar með leikur enginn vafi á því að upplýsingalög eiga við um aðgang kæranda að hinum umbeðnu upplýsingum, sbr. 1. og 2. gr., sbr. og 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna.<br /> <br /> Í niðurlagi 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga er svo fyrir mælt að beiðni um aðgang að gögnum, öðrum en þeim sem tengjast stjórnvaldsákvörðun, skuli beint til þess stjórnvalds sem hefur gögnin í sínum vörslum. Í 6. gr. laga nr. 13/1998 er gert ráð fyrir að Verðlagsstofa skiptaverðs skuli láta áhöfn fiskiskips í té tiltekin gögn um söluverðmæti afla, en það ákvæði haggar ekki fyrrgreindum fyrirmælum 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Beiðni kæranda, vegna [B], var því réttilega beint til Fiskistofu.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum, sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Þótt umbjóðandi kæranda sé ekki aðili að samningum þeim, sem gerðir hafa verið um sölu á afla [A] á greindu tímabili, verður samt sem áður, með hliðsjón af málsatvikum, að telja hann aðila máls í skilningi 1. mgr. 9. gr. þar eð hann hefur, að áliti úrskurðarnefndar, einstaklega og verulega hagsmuni af því að fá aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum. Með vísun til meginmarkmiðs upplýsingalaga og athugasemda með frumvarpi til laganna, svo og með hliðsjón af meginreglunni í 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga um upplýsingarétt aðila máls, telur nefndin að skýra beri orðalagið "upplýsingar um hann sjálfan" svo rúmt að það taki til upplýsinga sem varða aðila máls sérstaklega. Í ljósi þessa líta nefndarmenn svo á að beiðni kæranda, vegna [B], um aðgang að umbeðnum upplýsingum falli undir III. kafla upplýsingalaga.<br /> <br /> Með vísun til þessa er skv. 1. mgr. 9. gr. laganna skylt að veita aðila máls óheftan aðgang að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar sem snerta hann sjálfan. Í 2. og 3. mgr. 9. gr. er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir svo í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."<br /> <br /> Samkvæmt 4. gr. laga nr. 13/1998 ber Fiskistofu að veita Verðlagsstofu skiptaverðs aðgang að öllum upplýsingum um ráðstöfun afla og aflaverðs. Í 17. gr. laganna er að finna svohljóðandi ákvæði: "Starfsmenn Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefndarmenn eru bundnir þagnarskyldu um allt er varðar hagi tiltekinna einstaklinga eða fyrirtækja og leynt skal fara samkvæmt lögum eða eðli máls nema dómari úrskurði að upplýsingar skuli veittar eða að skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskylda gildir þó ekki gagnvart fiskverði sem úrskurðað er skv. II. kafla eða almennum upplýsingum skv. 3. gr." Hér er um að ræða sérstakt lagaákvæði um þagnarskyldu sem tekur til sams konar upplýsinga og kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Með gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga ber þar af leiðandi að taka tillit til þessa ákvæðis þegar metið er hvort hagsmunir annarra aðila en umbjóðanda kæranda af því, að hinum umbeðnu upplýsingum skuli haldið leyndum, vegi þyngra en hagsmunir hans af því að fá aðgang að þeim, sbr. 3. mgr. 9. gr. laganna.<br /> <br /> Sjómenn hafa lögvarða hagsmuni af því að fá aðgang að upplýsingum um söluverðmæti afla úr þeim veiðiferðum, sem þeir hafa tekið þátt í, vegna þess að laun þeirra eru við það miðuð. Að áliti úrskurðarnefndar hefur Fiskistofa ekki fært fyrir því fullgild rök að hagsmunir útgerða og fiskkaupenda af því, að verðmæti þessu skuli haldið leyndu, vegi þyngra en hagsmunir þeirra sjómanna, sem í hlut eiga, af því að fá vitneskju um það. Hins vegar telur nefndin að það geti varðað útgerðir og einkum fiskkaupendur miklu að nöfnum þeirra síðarnefndu sé haldið leyndum. Verður heldur ekki séð að hagsmunir sjómanna séu skertir þótt nöfnum einstakra kaupenda sé haldið leyndum fyrir þeim.<br /> <br /> Með skírskotun til þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndar að veita beri kæranda, á grundvelli sérstaks umboðs frá [B], aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum, að undanskildum nöfnum einstakra fiskkaupenda, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Eins og málatilbúnaður kæranda er úr garði gerður, hefur ekki verið tekin afstaða til þess í úrskurði þessum hvort aðrir en [B] eigi rétt á að fá aðgang að upplýsingunum. Þar af leiðandi er kæranda óheimilt að veita öðrum aðgang að þeim.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Fiskistofu er skylt að veita kæranda, Sjómannasambandi Íslands, vegna [B], [...], aðgang að yfirliti yfir söluverðmæti afla [A] á tímabilinu 3. mars til 7. maí 1999, að undanskildum nöfnum á einstökum fiskkaupendum sem er að finna í efstu línu yfirlitsins. Kæranda er óheimilt að veita öðrum en [B] aðgang að umræddu yfirliti.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
88/1999 Úrskurður frá 22. desember 1999 í málinu nr. A-88/1999 | Kærð var synjun lögreglustjórans í Reykjavík um að veita aðgang og prenthæft afrit af ljósmynd sem fylgt hefði vegabréfsumsókn tiltekins manns. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Beiðni um aðgang beint að réttu stjórnvaldi. Afrit af gagni. Einkamálefni einstaklinga. Jafnræðisregla. Synjun staðfest. | <p>Hinn 22. desember 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-88/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 7. desember sl., kærði [A], fréttamaður [...], synjun lögreglustjórans í Reykjavík, dagsetta sama dag, um að veita honum aðgang að og prenthæft afrit af ljósmynd með síðustu umsókn [B], kt. [...], um vegabréf.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 8. desember sl., var lögreglustjóranum í Reykjavík veittur frestur til að gera athugasemdir við kæru þessa og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 16. desember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, sem kæran laut að, innan sama frests. Úrskurðarnefnd hefur borist umsögn lögreglustjóra, dagsett 14. desember sl., ásamt ljósriti af umræddri umsókn um vegabréf, útgefnu 21. júní 1995.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik máls þessa eru þau að með bréfi til lögreglustjórans í Reykjavík, dagsettu 5. desember sl., óskaði kærandi eftir að fá aðgang að og prenthæft afrit af ljósmynd þeirri, sem [B], kt. [...], lét fylgja síðustu umsókn sinni um vegabréf til lögreglustjóra.<br /> <br /> Þessari beiðni var synjað með bréfi, dagsettu 7. desember sl., sem undirritað er af varalögreglustjóranum í Reykjavík. Þar segir m.a. að það sé álit lögreglunnar að ákvæði upplýsingalaga nr. 50/1996 eigi ekki við um erindið þar sem það feli í sér beiðni um aðgang að upplýsingum sem verndar njóti skv. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og 5. gr. laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, sbr. til hliðsjónar 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Í kæru til úrskurðarnefndar lét kærandi þess getið að hann hefði hinn 22. nóvember sl. sent lögreglustjóranum í Reykjavík hliðstæða beiðni varðandi [C], fréttamann. Sú beiðni hefði verið tekin til greina samdægurs og hann fengið umbeðna andlitsmynd afhenta í prenthæfu formi. Í kærunni er því mótmælt, með vísan til 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, að sambærilegar beiðnir séu afgreiddar með mismunandi hætti. Þá dregur kærandi í efa að heimilt sé að takmarka aðgang að sams konar andlitsmynd og þeirri sem notuð er sem auðkenni á handhöfum vegabréfa.<br /> <br /> Í umsögn lögreglustjórans í Reykjavík til úrskurðarnefndar, dagsettri 14. desember sl., kemur fram að Útlendingaeftirlitið hafi tekið við afgreiðslu vegabréfa við gildistöku laga nr. 136/1998 um vegabréf. Lögreglustjórar annist þó enn viðtöku vegabréfsumsókna og framsendi þær Útlendingaeftirlitinu. Fyrir gildistöku laganna hafi lögreglustjórar hins vegar afgreitt vegabréfin sjálfir og varðveitt umsóknir um þau. Af umsögninni má ráða að lögreglustjóri hafi enn í vörslum sínum umsóknir um þau vegabréf sem afgreidd voru á grundvelli eldri laga.<br /> <br /> Í umsögn lögreglustjóra er áréttað að lög nr. 121/1989 gildi um hina kerfisbundnu skráningu persónuupplýsinga sem fram fari við afgreiðslu á umsókn um vegabréf. Af þeim sökum eigi 5. gr. laga nr. 121/1989 við í máli þessu. Þá er bent á að 27. gr. reglugerðar nr. 624/1999 um íslensk vegabréf takmarki verulega aðgang að útgefnum vegabréfum, sbr. og 2. mgr. 5. gr. laga nr. 121/1989. Samkvæmt þessu sé það skoðun lögreglu að ákvæði upplýsingalaga eigi ekki við um aðgang að umbeðnum gögnum, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 5. gr. upplýsingalaga. Loks er bent á það að ljósmynd af umsækjanda um vegabréf sé límd á umsókn hans. Töluvert óhagræði sé þess vegna í því fólgið að verða við beiðnum á borð við beiðni kæranda. Loks er tekið fram að afgreiðsla embættis lögreglustjóra á beiðni um aðgang að ljósmynd af [C] hafi verið mistök af þess hálfu.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Eins og beiðni kæranda til lögreglustjórans í Reykjavík og kæra hans á synjun lögreglustjóra er úr garði gerðar, verður að líta svo á að kæran sé tvíþætt, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Í fyrsta lagi sé kærð synjun um að veita kæranda aðgang að ljósmynd þeirri, sem að framan greinir, og í öðru lagi synjun um að veita honum "prenthæft afrit" af ljósmyndinni.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði síðarnefndu laganna verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög sem kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.<br /> <br /> Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin." Úrskurðarnefnd hefur litið svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þeim hætti. Samkvæmt því fellur aðgangur að einstökum skjölum utan gildissviðs laga nr. 121/1989 þótt þau hafi að geyma upplýsingar sem skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti. Þar með fer um aðgang að einstökum vegabréfsumsóknum, þ. á m. ljósmyndum sem þeim fylgja, eftir upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna.<br /> <br /> Fyrir liggur að vegabréfsumsókn sú, sem mál þetta snýst um, var afgreidd af lögreglustjóranum í Reykjavík á grundvelli þágildandi laga um íslensk vegabréf og er umsóknin jafnframt í vörslum hans. Því var beiðni kæranda réttilega beint að lögreglustjóra, sbr. 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Þær undantekningar frá meginreglunni, sem þar er að finna, ber að skýra þröngt.<br /> <br /> Í 5. gr. laganna segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Ekki verður talið að upplýsingar um það, hvort maður hafi fengið útgefið vegabréf, séu þess eðlis að þær skuli fara leynt skv. 5. gr. Hins vegar geta einstakar upplýsingar um persónu manns, sem fram koma á vegabréfsumsókn hans, verið með þeim hætti að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt.<br /> <br /> Í 2. mgr. 12. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. mgr. þeirrar greinar, er svo fyrir mælt að stjórnvöld skuli almennt verða við beiðni um ljósrit eða afrit af gögnum, sem þeim ber á annað borð að veita aðgang að, nema skjölin eða gögnin séu þess eðlis eða fjöldi þeirra svo mikill að það sé vandkvæðum bundið. Í umsögn lögreglustjórans í Reykjavík til úrskurðarnefndar er bent á þá staðreynd að ljósmynd af umsækjanda um vegabréf sé límd á umsókn hans. Töluvert óhagræði sé þess vegna í því fólgið að verða við beiðni um að veita nothæft ljósrit eða afrit af slíkri ljósmynd. Ekki verður fallist á þetta sjónarmið þegar af þeirri ástæðu að unnt er að taka ljósrit af myndinni, án þess að hún sé losuð frá umsókninni og án þess að aðgangur sé veittur að öðrum upplýsingum sem þar koma fram.<br /> <br /> Ljósmynd af umsækjanda um vegabréfsumsókn tengist óneitanlega persónu hans. Þótt persónulegir hagsmunir umsækjanda standi því ekki í vegi að sá, sem þess óskar, fái að sjá myndina, að honum fornspurðum, gegnir öðru máli um það þegar ljósrit eða afrit af henni er afhent þeim hinum sama, svo sem hann á rétt á samkvæmt framansögðu. Af þeim sökum lítur úrskurðarnefnd svo á að slík ljósmynd teljist til gagna sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Þá verður ekki séð að það gangi gegn sjónarmiðum þeim, sem búa að baki aðgangi almennings að gögnum í vörslum stjórnvalda samkvæmt upplýsingalögum, þótt þeim, sem óskar eftir aðgangi að ljósmynd af umsækjanda um vegabréf, sé synjað um aðgang að henni, enda hefur slíkt gagn að jafnaði ekki að geyma upplýsingar um afgreiðslu máls eða aðrar athafnir stjórnvalda.<br /> <br /> Með vísun til þess, sem að framan segir, er það niðurstaða úrskurðarnefndar að lögreglustjóranum í Reykjavík sé óheimilt að veita kæranda aðgang að og afrit af ljósmynd þeirri sem fylgdi umsókn [B] um vegabréf. Í þessu sambandi skiptir ekki máli þótt kærandi hafi, vegna mistaka, fengið afhent afrit af ljósmynd, sem fylgdi annarri vegabréfsumsókn, enda getur sú afhending, sem samkvæmt framansögðu gekk í berhögg við ákvæði upplýsingalaga, ekki skapað honum rétt á grundvelli jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Staðfest er sú ákvörðun lögreglustjórans í Reykjavík að synja kæranda, [A], um aðgang að ljósmynd, sem fylgdi umsókn [B] um vegabréf, útgefið 21. júní 1995.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
87/1999 Úrskurður frá 2.desember 1999 í málinu nr. A-87/1999 | Kærð var synjun borgarlögmanns um að veita aðgang að minnisblaði hans til borgarstjóra. Vinnuskjal. Eigin afnot stjórnvalds af vinnuskjali. Aðgangur veittur. | <p>Hinn 2. desember 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-87/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 11. nóvember sl., kærði [...], skólastjóri, f.h. [A], munnlega synjun borgarlögmanns um að veita honum aðgang að minnisblaði borgarlögmanns til borgarstjóra, dagsettu 26. október sl., í tilefni af erindi skólans til borgarráðs, dagsettu 2. júní sl.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 15. nóvember sl., var kæran kynnt borgarlögmanni og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 23. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að hann léti úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál afrit af minnisblaði því, er kæran laut að, innan sama frests. Úrskurðarnefnd barst umsögn borgarlögmanns, dagsett 18. nóvember sl., innan tilskilins frests ásamt umbeðnu minnisblaði.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi fór hinn 8. nóvember sl. fram á að skjalsafn Ráðhúss Reykjavíkur léti honum í té afrit af álitsgerð eða minnisblaði borgarlögmanns til borgarstjóra eða aðstoðarmanns borgarstjóra, dagsettu 26. október sl., í tilefni af erindi kæranda til borgarráðs, dagsettu 2. júní sl. Skjalasafnið synjaði beiðni kæranda sama dag. Kærandi beindi þá sama erindi til skrifstofu borgarlögmanns, en var einnig synjað. Samkvæmt umsögn borgarlögmanns til úrskurðarnefndar staðfesti hann synjun sína með bréfi, dagsettu 11. nóvember sl., þar sem fram kemur að synjun hans byggist á 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Í umsögn borgarlögmanns til úrskurðarnefndar, dagsettri 11. nóvember sl., segir að í bréfi kæranda til borgarráðs, dagsettu 2. júní sl., hafi athygli ráðsins m.a. verið vakin á því að fjárveitingar Reykjavíkurborgar til starfsemi Námsflokka Reykjavíkur geti hugsanlega brotið í bága við samkeppnislög. Þessu álitaefni hafi borgarráð vísað til umsagnar borgarlögmanns, en sú umsögn hafi enn ekki verið lögð fyrir ráðið. Hins vegar hafi borgarlögmaður tekið saman minnisblað um álitaefnið til borgarstjóra og sé það dagsett 26. október sl. Í umsögninni er greint frá því að afrit af minnisblaðinu hafi einnig verið sent skólastjóra Námsflokkanna.<br /> <br /> Í umsögn borgarlögmanns er gerð grein fyrir tengslum embætta borgarstjóra og borgarlögmanns samkvæmt skipuriti Reykjavíkurborgar. Samkvæmt því heyrir skrifstofa borgarlögmanns beint undir borgarstjóra. Borgarlögmaður er lögfræðilegur ráðgjafi borgarstjóra og annast að auki og meðhöndlar flest lögfræðileg álitamál borgarinnar. Vegna þessara nánu tengsla sé ekki unnt að líta á skrifstofur borgarstjóra og borgarlögmanns sem aðskilin stjórnvöld. Þá telur borgarlögmaður, með tilliti til meginreglu 9. gr. upplýsingalaga, ekki óeðlilegt að minnisblaðið hafi verið kynnt skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur, úr því að umfjöllunarefni þess varði hagsmuni Námsflokkanna sem stofnunar borgarinnar.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Synjun borgarlögmanns um að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu frá 26. október sl. er sem fyrr segir byggð á 3. tölul. 4. gr. laganna.<br /> <br /> Í þeim tölulið er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá". Þetta ákvæði felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum og ber því fremur að skýra það þröngt en rúmt.<br /> <br /> Skilyrði fyrir því, að skjal teljist vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, er að það sé ritað til eigin afnota fyrir stjórnvaldið sjálft. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir svo um þetta atriði: "Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað."<br /> <br /> Samkvæmt skipuriti Reykjavíkurborgar heyrir skrifstofa borgarlögmanns, sem er lögfræðilegur ráðgjafi borgarstjóra, beint undir hann. Í ljósi þessa er ekki unnt að líta á borgarstjóra og borgarlögmann sem tvö aðskilin stjórnvöld í merkingu upplýsingalaga. Skjöl, sem ganga á milli þeirra eða starfsmanna þeirra, teljast því, almennt séð, vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, þ. á m. það minnisblað sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að.<br /> <br /> Fyrir liggur hins vegar að afrit af minnisblaðinu hefur verið sent skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur. Námsflokkarnir eru stofnun á vegum Reykjavíkurborgar og fá m.a. fjárframlög frá borginni og íslenska ríkinu. Með skírskotun til þessa verða Námsflokkarnir ekki lagðir að jöfnu við deild eða sambærilega einingu innan skrifstofu borgarstjóra sem framkvæmdastjóra Reykjavíkurborgar, heldur sem sjálfstæða borgarstofnun og því sérstætt stjórnvald í merkingu upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að minnisblaðið hafi ekki aðeins verið ætlað til afnota fyrir borgarstjóra, heldur einnig fyrir skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur í þágu þeirrar stofnunar. Þar með getur skjalið ekki talist vinnuskjal samkvæmt hinni þröngu skilgreiningu í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með skírskotun til þess, sem að framan segir, ber borgarlögmanni að veita kæranda aðgang að minnisblaðinu enda hefur það ekki að geyma neinar þær upplýsingar sem leynt eiga að fara skv. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Borgarlögmanni er skylt að veita kæranda, [...], f.h. [A], aðgang að minnisblaði sínu til borgarstjóra, dagsettu 26. október sl., í tilefni af erindi skólans til borgarráðs.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> <br /> </p> |
86/1999 Úrskurður frá 17. nóvember 1999 í málinu nr. A-86/1999 | Kærð var synjun bæjarstjóra Seltjarnarneskaupstaðar og formanns stjórnar Hitaveitu Seltjarnarness um að veita aðgang að upplýsingum um laun og launakjör hitaveitustjóra. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur að hluta. | <p>Hinn 17. nóvember 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-86/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 18. október sl., kærði [A] hdl. synjun bæjarstjóra Seltjarnarneskaupastaðar og formanns stjórnar Hitaveitu Seltjarnarness, dagsetta 20. september sl., um að veita honum aðgang að upplýsingum um laun og launakjör [B], hitaveitustjóra.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 21. október sl., var kæran kynnt bæjarstjóra Seltjarnarneskaupstaðar og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 29. október sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögn kaupstaðarins kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar og að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit viðkomandi gagna innan sama frests. Úrskurðarnefnd barst umsögn bæjarstjóra, dagsett 25. október sl., innan tilskilins frests ásamt umbeðnum gögnum.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að kærandi fór fram á með bréfi til bæjarskrifstofa Seltjarnarness, dagsettu 9. september sl., að fá ljósrit skjals, þar sem fram kæmu eftirtaldar upplýsingar um launakjör [B] hjá kaupstaðnum: 1. Föst laun, 2. föst yfirvinnulaun, 3. bifreiðastyrk og 4. aðrar fastar greiðslur sem jafnað yrði til fastra launa. Ef gögnin væri að einhverju leyti undanþegin aðgangi fór kærandi jafnframt fram á að beitt yrði 7. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 til að veita aðgang að þeim að öðru leyti.<br /> <br /> Bæjarstjóri Seltjarnarneskaupstaðar synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 20. september sl. Þar kemur fram að bæjarstjóri sé jafnframt stjórnarformaður Hitaveitu Seltjarnarness og að [B] sé ekki starfsmaður kaupstaðarins, heldur Hitaveitunnar. Launalisti Hitaveitunnar sé sambærilegur launalista bæjarsjóðs og hafi að geyma upplýsingar sem varði starfsmanninn persónulega. Á þeim grundvelli sé beiðni kæranda hafnað.<br /> Umsögn bæjarstjóra til úrskurðarnefndar, dagsettri 25. október sl., fylgdi afrit af launalista Hitaveitu Seltjarnarness, dagsettum 2. júlí sl. Þar er að finna þrjú nöfn, þ. á m. nafn [B]. Á listanum kemur fram að heildarlaun hans séu samanlagðar greiðslur fyrir mánaðarlaun, yfirvinnu, álagsvinnu og orlof. Með vísun til þessarar skiptingar fór úrskurðarnefnd fram á að upplýst yrði hverjar þessara greiðslna teldust til fastra launa og annarra fastra kjara hitaveitustjórans. Í svarbréfi bæjarstjóra til nefndarinnar, dagsettu 16. nóvember sl., segir m.a.: "Föst laun ofangreinds starfsmanns koma fram í fyrsta dálki launalista aðrar tölur eru breytilegar eftir vinnuframlagi hvers mánaðar."<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög, en síðarnefndu lögin kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.<br /> <br /> Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin." Úrskurðarnefnd hefur litið svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þeim hætti.<br /> <br /> Samkvæmt því fellur aðgangur að einstökum skjölum utan gildissviðs laga nr. 121/1989 þótt þau hafi að geyma upplýsingar sem skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti. Þar með fer um aðgang að launalista Hitaveitu Seltjarnarness eftir upplýsingalögum, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr."<br /> <br /> Í 5. gr. laganna segir síðan: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: "Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings." Þegar allsherjarnefnd Alþingis afgreiddi frumvarpið frá sér til 2. umræðu er ennfremur svo að orði komist í áliti hennar: "Í athugasemdum við 5. gr. frumvarpsins kemur fram að ákvæði greinarinnar standi ekki í vegi fyrir því að almenningur fái aðgang að gögnum um föst laun og önnur föst launakjör opinberra starfsmanna. Að því leyti sem slík upplýsingagjöf fellur undir ákvæði frumvarps þessa en ekki ákvæði laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, leggur nefndin sérstaka áherslu á að skýra beri ákvæði 5. gr. svo að með lögum þessum sé ekki aðeins tryggður aðgangur að upplýsingum um föst laun opinberra starfsmanna heldur einnig að þeim einstaklingsbundnu samningum sem gerðir hafa verið við starfsmenn um önnur föst kjör þeirra, svo sem fasta (ómælda) yfirvinnu, akstursgjald o.fl."<br /> <br /> Bæjarstjóri Seltjarnarneskaupstaðar, sem jafnframt er stjórnarformaður Hitaveitu Seltjarnarness, hefur skýrt frá því í bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 16. nóvember sl., að mánaðarlaun [B], hitaveitustjóra, séu einu föstu laun hans hjá Hitaveitunni. Aðrar greiðslur til hans séu breytilegar frá einum mánuði til annars. Á launalista Hitaveitunnnar, dagsettum 2. júlí sl., kemur heldur ekki fram að hann njóti fasts bifreiðarstyrks.<br /> <br /> Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, og með vísun til 7. gr. upplýsingalaga er það því niðurstaða nefndarinnar að veita beri kæranda aðgang að upplýsingum um mánaðarlaun [B], sem fram koma á launalista Hitaveitunnar, en ekki upplýsingar um aðrar greiðslur sem þar er að finna.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Bæjarstjóra Seltjarnarneskaupstaðar ber að veita kæranda, [A] hdl., aðgang að upplýsingum um mánaðarlaun [B], sem fram koma á launalista Hitaveitu Setjarnarness, dagsettum 2. júlí 1999.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
85/1999 Úrskurður frá 12. nóvember 1999 í málinu nr. A-85/1999 | Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um að veita aðgang að öllum bréfum sem farið höfðu á milli stofnunarinnar og tiltekins fyrirtækis. Gildissvið upplýsingalaga. Tilgreining máls eða gagna í máli. Skýring upplýsingalaga. Mikilvægir viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Aðgangur veittur. Þagnarskylda. Synjun staðfest. | <p>Hinn 12. nóvember 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-85/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 13. október sl., kærði [...] blaðamaður, f.h. [A], synjun Fjármálaeftirlitsins, dagsetta 8. október sl., um að veita honum aðgang að öllum bréfum sem farið höfðu á milli Fjármálaeftirlitsins og fyrirtækisins [B] frá 3. ágúst sl.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 14. október sl., var kæran kynnt Fjármálaeftirlitinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 25. október sl. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum, sem kæran laut að, innan sama frests. Úrskurðarnefnd barst umsögn stofnunarinnar, dagsett 25. október sl., innan tilskilins frests ásamt umbeðnum gögnum.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum máls þessa eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi fór með bréfi til Fjármálaeftirlitsins, dagsettu 28. september sl., fram á að fá afrit af öllum bréfum sem farið höfðu á milli stofnunarinnar og [B] frá því að eigendur þess keyptu hinn 3. ágúst sl. hlutabréf í [C] hf. Fjármálaeftirlitið synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 8. október sl., með vísan til þagnarskylduákvæða IV. kafla laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, og 4.-6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Í umsögn Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndar, dagsettri 25. október sl., færði stofnunin þrenns konar rök fyrir synjun sinni.<br /> <br /> Í fyrsta lagi telur Fjármálaeftirlitið að beiðni kæranda fullnægi ekki þeim kröfum sem 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga gerir til tilgreiningar máls. Kærandi hafi óskað eftir afritum af öllum bréfum sem farið hefðu á milli stofnunarinnar og tiltekins aðila, án þess að tiltaka um hvaða mál væri að ræða. Af þeim sökum geti beiðni hans ekki talist fullnægja því skilyrði að varða "tiltekið mál", enda hafi bréfaskrif þessi varðað mismunandi tilvik eða álitaefni, sem ekki geti talist eitt mál eða "tiltekið mál" í skilningi 3. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í öðru lagi telur Fjármálaeftirlitið að hafna beri aðgangi að umbeðnum gögnum á grundvelli sérákvæðis um þagnarskyldu starfsmanna og stjórnar stofnunarinnar í 12. gr. laga nr. 87/1998. Með gagnályktun frá 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga gangi það framar ákvæðum þeirra laga og veiti að auki þeim fjárhags- og viðskiptaupplýsingum, sem Fjármálaeftirlitinu eru veittar vegna lögboðins eftirlits þess, ríkari vernd en leiði af 5. gr. upplýsingalaga þar eð 12. gr. laga nr. 87/1998 geri ekki kröfu til að fram fari sérstakt mat á efni þeirra. Þegar frá eru taldar undantekningar samkvæmt reglum um opinbera skráningu og upplýsingaskyldu, tengdri skráningu á verðbréfaþingi, beri samkvæmt þessu að skýra umrætt lagaákvæði þannig að öll gögn og upplýsingar, sem stofnunin fær í hendur á grundvelli lögboðinnar eftirlitsskyldu og varða viðskipti og rekstur fyrirtækja eða einstaklinga, séu háð þagnarskyldu, án tillits til þess hvort gögnin varði mikilsverða hagsmuni þessara aðila eða ekki. Að þessu virtu og með því að upplýsingar um viðskipti [B] koma svo víða fram í bréfaskiptum við fyrirtækið telur stofnunin ekki heimilt að veita aðgang að bréfunum.<br /> <br /> Í þriðja lagi telur Fjármálaeftirlitið að hafna beri aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, sbr. 8. gr. þeirra. Samkvæmt því ákvæði sé stofnuninni ekki skylt að láta af hendi gögn sem varða yfirstandandi athugun eða rannsókn hennar og hluti hinna umbeðnu bréfa fjallar um. Þar sé m.a. að finna upplýsingar um deilu aðila um heimildir Fjármálaeftirlitsins til þess að fá í hendur tiltekin gögn. Aðgangur að gögnum um þá deilu, áður en úr henni er leyst, sé til þess fallinn að torvelda starfsemi stofnunarinnar og veita öðrum upplýsingaskyldum aðilum tilefni til þess að beita svipuðum aðferðum til að komast hjá því að veita umbeðnar upplýsingar og þannig draga úr árangi eftirlits hennar. Aðspurður hefur forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins lýst því yfir að umræddri athugun sé enn ekki lokið.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Fjármálaeftirlitið starfar á grundvelli laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í 3. gr. laganna segir að stofnunin sé ríkisstofnun. Þar með fellur hún undir upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 1. gr. þeirra laga.<br /> Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 1. mgr. 10. gr laganna er ennfremur kveðið á um að sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, geti "óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða." Bréf þau, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, varða öll kaup eignarhaldsfélagsins [B] á tilteknum hlutum í [C] hf. Þar af leiðandi varða þau sama stjórnsýslumál í skilningi upplýsingalaga og er beiðni kæranda því nægilega afmörkuð, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Með upplýsingalögum hefur löggjafinn markað þá almennu stefnu að almenningur, þ.m.t. fjölmiðlar, skuli eiga aðgang að gögnum í vörslum þeirra stofnana sem undir lögin falla. Frá því eru annars vegar gerðar undantekningar í 4.-6. gr. laganna og í sérstökum ákvæðum laga um þagnarskyldu, sbr. gagnályktun frá niðurlagsákvæði 3. mgr. 2. gr. þeirra. Opinberar eftirlitsstofnanir á borð við Fjármálaeftirlitið eru ekki undanþegnar ákvæðum upplýsingalaga né heldur er almennt ákvæði í lögunum sem vísar sérstaklega til starfsemi slíkra stofnana.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum, þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum ríkis eða sveitarfélaga, ef þær yrðu þýðingarlausar eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þær á almanna vitorði. Vegna þess að eigin vinnuskjöl stjórnvalds eru sérstaklega undanþegin aðgangi almennings í 3. tölul. 4. gr. laganna verður að telja að 4. tölul. 6. gr. taki einkum til gagna sem stjórnvaldið hefur aflað frá öðrum aðilum. Ef gögnin hafa borist frá þeim aðila, sem hinar fyrirhuguðu ráðstafanir beinast gegn, getur ákvæðið varla átt við vegna þess að þá eru þær upplýsingar, sem þau hafa að geyma, honum kunnar. Markmið ákvæðisins "er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhugaðar ráðstafanir á vegum hins opinbera", eins og orðrétt segir í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga. Eðli máls samkvæmt hlýtur það fyrst og fremst að eiga við áður en eða stuttu eftir að athugun eða rannsókn hefst. Jafnframt er um að ræða ákvæði, sem aðeins verður beitt í undantekningartilvikum, eins og orðalag þess ber með sér.<br /> <br /> Nú er liðið á fjórða mánuð frá því að Fjármálaeftirlitið sneri sér til [B] og óskaði eftir upplýsingum vegna kaupa félagsins á tilteknum hlut í [C] hf. Í ljósi þess, sem að framan segir, þykir stofnunin ekki hafa fært viðhlítandi rök fyrir því að henni sé heimilt að synja kæranda um aðgang að hinum umbeðnu gögnum á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar, að óheimilt sé að veita almenningi "viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu" fyrirtækja. Þá segir þar ennfremur að oft komi sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum.<br /> <br /> Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram, eins og áður er nefnt, að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda.<br /> <br /> Í 12. gr. laga nr. 87/1998 er að finna svohljóðandi ákvæði um þagnarskyldu: "Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu. - Upplýsingar skv. 1. mgr. má þó veita í samandregnu formi þannig að einstakir eftirlitsskyldir aðilar séu ekki auðkenndir." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laga nr. 87/1998, segir svo um ákvæðið: "Í þessari grein er að finna almennt þagnarskylduákvæði sem lýtur að stjórnendum, starfsmönnum og öðrum sem vinna á vegum Fjármálaeftirlitsins. Ákvæðið tekur mið af gildandi þagnarskylduákvæðum og er m.a. sniðið að reglum á Evrópska efnahagssvæðinu."<br /> <br /> Þrátt fyrir hið tilvitnaða orðalag í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 87/1998 verður að telja að 12. gr. laganna sé sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Slík ákvæði girða þó ekki, ein og sér, fyrir að almenningur fái aðgang að upplýsingum, sem þau ná til, heldur fer það eftir efni og orðalagi þeirra hvernig þau verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga, eins og tekið er fram í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til þeirra laga. Í 12. gr. laga nr. 87/1998 segir að stjórn og starfsmenn megi ekki "skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila". Í ljósi þessa orðalags er ekki unnt að skýra umrætt lagaákvæði svo, eins og Fjármálaeftirlitið heldur fram, að öll gögn og upplýsingar, sem stofnunin fær í hendur á grundvelli lögboðinnar eftirlitsskyldu og varða viðskipti og rekstur fyrirtækja eða einstaklinga, séu háð þagnarskyldu, án tillits til efnis þeirra, vegna þess að þá væru orðin "og leynt á að fara" merkingarlaus. Í umræddu ákvæði er hins vegar mælt fyrir um ríka þagnarskyldu stjórnar og starfsmanna Fjármálaeftirlitsins að því er lýtur að viðskiptum og rekstri þeirra aðila sem stofnunin hefur eftirlit með. Á hinn bóginn verður ekki litið framhjá meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga við úrlausn þessa máls, eins og áður hefur verið gerð grein fyrir.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra bréfa sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Eins og fram kemur í umsögn Fjármálaeftirlitsins, snúast umrædd bréfaskipti að verulegu leyti um ágreining á milli stofnunarinnar og [B] um skyldu félagsins til þess að láta stofnuninni í té upplýsingar lögum samkvæmt. Í bréfunum er að auki að finna upplýsingar um stofnendur, hluthafa og hlutafé [B] og hlutafélagsins [D] (áður [...]), dótturfélags hins fyrrgreinda félags. Með tilliti til þess m.a. hve langur tími er liðinn frá því að bréf þessi voru skrifuð er það álit nefndarinnar að í þeim sé ekki að finna neinar upplýsingar, sem leynt eigi að fara skv. 12. gr. laga nr. 87/1998, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Í því efni skiptir einnig máli að þau atriði, sem upp voru talin, virðast öll hafa verið tilkynnt Verðbréfaþingi Íslands skv. 26. gr. laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða. Einu skjölin, sem rétt þykir að undanþiggja aðgangi, með hliðsjón af 12. gr. laga nr. 87/1998, eru þau skjöl, sem fylgdu opinberum vottorðum lögbókanda í Lúxemborg, dagsettum 4. og 31. ágúst sl., og eru fylgiskjöl með bréfum [B] til Fjármálaeftirlitsins, dagsettum 13. ágúst og 1. september sl. Ástæðan er sú að skjölin bera ekki með sér að almenningur hafi aðgang að þeim hjá þarlendum yfirvöldum.<br /> Með skírskotun til þessa ber að veita kæranda aðgang að hinum umbeðnu bréfum, að undanskildum síðastgreindum skjölum.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Fjármálaeftirlitinu ber að veita kæranda, [...], f.h. [A], aðgang að þeim bréfum, sem fóru á milli stofnunarinnar og [B] á tímabilinu 4. ágúst til 27. september sl., að undanskildum þeim skjölum, sem fylgdu vottorðum lögbókanda í Lúxemborg, dagsettum 4. og 31. ágúst sl.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
84/1999 Úrskurður frá 29. október 1999 í málinu nr. A-84/1999 | Kærð var synjun Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi um að veita aðgang að upplýsingum sem kærandi taldi að leitt hefðu til starfsloka hans og að öðrum gögnum er vörðuðu hann sjálfan. Afmörkun kæruefnis. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur. | <p>Hinn 29. október 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-84/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 19. júlí sl., kærði [A], til heimilis að [...], synjun Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, dags. 29. júní sl., um að veita honum aðgang að upplýsingum, sem lágu að baki umsögn fyrrverandi forstöðuþroskaþjálfa sambýlisins [B] um hann, en þær upplýsingar taldi kærandi, að leitt hefðu til þess, að hann hætti störfum á sambýlinu. Jafnframt kærði hann synjun svæðisskrifstofunnar um að veita honum aðgang að dagbókarfærslum og öðrum skriflegum gögnum, sem vörðuðu hann sjálfan.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 26. júlí sl., var kæran kynnt svæðisskrifstofunni og hún beðin um að upplýsa hvort til væru í hennar vörslum eða sambýlisins gögn, hvort sem um væri að ræða skjöl eða annars konar gögn, t.d. á tölvutæku formi, sem vörðuðu kæranda og hann hefði ekki þegar fengið í hendur. Jafnframt var skrifstofunni veittur frestur til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 12.00 hinn 5. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað skrifstofan léti úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál afriti af þeim gögnum, sem kæran laut að, ef einhver væru, innan sama frests.<br /> <br /> Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 4. ágúst sl., greindi svæðisskrifstofan svo frá, að hún hefði upplýst kæranda um allt það sem lyti að umræddu máli. Með símbréfi úrskurðarnefndar til svæðisskrifstofunnar, dagsettu 12. ágúst sl., var þess ítrekað farið á leit, að kannað yrði hvort til væru önnur gögn í málinu, en kæranda hefðu þegar verið afhent. Jafnframt var þess óskað að upplýst yrði hvort dagbækur stofnunarinnar eða aðrar skrár, sem haldnar kynnu að vera, s.s. fundargerðir, geymdu einhverjar upplýsingar viðvíkjandi máli kæranda.<br /> <br /> Í bréfi svæðisskrifstofunnar til úrskurðarnefndar, dagsettu 13. ágúst sl., var upplýst að allar dagbækur og önnur þau gögn, sem til staðar væru á skrifstofunni og á sambýlinu [B], hefðu verið yfirfarin. Við þá athugun hefðu engin gögn komið í ljós, er veittu frekari upplýsingar um málið.<br /> <br /> Með bréfi nefndarinnar til kæranda, dagsettu 17. ágúst sl., voru kæranda send framangreind svör skrifstofunnar og honum tilkynnt, að úrskurðarnefnd myndi fella kærumál hans niður, nema hann gæti bent á tiltekin skjöl eða önnur gögn, sem hefðu að geyma upplýsingar um hann og hann hefði rökstudda vissu eða grun um að væru í vörslum svæðisskrifstofunnar og sambýlisins [B].<br /> <br /> Í bréfi til nefndarinnar, dagsettu 21. ágúst 1999, færði kærandi rök fyrir því að ástæða væri til að ætla að upplýsingar um hann hefðu verið færðar í fundargerðabók á sambýlinu [B] í ágústmánuði 1998. Jafnframt færði hann rök fyrir því að ástæða væri til að ætla að athugasemdir um störf hans hefðu verið færðar í dagbækur sama sambýlis á tímabilinu frá 15. maí til 31. ágúst s.á. Á þessum grundvelli fór kærandi fram á að úrskurðarnefnd héldi meðferð málsins áfram.<br /> <br /> Á fundi úrskurðarnefndar hinn 1. september sl. féllst úrskurðarnefnd á að röksemdir kæranda gæfu tilefni til að halda meðferð málsins áfram. Með bréfi til svæðisskrifstofunnar, dagsettu 3. s.m., var fyrir hana lagt að afhenda nefndinni tilvitnuð gögn í síðastgreindu erindi kæranda eigi síðar en 15. september sl. Með bréfi svæðisskrifstofunnar, dagsettu 13. september sl., voru nefndinni látin í té ljósrit úr dagbókum sambýlisins [B] á nefndu tímabili. Af hálfu úrskurðarnefndar var jafnframt aflað upplýsinga um að engar fundargerðir hefðu verið haldnar á nefndu tímabili eða fyrir þetta tímabil.<br /> <br /> Með bréfi úrskurðarnefndar, dagsettu 7. október sl., var leitað eftir afstöðu svæðisskrifstofunnar til þess, hvort veita bæri kæranda aðgang að tiltekinni orðsendingu til starfsmanna sambýlisins [B], er varðaði kæranda og færð hafði verið í framangreinda dagbók, á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Afstaða skrifstofunnar óskaðist kynnt nefndinni eigi síðar en 18. október sl.<br /> <br /> Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 18. október sl., var nefndinni tilkynnt sú afstaða svæðisskrifstofunnar að ekki bæri að veita kæranda aðgang að umræddu skjali á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga.<br /> Eiríkur Tómassonar vék sæti við úrskurð máls þessa. Sæti hans tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfum til svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi, dagsettum 4. febrúar sl., 27. maí sl. og 16. júní sl., var af hálfu kæranda farið fram á að fá aðgang að gögnum, er veittu upplýsingar sem lægju að baki umsögn fyrrverandi forstöðuþroskaþjálfa sambýlisins [B], dagsettri 19. ágúst 1998. Efni umsagnarinnar var rökstuðningur fyrir ákvörðun forstöðuþroskaþjálfans um að bjóða kæranda ekki fastráðningu við sambýlið. Þar sagði m.a. orðrétt: "Þessar ástæður eru: Þú hefur ekki náð tökum á að setja íbúum mörk í samskiptum þínum við þá."<br /> <br /> Af hálfu úrskurðarnefndar hefur farið fram ítarleg könnun á því, hvort einhver gögn liggi fyrir, er hafi að geyma umbeðnar upplýsingar, sbr. kæruefnislýsingu hér að framan. Könnun úrskurðarnefndar hefur leitt í ljós að einungis ein færsla í dagbók sambýlisins [B] hefur að geyma upplýsingar, er varðað geta mál kæranda. Þær er að finna í tilkynningu til starfsmanna þar sem fjallað er um samskipti þeirra við íbúa á sambýlinu í tilefni af ákveðnu atviki. Af öðrum atvikum málsins má ráða að starfsmaður sá, sem þar er sérstaklega vísað til, sé kærandi.<br /> <br /> Í bréfi svæðisskrifstofunnar til úrskurðarnefndar, dagsettu 18. október sl., kom fram að alvanalegt sé í starfsemi sambýla að skrifað sé í dagbók með slíkum hætti og m.a. ítrekaðar umræður af starfsmannafundum. Þannig legði forstöðuþroskaþjálfi starfsfólki línurnar í faglegu starfi. Í umræddri dagbókarfærslu kæmi fram ábending eða ítrekun til allra starfsmanna sambýlisins en hún hefði ekki verið ætluð ákveðnum starfsmanni.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Orðsendingu þeirri, er mál þetta snýst um, var beint til kæranda sem og annarra starfsmanna sambýlisins [B]. Hún varðar hegðan nafngreinds íbúa þar og umgengni starfsmanna við hann, þ. á m. að ummæli í hans áheyrn um vinnubrögð annarra starfsmanna teljist óviðeigandi. Orðsendingin sem slík varðar því ekki ein og sér mál, sem fellur undir gildissvið stjórnsýslulaga, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 37/1993. Að því virtu ber með vísan til fyrri málsl. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að leysa úr rétti kæranda til aðgangs að orðsendingunni á grundvelli 9. gr. þeirra laga.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum, sem varða tiltekið mál, ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Samkvæmt 3. mgr. sömu greinar er þó heimilt að takmarka aðgang aðila að gögnum, ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum. Í athugasemdum við frumvarp það, er varð að upplýsingalögum, var síðastgreint ákvæði m.a. skýrt svo: "Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Stjórnvald getur því ekki synjað aðila um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig."<br /> <br /> Upplýsingar þær sem fram koma í umræddri orðsendingu kunna að hluta að vera undanþegnar aðgangi almennings með tilliti til einkahagsmuna þeirra, sem þar er getið. Í máli þessu liggur hins vegar fyrir að kærandi var starfsmaður á sambýlinu og var sem slíkum kunnugt um aðstæður þar, auk þess sem orðsendingunni var m.a. beint til hans. Verður því ekki talið að aðgangur kæranda að þessum upplýsingum sé til þess fallinn að valda einkahagsmunum þeirra, sem þar er getið, tjóni. Að því virtu þykir bera að veita kæranda aðgang að umræddri orðsendingu.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi ber að veita kæranda, [A], aðgang að orðsendingu sem birt var starfsmönnum sambýlisins [B] í dagbók þess.<br /> <br /> Valtýr Sigurðsson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Steinunn Guðbjartsdóttir<br /> </p> |
83/1999 Úrskurður frá 15. september 1999 í málinu nr. A-83/1999 | Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins um aðgang að skýrslu nefndar sem falið var að kanna hvort skattlagningar- og gjaldtökuheimildir fullnægðu tilskildum kröfum. Gögn tekin saman fyrir ráðherrafund. Almannahagsmunir. Synjun staðfest. | <p>Hinn 15. september 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-83/1999:<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 26. ágúst sl., kærði [A], til heimilis að [...], synjun fjármálaráðuneytisins, dagsetta 13. ágúst sl., um að veita honum aðgang að skýrslu nefndar sem fjármálaráðherra skipaði 18. október 1996. Verkefni nefndarinnar var að kanna hvort gildandi lög um heimtu ýmissa gjalda fullnægi þeim kröfum sem breytt ákvæði 77. gr. stjórnarskrárinnar gera til skattlagningarheimilda.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 31. ágúst sl., var kæran kynnt fjármálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 8. september sl. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti nefndinni í té sem trúnaðarmál ljósrit af skýrslu þeirri er kæran laut að. Umsögn ráðuneytisins barst innan tilskilins frests ásamt ljósriti af umbeðinni skýrslu.<br /> Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tók Sif Konráðsdóttir, varamaður, sæti í nefndinni við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfum til fjármálaráðuneytisins, dagsettum 23. júlí og 8. ágúst sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að skýrslu nefndar sem fjármálaráðherra skipaði 18. október 1996 til að kanna hvort gildandi lög um heimtu ýmissa gjalda fullnægi þeim kröfum sem breytt ákvæði 77. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 15. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, gera til skattlagningarheimilda.<br /> Fjármálaráðuneytið synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 13. ágúst sl. Þar er tekið fram að skýrslu þeirri, sem óskað sé aðgangs að, hafi verið skilað til fjármálaráðherra hinn 3. febrúar sl. Hún hafi verið tekin saman að tilhlutan ráðherra fyrir fjármálaráðuneytið og önnur ráðuneyti. Eftir sé að kynna efni skýrslunnar í ríkisstjórn, en ráðuneytið líti svo á að hún falli undir undantekningarákvæði 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Með vísun til þess og með hliðsjón af 3. tölul. 4. gr. og 4. tölul. 6. gr. laganna geti ráðuneytið ekki orðið við beiðninni.<br /> <br /> Í kæru til úrskurðarnefndar bendir kærandi á að rúmt hálft ár sé liðið frá því að nefndin lauk störfum og hafi skýrsla hennar ekki enn verið kynnt á ríkisstjórnarfundi. Af þeim sökum dregur hann í efa að 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga geti tekið til skýrslunnar. Þá telur kærandi sig hafa heimildir fyrir því að skýrslan hafi verið send öllum ráðuneytum og þau hafi hafist handa við að afla upplýsinga frá stjórnvöldum, sem undir þau heyra, um afstöðu þeirra til álits nefndarinnar sem hana samdi. Af þeim sökum geti 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga ekki átt við um skýrsluna.<br /> <br /> Í umsögn fjármálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 8. september sl., er áréttað að skýrslan hafi verið tekin saman til undirbúnings að ákvörðunum í skattamálum og hafi að geyma ábendingar um breytingar á lögum. Skýrslan hafi þess vegna verið lögð fyrir ríkisstjórn og teljist af þeim sökum vera undanþegin aðgangi á grundvelli 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, enda séu nýmæli í lögum meðal þess sem fjalla ber um á ráðherrafundum skv. 17. gr. stjórnarskrárinnar. Í umsögninni er þess ennfremur getið að skýrslan hafi ekki verið send í heild sinni á milli stofnana eða ráðuneyta. Hins vegar hafi fjármálaráðuneytið farið yfir einstök atriði hennar með hlutaðeigandi ráðuneytum og vakið athygli á þeim atriðum sem þarfnist úrbóta.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Skv. 1. tölul. 4. gr. laganna tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til "fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi".<br /> <br /> Í upphafi 17. gr. stjórnarskrárinnar segir: "Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni." Regla þessi er áréttuð í 1. mgr. 2. gr. laga nr. 73/1969 um Stjórnarráð Íslands. Markmið hins tilvitnaða ákvæðis í 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga er, eins og ráðið verður af athugasemdum er fylgdu frumvarpi til laganna, að ríkisstjórn og einstakir ráðherrar geti, með tilliti til almannahagsmuna, fjallað á fundum sínum um pólitísk mál og mótað í sameiningu stefnu í mikilvægum málum án þess að þeim sé skylt að veita almenningi aðgang að gögnum sem tekin hafa verið saman fyrir þá fundi.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Fjármálaráðuneytið hefur upplýst að skýrsla sú, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, hafi nú verið lögð fyrir ríkisstjórn.<br /> <br /> Í skýrslunni kemur m.a. fram að nefnd þeirri, sem hana tók saman, hafi verið falið að fara yfir skattlagningar- og gjaldtökuheimildir í lögum og kanna hvort þær samrýmist þeim kröfum sem stjórnarskrá gerir til slíkra heimilda. Í skipunarbréfi nefndarinnar var gert ráð fyrir að hún gæti eftir atvikum gert tillögur um nauðsynlegar lagabreytingar í því skyni að færa ákvæði laga að kröfum stjórnarskrárinnar. Um síðastnefnda verkefnið segir nefndin að hún telji sér ekki fært að skila lagafrumvarpi. Það komi einkum til af því að oft sé fleiri en ein leið tæk til úrbóta og ekki á valdi nefndarinnar að kveða á um hver þeirra skuli valin. Það hljóti að vera komið undir pólitísku mati ráðherra hverju sinni. Síðan kemst nefndin svo að orði: "Skýrsla nefndarinnar gerir ... kröfu til að í hverju ráðuneyti um sig ... verði unnið úr þeim athugasemdum sem gerðar eru og lagabreytingar undirbúnar, eftir því sem þörf krefur."<br /> <br /> Með skírskotun til þess, að í umræddri skýrslu er að finna athugasemdir við gildandi lagaákvæði og ábendingar um lagabreytingar, verður sú ákvörðun fjármálaráðuneytisins, að synja kæranda um aðgang að skýrslunni, staðfest með vísun til 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Sú ákvörðun fjármálaráðuneytisins að synja kæranda, [A], um aðgang að skýrslu nefndar, sem fjármálaráðherra skipaði 18. október 1996 til að kanna hvort lög um heimtu ýmissa gjalda fullnægi kröfum stjórnarskrárinnar, er staðfest.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Sif Konráðsdóttir<br /> </p> |
81/1999 Úrskurður frá 1. september 1999 í málinu nr. A-81/1999 | Kærð var synjun iðnaðarráðuneytisins um að að veita aðgang að prófskírteinum tiltekinna arkitekta, húsgagna- og innanhússhönnuða og byggingarfræðinga sem lögð höfðu verið til grundvallar löggildingu starfsréttinda þeirra. Tilgreining máls eða gagna í máli. Gögn í fjölda mála. Synjun staðfest. | <p>Hinn 1. september 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-81/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 23. júlí sl., kærði [...], lögfræðingur, f.h. [A], [...], synjun iðnaðarráðuneytisins, dagsetta 24. júní sl., um að veita honum aðgang að prófskírteinum tiltekinna arkitekta, húsgagna- og innanhússhönnuða og byggingarfræðinga sem lögð hafa verið til grundvallar löggildingu samkvæmt lögum nr. 8/1996 eða eldri lögum.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 28. júlí sl., var kæran kynnt iðnaðarráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 12.00 á hádegi hinn 9. ágúst sl. Þá var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál sýnishorn af hinum umbeðnu gögnum og jafnframt að upplýst yrði hvort upplýsingum, sem þar kæmu fram, t.d. einkunnum, hefði verið safnað saman þannig að þær væri að finna í einu eða fleiri skjölum eða sambærilegum gögnum, t.d. í gögnum vistuðum í tölvu. Frestur þessi var framlengdur til 17. ágúst sl. og barst umsögn ráðuneytisins þann dag ásamt umbeðnum sýnishornum.<br /> Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson, varamaður, sæti hennar við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til iðnaðarráðuneytisins, dagsettu 14. júní sl., fór kærandi fram á að fá afhent staðfest afrit af prófskírteinum á sjötta hundrað nafngreindra arkitekta (húsameistara), húsgagna- og innanhússhönnuða og byggingarfræðinga sem lögð hafa verið til grundvallar löggildingu starfsréttinda þeirra samkvæmt lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, eða eldri lögum um sama efni. Kærandi undirritaði beiðnina sem formaður réttindanefndar Félags húsgagna- og innanhússhönnuða og tók fram að ætlunin væri að nota umbeðnar upplýsingar í "fyrirhuguðum málaferlum gegn ríkisvaldinu".<br /> <br /> Iðnaðarráðuneytið synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 24. júlí sl., með vísun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Jafnframt hafnaði ráðuneytið að veita aðgang að umbeðnum gögnum að hluta, sbr. 7. gr. laganna.<br /> Í kæru til úrskurðarnefndar kemur fram að kærandi byggir beiðni sína um aðgang að fyrrgreindum gögnum á meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Í kærunni er því hafnað að 5. gr. laganna geti átt við um hinar umbeðnu upplýsingar, en til vara er farið fram á að 7. gr. þeirra verði beitt til þess að veita aðgang að öðrum upplýsingum en þeim sem aðgangur kunni að verða takmarkaður að.<br /> <br /> Í umsögn iðnaðarráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 16. ágúst sl., kemur fram að umsóknir um löggildingu á umræddum starfsheitum séu sendar hlutaðeigandi stéttarfélögum til umsagnar og meti þau hvort menntun umsækjanda teljist fullnægjandi í skilningi laga á hverjum tíma. Það hafi hins vegar ekki verið gert að skilyrði löggildingar að umsækjandi láti fylgja umsókn sinni prófskírteini, námi sínu til staðfestingar. Það hafi umsækjendur þó gert í mörgum tilvikum og því hafi ráðuneytið undir höndum nokkurn fjölda slíkra skilríkja.<br /> <br /> Í umsögninni er greint frá því að ráðuneytið haldi skrár með nöfnum þeirra, sem fengið hafa leyfi til þess að bera umrædd starfsheiti, fæðingardag þeirra eða kennitölu og hvaða dag leyfið hafi verið veitt. Öðrum upplýsingum, þ. á m. prófseinkunnum, hafi ekki verið safnað saman úr hinum umbeðnu gögnum.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4.-6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verður hins vegar að miða beiðni sína við tiltekin gögn, með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.<br /> <br /> Í beiðni sinni, dagsettri 14. júní sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að nánar tilgreindum skjölum úr á sjötta hundrað stjórnsýslumálum. Með skírskotun til þess, sem að framan segir, var iðnaðarráðuneytinu ekki skylt að veita honum aðgang að þessum umbeðnu gögnum eins og beiðni hans var úr garði gerð. Ber því þegar af þeirri ástæðu að staðfesta synjun ráðuneytisins, sem fram kemur í svarbréfi þess til kæranda, dagsettu 24. júní sl.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Sú ákvörðun iðnaðarráðuneytisins að synja kæranda, [A], um aðgang að prófskírteinum tiltekinna arkitekta, húsgagna- og innanhússhönnuða og byggingarfræðinga, sem lögð hafa verið til grundvallar löggildingu samkvæmt lögum nr. 8/1996 eða eldri lögum, er staðfest.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Ólafur E. Friðriksson<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
82/1999 Úrskurður frá 1. september 1999 í málinu nr. A-82/1999 | Kærð var synjun Seltjarnarneskaupstaðar um aðgang að upplýsingum um laun og launakjör 81 nafngreinds starfsmanns kaupstaðarins. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls eða gagna í máli. Gögn í fjölda mála. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest. | <p>Hinn 1. september 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-82/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 11. ágúst sl., kærði [...] hrl., f.h. [A], synjun Seltjarnarneskaupstaðar, dagsetta 14. júlí sl., um aðgang að upplýsingum um laun og launakjör 81 nafngreinds starfsmanns kaupstaðarins.<br /> Með bréfi, dagsettu 16. ágúst sl., var kæran kynnt bæjarstjóra, f.h. kaupstaðarins, og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 25. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögninni kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar hjá kaupstaðnum. Umsögn bæjarstjóra barst innan tilskilins frests ásamt sýnishorni af svonefndum launalista kaupstaðarins.<br /> <br /> Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson, varamaður, sæti hennar við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dagsettu 25. febrúar sl., fór kærandi fram á að fá eftirgreindar upplýsingar um laun og launakjör 81 nafngreinds starfsmanns Seltjarnarneskaupstaðar, annars vegar eins og þau voru 1. desember 1997 og hins vegar eins og þau voru 1. janúar 1999:<br /> </p> <div style="margin-left: 2em"> 1. Föst laun fyrir dagvinnu. Tilgreina skal kjarasamning, launatöflu sem greitt er eftir, launaflokk og þrep.<br /> 2. Föst yfirvinnulaun. Tilgreina skal fjölda greiddra tíma á mánuði eða krónutölu á mánuði, ef um það er að ræða.<br /> 3. Bifreiðastyrkur. Tilgreina skal km. fjölda sem greitt er fyrir á mánuði samkv. auglýsingu ferðakostnaðarnefndar eða krónutölu á mánuði ef um það er að ræða.<br /> 4. Annað, sem jafna má til fastra launa eða starfskjara viðkomandi." </div> <br /> <p>Erindi sitt ítrekaði kærandi með öðru bréfi, dagsettu 17. maí sl. Með bréfi, dagsettu 14. júlí sl., synjaði bæjarstjóri beiðni kæranda, m.a. með vísun til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málinu nr. A-43/1998.<br /> Í kæru til nefndarinnar mótmælir umboðsmaður kæranda því að úrskurður í máli nr. A-43/1998 og, eftir atvikum, í máli nr. A-36/1997 eigi við mál það sem hér er til úrlausnar. Bendir hann á að í þeim málum hafi verið fjallað um svonefnda launalista þar sem fram komi upplýsingar um heildarlaun starfsmanna á ákveðnum tímabilum, en kærandi hafi hvorki farið fram á aðgang að launalistum né upplýsingum um heildarlaun starfsmanna kaupstaðarins.<br /> Í umsögn bæjarstjóra til úrskurðarnefndar, dagsettri 20. ágúst sl., kemur fram að umbeðnum upplýsingum sé safnað og þær skráðar á svonefnda launalista þar sem fram koma nöfn, kennitölur, starfsheiti, stöðugildi, mánaðarlaun, föst yfirvinna, yfirvinna, álag, önnur laun, bifreiðastyrkur og heildarlaun starfsmanna. Á þessum lista sé hins vegar að finna upplýsingar um mun fleiri einstaklinga en beiðni kæranda tekur til. Í umsögninni er jafnframt upplýst að til séu ráðningarsamningar sem gerðir hafi verið við um þriðjung þeirra starfsmanna er beiðnin lýtur að. Umbeðnar upplýsingar sé hins vegar ekki að finna í öðrum fyrirliggjandi gögnum hjá kaupstaðnum.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4.-6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum.<br /> <br /> Sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verður að miða beiðni sína við tiltekin gögn, með því að tilgreina annaðhvort þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.<br /> <br /> Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög. Síðarnefndu lögin kveða sem fyrr segir á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda. Úrskurðarnefnd hefur litið svo á að gildissvið laga nr. 121/1989 sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti. Aðgangur að einstökum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum falli hins vegar undir upplýsingalög enda þótt þau hafi að geyma upplýsingar sem fengnar eru úr kerfisbundnum skrám.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Fyrir liggur að Seltjarnarneskaupstaður hefur í vörslum sínum svonefnda launalista þar sem er að finna hluta þeirra upplýsinga sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að. Í 5. gr. upplýsingalaga segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: "Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings. Á grundvelli 5. gr. er það aftur á móti undanþegið aðgangi almennings hver heildarlaun hver opinber starfsmaður hefur haft, hvort sem laun hans eru hærri en föst laun og kjör, sem stöðu hans fylgja, sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri vegna launafrádráttar sökum fjarvista eða annarra atvika."<br /> <br /> Á umræddum launalistum er m.a. að finna upplýsingar um þau heildarlaun, sem Seltjarnarneskaupstaður hefur greitt starfsmönnum sínum, þ. á m. þeim starfsmönnum sem nafngreindir eru í beiðni kæranda. Með vísun til síðastgreindra ummæla í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga lítur úrskurðarnefnd svo á að launalistar þessir séu gögn sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi 5. gr. laganna. Þar af leiðandi er óheimilt að veita kæranda aðgang að listunum í heild sinni enda hefur umboðsmaður hans tekið það sérstaklega fram í kæru til úrskurðarnefndar að ekki sé óskað eftir aðgangi að þeim.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Kærandi hefur í beiðni sinni óskað eftir aðgangi að gögnum með tilteknum upplýsingum úr 81 stjórnsýslumáli. Með skírskotun til þess, sem segir í lið 1 hér að framan, verður að telja að beiðnin sé ekki nægilega afmörkuð í skilningi 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga til þess að Seltjarnarneskaupstað sé skylt að verða við henni. Af þeirri ástæðu ber að staðfesta synjun kaupstaðarins um að veita kæranda hinar umbeðnu upplýsingar.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Sú ákvörðun Seltjarnarneskaupstaðar, að synja [A] um aðgang að upplýsingum um laun og launakjör 81 nafngreinds starfsmanns kaupstaðarins, er staðfest.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Ólafur E. Friðriksson<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
78c/1999 Úrskurður frá 25. ágúst 1999 í málinu nr. A-78/1999c | Fjármálaeftirlitið krafðist þess að réttaráhrifum úrskurðar, sem kveðinn var upp 16. ágúst 1999 í málinu nr. A-78/1999, yrði frestað að því er varðaði gögn sem stofnuninni var gert skylt að veita kæranda aðgang að. Skýring upplýsingalaga. Kröfu hafnað. | <p>Hinn 25. ágúst 1999 var tekin fyrir í úrskurðarnefnd um upplýsingamál krafa Fjármálaeftirlitsins um að réttaráhrifum úrskurðar, sem kveðinn var upp hinn 16. ágúst sl. í kærumálinu [A] gegn Fjármálaeftirlitinu, auðkennt nr. A-78/1999, verði frestað á grundvelli 18. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 að því er varðar þau gögn, er stofnuninni var gert skylt að veita kæranda aðgang að.<br /> <br /> Samkvæmt nefndum úrskurði var staðfest synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að bréfaskiptum stofnunarinnar við Lífeyrissjóð [B] annars vegar og Lífeyrissjóð [C] hins vegar um fjárfestingar sjóðanna í hlutabréfum fyrirtækja í heimabyggð þeirra, að öðru leyti en því að stofnuninni var gert skylt að veita kæranda aðgang að bréfum sínum til lífeyrissjóðanna, dagsettum 8. júní sl., og svarbréfi Lífeyrissjóðs [B] til stofnunarinnar, dagsettu 10. júní sl.<br /> <br /> Af 18. gr. upplýsingalaga, kröfugerð Fjármálaeftirlitsins og eðli máls leiðir að úrlausnarefnið er bundið við þau gögn sem úrskurðað hefur verið að veita skuli aðgang að.<br /> <br /> Nefndur úrskurður var birtur kæranda og Fjármálaeftirlitinu hinn 17. ágúst sl. Með bréfi [...] hrl., fyrir hönd Fjármálaeftirlitsins, dagsettu 20. ágúst sl., var þess krafist að réttaráhrifum hans yrði frestað. Með hliðsjón af 1. mgr. 8. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 2. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, ber að telja kröfu Fjármálaeftirlitsins fram komna innan þess frests, sem settur er í 18. gr. upplýsingalaga.<br /> Í fjarveru Eiríks Tómassonar tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður sæti hans við meðferð kröfu þessarar.<br /> <br /> Krafa Fjármálaeftirlitsins er studd þeim rökum að uppi séu í málinu ýmis veigamikil lögfræðileg álitaefni. Vísað er til áður fram kominna röksemda auk þess sem því er sérstaklega haldið fram að það samræmist ekki þagnarskylduákvæði 12. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, að veita almenningi upplýsingar um efnisatriði athugana stofnunarinnar hverju sinni, þ. á m. að þeim spurningum, sem lagðar eru fyrir eftirlitsskylda aðila í tilefni af slíkum athugunum eða við eftirlit að öðru leyti.<br /> <br /> Með því að veita aðgang að fyrirspurnum Fjármálaeftirlitsins til lífeyrissjóðanna, dagsettum 8. júní sl., megi auðveldlega sjá að hvaða atriðum í starfsemi lífeyrissjóðanna athugun stofnunarinnar beinist. Fjármálaeftirlitið telur því spurningarnar vera svo tengdar svörum lífeyrissjóðanna við þeim að eðlilegt sé að undanþiggja þær aðgangi. Sama eigi við um bréfi Lífeyrissjóðs [B] til stofnunarinnar, dagsettu 10. júní sl.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd staðfesti með úrskurði sínum frá 16. ágúst sl. ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um að synja kæranda um aðgang að svörum lífeyrissjóðanna á grundvelli 12. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 5. gr. upplýsingalaga. Hins vegar taldi úrskurðarnefnd að veita bæri aðgang að bréfum stofnunarinnar til lífeyrissjóðanna, dagsettum 8. júní sl., og svarbréfi Lífeyrissjóðs [B], dagsettu 10. s.m., þar sem þar var að mati nefndarinnar hvorki að finna upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni eða annars konar viðskiptahagsmuni lífeyrissjóðanna eða þeirra fyrirtækja, er í hlut eiga.<br /> <br /> Í úrskurði nefndarinnar var sérstaklega áréttað að takmörkunar- og undanþáguákvæði 4.-6. gr. upplýsingalaga vísi ekki sérstaklega til eftirlits hins opinbera með einkaaðilum. Þótt almennur aðgangur að bréfum stofnunarinnar til lífeyrissjóðanna geti veitt upplýsingar um efnistök stofnunarinnar við athugun á starfsemi sjóðanna, hafi ekki verið efni til að synja kæranda um aðgang að þeim á þeirri forsendu, enda hefði stofnunin ekki borið fyrir sig 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga í því sambandi.<br /> <br /> Enda þótt kröfugerð Fjármálaeftirlitsins nú sé að hluta til reist á því að takmarka beri aðgang að upplýsingum um efni og efnistök við athugun og eftirlit stofnunarinnar á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, verður þeirri heimild eigi beitt á grundvelli almennra hugleiðinga um að aðgangur almennings að slíkum upplýsingum kunni að torvelda og draga úr árangri eftirlits af hálfu stofnunarinnar.<br /> <br /> Í 18. gr. upplýsingalaga segir: "Að kröfu stjórnvalds getur úrskurðarnefnd um upplýsingamál ákveðið að fresta réttaráhrifum úrskurðar telji hún sérstaka ástæðu til þess." Í athugasemdum við þetta ákvæði frumvarps þess, er varð að upplýsingalögum, segir svo: "Líta ber á þetta heimildarákvæði sem undantekningu sem aðeins verði beitt þegar sérstaklega stendur á."<br /> <br /> Úrskurðarnefnd telur að með þessu ákvæði hafi fyrst og fremst verið höfð í huga tilvik, þar sem í húfi eru tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti, ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum.<br /> <br /> Í ljósi þess sem að framan er rakið er það álit úrskurðarnefndar að í máli þessu eigi undantekningar- eða takmörkunarákvæði upplýsingalaga ekki við um þau gögn, sem úrskurðað hefur verið að veita beri aðgang að. Þá veiti sömu ákvæði ekki heimild til að taka tillit til þeirrar málsástæðu Fjármálaeftirlitsins að aðgangur að fyrirspurnum þess sé almennt til þess fallinn að torvelda og draga úr árangri eftirlitsins. Að þessu virtu telur nefndin ekki vera fyrir hendi lagaskilyrði til þess að fresta réttaráhrifum úrskurðar síns frá 16. ágúst sl. skv. 18. gr. upplýsingalaga. Ber því að hafna kröfu Fjármálaeftirlitsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Kröfu Fjármálaeftirlitsins um að frestað verði réttaráhrifum úrskurðar frá 16. ágúst 1999 þess efnis að skylt sé að veita aðgang að bréfum Fjármálaeftirlitsins til Lífeyrissjóðs [B] og Lífeyrissjóðs [C], dagsettum 8. júní sl., og að bréfi Lífeyrissjóðs [B] til Fjármálaeftirlitsins, dagsettu 10. júní sl., er hafnað.<br /> <br /> Valtýr Sigurðsson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Steinunn Guðbjartsdóttir<br /> </p> |
78b/1999 Úrskurður frá 16. ágúst 1999 í málinu nr. A-78/1999b | Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að bréfaskiptum stofnunarinnar og tveggja lífeyrissjóða vegna fjárfestinga þeirra í hlutabréfum fyrirtækja í heimabyggð sjóðanna. Fyrirliggjandi gögn. Þagnarskylda. Mikilvægir fjárhagshagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Synjun staðfest. Eftirlitshagsmunir hins opinbera. Aðgangur veittur. | <p>Hinn 16. ágúst 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-78/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 25. júní sl., kærði [A], blaðamaður [...], synjun Fjármálaeftirlitsins, dagsetta 22. júní sl., um að veita honum aðgang að bréfaskiptum stofnunarinnar og Lífeyrissjóðs [B] annars vegar og Lífeyrissjóðs [C] hins vegar vegna fjárfestinga þeirra í hlutabréfum fyrirtækja í heimabyggð sjóðanna.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 28. júní sl., var kæran kynnt Fjármálaeftirlitinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 12.00 á hádegi hinn 5. júlí sl. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum sem kæran laut að. Umsögn Fjármálaeftirlitsins barst innan tilskilsins frests ásamt ljósritum af bréfum stofnunarinnar til ofangreindra lífeyrissjóða, dagsettum 8. júní sl., og svarbréfi annars þeirra, dagsettu 10. júní sl.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 8. júlí sl., var þess farið á leit að Fjármálaeftirlitið léti úrskurðarnefnd jafnframt í té sem trúnaðarmál afrit af bréfum , sem kynnu að hafa farið á milli stofnunarinnar og lífeyrissjóðanna vegna umræddra mála á tímabilinu 15. til 22. júní sl. Ennfremur var stofnuninni gefinn kostur á að lýsa viðhorfi sínu til aðgangs að þessum skjölum til kl. 16.00 hinn 12. júlí sl. Fresturinn var framlengdur til næsta dags og barst greinargerð frá stofnuninni innan þess frests. Í greinargerðinni var því hafnað að afhenda nefndinni þau afrit sem óskað var eftir í bréfi hennar frá 8. júlí sl.<br /> <br /> Hinn 20. júlí sl. kvað nefndin upp úrskurð þess efnis að Fjármálaeftirlitinu væri skylt að afhenda henni afrit af svörum Lífeyrissjóðs [B] og Lífeyrissjóðs [C] við bréfum stofnunarinnar, dagsettum 8. júní sl., sem henni höfðu borist hinn 22. júní sl.<br /> <br /> Með bréfi Fjármálaeftirlitsins, dagsettu 12. ágúst sl., bárust nefndinni síðan ljósrit af bréfum Lífeyrissjóðs [B] og Lífeyrissjóðs [C] til stofnunarinnar, dagsettum 16. og 18. júní sl., ásamt fylgiskjölum.<br /> Í fjarveru Elínar Hirst tók Sif Konráðsdóttir varamaður sæti hennar við meðferð málsins og uppkvaðningu þessa úrskurðar.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvikum máls þessa og röksemdum málsaðila er lýst í fyrri úrskurði nefndarinnar í máli þessu, uppkveðnum 20. júlí sl.<br /> <br /> Í bréfi fjármálaeftirlitsins, dagsettu 12. ágúst sl., er áréttuð sú afstaða stofnunarinnar að þær upplýsingar, sem nefndin hafi til umfjöllunar, séu þess eðlis að þær falli undir þagnarskylduákvæði laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Verði ekki á það fallist er því haldið fram að gögnin í heild varði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni umræddra lífeyrissjóða og fyrirtækja og falli því undir takmarkanir 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Með vísun til fyrri úrskurðar í máli þessu, uppkveðnum 20. júlí sl., er það álit úrskurðarnefndar að beiðni kæranda taki til þeirra bréfa, sem Fjármálaeftirlitið sendi Lífeyrissjóði [B] og Lífeyrissjóði [C] 8. júní sl. Ennfremur til svarbréfa Lífeyrissjóðs [B], dagsettra 10. og 16. júní sl., og svarbréfs Lífeyrissjóðs [C], dagsetts 18. júní sl.<br /> <br /> Í ljósi þeirra röksemda, sem færðar voru fyrir niðurstöðu í fyrri úrskurði nefndarinnar, er í þessum úrskurði leyst úr því hvort efni umræddra bréfa sé þess eðlis að veita beri kæranda aðgang að þeim á grundvelli upplýsingalaga og annarra viðeigandi laga.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 5. gr. laganna segir síðan: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmál efni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar, að óheimilt sé að veita almenningi "viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu" fyrirtækja. Þá segir þar ennfremur að oft komi sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum.<br /> Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Með gagnályktun frá þessu ákvæði verður hins vegar að telja að sérstök þagnarskylduákvæði geti, ein og sér, komið í veg fyrir að aðgangur verði veittur að gögnum í vörslum stjórnvalda.<br /> <br /> Í 12. gr. laga nr. 87/1998 er að finna svohljóðandi ákvæði um þagnarskyldu: "Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu. - Upplýsingar skv. 1. mgr. má þó veita í samandregnu formi þannig að einstakir eftirlitsskyldir aðilar séu ekki auðkenndir." Í þessu ákvæði er mælt fyrir um ríka þagnarskyldu stjórnar, forstjóra og annarra starfsmanna Fjármálaeftirlitsins að því er lýtur að viðskiptum og rekstri þeirra aðila sem stofnunin hefur eftirlit með.<br /> Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra skjala sem að framan eru greind. Fellst nefndin á það sjónarmið Fjármálaeftirlitsins að í svarbréfum Lífeyrissjóðs [B] og Lífeyrissjóðs [C], dagsettum 16. og 18. júní sl., svo og í fylgiskjölum með þeim, sé að finna upplýsingar um svo mikilvæga fjárhagshagsmuni lífeyrissjóðanna og hlutafélaganna, [D] hf. og [E] hf., að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga og 12. gr. laga nr. 87/1998. Umræddar upplýsingar er að finna svo víða í umræddum skjölum að ekki er fært að veita aðgang að hluta þeirra skv. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í bréfum Fjármálaeftirlitsins til lífeyrissjóðanna, dagsettum 8. júní sl., og í svarbréfi Lífeyrissjóðs [B], dagsettu 10. júní sl., er á hinn bóginn ekki að finna neinar upplýsingar um fjárhagshagsmuni eða annars konar viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra einkaaðila. Í 4.-6. gr. upplýsingalaga er ekki að finna ákvæði sem vísar sérstaklega til eftirlits hins opinbera með einkaaðilum. Þótt almennur aðgangur að bréfum stofnunarinnar til lífeyrissjóðanna geti veitt upplýsingar um efnistök stofnunarinnar við athugun á starfsemi sjóðanna eru ekki efni til þess að synja kæranda um aðgang að þeim á þeirri forsendu enda hefur stofnunin ekki borið fyrir sig 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga í þessu sambandi. Ber því, með vísun til 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, að veita kæranda aðgang að þremur síðastgreindum bréfum.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Hin kærða ákvörðun Fjármálaeftirlitsins er staðfest, að öðru leyti en því að stofnuninni ber að veita kæranda, [A], aðgang að bréfum stofnunarinnar til Lífeyrissjóðs [B]og Lífeyrissjóðs [C], dagsettum 8. júní sl., og svarbréfi Lífeyrissjóðs [B] til stofnunarinnar, dagsettu 10. júní sl.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Sif Konráðsdóttir<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
80/1999 Úrskurður frá 28. júlí 1999 í málinu nr. A-80/1999 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að tilteknum upplýsingum um ríkisjarðir. Kærufrestur. Kæruleiðbeiningar. Frávísun. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls eða gagna í máli. Gögn í fjölda mála. Synjun staðfest. | <p>Hinn 28. júlí 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-80/1999:<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 8. júlí sl., kærði [A], blaðamaður [...], synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita honum aðgang að nánar tilgreindum upplýsingum um ríkisjarðir.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 8. júlí sl., var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu og því gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir kl. 16.00 föstudaginn 16. júlí sl. Umsögn ráðuneytisins, dagsett 15. júlí sl., barst úrskurðarnefnd innan tilskilins frests.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik málsins eru þau að með bréfi dagsettu 19. maí sl. fór kærandi fram á það við landbúnaðarráðuneytið að fá í fyrsta lagi "lista yfir ríkisjarðir og jarðaparta sem ráðuneytið seldi, með beinni sölu samkvæmt afsali eða kaupsamningi eða með makaskiptum, eða leigði út, á tímabilinu 1. október 1998 til og með 10. maí 1999." Í öðru lagi upplýsingar um "hver hafi verið kaupandi/leigjandi viðkomandi jarða eða jarðaparta og hvert hafi verið andvirðið (eða framlag á móti í tilfellum þar sem um makaskipti hefur verið að ræða) og samkvæmt hvaða auglýsingum viðkomandi eignir voru seldar eða leigðar."<br /> <br /> Í svari landbúnaðarráðuneytisins til kæranda, dagsettu 20. maí sl., er beiðni hans um ofangreindar upplýsingar synjað þar sem ekki sé farið fram á aðgang að gögnum er varði tiltekið mál. Þá sé í sömu beiðni óskað eftir aðgangi að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægjanlega tilgreind. Að auki feli beiðnin í sér að ráðuneytið búi til gögn, en slíkt falli utan marka 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 20. maí sl., fór kærandi þess m.a. á leit við landbúnaðarráðuneytið að fá upplýsingar um það hver hefði verið síðasti ábúandinn á ríkisjörðinni [B] og hvenær og hvernig honum hefði verið gert að yfirgefa jörðina. Sömuleiðis hvort hann væri enn í málaferlum vegna málsins. Þá óskaði kærandi ennfremur eftir afritum af nánar tilgreindum gögnum ráðuneytisins er vörðuðu jarðirnar [C] og [D].<br /> <br /> Í svari landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 21. maí sl., er beiðni kæranda um upplýsingar synjað, þ. á m. vegna þess að stjórnvöldum sé ekki skylt, á grundvelli upplýsingalaga, að taka sérstaklega saman þær upplýsingar sem óskað er eftir. Einungis beri að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum varðandi tiltekið mál. Einnig er byggt á því að sum af hinum umbeðnu gögnum séu ekki til í ráðuneytinu og önnur hafi að geyma upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga, sem fara eigi leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 1. júní sl., fór kærandi loks fram á það við landbúnaðarráðuneytið að fá "staðfest afrit af sölu (kaup)samningum, leigusamningum, og/eða makaskiptasamningum, afsölum, auglýsingum og bréfaskriftum ráðuneytisins varðandi breytt eignarhald á" 26 tilgreindum ríkisjörðum eftir 1. september 1998. Sömuleiðis upplýsingar um það hversu margir samningar um sölu á ríkisjörðum eða leigu á slíkum jörðum hefðu verið gerðir frá og með 1. september 1998, þar sem fyrirvara hefði þurft að gera um samþykki Alþingis vegna þess að ekki hefði verið heimild til slíkrar ráðstöfunar í fjárlögum.<br /> <br /> Í svari landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 11. júní sl., er kæranda synjað um umbeðin afrit vegna ríkisjarðanna, fyrst og fremst vegna þess að um sé að ræða gögn um einka- og fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt, skv. 5. gr. upplýsingalaga. Engar upplýsingar liggi heldur fyrir í ráðuneytinu um það hvort umræddum gögnum hafi verið þinglýst og þau þannig gerð opinber á grundvelli 9. gr. reglugerðar nr. 284/1996 um þinglýsingar. Hins vegar var kærandi upplýstur um það hvort tilteknar eignir hefðu verið seldar eða leigðar út eftir 1. september 1998. Ráðuneytið tekur jafnframt fram að um sé að ræða beiðni um upplýsingar úr mörgum málum, en ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli þótt skjölin séu nægilega tilgreind. Þá er því loks hafnað að veita svar við spurningu kæranda um fjölda samninga, sem gerðir hafi verið um sölu eða leigu á ríkisjörðum með fyrirvara um samþykki Alþingis, á þeirri forsendu að ráðuneytinu sé ekki skylt skv. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, að taka slíkar upplýsingar sérstaklega saman og útbúa ný gögn, eins og spurningin geri ráð fyrir.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinum kærðu ákvörðunum hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Eins og fram kemur í kaflanum um málsatvik var mál þetta kært með bréfi kæranda, dagsettu 8. júlí sl. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga byrjar kærufrestur að líða þegar þeim, sem farið hefur fram á aðgang að gögnum, er tilkynnt um synjun stjórnvalds. Svör landbúnaðarráðuneytisins við fyrstu tveimur beiðnum kæranda frá 19. og 20. maí sl. eru dagsett 20. og 21. maí sl. Af þriðju beiðni kæranda, dagsettri 1. júní sl., er ljóst að honum hafa þá borist fyrrgreind svör ráðuneytisins. Samkvæmt því var liðinn sá 30 daga kærufrestur, sem tiltekinn er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, þegar þær ákvarðanir ráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að gögnum á grundvelli fyrstu tveggja beiðnanna voru bornar skriflega undir úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Í samræmi við 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga, er ávallt tekið fram í svörum landbúnaðarráðuneytisins við beiðnum kæranda að heimilt sé að bera synjun ráðuneytisins undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál innan 30 daga frá því að tilkynnt er um ákvörðun þess. Þrátt fyrir það lét kærandi hjá líða að skjóta ákvörðunum ráðuneytisins frá 20. og 21. maí sl. til nefndarinnar innan lögmælts kærufrests. Þar með ber að vísa frá nefndinni þeim hlutum kærunnar sem lúta að þessum ákvörðunum.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4.-6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að safna þeim saman eða útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum.<br /> Sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verður að miða beiðni sína við tiltekin gögn, með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.<br /> <br /> Í beiðni sinni, dagsettri 1. júní sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að fleiri en einu skjali úr 26 stjórnsýslumálum, svo og að fá upplýsingar um tiltekið atriði án þess að óska eftir aðgangi að tilgreindu gagni eða gögnum. Með skírskotun til þess, sem að framan segir, var landbúnaðarráðuneytinu ekki skylt að veita honum aðgang að hinum umbeðnu gögnum eða láta honum í té umbeðnar upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga. Ber því að staðfesta synjun ráðuneytisins, sem fram kemur í svari þess, dagsettu 11. júní sl.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Sú ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins að synja kæranda, [A], um upplýsingar og aðgang að gögnum um tilteknar ríkisjarðir sem fram kemur í bréfi ráðuneytisins 11. júní sl., er staðfest.<br /> Málinu er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
79/1999 Úrskurður frá 20. júlí 1999 í málinu nr. A-79/1999 | Kærð var synjun ríkissaksóknara um að veita aðgang að greinargerð lögreglu um rannsókn á starfsemi tiltekins eignarleigufyrirtækis ásamt gögnum er henni fylgdu. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Gildissvið upplýsingalaga. Kæruheimild. Frávísun. | <p>Hinn 20. júlí 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-79/1999:<br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, mótteknu 14. júlí sl., kærði [A], ritstjóri [...], synjun ríkissaksóknara, dagsetta 2. júlí sl., um að fá afhenta samantekt lögreglu sem send var embætti ríkissaksóknara 5. maí sl. með gögnum er varða rannsókn á starfsemi eignarleigufyrirtækisins [B].<br /> <br /> Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefnd ekki ástæðu til að leita umsagnar ríkissaksóknara um kæruna, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dagsettu 30. júní sl., fór kærandi fram á það við ríkissaksóknara "að fá afhenta samantekt rannsóknarlögreglu sem send var embætti yðar 5. maí sl. með gögnum er varða rannsókn á starfsemi eignarleigufyrirtækisins [B]."<br /> <br /> Ríkissaksóknari hafnaði beiðninni með bréfi, dagsettu 2. júlí sl. Í svarbréfinu segir m.a. að um aðgang að gögnum í málum, sem lokið er og varðveitt eru hjá ríkissaksóknara eða lögreglustjórum, gildi reglur í fyrirmælum/leiðbeiningum ríkissaksóknara, dagsettum 14. ágúst 1998. Samkvæmt þeim reglum eiga starfsmenn fjölmiðla ekki aðgang að gögnum opinbers máls, sem lokið er, í þágu starfs síns. Ennfremur er tekið fram að greinargerð skv. 2. málsl. 1. mgr. 77. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála sé vinnuskjal, sem fylgi rannsóknargögnum máls frá þeim, sem annast hefur rannsókn, til þess sem tekur ákvörðun um saksókn. Vinnuskjalið sé þannig ritað til afnota fyrir ákæruvaldið og teljist ekki til gagna máls.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Eins og fram kemur í lýsingu á málsatvikum hér að framan hefur kærandi farið fram á að fá aðgang að greinargerð lögreglu, sem send var ríkissaksóknara 5. maí sl., ásamt gögnum sem henni fylgdu. Í samræmi við 1. mgr. 77. gr. laga um meðferð opinberra mála var greinargerðin ásamt gögnunum send ríkissaksóknara til þess að hann gæti tekið ákvörðun um saksókn á grundvelli þeirra.<br /> <br /> Í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin gildi ekki "um rannsókn eða saksókn í opinberu máli". Synjun um aðgang að hinum umbeðnu gögnum verður því ekki kærð til úrskurðarnefndar, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna. Þegar af þeirri ástæðu ber að vísa máli þessu frá nefndinni.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Kæru [A] á hendur ríkissaksóknara er vísað frá úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
78a/1999 Úrskurður frá 20. júlí 1999 í málinu nr. A-78/1999a | Kærð var synjun Fjármálaeftirlitsins um aðgang að bréfaskiptum stofnunarinnar og tveggja lífeyrissjóða vegna fjárfestinga þeirra í hlutabréfum fyrirtækja í heimabyggð sjóðanna. Meginregla upplýsingalaga. Fyrirliggjandi gögn þegar afstaða er tekin til beiðni. Gildissvið upplýsingalaga. Þagnarskylda. Skýring upplýsingalaga. Kæruheimild. Kærusamband. Rannsóknarskylda úrskurðarnefndar. Skylt að láta úrskurðarnefnd umbeðin gögn í té. | <p>Hinn 20. júlí 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-78/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 25. júní sl., kærði [A], blaðamaður [...], synjun Fjármálaeftirlitsins, dagsetta 22. júní sl., um að veita honum aðgang að bréfaskiptum stofnunarinnar og Lífeyrissjóðs [B] annars vegar og Lífeyrissjóðs [C] hins vegar vegna fjárfestinga þeirra í hlutabréfum fyrirtækja í heimabyggð sjóðanna.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 28. júní sl., var kæran kynnt Fjármálaeftirlitinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 12.00 á hádegi hinn 5. júlí sl. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum sem kæran laut að. Umsögn Fjármálaeftirlitsins barst innan tilskilins frests ásamt ljósritum af bréfum stofnunarinnar til ofangreindra lífeyrissjóða, dagsettum 8. júní sl., og svarbréfi annars þeirra, dagsettu 10. júní sl.<br /> <br /> Í ljósi þess, sem fram kom í umsögn Fjármálaeftirlitsins, óskaði úrskurðarnefnd eftir afritum af bréfum, sem kynnu að hafa farið á milli stofnunarinnar og lífeyrissjóðanna vegna umræddra mála á tímabilinu 15. til 22. júní sl. Ósk þessi var borin fram í bréfi, dagsettu 8. júlí sl., og stofnuninni gefinn frestur til kl. 16.00 hinn 12. júlí sl. til þess að afhenda afritin. Fresturinn var framlengdur um einn sólarhring og barst greinargerð frá stofnuninni innan þess frests.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að með bréfi til Lífeyrissjóðs [B], dagsettu 8. júní sl., fór Fjármálaeftirlitið fram á að fá greinargerð um kaup sjóðsins á hlutabréfum í [D] hf., með vísun til IX. kafla laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Með bréfi, dagsettu sama dag, óskaði stofnunin jafnframt eftir greinargerð frá Lífeyrissjóði [C] um kaup hans á hlutabréfum í [E] hf. Lífeyrissjóður [B] staðfesti að sjóðnum hefði borist fyrrgreint erindi stofnunarinnar með bréfi til hennar, dagsettu 10. júní sl.<br /> <br /> Kærandi sendi Fjármálaeftirlitinu bréf, dagsett 15. júní sl., og fór fram á að "fá í hendur afrit bréfa sem gengu á milli Fjármálaeftirlits og Lífeyrissjóða [B] og [C] á dögunum vegna fjárfestinga í hlutabréfum heimafyrirtækja ...". Stofnunin synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 22. júní sl., þar sem vísað er til IV. kafla laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í svarbréfinu tekur stofnunin þó fram að mál þessi hafi verið tekin til skoðunar af hennar hálfu og að henni sé ekki lokið.<br /> <br /> Í umsögn Fjármálaeftirlitsins til úrskurðarnefndar, dagsettri 5. júlí sl., bendir stofnunin á, til rökstuðnings synjun sinni, að eðli máls samkvæmt séu gerðar ríkar kröfur til trúnaðar í samskiptum eftirlitsstofnunar á borð við Fjármálaeftirlitið við eftirlitsskylda aðila. Í því skyni séu stofnunin og starfsmenn hennar bundnir þagnarskyldu skv. 12. gr. laga nr. 87/1998 sem telja verði að sé sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 2. gr. upplýsingalaga. Undantekningar frá þessu ákvæði séu skýrt afmarkaðar í lögum nr. 87/1998 og eigi þær ekki við í þessu máli.<br /> <br /> Þá bendir Fjármálaeftirlitið á að umrætt þagnarskylduákvæði eigi rætur að rekja til tilskipana Evrópusambandsins á sviði fjármagnsmarkaðar. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 87/1998 sé stofnuninni heimilt að veita eftirlitsstjórnvöldum annarra ríkja upplýsingar, sem háðar séu þagnarskyldu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, þ. á m. verði viðtakandi þeirra að vera háður samsvarandi þagnarskyldu. Hið sama gildi um upplýsingar sem stofnunin fái á þessum grundvelli. Af þessum sökum sé afar mikilvægt að hún lúti sambærilegri þagnarskyldu og aðrar eftirlitsstofnanir annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.<br /> <br /> Með því að umræddir lífeyrissjóðir séu háðir eftirliti Fjármálaeftirlitsins samkvæmt lögum nr. 87/1998 og umbeðnar upplýsingar varði viðskipti og rekstur þeirra sé það niðurstaða stofnunarinnar að 12. gr. laga nr. 87/1998 komi í veg fyrir aðgang almennings að þeim. Jafnframt er því haldið fram að bréf stofnunarinnar til lífeyrissjóðanna, dagsett 8. júní sl., veiti upplýsingar um efnistök stofnunarinnar við yfirstandandi athugun á starfsemi sjóðanna. Almenn vitneskja um þau geti haft áhrif á og skaðað hagsmuni sjóðanna og þeirra fyrirtækja sem þeir hafa fjárfest í. Slíkar upplýsingar falli þar af leiðandi undir síðari málslið 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Í umsögn Fjármálaeftirlitsins kemur ennfremur fram sú afstaða að beiðni kæranda taki einungis til þeirra bréfaskipta, sem fram höfðu farið þegar beiðni hans barst, þ.e. 15. júní sl. Vegna þessa óskaði úrskurðarnefnd eftir afritum af bréfum sem kynnu að hafa farið á milli stofnunarinnar og lífeyrissjóðanna vegna umrædds máls á tímabilinu frá 15. júní og þar til afstaða var tekin til beiðni kæranda, þ.e. 22. júní sl.<br /> <br /> Í greinargerð Fjármálaeftirlitsins til nefndarinnar, dagsettri 13. júlí sl., er hin ríka þagnarskylda stofnunarinnar og starfsmanna hennar ítrekuð, m.a. með vísun til þess að í lögum nr. 87/1998 sé ítarlega skilgreint hverjum stofnuninni sé heimilt að veita trúnaðarupplýsingar. Síðan segir orðrétt í greinargerðinni: "Það er mat Fjármálaeftirlitsins að þessi skýra afmörkun leiði til þess að túlka verði þagnarskyldu stofnunarinnar þannig að ekki sé heimilt að veita öðrum aðilum, stjórnvöldum eða öðrum, trúnaðarupplýsingar nema skýr fyrirmæli séu í lögum um veitingu þeirra og að notkun upplýsinganna sé jafnframt afmörkuð í lögum. - Að því er varðar úrskurðarnefnd um upplýsingamál er í upplýsingalögum nr. 50/1996 ekki að finna skýr ákvæði um þagnarskyldu hennar, rétt hennar til að fá afhent gögn eða meðferð þeirra. - Með hliðsjón af framangreindu telur Fjármálaeftirlitið sér ekki fært að afhenda nefndinni afrit af umbeðnum gögnum. Rétt er að ítreka að hér er um mikilvægar trúnaðarupplýsingar að ræða sem Fjármálaeftirlitið hefur fengið í hendur frá lífeyrissjóðunum í fullvissu þeirra um að þær kæmu ekki fyrir sjónir annarra en Fjármálaeftirlitsins."<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Í beiðni sinni til Fjármálaeftirlitsins fór kærandi fram á að fá aðgang að afritum bréfa milli stofnunarinnar og tveggja tiltekinna lífeyrissjóða af ákveðnu tilefni. Þegar beiðnin barst, hinn 15. júní sl., hafði stofnunin sent bréf til beggja lífeyrissjóðanna, en ekki borist efnisleg svör frá þeim. Svörin höfðu hins vegar borist áður en stofnunin tók afstöðu til beiðninnar sjö dögum síðar.<br /> <br /> Skýra ber 3. gr. upplýsingalaga svo að réttur til aðgangs að gögnum nái að jafnaði einungis til þeirra gagna sem fyrir liggja hjá stjórnvaldi þegar beiðni er borin fram. Ef beiðnin lýtur að tilteknu máli eða málum og er skýrt afmörkuð er hins vegar eðlilegt að líta svo á að hún nái einnig til málsgagna, sem berast stjórnvaldi áður en það tekur afstöðu til beiðninnar, en í 1. mgr. 11. gr. laganna er mælt svo fyrir að það skuli gert svo fljótt sem verða má.<br /> <br /> Með skírskotun til þessa er það álit úrskurðarnefndar að beiðni kæranda taki til þeirra bréfa, sem Fjármálaeftirlitinu höfðu borist 22. júní sl., þegar stofnunin tók afstöðu til beiðninnar.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Fjármálaeftirlitið starfar sem fyrr segir á grundvelli laga nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í 3. gr. laganna segir að stofnunin sé ríkisstofnun. Þar með fellur hún undir upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 1. gr. þeirra laga.<br /> <br /> Í 12. gr. laga nr. 87/1998 er að finna svohljóðandi ákvæði um þagnarskyldu: "Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra óviðkomandi aðilum frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Sama gildir um lögmenn, endurskoðendur, tryggingastærðfræðinga og sérfræðinga sem starfa fyrir eða á vegum Fjármálaeftirlitsins. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi og er óheimilt að nýta í atvinnuskyni upplýsingar sem bundnar eru þagnarskyldu. - Upplýsingar skv. 1. mgr. má þó veita í samandregnu formi þannig að einstakir eftirlitsskyldir aðilar séu ekki auðkenndir." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laga nr. 87/1998, segir svo um ákvæðið: "Í þessari grein er að finna almennt þagnarskylduákvæði sem lýtur að stjórnendum, starfsmönnum og öðrum sem vinna á vegum Fjármálaeftirlitsins. Ákvæðið tekur mið af gildandi þagnarskylduákvæðum og er m.a. sniðið að reglum á Evrópska efnahagssvæðinu."<br /> <br /> Þrátt fyrir hið tilvitnaða orðalag í athugasemdum með frumvarpi til laga nr. 87/1998 verður að telja að 12. gr. laganna sé sérstakt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Slík ákvæði girða þó ekki, ein og sér, fyrir að almenningur fái aðgang að upplýsingum, sem þau ná til, heldur fer það eftir efni og orðalagi þeirra hvernig þau verða skýrð og samþýdd ákvæðum upplýsingalaga, eins og tekið er fram í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til þeirra laga. Í umræddu ákvæði er ekki fortakslaust mælt svo fyrir að allar upplýsingar, sem varða starfsemi Fjármálaeftirlitsins eða stjórnendur og starfsmenn þess fá vitneskju um í störfum sínum, skuli fara leynt.<br /> <br /> Í 4.-6. gr. upplýsingalaga er kveðið á um undantekningar frá meginreglunni um aðgang almennings að gögnum í vörslum stjórnvalda. Þar er ekki að finna ákvæði sem vísar sérstaklega til eftirlits hins opinbera með einkaaðilum.<br /> Sá aðili, sem lætur stjórnvaldi í té gögn samkvæmt lagaboði, getur ekki áskilið að þeim skuli haldið leyndum nema sérstakt ákvæði um þagnarskyldu og/eða eitthvert af undantekningarákvæðunum í 4.-6. gr. upplýsingalaga eigi við. Á sama hátt getur stjórnvald ekki heitið þeim trúnaði, sem gefur upplýsingar, í víðtækari mæli en leiðir af slíkum ákvæðum.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er svo fyrir mælt að heimilt sé að bera synjun um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Í 2. mgr. segir að nefndin sé sjálfstæð í störfum sínum og verði úrskurðum hennar samkvæmt lögunum ekki skotið til annarra stjórnvalda.<br /> <br /> Fjármálaeftirlitið telst sem fyrr segir stjórnvald í skilningi upplýsingalaga. Þótt svo sé fyrir mælt í 1. mgr. 17. gr. laga nr. 87/1998 að ákvörðunum stofnunarinnar megi skjóta til sérstakrar kærunefndar verður að líta á 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga sem sérákvæði í samanburði við það ákvæði eins og önnur ákvæði laga sem hafa að geyma fyrirmæli um almenna kæruheimild til æðri stjórnvalda. Samkvæmt því verður ákvörðun stofnunarinnar um að synja beiðni um aðgang að gögnum kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem æðra stjórnvalds.<br /> <br /> Það leiðir af kærusambandi milli æðri og lægri stjórnvalda að lægra settu stjórnvaldi er skylt að láta æðra stjórnvaldi í té þau gögn sem það telur nauðsynlegt að hafa undir höndum svo að það geti sinnt lögboðnu úrskurðar- eða eftirlitshlutverki sínu. Ekki tíðkast að kveða sérstaklega á um þessa skyldu lægra settra stjórnvalda í lögum, sbr. t.d. 17. gr. laga nr. 87/1998. Eðli máls samkvæmt bera nefndarmenn í sjálfstæðri stjórnsýslu nefnd á borð við úrskurðarnefnd um upplýsingamál ríka þagnarskyldu, sbr. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.<br /> <br /> Eins og gerð er grein fyrir hér að framan hefur Fjármálaeftirlitið ekki endanlegt úrskurðarvald um það, innan stjórnsýslunnar, hvort almenningi skuli veittur aðgangur að gögnum í vörslum stofnunarinnar á grundvelli upplýsingalaga, heldur hefur það vald verið fengið úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Með því að neita að afhenda nefndinni afrit af hinum umbeðnu skjölum á þeirri forsendu, að ekki sé heimild fyrir hendi til þess að veita öðrum en tilgreindum aðilum aðgang að þeim, hefur stofnunin þar með tekið sér víðtækara vald en hún hefur, lögum samkvæmt.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>4.</strong> </div> <p>Með skírskotun til þess, sem fram kemur í kafla 2 hér að framan, er það álit úrskurðarnefndar að réttur kæranda til þess að fá aðgang að hinum umbeðnu skjölum ráðist af því hvort efni þeirra sé þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að það fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga, að teknu tilliti til hins sérstaka þagnarskylduákvæðis í 12. gr. laga nr. 87/1998. Nefndin getur því ekki lagt mat á efni skjalanna og sinnt lögboðnu hlutverki sínu skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nema hún fái í hendur sem trúnaðarmál afrit af þeim.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er stofnuninni skylt að láta nefndinni í té umrædd afrit svo að hún geti leyst efnislega úr kærumáli þessu.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Fjármálaeftirlitinu er skylt að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál afrit af svörum Lífeyrissjóðs [B] og Lífeyrissjóðs [C] við bréfum stofnunarinnar, dagsettum 8. júní sl., sem henni höfðu borist 22. júní sl.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
77/1999 Úrskurður frá 2. júlí 1999 í málinu nr. A-77/1999 | Kærð var synjun stjórnar Vinnueftirlits ríkisins um aðgang að gögnum er veittu upplýsingar um öryggisútbúnað krana í eigu tiltekinna aðila. Kröfugerð kæranda. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls eða gagna í máli. Ekki skylt að veita aðgang. Sérálit. | <p>Hinn 2. júlí 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-77/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 20. maí sl., kærði [...] hrl., f.h. [A], til heimilis að [...], synjun stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, dagsetta 3. maí sl., um að veita umbjóðanda hans aðgang að gögnum er veita upplýsingar um öryggisútbúnað krana í eigu nánar tiltekinna aðila samkvæmt fylgiskjali með erindi hans til Vinnueftirlitsins, dagsettu 16. september 1998.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 26. maí sl., var kæran kynnt Vinnueftirliti ríkisins og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 4. júní sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögninni kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar. Að ósk stjórnarinnar var framangreindur frestur framlengdur til 7. maí sl. og barst umsögn hennar þann dag. Í niðurlagi umsagnarinnar var til þess mælst að hún yrði kynnt kæranda. Umsögnin var kynnt umboðsmanni kæranda með bréfi, dagsettu 9. júní sl. Jafnframt var honum gefinn kostur á að lýsa viðhorfi sínu til umsagnarinnar til kl. 16.00 hinn 16. júní sl. Með bréfi, dagsettu 15. júní sl., lét umboðsmaður kæranda í té athugasemdir hans við umsögn stjórnar Vinnueftirlitsins.<br /> <br /> Í umsögn stjórnar Vinnueftirlitsins til úrskurðarnefndar kom ennfremur fram að stjórnin hefði leitað álits lögfræðings á málinu og haft álit hans til hliðsjónar við afgreiðslu þess. Af því tilefni fór úrskurðarnefnd þess á leit, að fá sem trúnaðarmál afrit af þessu áliti fyrir 23. júní sl. Álitið barst nefndinni í símbréfi hinn 21. júní sl.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson vék sæti í máli þessu og var Sif Konráðsdóttir sett í hans stað með bréfi forsætisráðuneytisins, dags. 1. júlí sl.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að hinn 30. júní 1997 veitti Vinnueftirlit ríkisins kæranda eins mánaðar frest til þess að útvega tilskilinn öryggisútbúnað á vökvakrana í hans eigu. Tímabundin notkun kranans var leyfð á þeim grundvelli að ekki reyndi á öryggisbúnaðinn í þeim verkum, sem kraninn var þá notaður til. Vinnueftirlitið lagði hinn 18. júlí 1997 bann við notkun kranans, þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði 4. gr. reglna nr. 616/1995, um öryggisbúnað krana og lyftubúnaðar.<br /> <br /> Með bréfi umboðsmanns kæranda, dagsettu 4. ágúst 1998, var Vinnueftirlitinu tilkynnt að kærandi teldi sér vera mismunað m.t.t. annarra kranaeigenda og að slíkt færi gegn jafnræðisreglu. Með bréfi Vinnueftirlitsins til kæranda, dagsettu 10. ágúst 1998, var þessari staðhæfingu kæranda vísað á bug.<br /> <br /> Með bréfi til Vinnueftirlitsins, dagsettu 14. ágúst 1998, fór umboðsmaður kæranda fram á að fá upplýsingar um öryggisbúnað krana sem notaðir væru á Reyðarfirði, Seyðisfirði, í Stykkishólmi, Borgarnesi, Akranesi og af Vegagerðinni í Reykjavík og Árnessýslu, þ. á m. hvort þeir uppfylltu öryggisskilyrði reglna nr. 616/1995 og hvers vegna notkun þeirra hefði ekki verið stöðvuð, ef reglunum hefði ekki verið fylgt. Með bréfi Vinnueftirlitsins, dagsettu 31. ágúst 1998, var því hafnað að taka saman þessar upplýsingar þar sem slíkt væri tímafrekt og kostnaðarsamt auk þess sem slíkur samanburður væri óraunhæfur vegna mismunandi ástands, aðstæðna, verka og tegunda krana sem í umferð væru. Yrði ekki séð hvaða tilgangi slík samantekt þjónaði enda samrýmdist slíkt verk ekki því hlutverki sem stofnuninni væri ætlað lögum samkvæmt. Á þessum grundvelli og með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 var beiðni kæranda því hafnað.<br /> <br /> Með bréfi til Vinnueftirlitsins, dagsettu 16. september 1998, kom umboðsmaður kæranda á framfæri nánari upplýsingum og rökstuðningi fyrir beiðni hans og afmarkaði beiðnina nánar með því að nafngreina sjö eigendur krana, sem hann óskaði upplýsinga um. Taldi umboðsmaður kæranda 5. gr. upplýsingalaga ekki eiga við þar sem beiðni umbjóðanda hans beindist að upplýsingum í tölvukerfi Vinnueftirlitsins um skoðun vinnuvélar og úttekt á ástandi vélarinnar. Slíkar upplýsingar gætu ekki talist varða einkamálefni eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja í skilningi ákvæðisins. Óskaði hann eftir að upplýsingarnar yrðu látnar í té með útprentun úr tölvukerfi Vinnueftirlitsins þar sem skráðar athugasemdir við síðustu ársskoðun krana kæmu fram. Með bréfi, dagsettu 21. september 1998, hafnaði Vinnueftirlitið þessari beiðni.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 13. október 1998, kærði umboðsmaður kæranda synjun Vinnueftirlitsins til stjórnar sömu stofnunar. Í kærunni var áréttað að beiðni hans um aðgang að upplýsingum um framkvæmd reglna nr. 616/1995, beindist að upplýsingum í tölvukerfi Vinnueftirlitsins um skoðun vinnuvéla og úttekt á ástandi vélar. Jafnframt tók hann fram að upplýsingarnar væru honum nauðsynlegar til að geta gert samanburð til stuðnings sjónarmiðum sínum. Með bréfi, dagsettu 14. desember 1998, spurðist umboðsmaður kæranda fyrir um hvað liði meðferð kærunnar hjá stjórn Vinnueftirlitsins. Með bréfi, dagsettu 6. janúar 1999, var umboðsmanni kæranda tilkynnt að kæran yrði lögð fyrir stjórnarfund síðar í janúarmánuði. Með bréfi, dagsettu 25. janúar 1999, voru umboðsmanni kæranda send gögn og honum gefinn kostur á að tjá sig um þau.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 4. febrúar 1999, lýsti umboðsmaður kæranda sjónarmiðum sínum. Með bréfi, dagsettu 25. febrúar 1999, spurðist umboðsmaður kæranda enn fyrir um framgang málsins hjá stjórn Vinnueftirlitsins. Með bréfi, dagsettu 19. mars 1999, kynnti stjórn Vinnueftirlitsins umboðsmanni kæranda verklagsreglur sem stjórnin hafði sett um veitingu upplýsinga til þeirra, sem haft er eftirlit með og æskja slíkra upplýsinga, og afgreiddi beiðni hans um upplýsingar í samræmi við þær. Samkvæmt þeim voru umboðsmanni kæranda látnar í té almennar skýringar á því hvernig eftirliti og fyrirmælum um úrbætur á grundvelli tiltekinna ákvæða laga og reglna, sem við ættu, væri háttað. Þá voru veittar upplýsingar um hvaða frávik frá reglum nr. 616/1995 hafi verið heimiluð og með hvaða skilyrðum. Um var að ræða þrjú tilvik, þar af tvö er beiðni kæranda tók til. Til viðbótar voru veittar tölfræðilegar upplýsingar um krana sem skráðir eru í tölvuskrár Vinnueftirlitsins og falla undir reglur nr. 616/1995. Loks var boðað að nánari greinargerð og rökstuðningur yrðu send síðar. Með bréfi stjórnar Vinnueftirlitsins til umboðsmanns kæranda, dagsettu 3. maí sl., var gerð nánari grein fyrir fyrri niðurstöðu stjórnarinnar, en frekari upplýsingar voru ekki veittar. Í niðurlagi þess erindis var bent á að heimilt væri að skjóta ákvörðun stjórnarinnar til félagsmálaráðuneytisins innan 4 vikna frá því að hún væri birt sbr. 98. gr. laga nr. 46/1980. Ennfremur var bent á heimild til að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eða fá leyfi tölvunefndar eftir atvikum.<br /> Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 20. maí sl., voru áðurnefnd sjónarmið kæranda áréttuð og m.a. bent á að Vinnueftirlitið byggi eitt yfir þeim upplýsingum, sem kæranda væru nauðsynlegar til að meta hvort jafnræðis hefði verið gætt gagnvart kranaeigendum.<br /> <br /> Í umsögn stjórnar Vinnueftirlitsins til úrskurðarnefndar, dagsettri 1. júní sl., kom fram að stjórnin hefði í bréfi sínu til umboðmanns kæranda, dagsettu 19. mars sl., veitt "tæmandi upplýsingar um þær undanþágur sem Vinnueftirlit ríkisins hefur veitt kranaeigendum í tengslum við búnað krana sem kærandi óskaði eftir". Hafi sú upplýsingagjöf verið í samræmi við þá stefnumörkun stjórnarinnar "að veita eftirlitsþola upplýsingar um frávik sem heimiluð hafa verið frá ákvæðum laga og reglna sem liggja til grundvallar eftirlits hjá honum, þannig að fram komi hjá hvaða aðila frávik hafi verið heimiluð og á hvaða forsendum í hverju tilviki". Í þessu ljósi fái stjórnin ekki séð hver sé grundvöllur kæru um synjun á veitingu upplýsinga af hálfu Vinnueftirlitsins þar eð því sé ekki kunnugt um önnur frávik en greint hafi verið frá í tilvitnuðu bréfi. Þá telur stjórnin ástæðu til að gera skýran greinarmun á heimiluðum undanþágum annars vegar og öðrum upplýsingum um eftirlitsþola sem skráðar hafi verið með kerfisbundnum hætti hins vegar. Slíkar viðkvæmar upplýsingar um fjárhagsmálefni fyrirtækja og stöðu vinnuumhverfismála hjá þeim geti auðveldlega verið misnotaðar af þriðja aðila. Er um það vísað til almenns þagnarskylduákvæðis í 83. gr. laga nr. 46/1980. Jafnframt er bent á að Vinnueftirlit ríkisins hafi ríkar lögbundnar heimildar til skoðunar hjá fyrirtækjum og beri skylda til að varðveita og vernda upplýsingar, sem það aflar kerfisbundið á grundvelli slíkra valdheimilda, fyrir aðgangi annarra, enda gæti það hæglega valdið viðkomandi fyrirtækjum tjóni. Bent er á að Tölvunefnd hafi í bréfi til Vinnueftirlitsins, dagsettu 19. mars 1998, talið það stangast á við lög nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, að veita þriðja aðila víðtækar upplýsingar um eignastöðu manna sem felst í að veita upplýsingar úr vinnuvélaskrá. Er það álit stjórnar Vinnueftirlitsins að veiting annarra upplýsinga úr þeirri skrá, en þegar hafi verið látnar í té heyri undir val!<br /> d- og verksvið tölvunefndar. Af þeim sökum telur stjórnin að vísa beri kæru þessari frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.<br /> <br /> Að beiðni úrskurðarnefndar er í umsögninni upplýst að umbeðnar upplýsingar séu varðveittar í tölvuskrám, þ.e. meginniðurstaða skoðunar byggð á eftirlitsskýrslu, og eftirlitsskýrslum, sem varðveittar séu á skriflegu formi.<br /> Í bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 15. júní sl., gerði umboðsmaður kæranda þær athugasemdir við framangreinda umsögn, að umbjóðanda hans hafi aðeins verið veittar upplýsingar um krana í eigu þriggja aðila. Beiðni hans hafi jafnframt beinst að krönum í eigu fjögurra annarra nánar tiltekinna aðila. Þá telur hann ekki fullnægjandi að fá einungis upplýsingar um heimiluð frávik og almennar starfsreglur Vinnueftirlitsins til að meta stöðu sína á þann hátt sem hann óskar.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög, en síðarnefndu lögin kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.<br /> <br /> Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna, er það sagt vera meginmarkmið þeirra "að tryggja mönnum vernd gegn hættu á misnotkun upplýsinga um einkamálefni þeirra sem varðveittar eru og skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti". Með vísun til þessa og athugasemda, er fylgdu 1. gr. frumvarpsins, þar sem m.a. er tekið fram að utan gildissviðs þess falli einstakar tilviljunarkenndar skrár, verður að líta svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að 5. gr. laga nr. 121/1989 taki til aðgangs að upplýsingum sem byggðar eru á eftirlitsskýrslum eftirlitsmanna Vinnueftirlitsins að því leyti sem þær eru með kerfisbundnum hætti færðar og varðveittar í tölvukerfi Vinnueftirlitsins. Aðgangur að einstökum eftirlitsskýrslum, sem eftirlitsmenn hafa fært, falla á hinn bóginn undir upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 3. gr. laganna.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 1. mgr. 10. gr. laganna segir ennfremur: "Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."<br /> <br /> Í samræmi við fyrri málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga ber að tilgreina nákvæmlega þau gögn sem óskað er eftir aðgangi að. Í athugasemdum við 1. mgr. 10. gr. frumvarps þess, er varð að upplýsingalögum segir að af því ákvæði leiði að ekki sé "hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili". Kærandi óskar eftir upplýsingum um öryggisútbúnað ótiltekinna krana í eigu ákveðinna aðila. Enda þótt slíkar upplýsingar kunni að koma fram í eftirlitsskýrslum verður kröfugerð hans ekki talin nægilega afmörkuð, með hliðsjón af áðurnefndu markmiði upplýsingalaga, til að unnt sé að leysa úr rétti hans til aðgangs að slíkum gögnum á grundvelli laganna.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Vinnueftirliti ríkisins er ekki skylt að veita kæranda, [A], aðgang að gögnum er veita upplýsingar um öryggisútbúnað krana nánar tiltekinna aðila.<br /> <br /> Valtýr Sigurðsson, formaður<br /> Sif Konráðsdóttir<br /> <br /> Sérálit Elínar Hirst<br /> Þar sem að meirihluti nefndarinnar lítur svo á að beiðni kæranda taki til eftirlitsskýrslna Vinnueftirlitsins er ég undirrituð ósammála þeirri niðurstöðu hans að beiðni kæranda sé ekki nógu vel afmörkuð.<br /> <br /> Elín Hirst<br /> </p> |
75/1999 Úrskurður frá 23. júní 1999 í málinu nr. A-75/1999 | Kærð var meðferð Vestmannaeyjabæjar á beiðnum um aðgang að upplýsingum. Kæruheimild. Fyrirliggjandi gögn. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Frávísun. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Tilgreining máls eða gagna í máli. Kröfugerð kæranda. Synjun staðfest. | <p>Hinn 23. júní 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-75/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfum, dagsettum 12. og 29. mars sl., kærði [A], til heimilis að [...], meðferð Vestmannaeyjabæjar á beiðnum hans um aðgang að upplýsingum, eins og nánar verður greint frá í kaflanum um málsatvik hér á eftir.<br /> Með bréfi, dagsettu 14. apríl sl., voru kærur þessar kynntar Vestmannaeyjabæ og þess farið á leit að gerð yrði grein fyrir því, eigi síðar en 23. apríl sl., hvernig beiðnir kæranda hefðu verið afgreiddar. Í því tilviki að synjað yrði um aðgang að þeim gögnum, er kærurnar lutu að, var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin afrit þeirra í té sem trúnaðarmál. Auk þess var bænum gefinn kostur á að gera athugasemdir við fram komnar kærur og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðunum sínum innan sama frests.<br /> <br /> Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 21. apríl sl., gerði bæjarritari Vestmannaeyjabæjar grein fyrir því hvernig beiðnum kæranda hefði verið svarað. Með bréfi úrskurðarnefndar til kæranda, dagsettu 7. maí sl., var honum sent ljósrit af greinargerð bæjarritara og leitað eftir afstöðu hans til þess hvort hann óskaði að meðferð málsins yrði fram haldið fyrir nefndinni. Í því tilviki var þess jafnframt farið á leit að hann gerði glögga grein fyrir kröfum sínum, þ. á m. hvaða gögn það væru sem hann óskaði eftir að fá aðgang að.<br /> <br /> Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 10. maí sl., fór kærandi fram á að úrskurður yrði lagður á mál hans og jafnframt lýsti hann kröfum sínum.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Málsatvik</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Með beiðni til Vestmannaeyjabæjar, dagsettri 3. mars sl., óskaði kærandi eftir tilboðum sem borist hefðu í uppsetningu jólaskrauts fyrir jólin 1998. Jafnframt óskaði hann eftir upplýsingum um heildarkostnað vegna verksins og um kostnað á hverja einingu. Dráttur á svari við beiðni þessari var kærður til úrskurðarnefndar með bréfi, dagsettu 12. mars sl. Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 29. mars sl., upplýsti kærandi síðan að honum hefði verið synjað um aðgang að þessum upplýsingum.<br /> <br /> Í umsögn bæjarins til úrskurðarnefndar, dagsettri 21. apríl sl., kemur fram að kostnað vegna uppsetningar jólaskrauts sé ekki að finna á sérstöku skjali, heldur komi upplýsingar um þann kostnað einungis fram í bókhaldi bæjarsjóðs. Ekki hafi þótt fært að sækja upplýsingarnar þangað.<br /> <br /> Í bréfi kæranda til úrskurðarnefndar, dagsettu 10. maí sl., fór hann fram á að úrskurðarnefnd fjallaði um rétt hans til aðgangs að "framvísuðum reikningum fyrir vinnu og vegna annars tilfallandi kostnaðar vegna uppsetningu jólaskrauts fyrir jólin 1998". Til vara gerði hann kröfu til að "fá aðgang að því bókhaldi sem um ræðir í heild sinni".<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Með beiðni til Vestmannaeyjabæjar, dagsettri 16. febrúar 1999, óskaði kærandi eftir að fá aðgang að "svari við fyrirspurn [B] á bæjarstjórnarfundi 30. desember 1998 varðandi málverkakaup (beðið var um lista um málverkakaup)". Í áritun Vestmannaeyjabæjar á beiðni kæranda segir orðrétt: "[B] voru sendar upplýsingar úr bókhaldi bæjarsjóðs um þetta mál, og sendar sem trúnaðarmál." Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 29. mars sl., spurðist kærandi fyrir um hvort mögulegt væri "að flokka það sem trúnaðarmál af hverjum bæjarsjóður kaupir listaverk og á hvaða verði".<br /> <br /> Í umsögn bæjarins, dagsettri 21. apríl sl., segir um þetta kæruatriði að bæjarfulltrúi hafi fengið ljósrit úr bókhaldi bæjarsjóðs varðandi kaup á listaverkum þar sem fram hafi komið af hverjum var keypt, hvenær og á hvaða verði. Upplýsingarnar hafi verið látnar í té sem trúnaðarmál þar sem um hafi verið að ræða sundurliðanir úr bókhaldi.<br /> <br /> Í bréfi kæranda, dagsettu 10. maí sl., gat hann þess að bæjarfulltrúinn hefði óskað eftir því í bæjarstjórn að unninn yrði listi þrjú ár aftur í tímann um kaup á listaverkum þar sem fram kæmi af hverjum hefði verið keypt, hvenær og á hvaða verði. Af þessu tilefni var af hálfu úrskurðarnefndar leitað eftir upplýsingum um það hjá Vestmannaeyjabæ, hvort varðveitt hafi verið afrit af framangreindu svari bæjarins við fyrirspurn bæjarfulltrúans. Aðspurður lýsti bæjarstjóri því yfir að ekki hafi verið tekið afrit af svari við umræddri fyrirspurn og engin gögn séu varðveitt í skjalasafni bæjarins um það hvernig bæjarfulltrúanum hafi verið svarað.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 29. mars sl., vísaði kærandi til samþykktar á 2445. fundi bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar hinn 29. júní 1998 og spurðist fyrir um það hvort bæjaryfirvöldum bæri að gera grein fyrir því hvernig samþykktum útgjöldum væri varið. Í umsögn bæjarins til úrskurðarnefndar, dagsettri 21. apríl sl., er upplýst að þessi samþykkt hafi snúið að Þróunarfélagi Vestmannaeyja sf. Félagið falli sem sameignarfélag ekki undir upplýsingalög nr. 50/1996.<br /> <br /> Í bréfi kæranda, dagsettu 10. maí sl., kom fram að umrædd samþykkt hefði falist í aukafjárveitingu til félagsins að fjárhæð 5 milljónir króna og að gert skyldi ráð fyrir henni við endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir viðkomandi ár. Síðan vísaði hann til 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 og spurðist fyrir um það hvort bæjaryfirvöldum beri "að gera grein fyrir samþykktum útgjöldum eður ekki."<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Samkvæmt 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er valdsvið úrskurðarnefndar einskorðað við það að skera úr um aðgang að gögnum samkvæmt þeim lögum. Það kæruatriði, sem gerð er grein fyrir í kafla 3 að framan, lýtur ekki að aðgangi að gögnum. Ber þegar af þeirri ástæðu að vísa því frá nefndinni.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Skýra verður þetta ákvæði svo að stjórnvöldum sé ekki skylt, á grundvelli upplýsingalaga, að taka sérstaklega saman upplýsingar, sem óskað er eftir, heldur beri þeim einungis að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál. Þá er í 2. mgr. 2. gr. laganna tekið fram að þau gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Sú krafa kæranda, sem lýst er í niðurlagi kafla 1 að framan, að fá aðgang að tilteknum hluta af bókhaldi Vestmannaeyjabæjar, fellur að áliti úrskurðarnefndar undir hin síðargreindu lög. Þar með verður synjun bæjarins ekki kærð til úrskurðarnefndar, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber þar af leiðandi að vísa þessu kæruatriði frá nefndinni.<br /> <br /> Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur verið upplýst að kostnað vegna uppsetningar á jólaskrauti sé ekki að finna á sérstöku skjali, heldur komi hann einvörðungu fram í bókhaldi bæjarins. Upplýsingarnar hafa því ekki verið teknar saman þannig að þær séu fyrir hendi á afmörkuðu skjali eða í sambærilegu gagni, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt framansögðu og með vísun til 1. mgr. 10. gr. laganna var bænum heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að reikningum vegna kostnaðar við uppsetningu á jólaskrauti fyrir jólin 1998.<br /> <br /> Af svari bæjarstjóra við fyrirspurn úrskurðarnefndar má ráða að upplýsingar þær um málverkakaup, sem gerð er grein fyrir í kafla 2 að framan, hafi heldur ekki verið felldar í eitt skjal eða sambærilegt gagn, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Með vísun til þess, sem að ofan greinir, var bænum heimilt að synja beiðni kæranda um aðgang að þeim upplýsingum.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Úrskurðarnefnd telur að skýra beri ákvæði upplýsingalaga svo, með hliðsjón af 1. mgr. 10. gr. þeirra, að sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verði að tilgreina skilmerkilega þau gögn sem hann óskar eftir aðgangi að. Kærandi hefur ekki virt þetta, hvorki í því máli, sem hér er til úrlausnar, né í öðrum málum sem hann hefur rekið áður fyrir nefndinni. Þá hefur hann heldur ekki orðið við tilmælum um að gera glögga grein fyrir kröfum sínum. Verður að átelja þetta.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Staðfestar eru þær ákvarðanir Vestmannaeyjabæjar að synja kæranda, [A], um aðgang að reikningum vegna kostnaðar við uppsetningu á jólaskrauti fyrir jólin 1998 og upplýsingum um málverkakaup undanfarin þrjú ár.<br /> <br /> Öðrum kæruatriðum er vísað frá úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
76/1999 Úrskurður frá 15. júní 1999 í málinu nr. A-76/1999 | Kærð var meðferð sambýlis fyrir fatlaða á beiðni um aðgang að gögnum sem höfðu að geyma upplýsingar um meðferð og töku ákvörðunar um að binda enda á samskipti kæranda við íbúa á sambýlinu. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur. | <p>Hinn 15. júní 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-76/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 19. maí sl., kærði [A], til heimilis að [...], meðferð sambýlisins [B] á beiðni hans, dagsettri 20. apríl sl., um aðgang að gögnum, sem hafa að geyma upplýsingar um meðferð og töku ákvörðunar um að binda enda á samskipti hans við [C], íbúa á sambýlinu.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 20. maí sl., var kæran kynnt sambýlinu [B] og því beint til þess að taka ákvörðun um beiðni kæranda eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 27. maí sl. Jafnframt var þess óskað að ákvörðun sambýlisins yrði birt kæranda og nefndinni eigi síðar en kl. 16.00 þann dag. Ef sambýlið kysi að synja kæranda um aðgang að þeim gögnum, er beiðni hans laut að, var þess ennfremur óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál ljósrit eða afrit af þeim skjölum eða gögnum. Í því tilviki var sambýlinu auk þess gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sama frests.<br /> Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 27. maí sl., sendi forstöðu þroskaþjálfi sambýlisins afrit af erindi sínu til kæranda, dagsettu sama dag. Þar kom fram að í skjalasafni sambýlisins væri ekki að finna skrifleg gögn sem varða tildrög þess að endi var bundinn á samskipti kæranda við [C]. Að þessu virtu leit nefndin svo á að ekki væri ástæða til að halda meðferð málsins áfram, nema kærandi óskaði þess sérstaklega. Var kæranda tilkynnt þetta með bréfi úrskurðarnefndar, dagsettu 31. maí sl., og veittur frestur til 8. júní sl. til að lýsa afstöðu sinni til þeirra málalykta.<br /> <br /> Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 3. júní sl., gerði kærandi grein fyrir því að hann teldi enn ástæðu til að ætla að til væru skrifleg gögn eða bókanir um þá ákvörðun að binda enda á öll samskipti hans við [C]. Af þeim sökum fór hann þess á leit að málið yrði tekið til úrskurðar. Með bréfi úrskurðarnefndar, dagsettu 9. júní sl., var sambýlinu kynnt þetta erindi kæranda og því gefinn kostur á að lýsa viðhorfi sínu til þess fyrir kl. 12 á hádegi hinn 14. júní sl. Sérstaklega var þess óskað að sambýlið skýrði afstöðu sína til þeirrar staðhæfingar kæranda að til væru gögn í málinu.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 14. júní sl., barst úrskurðarnefnd umsögn forstöðuþroskaþjálfa sambýlisins ásamt ljósritum af þremur færslum í dagbók þess, dagsettum 17., 19. og 29. mars sl.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi var ráðinn svonefndur liðsmaður [C], íbúa á sambýlinu [B]. Eftir að ráðningu hans lauk hélt kærandi áfram sambandi við [C] þar til endi var á það bundinn af hálfu forstöðuþroskaþjálfa sambýlisins.<br /> <br /> Með bréfi til sambýlisins, dagsettu 20. apríl sl., fór kærandi fram á að fá ákvörðun um þetta staðfesta skriflega og jafnframt skriflegt svar við því á hvaða upplýsingum og sjónarmiðum sú ákvörðun væri byggð. Ennfremur fór hann fram á að fá afrit af öllum bókunum um málið, bæði fundargerðum og færslum í dagbók eða dagbækur, auk minnispunkta.<br /> <br /> Í svari sambýlisins til kæranda, dagsettu 27. maí sl., vísaði forstöðuþroskaþjálfi til samtals við kæranda um samskipti hans við [C] hinn 29. mars sl., en taldi ekki ástæðu til að rekja þau nánar. Hins vegar tók hún fram að [C] undirgengist þýðingarmikla meðferð. Með tilliti til þess hefði það verið mat hennar og foreldra hans að ekki væri rétt að samskipti hans og kæranda héldu áfram. Í tilefni af erindi úrskurðarnefndar tók hún loks fram, að ekki væru í skjalasafni sambýlisins að finna skrifleg gögn er snertu samtal hennar og kæranda hinn 29. mars sl.<br /> <br /> Í erindi kæranda til úrskurðarnefndar, dagsettu 3. júní sl., greindi hann frá því að símtal, sem hann átti við starfsstúlku sambýlisins hinn 19. mars sl., gæfi honum tilefni til að ætla að í dagbók þess hafi verið færðar upplýsingar um mál hans. Þá hafi viðbrögð stúlkunnar við ósk hans um að heimsækja [C] styrkt grun hans um þetta. Jafnframt taldi kærandi að vinnubrögð og verklag á sambýlinu væri með þeim hætti að ákvarðanir sem þessar væru skráðar í fundargerðir eða dagbók þess.<br /> <br /> Í umsögn sambýlisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 14. júní sl., tók forstöðuþroskaþjálfi fram að athugasemdir í síðastgreindu erindi kæranda til nefndarinnar gæfu ekki tilefni til sérstakra viðbragða af sinni hálfu. Síðan segir orðrétt í umsögninni: "Til þess að skýra málið enn frekar er rétt að benda á, að um mánaðamótin janúar/febrúar sl. og fyrir afmæli [C] 21. febrúar 1999, lá fyrir að ekki yrði af frekari heimsóknum [A] og [C]. Lágu þar að baki sömu ástæður og tilgreindar eru í bréfi mínu til [A] 27. maí 1999. Engin skrifleg gögn eða upplýsingar lágu að baki þeirri niðurstöðu og hæpið er að tala um eiginlega ákvörðun í því sambandi. Í dagbók sambýlisins er að finna þrjár færslur. Í þeirri fyrstu 17. mars 1999 er vísað til þess að [C] hafi haft samband við [A] og bókað að heimsókn hans hafi verið afboðuð. Í annarri færslunni 19. mars 1999, er vísað til samtals, er [A] átti við starfsmann sambýlisins. Var honum bent á að leita frekari upplýsinga daginn eftir. Í þriðju færslunni 29. mars sl. er vísað til samtals míns og [A], þar sem ég fjallaði um samskipti hans og [C] og vísað er til í bréfi mínu til hans 27. mars 1999. Ég vil undirstrika að færslur þessar geyma ekki formlegar ákvarðanir, eða unnt að skoða þær sem gögn til þess að undirbyggja tiltekna ákvörðun. Enda lá þá fyrir að ekki yrði af frekari heimsóknum. Dagbókarfærslur af því tagi sem hér um ræðir eru fyrst og fremst nauðsynlegar við starfrækslu sambýlisins. Þær geta geymt viðkvæmar upplýsingar um heimilismenn, sem almenningur fær ekki aðgang að. Við [A] áttum að auki fjölda samtala út af samskiptum hans við [C], en [C] undirgengst eins og áður segir þýðingarmikla og afar viðkvæma atferlismeðferð."<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Mál það, sem hér er til úrlausnar, varðar beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um samskipti hans við einstakling, sem er þroskaheftur og íbúi á sambýli, þar sem hann gengst undir "þýðingarmikla og afar viðkvæma atferlismeðferð", að sögn yfirþroskaþjálfa sambýlisins. Telja verður að það að girða fyrir þessi samskipti sé liður í meðferðinni, en ekki ákvörðun um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Þar af leiðandi gildir III. kafli upplýsingalaga nr. 50/1996 um aðgang kæranda að hinum umbeðnu upplýsingum, sbr. 2. mgr. 2. gr. og 1. mgr. 9. gr. laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir svo í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."<br /> <br /> Síðastgreint ákvæði er m.a. skýrt svo í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga: "Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Stjórnvald getur því ekki synjað aðila um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig."<br /> <br /> Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra dagbókarfærslna sem mál þetta snýst um. Ekki verður séð að hagsmunir [C] af því að þeim upplýsingum, sem þar koma fram, sé haldið leyndum vegi þyngra en hagsmunir kæranda af því að fá aðgang að þeim. Þar af leiðandi ber að veita honum aðgang að upplýsingunum með skírskotun til meginreglunnar í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Sambýlinu [B] er skylt að veita kæranda, [A], aðgang að þremur dagbókarfærslum frá 17., 19. og 29. mars sl., sem hafa að geyma upplýsingar um samskipti hans við [C], íbúa á sambýlinu.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
74/1999 Úrskurður frá 25. maí 1999 í málinu nr. A-74/1999 | Kærð var synjun Ríkiskaupa um að veita aðgang að forvalsgögnum vegna tiltekins útboðs og samningum sem gerðir voru á grundvelli þess. Gildissvið upplýsingalaga. Upplýsingaréttur aðila. Skýring upplýsingalaga. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Einkamálefni annarra. Synjun staðfest. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Samkeppni. Aðgangur veittur að hluta. | <p>Hinn 25. maí 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-74/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 7. maí sl., kærði [...] hdl., f.h. [A] hf., synjun Ríkiskaupa, dagsetta 16. apríl sl., um að veita umbjóðanda hans aðgang að eftirgreindum gögnum varðandi útboð nr. 11150 "Iðnskólinn í Hafnarfirði - einkaframkvæmd": Annars vegar forvalsgögnum þeirra bjóðenda, sem fengu verkið, og hins vegar þeim samningum sem við þá voru gerðir í kjölfar þess að tilboði þeirra var tekið.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 14. maí sl., var kæran kynnt Ríkiskaupum og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 20. maí sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, er kæran laut að, innan sama frests. Að ósk Ríkiskaupa var framangreindur frestur framlengdur til næsta dags, hinn 21. maí sl. Þann dag barst umsögn stofnunarinnar og fylgdu henni m.a. eftirgreind gögn í ljósriti:<br /> </p> <div style="margin-left: 2em"> 1. Samningur menntamálaráðuneytisins vegna Iðnskólans í Hafnarfirði, fjármálaráðuneytisins og Hafnarfjarðarbæjar annars vegar og [B] hf. og [C] hf. í samstarfi við [D] hf. hins vegar um útvegun og leigu á húsnæði og þjónustu og viðhaldsverkefnum fyrir Iðnskólann í Hafnarfirði, dagsettur 18. desember 1998.<br /> 2. Samstarfssamningur [B] hf., [C] hf. og [D] hf. um byggingu og rekstur Iðnskólans í Hafnarfirði, dagsettur 8. desember 1998.<br /> 3. Samkomulag [B] hf. og [D] hf. um fjármögnun á byggingu Iðnskóla í Hafnarfirði, dagsett 8. desember 1998.<br /> 4. Verksamningur [B] hf. og [C] hf. um hönnun og byggingu húss til afnota fyrir Iðnskólann í Hafnarfirði, dagsettur 8. desember 1998.<br /> 5. Umsókn [B] hf. fyrir sína hönd og samstarfsaðila sinna, [C] hf. og [D] hf., um að gera tilboð í forvali nr. 11082 "Iðnskólinn í Hafnarfirði - einkaframkvæmd", dagsett 30. júní 1998, ásamt yfirlýsingu um samstarf og verkaskiptingu milli fyrirtækjanna, ef þeim yrði boðin þátttaka í útboði um verkefnið, dagsettri 26. júní 1998. </div> <br /> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi var einn þátttakenda í lokuðu útboði um útvegun húsnæðis og reksturs þess, svonefnda einkaframkvæmd, fyrir Iðnskólann í Hafnarfirði. Tilboði annars þátttakanda í útboðinu var tekið og í kjölfarið undirritaður skuldbindandi samningur milli aðila á grundvelli þess. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur áður fjallað um rétt kæranda til aðgangs að öðrum gögnum í tilefni af sama útboði, sbr. úrskurð nefndarinnar hinn 27. janúar 1999 í málinu nr. A-71/1999.<br /> <br /> Með bréfi til Ríkiskaupa, dagsettu 15. mars sl., skýrði umboðsmaður kæranda frá því að umbjóðandi hans sætti sig ekki framkvæmd útboðsins, einkanlega mat á tilboðum. Fór hann því fram á að fá aðgang að eftirtöldum gögnum til að meta réttarstöðu hans:<br /> </p> <div style="margin-left: 2em"> 1. Þeim samningum sem gerðir voru í kjölfar þess tilboðs [B] hf. o.fl. sem tekið var.<br /> 2. Forvalsgögnum frá umræddum bjóðendum. </div> <br /> <p>Erindi þetta ítrekaði umboðsmaður kæranda með símbréfi, dagsettu 7. apríl sl. Hinn 23. apríl barst honum svar Ríkiskaupa, dagsett er 16. mars sl., þar sem kæranda var synjað um aðgang að umbeðnum gögnum. Synjunin var á því byggð að í forvalsgögnum komi fram trúnaðarupplýsingar um fjárhag og innri uppbyggingu bjóðenda sem ekki verði afhentar öðrum með vísun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Þá taki þær upplýsingar, sem fram komi í samningi aðila, mið af útboðslýsingu og tilboði bjóðenda, auk þess sem þar sé að finna nánari útfærslu á einstökum atriðum, byggðum á tilboðinu. Þessar upplýsingar hafi áður verið kynntar kæranda, að undanskildum upplýsingum sem Ríkiskaupum sé óheimilt að veita samkvæmt fyrrgreindum úrskurði í málinu nr. A-71/1999.<br /> <br /> Í kæru til nefndarinnar vísar umboðsmaður kæranda til veigamikilla hagsmuna umbjóðanda síns af að fá aðgang að umbeðnum gögnum sem þátttakanda í útboði Ríkiskaupa. Eina leiðin fyrir hann til að staðreyna, hvort leikreglur útboðsins hafi verið í heiðri hafðar og jafnræði aðila virt, sé að fara yfir gögn málsins. Þannig geti kærandi gengið úr skugga um að útboðsskilmálum og tilboði bjóðenda hafi ekki verið breytt við samningsgerðina. Ennfremur hvort samræmi hafi verið á milli þess forms á fjármögnun og rekstrarlegri ábyrgð, sem kynnt hafi verið í forvalsgögnum bjóðenda, og þess sem samið hafi verið um við þá.<br /> <br /> Í umsögn Ríkiskaupa til úrskurðarnefndar, dagsettri 20. maí sl., segir að samningur sá, sem gerður hafi verið við umrædda bjóðendur, sé samhljóða þeim samningsdrögum sem fylgdu útboðslýsingu. Þeim drögum hafi eingöngu verið breytt í þeim atriðum sem ekki sé unnt að ganga frá fyrr en tilboði hefur verið tekið og gengið er til samninga. Stofnunin leggur sérstaka áherslu á að kærandi eigi ekki rétt á því að fá aðgang að 2. og 6. gr. samningsins. Í síðarnefndu greininni komi fram sundurliðuð samningsfjárhæð, en úrskurðarnefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum í máli nr. A-71/1999 að kærandi eigi ekki rétt á að fá upplýsingar um sundurliðun á verði samkvæmt tilboði bjóðenda.<br /> <br /> Ríkiskaup andmæla því að kærandi fái aðgang að samningum þeim, sem bjóðendur hafa gert sín á milli og auðkenndir eru nr. 2, 3 og 4 að framan, en þeir eru fylgiskjöl með fyrrgreindum samningi aðila. Færir stofnunin m.a. fyrir því svohljóðandi rök: "Í þessum samningum fjalla aðilar um annars vegar nánari útfærslu á samstarfi sínu og hins vegar um fjármögnun á verkefninu. Þessar upplýsingar eru hluti af hugverki þeirra og aðferð við að gera verkið ódýrara og hagkvæmara og ber að taka tillit til þess að um er að ræða mikilvæga hagsmuni þeirra aðila er að þessum samningum standa enda hafa þeir ekki veitt heimild til að aðgangur verði veittur að þessum gögnum heldur þvert á móti harðlega mótmælt því. Ef bjóðendur eiga það á hættu í framtíðinni að opnað verði fyrir óheftan aðgang að tilboðum þeirra og nánari útfærslum er hætta á að ríkissjóður og hugsanlega sveitarfélög fengju hærri og óhagstæðari tilboð."<br /> <br /> Að því er forvalsgögnin varðar er af hálfu Ríkiskaupa áréttað að þar sé að finna upplýsingar um fjárhagsstöðu, uppbyggingu og innra skipulag bjóðenda og hvernig þeir hyggist vinna saman að væntanlegu verkefni. Þær upplýsingar séu undanþegnar aðgangi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Jafnframt er í umsögninni vísað til þeirrar "meginreglu í útboðsmálum að traust ríki á milli aðila og að bjóðendur geti treyst að efni og innihald tilboða þeirra sé ekki upplýst frekar en lög og reglur gera ráð fyrir."<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Eins og fram kemur í úrskurði milli sömu aðila í máli nr. A-71/1999 gilda upplýsingalög um beiðni um aðgang að gögnum varðandi útboð á vegum ríkis og sveitarfélaga á vörum og þjónustu, hvort sem um er að ræða beiðni almennings eða aðila máls.<br /> <br /> Í 1. mgr. 9. gr. laganna segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Beiðni kæranda, sem til úrlausnar er í þessu máli, lýtur annars vegar að forvalsgögnum í því útboði, sem hann tók þátt í, og hins vegar að samningi, sem gerður var í kjölfar útboðsins, auk fylgiskjala með þeim samningi. Úrskurðarnefnd lítur svo á að kærandi sé aðili máls í skilningi hins umrædda ákvæðis þegar hann fer fram á að fá aðgang að útboðsgögnum, þ. á m. forvalsgögnum frá öðrum þátttakendum í útboðinu. Öðru máli gegnir hins vegar um það þegar hann óskar eftir aðgangi að samningi þeim sem gerður var í kjölfar útboðsins. Þótt kærandi kunni að hafa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að samningnum verður orðalagið "upplýsingar um hann sjálfan" í 1. mgr. 9. gr. ekki skýrt svo rúmt að það taki til upplýsinga sem fram koma í þeim samningi eða fylgiskjölum með honum. Þar af leiðandi gilda sömu reglur um aðgang kæranda að þeim gögnum og fram koma í II. kafla upplýsingalaga um almennan aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er almennt skylt að veita aðila máls aðgang að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar sem varða hann sjálfan. Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir í 2. tölul. 2. mgr. að ákvæði 1. mgr. gildi ekki "um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni er leynt eiga að fara skv. 6. gr." laganna. Þá segir orðrétt í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."<br /> <br /> Þrátt fyrir ákvæði 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga telur úrskurðarnefnd að Ríkiskaup hafi ekki sýnt fram á að það gæti, eitt og sér, skaðað samkeppnisstöðu ríkisins á útboðsmarkaði þótt kæranda yrði veittur aðgangur að umsókn bjóðenda sem auðkennd er nr. 5 að framan. Þær upplýsingar um bjóðendur sjálfa, sem fylgdu umsókninni, eru hins vegar þess eðlis að rétt þykir að takmarka aðgang kæranda að þeim með vísun til 3. mgr. 9. gr. laganna.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Með hliðsjón af markmiði laganna ber að skýra undantekningar frá þessari meginreglu þröngt, þ. á m. reglurnar í 5. gr. og 3. tölul. 6. gr. þeirra.<br /> <br /> Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang að gögnum, "þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: "Óheftur réttur til upplýsinga getur ... skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína." Ekki er loku fyrir það skotið að það geti skaðað stöðu hins opinbera á almennum útboðsmarkaði ef almenningi er veittur ótakmarkaður aðgangur að samningum sem gerðir eru á grundvelli útboða. Í máli þessu hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á það af hálfu Ríkiskaupa að það gæti skaðað samkeppnisstöðu ríkisins á útboðsmarkaði þótt veittur yrði aðgangur að samningi þeim sem gerður var í kjölfar fyrrgreinds útboðs.<br /> <br /> Í 5. gr. upplýsingalaga er m.a. kveðið á um að óheimilt sé að veita almenningi "aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði skýrt svo: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig er óheimilt að veita upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni."<br /> Vissulega má við því búast að almenn vitneskja um umsamið endurgjald fyrir verk eða þjónustu geti skaðað samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja og annarra lögaðila sem taka að sér slík verkefni fyrir ríki og sveitarfélög. Það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald skuli fara leynt, verður þó að jafnaði að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings. Í því sambandi er m.a. rétt að líta til þess að fyrirtæki og aðrir lögaðilar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993.<br /> <br /> Sem fyrr segir er réttur almennings til aðgangs að gögnum takmörkunum háður, m.a. þegar um er að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu fyrirtækja og annarra lögaðila. Þannig lítur úrskurðarnefnd svo á að upplýsingar um það, hvaða aðferðum viðsemjendur hins opinbera beita og hvernig þeir haga samstarfi sín á milli til þess að efna samningsskyldur sínar, séu almennt þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með skírskotun til þess, sem að framan segir, er það niðurstaða nefndarinnar að Ríkiskaupum beri að veita kæranda aðgang að samningi um útvegun og leigu á húsnæði og þjónustu og viðhaldsverkefnum fyrir Iðnskólann í Hafnarfirði sem auðkenndur er nr. 1 að framan. Vegna þess að fyrirtæki þau, sem hlut eiga að máli, hafa lagst gegn því að kæranda verði veittur aðgangur að samningum, sem þau hafa gert sín á milli og auðkenndir eru nr. 2, 3 og 4 að framan, er stofnuninni hins vegar óheimilt að veita honum aðgang að þeim.<br /> <br /> Í tilefni af ummælum í umsögn Ríkiskaupa til úrskurðarnefndar skal tekið fram að í úrskurði í máli nr. A-71/1999 er ekki leyst úr því álitaefni sérstaklega hvort kærandi hafi átt rétt á að fá upplýsingar um sundurliðun á verði samkvæmt tilboði bjóðenda.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Ríkiskaupum ber að veita kæranda, [A] hf., aðgang að samningi um útvegun og leigu á húsnæði og þjónustu og viðhaldsverkefnum fyrir Iðnskólann í Hafnarfirði, dagsettum 18. desember 1998, og umsókn [B] hf. fyrir sína hönd og samstarfsaðila sinna, [C] hf. og [D] hf., um að gera tilboð í forvali nr. 11082 "Iðnskólinn í Hafnarfirði - einkaframkvæmd", dagsettri 30. júní 1998, ásamt yfirlýsingu, dagsettri 26. júní 1998.<br /> <br /> Sú ákvörðun stofnunarinnar að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum er að öðru leyti staðfest.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
72/1999 Úrskurður frá 23. mars 1999 í málinu nr. A-72/1999 | Kærð var meðferð Þróunarfélags Vestmannaeyja sf. á fjórum umsóknum um aðgang að upplýsingum. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun. | <p>Hinn 23. mars 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-72/1999:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 15. febrúar sl., kærði [A], til heimilis að [...], meðferð Þróunarfélags Vestmannaeyja á fjórum umsóknum hans um aðgang að upplýsingum.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 19. febrúar sl., var kæran kynnt Þróunarfélagi Vestmannaeyja og beint til félagsins að taka ákvörðun um afgreiðslu umsókna kæranda eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 2. mars sl. Jafnframt var þess óskað að ákvörðun félagsins yrði birt kæranda og nefndinni eigi síðar en á hádegi þann dag. Ef félagið kysi að synja kæranda um aðgang að þeim upplýsingum, er umsóknir hans lutu að, var þess ennfremur óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál ljósrit eða afrit af þeim skjölum eða gögnum, sem málin varða, ef til væru. Í því tilviki var félaginu auk þess gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sama frests. Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 2. mars sl., gerði framkvæmdastjóri þróunarfélagsins grein fyrir afgreiðslu beiðna kæranda. Bréfið bar með sér að afrit af því hefði verið sent kæranda.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 8. mars sl., ítrekaði kærandi fyrra erindi sitt til nefndarinnar og kærði jafnframt meðferð á umsókn um aðgang að ársreikningi og samstæðureikningi Þróunarfélags Vestmannaeyja fyrir árið 1998.<br /> Með bréfi úrskurðarnefndar til Þróunarfélags Vestmannaeyja, dagsettu 10. mars sl., var þess óskað að félagið léti nefndinni í té upplýsingar um á hvaða grundvelli félagið starfaði, þ. á m. hvernig til þess hefði verið stofnað, hverjir væru aðilar eða gætu verið aðilar að því, hvernig stjórn þess væri háttað og hvernig hún kæmi að störfum sínum, hvort félagið starfaði eftir einhverjum samþykktum og þá hverjum. Með símbréfi framkvæmdastjóra þróunarfélagsins, dags. 13. mars sl., barst úrskurðarnefnd afrit af félags- og samstarfssamningi um sameignarfélagið Þróunarfélag Vestmannaeyja.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 15. mars sl., barst úrskurðarnefnd einnig frá kæranda sami samningur.<br /> <br /> Í fjarveru Eiríks Tómassonar tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður sæti í nefndinni við afgreiðslu málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að bæjarskrifstofur Vestmannaeyjabæjar afgreiddu eftirtaldar umsóknir kæranda um aðgang að upplýsingum með því að vísa kæranda til Þróunarfélags Vestmannaeyja:<br /> </p> <div style="margin-left: 2em"> 1. Sundurliðun á því hvernig 5 millj. kr. sem bæjarstjórn [Vestmannaeyja] samþykkti að veita til Þróunarfélags Vestmannaeyja vegna undirbúnings og komu Keikó var varið, dagsett 25. nóvember 1998.<br /> 2. Nöfn og heimilisföng umsækjenda samkvæmt um starf á skrifstofu Þróunarfélags Vestmannaeyja, dagsett 20. janúar 1999.<br /> 3. Starfslýsingu [B] framkvæmdastjóra Þróunarfélags Vestmannaeyja, dagsett 25. nóvember 1999.<br /> 4. Hvernig Þróunarfélag Vestmannaeyja, [C] ehf. og [D] sjóðurinn skipta með sér símakostnaði [B] framkvæmdastjóra, dagsett 25. nóvember 1999. </div> <br /> <p>Í bréfi framkvæmdastjóra Þróunarfélags Vestmannaeyja til úrskurðarnefndar, dagsettu 2. mars 1999, kom fram að kæranda hefði þegar verið látin í té starfslýsing framkvæmdastjóra Þróunarfélagsins og svarað erindi um um skiptingu símakostnaðar framkvæmdastjórans, umsóknir auðkenndar nr. 3 og 4 hér að framan. Um ráðstöfun fjárveitingar bæjarsjóðs Vestmannaeyja samkvæmt framangreindri umsókn auðkenndri nr. 1 var vísað til ársreiknings [C] ehf., er senn yrði sendur bæjarstjórn Vestmannaeyja. Loks var synjað um upplýsingar um nöfn umsækjenda um starf hjá þróunarfélaginu, sbr. umsókn auðkennd nr. 2 hér að framan, þar eð umsækjendum hefði verið heitið trúnaði um umsóknir þeirra.<br /> <br /> Í félags- og samstarfssamningi um Þróunarfélag Vestmannaeyja, dagsettum 9. maí 1996, kemur í 1. gr. fram að félagið sé sameignarfélag. Í 2. gr. kemur fram hverjir eru aðilar að félaginu og að þeir ábyrgist skuldir þess einn fyrir alla og allir fyrir einn - in solidum. Samkvæmt 3. gr. er tilgangur félagsins að stuðla að og efla jákvæða þróun atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum með því m.a. að afla upplýsinga og miðla til einstaklinga og atvinnufyrirtækja, veita rekstrartæknilega ráðgjöf, stuðla að nýjungum og standa fyrir námskeiðum. Ekki er ástæða til að gera nánar grein fyrir efni samningsins.<br /> <br /> Kærandi hefur fært frekari rök fyrir kæru sinni. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi því, er varð að upplýsingalögum, er ákvæði þetta m.a. skýrt svo að lögin gildi almennt "ekki um einkaaðila, en undir hugtakið "einkaaðilar" falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög eða sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu". Frá meginreglu 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga er þó gerð sú undantekning í 2. mgr. sömu greinar að gildissvið laganna nái einnig til einkaaðila "að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna".<br /> <br /> Samkvæmt félags- og samstarfssamningi um Þróunarfélag Vestmannaeyja er félagið sameignarfélag bæjarsjóðs Vestamannaeyja, hafnarsjóðs Vestmannaeyja, bæjarveitna Vestmannaeyja og Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og bera þeir óskipta, ótakmarkaða og beina ábyrgð á skuldum félagsins. Samkvæmt samningnum er tilgangur félagsins "að stuðla að og efla jákvæða þróun atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum".<br /> Samkvæmt framansögðu er það álit nefndarinnar að upplýsingalög taki hvorki til Þróunarfélags Vestmannaeyja sem einkaaðila né heldur til þeirrar starfsemi, sem félagið hefur með höndum og lýst er hér að framan. Ber þegar af þeirri ástæðu að vísa fram kominni kæru á hendur félaginu frá úrskurðarnefnd.<br /> <br /> <br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong><br /> Kæru [A] á hendur Þróunarfélagi Vestmannaeyja sf. er vísað frá úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Valtýr Sigurðsson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Steinunn Guðbjartsdóttir<br /> </p> |
73/1999 Úrskurður frá 23. mars 1999 í málinu nr. A-73/1999 | Kærð var meðferð læknadeildar Háskóla Íslands á beiðnum um aðgang að tilteknum prófum í deildinni á árunum 1990 til 1998. Meginregla upplýsingalaga. Almannahagsmunir. Fyrirhuguð próf. Brottfall takmarkana. Aðgangur veittur. | <p>Hinn 23. mars 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-73/1999:<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfum, dagsettu 3. mars sl., kærðu [A], [B] og [C] meðferð læknadeildar Háskóla Íslands á beiðnum þeirra um aðgang að nánar tilteknum prófum í deildinni á árunum 1990 til 1998.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 10. mars sl., var kæran kynnt læknadeild háskólans og því beint til hennar að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðna kærenda eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en hinn 18. mars sl. Jafnframt var þess óskað að ákvörðun deildarinnar yrði birt kærendum og nefndinni eigi síðar en á hádegi þann dag. Ef deildin kysi að synja kærendum um aðgang að þeim upplýsingum, er beiðnir þeirra lytu að, var þess ennfremur óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál ljósrit eða afrit af þeim skjölum eða gögnum innan sama frests. Í því tilviki var deildinni auk þess gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kærurnar og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sama frests. Með bréfi kennslusviðs háskólans til úrskurðarnefndar, dagsettu 12. mars sl., var nefndinni tilkynnt að beiðnum kærenda hefði verið synjað og umsögn veitt um kæruefnið. Því fylgdu jafnframt afrit af bréfum kennslusviðsins til kærenda og sýnishorni af leiðbeiningum til próftaka með dæmum um það hvernig taka eigi (krossa)próf við deildina. Með bréfi, dagsettu 16. mars sl., létu kærendur einnig í té umsögn um svör kennslusviðs háskólans til sín.<br /> <br /> Í fjarveru Eiríks Tómassonar tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður sæti í nefndinni við afgreiðslu málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að kærendur fóru með bréfum, dagsettum 20. janúar sl., fram á að fá afhent afrit af prófum í eftirgreindum námskeiðum á fyrsta ári í læknisfræði frá árunum 1990 til 1998:<br /> </p> <div style="margin-left: 2em"> 1. Námskeið nr. 02.01.01-966 Inngangur að líffæra- og lífeðlisfræði<br /> 2. Námskeið nr. 02.01.04-966 Eðlisfræði<br /> 3. Námskeið nr. 02.01.01-966 Efnafræði I </div> <br /> <p>Læknadeild háskólans svaraði beiðnum kærenda með samhljóða bréfum, dagsettum 10. febrúar sl., þar sem fram kom að erindi þeirra hefðu verið móttekin og væru til athugunar í deildinni. Með öðrum samhljóða bréfum frá kennslusviði háskólans, dagsettum 12. mars sl., var kærendum tilkynnt að beiðni þeirra væri hafnað með vísan til 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í bréfum þessum kom fram að um krossapróf (fjölvalsspurningar) væri að ræða, sem ekki væru afhent öðrum en þeim sem þau þreyta og að stúdent fái þau ekki afhent að prófi loknu. Þetta hafi verið hin almenna vinnuregla og rökin þau að mikil vinna liggi að baki samningu slíkra krossaprófa og einstakar spurningar væru notaðar aftur og aftur. Kennari semji mikinn fjölda spurninga (spurningabanka), úr vel afmörkuðu námsefni og síðan væri valinn úr þeim tilteknn fjöldi spurninga í hvert skipti sem prófað væri í námsefninu, með tilliti til þess að prófið væri sem jafnast að þyngd frá ári til árs. Krossapróf geymi þannig tilteknar upplýsingar um fyrirhuguð próf í sama námskeiði. Af hálfu háskólans var því haldið fram að prófin yrðu þýðingarlaus og næðu ekki tilgangi sínum, ef allar spurningarnar væru á almanna vitorði, og allar forsendur þeirra brygðust, ef afhenda yrði verkefnin. Gífurleg frumvinna yrði að eiga sér stað í hvert skipti sem leggja ætti fyrir slíkt próf. Hér væri því mikið í húfi, ekki bara fyrir eina deild skólans, heldur margar, ef ekki flestar.<br /> <br /> Umsögn háskólans til úrskurðarnefndar var samhljóða svari þeirra til kærenda.<br /> <br /> Í umsögn kærenda til úrskurðarnefndar um svar háskólans, dagsettri 16. mars 1999, var synjun stofnunarinnar mótmælt og ákvörðun hennar ekki talin eiga sér stoð í lögum.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Samkvæmt meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum, sem varða tiltekið mál, með þeim takmörkunum, sem greinir í 4.-6. gr. s.l. Markmið upplýsingaskyldu stjórnvalda samkvæmt upplýsingalögum er m.a. að gefa almenningi kost á að fá upplýsingar um áður afgreidd mál hjá stjórnvöldum, svo hægt sé að meta hvort stjórnvöld hafi gætt samræmis og jafnræðis við úrlausn mála.<br /> <br /> Samkvæmt 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er þó heimilt að takmarka aðgang að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga, ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almanna vitorði. Í skýringum við þetta ákvæði frumvarps þess, er varð að upplýsingalögum, sagði að með prófi væri átt við hvers konar prófraunir sem opinberir aðilar standa fyrir, enda væri augljóst að nauðsynlegt væri að halda öllum prófgögnum leyndum áður en þau væru þreytt, ættu þau að geta gefið óvilhalla niðurstöðu. Samkvæmt 1. mgr. 8. gr. s.l. fellur þessi heimild hins vegar niður jafnskjótt og ráðstöfunum eða prófraunum er að fullu lokið, nema ákvæði 5. gr. eða 1.-3. tölul. 6. gr. laganna eigi við, enda er þá eðli máls samkvæmt ekki lengur fyrir hendi nein þörf til að halda þeim leyndum.<br /> <br /> Próf þau er kærendur hafa óskað eftir aðgangi að voru lögð fyrir próftaka og þreytt á árunum 1990 til 1998. Samkvæmt skýru ákvæði 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga á heimild til að takmarka aðgang að slíkum gögnum aðeins við þangað til próf eru lögð fyrir próftaka og fellur niður jafnskjótt og prófi er lokið, sbr. 1. mgr. 8. gr. s.l. Enda þótt próf í sama námskeiði kunni frá ári til árs að geyma sams konar spurningar, þ. á m. fjölvalsspurningar, hefur því þó ekki verið haldið fram af hálfu háskólans að um nákvæmlega sömu próf sé að ræða. Af þeim sökum verður ekki á það fallist að aðgangur að spurningum í teknum prófum sé til þess fallinn að skerða árangur af síðari próftöku með sama sniði í sömu námskeiðum. Að þessu virtu verður ekki talið að skilyrði séu til þess að takmarka aðgang hinum umbeðnu prófum/gögnum á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Með vísan til 1. mgr. 8. gr. upplýsingalaga er það niðurstaða nefndarinnar að skylt sé að veita þeim aðgang, enda verður ekki séð að neinir þeir hagsmunir, sem verndaðir eru af 5. gr. eða 1.-3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, eigi hér við.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Háskóla Íslands ber að veita [A] aðgang að prófum í inngangi að líffæra- og lífeðlisfræði á fyrsta ári í læknisfræði, námskeiði nr. 02.02.01-966, frá árunum 1990 til 1998, [B] aðgang að prófum í eðlisfræði á fyrsta ári í læknisfræði, námskeiði nr. 02.01.04-966, frá árunum 1990 til 1998, og [C] aðgang að prófum í efnafræði á fyrsta ári í læknisfræði, námskeiði nr. 02.01.02-966, frá árunum 1990 til 1998.<br /> <br /> Valtýr Sigurðsson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Steinunn Guðbjartsdóttir<br /> </p> |
71/1999 Úrskurður frá 27. janúar 1999 í málinu nr. A-71/1999 | Kærð var synjun Ríkiskaupa um að veita aðgang að gögnum vegna tiltekins útboðs. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Gildissvið upplýsingalaga. Skýring upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Einkamál efni annarra. Aðgangur veittur. Aðgangur veittur að hluta. | <p>Hinn 27. janúar 1999 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-71/1999:<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 30. desember sl., kærði [...] hdl., f.h. [A] hf., áður [...] hf., synjun Ríkiskaupa, dagsetta 30. nóvember sl., um að veita umbjóðanda hans aðgang að gögnum vegna útboðs nr. 11150 "Iðnskólinn í Hafnarfirði - einkaframkvæmd". Kæran barst úrskurðarnefnd 8. janúar sl.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu sama dag, var kæran kynnt Ríkiskaup og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 12.00 á hádegi hinn 18. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, er kæran laut að, innan sama frests. Í kærunni er því haldið fram að fyrir liggi samþykki annarra tilboðsgjafa við því að aðgangur verði veittur að gögnum þeirra. Vegna þess var því einnig beint til stofnunarinnar að skýra viðhorf sitt og eftir atvikum annarra tilboðsgjafa til þeirrar staðhæfingar í umsögn sinni. Að ósk Ríkiskaupa var framangreindur frestur framlengdur til hádegis 19. janúar sl. Umsögn stofnunarinnar barst innan tilskilins frests ásamt eftirtöldum gögnum:<br /> </p> <div style="margin-left: 2em"> 1. Tilboðslýsingu tilboðsgjafa nr. 10101.<br /> 2. Tilboðslýsingu tilboðsgjafa nr. 71098.<br /> 3. Greinargerð [B] um yfirferð tilboðsgagna frá því í októbermánuði 1998.<br /> 4. Athugun [C] hrl. á umræddu útboði, dagsettri 8. október 1998.<br /> 5. Rökstuðningi verkefnisstjórnar fyrir einkunnagjöf tilboða, ódagsettum.<br /> 6. Fundargerð frá opnunarfundi tilboða, dagsettri 9. október 1998.<br /> 7. Minnisblaði [B] um yfirferð tilboða, dagsettu 26. október 1998.<br /> 8. Minnisblaði [B] um yfirferð tilboðsgagna, dagsettu 28. október 1998.<br /> 9. Dagskrá kynningar á tillöguteikningum, dagsettri 11. nóvember 1998. </div> <br /> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi var einn þriggja þátttakenda í lokuðu útboði um útvegun húsnæðis og reksturs þess fyrir Iðnskólann í Hafnarfirði. Hinn 9. október sl. voru tilboð opnuð á fundi með tilboðsgjöfum og birtar niðurstöður mats á lausnum þeirra, en þær höfðu áður verið metnar sérstaklega. Á fundinum var lesinn upp rökstuðningur verkefnisstjórnar, sem er að finna á skjali, auðkenndu nr. 5 hér að framan. Hinn 11. nóvember sl. var tilkynnt að tilboði annars bjóðanda en kæranda hefði verið tekið. Sama dag voru undirritaðir skuldbindandi samningar milli aðila á grundvelli þess tilboðs.<br /> <br /> Með bréfi til Ríkiskaupa, dagsettu 9. nóvember sl., fór kærandi fram á að fá afhent eftirtalin gögn:<br /> </p> <div style="margin-left: 2em"> 1. Hönnunargögn annarra bjóðenda.<br /> 2. Álitsgerð [C] hrl., dagsetta 8. október 1998.<br /> 3. Umsögn ráðgjafarþjónustunnar sem fór yfir tilboðin með tilliti til verkfræði- og rekstrarþátta. </div> <br /> <p>Erindi þetta ítrekaði kærandi með bréfi, dagsettu 12. nóvember sl., þar sem hann óskaði eftir að fá afhent til viðbótar önnur gögn sem lögð hefðu verið til grundvallar þegar tekin var ákvörðun um val á tilboði í útboðinu. Í þessu bréfi tók kærandi jafnframt fram að sér væru þessi gögn nauðsynleg til að meta hvort fulls jafnræðis hefði verið gætt við meðferð og mat tilboða.<br /> <br /> Með bréfi Ríkiskaupa til kæranda, dagsettu 30. nóvember sl., var beiðni hans hafnað með vísun til þess ákvæðis 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 sem takmarkar aðgang almennings að gögnum er varða fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.<br /> <br /> Í kæru til nefndarinnar er þessum rökstuðningi stofnunarinnar vísað á bug á þeirri forsendu að aðgangur að teikningum og tæknilegum útfærslum í tilboðunum hafi engin raunveruleg áhrif á rekstrar- eða samkeppnisstöðu tilboðsgjafa. Sama eigi við um aðgang að álitsgerðum óháðra verkfræðinga og lögmanna og þess háttar gögnum. Hins vegar séu hagsmunir kæranda mjög miklir. Kostnaður hans af tilboðsgerðinni hafi numið liðlega 9 milljónum króna og hafi að stærstum hluta falist í aðkeyptri vinnu. Kærandi kveðst ennfremur hafa rökstuddan grun um að tilboð það, sem tekið var, hafi ekki uppfyllt kröfur og því hafi borið að vísa því frá. Eina leiðin til að staðreyna, hvort viðteknar leikreglur og ákvæði útboðsskilmála hafi verið virt, felist í að fara yfir tilboðsgögn annarra bjóðenda.<br /> <br /> Þá er í kæru greint frá því að haldinn hafi verið fundur með tilboðsgjöfum 14. október sl. þar sem kynntar voru teikningar og önnur þau hönnunargögn sem kærandi leitar eftir aðgangi að. Þar segir jafnframt að aðrir tilboðsgjafar hafi fyrir þann fund samþykkt að gögn þeirra yrðu gerð opinber og því til staðfestingar vísað til fyrrgreinds bréfs Ríkiskaupa, dagsetts 30. nóvember sl. Í því bréfi er staðfest að slíkur fundur hafi verið haldinn. Í bréfinu og síðar í umsögn stofnunarinnar til úrskurðarnefndar, dagsettri 19. janúar sl., segir að kynningarfundur hafi verið haldinn 11. nóvember sl. og þá farið yfir "tillöguteikningar sem fylgdu með tilboðunum". Í því skyni að fyrirbyggja að athugasemdir kæmu fram að fundinum loknum hafi stofnunin leitað fyrirfram eftir því við tilboðsgjafa að þeir tækju þátt í kynningunni með því að leggja fram og skýra tillögur sínar. Hafi þeir allir fallist á það.<br /> Í umsögn Ríkiskaupa til úrskurðarnefndar, dagsettri 19. janúar sl., segir að val á hagstæðasta tilboði hafi verið unnið í samræmi við þær forsendur sem gefnar hafi verið í útboðsgögnum. Þar sem lægsta tilboðið í útboðinu hafi jafnframt verið það hagstæðasta samkvæmt útboðsskilmálum hafi ekki komið til þess að gera öðrum tilboðsgjöfum sérstaka grein fyrir niðurstöðu útboðsins, sbr. 14. gr. laga nr. 65/1993 um framkvæmd útboða, en hún hljóðar svo: "Sé um lokað útboð að ræða er kaupanda einungis heimilt að taka hagstæðasta tilboði, eða hafna þeim öllum. - Sé hagstæðasta tilboð ekki jafnframt það lægsta ber kaupanda að senda bjóðendum, sem áttu lægri tilboð en það sem tekið var, greinargerð með rökstuðningi um valið á tilboðinu eins fljótt og mögulegt er." Þá vísar stofnunin til þess að niðurstaða hennar hafi verið rökstudd í bréfum til kæranda, dagsettum 31. október og 30. nóvember sl., í samræmi við 48. gr. reglugerðar nr. 302/1996 sem sett hefur verið á grundvelli laga nr. 52/1987 um opinber innkaup. Jafnframt hafi upplýsingar verið veittar við opnun tilboða í samræmi við 41. gr. reglugerðarinnar og 8. gr. laga um framkvæmd útboða. Telur stofnunin að í hinum tilvitnuðu ákvæðum sé að finna tæmandi talningu á réttindum þátttakenda í hinu lokaða útboði.<br /> <br /> Í umsögn Ríkiskaupa er ennfremur áréttað að stofnunin byggi synjun sína um frekari aðgang að gögnum varðandi umrætt útboð á 5. gr. upplýsingalaga. Til að koma til móts við óskir tilboðsgjafa hafi hins vegar verið haldinn kynningarfundurinn sem vísað er til hér að framan. Einnig er upplýst í umsögninni að sá bjóðandi, sem átt hafi lægsta tilboðið og jafnframt það sem tekið var, hafi óskað eftir því að ekki verði veittur aðgangur að tilboðsgögnum hans.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Eins og gerð er grein fyrir í kaflanum um kæruefni hér að framan er synjun Ríkiskaupa, sem kærð hefur verið, dagsett 30. nóvember sl. Kæran er dagsett 30. desember sl., en var fyrst póstlögð 6. janúar sl., eins og póststimpill ber með sér. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga byrjar kærufrestur að líða þegar þeim, sem farið hefur fram á aðgang að gögnum, er tilkynnt synjun stjórnvalds. Í 5. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga segir að kæra teljist nógu snemma fram komin ef bréf, sem hana hefur að geyma, er komið til æðra stjórnvalds eða afhent pósti áður en kærufrestur er liðinn. Samkvæmt framansögðu var því sá 30 daga kærufrestur, sem tiltekinn er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, að öllum líkindum liðinn þegar mál þetta var borið skriflega undir úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Í 1. tölul. 28. gr. stjórnsýslulaga segir að vísa skuli kæru frá, sem borist hefur að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Ekki verður séð að Ríkiskaup hafi veitt kæranda leiðbeiningar um kærufrest skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga sem henni var þó skylt að gera skv. 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af þeim sökum telur úrskurðarnefnd ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist of seint. Byggist sú niðurstaða jafnframt á því að skammur tími leið frá því að kærufrestur rann út þar til mál þetta var kært.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga er svo fyrir mælt að þau taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Þar með falla Ríkiskaup ótvírætt undir lögin.<br /> <br /> Samkvæmt 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga takmarka lög um opinber innkaup og framkvæmd útboða hvorki aðgang almennings skv. II. kafla upplýsingalaga né aðgang aðila máls skv. III. kafla laganna að gögnum í vörslum stjórnvalda, nema að því leyti sem lögin heimila víðtækari aðgang að gögnum en þar er gert ráð fyrir. Þá er heldur ekki mælt sérstaklega fyrir um þagnarskyldu í umræddum lögum.<br /> <br /> Upplýsingalög gilda um beiðni um aðgang að gögnum varðandi útboð á vegum ríkis og sveitarfélaga á vörum og þjónustu, hvort sem um er að ræða beiðni almennings eða aðila máls. Ástæðan er sú að ákvarðanir, sem teljast einkaréttar eðlis, eins og þær hvort og þá hvaða tilboði skuli tekið, falla utan gildissviðs stjórnsýslulaga, eins og tekið er fram í athugasemdum við 1. gr. frumvarps til þeirra laga, sbr. og 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Úrskurðarnefnd lítur svo á að kærandi sé aðili máls í skilningi hins umrædda ákvæðis þar eð hann hefur sem einn af þátttakendum í hinu lokaða útboði augljósa hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum. Með vísun til meginmarkmiðs upplýsingalaga og athugasemda með frumvarpi til laganna hefur nefndin skýrt orðalagið "upplýsingar um hann sjálfan" svo rúmt að það taki til upplýsinga sem varða aðila máls.<br /> Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga er þannig skylt að veita aðila máls aðgang að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar sem varða hann sjálfan. Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir í 2. tölul. 2. mgr. að ákvæði 1. mgr. gildi ekki "um gögn sem hafa að geyma upplýsingar um mikilvæga almannahagsmuni er leynt eiga að fara skv. 6. gr." laganna. Þá segir ennfremur orðrétt í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>4.</strong> </div> <p>Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er heimilt að takmarka aðgang að gögnum, "þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra". Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir m.a. svo um þetta ákvæði: "Óheftur réttur til upplýsinga getur ... skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu opinberra stofnana og fyrirtækja í þeim tilvikum þegar hið opinbera þarf að keppa á markaði við einkaaðila sem ekki eru skyldugir til að gefa upplýsingar um stöðu sína."<br /> <br /> Ekki er loku fyrir það skotið að það geti skaðað stöðu hins opinbera á almennum útboðsmarkaði ef þeim, sem þátt taka í útboði, er veittur ótakmarkaður aðgangur að tilboðum annarra þátttakenda í útboðinu. Slíkt gæti leitt til þess að framvegis tækju færri þátt í útboðum á vegum hins opinbera. Í máli þessu hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á það af hálfu Ríkiskaupa að það, eitt og sér, gæti skaðað samkeppnisstöðu ríkisins á útboðsmarkaði þótt kæranda yrði veittur aðgangur að hinum umbeðnu gögnum. Í þessu sambandi ber að líta til þess að um var að ræða lokað útboð um útvegun húsnæðis fyrir framhaldsskóla og rekstur þess í þágu ríkisins sem hlýtur að teljast mjög sérstaks eðlis. Engu síður er ástæða til að hafa fyrrgreint sjónarmið í huga þegar tekin er afstaða til þess hvort veita beri kæranda aðgang að tilboðum annarra þátttakenda í útboðinu.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>5.</strong> </div> <p>Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér þau gögn sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að og talin eru upp í kaflanum um kæruefni hér að framan. Í gögnum þeim, sem auðkennd eru nr. 3-9, er ekkert það að finna, að áliti nefndarinnar, sem er þess eðlis að því skuli haldið leyndu með tilliti til hagsmuna annarra þátttakenda í útboðinu, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Tilboðslýsingar bjóðendanna tveggja, sem auðkenndar eru nr. 1 og 2, eru heldur ekki þess eðlis, að áliti úrskurðarnefndar, að þeim beri almennt að halda leyndum fyrir kæranda með tilliti til hagsmuna tilboðsgjafanna. Þó er nefndin þeirrar skoðunar að í hlutum þessara gagna sé að finna upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál sem eðlilegt sé og sanngjarnt að ekki komist til vitundar samkeppnisaðila, nema fyrir liggi skýlaust samþykki bjóðenda, sbr. til hliðsjónar 5. gr. upplýsingalaga eins og hún er skýrð í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til laganna. Nánar tiltekið er um að ræða kafla í fyrri tilboðslýsingunni, sem bera heitin "Greinargerð um stoð- og viðhaldsverkefni" og "Greinargerð um innra gæðaeftirlit", og kafla í þeirri síðari, sem bera heitin "Greinargerð um stoð- og viðhaldsverkefni", "Uppkast að þjónustusamningi um tölvur" og "Greinargerð um innra gæðaeftirlit".<br /> <br /> Með skírskotun til meginreglunnar í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga og þess, sem rakið er hér að framan, er það niðurstaða úrskurðarnefndar að Ríkiskaupum sé skylt að veita kæranda aðgang að hinum umbeðnu gögnum. Þó eru undanskildir þeir kaflar í gögnum, auðkenndum nr. 1 og 2, sem vísað er til hér að framan, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, sbr. 5. mgr. 9. gr. þeirra.<br /> <br /> <br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong><br /> Ríkiskaupum ber að veita kæranda, [A] hf., aðgang að gögnum varðandi útboð nr. 11150 "Iðnskólinn í Hafnarfirði - einkaframkvæmd", auðkenndum nr. 1-9, að undanskildum hluta af tilboðslýsingum, auðkenndum nr. 1 og 2, svo sem gerð er nánari grein fyrir hér að framan.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
70/1998 Úrskurður frá 29. desember1998 í málinu nr. A-70/1998 | Kærð var synjun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um að synja um að veita aðgang að umsögn stöðunefndar um umsækjendur um embætti landlæknis. Umsókn um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og gögn sem þær varða. Synjun staðfest. | <p><font face="Times New Roman">Hinn 29. desember 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-70/1998:</font><br /> <br /> </p> <div> <strong><font face="Times New Roman">Kæruefni</font></strong> </div> <font face="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 9. desember sl., kærði [...] læknir synjun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, dagsetta 11. nóvember sl., um að veita honum aðgang að umsögn stöðunefndar um umsækjendur um embætti landlæknis.</font><br /> <br /> <font face="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 11. desember sl., var kæran kynnt heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 18. desember sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, er kæran laut að, innan sama frests. Að ósk ráðuneytisins var frestur þessi framlengdur til 22. desember sl. og barst umsögn þess þann dag. Henni fylgdi afrit af umsögn stöðunefndar um umsækjendur um embætti landlæknis, dagsett 14. október 1998.</font><br /> <br /> <font face="Times New Roman">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í máli þessu.</font><br /> <br /> <div> <strong><font face="Times New Roman">Málsatvik</font></strong> </div> <font face="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að með bréfi til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, dagsettu 4. nóvember sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að umsögn stöðunefndar um umsækjendur um embætti landlæknis. Í beiðni kæranda kom fram að hann teldi slíka umsögn vera samanburð milli einstaklinga "og ekki aðeins milli þeirra sem sækja um viðkomandi embætti, heldur einnig við þá sem áður hafa sótt um stöður og stöðunefnd hefur fjallað um". Af þeim sökum taldi hann sig eiga beinna hagsmuna að gæta.</font><br /> <br /> <font face="Times New Roman">Með bréfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til kæranda, dagsettu 11. nóvember sl., var beiðni hans hafnað á þeim grundvelli að um aðgang annarra en aðila máls að gögnum færi samkvæmt upplýsingalögum nr. 50/1996. Samkvæmt 4. tölul. 4. gr. þeirra laga tæki réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til umsókna um störf hjá ríkinu og allra gagna sem þær varða.</font><br /> <br /> <font face="Times New Roman">Í kæru til nefndarinnar kemur fram að kærandi hafi áður sótt um starf, er stöðunefnd hafi metið hæfni umsækjenda til að gegna. Vísaði kærandi m.a. til þess að umsagnir stöðunefnda væru "ekki eingöngu samanburður á umsækjendum um hverja einstaka stöðu heldur einnig óbeint á þeim sem fyrr eða síðar sækja um stöður þar sem umsagnar stöðunefndar er krafist og einstaklingar verða að leggja fram gögn yfir náms- og starfsferil og vísindavinnu". Af þeim sökum taldi hann slíka umsækjendur eiga mikilla hagsmuna að gæta og þeim yrði því ekki jafnað til almennings í skilningi upplýsingalaga.</font><br /> <br /> <font face="Times New Roman">Í umsögn heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar er tekið fram að kærandi hafi ekki verið meðal umsækjenda um embætti landlæknis.</font><br /> <br /> <font face="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</font><br /> <br /> <div> <strong><font face="Times New Roman">Niðurstaða</font></strong> </div> <font face="Times New Roman">Eins og að framan greinir var kærandi ekki meðal umsækjenda um embætti landlæknis. Þar af leiðandi gilda upplýsingalög um aðgang hans að umsögn nefndar sem mat hæfni umsækjenda um embættið á grundvelli 31. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu.</font><br /> <br /> <font face="Times New Roman">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr.". Samkvæmt 4. tölul. 4. gr. laganna tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til "umsókna um stöður hjá ríki eða sveitarfélögum" né "allra gagna sem þær varða", að undanskildum upplýsingum um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda.</font><br /> <font face="Times New Roman">Af orðalagi 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna á sínum tíma, verður dregin sú ályktun að undantekningarákvæði þetta taki ekki aðeins til gagna, sem fylgja umsókn, heldur og til gagna, sem aflað er áður en ráðið er í störf hjá ríki eða sveitarfélögum, til þess að það stjórnvald, sem ræður í starfið, geti lagt mat á hæfni umsækjenda til að gegna því. Skiptir í því sambandi ekki máli hver gögn þessi eru ef þeim er ætlað að veita upplýsingar til að auðvelda hlutaðeigandi stjórnvaldi val á milli umsækjenda.</font><br /> <br /> <font face="Times New Roman">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér fyrrgreinda umsögn og telur að hún falli augljóslega undir 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga enda var hún gefin á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu. Með skírskotun til þess verður staðfest sú ákvörðun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að umsögninni.</font><br /> <div> <br /> <strong><font face="Times New Roman">Úrskurðarorð:</font></strong> </div> <font face="Times New Roman">Staðfest er sú ákvörðun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins að synja kæranda, [...], um aðgang að umsögn nefndar sem mat hæfni umsækjenda um embætti landlæknis.</font><br /> <br /> <font face="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</font><br /> <font face="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson</font> <br /> <font face="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</font><br /> |
69/1998 Úrskurður frá 18. desember 1998 í málinu nr. A-69/1998 | Kærð var synjun Landsbanka Íslands hf. um að veita aðgang að skjölum og gögnum um laxveiðar á kostnað Landsbanka Íslands hf. Fyrirliggjandi upplýsingar. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Frávísun. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 18. desember 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-69/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 25. nóvember sl., kærði [...] synjun Landsbanka Íslands hf., dagsetta 10. s.m., um að veita honum aðgang að skjölum og gögnum er sýni hverjir hafi stundað laxveiðar á kostnað Landsbanka Íslands, hvar og hvenær og hve mikið það hafi kostað bankann í hvert sinn frá ársbyrjun 1993.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 26. nóvember sl., var kæran kynnt Landsbanka Íslands hf. og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 4. desember sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, er kæran laut að, innan sama frests. Að beiðni bankans var frestur þessi framlengdur til 8. desember sl. og barst umsögn bankans þann dag. Af hálfu úrskurðarnefndar var leitað eftir viðbótarskýringum frá bankanum með bréfi, dagsettu 9. desember sl., og bárust þær í bréfi bankans, dagsettu 10. s.m.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson formaður vék sæti í máli þessu. Í hans stað tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður sæti hans í nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að kærandi fór með bréfi til Landsbanka Íslands hf., dagsettu 22. október sl., fram á að fá aðgang að skjölum og gögnum sem sýna hverjir hafi stundað laxveiðar á kostnað Landsbanka Íslands, hvar og hvenær og hve mikið það kostaði bankann í hvert sinn frá ársbyrjun 1993.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 6. nóvember sl., var meðferð Landsbanka Íslands hf. á erindi kæranda kærð til nefndarinnar, en því hafði þá ekki enn verið svarað. Með bréfi úrskurðarnefndar til Landsbanka Íslands hf., dagsettu 9. nóvember sl., var því beint til hans að taka ákvörðun um afgreiðslu á erindi kæranda eins fljótt og við yrði komið og birta hana kæranda og nefndinni eigi síðar en á hádegi hinn 17. nóvember sl.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 18. nóvember sl. barst úrskurðarnefnd afrit af svarbréfi bankans til kæranda, dagsettu 10. s.m. Þar var m.a. vísað til þess að ríkisendurskoðun hefði í tengslum við gerð skýrslu um kostnað bankans vegna veiðiferða, risnu o.fl. fyrr á þessu ári leitað eftir upplýsingum um þátttakendur í þessum ferðum. Tveir þáverandi bankastjórar Landsbanka Íslands hf. hafi veitt stofnuninni upplýsingar um það, en svar hefði ekki borist frá þeim þriðja. Jafnframt sagði í bréfi þessu að í vörslum Landsbanka Íslands hf. væri ekki að finna upplýsingar um þátttakendur í veiðiferðum á vegum Landsbanka Íslands frá ársbyrjun 1993 og til þess tíma er bankinn var lagður niður 1. janúar 1998. Þá var tekið fram að í bókhaldi og fylgiskjölum þess frá starfstíma Landsbanka Íslands kæmu ekki fram, "þegar sleppir hluta reikninga fyrir keypt veiðileyfi, hvar og hvenær og hversu mikið veiðiferðir kostuðu bankann í hvert sinn". Samandregin yfirlit um kostnað vegna einstakra veiðiferða frá þeim tíma lægju heldur ekki fyrir.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi kæranda til úrskurðarnefndar, dagsettu 25. nóvember sl., var þess óskað að úrskurðarnefnd tæki mál þetta til efnislegrar úrlausnar, en nefndin hafði með bréfi, dagsettu 20. nóvember sl., leitað eftir afstöðu hans til þess. Taldi kærandi að til væru ritaðar skýrslur a.m.k. tveggja af þremur fyrrverandi bankastjórum bankans um þátttakendur í laxveiðiferðum á vegum Landsbanka Íslands. Jafnframt setti hann fram kröfu um aðgang að þeim reikningum sem til væru um laxveiðikostnað.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Landsbanka Íslands hf., dagsettri 8. desember sl., var ítrekað að ekki lægju fyrir upplýsingar um hvar, hvenær og hversu mikið hver einstök veiðiferð hafi kostað, "utan þess að unnt var að tína til kostnað vegna einstakra veiðileyfa". Jafnframt sagði í umsögninni að fyrr á yfirstandandi ári hefði ekki verið unnt að greina frá því hverjir hefðu stundað laxveiðar á kostnað Landsbanka Íslands "þar sem upplýsingar þar að lútandi lágu ekki fyrir hjá bankanum". Hins vegar sagði einnig að "telja [yrði] að upplýsingar um nöfn þátttakenda í veiðiferðum snerti einkahagsmuni viðkomandi manna og [væri] Landsbanka Íslands hf. því með öllu óheimilt að láta þær í té".</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í ljósi framangreindra tilvitnana þótti úrskurðarnefnd ekki nægjanlega ljóst hvort upplýsingar um þátttakendur í nefndum ferðum lægju ekki fyrir hjá bankanum eða hvort þær lægju fyrir, en bankinn teldi sig hafa efnislegar ástæður til að láta þær ekki af hendi. Af því tilefni fór nefndin þess á leit í bréfi, dagsettu 9. desember sl., að bankinn skýrði þennan þátt málsins. Jafnframt var þess óskað að upplýst yrði hvort upplýsingar um kostnað af veiðileyfum hefðu verið teknar saman í eitt eða fleiri skjöl eða þeim safnað á annan hátt. Ef svo væri, var þess ennfremur óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra skjala eða gagna.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 10. desember sl., veitti bankinn þær skýringar að upplýsingar um þátttakendur í veiðiferðum lægju ekki fyrir hjá Landsbanka Íslands hf. í samandregnu formi með einum eða öðrum hætti. Væri það jafnframt staðfest í skýrslu ríkisendurskoðunar frá því í apríl sl. Í sömu skýrslu kæmi fram að tveir bankastjórar hafi veitt ríkisendurskoðun þessar upplýsingar. Þær upplýsingar lægju hins vegar ekki fyrir hjá Landsbanka Íslands hf. Af þeim sökum væri ekki unnt að verða við beiðni kæranda. Þá var í þessu bréfi bankans tekið fram að ekki hefðu verið dregnar saman tölur af hálfu bankans um veiðiferðir eða kostnað vegna þeirra. Kostnaður vegna veiðileyfa sérstaklega hefði ekki heldur verið dreginn saman. Upplýsingar um slíkan kostnað hefðu verið teknar saman af ríkisendurskoðun og starfsmönnum þeirrar stofnunar, en ekki af hálfu bankans eða starfsmanna hans. Jafnframt tók bankinn fram að honum væri ekki skylt að láta fara fram sérstaka rannsókn á bókhaldi bankans og fylgiskjölum þess til að leita þeirra upplýsinga sem um er beðið.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Skýra verður þetta ákvæði svo að stjórnvöldum sé ekki skylt, á grundvelli upplýsingalaga, að taka sérstaklega saman upplýsingar, sem óskað er eftir, heldur beri þeim einungis að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Af hálfu Landsbanka Íslands hf. hefur því ítrekað verið lýst yfir að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvar, hvenær og hversu mikið hver einstök veiðiferð á vegum Landsbanka Íslands hafi kostað. Ber því að staðfesta þá ákvörðun Landsbanka Íslands hf. að synja beiðni kæranda þessa efnis.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Af hálfu Landsbanka Íslands hf. hefur því verið lýst yfir að einhverjar upplýsingar um greidd veiðileyfi kunni að vera til í bókhaldi og fylgiskjölum. Upplýsingarnar hafi ekki verið teknar saman þannig að þær séu fyrir hendi í einu afmörkuðu skjali eða sambærilegu gagni, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Það er álit úrskurðarnefndar að síðastnefnd lög taki til aðgangs að þeim gögnum, sem kærandi hefur óskað eftir í beiðni sinni og eingöngu er að finna í bókhaldi eða einhverjum fylgiskjölum þess. Þar af verður synjun um aðgang að þeim ekki kærð til úrskurðarnefndar, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því að vísa þessu kæruatriði frá nefndinni.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Staðfest er sú ákvörðun Landsbanka Íslands hf. að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum um það hverjir hafi stundað laxveiðar á kostnað Landsbanka Íslands, hvar og hvenær og hve mikið það hafi kostað bankann í hvert sinn frá ársbyrjun 1993.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Vísað er frá kröfu kæranda um aðgang að upplýsingum úr bókhaldi Landsbanka Íslands.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT><BR> |
68/1998 Úrskurður frá 17. desember 1998 í málinu nr. A-68/1998 | Kærð var synjun fjármálaráðuneytisins um að veita aðgang að skjölum um útreikning bifreiðahlunninda ráðherra. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur að hluta. | <p>Hinn 17. desember 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-68/1998:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 18. nóvember sl., kærði [...] synjun fjármálaráðuneytisins, dagsetta 13. nóvember sl., um að veita honum aðgang að öllum skjölum sem varða núverandi fyrirkomulag á skattlagningu bifreiðahlunninda ráðherra.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 26. nóvember sl., var kæran kynnt fjármálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 4. desember sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, sem kæran laut að, innan sama frests.<br /> <br /> Umsögn fjármálaráðuneytisins, dagsett 4. desember sl., barst úrskurðarnefnd hinn 8. desember sl., ásamt þeim gögnum sem er að finna í ráðuneytinu og snerta ákvörðun bifreiðahlunninda til ráðherra samkvæmt núgildandi lögum og reglum.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 12. desember sl., var leitað eftir því við fjármálaráðuneytið að nefndinni yrðu látin í té afrit af beiðni kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum, bréfi þess til kæranda, dagsettu 13. nóvember sl., og gögnum er því kynnu að hafa fylgt. Voru afrit af þeim gögnum send nefndinni með bréfi fjármálaráðuneytisins, dagsettu 14. desember sl.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að með ódagsettu bréfi til fjármálaráðuneytisins fór kærandi fram á að fá aðgang að öllum skjölum, sem varða núverandi fyrirkomulag á skattlagningu bifreiðahlunninda ráðherra, þ.m.t. endurritum af bréfum sem ráðuneytið hefði sent um málið.<br /> <br /> Fjármálaráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 13. nóvember sl. Í bréfi þessu var kæranda gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda um bifreiðahlunnindi ráðherra á svofelldan hátt: "Reglur um bifreiðamál ríkisins þar á meðal ráðherra er að finna í reglugerð nr. 580/1991, um bifreiðamál ríkisins. Samkvæmt 10. gr. reglugerðarinnar getur ráðherra fengið bifreið sem er í eigu og rekstri ríkisins til afnota í þágu embættis síns og til takmarkaðra einkanota, svo sem aksturs milli vinnustaðar og heimilis og annarra einstakra ferða. Á grundvelli þessarar reglu er ráðherrum ákvörðuð bifreiðahlunnindi. Af bifreiðahlunnindum er skilað staðgreiðslu skv. lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda og er við mat á hlunnindum miðað við reglur ríkisskattstjóra um takmörkuð afnot sbr. auglýsing nr. 16/1998, um skattmat í staðgreiðslu á árinu 1998."<br /> <br /> Auk svarsins var kæranda látið í té ljósrit af bifreiðaskrá ríkisskattstjóra, útgefinni 1. janúar 1998, auðkenndri RSK 603. Honum var hins vegar synjað um aðgang að gögnum, er hafa að geyma upplýsingar um einstakar fjárhæðir í þessu sambandi, á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Í kæru til nefndarinnar tekur kærandi sérstaklega fram að beiðni hans beinist ekki að hlunnindum einstakra ráðherra, heldur að þeirri reglu, sem um útreikninga þeirra gilda, en hana telur kærandi að sé að finna í skráðum heimildum. Þá telur hann að til séu skráðar reglur um almennar takmarkanir á notkun bifreiðanna.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Eins og að framan greinir tekur kærandi fram í kæru sinni til úrskurðarnefndar að beiðni hans um aðgang að gögnum beinist ekki að upplýsingum um bifreiðahlunnindi einstakra ráðherra, heldur að þeirri reglu sem um útreikninga þeirra gilda. Þar af leiðandi tekur beiðnin einvörðungu til skjala er hafa að geyma þess konar upplýsingar.<br /> <br /> Fjármálaráðuneytið hefur sem fyrr segir látið úrskurðarnefnd í té þau skjöl, sem það kveður að til séu í ráðuneytinu og varði, eins og orðrétt segir í bréfi þess til nefndarinnar, dagsettu 4. desember sl., "ákvörðun bifreiðahlunninda til ráðherra samkvæmt núgildandi lögum og reglum". Þar er í fyrsta lagi að finna yfirlit yfir bifreiðahlunnindi einstakra ráðherra samkvæmt þeim reglum, sem ráðuneytið vísar til í svarbréfi sínu til kæranda, dagsettu 13. nóvember sl., svo og einstök skjöl sem varða slík hlunnindi einstakra ráðherra. Í annan stað eru meðal skjalanna bréf ráðuneytisins varðandi frádrátt staðgreiðslu af launum einstakra ráðherra vegna þessara hlunninda. Samkvæmt framansögðu tekur beiðni kæranda ekki til síðastgreindra bréfa.<br /> <br /> Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í þessum greinum er að finna undantekningar frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings og ber því að skýra þær þröngt.<br /> <br /> Í 5. gr. upplýsingalaga er að finna svofellt ákvæði: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Af lögskýringargögnum verður ráðið að upplýsingar um föst laun og önnur launakjör opinberra starfsmanna, þ. á m. ráðherra, séu ekki undanþegnar aðgangi almennings á grundvelli greinarinnar, heldur einungis upplýsingar um heildarfjárhæð launa hjá hverjum starfsmanni, svo og upplýsingar um heildarverðmæti hlunninda, sem jafnað verður til launa, þ. á m. verðmæti bifreiðahlunninda.<br /> <br /> Með skírskotun til þess, sem að framan segir, er það álit úrskurðarnefndar að hið tilvitnaða ákvæði í 5. gr. upplýsingalaga standi ekki í vegi fyrir því að kæranda verði veittur aðgangur að þeim hluta minnisblaðs, sem dagsett er 14. mars 1998, þar sem fram koma reglur um það hvernig reikna beri bifreiðahlunnindi einstakra ráðherra. Hins vegar er á minnisblaðinu að finna upplýsingar um verðmæti bifreiðahlunninda hjá einstökum ráðherrum og eiga þær samkvæmt framansögðu að fara leynt. Skv. 7. gr. upplýsingalaga ber fjármálaráðuneytinu því að veita kæranda aðgang að hluta minnisblaðsins. Ljósrit af því fylgir eintaki af úrskurði þessum, sem sent verður ráðuneytinu, þar sem nefndin hefur merkt við þann hluta sem hún telur undanþeginn aðgangi kæranda.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Hin kærða ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að synja kæranda, [...], um aðgang að gögnum, sem varða núverandi fyrirkomulag á skattlagningu bifreiðahlunninda ráðherra, er staðfest, að öðru leyti en því að veita ber honum aðgang að hluta minnisblaðs um staðgreiðslu af bifreiðahlunnindum ráðherra 1998, dagsettu 14. mars 1998.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
67/1998 Úrskurður frá 3. desember 1998 í málinu nr. A-67/1998 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að samningi um malartökuleyfi og öðrum tengdum gögnum. Meginregla upplýsingalaga. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Aðgangur veittur. Aðgangur veittur að hluta. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 3. desember 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-67/1998:</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 12. nóvember sl., kærðu [...] synjun landbúnaðarráðuneytisins, dagsetta 3. nóvember sl., um að veita samtökunum aðgang að samningi ráðuneytisins við [A] ehf. um malartökuleyfi í landi jarðarinnar [K] á [R] og öðrum gögnum er tengjast gerð samningsins.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 20. nóvember sl., var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 30. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, er kæran laut að, innan sama frests.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Umsögn landbúnaðarráðuneytisins, dagsett 30. nóvember sl., barst innan tilskilins frests ásamt hinum umbeðna samningi, dagsettum 1. október 1995, og samkomulagi við [B] hf. um lok á samningi við það félag um efnisvinnslu í [V] í [U] í landi [K], dagsettu sama dag. Umsögn ráðuneytisins fylgdi jafnframt ljósrit af erindi þess til kæranda, dagsettu sama dag, þar sem fram kemur að það hafi afturkallað ákvörðun sína frá 3. nóvember sl. með vísun til 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og veitt kæranda aðgang að fyrrgreindum skjölum, þó aðeins að hluta, sbr. 5. og 7. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tók Sif Konráðsdóttur varamaður sæti hans við meðferð og úrskurð í máli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að með bréfi til landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 16. júlí sl., lagði kærandi fram fyrirspurnir í sex liðum um samning ráðuneytisins við [A] ehf. um malartökuleyfi í landi jarðarinnar [K] á [R]. Erindi sitt ítrekaði kærandi síðan með bréfi, dagsettu 21. október sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Landbúnaðarráðuneytið svaraði fyrirspurnum kæranda með bréfi, dagsettu 3. nóvember sl. Í bréfi þessu var honum m.a. synjað um aðgang að samningi ráðuneytisins við [A] ehf. með vísun til 5. gr. upplýsingalaga enda taldi það að samningurinn varðaði mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni einkahlutafélagsins.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í kæru sinni, dagsettri 12. nóvember sl., skírskotar kærandi til þess að umbeðin gögn varði ráðstöfun á opinberum eigum og fjármunum og snerti að auki samkeppnisstöðu fyrirtækja sem eiga í samkeppni við fyrrgreint einkahlutafélag.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn landbúnaðarráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 30. nóvember sl., kemur fram að það hafi endurskoðað fyrri afstöðu sína til beiðni kæranda, svo sem að framan getur. Vegna synjunar á aðgangi að hluta hinna umbeðnu skjala er sérstaklega vísað til þess að þau ákvæði varði uppgjör á vanskilum [B] hf. vegna efnisvinnslu í landi [K]. Talið er eðlilegt og sanngjarnt að slíkar upplýsingar fari leynt enda sé almennur aðgangur að þeim til þess fallinn að valda einkahlutafélaginu tjóni. Í umsögninni er jafnframt tekið fram að sömu aðilar standi að rekstri einkahlutafélagsins og stóðu að rekstri [B] hf.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Vegna breyttrar afstöðu landbúnaðarráðuneytisins til beiðni kæranda er það til úrlausnar í þessu máli hvort ráðuneytinu sé skylt að veita honum aðgang að 4. gr. í samningi þess við [A] ehf. um malartöku í landi jarðarinnar [K]. Ennfremur hvort ráðuneytinu sé skylt að veita kæranda aðgang að 3. gr., svo og hluta af 2., 4. og 5. gr. í samkomulagi þess við [B] hf. um lok á samningi um efnisvinnslu í landi sömu jarðar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 5. gr. laganna er að finna svofellt ákvæði: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Ákvæði þetta felur í sér undantekningu frá fyrrgreindri meginreglu upplýsingalaga og ber því að skýra það þröngt.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Að baki meginreglu upplýsingalaga í 1. mgr. 3. gr. þeirra býr það sjónarmið að almenningur skuli eiga þess kost að fylgjast með því, sem stjórnvöld hafast að, þ. á m. hvernig þau fara með og nýta eignir hins opinbera. Þótt ríkið komi vissulega fram sem leigusali eða landsdrottinn gagnvart þeim, sem nýta hlunnindi jarða í eigu þess, á sama hátt og einkaaðilar, er það eitt og sér ekki nægilegt til þess að undantekningarákvæðið í 5. gr. upplýsingalaga eigi við. Í ákvæðinu er gengið út frá því að það sé metið í hverju tilviki hvort upplýsingar, sem óskað er eftir aðgangi að, séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. "Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu, samkvæmt almennum sjónarmiðum, svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna", svo að vitnað sé til athugasemda við 5. gr. er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þau ákvæði í skjölunum tveimur, sem landbúnaðarráðuneytið telur að því sé hvorki skylt né heimilt að veita kæranda aðgang að, varða vanskil [B] hf. á greiðslu efnisgjalda fyrir efnisvinnslu í landi jarðarinnar [K] sem er í eigu ríkisins. Með fyrrgreindu samkomulagi milli þess félags og ráðuneytisins, sem gert var 1. október 1995, var samið um uppgjör á þeirri vanskilaskuld. Að teknu tilliti til þessa er það álit úrskurðarnefndar, með vísun til meginreglunnar í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, að upplýsingar um þessi vanskil, sem nú hafa verið gerð upp, séu ekki þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt. Upplýsingar um fjárhæð vanskilaskuldarinnar og það, hvernig hún var gerð upp, eru hins vegar þess eðlis, að mati nefndarinnar, að þær eigi að fara leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt þessu ber að veita kæranda aðgang að 4. gr. í samningi landbúnaðarráðuneytisins við [A] ehf. um malartöku í landi jarðarinnar [K]. Ennfremur ber að veita honum aðgang að 2. gr. í heild í samkomulagi ráðuneytisins við [B] hf. um lok á samningi um efnisvinnslu í landi sömu jarðar, svo og hluta af 3. gr. og aukinn hluta af 5. gr. í því samkomulagi. Ljósrit af samkomulaginu fylgir því eintaki af úrskurði þessum, sem sent verður ráðuneytinu, þar sem merkt hefur verið við þá hluta sem úrskurðarnefnd telur rétt að undanþiggja aðgangi almennings skv. 5., sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Landbúnaðarráðuneytinu er skylt að veita kæranda, [...], aðgang að samningi ráðuneytisins við [A] ehf. um malartöku í landi jarðarinnar [K], dagsettum 1. október 1995, í heild sinni.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ráðuneytinu ber ennfremur að veita kæranda aðgang að samkomulagi þess við [B] hf. um lok á samningi um efnisvinnslu í landi sömu jarðar, dagsettu sama dag, að undanskildum hlutum af 3., 4. og 5. gr. samkomulagsins.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR> |
66/1998 Úrskurður frá 30. nóvember 1998 í málinu nr. A-66/1998 | Kærð var meðferð Vestmannaeyjabæjar á ýmsum erindum kæranda. Sameining mála. Kæruheimild. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Meginregla upplýsingalaga. Málshraði. Frávísun. Aðgangur veittur. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 30. nóvember 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-66/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 7. september sl., kærði [...], meðferð Vestmannaeyjabæjar á þremur beiðnum hans, dagsettum 17. ágúst 1998, um aðgang að upplýsingum, svo sem nánar verður gerð grein fyrir í kaflanum um málsatvik hér á eftir.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 25. september sl., var kæran kynnt Vestamannaeyjabæ og því beint til bæjarins að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðnanna eins fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 2. október sl. Var þess óskað að ákvarðanirnar yrðu birtar kæranda og nefndinni eigi síðar en á hádegi þann dag. Í því tilviki að synjað yrði um aðgang að þeim gögnum, er kæran laut að, var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin afrit þeirra í té sem trúnaðarmál. Auk þess var bænum gefinn kostur á að gera athugasemdir við fram komna kæru og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðunum sínum innan sama frests.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í símbréfi bæjarritara Vestmannaeyja, dagsettu 2. október sl., var úrskurðarnefnd tilkynnt að bæjartæknifræðingur hefði svarað fyrirspurnum kæranda eftir miðjan september. Af hálfu nefndarinnar var með símtali við bæjarritara 7. október sl. leitað eftir upplýsingum um hvernig beiðnir kæranda hefðu verið afgreiddar efnislega. Var þeirri fyrirspurn fylgt eftir með bréfi, dagsettu 9. október sl., þar sem skorað var á bæinn að veita nefndinni umbeðnar upplýsingar eigi síðar en 14. október sl. Með símbréfi bæjarritara, dagsettu 15. október sl., voru nefndinni látin í té svarbréf bæjarins við tveimur af þremur fyrirspurnum kæranda, dagsett 14. og 18. september sl. Í símtali við bæjarritara 30. nóvember sl. var jafnframt upplýst, að því er þriðju fyrirspurn kæranda varðar, að umbeðið skjal lægi ekki fyrir hjá bænum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi félagsmálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettu 29. september sl., var nefndinni framsent erindi sama kæranda til félagsmálaráðherra, dagsett 11. september sl., með vísun til 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í erindi þessu til félagsmálaráðherra kvartaði kærandi yfir úrlausn Vestmannaeyjabæjar á fimm beiðnum hans um aðgang að upplýsingum, dagsettum 20. ágúst sl., 2. september sl., 7. september sl. og 8. september sl. Á beiðnir þessar, sem gerð verður grein fyrir í kaflanum um málsatvik, hafði verið ritað af hálfu bæjarins að þeim hefði verið hafnað. Í ljósi þess ákvað úrskurðarnefnd að fara með erindi þetta sem kæru til nefndarinnar, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Erindi kæranda var kynnt Vestmannaeyjabæ með bréfi, dagsettu 9. október sl., og bænum gefinn kostur á að gera athugasemdir við það og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðunum sínum til 16. október sl. Í þeim tilvikum, þar sem synjað væri um aðgang að fyrirliggjandi gögnum, var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin afrit þeirra í té sem trúnaðarmál. Umsögn bæjarritara, dagsett 15. október sl., barst úrskurðarnefnd innan tilskilins frests. Henni fylgdi ljósrit af bréfi bæjarstjóra til The Free Willy-Keiko Foundation, dagsett 10. ágúst sl.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Sami kærandi kærði síðan meðferð Vestmannaeyjabæjar á þremur beiðnum hans um aðgang að upplýsingum, dagsettum 28. ágúst sl. og 15. september sl., með bréfi, dagsettu 13. október sl. Gerð verður grein fyrir efni beiðnanna í kaflanum um málsatvik hér á eftir.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með símbréfi bæjarritara, dagsettu 6. nóvember sl., var úrskurðarnefnd sent ljósrit af svari Vestmannaeyjabæjar við beiðni kæranda frá 28. ágúst sl. Með símbréfi, dagsettu 11. s.m., voru jafnframt send ljósrit af svörum bæjarskrifstofanna við beiðnum kæranda frá 15. september sl.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">4.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarnefnd hefur ákveðið að fjalla um ofangreindar kærur í einu kærumáli enda er kærandi og hið kærða stjórnvald þau sömu í öllum tilvikum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tók Sif Konráðsdóttir varamaður sæti hans við meðferð og úrskurð í máli þessu.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með beiðnum til Vestmannaeyjabæjar, dagsettum 17. ágúst sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að eftirgreindum upplýsingum: Í fyrsta lagi nöfnum og heimilisföngum umsækjenda um starf garðyrkjustjóra hjá Vestmannaeyjabæ, í öðru lagi tilboðum samkvæmt útboði í málun utanhúss og viðgerðir á Eyjahrauni 1-6 og 7-12 og Kleifarhrauni 1-3, og loks í þriðja lagi niðurstöðum könnunar á hvaða varningur væri framleiddur á svonefndum vernduðum vinnustöðum samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 4. desember 1997.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi bæjartæknifræðings Vestmannaeyjabæjar, dagsettu 18. september sl., var kæranda tilkynnt um nafn og heimilisfang umsækjanda um starf garðyrkjustjóra bæjarins. Þá var kæranda tilkynnt með bréfi byggingarfulltrúa, dagsettu 14. september sl., að engin tilboð hefðu borist í málun utanhúss á íbúðum aldraðra að Eyjahrauni og Kleifarhrauni. Ennfremur hefur bæjarritari upplýst munnlega að niðurstöður könnunar samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 4. desember 1997 liggi ekki fyrir. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með beiðni til Vestmannaeyjabæjar, dagsettri 20. ágúst sl., fór kærandi fram á að fá upplýsingar um hver væri tilsjónarmaður bæjarveitna með samningi um rekstur sorpeyðingarstöðvar bæjarins. Samkvæmt áritun á beiðnina liggja ekki fyrir gögn um málið hjá bænum. Í umsögn til úrskurðarnefndar, dagsettri 15. október sl., er þetta áréttað og jafnframt bent á að fyrirspurnin sé óljóst afmörkuð.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í beiðni til Vestmannaeyjabæjar, dagsettri 2. september sl., hefur kærandi óskað eftir reikningum frá innanhússarkitekt vegna listaskóla bæjarins. Af hans hálfu var því hafnað að veita aðgang að bókhaldsgögnum bæjarins með áritun á beiðnina. Í umsögn bæjarritara til úrskurðarnefndar, dagsettri 15. október sl., er synjunin áréttuð og jafnframt bent á að ekki sé tiltekið í fyrirspurninni "hvaða reikninga frá hverjum er verið að biðja um".</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt beiðni til Vestmannaeyjabæjar, dagsettri 7. september sl., óskaði kærandi eftir samþykkt bæjarstjórnar um að bæjarritari mætti ekki afhenda bókhaldsgögn. Á beiðnina hefur verið ritað að ekki liggi fyrir gögn um málið hjá bænum. Í umsögn bæjarritara til úrskurðarnefndar, dagsettri 15. október sl., er tekið fram að bæjarstjórn hefði ekki fjallað um þetta atriði.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í beiðni til Vestmannaeyjabæjar, dagsettri 7. september sl., hefur kærandi óskað eftir upplýsingum um hvort "kví sú í Klettsvík, sem hýsa mun hvalinn Keikó gefi bæjarsjóði aðstöðugjöld". Samkvæmt áritun á beiðnina liggja ekki fyrir gögn um þetta mál hjá bænum. Í umsögn bæjarritara til úrskurðarnefndar, dagsettri 15. október sl., kemur fram að honum hafi ekki verið kunnugt um að í vörslum bæjarins sé skjal er veiti m.a. svar við þessari fyrirspurn, þ.e. bréf bæjarstjóra til The Free Willy-Keiko Foundation, dagsett 10. ágúst sl. Bréf þetta hafi hins vegar legið fyrir á fundi bæjarráðs 12. október sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Loks óskaði kærandi eftir aðgangi að bókhaldi bæjarsjóðs að því er varðar viðhald á húsnæði bæjarins með beiðni til Vestmannaeyjabæjar, dagsettri 8. september sl. Á beiðnina hefur verið ritað að ekki sé hægt að verða við erindinu. Í umsögn bæjarritara til úrskurðarnefndar, dagsettri 15. október sl., segir að beiðni kæranda sé óljós og jafnframt er dregið í efa að lög heimili aðgang að bókhaldi bæjarins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með beiðnum til Vestmannaeyjabæjar, dagsettum 28. ágúst sl. og 15. september sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að upplýsingum um nöfn og heimilisföng umsækjenda um í fyrsta lagi hlutastarf á skóladagheimilinu við Brekastíg, í öðru lagi starf í sundlaug bæjarins við baðvörslu karla og loks í þriðja lagi starf í íþróttahúsi bæjarins við eftirlit með búningsklefum, hreingerningar o.fl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt áritunum á framangreindar beiðnir hafa kæranda verið látin í té nöfn og heimilisföng umsækjenda um framangreind störf. Samkvæmt símbréfi bæjarritara Vestmannaeyjabæjar til úrskurðarnefndar, dagsettu 11. nóvember sl., voru kæranda látnar þær upplýsingar í té um miðjan októbermánuð.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">4.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hefur upplýst að kærandi hafi sent bænum yfir tvö hundruð beiðnir um aðgang að margvíslegum gögnum og upplýsingum það sem af er þessu ári. Þar eð starfsmenn bæjarins séu fáir hafi ekki tekist að svara öllum þessum beiðnum innan þess frests sem tiltekinn er í upplýsingalögum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunum annars vegar og hinum kærðu ákvörðunum hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í upphafi 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir svo: "Heimilt er að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögum þessum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn." Fram kemur í kaflanum um málsatvik hér að framan að Vestmannaeyjabær hefur veitt kæranda þær upplýsingar, sem hann hefur óskað eftir með beiðnum sínum, dagsettum 17. ágúst sl., 28. ágúst sl. og 15. september sl. Af þeim sökum verður kærum hans á hendur bænum, dagsettum 7. september sl. og 13. október sl., vísað frá nefndinni, sbr. þætti 1 og 3 að framan.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Skýra verður þetta ákvæði svo að stjórnvöldum sé ekki skylt, á grundvelli upplýsingalaga, að taka sérstaklega saman upplýsingar, sem óskað er eftir, heldur beri þeim einungis að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Af hálfu Vestmannaeyjabæjar hefur því verið lýst yfir að ekki liggi fyrir gögn um það hjá bænum hver sé tilsjónarmaður bæjarveitna með samningi um rekstur sorpeyðingarstöðvar bæjarins. Engin samþykkt hafi heldur verið gerð um það í bæjarstjórn að bæjarritari megi ekki afhenda bókhaldsgögn. Ber því að staðfesta þær ákvarðanir bæjarins að synja beiðnum kæranda þessa efnis, dagsettum 20. ágúst sl. og 7. september sl.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verður að miða beiðni sína við tiltekin gögn, með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Í beiðni kæranda, dagsettri 2. september sl., óskar hann eftir aðgangi að reikningum frá innanhússarkitekt vegna listaskóla Vestmannaeyjabæjar án þess að tilgreina nánar hver sá arkitekt sé. Í ljósi þess, sem fram kemur í umsögn bæjarritara til úrskurðarnefndar, dagsettri 15. október sl., verður að telja beiðnina svo óljóst orðaða að hún fullnægi ekki þeim kröfum sem að framan eru greindar. Af þeirri ástæðu var bænum því heimilt að synja henni.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman"> </FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">4.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Það er álit úrskurðarnefndar að síðastnefnd lög taki til aðgangs að þeim gögnum, sem kærandi hefur óskað eftir í beiðni sinni til Vestmannaeyjabæjar, dagsettri 8. september sl., þ.e. bókhaldsgögnum að því er varðar viðhald á húsnæði bæjarins. Þar af leiðandi gilda upplýsingalög ekki um aðgang að umræddum gögnum og verður synjun um aðgang að þeim ekki kærð til úrskurðarnefndar, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því að vísa þessu kæruatriði frá nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">5.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir að stjórnvöldum sé skylt, ef þess er óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í 5. gr. þeirra segir orðrétt: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Ákvæði þetta felur í sér undantekningu frá fyrrgreindri meginreglu upplýsingalaga og ber því að skýra það þröngt.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Að baki meginreglu upplýsingalaga í 1. mgr. 3. gr. þeirra býr það sjónarmið að almenningur skuli eiga þess kost að fylgjast með því, sem stjórnvöld hafast að, þ. á m. hvernig þau nýti eignir sínar og tekjustofna. Þótt beiðni kæranda til Vestmannaeyjabæjar, dagsett 7. september sl., þar sem hann óskar eftir upplýsingum um hvort "kví sú í Klettsvík, sem hýsa mun hvalinn Keikó gefi bæjarsjóði aðstöðugjöld", sé vissulega óljóst orðuð lítur úrskurðarnefnd svo á að verið sé að leita eftir upplýsingum um hvort bæjaryfirvöld hyggist innheimta einhver gjöld af umræddri kví. Af hálfu bæjarins er upplýst að upplýsingar um það efni komi fram í bréfi bæjarstjóra til The Free Willy-Keiko Foundation, dagsettu 10. ágúst sl., nánar tiltekið í 10. tölulið þess á bls. 2.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með skírskotun til þess, sem að framan segir, er Vestmannaeyjabæ skylt að veita kæranda aðgang að þessum hluta bréfsins enda verður ekki séð að neitt af þeim undantekningarákvæðum, sem er að finna í 4.-6. gr. upplýsingalaga, standi í vegi fyrir því. </FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">6.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga er mælt svo fyrir að stjórnvald skuli taka ákvörðun um hvort það verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Ennfremur segir þar: "Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta."</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Af atvikum þessa máls er ljóst að Vestmannaeyjabær fór ekki eftir fyrirmælum þessum við afgreiðslu á beiðnum kæranda. Með skírskotun til þess, hve margar beiðnir hann hefur sent bænum að undanförnu og hve starfsmenn bæjarins eru fáir, er ekki gerð athugasemd við það þótt dregist hafi að svara beiðnunum umfram þau mörk sem kveðið er á um í lögum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Kærum [...] á hendur Vestmannaeyjabæ vegna synjunar á beiðnum hans, dagsettum 17. ágúst sl., 28. ágúst sl., 8. september sl. og 15. september sl., er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Vestmannaeyjabæ ber að veita kæranda aðgang að hluta af bréfi bæjarstjóra til The Free Willy-Keiko Foundation, dagsettu 10. ágúst sl., eins og fram kemur hér að framan. Að öðru leyti eru staðfestar þær ákvarðanir bæjarins að synja honum um umbeðin gögn samkvæmt beiðnum hans, dagsettum 20. ágúst sl., 2. september sl. og 7. september sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR> |
64/1998 Úrskurður frá 30. nóvember 1998 í málinu nr. A-64/1998 | Kærð var synjun ríkistollstjóra um að veita aðgang að gögnum um innflutning og tollmeðferð háhyrningsins Keikós. Beiðni um aðgang ekki beint að réttu stjórnvaldi. Valdbærni. Kæruheimild. Frávísun. | <p>Hinn 30. nóvember 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-64/1998:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 29. október sl., kærði [...], synjun ríkistollstjóra, dagsetta sama dag, um að veita honum aðgang að gögnum um innflutning og tollmeðferð háhyrningsins Keikós.<br /> Með bréfi, dagsettu 2. nóvember sl., var kæran kynnt ríkistollstjóra og honum veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 10. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, er kæran laut að, innan sama frests. Umsögn ríkistollstjóra, dagsett 9. nóvember sl., barst 10. nóvember sl. ásamt ljósritum af bréfi yfirdýralæknis til tollgæslunnar í Vestmannaeyjum, dagsettu 31. ágúst sl., og bréfi fjármálaráðuneytisins til Lögmannsstofu [A] hrl. ehf., dagsettu 8. september sl.<br /> <br /> Í umsögn ríkistollstjóra kom fram að úrskurðarnefnd hefðu ekki verið látin í té afrit af eiginlegum tollskjölum málsins. Með bréfi nefndarinnar, dagsettu 11. nóvember sl., var frestur ríkistollstjóra til að afhenda öll gögn málsins framlengdur af þessu tilefni til hádegis hinn 16. nóvember sl. Bréfi ríkistollstjóra til nefndarinnar, dagsettu þann dag, fylgdi ljósrit af aðflutningsskýrslu þeirri, sem lögð hafði verið fram við tollafgreiðslu háhyrningsins, svo og af umsögn umboðsmanns innflytjanda hans, dagsettri 15. nóvember sl.<br /> <br /> Síðar hefur úrskurðarnefnd borist ljósrit af beiðni ríkistollstjóra til fjármálaráðuneytisins, dagsettri 23. nóvember sl., um álit þess á því hvort veita beri aðgang að fyrrgreindu bréfi yfirdýralæknis og bréfi ráðuneytisins til lögmannsstofunnar. Ennfremur hefur borist ljósrit af svarbréfi ráðuneytisins til ríkistollstjóra, dagsettu 24. nóvember sl., þar sem fram kemur að það telji að beiðni um aðgang að bréfi þess til lögmannsstofunnar beri að framsenda því á grundvelli 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Hinn 25. nóvember sl. bárust ljósrit af bréfum ríkistollstjóra til ráðuneytisins annars vegar og embættis yfirdýralæknis hins vegar, dagsettum sama dag, þar sem beiðni kæranda um aðgang að umræddum tveimur skjölum var framsend þessum stofnunum.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi til ríkistollstjóra, dagsettu 23. október sl., fór kærandi fram á að fá aðgang að skjölum og gögnum í vörslum ríkistollstjóra um innflutning og tollmeðferð háhyrningsins Keikós. Með bréfi ríkistollstjóra, dagsettu 29. október sl., var beiðni þessari synjað með vísun til 5. gr. upplýsingalaga með þeim rökum að gögn málsins varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni lögaðila sem óheimilt sé að veita aðgang að án samþykkis hlutaðeigandi. Í svarbréfinu kemur jafnframt fram að 5. gr. upplýsingalaga sé í þessu tilliti skýrð með hliðsjón af 141. gr. tollalaga nr. 55/1987 sem veitir upplýsingum um verslunarhagi einstakra manna og fyrirtækja víðtæka vernd.<br /> <br /> Í umsögn ríkistollstjóra til úrskurðarnefndar, dagsettri 9. nóvember sl., er áréttað að niðurstaða hans byggist á 5. gr. upplýsingalaga og 141. gr. tollalaga. Samkvæmt þessum ákvæðum sé almennt óheimilt að veita aðgang að tollskjölum, sem varða tollmeðferð tiltekinnar sendingar, nema fyrir liggi samþykki hlutaðeigandi innflytjanda. Í fyrrgreindu bréfi fjármálaráðuneytisins til [A] hrl., sem fylgdi umsögninni, kemur m.a. fram að ráðuneytið hafi ákveðið, í kjölfar erindis frá lögmannsstofunni, f.h. The Free Willy Foundation, að heimila innflutning á háhyrningnum Keikó án greiðslu aðflutningsgjalda, þ.m.t. virðisaukaskatts, gegn því að innflytjandi leggi fram skuldaviðurkenningu. Í bréfinu segir síðan orðrétt: "Heimildin er bundin því skilyrði að innflytjandi takist á hendur ábyrgð á greiðslu á aðflutningsgjöldum og virðisaukaskatti á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu." Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var sú afgreiðsla byggð á stjórnsýsluvenju.<br /> <br /> Bréfi ríkistollstjóra til nefndarinnar, dagsettu 16. nóvember sl., fylgdi sem fyrr segir umsögn umboðsmanns Frelsum Willy Keiko stofnunarinnar, dagsett 15. nóvember sl., um beiðni kæranda. Í umsögn þessari er því mótmælt að veittur verði aðgangur að gögnum vegna innflutnings háhyrningsins á þeim grundvelli að gögnin varði í öllum tilvikum fjárhagsleg atriði, tengd rekstri stofnunarinnar. Málið lúti m.ö.o. að álagningu skatta á stofnunina og vísi til fjárhagslegra stærða, tengdum rekstri hennar.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Í 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga er að finna svofellt ákvæði: "Þegar farið er fram á aðgang að gögnum um mál þar sem taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem hefur gögnin í sínum vörslum." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er þetta ákvæði m.a. skýrt svo: "Þó að skjal megi "finna í vörslum fleiri en eins stjórnvalds er einungis það stjórnvald, sem taka mun eða tekið hefur ákvörðun í málinu, bært til þess að taka ákvörðun um aðgang að gögnum þess."<br /> <br /> Í máli þessu liggur fyrir að samkvæmt beiðni innflytjanda ákvað fjármálaráðuneytið með bréfi sínu, dagsettu 8. september sl., að heimila innflutning á háhyrningnum Keikó án þess að greidd væru aðflutningsgjöld gegn því að innflytjandinn legði fram skuldaviðurkenningu og tækist á hendur ábyrgð á aðflutningsgjöldum á meðan málið væri til skoðunar í ráðuneytinu. Með vísun til þessara ummæla, svo og til þess að skv. 30. gr. tollalaga er fjármálaráðherra æðsti yfirmaður tollamála hér á landi, verður að líta svo á að stjórnsýslumál það, sem beiðni kæranda lýtur að, sé nú til meðferðar í ráðuneytinu. Samkvæmt 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga átti kærandi því að beina beiðni um aðgang að gögnum í málinu til ráðuneytisins, en ekki til ríkistollstjóra. Bar þeim síðastnefnda að framsenda beiðnina, sem er skrifleg, til ráðuneytisins svo fljótt sem unnt var skv. 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga. Um einn mánuður leið frá því að beiðnin barst ríkistollstjóra og þar til hún var framsend ráðuneytinu. Verður að átelja þann drátt sem á því varð.<br /> <br /> Aðflutningsskýrslan, sem upphaflega virðist hafa verið afhent tollstjóranum í Vestmannaeyjum í samræmi við fyrirmæli í 9. mgr. 14. gr. tollalaga og nú er í vörslum ríkistollstjóra, telst ótvírætt vera meðal málsskjala í stjórnsýslumáli því sem til meðferðar er í fjármálaráðuneytinu samkvæmt framansögðu. Sömu sögu er að segja um umsögn yfirdýralæknis til tollgæslunnar í Vestmannaeyjum. Ekkert tilefni er til þess að skilja þessi tvö skjöl frá öðrum gögnum málsins og ber ráðuneytinu þar af leiðandi að taka afstöðu til þess, í samræmi við 1. mgr. 11. gr., sbr. 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, hvort það verði við beiðni kæranda um aðgang að þessum skjölum eins og öðrum málsgögnum.<br /> <br /> Með skírskotun til þess, sem að framan segir, hefur beiðni kæranda ekki verið synjað af þar til bæru stjórnvaldi. Skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga ber því að vísa kæru hans frá úrskurðarnefnd.</p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Kæru [...] á hendur ríkistollstjóra er vísað frá úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
65/1998 Úrskurður frá 25. nóvember 1998 í málinu nr. A-65/1998 | Kærð var synjun Siglingastofnunar Íslands um að veita aðgang að gögnum um breytingar á skráðu afli aðalvéla í ótilgreindum fjölda skipa. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Kæruheimild. Kæruleið. Valdþurrð. Kærufrestur. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Synjun staðfest. | <p>Hinn 25. nóvember 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-65/1998:<br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 10. nóvember sl., kærði [...]félag Íslands synjun Siglingastofnunar Íslands, dagsetta 28. ágúst sl., um að veita félaginu aðgang að gögnum sem varða breytingar á skráðu afli aðalvéla í ótilgreindum fjölda skipa.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 12. nóvember sl., var kæran kynnt Siglingastofnun og stofnuninni veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 20. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögn stofnunarinnar kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar, þ. á m. hvort þeim hefði verið safnað saman í eitt eða fleiri skjöl eða sambærileg gögn. Ef svo væri var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra skjala eða gagna innan sama frests. Umsögn Siglingastofnunar, dagsett 19. nóvember sl., barst innan tilskilins frests.<br /> <br /> Í forföllum Valtýs Sigurðssonar tók Steinunn Guðbjartsdóttir, varamaður, sæti hans í nefndinni við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að kærandi bar fram svofelldar fyrirspurnir í bréfi til Siglingastofnunar Íslands, dagsettu 13. júlí sl.:<br /> <br /> "1. Í hvaða skipum og hvenær (dagsetning og ártal) hefur afli aðalvéla verið breytt á grundvelli reglugerðar nr. 143 frá 1984? Hvert var aflið mælt í kw fyrir og eftir breytingu?<br /> 2. Þar sem það liggur fyrir að nokkrum útgerðarmönnum hefur verið synjað um breytingu á skráðu afli aðalvéla skipa sinna óskast upplýst, hvaða skip er um að ræða, með hvernig aðalvélum, hvenær synjað og á hvaða forsendum?"<br /> <br /> Siglingastofnun svaraði framangreindum fyrirspurnum með bréfi, dagsettu 15. júlí sl., og tiltók nokkur dæmi um niðurfærslu á afli aðalvéla og eitt dæmi um að synjað hefði verið um breytingar á afli aðalvélar í tilteknu skipi. Kærandi ítrekaði fyrirspurnir sínar með bréfi, dagsettu 20. júlí sl., að viðbættri fyrirspurn um af hvaða ástæðum viðkomandi útgerðir hefðu leitað eftir niðurfærslu á afli vélanna.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 28. ágúst sl., synjaði Siglingastofnun kæranda um frekari svör við fyrirspurnum hans. Í bréfi þessu var kæranda bent á að kæra mætti ákvörðun stofnunarinnar til samgönguráðuneytisins innan 14 daga. Synjun Siglingastofnunar var kærð með bréfi til ráðuneytisins, dagsettu 7. september sl., og kvað það upp úrskurð í málinu 8. október sl. Í úrskurði þessum var synjun stofnunarinnar staðfest. Með bréfi til kæranda, dagsettu 12. október sl., birti ráðuneytið honum úrskurð sinn og benti jafnframt á kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál á grundvelli 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Í umsögn Siglingastofnunar til úrskurðarnefndar, dagsettri 19. nóvember sl., segir að stofnunin telji fyrirspurnir kæranda allt of almennt orðaðar til að skylt sé að svara þeim á grundvelli réttarreglna um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Þar kemur og fram að umbeðnar upplýsingar sé að finna í skjalasafni stofnunarinnar og til þess að afla þeirra þurfi að skoða skjöl og skráningarskýrslur hvers skips fyrir sig, allt að 14 ár aftur í tímann. Um sé að ræða verulegan fjölda skipa og mörg skjöl er varði hvert og eitt þeirra. Þá séu þau atriði, sem um er spurt, ekki að finna í einu skjali eða sambærilegu gagni.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <div align="center"> <strong>1.</strong> </div> <p>Eins og lýst er í kaflanum um málsatvik hér að framan hefur kærandi óskað eftir því að fá aðgang að gögnum hjá Siglingastofnun Íslands er hafa að geyma upplýsingar um breytingar á skráðu afli aðalvéla í ótilgreindum fjölda skipa samkvæmt reglugerð nr. 143/1984 um skráningu á afli aðalvéla íslenskra skipa. Með beiðninni er kærandi í raun og veru að fara fram á aðgang að gögnum í mörgum stjórnsýslumálum þar sem líta verður svo á að umsókn um breytingu á afli aðalvélar í hverju skipi fyrir sig og afgreiðsla á henni sé sérstakt mál, jafnt í skilningi stjórnsýslulaga sem upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Ljóst er að leysa ber úr beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga, en ekki stjórnsýslulaga, vegna þess að hann getur með engu móti talist vera aðili máls eins og það hugtak er skilgreint í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til stjórnsýslulaga. Í 14. gr. upplýsingalaga segir m.a. orðrétt: "Heimilt er að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögum þessum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn." - Nefndin er sjálfstæð í störfum sínum og verður úrskurðum hennar samkvæmt lögum þessum ekki skotið til annarra stjórnvalda."<br /> <br /> Samkvæmt þessu lagaákvæði verður sú ákvörðun lægra setts stjórnvalds að synja um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga ekki kærð til annars stjórnvalds en úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þrátt fyrir það benti Siglingastofnun kæranda á að unnt væri að kæra synjun stofnunarinnar á beiðni hans til samgönguráðuneytisins. Ráðuneytið lagði síðan úrskurð á kæru hans og er niðurstaða þess úrskurðar byggð á ákvæðum upplýsingalaga. Þannig veitti Siglingastofnun kæranda rangar leiðbeiningar um kæruheimild og jafnframt fór ráðuneytið út fyrir valdsvið sitt þegar það kvað upp fyrrgreindan úrskurð. Þótt hin kærða synjun hafi ekki verið borin undir úrskurðarnefnd fyrr en að liðnum kærufresti skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga á kærandi samkvæmt framansögðu enga sök á því. Verður kæru hans því ekki vísað frá nefndinni, sbr. 1. tölul. 28. gr. stjórnsýslulaga.<br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Skýra verður þetta ákvæði svo að stjórnvöldum sé ekki skylt, á grundvelli upplýsingalaga, að taka sérstaklega saman upplýsingar, sem óskað er eftir, heldur beri þeim einungis að veita aðgang að fyrirliggjandi skjölum eða öðrum gögnum sem varða tiltekið mál.<br /> <br /> Ennfremur verður sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, að miða beiðni sína við tiltekin gögn, með því að tilgreina gögnin eða það mál, sem hann vill kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd hefur í fyrri úrskurðum sínum skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.<br /> Kærandi hefur sem fyrr segir óskað eftir því við Siglingastofnun að fá aðgang að miklum fjölda skjala úr fjölmörgum stjórnsýslumálum. Samkvæmt framansögðu ber þegar af þeirri ástæðu að staðfesta hina kærðu synjun stofnunarinnar.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Staðfest er sú ákvörðun Siglingastofnunar Íslands að synja kæranda, [...]félagi Íslands, um aðgang að gögnum sem varða breytingar á skráðu afli aðalvéla í ótilgreindum fjölda skipa.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Steinunn Guðbjartsdóttir<br /> </p> |
63/1998 Úrskurður frá 19. nóvember 1998 í málinu nr. A-63/1998 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að álagningarskrá sem hafði að geyma yfirlit um leigu á ríkisjörðum. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Tilgreining máls. Meginregla upplýsingalaga. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur að hluta. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 19. nóvember 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-63/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 30. október sl., kærði [...], synjun skrifstofustjóra landbúnaðarráðuneytisins, sem veitt hafði verið munnlega sama dag, um að veita honum aðgang að svonefndri álagningarskrá. Skráin hefur að geyma yfirlit um leigu á þeim ríkisjörðum sem ráðuneytið hefur umsjón með.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 5. nóvember sl., var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og rökstyðja synjun sína með skriflegum hætti til kl. 16.00 hinn 12. nóvember. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, er kæran laut að, innan sama frests. Umsögn landbúnaðarráðuneytisins barst 10. nóvember sl. ásamt ljósritum af gildandi álagningarskrá vegna leigu á ríkisjörðum, en hún er í tveimur hlutum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik málsins eru þau að með símtali við skrifstofustjóra landbúnaðarráðuneytisins 29. október sl. fór kærandi fram á að fá afrit af svonefndri álagningarskrá ráðuneytisins sem hefði að geyma yfirlit um leigu á ríkisjörðum, í umsjón ráðuneytisins. Samkvæmt kæru mun beiðninni hafa verið svarað með símtali frá skrifstofustjóranum næsta dag og henni synjað á þeim grundvelli að skráin hefði að geyma upplýsingar um einkahagi ábúenda jarðanna.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn landbúnaðarráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 10. nóvember sl., er staðfest að beiðni kæranda hafi verið hafnað á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 þar sem umbeðnar upplýsingar varði fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Nánar tiltekið líti ráðuneytið svo á að það komi fram sem hver annar einkaaðili þegar um leigu á ríkisjörð sé að ræða, þ.e. sem landsdrottinn í skilningi ábúðarlaga nr. 64/1976, og því séu upplýsingar um leigugreiðslur og leiguskilmála þess eðlis að sanngjarnt sé og eðilegt að þær fari leynt. Í umsögninni kemur og fram að ráðuneytið hafi ekki talið unnt að veita aðgang að hluta skrárinnar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 12. nóvember sl., leitaði úrskurðarnefnd eftir tilteknum upplýsingum til viðbótar þeim er fram höfðu komið í umsögninni. Svör ráðuneytisins bárust í bréfi, dagsettu 13. nóvember sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fyrsta lagi óskaði nefndin eftir upplýsingum um hvernig leigugjald það, sem fram kæmi í svonefndri álagningarskrá, væri ákvarðað, þ. á m. hvort það væri byggt á ákveðinni viðmiðun við fasteignamat eða annan sambærilegan gjaldstofn. Í svari ráðuneytisins kemur fram að í flestum tilvikum sé árleg leiga miðuð við 3 af hundraði af fasteignamati fasteignar auk 3 af hundraði af mismun á fasteignamati og kaupverði mannvirkja, ef um slíkt sé að ræða.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í öðru lagi spurðist nefndin fyrir um hvort leigugjald byggðist í öllum tilvikum á ákvæðum í ábúðarsamningum. Í svari ráðuneytisins segir að svo sé ekki. Í 25 af hundraði tilvika sé leiga samkvæmt álagningu ársins 1998 lægri en leiga ætti að vera samkvæmt ákvæðum leigusamnings/byggingarbréfs. Þannig sé lægri leiga innheimt hjá þessum 25 af hundraði ábúenda en samið hefði verið um í leigusamningi.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í þriðja lagi óskaði nefndin upplýsinga um hvort gjaldið fæli aðeins í sér leigu á landi eða hvort það næði einnig til leigu á mannvirkjum í eigu ríkisins sem kynnu að hafa verið reist á ríkisjörðum. Svar ráðuneytisins er að leigugjald sé greitt vegna leigu á landi og hlunnindum, svo og vegna leigu á mannvirkjum o.þ.h. í eigu ríkisins.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjórða lagi spurðist nefndin fyrir um hvort mögulegt væri að nema á brott úr umræddri skrá tiltekin atriði með vélrænum hætti áður en skráin væri prentuð. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þetta sé ekki mögulegt í starfsstöð ráðuneytisins, þar eð Skýrsluvélar ríkisins hf. sjái um allar breytingar á skránni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Kærandi hefur óskað eftir aðgangi að svonefndri álagningarskrá landbúnaðarráðuneytisins sem hefur að geyma yfirlit yfir jarðir og lóðir í eigu ríkisins í umsjón ráðuneytisins. Á skránni, sem er í tveimur hlutum, er að finna upplýsingar um heiti jarðar eða lóðar, árlegt leigugjald, eftirstöðvar af eldri leigugjöldum og loks nafn og heimilisfang leigutaka. Þótt skráin sé vistuð í tölvu telst hún ótvírætt vera "gagn" í skilningi upplýsingalaga, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. þeirra. Jafnframt hefur kærandi tilgreint með skýrum hætti hvaða gögn það eru, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. laganna.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í almennum athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga á sínum tíma, segir orðrétt: "Í nútíma lýðræðisþjóðfélagi er það talið sjálfsagt að almenningur eigi þess kost að fylgjast með því sem stjórnvöld hafast að, ýmist beint eða fyrir milligöngu fjölmiðla. Liður í því er að hver og einn geti fengið aðgang að upplýsingum um mál sem til meðferðar eru hjá stjórnvöldum, jafnvel þótt það snerti ekki hann sjálfan. Þetta er meginmarkmiðið með frumvarpi þessu". Í samræmi við þetta markmið segir orðrétt í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 5. gr. upplýsingalaga er að finna svofellt ákvæði: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Ákvæði þetta felur í sér undantekningu frá fyrrgreindri meginreglu upplýsingalaga og ber því að skýra það þröngt.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu í svari þess, dagsettu 13. nóvember sl., er árlegt leigugjald fyrir afnot af jörðum og lóðum, svo og fyrir afnot af hlunnindum og mannvirkjum sem þeim fylgja, yfirleitt miðað við tiltekinn hundraðshluta af fasteignamati. Samkvæmt lögum nr. 94/1976 um skráningu og mat fasteigna er fasteignamat opinbert mat, sem almenningur á aðgang að, sbr. 14. gr. laganna. Þá kemur fram í svari ráðuneytisins að leigugjald, sem innheimt er, sé ekki í öllum tilvikum byggt á ákvæðum í gildandi leigusamningi eða byggingarbréfi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Að baki meginreglu upplýsingalaga í 1. mgr. 3. gr. þeirra býr, eins og að framan greinir, það sjónarmið að almenningur skuli eiga þess kost að fylgjast með því, sem stjórnvöld hafast að, þ. á m. hvernig þau fara með og nýta eignir hins opinbera. Þótt ríkið komi vissulega fram sem leigusali eða landsdrottinn gagnvart leigutökum að lóðum og jörðum í eigu þess, á sama hátt og einkaaðilar, er það því eitt og sér ekki nægilegt til þess að undantekningarákvæðið í 5. gr. upplýsingalaga eigi við. Í ákvæðinu er gengið út frá því að það sé metið í hverju tilviki hvort upplýsingar, sem óskað er eftir aðgangi að, séu þess eðlis að rétt sé að undanþiggja þær aðgangi almennings. "Við það mat verður að taka mið af því hvort upplýsingarnar séu, samkvæmt almennum sjónarmiðum, svo viðkvæmar að þær eigi ekkert erindi við allan þorra manna", svo að vitnað sé til athugasemda við 5. gr. er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þegar allt það er virt, sem að framan segir, er það álit úrskurðarnefndar að upplýsingar um árlegt leigugjald fyrir afnot af ríkiseignum séu ekki þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt með tilliti til hagsmuna leigutaka. Upplýsingar um það hvort leigutakar séu í vanskilum með greiðslu á leigu og um fjárhæðir slíkra vanskilaskulda eru hins vegar þess eðlis, að mati nefndarinnar, að þær eigi að fara leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt þessu ber að veita kæranda aðgang að umræddri álagningarskrá, að undanskildum upplýsingum um vanskil einstakra leigutaka á leigugreiðslum, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Er því skylt að afmá þær upplýsingar úr skránni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Landbúnaðarráðuneytinu er skylt að veita kæranda, [...], aðgang að svonefndri álagningarskrá, sem hefur að geyma yfirlit um leigugjöld vegna afnota af jörðum og lóðum í eigu ríkisins, í umsjón ráðuneytisins, að undanskildum upplýsingum um vanskil einstakra leigutaka á leigugreiðslum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
62/1998 Úrskurður frá 12. nóvember 1998 í málinu nr. A-62/1998 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að bréfaskriftum ráðuneytisins til bandarískra yfirvalda vegna útboðs á sjóflutningum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Tilgreining máls. Mikilvægir almannahagsmunir vegna öryggis- eða varnarmála. Mikilvægir almannahagsmunir vegna samskipta við önnur ríki. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 12. nóvember 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-62/1998:</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 27. október sl., kærði [...] synjun utanríkisráðuneytisins, dagsetta 26. október sl., um að veita honum aðgang að bréfaskriftum ráðuneytisins til bandarískra yfirvalda vegna nýlegs útboðs á sjóflutningum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 28. október sl., var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 5. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum, er kæran laut að, innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins barst innan tilskilins frests og daginn eftir, 6. nóvember sl., bárust eftirtalin gögn:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">1. Orðsending ráðuneytisins til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, dagsett 8. júlí 1998.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">2. Erindi ráðuneytisins til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, dagsett 28. september 1998.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að í erindi til utanríkisráðuneytisins, dagsettu 23. október sl., fór kærandi fram á að fá afrit af bréfaskriftum frá ráðuneytinu/varnarmáladeild til Joint Traffic Management Office í Bandaríkjunum, er varða tiltölulega nýafstaðið útboð á svokölluðum varnarliðsflutningum, einkum þó og sér í lagi bréf frá ráðuneytinu varðandi fyrirtæki það sem samið var við um flutningana, [A] ehf.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi utanríkisráðuneytisins, dagsettu 26. október sl., var beiðni kæranda synjað. Í svari ráðuneytisins kemur fram að það hafi engin bréfaskipti átt við Joint Traffic Management Office vegna útboða á sjóflutningum þar eð öll samskipti þess við bandarísk stjórnvöld vegna samnings um slíka flutninga fyrir varnarliðið séu við bandaríska utanríkisráðuneytið. Hins vegar tiltekur ráðuneytið að í tengslum við framangreint útboð hafi komið upp skoðanamunur milli stjórnvalda á Íslandi og í Bandaríkjunum við túlkun samningsins. Unnið sé að því að komast að niðurstöðu um þennan skoðanamun, en á þessu stigi leggi báðir aðilar áherslu á að gagnkvæmt trúnaðartraust ríki milli þeirra, enda sé það grundvöllur þess að þjóðirnar geti átt góð samskipti sín á milli. Verulegar líkur verði að telja á því að það gæti spillt fyrir viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda á þessum vettvangi ef ráðuneytið léti umbeðin gögn af hendi. Á þessum grundvelli og með vísun til 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. einnig 1. tölul. sömu greinar, var beiðni kæranda synjað.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn utanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 4. nóvember sl., er áréttað að viðræður við bandarísk stjórnvöld um túlkun samnings frá 24. september 1986 um sjóflutninga fyrir varnarliðið standi enn yfir. Af þeim sökum sé enn hætta á að tjón hljótist af því að veita aðgang að þeim upplýsingum er kærandi leitar eftir. Með vísun til þess sé synjun ráðuneytisins byggð á 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Jafnframt er bent á að sjóflutningar fyrir varnarliðið séu þáttur í framkvæmd varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna, sbr. lög nr. 110/1951, og sé af þeim sökum ástæða til að takmarka aðgang að upplýsingum og skjölum, er hann varða, með vísun til 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt því, sem fram kemur hjá kæranda í kæru hans til úrskurðarnefndar verður að líta svo á, með vísun til 1. mgr. 3. gr., sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, að hann óski eftir aðgangi að þeim tveimur skjölum sem utanríkisráðuneytið hefur látið nefndinni í té og tilgreind eru í kaflanum um kæruefni hér að framan.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Samkvæmt. 1. tölul. 6. gr. laganna er heimilt "að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um "öryggi ríkisins eða varnarmál". Með sama skilorði er skv. 2. tölul. sömu greinar heimilt að takmarka aðgang að gögnum með upplýsingum um "samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir m.a. um 1. tölul. 6. gr. að með því ákvæði sé "eingöngu vísað til hinna veigamestu hagsmuna sem tengjast því hlutverki ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við". Þá segir ennfremur í athugasemdunum: "Það er skilyrði fyrir því að takmarka megi aðgang að gögnum, með vísan til þessa ákvæðis, að sýnt sé fram á hættu gagnvart íslenskum hagsmunum." Þótt sjóflutningar fyrir varnarliðið séu óneitanlega þáttur í framkvæmd varnarsamningsins milli Íslands og Bandaríkjanna, sbr. lög nr. 110/1951, er það álit úrskurðarnefndar, eftir að hafa kynnt sér efni þeirra skjala sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, að ekki hafi verið sýnt fram á það af hálfu utanríkisráðuneytisins að íslenskum varnarhagsmunum yrði stefnt í voða þótt almenningur fengi aðgang að þeim. Af þeim sökum telur nefndin að synjun ráðuneytisins verði ekki byggð á 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Af athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga verður ráðið að eitt af markmiðum ákvæðisins í 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga hafi, eins og þar segir, "verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki". Í athugasemdunum kemur einnig fram að með tilliti til skilyrðisins um mikilvæga almannahagsmuni í upphafsákvæði 6. gr. verði "beiðni um upplýsingar um samskipti við erlend ríki "ekki synjað, nema hætta sé á tjóni af þessum sökum. Í ljósi þess að hér er oft um mjög veigamikla hagsmuni að ræða kann varfærni þó að vera eðlileg við skýringu á ákvæðinu".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í svari utanríkisráðuneytisins til kæranda við beiðni hans, sem vitnað er til í kaflanum um málsatvik hér að framan, kemur m.a. fram að í tengslum við útboð á sjóflutningum fyrir varnarliðið hafi komið upp ágreiningur milli stjórnvalda á Íslandi og í Bandaríkjunum við túlkun á samningi milli ríkjanna tveggja um þá flutninga. Á meðan unnið sé að því að leysa þennan ágreining leggi báðir aðilar áherslu á að gagnkvæmt trúnaðartraust ríki milli þeirra enda sé það grundvöllur þess að ríkin tvö geti átt góð samskipti sín á milli. Verulegar líkur verði að telja á því að það gæti spillt fyrir viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um ágreiningsmál þetta ef ráðuneytið léti hin umbeðnu gögn af hendi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með skírskotun til þessa er það álit úrskurðarnefndar, að teknu tilliti til fyrrgreindra ummæla í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga, að utanríkisráðuneytinu hafi, á grundvelli 2. tölul. 6. gr. laganna, verið heimilt, að svo stöddu, að synja kæranda um aðgang að umræddum skjölum. Ber því að staðfesta synjun ráðuneytisins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman"> Staðfest er sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kæranda, [...], um aðgang að tveimur skjölum vegna nýlegs útboðs á sjóflutningum fyrir varnarliðið.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
61/1998 Úrskurður frá 18. október 1998 í málinu nr. A-61/1998 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að skýrslu ríkisendurskoðunar um tiltekið hlutafélag og önnur gögn er hana vörðuðu. Gildissvið upplýsingalaga. Mikilvægir fjárhagshagsmunir fyrirtækja. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 19. október 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-61/1998:</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 1. október sl., kærði [...], til heimilis að [...], synjun landbúnaðarráðuneytisins, dagsetta 10. september sl., um að veita honum aðgang að skýrslu ríkisendurskoðunar um [B] hf. og önnur gögn, er hana varða.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 7. október sl., var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til 14. október sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrði látið té sem trúnaðarmál afrit skýrslunnar og önnur gögn, er kæran laut að, innan sama frests. Umsögn ráðuneytisins barst innan tilskilins frests ásamt eftirtöldum gögnum:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">1. Skýrslu fyrirtækjaþjónustu Íslandsbanka hf., dagsettri 3. júlí 1998, um hlutafjáraukningu og sölu ríkissjóðs á hlutabréfum í [B] hf.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">2. Skýrslu ríkisendurskoðunar um félagið, dagsettri 14. ágúst 1998, í tilefni af hlutafjáraukningu og sölu hlutabréfa ríkissjóðs í því.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">3. Áliti [A], dagsettu 28. ágúst 1998.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">4. Minnisblaði frá starfsmönnum landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 30. ágúst 1998, til ráðherra, ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanns ráðherra um skýrslu ríkisendurskoðunar.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að kærandi fór með bréfi til landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 1. september sl., fram á að fá afhenta skýrslu um málefni [B] hf., sem unnin hefði verið af ríkisendurskoðun í tilefni af fyrirhugaðri sölu á fyrirtækinu. Jafnframt óskaði hann eftir að fá önnur gögn og bréf er varða athugun stofnunarinnar á fyrirtækinu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 10. september sl., var beiðni kæranda synjað á þeim grundvelli að upplýsingalög nr. 50/1996 tækju skv. 1. gr. þeirra ekki til [B] hf. jafnvel þótt félagið sé að mestu leyti í eigu ríkisins. Jafnframt var vísað til þess að stjórn [B] hf. teldi skýrsluna hafa að geyma viðkvæmar upplýsingar um rekstur félagsins og væri ráðherra af þeim sökum beinlínis óheimilt að veita aðgang að henni með hliðsjón af 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn landbúnaðarráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 13. október sl., er áréttað að afstaða ráðuneytisins byggist á því að gildissvið upplýsingalaga taki ekki til þeirra gagna sem kæran lýtur að. Þá lýsir ráðuneytið þeirri skoðun sinni að því sé óheimilt, með vísun til lagaákvæða um þagnarskyldu, að veita aðgang að hinum umbeðnu gögnum með tilliti til fjárhags- og viðskiptahagsmuna [B] hf. Stjórn félagsins hafi og verið heitið fullum trúnaði þegar hún veitti ríkisendurskoðun upplýsingar vegna skýrslugerðar stofnunarinnar. Ráðuneytið tekur fram að í umræddum gögnum sé að finna upplýsingar um þróun í framleiðslu [B] hf., viðskiptahætti þess og markaðssetningu, svo og verðlagningu á afurðum þess. Almenn vitneskja um þessi atriði sé til þess fallin að skaða viðskiptahagsmuni félagsins gagnvart keppinautum þess og viðsemjendum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði m.a. skýrt svo að lögin gildi almennt "ekki um einkaaðila, en undir hugtakið einkaaðilar falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu". Samkvæmt þessu telst [B] hf. vera einkaaðili í skilningi upplýsingalaga þótt félagið sé að mestu leyti í eigu ríkisins.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 5. gr. upplýsingalaga er svo fyrir mælt: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga segir um niðurlag þessa ákvæðis að með því sé m.a. átt við "upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni" fyrirtækja og annarra lögaðila.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér skýrslu ríkisendurskoðunar um [B] hf. og önnur gögn sem hana varða og landbúnaðarráðuneytið hefur látið nefndinni í té. Það er álit úrskurðarnefndar að gögnin hafi að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni félagsins, svo sem um framleiðslu og verðlagningu á afurðum þess, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari. Af þeim sökum ber að staðfesta þá ákvörðun ráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að upplýsingunum.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman"> Staðfest er sú ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins að synja kæranda, [...], um aðgang að skýrslu ríkisendurskoðunar um [B] hf. og önnur gögn er hana varða.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
60/1998 Úrskurður frá 8. október 1998 í málinu nr. A-60/1998 | Kærð var synjun Skipulagsstofnunar um að veita upplýsingar um greiddan og áætlaðan kostnað af gerð svæðisskipulags fyrir miðhálendið. Fyrirliggjandi gögn. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Frávísun. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 8. október 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-60/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 22. september sl., kærði [...] þau viðbrögð Skipulagsstofnunar við beiðni félagsins, dagsettri 27. ágúst sl., sem fram koma í bréfi stofnunarinnar, dagsettu 11. september sl., að neita að láta í té upplýsingar um jafnt greiddan sem áætlaðan kostnað af gerð svæðisskipulags fyrir miðhálendið.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 25. september sl., var kæran kynnt Skipulagsstofnun og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 2. október sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögn stofnunarinnar kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar, þ. á m. hvort þær hefðu verið teknar saman í eitt eða fleiri skjöl eða þeim safnað saman á annan hátt. Ef svo væri, var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum innan sama frests. Umsögn Skipulagsstofnunar, dagsett, 29. september sl., barst sama dag og fylgdu henni engin gögn.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar og Elínar Hirst tóku varamennirnir Ólafur E. Friðriksson og Sif Konráðsdóttir sæti þeirra við meðferð og úrskurð í máli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að kærandi fór með bréfi til Skipulagsstofnunar, dagsettu 27. ágúst sl., fram á að fá upplýsingar um hve háa fjárhæð ráðgjafar við gerð svæðisskipulags fyrir miðhálendið hefðu fengið greitt fyrir verkið og hvað gert væri ráð fyrir að heildargreiðsla til þeirra næmi við verklok.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í bréfi Skipulagsstofnunar til kæranda, dagsettu 11. september sl., kemur fram að í framhaldi af útboði hafi verið samið við fyrirtækið [A] um umrætt verk og samningur þess efnis undirritaður 30. september 1994. Í honum sé kveðið á um tiltekna fjárhæð fyrir verkið. Að auki hafi ráðgjöfum verið greitt sérstaklega fyrir vinnu utan upphaflegs samnings vegna aukins umfangs og breyttra forsendna frá því sem gert hafi verið ráð fyrir í honum.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar, dagsettri 29. september sl., segir að stofnunin hafi "ekki tekið saman gögn um hversu háar fjárhæðir er að ræða, en upplýsingar um það er að finna í bókhaldi í tölvukerfi stofnunarinnar".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Skýra verður þetta ákvæði svo að stjórnvöldum sé ekki skylt, á grundvelli upplýsingalaga, að taka sérstaklega saman upplýsingar, sem óskað er eftir, heldur beri þeim einungis að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Af hálfu Skipulagsstofnunar hefur því verið lýst yfir að upplýsingar þær, sem kærandi hefur óskað eftir, sé að finna í bókhaldi stofnunarinnar í tölvukerfi hennar. Upplýsingarnar hafi ekki verið teknar saman þannig að þær séu fyrir hendi í einu afmörkuðu skjali eða sambærilegu gagni, sbr. 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Með vísun til þess, sem að framan greinir, er það álit úrskurðarnefndar að síðastnefnd lög taki til aðgangs að þeim upplýsingum, sem kærandi hefur óskað eftir, en ekki upplýsingalög. Þar af leiðandi verður synjun um aðgang að þeim ekki kærð til nefndarinnar, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því að vísa málinu frá nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman"> Kæru [...] á hendur Skipulagsstofnun er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR> |
59/1998 Úrskurður frá 1. október 1998 í málinu nr. A-59/1998 | Kærð var synjun utanríkisráðuneytisins um að veita aðgang að gögnum um eignir sem eigendur sameignarfélags hefðu tekið úr félaginu og skipt með sér við slit þess. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Mikilvægir almannahagsmunir vegna viðskipta. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 1. október 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-59/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 21. ágúst sl., kærði [...], blaðamaður á [...], synjun utanríkisráðuneytisins, dagsetta 10. júní sl., um að veita honum aðgang að gögnum um eignir sem eigendur Íslenskra aðalverktaka sf. hefðu tekið út úr félaginu og skipt með sér við slit þess.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 26. ágúst sl., var kæran kynnt utanríkisráðuneytinu og því gefinn kostur á að lýsa viðhorfi sínu til hennar fyrir 3. september sl. Að beiðni ráðuneytisins var frestur þessi framlengdur til 10. september sl., en umsögn þess, dagsett 20. september sl., barst þó ekki fyrr en 21. september sl. Henni fylgu jafnframt umsagnir [A] hf., dagsett 3. september sl., og [B] hf., dagsett 10. september sl. Þá var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum, er kæran laut að, og bárust þau hinn 24. september sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar og Elínar Hirst tóku varamennirnir Ólafur E. Friðriksson og Sif Konráðsdóttir sæti þeirra við meðferð og úrskurð í máli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Sameignarfélaginu [D] sf. var slitið 31. maí 1997. Samkvæmt gögnum málsins fór utanríkisráðuneytið með 52% eignarhlut ríkisins í félaginu, en aðrir eigendur voru [B] hf. að 32% og [A] hf. að 16%. Sama dag var stofnað hlutafélag með sama nafni. Stofnendur þess voru hinir sömu og átt höfðu sameignarfélagið.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til utanríkisráðuneytisins, dagsettu 11. maí sl., óskaði kærandi m.a. eftir afriti af samningi eða samningum um skiptingu eigna [D] sf. við slit sameignarfélagsins. Jafnframt fór hann fram á að fá sundurliðaðar upplýsingar um hvaða eignir sérhver eigandi hefði fengið í sinn hlut, þ. á m. hvert hefði verið bókfært verð eignanna þegar skiptin fóru fram.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Utanríkisráðuneytið svaraði erindi kæranda með bréfi, dagsettu 10. júní sl. Í svari þess kemur fram að eigendur [D] sf. hafi við slit félagsins tekið úr félaginu fé og eignir er numu kr. 1.165.245.811 samkvæmt bókfærðu verði í ársreikningi 31. desember 1996 og skipt með sér í réttum hlutföllum miðað við eignarhluti sína. Þá fjármuni og eignir sem eftir hafi verið hafi sömu aðilar lagt fram sem hlutafé og varasjóð [D] hf., en samkvæmt stofnefnahagsreikningi hlutafélagsins hafi eigið fé þess numið kr. 2.869.941.756 við stofnun þess. Með hliðsjón af félagssamningi sameignarfélagsins og í ljósi þess að um hafi verið að ræða þrjá aðila, sem átt hafi mismunandi hagsmuna að gæta, synjaði ráðuneytið hins vegar með vísun til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 um að veita frekari upplýsingar um gögn eða samninga um fjárhags- og viðskiptaleg málefni eigenda að sameignarfélaginu.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í svarbréfi utanríkisráðuneytisins til kæranda var honum ekki leiðbeint um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eða kærufrest. Í kæru til nefndarinnar kemur fram að kæranda sé kunnugt um að 30 daga kærufrestur til nefndarinnar sé liðinn. Kærandi telji hins vegar eðlilegt að nefndin taki kæru hans til greina þar eð ráðuneytið hafi ekki sinnt fyrrgreindri leiðbeiningarskyldu sinni skv. 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn utanríkisráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 20. september sl., er þess krafist að kærunni verði vísað frá þar sem kærufrestur skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga hafi verið liðinn þegar kærandi lagði hana fram. Þar eð kærandi sé blaðamaður verði að krefjast þess að honum sé kunnugt um kærufrest samkvæmt upplýsingalögum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn utanríkisráðuneytisins, dagsettri 20. september sl., er áréttað að ráðuneytið telji að gögn þau, er kæran lúti að, varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni [D] sf. og séu þar með undanþegin aðgangi almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Í umsögn ráðuneytisins kemur einnig fram að það hafi leitað eftir afstöðu annarra eigenda sameignarfélagsins til kæruefnisins. Í umsögn [B] hf., dagsettri 10. september sl., kemur fram að stjórn félagsins hafi fjallað um málið og sjái ekki ástæðu til að veita frekari upplýsingar en ráðuneytið hafi gert í svarbréfi þess til kæranda. Í umsögn [A] hf., dagsettri 3. september sl., er tekið undir sjónarmið ráðuneytisins um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni og á það bent að í gögnum málsins komi fram þær fjárhæðir sem sameigendur lögðu til grundvallar í samningum sín á milli. Í tilviki [A] hf. kunni slíkar upplýsingar t.d. að skaða samningsstöðu félagsins við endursölu þessara sömu eigna á almennum markaði ef þær væru á almanna vitorði. Með sama hætti kunni almenn vitneskja um þær fjárhæðir, sem sameigendur urðu sammála um að leggja til grundvallar sem hluta af heildaruppgjöri sín á milli, að hafa áhrif á viðskiptahagsmuni annarra eignaraðila að eignunum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Eins og gerð er grein fyrir í kaflanum um kæruefni hér að framan var mál þetta kært með bréfi kæranda, dagsettu 21. ágúst sl. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga byrjar kærufrestur að líða þegar þeim, sem farið hefur fram á aðgang að gögnum, er tilkynnt synjun stjórnvalds. Bréf utanríkisráðuneytisins til kæranda er dagsett 10. júní sl. Samkvæmt því var liðinn sá 30 daga kærufrestur, sem tiltekinn er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, þegar mál þetta var borið skriflega undir úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. tölul. 28. gr. stjórnsýslulaga segir að vísa skuli kæru frá, sem borist hefur að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Ekki verður séð að ráðuneytið hafi veitt kæranda leiðbeiningar um kærufrest skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga sem henni var þó skylt að gera skv. 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af þessum sökum telur úrskurðarnefnd ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist of seint enda var ekki liðinn sá almenni kærufrestur sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 31. maí 1997, sama dag og sameignarfélaginu [D] sf. var slitið og nýtt samnefnt hlutafélag stofnað, var gert sérstakt samkomulag milli eigenda sameignarfélagsins, þ. e. utanríkisráðherra f.h. íslenska ríkisins, [A] hf. og [B] hf., um úttektir eigendanna úr félaginu yfir höfuðstól. Í samkomulagi þessu koma fram þær upplýsingar, sem kærandi hefur samkvæmt framansögðu óskað eftir, en ráðuneytið synjað að láta honum í té.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Tveir af eigendum [D] sf. voru hlutafélög og teljast þau, ásamt sameignarfélaginu sjálfu, einkaaðilar í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Í þeirri lagagrein segir orðrétt: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga er niðurlag þessa ákvæðis skýrt svo að með því sé m.a. átt við "viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni" fyrirtækja og annarra lögaðila.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með skírskotun til þess, sem að framan greinir, er það álit úrskurðarnefndar að það kynni að skaða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra tveggja hlutafélaga, sem stóðu að umræddu samkomulagi, ef almenningur fengi aðgang að upplýsingum um það hvaða eignir þau fengu í sinn hlut við slit á sameignarfélaginu, hvert hafi verið umsamið verðmæti þeirra og hvert bókfært verð þeirra í reikningum félagsins. Í því sambandi skal sérstaklega bent á að það, sem fram kemur í fyrrgreindri umsögn [A] hf. til utanríkisráðuneytisins, að það kynni að skaða samningsstöðu félagsins við endursölu á eignunum á almennum markaði ef umbeðnar upplýsingar væru á almanna vitorði. Þótt ráðuneytið hafi ekki á því byggt, hvorki í svarbréfi sínu til kæranda né í umsögn sinni til úrskurðarnefndar, er það álit hennar að sömu sjónarmið eigi við um upplýsingar um þær eignir sem íslenska ríkið fékk í sinn hlut samkvæmt samkomulaginu, sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt þessu ber að staðfesta þá ákvörðun ráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að þessum upplýsingum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman"> Staðfest er sú ákvörðun utanríkisráðuneytisins að synja kæranda, [...], um aðgang að samkomulagi eigenda um úttekt á eignum úr sameignarfélaginu [D] sf. og skiptingu þeirra sín á milli.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR> |
58/1998 Úrskurður frá 25. september 1998 í málinu nr. A-58/1998 | Kærð var synjun Samkeppnisstofnunar um að veita aðgang að öllum gögnum um álit samkeppnisráðs um samruna tiltekinna fyrirtækja. Þagnarskylda. Gildissvið gagnvart þjóðréttarsamningum. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 25. september 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-58/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 26. ágúst sl., kærði [...] hf. synjun Samkeppnisstofnunar, dagsetta 29. júlí sl., um að veita fyrirtækinu aðgang að öllum gögnum um afgreiðslu samkeppnisráðs á erindi [A] hrl. um málefni [B] ehf.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 26. ágúst sl., var kæran kynnt Samkeppnisstofnun og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 9. september sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum, er kæran laut að, innan sama frests. Umsögn Samkeppnisstofnunar barst innan tilskilins frests ásamt umbeðnum gögnum.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst vék sæti í máli þessu. Í hennar stað tók Ólafur E. Friðriksson varamaður þátt í meðferð og úrskurði máls þessa.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess að [A] hrl. kynnti samkeppnisráði fyrirhugaðar breytingar á eignarhaldi á hlutum í [C] hf., [D] hf., [E] hf. og [F] ehf. með bréfi,dagsettu 19. júní sl., og óskaði á grundvelli 1. mgr. 18. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 eftir áliti ráðsins á því, hvort það teldi breytingarnar fara í bága við 1. mgr. 18. gr. s.l. Með bréfi, dagsettu 2. júlí 1998, óskaði Samkeppnisstofnun eftir tilteknum gögnum frá aðila málsins.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Beiðni þessari svaraði Samkeppnisstofnun f.h. samkeppnisráðs með bréfi, dagsettu 15. júlí sl. Í því bréfi var tiltekið að umræddar breytingar fælust í aðalatriðum í því að [B] ehf. myndi kaupa alla hluti í [F] ehf., [C] hf. og [E] hf. og 71% hluta í [D] hf. Þær breytingar hefðu því ekki áhrif á samkeppni og breytingar á eignarhaldi færu því ekki í bága við áðurnefnt lagaákvæði samkeppnislaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til Samkeppnisstofnunar, dagsettu 23. júlí sl., fór kærandi þess á leit með vísan til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að vera veittur aðgangur að gögnum framangreinds máls. Samkeppnisstofnun svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 29. júlí sl., og veitti honum aðgang að hluta af gögnum málsins, en synjaði um önnur með vísan til 5. gr. upplýsingalaga og 50. gr. samkeppnislaga. Lá þá jafnframt fyrir að aðili málsins óskaði eftir að með gögn þess yrði farið sem trúnaðarmál.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Gögn þau er Samkeppnisstofnun lét kæranda í té voru eftirtalin:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">1) Útprentanir úr hlutafélagaskrá, dagsettar 6. júlí 1998, vegna [D] hf., [E] hf. og [C] hf.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">2) Svarbréf Samkeppnisstofnunar f.h. samkeppnisráðs til [A] hrl., dagsett 15. júlí 1998.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">3) Bréf [G], stjórnarformanns [C] hf., til Samkeppnisstofnunar, dagsett 28. júlí 1998.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Samkeppnisstofnunar til úrskurðarnefndar, dagsettri 8. september sl., er áréttað það sjónarmið stofnunarinnar að gögn þau sem kærumál þetta lýtur að, varði mikilvæga viðskiptahagmuni sem óheimilt sé á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga að veita aðgang að, bæði í heild og að hluta. Sér í lagi sé á það bent, að í máli [B] ehf. hafi verið fjallað um fyrirhuguð viðskipti, sem ekki höfðu enn átt sér stað. Telur stofnunin sérstaklega brýnt að gætt sé trúnaðar þegar svo háttar til en gögn málsins geymi lýsingar á hinum fyrirhuguðu viðskiptum, ýmsar vangaveltur um þýðingu þeirra o.fl. Í því sambandi er jafnframt á það bent að 27. gr. og 2. mgr. 33. gr. samkeppnislaga veiti viðskiptaleyndarmálum fyrirtækja sérstaka vernd. Þá er á því byggt að þagnarskylduákvæði 50. gr. samkeppnislaga standi því í vegi að kæranda verði veittur aðgangur að hinum umdeildu gögnum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 18. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 kemur fram að samkeppnisráð geti ógilt samruna fyrirtækja eða yfirtöku fyrirtækis á öðru fyrirtæki að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Í 3. mgr. sömu greinar segir að aðilar, sem hyggi á samruna eða yfirtöku, geti leitað álits samkeppnisráðs fyrir fram á því hvort samruninn eða yfirtakan brjóti gegn ákvæðum 1. mgr. Svo sem áður hefur verið rakið leitaði [A] hrl. álits Samkeppnisstofnunar á fyrirhuguðum breytingum á eignarhaldi á hlutum í tilteknum fyrirtækjum og sendi í því skyni gögn er hann taldi nauðsynleg til að þetta mat stofnunarinnar gæti farið fram. Af hálfu samkeppnisstofnunar var óskað eftir frekari gögnum og voru þau send henni. Þess var óskað að farið yrði með öll gögn fyrirspyrjanda sem trúnaðarmál.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 5. gr. upplýsingalaga segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í niðurlagi 2. gr. upplýsingalaga segir ennfremur: "Almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum þessum." Með gagnályktun frá þessu ákvæði geta hins vegar sérstök ákvæði laga um þagnarskyldu takmarkað þennan rétt.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 50. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 segir: "Þeim sem starfa af hálfu stjórnvalda að framkvæmd laga þessara er óheimilt að skýra frá þeim atriðum sem þeir verða áskynja um í starfi sínu og leynt eiga að fara." Ákvæði þetta er almennt þagnarskylduákvæði og sker ekki úr um meðferð gagna einstakra mála sem rekin eru á grundvelli laganna. Sömu sögu er að segja um 27. gr. og 2. mgr. 33. gr. samkeppnislaga en á sjónarmiðum þeirra greina er einnig byggt í málinu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkeppnisstofnun hefur jafnframt vísað til þagnarskylduákvæðis 122. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem hefur lagagildi hér á landi skv. 2. gr. samnefndra laga nr. 2/1993, og telur að upplýsingalög eigi ekki við um úrlausnarefnið af þeim sökum, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga. Tilvitnað ákvæði EES-samningsins hljóðar svo: "Fulltrúar, sendimenn og sérfræðingar samningsaðila, svo og embættismenn og aðrir starfsmenn samkvæmt samningi þessum, skulu bundnir þagnarskyldu, sem helst enda þótt þeir láti af störfum, um vitneskju sem á að fara leynt í starfi þeirra, einkum upplýsingar um fyrirtæki, viðskiptatengsl þeirra og kostnaðarþætti." Í ljósi niðurlags þessa ákvæðis verður ekki séð að því sé ætlað að veita þeim hagsmunum, sem verndaðir eru af síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga, víðtækari vernd en þar greinir. Samkvæmt því verður ekki talið að ákvæði þetta mæli á annan veg en tilgreint ákvæði upplýsingalaga, en af því leiðir að leysa ber úr máli þessu á grundvelli efnisreglna þeirra laga. Verður því að taka afstöðu til þess á grundvelli 5. gr upplýsingalaga, hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingar þær sem kærandi fer fram á að fá aðgang að, skuli fara leynt.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Við mat á því verður til þess að líta að tilgangur með beiðni um álit samkeppnisstofnunar var að fá að vita hvort fyrirhugaður samruni ákveðinna fyrirtækja væri í bága við samkeppnislög. Af hálfu fyrirtækjanna hefur ákvörðun ekki verið til lykta leidd. Samkeppnisstofnun hefur metið það svo að öll þau gögn sem stofnunin hafði undir höndum við afgreiðslu málsins og synjað var um aðgang að varði mikilvæga viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarnefnd hefur farið yfir gögn þessi. Líta verður svo á að gögn þessi tengist á þann hátt að þau hafi öll verið nauðsynleg til að stofnunin gæti kveðið upp úrskurð sinn. Því verði að telja gögnin í þessu sambandi í heild varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækjanna og það að þeim sé haldið leyndum vegi þyngra en réttur almennings til að fá aðgang að þeim.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ber því að staðfesta ákvörðun samkeppnisstofnunar.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman"> Staðfest er sú ákvörðun Samkeppnisstofnunar að synja kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
57/1998 Úrskurður frá 21. september 1998 í málinu nr. A-57/1998 | Kærð var synjun Hagþjónustu landbúnaðarins um að veita aðgang að drögum að skýrslu um úttekt og stöðumat á hrossabúskap í landinu. Vinnuskjal. Eigin afnot stjórnvalds. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 21. september 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-57/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 6. ágúst sl., kærði [...] meðferð Hagþjónustu landbúnaðarins á beiðni hans, dagsettri 27. júlí sl., um að veita honum aðgang að drögum að skýrslu um úttekt og stöðumat á hrossabúskap í landinu samkvæmt verkbeiðni landbúnaðarráðherra frá 14. júlí 1997.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu sama dag, var kæran kynnt Hagþjónustu landbúnaðarins og því beint til hennar að afgreiða beiðni kæranda eigi síðar en 13. ágúst sl. Í því tilviki að synjað væri um aðgang að skýrsludrögunum var þess jafnframt óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té gögn þau, er kæran laut að, sem trúnaðarmál fyrir kl. 16.00 þann dag, en auk þess var stofnuninni með vísan til 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sama frests.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 13. ágúst sl., greindi hagþjónustan frá því að beiðni kæranda hefði verið synjað með bréfi, dagsettu 4. s.m. Jafnframt kom þar fram að fullbúin skýrsla stofnunarinnar hefði verið afhent landbúnaðarráðherra og hann ákveðið að kynna hana og afhenda á blaðamannafundi, sem haldinn var 17. ágúst sl. Með bréfi, dagsettu 17. ágúst sl., voru nefndinni jafnframt afhent gögn þau, er kæran laut að, auðkennd sem drög nr. 3, dagsett 30. apríl 1998.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi úrskurðarnefndar, dagsettu 18. ágúst sl., var kæranda sent eintak skýrslu þeirrar, er kynnt var á framangreindum blaðamannafundi, og leitað eftir afstöðu hans til þess, hvort hann óskaði að málið gengi til úrskurðar í nefndinni. Með bréfi, dagsettu 22. ágúst sl., fór kærandi fram á meðferð kæru hans yrði fram haldið.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til Hagþjónustu landbúnaðarins, dagsettu 25. ágúst sl., fór úrskurðarnefnd þess m.a. á leit að upplýst yrði, að hvaða leyti drög nr. 3 að skýrslunni væru frábrugðin endanlegri gerð hennar og ennfremur, að hvaða leyti stofnunin teldi ástæðu til að takmarka aðgang kæranda að drögunum. Þá var stofnuninni enn gefinn kostur á að lýsa viðhorfi sínu til málsins og færa frekari rök fyrir þeirri ákvörðun, að synja kæranda um aðgang að drögunum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 31. ágúst sl., fór Hagþjónusta landbúnaðarins þess á leit, að frestur til að svara erindi nefndarinnar frá 25. ágúst sl., yrði framlengdur til 8. september sl. Með bréfi, dagsettu sama dag, var hagþjónustunni tilkynnt, að fallist hefði verið á þessa beiðni hennar. Sama dag bárust athugasemdir frá kæranda í bréfi, dagsettu 30. ágúst sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 8. september sl., barst umsögn Hagþjónustu landbúnaðarins um málið ásamt umbeðnum gögnum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Eiríks Tómassonar tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður sæti hans við meðferð og úrskurð í máli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Auk þeirra atvika, er að framan greinir, eru málavextir í meginatriðum þeir, að Hagþjónustu landbúnaðarins var með bréfi landbúnaðarráðherra, dagsettu 14. júlí 1997, falið að gera úttekt og stöðumat á hrossabúskap og hrossaeign í landinu. Í bréfi ráðherra sagði síðan: "Haft skal samráð við forsvarsmenn Félags hrossabænda og Landssambands hestamannafélaga um nánari útfærslu verkefnisins."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til Hagþjónustu landbúnaðarins, dagsettu 27. júlí sl., fór kærandi þess á leit, með vísan til II. kafla upplýsingalaga, að fá aðgang að drögum að skýrslu þeirri er hagþjónustan hefði tekið saman samkvæmt framangreindri beiðni ráðherra. Í beiðni sinni tiltók kærandi að drög þessi hefðu verið send öðrum aðilum til umsagnar. Að hans mati gætu þau því ekki talist vinnuskjal og væru þannig ekki undanþegin aðgangi.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn hagþjónustunnar til úrskurðarnefndar, dagsettri 8. september sl., er á það bent að um sé að ræða hluta vinnuskjals sem lokið hafi verið við 30. apríl 1998. Frá þeim tíma og þar til endanleg skýrsla lá fyrir hafi hún tekið miklum breytingum, þ. á m. stækkað um helming. Í endanlegri gerð skýrslunnar séu nokkrir kaflar verulega breyttir og nokkrir allmikið. Í 4. kafla í drögunum sé efnisleg framsetning víða óheppileg og röng og yrði beinlínis til skaða, kæmi hún að einhverju leyti til opinberrar umfjöllunar. Þá kemur í umsögninni fram sá skilningur stofnunarinnar, að þegar tilskipaðir séu samstarfsaðilar af ráðherra til útfærslu tiltekins verkefnis, hljóti að teljast eðlilegt að viðkomandi stofnun og samstarfsaðilum gefist tóm til að bera saman bækur sínar á ýmsum stigum verkefnisins án þess að eiga það á hættu að texti í mótun sé öllum aðgengilegur.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 3. tölul. 4. gr. laganna er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá". Síðastnefnt ákvæði felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum og ber því að skýra það þröngt.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt bréfi Hagþjónustu landbúnaðarins til úrskurðarnefndar, dagsettu 13. ágúst 1998, var ástæða þess að stofnunin varð ekki við beiðni kæranda sú, að um væri að ræða hluta vinnuskjals sem sent hefði verið til áskilinna samráðsaðila. Upplýst er í málinu að skjal þetta ber heitið "Drög 3 að skýrslu um úttekt og stöðumat á hrossabúskap og hrossaeign" og er dagsett 30. apríl 1998.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Umrædd drög eru í verulegum atriðum frábrugðin endanlegri gerð skýrslu sem ber sama heiti og dagsett er 11. ágúst 1998. Markmið undanþágu þeirrar sem tiltekin er í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga er að veita stjórnvöldum svigrúm til þess að vega og meta mál með skriflegum hætti til undirbúnings niðurstöðu án þess að eiga það á hættu að slíkt sé gert opinbert.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í áðurnefndu bréfi landbúnaðarráðherra, frá 14. júlí 1997, var áskilið að hagþjónustan skyldi hafa samráð við forsvarsmenn Félags hrossabænda og Landssambands hestmannafélaga um nánari útfærslu verkefnisins. Hagþjónusta landbúnaðarins varð því óhjákvæmilega að leita til þessara aðila með verkefnið, svo sem að leggja fyrir þá drög og hafa við þá samráð í þágu þess. Í málinu liggur ekkert fyrir um að drögin hafi verið send öðrum en áðurnefndum samráðsaðilum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið er það álit úrskurðarnefndar, að það að drögin voru send áðurnefndum samráðsaðilum hafi verið í þágu hagþjónustunnar eingöngu en ekki annarra. Þar með hefur réttur til að undanþiggja drögin aðgangi ekki fallið niður. Ber því að staðfesta synjun Hagþjónustu landbúnaðarins um aðgang að umræddum drögum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman"> Staðfest er synjun Hagþjónustu landbúnaðarins um að veita kæranda aðgang að drögum 3 um úttekt og stöðumat á hrossabúskap og hrossaeign dagsettum 30. apríl 1998.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT><BR><BR> |
56/1998 Úrskurður frá 18. september 1998 í málinu nr. A-56/1998 | Kærð var synjun Félagsmálastofnunar Reykjavíkur um að veita aðgang að gögnum um afskipti barnaverndarnefndar af högum kæranda og fjölskyldu hennar. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur. Einkamálefni einstaklinga. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 18. september 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-56/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 4. ágúst sl., kærði [...], til heimilis að [...], synjun Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, dagsetta 6. júlí sl., um að veita henni aðgang að öllum gögnum er varða afskipti barnaverndarnefndar Reykjavíkur af hennar högum og fjölskyldu hennar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 6. ágúst sl., var kæran kynnt Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 14. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna, er fundist hefðu í málinu, innan sama frests.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 13. ágúst sl., fór Félagsmálastofnun þess á leit, að frestur til að svara erindi nefndarinnar yrði framlengdur til 28. ágúst sl. til að kanna mætti til hlítar, hvort frekari gögn kynnu að finnast á borgarskjalasafni um málið. Úrskurðarnefnd varð við þessari beiðni með bréfi, dagsettu 14. ágúst sl. Að beiðni Félagsmálastofnunar var frestur til að svara erindi nefndarinnar enn framlengdur til 4. september sl. og barst umsögn hennar innan þess frests ásamt gögnum. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Eiríks Tómassonar tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður sæti hans við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau, að kærandi fór með bréfi til Félagsmálastofnunar, dagsettu 19. ágúst 1997, fram á að vera veittur aðgangur að öllum gögnum sem varða afskipti barnaverndarnefndar Reykjavíkur af högum sínum, þ.e. hennar sjálfrar og fjölskyldu hennar. Með bréfi, dagsettu 5. september 1997, staðfesti Félagsmálastofnun móttöku erindis hennar og boðaði að það yrði afgreitt á næstu vikum. Þegar engin svör höfðu borist rúmlega níu mánuðum síðar leitaði kærandi til Barnaverndarstofu með bréfi, dagsettu. 10. júní sl., og kvartaði yfir vinnubrögðum Félagsmálastofnunar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í bréfi Félagsmálastofnunar, dagsettu 6. júlí sl., var kæranda tilkynnt að í þeim gögnum, sem fyrir lægju hjá stofnuninni, væru ekki að finna persónulegar upplýsingar um hana er vörðuðu afskipti barnaverndarnefndar Reykjavíkur af hennar högum og að frekari leit að gögnunum hefði ekki borið árangur. Í bréfi Félagsmálastofnunar til Barnaverndarstofu, dagsettu sama dag, kom hins vegar fram að fundist hefðu tveir dagálar, annar um föður kæranda og hinn um móður hennar. Gögn í þessum dagálum varði þó eingöngu persónulega hagi foreldra hennar og umsóknir um fjárhagsaðstoð ýmiss konar. Í bréfi Barnaverndarstofu til kæranda, dagsettu 9. júlí sl., var kæranda m.a. greint frá þessu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í kæru til nefndarinnar kemur fram að kærandi telur framangreinda dagála "hljóta að veita upplýsingar eða að minnsta kosti veita einhverjar skýringar á þeim íþyngjandi afskiptum barnaverndarnefndar Reykjavíkur af [sér] og fjölskyldu [sinni] sem leiddu til þess að hún var skilin frá fjölskyldu sinni og vistuð á barnaheimilum Reykjavíkurborgar í lengri og skemmri tíma fyrstu 12 ár ævi [sinnar]". Einnig kunni upplýsingarnar "að varpa einhverju ljósi á þá málsmeðferð sem hún og fjölskylda hennar [hafi mátt] þola á sínum tíma og þá hvort fyllsta meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt af hálfu yfirvalda". Af þessum sökum telur kærandi að upplýsingarnar varði hana persónulega og byggir kröfu sína um aðgang að þeim á 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar til úrskurðarnefndar, dagsettri 4. september sl., kemur fram að gögn málsins séu varðveitt á borgarskjalasafni. Þegar hafin hafi verið undirbúningur að svari við erindi úrskurðarnefndar frá 6. ágúst sl. hafi komið í ljós, að leit á borgarskjalasafni í tilefni af beiðni kæranda frá 19. ágúst 1997 hafi fyrir misskilning eingöngu tekið til dagála foreldra kæranda, en ekki til gagna í barnaverndarmáli þeirra vegna hennar. Við þessa síðari leit á borgarskjalasafni hafi því fundist frekari gögn um málefni fjölskyldu kæranda, en áður hafði verið tekin afstaða til aðgangs að. Þegar farið hafi verið yfir gögnin hafi komið fram að þau hafi jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra og þá aðallega um móður kæranda og bræður hennar. Unnin hafi verið greinargerð og yfirlit yfir þær upplýsingar sem fram koma í gögnunum, og kæranda afhent afrit þeirra gagna sem vörðuðu hana eingöngu. Þau gögn eru:</FONT><BR><UL><LI><FONT FACE="Times New Roman">Útskrift úr fundargerðarbókum Barnarverndarnefndar Reykjavíkur árin 1958 til 1966.</FONT><LI><FONT FACE="Times New Roman">Útskrift úr dagál Barnaverndarnefndar Reykjavíkur árin 1955 til 1971.</FONT><LI><FONT FACE="Times New Roman">Ljósrit af forsíðu möppu merktri kæranda.</FONT><LI><FONT FACE="Times New Roman">Ljósrit af 4 spjaldskrárspjöldum úr spjaldskrá Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, 1) [A móður kæranda] 2) [B föður kæranda] 3) [kæranda] 4) [D].</FONT><LI><FONT FACE="Times New Roman">Ljósrit af skoðun og mati á íbúð frá borgarlækni, dagsettu 17. jan. 1962.</FONT><LI><FONT FACE="Times New Roman">Ljósrit af bréfi Barnaverndarnefndar Reykjavíkur til [E] og [F], dagsettu 6. febrúar 1968.</FONT><LI><FONT FACE="Times New Roman">Ljósrit af bréfi Barnaverndarnefndar Reykjavíkur til [E] og [F], dagsettu 13. maí 1968.</FONT><LI><FONT FACE="Times New Roman">Ljósrit af bréfi Barnaverndarnefndar Reykavíkur til [E] og [F], dagsettu 14. nóvember 1968.</FONT></UL><BR><FONT FACE="Times New Roman">Kæranda var hins vegar synjað um aðgang að tveimur dagálum er einkum vörðuðu upplýsingar um fjárhagsaðstoð við foreldra hennar og þeim gögnum barnaverndarmáls foreldra kæranda er höfðu að geyma upplýsingar um systkini kæranda.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Ágreiningur máls þessa nú, varðar í fyrsta lagi beiðni kæranda um aðgang að tveimur dagálum, sem hafa að geyma upplýsingar m.a. um einkahagi og fjárhagsstöðu látinna foreldra kæranda allt frá þeim tíma er barnaverndarnefnd hafði afskipti af fjölskyldunni þar á meðal kæranda.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Ákvæði þetta er samkvæmt athugasemdum við frumvarp það, er varð að upplýsingalögum, byggt á áður óskráðri meginreglu um rétt einstaklinga til aðgangs að gögnum sem eru í vörslu stjórnvalda og varða þá sérstaklega, enda standi reglur um þagnarskyldu því ekki í vegi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með hliðsjón af meginmarkmiði upplýsingalaga þykir, eins og hér stendur á, bera að skýra 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga það rúmt að hún nái til aðgangs kæranda að upplýsingum um látna foreldra hennar.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir svo í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Síðastgreint ákvæði er m.a. skýrt svo í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga: "Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Stjórnvald getur því ekki synjað aðila um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með skírskotun til 9. gr. upplýsingalaga, eins og hún er skýrð hér að framan, verður að meta, með hliðsjón af málsatvikum og öllum aðstæðum, hvort kærandi eigi rétt á því sem aðili máls að fá aðgang að umræddum gögnum. Úrskurðarnefnd hefur farið yfir gögnin en um er að ræða umsóknir og bréfaskipti er að mestu snúast um ýmiss konar fjárhagsmálefni foreldra kæranda. Í ljósi þess að langur tími er nú liðinn frá því að þessi atvik áttu sér stað og foreldrar kæranda eru látnir verður ekki séð að aðrir veigamiklir hagsmunir mæli því í móti að kæranda verði veittur aðgangur að gögnunum. Ber því að veita kæranda aðgang að umræddum gögnum. Ekki þykir sérstök ástæða til að telja upp gögn þessi. Um er að ræða sjö skjöl úr dagál móður kæranda og gögn úr dagál varðandi föður kæranda alls sex skýrslur Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjölum, ljósrit tveggja skattframtala auk tuttugu og tveggja skjala af ýmsu tagi.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í annan stað lýtur ágreiningur aðila nú að synjun Félagsmálastofnunar um að veita aðgang að þeim gögnum barnaverndarmáls foreldra kæranda er snúa að systkinum kæranda. Úrskurðarnefnd hefur hér að framan fallist á rétt kæranda til aðgangs að gögnum um látna foreldra hennar á grundvelli 1. mgr. 9. gr. Nefndin telur hins vegar að kærandi hafi ekki sömu réttarstöðu gagnvart upplýsingum um systkini sín og hún hefur gagnvart upplýsingum um foreldra sína. Gagnvart upplýsingum um systkini sín þykir kærandi þannig hafa sömu réttarstöðu og almenningur, skv. 3. gr. upplýsingalaga með þeim takmörkunum sem hún sætir í 4.-6. gr. s.l. Í 5. gr. upplýsingalaga segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með skírskotun til síðastgreinds ákvæðis og án samþykkis hlutaðeigandi einstaklinga ber að staðfesta synjun Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar um að veita aðgang að þeim gögnum málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Félagsmálastofnun ber að veita kæranda, [...], aðgang að öllum skjölum úr dagálum foreldra kæranda.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman"> </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Staðfest er synjun Félagsmálastofnunar um að veita kæranda aðgang að öðrum gögnum barnaverndarmáls foreldra hennar en varða hana sjálfa.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT><BR> |
B-31/1998 Úrlausn frá 2. september 1998 í málinu nr. B-31/1998 | Álitsumleitan Almannavarna ríkisins um úrlausn á beiðni um aðgang að upplýsingum. Hlutverk úrskurðarnefndar. Kæruheimild. Stjórnvöld geta ekki borið álitaefni um túlkun upplýsingalaga undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT SIZE=2>Úrlausn</FONT></B></DIV><FONT SIZE=2>Álitsumleitan Almannavarna ríkisins um úrlausn á beiðni um aðgang að upplýsingum. Hlutverk úrskurðarnefndar. Kæruheimild. Stjórnvöld geta ekki borið álitaefni um túlkun upplýsingalaga undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2>Með bréfi, dagsettu 26. ágúst 1998, barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni Almannavarna ríkisins um álit nefndarinnar á því, hvort skylt væri að afhenda gögn um snjóflóðin á Súðavík og á Reykhólum á Barðaströnd í janúar 1995. Í bréfi úrskurðarnefndar til Almannavarna ríkisins, dagsettu 2. september 1998, sagði m.a. svo: "Af þessu tilefni skal tekið fram að hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er skv. V. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Samkvæmt 14. gr. laganna er heimild til að bera mál undir nefndina bundin við þann sem synjað er um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Stjórnvöld geta því ekki borið einstök álitaefni um túlkun upplýsingalaga undir úrskurðarnefnd, enda kæmi það í veg fyrir að nefndin gæti síðar fjallað um sama mál á kærustigi. - Af þessum sökum er ekki unnt að verða við erindi yðar... ."</FONT><BR> |
55/1998 Úrskurður frá 27. ágúst 1998 í málinu nr. A-55/1998 | Kærð var synjun Menningarsjóðs útvarpsstöðva um að veita upplýsingar um greiðslur í sjóðinn og styrkveitingar úr honum. Fyrirliggjandi gögn. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Aðgangur veittur. Frávísun. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 27. ágúst 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-55/1998:</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 11. ágúst sl., kærði [...] hrl., f.h. [...] hf., synjun Menningarsjóðs útvarpsstöðva, dagsetta 5. ágúst sl., um að veita fyrirtækinu tilteknar upplýsingar um greiðslur í sjóðinn og styrkveitingar úr honum á tímabilinu 1992-1996. Kæran er einskorðuð við það tímabil þótt upphafleg beiðni kæranda um upplýsingar hafi tekið til áranna 1992-1998.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 14. ágúst sl., var kæran kynnt sjóðnum og honum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 21. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögn sjóðsins kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar, þ. á m. hvort þær hefðu verið teknar saman í eitt eða fleiri skjöl eða þeim safnað saman á annan hátt. Ef svo væri, var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum innan sama frests. Umsögn sjóðsins barst innan tilskilins frests og fylgdu henni engin gögn.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru þau að með bréfi til Menningarsjóðs útvarpsstöðva, dagsettu 18. júní sl., óskaði kærandi m.a. eftir að fá eftirgreindar upplýsingar:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">1) Hverjar hafa greiðslur verið í sjóðinn á undanförnum árum og hvert er hlutfall greiðslanna milli gjaldenda? Óskað er eftir sundurgreindu yfirliti fyrir árabilið 1992 til 1998.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">2) Hvernig hafa styrkir fallið á sama árabili til þeirra er greitt hafa í sjóðinn og hvert hefur hlutfall þeirra verið af innborgun hvers gjaldanda ár hvert?</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">3) Á sama hátt er óskað eftir greinargerð sjóðsins um greiðslur til sjálfstæðra aðila sem þegið hafa styrki úr sjóðnum með samningsvilyrðum frá sjónvarpsstöðvum. Hvert er hlutfall styrktarþega með vilyrði frá sjónvarps- og hljóðvarpsstöðvum af inngreiðslum ár hvert?"</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til kæranda, dagsettu 5. ágúst sl., taldi stjórn sjóðsins sig ekki geta veitt svör við framangreindum fyrirspurnum án þess að veita um leið upplýsingar um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni gjaldenda í sjóðinn. Á þeim grundvelli var erindinu synjað. Í umsögn sjóðsins til úrskurðarnefndar, dagsettri 21. ágúst sl., eru þessi sjónarmið áréttuð og til þess vísað að gjald í sjóðinn nemi 10% af auglýsingatekjum útvarpsstöðva skv. 11. gr. útvarpslaga nr. 68/1985. Upplýsingar um menningarsjóðsgjald útvarpsstöðva myndi því gefa glögga mynd af auglýsingatekjum þeirra.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í kæru til úrskurðarnefndar, dagsettri 11. ágúst sl., vísar umboðsmaður kæranda framangreindum röksemdum á bug. Heldur hann því fram að auglýsingatekjur séu ýmist stærsta eða næststærsta tekjulind útvarpsstöðva hér á landi. Tekjur stöðvanna beri að sundurgreina eða skýra í ársreikningum þeirra, eins og tekjur annarra aðila, sem lög nr. 144/1994, um ársreikninga, taka til, sbr. 46. gr. þeirra laga. Samþykkta ársreikninga beri síðan að birta samkvæmt ákvæðum VIII. kafla laganna og skuli félagaskrá veita aðgang að þeim gögnum sem skilaskyld eru.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn sjóðsins til úrskurðarnefndar, dagsettri 21. ágúst sl., segir ennfremur að umbeðnar upplýsingar hafi ekki verið teknar saman hjá sjóðnum. Nánar aðspurður hefur fyrirsvarsmaður sjóðsins upplýst að engin gögn, sem fyrir hendi séu í skjalasafni sjóðsins, veiti sem slík svör við þeim fyrirspurnum, sem kærandi hefur borið fram, ef frá eru taldar fréttatilkynningar um styrkveitingar úr sjóðnum. Ekkert sé því til fyrirstöðu að kærandi fái aðgang að þeim í heild sinni enda hafi þær verið birtar opinberlega. Ef svara ætti öðrum fyrirspurnum hans þyrfti hins vegar að keyra saman upplýsingar úr bókhaldi sjóðsins, skjalasafni hans og sérstöku umsóknarkerfi, en svo hafi ekki verið gert.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Skýra verður þetta ákvæði svo að stjórnvöldum sé ekki skylt, á grundvelli upplýsingalaga, að taka sérstaklega saman upplýsingar, sem óskað er eftir, heldur beri þeim einungis að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Af hálfu Menningarsjóðs útvarpsstöðva hefur því verið lýst yfir að upplýsingar þær, sem kærandi hefur óskað eftir, sé ekki að finna í samanteknu formi í skjölum eða sambærilegum gögnum sjóðsins, ef frá eru taldar fréttatilkynningar um styrkveitingar úr sjóðnum. Þannig séu upplýsingar um greiðslur í sjóðinn t.d. geymdar í bókhaldi hans. Ef svara ætti einstökum fyrirspurnum kæranda þyrfti að keyra saman bókhald sjóðsins, skjalasafn hans og sérstakt umsóknarkerfi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Með vísun til þess, sem að framan greinir, er það álit úrskurðarnefndar að lög nr. 121/1989 taki til aðgangs að þeim upplýsingum, sem kærandi hefur óskað eftir, öðrum en upplýsingum um styrkveitingar úr Menningarsjóði útvarpsstöðva.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Upplýst er sem fyrr segir að fréttatilkynningar um styrkveitingar úr sjóðnum á tímabilinu 1992-1996 séu fyrirliggjandi hjá honum. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga ber að veita kæranda aðgang að þeim enda hafa þær áður verið birtar opinberlega. Að öðru leyti verður samkvæmt framansögðu að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Menningarsjóði útvarpsstöðva ber að veita kæranda, [...] hf., aðgang að fréttatilkynningum um styrkveitingar úr sjóðnum á tímabilinu 1992-1996.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Kærunni er að öðru leyti vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
54/1998 Úrskurður frá 17. ágúst 1998 í málinu nr. A-54/1998 | Kærð var synjun Búnaðarbanka Íslands hf. um að veita aðgang að gögnum um afnot af íbúð bankans í Lundúnum. Gildissvið upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart starfsemi sem færð hefur verið úr opinberu í einkaréttarlegt rekstrarumhverfi. Einkamálefni einstaklinga. Mikilvægir almannahagsmunir. Aðgangur veittur. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 17. ágúst 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-54/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 27. júlí sl., kærði [...], synjun Búnaðarbanka Íslands hf., dagsetta 24. júlí sl., um að veita honum aðgang að gögnum um það hverjir hafi haft afnot af íbúð bankans í Lundúnum, eða til vara, hverjir hafi haft afnot af íbúðinni frá því að hún var tekin á leigu þar til Búnaðarbankanum var breytt í hlutafélag.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 27. júlí sl., var kæran kynnt Búnaðarbanka Íslands hf. og bankanum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 4. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögn bankans kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar hjá bankanum, þ. á m. hvort þær hefðu verið teknar saman í eitt eða fleiri skjöl eða þeim safnað saman á annan hátt. Ef svo væri, var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál ljósrit eða afrit af þeim skjölum eða gögnum innan sama frests. Ennfremur að upplýst yrði hvort greitt hafi verið fyrir afnot af íbúð þessari eða hvort þau hafi verið veitt að endurgjaldslausu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Umsögn [...] hrl., f.h. Búnaðarbanka Íslands hf., barst innan tilskilins frests, ásamt ljósriti úr minnisbók fyrir árið 1997 að því er tekur til tímabilsins frá 17. ágúst til 17. september það ár.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru þau að með bréfi til Búnaðarbanka Íslands hf., dagsettu 15. júlí sl., fór kærandi þess á leit að fá aðgang að skjölum og gögnum sem sýni hverjir hafi haft afnot af íbúð bankans í Lundúnum. Til vara óskaði kærandi eftir upplýsingum um það hverjir hafi haft afnot af íbúðinni frá því að hún var tekin á leigu þar til Búnaðarbankanum var breytt í hlutafélag.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi bankastjórnar Búnaðarbanka Íslands hf. til kæranda, dagsettu 24. júlí sl., var beiðni kæranda synjað á þeim grundvelli að upplýsingalög nr. 50/1996 tækju ekki til hlutafélaga þótt þau væru í opinberri eigu. Í bréfinu er því jafnframt haldið fram að hið sama gildi um upplýsingar um rekstur og starfsemi Búnaðarbanka Íslands. Þá taldi bankastjórnin sér bæði vera óskylt og óheimilt að láta umbeðnar upplýsingar í té vegna sjónarmiða er varða persónuvernd og viðskiptahagsmuni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn umboðsmanns bankans til úrskurðarnefndar, dagsettri 4. ágúst sl., kemur fram að Búnaðarbanki Íslands hafi tekið umrædda íbúð í Lundúnum á leigu í byrjun níunda áratugarins og haft hana á leigu allt þar til bankinn var lagður niður. Þá hafi Búnaðarbanki Íslands hf. yfirtekið leigusamninginn. Hafi stjórnendur og aðrir starfsmenn bankans nýtt íbúðina í tengslum við umfangsmikil samskipti bankans við erlenda banka með aðsetur í Lundúnum og vegna námskeiða sem starfsfólk hans sækir þar. Þá hafi starfsfólkinu stundum verið heimilað að gista í íbúðinni þegar hún hafi ekki verið nýtt með framangreindum hætti. Vegna fyrirspurnar úrskurðarnefndar er tekið fram að ekki hafi verið greitt fyrir afnot af íbúðinni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögninni er greint frá því að Búnaðarbanki Íslands hafi ekki tekið saman neinar upplýsingar um það hverjir höfðu afnot af umræddri íbúð bankans frá því að hún var tekin á leigu. Skrifstofa bankastjórnar hafi haft umsjón með ráðstöfun íbúðarinnar og hafi minnispunktar um komu- og brottfarardag einstakra notenda verið handfærðar í minnisbók fyrir hlutaðeigandi ár. Ekki hafi þeir þó alltaf verið skráðir fullu nafni, heldur stundum látið nægja að skrá upphafsstafi í nöfnum þeirra, fornöfn eða jafnvel styttingar á nöfnunum. Þessar bækur séu því ekki færðar í því formi að úr þeim verði lesnar þær upplýsingar, sem beiðst hafi verið, án þess að úr þeim verði unnið frekar. Þær geti því ekki talist gögn í skilningi 3. gr. upplýsingalaga. Í umsögninni segir ennfremur að ekki hafi gefist ráðrúm til að kanna til hlítar hvort minnisbækurnar hafi verið varðveittar fyrir allt það tímabil sem beiðni kæranda tekur til.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn umboðsmanns bankans eru færð frekari rök fyrir því að félög einkaréttarlegs eðlis, eins og Búnaðarbanki Íslands hf., falli ekki undir upplýsingalög. Jafnframt er ítrekað að Búnaðarbanki Íslands hafi verið einkaaðili í skilningi laganna og geti því ekki fallið undir þau. Þá er því ennfremur haldið fram að upplýsingar, sem skráðar séu eða kunni að hafa verið hjá Búnaðarbanka Íslands um það, hverjir hafi haft afnot af íbúð bankans í Lundúnum, falli undir lög nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, og þar með ekki undir upplýsingalög.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Búnaðarbanki Íslands starfaði sem ríkisviðskiptabanki til og með 31. desember 1997. Búnaðarbanki Íslands hf. var stofnaður á grundvelli laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Tók bankinn við rekstri og starfsemi Búnaðarbanka Íslands 1. janúar 1998.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. gr. laga nr. 28/1976, um Búnaðarbanka Íslands, sagði orðrétt: "Búnaðarbanki Íslands er sjálfstæð stofnun, sem er eign ríkisins, undir sérstakri stjórn samkvæmt lögum þessum." Í lögum nr. 86/1985, um viðskiptabanka, og í lögum nr. 43/1993 og 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, hefur verið gerður skýr greinarmunur á ríkisviðskiptabönkum og hlutafélagsbönkum, en í lögum þessum hafa ríkisviðskiptabankar verið skilgreindir sem sjálfstæðar stofnanir í eigu ríkisins.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga." Ákvæði þetta hefur verið skýrt svo, m.a. með vísun til athugasemda er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, að félög einkaréttarlegs eðlis eins og t.d. hlutafélög falli utan gildissviðs laganna þótt þau séu í opinberri eigu. Hins vegar taki lögin til stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga án tillits til þess hvers eðlis sú starfsemi er sem þær eða þau hafa með höndum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með vísun til þess, sem að framan segir, leikur enginn vafi á því að Búnaðarbanki Íslands féll sem ríkisviðskiptabanki undir upplýsingalög til og með 31. desember 1997. Með gagnályktun frá 1. gr. laganna er jafn ljóst að þau ná ekki til Búnaðarbanka Íslands hf. enda hefur bankinn ekki með höndum starfsemi sem vísað er til í 2. mgr. 1. gr. þeirra. Þegar af þeirri ástæðu á kærandi ekki rétt til aðgangs að þeim gögnum, sem hann hefur óskað eftir, á grundvelli upplýsingalaga, að því leyti sem þau kunna að hafa orðið til eftir að Búnaðarbanki Íslands hf. tók við rekstri bankans, þ.e. frá og með 1. janúar 1998.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög, en síðarnefndu lögin kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna, er það sagt vera meginmarkmið þeirra "að tryggja mönnum vernd gegn hættu á misnotkun upplýsinga um einkamálefni þeirra sem varðveittar eru og skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti". Með vísun til þessa og athugasemda, er fylgdu 1. gr. frumvarpsins, þar sem m.a. er tekið fram að utan gildissviðs þess falli einstakar tilviljunarkenndar skrár, verður að líta svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í ljósi þessa hefur úrskurðarnefnd skýrt ákvæði 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga svo að lögin taki til einstakra skjala og annarra gagna í vörslum stjórnvalda, jafnvel þótt þau hafi að geyma persónuupplýsingar sem skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti. Það er skoðun nefndarinnar að ella yrði gildissvið upplýsingalaga þrengt með óeðlilegum hætti.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 2. mgr. 3. gr. er ennfremur svo fyrir mælt að réttur til aðgangs að gögnum nái til allra skjala og annarra gagna sem mál varða. Þótt taldar séu upp nokkrar tegundir skjala og gagna, sem falla undir lögin, er þó ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Af þeim sökum ber að skýra hugtökin skjöl og gögn, sem fyrir koma í lögunum, fremur rúmt en þröngt.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með vísun til þess teljast minnisbækur þær, sem kærandi óskar eftir aðgangi að, ótvírætt gögn í skilningi upplýsingalaga. Þótt skráning í bækurnar sé ófullkomin verða þær ekki taldar vinnuskjöl skv. 3. tölul. 4. gr. laganna enda hefur því ekki verið haldið fram af hálfu Búnaðarbanka Íslands hf.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">4.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Álitamál er hvort ákvæði upplýsingalaga gildi um þau skjöl og önnur gögn, sem voru í vörslum Búnaðarbanka Íslands á sínum tíma, jafnvel þótt Búnaðarbanki Íslands hf. hafi tekið við rekstri og starfsemi bankans og hann verið lagður niður skv. 3. gr. laga nr. 50/1997. Í lögunum er ekki tekið af skarið í þessu efni, en í 2. mgr. 1. gr. þeirra segir orðrétt: "Ríkissjóður leggur allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar hvors ríkisviðskiptabanka um sig til hlutafélaganna." Með hliðsjón af þessu orðalagi verður að skýra ákvæðið rúmt, þ. á m. hlýtur það að taka til þeirra skuldbindinga sem hvíldu á ríkisviðskiptabönkunum tveimur, þ.e. Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands, samkvæmt fyrirmælum í lögum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. og 3. mgr. 10. gr. laganna, er sem fyrr segir mælt fyrir um þá meginreglu að veita skuli almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum stjórnvalda. Í 2. mgr. 24. gr. laganna er ennfremur kveðið á um það að ákvæði þeirra gildi um öll gögn án tillits til þess hvenær þau urðu til eða hvenær þau hafa borist stjórnvöldum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eins og að framan greinir taka upplýsingalög almennt ekki til einkaaðila, þ. á m. hlutafélaga. Ef starfsemi yrði færð frá einkaaðilum til stofnana eða fyrirtækja hins opinbera yrðu gögn í vörslum slíkra aðila ekki felld undir ákvæði laganna. Með sama hætti er eðlilegt að skýra upplýsingalög svo, með vísun til 1. mgr. 3. gr. og 2. mgr. 24. gr. þeirra, að sé starfsemi færð frá stjórnvöldum í skilningi laganna til einkaaðila taki lögin eftir sem áður til þeirra gagna sem voru í vörslum hinna opinberu aðila.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að aðgangur að minnisbókum þeim, sem til eru í vörslum Búnaðarbanka Íslands hf. um afnot af íbúð bankans í Lundúnum til og með 31. desember 1997, falli undir upplýsingalög. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. laganna er því skylt að veita almenningi aðgang að þeim með þeim takmörkunum sem í 4.-6. gr. þeirra greinir.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">5.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Búnaðarbanki Íslands hf. hefur m.a. stutt synjun sína um að veita kæranda aðgang að minnisbókunum þeim rökum að þær hafi að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga. Þótt upplýsingar um dvalarstað manna séu almennt séð þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt er það álit úrskurðarnefndar, m.a. með hliðsjón af athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga á sínum tíma, að upplýsingar um endurgjaldslaus afnot af íbúðum í eigu hins opinbera séu ekki þess eðlis. Af þeim sökum verða hinar umbeðnu upplýsingar ekki felldar undir 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Bankinn hefur einnig rökstutt synjun sína með því að í minnisbókunum sé að finna upplýsingar um viðskipti hans sem séu þess eðlis að almenn vitneskja um þær geti skaðað viðskiptahagsmuni hans sbr. 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd telur að upplýsingar um ferðir bankastjóra og annarra starfsmanna bankans geti verið þess konar að það gæti skaðað mikilvæga almannahagsmuni í skilningi hins tilvitnaða ákvæðis ef þær væru á almanna vitorði. Nefndin lítur hins svo á að af hálfu bankans hafi ekki verið færð fyrir því haldbær rök að þær tilteknu upplýsingar, sem er að finna í minnisbókunum, muni skaða viðskiptahagsmuni bankans eða samkeppnisstöðu hans.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þá verður ekki séð að sérstök ákvæði um þagnarskyldu standi í vegi fyrir því að kæranda verði veittur aðgangur að minnisbókunum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með skírskotun til alls þess, sem að framan segir, er það niðurstaða úrskurðarnefndar að Búnaðarbanka Íslands hf. sé skylt að veita kæranda aðgang að þeim minnisbókum sem til eru í vörslum bankans og hafa að geyma upplýsingar um afnot af íbúð hans í Lundúnum til og með 31. desember 1997. Í úrskurði þessum er ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að öðrum upplýsingum sem þar kann að vera að finna.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Búnaðarbanka Íslands hf. er skylt að veita kæranda, [...], aðgang að minnisbókum, sem til eru í vörslum bankans, að því leyti sem þær hafa að geyma upplýsingar um afnot af íbúð hans í Lundúnum til og með 31. desember 1997.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
53/1998 Úrskurður frá 7. ágúst 1998 í málinu nr. A-53/1998 | Kærð var synjun Búnaðarbanka Íslands hf. um að veita upplýsingar um laxveiðiferðir stjórnenda Búnaðarbanka Íslands. Gildissvið upplýsingalaga. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart starfsemi sem færð hefur verið úr opinberu í einkaréttarlegt rekstrarumhverfi. Skylda til skráningar mála og varðveislu málsgagna. Fyrirliggjandi gögn. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 7. ágúst 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-53/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 2. júlí sl., kærði [...], blaðamaður [...], synjun Búnaðarbanka Íslands hf., dagsetta 1. júlí sl., um að veita honum nánar tilgreindar upplýsingar um laxveiðiferðir stjórnenda Búnaðarbanka Íslands á tímabilinu 1. janúar 1991 til og með 31. desember 1997.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 15. júlí sl., var kæran kynnt Búnaðarbanka Íslands hf. og bankanum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 24. júlí sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögn bankans kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru, þ. á m. hvort þær hefðu verið teknar saman í eitt eða fleiri skjöl eða þeim safnað saman á annan hátt. Ef svo væri, var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té sem trúnaðarmál ljósrit eða afrit af þeim skjölum eða gögnum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 24. júlí sl. barst umsögn [...] hrl., f.h. Búnaðarbanka Íslands hf., dagsett sama dag. Í umsögn þessari færði umboðsmaður bankans rök fyrir því að upplýsingalög nr. 50/1996 tækju ekki til upplýsinga um Búnaðarbanka Íslands. Taldi hann brýnt að leyst yrði úr því álitaefni áður en fjallað yrði frekar um rétt kæranda til þess að fá aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum. Þar eð engin svör bárust við fyrrgreindum fyrirspurnum úrskurðarnefndar voru þær ítrekaðar með bréfi nefndarinnar til umboðsmanns bankans, dagsettu 27. júlí sl. , og frestur til að svara þeim framlengdur til kl. 16.00 hinn 30. júlí sl. Að beiðni umboðsmanns bankans var sá frestur enn framlengdur til 4. ágúst sl. og barst svarbréf hans þann dag.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru þau að með bréfi til Búnaðarbanka Íslands hf., dagsettu 18. júní sl., óskaði kærandi, með vísun til upplýsingalaga, eftirgreindra upplýsinga frá bankanum:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">"1) Upplýsinga um laxveiðiferðir bankastjóra, bankaráðsmanna og aðstoðarbankastjóra á tímabilinu 1. janúar 1991 til 1. janúar 1998 þ.e. fram að þeim tíma þegar rekstrarformi bankans er breytt í hlutafélagsform og hann hættir að falla undir gildissvið upplýsingalaga. Er upplýsinganna óskað sundurliðaðra eftir því hverjir fóru í hverja ferð og hverjir áfangastaðirnir voru.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">2) Allra gagna um afstöðu bankaráðs til greindra ferða á sama tíma, þ. á m. samþykktir þess.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">3) Upplýsinga um athugasemdir endurskoðenda og bankaráðs við laxveiðiferðir á ofangreindu tímabili."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi bankastjórnar til kæranda, dagsettu 1. júlí 1998, var beiðni hans synjað á þeim grundvelli að félög einkaréttarlegs eðlis, eins og Búnaðarbanki Íslands hf., féllu ekki undir upplýsingalög. Í umsögn umboðsmanns bankans til úrskurðarnefndar, dagsettri 24. júlí sl., eru færð frekari rök fyrir þessari afstöðu bankastjórnar. Þar er því ennfremur haldið fram að að Búnaðarbanki Íslands hafi verið einkaaðili í skilningi laganna og því ekki fallið undir þau.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í svarbréfi umboðsmanns Búnaðarbanka Íslands hf. til úrskurðarnefndar, dagsettu 4. ágúst sl., kemur fram að engin gögn í skilningi 3. gr. upplýsingalaga liggi fyrir hjá bankanum sem hafi að geyma hinar umbeðnu upplýsingar. Í bréfinu segir að bankastjórar Búnaðarbanka Íslands hafi tekið ákvarðanir um rekstur bankans og þar með um einstakar laxveiðiferðir á vegum hans. Ekkert sé bókað í fundargerðum bankaráðs um laxveiðiferðir á því tímabili, sem beiðni kæranda taki til, og engra annarra gagna njóti við um afstöðu ráðsins til þeirra. Sama eigi við um endurskoðendur bankans, enda hafi þeir engar athugasemdir gert við þessar ferðir.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Búnaðarbanki Íslands starfaði sem ríkisviðskiptabanki á því tímabili, sem beiðni kæranda tekur til, þ.e. á tímabilinu 1. janúar 1991 til og með 31. desember 1997. Búnaðarbanki Íslands hf. var stofnaður á grundvelli laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Tók bankinn við rekstri og starfsemi Búnaðarbanka Íslands 1. janúar 1998.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Lög nr. 86/1985 um viðskiptabanka, sem í gildi voru 1. janúar 1991, gerðu skýran greinarmun á ríkisviðskiptabönkum og hlutafélagsbönkum. Í 1. og 2. gr. laganna voru ríkisviðskiptabankar skilgreindir sem sjálfstæðar stofnanir í eigu ríkisins. Ekki hefur verið gerð nein breyting á eignaraðild og rekstrarformi ríkisviðskiptabanka síðan, sbr. 1. og 8. gr. laga nr. 43/1993 og 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga." Ákvæði þetta er m.a. skýrt svo í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga: "Öfugt við stjórnsýslulög er ekki gerður neinn greinarmunur á því hvers eðlis sú starfsemi er sem stjórnvöld hafa með höndum. Lögin taka því ekki einvörðungu til þess þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna, sbr. 1. gr. stjórnsýslulaga, heldur og til hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerðar og annarrar starfsemi." Í samræmi við hið víðtæka gildissvið upplýsingalaga er gert ráð fyrir því í 3. tölul. 6. gr. laganna að heimilt sé "að takmarka aðgang almennings að gögnum, þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um "viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra".</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með vísun til þess, sem að framan segir, leikur enginn vafi á því að Búnaðarbanki Íslands féll sem ríkisviðskiptabanki undir upplýsingalög á tímabilinu 1. janúar 1991 til og með 31. desember 1997. Með gagnályktun frá 1. gr. laganna er jafn ljóst að þau ná ekki til Búnaðarbanka Íslands hf. enda hefur bankinn ekki með höndum starfsemi sem vísað er til í 2. mgr. 1. gr. þeirra.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Álitamál er hvort ákvæði upplýsingalaga gildi um þau skjöl og önnur gögn, sem voru í vörslum Búnaðarbanka Íslands á sínum tíma, jafnvel þótt Búnaðarbanki Íslands hf. hafi tekið við rekstri og starfsemi bankans og hann verið lagður niður skv. 3. gr. laga nr. 50/1997. Í lögunum er ekki tekið af skarið í þessu efni, en í 2. mgr. 1. gr. þeirra segir orðrétt: "Ríkissjóður leggur allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar hvors ríkisviðskiptabanka um sig til hlutafélaganna." Með hliðsjón af þessu orðalagi verður að skýra ákvæðið rúmt, þ. á m. hlýtur það að taka til þeirra skuldbindinga sem hvíldu á ríkisviðskiptabönkunum tveimur, þ.e. Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands, samkvæmt fyrirmælum í lögum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. og 3. mgr. 10. gr. laganna, er mælt fyrir um þá meginreglu að veita skuli almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum stjórnvalda. Í 2. mgr. 24. gr. laganna er ennfremur kveðið á um það að ákvæði þeirra gildi um öll gögn án tillits til þess hvenær þau urðu til eða hvenær þau hafa borist stjórnvöldum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eins og að framan greinir taka upplýsingalög almennt ekki til einkaaðila, þ. á m. hlutafélaga. Ef starfsemi yrði færð frá einkaaðilum til stofnana eða fyrirtækja hins opinbera yrðu gögn í vörslum slíkra aðila ekki felld undir ákvæði laganna. Með sama hætti er eðlilegt að skýra upplýsingalög svo, með vísun til 1. mgr. 3. gr. og 2. mgr. 24. gr. þeirra, að sé starfsemi færð frá stjórnvöldum í skilningi laganna til einkaaðila taki lögin eftir sem áður til þeirra gagna sem voru í vörslum hinna opinberu aðila.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarnefnd lítur því svo á að Búnaðarbanka Íslands hf. sé skylt að varðveita gögn, sem voru í vörslum Búnaðarbanka Íslands, þannig að þau séu aðgengileg, sbr. 1. mgr. 22. gr. upplýsingalaga. Jafnframt sé bankanum skv. 1. mgr. 3. gr. laganna skylt að veita almenningi aðgang að þessum gögnum, sé þess óskað, með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna.</FONT><BR><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í svarbréfi umboðsmanns Búnaðarbanka Íslands hf., dagsettu 4. ágúst sl., er sérstaklega tekið fram að ekki séu til nein gögn í vörslum bankans frá því tímabili, sem beiðni kæranda tekur til, með þeim upplýsingum sem hann hefur óskað eftir. Úrskurðarnefnd hefur áður skýrt 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga svo að ekki sé skylt, á grundvelli laganna, að taka sérstaklega saman upplýsingar, sem óskað er eftir, heldur beri einungis að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum. Af þeim sökum ber að staðfesta synjun Búnaðarbanka Íslands hf. um að veita kæranda umbeðnar upplýsingar.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Staðfest er synjun Búnaðarbanka Íslands hf. um að veita kæranda, [...], upplýsingar um laxveiðiferðir stjórnenda Búnaðarbanka Íslands á tímabilinu 1. janúar 1991 til og með 31. desember 1997.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
52/1998 Úrskurður frá 16. júlí 1998 í málinu nr. A-52/1998 | Kærð var synjun Fangelsismálastofnunar ríkisins um að veita aðgang að gögnum um meðferð á umsókn kæranda um að fá að afplána hluta af fangelsisrefsingu með vistun utan fangelsis. Kærandi aðili að stjórnsýslumáli. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Kæruheimild. Frávísun. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 16. júlí 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-52/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 10. júní sl., kærði [...] synjun Fangelsismálastofnunar ríkisins, dagsetta 4. júní sl., um að veita honum aðgang að gögnum er varða meðferð á umsókn hans um að fá að afplána hluta af fangelsisrefsingu með vistun hjá félagasamtökunum Vernd.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eins og mál þetta er vaxið taldi nefndin ekki ástæðu til þess að leita umsagnar Fangelsismálastofnunar, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru þau að kærandi fór fram á, með bréfi til Fangelsismálastofnunar ríkisins, dagsettu 26. maí sl., að fá afrit af þeim hluta fundargerðar af fundi fulltrúa stofnunarinnar og félagasamtakanna Verndar þar sem fjallað er um umsókn hans um að fá að afplána hluta af fangelsisrefsingu með vistun hjá Vernd. Fangelsismálastofnun synjaði beiðni hans með bréfi, dagsettu 4. júní sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sú synjun var kærð til úrskurðarnefndar með bréfi kæranda, dagsettu 10. júní sl. Með bréfi, dagsettu 26. júní sl., tilkynnti nefndin honum að ekki yrði í fljótu bragði séð að synjunin yrði kærð til nefndarinnar, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Með vísun til þess var kærandi beðinn um að staðfesta fyrir 7. júlí sl. ef hann kysi að halda máli þessu áfram. Það gerði hann með bréfi, dagsettu 3. júlí sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Kærandi hefur fært frekari rök fyrir kæru sinni. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Mál það, sem hér er til úrlausnar, lýtur að beiðni kæranda um aðgang að skjali þar sem fjallað er um umsókn hans um að fá að afplána hluta af fangelsisrefsingu með vistun utan fangelsis. Synjun Fangelsismálastofnunar ríkisins á þeirri umsókn felur í sér ákvörðun um réttindi kæranda og skyldur og telst því ótvírætt stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Þar eð kærandi er aðili að því stjórnsýslumáli á hann rétt á því að kynna sér skjöl og önnur gögn, er málið varða, á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga nema undantekningarákvæðin í 16. og 17. gr. laganna eigi við.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Þar af leiðandi verður synjun Fangelsismálastofnunar um að veita kæranda aðgang að hluta fundargerðar af fundi fulltrúa stofnunarinnar og félagasamtakanna Verndar, þar sem fjallað er um fyrrgreinda umsókn hans, ekki kærð til úrskurðarnefndar skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því að vísa máli þessu frá nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Kæru [...] á hendur Fangelsismálastofnun ríkisins er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
51/1998 Úrskurður frá 11. júlí 1998 í málinu nr. A-51/1998 | Kærð var synjun Landsbanka Íslands hf. um að veita aðgang að hluta af skýrslu lögmanns um réttarstöðu fyrrverandi bankastjóra bankans. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 11. júlí 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-51/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 16. júní sl., kærði [...] synjun bankaráðs Landsbanka Íslands hf. dagsettri sama dag um að veita honum aðgang að tilteknum kafla í skýrslu [A] dagsettri 27. maí sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 22. júní sl. var kæran kynnt bankaráðinu og frestur veittur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 12.00 hinn 30. júní sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrði látið í té afrit af skýrslunni í heild sem trúnaðarmál. Frestur þessi var framlengdur að ósk lögmanns bankaráðsins og barst nefndinni, þann 5. júlí sl., umsögn [A] hrl. f.h. þess, dagsett 3. júlí sl. ásamt skýrslunni eins og hún hafði verið send kæranda.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson formaður og Elín Hirst viku sæti í máli þessu. Í þeirra stað tóku varamennirnir Ólafur E. Friðriksson og Sif Konráðsdóttir sæti í nefndinni.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru þau að með bréfi, dagsettu 16. júní sl., fór kærandi þess á leit við bankaráð Landsbanka Íslands hf. að honum yrði látinn í té brottfelldur kafli í skýrslu [A] hrl., dagsettri 27. maí 1998, sem unnin var fyrir bankaráðið og birt hafði verið að öðru leyti. Í kærunni kemur fram að á bankaráðsfundi, sem haldinn var 11. júní sl. hafi verið ákveðið að fella kaflann úr skýrslunni með vísan til 43. gr. laga nr. 113/1996. Með bréfi [A] hrl. f.h. bankaráðsins, dagsettu 16. júní sl., til kæranda var erindinu synjað þar sem tekið var fram að upplýsingalög nr. 50/1996 ættu ekki við um tilvikið.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn sama aðila til úrskurðarnefndar, dagsettri 3. júlí sl., var þessi afstaða bankaráðs ítrekuð. Er þar vísað til 1. gr. upplýsingalaga og talið að greinin eigi ekki við þar sem rekstur viðskiptabanka verði ekki undir nokkrum kringumstæðum talinn stjórnsýsla. Eignarhald eða rekstrarform banka geti þar engu máli skipt. Í þeim kafla sem felldur hafi verið úr skýrslunni, þegar hún var birt opinberlega, hafi verið að finna efni sem þagnarskylt væri, skv. 43. gr. laga um viðskiptabanka og sparisjóði nr. 113/1996. Þau lög gildi um banka án tillits til eignarhalds eða rekstrarforms. Því beri að vísa frá kærunni. Þá er talið óskylt og raunar óheimilt að verða við ósk nefndarinnar um að fá í hendur afrit af skýrslunni óstyttri.</FONT><BR><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, er ákvæði þetta skýrt svo að lögin gildi almennt "ekki um einkaaðila, en undir hugtakið "einkaaðilar" falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu". Frá meginreglu 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga er þó gerð sú undantekning í 2. mgr. sömu greinar, að gildissvið laganna nái einnig til einkaaðila "að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 1. janúar 1998 tók Landsbanki Íslands hf. við rekstri og starfsemi Landsbanka Íslands, sbr. 3. gr. laga nr. 50 /1997, um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Hlutverk Landsbanka Íslands hf. er að hafa á hendi þá starfsemi sem viðskiptabönkum er heimil samkvæmt lögum. Allt hlutafé Landsbanka Íslands hf. er í eigu ríkissjóðs, sbr. 5. gr. laganna, og fer viðskiptaráðherra með eignarhlut ríkisins í bankanum.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt framansögðu taka upplýsingalög hvorki til Landsbanka Íslands hf. sem einkaaðila né heldur til þeirrar starfsemi, sem bankinn hefur með höndum og lýst er hér að framan, en beiðni kæranda lýtur að þeirri starfsemi. Umrædd skýrsla [A] hrl. er unnin að beiðni bankaráðs Landsbanka Íslands hf. og varðar réttarstöðu fyrrverandi bankastjóra hlutafélagsins. Ber þegar af þeirri ástæðu að vísa framkominni kæru á hendur fyrirtækinu frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Kæru [...] á hendur bankaráði Landsbanka Íslands hf. er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR> |
50/1998 Úrskurður frá 26. júní 1998 í málinu nr. A-50/1998 | Kærð var synjun heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytisins um að veita aðgangað tveimur lögfræðiálitum sem hafði verið aflað við undirbúning nýrrar lyfjalöggjafar. Fyrirliggjandi gögn. Bréfaskipti við sérfræðinga til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Aðgangur veittur. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 26. júní 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-50/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 4. júní sl., kærði [...] hrl. synjun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, dagsetta 5. maí sl., um að veita henni aðgang að tveimur lögfræðiálitum sem ráðuneytið hefði aflað við undirbúning nýrrar lyfjalöggjafar. Nánar tiltekið væri um að ræða álitsgerð [A] hrl. annars vegar og álitsgerð ríkislögmanns hins vegar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 11. júní sl., var kæran kynnt heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og því gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 12.00 hinn 16. júní sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrðu látin í té afrit umbeðinna álitsgerða sem trúnaðarmál innan sama frests.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Umsögn ráðuneytisins, dagsett 16. júní sl., barst ásamt álitsgerð [A], dagsettri 1. desember 1992, innan tilskilins frests.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þau að með bréfi til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, dagsettu 12. mars sl., fór kærandi fram á, með vísun til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að fá aðgang að lögfræðiálitsgerðum sem gerðar hefðu verið í tengslum við undirbúning nýrrar lyfjalöggjafar hér á landi. Í bréfinu segir ennfremur: "Um er að ræða a.m.k. lögfræðiálit [A] hrl. annars vegar og ríkislögmanns hins vegar um tiltekin álitaefni í tengslum við að einkaréttur lyfsala yrði hugsanlega felldur niður með hinum nýju lögum." Erindi þetta ítrekaði kærandi við ráðuneytið með bréfi, dagsettu 27. mars sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til kæranda, dagsettu 5. maí sl., synjaði ráðuneytið henni um aðgang að álitsgerð [...] hrl. á grundvelli 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Álitsgerðin fjallar um hugsanlegan bótarétt lyfsala úr hendi ríkissjóðs og/eða Lyfsölusjóðs við fyrirhugaða breytingu á fyrirkomulagi lyfjasölu á Íslandi. Í bréfi ráðuneytisins er jafnframt tekið fram að umbeðið álit ríkislögmanns hafi ekki fundist í skjalavörslu þess.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í kæru til úrskurðarnefndar, dagsettri 4. júní sl., vísar kærandi framangreindum rökstuðningi ráðuneytisins á bug. Það hafi aflað álitsgerðanna í tengslum við undirbúning nýrrar lyfjalöggjafar, m.a. til að leggja mat á stöðu ríkisins vegna fyrirhugaðs afnáms einkaréttar í lyfsölu. Því verði ekki séð að undanþága 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga eigi við um þær þar eð þeirra hafi hvorki verið aflað í tengslum við dómsmál né til að meta hvort dómsmál skyldi höfða af hálfu ráðuneytisins.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn ráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 16. júní sl., segir að skilja beri undanþágu 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga svo að hún nái einnig til þess ef stjórnvöld eiga yfir höfði sér málshöfðun, enda eigi það ekki að hafa þýðingu hvort stjórnvald sé sóknar- eða varnarmegin í dómsmáli. Telur ráðuneytið sérstaka ástæðu til að ætla að málshöfðun kunni að vera yfirvofandi "í ljósi fjölmargra málaferla lyfsala gegn íslenska ríkinu og heilbrigðisyfirvöldum vegna nýrrar lyfjalöggjafar", eins og orðrétt segir í umsögn þess. Í umsögninni er áréttað að umbeðið álit ríkislögmanns hafi ekki fundist í skjalavörslu ráðuneytisins. Óvíst sé um tilvist þess og þær upplýsingar hafi fengist hjá embætti ríkislögmanns að það sé þar ekki að finna.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Upplýst er af hálfu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins að álitsgerð ríkislögmanns, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, fyrirfinnist ekki í vörslum þess. Þar eð ekki er ástæða til að draga þessa staðhæfingu ráðuneytisins í efa eru ekki efni til þess að fjalla frekar um kröfu kæranda um aðgang að því skjali, sbr. 3. gr. og 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 2. tölul. 4. gr. laganna er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til "bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Síðastnefnt ákvæði felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum og ber því að skýra það þröngt. Í samræmi við það segir svo um ákvæðið í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga: "Að baki undanþágu 2. tölul. býr það sjónarmið að hið opinbera, á sama hátt og hver annar aðili að dómsmáli, geti leitað ráðgjafar sérfróðra aðila án þess að þær upplýsingar, sem þannig er aflað, komist til vitundar gagnaðila. Undanþágunni verður aðeins beitt um gögn sem verða til eða aflað er gagngert í þessu skyni og tekur því t.d. ekki til álitsgerða eða skýrslna sérfræðinga sem aflað er við meðferð stjórnsýslumála almennt."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Fyrir liggur að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið aflaði álitsgerðar [...] hrl. síðla árs 1992 í tengslum við samningu frumvarps til lyfjalaga þar sem gert var ráð fyrir veigamiklum breytingum á núverandi lyfjasölu í landinu. Frumvarp þetta var síðar samþykkt, með nokkrum breytingum, sem lyfjalög nr. 93/1994.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þótt í álitsgerðinni sé fjallað um hugsanlegan bótarétt lyfsala úr hendi ríkissjóðs og/eða Lyfsölusjóðs vegna þeirra breytinga, sem frumvarpið gerði ráð fyrir og nú hafa verið lögfestar, a.m.k. í meginatriðum, var umrædds álits ekki aflað í tengslum við tiltekið dómsmál. Af þeim sökum fellur það ekki undir undantekningarákvæðið í 2. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Ber ráðuneytinu því að veita kæranda aðgang að álitsgerðinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu er skylt að veita kæranda, [...] hrl., aðgang að álitsgerð [A] hrl. sem dagsett er 1. desember 1992.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
49/1998 Úrskurður frá 26. júní 1998 í málinu nr. A-49/1998 | Kærð var synjun sýslumanns um að veita aðgang að lögregluskýrslu vegna ætlaðs húsbrots og eignaspjalla. Rannsókn eða saksókn í opinberu máli. Gildissvið upplýsingalaga. Kæruheimild. Frávísun. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 26. júní 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-49/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 21. maí sl., kærði [...] hdl., f.h. [A], til heimilis að [L]götu [...] á [...], synjun sýslumannsins á Siglufirði, dagsetta 30. apríl sl., um að veita honum aðgang að lögregluskýrslu sem tekin var af [B] 9. janúar sl. vegna ætlaðs húsbrots og eignaspjalla af hennar hálfu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 11. júní sl., var kæran kynnt sýslumanni og honum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 12.00 hinn 16. júní sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefnd yrði látið í té afrit umbeðinnar skýrslu sem trúnaðarmál innan sama frests.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Svar sýslumanns, dagsett 12. júní sl., barst ásamt umræddri skýrslu innan tilskilins frests.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess þau að kærandi lagði 7. janúar sl. fram kæru hjá sýslumanninum á Siglufirði á hendur [B] fyrir húsbrot og eignaspjöll á lögheimili þeirra að [L]götu [...] á [...]. Með bréfi, dagsettu 22. janúar sl., tilkynnti sýslumaður kæranda að hann hefði fallið frá saksókn gegn [B] með vísun til a- og f-liðar 2. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Með bréfi til sýslumanns, dagsettu 30. janúar sl., fór umboðsmaður kæranda fram á að fá aðgang að öllum gögnum málsins til að unnt væri að taka afstöðu til þess hvort ákvörðun hans um niðurfellingu saksóknar yrði kærð til ríkissaksóknara. Beiðni þessari var hafnað með bréfi sýslumanns til umboðsmanns kæranda, dagsettu 2. febrúar sl., með vísun til þess að lög nr. 19/1991 hefðu ekki að geyma heimildir til að veita aðgang að gögnunum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 5. febrúar sl., kærði umboðsmaður kæranda ákvörðun sýslumanns um niðurfellingu saksóknar til ríkissaksóknara. Í því bréfi er jafnframt fundið að því að sýslumaður hafi hafnað beiðni um aðgang að gögnum málsins og þess óskað að ríkissaksóknari hlutist til um að útvega þau. Ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun sýslumanns um niðurfellingu saksóknar og tilkynnti umboðsmanni kæranda þá ákvörðun með bréfi, dagsettu 9. mars sl. Í niðurlagi bréfsins segir: "Mál þetta sætir ekki frekari meðferð samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Um aðgang að gögnum málsins fer þá eftir ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og upplýsingalaga nr. 50/1996."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í framhaldi af því endurnýjaði umboðsmaður kæranda beiðni um aðgang að umræddum gögnum með bréfi til sýslumanns, dagsettu 23. mars sl. Sýslumaður framsendi beiðnina til ríkissaksóknara með vísun til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga og 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Með bréfi ríkissaksóknara til sýslumanns, dagsettu 17. apríl sl., er áréttað að sýslumaður fari með ákæruvald í málinu og um aðgang að gögnum þess fari eftir stjórnsýslulögum og upplýsingalögum. Það sé því á valdi sýslumanns að fjalla um aðgang að gögnunum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í bréfi sýslumanns til umboðsmanns kæranda, dagsettu 30. apríl sl., kemur fram að hann telji kæranda ekki eiga rétt til aðgangs að gögnum málsins á grundvelli stjórnsýslulaga eða upplýsingalaga. Þrátt fyrir það þyki eðlilegt að veita kæranda aðgang að öðrum málsgögnum en skýrslu kærðu, [B].</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar, þ. á m. færir umboðsmaður kæranda rök fyrir því að hann hafi ríka hagsmuni af því að fá aðgang að hinni umbeðnu skýrslu í kæru til úrskurðarnefndar, dagsettri 21. maí sl. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en nefndin hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Eins og lýst er hér að framan bar kærandi fram kæru á hendur [B] fyrir ætlað húsbrot og eignaspjöll, sbr. 231. og 257. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Snýst kærumál þetta um það hvort kærandi eigi rétt á að fá aðgang að skýrslu sem kærða [B] gaf hjá lögreglu um þær sakargiftir.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í niðurlagi 1. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin gildi ekki "um rannsókn eða saksókn í opinberu máli". Þegar af þeirri ástæðu verður synjun um aðgang að hinni umbeðnu skýrslu ekki kærð til úrskurðarnefndar, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því að vísa máli þessu frá nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Kæru [A] á hendur sýslumanninum á Siglufirði er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
48/1998 Úrskurður frá 22. júní 1998 í málinu nr. A-48/1998 | Kærð var synjun Tryggingastofnunar ríkisins um að veita upplýsingar um greiðslur stofnunarinnar til einstakra lyfjabúða og um innbyrðis stærðarhlutföll þeirra, á tilteknu tímabili. Gögn í skilningi upplýsingalaga. Samkeppni. Mikilvægir viðskiptahagsmunir fyrirtækja eða annarra lögaðila. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 22. júní 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-48/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 22. maí sl., kærði [...], til heimilis að [...], synjun Tryggingastofnunar ríkisins, dagsetta 19. maí sl., um að veita honum upplýsingar um greiðslur stofnunarinnar til einstakra lyfjabúða á fyrstu ársfjórðungum áranna 1996 og 1998 og jafnframt upplýsingar "um innbyrðis stærðarhlutföll einstakra lyfjabúða, reiknuð út frá þessum fjárhæðum".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 10. júní sl., var kæran kynnt Tryggingastofnun og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 12.00 hinn 16. júní sl. Jafnframt var þess óskað að upplýst yrði með hvaða hætti umbeðnar upplýsingar væru varðveittar hjá stofnuninni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Svar Tryggingastofnunar, dagsett 16. júní sl., barst með símbréfi innan tilskilins frests.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með símbréfi til forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, dagsettu 8. maí sl., fór kærandi fram á, með vísun til upplýsingalaga nr. 50/1996, að fá eftirgreindar upplýsingar: "Greiðslur til einstakra apóteka fyrstu þrjá mánuði ársins 1998 og sömu upplýsingar fyrstu þrjá mánuði ársins 1996 til samanburðar. Ef ekki er unnt að veita upplýsingar um fjárhæðir, óska ég eftir upplýsingum um innbyrðis stærðarhlutföll einstakra lyfjabúða, reiknuð út frá þessum fjárhæðum, á umræddu tímabili."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Tryggingastofnun synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 19. maí sl. Í bréfinu kemur fram að um sé að ræða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnisstöðu apóteka, sem væru til þess fallnar að valda apótekunum tjóni, ef aðgangur yrði veittur að þeim. Að áliti stofnunarinnar eiga því hinar umbeðnu upplýsingar að vera undanþegnar upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Tryggingastofnunar til úrskurðarnefndar, dagsettri 16. júní sl., segir að upplýsingarnar séu "varðveittar í Excel-skrá hjá lyfjamálasviði sjúkratryggingadeildar og í BÁR-kerfi í bókhaldsdeild stofnunarinnar."</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Kærandi hefur fært frekari rök fyrir kæru sinni. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 2. mgr. 3. gr. er ennfremur svo fyrir mælt að réttur til aðgangs að gögnum nái til allra skjala og annarra gagna, sem mál varða, þ. á m. til gagna, sem vistuð eru í tölvu, sbr. niðurlag 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Fyrir liggur að hinar umbeðnu upplýsingar eru varðveittar í einu lagi í tölvukerfi Tryggingastofnunar ríkisins. Samkvæmt framansögðu er stofnuninni þar með skylt að veita kæranda aðgang að þeim nema einhver af undantekningunum í 4.-6. gr. upplýsingalaga eigi við.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, þar sem kveðið er á um markmið laganna, segir að meginmarkmið þeirra sé "að tryggja landsmönnum nægilegt framboð á nauðsynlegum lyfjum með sem hagkvæmastri dreifingu þeirra á grundvelli eðlilegrar samkeppni". Í samræmi við þetta ákvæði ríkir nú frjáls samkeppni milli lyfjabúða, innan þeirra marka sem mælt er fyrir um í lyfjalögum og samkeppnislögum nr. 8/1993.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt IV. kafla laga nr. 117/1993 um almannatryggingar tekur ríkið þátt í nauðsynlegum lyfjakostnaði þeirra sem sjúkratryggðir eru. Þar eð hlutdeild ríkisins í lyfjakostnaði er veruleg innir Tryggingastofnun ríkisins af hendi háar fjárhæðir til lyfjabúða á ári hverju. Af þeim greiðslum má ráða hver sé markaðshlutdeild hverrar lyfjabúðar í sölu lyfja á þeim tíma sem þær taka til.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga er niðurlag þessa ákvæðis skýrt svo að með því sé m.a. átt við "viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu" fyrirtækja og annarra lögaðila.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með skírskotun til þess, sem að framan segir, er það álit úrskurðarnefndar að það kynni að skaða mikilvæga viðskiptahagsmuni þeirra, sem eiga og reka lyfjabúðir, ef upplýsingar um greiðslur Tryggingastofnunar til þeirra væru á hverjum tíma á almanna vitorði. Af þeim sökum ber að staðfesta þá ákvörðun stofnunarinnar að synja kæranda um aðgang að þessum upplýsingum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Staðfest er sú ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins að synja kæranda [...], um aðgang að gögnum, sem hafa að geyma upplýsingar um greiðslur stofnunarinnar til einstakra lyfjabúða á fyrstu ársfjórðungum áranna 1996 og 1998, þ.m.t. upplýsingar "um innbyrðis stærðarhlutföll einstakra lyfjabúða, reiknuð út frá þessum fjárhæðum".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
B-27/1998 Úrlausn frá 2. júní 1998 í málinu nr. B-27/1998 | Kærð var meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að öllum gögnum um svokallað Heiðarfjallsmál eða H-2 svæðið á Heiðarfjalli/Hrolllaugsstaðafjalli í landi Eiðis á Langanesi eða um beiðendur upplýsinganna. Skráning gagna. Málshraði. Tilkynning um ástæður tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta. | <DIV ALIGN=center><P><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrlausn</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Kærð var meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni um aðgang að öllum gögnum um svokallað Heiðarfjallsmál eða H-2 svæðið á Heiðarfjalli/Hrolllaugsstaðafjalli í landi Eiðis á Langanesi eða um beiðendur upplýsinganna. Skráning gagna. Málshraði. Tilkynning um ástæður tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 12. maí 1998, var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál meðferð utanríkisráðuneytisins á beiðni kæranda og fjögurra annarra, dagsettri 1. janúar 1997, um "allar upplýsingar, öll gögn og allar fundargerðir varnarmálanefndar utanríkisráðuneytisins og bandaríska varnarliðsins (The Defense Council) og sömuleiðis öll gögn varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, tímabilið janúar 1953 til desemberloka 1996, sem innihalda einhverjar upplýsingar eða umfjöllun um, s.k. Heiðarfjallsmál eða H-2 svæðið á Heiðarfjalli/Hrolllaugsstaðafjalli í landi Eiðis á Langanesi eða um [beiðendur upplýsinganna]". Með kærunni fylgdu afrit af tveimur bréfum frá utanríkisráðuneytinu, dagsett 20. janúar og 20. mars 1997. Í fyrrnefnda bréfinu kom fram að beiðni þeirra væri til meðferðar í ráðuneytinu en fyrirsjáanlegt væri að úrvinnsla hennar tæki töluverðan tíma þar sem hún krefðist nákvæmrar yfirferðar í skjalasafni ráðuneytisins, en stefnt væri að því að ljúka afgreiðslu hennar innan átta vikna frá dagsetningu bréfsins. Í hinu síðarnefnda kom fram að úrvinnsla vegna beiðninnar hefði tekið lengri tíma en áætlað hefði verið í upphafi og skapaðist það af hinu mikla umfangi gagna er málið varðaði. Meðferð beiðninnar yrði hraðað eftir föngum en þó mætti ætla að hún gæti tekið allt að átta vikur til viðbótar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi úrskurðarnefndar til utanríkisráðuneytisins, dagsettu 22. maí 1998, var athygli ráðuneytisins vakin á 11. og 13. gr. upplýsingalaga og því að rúmlega 16 mánuðir voru þá liðnir frá því að kærandi bar fram beiðni sína án þess að séð yrði að henni hefði verið svarað efnislega. Var því beint til ráðuneytisins að veita úrskurðarnefnd upplýsingar um hvenær og hvernig ráðuneytið hyggðist svara beiðni kæranda fyrir kl. 12.00 á hádegi hinn 28. maí 1998.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Utanríkisráðuneytið svaraði bréfi nefndarinnar með svohljóðandi bréfi, dagsettu 27. maí 1998: "Til viðbótar þeim bréfaskriftum um málið sem tilgreind eru í bréfi kæranda er rétt að fram komi að utanríkisráðuneytið gerði fulltrúa landeiganda nánari grein fyrir meðferð upplýsingabeiðni þeirra með hjálögðu bréfi dags. 3. október sl. Þar er gerð grein fyrir þeirri vinnu er þá hafði verið lögð í söfnun og skráningu gagna er varða Heiðarfjall. Umfang þess verks var slíkt að því varð ekki sinnt meðfram öðrum störfum ráðuneytisins og var því verkefnaráðinn háskólanemi til þess. Eftir að framangreint bréf var sent í október hvarf sá einstaklingur frá verkinu og hefur því ekki verið unnið að því um nokkurt skeið fyrr en nýverið að nýr starfsmaður ráðuneytisins fékk það til úrlausnar. Lausleg áætlun okkar gerir ráð fyrir því að það sem ólokið er af skráningu skjalanna taki 60 til 80 klst. og má því vænta þess að það taki starfsmanninn nokkrar vikur að ljúka verkinu samhliða öðrum störfum sínum. - Þar sem unnið er skráningu gagnanna hefur ekki þótt rétt að hafna beiðni landeigenda með vísan til þess að ekki væri um gögn eins tiltekins máls að ræða og að gögnin væru ekki nægilega tilgreind." Í tilvitnuðu bréfi utanríkisráðuneytisins til kæranda sagði m.a. svo: "Í eldra skjalavistunarkerfi ráðuneytisins er fyrirkomulag skjalavörslu slíkt að þessi gögn eru vistuð á nokkrum mismunandi bréfalyklum innan um önnur óskyld skjöl. Flest skjöl á þessum bréfalyklum varða öryggi og varnir landsins svo og samskipti við erlend ríki þannig að með vísan til upplýsingalaga kemur ekki til álita að veita aðgang að bréfabindum þessara bréfalykla í heild sinni. Engin heildarskrá hefur verið til yfir þau skjöl er málið varða og hefði því verið rétt að hafna upplýsingabeiðninni á þeim grunni að gögn þau er leitað væri eftir væru eigi nægilega tilgreind. - Ráðuneytið tók hins vegar með vísan til 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga þá ákvörðun að láta safna öllum skjölunum saman á einn stað og skrá þau. Eftir að slík skrá er orðin til skapast aðstæður til að afgreiða upplýsingabeiðni landeigenda með tilliti til ákvæða upplýsingalaga. Vegna eðlis málsins má reikna með því að einhver skjöl geti verið undanþegin upplýsingarétti en reynt verður að takmarka slíkt eftir megni. Skjalaleitin og skráningin hefur verið mjög umfangsmikil og eru þegar komnar á þriðja hundrað vinnustundir í það verk. Samantekt skjalanna er lokið og skráning þeirra vel á veg komin. Stefnt er að því að ljúka því verki á næstu vikum og mun þá þegar verða hafist handa við að taka afstöðu til afhendingar einstakra skjala."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í bréfi úrskurðarnefndar til utanríkisráðuneytisins, dagsettu 2. júní 1998, kom fram að nefndin hefði fjallað um kæruna í ljósi bréfs ráðuneytisins frá 27. maí s.á. Síðan sagði: "Úrskurðarnefnd gerir ekki athugasemdir við viðbrögð utanríkisráðuneytisins við beiðni kæranda og fleiri um aðgang að gögnum um svonefnt Heiðarfjallsmál sem dagsett er 1. janúar 1997. Eðlilegt er að það taki nokkuð langan tíma að safna saman gögnum um svo viðamikið mál, ekki síst vegna þess að um er að ræða mikinn fjölda af eldri skjölum sem ekki hafa verið skráð með kerfisbundnum hætti og varðveitt á þann hátt sem nú er fyrir mælt í 22. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Engu að síður er það álit nefndarinnar að það, hve lengi hefur dregist að safna saman umbeðnum gögnum af hálfu ráðuneytisins og þar með að taka afstöðu til beiðni kæranda, brjóti í bága við fyrirmæli 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Að auki hefur ráðuneytið ekki skýrt kæranda frá því hvenær ákvörðunar þess sé að vænta, svo sem boðið er í 1. mgr. 11. gr. upplýsinglaga. - Að þessu athuguðu og með vísun til 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga leggur úrskurðarnefnd hér með fyrir ráðuneytið að ljúka því sem allra fyrst að safna saman hinum umbeðnu gögnum og jafnframt að tilkynna kæranda, án frekari tafar, hvenær ákvörðunar þess sé að vænta þar sem tekin verður afstaða til beiðni hans. - Að gefnu tilefni skal tekið fram að með þessari úrlausn hefur nefndin ekki tekið afstöðu til þess hvort beiðni kæranda samrýmist 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga."</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Afrit þessa bréfs var sent kæranda með svohljóðandi bréfi úrskurðarnefndar, dagsettu 2. júní 1998: "Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur fjallað um kæru yðar og fleiri á hendur utanríkisráðuneytinu frá 24. apríl sl. - Hjálagt sendist yður afrit af bréfi úrskurðarnefndar til utanríkisráðuneytisins, dagsett í dag, svo og afrit af bréfi ráðuneytisins til nefndarinnar, dagsett 27. maí sl. - Úrskurðarnefnd mun ekki hafa frekari afskipti af máli þessu nema það verði kært að nýju eða það borið með öðrum hætti undir nefndina af yðar hálfu eða annarra sem sérstakra hagsmuna hafa að gæta."</FONT><BR> |
47/1998 Úrskurður frá 24. apríl 1998 í málinu nr. A-47/1998 | Kærð var staðfesting dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og á synjun sýslumannsins í Reykjavík um að veita aðgang að gögnum um fjárhag ófjárráða sonar kæranda. Gildissvið upplýsingalaga gagnvart stjórnsýslulögum. Kærandi aðili að stjórnsýslumáli. Kæruheimild. Frávísun. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 24. apríl 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-47/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 30. mars sl., kærði [...] hdl., f.h. [A], til heimilis að [...], staðfestingu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsetta 3. mars sl., á synjun sýslumannsins í Reykjavík, dagsettri 9. desember 1997, um að veita honum, fyrir hönd kæranda, aðgang að gögnum um fjárhag ófjárráða sonar hennar, [B].</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með samhljóða bréfum, dagsettum 7. apríl sl., var kæran kynnt sýslumanninum í Reykjavík og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og þeim veittur frestur til kl. 16.00 hinn 16. apríl sl. til að lýsa viðhorfi sínu til kærunnar. Sérstaklega var þess óskað að stofnanirnar gerðu grein fyrir lagagrundvelli úrlausnar sinnar, þ. á m. hvort afstaða hefði verið tekin til upplýsingaréttar kæranda á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Svar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsett 14. apríl sl., og svar sýslumannsins í Reykjavík, dagsett 16. apríl sl., bárust innan tilskilins frests.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að [B], sonur kæranda, var með dómi Sakadóms Reykjavíkur 2. janúar 1976 sviptur lögræði á grundvelli andlegs vanþroska. Var honum í framhaldi af því skipaður sérstakur lögráðamaður. Þegar hann lét af störfum árið 1982 var [C] skipaður lögráðamaður [B] og fór hann með lögráð hans fram í desember 1997. [D], eiginmaður kæranda og faðir [B], er látinn.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í skjali auðkenndu "Yfirlýsing/umboð", dagsettu 22. janúar 1997, lýsti kærandi yfir þeim vilja sínum að lögráðamaður [B] yrði leystur frá störfum og umboðsmaður hennar skipaður í hans stað. Jafnframt fór hún þess á leit að umboðsmaður hennar fengi, fyrir hennar hönd, aðgang að öllum gögnum um fjármál sonar hennar til að geta endurskoðað fjárhald lögráðamanns hans.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sýslumaðurinn í Reykjavík tók afstöðu til framangreindra óska 4. desember 1997. Var [C] leystur frá störfum sem lögráðamaður [B] og [E] hrl. skipuð lögráðamaður í hans stað. Hins vegar hafnaði sýslumaður að veita umboðsmanni kæranda aðgang að gögnum varðandi fjármál [B] á þeim grundvelli að nýr lögráðamaður myndi taka þau til skoðunar. Ákvarðanir sýslumanns voru tilkynntar umboðsmanni kæranda með bréfi, dagsettu 9. desember 1997.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Umboðsmaður kæranda skaut þessum ákvörðunum sýslumanns til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins með kæru, dagsettri 16. desember 1997, og ítrekaði fyrri kröfur umbjóðanda síns. Með úrskurði, dagsettum 3. mars sl., staðfesti dóms- og kirkjumálaráðuneytið hinar kærðu ákvarðanir. Sú niðurstaða að staðfesta ákvörðunina um að synja kæranda eða umboðsmanni hennar, fyrir hennar hönd, aðgangi að hinum umbeðnu gögnum er studd eftirfarandi rökum í úrskurðinum: "Lögræðislög veita foreldrum eða öðrum ættingjum þeirra sem sviptir hafa verið lögræði, engar heimildir til að fela einstökum umboðsmönnum sínum að rannsaka fjárhald lögráðamanns. Slíkt er lagt í vald yfirlögráðanda."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 30. mars sl., segir að kæran byggist á því að kærandi sé sem nánasti ættingi [B] það nákomin að óheimilt sé að neita henni um aðgang að gögnum er varða hagsmuni hans og fjárhald fyrri lögráðamanns hans. Því beri að lögjafna stöðu hennar við stöðu eiginlegs aðila í skilningi III. kafla upplýsingalaga sem óskar eftir upplýsingum um eigin málefni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn sýslumannsins í Reykjavík til úrskurðarnefndar, dagsettri 16. apríl sl., kemur fram að hvorki eldri lögræðislög nr. 68/1984, sem giltu þegar hin kærða ákvörðun var tekin, né núgildandi lögræðislög nr. 71/1997 víki að því hverjir teljist aðilar máls við þessar aðstæður. Mat um það fari því fram á grundvelli stjórnsýslulaga. Í umsögninni er því hafnað að kærandi hafi slíka stöðu gagnvart málefnum [B]. Þá er tekið þar fram að ekki hafi verið tekin afstaða til upplýsingaréttar kæranda á grundvelli upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 14. apríl sl., segir að engin efni séu til þess að ætla umboðsmönnum aldraðra foreldra nokkurn rétt til afskipta af fjármálum manna þótt þeir hafi verið sviptir fjárræði sínu með dómsúrskurði, á grundvelli lögræðislaga. Jafnframt er því lýst yfir af hálfu ráðuneytisins að ekki hefði verið tekin afstaða til upplýsingaréttar kæranda á grundvelli upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Eins og lýst er hér að framan fer umboðsmaður kæranda fram á, fyrir hennar hönd, að fá aðgang að gögnum í vörslum sýslumannsins í Reykjavík og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um fjárhag ólögráða sonar hennar, [B], og fjárhald fyrrum lögráðamanns hans, [C]. Samhliða því sem óskað var eftir þessum gögnum var þess farið á leit við sýslumann sem yfirlögráðanda, fyrir hönd kæranda, að [C] yrði leystur frá störfum sem lögráðamaður [B]. Sýslumaður tók þessa síðari málaleitan til greina og skipaði [B] annan lögráðamann í stað [C]. Úrskurðarnefnd telur að þessi afskipti yfirlögráðanda af málefnum hins ólögráða manns teljist ótvírætt til eiginlegrar stjórnsýslu og falli þar með undir stjórnsýslulög, eftir því sem við getur átt, sbr. 2. mgr. 1. gr. þeirra laga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Kærandi er sem móðir [B] erfingi hans að lögum skv. 2. mgr. 3. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Samkvæmt því og í ljósi þess, að sýslumaður tók til greina tilmæli hennar um að skipaður lögráðamaður hans yrði leystur frá störfum, verður að líta svo á að hún hafi lögvarinna hagsmuna að gæta í því stjórnsýslumáli, umfram aðra, sbr. til hliðsjónar a- og c-liði 2. mgr. 7. gr., sbr. og 1. mgr. 15. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Telst hún því aðili máls í skilningi stjórnsýslulaga eins og það hugtak er skýrt í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi til þeirra laga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í lögræðislögum er ekki mælt sérstaklega fyrir um aðgang að gögnum í máli eins og því sem hér um ræðir. Þar af leiðandi eiga 15.-17. gr. stjórnsýslulaga við um aðgang kæranda að hinum umbeðnu gögnum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum. Þar af leiðandi verður synjun um aðgang að hinum umbeðnu gögnum ekki kærð til úrskurðarnefndar, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga, og ber því þegar af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Kæru [...] hdl., f.h. [A], á hendur dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og sýslumanninum í Reykjavík er vísað frá úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
40/1998 Úrskurður frá 15. apríl 1998 í málinu nr. A-40/1998 | Kærð var synjun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um að veita aðgang að skýrslu um fjárhagslega aðgreiningu rannsóknarstofa í blóðmeinafræði og meinefnafræði frá öðrum rekstri Landspítala og Borgarspítala. Samkeppnishagsmunir hins opinbera. Mikilvægir almannahagsmunir. Fyrirhugaðar ráðstafanir. Frestur til að hrinda ráðstöfunum í framkvæmd. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 13. febrúar 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-39/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 19. nóvember sl., kærði [...], meðferð og afgreiðslu Reykjavíkurborgar á ýmsum erindum hans. Af bréfinu varð m.a. ráðið að einstakar borgarstofnanir hefðu ekki svarað beiðnum hans í samræmi við 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Að mati úrskurðarnefndar var ekki alveg ljóst hvaða stofnanir þetta væru. Af því tilefni og með vísun til 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 beindi formaður nefndarinnar því til kæranda í bréfi, dagsettu 24. nóvember sl., að gera nánari grein fyrir kæru sinni og tilgreina þá nákvæmlega um hvaða stofnanir væri að ræða, hverra upplýsinga hefði verið óskað og hvenær það hefði verið gert. Í bréfi formanns var jafnframt gerð grein fyrir úrskurðarvaldi nefndarinnar skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og athygli kæranda vakin á því að önnur ágreiningsefni yrðu ekki borin undir nefndina en þau sem undir það féllu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 1. desember 1997, svaraði kærandi bréfinu frá formanni úrskurðarnefndar. Svarbréfinu fylgdu níu tölusett fylgiskjöl, sem kærandi nefndi svo, en hverju fylgiskjali fylgdu fjölmörg gögn til skýringar. Í svarbréfinu vísaði kærandi til fylgiskjalanna og meðfylgjandi gagna, en svaraði fyrrgreindum fyrirspurnum ekki að öðru leyti.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarnefnd fjallaði síðan um hvert þessara fylgiskjala um sig. Að lokinni ítarlegri athugun komst nefndin að þeirri niðurstöðu að þau atriði, sem þar koma fram, væru ekki tæk til kærumeðferðar, að undanskildum þremur atriðum sem gerð verður grein fyrir hér á eftir. Var þessi niðurstaða nefndarinnar tilkynnt kæranda með rökstuddum hætti í bréfi, dagsettu 13. janúar sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Kæruatriði þau, sem úrskurðarnefnd ákvað að taka til frekari meðferðar, voru þessi:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">1) Beiðni kæranda í bréfi til skrifstofustjóra borgarstjórnar, dagsettu 4. apríl 1997, um upplýsingar um svonefnt Kvosarskipulag, þ.e. hversu miklu fjármagni hefði verið varið til þess á tímabilinu 1982-1997 og hvaða höfundar hefðu verið "skráðir á þetta skipulag í gegnum árin".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">2) Beiðni kæranda í bréfi til skrifstofustjóra borgarstjórnar, dagsettu 4. apríl 1997, um aðgang að lista yfir starfsmenn borgarskipulags, borgarverkfræðings, gatnamálastjóra, byggingardeildar og garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">3) Beiðni kæranda í bréfi til borgarlögmanns, dagsettu 5. ágúst 1997, um upplýsingar um hönnun umhverfis og útlits Austurvallar og tillögur um "skipulagsbreytingar á Aðalstræti, næst Túngötu".</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 13. janúar sl., var Reykjavíkurborg tilkynnt að úrskurðarnefnd hefði ákveðið að taka ofangreind atriði til frekari meðferðar. Því var jafnframt beint til borgarinnar að taka afstöðu til umræddra beiðna kæranda eins fljótt og við yrði komið og ekki síðar en 23. janúar sl. Tæki borgin þá ákvörðun að synja kæranda um hinar umbeðnu upplýsingar var henni gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sama frests. Ennfremur var þess óskað að nefndinni yrðu veittar upplýsingar um það á hvaða formi upplýsingarnar væru varðveittar og hvort þeim hefði verið safnað í eitt eða fleiri skjöl eða annars konar gögn. Ef svo væri var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 21. janúar sl. bárust nefndinni ljósrit af svarbréfum frá skrifstofu borgarstjóra, dagsettum 16. og 20. janúar sl., við fyrirspurnum kæranda, sem fram koma í bréfum hans, dagsettum 4. apríl 1997. Hinn 22. janúar barst nefndinni svar borgarlögmanns, dagsett 20. janúar, við fyrirspurn kæranda í bréfi hans dagsettu 5. ágúst 1997.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í ljósi þessara svarbréfa var því beint til kæranda með bréfi, dagsettu 22. janúar sl., að hann gerði úrskurðarnefnd grein fyrir því, fyrir 30. janúar sl., hvort hann kysi að úrskurður yrði upp kveðinn um fyrrgreind kæruatriði. Ef svo væri var þess óskað að skýrt kæmi fram hverjar kröfur hans væru fyrir nefndinni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 30. janúar sl., barst úrskurðarnefnd umsögn kæranda um svör Reykjavíkurborgar. Með bréfi, dagsettu sama dag, til "áfrýjunarnefndar um upplýsingamál" bárust nefndinni jafnframt athugasemdir kæranda við afgreiðslu á þeim atriðum í erindi hans, dagsettu 1. desember 1997, sem nefndin hafði ekki talið tæk til kærumeðferðar og því vísað frá sér með bréfinu, dagsettu 13. janúar sl. Hinn 5. febrúar sl. barst síðan leiðrétt eintak af síðastgreindu bréfi kæranda og er breytingin dagsett 2. febrúar sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Af síðustu bréfum kæranda verður ekki annað ráðið en að hann krefjist úrskurðar um þau þrjú kæruatriði sem að framan eru greind. Að auki verði sá hluti þessa máls, sem vísað var frá með bréfi úrskurðarnefndar, dagsettu 13. janúar sl., tekinn upp að nýju.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tók Sif Konráðsdóttir sæti hans við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Fyrsta kæruatriði.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í bréfi, dagsettu 4. apríl 1997, beindi kærandi m.a. svofelldum fyrirspurnum til skrifstofustjóra borgarstjórnar:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">"Hversu miklu fjármagni hefur verið varið í Kvosarskipulagið á tímabilinu frá 1982-1997?</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Hvaða höfundar hafa verið skráðir á þetta skipulag í gegnum árin?"</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Fyrirspurnum þessum svaraði skrifstofa borgarstjóra sem fyrr segir með bréfi, dagsettu 20. janúar sl., og fylgdi því umsögn borgarskipulags um málið, dagsett 19. janúar sl. Í umsögn borgarskipulags kemur fram að tvær tilgreindar teiknistofur hafi unnið að gerð skipulags fyrir svonefnda Kvos í Reykjavík á tímabilinu 1982-1997, jafnframt því sem látnar eru í té upplýsingar um greiðslur til þeirra frá árinu 1986. Í umsögninni segir ennfremur að upplýsingar um kostnað við skipulagið fyrir þann tíma séu ekki handbærar og liggi "í gömlum bókhaldsgögnum hjá Borgarskjalasafni". Það kosti margra daga vinnu að taka þær upplýsingar saman.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn kæranda um framangreind svör, dagsettri 30. janúar sl., er áreiðanleiki tölulegra upplýsinga frá borgarskipulagi m.a. dreginn í efa. Einnig er því haldið fram að fleiri stofnanir borgarinnar en borgarskipulag hafi notið aðkeyptrar sérfræðiþjónustu við Kvosarskipulagið.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Annað kæruatriði.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í bréfi, dagsettu 4. apríl 1997, fór kærandi þess á leit við skrifstofustjóra borgarstjórnar að honum yrðu látnir í té listar yfir starfsmenn borgarskipulags, borgarverkfræðings, gatnamálastjóra, byggingardeildar og garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Beiðni þessari svaraði skrifstofa borgarstjóra með bréfi, dagsettu 16. janúar sl., og fylgdi því umsögn starfsmannaþjónustu borgarinnar, dagsett 19. janúar sl. Þá var úrskurðarnefnd sent sem trúnaðarmál sýnishorn af svonefndum launalista. Fram kemur í umsögn borgarinnar að beiðni kæranda taki til milli sex og sjö hundruð starfsmanna. Ekki séu til aðrir listar með nöfnum starfsmannanna og starfsheitum þeirra en svonefndir launalistar sem jafnframt hafi að geyma upplýsingar um launagreiðslur til einstakra starfsmanna, þ. á m. um heildarlaun þeirra hvers og eins. Af þeim sökum er beiðni kæranda um aðgang að þessum listum hafnað með vísun til 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Að beiðni úrskurðarnefndar hefur Reykjavíkurborg upplýst að ekki sé unnt að fella einstök atriði á brott af listunum án sérstakrar forritunar sem jafnframt feli í sér nokkurn aukakostnað.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Þriðja kæruatriði.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í bréfi til borgarlögmanns, dagsettu 5. ágúst 1997, beindi kærandi m.a. svofelldum fyrirspurnum til borgarlögmanns:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">"Hver hannaði umhverfi og útlit Austurvallar, í hverju eru breytingarnar fólgnar, hve miklum fjármunum var veitt í verkefnið bæði hvað varðar hönnun og framkvæmdir, á hvaða tímabili var fjármagninu veitt í verkefnið, og hversu langt eru framkvæmdirnar á veg komnar miðað við hönnun?</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Hvaða tillögur eru komnar fram hvað varðar skipulagsbreytingar á Aðalstræti, næst Túngötu?"</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Borgarlögmaður svaraði þessum fyrirspurnum kæranda með bréfi, dagsettu 20. janúar sl. Við fyrri spurningunni voru veitt þau svör að tiltekin teiknistofa hefði unnið ýmsar tillögur að skipulagi Austurvallar á árunum 1991-1992 í tengslum við deiliskipulag svokallaðrar Kvosar. Kostnaður við þá hönnunarvinnu hefði numið ákveðinni fjárhæð, en tillögurnar ekki fengið endanlega afgreiðslu og því ekki verið hrint í framkvæmd. Síðari spurningunni var svarað á þann veg að nafngreindur arkitekt ynni að tillögum um skipulag á hinum tilteknu lóðum við Aðalstræti, í samvinnu við Minjavernd. Tillögurnar hefðu að undanförnu verið til kynningar og umfjöllunar í nefndum og ráðum borgarinnar, en engar þeirra fengið endanlega afgreiðslu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn kæranda, dagsettri 30. janúar sl., er fullyrt að framkvæmdir við Austurvöll séu lengra komnar en borgarlögmaður heldur fram og að kostnaðargreiðslur hljóti því að vera hærri en fram komi í bréfi hans. Kærandi ítrekar því fyrri fyrirspurn sína í öllum atriðum utan hinu fyrsta. Að því er varðar svör við síðari fyrirspurninni gerir kærandi þá athugasemd að hann hafi spurt um það hvaða tillögur væru fram komnar, en ekki hverjar væru endanlega afgreiddar.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">4.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kæruatriðunum annars vegar og hinum kærðu ákvörðunum hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><DIV ALIGN=center><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4.-6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verður að miða beiðni sína við tiltekin gögn, með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög. Síðarnefndu lögin kveða sem fyrr segir á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda. Úrskurðarnefnd hefur litið svo á að að gildissvið laga nr. 121/1989 sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti. Aðgangur að einstökum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum falli hins vegar undir upplýsingalög enda þótt þau hafi að geyma upplýsingar sem fengnar eru úr kerfisbundnum skrám.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Fyrir liggur að Reykjavíkurborg hefur með bréfi, dagsettu 20. janúar sl., veitt kæranda þær upplýsingar, sem hann hefur óskað eftir um svonefnt Kvosarskipulag og falla undir fyrsta kæruatriðið hér að framan, að undanskildum upplýsingum um kostnað við skipulagið á árunum 1982-1985. Skilja verður umrætt bréf frá skrifstofu borgarstjóra svo að kæranda sé synjað um aðgang að gögnum sem hafa að geyma þær upplýsingar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þar eð kærandi hefur ekki farið fram á aðgang að tilteknum skjölum eða öðrum gögnum með þessum upplýsingum, svo sem boðið er í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, verður synjun borgarinnar staðfest með vísun til þess sem fram kemur í kafla 1 hér að framan.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Upplýst er að ekki liggja fyrir aðrir listar hjá Reykjavíkurborg með nöfnum og starfsheitum starfsmanna hjá þeim stofnunum, sem annað kæruatriðið lýtur að, en svonefndir launalistar. Þeir hafa jafnframt að geyma upplýsingar um launagreiðslur til einstakra starfsmanna, þ. á m. um heildarlaun þeirra hvers og eins.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Svo fram kemur í kafla 1 að framan verður að líta svo á að hafi stjórnvald fellt upplýsingar úr fleiri stjórnsýslumálum í eitt skjal, þótt þær séu fengnar úr bókhaldi þess, sé aðgangur að skjalinu að öðru jöfnu heimill samkvæmt upplýsingalögum. Samkvæmt meginreglunni í 1. mgr. 3. gr. laganna er því skylt að veita aðgang að umræddum launalistum nema eitthvert af undantekningarákvæðunum í 4.-6. gr. þeirra eigi við.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 5. gr. upplýsingalaga segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: "Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings. Á grundvelli 5. gr. er það aftur á móti undanþegið aðgangi almennings hver heildarlaun hver opinber starfsmaður hefur haft, hvort sem laun hans eru hærri en föst laun og kjör, sem stöðu hans fylgja, sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri vegna launafrádráttar sökum fjarvista eða annarra atvika."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ljóst er að á umræddum launalistum er fyrst og fremst að finna upplýsingar um þau heildarlaun sem hlutaðeigandi borgarstofnanir hafa greitt starfsmönnum sínum. Mikil vinna væri að nema þær upplýsingar á brott af listunum þannig að aðeins stæðu eftir nöfn og starfsheiti starfsmannanna sem eru milli sex og sjö hundruð. Mögulegt er að fella upplýsingarnar á brott með sérstakri forritun, en með því móti væri verið að búa til nýtt skjal eða gagn í skilningi upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með vísun til alls þess, sem að framan segir, lítur úrskurðarnefnd svo á, þrátt fyrir ákvæði 7. gr. upplýsingalaga, að umræddir launalistar séu gögn sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt í heild sinni, sbr. 5. gr. laganna. Þar af leiðandi er Reykjavíkurborg ekki skylt að veita kæranda aðgang að listunum eða hluta þeirra.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">4.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í fyrri fyrirspurn kæranda, sem fellur undir þriðja kæruatriðið, er ekki farið fram á aðgang að neinum tilteknum skjölum eða gögnum ef frá eru taldar tillögur um umhverfi og útlit Austurvallar sem kærandi nefnir "breytingar". Í bréfi borgarlögmanns, dagsettu 20. janúar sl., segir að umræddar tillögur hafi ekki fengið endanlega afgreiðslu, en um þær hefur verið fjallað af hálfu borgarinnar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í síðari fyrirspurn kæranda, sem sama kæruatriði tekur til, er farið fram á aðgang að þeim tillögum sem fram eru komnar um breytingar á skipulagi Aðalstrætis, næst Túngötu. Í bréfi borgarlögmanns, dagsettu 20. janúar sl., segir að tillögur þessa efnis hafi að undanförnu verið til kynningar og umfjöllunar í nefndum og ráðum borgarinnar, en engar þeirra fengið endanlega afgreiðslu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. tölulið 3. gr. upplýsingalaga segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái m.a. til allra gagna, sem mál varða, "svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu". Með vísun til þessa ákvæðis sérstaklega, svo og meginreglunnar í 1. mgr. 3. gr., sbr. 10. gr. laganna, lítur úrskurðarnefnd svo á að að þær tillögur, sem að framan greinir, lúti upplýsingarétti almennings enda hefur verið um þær fjallað af hálfu Reykjavíkurborgar. Tillögurnar eru unnar af sjálfstætt starfandi arkitektum og verða þar af leiðandi ekki felldar undir vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þar eð borgin hefur ekki borið fyrir sig 4. tölul. 6. gr. laganna er henni skylt að veita kæranda aðgang að tillögunum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">5.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Kærandi tók ekki mið af ákvæðum upplýsingalaga, eins og þau eru skýrð í kafla 1 að framan, í upphaflegri kæru sinni til úrskurðarnefndar. Hann fór heldur ekki eftir tilmælum frá formanni nefndarinnar um að skýra málatilbúnað sinn og gera nánari grein fyrir kæruatriðum. Eins og gerð er grein fyrir í kaflanum um kæruefni tók nefndin þá ákvörðun, sem tilkynnt var kæranda með bréfi, dagsettu 13. janúar sl., að vísa frá flestum af þeim atriðum sem fram komu í hinni upphaflegu kæru og síðari skýringum við hana. Þær ástæður, sem lágu að baki þeirri ákvörðun, voru margvíslegar, m.a. þær að atriðin heyrðu ekki undir valdsvið nefndarinnar, hún hefði áður leyst úr sams konar kærum frá kæranda á hendur öðrum stjórnvöldum og kærufrestur skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga hefði verið liðinn þegar synjun á einstökum beiðnum var borin undir nefndina.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Svo sem fram kemur í lok kaflans um kæruefni verður að líta svo á að í bréfum kæranda, dagsettum 30. janúar sl., felist m.a. krafa um endurupptöku máls á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. tölul. 24. gr. segir að aðili máls eigi rétt á því að mál, eins og það sem hér um ræðir, verði tekið til meðferðar á ný ef "ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þegar úrskurðarnefnd tók umrædda ákvörðun sína voru til staðar allar þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir, að undanskildu bréfi borgarritara til kæranda, dagsettu 4. desember sl. Með bréfinu var því synjað að láta honum í té nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Húsnæðisnefndar Reykjavíkur sem óskað höfðu nafnleyndar. Þegar upphafleg kæra barst frá kæranda lá þessi synjun ekki fyrir og var þessu atriði því vísað frá nefndinni. Það var ekki fyrr en með bréfi kæranda til "áfrýjunarnefndar um upplýsingamál", dagsettu 30. janúar sl., að synjunin var formlega kærð, en þá var liðinn sá 30 daga kærufrestur sem tiltekinn er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga skal vísa kæru frá hafi hún borist að liðnum kærufresti nema "afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr" eða "veigamiklar ástæður mæla með því að kæran verði tekin til meðferðar". Með vísun til þess að kærandi hefur áður kært mál til úrskurðarnefndar og með hliðsjón af málatilbúnaði hans lítur nefndin svo á að hvorug sú undantekning, sem að framan greinir, eigi við um umrædda kæru hans. Ber því að vísa henni frá nefndinni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með skírskotun til þess, sem að framan segir, verður hafnað þeirri kröfu kæranda að sá hluti þessa máls, sem úrskurðarnefnd vísaði frá með bréfi til hans, dagsettu 13. janúar sl., verði tekinn til meðferðar á ný.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Staðfest er sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja kæranda, [...], um aðgang að upplýsingum um kostnað við svonefnt Kvosarskipulag á tímabilinu 1982-1985.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Staðfest er sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja kæranda um aðgang að svonefndum launalistum þar sem er að finna upplýsingar um launagreiðslur til starfsmanna borgarskipulags, borgarverkfræðings, gatnamálastjóra, byggingardeildar og garðyrkjustjóra borgarinnar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Reykjavíkurborg er skylt að veita kæranda aðgang að tillögum til breytinga á umhverfi og útliti Austurvallar og tillögum til breytinga á skipulagi Aðalstrætis, næst Túngötu, sem fjallað hefur verið um af hálfu borgarinnar.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Hafnað er kröfu kæranda um að sá hluti þessa máls, sem vísað var frá með bréfi úrskurðarnefndar til hans, dagsettu 13. janúar sl., verði tekinn til meðferðar á ný.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR> |
45/1998 Úrskurður frá 15. apríl 1998 í málinu nr. A-45/1998 | Kærð var synjun Háskóla Íslands um að veita aðgang að dómnefndaráliti um umsækjendur um starf prófessors. Kæruheimild. Umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og gögn sem þær varða. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 15. apríl 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-45/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 10. mars sl., kærði [...], búsettur í Svíþjóð, synjun Háskóla Íslands, dagsetta 3. s.m., um að veita honum aðgang að dómnefndaráliti um umsækjendur um starf prófessors í taugalæknisfræði við háskólann.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 27. mars sl., var kæran kynnt háskólanum og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 11.00 hinn 6. apríl sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál gögn þau, er kæran laut að, innan sama frests. Umsögn háskólans, dagsett 3. apríl sl., barst sama dag ásamt umbeðnum gögnum.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Eiríks Tómassonar tók varamaður Steinunn Guðbjartsdóttir sæti í nefndinni við afgreiðslu málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi til rektors Háskóla Íslands, dagsettu 15. janúar sl., fór kærandi þess á leit að fá afrit af fundargerð þess fundar í læknadeild háskólans, þar sem fjallað hefði verið um veitingu prófessorsstöðu í taugalæknisfræði, og jafnframt afrit af dómnefndaráliti um umsækjendur um þetta starf. Erindi sitt ítrekaði kærandi með öðru bréfi til rektors, dagsettu 21. febrúar sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins svaraði skrifstofustjóri í háskólanum beiðni kæranda með tölvupósti, dagsettum 3. mars sl., þar sem tilkynnt var að beiðni hans um fundargerð læknadeildar hefði verið framsend skrifstofu deildarinnar til afgreiðslu. Beiðni hans um dómnefndarálitið var hins vegar hafnað með vísan til þess að um trúnaðargögn væri að ræða.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með því að synjun háskólans bar ekki með sér á hvaða lagagrundvelli hefði verið leyst úr beiðni kæranda, fór úrskurðarnefnd þess á leit með bréfi til kæranda, dagsettu 13. mars sl., að hann veitti úrskurðarnefnd upplýsingar um það, hvort hann hefði verið meðal umsækjenda um framangreint starf. Með bréfi, dagsettu 24. mars sl., upplýsti kærandi að svo hefði ekki verið.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn háskólans til úrskurðarnefndar, dagsettri 3. apríl sl., kemur fram að beiðni kæranda hafi verið hafnað á grundvelli greinar 5.4. í reglum um veitingu starfa háskólakennara, sbr. auglýsingu nr. 366/1997, sem kveði svo á, að fara skuli með álit dómnefnda sem trúnaðarskjöl. Jafnframt vísaði skólinn til þess að umsóknir um störf hjá ríkinu og öll þau gögn sem þær varða séu undanþegnar aðgangi almennings á grundvelli 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 24. mars sl., upplýsti kærandi að hann hefði ekki verið meðal umsækjenda um starf það sem dómnefndarálitið laut að. Verður því synjun háskólans kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Samkvæmt 4. tölul. 4. gr. laganna tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til "umsókna um störf hjá ríki eða sveitarfélögum" né "allra gagna sem þær varða", að undanskildum upplýsingum um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Af orðalagi 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna á sínum tíma, verður dregin sú ályktun að undantekningarákvæði þetta taki ekki aðeins til gagna, sem fylgja umsókn, heldur og til gagna, sem aflað er áður en ráðið er í störf hjá ríki eða sveitarfélögum, til þess að það stjórnvald, sem ræður í starfið, geti lagt mat á hæfni umsækjenda til að gegna því. Skiptir í því sambandi ekki máli hvort gögn þessi stafa frá umsækjendum sjálfum eða öðrum aðilum, né heldur hvað fram kemur í þeim, ef þeim er ætlað að veita upplýsingar til að auðvelda hlutaðeigandi stjórnvaldi að velja á milli umsækjenda.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þann 30. maí 1997 staðfesti menntamálaráðherra reglur um veitingu starfa háskólakennara, sbr. auglýsingu nr. 366/1997. Reglur þessar, sem settar eru á grundvelli 11. gr. laga nr. 131/1990, um Háskóla Íslands, eiga við um veitingu prófessors-, dósents-, eða lektorsstarfa við háskólann, sbr. 1. gr. þeirrar. Samkvæmt reglunum skal dómnefnd, sem skipuð er á grundvelli þeirra, fjalla um hæfi umsækjenda til að gegna viðkomandi starfi.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér dómnefndarálit það sem kærandi óskar að fá aðgang að og telur að það falli undir 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, enda var þess aflað á grundvelli áðurnefndra reglna til að meta hæfi umsækjenda um prófessorsstarf í taugasjúkdómafræði við Háskóla Íslands. Með skírskotun til framangreinds er staðfest sú ákvörðun Háskóla Íslands að synja kæranda um aðgang að dómnefndarálitinu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Staðfest er sú ákvörðun Háskóla Íslands að synja kæranda, [...], um aðgang að dómnefndaráliti, sem aflað var um hæfi umsækjenda um prófessorsstarf í taugasjúkdómafræði við læknadeild Háskóla Íslands, dagsettu í september 1997.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT><BR> |
46/1998 Úrskurður frá 26. mars 1998 í málinu nr. A-46/1998 | Kærð var meðferð Ísafjarðarbæjar á beiðni um upplýsingar um styrki til greiðslu fasteignagjalda af fasteignum á Flateyri og um uppkaup húseigna þar og synjun um aðgang að matsgerð verkfræðinga um skemmdir þar. Tilgreining máls. Kæruheimild. Fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 26. mars 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-46/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 9. febrúar sl., kærði [...] hdl., f.h. [...], meðferð Ísafjarðarbæjar á beiðni um að veita honum upplýsingar um styrki til greiðslu fasteignagjalda af fasteignum á Flateyri og um uppkaup húseigna þar, í kjölfar snjóflóðs þess sem féll á byggðarlagið 26. október 1995.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarnefnd tilkynnti umboðsmanni kæranda með bréfi, dagsettu 5. mars sl., að með vísun til upplýsingalaga nr. 50/1996 liti nefndin svo á að kærð hefði verið til nefndarinnar synjun Ísafjarðarbæjar um að veita kæranda aðgang að eftirtöldum gögnum:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">1) Reglum um úthlutun styrkja til greiðslu fasteignagjalda í Ísafjarðarbæ og/eða á Flateyri vegna gjaldáranna 1995, 1996 og 1997.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">2) Tillögum sem unnið hefði verið eftir við uppkaup fasteigna á Flateyri samkvæmt reglugerð nr. 533/1997 um veitingu tímabundinna lána til sveitarfélaga vegna kaupa á íbúðarhúsnæði sökum snjóflóða eða skriðufalla. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ennfremur samþykktum bæjarráðs og bæjarstjórnar og öðrum skjölum sem hefðu að geyma almennar ákvarðanir um uppkaup fasteigna á Flateyri á grundvelli sömu reglugerðar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þá lýsti nefndin sig reiðubúna til þess að fjalla efnislega um skyldu bæjarins til að afhenda gögn sem varða styrki til einstakra fasteignaeigenda eða kaup á einstökum fasteignum ef kærandi óskaði þess.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í framhaldi af því óskaði umboðsmaður kæranda eftir því með bréfi, dagsettu 11. mars sl., að úrskurðarnefnd fjallaði um skyldu Ísafjarðarbæjar til að afhenda gögn varðandi styrki til [A], eiganda húseignarinnar nr. 2 við [B]veg á Flateyri, til greiðslu fasteignagjalda á umræddum þremur gjaldaárum og kaup bæjarins á eigninni á grundvelli fyrrgreindrar reglugerðar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 13. mars sl., var framangreind beiðni kynnt [...] hrl., f.h. Ísafjarðarbæjar, og honum gefinn kostur á að lýsa viðhorfi umbjóðanda síns til málsins og láta umbeðin gögn í té sem trúnaðarmál fyrir 24. mars sl. Þann dag barst umsögn Ísafjarðarbæjar ásamt matsgerð [...] og [...], verkfræðinga, dagsettri 27. maí 1997. Verkfræðingarnir voru tilkvaddir af Ísafjarðarbæ og ofanflóðasjóði til að meta skemmdir á tilteknum húseignum á Flateyri, þ.m.t. eigninni [B]vegi 2.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Um meðferð máls þessa fyrir úrskurðarnefnd vísast að öðru leyti til lýsingar á málsatvikum hér á eftir.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Tildrög að kærumáli þessu eru þau að með bréfi, dagsettu 13. febrúar 1997, mótmælti kærandi álagningu fasteignagjalda á fasteign sína á Flateyri og krafðist þess að hún yrði rökstudd. Í kjölfar þessa, m.a. vegna ófullnægjandi rökstuðnings af hálfu Ísafjarðarbæjar, óskaði kærandi og síðar umboðsmaður hans eftir upplýsingum frá bænum um styrki til greiðslu fasteignagjalda af húseignum á Flateyri og um uppkaup húseigna þar, á grundvelli reglugerðar nr. 533/1997. Umboðsmaður kæranda ítrekaði beiðni þessa efnis með bréfi til bæjarins, dagsettu 16. janúar sl. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 9. febrúar sl., kærði umboðsmaður kæranda meðferð Ísafjarðarbæjar á beiðninni. Var kæran kynnt bænum með bréfi, dagsettu 11. febrúar sl., og óskað eftir því að bæjaryfirvöld gerðu úrskurðarnefnd grein fyrir því, í síðasta lagi hinn 20. febrúar sl., hvort þau hefðu orðið við beiðni kæranda. Jafnframt var bænum tilkynnt að nefndin myndi að öðrum kosti líta svo á að bærinn hefði synjað kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Í því tilviki var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu afhent sem trúnaðarmál þau gögn, er kæran lyti að, og var bænum gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sama frests.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 19. febrúar sl. barst úrskurðarnefnd í símbréfi ljósrit af bréfi [...] hrl., f.h. Ísafjarðarbæjar, til umboðsmanns kæranda, dagsettu sama dag, þar sem fram kemur að bærinn hafi afhent umbeðin gögn. Voru gögnin talin upp í alls 26 töluliðum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 20. febrúar sl., veitti úrskurðarnefnd umboðsmanni kæranda frest til 2. mars sl. til að gera nefndinni grein fyrir því hvort hann kysi að halda meðferð málsins áfram. Ef svo væri var farið fram á að skýrt kæmi fram að hvaða leyti hann teldi að beiðni kæranda hefði verið synjað. Í bréfi til nefndarinnar, dagsettu 25. febrúar sl., kom fram að umboðsmaður kæranda taldi upplýsingar þær, er Ísafjarðarbær hafði þá látið í té, ekki fullnægja beiðni umbjóðanda síns að því leyti að enn hefði ekki verið veittur aðgangur að reglum um úthlutun styrkja til greiðslu fasteignagjalda vegna áranna 1995, 1996 og 1997 og tillögum sem unnið hefði verið eftir við uppkaup húseigna á Flateyri á grundvelli reglugerðar nr. 533/1997. Ennfremur vantaði samþykktir bæjarráðs og bæjarstjórnar og önnur skjöl sem hefðu að geyma ákvarðanir um uppkaup húseigna á Flateyri samkvæmt sömu reglugerð.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Ísafjarðarbæjar, dagsettri 24. mars sl., kemur fram að bærinn telur kæranda þegar hafa fengið aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum um veitingu styrks til greiðslu fasteignagjalda vegna [B]veg á Flateyri í þeim gögnum er afhent voru með bréfi til umboðsmanns hans, dagsettu 19. febrúar sl. Sérstakar reglur um úthlutun styrkjanna væru ekki til. Jafnframt hafi kærandi fengið aðgang að upplýsingum um það hvernig staðið hefði verið að ákvörðunum um uppkaup húseigna á Flateyri. Um það atriði er vísað til bréfs bæjarins til félagsmálaráðuneytisins, dagsetts 2. júlí 1997. Í umsögninni er þess loks farið á leit að úrskurðarnefnd leggi á það mat að hve miklu leyti kærandi skuli fá aðgang að matsgerð þeirri er fylgdi umsögninni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með skírskotun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerði frekari grein fyrir röksemdum þeirra í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4.-6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, þ. á m. er þeim ekki skylt, á grundvelli laganna, að upplýsa hverjir hafi þegið styrki frá þeim eða hvaða eignir hafi verið keyptar á þeirra vegum.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verður að miða beiðni sína við tiltekin gögn, með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ísafjarðarbær hefur lýst því yfir að kærandi hafi fengið aðgang að öllum gögnum í vörslum bæjarins sem almennt séð varða úthlutun styrkja til greiðslu fasteignagjalda á Flateyri vegna gjaldáranna 1995, 1996 og 1997. Ennfremur hafi kæranda verið veittur aðgangur að þeim gögnum sem hafi að geyma tillögur um uppkaup húseigna á Flateyri samkvæmt reglugerð nr. 533/1997, svo og samþykktir eða aðrar almennar ákvarðanir bæjarráðs og bæjarstjórnar þar að lútandi. Loks hafi kæranda verið afhent gögn um úthlutun styrks til [A] sérstaklega og ákvörðun um uppkaup á húseign hennar, að undanskilinni matsgerð þeirri sem fylgdi umsögn bæjarins til úrskurðarnefndar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Nefndin hefur ekki ástæðu til að draga fyrrgreindar yfirlýsingar Ísafjarðarbæjar í efa. Með vísun til 14. gr. upplýsingalaga er það álit hennar að eina ágreiningsefnið, sem hún sé bær til að skera úr um, eins og mál þetta er vaxið, sé hvort kærandi eigi rétt til aðgangs að umræddri matsgerð á grundvelli laganna. Þar eð ekki er í ljós leitt að kærandi eða umboðsmaður hans hafi vitað um tilvist þess skjals er ekki rétt, með hliðsjón af beiðni kæranda og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, að einskorða þá úrlausn við upplýsingar um húseignina [B]veg 2, heldur verður tekin afstaða til þess hvort kærandi eigi eftir atvikum rétt á að fá aðgang að skjalinu í heild.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í matsgerðinni er að finna mat tveggja verkfræðinga á skemmdum á fimm húseignum á Flateyri af völdum snjóflóðsins sem féll á byggðarlagið 26. október 1996. Þar eru veitt svör við eftirgreindum spurningum:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">1. Hverjar eru skemmdirnar á húsunum?</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">2. Hvað kostar að bæta þær eða gera við þær?</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">3. Hver er mismunur á viðgerðarkostnaði og þeim bótum sem Viðlagatrygging hefur þegar greitt eigendum?</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">4. Hvert er líklegt staðgreiðslumarkaðsverð húsanna?</FONT><BR><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Markmiðið með matsgerðinni var að meta verðmæti húseignanna til fjár til þess að unnt væri, á grundvelli hennar, að ákvarða greiðslur til húseigenda, umfram þær bætur sem þeir höfðu fengið greiddar samkvæmt lögum nr. 55/1992, um Viðlagatryggingu Íslands. Gert er ráð fyrir að greiðslur þessar séu inntar af hendi af hlutaðeigandi sveitarfélagi, í þessu tilviki Ísafjarðarbæ, fyrir framlög úr ofanflóðasjóði, sbr. 13. gr., sbr. 11. gr. laga nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Í reglugerð nr. 533/1997, þar sem veitt er heimild til tímabundinna lána úr Byggingarsjóði ríkisins til sveitarfélaga í þessu skyni, er slík lánveiting háð því skilyrði að umhverfisráðherra hafi staðfest skuldbindingu ofanflóðasjóðs gagnvart sveitarfélaginu þessa efnis.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 5. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á því hvaða fjárhagsmálefni einstaklinga séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þau fari leynt, að óheimilt sé að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með hliðsjón af síðastgreindu orðalagi hefur úrskurðarnefnd talið að komi ríki eða sveitarfélög fram eins og hverjir aðrir einkaaðilar við kaup og sölu fasteigna séu upplýsingar um kaup- eða söluverð þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga. Í því máli, sem hér er til úrlausnar, verður hins vegar ekki litið svo á að Ísafjarðarbær og ofanflóðasjóður hafi komið fram eins og hverjir aðrir einkaaðilar þegar tekin var ákvörðun um greiðslur til einstakra húseigenda á Flateyri samkvæmt lögum nr. 49/1997. Með vísun til 13. gr., sbr. 11. gr. í lögunum, sbr. og lög nr. 55/1992, er ljóst að hér er um að ræða óendurkræfar greiðslur af hálfu hins opinbera til eigenda þeirra húseigna, sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum snjóflóðs, umfram venjulegar vátryggingarbætur fyrir tjónið.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt því er það niðurstaða úrskurðarnefndar að umrædd matsgerð hafi ekki að geyma upplýsingar um fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Ísafjarðarbæ er því skylt að veita kæranda aðgang að henni í heild sinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Ísafjarðarbæ er skylt að veita kæranda, [...], aðgang að matsgerð [...] og [...], dagsettri 27. maí 1997.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
43/1998 Úrskurður frá 3. mars 1998 í málinu nr. A-43/1998 | Kærð var synjun Flugmálastjórnar um að veita upplýsingar um greidda, fasta/óunna yfirvinnu, bifreiðahlunnindi og aðrar fastar greiðslur til nafngreindra starfsmanna stofnunarinnar. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 3. mars 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-43/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 10. febrúar sl., kærði [...] hrl., f.h. Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, synjun Flugmálastjórnar, dagsetta 29. janúar sl., um að veita félaginu upplýsingar um greidda, fasta/óunna yfirvinnutíma, bifreiðahlunnindi og aðrar fastar greiðslur til 119 nafngreindra starfsmanna stofnunarinnar, umfram það sem kveðið er á um í kjarasamningi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 16. febrúar sl., var kæran kynnt Flugmálastjórn og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 24. febrúar sl. Jafnframt var óskað upplýst á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar. Að beiðni Flugmálastjórnar var fresturinn framlengdur til 26. febrúar sl., en umsögn hennar barst degi fyrr.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru þau að kærandi fór í bréfi til Flugmálastjórnar, dagsettu 19. janúar sl., fram á að fá upplýsingar um ráðningarkjör 122 nafngreindra starfsmanna stofnunarinnar. Var beiðni hans byggð á 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, lögskýringargögnum við 5. gr. sömu laga og úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál í málinu nr. A-36/1997. Nánar tiltekið tók beiðni hans til upplýsinga um:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">1) Röðun í launaflokka og launaþrep.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">2) Föst mánaðarlaun.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">3) Greidda, fasta/óunna yfirvinnutíma.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">4) Bifreiðahlunnindi.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">5) Aðrar fastar greiðslur, umfram það sem kveðið er á um í kjarasamningi.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">6) Einstaka ráðningarsamninga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Flugmálastjórn svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 29. janúar sl. Í bréfinu kemur fram að kærandi hafi þegar fengið aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt töluliðum 1 og 2. Jafnframt var fallist á að veita aðgang að ráðningarsamningum 119 starfsmanna, þó þannig að upplýsingar um launareikninga í viðskiptabönkum þeirra væru felldar á brott. Ráðningarsamningar tveggja af hinum 122 nafngreindu starfsmönnum fundust ekki hjá stofnuninni og einn af þeim var hættur störfum hjá henni. Í bréfi Flugmálastjórnar var synjað um að veita umbeðnar upplýsingar samkvæmt töluliðum 3-5 að framan vegna þess að sérstök yfirlit um þær væru ekki til hjá stofnuninni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í kæru til úrskurðarnefndar er sérstaklega tekið fram að einungis sé kærð synjun um að láta í té upplýsingar varðandi 119 nafngreinda starfsmenn. Upplýsingar um greiðslur til þeirra samkvæmt töluliðum 3-5 hljóti að vera tiltækar og er bent á launaseðla í því sambandi. Þessar upplýsingar beri að veita, en til að tryggja að kærandi fái ekki upplýsingar um greidd heildarlaun, sem undanþegnar séu upplýsingarétti almennings, geti Flugmálastjórn undanþegið slíkar upplýsingar aðgangi með því að þurrka þær út, sbr. 7. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn til úrskurðarnefndar, dagsettri 25. febrúar sl., taldi Flugmálastjórn að beiðni kæranda hefði ekki fullnægt skilyrðum 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, jafnvel þótt starfsmenn þeir, er óskað hefði verið upplýsinga um, hefðu verið nafngreindir. Í umsögninni var jafnframt upplýst að umbeðnar upplýsingar væru bæði varðveittar á svonefndum launalistum, er stofnunin fær senda frá fjármálaráðuneytinu eftir hverja reglulega launavinnslu, og í launavinnslukerfi ráðuneytisins þar sem þær eru skráðar með kerfisbundnum hætti. Telur stofnunin að launalistarnir séu undanþegnir upplýsingarétti almennings á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga. Upplýsingar í launavinnslukerfi fjármálaráðuneytisins falli hins vegar undir 5. gr. laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga og þar með utan gildissviðs upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. þeirra. Í tilefni af ummælum í kæru hefur Flugmálastjórn upplýst að stofnunin fái ekki afrit af launaseðlum einstakra starfsmanna, heldur einungis fyrrgreinda launalista frá fjármálaráðuneytinu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í beiðni, dagsettri 23. október sl., óskaði kærandi eftir upplýsingum hjá Flugmálastjórn sem telja verður sambærilegar þeim er farið er fram á að þessu sinni. Stofnunin synjaði beiðninni og bar kærandi þá synjun undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Með úrskurði nefndarinnar, sem kveðinn var upp 13. janúar sl. í málinu nr. A-36/1997, var synjunin staðfest með rökstuddum hætti.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Beiðni kæranda, sem hér er til umfjöllunar, er svo að segja eins úr garði gerð og fyrri beiðnin, að öðru leyti en því að nú er óskað eftir upplýsingum um 119 nafngreinda starfsmenn Flugmálastjórnar. Af þeim sökum er ekki næg ástæða til að vísa máli þessu frá úrskurðarnefnd þótt nefndin hafi áður leyst úr áþekku kæruefni milli sömu aðila.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4.-6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verður að miða beiðni sína við tiltekin gögn, með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög. Síðarnefndu lögin kveða sem fyrr segir á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda. Úrskurðarnefnd hefur litið svo á að að gildissvið laga nr. 121/1989 sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti. Aðgangur að einstökum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum falli hins vegar undir upplýsingalög enda þótt þau hafi að geyma upplýsingar sem fengnar eru úr kerfisbundnum skrám.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Fyrir liggur að einu gögnin í vörslum Flugmálastjórnar, sem hafa að geyma hinar umbeðnu upplýsingar, eru svonefndir launalistar sem stofnunin fær senda reglulega frá fjármálaráðuneytinu, en þar er að finna yfirlit um heildarlaunagreiðslur til starfsmanna hennar. Í fyrrgreindum úrskurði í málinu nr. A-36/1997 komst úrskurðarnefnd að þeirri niðurstöðu að launalistarnir séu gögn sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Þar af leiðandi er óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt því og með vísun til þess, sem að framan segir, ber að staðfesta synjun Flugmálastjórnar um að veita kæranda hinar umbeðnu upplýsingar.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Staðfest er synjun Flugmálastjórnar um að veita kæranda, Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins, upplýsingar um greidda, fasta/óunna yfirvinnutíma, bifreiðahlunnindi og aðrar fastar greiðslur til 119 nafngreindra starfsmanna stofnunarinnar, umfram það sem kveðið er á um í kjarasamningi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
41/1998 Úrskurður frá 26. febrúar 1998 í málinu nr. A-41/1998 | Kærð var synjun Biskupsstofu um að veita aðgang að bréfi er kærandi hafði sjálfur ritað. Skylda til að skrá mál og varðveita málsgögn. Einkamálefni einstaklinga. Aðgangur veittur. | <P>41/1998 Úrskurður frá 26. febrúar 1998 í málinu nr. A-41/1998</P> <P>Kærð var synjun Biskupsstofu um að veita aðgang að bréfi er kærandi hafði sjálfur ritað. Skylda til að skrá mál og varðveita málsgögn. Einkamálefni einstaklinga. Aðgangur veittur.</P> <P> </P> |
42/1998 Úrskurður frá 20. febrúar 1998 í málinu nr. A-42/1998 | Beiðni um endurupptöku máls hafnað. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 20. febrúar 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-42/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 16. desember sl., kærði [...], það að umhverfisráðuneytið hefði ekki svarað beiðni hans, dagsettri 2. desember sl., um að veita honum upplýsingar um þá sem skráðir væru gildir skipulagsfulltrúar hjá ráðuneytinu. Í öðru bréfi frá kæranda, dagsettu sama dag, greindi hann frá því að honum hefði þann dag borist svar umhverfisráðuneytisins við beiðni sinni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Að því virtu taldi úrskurðarnefnd ekki ástæðu til að sinna frekar fyrra erindi hans og tilkynnti honum það með bréfi, dagsettu 13. janúar sl. Í síðara erindi kæranda var tveimur spurningum beint til nefndarinnar. Með hliðsjón af hlutverki nefndarinnar, eins og því er lýst í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, þótti heldur ekki tilefni til að sinna þeim frekar og var kæranda jafnframt tilkynnt um það í framangreindu bréfi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 30. janúar sl., til "áfrýjunarnefndar" bárust úrskurðarnefnd athugasemdir kæranda við framangreinda afgreiðslu nefndarinnar frá 13. janúar sl. Þar eð líta verður svo á að með bréfinu krefjist hann þess að málið verði tekið upp að nýju hefur úrskurðarnefnd ákveðið að taka það til formlegs úrskurðar skv. 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 4. mgr. 16. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Elínar Hirst og Valtýs Sigurðssonar tóku Ólafur E. Friðriksson og Sif Konráðsdóttir varamenn sæti þeirra við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><DIV ALIGN=center><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru þau að með bréfi til umhverfisráðuneytisins, dagsettu 2. desember sl., fór kærandi fram á, með vísun til upplýsingalaga, að fá "upplýsingar um nöfn, starfsheiti og heimilisföng þeirra aðila sem eru skráðir sem gildir skipulagsfulltrúar hjá umhverfisráðuneytinu". Í beiðni þessari kom fram að hún væri byggð á ákvæði í drögum að nýrri skipulagsreglugerð, sem gerði ráð fyrir að umhverfisráðherra gæfi tvisvar á ári út lista yfir þá sem uppfylla skilyrði til að sinna starfi skipulagsfulltrúa. Erindi þetta ítrekaði kærandi við ráðuneytið með bréfi, dagsettu 9. desember sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Umhverfisráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 12. desember sl. Þar kom fram að í þágildandi skipulagslögum nr. 19/1964, með síðari breytingum, væri ekki gert ráð fyrir að starfandi væru sérstakir skipulagsfulltrúar. Í 2. mgr. 7. gr. nýrra skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 væri hins vegar gert ráð fyrir slíkum fulltrúum. Þar segði jafnframt að kröfur til menntunar þeirra og starfsreynslu skyldu ákveðnar í skipulagsreglugerð. Þegar beiðni kæranda var svarað höfðu lög nr. 73/1997 ekki öðlast gildi og reglugerð samkvæmt þeim ekki verið sett. Í svari ráðuneytisins kemur því fram að "af sjálfu sér leiðir að engar upplýsingar eru til um skipulagsfulltrúa á þessari stundu".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í síðara bréfi kæranda til nefndarinnar, dagsettu 16. desember sl., var athygli úrskurðarnefndar vakin á athugasemdum er kærandi hafði gert við drög umhverfisráðuneytisins að skipulags- og byggingarreglugerðum. Í bréfinu er sú spurning lögð fyrir nefndina "hvort svarfirring umhverfisráðuneytisins eigi e.t.v. rætur sínar að rekja til þeirrar gagnrýni sem þar komi fram?". Þá er svofelldri spurningu beint til nefndarinnar: "Hvernig getur skipulagsmarkaðurinn virkað samkvæmt samkeppnislögum ef hann er fyrirfram eyrnamerktur ákveðnum aðilum í samfélaginu og ekki einu sinni haft samráð um hann við æðstu stofnun samkeppnismála í landinu?"</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þetta erindi afgreiddi úrskurðarnefnd með þeim hætti sem lýst er í kaflanum um kæruefni hér að framan.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í bréfi til "áfrýjunarnefndar", dagsettu 30. janúar sl., gerir kærandi athugasemdir við að úrskurðarnefnd hafi látið málshraða umhverfisráðuneytisins óátalinn og ekki stutt afgreiðslu sína fullnægjandi rökum. Þá telur hann að við meðferð málsins hafi ekki verið tekið tillit til röksemda sinna í síðara erindinu til úrskurðarnefndar, dagsettu 16. desember sl., né heldur þeirra gagna er kæru hans fylgdu. Þau gögn voru athugasemdir kæranda við drög að byggingarreglugerð, dagsett 5. nóvember 1997, og athugasemdir hans við drög að skipulagsreglugerð, dagsett 27. október 1997. Loks telur hann að nefndin hefði átt að afla frekari gagna að eigin frumkvæði, þ.e. umræddra draga að skipulags- og byggingarreglugerðum og skrár, sem iðnaðarráðherra heldur, um þá sem fengið hafa leyfi til að bera starfsheitið skipulagsfræðingur skv. 6. gr. laga nr. 8/1996 um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Svo sem fram kemur í lok kaflans um kæruefni verður að líta svo á að í bréfi kæranda, dagsettu 30. janúar sl., felist krafa um endurupptöku máls þessa á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. tölul. 24. gr. segir að aðili máls eigi rétt á því að mál, eins og það sem hér um ræðir, verði tekið til meðferðar á ný ef "ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Kærandi skaut máli þessu upphaflega til úrskurðarnefndar vegna þess að umhverfisráðuneytið hefði ekki svarað beiðni hans um upplýsingar. Síðar svaraði ráðuneytið beiðninni, svo sem gerð er grein fyrir hér að framan. Af þeirri ástæðu tók úrskurðarnefnd þá ákvörðun, sem tilkynnt var kæranda með bréfi, dagsettu 13. janúar sl., að vísa kæru hans frá nefndinni. Byggðist sú ákvörðun jafnframt á því að þær spurningar, sem kærandi lagði fyrir nefndina í bréfi, dagsettu 16. desember sl., og teknar eru upp í kaflanum um málsatvik, heyri ekki undir valdsvið hennar, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt 62. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 öðluðust þau gildi hinn 1. janúar sl. Í 10. gr. laganna er kveðið á um að umhverfisráðherra skuli setja skipulagsreglugerð um atriði sem þar eru nánar greind. Í 1. tölul. ákvæðis til bráðabirgða sagði upphaflega að skipulagsreglugerð skyldi öðlast gildi um leið og lögin, en því ákvæði var síðar breytt með a-lið 13. gr. laga nr. 135/1997. Samkvæmt ákvæðinu, svo breyttu, á að setja reglugerðina eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi hinn 1. júlí nk. Ný skipulagsreglugerð hefur enn ekki verið gefin út og þangað til heldur núverandi skipulagsreglugerð gildi sínu, að svo miklu leyti sem hún stangast ekki á við lög.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þessar upplýsingar lágu fyrir þegar úrskurðarnefnd tók umrædda ákvörðun sína. Með vísun til þess verður hafnað þeirri kröfu kæranda að mál þetta verði tekið til meðferðar á ný.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Hafnað er kröfu kæranda, [...], um að mál þetta, sem vísað var frá með bréfi úrskurðarnefndar til hans, dagsettu 13. janúar sl., verði tekið til meðferðar á ný.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR><BR><BR> |
44/1998 Úrskurður frá 20. febrúar 1998 í málinu nr. A-44/1998 | Kærð var meðferð Kópavogsbæjar á beiðni um upplýsingar um heildargreiðslu til tveggja verktaka fyrir skipulagsvinnu. Málshraði. Ámælisverður dráttur á meðferð máls. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Frávísun. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 20. febrúar 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-44/1998:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 18. desember 1997, kærði [...], meðferð Kópavogsbæjar á beiðni hans, dagsettri 4. desember sl., um að veita honum upplýsingar um heildargreiðslu til tveggja verktaka fyrir skipulagsvinnu á svonefndri [A] í Kópavogi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 13. janúar sl., var kæran kynnt Kópavogsbæ og því beint til bæjarskrifstofanna að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar eins og fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 23. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að ákvörðun bæjarins yrði birt kæranda og nefndinni eigi síðar en kl. 12.00 þann dag. Yrði kæranda synjað um umbeðnar upplýsingar var bænum gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sama frests. Einnig var farið fram á að upplýst yrði á hvaða formi upplýsingarnar væru varðveittar og hvort þeim hefði verið safnað í eitt eða fleiri skjöl eða annars konar gögn. Ef svo væri var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 30. janúar sl. barst úrskurðarnefnd bréf frá bæjarlögmanni í Kópavogi, dagsett 29. janúar sl., ásamt ljósriti af svarbréfi hans til kæranda, dagsettu sama dag.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Elínar Hirst og Valtýs Sigurðssonar tóku Ólafur E. Friðriksson og Sif Konráðsdóttir varamenn sæti þeirra við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi til bæjarstjórans í Kópavogi, dagsettu 4. desember sl., fór kærandi þess á leit, með vísan til upplýsingalaga nr. 50/1996, að fá upplýsingar um "heildargreiðslu til verktakanna [...] og [...] fyrir skipulagsvinnu á [A]" í Kópavogi. Erindi þetta ítrekaði kærandi með bréfi til bæjarstjórans, dagsettu 11. desember sl. Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 18. desember sl., kemur fram að Kópavogsbær hafi þá ekki enn tekið ákvörðun um afgreiðslu á beiðni hans.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í bréfi bæjarlögmanns til kæranda, dagsettu 29. janúar sl., eru honum veittar upplýsingar um heildarkostnað vegna skipulagsvinnu við umrætt skipulag. Á hinn bóginn er því hafnað, með vísun til 5. gr. upplýsingalaga, að veita honum upplýsingar "um greiðslur til einstakra aðila er unnu að þessu verki". Í bréfi bæjarlögmanns til úrskurðarnefndar, dagsettu 29. janúar sl., eru nefndinni veittar í trúnaði upplýsingar um þær fjárhæðir, sem greiddar hafa verið fyrrgreindum verktökum, hvorum sig, vegna verksins, en þær tölur eru fengnar úr bókhaldi Kópavogsbæjar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í bréfi bæjarlögmanns til kæranda eru ekki gefnar skýringar á þeim drætti sem varð á því að erindi hans væri svarað. Í bréfi lögmannsins til nefndarinnar kemur hins vegar fram að tafir þessar hafi orðið vegna mistaka.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Kærandi hefur með bréfi til nefndarinnar, dagsettu 30. janúar sl., og í leiðréttu eintaki þess, dagsettu 2. febrúar sl., komið á framfæri athugasemdum við svar bæjarlögmanns þar sem áreiðanleiki tölulegra upplýsinga í svari hans er dreginn í efa. Jafnframt fer kærandi fram á að honum verði veittar aðrar og frekari upplýsingar en séð verður að hann hafi óskað eftir áður.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Kærandi hefur fært frekari rök fyrir kæru þessari. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir svo: "Stjórnvald skal taka ákvörðun um hvort það verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta." Átta vikur liðu frá því kærandi bar fram beiðni sína við Kópavogsbæ og þar til bærinn svaraði. Þótt þessi dráttur á svari af hálfu bæjarins hafi stafað af mistökum var um að ræða skýlaust brot á hinu tilvitnaða ákvæði í upplýsingalögum og er það ámælisvert.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Í 1. mgr.1. gr. þeirra laga segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin. Lögin taka til skráningar af hálfu atvinnurekenda, fyrirtækja, félaga, stofnana og til skráningar á vegum opinberra aðila." Samkvæmt því er það álit úrskurðarnefndar að lög nr. 121/1989 taki til aðgangs að þeim upplýsingum, sem kærandi hefur óskað eftir, en þær er sem fyrr segir að finna í bókhaldi Kópavogsbæjar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt framansögðu fellur aðgangur að hinum umbeðnu upplýsingum ekki undir upplýsingalög, enda hafa þær ekki verið teknar saman þannig að þær sé að finna á sérstöku skjali eða í öðru sambærilegu gagni. Verður þegar af þeirri ástæðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman"> Kæru kæranda, [...], á hendur Kópavogsbæ er vísað frá.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR><BR> |
39/1998 Úrskurður frá 13. febrúar 1998 í málinu nr. A-39/1998 | Kærð var meðferð og afgreiðsla Reykjavíkurborgar á ýmsum erindum kæranda. Fyrirliggjandi gögn. Tilgreining máls. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Meginregla upplýsingalaga. Fjárhagsmálefni einstaklinga. Nýtt skjal eða gagn búið til í skilningi upplýsingalaga. Meðferð máls ekki lokið. Vinnuskjal. Valdbærni. Kærufrestur. Beiðni um endurupptöku máls. Synjun staðfest. Aðgangur veittur. Frávísun. Endurupptöku hafnað. | <p>Hinn 13. febrúar 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-39/1998:</p> <h3>Kæruefni</h3> <p>Með bréfi, dagsettu 19. nóvember sl., kærði [...], meðferð og afgreiðslu Reykjavíkurborgar á ýmsum erindum hans. Af bréfinu varð m.a. ráðið að einstakar borgarstofnanir hefðu ekki svarað beiðnum hans í samræmi við 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Að mati úrskurðarnefndar var ekki alveg ljóst hvaða stofnanir þetta væru. Af því tilefni og með vísun til 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 beindi formaður nefndarinnar því til kæranda í bréfi, dagsettu 24. nóvember sl., að gera nánari grein fyrir kæru sinni og tilgreina þá nákvæmlega um hvaða stofnanir væri að ræða, hverra upplýsinga hefði verið óskað og hvenær það hefði verið gert. Í bréfi formanns var jafnframt gerð grein fyrir úrskurðarvaldi nefndarinnar skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og athygli kæranda vakin á því að önnur ágreiningsefni yrðu ekki borin undir nefndina en þau sem undir það féllu.<br /> Með bréfi, dagsettu 1. desember 1997, svaraði kærandi bréfinu frá formanni úrskurðarnefndar. Svarbréfinu fylgdu níu tölusett fylgiskjöl, sem kærandi nefndi svo, en hverju fylgiskjali fylgdu fjölmörg gögn til skýringar. Í svarbréfinu vísaði kærandi til fylgiskjalanna og meðfylgjandi gagna, en svaraði fyrrgreindum fyrirspurnum ekki að öðru leyti.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd fjallaði síðan um hvert þessara fylgiskjala um sig. Að lokinni ítarlegri athugun komst nefndin að þeirri niðurstöðu að þau atriði, sem þar koma fram, væru ekki tæk til kærumeðferðar, að undanskildum þremur atriðum sem gerð verður grein fyrir hér á eftir. Var þessi niðurstaða nefndarinnar tilkynnt kæranda með rökstuddum hætti í bréfi, dagsettu 13. janúar sl.<br /> Kæruatriði þau, sem úrskurðarnefnd ákvað að taka til frekari meðferðar, voru þessi:<br /> <br /> 1) Beiðni kæranda í bréfi til skrifstofustjóra borgarstjórnar, dagsettu 4. apríl 1997, um upplýsingar um svonefnt Kvosarskipulag, þ.e. hversu miklu fjármagni hefði verið varið til þess á tímabilinu 1982-1997 og hvaða höfundar hefðu verið "skráðir á þetta skipulag í gegnum árin".<br /> <br /> 2) Beiðni kæranda í bréfi til skrifstofustjóra borgarstjórnar, dagsettu 4. apríl 1997, um aðgang að lista yfir starfsmenn borgarskipulags, borgarverkfræðings, gatnamálastjóra, byggingardeildar og garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar.<br /> <br /> 3) Beiðni kæranda í bréfi til borgarlögmanns, dagsettu 5. ágúst 1997, um upplýsingar um hönnun umhverfis og útlits Austurvallar og tillögur um "skipulagsbreytingar á Aðalstræti, næst Túngötu".<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 13. janúar sl., var Reykjavíkurborg tilkynnt að úrskurðarnefnd hefði ákveðið að taka ofangreind atriði til frekari meðferðar. Því var jafnframt beint til borgarinnar að taka afstöðu til umræddra beiðna kæranda eins fljótt og við yrði komið og ekki síðar en 23. janúar sl. Tæki borgin þá ákvörðun að synja kæranda um hinar umbeðnu upplýsingar var henni gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sama frests. Ennfremur var þess óskað að nefndinni yrðu veittar upplýsingar um það á hvaða formi upplýsingarnar væru varðveittar og hvort þeim hefði verið safnað í eitt eða fleiri skjöl eða annars konar gögn. Ef svo væri var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit þeirra gagna.<br /> <br /> Hinn 21. janúar sl. bárust nefndinni ljósrit af svarbréfum frá skrifstofu borgarstjóra, dagsettum 16. og 20. janúar sl., við fyrirspurnum kæranda, sem fram koma í bréfum hans, dagsettum 4. apríl 1997. Hinn 22. janúar barst nefndinni svar borgarlögmanns, dagsett 20. janúar, við fyrirspurn kæranda í bréfi hans dagsettu 5. ágúst 1997.<br /> <br /> Í ljósi þessara svarbréfa var því beint til kæranda með bréfi, dagsettu 22. janúar sl., að hann gerði úrskurðarnefnd grein fyrir því, fyrir 30. janúar sl., hvort hann kysi að úrskurður yrði upp kveðinn um fyrrgreind kæruatriði. Ef svo væri var þess óskað að skýrt kæmi fram hverjar kröfur hans væru fyrir nefndinni.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 30. janúar sl., barst úrskurðarnefnd umsögn kæranda um svör Reykjavíkurborgar. Með bréfi, dagsettu sama dag, til "áfrýjunarnefndar um upplýsingamál" bárust nefndinni jafnframt athugasemdir kæranda við afgreiðslu á þeim atriðum í erindi hans, dagsettu 1. desember 1997, sem nefndin hafði ekki talið tæk til kærumeðferðar og því vísað frá sér með bréfinu, dagsettu 13. janúar sl. Hinn 5. febrúar sl. barst síðan leiðrétt eintak af síðastgreindu bréfi kæranda og er breytingin dagsett 2. febrúar sl.<br /> <br /> Af síðustu bréfum kæranda verður ekki annað ráðið en að hann krefjist úrskurðar um þau þrjú kæruatriði sem að framan eru greind. Að auki verði sá hluti þessa máls, sem vísað var frá með bréfi úrskurðarnefndar, dagsettu 13. janúar sl., tekinn upp að nýju.<br /> Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tók Sif Konráðsdóttir sæti hans við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</p> <h3><span>Málsatvik</span></h3> <div align="center"> <strong>1.</strong> </div> <p>Fyrsta kæruatriði.<br /> Í bréfi, dagsettu 4. apríl 1997, beindi kærandi m.a. svofelldum fyrirspurnum til skrifstofustjóra borgarstjórnar:<br /> <br /> "Hversu miklu fjármagni hefur verið varið í Kvosarskipulagið á tímabilinu frá 1982-1997?<br /> Hvaða höfundar hafa verið skráðir á þetta skipulag í gegnum árin?"<br /> <br /> Fyrirspurnum þessum svaraði skrifstofa borgarstjóra sem fyrr segir með bréfi, dagsettu 20. janúar sl., og fylgdi því umsögn borgarskipulags um málið, dagsett 19. janúar sl. Í umsögn borgarskipulags kemur fram að tvær tilgreindar teiknistofur hafi unnið að gerð skipulags fyrir svonefnda Kvos í Reykjavík á tímabilinu 1982-1997, jafnframt því sem látnar eru í té upplýsingar um greiðslur til þeirra frá árinu 1986. Í umsögninni segir ennfremur að upplýsingar um kostnað við skipulagið fyrir þann tíma séu ekki handbærar og liggi "í gömlum bókhaldsgögnum hjá Borgarskjalasafni". Það kosti margra daga vinnu að taka þær upplýsingar saman.<br /> <br /> Í umsögn kæranda um framangreind svör, dagsettri 30. janúar sl., er áreiðanleiki tölulegra upplýsinga frá borgarskipulagi m.a. dreginn í efa. Einnig er því haldið fram að fleiri stofnanir borgarinnar en borgarskipulag hafi notið aðkeyptrar sérfræðiþjónustu við Kvosarskipulagið.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>2.</strong> </div> <p>Annað kæruatriði.<br /> Í bréfi, dagsettu 4. apríl 1997, fór kærandi þess á leit við skrifstofustjóra borgarstjórnar að honum yrðu látnir í té listar yfir starfsmenn borgarskipulags, borgarverkfræðings, gatnamálastjóra, byggingardeildar og garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar.<br /> <br /> Beiðni þessari svaraði skrifstofa borgarstjóra með bréfi, dagsettu 16. janúar sl., og fylgdi því umsögn starfsmannaþjónustu borgarinnar, dagsett 19. janúar sl. Þá var úrskurðarnefnd sent sem trúnaðarmál sýnishorn af svonefndum launalista. Fram kemur í umsögn borgarinnar að beiðni kæranda taki til milli sex og sjö hundruð starfsmanna. Ekki séu til aðrir listar með nöfnum starfsmannanna og starfsheitum þeirra en svonefndir launalistar sem jafnframt hafi að geyma upplýsingar um launagreiðslur til einstakra starfsmanna, þ. á m. um heildarlaun þeirra hvers og eins. Af þeim sökum er beiðni kæranda um aðgang að þessum listum hafnað með vísun til 5. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Að beiðni úrskurðarnefndar hefur Reykjavíkurborg upplýst að ekki sé unnt að fella einstök atriði á brott af listunum án sérstakrar forritunar sem jafnframt feli í sér nokkurn aukakostnað.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>3.</strong> </div> <p>Þriðja kæruatriði.<br /> Í bréfi til borgarlögmanns, dagsettu 5. ágúst 1997, beindi kærandi m.a. svofelldum fyrirspurnum til borgarlögmanns:<br /> <br /> "Hver hannaði umhverfi og útlit Austurvallar, í hverju eru breytingarnar fólgnar, hve miklum fjármunum var veitt í verkefnið bæði hvað varðar hönnun og framkvæmdir, á hvaða tímabili var fjármagninu veitt í verkefnið, og hversu langt eru framkvæmdirnar á veg komnar miðað við hönnun?<br /> </p> <p>Hvaða tillögur eru komnar fram hvað varðar skipulagsbreytingar á Aðalstræti, næst Túngötu?"<br /> <br /> Borgarlögmaður svaraði þessum fyrirspurnum kæranda með bréfi, dagsettu 20. janúar sl. Við fyrri spurningunni voru veitt þau svör að tiltekin teiknistofa hefði unnið ýmsar tillögur að skipulagi Austurvallar á árunum 1991-1992 í tengslum við deiliskipulag svokallaðrar Kvosar. Kostnaður við þá hönnunarvinnu hefði numið ákveðinni fjárhæð, en tillögurnar ekki fengið endanlega afgreiðslu og því ekki verið hrint í framkvæmd. Síðari spurningunni var svarað á þann veg að nafngreindur arkitekt ynni að tillögum um skipulag á hinum tilteknu lóðum við Aðalstræti, í samvinnu við Minjavernd. Tillögurnar hefðu að undanförnu verið til kynningar og umfjöllunar í nefndum og ráðum borgarinnar, en engar þeirra fengið endanlega afgreiðslu.<br /> <br /> Í umsögn kæranda, dagsettri 30. janúar sl., er fullyrt að framkvæmdir við Austurvöll séu lengra komnar en borgarlögmaður heldur fram og að kostnaðargreiðslur hljóti því að vera hærri en fram komi í bréfi hans. Kærandi ítrekar því fyrri fyrirspurn sína í öllum atriðum utan hinu fyrsta. Að því er varðar svör við síðari fyrirspurninni gerir kærandi þá athugasemd að hann hafi spurt um það hvaða tillögur væru fram komnar, en ekki hverjar væru endanlega afgreiddar.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>4.</strong> </div> <p>Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kæruatriðunum annars vegar og hinum kærðu ákvörðunum hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð frekari grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</p> <div align="center"> <h3>Niðurstaða</h3> <strong>1.</strong> </div> <p>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, með þeim undantekningum sem fram koma í 4.-6. gr. laganna, að veita almenningi aðgang að skjölum og öðrum gögnum í vörslum sínum. Stjórnvöldum ber hins vegar ekki skylda til þess samkvæmt lögunum að láta í té upplýsingar með öðrum hætti, t.d. með því að útbúa ný gögn, sem ekki eru fyrirliggjandi, þegar óskað er eftir aðgangi að upplýsingum.<br /> <br /> </p> <p>Sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verður að miða beiðni sína við tiltekin gögn, með því að tilgreina þau gögn eða það mál, sem hann óskar að kynna sér, sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd hefur skýrt þetta ákvæði laganna svo að ekki sé unnt í sömu beiðni að fara fram á aðgang að miklum fjölda skjala úr fleiri en einu stjórnsýslumáli, jafnvel þótt skjölin séu nægilega tilgreind.<br /> <br /> Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög. Síðarnefndu lögin kveða sem fyrr segir á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda. Úrskurðarnefnd hefur litið svo á að að gildissvið laga nr. 121/1989 sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti. Aðgangur að einstökum skjölum eða öðrum sambærilegum gögnum falli hins vegar undir upplýsingalög enda þótt þau hafi að geyma upplýsingar sem fengnar eru úr kerfisbundnum skrám.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>2.</strong> </div> <p>Fyrir liggur að Reykjavíkurborg hefur með bréfi, dagsettu 20. janúar sl., veitt kæranda þær upplýsingar, sem hann hefur óskað eftir um svonefnt Kvosarskipulag og falla undir fyrsta kæruatriðið hér að framan, að undanskildum upplýsingum um kostnað við skipulagið á árunum 1982-1985. Skilja verður umrætt bréf frá skrifstofu borgarstjóra svo að kæranda sé synjað um aðgang að gögnum sem hafa að geyma þær upplýsingar.<br /> <br /> Þar eð kærandi hefur ekki farið fram á aðgang að tilteknum skjölum eða öðrum gögnum með þessum upplýsingum, svo sem boðið er í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga, verður synjun borgarinnar staðfest með vísun til þess sem fram kemur í kafla 1 hér að framan.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>3.</strong> </div> <p>Upplýst er að ekki liggja fyrir aðrir listar hjá Reykjavíkurborg með nöfnum og starfsheitum starfsmanna hjá þeim stofnunum, sem annað kæruatriðið lýtur að, en svonefndir launalistar. Þeir hafa jafnframt að geyma upplýsingar um launagreiðslur til einstakra starfsmanna, þ. á m. um heildarlaun þeirra hvers og eins.<br /> <br /> Svo fram kemur í kafla 1 að framan verður að líta svo á að hafi stjórnvald fellt upplýsingar úr fleiri stjórnsýslumálum í eitt skjal, þótt þær séu fengnar úr bókhaldi þess, sé aðgangur að skjalinu að öðru jöfnu heimill samkvæmt upplýsingalögum. Samkvæmt meginreglunni í 1. mgr. 3. gr. laganna er því skylt að veita aðgang að umræddum launalistum nema eitthvert af undantekningarákvæðunum í 4.-6. gr. þeirra eigi við.<br /> <br /> Í 5. gr. upplýsingalaga segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: "Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings. Á grundvelli 5. gr. er það aftur á móti undanþegið aðgangi almennings hver heildarlaun hver opinber starfsmaður hefur haft, hvort sem laun hans eru hærri en föst laun og kjör, sem stöðu hans fylgja, sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri vegna launafrádráttar sökum fjarvista eða annarra atvika."<br /> <br /> Ljóst er að á umræddum launalistum er fyrst og fremst að finna upplýsingar um þau heildarlaun sem hlutaðeigandi borgarstofnanir hafa greitt starfsmönnum sínum. Mikil vinna væri að nema þær upplýsingar á brott af listunum þannig að aðeins stæðu eftir nöfn og starfsheiti starfsmannanna sem eru milli sex og sjö hundruð. Mögulegt er að fella upplýsingarnar á brott með sérstakri forritun, en með því móti væri verið að búa til nýtt skjal eða gagn í skilningi upplýsingalaga.<br /> </p> <p>Með vísun til alls þess, sem að framan segir, lítur úrskurðarnefnd svo á, þrátt fyrir ákvæði 7. gr. upplýsingalaga, að umræddir launalistar séu gögn sem sanngjarnt sé og eðlilegt að fari leynt í heild sinni, sbr. 5. gr. laganna. Þar af leiðandi er Reykjavíkurborg ekki skylt að veita kæranda aðgang að listunum eða hluta þeirra.<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>4.</strong> </div> <p>Í fyrri fyrirspurn kæranda, sem fellur undir þriðja kæruatriðið, er ekki farið fram á aðgang að neinum tilteknum skjölum eða gögnum ef frá eru taldar tillögur um umhverfi og útlit Austurvallar sem kærandi nefnir "breytingar". Í bréfi borgarlögmanns, dagsettu 20. janúar sl., segir að umræddar tillögur hafi ekki fengið endanlega afgreiðslu, en um þær hefur verið fjallað af hálfu borgarinnar.<br /> Í síðari fyrirspurn kæranda, sem sama kæruatriði tekur til, er farið fram á aðgang að þeim tillögum sem fram eru komnar um breytingar á skipulagi Aðalstrætis, næst Túngötu. Í bréfi borgarlögmanns, dagsettu 20. janúar sl., segir að tillögur þessa efnis hafi að undanförnu verið til kynningar og umfjöllunar í nefndum og ráðum borgarinnar, en engar þeirra fengið endanlega afgreiðslu.<br /> <br /> Í 2. tölulið 3. gr. upplýsingalaga segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái m.a. til allra gagna, sem mál varða, "svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og gagna sem vistuð eru í tölvu". Með vísun til þessa ákvæðis sérstaklega, svo og meginreglunnar í 1. mgr. 3. gr., sbr. 10. gr. laganna, lítur úrskurðarnefnd svo á að að þær tillögur, sem að framan greinir, lúti upplýsingarétti almennings enda hefur verið um þær fjallað af hálfu Reykjavíkurborgar. Tillögurnar eru unnar af sjálfstætt starfandi arkitektum og verða þar af leiðandi ekki felldar undir vinnuskjöl í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þar eð borgin hefur ekki borið fyrir sig 4. tölul. 6. gr. laganna er henni skylt að veita kæranda aðgang að tillögunum.</p> <div align="center"> <strong>5.</strong> </div> <p>Kærandi tók ekki mið af ákvæðum upplýsingalaga, eins og þau eru skýrð í kafla 1 að framan, í upphaflegri kæru sinni til úrskurðarnefndar. Hann fór heldur ekki eftir tilmælum frá formanni nefndarinnar um að skýra málatilbúnað sinn og gera nánari grein fyrir kæruatriðum. Eins og gerð er grein fyrir í kaflanum um kæruefni tók nefndin þá ákvörðun, sem tilkynnt var kæranda með bréfi, dagsettu 13. janúar sl., að vísa frá flestum af þeim atriðum sem fram komu í hinni upphaflegu kæru og síðari skýringum við hana. Þær ástæður, sem lágu að baki þeirri ákvörðun, voru margvíslegar, m.a. þær að atriðin heyrðu ekki undir valdsvið nefndarinnar, hún hefði áður leyst úr sams konar kærum frá kæranda á hendur öðrum stjórnvöldum og kærufrestur skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga hefði verið liðinn þegar synjun á einstökum beiðnum var borin undir nefndina.<br /> Svo sem fram kemur í lok kaflans um kæruefni verður að líta svo á að í bréfum kæranda, dagsettum 30. janúar sl., felist m.a. krafa um endurupptöku máls á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga. Í 1. tölul. 24. gr. segir að aðili máls eigi rétt á því að mál, eins og það sem hér um ræðir, verði tekið til meðferðar á ný ef "ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik".<br /> <br /> </p> <p>Þegar úrskurðarnefnd tók umrædda ákvörðun sína voru til staðar allar þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir, að undanskildu bréfi borgarritara til kæranda, dagsettu 4. desember sl. Með bréfinu var því synjað að láta honum í té nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda um starf framkvæmdastjóra Húsnæðisnefndar Reykjavíkur sem óskað höfðu nafnleyndar. Þegar upphafleg kæra barst frá kæranda lá þessi synjun ekki fyrir og var þessu atriði því vísað frá nefndinni. Það var ekki fyrr en með bréfi kæranda til "áfrýjunarnefndar um upplýsingamál", dagsettu 30. janúar sl., að synjunin var formlega kærð, en þá var liðinn sá 30 daga kærufrestur sem tiltekinn er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. stjórnsýslulaga skal vísa kæru frá hafi hún borist að liðnum kærufresti nema "afsakanlegt verði talið að kæran hafi ekki borist fyrr" eða "veigamiklar ástæður mæla með því að kæran verði tekin til meðferðar". Með vísun til þess að kærandi hefur áður kært mál til úrsku!<br /> rðarnefndar og með hliðsjón af málatilbúnaði hans lítur nefndin svo á að hvorug sú undantekning, sem að framan greinir, eigi við um umrædda kæru hans. Ber því að vísa henni frá nefndinni.<br /> <br /> Með skírskotun til þess, sem að framan segir, verður hafnað þeirri kröfu kæranda að sá hluti þessa máls, sem úrskurðarnefnd vísaði frá með bréfi til hans, dagsettu 13. janúar sl., verði tekinn til meðferðar á ný.<br /> </p> <h3><span>Úrskurðarorð:</span></h3> <p>Staðfest er sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja kæranda, [...], um aðgang að upplýsingum um kostnað við svonefnt Kvosarskipulag á tímabilinu 1982-1985.<br /> <br /> </p> <p>Staðfest er sú ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja kæranda um aðgang að svonefndum launalistum þar sem er að finna upplýsingar um launagreiðslur til starfsmanna borgarskipulags, borgarverkfræðings, gatnamálastjóra, byggingardeildar og garðyrkjustjóra borgarinnar.<br /> <br /> Reykjavíkurborg er skylt að veita kæranda aðgang að tillögum til breytinga á umhverfi og útliti Austurvallar og tillögum til breytinga á skipulagi Aðalstrætis, næst Túngötu, sem fjallað hefur verið um af hálfu borgarinnar.<br /> <br /> Hafnað er kröfu kæranda um að sá hluti þessa máls, sem vísað var frá með bréfi úrskurðarnefndar til hans, dagsettu 13. janúar sl., verði tekinn til meðferðar á ný.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Sif Konráðsdóttir<br /> </p> |
38/1998 Úrskurður frá 4. febrúar 1998 í málinu nr. A-38/1998 | Kærð var synjun Vegagerðarinnar um að veita aðgang að gögnum um niðurstöðu útboðs á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalds. Upplýsingaréttur aðila. Vinnuskjal. Upplýsingar ekki að finna annars staðar. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur að hluta. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 4. febrúar 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-38/1998:</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 12. janúar sl., kærði [A], synjun Vegagerðarinnar, dagsetta 24. nóvember sl., um að láta honum í té gögn er varða niðurstöðu útboðs á vetrarþjónustu á Holtavörðuheiði 1997-2000.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 16. janúar sl., fór úrskurðarnefnd þess á leit við kæranda að hann upplýsti hvenær og með hverjum hætti honum hefði borist hin kærða synjun Vegagerðarinnar. Í svarbréfi kæranda, dagsettu 22. janúar sl., staðfesti hann að synjunin hefði borist sér í almennum pósti 26. nóvember sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 20. janúar sl., var kæran kynnt Vegagerðinni og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16 hinn 27. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál gögn þau, er kæran lyti að, innan sama frests. Með bréfi, dagsettu 28. janúar sl., voru tilmæli þessi ítrekuð og frestur til að láta í té afrit af gögnum málsins framlengdur til kl. 12 á hádegi hinn 30. janúar sl. Þann dag barst umsögn Vegagerðarinnar, dagsett sama dag, ásamt greinargerð um útboð snjómoksturs á Holtavörðuheiði 1997.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að kærandi tók á síðastliðnu ári þátt í útboði Vegagerðarinnar "Vetrarþjónusta á Holtavörðuheiði 1997-2000". Í viðauka nr. V með útboðslýsingu kom fram að Vegagerðin myndi meta einstaka liði tilboða til stiga samkvæmt stigakerfi sem þar var lýst. Með bréfi til Vegagerðarinnar, dagsettu 10. nóvember sl., fór kærandi þess á leit, m.a. með vísun til 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að fá upplýsingar um útreikninga stiga og rökstutt mat á einstökum liðum í tilboðum hans og [B] í umrætt verk. Þá fór kærandi þess á leit að fá afrit af umsögn sem umdæmisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi hefði gert um þessi tilboð, auk þess sem hann óskaði eftir almennum upplýsingum um fyrrgreint stigakerfi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Vegagerðin svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 24. nóvember sl. Þar kemur fram að umbeðnar upplýsingar sé að finna í vinnuskjölum sem undanþegnar séu upplýsingarétti skv. 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þrátt fyrir það hafi stofnunin ákveðið að veita kæranda upplýsingar um stigagjöf við mat á tilboði hans sjálfs, auk þess sem honum voru veittar frekari upplýsingar um stigakerfi það, sem stuðst var við.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Vegagerðarinnar, dagsettri 30. janúar sl., kemur m.a. fram að upplýsingar um stigagjöf kæranda og [B] og rökstuðning fyrir henni sé að finna í greinargerð sem fylgdi umsögninni. Greinargerð þessi teljist vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og hafi verið synjað um aðgang að henni á þeim grundvelli. Í greinargerðinni komi ekki fram upplýsingar um staðreyndir og málsatvik, sem nauðsynlegt sé að veita almenningi aðgang að, heldur sé einvörðungu fjallað um tilboðin tvö og þau borin saman. Í því sambandi er vakin athygli á því að ekki sé útilokað að almennur aðgangur að umfjöllun um tilboð og bjóðendur geti skaðað viðskiptahagsmuni þeirra. Því sé varhugavert að veita aðgang að gögnum, sem slíka umfjöllun hafi að geyma, sbr. síðari málsl. 5. gr. upplýsingalaga. Þá hefur Vegagerðin staðfest, að gefnu tilefni, að umdæmisstjóri stofnunarinnar í Borgarnesi hafi ritað umrædda greinargerð sem dagsett er 2. nóvember sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Eins og gerð er grein fyrir í kaflanum um kæruefni hér að framan var mál þetta kært með bréfi kæranda, dagsettu 12. janúar sl. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga byrjar kærufrestur að líða þegar þeim, sem farið hefur fram á aðgang að gögnum, er tilkynnt synjun stjórnvalds. Kærandi hefur upplýst að synjun Vegagerðarinnar dagsett 24. nóvember sl., hafi borist honum í pósti 26. nóvember sl. Samkvæmt því var sá 30 daga kærufrestur, sem tiltekinn er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, liðinn þegar mál þetta var borið skriflega undir úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. tölul. 28. gr. stjórnsýslulaga segir að vísa skuli kæru frá, sem borist hefur að liðnum kærufresti, nema afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Ekki verður séð að Vegagerðin hafi veitt kæranda leiðbeiningar um kærufrest skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga sem henni var þó skylt að gera skv. 2. tölul. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af þessum sökum telur úrskurðarnefnd ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist of seint. Byggist sú niðurstaða jafnframt á því að skammur tími leið frá því að kærufrestur rann út þar til mál þetta var kært.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Með vísun til meginmarkmiðs upplýsingalaga og athugasemda með frumvarpi til laganna ber að skýra orðalagið "upplýsingar um hann sjálfan" svo rúmt að það taki til upplýsinga sem varða aðila máls. Telja verður kæranda aðila máls í skilningi hins umrædda ákvæðis þar eð hann hefur, að áliti úrskurðarnefndar, einstaklega og verulega hagsmuni af því, umfram aðra, að fá aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt framansögðu er í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga mælt svo fyrir að skylt sé að veita aðila máls aðgang að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar er snerta hann sjálfan. Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir í 1. tölul. 2. mgr. að ákvæði 1. mgr. gildi ekki "um þau gögn sem talin eru í 4. gr." laganna. Þá segir ennfremur orðrétt í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga segir að réttur til aðgangs að gögnum taki ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Upplýst er að Vegagerðin hefur veitt kæranda aðgang að þeim gögnum, sem varða beiðni hans og eru í vörslum stofnunarinnar, ef frá er talin greinargerð um útboð snjómoksturs á Holtavörðuheiði 1997 sem umdæmisstjóri stofnunarinnar í Borgarnesi hefur ritað. Fallist er á það álit Vegagerðarinnar að hér sé um að ræða vinnuskjal sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eftir stendur hins vegar að skera úr því hvort umrædd greinargerð hafi að geyma upplýsingar, sem ekki verður aflað annars staðar frá, sbr. ákvæðið í niðurlagi 3. tölul. 4. gr. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir svo um þetta ákvæði: "Með síðastnefndu orðalagi er einkum átt við upplýsingar um staðreyndir máls sem af einhverjum ástæðum er ekki að finna annars staðar en kunna að hafa vegið þungt við ákvörðunartöku. Rökin að baki þessari reglu eru einkum þau að slíkar upplýsingar geti verið ómissandi til skýringar á ákvörðun og af þeim orsökum sé ekki rétt að undanþiggja þær aðgangi almennings enda þótt þær sé aðeins að finna í vinnuskjölum."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni greinargerðarinnar. Í fyrri hluta hennar er gerð grein fyrir tilboðum kæranda og [B], sem voru tvö lægstu tilboðin í útboðsverkið, þau metin og þeim gefin stig eftir sérstöku stigakerfi sem gefið var upp í útboðsgögnum. Í þessum hluta greinargerðarinnar er að finna upplýsingar, sem ekki verður séð að komi fram í öðrum gögnum málsins, þ. á m. um bifreiðir og bílstjóra á vegum tilboðsgjafa og reynslu þeirra. Í síðari hluta hennar er að finna samanburð á tilboðunum tveimur, en aftur á móti ekki aðrar upplýsingar um staðreyndir en fram koma í fyrri hlutanum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með skírskotun til 1. mgr. 9. gr. og 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga er það álit úrskurðarnefndar að veita beri kæranda aðgang að fyrri hluta greinargerðarinnar, en ekki þeim síðari, sbr. 7. gr. laganna. Í fyrri hlutanum er ekki að finna neinar þær upplýsingar um einkamálefni [B] eða annarra aðila að ástæða sé til að halda þeim leyndum fyrir kæranda á grundvelli 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga. Ljósrit af greinargerðinni fylgir því eintaki af úrskurði þessum, sem sent verður Vegagerðinni, þar sem nefndin hefur merkt við þann hluta sem hún telur stofnuninni ekki skylt að láta kæranda í té.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Vegagerðinni ber að veita kæranda, [A], aðgang að greinargerð um útboð snjómoksturs á Holtavörðuheiði 1997, dagsettri 2. nóvember 1997 (að hluta).</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
36/1998 Úrskurður frá 13. janúar 1998 í málinu nr. A-36/1998 | Kærð var synjun Flugmálastjórnar um að veita upplýsingar um laun ákvörðuð í einstaklingsbundnum ráðningarsamningum við félagsmenn. Kærufrestur. Leiðbeiningarskylda stjórnvalds. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls. Meginregla upplýsingalaga. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Stjórnvaldi ekki skylt að veita aðgang. Stjórnvaldi óheimilt að veita aðgang. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 13. janúar 1998 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-36/1997:</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 4. desember sl., sem barst úrskurðarnefnd 5. desember sl., kærði [...], f.h. Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, synjun Flugmálastjórnar, dagsetta 30. október sl., um að veita félaginu nánar tilteknar upplýsingar um þau laun sem ákvörðuð eru í einstaklingsbundnum ráðningarsamningum við félagsmenn.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í því skyni að staðreyna, hvort kæran hefði borist innan lögmælts kærufrests skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, fór úrskurðarnefnd þess á leit með bréfi til umboðsmanns kæranda, dagsettu 8. desember sl., að fá upplýsingar um hvenær og með hvaða hætti synjun Flugmálastjórnar hefði borist kæranda. Með bréfi, dagsettu 10. desember sl., skýrði umboðsmaður kæranda frá því að synjunarbréf Flugmálastjórnar, dagsett 30. október sl., hefði ekki verið póstlagt, heldur "lagt í bakka í afgreiðslu Flugmálastjórnar" og ekki borist formanni Félags flugmálastarfsmanna fyrr en hinn 4. nóvember sl. Af þessu tilefni fór nefndin þess á leit með bréfi, dagsettu 17. desember sl., að Flugmálastjórn upplýsti hvenær og hvernig stofnunin hefði komið svarbréfi sínu á framfæri. Í bréfi hennar, dagsettu 19. desember sl., segir að svarbréfið hafi verið skrifað síðari hluta dags 30. október sl., en undirritað og "sett í afgreiðslubakka hjá gjaldkera daginn eftir". Allur póstur, sem þar sé settur, sé tekinn þaðan á hverjum degi. Ekki sé hægt að staðreyna hvort umrætt bréf hefði verið borið út föstudaginn 31. október eða mánudaginn 3. nóvember sl. Félag flugmálastarfsmanna hafi skrifstofuaðstöðu í húsnæði Slökkviliðs Reykjavíkurflugvallar, sem sé í annarri byggingu en aðalskrifstofan, og því sé ekki ástæða til að ætla annað en að um hafi verið að ræða hefðbundinn útburð á pósti í umrætt skipti.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 29. desember sl., var kæran kynnt Flugmálastjórn og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 12.00 á hádegi hinn 6. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að upplýst yrði á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar hjá stofnuninni. Umsögn Flugmálastjórnar, dagsett 6. janúar sl., barst innan tilskilins frests og fylgdi henni m.a. sýnishorn af ráðningarsamningi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Elínar Hirst og Valtýs Sigurðssonar taka varamennirnir Ólafur E. Friðriksson og Sif Konráðsdóttir sæti þeirra við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi til Flugmálastjórnar, dagsettu 23. október sl., fór formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins þess á leit, með vísun til upplýsingalaga, að félaginu yrðu veittar fullnægjandi upplýsingar og aðgangur "að öllum launum, sem teljast föst mánaðarlaun þ.e. röðun í launaflokka, launaþrep og einnig þau laun, sem ákvörðuð eru í einstaklingsbundnum ráðningarsamningum, s.s. ákvarðanir um viðbótarlaunaflokka, eða aðrar greiðslur fyrir dagvinnu umfram það, sem skylt er samkvæmt kjarasamningi".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 30. október sl., lýsti Flugmálastjórn sig reiðubúna til að láta í té upplýsingar um "röðun starfsmanna í launaflokka og launaþrep". Hins vegar synjaði stofnunin um aðgang að upplýsingum um "einstaklingsbundna ráðningarsamninga" með vísun til 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Í synjunarbréfinu er hvorki að finna leiðbeiningar til kæranda um kæruheimild né kærufrest.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í kæru til úrskurðarnefndar, dagsettri 4. desember sl., er framangreindri röksemd Flugmálastjórnar vísað á bug með því að kjarasamningur Félags flugmálastarfsmanna og ríkisins hafi þegar verið undirritaður. Jafnframt segir að umbeðnar upplýsingar séu ekki undanþegnar aðgangi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga þar eð ekki verði af þeim ráðin heildarlaun einstakra starfsmanna, raunverulegur vinnutími þeirra eða forföll.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Flugmálastjórnar, dagsettri 6. janúar sl., er því andmælt að kærumál þetta verði tekið til efnislegrar meðferðar með því að kæran sé of seint fram komin. Jafnframt telur stofnunin að kærandi hafi ekki tilgreint þær upplýsingar, sem leitað hafi verið eftir, með þeim hætti sem 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga geri kröfu til. Þá kemur fram í umsögninni að skriflegir ráðningarsamningar hafi verið gerðir við flestalla félagsmenn í Félagi flugmálastarfsmanna. Flugmálastjórn kveðst fá senda frá fjármálaráðuneyti svonefnda launalista eftir hverja launavinnslu. Þar sé um að ræða yfirlit um heildarlaunagreiðslur til starfsmanna stofnunarinnar, þar sem fram komi allar greiðslur, sem þeir fái hverju sinni, þ.m.t. mánaðarlaun samkvæmt launaflokki og launaþrepi, svo og yfirvinnugreiðslur. Á launalistunum sé hins vegar ekki að finna aðgreind þau atriði, sem kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um, þ.e. laun, sem ákvörðuð séu í einstaklingsbundnum ráðningarsamningum, svo sem þóknanir, fastar yfirvinnugreiðslur og akstursgreiðslur. Aðrar upplýsingar um greidd laun séu skráðar með kerfisbundnum hætti í launavinnslukerfi fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum Flugmálastjórnar eru félagsmenn í Félagi flugmálastarfsmanna u.þ.b. 120 talsins.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Eins og gerð er grein fyrir í kaflanum um kæruefni hér að framan var mál þetta kært með bréfi umboðsmanns kæranda, dagsettu 4. desember sl. Skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga byrjar kærufrestur að líða þegar þeim, sem farið hefur fram á aðgang að gögnum, er tilkynnt synjun stjórnvalds. Flugmálastjórn hefur upplýst að synjunarbréf stofnunarinnar, dagsett 30. október sl., hafi verið borið út til kæranda 31. október sl. eða 3. nóvember sl. Samkvæmt því verður að miða við að sá 30 daga kærufrestur, sem tiltekinn er í 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, hafi verið liðinn þegar mál þetta var borið skriflega undir úrskurðarnefnd.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. tölul. 28. gr. stjórnsýslulaga segir að hafi kæra borist að liðnum kærufresti skuli ekki vísa henni frá ef afsakanlegt verði talið að hún hafi ekki borist fyrr. Ekki verður séð að Flugmálastjórn hafi veitt kæranda leiðbeiningar um kærufrest skv. 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga sem henni var þó skylt að gera skv. 2. tölul. 20. gr. stjórnsýslulaga. Af þessum sökum telur úrskurðarnefnd ekki rétt að vísa kærunni frá þótt hún hafi borist of seint. Byggist sú niðurstaða jafnframt á því að kæran er dagsett einum degi eftir að kærufrestur rann út, sbr. 1. mgr. 8. gr. stjórnsýslulaga, og barst nefndinni daginn eftir.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög, en síðarnefndu lögin kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna, er það sagt vera meginmarkmið þeirra "að tryggja mönnum vernd gegn hættu á misnotkun upplýsinga um einkamálefni þeirra sem varðveittar eru og skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti". Með vísun til þessa og athugasemda, er fylgdu 1. gr. frumvarpsins, þar sem m.a. er tekið fram að utan gildissviðs þess falli einstakar tilviljunarkenndar skrár, verður að líta svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að 5. gr. laga nr. 121/1989 taki til aðgangs að upplýsingum um launakjör starfsmanna hjá Flugmálastjórn, að því leyti sem þær upplýsingar eru skráðar með kerfisbundnum hætti í ríkisbókhaldi. Aðgangur að ráðningarsamningum, sem gerðir hafa verið við einstaka starfsmenn stofnunarinnar, svo og að sérstökum yfirlitum, sem tekin hafa verið saman um laun og launakjör þeirra, falla á hinn bóginn utan gildissviðs laga nr. 121/1989. Þar með fellur aðgangur að slíkum skjölum undir upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 1. mgr. 10. gr. laganna segir ennfremur: "Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skýra verður 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga svo að sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verði að tilgreina nákvæmlega þau gögn eða það mál sem hann óskar að kynna sér. Með því móti að óska eftir upplýsingum um launakjör félagsmanna í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins, sem eru u.þ.b. 120 talsins, er farið fram á aðgang að gögnum úr mörgum stjórnsýslumálum, en slíkt samrýmist ekki síðari málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Í samræmi við fyrri málslið sömu málsgreinar ber sem fyrr segir að tilgreina nákvæmlega þau gögn sem óskað er eftir aðgangi að. Segja má, að með því að miða beiðnina við launakjör félagsmanna í Félagi flugmálastarfsmanna, hafi kærandi út af fyrir sig tilgreint þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Á hitt er hins vegar að líta að í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir svo um skýringu á 1. mgr. 10. gr. laganna að af ákvæðinu leiði að ekki sé "hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili". Að áliti úrskurðarnefndar væri þannig verið að ganga gegn því markmiði upplýsingalaga, að beiðni um aðgang að gögnum verði að vera nægilega afmörkuð, ef fallist yrði á kröfu kæranda um aðgang að öllum þeim ráðningarsamningum sem gerðir hafa verið við félagsmenn í Félagi flugmálastarfsmanna. Með skírskotun til þess er það niðurstaða nefndarinnar að Flugmálastjórn sé ekki skylt að veita kæranda aðgang að ráðningarsamningum eða sambærilegum gögnum sem hafa að geyma einstaklingsbundnar upplýsingar um starfskjör allra félagsmanna í Félagi flugmálastarfsmanna.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><FONT FACE="Times New Roman">4.</FONT></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Þegar stjórnvald hefur fellt upplýsingar úr fleiri stjórnsýslumálum í eitt skjal verður að líta svo á að aðgangur að því skjali sé að öðru jöfnu heimill samkvæmt upplýsingalögum. Í umsögn Flugmálastjórnar, sem áður er vitnað til, kemur fram að stofnunin fær reglulega senda svonefnda launalista frá fjármálaráðuneytinu, en þar er að finna yfirlit um heildarlaunagreiðslur til starfsmanna hjá stofnuninni. Samkvæmt meginreglunni í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er skylt að veita aðgang að umræddum listum nema eitthvert af undantekningarákvæðum 4.-6. gr. laganna eigi við.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 5. gr. laganna segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: "Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings. Á grundvelli 5. gr. er það aftur á móti undanþegið aðgangi almennings hver heildarlaun hver opinber starfsmaður hefur haft, hvort sem laun hans eru hærri en föst laun og kjör, sem stöðu hans fylgja, sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri vegna launafrádráttar sökum fjarvista eða annarra atvika."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Fyrir liggur að á umræddum launalistum er fyrst og fremst að finna upplýsingar um þau heildarlaun, sem ríkið hefur greitt hlutaðeigandi starfsmönnum á hverju tímabili, án þess að þar séu aðgreindar, svo séð verði, þær upplýsingar sem sérstaklega er óskað eftir af hálfu kæranda. Með vísun til síðastgreindra ummæla í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga lítur úrskurðarnefnd svo á að launalistarnir séu gögn sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi 5. gr. laganna. Þar af leiðandi er óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Flugmálastjórn er ekki skylt að verða við beiðni kæranda, Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, dagsettri 23. október 1997, þar sem óskað er eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um þau laun sem ákvörðuð eru í einstaklingsbundnum ráðningarsamningum við félagsmenn.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Flugmálastjórn er óheimilt að veita kæranda aðgang að svonefndum launalistum sem stofnunin fær senda reglulega frá fjármálaráðuneytinu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR> |
37/1997 - Úrskurður frá 29. desember 1997 í málinu nr. A-37/1997 | Kærð var synjun Landsvirkjunar um að veita aðgang að gögnum um virkjun eða stíflugerð í Laxá, uppgræðslu við Kráká og samningum við aðila á Laxársvæðinu. Gildissvið. Kæruheimild. Frávísun. | <p>Hinn 29. desember 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-37/1997:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 12. desember sl., kærði [...], f.h. [...], synjun Landsvirkjunar, dagsetta 17. nóvember sl., um að láta honum í té gögn sem varða virkjun eða stíflugerð í Laxá, uppgræðslu við Kráká og samninga við aðila á Laxársvæðinu.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 17. desember sl., var kæran kynnt Landsvirkjun og fyrirtækinu gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 12.00 á hádegi hinn 23. desember sl. Umsögn Landsvirkjunar, dagsett 23. desember sl., barst innan tilskilins frests.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi til Landsvirkjunar, dagsettu 29. október sl., óskaði kærandi eftir að fá afhent ljósrit af fundargerðum um virkjun eða stíflugerð í Laxá, uppgræðslu við Kráká og samninga við aðila á Laxársvæðinu. Að auki fundargerð samninganefndar fyrirtækisins og samninganefndar heimamanna á svæðinu um sömu mál. Krafa kæranda er byggð á lögum nr. 21/1993 um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 17. nóvember sl., synjaði Landsvirkjun um að láta umbeðin gögn í té, m.a. með vísun til úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 19. september 1997 í málinu nr. A-24/1997. Með bréfi, dagsettu 12. desember sl., var synjun Landsvirkjunar kærð til úrskurðarnefndar með vísun til 4. gr. laga nr. 21/1993, sbr. 2. tölul. 25. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Fyrr á þessu ári fór kærandi fram á það, á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996, að fá aðgang að sömu gögnum og hann óskar nú eftir að sér verði látin í té. Þegar Landsvirkjun synjaði þessari fyrri beiðni hans kærði hann þá synjun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Með úrskurði, sem kveðinn var upp 19. september sl. í málinu nr. A-24/1997, var kærunni vísað frá nefndinni þar eð Landsvirkjun væri sameignarfyrirtæki ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar og félli því ekki undir upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna. Ákvæði 2. mgr. sömu greinar tæki heldur ekki til þeirrar starfsemi er beiðni kæranda lyti að.<br /> <br /> Í því máli, sem nú er til úrlausnar, fer kærandi fram á að fá aðgang að fyrrgreindum gögnum á grundvelli laga nr. 21/1993, um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál. Hefur hann sem fyrr segir kært synjun Landsvirkjunar til úrskurðarnefndar með vísun til 4. gr. þeirra laga, sbr. 2. tölul. 25. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Ákvæði 4. gr. laga nr. 21/1993 er svohljóðandi, eins og því var breytt með 2. tölul. 25. gr. upplýsingalaga: "Um aðgang að fyrirliggjandi gögnum um umhverfismál fer eftir upplýsingalögum." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir m.a. svo um þessa breytingu að hún sé gerð "til þess að tryggja að upplýsingalög gildi að meginstefnu til um allar upplýsingar sem finna má í gögnum stjórnvalda, með þeim undantekningum sem mælt er fyrir um í 3.-6. gr.".<br /> <br /> Í stjórnarskránni er gengið út frá þeirri meginreglu að ráðherrar fari með yfirstjórn stjórnsýslunnar nema hún sé að lögum fengin öðrum stjórnvöldum. Samkvæmt því verða stjórnvaldsákvarðanir almennt kærðar til þess ráðherra, sem fer með stjórn viðeigandi málaflokks, nema lög mæli á annan veg.<br /> <br /> Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé "að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögum þessum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn". Í hinu tilvitnaða ákvæði er valdsvið nefndarinnar einskorðað við synjun stjórnvalds samkvæmt upplýsingalögum, en með vísun til framangreindrar meginreglu ber að skýra það þröngt. Þótt í 2. og 3. tölul. laganna, sem breyttu 4. og 7. gr. laga nr. 21/1993, kunni að felast ráðagerð um að synjun á aðgangi að upplýsingum samkvæmt síðastnefndum lögum verði kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál er það hvergi tekið fram berum orðum, hvorki í lögunum sjálfum né í lögskýringargögnum. Kæruheimild til nefndarinnar verður heldur ekki byggð á lögjöfnun þar eð umrædd lög um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál fjalla um tiltölulega sérhæft svið og verður því ekki jafnað til upplýsingalaga sem hafa að geyma almenn ákvæði um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.<br /> <br /> Með skírskotun til þessa er það álit úrskurðarnefndar að synjun Landsvirkjunar um að veita kæranda aðgang að hinum umbeðnu gögnum verði ekki kærð til nefndarinnar á grundvelli 4. gr. laga nr. 21/1993. Af þeirri ástæðu verður kæru hans á hendur fyrirtækinu vísað frá nefndinni.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Kæru [...] á hendur Landsvirkjun er vísað frá úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> <br /> </p> |
35/1997 - Úrskurður frá 19. desember 1997 í málinu nr. A-35/1997 | Kærð var meðferð bankastjórnar Landsbanka Íslands á beiðni um upplýsingar um ferðakostnað maka bankastjóra og aðstoðarbankastjóra bankans á tilteknu tímabili. Málshraði. Ámælisverður dráttur á að beiðni væri afgreidd. Synjun. Kæruheimild. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls. Fyrirliggjandi gögn. Synjun staðfest. | <p>Hinn 19. desember 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-35/1997:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 19. nóvember sl., kærði [...], f.h. [...], meðferð Landsbanka Íslands á beiðni umbjóðanda hans frá 5. október sl. um að fá upplýsingar um ferðakostnað maka bankastjóra og aðstoðarbankastjóra bankans frá ársbyrjun 1993 til þess dags.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 25. nóvember sl., var kæran kynnt Landsbankanum og því beint til hans að taka ákvörðun um afgreiðslu beiðninnar eins og fljótt og við yrði komið og eigi síðar en 2. desember sl. Jafnframt var þess óskað að ákvörðun bankans yrði birt kæranda og nefndinni eigi síðar en kl. 16.00 þann dag. Kysi bankinn að synja kæranda um þær upplýsingar, er kæran lyti að, var honum gefinn kostur á að koma að athugasemdum um kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sama frests. Einnig var þess óskað að nefndinni yrðu veittar upplýsingar um á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar og hvort þeim hefði verið safnað í eitt eða fleiri skjöl eða annars konar gögn. Ef svo væri, var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál ljósrit eða afrit þess eða þeirra skjala eða gagna.<br /> <br /> Hinn 2. desember sl. barst úrskurðarnefnd bréf formanns bankaráðs Landsbankans, dagsett sama dag, ásamt afriti af svarbréfi hans til kæranda, dagsettu sama dag. Með bréfi til nefndarinnar, dagsettu 16. s.m., tilkynnti umboðsmaður kæranda að hann teldi svör Landsbankans ófullnægjandi og óskaði eftir að úrskurðarnefnd tæki málið til efnislegrar meðferðar.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson og Elín Hirst viku sæti í máli þessu. Tóku varamennirnir Ólafur E. Friðriksson og Steinunn Guðbjartsdóttir sæti þeirra við meðferð málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau, að með bréfi til formanns bankaráðs Landsbanka Íslands, dagsettu 5. október sl., fór kærandi þess á leit, á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996, að fá upplýsingar um ferðakostnað maka bankastjóra og aðstoðarbankastjóra bankans frá ársbyrjun 1993 til þess dags. Nánar tiltekið var farið fram á upplýsingar um ferðakostnað þeirra, gistikostnað, þ.m.t. kostnað við að breyta eins manns herbergi í tveggja manna, dagpeninga og annan kostnað.<br /> <br /> Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 19. nóvember sl., kemur fram að bankinn hafi þá ekki enn tekið ákvörðun um afgreiðslu beiðni kæranda þrátt fyrir ákvæði 11. gr. upplýsingalaga. Er sú afstaða bankans kærð með vísan til 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og V. kafla upplýsingalaga og þess krafist að bankanum verði gert skylt að veita kæranda þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir.<br /> <br /> Með svarbréfi Landsbankans til kæranda, dagsettu 2. desember sl., fylgdi samantekt sem bankinn hafði unnið úr bókhaldsgögnum sínum um ferða- og gistikostnað, svo og dagpeningagreiðslur, hjá bankanum frá ársbyrjun 1993 til septemberloka 1997. Í bréfi þessu kom jafnframt fram að önnur samantekt lægi ekki fyrir.<br /> <br /> Umboðsmaður kæranda hefur fært frekari rök fyrir kærunni. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir svo: "Stjórnvald skal taka ákvörðun um hvort það verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta." Tæpar sjö vikur liðu frá því kærandi bar fram beiðni sína við Landsbankann og þar til umboðsmaður hans bar fram kæru til úrskurðarnefndar á grundvelli 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga og V. kafla upplýsingalaga. Í svarbréfi bankans, dagsettu 2. desember sl., eru tafir á afgreiðsluerindis kæranda ekki skýrðar. Verður að telja framferði bankans skýlaust brot á 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga og því ámælisvert.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í samantekt þeirri er fylgdi svarbréfi Landsbankans til kæranda, dagsettu 2. desember sl., kemur fram árlegur kostnaður bankans af ferðalögum starfsmanna frá árinu 1993 til 30. september 1997. Er kostnaðurinn sundurliðaður m.a. í fargjöld, hótelkostnað og dagpeninga og þær upplýsingar sérstaklega tilgreindar að því er varðar bankastjóra og dagpeninga til maka bankastjóra. Í svarbréfi bankans kemur jafnframt fram að samantekt þessi hafi verið unnin upp úr bókhaldsgögnum bankans og að önnur samantekt liggi ekki fyrir.<br /> <br /> Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög, en síðarnefndu lögin kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.<br /> <br /> Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna, er það sagt vera meginmarkmið þeirra "að tryggja mönnum vernd gegn hættu á misnotkun upplýsinga um einkamálefni þeirra sem varðveittar eru og skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti." Með vísun til þessa og athugasemda, er fylgdu 1. gr. frumvarpsins, þar sem m.a. er tekið fram að utan gildissviðs þess falli einstakar tilviljunarkenndar skrár, verður að líta svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að 5. gr. laga nr. 121/1989 taki til aðgangs að upplýsingum um ferðakostnað starfsmanna Landsbankans og maka að því leyti sem þær upplýsingar eru skráðar með kerfisbundnum hætti í bókhaldi bankans. Aðgangur að sérstökum yfirlitum, sem unnin hafa verið upp úr bókhaldinu, falli á hinn bóginn utan gildissviðs laga nr. 121/1989. Þar með fellur aðgangur að slíkum skjölum undir upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga segir svo: "Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir svo um skýringu á þessu ákvæði að af því leiði að ekki sé "hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili".<br /> <br /> Þegar stjórnvald hefur fellt upplýsingar úr fleiri stjórnsýslumálum í eitt skjal verður að líta svo á að aðgangur að því skjali sé að öðru jöfnu heimill samkvæmt upplýsingalögum. Í svarbréfi formanns bankaráðs Landsbankans, dagsettu 2. desember sl., kemur fram að önnur samantekt, en kæranda hefur þegar verið látin í té, sé ekki fyrir hendi.<br /> <br /> Í erindi umboðsmanns kæranda til úrskurðarnefndar, dagsettu 16. desember sl., er svar bankans talið ófullnægjandi án þess að tilgreint sé frekar hvað á skorti. Af samanburði á beiðni kæranda við samantekt bankans má ráða að enn sé óupplýst hver sé ferðakostnaður maka bankastjóra og aðstoðarbankastjóra, gistikostnaður þeirra þ.m.t. kostnaður "við að breyta eins manns herbergi í tveggja manna" og annar kostnaður. Upplýsingar þessar hafa ekki verið teknar saman. Með því að svo er ekki ber með vísan til framanritaðs að staðfesta synjun Landsbankans um að veita ekki frekari upplýsingar en fram koma í samantekt þeirri er fylgdi svarbréfi bankans frá 2. desember sl.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Staðfest er synjun Landsbanka Íslands um að veita kæranda frekari upplýsingar en fram koma í samantekt þeirri er fylgdi bréfi bankans til kæranda, dagsettu 2. desember 1997.<br /> <br /> Valtýr Sigurðsson, formaður<br /> Ólafur E. Friðriksson<br /> Steinunn Guðbjartsdóttir<br /> </p> |
34/1997 - Úrskurður frá 15. desember 1997 í málinu nr. A-34/1997 | Kærð var meðferð Ríkiskaupa á beiðni um aðgang að útboðsskilmálum vegna sölu tiltekinnar ríkisjarðar, öllum kauptilboðum sem bárust og að kaupsamningi sem gerður var um hana. Málshraði. Synjun. Kæruheimild. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Ákvæði annarra laga, er heimila víðtækari aðgang að gögnum, halda gildi sínu. Þinglýsing. Aðgangur veittur. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 15. desember 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-34/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 18. nóvember sl., kærði [...], f.h. [...], meðferð Ríkiskaupa á beiðni hans, dagsettri 4. nóvember sl., um að fá afhenta útboðsskilmála vegna sölu jarðarinnar [A], svo og afrit allra kauptilboða, sem bárust, og afrit þess kaupsamnings sem gerður var.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 20. nóvember sl., var kæran kynnt Ríkiskaupum og óskað eftir að stofnunin gerði úrskurðarnefnd grein fyrir því, í síðasta lagi 27. nóvember sl., hvort hún hefði orðið við beiðni kæranda. Jafnframt var stofnuninni tilkynnt að nefndin myndi að öðrum kosti líta svo á að hún hefði synjað kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 50/1996. Í því tilviki var þess óskað að nefndinni yrðu afhent sem trúnaðarmál gögn þau, er kæran lýtur að, og var Ríkiskaupum gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sama frests.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 26. nóvember sl. barst úrskurðarnefnd afrit af bréfi Ríkiskaupa til kæranda, dagsettu 24. nóvember sl., þar sem beiðni hans frá 4. nóvember sl. var svarað. Í svarbréfinu er vísað til annars bréfs Ríkiskaupa, dagsetts 2. maí sl., en með því var svarað beiðni kæranda um sömu upplýsingar, dagsettri 18. mars sl. Í beiðni kæranda frá 4. nóvember sl., og kæru til nefndarinnar, dagsettri 18. nóvember sl., kemur fram að kærandi telur svör stofnunarinnar ekki fullnægjandi. Með bréfi til Ríkiskaupa, dagsettu 27. nóvember sl., var frestur stofnunarinnar til að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni framlengdur til miðvikudagsins 3. desember sl. Jafnframt var ítrekuð sú ósk úrskurðarnefndar að henni yrðu látin í té sem trúnaðarmál þau gögn, er kæran lýtur að, innan sama frests. Hinn 4. desember sl. barst nefndinni umsögn Ríkiskaupa, dagsett sama dag, ásamt eftirgreindum skjölum:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">1. Tilboðseyðublaði auk fylgigagna vegna útboðs á jörðinni [A].</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">2.- 8. Afritum af sjö kauptilboðum í jörðina.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">9. Afriti af kaupsamningi um jörðina, dagsettum 25. ágúst 1995.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 8. desember sl., fór úrskurðarnefnd þess á leit að Ríkiskaup veitti nefndinni upplýsingar fyrir 12. desember sl. um hvort umrætt útboð hefði verið bundið öðrum skilmálum en þeim, sem fram koma á tilboðseyðublaði, og jafnframt hvort kaupsamningi um jörðina hefði verið þinglýst. Þessu erindi svaraði Ríkiskaup með bréfi, dagsettu 10. desember sl., þar sem fram kemur að útboðið hafi ekki verið bundið öðrum skilmálum en fram koma á tilboðseyðublaði. Bréfinu fylgdu staðfest endurrit úr fasteignabók sýslumannsins á Selfossi um þinglýsingu eignarheimilda að jörðinni og veðbanda á henni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru þau að með bréfi til Ríkiskaupa, dagsettu 4. nóvember sl., fór umboðsmaður kæranda þess á leit að fá útboðsskilmála vegna sölu jarðarinnar [A], afrit allra kauptilboða, sem bárust, og afrit kaupsamnings sem gerður hefði verið um hana. Með bréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 18. nóvember sl., var meðferð beiðni þessarar kærð til nefndarinnar. Þá voru liðnar tvær vikur frá því að beiðnin var send stofnuninni án þess að henni hefði verið svarað.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í framangreindri kæru til nefndarinnar kemur fram að kærandi hafi verið ábúandi á jörðinni [A] og átt þar eignir sem hann seldi ríkinu. Þegar óskað var eftir tilboðum í jörðina ásamt eignum þessum var hann meðal tilboðsgjafa, en tilboði hans var ekki tekið og þurfti hann "frá að hverfa". Umboðsmaður kæranda kveðst ítrekað hafa leitað eftir framangreindum upplýsingum og fengið þær að hluta í svarbréfi Ríkiskaupa frá 2. maí sl., en þær hafi þó ekki verið fullnægjandi. Í svarbréfinu segir að kærandi hafi átt "efsta boð í krónutölum" og jafnframt er greint frá ástæðum þess að því tilboði var hafnað. Ennfremur segir að "tilboði næsta aðila í krónutölum sem þá var hagstæðast fyrir seljanda" hafi verið tekið.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í kæru til úrskurðarnefndar er sérstaklega áréttað að kærandi óski eingöngu eftir upplýsingum um "efnislegan bakgrunn útboðs, kauptilboða og kaupsamnings" og að átölulaust verði látið þótt strikað verði yfir nöfn þeirra aðila sem í hlut eigi. Jafnframt kemur þar fram að kærandi telji upplýsingarnar vera sér nauðsynlegar "til að hægt sé að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort beitt hafi verið ómálefnalegum sjónarmiðum við mat á kauptilboðum í áðurgreindar eignir m.t.t. meginreglna stjórnsýsluréttar, þ. á m. reglna um meðalhóf og jafnræði aðila".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Ríkiskaupa, dagsettri 4. desember sl., er þess óskað "að tilboðin verði ekki afhent, þar sem um gögn sé að ræða er varða einka- og fjárhagsmálefni bjóðenda" sem þeir verði að geta treyst að ekki verði látin í hendur öðrum. Sama eigi við um kaupsamning þann sem gerður var. Í bréfi stofnunarinnar, dagsettu 10. desember sl., kemur fram að kaupsamningnum hefur verið þinglýst hjá sýslumanninum á Selfossi.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvald skal taka ákvörðun um hvort það verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta." Þegar umboðsmaður kæranda kærði meðferð Ríkiskaupa á beiðni hans, dagsettri 4. nóvember sl., voru sem fyrr segir liðnar tvær vikur frá því að beiðnin var send stofnuninni án þess að hún hefði svarað. Af svarbréfi stofnunarinnar, dagsettu 24. nóvember sl., er ljóst að hún hefur synjað beiðninni. Með vísun til 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga og 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga er mál þetta því réttilega kært til úrskurðarnefndar.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 5. gr. laganna segir síðan: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á því hvaða fjárhagsmálefni einstaklinga séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þau fari leynt, að óheimilt sé að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með hliðsjón af síðastgreindu orðalagi hefur úrskurðarnefnd litið svo á, að komi ríkið fram eins og hver annar einkaaðili við kaup og sölu fasteigna og lausafjár, séu upplýsingar um kaup- og söluverð, svo og upplýsingar um greiðsluskilmála, þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga. Hafa ber í huga að ákvæðum greinarinnar er ætlað að koma í veg fyrir að veittar séu upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni nafngreindra einstaklinga eða lögaðila.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í því máli, sem hér er til úrlausnar, fer kærandi m.a. fram á að fá aðgang að kauptilboðum sem bárust í tiltekna jörð við útboð á henni á vegum Ríkiskaupa. Í kæru er því lýst yfir af hálfu kæranda að hann sætti sig við það þótt nöfn tilboðsgjafa verði strikuð út.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Svo sem áður er lýst bárust sjö kauptilboð í jörðina. Í tilboðunum eru greind atriði, sem tengjast tilboðsgjöfum sérstaklega, svo sem nöfn þeirra, heimilisföng, kennitölur og símanúmer. Að öðru leyti er þar engar upplýsingar að finna sem sanngjarnt er og eðlilegt, að áliti úrskurðarnefndar, að undanþiggja upplýsingarétti almennings. Með skírskotun til alls þess, sem að framan greinir, telur nefndin að ákvæði 5. gr. upplýsingalaga standi því ekki í vegi að kæranda verði veittur aðgangur að kauptilboðum þeim, sem auðkennd eru nr. 2-8 hér að framan, að því tilskildu að þau atriði, sem tengjast tilboðsgjöfum sérstaklega, verði numin á brott. Ljósrit af tilboðunum fylgja því eintaki af úrskurði, sem sent verður Ríkiskaupum, þar sem merkt hefur verið við þau atriði sem hér um ræðir.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eðli máls samkvæmt á hver sem er aðgang að tilboðseyðublaði, auðkennt nr. 1 hér að framan, ásamt fylgigögnum, en gögn þessi voru á sínum tíma afhent hverjum sem þess óskaði.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 9. gr. reglugerðar nr. 284/1996 um þinglýsingar segir: "Almenningur skal hafa aðgang að þinglýsingabókum og skjalahylkjum þeim eða möppum, sem geyma eintök þinglýstra skjala í þeim tilgangi að kynna sér efni þeirra, eftir nánari ákvörðun viðkomandi þinglýsingarstjóra." Eins og fram hefur komið hefur kaupsamningi þeim, sem auðkenndur er nr. 9 hér að framan, verið þinglýst. Með því móti hefur samningurinn verið gerður opinber á grundvelli fyrrgreinds reglugerðarákvæðis, sbr. þinglýsingarlög nr. 39/1978.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þótt úrskurðarnefnd telji samkvæmt framansögðu að þær upplýsingar, sem kaupsamningurinn hefur að geyma, séu almennt þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, hefur réttarstaðan breyst að mati nefndarinnar við það að samningnum hefur verið þinglýst þar eð hver sem er getur nú kynnt sér efni hans. Í ljósi þess telur nefndin að veita beri kæranda aðgang að samningnum í heild sinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Ríkiskaupum ber að veita kæranda, [...], aðgang að hinum umbeðnu gögnum með þeim undantekningum sem að framan greinir.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman"> </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
30/1997 - Úrskurður frá 4. desember 1997 í málinu nr. A-30/1997 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að forðagæsluskýrslum fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp. Beiðni beint að réttu stjórnvaldi. Ákvæði annarra laga, sem heimila víðtækari aðgang að upplýsingum, halda gildi sínu. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls. Aðgangur veittur. | <p>Hinn 4. desember 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-30/1997:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 1. nóvember sl., kærði [...], synjun landbúnaðarráðuneytisins, dagsetta 28. október sl., um að veita henni aðgang að forðagæsluskýrslum fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 7. nóvember sl., var kæran kynnt landbúnaðarráðuneytinu og því gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 13. nóvember sl. Með vísun til niðurlags 3. mgr. 10. gr. laga nr. 46/1991 um búfjárhald var þess jafnframt óskað að upplýst yrði á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar, þ. á m. hvort þær hefðu verið teknar saman í eitt skjal. Umsögn landbúnaðarráðuneytisins, dagsett 14. nóvember sl., barst hinn 18. nóvember sl.<br /> <br /> Með bréfi til landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 20. nóvember sl., fór úrskurðarnefnd þess á leit að ráðuneytið léti nefndinni í té sýnishorn af skýrslum þeim, sem búfjáreftirlitsmenn færa árlega og senda Bændasamtökum Íslands til varðveislu. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið upplýsti hvort til væri ein skýrsla um Hvalfjarðarstrandarhrepp og ef svo væri, að nefndinni yrði látið í té eintak af henni sem trúnaðarmál. Landbúnaðarráðuneytið svaraði þessu erindi nefndarinnar með bréfi, dagsettu 21. nóvember sl. Því fylgdi sýnishorn af eyðublaði fyrir skýrslu búfjáreftirlitsmanns.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi til landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 3. október sl., óskaði kærandi eftir "að fá aðgang að nýjustu forðagæsluskýrslum fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp". Ráðuneytið svaraði beiðninni með bréfi, dagsettu 28. október sl., þar sem henni er synjað með vísan til 3. mgr. 10. gr. laga nr. 46/1991, svo og til þess að afstaða Hvalfjarðarstrandarhepps og sauðfjáreigenda í hreppnum lægi ekki fyrir.<br /> <br /> Í kæru sinni til úrskurðarnefndar, dagsettri 1. nóvember sl., fer kærandi fram á úrskurð um gildissvið 10. gr. laga nr. 46/1991 gagnvart fyrri málslið 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Í niðurlagi kærunnar segir orðrétt: "Á grundvelli þessa tel ég að ráðuneytið hafi ekki heimild til að synja mér um aðgang að upplýsingum úr forðagæsluskýrslum."<br /> <br /> Landbúnaðarráðuneytið telur í umsögn sinni til nefndarinnar, dagsettri 14. nóvember sl., að með vísun til 3. mgr. 10. gr. laga nr. 46/1991 eigi upplýsingar úr forðagæsluskýrslum aðeins að vera til afnota fyrir opinbera aðila. Þá lítur ráðuneytið svo á að 5. gr. upplýsingalaga takmarki aðgang almennings að upplýsingum þessum verði talið að lögin nái til skýrslnanna. Í umsögninni kemur jafnframt fram að forðagæsluskýrslur hafi að geyma upplýsingar um fjölda búfjár, skipt eftir tegundum, aðbúnað þess og fóðrun, svo og um fóðurbirgðir og annað, er lýtur að hirðingu búfjár, hjá öllum búfjáreigendum í landinu. Búfjáreftirlitsmenn færi skýrslurnar árlega og sendi Bændasamtökum Íslands til meðferðar, úrvinnslu og varðveislu. Upplýsingarnar séu m.a. færðar í tölvu og úr þeim síðan unnar tölur um búfjárfjölda í öllum sveitarfélögum og sendar Hagstofu Íslands til birtingar í Hagtíðindum. Öðrum upplýsingum úr skýrslunum sé ekki safnað í eitt skjal.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd hefur, að eigin frumkvæði, aflað sýnishorns af tölvuunnu yfirliti þar sem Bændasamtök Íslands hafa tekið saman tölur um búfjárfjölda í sveitarfélögum árið 1996, þ.m.t. Hvalfjarðarstrandarhreppi. Þetta yfirlit hafa samtökin sent Hagstofu Íslands í þeim tilgangi sem að framan greinir.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Í 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Þegar farið er fram á aðgang að gögnum um mál þar sem taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu. Annars skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem hefur gögnin í sínum vörslum." Samkvæmt niðurlagi þessa ákvæðis bar kæranda, að öðru jöfnu, að beina beiðni sinni til þess stjórnvalds sem hefur hin umbeðnu gögn í vörslum sínum. Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga kemur hins vegar fram að lög kunna að mæla á annan veg.<br /> <br /> Í 3. mgr. 10. gr. laga nr. 46/1991 er að finna svohljóðandi ákvæði: "Niðurstöður hausteftirlits um fjölda búfjár, fóðurforða, fyrningar og fóðurþörf skráir búfjáreftirlitsmaður á eyðublað sem Bændasamtök Íslands láta í té ásamt reglum um framkvæmd forðagæslu. Skýrslu þessa skal senda Bændasamtökum Íslands strax að lokinni haustskoðun. Bændasamtök Íslands annast úrvinnslu á niðurstöðum um búfjárfjölda og fóðurforða og hefur yfirstjórn með framkvæmd forðagæslu. Upplýsingar úr skýrslum þessum skulu vera heimilar til afnota Framleiðsluráði landbúnaðarins, Hagstofu Íslands, Hagþjónustu landbúnaðarins og öðrum opinberum aðilum að fengnu leyfi landbúnaðarráðuneytisins." Í niðurlagi þessa ákvæðis felst, að áliti úrskurðarnefndar, undantekning frá meginreglunni í niðurlagi 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Beindi kærandi því beiðni sinni réttilega til landbúnaðarráðuneytisins.<br /> <br /> Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga segir: "Ákvæði annarra laga, sem heimila víðtækari aðgang að upplýsingum, halda gildi sínu." Með vísun til þeirra sjónarmiða, sem búa að baki lögunum og þessu ákvæði þeirra sérstaklega, telur úrskurðarnefnd að ákvæði 3. mgr. 10. gr. laga nr. 46/1991, sem eru eldri lög, takmarki ekki aðgang almennings að forðagæsluskýrslum eða upplýsingum úr þeim, umfram það sem leiðir af upplýsingalögum.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög, en síðarnefndu lögin kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.<br /> <br /> Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna, er það sagt vera meginmarkmið þeirra "að tryggja mönnum vernd gegn hættu á misnotkun upplýsinga um einkamálefni þeirra sem varðveittar eru og skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti". Með vísun til þessa og athugasemda, er fylgdu 1. gr. frumvarpsins, þar sem m.a. er tekið fram að utan gildissviðs þess falli einstakar tilviljunarkenndar skrár, verður að líta svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að 5. gr. laga nr. 121/1989 taki til aðgangs að upplýsingum úr forðagæsluskýrslum fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp, að því leyti sem þær upplýsingar eru skráðar með kerfisbundnum hætti hjá Bændasamtökum Íslands. Aðgangur að einstökum forðagæsluskýrslum, sem forðagæslumenn hafa fært, svo og að sérstökum yfirlitum, sem unnin hafa verið upp úr skýrslunum, fellur á hinn bóginn undir upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 1. mgr. 10. gr. laganna segir ennfremur: "Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."<br /> <br /> Í samræmi við fyrri málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga ber að tilgreina nákvæmlega þau gögn sem óskað er eftir aðgangi að. Segja má, að með því að óska eftir aðgangi að nýjustu forðagæsluskýrslum fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp hafi kærandi út af fyrir sig tilgreint þau gögn, sem hann óskar að kynna sér, vegna þess að skýra verður beiðni hennar svo að aðeins sé átt við skýrslur frá síðasta ári, þ.e. árinu 1996. Á hitt er hins vegar að líta að í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir svo um skýringu á 1. mgr. 10. gr. laganna að af ákvæðinu leiði að ekki sé "hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili". Að áliti úrskurðarnefndar væri þannig verið að ganga gegn því markmiði upplýsingalaga, að beiðni um aðgang að gögnum verði að vera nægilega afmörkuð, ef fallist yrði á kröfu kæranda um aðgang að öllum þeim forðagæsluskýrslum er færðar hafa verið í Hvalfjarðarstrandarhreppi þar sem er að finna fjölmargar bújarðir. Þegar af þeirri ástæðu telur nefndin að ekki sé skylt að veita kæranda aðgang að þeim forðagæsluskýrslum sem færðar hafa verið í hreppnum á árinu 1996.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>4.</strong> </div> <p>Þegar stjórnvald hefur fellt upplýsingar úr fleiri stjórnsýslumálum í eitt skjal verður að líta svo á að aðgangur að því skjali sé að öðru jöfnu heimill samkvæmt upplýsingalögum. Eins og áður greinir eru upplýsingar úr einstökum forðagæsluskýrslum færðar í tölvu. Árlega senda síðan Bændasamtök Íslands upplýsingar úr skýrslunum til Hagstofu Íslands til birtingar í Hagtíðindum. Það er gert með því að vinna úr tölvu sérstakt yfirlit um fjölda búfjár í hverju sveitarfélagi, þ.m.t. Hvalfjarðarstrandarhreppi.<br /> <br /> Samkvæmt meginreglunni í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, sbr. og niðurlag 2. tölul. 2. mgr. þeirrar greinar, er skylt að veita aðgang að umræddu yfirliti enda stendur ekkert af undantekningarákvæðum 4.-6. gr. laganna í vegi fyrir því. Af þeim sökum ber að veita kæranda upplýsingar um fjölda búfjár í Hvalfjarðarstrandarhreppi árið 1996 í samræmi við beiðni hennar.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Bændasamtökum Íslands er skylt að veita kæranda, [...], aðgang að upplýsingum um fjölda búfjár í Hvalfjarðarstrandarhreppi árið 1996 á tölvuunnu yfirliti sem samtökin hafa tekið saman fyrir Hagstofu Íslands.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
33/1997 - Úrskurður frá 4. desember 1997 í málinu nr. A-33/1997 | Kærðar voru synjanir iðnaðarráðuneytisins, Náttúruverndar ríkisins og Orkustofnunar um að veita aðgang að skýrslu sem nefnd á vegum þessara þriggja stofnana hafði látið vinna um áhrif hugsanlegra virkjana norðan Vatnajökuls á ferðaþjónustu. Gildissvið. Lögvarðir hagsmunir kæranda. Frávísun. Vinnuskjal. Höfundarréttur. Aðgangur veittur. | <p>Hinn 4. desember 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-33/1997:<br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 11. nóvember sl., kærði [...], synjun iðnaðarráðuneytisins, dagsetta 5. nóvember sl., synjun Náttúruverndar ríkisins, dagsetta 4. nóvember sl., og synjun Orkustofnunar, dagsetta 30. október sl., um að veita honum aðgang að "skýrslu sem nefnd á vegum" þessara þriggja stofnana "hefur látið vinna um áhrif hugsanlegra virkjana norðan Vatnajökuls á ferðaþjónustu". Af gögnum málsins er ljóst að um er að ræða skýrslu Önnu Dóru Sæþórsdóttur sem ber heitið "Áhrif vatnsaflsvirkjana norðan Vatnajökuls á ferðamennsku" og er frá því í júlímánuði 1997.<br /> <br /> Með samhljóða bréfum, dagsettum 12. nóvember sl., var kæran kynnt iðnaðarráðuneytinu, Náttúruvernd ríkisins og Orkustofnun og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinum kærðu ákvörðunum til kl. 12.00 föstudaginn 21. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrði látið í té eintak af skýrslunni sem trúnaðarmál innan sama frests. Svör ráðuneytisins og Orkustofnunar, dagsett 20. nóvember sl., bárust innan tilskilins frests, en svar Náttúruverndar, dagsett 21. nóvember sl., barst 24. nóvember sl. Svarbréfi Orkustofnunar fylgdi umbeðin skýrsla.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í meginatriðum þau að með samhljóða bréfum til iðnaðarráðuneytisins, Náttúruverndar ríkisins og Orkustofnunar, dagsettum 22. október sl., fór kærandi þess á leit, með vísan til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, að fá aðgang að "skýrslu sem nefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins, Náttúruverndarráðs og Orkustofnunar, er lýtur formennsku Hákonar Aðalsteinssonar hjá Orkustofnun, hefur látið vinna um áhrif hugsanlegra virkjana norðan Vatnajökuls á ferðaþjónustu".<br /> <br /> Orkustofnun svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 30. október sl., Náttúruvernd ríkisins með bréfi, dagsettu 4. nóvember sl., og iðnaðarráðuneytið með bréfi, dagsettu 5. nóvember sl. Beiðni kæranda var í öllum tilvikum synjað á þeim grundvelli að umrædd skýrsla væri enn til umfjöllunar í fyrrgreindri nefnd í ófullbúnu handriti og lægi því ekki fyrir í endanlegum búningi. Því til áréttingar lét Náttúruvernd fylgja svari sínu fundarboð til nefndarmanna þar sem tiltekið er að nefndin sé kölluð saman til að ræða efni skýrslunnar og hugsanlegar athugasemdir.<br /> <br /> Í umsögn Orkustofnunar til úrskurðarnefndar er greint frá því að umrædd skýrsla hafi verið samin fyrir starfshóp sem fyrrgreind nefnd hafi skipað til að annast framkvæmd rannsókna á áhrifum virkjana norðan Vatnajökuls á ferðamennsku. Rakin er tilurð skýrslunnar og meðferð hennar í starfshópnum og áform hans um að ganga frá endanlegu handriti skýrslunnar til útgáfu öðru hvorum megin við næstu áramót. Í umsögnum Náttúruverndar og Orkustofnunar er vakin athygli á því að [...], höfundur skýrslunnar, eigi höfundarrétt að henni. Af hálfu Orkustofnunar er áhersla lögð á að ekki verði veittur aðgangur að skýrslunni fyrr en allir þeir, sem leitað hafi verið til, hafi átt þess kost að fjalla um hana. Í umsögnum Náttúrverndar og iðnaðarráðuneytsins eru færð fram svipuð sjónarmið og vísað til 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga því til stuðnings. Að auki telur ráðuneytið orka tvímælis að upplýsingalög taki til skýrslunnar þar eð hún hafi verið unnin á vegum starfshóps, sem í eigi sæti fulltrúar fleiri aðila en stjórnvalda, þ. á m. Landsvirkjunar. Jafnframt tekur ráðuneytið fram að fulltrúa þess í nefndinni, sem einnig er skrifstofustjóri í ráðuneytinu, hafi verið send drög að skýrslunni persónulega. Af þeim sökum telur ráðuneytið sig ekki hafa skýrsludrögin í vörslum sínum.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Enginn vafi er á því að upplýsingalög taka til hinna kærðu stofnana, þ.e. iðnaðarráðuneytisins, Náttúruverndar ríkisins og Orkustofnunar, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna. Upplýst er að skýrsla sú, sem kærandi óskar eftir aðgangi að, er í vörslum tveggja síðastnefndu stofnananna. Í umsögn iðnaðarráðuneytisins er því hins vegar haldið fram að skýrslan hafi ekki verið send ráðuneytinu með formlegum hætti og því sé hún ekki í vörslum þess í skilningi niðurlagsákvæðisins í 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Vegna þess að kærandi hefur beint beiðni að Náttúruvernd og Orkustofnun verður ekki talið að hann hafi lögmæta hagsmuni af því að fá úr því skorið í máli þessu hvort samhljóða beiðni hans til iðnaðarráðuneytisins falli undir upplýsingalög. Ber því þegar af þeirri ástæðu að vísa kæru hans á hendur ráðuneytinu frá úrskurðarnefnd.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 3. tölul. 4. gr. laganna er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá".<br /> <br /> Síðastnefnt ákvæði felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum og ber því að skýra það þröngt. Skýrsla sú, sem kærandi hefur farið fram á að fá aðgang að, hefur sem fyrr segir verið send Náttúruvernd ríkisins og Orkustofnun. Skýrslan er unnin af [...], landfræðingi, að beiðni starfshóps á vegum nefndar sem þessar tvær stofnanir eiga ásamt öðrum aðild að. Af skýrslunni verður ekki annað ráðið en að hún liggi fyrir í endanlegri gerð.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að hin umbeðna skýrsla teljist ekki vinnuskjal samkvæmt hinni þröngu skilgreiningu í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þar eð hinar kærðu stofnanir hafa ekki borið fyrir sig 1. tölul. 4. gr. eða 4. tölul. 6. gr. laganna og ekki verður séð að önnur undantekningarákvæði í 4.-6. gr. þeirra eigi við er Náttúruvernd ríkisins og Orkustofnun skylt að veita kæranda aðgang að skýrslunni í heild sinni.<br /> Skv. 22. gr. a í höfundalögum nr. 73/1972, sbr. 5. tölul. 25. gr. upplýsingalaga, girðir sú staðreynd, að skjal sé undirorpið höfundarrétti, ekki fyrir það að eintak sé afhent af því., t.d. í ljósriti, ef slíkt er skylt á grundvelli upplýsingalaga. Ekki má þó birta skjölin, gera af þeim eintök, dreifa eintökum af þeim eða nýta þau með öðrum hætti í hagnaðarskyni nema með samþykki höfundar.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Kæru kæranda, [...], á hendur iðnaðarráðuneytinu er vísað frá.<br /> Náttúruvernd ríkisins og Orkustofnun er skylt að veita kæranda aðgang að skýrslu [...] sem ber heitið "Áhrif vatnsaflsvirkjana norðan Vatnajökuls á ferðamennsku" og er frá því í júlímánuði 1997.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
31/1997 - Úrskurður frá 27. nóvember 1997 í málinu nr. A-31/1997 | Kærð var synjun Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar um að veita upplýsingar um starfskjör allra háskólamenntaðra starfsmanna stofnunarinnar. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls eða gagna sem mál varða. Synjun staðfest. | <p>Hinn 27. nóvember 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-31/1997:</p> <div align="center"> <br /> <br /> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 7. nóvember sl., kærði [...], f.h. Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa, synjun Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, dagsetta 28. október sl., um að veita félaginu upplýsingar um starfskjör allra háskólamenntaðra starfsmanna stofnunarinnar, þ.e. dagvinnulaun, fasta og unna yfirvinnu og bílastyrki.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 7. nóvember sl., var kæran kynnt Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 12.00 hinn 14. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að upplýst yrði á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar hjá stofnuninni. Að ósk hennar var frestur þessi framlengdur til kl. 16.00 hinn 18. nóvember sl., en þann dag barst umsögnin, dagsett sama dag.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 20. nóvember sl., fór úrskurðarnefnd þess á leit að Félagsmálastofnun upplýsti hvort gerðir hefðu verið ráðningarsamningar við þá starfsmenn sem beiðni kæranda tekur til. Ef svo væri, var þess jafnframt óskað að nefndinni yrði látið í té sýnishorn af slíkum samningi. Þessu erindi svaraði stofnunin með bréfi, dagsettu 24. nóvember sl., og fylgdi svarbréfinu eintök af samningseyðublöðum.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau, að með bréfi til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, dagsettu 16. október sl., fór formaður Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa þess á leit að nefndarmönnum í svonefndri aðlögunarnefnd yrðu veittar "upplýsingar um starfskjör allra háskólamenntaðra starfsmanna er starfa hjá Félagsmálastofnun". Nánar tiltekið væri átt við "dagvinnulaun, fasta og unna yfirvinnu sem og bílastyrki".<br /> Með bréfi Félagsmálastofnunar, dagsettu 28. október sl., var staðfest að stofnunin myndi ekki láta kæranda í té upplýsingar um laun og starfskjör starfsmanna í öðrum stéttarfélögum. Þar kemur hins vegar fram að fulltrúum í aðlögunarnefnd hafi verið afhent yfirlit úr launabókhaldi yfir röðun þeirra félagsráðgjafa, sem starfa hjá stofnuninni, í starfsheiti og launaflokka. Jafnframt segir að engin leynd hvíli yfir fastri áætlaðri yfirvinnu félagsráðgjafa, sem eru forstöðumenn og deildarstjórar, eða hvaða félagsmenn kæranda hafi aksturssamning. Um afstöðu stofnunarinnar er að öðru leyti vísað til stefnu starfsmannaþjónustu Reykjavíkurborgar, sem fram komi í meðfylgjandi bréfi hennar til borgarstofnana, dagsettu 27. október sl. Í því bréfi segir að starfsmannaþjónustan telji að ýmiss konar upplýsingar um háskólamenntaða starfsmenn innan stofnana borgarinnar séu undanþegnar aðgangi almennings á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 7. nóvember sl., er þess krafist að synjun Félagsmálastofnunar verði felld úr gildi og mælt fyrir um skyldu hennar til að láta umbeðnar upplýsingar í té. Jafnframt er athygli vakin á því að samkvæmt framangreindu bréfi stofnunarinnar séu upplýsingarnar til hjá stofnuninni og engin sérstök vandkvæði á að veita aðgang að þeim.<br /> <br /> Í umsögn Félagsmálastofnunar, dagsettri 18. nóvember sl., kemur fram að upplýsingar um greidd laun þeirra starfsmanna, sem kærandi óskar eftir, séu skráðar með kerfisbundnum hætti í launabókhaldi Reykjavíkurborgar. Ekki séu til listar eða unnin gögn úr bókhaldinu með þeim upplýsingum sem farið hafi verið fram á. Í svarbréfi stofnunarinnar, dagsettu 24. nóvember sl., segir að hún hafi tekið í notkun sérstök stöðluð eyðublöð fyrir skriflega ráðningarsamninga um síðustu áramót. Ekki liggi fyrir við hve marga háskólamenntaða starfsmenn slíkir samningar hafi verið gerðir. Þó sé ljóst að þeir muni vera tiltölulega fáir vegna þess að ekki hafi verið mikið um nýráðningar slíkra starfsmanna á þeim tíma sem liðinn sé frá því að eyðublöðin voru tekin í notkun. Þá liggi ekki heldur fyrir hvaða starfsmenn þetta séu. Til að finna það út þurfi að framkvæma bæði sérstaka tölvuvinnslu úr launakerfi borgarinnar og fara yfir skrár eða starfsmannamöppur stofnunarinnar. Jafnframt er athygli vakin á að ekki liggi fyrir hjá stofnuninni upplýsingar um það hvaða starfsmenn hennar teljist "háskólamenn".<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög, en síðarnefndu lögin kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.<br /> <br /> Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna, er það sagt vera meginmarkmið þeirra "að tryggja mönnum vernd gegn hættu á misnotkun upplýsinga um einkamálefni þeirra sem varðveittar eru og skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti". Með vísun til þessa og athugasemda, er fylgdu 1. gr. frumvarpsins, þar sem m.a. er tekið fram að utan gildissviðs þess falli einstakar tilviljunarkenndar skrár, verður að líta svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að 5. gr. laga nr. 121/1989 taki til aðgangs að upplýsingum um launakjör starfsmanna hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, að því leyti sem þær upplýsingar eru skráðar með kerfisbundnum hætti í bókhaldi borgarinnar. Aðgangur að ráðningarsamningum, sem gerðir hafa verið við einstaka starfsmenn stofnunarinnar, falla á hinn bóginn utan gildissviðs laga nr. 121/1989. Þar með fellur aðgangur að slíkum skjölum undir upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 1. mgr. 10. gr. laganna segir ennfremur: "Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."<br /> <br /> Skýra verður 1. mgr. 10. gr. upplýsinglaga svo að sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verði að tilgreina nákvæmlega þau gögn eða það mál sem hann óskar að kynna sér. Í beiðni sinni fer kærandi fram á aðgang að upplýsingum um starfskjör allra háskólamenntaðra starfsmanna er starfa hjá Félagsmálastofnun. Með því móti er farið fram á aðgang að gögnum úr mörgum stjórnsýslumálum, en slíkt samrýmist ekki síðari málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Í samræmi við fyrri málslið sömu málsgreinar ber sem fyrr segir að tilgreina nákvæmlega þau gögn sem óskað er eftir aðgangi að. Beiðni kæranda er óljós að þessu leyti vegna þess að þeir starfsmenn, sem óskað er upplýsinga um, eru hvorki nafngreindir né tilgreindir með starfsheitum, þannig að ekki fari á milli mála við hverja sé átt. Af þeirri ástæðu var Félagsmálastofnun ekki skylt að veita kæranda aðgang að ráðningarsamningum eða öðrum gögnum er kunna að hafa að geyma hinar umbeðnu upplýsingar.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar er ekki skylt að verða við beiðni kæranda, Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa, dagsettri 16. október 1997, þar sem óskað er eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um starfskjör allra háskólamenntaðra starfsmanna, er hjá stofnuninni starfa, þ.e. dagvinnulaun, fasta og unna yfirvinnu og bílastyrki þeirra.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
32/1997 - Úrskurður frá 27. nóvember 1997 í málinu nr. A-32/1997 | Kærðar voru synjanir félagsmálaráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins um að veita upplýsingar um öll starfskjör starfsmanna í ráðuneytunum. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls. Skýring upplýsingalaga. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjanir staðfestar. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 27. nóvember 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-32/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 7. nóvember sl., kærði [...], f.h. Félags starfsmanna stjórnarráðsins, synjun félagsmálaráðuneytisins, dagsetta 24. október sl., og synjun umhverfisráðuneytisins, dagsetta 28. október sl., um að veita félaginu upplýsingar um öll starfskjör starfsmanna í ráðuneytunum. Nánar tiltekið röðun í launaflokka og launaþrep, svo og laun, sem ákvörðuð eru í einstaklingsbundnum ráðningarsamningum, svo sem þóknanir, fasta (óunna) yfirvinnu og akstursgreiðslur.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfum, dagsettum 10. nóvember sl., var kæran kynnt ráðuneytunum og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 18. nóvember sl. Jafnframt var þess óskað að upplýst yrði á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar hjá ráðuneytunum. Umsögn félagsmálaráðuneytisins, dagsett 18. nóvember sl. barst innan tilskilins frests, en umsögn umhverfisráðuneytisins, dagsett sama dag, ekki fyrr en 20. nóvember sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til hvors ráðuneytis um sig, dagsettu 20. nóvember sl., fór úrskurðarnefnd fram á að ráðuneytin upplýstu hvort gerðir hefðu verið ráðningarsamningar við þá starfsmenn sem beiðni kæranda tekur til. Ef svo væri, var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin í té sýnishorn af slíkum samningum. Félagsmálaráðuneytið svaraði þessu erindi nefndarinnar með bréfi, dagsettu 22. nóvember sl., og umhverfisráðuneytið með bréfi, dagsettu 26. nóvember sl. Svarbréfunum fylgdu sýnishorn af skipunarbréfi og ráðningarsamningum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfum til ráðuneytisstjóra, hagstofustjóra, ríkisbókara og ríkisféhirðis, dagsettum 20. október sl., fór formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins þess á leit að félaginu yrðu afhentar upplýsingar um öll starfskjör starfsmanna í stjórnarráðinu. Nánar tiltekið væri átt við "röðun í launaflokka og launaþrep og einnig þau laun sem ákvörðuð eru í einstaklingsbundnum ráðningarsamningum s.s. þóknanir, fasta (óunna) yfirvinnu og akstursgreiðslur.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Félagsmálaráðuneytið og umhverfisráðuneytið synjuðu félaginu um umbeðnar upplýsingar með samhljóða bréfum, dagsettum 24. og 28. október sl. Þar kemur fram að synjun ráðuneytanna sé byggð á bréfi fjármálaráðuneytisins til ráðuneyta og ríkisstofnana, dagsettu 10. október sl., um hliðstætt mál, þar sem upplýsingar um fyrirhugaðar ráðstafanir í kjaramálum starfsmanna ríkisins séu undanþegnar aðgangi á grundvelli 4. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 til að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjanda þess.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 7. nóvember sl., er framangreindum röksemdum ráðuneytanna vísað á bug með því að kjarasamningur ríkisins við Félag starfsmanna stjórnarráðsins hafi þegar verið undirritaður.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Umsagnir félagsmálaráðuneytisins og umhverfisráðuneytisins, dagsettar 18. nóvember sl., eru samhljóða að öðru leyti en því að félagsmálaráðuneytið áréttar að það hafi hvorki aðgang að né upplýsingar um laun allra starfsmanna stjórnarráðsins. Geti það þegar af þeirri ástæðu ekki orðið við beiðni kæranda. Í umsögnunum kemur fram að ráðuneytin fái senda frá fjármálaráðuneytinu svonefnda launalista eftir hverja reglulega launavinnslu. Þar sé um að ræða yfirlit um heildarlaunagreiðslur til starfsmanna sem undir hvort ráðuneyti heyra. Á listunum komi fram allar greiðslur, sem hlutaðeigandi starfsmenn fái hverju sinni, þ.m.t. mánaðarlaun samkvæmt launaflokki og launaþrepi og yfirvinnugreiðslur hverju sinni. Þar sé þó ekki að finna aðgreind þau atriði, sem sett séu fram í beiðni kæranda, þ.e. laun, sem ákvörðuð eru í einstaklingsbundnum ráðningarsamningum, svo sem þóknanir, fasta yfirvinnu og akstursgreiðslur. Aðrar upplýsingar um greidd laun séu skráðar með kerfisbundnum hætti í launavinnslukerfi fjármálaráðuneytisins.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög, en síðarnefndu lögin kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin. Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna, er það sagt vera meginmarkmið þeirra að tryggja mönnum vernd gegn hættu á misnotkun upplýsinga um einkamálefni þeirra sem varðveittar eru og skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti. Með vísun til þessa og athugasemda, er fylgdu 1. gr. frumvarpsins, þar sem m.a. er tekið fram að utan gildissviðs þess falli einstakar tilviljunarkenndar skrár, verður að líta svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að 5. gr. laga nr. 121/1989 taki til aðgangs að upplýsingum um launakjör starfsmanna hjá félagsmálaráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu, að því leyti sem þær upplýsingar eru skráðar með kerfisbundnum hætti í ríkisbókhaldi. Aðgangur að ráðningarsamningum, sem gerðir hafa verið við einstaka starfsmenn ráðuneytanna, svo og að sérstökum yfirlitum, sem tekin hafa verið saman um laun og launakjör þeirra, falla á hinn bóginn utan gildissviðs laga nr. 121/1989. Þar með fellur aðgangur að slíkum skjölum undir upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 1. mgr. 10. gr. laganna segir ennfremur: "Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í upphaflegri beiðni sinni til ráðuneytanna fór kærandi fram á aðgang að upplýsingum um starfskjör allra starfsmanna stjórnarráðsins. Í kæru til úrskurðarnefndar er þess hins vegar krafist að ráðuneytunum verði gert skylt að veita aðgang að upplýsingum um starfskjör þeirra starfsmanna er hjá þeim starfa. Með hliðsjón af niðurlagi 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga verður hér eftir miðað við að beiðnin taki aðeins til upplýsinga um starfskjör hjá starfsmönnum í hvoru ráðuneyti um sig.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skýra verður 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga svo að sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verði að tilgreina nákvæmlega þau gögn eða það mál sem hann óskar að kynna sér. Með því móti að óska eftir upplýsingum um starfskjör allra starfsmanna í fjölmennri stofnun eins og ráðuneyti er farið fram á aðgang að gögnum úr mörgum stjórnsýslumálum, en slíkt samrýmist ekki síðari málslið 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Í samræmi við fyrri málslið sömu málsgreinar ber sem fyrr segir að tilgreina nákvæmlega þau gögn sem óskað er eftir aðgangi að. Segja má, að með því að miða beiðnina við starfskjör allra starfsmanna í ráðuneytunum tveimur, hafi kærandi út af fyrir sig tilgreint þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Á hitt er hins vegar að líta að í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir svo um skýringu á 1. mgr. 10. gr. laganna að af ákvæðinu leiði að ekki sé "hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili". Að áliti úrskurðarnefndar væri þannig verið að ganga gegn því markmiði upplýsingalaga, að beiðni um aðgang að gögnum verði að vera nægilega afmörkuð, ef fallist yrði á kröfu kæranda um aðgang að öllum þeim ráðningarsamningum sem gerðir hafa verið við starfsmenn ráðuneytanna. Með skírskotun til þess er það niðurstaða nefndarinnar að félagsmálaráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu sé ekki skylt að veita kæranda aðgang að ráðningarsamningum eða sambærilegum gögnum sem hafa að geyma einstaklingsbundnar upplýsingar um starfskjör allra starfsmanna ráðuneytanna.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Þegar stjórnvald hefur fellt upplýsingar úr fleiri stjórnsýslumálum í eitt skjal verður að líta svo á að aðgangur að því skjali sé að öðru jöfnu heimill samkvæmt upplýsingalögum. Í umsögnum ráðuneytanna, sem áður er vitnað til, kemur fram að þau fá reglulega senda svonefnda launalista frá fjármálaráðuneytinu. Þar er að finna yfirlit um heildarlaunagreiðslur til starfsmanna, sem undir ráðuneytin heyra, þ. á m. starfsmanna ráðuneytanna sjálfra. Samkvæmt meginreglunni í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er skylt að veita aðgang að umræddum listum nema eitthvert af undantekningarákvæðum 4.-6. gr. laganna eigi við.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 5. gr. laganna segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: "Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings. Á grundvelli 5. gr. er það aftur á móti undanþegið aðgangi almennings hver heildarlaun hver opinber starfsmaður hefur haft, hvort sem laun hans eru hærri en föst laun og kjör, sem stöðu hans fylgja, sökum unninnar yfirvinnu, eða þá lægri vegna launafrádráttar sökum fjarvista eða annarra atvika."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Fyrir liggur að á umræddum launalistum er fyrst og fremst að finna upplýsingar um þau heildarlaun, sem ríkið hefur greitt hlutaðeigandi starfsmönnum á hverju tímabili, án þess að þar séu aðgreindar, svo að séð verði, þær upplýsingar sem sérstaklega er óskað eftir af hálfu kæranda. Með vísun til síðastgreindra ummæla í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga lítur úrskurðarnefnd svo á að launalistarnir séu gögn sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari í skilningi 5. gr. laganna. Þar af leiðandi er óheimilt að veita kæranda aðgang að þeim.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Félagsmálaráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu er ekki skylt að verða við beiðni kæranda, Félags starfsmanna stjórnarráðsins, dagsettri 20. október 1997, þar sem óskað er eftir aðgangi að gögnum með upplýsingum um öll starfskjör starfsmanna í ráðuneytunum, þ.e. röðun í launaflokka og launaþrep, svo og laun, sem ákvörðuð eru í einstaklingsbundnum ráðningarsamningum, svo sem þóknanir, fasta (óunna) yfirvinnu og akstursgreiðslur.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sömu ráðuneytum er óheimilt að veita kæranda aðgang að svonefndum launalistum sem þau fá senda reglulega frá fjármálaráðuneytinu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
29/1997 - Úrskurður frá 20. nóvember 1997 í málinu nr. A-29/1997 | Kærð var meðferð Sjúkrahúss Reykjavíkur og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins á beiðni um aðgang að skýrslu um meintar ávirðingar tiltekins hóps starfsmanna á einni af deildum sjúkrahússins. Málshraði. Ámælisverður dráttur á að beiðni væri afgreidd. Synjun. Kæruheimild. Stjórnsýslulög. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur að hluta. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 20. nóvember 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-29/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 24. október sl., kærði [...] meðferð Sjúkrahúss Reykjavíkur og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins á beiðni hennar frá 21. júlí sl. um aðgang að skýrslu eða skýrslum sem Ernst og Young endurskoðun og ráðgjöf ehf. hefði unnið fyrir sjúkrahúsið í tilefni af fréttaflutningi um ásakanir í garð hjúkrunarfræðinga í Arnarholti á Kjalarnesi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 30. október sl., var kæran kynnt Sjúkrahúsi Reykjavíkur og óskað eftir að stofnunin gerði úrskurðarnefnd grein fyrir því, í síðasta lagi hinn 7. nóvember sl., hvort orðið hefði verið við beiðni kæranda. Jafnframt var stofnuninni tilkynnt að nefndin myndi að öðrum kosti líta svo á sjúkrahúsið hefði synjað kæranda um aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt upplýsingalögum nr. 50/1996. Í því tilviki var þess óskað að nefndinni yrðu afhent sem trúnaðarmál gögn þau, er kæran lyti að, og var sjúkrahúsinu gefinn kostur á að koma að athugasemdum við kæruna og frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni innan sama frests. Afrit þessa erindis var sent heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 7. nóvember sl. barst úrskurðarnefnd í símbréfi svar Sjúkrahúss Reykjavíkur, dagsett sama dag. Hinn 10. nóvember sl. barst frumrit bréfs- ins og fylgdi því m.a. skýrsla Ernst og Young endurskoðun og ráðgjöf ehf., dagsett 11. júní 1997, til ríkisendurskoðunar varðandi "Fréttaflutning í fjölmiðlum um milljóna svik með fölsun vinnuskýrslna í Arnarholti og rannsókn að beiðni forstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur í framhaldi af því".</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman"> </FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru helstu atvik þess þau að hinn 17. apríl sl. flutti Stöð 2 frétt um svik og falsanir á vinnuskýrslum í Arnarholti á Kjalarnesi sem er hluti af geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Af þessu tilefni fól forstjóri sjúkrahússins endurskoðendum stofnunarinnar, Ernst og Young endurskoðun og ráðgjöf ehf., að rannsaka ásakanir þessar. Í umsögn Sjúkrahúss Reykjavíkur, dagsettri 7. nóvember sl., kemur fram að endurskoðunarstofan hafi unnið þetta verk í umboði ríkisendurskoðunar eins og aðra endurskoðunarvinnu hjá sjúkrahúsinu. Hinn 11. júní sl. lauk rannsókninni, annars vegar með framangreindri skýrslu til ríkisendurskoðanda og hins vegar með bréfi til sjúkrahússins. Með bréfi, dagsettu 25. júní sl., sendi sjúkrahúsið bréf endurskoðunarstofunnar til starfsmanna í Arnarholti og boðaði til almenns starfsmannafundar um málið.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til Sjúkrahúss Reykjavíkur, dagsettu 21. júlí sl., fór kærandi fram á að fá afhenta umrædda skýrslu endurskoðunarstofunnar, en því erindi svaraði sjúkrahúsið ekki. Kærandi beindi þá sama erindi til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra með bréfum, dagsettum 14. ágúst og 22. september sl., en þeim var heldur ekki svarað. Eftir að hafa leitað til umboðsmanns Alþingis sneri kærandi sér loks til úrskurðarnefndar samkvæmt ábendingu hans. Jafnframt leitaði kærandi eftir að fá aðgang að umræddri skýrslu hjá ríkisendurskoðun með bréfi, dagsettu 24. júlí sl. Í svari ríkisendurskoðunar, dagsettu 29. september sl., var beiðni hennar synjað, en þó tekið fram að stofnunin hafi "ekkert við það að athuga" þótt sjúkrahúsið afhendi henni skýrsluna.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 24. október sl., kemur fram að kærandi hafi starfað sem hjúkrunarfræðingur í Arnarholti, m.a. á þeim tíma þegar fréttaflutningur sá, sem áður er getið, átti sér stað. Af þeim sökum leggi hún áherslu á að fá skýrsluna afhenta í heild sinni, svo að hún geti lagt mat sitt á hana, enda telji hún að vegið hafi verið að starfsheiðri sínum og æru án þess að nafn sitt hafi verið hreinsað.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Sjúkrahúss Reykjavíkur kemur fram að ætlan þess hafi verið að boða kæranda til fundar um málið, ræða við hana og skýra út að hvaða leyti framangreind rannsókn sneri að henni. Lá fyrir uppkast að bréfi til kæranda, dagsett 24. júlí sl. sem ætlunin var að senda ef fundur um málið nægði ekki. Fundur þessi var ekki haldinn og bréfið aldrei sent.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ennfremur segir í umsögn sjúkrahússins: "Því er hafnað að afhenda umrædda skýrslu þar sem í henni eru atriði sem varða einkahagsmuni annarra en kæranda. Í skýrslunni er samanburður á vinnuskýrslum 5 hjúkrunarfræðinga þó ekki séu þeir nafngreindir. Auðvelt er fyrir kæranda sem og aðra að gera sér grein fyrir því hverjir þetta eru og væri því verið að veita aðilum upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni viðkomandi einstaklinga."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 11. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 segir svo: "Stjórnvald skal taka ákvörðun um hvort það verður við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða má. Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta." Engu að síður hefur Sjúkrahús Reykjavíkur látið undir höfuð leggjast að svara beiðni kæranda um að fá aðgang að endurskoðunarskýrslu Ernst og Young endurskoðun og ráðgjöf ehf. Rúmlega þrír mánuðir liðu frá því að sjúkrahúsinu barst beiðnin og þar til kærandi bar fram kæru til úrskurðarnefndar á grundvelli 4. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga. Í umsögn sjúkrahússins um kæruna er reynt að skýra þennan drátt. Þrátt fyrir þær skýringar telur nefndin að framferði sjúkrahússins sé skýlaust brot á fyrrgreindu ákvæði upplýsingalaga og því ámælisvert.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Sjúkrahúss Reykjavíkur er því hafnað að verða við beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga. Þar með verður mál þetta tekið til efnislegrar meðferðar og úrskurðar með vísun til 1. mgr. 14. gr. laganna.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Mál þetta varðar beiðni kæranda um aðgang að skjali, sem hefur m.a. að geyma upplýsingar um hana sjálfa, en hún starfaði eins og fyrr segir sem hjúkrunarfræðingur í Arnarholti á Kjalarnesi. Þar eð ekki verður séð að skjalið tengist stjórnsýslumáli, þar sem tekin hefur verið stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, gildir III. kafli upplýsingalaga um aðgang kæranda að skjalinu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 9. gr. laganna segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir svo í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Síðastgreint ákvæði er m.a. skýrt svo í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga: "Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Stjórnvald getur því ekki synjað aðila um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig."</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Ágreiningur í máli þessu virðist einvörðungu snúast um það, hvort rétt sé að takmarka aðgang kæranda að umræddri endurskoðunarskýrslu með tilliti til einkahagsmuna annarra en kæranda, sbr. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skýrsla þessi, sem er sjö blaðsíður, var unnin að beiðni forstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur. Í henni er lýst athugun endurskoðunarstofunnar á rekstri og innra eftirliti þess hluta af geðdeild sjúkrahússins, sem starfræktur er í Arnarholti á Kjalarnesi, og jafnframt eru þar gerðar tillögur um úrbætur á þeim atriðum. Efnistök í skýrslunni eru fremur almenns eðlis, að öðru leyti en því að á bls. 4, nánar tiltekið í málsgreinum 5 til og með 9, er fjallað um vinnuframlag fimm hjúkrunarfræðinga á ákveðnu tímabili. Þar er gerður samanburður á vaktyfirlitum annars vegar og skráningu á vinnutíma hvers þeirra um sig í vinnuskýrslum hins vegar, í þeim tilgangi að leita skýringa á frávikum þar á milli. Samkvæmt skýrslunni geta frávikin skýrst m.a. af "afleysingum vegna veikinda, fundaþátttöku, skráningavinnu eða aukins hjúkrunarálags". Þeir fimm hjúkrunarfræðingar, sem fjallað er um í þessum málsgreinum, eru ekki nafngreindir, heldur auðkenndir með tölustöfum. Upplýsingarnar, sem um þá eru skráðar, eru þó svo persónulegar að tiltölulega auðvelt ætti að vera fyrir þá, sem til þekkja, að geta sér til um hverjir þeir eru.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt þessu er það álit úrskurðarnefndar að kærandi eigi á grundvelli 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga rétt til aðgangs að öðrum hlutum skýrsl- unnar en þeim málsgreinum sem að framan eru tilgreindar. Þær upplýsingar, sem þar koma fram, eru þess eðlis að rétt er, með vísun til 3. mgr. 9. gr. laganna, sbr. og 7. gr. þeirra, að takmarka aðgang kæranda að þeim, þó að því tilskildu að þar eigi í hlut aðrir en hún sjálf. Ljósrit af skýrslunni fylgir því eintaki af úrskurði þessum, sem sent verður Sjúkrahúsi Reykjavíkur, þar sem nefndin hefur merkt við þá hluta sem hún telur að kærandi eigi ekki rétt til að fá aðgang að samkvæmt framansögðu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Af endurskoðunarskýrslunni verður ekki ráðið hvort kærandi sé í hópi þeirra fimm hjúkrunarfræðinga sem þar er sérstaklega fjallað um. Ef svo er ber að veita henni aðgang að þeirri málsgrein, sem um hana fjallar, skv. 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Sjúkrahúsi Reykjavíkur ber að veita kæranda, [...], aðgang að hluta af skýrslu Ernst og Young endurskoðun og ráðgjöf ehf., dagsettri 11. júní 1997.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR><BR> |
28/1997 - Úrskurður frá 10. nóvember 1997 í málinu nr. A-28/1997 | Kærð var synjun félagsmálaráðuneytisins um að veita aðgang að hluta skýrslu, sem unnin hafði verið um samstarfsörðugleika kæranda og annarra starfsmanna á tilteknum vinnustað. Stjórnsýslulög. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Þagnarskylda. Upplýsingar veittar í trúnaði. Aðgangur veittur að hluta. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 10. nóvember 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-28/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 14. október sl., kærði [A] synjun félagsmálaráðuneytisins, dagsetta 18. september sl., um að veita honum aðgang að skýrslu [B] félagsráðgjafa og [C] sálfræðings um Verndaðan vinnustað í Vestmannaeyjum, svo sem nánar greinir í kafla um málsatvik hér á eftir.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 20. október sl., var kæran kynnt félagsmálaráðuneytinu og því gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 28. október sl. Jafnframt var því beint til ráðuneytisins að gefa þeim, er hagsmuna eiga að gæta af úrlausn málsins, kost á að koma að sjónarmiðum sínum í málinu, ef þau lægju ekki þegar fyrir í gögnum málsins. Ennfremur var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit framangreindra gagna. Hinn 27. október sl. var frestur þessi framlengdur til kl. 16.00 hinn 4. nóvember sl. að beiðni félagsmálaráðuneytisins. Þann dag barst umsögn ráðuneytisins, dagsett sama dag, en henni fylgdi m.a skýrsla [B] og [C] sem ber yfirskriftina "Samskipti helstu deiluaðila málsins".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tók Sif Konráðsdóttir sæti hans við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru helstu atvik þess þau, að með bréfi til félagsmálaráðherra, dagsettu 27. ágúst sl., leitaði kærandi eftir að fá aðgang að skýrslum [B] félagsráðgjafa og [C] sálfræðings um Verndaðan vinnustað í Vestmannaeyjum, dagsettum 15. júlí og 6. október 1987, í heild sinni ásamt fylgiskjölum. Í erindi sínu til ráðuneytisins tilgreindi kærandi sem ástæðu fyrir beiðninni að hann hygðist kanna hvort hann gæti krafist bóta vegna brottvikningar úr starfi framkvæmdastjóra hins verndaða vinnustaðar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til kæranda, dagsettu 18. september sl., gat félagsmálaráðuneytið þess að kæranda hefðu áður verið afhent umbeðin gögn með þeirri undantekningu að upplýsingar, sem snertu aðra menn, voru afmáðar úr skjali með yfirskriftinni "Um samskipti helstu deiluaðila málsins" sem lagt var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. júní 1993. Máli sínu til stuðnings vísaði ráðuneytið ennfremur til dóms Hæstaréttar frá 29. júní 1995 í málinu nr. 349/1994 þar sem kæranda hefði verið synjað um aðgang að umræddum upplýsingum. Loks taldi ráðuneytið að 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 stæði í vegi fyrir því að kærandi fengi aðgang að upplýsingunum. Að þessu virtu lét ráðuneytið kæranda í té umbeðin gögn að undanskildum þeim hlutum sem afmáðir höfðu verið úr fyrrgreindu skjali.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 14. október sl., var þessi synjun félagsmálaráðuneytisins kærð til úrskurðarnefndar. Jafnframt hefur kærandi gert úrskurðarnefnd nánari grein fyrir sjónarmiðum sínum í erindi til nefndarinnar, dagsettu 15. október sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn félagsmálaráðuneytisins til nefndarinnar, dagsettri 4. nóvember sl., kemur fram að skýrsla sú, er mál þetta snýst um, hafi verið unnin fyrir stjórn Verndaðs vinnustaðar í Vestmannaeyjum vegna samstarfsörðugleika kæranda og annarra aðila á vinnustaðnum. Þar kemur jafnframt fram að ráðuneytið hafi leitað eftir afstöðu skýrsluhöfunda til kærunnar og annars viðmælenda þeirra við gerð hennar, en hinn sé látinn. Ekki hafi náðst í annan skýrsluhöfunda, en hinn telji rétt að kærandi fái aðgang að skýrslunni í heild sinni. Með umsögn ráðuneytisins fylgdi bréf annars viðmælenda skýrsluhöfunda, dagsett 3. nóvember sl., þar sem fram kemur að það hafi verið forsenda hans og þeirra vistmanna á vinnustaðnum, er veittu skýrsluhöfundum viðtal við gerð skýrslunnar, að um trúnaðarupplýsingar væri að ræða. Leggst hann eindregið gegn því að kæranda verði veittur aðgangur að þeim hlutum skýrslunnar sem honum hafði áður verið synjað um.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B><BR><FONT FACE="Times New Roman">Mál það, sem hér er til úrlausnar, varðar beiðni kæranda um aðgang að skjali sem hefur að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Þar eð skjalið tengist ekki stjórnsýslumáli, þar sem taka á stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, gildir III. kafli upplýsingalaga um aðgang kæranda að skjalinu.</FONT></DIV><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir svo í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Síðastgreint ákvæði er m.a. skýrt svo í athugasemdum er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga: "Aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður ef talin er hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur aðgangur að upplýsingunum. Stjórnvald getur því ekki synjað aðila um aðgang að gögnum á grundvelli hugleiðinga um að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig."</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Ágreiningur í þessu máli snýst um það hvort kærandi eigi rétt á að fá aðgang að skjali, sem ber yfirskriftina "Um samskipti helstu deiluaðila málsins", í heild sinni, en hann hefur þegar fengið aðgang að tilteknum hlutum skjalsins. Í þeim hlutum, sem kærandi hefur ekki fengið aðgang að, er að finna frásögn skýrsluhöfunda af viðtölum, sem þeir áttu við kæranda og tvo aðra starfsmenn Verndaðs vinnustaðar í Vestmannaeyjum, og jafnframt samandregna niðurstöðu skýrsluhöfunda af þeim viðtölum. Þótt viðmælendunum væri heitið því, að við þá yrði rætt í trúnaði, getur það atriði, eitt út af fyrir sig, ekki staðið í vegi fyrir því að aðili máls fái vitneskju um viðtölin, óski hann eftir því, svo sem fram kemur í tilvitnuðum athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga. Við mat á því, hvort aðgangur skuli veittur að tilteknum upplýsingum, getur það hins vegar haft áhrif ef þær hafa verið gefnar í trúnaði. Við úrlausn þessa máls ber ennfremur að athuga að 42. gr. þágildandi laga um málefni fatlaðra, nr. 41/1983, sbr. nú 54. gr. laga nr. 59/1992, er almennt ákvæði um þagnarskyldu í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og takmarkar því ekki sem slíkt rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með skírskotun til 9. gr. upplýsingalaga, eins og hún er skýrð hér að framan, verður að meta, með hliðsjón af málsatvikum og öllum aðstæðum, hvort kærandi eigi rétt á því sem aðili máls að fá aðgang að umræddu skjali. Þar eð kærandi hefur þegar fengið vitneskju um tiltekna hluta af því mun úrskurðarnefnd einungis taka afstöðu til þess hvort hann eigi rétt til að fá aðgang að þeim hlutum skjalsins sem afmáðir voru þegar hann fékk aðgang að því á sínum tíma.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eins og mál þetta er vaxið lítur úrskurðarnefnd svo á að samkvæmt meginreglunni í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga beri að veita kæranda upplýsingar um það við hvaða starfsmenn hins verndaða vinnustaðar var rætt í umrætt skipti, aðra en hann sjálfan. Ennfremur eigi kærandi rétt á að fá aðgang að frásögnum af viðtölum, þar sem sameiginlega var rætt við hann og aðra viðmælendur, svo og af einkasamtölum við þá síðarnefndu. Þó telur nefndin rétt, með vísun til 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga, sbr. og 7. gr. laganna, að undanþiggja aðgangi kæranda viðkvæmar upplýsingar um viðmælendurna sjálfa og viðhorf þeirra til kæranda sem gefnar voru skýrsluhöfundum í trúnaði.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ljósrit af umræddu skjali fylgir því eintaki af úrskurði þessum sem sent verður félagsmálaráðuneytinu, þar sem nefndin hefur merkt við þá hluta, sem hún telur að kærandi eigi ekki rétt til að fá aðgang að skv. 3. mgr. 9. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Félagsmálaráðuneytinu ber að veita kæranda, [A], aðgang að hluta af skýrslu [B] og [C] sem ber yfirskriftina "Um samskipti helstu deiluaðila málsins".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR> |
27/1997 - Úrskurður frá 31. október 1997 í málinu nr. A-27/1997 | Kærð var synjun Seðlabanka Íslands um að veita aðgang að gögnum um utanferðir bankastjóra, aðstoðarbankastjóra og eiginkvenna bankastjóra Seðlabankans á tilteknu tímabili. Gildissvið. Tilgreining máls. Mikilvægir almannahagsmunir. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Vinnuskjal sem stjórnvald ritar. Eigin afnot stjórnvalds. Synjun staðfest. Aðgangur veittur í heild og að hluta. | <p>Hinn 31. október 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-27/1997:</p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 8. október sl., kærði [...], synjun Seðlabanka Íslands, dagsetta sama dag, um að veita honum aðgang að gögnum er snerta utanferðir yfirmanna bankans. Úrskurðarnefnd hefur, með hliðsjón af beiðni kæranda, dagsettri 3. október sl., svari Seðlabankans, dagsettu 8. október sl., og kærunni sjálfri, skilgreint kæruefnið svo að það varði gögn þar sem fram komi:</p> <ol> <li><span>Upplýsingar um utanferðir bankastjóra, aðstoðarbankastjóra og eiginkvenna bankastjóra Seðlabankans á tímabilinu frá 1. janúar 1994 til 3. október 1997, sundurliðaðar eftir því hver eða hverjir fóru í hverja ferð, svo og eftir áfangastöðum, tilgangi og heildarkostnaði við hverja ferð og skiptingu kostnaðar í dagpeninga, risnu og aðrar greiðslur.</span><br /> </li> <li><span>Upplýsingar um kostnað bankans vegna umhverfismála "á vegum eða vegna óska [...] bankastjóra".</span><br /> </li> <li><span>Athugasemdir endurskoðenda og bankaráðsmanna við utanferðir yfirmanna bankans á ofangreindu tímabili.</span><br /> </li> </ol> <p>Með bréfi, dagsettu 9. október sl., var kæran kynnt Seðlabankanum með framangreindum hætti og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 16. október sl. Jafnframt var þess óskað að í umsögn bankans kæmi fram á hvaða formi umbeðnar upplýsingar samkvæmt töluliðum 1 og 2 væru varðveittar hjá bankanum, þ. á m. hvort þær hefðu verið teknar saman í eitt skjal eða þeim safnað á annan hátt að hluta eða í heild. Ef svo væri var þess jafnframt óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum, svo og þeim er töluliður 3 lyti að, innan sama frests. Að beiðni bankans var fresturinn framlengdur til kl. 12.00 hinn 20. október sl. Þann dag barst umsögn [...] hrl., f.h. bankans, dagsett 17. október sl. Henni fylgdu eftirtalin gögn í samræmi við töluliði 1-3 hér að framan:</p> <ol> <li><span>Yfirlit um kostnað við utanferðir bankastjóra, aðstoðarbankastjóra og bankastjóra með maka árið 1994, ódagsett.</span><br /> </li> <li><span>Yfirlit um kostnað við utanferðir bankastjóra, aðstoðarbankastjóra og bankastjóra með maka árið 1995, ódagsett.</span><br /> </li> <li><span>Yfirlit um kostnað við utanferðir bankastjóra, aðstoðarbankastjóra og bankastjóra með maka árið 1996 ódagsett.</span><br /> </li> <li><span>Yfirlit um kostnað við utanferðir bankastjóra, aðstoðarbankastjóra og bankastjóra með maka frá upphafi árs til 31. ágúst 1997, ódagsett.</span><br /> </li> <li><span>Útdráttur úr endurskoðunarskýrslu [...] löggilts endurskoðanda og skipaðs skoðunarmanns reikninga Seðlabankans, dagsett 25. febrúar 1997, til formanns bankaráðs.</span><br /> </li> <li><span>Bréf aðalendurskoðanda Seðlabankans, dagsett 7. apríl 1997, til formanns bankaráðs.</span><br /> </li> <li><span>Erindi formanns bankaráðs, dagsett 4. mars 1997, til bankastjórnar.</span><br /> </li> <li><span>Y</span><span>firlýsing bankaráðs Seðlabankans, dagsett 30. september 1997.</span><br /> </li> </ol> <p>Í umsögn umboðsmanns Seðlabankans til úrskurðarnefndar, dagsettri 17. október sl., var þess krafist að Elín Hirst viki sæti við afgreiðslu kærumáls þessa þar eð hún fengi ekki litið óhlutdrægt á málavexti vegna eigenda- og hagsmunatengsla milli vinnuveitanda hennar og vinnuveitanda kæranda. Af þessu tilefni komu aðrir nefndarmenn í úrskurðarnefnd saman til fundar hinn 22. október sl. og tóku svohljóðandi ákvörðun:<br /> <br /> "Í máli þessu, þar sem [...], kærir synjun Seðlabanka Íslands um að veita honum aðgang að tilteknum gögnum, hefur Seðlabankinn gert þá kröfu að einn nefndarmanna, Elín Hirst, víki sæti við meðferð málsins. Elín er annar af tveimur fréttastjórum dagblaðsins [...] og þar með starfsmaður [...] ehf., en ekki [...] hf. sem rekur [...] þar sem kærandi starfar. Á milli hennar og þess félags eða fyrirsvarsmanna þess eru ekki að öðru leyti þau tengsl að óhlutdrægni hennar verði dregin í efa með réttu, sbr. 6. tölul. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Kröfu um að hún víki sæti við meðferð þessa máls er því hafnað."</p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Helstu atvik máls þessa eru þau að með bréfi til Seðlabankans, dagsettu 3. október sl., fór kærandi þess á leit að fá aðgang að "skjölum og gögnum hjá Seðlabanka Íslands, sem sýna allan kostnað bankans við utanlandsferðir bankastjóra hans, aðstoðarbankastjóra og eiginkvenna þeirra frá ársbyrjun 1994 fram á þennan dag, sundurliðað eftir bankastjórum og ferðum, þannig að fram komi heildarkostnaður við hverja ferð, þar með taldar dagpeningagreiðslur, risna og fleira þess háttar, hver eigi í hlut hverju sinni, hvert farið var og í hvaða tilgangi". Einnig óskaði kærandi eftir aðgangi að öllum gögnum og skjölum er sýna athugasemdir endurskoðenda og bankaráðsmanna við utanferðir yfirmanna bankans frá sama tíma að telja. Loks óskaði hann eftir öllum skjölum og gögnum hjá bankanum sem "sýna kostnað sem bankinn hefur staðið straum af vegna umhverfismála á vegum eða vegna óska [...] bankastjóra".<br /> <br /> Formaður bankaráðs Seðlabankans svaraði erindi kæranda með bréfi, dagsettu 8. október sl. Því fylgdu almennar upplýsingar um ferðir bankastjóra á hverju áranna 1994, 1995, 1996 og 1997, þ.e. fram til 31. ágúst það ár, svo og um heildarferðakostnað, skipt á fargjöld, dagpeninga og gistingu innan hvers árs um sig. Sams konar upplýsingar voru veittar um ferðir aðstoðarbankastjóra og maka bankastjóra og að auki upplýsingar um risnu bankastjóra á ferðum erlendis á hverju þessara fjögurra ára, ósundurliðaðar. Þá fylgdi svarinu minnisblað formanns bankaráðs, dagsett 6. október 1997, um alþjóðleg samskipti bankans.<br /> <br /> Hins vegar synjaði formaður bankaráðs um að veita upplýsingar um "ferðir einstakra bankastjóra og ... um einstakar ferðir bankastjóra og tilefni þeirra". Í svari bankans kemur fram "að stór hluti af ferðalögum bankastjóra Seðlabankans tengist þeim viðskiptasamningum sem Seðlabankinn gerir við fjölmarga banka og fjármálastofnanir í ýmsum löndum. Margir af þessum samningum eru gerðir í harðri samkeppni margra banka og það væri líklegt til að spilla samningsstöðu Seðlabankans, ef opinberlega yrði birt við hverja bankinn væri að ræða hverju sinni. Í mörgum tilfellum væri það einnig í óþökk erlendra viðskiptavina Seðlabankans að slíkar upplýsingar birtust opinberlega." Bankinn synjaði jafnframt um aðgang að athugasemdum endurskoðenda og bankaráðsmanna þar eð um væri að ræða "vinnugögn og þar með trúnaðargögn bankans". Þó kom fram að aldrei hefðu verið gerðar athugasemdir við utanferðir seðlabankastjóra, aðrar en þær sem vikið væri að í yfirlýsingu bankaráðs frá 30. september sl. Í svari bankans var ekki vikið sérstaklega að beiðni um aðgang að gögnum um kostnað bankans vegna umhverfismála á vegum [...] bankastjóra.<br /> <br /> Í kæru til nefndarinnar, dagsettri 8. október sl., lýsti kærandi viðhorfi sínu til synjunar Seðlabankans og með bréfi til nefndarinnar, dagsettu 13. október sl., óskaði hann sérstaklega eftir að úrskurðarnefnd gengi úr skugga um hvort athugasemdir endurskoðenda við utanferðir [...] bankastjóra hefðu orðið til innan bankans eða utan hans, með tilliti til þess hvort skilyrði undanþágu 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 væru uppfyllt að því leyti. Með bréfi til bankans, dagsettu sama dag, fór nefndin þess á leit að í umsögn hans yrðu þau atvik málsins upplýst.<br /> <br /> Í umsögn umboðsmanns Seðlabankans, dagsettri 17. október sl., eru framangreind málsatvik rakin, auk þess sem fram kemur að þær upplýsingar, sem kæranda voru veittar, hafi verið teknar saman sérstaklega í tilefni af beiðni hans. Síðan er vikið að einstökum töluliðum í fyrrgreindu bréfi úrskurðarnefndar.<br /> <br /> Um 1. tölulið segir m.a. svo:<br /> "Umbj. m. telur með hliðsjón af því sem rakið hefur verið hér að framan að gögn um ferðir bankastjóra og aðstoðarbankastjóra Seðlabanka Íslands hafi að geyma upplýsingar um samskipti við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir í merkingu ... 2. tölul. 6. gr. laga nr. 50/1996. Því hefur verið lýst hér að framan að með þátttöku í þessum samskiptum er Seðlabankinn að koma fram fyrir hönd Íslands sem ríkis og hvernig til tekst í þessum samskiptum hefur mikla þýðingu annars vegar fyrir upplýsingaöflun Íslands á sviði fjölþjóðlegra bankaviðskipta og fjármála og hins vegar sem grunnur að erlendum lántökum Íslands, og þá jafnt íslenska ríkisins sem innlendra banka og fyrirtækja. Þær upplýsingar sem þarna er verið að fjalla um og upplýsingar um það hvar farið er og við hverja er rætt hverju sinni geta varðað mikilvæga almannahagsmuni og þá ekki síst traust og trúverðugleika Íslendinga í slíku samstarfi. Það er viðtekin venja í samskiptum banka og fjármálastofnana milli landa að viðhalda einnig í þeim samskiptum þeim trúnaði sem þessum stofnunum ber að sýna um viðskipti viðskiptamanna sinna. Bæði Seðlabanki Íslands og hinir erlendu bankar og stofnanir líta svo á að það sé hluti af viðskiptahagsmunum þeirra og þar með þeirra sem þeir starfa fyrir að velja sér þá viðmælendur og viðsemjendur er á hverjum tíma henta best hagsmunum þeirra. Umbj. m. telur að yrði honum gert að upplýsa almennt um einstakar ferðir bankastjóra og aðstoðarbankastjóra Seðlabankans væri þessum trúnaði og viðskiptahagsmunum stefnt í hættu og þar með almannahagsmunum Íslendinga.<br /> <br /> Seðlabankinn annast eins og áður sagði erlendar lántökur og samskipti við erlenda lánadrottna íslenska ríkisins. Að því marki sem ákvæði 2. tölul. 6. gr. laga nr. 50/1996 yrðu ekki talin eiga við um framangreindar upplýsingar lítur umbj. m. svo á að undanþáguheimild 3. tölul. 6. gr. laga nr. 50/1996 og lokaákvæði 5. gr. sömu laga eigi hér við og almenningur eigi ekki aðgang að upplýsingum um einstakar ferðir sem farnar eru vegna erlendra viðskipta bankans og milligöngu við lántökur erlendis frá. Framboð á erlendu lánsfé hefur aukist á síðustu árum og hingað leita í vaxandi mæli erlendir aðilar sem bjóða beint fram lánafyrirgreiðslu við íslenska ríkið, banka og stærri fyrirtæki. Vegna lögbundins og samningsbundins hlutverks Seðlabankans á þessu sviði þarf hann að gæta þess að hafa jafnan vakandi auga með því að leita á hverjum tíma eftir sem hagstæðustum samningum um erlendar lántökur og þá eftir atvikum endurfjármögnun. Það er líka hluti af þessu verkefni að hafa jafnan tiltækar upplýsingar um hvaða kjör eru í boði, þannig að unnt sé að gera samanburð við þau tilboð sem hverju sinni koma fram um slík viðskipti. Þetta starf vinnur hann í raun í samkeppni við þá erlendu aðila sem bjóða beint þjónustu sína til innlendra aðila, en einnig hafa innlend fjármálafyrirtæki í samvinnu við erlenda aðila verið að fara inn á þetta svið. Gögn um ferðir sem farnar eru vegna hinna erlendu viðskipta Seðlabankans varða því mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila, og þá sérstaklega Seðlabankans og íslenska ríksins, en einnig banka og fyrirtæki í landinu almennt, sbr. lokaákvæði 5. gr. laga nr. 50/1996."<br /> <br /> Um 2. tölulið segir í umsögninni að ekki sé að finna í gögnum bankans skjöl umfram þau sem fjallað er um undir 3. tölulið þar sem fjallað er um það sem fella mætti undir orðalagið "upplýsingar um kostnað bankans vegna umhverfismála "á vegum eða vegna óska [...], bankastjóra".<br /> <br /> Um 3. tölulið, þ.e. nánar tiltekið skjöl auðkennd nr. 5-7, segir m.a. svo í umsögninni:<br /> "Af hálfu umbj. m. er á því byggt að þessi þrjú skjöl séu undanþegin upplýsingarétti, sbr. ákvæði 3. tölul. 4. gr. laga nr. 50/1996 um vinnuskjöl. Rétt þykir að gera nokkuð nánar grein fyrir þeim sjónarmiðum sem eiga við um hvert þessara þriggja skjala, en fyrst er þess að geta að samkvæmt 25. gr. laga nr. 36/1986 er yfirstjórn Seðlabanka Íslands í höndum viðskiptaráðherra og bankaráðs eins og fyrir er mælt í lögunum, en að öðru leyti er stjórn bankans í höndum bankastjórnar. Nánari ákvæði eru í 31. gr. um yfirstjórn bankaráðs og í 33. gr. segir að sérstök endurskoðunardeild skuli starfa við bankann undir umsjón bankaráðs. Auk þess skal endurskoðun hjá Seðlabanka Íslands framkvæmd af Ríkisendurskoðun og skoðunarmanni, sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn og skal hann vera löggiltur endurskoðandi. Þetta er sérstaklega rakið hér til að leggja áherslu á að í skilningi upplýsingalaga nr. 50/1996 verður að líta á Seðlabanka Íslands og þá sem þar koma að verkum, hvort sem það er bankaráð, bankastjórn, skoðunarmaður eða forstöðumaður endurskoðunardeildar, sem eitt og sama stjórnvaldið. Það sem einstakir úr þessum hópi rita í starfi sínu til að senda öðrum úr hópnum vegna starfs hans eru því gögn sem rituð eru til eigin afnota stjórnvaldsins Seðlabanka Íslands.<br /> <br /> Vegna endurskoðunarskýrslu þeirrar sem löggiltur endurskoðandi og skoðunarmaður reikninga bankans, sbr. 33. gr. laga nr. 36/1986, sendi formanni bankaráðs 25. febrúar 1997, vísast til þess sem áður sagði um að ráðherra skal lögum samkvæmt skipa bankanum skoðunarmann sem starfi með Ríkisendurskoðun að endurskoðun hjá bankanum og skal skoðunarmaðurinn vera löggiltur endurskoðandi. Þó að skoðunarmaðurinn starfi nú einnig sem sjálfstætt starfandi löggiltur endurskoðandi og riti undir endurskoðunarskýrslu sína í nafni endurskoðunarfyrirtækis sem hann á aðild að, er skoðunarmaðurinn með skýrslu sinni að rækja þann opinbera starfa sem honum hefur af viðskiptaráðherra verið falið að sinna sem skoðunarmanni bankans. Starf skoðunarmannsins er liður í starfsskipulagi bankans lögum samkvæmt og fer fram innan hans og hann kemur niðurstöðu verka sinna á framfæri við bankaráð Seðlabankans með sérstakri skýrslu. Það eitt að einstaklingi sem að öðru leyti starfar sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur sé falið að sinna ákveðnu verkefni innan stofnunar (stjórnvalds) og hafa þar trúnaðarskyldur gagnvart yfirstjórn stofnunar getur ekki leitt til þess að umrædd starf teljist unnið utan stjórnvaldsins."<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Samkvæmt 1. gr. laga nr. 36/1986 er Seðlabanki Íslands sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Fellur bankinn því undir upplýsingalög, sbr. 1. gr. laganna.<br /> <br /> Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr."<br /> <br /> Fyrir úrskurðarnefnd liggja yfirlit yfir kostnað af ferðum bankastjóra Seðlabankans, aðstoðarbankastjóra og maka bankastjóra, á árunum 1994, 1995, 1996 og 1997, þ.e. fram til 31. ágúst það ár, skjöl auðkennd nr. 1-4. Í skýringum bankans kemur fram að yfirlit eins og þessi séu með reglubundnum hætti unnin upp úr bókhaldi sem fastur liður í kostnaðareftirliti. Á yfirlitunum er að finna þær upplýsingar sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að skv. 1. tölulið hér að framan. Því skilyrði 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga að sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, skuli tilgreina þau gögn, sem hann óskar að kynna sér, er þar með fullnægt að því er varðar þann tölulið.<br /> Seðlabankinn hefur lýst því yfir að upplýsingar skv. 2. tölulið sé ekki að finna í vörslum bankans, umfram þær, sem fram koma í athugasemdum endurskoðenda og bankaráðsmanna, sbr. 3. tölulið, þ.e. skjölum auðkenndum nr. 5-8.<br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Eins og að framan greinir hafa yfirlitin yfir ferðakostnað að geyma sundurliðaðar upplýsingar um þá bankastjóra, aðstoðarbankastjóra og eiginkonur bankastjóra, sem farið hafa í hverja ferð, áfangastað eða áfangastaði, upphaf ferðar og ferðalok, auk þess sem getið er um megintilefni ferðar. Heildarkostnaður við hverja ferð er tilgreindur og er hann jafnframt sundurliðaður í fargjald, dagpeninga og gistikostnað. Á yfirlitum þessum eru viðmælendur bankastjóra hvergi nafngreindir né sagt frá dagskrá funda eða efni þeirra, að öðru leyti en leiðir af megintilefni ferðar.<br /> <br /> Í 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé "að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um ... samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir". Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, kemur fram að ákvæðinu sé m.a. ætlað að koma í veg fyrir "að erlendir viðsemjendur fái vitneskju um samningsmarkmið og samningsstöðu okkar Íslendinga", jafnframt því sem verið sé "að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki". Það er þó ætíð skilyrði, eins og tekið er fram í upphafsorðum 6. gr., að beiðni um upplýsingar verði ekki synjað nema mikilvægir almannahagsmunir séu í húfi. Undantekningarregla 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga, þar sem heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum um "viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga, að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra", er háð sama skilyrði.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd telur að upplýsingar um ferðir bankastjóra og annarra starfsmanna Seðlabankans geti verið þess eðlis að almenn vitneskja um þær skaði mikilvæga almannahagsmuni í skilningi 2. og 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Nefndin lítur hins vegar svo á að af hálfu bankans hafi ekki verið færð fyrir því haldbær rök að þær tilteknu upplýsingar, sem fram koma á umræddum yfirlitum, muni skaða samskipti bankans eða draga úr gagnkvæmu trausti í skiptum hans við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir né heldur séu þær til þess fallnar að skaða samkeppnisstöðu hans.<br /> <br /> Seðlabankinn hefur einnig rökstutt synjun sína með vísun til síðari málsliðs 5. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því ákvæði er óheimilt að veita almenningi "aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari". Verður ekki séð með hvaða hætti aðgangur almennings að þeim upplýsingum, sem hér um ræðir, geti skaðað mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einkafyrirtækja eða annarra lögaðila í skilningi þessa ákvæðis.<br /> <br /> Að því er varðar upplýsingar um ferðakostnað á yfirlitunum telur úrskurðarnefnd að upplýsingar um kostnað við rekstur bankans falli almennt ekki undir undantekningar frá upplýsingarétti almennings skv. 4.-6. gr. upplýsingalaga. Sérsjónarmið gilda þó um upplýsingar er varða greiðslur á dagpeningum til bankastjóra og annarra vegna ferða á vegum bankans.<br /> <br /> Í 6. gr. reglna nr. 39/1992, um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins, segir að af dagpeningum beri að greiða allan venjulegan ferðakostnað, annan en fargjöld, svo sem ferðakostnað að og frá flugvöllum, ferðakostnað innan þess svæðis, sem dvalið er á, fæði, gistingu, minni háttar risnu og hvers kyns persónuleg útgjöld. Samkvæmt reglum þeim, sem gilda um dagpeninga bankastarfsmanna, nema dagpeningagreiðslur til þeirra nokkru hærri fjárhæðum en samsvarandi greiðslur til ríkisstarfsmanna almennt. Í reglum, sem bankaráð Seðlabankans hefur sett um greiðslu kostnaðar vegna ferðalaga bankastjóra, segir að seðlabankastjórar fái, auk fargjalda og kostnaðar við gistingu, risnu og síma, greidd 80% af dagpeningum bankastarfsmanna í utanferðum.<br /> <br /> Í fyrri málslið 5. gr. upplýsingalaga segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: "Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings. Á grundvelli 5. gr. er það aftur á móti undanþegið aðgangi almennings hver heildarlaun hver opinber starfsmaður hefur haft ... ." Þegar allsherjarnefnd Alþingis afgreiddi frumvarpið frá sér til 2. umræðu er ennfremur svo að orði komist í áliti hennar: "Í athugasemdum við 5. gr. frumvarpsins kemur fram að ákvæði greinarinnar standi ekki í vegi fyrir því að almenningur fái aðgang að gögnum um föst laun og önnur föst launakjör opinberra starfsmanna. Að því leyti sem slík upplýsingagjöf fellur undir ákvæði frumvarps þessa en ekki ákvæði laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, leggur nefndin sérstaka áherslu á að skýra beri ákvæði 5. gr. svo að með lögum þessum sé ekki aðeins tryggður aðgangur að upplýsingum um föst laun opinberra starfsmanna heldur einnig að þeim einstaklingsbundnu samningum sem gerðir hafa verið við starfsmenn um önnur föst kjör þeirra, svo sem fasta (ómælda) yfirvinnu, akstursgjald o.fl."<br /> <br /> Svo sem rakið hefur verið hér að framan telst réttur til dagpeninga hluti af starfskjörum ríkisstarfsmanna, þ. á m. bankastjóra og annarra starfsmanna Seðlabankans. Þótt dagpeningum sé ætlað að standa undir útgjöldum á ferðalögum verður ekki framhjá því litið að í þeim getur jafnframt falist einhver uppbót á laun, ekki síst í þeim tilvikum sem hér um ræðir. Með vísun til hinna tilvitnuðu ummæla í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga og áliti allsherjarnefndar lítur úrskurðarnefnd svo á að upplýsingaréttur almennings nái til upplýsinga um rétt bankastjóra og annarra starfsmanna Seðlabankans til dagpeninga, meðan óheimilt sé að veita upplýsingar um dagpeningagreiðslur til einstakra starfsmanna á grundvelli 5. gr. laganna.<br /> <br /> Að þessu athuguðu telur úrskurðarnefnd skylt að veita kæranda aðgang að umræddum yfirlitum, þó ekki sundurliðun kostnaðar við hverja ferð í dagpeninga og aðrar greiðslur, sbr. 7. gr. upplýsingalaga. Með hliðsjón af því, að kærandi hefur ekki farið fram á upplýsingar um það hve lengi hver ferð hefur staðið, á hann heldur ekki rétt á að fá upplýsingar um það hvenær einstakar ferðir voru farnar. Ljósrit af skjölum nr. 1-4 fylgja því eintaki af úrskurði þessum, sem sent verður Seðlabankanum, þar sem nefndin hefur merkt við þá hluta sem hún telur bankanum ekki skylt að láta kæranda í té.<br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Samkvæmt 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota. Þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá". Skilyrði þess að skjal falli undir þetta undantekningarákvæði er að stjórnvald hafi sjálft ritað skjalið til eigin afnota. Skjal getur þannig ekki talist vinnuskjal í skilningi ákvæðisins ef það stafar frá öðrum en hlutaðeigandi stjórnvaldi.<br /> <br /> Í 33. gr. laga nr. 36/1986 er gert ráð fyrir að sérstök endurskoðunardeild skuli starfa við Seðlabankann undir umsjón bankaráðs. Auk þess skal endurskoðun hjá bankanum framkvæmd af ríkisendurskoðun og skoðunarmanni, sem viðskiptaráðherra skipar til fjögurra ára í senn, og skal hann vera löggiltur endurskoðandi. Samkvæmt 1. mgr. 34. gr. laga nr. 36/1986 ræður bankaráð forstöðumann endurskoðunardeildar Seðlabankans og segir honum upp starfi. Jafnframt ákveður það laun hans og önnur ráðningarkjör.<br /> <br /> Samkvæmt þessu telst forstöðumaður endurskoðunardeildar Seðlabankans vera starfsmaður bankans. Þar með telst bréf hans til formanns bankaráðs, skjal auðkennt nr. 6, vera ritað til eigin afnota fyrir bankann í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Í því er einvörðungu að finna athugasemdir og ábendingar, en það hefur ekki að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá. Ber því að staðfesta þá ákvörðun bankans að synja kæranda um aðgang að skjalinu.<br /> <br /> Skýrsla ráðherraskipaðs endurskoðanda bankans til formanns bankaráðs getur á hinn bóginn ekki talist vinnuskjal, sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, þar eð endurskoðandinn telst ekki vera starfsmaður bankans, heldur trúnaðarmaður annars stjórnvalds, þ.e. viðskiptaráðherra, sem ætlað er það hlutverk að starfa sjálfstætt að endurskoðun hjá bankanum, óháð stjórnendum hans. Útdráttur úr skýrslu endurskoðandans, skjal auðkennt nr. 5, er því ekki undanþegið upplýsingarétti almennings enda hefur það ekki að geyma neinar þær upplýsingar sem 5. og 6. gr. upplýsingalaga taka til.<br /> <br /> Á skjali, auðkenndu nr. 7, er að finna samþykkt bankaráðs í tilefni af athugasemd hins ráðherraskipaða endurskoðanda. Það skjal fellur ekki undir neina af undantekningareglunum í 4.-6. gr. upplýsingalaga, þ. á m. tekur 3. tölul. 4. gr. ekki til þess þar eð það hefur að geyma upplýsingar um endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls. Sama á við um skjal, auðkennt nr. 8, sem er yfirlýsing bankaráðs, m.a. af þeirri ástæðu að hún hefur verið send fjölmiðlum til birtingar.</p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Staðfest er sú ákvörðun Seðlabankans að synja kæranda, [...], um aðgang að bréfi aðalendurskoðanda bankans, dagsettu 7. apríl 1997, til formanns bankaráðs, skjali auðkenndu nr. 6.<br /> Bankanum er skylt að veita kæranda aðgang að öðrum umbeðnum gögnum, þ.e. skjölum auðkenndum nr. 1-4 (að hluta) og 5, 7 og 8 (í heild).<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
26/1997 - Úrskurður frá 9. október 1997 í málinu nr. A-26/1997 | Kærð var synjun útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins um að veita aðgang að greinargerðum sem útvarpsráð hafði leitað eftir frá umsækjendum um starf fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins sjónvarps um viðhorf þeirra til starfsins. Umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum og gögn sem þær varða. Hlutverk útvarpsráðs. Synjun staðfest. | <p>Hinn 9. október 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-26/1997:<br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 24. september sl., kærði [...], synjun Ríkisútvarpsins, dagsetta sama dag, um að veita honum aðgang að greinargerðum um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins sjónvarps sem umsækjendum um það starf var gert að skila útvarpsráði.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 29. september sl., var kæran kynnt Ríkisútvarpinu og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun fyrir kl. 12.00 á hádegi hinn 6. október sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál ljósrit þeirra gagna, sem kæran lýtur að, innan sama frests.<br /> Umsögn [...], f.h. Ríkisútvarpsins, dagsett 2. október sl., barst úrskurðarnefnd innan tilskilins frests ásamt eftirtöldum gögnum:<br /> </p> <div> 1. Greinargerð [...], dagsettri 18. september 1997.<br /> 2. Greinargerð [...], dagsettri 18. september 1997.<br /> 3. Greinargerð [...], ódagsettri.<br /> 4. Greinargerð [...], dagsettri 18. september 1997.<br /> 5. Greinargerð [...], dagsettri 19. september 1997.<br /> 6. Greinargerð [...], dagsettri 19. september 1997. </div> <br /> <p>Elín Hirst vék sæti í kærumáli þessu. Tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð málsins og úrskurð í því.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að við meðferð umsókna um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins-sjónvarps ákvað útvarpsráð að leita eftir greinargerðum frá umsækjendum um viðhorf þeirra til starfsins. Með bréfi til útvarpsstjóra, dagsettu 23. september sl., óskaði kærandi eftir að fá aðgang að greinargerðum þessum með vísan til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Útvarpsstjóri synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 24. september sl., með vísan til 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Með bréfi, dagsettu sama dag, var synjunin kærð til úrskurðarnefndar.<br /> <br /> Í umsögn umboðsmanns Ríkisútvarpsins, dagsettri 2. október sl., er þess krafist að ákvörðun útvarpsstjóra verði staðfest með vísan til 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga þar sem öll gögn, er varði umsóknir um störf hjá ríki eða sveitarfélögum, séu undanþegin upplýsingarétti almennings.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð frekari grein fyrir röksemdum þessum en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Skv. 4. tölul. 4. gr. laganna tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til "umsókna um störf hjá ríki eða sveitarfélögum" né "allra gagna sem þær varða", að undanskildum upplýsingum um nöfn, heimilisföng og starfsheiti umsækjenda.<br /> <br /> Af orðalagi 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna á sínum tíma, verður dregin sú ályktun að undantekningarákvæði þetta taki ekki aðeins til gagna, sem fylgja umsókn, heldur og til gagna, sem aflað er áður en ráðið er í störf hjá ríki eða sveitarfélögum, til þess að það stjórnvald, sem ræður í starfið, geti lagt mat á hæfni umsækjenda til að gegna því. Skiptir í því sambandi ekki máli hvort gögn þessi stafa frá umsækjendum sjálfum eða öðrum aðilum, né heldur hvað fram kemur í þeim, ef þeim er ætlað að veita upplýsingar til að auðvelda hlutaðeigandi stjórnvaldi að velja á milli umsækjenda.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér greinargerðir þær, sem kærandi óskar að fá aðgang að, og telur að þær falli undir 4. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, enda var þeirra aflað og þær lagðar fyrir útvarpsráð sem á grundvelli 6. mgr. 21. gr. útvarpslaga nr. 68/1985 er ætlað að gera tillögu um ráðningu á fréttastjóra Ríkisútvarpsins sjónvarps til útvarpsstjóra. Með skírskotun til þess verður sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að synja kæranda um aðgang að greinargerðunum staðfest.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Staðfest er sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að synja kæranda um aðgang að greinargerðum um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins sjónvarps sem umsækjendum um það starf var gert að skila útvarpsráði.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Ólafur E. Friðriksson<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
25/1997 - Úrskurður frá 1. október 1997 í málinu nr. A-25/1997 | Kærð var synjun Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar um að veita upplýsingar um nöfn og heimilisföng bótaþega húsaleigubóta hjá stofnuninni. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Frávísun. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 1. október 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-25/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 12. september sl., kærði [...], f.h. [...]samtökunum, synjun Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar um að veita samtökunum upplýsingar um nöfn og heimilisföng þeirra sem njóta húsaleigubóta hjá stofnuninni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 18. september sl., var kæran kynnt Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 12.00 hinn 26. september sl. Jafnframt var þess óskað að upplýst yrði á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar, þ. á m. hvort þær hefðu verið teknar saman í eitt skjal eða þeim safnað á annan hátt. Ef svo væri, var þess ennfremur óskað að nefndinni yrði látið í té sem trúnaðarmál afrit af því skjali eða gagni innan sama frests. Umsögn Félagsmálastofnunar, dagsett 24. september sl., barst nefndinni innan tilskilins frests. Henni fylgdu ekki nein gögn.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að á stjórnarfundi í [...]samtökunum 4. september sl. var samþykkt að leita eftir því við húsaleigubótadeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar að fá uppgefin nöfn og heimilisföng þeirra sem njóta húsaleigubóta. Var upplýsinganna síðan leitað símleiðis og erindinu hafnað á sama hátt.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, dagsettri 24. september sl., er upplýst að mál bótaþega húsaleigubóta séu skráð kerfisbundinni skráningu hjá stofnuninni. Hljóti sú skráning að falla undir lög nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Jafnframt kemur þar fram að við ákvörðun bótaréttar sé m.a. höfð hliðsjón af tekjum og eignum umsækjenda, sbr. 6. gr. laga nr. 100/1994, um húsaleigubætur, sbr. og 1. gr. reglugerðar nr. 556/1994. Upplýsingar um, hverjir njóti réttar til húsaleigubóta, veiti því einnig upplýsingar um tekjur og eignir bótaþega. Af þeim sökum telji stofnunin að umbeðnar upplýsingar varði einka- og fjárhagsmálefni sem ekki sé sanngjarnt og eðlilegt að almenningur eigi aðgang að, sbr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Krefst stofnunin þess aðallega að málinu verði vísað frá úrskurðarnefnd með vísan til 14. gr. upplýsingalaga, sbr. 2. mgr. 2. gr. þeirra, en til vara að ákvörðun hennar um synjun um aðgang að upplýsingunum verði staðfest á grundvelli 5. gr. laganna.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><DIV ALIGN=center><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Í 1. gr. þeirra laga segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga taki til aðgangs að þeim upplýsingum, sem kærandi hefur óskað eftir, en ekki upplýsingalög. Þar af leiðandi verður synjun um aðgang að þeim ekki kærð til nefndarinnar, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Ber því að vísa málinu frá nefndinni.</FONT><DIV ALIGN=center><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Kæru [...], f.h. [...]samtakanna, á hendur Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar er vísað frá.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
24/1997 - Úrskurður frá 19. september 1997 í málinu nr. A-24/1997 | Kærð var synjun Landsvirkjunar um að veita afrit af fundargerðum stjórnar Landsvirkjunar þar sem fjallað hefði verið um virkjun eða stíflugerð í Laxá, uppgræðslu við Kráká og samninga við aðila á Laxársvæðinu, svo og að fundargerðum samninganefndar Landsvirkjunar við samninganefnd heimaaðila um sömu mál. Gildissvið. Frávísun. | <p>Hinn 19. september 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-24/1997:<br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 8. september sl., kærði [...], synjun Landsvirkjunar, dagsetta 2. s.m., um að veita honum afrit af fundargerðum stjórnar Landsvirkjunar þar sem fjallað hefur verið um virkjun eða stíflugerð í Laxá, uppgræðslu við Kráká og samninga við aðila á Laxársvæðinu, svo og fundargerðum samninganefndar Landsvirkjunar við samninganefnd heimaaðila um sömu mál.<br /> <br /> Eins og mál þetta er vaxið taldi úrskurðarnefnd ekki ástæðu til að leita umsagnar Landsvirkjunar um kæruna, sbr. 2. mgr. 16. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að kærandi er jarðeigandi að Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu og félagi í Veiðifélagi Laxár og Krákár. Með bréfi til Landsvirkjunar, dagsettu 28. júlí sl., fór hann sem slíkur fram á að fá afrit eða ljósrit af framangreindum gögnum með vísan til 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Erindi sitt ítrekaði hann með öðru bréfi, dagsettu 26. ágúst sl.<br /> <br /> Landsvirkjun synjaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 2. september sl., með vísan til 1. gr. stjórnsýslulaga og 1. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 10. september sl., kynnti úrskurðarnefnd kæranda úrskurð sinn frá 19. mars sl. í málinu nr. A-8/1997, þar sem kæru á hendur sama fyrirtæki var vísað frá nefndinni með vísan til 1. gr. upplýsingalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 42/1983 um Landsvirkjun. Með skírskotun til þeirrar niðurstöðu beindi nefndin því til kæranda að hann staðfesti fyrir 17. september sl. ef hann kysi að halda máli þessu áfram.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 15. september sl., staðfesti kærandi að hann kysi að halda málinu áfram og færði fyrir því ýmis rök. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð grein fyrir röksemdum hans í úrskurði þessum en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi því er varð að upplýsingalögum, er ákvæði þetta m.a. skýrt svo að lögin gildi almennt "ekki um einkaaðila, en undir hugtakið "einkaaðilar" falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu." Frá meginreglu 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga er þó gerð sú undantekning í 2. mgr. sömu greinar að gildissvið laganna nái einnig til einkaaðila "að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna".<br /> <br /> Samkvæmt 1. gr. laga nr. 42/1983 er Landsvirkjun sameignarfyrirtæki ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar. Samkvæmt 2. gr. sömu laga er það meginhlutverk fyrirtækisins að byggja og reka raforkuver og selja almenningsrafveitum og iðjufyrirtækjum raforku. Samkvæmt framansögðu taka upplýsingalög hvorki til Landsvirkjunar sem einkaaðila né heldur til þeirrar starfsemi, sem fyrirtækið hefur með höndum og lýst er hér að framan, en beiðni kæranda lýtur að þeirri starfsemi. Ber þegar af þeirri ástæðu að vísa framkominni kæru á hendur fyrirtækinu frá úrskurðarnefnd.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Kæru [...] á hendur Landsvirkjun er vísað frá úrskurðarnefnd.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
23/1997 - Úrskurður frá 3. september 1997 í málinu nr. A-23/1997 | Kærðar voru synjanir flugmálastjórnar og samgönguráðuneytisins um að veita aðgang að gögnum ákvörðunar um að framlengja uppsagnarfrest flugumferðarstjóra vegna hópuppsagna þeirra haustið 1995. Kærufrestur. Skráning upplýsinga um málsatvik. Kæruheimild. Öll gögn er málið varða. Almannahagsmunir. Gögn tekin saman fyrir ráðherrafund. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 3. september 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-23/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 8. ágúst sl., kærði [...]., f.h. [A], synjun flugmálastjórnar, dagsetta 18. júlí sl., og samgönguráðuneytisins, dagsetta 22. júlí sl., um að veita honum aðgang að minnisblaði framkvæmdastjóra flugumferðarþjónustu og fjármálaþjónustu flugmálastjórnar til samgönguráðherra, dagsettu 21. nóvember 1995, sem ber heitið "Mat á stöðunni, varðandi uppsagnir flugumferðarstjóra". Þá er þess krafist að umræddum stjórnvöldum verði með úrskurði gert skylt að afhenda kæranda "öll gögn sem varða undirbúning og ákvörðun um gerð viðbúnaðaráætlunarinnar", þ.e. áætlunar, sem taka átti gildi 1. janúar 1996 vegna uppsagna flugumferðarstjóra, "og um framlengingu uppsagnarfrests félagsmanna FÍF haustið 1995." Að lokum er gerð krafa um það að kannað verði hvort lagaskilyrði séu uppfyllt fyrir framangreindum synjunum, m.a. með vísun til VII. kafla upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfum, dagsettum 19. ágúst sl., var kæran kynnt samgönguráðuneytinu og flugmálastjórn og þeim gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðunum sínum til kl. 16.00 hinn 28. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu innan sama frests látin í té sem trúnaðarmál þau gögn, er kæran lýtur að, þ. á m. framangreint minnisblað, dagsett 21. nóvember 1995.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Umsögn [...], f.h. flugmálastjórnar, dagsett 25. ágúst sl., barst innan tilskilins frests ásamt áðurnefndu minnisblaði. Umsögn samgönguráðuneytisins, dagsett 28. ágúst sl., barst hinn 29. ágúst sl. Engin gögn fylgdu þeirri umsögn.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Helstu atvik máls þessa eru þau að með bréfum, dagsettum 23. júní sl., fór umboðsmaður kæranda þess á leit við utanríkisráðuneytið, samgönguráðuneytið, flugmálastjórn og flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli að "fá aðgang að öllum gögnum ... sem varða gerð og undirbúning viðbúnaðaráætlunar flugmálastjórnar (ATC Contingency Plan), sem taka átti í notkun 1. janúar 1996, þegar taka áttu gildi uppsagnir 50 flugumferðarstjóra. Sérstaklega er óskað afrits af fundargerðum sem málið varða og bréfaskiptum flugmálastjórnar við önnur stjórnvöld. - Á sama hátt er óskað aðgangs að öllum gögnum sem varða ákvörðun samgöngu- og utanríkisráðuneytisins um hve mörgum flugumferðarstjórum skyldi veitt lausn þann 1. janúar 1996 (50) og þeirri ákvörðun að framlengja uppsagnarfrest 32 flugumferðarstjóra." Upplýsinga þessara var óskað með vísan til upplýsingalaga nr. 50/1996 og tekið fram að ætlunin væri að leggja gögnin fram í dómsmáli ef ástæða þætti til.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Umboðsmaður flugmálastjórnar svaraði erindi umboðsmanns kæranda með bréfi, dagsettu 18. júlí sl. Þar er greint frá undirbúningi viðbúnaðaráætlunarinnar og veittur aðgangur að eftirtöldum gögnum í ljósritum:</FONT><BR><UL>1. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi flugmálastjóra til Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í Kanada, dagsettu 30. nóvember 1995.</FONT><BR>2. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi flugmálastjóra til sömu stofnunar, dagsettu 11. desember 1995.</FONT><BR>3. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi stofnunarinnar til flugmálastjóra, dagsettu 15. desember 1995.</FONT><BR>4. <FONT FACE="Times New Roman">Tilkynningum frá flugmálastjórn, dagsettum 21. desember 1995.</FONT></UL><BR><FONT FACE="Times New Roman">Beiðni kæranda um aðgang að gögnum varðandi framlengingu á uppsagnarfresti flugumferðarstjóra af sama tilefni var hins vegar synjað með vísan til ákvæða 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga og á því byggt að um sé að ræða "minnisblað sem framkvæmdastjórar fjármáladeildar og flugumferðardeildar Flugmálastjórnar tóku saman fyrir samgönguráðherra vegna ríkisstjórnarfundar sem haldinn var þann 21. nóvember 1995 og var afhent ráðherra inn á þann fund."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samgönguráðuneytið svaraði erindi umboðsmanns kæranda með bréfi, dagsettu 22. júlí sl., þar sem fram kemur að ráðuneytið hafi engu við lýsingu umboðsmanns flugmálastjórnar á undirbúningi viðbúnaðaráætlunarinnar að bæta. Að því er varðar ákvarðanir um framlengingu uppsagnarfrests flugumferðarstjóra tekur ráðuneytið fram að það sé "samþykkt þeirri afgreiðslu lögmannsins að synja beri um afhendingu þeirra gagna sem þar eru nefnd með skírskotun til 1. tl. 4. gr. laga nr. 50/1996".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í kæru er látið að því liggja að fleiri gögn hljóti að vera til um viðbrögð stjórnvalda við uppsögnum flugumferðarstjóranna, með þeim orðum "að óhugsandi virðist vera að ákvörðun um að framlengja uppsagnarfrest 32 tiltekinna flugumferðarstjóra og lausn 50 annarra ásamt ákvörðun um fyrirkomulag flugumferðarþjónustu skv. viðbúnaðaráætluninni hafi verið undirbúin með því einu að taka saman minnisblað fyrir samgönguráðherra, sem honum hafi verið afhent inn á ríkisstjórnarfund."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn flugmálastjórnar, dagsettri 25. ágúst sl., til úrskurðarnefndar er þess krafist að úrskurðarnefnd staðfesti synjun flugmálastjórnar um að veita aðgang að minnisblaði starfsmanna hennar til samgönguráðherra dagsettu 21. nóvember 1995. Krafa þessi er rökstudd með vísan til ákvæða 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga þar sem það hafi verið útbúið m.t.t. ríkisstjórnarfundar þann dag og boðsent ráðherra inn á þann fund.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn samgönguráðuneytis, dagsettri 28. ágúst sl., til nefndarinnar er þess einnig krafist að úrskurðarnefndin staðfesti synjun ráðuneytisins um að veita aðgang að þeim upplýsingum, sem um er beðið, með vísan til 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga. Þar kemur einnig fram að minnisblað það, sem upplýst er að útbúið hafi verið í málinu, hafi verið ritað fyrir ríkisstjórnarfund 21. nóvember 1995 og boðsent ráðherra inn á þann fund.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í framangreindum bréfum úrskurðarnefndar til samgönguráðuneytisins og flugmálastjórnar voru stjórnvöldin beðin um að láta nefndinni í té þau gögn er kæran lýtur að. Af umsögnum þeirra verður ráðið að ekki séu fleiri skjöl eða gögn í þeirra vörslum, er varða kæruefnið, en umrætt minnisblað auk þeirra gagna sem umboðsmanni kæranda hefur þegar verið veittur aðgangur að.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í tilefni af umsögnum samgönguráðuneytisins og umboðsmanns flugmálastjórnar greindi úrskurðarnefnd forsætisráðuneytinu frá rekstri kærumáls þessa með bréfi, dagsettu 29. ágúst sl., og fór þess á leit að staðfest yrði með könnun á gjörðabók ríkisstjórnarinnar, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands, að minnisblaðið, dagsett 21. nóvember 1995, hefði verið lagt fyrir ríkisstjórnina á ráðherrafundi þann dag. Forsætisráðuneytið svaraði erindi nefndarinnar með bréfi, dagsettu 1. september sl., og greindi þar frá því að könnun á gjörðabók ríkisstjórnarinnar hefði leitt í ljós að minnisblaðið hefði verið lagt fram á ráðherrafundi sem haldinn var 24. nóvember 1995.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar kærumáls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísan til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð frekari grein fyrir röksemdum þeirra í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Upplýst er að umboðsmanni kæranda barst synjun flugmálastjórnar 23. júlí sl. og kæran var afhent á starfsstöð formanns úrskurðarnefndar 11. ágúst sl. Að því virtu þykir ljóst að fullnægt er skilyrðum 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga um kærufrest.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skv. VII. kafla upplýsingalaga, nánar tiltekið 23. gr., ber stjórnvaldi, þegar tekin er stjórnvaldsákvörðun, "að skrá upplýsingar um málsatvik sem því eru veittar munnlega ef þær hafa verulega þýðingu fyrir úrlausn málsins og þær er ekki að finna í öðrum gögnum þess." Í 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Heimilt er að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögum þessum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn. Hið sama gildir um synjun stjórnvalds um að veita ljósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum." Með vísun til þessa ákvæðis hefur úrskurðarnefnd ekki úrskurðarvald um það hvort stjórnvöld hafi gætt fyrirmæla 23. gr. laganna.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Eins og áður er tekið fram, liggur fyrir að ekki séu í vörslum samgönguráðuneytisins og flugmálastjórnar önnur gögn, er varða kæruefnið, en framangreint minnisblað, dagsett 21. nóvember 1995, auk þeirra gagna sem umboðmanni kæranda hefur þegar verið veittur aðgangur að. Samkvæmt framansögðu er því úrlausnarefnið einskorðað við það hvort stjórnvöldunum sé skylt að veita kæranda aðgang að umræddu minnisblaði.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Samkvæmt 1. tölul. 4. gr. laganna tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til "fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Markmið hins tilvitnaða ákvæðis í 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga er, með tilliti til almannahagsmuna, að ríkisstjórn og einstakir ráðherrar geti fjallað á fundum sínum um pólitísk mál og mótað í sameiningu stefnu í mikilvægum málum án þess að þeim sé skylt að veita aðgang að gögnum sem tekin hafa verið saman fyrir þá fundi. Samgönguráðuneytið og flugmálastjórn hafa upplýst að umrætt minnisblað hafi verið tekið saman fyrir samgönguráðherra og jafnframt hefur verið staðfest að það hafi verið lagt fram á ráðherrafundi. Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér minnisblaðið. Með skírskotun til efnis þess verður sú ákvörðun stjórnvaldanna að synja kæranda um aðgang að því staðfest, með vísun til 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Staðfest er sú ákvörðun samgönguráðuneytisins og flugmálastjórnar að synja kæranda um aðgang að minnisblaði framkvæmdastjóra flugumferðarþjónustu og fjármálaþjónustu flugmálastjórnar til samgönguráðherra, dagsettu 21. nóvember 1995, sem ber heitið "Mat á stöðunni, varðandi uppsagnir flugumferðarstjóra".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
21/1997 - Úrskurður frá 22. ágúst 1997 í málinu nr. A-21/1997 | Kærð var synjun Framkvæmdasýslu ríkisins um að veita undirverktaka upplýsingar um fyrir hve marga fermetra stofnunin hefði greitt aðalverktaka fyrir múrverk. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Samþykki. Aðgangur veittur. | <p>Hinn 22. ágúst 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-21/1997:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 29. júlí sl., kærði [...], f.h. [A], synjun Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsetta 15. júlí sl., um að veita honum upplýsingar um það fyrir hve marga fermetra stofnunin greiddi vegna þriggja tiltekinna þátta í múrverki við [...]stöð ríkisins fyrir [...] samkvæmt verksamningi við fyrirtækið [B].<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 1. ágúst sl., var kæran kynnt Framkvæmdasýslu ríkisins og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 12. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að upplýst yrði á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar hjá stofnuninni. Með bréfi, dagsettu 7. ágúst sl., var því ennfremur beint til stofnunarinnar að gefa viðsemjanda sínum, [B], kost á að koma að sjónarmiðum sínum í kærumáli þessu. Af því tilefni var frestur til að skila umsögnum um málið framlengdur til kl. 16.00 hinn 15. ágúst sl. Þann dag fóru [...], f.h. Framkvæmdasýslunnar, fram á að frestur þessi yrði framlengdur til 20. ágúst sl. og var við því orðið. Sama dag bárust umsagnir [...], f.h. Framkvæmdasýslu ríksins, dagsett samdægurs, og [...], f.h. [B], dagsett 19. ágúst sl.<br /> <br /> Í fjarveru Elínar Hirst og Valtýs Sigurðssonar taka varamennirnir Ólafur E. Friðriksson og Sif Konráðsdóttir sæti þeirra við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Samkvæmt gögnum málsins eru helstu atvik þess þau að kærandi, [A], var undirverktaki hjá aðalverktaka, [B], í múrverki fyrir aðalverkkaupa, Framkvæmdasýslu ríkisins, við [...]stöð ríkisins fyrir [...]. Með bréfi, dagsettu 26. júní sl., greindi umboðsmaður kæranda Framkvæmdasýslunni frá því að aðalverktakinn hefði ekki greitt umbjóðanda hans lokareikning vegna múrverksins vegna ágreinings um magntölur. Aðalverktaki bæri fyrir sig mælingu aðalverkkaupa, en hefði þó hvorki fengist til að leggja hana fram né uppgjör við aðalverkkaupa. Af þessum sökum fór hann þess á leit við stofnunina að umbjóðanda hans yrðu látnar í té upplýsingar um hve marga fermetra hún hefði greitt aðalverktakanum af eftirtöldu: "a) Bindineti - b) Múrhúðun, undirmúr M-140 - c) Slétthúðuðum flötum, semkís M-240". Jafnframt var frá því skýrt að kærandi hygðist nota þessar upplýsingar gagnvart [B] við uppgjör þeirra á milli og ef þörf krefði yrðu þær lagðar fram í dómsmáli sem höfðað kynni að verða til innheimtu á kröfu hans.<br /> <br /> Umboðsmenn Framkvæmdasýslunnar, [...], synjuðu beiðni umboðsmanns kæranda með bréfi, dagsettu 15. júlí sl. Þar segir m.a.: "Þær upplýsingar sem umbj. y. hefur farið fram á að fá afhentar varða viðskiptaleyndarmál og viðskiptahagsmuni. Þá verður að telja að aðgangur almennings að upplýsingunum sé til þess fallinn að valda verkkaupa tjóni. Umbj. m. telur því að honum sé óheimilt að veita umbeðnar upplýsingar til almennings, með vísan til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996."<br /> <br /> Í umsögn umboðsmanna Framkvæmdasýslunnar til úrskurðarnefndar, dagsettri 20. ágúst sl., er síðastgreint sjónarmið áréttað. Síðan er sérstaklega bent á að "magntölur [séu] samningsatriði, sem falla undir viðskiptaleyndarmál. Því gefa þær vísbendingu um hvernig samninga og uppgjör viðsemjandi umbj. m. hefur gert og veita þannig upplýsingar um fjárhagsstöðu hans. Þannig varða upplýsingarnar einnig viðskiptahagsmuni hans." Ennfremur er að beiðni nefndarinnar greint frá því, að umbeðnar upplýsingar séu varðveittar í heildarmagnuppgjöri milli stofnunarinnar og aðalverktakans, þar sem einnig komi fram verð á hverri einingu.<br /> Í umsögn umboðsmanns aðalverktakans, [B], dagsettri 19. ágúst sl., í tilefni af kærumáli þessu, kemur fram að umbjóðandi hans veiti ekki samþykki sitt til að Framkvæmdasýsla ríkisins veiti kæranda upplýsingar um uppgjör þeirra. Jafnframt greinir hann svo frá að umbjóðandi hans hafi talið "að búið væri að setja niður þann ágreining sem upp kom við lokauppgjör, eða a.m.k. að finna til þess leið sem báðir aðilar sættust á." Um þetta segir síðan í umsögninni: "Um mánaðamótin maí/júní s.l. náðu lögmenn aðila samkomulagi um að fela tilteknum tæknifræðingi í Reykjavík það hlutverk að mæla það magn sem ágreiningur stæði um við lokauppgjör. Jafnframt var fastmælum bundið að una niðurstöðu þeirrar mælingar, á hvorn veg sem hún yrði. Mælingin fór fram nokkru síðar, að viðstöddum [C] og starfsmanni [A]. Mælingunni hefur hins vegar ekki verið skilað." Þá greinir umboðsmaður aðalverktakans svo frá að við gerð verksamnings við kæranda hafi kærandi stuðst við verklýsingu Framkvæmdasýslunnar, þ.e. sömu verklýsingu og lá til grundvallar aðalverksamningi. Við lokaúttekt og uppgjör hafi orðið einhverjar breytingar á magntölum og hafi verið gert upp við undirverktaka, kæranda í máli þessu, samkvæmt því.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Enginn vafi leikur á því að upplýsingalög taka til Framkvæmdasýslu ríkisins, sbr. 1. gr. laganna.<br /> <br /> Upplýsingar þær, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, tengjast ekki stjórnsýslumáli þar sem tekin er stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir hins vegar svo um gildissvið þeirra laga: "Öfugt við stjórnsýslulög er ekki gerður neinn greinarmunur á því hvers eðlis sú starfsemi er sem stjórnvöld hafa með höndum. Lögin taka því ekki einvörðungu til þess þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt og skyldu manna ... heldur og til hvers konar þjónustustarfsemi, samningsgerðar og annarrar starfsemi." Samkvæmt þessu og með vísun til 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga taka lögin til aðgangs kæranda að hinum umbeðnu upplýsingum, eftir því sem við á, enda liggur fyrir að þær eru varðveittar í skjali eða sambærilegu gagni, sbr. 3. gr. laganna.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga er sérstaklega tekið fram að aðili samkvæmt þessu ákvæði geti verið jafnt einstaklingur sem lögaðili. Þótt kærandi sé ekki aðili að verksamningnum milli Framkvæmdasýslu ríkisins og [B] verður samt sem áður, með hliðsjón af málsatvikum, að telja hann aðila máls í skilningi 1. mgr. 9. gr. þar eð hann hefur, að áliti úrskurðarnefndar, einstaklega og verulega hagsmuni af því að fá aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum. Þá verður, m.a. með vísun til meginmarkmiðs upplýsingalaga og athugasemda með frumvarpi til laganna, að skýra orðalagið "upplýsingar um hann sjálfan" svo rúmt að það taki til upplýsinga sem varða aðila máls sérstaklega. Í ljósi þess lítur úrskurðarnefnd svo á að beiðni kæranda um aðgang að upplýsingum um afmörkuð atriði í uppgjöri vegna verks, er hann vann sjálfur sem undirverktaki, falli undir III. kafla upplýsingalaga.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er 1. mgr. 9. gr. laganna mælt svo fyrir að skylt sé að veita aðila máls aðgang að gögnum ef þau hafa að geyma upplýsingar er snerta hann sjálfan. Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ. á m. segir svo í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýsingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum." Að áliti úrskurðarnefndar hefur hvorki Framkvæmdasýsla ríksins né [B] fært fyrir því haldbær rök að hagsmunir fyrirtækisins af því að halda hinum umbeðnu upplýsingum leyndum gagnvart kæranda vegi þyngra en hagsmunir hans af því að fá aðgang að þeim, þ. á m. verður ekki séð að lögvarðir hagsmunir fyrirtækisins geti skerst þótt kærandi fái umbeðnar upplýsingar. Vegna mótmæla [B] við því skal tekið fram að í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga segir berum orðum að yfirlýsing þess, sem á andstæðra hagsmuna að gæta, um að hann vilji ekki að upplýsingar, sem leitað er eftir skv. 9. gr. laganna, séu gefnar, sé ein og sér ekki nægileg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Með vísun til alls þess, sem hér hefur verið rakið, er það því niðurstaða úrskurðarnefndar að Framkvæmdasýslu ríkisins sé skylt að veita kæranda aðgang að hinum umbeðnu upplýsingum.</p> <div align="center"> <br /> <br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Framkvæmdasýslu ríkisins er skylt að veita [umboðsmanni] kæranda, [...] f.h. [A], aðgang að upplýsingum um það fyrir hve marga fermetra stofnunin hafi greitt vegna þriggja þátta í múrverki við [...]stöð ríkisins fyrir [...] samkvæmt verksamningi við fyrirtækið [B], þ.e. af bindineti, múrhúðun (undirmúr M-140) og slétthúðuðum flötum (semkís M-240).<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Ólafur E. Friðriksson<br /> Sif Konráðsdóttir<br /> </p> |
22/1997 - Úrskurður frá 22. ágúst 1997 í málinu nr. A-22/1997 | Kærð var synjun Akraneskaupstaðar um að veita upplýsingar um launakjör tiltekinna starfsmanna sveitarfélagsins. Leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Fyrirliggjandi gögn. Aðgangur veittur í heild og að hluta. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 22. ágúst 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-22/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 5. ágúst sl., kærði [...] f.h. [...] synjun Akraneskaupstaðar, dagsetta 29. júlí sl., um að veita honum upplýsingar um launakjör nokkurra af starfsmönnum sveitarfélagsins, nánar tiltekið bæjarritara, bæjartæknifræðings, skólastjóra allra grunnskóla, félagsmálastjóra, sálfræðings, forstöðumanns bókasafns og yfirmanns eins leikskóla.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 7. ágúst sl., var kæran kynnt Akraneskaupstað og kaupstaðnum gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 15. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að upplýst yrði á hvaða formi umbeðnar upplýsingar væru varðveittar, þ. á m. hvort ráðningarsamningar hefðu verið gerðir við þá starfsmenn er um væri að ræða. Ef svo væri, var þess ennfremur óskað að nefndinni yrðu látin í té ljósrit af þeim sem trúnaðarmál innan sama frests. Umsögn bæjarstjóra Akraneskaupstaðar, dagsett 11. ágúst sl., barst nefndinni hinn 13. ágúst sl., ásamt eftirtöldum skjölum:</FONT><BR><UL>1. <FONT FACE="Times New Roman">Yfirliti um fasta yfirvinnu og akstursþóknun starfsmanna Akraneskaupstaðar, dagsettu 30. september 1996.</FONT><BR>2. <FONT FACE="Times New Roman">Ráðningarsamningi við bæjarritara, dagsettum 27. nóvember 1987.</FONT><BR>3. <FONT FACE="Times New Roman">Ráðningarsamningi við sálfræðing Skólaskrifstofu Akraness, dagsettum 16. september 1996.</FONT><BR>4. <FONT FACE="Times New Roman">Ráðningarsamningi við skólaráðgjafa Skólaskrifstofu Akraness, dagsettum 7. maí 1997.</FONT><BR>5. <FONT FACE="Times New Roman">Ráðningarsamningi við bæjarbókavörð, dagsettum 27. apríl 1992, ásamt breytingu á samningnum, dagsettri 26. nóvember 1996.</FONT><BR>6. <FONT FACE="Times New Roman">Ráðningarsamningi við leikskólastjóra Leikskólans Garðasels, dagsettum 19. september 1996.</FONT></UL><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Elínar Hirst og Valtýs Sigurðssonar tóku varamenn, Ólafur E. Friðriksson og Sif Konráðsdóttir, sæti þeirra við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Helstu atvik máls þessa eru þau að með samhljóða bréfi til sveitarstjórna nokkurra sveitarfélaga, dagsettu 25. júlí sl., fór kærandi þess á leit að honum yrðu látnar í té "upplýsingar (þ.e. launaflokkur, mánaðarlaun, fasta yfirvinnu, fast álag, bifreiðastyrk, orlof á yfirvinnu og annað) eftirfarandi yfirmanna í Ísafjarðarbæ ...</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Bæjarritari</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Bæjartæknifræðingur</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skólastjórar allra grunnskóla</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Félagsmálastjóri</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sálfræðingur</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Forstöðum. bókasafns</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Yfirmaður eins leikskóla".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Jafnframt óskaði kærandi eftir upplýsingum um hvort hlutaðeigandi starfsmenn væru karlar eða konur.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Akraneskaupstaður synjaði erindi kæranda með bréfi bæjarritara, dagsettu 29. júlí sl., m.a. með vísan til ákvæða upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í ítarlegri umsögn bæjarstjóra Akraneskaupstaðar, dagsettri 11. ágúst sl., kemur fram að kærandi hafi óskað eftir upplýsingum um laun yfirmanna Ísafjarðarbæjar, en slíkar upplýsingar verði ekki veittar af Akraneskaupstað. Í öðru lagi hafi verið óskað eftir upplýsingum um laun ákveðinna embætta annars vegar og hins vegar starfsstétta þar sem fleiri en einn gegni störfum í mismunandi launaflokkum og mismunandi launaþrepum. Beiðni kæranda hafi því verið nokkuð óljós um þetta atriði. Í þriðja lagi séu í beiðninni tilgreind einstök stöðuheiti, sem annað hvort séu ekki til staðar eða starfsmenn beri ekki það heiti sem óskað sé upplýsinga um. Í umsögn kaupstaðarins segir að á ráðningarsamningum sé að finna ýmsar persónulegar upplýsingar um hlutaðeigandi starfsmann, svo sem um viðskiptabanka hans og reikningsnúmer, sem óeðlilegt sé að upplýsa um nema með samþykki starfsmannsins. Í ljósi þess að beiðni kæranda hafi verið beint til rangs aðila og sé í flesta staði ónákvæm krefst kaupstaðurinn þess að kærunni verði vísað frá, en hafnað að öðrum kosti.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman"> </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Akraneskaupstaðar eru síðan raktar upplýsingar um launakjör þeirra starfsmanna hjá kaupstaðnum sem taldir eru sambærilegir þeim og tilteknir eru í beiðni kæranda. Sem fyrr segir fylgja umsögninni afrit af ráðningarsamningum við bæjarritara, skólaráðgjafa og sálfræðing við Skólaskrifstofu Akraness, bæjarbókavörð og leikskólastjóra Leikskólans Garðasels sem er einn af fjórum leikskólum á Akranesi. Af umsögninni má ráða að ekki hafi verið gerðir ráðningarsamningar við skólastjóra grunnskóla og félagsmálastjóra, auk þess sem ekki hefur verið ráðið í starf bæjartæknifræðings. Í umsögninni er upplýst að launafulltrúi annist varðveislu allra upplýsinga um starfsmenn í starfsmannaskrá, auk þess sem í launabókhaldi sé haldið utan um nauðsynlegar upplýsingar varðandi launaflokka o.fl. Þær upplýsingar, sem kærandi hafi óskað eftir, séu ekki sérstaklega geymdar eða saman teknar. Þá er vakin athygli á því að upplýsingar í ráðningarsamningum um launaflokk séu í flestum tilfellum úreltar þar sem breytingar hafi í mörgum tilvikum orðið á niðurröðun frá ráðningu, m.a. vegna breytingar á starfsmati, samningum, námskeiðum o.fl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í beiðni kæranda til Akraneskaupstaðar, sem til úrlausnar er í máli þessu, er farið fram á upplýsingar um launakjör tiltekinna "yfirmanna í Ísafjarðarbæ". Samkvæmt leiðbeiningarskyldu þeirri, sem hvílir á stjórnvöldum skv. 1. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga, bar fyrirsvarsmönnum Akraneskaupstaðar annaðhvort að skýra kæranda frá því þegar í stað, að þetta atriði stæði í vegi fyrir því að þeir gætu veitt honum umbeðnar upplýsingar, eða að framsenda beiðnina til Ísafjarðarbæjar, sbr. 2. mgr. sömu greinar. Þar eð þeir gerðu hvorugt, heldur synjuðu beiðninni verður að líta svo á að þeir hafi skýrt hana svo að hún ætti við starfsmenn Akraneskaupstaðar. Verður að telja það eðlilega skýringu í ljósi fyrrgreindrar leiðbeiningarskyldu stjórnvalda og góðra stjórnsýsluhátta.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman"> </FONT><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög, en síðarnefndu lögin kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna, er það sagt vera meginmarkmið þeirra "að tryggja mönnum vernd gegn hættu á misnotkun upplýsinga um einkamálefni þeirra sem varðveittar eru og skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti." Með vísun til þessa og athugasemda, er fylgdu 1. gr. frumvarpsins, þar sem m.a. er tekið fram að utan gildissviðs þess falli einstakar tilviljunarkenndar skrár, verður að líta svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að 5. gr. laga nr. 121/1989 taki til aðgangs að upplýsingum um launakjör starfsmanna hjá Akraneskaupstað, að því leyti sem þær upplýsingar eru skráðar með kerfisbundnum hætti í bókhaldi bæjarins. Aðgangur að ráðningarsamningum, sem gerðir hafa verið við einstaka bæjarstarfsmenn, svo og að sérstökum yfirlitum, sem tekin hafa verið saman um laun og launakjör starfsmanna bæjarins, falli á hinn bóginn utan gildissviðs laga nr. 121/1989. Þar með fellur aðgangur að slíkum skjölum undir upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 5. gr. laganna segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: "Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings." Þegar allsherjarnefnd Alþingis afgreiddi frumvarpið frá sér til 2. umræðu er ennfremur svo að orði komist í áliti hennar: "Í athugasemdum við 5. gr. frumvarpsins kemur fram að ákvæði greinarinnar standi ekki í vegi fyrir því að almenningur fái aðgang að gögnum um föst laun og önnur föst launakjör opinberra starfsmanna. Að því leyti sem slík upplýsingagjöf fellur undir ákvæði frumvarps þessa en ekki ákvæði laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, leggur nefndin sérstaka áherslu á að skýra beri ákvæði 5. gr. svo að með lögum þessum sé ekki aðeins tryggður aðgangur að upplýsingum um föst laun opinberra starfsmanna heldur einnig að þeim einstaklingsbundnu samningum sem gerðir hafa verið við starfsmenn um önnur föst kjör þeirra, svo sem fasta (ómælda) yfirvinnu, akstursgjald o.fl." Þótt undantekningarreglan í 5.gr. taki þannig ekki til upplýsinga um föst launakjör opinberra starfsmanna verður að telja að upplýsingar um viðskiptabanka og bankareikninga þeirra séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt nema sá samþykki sem í hlut á.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Svo sem ráða má af 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum ekki skylt, á grundvelli laganna, að taka sérstaklega saman upplýsingar, sem óskað er eftir, heldur ber þeim einungis að veita aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál. Í 1. mgr. 10. gr. laganna segir ennfremur: "Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða." Ber að skýra þetta ákvæði svo að sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verði að tilgreina, svo að ekki verði um villst, þau gögn eða það mál sem hann óskar að kynna sér. Beiðni kæranda um upplýsingar um launakjör yfirmanns eins af leikskólum Akraneskaupstaðar fullnægir ekki þessu skilyrði. Þá verður að líta svo á að beiðni hans um upplýsingar um launakjör sálfræðings nái til þess starfsmanns eins sem ber starfsheitið sálfræðingur Skólaskrifstofu Akraness samkvæmt ráðningarsamningi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt því, sem að framan segir, og með vísun til 7. gr. upplýsingalaga er það niðurstaða úrskurðarnefndar að veita beri kæranda aðgang að ráðningarsamningum, sem gerðir hafa verið við þrjá tiltekna starfsmenn Akraneskaupstaðar, þ.e. bæjarritara, sálfræðing Skólaskrifstofu Akraness og bæjarbókavörð, þó að undanteknum upplýsingum um viðskiptabanka og bankareikninga þeirra. Jafnframt er skylt að veita kæranda aðgang að yfirliti um fasta yfirvinnu og akstursþóknun starfsmanna kaupstaðarins, dagsettu 30. september 1996, að því er tekur til bæjarritara, félagsmálastjóra, skólastjóra Grundaskóla og Brekkubæjarskóla.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Akraneskaupstað er skylt að veita kæranda, [...], f.h. [...], aðgang að eftirtöldum skjölum eða hluta þeirra:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 1: Yfirliti um fasta yfirvinnu og akstursþóknun starfsmanna Akraneskaupstaðar, dagsettu 30. september 1996, þó aðeins að því er tekur til bæjarritara, félagsmálastjóra, skólastjóra Grundaskóla og Brekkubæjarskóla.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 2: Ráðningarsamningi við bæjarritara, dagsettum 27. nóvember 1987.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 3: Ráðningarsamningi við sálfræðing Skólaskrifstofu Akraness, dagsettum 16. september 1996, að undanskildum upplýsingum um viðskiptabanka og bankareikning hans.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 5: Ráðningarsamningi við bæjarbókavörð, dagsettum 27. apríl 1992, ásamt breytingu á samningnum, dagsettri 26. nóvember 1996, að undanskildum upplýsingum um viðskiptabanka og bankareikning hennar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sif Konráðsdóttir</FONT><BR> |
20/1997 - Úrskurður frá 18. ágúst 1997 í málinu nr. A-20/1997 | Kærð var synjun bankastjórnar Landsbanka Íslands um að veita upplýsingar um kaupverð bankans á tiltekinni íbúð, greiðsluskilmálum kaupverðs, mánaðarlegri leigufjárhæð meðan fasteignin var í eigu bankans og söluverði þegar eignin var seld. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Þagnarskylda. Ákvæði annarra laga, sem heimila víðtækari aðgang að upplýsingum, halda gildi sínu. Synjun staðfest. | <p>Hinn 18. ágúst 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-20/1997:<br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 22. júlí sl., kærði [...] synjun bankastjórnar Landsbanka Íslands, dagsetta 14. s.m., um að veita honum upplýsingar um kaupverð bankans á íbúð [...] hæð að [...] í [...] og greiðsluskilmálum kaupverðs, mánaðarlegri leigufjárhæð meðan fasteignin var í eigu bankans og söluverði þegar eignin var seld.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 28. júlí sl., var kæran kynnt bankastjórn Landsbankans og henni gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16:00 5. ágúst sl. Að ósk bankastjórnar var frestur þessi framlengdur til kl. 16:00 12. ágúst sl. Þann dag barst umsögn bankastjórnar, dagsett sama dag. Hinn 15. ágúst sl. fór nefndin þess á leit að henni yrðu látin í té gögn málsins sem trúnaðarmál og voru þau afhent sama dag.<br /> <br /> Elín Hirst vék sæti í máli þessu. Í hennar stað tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu. Jafnframt tók Steinunn Guðbjartsdóttir varamaður sæti Eiríks Tómassonar í fjarveru hans.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Helstu atvik málsins eru þau að með bréfi, dagsettu 10. júlí sl., fór kærandi þess á leit við Landsbanka Íslands að vera látnar í té eftirgreindarupplýsingar ásamt viðeigandi gögnum: "1. Landsbanki Íslands keypti þann [dags.] íbúð á [...] hæð að [...] í [...] og er afsal útgefið þann dag. Hvert var kaupverð fasteignarinnar og hvernig var það greitt? 2. Íbúðin að [...] var frá kaupdegi leigð [...], sem bjó í henni til loka [...]mánaðar 19[...]. Hver var hin mánaðarlega leiguupphæð? 3. Landsbankinn seldi umrædda íbúð að [...] í [...]mánuði 19[...]. Hvert var söluverð eignarinnar?"<br /> <br /> Bankastjórn Landsbankans synjaði erindi kæranda með bréfi, dagsettu 14. s.m., þar sem tekið var fram að bankanum væri óheimilt lögum samkvæmt að láta í té upplýsingar og gögn af því tagi sem um væri að ræða nema hlutaðeigandi viðskiptaaðili óskaði þess sérstaklega.<br /> <br /> Í umsögn bankastjórnar Landsbankans til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dagsettri 12. ágúst sl., er þessi afstaða bankans til kæruefnisins ítrekuð. Er þar vísað til 43. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, sbr. 3. mgr. 2. gr. og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sem skýra beri þannig að þær upplýsingar og gögn sem kærandi óskar eftir að fá afhent teljist einka- og fjárhagsmálefni viðskiptaaðila Landsbankans sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Jafnframt telur bankinn að samkeppnisstaða hans gagnvart öðrum fjármálastofnunum, sem ekki lúta ákvæðum upplýsingalaga, gæti skaðast ef aðgangur yrði veittur að umbeðnum upplýsingum. Í því sambandi er vísað til 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna.<br /> <br /> Í 5. gr. upplýsingalaga segir m.a:. "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á því hvaða fjárhagsmálefni einstaklinga séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þau fari leynt, að óheimilt sé að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild. Þá segir þar ennfremur að oft komi sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum.<br /> <br /> Í 43. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, er að finna svofellt ákvæði: "Bankaráðsmenn, stjórnarmenn sparisjóðs, bankastjórar og sparisjóðsstjórar, endurskoðendur og aðrir starfsmenn viðskiptabanka eða sparisjóðs eru bundnir þagnarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptamanna hlutaðeigandi stofnunar og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi." Ákvæði þetta telst, eðli máls samkvæmt, sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga og getur staðið í vegi fyrir almennum aðgangi að upplýsingum um hagi viðskiptamanna banka og sparisjóða og önnur atriði sem fyrirsvarsmenn og trúnaðarmenn þeirra fá vitneskju um í starfi sínu.<br /> <br /> Úrskurðarnefnd lítur svo á að þær upplýsingar, sem fram koma í umræddum skjölum um kaup- og söluverð fasteignarinnar [...], og húsaleigusamningi sem gerður var um fasteignina séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga að því marki sem aðgangur að þeim er ekki tryggður almenningi sbr. 9. gr. reglugerðar nr. 284/1996, um þinglýsingar, sbr. þinglýsingarlög nr. 39/1978. Ákvæði 43. gr. laga nr. 113/1996 styður þá niðurstöðu. Ber því þegar af þeirri ástæðu að fallast á sjónarmið Landsbanka Íslands um að synja kæranda aðgangs að umbeðnum gögnum.</p> <div align="center"> <br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Synjun Landsbanka Íslands um að veita kæranda upplýsingar um kaupverð bankans á íbúð á [...] hæð að [...] í [...], greiðsluskilmála kaupverðs, mánaðarlegri leigufjárhæð meðan fasteignin var í eigu bankans og söluverði þegar eignin var seld, er staðfest.<br /> <br /> Valtýr Sigurðsson, formaður<br /> Ólafur E. Friðriksson<br /> Steinunn Guðbjartsdóttir<br /> </p> |
19/1997 - Úrskurður frá 8. ágúst 1997 í málinu nr. A-19/1997 | Kærð var synjun Vestmannaeyjabæjar um að veita aðgang að ráðningarsamningum og upplýsingum um launakjör nítján nafngreindra bæjarstarfsmanna. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Þagnarskylda. Aðgangur veittur. | <p>Hinn 8. ágúst 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-19/1997:<br /> <br /> </p> <div><strong>Kæruefni</strong></div> Með bréfi, dagsettu 18. júlí sl., kærði [...], til heimilis að [...], synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsetta 3. júlí sl., á hluta af beiðni hans, dagsettri 12. júní sl., um upplýsingar "er varða útreikninga og vinnureglur sem notaðar eru við uppkvaðningu úrskurða um aukameðlagsgreiðslur". Nánar tiltekið fór kærandi fram á úrskurð vegna þess að ráðuneytið hefði ekki svarað þremur spurningum í fyrrgreindri beiðni hans. Með hliðsjón af skýringum kæranda í kærunni 18. júlí sl. og umsögn ráðuneytisins, sem gerð verður grein fyrir hér á eftir, verður að líta svo á að kærð sé synjun um að veita honum aðgang að (1) leiðbeiningum til sýslumanna "um hvernig taka skuli tillit til framfærslu annarra barna á framfæri meðlagsgreiðanda en þeirra, sem krafið er um aukameðlag með" og (2) útreikningum, sem svonefnd "viðmiðunargildi" eru byggð á, svo og nafn á þeirri stofnun sem þá gerði.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 18. júlí sl., var kæran kynnt dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og því veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir afgreiðslu sinni til kl. 16.00 hinn 5. ágúst sl. Jafnframt var ráðuneytið beðið um að upplýsa hvort þau gögn, sem kæran tók til, væru fyrir hendi og ef svo væri, var einnig farið fram á að nefndinni yrðu látin þau í té sem trúnaðarmál innan sama frests.<br /> Umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsett 30. júlí sl., barst innan tilskilins frests ásamt eftirtöldum skjölum:<br /> <br /> 1. Reifun á áliti umboðsmanns Alþingis í málinu nr. 195/1989 um ákvörðun og endurskoðun meðlagsfjárhæðar (SUA 1990/108).<br /> <br /> 2. Útdrætti úr svarbréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsettu 31. maí 1990, til umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar um að ráðuneytið hefði ekki farið að lögum við ákvörðun um aukið meðlag.<br /> <br /> 3. Kafla III., 4.3.3., um fjárhæð meðlags á bls. 3-6 í handbók dóms- og kirkjumálaráðuneytisins fyrir sýslumenn um meðlagsmál.<br /> <br /> 4. Umburðarbréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsettu 1. apríl 1997, til sýslumanna um viðmiðunartekjur til leiðbeiningar við ákvarðanatöku í málum vegna krafna um aukið meðlag með börnum.<br /> <br /> Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.<br /> <br /> <div><strong>Málsatvik</strong></div> Samkvæmt gögnum máls þessa eru atvik þess í stuttu máli þau að með bréfi, dagsettu 12. júní sl., til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins óskaði kærandi eftir tilteknum upplýsingum um ákvörðun aukameðlagsgreiðslna í sjö liðum með vísan til 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Með bréfi til ráðuneytisstjóra ráðuneytisins, dagsettu 26. júní sl., ítrekaði kærandi fyrirspurn sína með vísan til 11. gr. upplýsingalaga.<br /> Dóms- og kirkjumálaráðuneytið svaraði erindi kæranda með bréfi, dagsettu 3. júlí sl. Í svari þess kemur fram að ráðuneytið telji að ekki beri að leysa úr beiðni kæranda á grundvelli upplýsingalaga þar eð hún lúti ekki að gögnum tiltekins máls í skilningi 1. mgr. 3. gr. laganna og feli að hluta í sér ósk um lögfræðilega álitsgerð. Bréfinu fylgdu þó tvö af framangreindum skjölum, auðkennd nr. 1 og 4, ásamt upplýsingum um að ákvarðanir sýslumanna og ráðuneytisins um aukið meðlag byggist á sömu sjónarmiðum og þar greini.<br /> <br /> Kærandi taldi sem fyrr segir í kæru sinni til úrskurðarnefndar, dagsettri 18. júlí sl., að ráðuneytið hefði ekki svarað þremur af eftirtöldum spurningum hans:<br /> <br /> "Ef gert er ráð fyrir að sá einstaklingur sem krafinn er um aukameðlag eigi barn/börn með öðrum aðila en þeim er krefst aukameðlags. Hvernig er hækkun viðmiðunarmarka vegna framfærslu þess/þeirra reiknuð?"<br /> <br /> "Upplýsingar [um] hvaða stofnun annaðist útreikninga viðmiðunargilda og hvaða grundvallarforsendur voru notaðar við útreikninga."<br /> <br /> "Ljósrit af öllum útreikningum sem liggja til grundvallar ákvörðun viðmiðunargilda."<br /> <br /> Í umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 30. júlí sl., er ítrekuð sú afstaða þess, að beiðni kæranda hafi ekki lotið að gögnum tiltekins máls, heldur því hvaða reglur og sjónarmið gildi við ákvarðanatöku í málum í tilteknum málaflokki. Ennfremur er m.a. svo að orði komist í umsögninni: "Ráðuneytið vill fyrst taka fram ... að við meðferð meðlagsmála í ráðuneytinu og hjá sýslumönnum hafa verið lagðar til grundvallar þær meginreglur og -sjónarmið, sem stuðst er við á Norðurlöndum við meðferð slíkra mála. Eru reglur þessar og sjónarmið lagðar til grundvallar eftir því sem tilefni er í hverju einstöku máli. Eru þau helstu reifuð í handbók, sem ráðuneytið hefur látið útbúa til leiðbeiningar fyrir sýslumenn, m.a. í meðlagsmálum ... Hvað varðar útreikninga viðmiðunarfjárhæða vill ráðuneytið taka fram, að á sínum tíma var tekið mið af fyrrgreindum reglum á Norðurlöndum. Grunnútreikningar og vinnugögn þeirra starfsmanna sem þá önnuðust, eru ekki lengur til staðar í ráðuneytinu. Á árinu 1992 voru viðmiðunarfjárhæðir þessar endurskoðaðar í óformlegri samvinnu við starfsmann Þjóðhagsstofnunar. Vinnugögn vegna þessa liggja ekki lengur fyrir í ráðuneytinu en viðmiðunarfjárhæðir ráðuneytisins eru á þeim byggðar og hafa árlega verið framreiknaðar með hliðsjón af vísitölu neysluverðs."<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> <div><strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong></div> Fram er komið að dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur þegar látið kæranda í té tvö af þeim fjórum skjölum, er fylgdu umsögn þess, þ.e. þau sem auðkennd eru nr. 1 og 4.<br /> <br /> Skjöl þau, sem auðkennd eru nr. 2 og 3, hafa að áliti úrskurðarnefndar að geyma upplýsingar um þau kæruatriði sem til úrlausnar eru fyrir nefndinni og gerð er grein fyrir í kaflanum um kæruefni hér að framan. Í báðum tilvikum er um að ræða útdrætti, annars vegar úr svarbréfi ráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis og hins vegar úr handbók ráðuneytisins fyrir sýslumenn. Af ítarlegri umsögn ráðuneytisins má ráða að í þessum útdráttum sé fjallað með almennum hætti um þau atriði, sem kæran lýtur að, og ekki séu til önnur gögn í vörslum ráðuneytisins er hafi að geyma upplýsingar um þau atriði.<br /> <br /> <div> <strong>2.</strong></div> Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 3. tölul. 4. gr. laganna segir ennfremur að réttur almennings til aðgangs að gögnum nái ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá".<br /> <br /> Með hliðsjón af markmiði upplýsingalaga er það álit úrskurðarnefndar að skýra beri meginregluna í 1. mgr. 3. gr. laganna um upplýsingarétt almennings rúmt, meðan undantekningar frá reglunni skuli skýrðar þröngt. Upplýst er að í skjölum þeim, sem að framan greinir og auðkennd eru nr. 2 og 3, er að finna sjónarmið, sem notuð hafa verið við úrlausn á stjórnsýslumálum, auk þess sem fyrir liggur að þeirra upplýsinga verður ekki aflað annars staðar frá. Handbók dóms- og kirkjumálaráðuneytisins fyrir sýslumenn um meðlagsmál hefur að geyma almennar leiðbeiningar til þeirra hvernig leyst skuli úr slíkum málum. Samkvæmt framansögðu er eðlilegt að almenningur eigi aðgang að slíkum leiðbeiningum, án tillits til þess hvort þær hafi verið birtar opinberlega. Með vísun til alls þessa er ráðuneytinu skylt að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum sem auðkennd eru nr. 2 og 3.<br /> <br /> <div><strong>Úrskurðarorð:</strong></div> Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu ber að veita kæranda, [...], aðgang að eftirgreindum skjölum:<br /> <br /> Útdrætti úr svarbréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dagsettu 31. maí 1990, til umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar um að ráðuneytið hefði ekki farið að lögum við ákvörðun um aukið meðlag.<br /> <br /> Kafla III., 4.3.3., um fjárhæð meðlags á bls. 3-6 í handbók dóms- og kirkjumálaráðuneytisins fyrir sýslumenn um meðlagsmál.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Ólafur E. Friðriksson <br /> Valtýr Sigurðsson<br /> |
18/1997 - Úrskurður frá 8. ágúst 1997 í málinu nr. A-18/1997 | Kærð var synjun Vestmannaeyjabæjar um að veita upplýsingar um hvort tiltekinn söfnuður hefði þegið greiðslu frá bæjarsjóði sem húsaleigu vegna tónlistarskóla, hvenær hætt hefði verið að sérgreina sálfræði- og sérfræðiþjónustu í ársreikningum bæjarsjóðs og aðgang að samningi bæjarins við einkafyrirtæki um sorphirðu. Tilgreining máls. Kæruheimild. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja eða annarra lögaðila. Lögbundin verkefni sveitarfélaga. Samkeppni. Aðgangur veittur. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 8. ágúst 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-18/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 11. júlí sl., kærði [...], til heimilis að [...], synjun Vestmannaeyjabæjar, dagsetta 9. júlí sl., um að veita honum upplýsingar um eftirtalin atriði í beiðni hans, dagsettri 25. júní sl.: (1) Hvort [H]-söfnuðurinn hafi þegið greiðslu frá bæjarsjóði sem húsaleigu vegna tónlistarskóla og (2) hvenær hætt hafi verið að sérgreina sálfræði- og sérfræðiþjónustu í ársreikningum bæjarsjóðs. Jafnframt kærði hann synjun bæjarins um að veita honum aðgang að "samningi þeim sem í gildi er um sorphirðu í bænum milli [G]-þjónustunnar og bæjarins." Í kærunni kemur og fram að bærinn hafi sent kæranda ársreikninga bæjarins fyrir árin 1991-1996 sem svar við fyrirspurn hans um það hvenær hætt hafi verið að sérgreina sálfræði- og sérfræðiþjónustu í ársreikningum bæjarsjóðs. Af því tilefni óskar kærandi úrskurðar um hvort þetta teljist "frambærilegur framgangsmáti hjá stjórnvaldi, þegar óskað er tiltekinna upplýsinga".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 17. júlí sl., var kæran kynnt Vestmannaeyjabæ og bænum veittur frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni til kl. 16.00 hinn 5. ágúst sl. Jafnframt var þess óskað að nefndinni yrðu látin í té sem trúnaðarmál ljósrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Umsögn Vestmannaeyjabæjar, dagsett 5. ágúst 1997, barst með símbréfi þann dag. Verksamningur um sorphreinsun í Vestmannaeyjum milli Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja og [G]-þjónustu Vestmannaeyja, dagsettur 30. janúar 1995, ásamt fylgiskjölum, var sendur með frumriti umsagnarinnar í pósti og barst samningurinn nefndinni hinn 7. ágúst sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson varamaður sæti hennar við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi til Vestmannaeyjabæjar, dagsettu 25. júní sl., óskaði kærandi m.a. eftir framangreindum upplýsingum með vísan til upplýsingalaga nr. 50/1996. Vestmannaeyjabær synjaði um þær með bréfi, dagsettu 9. júlí sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Vestmannaeyjabæjar til úrskurðarnefndar, dagsettri 5. ágúst sl., kemur m.a. fram að fyrirspurn kæranda um það hvort [H]-söfnuðurinn hafi þegið greiðslu frá bæjarsjóði sem húsaleigu vegna tónlistarskóla hafi ekki falið í sér beiðni um gögn. Vegna fyrirspurnar um það hvenær hætt hafi verið að sérgreina sálfræði- og sérfræðiþjónustu í ársreikningum bæjarsjóðs er tekið fram að upplýsingar um það hafi ekki verið teknar saman eða kannaðar sérstaklega hjá bænum. Loks segir orðrétt um beiðni kæranda um aðgang að verksamningnum um sorphreinsun í bænum milli Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja og [G]-þjónustu Vestmannaeyja: "Með vísan til 5. gr. upplýsingalaga verður að telja samninginn varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækisins og ekki á færi Vestmannaeyjabæjar að afhenda slíka samninga."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í beiðni sinni fór kærandi m.a. fram á aðgang að upplýsingum um það hvort [H]-söfnuðurinn hefði þegið greiðslu frá bæjarsjóði sem húsaleigu vegna tónlistarskóla og hvenær hætt hafi verið að sérgreina sálfræði- og sérfræðiþjónustu í ársreikningum bæjarsjóðs. Þannig tilgreinir kærandi ekki nein tiltekin gögn, sem hann óskar að kynna sér um umrædd atriði, eins og ráð er fyrir gert í 1. mgr. 3. gr., sbr. 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Af þeirri ástæðu var Vestmannaeyjabæ ekki skylt að veita honum þessar umbeðnu upplýsingar á grundvelli laganna.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 14. gr. upplýsingalaga segir: "Heimilt er að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögum þessum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn." Þar eð úrskurðarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að bænum hafi ekki verið skylt að veita kæranda upplýsingar um það, hvenær hætt hafi verið að sérgreina sálfræði- og sérfræðiþjónustu í ársreikningum bæjarsjóðs, fellur það utan valdssviðs nefndarinnar að fjalla frekar um viðbrögð bæjarins við þeirri beiðni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><FONT FACE="Times New Roman"> 2.</FONT></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Vestmannaeyjabær hefur synjað kæranda um aðgang að verksamningnum um sorphreinsun í Vestmannaeyjum á þeirri forsendu að samningurinn varði "mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni" [G]-þjónustu Vestmannaeyja í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Í athugasemdum, er fylgdu þessu ákvæði í frumvarpi til upplýsingalaga, segir m.a. að á grundvelli þess sé óheimilt að veita almenningi "upplýsingar um atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál eða viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu svo og aðra mikilvæga viðskiptahagsmuni" fyrirtækja og annarra lögaðila.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með hliðsjón af markmiði upplýsingalaga er það álit úrskurðarnefndar að skýra beri undantekningar frá meginreglunni í 1. mgr. 3. gr. laganna um upplýsingarétt almennings þröngt, þ. á m. regluna í niðurlagi 5. gr. laganna. Í umræddum verksamningi er ekki, að áliti nefndarinnar, að finna neinar þær upplýsingar um rekstur [G]-þjónustu Vestmannaeyja sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 7. tölul. 6. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 segir að meðal verkefna sveitarfélaga séu: "Hreinlætismál, þar á meðal sorphreinsun og sorpeyðing". Verktaki má vissulega búast við því að almenn vitneskja um umsamið endurgjald fyrir verk geti skaðað samkeppnisstöðu hans, t.d. vegna þess að aðrir aðilar geti gert lægri tilboð í verkið, að umsömdum verktíma loknum. Það sjónarmið, að upplýsingar um umsamið endurgjald skuli fara leynt af þessari ástæðu, verður þó að víkja fyrir almennum fyrirmælum upplýsingalaga um upplýsingarétt almennings, ekki síst þegar um er að ræða lögbundin verkefni sveitarfélags. Í því sambandi verður að líta til þess að verktakar verða hverju sinni að vera undir það búnir að mæta samkeppni frá öðrum aðilum, sbr. meginreglu þá sem fram kemur í 1. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með vísun til þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndar að veita beri kæranda aðgang að verksamningnum um sorphreinsun í Vestmannaeyjum milli Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja og [G]-þjónustu Vestmannaeyja, ásamt fylgiskjölum hans, þ.m.t. tilboðsblaði því sem vísað er til í 9. gr. samningsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Staðfest er sú ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja kæranda, [...], um upplýsingar um það hvort [H]-söfnuðurinn hafi þegið greiðslu frá bæjarsjóði sem húsaleigu vegna tónlistarskóla og hvenær hætt hafi verið að sérgreina sálfræði- og sérfræðiþjónustu í ársreikningum bæjarsjóðs.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Vestmannaeyjabæ er skylt að veita kæranda aðgang að verksamningi um sorphreinsun í Vestmannaeyjum milli Sorpeyðingarstöðvar Vestmannaeyja og [G]-þjónustu Vestmannaeyja, dagsettum 30. janúar 1995, ásamt fylgiskjölum hans, þ.m.t. tilboðsblaði því sem vísað er til í 9. gr. samningsins.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
17/1997 - Úrskurður frá 17. júlí 1997 í málinu nr. A-17/1997 | <p>Hinn 17. júlí 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-17/1997:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 26. júní sl., kærði [...], f.h. [...] synjun Vestmannaeyjabæjar, dagsetta 12. júní sl., á beiðni kæranda, dagsettri 5. júní sl., um aðgang að ráðningarsamningum og upplýsingum um launakjör nítján nafngreindra bæjarstarfsmanna.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 3. júlí sl., var kæran kynnt Vestmannaeyjabæ og var bænum gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 12.00 á hádegi hinn 8. júlí sl. Ennfremur var óskað að upplýst yrði hvort ráðningarsamningar hefðu verið gerðir við einhverja af umræddum bæjarstarfsmönnum og þá hverja. Hefðu slíkir samningar verið gerðir var einnig farið fram á að þeir væru látnir úrskurðarnefndinni í té sem trúnaðarmál innan sama frests.<br /> <br /> Umsögn Vestmannaeyjabæjar, dagsett 8. júlí sl., barst innan tilskilins frests ásamt eftirtöldum gögnum:<br /> <br /> 1. Yfirliti yfir föst laun og önnur föst launakjör umræddra bæjarstarfsmanna, ódagsettu.<br /> 2. Ráðningarsamningi bæjarritara, dagsettum 23. október 1986.<br /> 3. Ráðningarsamningi bæjartæknifræðings, dagsettum 20. júní 1989.<br /> 4. Ráðningarsamningi forstöðumanns Safnahúss, dagsettum 22. febrúar 1988.<br /> <br /> Í fjarveru Valtýs Sigurðssonar tók Sif Konráðsdóttir hdl. varamaður sæti hans við meðferð og úrskurð í kærumáli þessu.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik máls þessa má rekja til þess að með bréfi, dagsettu 22. maí sl., kærði kærandi synjun Vestmannaeyjabæjar, dagsetta 21. maí sl., á beiðni hans, dagsettri 15. maí sl., um að fá afhenta "lista yfir nöfn og laun 20 launahæstu starfsmanna bæjarins" og "ráðningarsamninga þeirra sem hafa gert slíka samninga við bæinn og eru á meðal 20 launahæstu starfsmanna bæjarins".<br /> <br /> Úrskurðarnefnd tók erindi þetta fyrir á fundi sínum 2. júní sl. og lauk því með frávísun án úrskurðar með svofelldum rökstuðningi:<br /> <br /> "Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum bundinn við gögn sem varða tiltekið mál. Þetta ákvæði er útfært nánar í 1. mgr. 10. gr. s.l. þannig að sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. Í fyrri úrskurðum nefndarinnar hefur þessi grein verið skýrð svo að sá, sem fer fram á aðgang að gögnum, verði að tilgreina nákvæmlega það mál eða þau gögn í tilteknu máli sem hann óskar að kynna sér. Í því felst að ekki er hægt að krefjast aðgangs að ótilteknum fjölda gagna úr fleiri en einu máli. Þegar stjórnvald hefur hins vegar fellt upplýsingar úr fleiri málum í eitt skjal verður að líta svo á að aðgangur að því skjali sé að öðru jöfnu heimill, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt upplýsingum bæjarritara Vestmannaeyjabæjar hefur framangreindur listi ekki verið tekinn saman. Með því að svo er ekki ber þegar af þeirri ástæðu að vísa beiðni yðar frá nefndinni."<br /> Hinn 5. júní sl. ritaði kærandi bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar svohljóðandi bréf:<br /> <br /> "Vikublaðið Fréttir fer fram á að fá ráðningarsamninga og launakjör eftirtalinna starfsmanna hjá Vestmannaeyjabæ:<br /> <br /> Bæjarritari: [...].<br /> Félagsmálastjóri: [...].<br /> Skólamálafulltrúi: [...].<br /> Yfirmaður tæknideildar: [...].<br /> Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar: [...].<br /> Skólastjóri Tónlistarskólans: [...].<br /> Leikskólastjóri Rauðagerðis: [...].<br /> Yfirmaður Áhaldahúss: [...].<br /> Byggingafulltrúi: [...].<br /> Yfirmaður Bókasafns: [...].<br /> Hafnarstjóri: [...].<br /> Skólastjóri Barnaskólans: [...].<br /> Skólastjóri Hamarsskólans: [...].<br /> Tómstunda- og íþróttafulltrúi: [...].<br /> Náttúrugripasafnið: [...].<br /> Dvalarheimili aldraðra: [...].<br /> Veitustjóri: [...].<br /> Sorpustjóri: [...].<br /> Sálfræðingur: [...]."<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 12. júní sl., svaraði Vestmannaeyjabær erindi kæranda. Þar segir m.a.: "Þar sem enn er í gildi samþykkt bæjarstjórnar frá árinu 1992 um að ekki skuli birta opinberlega laun bæjarstarfsmanna er ekki hægt að verða við erindi þínu um að fá ráðningarsamninga og launakjör þeirra starfsmanna sem þú tiltekur í bréfinu. - Engu að síður er ljóst, miðað við úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, að skylt er að veita þér einhverjar upplýsingar sem þú biður um. - Er því óskað eftir því að þú kærir þennan úrskurð til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál ... ." Þá var frá því greint í svarinu að ráðningarsamningar hefðu í fæstum tilvikum verið gerðir við þá bæjarstarfsmenn sem tilteknir væru í beiðni kæranda. Þeir samningar, sem til væru, segðu þar að auki lítið um föst ráðningarkjör, t.d. hefði föst yfirvinna og bílastyrkir verið afgreiddir í samninganefnd. Í niðurlagi svarbréfsins segir síðan: "Verði það ofan á að bæjaryfirvöldum sé skylt að veita þér upplýsingar um föst launakjör mun útbúinn listi þar sem fram kemur launaflokkur, föst yfirvinna, fastur bílastyrkur, og annað sem telst til fastra kjara viðkomandi starfsmanna."<br /> <br /> Í umsögn Vestmannaeyjabæjar til úrskurðarnefndar, dagsettri 8. júlí sl., var staðfest að beiðni kæranda hefði verið synjað að öllu leyti með vísan til framangreindrar samþykktar bæjarstjórnar frá árinu 1992. Jafnframt er frá því greint að aðeins hafi verið gerðir ráðningarsamningar við þrjá af þeim nítján bæjarstarfsmönnum, sem beiðni kæranda hafi tekið til, "en þeir veita litlar upplýsingar um núverandi föst launakjör", eins og komist er að orði í umsögninni. Þá segir þar ennfremur orðrétt: "Samningar við þessa 19 aðila eru persónubundnir, hafa verið gerðir á ýmsum tímum af samninganefnd bæjarins, kjörin bókuð í fundargerð samninganefndar, en ekki útbúnir sérstakir ráðningarsamningar."<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau er sérlög í samanburði við upplýsingalög, en síðarnefndu lögin kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.<br /> <br /> Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna, er það sagt vera meginmarkmið þeirra "að tryggja mönnum vernd gegn hættu á misnotkun upplýsinga um einkamálefni þeirra sem varðveittar eru og skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti." Með vísun til þessa og athugasemda, er fylgdu 1. gr. frumvarpsins, þar sem m.a. er tekið fram að utan gildissviðs þess falli einstakar tilviljunarkenndar skrár, verður að líta svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að 5. gr. laga nr. 121/1989 taki til aðgangs að upplýsingum um launakjör starfsmanna hjá Vestmannaeyjabæ, að því leyti sem þær upplýsingar eru skráðar með kerfisbundnum hætti í bókhaldi bæjarins. Aðgangur að ráðningarsamningum, sem gerðir hafa verið við einstaka bæjarstarfsmenn, svo og að sérstökum yfirlitum, sem tekin hafa verið saman um laun og launakjör starfsmanna bæjarins, falli á hinn bóginn utan gildissviðs laga nr. 121/1989. Þar með fellur aðgangur að slíkum skjölum undir upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr."<br /> <br /> Í 5. gr. laganna segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: "Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings." Þegar allsherjarnefnd Alþingis afgreiddi frumvarpið frá sér til 2. umræðu er ennfremur svo að orði komist í áliti hennar: "Í athugasemdum við 5. gr. frumvarpsins kemur fram að ákvæði greinarinnar standi ekki í vegi fyrir því að almenningur fái aðgang að gögnum um föst laun og önnur föst launakjör opinberra starfsmanna. Að því leyti sem slík upplýsingagjöf fellur undir ákvæði frumvarps þessa en ekki ákvæði laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, leggur nefndin sérstaka áherslu á að skýra beri ákvæði 5. gr. svo að með lögum þessum sé ekki aðeins tryggður aðgangur að upplýsingum um föst laun opinberra starfsmanna heldur einnig að þeim einstaklingsbundnu samningum sem gerðir hafa verið við starfsmenn um önnur föst kjör þeirra, svo sem fasta (ómælda) yfirvinnu, akstursgjald o.fl."<br /> <br /> Með vísun til þessa er það niðurstaða úrskurðarnefndar að veita beri kæranda aðgang að ráðningarsamningum, sem gerðir hafa verið við þrjá tiltekna starfsmenn Vestmannaeyjabæjar, og yfirliti, sem tekið hefur verið saman um föst laun og föst launakjör umræddra nítján bæjarstarfsmanna, enda hafa þessi skjöl að geyma sömu upplýsingar og vísað er til í hinum tilvitnuðu lögskýringargögnum. Samþykkt bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar frá árinu 1992, sem bærinn hefur vitnað til, styðst ekki, að því er séð verður, við sérstök ákvæði laga um þagnarskyldu og takmarkar hún því ekki rétt kæranda til aðgangs að skjölunum, sbr. niðurlag 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Vestmannaeyjabæ ber að veita kæranda, [...], f.h. [...], aðgang að eftirtöldum skjölum:<br /> <br /> Yfirliti yfir föst laun og önnur föst launakjör nítján bæjarstarfsmanna, ódagsettu.<br /> Ráðningarsamningi bæjarritara, dagsettum 23. október 1986.<br /> Ráðningarsamningi bæjartæknifræðings, dagsettum 20. júní 1989.<br /> Ráðningarsamningi forstöðumanns Safnahúss, dagsettum 22. febrúar 1988.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Sif Konráðsdóttir<br /> </p> | |
16/1997 - Úrskurður frá 4. júlí 1997 í málinu nr. A-16/1997 | Kærð var synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita brotaþola upplýsingar um ástæður náðunar á afplánun refsingar brotamanns. Aðild að stjórnsýslumáli. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Ekki hefur þýðingu í hvaða skyni ætlunin er að nota umbeðnar upplýsingar. Skjöl tekin saman fyrir fundi ríkisráðs. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Synjun staðfest að hluta. Aðgangur veittur að hluta. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 4. júlí 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-16/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 23. júní sl., kærði [...], f.h. [...], synjun dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dagsetta 23. maí sl., um að veita upplýsingar um ástæður fyrir náðun [A] af refsingu samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, [...].</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 25. júní sl., var kæran send dóms- og kirkjumálaráðuneyti og því gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til kl. 16.00 hinn 30. júní sl. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefndinni í té sem trúnaðarmál þau gögn, sem kæran lýtur að, innan sama frests. Þann sama dag fór dóms- og kirkjumálaráðuneytið þess á leit að frestur þessi yrði framlengdur til föstudagsins 4. júlí sl. Var fresturinn framlengdur til 1. júlí sl., en þann dag barst umsögn ráðuneytisins, dagsett 30. júní sl., ásamt eftirtöldum skjölum:</FONT><BR><UL>1. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi [B], umboðsmanns dómþola, til dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dagsettu 27. desember 1996.</FONT><BR>2. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytis til fangelsismálastofnunar, dagsettu 30. desember 1996.</FONT><BR>3. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi fangelsismálastofnunar til dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dagsettu 6. janúar 1997, ásamt eftirtöldum fylgigögnum:</FONT><UL><BR>a. <FONT FACE="Times New Roman"> Samantekt um dómþola, dagsett 2. janúar 1997.</FONT><BR>b. <FONT FACE="Times New Roman"> Sakavottorð dómþola, dagsett 3. janúar 1997.</FONT><BR>c. <FONT FACE="Times New Roman"> Endurrit úr dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur, dagsett [...].</FONT></UL><BR>4. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi [B] til dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dagsettu 9. janúar 1997, ásamt geðrannsókn [C] geðlæknis á dómþola, dagsett 11. október 1996.</FONT><BR>5. <FONT FACE="Times New Roman">Læknisvottorði [D] sérfræðings í geðlækningum varðandi dómþola, dagsettu 10. febrúar 1997.</FONT><BR>6. <FONT FACE="Times New Roman">Tillögu náðunarnefndar til dóms- og kirkjumálaráðherra varðandi náðunarbeiðni dómþola, dagsettri 6. mars 1997.</FONT><BR>7. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytis til [B], dagsettu 10. mars 1997.</FONT><BR>8. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi [E] og [F] til dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dagsettu 30. mars 1997.</FONT><BR>9. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytis til fangelsismálastofnunar, dagsettu 3. apríl 1997.</FONT><BR>10. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi fangelsismálastofnunar til dóms- og kirkjumálaráðuneytis, dagsettu 4. apríl 1997, ásamt eftirtöldum fylgigögnum:</FONT><UL><BR>a. <FONT FACE="Times New Roman"> Tilkynningu um afplánun, dagsettri 20. mars 1997.</FONT><BR>b. <FONT FACE="Times New Roman"> Tilkynningu um skiptingu afplánunar, dagsettri 24. mars 1997.</FONT><BR>c. <FONT FACE="Times New Roman"> Bréfi [G] fangelsislæknis til fangelsismálastofnunar, dagsettu 24. mars 1997.</FONT><BR>d. <FONT FACE="Times New Roman"> Skýrslu [H] varðstjóra Hegningarhússins, dagsettri 24. mars 1997.</FONT><BR>e. <FONT FACE="Times New Roman"> Bréfi [I] læknis til fangelsismálastofnunar, dagsettu 19. mars 1997.</FONT></UL><BR>11. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi [I] til fangelsismálastofnunar, dagsettu 24. mars 1997.</FONT><BR>12. <FONT FACE="Times New Roman">Tillögu náðunarnefndar til dóms- og kirkjumálaráðuneytis varðandi náðunarbeiðni dómþola, dagsettri 8. apríl 1997.</FONT><BR>13. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytis til ríkisráðsritara, dagsettu 9. apríl 1997, ásamt tillögu til forseta Íslands um náðun.</FONT><BR>14. <FONT FACE="Times New Roman">Bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytis til fangelsismálastofnunar, dagsettu 7. maí 1997, ásamt náðunarskjali og bréfi ríkisráðsritara, dagsettu 29. apríl 1997.</FONT></UL><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt gögnum málsins eru atvik þess í stuttu máli þau að umboðsmaður kæranda fékk upplýst hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu að [A] hefði verið veitt náðun af refsingu samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, uppkveðnum [...], fyrir brot gegn 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í framhaldi af því ritaði umboðsmaður kæranda dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bréf, dagsett 15. maí sl., og fór þess á leit að fá rökstuðning og/eða upplýsingar um ástæður fyrir náðuninni með vísan til 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og hagsmuna kæranda sem brotaþola í dómsmáli því þar sem hinn náðaði var sakfelldur. Jafnframt óskaði hann eftir að meðferð á beiðni hans yrði ekki fram haldið ef ráðuneytið teldi henni ekki verða lokið án þess að kynna hinum náðaða beiðnina.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafnaði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 23. maí 1997, með vísan til þess að gögn málsins varði einkamálefni sem undanþegin séu aðgangi almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga. Jafnframt tók ráðuneytið fram að í samræmi við beiðni kæranda hefði það ekki leitað eftir samþykki þess, er upplýsingarnar varða, til að veita aðgang að þeim.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytis til úrskurðarnefndar, dagsettri 30. júní sl., er áréttað að gögn málsins hafi "nánast öll að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar á borð við þær sem ... falla undir 4. gr. laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga" nr. 121/1989 sem óyggjandi megi telja að falli þá jafnframt undir 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þess hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Þótt kærandi hafi verið brotaþoli í því dómsmáli, þar sem [A] var sakfelldur, telst hún ekki vera aðili að náðunarmáli því sem þetta mál er sprottið af. Þar af leiðandi gilda upplýsingalög, en ekki stjórnsýslulög, um aðgang hennar að gögnum í náðunarmálinu.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga kemur m.a. fram að sá, sem óskar aðgangs að málsgögnum, þurfi ekki að vera tengdur máli eða aðilum þess. Hann þurfi heldur ekki að tilgreina til hvers hann ætli að nota upplýsingarnar. Af þessum ummælum verður dregin sú ályktun að markmið með beiðni um aðgang að upplýsingum eigi ekki að skipta máli við skýringu á lögunum, hvorki til rýmkunar né þrengingar á upplýsingarétti almennings.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman"> 2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 1. tölul. 4. gr. laganna er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til "fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi". Í 5. gr. segir ennfremur: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á þessu ákvæði, að þær persónuupplýsingar, sem taldar eru upp í 4. gr. laga nr. 121/1989, séu allar undanþegnar aðgangi almennings. Í b-lið þeirrar greinar eru tilgreindar "upplýsingar um það hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað" og í c-lið "upplýsingar um kynlíf manna og heilsuhagi, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarnefnd lítur svo á að framangreindar undantekningar frá meginreglu 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga beri að skýra þröngt. Það er þannig álit nefndarinnar að 1. tölul. 4. gr. laganna taki einungis til skjala, sem tekin hafa verið saman fyrir fundi ríkisráðs, svo og til fundargerða ráðsins, en ekki til annarra skjala en fundargerða þótt þau hafi að geyma frásögn af fundum þess.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með vísun til þess, sem að framan segir, eru upplýsingar um sakaferil [A] og heilsuhagi hans upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Þar eð samþykki hans liggur ekki fyrir var dóms- og kirkjumálaráðuneytinu því rétt að neita kæranda um aðgang að þessum upplýsingum, að svo miklu leyti sem þær er að finna í þeim gögnum sem beiðni hennar tók til. Að áliti úrskurðarnefndar fellur umfjöllun um náðunarbeiðni [A] og afgreiðsla á henni að öðru leyti ekki undir undantekningarregluna í 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt framansögðu og með vísun til 7. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að eigi ákvæði 4.-6. gr. laganna aðeins við um hluta skjals skuli veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins, telur nefndin að dóms- og kirkjumálaráðuneytinu sé skylt að veita kæranda aðgang að eftirgreindum skjölum eða hluta þeirra:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 2: Bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til fangelsismálastofnunar, dagsettu 30. desember 1996.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 6: Tillögu náðunarnefndar til dóms- og kirkjumálaráðherra, dagsettri 6. mars 1997 (að hluta).</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 9: Bréfi ráðuneytisins til fangelsismálastofnunar, dagsettu 3. apríl 1997 (að hluta).</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 12: Tillögu náðunarnefndar til dóms- og kirkjumálaráðherra, dagsettri 8. apríl 1997 (að hluta).</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 14: Bréfi ráðuneytisins til fangelsismálastofnunar, dagsettu 7. maí 1997, ásamt bréfi ríkisráðsritara, dagsettu 29. apríl 1997.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ljósrit af skjölum nr. 6, 9 og 12 fylgja því eintaki af úrskurði þessum, sem sent verður ráðuneytinu, þar sem nefndin hefur merkt við þá hluta sem hún telur rétt að undanþiggja aðgangi almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Önnur gögn í máli þessu, sem eru í vörslu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, eru þess eðlis, að dómi nefndarinnar, að skylt er eða heimilt samkvæmt framansögðu að undanþiggja þau upplýsingarétti almennings.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Hin kærða ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er staðfest, að öðru leyti en því að ráðuneytinu ber að veita kæranda aðgang að eftirgreindum skjölum eða hluta þeirra:</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 2: Bréfi dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til fangelsismálastofnunar, dagsettu 30. desember 1996.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 6: Tillögu náðunarnefndar til dóms- og kirkjumálaráðherra, dagsettri 6. mars 1997 (að hluta).</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 9: Bréfi ráðuneytisins til fangelsismálastofnunar, dagsettu 3. apríl 1997 (að hluta).</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 12: Tillögu náðunarnefndar til dóms- og kirkjumálaráðherra, dagsettri 8. apríl 1997 (að hluta).</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skjali, auðkenndu nr. 14: Bréfi ráðuneytisins til fangelsismálastofnunar, dagsettu 7. maí 1997, ásamt bréfi ríkisráðsritara, dagsettu 29. apríl 1997.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
15/1997 - Úrskurður frá 3. júlí 1997 í málinu nr. A-15/1997 | Kærð var synjun Listasafns Reykjavíkur um að veita upplýsingar um öll keypt verk á tilteknu tímabili, kaupverð og seljendur. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Kæruheimild. Frávísun. | <p>Hinn 3. júlí 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-15/1997:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Hinn 16. júní sl. barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf [...], f.h. [...], dagsett 14. s.m., þar sem kærð er synjun Listasafns Reykjavíkur, dagsett 22. maí 1997, á beiðni hennar um "upplýsingar um öll keypt verk Listasafns Reykjavíkur frá ársbyrjun 1987 til svardags, kaupverð verkanna og af hverjum keypt var."<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 18. júní sl., var kæran send Listasafni Reykjavíkur og því gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu synjun til kl. 12.00 á hádegi 23. júní sl. Jafnframt var þess óskað að upplýst yrði hvort safnið hefði tekið saman umbeðnar upplýsingar, að hluta eða í heild, og ef svo væri, að nefndinni yrðu látnar þær upplýsingar í té innan sama frests.<br /> <br /> Umsögn listasafnsins, dagsett 20. júní sl., barst nefndinni sama dag. Henni fylgdu engin gögn.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi, dagsettu 7. mars sl., óskaði kærandi eftir "lista yfir öll listaverk sem Listasafn Reykjavíkur hefur fest kaup á frá 1. janúar 1996 til dagsins í dag. Ennfremur upplýsingar um af hverjum hvert listaverk var keypt og á hvaða verði". Með bréfi, dagsettu 20. apríl sl., ítrekaði kærandi fyrra erindi sitt og fór jafnframt fram á að fá "sömu upplýsingar um öll keypt verk frá 1. janúar 1987". Var það erindi enn ítrekað með bréfi, dagsettu 26. maí sl.<br /> <br /> Listasafn Reykjavíkur svaraði erindi kæranda með bréfi, dagsettu 22. maí sl., þar sem talin eru upp nöfn þeirra listamanna sem menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar keypti listaverk eftir á árinu 1996 og það sem af er árinu 1997. Jafnframt er þar tekið fram að kaupverð verkanna sé trúnaðarmál milli seljenda og kaupanda, en erindi kæranda ekki svarað að öðru leyti.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 27. maí sl., tilkynnti kærandi listasafninu að hún teldi svar þess "með öllu ófullnægjandi" og að hún myndi leita þeirra ráða sem lög leyfa til að fá úr því bætt.<br /> <br /> Í umsögn Listasafnsins til úrskurðarnefndar, dagsettri 20. júní sl., segir að upphaflegu erindi kæranda, dagsettu 7. mars sl., hafi ekki verið hafnað, heldur hafi farið fram athugun á því með hvaða hætti því yrði best sinnt. Því hafi síðan verið svarað með þeim hætti, sem greinir hér að framan, en upplýsingar um seljendur og kaupverð hafi verið taldar undanþegnar aðgangi á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Við síðari kröfum kæranda í erindum dagsettum 20. apríl og 26. maí sl. hafi ekki verið orðið þar eð þær hafi ekki verið settar fram með þeim hætti sem 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga geri kröfu til. Af þeim sökum hafi safnið "ekki tekið saman umbeðnar upplýsingar, umfram það sem fram kemur í svarbréfinu frá 22. maí sl.". Aðspurður hefur forstöðumaður Listasafnsins sagt að hinar umbeðnu upplýsingar sé að finna í sérstakri spjaldskrá yfir listaverk í eigu safnsins.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Í 1. gr. þeirra laga segir m.a. svo: "Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin." Samkvæmt því er það álit úrskurðarnefndar að lög nr. 121/1989 taki til aðgangs að þeim upplýsingum, sem kærandi hefur óskað eftir, en þær er sem fyrr segir að finna í sérstakri spjaldskrá Listasafns Reykjavíkur. Þar eð yfirlitið, sem tekið var saman í tilefni af beiðni kæranda, yfir nöfn þeirra listamanna, sem menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar keypti listaverk eftir á tímabilinu 1. janúar 1996 til 22. maí 1997, hefur verið afhent henni verður samkvæmt framansögðu að vísa kærunni frá úrskurðarnefnd skv. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Með þessu er ekki tekin afstaða til þess hvort kærandi eigi rétt á að fá upplýsingar um kaupverð einstakra listaverka, sem Listasafnið hefur keypt á fyrrgreindu tímabili, eða seljendur þeirra, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Kæru kæranda, [...], á hendur Listasafni Reykjavíkur er vísað frá.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
14/1997 - Úrskurður frá 12. júní 1997 í málinu nr. A-14/1997 | Kærð var synjun Vestmannaeyjabæjar um að veita aðgang að samningi við Hvítasunnusöfnuðinn um rekstur leikskóla í bænum. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Mikilvægir almannahagsmunir. Samkeppni. Lögboðin verkefni sveitarfélaga. Aðgangur veittur. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 12. júní 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-14/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dags. 30. maí sl., kærði [...] synjun Vestmannaeyjabæjar frá 6. s.m. um að veita honum aðgang að samningi við Hvítasunnusöfnuðinn um rekstur leikskóla í bænum.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 3. júní sl., var kæran send Vestmannaeyjabæ og honum gefinn frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun fyrir kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 9. júní sl. </FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Jafnframt var þess óskað að bærinn léti úrskurðarnefndinni í té sem trúnaðarmál það skjal, sem kæran lýtur að, innan sama frests.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Umsögn Vestmannaeyjabæjar, dags. 4. júní sl., barst nefndinni hinn 6. s.m. ásamt umbeðnu skjali.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í fjarveru Eiríks Tómassonar tók varamaður Steinunn Guðbjartsdóttir sæti í nefndinni við afgreiðslu málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að hinn 14. júní 1995 gerðu Vestmannaeyjabær og Hvítasunnusöfnuðurinn með sér samning um rekstur leikskóla í bænum. Samkvæmt erindi kæranda hefur hann frá þeim tíma beðið um að fá samninginn í hendur en jafnan verið svarað neitandi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Vestmannaeyjabæjar, dags. 4. júní sl., segir að synjun bæjarins byggist á 5. og 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 og hugsanlega samkeppnislögum nr. 8/1993.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Að því er 5. gr. varðar er vísað til þess að samningurinn varði mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Hvítasunnusafnaðarins og því hafi bærinn ekki viljað veita að honum aðgang án samþykkis safnaðarins.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Að því er 6. gr. varðar er vísað til 3. tölul. og aðgangur að samningnum talinn rýra samkeppnisstöðu Vestmannaeyjabæjar enda njóti hann ekki einkaréttar til reksturs leikskóla, og gera samningsstöðu hans lakari m.t.t. annarra samninga sem bærinn kunni að vilja gera í sama skyni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 5. gr. laganna segir síðan: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á síðari málslið greinarinnar, að óheimilt sé að veita almenningi "viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu" fyrirtækja.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í samningi Hvítasunnusafnaðarins og Vestmannaeyjabæjar frá 14. júní 1995 koma fram upplýsingar um styrki frá Vestmannaeyjabæ til reksturs leikskóla Hvítasunnusafnaðarins bæði í formi greiðslna með hverju barni, mismunandi eftir vistunartíma, og eins greiðslur vegna breytinga á húsi og kaupa á búnaði. Í samningnum eru hins vegar engar tölulegar upplýsingar um reksturinn sjálfan.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Hvítasunnusöfnuðurinn er ekki fyrirtæki sem stendur í samkeppni um rekstur leikskóla. Þannig geta upplýsingar um efni samningsins ekki valdið söfnuðinum tjóni á grundvelli viðskiptahagsmuna eða haft áhrif á rekstrar- eða samkeppnisstöðu hans í skilningi 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga segir að heimilt sé að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. gr. laga nr. 78/1994, um leikskóla, kemur fram að leikskóli er fyrsta skólastig í skólakerfinu. Samkvæmt 7. gr. laganna skal bygging og rekstur leikskóla vera á kostnað og í umsjón sveitarstjórna og er rekstur annarra aðila háður samþykki viðkomandi sveitarstjórnar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt þessu er rekstur leikskóla lögboðin þjónusta sem liður í skólakerfi landsins og sveitarstjórnum er skylt að annast. Þegar á þeim grundvelli er ekki fallist á með hinu kærða stjórnvaldi að fyrir hendi séu þeir hagsmunir sem 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga er ætlað að verja.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með hliðsjón af framansögðu og með vísan til 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga ber að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Vestmannaeyjabæ ber að veita kæranda aðgang að samningi milli Hvítasunnusafnaðarins í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabæjar 14. júní 1996.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT><BR> |
13/1997 - Úrskurður frá 28. maí 1997 í málinu nr. A-13/1997 | Kærð var synjun menntamálaráðuneytisins um að veita aðgang að skýrslu um Þjóðminjasafn Íslands. Kærufrestur. Vinnuskjal. Eigin afnot stjórnvalds. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Skjal merkt sem trúnaðarmál. Aðgangur veittur | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 28. maí 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-13/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 12. maí sl. barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf [...], dagsett 6. maí sl., póstlagt í Kaupmannahöfn hinn 7. s.m., þar sem kærð er synjun menntamálaráðuneytisins, dagsett 10. apríl 1997, um að veita honum aðgang að "skýrslu [A]". Af gögnum málsins er ljóst að um er að ræða skýrslu [A] um Þjóðminjasafn Íslands, dagsetta 24. júní 1991.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 14. maí sl., var kæran send menntamálaráðuneytinu og því gefinn frestur til að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun til fimmtudagsins 22. maí sl. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefndinni í té sem trúnaðarmál það skjal, sem kæran lýtur að, innan sama frests.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Sama dag fór nefndin fram á að kærandi upplýsti hvaða mánaðardag synjun menntamálaráðuneytisins, dagsett 10. apríl sl., hefði borist honum. Með bréfi, dagsettu 17. maí sl., upplýsti kærandi að synjun þessi hefði borist honum 16. apríl sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Frestur menntamálaráðuneytisins var hinn 22. maí sl. framlengdur til mánudagsins 26. maí sl. Þann dag barst umsögn ráðuneytisins, dagsett 22. maí sl., ásamt gögnum málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi, dagsettu 21. mars sl., óskaði kærandi m.a. eftir "aðgangi að skýrslu [A] (frá 1992 eða 1993) um Þjóðminjasafn Íslands".</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Menntamálaráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 10. apríl sl., þar sem henni er synjað með vísan til 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi til menntamálaráðuneytisins, dagsettu 17. apríl sl., fór kærandi fram á að ráðuneytið endurskoðaði ákvörðun sína. Með bréfi, dagsettu 3. maí sl., tilkynnti ráðuneytið kæranda að það teldi ekki efni til breytingar á framangreindri ákvörðun.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn menntamálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar, dagsettri 22. maí sl., segir að [A], höfundur skýrslu þeirrar, sem hér um ræðir, hafi verið "ráðinn til starfa fyrir menntamálaráðuneytið á tímabilinu 17. maí 1991 - 17. ágúst 1993 með sérstökum starfssamningi. Í starfi hans fólst að taka til skoðunar ákveðnar ríkisstofnanir í þeim tilgangi að meta starfsemi þeirra, veita ráðgjöf og hafa forgöngu um úrbætur í samráði við stjórnendur viðkomandi stofnunar og ráðuneytis. Í tengslum við úttekt, sem þá stóð yfir á vegum menntamálaráðuneytisins á starfsemi Þjóðminjasafns Íslands, ritaði [A] minnisblað er varðaði athugunarefni er snertu Þjóðminjasafn Íslands. Minnisblaðið var ritað sem vinnuskjal ætlað ráðuneytinu til eigin afnota og merkt rækilega sem trúnaðarmál." Þá tekur ráðuneytið sérstaklega fram að minnisblað þetta hafi verið "ritað til tveggja skrifstofustjóra ráðuneytisins og [B], sem þáv. menntamálaráðherra hafði áður með bréfi falið sérstaklega að vinna að m.a. áætlanagerð um starfsemi og aðstöðu Þjóðminjasafns Íslands en þau störf töldust umfram eðlilegar starfsskyldur hans sem þáv. formanns þjóðminjaráðs."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Upplýst er að hin kærða synjun barst kæranda fyrst 16. apríl sl. og kæra hans var póstlögð í Kaupmannahöfn, þar sem hann dvelur, 7. maí sl. Að því virtu þykir ljóst að fullnægt er skilyrðum 1. mgr. 16. gr. upplýsingalaga um kærufrest, sbr. og 5. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman"> 2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 3. tölul. 4.gr. laganna er tekið fram að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til "vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota; þó skal veita aðgang að vinnuskjölum ef þau hafa að geyma endanlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður aflað annars staðar frá".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Síðastnefnt ákvæði felur í sér undantekningu frá meginreglunni um upplýsingarétt almennings samkvæmt upplýsingalögum og ber því að skýra það þröngt. Skjal það, sem kærandi hefur farið fram á að fá aðgang að, var ritað af þáverandi starfsmanni menntamálaráðuneytisins. Svo sem skjalið ber með sér og staðfest er í fyrrgreindri umsögn ráðuneytisins var það sent tveimur af skrifstofustjórum þess og [B], þáverandi formanni þjóðminjaráðs. Í umsögn ráðuneytisins segir að þáverandi menntamálaráðherra hafi áður falið [B] sérstaklega að vinna m.a. áætlanagerð um starfsemi og aðstöðu Þjóðminjasafns Íslands og hafi þau störf talist "umfram eðlilegar starfsskyldur hans sem þáv. formanns þjóðminjaráðs". Síðastgreint orðalag verður ekki skýrt öðru vísi en svo að [B] hafi, a.m.k. öðrum þræði, verið falið umrætt verkefni og þar með sent hið umbeðna skjal vegna stöðu sinnar sem formaður þjóðminjaráðs.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 3. mgr. 2. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989 er mælt fyrir um hlutverk þjóðminjaráðs. Þar sagði upphaflega svo: "Hlutverk ráðsins er að marka stefnu og gera langtímaáætlanir um þjóðminjavörsluna fyrir landið í heild og hafa yfirumsjón með gerð árlegrar fjárhagsáætlunar og framkvæmd hennar. Ráðið er jafnframt stjórnarnefnd Þjóðminjasafns Íslands". Þótt ákvæðinu hafi síðar verið breytt með 1. gr. laga nr. 98/1994 fer ekki á milli mála að þjóðminjaráð hefur samkvæmt lögum nr. 88/1989 verið sérstakt stjórnvald þótt það hafi heyrt undir menntamálaráðuneytið.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Það er sem fyrr segir skilyrði fyrir því, að skjal teljist vinnuskjal í skilningi 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga, að það sé ritað til eigin afnota fyrir stjórnvaldið sjálft. Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, segir svo um þetta atriði: "Með vinnuskjölum er hér einkum átt við skjöl sem stjórnvald ritar til eigin afnota, svo og skjöl sem fara á milli deilda, skrifstofa eða að öðru leyti á milli starfsmanna hjá sama stjórnvaldi. Á hinn bóginn teljast gögn, sem fara á milli tveggja stjórnvalda, ekki til vinnuskjala enda þótt bréfaskiptin séu liður í meðferð máls og stjórnvöldin standi í nánum tengslum hvort við annað."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að hið umbeðna skjal hafi ekki aðeins verið ætlað til afnota fyrir menntamálaráðuneytið, heldur einnig fyrir formann þjóðminjaráðs í þágu þess stjórnvalds. Þar með teljist skjalið ekki vinnuskjal samkvæmt hinni þröngu skilgreiningu í 3. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman"> 3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í hinu umbeðna skjali er fjallað um málefni Þjóðminjasafns Íslands, þ. á m. um stjórnendur þess. Umfjöllun um störf opinberra starfsmanna getur almennt ekki flokkast undir einka- eða fjárhagsmálefni þeirra sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þá skiptir það ekki máli við úrlausn á því, hvort veita skuli aðgang að skjalinu samkvæmt upplýsingalögum, að umrætt skjal er merkt sem trúnaðarmál.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt því, sem að framan segir, ber menntamálaráðuneytinu að veita kæranda aðgang að skjalinu.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Menntamálaráðuneytinu er skylt að veita kæranda, [...], aðgang að skýrslu [A] um Þjóðminjasafn Íslands sem dagsett er 24. júní 1991.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
12/1997 - Úrskurður frá 12. maí 1997 í málinu nr. A-12/1997 | Kærð var synjun landbúnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að upplýsingum um kaup ríkisins á fasteignum á tilteknum ríkisjörðum. Ekki hefur þýðingu í hvaða skyni ætlunin er að nota umbeðnar upplýsingar. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Þinglýsing. Synjun staðfest. Sérálit. Ákvæði annarra laga, sem heimila víðtækari aðgang að upplýsingum, halda gildi sínu. Aðgangur veittur. | <p>Hinn 12. maí 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-12/1997:<br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 21. apríl sl., kærði [...] hdl., f.h. [...] og [...], synjun landbúnaðarráðuneytis, dagsetta 3. apríl 1997, um að veita þeim "aðgang að upplýsingum varðandi kaup ríkisins á fasteignum á ríkisjörðum á árunum 1986 til 1990". Í erindi kærenda til landbúnaðarráðuneytis, dagsettu 18. mars 1997, er tilgreint að málin varði kaup fasteigna á ríkisjörðunum "[A, B, C, D, E, F og G]".<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 21. apríl sl., var kæran send landbúnaðarráðuneyti og ráðuneytinu gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun fyrir kl. 12 á hádegi hinn 25. apríl sl. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefndinni í té sem trúnaðarmál þau gögn sem kæran lýtur að innan sama frests.<br /> <br /> Þann dag barst nefndinni umsögn ráðuneytisins, dagsett sama dag, ásamt ljósritum af eftirgreindum skjölum:<br /> <br /> 1. Afsal að bogaskemmu, fjárhúsi og hlöðu á [A], dagsett 29. ágúst 1986.<br /> 2. Úttekt á jörðinni [B], dagsett 15. júní 1987.<br /> 3. Endurrit afsals að íbúðarhúsi, fjárhúsi með áburðarkjallara, flatgryfju og vélageymslu á [C], dagsett 18. mars 1988.<br /> 4. Afsal að þurrheyshlöðu á [D], dagsett 8. nóvember 1988.<br /> 5. Samkomulag um sölu flatgryfju á [E], dagsett 12. apríl 1989.<br /> 6. Afsal að minkahúsi, aðstöðuhúsi, búr- og hreiðurkössum, fóðursílói í [F], dagsett 4. apríl 1990.<br /> 7. Afsal að íbúðarhúsi, loðdýrahúsi, fjósi, haughúsi, þurrheyshlöðum, fjárhúsi og 14,7 ha. ræktun í [G], dagsett 20. júní 1990.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik máls þessa eru í stuttu máli þau að með bréfi, dagsettu 18. mars sl., kröfðust kærendur þess af landbúnaðarráðuneyti að vera veittar "upplýsingar um kaup ríkisins á fasteignum á ríkisjörðunum [A, B, C, D, E, F og G]". Í erindi þeirra kom jafnframt fram að "samkvæmt upplýsingum úr Alþingistíðindum, 3. umr. um fjárlög fyrir árið 1992, [dálki] 3754, fóru kaup þessi fram á árunum 1986 til 1990, án ábúðarloka ábúenda". Ennfremur óskuðu þeir eftir að aðgangur yrði veittur í formi ljósrita af gögnum í hinum tilteknu málum.<br /> <br /> Landbúnaðarráðuneytið svaraði beiðni kærenda með bréfi, dagsettu 3. apríl sl., þar sem henni er hafnað. Í svari ráðuneytisins er tekið fram "að það [líti] svo á að óheimilt sé að veita umbeðnar upplýsingar og [sé] í því sambandi vísað til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996".<br /> <br /> Í umsögn landbúnaðarráðuneytis til úrskurðarnefndar, dagsettri 25. apríl sl., segir að henni fylgi gögn tilgreindra eignakaupa, "þ.e. afsöl, samkomulag og í einu tilvika úttektargerð frá úttektarmönnum viðkomandi sveitarfélags, sem litið [sé] á sem ígildi samnings í þessu sambandi". Þá er vísað til þess að "gögn þessi haf[i] að geyma upplýsingar um þær eignir sem keyptar voru á viðkomandi jörðum, í sumum tilvikum lýsing[u] á eignunum og mat á söluverði þeirra. Þá haf[i] gögn þessi að geyma upplýsingar um skuldir þeirra ábúenda sem hlut eiga að máli. Ljóst [sé] að tilefni þeirra eignakaupa sem hér um ræðir voru fjárhagserfiðleikar ábúenda á umræddum ríkisjörðum. Oft var um að ræða vanskil á veðlánum og nauðungarsölumeðferð jarða, sem ráðuneytið taldi rétt að stöðva. Þá [megi] benda á að ekki var í öllum tilvika um að ræða kaup á öllum húsum og öðrum framkvæmdum ábúenda á jörðum þessum, sem hefði orðið ef til ábúðarloka hefði komið." Jafnframt tekur ráðuneytið fram "að því beri að gæta trúnaðar við þá aðila sem annað tveggja selja eignir og framkvæmdir til jarðeigna ríkisins, hvort sem um [sé] að ræða ábúðarlok á jörðum, sbr. 1. mgr. 16. gr. ábúðarlaga nr. 64/1976, eða aðrar aðstæður [séu] fyrir hendi. Sama gildir um sölu jarða og jarðahluta til einstaklinga og sveitarfélaga samkvæmt lagaheimildum jarðalaga nr. 65/1976 eða öðrum heimildum." Loks gerir ráðuneytið grein fyrir að það hafi "fylgt þeirri vinnureglu að gefa ekki upp kaupverð í slíkum samningum".<br /> <br /> Þá hefur ráðuneytið upplýst, í símbréfi til úrskurðarnefndar, dagsettu 5. maí sl., að það hafi sent afsöl þau, sem auðkennd eru nr. 6 og 7 hér að framan, til hlutaðeigandi sýslumanna með beiðni um þinglýsingu.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga kemur m.a. fram að sá, sem óskar aðgangs að málsgögnum, þurfi ekki að vera tengdur máli eða aðilum þess. Hann þurfi heldur ekki að tilgreina til hvers hann ætli að nota upplýsingarnar. Af þessum ummælum verður dregin sú ályktun að markmið með beiðni um aðgang að upplýsingum eigi ekki að skipta máli við skýringu á lögunum, hvorki til rýmkunar né til þrengingar á upplýsingarétti almennings.<br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 5. gr. laganna segir síðan: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á því hvaða fjárhagsmálefni einstaklinga séu þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þau fari leynt, að óheimilt sé að veita upplýsingar um tekjur og fjárhagsstöðu einstaklinga nema það byggist á sérstakri lagaheimild.<br /> <br /> Með hliðsjón af síðastgreindu orðalagi lítur úrskurðarnefnd svo á að komi ríki eða sveitarfélög fram eins og hverjir aðrir einkaaðilar við kaup og sölu fasteigna og lausafjár séu upplýsingar um kaup- og söluverð, svo og upplýsingar um greiðsluskilmála, þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt skv. 5. gr. upplýsingalaga. Í því máli, sem hér er til úrlausnar, kom landbúnaðarráðuneytið í öllum tilvikum fram sem landsdrottinn í skilningi ábúðarlaga, sbr. nú lög nr. 64/1976, eins og hver annar einstaklingur eða einkaaðili. Samkvæmt því ber að staðfesta hina kærðu ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins, sbr. þó kafla 3 hér á eftir.<br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Í 9. gr. reglugerðar nr. 284/1996 um þinglýsingar segir: "Almenningur skal hafa aðgang að þinglýsingabókum og skjalahylkjum þeim eða möppum, sem geyma eintök þinglýstra skjala í þeim tilgangi að kynna sér efni þeirra, eftir nánari ákvörðun viðkomandi þinglýsingarstjóra." Eins og fram hefur komið hefur afsölum þeim, sem auðkennd eru nr. 6 og 7 hér að framan, verið þinglýst. Með því móti hafa upplýsingar, sem þau skjöl hafa að geyma, verið gerðar opinberar á grundvelli fyrrgreinds reglugerðarákvæðis, sbr. þinglýsingarlög nr. 39/1978.<br /> <br /> Þótt úrskurðarnefnd telji samkvæmt framansögðu að upplýsingar þessar séu almennt þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, hefur réttarstaðan breyst að mati nefndarinnar við það að skjölunum hefur verið þinglýst þar eð hver sem er getur nú kynnt sér þær upplýsingar sem þar koma fram. Í ljósi þess telur nefndin að landbúnaðarráðuneytinu sé skylt að veita kærendum aðgang að hinum umræddu skjölum.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Hin kærða ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins þess efnis, að synja kærendum um aðgang að skjölum varðandi kaup ríkisins á fasteignum á tilteknum sjö ríkisjörðum á árunum 1986 til 1990, er staðfest, að öðru leyti en því að veita ber þeim aðgang að:<br /> Skjali, auðkenndu nr. 6, þ.e. afsali að minkahúsi, aðstöðuhúsi, búr- og hreiðurkössum, fóðursílói í [F], dagsettu 4. apríl 1990.<br /> Skjali, auðkenndu nr. 7, afsali að íbúðarhúsi, loðdýrahúsi, fjósi, haughúsi, þurrheyshlöðum, fjárhúsi og 14,7 ha. ræktun í [G], dagsettu 20. júní 1990.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> <div align="center"> <strong>Sérálit Elínar Hirst</strong> </div> <p>Ég undirrituð er ósammála meirihluta úrskurðarnefndar um þá túlkun á 5. gr. upplýsingalaga sem fram kemur í 2. lið í niðurstöðu úrskurðarins. Tel ég að upplýsingar þær, sem hin umbeðnu skjöl hafa að geyma, séu ekki þess eðlis að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt. Niðurstaða mín er því sú að landbúnaðarráðuneytinu eigi að vera skylt að veita kærendum aðgang að þeim öllum.<br /> <br /> Elín Hirst<br /> </p> |
11/1997 - Úrskurður frá 9. apríl 1997 í málinu nr. A-11/1997 | Kærð var synjun Byggðastofnunar um að veita upplýsingar um afgreiðslu umsókna tiltekinna fyrirtækja um lán samkvæmt lögum nr. 96/1994, um ráðstafanir til að stuðla að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum. Beiðni um aðgang beint að réttu stjórnvaldi. Öll gögn er málið varða. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Þagnarskylda. Synjun staðfest að hluta. Aðgangur veittur. | <P><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hinn 9. apríl 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-11/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 2. apríl 1997, kærði [...] hdl., f.h. [...], synjun Byggðastofnunar, dagsetta 5. mars 1997, "um aðgang að gögnum og upplýsingum varðandi afreiðslu Byggðastofnunar á lánsumsókn [A] hf. á [...] og/eða [B] hf. [...] og/eða [C] hf., um lán samkvæmt lögum nr. 96/1994 um ráðstafanir til að stuðla að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum í kjölfar samdráttar í þorskafla." Kærandi krefst þess aðallega að henni verði veittur "aðgangur að gögnum er varða afgreiðslu á lánsumsókn vegna sameiningar ofangreindra fyrirtækja", en til vara "aðgangur að þeim gögnum er ekki varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra lögaðila, eða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, hvort sem um er að ræða dagbókarfærslur, lista yfir málsgögn, önnur gögn eða upplýsingar."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með bréfi, dagsettu 3. apríl sl., var kæran send Byggðastofnun og henni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun fyrir kl. 12 á hádegi hinn 7. apríl sl. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefndinni í té sem trúnaðarmál þau gögn, sem kæran lýtur að, innan þessa frests.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Umsögn Byggðastofnunar, dagsett 3. apríl sl., barst nefndinni hinn 4.apríl sl., ásamt ljósritum af eftirgreindum málsskjölum, sem eru í vörslum stofnunarinnar, alls 31 talsins:</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1. Umsókn [B] hf., [...], og [C] hf., [...], um víkjandi lán frá Byggðastofnun vegna sameiningar fyrirtækja á Vestfjörðum, dagsett 9. september 1994.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">2. Ódagsettar áætlanir [B] hf. um rekstur í [...].</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">3. Samþykkt kauptilboð [B] hf., f.h. væntanlegs hlutafélags í [...], í alla fastafjármuni [C] hf., dagsett 28. febrúar 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">4. Kauptilboð [B] hf. um öll hlutabréf [D] í [A] hf., dagsett 9. mars 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">5. Erindi [B] hf. til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins, dagsett 15. mars 1995, um skilyrði í kauptilboði, sbr. 4. tölul.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">6. Minnispunktar til veðkröfuhafa, dagsettir í mars 1995, um endurskipulagningu og fyrirhugaðan rekstur [B] hf. og [A] hf. í framtíðinni.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">7. Fundargerð 19. fundar starfshóps um stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum, haldinn 21. mars 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">8. Erindi starfshóps um stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum til Byggðastofnunar, dagsett 27. mars 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">9. Ódagsett yfirlit yfir varanlegar aflaheimildir [B] og [A], sent til Byggðastofnunar með símbréfi 30. mars 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">10. Ákvörðun atvinnutryggingardeildar Þróunarsjóðs sjávarútvegsins, dagsett 4. apríl 1995, um beiðni [A] hf./[B] hf. um skuldbreytingar.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">11. Erindi fjármálaráðuneytis til [B] hf., dagsett 6. apríl 1995, um skuldbreytingu.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">12. Útdráttur úr fundargerð 162. fundar stjórnar Byggðastofnunar, haldinn 25. apríl 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">13. Yfirlit Byggðastofnunar yfir veðstöðu [E], dagsett 28. apríl 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">14. Yfirlit Byggðastofnunar yfir veðstöðu [F], dagsett 28. apríl 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">15. Erindi Endurskoðunarstofu Sig. Stefánssonar hf. til Byggðastofnunar, dagsett 3. maí 1995, um húftryggingamat og kvóta skipsins [G].</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">16. Erindi Endurskoðunarstofu Sig. Stefánssonar hf. til Byggðastofnunar, dagsett 3. maí 1995, um veðtöflu fyrir [H] (áður [G]).</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">17. Drög að samningi milli [B] hf. og [I] um breytingar á samþykktu kauptilboði [B] í öll hlutabréf [I] í [A] hf.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">18. Fylgiskjal C með samningsdrögum, sbr. 17. tölul., dagsett 12. maí 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">19. Ódagsett fylgiskjal B með samningsdrögum, sbr. 17. tölul.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">20. Sýnishorn af kauptilboði [B] hf. til hluthafa í [A] hf., dagsett 15. júní 1995, í hlutabréf þeirra.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">21. Samþykkt áskrift [B] hf. að hlutafé vegna aukningar hlutafjár í [A] hf. samkvæmt ákvörðun hluthafafundar 14. júlí 1995, dagsett 28. júlí 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">22. Ódagsett erindi [A] hf. til Byggðastofnunar um skilyrði starfshóps um stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum fyrir víkjandi láni til [B] hf.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">23. Kaupsamningur [B] hf. og [A] hf. um ms. [H], dagsettur 29. júlí 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">24. Ódagsett yfirlit um aðila sem óska eftir innlausn hlutafjár í [A] hf.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">25. Kaupsamningur [C] hf. og Útgerðarfélagsins [A] hf. um fasteignina [J] ásamt lóðarréttindum, dagsettur 26. júní 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">26. Greiðslukvittun [A] hf. til [B] hf. fyrir hlutafjáraukningu, dagsett 3. ágúst 1995.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">27. Erindi Byggðastofnunar til starfshóps um stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum, dagsett 4. ágúst 1995, um skilyrði fyrir lánveitingu af Vestfjarðafé til [A] hf.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">28. Minnisblað svæðisskrifstofu Byggðastofnunar á Ísafirði, dagsett 31. ágúst 1995, um afgreiðslu víkjandi láns til [A] hf.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">29. Erindi starfshóps um stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum til Byggðastofnunar, dagsett 20. september 1995, um málefni [A] hf.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">30. Erindi [K] ehf. til Byggðastofnunar, dagsett 3. október 1995, um innlausn á hlutabréfum þess í [A] hf.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">31. Yfirlýsing forstjóra Byggðastofnunar, dagsett 9. nóvember 1995, um samþykkt stjórnar Byggðastofnunar frá 25. apríl 1995 um að veita Útgerðarfélaginu [A] hf. víkjandi lán.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Með 1. gr. laga nr. 96/1994, um ráðstafanir til að stuðla að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum í kjölfar samdráttar í þorskafla, var ríkissjóði heimilað að veita Byggðastofnun sérstakt framlag, að fjárhæð allt að 300 milljónir króna, til að standa straum af víkjandi lánum til sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum sem vildu sameinast. Skv. 3. gr. laganna var það forsenda fyrir lánveitingu samkvæmt lögunum að sérstakur starfshópur, sem forsætisráðherra skipaði, hefði gert tillögu um afgreiðslu á lánsumsóknum viðkomandi fyrirtækja til stjórnar Byggðastofnunar. Starfshópurinn setti sér verklagsreglur, sem fyrir liggja í máli þessu, og auglýsti samkvæmt þeim eftir umsóknum um lán á grundvelli laganna.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í símbréfi, dagsettu 27. febrúar 1997, fór kærandi fram á það við Byggðastofnun, svo og við ritara framangreinds starfshóps, að fá aðgang að upplýsingum um afgreiðslu umsókna frá [A] hf., [B] hf. og/eða [C] hf. um lán á grundvelli laga nr. 96/1994, þ. á m. aðgang að dagbókarfærslum og lista yfir málsgögn. Í beiðninni fór kærandi fram á aðgang að frumritum málsgagna og jafnframt að hún fengi í hendur ljósrit þeirra gagna er hún óskaði eftir. Ennfremur segir í símbréfinu að beiðnin "beinist að svo stöddu fyrst og fremst að því að afla upplýsinga um hvaða gögn liggi fyrir hjá þeim aðilum er um lánsumsóknina fjölluðu, er geti gefið vísbendingar um hvaða mat á fyrirtækinu [B] hf. var lagt til grundvallar á umræddum tíma og hvernig fyrirhugað var að sameiningin leiddi til hagræðingar sem stefnt var að með lögunum."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Byggðastofnun svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 5. mars 1997, þar sem fram kemur að mál þetta snúi að víkjandi láni til [A] hf. 1995, nú [B] hf., samkvæmt lögum nr. 96/1994. Síðan segir í svarbréfinu: "Umfjöllun um lánveitingar og tillögur um þær voru í höndum starfshóps skv. 3. gr. laganna. Starfshópur þessi mun hafa lokið störfum." Þá er í bréfinu vísað til þagnarskylduákvæða í 22. gr. laga nr. 64/1985 um Byggðastofnun og 43. gr. laga nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði, sem jafnframt gildi um stofnunina, sbr. 4. gr. laga nr. 123/1993 um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, svo og til 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Á grundvelli þessara ákvæða synjaði stofnunin um að "láta af hendi umbeðnar upplýsingar eða gögn, nema fyrir liggi sérstakt samþykki [B] hf., [...]."</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í umsögn Byggðastofnunar til úrskurðarnefndar, dagsettri 3. apríl sl., segir að öflun gagna og úrvinnsla þeirra hafi aðallega verið á hendi sérstaks starfshóps skv. 3. gr. laga nr. 96/1994 og sé ekki vitað til þess að haldin hafi verið málaskrá eða gögn skráð sérstaklega.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Kærandi hefur fært frekari rök fyrir kæru sinni og hið kærða stjórnvald ítrekað fyrri afstöðu sína. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins og tekið afstöðu til þeirra í niðurstöðu sinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">1.</FONT></B></DIV><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Samkvæmt lögum nr. 96/1994 veitti Byggðastofnun [A] hf., nú [B] hf., víkjandi lán, en mál þetta snýst um aðgang að gögnum vegna þeirrar lánveitingar. Beiðni kæranda er því réttilega beint að stofnuninni skv. 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Upplýst er að hvorki eru fyrir hendi dagbókarfærslur, sem lúta að gögnum varðandi umrædda lánveitingu, né listi yfir málsgögn í skilningi 3. tölul. 3. gr. upplýsingalaga. Hins vegar hefur Byggðastofnun í vörslum sínum skjöl, sem talin eru upp hér að framan og öll varða lánveitinguna með einum eða öðrum hætti. Verður nú leyst úr því hvort skylt sé að verða við beiðni kæranda um aðgang að þeim öllum eða hluta af þeim.</FONT><DIV ALIGN=center><BR><BR><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial"> 2.</FONT></B></DIV><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 5.gr. laganna segir síðan: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar, að óheimilt sé að veita almenningi "viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu" fyrirtækja. Þá segir þar ennfremur að oft komi sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarki ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögunum. Ákvæði 22. gr. laga nr. 64/1985, sem er samhljóða mörgum öðrum ákvæðum um þagnarskyldu opinberra starfsmanna, t.d. 18. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, hlýtur að teljast almennt þagnarskylduákvæði í skilningi hins tilvitnaða ákvæðis í upplýsingalögum. Öðru máli gegnir hins vegar um 43. gr. laga nr. 113/1996, sem ótvírætt gildir um Byggðastofnun, sbr. 4. gr. laga nr. 123/1993.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í 43. gr. laga nr. 113/1996 segir orðrétt: "Bankaráðsmenn, stjórnarmenn sparisjóðs, bankastjórar og sparisjóðsstjórar, endurskoðendur og aðrir starfsmenn viðskiptabanka eða sparisjóðs eru bundnir þagnarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptamanna hlutaðeigandi stofnunar og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi." Þótt ákvæði þetta geti, með vísun til 4. gr. laga nr. 123/1993, staðið í vegi fyrir almennum aðgangi að upplýsingum um hagi viðskiptamanna annarra lánastofnana en banka og sparisjóða og önnur atriði, sem fyrirsvarsmenn og trúnaðarmenn slíkra stofnana fá vitneskju um í starfi sínu, verður að skýra það með hliðsjón af reglum upplýsingalaga þegar opinberar lánastofnanir eiga í hlut.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarnefnd hefur kynnt sér efni þeirra skjala sem að framan er upp talin. Fellst nefndin á það sjónarmið Byggðastofnunar að í flestum þeirra sé að finna upplýsingar um svo mikilvæga fjárhagsmuni einkafyrirtækja, að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Er þá og tekið tillit til þess að um er að ræða lánveitingu þótt lánið sé þess eðlis að það víki fyrir öllum öðrum kröfum á hendur fyrirtækinu. Umræddar upplýsingar er að finna svo víða í skjölunum að ekki er fært að veita aðgang að hluta þeirra skv. 7. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Í þremur skjölum, sem að framan eru greind, er á hinn bóginn ekki að finna neinar þær upplýsingar um fjárhagsmuni eða annars konar viðskiptahagsmuni fyrirtækja eða annarra einkaaðila, sem nefndin telur að sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga, að teknu tilliti til 43. gr. laga nr. 113/1996, sbr. 4. gr. laga nr. 123/1993. Ber því, með vísun til 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga, að veita kæranda aðgang að þeim skjölum, svo sem nánar greinir í úrskurðarorði.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Hin kærða ákvörðun Byggðastofnunar er staðfest, að öðru leyti en því að stofnuninni ber að veita kæranda, [...], aðgang að eftirtöldum skjölum í heild sinni:</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skjal, auðkennt nr. 1: Umsókn [B] hf., [...], og [C] hf., [...], um víkjandi lán frá Byggðastofnun vegna sameiningar fyrirtækja á Vestfjörðum, dagsett 9. september 1994.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skjal, auðkennt nr. 5: Erindi [B] hf. til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins, dagsett 15. mars 1995, um skilyrði í kauptilboði, sbr. 4. tölul.</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Skjal, auðkennt nr. 9: Ódagsett yfirlit yfir varanlegar aflaheimildir [B] og [A], sent til Byggðastofnunar með símbréfi 30. mars 1995.</FONT><BR><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Elín Hirst </FONT><BR><FONT SIZE=2 FACE="Arial">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
10/1997 - Úrskurður frá 7. apríl 1997 í málinu nr. A-10/1997 | Kærð var synjun Akureyrarbæjar um að veita upplýsingar um launakjör bæjarstjórans. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Aðgangur veittur. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 7. apríl 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-10/1997:</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 14. mars sl., en mótteknu 19. mars sl., kærði [...] synjun Akureyrarbæjar um að veita honum "upplýsingar um launakjör bæjarstjórans á Akureyri." Skilja verður kæruna svo að hún taki til synjunar bæjarins um að verða við beiðnum um upplýsingar, sem kærandi fór fram á með bréfum, dagsettum 17. febrúar og 5. mars sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 22. mars sl., var kæran send Akureyrarbæ og bænum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinum kærðu ákvörðunum fyrir kl. 12 á hádegi hinn 26. mars sl. Jafnframt var þess óskað í því bréfi, svo og í bréfi, dagsettu 25. mars sl., að bærinn léti úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál, ef til væru, þau gögn sem kæran lýtur að. Samkvæmt beiðni bæjarlögmanns var fyrrgreindur frestur framlengdur til hádegis hinn 1. apríl sl.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Þann dag barst nefndinni umsögn bæjarins ásamt ráðningarsamningi bæjarstjóra, sem dagsettur er 15. júlí 1994, og reglum um kaup og kjör bæjarfulltrúa og þeirra sem starfa í nefndum hjá Akureyrarbæ kjörtímabilið 1994-1998 sem dagsettar eru 23. febrúar 1995.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik þessa máls eru í stuttu máli þau að með bréfi, dagsettu 17. febrúar sl., óskaði kærandi "eftir að fá upplýsingar um eftirfarandi:</FONT><BR><UL>1. <FONT FACE="Times New Roman">Föst laun bæjarstjóra.</FONT><BR>2. <FONT FACE="Times New Roman">Heildarlaun bæjarstjóra árið 1996.</FONT><BR>3. <FONT FACE="Times New Roman">Sundurliðun heildarlauna, þ.e. mánaðarlaun, yfirvinna, nefndarlaun, bílastyrkir o.s.frv.</FONT><BR>4. <FONT FACE="Times New Roman">Afrit af launasamningi.</FONT><BR>5. <FONT FACE="Times New Roman">Yfirlit um nefndir og ráð sem bæjarstjóri situr í.</FONT><BR>6. <FONT FACE="Times New Roman">Reglur um greiðslur vegna setu bæjarstjóra í nefndum og ráðum."</FONT></UL><BR><FONT FACE="Times New Roman">Akureyrarbær svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 4. mars sl., þar sem henni er hafnað. Í bréfinu er m.a. vísað til þess að upplýsingalög nr. 50/1996 geri ráð fyrir að skylt sé að veita aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál. Hins vegar sé stjórnvöldum ekki skylt að taka saman upplýsingar með þeim hætti sem ráð virðist fyrir gert í beiðninni. Að því marki, sem umbeðnar upplýsingar teljist gögn, falli þær undir upplýsingar sem allar séu hluti af skrám er lúti lögum nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Svarbréfi þessu svaraði kærandi með öðru bréfi, dagsettu 5. mars sl., þar sem hann kemst m.a. svo að orði: "[...] óskar eftir því að fá upplýsingar um eftirfarandi með tilvísun til upplýsingalaga nr. 50/1996. Vegna fyrri neitunar um svipaðar upplýsingar samkvæmt bréfi dagsettu 4. 3. 1997 er hér um endurnýjaða og aðeins breytta fyrirspurn að ræða.</FONT><BR><UL>1. <FONT FACE="Times New Roman">Óskað er eftir upplýsingum um föst laun bæjarstjóra.</FONT><BR>2. <FONT FACE="Times New Roman">Óskað er eftir upplýsingum um önnur föst kjör bæjarstjóra."</FONT></UL><BR><FONT FACE="Times New Roman">Akureyrarbær svaraði þessari síðari beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 13. mars sl., þar sem henni er hafnað eins og þeirri fyrri með vísun til upplýsingalaga og laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><DIV ALIGN=center><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau er sérlög í samanburði við upplýsingalög, en síðarnefndu lögin kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna, er það sagt vera meginmarkmið þeirra "að tryggja mönnum vernd gegn hættu á misnotkun upplýsinga um einkamálefni þeirra sem varðveittar eru og skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti." Með vísun til þessa og athugasemda, er fylgdu 1. gr. frumvarpsins, þar sem m.a. er tekið fram að utan gildissviðs þess falli einstakar tilviljunarkenndar skrár, verður að líta svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að 5. gr. laga nr. 121/1989 taki til aðgangs að upplýsingum um heildarlaun bæjarstjórans á Akureyri og sundurliðun þeirra launa, sbr. 2. og 3. lið í upphaflegri beiðni kæranda frá 17. febrúar sl., enda eru þær upplýsingar skráðar með kerfisbundnum hætti í bókhaldi Akureyrarbæjar. Aðgangur að skjölum um þau atriði, sem tilgreind eru í 1. og 4. - 6. lið upphaflegu beiðninnar og síðari beiðninni frá 5. mars sl., falli á hinn bóginn utan gildissviðs laga nr. 121/1989. Þar með fellur aðgangur að skjölum þeim, sem til eru um þessi atriði, þ.e. ráðningarsamningi bæjarstjóra og reglum um kaup og kjör bæjarfulltrúa og þeirra sem starfa í nefndum hjá Akureyrarbæ kjörtímabilið 1994-1998, undir upplýsingalög, sbr. 1. mgr. 3. gr. og 1. mgr. 10. gr. laganna.</FONT><BR><DIV ALIGN=center><BR><B><FONT FACE="Times New Roman"> 2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 5. gr. laganna segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi til laganna, segir svo um skýringu á þessu ákvæði: "Að því er snertir laun opinberra starfsmanna þá eru upplýsingar um föst laun og önnur föst kjör opinberra starfsmanna ekki undanþegnar aðgangi almennings." Þegar allsherjarnefnd Alþingis afgreiddi frumvarpið frá sér til 2. umræðu er ennfremur svo að orði komist í áliti hennar: "Í athugasemdum við 5. gr. frumvarpsins kemur fram að ákvæði greinarinnar standi ekki í vegi fyrir því að almenningur fái aðgang að gögnum um föst laun og önnur föst launakjör opinberra starfsmanna. Að því leyti sem slík upplýsingagjöf fellur undir ákvæði frumvarps þessa en ekki ákvæði laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, leggur nefndin sérstaka áherslu á að skýra beri ákvæði 5. gr. svo að með lögum þessum sé ekki aðeins tryggður aðgangur að upplýsingum um föst laun opinberra starfsmanna heldur einnig að þeim einstaklingsbundnu samningum sem gerðir hafa verið við starfsmenn um önnur föst kjör þeirra, svo sem fasta (ómælda) yfirvinnu, akstursgjald o.fl."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með vísun til þessa er það niðurstaða nefndarinnar að veita beri kæranda aðgang að þeim tveimur skjölum, sem að framan eru greind, enda hafa þau að geyma sömu upplýsingar og vísað er til í hinum tilvitnuðu lögskýringargögnum.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Akureyrarbæ ber að veita kæranda [...] aðgang að eftirgreindum skjölum: Ráðningarsamningi bæjarstjóra, sem dagsettur er 15. júlí 1994, og reglum um kaup og kjör bæjarfulltrúa og þeirra sem starfa í nefndum hjá Akureyrarbæ kjörtímabilið 1994-1998 sem dagsettar eru 23. febrúar 1995.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
09/1997 - Úrskurður frá 24. mars 1997 í málinu nr. A-9/1997 | Kærð var synjun sjávarútvegsráðuneytisins um að veita aðgang að skýrslu starfshóps sem sjávarútvegsráðherra hafði skipað til að undirbúa tillögu til þingsályktunar um hvalveiðar. Almannahagsmunir. Gögn tekin saman fyrir ráðherrafund. Synjun staðfest. | <p>Hinn 24. mars 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-9/1997:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 6. mars sl., kærði [...] synjun sjávarútvegsráðuneytisins, dagsetta þann sama dag, um að afhenda henni eintak af skýrslu nefndar ráðuneytisins um hvalveiðar sem skilað var til sjávarútvegsráðherra 3. mars sl.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 7. mars sl., var kæran send sjávarútvegsráðuneytinu og því gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun fyrir kl. 12 á hádegi hinn 12. mars sl. Jafnframt var þess óskað að ráðuneytið léti úrskurðarnefndinni í té sem trúnaðarmál það skjal, sem kæran lýtur að, innan þessa frests.<br /> <br /> Umsögn sjávarútvegsráðuneytisins, dagsett 11. mars sl., barst nefndinni 12. mars sl., ásamt ljósriti af umræddu skjali sem dagsett er 26. febrúar 1997.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik þessa máls eru í stuttu máli þau að kærandi ritaði sjávarútvegsráðherra bréf, dagsett 6. mars sl., þar sem hún óskaði "eftir því að fá nú þegar afhent eintak af skýrslu nefndar sjávarútvegsráðuneytisins um hvalveiðar, sem skilað var til þín 3. mars", eins og orðrétt segir í bréfinu. Til stuðnings beiðninni vísaði kærandi til 3.gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.<br /> <br /> Sjávarútvegsráðuneytið svaraði beiðni kæranda með símbréfi, dagsettu 6. mars sl. Í símbréfinu er m.a. svo að orði komist: "Þann 25. júlí 1996 skipaði sjávarútvegsráðherra starfshóp til að undirbúa tillögu til þingsályktunar varðandi hvalveiðar Íslendinga, er lögð skyldi fyrir Alþingi. Þann 3. mars sl. skilaði starfshópurinn tillögu sinni til ráðherra. Ráðherra kynnti skýrslu starfshópsins á fundi ríkisstjórnarinnar þann 5. mars. Umfjöllun ríkisstjórnar um skýrsluna er ekki lokið." Synjaði ráðuneytið beiðni kæranda um eintak af umræddri skýrslu að svo stöddu með vísan til 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í fyrrgreindri umsögn sjávarútvegsráðuneytisins, dagsettri 11. mars sl., kemur ennfremur fram að sjávarútvegráðherra hafi skipað starfshópinn í samráði við forsætisráðherra og utanríkisráðherra og hafi m.a. setið í honum fulltrúar frá ráðuneytum þeirra auk fulltrúa sjávarútvegsráðuneytisins. Í umsögninni færir ráðuneytið frekari rök fyrir hinni kærðu ákvörðun, en með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þeim röksemdum í úrskurði þessum, heldur hefur úrskurðarnefnd haft þær til hliðsjónar við úrlausn þessa máls.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Skv. 1. tölul. 4. gr. laganna tekur réttur almennings til aðgangs að gögnum ekki til "fundargerða ríkisráðs og ríkisstjórnar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi."<br /> <br /> Markmið hins tilvitnaða ákvæðis í 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga er, með tilliti til almannahagsmuna, að ríkisstjórn og einstakir ráðherrar geti fjallað á fundum sínum um pólitísk mál og mótað í sameiningu stefnu í mikilvægum málum án þess að þeim sé skylt að veita almenningi aðgang að gögnum sem tekin hafa verið saman fyrir þá fundi. Svo sem fram kemur í fyrrgreindri umsögn sjávarútvegsráðuneytisins er sú ákvörðun að leggja þingsályktun[artillögu] fyrir Alþingi um það, hvort hvalveiðar hefjist aftur við Ísland, svo mikilvæg, að mati ráðuneytisins, að hún verður ekki lögð fram án þess að ákvörðun um það hafi áður verið rædd í ríkisstjórn.<br /> Sjávarútvegsráðuneytið hefur upplýst að skýrsla sú, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, hafi verið tekin saman fyrir ríkisstjórnarfund af fulltrúum fleiri en eins ráðherra. Samkvæmt því og með hliðsjón af eðli þess máls, sem hér um ræðir, verður sú ákvörðun ráðuneytisins, að synja kæranda um aðgang að skýrslunni, staðfest með vísun til 1. tölul. 4. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Staðfest er sú ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að synja kæranda um aðgang að skýrslu starfshóps á vegum ráðuneytisins um hvalveiðar sem dagsett er 26. febrúar 1997.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
06/1997 - Úrskurður frá 24. mars 1997 í málinu nr. A-6/1997 | Kærð var synjun Iðnlánasjóðs um að veita aðgang að upplýsingum um ráðstöfun fjár til að greiða fyrir hagrannsóknum í þágu iðnaðarins og aðgerðum sem stuðla að þjóðhagslega hagkvæmri iðnþróun í landinu og til nýrra útflutningsverkefna, þróunarverkefna og rannsókna í iðnaði. Gildissvið. Tilgreining máls. Mikilvægir almannahagsmunir. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Þagnarskylda. Meginregla upplýsingalaga. Aðgangur veittur. | <p>Hinn 24. mars 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-6/1997:</p> <div align="center"> <br /> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 26. febrúar sl., kærði [...] synjun Iðnlánasjóðs, dagsetta 24. febrúar 1997, um aðgang að gögnum sem þar eru nánar tilgreind.<br /> <br /> Með bréfi, dagsettu 28. febrúar sl., var kæran send Iðnlánasjóði og sjóðnum gefinn kostur á að gera athugasemdir og koma að rökstuðningi fyrir synjuninni fyrir hádegi hinn 6. mars sl. Jafnframt var þess óskað að nefndin fengi sem trúnaðarmál þau gögn sem kæran lýtur að.<br /> <br /> Í svarbréfi Iðnlánasjóðs, dagsettu 6. mars sl., kom m.a. fram, að sjóðurinn taldi sér ekki heimilt að afhenda umbeðin gögn vegna þagnarskylduákvæða í lögum sem gilda um Iðnlánasjóð og hliðstæðar lánastofnanir. Af þessu tilefni ritaði úrskurðarnefnd Iðnlánasjóði bréf, dagsett 7. mars sl., þar sem fram kom að nefndin taldi sig eiga kröfu á því, eðli máls samkvæmt, að fá afhent sem trúnaðarmál þau gögn sem beðið hafði verið um á grundvelli upplýsingalaga. Að öðrum kosti gæti nefndin ekki sinnt lögboðnu hlutverki sínu.<br /> <br /> Með bréfi Iðnlánasjóðs, dagsettu 11. mars sl., bárust úrskurðarnefnd umbeðin gögn, þó ekki í því formi sem nefndin hafði óskað eftir.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Málsatvik eru þau að með bréfi til Iðnlánasjóðs, dagsettu 4. febrúar 1997, óskaði kærandi aðgangs að greiðslufylgiskjölum, "sem sýni ráðstöfun fjár skv. (nú) 4. mgr. 1. tl. 5. gr. laga nr. 76/1987." Ennfremur greiðslufylgiskjölum, "sem sýni framlög til nýrra útflutningsverkefna, þróunarverkefna og til rannsókna í iðnaði skv. (nú ) 8. gr. laga nr. 76/1987." Í báðum tilvikum er miðað við árin 1983-1996 og óskað eftir bókunum um ákvarðanir varðandi ráðstöfun fjárins og önnur skjöl sem fjalla um ráðstöfunina. Af hálfu kæranda kemur fram að í báðum tilvikum sættir hann sig við að upplýsingar séu gefnar með þeim hætti að hann fái í þeirra stað lista yfir viðtakendur fjárins. Iðnlánasjóður synjaði þessari beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 24. febrúar sl.<br /> <br /> Kærandi telur að lagaákvæði þau sem Iðnlánasjóður byggir synjun sína á eigi ekki við í málinu. Telur hann að regla sem fram kemur í niðurlagsákvæði 2. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 takmarki ekki rétt hans til aðgangs að gögnunum þrátt fyrir ákvæði laga um þagnarskyldu sem Iðnlánasjóður vísar til.<br /> <br /> Í áðurnefndri umsögn Iðnlánasjóðs, dagsettri 6. mars sl., kemur fram að synjunin er byggð á lagaákvæðum um þagnarskyldu banka og lánastofnana, þ.e. 21. gr. laga nr. 76/1987 um Iðnlánasjóð og 4. mgr. 7. gr. laga nr. 123/1993 um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, sbr. 43. gr. laga nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði. Bent er á að ákvæði þessara laga um þagnarskyldu séu sérákvæði sem gangi framar 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Með bréfi, dagsettu 18. febrúar sl., staðfesti bankaeftirlit Seðlabanka Íslands sjónarmið Iðnlánasjóðs um að honum sé óheimilt að veita aðgang að umbeðnum upplýsingum, en Iðnlánasjóður hafði með bréfi, dagsettu 16. febrúar sl., leitað til þeirrar stofnunar með fyrirspurn um hvort afhenda bæri kæranda umbeðin gögn.<br /> <br /> Aðilar málsins hafa fært ítarleg rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins og mun taka afstöðu til þeirra í niðurstöðu sinni.<br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Samkvæmt 1. gr. laga nr. 76/1987 um Iðnlánasjóð er tilgangur sjóðsins að efla framleiðslu og framleiðni í iðnaði með því að veita stofnlán og styðja við almennt umbótastarf í iðnaði. Iðnlánasjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og eru tekjur hans gjald af öllum iðnaði í landinu, sbr. 2. og 4. gr. laganna, sbr. lög nr. 134/1993 um iðnaðarmálagjald.<br /> <br /> Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga taka lögin til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Telst Iðnlánasjóður heyra til stjórnsýslu ríkisins í þessum skilningi.<br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 76/1987 segir: "Verja skal 10% af árlegu iðnlánasjóðsgjaldi til að greiða fyrir hagrannsóknum í þágu iðnaðarins og aðgerðum sem stuðla að þjóðhagslega hagkvæmri iðnþróun í landinu. Stjórn sjóðsins ráðstafar þessu fé í samráði við Samtök iðnaðarins." Ljóst er af kærunni að óskað er eftir aðgangi að "greiðslufylgiskjölum" sem sýni ráðstöfun þessa fjár þrátt fyrir að í henni sé vísað til 4. mgr. 1. tölul. 5. gr. laganna.<br /> Samkvæmt 7. gr. laganna skal stofna í Iðnlánasjóði vöruþróunar- og markaðsdeild með nánar tilgreindum tilgangi. Vöruþróunar- og markaðsdeild sjóðsins skal rækja hlutverk sitt m.a. með "framlögum til nýrra útflutningsverkefna, þróunarverkefna og til rannsókna í iðnaði", sbr. 4. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna. Þrátt fyrir að í kæru sé vísað í heild til 8. gr. laga nr. 76/1987 má af henni ráða að einvörðungu er óskað aðgangs að gögnum vegna ráðstöfunar fjár skv. 4. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Í 10. gr. upplýsingalaga segir m.a.: "Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."<br /> <br /> Skýra verður 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga svo að sá, sem fer fram á aðgang að gögnum verði að tilgreina nákvæmlega þau gögn, eða það mál sem hann óskar að kynna sér. Í því felst að hann getur ekki krafist aðgangs að ótilteknum fjölda gagna úr fleiri en einu máli. Þegar stjórnvald hefur hins vegar fellt upplýsingar úr fleiri málum í eitt skjal verður að líta svo á að aðgangur að því skjali sé að öðru jöfnu heimill, sbr. 1. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.<br /> Í máli þessu óskar kærandi eftir aðgangi að "greiðslufylgiskjölum" um ráðstöfun ákveðins fjár og framlaga Iðnlánasjóðs á tilteknu árabili. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið á kærandi ekki rétt til að fá aðgang að "greiðslufylgiskjölum" samkvæmt upplýsingalögum svo sem hann fer fram á. Á hinn bóginn liggur fyrir að til er hjá Iðnlánasjóði yfirlit yfir fjárframlög sjóðsins í samræmi við 6. mgr. 5. gr. laga nr. 76/1987 og yfirlit yfir fjárframlög samkvæmt 4. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna. Aðgangur að þessum skjölum fellur samkvæmt framansögðu undir upplýsingalög.<br /> </p> <div align="center"> <strong>4.</strong> </div> <p>Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. þeirra er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.<br /> <br /> Þau verkefni sem Iðnlánasjóði eru falin í 6. mgr. 5. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 76/1987 geta ekki talist viðskipti sem sjóðurinn stundar í samkeppni við aðra. Kemur því 3. tölul. 6. gr. upplýsingalaga ekki til álita í þessu máli.<br /> </p> <div align="center"> <strong>5.</strong> </div> <p>Í 5. gr. upplýsingalaga segir m.a. að óheimilt sé að veita almenningi "aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila ... sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari". Við skýringu á því hvað eðlilegt sé og sanngjarnt í þessu sambandi þykir rétt að líta til þeirra ákvæða um þagnarskyldu sem við geta átt.<br /> <br /> Í niðurlagi 2. gr. upplýsingalaga segir ennfremur: "Almenn ákvæði laga um þagnarskyldu takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum þessum." Með gagnályktun frá þessu ákvæði geta hins vegar sérstök ákvæði laga um þagnarskyldu takmarkað þennan rétt.<br /> <br /> Í 21. gr. laga nr. 76/1987 segir: "Óheimilt er stjórn Iðnlánasjóðs og trúnaðarmönnum hennar að láta óviðkomandi aðilum í té nokkuð af þeim upplýsingum, sem gefnar eru í sambandi við lántökubeiðnir eða lántökur úr sjóðnum." Samkvæmt orðanna hljóðan er leggur ákvæðið einvörðungu bann við að veita upplýsingar sem gefnar eru vegna lántökubeiðna eða lántöku úr sjóðnum. Kærandi óskar hins vegar eftir upplýsingum um óafturkræf framlög og styrki úr Iðnlánasjóði sem veittir hafa verið á grundvelli tiltekinna ákvæða í lögum nr. 76/1987. Umrætt ákvæði á því ekki við hér.<br /> <br /> Í 4. mgr. 7. gr. laga nr. 123/1993 um lánastofnanir, aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, segir að um stjórnendur og stjórnun lánastofnunar gildi ákvæði um stjórn viðskiptabanka og sparisjóða í 38.-43. gr. laga um þær stofnanir. Í 43. gr. laga nr. 113/1996 um viðskiptabanka og sparisjóði segir: "Bankaráðsmenn, stjórnarmenn sparisjóðs, bankastjórar og sparisjóðsstjórar, endurskoðendur og aðrir starfsmenn viðskiptabanka eða sparisjóðs, eru bundnir þagnarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptamanna hlutaðeigandi stofnunar og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi."<br /> <br /> Af hálfu Iðnlánasjóðs er sérstaklega bent á að þagnarskylda samkvæmt þessari grein sé fortakslaus. Samkvæmt orðanna hljóðan gangi ákvæðið lengra heldur en ákvæði 21. gr. laga nr. 76/1987 þannig að það taki til allra samskipta við viðskiptamenn sjóðsins í hvaða formi sem er.<br /> <br /> Með setningu upplýsingalaga var sem fyrr segir tekin upp sú meginregla að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál. Af þeim sökum er aðgangur að upplýsingum um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum í formi óafturkræfra framlaga og styrkja heimill nema lög mæli á annan veg.<br /> <br /> Ákvæðið í 43. gr. laga nr. 113/1996 telst undantekning frá fyrrgreindri meginreglu að því leyti sem það tekur til opinberra lánastofnana. Ber því að skýra það þröngt þegar um er að ræða lánastofnanir sem falla undir upplýsingalög.<br /> <br /> Í 43. gr. er gerður sá fyrirvari að unnt sé með lögum að víkja frá meginreglunni um þagnarskyldu. Í athugasemdum við 43. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 43/1993, sbr. nú lög nr. 113/1996, eru tekin dæmi um nokkur slík lagaákvæði, en sú upptalning er augljóslega ekki tæmandi. Jafnframt verður að hafa í huga að frumvarp þetta var lagt fyrir Alþingi áður en frumvarp það til upplýsingalaga sem varð að lögum nr. 50/1996 var lagt fram.<br /> </p> <div align="center"> <strong>6.</strong> </div> <p>Með vísun til alls þess sem hér hefur verið rakið telur úrskurðarnefnd að ekki sé unnt að byggja á ákvæðum um þagnarskyldu þegar tekin er afstaða til þess hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að upplýsingar þær, sem kærandi fer fram á að fá aðgang að, skuli fara leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Við mat á því verði annars vegar að líta til réttar almennings til að fá upplýsingar um úthlutun fjár úr opinberum sjóðum í formi óafturkræfra framlaga og styrkja og hins vegar hagsmuna viðtakenda af því að þeim upplýsingum sé haldið leyndum.<br /> <br /> Með hliðsjón af áðurnefndri meginreglu upplýsingalaga verður ekki séð að hagsmunir þeirra aðila, sem fengið hafa framlög og styrki úr Iðnlánasjóði á grundvelli áðurnefndra lagaákvæða, vegi þyngra en réttur almennings til að fá um það upplýsingar. Iðnlánasjóði er því skylt að veita kæranda aðgang að umbeðnum gögnum í heild sinni, þ.e. með nöfnum viðtakenda og upphæðum framlaga og styrkja.</p> <div align="center"> <br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Iðnlánasjóði ber að veita kæranda aðgang að skjali þar sem fram koma "framlög til hagrannsókna í þágu iðnaðarins og aðgerða sem stuðla að þjóðhagslega hagkvæmri iðnþróun í landinu 1990-1996" og skjali sem ber heitið "vöruþróunar- og markaðsdeild útborgaðir styrkir" 1990-96.<br /> <br /> Í báðum tilvikum skal tilgreina nöfn viðtakenda og upphæðir framlaga og styrkja.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
08/1997 - Úrskurður frá 19. mars 1997 í málinu nr. A-8/1997 | Kærðar voru synjanir iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar um að veita upplýsingar um mögulegt söluverð raforku í stórsölu o.fl. Gildissvið upplýsingalaga. Frávísun. Tilgreining máls. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Synjun staðfest. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 19. mars 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-8/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfum, dagsettum 4. mars sl., sem bárust nefndinni 5. mars sl., krafðist [...] úrskurðar "vegna synjunar iðnaðarráðherra og Landsvirkjunar á að veita upplýsingar um mögulegt söluverð raforku í stórsölu o. fl.", þ. á m. vegna synjunar þessara aðila "að upplýsa um raforkuverð vegna mögulegrar stóriðju í Hvalfirði o. fl.". Jafnframt gerir hann þá kröfu að tveir nefndarmanna, þeir Eiríkur Tómasson og Valtýr Sigurðsson, víki sæti úr nefndinni meðan fjallað er um málið vegna vanhæfis.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dagsettu 6. mars sl., var kæran á hendur iðnaðarráðherra send honum og honum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun sinni. Sömuleiðis var kæran á hendur Landsvirkjun send fyrirtækinu með bréfi, dagsettu 6. mars sl., þar sem því var gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun sinni. Báðum aðilum var veittur frestur til kl. 12 á hádegi hinn 12. mars sl. Þann dag barst umsögn iðnaðarráðherra, en daginn áður hafði umsögn Landsvirkjunar borist.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Atvik þessa máls eru í stuttu máli þau að með bréfum, dagsettum 28. janúar sl., til iðnaðarráðuneytisins, Landsvirkjunar og stjórnar Veitustofnana Reykjavíkur óskaði kærandi "upplýsinga um mögulega stórsölu á rafmagni, sem iðnaðarráðuneytið, Landsvirkjun og stjórn Veitustofnana Reykjavíkur tengist". Sérstaklega fór hann fram á upplýsingar um "sölu á rafmagni til Columbia Venture álversins hafi samningur verið gerður þar um", en "einnig aðrar mögulegar stórsölur ef um þær er að ræða." Óskaði kærandi "sem ítarlegastra upplýsinga um mögulegar tekjur af raforkusölunni og einnig um kostnað vegna þessarar sölu sérstaklega og hvernig þessir liðir eru taldir hafa áhrif á raforkuverð til almennings."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Iðnaðarráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 5. febrúar sl. Í svarbréfinu segir orðrétt: "Ráðuneytið telur sér ekki skylt að afla sérstaklega gagna sem erindi yðar varðar. Þá getur ráðuneytið ekki veitt yður aðgang að fyrirliggjandi upplýsingum, sem varðað gætu erindi yðar, einkum með vísan til 5.gr. upplýsingalaga nr. 50/1996".</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn iðnaðarráðherra, dagsettri 11. mars s.l., segir að "orkusölusamningar vegna hugsanlegs álvers Columbia Ventures Corporation hafa ekki verið undirritaðir". Ennfremur er þar upplýst að í iðnaðarráðuneytinu liggi "fyrir ýmis gögn er varða ýmsa þætti samningaviðræðna við Columbia Ventures Corporation á ýmsum stigum þeirra. Eru þau í formi bréfaskrifta, minnisblaða til ríkisstjórnarinnar o.fl., en lítið er að finna um hið eiginlega raforkuverð."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Landsvirkjun svaraði beiðni kæranda sömuleiðis með bréfi, dagsettu 5. febrúar sl., þar sem staðfest var að samningaviðræður hefðu átt sér stað um nokkurt skeið um raforkusölu til hugsanlegs álvers Columbia Ventures á Grundartanga. Samningar um slíka sölu hefðu hins vegar ekki enn verið undirritaðir. Ennfremur sagði í svarbréfi fyrirtækisins að það teldi sér "ekki rétt að veita upplýsingar um verðákvæði í eða mögulegar tekjur af einstökum raforkusamningum", auk þess sem þar var tekið fram að í samningaviðræðum fyrirtækisins og Columbia Ventures hefðu aðilar orðið "sammála um að opinbera ekki skilmála um orkuverð."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í umsögn Landsvirkjunar, dagsettri 11. mars s.l., er áréttað að enn hafi "ekki verið undirritaðir neinir orkusölusamningar vegna hugsanlegs álvers Columbia Ventures Corporation í Hvalfirði, þótt fyrir liggi drög að rammasamningi." Þá kemur þar og fram að til staðar séu hjá fyrirtækinu gögn "um hugsanlegar samningsniðurstöður og um útreikninga sem á þeim eru byggðir."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunum, þ. á m. fyrir kröfunni um að tveir nefndarmanna víki sæti við meðferð þessa máls, annars vegar, og hinum kærðu ákvörðunum, hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B><BR><BR><B><FONT FACE="Times New Roman">1.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Þar eð kærandi krefst þess að tveir af þremur nefndarmönnum víki sæti vegna vanhæfis til meðferðar þessa máls hafa þeir allir fjallað um kröfuna, sbr. niðurlag 4. mgr. 5. gr. stjórnsýslulaga, sbr. og 1. mgr. 34. gr. laganna.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Það er samdóma álit nefndarinnar að þeir tveir nefndarmenn, sem kærandi telur vanhæfa, séu hvorki svo við málið riðnir né málsaðila né hafi þeir á annan hátt svo persónulegra og verulegra hagsmuna að gæta varðandi málsúrslit, að unnt sé að draga óhlutdrægni þeirra í efa með réttu, sbr. 3. gr. stjórnsýslulaga, einkum 6. tölul. hennar. Ástæður þær, sem kærandi greinir í kæru sinni og hann telur að leiða eigi til þess að umræddir nefndarmenn séu vanhæfir, eru málinu og aðilum þess óviðkomandi. Kröfu hans um að þeir víki sæti við meðferð þessa máls er því hafnað.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">2.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga." Í greinargerð, sem fylgdi frumvarpi til laganna, er þetta ákvæði m.a. skýrt svo að lögin gildi almennt "ekki um einkaaðila, en undir hugtakið einkaaðilar falla m.a. félög einkaréttarlegs eðlis, eins og hlutafélög og sameignarfélög, þótt þau séu í opinberri eigu."</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Skv. 1. gr. laga um Landsvirkjun nr. 42/1983 er Landsvirkjun sameignarfyrirtæki ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar. Samkvæmt framansögðu taka upplýsingalög því ekki til fyrirtækisins og ber þegar af þeirri ástæðu að vísa framkominni kæru á hendur því frá nefndinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">3.</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Kærandi hefur í fyrsta lagi farið fram á aðgang að tilteknu skjali, þ.e. rafmagnssamningi milli Landsvirkjunar og Columbia Ventures Corporation vegna fyrirhugaðs álvers á Grundartanga í Hvalfirði. Þá verður að skilja beiðni hans svo að hann óski í annan stað eftir upplýsingum um fyrirhugaða sölu á raforku til þessa orkunotanda sérstaklega. Loks æskir hann upplýsinga um "aðrar mögulegar stórsölur" á raforku án þess að tilgreina nánar hver eða hverjir kunni að vera væntanlegir kaupendur af orkunni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga er að finna svohljóðandi ákvæði: "Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða." Beiðni kæranda um aðgang að fyrrgreindum samningi fellur undir fyrri málslið hinnar tilvitnuðu málsgreinar og beiðni hans um upplýsingar um fyrirhugaða sölu til ákveðins notanda undir síðari málslið hennar. Beiðni kæranda um aðgang að öðrum upplýsingum beinist aftur á móti hvorki að tilteknu skjali né varðar hún tiltekið mál, eins og áskilið er í 1. mgr. 10.gr. upplýsingalaga. Þegar af þeirri ástæðu var iðnaðarráðherra óskylt að veita honum þær upplýsingar skv. 3. gr. laganna og ber því að staðfesta synjun ráðherra að því er þær varðar.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Bæði ráðherra og Landsvirkjun hafa upplýst í umsögnum sínum til nefndarinnar að sá samningur, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, hafi ekki verið undirritaður. Hins vegar er upplýst af hálfu ráðherra að í ráðuneyti hans liggi "fyrir ýmis gögn er varða ýmsa þætti samningaviðræðna við Columbia Ventures Corporation á ýmsum stigum þeirra."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 5. gr. upplýsingalaga segir m.a. að óheimilt sé að veita almenningi "aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Með vísun til fyrrgreindra umsagna iðnaðarráðherra og Landsvirkjunar verða upplýsingar um raforkuverð og raforkusölu Landsvirkjunar til fyrirhugaðs álvers á Grundartanga í Hvalfirði á vegum Columbia Ventures Corporation að teljast varða mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni beggja þessara fyrirtækja í skilningi 5. gr. upplýsingalaga. Af þeirri ástæðu ber að staðfesta þá ákvörðun ráðherra að synja kæranda um aðgang að gögnum er hafa að geyma umræddar upplýsingar.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Kröfu kæranda um að Eiríkur Tómasson og Valtýr Sigurðsson víki sæti við meðferð máls þessa er hafnað.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Kæru hans á hendur Landsvirkjun er vísað frá.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Synjun iðnaðarráðherra um að veita honum aðgang að gögnum, er hafa að geyma upplýsingar um raforkuverð og raforkusölu Landsvirkjunar til stórra orkukaupenda, þ. á m. til fyrirhugaðs álvers á Grundartanga í Hvalfirði á vegum Columbia Ventures Corporation, er staðfest.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Elín Hirst </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson</FONT><BR> |
07/1997 - Úrskurður frá 12. mars 1997 í málinu nr. A-7/1997 | Kærð var synjun Rafmagnsveitna ríkisins um að veita aðgang að bréfi, er hafði að geyma upplýsingar er snertu kæranda sjálfan. Gildissvið upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart stjórnsýslulögum. Upplýsingaréttur aðila. Einkamálefni annarra. Aðgangur veittur. | <p>Hinn 12. mars 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-7/1997:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 4. mars sl., kærði [A] synjun Rafmagnsveitna ríkisins (RARIK), dagsetta 3. mars sl., um að afhenda honum ljósrit af bréfi frá [B], sem kærandi taldi að hefði verið lagt fram á stjórnarfundi í RARIK.<br /> Með bréfi, dagsettu 5. mars sl., var kæran send Rafmagnsveitum ríkisins og fyrirtækinu gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun fyrir kl. 12 á hádegi hinn 10. mars sl. Jafnframt var þess óskað að fyrirtækið léti úrskurðarnefndinni í té sem trúnaðarmál það skjal, sem kæran lýtur að, innan þessa frests.<br /> Umsögn Rafmagnsveitna ríkisins, dagsett 10. mars sl., barst nefndinni samdægurs, ásamt ljósriti af umræddu skjali.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik þessa máls eru í stuttu máli þau að kærandi ritaði Rafmagnsveitum ríkisins bréf, dagsett 12. janúar sl., þar sem orðrétt segir: "Ég undirritaður krefst þess að fá afhent ljósrit af harðorðu bréfi í minn garð sem lagt var fram á stjórnarfundi í RARIK á síðastliðnu sumri ... Þetta bréf er að sögn frá [B]."<br /> <br /> Forstjóri Rafmagnsveitna ríkisins svaraði beiðni kæranda með bréfi, dagsettu 3. mars sl. Í svarbréfinu kemur fram að beiðni kæranda var fyrst afhent á skrifstofu fyrirtækisins 25. febrúar sl. og var erindið tekið fyrir á stjórnarfundi þess sama dag. Í svarinu segir ennfremur að bréf það frá [B], sem kærandi fari fram á að fá afhent, varði beiðni kæranda um aðgang að heitu vatni úr landi jarðarinnar [C]. Sé fyrirtækið eigandi að 9/14 hlutum hennar á móti [B] og fjórum bræðrum hans. Í hinu umbeðna bréfi komi ekkert annað fram en höfnun meðeigenda fyrirtækisins á þessari beiðni kæranda. Í lok svarbréfsins segir síðan orðrétt: "Það er ekki hlutverk Rafmagnsveitnanna að hafa milligöngu milli yðar og meðeigenda Rafmagnsveitnanna að [C]. Ef þér viljið kynna yður sérstaklega afstöðu þeirra til beiðni yðar er réttast að þér snúið yður beint til þeirra og munið þér þá vafalaust fá afrit af umræddu bréfi afhent."<br /> <br /> Í fyrrgreindri umsögn Rafmagnsveitna ríkisins er m.a. tekið fram að umbeðið bréf frá [B] var ekki lagt fram á stjórnarfundi fyrirtækisins, heldur var efni þess eingöngu kynnt á fundinum. Jafnframt er staðfest að fyrirtækið hafi neitað að afhenda kæranda bréfið.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn þessa máls.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Enginn vafi leikur á því að upplýsingalög nr. 50/1996 taka til Rafmagnsveitna ríkisins, sbr. 1. gr. laganna.<br /> Mál það, sem hér er til úrlausnar, varðar beiðni kæranda um aðgang að skjali sem hefur að geyma upplýsingar sem snerta hann sjálfan. Skjalið er hins vegar ekki tengt stjórnsýslumáli þar sem taka á stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Af þeim sökum gildir III. kafli upplýsingalaga um aðgang kæranda að skjalinu. Skiptir í því sambandi ekki máli þótt það hafi verið sent Rafmagnsveitum ríkisins sem meðeiganda að jörð þeirri er að framan greinir.<br /> <br /> Í 1. mgr. 9. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan." Í 2. og 3. mgr. þeirrar greinar er að finna undantekningar frá þessari meginreglu, þ.á m. segir svo í 3. mgr.: "Heimilt er að takmarka aðgang aðila að gögnum ef þau hafa jafnframt að geyma upplýsingar um einkamálefni annarra, enda vegi þeir hagsmunir, sem mæla með því að upplýs- ingunum sé haldið leyndum, þyngra en hagsmunir þess sem fer fram á aðgang að gögnunum."<br /> <br /> Álit úrskurðarnefndar er það að í hinu umbeðnu skjali sé ekki að finna neinar þær upplýsingar um einkamálefni annarra, sem mæli með því að upplýsingunum sé haldið leyndum. Sérstaklega skal tekið fram að í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga segir berum orðum að yfirlýsing þess, sem á andstæðra hagsmuna að gæta, um að hann vilji ekki að upplýsingar, sem leitað er eftir skv. 9. gr. laganna, séu gefnar sé ein og sér ekki nægileg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar.<br /> <br /> Með vísun til þess, sem hér hefur verið rakið, ber Rafmagnsveitum ríkisins að veita kæranda aðgang að hinu umbeðna skjali.</p> <div align="center"> <br /> <br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Rafmagnsveitum ríkisins er skylt að veita kæranda aðgang að bréfi [B] sem hann ritaði fyrirtækinu á árinu 1996 og móttekið var af því 4. mars 1996.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
05/1997 - Úrskurður frá 4. mars 1997 í málinu nr. A-5/1997 | Kærð var meðferð átta ráðuneyta á beiðni um upplýsingar um nöfn arkitekta og verkfræðinga sem unnið höfðu sem verktakar fyrir ráðuneytin á tilteknu tímabili og um greiðslur til þeirra á sama tímabili. Kæruheimild. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Tilgreining máls. Aukinn aðgangur. Frávísun. Synjun staðfest. | <p>Hinn 4. mars 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-5/1997:<br /> </p> <div align="center"> <br /> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dagsettu 19. febrúar sl., sem barst nefndinni 24. febrúar sl., lagði [...], m.a. "fram kæru vegna niðurstöðu og mismunandi svara ráðuneyta ríkisins við fyrirspurn [...] um verktaka (arkitekta/verkfræðinga) sem unnið hafa fyrir ráðuneytin sl. 5 ár."<br /> <br /> Kærunni fylgdu bréf kæranda til félagsmálaráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta, landbúnaðarráðuneytis, menntamálaráðuneytis, samgönguráðuneytis, sjávarútvegsráðuneytis og utanríkisráðuneytis, svo og svarbréf þessara ráðuneyta sem gerð verður nánari grein fyrir hér á eftir. Verður að skilja kæruna svo að kærandi krefjist þess að framangreindum ráðuneytum verði gert skylt að veita honum aðgang að umbeðnum upplýsingum.<br /> Eins og mál þetta er vaxið taldi nefndin ekki ástæðu til þess að gefa hinum kærðu stjórnvöldum kost á að gera athugasemdir við kæruna og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinum kærðu ákvörðunum.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik þessa máls eru í stuttu máli þau að með samhljóða bréfi, dagsettu 6. febrúar sl., fór kærandi fram á upplýsingar frá þeim ráðuneytum sem talineru upp hér að framan. Nánar tiltekið fór hann fram á upplýsingar um:<br /> </p> <div style="margin-left: 2em"> 1. Nöfn arkitekta og verkfræðinga, sem hafa unnið verktakavinnu fyrir hlutaðeigandi ráðuneyti síðastliðin fimm ár. -<br /> 2. Sundurliðaðar greiðslur ráðuneytisins/ríkisins til áðurnefndra aðila yfir sama tímabil. </div> <br /> <p>Í svari félagsmálaráðuneytisins við bréfi kæranda, dagsettu 10. febrúar sl., segir m.a.: "Eins og fram kom í símtali starfsmanns ráðuneytisins við yður í dag er fallist á að veita yður aðgang að gögnum þeim er þér óskið eftir undir lið 1 í erindinu, enda eru þær upplýsingar aðgengilegar í ráðuneytinu, og getið þér vitjað þeirra þar. - Ráðuneytið lítur aftur á móti svo á að upplýsingar þær er þér óskið eftir í 2. tölul. erindis yðar falli undir lög nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 1. gr. þeirra laga. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1996 gilda upplýsingalög ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989. - Samkvæmt framansögðu mun ráðuneytið afgreiða 2. tölul. erindis yðar á grundvelli laga nr. 121/1989 en ekki upplýsingalaga. Stefnt er að afgreiðslu þess sem fyrst, sbr. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 121/1989."<br /> <br /> Í svarbréfi iðnaðar- og viðskiptaráðuneytanna, dagsettu 11. febrúar sl., segir m.a.: "Samkvæmt 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er stjórnvöldum skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum er varða tiltekið mál, þó með þeim takmörkunum sem í lögunum greinir. Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. skal sá sem fer fram á aðgang að gögnum tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða. - Með hliðsjón af framangreindu telur ráðuneytið sér ekki skylt að afla sérstakra gagna sem erindi yðar varðar auk þess sem ekki er nægilega tilgreint að hvaða máli erindið lýtur."<br /> <br /> Menntamálaráðuneytið, samgönguráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið synjuðu öll beiðni kæranda með hliðstæðum rökstuðningi og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin, sbr. svarbréf ráðuneytanna þriggja, dagsett 10., 11. og 14. febrúar sl.<br /> <br /> Í svarbréfi landbúnaðarráðuneytisins, dagsettu 10. febrúar sl., er upplýst að einungis einn aðili, sem um getur í beiðni kæranda, hafi unnið fyrir ráðuneytið á umræddu tímabili. Í bréfinu kemur fram heiti þessa aðila og fjárhæð á greiðslu til hans.<br /> <br /> Í svarbréfi utanríkisráðuneytisins, dagsettu 14. febrúar sl., er m.a. komist svo að orði: "Þar sem umbeðnar upplýsingar geta snert hagsmuni hlutaðeigandi aðila hefur þeim verið gefinn kostur á að tjá sig um beiðnina. Aðilum hefur verið gefinn 4 vikna frestur til að tjá sig um málið. Endanlegrar afgreiðslu erindis yðar er því að vænta innan 21 dags héðan í frá."<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinum kærðu ákvörðunum hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn þessa máls.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Í upphafi 14. gr. upplýsingalaga segir svo: "Heimilt er að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögum þessum undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem úrskurðar um ágreininginn."<br /> Af fyrrgreindu svarbréfi landbúnaðarráðuneytisins er ljóst að það hefur orðið við beiðni kæranda. Af þeim sökum verður kæru á hendur því ráðuneyti vísað frá nefndinni.<br /> <br /> Þá er ennfremur ljóst af svarbréfi utanríkisráðuneytisins að það hefur ekki tekið afstöðu til beiðni kæranda, hvorki orðið við henni né synjað henni. Verður kæru á hendur því ráðuneyti þar af leiðandi einnig vísað frá nefndinni.<br /> Í svarbréfi félagsmálaráðuneytisins kemur fram að það hafi veitt kæranda upplýsingar samkvæmt fyrri tölulið í beiðni hans. Verður kæru á hendur því ráðuneyti þar af leiðandi vísað frá nefndinni að því er þann tölulið varðar.<br /> Í síðari tölulið í beiðni sinni fer kærandi fram á aðgang að upplýsingum um greiðslur til arkitekta og verkfræðinga úr ríkissjóði á fimm ára tímabili. Með vísun til eðlis þessara upplýsinga og þess, að þær er að finna í ríkisbókhaldi, er úrskurðarnefnd þeirrar skoðunar að þessi beiðni kæranda eigi undir lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 1. gr. þeirra laga, og þar með ekki undir upplýsingalög, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt því er kæru á synjun iðnaðar- og viðskiptaráðuneytanna, menntamálaráðuneytisins, samgönguráðuneytisins og sjávarútvegsráðuneytisins um að veita kæranda aðgang að upplýsingum samkvæmt síðari tölulið í beiðni hans vísað frá nefndinni, sbr. 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga. Þar með er afgreiðsla félagsmálaráðuneytisins á umræddum lið í beiðni kæranda staðfest.<br /> <br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 1. mgr. 10. gr. laganna segir enn fremur: "Sá sem fer fram á aðgang að gögnum skal tilgreina þau gögn sem hann óskar að kynna sér. Þá getur hann óskað eftir að fá að kynna sér upplýsingar um tiltekið mál án þess að tilgreina einstök gögn sem málið varða."<br /> Í fyrri tölulið í beiðni sinni fer kærandi fram á aðgang að upplýsingum um nöfn arkitekta og verkfræðinga, sem hafa unnið verktakavinnu fyrir hlutaðeigandi ráðuneyti síðastliðin fimm ár. Í beiðninni eru þannig hvorki tilgreind þau gögn, sem kærandi óskar að kynna sér, né tiltekið það mál, sem hann óskar upplýsinga um, eins og áskilið er í 1. mgr. 10. gr. upplýsingalaga. Samkvæmt því var ofangreindum ráðuneytum ekki skylt að veita honum umbeðnar upplýsingar skv. 3. gr. laganna.<br /> <br /> Rétt er að taka fram að ekki er í úrskurði þessum tekin afstaða til þess hvort ofangreindum ráðuneytum hafi verið heimilt að láta kæranda í té upplýsingar samkvæmt fyrra tölulið í beiðni hans, sbr. 3. mgr. 3. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Kæru á hendur landbúnaðarráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu er vísað frá.<br /> <br /> Kæru á hendur félagsmálaráðuneytinu, að því er varðar fyrri tölulið í beiðni kæranda, er vísað frá, en afgreiðsla ráðuneytisins á síðari tölulið í beiðni hans er staðfest.<br /> <br /> Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum, menntamálaráðuneytinu, samgönguráðuneytinu og sjávarútvegsráðuneytinu er ekki skylt að veita kæranda aðgang að umbeðnum upplýsingum samkvæmt fyrri tölulið í beiðni hans. Að öðru leyti er kæru á hendur umræddum ráðuneytum vísað frá.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
04/1997 - Úrskurður frá 30. janúar 1997 í málinu nr. A-4/1997 | Kærð var synjun iðnaðarráðuneytisins um að veita aðgang að skýrslu ríkisendurskoðunar um viðskipti Iðnlánasjóðs og Byggingarfélagsins [A] hf. Gildissvið. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Mikilvægir almannahagsmunir. Þagnarskylda. Aðgangur veittur. | <P><FONT FACE="Times New Roman">Hinn 30. janúar 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-4/1997:</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Kæruefni</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dags 20. janúar sl., kærði [...] synjun iðnaðarráðuneytisins, dags. 10. janúar 1997, um aðgang að skýrslu Ríkisendurskoðunar um viðskipti Iðnlánasjóðs og Byggingarfélagsins [A] hf. en með bréfi, dags. 2. janúar sl., hafði hann óskað eftir aðgangi að henni. Gerir hann aðallega þá kröfu að honum verði veittur aðgangur að skýrslunni í heild sinni en til vara að honum verði veittur aðgangur að þeim hluta skýrslunnar þar sem ekki er fjallað um mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með bréfi, dags. 21. janúar sl., var kæran send iðnaðarráðuneyti, og ráðuneytinu gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir synjuninni fyrir kl. 12 á hádegi hinn 24. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að úrskurðarnefndinni væri látin í té sem trúnaðarmál þau gögn, sem kæran lýtur að. Umsögn ráðuneytisins, dags. 24. janúar sl., barst nefndinni samdægurs ásamt umræddum gögnum.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Eiríkur Tómasson prófessor vék sæti í máli þessu vegna fyrri afskipta sinna af því. Tekur varamaður Steinunn Guðbjartsdóttir sæti í nefndinni við afgreiðslu málsins. Þá tekur varamaðurinn Ólafur E. Friðriksson sæti í nefndinni við úrlausn málsins vegna forfalla Elínar Hirst.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Málsatvik eru þau að með bréfi kæranda, dags. 21. júní 1993, til stjórnar Iðnlánasjóðs var óskað m.a. eftir "ítarlegri og óhlutdrægri (utanaðkomandi) rannsókn sjóðsstjórnar á samskiptum [A] hf. og tengdra félaga við Iðnlánasjóð." Iðnaðarráðherra sendi með bréfi, dags. 12. september 1993, Ríkisendurskoðun beiðni þessa til afgreiðslu. Með bréfi Ríkisendurskoðunar, dags. 1. júlí 1994, barst iðnaðarráðuneytinu skýrsla stofnunarinnar sem bar heitið "Greinargerð um fyrirgreiðslu Iðnlánasjóðs við Byggingarfélagið [A] hf. og tengd fyrirtæki."</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Kærandi hefur ítrekað freistað þess að fá umrædda skýrslu afhenta en án árangurs. Hann bar m.a. fram kvörtun hinn 26. ágúst 1994 til umboðsmanns Alþingis fyrir hönd tveggja hluthafa í [B] hf. vegna synjunar um skýrsluna en það fyrirtæki taldi sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum Iðnlánasjóðs vegna fyrirgreiðslu við [A] hf. Niðurstaða umboðsmanns var þess efnis að umbjóðendur kæranda ættu eigi rétt til aðgangs að skýrslum þessum á grundvelli 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Kærandi telur sig nú eiga rétt á afhendingu téðrar skýrslu á grundvelli upplýsingalaga nr. 50/1996. Hann bendir á að lagaákvæði þau sem ráðuneytið byggi synjun sína á, þ.e. um þagnarskyldu banka og lánastofnana, sbr. 21. gr. laga nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð, og 4. mgr. 7. gr. laga nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, sbr. 43. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, eigi ekki við í málinu vegna gjaldþrots [A] hf.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í áðurnefndu svarbréfi iðnaðarráðuneytisins til úrskurðarnefndar er ítrekuð fyrri afstaða ráðuneytisins við beiðni kæranda. Byggir ráðuneytið synjun sína á áðurnefndum lagaákvæðum og að ákvæði þeirra laga um þagnarskyldu séu sérákvæði sem gangi framar 5. gr. upplýsingalaga.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Aðilar máls þessa hafa fært ítarleg rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn þessa máls.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Niðurstaða</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt 1. gr. laga nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð, er tilgangur sjóðsins að efla framleiðslu og framleiðni í iðnaði með því að veita stofnlán og styðja við almennt umbótastarf í iðnaði. Iðnlánasjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og eru tekjur hans gjald af öllum iðnaði í landinu, sbr. 2. og 4. gr. laganna, sbr. lög nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 taka lögin til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Telst Iðnlánasjóður heyra til stjórnsýslu ríkisins í þessum skilningi.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Stjórnvöldum er gert skylt skv. 3. gr. upplýsingalaga sé þess óskað að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr. laganna. Í 5. gr. laganna eru takmarkanir á upplýsingarétti að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila. Grein þessi tekur ekki til Iðnlánasjóðs samkvæmt skilgreiningu á sjóðnum hér að framan.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Frekari takmarkanir á upplýsingarrétti koma fram 3. tölul. 1. mgr. 6. gr. upplýsingalaga þar sem heimilað er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Heyrir Iðnlánasjóður þar undir.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 4. gr. laga nr. 123/1993, um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, segir að um stjórnendur og stjórnun lánastofnunar gildi ákvæði um stjórn viðskiptabanka og sparisjóða í 38.-43. gr. laga um þær stofnanir.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 43. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, segir að bankaráðsmenn, stjórnarmenn sparisjóðs, bankastjórar og sparisjóðsstjórar, endurskoðendur og aðrir starfsmenn viðskiptabanka eða sparisjóðs séu bundnir þagnarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptamanna hlutaðeigandi stofnunar og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Í 21. gr. laga nr. 76/1987 kemur fram bann við því að stjórn Iðnlánasjóðs láti óviðkomandi aðilum í té nokkuð af þeim upplýsingum sem gefnar eru í sambandi við lántökubeiðnir eða lántökur úr sjóðnum. Skýra verður ákvæðið "óviðkomandi aðilum" með hliðsjón af meginsjónarmiðum upplýsingalaga.</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">[A] hf. var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 1993 og skiptum á búinu er lokið. Það að skiptum á búinu er lokið leiðir ekki almennt til þess að kærandi eigi rétt til aðgangs að gögnum þess enda gætu verið þar um að ræða upplýsingar um viðskipti þrotabúsins, t.d. við önnur fyrirtæki sem viðskiptaleynd ætti að ríkja um. Hins vegar er ljóst að við þessar aðstæður eru ekki fyrir hendi sömu hagsmunir tengdir þeim trúnaðarupplýsingum sem skylt er að takmarka aðgang að sbr. 5. eða 6. gr. upplýsingalaga, sbr. og áðurnefnd ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna banka og lánastofnana. Má í því sambandi hafa hliðsjón af hrd. í málinu nr. 419/1995 Rannsóknarlögregla ríkisins gegn Agnesi Bragadóttur. (H 1996:40)</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarnefnd hefur farið yfir greinargerð Ríkisendurskoðunar um fyrirgreiðslu Iðnlánasjóðs við Byggingarfélagið [A] hf. og tengd fyrirtæki. Greinargerðin hefur aðallega að geyma annars vegar upplýsingar um lánafyrirgreiðslu Iðnlánasjóðs við fyrirtækið og tengd fyrirtæki og hins vegar mat Ríkisendurskoðunar á því hvort eðlilega hafi verið staðið að málum af hálfu Iðnlánasjóðs. Það er mat úrskurðarnefndar að greinargerð þessi hafi ekki að geyma upplýsingar um hag viðskiptamanna eða önnur atriði sem leynt skuli fara samkvæmt eðli máls þannig að 43. gr. laga nr. 113/1996 eða 21. gr. laga nr. 76/1987 standi því í vegi að kærandi megi fá aðgang að henni.</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Með vísun til þess sem hér hefur verið rakið er það álit úrskurðarnefndar að iðnaðarráðuneytinu sé ekki rétt að neita kæranda um aðgang að skýrslunni. Iðnaðarráðuneytinu ber því að afhenda kæranda greinargerðina í heild sinni.</FONT><BR><BR><DIV ALIGN=center><B><FONT FACE="Times New Roman">Úrskurðarorð:</FONT></B></DIV><FONT FACE="Times New Roman">Iðnaðarráðuneytinu ber að veita kæranda aðgang að skýrslu Ríkisendurskoðunar sem ber heitið "Greinargerð um fyrirgreiðslu Iðnlánasjóðs við Byggingarfélagið [A] hf. og tengd fyrirtæki".</FONT><BR><BR><FONT FACE="Times New Roman">Valtýr Sigurðsson, formaður</FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Ólafur E. Friðriksson </FONT><BR><FONT FACE="Times New Roman">Steinunn Guðbjartsdóttir</FONT><BR><BR> |
03/1997 - Úrskurður frá 30. janúar 1997 í málinu nr. A-3/1997 | Kærð var synjun Súðavíkurhrepps um að veita aðgang að bókunum í fundargerðum tveggja hreppsnefndarfunda og drög að viðskiptasamkomulagi hreppsins við stjórnir tveggja hlutafélaga og Landsbanka Íslands. Mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir fyrirtækja og annarra lögaðila. Mikilvægir almannahagsmunir. Þagnarskylda. Aðgangur veittur. Aðgangur veittur að hluta. Synjun staðfest. | <p>Hinn 30. janúar 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-3/1997:<br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dags. 16. janúar sl., kærði [...] "synjun Súðavíkurhrepps um að afhenda [sér] fundargerðir tveggja hreppsnefndarfunda; þann 17. desember og 29. desember 1996", dags. 2. janúar sl.<br /> Skýra verður kæruna svo að kærandi geri þá kröfu að fá aðgang að bókunum í fyrrgreindum tveimur fundargerðum, sem varða umfjöllun um drög að viðskiptasamkomulagi á milli Súðavíkurhrepps, stjórnar [A] hf., [B] hf. og Landsbanka Íslands, svo og aðgang að umræddum drögum sem eru hluti af síðari fundargerðinni.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 21. janúar sl., var kæran send Súðavíkurhreppi og hreppnum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun fyrir kl. 12 á hádegi hinn 24. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að hreppurinn léti úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál þau gögn, sem kæran lýtur að, innan þessa frests. Frestur þessi var síðan, að beiðni sveitarstjóra, framlengdur til kl. 10 árdegis hinn 27. janúar sl. Þann dag barst nefndinni umsögn Súðavíkurhrepps, dags. 25. janúar sl., ásamt umræddum gögnum.<br /> <br /> Í forföllum Elínar Hirst tók Ólafur E. Friðriksson sæti hennar í nefndinni við úrlausn þessa máls.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik þessa máls eru í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 2. janúar sl., óskaði kærandi "eftir fundargerð tveggja síðustu funda hreppsnefndar Súðavíkurhrepps ... bæði það sem bókað hefur verið með hefðbundnum hætti og það sem undirr. er kunnugt um að hafi verið ritað í svokallaða trúnaðarbók." Í upphafi bréfsins kemur fram að beiðnin varðaði samkomulag "Súðavíkurhrepps, [A] hf. og Landsbankans vegna vangreidds hlutafjár [B] og fleiri til [A] ...".<br /> <br /> Lögmaður Súðavíkurhrepps svaraði beiðni kæranda með bréfi, dags. 2. janúar sl., þar sem segir m.a.: "Skv. 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 er óheimilt að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni fyrirtækja eða lögaðila, og sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. - Bókanir hreppsnefndar varða fjárhagshagsmuni tiltekinna fyrirtækja og þar sem ákveðið var á fundi hreppsnefndar, að gætt skyldi trúnaðar í umrætt sinn, og þar sem ekki liggur fyrir samþykki þeirra aðila sem hlut eiga að því máli sem um ræðir í bréfi yðar, er ekki unnt að láta yður í té umræddar fundargerðir."<br /> <br /> Fyrrgreindri umsögn Súðavíkurhrepps fylgdu dagskrár hreppsnefndarfundanna 17. og 29. desember sl. og ljósrit af bókunum í fundargerðum hreppsnefndar frá þessum fundum, þar sem fjallað var um drög að viðskiptasamkomulagi á milli Súðavíkurhrepps, stjórnar [A] hf., [B] hf. og Landsbanka Íslands. Fram kemur í síðari fundargerðinni að drögin eru hluti af henni. Þá liggur fyrir, svo sem fram kemur í umsögn hreppsins, að Landsbanki Íslands hefur ekki fallist á að opinbera umrætt viðskiptasamkomulag og forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem um ræðir hafa heldur ekki samþykkt að upplýsingar um samkomulagið verði gerðar opinberar.<br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 5. gr. laganna segir síðan: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á. Sömu takmarkanir gilda um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra lögaðila." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á niðurlagsákvæði greinarinnar, að óheimilt sé að veita almenningi "viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- eða samkeppnisstöðu" fyrirtækja. Þá segir þar ennfremur að oft komi sérstakar reglur um þagnarskyldu í veg fyrir að aðgang megi veita að upplýsingum.<br /> <br /> Þótt Súðavíkurhreppur eigi hlut í [A] hf. eiga aðrir aðilar hlut í félaginu, þ. á m. [B] hf. sem mun eiga meira en helming hlutafjár í því. Ákvæði 5. gr. upplýsingalaga, sem takmarka aðgang að upplýsingum vegna einkahagsmuna, eiga jafnt við um [A] hf. og aðra þá einkaaðila sem eru hluthafar í félaginu. Hins vegar tekur 5. gr. ekki til Súðavíkurhrepps eða Landsbanka Íslands, sem er stofnun í eigu ríkisins, heldur 6. gr. laganna sem mælir fyrir um takmarkanir á upplýsingarétti vegna almannahagmuna. Í upphafi 6. gr. og 3. tölul. hennar segir orðrétt: "Heimilt er að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um: ... viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra".<br /> <br /> Í 43. gr. laga nr. 113/1996, um viðskiptabanka og sparisjóði, er að finna svofellt ákvæði: "Bankaráðsmenn, stjórnarmenn sparisjóðs, bankastjórar og sparisjóðsstjórar, endurskoðendur og aðrir starfsmenn viðskiptabanka eða sparisjóðs eru bundnir þagnarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptamanna hlutaðeigandi stofnunar og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi." Þótt ákvæði þetta um þagnarskyldu sé fremur almennt orðað er það, eðli máls samkvæmt, sérstakt þagnarskylduákvæði í skilningi 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga sem getur, eins og að framan segir, staðið í vegi fyrir almennum aðgangi að upplýsingum um hagi viðskiptamanna banka og sparisjóða og önnur atriði sem fyrirsvarsmenn og trúnaðarmenn þeirra fá vitneskju um í starfi sínu.<br /> <br /> Með vísun til alls þess, sem að framan segir, fellst úrskurðarnefnd á það sjónarmið Súðavíkurhrepps að í drögum þeim að viðskiptasamkomulagi á milli hreppsins, stjórnar [A] hf., [B] hf. og Landsbanka Íslands, sem fjallað var um á fundum hreppsnefndar 17. og 29. desember sl., sé að finna upplýsingar um svo mikilvæga fjárhagsmuni [A] hf. og [B] hf. að sanngjarnt sé og eðlilegt að þær fari leynt, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Ennfremur er það álit nefndarinnar að drögin hafi að geyma upplýsingar er kynnu að geta skaðað samkeppnisstöðu Landsbanka Íslands ef þær væru á almanna vitorði, sbr. 3. tölul. 6. gr. laganna. Upplýsingar þessar er að finna svo víða í drögunum að ekki er fært að veita aðgang að hluta þeirra skv. 7. gr. upplýsingalaga.<br /> <br /> Í bókunum þeim frá fundum hreppsnefndar 17. og 29. desember sl., sem beiðni kæranda lýtur annars að, er skýrt frá formlegri afgreiðslu á umræddum drögum, auk þess sem færð eru til bókar þau skilyrði sem hreppsnefnd setti fyrir samþykkt viðskiptasamkomulagsins af sinni hálfu. Lítur úrskurðarnefnd svo á að í skilyrðum þessum felist ekki upplýsingar varðandi [A] hf. eða aðra einkaaðila, sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari skv. 5. gr. upplýsingalaga, heldur komi þar fram sjónarmið Súðavíkurhrepps sem hluthafa í félaginu. Þó er skylt, að áliti nefndarinnar, að afmá úr bókun frá hreppsnefndarfundinum 29. desember sl. fjárhæð á fyrirhuguðu láni frá Landsbanka Íslands til félagsins. Með vísun til 3. gr., sbr. 7. gr. upplýsingalaga er hreppnum samkvæmt þessu skylt að veita kæranda aðgang að bókunum þeim, sem hér um ræðir, með þeim takmörkunum sem að framan greinir. Af 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga leiðir að ekki skiptir máli þótt hreppsnefnd hafi, með heimild í 3. mgr. 48. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986, ákveðið að ræða málið fyrir luktum dyrum og hreppsnefndarmenn skuli skv. 42. gr. laganna gæta þagnarskyldu um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls.</p> <div align="center"> <br /> <br /> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Súðavíkurhreppi ber að veita kæranda aðgang að bókunum í fundargerðum frá fundum hreppsnefndar 17. og 29. desember 1996, sem varða umfjöllun um drög að viðskiptasamkomulagi á milli Súðavíkurhrepps, stjórnar [A] hf., [B] hf. og Landsbanka Íslands, að undanskilinni fjárhæð á fyrirhuguðu láni frá Landsbanka Íslands til [A] hf. og drögunum sjálfum sem eru hluti af síðari fundargerðinni.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Ólafur E. Friðriksson<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
02/1997 - Úrskurður frá 27. janúar 1997 í málinu nr. A-2/1997 | Kærð var synjun Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála um að leysa úr beiðni um aðgang að útreikningum á meðaltali einkunna úr samræmdum prófum í 10. bekk einstakra grunnskóla árin 1995 og 1996 á grundvelli upplýsingalaga. Gildissvið gagnvart tölvulögum. Þagnarskylda. Einkamálefni einstaklinga. Álit sérfróðs aðila. Aðgangur veittur að hluta. | <p>Hinn 27. janúar 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-2/1997:<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dags. 14. janúar sl., kærði A "synjun Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála (Rum) á beiðni um aðgang að skjölum og gögnum í vörslu hennar um meðaltal úr samræmdum prófum í 10. bekk einstakra grunnskóla árin 1995 og 1996", dags. 9. janúar sl.<br /> <br /> Kærandi gerir aðallega þá kröfu að honum verði veittur aðgangur að hinum umbeðnu gögnum í heild sinni, en til vara að hann fái aðgang að hluta af gögnunum. Þá fer hann fram á að fjallað verði um hvort rökstuðningur fyrir hinni kærðu ákvörðun sé fullnægjandi.<br /> <br /> Með bréfi, dags. 15. janúar sl., var kæran send Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála og stofnuninni gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinni kærðu ákvörðun fyrir kl. 12 á hádegi hinn 20. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að stofnunin léti úrskurðarnefnd í té sem trúnaðarmál þau gögn, sem kæran lýtur að, innan þessa frests.<br /> <br /> Hinn 20. janúar sl. bárust nefndinni skjöl frá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, annars vegar bréf stofnunarinnar til tölvunefndar, dags. 10. janúar sl., og hins vegar svör hennar við beiðnum kæranda og B,dags. 9. janúar sl. Umsögn stofnunarinnar barst 22. janúar sl. og sama dag mætti forstöðumaður hennar á fund nefndarinnar.<br /> <br /> Með heimild í 2. mgr. 15. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996 leitaði nefndin við úrlausn máls þessa álits Guðmundar Guðmundssonar, dósents í tölfræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands, svo sem gerð verður grein fyrir hér á eftir.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik þessa máls eru í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 2. janúar sl., óskaði kærandi "eftir aðgangi að skjölum og gögnum í vörslu Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála um meðaltal úr samræmdum prófum í 10. bekk einstakra grunnskóla árin 1995 og 1996". Óskaði kærandi "eftir tafarlausri afgreiðslu" á beiðninni og "skriflegs rökstuðnings" ef henni yrði synjað.<br /> <br /> Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála svaraði beiðni kæranda með bréfi, dags. 9. janúar sl., þar sem orðrétt segir: "Vegna lögfræðilegra álitaefna við túlkun á upplýsingalögum í tengslum við birtingu meðaltala skóla á samræmdum prófum hefur Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála ákveðið að óska eftir áliti Tölvunefndar á því hvort gengið sé á rétt einstaklinga við birtingu meðaltala skóla. Þar til álit Tölvunefndar liggur fyrir er ekki hægt að afgreiða erindi yðar. Það verður gert um leið og álit Tölvunefndar liggur fyrir. - Eitt álitaefni í tengslum við birtingu meðaltala skóla er hvort birta eigi meðaltöl skóla þar sem auðvelt er að rekja hvaða nafngreindir einstaklingar standa á bak við meðaltölin. Þetta er augljóst þegar frammistaða eins eða tveggja nemenda er meðaltal skóla eins og kemur fyrir."<br /> <br /> Kærandi sætti sig ekki við þetta svar og sneri sér til úrskurðarnefndar með bréfi, dags. 10. janúar sl., þar sem m.a. er óskað eftir áliti nefndarinnar á því hvort svar Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála við beiðni hans sé fullnægjandi. Nefndin svaraði kæranda með bréfi, dags. 14. janúar sl., þar sem orðrétt segir: "Með vísun til bréfs yðar, dags. 10. janúar sl., er sá skilningur yðar staðfestur að heimild úrskurðarnefndar um upplýsingamál "til úrlausnar ágreiningsefna sé takmörkuð við mál sem rísa vegna synjunar stjórnvalds um aðgang að gögnum ellegar synjunar um að veita ljósrit af skjölum" eða afrit af öðrum gögnum, sbr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996. Samkvæmt því er það utan valdsviðs nefndarinnar "að skera úr um hvort tilkynning stjórnvalds um tafir á afgreiðslu beiðni á grundvelli upplýsingalaganna uppfylli sett skilyrði". - Þó skal tekið fram að nefndin telur svar Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála við beiðni yðar fela í sér synjun um að veita aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þetta álit er á því byggt að svo virðist sem stjórnvaldið telji beiðnina falla undir lög nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga."<br /> <br /> Í bréfi Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála til tölvunefndar, dags. 10. janúar sl., segir m.a.: "Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála óskar hér með eftir áliti Tölvunefndar á birtingu meðaltala skóla á samræmdum prófum ... Jafnframt óskar stofnunin eftir áliti nefndarinnar á því hvað geti talist eðlileg viðmiðun í þessu sambandi þannig að tryggt sé að með birtingu meðaltala skóla sé ekki gengið á rétt einstaklinga sem standa að baki meðaltölunum." Stofnunin álítur að með því að birta einungis meðaltöl skóla með 11 nemendur eða fleiri í árgangi sé framangreindur vandi minni en ella."<br /> <br /> Fyrrgreindri umsögn Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála til úrskurðarnefndar fylgdu ekki, eins og óskað var eftir, þau gögn sem beiðni kæranda lýtur að. Hins vegar er svo að orði komist í umsögninni: "Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála hefur fylgt þeirri meginvenju að senda ekki frá sér upplýsingar sem hægt sé að rekja til einstaklinga. Stofnunin hefur hins vegar sent upplýsingar til menntamálaráðuneytisins um meðaltöl skóla, samkvæmt beiðni." Á fundi nefndarinnar 22. janúar sl. staðfesti forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála að stofnunin hefði reiknað út meðaltal einkunna í samræmdum prófum í 10. bekk í hverjum grunnskóla landsins árin 1995 og 1996 í þeim fjórum námsgreinum þar sem samræmd próf voru viðhöfð.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinni kærðu ákvörðun hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Í 2. mgr. 2. gr. upplýsingalaga er tekið fram að lögin gildi ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt lögum nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Við skýringu á gildissviði þeirra laga verður að taka mið af því að þau eru sérlög í samanburði við upplýsingalög, en síðarnefndu lögin kveða almennt á um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslum stjórnvalda.<br /> <br /> Í 1. gr. laga nr. 121/1989 segir orðrétt: "Lög þessi taka til hvers konar kerfisbundinnar skráningar og annarrar meðferðar á persónuupplýsingum. Lögin eiga við hvort heldur sem skráning er vélræn eða handunnin." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til laganna, er það sagt vera meginmarkmið þeirra "að tryggja mönnum vernd gegn hættu á misnotkun upplýsinga um einkamálefni þeirra sem varðveittar eru og skráðar hafa verið með kerfisbundnum hætti." Með vísun til þessa og athugasemda, er fylgdu 1. gr. frumvarpsins, þar sem m.a. er tekið fram að utan gildissviðs þess falli einstakar tilviljunarkenndar skrár, verður að líta svo á að gildissvið laganna sé einskorðað við kerfisbundna skráningu á persónuupplýsingum, hvort sem hún er vélræn eða handunnin, svo og við eftirfarandi meðferð á slíkum upplýsingum sem skráðar hafa verið með þessum hætti.<br /> <br /> Samkvæmt framansögðu er það álit úrskurðarnefndar að 5. gr. laga nr. 121/1989 taki til aðgangs að einkunnum þeirra nemenda, sem tóku samræmd próf í 10. bekk grunnskóla árin 1995 og 1996, enda séu þær einkunnir skráðar með kerfisbundnum hætti og persónugreinanlegar. Aðgangur að útreikningum Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála á meðaltali einkunna í grunnskólum landsins falli á hinn bóginn utan gildissviðs laganna, sbr. þau sjónarmið sem búa að baki 11. gr. þeirra. Þar með fellur aðgangur að útreikningum þeim, sem beiðni kæranda lýtur að, undir upplýsingalög.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Með vísun til þessarar meginreglu er það álit úrskurðarnefndar að Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála sé skylt að veita kæranda aðgang að þeim gögnum, sem hann hefur óskað eftir, enda standa þeir hagsmunir, sem tilgreindir eru í 5. og 6. gr. upplýsingalaga, almennt séð ekki í vegi fyrir því.<br /> <br /> Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála hefur haldið því fram fyrir nefndinni að ekki sé aðeins óheimilt að veita aðgang að einkunnum einstakra nemenda, heldur verði að gæta þess, ef útreikningar á einkunnum verði gerðir opinberir, að ekki sé unnt að komast að einkunnum einstakra nemenda. Styðst þetta sjónarmið við 2. mgr. 45. gr. laga nr. 66/1995, um grunnskóla, en þar segir orðrétt: "Óheimilt er að veita upplýsingar um vitnisburði einstakra nemenda öðrum en þeim sjálfum og forráðamönnum þeirra nema nauðsyn beri til vegna flutnings nemenda milli skóla. Þó skal heimilt að veita fræðsluyfirvöldum þessar upplýsingar og öðrum vegna fræðilegra rannsókna enda sé krafist fullrar þagnarskyldu." Í 2. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 516/1996, um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra prófa í grunnskólum, sem sett er með heimild í 46. gr. laga nr. 66/1995, segir ennfremur: "Láta skal öðrum aðilum í té upplýsingar um niðurstöður samræmdra prófa ef þeir óska þess en ætíð skal gæta trúnaðar gagnvart einstökum nemendum."<br /> <br /> Í 5. gr. upplýsingalaga segir: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Með vísun til þessa ákvæðis og þess, sem að framan segir, fellst upplýsinganefnd á það sjónarmið Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála að ekki eigi að vera unnt að komast að einkunnum einstakra nemenda ef umbeðnar upplýsingar verða veittar. Í því skyni að tryggja það er ljóst að fella ber á brott úr hinum umbeðnu gögnum upplýsingar um meðaltal einkunna í fámennum skólum. Álitamál er hins vegar hvar mörkin skuli dregin. Af því tilefni leitaði nefndin til Guðmundar Guðmundssonar, dósents í tölfræði, og segir svo í áliti hans, sem m.a. er byggt á viðhorfi Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála í áður tilvitnuðu bréfi stofnunarinnar til tölvunefndar, dags. 10. janúar sl.: "Miðað við eðlilegt próf er 10 nemendur óþarflega há tala til að koma í veg fyrir að þeir sem þekkja aðeins meðaleinkunn í skóla geti dregið miklar ályktanir um einkunnir einstakra nemenda. En sumir vita talsvert meira. Nemandi og foreldrarnir þekkja einkunn hans og oft líka einkunn besta vinarins. Hæstu einkunnir eru sjaldan feimnismál svo að hver sem vill getur fengið vitneskju um þær. Meðaleinkunn í viðbót við svona vitneskju getur veitt talsverðar upplýsingar um einkunnir annarra nemenda í fámennum hópi. Með hliðsjón af þessu sýnist mér að talan 10 ... sé nokkuð góð málamiðlun við lagaskyldu að veita upplýsingar um meðaleinkunn og vernda upplýsingar um einkunnir einstakra nemenda."<br /> <br /> Með vísun til þessa sérfræðiálits er það niðurstaða úrskurðarnefndar að skylt sé að fella á brott úr gögnum þeim, sem kærandi hefur óskað eftir aðgangi að, upplýsingar um meðaltal einkunna í þeim skólum þar sem 10 nemendur eða færri hafa þreytt hin samræmdu próf. Með hliðsjón af 7. gr. upplýsingalaga er rétt að það verði gert með þeim hætti að einungis komi fram í gögnunum heiti hlutaðeigandi skóla og fjöldi þeirra sem tóku prófin.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Úrskurðarnefnd sér ekki ástæðu til að gera frekari athugasemdir við rökstuðning, sem færður var fyrir hinni kærðu ákvörðun, heldur en gert er hér að framan.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála ber að veita kæranda aðgang að gögnum um meðaltal einkunna í samræmdum prófum í 10. bekk í sérhverjum grunnskóla landsins árin 1995 og 1996 í þeim fjórum námsgreinum þar sem samræmd próf voru viðhöfð. Fella skal á brott úr gögnunum upplýsingar um meðaltal einkunna í þeim skólum þar sem 10 nemendur eða færri þreyttu hin samræmdu próf.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
01/1997 - Úrskurður frá 22. janúar 1997 í málinu nr. A-1/1997 | Kærðar voru synjanir sýslumannsins í Hafnarfirði, lögreglustjórans í Reykjavík og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að veita aðgang að gögnum um umsókn tiltekins umsækjanda um leyfi til að eiga og nota skotvopn. Beiðni ekki beint að réttu stjórnvaldi. Frávísun. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga. Samþykki. Synjun staðfest að hluta. Aðgangur veittur að hluta. Aðgangur veittur. | <p>Hinn 22. janúar 1997 kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp svohljóðandi úrskurð í málinu nr. A-1/1997:</p> <div align="center"> <br /> <strong>Kæruefni</strong> </div> <p>Með bréfi, dags. 14. janúar sl., kærði [A], "synjun sýslumannsins í Hafnarfirði og lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 13. janúar 1997 um aðgang að gögnum og skjölum sem varða umsókn [A] um leyfi til að eiga og nota skotvopn." Ennfremur var kærð "synjun dómsmálaráðuneytisins dags. 13. janúar 1997 um aðgang að hluta bréfs frá téðum [A] til ráðuneytisins varðandi sama mál og synjun um aðgang að öðrum umbeðnum gögnum."<br /> Kæruna verður að skilja svo að kærandi krefjist þess að hinar kærðu ákvarðanir verði felldar úr gildi. Gerir hann aðallega þá kröfu að honum verði veittur aðgangur að hinum umbeðnu gögnum í heild sinni, en til vara að ofangreindum stjórnvöldum verði gert skylt að afhenda honum hluta af gögnunum. Þá fer kærandi fram á að metið verði hvort rökstuðningur fyrir hinum kærðu ákvörðunum sé fullnægjandi.<br /> <br /> Með bréfum, dags. 15. janúar sl., var kæran send til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, lögreglustjórans í Reykjavík og sýslumannsins í Hafnarfirði og þessum stjórnvöldum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana og koma að frekari rökstuðningi fyrir hinum kærðu ákvörðunum fyrir kl. 12 á hádegi hinn 20. janúar sl. Jafnframt var þess óskað að stjórnvöldin létu úrskurðarnefndinni í té sem trúnaðarmál þau gögn, sem kæran lýtur að, innan þessa frests.<br /> <br /> Umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 16. janúar sl., barst nefndinni 17. janúar sl., ásamt umræddum gögnum. Umsagnir lögreglustjórans í Reykjavík og sýslumannsins í Hafnarfirði, dags. 17. janúar sl., bárust nefndinni 20. janúar sl., ásamt gögnum sem öll, utan eitt, höfðu fylgt umsögn ráðuneytisins.</p> <div align="center"> <br /> <strong>Málsatvik</strong> </div> <p>Atvik þessa máls eru í stuttu máli þau að með bréfi, dags. 10. janúar sl., fór kærandi fram á aðgang "að skjölum og gögnum í vörslu" ofangreindra stjórnvalda "um afgreiðslu á umsókn [A] um byssuleyfi, sem lögð var fram í Hafnarfirði í september árið 1994." Óskaði kærandi "eftir afriti af öllum gögnum sem mál þetta varða, þar með talið umsókninni sjálfri." Jafnframt óskaði hann "eftir tafarlausri afgreiðslu" á beiðninni og krafðist "skriflegs rökstuðnings" ef henni yrði synjað. Í bréfi kæranda til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins kom fram að ráðuneytisstjóri hefði áður synjað beiðninni munnlega.<br /> <br /> Ráðuneytið svaraði beiðni kæranda með bréfi, dags. 13. janúar sl., þar sem orðrétt segir: "Meðfylgjandi eru afrit af þeim gögnum í máli þessu sem heimilt er að veita yður aðgang að, sbr. 3. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sbr. og 7. gr. sömu laga. Um er að ræða hluta af bréfi framangreinds [A] til dómsmálaráðuneytisins, sbr. 7. gr. upplýsingalaga, dags. 14. október 1994 og umsókn hans um skotvopnaleyfi, dags. 30. september s.á. Aðgangi að öðrum gögnum í máli þessu er synjað, en þar er að mati ráðuneytisins að finna upplýsingar um einkamálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga."<br /> <br /> Lögreglustjórinn í Reykjavík svaraði beiðni kæranda með bréfi, dags. 13. janúar sl., þar sem orðrétt segir: "... skal tekið fram að skv. upplýsingum [S] lögfræðings hjá dómsmálaráðuneytinu ... hefur ráðuneytið þegar afhent þau gögn sem talið er fært að afhenda og varða umsókn [A] um leyfi til þess að eiga skotvopn."<br /> <br /> Sýslumaðurinn í Hafnarfirði svaraði beiðni kæranda með bréfi, dags. 13. janúar sl., þar sem orðrétt segir: "Sýslumannsembættið í Hafnarfirði telur sig ekki geta orðið við ósk yðar. Í umræddum gögnum eru persónuupplýsingar sem eðlilegt er að leynt fari. Verður að telja að þær takmarkanir á upplýsingarétti sem 5. gr. l. nr. 50/1996 setur aðgangi almennings að upplýsingum vegna einkahagsmuna eigi hér við. Beiðni yðar er því hafnað."<br /> <br /> Fyrrgreindri umsögn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til úrskurðarnefndar fylgdu ljósrit af 17 skjölum og gögnum varðandi meðferð á fyrrgreindri umsókn [A] um skotvopnaleyfi, sem beiðni kæranda lýtur að, að meðtöldum þeim tveimur skjölum sem honum hafa verið afhent, sbr. fyrrgreint bréf ráðuneytisins, dags. 13. janúar sl. Þá fylgdi, eins og áður er komið fram, ljósrit af einu skjali til viðbótar svörum lögreglustjórans í Reykjavík og sýslumannsins í Hafnarfirði.<br /> <br /> Aðilar máls þessa hafa fært frekari rök fyrir kærunni annars vegar og hinum kærðu ákvörðunum hins vegar. Með vísun til 31. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 verður ekki gerð grein fyrir þessum röksemdum í úrskurði þessum, en úrskurðarnefnd hefur haft þær til hliðsjónar við úrlausn málsins.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Niðurstaða</strong><br /> <br /> <strong>1.</strong> </div> <p>Umsókn [A] um skotvopnaleyfi, sem dags. er 30. september 1994 og um ræðir í máli þessu, var send sýslumanninum í Hafnarfirði skv. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 46/1977, um skotvopn, sprengiefni og skotelda. Með vísun til 4. mgr. 15. gr. laganna fór hann síðan fram á það með bréfi til dóms- og kirkjumálaráðherra, dags. 14. október 1994, að sér yrði veitt undanþága frá ákvæði 2. mgr. sömu greinar.<br /> <br /> Í 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Þegar farið er fram á aðgang að gögnum um mál þar sem taka á eða tekin hefur verið ákvörðun um rétt eða skyldu manna skal beiðni beint til þess stjórnvalds sem tekið hefur eða taka mun ákvörðun í málinu." Þar eð líta verður svo á að beiðni kæranda um aðgang að gögnum hafi lotið að umsókn [A] um skotvopnaleyfi og beiðni hans um undanþágu bar kæranda að snúa sér til sýslumannsins í Hafnarfirði og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, en ekki til lögreglustjórans í Reykjavík sem aðeins lét í té umsögn um undanþágubeiðnina. Með vísun til þess er kæru á hendur lögreglustjóranum í Reykjavík vísað frá úrskurðarnefnd.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>2.</strong> </div> <p>Í 3. gr. upplýsingalaga segir orðrétt: "Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.-6. gr." Í 5. gr. laganna segir síðan: "Óheimilt er að veita almenningi aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á." Í athugasemdum, er fylgdu frumvarpi til upplýsingalaga, er m.a. tekið fram, til skýringar á þessu ákvæði, að þær persónuupplýsingar, sem taldar eru upp í 4. gr. laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, séu allar undanþegnar aðgangi almennings. Í b-lið þeirrar greinar eru tilgreindar "upplýsingar um það hvort maður hafi verið grunaður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað".<br /> <br /> Með vísun til þessa er það álit úrskurðarnefndar að upplýsingar um sakaferil einstaklings eins og [A] séu upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt sé og eðlilegt að leynt fari, sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Þar eð samþykki [A] liggur ekki fyrir var dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og sýslumanninum í Hafnarfirði því rétt að neita kæranda um aðgang að upplýsingum um sakaferil [A], að svo miklu leyti sem þær er að finna í þeim gögnum sem beiðni hans tók til.<br /> <br /> Samkvæmt þessu og með vísun til 7. gr. upplýsingalaga, þar sem segir að eigi ákvæði 4.-6. gr. laganna aðeins við um hluta skjals, skuli veita almenningi aðgang að öðru efni skjalsins, telur nefndin að sú ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að láta kæranda einungis í té hluta af bréfi [A] til ráðuneytisins, dags. 14. október 1994, sé byggð á lögmætum sjónarmiðum. Aðferð sú, sem viðhöfð var, þ.e. að útmá þann texta sem fellur undir 5. gr. upplýsingalaga, er ásættanleg eins og á stóð. Að áliti nefndarinnar er ráðuneytinu á sama hátt skylt að veita kæranda aðgang að hluta af eftirgreindum skjölum:<br /> <br /> 1. Bréfi [B], aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, til ráðuneytisins, dags. 14. október 1994.<br /> 2. Bréfi ráðuneytisins til [A], dags. 14. október 1994.<br /> 3. Bréfi ráðuneytisins til lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 17. október 1994.<br /> 4. Bréfi ráðuneytisins til sýslumannsins í Hafnarfirði, dags. 17. október 1994.<br /> 5. Umsögn sýslumannsins í Hafnarfirði, dags. 20. október 1994.<br /> 6. Bréfi ráðuneytisins til lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 10. nóvember 1994.<br /> 7. Bréfi ráðuneytisins til [A], dags. 21. nóvember 1994.<br /> <br /> Ljósrit af umræddum skjölum fylgja því eintaki af úrskurði þessum sem sent verður ráðuneytinu þar sem nefndin hefur merkt við þá hluta sem hún telur rétt að undanþiggja aðgangi almennings skv. 5. gr. upplýsingalaga.<br /> Önnur gögn í máli þessu, sem eru í vörslu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, eru þess eðlis, að dómi nefndarinnar, að þau ber samkvæmt framansögðu að undanþiggja aðgangi almennings.<br /> <br /> Með vísun til þess, sem nú hefur verið rakið, er það álit úrskurðarnefndar að sýslumanninum í Hafnarfirði hafi borið að veita kæranda aðgang að umsókn [A] um skotvopnaleyfi með vísun til 3. gr., sbr. 5. gr. upplýsingalaga. Sama á við um lista yfir þátttakendur á skotvopnanámskeiði hinn 13. október 1994, sbr. bréf lögreglunnar í Hafnarfirði, dags. 11. október 1994, enda eru slíkar upplýsingar ekki undanþegnar aðgangi almennings að mati nefndarinnar. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur þegar afhent kæranda ljósrit af umsókninni og ber því sýslumanni að veita honum aðgang að fyrrgreindum þátttakendalista. Önnur gögn í máli þessu, sem eru í vörslu sýslumanns, eru þau sömu og ráðuneytið hefur í vörslu sinni. Hefur nefndin hér að framan tekið afstöðu til þess að hvaða marki skuli veita almenningi aðgang að þeim.<br /> </p> <div align="center"> <strong>3.</strong> </div> <p>Úrskurðarnefnd sér ekki ástæðu til að gera frekari athugasemdir við rökstuðning, sem færður var fyrir hinum kærðu ákvörðunum, heldur en gert er hér að framan.<br /> <br /> </p> <div align="center"> <strong>Úrskurðarorð:</strong> </div> <p>Hinni kærðu ákvörðun Lögreglustjórans í Reykjavík er vísað frá.<br /> Hin kærða ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er staðfest, að öðru leyti en því að ráðuneytinu ber að veita kæranda aðgang að hluta af eftirgreindum skjölum:<br /> <br /> 1. Bréfi [B], aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, til ráðuneytisins, dags. 14. október 1994.<br /> 2. Bréfi ráðuneytisins til [A], dags. 14. október 1994.<br /> 3. Bréfi ráðuneytisins til lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 17. október 1994.<br /> 4. Bréfi ráðuneytisins til sýslumannsins í Hafnarfirði, dags. 17. október 1994.<br /> 5. Umsögn sýslumannsins í Hafnarfirði, dags. 20. október 1994.<br /> 6. Bréfi ráðuneytisins til lögreglustjórans í Reykjavík, dags. 10. nóvember 1994.<br /> 7. Bréfi ráðuneytisins til [A], dags. 21. nóvember 1994.<br /> <br /> Sýslumanninum í Hafnarfirði ber að veita kæranda aðgang að lista yfir þátttakendur á skotvopnanámskeiði hinn 13. október 1994, sbr. bréf lögreglunnar í Hafnarfirði, dags. 11. október 1994.<br /> <br /> Eiríkur Tómasson, formaður<br /> Elín Hirst<br /> Valtýr Sigurðsson<br /> </p> |
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.
Hafa samband
Ábending / fyrirspurnSkilaboðin hafa verið send ráðuneytinu til afgreiðslu.
Takk fyrir.